text
stringlengths
0
993k
Það er ekki hægt að bjóða 25 manns upp á kjötsúpu án þess að hafa rófur svo ég skrapp yfir í austurbæ , þar voru til 6 st. rófur og ég keypti þær allar svo nú er rófulaust á Tröllaskaga . Geng stoltur út með rófurnar mínar í poka og sé þá rautt fallegt hús sem hér áður fyrr var símstöð . Þarna er núna Kaffihúsið Klara á jarðhæð og Gistihús Jóa á efri hæð . Kaffi Klara og Gistihús Jóa í gömlu símstöðinni í Ólafsfirði Já hugsa ég , hér ræður ríkjum hún Bjarkey Gunnarsdóttir alþingiskona og maðurinn hennar hann Helgi Jóhannsson . Kaffihúsið heitir Klara eftir mömmu hennar og Gistihúsið Jói eftir pabba hans . Best ég stingi inn hausnum og athuga hvort að hún er á staðnum . Feimin skólastúlka með hárið í hnút stendur við afgreiðsluborðið , hún minnir mig á Bjarkey á sínum yngri árum . Eða varð hún bara allt í einu feimin þegar ég kem með myndavélina og kynni mig , rétt áðan heyrði ég hana tala reiprennandi ensku við einn túristann á staðnum . " Ekki taka mynd ...... ég skal ná í mömmu hún er uppi að þrífa " , svo faldi hún sig bak við búðarborðið en ég náði samt mynd . Ekki taka mynd ..... Hún kynnti sig aldrei með nafni , sagði bara " ég er bara örverpið hennar mömmu " . Þarna birtist svo Alþingiskonan , dröslandi risa ryksugu niður stigann úr Gistihúsi Jóa . ( Klikkið á mynd 1 og sjáið hana stærri , takið einnig eftir gömlu símaklefunum og stórum grænum peningaskáp . Þar voru geymdir símavíxlar , frímerki og peningar hér áður fyrr . ) Bjarkey ! Það eru nú örugglega ekki margir starfsfélagar þínir frá alþingi sem þræla við þrif og annað í sínu sumarleyfi segi ég þegar ég sé hana í rauðum vinnukonuslopp með þessa stór ryksugu . " Úff , nei það held ég nú ekki segir þingmaðurinn og hlær " . Bjarkey Gunnarsdóttir alþingismaður fyrir VG tekur pásu frá þrifunum til að spjalla smástund við mig . Ég hef nú svona frétt af þér í gegnum árinn og á Facebook byrja ég , ég hélt nú að þú værir aðallega kennari , námsráðgjafi og bæjarfulltrúi . Nú ert þú á alþingi , svo rekur þú Kaffihús og Gistihús með . Er þetta ekki svolítið mikið ? Jú , jú þetta stemmir allt en svo erum við einnig með gistiheimili hérna suður í firðinum , svo já þetta er nú að verða fullmikið . En þetta er gaman og gefandi , maður hittir mikið af skemmtilegu fólki í gegnum ferðamennskuna . Þetta er mjög heimilislegt og flott innréttað alltsaman hjá ykkur segi ég og Bjarkey gengur með mér um kaffihúsið og sýnir mér hitt og þetta . " Já við lögðum mikinn tíma í að finna réttar mublur og muni , vildum hafa þennan gamaldags heimilislega stíl og samtímis hafa gömlu símstöðina sýnilega sem eðlilegan hluta af kaffihúsinu . Ég baka næstum allt sjálf , svo getur fólk komið og lesið bækur og það getur líka tekið með sér bók ef það skilur aðra eftir í staðinn . Meiningin er að skapa kósý stemmingu og að fólki líði eins og heima hjá sér " . Síminn minn hringir allt í einu og ég svara og heyri í reiða , óþolinmóða konurödd segja : " Hvar eru rófurnar ? Ertu ekki að koma með rófurnar ? " Ó fyrirgefðu elskan mín , gleymdi mér smástund , er að spjalla við Bjarkey hérna á Kaffi Klöru . " Hættur þessu helv ... kjaftæði og komdu með rófurnar " .......... svo lagði hún bara á " . Bjarkey stendur við bókaskiptavagninn og við erum einmitt að dáðst að norðurljósamyndunum hans Gísla húsvarðar í Menntaskólanum þegar reiða konan hringdi . Heyrðu ! Ég verð víst að drífa mig með rófurnar til Sigló , takk fyrir spjallið Bjarkey . Flýti mér aðeins of mikið , gleymi rófunum og sný við móður og másandi , svo hugsa ég . Guði sé lof það tekur bara 15 mínútur að keyra þetta , þau eru algjör kraftaverk þessi göng . Takk Stjáni frændi fyrir þessu frábæru göng ! Það er hægt að fara til Ólafsfjarðar og til baka á hálftíma að kaupa rófur , ef maður lendir ekki á snakki á Kaffi Klöru .
Í gegnum tíðina hefur Steingrímur unnið mikið og óeigingjarnt starf í varðveislu ljósmynda frá Siglufirði og verið ötull í frásögnum af bæjarlífinu og því helsta sem ber á skauti í bæjarfélaginu . Steingrímur sem er áttræður í dag fær bestu kveðjur frá vinum sínum á SKSigló.is ( Sigló.is ) .
Siglufjörður skartaði sínu fegursta í dag laugardag , glampandi sólskin og hiti þrátt fyrir að þokuslæða lokaði fjarðarmynninu . Sunnan andvari hélt slæðunni þar kyrri svo hún angraði engan . Það var býsna mikið um að vera bæði á Torginu og á svæðinu við höfnina hjá Hannes Boy Café , og Harbor Café hjá Valgeir . Það mátti vart sjá muninn á hvoru svæðinu var fjölmennara , á Torginu eða á hafnarsvæðinu milli klukkan 15:00 og 17:00 þegar þessar myndir hér voru teknar .
Það var mikið um að vera á Siglufirði í dag 24. Júlí í tengslum við Síldarævintýrið . Leiksvæði Rauðku var að sjálfsögðu opið , hippamarkaður , sjóstangaveiðimóts löndun ofl . Ekki fylgdist þó sá er þetta skrifar , ljósmyndarinn með neinu af þessum fjölmörgu viðburðum sem sjá má skrá yfir með því að fara á www.trolli.is . en ljósmyndarinn átti þó leið í bæinn fyrir hádegið og seinnipart og tók í leiðinni þessar myndir sem sýna smáhluta af lífinu á Sigló þennan laugardag
Veðurblíðan á landinu að undanförnu hefur ekki látið Siglufjörð afskiptalausan , veðurfar og hiti til útiveru og vinnu utandyra . Veðurblíðan var ekki síður ákjósanlegt til myndatöku , ekki aðeins af fuglum , fólki og lífinu á Sigló , heldur einnig úr lofti .
Clinton lætur af embætti . Afmælisveisla í Austurstræti - boðið upp á skemmtiatriði og pylsu og kók að borða Pylsuvagninn í Austurstræti heldur upp á fjögurra ára afmæli sitt í dag , laugardag . Af því tilefni býður hann vegfarendum upp á ókeypis pylsu og kók milli klukkan 14 og 15
Áður átti Sigmund soninn Björn Braga , vélstjóra . Þann 15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hyggst gera þær aðgengilegar fyrir almenning á Netinu . Má bjóða upp á smá hrossakaup Valur minn ???? ... Ritstjórar Morgunblaðsins voru dæmdir en Sigmund slapp við dóm því það vantaði eftirnafn hans við skopmyndina .
Krafan um að hlutir séu vel merktir eykst dag frá degi . Við prentum límmiða í öllum litum , allt frá pínu littlum límmiðum upp í límmiða sem sem skreyta golf í íþróttahöllum landsins . Við höfum þannig góða reynslu og starfsmenn sem veita góða ráðgjöf .
Rúllustandar eins og þeir eru oft kallaðir eru ótrúlega sniðug lausn . Frauðskilti eru sniðug lausn . Þú getur látið prenta hvað sem er á frauðplötu . Einnig eru til skilti sem hægt er að skipta út plakötum eða auglýsingum reglulega með lítilli fyrirhöfn .
Það er ekki alltaf ódýrasta lausin sem er best , en þú mátt treysta því að að gerum bestu lausnina eins ódýrt og kostur er .
Síður í flokknum „ Orðabók A-Ö “ Þessi flokkur inniheldur 7.000 síður , af alls 10.479 .
Í Morgunblaðiðnu 16. desember 2019 birtist grein eftir mig um nýútgefið álit nefndar um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Hæstarétt . Greinina má finna hér á síðu minni . Í kjölfarið fjallaði Morgunblaðið nokkuð um störf þessara dómnefndar og þá aðferðarfræði sem hún hefur viðhaft en hefur verið umdeild og jafnvel gagnrýnd af Umboðsmanni Alþingis . Umfjöllun Morgunblaðsins má finna hér ( 17. desember 2019 ) , hér ( 18. desember 2019 ) , hér ( 19. desember 2019 ) og hér ( 20. desember 2019 ) . Viðskiptablaðið fjallaði líka um hið nýja dómnefndarálit hér . Ríkisútvarpið hefur ekki enn fjallað um nýju vinnubrögð hæfnisnefndarinnar . Umfjöllunin varpar ágætu ljósi á þá staðreynd að hinn meinti munur sem einhverjir kaffihúsaspekingar töldu vera á hæfi þeirra annars vegar fjögurra umsækjenda sem ég gerði tillögu um við Alþingi við skipun í Landsrétt og hins vegar hinna fjögurra sem ég gerði ekki tillögu um en dómnefndin hafði metið meðal svokölluðu hæfustu , er ekki til staðar . Umsækjendur um stöðu Hæstaréttar nú í desember höfðu áður verið metnir í tengslum við umsóknir um stöðu við Landsrétt . Sá munur sem var á einkunnum þeirra við Landsréttarumsóknina er nú horfinn og þau öll metin hæf til að gegna auglýstri stöðu dómara . Það var nú einmitt ekki annað sem ég hafði um málið að segja á sínum tíma . Og nú hefur dómsmálaráðherra skipað þann umsækjandann dómara við Hæstarétt sem hlaut í Landsréttarmálinu 1,05 lægri einkunn en einn umsækjandinn þá og nú . Munur á einkunn hins nýskipaða Hæstaréttardómara og eins þeirra fjögurra sem ég gerði tillögu um við Alþingi var minni . Uppfært 28. desember 2019 – Umfjöllun Morgunblaðsins er greinilega ekki lokið . Ný umfjöllun var í blaðinu í dag og má nálgast hér . Það sem þar kemur fram styður enn frekar það sem ég hef sagt um þessi mál . Morgunblaðið gerir tilraun til þess að ræða við Gunnlaug Claessen sem veitti hæfnisnefndinni forystu í Landsréttarmálinu . Hann neitar að tjá sig frekar um málið .
Staða eins dómara við Hæstarétt var auglýst á dögunum . Átta lögfræðingar sóttu um stöðuna . Lögum samkvæmt var nefnd falið að fjalla um hæfni umsækjendanna . Komst nefndin að þeirri makalausu niðurstöðu að nákvæmlega fimmtán umsækjendur væru hæfari en hinir . Hvorki fleiri né færri . Nefndin taldi það þó ekki gefa tilefni til þess að álykta að þeir tveir umsækjendur væru jafn hæfir . Nýr tónn sleginn Í nýjustu umsögn nefndarinnar kveður við annan tón en í umsögninni um embættin við Landsrétt . Nú er það mat nefndarinnar að þrír umsækjendur standi öðrum framar . Umsækjendur hafa áður verið metnir Síst af öllum verð ég til þess að gera athugasemd við þessa nýjustu niðurstöðu nefndarinnar . Þá voru þessum sömu umsækjendum gefnar einkunnir og munaði þar 1,05 á þeim sem efstur var af þeim og þeirri sem neðst var . Niðurstaða hennar nú um hæfni umsækjendanna er ekki í samræmi við niðurstöðu hennar í Landsréttarmálinu . Það sannar bara það sem ég hef haldið fram . Óumbeðin greiðasemi Fyrr á þessu ári lýsti einn nefndarmaður í Morgunblaðinu hversu mikið niðurstaða nefndarinnar í Landsréttarmálinu hefði komið honum á óvart . Hans eigin niðurstaða . Niðurstaðan var þó látin standa því nefndin hafði ákveðið fyrirfram að láta reikniforrit velja bara fimmtán umsækjendur eftir annars ágæta skoðun nefndarinnar á hæfi allra umsækjenda . Ómálefnalegri vinnubrögð við mat á hæfni umsækjenda er vart hægt að hugsa sér . Ég fagna því að nefndin sýnir ekki núverandi ráðherra sömu greiðvikni . Trúlega er lítil von til þess . Þess í stað virðast nefndarmenn og þeir dómarar sem kváðu upp dóma í desember 2017 byggða á óforsvaranlegri niðurstöðu nefndarinnar horfa í gaupnir sér á meðan reynt er að vega að íslenskri stjórnskipan og Hæstarétti á erlendri grundu . Nýjasta umsögn nefndarinnar er þó skref í átt að betrun . Íslensk stjórnvöld hljóta að koma því á framfæri í málaferlunum í Strassborg . Greinin biritst í Morgunblaðinu 16. desember 2019 og á xd.is .
Við höfum náð að koma okkur ansi vel fyrir á Selfossi og kynnst mjög flottu og áhugaverðu fólki hér . Fyrir ári síðan eða 22. desember fluttum við inn á " gistiheimilið " okkar og núna ári síðar held ég að húsið sé mestmegnis komið í það horf sem ég er ánægð með . Desember var vel nýttur í vinnu inni í húsinu , stofan var tekin í gegn og er ekki lengur vaskur eða kranar standandi út úr veggnum í stofunni , sem mér þykir mjög gleðilegt : ) Forstofan var svolítið að flækjast fyrir mér , eða við getum sagt að það tók mig heilt ár að finna út hvernig ég vildi hafa hana ... en ég er bara nokkuð sátt með útkomuna . Borðstofan fékk einnig make over , og var síðan gengið um allt hús með borvél og myndir hengdar upp ... ári eftir að við fluttum inn : D Mig vantaði myndir á veggi í forstofunni og var því reddað með innrammaðri landsliðstreyju af Perlu , mynd af heimskorti og fékk ég Prentmet til að búa til mynd í stærð 50 x 70 cm. með nöfnum barnanna : ) Sumarið var mjög ljúft og vel nýtt í leik og skemmtun . Fles ... Þessa dagana hef ég því mest megnið verið í því að átta mig á hlutunum , leyfa öllu að setjast og njóta . Eldhúsborðið er bara stækkanlegt upp í 5 metra sem smellpassaði fyrir okkur og mjög skemmtilegt að geta setið öll saman til borðs . Ég féll gjörsamlega fyrir henni . Meira að segja nafn úlpunnar er æðislegt ! Árið 2018 var eitt það viðburðaríkasta , erfiðasta og lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað . Það var bókstaflega alltaf allt í gangi á sama tíma og ég á eiginlega ekki til orð yfir að við höfum komist svona vel í gegnum hvern daginn á fætur öðrum . Síðustu dagar ársins þegar við vorum að standa í flutningum , skila af okkur íbúðinni , koma okkur fyrir í húsinu , byrja á jólagjafakaupum korter í jól , græja allt varðandi jólin , klára starfsnámið , græja allar kerfisbreytingar eins og lögheimilis - , póst - , síma - breytingar , munu líklegast falla í óminni og aldrei verður hægt að rifja upp hvernig þetta gekk allt saman upp : ) Það misfórst reyndar að skrá börnin í nýjan grunnskóla í öllum þessum látum og voru börnin skráð í skólann 3. janúar , daginn fyrir skólabyrjun , ekki alveg ákjósanlegur fyrirvari fyrir grunnskólann og kennara en þetta gekk allt upp og börnin þurftu ekki heimakennslu ; )
Ég var búin að ákveða að árið 2019 yrði ár uppskeru og það hefur aldeilis gengið eftir : ) Ég lauk mastersnámi mínu núna í maí og útskrifast sem sálfræðingur í lok júní : ) Þetta hafðist eftir sjö ára námstörn . Síðastliðið ár er einnig búið að vera ansi tilfinningaþrungið , margt viðburðarríkt búið að gerast , miklar breytingar hafa orðið og lítill tími verið til að meðtaka . Hér voru falin 20 páskaegg og var það löng og skemmtileg skemmtun að fylgjast með fólki hlaupa hér á milli hæða og eyða endalausum tíma í að fara eftir vísbendingum og leita að páskaeggjum . Ég féll gjörsamlega fyrir henni . Meira að segja nafn úlpunnar er æðislegt ! Árið 2018 var eitt það viðburðaríkasta , erfiðasta og lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað . Hef ég því verið að juggla ansi mörgum boltum á lofti og reyna að láta allt ganga upp . Sem betur fer veit ég að þetta er bara tímabil og að allt kemst í eðlilegt horf í næstu viku þegar fækkar um eitt stórt og tímafrekt verkefni . Heppilegt að hafa flugvöllinn hér hliðina á húsinu mínu og flugið á milli Reykjavíkur - Akureyrar tekur bara hálftíma . Ég rétt náði að drekka einn kaffibolla og þá vorum við lent . Það sem er nú frásögu færandi og skemmtilegt varðandi þessa frumraun mína í innanlands flugi er það að ég missti næstum af fluginu heim . Flugið mitt var klukkan 9:45 og mæting er 40 mínútur fyrir flug . Ég hringdi því á leigubíl klukkan 8:40 þar sem ég vissi ekki hvað allt tæki lang ...
Þessa dagana hef ég því mest megnið verið í því að átta mig á hlutunum , leyfa öllu að setjast og njóta . En maí mánuður er búinn að einkennast af uppskeru . Uppskeruhátíð hjá Jasmín eftir sundæfingar vetrarins var ansi skemmtileg með grillveislu og wipeout braut . Eldon fékk að vera með á uppskeruhátíðinni og fóru þau systkinin endalaust margar ferðir yfir brautina . Eldon ætlar að byrja að æfa sund í haust þar sem hann fann að hann var ekki nógu syndur til að vera án kúta í djúpu lauginni . Það var dásamlegt að fylgjast með þeim , hvað þau skemmtu sér vel og hvað þau voru samrýmd og dásamleg . Sóley Mist útskrifaðist stúdent 25. maí . Hún er nýorðin 17 ára , tók stúdentinn á tveimur og hálfu ári með frábærar einkunnir og fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku . Hún fór ári á undan jafnöldrum í grunnskóla og tók allt 10. bekkjar námsefnið á hálfu ári . Algjör snillingur þessi dugnaðar dama mín ♡ Það náðist mynd af átta af níu dömunum mínum þar sem Helga Sóley var með ansi þéttskipaða veisluboðsdagskrá í útskriftir og fermingu þennan dag . Ég er svo óendanlega lánsöm og þakklát fyrr alla snillingana mína ♡ ♡ Fanney Sandra átti 21 árs afmæli sama dag og Sóley útskrifaðist og Líam Myrkvi verður eins árs núna á laugardaginn 1. júní . Um kvöldið þennan sama dag var svo lokahóf Selfoss þar sem Perla Ruth fékk viðurkenningu sem besti leikmaður ársins og markahæst . Perla er einmitt núna með landsliðinu í Noregi og fara þær síðan til Spánar þar sem þær spila fyrri leikinn við Spán í umspili um sæti á HM . Síðari leikurinn verður svo hér heima 6. júní : D Á mánudeginum eftir helgina útskrifuðust Myrra Venus og Bæron Skuggi svo úr leikskólanum með kveðjustund og íspartý úti í leikskólagarðinum þar sem deildir þeirra beggja voru saman komnar . Bæron alltaf með þessa Hulk hanska sína hahahaha Máney Birta og Helga Sóley náðu einnig öllum áföngum á misserinu í fjölbrautanámi sínu : ) Þetta er því búið að vera ansi magnaður og gleðilegur mánuður og mun uppskeran bara halda áfram og endalaus tækifæri og skemmtun vera framundan hjá okkur . Við erum rétt að byrja að kynnast nýja húsinu okkar og umhverfinu , já og elskum að eiga heitanpott í garðinum : D Höfrungarnir mínir Myrra og Bæron : ) Framundan hjá mér er svo að fara að skoða í kringum mig og finna hvar vantar sálfræðing og hvar mig langar til að vinna og halda áfram að koma okkur fyrir : )
Í gamla daga var talað um iðrun – og iðrun er það að úthverfa því sem er hið innra . Við getum notað ýmis orð um þetta ferli . Við getum talað um viðsnúning , sem verður í lífi okkar flestra með einu eða öðru móti , og við þurfum að ná heilsu og iðka heilindi til að viðsnúningur sé góður og gjöfull . Fyrirgefning er mikilvægt atriði í viðsnúningi – og varðar ákveðna þætti lífsins og ekki síst hið himneska – guðlega samhengi . Strákurinn í Eyjum Einu sinni svindlaði strákur á prófi . Mamman komst að glæpnum . Drengurinn varð skömmustulegur og sagði við hana . “ Ég ætla að biðja Guð fyrirgefningar . ” “ Já , það er ljómandi , ” sagði mamma . “ En það er ekki nóg . Þú verður líka að fara í skólann og biðja kennarann fyrirgefningar ! ” Það fannst strák verra en lærði þá lexíu , að það er ekki nóg að tala . Iðrun er ekki alvöru nema hún hafi áhrif á atferli og samskipti . Iðrun er ekki privatmál heldur hefur samfélgsvídd . Iðrun er ekki einkamál . Við gerum öll eitthvað rangt , sem hefur slæmar afleiðingar . Við segjum eitthvað , sem særir og jafnvel grætir . Við hittum fyrir viðkvæmt hjarta eða segjum eitthvað óvart , sem veldur misskilningi og jafnvel vinslitum . Á að biðjast fyrirgefningar á slíku ? Já , en hvað um þau , sem gera rangt en iðrast ekki ? Er hægt að fyrirgefa þeim án þess að þau viðurkenni brotið ? BergmannEinu sinni horfði ég í beit á flestar kvikmyndir Ingmar Bergman og síðan á ítarefni og þar á meðal viðtal við hann . Bergmann sagði frá samskiptum sínum við kvikmyndagagnrýnanda , sem hafði gagnrýnt mjög verk hans mörgum áratugum áður . Bergman hafði greinilega þörf fyrir að ræða um þennan mann og hversu illa gagnrýnandinn hefði farið með sig , hvernig honum leið og hversu illa fjölskyldan varð fyrir barðinu . Gagnrýnandinnn var uppteiknaður sem vondur maður . En sá hafði enga möguleika til varnar því hann var löngu dáinn . Til að ekkert færi milli mála sagði kvikmyndajöfurinn ískalt , að það skipti hann engu máli þótt hann væri dáinn : “ Ég vona að hann rotni í helvíti ! ” sagði Bergman . Sem sé fullkomið hatur . Þú hefur væntanlega hitt fólk sem hatar og getur alls ekki fyrirgefið . Hvað með það ? Svo eru þau sem eru siðblekkt eða siðblind og sjá engan skilsmun á góðu og illu – og tjá því enga iðrun . Og þessi hópur er líklega 1 - 2% fólks . Áföll slíkra manna eru aðeins að fá ekki vilja sínum framgengt . En er hægt að fyrirgefa , þegar engin afsökunarbeiðni berst ? Er hægt að fyrirgefa ef engin iðrun er að baki og ekkert hjartanlegt “ fyrirgefðu . ” Iðrun og fyrirgefnin Fyrirgefning varðar margt og er alls konar . Hvað átti að gera við gamla komma austurblokkarinnar eftir fall kommúnismans ? Þeir játuðu sumir brot sín með vörunum og töldu það nóg til að þeir fengju syndakvittun og möguleika til nýs pólitísks lífs . Í Suður Afríku komu margir fyrir Sáttanefndina sem þeir Mandela og Tutu stofnuðu til . Margir þráuðust við – iðruðust ekki . Oft er það svo að iðrun verður ekki fyrr en augu hinna seku eru glennt upp , eins og sjá má af iðrunarmynd Einars Jónssonar í Hnitbjörgum . En svo eru tilvikin þegar krafan um iðrun sem forsendu fyrirgefningar er óraunhæf . Margt verður og fellur utan við mannlega fyrirgefningu ; engin beiðni berst og enginn getur fyrirgefið . Dæmi um þetta eru svonefndir “ glæpir gegn mannkyni ” sem enginn getur fyrirgefið algerlega . Þjóðir og hópar geta fyrirgefið , en glæpinn er ekki hægt að gera upp . Þegar fólk var að gera upp hrylling seinni heimsstyrjaldar gerðu hinir marxísku spekingar Frankfurtarskólans sér grein fyrir að til er eilíf sekt . Horkheimir og Adorno sögðu að Guð væri “ nauðsynlegur ” eins og þeir orðuðu það , til að vinna úr glæpum nasismans . Þegar samskipti manna eru gerð upp stendur ávallt út af hið illa , hið ógurlega sem aðeins Guð getur tekið á . Og þar erum við komin að kviku trúar og kristni . Afstaða Jesú – átrúnaður fyrirgefningar Jesús umbreytti allri lagahyggju hins gyðinglega átrúnaðar , bar elsku til fólks , var elskan holdi klædd í samskiptum og benti í öllu og ávallt á þann sem elskar . Og okkar mál er að innlifast þeim veruleika í lífi , samskiptum og siðferði . Kristnin er framar öðru átrúnaður fyrirgefningar af því að guðsmynd Jesú er hin lífgefandi þvert á kalt réttlæti og endurgjaldshyggju . Rúrí framdi eftirminnilegan gjörning hér í Hallgrímskirkju fyrir fimmtán árum . Myndskeiðum af fossum Íslands var varpað á alla veggi , súlur og hvelfingar kirkjunnar . Kirkjan umbreyttist í fossaheim . Við , sem vorum í kirkjunni , urðum sem fossbúar , í margföldum Dettifossi í margföldu Jökulsárgljúfri . Ofurdrunum gljúfurrisans var varpað með hátölurum um allt rýmið og blandaðist orgelþrumum kirkjunnar . Hávaðinn var rosalegur . Gjörningurinn fyllti skilningarvit , huga og líkama reynslu , sem var marga daga að setjast til . Kirkjurýmið er alla daga náttúrutengt en varð allt í einu annað en ég hafði áður upplifað . Vatnaveröld heimsins var í kirkjunni . Tilfinningin fyrir heilagleika var sterk . Þessi mikla kirkjan hafði orðið eitt með náttúrunni , vatn og andi voru eitt . Í þessari samþættun birtist kraftur , eitthvað stórfenglegt kom og fyllti okkur sem vorum svo lánsöm að lifa þessa stund . Tilfinningin fyrir hinu ríkulega fyllti sálina . Guðsvitund er ekki aðeins tengd hinu smágerða heldur líka hinu rosalegasta . Kirkjuskipið var sem steinker fyllt lífsgæðum . Við urðum fyrir hrífandi vímu sem greip og umbreytti . Mér varð þetta vitjun – Guðskoma . Krísan í Kana Hjónavígslusagan í Kana er saga af veislu og bruggaranum Jesú . En hvað er aðalatriði þeirrar sögu ? Var það , að töframaður var uppgötvaður ? Nei . Vissulega er þetta oft nefnt fyrsta kraftaverkið . Jesús var að byrja starfsferil sinn . Í Kana var hann prívatpersóna á ferð með mömmu og vinum . Þetta var fjölskylduveisla . Svo verður þessi pínlega sena , að veislukosturinn er búinn . Allir sómakærir veisluskipuleggjendur hræðast slíkt og reyna að fyrirbyggja að svo verði . María , Jesúmóðirin , kom hlaupandi og sagði syni sínum að nú væri illt í efni , vínið væri búið . Jesús spurði : “ Hvað kemur það mér eða þér við ? ” En María bjó svo um hnúta að Jesú yrði hlýtt , ef hann gerði eitthvað í málum . María var áhrifavaldur . Góður bruggari er nákvæmur í mælingum og þjónarnir fylltu mikil steinker – og hvert kerald tók um hundrað lítra . Þau voru ekki bara tvö eða þrjú heldur sex . Engin veit um fjölda veislugesta , né hvað menn voru búnir að drekka mikið áður en allt kláraðist . En það er nú ólíklegt , að veislugestir hafi verið búnir að svolgra meira en hálft tonn af áfengi ! En nú voru kerin fyllt og undrið varð . Hvað þýðir svona texti ? Getum við lært eitthvað af honum ? Í kjallara þessarar kirkju er öflugt AA og Al-Anon starf . Er boðskapurinn hér uppi í hróplegri andstöðu við stefnuna niðri ? Er Jesús í Kanasögunni meðvirkur barþjónn ? Nei , málið er dýpra en svo yfirborðsleg túlkun . AA menn hafa aldrei haldið fram , að áfengi væri djöfullegt , heldur að misnotkunin væri vond . Vissulega voru þau til sem mislíkaði , að Jesús væri glaður og til í gleðskap . Hann var uppnefndur vínsvelgur og gleðimaður . Sagan fjallar um annað og mikilvægara en vín og notkun þess . Aðstæðurnar í Kana eru , að gleðiríkur viðburður er á barmi skandals . Hjónavígsla er jafnan stórkostlegasta veisla hvers samfélags . Við þekkjum hversu ægilegar afleiðingarnar geta orðið , ef samkvæmi er illa undirbúið eða einhverjir bregðast í skipulaginu . Í guðspjallinu er ekki um neinar smáreddingar að ræða , ekki hlaupið í næstu hús til að sníkja dreitil hér og lögg þar – eða hringt í “ góða bíla . ” Nei mörg risaker , stórar steinþrær . Þetta finnst mér einna hnyttnast í textanum . Áherslan er , að þegar allt er í rugli , er lausn Jesú ekki hæfileg heldur stórkostleg og handan við allt , sem brúðkaup í litlu þorpi þarfnaðist . Hvað merkir það ? Jú , þegar tími Jesú kemur eru engar smáskammtalækningar , heldur yfirdrifin gnægð . Jóhannesi guðspjallamanni var í mun , að minna fólk á að Jesús er Guð hins mikla , ofurveruleikinn í smáheimi manna . Í guðspjallinu er tjáð vissan um að Jesús ætti erindi við alla , ekki bara Gyðinga heldur líka Grikki , allt mannkyn . Því minnir ritari guðspjallsins á , að Jesús getur breytt vatni í vín rétt eins og Bakkus í grískri goðafræði . En Jesús er meiri en vínguðinn . Einkenni veraldar Jesú er hann býr til mikið magn og líka það besta . Hjá honum fara magn og gæði saman . Jesús er ekki aðeins mikill , heldur undur lífsins , skapandi höfundur sem opnar framtíð . Þarna eru skilaboðin . Vínþurrð er tákn um smæð og vanda en víngjöfin í textanum vísar til anda Guðs , sköpunar Guðs , lausnar Guðs , komu sjálfs Guðs . Erum við í boðinu í Kana ? Kemur þetta þér við ? Á þessi vínveisla erindi við þig ? Já vegna þess , að ólánsveislan í Kana er sena um líf okkar , tákn um hvað við erum og upplifum , sem einstaklingar , en líka sem hópar , kirkja , þjóðir og menningarfylkingar . Öll lendum við í Kanakreppunni á einn eða annan hátt . Hefur einhver tíma orðið óhapp eða skandall í þínu lífi ? Verða ekki slys og áföll í samfélögum , sem enginn hafði búist við eða séð fyrir ? Í pólitík , efnahagslífi , samskiptum þjóða og meðferð náttúrunnar koma óhjákvæmilega tímar þegar vínið er búið og veislan hljóðnar . Ekkert áfall er svo stórt , að Guð geti ekki skapað kraftaverk í miðri ógninni . Engin sorg er svo djúp , að hann megni ekki að lýsa í afgrunn myrkursins . Engin náttúrvá er svo megn , að Guð sé ekki nálægur með bæði hjálp , hönd og huggun . Engin siðógn eða trúarglíma kirkjunnar er svo slæm , að vínþurrð verði í Guðsríki ! Engin átök menningarheima er án vonar um , að kraftaverkið verði . Engin kreppa í samskiptum trúarbragða er svo slæm , að hinn mikli víngerðarmaður eigi ekki nóga andagift til að halda samkvæminu á floti . Gnótt guðsríkisins Þetta er það sem Jóhannes vill segja með því að skvetta yfir okkur úr kerunum . Textinn er um skömm , áfall og svo hins vegar um nánd og gjörning Guðs . Í krafti hvers lifum við ? Jesústarfið opinberar , að lífið er meira en hið smáa og aðkreppta . Lífið er stórkostlegt , yfirfljótandi gæði og möguleikar . Þegar þú hefur tæmt alla möguleika , aðstæður eru hörmulegar , þú ert niðurfallin eða hrapaður í gímald einsemdar , depurðar og áfalls , þá er tími kraftaverksins kominn . Það er kallað á máli kristninnar að dauðinn eó en lífið lifir – að Jesús Kristur er upprisinn – að við búum í ríki Guðs þrátt fyrir að við séum í þessum heimi . Stærri veisla – meira flóð Þegar vatnsflóðið steyptist um alla Hallgrímskirkju opnaðist fyrir mér , að auðvitað megum við alla daga að lifa í þeim veruleika , að Guð kallar okkur til meiri og stærri veislu en við höfðum ímyndað okkur . Kirkjuskipið er mikið , kirkjurnar eru steinþrær guðsríkisins . Anda er þörf og máttur Guðs er í boði . Af sjálfri sér og brjóstviti sínu er kirkjan ekkert annað en smáskrall , sem þarf kraftaverk til að umbreyta í veislu himinsins . Náttúran er stór og mikil , en þó aðeins ofurlítill daggardropi í þeim stórsjó sem elska og undur Guðs er . Ástin og unaður í samskiptum er aðeins stroka í því stórfaðmlagi og ástaleik sem Guðsríkið er . Á neðri hæð kirkjunnar berjast menn gegn áfenginu en á efri hæðinni er mælt með að Jesús breyti vatni í vín ! Rónarnir koma óorði á brennivínið , við á lífið , en ofangæðin fossa úr stórkeröldum himinsins fyrir alla og á öllum hæðum jafnt . Áföll eru hluti lífs í þessum heimi . Öll partý enda í vandræðum ef Jesús er ekki boðinn . Öll mannleg skipan , siðferði , samskipti og líf munu spillast og ekki ná hæðum nema í samskiptum við þennan , sem á svo mikil gæði að gefa að engin botn er á . Lífsveislan verður ekki góð nema honum sé boðið . AA mennirnir skilja þennan boðskap . Það er ekki svo ólík prédikunin efra og neðra , vegna þess að við erum í sama boði – í Kana – og vitum hver blessar stóru kerin . Vinkona mín sendi mér mynd af sér fyrir framan eftirlíkingu af Hallgrímskirkju . Henni þótti greinilega gaman að hafa rambað á kirkjuna á óvæntum stað . Hún var í Gardens by the Bay í Singapore . Í þeim miklu garðahvelfingum hefur verið sett upp norræn jólasýning með táknmyndum Norðurlanda . Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands . Fyrir framan kirkjuna voru svo pokar og krukkur með mat sem notaður er á Íslandi , s.s. hveiti og sykri . Hallgrímskirkja er í garðahvelfingu Singapore . Í vaxandi ferðamannastraumi til Íslands varð Hallgrímskirkja táknbygging í hugum ferðamanna . Íslenskir auglýsendur fóru svo að nota kirkjuna sem logo í auglýsingum – ekki aðeins fyrir útlendinga heldur líka fyrir Íslendinga . Ferðalag myndarinnar af Hallgrímskirkju um hugheima veraldar heldur áfram og einn áfangi á þeirri ferð er sýningin í Singapore . Takk Sigríður . En Guð er húmoristi og ég hef eignast fimm börn . Hvað get ég gert í þeirra þágu ? Og ég tek alvarlega framtíðarkvíða æsku heimsins og líka að mín kynslóð hafi gert hrapaleg mistök á kostnað fólks og framtíðarlífs plánetunnar . Er framtíðin ógnvængleg ? Hvað er til ráða ? Fyrr á árinu söfnuðust framhaldsskólanemar hér fyrir framan Hallgrímskirkju . Unga fólkið hélt á slagorðaspjöldum – um mikilvægi loftslagsverndar . Það er löngu kominn tími á aðgerðir . “ „ Það er engin planet B. “ Þetta eru ábendingar nokkurra spjaldanna . Hvað með stuld framtíðar ? Loftslagsvá , plastmengun hafanna , brennandi Ástralía og skelfilegir gróðureldar á öðrum hlutum jarðarkúlunnar . Það er eins og dans tímans sé að hægjast . Börn heyra fréttir , unnið er með þær í skólum og æ fleiri taka viðvaranir alvarlega um klemmda eða lokaða framtíð . Hvernig getum við brugðist við , hvað eigum við að gera ? Hvað á að gera við tré , sem ekki ber ávöxt ? Bændur veraldar fella slík tré . Eigandinn vill því höggva , en garðyrkjumaðurinn vill þó veita enn einn séns . Lengi skal tré reyna – rétt eins og menn . Hvað á að skera niður ? Og hafir þú ekki enn lesið bókina um Gretu Thunberg og fjölskyldu hennar hvet ég til að þú náir þér í JPV-bókina Húsið okkar brennur . Þar er sögð merkileg saga flókins fjölskyldulífs , sem skýrir af hverju Greta er hert í eldi lífsreynslunnar . Það er hjartagrípandi bók um lífsbaráttu , en ekki bara um loftslagsmál . Skólaverkfall hennar , borgaraleg óhlýðni , hefur orðið fyrirmynd um aðgerðir . Unga fólkið á Vesturlöndum hefur vaknað til vitundar um skyldur sínar gagnvart framtíð heimsins . Er nýtt ár möguleiki ? Er staða Boeing-samstæðunnar orðin táknmynd um svik , blekkingar , slys og hrun heimsbyggðarinnar ? Er neysla okkar , óréttlát skipting gæðanna slík , að framtíðin er að lokast mönnum ? Margir ímynda sér að trú sé fyrst og fremst einkamál og varði sálarró . Hið andlega sé aðalmálið en líkami , efni , peningar , mengun og samfélag sé eitthvað óæðra . Það er komið að því að við hættum að rugla . Loftslagsvá , mengun náttúrunnur og skrímslavæðing stjórnmálanna eru mál sem Guð skiptir sér af og trúmönnum er skylt að beita sér í . Við höfum ekki lengur leyfi til að drepa eina milljón fugla og eitt hundrað þúsund sjávarspendýr árlega vegna plastsóðaskapar . Hið sama gildir um útblástur sem eyðileggur jafnvægi veðurkerfa og hið fínstillta jafnvægi lífvíddanna . Þegar þú skrúfar frá krana í eldhúsinu heima hjá þér nú á eftir streymir dásamlegt vatn frá uppsprettu lífsins . Hið hræðilega er þegar fólk segist elska börnin sín og barnabörn en stelur samt af þeim . Hvað um Guð og opnun tímans ? Á heimilum okkar og vinnustöðum , í neyslu okkar og meðferð lífsgæða , hvernig við verjum atkvæði okkar og notum peninga . Ef stjórnmálamenn og leiðtogar okkar eru geldir eins og ávaxtalaust tré eru þeir búnir að fella axardóm sjáfra sín . Tíminn er kominn . Guð er aldrei í fortíð eða bara í nútíð . Í sorg hljómar hvísl vonarinnar . Gegn mengun hljóma textar vona og hugstyrkingar . Guð gefur börnum líf gegn heimsenda . Opna hug þinn og hjarta . Snúðu þér til framtíðar . Boðskapur kristninnar er upprisuboðskapur Guðs og talar til framtíðarkvíðans . Við megum gjarnan taka stefnu en Guð hefur unnið það mikilvæga áramótaheit að standa með okkur við að opna framtíð lífs á jörðu og kynslóða framtíðar . Við , prestar Hallgrímskirkju , þökkum ykkur – söfnuði , starfsfólki , sjálfboðaliðum , tónlistarfólki , vinum og nærri milljón erlendum gestum samfylgdina á árinu 2019 . Hlið himins er fyrir lífið og í þágu lífs . Lexía : Hlj 3.21 - 26 , 40 - 41 En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég : Náð Drottins er ekki þrotin , miskunn hans ekki á enda , hún er ný á hverjum morgni , mikil er trúfesti þín . Pistill : Róm 8.31 b - 39 Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur ? Og meira en það : Hann er upprisinn , hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur . Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists ?… Hví á það að vera engum til gagns ?
Myndin er af fyrsta hópnum sem kom að mínum dyrum og ég dáðist að hve börnin og foreldrar þeirra höfðu lagt mikið í búningana . Þessi messudagur er í íslensku þjóðkirkjunni fyrsti sunnudagur í nóvember . Fyrir þeim var beðið og messað . Dagurinn var helgaður minningu látinna . Gefðu nammi eða þú hefur verra af .
Ólafur kom til Íslands í síðustu viku . Skiptir það einhverju máli ? Skipulag guðshússins er merkilegt . Altari í kirkju er staðsett á áhrifaríkasta bletti rýmisins . Þegar fólk kemur að altarinu finnur fólk , að það er statt á „ heitum “ reit , sem trúmaðurinn kallar heilagan stað . Sjónarhornið Sjónarhorn skipta alltaf máli , alla menn í öllum efnum , líka í kirkjulífi , listum og trú . Hvað sérðu þegar þú situr á kirkjubekknum og horfir inn í kórinn ? Þú sérð ekki bíla , hús eða mannlíf heldur himinn , skýjafar og leik ljóssins í skýjabólstrum . Augun leita fram og upp og hlið himins opnast . En hvað sér maður í kórnum ? Sjónsvið prestsins er allt annað en sýn safnaðarins . Við altarið leita augun ekki lengur upp í himininn , til skýja , fugla eða himinljósa . Þetta er raunar makalaus áminning fyrir öll , sem eiga erindi í kór og að altari . Þegar komið er í hið allra heilagasta breytist sjónsviðið . Fyrir augliti Guðs sér maður menn og náttúru ! Þegar menn leita Guðs sem ákafast þá opnar Guð mönnum sýn – ekki inn í himinn og eilífð heldur beint inn í heim tímans , til mannfólks og náttúru . Þegar við sjáum Guð beinir Guð sjónum okkar að veröldinni , sem þarfnast okkar og verka okkar . Þetta er stílfærð vonarveröld þar sem pardus , ljón , kýr , kálfar , nöðrur og börn eru öll vinir . Þegar við tengjum þessa markmiðssýn við raunaðstæður mengunar lífheimsins verður hún enn ágengari . Að trúa er ekki að fara úr þessum heimi og vakna til annars , heldur er trú tengsl og hefur siðlega vídd , að vera til taks fyrir fólk og veröld . Guð elskar og við erum samverkafólk ástariðju Guðs . Niður er leiðin upp ! Kirkjugangurinn og leiðin að altarinu er til íhugunar . Trú , sem ætlar sér bara að veita mönnum gott símasamband við Guð í hæðum – en tengir fram hjá fólki í vandræðum – er guðlaus og þar með trúleysa . Guð elskar og kallar okkur til að elska líka . Guðsnánd felur í sér mannnánd og náttúrunánd . Aðventa Þegar Ólafur Elíasson kom í Hallgrímskirkju fór hann upp í turn til að skoða sig um . Hann fór svo og opnaði sýninguna í Listasafni Reykjavíkur . Hann sagðist hafa verið að þvælast upp í kirkjuturni með Sigga presti ! Leiðin upp er leiðin niður í dali manna og ríki lífs . Ljósmynd með þessari íhugun er tekin af Ólafi Elíassyni .
Gleðileg jól . Hvað veitir gleði og hvað kallar fram mesta hamingju ? Hvernig tengjust við fólki , lífi og sjálfum okkur ? Hvernig lifum við ? Fyrr í þessum mánuði lést maður , sem ég þekkti . Hann stóð alla tíð lífisins megin , þjónaði fólki og veitti þúsundum heilsubót . Hann varð fyrir áföllum í lífinu en bugaðist ekki heldur þroskaðist í eldi lífsreynslunnar . Hann var vitur maður og mat gæði lífsins mikils . Meðal annars hafði hann áhuga á tónlist og fólkið hans söng . Svo brast heilsa hans og fyrr á árinu var ljóst að komið væri að lífslokum . Undir það síðasta gat hann ekki lengur talað . Síðustu vikurnar komu börn og ástvinirnir til hans og sungu fyrir hann og umvöfðu hann elsku . Lífi hans lauk nú á aðventunni . Síðustu dagana sungu þau fyrir hann aðventu - og jólasálma . Vonarstef aðventusálmanna hljómuðu . Gleðiefni jólasálmanna liðuðust að grunnri öndun hins deyjandi manns . Svo var komið að Heims um ból , erkisálmi íslenskra jóla . Og dóttir hans söng jólasálminn fyrir föður sinn . Í síðasta versinu lést maðurinn og fór inn í himininn . Um hvað fjallar síðasta erindið í Heims um ból ? Það er um englasönginn frá himnum . Og líka um frið á jörðu því Guð umvefur þau , sem eiga sér samastað hjá syninum – eru vinir Guðs , vinir Jesú Krists . Þegar dóttirin söng „ samstað syninum hjá “ fór faðir hennar inn í himininn . Tíminn endaði og eilífðin byrjaði . Barnið , sem fæðist á jólum , kom til hins deyjandi manns . Þeirra samastaður var hinn sami . Sálmurinn Heims um ból er jólasálmur . Guðspjallssagan í Biblíunni er jólasálmur líka . Allir jólatextarnir eru ljóðrænar tjáningar um hið mesta og besta , sem hægt er að tjá . Eru þessir textar blekkingasögur og ótendar við lífið , glimmersögur sem sem eru fyrir börn og hrifgjarnt fólk ? Nei . Þessir textar eru um það sanna og mikilvæga . Jólasagan er vissulega litrík . En það er engin ástæða til að taka skynsemi úr sambandi til að njóta hennar og virða . Jólaboðskapurinn er ekki fyrst og fremst um meyjarfæðingu , um vitringa , englaskara eða að Jesús fæddist í Betlehem . Þetta eru atriði varðandi umgjörð fremur en inntak . Erindi jólanna varðar ekki heldur hvort Jesús Kristur fæddist árið 1 , árið 0 eða 4 árum eða 6 fyrir tímatal okkar . Helgisögur eigum við ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega . Trúin leitar að inntaki að baki bókstaf sögunnar – þarf að kafa í merkingu , meiningu , en staldra ekki í forskála sögunnar . Veruleiki helgisögu varðar gildi og dýpt . Hvernig eigum við að nálgast og túlka helgisögur ? Fólk fortíðar gerði sér vel grein fyrir staðreyndum og túlkun . Ytri veruleiki væri eitt en síðan mætti sjá mynstur , dýpri sannindi , viðmið og siðgildi menningar og einstklinga . Þau kunnu að greina að meginmál og aukaatriði . Þau skildu flest hvenær saga var krydduð og hvernig flokka ætti í viðburðasögur , viskusögur , kennslusögur , skemmtisögur eða siðkennsludæmi . Saga er meira en samsuða nokkra atriða um hvar , hvenær , hvernig og af hverju . Við þörfnumst meira en bara staðreynda til að líf okkar öðlist gildi og við njótum þess . Ást okkar á fólki verður hvorki vakin né kæfð vegna staðreynda einna . Lífið er meira en efnisveruleikinn . Þegar við lesum klassík , hvort sem er Biblíuna eða rit fornaldar , er vert að muna að lengi voru sögur og viðburðir marglaga og oft fjórþrepa . Það var túlkunarháttur , sem vestræn kristni tók í arf úr v-asísku og grísku samhengi . Hið fyrsta var , að nálgast viðburði í ljósi staðreynda , rétt eins og góðir fræðimenn og fjölmiðlafólk gera . Önnur túlkunarvídd var spávíddin sbr. allir textarnir í gamla testamentinu sem sögðu fyrir um uppfyllingu í Jesú Kristi – nú eða rannsóknir náttúruvísindamanna um mengun , sem hafa forspárgildi varðandi þróun veðurfars og þróun lífs á plánetu okkar . Þriðja merkingarlagið varðaði siðvit og andlega visku . Rétt eins og við verðum fyrir áhrifum frá þroskuðu fólki getum við gert annað fólk fortíðar að viðmiðum okkar á lífsgöngunni og hvernig við getum orðið ábyrgari í athöfnum og samskiptum við aðra og náttúruna . Svo er síðasta víddin og varðar framtíð , hinstu tíma og eilífðina . Samstaðurinn í eilífðinni hefur áhrif á hvernig við lifum í þessu lífi . Staðreyndir þurfa samhengi . Öll þörfnumst við næringar líkama , en líka andlegt fóður og gjöfula menningu og réttlátt samfélag . Við erum ekki einvíddar heldur fjölvídda . Merking er alls konar , söguleg og staðreyndir en líka andleg , siðferðileg , samfélagsleg , tilfinningaleg og trúarleg . Jólasagan er helgisaga . Og slíkar sögur eru flétta stefja , ímynda og minna , sem þjóna boðskap eða virkni helgisögunnar . Við megum reyna að skræla burt það , sem ekki hefur í okkar samtíð skiljanlega skírskotun til hins guðlega . Forðum voru kraftaverk talin skýr tákn um Guðsnánd , en eru það ekki lengur . Vitringar voru tákn um stórviðburði og þjónuðu þar með ákveðnu hlutverki mikilvægis . En þannig er það ekki lengur . Svo var þjóðmenning og túlkunarhefð að baki í Biblíunni , sem var eins og stýrikerfi , sem stjórnaði hvaða atriði varð að nefna til að hægt væri að gera skiljanlega dulkóðun merkjakerfisins , hvernig átti að segja hlutina til að samhengið væri ljóst . Þetta var túlkunarhefðin , sem stýrði skilningi . Í spekibókinni Litla Prinsinum segir refurinn við drenginn þessi merkilegu orð : “ Hér er leyndarmálið . Það er mjög einfalt : Maður sér ekki vel nema með hjartanu . Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum . ” Við ættum ekki að láta hið yfirborðslega í jólasögunni rugla okkur og ekki taka söguna bókstaflega . En hvernig eigum við þá að skilja hana alvarlega ? Þegar allt er skoðað og líka með hjartanu er boðskapurinn að Guð elskar . Guð tjáir þá ást með róttæku móti , ekki aðeins skriflega , bréflega eða með fréttatilkynningu í helgri bók . Guð sendir ekki fyrirskipanir og skoðanabombur eins og gamaldags einvaldur , heldur kemur – í eigin persónu . Þegar við játumst veruleika þess , að Guð er og elskar , verður nýr samastaður okkar til . Við verum börn tíma en líka eilífðar , að við megum lifa hamingjuna í samskiptum við fólk og náttúru og líka lifa í opnum tengslum við himininn . Hvert barn – hver lifandi mannvera – getur skilið með hjartanu . Sannindi lífsins verða ekki bara túlkuð með vitsmunum , heldur lifuð á dýptina . Engin stærri gjöf fæst í lífinu , heldur en þegar sagt er við okkur og tjáð með margvíslegu móti : „ Ég elska þig . “ Í því ljósi megum við hugsa og lifa guðssambandið – og tjá hvernig Guð er : Guð elskar ákaft og ævinlega . Í trú lærir þú að skynja , að alltaf er Guð að tala – á öllum stundum lífsins , á álagstundum , á hátíðum , með börnum , þegar þú faðamar ástvini þína . Alltaf eru skilaboðin þau sömu , tjáningin hin sama : „ Ég elska þig . Mig langar til að vera þinn og langar til að þú sért mín og minn . ” Samastaðurinn Þegar við syngjum jólasálmana syngjum við um ást himinsins á heiminum . Og þegar Heims um ból er sungið kyssir himinn heim . Og því er undurfagurt þegar lífi lýkur í ómfangi sálmsins – að eiga heima , hvílustað hjá Guði . Það er margvídda mál að fara úr tíma og inn í líf himins , fara úr fangi ástvina inn í Guðsfangið . Þú ert elskuð og elskaður , þú mátt njóta þess að lifa , njóta þess sem þér er gefið , horfa í augu fólksins þíns og sjá í þeim undur lífsins . Samastað syninum hjá . Gott líf í heimi og gott líf í veröld Guðs . Orðið varð hold og bjó með oss . Jól þessa heims og annars . Guð gefi þér gleðileg jól . Meðfylgjandi mynd er eftir Karolínu Lárusdóttur og ég hef aðeins enskt heiti hennar : Wondrous Happenings .
Ég heyrði undursamlega sögu – fyrr í mánuðinum – hjá gleraugnasnillingnum , sem ég fer til þegar mig vantar spangir eða ný gler . Hann sagði mér , að hann hafi einu sinni verið kallaður til að útbúa gleraugu handa ungum dreng , sem var með svo brenglaða sjón , að hann hafði aldrei séð neitt nema í þoku . Í augum hans rann allt út í eitt , í óljósa , ófókuseraða litasúpu . Hann hafði aldrei getað beint sjónum sínum að neinu sérstöku , ekki séð puttana sína , hlutina í kringum sig eða brosandi andlit foreldra sinna . Augnlæknirinn og sjóntækjasérfræðingurinn ræddu um hvernig gler þyrfti til svo einhver bót yrði á sjón drengsins og niðurstaðan var að það þyrfti að vera gler í plús 24 ! Þegar gleraugun voru tilbúin fór vinur minn með þau til drengsins , sem lá vakandi og starði í óreiðu lita og forma . Augu hans hvörfluðu til og tilveran var úr fókus . Svo setti hann gleraugun varlega á drenginn . Honum varð greinilega mikið um því hann stirnaði upp , starði stjarfur fram fyrir sig og svo – allt í einu – breiddist stórkostlegt bros yfir allt andlit hans . Tilveran hafði allt í einu fengið form , litirnir aðgreindust og umhverfið birtist honum . Hann sá . Kraftaverkið hafði orðið og líf hans breyttist . Gleraugun breyttu öllu – einfalt tæki en afgerandi fyrir þroska , líðan og hamingju . Jól og síðan áramót . Hvernig verður tíminn og lífið ? Óskiljanleg litasúpa eða tími til vaxtar og gleði ? Engir fræðingar munu færa okkur hamingju . Við kaupum ekki frið og fögnuð . En við getum kallað hann fram og skapað . Við getum gefið af okkur og orðið öðrum til lífsbóta . Vaxandi hlutahyggja veldur tilfinningadoða fólks varðandi hamingjuleiðir . Sjálfhverft fólk hlutgerir ástvini sína og hættir að sjá þá sem undur lífs . Við þurfum að sjá , meta , virða og rækta . Hamingjan er alltaf heimafengin og vex við góð samskipti , athygli , nánd , hlustun og góða sjón . Helgisaga jólanna varðar ekki að við trúum hinu ótrúlega , sögum um vitringa , himindansandi engla og glimmersögu úr fjárhúsi , heldur að við sjáum með hjartanu og virðum vonir okkar og djúpþrá . Hvaða hugmyndir sem við höfum um Guð og trúarefni þráum við samt öll hið djúpmennska í boðskap jólanna . Tákn jóla vísa til dýpta , speki og gilda , sem veröldinni eru lífsnauðsyn . Þegar við leyfum okkur að vera sem ljóssækin börn eða horfum með hrifningu í augu ástvina erum við á hamingjuleiðinni . Sömuleiðis þegar við vitjum drauma okkar , sem við höfum lært að kæfa , með raunsæi . Jólin eru tími gjafa , en stærsta gjöfin sem við getum öðlast og opnað er lífsundrið , að tilveran er ekki leiksoppur myrkra afla og tilvera til endanlegs dauða , heldur þvert á móti , að nóttin er rofin barnsgráti Guðsbarnsins , sem er merkingarvaki allrar veraldar . Þegar lita - og formsúpa lífsins skerpist muntu uppgötva að alla tíð var það , sem persónudjúp þitt þráði . „ Maður sér ekki vel nema með hjartanu . Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum ” sagði refurinn í spekibókinni Litla prinsinum . Við þurfum ekki að horfa á hið yfirborðslega í jólasögunni og alls ekki taka hana bókstaflega . Við megum frekar leggja okkur eftir inntaki en umbúnaði , merkingu en ekki ásýnd . Drengurinn , sem fékk sjónina , er nú orðinn fullorðinn . Honum hefur farnast vel . Hann var séður af góðum foreldrum og góðum fagmönnum . Það er mikilvægt að sjá og vera séður . Og í hinu stærsta samhengi skiptir aðalmáli að sjón Guðs er í góðu lagi . Við erum ekki týnd í litasúpu milljarða manna eða sólkerfasúpu geimsins heldur erum við séð hvert og eitt . Við erum metin , skilin og virt . Guð sér okkur og kemur til okkar til að setja allt í fókus í veröldinni , náttúrunni og lífi fólks . Guð sér þig skýrt , í öllum litum , allar víddir þínar og brosir við þér .
Frábær kjúklingur og litríkur salatréttur . Undrið er að sjóða niður appelsínu , sem er ekki aðeins bragðundur heldur gleður niðursuðan augað . Appelsínuþeytingurinn niðursoðni er síðan góður á margt annað en kjúklinginn . Hægt er að nota vorlauk og klettakál í stað fennels . 1 appelsína – lífræn því börkurinn verður notaður ½ tsk saffranþræðir 2 fennel , þunnt skornir 15 gr kóríander smákorið 1 chilli , rautt smáskorið 2 hvítlauksgeirar , marðir trönuber ( þurrkuð ) hnefafylli og skorin ( má sleppa ) Forhitið ofninn í 200 ° C . Skerið ca. cm ofan og neðan af appelsínu . Skerið í 10 - 12 báta og hafið börkinn með . Gætið að fjarlægja steina . Setjið í pott . Vatnið yfir , hunangið sem og saffran . Hitið og sjóðið við vægan hita í nærri klukkutíma . Bætið örlitlu vatni við ef minna en ca þrjár matsk eru eftir í pottinum í suðunni . Þegar fullsoðið er – allt sett í matvinnsluvél og maukað . Á meðan appelsínan er að sjóða niður er kjúklingurinn pipraður og saltaður og settur í olíu , síðan steiktur í 2 - 4 mínútur á grilli eða á grillpönnu til að ná rákum á kjötið . Þessi ráksteiking er ekki nauðsyn en fyrst og fremst fegurðarauki – sem sé hægt að nota pönnu í staðinn . Síðan sett í ofnskúffu og fullsteikt í 20 – 25 mínútur . Tryggið að hvergi sé blóðsafi eftir í bitunum áður en tekið er úr steikingu . Þegar kjúllinn er farinn að kólna er hann rifinn niður með höndum í skál og helmingnum af niðursoðna appelsínumaukinu hellt yfir ( afgangurinn af maukinu sett í ísskáp og notað á feitan fisk síðar J ) . Hrærið og tryggið að allt kjötið verði marinerað af maukinu . Fennelið þunnskorna , krddurtirnar niðurskornu , chilli niðurskorið , granatepli og trönuberin í skál og sítrónusafinn yfir , sletta af ólíufuolíu einig og síðan salt og pipar . Allt hrært til svo safinn berist um allt . Síðan er kjötið fært í skálina og allt hrært saman . Allt mitt fólk , sem naut þessa réttar milli jóla og nýárs lofaði mjög . Fljótt aftur , var niðurstaðan . Þökkum Drottni því miskunn hans varir að eilífu . Amen . Upprunalega uppskriftin er úr Jerúsalembók Ottolenghi og Tamimi . Þökk sé þeim einnig .
En Guð er húmoristi og ég hef eignast fimm börn . Hvað get ég gert í þeirra þágu ? Og ég tek alvarlega framtíðarkvíða æsku heimsins og líka að mín kynslóð hafi gert hrapaleg mistök á kostnað fólks og framtíðarlífs plánetunnar . Er framtíðin ógnvængleg ? Ég tók myndir af spjöldunum og fór að skoða þær aftur í vikunni . Það er engin planet B. “ Þetta eru ábendingar nokkurra spjaldanna . Mengun hefur breytt lífkerfum heimsins og veldur streitu í samskiptum sem leiða til styrjalda og þjóðflutninga . Börn heyra fréttir , unnið er með þær í skólum og æ fleiri taka viðvaranir alvarlega um klemmda eða lokaða framtíð . Jesús segir kennslusögu , sem er skiljanleg – líka á okkar dögum . Ræktunarmenn vita að þá er næsta vel reynt . Það sem ber ekki ávöxt verður höggvið . Og hvað með framtíðina ? Eru ábyrgðarmenn heimsins geld tré sem bara stela næringu en bera ekki ávexti ? Það er hjartagrípandi bók um lífsbaráttu , en ekki bara um loftslagsmál . Skólaverkfall hennar , borgaraleg óhlýðni , hefur orðið fyrirmynd um aðgerðir . Er nýtt ár möguleiki ? Og svo endir ? En Guð sérhæfir sig ekki bara í sálarmálum . Samkvæmt Biblíunni er hið andlega , félagslega , náttúrulega og pólitíska allt þættir sem varða Guð og trú . Þegar unga fólkið talar skýrt og vísindasamfélagið einnig heyrum við rödd Guðs . Hið sama gildir um útblástur sem eyðileggur jafnvægi veðurkerfa og hið fínstillta jafnvægi lífvíddanna . Jörðin er heilög , helgur garður Guðs , og það verður fellt sem spillir eða skilar ekki ávexti . Við sem einstaklingar getum ekki bjargað heiminum , en öll getum við gert eitthvað . Á heimilum okkar og vinnustöðum , í neyslu okkar og meðferð lífsgæða , hvernig við verjum atkvæði okkar og notum peninga . Nei . Guð er í lífi , lífsbaráttu , góðum verkum og lífsgöngum unga fólksins . Guð kemur þar sem vonleysið er rammast , opnar og blæs krafti í fólk . Guð gefur börnum líf gegn heimsenda . Opna hug þinn og hjarta . Boðskapur kristninnar er upprisuboðskapur Guðs og talar til framtíðarkvíðans . Við erum bjartsýn vegna þess að Guð opnar tíma . Lexía : Hlj 3.21 - 26 , 40 - 41 En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég : Náð Drottins er ekki þrotin , miskunn hans ekki á enda , hún er ný á hverjum morgni , mikil er trúfesti þín . Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu ? Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists ?… Hví á það að vera engum til gagns ?
Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands . Fyrir framan kirkjuna voru svo pokar og krukkur með mat sem notaður er á Íslandi , s.s. hveiti og sykri . Hallgrímskirkja er í garðahvelfingu Singapore . Takk Sigríður .
Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land , hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ... Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar . Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis . Katrín H. Árnadóttir , viðskipta - og umhverfisfræðingurVináttan við Sigurð Árna og Elínu Sigrúnu hefur ætið verið umvafin elsku , trausti og virðingu . Hún hefur alltof lengi verið þolandi aðstæðna í stað þess að skapa sér eigin framtíð . Sr . Þannig persónu vil ég sjá sem biskup Íslands . Allar umsagnir í stafrófsröð Rakel Brynjólfsdóttir , háskólanemi og starfsmaður í æskulýðsstarfi kirkjunnarÉg styð Sigurð Árna til biskupsþjónustu . Hann leggur til grundvallar það starf sem ég tel mikilvægast í kirkjunni í dag , barna og unglingastarfið . Sigurður Sigurðarson , ráðgjafi í markaðsmálum og almannatengslumSr . Valborg Þóra Snævarr , hæstaréttarlögmaður , SeltjarnarnesiÉg varð afskaplega glöð þegar ég heyrði af framboði dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar til biskups og varð að orði að það væri besti kostur sem ég gæti hugsað mér . Ástæða þess er viðsýni hans , fordómaleysi , hlýja og gáfur . Steindór Haraldsson , kirkjuþingsmaðurÞað er mér sönn ánægja að lýsa yfir stuðningi mínum við dr. Sigurð Árna Þórðarson vegna framboðs hans til biskups Íslands . Það er trú mín að íslenska þjóðkirkjan eigi eftir að ganga inn í ... Sigurvin Jónsson , æskulýðsprestur og stundakennari við Háskóla ÍslandsÞau hjón , Elín Sigrún og Sigurður , eiga fallegt heimili og þar eru gestir umvafðir hlýju og kærleika . Hann er mjög góður hlustandi . Við samræður um eigin líðan skapast mikil nánd og opnar vel fyrir öll tjáskipti . Honum er þessi áhugi eðlislægur .
Sagt er frá fjöskyldu Jürgens í Þýskalandi . Að lokum varð hann leikmaður knattspyrnuliðsins Mainz og var hávær og glaðvær leiðtogi leikmanna . Hann varð svo þjálfari Liverpool 2015 og gerði miðlungslið að Evrópumeisturum og einu besta félagsliði í heimi . Þetta er nördabók , sem telur nákvæmlega upp leiki og úrslit , stöðu og átök í næstefstu deild þýsku knattspyrnunnar og síðan Bundeslígunnar . Um hápressustíl er bókin gjafmild . Bókin er ljómandi yfirlitsrit um knattspyrnuferil Jürgen Klopp og um þróun þjálfarans , en varla um nokkuð annað . Bókin er einkum skrifuð fyrir þýskan markað og ég lærði því heilmikið um þýska knattspyrnu , en eiginlega ekkert um enska . Stóru spurningum mínum um lífsskoðanir Klopps , sem ég hef áhuga á , er enn ósvarað . En maður lifandi , sjarmerandi er hann Kloppo , klókur , útsjórnarsamur , heillyndur og merkilegur hugsuður á sínu sviði . Ljómandi vel þýdd bók , sem fær þrjár stjörnur af fimm . Þess vegna er ég svona “ sagði hann . Ég á ekki heima í Íran eða Svíþjóð eða neinum einum stað . Með í för voru þrír þjálfarar , fararstjórar , foreldrar sem sáu um að unglingarnir fengju svefn , næringu og öryggi . En við fórum samt og ég sá ekki eftir að fara því hátíðin var áhrifarík . Stóri heimurinn skrapp saman og hið nálæga varð stórt . Ég er jarðarbúi . “ Við eigum þessa jörð sameiginlega . Ef höfin mengast meira og hiti hækkar enn frekar þá förum við ekki eitthvað annað , á hitt heimili okkar . Svo er í pistlinum fjallað um hið góða líf , sem okkur er boðið að lifa , heimsskipan sem tengir allt og alla og skapar lífgefandi jafnvægi . Lífið lifir . Boðskapur illfara og dauða , mengunar , stríða og ógna dynja á okkur alla daga . Neysluspor okkar eru langt umfram hið eðlilega . Og útgönguhasar Bretlands úr Evrópusambandinu magnar líka hópa-aðgreiningar og tortryggni . Og ekki spurt hvort þú eigir heima í Reykjavík , Garðabæ eða einhverju öðru sveitarfélagi hér á landi eða erlendis . Já , hlutverk kirkju Krists er alltaf að standa með lífi , réttlæti , friði og kærleika . Þegar stjórnmálaflokkar reyna að tryggja hag hóps fólks á kostnað annarra ber að bregðast við . Það er háskalegt þegar fólk gleymir , að við erum öll meðlimir hins stóra samfélags mannkyns . Við erum öll ábyrg og kölluð til að vera eitt í þessum heimi . Leikurinn er hafinn , boltinn rúllar og allir menn eru með . Hugleiðing 28. Júlí , 2019 . Við feðgarnir , Ísak og Jón Kristján , fórum á fótboltamót í Gautaborg 14. - 21 júlí . Leiknir voru á fimmta þúsund leikir áður en yfir lauk . Liðsfélagar sváfu saman í skólastofu í Lerlycke-skólanum í einni hverfismiðjunni í Hisingen . Í öllum skólabyggingunum voru lið hingað og þaðan að úr veröldinni . Allir sem einn KR-liðin stóðu sig frábærlega í fótboltanum , unnu góða sigra , gerðu baráttujafntefli en töpuðu líka . Það var líka áhugavert hve andinn í liðunum var jákvæður . Fótboltiðkun verður þjálfun í lífsleikni . Rósa fylgdi svo öllu eftir , vaktaði mismunandi þarfir drengjanna , heilsufarsþætti og hver væri að fara hvert eftir mót . Fjöldi foreldra kom svo til Gautaborgar og kom á leiki drengjanna sinna . Og það var í mörg horn að líta . Þetta eru hetjurnar sem við foreldrar megum þakka auk fararstjóra og þjálfara : Þorbjörn Geir Ólafsson , Þröstur Hallgrímsson , Agnar Þór Guðmundsson , Sigrún Elva Einarsdóttir , Ragnar Ragnarsson , Ari P. Wendel og Ágúst Freyr Takacs Ingason . Almenningssamgöngurnar eru frábærar . En vegaframkvæmdirnar í miðborginni voru okkur bílkeyrandi nokkur amaauki því leiðsögukerfin þekktu ekki götulokanir og götubreytingar . Áfram KR . Eftir tapið á móti spræku liði Nígeríu var allt lagt undir í lokaleiknum gegn Krótaíu . Þetta heimsmeistaramót sýnir breiddina og dýptina á heimsfótboltanum . Ég vek athygli á að það er fleira dásamlegt á þessu móti en töfrar í tám leikmanna . Þeir tala fallega hver um annan , rækta gleðina , grínast , hlægja , rækta félagsskapinn , tala liðið upp en ekki niður . Þeir efast ekki um að þeir geti á góðum dögum unnið alla leiki . Og ef hallað er á einhvern í liðinu er öllu liðinu að mæta . Liðsheild verður ekki sterkari en veikasti hlekkurinn . Tíu ára gamall sonur minn beygði sig yfir tölvuna þegar hann sá að ég var að skrifa um fótbolta , las lengi , horfði svo á mig og sagði : “ Þetta er góð ræða hjá þér pabbi minn ! “ Knattspyrnusamtök vinna að ýmsum góðum málum t.d. er respect-virðingarátak FIFA til að innblása fólki mannvirðingu , að láta engan gjalda fyrir útlit , bakgrunn , lit eða eigindir . Forsíðan var óvenjuleg og minnti á steindan glugga , helgimynd í kirkju . Sepp Blatter , FIFA-forsetinn , er á tímaritsmyndinni í hlutverki hins illa enda aðalleikari í langdreginni spillingarsögu FIFA . Fótboltinn skýst ekki aðeins inn í peningaveröldina og tískuheiminn heldur yfirtekur boltamenningin líka ýmis ritúalhlutverk trúarbragðanna . Síða fótboltablaðsins í ágúst er orðin úrelt . You never walk alone “ er slagorð Liverpool en nú gengur Rogers aleinn og yfirgefinn . Íþróttahetjurnar hafa orðið hluti celebrity-meningarinnar . Þessi siðgildi skiljast illa eða ekki . Hvað haldið þið að foreldrar hans og fjölskylda vilji helst gefa honum sem nesti til ævinnar ? Við erum minnt á hetjuna Rut í bók sem ber nafn hennar . Þar eru tveir en ólíkir synir . Við erum alltaf í tengslum og iðkum annað hvort hið góða eða vonda . Brendan Rogers var rekinn frá Liverpool og er aleinn og yfirgefinn . Af hverju skilar hann liðum lengra en aðrir ? Klopp skrifaði og talaði um að hann tryði ekki á fótboltaguð heldur alvöru Guð . Við menn yrðu að skora okkar eigin mörk í lífinu . Síðan hefur hann lifað í stóra neti guðstrúarinnar og ræktaðri mannvirðingu . Hvað dugar best ; celeb eða siður , lúkkið eða viskan ? Tíndu ekki kornöx á neinum öðrum akri og farðu ekki héðan heldur haltu þig að stúlkunum mínum . Drottinn , Guð Ísraels , launi þér verk þitt til fullnustu fyrst að þú ert komin til að leita verndar undir vængjum hans . “ Enda þótt blóði mínu verði úthellt við fórnarþjónustu mína þegar ég ber trú ykkar fram fyrir Guð , þá gleðst ég og samgleðst ykkur öllum . En eftir á sá hann sig um hönd og fór . Því að Jóhannes kom til ykkar og vísaði ykkur á réttan veg og þið trúðuð honum ekki en tollheimtumenn og skækjur trúðu honum . Það sáuð þið en tókuð samt ekki sinnaskiptum og trúðuð honum . “
Mamman komst að glæpnum . En það er ekki nóg . Við gerum öll eitthvað rangt , sem hefur slæmar afleiðingar . Er hægt að fyrirgefa þeim án þess að þau viðurkenni brotið ? Gagnrýnandinnn var uppteiknaður sem vondur maður . Hvað með það ? Svo eru þau sem eru siðblekkt eða siðblind og sjá engan skilsmun á góðu og illu – og tjá því enga iðrun . Iðrun og fyrirgefnin Fyrirgefning varðar margt og er alls konar . Hvað átti að gera við gamla komma austurblokkarinnar eftir fall kommúnismans ? Þeir játuðu sumir brot sín með vörunum og töldu það nóg til að þeir fengju syndakvittun og möguleika til nýs pólitísks lífs . En svo eru tilvikin þegar krafan um iðrun sem forsendu fyrirgefningar er óraunhæf . Margt verður og fellur utan við mannlega fyrirgefningu ; engin beiðni berst og enginn getur fyrirgefið . Þegar samskipti manna eru gerð upp stendur ávallt út af hið illa , hið ógurlega sem aðeins Guð getur tekið á . Og þar erum við komin að kviku trúar og kristni . Afstaða Jesú – átrúnaður fyrirgefningar Jesús umbreytti allri lagahyggju hins gyðinglega átrúnaðar , bar elsku til fólks , var elskan holdi klædd í samskiptum og benti í öllu og ávallt á þann sem elskar . Og okkar mál er að innlifast þeim veruleika í lífi , samskiptum og siðferði . Kristnin er framar öðru átrúnaður fyrirgefningar af því að guðsmynd Jesú er hin lífgefandi þvert á kalt réttlæti og endurgjaldshyggju . Fyrir framan kirkjuna voru svo pokar og krukkur með mat sem notaður er á Íslandi , s.s. hveiti og sykri . Ferðalag myndarinnar af Hallgrímskirkju um hugheima veraldar heldur áfram og einn áfangi á þeirri ferð er sýningin í Singapore . Ég varð óttasleginn og gerði mér grein fyrir að heimsendaógnin væri til framtíðar þó heimsenda hafi reyndar ítrekað verið frestað . Guð opnar alltaf klemmdan tíma . Eða er tími mannanna að læsast og líf heimsins í kreppu ? Hvað er til ráða ? Boðskapur þeirra hafði djúp áhrif á mig og leitar reglulega upp í hugann . Hin sænska Greta Thunberg hefur dýpkað áhyggjur æskufólks og beinlínis ákært forystufólk heimsins fyrir að stela tíma og framtíð barna heimsins . Mengun hefur breytt lífkerfum heimsins og veldur streitu í samskiptum sem leiða til styrjalda og þjóðflutninga . Börn heyra fréttir , unnið er með þær í skólum og æ fleiri taka viðvaranir alvarlega um klemmda eða lokaða framtíð . Jesús segir kennslusögu , sem er skiljanleg – líka á okkar dögum . Ræktunarmenn vita að þá er næsta vel reynt . Það sem ber ekki ávöxt verður höggvið . Og hvað með framtíðina ? Eru ábyrgðarmenn heimsins geld tré sem bara stela næringu en bera ekki ávexti ? Það er hjartagrípandi bók um lífsbaráttu , en ekki bara um loftslagsmál . Skólaverkfall hennar , borgaraleg óhlýðni , hefur orðið fyrirmynd um aðgerðir . Er nýtt ár möguleiki ? Og svo endir ? En Guð sérhæfir sig ekki bara í sálarmálum . Samkvæmt Biblíunni er hið andlega , félagslega , náttúrulega og pólitíska allt þættir sem varða Guð og trú . Þegar unga fólkið talar skýrt og vísindasamfélagið einnig heyrum við rödd Guðs . Hið sama gildir um útblástur sem eyðileggur jafnvægi veðurkerfa og hið fínstillta jafnvægi lífvíddanna . Jörðin er heilög , helgur garður Guðs , og það verður fellt sem spillir eða skilar ekki ávexti . Við sem einstaklingar getum ekki bjargað heiminum , en öll getum við gert eitthvað . Eigum við að játast vonleysi dómsdags ? Guð er í lífi , lífsbaráttu , góðum verkum og lífsgöngum unga fólksins . Guð kemur þar sem vonleysið er rammast , opnar og blæs krafti í fólk . Guð gefur börnum líf gegn heimsenda . Opna hug þinn og hjarta . Boðskapur kristninnar er upprisuboðskapur Guðs og talar til framtíðarkvíðans . Við erum bjartsýn vegna þess að Guð opnar tíma . Lexía : Hlj 3.21 - 26 , 40 - 41 En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég : Náð Drottins er ekki þrotin , miskunn hans ekki á enda , hún er ný á hverjum morgni , mikil er trúfesti þín . Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu ? Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists ?… Hví á það að vera engum til gagns ? Ég heyrði undursamlega sögu – fyrr í mánuðinum – hjá gleraugnasnillingnum , sem ég fer til þegar mig vantar spangir eða ný gler . Hann sagði mér , að hann hafi einu sinni verið kallaður til að útbúa gleraugu handa ungum dreng , sem var með svo brenglaða sjón , að hann hafði aldrei séð neitt nema í þoku . Í augum hans rann allt út í eitt , í óljósa , ófókuseraða litasúpu . Augu hans hvörfluðu til og tilveran var úr fókus . Svo setti hann gleraugun varlega á drenginn . Gleraugun breyttu öllu – einfalt tæki en afgerandi fyrir þroska , líðan og hamingju . Jól og síðan áramót . Hvernig verður tíminn og lífið ? Vaxandi hlutahyggja veldur tilfinningadoða fólks varðandi hamingjuleiðir . Helgisaga jólanna varðar ekki að við trúum hinu ótrúlega , sögum um vitringa , himindansandi engla og glimmersögu úr fjárhúsi , heldur að við sjáum með hjartanu og virðum vonir okkar og djúpþrá . Þegar lita - og formsúpa lífsins skerpist muntu uppgötva að alla tíð var það , sem persónudjúp þitt þráði . „ Maður sér ekki vel nema með hjartanu . Honum hefur farnast vel . Hann var séður af góðum foreldrum og góðum fagmönnum . Það er mikilvægt að sjá og vera séður . Guð sér okkur og kemur til okkar til að setja allt í fókus í veröldinni , náttúrunni og lífi fólks . Guð sér þig skýrt , í öllum litum , allar víddir þínar og brosir við þér .
Skerið ca. cm ofan og neðan af appelsínu . Vatnið yfir , hunangið sem og saffran . Síðan sett í ofnskúffu og fullsteikt í 20 – 25 mínútur . Allt hrært til svo safinn berist um allt . Þökkum Drottni því miskunn hans varir að eilífu . Amen . Upprunalega uppskriftin er úr Jerúsalembók Ottolenghi og Tamimi . Þökk sé þeim einnig . Mér finnst lax ekkert góður ! “ Bræða smjörið í víðum , grunnum potti eða pönnu . Rúlla þeim síðan saman eða leggja saman . Berið fram með hrísgrjónum eða byggi og salati . Bakið í 15 mínútur . Sagan um fiskidráttinn mikla í fimmta kafla Lúkasarguðspjalls er mögnuð og verð íhugunar með fiskmeti . Bæn : Þökkum Drottni því að hann er góður , því miskunn hans varir að eilífu . 400 gr basmatihrísgjón 800 ml sjóðandi vatn 150 gr fetaostur – skorinn í 1 cm bita 1 granatepli – fræ úr einum ávexti – ca 90 gr 50 gr valhnetur , saxaðar og þurrristaðar lítillega á pönnu 1 tsk sæta ( t.d. stevía eða hunang ) Matreiðslan 1 Forhita ofninn í 230°C 2 Setja hrísgrjónin í fat með háum köntum . Setja í ofninn og baka í 25 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru fullbökuð og vökvinn að mestu horfinn úr botninum . Svo er afgangnum af mintunni dreift yfir . Ekki aðeins er kjúklingurinn dásamlegur , heldur eru hrísgrjónin unaðsleg og heildarsamsetningin heillar . Hrærið í og láta suðu koma upp . Setja kókoshrísgrjón á botninn á skál , því næst kemur avocado , rauðkál , gulrætur , vorlaukur og smá steinselja . Borðbænin er : Þökkum Drottni því að hann er góður . Og miskunn hans varir að eilífu .
Rúrí framdi eftirminnilegan gjörning hér í Hallgrímskirkju fyrir fimmtán árum . Ofurdrunum gljúfurrisans var varpað með hátölurum um allt rýmið og blandaðist orgelþrumum kirkjunnar . Hávaðinn var rosalegur . Gjörningurinn fyllti skilningarvit , huga og líkama reynslu , sem var marga daga að setjast til . Tilfinningin fyrir hinu ríkulega fyllti sálina . Mér varð þetta vitjun – Guðskoma . Jesús var að byrja starfsferil sinn . María , Jesúmóðirin , kom hlaupandi og sagði syni sínum að nú væri illt í efni , vínið væri búið . Góður bruggari er nákvæmur í mælingum og þjónarnir fylltu mikil steinker – og hvert kerald tók um hundrað lítra . Getum við lært eitthvað af honum ? Í kjallara þessarar kirkju er öflugt AA og Al-Anon starf . Vissulega voru þau til sem mislíkaði , að Jesús væri glaður og til í gleðskap . Hann var uppnefndur vínsvelgur og gleðimaður . Sagan fjallar um annað og mikilvægara en vín og notkun þess . Í guðspjallinu er ekki um neinar smáreddingar að ræða , ekki hlaupið í næstu hús til að sníkja dreitil hér og lögg þar – eða hringt í “ góða bíla . ” Nei mörg risaker , stórar steinþrær . Jóhannesi guðspjallamanni var í mun , að minna fólk á að Jesús er Guð hins mikla , ofurveruleikinn í smáheimi manna . Í guðspjallinu er tjáð vissan um að Jesús ætti erindi við alla , ekki bara Gyðinga heldur líka Grikki , allt mannkyn . Þarna eru skilaboðin . Já vegna þess , að ólánsveislan í Kana er sena um líf okkar , tákn um hvað við erum og upplifum , sem einstaklingar , en líka sem hópar , kirkja , þjóðir og menningarfylkingar . Öll lendum við í Kanakreppunni á einn eða annan hátt . Hefur einhver tíma orðið óhapp eða skandall í þínu lífi ? Engin sorg er svo djúp , að hann megni ekki að lýsa í afgrunn myrkursins . Engin náttúrvá er svo megn , að Guð sé ekki nálægur með bæði hjálp , hönd og huggun . Textinn er um skömm , áfall og svo hins vegar um nánd og gjörning Guðs . Í krafti hvers lifum við ? Jesústarfið opinberar , að lífið er meira en hið smáa og aðkreppta . Anda er þörf og máttur Guðs er í boði . Á neðri hæð kirkjunnar berjast menn gegn áfenginu en á efri hæðinni er mælt með að Jesús breyti vatni í vín ! AA mennirnir skilja þennan boðskap . Það er ekki svo ólík prédikunin efra og neðra , vegna þess að við erum í sama boði – í Kana – og vitum hver blessar stóru kerin . En Guð er húmoristi og ég hef eignast fimm börn . Er tíminn opinn og ekkert nema möguleikar framundan á nýju ári ? Hvað er til ráða ? Boðskapur þeirra hafði djúp áhrif á mig og leitar reglulega upp í hugann . Hin sænska Greta Thunberg hefur dýpkað áhyggjur æskufólks og beinlínis ákært forystufólk heimsins fyrir að stela tíma og framtíð barna heimsins . Mengun hefur breytt lífkerfum heimsins og veldur streitu í samskiptum sem leiða til styrjalda og þjóðflutninga . Börn heyra fréttir , unnið er með þær í skólum og æ fleiri taka viðvaranir alvarlega um klemmda eða lokaða framtíð . Jesús segir kennslusögu , sem er skiljanleg – líka á okkar dögum . Ræktunarmenn vita að þá er næsta vel reynt . Það sem ber ekki ávöxt verður höggvið . Og hvað með framtíðina ? Eru ábyrgðarmenn heimsins geld tré sem bara stela næringu en bera ekki ávexti ? Það er hjartagrípandi bók um lífsbaráttu , en ekki bara um loftslagsmál . Skólaverkfall hennar , borgaraleg óhlýðni , hefur orðið fyrirmynd um aðgerðir . Er nýtt ár möguleiki ? Og svo endir ? En Guð sérhæfir sig ekki bara í sálarmálum . Samkvæmt Biblíunni er hið andlega , félagslega , náttúrulega og pólitíska allt þættir sem varða Guð og trú . Þegar unga fólkið talar skýrt og vísindasamfélagið einnig heyrum við rödd Guðs . Hið sama gildir um útblástur sem eyðileggur jafnvægi veðurkerfa og hið fínstillta jafnvægi lífvíddanna . Jörðin er heilög , helgur garður Guðs , og það verður fellt sem spillir eða skilar ekki ávexti . Við sem einstaklingar getum ekki bjargað heiminum , en öll getum við gert eitthvað . Eigum við að játast vonleysi dómsdags ? Guð er í lífi , lífsbaráttu , góðum verkum og lífsgöngum unga fólksins . Guð kemur þar sem vonleysið er rammast , opnar og blæs krafti í fólk . Guð gefur börnum líf gegn heimsenda . Opna hug þinn og hjarta . Boðskapur kristninnar er upprisuboðskapur Guðs og talar til framtíðarkvíðans . Við erum bjartsýn vegna þess að Guð opnar tíma . Lexía : Hlj 3.21 - 26 , 40 - 41 En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég : Náð Drottins er ekki þrotin , miskunn hans ekki á enda , hún er ný á hverjum morgni , mikil er trúfesti þín . Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu ? Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists ?… Hví á það að vera engum til gagns ? Hvað er kirkja ? Hvernig er hún og til hvers ? Og hvaða stefnu hefur trúmaður í lífinu ? Tilgangurinn var að opna sýningu í Listasafni Reykjavíkur . Á sýningunni eru jöklaljósmyndir sem sýna dramatískt hop jöklanna á tuttugu árum . Spurningin varðar tilgang og erindi kirkju í heiminum . Kirkjur eru ekki aðeins athvarf fyrir lífsflóttamenn heldur fremur faðmar fyrir líf . Og Hallgrímskirkja , sem er orðin pílagrímastaður alls heimsins , er nothæf til íhugunar á nútímahlutverki trúmanna . Þú sérð ekki bíla , hús eða mannlíf heldur himinn , skýjafar og leik ljóssins í skýjabólstrum . Augun leita fram og upp og hlið himins opnast . Sjónarhornið er allt annað í kórnum en frá bekkjunum . Þessa borgarsýn hefur söfnuðurinn ekki og fjöllin eru í fjarska sem sjónarrönd . Þegar við komum næst Guði förum við að sjá með nýjum hætti . Við menn erum kölluð til að elska – ekki aðeins að elska Guð – heldur fólk , jökla , lífið – líka Karlakór Reykjavíkur , messuþjónana , Björn Steinar , sem situr við orgelið , og allt fólkið sem er hér í kirkunni . Þetta er sýn Guðs fyrir veröldina . Að trúa er ekki að fara úr þessum heimi og vakna til annars , heldur er trú tengsl og hefur siðlega vídd , að vera til taks fyrir fólk og veröld . Guð elskar og við erum samverkafólk ástariðju Guðs . Niður er leiðin upp ! Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um raunheim mennskunnar . Við erum kölluð til að elska – jafnvel það , sem okkur hugnast ekki . Myndirnar sýna jöklana að ofan , frá sjónahorni Guðs . Hann sagðist hafa verið að þvælast upp í kirkjuturni með Sigga presti ! Leiðin upp er leiðin niður í dali manna og ríki lífs . Ljósmynd með þessari íhugun er tekin af Ólafi Elíassyni . Nokkrum dögum fyrir allra heilagra messu kom vinur minn og rétti mér bók sem hann hafði skrifað . Það var fjölskyldufólkið , fólk bernsku hans , vinir , velgerðarmenn , ættingjar , sem höfðu látið sér annt um hann , sem og önnur sem voru svo eftirminnileg að þau mörkuðu spor í sálina . Á allra heilagra messu megum við hugsa um þau sem eru dáin , þakka gjafir þeirra og messa í lotningu til Guðs og í þökk og bæn . Salt og ljós – boðskapur á allra heilagra messu . Í ofurhitanum gufar vatn upp og eftir sitja alls konar efni í bland við saltið , m.a. natrón , sem við notum til bökunar . Hvað er málið ? Þaðan ætti ljósið að berast . Hann stækkaði og umbreytti venjum og vitund fólks . Við eigum að lifa svo ljós eilífðar skíni . Tilgangur lífs manna er að lifa vel , hafa alls staðar áhrif til góðs og að mannlíf tengist Guði . Jesús sagði ekki , að við ættum að ganga um og safna nammi , heldur væri hlutverk okkar að verða krydd veraldar og selta fyrir heiminn . Vinur minn skrifaði minningar sínar um fólk og gaf út . Þegar við segjum sögum um fólkið sem hefur tengst okkur skilum við líka áfram gildum , viðmiðum og fyrirmyndum . Reyndu að svara spurningunni hið innra ? Var einhver sem bjargaði þér í erfiðum aðstæðum eða hjálpaði þér þegar þú þarfnaðist þess ? Allra heilagra messa er dagur lífsins . Guð er í ljósinu og kallar fólkið okkar inn í birtu sína . Þannig blessaði guðsmaðurinn Móse Ísraelsmenn áður en hann dó : Drottinn kom frá Sínaí , hann lýsti þeim frá Seír , ljómaði frá Paranfjöllum . Hann sagði við mig : „ Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins . Þér eruð salt jarðar . Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum . En Biblían er ekki bara um sigra og sorgir mannlífs eða liti og form náttúrunnar . Þetta er saga um mikinn lífskraft en líka mikil vonbrigði . Í henni eru margir plúsar , alls konar bónusar , sem við megum nýta okkur til velfarnaðar því saga er um okkur . Hvað á ég að gera ? Já , alveg rétt : Það er Guð . Og svo bætti Jesús við og þar kom Salómonsdómurinn : Bara eitt sem vantar upp á hjá þér . Nei , hann varð fyrir fullkomnu áfalli – og guðspjallið skýrir þetta með því að hann hafi átt miklar eignir . Hvert er notendanafnið og lykilorðið að himnaríki ? Ég skal fara að öllum fyrirmælunum . Af hverju sagði Jesús þetta ? Verkefni manna er stöðugt að greina hvað þvælist fyrir , hindrar fólk á veginum , þvælist fyrir svo fólk kemst ekki á leiðarenda ? Það er í lagi að breytast . Við megum þora að breytast . Þú getur aldrei verið Guðs í gegnum aðra . Það er boðskapur dagsins . Vera og gera svo . Jesús minnir á , að vera er það að vera vinur hans , eiga gott samband við hann og treysta trúnaðarbandið við hann . Hann hafnaði algerlega , að maðurinn þyrfti að gera þetta og hitt til að Guð elskaði fólk og opnaði himindyrnar . En ekki öfugt . Þá er lífið gott og við berum ávöxt í lífi okkar . Þið elskuðu , það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur , heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi . En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans . Hinn svaraði honum : „ Meistari , alls þessa hef ég gætt frá æsku . “ Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú en hann sagði aftur við þá : „ Börn , hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki .
VöruframboðSIGVA media áskilur sér rétt til að breyta vöruframboði fyrirvaralaust , til dæmis vegna rangra verðupplýsinga , eða að hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust . Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis . Afhendingar - , ábyrgðar - og flutningsskilmálar Póstsins gilda um afhendingu vöru . SIGVA media ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi . Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni eftir að hún er send frá SIGVA media er tjónið á ábyrgð kaupanda . Hægt er að greiða fyrir rekjanlegt bréf samkvæmt verðskrá Póstsins . Vöruverð og sendingarkostnaðurUppgefið verð í vefverslun er með 24% virðisaukaskatti . Frí heimsending er á vörum á Íslandi og í Færeyjum , sendingarkostnaður til annarra landa er 990 krónur fyrir hverja pöntun nema annað komi fram í vörulýsingu . Þá er miðað við verð vöru þann dag sem henni er skilað . Ef kaupandi vill ekki skipta vöru fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að vara er móttekin . SIGVA media endurgreiðir einnig gallaða vöru ef þess er óskað . Að öðru leyti er vísað til laga um húsgöngu - og fjarsölusamninga nr. 46 / 2000 og laga um neytendakaup . Trúnaður og gagnaöryggiSeljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin .
Fjórða miðvikudagssamkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og þá fá fréttir af kristniboðsakrinum og einstökum verkefnum starfsins meira vægi en ella . Miðvikudaginn 29. janúar munu hjónin Ragnar Schram og Kristbjörg Kía Gísladóttir segja frá ferð sem þau fóru ásamt börnum sínum og tengdasyni til Eþíópíu sl. jól og áramót . Ragnar og Kía störfuðu um árabil […] Stóru takmarki hefur verið náð í þýðingu biblíunnar á mál Tsemai manna í Voítódalnum . Frederik Hector , kristniboði sem er einn þeirra sem leitt hefur verkefnið segir svo frá : „ Í dag er stór dagur í biblíuþýðingarverkefninu okkar . Það eru rúm sjö ár síðan við þýddum fyrsta versið og nú höfum við loksins náð því markmiði […] Á næstu mánuðum er væntanleg bók um ævi og störf kristniboðanna Skúla Svavarsonar og Kjellrunar Langdal sem störfuðu fyrst í Eþíópíu og síðar Keníu , í Pókothéraði , frá upphafi starfsins þar fyrir rúmum 40 árum . Persónuleg saga þeirra hjóna og störf er fléttuð við sögu kristniboðsins , ekki síst í Pókot . Höfundur er Vigfús Ingvar Ingvarsson fyrrum […] Má bjóða þér rafræna áskrift ? Nú er hægt að fá rafræna áskrift að bæði Kristniboðsfréttum , fréttabréfi kristniboðssambandsins og einnig Bjarma , tímariti um kristna trú , sem Salt ehf , bókaútgáfa Kristniboðssambandsins gefur út . Áskrift að Kristniboðsfréttum kostar ekkert , hvort sem um er að ræða hefðbundna áskrift eða rafrænaRafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 kr á ári og eru það […] Þriðja miðvikudagskvöld hvers mánaðar eru fræðslukvöld í Kristniboðssalnum þar sem ákveðnir textar , rit , frásögur eða persónur Biblíunnar eru skoðuð . Miðvikudaginn 22. janúar mun Ragnar Gunnarsson fjalla um Jósúa . Eftir samveruna er boðið upp á kaffi og meðlæti . Stundin hefst kl 20 og allir hjartanlega velkomnir
Norska kristniboðssambandið ( NLM ) heldur þessa daga aðalfund sinn í Stafangri . Um 4000 manns komu á fyrstu samkomuna á þriðjudagskvöldið en reiknað er með 5000 þegar mest verður . Að auki taka 800 börn og unglingar þátt í dagskrá sem er sniðin að þörfum þeirra . Aðalfundinum lýkur á sunnudag með vígslu kristniboða . Biblíulestrarnir hefjast kl. 9:30 eða kl. 7:30 á íslenskum tíma . Kvöldsamkomurnar hefjast kl. 19 eða kl. 17 á íslenskum tíma . Fleiri hundruð manns hafa fylgst með þessum viðburði á netinu . Allar upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu samtakanna www.nlm.no . Þar eru líka sagðar fréttir af aðalfundinum jafnóðum .
Án […] Kristniboðarnir Fanney Ingadóttir og Fjölnir Albertsson eru nú að störfum í nokkrar vikur í Pókot í Keníu . Fjölnir sendi þetta bréf þar sem hann segir frá ferð til Turkana , nágrannaþjóðflokks Pókot : Ég fékk tækifæri til að heimsækja lúthersku kirkjuna í Turkana dagana 30. júni til 2 júli . Með í för voru aðstoðarbiskup ( Nicholas Loyara ) , framkvæmdastjóri […] Samkoma verður miðvikudaginn , 12. júlí , kl. 20 í Kristniboðssalnum , Háaleitisbraut 58 - 60 . Gestur samkomunnar verður Gunnar Hamnöy frá Noregi .
Það eru rúm sjö ár síðan við þýddum fyrsta versið og nú höfum við loksins náð því markmiði […] Má bjóða þér rafræna áskrift ? Nú er hægt að fá rafræna áskrift að bæði Kristniboðsfréttum , fréttabréfi kristniboðssambandsins og einnig Bjarma , tímariti um kristna trú , sem Salt ehf , bókaútgáfa Kristniboðssambandsins gefur út . Áskrift að Kristniboðsfréttum kostar ekkert , hvort sem um er að ræða hefðbundna áskrift eða rafrænaRafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 kr á ári og eru það […] Þriðja miðvikudagskvöld hvers mánaðar eru fræðslukvöld í Kristniboðssalnum þar sem ákveðnir textar , rit , frásögur eða persónur Biblíunnar eru skoðuð . Miðvikudaginn 22. janúar mun Ragnar Gunnarsson fjalla um Jósúa . Eftir samveruna er boðið upp á kaffi og meðlæti . Stundin hefst kl 20 og allir hjartanlega velkomnir Öll miðvikudagskvöld eru samkomur í Kristniboðssalnum kl 20 . Samkomurnar hafa mismunandi áherslur og þemu . Á öllum samverunum gefst tækifæri til að gefa til starfsins og að þeim loknum má setjast niður með kaffibolla og meðlæti og spjalla og njóta samfélagsins . Það eru allir hjartanlega velkomnir á þessar samverur . 5. febrúar Almenn samkoma Fyrsta miðvikudag hvers […]
Staðan er því erfið , bæði þeim sem urðu að fara heim og hjá þeim sem eftir eru í Japan . En þrátt […] Allir í kirkjunni fögnuðu skírn Kouki Kadoya . Hér situr hann við hlið afa síns . Norski kristniboðinn , Liv Bakke hefur starfað í mörg ár í Japan . Hún kom fyrst til Japans fyrir 39 árum en er nú komin á eftirlaun og flytur til Noregs . Liv hefur starfað síðustu árin í lútersku kirkjunni á Rokkóeyju , á þeim stað sem Leifur og fjölskylda munu starfa frá og með haustinu . Liv segir margt […] Sláðu inn netfangið þitt til að gerast áskrifandi að Kristniboðspóstinum .
Þótt þeim fækki nú óðum sem senda vinum og ættingjum jólakveðjur í bréfpósti þá eru ennþá einhverjir sem halda í hefðina . Við hvetjum alla til að henda ekki frímerktum umslögum sem við viljum helst fá heil , því í þeim eru fólgin verðmæti sem koma að góðum notum í starfinu okkar . Pósturinn hefur undanfarin ár aðstoðað […] Kæru kristniboðsvinir ! Gjafir skipta miklu máli þegar við hugsum til jóla og við minnumst gjarnan orða frelsarans um að sælla sé að gefa en þiggja . Þegar kemur að kristniboðsstarfinu byggir mikið á gjöfum . Við þurfum að fjármagna víðtækt starf hér heima og úti í heimi , á sviði boðunar , fræðslu og menntunar , kærleiksþjónustu og þróunarsamvinnu . Hingað […] Miðvikudaginn 27. nóvember verður fræðslukvöld kl 20 í Kristniboðssalnum . Það er María Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli , sem fræðir okkur um nöfnu sína og systur hennar – og hvað við getum lært af þeim fyrir líf okkar og trúargöngu . Allir hjartanlega velkomnir . Kaffi og meðlæti eftir stundina .
Fyrsti fundur Kristniboðsfélags kvenna á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar . Samveran hefst með kaffi kl. 16 og kl 17 hefst sjálfur fundurinn . Allar konur eru hjartanlega velkomir á fundina sem eru annan hvern fimmtudag í kristniboðssalnum . Kristniboðsfélag karla heldur sinn fyrsta fund mánudagskvöldið 13. janúar kl 20 í kristniboðssalnum og eru allir karlar hjartanlega velkomnir á fundina sem einnig eru haldnir aðra hverja viku .
Allir í kirkjunni fögnuðu skírn Kouki Kadoya . Hér situr hann við hlið afa síns . Allir í kirkjunni fögnuðu skírn Kouki Kadoya . Hér situr hann við hlið afa síns . Norski kristniboðinn , Liv Bakke hefur starfað í mörg ár í Japan . Hún kom fyrst til Japans fyrir 39 árum en er nú komin á eftirlaun og flytur til Noregs . Liv hefur starfað síðustu árin í lútersku kirkjunni á Rokkóeyju , á þeim stað sem Leifur og fjölskylda munu starfa frá og með haustinu . Liv segir margt mjög jákvætt vera að gerast í kirkjunni . Kouki Kadoya , 17 ára piltur , var skírður í byrjun júní eftir að Liv kenndi honum grundvallaratriði kristindómsins . Fjölskylda Koukis er kristin og nú vildi hann láta skíra sig . Þá tóku eldri hjón þátt í skírnarfræðslu í vetur . Þau vilja láta skíra sig og dóttur sína í sumar eða haust . Nýi presturinn sr. Kanji mun sjá um það . Kona sem bjó í sama húsi og Liv spurðist fyrir um kristna fræðslu fyrir ungmenni og nú tekur sonur hennar þátt í unglingastarfi kirkjunnar . Sjálf hefur hún komið nokkrum sinnum í guðsþjónustu , m.a. þegar Kouki var skírður , en hún er ekki kristin . Liv bauð henni að horfa á kvikmyndina um líf Jesú með unglingunum og þáði hún það . Hún er mjög áhugasöm að kynnast kristinni trú . Við skírn Koukis prédikaði sr. Kanji út frá orðunum í Mattheusarguðspjalli 9.9 : Þá er hann gekk þaðan sá hann mann sitja hjá tollbúðinni , Matteus að nafni , og hann segir við hann : „ Fylg þú mér ! “ Og hann stóð upp og fylgdi honum . Nágrannakonu Liv fannst orðin tala til sín og vill taka þátt í skírnarnámskeiði . Hlutirnir gerast hægt í Japan en Liv segist muni hugsa til fólksins í kirkjunni og biðja fyrir því . Fleiri hafa sýnt áhuga á kristindómnum og því nauðsynlegt að biðja fyrir þeim . Eins og fyrr sagði munu Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa á Rokkóeyju . Munum eftir að biðja fyrir þeim og fólkinu sem vill kynnast kristindómnum .
Gjaldkeri SÍK , Hermann Bjarnason , fer yfir reikninga liðins árs . Fundarstjóri , Sigurjón Gunnarsson og ritari , Birna Gerður Jónsdóttir við störf á aðalfundinum . Gjaldkeri SÍK , Hermann Bjarnason , fer yfir reikninga liðins árs . Fundarstjóri , Sigurjón Gunnarsson , og ritari , Birna Gerður Jónsdóttir , við störf á aðalfundinum . Nokkrar umræður urðu um stefnumál , forgangsröðun og breyttar aðstæður til kristniboðs á liðnum áratugum .
Þótt þeim fækki nú óðum sem senda vinum og ættingjum jólakveðjur í bréfpósti þá eru ennþá einhverjir sem halda í hefðina . Við hvetjum alla til að henda ekki frímerktum umslögum sem við viljum helst fá heil , því í þeim eru fólgin verðmæti sem koma að góðum notum í starfinu okkar . Pósturinn hefur undanfarin ár aðstoðað okkur og tekið við frímerkjum og umslögum fyrir okkur í desember og janúar og verður svo áfram þessi jól . Allan árisns hring má svo koma með frímerki og umslög á skrifstofu Kristniboðssambandsins Háaleitisbraut 58 - 60 2. hæð , eða á Basarinn , nytjamarkað okkar í Austurveri .
Sláðu inn netfangið þitt til að gerast áskrifandi að Kristniboðspóstinum .
Kæru kristniboðsvinir ! Hingað til hefur það tekist vegna þess að Guð sér um starfið og þörfina fyrir fjármagn . Þannig hefur það verið í 90 ára sögu SÍK . En hvernig fer Guð að því að sjá um starfið og þörfina fyrir fjármagn ? Meðal annars með því að minna fólk á og snerta hjörtun , að við fáum löngun til að gefa . Drottinn minnir okkur á að vera gjafmild . Þess vegna heldur starfið áfram . Fagnaðarerindið umbreytir enn lífi margra og gefur von og margvísleg kærleiksþjónusta hjálpar , styður og eflir fólk til að standa á eigin fótum . Við sendum þetta bréf í bæn og von um að sem flestir vilji vera með í að stoppa í fjárhagsgatið sem nú blasir við að öllu óbreyttu . Ef aðstæður okkar koma í veg fyrir að við gefum fjármuni , þá getum við alltaf gefið öðrum náð og góðvild , notað hæfileika okkar öðrum til góðs eða gefið af tíma okkar öðrum til blessunar . Höfum það hugfast . Með innilegum þökkum til ykkar sem gáfuð til starfsins á árinu eða gerið það nú . Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍK Gjöf á reikning Sambands íslenskra kristniboðsfélaga , Kt. 550269-4149
Kristniboðssambandið kemur með ýmsum hætti að starfssemi kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar FM 102,9 . Reglulega flytja starfsmenn SÍK boðskap dagsins sem eru daglegar hugvekjur fluttar á morgnana og einnig koma starfsmenn og sjálfboðaliðar að dagskrárgerð . Nú í haust hafa verið í gangi afar vandaðir þættir í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða þar sem hann fjallar um trúagöngu ýmissa persóna úr Biblíunni og heita einfaldlega Trúarganga . Þættirnir eru alls tólf og má nálgast þá í Lindar appinu og á lindin.is . Nú í desember verða svo á dagskrá þættir í umsjón Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem bera heitið Jól á kristniboðsakrinum . Fyrsti þátturinn fór í loftið nú í vikunni og er hægt að nálgast hann á vef Lindarinnar . Þættirnir sem eru alls fjórir talsins verða frumfluttir á miðvikudagsmorgnum kl 9 allan desember . Á vef Lindarinnar má einnig finna ýmsa fleiri góða og uppbyggilega þætti .
Miðvikudagskvöldið 15. janúar kl 20 verður lofgjörðar og bænasamvera í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58 - 60 . Mikill söngur , lofgjörð og bæn fyrir nýja árinu . Boðið verður upp á fyrirbæn . Sveinbjörg Björnsdóttir hefur vitnisburðHelga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson leiða lofgjörðinaEftir samveruna má svo setjast niður með kaffibolla og meðlæti og njóta samfélagsins Verið hjartanlega velkomin
Hún er sjö ára stúlkan sem spyr móður sína . Hann var kærleiksríkur faðir sem bar umhyggju fyrir fjölskyldu sinni . En hann var í fangelsi og vinir hennar sögðu … . Við hittum hann þegar hann hafði afplánað dóminn og spurðum hvaða áhrif fangelsisvistin hefði haft á hann . Hann svaraði : „ Hún hefur dregið mig nær Guði . Ég hefði ekki viljað vera án hennar þrátt fyrir illa meðferð . “ Hann var barinn og honum gefið rafstuð í fangelsinu . Aðstæður hinna kristnu í landinu eru slæmar . Oft þegar þeir hittast eru gerð áhlaup á staðinn og kristnir leiðtogar sektaðir eða fangelsaðir . Við hittum mann sem hafði fengið köllun til að dreifa kristilegum bókum . Hann hætti lífi sínu við það . Eiginkonan og börnin urðu eftir í borginni á meðan hann ók um sveitirnar og færði þeim , sem tekið höfðu kristna trú , Biblíuna . Fjöldi varðstöðva voru við veginn . Erfitt var að fela bækurnar í bílnum . Hann varð að treysta því að Guð lokaði augum hermannanna svo þeir sæju ekki bækurnar . Hann hefur ekki enn verið tekinn ! Guð er mikill og opnar Orði sínu leið , einnig í dag . Menn hætta lífi sínu fyrir fagnaðarerindið , einnig í dag . Þú getur hjálpað þessum hugrökku kristnu mönnum með því að biðja fyrir þeim . Biddu þess að hermennirnir komi ekki auga á Biblíurnar sem eru fluttar um landið . Biddu fyrir fjölskyldunni sem heima situr og bíður frétta af eiginmanni og föður , hvort hann hafi komist á áfangastað . Biddu fyrir þeim sem sitja í fangelsi vegna trúar sinnar á Jesú .
Ráðstefnugestir voru stuðningsmenn víðs vegar að úr heiminum , kirkjuleiðtogar , opinberir gestir og starfsfólk Sat - 7 . Stofnandinn Dr. Terence Ascott tengdi sögu stöðvarinnar trúfesti Guðs . Hann sagði m.a. : „ Það gengur kraftaverki næst hvernig Guð hefur séð fyrir þessu starfi , hvað varðar starfsfólk , fjáröflun , öryggi og að sigrast á ótal erfiðleikum . “ Mikill árangur Meira en 80% af dagskránni á fimm rásum stöðvarinnar , arabísku - , farsi - , tyrkensku - , barna - og aukarásinni , er búin til af innlendu kristnu fólki . Fluttar voru skýrslur frá hverri rás stöðvarinnar , vitnisburðir áhorfenda , stuttar vídeómyndir voru sýndar og brot úr ýmsum dagskrárliðum . Vöxtur stöðvarinnar er gífurlegur . Sat - 7 er stjórnað frá ellefu stöðum í heiminum og sýnir 840 klukkustunda dagskrá vikulega . 31. maí á þessu ári eru 20 ár frá fyrstu útsendingu stöðvarinnar en mikið hefur breyst síðan þá . Áræðin stöð Dr. Ascott tók oft til máls á ráðstefnunni . Þegar hann leit tilbaka á hið smáa upphaf minntist hann þess þegar fyrstu kristnu Arabarnir og síðar Íranir og kristnir Tyrkir ákváðu að stíga fram fyrir myndavélarnar og játa trú sína opinberlega . Það þótti mjög uppörvandi . „ Í sannleika sagt þá höfðum við stór áform í upphafi – að nota óritskoðað gervihnattasjónvarp til að boða fagnaðarerindið í löndum þar sem kristinn vitnisburður hafði verið bannaður um aldir . En við höfðum litla kunnáttu á því sem til þurfti til að ná markmiðunum . “ Þegar kristilegt sjónvarp var fyrst kynnt í þessum löndum fengum við alltaf sömu viðbrögðin : Kristnir Arabar þora ekki að koma fram í sjónvarpi ; það er ekki hægt að safna nægum fjármunum ; ríkisstjórnir munu ekki leyfa útsendingu kristilegra þátta . „ Smátt og smátt yfirunnum við þessar hindranir . Sat - 7 tilheyrir öllum kirkjudeildum , er með útsendingar í 25 löndum og er með upptökuver í höfuðborgum þriggja landa Mið-Austurlanda . Er þörf á Sat - 7 Framfarir í tækni aukast stöðugt . Á meðan gervihnattasjónvarp er enn notað verður Sat - 7 áfram . Um þörf á Sat - 7 í framtíðinni sagði Dr. Ascott : „ Gervihnattasjónvarp er enn eini sýnilegi fjölmiðillinn sem kemst inn á heimili fólks án ritskoðunar eða truflunar . Það nær jafnvel til svæða án rafmagns . Gervihnattasjónvarp er skilvirkara og ódýrara en nettenging og nær því til milljóna manna með góðri mynd og góðu hljóði . Einnig er auðveldara fyrir ólæsa að horfa á gervihnattasjónvarp . Ég hika ekki við að segja að gervihnattasjónvarp á enn fullkomlega rétt á sér ! “ Sat - 7 heldur áfram að færa út kvíarnar á nýjum samskiptamiðlum . Við fylgjumst með tækniþróuninni og notum ýmsar nýjungar á sviði internetsins . “ Þjónar hinni líðandi kirkju Alþjóðleg stjórn Sat - 7 fór yfir stöðu stöðvarinnar og áætlanir fyrir næsta ár . Í stjórninni eru 28 einstaklingar , flestir kristið fólk frá Mið-Austurlöndum . Ekkert hefur spurst til eins stjórnarmeðlimar í þrjú ár en þá var sýrlenski , orþódoski biskupinn í Aleppo , Mar Gregorios , numinn á brott , ásamt samstarfsmanni sínum , grísk orþódoska biskupnum Bulos Yaziji . Þeir ásamt fjölda annarra presta í Sýrlandi hafa horfið og enginn veit um afdrif þeirra . Starfsmenn Sat - 7 halda áfram að biðja fyrir þeim og hvetja aðra til þess . Frekari upplýsingar um Sat - 7 sjónvarpsstöðina má finna á www.sat7.org
Við óskum velunnurum starfsins gleðilegra jóla og blessunar á komandi ári . Þökkum stuðning og fyrirbænir fyrir starfinu . Skrifstofan verður opin á Þorláksmessu kl. 10 - 12 , lokuð milli jóla og nýárs og opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar . Um áríðandi mál má senda póst á ragnar(hja)sik.is og gefa upp nafn og símanúmer . Við þurfum að fjármagna víðtækt starf hér heima og úti í heimi , á sviði boðunar , fræðslu og menntunar , kærleiksþjónustu og þróunarsamvinnu . Hingað […] Nýjasta tölublað Kristniboðsfrétta var að koma í hús . Í blaðinu eru m.a. fréttir af íslenskukennslunni , bréf frá Vestur Afríku , viðtal við UL - fara , fréttir af byggingum skóla og heimavista í Keníu og Eþíópíu , fréttir frá Sat 7 ofl . Áskrifendur fá blaðið sent heim ásamt almanakinu fyrir 2020 en einnig má nálgast eintak á skrifstofunni og á Basarnum […]
Hugtakið varð til á fyrri hluta 19. aldar og vísaði til staða , sérstaklega í Afríku þar sem margir kristniboðar létu lífið úr hitabeltissjúkdómum eða týndu lífinu í ofsóknum . […] Þeir senda […] Í nýlegu tölublaði Kristniboðsfrétta var kynnt áskrift að bók um ævi og störf Guðrúnar Lárusdóttur , sem var framakona á mörgum sviðum og um tíma formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík og alþingismaður . 80 ár eru liðin frá andláti hennar í haust . Enn er opið fyrir heiðursskráningu út júní . Þar sem upplýsingar voru ekki allar réttar eru […]
Sunnudaginn 22. apríl kl. 17 efnir Ljósbrot , sönghópur KFUK , til tónlistarsamveru í Grensáskirkju til að heiðra minningu Lilju S. Kristjánsdóttur en 11. maí n.k. verða 95 ár liðin frá fæðingu hennar . Sönghópur KFUK , Ljósbrot , flytur lög við ljóð eftir Lilju S. Kristjánsdóttur , flest frumsamin af Keith Reed sem einnig stjórnar kórnum . Laufey Geirlaugsdóttir og Bryndís […] Samkoma verðurmiðvikudaginn , 11. apríl kl. 20 , í Kristniboðssalnum , Háaleitisbraut 58 - 60 . Ragnar Gunnarsson sem dvaldi nýverið nokkrar vikur í Pókot í Keníu segir nýjar fréttir þaðan . Yfirskriftin er : Jesús gefur allt . Í þættinum er talað gegn því viðtekna að kennarar beiti nemendur sína líkamlegum refsingum við minnstu yfirsjón . Einelti á meðal nemenda er sömuleiðis stórt vandamál sem reynt er að fræða um […]
Hér er færsla frá 1. […] Lokasamkoma kristniboðsviku verður í dag , sunnudaginn 4. mars kl. 17 , í Kristniboðssalnu , Háaleitisbraut 58 - 60 . Yfirskriftin er : Fylgdu Jesú í skólanum . Yfirskriftin er : Steinarnir tala .
Viðbrögð áhorfenda hafa þrefaldast á fimm árum , frá 270 að meðaltali á dag árið 2010 í rúmlega 800 á dag árið 2015 . Sameiginleg viðbrögð fólks er þrá eftir viðurkenningu , tilgangi og friði . „ Sat - 7 styður kirkjur til að vera salt og ljós í samfélagi sínu , að vera boðberar fagnaðarerindisins og sýna að til sé önnur leið . Þetta er mikilvægur tími fyrir okkur á sama tíma og pólitísk múhameðstrú er dregin í efa og fólk leitar svara við grimmdarverkum gegn öðru fólki “ , segir Ascott . Í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku búa 500 milljónir manna . Færri en 10% þeirra hafa hitt kristinn einstakling en meira en 90% þeirra hafa aðgang að gervihnattarsjónvarpi . Sat - 7 nær til 15 milljóna manna á fimm rásum , frá fjórum myndverum á þremur tungumálum , arabísku , farsi og tyrknesku . Stöðin þjónar bæði einangruðum , ofsóttum kristnum mönnum og flytur fagnaðarboðskapinn þeim sem aldrei hafa heyrt hann . „ Það er stórkostlegt að geta komið fagnaðarboðskapnum um kærleika , frið , von og sáttargjörð inn á milljónir heimila sem eiga ekki kost á að heyra hann á annan hátt “ , segir Ascott . Kristniboðssambandið styður Sat - 7 með árlegu fjárframlagi . Hægt er að kaupa gjafakort sem styður verkefnið . Gjafakort Kristniboðssambandsins fást í Basarnum , Austurveri og á skrifstofu SÍK á Háaleitisbraut 58 - 60 .
UL 20 er kristilegt mót fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 30 ára ! Áherslan er á fræðslu um kristniboð og grípandi prédikun . Frábærar samkomur og skemmtileg dagskrá . Dagana 21. - 25. júlí 2020 heldur NLMung árlegt landsmót sitt í skemmtigarðinum Kongeparken í útjaðri Stavanger . Dagskrá mótsins miðast við 16 - 30 ára . Mótið hefur upp á að bjóða góða fræðslu grundvallaða á Biblíunni , spennandi fyrirlesara frá ýmsum heimshornum og magnaðar lofgjörðarstundir . Þar fyrir utan er hægt að taka þátt í mörgum spennandi dagskrártilboðum s.s. go-kart , brimbrettakennslu , klifur , dans og göngu upp á Preikestolen í stórbrottinni náttúru . Á mótinu hafa þátttakendur mikið frelsi til að velja úr dagskrártilboðum og mörg tækifæri til að kynnast norskum jafnöldrum sínum . Kynningarmyndband fyrir UL 19 . SÍK skipuleggur ferð á mótið og útvegar fararstjóra . Auk þess er unnið að því að bjóða upp á íslenska túlkun í stað enskrar túlkunar sem er í boði en mótið fer aðallega fram á norsku . Markmið ferðarinnar • Að þátttakendur uppfræðist og eflist í trú á Jesú og eftirfylgdinni við hann . • Að þátttakendur finni hvatningu í stórum hópi norskra trúsystkina sinna . • Að þátttakendur njóti góðs félagaskapar og skemmtunar með ferðafélögum og öðrum mótsgestum . Guð skapaði heiminn . Og hann skapaði okkur mennina . Guð kallar okkur til þess að vera góðir og ábyrgir ráðsmenn jarðarinnar , elska hvert annað og flytja fagnaðarerindið öllum heimi . Við ætlum að skoða hvað þetta þýðir árið 2020 . Milljónir manna lifa í fátækt , menn eru þrælkaðir , náttúran þjáist vegna ágangs mannanna og enn þá hafa margir ekki heyrt gleðiboðskapinn um Jesú Krist frelsara mannanna . Við erum kölluð til að láta til okkar taka . Tónlistarmaðurinn Chris Tomlin mun halda tónleika á UL 20 en hann er víða þekktur innan kristinnar kirkju fyrir lofgjörðartónlist sína . Mikil tilhlökkun er fyrir því að sjá hann stíga á stokk og syngja með lögum hans Guði til dýrðar . Íslenski hópurinn fær dýnur og gistiaðstöðu í skólastofum í um 15 mín. fjarlægð frá mótsvæðinu . Hvað kostar ? Mótið og gisting er þátttakendum að kostnaðarlausu ! Kostnaður við ferðina er fólginn í hóflegu þátttökugjaldi ( vegna fararstjórnar og umsýslu ) , flug - og rútufargjöldum , matarkostnaði og gjöldum fyrir stærri skemmtiferðum . Mótsgjaldið sjálft er niðurfellt af NLMung sem ferðastyrkur fyrir Íslendingana . Upplýsingar um áætlaðan kostnað : Þátttökugjald SÍK 5000 kr . Gisting : 0 kr . Mótsgjald 0 kr . Flug : 60.000 kr. ( millilent ) Rúta : 4.000 kr . Matur : 15.000 kr. ( áætlað , hver og einn heldur utan um sín innkaup sjálfur ) Skemmtiviðburðir og ferðir ( valfrjálst ) : 15.000 + / - kr . Heildarkostnaður ( áætlað ) : 85.000 - 100.000 kr . Þátttaka Þeir sem vilja koma með á UL 20 er bent á að skrá sig hér fyrir neðan . Aldurstakmark er 16 ára og miðað er við aldurár . Þáttakendur á aldrinum 16 - 20 ára eru eindregið hvattir til að sækja 9 vikna Alfa-námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar sem hefst með kynningarkvöldi 28. janúar kl. 20:30 . Nánar hér . Skilyrði fyrir þátttöku á UL 20 er mæting á fjögur fræðslukvöld um kristniboð og tengd efni . Þar að auki þurfa þátttakendur að vera tilbúnir til þess að segja saman frá ferðinni með kynningu á miðvikudags - og sunnudagssamkomu hjá SÍK og með skriflegri frásögn í Kristniboðsfréttir . Skráning er opin og lýkur 1. mars 2020 . Skráning telst ekki gild fyrr en 15.000 kr. staðfestingargjald hefur verið greitt . Reikningur SÍK er 0117 26 9000 , kt. 550269-4149 . ATH : Mikilvægt er að nafn þátttakanda komi fram í skýringu og að rafræn tilkynning sé send á sik@sik.is Hafi þátttakandi ekki náð 18 ára aldri ber honum / henni að skila leyfisbréfi undirritað af forráðamanni ( ekki nauðsynlegt að votta undirskriftir ) . > > Leyfisbréf má finna hér < < Umgengni lýsir innri manni . Göngum um allt húsnæði með virðingu . Valdi þátttakandi skemmdum á húsnæði og / eða eigum annarra er honum gert að bæta tjónið . Þátttakendur skulu gæta þess að hvílast nægilega til þess að geta tekið þátt í stundum mótsins . Þátttakendum er skylt að fylgja mótsreglum . Fararstjórar og mótshaldarar bera ekki ábyrgð á verðmætum ( s.s. símum , spjaldtölvum , fartölvum , farangri eða öðru ) sem þátttakendur taka með sér á mótið . Þátttakendum er skylt að mæta á fundi sem fararstjórar hópsins kalla saman . Meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna er óheimil í ferðinni . Tóbaksnotkun er ekki leyfð í ferðinni . Sama gildir um rafrettur . Sérstakar reglur fyrir yngri en 18 ára Á auglýstum kyrrðartíma eiga allir að vera komnir á sína svefnstaði og forðast háreysti . Þátttakendur skulu ekki vera einir á ferð utan mótssvæðis heldur vera ávallt í fylgd annarra úr hópnum . Óheimilt er að yfirgefa mótssvæðið nema með leyfi fararstjóra . NLMung eru sjálfstæð kristileg félagasamtök sem reka barna - og ungmennastarf norsku kristniboðshreyfingarinnar NLM ( Norsk Luthersk Misjonssamband ) . SÍK hefur um áratugaskeið verið í samstarfi við NLM á vettvangi kristniboðs í Kenýu og Eþíópíu og nú í dag í Japan .
Á næsta ári fer starf PAK 7 af stað með dreifingu sjónvarps innan Pakistan með áherslu á kærleika Guðs . Hugsunin er að styðja við bakið á kristnu fólki sem oft er á jaðri samfélagsins , efla innlenda kirkju og kynna fyrir öðrum um hvað kristin trú snýst . SÍK styður við PAK 7 með fjárframlagi upp á 375.000 krónur í ár . Fjármunirnir fara í undirbúning , m.a. þjálfun heimamanna í dagskrárgerð , myndatöku og klippingu , hljóðblöndun og fleira sem snýr að tæknimálum . Dagskrárgerð er í höndum heimamanna að mestu leyti og er samkirkjulegt starf þeirra kirkna sem vilja vera með . Viltu styðja við starf PAK 7 . Gefðu þá gjöf á 0117-26-002800 kt. 5502694149 og merktu gjöfina PAK 7 .
Hún fékk bókina lánaða með því skilyrði að henni yrði skilað strax aftur . Handjárnuð Ungur maður sat fyrir aftan konurnar í rútunni og heyrði samtal þeirra . Hann var lögreglumaður . „ Þetta er áróðursrit “ , sagði hann hvössum rómi . „ Það er bannað að eiga Nýja testamenti í landinu okkar . “ Hann skipaði eiganda bókarinnar að koma með sér á lögreglustöðina til að gefa skriflega skýrslu . Hann skipaði bílstjóranum að aka þeim þangað . Konan varð hrædd er lögreglumaðurinn handjárnaði hana og færði hana í fangaklefa . Konan hrópaði til Guðs og kraftaverk gerðist . Hún bað : „ Guð , ég er nýkomin til trúar á þig og nýfarin að lesa í Orði þínu . Hvað er að gerast ? Hjálpaðu mér ! “ Og Guð svaraði henni . Skyndilega opnuðust dyrnar á klefanum . Lögreglumaðurinn varð óttasleginn þegar hann sá það sem gerðist og skipaði konunni út og bað hana að hafa Nýja testamentið með sér . Kristið fólk í Mið-Asíu mætir ýmsum erfiðleikum . Því er bannað að boða fagnaðarerindið opinberlega . Kristið fólk sem á Biblíur eða aðrar kristilegar bókmenntir er sektað . Á mörgum stöðum eru menn hræddir við að lesa í Biblíunni svo andleg fæða á bylgjum ljósvakans er lífsnauðsynleg . Kristniboðssambandið styður útvarpsstöðina Norea sem sendir út kristilega þætti til Mið-Asíu sem kallast Von kvenna . Í þáttunum er fræðsla um kristna trú , uppörvun og hvatning til trúaðra sem búa í landi þar sem hótanir og ritskoðun er hluti hins daglega lífs .
Markmiðið er að konur kynnist trúnni á frelsarann , Jesú Krist og skilji að þær eru dýrmætar í augum Guðs . Hver þáttur er aðlagaður því landi sem hann er sendur til . Þættirnir eru sendir út á 65 tungumálum til 120 landa . Í þáttunum Von kvenna til Sómalíu er áhersla lögð á fræðslu um heilsu og hreinlæti , svo og ýmislegt tengt kristni . Framleiðendur þáttanna eru í sambandi við marga áheyrendur á Facebook sem spyrja spurninga um kristna trú . Á þann hátt tengjast miðlarnir , útvarp og net . Nýlega hittu starfsmenn Norea konu frá Sómalíu . Hún heitir Faisha en býr ekki í Sómalíu núna . Hún hlustar þó alltaf á þættina . Hún segist þekkja marga sem hlusta reglulega á þættina og telur þá vinsæla vegna þess að þeir fjalla um konur og börn sem þjást . Sjálf hefur Faisha kynnst erfiðleikum . Foreldrar hennar komu til Noregs sem flóttamenn þegar hún var á öðru ár . Þegar hún var 13 ára var henni sagt að hún ætti að fara í sumarfrí til Sómalíu en raunveruleg ástæða var að foreldrar hennar voru áhyggjufullir vegna þess að hún átti kristnar vinkonur . Henni var haldið fanginni í Sómalíu og hún fékk mikla og stranga kennslu í Kóraninum . Þegar hún var 17 ára tókst henni að flýja til nágrannalands . Þar tók hún kristna trú og eignaðist kristinn eiginmann . Þrátt fyrir að kristnir Sómalar verði fyrir miklum ofsóknum óttast Faisha ekki . Kristin trú er ekki leyfð í Sómalíu . Þar starfa því neðanjarðarkirkjur þar sem kristið fólk hittist á laun í heimahúsum . Kristið fólk í Sómalíu eru stöðugt í lífshættu vegna trúar sinnar en vill ekki afneita henni . Biðjum fyrir kristnu fólki í Sómalíu . Biðjum að margir mættu uppörvast af að hlusta á kristilegar útvarpssendingar Norea . Kristniboðssambandið styður kristilegar útvarpssendingar Norea til barna og unglinga í Kína .
Safnstjóri Síldarminjasafnsins er nú staddur í Stokkhólmi , en þar fer fram alþjóðlegt þing sjóminjasafna ( e. International Congress of Maritime Museums ) . Síldarminjasafnið gekk til liðs við samtökin á síðasta ári og hlaut frá þeim styrk til þátttöku í þinginu sem er að þessu sinni skipulagt af Sænska sjóminjasafninu , Vasa safninu og Sjóminjasafninu í Maríuhöfn á Álandseyjum . Dagskráin fer fram bæði í Stokkhólmi og Maríuhöfn og stendur yfir í sex daga . Á þinginu koma saman starfsmenn sjóminjasafna frá öllum heimshornum til að ræða sameiginleg hagsmunamál , viðfangsefni og áskoranir . Alls taka 105 fulltrúar frá 29 löndum þátt í þinginu . Dagskráin hófst með siglingu um sænska skerjagarðinn á gufuskipinu Mariefred frá árinu 1903 . Siglt var yfir fjölda skipsflaka sem liggja á botni Skerjagarðsins á meðan fornleifafræðingar Vasa safnsins greindu frá rannsóknum sínum , köfunarleiðangrum og þeim 100.000 skipsflökum sem varðveitast við einstök skilyrði í súrefnislitlu Eystrasaltinu . Næstu daga fara fram bæði fyrirlestrar og vinnustofur þar sem rædd verða fjölbreytt málefni er snúa að varðveislu , rannsóknum , samstarfi og miðlun . Það eru því spennandi dagar framundan í Stokkhólmi og Maríuhöfn .
Hópur siglfirskra síldarstúlkna og stráka sýnir þessa dagana síldarsöltun og heldur uppi fjöri í Maríuhöfn á Álandseyjum þar sem fram fer samnorræn strandmenningarhàtìð ásamt árlegum Ålands Sjödagar . Söltun þeirra , tónlist og dans er framlag Íslands til hátíðarinnar og er í boði Íslenska vita - og strandmenningarfélagsins . Fimm sýningar eru settar upp á þremur dögum og hafa þær vakið mikla hrifningu áhorfanda sem klappa vel og mikið fyrir - en illa gengur að fá Skandinavíubùa til þess að dansa við slorugar sìldarstùlkurnar ! Í morgun prýddu myndir af hópnum heilsíðu í dagblaði staðarins - svo það fer ekki á milli mála að siglfirski hópurinn vekur athygli heimamanna sem og annarra hátíðargesta í Maríuhöfn . Nokkuð þurfti fyrir því að hafa að undirbúa síldarsöltun á þessum miklu síldarslóðum Eystrasalts en iðnnemar à staðnum smíðuðu það sem til þurfti ; sìldarkassa , bjóð og saltkassa . Tunnurnar komu frá Íslandi og hálft tonn af síld kom siglandi 1300 mílna leið með 120 ára gamalli færeyskri skùtu ; Jòhönnu frà Vågi . Í síldarhópnum sem gerir nú garðinn frægan á siglingahátíðinni eru : Birna Björnsdóttir , Svanhildur Björnsdóttir , Sandra Finnsdóttir , Sturlaugur Kristjánsson , Björn Sveinsson , Haukur Kristjánsson og Anita Elefsen leiðangursstjóri . Skemmst er þess að minnast að flestir úr þessu vaska liði tóku þátt í sömu árlegu siglingahátíð í Karlskrona í Svíþjóð fyrir tveimur árum .
Á mánudag færðu Sigurður , Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir , Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi . Sigurður , Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi . Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar , þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar , en á árunum 1946 – 1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar í viku . Með Drangi voru fluttar til staðanna vörur ýmiss konar , mjólk , matvæli og póstur , jafnt sem farþegar . Líkaninu hefur verið komið fyrir í anddyri Bátahússins og verður þar til sýningar í sumar . Staðsetning þess verður svo endurskoðuð en því er ætlaður staður í nýrri sýningu í Salthúsinu , þar sem fjallað verður um veturinn í síldarbænum . Við afhendinguna flutti Vilhjálmur Bragason frumsamið ljóð : Með þessu viljum minnasthins magnaða Drangsog heiðurs þeirra handaer hann sigldu til langs . Með gjöfinni við gjöldumog greiðum fyrir þvíað á öldum minningannasiglir Drangur á ný . Líkanið smíðaði Grímur Karlsson og sýnir það elsta Drang , sem sigldi frá 1946 -1959 , en alls voru þeir þrír . Starfsfólk Síldarminjasafnsins færir gefendum og fjölskyldum þeirra bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf . Líkanið af Drangi sem nú er til sýningar í Bátahúsinu
Fyrst verður sýnd ein fyrsta sovéska heimildamyndin um Ísland . Myndin heitir Íslandsferðin og er frá árinu 1955 . Í tilefni hátíðarinnar var myndin textuð og fylgir henni því íslenskur texti . Næst verður sýnt kvikmyndin Hamingjan er ... eða Happiness is ... en myndin er afrakstur verkefnis á vegum Walt Disney . Hér má sjá sýnishorn .
Verð : 1.500 kr. fyrir hvern í hópi . Safnið skoðað með leiðsögn . Verð : 10.000 kr. + 1.500 kr. fyrir hvern í hópi . Safnið skoðað . Gestum boðið að smakka síld með brennivínsstaupi . Verð : 40.000 kr. + 2.900 kr. fyrir hvern í hópi . Verð : 80.000 kr. + 2.900 kr. f. hvern einstakling .
Hann kom aftur haustið 2005 og sá þá Bátahúsið í fyrsta sinn og við skoðun þar hrópaði hann upp í votta viðurvist : „ Magnificent ! Orri heyrðist segja við sjálfan sig þegar hann gekk um bryggjurnar í Bátahúsinu í fyrsta sinn : „ Nú er ég kominn heim ! “ Ólafur Kvaran , forstöðumaður Listasafns Íslands og þáverandi formaður Safnaráðs , var í sinni fyrstu heimsókn á Síldarminjasafninu vorið 2005 . Sú fyrri spyr : Er eitthvað merkilegt að sjá þarna inni ? Hún sagði frá því að hafa fengið til sín árið 2001 í heimsókn á borgarstjóraskrifstofuna franskan ferðamann frá UNESCO ( Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna í París ) . um miðaldatónleika í Gránu 13. júlí – þjóðlagahátíð 2001 . Þar segir m.a. : „ Rammi hinna fjölsóttu miðaftanstónleika Ölbu-dúósins var harla óvenjulegur , því uppákoman fór fram í gömlu innansvalbúnu timburhúsi við hlið Síldarminjasafnsins þar sem verið er að innrétta Bræðsluminjasafnið Gránu . Ja , “ - sagði Ríkarður . „ Þetta væri kannski ágætt ef það væru ekki þessar skrattans skútur þarna inni ! “ Gunnar Salvarsson , fjölmiðlamaður og upplýsinga - og kynningarfulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands : „ Frá nýlokinni hringferð um landið er mér minnistæðust heimsóknin til Siglufjarðar , bæjarbragurinn , mannlífið og fjöllin . Allt vitnar um það á þessu safni : hvernig hlutunum er fyrir komið af ástríðu þar sem hver og einn fær notið sín í mælskri þögn sinni , hvernig vinnusvæði eru endurgerð í látleysi sínu og nytjafegurð , hvernig bátarnir í bátaskýlinu tróna í sæmd sinni í mildri birtu ævikvöldsins . “ Greinina má lesa hér . Árni Páll Jóhannsson myndlistarmaður og hönnuður fjölmargra sýninga hérlendis og erlendis : „ Þetta er flottasta pæling að safni í Evrópu sem ég hef séð , það er lítið sem klikkar þarna . Flest söfn verða að drasli á svona 7 - 10 árum . Þetta varð að klasssssssík daginnn sem það opnaði . “
Silent Diskó er einstök leið til að upplifa tónlist . Dansað er við tónlist í gegnum þráðlaus heyrnartól . Plötusnúðar þeyta skífum beint í heyrnartólin þín . Einfalt er að flakka á milli rása til að velja tónlist að þínu skapi . Silent diskó hefur náð miklum vinsældum á tónlistarhátíðum um allan heim , m.a. á Glastonbury , Hróarskeldu & Reading . Silent diskó smellpassar á árshátíðir , útihátíðir , skemmtistaði , brúðkaup , einkasamkvæmi og ýmsa aðra viðburði . “ Við hjá Senu prófuðum silent diskó á árshátíðinni okkar og fannst það algjör snilld . Hrikalega fyndið að taka af sér heyrnartólin og hlusta á alla syngja . Við notuðum það sem hópefli og settum upp keppni í hver væri besti DJ-inn . Þvílíkt stuð og allir glaðir . Mæli eindregið með þessu til að hrista liðið saman . ” Tilvalið fyrir gott partý . Tilvalið fyrir stærri einkasamkomur . Tilvalið fyrir stórt partý , árshátíð eða ball .
HLAUPA RÆÐAN - skoðaðu þetta endilegaFróðleikur : Hlaupa stíll getur unnið með þér eða gegn þér ! Tækni æfing : Drillur eru æfingar sem frjálsíþróttafólk notar til að vinna í hlaupastílnum sínum . Ég kalla þetta að við séum að forrita betri hlaupastílinn í okkur . HRAÐARAUKNINGAR 4 x 40m Byrja rólega með háum hnélyftur og auka hraðann Hugsið um að lenda á táberginu , viljum mynda hring hreyfingu á fótunum svo við lendum undir okkur og ýtum okkur áfram . SPRETTÆFINGSprettir - það er fínt að taka um 8 spretti , það þarf ekki að vera mikið meira , passa bara að þessir 8 sprettir verði alveg frábærir . FALLSPRETTURLáta þig detta fram og spretta , æfðu þig í fyrstu skrefunum . Mundu ef þú tekur of stór skref þá geturðu verið að stoppa þig . Kakkalakkinn - kremjum hann til að ná góðri spyrnu áfram ! JAFNFÆTIS HOPP2 x 10 hopp - lenda eins og þyrla - enga hlussu lendingu - ekki lenda eins og flugvél að hrapa JAFNFÆTIS ZIC ZAC 20 hopp jafnfætis , hnén snúa alltaf fram . Erum hér að æfa lendingarnar frá öðrum hliðum . NÁRATEYGJARugga 5x aftur , mundu að fetta bakið , það skiptir öllu máli . Mæli með að gera nárateygjuna reglulega Upphitun : SILJU UPPHITUN 10 Hnébeygjur – hlaupa í 1. gír 40 m 10 framstig hvor fótur ( samtals 20 ) – hlaupa í 2. gír 40m til baka 10 hliðarstig hvor fótur – hlaupa 3 gír 40m yfir 10 nárahopp – hleypur til baka í 4 gír . FREYSA BEYGJA 8 - 10 stk - Beygja fram og teygja í tærnar - Setjast niður - hælar í gólf - Hægri hendi upp og horfa á eftir - Vinstri hendi upp og horfa á eftir - Standa upp Þú vilt vera há / r í loftinu , hendur upp í loft , hring hreyfing á fótunum , fókusa á lendingu , gæti verið góð hugmynd að taka þig upp á video til að skoða ( velkomið að senda mér það ) . Setjast svo niður og gera handahreyfingar – muna olnbogar aftur , hendur í vasa , bora í nef HRAÐARAUKNINGAR 2 x 40 mHugsaðu um handahreyfingarnar Spretthringur 3 - 4 umferðirMundu að hvíldin milli spretta skiptir máli U SPRETTIRStilltu upp 4 keilum með 4 metrum á milli þeirra . Tekur tvö U , ss eitt frá hverju horni ( svo þú takir hliðarskref í báðar áttir ) . Fókusa á stefnubreytingar , stoppa stutt á hverjum stað , og ýta þér alltaf á næsta stað . Spretta fram – bakka – hliðarskref – spretta fram – snúa við og spretta - Notaðu hendurnar - Lenda á öllum fætinum eins og þyrla ( eða á miðfætinum ) - Ekki detta fram á tærnar HLIÐ - HLIÐ - SPRETTA Einu sinni hvor átt . Settu 3 keilur með 3 metra bil og svo 10 metra frá því . Hliðarskref - hliðarskref til baka og spretta að lengri keilunni . Þú verður að hugsa um að stoppa stutt á hverjum stað , alltaf að fókusa og halla þér í þá átt sem þú ætlar í næst . ARMBEYGJUR 6 stk Fókusa á stöðu , ekki gera bara eitthvað , þegar þú liggur þá viltu vera eins og ÖR að benda . Mundu að spenna kviðinn , þegar þú lyftir þér upp , ekki skilja bumbuna eftir niðri . Rugga fram og aftur 5 x Mundu að fetta bakið ! Æfingar í teygju , með bolta og sipp Þið fenguð flest áhöld til að nota heima , hér eru æfingar og video sem kenna ykkur að nota þessi áhöld . Æfingar í teygju Mæli með að gera þetta 1 - 2 x í viku - endilega prófið ykkur áfram
Velkomin á viku 1 Hér eru æfingarnar sem við gerðum á æfingunni um helgina . Það er mikilvægt að þið æfið ykkur og hugsið um það sem við gerðum , því fyrr sem þú æfir þig og nærð að finna hvernig þú gerir æfingarnar , því fyrr nærðu framförum . Endilega skoðaðu þessi video og farðu í gegnum þessar æfingar aftur ! Hey p.s. ef þú æfir þig , endilega taggaðu mig á instagram @siljaulfars HLAUPA RÆÐANVið þurfum að æfa hlaupastílinn og vera meðvituð um hvernig við hlaupum . Það getur verið sniðugt að horfa á ykkur hlaupa , takið upp og skoðið - velkomið að senda mér einnig . Við viljum ekki lenda með dúllu ökklann fyrir framan okkur og stoppa okkur þannig í hverju skrefi og tosa okkur áfram . Við viljum lenda með fótinn undir okkur svo við séum að ýta okkur áfram . DRILLUR 2 x 10m hvertLágar hnélyftur Hælar í rassHáar hnélyfturÝkt háar hnélyftur mæli með að labba á hælunum til baka og / eða Frankenstein HRAÐARAUKNINGAR 4 x 40m Byrja rólega með háum hnélyftur og auka hraðann Hugsið um að lenda á táberginu , viljum mynda hring hreyfingu á fótunum svo við lendum undir okkur og ýtum okkur áfram . Sprettir - það er fínt að taka um 8 spretti , það þarf ekki að vera mikið meira , passa bara að þessir 8 sprettir verði alveg frábærir . FALLSPRETTURLáta þig detta fram og spretta , æfðu þig í fyrstu skrefunum . NÁRATEYGJARugga 5x aftur , mundu að fetta bakið , það skiptir öllu máli . Upphitun : SILJU UPPHITUN 10 Hnébeygjur – hlaupa í 1. gír 40 m 10 framstig hvor fótur ( samtals 20 ) – hlaupa í 2. gír 40m til baka 10 hliðarstig hvor fótur – hlaupa 3 gír 40m yfir 10 nárahopp – hleypur til baka í 4 gír . FREYSA BEYGJA 8 - 10 stk - Beygja fram og teygja í tærnar - Setjast niður - hælar í gólf - Hægri hendi upp og horfa á eftir - Vinstri hendi upp og horfa á eftir - Standa upp Þú vilt vera há / r í loftinu , hendur upp í loft , hring hreyfing á fótunum , fókusa á lendingu , gæti verið góð hugmynd að taka þig upp á video til að skoða ( velkomið að senda mér það ) . Setjast svo niður og gera handahreyfingar – muna olnbogar aftur , hendur í vasa , bora í nef  HRAÐARAUKNINGAR 2 x 40 mHugsaðu um handahreyfingarnar Spretthringur 3 - 4 umferðir Mundu að hvíldin skiptir miklu máli U SPRETTIRStilltu upp 4 keilum með 4 metrum á milli þeirra . Þú verður að hugsa um að stoppa stutt á hverjum stað , alltaf að fókusa og halla þér í þá átt sem þú ætlar í næst . ARMBEYGJUR 6 stk Fókusa á stöðu , ekki gera bara eitthvað , þegar þú liggur þá viltu vera eins og ÖR að benda . Mundu að spenna kviðinn , þegar þú lyftir þér upp , ekki skilja bumbuna eftir niðri . Rugga fram og aftur 5 x Mundu að fetta bakið ! FÓTASVEIFLUR LIGGJANDI 10x hver til hliðar á bakinu 10x hver til hliðar á maganum 10x fótalyfta – muna að kreppa ökklann HJÓLA RUGG 20x Skæri upp og niður 20x skæri til hliðar 3 - 4 umferðir – rúlla fram og aftur – hægri – vinstri - báðir HÁAR HNÉLYFTURVið gerðum „ partner háar “ , takið þessa 2 - 3x 20 metra – fara hægt áfram og vinna hratt , mikilvægt að halda fótunum uppi og pína sig , því við erum að þjálfa úthaldið í „ mjaðmavöðvunum “ sem hjálpa okkur að lyfta hnjánum þegar við erum orðin þreytt . Sprettir Við tókum marga spretti þar sem við unnum með stefnubreytingar líka . Settu keilur með 3 metra millibil , ss byrjunarkeila – 3 metrar – miðjukeila – 3 metrar – enda keilan . Þegar ég segi spretta – spretta – spretta – þá er það spretta að miðju , spretta til baka , spretta út í enda . Ss fram – til baka – fram að enda . Getið tekið þetta t.d. eins og hér fyrir neðan . 2x spretta – spretta – spretta 2x bakka – spretta – spretta 2x hliðar – spretta – spretta 2x bakka – spretta – hliðar 2x hliðar – bakka – spretta = 10 sprettir HLIÐAR-SPRETTAMundu að í hliðarskrefunum þá snerta fæturnir ekki . Vertu alltaf í íþróttastöðunni !
Hæ hæ - gaman að sjá ykkur síðasta miðvikudag ! Hér eru 2 æfingar ( meira að segja 3 æfingar ) sem þið getið gert þangað til við hittumst næst , það er alltaf gott ef einhver annar matar manni af æfingum . Skoðið vikuna og planið hvenær þið ætlið að gera æfingarnar og standið við það ! Ef þið eruð virk á instagram - endilega taggið mig @siljaulfars og leyfið mér að sjá að þið séuð að æfa : ) Gangi ykkur vel og sjáumst næsta miðvikudag ! Æfing 1 OULI - eins og við gerðum á einni æfingunni . Hitar aðeins upp , þessi æfing er miðuð við fótboltavöll , en þú finnur bara grasbala og notar hann , ef grasbalinn er lítill þá tekurðu bara fleiri . Gerið alltaf fjöldann báðum megin . ( KB er ketilbjalla ) 20 - 15 - 10 - 5 KB sveiflaKB Goblet Squat KB stiff leg Bicep ( handlóð ) KB afturstig ( heldur á bjöllu þeim megin sem fóturinn er kjurr ) Armbeygjur Hnúa armbeygjur ( hnébeygjur upp og niður með hnefana í gólfi ) Uppsetur alla leið upp ( já mátt festa tærnar ) Góða skemmtun p.s. taktu tímann þá hefurðu viðmið þegar þú gerir hana næstbestu kveðjurSilja Úlfars Æfing 110x 60 - 80 mss . Góða skemmtun ( p.s. til að mæla , þá eru um 30m milli ljósastaura : ) fínt að miða við þá ) . Æfing 2 Þú getur sett þetta í 1 km , eða í 500m eða til skiptis , þú skalt hlusta aðeins á þig . Taktu endilega 3 - 4 sett 1km 10 armbeygjur 20 bakæfingar 30 kviðæfingar Skokka 4 mín ( þetta er upphitun ) 2x 3 mín on - 2 mín off ( ss 2 umferðir : 3 mín hlaupa - 2 mín skokka - 3 mín hlaupa - 2 mín skokka ) 4x 2 mín on - 1 mín off 4x 1 mín on - 90 sek off Skokka 4 mín niður rólega Samtals : 40 mínútur Þegar hlaupin ( on ) styttast þá áttu að geta farið aðeins hraðar , og í 1 mín sprettunum áttu að geta farið aðeins hraðar , sérstaklega þegar hvíldin er 90 sek á milli . Rúllaðu vöðvana þína - allir hafa gott af því Hér er ágætis RÚLLU VIDEOAnnars mæli ég helst með að þið prófið að fara í FOAM FLEX tíma - flestar líkamsræktarstöðvar eru með svoleiðis tíma . Þar lærir þú amk að rúlla líkamann . BónusÉg elska þessa uppsetninga á æfingahring - ég set hann þannig upp að þið getið gert hann heima 10 - 9 - 8 - 7 .... 2 - 1 10 Hnébeygjur 9 Uppsetur 8 Armbeygjur 7 Froskahopp 6 Fram og afturstig ( hvor fótur ) 5 1/2 V-ups ( kviðæfing ) 4 Burpees 30 Axlarflug ( bakæfing - liggur á maganum og sveiflar höndum upp og niður , líkt og snjóengill ) 20 Mountain Climber 10 Hnébeygjuhopp Æfingin virkar þannig að þú bætir alltaf við 10 10-910-9-810-9-8-710-9-8-7-610-9-8-7-6-510-9-8-7-6-5-410-9-8-7-6-5-4-3010-9-8-7-6-5-4-30-2010-9-8-7-6-5-4-30-20-10 Taktu tímann ! Mundu svo að tagga mig á instagram @siljaulfars Skokkið aðeins í upphitun MJAÐMALIÐKUNTakið svo mjaðmaliðkunina - allir hafa gott af því ! - Rugga fram og aftur - Olnbogi ýtir út - Olnbogar í gólf - Hné / mjaðmir í hringi - Opna upp A plan : Hlaupa 4 x 1km - labba 2 mín á milli B plan : Hlaupa 5 x 500m - labba 2 mín á milli Þú finnur hvort hentar þér betur A planið eða B planið . Stundum dettur maður í stuð ! Hita aðeins upp með smá skokki - eða gera brunahanann eftir æfingunaBRUNAHANINN Fartleikur 30 mín Fartleikur ( fartlek á sænsku ) virkar þannig að þú ætlar að hlaupa eða skokka , bara alls ekki labba . Eftir á mæli ég með PLANKA HRING 100 ( mér ss leiðist planki en mér finnst skemmtilegra að brjóta hann up svona , hægt að gera t.d. 2 hringi = 200 ) 40x Axlar snerting 30x ( 15 / 15 ) hliðarplanki mjaðmalyfta 20x planki vagga til hliðanna 10x planki upp og niður Alltaf gaman að taka smá " stöðupróf " á sér . Þetta er nú einfalt , en vandaðu þig að gera æfinguna vel . Taktu tímann ; ) 6x hringir 10 hnébeygjur 10 bakæfingar 10 armbeygjur 10 kviðæfingar 2 burpees
Árni Friðrik Guðmundsson og Ólafur Áki Kjartansson Vegna Íslandsmóts 2019 Af gefnu tilefni hefur farið fram ítarleg skoðun á framkvæmd Íslandsmóts kjölbáta 2019 . Rýnt hefur verið í lög , reglugerðir og gögn er málið varða og leitað álits , m.a. hjá ÍSÍ . Niðurstaðan er sú að ekkert gefur tilefni til annars en að líta svo á að Íslandsmótið hafi farið fram og , í samræmi við verðlaunaafhendingu í lok mótsins , sé Íslandsmeistari í siglingum kjölbáta árið 2019 áhöfnin á Bestu .
Eftir að hafa talað við menn sem höfðu farið þarna nokkuð oft vissum við hvar mistökin lágu og hvar ósinn var og líka hver væri stysta leiðin að ósnum . Við vildum prófa ósinn , svona til að hafa prófað hann og vita hvernig landið lægi því við höfðum líka heyrt að sumir veiðimenn lægju allan daginn niðri í ós . það var háflóð um 17:30 . Þetta sýnir manni að maður þarf að þekkja inn á staðina en það kemur jú smá saman .
Framan á þessa línu er svo settur langur taumur sem er 18 til 22 feta langur , sjá uppskrift hér fyrir neðan . Hann fylgir svo eftir línunni þegar hún rennur niður með ánni . Þó komu tveir fiskar á land . Lagt var hjá bænum Baugsstöðum og gengið þar niður í ós . Við vorum nokkuð snemma , um 3 tímum á undan flóði , auðvelt var að vaða álana sem voru rétt upp í kálfa . Eftir því sem hækkaði fluttum við okkur ofar í ánna og veiddum meðfram hraunkantinum sem þarna er en ekki kom neinn fiskur kominn á færið . Þegar við vorum að taka saman áttum við gott og lærdómsríkt spjall við bónda sem kom til að forvitnast um hvaða vitleysingar hefðu keypt leyfi svona seint , það voru þó ekki hans orð . Já , alltaf gaman i Hlíðarvatni . Maður stjórnar ekki náttúruöflunum , reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn , stillt , hlýtt og úrkomulaust , fallegt veður . Ekki svo högg fyrr en undir lokin í Hlíðarey , þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk . Ég skellti mér í góðu veiðiveðri , margt var um manninn , veiðimenn voru á öllum helstu veiðistöðunum í kringum allt vatnið . Ekki fara margar sögur af minni veiði , fékk tvo og sleppti öðrum . Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu . Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem gaf mér aukna von en annars var vatnið kalt . Þegar ég hitti á hann sagðist hann ekki hafa orðið var svo ekki leit þetta vel út . Að lokum náði í honum í pokann , þvílíkur fiskur , hraustlegur útlists sem mældist 4 pund eftir blóðgun þegar komið var í land , hann virkar samt stærri . Þessa flugu kalla ég Rósamundu í sparifötunum .
Framan á þessa línu er svo settur langur taumur sem er 18 til 22 feta langur , sjá uppskrift hér fyrir neðan . Hann fylgir svo eftir línunni þegar hún rennur niður með ánni . Þó komu tveir fiskar á land . Lagt var hjá bænum Baugsstöðum og gengið þar niður í ós . Við vorum nokkuð snemma , um 3 tímum á undan flóði , auðvelt var að vaða álana sem voru rétt upp í kálfa . Eftir því sem hækkaði fluttum við okkur ofar í ánna og veiddum meðfram hraunkantinum sem þarna er en ekki kom neinn fiskur kominn á færið . Þegar við vorum að taka saman áttum við gott og lærdómsríkt spjall við bónda sem kom til að forvitnast um hvaða vitleysingar hefðu keypt leyfi svona seint , það voru þó ekki hans orð . Já , alltaf gaman i Hlíðarvatni . Maður stjórnar ekki náttúruöflunum , reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn , stillt , hlýtt og úrkomulaust , fallegt veður . Ekki svo högg fyrr en undir lokin í Hlíðarey , þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk . Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hlíðarey bjargar veiðinni . Það voru ekki margir að veiða enda HM leikurinn fyrr um daginn , daginn eftir sáum við svo bara einn veiðimann , hvort sem það hefur verið rigningunni eða HM að kenna .
Eftir að hafa talað við menn sem höfðu farið þarna nokkuð oft vissum við hvar mistökin lágu og hvar ósinn var og líka hver væri stysta leiðin að ósnum . Við vildum prófa ósinn , svona til að hafa prófað hann og vita hvernig landið lægi því við höfðum líka heyrt að sumir veiðimenn lægju allan daginn niðri í ós . það var háflóð um 17:30 . Þetta sýnir manni að maður þarf að þekkja inn á staðina en það kemur jú smá saman . Já , alltaf gaman i Hlíðarvatni . Maður stjórnar ekki náttúruöflunum , reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn , stillt , hlýtt og úrkomulaust , fallegt veður . Ekki svo högg fyrr en undir lokin í Hlíðarey , þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk . Ég skellti mér í góðu veiðiveðri , margt var um manninn , veiðimenn voru á öllum helstu veiðistöðunum í kringum allt vatnið . Ekki fara margar sögur af minni veiði , fékk tvo og sleppti öðrum . Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu . Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem gaf mér aukna von en annars var vatnið kalt . Þegar ég hitti á hann sagðist hann ekki hafa orðið var svo ekki leit þetta vel út . Að lokum náði í honum í pokann , þvílíkur fiskur , hraustlegur útlists sem mældist 4 pund eftir blóðgun þegar komið var í land , hann virkar samt stærri . Þessa flugu kalla ég Rósamundu í sparifötunum . Er nýkominn úr tveggja daga veiði í Hlíðarvatn . Ég sá svo seinna þegar ég skoðaði veiðibókina að ekkert hafði veiðst þarna lengi , hugsanlega er þetta bara vorveiðistaður . Vel hefur veiðst í Hlíðarvatni í ár , Ármenn eru búnir að fylla eina veiðibók , á síðustu síðu hennar sá ég að alls voru skráðar 641 bleikja , 8 urriðar og 1 áll . Æfingarnar voru reyndar nokkuð góðar fyrir bakið á mér sem var frekar aumt eftir gærdaginn . Minkur var að fara eftir bakkanum í leit að æti , nokkrar sögur hafa heyrst af sjálfsbjargarviðleitni hans . Ég er búinn að fara í nokkrar veiðiferði undanfarnar vikur . Ég hafði ekki treyst mér að fara þetta á mínum slyddujeppa , það kom svo í ljós að það er alger vitleysa því þarna var Suzuki Vitara og þá fer minn þetta alveg , kannski spurning um smá kafla upp að Ljótapolli . Ég tók með mér aðra stöng með flotlínu sem ég ætlaði að prófa . Þar var fyrir annar veiðimaður , þetta er jú orðinn þekktur staður , hann hafði ekki fengið neitt og eins fór fyrir mér . Ég og strákurinn erum leita að einhverri nýjum veiðistað til að prófa , stað með einhverri tegund af laxfiski sem kostar ekki of mikið , 1 - 2 daga , ef menn geta mælt með einhverju þá er það vel þegið .
Það hefur þrjár hallastillingar og stillanlegan stuðning fyrir kálfann . harðgert ytra efni ver barnið fyrir veðri og vindum . Íburðarmikil og mjúk sætishlíf fylgir með , hún eykur þægindi og hlífir sætinu . Tvær regnslár sem passa á bæði vagnstykkið og kerrustykkið fylgja . Tvö flugnanet sem passa vel á bæði vagnstykkið og kerrustykkið fylgja með og veita vernd gegn flugum og öðrum skorðdýrum . Glasahaldarann má festa bæði hægra eða vinstramegin . KERRUSTYKKIHægt er að snúa kerrustykkinu í báðar áttir , að foreldrinu eða frá . Skermurinn er með UPF50 + sólarvörn , góðu loftflæði og lítinn plast glugga . TVÖ FLUGNANETTvö flugnanet sem passa vel á bæði vagnstykkið og kerrustykkið fylgja með og veita vernd gegn flugum og öðrum skorðdýrum . GLASAHALDARIGlasahaldarann má festa bæði hægra eða vinstramegin . Einn plús einn beint úr kassanumInnifalið í pakkanum er vagnstykki og kerrustykki sem má nota til að breyta WAVE í systkinakerru . Hugsað út í hvert smáatriðiVinnan sem lögð hefur verið í smáatriðin í WAVE er það sem gerir hana einstaka . Rúmgóð innkaupakarfan , hljóðeinangrandi skermur , falleg og slitsterk efni og dásamleg hönnun gerir þetta eina af okkar allra glæsilegustu og vönduðustu vöru frá upphafi . Auka kerrustykki og vagnstykki bíður uppá marga möguleika . Hugsað út í hvert smáatriðiVinnan sem lögð hefur verið í smáatriðin í WAVE er það sem gerir hana einstaka . Rúmgóð innkaupakarfan , hljóðeinangrandi skermur , falleg og slitsterk efni og dásamleg hönnun gerir þetta eina af okkar allra glæsilegustu og vönduðustu vöru frá upphafi .
Sunnudag 12. janúar kl. 15.00 í Ásmundarsafni Ólöf Nordal verður með leiðsögn um sýningu sína úngl-únglí Ásmundarsafni . Sýningin er sú fimmta og jafnframt síðasta í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar útilistaverka í borginni . Ólöf leitast við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna , hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar . Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma . Aðgöngumiði á safnið gildir . Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur
Laugardaginn 4. janúar kl. 14:00 opna feðginin Guðrún og Ólafur W. Nielsenljósmyndasýninguna AUÐN í Gallery Grásteini . Nokkrar myndir úr Auðn seríu Guðrúnar voru sýndar í september 2019 í LE MARAIS Paris . Sumarið 2019 fóru þau Guðrún og Ólafur á gamlar slóðir í Tungnaáröræfum og Jökulheimum þar sem Guðrún safnaði saman myndefni í ljósmyndaseríuna Auðn en auk þess má hér sjá ljósmyndir Ólafs þær elstu teknar fyrir um 70 árum . Eins og listfræðingurinn Aldís Arnardóttir lýsir : “ Náttúröflin eru óútreiknanleg og hvergi eru andstæðurnar meiri en á þessum hrjóstrugu slóðum þar sem hvít jökulbrúnin hefur hopað og breiður af svörtum sandi og auðn blasa við . Guðrún beinir sjónum sínum að fortíðinni , sögu lands og persónulegum minningum sem hún leggur til grundvallar að samklippsverkum þar sem nútíðin leggst harðhnjóskulega yfir landssvæðið . Í verkinu Hvíld á jökli 1953 / Tungnaáröræfi 2019 hefur mjallarrok fortíðar vikið fyrir dulúðlegu sandroki samtímans ” . ( mynd ) Guðrún Nielsen f. 1951 er mynhöggvari og er með vinnustofur í Reykjavík og Englandi . Hún hefur tekið þátt í ótal samkeppnum og sýningum alþjóðlega frá 1989 og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sýna . Ólafur W. Nielsen f. 1928 er húsgagnasmiður og einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Íslands og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík . Hann hefur tekið ljósmyndir á Vatnajökli frá 1950 .
Laugardaginn 11. janúar kl. 15 mun PÁLL HAUKUR leiða gesti um sýningu sína ‘ loforð um landslag , the field itself & the movement through ’ í BERG Contemporary . Honum til halds og trausts verður heimspekingurinn og myndlistarmaðurinn JÓHANNES DAGSSON . Leiðsögnin fer fram á íslensku , er öllum opin og er um að ræða síðasta sýningardag sýningarinnar . Frekar um sýninguna : „ Því miður ( ættum við að segja ) er ekkert sem við getum gert fyrir Eri Asai . Það kann að hljóma merkingarlaust , en við erum ekkert annað en sjónarhorn . Við getum ekki á nokkurn hátt haft áhrif á hlutina . “ Virknin og athafnirnar eru bersýnilegar , jafnvel án sérstakrar hluttekningar . Við þurfum ekki að veita þeim sérstaka eftirtekt eða athygli , þær eru á yfirborðinu og auðvelt að eigna sér þær . Með þessu býr myndin yfir skrásetningu á eigin sögu , þrátt fyrir að nokkrar blaðsíður ( eða kafla ) gæti vantað . Við færum okkur frá einni athöfn yfir í aðra og listaverkið tekur á sig mynd í tíma . Þetta tímaferli verður til með hugsunum og upplifunum sem færast frá a til b og er ekki orsakabundin framrás , heldur samfelld virkni þar sem útkoman ræðst að nokkru leyti af því sem lagt er upp með . Þetta er ekki óhjákvæmilegt , mætti jafnvel frekar segja að það væri líklegt , nær því að vera útkoma sem skýrir ferlið eða ferli sem skýrir útkomuna . Þetta er ekki tími tákna eða tungumáls , heldur tími aðgerða , framkvæmda , tími þess að færast yfir flötinn . Rekja má hreyfinguna innan flatarins og flöturinn er aðeins aðgengilegur / raunverulegur í gegnum hreyfinguna . Liturinn er brotinn upp og brotunum dreift . Hægt væri að ímynda sér að um safn væri að ræða . Safn án nokkurs þema sem hefði þann eina tilgang að safna merkingarþrungnum hlutum . Safn sem þetta myndi byggja á reglum töluvert frábrugðnum þeim sem við eigum að venjast innan hefðbundinna safna . Safnið myndi ekki treysta á merkingu eða mikilvægi hluta ( lita , línu , ímynda , forma og svo mætti lengi telja , allt eftir smekk hvers og eins ) og innan þess væru hlutir settir saman ( að nýju , einnig eftir smekk ) , en án þess að búa til merkingu . Reglur safnsins væru einfaldlega að hlutir þurfi að vera staðsettir nærri hvor öðrum ; að safna viðstöðulaust og setja hlutina í námunda við hvorn annan , stefnulaust , af áþreifanlegri , efnislegri nauðsyn einni saman . Jafnvel efnislegt yfirborð verksins raskast við söfnun sem fer fram eftir þessum reglum . Í yfirborðinu koma sama mismunandi áferðir , upplausnir og uppruni o.s.frv . Þetta gæti verið fagnaðarefni ( fyrir flesta ) þar sem það gæfi forsendur fyrir því að flækjast frá hinu persónulega yfir í hið opinbera , á milli þess fábrotna og hins háleita og þar fram eftir götum , en kannski það sem mestu máli skiptir , á milli myndar og merkingarfræði hennar . Slíku gæti því fylgt frásögn , til dæmis um jafn hversdagslegt fyrirbæri og kött . Það er ekki návist handarinnar sem verður sýnileg , eða það að hún framkvæmi athöfnina , heldur eru það athafnirnar sjálfar sem eru settar berskjaldaðar fram . Ummerkin um tæknina og tækin sem notuðu eru til að staðsetja og til að finna sér aðstæður til að sleppa óáreitt frá , trufla skynjun okkar á nærveru handarinnar , truflar færsluna frá því að gera að því sem er gert . Við gætum verið á öðrum stað , en við erum það ekki , við erum sjónarhorn , sem gerir okkur að þeim sem við erum . Sjónarhornið kann að vera persónulegt eða formlegt og jafnvel falskt , en það er það sem það er .
18. janúar opnar Daniel Reuter sýninguna “ Vessel ” í Harbinger . Sýningin er hluti af verkefninu Latent Shadow , sýningastýrt af Claudiu Hausfeld og Daríu Sól Andrews . Vessel er einnig á dagskrá Ljósmyndahátíð Íslands .
Föstudaginn 17. og laugardaginn 18. febrúar fer af stað röð af einkasýningum útskriftarnema í mastersnámi í myndlist við Listaháskólann . Þessar sýningar verða með tveggja vikna millibili í janúar og febrúar . Sýningarnar eru hluti af lokaverkefnum nemenda og eru vettvangur þar sem tækifæri gefst til að láta reyna á eigin listrænu sýn og ákvarðanatöku innan ramma námsins . Sýningarnar eru í Kubbnum , galleríi myndlistardeildar í Laugarnesi og RÝMD , nemendagallerí myndlistardeildar í Breiðholti . Sýningarnar eru opnar : Kubburinn – miðvikudagur , fimmtudagur og föstudagur frá 13:00 – 17:00 í vikunni eftir opnun . RÝMD – sunnudagur , miðvikudagur og föstudagur 14:00 – 18:00 í vikunni eftir opnun .
Síðasta sýningarhelgi Eldingarflótta er föstudaginn 13. desember til sunnudagsins 15. desember . Sýningin er í Gallerí Braut , Suðurlandsbraut 16 , 3. hæð , opið milli klukkan 14:00 og 18:00 . Elín Helena Evertsdóttir myndlistarkona sýnir þar ný verk , tréskúlptúr , teiknimynd og málverk . Erkitýpan Gosi kemur við sögu og þema sýningarinnar er meðal annars flótti og þráin eftir því að vera mannlegur .
Föstudaginn 20. september kl. 13.00 mun Elín Hansdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91 . Elín Hansdóttir skapar innsetningar sem byggðar eru fyrir tiltekin rými og taka á sig margvíslegar myndir . Nefna má hljóð - og / eða sjónrænar blekkingar , göng í ætt við völundarhús og byggingarfræðilega þætti sem myndast fyrir tilstilli hreyfingar sýningargestsins .
Til vísinda - og fræðimanna , listamanna og annarra sem hyggja á norrænt samstarf : Letterstedtski sjóðurinn auglýsir ferðastyrki til umsóknar . Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2020 . Styrkirnir eru ætlaðir til ferða frá Íslandi til Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna vegna samstarfs eða starfa á sviði vísinda , lista og menningar , eða vegna þátttöku í norrænum eða norrænt-baltneskum ráðstefnum og fundum . Umsóknir skulu vera á íslensku og innihalda greinargóðar upplýsingar um umsækjanda ( nafn , heimili , netfang , starfsheiti / staða ) , tilgang ferðar og / eða verkefnis . Undirrituð umsókn sendist í pósti í síðasta lagi 15. febrúar nk. ( póststimpill gildir ) . Samkvæmt reglum sjóðsins skal senda umsóknirnar í almennum pósti en hvorki í tölvupósti né ábyrgðarpósti .
„ Fokk me-Fokk you “ er yfirskrift föstudagsfléttu Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem fram fer í safninu föstudaginn 10. janúar kl. 13:30 . Þar munu Kári Sigurðsson og Andrea Marel fjalla um sjálfsmynd , samfélagsmiðla og samskipti kynjanna . Viðburðurinn er ætlaður unglingum og ungmennum , foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum . Verk á sýningu safnsins , Stefnumót – Norræn ljósmyndun út yfir landamæri , verður notað sem kveikja að umræðum . Verkið er eftir Söndru Mujinga og fjallar um framsetningu sjálfsins á stafrænum miðlum og hvernig það er að vera til í heimi ofurmiðlunar . Í verkinu skoðar Mujinga nokkrar þeirra kringumstæðna þar sem félagsleg tengsl , félagsskapur og hluttekning verða til vegna síaukinnar skjámenningar á 21. öldinni . Sunnudagurinn 12. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stefnumót – Norræn ljósmyndun út yfir landamæri . Viðburðurinn er hluti af Föstudagsfléttunni sem er viðburðaröð Borgarsögusafns þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við sýningar og starfsemi safnsins . Aðgangur að viðburðinum er ókeypis og allir velkomnir . Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðum :
SKYNHEIMAR Haraldur Jónsson og Ósk Vilhjálmsdóttir bjóða uppá sköpunarsmiðju í Marokkó í komandi dymbilviku 2020 . Um er að ræða 10 daga námskeið sem fer fram í Marrakesh og Há-Atlasfjöllum . Tilvalið fyrir þá sem vilja virkja og styrkja sköpunarkraftinn . Ekki er um námskeið að ræða heldur geta áhugasamir mætt og teiknað saman þó hver og einn vinni að sínu . Kristin … A ! Gjörningahátíð verður haldin í sjötta sinn 1. - 4. október 2020 . Í annað sinn verður kallað eftir gjörningum frá gjörningalistamönnum , leikurum , dönsurum , myndlistarlistafólki og öðrum sem áhuga hafa á að taka þátt . Stefnt er að því að velja 4 - 5 gjörninga úr … Félagsmönnum stendur til boða að kaupa gafakort Þjóðleikhússins á afslætti Þjóðleikhúsið býður félagsmönnum 20% afslátt af gjafakortum fram til jóla . Gjafakort fyrir einn : Fullt verð 6200 kr . Með afslætti : 4960 kr . Gjafakort fyrir tvo : Fullt verð 12.400 kr . Með afslætti : 9920 kr . Hafðu samband við okkur , … Kæru félagsmenn SÍM . Opnunartími skrifstofu SÍM yfir jól og áramót verður sem hér segir : 23. - 27. desember verður skrifstofan lokuð . 30. desember verður opið frá 10 - 16 31. desember - 2. janúar verður skrifstofan lokuð . Við opnum aftur , föstudaginn 3. … Staður : Sjóminjasafnið í Reykjavík ( Borgarsögusafn ) Grandagarði 8 , 101 Reykjavík Föstudagur 17. janúar kl. 9:00 - 15:00 Laugardagur 18. janúar kl. 9:00 - 12:00 Ljósmyndarýni verður haldin í fimmta skipti á Ljósmyndahátíð Íslands dagana 17. og 18. janúar 2020 og er það Ljósmyndasafn … Sol LeWitt – teiknarar Listasafn Reykjavíkur leitar að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í gerð veggverka Sol LeWitt . Sýning á verkum þessa heimskunna bandaríska listamanns er fyrirhuguð í Hafnarhúsi 6. febrúar – 3. maí 2020 . Unnið er undir handleiðslu … Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeooverk þar sem mynd , hljóð og rými mynda órofa heild . Hann sýndi fyrst um aldamótin síðustu í listamannareknum rýmum í Reykjavík en dökk en ágeng vídeóverk hans vöktu strax athygli . Sigurður á yfir tuttugu … Sviðslistarhópurinn Marble Crowd veitir félagsmönnum SÍM 50% afslátt á sviðsverkið Eyður sem er einugis sýnt tvisvar á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 15. & 20. janúar Ekki láta þessa einstöku sýningu fram hjá ykkur fara . Með því að nota þennan afsláttarlink má kaupa … Frá og með haustönn 2020 er boðið upp á nýja námsleið í sýningagerð á meistarastigi við myndlistardeild . Þessi nýja námsleið er kennd samhliða meistaranámi í myndlist , sem skapar nálægð milli þess sviðs samtímalistar sem fæst við sýningagerð annars vegar og vinnuferla … Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í myndlist með áherslu á sýningagerð . Um er að ræða nýja námsleið innan námsbrautar á meistarastigi í myndlist . Starfið felur í sér þróun náms í sýningagerð á meistarastigi , kennslu og stefnumótun . Háskólakennarar taka … Í þessari litríku og heillandi bók leitar Guðrún Arndís Tryggvadóttir að lífsverki forföður síns , Ámunda Jónssonar , smiðs , listmálara og bíldskera á 18. öld . Hún endurskapar ævi hans og iðju í vatnslitamyndum í því skyni að nálgast fortíðina og lætur innsæinu … Sýningarsalur Gallery Grásteins er kjörinn fyrir listafólk sem vill sýna og kynna verk sín í rúmgóðum og björtum sýningarsal á besta stað í Reykjavík . Einnig kemur til greina að leigja salinn út fyrir ýmiskonar viðburði og uppákomur . Sýningarsalurinn , er opinn á sama tíma … Hvað ? Laufabrauðsgerð Hvenær ? 24. nóv. kl. 13:30 Hvar ? Viðey Það á að gefa börnum brauð er yfirskrift fjölskylduviðburðar á vegum Borgarsögusafns sem fram fer í Viðey sunnudaginn 24. nóvember kl. 13:30 . En þá mun Margrét Sigfúsdóttir , skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík , … Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar gerði í gær samkomulag við Künstlerhaus Bethanien um vinnustofudvöl íslenskra myndlistarlistamanna í Berlín til fimm ára . Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974 , og er ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega . … Samband íslenskra myndlistarmanna óskar Steinunni Önnudóttur innilega til hamingju með styrkinn úr styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur . Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn og kynningu á myndlistarverkum Steinunnar í Listasafni Íslands í gær , mánudaginn 18. nóvember . Fyrir hönd SÍM , Anna … Haustsýning Hafnarborgar 2020 Frestur til að skila inn tillögum rennur út 17. nóvember Hafnarborg vekur athygli á því að frestur til að skila inn tillögum að haustsýningu safnsins árið 2020 rennur út nú um helgina . Þá eru allir sýningarstjórar , jafnt … Midpunkt auglýsir eftir íslenskum og alþjóðlegum listamönnum til að sýna á næsta ári . Menningarrýmið sem hefur verið starfrækt í Hamraborg 22 varð ársgamalt um daginn og fagnaði því með kvikmyndasýningu í Bíó Paradís og stærstu samsýningu í sögu rýmisins , en … Hér með tilkynnist að Auður Jörundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar til næstu fimm ára og mun hún taka við starfinu um miðjan febrúar af Helgu Björgu Kjerúlf . Auður hefur starfað í tíu ár hjá i 8 galleríi sem … Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ Miðvikudagarnir : , 6. nóvember og 4. desember kl. 16 - 17.30 Teiknismiðjan er fyrir alla sem vilja spreyta sig í teikningu . Ekki er um námskeið að ræða heldur geta áhugasamir mætt og teiknað saman þó hver og einn vinni … Mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 13:00 til 14:00 Ferðaþjónusta spilar lykil hlutverk þegar kemur að því að takast á við áskoranir tengdar lofslagsbreytingum . Hækkandi hitastig , hækkandi sjávarmál og rýrð búsvæði munu hafa gríðarleg áhrif á næstum allt sem viðkemur greininni í framtíðinni . Til … Jón Sigurpálsson opnar sýningu í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna ( SÍM ) við Hafnarstræti 16 í Reykjavík 1. nóvember kl. 17:00 . Sýningin ber heitið Gjörningar og er atburðarás þeirra 2. desember árið 1929 klukkan átta að morgni . Veður eru válynd á Íslandi . … Íslensk grafík býður þér að koma í partý - og vera við opnun á POP -UP listmarkaði í Grafíksalnum , Tryggvagötu 17 ( hafnarmegin ) , föstudaginn 8. nóv. kl. 17:00 - 19:00 . POP-UP listmarkaðurinn er hugsaður sem kynning á verkum félagsmanna og sölusýning . Hægt verður að fá íslensk grafíkverk á góðu verði , kaupa á staðnum og fara með … Þriðjudaginn 29. október kl. 17 - 17.40 heldur Freyja Reynisdóttir , myndlistarmaður , Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Boltinn rúllar ef þú ýtir honum . Í fyrirlestrinum mun Freyja fjalla um þá ákvörðunartöku að starfa sem myndlistarkona að loknu listnámi og hvert sú … Kallað er eftir efni fyrir Hugarflug , árlega ráðstefnu Listaháskóla Íslands , sem fram fer í níunda sinn föstudaginn 14. febrúar 2020 . Ráðstefnan er vettvangur fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun a sviðum lista og menningar , með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálganir , aðferðir , efnistök … Lista - og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista - og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári . Umsóknum skal skila fyrir 18. nóvember 2019 . Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningarstefnu bæjarins . Styrkir eru …
“ Velkomin inn í kvikmyndahús ĘXÏSTĘNZÎĀ þar sem líkami þinn mætir holdheimi skjásins í netheiðarlegu æðruleysi ” Freyja Eilíf opnar sýninguna “ THE CINEMA HOUSE OF ĘXÏSTĘNZÎĀ ” í HilbertRaum galleríi í Berlín þann 3. janúar og stendur sýningin uppi til 12. janúar . ĘXÏSTĘNZÎĀ er unnin sem staðbundin innsetning á kvikmyndahúsi og hýsir þannig verk eftir Freyju sem fjalla um mismunandi leiðslur í gegnum tilvistarkvik í því rými gallerísins sem mætir gestum við inngöngu . Myndbandsverk eftir níu manna úrval alþjóðlegra myndlistarmanna eru svo sýnd inn af rýminu í kvikmyndasal . “ Sýningin ĘXÏSTĘNZÎĀ sér heilann sjálfan sem skjá , sem kvikmynd í sjálfu sér og hold áhorfendans verður þannig hluti af tækni kvikmyndahússins ”
Föstudaginn 27. september kl. 16 opnar samsýning Karoline Sætre og Rannveigar Jónsdóttur OBSERVE ABSORB í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði . ,, Það er innbyggður skortur í minninu , kannski er það löngunin til að fylla í þetta tóm sem er uppspretta fortíðarþrárinnar , þar sem eitthvað er stöðugt utan seilingar . Að því marki sem fortíðarþráin kemur fram í verkum Karoline Sætre og Rannveigar Jónsdóttur er það ekki endilega sem rekjanleg þrá eftir því sem verið hefur , heldur sem fortíðarþrá í upprunalegri merkingu hugtaksins : Heimþrá – og ekki heimþrá í þeim skilningi að hún þurfi að verða erfið byrði eins og oft er talað um hana , heldur sem drifkraftur til að uppgötva uppá nýtt ; til að rannsaka og kafa í uppruna sinn til að geta skilið þetta allt . ‘ ‘ Útdráttur úr Floating in a memory , texta fyrir sýninguna eftir Simen U. Stenberg . Rannveig og Karoline kynntust þegar þær voru samtímis við MA-nám í Listaháskólanum í Malmö . Þær unnu fyrst saman að sýningu í galleríinu DELFI í Malmö í október 2018 , sem bar heitið Darker fields of blue , the snow is where the shadow lies . OBSERVE ABSORB er framhald af þeirri sýningu . Listakonurnar hafa boðið norsku listakonunni Heddu Hørran , til að vera með upplestur við opnun sýningarinnar . Rannveig Jónsdóttir ( 1992 – ) leggur áherslu á hljóð og skúlptúr í verkum sínum þar sem hún skoðar eigin reynslu út frá samtali rannsókna og skáldsskapar til að skapa hljóð - og efnis-innsetningar . Áhugi hennar beinist að skjalageymslum , kortum , bókum , höndum , tungumálinu – hún vinnur oft með fundið efni og textabrot sem útgangspunkt fyrir innsetningar sem snúast um sjálfsmynd , að tilheyra , samband okkar við náttúruna og hversdagslega hluti sem við söfnum í kringum okkur .
Sýningarverkefnið Fullt af litlu fólki tekst á við hið andlega í listum . Titillinn er sóttur í teikningu eftir austurríska mannspekinginn Rudolf Steiner frá árinu 1922 , en hann vandi sig á að teikna myndir til stuðnings við hið talaða orð þegar hann hélt fyrirlestra . Frumkvæði að sýningunni eiga þær Guðrún Vera Hjartardóttir og Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir ( ÚaVon ) sem hafa lengi velt fyrir sér hvernig andleg iðkun þeirra og áhugi á mannspeki geti samræmst listsköpun þeirra . Þátttakendur sýningarinnar eiga það sameiginlegt að rannsaka ríki hins óþekkta og sækja innblástur í andleg , spíritísk , esóterísk og / eða mannspekileg gildi og birta þau í myndlist , grafískri hönnun , dansi , tónlist og jafnvel fræðum . En auk listaverka á sýningunni er boðið upp á fyrirlestra , námskeið og samræður þar sem leitast er eftir að dýpka tengsl og skilning á sambandi milli hins andlega og efnislega .
Smiðja með listakonunni Þórdísi Erlu Zoëga þar sem mismunandi mynstur snjókorna verða könnuð . Gestir læra einnig aðferð til að búa til mynstur úr mörgum snjókornum með málningu og Artline pennum á pappírslengjur og á jólakort . Útkoman er fallegur , gamaldags jólapakki úr umhverfisvænum efnum . Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu ! Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs , Gerðarsafn , Náttúrufræðistofa , Salurinn og Héraðsskjalasafn .
Listatvíeykið The Bull and Arrow koma fram í Deiglunni Laugardaginn 4. janúar kl. 16:30 . Deiglan , Listagili . Danielle Galietti og Matthew Runciman eru alþjóðlegir myndlistarmenn frá Norður Ameríku . Þau vinna saman sem “ The Bull and Arrow ” . Danielle er myndlistarmaður sem vinnur þvert á miðla , fyrrum keppandi í listskautum og hljóðheilari . Matthew er gítarleikari og tónlistarmaður sem vinnur við að stilla inn á alheimstíðnina . “ Getur þú heyrt sjálfa þig loka augunum ? ” er upplifun fyrir skynfærin , af því ósýnilega og ótakmarkaða . Með því að leita djúpt í ímynduninni og andanum skapa þau lifandi gjörning og innsetingu með ljósi , mynd , gjörningi og hljóði .
Gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni Verið hjartanlega velkomin á opnun Relics / Minjar í Deiglunni laugardaginn 28. desember kl. 14 – 17 . Þar mun gestalistamaður Gilfélagsins í desember , Cecilia Seaward , sýna afrakstur dvalar sinnar . Sýningin er einnig opin sunnudaginn 29. desember kl. 14 – 17 og Cecilia mun halda listamannaspjall sama sunnudag kl. 15 . Cecilia Seaward er myndlistamaður sem vinnur þvert á miðla ásamt því að vera danshöfundur , kvikmyndaframleiðandi og sjálfstæður fræðimaður sem býr í New York . Í gestavinnustofu Gilfélagsins hefur Cecilia unnið að verkefni sínu Minjar ( e. Relics ) safni persónulegra mynda , endurmynduð og endurútfært í gegnum sértækar kannanir . Minjar er rannsókn á líkamlegri útfærslu minnis og hvernig það tengist myndmenningu , líkamlegum flutning sem og sjálfsmynd . Cecilia mun sýna myndbands - og flutningshluta Minja í Deiglunni dagana 28. – 29. Desember kl. 14 – 17 . Hún mun einnig halda erindi um ferlið sitt þann 29. Desember kl. 15 . Síðastliðið ár hefur hún unnið að og stofnað Tunic Productions , framleiðslufyrirtæki sem er tileinkað því að segja sögur sem annars yrðu ekki sagðar .
Laugardaginn 18. janúar kl. 15 opna tvær nýjar sýningar í Hafnarborg . Í aðalsal Hafnarborgar er það sýningin Þögult vor , með verkum eftir myndlistarkonurnar Herttu Kiiski , Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur , í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews . Í Sverrissal er það svo sýningin Far , þar sem sýnd verða verk Þórdísar Jóhannesdóttur í samtali við verk Ralphs Hannam . Sýningarnar eru báðar hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands Á Þöglu voru kalla Lilja Birgisdóttir , Hertta Kiiski og Katrín Elvarsdóttir fram ljúfar og hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar , sem er illa vanrækt og stendur á barmi glötunar . Í von um að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir viðkvæmu ástandi hins hrörnandi heims einbeita þær sér að fegurðinni í því fundna , sem fær þannig að ganga í endurnýjun lífdaga . Andspænis hnattrænni hlýnun beita þessir þrír listamenn bæði ljósmyndamiðlinum og næmri , efnislegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar . Þórdís Jóhannesdóttir og Ralph Hannam koma að ljósmyndun um óhefðbundnar leiðir . Þórdís er myndlistarmaður sem notar ljósmyndina sem sinn miðil , án þess að leggja áherslu á tæknina . Ralph var áhugaljósmyndari og af þeim verkum sem varðveitt eru eftir hann má sjá að hann nálgast ljósmyndun sem leið til listrænnar sköpunar . Samspil verka þeirra er sannfærandi og óþvingað en formið er viðfangsefni þeirra beggja . Það sjónræna samtal sem fer fram á sýningunni á uppruna sinn í umhverfinu – hversdagsleikanum – og minnir okkur á að fegurðin getur búið víða .
Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónlistarleiðsögn , föstudaginn 20 september á milli kl. 20 og 21 , er Guðlaug Mía Eyþórsdóttir veitir áheyrendum innsýn í tilurð verka sinna , og þverflautuleikarinn Sindri Freyr Steinsson leiðir gesti um sýninguna . Á sýningunni Verkin sýna merkin býður Guðlaug Mía áhorfendum í fagurfræðilegan leiðangur um kunnuleg stef úr hversdeginum . Hún skoðar skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar , formrænu stigaganga , gluggasilla , anddyra , fatahengja . Þessir þættir eru efniviður hennar er hún lætur form , efni og litatóna endurraðast og mynda ný sambönd í skúlptúrum sem finna sér stað í sýningarýminu . Guðlaug veltir jafnframt fyrir sér ætluðum hlutverkum og hvernig þau breytast , hvernig notagildi breytist eftir virkjun hluta og rýma , og býr í verkum sínum til samhengi þar sem áhorfandi og skúlptúrar verka á víxl . Meðfram sinnI eigin myndlist hefur Guðlaug Mía staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar . Hún rak sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen í samstarfi við aðra myndlistarmenn . Einnig hefur hún staðið að myndlistarútgáfum og undanfarin tvö ár unnið að Bláa vasanum , stafrænum gagnagrunni um orð íslenskra myndlistarmanna .
Jólamynd Bíó Paradísar 2019 er Á Skjön , er heimildamynd í fullri lengd um Magnús Pálsson , hljóðskúlptúrista . Hefjast sýningar á annan í jólum og standa fram á nýja árið . Höfundur er Steinþór Birgisson , en framleiðandi Steintún . Magnús gat sér gott orð þegar á áttunda áratug síðustu aldar fyrir leikni sína í því að taka gifsafsteypur af ólíklegustu fyrirbærum á borð við hljóð , tíma , spennu og jafnvel ást . Þegar á leið færði hann sig yfir í fjölbreyttari efnivið og hóf að móta verk sín úr þáttakendum , tíma , skrjáfi smáhluta og hrynjandi mannlegs máls , svo fátt eitt sé nefnt . Í Á Skjön horfir kvikmyndatökuvélin á listamanninn við iðju sína af stuttu færi , hvort sem hann er að glíma við hugmyndir sem enn eru varla til , eða klóra sér í höfðinu yfir gömlum verkum . Fylgst er með ferðalagi nýja efnisins í átt til veruleikans , samhliða því sem listamanninum sjálfum miðar smám saman áfram í ökuferð án augljóss fyrirheits . Magnús er kominn á níræðisaldur og nýtur loks þess meðbyrs sem hann þarf til að færa verk sín upp með sóma í háborgum íslenskar menningar , á Listahátíð í Reykjavík og með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu . Þó dagar hins aldna nýlistamanns einkennist öðru fremur af yfirlætislausu vafstri , fer ekki hjá því að dýpri spurningar vakni . Hvert er förinni heitið ? Hvað er list og hvað ekki ? Hvort ber að taka á henni með hvítum hönskum eða berum höndunum ? Hefði fimm ára sonur áhorfandans getað búið til þessi verk ?
Laugardaginn 14. desember er útgáfudagur á þriðju og nýjustu bók minni í ritröð með það að markmiði að efla þekkingu á listgildi samtímans . Bókin ber heitið Hreinn hryllingur : Form og formleysur í samtímalistog fjallar um formgerð sem er áberandi , jafnvel ríkjandi , í listum samtímans , en við stöndum í auknum mæli frammi fyrir þeirri undarlegu þversögn að laðast að listaverkum sem virka í senn óþægileg , andstyggileg og jafnvel ógnandi . Í þessari bók skoða ég formfræðileg einkenni slíkra listaverka í tengslum við ótal kvikmyndaminni og kenningar um eðli hryllings . Leiðarstef bókarinnar er málverkið Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch , en verkið snertir merkilega marga þætti hryllingsins , til dæmis skynvillur , blendingsform , formleysur , úrkast , óhugnaðarkennd og líkamshrylling Bókin skiptist í 7 kafla , er 168 bls. , 115 × 185 mm. , og inniheldur 23 myndir af listaverkum , þar af eru 11 prentaðar í lit . Ég mun fagna útgáfunni á laugardaginn frá 17.00 – 19.00 í sýningarrými Multis Project við Hjartatorgið , Laugavegi 19 ( Torgið er á bak við Kaffibrennsluna ) . Á útgáfufögnuði verður bókin seld á algeru útsöluverði , aðeins 2500 krónur , áður en hún fer í verslanir þar sem verðið hækkar til muna . Mér þætti vænt um að sjá ykkur . Það verður léttvín , síter og sætindi á boðstólnum og ef stemmning er fyrir upplestri þá mun ég að sjálfsögðu lesa valið efni úr bókinni fyrir viðstadda .
Við bjóðum ykkur innilega velkomin að taka þátt í leiðsögn og spjalli næstkomandi föstudag , þann 10. Janúar kl 17 í Brautarholti 2 . Leið okkar verður svo haldið á Kárastíg 1 og við endum í Ásmundarsal kl 18.30 þar sem léttar veigar verða í boði . Hlökkum til að sjá ykkur sem flest . Í framhaldi af vinnustofu Prents og vina í Ásmundarsal , þar sem 17 listamenn unnu dagana fyrir jól að prentverkum í upplagi þá tókum við höndum saman og buðum þremur af þeim listamönnum að taka þátt í Í kring 06 . Það eru þau ; Almar Atlason , Daði Guðbjörnsson og Kristín Gunnlaugsdóttir . Þau munu sýna nokkur velvalin verk að auki þeirra verka sem þau unnu að á vinnustofunni . Almar Steinn Atlason ( f. 1992 ) er myndlistarmaður sem starfar í Reykjavík og hefur haldið fjölda sýninga víða um heim , oftast nær óboðinn . Verk Almars fást við óhlýðni , samviskubit , ofbeldi og samfélagshlutverk . Hann notar mest gjörninga , málverk og margmiðlunarinnsetningar við framsetningu verka sinna . Almar reynir að víkka rými verka sinna og teygja þau inn á óhefðbundin svæði svo sem verslunarmiðstöðvar , kommenta - kerfi og skjalageymslur opinberra stofnana og gengur þar oft þvert á mörk samfélagsins . Hann spyr opinna siðferðislegra spurninga og virkar oft einfaldur og / eða barnalegur þegar hann skoðar hluti sem öllum eru sjáanlegir en liggja þó gjarnan ósagðir líkt og í sögunni um nýju fötin keisarans . Daði ( f. 1954 ) hefur lokið námi við Myndlistaskólann í Reykjavík og Ríkisakademíunni í Amsterdam , en einnig hefur hann sveinspróf í húsgagnasmíði . Daði hefur unnið að myndlist að aðalstarfi í u.þ.b. 40 ár . Þá aðallega við màlverk , grafík , bókverk og skúlptúr . Hann hefur sýnt í öllum helstu söfnum landsins og einnig lítillega erlendis . Verk eftir Daða eru algeng á íslenskum heimilum , stofnunum og fyrirtækjum en einnig hafa þau verið fjölfölduð og birst í bókum , kortum , konfektkössum og á frímerkjum . Daði tekur stöðu í list sinni með þrá mannsins til að tengjast andanum í hjartanu og rótum sínum í tilfinningalífinu . Má segja myndirnar séu alla jafna skapaðar í sérstöku hugleiðslu - og vitundarástandi Sahaja yoga ( nirvichara samadhi ) Verk eftir Daða Guðbjörnsson Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd 1963 á Akureyri . Hún lauk námi frá MHÍ 1987 og BA frá Accademia di Belle Arti , Flórens , Ítalíu 1995 . Hún hefur starfað við myndlist eingöngu en einnig kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands . Í verkunum notast Kristín eingöngu við lifandi fyrirmyndir . Verk eftir Katrínu Gunnlaugsdóttur Prent og vinir ráku grafíkvinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í tengslum við jólasýninguna 2019 , sem bar heitið Ég hlakka svo til . Völdum listamönnum var boðið að vinna verk í upplagi á verkstæðinu , einn listamaður á dag fram að jólum . Verk þeirra eru sýnd í kaffihúsinu í Ásmundarsal . — — - Print and friends curated a print workshop in Gryfjan in Asmundarsalur in connection to the Christmas exhibition ‘ ‘ Ég hlakka svo til ’ ’ . A selection of artists from the show were selected to participate in the workshop , one artist a day until christmas . The outcome of the workshop is exhibited in the café in Ásmundarsalur Ásdís Sif Gunnarsdóttir Helgi Þorgils Friðjónsson Erling Klingenberg Sigurður Árni Sigurðsson Kristín Gunnlaugsdóttir Daði Guðbjörnsson Berglind Ágústsdóttir Helgi Þórsson Guðlaug Mía Eyþórsdóttir Pétur Magnússon Guðjón Ketilsson Almar Atlason Steinunn Önnudóttir Hrafnkell Sigurðsson Snorri Ásmundsson Hekla Dögg Jónsdóttir Haraldur Jónsson , borgarlistamaður
Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12.15 - 12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar , … úr rústum og rusli tímans , og Baldvins Ringsted , Snarstefjun , annar hluti : Bárujárnsárin , sem var opnuð um síðustu helgi . Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk . Aðgangur er ókeypis . Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og þau er að finna á fjölda safna . Á sýningunni … úr rústum og rusli tímans má sjá verk frá löngum ferli Jóns Laxdal Halldórssonar sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna . Baldvin Ringsted ( f. 1974 ) vinnur með ýmis efni og miðla ; innsetningar , málverk , skúlptúra , hljóð og vídeó . Hann hefur sýnt víða um heim , bæði á samsýningum og einkasýningum . Baldvin sækir efnistök verkanna oftast að einhverju leyti í þekkingu sína og reynslu af tónlist og hljóðfæraleik . Verk hans skoða annars vegar sambandið á milli hljóðs og mynda og hins vegar á milli sögu og strúktúrs . Sýningin Snarstefjun , annar hluti : Bárujárnsárin er framhald á vinnu Baldvins með tónlist og tungumál sem og tilraunir með strúktúr og afbyggingu í málverki . Baldvin : „ Mikilvægur hluti sköpunarferlisins er þegar ég set mér ramma eða einhvers konar reglur í upphafi vinnunnar , líkt og vanalega er gert í snarstefjun ( e. improvisation ) í jass - og blústónlist . Ferlið á sér líka sterka skírskotun í tónverkum nútímatónskálda á borð við John Cage og Steve Reich . “
Þann 1. desember sl. kom út bókin LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar eftir Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur og um leið opnaði Guðrún samnefnda sýningu í Hallgrímskirkju . Laugardaginn 14. desember kl. 14:00 verður útgáfunni fagnað í Skálholti . Guðrún flytur erindi um hvað það var sem vakti áhuga hennar á sögu Ámunda Jónssonar en Arndís S. Árnadóttir , sem er höfundar sagnfræðilegrar rannsóknar bókarinnar segir frá því hvernig hún fór að því að rannsaka lífsferil alþýðumanns frá 18. öld . Að lokum opnar Guðrún sýningu á öllum þrjátíu vatnslitaverkum sínum úr bókinni en sýningin mun standa til loka janúar í skólahúsinu í Skálholti . Kl. 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir – Af hverju Ámundi ? Kl. 14:30 Arndís S. Árnadóttir – Hvernig fer maður að því að rannsaka lífsferil alþýðumanns frá 18. öld ? Kl. 15:00 Leitað að sögunni með pensli - Sýning opnuð á verkum Guðrúnar í bókinni .
Opinn fyrirlestur í Listaháskóla Íslands Nicolas Giraud er listamaður og ljósmyndari . Hann býr og starfar í í París og Arles í Frakklandi . Í verkum sínum tekst hann á við áhrif og hringrás mynda og myndmáls í samtímanum . Með verkefninu rannsakar hann áhrif iðnaðar á landslag og samfélag í Frakklandi . Í fyrirlestri sínum mun Giraud fjalla um þetta verkefni og önnur sem hafa verið unnin með svipuðum aðferðum . Verkefnið er tilraun til að rannsaka hvernig framsetning okkar á heiminum er að breytast í fljótandi og hreyfanlega mynd af landslagi .
Laugardaginn 14. desember kl. 15 verður listamannaspjall í Multis en þá munu listamennirnir Ívar Valgarðsson og Karlotta Blöndal fjalla um verk sín sem unnin voru sérstaklega fyrir verkefnið og eru nú til sýnis í húsnæði Multis í Hjartagarðinum , á bak við Laugarveg 19 . Karlotta Blöndal býr og starfar í Reykjavík . Hún vinnur í ólíka miðla , allt frá teikningu , málun , insetningu í náttúrunni og gjörninga þar sem hún kannar hugmyndir um víddarstig , sambandið milli efnisheimsins og hins andlega , þess einstaka og hins endurskapaða . Frekari upplýsingar veita þær Ásdís Spanó , sími : 8663906 og Helga Óskarsdóttir , sími : 6995652
Listasmiðja fyrir fjölskyldur í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýningu Ólafar Nordal , Úngl . Aðgöngumiði á safnið gildir , en að sjálfsögðu er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs . Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna . Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur . Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk eftir heimsókn í sýningarsalina . Við LEIKUM AÐ LIST reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins . Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin , Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum , Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni .
Laugardaginn 7. desember kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri . Annars vegar sýning Marzena Skubatz , HEIMAt , og hins vegar sýning á verkum Elínar Pjet . Bjarnason , Handanbirta / Andansbirta – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ . „ Ísland leitar að verkafólki til starfa í sveitum landsins . “ Svo hljóðaði auglýsing frá íslenska konsúlatinu í Þýskalandi 1949 . Um það bil 900 umsækjendur svöruðu auglýsingunni og þann 5. júní 1949 sigldu um 280 konur og 79 karlar með Esjunni áleiðis til Íslands . Margar þýskar konur dvöldu lengur en til stóð og hófu jafnvel nýtt líf á Íslandi . Marzena Skubatz fór á slóðir þeirra kvenna úr þessum hópi sem enn eru á lífi og tók ljósmyndir fyrir verkefnið HEIMAt . Útkoman er ljóðrænt verk þar sem minningar og að festa rætur á nýjum stað eru kjarninn . Marzena fjallar á táknrænan og marglaga hátt um landið , konurnar og sögu þeirra . HEIMAt er ferðalag í ljósmyndum sem fer með okkur frá fortíð til samtíðar . Fjölmargir þættir tilverunnar koma við sögu í verkinu , s.s. ást , áföll , fortíðarþrá og gleymska . Einnig er hið ósagða dregið fram – þó án þess að farið sé of náið út í smáatriði . Þýski listamaðurinn Marzena Skubatz fæddist í Póllandi 1978 . Hún lauk Diploma-námi í ljósmyndun frá University of Applied Sciences og hafa verk hennar verið sýnd víðs vegar um heiminn . Meginviðfangsefni hennar í listinni er fylgnin milli sjálfsvitundar mannsins og staða . Sýningin er sett upp í samvinnu við þýska sendiráðið á Íslandi . Elín Pjet . Bjarnason ( 1924 – 2009 ) fæddist á Íslandi , ólst upp á Akureyri en bjó í Kaupmannahöfn frá 21 árs aldri til dauðadags . Hún nam myndlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn ; fyrst málaralist hjá Vilhelm Lundstrøm , 1945 - 1950 , síðan veggmyndagerð hjá Elof Risebye , 1958 - 1959 , og að lokum grafík hjá Holger J. Jensen 1962 . Elín tók reglulega þátt í samsýningum í Kaupmannahöfn , en sýndi aðeins einu sinni í Reykjavík ; það var ásamt Vigdísi Kristjánsdóttur vefara árið 1968 . Fyrsta einkasýningin á verkum hennar var haldin í Listasafni ASÍ 2011 . Listasafn ASÍ geymir um 550 verk Elínar ; málverk , teikningar , grafík og freskur . Sýningin í Listasafninu á Akureyri er samstarfsverkefni safnanna tveggja og þar verða sýnd nokkur valin verk úr safninu sem systursynir listakonunnar , Pjetur Hafstein Lárusson og Svavar Hrafn Svavarsson , færðu Listasafni ASÍ að gjöf eftir fráfall hennar 2009 .