File size: 17,672 Bytes
73dc787
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
60
61
62
63
64
65
66
67
68
69
70
71
72
73
74
75
76
77
78
79
80
81
segment_id	start_time	end_time	set	text
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00000	1320	2338	train	Já, góðan daginn.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00001	3439	7278	train	Í þessu myndbandi ætla ég að kynna föll til sögunnar.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00002	8353	30801	train	Við höfum hingað til verið að nota ýmis konar forritunar atriði sem eru, raunverulega, lífs nauðsynleg til þess að geta búið til forrit, til dæmis skilyrðissetningar, if setningar og lykkjur, while lykkjur og for lykkjur, gildisveitingar og þess háttar, en nú ætlum við að tala um föll,
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00003	30801	51390	train	sem að má svo sem segja að sé ekki endilega lífsnauðsynlegar til að skrifa forrit heldur mjög mikilvægt tæki til að gera forritun okkar læsilegri og í rauninni gera okkur einfaldara um vik með því að skrifa forrit.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00004	52314	64768	train	Og ástæðan er sú að föll gera okkur kleift að taka eitthvert tiltekið vandamál, brjóta það niður í einstakar einingar, og skrifa fall sem að leysir viðkomandi einingu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00005	65343	80093	train	Þannig að ef við getum brotið forritið niður í einingar og skrifað föll sem leysa sérhverja einingu þá erum við smám saman að leysa heildar vandamálið, með því að raunverulega smækka, búta það niður í einstakar einingar og leysa, þessar einstöku einingar sérstaklega.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00006	80635	103968	train	Þessar einstöku einingar er síðan hægt að skrifa eða útfæra með falli og það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt fyrir ykkur að ná tökum á, það er að segja geta tekið lýsingu á einhverju verkefni og brotið það niður í einstakar hluteiningar eða hlutverkefni og skrifað föll sem leysa þessi hlutverkefni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00007	104950	128115	train	Þannig að læsileiki forrits verður mikið betri ef okkur tekst að brjóta það niður í einstakar einingar með föllum og jafnframt gera föllin okkur kleift að nýta betur kóða, þurfa ekki að vera að endurtaka einhvern kóða í forriti, heldur frekar að skrifa fall sem að framkvæmir þessa viðkomandi aðgerð sem við viljum gera þá nokkrum sinnum, eða kannski oftar en einu sinni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00008	131175	134596	eval	Við skulum bara demba okkur strax í, hérna, eitthvert dæmi um fall.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00009	135153	144003	train	Ég ætla að skrifa hérna fall, ég er kominn með skrá sem heitir inc.py, inc stendur hérna fyrir increment, og ég ætla einmitt að skrifa fall sem heitir bara inc.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00010	144882	150449	dev	Og hlutverk þessa falls er að bæta einum við inntak sitt.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00011	151266	169262	train	Þegar ég segi inntak sitt þá er það þannig að sérhvert fall getur tekið núll eða fleiri parameters, eins og það heitir á ensku, stundum notuð við stiki fyrir íslensku, þannig að í þessu tilviki tekur þetta fall einn parameter eða stika og ég ætla að kalla hann hérna bara num.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00012	169331	196189	train	Hann stendur hérna fyrir number, og ég hef tvípunkt hérna á eftir þessari skilgreiningu þannig að það sem ég er að gera núna, er ég er að nota def lykilorðið, sem stendur fyrir definition, að því ég er að fara að skilgreina þetta fall sem heitir inc, sem að tekur einn parameter, sem að heitir num.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00013	197135	198466	train	Hvað gerir þetta fall?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00014	199286	230492	train	Það, ég ætla að, eiga mér hérna breytu sem heitir result og result-ið einfaldlega bætir, einum við num, það er að segja, ég legg einn við num og niðurstaðan fer í result, og að lokum, þá nota ég return lykilorðið til að skila þessu gildi til baka þannig að þetta fall hefur ákveðna eiginleika.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00015	232622	241913	train	Það hefur í fyrsta lagi mjög afmarkað hlutverk, og það er mjög mikilvægt, þegar menn eru að búa til föll, að föll hafi skýr og afmörkuð hlutverk.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00016	242203	259723	train	Þetta tiltekna fall hérna hefur eingöngu það hlutverk að bæta einum við viðfang sitt, viðfang er það gildi sem að ég mun senda hérna inn fyrir þennan parameter, það hefur eingöngu það hlutverk, það gerir ekkert annað.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00017	260586	269615	train	Og þetta er mjög mikilvægt að tileinka sér þegar maður er að skrifa föll að gera þau þannig úr garði að þau hafi mjög afmarkað og skýrt hlutverk.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00018	270103	290612	train	Ástæðan er sú að þar með verða þau betur endurnýtanlegri ef þau hafa skýrt hlutverk og það er engin óvænt, ekkert óvænt sem getur komið upp með því að kalla á fallið vegna þess að það er vitað fyrir fram að það hefur svo skýrt hlutverk.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00019	290612	293848	train	Það hefur ekki neitt side effect eins og stundum er sagt á ensku.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00020	293848	301440	train	Það er ekkert auka sem getur gerst með því að kalla á þetta fall heldur en nákvæmlega það sem að til stendur.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00021	302550	318838	train	Þannig að hér er ég búinn að, skrifa þetta fall og, og ég talaði einmitt um þetta skýra hlutverk, annað sem er kannski hægt að benda á hér, er að það tekur einmitt eitt, eða það er einn parameter skilgreindur hér.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00022	318838	330463	train	Ég þarf ekki að skilgreina parameter, það gæti verið að þetta taki ekki við neinum parameter og þetta skilar bara einu, einum hlut hérna og það tengist auðvitað líka hlutverkinu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00023	330463	337536	train	Þetta hefur það hlutverk að hækka bara tiltekna tölu sem kemur inn og skila þeirri tölu til baka.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00024	339240	341550	train	Nú, þetta var sem sagt skilgreining á falli.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00025	342528	344947	train	Þá er spurningin: hvernig nota ég þetta fall?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00026	344947	346127	train	Hvernig kalla ég á það?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00027	347098	379293	train	Ja, ég gæti til dæmis hérna verið með, í mínu aðalforriti, input setningu, segjum hérna number er samasem int af input, enter a number, þetta höfum við séð áður, svona, þannig ég bið notandann um að slá inn tölu, út úr þessu kalli hér kemur strengur og ég breyti honum hér í heiltölu og þá á ég þessa tölu, number.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00028	380242	396182	train	Það sem ég þá get gert til að kalla þetta fall sem ég er búinn að búa til, þetta fall sem heitir inc, ég get sagt: number, hvað eigum við að kalla þetta?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00029	396182	414009	train	Number incremented, dálítið langt nafn á breytu en allt í lagi, number incremented, munið þið, við viljum oft hafa lýsandi nöfn á breytum, er niðurstaðan af því kalla á fallið, inc, með þessari tölu sem að notandinn sló inn.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00030	415360	427865	eval	Þannig að það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir hér er að def og kóðinn sem hér, ég merki, hann er hluti af skilgreiningu á fallinu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00031	429302	433461	train	En setningin hér, segðin hérna hægra megin við gildisveitinguna.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00032	433791	440130	train	Hún er svokallað fallakall, þannig á ensku er þetta, [HIK: in] kallað invocation, eða to call a function.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00033	440819	447829	train	Meðan að hér uppi erum við að tala um að við séum að skilgreina fall eða define a function.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00034	448509	458896	eval	Þannig að það er munur á, þegar þetta fall er skilgreint hérna í kóða, þegar Python túlkurinn sér þennan kóða, þá [HIK: a], gerist, í sjálfu sér, ekki neitt.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00035	459117	469374	dev	Það er að segja, þessi kóði keyrist ekki, hann keyrist ekki fyrr en að kallað er á fallið, hérna megin í, í, með þessari hérna segð.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00036	471233	477184	train	Niðurstaðan af þessu fallakalli er þá væntanlega það að talan hefur verið hækkuð um einn.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00037	477184	479774	train	Og hún, hver tekur við því?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00038	479774	482553	train	Jú, það er breytan number incremented sem að tekur við niðurstöðunni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00039	482553	485922	train	Þannig að ef við prófum þetta.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00040	495230	527542	train	Og ég slæ inn hérna fimm, já, takið eftir, hérna er búið að vara mig við því, að þessi tala, sé ekki hérna, já, það, ég hélt reyndar að þetta væri vegna þess að ég væri, [HIK: gley], hefði gleymt að prenta út, hún segir reyndar hérna, að það sé verið að senda til baka úr falla kallinu: none.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00041	528511	532801	train	Og það er vegna þess að hér, ætlaði ég að segja return result.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00042	534711	560988	train	Result er samasem num plús einn, return er samasem, ég ætla að skila þessu til baka, sem er hérna result, og þá fæ ég til baka hérna number incremented sem einhver tala, sko túlkurinn sér það að num er, er tala, vegna þess að það er verið að leggja einn við það, hérna sér hún að einn, einn er int, þá, sérðu, sjáum við hér að result er int vegna þess að það er verið að leggja einn við einhverja tölu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00043	560988	562918	train	Þar með er result líka int.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00044	563268	565767	train	Og þá er verið að skila int til baka hér.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00045	566316	576015	train	Og hérna kvartaði hún yfir því áðan, að hún vissi ekki hvert tagið af number incremented var, vegna þess ég hafði gleymt, hérna, að taka fram result í return setningunni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00046	577008	598514	train	Þannig núna get ég keyrt þetta aftur, svona og ég slæ inn fimm, og þá gerist ekki neitt vegna þess að ég er ekki með print setningu, þannig að við skulum setja hana inn, print number.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00047	598514	599865	dev	Þetta keyrði þó alla vega.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00048	599865	601855	train	Ég vildi nú vera viss um að þetta keyrði hjá mér.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00049	605422	608652	train	Svona, og þá fæ ég sex til baka.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00050	609374	613014	train	Ef ég keyri þetta aftur, og ég slæ inn átta, að þá fæ ég níu tilbaka.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00051	613577	640833	train	Þannig að þetta tiltekna fall virkar, og eins og ég sagði áðan hefur þetta skýra og afmarkaða hlutverk, og það er kannski ágætt að nefna hér að, það sem að kom inn hér er: þessi breyta hérna, num, í fallaskilgreiningunni er kallað parameter, eða stiki, eins og ég sagði áðan.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00052	641274	655509	train	En það sem að ég sendi, gildið sem ég sendi inn, fyrir þennan parameter, er kallað á enskunni argument, eða stundum kallað viðfang, einnig kallast stundum raunstiki, á íslensku.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00053	656384	676389	dev	Þannig að við sjáum að það er einn ákveðinn munur: að þetta, þessi breyta hérna, hún hefur ákveðið gildi, sem að er skipt út, eða skipt inn á getum við sagt fyrir þetta num hérna, þannig að hver svo sem talan er hjá mér, ég sló inn fimm,
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00054	676389	697868	train	til dæmis, hér, þá hefur number gildið fimm, sem þýðir því að þessi parameter, í fallaskilgreiningunni, mun fá gildið fimm þegar þetta fallakall er framkvæmt og þar með verður þessi breyta fimm og einn lagt við breytuna og við fáum út sex.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00055	701933	710783	train	Annað sem er gott að átta sig á: er það að, er það hvað gerist raunverulega þegar þetta fallakall hér á sér stað?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00056	712278	713688	train	Hvað gerist í kóðanum?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00057	714235	737254	dev	Það sem gerist er það að það verður kallað á fallið þannig að flæði forritsins stekkur raunverulega úr þessari setningu hérna númer sex, yfir í setningu númer, má segja, tvö hér í kóðanum, og þessi print setning sem kemur á eftir, hún bíður, getum við sagt, bíður innan gæsalappa.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00058	738176	745159	dev	Hún verður ekki framkvæmd fyrr en allur kóðinn í fallinu inc hefur verið keyrður.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00059	745549	750916	dev	Þannig að fyrst er, er setning númer tvö hérna keyrð, sem leggur einn við num.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00060	751245	753946	train	Svo er niðurstöðunni skilað.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00061	754535	763601	train	Niðurstaðan kemur inn í breytuna number incremented, og það er þá, eftir það sem að print setningin keyrir.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00062	763631	779717	train	Þannig að það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að um leið og fallakallið á sér stað þá býður það sem á eftir kemur þangað til að niðurstaðan úr fallinu er orðin ljós.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00063	780933	793394	train	Nú kannski síðasta sem vert er á benda hér: það er það að föll styðja við það sem að heitir hjúpuneða encapsulation.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00064	795172	796072	train	Og hvað þýðir það?
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00065	797677	802933	dev	Encapsulation er það að, eða við skulum bara nota íslenska orðið að hjúpa.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00066	803423	813673	train	Hjúpun þýðir það að það er verið að hjúpa ákveðna virkni inn í fall, þannig það er ákveðin virkni sem á sér stað þegar við köllum á fallið inc hérna.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00067	813673	817153	train	Og sú virkni er hjúpuð inn í ákveðið fall.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00068	817823	837270	train	Í því felst, meðal annars það, að það er, ákveðin svona upplýsingahuld, eða það sem á ensku heitir [HIK: info] information hiding sem á sér stað, það er að segja, þegar ég sem forritari kalla á fallið inc þá þarf ég ekki að vita hvernig fallið inc er útfært.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00069	837783	857687	train	Eina sem ég þarf raunverulega að vita er það hvert, hver tilgangur fallsins er, hverju það kemur til með að skila, ég þarf sem sagt að vita, raunverulega, að þegar ég kalla á fallið inc, með einhverri tölu, hérna, number, það sem muni þá gerast er að ég fái til baka tölu sem er einum hærri.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00070	857687	859836	train	Það er eina sem ég þarf að vita.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00071	859926	867894	train	Ég þarf ekki að vita hvernig fallið inc er útfært, hvernig forritarinn skrifaði til að fá fram þessa virkni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00072	868535	895009	dev	Og þetta er það sem að heitir hjúpun og information hiding, að hjúpa ákveðna virkni inn í fall og sá sem að notar fallið, hann þarf ekki að hafa aðgang að því, eða vita það, hvernig fallið er útfært og það er þessi, svona, information hiding hluti af þessari hugmynd að hjúpa ákveðna virkni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00073	900591	924611	train	Kannski eitt sem er líka gott að benda á svona alveg í blálokin, takið eftir því að þetta fall inc er þannig skrifað að það notar hérna breytuna result sem að tekur við niðurstöðuna að því að leggja einn við viðfangið og skilar svo þeirri, því gildi, [UNK] gildi breytunnar result.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00074	924961	929490	train	Ég gæti sparað mér smá kóða og gert þetta bara í einni setningu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00075	929559	938285	train	Ég gæti sagt hér: skilum bara beint til baka segðinni num plus einn, af því að num plus einn er eitthvert gildi.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00076	938916	946066	train	Og skilum því bara beint til baka, án þess að setja inn, búa til einhverja milliniðurstöðu og, og hérna, skila henni.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00077	946562	952168	train	Þannig að ef ég keyri þetta og ég slæ inn, hérna, níu, þá fæ ég tíu.
fd91083e-c1db-424d-adae-dd1ddd33a94c_00078	952557	963765	train	Þannig sjáið þetta virkar líka og er reyndar mjög algeng leið, að skila bara beint til baka einhverri niðurstöðu, sérstaklega ef sú niðurstaða er tiltölulega einföld eins og hún er í þessu tilviki.