Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
238
Summary
stringlengths
73
7.23k
Text
stringlengths
125
444k
Mál nr. 81/2003
Frávísun frá héraðsdómi að hluta Laun Hlutafé Skuldajöfnuður
K krafði P um greiðslu launa o.fl. P krafðist sýknu á grundvelli gagnkröfu til skuldajöfnuðar. Af gögnum málsins varð ekki annað ráðið en að K stæði í skuld við P umfram þá fjárhæð sem hann krafðist greiðslu á. Var P því sýknað af þessari kröfu K. Kröfu K um að viðurkenndur yrði með dómi 25% eignarhlutur hans í P var vísað frá dómi vegna ágalla á reifun málsins að því leyti. Athugasemdir voru gerðar við réttargæslustefnu og meðferð hennar fyrir héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. mars 2003. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 442.570 krónur með vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. mars 1999 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi krefst þess einnig að viðurkenndur verði með dómi eignarréttur hans á 25% í stefnda, að nafnverði 250.000 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur stefnt Ómari Friðþjófssyni, Guðmundi Antonssyni, Friðriki Má Bergsveinssyni og Friðþjófi Friðþjófssyni til réttargæslu fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur fallist á niðurstöðu héraðsdóms um að áfrýjandi hafi ekki fengið greiddar frá honum 442.570 krónur í laun, lífeyrissjóðsgreiðslur og orlof. Sýknukrafa stefnda byggist á gagnkröfu til skuldajöfnuðar, annars vegar vegna framlags hans til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hann greiddi í þágu áfrýjanda, og hins vegar vegna úttekta áfrýjanda hjá stefnda, samtals að fjárhæð 1.433.763 krónur. Til stuðnings fullyrðingum sínum hefur stefndi meðal annars lagt fram yfirlit um úttektir áfrýjanda hjá stefnda og fylgiskjöl úr bókhaldi. Áfrýjandi hefur mótmælt framlögðu yfirliti og gert athugasemdir við sum fylgiskjölin, en þau eru flest ófullkomin og ekki kvittuð af áfrýjanda um móttöku þeirra greiðslna sem þau kveða á um. Helga Erlingsdóttir, fyrrverandi bókari hjá stefnda, hefur útskýrt nokkuð fyrir dómi framlögð bókhaldsgögn. Fram kom hjá henni að áfrýjandi hafi haft leyfi til að taka fé úr peningakassa í starfstöð stefnda. Venjan hafi verið sú að áfrýjandi hafi ekki kvittað fyrir móttöku á þessum peningaúttektum, en sett í staðinn miða með upplýsingum um úttektirnar svo að uppgjör hvers dags stemmdi. Áfrýjandi hefur viðurkennt að sum þessara gagna séu vegna greiðslna stefnda til sín, meðal annars vegna fyrirframgreiddra launa, sem hafi átt að færast til hans um hver mánaðamót. Framlagðir launaseðlar áfrýjanda styðja þó ekki fullyrðingar hans í þessu efni. Jafnframt er fram komið að áfrýjandi hafði óskað eftir því að skuld hans yrði bókfærð sem viðbótarlaun honum til handa. Auk framanritaðs eru einnig í gögnum málsins kvittanir áfrýjanda fyrir móttöku sumra af þessum greiðslum. Af því sem að framan er rakið verður ekki annað ráðið en að áfrýjandi hafi staðið í skuld við stefnda umfram þær 442.570 krónur sem hann krefst greiðslu á. Að þessu virtu er staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu stefnda af kröfu áfrýjanda um greiðslu þessarar fjárhæðar. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi má rekja upphaf hins stefnda félags til þess að Solarumboðið hf. var stofnað árið 1988, en eigendur þess munu meðal annarra hafa verið tveir réttargæslustefndu, bræðurnir Ómar og Friðþjófur. Hlutafé félagsins var 1.000.000 krónur. Er ágreiningslaust að á þessum tíma var áfrýjandi ekki meðal hluthafa í félaginu. Á árinu 1994 var nafni félagsins breytt í Parket og gólf hf., síðar Parket og gólf ehf. Málatilbúnaður áfrýjanda er misvísandi hvað varðar kröfu um að viðurkenndur verði 25% eignarhlutur hans í stefnda. Í héraðsdómsstefnu kemur fram að hann hafi vorið 1994 ákveðið að ganga til samstarfs við réttargæslustefnda Ómar ,,um stofnun hlutafélagsins“, en félagið ,,væri orðið formlega skráð þann 1. júlí 1994“. Þrátt fyrir framanritað segir í stefnunni að félagið hafi ekki verið stofnað þá heldur á árinu 1988 og hafi á þessum tíma því einungis átt sér stað nafnbreyting í þá veru sem að framan er rakið. Áfrýjandi kveðst hafa átt 25% af hlutafé í stefnda, eða ,,að nafnverði kr. 250.000“, sem hann hafi að megninu til greitt á árinu 1994 og að hluta ,,í nafni móður sinnar“, en heldur því jafnframt fram að hann hafi ,,í upphafi“ verið eigandi 25% hlutafjár. Samkvæmt framanrituðu virðist áfrýjandi þó miða þar við 1. júlí 1994 er nafnbreyting áti sér stað. Raunar vekur áfrýjandi í greinargerð sinni til Hæstaréttar sérstaka athygli á því „að allt frá stofnun félagsins er hlutafé félagsins kr.1.000.000...“. Verður málatilbúnaður áfrýjanda samkvæmt framanrituðu helst skilinn svo að eignarhlutföll í stefnda hafi breyst á árinu 1994, en ekki hafi þá komið til hlutafjáraukningar í félaginu, og tilgreinir áfrýjandi sérstaklega þá sem hafi átt hlutafé ásamt sér. Þrátt fyrir það hefur áfrýjandi ekki stefnt þeim í sérstöku máli, heldur beint kröfu sinni að stefnda án þess að gera glögglega grein fyrir viðskiptum þeirra í milli. Að því virtu sem að framan greinir eru þvílíkir ágallar á reifun málsins að vísa verður þessari kröfu áfrýjanda frá héraðsdómi. Það athugast að áfrýjandi hefur kosið að stefna „öllum upphaflegum/þekktum hluthöfum“ í stefnda til réttargæslu, þannig að þeim verði gert að sæta því að eignarhlutur stefnanda í félaginu verði staðfestur. Er í hinum áfrýjaða dómi fjallað efnislega um þessa kröfu áfrýjanda á hendur þeim og þeir sýknaðir af henni, á mismunandi forsendum. Þeir sem stefnt er til réttargæslu geta hins vegar ekki orðið bundnir af dómi í málinu á þann veg sem dómkrafa áfrýjanda hljóðar á um. Slík kröfugerð á hendur réttargæslustefndu og meðferð hennar í hinum áfrýjaða dómi er því í andstöðu við ákvæði 21. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjandi skal greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem verður ákveðinn í einu lagi, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfu áfrýjanda, Kristjáns Sveins Kristjánssonar, á hendur stefnda, Parketi og gólfi ehf., um viðurkenningu á hlutafjáreign hans í stefnda, er vísað frá héraðsdómi. Stefndi er sýkn af kröfu áfrýjanda um greiðslu launaskuldar. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. desember 2002. Mál þetta, sem dómtekið var 8. nóvember s.l., er höfðað með stefnu birtri 5.-8. desember 2001. Stefnandi er Kristján Sveinn Kristjánsson, kt. 050353-5679, Suðurbraut 5, Kópavogi. Stefndi er Parket og gólf ehf., kt. 510888-1469, Ármúla 23, Reykjavík. Réttargæslustefndu eru Ómar Friðþjófsson, kt. 021051-2929, Logafold 32, Reykjavík, Guðmundur Antonsson, kt. 110243-0069, Háulind 9, Kópavogi, Friðrik Már Bergsveinsson, kt. 240762-2699, Logafold 111, Reykjavík og Friðþjófur Friðþjófsson, kt. 251159-2899, Kársnesbraut 78, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða stefnanda vangreidd laun og orlof samtals að fjárhæð kr. 442.570 ásamt vöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. mars 1999 til 1. júlí 2001, en skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá eru þær kröfur gerðar á hendur hinu stefnda félagi og réttargæslustefndu að þeim verði gert að þola staðfestingu eignarréttar stefnanda á 25% eignarhlut í áðurgreindu félagi að nafnverði kr. 250.000. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur hins stefnda félags eru þær aðallega að það verði sýknað af öllum kröfum stefnanda en til vara að það verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og að viðurkenndur verði skuldajöfnuður við launa- og orlofskröfu stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Réttargæslustefndu gera þær kröfur að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Málavextir. Upphaf hins stefnda félags má rekja til þess þegar fyrirtækið Solarumboðið var stofnað hér á landi árið 1988. Eigendur þess voru meðal annarra réttargæslustefndu Ómar og Friðþjófur, en þeir eru bræður. Nokkrar breytingar urðu á hlutafjáreign félagsins og árið 1993 var svo komið að réttargæslustefndi Ómar og kona hans áttu 94% hlut í félaginu en Friðþjófur 6%. Á hluthafafundi í félaginu 1. júlí 1994 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Parket og gólf hf. og var sú breyting tilkynnt til Hlutafélagaskrár samdægurs. Í stjórn félagsins voru áðurgreindir hluthafar þess. Stefnandi segist hafa hafið störf árið 1989 hjá Parketgólfi hf., sem þá hafi m.a. verið í eigu réttargæslustefnda Ómars. Það fyrirtæki mun hafa sameinast fyrirtækinu Víði Finnbogasyni og hlotið nafnið Teppaland-Parketgólf hf. Mun stefnandi hafa haldið áfram störfum hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Stefnandi mun hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í byrjun árs 1994 og skömmu síðar mun réttargæslustefnda Ómari einnig hafa verið sagt upp störfum. Mun réttargæslustefndi Ómar þá hafa hafið undirbúning að nýjum rekstri hins stefnda félags og tók félagið á leigu húsnæði að Vegmúla 2 hér í borg í ágúst 1994. Stefnandi hóf þá störf hjá hinu stefnda félagi og heldur stefnandi því fram að svo hafi samist milli hans og réttargæslustefnda Ómars að Ómar ætti 50% hlut, stefnandi 25%, réttargæslustefndi Guðmundur 17%, réttargæslustefndi Friðrik Már 5% og réttargæslustefndi Friðþjófur 3%. Réttargæslustefndi Ómar heldur því hins vegar fram að stefnandi hafi aldrei orðið hluthafi í félaginu. Stefnandi hafi verið úrskurðaður gjaldþrota 12. júlí 1994 og mun skiptameðferð á búi hans hafa lokið 19. desember 1997. Engar eignir munu hafa fundist í búinu og var skiptum lokið með vísan til 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Stefndu halda því fram að stefnandi hafi látið í ljós áhuga sinn á því að verða síðar hluthafi í félaginu þegar hagur hans vænkaðist. Hafi verið auðsótt mál að stefna að því að selja stefnanda aukningarhlut í félaginu. Hafi þó legið ljóst fyrir að hugsanleg kaup stefnanda yrðu að bíða þar til fjárhagsstaða hans yrði með þeim hætti að honum væri það mögulegt. Stefnandi heldur því hins vegar fram að hann hafi verið búinn að greiða kr. 900.000 í peningum í nafni móður sinnar þegar verslun hins stefnda félags opnaði í Vegmúlanum. Þá hafi hann lagt félaginu til tæki og búnað að verðmæti kr. 180.000. Hafi þar verið um að ræða tölvubúnað, sög, fræsara, hjólsög, borvélar og fleiri smáverkfæri. Hafi hann því greitt kr. 1.080.000 af kr. 1.750.000, en eftirstöðvarnar hafi hann átt að greiða síðar, m.a. með vinnuframlagi vegna yfirvinnu. Stefndu halda því hins vegar fram að formleg ákvörðun um hlutafjáraukningu hafi aldrei verið tekin, en það hafi verið forsenda fyrir aukningunni að nýir hluthafar greiddu fyrir hlut sinn með reiðufé og hafi aldrei verið rætt um að unnt væri að greiða fyrir hlutaféð með öðrum hætti. Stefndu halda því fram að rangt sé að stefnandi hafi greitt upp í hlut sinn í félaginu í nafni móður sinnar, Þórunnar Maggýjar Guðmundsdóttur. Hafi hún lagt umrædda fjárhæð sem lán til félagsins og hafi það verið bókfært sem skuld við hana í bókhaldi þess. Stefnandi hafi aldrei fengið þessa fjárkröfu móður sinnar framselda til sín og hafi félagið endurgreitt henni umrætt lán með vöxtum og verðbótum, samtals með kr. 1.412.614 þann 28. júní 1999. Fram kemur í bréfi lögmanns Þórunnar til hins stefnda félags dagsettu 18. júní 1999 að honum hafi verið falið að innheimta 900.000 króna lán sem hún hafi veitt félaginu árið 1994 í gegnum (svo) son sinn sem starfað hafi hjá félaginu. Sjái hún enga ástæðu til að láta fjármuni sína standa inni í félaginu eftir að sonur hennar hafi verið hrakinn frá störfum þar. Þá segja stefndu að þau tæki sem stefnandi segist hafa lagt félaginu til hafi hann tekið með sér þegar hann hætti störfum hjá því í nóvember 1998. Samkvæmt gögnum málsins var haldinn hluthafafundur í hinu stefnda félagi 15. desember 1995 og samþykktu hluthafar samþykktir hins stefnda félags. Stefnandi ritar undir samþykktir þessar sem hluthafi. Þá hafa verið lagðir fram ársreikningar hins stefnda félags árin 1995 og 1996 og í skýrslu stjórnar er tíundað hverjir eigi yfir 10% af hlutafé og kemur fram að stefnandi átti 25%, réttargæslustefndi Guðmundur 17% og réttargæslustefndi Ómar 50%. Í ársreikningi 1997 er slíka tilgreiningu hins vegar ekki að finna en stefnandi ritar undir skýrslu stjórnar sem stjórnarmaður. Í árshlutareikningi 30. júní 1998 er stefnanda hins vegar hvergi getið. Samkvæmt vottorði úr hlutafélagaskrá dagsettu 8. október 1998 eru réttargæslustefndu Guðmundur, Friðþjófur og Ómar í stjórn félagsins. Stefnandi skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði alltaf staðið í þeirri trú að hann væri hluthafi í félaginu. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa skýrt skiptastjóra í þrotabúi sínu frá hlutafjáreign sinni. Stefnandi segist hafa orðið þess áskynja sumarið 1997, á fundi hluthafa með lögfræðingi hins stefnda félags, að ekki væri búið að ganga formlega frá hlutafjármálunum og skildist stefnanda að endurskoðandi félagsins ætti í vissum erfiðleikum með að skrá 50% hlut réttargæslustefnda Ómars þar sem hann hefði ekki lagt fjármuni til félagsins. Stefndu lýsa atvikum á hinn bóginn svo að eftir að gjaldþrotaskiptum á búi stefnanda hafi lokið í lok ársins 1997 hafi félagið enn reynt að auka hlutafé félagsins í samræmi við óskir og áhuga aðila. Hafi lögmaður félagsins útbúið uppkast að fundargerð í janúar 1998 þar sem fram hafi komið hvert gengi aukningarhluta yrði, hvernig aukningin skiptist, greiðslur í reiðufé, skiptingu hlutafjár eftir aukningu og hlutaskrá ef af aukningu yrði. Hafi verið lögð á það áhersla að þeir sem hefðu áhuga á kaupa hluti í aukningunni yrðu að vera búnir að greiða fyrir þá með reiðufé áður en hluthafafundur yrði haldinn. Hafi lögmaðurinn sérstaklega tekið fram að ekki væri heimilt að greiða fyrir aukninguna með víxlum, skuldabréfum eða öðrum verðmætum. Ekki hafi komið til þess að hluthafafundur yrði haldinn í þessu skyni og sumarið 1998 hafi stefnandi komið á skrifstofu lögmannsins og tjáð honum að hann væri ekki reiðubúinn að taka þátt í aukningunni að svo stöddu. Á þessum tíma mun hafa verið kominn upp trúnaðarbrestur milli stefnanda og réttargæslustefnda Ómars og á fundi með lögmanni félagsins 17. nóvember 1998 var stefnanda sagt upp störfum hjá félaginu og var uppsögnin ítrekuð með bréfi dagsettu 30. nóvember sama ár. Lét stefnandi þegar af störfum og með bréfi dagsettu 15. desember sama ár óskaði lögmaður stefnanda þess við stjórnarformann hins stefnda félags að boðað yrði til formlegs hluthafafundar í félaginu, m.a. til þess að ræða tillögu stefnanda um að fram færi sérstök rannsókn með vísan til 72. gr. laga nr. 138/1994. Hið stefnda félag hafnaði þessari málaleitan stefnanda með bréfi dagsettu 29. desember sama ár með þeim rökum að stefnandi væri ekki og hefði aldrei orðið hluthafi í félaginu. Stefnandi leitaði þá til viðskiptaráðuneytisins með beiðni um rannsókn samkvæmt áðurgreindri lagagrein en ráðuneytið synjaði endanlega erindi stefnanda 30. október 1999. Stefndu halda því fram að stefnandi hafi á starfstíma sínum hjá hinu stefnda félagi fengið fyrirframgreidd laun eða lán langt umfram laun hans og hafi skuldum hans aldrei verið að fullu skuldajafnað við útborguð laun hans. Hafi skuld stefnanda í lok ársins 1996 numið samtals kr. 359.868, kr. 715.096 í árslok 1996, kr. 927.880 í árslok 1997 og við starfslok stefnanda hafi skuld hans við hið stefnda félag af þessum sökum numið kr. 1.433.763. Hafi lögmanni félagsins verið falið að ganga til fjárhagslegs uppgjörs við stefnanda, en þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hafi ekki tekist að fá stefnanda til að ganga til uppgjörs. Hafi stefnandi á fundi með lögmanninum 15. febrúar 1999 óskað eftir því að skuld hans yrði bókfærð sem viðbótarlaun hans, en skömmu áður en hann hætti störfum hafi hann lýst yfir óánægju með launakjör sín. Hið stefnda félag féllst ekki á þessa ósk stefnanda og með bréfi dagsettu 19. mars sama ár var skorað á stefnanda að greiða skuld sína að fullu innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins. Stefnandi mun ekki hafa gert upp umrædda skuld. Hið stefnda félag segist einnig hafa þurft að greiða til Lífeyrissjóðs verslunarmanna vangreidd iðgjöld vegna stefnanda frá 1. júlí 1996 til desembermánaðar 1998, samtals kr. 739.460. Þar af hafi verið ógreitt 4% framlag stefnanda til sjóðsins, samtals kr. 294.024 að meðtöldum dráttarvöxtum. Hefur stefnandi verið krafinn um greiðslu á þessari fjárhæð en ekki sinnt þeirri áskorun. Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir dómkröfur sínar á því að samkomulag hafi verið gert milli allra hluthafa við stofnun hins stefnda félags að eignarhlutur stefnanda skyldi vera 25%. Þá hafi stefnandi jafnframt gert samkomulag við réttargæslustefnda Ómar um að stefnandi afsalaði sér allri yfirvinnu gegn 25% eignarhlut í fyrirtækinu. Stefnandi byggir á því að fyrir liggi lögfull sönnun um eignarhlut stefnanda þar sem hann undirriti samþykktir félagsins sem hluthafi og í ársreikningum félagsins fyrir árin 1995 og 1996 sé staðfest að hann sé eigandi 25% hlutar í félaginu. Þá áriti stefnandi ársreikninga félagsins fyrir árið 1997. Stefnandi beinir þessari dómkröfu sinni að félaginu sem og réttargæslustefndu sem öllum upphaflegum/þekktum hluthöfum, en réttargæslustefndu þurfi að sæta því að 25% eignarhlutur stefnanda verði staðfestur. Þá byggir stefnandi fjárkröfur sínar á hið stefnda félag á því að stefnandi hafi ekki fengið greidd laun fyrir febrúarmánuð 1999, kr. 207.000 auk 6% lífeyrissjóðsgjalds kr. 12.420, eða samtals kr. 219.420. Þá telur stefnandi sig eiga inni orlof frá maí 1998 til febrúar 1999, samtals kr. 223.150 (219.420 x 10,17% x 10 mán.). Samtals nemur fjárkrafa stefnanda því kr. 442.570. Stefnandi byggir á reglum kröfuréttar um efndir loforða og samninga, sbr. lög nr. 7/1936 og lög nr. 39/1922. Dráttarvaxtakröfur eru studdar við reglur III. kafla vaxtalaga og kröfur um málskostnað við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Réttargæslustefndu Guðmundur og Friðrik Már reisa sýknukröfu sína á því að þeir hafi aldrei orðið hluthafar í hinu stefnda félagi og beri því að sýkna þá á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Réttargæslustefndi Friðrik Már skýrði svo frá fyrir dómi að hann væri ekki hluthafi í félaginu. Hann kannaðist við að það hafi staðið til og hafi hann greitt kr. 50.000 í því skyni en fengið þær endurgreiddar, sennilega sumarið 1994. Réttargæslustefndi Guðmundur skýrði svo frá fyrir dómi að hann væri nú hluthafi í félaginu en dregist hefði að ganga frá því þar sem á því stóð að stefnandi gæti gengið frá hlutafjáreign sinni. Aðrir stefndu reisa sýknukröfur sínar á því að stefnandi hafi aldrei orðið hluthafi í hinu stefnda félagi. Hann hafi aldrei greitt fyrir hlutafé, hvorki fyrir hlutafjáraukningu né aðra hluti. Enginn samningur liggi fyrir um kaup stefnanda í hinu stefnda félagi. Stefndu kannast við að til hafi staðið að stefnandi ásamt öðrum festi kaup á auknum hlut í félaginu en á því hafi strandað sökum þess að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Leiði ákvæði laga til þess að á þeim tíma geti stefnandi ekki hafa átt hlut í félaginu eða öðrum hlutafélögum þar sem hlutur hans hefði í því tilviki runnið í þrotabúið og komið til skipta. Bú stefnanda hafi reynst eignalaust en í því hafi falist að stefnandi hafi engar eignir átt, þ.m.t. hlutabréf. Stefndu byggja á því að samkvæmt tilkynningu til Hlutafélagaskrár í júlí 1994 hafi verið tilkynnt um alla hluthafa félagsins og samkvæmt því hafi réttargæslustefndi Ómar og kona hans átt 94% hlut og réttargæslustefndi Friðþjófur 6%. Hafi engin breyting orðið á þeirri skráningu á þeim tíma sem hér skipti máli. Þá hafi formleg ákvörðun um aukningu hlutafjár í hinu stefnda félagi aldrei verið tekin og hafi hlutaféð því verið óbreytt frá upphafi stofnunar félagsins kr. 1.000.000. Stefndu hafna því að stefnandi hafi lagt félaginu til tæki og tól sem meta skyldi sem greiðslu fyrir aukningarhluti í félaginu. Þá mótmæla stefndu því að svo hafi um samist að meta ætti yfirvinnu stefnanda sem greiðslu fyrir hlutafé. Stefnandi hafi verið starfsmaður félagsins og byggja stefndu á því að ekki verði séð af vinnuframlagi hans að hann teldi sig eiga hagsmuni undir vexti félagsins eða hag þess. Hafi fjarvistir stefnanda verið tíðar og mikill tíma og orka hans farið í að sinna ýmsum persónulegum málefnum. Stefndu segja það rangt að stefnandi hafi greitt upp í hlut sinn með greiðslum í nafni móður sinnar. Hafi móðir stefnanda lagt kr. 900.000 sem lán til félagsins og það lán hafi hún fengið endurgreitt eftir að stefnanda var sagt upp störfum hjá félaginu. Stefndu byggja á því að tilgreining á hluthöfum í skýrslum stjórnar sem fylgdu ársreikningum félagsins fyrir árin 1995 og 1996 hafi verið röng, enda ekki í samræmi við hlutaskrá félagsins. Hafi endurskoðanda félagsins verið kunnugt um vilja þess til þess að auka hlutaféð og hafi honum verið tilkynnt að til stæði að tilteknir aðilar keyptu aukningarhluti í ákveðnum hlutföllum. Hafi endurskoðandanum verið fullkunnugt um þessar fyrirætlanir og jafnframt að af þessu hafi aldrei orðið. Hafi þeim aðilum sem til stóð að keyptu aukningarhluti verið boðið að sitja fundi félagsins og samþykkja nýjar samþykktir þess, ársreikninga, skýrslur o.fl. í því skyni að auðvelda þeim aðgang að félaginu og gera þeim stöðu þess ljósa. Hins vegar hafi öllum verið ljóst að ekki gæti orðið af hlutafjáraukningunni fyrr en greitt hefði verið í reiðufé fyrir þá hluti sem þeir hefðu hug á. Hafi hlutafjáraukningunni verið frestað ár eftir ár af ástæðum er vörðuðu stefnanda, en hann hefði ítrekað lýst því yfir að hann gæti ekki greitt fyrir hlut sinn. Hafi nýr endurskoðandi félagsins fellt niður fyrri ranga tilgreiningu í skýrslum stjórnar frá 1998, en stefnandi hafi þá tekið þátt í fundum félagsins og ritað athugasemdalaust undir þá skýrslu þrátt fyrir að eldri tilgreining um eignarhlut hans í félaginu hafi verið felld niður, enda hafi honum verið fullkunnugt um að hann hafi aldrei verið eigandi hlutar í félaginu. Stefndu byggja á að samkvæmt skráningum Hlutafélagaskrár hafi hlutaféð verið óbreytt frá stofnun félagsins eða kr. 1.000.000. Í ársreikningum séu hvorki færð hlutafjárloforð né hlutafjáraukningar og engar tilkynningar hafi verið sendar um aukningu hlutafjár eða breytingar á eigendum þess. Hið stefnda félag byggir á því að viðurkenna eigi til skuldajöfnuðar skuld stefnanda samkvæmt viðskiptareikningi hans vegna láns eða fyrirframgreiddra launa. Hafi stefnandi ekki mótmælt þessari skuld sinni við félagið en því hafi verið hafnað að skuldin yrði bókfærð sem viðbótarlaun honum til handa eða afturvirk launahækkun. Þá byggir félagið á því að jafnframt beri að skuldajafna greiðslu félagsins í framlagi stefnanda í lífeyrissjóð, en stefnandi hafi ekki mótmælt þeirri endurkröfu. Hið stefnda félag hafnar kröfu stefnanda um greiðslu launa fyrir febrúarmánuð, þar sem hann hafi þá verið kominn í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda. Þá hafnar félagið kröfu stefnanda um orlof þar sem hann hafi tekið út áunnið orlof sitt með frídögum á starfstíma sínum. Verði fallist fjárkröfur stefnanda krefst hið stefnda félag þess að fjárkröfum hans verði skuldajafnað við framangreindar skuldir stefnanda við hið stefnda félag með vísan til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Stefndu vísa til laga nr. 138/1994, einkum III., IV. og V. kafla, laga nr. 21/1991, laga og reglna vinnuréttar svo og almennra reglna samninga- og kröfuréttar. Skuldajafnaðarkrafa er reist á almennum reglum samninga- og kröfuréttar, reglum vinnuréttar svo og ákvæðum laga nr. 91/1991. Málskostnaðarkrafa er reist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. Réttargæslustefndu vísa um málskostnaðarkröfu til 21. gr. og XXI. kafla laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Í máli þessu krefur stefnandi hið stefnda félag um vangoldin laun fyrir febrúarmánuð 1999 og orlof frá maí 1998 til febrúar 1999. Þá gerir stefnandi þá kröfu að öllum stefndu verði gert að þola staðfestingu eignarréttar stefnanda á 25% hlut í hinu stefnda félagi. Ekki er um það deilt í málinu að hið stefnda félag hefur ekki staðið stefnanda skil á launum og orlofi fyrir það tímabil er mál þetta snýst um. Hefur stefndi borið því við að stefnandi hafi verið farinn að vinna fyrir annan vinnuveitanda í febrúarmánuði 1999 og þá hafi hann tekið allt sitt orlof út með frídögum á starfstíma sínum. Verði ekki á þessar málsástæður stefnda fallist gerir stefndi kröfu um að fjárkröfum stefnanda verði skuldajafnað við skuldir hans við stefnda. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hann hafi hafið störf hjá öðrum 1. mars 1999. Þessi staðhæfing stefnanda hefur ekki verið hrakin og þarf hið stefnda félag því að standa stefnanda skil á launum sínum eins og krafist er. Þá hefur af hálfu stefnda ekki verið sýnt fram á að stefnandi hafi tekið orlof sitt út í frídögum eins og haldið er fram. Verður því fallist á að stefnandi eigi fjárkröfu á hið stefnda félag og þar sem ekki er ágreiningur um útreikning stefnanda á kröfu sinni þarf stefndi að standa stefnanda skil á kr. 442.570. Kemur þá til skoðunar hvort heimilt sé að skuldajafna kröfum hins stefnda félags við framangreinda kröfu stefnanda. Telja verður nægilega upplýst að gagnkröfur stefnda lúti annars vegar að framlagi stefnanda í lífeyrissjóð sem stefndi greiddi til Lífeyrissjóðs verslunarmanna í þágu hans, kr. 294.024 og hins vegar að fyrirframgreiddum launum stefnanda sem hann hefur ekki staðið stefnda skil á, eða kr. 1.433.763. Hefur stefndi hafnað þeirri ósk stefnanda að þessi skuld verði bókfærð sem viðbótarlaun honum til handa. Verður því að teljast óumdeilt að stefnandi standi í skuld við stefnda að þessu leyti. Kemur þá til skoðunar hvort ákvæði 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups standi því í vegi að skuldajöfnuði verði beitt. Það ákvæði hefur í dómaframkvæmd verið túlkað svo að skuldajöfnuður sé heimill standi krafan í slíkum tengslum við vinnuréttarsamband aðila að telja verði skuldajöfnuð eðlilegan. Kröfur þær sem stefndi hefur uppi til skuldajafnaðar lúta annars vegar að langmestu leyti að fyrirframgreiddum launum og hins vegar að lögbundnu framlagi stefnanda til lífeyrissjóðs. Þar sem hér er um samrættar kröfur að ræða sem tengjast beinlínins launagreiðslum til stefnanda þykja framangreind ákvæði laga nr. 28/1930 ekki girða fyrir að skuldajöfnuði verði beitt. Þar sem gagnkröfur hins stefnda félags sem hér ná fram að ganga eru hærri en krafa stefnanda verður að sýkna stefnda af fjárkröfum stefnanda. Réttargæslustefndu Guðmundur og Friðrik Már byggja sýknukröfu sína á þeirri málsástæðu að þeir hafi aldrei orðið hluthafar í hinu stefnda félagi og beri því að sýkna þá á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt gögnum málsins voru hluthafar hins stefnda félags samkvæmt hlutaskrá við nafnbreytingu 1. júlí 1994, og þann tíma sem hér skiptir máli, réttargæslustefndu Ómar og Friðþjófur og eiginkona Ómars. Ekki hefur verið sýnt fram á að réttargæslustefndu Guðmundur og Friðrik hafi orðið hluthafar í félaginu. Eru þeir því ekki réttir aðilar til varnar þeirri kröfu stefnanda að staðfestur verði eignarréttur hans að 25% eignarhlut í félaginu. Verða þeir því sýknaðir af kröfum stefnanda í málinu. Krafa stefnanda á hendur öðrum stefndu um að viðurkenndur verði eignarréttur hans að 25% hlut í hinu stefnda félagi er á því byggð að samkomulag hafi verið gert milli allra hluthafa við stofnun hins stefnda félags að eignarhlutur stefnanda skyldi vera 25%. Þá hafi stefnandi jafnframt gert samkomulag við réttargæslustefnda Ómar um að stefnandi afsalaði sér allri yfirvinnu gegn 25% eignarhlut í fyrirtækinu. Stefnandi byggir á því að hann undirriti samþykktir félagsins sem hluthafi og í ársreikningum félagsins fyrir árin 1995 og 1996 sé staðfest að hann sé eigandi 25% hlutar í félaginu. Þá áriti stefnandi ársreikninga félagsins fyrir árið 1997. Samkvæmt gögnum málsins hefur stefnandi aldrei verið á hlutaskrá félagsins og þá hafa að mati dómsins ekki verið lögð fram fullnægjandi gögn sem sýna fram á að stefnandi hafi greitt hlutafé til félagsins eins og hann heldur fram. Fram hefur komið að 900.000 króna greiðsla í nafni móður stefnanda, sem stefnandi heldur fram að hafi í raun verið greiðsla á hlutafé í hans þágu, var endurgreidd henni sumarið 1999 og kom fram í kröfubréfi hennar að um lán til félagsins hafi verið að ræða. Þá er ljóst að stefnandi var undir gjaldþrotaskiptum frá 12. júlí 1994 til 19. desember 1997 og hefur verið upplýst að stefnandi taldi umdeildan 25% eignarhluta sinn ekki til eignar sinnar. Hefur komið fram að fyrirhugaðri hlutafjáraukningu hafi ítrekað verið frestað vegna fjárhagsvandræða stefnanda. Benda má á að ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr. 138/1994 girða fyrir að stefnandi hafi getað talist meðal stofnenda félagsins meðan hann var undir gjaldþrotaskiptum. Þá hefur stefnandi að mati dómsins ekki sýnt fram á að hann hafi greitt hlut sinn með vinnuframlagi eða með öðrum hætti, en samkvæmt 3. mgr. 5. gr. sömu laga skal greiðsla hlutar með öðrum verðmætum en reiðufé hafa fjárhagslegt gildi. Greiðslan má ekki felast í skyldu til að vinna verk eða veita þjónustu. Að mati dómsins leiðir tilgreining endurskoðanda í ársreikningum á hluthöfum, sem er í ósamræmi við formlega skráningu hluta í einkahlutafélagi, ekki til þess að stefnandi teljist hafa eignast hlut í hinu stefnda félagi með þeim hætti sem boðið er í lögum nr. 138/1994. Með hliðsjón af framansögðu og þar sem stefndi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi greitt fyrir umdeildan eignarhluta sinn ber að sýkna stefndu af kröfu stefnanda að þessu leyti. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Stefndi, Parket og gólf ehf. og réttargæslustefndu Ómar Friðþjófsson, Guðmundur Antonsson, Friðrik Már Bergsveinsson og Friðþjófur Friðþjófsson, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 718/2016
Lögvarðir hagsmunir Viðurkenningarkrafa Félagafrelsi Stjórnarskrá Frávísun frá héraðsdómi
Á aðalfundi V var samþykktum A breytt og fólu breytingarnar meðal annars í sér að allir félagsmenn í V gátu eftir þær tekið þátt í kosningu um breytingar á samþykktum A en ekki aðeins vélstjóramenntaðir félagsmenn eins og áður hafði verið. Var markmiði sjóðsins breytt samhliða þessu þannig að styrkir sem veittir væru til rannsókna tækju til vinnuumhverfis og aðbúnaðar allra félagsmanna V og námsefnis og kennsluaðferða í námi þeirra en ekki aðeins vélstjóramenntaðra. H, sem var vélstjóri og félagsmaður í V, höfðaði mál á hendur V og A og krafðist þess aðallega að viðurkennt yrði að á aðalfundinum hefði engin gild breyting verið gerð á samþykktum A, en til vara að allar ákvarðanir fundarins um breytingar á samþykktum A yrðu ógiltar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að heimild til að krefjast viðurkenningardóms væri samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála háð því skilyrði að stefnandi hefði sjálfur lögvarða hagsmuni af því að skorið yrði úr um tilvist eða efni viðkomandi réttinda eða réttarsambands. Til þess að sýnt væri fram á að þessu skilyrði væri fullnægt væri óhjákvæmilegt að stefnandi bæri skýrlega fyrir sig málsástæður um að lögvarðir hagsmunir væru fyrir hendi. Talið var að í stefnu til héraðsdóms hefði H ekki gert viðhlítandi grein fyrir þessu heldur kæmi þar einungis fram að hann, sem félagsmaður í V, ætti ekki að þurfa að þola að samþykktir A væru brotnar og starfsemi sjóðsins breytt með fyrrgreindum hætti. Þá var ekki talið að aðild að félagi leiddi sjálfkrafa til þess að lögvarðir hagsmunir félagsmanns væru ávallt taldir vera fyrir hendi vegna sérhverrar ákvarðanatöku á vettvangi þess. Slíkt þyrfti sem endranær að meta sjálfstætt hverju sinni á grundvelli einstaklegra, beinna og lögvarinna hagsmuna viðkomandi félagsmanns. Hefði H ekki sýnt fram á slíka lögvarða hagsmuni til að fá leyst úr aðalkröfu sinni. Af því leiddi hann hefði ekki heldur lögvarða hagsmuni að fá efnisdóm um varakröfu sína. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 20. október 2016 að fengnuáfrýjunarleyfi. Þeir krefjast þess aðallega að málinu verði vísað fráhéraðsdómi, en til vara að þeir verði sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda. Í báðumtilvikum krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 4. janúar 2017. Hannkrefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en til vara aðallar ákvarðanir aðalfundar aðaláfrýjandans VM Félags vélstjóra ogmálmtæknimanna 26. mars 2011 um breytingar á samþykktum aðaláfrýjandans Akksstyrktar- og menningarsjóðs VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna verði ógiltar.Þá krefst hann þess aðallega að málskostnaður í héraði skuli vera 1.460.620krónur, en til vara að hann verði hækkaður frá því sem dæmt var í héraði. Lokskrefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi var samþykktum aðaláfrýjandans Akksstyrktar- og menningarsjóðs VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna breytt áaðalfundi aðaláfrýjandans VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna 26. mars 2011.Fólu breytingarnar meðal annars í sér að allir félagsmenn í síðarnefndafélaginu gátu eftir þær tekið þátt í kosningu um breytingar á samþykktumsjóðsins, sbr. 7. grein þeirra, en ekki aðeins vélstjóramenntaðir félagsmenneins og verið hafði. Samþykktunum, sem upphaflega voru settar 7. október 2006,hafði áður verið breytt í tvígang á aðalfundum aðaláfrýjandans VM Félagsvélstjóra og málmtæknimanna 24. mars 2007 og 17. apríl 2009.Samhliða framangreindri breytingu á 7. grein á fundinum 26. mars 2011var markmiði sjóðsins samkvæmt samþykktunum breytt. Í grein 3.1 þeirra sagðieftir breytinguna að sjóðnum væri ætlað að styrkja rannsóknir á vinnuumhverfiog aðbúnaði félagsmanna aðaláfrýjandans VM Félags vélstjóra og málmtæknimannaog námsefni og kennsluaðferðum í námi félagsmanna þess. Áður hafði verið gertráð fyrir að styrkir væru veittir til rannsókna sem tækju einungis til vinnuumhverfisog aðbúnaðar vélstjóra og vélfræðinga og námsefnis og kennsluaðferða ívélstjóranámi. Þá var óbreytt það ákvæði í sömu grein að sjóðurinn veittistyrki til brautryðjendastarfs, þróunarstarfs, menningar og lista. Jafnframtsagði í grein 3.2 samþykktanna að til þess að sjóðurinn gæti náð megintilgangisínum væri stjórn hans heimilt að eiga samstarf við aðra aðila og gera í þvískyni samkomulag um samstarf við aðra um ákveðin verkefni. Var sjóðnum, hvorkifyrir né eftir umræddar breytingar, ætlað að veita styrki til einstakrafélagsmanna innan vébanda aðaláfrýjandans VM Félags vélstjóra og máltæknimanna.Aðalkrafa gagnáfrýjanda, sem er vélstjóri ogfélagsmaður í aðaláfrýjandanum VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, er aðviðurkennt verði að á fyrrgreindum aðalfundi hafi engin gild breyting veriðgerð á samþykktum aðaláfrýjandans Akks styrktar- og menningarsjóðs VM Félagsvélstjóra og málmtæknimanna. Reisir hann kröfu sína meðal annars á því að ekkihafi verið réttilega staðið að boðun til fundarins og að við atkvæðagreiðslu áhonum hafi ekki verið gengið úr skugga um að aðeins vélstjóramenntaðirfélagsmenn fengju að kjósa um breytingarnar eins og áskilið var samkvæmt grein7.1 í eldri samþykktum sjóðsinsfrá 17. apríl 2009. Var aðalkrafa gagnáfrýjanda tekin til greina með hinumáfrýjaða dómi. Heimild til aðkrefjast viðurkenningardóms er samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála háð því skilyrði að stefnandi hafi sjálfur lögvarða hagsmuniaf því að skorið verði úr um tilvist eða efni viðkomandi réttinda eðaréttarsambands. Til þess að sýnt verði að þessu skilyrði sé fullnægt fyrirhöfðun máls er óhjákvæmilegt að stefnandi beri skýrlega fyrir sig málsástæðurum að lögvarðir hagsmunir af nánar tilgreindum ástæðum séu fyrir hendi. Ístefnu til héraðsdóms gerði gagnáfrýjandi ekki viðhlítandi grein fyrir þessuheldur kemur þar einungis fram að hann eigi, sem félagsmaður í aðaláfrýjandanumVM Félagi vélstjóra og máltæknimanna og vélstjóri, ekki að þurfa aðþola að samþykktir sjóðsins hafi verið brotnar og starfsemi hans breytt meðþeim hætti sem gert var á aðalfundinum 26. mars 2011. Við flutning málsinsfyrir Hæstarétti var síðan af hans hálfu vísað sérstaklega til þess að það leiðimeðal annars af fyrirmælum 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna tilþess að stofna félög að félagsaðild hafi jafnan í för með sér að lögvarðirhagsmunir félagsmanns teljist vera fyrir hendi vegna ákvarðanatöku á vettvangiþess. Hvað sem líður fyrirmælum tilvitnaðrar stjórnarskrárgreinar leiðir aðildað félagi ekki sjálfkrafa til þess að lögvarðir hagsmunir félagsmanns séuávallt taldir vera fyrir hendi vegna sérhverrar ákvarðanatöku á vettvangi þess.Slíkt þarf sem endranær að meta sjálfstætt hverju sinni á grundvellieinstaklegra, beinna og lögvarinna hagsmuna viðkomandi félagsmanns.Gagnáfrýjandi hefur ekki sýnt fram á slíka lögvarða hagsmuni til að fá leyst úraðalkröfu sinni. Af þessu leiðir jafnframt að gagnáfrýjandi hefur ekki heldur lögvarðahagsmuni að fá efnisdóm um varakröfu sína um að ógiltar verði allar breytingarsem gerðar voru á samþykktum aðaláfrýjandans Akks styrktar- ogmenningarsjóðs VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna á umræddum aðalfundi. Verður málinu því vísað fráhéraðsdómi. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166.gr., laga nr. 91/1991 verður gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjendummálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi á báðum dómstigum eins og ídómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Gagnáfrýjandi, Helgi Laxdal Magnússon, greiði aðaláfrýjendum,VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Akki styrktar- og menningarsjóði VMFélags vélstjóra og málmtæknimanna, sameiginlega samtals 1.500.000 krónur ímálskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur7. júní 2016. Þetta mál, sem vartekið til dóms 12. apríl 2016, er höfðað af Helga Laxdal Magnús­syni, kt. [...],Hrauntungu 60, Kópavogi, á hendur VM, félagi vél­stjóra og málm­tækni­manna, kt.530169-5299, og sjóðnum Akki, kt. 410207-0870, báðum með skráð aðsetur að Stór­höfða25, Reykja­vík. Stefnandikrefst þess aðallega að viðurkennt verði að á aðalfundi stefnda, VM, félags vél­stjóraog málmtæknimanna, 26. mars 2011 hafi engin gild breyting verið gerð á lögumstefnda Akks, styrktar- og menningarsjóðs vélstjóra og vél­fræð­inga. Tilvara krefst stefnandi þess að allar ákvarðanir aðalfundarins um breytingar ásam­þykktum Akks verði ógiltar. Hannkrefst málskostnaðar að skaðlausu. Stefndukrefjast sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Þeirkrefjast einnig málskostnaðar úr hendi hans.Málsatvik Ágreiningurþessa máls varðar það hvort löglega hafi verið staðið að breyt­ingum ásamþykktum sjóðsins Akks á aðalfundi VM, félags vélstjóra- og málm­tækn­imanna2011. Með breytingunum var orðunum „vélstjóra og vélfræðinga“, „vél­stjóra­náms“,„vél­stjórnarmenntaðir menn“ í samþykktunum skipt út fyrir „VM-Félags vél­stjóraog málm­tækni­manna“ og „félagsmanna VM“. Þýðing þessara breytinga er sú aðheiti sjóðs­ins er breytt, rannsóknir sem sjóðurinn styrkir eru ekki bundnarvið vinnu­um­hverfi og nám vélstjóra heldur taka þær til vinnuumhverfis og námsallra félags­manna VM. Breyt­ing­unum fylgir jafnframt að allir félagsmenn í VMgeta orðið stjórn­ar­menn í sjóðnum en ekki ein­vörð­ungu vélstjórnarmenntaðirmenn eins og áður var. Síð­ast en ekki síst geta allir félags­menn í VM tekiðþátt í að breyta samþykktum sjóðs­ins en ekki ein­vörð­ungu vél­stjórn­ar­menntaðirmenn. Víðaí fram lögðum skjölum er notað orðið lög fyrir samþykktir sem félags­menn hafasett. Þar eð grundvöllur reglnanna er samþykki þeirra félagsmanna sem settu þærverður orðið samþykktir notað hér nema þegar vitnað er beint til texta skjal­anna.Þetta á bæði við um samþykktir sjóðsins Akks og samþykkir félagsins VM. Forsagasjóðsins Akks er sameining tveggja stéttarfélaga; Vélstjórafélags Íslands(VSFÍ) og Félags járniðnaðarmanna (FJ). Umræður um hana hófust árið 2005 og ífebrúar 2006 undirrituðu fyrirsvarmenn stéttar­félaganna samning um sam­ein­inguþeirra. Í honum var gert ráð fyrir því að við sameininguna rynnu þau saman ínýtt félag og eignir þeirra og skuldir yrðu eign hins nýja félags. Ráð­gert varað fjár­hags­leg sam­ein­ing yrði 1. janúar 2007 og allir félagsmenn beggjafélag­anna yrðu sjálfkrafa félags­menn í hinu nýja félagi, VM, félagi vélstjóraog málm­tækni­manna. Vélstjórafélagiðátti stofnbréf í Sparisjóði vél­stjóra (SPV) sem ekki voru talin mjög mikilsvirði. Þegar átti að selja þau vegna sameiningarinnar kom í ljós að mark­aðs­virðiþeirra var um 185.000.000 kr. Hefði þessi fjárhæð gengið inn í sam­ein­ing­unaóskil­yrt hefði hlutur FJ að sögn stefnanda verið 433.000.000 kr. en VSFÍ635.000.000 kr. eða um 47% hærri. Aðsögn stefnanda, sem þá var formaður Vélstjórafélags Íslands, höfðu margirfélagar VSFÍ sam­band við hann þegar eign félagsins í SPV spurð­ist út og sögðuhonum að þeir myndu greiða atkvæði gegn sameiningunni ætti hún að renna inn ísam­einað félag. Stefn­andi hafi einnig rætt við fjölmarga félags­menn um landallt til þess að inna þá eftir afstöðu þeirra til fyrirhugaðrar sam­ein­ingarfélag­anna. Það sjónar­mið hafi verið ráð­andi að gengi þessi fjárhæð inn í sam­eig­in­legtfélag væru líkur til þess að sam­ein­ingin yrði felld. Þá hafi sú hugmyndvaknað að stofna sjóð sem í rynnu þeir fjár­munir sem VSFÍ átti í stofnbréfum íSPV. Í ársskýrslu VSFÍ fyrir árið 2006 segir:Laugardaginn 7. október var á félagsfundi íVélstjórafélagi Íslands samþykkt að stofna Styrktar- og menningarsjóð vélstjóraog vélfræðinga. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja rannsóknir og annaðsem kemur vélstjórum og vélfræðingum til góða við nám og störf, til lands ogsjávar. Aðsögn stefnanda var lögð áhersla á að sjóðurinn bæri nafn vél­stjóra og vél­fræð­ingatil þess að hvetja félagsmenn VSFÍ til að samþykkja sam­ein­ing­una. VitniðSævar Örn Kristjánsson, sem sat með stefnanda í sameiningarnefndinni fyrir höndvélstjórafélagsins, bar fyrir dómi að einungis fámennur hópur, sem hafi veriðnátengdur starfsemi félagsins, hafi vitað af því að virði stofnbréfanna hefðiauk­ist svona mikið. Hinn almenni félagsmaður úti á landi hafi ekki vitað afþví og af þeim sökum hafi þessir fjármunir ekki getað haft neina þýðingu fyrirþað hvort félagsmenn VSFÍ sam­þykktu sameininguna eða ekki. Ísamþykktum sjóðsins í grein 4.1 segir að stjórnina skipi þrír menn og skuliþeir vera vél­stjóra­menntaðir að frátöldum formanni. Samkvæmt grein 3.1 ermarkmið sjóðs­ins meðal ann­ars að styrkja rannsóknir á vinnuumhverfi, aðbúnaðiog náms- og kennslu­efni vél­stjórn­ar­náms. Það er jafn­framt verk­efnisjóðsins að styrkja braut­ryðj­enda- og þróunarstarf, menningu og listir. Ígrein 7.1 segir að breytingar á samþykktum sjóðsins öðlist ekki gildi nema þærhafi hlotið sam­þykki meirihluta vélstjórnarmenntaðra manna á aðalfundi Vél­stjóra­félagsÍslands. Stefnandi tekur fram að með „vélstjórnarmenntuðum mönnum“ sé átt viðvél­stjóra og vélfræðinga en ekki þá sem hafi minni menntun í vélstjórn. Eftirstofnun sjóðsins Akks var kosið um sameininguna innan VSFÍ og FJ. Atkvæði félluþannig: StéttarfélagÁ kjörskráAtkvæði greiddHlutf. félagsm.Samþykkir, Já%Mótfallnir, Nei%Auð / ógild%VSFÍ64872544,0%39053,8%31643,6%92,6%FJ28749538,5%44990,7%367,3%02,0% Stefnanditelur kosninguna sýna að meiri tregða hafi verið meðal vélstjórnenda til aðganga til sameiningarinnar og hefði hún aldrei verið samþykkt án stofnunarsjóðs­ins. Upprunalegustéttarfélögin tvö voru lögð niður og sam­ein­uð­ust í VM, félag vél­stjóra ogmálmtæknimanna sem var stofnað 14. október 2006 að viku liðinni frá stofnunsjóðsins Akks. Fyrirtækjaskráríkisskattstjóra voru afhentar samþykktir (lög) VM 24. október 2006. Samkvæmtsamþykktunum, eins og þær birtast nú á heimasíðu VM, var þeim breytt 29. apríl2016. Hér er gengið út frá því að samþykktirnar, eins og þær voru afhentarríkisskattstjóra, hafi gilt í apríl 2011. Þar segir meðal annars:4. gr.FélagsaðildFélagið er opið öllum sem lokið hafa viðurkennduvélstjóranámi, iðnnámi í málm- og vél­tækni­greinum, veiðarfæragerð, báta- ogskipasmíði svo og námsmönnum og öðrum þeim sem starfa í greinunum.Félagsmenn geta einnig orðið þeir sem vinna aðmálefnum félagsins og aðrir sem stjórn metur hæfa hverju sinni.5. gr. FélagsmennFullgildir félagar eru þeir einirsem hafa sótt um inngöngu í félagið og greitt hafa félags­gjald. Þeir semgreiða til félagsins en óska ekki eftir inngöngu í félagið teljast aukafélagar.Auka­félagar hafa sömu réttindi ogfullgildir félagar að undanskildum atkvæðisrétti og kjör­gengi. Aukafélagi færsérstaklega auðkennt félagsskírteini sem veitir honum takmörkuð félags­réttindi.6. gr. InngangaUmsækjendur um félagsaðild óska aðildar meðskriflegri inntökubeiðni. Stjórn félagsins er þó heimilt að hafa annan háttinná eftir atvikum.Umsóknir sem uppfylla kröfur félagsins um inntökueru staðfestar af félaginu. Leiki vafi á hvort umsækjandi uppfylli kröfurnartekur stjórn félagsins umsóknina fyrir.Þegar umsækjandi hefur verið tekinn inn í félagiðer hann bundinn af lögum þess og sam­þykktum. Hann fær félagsskírteini semveitir honum full félagsréttindi og aðgang að fundum félagsins.29. gr.AðalfundirAðalfundur félagsins er haldinn fyrir lok apríl árhvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara með auglýsingum í blaðifélagsins, dagblaði og útvarpi. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnumfélagsins. Á aðalfundi eru eftirfarandi mál tekin fyrir:.Skýrsla stjórnar2.Reikningar félagsins og sjóða3.Ákvörðun um löggilta endurskoðendur4.Lagabreytingar og reglugerðir5.Lýst eftir kjöri stjórnar6.Kjör í stjórnir sjóða7.Kjör í fulltrúaráð8.Önnur mál.....Fundarstjóri kannar hvort fundur sé rétt boðaður,sér til þess að fundurinn fari skipulega fram og lögum og samþykktum félagsinssé fylgt. Viðsameininguna færðist Akkur, styrktar- og menningarsjóður vélstjóra og vél­fræð­ingaundir hið nýja stéttarfélag. Allt að einu var ekki hægt að breyta sam­þykktumsjóðs­ins nema með samþykki meirihluta vélstjórnarmenntaðra manna og tveir afþremur stjórnarmönnum sjóðsins skyldu vera vélstjórnarmenntaðir. Starfsreglurfyrir Styrktar- og menningarsjóð vél­stjóra og vélfræðinga voru settar 4.janúar 2007. Fyrstiaðalfundur hins sameinaða stéttarfélags var haldinn 24. mars 2007. Á honum varlögð til sú breyting á grein 7.1 að í stað þess að segja að kosning um breyt­inguá samþykktunum færi fram á aðalfundi Vélstjóra­félags Íslands stæði að kosn­inginfæri fram á aðalfundi VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, enda hafði vél­stjóra­félagiðverið lagt niður. Þegarkjósa átti um þessa breytingu á aðalfundinum 2007 kom fram fyrir­spurn um skil­grein­inguá hug­tak­inu „vél­stjóra­menntaðir menn“, sbr. grein 7.1 í samþykktum sjóðs­ins.Fund­ar­stjóri gerði fundar­mönnum grein fyrir því að einungis vél­stjóra­mennt­aðirmenn hefðu rétt til að greiða atkvæði. Breyt­ing­arnar voru bornar undiratkvæði og sam­kvæmt fundargerð voru þær sam­þykktar án athuga­semda við þaðhvernig kosn­ingin fór fram. Enginskrá mun vera haldin yfir það á fundum hverjir fundarmanna séu vél­stjóra­mennt­aðir.Í samþykktum félagsins eru ekki heldur ákvæði um sérstaka aðferð til að sannahverjir séu vélstjórar eða vél­fræð­ingar á aðalfundum, sem hafa einir atkvæð­is­réttvið atkvæða­greiðslu samkvæmt grein 7.1. Stefndubenda á að á aðalfundi 2007 og síðar hafi því verið treyst á að fundar­mennsegðu satt og rétt til um menntun sína. Þáverandi formaður félags­ins, stefn­and­innHelgi Lax­dal, hafi setið fund­inn og ekki gert athugasemdir við þetta fyrir­komu­lagatkvæða­greiðsl­unnar frekar en aðrir fundarmenn. Stefnandibar að sú breyting sem gerð var á samþykktum sjóðsins 2007 hafi hvorki veriðþess eðlis að hún haggaði réttarstöðu þeirra sem máttu kjósa um breyt­ingar ásamþykktum sjóðsins, né hafi hún haft áhrif á markmið sjóðsins eða hverjir sætuí stjórn hans. Aðsögn stefndu voru vegna sameiningar Vélstjórafélags Íslands og Félags járn­iðnað­ar­mannasamþykktar á aðalfundi VM 17. apríl 2009 margháttaðar tillögur stjórnar Akks aðbreytingum á samþykktum Akks. Ásama hátt og á aðalfundi stefnda VM árið 2007 hafi fundarstjóri tjáð fundar­mönnumað einungis vélstjóramenntaðir menn hefðu rétt til að greiða atkvæði um breyt­ingará samþykktum sjóðsins. Þessa er þó ekki getið í fundargerð aðalfundarins. Breyt­ingarnarvoru bornar undir atkvæði og sam­þykktar. Ekki var til skrá til þess að stað­reynamætti hverjir fundar­manna væru vél­stjóra­mennt­aðir. Í samþykktum félags­insvoru þá ekki heldur ákvæði um sér­staka aðferð við atkvæða­greiðslu sam­kvæmtgrein 7.1 í samþykktum Akks til að sanna hverjir væru vél­stjórar eða vél­fræð­ingará fundum, þegar taka ætti fyrir breytingar á samþykktum sjóðsins. Áþessum aðalfundi 2009 hafi því verið treyst, eins og á aðal­fundi félagsins2007, að fund­ar­menn segðu satt og rétt til um það, hvort þeir væruvélstjóralærðir og hefðu þar af leiðandi kosningarrétt. Fyrrverandi for­maðurstefnda VM, stefnandi, sat fund­inn og gerði engar athuga­semdir við þettafyrirkomulag atkvæða­greiðsl­unnar frekar en aðrir fundar­menn. StjórnVM sendi stjórn Akks bréf 5. febrúar 2011. Í því segir:Á fundi stjórnar VM-Félags vélstjóra ogmálmtæknimanna hinn 27. janúar 2011, kom fram til­laga um að beina því tilstjórnar Akks að hún komi með tillögu á næsta aðalfundi VM um að nafni sjóðsinsverði breytt. Tillagan er um að nafni sjóðsins verði breytt í Akkur-Styrktar-og menningar­sjóður VM. Tillagan var samþykkt í stjórn VM-Félags vélstjóra ogmálm­tækni­manna. Stjórn VM beinir því þeim óskum til stjórnar Akksað hún taki það til skoðunar að nafni sjóðs­ins verði breytt í Akkur-Styrktar-og menningarsjóður VM, með þeim breyt­ingum sem því fylgja á lögum sjóðsins. StjórnAkks svaraði því með bréfi 14. mars 2011 og þar segir meðal annars:Í lögum Styrktar- og menningarsjóðs vélstjóra ogvélfræðinga segir að breytingar á sam­þykktum sjóðsins öðlist ekki gildi nemaþær hafi hlotið samþykki meirihluta vél­stjórnar­mennt­aðra manna á aðalfundiVM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Að öðru leyti gera lögin ekki frekarigrein fyrir því með hvaða hætti breytingar á lögum eða samþykktum sjóðs­insskuli bera að. Í ljósi þess svo og með hliðsjón af þeim efnislegu breytingumsem stjórn VM leggur til að gerðar verði á lögum sjóðsins, en þær munu ekkihafa áhrif á starf­semi sjóðsins verði þær samþykktar á aðalfundi VM, þá taldistjórn Akks ekki ástæðu til að gefa umsögn um þessar breytingartillögurstjórnar VM. ÍFréttablaðinu 19. mars 2011 var auglýst að aðalfundur VM yrði haldinn 26. mars2011 og tilkynnt svohljóðandi dagskrá: Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsinsReikningar félagsins og sjóðaUmræður um skýrslu og reikningaKjör endurskoðendaReglugerða- og lagabreytingarÁkvörðun stjórnarlaunaKjör í nefndir og stjórnir sjóðaÖnnur mál Engintillaga að breytingum samþykktum (lögum eða reglugerðum) fylgdi fund­ar­boði.Fyrir fund­inum lágu tvær tillögur um breytingu á ýmsum greinum sam­þykktastefnda Akks. Ann­ars vegar sú tillaga stjórnar stefnda VM að í stað orðanna„vél­stjórar og vél­fræð­ingar“, sem ekki hafði áður verið breytt eftirsamrunann, kæmu orðin „félags­menn VM“, m.a í grein 7.1, sem hér er helstaumfjöllunarefnið. Til þess að breytt yrði sam­þykktum sjóðs­ins þyrfti meiri­hlutafélagsmanna VM á aðalfundi félags­ins í stað meiri­hluta vél­stjórn­ar­mennt­aðramanna. Aðsögn stefndu var tilgangur stjórnar VM sá að þetta eina mál, sem ekki var orðiðsameiginlegt með öllum félagsmönnum VM, yrði það í stað þess að vera eyrna­merkthluta félagsmanna hins sameinaða félags. Í greinargerð með til­lög­unni komfram að með breytingu á reglugerð nr. 175/2008 um vél­stjórn­ar­rétt­indi áfiski­skipum, varð­skipum og öðrum skipum myndu vélvirkjar, sem teljist tilmálm­tækni­manna, fá rétt­indi til vélstjórnar með því að taka sveinspróf, enþeir séu félags­menn stefnda VM. Stjórn VM taldi þetta styðja þá breytingu semhún lagði til að yrði gerð á sam­þykktum sjóðs­ins. Fyrirfundinum lá einnig skrifleg tillaga stefnanda og Páls Magnús­sonar um breyt­inguá samþykktum stefnda Akks en hún hafði verið kynnt og rædd á stjórn­ar­fundistefnda VM 18. mars 2011. Tillagan gerði ráð fyrir því, að grein 7.1 yrðióbreytt en yrði að grein 7.2. Inn kæmi ný málsgrein, sem yrði grein 7.1, ogmælti fyrir um frest til að skila inn tillögum til breytinga á samþykktum sjóðs­ins.Í annan stað var lögð til sú breyting að ein­göngu vélstjórar og vélfræðingarmættu leggja til breyt­ingar á sam­þykktum sjóðsins, en ekki sá hlutifélagsmanna VM sem ekki mátti kjósa um breyt­ingar á samþykktum sjóðsins. Aðsögn stefnanda var ástæða tillögu hans og Páls bréfið, sem stjórn VM hafði sentstjórn sjóðsins Akks í febrúar 2011, þar sem stjórn félagsins óskaði eftir þvíað stjórn sjóðsins legði til á aðalfundi að sjóðurinn yrði jafnt fyrir vél­stjórnar­mennt­aðamenn og aðra félags­menn hins sameinaða félags. Á aðalfundinum 2011 var tillaga stjórnarinnar borinfyrst upp. Vitnið Sævar Örn Kristjánsson kvaðst hafa borið tillöguna fram ogkynnt hana. Stefnandiáréttar að ekki sé vitað hvort einhverjir útvaldir hafi vitað af tillögu aðbreytingum á samþykktum á meðan öðrum var ekki um það kunnugt. Með til­lögustjórnar VM um breytingar „á nafni og lögum Akks“ fylgdu nýjar sam­þykktir(lög). Að sögn stefnanda var hvergi vakin athygli á þeirri grund­vall­ar­breyt­inguí grein 7.1 að í stað þess að vélstjórar einir gætu greitt atkvæði um mál­efnisjóðs­ins gætu allir félags­menn VM gert það. Í greinargerð með tillögu sinnihafi stjórn VM getið þess að breyt­ing á nafni sjóðsins væri eðlileg íframhaldi af sameiningu hinna tveggja stétt­ar­félaga. Stjórnin hafi hins vegarekki getið þess að sjóður­inn hafi gagn­gert verið stofn­aður vegna sam­ein­ing­ar­innarog til þess að af henni yrði. Í grein­ar­gerðinni sé einnig gefið í skyn að meðbreytingu á reglugerð nr. 175/2008 um vél­stjóra­réttindi á fiski­skipum munivélstjórum fjölga verulega. Þetta sé ekki rétt því ekki hafi staðið til aðfjölga í hópi þeirra sem 1. mgr. 6. gr. laga nr. 30/2007 tók til. Atkvæðivoru greidd um tillögu stjórnar VM á sama hátt og gert var á aðal­fund­unum2007 og 2009. Að sögn stefndu var á sama hátt og á þeim aðalfundum áréttaðsérstaklega við fund­ar­menn, að ein­göngu vél­stjórar og vélfræðingar hefðurétt til að kjósa um til­lög­una í sam­ræmi við þágild­andi samþykktir Akks.Síðan var tillaga stjórn­ar­innar borin undir atkvæði og sam­þykkt með 26 atkvæðumgegn 12, en fundar­menn á þessum aðal­fundi voru alls 65. Sam­kvæmt því tóku 38fundarmenn þátt í atkvæða­greiðslunni en 27 ekki. Aðmati stjórnar VM gekk tillaga stefn­anda og Páls skemmra en tillaga stjórn­ar­innarog því kom hún ekki til atkvæða. Samkvæmt fundargerð voru engar athuga­semdirgerðar á þessum aðalfundi við fram­kvæmd atkvæða­greiðsl­unnar frekar en áður áaðalfundum félagsins 2007 og 2009. VitniðBragi Ragnarsson vélfræðingur sótti fundinn 2011. Hann bar að hann og fleirihefðu verið ósáttir við að keyra skyldi þessa breytingu í gegn enda hafi ekkiverið getið um hana í fundarboðinu. Hann hafi stigið í ræðustól í það minnstatvisvar og óskað eftir því að atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnarinnar yrðifrestað. Hann hafi jafn­framt óskað eftir því að þeir sem greiddu atkvæðisönnuðu á sér deili þannig að það væri ótvírætt að einungis vélstjórar ogvélfræðingar greiddu atkvæði. Það hefði verið ákvörðun félagsmanna ívélstjórafélaginu að stofna sjóðinn. Ef til stæði að gera hann sameiginleganöllum félagsmönnum VM ættu þeir sem stóðu að stofnun hans að ákveða það en ekkihvaða fundarmaður sem væri enda ætti það að vera þannig sam­kvæmt sam­þykktumsjóðsins. Fundarstjóri hafi hins vegar fall­ist á hvoruga beiðni hans en brýntfyrir fundarmönnum að einungis vél­fræð­ingar og vélstjórar mættu kjósa. Vitniðkvaðst hafa séð að fleiri en vélstjórar og vél­fræð­ingar kysu um tillögustjórnar­innar. Bragikvaðst hvorki hafa sótt aðalfundinn 2007 né fundinn 2009 og hafi hann af þeimsökum ekki gert athugasemd við þessa aðferð við kosningu um breytingu á sam­þykktumAkks á þeim fundum. VitniðGylfi Ingvarsson var fundarstjóri á aðalfundi VM 2011. Hann bar að í upp­hafifundar hefði verið gengið úr skugga um að fundurinn væri lögmætur. Fyrir fund­inumhafi legið tvær tillögur um breytingu á samþykktum Akks. Þar eð önnur þeirrahafi verið víðtækari hafi hún verið afgreidd fyrst. Hann hafi áréttað viðfundar­menn að eingöngu fyrrverandi félags­menn vélstjórafélagsins mættu kjósaeins og venja hefði verið á þeim aðalfundum félags­ins þar sem kjósa hafi áttum breytingar á sam­þykktum Akks. Stjórnin hafi treyst á dreng­skap hinnafundarmannanna að þeir kysu ekki. Atkvæðagreiðslan hafi farið þannig fram oghafi ekki verið gerðar neinar athuga­semdir við hana. Þá hafi verið greint frániður­stöðu kosninganna. Þar eð tillaga stjórn­ar­innar hafi verið sam­þykkthafi hin tillagan fallið niður. Ekki hafi verið gerðar athuga­semdir við að sútil­laga yrði ekki sér­staklega borin undir atkvæði. Ífundargerð sem var rituð nokkru eftir fundinn kemur ekki fram að athuga­semdirhafi verið gerðar við atkvæða­greiðsl­una. Fundargerðin er undirrituð af sjömanna stjórn VM en ekki fundarritara. Eftirþennan aðalfund kveðst stefnandi hafa haft samband við ýmsa félags­menn semlétu í ljós óánægju sína. Sumir þeirra hafi talið stjórn VM hafa beitt blekk­ingummeð því að hafa ekki tilkynnt fyrir fram hvað stæði til og láta tillögustjórnar stefnda VM ekki fylgja dagskrá fundarins. Jafnframt hafi verið fariðmeð rangt mál við gerð og kynn­ingu tillögunnar. Að fundi og ritun fundar­gerðarhafi verið staðið þannig að ekki hafi verið ljóst hvernig atkvæði hefðu falliðog hverjir greiddu atkvæði og hvort þeir upp­fylltu skilyrði til að greiðaatkvæði. VitniðBragi ritaði stjórn stefnda VM bréf 26. apríl 2011, mán­uði eftir fund­inn.Hann óskaði upplýsinga um það hversu margir félagsmenn VM sátu fundinn, hversumargir þeirra höfðu atkvæðisrétt um lögbundin málefni Akks sam­kvæmt grein 7.1í sam­þykktum sjóðsins, og hvort fundarstjóri hafi haft undir höndum upp­lýs­ingarum hverjir og hve margir fundarmanna hafi haft atkvæðisrétt um lög­bundinmálefni Akks því sú aðferð sem var notuð við atkvæðagreiðsluna á aðal­fund­inumhafi alls ekki tryggt að aðrir en þeir sem höfðu atkvæðisrétt tækju ekki þátt íatkvæða­greiðslunni. Í bréf­inu lagði hann til að breytingin á samþykktum Akkssem kosið var um á aðal­fund­inum kæmi ekki til framkvæmda fyrr enatkvæðagreiðslan hefði verið end­ur­tekin á næsta aðalfundi. Stjórnstefnda VM svar­aði honum fjórum mánuðum síðar með bréfi 25. ágúst 2011. Þarkom fram að á fundum 2007 og 2009 hafi verið lagðar fram tillögur um breyt­ingará samþykktum sjóðsins. Á þeim fundum hafi fundar­stjóri tekið fram hverjirhefðu atkvæð­is­rétt um málefni sjóðs­ins og breytingar á sam­þykktum hansverið bornar undir atkvæði og samþykktar. Á hvorugum fundinum hafi fundarstjórihaft upp­lýs­ingar um menntun fundarmanna og því ekki vitað hvaða fundarmennmættu greiða atkvæði og hverjir ekki. Treyst hafi verið á að fundarmenn sýnduþann drengskap að ein­ungis vél­stjórnar­menntaðir menn greiddu atkvæði og ekkiverið gengið úr skugga um hvaða menntun þeir hefðu sem greiddu atkvæði. StjórnVM taldi því að ekki hafi verið ástæða til að hafa annað fyrirkomulag á kosningunniá aðalfundi 2011. Tekið var fram að erfitt væri að ganga úr skugga um það áfundinum hverjir væru vél­stjórnar­mennt­aðir og hverjir ekki enda væru þærupplýsingar ekki í félagakerfi VM. Að mati stjórnar hafi atkvæðagreiðslan umbreytingar á samþykktum Akks á aðalfundi 2011 verið lög­mæt. Bragikvaðst hafa óskað eftir því skriflega við stjórn VM að fá afhenta hljóð­upp­tökuaf fundinum en við því hafi stjórnin ekki orðið. Hann hafi hins vegar veriðkall­aður eins og sakborningur fyrir alla stjórn félagsins og spurður spjörunumúr. Komið hafi verið fram við hann eins og sakamann og eins og hann væri aðflytja mál stefn­anda þegar hann hafi ein­vörð­ungu viljað koma á framfærisinni sjálfstæðu skoðun á því að við kosn­ing­una hefði ekki verið farið að sam­þykktumsjóðsins þar eð ekki hefði verið gengið úr skugga um að einungis vél­stjórnar­mennt­aðirmenn greiddu atkvæði um tillöguna. Lögmaðurstefnda VM ritaði minnisblað um málið 18. febrúar 2012. Áður en hann ritaðiminnisblaðið kallaði hann eftir svörum frá Braga. Í minnis­blað­inu er áherslalögð á að nafni sjóðsins hafi verið breytt á fundinum en þó tekið fram að eftirbreyt­ing­arnar hafi öllum félagsmönnum VM verið heimilt að kjósa um breytingará sam­þykktum sjóðsins. Íminnisblaðinu var vísað til þess að samþykktum Akks hefði á aðalfundum 2007 og2009 verið breytt með sama kosningafyrirkomulagi og á fundinum 2011. Önnur rökí bréfinu eru mjög þau sömu og rök stefndu í þessu máli. Meðundirskriftum sem safnað var í maí 2012 kröfðust 37 vélstjórar þess að fengiðyrði hlut­laust lögfræðiálit um málið. Samkvæmt fram lögðum gögnum brást stjórnVM ekki við því fyrr en með bréfi sem barst stefnanda 7. janúar 2013. Í því komfram að stjórnin gæti ekki skipt sér af gerðum aðal­fundar. Þeir sem vildu aðsam­þykktum Akks yrði breytt til fyrra horfs, þ.a. einungis vélstjórar ogvélfræðingar mættu kjósa um breytingar á samþykktum sjóðsins, yrðu að leggjaslíka tillögu fyrir aðal­fund félagsins. SveinnGísla­son lög­fræðingur ritaði stjórn stefnda VM bréf 28. janúar 2013 fyrirhönd vél­stjór­anna. Í svar­bréfi stefnda VM 22. febrúar 2013 var ítrekað aðstjórn félags­ins gæti ekki haggað sam­þykktum aðalfundar. Íjanúar 2014 staðfesti Egill Guðmundsson, skólastjóri Véltækniskólans, að vél­gæslu­námværi ekki hluti af öðru námi til vélstjórnarréttinda, sbr. 12. gr. reglu­gerðarnr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipumog öðrum skipum. Þar með var ljóst að ein þeirra röksemda sem stjórn VM færðifyrir til­lögu sinni um breytingar á samþykktum sjóðsins byggðist ámisskilningi. Núverandilögmaður tilkynnti stefndu 6. janúar 2015 að stefn­andi myndi höfða mál til aðfá fundarsamþykktina dæmda ólögmæta. Stefna var gefin út 26. mars 2015. Meðúrskurði 23. desember 2015 hafnaði héraðsdómur því að kröfu stefnanda yrðivísað frá dómi.Málsástæður stefnanda Stefnandiáréttar að tillaga stjórnar VM hafi fengið afgreiðslu á umræddum fundi. Af þeimsökum hefði átt að afgreiða tillögu hans og Páls einnig. Þess í stað hafi rang­legaverið ákveðið að greiða fyrst atkvæði um tillögu stjórnar stefnda VM sem varsögð ganga lengra en til­laga stefn­anda og Páls. Að henni samþykktri hafiverið ákveðið að hin til­lagan kæmi ekki til atkvæða. Það hafi verið óheimiltenda hafi til­lög­urnar ekki verið sama efnis. Þegartillaga stjórnar stefnda VM hafi verið kynnt hafi verið farið með rangt mál þvístaðhæft hafi verið að tillagan væri til að reka endahnút á sameininguna. Þvertá móti hafi verið lagður grunnur að sameiningunni með stofnun sjóðsins.Staðhæft hafi verið að fleiri félagsmenn stefnda VM yrðu sjálfkrafa aðilar aðstefnda Akki vegna breytinga á reglugerð nr. 175/2008. Fyrir liggi að það séekki rétt. Viðtalningu atkvæða hafi ekki verið gengið úr skugga um hvort eingöngu þeir semhöfðu atkvæðisrétt greiddu atkvæði. Því sé engan veginn vitað hvernig atkvæðiféllu í raun. Ekkert sé upplýst um það sem skipti máli, þ.e. hvort tillaganhafi verið sam­þykkt eða ekki. Stefnanda virðist þeir hafa fengið að greiðaatkvæði sem ekki voru vél­stjórar eða vélfræðingar. Vel kunni að vera aðmisskilningur í grein­ar­gerð með til­lögu stjórnar félagsins og kynningutillögunnar hafi leitt til þess að vél­gæslu­menn hafi einnig kosið þótt þaðhafi þeir ekki mátt. Stefnandibyggir á því að þannig hafi verið staðið að því að fá breytingar á sjóðnumsamþykktar á aðalfundinum 26. mars 2011 að 30. gr. laga nr. 7/1936 eigi við. Stefnandiskýrir aðild sína að kröfunni þannig að hann sé vélstjóri og félags­maður ístefnda VM. Hann sé fyrrverandi for­maður Vélstjórafélags Íslands og hafistaðið að sameiningu hinna tveggja félaga í VM. Hann hafi lögvarða hagsmuni afniður­stöðu málsins sem félagsmaður í VM og vélstjóri sem ekki eigi að þurfa aðþola að sjóði, sem sé ætlaður vélstjórum, sé í raun breytt á þennan hátt. Félagveiti félags­mönnum sínum réttindi og leggi á þá skyldur. Milli félags ogfélagsmanna sé því ákveðið samnings­sam­band. Félags­maður þurfi ekki að þolaað á þennan hátt sé brotið gegn almennum lögum og samþykktum félags sem um kosningunagilda. Náiaðalkrafa stefnanda fram að ganga verði málefnum Akks ráðstafað í sam­ræmi viðupphaflegar samþykktir félagsins. Sama niðurstaða fáist nái varakrafan fram aðganga. Dóms­orð í samræmi við kröfur myndi því breyta réttarstöðu félagsmannainnan stefndu, þar með talið stefnanda, í fyrra horf. StefndiVM sé stéttarfélag sem ákvæði laga nr. 80/1938, um stéttar­félög og vinnu­deilur,og laga nr. 55/1980, um starfskjör launþega og skyldu­trygg­ingu líf­eyris­rétt­inda,gilda um. Tilvist hans eigi einnig stoð í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Félagiðsé samkvæmt samþykktum sínum opið öllum sem vinna í þeim fag­stéttum semfélagið taki til, á félagssvæði þess. Kjarasamningar þess séu lágmarkskjör áfélags­svæð­inu þannig að kjarasamningarnir taki að töluverðu leyti til þeirrasem ekki eru aðilar að slíkum samn­ingi. Stéttarfélögséu að mörgu leyti opinbers eðlis og geti skuldbundið félagsmenn íkjarasamningum. Um þau gildi því strangar skráðar og óskráðar reglur um vönduðvinnu­brögð meðal annars á félagsfundum og við undirbúning þeirra.Aðalkrafa Stefnandiítrekar það mat sitt að augljós tilgangur þess að stofnaður var sér­stakursjóður vegna ágóða af sölu Vél­stjóra­félags Íslands á stofnbréfum í Sparisjóðivél­stjóra hafi verið að halda þeim fjár­munum aðgreindum í hinu sameinaðafélagi. Þegar tillaga stjórnar VM um breyt­ingar á nafni og samþykktum (lögum)stefnda Akks hafi verið kynnt fundarmönnum á aðalfundi VM 26. mars 2011, hafiverið farið með rangt mál því tillagan hafi verið kynnt sem síð­asta aðgerðin ísam­ein­ingu félaganna og að eðli­legra væri að sjóðurinn tilheyrði félag­inu íheild. Sú kynn­ing gangi þvert gegn upp­runa­legum tilgangi sjóðsins. Atkvæðagreiðslaná þessum fundi hafi ekki sam­rýmst þeim samþykktum sem stefnda Akki voru settarvið stofnun hans, sér í lagi grein 7.1. Tilgangurinn með stofnun sjóðsins hafiverið að halda fyrir utan sam­ein­ingu FJ og VSFÍ tilteknum fjár­munum semfélagsmenn VSFÍ töldu sig eiga umfram félagsmenn FJ. Skýrtkomi fram í grein 7.1 að breytingar á samþykktum sjóðsins öðlist ekki gildinema þær hafi hlotið samþykki meirihluta vélstjórnarmenntaðra manna á aðal­fundistefnda VM. Ljóst sé að á aðalfundi stefnda VM 26. mars 2011 hafi ekki veriðgengið úr skugga um að aðeins vélstjórnarmenntaðir menn greiddu atkvæði þvíekki hafi verið nokkur leið fyrir fundarstjóra að staðfesta að aðeins þeirréttu upp hönd við atkvæða­greiðsluna. Undirbúningurfundarins hafi verið gallaður, svo og framkvæmd hans. Auk þess sé ósannað ogóupplýst hvort tillagan hafi verið samþykkt af þeim sem voru til þess bærir. Afþessum sökum verði að líta svo á að fundurinn hafi í raun aldrei sam­þykktbreyt­ingu á samþykktum sjóðsins eða að slík samþykkt sé markleysa (nullitet). Tilstuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til almennra reglna félagaréttar eneinnig samningaréttar. Hann byggir á því að með þessu hafi verið brotið gegnein­stökum félagsmönnum með vélstjórnarréttindi. Þær máls­ástæður semtilgreindar eru vegna varakröfu séu einnig aðalkröfunni til stuðnings.Varakrafa Aðþví leyti sem málsástæður fyrir aðalkröfunni leiði ekki til þess að hún verðitekin til greina, byggir stefnandi á því að þær leiði til þess að varakrafanverði tekin til greina. Stefnandiáréttar að ekkert liggi fyrir um að tillaga stjórnar VM um breytingar ásamþykktum (lögum) stefnda Akks hafi hlotið samþykki. Þannig hafi verið staðiðað fund­ar­boði og fund­ar­gerð að ekkert verði byggt á þeim gögnum um að gildbreyting hafi átt sér stað. Samkvæmtalmennum reglum félagaréttar þurfi allar tillögur til laga­breyt­inga að fylgjafundarboði eða á einhvern hátt að vera aðgengilegar vænt­an­legum fundar­mönnumtil skoðunar og þeir að vita hvað til standi. Þannig þurfi að tryggja að mennmæti undirbúnir á fundinn og séu ekki mat­aðir á röngum upp­lýs­ingum eða villtsé um fyrir þeim. Einnig þurfi að tryggja að þeir, sem vilji skipta sér afmálinu, sæki fundinn og síðast en ekki síst að tryggja að stuðn­ings­mönnum séekki smalað á fundi án vit­undar hinna sem kynnu að vera á móti. Séút af borið í þessum efnum varði það ógildi ákvörðunarinnar. Þá þurfi ekki aðsanna hvort mönnum hafi gengið eitthvað misjafnt til eða ekki, enda sé slíkttor­sannað. Almennum reglum félagaréttar sé ætlað að svipta menn þeim möguleikaað koma fram málum á óeðlilegan hátt eða að mikilsverð mál séu afgreidd óund­ir­búiðað lítt athuguðu máli og án þess að að umræðunum komi þeir sem vilji taka þáttí þeim. Stefnandibyggi á því að svo alvarlega hafi brugðið út af í þessu tilviki að það varði ógildinguákvörðunarinnar ef yfirleitt upplýsist að nokkur ákvörðun hafi verið tekin þessefnis sem fundargerðin virðist rang­lega stað­hæfa. Komið hafi á daginn, einsog áður sé rakið, að tillaga hafi verið kynnt á röngum forsendum og vísað tilþess að hún sækti stoð í sam­ein­ingu félaganna svo og að fleiri væru að bætastí hóp vél­stjóra af félagsmönnum stefnda VM. Allt yfirbragð framkvæmdarinnarhafi verið eins og þetta væri aðeins minni háttar formbreyting. Haga verðimálum þannig að allir geti treyst því að unnið hafi verið heiðar­lega og gagn­sætt.Sé hægt með réttu að þyrla upp slíkum vafa verði að meta ákvörðun fundarinsógilda. Í2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar segi: Ílögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttinditengd vinnu. Þetta stjórnarskrár­ákvæði hafi lög­gjaf­inn efnt með lögumnr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur ásamt síð­ari breyt­ingum. Þar segiað stéttarfélög ráði málum sínum sjálf með þeim tak­mörk­unum sem séu settar ílögum. Þar segi einnig að menn eigi rétt til að stofna stétt­ar­félög og þauþurfi að vera opin öllum sem í þau vilji ganga og uppfylla til þess almenn skil­yrði.Þau koma fram fyrir hönd félagsmanna sinna og semji um kaup og kjör. Í lögumnr. 55/1980 um starfskjör launþega sé gengið skrefinu lengra þannig að kjara­samn­ingarséu nánast orðnir laga- eða reglugerðaígildi. Tilviststéttarfélaga sé lögbundin og eigi rætur í stjórnarskránni. Það valdi því að umþau gildi sérstakar reglur. Í lögum verði að gera miklar kröfur til formfestu,gagn­sæis og vand­aðrar fram­kvæmdar þegar samþykktum stéttarfélags sé breytt,einkum í ljósi þess hversu margir geta orðið bundnir af þeim og hversunauðsynlegt það sé vinn­andi fólki að geta átt aðild að slíku félagi. Stefnandibyggir á því að þessar ströngu reglur hafi verið þver­brotnar. Stefnandivísar til almennra reglna félaga- og samningaréttar, 2. mgr. 75. gr. stjórn­ar­skrárinnar,laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og laga nr. 55/1980 umstarfskjör launþega. Kröfu um málskostnað styður hann við XXI. kafla laga nr.91/1991, sér­stak­lega 129. og 130. gr. Tekið verði tillit til þess aðstefnandi sé ekki virð­is­auka­skatts­skyldur og þurfi því aðfararhæfan dómfyrir skattinum.Málsástæður og lagarökstefndu Stefnduárétta að ágreiningur málsaðila varði fyrst og fremst lögmæti aðferðar, semhöfð var við kosningu um breytingu á samþykktum (lögum) stefnda Akks. Stefn­andibyggi á því að hann hafi ekki mátt treysta því, að fundarmenn á aðalfundi 2011segðu satt til um það, hvort þeir væru vélstjórar eða vélfræðingar og hefðu þaraf leið­andi kosningarétt um málefni stefnda Akks, enda þótt það samafyrirkomulag hafi verið notað tvisvar áður á aðalfundum stefnda VM. Stefn­anditelji að á aðalfundinum 2011 hafi þvert á móti borið að krefja félagsmenn skil­ríkjaeða einhverra skriflegra sann­anna um það, að þeir væru í reynd vélstjórar eðavél­fræð­ingar, en ekki málm­tækn­imenn og mættu því kjósa um málefni stefndaAkks. Stefndubenda á að auk fyrri framkvæmdar við kosningar um málefni stefnda Akks hafihvorki verið sagt né segi hvergi, í samþykktum (lögum) stefnda VM eða sam­þykktum(lögum) stefnda Akks, neitt um það, hvaða aðferð sé skylt að nota við atkvæða­greiðslur.Í þeim ákvörð­unum fundarstjóra aðal­fundanna að beita þeirri aðferð, sem beittvar, fel­ist ekki á neinn hátt brot gegn samþykktum (lögum) stefndu. Þegarþessar ákvarð­anir hafi verið teknar á aðal­fundum félagsins árin 2007, 2009 og2011 hafi þeim heldur aldrei verið mót­mælt. Fund­ar­stjórarnir hafi því úrskurðaðþessar kosn­ingar lögmætar. Stefnduleggja áherslu á að stefnandi hafi verið formaður stefnda VM árið 2007 og hafiframkvæmd kosninga um málefni stefnda Akks verið með fullu sam­þykki hans. Semalmennur félagsmaður á aðalfundi 2009 hafi stefnandi heldur ekki gert neinarathuga­semdir við þetta fyrirkomulag kosninganna. Aðalfund 2011 hafi hann ekkisótt en heldur kosið að vera í fríi á miðri vertíð, enda þótt hann vissi að til­lagahans og Páls Magnús­sonar ásamt tillögu stefnda VM yrði tekin fyrir á fund­inumog leidd þar til lykta. Fyrir aðalfundinn hafi ekki komið fram neinar óskir eðakröfur frá stefn­anda til stjórnar stefnda VM, að áður en gengið yrði tilkosninga, bæri að krefja félags­menn um skrif­legar sannanir fyrir því að þeirværu vélstjórar eða vél­fræð­ingar. Kjarnimálsins sé að sú aðferð, sem beitt var á þessum aðal­fundum, hafi ekki á neinnhátt brotið í bága við samþykktir (lög) stefndu heldur verið í samræmi við þaðsem tíðk­ast hafi á fyrri aðalfundum. Eins og á fyrri aðalfundum hafi ekkinokkur mót­mælt þessu fyrir­komu­lagi, áður en gengið var til atkvæða á þennanhátt. Hefði borið brýna nauð­syn til þess a.m.k áður en fundarstjórinnúrskurðaði kosninguna lög­mæta. Stefndubenda á að hvorki af hálfu stefnanda né annarra félagsmanna stefnda VM hafikomið fram á næsta aðalfundi á eftir, þ.e. 2012, eða á síðari aðalfundum til­lagaum að breyta samþykktum (lögum) stefnda Akks til fyrra efnis. Eingöngu hafiverið krafist ógild­ingar þess­arar löngu liðnu kosningar á aðalfundinum 2011 áþeim forsendum, að mögu­legt væri að einhver þeirra félagsmanna stefnda VM semkaus, hafi ekki, eftir allt saman, verið vélstjóri eða vélfræðingur heldurmálmtæknimaður. Á stefn­anda hvíli alfarið sönn­un­ar­byrði fyrir því að aðriren vélstjórar og vélfræðingar hafi kosið á aðal­fund­inum 2011 um málefnistefnda Akks. Á það hafi stefnandi ekki á nokkurn hátt fært sönnur. Hér eigiekki við öfug sönn­un­ar­byrði, það er að stefndu þurfi að afsanna órökstuddarfullyrðingar stefn­anda um meint ólög­mæti kosn­ing­anna. Meðþessum rökum krefjast stefndu sýknu af öllum kröfum stefn­anda og máls­kostn­aðarúr hendi hans. Stefndivísar máli sínu til stuðnings í almennar reglur félagaréttar auk sam­þykkta(laga) stefndu, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og samþykkta (laga)stefnda Akks styrktar- og menn­ingar­sjóðs VM Félags vélstjóra ogmálmtæknimanna og til laga nr. 91/1991, um með­ferð einkamála. Krafa hans ummálskostnað styðst við XXI kafla þeirra.Niðurstaða Stefnandier félagsmaður í stéttarfélaginu VM, félagi vélstjóra og málm­tækni­manna. Þaðfélag varð til þegar tvö stéttarfélög, Vélstjórafélag Íslands og félag Járn­iðn­að­ar­manna,sam­ein­uðust um miðjan október 2006. Áður en félögin sameinuðust seldiVélstjórafélagið stofnbréf sem það átti í Sparisjóði Vélstjóra. Með fé semfékkst við þá sölu stofnaði vélstjórafélagið sjóðinn Akk, styrktar- ogmenningarsjóð vélstjóra og vél­fræð­inga. Markmið og verkefni sjóðsins er aðstyrkja rannsóknir og annað sem kemur vél­stjórum og vélfræðingum til góða viðnám og störf, til lands og sjávar. Sam­kvæmt sam­þykktum sjóðsins máttueinvörðungu vélstjórnarmenntaðir menn kjósa um breyt­ingar á samþykktumsjóðsins. Áaðalfundi VM 26. mars 2011 var samþykktum sjóðsins breytt verulega. Stefn­anditelur að þegar kosið var um þá breytingu hafi ekki verið gætt lögboðinnaaðferða. Hann telur svo verulega galla hafa verið á undirbúningi kosningarinnarog kosn­ing­ar­aðferðinni að telja verði að engin gild breyting hafi verið gerðá sam­þykktum sjóðs­ins Akks á fundinum. Stefnanditelur í fyrsta lagi að með fundarboði hafi átt að fylgja tillögur að breyt­ingumá samþykktum Akks en auk stjórnar VM lögðu hann og Páll Magnússon heit­inn framtillögu að breyt­ingum á samþykktum sjóðsins, sem gekk í nokkuð aðra átt entillaga stjórnarinnar. Stefndubyggja á því að tillögurnar hafi ekki þurft að fylgja fundarboðinu. Hvorki ségert ráð fyrir því í samþykktum félagsins né sam­þykktum sjóðsins. Reikn­ingarfélags­ins liggi frammi á skrifstofu þess viku fyrir aðal­fund­inn og þangaðgeti menn farið og skoðað þá. Sama eigi við um breyt­ingar á sam­þykktum. Ekkisé hægt að birta langa romsu breytinga á sam­þykktum félagsins eða sjóða, semheyri undir það, í blöðum fyrir almenn­ing. Sér­stak­lega að því spurður kvaðstfor­maður félags­ins ekki muna hvort til­lög­urnar tvær að breyt­ingum á sam­þykktumsjóðsins hefðu legið frammi á skrif­stofu félags­ins viku fyrir aðal­fundinn. Ígrein 29 í samþykktum VM stóð á þessum tíma að aðal­fund skuli boða með minnstviku­ fyrir­vara með auglýsingum í blaði félagsins, dag­blaði og útvarpi. Ífundargerð aðalfundar segir: GI kannaði lögmæti fundar. ... Fundurinn var aug­lýsturí dagblöðum laugardaginn 19. mars, á heimasíðu VM ... og í blaði VM sem félags­mennfengu í vikunni. Dómurinnfellst á það með stefnanda að nauðsynlegt sé að auglýsa tímanlega fyriraðalfund tillögur að breyt­ingu á samþykktum félags eða sjóða sem það hefur meðað gera og kjósa á um á fundinum í því skyni að félagsmenn geti metið að hvaðamarki til­lagan snertir þá, myndað sér afstöðu til hennar og metið út fá þvíhvort þeir telji nauð­syn­legt að sækja aðalfundinn til þess annaðhvort aðsamþykkja tillöguna eða hafna henni. Með því eru tryggð vönduð vinnubrögð og aðsamþykktum sé ekki breytt að van­hugs­uðu máli. Telji stjórn VMóheppilegt að birta tillögur að breytingum á samþykktum í dag­blöðum eðaútvarpi hefur hún tvo aðra miðla sem fyrst og fremst eru ætlaðir félags­mönnum,þ.e. heimasíðu VM og tímarit VM, sem mun samkvæmt fundargerð aðal­fundar hafabor­ist félags­mönnum í vikunni fyrir aðalfundinn. Tillögur að breyt­ingum ásam­þykktum sem kjósa átti um á aðalfundi 2011 birtust í hvorugum miðl­inumþótt það verk­lag hafi verið tekið upp síðar að birta á heima­síðunni tillögurað breyt­ingum á sam­þykktum. Munurinn á þessum tveimur miðlum er þó sá aðtímaritið er borið út og því tryggt að það berist á heimili félagsmanna. Hinsvegar þurfa menn að hafa aðgang að tölvu til þess að geta kynnt sér það sem erbirt á heimasíðu félags­ins. Íþað minnsta hefði stjórn VM þurft að taka skýrt fram í fundarboði að félags­menngætu kynnt sér tillögur að breytingum á samþykktum á skrifstofu félagsins enalls lágu fyrir fund­inum fjórar tillögur um breytingar á samþykktum (lögum/­reglu­gerðum)félagsins og sjóða þess. Stefnanditelur í öðru lagi að kynning á tillögu stjórnar VM um breytingu á sam­þykktumsjóðsins hafi verið villandi á aðalfundinum 2011. Áréttamá að það var ekki stjórn Akks sem lagði til breytingar á samþykktum Akksheldur stjórn VM, sbr. bréf sem hún sendi stjórn sjóðsins 5. febrúar 2011. Ífund­ar­gerð aðalfundar 2011 er texti tekinn upp úr þeirri greinargerð stjórnarVM sem fylgdi til­lögu hennar að breytingum á sam­þykktum Akks. Þar segir:Tillaga stjórnar VM um breytingar á nafni og lögumAkks styrktar- og menningarsjóðs vél­stjóra og vélfræðingaTillagan varðaði breytingu á nafni styrktarsjóðsinsúr Akkur Styrktar- og menningarsjóður vél­stjóra og vélfræðinga í AkkurStyrktar- og menningarsjóður VM og að samhliða verði gerðar tilheyrandi breytingará lögum sjóðsins.Sævar Örn gerði grein fyrir tillögunni og sagðihana síðustu aðgerð í sameiningu félaganna. Staðan væri sú að einungisvélstjórnarmenntaðir menn mættu t.d. greiða atkvæði um mál­efni sjóðsins.Eðlilegra væri að sjóðurinn tilheyrði félaginu í heild. GuðmundurRagnarsson, formaður VM, bar að gerð hefði verið grein fyrir þeim breyt­ingumsem fælust í tillögunni með því að varpa upp af skjávarpa saman­burði á sam­þykktumAkks óbreyttum og breyttum. VitniðSævar Örn Kristjánsson sem bar tillöguna upp kvaðst hafa kynnt hana þannig aðsú breyting sem í henni fælist væri lokahnykkurinn í sameiningu félaganna. Hannteldi þessa breytingu eðlilega og um leið og nafni sjóðsins yrði breytt ættieinnig að breyta því að fjármunir sjóðsins gætu jafnt gengið til rannsóknar ávinnuumhverfi járn­iðn­að­ar­manna og vélstjóra. Að sama skapi væri eðlilegt aðallir félagsmenn gætu breytt samþykktum sjóðs­ins. Ekki væri hægt að standa íþessum flokkadráttum við atkvæða­greiðslu árum saman löngu eftir að menn hefðugleymt því hvernig stóð á stofnun sjóðs­ins. Fallastmá á það að tilvísun stjórnarinnar til breytinga á reglugerð þannig að vél­fræðingumætti eftir að fjölga í félaginu hafi verið byggð á misskilningi. Þau rök flutn­ings­mannstillögunnar að sú breyting sem stjórnin lagði til væri lokahnykkurinn í sam­einingufélag­anna er afstaða stjórnar VM til málsins. Sú afstaða kann að hljóma vill­andií eyrum þeirra, stefnanda og margra annarra félags­manna, sem hafa þá sýn ámála­vexti að sjóðurinn hafi verið grundvallarforsenda sameiningarinnar. Hér erekki hægt að taka afstöðu til þess hver var forsenda hvers félagsmanns VSFÍfyrir því að fall­ast á sam­ein­ingu þess félags við félag járniðnaðarmannaþótt vel kunni að vera að stofnun sjóðsins hafi verið forsenda margra semsamþykktu sameininguna. Einnigmá fallast á það með stefnanda að í greinargerð með tillögu stjórnar VM og ífund­ar­gerð virðist helsta breytingin á samþykktunum felast í breyttu nafnisjóðs­ins og að sú áhersla gefi alls ekki til kynna þá umfangsmiklu breytingu ásam­þykktum Akks sem með fylgdi. Hafi hins vegar verið farið yfir allan textasamþykkta sjóðs­ins, bæði óbreyttan og breyttan, hefðu fundarmenn átt að áttasig á því hversu umfangs­mikil breyt­ing fólst í til­lögum stjórnar VM. Stefnandibyggir einnig á því að óheimilt hafi verið að ákveða að tillaga hans og Pálsheitins kæmi ekki til atkvæða því hún hafi ekki verið sama efnis og tillagastjórnar VM. Það var til­laga þeirra að grein 7.1 yrði grein 7.2 og að í grein7.1 stæði: Tillögur til breytinga á lögum sjóðsins skuluberast stjórn hans eigi síðar en 3 vikum, 21 degi, fyrir aðalfund VM-Félagsvélstjóra og málmtæknimanna. Þær skulu bornar fram af félags­manni/mönnum VMsem uppfylla ákvæði 4.1 um kjörgengi. Dómurinntelur, vegna tilvísunar til greinar 4.1 í samþykktum sjóðsins, að skilja beriþessa tillögu þannig að einungis vél­stjórnar­mennt­aðir menn í stjórn sjóðsinsmegi bera upp tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins og skuli þeir geraþað eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund VM. Samkvæmttillögu stjórnar VM um breytingar á samþykktum Akks átti að taka út allartilvísanir til vélstjóra og vélfræðinga í samþykktunum og setja „félagsmenn VM“eða „VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna“ þeirra í stað. Dómurinnfellst á það með stefndu að í þeirri tillögu felist mun afdrifaríkari breyt­ingará samþykktum sjóðsins en tillaga stefnanda og Páls. Eftir að fundarstjóri hafðilýst yfir því að tillaga stjórnar VM hefði verið samþykkt var ekki neitttilefni til að greiða atkvæði um tillögu stefnanda og Páls enda hafði efnisamþykktanna breyst meira en svo að tillaga þeirra gæti haft þýðingu. Því vareðlilegt að ekki væri kosið um hana sérstaklega. Stefnandibyggir í fjórða lagi á því að ekki hafi verið gengið úr skugga um að þeir semgreiddu atkvæði hafi einungis verið þeir sem máttu greiða atkvæði sam­kvæmtsamþykktum sjóðsins Akks. Því sé ósannað og óupplýst að tillagan hafi verið sam­þykktaf þeim sem voru til þess bærir. Af þeim sökum sé ekki vitað hvernig atkvæðihafi í raun fallið. Einmikilvægasta meginreglan í félagarétti er meginreglan um jafnræði félags­manna.Þessi jafnræðisregla kemur þó ekki í veg fyrir að í samþykktum félags sé kveðiðá um ólík réttindi og skyldur einstakra félagsmanna og þeim skipað í ólíkaflokka sam­kvæmt því. Í samræmi við þetta gekk Félag járniðnaðarmanna, þegarhið sam­einaða félag VM var stofnað, að því að Vélstjórafélag Íslands kæmi meðtiltekinn sjóð inn í hið sam­ein­aða félag og að um hann giltu sérstakar reglursem veittu einungis tak­mörk­uðum hópi tiltekin réttindi. Félagjárniðnaðarmanna gekk að því að undir hið sam­einaða félag heyrði sjóður semhefði að markmiði að bæta vinnuumhverfi vél­stjóra og vél­fræð­inga og bætanámsgögn og vélstjórnarmenntun, að hann hefði stjórn þar sem tveir af þremureru vél­stjórn­ar­menntaðir, og ekki hvað síst hefði þau fyrir­mæli ísamþykktum sínum að ein­ungis vél­stjórnar­mennt­aðir menn mættu taka þátt íkosn­ingum um breyt­ingar á þeim samþykktum. Þvívar fallist á það í hinu sameinaða félagi að félagsmenn með tiltekna fag­þekk­ingu,vélstjórar og vélfræðingar, nytu sérstakrar réttarstöðu samkvæmt sam­þykktumAkks en aðrir félagsmenn hins sameinaða félags nytu hennar ekki. Efni sam­þykkt­annaátti því að ráðast af vilja þeirra sem voru vélstjórar og vélfræðingar en ekkiaf vilja annarra félagsmanna. Kosning um breytingar á samþykktum þess sjóðshlaut því alltaf að verða frá­brugðin kosn­ingum um önnur atriði sem beraskyldi upp við alla félags­menn VM. SamþykktirAkks lögðu því þær skyldur á stjórn hins sameinaða félags að gera félaga­talsitt þannig úr garði að unnt væri að fylgj­ast með því hvort þeir sem greidduatkvæði þegar kosið væri um breyt­ingar á samþykktum Akks hefðu þá réttarstöðusem til þyrfti, væru vélstjórar eða vél­fræð­ingar, og þá jafnframt að aðrirfélags­menn VM sem ekki nytu þeirrar réttarstöðu tækju ekki þátt í þeirri kosn­ingu. Þaðer einvörðungu lögfræðileg hártogun að vísa til þess að samþykktir Akks áskiljiekki að menn geri grein fyrir menntun sinni áður en þeir greiða atkvæði um þær.Úr því að hið sameinaða félag VM var stofnað með þessum sérstaka sjóði semveitti ein­ungis vélstjórnarmenntuðum mönnum þá réttarstöðu að geta breytt sam­þykktumhans varð stjórn félagsins að tryggja, með fullnægjandi ráðum, að sam­þykktumsjóðsins væri fylgt. Því varð að láta menn gera grein fyrir menntun sinni áðuren þeir kusu. Dómurinnfellst á það með stefnanda að það sé grund­vall­ar­breyting á sam­þykktum hansað gefa öllum félagsmönnum VM kost á að breyta sam­þykktum sjóðs­ins eins oggert var með breytingu á grein 7.1. Af þeim sökum var enn brýnna en á fyrrifundum, þar sem einnig var kosið um breytingar á sam­þykktum sjóðs­ins, aðtryggja að fyrirmæli þeirra um kosn­ingar væru virt. Dómurinnfellst því ekki á það með stefnda VM að hafi á fyrri aðalfundum verið beittþessari drengskapar­aðferð við að ganga úr skugga um að þeir sem kysu væruvélstjórar eða vélfræðingar þá verði henni ekki hnekkt síðar. Stefndutelja það hafa þýðingu að stefnandi hafi ekki komið með athugasemdir sínar áfundinum. Það er ljóst þegar fundur er einungis boðaður með viku fyrirvara aðekki geta allir, sem áhuga hafa á því, sótt hann vegna annarra áður ákveðinnaskuld­bind­inga. Núverandi formaður kvaðst til dæmis ekki hafa getað sóttaðalfund 2007 því þá hefði hann verið að störfum á sjó. Engu að síður telurdómurinn að það hefði ekki úti­lokað hann frá því að gera athugasemd við þaðsem hann teldi að hefði misfarist á fund­inum. Stjórn og fundarstjóri geta ekkiskákað í því skjóli að þeir sem ekki komust á fundinn en telja að þar hafieitthvað misfarist hafi ekki komið athugasemdum sínum á framfæri á fundinum. Vitnið Bragi kvaðstekki hafa getað verið viðstaddur aðalfundi 2007 og 2009. Að mati dómsins kemurþað ekki í veg fyrir að hann hafi getað, á fundinum 2011, mót­mælt því aðatkvæðagreiðslan færi fram á þennan hátt. Hann kvaðst hafa stigið í ræðu­stól áaðalfundinum 2011 og óskað eftir því að atkvæða­greiðslu um þessa tillögustjórn­ar­innar yrði frestað. Ekki er getið um það í fund­ar­gerð­inni. Þeirsem báru vitni fyrir dómi voru sammála um að brýnt hefði verið fyrir fund­ar­mönnumað einvörðungu vél­stjórar og vélfræðingar mættu taka þátt í kosn­ingu um breyt­ingará samþykktum Akks. Í fundargerð aðalfundar er ekki heldur getið um að það hafiverið gert. Erfitt er því að meta hvað verður sannað með fundar­gerð­inni oghvað ekki og þykir hún ekki vera óbrigð­ult sönnunargagn um það hvað fór fram áfund­inum og hvort kosningar­aðferð­inni var þá mótmælt eða ekki. Framlögð gögn sýna þó að áður en mánuður var liðinn frá fundinum hafði Bragi einnigsent stjórn VM skriflegar athugasemdir sínar. Viðleitni ýmissa félags­manna tilað fá kosningunni hnekkt er rakin í lýsingu málavaxta. Að þeim tilraunum komstefnandi og hann fylgir þeim nú eftir með þessu máli. Ekkiþykir leika vafi á því að fundarstjóri hafi áréttað við fundarmenn að aðeinsvélstjórnarmenntaðir menn mættu kjósa um tillögu stjórnarinnar um breytingar ásamþykktum Akks. Vitnið Gylfi, sem var fundarstjóri, bar að hann hefði sagtfundar­mönnum að einungis vél­stjórnarmenntaðir menn sem hefðu verið íVélstjórafélagi Íslands mættu greiða atkvæði. Vitnið Bragi bar að hann ogfleiri hefðu séð að fleiri en vél­stjórnar­menntaðir menn hafi greitt atkvæði. Stefndubyggja á því að það hvíli á stefnanda að sanna að fleiri en þeir sem áttuatkvæðisrétt hafi greitt atkvæði um tillögu stjórnar VM. VitniðGylfi fundarstjóri bar að til þess að fá afhent fundargögn, dagskrá, til­lögurað breyt­ingum á samþykktum og grein­ar­gerðir með þeim, hafi þeir sem vildusitja fundinn þurft að gera grein fyrir sér áður en þeir gengu til sætis endaþurfti að greina að fullgilda félaga og auka­félaga, því þeir hafa ekki kosn­inga­rétt,sbr. 5. gr. sam­þykkta VM. Í4. gr. samþykkta VM segir að félagið sé opið öllum sem hafa lokið viður­kennduvélstjóranámi, iðnnámi í málm- og vél­tækni­greinum, veið­ar­færa­gerð og báta-og skipa­smíði svo og námsmönnum og öðrum þeim sem starfa í grein­unum. Einniggeti þeir orðið félagsmenn sem vinna að mál­efnum félags­ins og aðrir semstjórn metur hæfa hverju sinni. Þessari grein var einnig breytt á aðalfundi VM2011 og er félagið nú einnig opið fólki sem starfar í bílgreinum. Áumsóknareyðublaði sem fylla þarf út til þess að fá inn­göngu í félagið þurfamenn gera grein fyrir fag­menntun sinni. Þær upplýsingar hlýtur félagið aðvista ein­hvers staðar. Að mati dómsins eru það ekki boðleg rök fyrir því aðfund­ar­stjóri þurfi að reiða sig á drengskap fundarmanna að tölvutæktfélagakerfi sé ekki þannig upp byggt að menntun sé skráð inn í það eins ogformaður félagsins bar fyrir dómi. Ráði til­tekið félagatalsforrit ekki við þaðætti að vera létt að halda utan um menntun félags­manna og aðrar forsendurfyrir aðild þeirra í word- eða excel-skjali. Í félag­inu sam­ein­ast fjöldifagstétta og samkvæmt gögnum um sameininguna ættu félags­menn að vera hátt ífjögur þúsund. Aðmati dómsins er ekki hægt að gera þá kröfu til stefnanda að hann nafngreini ein­hvernsem tók þátt í kosningunni en er ekki vélstjórnarmenntaður. Allar upp­lýs­ingarsem máli geta skipt, svo sem hverjir sóttu fundinn og hver er menntun þeirra,eru í fórum stefnda VM eða eiga í það minnsta að vera það. Þær upplýsingar áttifélagið að nýta til þess að leggja vandaðan grunn að kosn­ing­unni þannig aðsannanlegt væri að einvörðungu vélstjórar og vélfræðingar kysu. Hallannaf því að ekki verður sannað hvort einvörðungu vélstjórar og vél­fræð­ingartóku þátt í kosningunni verður að leggja á stefnda VM. Það er stjórn þessfélags sem á að sjá til þess að kosningar fari þannig fram að fylgt sésamþykktum Akks og það félag hefur eða á að hafa þær upplýsingar sem þarf tilað sannreyna megi að sam­þykkt­unum sé fylgt og einungis þeir sem njótaþessarar tilteknu réttar­stöðu kjósi hvort heldur er með því að rétta upp höndeða greiða atkvæði skriflega. Dómurinnfellst á það með stefnanda að ágallar hafi verið á undirbúningi að breyt­ingumá samþykktum sjóðsins Akks og á fram­kvæmd kosn­inga um þær breyt­ingar áaðalfundi VM 26. mars 2011. Í94. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna, er lögfest það viðmiðað gallar á framboði eða kosningu leiði ekki til ógildingar kosningar, nemaætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Dóminum þykir þaðviðmið einnig geta átt við um kosningar í almennum félögum eins ogstéttarfélögum, þ.e.a.s. að ekki nægi að form­galli sé sannaður heldur verðijafnframt að vera einhverjar líkur til þess að hann hafi haft rétt­ar­áhrif. StjórnVM ber ábyrgð á því að nægilega vandaður grunnur sé lagður að kosn­ing­unum svosem með því að auðkenna þá í félagatali sem máttu kjósa um breytingar ásamþykktum Akks, og tryggja að einungis þeir fengju einhver auðkenni þannig aðfund­ar­stjóri gæti þekkt þá úr ef kosið væri með handauppréttingu eða afhendaþeim sér­staka kjörseðla ætti að kjósa skriflega. Því til stuðnings aðeinvörðungu vélstjórar og vélfræðingar hafi greitt atkvæði við kosninguna vísarstjórnin til þess að hún hafi reitt sig á drengskap þeirra félags­manna semsóttu aðalfundinn. Samkvæmt57. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal dómari, eftir kröfumálsaðila, láta vitni stað­festa framburð sem það hefur gefið fyrir dómi meðeiði eða dreng­skap­ar­heiti. Áður en vitni stað­festir framburð sinn brýnirdómari fyrir því helgi og þýð­ingu staðfestingar, bæði fyrir úrslit máls ogvitnið sjálft lagalega og sið­ferði­lega. Sé vitnið trúað vinnur það eið enannars heit. Sú staðfesting fer þannig fram að vitnið lyftir upp hægri hendi oghefur þessi orð eftir dómara: Ég lýsi því yfir og legg við drengs­kap minn ogheiður að ég hef sagt það sem ég veit sannast og réttast og ekkert dregiðundan. Drengskaparheit getur því haft þýðingu að lögum. Fyrirdómi kom ekki fram að hver og einn sá sem kaus hafi verið látinn gefa dreng­skaparheit.Hins vegar var áréttað að einvörðungu vélstjórar og vélfræðingar mættu kjósa umþessa tilteknu breytingu. Í huga sínum treysti stjórn VM hins vegar á að aðrirfundarmenn sýndu þann drengskap að taka ekki þátt í kosningunum. Heiðarleiki,drengskapur, er mikilsvert skap­gerð­ar­ein­kenni. Nú, á tímum hár­nákvæmrasannana, verður vart stuðst við hann sem sönn­un­ar­gagn nema gersamlega ómögu­legtsé að koma við öðrum sönnunargögnum eins og 57. gr. laga nr. 91/1991 miðar við.Stjórn VM átti hins vegar að hafa til reiðu öll þau sönnunargögn sem tilþurfti. Enginnþeirra sem bar vitni fyrir dómi gat fullyrt að allir þeir sem greiddu atkvæðihefðu einvörðungu verið vélstjórar eða vélfræðingar. Fundarstjóri vissi ekkihvaða réttindi þeir höfðu sem tóku þátt í kosningunni. Hann hafði þannig aldreií hönd­unum neina sönnun þess að hann gæti lýst kosningu um breytingar á sam­þykktumAkks lögmæta. Ekkertverður því um það sagt hversu margir þeirra sem tóku þátt í kosningu um breyt­ingará samþykktum Akks höfðu til þess þá réttarstöðu sem nauðsynleg var til þess aðbreytingarnar væru gildar samkvæmt sam­þykktunum. Því er ekki með neinu mótihægt að útiloka að sá galli sem var á kosningunni hafi haft áhrif á úrslithennar. Sam­kvæmt því verður að fall­ast á að ekki hafi verið gerð gildbreyting á sam­þykktum Akks á aðalfundi VM 26. mars 2011. Þaðer því niðurstaða dómsins að stjórn félags, sem ber ábyrgð á því að kosn­inginnan vébanda þess fari rétt fram, og hefur eða á að hafa til þess öll gögn ogallar forsendur, og ber að tryggja að ekki séu fyrir borð bornir hagsmunirneins félags­manns við kosninguna, geti ekki staðið þannig að henni að ekki ségagnsætt og sannan­legt að skil­yrði sam­þykkta um kosninguna sé full­nægt. Þaðer jafnframt niður­staðan að stjórnin geti ekki sagt við þann félagsmann semtelur að ekki hafi verið gætt réttra aðferða og þannig brotið gegn hags­munumhans að hann verði að sanna að sú aðferð sem beitt var hafi að öllu leyti upp­fylltskilyrði samþykktanna, þegar hann hefur hvorki gögnin né aðrar forsendur tilþess. Stefnandikrefst málskostnaðar. Í málatilbúnaði hans er þó hvergi vikið að því að stefndiAkkur eða stjórn hans eigi sök á því að ágreiningsmál um kosningar á breyt­ingumá samþykktum hans var borið undir dóm. Því verður að skilja kröfu stefn­anda ummálskostnað þannig að hún beinist einvörðungu að stefnda VM. Þareð fallist hefur verið á kröfu stefnanda verður stefndi VM, með vísan til 1.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, dæmdur til að greiða honum málskostnað. Þegarlitið er til flutnings um frávísun og að teknu tilliti til virðisaukaskattsþykir mál­flutn­ings­þóknun hæfilega ákveðin 960.000 kr. Ingiríður Lúðvíksdóttir, setturhéraðsdómari, kveður upp þennan dóm.D ÓM s o r ð Viðurkennter að á aðalfundi stefnda, VM, Félags vél­stjóra og málm­tækni­manna, 26. mars2011 hafi engin gild breyting verið gerð á lögum stefnda Akks, styrktar- ogmenningarsjóðs vélstjóra og vél­fræð­inga. Stefndi VM greiði stefnanda,Helga Laxdal Magnússyni, 960.000 kr. í málskostnað.
Mál nr. 70/2010
Umboðssvik Þjófnaður Skilorðsrof
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 27. nóvember sl., er höfðað meðákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni 2. október sl., á hendurPáli Skúlasyni, kt. 300740-2199, Prestastíg 9,Reykjavík, fyrir umboðssvik, til vara fyrir skilasvik, með því að hafa í maí2007, misnotað aðstöðu sína, sem þinglýstur eigandi að sumarhúsalóð nr. [...] ílandi [...], eign A, kt. [...], með því að selja hanaí heimildarleysi félaginu C, kt. [...], með afsalidagsettu 27. maí 2007, þrátt fyrir eignarréttindi A, en ákærði seldi A og B, kt. [...], lóðina með kaupsamningi 5. ágúst 1988.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir IngibjörgBenediktsdóttir, Árni Kolbeinsson ogGarðar Gíslason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8.febrúar 2010 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjum. Af hálfuákæruvaldsins er þess krafist að héraðsdómur verði staðfestur um sakfellinguákærða, en refsing hans þyngd. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísaðfrá héraðsdómi. Til vara krefst hann sýknu, en að því frágengnu að refsingverði felld niður en ella milduð. Með vísan til forsendna héraðsdóms er staðfestniðurstaða hans um sakfellingu ákærða og heimfærslu brots hans tilrefsiákvæðis. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að líta til þessað brotavilji hans var einbeittur og leiddi til þess að fyrri eigandilóðarinnar, A, varð fyrir tilfinnanlegu tjóni við missi eignarréttar síns yfirlóðinni. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 8 mánuði, en rétt er að frestafullnustu 5 mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnumþremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 55/1922. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allanáfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, semákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Páll Skúlason, sæti fangelsi í 8 mánuði, en fresta skal fullnustu 5mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum þremur árum fráuppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 55/1922. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal veraóraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 273.226 krónur, þar með talinmálsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Ásgeirs Þórs Árnasonarhæstaréttarlögmanns, 251.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar2010. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni2. október 2009, á hendur Páli Skúlasyni, kt.300740-2199, fyrir umboðssvik, til vara skilasvik, með því að hafa í maí 2007misnotað aðstöðu sína, sem þinglýstur eigandi að sumarhúsalóð nr. [...] í landi[...], eign A, kt. [...], með því að selja hana íheimildarleysi félaginu C., kt. [...], með afsalidagsettu 27. maí 2007, þrátt fyrir eignarréttindi A, en ákærði seldi A og B, kt. [...], lóðina með kaupsamningi 5. ágúst 1988. Háttsemi ákærða telst varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, en til vara við 2. tl. 250. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu allssakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en tilvara að ákærði verði sýknaður af ákæru. Til þrautavara er þess krafist aðrefsing fari ekki fram úr sektum og að komi til fangelsisrefsingar þá verði húnað öllu leyti skilorðsbundin. Lokskrefst verjandi hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Við aðalmeðferð málsins óskaði sækjandi eftir því að leiðrétta ákæru að þvíleyti að sumarhúsalóðin sem um ræðir sé nr. [...] í landi [...]. Málsatvik Með bréfi, dagsettu 28. ágúst 2007, barst lögreglu kæra Hhéraðsdómslögmanns, fyrir hönd A, á hendur ákærða fyrir auðgunarbrot. Í kæru errakið að kærandi hafi ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, B, með kaupsamningi5. ágúst 1988 keypt af ákærða sumarhúsalóð nr. [...] í landi [...]. Hefðueigendaskiptin verið tilkynnt Fasteignamati ríkisins, en svo virtist semkaupsamningi hafi ekki verið þinglýst. Árið 1998 hefði A slitið hjúskap viðeiginmann sinn og lóðin komið í hennar hlut með skilnaðarsamningi. Hefðueigendaskiptin verið skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Hefði A greitt öllopinber gjöld af lóðinni frá 1988. Fasteignaseðill til greiðslu á gjöldum hefðihins vegar ekki borist árið 2007. Við eftirgrennslan hefði komið í ljós að Avar ekki lengur skráð sem eigandi að lóðinni, heldur ákærði. Hefðu þærskýringar fengist frá sveitarfélaginu að þetta stafaði af misræmi í skráningu áeignarhaldi, en ákærði væri enn skráður eigandi lóðarinnar þar sem kaupsamningihefði ekki verið þinglýst. Við frekari eftirgrennslan hefði komið í ljós aðákærði hefði selt einkahlutafélaginu C lóðina, en það félag svo selt D lóðina. Meðal gagna málsins er afrit kaupsamnings vegna sumarhúsalóðarinnar nr.[...] í landi [...] frá 5. ágúst 1988. Kemur þar fram að ákærði selji A og Blóðina. Kaupverð lóðarinnar sé 300.000 krónur. Skuli 150.000 krónur greiðastvið undirskrift kaupsamnings, en eftirstöðvarnar með þremur 50.000 krónagreiðslum 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1989. Samningurinn sé gerður meðfyrirvara um samþykki hreppsnefndar [...]hrepps og Jarðanefndar [...]sýslu.Muni seljandi gefa út afsal til kaupenda þegar kaupverð hafi verið að fullugreitt. Einnig liggur fyrir afrit bréfs A og B, dagsett 17. október 1988, tilhreppsnefndar [...]hrepps, þar sem tilkynnt er um eigendaskipti. Tilkynningutil jarðanefndar er hins vegar ekki að finna í gögnum málsins. Þá liggur fyrir afrit afsals, dagsetts 21. maí 2007, þar sem kemur fram aðákærði afsali C lóðinni. Skjalið ber með sér að hafa verið afhent tilþinglýsingar 27. júlí 2007. Loks liggur fyrir afrit afsals C til D vegnalóðarinnar, dagsett 1. ágúst 2007, sem ber með sér að hafa verið afhent tilþinglýsingar 2. ágúst 2007. Meðal gagna málsins er yfirlit Fasteignamats ríkisins, dagsett 20. febrúar2008, um eigendaskráningu lóðarinnar [...], landnr.[...]. Kemur þar fram að ákærði hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í skrámfasteignamatsins til 9. maí 1989. Frá þeim degi hafi B og A verið skráðeigendur samkvæmt kaupsamningi, dagsettum 5. ágúst 1988. Frá árinu 2000 hafi Aein verið skráð eigandi lóðarinnar. Frá 19. maí 2006 hafi ákærði verið skráðureigandi samkvæmt skráningu sýslumannsins á [...] um þinglýstan eigandaeignarinnar. D hafi verið skráð eigandi frá 7. ágúst 2007 samkvæmt afsalidagsettu 1. ágúst 2007. Þá eru í gögnum málsins afrit af skattframtölum ákærða fyrir árin 2004 til2007. Ekki er getið um lóðina í skattframtölum ákærða fyrir árin 2004 og 2005.Í skattframtali fyrir árið 2006 er lóðin hins vegar talin með eignum ákærða. Þáer gerð grein fyrir sölu lóðarinnar til C í skattframtali fyrir árið 2007 ogsöluverð þar sagt 1.200.000 krónur. A höfðaði mál fyrir HéraðsdómiReykjavíkur á hendur ákærða, C og D og krafðist þess að viðurkenndur yrðieignarréttur hennar að sumarhúsalóðinni. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram aðþað ylti á 29. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 hvort A teldist hafa glataðrétti sínum til lóðarinnar, þar sem þinglýsingarbækur hefðu ekki geymtheimildir um réttindi hennar þegar D þinglýsti samningi sínum. Kæmi því aðeinstil skoðunar hvort D hefði verið grandlaus um réttindi A er hún samdi við C ogþinglýsti rétti þeim sem hún teldi sig hafa fengið. Var talið að grandleysihefði ekki verið afsannað og því hefði hún með þinglýsingu réttar síns rýmtrétti A. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 29.október 2009, í málinu nr. 333/2008. Við skýrslutökur við meðferðfyrrgreinds dómsmáls kom fram hjá ákærða að hann hefði talið sig vera lögmætaneiganda lóðarinnar þar sem A og B hefðu ekki staðið skil á umsömdum greiðslumkaupverðs. Hefðu þau greitt samtals 200.000 krónur af kaupverði lóðarinnar, semhefði verið um 70% kaupverðs. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 12. maí 2009 varákærða kynnt kæruefnið og hann spurður út í það sem hefði komið fram hjá honumí skýrslutökum fyrir dómi í einkamálinu. Sagðist ákærði hafa reynt að innheimtaeftirstöðvar kaupverðs lóðarinnar, sem hefði numið 100.000 krónum. Hefði hanngengið eftir greiðslu við B, en hann ekki getað staðið í skilum. Þremur tilfjórum árum síðar hefði hann fregnað að lóðin hefði komið í hlut A við skilnað.Hefði hann þá haft samband við hana og óskað eftir því að þau hittust til aðræða þetta mál, en hún hefði hafnað því. Sagðist ákærði ekki minnast þess aðvakin hefði verið athygli hans á því að A teldi sig eiganda sumarhúsalóðarinnaráður en hann seldi C lóðina. Hann hefði álitið lóðina vera sína eign þar semkaupsamningurinn við B og A væri löngu fyrndur. Verður nú rakinn framburðurákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði játaði að hafa selt B og A umrædda sumarhúsalóð samkvæmtkaupsamningi dagsettum 5. ágúst 1988 og að hafa síðar selt C lóðina með afsalidagsettu 21. maí 2007. Sagði ákærði að B og A hefðu ekki efnt kaupsamninginn oghefði hann því litið svo á að samningurinn væri fallinn úr gildi vegnafyrningar. Tæplega helmingur kaupverðsins hefði ekki fengist greiddur, eðaríflega 100.000 krónur. Spurður hvort hann hefði reynt að innheimtaeftirstöðvar kaupverðsins sagðist ákærði einhvern tímann hafa hringt til Avegna þessa, en hann myndi ekki hvað þeim fór á milli. Hann hefði haftvitneskju um skilnað þeirra hjóna og að hún „tæki yfir þennan kröfurétt“. Þásagðist ákærði hafa hringt til A árið 2006 vegna þess að hann hefði viljaðleysa lóðina til sín. Hann hefði boðist til að endurgreiða henni það sem hefðiverið greitt af kaupverðinu. Hann sagðist hins vegar ekki minnast þess að hafahaft samband við B á árunum 1991 eða 1992 og óskað eftir því að fá að kaupalóðina til baka. Ákærði sagðist ekki hafa getið um lóðina á skattframtali á tímabili, enhann hefði gert það árið sem hann seldi C hana. Þá hefði hann greittfasteignagjöld vegna lóðarinnar á árunum 2006 og 2007. Aðspurður sagðist ákærði ekki muna eftir því að B hefði haft sambandi viðhann í mars eða apríl 2007 vegna þessa máls. Þá sagðist hann ekki minnast þesssérstaklega að hafa ritað gjaldkera félags sumarhúsaeigenda á svæðinu bréf í mars2007 og óskað eftir því að greiða félagsgjöld vegna lóðarinnar. Ákærði sagði einhvern á vegum C hafa hringt til sín og spurt hvort hannætti lóðir á þessu svæði. Hann hefði sagst eiga þarna tvær lóðir og hefðifélagið gert tilboð í þær. Endanlegt söluverð lóðanna tveggja til C hefði veriðeitthvað nálægt 8 milljónum króna. Ákærði kannaðist við undirskrift sína á afriti kaupsamnings frá 5. ágúst1988, sem er meðal gagna málsins. Hann þekkti jafnframt efni samningsins ogstaðfesti að fjárhæðir og gjalddagar væru þar réttilega tilgreind. Vitnið A sagði þau B hafa keyptlóðina sem um ræðir af ákærða í ágúst 1988 með þeim kaupsamningi sem liggurfyrir í málinu. Helmingur kaupverðsins, 150.000 krónur, hefði verið greitt áskrifstofu ákærða við undirritun kaupsamningsins, en aðrar greiðslur átilgreindum gjalddögum. Fullyrti vitnið að þessar greiðslur hefðu verið inntaraf hendi. Hins vegar hefði ekki verið gefið út afsal vegna lóðarinnar. Ákærðihefði beðið þau um að fara með kaupsamninginn í Fasteignamat ríkisins, því aðhann vildi losna við að greiða fasteignagjöld. Þau hefðu gert eins og ákærðisagði vegna þess að þau hefðu treyst honum. Hann væri lögfræðingur og hefðisagst vera vanur fasteignaviðskiptum. Þau hefðu ekki afhent kaupsamninginn tilþinglýsingar. Hins vegar hefðu þau þegar í stað farið að greiða fasteignagjöldvegna lóðarinnar. Þá hefðu þau gengið í félag landeigenda sem stofnað var ásvæðinu og greitt gjöld til þess. Þau hefðu greitt fyrir framkvæmdir vegnavatnsveitu og vegalagningar og annað slíkt, en skipulag hefði nýlega veriðsamþykkt þegar þau eignuðust lóðina. Vitnið sagðist hafa verið ein skráð eigandi lóðarinnar frá árinu 2000 eftirskilnað þeirra hjóna. Í apríl 2007 hefði borið svo við að hún hefði ekki fengiðsendan greiðsluseðil vegnafasteignagjalda. Hún hefði haft samband við skrifstofu [...]hrepps og spurstfyrir um þetta, en þá verið sagt að lóðin væri nú skráð á nafn ákærða. Hefðihún fengið þetta staðfest hjá Fasteignamati ríkisins. Vitnið sagði þaufyrrverandi eiginmann sinn hafa leitað að gögnum um viðskiptin um lóðina, enekkert fundið. Þá hefði B haft samband við ákærða, sem hefði vísað á lögmannsinn, I, sem hann sagði annast öll þessi mál fyrir sig. Sá lögmaður hefði hinsvegar engu viljað svara þeim. Hefðu þau þá leitað aðstoðar H lögmanns. Vitnið sagði ákærða hafa haft samband við þau B árið 1991 eða 1992 og óskaðeftir því að kaupa landið af þeim aftur, en hann hefði sagst hafa áhugasamankaupanda. Þau hefðu hins vegar hafnað þeirri umleitan. Hún vísaði því á bug aðákærði hefði haft samband við hana á árinu 2006 vegna þessa máls. Aðspurð sagðist vitnið ekki muna hvort kaup lóðarinnar voru tilkynnt tilJarðanefndar [...]sýslu. Sagðist hún ekki hafa vitað að sú nefnd væri til. Vitnið sagðist hafa litið svo á að þau hefðu fengið lóðina afhenta viðundirritun kaupsamningsins. Sumarið eftir hefðu þau hafist handa við aðgróðursetja trjáplöntur til uppeldis á lóðinni og hefðu þau ræktað landiðsíðan. Vitnið B staðfesti að framlagtafrit væri af kaupsamningnum sem þau A gerðu við ákærða um kaup á lóðinni 5.ágúst 1988. Vitnið sagði að allar greiðslur samkvæmt kaupsamningnum hefðu veriðinntar af hendi á þar tilteknum gjalddögum. Hins vegar hefði hann ekki í fórumsínum staðfestingar vegna þessara greiðslna. Hann minnti að greiðslurnar hefðuverið inntar af hendi á skrifstofu ákærða við Klapparstíg og að greitt hefðiverið með ávísunum. Vitnið sagði ákærða hafa haft samband við sig á árunum 1991 eða 1992 ogspurt hvort lóðin væri til sölu. Þau hjónin hefðu sagt svo ekki vera. Vitnið sagðist ekki minnast þess að afsal hefði verið gefið út vegnalóðarinnar, þótt kaupverðið hefði verið greitt að fullu. Ákærði hefði annastalla samningsgerð vegna málsins. Þá gat vitnið ekki útskýrt hvers vegnakaupsamningnum var ekki þinglýst. Sagði hann þau hjónin hafa álitið tryggilegagengið frá málum af hálfu ákærða. Þeim hefði þegar í stað farið að berastgreiðsluseðlar fyrir fasteignagjöldum vegna lóðarinnar. Lóðin hefði síðanfallið í hlut A við skilnað þeirra hjóna. Vitnið sagðist hafa haft samband við ákærða í mars eða apríl 2007, eftir aðhann fékk símtal frá A sem skýrði honum frá því að ákærði væri þá skráðureigandi að lóðinni. Hefði hann talið að um misskilning væri að ræða og hringttil ákærða. Ákærði hefði hins vegar farið undan í flæmingi og vísað á lögmannsinn. Aðspurður sagðist vitnið vera [...] að mennt og starfa sem [...]. Ákærðihefði farið fram á það við hann að hann aflaði auglýsinga í tímaritið Skjöld,sem ákærði gaf út. Það hefði hins vegar ekki tengst kaupum á lóðinni að neinuleyti. Vitnið sagði það ekki hafa komið til greina af sinni hálfu að aflaauglýsinga fyrir tímarit ákærða. Vitnið sagðist hafa litið svo á að þau A hefðu fengið lóðina afhenta viðkaupsamningsgerð. Þau hefðu fljótlega farið að gróðursetja plöntur á henni. Vitnið sagðist ekki muna hvort tilkynnt hefði verið um kaup lóðarinnar tilJarðanefndar [...]sýslu. Þá sagðist vitnið ekki muna hvort gerð hefði veriðskiptayfirlýsing vegna lóðarinnar þegar gengið var frá skilnaðarsamningi þeirrahjóna. Vitnið I sagði H lögmann hafa hringt til sín í apríl 2007 og spurt hvorthann væri að vinna að máli fyrir ákærða vegna einhverrar lóðar. Hefði hannneitað því, en samþykkt að H sendi honum skjöl vegna málsins. Áður hefði ákærðiverið búinn að ræða þetta mál lítillega við hann. Hefði ákærði þá komið áskrifstofu hans án þess að gera boð á undan sér og farið að segja honum að hannætti í vandræðum vegna lóðar í [...]landinu, sem hann hefði selt manni að nafniB. Hefði B þessi greitt 150.000 krónur fyrir lóðina, en hann hefði mátt greiðaafgang kaupverðsins með því að útvega auglýsingar í tímarit ákærða sem hétiSkjöldur. Vitnið sagðist ekki vita hvort ákærði hefði haft í hyggju að reyna aðinnheimta eftirstöðvar kaupverðsins eða rifta kaupunum. Hann hefði sagt ákærða aðef hann ætlaði að gera eitthvað í þessu máli yrði hann að finna kaupsamninginn.Þegar H hringdi skömmu síðar sagðist vitnið hafa talið að ákærði hefði sagthonum að hann ætlaði að annast þetta mál fyrir sig og því leyft honum að sendasér gögn. Hann hefði haldið að ákærði myndi koma aftur, en það hefði hann ekkigert. Vitnið sagðist hafa komið að málum þegar C seldi D lóðina sem um ræðir.Félagið hefði keypt lóðir af erfingjunum að landi [...] og hefði E,forsvarsmaður félagsins, leitað eftir því við þá ákærða báða að kaupa af þeimfleiri lóðir. Þá hefði eigandi lóðar nr. [...] á svæðinu falið vitninu að leitaeftir kaupum á lóð nr. [...], sem var í eigu D. Sagðist vitnið hafa rætt við Dog boðið henni lóð sem hann átti sjálfur og peningagreiðslu á milli, sem áttiað koma frá kaupandanum. D hefði hafnað þessu tilboði, en sagst vilja lóð „ofanvegar“ sem kallað væri þarna á svæðinu. Hefði vitnið þá leitað eftir því við Ehvort hann hefði eignast slíka lóð. Svo hefði reynst vera því að E hefði þáverið búinn að kaupa lóðina sem um ræðir í máli þessu af ákærða. Hefði vitniðhaft milligöngu um að D fengi þá lóð í stað lóðarinnar nr. [...]. Kaupin hefðuátt sér stað sumarið 2007. Taldi vitnið að C hefði fengið greiddar 7 eða 7 ½milljón króna fyrir lóðina nr. [...]. Vitnið sagðist ekki hafa vitað að lóðin sem C seldi D í umrætt sinn hefðiverið sú sama og ákærði hefði verið að ræða um við hann, sem fyrr getur. Þáhefði ekkert komið fram í samtali þeirra H um hvaða lóð væri að ræða. Vitniðsagðist ekki hafa skoðað gögnin sem H sendi honum vegna málsins. Vitnið E sagðist hafa leitaðeftir því við ákærða hvort hann hefði lóðir til sölu. Hefði hann keypt tværlóðir af ákærða í maí 2007 og greitt honum samtals um 8 milljónir króna fyrir. Önnurlóðin hefði verið sú sem um ræðir í máli þessu. Sú lóð hefði verið „seld áfram“til þriðja aðila þá um sumarið. Vitnið D sagði I hafa hringttil sín og spurt hana hvort sumarhúsalóðin nr. [...], sem var í hennar eigu,væri föl. Hún hefði neitað því. I hefði þá boðið henni aðra lóð sem hann átti ískiptum. Vitnið sagðist hafa hafnað þessu, en sagt að ef hann ætti lóð „fyrirofan veg“ væri hún tilbúin að skoða það. Einhverjum dögum síðar hefði I haftsímasamband á ný og spurt hvort þau hjónin hefðu áhuga á að taka lóð nr. [...]í skiptum. Þau hefðu skoðað lóðina, litist vel á hana og sagt I að þau værureiðubúin að hafa skipti á lóðunum. Vitnið sagðist ekkert hafa vitað um tilvistC á þessum tíma. Hún hefði fengið þær upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins aðákærði væri skráður eigandi lóðarinnar. Einhverjum dögum síðar hefði I hringttil hennar aftur og sagt henni að ákærði hefði verið búinn að selja þessufélagi lóðina, en að það breytti engu um þeirra viðskipti. Vitnið sagðisteinfaldlega hafa haft skipti á lóðunum. Hún hefði afsalað sér sinni lóð ogfengið hina í staðinn. Hún hefði ekkert fengið greitt á milli og vissi ekkihver hefði greitt C fyrir lóðina sem hún afsalaði sér. Vitnið F, lögfræðingur hjáFasteignaskrá Íslands, sagði að unnið hefði verið að því um skeið á vegumstofnunarinnar að samræma skráningu í þinglýsingabækur og fasteignaskrá, þ.m.t.eigendaskráningu. Hefði verið vinnuregla að senda þeim, sem ekki voruþinglýstir eigendur, heldur skráðir sem slíkir hjá fasteignamatinu, bréf þarsem þeim var bent á að þinglýsa eignarheimildum sínum. Ef það var ekki gertinnan ákveðins frests var nafn þinglýsts eiganda fært í fasteignaskrána. Vitniðsagðist ekki geta staðfest að A hefði borist slíkt bréf. Vitnið G, gjaldkerisumarhúsafélagsins að [...], sagði A hafa verið eiganda að landi nr. [...]þegar hún hóf störf árið 2002. Hefði A greitt öll gjöld sem átti að greiða, semog kostnað vegna vegaframkvæmda sem ráðist var í. Vitnið staðfesti að hafaborist bréf frá ákærða, dagsett 6. mars 2007, þar sem kom fram að hann væriþinglýstur eigandi lóðarinnar og ætti því að greiða gjöld af henni. Sagðivitnið að hún hefði ekki vitað það fyrr að einhver annar en A væri eigandilóðarinnar. Vitnið H gerði grein fyriraðkomu sinni að málinu og hvernig staðið var að kæru. Vitnið staðfesti að hafaunnið skilnaðarsamning fyrir A og B. Sagði vitnið að ekki hefði verið útbúinsérstök skiptayfirlýsing vegna sumarhúsalóðarinnar sem getið er í samningnum.Ekki eru efni til að rekja framburð vitnisins frekar. Niðurstaða Í ákæru er ranglega tilgreint að lóðin sem um ræðir sé nr. [...] í landi[...], en ekki nr. [...], svo sem gögn málsins bera með sér að rétt sé. Þykirþetta ekki standa í vegi fyrir því að dæmt verði um sakarefnið, enda var vörnákærða ekki áfátt vegna þessa, sbr. 2. málslið 1. mgr. 180. gr. laga um meðferðsakamála nr. 88/2008. Ákærði krefst aðallega frávísunar málsins og vísar til röksemda sem raktareru í greinargerð verjanda sem lögð var fram í málinu. Með úrskurði, uppkveðnum2. desember sl., hafnaði dómurinn þeirri kröfu ákærða og kemur hún því ekki tilfrekari skoðunar. Fyrir liggur að ákærði seldi A og B lóðina nr. [...] í landi [...] meðkaupsamningi 5. ágúst 1988 og að lóðin kom síðar í hlut A við skilnað þeirrahjóna. Ákærði hefur borið því við að kaupsamningurinn hafi ekki verið efndur afhálfu B og A og hafi hann því litið svo á að samningurinn væri fallinn úr gildivegna fyrningar. A og B hafa borið að kaupsamningur þeirra við ákærða hafi verið að fulluefndur, en gögn því til staðfestingar hafa ekki verið lögð fram í málinu.Ákærði bar við aðalmeðferð málsins að af 300.000 krónum, sem var umsamiðkaupverð, hefðu ekki fengist greiddar ríflega 100.000 krónur. Samkvæmt þessuverður því slegið föstu að A og B hafi greitt ákærða a.m.k. rúmlega helmingkaupverðsins. Við kaupsamningsgerð öðluðust kaupendur eignarrétt yfir sumarhúsalóðinni.Skiptir ekki máli í því sambandi hvort kaupverð var að fullu greitt. Þá breytirengu í þessu sambandi hvort aðilaskiptin voru tilkynnt Jarðanefnd [...]sýslu. Kaupinvoru tilkynnt Fasteignamati ríkisins og A og B skráð eigendur lóðarinnar.Greiddu þau opinber gjöld af fasteigninni frá þeim tíma og verður afhendinghennar við það miðuð. Þá greiddi A fyrir framkvæmdir vegna vatnsveitu ogvegalagningar sem ráðist var í. Jafnvel þótt lagt yrði til grundvallar aðkaupendur hefðu ekki innt kaupverðið af hendi að fullu liggur fyrir að ákærðinýtti ekki vanefndaúrræði sem honum voru heimil, svo sem að krefjast réttraefnda kaupsamningsins, eða riftunar. Þar sem A og B láðist að þinglýsaeignarréttindum sínum hélst í veðmálabókum skráning ákærða sem eigandalóðarinnar. Með þessu komst ákærði í þá aðstöðu að ráðstafa eigninni þótt ánheimildar réttmæts eiganda væri. Þessa aðstöðu misnotaði ákærði þegar hannseldi C lóðina með afsali 21. maí 2007 og hagnaðist um leið sem kaupverðinunam. Miðaði háttsemi hans að ólögmætri auðgun á kostnað A, sem við þetta tapaðieignarrétti sínum yfir lóðinni. Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldursamkvæmt ákæru og telst háttsemi hans varða við 249. gr. almennrahegningarlaga. Ákærði er fæddur í júlí 1940 og hefur hann ekki sætt refsingu svo vitað sé.Ákærði er starfandi lögmaður. Fram er komið í málinu að hann annaðist allasamningsgerð vegna kaupa A og B á sumarhúsalóðinni. Hafa þau borið að þau hafií einu og öllu fylgt leiðbeiningum ákærða í málinu og að þau hefðu taliðtryggilega frá kaupunum gengið. Svo reyndist ekki vera og misnotaði ákærði þáaðstöðu þegar færi gafst til. Með broti sínu hefur ákærði valdið A umtalsverðufjárhagstjóni. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði, enrétt þykir að ákveða að fresta skuli fullnustu þriggja mánaða af refsingunni ogfalli sá hluti hennar niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessahaldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði verður dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns,Ásgeirs Þórs Árnasonar hæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur að meðtöldumvirðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson aðstoðarsaksóknari. Ragnheiður Harðardóttir settur héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Páll Skúlason, sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fulln­ustuþriggja mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum tveimurárum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennrahegningarlaga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Þórs Árnasonarhæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur.
Mál nr. 27/2016
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Ríkissaksóknari hefur krafist þess, með vísan til a.liðar 1. mgr. 95. gr. og 1. sbr. 3. mgr. 97. gr. laga um meðferð sakamála nr.88/2008, að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði x, kt. [...], [...], [...], til aðsæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. janúar 2016, kl. 16:00. Þess ereinnig krafist að X verði úrskurðaður til að sæta einangrun meðan ágæsluvarðhaldinu stendur, sbr. b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Guðrún Erlendsdóttirsettur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 7. janúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnumdegi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. janúar 2016 þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. samamánaðar klukkan16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr.laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til varaað gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími og einangrun aflétt. Þá krefsthann í báðum tilfellum kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar. Varnaraðili er meðal annars undirrökstuddum grun um brot gegn 1. mgr. 109. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940 en fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Með þessari athugasemd enað öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki,sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 315/1999
Kærumál Landamerki Landskipti Dómstóll Frávísunarúrskurður staðfestur
Eigendur jarðarinnar M höfðuðu mál til staðfestingar á landamerkjum jarðarinnar við jarðirnar N og K. Talið var að ekkert lægi fyrir um að hjáleigunni M hefði verið skipt út úr höfuðbólinu N með formlegum hætti, en um slík skipti gildi ákvæði laga um landskipti nr. 46/1941. Því var talið að sakarefnið ætti ekki undir héraðsdóm. Var niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 19. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þau krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Til vara krefjast þau þess að málskostnaður falli niður á báðum dómstigum. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilar dæmdir til að greiða kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðilar verða dæmdir til að greiða í sameiningu varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðilar, Bára Bergmann Pétursdóttir, Elsa Fanney Pétursdóttir, Pétur Guðráður Pétursson, Birna Ragnheiður Pétursdóttir og Ólöf Ragna Pétursdóttir, greiði í sameiningu varnaraðilum, Guðmundi Guðmundssyni, Lárusi Guðmundssyni, Jósefínu Guðmundsdóttur, Jónu Guðrúnu Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Herdísi Björnsdóttur, Kristjáni Guðmundssyni, Ólafi Guðmundssyni, Hönnu Ákadóttur og Látravík ehf., hverjum fyrir sig samtals 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 774/2013
Lóðarsamningur Fasteignakaup
V höfðaði mál gegn Í og krafðist þess að sér yrði gefið út afsal fyrir jörð í eigu Í gegn greiðslu á ákveðinni fjárhæð. Á o.fl. höfðuðu mál til meðalgöngu gegn V og Í og gerðu sömu kröfur gegn Í, sér til handa. Á o.fl. voru erfingjar S sem hafði haft umrædda jörð á leigu en V hafði í eigin nafni og í umboði Á o.fl. átt á árunum 2002 til 2009 í umtalsverðum samskiptum við stjórnvöld um að fá jörðina keypta af Í. Eftir að Í ákvað að jörðin yrði ekki seld var málið höfðað og á því byggt að samskipti V við stjórnvöld hefðu vakið réttmætar væntingar um að lóðin yrði seld honum eða Á o.fl. gegn greiðslu fjárhæðar sem reist var á tilteknu verðmati er aflað hafði verið af hálfu stjórnvalda. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki yrði séð að á grundvelli verðmatsins hefði í samskiptum aðila komið fram skriflegt kaup- eða sölutilboð sem síðan hefði verið samþykkt með undirskrift, svo sem áskilið væri í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Þegar af þeirri ástæðu var Í sýknað, enda gátu væntingar V og Á o.fl. einar og sér, þótt réttmætar væru, ekki stofnað til skyldu Í til að afsala lóðinni til V eða Á o.fl.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Símon Sigvaldason héraðsdómari. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2013. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 4. september sl., er höfðað með stefnu, áritaðri um birtingu 12. september 2012, og meðalgöngustefnu, áritaðri um birtingu 11. og 14. desember 2012. Aðalstefnandi og annar tveggja meðalgöngustefndu er Vilhjálmur Lúðvíksson, Valhúsabraut 2, Seltjarnarnesi, en aðalstefndi og meðstefndi í meðalgöngusök er íslenska ríkið, og er fjármála­ráðherra stefnt fyrir þess hönd. Meðalgöngustefnendur eru Áslaug Sverrisdóttir, Valhúsabraut 2, Seltjarnarnesi, Ingibjörg Hilmarsdóttir, 70 High Rock Terrace ChestnutHill, Massachusetts, Bandaríkjunum, og Berglind Hilmarsdóttir, Núpi III, Hvolsvelli. Endanlegar dómkröfur aðalstefnanda eru: Að stefnda í aðalsök, íslenska ríkinu, verði með dómi gert að gefa út afsal til aðalstefnanda fyrir leigulóð úr landi Þormóðsdals í Mosfellsbæ, sem talin er 126.800 fermetrar að stærð, með landnúmer 125607 og fastanúmer 208-5056, að viðlögðum dagsektum, 50.000 krónum á dag, gegn greiðslu kaupverðs að fjárhæð 12.000.000 krónur, auk málskostnaðar. Engar kröfur eru gerðar á hendur meðalgöngustefnendum. Þvert á móti er tekið undir kröfur þeirra, telji dómurinn að fremur beri að dæma þeim sakarefnið en aðalstefnanda. Endanlegar dómkröfur aðalstefnda og meðstefnda í meðalgöngusök eru: Í aðalsök krefst stefndi, íslenska ríkið, sýknu af öllum kröfum aðalstefnanda, svo og málskostnaðar úr hans hendi, að mati dómsins. Í meðalgöngusök er einnig krafist sýknu af öllum kröfum meðalgöngustefnenda og málskostnaðar úr þeirra hendi in solidum, að mati dómsins. Í báðum tilvikum er þess krafist til vara að stefnukröfurnar verði lækkaðar og að málskostnaður falli þá niður. Endanlegar dómkröfur meðalgöngustefnenda eru: Að þeim verði leyfð meðalganga í máli þessu og að meðalgöngustefnda, íslenska ríkinu, verði með dómi gert að gefa út afsal til þeirra fyrir leigulóð úr landi Þormóðsdals í Mosfellsbæ, talin 126.800 fermetrar að stærð, með landnúmer 125607 og fastanúmer 208-5056, að viðlögðum dagsektum 50.000 krónum á dag, gegn greiðslu kaupverðs að fjárhæð 12.000.000 krónur. Einnig er krafist málskostnaðar úr hendi þessa meðalgöngustefnda. Engar kröfur eru gerðar á hendur Vilhjálmi Lúðvíkssyni, öðrum meðalgöngustefnda. Málsatvik Helstu atvik eru þau að með lóðarleigusamningi 6. júní 1959 leigði landbúnaðarráðherra Sveinbirni Dagfinnssyni lóð úr landi jarðarinnar Þormóðsdals í Mosfellsbæ til byggingar sumarbústaðar og ræktunar. Lóðin var leigð til 75 ára frá fardögum 1960 að telja. Í lóðarleigusamningi var legu og takmörkum lóðarinnar lýst, en stærð hennar var ekki tilgreind. Í stefnu segir hins vegar að lóðin hafi upphaflega verið talin um 10,5 hektarar að stærð, en við nákvæma mælingu hafi hún reynst vera 12,68 hektarar. Landbúnaðarráðuneytið heimilaði framsal samningsins til Sverris Sigurðssonar, tengdaföður aðalstefnanda, 21. september 1966. Sverrir lést árið 2002 og hefur leigulóðin síðan verið í umsjá fjölskyldu hans. Ekki er um það deilt að umfangsmikið ræktunarstarf hefur verið unnið á lóðinni og er hún nú að stórum hluta skógi vaxin. Liggur lóðin að Hafravatni, sunnanvert. Á árinu 2002 setti aðalstefnandi, Vilhjálmur Lúðvíksson, sig í samband við þáverandi landbúnaðarráðherra og falaðist eftir kaupum á lóðinni. Í kjölfarið mun landbúnaðar­ráðherra hafa óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að stofnunin kannaði möguleika þeirra sem leigðu land af ríkinu undir sumarbústaði til að fá að kaupa leigulandið. Með bréfi Ríkisendurskoðunar 21. febrúar 2003 var ráðherra bent á að af 40. gr. stjórnarskrárinnar leiddi að ávallt þyrfti að afla lagaheimildar ef selja ætti fasteignir í eigu ríkisins. Aðalstefnandi ítrekaði ósk um kaup á lóðinni með bréfi til landbúnaðarráðherra 25. apríl 2004. Vísaði hann þar m.a. til sjónarmiða sem fram komu í áðurnefndu bréfi Ríkisendurskoðunar og leitaði stuðnings ráðherra við ákveðinni tillögu að breytingu á frumvarpi til jarðalaga, en frumvarpið var þá í meðförum Alþingis. Jafnframt sagði þar svo: „Með hliðsjón af þessu óskar undirritaður fyrir hönd leiguhafanna eftir því að fundin verði lögformleg leið til að gera þeim kleift að kaupa landið.“ Með jarðalögum nr. 81/2004, sem tóku gildi 1. júlí 2004, var í 3. mgr. 38 gr. þeirra lögfest heimild til sölu ríkisjarða eða jarðahluta án undangenginnar auglýsingar til leigutaka sem haft höfðu landið á leigu í a.m.k. 20 ár og á eigin kostnað lagt í verulegar ræktunarframkvæmdir á því, og þannig aukið verðmæti landsins umtalsvert. Skömmu eftir gildistöku laganna, eða 8. september 2004, ritaði aðalstefnandi landbúnaðarráðherra bréf og áréttaði þar ósk sína um kaup á lóðinni. Í svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins 20. janúar 2005 kom fram að í undirbúningi væru verklagsreglur um framkvæmd ákvæða 3. mgr. 38. gr. jarðalaga og að erindi bréfritara yrði tekið til afgreiðslu um leið og þær lægju fyrir. Að beiðni landbúnaðarráðuneytisins, með fulltingi fjármálaráðuneytisins, hefur heimild til sölu leigulandsins legið fyrir í fjárlögum áranna 2006, 2007, 2008 og 2009. Í gögnum málsins liggja fyrir bréf frá aðalstefnanda, sem hann ritaði á árunum 2006 og 2007 til landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, með ósk um afgreiðslu á erindi hans um kaup á umræddri lóð. Í bréfi fjármálaráðuneytisins frá 23. febrúar 2007 kemur fram að ráðuneytið telji að fullnægjandi heimildir séu til staðar til að landbúnaðarráðuneytið geti í krafti almennra stjórnsýsluheimilda sinna tekið ákvörðun um sölu eignarinnar til aðalstefnanda að venjulegum skilyrðum uppfylltum. Að ósk rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og með samþykki þáverandi landbúnaðarráðherra var aflað verðmats á leigulóðinni og lá það fyrir 21. maí 2007. Niðurstaða þess var að áætlað söluverð landsins, án skógræktar, væri 12.000.000 króna. Aðalstefnandi samþykkti verðmatið fyrir sína hönd og fjölskyldu sinnar. Með tölvubréfi til rektors Landbúnaðarháskólans 23. október 2007 tilkynnti starfsmaður landbúnaðaráðuneytisins að ráðuneytið myndi, f.h. landeiganda Þormóðsdals, ganga frá kaupsamningi/afsali til aðalstefnanda. Áður en af því yrði þyrfti hins vegar að gera stofnskjal um lóðina í samvinnu við sveitarfélagið Mosfellsbæ, og skipta henni að því búnu út úr jörðinni Þormóðsdal með samþykki sveitarfélagsins. Lagt var til að Landbúnaðarháskólinn hefði frumkvæði að þeirri vinnu. Í lok bréfsins sagði síðan: „Óskin um landskipti fer svo til afgreiðslu í landbúnaðarráðuneytið. Þegar landskiptum hefur verið þinglýst er hægt að ganga frá kaupsamningi / afsali.“ Með bréfi rektors Landbúnaðarháskólans til Mosfellsbæjar 23. janúar 2008 var formlega óskað eftir staðfestingu sveitarfélagsins á landskiptum vegna áforma um sölu leigulandsins til handhafa leigusamningsins. Í bréfinu sagði enn fremur: „Útbúa þarf stofnskjal um spilduna og fá samþykki ykkar fyrir landskiptunum sem síðan þarf að þinglýsa. Þormóðsdalsjörðin (landnúmer:123813) er skv. FMR 1540,2 ha í eigu ríkissjóðs en umráðaaðili er Landbúnaðarháskóli Íslands (áður Rannsóknastofnun Landbúnaðarins). Þar sem ekki hefur enn verið gengið formlega frá kaupsamningi er óskað eftir því að eigandi spildunnar skráður á stofnskjali verði áfram ríkissjóður enda er afmörkun og stofnskjal fyrir landskiptunum forsenda að gerð kaupsamnings milli ríkissjóðs og væntanlegs kaupanda.“ Í bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 17. mars 2008 lýsti bæjarstjóri Mosfellsbæjar andstöðu sveitarfélagsins við sölu á lóðinni til aðalstefnanda og fjölskyldu hans, en lagði þess í stað til að leigutökum yrði heimilað að kaupa tveggja hektara lóðarspildu í kringum sumarhús þeirra á lóðinni. Sú landspilda hefði landnúmerið 125607 og væri skráð tveir hektarar að stærð. Í bréfinu var jafnframt lýst því viðhorfi að eðlilegt væri að gefa heimasveitarfélaginu tækifæri til að eignast landið, enda gegndi það mikilvægu hlutverki í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Afstaða sveitarfélagsins var síðan áréttuð í bréfi bæjarstjóra Mosfellsbæjar til Landbúnaðarháskólans 12. ágúst 2008. Í stefnu eru rakin frekari bréfaskrif bæjarstjóra Mosfellsbæjar vegna erindis aðalstefnanda, svo og bréf aðalstefnanda sjálfs, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, rektors Landbúnaðarháskólans og loks fjármálaráðuneytisins, allt til 24. september 2009. Ekki er ástæða til að rekja efni þeirra allra. Þó skal þess getið að í bréfi landbúnaðarráðuneytisins til aðalstefnanda 7. ágúst 2009 segir að komið hafi í ljós að umrædd spilda sé einungis skráð 2 hektarar að flatarmáli í fasteignabók, en rétt stærð hennar sé hins vegar 12,68 hektarar samkvæmt mælingu Landbúnaðarháskóla Íslands. Af þeim sökum hafi ráðuneytið og Landbúnaðar­háskólinn leitast við að fá fram rétta skráningu á spildunni í fasteignabók, en það sé forsenda þess að landskipti geti farið fram samkvæmt 13. gr. jarðalaga. Í bréfinu segir einnig: „Nú verður að taka fram að hvergi kemur fram í gögnum ráðuneytisins að þáverandi ráðherra hafi lofað yður því að þér fengjuð að kaupa leiguland yðar. Hins vegar var [...] það fyrir tilstuðlan landbúnaðarráðuneytis og tillögu fjármálaráðuneytis að Alþingi tók upp ákvæði í 6. gr. fjárlaga 2006 um að fjármálaráðherra væri heimilt að selja hluta jarðarinnar Þormóðsdals í Mosfellsbæ. Samhljóða ákvæði hefur verið í fjárlögum áranna 2007, 2008 og 2009.“ Í lok bréfsins er tekið fram að þar sem fjárlagaheimildar hafi á sínum tíma verið aflað og uppfyllt séu skilyrði ákvæðis 3. mgr. 38. gr. jarðalaga, muni ráðuneytið áfram mæla með því við fjármálaráðherra að aðalstefnanda verði heimiluð kaup leigulandsins. Einnig ber hér að geta um bréf fjármálaráðuneytisins til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá 24. september 2009, þar sem ítarlega er fjallað um erindi aðalstefnanda og samskipti hans við stjórnvöld. Í lok bréfsins segir eftirfarandi: „Ekki er um það deilt að leigjandi landspildunnar hefur skapað sér lögmæta hagsmuni á viðkomandi landi með verulegum ræktunarframkvæmdum og umbótum á landinu í skilningi 3. mgr. 38. gr. jarðalaga og þannig aukið verðmæti landsins umtalsvert. Ekki verður heldur um það deilt með hliðsjón af langri forsögu og öðrum atvikum máls þessa að umræddur leigjandi hafi mátt ætla að gengið yrði til samninga við hann um umrætt land á grundvelli framangreinds ákvæðis jarðalaga og þeirra fjárlagaheimilda sem ítrekað hefur verið óskað eftir af hálfu ráðuneytisins til fjármálaráðuneytisins og jafnan hafa verið samþykktar af Alþingi. Með hliðsjón af framangreindu og þeim almennu og sérstöku heimildum sem sveitarfög hafa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, m.a. heimildum til eignarnáms, telur ráðuneytið ekki nægilegt að yfirlýstur áhugi sveitarfélags á þessari tilteknu landspildu eigi að koma í veg fyrir sölu landsins til hans uppfylli hann að mati sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis lögbundin skilyrði til kaupa á landspildunni. Fjármálaráðuneytið telur að þessu sögðu ekkert því til fyrirstöðu að það gangi frá umræddri sölu, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 206/2003, um ráðstöfun eigna ríkisins, að venjulegum skilyrðum uppfylltum.“ Með bréfi 25. október 2009 óskaði aðalstefnandi enn á ný eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gengi frá sölu lóðarinnar án frekari tafa. Ráðuneytið svaraði bréfinu 29. sama mánaðar og hafnaði þá beiðni aðalstefnanda um kaup á leigulandinu. Í bréfinu voru rakin sjónarmið Mosfellsbæjar til málsins og tekið undir þau rök sveitarfélagsins að það kynni að eiga ríka hagsmuni af því að eignast jörðina Þormóðsdal, og þar með umþrætta leigulóð. Því hafi ráðuneytið ákveðið að fara þess á leit við fjármálaráðuneytið að fyrir fjárlaganefnd Alþingis yrði ekki óskað nýrrar heimildar til sölu á leigulandinu. Með bréfi lögmanns aðalstefnanda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 26. nóvember 2009 voru gerðar athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins, um leið og mótmælt var synjun ráðuneytisins á erindi aðalstefnanda. Í svarbréfi ráðuneytisins 1. desember sama ár voru fyrri sjónarmið Mosfellsbæjar áréttuð og synjun ítrekuð um sölu á leigulandinu til aðalstefnanda. Í bréfinu var vísað til þess að aldrei hefði stofnast réttur hjá aðalstefnanda til að fá leigulóðina keypta og hafi honum ekki verið látið í té kauptilboð af hálfu ráðuneytisins. Þá var tekið fram að ekki hefði verið unnt að fá lóðina afmarkaða með réttum hætti í Fasteignaskrá Íslands svo leita mætti leyfis til að skipta henni út úr jörðinni Þormóðsdal. Í mars 2010 bar aðalstefnandi fram kvörtun við umboðsmann Alþingis vegna meðferðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á erindi hans og synjunar um kaup á leigulandinu. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu 16. desember 2011. Rekur hann þar ítarlega samskipti aðila. Í niðurstöðu álitsins segir eftirfarandi: „Með vísan til framangreinds er það niðurstaða mín að ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 29. október 2009, sem endanlega var staðfest 1. desember s.á., hafi eins og atvikum var háttað brotið í bága við réttmætar væntingar Vilhjálms Lúðvíkssonar fyrir hönd leigutaka um að gengið yrði til samninga við þá um kaup þeirra á leigulóð úr ríkisjörðinni Þormóðsdal og grundvallarsjónarmið um málaefnalega og eðlilega stjórnsýslu. Þá er það niðurstaða mín að í máli þessu hafi tekist sérstaklega illa til af hálfu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að fylgja sjónarmiðum um eðlilega og sanngjarna samskiptahætti. Málsmeðferð ráðuneytisins var því jafnframt ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.“ Í lok álitsins leggur umboðsmaður til að ráðuneytið geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að rétta hlut leigutaka lóðarinnar, komi fram beiðni um slíkt. Í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis ritaði lögmaður aðalstefnanda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu bréf 11. janúar, 3. febrúar og 14. maí 2012, og krafðist þess að ráðuneytið gerði nauðsynlegar ráðstafanir til að rétta hlut umbjóðanda hans, þ.e. að ganga til samninga við hann um kaup á landinu. Jafnframt var þess krafist að greiddur yrði lögmannskostnaður aðalstefnanda vegna erindreksturs hans. Ráðuneytið svaraði bréfum þessum 8. febrúar og 18. maí 2012. Í síðara bréfinu var gerð grein fyrir fundum ráðuneytisins með bæjarstjóra Mosfellsbæjar og fleiri aðilum vegna málsins. Kom þar fram að Mosfellsbær hefði ekki viljað veita nauðsynlega umsögn sveitarstjórnar vegna landskipta á lóð fjölskyldu stefnanda. Engu að síður hafi viðræður þessara aðila leitt til þess að Mosfellsbær hafi fallist á landskipti á 6,04 hektara lóð úr landi Þormóðsdals, sem seld yrði aðalstefnanda, og yrði fyrra verðmat á hvern hektara lagt til grundvallar við verðlagningu lóðarinnar. Í bréfinu kvaðst ráðuneytið vilja gera þessa tillögu að sinni og bjóða aðalstefnanda og fjölskyldu hans að kaupa 6,04 hektara af lóðinni, í stað þeirra 12,7 hektara sem áður höfðu verið til umræðu. Aðalstefnandi féllst ekki á tilboðið og féll það niður 1. júlí 2012. Í kjölfarið höfðaði hann mál þetta. Tekið skal fram að í þinghaldi í máli þessu 26. apríl 2013 lagði lögmaður aðalstefnda fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 19. apríl 2013, þar sem fram kemur að búið sé að stofna lóð utan um umrætt leiguland og sé landið 12,68 ha að stærð. Undir rekstri málsins höfðuðu meðalgöngustefnendur meðalgöngusök í máli þessu og kröfðust þess að þeim yrði leyfð meðalgangan. Við upphaf aðalmeðferðar var því lýst yfir af hálfu beggja meðalgöngustefndu að enginn ágreiningur væri um heimild meðalgöngustefnenda til meðalgöngu í málinu. Meðalgöngustefnendur eru erfingjar Sverris Sigurðssonar, sem skráður er leigutaki umþrættrar lóðar, og lést árið 2002. Eins og áður er fram komið var Sverrir tengdafaðir aðalstefnanda. Málsástæður og lagarök aðalstefnanda Krafa aðalstefnanda, Vilhjálms Lúðvíkssonar, byggist á því að athafnir og samskipti hans við stjórnvöld hafi vakið með honum lögmætar og réttmætar væntingar til þess að fá leigulóðina úr Þormóðsdal keypta samkvæmt fyrirliggjandi mati löggilts fasteignasala. Ítarleg gögn málsins, bréfaskipti hans við stjórnvöld og bréfaskipti innan stjórnsýslunnar beri ótvírætt með sér að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi verið búið að taka skuldbindandi ákvörðun um að selja honum leigulóðina. Sú ákvörðun hafi verið staðfest af fjármálaráðuneytinu og þar með ótvírætt vakið lögmætar og réttmætar væntingar hjá honum um að hann fengi landið keypt á grundvelli fyrirliggjandi lagaheimildar og verðmats. Þá er á því byggt að ákvörðun ráðuneytisins um að taka málið úr þeim farvegi sem því hafði verið markaður, vegna þrýstings frá Mosfellsbæ, samrýmist ekki vönduðum stjórnsýsluháttum og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Aðalstefnandi byggir einnig á því að fyrir liggi að landbúnaðarráðuneytið hafi fjórum sinnum, á árunum 2006-2009, farið fram á það á grundvelli beiðni hans að aflað yrði lagaheimildar til sölu hluta af landi Þormóðsdals og hafi Alþingi jafnoft veitt umbeðna heimild í fjárlögum. Enginn vafi leiki á því að óskir ráðuneytisins hafi alfarið verið byggðar á fyrirætlunum þess um að selja honum, fyrir hönd leigutaka, umrædda lóð. Þá sé í framlögðu áliti umboðsmanns Alþingis frá 16. desember 2011 einnig vísað til eftirfarandi atvika, sem staðfesti að samskipti stjórnvalda við aðalstefnanda hafi vakið með honum réttmætar væntingar um að gengið yrði frá sölu á leigulóðinni til hans. Í fyrsta lagi hafi Landbúnaðarháskólinn, sem landbúnaðarráðuneytið hafi falið að undirbúa söluferlið, falið löggiltum fasteignasala að framkvæma verðmat á leigulóðinni árið 2007. Verðmatið hafi hljóðað upp á 12.000.000 króna, án skógræktar, og hafi bæði aðalstefnandi og Landbúnaðarháskólinn samþykkt það. Það verðmat hafi síðan verið lagt til grundvallar í samskiptum aðalstefnanda og sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðuneytisins allt fram á haust 2009. Þá fyrst hafi ráðuneytið hins vegar farið að draga réttmæti þess í efa á þeim grundvelli að það væri illa rökstutt og að veiðihlunnindi í Hafravatni og Seljadalsá hefðu ekki verið metin, þótt þau hlytu að fylgja við söluna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. lax- og silungsveiðilaga nr. 61/2006. Að dómi aðalstefnanda geti sú forsenda þó ekki réttlætt breytta afstöðu ráðuneytisins á þessum tíma, að virtum réttmætum væntingum hans um kaup á lóðinni. Engin tilraun hafi enda verið gerð af hálfu ráðuneytisins til þess að afla nýs og rökstudds mats á verðmæti lóðarinnar. Í öðru lagi hafi landbúnaðarráðuneytið tekið það skýrt fram í tölvubréfi til Landbúnaðarháskóla Íslands 23. október 2007 að staða málsins væri sú að ­ráðuneytið myndi, fyrir hönd landeiganda Þormóðsdals, ganga frá kaupsamningi og afsali vegna sölunnar. Í þriðja lagi hafi á árunum 2007-2009 komið fram í bréfum til aðalstefnanda skýrar og ótvíræðar yfirlýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyt­is­ins og fjármálaráðuneytisins, um að beiðni hans um kaup á leigulóðinni fullnægði skilyrðum 3. mgr. 38. gr. jarðalaga nr. 81/2004 til þess að lóðin yrði seld honum án opinberrar auglýsingar. Í fjórða lagi hafi aðalstefnanda verið kynnt sérstaklega sú afstaða beggja ráðuneyta, með bréfum 7. ágúst og 24. september 2009, að staða og hagsmunir Mosfellsbæjar kæmu ekki í veg fyrir að áfram yrði haldið söluferli leigulóðarinnar til hans, fyrir hönd leigutaka. Samkvæmt ofanrituðu er á því byggt að málsmeðferð og yfirlýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafi verið með þeim hætti að aðalstefnandi hafi mátt vænta þess að af sölunni yrði, og þá eigi síðar en á árinu 2009, þegar enn hafi verið heimild til þess í fjárlögum og staðfesting fjármálaráðuneytisins hafi legið fyrir. Af bréfum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 29. október og 1. desember 2009 verði hins vegar ráðið að meginástæða þess að sölu leigulóðarinnar til aðalstefnanda hafi þá verið hafnað, hafi verið andstaða Mosfellsbæjar. Áður hefði ráðuneytið þó hafnað þeim sjónarmiðum Mosfellsbæjar að eðlilegt væri að sveitarfélagið fengi alla jörðina Þormóðsdal keypta, og þá vísað til þess að ákvörðun hefði verið tekin um að selja aðalstefnanda umrætt leiguland. Heldur aðalstefnandi því fram að viðsnúningur ráðuneytisins hafi komið til í kjölfar breytinga á ráðherrastóli, en slíkt geti með engu móti réttlætt að gengið sé gegn réttmætum væntingum hans. Þá bendir hann á að leigulóðin sem um ræði í máli þessu sé aðeins 12,68 hektarar að stærð, en stærð jarðarinnar Þormóðsdals 1540,2 hektarar. Aðalstefnandi hafnar þeim rökum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sem fram koma í bréfi ráðuneytisins frá 29. október 2009, um að ekki geti komið til sölu leigulóðarinnar þar sem lóðin hafi ekki verið stofnuð í samræmi við 14. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, og að landskipti hafi ekki verið heimiluð samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Í því sambandi bendir hann á að samkvæmt tilvitnuðu ákvæði jarðalaga skuli senda beiðni um landskipti til ráðherra til staðfestingar, og skuli með henni meðal annars fylgja umsögn sveitarstjórnar. Telur aðalstefnandi að sú umsögn, eða ígildi hennar, liggi þegar fyrir í bréfi Mosfellsbæjar frá 12. ágúst 2008, en í því bréfi hafi sveitarfélagið lagst gegn sölu lóðarinnar. Mosfellsbær sé eingöngu umsagnaraðili samkvæmt 13. gr. jarðalaga og geti því ekki stöðvað staðfestingu landskipta með því að neita umsagnarskyldu, eða með því að „fara sér hægt“ við afgreiðslu, eins og sveitarfélagið hafi lýst yfir í viðræðum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að það myndi gera, og komi fram í bréfi ráðuneytisins 29. október 2009. Að lögum sé því ekkert til fyrirstöðu að ráðuneytið staðfesti landskiptin við sölu leigulóðarinnar til aðalstefnanda, í samræmi við réttmætar væntingar hans, og afhendi gögnin til þinglýsingar. Byggir aðalstefnandi á því að þótt leigulóðinni hafi ekki formlega verið skipt út úr jörðinni geti það ekki komið í veg fyrir sölu hennar. Með vísan til alls ofanritaðs telur aðalstefnandi sannað að ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 29. október 2009, sem áréttuð var í bréfi 1. desember sama ár, um að hafna beiðni hans um kaup á umræddri leigulóð, hafi gengið gegn réttmætum væntingum hans um að gengið yrði til samninga við hann. Um lagarök er vísað til fjármunaréttar, varðandi loforð og skuldbindingargildi samninga, svo og til stjórnsýslureglna um réttmætar væntingar málsaðila og lagasjónarmiða um vandaða stjórnsýsluhætti. Einnig er vísað til rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og jafnræðisreglu 11. gr. sömu laga, svo og til 13., 35., 36. og 38. gr. jarðalaga nr. 81/2004, einkum 3. mgr. 38. gr. þeirra. Krafa um dagsektir styðst við 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en málskostnaðarkrafan við 1. mgr. 130. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök meðalgöngustefnenda Meðalgöngustefnendur taka undir kröfur aðalstefnanda og byggja á sömu málsástæðum og lagarökum og hann, að breyttu breytanda. Er þannig einkum á því byggt að athafnir og samskipti aðalstefnanda við stjórnvöld hafi vakið lögmætar og réttmætar væntingar um að gengið yrði frá sölu leigulóðarinnar, ef ekki beint til aðalstefnanda, þá til meðalgöngustefnenda. Því til skýringar taka meðalgöngustefnendur fram að eftir lát Sverris Sigurðssonar árið 2002 hafi leigulóðin alfarið verið í umsjá fjölskyldunnar og hafi aðalstefnandi komið fram fyrir hennar hönd í öllum samskiptum við stjórnvöld. Krafa aðalstefnanda í máli þessu sé því sett fram með fullri heimild og samþykki meðalgöngustefnenda, enda liggi fyrir samkomulag á milli þeirra um skiptingu, afnot og nýtingu landspildunnar. Þótt aðalstefnandi hafi ekki verið erfingi Sverris Sigurðssonar hafi hann verið réttmætur aðili til þess að halda fram kröfu um kaup á landspildunni, „enda hafa loforð ríkisins um sölu landspildunnar beinst að honum persónulega“, eins og orðrétt segir í meðalgöngustefnu. Málsástæður og lagarök aðalstefnda og meðstefnda í meðalgöngusök Stefndi í aðalsök og meðstefndi í meðalgöngusök, íslenska ríkið, vísar á bug staðhæfingum aðalstefnanda og meðalgöngustefnenda um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafi skuldbundið sig til að selja aðalstefnanda eða meðalgöngustefnendum umrædda leigulóð. Jafnframt er því mótmælt að sömu stefnendur hafi mátt hafa lögmætar og réttmætar væntingar um að leigulóðin yrði seld þeim. Krafa aðalstefnda byggist á því að hvorki aðalstefnandi né meðalgöngustefnendur uppfylli skilyrði 3. mgr. 38. gr. jarðalaga nr. 81/2004 fyrir sölu lóðarinnar til leigutaka. Þannig sé ljóst að aðalstefnandi sé ekki sjálfur leigutaki að lóðinni. Ljóst sé einnig að skilyrði um a.m.k. 20 ára leigutíma og ræktunarframkvæmdir á því tímabili geti ekki verið uppfyllt, þar sem allar ræktunarframkvæmdir frá því að Sverrir Sigurðsson hafi fengið leigusamninginn framseldan árið 1966 og þar til hann lést árið 2002 hafi farið fram á hans vegum, sem leigutaka lóðarinnar. Hvorki aðalstefnandi né meðalgöngustefnendur hafi því stundað þar ræktunarstörf sem leigutakar í 20 ár. Aðalstefndi byggir einnig á því að þótt lagaheimildar hafi verið aflað til sölu leigulóðarinnar í fjárlögum fyrir árin 2006-2009, hafi það aðeins falið í sér heimild til sölu lóðarinnar, en ekki skyldu. Hafi aðalstefnanda verið það fullkunnugt, eins og gögn málsins staðfesti. Þá er því mótmælt að bréfaskipti aðalstefnanda við stjórnvöld og bréfaskipti innan stjórnsýslunnar hafi með réttu getað vakið lögmætar og réttmætingar væntingar aðalstefnanda og meðalgöngustefnenda um að þau fengju leigulóðina keypta. Í því sambandi bendir stefndi á að í framlögðum bréfum landbúnaðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins sé tekið fram að tilteknar ráðstafanir þurfi að ganga eftir svo unnt sé að ganga til samninga um sölu á lóðinni. Þannig hafi verið bent á að stofna þyrfti lóðina og fá henni skipt út úr jörðinni Þormóðsdal í samvinnu við sveitarfélagið Mosfellsbæ. Af viðbrögðum Mosfellsbæjar hafi hins vegar strax á fyrri hluta árs 2008 orðið ljóst að ýmsar hindranir voru í vegi þess að söluferli gæti komist á það stig að gengið yrði til samninga um sölu. Annars vegar hafi komið í ljós að lóðin hafi ekki verið skráð í fasteignaskrá af þeirri stærð sem mæling Landbúnaðarháskólans gaf til kynna, og ekki reyndist unnt að fá það leiðrétt, en hins vegar hafi Mosfellsbær hafnað því að skipta leigulóðinni út úr jörðinni Þormóðsdal, sbr. 30. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, nú 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Rök sveitarfélagsins hafi verið þau að lóðin væri á landsvæði sem skilgreint væri sem útivistarsvæði samkvæmt aðalskipulagi, og væri mikilvægt að sveitarfélaginu væri gefinn kostur á að kaupa landið, með hagsmuni sveitarfélagsins og íbúa þess að leiðarljósi. Í framhaldinu hafi Mosfellsbær lagt fram ósk um að kaupa alla jörðina Þormóðsdal og hafi ráðuneytið tekið jákvætt í þá málaleitan. Vísar aðalstefndi í þessu efni til 1. gr. jarðalaga nr. 81/2004, sbr. og 35. og 37. gr. þeirra laga. Í ljósi framanritaðs er hafnað staðhæfingum aðalstefnanda og meðalgöngustefnenda um að þeir hafi haft lögmætar og réttmætar væntingar um að lóðin yrði seld þeim. Þá er því mótmælt að slíkar væntingar geti orðið grundvöllur að skyldu til sölu á fasteignum ríkisins. Skýrt komi fram í 40. gr. stjórnarskrárinnar að lagheimild þurfi til sölu á fasteignum ríkisins, en engri slíkri heimild sé nú til að dreifa. Að auki mótmælir stefndi því að kominn hafi verið á skuldbindandi samningur eða loforð um sölu á leigulóðinni, sbr. 7. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup. Krefst hann sýknu af kröfu aðalstefnanda og meðalgöngustefnenda um að aðalstefnda, íslenska ríkinu, verði gert að gefa út afsal fyrir umþrættri leigulóð úr landi Þormóðsdals. Einnig krefst hann sýknu af kröfu sömu aðila um dagsektir samkvæmt 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Telur hann að ekki fái staðist að tilvitnað ákvæði veiti heimild til dagsekta þegar svo háttar til að ekki er unnt að verða við kröfu um útgáfu afsals nema að fenginni lagaheimild samkvæmt 40. gr. stjórnarskrár og að uppfylltum skilyrðum um landskipti. Til vara krefst hann þess að fjárhæð dagsekta verði stórkostlega lækkuð og að rúmur frestur verði þá veittur áður en þær falli á. Auk þeirra lagareglna sem áður getur vísar aðalstefndi til 29. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, 1.-3. gr. reglugerðar nr. 206/2003, um ráðstöfun eigna ríkisins, 12., 13. og 35.-40. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Enn fremur er vísað til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Niðurstaða Hér að framan hafa atvik málsins verið rakin og gerð grein fyrir samskiptum aðalstefnanda við landbúnaðarráðuneytið, fjármálaráðuneytið og önnur stjórnvöld allt frá árinu 2002, vegna áforma aðalstefnanda um kaup á leigulóð úr landi ríkisjarðarinnar Þormóðsdals í Mosfellsbæ. Með bréfi 29. október 2009 hafnaði aðalstefndi, íslenska ríkið, beiðni hans um kaup á leigulóðinni, og ítrekaði þá afstöðu í bréfi 1. desember sama ár. Krafa aðalstefnanda og meðalgöngustefnenda er aðallega á því reist að samskipti aðalstefnanda við stjórnvöld hafi vakið réttmætar og lögmætar væntingar um að gengið yrði frá sölu leigulóðarinnar til þeirra á grundvelli fyrirliggjandi verðmats. Beri gögn málsins ótvírætt með sér að búið hafi verið að taka skuldbindandi ákvörðun um að selja þeim lóðina. Jafnframt er á því byggt að ákvörðun ráðuneytisins um að hafna beiðni aðalstefnanda um kaup á lóðinni hafi ekki samrýmst vönduðum stjórnsýsluháttum og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og atvikum er háttað í máli þessu fellst dómurinn á þau sjónarmið stefnenda að samskipti aðalstefnanda við stjórnvöld í tilefni af beiðni hans um kaup á leigulandinu, hafi mátt vekja hjá honum réttmætar væntingar um að af sölunni yrði. Er þá sérstaklega horft til þess að Alþingi veitti fjórum sinnum heimild til sölu hluta jarðarinnar Þormóðsdals, þ.e. í fjárlögum áranna 2006, 2007, 2008 og 2009, og var lagaheimildarinnar aflað af landbúnaðarráðuneytinu í tilefni af beiðni aðalstefnanda um kaup á landspildunni. Þá samþykkti aðalstefnandi verðmat á lóðinni, sem unnið var á árinu 2007 af löggiltum fasteignasala að ósk Landbúnaðarháskóla Íslands, í umboði landbúnaðarráðuneytisins. Fyrir liggja einnig bréf til aðalstefnanda, sem send voru honum á árunum 2007-2009, þar sem fram koma ótvíræðar yfirlýsingar beggja ráðuneyta um að fullnægjandi heimildir séu til staðar til að unnt sé að taka ákvörðun um sölu lóðarinnar til hans, og að skilyrði 3. mgr. 38. gr. jarðalaga nr. 81/2004 standi því ekki í vegi. Loks var aðalstefnanda í ágúst og september 2007 kynnt sú afstaða ráðuneytanna að ekkert væri því til fyrirstöðu að gengið yrði frá sölunni til hans, þrátt fyrir athugasemdir og andstöðu Mosfellsbæjar. Hins vegar hafnar dómurinn því að tölvubréf starfsmanns landbúnaðarráðuneytisins til rektors Landbúnaðarháskólans 23. október 2007, sem aðalstefnandi fékk afrit af og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan, hafi gefið tilefni til sömu væntinga hjá stefnendum, eins og þeir halda fram. Telur dómurinn að af orðalagi bréfsins verði aðeins ráðið að þar sé viðkomandi starfsmaður að veita rektor Landbúnaðarháskólans leiðbeiningar um framhald málsins, um leið og hann áréttar að það sé í verkahring landbúnaðarráðuneytisins að ganga frá kaupsamningi/afsali til aðalstefnda að því loknu sem þar er tiltekið. Eins og áður segir synjaði sjávárútvegs- og landbúnaðarráðuneytið beiðni aðalstefnanda um kaup á leigulandinu með bréfi 29. október 2007, og var sú afstaða áréttuð með bréfi ráðuneytisins 1. desember sama ár. Í báðum bréfunum voru rakin sjónarmið Mosfellsbæjar til málsins og greint frá ósk bæjarins um kaup á allri jörðinni vegna hagsmuna sveitarfélagsins og fyrirhugaðrar nýtingar hennar sem útivistarsvæðis fyrir íbúa. Hafi ráðuneytið tekið jákvætt í þá málaleitan. Einnig var þar bent á að einungis gæti orðið af sölunni ef heimild til þess væri í fjárlögum, svo og að fjárlögin veittu aðeins heimild til sölu en fælu ekki sér skyldu til þess. Jafnframt taldi ráðuneytið að slíkir ágallar væru á verðmati lóðarinnar að það yrði ekki hagnýtt sem sölutilboð samkvæmt 7. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Þá var tekið fram að umrædd lóð hefði enn ekki verið stofnuð, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, og landskipti ekki heldur heimiluð, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Í lokin var aðalstefnanda tilkynnt að ekki yrði óskað nýrrar heimildar frá fjárlaganefnd Alþingis til sölu á leigulandinu. Þrátt fyrir álit dómsins um að samskipti aðalstefnanda við stjórnvöld hafi verið þess eðlis að vakið hafi hjá honum réttmætar væntingar um sölu lóðarinnar allt fram á árið 2009, leiðir það ekki eitt og sér til þess að aðalstefnda, íslenska ríkinu, beri að verða við kröfu hans eða meðalgöngustefnenda um að gefa út afsal fyrir landspildunni þeim til handa, enda byggist sú krafa á því að skuldbindandi samningur hafi stofnast milli aðila um sölu á lóðinni. Því kemur til skoðunar hvort slíkur samningur hafi í reynd stofnast, sem stefnendur geti byggt rétt á, og aðalstefnda beri að efna. Í 1. mgr. 38. gr. jarðalaga nr. 81/2004 kemur fram sú meginregla að auglýsa skuli til sölu með opinberri auglýsingu þær ríkisjarðir sem fyrirhugað er að selja, aðrar en þær ríkisjarðir sem ákvæði 35. og 36. gr. gilda um, og skal leitað eftir tilboðum í þær í samræmi við gildandi löggjöf og stjórnvaldsreglur um sölu á eignum ríkisins á hverjum tíma. Samkvæmt 35. gr. laganna er heimilt að selja ríkisjarðir eða hluta þeirra þeim sveitarfélögum sem jarðirnar eru í og einnig stofnunum og fyrirtækjum þeirra, en í 36. gr. eru ákvæði um kauprétt ábúenda. Frá meginreglunni um auglýsingaskyldu er einnig vikið í 3. mgr. 38. gr. laganna, þar sem segir að ákvæði 1. mgr. gildi þó ekki „um sölu á ríkisjörðum og jarðahlutum til annarra einstaklinga eða lögaðila en kveðið er á um í 35. og 36. gr. hafi þeir haft landið á leigu í a.m.k. 20 ár og á eigin kostnað lagt í verulegar ræktunarframkvæmdir á þeim og þannig aukið verðmæti landsins umtalsvert“. Augljóst er að tilvitnað ákvæði 3. mgr. 38. gr. geymir ekki almenna lagaheimild um sölu ríkisjarða eða jarðahluta þegar svo stendur á sem þar segir, enda hefði þá verið óþarft að leita endurtekinnar heimildar til sölu leigulandsins í fjárlögum. Í ljósi þeirra skilyrða sem talin eru upp í ákvæðinu vekja hins vegar furðu yfirlýsingar sjávárútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins um að aðalstefnandi uppfylli skilyrði ákvæðisins til kaupa á leigulandinu, þótt ekki sé nema vegna þess að aðalstefnandi er ekki og hefur aldrei verið leigutaki landsins. Meðalgöngustefnendur eru heldur ekki leigutakar landsins, þótt þeir séu erfingjar skráðs leigutaka, Sverris Sigurðssonar, og leiði rétt sinn af leigurétti hans, en ekki liggur fyrir samþykki landbúnaðarráðherra fyrir framsali leiguréttindanna, eins og áskilið er í 9. gr. lóðarleigusamningsins. Þá verður af gögnum málsins ekki annað ráðið en að Sverrir heitinn Sigurðsson hafi sem leigutaki sjálfur staðið að ræktunarframkvæmdum á lóðinni allt til ársins 2002. Að þessu virtu fær dómurinn ekki séð að ráðuneytinu hafi verið heimilt að lögum að selja stefnendum leigulóðina. Áður er þess getið að stærð umræddrar lóðar var ekki tilgreind í lóðarleigusamningi til upphaflegs leigutaka. Legu og takmörkum hennar var þó lýst. Í bréfi rektors Landbúnaðarháskólans til Ásbjörns Þorvarðarsonar, starfsmanns á tækni- og umhverfissviði Mosfellsbæjar, dagsettu 23. janúar 2008, kemur fyrst fram að landspildan sé 126.800 fermetrar að stærð samkvæmt hnitasettri mælingu sérfræðings Landbúnaðarháskólans. Í sama bréfi er þess farið á leit að útbúið verði stofnskjal um spilduna og samþykkis Mosfellsbæjar aflað fyrir landskiptum út úr Þormóðsdalsjörðinni, enda sé slíkt „forsenda að gerð kaupsamnings milli ríkissjóðs og væntanlegs kaupanda“. Bréf þetta virðist ritað í framhaldi af ráðleggingum starfsmanns landbúnaðarráðuneytisins í áðurnefndu tölvubréfi hans frá 23. október 2007 til rektors Landbúnaðarháskólans. Í svarbréfi bæjarstjóra Mosfellsbæjar við fyrrnefndu bréfi rektors, dagsettu 17. mars 2008, kemur fram að umrædd landspilda hafi landnúmerið 125607 og sé skráð 2,0 ha að stærð. Jafnframt lýsir hann yfir efasemdum við áformum ríkisins um að selja einstaklingi svo stórt land við Hafravatn, þ.e. 126.800 fermetra. Landið sé viðkvæmt útivistarland og skilgreint sem slíkt í aðalskipulagi. Eðlilegt sé því að sveitarfélaginu gefist tækifæri til að eignast landið, þar sem hagsmunir og hugmyndir einstaklings kynnu að vera allt aðrar en metnaðarfull áform sveitarfélagsins um útivistarsvæði. Bréfi þessu svaraði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 9. maí 2008 og óskaði eftir því að Mosfellsbær tæki beiðni Landbúnaðarháskólans um landskipti til afgreiðslu og úrlausnar á réttum lagagrundvelli, og vísaði í því efni til laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, 30. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og 13. gr. jarðalaga. Fram er komið að búið er nú að stofna lóð utan um leigulandið og er það skráð 12,68 ha að stærð. Lóðinni hefur á hinn bóginn ekki verið skipt út úr Þormóðsdalsjörðinni. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, nú 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Um landskipti, sameiningu lands o.fl. er einnig að finna fyrirmæli í IV. kafla jarðalaga nr. 81/2004. Þannig segir í 1. mgr. 12. gr. laganna að um skipti á landi sem lögin gildi um fari eftir ákvæðum gildandi laga á hverjum tíma. Þá er tekið fram í 2. mgr. sömu greinar að samningar um leigu á landi, þ.m.t. lóðarleigu, feli ekki í sér landskipti. Í 1. mgr. 13. gr. eru loks leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að landskiptum. Þar segir m.a. svo: „Skipti á landi sem tilheyrir einni jörð og sameiginlegu landi tveggja eða fleiri jarða skulu staðfest af ráðherra. Beiðni um staðfestingu landskipta skal vera skrifleg og í henni skulu koma fram upplýsingar um nöfn, kennitölur og heimilisföng aðila sem eru eigendur landsins og aðilar að landskiptunum, svo og lýsing á landskiptunum. Beiðninni skal fylgja samningur um landskipti eða landskiptagerð, uppdráttur staðfestur af skipulagsyfirvöldum, þinglýsingarvottorð, umsögn sveitarstjórnar og önnur gögn sem kunna að liggja til grundvallar landskiptum og ráðherra óskar eftir að lögð verði fram.“ Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal þinglýsa staðfestingu ráðherra á landskiptum, ásamt staðfestum uppdrætti skipulagsyfirvalda, og öðlast hún þá fyrst gildi. Af hálfu stefnenda er á því byggt að umsögn sveitarstjórnar, eða ígildi hennar, liggi þegar fyrir í bréfi bæjarstjóra Mosfellsbæjar frá 12. ágúst 2008, og því sé ekkert því til fyrirstöðu að ráðuneytið staðfesti landskiptin og afhendi nauðsynleg gögn til þinglýsingar. Í tilvitnuðu bréfi lagðist bæjarstjórinn í Mosfellsbæ gegn því að aðalstefnanda yrði selt jafn stórt land og áform voru um, en lagði þess í stað til að honum yrði heimilað að kaupa hæfilega stóra spildu í kringum sumarhús sitt. Ekki verður fallist á þessa málsástæðu stefnenda, enda væri þá með öllu litið fram hjá fortakslausu skilyrði laga um samþykki sveitarstjórnar fyrir landskiptum, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, nú 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 12. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Þá er minnt á að samkvæmt 1. mgr. 13. gr. jarðalaga þarf beiðni um landskipti einnig að fylgja samningur um landskipti eða landskiptagerð. Sá samningur hefur hins vegar ekki verið gerður. Eins og gögn málsins bera með sér var aðalstefnanda kunnugt um að landskipti væru forsenda fyrir gerð kaupsamnings um lóðina. Fram er komið að í fjárlögum áranna 2006-2009 var að finna heimild fyrir fjármálaráðherra til að selja hluta jarðarinnar Þormóðsdals í Mosfellsbæ, og er hvorki um það deilt að sú lagaheimild hafi tekið til þeirrar lóðarspildu sem hér er fjallað um, né að tilefni heimildarinnar hafi verið ósk aðalstefnanda um kaup spildunnar. Frá árinu 2010 hefur slík heimild ekki verið í fjárlögum, en samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar má ekki selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins nema samkvæmt lagaheimild. Þá segir í 29. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, að ríkisaðilum í A-hluta fjárlaga sé skylt að afla hverju sinni heimildar í lögum til að selja fasteignir ríkisins. Hið sama kemur fram í 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 206/2003, um ráðstöfun eigna ríkisins. Ljóst er því að afla þarf heimildar Alþingis hverju sinni til sölu á fasteignum ríkisins, og þarf sú heimild að vera í gildi þegar eignin er seld. Eldri, brottfallnar, heimildir breyta engu um þá staðreynd. Jafnljóst er að þótt lagaheimildar hafi verið aflað til sölu eignarinnar á sínum tíma þýðir það ekki að skylt hafi verið að selja hana. Fyrir liggur því að óheimilt er að selja umrædda leigulóð á meðan ekki nýtur við slíkrar heimildar í fjárlögum. Með vísan til framanritaðs er það álit dómsins að samskipti stjórnvalda og aðalstefnanda í tilefni af beiðni þess síðarnefnda um kaup á umræddu leigulandi hafi ekki leitt til þess að samningur hafi stofnast um kaup landsins, sem stefnendur geti byggt rétt á, sbr. 7. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup. Til þess skorti lagaskilyrði, eins og rakið er hér að framan, og voru hvorki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið né fjármálaráðuneytið bær um að sniðganga þau. Af sömu ástæðu verður að hafna þeirri málsástæðu stefnenda að synjun ráðuneytisins á beiðni aðalstefnanda um kaup á lóðinni samrýmist ekki vönduðum stjórnsýsluháttum og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt ofansögðu er það niðurstaða dómsins að sýkna beri íslenska ríkið af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Þrátt fyrir þá niðurstöðu þykir rétt í ljósi atvika og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Ingimundur Einarsson dómstjóri kvað upp dóminn. Vegna embættisanna hefur dómsuppsaga dregist fram yfir lögmæltan frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Hvorki dómari né lögmenn töldu þó þörf á endurflutningi málsins. D Ó M S O R Ð: Stefndi í aðalsök og meðalgöngusök, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda í aðalsök, Vilhjálms Lúðvíkssonar, og meðalgöngustefnenda, Áslaugar Sverrisdóttur, Ingibjargar Hilmarsdóttur og Berglindar Hilmarsdóttur. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 471/2016
Kærumál Dánarbússkipti Veðleyfi Ógilding samnings
"Dánarbú A krafðist þess að felld yrði úr gildi veðsetning sem A veitti í fasteign sinni me(...TRUNCATED)
"Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson og Helgi I. Jón(...TRUNCATED)
Mál nr. 325/2002
Kærumál Dánarbú Opinber skipti Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
"Að kröfu G kvað héraðsdómari upp úrskurð um að bú foreldra hans, L og J, væri tekið til(...TRUNCATED)
"Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugu(...TRUNCATED)
Mál nr. 509/2009
Ávana- og fíkniefni Refsilögsaga Þjóðaréttur Handtaka
"P, R og Á var ásamt þremur öðrum mönnum gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því (...TRUNCATED)
"Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslas(...TRUNCATED)
Mál nr. 50/2012
Lánssamningur Gengistrygging
"A hf. höfðaði mál gegn H ehf. til innheimtueftirstöðva gjaldfallins láns, sem H ehf. hafði (...TRUNCATED)
"Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson,Árni Kolb(...TRUNCATED)
README.md exists but content is empty. Use the Edit dataset card button to edit it.
Downloads last month
3
Edit dataset card