en
stringlengths 1
821
| is
stringlengths 1
1.15k
|
---|---|
Patients were seldom encouraged to use other methods of pain relief than medication. | Sjúklingar voru sjaldan hvattir til að nota aðrar aðferðir en verkjalyf til verkjastillingar. |
The Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children-Present and Lifetime version (K-SADS-PL) is a semi-structured diagnostic interview widely used among professionals who treat children and adolescents with psychiatric issues. | The Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children-Present and Lifetime version (K-SADS-PL) er hálfstaðlað greiningarviðtal sem er mikið notað meðal fagaðila sem sinna börnum og unglingum með geðrænan vanda. |
Newest data from ESPAD (the European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) research from 2015 was used in comparison. | Til samanburðar var notast við gögn úr ESPAD (the European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) rannsókninni. |
The topic of this thesis is the Reykjanesskagi peninsula in southwestern Iceland and the establishment of a future volcanic park in the area. | Í ritgerðinni er fjallað um jarðminjasvæði á Reykjanesskaga í tengslum við uppbyggingu eldfjallagarðs á svæðinu. |
Data were collected with open interviews and for analysis the grounded theory approach was used focusing on constant comparisons. | Gagna var aflað með opnum viðtölum og notað var vinnulag grundaðrar kenningar við gagnagreiningu með áherslu á sífelldan samanburð. |
Genes encoding the enzymes were cloned in E. coli. | Gen ensímanna voru klónuð og tjáð í E. coli. |
The manual also includes ideas for projects, field trips and assessment. | Þar er einnig að finna hugmyndir að verkefnum, vettvangsferð og námsmati. |
The drug was completely prohibited in the United States in 1924 and many countries followed suit. | Árið 1924 var algjört bann sett við notkun efnisins í Bandaríkjunum og mörg lönd fylgdu í kjölfarið. |
The idea of this research method is to improve knowledge of human phenomena, inter alia in order to improve human services, such as e.g. health service. | Hugmyndin að þessari rannsóknaraðferð er ætlað að auka skilning á mannlegum fyrirbærum m.a. í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og t.d. í heilbrigðisþjónustu. |
News relating to the concept started to be prominent in 2002 and the first relative legislature was made in 2006. | Fyrsta íslenska lagasetningin þar sem hugtaksins skipulögð brotastarfsemi er getið var árið 2006. |
Thirdly, by reflecting on my own experience, I pull out the elements that make up the foundation of my professionalism. | Í gegnum ígrundun á eigin reynslu dreg ég fram þá þætti sem móta grunninn að fagmennsku minni. |
While that is rarely the case it should be taken into account that their knowledge of language spreads over two languages, not one. | Það þarf þó ekki að vera tilfellið því taka verður tillit til þess að heildarkunnátta þeirra dreifist á tvö tungumál, ekki eitt. |
The values and practice of nurses were also reviewed including laws and ethical guidelines. | Einnig var fjallað um almenn gildi og störf hjúkrunarfræðinga ásamt lögum og siðareglum sem ná til fagstéttarinnar. |
It causes amino acid 226 to shift from tyrosine to serine, potentially causing an additional phosohorylation site in the linker domain. | Hún veldur því að amínósýra númer 226 breytist úr týrósín í serín sem mögulega er þess valdandi að nýtt fosfórunarset myndast þar. |
Only 57.3% of newly registered donors in 2005-2006, came back to donate at least once in the period 2005-2013. | Einnig sýndu niðurstöður okkar að aðeins 57,3% þeirra sem voru nýskráðir blóðgjafar á árinu 2005-2006, kom til baka og gaf a.m.k. einu sinni í poka á tímabilinu fram til 2013. |
Students were monitored through their education and three interviews were conducted with each student which provided an opportunity to evaluate their career development during their education, providing a new approach in studying career entry of young law enforcement officers. | Nemendum var fylgt eftir í gegnum námið og alls voru tekin þrjú viðtöl við hvern og einn, sem skapaði tækifæri til að meta þróun starfsferils á meðan á námi stóð en á því byggir nýnæmi rannsóknarinnar. |
Earlier studies have pointed out that Icelandic adolescents are in worse shape than the current study suggests. | Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að íslenskir unglingar séu verr á sig komnir heldur en þessi rannsókn bendir til. |
With that being said, it is vitally important that nurses obtain good knowledge of postpartum depression symptoms and the treatments and resources available. | Að því sögðu er mikil þörf á að hjúkrunarfræðingar búi yfir þekkingu er beinist að einkennum fæðingarþunglyndis auk þess að þekkja þau úrræði sem standa til boða til eflingar jákvæðrar tengslamyndunar. |
All geochemical data is only in 2D format, therefore, iso-concentration maps for silica were plotted to demonstrate cold water inflow in the geothermal system. | Tiltæk jarðefnafræði gögn er ekki hægt að túlka í þrívídd svo að búin voru til kort með jafnstyrkslínum fyrir kísil til að sýna fram á kalt innstreymi í jarðhitakerfið. |
In conclusion, apart from the translation and its analysis, the story of a woman who lived in Icelandic countryside in the late 19 th-early 20 th century and Icelandic culture of that time examined as a parallel to the development of bipolar disorder that is told. | Í þessu lokaverkefni er auk þýðingar og kynningar á henni sagt frá sögu einnar konu sem bjó í íslenskri sveit í lok 19. aldar–byrjun 20. aldar og íslensk menning þess tíma skoðuð samhliða þróun geðhvarfasýki konunnar. |
In modern aluminum smelters there is a constant need for monitoring the purity of the aluminum being made and the chemical composition of the electrolyte used to drive the chemical reaction to produce aluminum from alumina. | Haust, 2014 VT LOK 1012 Við álframleiðslu þarf að fylgjast stöðugt með hreinleika álsins ásamt efnafræðilegri byggingu raflausnarinnar sem notuð er til að rafgreina áloxíð í hreint ál. |
The Royal College of Midwives gives instructions on how to provide physiological management. | The Royal College of Midwives gefur leiðbeiningar um framkvæmd lífeðlis-fræðilegrar meðferðar. |
Boys showed more aggressive and delinquent behavior than girls but there was no difference found when looking at parents´socioeconomic status. | Piltar reyndust sýna meiri árásargirni og afbrotahegðun en stúlkur en ekki kom fram munur á þessum andfélagslegu hegðunum eftir starfsstétt foreldra. |
This was not the case in the capital area. | Þetta voru ekki niðurstöðurnar fyrir höfuðborgarsvæðið. |
Therefore, I sought to investigate the role of miR-126 in cardiovascular development in hESCs. | Þess vegna kannaði ég hlutverk miR-126 í þroskun hjarta- og æðakerfis í hESC. |
Chemical geothermometers suggest the subsurface reservoir temperature of about 132-157°C. | Efnahitamælar benda til þess að hiti í kerfinu geti verið 132-157°C. |
Paleomagnetic measurements were taken of the lava flows in Úlfarsfell. | Teknar voru segulmælingar af hraunlögunum á Úlfarsfelli. |
HP-somatotroph axis: On day 0, 52.4% of TBI patients and 35.7% of SAH patients had low IGF-1. | Vaxtarhormónaöxullinn: Á degi 0 höfðu 52.4% í HÁ hópnum og 35.7% í ISB hópnum lágt IGF. |
The data set included the results of 2.896 individuals whoms were employees in march 2017. | Gagnasafnið tók til 2896 einstaklinga sem voru starfsmenn Landspítala í marsmánuði 2017. |
The focus was on understanding how the training was conducted and in which instances e-learning was used. | Leitast var við að draga upp mynd af fræðslustarfi í fyrirtækjunum og ástæður þess að notast er við tæknistuddar útfærslur í ákveðnum tilfellum. |
Anterior cruciate ligament (ACL) injuries are among the most serious knee injuries in soccer and 70% of them are non contact injuries. | Áverkar á fremra krossbandið eru ein af alvarlegri hnémeiðslunum í knattspyrnu og um 70% þessara meiðsla verða án snertingar við aðra leikmenn. |
Conclusion: The study shows that the language samples give very important and useful information when assessing children´s language impairment and are a vital addition to standardize language development tests. This is the first study that compars language samples of Icelandic six year old children with and without language impairment. | Ályktanir: Rannsóknin sýndi að málsýni gefa mjög mikilvægar og gagnlegar upplýsingar þegar verið er að skoða frávik í málþroska og er nauðsynleg viðbót við stöðluð próf. Í þessari rannsókn er í fyrsta skipti verið að bera saman málsýni sex ára íslenskra barna með og án málþroskaröskunar. |
Qualitative research methods were used and data collected by recording and transcribing open interviews. | Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og gögnum safnað með opnum viðtölum sem voru tekin upp á stafrænt upptökutæki og afrituð. |
Theoretical definitions were defined for micro-and macro environment and they analyzed further from Kátir krakkar´s perspective as well as analyzing consumer behavior. | Sett var fram fræðileg skilgreining á hugtökunum hvað varðar innra og ytra umhverfi fyrirtækja og þau skoðuð út frá sjónarmiði Kátra krakka. |
This article is focused on two basic concepts: Law and Society. | Í grein þessari er sjónum sérstaklega beint að tveimur grundvallarhugtökum: Lögum og samfélagi. |
The training set is made from the AUV’s images and then used for feature extraction. | Þjálfunargögn voru búin til úr myndum frá kafbátnum sem síðan voru notuð til útdrátts sérkenna (e. features). |
In the longer term, there are certain tax savings, since the tax is tax-free, while it is necessary to pay income tax on the savings when it is taken out in the form of pension payments. | Þegar litið er til lengri tíma þá myndast ákveðin skattsparnaður þar sem úrræðið er skattfrjálst, meðan það þarf að greiða tekjuskatt af sparnaðinum þegar hann er tekinn út í formi lífeyrisgreiðslna. |
Key results were that the LCOE for wind energy at Búrfell was estimated 0.0756-0.0857 USD/kWh (assuming 10% WACC), which classi es Búrfell among the lowest LCOE sites for wind energy in Europe. | Lykilniðurstöður voru að LCOE fyrir vindorku í Búrfelli var metinn á 0.0756-0.0857 USD/kWh (gert ráð fyrir 10 % WACC), sem setur Búrfell á meðal lægstu framleiðslustaða fyrir vindorku í Evrópu. |
And how did pedagogical documentation affect partnership with parents? The main results indicate that pedagogical documentation did affect staff´s professionalism and they thought they had gained new perspectives on children and how they learn. | Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að innleiðing uppeldisfræðilegra skráninga hafi haft áhrif á viðhorf starfsfólksins til eigin fagmennsku þar sem fram kom að starfsfólkið taldi sig hafa öðlast nýja sýn á börnin og nám þeirra. |
The conclusion is that medieval literature has considerable popularity with teachers and students both in secondary schools and in high schools and are considered an important part of the nation´s culture. | Niðurstöður benda til að miðaldabókmenntir njóti töluverðra vinsælda meðal kennara og nemenda á bæði grunn- og framhaldsskólastigi og þyki mikilvægur þáttur í menningarlífi þjóðarinnar. |
The enforcement does not however reflect these develpments and there is a lack of formality, assessment and satisfactory argumentation. | Þannig skorti talsvert á formfestu, reglubundið mat, sjónarmið og rökstuðning að baki ákvörðunum barnaverndarnefnda um skipan talsmanns. |
It is therefore important to gain an understanding of qualities related to competence in families, and what qualities in less competent families do not contribute to that growth. | Það er því mikilvægt að öðlast skilning á þeirri fjölskyldufærni sem hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd barna annars vegar og hins vegar hvaða þættir í minna hæfum fjölskyldum eru síður til þess fallnir. |
Education for those at risk is important to increase awareness to conduct necessary changes in lifestyle. | Fræðsla til handa þeim sem eru í áhættuhópi við að þróa með sér SS2 er mikilvæg þegar kemur að nauðsynlegum lífsstílsbreytingum. |
The conclusion of this study implies that there are opportunities for the public sector to improve stakeholder management. Particularly by categorizing the stakeholders potential, by prioritizing them and making communication plans. | Rannsóknin bendir til að það séu tækifæri fyrir skipulagsheildirnar til að bæta stjórnun á hagsmunaaðilum s.s. með flokkun á styrkleika hagsmunaaðila, með því að forgangsraða og að gera samskiptaáætlanir. |
The final result of the project was that the control systems were capable of navigating the rover along one hallway back and forth using inexpensive sensors. | Með verkefninu náðist sá árangur að hanna og smíða stýrikerfi sem stýrir róbótanum, með ódýrum skynjurum, eftir einum gangi fram og til baka. |
The aim of this study was to examine whether telepractice in SLT/P can improve service for clients of the National Hearing and Speech Institute of Iceland (NHSII) who live outside of the capital area (part A). Another aim was to explore the status of SLT/P services in local communities outside the capital area and to ask their opinion towards telepractice (part B). | Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna hvort fjarþjónusta talmeinafræðinga geti bætt þjónustu við þá skjólstæðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) sem búa á landsbyggðinni (A hluti) og hins vegar að kanna stöðu talmeinaþjónustu á landsbyggðinni og viðhorf sveitarfélaga til fjarþjónustu (B hluti). |
Companies and institutions all agreed that in general servicing immigrants is going well; few of them had used the interpreter service. | Fyrirtæki og stofnanir sögðu að það gengi almennt vel að þjónusta útlendinga, en nokkur þeirra höfðu nýtt sér túlkaþjónustu. |
Previous research has shown that the cost of sea freight is as much as 3-4 times lower and has a much smaller carbon footprint. | Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kostnaður við að flytja vöruna með skipi er allt að þrisvar til fjórum sinnum lægri auk þess sem sótsporið er umtalsvert minna. |
I review the theories of learning and education that have affected my beliefs and practices. | Ég leita í kenningar fræðimanna um nám og menntun sem hafa haft áhrif á viðhorf mín og starfshætti. |
To get more insight in the respondants perspectives there were also used qualitative methods. | Jafnframt var beitt aðferðum eigindlegrar aðferðafræði við úrvinnslu á frásögnum þátttakenda um markverð atriði sem fram komu í viðtölum. |
In Ripley's Game Jonathan Tevanny creates a character to play while he commits a murder. | Í Ripley's Game skapar Jonathan Trevanny hlutverk sem hann getur leikið meðan hann fremur morð til þess að finnast hann ekki bera ábyrgð á því. |
In this study athletes’ mental skills were measured with the OMSAT questionnaire and athletes stress was measured with the PSS questionnaire. | Í þessar rannsókn voru sálrænir þættir íþróttamanna mældir með OMSAT spurningalistanum og streita íþróttamannna mæld með PSS spurningalistanum. |
Continuous CF3 + signal and strong bromine atomic lines would indicate that the major photodissociation mechanism of CF3Br is breaking of the C-Br bond and the formation of CF3 + Br radicals via a repulsive state. | Samfellt CF3 + merki og sterkar bróm atómlínur gefa til kynna að aðal ljósklofnunar ferill CF3Br sé brot á C-Br tenginu og myndun CF3 + Br stakeinda í gegnum fráhrindandi ástand. |
Also on androgogy, the view of art therapy relating to claywork, and work with memories. | Jafnframt byggja námsskeiðin á fullorðinsfræðslu (e. androgogy), nálgun listmeðferðar í tengslum við leirmótun og á vinnu með minningar. |
Routine health-controls could be better utilized in tobacco prevention. | Tækifæri til umræðu um tóbaksnotkun við heilsufarsskoðun nemenda eru vannýtt. |
From this it is evident that both the University of Akureyri and the University of Iceland have to increase the level of education between health care professions, for an example in the form of interprofessional education, where as it has been shown that knowledge of the roles of other professions leads to more effecient teamwork and therefore better healthcare. | Af þessu má sjá að bæði Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands þarf að auka fræðslu milli fagstétta á heilbrigðissviði, til dæmis í formi þverfaglegs náms, þar sem iv það hefur sýnt sig að þekking á hlutverkum annarra fagstétta skilar sér í árangursríkari teymisvinnu og þar af leiðandi betri heilbrigðisþjónustu. |
Further research is needed to understand why this stability is considered necessary, and to see if young people understand how delaying having children can affect their fertility. | Frekari rannsókna er þörf á því hvers vegna þessi stöðugleiki er talinn mikilvægur, ásamt því að skoða þekkingu ungs fólks á áhrifum þess að seinka barneignum. |
Four theories are used to examine the influence; theories about New Public Management, the Principal-Agent theory, the Stewardship theory and Mintzberg‘s theory about professional bureaucracy. | Áhrifin eru skoðuð út frá fjórum kenningum; kenningum um Nýja opinbera stjórnsýslu, umboðskenningunni, bústjórnarkenningunni og kenningum um fag-skrifræði. |
The charachterizing features of the participants in the study are that at a certain point in their career they paused and gave thought to the future. | Það sem einkennir alla viðmælendur í rannsókninni er að á ákveðnum tímapunkti á starfsferlinum stöldruðu þeir við og hugsuðu til framtíðar. |
It was clear from the participants answers that they thought the coach‘s confidentiality to the coachee was the most difficult aspect of executive coaching. | Ljóst var á svörum viðmælenda að þeim fannst trúnaðarskylda markþjálfans við markþjálfunarþegann það erfiðasta við stjórnendamarkþjálfunina. |
Most considered it to be a drug problem and it should be dealt with in such manner. | Flestir töldu hann fyrst og fremst vímuefnavanda sem þyrfti að meðhöndla sem slíkan. |
This thesis deals with the usage of Youthpass in the European Voluntary Service as well as the theoretical framework of experiental-and self-directed learning. | Í Evrópsku Sjálfboðaliða-þjónustunni er það mentor sem sinnir því stuðningshlutverki. |
As of late, there have been changes in childbearing services all over the world, and this includes services in Iceland. | Breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki því undanskilið. |
Qualitative methods were used in this research where six interviews were conducted. The interviewees were all graduated social workers who work with couples and married people mainly or part time. | Rannsóknin var framkvæmd eftir eigindlegum aðferðum og er byggð á viðtölum við sex starfandi félagsráðgjafa sem annað hvort í sínu aðalstarfi eða aukastarfi vinna með hjónum og pörum. |
Violence affects health, safety and the wellbeing of both inpatients and health care staff. | Ofbeldi hefur áhrif á heilsu, öryggi og velferð sjúklinga og starfsfólks. |
Theories from the fields of librarianship and information studies are also discussed; however, the number of interviews taken with MPs is too small to make it possible to draw definite conclusions. | Kenningar á sviði bókasafns- og upplýsingafræða um upplýsingahegðun voru einnig reifaðar, en viðtöl við þingmenn voru of fá til að fjölyrða mikið þar um. |
Important changes these technological advances brought include for example: completely different roles of children on the farm, women becoming more independent and, last but not least, the agricultural practices changing dramatically. | Það var einmitt þessi tækni sem leiddi af sér m.a. breytt hlutverk barna í sveitum, hafði áhrif á samskipti manna, konur urðu sjálfstæðari og síðast en ekki síst breyttust framleiðsluhættirnir. |
Additionally, information was gathered about the loyalty programmes of the three largest banks in Iceland: Íslandsbanki, Arion Bank and Landsbanki. | Fjallað er um fríðindakerfi þriggja stóru viðskiptabankanna á Íslandi; Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans. |
There is an urgent need for further research to assess the effectiveness of the intervention of patient-centered nurse-led care programs for newly diagnosed adult cancer patients. | Þörf er á íhlutunarrannsóknum til að meta árangur innleiðinga á sjúklingamiðaðri hjúkrunarþjónustu fyrir nýgreinda fullorðna krabbameinssjúklinga. |
This is also the case in Iceland, where life cycle assessment is becoming a more widespread tool for the assessment of environmental impacts and the identification of environmental hot spots, covering the life cycle of products and services. | Á undanförnum árum hefur vistferilsgreining rutt sér til rúms á Íslandi sem umhverfisstjórnunartæki og aðferð til að meta umhverfisáhrif, sem og til að greina álagspunkta í heildarumhverfisáhrifum vöru og þjónustu á líftíma þeirra. |
Each year many women are diagnosed in Iceland and the number appears to be increasing. | Árlega fær fjöldi kvenna á Íslandi þessa sjúkdómsgreiningu og virðist sem töluverð aukning sé á greiningum hin síðari ár. |
The attraction forces are very important when it comes to journeys of young Icelanders in their own country, weather and terrain in particular. | Aðdráttaröflin skipta miklu máli þegar kemur að ferðalögum ungra Íslendinga um eigið land en helst ber að nefna veðrið og landslagið. |
The results make possible the mapping of social media into seven groups based on the experience of the entrepreneur. | Niðurstöðurnar gáfu kortlagningu samfélagsmiðla í sjö þemu út frá reynslu frumkvöðla. |
This thesis also demonstrates how the play develops in preschool children and that playing isn't just playing, but it includes great amounts of study in social skills and general communications. | Gerð er grein fyrir því hvernig leikurinn þróast hjá börnum á leikskólaaldri og að leikur er ekki bara leikur, heldur felst í honum mikið nám í félagsfærni og almennum samskiptum. |
These children are also more likely to suffer from low birth-weight, asthma, respiratory diseases, obesity and there is an increased risk of emotional and cognitive development disruption. | Þessi börn eru jafnframt líklegri til að vera með lága fæðingarþyngd, astma, öndunarfærasjúkdóma, að vera í ofþyngd og aukin hætta er á röskun á tilfinninga- og vitsmunaþroska. |
27% of accidents involved snowmobiles, most commonly injuries after fall from snow cornice. | Vélsleðaslys töldu 27% tilvika en þar var fall fram af hengju algengast. |
In this case study a qualitative research approach was used. | Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt. |
The instrument was found to have good internal consistency (ɑ ˃ 0,9). | Mælitækið reyndist áreiðanlegt, með gott innra samræmi fyrir alla kvarðana (ɑ ˃ 0,9). |
Effects on DNA replication were examined by two methods using flow cytometry, one with BrdU incorporation into pancreatic cancer cells after treatment with different concentrations of protolichesterinic acid for 23 hours and the other with PCNA expression of pancreatic cancer cells after treatment with different concentrations of protolichesterinic acid for 24 hours. | Áhrif á DNA eftirmyndun var skoðuð í tveimur aðferðum í flæðifrumusjá, annars vegar með BrdU innlimun briskrabbameinsfrumna eftir meðhöndlun með mismunandi styrkjum prótólichesterínsýru í 23 klukkustundir og hins vegar með PCNA tjáningu briskrabbameinsfrumna eftir meðhöndlun með mismunandi styrkjum prótólichesterínsýru í 24 klukkustundir. |
The answers were compared with existing data from similar surveys in Iceland and other European countries. | Svörin voru borin saman við fyrirliggjandi gögn úr sambærilegum könnunum á Íslandi og í öðrum Evrópuríkjum. |
The objective of a study performed in Akureyri in the fall of 2012 was to try a method with the use of aerial photograph to be used in comparison with field studies to determine the quality of bicycle routes. | Markmið rannsóknar sem framkvæmd var á Akureyri haustið 2012, var að prófa aðferð með notkun loftmynda sem hægt er að bera saman við vettvangsaðferð við mat á gæðum hjólaleiða. |
The purpose of this project is to develop a calculation model based on LCCA methodology. | Markmið verkefnisins er að þróa reiknilíkan fyrir vistferilskostnaðargreiningu. |
A majority of the faculty very much agreed with or agreed with statements that they had made changes to their courses as they switched to a new learning management system and that the new system had had a positive influence on their teaching. | Meirihluti kennara var mjög sammála eða frekar sammála þeim fullyrðingum að þeir hefðu gert breytingar á námsáföngum sínum við yfirfærslu yfir í nýtt námsumsjónarkerfi og að nýtt kerfi hefði góð áhrif á þeirra kennslu. |
Societal rules regarding the „correct“ way to „do gender“ are strict and women often face negative opinions when they go against these rules and establish themselves as business professionals. | Samfélagslegar reglur um „rétta“ framsetningu kyngervis eru strangar og konur mæta oft neikvæðum viðhorfum þegar þær fara á svig við þessar reglur og hasla sér völl í atvinnulífinu. |
Mothers who experience breastfeeding problems need to receive appropriate information how to cope with it to reduce the risk of early breastfeeding cessation. | Mæður sem upplifa vandamál við brjóstagjöf þurfa að fá viðeigandi fræðslu um bjargráð við vandamálunum til þess að minni líkur verði á því að þær hætti með börn sín á brjósti fyrr en áætlað var. |
Therefore, some children who experience difficulties but do not meet the required criteria for mental health disorders often lack the intervention needed. | Það getur orðið til þess að börn sem eiga við vanda að stríða en uppfylla ekki greiningarskilmerki geðraskana fái ekki viðeigandi aðstoð. |
It is still uncertain if the aggregation formation of these complexes is the main reason for this increased flux over the unstirred water layer. Most studies indicate that the flux increase is due to the increased aqueous solubility of the drugs at the membrane surface. | Óvíst er hvort að agnamyndunin sjálf hafi áhrif á flæði lyfja yfir slímhúð manna, líklegast veldur aukningin á leysni lyfjanna í vatni aukningu á flæði þeirra yfir kyrrstæða vatnslagið. |
There hasn’t been much research done in Iceland as to what opinions parents have of Makaton. | Það virðast ekki hafa verið gerðar rannsóknir á viðhorfi foreldra til Tákns með tali á Íslandi áður. |
As sciences evolves, increasing research can be carried out in the field of autism. | Þróun vísinda hefur áhrif á fjölgun rannsókna á sviði einhverfu. |
The ratio of children with social phobia, general anxiety disorder (GAD) and seperation anxiety (SAD) was unusually high. | Hlutfall barna með félagsfælni, almenna kvíðaröskun og aðskilnaðarkvíða var óvenjuhátt. |
They were asked about their assessment of the main advantages of this operating method and the main obstacles, as well as about how they cooperate and promote continuum in the students’ education. | Leitað var eftir mati þeirra á því hver er helsti ávinningur rekstrarformsins og hverjar eru helstu hindranirnar, hvernig samstarfi er háttað og hvernig stuðlað er að samfellu í námi nemenda. |
During the last two decades heavily industrialized fisheries have been taking place along the coast of West Africa which Icelanders have taken great part in. | Á undanförnum tveim áratugum hafa Íslendingar stundað fiskveiðar fyrir utan ströndum Vestur-Afríku. Þar hafa bæði íslenskar útgerðir sem og íslenskir sjómenn unnið. |
Semistructured Interviews were conducted with four individuals within this tourism industry where they spoke of ideology and developmental structure of the tours togeather with background and experience. | Þar segja þeir frá hugmyndafræði og uppbyggingu á ferðum sínum og safni ásamt því að deila reynslu og upplifunum. |
Results indicated that the preschool teachers’ experiences were similar, yet differentiated on some levels regarding continuity within the preschool. | Niðurstöður sýndu að upplifun viðmælenda og sýn þeirra á flutning milli deilda var nokkuð svipuð en þó ólík á nokkrum sviðum er varða samfellu innan leikskóla. |
• What is the teacher’s definition of creativity? | • Hver er skilgreining hans á sköpun? |
Methods: A questionnaire was used to measure the opinion and knowledge of PE (n = 888). | Aðferð: Lögð var fram rafræn spurningarkönnun fyrir ÍÞHFK (n = 888). |
There are few apparent changes between the 2004 and 2007 surveys, except regarding management style and gender and team ‐ work and company performance. | Litlar breytingar komu fram milli kannana 2004 og 2007, nema hvað varðar stjórnunarstíl og kyn, liðsstarf og rekstrarárangur. |
In this paper, I write about how different reasons led to that mass migration from Europe to North-America, and into what kind of circumstances in North-America the people migrated. | Í ritgerðinni fjalla ég um mismunandi ástæður fólksflutninganna og þær aðstæður sem mættu fólkinu við komuna til Vesturheims. |
In the last decades a number of screening instruments have been developed to identify those at risk for adverse outcomes and in need of geriatric interventions. | Á síðustu áratugum hafa fjölmörg skimunartæki verið þróuð með það að markmiði að greina aldraða sjúklinga sem eru í hættu á neikvæðum afleiðingum svo hægt sé að vísa þeim í viðeigandi úrræði. |
Consumption of fatty fish, almonds, meat, garlic, Heracleum fruit, cranberry, cacao flavonol and eggs give evidence of a positive effect on coronary arteries in patients with coronary heart disease and the results are in accordance with clinical guidelines of the European Society of Cardiology for the most part. | Neysla á feitum fiski, möndlum, kjöti, hvítlauki, Heracleum ávexti, trönuberjum, kakóflavoníðum og eggjum gefa vísbendingu um jákvæð áhrif á kransæðar hjá kransæðasjúklingum og voru í samræmi við klínískar leiðbeiningar evrópsku hjartasamtakanna að flestu leyti. |