text
stringlengths 0
993k
|
---|
Listasalur Mosfellsbæjar hefur nýtt sýningarár með sýningunni HAFIÐ : Í minningu sjómanna . Þar sýnir Hjördís Henrysdóttir málverk af úfnum sjó og bátum í sjávarháska . Hjördís Henrysdóttir er ástríðufullur frístundamálari sem fengist hefur við margs konar listsköpun í yfir 50 ár . Hafið , fjaran og brimrót hafa í gegnum árin reglulega ratað á strigann . Ef til vill má rekja það til þess að nóttina sem Hjördís fæddist , 9. febrúar 1946 , gekk yfir landið mikið mannskaðaveður . 20 sjómenn fórust þá nótt en margir komust hins vegar í land við illan leik á brotnum bátum . Hjördís á aðra tengingu við sjósókn og sjóslys , því faðir hennar Henry Hálfdánarson var lengi loftskeytamaður á sjó og síðar framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands . Myndirnar á þessari sýningu eiga sér rót í djúpstæðri virðingu og trega vegna þeirra hrafnistumanna sem hafið hefur ekki hleypt í land . Sýningin verður opnuð föstudaginn 10. janúar kl. 16 - 18 og síðasti sýningardagur er 7. febrúar . Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og opinn á afgreiðslutíma safnsins . Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir |
Ljósmyndasýningin Industria verður opnuð á Mokka Kaffi fimmtudaginn 19. september og stendur til 23. október . Þar sýnir Karl R. Lilliendahl listljósmyndari , svart / hvítar ljósmyndir sem teknar eru í Feneyjum , Berlín og Reykjavík . Latneski titillinn Industria er tilvísun í iðnað , enda kallar myndefnið á hugrenningar um áhrif iðnbyltingar í nútíð og fortíð . Grófir kranar hvíla arma sína og tannhjól stóriðnaðar standa föst . Á meðan fljúga fuglar frjálsir um og minna á samspil manns og náttúru . Hugleiðingar um stöðu hnattrænnar þróunar , loftslagsmál og framtíð atvinnulífs við upphaf hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar , liggja að baki myndunum . Industria er þrettánda einkasýning Karls og hans önnur sýning á Mokka . Karl hefur verið búsettur í Osló undanfarin ár , þar sem hann hefur meðal annars unnið við framleiðslu á sjónvarpsefni hjá norska ríkissjónvarinu , NRK ásamt því að sýna ljósmyndir víða um Skandinavíu |
Í Stofunni mun Reynir Katrínar taka á móti gestum alla helgina frá kl. 12 - 17 í sýningu sinni sem gengið hefur undir yfirskriftinni Galdrameistari og skapandi listamaður . Ókeypis aðgangur verður þennan dag og því um að gera að láta ekki þessar flottu sýningar framhjá sér fara |
Við fögnum fimm nýjum bókverkum í Pastel ritröð . Höfundar að þessu sinni eru Áki Sebastian Frostason hljóðlistamaður , Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur , Haraldur Jónsson myndlistamaður , Jónína Björg Helgadóttir myndlistamaður og Þórður Sævar Jónsson rithöfundur . Við fögnum verkum þeirra sem hér segir : Laugardaginn 7. desember klukkan 13 - 14 útgáfuhóf í Flóru á Akureyri Sunnudaginn 8. desember klukkan 14.30 - 15.30 upplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði . Verkin eru númer 15 - 19 í Pastel ritröð , sem er samstarfsverkefni listamanna á vegum menningarstaðarins Flóru á Akureyri . Hvert verk er aðeins gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum . Listamennirnir koma sjálfir fram í Flóru og í Alþýðuhúsinu með eigin verk og verða flest líka á staðnum til skrafs og ráðagerða . Hófin eru öllum opin og er enginn aðgangseyrir . Bókverkin verða til sýnis og sölu á staðnum . Útgáfuhóf , upplestrar og aðrir liðir í menningarverkefninu Pastel ritröð eru fjármagnaðir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra , Menningarsjóði Akureyrarbæjar , Ásprenti , listamönnunum sjálfum og Flóru á Akureyri . |
Myndlistarmenn starfa að mestu leyti einir nema í kringum sýningar eða þegar þeir þurfa að leita aðstoðar eða kaupa sér tæknilega þjónustu . Vinnustofan er þeirra helsti starfsvettvangur og þangað fara þeir oftast ef þeir eiga lausa stund . Jafnvel þeir sem vinna fulla vinnu annars staðar nýta kvöld og helgar fyrir vinnustofuna og skipuleggja svo fríið kringum sýningar eða önnur myndlistarverkefni . Það er á vinnustofunni sem listamaðurinn tekst á við efnivið sinn , þróar hugmyndir og aðferðir eða bara hugsar – allt í einveru . Þó er það svo að stundum hafa margir listamenn vinnustofur á sama stað , oft í byggingum sem annað hvort stendur til að rífa eða enginn hefur not fyrir í svipinn . Fyrir rúmum þrjátíu árum var t.d. líflegt samfélag listamanna í gömlum smiðjum við Borgartún , u.þ.b. þar sem Arionbanki er núna , þar sem ungir listamenn fengu að koma sér fyrir þar til fundin væru önnur not fyrir lóðina . Í Hafnahúsinu höfðu nokkrir listamenn líka vinnustofur , að vísu óhitaðar , um svipað leyti ; í því húsnæði er núna Listasafn Reykjavíkur . Þá er ótalið þegar Kling & Bang fékk inni fyrir vinnustofur í Hampiðjuhúsinu þar sem um fárra ára skeið var líflegasta listamiðstöð Reykjavíkur . Sambærileg dæmi má finna um allan heim . Þar sem málum er svona fyrir komið verður til samfélag . Hver vinnur auðvitað áfram á sinni vinnustofu og að sinni list en hefur um leið félagsskap kollega . Það er hægt að spjalla yfir kaffibolla , líta yfir og sjá hvað nágranninn er að fást við eða leita álits og ráða . Í flestum tilfellum verða þessi samfélög ekki langlíf – húsin eru á endanum seld eða rifin til að rýma til fyrir hóteli . Um nokkurra ára skeið hefur Samband íslenskra myndlistarmanna haft milligöngu um að leigja slíkt húsnæði og framleigja svo til listamanna . Á þessum stöðum verður til samfélag og eitt hefur myndast á síðust árum í Auðbrekku 14 í Kópavogi . Þessir listamenn hafa nú tekið sig saman um sýningu sem þau kalla Samsláttur . Þetta er fjölbreyttur hópur enda er það fyrst og fremst nálægðin við vinnuna sem hefur tengt þau saman . Baldur Geir Bragason býr til einfalda en dálítið dularfulla smíðisgripi og innsetningar sem vöktu strax athygli þegar hann byrjaði að sýna . Guðbjörg Lind Jónsdóttir á langan feril í myndlistinni og er þekkt fyrir litmjúk og seiðandi náttúrumálverk sín . Jelena Antic flutti hingað frá Belgrad fyrir fjórum árum og hefur sýnt hér fínleg munsturmálverk þar sem net af línum raðast hvert ofan á annað og skapa óvænta dýpt á myndfletinum . Kristín Sigurðardóttir og Magnús Orri Magnússon hafa fengist við ýmsa miðla en sýna hér saman vídeóverk og ljósmyndir . Laufey Arnalds Johansen sýnir þykkt málaðar myndir sínar , unnar með aðferð sem hún hefur verið að þróa um nokkurra ára skeið og sýnt bæði hér og erlendis . Margrét Hlín Sveinsdóttir málar fínleg abstraktverk þar sem áferð og dýpt teiknast fram í endurteknum formum . Þorgerður Jörundardóttir er eflaust þekktust fyrir vinsælar barnabækur sem hún bæði skrifar og myndskreytir en hún fæst líka við myndlistina eina og sér og sýnir nú nýleg málverk . Þorsteinn Helgason málar litríkar abstraktmyndir í expressjónískum stíl þar sem sterk hrynjandi og ljóðræna ráða ríkjum . Þannig talar hver með sínu nefi í Auðbrekkunni . Hver fæst við sitt á vinnustofunni en þar sem margar vinnustofur liggja saman verður til samfélag og þá jafnvel einhvers konar samsláttur . |
Vegglistaverk fyrir Spennistöðina við Austurbæjarskóla , Reykjavík Vegglistaverkið Flóran er málað á vegg Spennistöðvarinnar , Barónstíg 32 . Verkið er samansett úr plöntum sem nemendur í Austurbæjarskóla ( 2018 - 2019 ) völdu sem staðgengil sinn . Nemendur fengu verkefni þar sem spurt var : “ Ef þú værir planta , hvaða planta værir þú og af hverju ?! ” Áttu nemendur bæði að teikna og setja inn skýringatexta . Auk vegglistaverksins sýnir Sara Riel í Listamönnum gallerí þrjú plöntukort sem unnin eru upp úr teikningum barnanna . Plöntukortin þjóna sem plöntulykill að veggverkinu . Auk þess verða til sýnis frumskissur / fyrirmyndir að veggverkinu og kveikjurnar . Handgerðar bækur með myndum og textum barnanna . Sýningin hefst í Listamenn gallerí á Skúlagötu 42 og þaðan er haldið upp í Austurbæjarskóla til að bera 250 fm listaverkið augum , sem er að mestu málað en hluti af verkinu er auk þess þakinn mosa . Sýningin í Listamönnum gallerí stendur yfir í tvær vikur . Verkið er innsetning í borgarrýmið , þar sem staðsetning og þau kennileiti í umhverfi við það er vandlega ígrundað í samhengi við verkið sjálft . Vegglistaverkið er viðbragð við hinu ytra , umhverfinu eða samfélaginu þar sem veggurinn er staðsettur . Þetta er vísindaleg nálgun þar sem fimm þættir eru uppfylltir : Hugmynd , rannsókn , framleiðsla , framkvæmd og framsetning . Í nýlegum verkum Söru Riel hefur hún blandað saman þrívíðum efnivið við tvívíða málverkið . Speglar og lifandi mosi eru meðal þeirra efna sem hún notar til að ýkja þátt veðurs , birtuskilyrða og tíma í verkunum . Verkin eru í stöðugri breytingu vegna þessara þátta . Íbúar kusu vegglistaverk til framkvæmda en það er hluti af íbúalýðræðisverkefninu „ Hverfið mitt “ á vegum Reykjavíkurborgar . Sérstakar þakkir fá starfsfólk Austurbæjarskóla , Tæki.is og Slippfélagið fyrir stuðninginn . |
Ljósmyndahátíð Íslands hefst fimmtudaginn 16. janúar kl. 17 með opnun sýningar Valdimars Thorlacius í Ljósmyndasafni Reykjavíkur . Hjálmar Sveinsson , formaður menningar - , íþrótta - og tómstundaráðs Reykjavíkur , opnar sýninguna . Pétur Thomsen listrænn stjórnandi Ljósmyndahátíðar Íslands setur hátíðina . Sýningin sem ber yfirskriftina „ · · · “ er í senn sjónræn túlkun á upplifun Valdimars af smábæjum , fólki , veðri og víðáttu á Íslandi og heimild um lífið í þorpinu . Við vinnslu verkefnisins fór hann á milli þeirra staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði út frá skilgreiningu Hagstofunnar um stærð og gerð þéttbýliskjarna með allt að 500 íbúum . „ Ég myndaði það sem greip athygli mína í þorpunum , umhverfi íbúa þessara bæja og set í bland við víðara sjónarhorn , eyjuna Ísland . Raunveruleiki verksins er því sameiginleg niðurstaða þess sem myndað er og skynjunar þess sem upplifir myndirnar . “ Valdimar Thorlacius . Valdimar Thorlacius lærði ljósmyndun við Ljósmyndaskólann og lauk þaðan námi 2014 . Útskriftarverkið I -Einn / Ein kom út í bókarformi í kjölfar útskriftar og hlaut styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar það sama ár . Árið 2015 var svo opnuð fyrsta einkasýning hans í Þjóðminjasafni Íslands með myndum úr verkinu I -Einn / Ein , samhliða útgáfu Crymogeu á annarri útgáfu bókarinnar I. Verkið hefur verið á sýningum erlendis og má þar helst nefna einkasýningu á frönsku listahátíðinni Les Boreales 2017 . |
Diðrik Jón Kristófersson ( Nekron ) sýnir 21 fersk málverk í sýningarsal SÍM við Hafnarstræti 16 í Reykjavík . Diðrik er menntaður á Kýpur og í Hollandi við Willem de Kooning Listaakademíuna í Rotterdam , en lauk nýverið Meistaragráðu í Kennslufræði Sjónlista við Listaháskóla Íslands . Hann hefur sýnt víða um Evrópu , þó helst í Hollandi og á Íslandi . Sem still í smíðum þykir Sortnun einstakt fyrirbæri og er unnið út frá hugmyndum og aðferðafræði hugsmíðahyggjunar til samruna sýndarveruleikans , umhverfis og áhorfanda . Hvert verk er sjálfstætt sem mynd af sjálfu sér , en tilheyrir þó stærri heild seríu í samspili myndverka sín á milli . „ Þangað liggur beinn og breiður vegur “ segir í kvæðinu , en það þætti viðeigandi stef sem fangar þá tilfinningu sem fylgir því að hafa náð að snúa upp á hjólið og beinlínis finna upp nýjan stíl í myndlist . Mikilvægi þess sannast hins vegar einungis með því að listin hljóti uppljómun og jafnvel verðskuldaða athygli á þeim vettvangi þar sem hún getur öðlast líf , tilveru og tilgang . Ef marka má upphafið ; þá má segja að tími sé til þess kominn og nauðsynlegt að keyra form , miðlun og tækni gegnum þær hindranir sem hafa myndast samfleytt þeim markverða árangri sem hefur þegar náðst . Nýjar og stórtækar áskoranir eru nauðsynlegar til þess að listin vaxi og dafni . Úr myrkrinu rís formið og sortinn magnast ; sveigir sig og beygir og fangar ljósið , en myndefnið og flæðið fangar aftur á móti athygli og ímyndunarafl sjáandans . Hvert verk er sérstætt og segir vissulega sína sögu ; en norrænt munstur , rúnir , tákn , þræðir og undraverur færa saman fortíð og framtíð í nútíðinni þar sem hugtakið „ lifandi list “ fær vissulega aukið gildi í samsæri raunsæis og tilfinninga . Sortnun ( Blackened ) er beinlínis svart á svörtu ; unnið frjálst og út frá fletinum til að mynda það sem hverjum sýnist innan um það sem listaverkið miðlar á eigin vísu . Skuggar vaxa og hörfa ; litir festast í sortanum , týnast , hverfa jafnóðum og birtast að nýju . Myndverkið breytist stöðugt og áhorfandinn nýtur þess að eiga þátt í samspili síbreytilegrar myndlistar þar sem jafnvægið stendur stöðugt á barmi hins tví - og þrívíða í nær óendanlegu litrófi skuggans . Fyrsta kafla er lokið og rúmir þrír tugir verka seldir þó ekki séu nema níu mánuðir síðan fyrsta verulega kynning átti sér stað og þætti það vegvísir á vissan hátt . Þá teygja angar listsköpunar sig upp úr myrku djúpinu og krefjast þess að haldið sé ótrautt áfram ; að ferskar og framandi hugmyndir öðlist líf á striganum . Dulspekilegur stíll sortnunar verður að ná þeim hæðum , gæðum og víddum sem leynast við ystu sjónarrönd . Hvert verk , hver sýning og hver áskorun bjóða upp á fersk markmið og ófyrirsjáanleg tækifæri bærast vissulega handan rammans . Dimmar verur seilast í ljósið og stíga út úr myndforminu , styrkjast við hvert fótmál og kalla á eigin tilverurétt handan undirmeðvitundar listamannsins . Hér verður unnið hörðum höndum að uppfylla persónulega drauma og kröfur ; að miðla sérstakri veruleikasýn þar sem andstæður hins sýnilega og hulda mætast ; og listaverkið öðlast verulegt sjálfstæði sem mynd af sjálfri sér í þeim veruleika sem ríkir og skapast í kringum það ( artefact ) . Meginstefnan fælist í táknrænu hlutverki mannslíkamans , hreyfingum , víddum og flæði þar sem minnistæðar uppsetningar mæta ljóðrænum þræðingum og táknrænum smáatriðum . |
Innsetningin Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter verður opnuð fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi . Chromo Sapiens var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019 . Hljómsveitin HAM semur tónverk sem hljómar … |
Sýningarsalur Norræna hússins opnar að nýju þann 24. janúar 2020 með finnsku myndlistarsýningunni LAND HANDAN HAFSINS . Í mars 2019 var sýningarsal Norræna hússins lokað vegna vatnsleka . Í kjölfarið hófust umtalsverðar viðgerðir á rýminu og salurinn endurnýjaður í upphaflegri mynd . Lagt hefur verið nýtt gólfefni og loftræstikerfi ásamt því sem opnað hefur verið á milli tveggja rýma sem áður voru aðskilin . Steinveggir , tréhurðir og trébitar í loftinu setja svip á mínímalískan salinn sem býður upp á mikla möguleika fyrir myndlist af öllu tagi . Fyrir framan salinn opnar Hönnunarverslun Norræna hússins en hún var áður staðsett á efri hæð hússins . Verslunin mun selja gjafavöru eftir norræna hönnuði og arkitekt hússins , Alvar Aalto . HvelfingHvelfing er nýtt nafn á sýningarsal Norræna hússins . Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru verðmætustu gripirnir varðveittir . Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar á árinu 2020 Í Norræna húsinu er lögð mikil áhersla á jafnrétti , sjálfbærni og fjölbreytileika og mun það endurspeglast í sýningarskránni í ár . Sýningarnar verða ýmist settar upp af Norræna húsinu eða í samstarfi við aðra . Fyrst verður samsýning finnsks listafólks , Land handan hafsins , sem Pro Artibus stofnunin hefur veg og vanda af . Í apríl opnar sýning í tilefni hálfrar aldar afmælis íslenskrar grafíkur og í sumar stendur húsið að sýningu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Platform Gátt á hennar vegum sem mun kynna ungt og upprennandi listafólk á Norðurlöndum . Í haust opnum við síðan stóra og glæsilega samsýningu í Norræna húsinu sem fjallar um jafnrétti og kyn í norrænu samhengi . Á sýningunni munu margir af eftirsóttustu listamönnum norðurlandanna sýna . Allar nánari upplýsingar um sýningar hússins verða birtar á vef Norræna hússins þegar nær dregur . SaganSýningarsalur Norræna hússins var vígður árið 1971 , þremur árum eftir að húsið opnaði . Ivar Eskeland , fyrsti forstjóri Norræna hússins , áttaði sig fljótlega á því að skortur var á sýningarrými í Reykjavík og hóf árið 1969 undirbúning að því að innrétta sýningarsal í lausu rými í kjallara hússins . Norðurlöndin tóku þátt í að fjármagna verkið . Árið 1971 var sýningarsalurinn tekinn í notkun og gegndi hann frá upphafi mikilvægu hlutverki í myndlistarlífinu í Reykjavík . Ýmsir áhugaverðir listamenn frá Norðurlöndum |
Á fyrri sýningunni má sjá afrakstur nokkurra námskeiða í ullarþæfingu , málun og teikningu sem haldin hafa verið hjá Hlutverkasetri á árinu . Falleg dýr og litrík húsakynni þeirra mynda ævintýraheim sem gleður augað . Leyndardómar GrafarvogsSýningin samanstendur af ljósmyndum sem íbúar Grafarvogs sendu inn í ljósmyndasamkeppni sem bókasafnið stóð fyrir í haust og nefndist Leyndardómar Grafarvogs . Sigurvergari var Þórður Kr . Jóhannesson og má sjá vinningsmyndina í viðhengi . Ljósmynd : Þórður Kr . Jóhannesson Borgarbókasafn | Menningarhús SpönginniAlla daga á meðan safnið er opið |
Föstudaginn 10. janúar kl. 17.00 opnar útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6 . Að þessu sinni útskrifast þau Anna Margrét Árnadóttir , Gissur Guðjónsson , Hjördís Eyþórsdóttir , Hrafna Jóna Ágústsdóttir , Ívar Örn Helgason og Linda Björk Sigurðardóttir úr fimm anna námi í skapandi ljósmyndun . Viðfangsefni og aðferðir nemenda spanna breitt svið , eftirtektarvert er að sjá hvernig útskriftarnemendurnir takast á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum , listrænni sýn og fagurfræði . Á veggjum sýningarsalarins hvíla svarthvítar ljóðrænar ljósmyndir sem tjá á einlægan og tilfinningaþrunginn hátt sorgarferli eftir fósturmissi og einnig blákalda skrásetningu á hnignun sveitaþorps sem eitt sinn var blómstrandi kartöflustórveldi . Úr íslenskum raunveruleika færum við okkur yfir í sviðsettar senur úr sögu um konu sem dreymir um blóðuga hefnd . Manngert landslag kitlar með hlutleysi sínu á meðan í öðru verki er settur fram fjársjóður mynda sem safnast höfðu saman á rótlausu flakki listakonunnar um lífið . Að lokum fær áhorfandinn að verða vitni að samtali ljósmyndara við minningar sínar og hvernig hún reynir að takast á við sársaukafullt áfall . Sýningin tengist inn í Ljósmyndahátíð sem að þessu sinni er haldin í janúar 2020 . Útskriftarnemar skólans verða á staðnum og leiða gesti um sýninguna þá daga sem hún stendur yfir . Anna Margrét ÁrnadóttirPerlum skreytt skammbyssa og stórhættulegir drápshælar birtast í The Bunny Diaries . Með handfylli af draumkenndum en óhugnanlegum ljósmyndum og litlum textabrotum leikur Anna Margrét sér með að setja hryllilegar senur í uppljómaðan búning og býður áhorfendum að upplifa heiminn sem hún hefur skapað , misheppnaða ástarsögu um hefnd og eftirvæntingar . Gissur GuðjónssonÍ verki Gissurs Guðjónssonar , Svæði , bregður fyrir óskilgreindum stöðum þar sem safnast hafa saman ummerki um tilvist mannsins . Gissur nýtir sér þennan efnivið og myndar úr honum sitt eigið landslag og mótar það með því að brengla sjónarhornið með aðferðafræði „ photomapping “ . Svæðin sem Gissur myndar virðast hafa fyrir hreina tilviljun orðið að tímabundnum griðarstað fyrir hluti sem fólk sér ekki not fyrir lengur . Hjördís EyþórsdóttirGersemar sem leynast í hversdagsleikanum eru okkur oft huldar . Ljósmyndirnar í verkinu Put all our Treasures Together voru teknar yfir tímabil sem einkenndist af miklu rótleysi og flakki , myndir sem söfnuðust saman í laumi samhliða daglegu lífi Hjördísar Eyþórsdóttur yfir langan tíma . Atburðir sem virðast í fyrstu ómerkilegir reynast fjársjóður þegar horft er til baka . Aðeins fyrir tilstilli fjarlægðarinnar sem skapast þegar tíminn líður fáum við aðra sýn á hlutina . Tilgang eða áfangastað Hrafna Jóna ÁgústsdóttirTíminn læknar ekki öll sár . Minningabrot sem spegla kaótískan hugarheim þar sem á takast röklausar hugsanir og vonleysi er viðfangsefni verksins Stráðu salti á mig eftir Hröfnu Jónu Ágústsdóttur . Í verkinu heyrist endurómun af því umhverfi sem varð á vegi ringlaðrar konu í eftirköstum áfalls . Verkið er leið Hröfnu til að takast á við fortíðina með því að strá salti í sárin , meðtaka sársaukann og túlka hann á listrænan hátt . Ívar HelgasonÍ Þykkvabæ fækkar fólki með hverju árinu og húsin drabbast niður . Horfin er sú sýn að traktor sé á hverju horni og kartöflubændur í óða önn að undirbúa næstu uppskeru . Ívar Örn dregur í verki sínu , Þúsund ára sveitaþorp , upp mynd af kartöflubænum í samtímanum . Þar hefur fólksfækkun verið gríðarleg síðustu árin sem skilur eftir sig tómarúm og yfirgefin hús . Hægt er að ráfa um bæinn tímunum saman án þess að verða var við nokkurn , líkt og að þar hafi tíminn staðið í stað . Í norðri blasa við okkur fjallgarðar en þegar litið er til suðurs sjáum við auðnina og flatlendið . Linda Björk SigurðardóttirVerkið 12 vikur er listræn túlkun á sorgarferli eftir fósturmissi . Linda notar ljósmyndun til að túlka tilfinningar sínar og hugarástand í gegnum erfiða lífsreynslu sem alltof margir þekkja af eigin raun . Um leið og hún opnar eigin hugarheim skapar hún vettvang fyrir umræðu um sameiginlega reynslu fjölda kvenna sem gengið hafa í gegnum sömu reynslu bítandi á jaxlinn , þar sem venjur og viðhorf gefa ekki svigrúm til að tjá tilfinningar . Sorgin er plássfrek , hún ristir djúpt og hverfur ekki með því að hunsa hana . |
Í gallerí Göngum opnar myndlistarkonan Jóhanna V Þórhallsdóttir sýninguna Taktur og tilfinning á sunnudaginn 8. desember kl 12 eða strax á eftir messu í Háteigskirkju og stendur opnunin til kl 15 . Myndirnar málaði Jóhanna á þessu ári . Jóhanna hefur stjórnað Gallerí Göng / um frá árinu 2018 og hafa verið haldnar . 12 sýningar á árinu . |
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022 . Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs ( gr. 5.9 ) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í […] Helsta stefnumál félagsins er að standa vörð um réttindi félagsmanna . Þungamiðjan í því starfi er að gera kjarasamning fyrir félagsmenn . Þá vill félagið tryggja að félagsmenn eigi rétt á bestu orlofsaðstöðu sem völ er á ásamt því að byggja upp öflugan verkfallssjóð og sterkasta sjúkrasjóð landsins . |
Tilraunverkefni í íslenskukennslu Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa grunnfærni í íslensku . Markmiðið er að auka orðaforða nemenda þannig að þeir geti notað einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi . Nemendur halda áfram að æfa sig í að skilja , tala , lesa , skrifa og hlusta á íslensku . Áhersla er lögð á að nemenda geti noti notað tungumálið sér til gagns og gamans . Haldið er áfram að auka við málfræðikunnáttu nemenda í tengslum við námsefnið . Lágmarksþátttakaka eru 10 manns . |
Lágmarksþátttakaka eru 10 manns . Öll kennsla fer fram rafrænt . |
Eftir stofnfund geta stofnanir , félög , einstaklingar og fyrirtæki orðið aðilar að stofnuninni með samþykki stjórnar og öðlast þá sama rétt og stofnaðilar . < / p > Stofnfé Símenntunarmiðstöðvarinnar er kr. 4.401.625 , - þar af kr. 1.000.000 , - óskerðanlegt stofnfé að raungildi . Eigi má fara með eigur stofnunarinnar eða ráðstafa þeim á annan hátt en þann er samrýmist markmiðum hennar eða stuðlar að framgangi þeirra . Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi , Viðskiptaháskólinn á Bifröst , Fjölbrautaskóli Vesturlands og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri tilnefna einn hver . Tilnefningum skal skilað á aðalfundi og taka gildi frá þeim tíma . Falli atkvæði á stjórnarfundum jafnt , hefur atkvæði formanns tvöfalt vægi . Stjórn Símenntunarmiðstöðvarinnar fer með æðsta vald stofnunarinnar , mótar stefnu og vinnur að markmiðum stofnunarinnar skv. 3. gr . Stjórn hefur yfirumsjón og eftirlit með öllum málefnum , eignum og rekstri stofnunarinnar , setur henni og starfsfólki reglur og ræður löggiltan endurskoðanda til að yfirfara ársreikninga stofnunarinnar . Hann vinnur að framgangi stefnumála stofnunarinnar , öflun verkefna og því sem stjórnin ákvarðar hverju sinni . Óheimilt er að stofna til útgjalda eða skuldbindinga umfram heimild stjórnar . Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á þessari skipulagsskrá . Skipulagsskrá þessi , svohljóðandi , er staðfest af stofnaðilum á stofnfundi í Borgarnesi hinn 19. febrúar 1999 . |
Frá áramótum tekur Háskólinn á Akureyri aðeins við reikningum sem berast með rafrænum hætti á xml formi . Hvorki er tekið við reikningum á pappírsformi né . pdf . Þetta er í samræmi við ákvörðun Fjármála - og efnahagsráðuneytisins um að frá og með 1. janúar 2020 skulu allir reikningar vegna kaupa ríkisins á … Tónlist flutti Daniele Basini gítarleikari . Það var 21 nemandi sem stundaði námið síðastliðinn vetur og voru nemendur víða að af landinu . Ráðherra mennta - og menningarmál mætir og kynnir frumvarp sitt um einkarekna fjölmiðla . Nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er gott nám fyrir þá sem vilja fá nothæf verkfæri í stjórnunarstörfum , ég stýrði stefnumótunarvinnu hjá mínu fyrirtæki strax að loknu námi en annars hefði verið keypt utanað komandi ráðgjöf . |
Notandi er þegar á skrá / vandræði við innskráningu Ef upp koma vandamál við innskráningu má oft rekja það til þess að viðskiptavinur er nú þegar á skrá hjá okkur . Byrjið á að smella á innskráning þegar þið eruð að skrá ykkur í námskeið . Því næst smellið þið á Gleymt lykilorð Sláið því næst inn tölvupóstfangið sem þið notuðuð til að skrá ykkur á námskeiðið og smellið á senda tölvupóst . Athugið þá póstinn ykkar næst , athugið að þessi póstur getur endað í ruslkörfunni ! Smellið á hlekkinn sem gefinn er upp . Þá opnast síða þar sem þið sláið inn lykilorðið sem þið viljið nota . Athugið að einungis þarf að slá inn lykilorðið einu sinni . Ef ykkur verður á í messunni og ýtið óvart á einhvern takka á lyklaborðinu sem veldur því að lykilorðið er rangt , þá getið þið endurtekið skrefin hér að ofan . Þegar þið hafið endurstillt lykilorðið ykkar skráið þið ykkur inn með nýja lykilorðinu og þá ættuð þið að vera komin inn á bakendakerfið okkar . Ef þið eruð að fara inn á námskeið í Canvas , finnið þá námskeiðið í listanum og smellið á „ Farðu í námskeið “ Þá opnast námskeiðið í Canvas . Hægt er að fara beint inn á Canvas með því að fara inn á canvas.unak.is |
Námskeiðið er einning í fjarkennslu með zoom ef óskað er . Á þessu námskeiði er f jallað er um gróðursetningu , klippingu og umhirðu helstu ávaxtatrjáa sem þrífast á Íslandi , en það eru epli , perur , plómur og kirsuber . Helstu efnisatriði námskeiðsins eru yrki , jarðvegur , skjól , áburður og vökvun ásamt uppbindingu , frjóvgun og grisjun blóma og aldina . Sýndar verða teiknaðar skýringarmyndir og einnig ljósmyndir af íslenskum ávaxtatrjám . Efnisskrá Á námskeiðinu er einnig fjallað um : Ágræðslustað , undirlag / rót Val á afbrigðum - Fjölskyldutré Sjúkdóma Jarðvegur og vaxtaraðstæður , næringu , pH og vökvun Hugtakið hitasumma er útskýrt , en hitasumman er reiknuð frá þeim degi sem vöxtur getur hafist af fullri alvöru Ávinningur þinn : Aukin færni í ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa , meiri þekking á afbrigðum sem reynst hafa vel á Íslandi . Meiri þekkingu á öllum vaxtarþáttum , s.s. hita og kulda , áburði , pH skjóli og vökvun . Þátttakendum bjóðast bækurnar Garðverkin og Trjáklippingar á tilboðsverði . Steinn Kárason garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum . Hann hefur kennt um langt árabil við Garðyrkjuskólann , Háskólana á Akureyri og Bifröst m.a. um garðyrkju , umhverfis - og auðlindahagfræði og haldið fyrirlestra víða um land . |
Markhópur : Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu . Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið viðurkenndu námi í ráðgjafar - eða meðferðarvinnu ( t.d. á sviði félags - eða heilbrigðisvísinda , markþjálfun eða öðru sambærilegu ) og hafi reynslu af slíku starfi með skjólstæðingum . Námskeiðið er eingöngu kennt í gegnum zoom og verður farið yfir það með þátttakendm til að tryggja að zoom virki í þeirra tölvu . Ekki er mælt með því að nota síma eða spjaldtölvu . Efnisskrá Markmið námskeiðsins er að efla fagaðila , kynna fyrir þeim og veita þeim grunn í því að veita faglega þjónustu í gegnum netið . Námskeiðið er í samvinnu við Academy for Online Counselling & Pshycotherapy í Bretlandi ( the Academy ) www.acadtherapy.online . Kennsla fer fram með 2 klst kennslustundum í alls 6 skipti og fer hún fram með fyrirlestrum , umræðum í tímum , verklegum æfingum og 2 heimaverkefnum sem gefin er einkunn fyrir . The Academy veitir 2 ETCS einingar til þeirra sem ljúka námskeiðinu . Þátttaka á námskeiðinu veitir nemendum einnig aðgang að rafrænu svæði ACAD með ýmsum greinum og gagnlegu efni um faglega þjónustu í gegnum netið . Þetta námskeið er hugsað sem grunnur en mikilvægt er að afla sér víðtækrar þjálfunar í fjarvinnu til þess að tryggja bestu mögulegu vinnubrögð / meðferð á hverjum tíma . Á heimasíðu The Academy er hægt að skoða og sjá ýmis námskeið sem boðið er uppá varðandi faglega vinnu meðferðaraðila í gegnum netið . Efnistök námskeiðsins : Vika 1 : Mismunandi leiðir til að vinna – viðtal í mynd , bara með hljóði og „ spjall “ . Hver er munurinn á að vinna á staðnum og með fjarþjónustu . Hvers vegna velja einstaklingar og fagaðilar fjarþjónustu . Vika 2 : Tæknin og búnaðurinn sem notaður er til fjarvinnu . Fyrirmæli landlæknis varðandi öryggi gagna og samskipta . Ábyrgð og hlutverk fagaðila varðandi öryggi og fagleg vinnubrögð . Vika 3 : Meðferðarsambandið . Hvað gerist við það að vinna ekki á staðnum og hvernig byggjum við upp samband við skjólstæðinga . Hömlulosandi áhrif internetsins ( e. Suler´s disinhibition effect ) . Vika 4 : Áhættumat og ýmis siðferðileg álitaefni varðandi fjarvinnu . Færni skjólstæðings til fjarvinnu og öryggi skjólstæðinga . Vika 5 : Að setja mörk gagnvart skjólstæðingum . Samningur um þjónustuna og upplýsingar til skjólstæðinga . Samfélagmiðlar og notkun þeirra . Vika 6 : Mismunandi meðferðarform og fjarvinna – hvað fleira er þarna úti . Sjálfsumönnun , handleiðsla og áframhaldandi þjálfun fagaðila . Tími : hefst 15. janúar kl. 17 - 19 . Er í zoom Takmarkaður fjöldi - fullt Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi BA , MA , hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu ( online counselling and psychotherapy ) . Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu , Stígamótum og Aflinu á Akureyri . Einnig hefur hún haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur . Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu , fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar . Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið . |
Námsmat : Mæting og þátttaka í tímum 20% , heimavinna 50% , próf 30% Einnig er hægt að ljúka námskeiðinu án eininga með staðfestingu á þátttöku . Tími : Þri. og fim. frá 17. sept. - 7. nóv. . kl. 16.30 - 18:15 . ( ekki kennsla 8. , 10. og 15. okt ) . Stofa : L 202 - 2. hæð á Sólborg Federica Scarpa , BA í ítölsku og heimspeki með áherslu á mannfræði og málfræði og MA í heimskautalögfræði . |
Námskeiðið er einning í fjarkennslu með zoom ef óskað er . Á þessu námskeiði er fjallað um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra kryddjurta og matjurta . Sagt er frá mismunandi tegundnum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar . Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri . Efnisskrá Á námskeiðinu er fjallað um : Ferlið frá sáningu að neyslu og geymslu Almennt um sáningu , ræktunaraðstæður og aðföng Matjurtir , tegundaval , afbrigði og sáðtíma Kryddjurtir , tegundaval , afbrigði og sáðtíma Hersla og undirbúningur útplöntunar Umhirða eftir útplöntun Dæmi um notkun basiliku og sýndar ljósmyndir Ávinningur þinn : Meiri færni í að stunda farsæla ræktun , velja réttar tegundir og fá holla og góða uppskeru . Kolefnisfótspor minnkar við heimilisræktun . Grænmetisræktun er holl og góð útivera sem tilvalið er að gera að skemmtilegu fjölskylduverkefni . |
Fjallað verður um hvernig aðferðir Skipulagðrar kennslu taka tillit til þeirrar skerðingar á taugaþroska sem fylgir einhverfu , s.s. í boðskiptum og félagslegum samskiptum . Námskeiðið byggir á fyrirlestrum , mynddæmum , umræðum og þjálfun þátttakenda . Skipt er upp í hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með ýmsa þætti skipulagðrar kennslu s.s. að útbúa kennsluumhverfi , stundatöflur , vinnukerfi , skipulögð verkefni og annað sjónrænt skipulag . Tími : Námskeiðið er þrír dagar 29. , 30. og 31. janúar kl. 9 - 16 . Staður : stofur L 202 og L 203 . Verð : 63.000 kr . Áslaug Melax , leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi , Sigrún Hjartardóttir , leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi og Ásgerður Ólafsdóttir , sérkennari og einhverfuráðgjafi . Námskeiðið er þrír dagar 23. - 25. janúar kl. 9 - 16 . |
Námskeiðið er 5 ECTS ein , á meistarastigi og eru forkröfur grunnnám úr háskóla . Efnisskrá Námskeiðslýsing : Viðfangsefni námskeiðs eru yngstu börn leikskólans með áherslu á aldurinn 0 – 3 ára . Fjallað er um nýjar rannsóknir er varða yngstu börnin , sérstaklega er hugað að rannsóknum um heilann og rannsóknum um tengsl umönnunar og tengslamyndunar . Nemendur fá innsýn í hvernig skipuleggja má leikskólastarf 0 – 3 ára barna á öllum námssviðum leikskóla þar sem áhersla er lögð á samþættingu og alhliða þroska . Hæfniviðmið : Að námskeiðinu loknu skal nemandi : þekkja rannsóknir á heila og kenningar um tengslamyndun og geta nýtt sér þær við skipulag starfs með yngstu börnunum , geta rökstutt mikilvægi umönnunar í starfi með yngstu börnunum og hvernig best er að hátta henni til , geta skipulagt örvandi og fjölbreytt námsumhverfi fyrir 0 – 3 ára börn , geta skipulagt starf 0 – 3 ára barna þar sem öllum námssviðum leikskóla eru gerð skil . |
Þetta er í samræmi við ákvörðun Fjármála - og efnahagsráðuneytisins um að frá og með 1. janúar 2020 skulu allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með … Tónlist flutti Daniele Basini gítarleikari . Það var 21 nemandi sem stundaði námið síðastliðinn vetur og voru nemendur víða að af landinu . Við gerum breytingar á fyrirhuguðu málþingi um fjölmiðla á landsbyggðinni – það verður 23. mars kl. 10 - 14 . Þetta mál verður tekið fyrir á tveggja daga ráðstefnu … |
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna , KHF býður námsmönnum á norður og austurlandi upp á helgarnámskeið í kvikmyndagerð 9. og 10. nóvember n.k . Það er haldið á Akureyri í samvinnu við Kennslumiðstöð og Símenntun Háskólans á Akureyri . Námskeiðsgjald er kr. 10.000 . Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar filmfestival.is , tengill á umsóknareyðublaðið má … Ég frétti af Verkefna og leiðtoganámskeiðinu í gegnum vinnufélaga sem mælti eindregið með því að ég myndi fara á . Ég hafði samband við Símenntun HA til að athuga hvort að ég væri gjaldgengur í námið , en það voru óþarfar áhyggjur . Ég lærði að vera agaðri í vinnubrögðum , fékk aukið sjálfstraust , sjálfsöryggi og skilning á sjálfum … |
Við setjum upp það námskeið sem þitt fyrirtæki eða þín stofnun þarfnast . Ef þín stofnun eða þitt fyrirtæki þarf á ákveðinni fræðslu að halda , þá getið þið leitað til okkar . Við höfum aðgang að færum kennurum og góðu kerfi til að setja öll þau námskeið upp sem þið þurfið . Hvort sem það er í staðarnámi eða fjarnámi . Sendu okkur línu á simenntunha@simenntunha.is ef þið hafið einhverjar spurningar um okkar þjónustu . Er þín stofnun með námskeið sem hluta af endurmenntun og / eða framþróun í starfi ? Nú eða fræðslufyrirlestur fyrir nýtt starfsfólk ? Við gerum meira en bara að setja upp námskeið fyrir þig . Við bjóðum líka upp á að gera þín námskeið betri . Það skiptir ekki máli hvaða upplýsingum þú vilt koma á framfæri fyrir þitt starfsfólk , það sem skiptir máli er að við hjá Símenntun Háskólans á Akureyri búum yfir tæknilegum lausnum fyrir þig til að færa þitt efni í fjarnám . Sem t.d. sparar ferðakostnað starfsfólks og stuðlar þannig að minna kolefnisfótspori hjá þínu fyrirtæki eða stofnun . Auk þess að námskeið í fjarnámi sem tekin eru upp má hafa á mismunandi tímum allt eftir því sem hentar þér og þínu fyrirtæki . Þannig að , þú getur sparað tíma , fjármuni og fyrirhöfn með því að koma í samstarf við okkur . Að auki minnkarðu kolefnisfótsporið þitt umtalsvert . Betri árangur með fjarnámi . Við getum tryggt virkari hlustun á fyrirlestra í okkar gagnvirka kerfi , heldur en á fyrirlestra í staðarnámi . Hvað varðar umræður og samskipti nemenda , þá bjóðum við upp á aðgang að Zoom fjarnámskerfinu okkar , sem er samskiptaforrit sem er einfalt í notkun . Zoom forritið höfum við notað í okkar námskeiðum til að búa til námssamfélag í gegnum netið . Reynslan af því kerfi hefur sýnt okkur að námssamfélög á netinu geta vel blómstrað ef rétt er að þeim staðið . Við höfum mikla reynslu í því að bjóða upp á námskeið og heilu námsbrautirnar í fjarnámi og okkar reynsla hefur sýnt okkur að fólk er almennt mun jákvæðara fyrir þessari nálgun heldur en við áttum von á í upphafi . Því teljum við að námskeið í fjarnámi nýtist mörgum stofnunum og fyrirtækjum mun betur heldur en staðarnám þar sem sveigjanleikinn er mun meiri . Fjarnám er ekki það sama og fjarnám . Fjarnám er ekki bara það að taka upp fyrirlestrana og setja þá á netið . Fjarnám er svo miklu meira og dýpra . Það vitum við af reynslu og við erum tilbúin að aðlaga okkar þjónustu að þínum þörfum . Ef þú hefur áhuga á að vita meira , fræðast um hvað við getum boðið þér , sendu okkur tölvupóst á fjarnam@simenntunha.is |
Forkröfur náms : Þekking á latnesku stafrófi Námsmarkmið : Að auka skilning nemenda á íslensku og fá þá til að byrja að tjá sig á íslensku . |
Vettvangur slyss getur oft boðið aukinni hættu heim , ekki síst þar sem umferð er . Á þessu námskeiði eru rifjuð upp helstu atriði almennrar skyndihjálpar auk þess sem sérstök áhersla er lögð á aðkomu að vettvangi . Forkröfur náms : Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013 . Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D 1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni . Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni . Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa . Verð : 20.000 kr . Athugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli / SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur . |
Flokkur : Stök námskeið Spænskunámskeið fyrir alla , konur og kalla ! Ertu byrjandi í spænsku og vilt getað tjáð þig næst þegar þú ferð í spænskumælandi land ? Eða kanntu hrafl í spænsku og langar auka færnina ? Þá er þetta námskeið fyrir þig . Það er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í málinu . Áhersla verður lögð á framburð , undirstöðuatriði í málfræði og uppbyggingu á orðaforða . Einnig verður farið yfir nytsamleg orð og frasa sem koma sér vel í ferðalögum . Mikil áhersla er lögð á munnlegar æfingar ásamt hlustun . Sömu bækur verða notaðar og í grunnnámskeiði . Stuðst er við kennslubók á samt mynd - og hljóðefni af netinu . Kennslubókin fæst hjá SÍMEY og kostar 8.200 kr . |
Everything DiSC ® er byggt á rannsóknarvinnu William Moulton Marston Ph.D. ( 1893 - 1947 ) sem greindi fólk niður í fjórar manngerðir : D fyrir Dominance i fyrir Influence S fyrir Steadiness C fyrir Conscientiousness Þátttakendur á námskeiðinu munu taka Everything DiSC könnun sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þeim , hvernig þeir geta nýtt sér þá frekar og fá einnig innsýn í hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra á vinnustað . Námskeiði byggist síðan upp þannig að farið er yfir hvað D , i , S , og C stendur fyrir , hverjir styrk - og veikleikar hverrar manngerðar eru , Þátttakendur læra síðan hvernig hægt er á einfaldan hátt að þekkja munin á milli einstaklinga , útfrá DiSC , og þannig hvernig hægt er að eiga góð og þæginleg samskipti sem skila árangri . Um 40 milljónir manns hafa fengið DiSC þjálfun í gegnum tíðina . Starfaði við þjálfun einstaklinga í Everything DiSC í Bandaríkjunum og hefur unnið með fyrirtækjum á Íslandi við að greina og þjálfa starfsfólk þess . Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér www.smennt.is Staðsetning Verð Akureyri - Betri skilingur og bætt samskipti |
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands ( HSN ) Tilgangur námskeiðsins er í aðalatriðum sá að nemandinn kynnist grundvallarhugmyndum , einkennum og helstu aðferðum sem notaðar eru í samskiptum við þá sem kljást við alvarlegan og langvinnan geðrænan vanda og áfengis - og vímuefnavanda . Að námskeiði loknu skal nemandi : • geta útskýrt þá hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar samskiptum við notendur geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandendur þeirra og þær aðferðir og eiginleika sem leggja ber áherslu á varðandi tjáskipti og meðferðarsamband í því samhengi • geta gert grein fyrir helstu íhlutunum , meðferðarleiðum og meðferðarformum sem notuð eru í tengslum við ofangreinda kvilla |
Miðað er við að fagbókleg kennsla nemi að lágmarki 13 klukkustundum af 80 klukkustunda heildarnámstíma . Kennarar : Helga Björg Jónasardóttir , vöruhönnuður , myndlistamaður og kennari . Ólafur Pálmi Guðnason tölvunarfræðingur og Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður . Staðsetning : FabLab smiðja í Verkmenntaskólanum á Akureyri . Hvenær : Hefst 24. febrúar og lýkur 13. maí 2020 Verð : 35.000 kr . Efniskostnaður innifalinn að hluta . ( með fyrirvara um breytingar á gjaldskrá skv. ákvörðun fræðslusjóðs ) p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum ! |
Lengd : 40 klukkustundir . Forkröfur náms : Hafa lokið Íslensku sem annað mál stig 2 og / eða búa yfir grunnkunnáttu í íslensku . Námsmarkmið : Að auka skilning þátttakenda á íslensku |
Forkröfur náms : Hafa lokið Íslensku sem annað mál stig 3 og / eða búa yfir grunnkunnáttu í íslensku . Námsmarkmið : Að auka skilning þátttakenda á íslensku . |
Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D 1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni . |
Listasmiðja er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri með litla formlega menntun . Lengd : Námskeiðið er 80 klst . Forkröfur náms : EngarKennari : Bryndís Arnardóttir ( Billa ) sem hefur áratuga reynslu af myndlistarkennslu ásamt því að starfa sem myndlistarmaðurHvar : SÍMEY , Þórsstíg 4 Hvenær : Hefst 5. febrúar . Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00 - 21:00 . Verð : 35.000 kr. ( birt með fyrirvara um hækkun skv. ákvörðun Fræðslusjóðs ) Hámark 12 þátttakendur p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum ! |
Stærðfræði 2 RH 05 : Hefst 3. febrúar og lýkur 1. apríl . Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 - 20.00 og annan hvern laugardag kl. 9.00 -12.00 Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi þessa námsleið til styttingar á námi í framhaldsskóla en vekur athygli á því að mat á fyrra námi nemenda er á ábyrgð skólameistara viðkomandi framhaldsskóla . Verð : 73.000 kr ( með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs ) Nánari tímasetning á námskeiðinu verður auglýst síðar . Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum ! |
Á þessu þriggja tíma námskeiði verður áherslan lögð á hvernig hægt er að stilla innhólf ( leslista ) og einnig verður farið yfir flýtileiðir og reglur : Að bóka fundi Að skrifa skeyti Farið yfir stillingar í File / Options Fyrirkomulag : Kennslan er í formi sýnikennslu og dæmi tekin úr raunverulegu umhverfi . Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Outlook 2013 eða nýrra og geta fylgt eftir og æft sig samhliða . Leiðbeinandi : Sigvaldi Óskar Jónsson Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið ! Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins . Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt . |
Hvenær : Námið hefst 29. janúar og kennt verður alla virka daga frá kl. 9 - 12 . Markmið námsins er að nemandi : efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu , auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu , auki þjónustufærni sína , nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf og auki námsfærni sína . |
Stuðst er við kennslubók á samt mynd - og hljóðefni af netinu . Kennslubókin fæst hjá SÍMEY og kostar 8.200 |
Þjónandi leiðsögn – námskeið fyrir leiðbeinendur ( MENTORA ) Flokkur : Stök námskeið Námskeiðið er ætlað tilvonandi leiðbeinendum í þjónandi leiðsögn á vinnustöðum í velferðarþjónustu . Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl . Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru í forgrunni . Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika , hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á . Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru ; að upplifa umhyggju og kærleika að veita umhyggju og kærleika þátttaka Megináhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu . Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræðina sjálfa , bakgrunn og aðferðir . Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar og öðlast þá þekkingu að geta tekið að sér handleiðslu einstaklinga eða hópa starfsmanna . Námskeiðið er 4 * 7 tímar alls 28 klukkutímar , þ.e. fjórir heilir dagar kenndir miðvikudagana 5. febrúar , 4. mars , 1. apríl , 6. maí . Leiðbeinendur : Kristinn Már Torfason , Ingunn Eir Eyjólfsdóttir og Brynja Vignisdóttir Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið ! Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins . Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt . |
Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði ? Hvað kom út úr þrautseigjuprófinu þínu ? Hvert verður þitt næsta skref í að auka þrautseigju þína ? Þátttakendur taka I resilience prófið fyrirfram og skoða eftirfarandi spurningar : Hvaða leiðir nota ég til að endurhlaða batteríin Hvernig hef ég komist í gegnum tímabil streitu og álags Þátttakendur munu þekkja eigin þrautseigjustuðul , vita hvaða þættir ýtaundir aukna þrautseigju og fá ýmis verkfæri til að auka álagsþol og viðnám íeinkalífi og starfi . Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér www.smennt.is |
Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná betri tökum á Internetinu og vinsælu forritunum Gmail , Facebook , Instagram og Snapchat . Námskeiðið er skipt í fjögur kvöld á tveimur vikum . Kennt er á mánudögum og þriðjudögum . Fyrsta kvöld 10. feb - Tölvupóstur - Gmail - Google – 18.30 - 21.30 Farið verður yfir hvernig er búið sér til e-mail og notað það , senda tölvupóst , skoða tölvupóstinn og almenn notkun á honum , eins verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér google aðganginn sinn til að halda utan um ýmsar upplýsingar og ljósmyndirnar sínar . Annað kvöld 11. feb – Facebook – 18.30 - 20.30 Farið verður yfir hvernig er stofnað er Facebook aðgangur , notkun á Facebook , hvað ber að varst og hvernig er hægt að nýta sér í það til að fylgjast með fjölskyldu , vinum og áhugamálum . Þriðja kvöld 17. feb - Instagram – Snapchat – 18.30 - 20.30 Farið verður yfir hvernig skal búa sér til aðgang og nota svo þessa samfélagsmiðla og hvað ber að varast á þeim . Fjórða kvöld 18. feb - Internetið – Snjalltæki – 18.30 - 20.30 Almenn netnotkun , hvernig á að googla , hvað ber að varast á netinu og hvað er nytsamlegt . Setja upp öpp og nota þau , eins og t.d. Facebook , Instagram og Snapchat Eftir námskeiðið ætti fólk að geta sent og tekið á móti tölupósti , notað google aðganginn sinn til að halda utan um lykilorðin sín og ljósmyndir . Notað facebook til að fylgjast , sett inn færslur , ljósmyndir , skoðað vegginn hjá öðrum , sent vinabeiðni , líkað við síður sem það vill fylgjast með , leitað að fólki og sent vinabeiðni , eins ætti fólk að fá getað gert sér grein fyrir hvað gervi prófílar eru og hvað ber að varast við þá . Sett inn myndir á Instagram , skoðað myndir hjá öðrum , líkað við þær og skrifað komment við þær , sent snap á vini , sett snap í story hjá sér og skoða fréttaveituna á snappinu . Googlað það sem fólk vil finna , varast “ click bait ” , sett síður í bókamerki hjá sér og öll almenn netnotkun . Þátttakendur mæta með eigið tæki ( tölvu , síma eða spjaldtölvu ) |
Kynnt er hugmyndafræði svokallaðrar „ núllsýnar “ í umferðaröryggisstarfi og helstu tegundir vinnuslysa og umferðarslysa skoðaðar . Verð : 20.000 krAthugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli / SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur . |
Jafnframt eru gerðar kröfur um sérstakan persónuverndarfulltrúa og að tilkynna skuli öryggisbresti til Persónuverndar , auk þess sem sektarheimildir eftirlitsstofnana hafa verið stórauknar . Markmið námskeiðsins er að auka hagnýta þekkingu þátttakenda á innleiðingu upplýsingaöryggiskerfa sem standast kröfur sem gerðar eru um persónuvernd . Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og hópverkefnum . Farið verður yfir hvað liggur til grundvallar við mótun öryggisstefnu og hvernig skal framkvæma áhættumat og innleiða öryggisráðstafanir samkvæmt kröfum um persónuvernd og upplýsingaöryggi . Markhópur : Stjórnendur og starfsfólk hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögum sem bera ábyrgð á meðhöndlun og vörslu persónuupplýsinga . Nánar um skipulag og efnisþætti námskeiðsins : Helstu kröfur persónuverndarlaga Farið yfir þær einingar sem byggja upp upplýsingaöryggiskerfi Hvað á heima í öryggisstefnu ? Undirstaða áhættumats Farið er yfir framkvæmd á áhættumati Hvað er áætlun um samfelldan rekstur og hvernig er hún búin til ? Hópastarf : Þátttakendur greina helstu þætti sem skipta máli og gera frummat á hvort það svari kostnaði að leggja í framkvæmd áhættumats - Hver hópur kynnir niðurstöður sínar Hópastarf : Hver hópur fær verkefni að teikna upp nokkra meginferla og framkvæma áhættumat og setja niður áætlun um áhættumeðferð - Hver hópur kynnir niðurstöður sínar Fyrirkomulag : Námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi og því er ekki boðið upp á fjarnám að þessu sinni . Leiðbeinandi : Sigurjón Þór Árnason , gæða - og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands . Hann er Lead Auditor í ISO 27001 staðlinum fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis og annar höfundur bókarinnar „ How to Achieve 27001 Certification : An Example of Applied Compliance Management “ . Að auki hefur Sigurjón Þór verið stundakennari í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands . Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Helga Kristín Sæbjörnsdóttir , verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um sveitastjórnarmál , á hks@hi.is eða í síma 525-5314 . |
Lykillinn ađ framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum . Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni milli öflugra samskipta og aukinnar framleiđni og starfsánægju . Međal þess sem þú færđ innsýn í á námskeiđinu er : Einstaklingsmun í túlkun upplýsinga Hvernig viđ getum eflt færni okkar í ađ takast á viđ erfiđ samskipti á vinnustađnum og erfiđ mál sem þarf ađ ræđa Þátttakendur taka þátt í léttum æfingum tengt efninu . Leiđbeinandi : Rakel Heiđmarsdóttir . Rakel er einn stofnanda og eiganda ráðgjafarfyrirtækisins Birki ráðgjöf ehf ( sjá nánar á birki.is ) . Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði ( Counseling Psychology ) frá University of Texas at Austin árið 2002 . Hún hefur um árabil fengist við mannauðsráðgjöf , stjórnunarráðgjöf og markþjálfun . Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti , stjórnun , o.fl hjá Reykjavíkurborg , í Opna Hákskólanum í HR , Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum . Rakel hefur auk þess unnið samtals í 14 ár sem mannauðsstjóri , meðal annars í Norðuráli , Bláa Lóninu og Garra . |
Forkröfur náms : Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013 . Verð : 20.000 krAthugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli / SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur . |
Forkröfur náms : Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013 . Verð : 20.000 krAthugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli / SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur . |
Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu . Markmið : Nemendur fái góðan skilning á helstu hugtökum fjárhagsbókhalds , verði færir um að merkja og flokka öll algeng fylgiskjöl t.d. vörukaup , húsaleigu , símakostnað , þjónustugjöld banka og FIT-kostnað , verði færir um að vinna ýmsar upplýsingar úr bókhaldskerfinu , kunni skil á sjóðsbókarfærslum , læri að ganga frá uppgjöri og skilum virðisaukaskatts , læri undirstöðuatriði launaútreiknings og færslur hans í dagbók , læri að stemma af dagbókarlykla eftir hreyfingalistum og færa nauðsynlegar leiðréttingar , geti undirbúið uppgjör fyrirtækis og tileinki sér fagleg vinnubrögð við bókhald . Námsmarkmið : Að þátttakendur geti séð um bókhald smærri fyrirtækja Námsmat : Munnleg endurgjöf frá kennara Lengd : Námskeiðið er 75 klst. eða 25 skipti Hvenær : Hefst mánudaginn 10. febrúar klukkan 17:00 . Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 17:00 - 21:00 . Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum ! |
Fyrir hverja : Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins , þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi . Sveinbjörn er frábær kennari . Hagnýtt og gagnlegt . Flott námskeið , skemmtilegt , áhugavert , fullkomin lengd og fræðandi . Leiðbeinandi : Sveinbjörn Jónsson , verkfræðingur og MPM Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið ! Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins . Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt . |
Þá er daginn tekið að lengja og sólin teygir sig hærra upp á himinhvolfið . Hækkandi sól fylgja m.a. nýjar áskoranir í námi . Ástæða er til að vekja athygli á fjölbreyttu námsframboði SÍMEY á vorönn 2020 og um leið skal undirstrikað að hægt er að sækja um hér á heimasíðunni og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrr en síðar . Fyrir útlendinga reynist íslenskan almennt erfitt tungumál að læra . Og þegar við bætist að margir sem sækja námskeið í íslensku sem annað tungumál koma úr gjörólíkum mál - og menningarheimum vandast málið því þá þarf fólk að tileinka sér nýtt stafróf , hið latneska , frá grunni . |
Brautskráningarnemarnir hafa lokið námi í Skrifstofuskólanum , hönnunar og tilraunasmiðju FabLab , Skrefinu – þjálfunarnámskeiði í íslensku og Help Start enskunámi . Allar eru þessar námsleiðir vottaðar og viðurkenndar af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins . Einnig brautskráðust í dag nemendur sem hafa setið 75 klukkustunda „ Alvöru bókhaldsnámskeið “ í samvinnu við Tölvufræðsluna og þá tóku í dag 20 manns við skírteinum til staðfestingar á því að hafa lokið raunfærnimati , flestir í fisktækni . Til viðbótar við þá 54 sem brautskráðust með formlegum hætti í dag hafa fjölmargir lokið ýmsum námskeiðum á haustönn og einnig stundað nám í fyrirtækjaskólum . Valgeir Magnússon , framkvæmdastjóri SÍMEY , nefndi í ávarpi sínu við brautskráninguna í dag að á næsta ári fagni SÍMEY tuttugu ára afmæli sínu . Hann sagði að á þessum tveimur áratugum hafi starfsemin margfaldast , ekki síst hafi orðið sprenging í starfseminni í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 . Til marks um umfangsmikla starfsemi SÍMEY sagði Valgeir að á árinu 2018 hafi um 5400 manns nýtt sér þjónustu miðstöðvarinnar , sem er tæpur fjórðungur mannfjölda á Eyjafjarðarsvæðinu . Valgeir nefndi að margir nemenda sem sæki sér þekkingu af ýmsum toga í SÍMEY geri það vegna þess að þeir vilji byrja á einhverju nýju eða skoða stöðu sína . „ Eru kannski ekki endilega með ákveðið lokatakmark í huga en vita að þeir vilja eitthvað , kannski betra líf , betri líðan , meiri menntun , gera breytingar o.s.frv . Stundum koma einstaklingar fyrst í ráðgjöf eða bara á stutt námskeið , eru í námi á vinnustöðum en koma síðan í lengri námsleiðir og halda áfram eftir það , t.d. inn í hið formlega skólakerfi . Við teljum að okkar megin hlutverk sé að koma einstaklingum af stað , hvetja þá áfram og efla sjálfstraust þeirra . Með því teljum við okkur vera að bæta líf viðkomandi . Einnig er okkar hlutverk að mennta einstaklinga fyrir atvinnulífið . Rétt eins og stofnendur SÍMEY vissu ekki hvernig miðstöðin yrði tuttugu árum síðar held ég að flestir sem útskrifast í dag hafi ekki vitað hvert það myndi leiða þá að hefja nám í SÍMEY og viti það jafnvel ekki enn , því ykkar ferðalag er rétt að byrja . Þetta er ein útskrift og ég giska á að flest ykkar eigi nokkrar útskriftir eftir . Því eins skrítið og það er þá kallar þekkingaröflun á enn frekari þekkingaröflun , “ sagði Valgeir . Fyrir hönd brautskráningarnemenda flutti Laufey Harrysdóttir , sem var að ljúka námi úr Skrifstofuskólanum , ávarp . |
Streita og kulnun rædd frá ýmsum hliðum á Forvarnardegi SÍMEY og Streituskólans í Hofi 17. október Málþingið verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 17. október . Skráning stendur yfir á www.simey.is Í næstu viku , nánar tiltekið fimmtudaginn 17. október , standa SÍMEY og Streituskólinn fyrir málþingi í Menningarhúsinu Hofi sem ber yfirskriftina Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY . Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir stofnaði Forvarnir og Streituskólann árið 2001 . Forvarnir eru fyrirtæki sem starfar að geðheilsueflingu og forvörnum . Streituskólinn og Streitumóttakan eru hluti af starfsemi Forvarna . Snemma á þessu ári var síðan opnuð Streitumóttaka á Læknastofu Akureyrar og Streituskólinn á Akureyri hóf starfsemi . Umdæmisstjóri er Helga Hrönn Óladóttir . Kjörorð Streituskólans er Fræðsla til forvarna og veitir hann fræðslu um streituvarnir , eflingu geðheilsu og betri samskipti . Í hraða nútímasamfélags verður hugtakið streita alltaf meira og meira áberandi . Fyrir nokkrum árum voru fáir sem áttuðu sig á kulnun í starfi en nú er viðurkennt að þetta er alvarlegt vandamál sem farið er að vinna markvisst gegn . „ Samfélagið hefur breyst , hraðinn er meiri en áður . Það er oft talað um kulnun í starfi en við í Streituskólanum viljum frekar tala um streitu og kulnun í lífinu . Lífið er meira en vinnan og það er mikilvægt að skilja að vinnuna og einkalíf . Það má segja að þessu megi skipta í streitu , kulnun og síðan sjúklega streitu og þegar svo er komið getur viðkomandi verið kominn með algjört verkstol . Sjúkleg streita kemur gjarnan fram í líkamlegum veikindum en kulnun birtist frekar í andlegum veikindum viðkomandi , “ segir Helga Hrönn Óladóttir hjá Streituskólanum á Akureyri . Helga Hrönn er mannauðsstjóri og hafði unnið mikið að velferðarmálum , m.a. hjá Tryggingastofnun , áður en hún hóf störf hjá Streituskólanum . Hún segir að þegar skólinn hóf starfsemi snemma á þessu ári hafi fyrirfram verið búist við að hjólin myndu snúast hægt af stað . Raunin hafi hins vegar verið önnur . Frá fyrsta degi hafi verið mikið að gera og því augljóst að mikil þörf hafi verið fyrir þessa starfsemi á Akureyri . Umdæmi Streituskólans á Akureyri er raunar ekki bara Akureyri heldur allt Norðurland . „ Við leggjum áherslu á fræðslu og förum í því skyni í fyrirtæki og höldum fyrirlestra . Við gerum einnig samninga um að koma inn og leitast við að leysa eineltismál , samskiptavandamál , kynbundið áreiti og fleira . Einnig erum við á Læknastofum Akureyrar með Streitumóttöku þangað sem fólk getur leitað til okkar sem t.d. er að kikna undan álagi í lífi sínu og starfi . Við höfum líka verið með regluleg námskeið í SíMEY og höfum verið með þau síðan í vor . Á þessum námskeiðum fjöllum við um streituna , tímastjórnun , vinnustaðamenningu og fleira , “ segir Helga Hrönn . Hún segir að með málþinginu í Hofi í næstu viku vilji aðstandendur vekja athygli á og opna á umræðu um streitu og kulnun og ekki síst að ræða forvarnir til þess að fólk rati út í vítahring streitu og kulnunar . Sem fyrr segir standa SÍMEY og Streituskólinn sameiginlega að málþinginu og er hægt að skrá sig á málþingið á heimasíðu SÍMEY . Eins og hefur komið fram í frétt hér á heimasíðunni er málþingið ætlað stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja . Dagskrá málþingsins verður sem hér segir : 13:00 Setning málþings Karl Frímannsson fundarstjóri og fræðslustjóri Akureyrarbæjar 13:05 Nýjasta þekking á streitu Ólafur Þór Ævarsson , Ph.D. , geðlæknir og stofnandi Forvarna og Streituskólans 13:25 Kynning á starfsemi Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi Helga Hrönn Óladóttir , M.A. , Mannauðsstjórnun 13:35 Niðurstöður nýlegrar rannsóknar ,, Reynsla fólks með kulnun af endurkomu til starfa ” Ragna Dögg Ólafsdóttir , íþróttafræðingur og meistaranemi við Háskólann á Akureyri 13:45 Leynivopn stjórnenda - Markþjálfun gegn streituAldís Arna Tryggvadóttir , markþjálfi og viðskiptafræðingur 13:50 Þetta læddist aftan að mér Heimir Ingimarsson , deildarstjóri Tónlistarskólans á Akureyri 14:30 Bráðum kemur betri tíð Jakobína Elva Káradóttir , Starfsendurhæfing Norðurlands 14:40 Endurkoma inn á vinnumarkað Jónína Wagfjörð , sviðsstjóri Atvinnutengingar hjá VIRK 14:50 Hlutverk aðstandenda , samstarfsfólks og stjórnenda Hafdís Sif Hafþórsdóttir , hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi 15:00 Að efla mannauðinn - aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki Ingunn Helga Bjarnadóttir , verkefnastjóri hjá SÍMEY 15:10 Sálfélagsleg vinnuvernd - þróun og reynsla í mannauðsmálum hjá Sjóvá Ágústa Björg Bjarnadóttir , forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá 15:20 Fyrirtækjaþjónusta Streituskólans Elín K. Guðmundsdóttir , þjónustu - og rekstrarstjóri Forvarna |
Vörönnin í SÍMEY hefst af krafti í næstu viku . Sem fyrr verður fjölmargt áhugavert í boði og því er er full ástæða að hvetja fólk til þess að skrá sig sig sem fyrst . Nýtt ár er gengið í garð og er landsmönnum öllum óskað farsældar á nýju ári . SÍMEY þakkar öllum þeim sem nýttu sér þjónustu okkar á liðnu ári og minnir um leið á að núna á vorönn er fjölmargt áhugavert í boði , bæði styttri námskeið og lengra nám . Strax í næstu viku hefjast fyrstu námskeiðin og því er fólk hvatt til þess að kynna sér námsframboðið og sækja um sem fyrst til þess að tryggja sér pláss . Í næstu viku hefjast t.d. bæði á Akureyri og í Fjallabyggð námskeið í íslensku sem annað mál á öðru stigi og einnig hefst í næstu viku byrjendanámskeið í spænsku í Fjallabyggð . Í þarnæstu viku verður síðan námskeiðið Fólk fyrir fólk og námskeið í íslensku sem annað mál á fyrsta stigi á Akureyri , íslenska sem annað mál á þriðja stigi á Dalvík og framhaldsnámskeið í spænsku á Dalvík . Námskeiðin hefjast síðan í framhaldinu eitt af öðru og er rétt að benda fólki á að nálgast allar upplýsingar hér á heimasíðunni og hér er einnig hægt að skrá sig á stök námskeið og í lengra nám . Ef eitthvað er óljóst er fólk hvatt til að setja sig í samband við SÍMEY og fá nánari upplýsingar . |
Fyrir fólk sem kemur frá fjarlægum löndum þar sem er notast við gjörólíkt stafróf getur glíman við latneska stafrófið verið strembin . En það er með þetta eins og annað ; ef grunnurinn er ekki til staðar er erfitt að byggja ofan á hann . Fyrir útlendinga reynist íslenskan almennt erfitt tungumál að læra . Og þegar við bætist að margir sem sækja námskeið í íslensku sem annað tungumál koma úr gjörólíkum mál - og menningarheimum vandast málið því þá þarf fólk að tileinka sér nýtt stafróf , hið latneska , frá grunni . Mikilvægur þáttur í starfi SÍMEY og annarra símenntunarstöðva eru námskeið í íslensku sem annað tungumál . SÍMEY býður upp á íslenskunámskeið á fimm stigum þar sem grunnnámskeiðið er á fyrsta stigi og síðan koll af kolli . Sem endranær er mikil aðsókn að þessum námskeiðum , í það heila er um eitthundrað manns á íslenskunámskeiðum SÍMEY núna á haustönn og eru þau kennd á Akureyri og við utanverðan Eyjafjörð . Þessi fjöldi segir sitt um þá miklu þörf sem er fyrir slík námskeið . Sólveig Jónsdóttir er ein þeirra sem kennir íslensku sem annað mál . Hún hefur kennt á þessum námskeiðum hjá SÍMEY til fjölda ára og aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á þessu sviði . Eitt af þeim íslenskunámskeiðum sem hún kennir á þessari önn er kallað Skref til sjálfshjálpar og er í raun einstaklingsmiðað íslenskunám þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er fimm . Þannig segir Sólveig að unnt sé að vinna markvisst með hverjum og einum . Á þessu námskeiði núna á haustönn kennir Sólveig fimm manns sem koma frá fjarlægum löndum í Afríku og Asíu þar sem stafrófið er gjörólíkt hinu latneska , sem notað er hér á Vesturlöndum . Verkefni þátttakenda er því að læra nýtt stafróf frá grunni , tengja stafina saman og lesa . Sólveig segir að nokkrir af þeim sem hafa setið slík námskeið hjá sér hafi áður farið á venjuleg íslenskunámskeið en lent harkalega á vegg , einfaldlega vegna þess að grunnurinn , þ.e. þekking á hinu latneska stafrófi hafi ekki veið til staðar . Fyrir fólk í þessari stöðu þurfi einstaklingskennslu , grunnurinn þurfi að vera til staðar til þess að unnt sé að byggja ofan á hann . „ Og það hefur komið fyrir að fólk sem kemur á þessi námskeið hefur ekki verið fært um að lesa á sínu móðurmáli , það hefur einfaldlega aldrei haft tækifæri til þess að fara í skóla . Fyrir það fólk er að sjálfsögðu enn flóknara og erfiðara að læra gjörólíkt og nýtt tungumál eins og íslensku . Kennslan á þessum námskeiðum felst því í að kenna grundvallartæknina í lestri og skrift . Ég kenni fólki að þekkja stafina , hljóðin og tengingar , í raun eru þetta í grunninn sömu aðferðir og þegar börnum er kennt að læra að lesa . Ég nota sóknarskrift þegar fólk er aðeins byrjað að lesa og einnig kenni ég því að lesa hundrað algengustu orðin í íslensku sem í það heila er drjúgur helmingur orða í íslensku skrifmáli , “ segir Sólveig . Umrætt lestrarnámskeið er fjörutíu klukkustunda langt og segir Sólveig að eitt námskeið dugi fólki ekki til þess að geta lesið texta en það hjálpi því að komast af stað og auðveldi því að sitja íslenskunámskeið , sem eins og áður segir eru frá fyrsta til fimmta stigs . Margir þeirra sem þekki ekki latneska stafrófið hafi verið hér á landi í töluverðan tíma og skilji og geti talað íslensku að einhverju marki en skrifmálið sé hins vegar allt annar handleggur . Þegar fólk hvorki geti lesið né skrifað á íslensku þurfi það að takast á við erfiðar hindranir í íslensku samfélagi og verkefnið sé að hjálpa því yfir þessar hindranir til sjálfshjálpar . |
Í þessari viku hófst spænskunámskeið á vegum SÍMEY á Dalvík og verður grunnurinn í spænsku kenndur á námskeiðinu , sem stendur til jóla , en þess er vænst að mögulega verði unnt , ef nægilegur fjöldi þátttakenda fæst , að bjóða upp á framhaldsnámskeið eftir áramót . Sif Jóhannesdóttir verkefnastjóri , sem hefur umsjón með starfsemi SÍMEY við utanverðan Eyjafjörð , segir að námskeiðið hafi komið þannig til að hópur fólks á Dalvík hafi sýnt því áhuga að sækja námskeið í spænsku og í kjölfarið hafi verið könnuð möguleg þátttaka . Þegar síðan fékkst tilskilinn lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið , sem er átta manns , var farið af stað . Að óbreyttu verða níu á námskeiðinu . „ Á þessu námskeiði verða sex kennslustundir , tvo tíma í senn , og það er kennt í Dalvíkurskóla . Því lýkur fyrir jól og síðan vonumst við til þess að geta farið af stað með framhaldsnámskeið eftir áramót , “ segir Sif . Hvernig þetta námskeið kom til er til marks um að ef hópur fólks tekur sig saman og hefur áhuga á því að læra ákveðna hluti er um að gera að hafa samband við SÍMEY . Orð eru til alls fyrst . Bjarney Lea Guðmundsdóttir er kennari á námskeiðinu en hún býr í Ólafsfirði og hefur í gegnum tíðina m.a. verið fararstjóri á Spáni og miðlað spænskukunnáttu sinni til kolleganna í fararstjórn á Spáni . „ Þetta er grunnnámskeið í spænsku og ég fylgi kennslubók sem er notuð á spænskunámskeiðum hjá símenntunarstöðvunum en ég mun einnig sníða námskeiðið töluvert að því fólki sem situr það og reyni að mæta þörfum þess og óskum . Þátttakendur á námskeiðinu eru að stórum hluta fólk sem hefur áhuga á Spáni og hefur ferðast þar en skortir grunnkunnáttu í tungumálinu til þess að geta bjargað sér dags daglega . Auðvitað er takmarkað hversu mikið er hægt að kenna í sex skipti en ég veit þó að við munum komast yfir töluvert á þessum tíma . Fyrst og fremst legg ég áherslu á að þetta verði lifandi og skemmtilegt og vonandi verður hægt að halda framhaldsnámskeið eftir áramót , “ segir Bjarney Lea . Hún segist hafa kennt fararstjórum spænsku á Kanaríeyjum í tæp tvö ár . „ Ég var að vinna þar sem fararstjóri og jafnframt kenndi ég kollegum mínum í fararstjórn spænsku . Ég bjó í fjögur ár á Kanaríeyjum og einnig var ég í tvö ár á Costa del Sol , “ rifjar Bjarney upp . Óneitanlega er það nokkð löng leið að fara frá hitanum á Kanaríeyjum og í snjóinn norður í Ólafsfjörð . „ Já , það er alveg rétt , þetta er eins og svart og hvítt , “ segir Bjarney og hlær . „ Ég er uppalin í Njarðvíkunum en á fjölskyldu í Ólafsfirði og var mikið hér sem barn . Ég ákvað síðan að setja mig niður í Ólafsfirði og hér hef ég verið í tæp þrjú ár . Ég rek hótelráðgjafarfyrirtæki sem er með skrifstofur bæði í Reykjavík og hér í Ólafsfirði og einnig er ég með ferðaskrifstofu sem vinnur að því að taka á móti útlendingum í gistingu og skipuleggja ferðir fyrir fólk sem kemur á Tröllaskaga og sömuleiðis aðstoða ég fólk sem fer til útlanda á eigin vegum , “ segir Bjarney og bætir við að hún hafi ekki alveg slitið tengslin við fararstjórn á Kanaríeyjum , þar séu foreldrar hennar fararstjórar yfir vetrarmánuðina og fyrr í þessum mánuði hafi hún unnið þar sem fararstjóri / skemmtanastjóri fyrir Heimsferðir . |
Margt í boði hjá SÍMEY á vorönn 2020 - nú er rétti tíminn til að skrá sig ! Sem endranær verður margt í boði hjá SÍMEY á vorönn 2020 . Nú er rétti tíminn til þess að sækja um . Það er hægt að gera rafrænt hér á heimasíðunni . Í sumum námslínum er takmarkaður fjöldi og því enn frekari ástæða til þess að geyma ekki skráningu . Fólki er bent á að kynna sér mögulega styrki stéttarfélaga og fræðslusjóða við nám í SÍMEY . Af ýmsu áhugaverðu er að taka í námi á vorönn . Hér skal vakin athygli á nokkrum lengri námslína , sem hefjast í janúar og febrúar 2020 . Hönnunar - og tilraunasmiðja FabLab hefur slegið í gegn . Þann 10. janúar hefst 80 klukkustunda FabLab námskeið . Nemendur fá innsýn í opinn hugbúnað og nýtingu hans til þess að útbúa ýmsa hluti . Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestraum og verklegri vinnu . Hér er skráning á námskeiðið . Félagsliðabrú er fjögurra anna nám . Nemendur þurfa að hafa náð 22 ára aldri , þeir hafi þriggja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum . Að námi loknu útskrifast nemendur sem félagsliðar . Á vorönn 2020 verða kennd eftirtalin fög : Fötlun og samfélag ( hefst 6. janúar ) , öldrun ( hefst 8. janúar ) , næringarfræði ( hefst 17. febrúar ) , skyndihjálp ( 27. og 28. mars ) og samskipti og samstarf ( hefst 15. apríl ) . Hér er skráning á Félagsliðabrú . Leikskólaliða - og stuðningsfulltrúabrúer fjögurra anna nám . Nemendur þurfa að hafa náð 22 ára aldri , hafi þriggja ára starfsreynslu við uppeldi og umönnum barna í leik - og grunnskólum og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum . Á vorönn verða kennd eftirfarandi námskeið : Þroski og hreyfing ( hefst 8. janúar ) , skapandi starf ( hefst 19. febrúar ) , skyndihjálp ( 27. og 28. mars ) og samskipti og samstarf ( hefst 15. apríl ) . Hér er skráning á Leikskólaliða - og stuðningsfulltrúabrú . Myndlistasmiðja – málun er 80 klst. námskeið sem ætlað er 18 ára og eldri . Billa – Bryndís Arnarsdóttir kennir á námskeiðinu en hún hefur áratuga reynslu af kennslu og myndlistarsköpun . Þetta eru afar vinsæl námskeið og aðeins pláss fyrir tólf þátttakendur . Hér er skráning . Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla í íslensku , tungumálum , stærðfræði og lífsleikni . Námsleiðin hentar sérstaklega vel þeim einstaklinum sem lokið hafa raunfærnimati í iðngreinum og stefna á að ljúka sveinsprófi . Á vorönn 2020 hefst nám í stærðfræði 20. janúar og enskunámið hefst 23. mars . Skráning er hér . Skrifstofuskólinner mjög vinsæl og hagnýt námsleið . Námið er 160 klukkustundir og hefst 22. janúar . Farið er í verslunarreikning ,, þjónustu , samskipti , handfært bókhald , tölvubókhald , námstækni , tölvu - og upplýsingatækni og færnimöppu og ferilskrá . Skráning er hér . |
Námsbrautin Nám og þjálfun hefst í næstu viku - skráning í fullum gangi Í Námi og þálfun eru kenndir áfangar í lífsleikni , upplýsingatækni , íslensku , ensku og stærðfræði . Í næstu viku hefst nám á nýrri námsbraut hjá SÍMEY sem hefur hlotið yfirskriftina Nám og þjálfun . Námsbrautin tekur til fjögurra námsgreina , íslensku , upplýsingatækni , stærðfræði og ensku , auk lífsleikni , sem er í upphafi námsins , annars vegar hópefli og hins vegar námstækni . Fyrir hverja er Nám og þjálfun ? Námið tekur mið af námskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla fyrir þessar námsgreinar en í náminu verður sérstök áhersla á mismunandi námsnálgun þátttakenda í náminu og samþættingu námsþátta . Um er að ræða grunnáfanga í þessum greinum og er námið fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína . Námið nýtist t.d. sérstaklega vel fólki sem hefur lokið raunfærnimati í iðngreinum og stefnir á að ljúka sveinsprófum í sínum faggreinum . Nám með fullri vinnu – kennt tvö kvöld í viku og á laugardögum Námið er sett þannig upp að fólk geti sótt það með fullri vinnu . Samkvæmt fyrirliggjandi stundaskrá verður íslenska kennd fyrir áramót , öll mánudags - og miðvikudagskvöld kl. 17 - 20 fram að jólum ( síðasti kennsludagur verður miðvikudagurinn 18. desember ) . Sex laugardaga til jóla , kl. 09 - 12 , verður kennd upplýsingatækni ( síðasti upplýsingatæknitíminn verður 14. desember . ) Eftir áramót verða fjórir upplýsingatæknitímar 6. , 8. , 13. og 15. janúar kl. 17 - 20 og þar með lýkur upplýsingatækninni í náminu . Þá tekur við stærðfræði og hún verður kennd alla mánu - og miðvikudaga kl. 17 - 20 og auk þess fjóra laugardaga kl. 09 - 12 . Síðasti stærðfræðitíminn verður samkvæmt stundaskrá 18. mars 2020 . Að lokum verður enska kennd og verður fyrsta kennslustundin í henni máudaginn 23. mars . Sem fyrr verður kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 - 20 og einnig verður kennt fjóra laugardaga kl. 09 - 12 . Íslenska , lífsleikni , stærðfræði , enska og upplýsingtækni Í heildina er námið 198 klukkustundir ( með hléum og kaffitímum ) sem skiptist svo : Lífsleikni ( hópefli og námstækni ) 6 klukkustundir , íslenska 42 klukkustundir , upplýsingatækni 30 klukkustundir , stærðfræði 66 klukkstundir og enska 54 klukkustundir . Sem fyrr segir hefst Nám og þjálfun í næstu viku , nk. mánudag , 28. október , með lífsleikni . Íslenskan hefst 4. nóvember , upplýsingatæknin 9. nóvember , stærðfræðin 20. janúar og enskan 23. mars . Engin próf verða í áföngunum , námsmatið verður eingöngu í formi símats og / eða verkefnavinnu . Vert er að undirstrika að menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að námsleiðina megi meta til styttingar á námi í framhaldsskóla . Jafnframt er vakin athygli á því að mat á fyrra námi nemenda er á ábyrgð skólameistara viðkomandi framhaldsskóla . Það er ekki of seint að skrá sig í þetta nám . Hér er hægt að skrá sig og einnig eru hér nánari upplýsingar um áfangana . |
Markmið samningsins er að skapa enn fleiri möguleika fyrir félagsmenn Einingar-Iðju til að sækja sér fræðslu og auka við starfstengda hæfni sína . „ SÍMEY býður upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins . Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði . |
Tuttugu og tveir luku raunfærnimati í fisktækni Þær unnu ásamt fleirum að raunfærnimatinu ; Ásdís V. Pálsdóttir , verkefnastjóri hjá Fisktækniskóla Íslands ( t.v. ) og Kristín Björk Gunnarsdóttir , verkefnastjóri hjá SÍMEY . Fyrr í þessum mánuði luku tuttugu og tveir einstaklingar raunfærnimati í fisktækni hjá SÍMEY . Flestir hafa starfað í fiskvinnslu en einnig voru raunfærnimetnir einstaklingar sem hafa starfað í fiskeldi og við sjómennsku . Umsjón með raunfærnimatinu af hálfu SÍMEY höfðu Kristín Björk Gunnarsdóttir og Emil Bjarkar Björnsson og Ásdís V. Pálsdóttir , verkefnastjóri hjá Fisktækniskóla Íslands , vann einnig að raunfærnimatinu . „ Margir fara í nám hjá okkur í fisktækni . Raunfærnimatið er til þess fallið að stytta leiðir fólks í námi . Hún segir að þó svo að fólk sem fer í raunfærnimat fari ekki áfram í nám í fisktækni sé alltaf mikill ávinningur af raunfærnimatinu . „ Það er alltaf ávinningur því raunfærnimatið gerir það að verkum að viðkomandi fær metnar einingar inn í formlega skólakerfið . Raunfærnimatið nýtist því öllum sem í það fara í hvað sem fólk tekur sér fyrir hendur . Almennt má segja að í raunfærnimatsviðtölunum kemur það fólki alltaf jafn mikið á óvart hversu mikilli kunnáttu það býr yfir , “ segir Ásdís og rifjar upp að í maí á sl. ári hafi Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði útskrifað 20 nemendur af fisktæknibraut . Um var að ræða samstarfsverkefni skólans , SÍMEY og Fisktækniskóla Íslands og var unnið í framhaldi af því að hópur starfsmanna í fiskvinnslu Samherja á Dalvík og Akureyri fór í raunfærnimat . |
Hún heimsækir langlífustu svæði heims sem kallast Blue Zone eða bláu svæðin . Þess í stað verður hægt að velja um að stækka áskriftina eða fá hraðahindrun á farsímanetið út mánuðinn . Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar munum við hætta að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast . Þess í stað verður hægt að velja um að stækka áskriftina eða fá hraðahindrun á farsímanetið út mánuðinn . |
Það er fullt af nýju ogfjölbreyttu efni búið í Sjónvarpi Símans Premium . Why Women Kill , svört kómedíafrá höfundi Desperate Housewives . Norsku spennuþættirnir Wisting . Glænýjarþáttaraðir af hinum vinsælu raunveruleikaþáttum The Bachelor og Love Island . The Capture , ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir . Önnur þáttaröðin af Lifumlengur þar sem Helga Arnardóttir fjallar um langlífi og Disney myndin Tangled . Það er fullt af nýju ogfjölbreyttu efni búið í Sjónvarpi Símans Premium . Why Women Kill , svört kómedíafrá höfundi Desperate Housewives . Norsku spennuþættirnir Wisting . Glænýjarþáttaraðir af hinum vinsælu raunveruleikaþáttum The Bachelor og Love Island . The Capture , ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir . Önnur þáttaröðin af Lifumlengur þar sem Helga Arnardóttir fjallar um langlífi og Disney myndin Tangled . |
Það er fullt af nýju og fjölbreyttu efni í Sjónvarpi Símans Premium . Why Women Kill , svört kómedía frá höfundi Desperate Housewives . Norsku spennuþættirnir Wisting . Glænýjar þáttaraðir af hinum vinsælu raunveruleikaþáttum The Bachelor og Love Island . The Capture , ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir . Önnur þáttaröðin af Lifum lengur þar sem Helga Arnardóttir fjallar um langlífi og Disney myndin Tangled . Það er fullt af nýju og fjölbreyttu efni í Sjónvarpi Símans Premium . Why Women Kill , svört kómedía frá höfundi Desperate Housewives . Norsku spennuþættirnir Wisting . Glænýjar þáttaraðir af hinum vinsælu raunveruleikaþáttum The Bachelor og Love Island . The Capture , ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir . Önnur þáttaröðin af Lifum lengur þar sem Helga Arnardóttir fjallar um langlífi og Disney myndin Tangled . |
2 fyrir 1 af gjafabréfum í Svifvængjaflug á Bláfjallasvæðinu . Kynningarflug á tveggja manna svifvæng með einkasvifvængjaflugkennara er einstakt tækifæri fyrir alla til að kynnast þessu frábæra flugsporti . Stígðu út fyrir þægindarammann inn í spennandi ævintýraheim ! |
Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn , nema flutt sé í talhólf . Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Hvernig set ég upp þráðlausan myndlykil í sumarbústaðnum ? Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn . Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er . Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði , framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories . Dolby , Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories . Reiki í Evrópu - gagnamagn Gagnamagn innifalið í áskrift | Innifalið innan ES / EES 1 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 1 GB innifalið innan EES / ES 5 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 5 GB innifalið innan EES / ES 10 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 10 GB innifalið innan EES / ES 50 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 15 GB innifalið innan EES / ES 100 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 20 GB innifalið innan EES / ES 300 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 30 GB innifalið innan EES / ES 500 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 40 GB innifalið innan EES / ES Engar takmarkanir eru settar á aðrar hefðbundnar farsímaáskriftarleiðir . Tengdu tölvuna með snúru við beini . Athugið að það má ekki innihalda íslenska stafi . Hvernig breyti ég lykilorði og nafni á þráðlausu neti ( Wifi ) ? Í reitnum Wireless Password er hægt að breyta lykilorði fyrir þráðlaust net . Athugið , þegar þessum stillingum er breytt , þarf að tengjast þráðlaus tæki upp á nýtt við nýtt nafn og með nýju lykilorði . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum . Á flestum sjónvarps fjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása . Dæmi um Source eða Input takka Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „ Bíðið augnablik “ . Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum . Á flestum sjónvarpsfjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása . Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín . Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau . Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd , númer hvað HDMI rásin er . Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu ? Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst : Lykilorð Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn . Þar er valið Mail , Contacts , Calendars eða Accounts & Passwords en það fer eftir útgáfu kerfisins hvað valmöguleikinn heitir . Veldu Add Account . Name = Nafnið sem birtist þegar þú sendir póst . Address = Netfangið sem þú ert að setja upp . Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum . Stillingar Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar . Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann POP og breyttu honum í IMAP . Fylltu formið út á eftirfarandi hátt : User = Netfangið þitt Password = Lykilorðið að pósthólfinu þínu Nú þarftu að fylla út Outgoing server settings . Smelltu svo á Finish Setup . Nú ætti pósthólfið hjá þér að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar . Næst erhakað við Pop or IMAP og síðan aftur Next . Fylltu út upplýsingar Your Name : Nafnið sem á að vera á tengingunni . E-mail Address : Netfangið þitt . Póstþjónn Næst er skrifað postur.simnet.is í Incoming mail server og Outgoing mail server . Mac mail uppsetning í tölvu Opna Mac MailOpnið Mac Mail og farið í Mail sem er í valstikunni efst á skjánum og veljið Preferences . Password : Lykilorðið fyrir netfangið þitt . Einnig þarf að skrá : Hvort nota eigi POP eða IMAP til að meðhöndla póst . Setjið inn lýsandi nafn fyrir póstþjóninn ( getur verið hvað sem er ) . Setjið inn slóð þjónsins ( postur.simnet.is fyrir Símann ) . Hakið við Use Authentication og skrifið inn notendanafn og lykilorð í viðeigandi reiti Stilltu útþjón Á stillingarsíðu útþjóns skal gera eftirfarandi : Veljið postur.simnet.is . Nú ætti uppsetningu að vera lokið . Hvar get ég breytt lykilorðinu á vefpóstinum mínum ? Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna . Magnsendingar er hægt að senda á hvaða GSM númer sem er , þ.e. hvort sem það er til viðskiptavina Símans , eða annarra símafyrirtækja ( innlendra sem erlendra ) . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Hér getur þú leitað að lausum farsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Hvenær tekur það gildi ? Rétthafi Heimilispakka getur skráð valin númer á sínum Þjónustuvef , með því að hringja í Þjónustuver Símans í 8007000 , eða með því að hafa samband í gegnum Netspjall á siminn.is . Fást 10x fleiri gígabæt í Reiki í Evrópu ( e. Roam like home ) ? Öll fjölskyldan getur fengið 10x . Fjölskyldan telst vera þeir sem búa á sama heimili að fullu eða að hluta til . Hér getur þú leitað að lausum farsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar . Útskriftargjald kemur á móti kostnaði við kröfustofnun og greiðslu auk prentunar og póstsendingar . Í stað þess að greiða útskriftargjald er greitt færslugjald . Boðgreiðsla Beingreiðsla Krafa er skuldfærð af bankareikningi mánaðarlega . Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133 / 2010 . Innheimtuviðvörun er send 3 dögum eftir eindaga . Hvar breyti ég skráningu í símaskrá ? Ef þú ert nýr viðskiptavinur og hefur byrjað hjá okkur í miðjum mánuði þá færðu reikning fyrir mánaðargjöldum frá og með þeim degi sem þjónustan er stofnuð ásamt mánuðinum sem fer á eftir ( alltaf fullur mánuður ) . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Hér getur þú leitað að lausum farsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Síminn mun á næsta ári , árið 2020 , loka PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar og hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár . Kerfið er nú komið fram yfir líftíma sinn og við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður . Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu ( POTS ) yfir á símtengingu yfir internet ( VOIP ) er verið að nota aðra tækni til þess að eiga símtöl . Það er þess vegna sem þú tengir síma í beinir ( router ) í stað þess að stinga í hefðbundið símatengi . Þú ættir ekki að verða var við neinn mun á gæðum þjónustu og þessi tækni snýr fyrst og fremst að því að símtalið er flutt yfir internet tengingu í stað hefðbundinnar línutengingar . Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu : í heimilissíma , farsíma , talhólf eða svarhólf . Hér getur þú leitað að lausum farsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Númeraleit fyrir talsíma Hér getur þú leitað að lausum talsímanúmerum . Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum . Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum . Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899 * Skilmálar , stefnur og fræðsla Kynntu þér skilmála fyrir allar þjónustur hjá okkur ásamt stefnum og fræðslu . Í Stjórnstöð Símans er fylgst með fjarskiptakerfum og samböndum allan sólarhringinn alla daga ársins . |
Hvaða lönd eru innifalin í Ferðapakkanum ? Eftirfarandi lönd eru hluti af Ferðapakkanum en þú getur sótt um hann hérna á Þjónustuvefnum . Bandaríkin Ísrael Suður Afríka Suður Kórea Hvað er Ferðapakkinn og hvernig virkar hann ? Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum í Asíu , Ástralíu , N-Ameríku , S - Ameríku , Afríku og í Evrópulöndum utan EES eins og Rússlandi , fyrir bæði áskrift og Frelsi . Þú sækir um Ferðapakkann hérna á Þjónustuvefnum . Ódýrari símtöl í útlöndum Þú greiðir aðeins 10 kr. fyrir mínútuna í símtölum til allra landa í pakkanum . Fyrir símtöl til landa utan pakkans gildir verðskrá viðkomandi lands sem hringt er frá . Gildir ekki um þjónustunúmer með aukagjaldi innlend eða erlend . Engin upphafsgjöld Þú greiðir engin upphafsgjöld , hvorki til Íslands , né annara landa sem eru í pakkanum . Sendir SMS og móttekur símtöl á 0 kr. Sendu eins mörg SMS og þú vilt í útlöndum . Það er innifalið í pakkanum . Fyrstu 3 MB innan dags eru á 0 kr. Daggjaldið er ekki greitt ef notkun innan dagsins er undir 3 MB . 500 MB gagnamagn innifalið Í Ferðapakkanum eru 500 MB innifalin á dag . Ef 500 MB klárast , kemur sjálfkrafa 500 MB áfylling og aftur er greitt daggjald . Gagnakort Gagnakort geta líka notað MB í Ferðapakkanum . Gagnakort , Fjölskyldukort og öll númer sem samnýta gagnamagn í einni farsímaáskrift , samnýta einnig Ferðapakkann . Þegar að þú hefur skráð þig í Ferðapakkann virkjast hann um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu . Hægt er að skrá sig í Ferðapakka á Þjónustuvef Símans , í appi Símans og með því að senda sms-ið ferdapakki í 1900 . Er hægt að fá Ferðapakka á Krakkakort ? Ég er með Ferðapakka . Hvernig virkar Reiki í Evrópu ? Ferðapakkinn gildir ekki í Reiki í Evrópu löndum . Athugið að þegar Internet stillingar hafa verið uppsettar gæti þurft að stilla vafra símans til að nota þá tengingu ( Siminn Internet ) . Heiti tengingar : Nafn aðgangsstaðar ( APN ) Leiðbeiningar fyrir Android Opna stillingar / settings og smella á meira / more . Fletta niður og smella á Setja upp SIM korta lás / " Set up SIM card lock " . Haka í Læsa SIM korti / " Lock SIM card " og smella svo á Breyta PIN númeri SIM korts / " Change SIM PIN " . Þarna er svo valið 4 stafa PIN númer . Leiðbeiningar fyrir Apple iOS Smellið á " Settings " . Þar er valið " Phone " . Síðan velur þú " SIM PIN " . Þarna er svo kveikt á " SIM PIN " með því að velja annað hvort " Enable / Disable SIM PIN " . Smellið svo á " Change PIN " til þess að velja nýtt " PIN " númer . Leiðbeiningar fyrir Blackberry Smellið svo á Device > Advanced System Settings > SIM Card . Smellið á " Blackberry " takkann og svo á > Enable Settings . Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið . Að lokum er smellt á " til baka " takkann . Leiðbeiningar fyrir Windows Í start smellið þið á síma íkon > More ... > Call settings . Velið SIM security . Þarna eruð þið svo beðin um að velja PIN númer fyrir kortið . Þarna sláið þið inn PIN númerið sem þið viljið . Rafræn skilríki Þarf ég nýtt SIM-kort til að virkja Rafræn skilríki ? Ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 800-7000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín . Rafræn skilríki Hvernig virkja ég Rafræn skilríki ? Komdu við í næstu verslun Símans og við virkjum þau fyrir þig í samstarfi við Auðkenni . Þú getur einnig farið í bankann þinn og virkjað skilríkin þar . Mundu að hafa vegabréf eða ökuskírteini meðferðis . Rafræn skilríki Hvað kostar að nota Rafræn skilríki ? Það kostar ekkert fyrir viðskiptavini Símans að nota rafræn skilríki innanlands . Notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá Símans fyrir sms reikinotkun eins og hún er hverju sinni . Hvað gerist með Rafrænu skilríkin ef ég fæ nýtt SIM-kort ? Rafræn skilríki í farsímanum eru alltaf bundin SIM-kortinu en ekki símanúmerinu . Ef þú glatar SIM-kortinu þínu eða færð nýtt SIM-kort þá þarftu að virkja rafrænu skilríkin aftur . Hægt er að virkja rafræn skilríki í næstu verslun Símans og ef þú hefur ekki tök á að kíkja á okkur þá getur þú einnig haft samband við Þjónustuver Símans í 800-7000 og við sendum nýtt SIM-kort til þín . Ef hringt er úr einum íslenskum farsíma í annan í útlöndum greiðir sá sem hringir fyrir símtal innanlands , alveg eins og ef viðkomandi sem hringt er í sé staddur á Íslandi . Sá sem hringt er í og er staddur erlendis greiðir fyrir móttekið símtal samkvæmt verðskrá fyrir viðkomandi land . Alltaf er hægt að fletta upp verðskrá hvers lands hérna . Já og gott sparnaðarráð er að aftengja talhólfið áður en þú ferð til útlanda . Síminn sendir viðskiptavinum SMS skeyti með upplýsingum um hvað kostar að nota símann ef kveikt er á roaming . Við mælum alltaf með að viðskiptavinir hafi slökkt á roaming þar sem mjög dýrt er að nota símann í reiki úti á hafi . Gagnanotkun erlendis er almennt ekki innifalin í farsímaáskriftum heldur er greitt sérstaklega fyrir hana . Reiki í Evrópu lönd eru þó undanskilin og borgar sig að skoða verðskrár fyrir útlönd þar sem það gæti verði hagstæðara að kaupa Ferðapakkann . Annað þrep 20.000 kr . Get ég notað netlykla í útlöndum ? Margir snjallsímar eru stilltir þannig að þeir sækja reglulega tölvupóst og GPS staðsetningu yfir Internetið . Í reiki getur verið gott að breyta þessum stillingum til að forðast óþarfa kostnað . Við mælum með að slökkt sé á hringiflutningi í talhólf eða önnur númer . Hvaða lönd eru hluti af Reiki í Evrópu ( innan EES ) ? Öll lönd sem eru hluti af EU / EES eru hluti af Reiki í Evrópu . AusturríkiBelgíaBúlgaríaKróatíaKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandFrakklandÞýskalandGíbraltarGrikklandUngverjalandÍrlandÍtalíaLettlandLiechtensteinLitháenLúxemburgMaltaHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaSlóvakíaSlóveníaSpánnSvíþjóðBretlandFæreyjar ( Eru hluti af RLH eingöngu hjá Símanum ) GvadelúpSaint MartinSaint BarthélemyMartiníkFranska GvæjanaRéunionMayotte Ég er í Frelsi / Krakkakort . Hvernig virkar Reiki í Evrópu ? Ég er með áskrift að 500 mín til útlanda . Hefur Reiki í Evrópu áhrif á það ? Reiki í Evrópu gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis . Þjónustan „ 500 mínútur til útlanda “ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda . Innifaldar mínútur í pakkanum gilda Reiki í Evrópu landa eins og áður . Ég er í farsímaáskrift . Hvernig virkar Reiki í Evrópu ? Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa . Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar . Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið . Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert 1 MB . Það þýðir að 1024 MB kosta 604 kr . Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu , með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni . Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,59 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis . Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi . Dæmi : Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift . Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis . Ef 7 GB eru kláruð er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert MB umfram það . Ef 3 GB eru kláruð og þar með öll 10 GB í áskriftinni er gjaldfært 0,75 kr fyrir hvert MB umfram það . Hvernig virkar Reiki í Evrópu ? Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert 1 MB . Það þýðir að 1024 MB kosta 604 kr . Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi . Öll inneign , gagnamagn , mínútur og sms sem er til staðar á frelsisnúmerinu þínu nýtist ekki á meðan þú ert erlendis heldur bíður eftir að þú komir aftur heim . Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna . Nánari upplýsingar um Þrennu og Þrennu í útlöndum er í skilmálum hér . Ég er að fara til útlanda . Þarf ég að gera eitthvað til þess að virkja Reiki í Evrópu ? Nei það er sjálfvirkt virkt . Hvað kostar mig að hringja í farsíma innan Reiki í Evrópu ef ég er í Reiki í Evrópu landi ? ( ekki á Íslandi ) Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar . Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun , notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og hringir í númer innan Reiki í Evrópu landa . Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið . Ég er með 4G netáskrift , get ég tekið hana með mér til útlanda ? Já , 4G Netáskrift er hægt að taka með til Reiki í Evrópu landa og nota eins og innanlands . Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið . Hvað er sanngjörn notkun ( e. Fair use policy ) ? Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu . Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og / eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins . Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta . Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift Hversu mikið gagnamagn er innifalið í áskriftinni minni ? Hægt er að að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu og á þjónustuvefnum . Fást 10x fleiri gígabæt í Reiki í Evrópu ( e. Roam like home ) ? Nei . Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi . Hvað er Krakkakort ? Krakkakort eru í boði ef þú ert í áskrift með að minnsta kosti 5 GB gagnamagni inniföldu . Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort . Panta Krakkakort hérna . Bæta við KrakkakortiAthugið að Frelsisnúmerið verður að vera skráð á barnið þitt áður þú skráir númerið sem Krakkakort . Bæði foreldri og barn geta fylgst með notkuninni á Krakkakortinu . Athugaðu að hafa símann með Frelsisnúmerinu við höndina þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri . Barnið mitt þarf meira en 1 GB . Hvað geri ég ? Sum börn nota meira en 1 GB í mánuði . Þú getur alltaf keypt aukagagnamagn á þjónustuvefnum , Stillt reglulegar eða sjálfvirkar áfyllingar . Kaupa gagnamagnReglulegar áfyllingarDæmi , ef valið er 5 GB , þá fyllast 5 GB aukalega í hverjum mánuði . Sjálfvirkar áfyllingar virka þannig að þegar einungis 200 MB eru eftir af gagnamagninu , þá er sjálfkrafa fyllt á . Hvernig tengi ég Krakkakortið við þjónustuvefinn minn ? Krakkakort eru Frelsiskort með endalausum mín og sms um . Í hverjum mánuði er svo fyllt á frelsið með 1 GB áfyllingu . Um Krakkakort gilda almennir skilmálar fyrir Frelsi . Ef ég er með Tvíburakort , er hægt að hringja í upplýsingaveitur með Krakkakorti ? Lokað er fyrir hringingar í upplýsingaveitur og þjónustunúmer með gjaldi . Get ég farið umfram gagnamagnið ? Þar sem Krakkakort er Frelsiskort er hægt að fylla á gagnamagnið með hefðbundinni Netfrelsis áfyllingu og þannig stýra hversu mikið gagnamagn fylgir Krakkakortinu . Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði . Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið ? Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast , þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það . Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila . Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum , þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans . Leitin kostar 4.900 kr . Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur . Hvernig fæ ég 10x fleiri GB með farsímaáskriftinni minni ? Viðskiptavinir með Heimilispakka og farsímanúmer í ákveðnum áskriftarleiðum hjá Símanum býðst að fá 10x fleiri gígabæt fyrir fjölskylduna til að nota á 4G neti Símans . Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum , þ.e. þann 1. þess mánaðar . Myndskilaboð ( MMS ) MMS stillingar eru fyrir myndskilaboð sem hægt er að senda á milli farsíma og yfir í tölvu . Einnig er hægt að senda texta , hljóð og / eða myndskeið . Símtækið þarf að styðja GPRS og MMS . Sendandi og móttakandi verða að hafa MMS-stillingar í símanum sínum til að móttaka skeytið . Einnig er hægt að senda MMS á netfang . Ef þú lendir í vandræðum með að senda eða móttaka myndskilaboð er líklegasta skýringin að þig vanti stillingar í símann . Hægt er að sækja með einni aðgerð stillingar fyrir internetnotkun , streymi og myndskilaboða ( MMS ) í farsíma hér á vefnum . Sækja stillingar fyrir farsíma . Áframsenda MMS-skeyti úr símanum Þú getur vistað öll MMS-skeyti sem þú færð send á símanum þínum og svo sent þær myndir sem þú átt á aðra viðtakendur . Ef móttakandi er ekki með síma sem styður MMS-skilaboða þá fær viðkomandi SMS-skeyti sem vísar á slóð á siminn.is þar sem myndin er aðgengileg . Eftir að MMS skeyti er sent er hægt að skoða það einu sinni í 24 klst. svo er því eytt . Hægt er að virkja Skilatilkynningu í símanum þínum í valmyndinni fyrir skilaboðin og þannig sjá hvort skeytið hafi skilað sér . Í stillingum er valið Myndskilaboð eða Margmiðlunarskilaboð . Hægt er að senda MMS til útlanda ef móttakandi MMS skilaboða er með íslenskt númer . Ekki er hins vegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer . Hafa skal í huga að önnur verð gilda fyrir notkun á myndskilaboðum erlendis . Sjá útlandaverð . DNS nafnaþjónn breytir vefföngum í IP tölur . Í flestum tilfellum er óþarfi að tilgreina nafnaþjóna sérstaklega ( settir sjálfvirkt ) . Síðari nafnaþjónn : 212.30.200.200 Algeng vandamál við sendingu eða móttöku SMS skilaboða Algengustu ástæður fyrir vandamálum við sendingu eða móttöku SMS skilaboða Innhólfið ( Inbox ) eða úthólfið ( Outbox ) eru fullt Sendandinn nær ekki að senda skeytið og gæti því prófað að senda á annað númer , t.d. á sjálfan sig . Athugið að sumir símar bjóða upp á að senda svarskeyti gegnum sömu SMS-miðstöð og móttekin skeyti komu frá . Mikilvægt er að nota ekki þann valmöguleika heldur skal farsíminn alltaf nota sína eigin SMS-miðstöð fyrir öll SMS skeyti sem eru send . Hólfaþjónusta Notkun á talhólfi Talhólf tekur á móti skilaboðum þegar ekki er svarað í símann , hann er á tali , slökkt á honum eða síminn utan þjónustusvæðis . Þú færð svo SMS þegar ný skilaboð berast . Til að hlusta á skilaboðin í talhólfinu þínu , hringirðu í gjaldfrjálst númer 1411 úr símanum . Til að hlusta á skilaboð úr öðrum farsíma eða talsímanúmeri hringir þú í +3548800100 og slærð inn GSM númer og því næst #lykilnúmer # . Hólfaþjónusta Uppsetning á talhólfi Til að geta notað talhólfið þarf að setja það upp og gera símtalsflutning virkan . Nýtt lykilorðLykilorðið á að vera fjórir tölustafir . Sláðu inn lykilnúmer þitt og þá er nýtt lykilnúmer er lesið upp . Þú slærð inn lykilnúmerið þegar þú hringir úr öðrum síma en talhólfið er tengt við , annars þarf ekki að slá inn lykilnúmer . SímsvarakveðjaNæst lestu inn símsvarakveðjuna þína . Það er sú kveðja sem aðrir heyra sem hringja í talhólfið td „ þetta er hjá Jóni , ég er ekki við í augnablikinu “ Símsvarakveðjan þín getur verið allt að 30 sekúndur að lengd . Lestu inn símsvarakveðjuna eftir að hljóðmerkið heyrist og veldu síðan # . Kveðjan er lesin upp . Annaðhvort geymir þú kveðjuna með því að velja # eða velja 1 til að hætta við og taka upp nýja kveðju . Hólfaþjónusta Hringt í talhólf erlendis frá Hringdu í ( + 354 ) 8800200 til að hlusta á talhólfsskilaboðin þín þegar þú ert erlendis . Hólfaþjónusta Hringiflutningur í talhólf Ekki svarað Til að virkja er valið : * * 61 * 8800100 # Til að afvirkja er valið : # #61 # Utan þjónustusvæðis / slökkt Til að virkja er valið : * * 62 * 8800100 # Til að afvirkja er valið : # #62 # Til að virkja er valið : * * 67 * 8800100 # Til að afvirkja er valið : # #67 # Til að virkja er valið : * * 21 * 8800100 # Til að afvirkja er valið : # #21 # Tímastilltur flutningur Til að virkja er valið : * * 61 * 8800100 * * tími # Til að afvirkja er valið : # #61 # Hólfaþjónusta Auðveldasta aðferðin er sú að stimpla inn # #002 # og ýta á „ hringja “ takkann til að hringja . Einnig er hægt að gera þetta með aðgerð í símtækinu sjálfu . Hólfaþjónusta Geymsla á skilaboðum Þegar hlustað hefur verið á skilaboð geymast þau í 1 sólarhring . Vistuð skilaboð eru geymd í 365 daga . Hólfaþjónusta Notkun á svarhólfi Svarhólf geymir upplýsingar eða skilaboð sem svarhólfseigandi vill koma á framfæri , en sá sem hringir getur ekki skilið eftir skilaboð . Upplýsingarnar eru lesnar upp þrisvar sinnum . Svarhólfseigandi getur annað hvort látið símanotendur hringja beint í svarhólf sitt eða flutt viðkomandi símtöl í svarhólf með símtalsflutningi . Hólfaþjónusta Uppsetning á svarhólfi Þegar verið er að setja upp svarhólf í fyrsta skipti þarf að velja lykilnúmer og lesa inn svarhólfskveðju . Hringja í viðeigandi svarhólfsnúmer 878 - xxxx og ýta strax á # þegar svarað er . Hlusta á kveðjuna . Nú er uppsetningu lokið . Hólfaþjónusta Breyting á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri svarhólfs Þegar breyta á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri er það gert á eftirfarandi hátt . Munið að endurtaka hana ef hún á að heyrast oftar en einu sinni . ( Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur ) Velja 4 til að breyta lykilorði . Fylgja fyrirmælunum sem lesin eru . Hvernig loka ég fyrir símtalsflutning ? Þú velur * 15 # á símtækinu ef þú vilt : loka fyrir að hringingar séu fluttar í viðkomandi númer . loka fyrir hringingar frá leyninúmeri . loka fyrir að hringt sé í viðkomandi númer úr leyninúmeri . Ef þú vilt aftengja velur þú #15 # Mánaðarverð 100 kr . Þjónustan er ekki í boði fyrir síma í beini ( voip ) . Get ég látið loka fyrir hringingar úr farsímanúmeri ? Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar úr símanúmeri ( eða númerum ) sem hann er skráður fyrir . Einnig lokast fyrir hringingar í 112 . Hvað kostar símtalsflutningur úr farsíma ? Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu , í heimilissíma , farsíma , talhólf eða svarhólf . Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl . Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn , nema flutt sé í talhólf . Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma hjá öðrum kostar ekkert ef þú ert í áskriftinni Endalaust en í öðrum áskriftarleiðum kostar hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma ( ekki hjá Símanum ) upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað . Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum . Hvar breyti ég skráningu í símaskrá ? Breyting á skráningu í símaskrá er gerð af þínum þjónustuaðila með heimasíma eða farsíma . Ef þú vilt skrá þig í símaskrá , breyta upplýsingum um þig ( eins og að setja þig bannmerkingu við símtölum frá söluaðilum , breyta heimilisfangi og slíkt ) eða eyða upplýsingum um þig úr símaskrám hafðu endilega samband við okkur í síma 8007000 eða komdu á netspjallið . Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í : #31 # og símanúmerið . Ef þú ert með leyninúmer , þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá , né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer . Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í . Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið ? Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast , þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það . Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila . Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum , þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans . Leitin kostar 4.900 kr . Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur . Þrenna Hvað er Þrenna ? Þrenna er mánaðarleg áfylling í Frelsi . Fyrir fast verð í hverjum mánuði fást endalaus símtöl í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð farsímakerfi . SMS eru það sömuleiðis og þú færð annaðhvort 5 eða 25 GB af Safnamagni . Þrenna Hvað er Safnamagn ? Í Þrennu hjá Símanum eyðist gagnamagnið ekki í lok mánaðar heldur færist yfir á næsta mánuð og safnast upp – Safnamagn . Þú getur safnað allt að 50 GB . Þú borgaðir fyrir gagnamagnið og þú átt það . Þrenna Hvernig er rukkun á umframnotkun í Þrennu ? Greitt er svo fyrir notkunina samkvæmt gjaldskrá . Þú getur alltaf fylgst með allri notkun í Símaappinu . Virkar Þrenna í útlöndum ? Reiki í Evrópu ( RE ) virkar fyrir Þrennu í útlöndum . Við mælum með að viðskiptavinir sem ferðast utan Evrópu skrái sig í Ferðapakkann sem er frábær leið til að lækka símkostnað á ferðalögum . Virkjaðu Ferðapakkann með því að senda textann “ ferdapakki ” í númerið 1900 og hann virkjast um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu . Þú getur alltaf haft samband við netspjallið og þjónustufulltrúa okkar í 8007000 . Hvers vegna næ ég ekki sambandi í útlöndum ? Í langflestum tilfellum þarf ekki að hafa sérstaklega fyrir því að tengjast þjónustuaðila erlendis og þarf eingöngu að kveikja á símtækinu eða taka það af airplane mode þegar komið er á áfangastað . Ef þú hinsvegar lendir í vandræðum og símtækið þitt nær ekki sambandi við þjónustuaðila þegar kveikt er á símanum getur verið að velja þurfi þjónustuaðila handvirkt . Þrenna Er hægt að fá 10x fleiri gígabæt fyrir Þrennu ? Já . Það er hægt að vera með Þrennu , bæði 5 GB og 25 GB ( verður 50 GB og 250 GB með 10x ) . Þrennu símanúmer sem skráð eru fá aukalega áfyllingu í hverjum mánuði . Uppsafnað gagnamagn á milli mánaða getur mest verið 100 GB . Þrenna Safnast 10x gígabætin upp í Þrennu ? Safnamagnið i Þrennu , þ.e. 5 GB eða 25 GB sem eru innifalin í Þrennu safnast upp . GB sem bætt er við vegna 10x safnast ekki upp . Hámarksfjöldi gígabæta í Þrennu er 100 GB . Þrenna Ég skráði Þrennu númer í 10x . Hvernig tek ég Frelsisnúmer í notkun ? Settu kortið í farsímann og kveiktu á honum . Þegar þú hefur kveikt á símanum þarftu að slá inn fjögurra stafa PIN númer sem er undir skafröndinni á farsímakortinu . Hinkraðu smástund á meðan símtækið er að tengist farsímakerfi Símans . Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign . Þú færð reglulega send SMS-skilaboð um kostnað frá erlendum farsímafyrirtækjum . Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir . Hvernig fylli ég á Frelsi ? Með símanum Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt með því að hringja í talvélina 1441 . Á Þjónustuvefnum velur þú „ kaupa inneign “ og velur þá áfyllingu sem hentar þér . Við mælum með því að skrá greiðslukort á Þjónustuvefnum . Einnig eru í boði gagnapakkar ef þú ferð oft á netið í símanum . Virk Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana . Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili . Er inneignin búin ? Ef inneignin er 50 krónur eða lægri , getur þú fengið 150 krónur lagðar inn á númerið þitt með því að senda SMS textann KLINK á símanúmerið 1441 . Klinkþjónustan virkar þannig að ef þú sendir röng skilaboð , t.d. ¿ klonk ¿ í 1441 þá áttu að fá til baka boð um að þú hafir sent texta sem passar ekki við þjónustuna . Ef þú færð ekki SMS athugaðu þá hvort þú hafir örugglega sent SMS í síma 1441 . Hvernig sé ég hver hringdi ef það er slökkt á símanum ? Svona virkar Hver hringdi : Athugið að ekki er hægt að hafa virkan flutning í talhólf á sama tíma . Svona virkjar þú Hver hringdi : Þú slærð inn : * * 62 * 8800300 # og smellir svo á Til að afvirkja Hver hringdi : # #62 # og smellir svo á Hver hringdi er þjónusta án endurgjalds . Hvað er þjónustan Hringdu ? Hvað eru Kollekt símtöl ? Bjóddu öðrum að borga símtalið með * 888 * Ef þú ert með GSM númer hjá Símanum geturðu boðið öðrum aðila , sem einnig er hjá Símanum að greiða fyrir símtal ykkar á milli . Veldu * 888 * á undan númerinu sem þú vilt hringja í og þú færð að vita hvort viðkomandi , samþykkir að greiða fyrir símtalið eða ekki . Hvaða möguleikar eru í boði fyrir börn ? Krakkakort eru í boði ef þú ert í áskrift með að minnsta kosti 10 GB gagnamagni inniföldu . Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort . Við mælum líka með ÞRENNU fyrir börn sem þurfa meira en 1 GB þar sem þá er í boði meira gagnamagn . Hver er munurinn á Premium og Premium for Family ? Premium er fyrir einn notenda og Premium for Family er fyrir allt að 6 notendur innan sama heimilis . Sjá nánar í liðnum Hvernig bæti ég við fjölskyldumeðlimum í Spotify Premium for Family ? . Veldu Profile og síðan Account . Skrifaðu netfangið hjá þeim fjölskyldumeðlimum sem þú vilt bæta við í Spotify Family áskriftina þína . Samkvæmt skilmálum frá Spotify verða allir notendur í Spotify Premium for Family að hafa sama heimili . Ef ég er nú þegar með Spotify , hvernig færi ég áskriftina yfir til Símans ? Þá sérðu hvenær áskriftin rennur út hjá Spotify . Þegar sú dagsetning er liðin getur þú sótt um Spotify hjá Símanum á Þjónustuvefnum . Þú munt halda þínum lagalistum og stillingum þó svo þú færir þig yfir til Símans . Hvernig breyti ég Spotify Premium í Spotify Family áskrift og öfugt ? Til þess að breyta á milli Spotify Premium standalone áskriftar og Spotify Family áskriftar þarf að byrja á því að segja upp áskriftinni sem er virk . Ef þú ert með áskrift greidda hjá Símanum : Uppsögn á áskrift er hægt að framkvæma á þjónustuvef einstaklinga undir þeirri kennitölu sem er skráð fyrir áskriftinni . Ef þú ert með áskrift greidda hjá Spotify : 1 . Skráir þig inn á Spotify reikninginn þinn inn á www.spotify.com . 2 . Smellir á Subscription undir menu vinstra megin á síðunni . 3 . Smellir á CHANGE ORCANCEL . 4 . Smellir á CANCEL PREMIUM . 5 . Smellir á YES , CANCEL . Síðan birtir núna upplýsingar varðandi það hvenær núverandi áskrift rennur út . Þar næst þarf að bíða þangað til uppsögnin gengur í gegn , sá tími getur verið mismunandi . Tímabil áskriftar miðast við þá dagsetningu sem fyrstu kaup áttu sér stað , s.s. ef þú kaupir áskrift 15.01.19 þá er áskriftin virk til 15.02.19 . Ef þú kaupir áskrift 15.01.19 og segir henni upp 17.02.19 þá er áskriftin virk til 15.03.19 . Að þeim tíma loknum þarf að fara aftur í gegnum hefðbundið virkjunarferli á Spotify . Þættir í símann Hvað kostar þjónustan ? Þættir í símann Hvað nota ég mikið gagnamagn við að horfa ? Um það bil 1 GB á hvern spilaðan klukkutíma . Þættir í símann Er þjónustan opin fyrir alla ? Þjónustan er opin fyrir alla viðskiptavini sem eru með farsíma hjá Símanum . Þættir í símann Virkar þjónustan bara fyrir farsíma ? Þættir í símanum eru eingöngu hugsað fyrir farsíma . Þættir í símann Get ég tengt marga við einn farsíma ? Nei , einn aðgangur er í boði fyrir hvern farsíma . Þættir í símann Virkar þjónustan í Þrennu ? Já ef þú ert eldri en 12 ára þar sem einstakir þættir eru bannaðir innan 12 ára . Þættir í símann Hvernig sé ég alla þætti í Sjónvarpi Símans Premium ? Þú þarft að vera með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium til að sjá alla þætti sem eru í boði . Þættir í símann veita þér eingöngu aðgang að völdum þáttum . Þættir í símann Hvernig skrái ég mig inn ? Opnar appið og velur hnappinn „ ég er með farsíma “ og fylgir þeim leiðbeiningum sem koma upp . 0 MB gagnamagn innifalið í áskrift = 0 MB innifalið innan EES / ES 1 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 1 GB innifalið innan EES / ES 5 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 5 GB innifalið innan EES / ES 25 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 10 GB innifalið innan EES / ES 30 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 11 GB innifalið innan EES / ES 50 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 15 GB innifalið innan EES / ES 150 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 20 GB innifalið innan EES / ES 300 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 30 GB innifalið innan EES / ES Engar takmarkanir eru settar á aðrar hefðbundnar farsímaáskriftarleiðir . Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið , með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES , verður gjaldfært 0,75 kr. fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES . Hvernig vel ég símafyrirtæki ( carriers ) í símanum ? Ferð í Settings Í Mobile Network tekur þú hakið af Automatic Nú kemur upp listi með þeim carriers eða símafyrirtækjum sem eru í boði . Hérna getur þú séð undir hverju landi við hvaða símafyrirtæki Síminn er með samninga við . Taktu Automatic hakið haf Veldu carrier eða símafyrirtæki sem Síminn er með samninga við Ferð í Connections Nú kemur upp listi með þeim carriers eða símafyrirtækjum sem eru í boði . Hérna getur þú séð undir hverju landi við hvaða símafyrirtæki Síminn er með samninga við Suður-Afríka - landsnúmer ( + 27 ) Suður-Kórea - landsnúmer ( + 82 ) Svíþjóð - landsnúmer ( + 46 ) Þýskaland - landsnúmer ( + 49 ) Turks - og Caicoseyjar - landsnúmer ( + 1649 ) Wallis og Fútúnaeyjar - landsnúmer ( + 681 ) Hvað er hraðahindrun ? Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar þá er Síminn hættur að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast . Þess í stað getur þú valið um að auka gagnamagnið eða fá hraðahindrun út mánuðinn . Með hraðahindrun þá hægist á netinu en enginn auka kostnaður bætist við . Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við SMS og tölvupóst þar sem hægt verður að velja að auka innifalið gagnamagn . Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar . |
Þú getur slegið nafn þeirra inn í leitargluggann í UC-One Hvað er hægt að senda á marga í einu ? Ef SMS skeyti er sent með íslenskum stöfum ( sent með unicode stafasetti ) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti ( 67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS ) . Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins . Já , það er hægt . Nei , það er ekki hægt . Ef lokað er á milli handtækja geta þau einungis haft samband við höfuðstöðvar fyrirtækisins . Athugaðu OBDII kubburinn les mismiklar upplýsingar frá ólíkum tegundum bifreiða . Hvernig virkja ég nýjan notanda ? Aðgangur fyrir aukanotendur Aukanotandi hefur yfirsýn yfir alla bíla sem tengjast kerfinu og hefur réttindi til að breyta stillingum . Hvar finn ég appið ? Hér getur þú breytt / sett inn ýmsar upplýsingar : Mynd Lykilorð Skýrslur sem þú vilt fá reglulega Um bílinn : Bílnúmer Tegund bíls Árgerð Staða á KM mæli Hvernig bý ég til hópa ? Til að búa til hóp , velur þú „ Add new group “ í appinu . Þú getur til dæmis fengið tilkynningar ef : Keyrt er yfir ákv. hraðamörkum Keyrt er á ákveðnum tíma dags Keyrt er inn - eða út fyrir ákveðið svæði Bíllinn stöðvast á ákv. stað Fyrir marga bíla Hægt er að setja upp stillingar fyrir akstursmörk á marga bíla í einu : Ef keyrt er yfir ákv. hraðamörkum Ef keyrt er á ákveðnum tíma dags Ef keyrt er umfram ákv. km . Hvernig merki ég ferðir ? Yfirlit yfir aksturstengd atvik viðkomandi bíls : Bremsað harkalega Gefið í Inn eða út fyrir skilgreint svæði Skilgreindur áfangastaður Hvernig skoða ég endurgjöf á aksturslag ? Þú velur viðkomandi ökumann / bíl , þar er möguleikinn Vehicle health . Undir System settings og Dispatch er möguleikinn Invite dispatch . Þú getur bætt við allt að 25 aukanotendum . Hvar sæki ég um þjónustan ? Hringdu í okkur 550 7000 eða sendu okkur póst í radgjof@siminn.is . Hvað er Fundarsími ? Fundarsíminn er einföld og þægileg lausn til fundarhalda , þar sem notendur hringja í 755 7755 og slá inn fundarnúmerið . Staðsetning notenda og gerð símtækja hafa ekki áhrif á möguleika til þáttöku í símafundi . Sjá nánar verðskrá . Til að koma fundinum á þarf að ákveða fundartíma og 7 stafa fundarnúmer ( til dæmis símanúmer sitt ) , og dreifa þessum upplýsingum til fundarmeðlima . Þátttakandi fær samband við fundinn . Talvélin tilkynnir um nýjan þátttakanda . Viðmælendur heyra hver í öðrum og geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel hvor í sínu landi . Tvö símtöl eru gjaldfærð og sá sem hringir greiðir fyrir þau . Þjónustuvefurinn er frábært tól fyrir fyrirtæki til að fá yfirsýn yfir kostnað og notkun hjá Símanum . Framsetning er bæði einföld og myndræn . Einnig er hægt að panta margvíslega þjónustu og gera breytingar á þjónustuleiðum . Samantekt á áskriftum og yfirlit á reikningum . Færð góða yfirsýn Getur skoðað notkun , breytt áskrift og bætt við aukaþjónustu . Ef þú hefur ekki notað þjónustuvefinn áður þarftu að byrja á því að velja nýskráningu og síðan sækja um aðgang að fyrirtækinu . Ef þú ert með rafræn skilríki þarftu ekki að velja nýskráningu heldur ferð beint í Aðgangur fyrir fyrirtæki og skráir þig inn . Því næst er valinn viðskiptareikningur ( eða búinn til nýr ) , slegið inn Númer SIM korts ( eða beðið um að fá sent SIM kort með pósti ) . Sú þjónusta sem starfsmaðurinn á að greiða fyrir er valin með því að haka í punktinn hægra megin , undir nafni starfsmannsins . Velja Halda áfram og svo Vista breytingar . Þjónustuvefur fyrirtækja Hvernig skrái ég farsímanúmer á nýtt SIM kort ? Ef þú ætlar að fá nýtt SIM kort sent er gott að skrifa nafn þess aðila sem á að fá kortið í reitinn Berist til / Athugasemd . Veldu Halda áfram og svo Vista breytingar . Í Lýsing er ráðlagt að setja inn nafn starfsmanns . Veldu næst Viðskiptareikningur oghvort þú ert með SIM kort eða þarft að fá það sent í pósti . Skipta greiðslum Ef það á að skipta greiðslum á milli fyrirtækis og starfsmanns er valið tannhjólið . Þjónustuvefur fyrirtækja Hvernig skrái ég Netkort ? Í Lýsing er ráðlagt að setja inn nafn starfsmanns . Veldu næst Viðskiptareikningur oghvort þú ert með SIM kort eða þarft að fá það sent í pósti . Skipta greiðslum Ef það á að skipta greiðslum á milli fyrirtækis og starfsmanns er valið tannhjólið . Þjónustuvefur fyrirtækja Hvernig breyti ég lykilorði á tölvupóstinum ? Veldu viðskiptareikning Veldu Viðskiptareikning , hvaða þjónustu á að flytja t.d. símanúmer og svo Sækja . Næst er valinn sá Viðskiptareikningur sem þjónustan á að fara á . Einnig er hægt að búa til nýjan viðskiptareikning með því að velja Nýr reikningur . Veldu Flytja til að ganga frá flutningnum . |
PSTN kerfið ( e. Public switched Telephone Network ) er hefðbundið rásaskipt símkerfi þar sem símtali er breytt í rafræn boð sem fara eftir fyrirfram ákveðnum rásaskiptum leiðum . Hvenær mun PSTN talsímakerfið loka ? Hverju er verið að breyta ? Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína ? Fyrir hvaða tíma þarf ég að vera búin / n að bregðast við ? Öryggis - og neyðarsímar nota farsímasamband eða VoIP . Mælar og nemar fara yfir á önnur kerfi . Hvað kostar símtalsflutningur ? Sjá nánar í verðskrá . Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi : Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað . Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi ? Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við . Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum . Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni . Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við . Get ég sett símanúmerið mitt í geymslu ? Í skammtímageymslu er greitt mánaðargjald í heimasíma fyrir hvern mánuð þar sem númer er ekki aftengt í stöð . Hafðu samband við okkur í netspjallið og við aðstoðum þig við að koma símanúmerinu í geymslu . Hvar get ég skoðað notkun , sett á númeraleynd eða læst símtölum ? Það hafa allir aðgang að þjónustuvefnum . Við mælum með rafrænum skilríkjum því þá þarftu ekki að fara í nýskráningu . Með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima - og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr . Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal . Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma . Þú getur sótt um Netsímann hérna . |
Þú ættir ekki að verða var við neinn mun á gæðum þjónustu og þessi tækni snýr fyrst og fremst að því að símtalið er flutt yfir internet tengingu í stað hefðbundinnar línutengingar . Hvað er 10x fleiri GB með Heimilispakka ? Viðskiptavinir með Heimilispakka og farsímanúmer hjá Símanum býðst að fá 10x fleiri gígabæt fyrir fjölskylduna til að nota á 4G neti Símans . Kostar 10x fleiri GB eitthvað aukalega ? Nei . Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir rétthafa Heimilispakka og fjölskyldu hans . Í hvaða farsímaleiðum þurfa símanúmerin að vera í til að fá 10x fleiri gígabæt ? 10x fleiri gígabæt eru fyrir greiddar mánaðarlegar áskriftir í sölu hjá Símanum . Þær eru : Endalausar mínútur og 4G netpakkar á þeirri áskrift . Fjölskyldukort og Gagnakort samnýta GB með áskriftinni eins og vant er . Fyrirtækjaáskriftir og 4G netpakkar á þeirri áskrift . Gagnakort samnýta GB með áskriftinni eins og vant er . 4G netáskriftir . Gagnakort samnýta GB með áskriftinni eins og vant er . Hvað er hægt að hafa mörg farsímanúmer í 10x ? Rétthafi að Heimilispakka getur valið allt að 6 farsímanúmer sem fjölskyldan er með . Er hægt að vera með Þrennu ? Já . Það er hægt að vera með Þrennu , bæði 5 GB og 25 GB . Þrennu símanúmer sem skráð eru fá aukalega áfyllingu í hverjum mánuði . Uppsafnað gagnamagn getur mest verið 100 GB . Börnin mín eru ekki með lögheimili hjá mér . Fást 10x fleiri GB í Reiki í Evrópu ( e. Roam like home ) ? Nei . Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi . Núllast gagnamagnið út um hver mánaðarmót ? Safnast það ekki upp í Þrennu ? Hvernig afskrái ég símanúmer úr 10x ? Af hverju get ég ekki skráð Fjölskyldukort og / eða Gagnakort í 10x ? Ekki þarf að skrá sérstaklega aukakort eins og Fjölskyldukort og Gagnakort . Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax . Hvað á ég að gera við allt þetta gagnamagn ? Síminn býður upp á frábærar lausnir fyrir fólk á ferð og flugi . Afhverju er fyrsti reikningurinn svona hár ? Næsti reikningur verður hærri vegna hlutfalls greiðslu . Ef þú kemur í viðskipti við Símann segjum sem dæmi 20. apríl þá kemur næsti reikningur til með að innihalda full mánaðargjöld fyrir maí því þau eru fyrirframgreidd ásamt þá 10 dögum sem vantar upp á fyrir apríl mánuði . Af hverju virkar ekki númerabirting ? Breyta þarf kóða í símtæki . Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu ( POTS ) yfir á símtengingu yfir internet ( VOIP ) hættir í einhverjum tilfellum númerabirting að koma fram þegar hringt er . Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu ( POTS ) yfir á símtengingu yfir internet ( VOIP ) hefur það í einhverjum tilfellum áhrif á öryggiskerfi . Mikilvægt er að hafa samband við það fyrirtæki sem þú ert í viðskiptum við til að fá frekari upplýsingar . Afhverju virkar heimasíminn minn ekki ? Setja þarf heimasíma í samband við beinir ( router ) . |
Þú getur skoðað sundurliðun á reikningum í heimabankanum undir rafræn skjöl eða á þjónustuvefnum . Hvar get ég séð hvert ég hringdi ? Hvers vegna er rukkað fyrir leigugjald beinis ? Greitt er þjónustugjald fyrir beina sem eru í eigu Símans . Innifalið í þessu þjónustugjaldi er ábyrgð sem Síminn tekur á sig ef að búnaðurinn bilar . Vakin er athygli á því að notkun erlendis er lengur að skila sér inn á símareikninga en notkun á Íslandi . Orðskýringar fyrir reikninga Útgáfudagur Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar . Útskriftargjald kemur á móti kostnaði við kröfustofnun og greiðslu auk prentunar og póstsendingar . Í stað þess að greiða útskriftargjald er greitt færslugjald . Boðgreiðsla Beingreiðsla Krafa er skuldfærð af bankareikningi mánaðarlega . Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133 / 2010 . Innheimtuferlar Símans eru samsettir af mismunandi aðgerðum þar með talið milliinnheimtu . Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133 / 2010 . Sjá nánar í verðskrá . |
Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla . Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka , og virkar því fyrir öll íslensk debet - og kreditkort . Með Síminn Pay getur þú dreift greiðslum í allt að 36 mánuði . Appið virkar hjá fjölmörgum söluaðilum um allt land og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa allt á einum stað . |
Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Allt ? Í Allt pakkanum eru eftirfarandi stöðvar : Síminn Sport Síminn Sport UHD Síminn Sport 2 Sjónvarp Símans Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Evrópa ? Í Evrópu eru eftirfarandi stöðvar : Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Grunnur ? Í Grunni eru eftirfarandi stöðvar : Ertu að upplifa myndtruflanir ? Lita - og myndbrengl Byrjaðu á því að ýta HDMI snúrunni betur inn í sjónvarpið , myndbandstækið , DVD-spilarann og / eða myndlykilinn . Ef ekkert lagast getur verið að HDMI-snúran sé ónýt og þá þarf að endurnýja hana . Stafrænar truflanir ( pixlar ) Hreyfing á snúru og / eða búnaði getur valdið truflunum . Passaðu að hafa heimatengið fremst á millistykkinu , þ.e. næst rafmagnssnúrunni . Ef þú ert búin / nn að athuga ofangreind atriði gæti vandamálið verið línan sjálf . Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis . Rafmagnstengill , sem er staðsettur við hliðina á símatengli , getur valdið truflunum á netsambandinu milli beinis og símstöðvar . Allir viðskiptavinir hafa aðgang . Skoða notkun Hvar get ég stillt kaupþak ? Á þjónustuvefnum er hægt að stilla kaupþak á leigt efni . Allir viðskiptavinir hafa aðgang . Stilla kaupþak Hægt er að fá aukamyndlykil fyrir Sjónvarp Símans að því gefnu að línan þín beri aukalykil . Ef þú ert með Ljósnet eða Ljósleiðara þá hefur þú möguleika á allt að fimm myndlyklum . Til hvers er þráðlaust sjónvarpstengi ? Þráðlaust sjónvarpstengi er einfaldur og fyrirferðarlítill búnaður sem nýtir rafmagnslagnir heimilis fyrir flutning sjónvarpsmerkis innan heimilis og er því óþarfi að tengja snúru milli beinis og myndlykils . Hvar get ég breytt sjónvarpsáskriftinni minni ? Á þjónustuvefnum er hægt að bæta við og breyta sjónvarpsáskriftinni . Allir viðskiptavinir hafa aðgang . Fara á þjónustuvefinn Hvar get ég breytt PIN númerinu í Sjónvarpi Símans ? Á þjónustuvefnum getur þú séð og breytt PIN númerinu . Allir viðskiptavinir hafa aðgang . Fara á þjónustuvefinn Hvað geta mörg snjalltæki verið tengd við Sjónvarp Símans ? Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum . Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd . Fara á þjónustuvefinn Get ég tekið myndlykilinn með mér í fríið ? Já , þú getur tekið Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn . Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi . Við mælum með því að vera með 4G búnað til að tengja myndlykilinn við farsímanet . Ef þú ert ekki með Sagemcom 4K myndlykil getur þá nálgast hann í næstu verslun Símans Myndlykilinn er hægt að nota á öllum internet tengingum ( 3/4 G , ADSL , VDSL og Ljósleiðari ) sem á annað borð styðja streymi . SagemCom myndlyklarnir styðja bæði 2,4 og 5 GHz , þannig að hægt er að tengja þá hvort heldur sem er með ethernet eða með wifi . Laust HDMI port á sjónvarpi . Sjónvarp Símans Premium óháð neti Er tímaflakk í Sjónvarpi Símans óháð neti ? Já , það eru 48 tímar . Sjónvarp Símans Premium óháð neti Hvaða rásir eru í Sjónvarpi Símans óháð neti ? RUV , Sjónvarp Símans , N4 og Hringbraut . Hægt er að bæta við áskriftina , Heimur Grunnur , en í þeim pakka eru 13 erlendar rásir . Sjónvarp Símans Premium óháð neti Get ég séð Stöð 2 í Sjónvarpi Símans óháð neti ? Já , áskrifendur Stöðvar 2 geta horft á hana í Sjónvarpi Símans óháð neti , sem og Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 . Sjónvarp Símans Premium óháð neti Er RUV frelsi í Sjónvarpi Símans óháð neti ? Sjónvarp Símans Premium óháð neti Get ég séð Stöð 2 Maraþon þættina mína ? Sjónvarp Símans Premium óháð neti Get ég keypt aðgang að fleiri rásum ( Evrópa-Allt ) ? Því miður er það ekki hægt að svo stöddu . Sjónvarp Símans Premium óháð neti Get ég verið með aukamyndlykil ? Nei því miður er það ekki hægt Uppsetning á myndlyklum Hvað fylgir með í kassanum ? Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd , númer hvað HDMI rásin er . Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu ? Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín . Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau . Ef ég segi upp þjónustunni , þarf ég þá að greiða út mánuðinn ? Uppsögn miðast við næstu mánaðarmót , viðskiptavinur er því með þjónustuna út mánuðinn og greiðir út mánuðinn . Uppsetning á myndlyklum Hvað fylgir með í kassanum ? Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd , númer hvað HDMI rásin er . Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín . Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn . Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans . |
Ég man ekki lykilorðið , hvernig breyti ég því ? Til að breyta lykilorði á simnets netfangi þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn . Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum . Hvar get ég séð hvaða netföng eru skráð á mig ? Til að skoða simnets netföng þarf að skrá sig inn á þjónustuvefinn . Þar undir Internet áskrift og Þjónustur í boði finnur þú lið sem heitir Tölvupóstur . Smelltu á Tölvupóstur og þá birtast þau netföng sem eru skráð . Til að skrifa nýjan tölvupóst þarf að smella á Nýtt skeyti uppi í vinstra horninu á skjánum . Það er gert með því að velja Vista drög . Þá sprettur upp nýr gluggi þar sem hægt er að velja ýmsa valkosti fyrir síuna . Vefpóstinum fylgir dagatal . Verkefni er skráð með því að smella á Nýtt verkefni , fyllt er í þá valmöguleika sem á að nota og smellt á Vista til að loka . Gott er að hafa í huga að því stærri sem skráin er því lengur getur tekið að hlaða henni upp . Einnig ber að vara sig á því að þær skrár sem fara inn á vefpósthúsið taka pláss beint af pósthólfinu . Valmöguleikar eru sýndir í flettiglugganum Tungumál . Breytingin verður sýnileg næst þegar þú skráir þig inn . Allir hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum . Uppsetning í tölvu Mac mail uppsetning í tölvu Opna Mac MailOpnið Mac Mail og farið í Mail sem er í valstikunni efst á skjánum og veljið Preferences . Password : Lykilorðið fyrir netfangið þitt . Notandanafn og lykilorð . Setjið bláa punktinn í Port og ritið inn töluna 587 . Gangið úr skugga um að Authentication sé Password . Nú ætti uppsetningu að vera lokið . Uppsetning í tölvu Windows mail í tölvu Uppsetning Uppsetningin á Windows Live Mail svipar til eldri útgáfna og fylgir sama viðmótsstaðli og önnur Office forrit . Opnaðu Windows Live Mail Smelltu á örina í efra vinstra horninu Farðu í Options > Email Accounts Nýr aðgangur Veldu Add til að stofna aðgang . Bæta við þjónustu Veldu E-mail Account og því næst Next til að halda áfram . Fylltu út upplýsingar Email Address : @simnet . is notendanafnið þitt . Password : Lykilorðið fyrir netfangið þitt . Display name : Það nafn sem birtist þegar þú sendir tölvupóst . Hakaðu síðan í Manually configure server settings Stillingar fyrir póstþjóna Server Type : Hérna skal velja IMAP sem þýðir að þú munt enn hafa aðgang að póstgögnum í vefpósthúsi . Það er hægt að velja POP en þá hreinsast pósturinn af póstþjónunum og fer inn á tölvuna . Server Address í Outgoing : postur.simnet.is port 587 Haka þarf í Requires authentication Þá ætti uppsetningu að vera lokið og hægt að senda og sækja póst . Uppsetning í tölvu Outlook uppsetning í tölvu Opnaðu Outlook Opnaðu Outlook 2016 og veldu File og síðan Add account . Uppsetning Veldu Manual setup or additional server types og Next . Einnig er hægt að velja pop 3 en sömu stillingar eru notaðar og við IMAP . Username : Netfangið þitt . Uppsetningu lokið Veldu Finish og þá er uppsetningu lokið . Uppsetning í farsíma Android uppsetning í síma Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst : Lykilorð Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn . Stillingar Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar . Í SMTP server skaltu setja postur.simnet.is og velja því næst Next . Uppsetning í farsíma iOS uppsetning í síma Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst : Lykilorð Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn . Þar er valið Mail , Contacts , Calendars eða Accounts & Passwords en það fer eftir útgáfu kerfisins hvað valmöguleikinn heitir . Name = Nafnið sem birtist þegar þú sendir póst . Til að opna póstinn þinn , skaltu velja Mail skjátáknið sem er í aðalvalmynd símans og síðan það pósthólf sem þú ætlar að skoða . Ef þú vilt hafa mörg netföng uppsett á símtækinu þá endurtekur þú bara ferlið hér að framan . |
Síminn á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og er eitt reynslumesta fyrirtæki landsins . Síminn gerir viðskiptavinum sínum , bæði einstaklingum og fyrirtækjum , mögulegt að eiga samskipti á einfaldan og hagkvæman hátt á hverjum einasta degi . Fyrirtækið eflir samskipti og fjölbreytni í afþreyingu með fjarskiptum . Síminn er móðurfélag innviðafélagsins Mílu og upplýsingatæknifélagsins Sensa með það helsta markmið að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki . Upplýsingatæknifélagsins Sensa með það helsta markmið að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki . Viðtal við stjórnarformann Síðasta ár árangursríkt hjá Símanum „ Árið 2017 var árangursríkt ár fyrir Símann . Félagið náði markmiðum sínum þrátt fyrir krefjandi samkeppnisumhverfi . Áfram var lögð áhersla á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu , starfsfólki gott starfsumhverfi og skapa virði og ávöxtun fyrir hluthafa , ” segir Bertrand Kan sem tók við stjórnarformennsku í upphafi þessa árs í kjölfar andláts Sigríðar Hrólfsdóttur stjórnarformanns Símans . Bertrand hefur setið í stjórn Símans frá mars 2016 . “ Til að standa við skuldbindingar um að veita hágæða þjónustu og tryggja að félagið búi ávallt yfir bestu innviðum var aukið við fjárfestingar og fjárfesti samstæðan fyrir nærri fimm milljarða á árinu 2017 , meira en nokkur samkeppnisaðili á Íslandi . Síminn skilaði 8,6 milljörðum króna í EBITDA og var það í takt við áætlanir félagsins , náðist þessi árangur þrátt fyrir lækkandi verð í farsímaþjónustu og breytingar á verði fyrir reikiþjónustu í Evrópu . Þennan góða árangur má ekki síst þakka þekkingu og einurð starfsfólks sem er ákveðið í að gera árið 2018 jafn árangursríkt og árið 2017 . ” Bertrand segir rekstur samstæðunnar enn standa á þremur meginstoðum ; Símanum , Mílu og Sensa . “ Einn af mikilvægum áföngum ársins var að Síminn fékk úthlutað 700 MHz tíðni fyrir farsímarekstur sem mun tryggja forystu félagsins á farsímamarkaði . Á liðnum árum hefur Síminn fjárfest bæði í bættum viðskiptaferlum og þekkingu starfsfólks til að bregðast við harðnandi samkeppni og þrýstingi á launakostnaði og hélt sú vinna áfram á síðasta ári . Stöðugildum fækkaði þannig um 10% á árinu og voru að meðaltali 727 á árinu , þrátt fyrir það tókst að auka gæði þjónustu ” segir hann . Síminn nýtti sér hagstæð skilyrði á fjármálamarkaði og endurfjármagnaði skuldir félagsins á árinu . Handbært fé var nýtt til að lækka skuldir félagsins um 20% eða í 18,4 milljarða króna sem mun lækka fjármagnskostnað verulega til lengri tíma litið . Síminn mun áfram bjóða heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta , afþreyingar og upplýsingatækni til einstaklinga jafnt sem fyrirtækja . “ Til að tryggja áframhaldandi heildstætt vöruframboð fjárfesti Míla verulega í ljósleiðaraneti félagsins á árinu og voru um 21 þúsund heimili tengd við ljósleiðaranet félagsins . Í heildina eru því um 51 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu tengd við ljósleiðaranet Mílu , ” segir hann . “ Auk þess leggur félagið aukna áherslu á þjónustu gagnavera og er stefnt að því að bjóða eina bestu net - og hýsingarþjónustu hér á landi og mun þjónustan standa innlendum jafnt sem erlendum viðskiptavinum til boða . ” Arðgreiðsla í takt við stefnu félagsins Stjórn leggur til að 10% af hagnaði ársins 2017 verði greiddur út í arð og að 40% af hagnaði verði varið til endurkaupa á eigin bréfum og er það í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins . Gengi á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 32% á árinu og var gengið 4,13 í lok árs 2017 . Stjórn Símans 2018 Bertrand Kan stjórnarformaður Bertrand Kan hefur setið í stjórn Símans frá 10. mars 2016 . Hann stjórnaði viðskiptum með fjarskipti , fjölmiðla og tækni hjá Morgan Stanley , Lehman Brothers og Nomura . Heiðrún Jónsdóttir varaformaður Heiðrún er varaformaður stjórnar . Hún var fyrst kjörin í stjórn Símans 24. janúar 2013 . Heiðrún er lögmaður á Aktis lögmannsstofu slf . Birgir S. Bjarnason stjórnarmaður Birgir settist í stjórn Símans 10. mars 2016 . Hann er framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og hefur verið frá árinu 2000 . Stefán Árni Auðólfsson stjórnarmaður Stefán Árni hefur verið í stjórn Símans frá 2. júlí 2013 . Stefán starfar sem lögmaður og er meðeigandi Lögmanna Bárugötu slf . Óskar Hauksson , fjármálastjóri Góð afkoma á árinu „ Niðurstaða ársins 2017 var góð . Hagnaður óx um tæp 12% á milli ára og EBITDA um 4,4% . Lítilsháttar samdráttur var í tekjum af kjarnastarfsemi félagsins en markvissar aðgerðir á kostnaðarhlið vega þyngra . Félagið endurfjármagnaði skuldir um mitt ár og voru skuldir lækkaðar um 4,5 milljarða . Gengi Símans í kauphöll hækkaði um rúmlega 30% á árinu . Horfur eru ágætar og félagið vel í stakk búið til að byggja á þessum góða árangri . ” Hagnaður samstæðunnar jókst um tæp 12% milli ára og var 3.076 milljónir króna . EBITDA hlutfallið var rúm 30% á árinu 2017 . EBITDA hækkaði um 4,4% milli ára og var 8.607 milljónir króna . Fjárfest var fyrir nærri 5 milljarða króna í innviðum og uppbyggingu félagsins á árinu . Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 9.096 milljónir króna á árinu 2017 . Ragna Margrét Norðdahl , Mannauðsstjóri Góður starfsandi , mikill stöðugleiki Síðasta ár einkenndist af stöðugleika í mannauðsmálum þar sem starfsandi mældist góður í vinnustaðargreiningum . Undir lok árs hófst heildarendurskoðun á jafnréttisstefnu Símans . #MeToo umræðan kallaði á frekari endurskoðun ásamt því að skipulögð fræðsla um samskipti kynjanna var sett í ferli . Við erum afskaplega stolt af Forvarnarverðlaunum VÍS sem Síminn hlaut en þar er viðurkennd sú mikla vinna sem við leggjum í fræðslu meðal annars um upplýsingaöryggi , heilsusamlegt mötuneyti , bólusetningar og almennt öryggi starfsmanna . Sigríður Hrólfsdóttir Sigríður Hrólfsdóttir varð bráðkvödd í janúar 2018 aðeins fimmtug að aldri . Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn . Sigríður hefur frá því að hún settist í stjórn Símans í júlí 2013 verið stjórnarformaður Símans . Hún sat einnig í stjórn Mílu . Sigríður hafði víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá árinu 2010 . Hún var meðal annars framkvæmdastjóri Árvakurs hf. , framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf. og sérfræðingur í fjárstýringu Íslandsbanka hf. á starfsferli sínum . Starfsfólk og stjórn Símans eru harmi slegin yfir þessu óvænta fráfalli og eru afar þakklát fyrir ósérhlífið framlag Sigríðar til félagsins á undanförnum árum . Samstæðan Fjarskipti efla og auðga lífið . Síminn Áfram leiðandi í nýjungum á markaði . Síminn Farsími , fastlína , internet og sjónvarp eru fjórar helstu vörur Símans á smásölumarkaði . Rétt tæpur helmingur heimila er með fastlínunettengingu hjá Símanum og um þriðjungur farsímanotenda er hjá fyrirtækinu . Þá eru um helmingur notenda gagnvirks sjónvarps ( IPTV ) á Íslandi hjá Símanum . Orri bendir á að hagnaður hafi aukist um tæp tólf prósent milli áranna 2016 og 2017 og að EBITDA framlegð samstæðunnar sé nú komin yfir 30% af tekjum . „ Tekjur lækkuðu vegna lægri verða á farsímamarkaði , minni búnaðarsölu og starfsemi sem við seldum frá okkur eða lögðum af . Fyrirtæki samstæðunnar , þ.e. Síminn , Míla , Sensa og Radíómiðun , hafa markvisst fjárfest í sterkara sambandi við viðskiptavini sína undanfarin misseri . Uppbygging Símasamstæðunnar á ríkan þátt í því að Sameinuðu þjóðirnar útnefndu Ísland á síðasta ári með hæstu einkunn allra landa í heiminum í fjarskipta - og upplýsingatækni . Útbreiðsla ljósnetstenginga Mílu jókst hratt á landsbyggðinni og 60% heimila á höfuðborgarsvæðinu höfðu í árslok möguleika á ljósleiðara félagsins . Það hefur auk þess borið á tví - og offjárfestingu á höfuðborgarsvæðinu , þar sem borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur hefur reynt að koma í veg fyrir samvinnu um grunninnviði og lokar á hráan aðgang að ljósheimtaugum , sem önnur sveitarfélaganet veita með bros á vör . Aðalmarkmiðið með þessari breytingu er hins vegar að Sensa og Síminn fá þarna frábært tækifæri til að bjóða hýsingu og stórvirkan tölvurekstur á innlendum og erlendum vettvangi “ , segir Orri og bætir við : „ Stefna Símans og dótturfélaga er að veita framúrskarandi þjónustu . Eigendur okkar vilji góða ávöxtun af fjárfestingu sinni . Ánægðir viðskiptavinir , sem vilja vera áfram og mæla með þjónustu okkar við aðra , er aðferð okkar til að skapa virði hjá fjárfestum félagsins . “ Tekjur Símans voru 23.232 m.kr. á árinu 2018 og hækkuðu um 251 m.kr. milli ára . Þrenna , fyrirframgreiddri farsímaáskrift félagsins nálgaðist 20.000 áskrifendur í lok árs . Þrenna hefur verið á miklu flugi á árinu og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni . Yfir 30.000 viðskiptavinir eru með Heimilispakkann . Stöðugt er unnið að þróun á Heimilispakkanum þannig að hann uppfylli þarfir sem flestra heimila hverju sinni . Yfir 40.000 viðskiptavinir eru nú með Sjónvarp Símans Premium . Áhorfsmet voru slegin margoft á árinu , það má þakka frábæru úrvali af efni fyrir alla aldurshópa . Sjónvarp Símans Premium slær í gegn Árið sem leið er minnisstætt fyrir margra hluta sakir . Farsímakerfið okkar fékk staðfesta yfirburði sína með hraðamælingum Ookla Speedtest og Þrenna , eina áskriftarleiðin á markaðnum þar sem innifalið gagnamagn safnast upp á milli mánaða , margfaldaði fjölda áskrifenda . Snjallari bílar gefur einfalt yfirlit yfir notkun og ástand bifreiða og með Síminn Pay er hægt er að greiða með snjallsímanum hjá yfir 300 verslunum . Frábær árangur á síðasta ári í tengingu ljósleiðara . Undirstaða fjarskipta á Íslandi Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem á og rekur fjarskiptainnviði á landsvísu . Þetta eru víðtæk kopar - , ljósleiðara - og örbylgjukerfi sem ná til allra heimila , fyrirtækja og stofnana á landinu . Öll helstu fjarskiptafélög landsins eru í viðskiptum við félagið . Þá býður Míla viðskiptavinum sínum vettvangsþjónustu við innanhússlagnir og uppsetningu búnaðar . Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi og er í stöðugri framþróun enda lífæð fjarskipta hér á landi . Ljósleiðari umfangsmesta verkefni Mílu Jón Ríkharð Kristjánsson „ Við erum virkilega ánægð með uppbyggingu ljósleiðara Mílu á árinu 2017 . Þessi uppbygging háhraðanetstenginga til heimila um allt land var áfram stærsta og umfangsmesta verkefni Mílu á síðasta ári . Rétt eins og uppbygging ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram fjölgar þeim einnig um allt land . Í árslok áttu 55 þúsund heimili kost á ljósleiðaratengingum í gegnum kerfi Mílu og um 12 þúsund eru nú þegar tengd . Það er frábær árangur á þetta stuttum tíma . Fjarskipti eru ein af grunnþjónustum samfélagsins og mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta að til staðar sé eitt heildstætt kerfi fjarskiptainnviða sem þjónar öllu landinu . Það kerfi er Míla . Þrátt fyrir fámenni , langar vegalengdir og erfitt veðurfar sem gera Ísland að erfiðu landi m.t.t. fjarskiptainnviða , stendur Ísland gríðarlega vel í alþjóðlegum samanburði . Sameinuðu þjóðirnar töldu Ísland með hæstu einkunn landa í heiminum yfir fjarskipta - og upplýsingatækni á síðasta ári , það staðfestir að Míla hefur sinnt hlutverki sínu svo af ber . Samkeppnin er að aukast og er mest á stórum þéttbýlisstöðum þar sem starfsemin er arðbær . Í núverandi umhverfi mun aukin samkeppni minnka getu kerfisins í heild til að sinna óarðbærum svæðum . Það er miður og mikilvægt að taka á þeirri stöðu svo farið sé í nauðsynlegar fjárfestingar þar sem þeirra er þörf . Míla mun halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á ljósleiðara til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en auk þess er gert ráð fyrir að sambærilegar fjárfestingar úti á landi aukist . Þó tengingar til heimila séu mikilvægar skipta tengingar fjarskiptastaða við landsnet fjarskipta þó enn meira máli . Það er í raun undirstaða allra fjarskipta í landinu og þá undirstöðu þurfum við að halda áfram að styrkja . “ Velta félagsins var 6,4 milljarðar og EBITDA ársins var 3.4 milljarðar eða 53,4% . Fjöldi heimila með aðgang að ljósleiðaratengingu gegnum Mílu er um 70 þúsund á landsvísu . Fjöldi tengdra heimila jókst um 75% úr því að vera rúm 12 þúsund í byrjun árs í 21 þúsund í lok árs . 24/7 / 365 vaktborð Mílu sér um vöktun fjarskiptakerfa allan sólarhringinn alla daga ársins . Ísland er með öflugustu fjarskiptainnviði í Evrópu , samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna . Míla er undirstaða þessa árangurs . Kerfi Mílu byggir á tveimur meginstoðum ; Stofnneti sem liggur hringinn um landið og til allra þéttbýlis - og fjarskiptastaða og aðgangsneti sem tengir öll heimili , fyrirtæki og stofnanir við stofnnetið . Fámenni , dreifð búseta og veðurfar gera Ísland erfitt í fjarskiptalegu tilliti . Það gerir árangur okkar í alþjóðlegum samanburði enn athyglisverðari . Við hjá Mílu erum stolt af þessum góða árangri sem byggir á áratuga uppbyggingarstarfi . Þekking , sérfræðiþjónusta og vandaðar lausnir eru aðalsmerki Sensa . Á síðasta ári fagnaði Sensa 15 ára farsælum rekstri . Frá stofnun hefur félagið verið rekið með góðum hagnaði og þroskast ár frá ári . Miklar breytingar hafa verið á innviðum og rekstri upplýsingatæknikerfa á þessum tíma og var síðasta ár þar engin undantekning . Vegferð Sensa í skýjaþjónustum , nýir hýsingarinnviðir , aukið þjónustuframboð ásamt sérlausnum með vörusölu og öflugri sérfræðiþjónustu hafa spilað frábærlega saman . Ný sóknarfæri m.a. í tengslum við samstarfssamning við Verne munu skjóta fleiri styrkum stoðum undir starfsemi Sensa . Framtíðin er núna , í skýinu Valgerður Hrund Skúladóttir Markmið Sensa er að bjóða fyrirtækjum og opinberum stofnunum virðisaukandi þjónustu og lausnir í innviðum upplýsingakerfa . Þetta markmið okkar hefur aldrei verið skýrara en nú þegar ný tækifæri og breytingar í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar eru að koma í ljós . Þjónustuframboð Sensa tvinnar saman tækifæri sem búa í síauknu framboði í skýjaþjónustum og úr hýsingarumhverfi Sensa við innviði viðskiptavinarins á hagkvæman og traustan hátt . Sú vegferð sem við höfum verið í með Símanum síðustu þrjú ár er gott dæmi . Þar er stöðugt tekist á við að finna hagkvæmustu leiðirnar til að nýta skýið , hýsingar , þjónustu af krana og eigin búnað og kerfi Símans til þess að fylgja þróun í þjónustuframboði og rekstri Símans . Þessi vegferð hefur skilað 300 milljóna ávinningi á ársgrundvelli á sama tíma og sótt er eftir nýjum tækifærum í þjónustuframboði og rekstri . Þekking , sérfræðiþjónusta og vandaðar lausnir er eitt af aðalsmerkjum Sensa og mun vera um ókomin ár . Mikilvægi þessara þátta er enn að aukast , bakvið einfaldleika í rekstri og breytingar yfir í ólík neyslumódel er nauðsynlegt að liggi þekking og reynsla til að fást við aukið flækjustig . Aldrei hefur verið mikilvægara að hafa þekkingu til að takast á við kröfur um öryggi , aðgengi , afköst og arðsemi í heimi sem er flóknari en áður . Sensa hefur ætíð lagt áherslu á að bakvið hverja lausn sé traust bakland sérfræðinga og samstarfsaðila . Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind okkar og býr félagið að því að hafa í sínum röðum marga af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði . Mikil ásókn er í þessa þekkingu félagsins og eitt af áhersluverkefnum Sensa er að byggja upp frekari þekkingu , m.a. í samstarfi við menntastofnanir eins og Háskólann í Reykjavík . Spennandi tímar eru fram undan , nýir tímar verða til þess að tekjusamsetning félagsins mun halda áfram að breytast , sem á margan hátt mun þýða meiri línuleika í tekjum milli ára og tryggja áframhaldandi arðsaman rekstur . Velta félagsins var tæpir 4,4 milljarðar króna árið 2018 og EBITDA 9,6% . Félagið Sensa er eitt af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum landsins , stofnað árið 2002 og með yfir 100 starfsmenn . Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess , falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum . Hýsing Hýsingarumhverfi félagsins var endurnýjað og uppfært samhliða flutningi í hýsingaraðstöðu Verne Global á Suðurnesjum . Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga . |
Viðtal við stjórnarformann Góður árangur í sterkri samkeppni Rekstur Símans gekk vel á árinu 2018 þrátt fyrir mikla samkeppni og margskonar áskoranir . Síminn hefur lagt áherslu á að þjónusta og vinna með helstu hagsmunaaðilum félagsins ; viðskiptavinum , starfsmönnum og hluthöfum , allt er þetta mikilvægt til að ná árangri . Félagið fjárfesti fyrir rúmlega 4,6 milljarða króna á árinu og undirstrikar þannig skuldbindingar sínar gagnvart íslensku samfélagi með áframhaldandi uppbyggingu og þróun fjarskiptaneta og þjónustu . Félagið hefur lagt áherslu á heildarþjónustu til heimila , m.a. með því að bjóða upp á Heimilispakkann , sem nýtur síaukinna vinsælda . Stöðugt er verið að auka við sjónvarpsþjónustu félagsins nú síðast með kaupum á sjónvarpsrétti á enska boltanum . Ljósleiðaranetið stækkar jafnt og þétt , en viðskiptavinum býðst aukinn hraða á hagstæðara verði en fyrr . Þessu til viðbótar hefur félagið unnið hörðum höndum að því að vinna til baka tekjulækkun , sem varð í kjölfar minnkandi heildsöluviðskipta og reikis , með því að afla nýrra viðskiptavina og bjóða nýja þjónustu . Þrátt fyrir hinn fyrirsjáanlega mótbyr vegna heildsölu og reikis – og þar af leiðandi lítinn tekjuvöxt í heild – tókst að auka EBITDA félagsins á árinu , þriðja árið í röð . Félagið skilað tekjuvexti á árinu eftir samdrátt í heildarumsvifum undanfarin ár . Viðskiptavinum fjölgaði í mörgum af helstu vörum félagsins ; Sjónvarp Símans Premium fór yfir 40.000 viðskiptavini , Heimilispakkinn yfir 30.000 og Þrenna yfir 20.000 . Launakostnaður sem og annar rekstrarkostnaður fer áfram lækkandi , þó heldur hafi dregið úr kostnaðarlækkun samanborið við árangur undanfarin ár . Fjárfestingar í ljósleiðara eru áfram miklar með áherslu á hagkvæma uppbyggingu neta og lækkun rekstrarkostnaðar . Aukin áhersla hefur verið á samstarf við sveitarfélög og aðra framkvæmdaraðila . Samstæðan tók skref í aðlögun efnahagsreiknings félagsins með niðurfærslu á viðskiptavild Mílu en niðurfærslan er að mestu tilkomin vegna hækkandi vaxta . Samstæðan stækkaði ljósleiðaranet sitt verulega á árinu 2018 og mun sú þróun halda áfram á árinu 2019 . Uppbygging og þróun sjónvarpsþjónustu verður áfram í forgrunni sem og að viðhalda góðri stöðu í gagnaflutningi . Í farsímaþjónustu mun áherslan vera á að fjölga sendum með mikinn bitahraða ( 1 Gb / s ) og byggja upp innviði fyrir internet hlutanna ( IoT ) . Einnig mun Síminn undirbúa farsímanet sín fyrir 5G þannig að hægt verði að bjóða þjónustu þegar 5G tíðnir verða boðnar út . Þessu til viðbótar mun fyrirtækið fara í næsta fasa af Síminn Pay fjártækniþjónustunni . Á einstaklingsmarkaði verður áfram áhersla á yngsta markhópinn , enda mikilvægt að viðhalda þeirri árangursríku áherslu sem byrjað var á fyrir rúmu ári . Á fyrirtækjamarkaði mun Síminn samþætta sínar lausnir enn frekar við lausnir Sensa og leggja áherslu á möguleika félagsins í þjónustu gagnavera . Arðgreiðsla Líkt og á síðasta ári og í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins mun Síminn greiða út 10% af hagnaði félagsins í arð og 40% af hagnaði verður varið til endurkaupa á eigin bréfum ( miðað er við hagnað án gjaldfærslu viðskiptavildar hjá Mílu ) . „ Síminn og starfsmenn félagsins geta verið stolt af mjög góðum árangri á árinu 2018 . Við höfum byggt um traustan grunn til framtíðar sem gerir Símann vel í stakk búinn til að takast á við áskoranir á árinu 2019 . Við hlökkum til annars jákvæðs árs fyrir Símann “ segir Bertrand Kan , stjórnarformaður Símans . Stjórn Símans 2018 Bertrand Kan stjórnarformaður Bertrand Kan er fæddur árið 1966 og hefur setið í stjórn Símans frá 10. mars 2016 . Bertrand Kan hefur víðtæka starfsreynslu í fjárfestingarbankastarfsemi með sérstaka áherslu á fjarskipta - , fjölmiðla - og tæknimarkaði . Lengst af var Bertrand hjá Morgan Stanley þar sem hann var framkvæmdastjóri og yfirmaður deildar með áherslu á evrópska fjarskiptamarkaði . Í kjölfarið fór Bertrand til Lehman Brothers þar sem hann var meðstjórnandi sviðs yfir alþjóðlegum fjarskiptamörkuðum og var meðlimur evrópsku rekstrarnefndarinnar hjá bankanum . Árið 2008 varð hann forstöðumaður sviðs yfir alþjóðlegum fjarskipta - , fjölmiðla - og upplýsingatæknimörkuðum hjá Nomura og starfaði í framkvæmdanefnd um alþjóðlega fjárfestingabankastarfsemi . Meðal annarra ábyrgðarstarfa er hann nú varaformaður Cellnex Telecom og meðlimur ráðgjafarnefndar Wadhwani Asset Management og eftirlitsnefnd UWC í Hollandi . Bertrand Kan útskrifaðist með B.Sc. og M.Sc. gráðu í hagfræði frá London School of Economics . Bertrand á 31.343.693 hluti í Símanum . Helgu Valfells varaformaður Helga er fædd árið 1964 . Helga settist í stjórn Símans 15. mars 2018 . Helga er stofnandi og framkvæmdastjóri hjá nýðsköpunarsjóðnum Crowberry Capital . Helga er varaformaður stjórnar Íslandsbanka auk þess er hún stjórnarmaður í stjórn Sensa og Aldin Dynamics . Áður en Helga stofnaði Crowberry árið 2017 var hún framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2010 . Á þessum tíma sat Helga í stjórnum 14 nýsköpunarfyrirtækja og bar ábyrgð á eignasafni sjóðsins í allt að 41 nýsköpunarfyrirtæki . Helga var stjórnarformaður Frumtaks frá 2010 til 2017 . Helga var forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands frá 1999 til 2005 þar sem hún stýrði m.a. ýmsum verkefnum tengdum markaðsmálum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja . Fyrir utan störf í nýsköpunargeiranum hefur Helga starfað hjá fjárfestingabanka Merrill Lynch í London , í markaðsmálum hjá Estee Lauder í Bretlandi og VÍB . Helga var ópólitískur aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrstu mánuðina eftir hrun . Helga er með B.A. gráðu frá Harvard Háskóla og MBA gráðu frá London Business School . Helga á ekki hluti í Símanum . Ksenia er fædd árið 1971 . Ksenia settist í stjórn Símans 15. mars 2018 . Ksenia hefur MBA í bankastarfsemi og fjármálum frá Stokkhólmsháskóla , B.Sc. í bókhald frá St Petersburg Institute of Economics and Finance og B.Sc. í sögu frá St. Petersburg State University . Ksenia hóf störf hjá UBS fjárfestingabankanum árið 1999 og stýrði og tók þátt í fjölda verkefna og viðskiptasamninga á sviði fjarskipta - , fjölmiðla - og upplýsingatæknimörkuðum í Evrópu , Miðausturlöndum og Afríku . Ksenia starfar í dag sem ráðgjafi hjá UBS og aðstoðar viðskiptavini á sviði fjarskipta - , fjölmiðla - og upplýsingatækni með starfsemi í Rússlandi , CIS og CEE . Hún rekur einnig MFA , fyrirtæki sem aðstoðar nýsköpunarfyrirtæki við öflun fjármagns . Ksenia stýrði afskráningu MegaFon af markaði og ráðlagði Telia Company við sölu á eignarhlutum í Evrasíu , sölu á Ncell árið 2016 , sölu Geocell ( Georgia ) , Ucell ( Úsbekistan ) og Kcell ( Kasakstan ) og sölu tveggja 7% hluta í Turkcell ( Tyrklandi ) . Utan fjarskipta , er Ksenia sem stendur að sinna verkefnum sem fela í sér fjáröflun fyrir internetfyrirtæki í heimsendingu matar , leigubifreiðum , og rafrænum viðskiptum . Ksenia á ekki hluti í Símanum . Sylvía er fædd árið 1980 . Sylvía settist í stjórn Símans 15. mars 2018 . Sylvía lauk mastergráðu frá London School of Economics í Aðgerðarrannsóknum árið 2006 . Fyrir það , eða árið 2005 lauk hún BSC í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands . Sylvía starfaði í 5 ár hjá Amazon fyrst sem sérfræðingur í nýfjárfestingum á fjármálasviði og seinna sem yfirmaður viðskiptagreindar og vörustjóri í Kindle deild Amazon . Árin 2007 til 2010 starfaði hún fyrir Seðlabanka Íslands sem Forstöðumaður viðbúnaðarsviðs . Frá 2015 og 2018 starfaði Sylvía hjá Landsvirkjun sem Forstöðumaður tekjustýringar og seinna sem Forstöðumaður jarðvarmadeildar . Sylvía var einnig stundakennari við Háskóla Íslands í kvikum kerfislíkönum , rekstrarfræði og verkefnastjórnun ( MPM ) . Sylvía gegnir nú stöðu sem Forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Icelandair ásamt því að vera í stjórn Ölgerðarinnar og WCD ( Women Corporate Directors á Íslandi ) . Sylvía á ekki hluti í Símanum . Óskar Hauksson , fjármálastjóri „ Niðurstaða ársins 2018 var góð . Tekjuvöxtur náðist þrátt fyrir samdrátt í heildsölu - og reikitekjum . Hagnaður án áhrifa af gjaldfærslu viðskiptavildar Mílu óx á milli ára og EBITDA vöxtur nam tæpum 2% . EBITDA framlegð var 30,7% og hefur ekki verið hærri frá árinu 2006 . Kostnaðaraðhald er áfram mikið innan félagsins sem nýtur m.a. góðs af fækkun stöðugilda á undanförnum árum . Þrátt fyrir að rekstrarumhverfi félagsins sé að þyngjast og óvissa í gangi á vinnumarkaði teljum við horfur góðar og félagið vel í stakk búið til að skila góðri rekstrarniðurstöðu á næstu misserum . ” Tekjur samstæðunnar voru 28.540 m.kr. á árinu 2018 . Leiðrétt fyrir aflagði starfsemi vaxa tekjur um 1,3% á milli ára . EBITDA var 8.752 m.kr. eða 30,7% og hækkaði um 145 m.kr. milli ára . Eigið fé samstæðunnar var 35.202 m.kr. og eiginfjárhlutfallið 59,8% . Handbært fé frá rekstri var 7.761 m.kr. á árinu 2018 og hækkaði um 338 m.kr. milli ára Ragna Margrét Norðdahl , Mannauðsstjóri Betri vinnustaður Á síðasta ári var Síminn fyrst fjarskiptafélaga á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun en jafnframt höfum við hafið vinnu við Jafnréttisvísi Capacent þar sem kafað er mun dýpra í jafnréttismál fyrirtækisins t.d. með því að horfa til menningar , samskipta , vinnuumhverfis , skipurits og fyrirmynda . Nær allir starfsmenn hafa tekið þátt í vinnustofum tengt þessari vinnu og í framhaldinu verða sett niður mælanleg markmið sem hjálpa okkur að skapa enn betri vinnustað . Við mælum reglulega starfsanda í vinnustaðargreiningum sem sýna að við erum á réttri leið , þó alltaf megi gera betur . Endurmenntun starfsmanna var einnig fyrirferðamikil á síðasta ári en við stofnuðum Símaskólann sem ekki aðeins setur starfsþjálfun nýrra starfsmanna í fastari skorður heldur tryggir betri fræðslu og yfirsýn vegna endurmenntunar og fræðslu til alls okkar starfsfólks . Innan Símans er starfandi starfskjaranefnd , nefndin er undirnefnd stjórnar félagsins og er skipuð af henni í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins . Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja , 5. útgáfa 2015 . Nefndin samþykkti starfskjarafyrirkomulag til handa framkvæmdastjórum Símans fyrir starfsárið 2018 . Breytingin fól í sér að föstu laun yrðu ekki hækkuð en í staðinn var bætt við breytilegum þætti , eftir rekstrarniðurstöðu félagsins , sem að hámarki gæti numið aukagreiðslu í formi tveggja mánaðargreiðslna . Í raun leiddi þetta fyrirkomulag til aukagreiðslu til umrædds hóps sem nam að meðaltali einum auka mánuði árið 2018 . Starfskjaranefnd Símans skipa Bertrand B. Kan , formaður , Ksenia Nekrasova og Sylvía Kristín Ólafsdóttir . Starfskjaranefnd hélt 8 fundi árið 2018 . Megináherslur í samfélagsábyrgð Símans eru fjórar : Mannauður , örugg og fagleg vinnubrögð , umhverfisvernd og samfélagsþátttaka . Síminn leitar allra leiða til að tryggja að starfsfólk Símans sé stolt af því að vinna hjá Símanum . Við viljum að starfsfólk leiti allra leiða til að þjónusta viðskiptavini okkar vel , bæti hag samstæðunnar og þar með sinn eigin . Síminn leggur áherslu á jöfn tækifæri , þjálfun og endurmenntun og virk starfsþróun er hjá Símanum . Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun ásamt því að vinna með jafnréttisvísi Capacent er hafin . Síminn leitar allra leiðra til að tryggja örugga og faglega þjónustu með skýrum og verklagi , stöðugum umbótum á innri kerfum og þjónustuferlum og lausnum sem auka öryggi og þekkingu viðskiptavina . Síminn er ISO vottaður . Síminn er ISO vottaður . ISO staðall um upplýsingaöryggi nær nú yfir alla starfsemi Símans . Stjórnarhættir Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og taka þeir mið af reglum Viðskiptaráðs Íslands , Nasdaq OMC Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins , 5. útgáfa 2015 . Öryggisráð Öryggisráð Símans ber ábyrgð á að starfrækja stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi Símans . Umhverfisvernd Síminn leitar allra leiða til að minnka sorpmyndun og sendir allt sem til fellur til endurvinnslu og hvetur til umhverfisvænna samgangna . Síminn flokkar pappa og matarúrganga frá öðru sorpi . Allur búnaður og rafhlöður fara í endurvinnslu ásamt öllu gleri Samfélagsþátttaka Síminn tekur virkan þátt í samfélaginu með fjarskiptastyrkjum . Áhersla er lögð á innlend líknar - og góðgerðarfélög . Þannig nýtist kjarnastarfsemin til góðra verka sem kemur þessum félögum vel . Síminn er einnig í samstarfi við ýmsa list - og íþróttaviðburði og starfsmenn sem vilja sinna slíkum verkum . Síminn flokkar pappa og eldhúsúrgang frá öðru sorpi . Málmar , gamall tölvubúnaður og rafhlöður fara í endurvinnslu ásamt flöskum og gleri . Kaffi á Kaffihúsi Símans er selt dýrar til starfsmanna sem kjósa pappamál . Margnota drykkjarmál eru seld á vægu verði og hvatt til notkunar þeirra . Græn framtíð Verslanir Símans safna gömlum notuðum símtækjum í samstarfi við endurvinnslufélagið Græna framtíð sem annast flutning á tækjunum til vottaðra endurnýtingarfyrirtækja erlendis . Síminn Traustur bakhjarl íslenskra heimila og atvinnulífs . Síminn Fjarskipti síðan 1906 Góð þjónusta , sanngjörn verð og traustur og öruggur rekstur farsíma , fastlínu , internets og sjónvarps um land allt er ástæða þess að stór hluti landsmanna velur Símann . Sjónvarp Símans Premium , efnisveitan okkar hefur aldrei verið sterkari með frábæru úrvali af erlendu og innlendu sjónvarpsefni , kvikmyndum og talsettu barnaefni sem hefur slegið í gegn . Disney samsteypan valdi Símann sem heimili sitt á Íslandi sem gefur Sjónvarpi Símans Premium aðgang að risavöxnu safni Disney þar sem má finna allt frá Mary Poppins til stjörnukerfis langt langt í burtu . Viðtal við forstjóra Getum ekki kvartað yfir árangrinum Orri Hauksson , forstjóri Símans , er ánægður með árið 2018 og líst að mörgu leyti vel á 2019 . „ Það var myndarlegur vöxtur í smásölutekjum í fyrra vegna fjölgunar viðskiptavina Símans , ekki síst á síðari hluta ársins . Við hefjum árið 2019 því með sterka stöðu í ýmsum lykilvörum , svo sem í sjónvarpi og farsímaleiðinni Þrennu . Eins og fyrirséð var drógust hins vegar hratt saman tekjur af reiki og heildsölu “ , segir Orri . Hann segir að vel hafi gengið að halda aftur af kostnaðarhækkunum árið 2018 , þrátt fyrir að almennt verðlag hafi hækkað nokkuð og að krónan hafi lækkað á síðari hluta ársins . Hann bendir á að EBITDA hagnaður samstæðunnar vaxi á milli ára , bæði í krónum talið og sem hlutfall heildartekna . „ Míla átti besta rekstrarár sitt árið 2018 og leggur ljósleiðara í gríð og erg “ , segir Orri og tekur fram sú fjárfesting sé mikil um þessar mundir , en sé innt af hendi með afar hagkvæmum hætti og muni vara til áratuga . Niðurskrift viðskiptavildar Mílu undir lok ársins setur mark sitt á ársreikning samstæðunnar , að sögn Orra , en tekur fram að sú breyting hafi ekki áhrif á fjárflæði , fjárfestingar , arð eða skatta . Hann segir einnig að dótturfélagið Sensa hafi átt vel viðunandi rekstrarár , sérstaklega hafi síðari hluti ársins hjá Sensa verið sterkur . Miklar breytingar voru gerðar á rekstrarinnviðum Sensa árið 2018 , meðal annars með niðurlagningu ýmissa kerfisrýma samstæðunnar og flutning inn í fyrsta flokks aðstöðu Verne Global á Suðurnesjum . Ýmsir áhættuþættir eru í rekstri samstæðunnar árið 2019 , að sögn Orra . Þannig segir hann sérstaklega hart barist á íslenskum markaði fyrir fjarskipti og upplýsingatækni . „ Verð á farsímamarkaði á Íslandi eru nú ein hin lægstu í vestrænum heimi “ , segir Orri . „ Þá munu deilur á vinnumarkaði mögulega setja mark sitt á fyrstu tvo fjórðunga ársins í ár . Símasamstæðan er ágætlega búin undir átök og uppákomur í samningagerð aðila vinnumarkaðarins “ , segir Orri og bætir við að markmið Símans fyrir árið sé að launakostnaður haldist svipaður á milli ára . „ Sýningarrétturinn á Enska boltanum gefur Símanum frábær tækifæri til nýrrar og arðvænlegrar tekjusköpunar . Bein og óbein áhrif af þessum vinsæla íþróttarétti á rekstur Símans byrja að koma fram á þessu ári , en munu hafa enn meiri áhrif frá næsta ári “ , að sögn Orra og segist spenntur að kynna fyrirkomulag þessarar nýju þjónustu hjá Símanum í Hörpu 11. apríl 2019 . Stöðugt er unnið að þróun á Heimilispakkanum þannig að hann uppfylli þarfir sem flestra heimila hverju sinni . Yfir 40.000 viðskiptavinir eru nú með Sjónvarp Símans Premium . Áhorfsmet voru slegin margoft á árinu , það má þakka frábæru úrvali af efni fyrir alla aldurshópa . Síminn í góðum félagsskap Árið sem leið var einstaklega farsælt fyrir smásölu Símans fyrir margra hluta sakir . Sala farsíma gekk vel og Þrennan endaði árið með nær 20.000 viðskiptavini sem langflestir eru í yngri aldursflokkum . Vinsældir Þrennu stuðluðu að töluverðum númeraflutningum frá keppinautum og í fyrsta sinn síðan samkeppni hófst á markaði voru númeraflutningar Símanum í hag . Rekstur sjónvarps gekk líka afar vel og Síminn er byrjaður að uppskera ríkulega fyrir þær breytingar sem gerðar voru á viðskiptamódeli sjónvarps árið 2015 . Í dag er streymisveitan Sjónvarp Símans Premium orðin langstærsta innlenda streymisveita landsins með 40.000 viðskiptavini í árslok en á sama tíma sjáum við áhorf á línulegt sjónvarp halda áfram að falla . Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem á og rekur fjarskiptainnviði á landsvísu . Grunnnet fjarskipta á Íslandi Öll helstu fjarskiptafélög landsins eru í viðskiptum við félagið . Þá býður Míla viðskiptavinum sínum vettvangsþjónustu við innanhússlagnir og uppsetningu búnaðar . Fjarskipti eru ein af grunnstoðum samfélagsins og mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta að til staðar sé eitt heildstætt kerfi fjarskiptainnviða sem þjónar öllu landinu . Það kerfi er Míla . Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi og er í stöðugri framþróun enda lífæð fjarskipta hér á landi . Mikil fjölgun ljósleiðaratenginga Jón Ríkharð Kristjánsson „ Árið 2018 var mjög gott hjá Mílu og margir mikilvægir áfangar náðust . Eins og undanfarin 2 ár var uppbygging á tengingum heimila við ljósleiðara fyrirferðarmikil í starfsemi Mílu . Í árslok áttu um 70 þúsund heimili möguleika á ljósleiðaratengingu gegnum kerfi Mílu . Í nóvember voru 20 þúsund heimili kominn með ljósleiðaratengingu hjá Mílu og fjölgar tengdum heimilum nú um 1 þúsund á mánuði . Aukin áhersla á tengingar viðskiptavina hefur því skilað góðum árangri . Uppbyggingin hefur verið mikil á höfuðborgarsvæðinu en árið 2018 var einnig byrjað að ljósleiðaravæða stór svæði í Reykjanesbæ og á Selfossi . ” Míla hefur einnig verið virkur þátttakandi í verkefnum við lagningu ljósleiðara í dreifbýli í samvinnu við sveitarfélög , m.a. í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt og þar eiga nú fjölmörg heimili kost á ljósleiðaratengingu í gegnum kerfi Mílu . Míla hefur jafnframt byggt upp Ljósnet á öllum þéttbýlisstöðum landsins og þjónar kerfið um 55 þúsund heimilum á landinu . Samhliða þessu hefur Míla lagt aukna áherslu á rekstraröryggi fjarskiptainnviða . Fjarskipti eru mikilvægur hluti af daglegu lífi flestra í nútíma samfélagi . Míla hefur átt í samstarfi , bæði við opinbera aðila og einkaaðila með það að markmiði að auka öryggi fjarskipta . Ljósleiðarar hafa verið lagðir á erfiða fjarskiptastaði og rofþol rafmagns hefur stöðugt verið aukið til að hámarka uppitíma fjarskiptaþjónustu . Árið 2018 var mjög gott rekstrarár hjá Mílu . Skilvirkt kostnaðaraðhald , áhersla á hagkvæmni og sterkir tekjustofnar skiluðu góðri rekstrarafkomu samanborið við undanfarin ár . Velta félagsins var 6,4 milljarðar og EBITDA ársins var 3.4 milljarðar eða 53,4% . Míla hefur lagt mikla áherslu á hagkvæma uppbyggingu fjarskiptainnviða . Míla á mikla innviði , sérstaklega í jörðu sem hagkvæmt og skynsamlegt er að nýta við uppbyggingu fjarskipta til framtíðar . Í upphafi árs 2018 varð mikið baráttumál Mílu að veruleika en það er samstarf við Gagnaveitu Reykjavíkur í jarðvinnu . Markmiðið með samstarfinu er að lágmarka kostnað við nýlagningu og einnig takmarka jarðrask og óþægindi fyrir íbúa . Stefnt er að því að samstarfið haldi áfram á nýju ári . Míla hefur jafnframt lagt áherslu og hvatt til að innviðir í eigu annarra , þar með talið strengir , séu opnir og aðgengilegir eins og innviðir Mílu . Slíkt lágmarkar sóun og stuðlar að hagkvæmri uppbyggingu fjarskiptainnviða . Sérfræðiþekking og fyrsta flokks þjónusta í upplýsingatækni . Sensa hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vel í stakk búið að takast á við þær tæknibreytingar sem framundan eru hjá fyrirtækjum í landinu . Hýsingarumhverfi fyrirtækisins er fyrsta flokks en miklar endurbætur og uppfærslur hafa verið gerðar á umhverfinu samhliða því að hýsingaumhverfi samstæðunnar var flutt í gagnaver Verne Global á Suðurnesjum . Starfsfólk Sensa er vel uppfært um nýjustu strauma og stefnur í upplýsingatæknigeiranum og veitir fyrsta flokks þjónustu til sinna viðskiptavina . Fjölbreyttara þjónustuframboð og lækkun kostnaðar við rekstur innviða er nú þegar sýnilegur í rekstri Sensa sem sér mörg tækifæri til sóknar . Framtíðin er núna , í skýinu Valgerður Hrund Skúladóttir Sensa veitir fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi þjónustu , ráðgjöf og lausnir í flóknum heimi upplýsingatækninnar . Tæknibyltingin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn áþreifanleg og jafn mikið í umræðunni , þar er Sensa á heimavelli með sínum frábæru sérfræðingum og birgjum . Hýsingarumhverfi okkar er fyrsta flokks , var stórlega endurbætt og uppfært í takti við nýjustu strauma og stefnur á síðasta ári ásamt því að vera fært í gagnaver Verne Global á Suðurnesjum . Með uppfærðu hýsingarumhverfi getum við þjónustað viðskiptavini okkar enn betur , aukið vöruframboð og við sjáum fjölmörg ný tækifæri sem við þurfum að hafa augun opin fyrir í síbreytilegu umhverfi okkar . Aukin samþætting Sensa við vöruframboð Símans þar sem Síminn kemur með sínar fjarskiptalausnir og Sensa með sínar lausnir í upplýsingatækni mun hjálpa Símanum á fyrirtækjamarkaði og einfalda líf viðskiptavina þar sem nær öll þjónusta við fjarskipti og upplýsingatækni er á einum stað , enda eru fjarskiptin alltaf að færast nær og nær inn í upplýsingatæknikerfin . Sensa væri ekkert án starfsfólksins . Mannauður Sensa er okkar besta auðlind og eru margir af helstu sérfræðingum landsins innan okkar raða . Símenntun starfsfólks er okkur hugleikin og eitt af okkar helstu verkefnum er að byggja upp frekari þekkingu og efla starfsfólk til góðra verka sem nýtist bæði þeim og okkur í samstarfi við menntastofnanir landsins . Við erum stolt af verkefnum okkar á síðasta ári , tekjur félagsins voru stöðugar og mörg verkefni sem munu skila góðum tekjum eru í burðarliðnum . Fjárfestingar voru meiri en oft áður vegna uppfærslu á tækni og hýsingarbúnaði samhliða flutningum í gagnaver Verne Global en þær lækka kostnað við rekstur innviða og auka þjónustuframboð Sensa sem gera okkur kleift að takast enn betur á við verkefni morgundagsins með okkar viðskiptavinum . Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga . |
Stærsta hjólreiðakeppni landsins mun halda áfram á næsta ári undir nýju nafni , Síminn Cyclothon . Keppnin mun fara fram dagana 23. – 26. júní 2020 og mun hjólreiðafólk frá öllum heimshornum upplifa stórbrotna náttúru og íslenskt veðurfar í öllum sínum birtingarmyndum undir miðnætursól . Síminn Cyclothon er ekki aðeins hjólreiðakeppni heldur er á hverju ári verðugt málefni valið til að styrkja í gegnum áheitasöfnun keppninnar . Keppendur og lið safna áheitum sem renna óskipt til málefnisins . Í ár eru það sumarbúðir Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal sem njóta góðs af áheitasöfnuninni . Orri Hauksson forstjóri Símans afhenti forstöðumanni Reykjadals , Margréti Völu Marteinsdóttur , söfnunarféð í höfuðstöðvum Símans . Stuðningurinn mun nýtast vel til frekari uppbyggingar á því frábæra starfi sem unnið er í Reykjadal . „ Við erum afskaplega stolt að setja nafn okkar við þessa frábæru keppni og tryggja að hún verði haldin áfram . Cyclothon keppnin tengist okkur sterkum böndum því bæði höfum við tekið þátt í henni ásamt því að Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum er annar stofnandi hennar með Skúla Mogensen . “ segir Orri Hauksson forstjóri Símans . Er nauðsynlegt að búa í heitu loftslagi og borða miðjarðarhafsmataræði til að ná háum aldri eða er hægt að tileinka sér lífsstíl og hætti sem stuðla að háum aldri og almennu heilbrigði óháð landfræðilegri staðsetningu ? Lík finnst í skógi nálægt Larvik í Noregi . Lögreglumaðurinn Wisting sem rannsakar hrottalegustu glæpi Noregs , er fenginn í málið . Sönnunargögn benda til bandarísks fjöldamorðingja sem hefur verið á flótta í 20 ár . Wisting fær liðsauka frá FBI en alríkislögreglukonan er leikin er af Carrie-Ann Moss sem sló í gegn í Matrix myndunum . Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Jørn Lier Horst . Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium . Sjáðu brot úr þáttunum hér . Glæný þáttaröð af Love Island er hafin í Sjónvarpi Símans Premium . Í þáttunum er fylgst með hópi af einstaklingum í afskekktri glæsivillu , sem para sig saman í leit að ástinni . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn . Þar keppast þau við að finna ástina , og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé . Fimm þættir koma inn í hverri viku og eru fyrstu þættirnir þegar komnir inn í Sjónvarp Símans Premium . Sjáðu brot úr þáttunum hér . The Capture er ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Lögreglukona sem rannsakar málið kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og málið gæti verið hluti af stærra samsæri . Þáttaröðin hefur hlotið mjög góða dóma og er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium . Sjáðu brot úr þáttunum hér . Flugmaðurinn og piparsveinninn Peter Weber leitar nú að ástinni í nýrri þáttaröð af The Bachelor . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Nú er hópur af 30 konum sem keppa um hjarta piparsveinsins Peter . Hægt er að kynna sér keppendur nánar hér . The Bachelor eru með vinsælustu þáttaröðunum í Sjónvarpi Símans Premium . Nýr þáttur bætist við í hverri viku eftir að hann er frumsýndur vestanhafs . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Þetta eru vandaðir heimildarþættir um heilbrigt líferni þar sem Helga leitar svara við spurningunni " Hver er lykillinn að langlífi ? " . Hún heimsækir langlífustu svæði heims sem kallast Bláu svæðin . Þar lifir fólk oft til yfir hundrað ára aldurs og lífstílssjúkdómar eru sjaldgæfari . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Á Íslandi ná margir hundrað ára aldri þótt landið sé ekki á lista yfir langlífustu þjóðir heims . Lífstíll þeirra og þá helst níræðra og tíræðra er þó um margt líkur lífstíl langlífustu þjóða heims . Öll þáttaröðin af Lifum lengur er í Sjónvarpi Símans Premium . Ævintýralegur flótti eða Tangled er Disney mynd frá 2010 . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Nú er Garðabrúða orðin unglingur og hár hennar meira en 20 metra langt . Hún hefur verið í turninum allt sitt líf og hún er orðin forvitin um heiminn . Einn daginn kemur þorparinn Flynn Rider að turninum og heillast af Garðabrúðu sem gerir samning við hann um að fylgja sér til staðarins þar sem ljósin skína svo skært , og hún sér á hverju ári á afmælisdeginum sínum . í kjölfarið tekur við spennandi ferðalag þeirra . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar . Það er alltaf hægt að breyta gagnamagni og fylgjast með notkun í appinu , á þjónustuvefnum eða með því að heyra í okkur á netspjallinu á siminn.is eða í 8007000 . Þessar breytingar taka gildi 1. janúar en ekki 1. desember eins og var tilkynnt á reikningi í október . Hafið það bjart um jólin ! Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Á Íslandi ná margir hundrað ára aldri þótt landið sé ekki á lista yfir langlífustu þjóðir heims . Nú er Garðabrúða orðin unglingur og hár hennar meira en 20 metra langt . |
Bluff City Law eru flunkunýir þættir , lögfræðidrama með Jimmy Smits sem þekkir lögfræðiþætti betur en flestir enda langskólagengin lögfræðileikari eftir mörg ár í L.A Law hér um árið . Þættirnir fjalla um ekkil sem uppgötvar að hann veit ekkert hvernig á að ala upp dætur sínar tvær og er á engan hátt tilbúinn að fara á stefnumót . Evil er ný mögnuð spennuþáttaröð um sálfræðing og prest sem skoða óleyst mál innan kirkjunnar sem jafnvel tengjast illum öndum og hinu yfirnáttúrulega . Hljómar eins og eitthvað ! Allir vinsælustu þættir síðasta sjónvarpsvetrar snúa aftur . Er nauðsynlegt að búa í heitu loftslagi og borða miðjarðarhafsmataræði til að ná háum aldri eða er hægt að tileinka sér lífsstíl og hætti sem stuðla að háum aldri og almennu heilbrigði óháð landfræðilegri staðsetningu ? Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Jørn Lier Horst . Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn . Þar keppast þau við að finna ástina , og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé . Lögreglukona sem rannsakar málið kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og málið gæti verið hluti af stærra samsæri . Nú er hópur af 30 konum sem keppa um hjarta piparsveinsins Peter . Þetta eru vandaðir heimildarþættir um heilbrigt líferni þar sem Helga leitar svara við spurningunni " Hver er lykillinn að langlífi ? " Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Ævintýralegur flótti eða Tangled er Disney mynd frá 2010 . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Við vorum að setja möppu í Sjónvarp Símans Premium sem er tileinkuð Hrekkjavökunni . Þar finnur þú heilan helling af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sem fá hárin til að rísa . Við mælum með því að þú valtir yfir þetta hrollvekjandi sjónvarpsefni með ljósin slökkt , símann á silent og hjartamagnyl á kantinum . Eitthvað af þessu er ekki fyrir viðkvæma , það er bara þannig ! Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Ævintýralegur flótti eða Tangled er Disney mynd frá 2010 . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Sumir trúa að hlátur lengi lífið , aðrir segja galdurinn leynast í mataræðinu . Í framhaldsþáttum Lifum lengur er fjallað er um langlífi í þremur löndum sem skilgreind hafa verið af erlendum rannsakendum sem langlífustu svæði heims eða The Blue Zones . Löndin sem eru heimsótt eru Loma Linda Í Kaliforníu , gríska eyjan Icaria og ítalska eyjan Sardinia . Samkvæmt áratuga rannsóknum vísindamanna lifa þessar þjóðir lengur að meðaltali 7 - 10 árum lengur en fólk annars staðar og fá færri sjúkdóma . Er nauðsynlegt að búa í heitu loftslagi og borða miðjarðarhafsmataræði til að ná háum aldri eða er hægt að tileinka sér lífsstíl og hætti sem stuðla að háum aldri og almennu heilbrigði óháð landfræðilegri staðsetningu ? Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Á Íslandi ná margir hundrað ára aldri þótt landið sé ekki á lista yfir langlífustu þjóðir heims . Lífsstíll þeirra og þá helst níræðra og tíræðra er þó um margt líkur lífsstíl langlífustu þjóða heims . Rætt er við ýmsa sérfræðinga og fólk sem er um og yfir hundrað ára og það spurt spjörunum úr um þeirra lífsstíl og viðhorf . Skoðað er í hverju landi fyrir sig hvað skýrir langlífi fólks . Oft er það samspil margra þátta svo sem ; mataræði , hreyfing , trúarlíf , lífsviðhorf , streituleysi , lífsgleði og meðal annars áhugi fyrir lífinu . Önnur þáttaröð af Lifum lengur er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium Sjónvarp Símans Premium Sjónvarpsþjónusta Símans er lykillinn að öllu því skemmtilega sem þú getur fundið í sjónvarpinu þínu . Þú getur bætt við úrvali af áskriftum svo sem Sjónvarpi Símans Premium , Síminn Sport og erlendum stöðvum . Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn . Þar keppast þau við að finna ástina , og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé . Lögreglukona sem rannsakar málið kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og málið gæti verið hluti af stærra samsæri . Nú er hópur af 30 konum sem keppa um hjarta piparsveinsins Peter . Þetta eru vandaðir heimildarþættir um heilbrigt líferni þar sem Helga leitar svara við spurningunni " Hver er lykillinn að langlífi ? " Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Ævintýralegur flótti eða Tangled er Disney mynd frá 2010 . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Fáir raunveruleikaþættir hafa hlotið jafn mikilla vinsælda og Bachelor in Paradise , The Bachelor og The Bachelorette hjá Símanum . Þættirnir verma iðulega topp 10 listann yfir mest spiluðu þáttaraðirnar í hverri viku . Við bíðum nú spennt eftir næsta ævintýri en nýr piparsveinn hefur nú verið kynntur til leiks , það er flugmaðurinn Peter Weber , betur þekktur sem Pilot Pete . Ný þáttaröð hefur göngu sína í janúar 2020 og verða þættirnir sýndir innan við sólahring frá frumsýningu Vestanhafs . Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Síminn Sport sýnir frá Enska boltanum og hægt er að kaupa staka áskrift á 4.500 krónur á mánuði . Stöðin verður aðgengileg á öllum dreifikerfum sem eru í notkun á Íslandi en hún verður aðgengileg á dreifikerfum Símans , Sýnar , Hringdu og Nova . Með auknu samstarfi við Ensku úrvalsdeildina getur Síminn sýnt frá fleiri leikjum en á liðnu tímabili , boðið upp á útsendingar í ofurháskerpu ásamt vandaðri innlendri dagskrárgerð og skemmtilegum erlendum umfjöllunarþáttum . Tómas Þór Þórðarson leiðir frábæran hóp sérfræðinga sem miðla reynslu og þekkingu til þjóðarinnar en þar sem stöðin er innifalin í Sjónvarpi Símans Premium má ætla að um 45.000 heimili verði með Enska boltann þegar flautað verður til leiks . Tómas Þór og Eiður Smári opna nýtt keppnistímabil í beinni útsendingu frá Anfield föstudaginn 9. ágúst . „ Það er mikil spenna og tilhlökkun fyrir Enska boltanum . Við ætlum að vanda til verks og það gleður okkur að sjá gríðarlegan áhuga landsmanna á þessari bestu deild í heimi . Starfsfólk Símans er við öllu búið og tekur vel á móti öllum þeim sem munu horfa á Símann Sport í vetur . ” segir Bryndís Þóra Þórðardóttir vörustjóri Sjónvarp Símans . Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette þar sem hann endaði í fjórða sæti . Nú mun hópur af 30 konum keppa um hjarta piparsveinsins Peter . The Bachelor eru með vinsælustu þáttaröðunum í Sjónvarpi Símans Premium . Áhorfendur verða ekki sviknir af Bachelor veislunni framundan þar sem nýja þáttaröðin hefst með tvöföldum þætti sem er nú þegar lentur í Sjónvarpi Símans Premium . Nýr þáttur bætist við í hverri viku eftir að hann er frumsýndur vestanhafs . Þar keppast þau við að finna ástina , og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé . Lögreglukona sem rannsakar málið kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og málið gæti verið hluti af stærra samsæri . Nú er hópur af 30 konum sem keppa um hjarta piparsveinsins Peter . Þetta eru vandaðir heimildarþættir um heilbrigt líferni þar sem Helga leitar svara við spurningunni " Hver er lykillinn að langlífi ? " Á Íslandi ná margir hundrað ára aldri þótt landið sé ekki á lista yfir langlífustu þjóðir heims . Nú er Garðabrúða orðin unglingur og hár hennar meira en 20 metra langt . |
Verðbreytingar hjá Símanum 1. febrúar 2020 Þann 1. febrúar 2020 mun Síminn breyta verðum á nokkrum þjónustum . Skilmálar fyrir Internetáskrift og fyrir Sjónvarpsþjónustu Símans eru einnig uppfærðir sem við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér . Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi . Viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði er heimilt að segja upp þjónustum sínum án skaðabóta sætti þeir sig ekki við þessar breytingar . Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustum sem henta best þeirra notkun . Hægt er að opna netspjall á siminn.is , hafa samband í gegnum tölvupóst , hringja í 8007000 eða heimsækja verslanir Símans . Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma . Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Jørn Lier Horst . Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Þann 1. desember 2019 mun Síminn breyta verðum á nokkrum þjónustum . Skilmálar fyrir GSM áskrift og GSM Frelsi eru einnig uppfærðir . Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi . Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins . Engir aukareikningar berast nú fyrir umfram netnotkun í farsímaáskrift . Viðskiptavinir fá SMS eða tölvupóst þar sem þeir geta breytt eða stækkað áskrift sína í takt við notkun . Ef viðskiptavinir kjósa að stækka ekki eða breyta áskrift sinni mun Síminn hægja á nethraða í stað þess að senda aukareikninga fyrir umframnotkun . Sé netfang viðskiptavinar ekki á skrá hjá Símanum sendum við SMS . Við mælumst til að viðskiptavinir skrái netfangið einnig en það er gert með auðveldum hætti á Þjónustuvef Símans . Netáfyllingar á Krakkakorti munu ekki lengur hafa sérstakann gildistíma . Áfyllingar munu því ekki fyrnast og vera innifalið á Krakkakorti þangað til að áfyllingin raunverulega er kláruð . Verðskrá fyrir símtöl í fundarsíma taka breytingum . Upphafsgjald hækkar í 17 kr. í stað 13 kr. áður og mínútuverð hækkar í 27 kr. í stað 25 kr. 3G sumaráskrift mun hætta . Netáskrift , áskrift sem innifelur aðeins gagnamagn þar sem lokað er fyrir talrás mun hætta . Allar farsímaáskriftir Símans innihalda gagnamagn sem ætti að þjóna þörfum hvers og eins og bendum við nú á þær . Símtöl til útlanda með 1100 forskeytinu mun hætta , verðskrá fyrir símtöl hringd með 1100 forskeyti munu kosta það sama og þegar hringt með 00. Verðskrá fyrir símtöl í fundarsíma taka breytingum . Upphafsgjald hækkar í 17 kr. í stað 15 kr. áður og mínútuverð hækkar í 27 kr. í stað 10 kr. Verðskrá fyrir símtöl í fundarsíma taka breytingum . Upphafsgjald hækkar í 17 kr. í stað 15 kr. áður og mínútuverð hækkar í 27 kr. í stað 10 kr. Verðskrá fyrir símtöl í fundarsíma taka breytingum . Upphafsgjald hækkar í 17 kr. í stað 13 kr. áður og mínútuverð hækkar í 27 kr. í stað 23 kr . Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 800-4000 . Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is . Nánara yfirlit yfir þær verðbreytingar sem taka gildi þann 1. desember 2019 má sjá hér . Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma . Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Þann 1. nóvember 2019 mun Síminn breyta verðum á nokkrum áskriftarleiðum og þjónustum . Skilmálar vegna lánssíma og vörukaupa hafa einnig verið uppfærðir ásamt því að nú eru kynntir skilmálar vegna tækja í viðgerð . Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi . Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustum sem henta best þeirra notkun . Hægt er að opna netspjall á siminn.is , hafa samband í gegnum tölvupóst , hringja í 8007000 eða heimsækja verslanir Símans . Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins . Upphafsgjald úr talsíma hækkar um 2 kr . Var áður 15 kr. en verður 17. kr eftir breytinguna . Aðgangur að Open VPN í Símavist hækkar um 100 kr . Mun því kosta 500 kr. í stað 400 kr. Netáskrift 1 GB með Fyrirtækjaáskrift fer úr 1700 kr. í 2000 kr. en innifalið gagnamagn verður 5 GB eftir breytingu í stað 1 GB . Upphafsgjöld fyrir símtöl í fundarsíma Símans hækka um 6,2 kr og verða upphafsgjöld því 17 kr í stað 10,77 kr . Mínútuverð fyrir símtöl í fundarsíma Símans hækka um 2,1 kr. og verða því 27 kr. í stað 24,89 kr . Í mínútuáskrift sem er gömul áskriftarleið verður ekki lengur í boði að skrá vin og núverandi afsláttarkjör falla niður . Í Frelsi verður ekki lengur hægt að hringja á 0 kr. í valinn vin þegar keyptar eru áfyllingar fyrir 1000 kr. eða hærri upphæð . Mánaðargjald Snjallari Bíla hækkar um 10 kr . Fer úr 1990 kr í 2000 kr . Fyrirtækjalausnir Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 800-4000 . Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is . Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Jørn Lier Horst . Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn . Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð . Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette . Lifum lengur - önnur þáttaröð Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur . Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert . Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu ( Rapunzel ) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni . Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium . |
Fyrirtækjalausnir Símans sjá til þess að allt virki eins og það á að gera og hjálpar þínu fyrirtæki að finna þær lausnir sem henta hverju sinni . Öruggt , traust og víðfemt dreifikerfi Símans ásamt einvala liði sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu í fjarskiptum og upplýsingatækni hjálpar ykkur að ná markmiðum ykkar . Pantaðu ráðgjöf og við finnum í sameiningu bestu lausnina fyrir þitt fyrirtæki . Síminn í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt Sensa hjálpa þér að nýta tæknina til þess að ná betri árangri . Innleiðing samskiptalausna , nýting gervigreindar , hýsing & rekstur kerfa , útstöðvarþjónusta , búnaðar - & leyfisráðgjöf eða sérfræðiþjónusta við flóknari verkefni . Með öryggið í fyrirrúmi aðstoða Síminn og Sensa þig við að ná virði úr upplýsingatækni . Síminn í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt Sensa hjálpa þér að nýta tæknina til þess að ná betri árangri . Heimilispakkinn veitir meiri möguleika og aðgangi að Sjónvarpi Símans Premium og 10x meira gagnamagni í farsímann fyrir alla fjölskylduna . Auðvelt er að skipta kostnaði milli starfsmanna og vinnuveitanda . Auðvelt er að skipta kostnaði milli starfsmanna og vinnuveitanda . Fullkomið jafnvægi þjónustu og sjálfsafgreiðslu Við trúum á kerfin , tæknina og þjónustuna okkar . Við trúum á kerfin , tæknina og þjónustuna okkar . Síminn hefur byggt upp langdrægt 3G - / 4G - kerfi meðfram ströndum landsins . |
Ráðgjafateymi Fyrirtækjalausna hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla og góða þekkingu á fjarskipta - og upplýsingatækniþjónustu . Þessi hópur leggur kapp á að veita alhliða , faglega og sérsniðna þjónustu sem uppfyllir þarfir allra fyrirtækja algjörlega óháð stærð þeirra . Ráðgjafateymi Fyrirtækjalausna hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla og góða þekkingu á fjarskipta - og upplýsingatækniþjónustu . Þessi hópur leggur kapp á að veita alhliða , faglega og sérsniðna þjónustu sem uppfyllir þarfir allra fyrirtækja algjörlega óháð stærð þeirra . |
Möguleiki á að forrita beint á móti kerfinu og senda ótakmarkað magn Hægt að fá staðfestingu á móttöku skilaboða Getur valið að sendandinn sé fyrirtækið Sendir á 1 til 1.000 aðila í einu Möguleiki á að forrita beint á móti kerfinu og senda ótakmarkað magn Hægt að fá staðfestingu á móttöku skilaboða Getur valið að sendandinn sé fyrirtækið Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna , gegnum vefsíðu hjá Símanum eða forrita á móti kerfinu . Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins . |
Síminn hefur byggt upp langdrægt 3G - / 4G - kerfi meðfram ströndum landsins . |
Gígabætin í farsímaáskriftinni einfaldlega tífaldast . Ef þú ert t.d. með Endalaus 25 GB farsímaáskrift verður gagnamagnið 250 GB í hverjum mánuði . Þjónustan kostar ekkert aukalega og hægt er að skrá allt að sex símanúmer með 10x ef heimilið er með Heimilispakkann . |
Netvarinn er öflugt tæki fyrir heimilið til að útiloka óæskilegt efni á netinu og ágætis viðbót við hefðbundnar vírusvarnir . Netvarinn kostar ekkert aukalega og býðst öllum viðskiptavinum okkar með Internetáskrift . Þú sækir Netvarann á þjónustuvefnum . |
Enski boltinn rúllar á Síminn Sport með fleiri leikjum en áður og vandaðri innlendri dagskrárgerð . Síminn Sport er innifalin í Sjónvarpi Símans Premium en einnig er hægt að kaupa staka áskrift . Stöðin er aðgengileg á dreifikerfum Símans , Sýnar , Hringdu og Nova . Útsending í bestu mögulegu myndgæðum , ultra háskerpu . Hver þeirra hefur sína hæfileika sem þær nota til að vernda saklaust fólk fyrir yfirnáttúrulegum djöflum . Síminn Sport Í Aðstoð er að finna svör við helstu spurningum um Síminn Sport . |
Sjónvarp Símans Premium Bættu Sjónvarpi Símans Premium við sjónvarpsþjónustuna og öll fjölskyldan getur horft á það sem hún vill , þegar henni hentar , í sjónvarpi og snjalltækjunum . Fleiri leikir en áður , UHD útsendingar ásamt vandaðri , innlendri dagskrárgerð . Fleiri leikir en áður , UHD útsendingar ásamt vandaðri , innlendri dagskrárgerð . Stöðin er aðgengileg á öllum dreifikerfum Símans , Sýnar , Hringdu og Nova . |
Persónuupplýsingar sem safnað er Við stofnun aðgangs í Appinu þarf notandi að skrá upplýsingar um nafn , kennitölu , símanúmer og netfang sitt . Við notkun lausnarinnar eru allar aðgerðir notanda í Appinu skráðar og vistaðar hjá okkur í þeim tilgangi að geta stofnað aðgang fyrir notanda , til að geta veitt honum lausnina á grundvelli samnings milli notanda og okkar , til að geta sannreynt og staðfest þær aðgerðir sem notandi nýtir sér með Pay , til að halda utan um greiðslusögu notanda og til að tryggja öryggi , þ.m.t. rekstrarlegt öryggi , lausnarinnar . Við framkvæmd greiðslu með lausninni eru vistaðar hjá okkur upplýsingar um dagsetningu , tímasetningu og upphæð greiðslu og heiti söluaðila . Þá safnast einnig afrit af greiðslukvittunum notanda frá söluaðila í Appið . Hafi notandi samþykkt það sérstaklega verða jafnframt aðgengilegar greiðslukvittanir söluaðila án þess að hann hafi notað Pay við framkvæmd greiðslunnar , svo lengi sem hann greiddi með greiðslukorti sem skráð er í Pay . Við notkun á Appinu safnast og vistast sjálfkrafa hjá okkur eftirfarandi upplýsingar um símtæki notanda í þeim tilgangi að afla vitneskju um notkun á lausninni svo við getum aðlagað lausnina betur að þörfum notanda hennar , ásamt því að hafa til staðar rekjanleika aðgerða sem notandi grípur til með notkun á lausninni : einkvæmt auðkenni notanda og símanúmer , og upplýsingar um hvort kveikt sé á Bluetooth í símtæki notanda . Í því skyni að geta haldið utan um tölfræðiupplýsingar um notendur lausnarinnar söfnum við upplýsingum um kyn , fjölskyldustærð og hjúskaparstöðu notenda . Það sama á við um notkun á upplýsingum úr Þjóðskrá í þeim tilgangi að senda notanda einstaklingsmiðaða þjónustu . Þá munum við nota upplýsingarnar til að geta sett sig í samband við notanda í viðskiptalegum tilgangi , þ.á m. í þeim tilgangi að tilkynna notanda um breytingar á lausninni , svo sem á virkni hennar eða stillingum . Síminn sinnir jafnframt notendaþjónustu við notendur og tekur á móti ábendingum og / eða kvörtunum frá notendum í tengslum við Pay . Þá kunnum við eftir atvikum að þurfa veita notendum stoðþjónustu eða bilanagreiningu , sé um það samið , og í slíkum tilvikum kunnum við að leita aðstoðar frá Símanum . Í þeim tilvikum þegar notandi óskar eftir að skrá fyrirtækjakort í lausnina munum við senda skilaboð á reikningshafa með upplýsingum um að notandi hafi óskað eftir að virkja kortið . Heimili reikningshafi slíka notkun getur hann sent virkjunarkóða á notanda . Varðveislutími Allar upplýsingar eru vistaðar á meðan notandi telst enn vera notandi Pay . Séu persónuupplýsingar óáreiðanlegar munum við , með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar , gera viðeigandi ráðstafanir til þess að þær verði leiðréttar eða þeim eytt . Við munum gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga , m.a. með það að markmiði að koma í veg fyrir mannleg mistök , þjófnað , svik eða aðra misnotkun á upplýsingum , sbr. einnig gr. 6. í skilmálum Pay . Þá á notandi rétt á að fá persónuupplýsingar sínar leiðréttar , séu þær rangar eða óáreiðanlegar . Því er mikilvægt að notandi tilkynni okkur um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þeim sem notandi hefur látið okkur í té , á þeim tíma sem við á . Samband það sem stofnast milli notanda og söluaðila hvað varðar notkun á vildar - og / eða meðlimakortinu er okkur alfarið óviðkomandi , að öðru leyti en því að við tökum að okkur milligöngu hvað varðar viðtöku á umsókn notanda um útgáfu eða virkjun á korti og sér til þess að notandi njóti viðeigandi afsláttarkjara sem samstarfsaðili hefur ákveðið . Tilboðsgátt samstarfsaðila Í gegnum Pay getur notandi valið um að virkja afslætti og / eða tilboð frá samstarfsaðilum okkar hjá viðkomandi samstarfsaðila eða þriðja aðila . Samband það sem stofnast milli notanda og samstarfsaðila eða þriðja aðila hvað varðar notkun á afsláttarkjörum / tilboðum er okkur alfarið óviðkomandi , að öðru leyti en því að við tökum að okkur milligöngu hvað varðar birtingu á umræddum afsláttum / tilboðum , að halda utan um hvaða notendur hafa virkjað hvaða afslætti / tilboð , og eftir atvikum að senda markaðsskilaboð til notenda í gegnum appið samkvæmt fyrirmælum samstarfsaðila . Í tengslum við þessa milligöngu mun félagið vinna með tilgreindar persónuupplýsingar notenda . Þessar upplýsingar vinnur félagið sem vinnsluaðili fyrir hönd viðkomandi samstarfsaðila , sem koma fram sem ábyrgðaraðilar í skilningi persónuverndarlaga . Félagið vinnur eingöngu persónuupplýsingar samkvæmt fyrirmælum samstarfsaðila og á grundvelli sérstaks vinnslusamnings . Í þeim tilvikum sem samstarfsaðili hefur bundið afsláttarkjör / tilboð sín eða þriðja aðila við tiltekin skilyrði kann samstarfsaðili einnig að fela Farsímagreiðslum að sannreyna hvort notandi Pay uppfylli viðkomandi skilyrði óski notandi eftir því að virkja viðkomandi afslátt / tilboð . Það fer eftir eðli skilyrðanna hvaða persónuupplýsingar Farsímagreiðslur kann að vinna um notanda . Nánari upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar Farsímagreiðslur kunna að vinna fyrir hönd samstarfsaðila í tengslum við tilboðsgátt samstarfsaðilans má finna í skilmálum og persónuverndarstefnum samstarfsaðila og eru notendur hvattir til þess að kynna sér þær . Í þeim tilvikum sem notandi telur að ágreiningur sé uppi milli hans og Pay varðandi meðferð persónuupplýsinga um sig hefur hann rétt á að senda kvörtun þess efnis til Persónuverndar . Í einstaka tilvikum gæti Pay talið nauðsynlegt að senda viðskiptavini tölvupóst eða SMS með upplýsingum um sérstakar breytingar sem varðar vinnslu persónuupplýsinga um þá . Stefna þessi er gefin út af Farsímagreiðslum og er hún hluti af skilmálum Pay . Stefnan tók gildi þann 22. febrúar 2018 og var hún síðast uppfærð í september 2019 . Símaappið persónuverndarstefna Símaappið er smáforrit ( e. App ) Símans sem aðgengilegt er á Google Play og í Apple App Store . Síminn gætir þess að þeir þættir vinnslunnar sem Síminn hefur með höndum , sem ábyrgðaraðili vinnslu , í tengslum við notkun lausnarinnar séu í samræmi við slíka löggjöf . Ekki er þörf á að vera innskráður í Appinu til þess að klára slík kaup . Við notkun á Símaappinu safnast og vistast sjálfkrafa hjá Símanum eftirfarandi upplýsingar um símtæki notanda í þeim tilgangi að afla vitneskju um notkun á Appinu svo Síminn geti aðlagað Appið betur að þörfum notanda , ásamt því að hafa til staðar rekjanleika aðgerða sem notandi framkvæmir í Appinu : -Tegund og útgáfa stýrikerfis -Einkvæmt auðkenni notanda og símanúmer Notandi ber ábyrgð á réttleika þeirra upplýsinga sem hann skráir í Appið hverju sinni , einkum símanúmer sitt og eftir atvikum greiðslukortanúmer . Viðtakendur upplýsinga Þær upplýsingar sem safnast við notkun lausnarinnar eru vistaðar hjá eða á vegum Símans á Íslandi . Aðrar upplýsingar um Frelsisáfyllingar , sem framkvæmdar eru í gegnum Símaappið , varðveitast lengur hjá Símanum , í samræmi við lög og til að tryggja réttleika og rekjanleika greiðslna og til að uppfylla kröfur laga , einkum bókhaldslaga . Að öðru leyti gætir Síminn þess að varðveita einungis persónugreinanleg gögn um notendur Símaappsins í samræmi við lög og málefnaleg ástæða er fyrir hendi . Nákvæmni og áreiðanleiki upplýsinga Upplýsingar sem eru aðgengilegar notanda í Símaappinu eru birtar úr öðrum kerfum Símans , en einungis í allt að sex mánuði aftur í tímann . Aðrar upplýsingar sem notandi hefur sjálfur skráð í Appið eru ekki á ábyrgð Símans og ber notanda að gæta þess að slíkar upplýsingar séu nákvæmar og áreiðanlegar . Þá getur notandi óskað eftir því að fá upplýsingar um þá vinnslu sem á sér stað hjá Símanum um hann , enda standi hagsmunir annarra því ekki í vegi . Síminn skal bregðast við erindi notanda eins fljótt og auðið er með skriflegum hætti , nema notandi óski annars . Síminn gætir þess að þeir þættir vinnslunnar sem Síminn hefur með höndum , sem ábyrgðaraðili vinnslu , í tengslum við notkun lausnarinnar séu í samræmi við slíka löggjöf . Persónuupplýsingar sem safnað er Við fyrstu innskráningu getur notandi valið hvort hann vilji nota Appið frítt til að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans , eða hvort hann vilji skrá sig inn sem áskrifandi að sjónvarpsþjónustu Símans ( s.k. Premium aðgangur ) . Við stofnun Premium aðgangs þarf notandi einungis að skrá númer myndlykilsins sem tengdur er við sjónvarpsþjónustu Símans til að geta veitt notanda aðgang að myndefni í samræmi við sjónvarpsáskrift sína hjá Símanum . Þá eru upplýsingarnar notaðar til að tryggja gæði og virkni Appsins og ef þörf krefur vegna stoðþjónustu og bilanagreiningu . Varðveislutími Síminn gætir þess að varðveita einungis persónugreinanleg gögn um notendur smáforritsins í samræmi við lög og málefnaleg ástæða er fyrir hendi . Nákvæmni og áreiðanleiki upplýsinga Við innskráningu í Appið ber notandi ábyrgð á réttleika og áreiðanleika þeirra upplýsinga sem hann sjálfur skráir , einkum símanúmer og / eða netfang ef valin er innskráning með Facebook eða Google . Notandi hefur rétt til andmæla söfnun Símans á persónuupplýsingum telji hann að slík söfnun sé ekki í samræmi við tilgang hennar , að meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að sama árangri sé hægt að ná með mildari aðferðum . Síminn áskilur sér rétt til að vinna með og greina ópersónugreinanlegar upplýsingar um notkun notanda á Sjónvarp Símans appinu , til áframhaldandi vöruþróunar og / eða til að bæta virkni smáforritsins . Kvartanir og beiðnir Kvörtunum eða beiðnum frá notendum vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við snjallforritið , t.d. í tengslum við gr. 8. í stefnu þessari , skal koma á framfæri við Símann með skriflegum hætti á siminn.is ( „ Hafa samband “ eða „ Netspjall “ ) eða með því að hringja í síma 800-7000 . Hugbúnaðarlausnin er tengd tækjabúnaði ( t.d. ökurita ) sem komið er fyrir í bifreið notanda . Persónuverndarstefna þessi gildir um vinnslu Símans á þeim persónuupplýsingum notanda sem unnið er með í tengslum við notkun á lausninni Snjallari Bílar . Við skráningu á aðgangi í hugbúnaðarlausninni og við notkun lausnarinnar er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar notanda eins og nánar er kveðið á um í stefnu þessari . Nánar er fjallað um þau tilvik í gr. 5 í stefnu þessari . Persónuupplýsingar sem safnað er Við stofnun aðgangs í hugbúnaðarlausninni þarf notandi að skrá upplýsingar um nafn , kennitölu og netfang . Slíkir aðilar teljast vera aukanotendur . Smáforrit ; Notendur hafa einnig val um að hlaða niður smáforriti Símans ( App ) , Síminn Snjallir Bílar , til að nálgast lausnina . Hvað smáforritið varðar þá er tilgangur vinnslunnar jafnframt að staðfesta tengsl á milli síma og ökutækis . Þá mun Síminn nota upplýsingarnar til að hafa samband við notanda í viðskiptalegum tilgangi , þ.á m. í þeim tilgangi að tilkynna notanda um breytingar á lausninni , þegar og ef þess gerist þörf og í því skyni að geta sent notanda reikninga til að gjaldfæra fyrir notkun á lausninni í samræmi við samning aðila . Viðtakendur upplýsinga Þær upplýsingar sem safnast við notkun lausnarinnar um tengd ökutæki í gegnum tækjabúnað og snjallforrit eru vistaðar hjá Modus Solutions LLC ( „ Modus “ ) í Írlandi . Notkun lausnarinnar í vinnuréttarsambandi Þegar lausnin er notuð af fyrirtækjum , þ.á m. í vinnuréttarsambandi , skal slíkur notandi teljast ábyrgur fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram þegar hann eða einhver á hans vegum notar þjónustuna , þ. á m. aukanotendur . Skulu aðilar gera með sér skriflegan vinnslusamning um vinnslu Símans óski notandi þess . Um notkun lausnarinnar í vinnuréttarsambandi , eða öðrum tilvikum þar sem notandi útvegar og / eða hefur aðgang að aðgöngum aukanotenda , fer að öðru leyti eftir samkomulagi þeirra sín á milli og eru slíkir samningar Símanum óviðkomandi . Varðveislutími Persónuupplýsingar notanda verða ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar . Séu persónuupplýsingar óáreiðanlegar mun Síminn , með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar , gera viðeigandi ráðstafanir til þess að þær verði leiðréttar eða þeim eytt . Notandi hefur rétt til andmæla söfnun Símans á persónuupplýsingum telji hann að slík söfnun sé ekki í samræmi við tilgang hennar , að meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að sama árangri væri hægt að ná með mildari aðferðum . Kvartanir og beiðnir Kvartanir og beiðnir notanda vegna vinnslu Símans á persónuupplýsingum í tengslum við hugbúnaðarlausnina skal koma á framfæri við Símann með skriflegum hætti eða með því að hafa samband símleiðis við þjónustuver . Aukanotandi skal beina kvörtunum og beiðnum til viðeigandi notanda með aukinn aðgang , eða eftir atvikum til Persónuverndar ef ágreiningur er til staðar . Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans að Spotify Premium og Spotify Premium for Family . Verð fyrir þjónustuna er auglýst hér . Allir viðskiptavinir Símans geta greitt Spotify Premium og Spotify Premium for Family á símareikningi . Uppsögn á Spotify Premium og Spotify Premium for Family tekur gildi næstu mánaðamót á eftir . Við uppsögn á fjarskiptaþjónustu mun viðkomandi fjarskiptaþjónusta loka samstundis . Síminn Pay Persónuverndarstefna og skilmálar fyrir Pay . Pay er greiðslulausn sem dótturfélag Símans hf. , Farsímagreiðslur ehf. , bjóða í formi Apps ( snjallforrits ) á Google Play og í Apple App Store . Með því að skrá þig sem notanda í Pay og staðfesta að þú hafir kynnt þér , skilið og samþykkt neðangreinda skilmála hefur þú undirgengist skilmála Farsímagreiðslna ehf. , kt. 471103-2250 , Ármúla 25 , 108 Reykjavík , ( hér eftir „ Farsímagreiðslur “ eða „ við “ ) , eins og þeir eru á hverjum tíma , og fela þeir í sér heildarsamning milli okkar og þín sem notanda , um notkun Pay ( einnig vísað til sem „ samningsins “ ) . Í skilmálum þessum er einnig vísað til lausnarinnar Pay sem „ lausnarinnar “ , „ Pay “ og / eða „ Appsins “ . Notandi skal kynna sér vandlega skilmála þessa áður en stofnaður er aðgangur í Pay og er samþykki skilmálanna forsenda þess að notandi megi og geti notað lausnina . Óski notandi eftir hliðræðu afriti af skilmálum þessum skal notandi koma slíkri beiðni á framfæri við Farsímagreiðslur . Notandi er jafnframt hvattur til að vista afrit af þeim skilmálum sem hann samþykkir áður en hann byrjar að nota Pay . Skilmálar Pay , eins og þeir eru hverju sinni , eru birtir á www.siminn.is og einnig aðgengilegir í gegnum Appið Pay . Leiðbeiningar um notkunarmöguleika lausnarinnar eru að finna á www.siminn.is / pay , m.a. um hvernig notandi getur nálgast greiðslukvittun eða greiðslusögu sína . Skilmálar þessir hafa ekki áhrif á þau gjöld og / eða kostnað sem notandi kann að þurfa greiða fjarskiptafélagi sínu , viðskiptabanka , kortaútgefanda sínum eða öðrum þriðju aðilum í tengslum við þjónustu umræddra aðila sem byggja á lausninni . 1.1 . Skilyrði fyrir notkun Pay Til þess að notandi geti notað lausnina Pay þarf hann að hafa : snjalltæki ( snjallsíma eða lófatölvu ) þar sem hann hefur hlaðið niður Pay úr App Store , eða Google Play , greiðslukort ( debet - og / eða kreditkort ) útgefið til handa notanda á Íslandi , farsímanúmer , og Við stofnun aðgangs í Appinu þarf notandi að skrá framangreindar upplýsingar í nýskráningarferli Pay , ásamt nafni sínu og kennitölu . Í þeim tilvikum getur notandi tengt greiðslukort lögaðila við lausnina . Það er hins vegar forsenda fyrir notkun á fyrirtækjakorti að forsvarsmaður lögaðila hafi sérstaklega samþykkt notkun á kortinu með virkjunarkóða . Hugtakið „ notandi “ í skilmálum þessum skjal jafnframt eiga við um lögaðila þann sem er rétthafi fyrirtækjakortsins auk hins eiginlega notanda , eftir því sem við á . Við áskiljum okkur rétt til að meina aðilum skráningu sem notanda í Pay ef við teljum slíka skráningu ekki þjóna viðskiptalegum hagsmunum okkar . Aðgangur notanda að Pay skal aðeins vera notaður af honum sjálfum og er notanda óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með þriðja aðila eða á annan hátt veita þriðja aðila aðgang að persónulegum aðgangi sínum að Pay . Notandi skal tryggja leynd aðgangsupplýsinga sinna og ber ábyrgð á hvers kyns tjóni sem kann að hljótast af því að aðgangsupplýsingar rati til þriðja aðila , hvort sem það er með vitneskju notanda eður ei . Notandi sem auðkennir sig með réttu lykilorði , sbr. gr. 1.3 . , er álitinn réttur eigandi viðkomandi notendaaðgangs að Pay og hefur einungis sá aðili heimild til að framkvæma aðgerðir á þeim notendaaðgangi í Pay . Notandi ber ávallt fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem staðfestar hafa verið með framangreindum hætti í Pay . Við nýskráningu ber notanda að auðkenna sig , annað hvort með rafrænum skilríkjum í lausninni eða með notkun kóða sem notandi fær sendan í netbanka sinn . Að innskráningu lokinni skal notandi velja staðfestingarkóða ( hér eftir „ PIN-númer “ ) sem notandi skal nota til auðkenningar í hvert sinn sem hann greiðir með Pay . Vegna öryggisástæðna skal notandi ekki hafa sama PIN-númer fyrir Pay og hann notar sem aðgangskóða til þess að aflæsa snjallsíma sinn . PIN-númerið skal heldur ekki vera það sama og fyrir skráð greiðslukort notanda í Pay . Notandi getur jafnframt valið á eigin ábyrgð að auðkenna greiðslur í Pay með fingrafari , styðji snjalltæki notanda slíka auðkenningarleið . Notandi skal tryggja að aðeins hans fingrafar sé skráð í símtækinu vegna öryggisástæðna . Sé slík auðkenningarleið notuð er hún á ábyrgð notanda . Við notkun á fingrafari sem auðkenningarleið berast engar upplýsingar um fingrafarið til okkar . Í þeim tilvikum sem við teljum þörf á , til eflingar öryggis lausnarinnar , kann notanda að vera skylt að auðkenna sig í fleiri tilvikum við notkun lausnarinnar . Við skráningu í lausnina og notkun hennar verða til upplýsingar sem Farsímagreiðslur safna og tengjast notanda , þ. á m. greiðslusaga notanda og greiðslukvittanir , sem og upplýsingar sem notandi skráir í lausnina , sbr. gr. 1.1 . og 1.3 . Þessar upplýsingar teljast til persónugreinanlegra upplýsinga í skilningi laga nr. 90 / 2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ( „ persónuverndarlög “ ) . Áréttað er að greiðslukortaupplýsingar eru aldrei aðgengilegar okkur . Í Persónuverndarstefnu Pay , sem aðgengileg er á vefsíðu www.siminn.is / pay og í Appinu , er að finna nánari upplýsingar um hvernig unnið er með þær upplýsingar sem safnast við skráningu í lausnina og notkun hennar . Persónuverndarstefna þessi skal teljast hluti af samningi þessum og skal notandi því kynna sér hana vel áður en hann hefur notkun á lausninni . Nánari upplýsingar um þær öryggisráðstafanir sem Farsímagreiðslur nota til að vernda persónuupplýsingar notenda Pay eru að finna í gr. 6. 1.5 . Kvittanir söluaðila Í hvert sinn sem notandi greiðir fyrir vörur eða þjónustu með lausninni munu Farsímagreiðslur óska eftir afriti af greiðslukvittun frá viðkomandi söluaðila í þeim tilgangi að geta birt notanda kvittunina í Pay . Hafi notandi samþykkt það sérstaklega í Appinu getur hann einnig fengið greiðslukvittanir sínar birtar í Pay þótt hann hafi ekki notað Pay við framkvæmd greiðslu , svo lengi sem hann greiddi með greiðslukorti sem skráð er í Pay . Slíkt er einungis mögulegt þegar um greiðslu hjá söluaðila er að ræða sem býður upp á greiðsluúrræði Pay . 2.1 . Notkunarmöguleikar Með Pay getur notandi greitt fyrir vöru og / eða þjónustu á sölustað sem býður upp á greiðslur með Pay . Hafi notandi skráð fleiri greiðslukort í Pay er það alfarið á ábyrgð notanda að gæta þess að velja rétt greiðslukort við hverja notkun á Pay . Þegar notandi velur að greiða með Pay ( t.d. til að greiða fyrir vöru eða þjónustu ) er leitað eftir úttektarheimild fyrir upphæðinni hjá kortaútgefanda viðkomandi korts sem notandi hefur valið . Á framangreint bæði við um debet - og kreditkort . Kortaútgefandi metur hvort umbeðin úttekt sé heimiluð af greiðslukortinu . Hafni kortaútgefandi umbeðinni úttekt af greiðslukortinu er færslunni hafnað í Pay . Þegar notandi hefur auðkennt og samþykkt greiðslu með Pay getur hann ekki afturkallað greiðsluna . Upplýsingar um greiðslusögu í Pay eru aðgengilegar notanda í Appinu meðan hann hefur virkan notendaaðgang . Notanda er með öllu óheimilt að nota Pay : til að áreita aðra notendur Pay eða þriðju aðila ; til að ná í fjármuni af öðru greiðslukorti en sínu eigin , eða fyrirtækjakorti sem notandi hefur fengið rétt til að nota , eða til að ná í fjármuni eða færa fjármuni með óheiðarlegum eða saknæmum hætti ( eða aðstoða aðra við að gera slíkt ) ; til að framkvæma aðgerðir sem brjóta gegn skilmálum þessum , lögum og / eða stjórnsýslufyrirmælum ; til að eiga frumkvæði að , eða hafa milligöngu um , óumbeðin samskipti við einn eða fleiri notendur Pay ( s.k. „ spam “ ) ; til að falsa , brjóta , breyta , skemma , trufla eða á nokkurn annan hátt , að hafa áhrif á öryggi og öryggisþætti lausnarinnar í þeim tilgangi að skoða eða misnota upplýsingar sem eru notanda óviðkomandi . Verði notandi var við veikleika í öryggisþáttum ber honum að tilkynna okkur um það án tafar ; og / eða til að brjóta gegn höfunda - eða hugverkarétti Farsímagreiðslna , Símans og / eða dótturfélags þess ; Verðum við vör við ofangreinda notkun á lausninni áskiljum við okkur rétt til að læsa fyrirvaralaust aðgangi viðkomandi notanda að Pay og rifta um leið samningi þessum , sbr. gr. 3. og 4.2 . í skilmálum þessum . 2.3 . Vildar - og meðlimakort söluaðila Í gegnum Pay getur notandi sótt um og / eða virkjað vildar - og meðlimakort frá samstarfsaðilum okkar , og notið afsláttarkjara með notkun á lausninni . Notkun á vildar - og meðlimakortunum er háð samþykki á skilmálum samstarfsaðila okkar sem eftir atvikum eru birtir , fyrir hönd samstarfsaðila , í lausninni . Þegar notandi hefur skráð vildar - og / eða meðlimakort í lausnina getur hann notið þeirra afsláttarkjara sem viðkomandi söluaðilar veita með notkun á greiðslukortum þeim sem notandi hefur jafnframt skráð í lausnina . Farsímagreiðslur hafa enga aðkomu að því sambandi sem stofnast milli notanda og viðkomandi söluaðila hvað varðar notkun á vildar - eða meðlimakorti þess síðarnefnda , að öðru leyti en að hafa milligöngu hvað varðar umsókn um skráningu og / eða virkjun á kortinu . Söluaðili hefur þannig t.a.m. ákvörðunarvald yfir því hvort / hvaða afsláttarkjör skuli veita notanda á grundvelli kortsins , hvernig nota má kortið o.s.frv . Þá ber söluaðili alfarið ábyrgð gagnvart notanda komi upp ágreiningur um afsláttarkjör og virkjun á slíkum kjörum , þ.á m. hjá söluaðila og eftir atvikum þriðju aðilum . Um vinnslu Farsímagreiðslna á persónuupplýsingum notanda fyrir hönd söluaðila vísast í Persónuverndarstefnu Pay auk þess sem vísað er í persónuverndarstefnu söluaðila . 2.4 . Tilboðsgátt samstarfsaðila Í gegnum Pay getur notandi valið um að virkja afslætti og / eða tilboð frá samstarfsaðilum okkar á vörum / þjónustu samstarfsaðila og / eða þriðja aðila . Virkjun tilboða / afslátta er háð samþykki á skilmálum viðkomandi samstarfsaðila . Farsímagreiðslur hafa enga aðkomu að því sambandi sem stofnast milli notanda og viðkomandi samstarfsaðila og mögulega þriðja aðila hvað varðar notkun á afsláttarkjörum / tilboðum í tilboðsgáttinni . Hlutverk Farsímagreiðslna er aðeins að hafa milligöngu hvað varðar birtingu á umræddum afsláttum / tilboðum , að halda utan um hvaða notendur hafa virkjað hvaða afslætti / tilboð , og að senda markaðsskilaboð til notenda í gegnum appið ( e. push notification ) samkvæmt fyrirmælum samstarfsaðila . Samstarfsaðili hefur alfarið ákvörðunarvald yfir því hvort og hvaða afsláttarkjör eða tilboð eru í boði á hverjum tíma og hvort slíkir afslættir / tilboð eru háð einhverjum skilyrðum . Þá ber viðkomandi samstarfsaðili alfarið ábyrgð gagnvart notanda komi upp ágreiningur um afsláttarkjör og virkjun á slíkum kjörum . Í þeim tilvikum þar sem afsláttarkjör / tilboð eru háð sérstöku skilyrði , t.d. að tilboð sé einungis í boði fyrir viðskiptavini samstarfsaðila , kann samstarfsaðili að fela Farsímagreiðslum að sannreyna hvort notandi Pay uppfylli slík skilyrði í samstarfi við viðkomandi samstarfsaðila . Um vinnslu Farsímagreiðslna á persónuupplýsingum notanda fyrir hönd samstarfsaðila vísast í Persónuverndarstefnu Pay auk þess sem vísað er í persónuverndarstefnu samstarfsaðila . Í gegnum Pay getur notandi valið um að virkja sérstaka gátt til að geta skráð ökutæki í og úr gjaldskyldu bílastæði og um leið greitt fyrir bílastæðið með Pay . Virkjun bílastæðagáttarinnar er háð samþykki á skilmálum þeirrar gáttar . Nánari upplýsingar um virknina , þ.m.t. varðandi notkun og greiðslur fyrir gjaldskyld bílastæði , eru að finna í skilmálum bílastæðavirkninnar í Appinu . Um vinnslu Farsímagreiðslna á persónuupplýsingum notanda í tengslum við bílastæðavirknina vísast einnig til skilmála bílastæðavirkninnar í Appinu . Vakin er athygli á því að Farsímagreiðslur kunna að koma fram sem sameiginlegur ábyrgðaraðili vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við gjaldskyld stæði , ásamt viðkomandi innheimtuaðila gjaldskyldra bílastæða , eins og nánar er lýst í skilmálunum . Læsing aðgangs Farsímagreiðslur áskilja sér rétt til að læsa aðgangi notanda að Pay án fyrirvara í eftirfarandi tilvikum , ef : notandi óskar eftir því símleiðis í síma 800-7000 ( t.d. ef snjalltæki notanda hefur týnst eða ef grunur eru uppi um að þriðji aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar notanda ) , greiðslukorti notanda , sem skráð eru í Pay , hefur verið lokað , notandi notar Pay með óheimilum hætti , sbr. gr. 2.2 . , eða aðstoðar aðra við að gera slíkt , grunur er uppi , að mati okkar , um að aðgangur notanda sé notaður með saknæmum hætti , hvort sem það er af óviðkomandi aðila eða notanda sjálfum , aðrar ótilgreindar ástæður eru fyrir hendi sem við teljum nægjanlegar til að læsa aðgangi í þeim tilgangi að vernda öryggi notanda , annarra notenda og / eða Appsins , okkur er það skylt samkvæmt lögum eða fyrirmælum stjórnvalda eða dómstóla . Við læsingu á aðgangi reynum viðað tilkynna notanda um læsinguna við fyrsta tækifæri , annað hvort áður eða strax eftir að aðgangur hefur verið læstur . Í tilkynningu frá okkur er upplýst um ástæðu og tímasetningu læsingar , nema óheimilt sé skv. lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum að veita slíkar upplýsingar . Við áskiljum okkur þó rétt til að tilkynna ekki um ástæður læsingar ef við teljum slíkar upplýsingar geta stefnt öryggi Pay eða aðgangi notandans eða annarra notenda í hættu . Læsing aðgangs felur ekki í sér uppsögn / riftun samnings af hálfu okkar , sbr. gr. 4 , nema slíkt sé sérstaklega tekið fram . Upplýsingar um notanda , þ. á m. greiðslusaga hans og greiðslukvittanir , varðveitast áfram í Appinu þrátt fyrir að aðgangi hans hafi verið læst , þar til samningi er sagt upp eða rift , sbr. gr. 4 og Persónuverndarstefnu Pay . Aðgangi notanda að Pay verður ekki lokað nema með uppsögn eða riftun þessa samnings . Vakin er athygli á því að læsing aðgangs , sbr. gr. 3 , hefur ekki í för með sér uppsögn samnings og lokun aðgangs . Notandi getur lokað aðgangi sínum að Pay hvenær sem er , með því að eyða aðgangi sínum í Appinu ( undir flipanum „ Eyða aðgangi “ ) . Með því að eyða aðgangi í Appinu er notandi um leið að segja upp samningi þessum . Uppsögn notanda tekur gildi strax . Hafi snjalltæki notanda týnst eða verið stolið getur notandi tilkynnt okkur um uppsögn í Netspjalli Símans á siminn.is eða haft samband í síma 800-7000 . Hafi notandi sagt upp fjarskiptaþjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki hefur það ekki í för með sér uppsögn á Pay . Vakin er athygli á að eyðing Appsins Pay úr snjalltæki notanda felur ekki í sér uppsögn á samningi þessum eða eyðingu á aðgangi notandans . Ef notandi eyðir aðgangi sínum í Appinu og segir þar með upp samningi þessum mun hann ekki lengur geta nýtt sér lausnina Pay . Við getum sagt upp samningi þessum við notanda hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara . Skal slík uppsögn berast notanda skriflega , svo sem með tölvupósti . Við þurfum ekki að tilgreina ástæðu uppsagnar , en einkum gæti uppsögn átt sér stað ef notandi brýtur gegn skilmálum Pay eða öðrum viðeigandi skilmálum okkar , stofnar öryggi Pay í hættu eða fylgir ekki fyrirmælum okkar . Að uppsagnarfresti liðnum lokast sjálfkrafa aðgangur notanda að Pay . Við áskiljum okkur rétt til að rifta samningnum án fyrirvara og þar með eyða aðgangi notanda fyrirvaralaust , ef eitthvert neðangreindra skilyrða á við : notandi fer ekki eftir skilmálum þessum , lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum við notkun á Pay , notandi fer ekki að fyrirmælum okkar við notkun Pay , notandi hefur í frammi ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki okkar , Símans eða öðrum notendum Pay , ef okkur er það skylt skv. fyrirmælum frá stjórnvöldum eða dómstólum . Um varðveislu upplýsinga um notanda og greiðslusögu hans fer skv. gr. 5 í Persónuverndarstefnu Pay . Ópersónugreinanleg gögn um notkun notanda á lausninni varðveitast áfram ótímabundið . Hafi Farsímagreiðslur rift samningi við notanda vegna athæfis sem varðar við lög eða stjórnvaldsfyrirmæli áskilja Farsímagreiðslur sér rétt til að leita réttar síns eða kæra viðkomandi til lögreglu . Slíkur réttur skal einnig vera til staðar vakni grunur um saknæma háttsemi jafnvel þó svo að Farsímagreiðslur ákveði að rifta ekki samningi við notanda . Ábyrgð 5.1 . Ábyrgð notanda Öll notkun Pay er á ábyrgð notanda . Notandi ber ábyrgð á aðgangsupplýsingum sínum að Pay og öryggi þeirra , sbr. gr. 6 . Hið sama á við um greiðslukortaupplýsingar sem hann skráir í Pay . Ber honum að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðili komist yfir snjalltæki hans ( sem tengt er Pay ) og aðgangsupplýsingar hans . Hafi snjalltæki notanda týnst eða verið stolið ber notandi ábyrgð á því að biðja okkur um að læsa aðgangi sínum , sbr. gr. 3 . Notandi ber ábyrgð á því að næg heimild / innistæða sé á greiðslukorti þegar hann framkvæmir greiðslu með Pay . Notandi viðurkennir og samþykkir með skilmálum þessum að allar greiðslur eru óafturkræfar ef auðkenni notanda hefur verið notað til staðfestingar í Pay . Notandi ber ábyrgð á að fylgjast með greiðslusögu sinni á Pay í Appinu . Telji notandi að greiðsla hafi átt sér stað án hans heimildar og / eða án auðkenningar í Pay ber honum að tilkynna okkur slíkt án tafar . Ábyrgð Farsímagreiðslna Komi í ljós galli í lausninni , sem veruleg áhrif hefur á virkni lausnarinnar , ber Farsímagreiðslum að lagfæra hann sé slíkt mögulegt . Verði notandi fyrir tjóni í tengslum við notkun lausnarinnar bera Farsímagreiðslur enga ábyrgð á slíku tjóni megi rekja það til vanrækslu notanda eða brota hans á skilmálum þessum . Það sama á við hafi notandi notað lausnina með saknæmum eða ólögmætum hætti eða hafi notandi veitt þriðja aðila aðgang að Pay . Farsímagreiðslur bera ekki ábyrgð á að vinnsla í lausninni stöðvist tímabundið . Þá bera Farsímagreiðslur enga ábyrgð á þeim vörum / þjónustu sem notandi greiðir fyrir með Pay , þeirri færsluhirðingu sem á sér stað í tengslum við notkun Pay , réttleika þeirra gagna sem berast frá söluaðila , eða annarra atvika sem tengjast þjónustu þriðju aðila eða atriðum sem notandi lausnarinnar ber sjálfur ábyrgð á samkvæmt skilmálum þessum . Það sama á við um ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis eða rofa á fjarskiptum . Farsímagreiðslur bera í engu tilviki ábyrgð á öðru en beinu tjóni notanda . Þannig bera Farsímagreiðslur ekki ábyrgð á rekstrartapi notanda og / eða þriðja aðila , né heldur afleiddu tjóni slíkra aðila , þ.m.t. glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði , hvort sem tjónið er rakið til galla , skemmda eða eyðileggingar á lausninni eða til annarra ástæðna , jafnvel þó að Farsímagreiðslum hafi verið tilkynnt um möguleikann á slíku tjóni . Í öllum tilvikum skal ábyrgð Farsímagreiðslna , þ.á m. vegna hvers konar mistaka , villna , vanrækslu ( svo sem í tengslum við öryggisráðstafanir ) , truflana , tafa , tjóns eða galla á lausninni , takmarkast við kr. 200.000 , að því marki sem heimilt er á grundvelli ófrávíkjanlegra laga . Ef Farsímagreiðslur geta ekki uppfyllt skyldur sínar vegna neyðarréttarlegra eða óviðráðanlegra atvika ( force majeure ) falla skuldbindingar hans , þ.m.t. möguleg bótaábyrgð , niður á meðan slíkt ástand varir . 6.1 . Öryggisráðstafanir á ábyrgð notanda Notandi ber ábyrgð á að gæta öryggis aðgangsupplýsinga sinna að Pay , svo sem PIN-númeri sínu . Notandi skal eftir fremsta megni reyna koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi hans að Pay , t.d. með því að veita aldrei þriðja aðila aðgang að snjalltæki sínu þar sem Pay er aðgengilegt eða með því að læsa snjalltæki með kóða eða takkalæsingu . Notandi á ekki að upplýsa aðra um slíka aðgangskóða . Gruni notanda að aðgangsupplýsingum hans , t.d. PIN-númeri , hafi verið stolið eða þær notaðar í leyfisleysi af þriðja aðila , ber notanda að breyta PIN-númeri sínu án tafar og hafa samband við okkur . Ef símtækið , sem notandi hefur til umráða til að nýta Pay , tapast eða er stolið ber notanda að læsa aðgangi sínum með því að tilkynna atvikið til okkar um leið , sbr. gr. 3 . Greiðsla , sem framkvæmd hefur verið með Pay og sem hefur verið auðkennd með réttum upplýsingum frá notanda , telst gild og samþykkt af notanda . Ef annar aðili hefur aðgang að þessum upplýsingum og tekst að komast í gegnum auðkennis - og öryggisathugun að aðgangi notanda , áskilja Farsímagreiðslur sér rétt til að líta svo á að greiðslur sem kunna að vera framkvæmdar með Pay séu samþykktar af notanda og ábyrgist félagið ekki tjón sem af þeim hlýst . Teljum við að gögn og upplýsingar bendi til þess að greiðsla , sem notandi hefur tilkynnt sem ranga , hafi í raun verið samþykkt og staðfest af notanda eða með réttum öryggisupplýsingum notanda , áskiljum við okkur rétt til að bakfæra leiðréttingu sem kann að hafa farið fram á grundvelli tilkynningar notanda um meinta óheimila greiðslu . Einnig kann aðgangi notanda að Pay að verða læst tímabundið , ef við teljum ástæðu til , svo sem ef við teljum vafa leika á auðkenningu notanda . Hið sama á við um notkunarmöguleika notanda í Appinu . Við gætum öryggis Pay með m.a. eftirfarandi ráðstöfunum : ekki eru vistaðar eða aðgengilegar greiðslukortaupplýsingar notanda hjá okkur , öll samskipti í Pay eru dulkóðuð , allar upplýsingar um notendur Pay og notkun þeirra í Appinu eru varðveittar í öruggu hýsingarumhverfi hjá vinnsluaðila Pay sem vottað er skv. upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 , og upplýsingar um notanda verða ekki afhentar eða unnar af þriðja aðila nema skv. skýrri lagaheimild , ákvörðun stjórnvalda eða dómstóla , á grundvelli undirritaðs vinnslusamnings eða með samþykki notanda , sbr. einnig Persónuverndarstefnu Pay . Kostnaður Lausnin er veitt notendum Pay að kostnaðarlausu og er ekkert skráningargjald , mánaðar - eða árgjald gjaldfært vegna notkunar á Pay Appinu . Engin þóknun er gjaldfærð þegar greiðsla er framkvæmd með Pay . Notandi ber eftir sem áður ábyrgð á greiðslu gjalda vegna fjarskiptaþjónustu sem hann kaupir frá sínu fjarskiptafélagi vegna notkunar á snjalltæki sínu , t.d. notkun á gagnamagni . Hið sama á við um gjöld sem viðskiptabanki , kortaútgefandi eða færsluhirðir notanda kann að gjaldfæra notanda um vegna þjónustu sem þessir aðilar veita honum , t.d. vegna notkunar á greiðslukorti notanda sem skráð er í Pay . Höfunda - og hugverkaréttur Samningur þessi hefur ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfunda - eða hugverkarétti frá Farsímagreiðslum , Símanum eða dótturfélögum þess til notanda . Allt innihald Appsins og vefsvæðis er í eigu Farsímagreiðslna , Símans eða dótturfélaga þess , þar með talið vörumerkið Pay , texti , hönnun , grafík , ljósmyndir , myndir og ritstýrt efni er varið höfundarétti . Notanda er einungis heimilt að nýta sér upplýsingar eða efni af vefsíðu Símans eða Appinu Pay til persónulegra nota í samræmi við skilmála þessa . Dreifing , fjölföldun eða endurútgáfa af höfundavörðu efni Farsímagreiðslna , Símans eða dótturfélaga þess er með öllu óheimil . 9.1 . Tæknilegar breytingar eða uppfærslur Við áskiljum okkur rétt til að gera tæknilegar breytingar eða uppfærslur á Pay þegar þörf krefur , þ.á m. til að bæta lausnina . Munum við tilkynna notendum um slíkar breytingar í þeim tilvikum sem þær gætu haft áhrif á notkun á Pay eftir því sem unnt er . Munu tilkynningar birtast á vefsíðu Pay ( www.siminnpay.is ) . 9.2 . Breytingar á skilmálum Pay Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra skilmála þessa . Nýjasta útgáfa skilmála þessa er aðgengileg á vefsíðu Pay ( www.siminnpay.is ) og í gegnum Appið . Breytingar á skilmálum Pay verða kynntar notendum með skriflegum hætti , svo sem með skilaboðum í gegnum Appið eða tölvupósti . Samþykki notandi ekki breytta skilmála Pay getur notandi ekki lengur nýtt sér lausnina eftir að breyttir skilmálar taka gildi og verður aðgangi hans þá sjálfkrafa læst og aðgangi hans eytt að einum mánuði liðnum . Farsímagreiðslum er heimilt að framselja , að hluta eða öllu leyti , réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum með tilkynningu til notanda en notanda er það óheimilt án samþykkis Farsímagreiðslna . Þá er Farsímagreiðslum heimilt að útvista verkefnum í tengslum við samning þennan , að hluta eða öllu leyti , til þriðja aðila , í samræmi við heimildir laga . Samskipti við notanda Farsímagreiðslur áskilja sér rétt til að senda notanda skilaboð sem tengjast notkun eða virkni Pay , svo sem með því að senda tölvupóst , SMS eða skilaboð í gegnum Appið . Farsímagreiðslur áskilja sér jafnframt rétt til að óska eftir samþykki notanda til að senda honum markaðsskilaboð , þ.á m. frá þriðja aðila . Unnt er að afturkalla slíkt samþykki hvenær sem er . Óski notandi þess að koma á framfæri ábendingu eða kvörtun vegna Pay er unnt að hafa samband í Netspjallið á siminn.is eða með því að hafa samband í síma 800-7000 . Komi upp ágreiningur milli notenda Pay , hvort sem er í samskiptum milli þeirra eða viðskiptum sem tengjast notkun á Pay , ber notendum að reyna ná sátt sín á milli . Við berum enga ábyrgð á ágreiningi milli notenda Pay og verður ekki milligönguaðili vegna slíks ágreinings . 12.2 . Ágreiningur milli notanda og söluaðila / færsluhirðis / kortaútgefanda Við berum ekki ábyrgð á ágreiningi milli notanda og söluaðila og / eða þess færsluhirðis sem þjónustar viðkomandi söluaðila , sbr. einnig gr. 5.2 . Jafnframt berum við ekki ábyrgð á virkni , útgáfu eða greiðsluheimild þess greiðslukorts sem notandi Pay skráir í lausnina . Ágreining um slík atriði þarf að bera undir kortaútgefanda greiðslukortsins . Annað Við áskiljum okkur rétt til að hætta að bjóða lausnina Pay hvenær sem er án sérstakra skýringa . Komi til þess verður notendum tilkynnt um það með hæfilegum fyrirvara . Lögsaga og varnarþing Um skilmála þessa og lausnina Pay gilda íslensk lög . Rísi ágreiningur milli notanda og Farsímagreiðslna vegna lausnarinnar Pay , sem ekki reynist unnt að leysa með farsælum hætti milli aðila , skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur . Gildistími Skilmálar þessir eru gefnir út af Farsímagreiðslum . Skilmálarnir tóku gildi þann 22. febrúar 2018 og voru uppfærðir síðast í október 2019 . Frekari leiðbeiningar um notkun og virkni Snjallari Bíla eru aðgengilegar hér á vefnum . Síminn sendir næst skilaboð til viðkomandi með leiðbeiningunum hvernig hægt er að virkja aðganginn að lausninni . Ákveði notandi að deila aðgangsupplýsingum með þriðja aðila , eða á annan hátt veita þriðja aðila aðgang að aðgangi sínum að Snjallari Bílum , skal það alfarið vera á ábyrgð notanda . Telji notandi að óviðkomandi þriðji aðili hafi komist yfir aðgang hans skal hann tilkynna það tafarlaust til Símans , sbr. gr. 7.3 . Berist Símanum fyrirspurnir frá aukanotanda sem varða aðgang hans að lausninni , eyðingu upplýsinga um hann eða annað sem tengist vinnslu upplýsinga um hann við notkun lausnarinnar mun Síminn eftir fremsta megni beina slíkum beiðnum áfram til notanda , nema í þeim tilvikum sem Símanum telur að félaginu sé heimilt eða skylt að bregðast við fyrirspurninni án frekari aðkomu notanda . Skilmálar þessir gilda , eftir því sem við á , um notkun aukanotanda á lausninni þ.m.t. , en þó ekki takmarkað við , gr. 2.5 . Um leið og notandi byrjar að nota lausnina fyrirgerir notandi hins vegar rétti sínum til þess að falla frá samningnum . Lausn virkjuð Til þess að virkja lausnina þarf notandi að tengja kerfið við tækjabúnað ( t.d. ökurita ) . Frekari leiðbeiningar um tengingu búnaðar við lausnina má finna á www.siminn.is . Upplýsingar um aukanotendur eru aðgengilegar notanda með aukinn aðgang í gegnum vefviðmót og smáforrit ( Appi ) lausnarinnar . Notandi ber ábyrgð á uppsetningu á tækjabúnaði nema um annað sé samið og greitt fyrir á grundvelli gjaldskrár Símans . Í þeim tilvikum sem Síminn hefur útvegað leiðbeiningar og fyrirmæli um tengingu búnaðar við ökutæki skal notandi fylgja þeim í hvívetna . Um ábyrgð á tækjabúnaði sem notandi hefur keypt af Símanum skal fara eftir því sem segir í gr. 4.2 . Þóknun Þóknun 3.1 . Notandi er gjaldfærður mánaðarlega fyrirfram fyrir notkun lausnarinnar . Annað Notandi ber eftir sem áður ábyrgð á greiðslu gjalda vegna fjarskiptaþjónustu sem hann kaupir frá sínu fjarskiptafélagi vegna notkunar á snjalltæki sínu , t.d. notkun á gagnamagni . Framangreint tekur ekki til greiðslu vegna þess búnaðar sem notandi kýs að tengja við lausnina , sbr. gr. 2.4 . 4.2 Ábyrgð Símans Komi í ljós innan árs frá afhendingu búnaðar ( eða innan tveggja ára sé notandi neytandi í skilningi neytendalaga ) að tækjabúnaðurinn er gallaður ber Símanum að gera við eða útvega notanda nýjan búnað í samræmi við meginreglur laga um lausafjárkaup . Það sama gildir um galla í kerfinu , komi í ljós galli í því ber Símanum að gera við það í samstarfi við Modus . Þá ber Síminn ekki ábyrgð á mögulegu tjóni eða skemmdum sem kunna að verða á bifreið notanda við uppsetningu eða tengingu búnaðarins , nema um annað hafi verið samið sbr. gr. 2.4 . Í öllum tilvikum skal ábyrgð Símans , vegna hvers konar mistaka , villna , vanrækslu , truflana , tafa , tjóns eða galla á lausninni takmarkast við jafnvirði þeirrar þóknunar sem notandi hefur sannanlega greitt Símanum fyrir lausnina á síðustu 3 mánuðum fyrir það atvik sem orsakaði umrætt tjón , að því marki sem heimilt er á grundvelli ófrávíkjanlegra laga . Ef aðili getur ekki uppfyllt skyldur sínar vegna neyðarréttarlegra , óviðráðanlegra atvika ( force majeure ) falla skuldbindingar hans , þ.m.t. möguleg bótaábyrgð , niður á meðan slíkt ástand varir . Höfunda - og hugverkaréttur Allur hugverkaréttur að kerfinu er annað hvort eign Símans eða þriðja aðila , þ.á m . Dreifing , fjölföldun , endurútgáfa eða annars konar sambærileg notkun af höfundavörðu efni Símans eða Modus er með öllu óheimil . 6.1 Við notkun þjónustunnar verða til upplýsingar um notkun þeirra bifreiða sem tengdar hafa verið kerfinu , þ.á m. um staðsetningu , aksturslag , bilanir og / eða viðhaldsþörf bifreiðanna . Breytingar og samskipti 7.1 Tæknilegar breytingar eða uppfærslur Síminn áskilur sér rétt til að gera tæknilegar breytingar eða uppfærslur á Snjallari Bílum þegar þörf krefur , þ.á m. til að bæta lausnina . Mun Síminn tilkynna notanda um slíkar breytingar í þeim tilvikum sem slíkar breytingar geta haft áhrif á notkun á Snjallari Bíla eftir því sem unnt er . 7.2 Breytingar á skilmálum Snjallari Bíla Síminn áskilur sér rétt til að uppfæra skilmála þessa . Hvers konar samskiptum til Símans , þ. á m. ábendingar og kvartanir , skulu fara fram með eftirfarandi hætti : í Þjónustuveri Símans 800-7000 Í Netspjalli Símans á siminn.is Frekari upplýsingar um tilkynningaraðferð og / eða -form gætu verið birtar á vefsvæðinu www.siminn.is eða í skilaboðum frá Símanum til notanda og eftir atvikum aukanotanda . og Persónuverndarstefnu Símans . Með sama hætti felur það ekki í sér uppsögn á samningi fjarlægi notandi tækjabúnað úr bifreið sinni eða aftengi hann kerfið með öðrum hætti . Síminn áskilur sér rétt til að rifta samningnum án fyrirvara og þar með eyða aðgangi notanda , og eftir atvikum aukanotanda , fyrirvaralaust ef eitthvert neðangreindra skilyrða á við : notandi eða aukanotandi fer ekki eftir skilmálum þessum , lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum við notkun á Snjallari Bílum , sbr. einkum gr. 2.5 . Hafi Síminn rift samningi við notanda vegna athæfis sem varðar við lög eða stjórnvaldsfyrirmæli áskilur Síminn sér rétt til að leita réttar síns eða kæra viðkomandi til lögreglu . Slíkur réttur skal einnig vera til staðar vakni grunur um saknæma háttsemi jafnvel þó svo að Síminn ákveði að rifta ekki samningi við notanda . Framangreint á einnig við um athæfi eða háttsemi aukanotanda . Lögsaga og varnarþing Um skilmála þessa gilda íslensk lög . Rísi ágreiningur milli notanda og Símans vegna lausnarinnar Snjallari Bílar , sem ekki reynist unnt að leysa með farsælum hætti milli aðila , skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur . Gildistími Skilmálar þessir eru gefnir út af Símanum og gilda frá 1. september 2018 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi . Smáforrit ( app ) fyrir Sjónvarp Símans 2.1 Við virkjun þjónustunnar Sjónvarp Símans appið , samþykkir viðskiptavinur neðangreinda skilmála og verð fyrir þjónustuna , eftir því sem við á . Til þess að virkja „ Þættir í símann “ þarf viðskiptavinur að hafa gilda farsímaáskrift eða hafa skráð númer í fyrirframgreiddri farsímaþjónustu með reglulegum áfyllingum . Segi viðskiptavinur upp farsímaáskrift hjá Símanum eða engin virkni verður á fyrirframgreiddri farsímaþjónustu í mánuð eða lengur , þá lokast fyrir aðgang að Þættir í símann . Getur Síminn ákveðið að fjarlægja myndefni úr þjónustunni án nokkurs fyrirvara eða tilkynningar . |
Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans sem eru með skiptan reikning . Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans sem eru með skiptan reikning hjá Símanum , þ.e. GSM Yfirsýn eða GSM Þak . Skilmálarnir geta tekið breytingum en slíkar breytingar kynntar með minnst 30 daga fyrirvara á vef Símans www.siminn.is . Skiptur reikningur á milli fyrirtækis og starfsmanna þess Skiptur reikningur er til staðar þegar starfsmaður og fyrirtæki greiða hvor um sig hluta notkunar á farsímanúmeri í notkun viðkomandi starfsmanns . Skipting á greiðslu reiknings byggir á samkomulagi milli starfsmanns og fyrirtækis sem Síminn hefur enga aðkomu að . Fyrirtækið annast samskipti gagnvart Símanum og tilkynnir Símanum um fyrirkomulag skiptingar reiknings milli starfsmanns og fyrirtækis , óháð því hvort fyrirtækið eða starfsmaður er rétthafi viðkomandi númers . Áður en reikningi er skipt milli starfsmanns og fyrirtækis í fyrsta skipti skal fyrirtæki afla samþykkis frá starfsmanni . Síminn áskilur sér rétt til þess að tilkynna notanda númers að reikningi vegna símanotkunar verði skipt , telji Síminn ástæðu til og skal slík gert í fullu samráði við viðkomandi fyrirtæki . Síminn sér ekki um að tilkynna starfsmanni um breytingar á áskrift , eða öðru fyrirkomulagi skiptingar sem fyrirtæki tilkynnir Símanum , heldur ber fyrirtækið ábyrgð á því að halda eigin starfsmanni upplýstum . Fyrirtæki í viðskiptum við Símann ber í öllum tilvikum ábyrgð á því að upplýsa viðkomandi starfsmenn um breytingar á áskrift og / eða greiðslufyrirkomulagi númera með skiptan reikning áður en þær eru tilkynntar til Símans . Hafi starfsmaður ekki samþykkt breytingar sem fyrirtæki tilkynnir ber fyrirtækið fulla ábyrgð á greiðslu viðkomandi reiknings óháð fyrirkomulagi skiptingar . Fyrirtæki ber ábyrgð á því að færar sönnur fyrir samþykki starfsmanns óski Síminn eftir slíkum upplýsingum . Upplýsingagjöf Símans til starfsmanns sem er meðgreiðandi að reikning Starfsmaður hefur aðgang að eftirfarandi upplýsingum um viðkomandi áskrift sé hann aðili að skiptum reikningi : Upplýsingar um núverandi skiptingu greiðslu milli starfsmanns og fyrirtækis og / eða upphæð þaks greitt af fyrirtæki á þjónustuvef Einstaklinga Upplýsingar um sundurliðun notkunar sem gefur til kynna hvað er greitt af fyrirtæki og hvað er greitt af viðkomandi starfsmanni miðað við núverandi fyrirkomulag Ofangreind atriði eiga við óháð því hvort að starfsmaður er rétthafi númers eða ekki . Samþykki starfsmanns fyrir því að fyrirtæki greiði reikning vegna símanotkunar sem hann er rétthafi að , hvort sem er að hluta að öllu leyti , felur ekki í sér framsal númersins til fyrirtækis . Réttindi rétthafa Sé starfsmaður rétthafi númers hefur hann einn rétt á að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri , auk þess sem hann á rétt á að halda númerinu , hætti hann störfum hjá fyrirtækinu . Sé fyrirtæki rétthafi númers , hefur það ásamt starfsmanni rétt á að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri . Hætti starfsmaður störfum hjá fyrirtækinu heldur fyrirtækið númerinu . Rétthafi númers getur ákveðið á hvaða tímapunkti sem er að stöðva skiptan reikning og tekur þar með yfir ábyrgð á greiðslu reiknings að fullu . Slík tilkynning skal berast Símanum fyrir mánaðarmót og með með minnst mánaðar fyrirvara . Símanum er heimilt að tilkynna greiðanda um slíka beiðni . Réttindi greiðanda 5.1 Sá aðili sem er eingöngu greiðandi , en ekki notandi eða rétthafi númers , hefur ekki heimild til þess að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri nema með samþykki rétthafa . 5.2 Greiðandi getur ákveðið á hvaða tímapunkti sem er að stöðva skiptan reikning . Slík tilkynning skal berast Símanum fyrir mánaðarmót og með með minnst mánaðar fyrirvara . Símanum er heimilt að tilkynna rétthafa um slíkar tilkynningar . GSM þak , yfirsýn og snið GSM þak . Fyrirtæki skilgreinir fasta upphæð á mánuði sem það greiðir af farsímareikning starfsmanna . Með GSM Yfirsýn geta fyrirtæki skilgreint hvaða farsímanotkun starfsmenn greiða og hvaða notkun fyrirtækið greiðir . Eins og áður getur fyrirtæki greitt fasta upphæð á mánuði af farsímareikning starfsmanna ( GSM þak ) . Snið er skilgreining á því hvaða notkun fyrirtæki greiðir og hvaða notkun starfsmaður greiðir . Notast skal við skilgreiningar Símans hverju sinni á því hvaða möguleikar eru til staðar fyrir fyrirtæki í viðskiptum við Símann við að skipta notkun á milli fyrirtækis og starfsmanna eftir tegund notkunar og tíma sólarhrings . Að setja númer í snið hefur eingöngu áhrif á fyrirkomulag greiðslu fyrir notkun , en ekki mánaðargjöld . Fyrirtæki í viðskiptum við Símann getur stofnað allt að fimm mismunandi snið . Hvert snið er sett upp og gefið heiti samkvæmt beiðni viðkomandi fyrirtækis . Fyrirtækið ákveður hvaða númer eru sett í hvaða snið , en hvert númer getur aðeins tilheyrt einu sniði . Fyrirtæki getur flutt númer úr einu sniði í annað . Fyrirtæki getur tekið númer úr sniði og skilgreinir þá í framhaldinu hvernig greiðslu fyrir notkun skal háttað . Hægt er að breyta nafni sniðs , en ekki eiginleikum . Hafi snið verið vitlaust sett upp í upphafi er hægt að búa til nýtt snið og eyða því sem vitlaust var sett upp . Greiðslur og vanskil Hafi reikning verið skipt á milli starfsmanns og fyrirtækis , mun Síminn senda hvorum aðila um sig reikning fyrir þeirra hluta af notkun . Um greiðsluskilmála gilda Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu . Ef starfsmaður lendir í vanskilum með sinn hluta reiknings , áskilur Síminn sér rétt til innheimtu hjá viðkomandi fyrirtæki . Að öðru leyti gilda almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu . Fjarskiptaþjónusta Skilmálar fyrir almenna fjarskiptaþjónustu Sá , sem óskar að fá almenna fjarskiptaþjónustu , eða breytingar á þjónustu , sem hann hefur áður fengið ( áskrifandi ) , skal senda um það skriflega eða rafræna umsókn eftir því sem við á . Þar til gerð eyðublöð eru á afgreiðslustöðum og á heimasíðu Símans hf. og skal umsækjandi tilgreina fullt nafn , kennitölu og heimilisfang . Sá sem nýtur þjónustu Símans skuldbindur sig til þess að hlíta þeim almennu skilmálum sem gilda um notkun þjónustu Símans á hverjum tíma . Símasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign , nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir strengjum og öðrum símabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim , er pantar sambandið , að sjá um , að slíkt leyfi húseiganda fáist . Síminn ákveður , við hvaða stöð notendabúnaður skuli tengjast , númer hans og nánara fyrirkomulag og getur síðan breytt um númer , ef það telst nauðsynlegt . Áskrifendum fjarskiptaþjónustu er skylt að fara vel og gætilega með allan búnað í eigu Símans er þeir hafa til afnota , og eru þeir bótaskyldir á öllu því , sem aflaga fer og ekki stafar af eðlilegu sliti , svo og öllu því , er glatast úr þeirra vörslu í þessum efnum . Óheimilt er að tengja annan notendabúnað við kerfi Símans en sem uppfyllir kröfur 61. og 65. gr. fjarskiptalaga nr. 81 / 2003 og ber CE merkingu því til staðfestingar . Verði rof eða truflun á fjarskiptaþjónustu ber áskrifanda að taka notendabúnaðinn úr sambandi til þess að forðast frekara tjón . Síminn ber ekki ábyrgð á því , þótt fjarskiptasamband rofni um stund , en mun þó leitast við að koma fjarskiptasambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar . Verði óþarfur dráttur af hálfu Símans á viðgerð má krefjast endurgreiðslu á afnotagjaldinu í hlutfalli við þann tíma , er sambandið er rofið . Síminn tekur ekki á sig neina ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis , rofa á fjarskiptaþjónustu eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins eða mistaka við afgreiðslu símskeyta , hvort sem slíkt má rekja til línubilana , bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna . Símanum er heimilt að synja þeim um fjarskiptaþjónustu og / eða notendabúnað eða útiloka frá fjarskiptum um stundarsakir eða að fullu , sem eftir athugun reynist hafa verulega slæm áhrif á afgreiðslu fjarskiptaneta , eða ef búnaður þeirra er misnotaður , svo sem með endurteknum gabbhringingum eða öðrum truflunum . Sé samband einhvers áskrifanda oft upptekið þannig að fjarskiptanetið eða einstakir hlutar þess truflast að mati Símans , getur félagið krafist þess , að áskrifandi fallist á lagfæringar t.d. með því að fjölga línum . Síminn miðar við að þjónustubeiðnum , þ.m.t. beiðnum um nýjar tengingar við fastlínukerfi , rétthafabreytingar , viðtökur númera og um aðra þjónustuþætti , svo sem beiðnum um viðgerðir , sé sinnt eigi síðar en 14 dögum eftir að beiðni kemur fram , nema að óviðráðanleg atvik banni . Áskrifanda er kunnugt um að Síminn mun safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga , nr. 90 / 2018 . Markaðsrannsókna á grundvelli ópersónugreinanlegra upplýsinga . Á ákvæðið við hvort sem viðskiptavinur er einstaklingur og / eða fyrirtæki . Þeir , sem af ásettu ráði eða vítaverðu gáleysi valda skemmdum á notendabúnaði og fjarskiptanetum í eigu félagsins hafa fyrirgert rétti sínum til þjónustunnar og kunna að sæta kæru vegna brota á 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 / 1940 , nema verknaðinum sé þannig farið , að þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum . Um málsmeðferð fer skv. lögum nr. 19 / 1991 um meðferð opinberra mála . Greiðsluskilmálar Um gjald fyrir fjarskiptaþjónustu , sem og aðra þjónustu Símans , fer skv. sérstökum gjaldskrám sem Síminn gefur út og eru aðgengilegar hér . Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar á fjarskiptaþjónustu og búnaði , óháð því hvort notkunin hafi verið heimiluð eða ekki . Síminn leitast við að vara áskrifanda við ef notkun hans á fjarskiptaþjónustu breytist stórfellt á stuttum tíma án viðhlítandi skýringa og ef það kann að vekja grunsemdir . Glati áskrifandi fjarskiptabúnaði , eða honum er stolið , ber áskrifanda að tilkynna Símanum um það án tafar en áskrifandi er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins , sem og þjónustu honum tengdum , þar til slík tilkynning hefur borist Símanum . Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga , ella telst reikningur samþykktur . Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga , en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust , skal Síminn eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda . Reikninga ber að greiða á gjalddaga . Reikningar skulu sendir áskrifendum með góðum fyrirvara , eða birtir á vefsvæði þeirra áskrifenda sem þess hafa óskað . Útskriftargjald greiðist fyrir hvern heimsendan reikning . Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald . Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar . Fyrir enduropnun á fjarskiptaþjónustu og samkomulag um uppgreiðslu vanskila greiðast sérstök gjöld . Alþjónusta Undir alþjónustu fellur : i ) almenn talsímaþjónustaii ) aðstoð talsímavarðar ( handvirk þjónusta ) iii ) aðgangur að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtalaiv ) aðgangur að upplýsingaþjónustu um símanúmerv ) almenningssímarvi ) almennur gagnaflutningur með allt að 128 kb / s bitahraða Heimilt er að loka fyrir alþjónustu áskrifanda ef vanskil hafa staðið lengur en 30 daga frá eindaga útgefins reiknings fyrir alþjónustu , þó að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. mánuði fyrir lokun . Lokun skal almennt ekki beitt , ef vanskil ná ekki kr. 5.000 . Fyrsta mánuð eftir lokun símasambands skal vera opið fyrir innhringingu fyrir áskrifanda . Jafnframt skal áskrifandi geta hringt í neyðarnúmerið 112. Hafi Síminn fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni vegna alþjónustu á hendur áskrifanda , er heimilt að synja viðkomandi um frekari alþjónustu , nema að umrædd viðskiptaskuld sé gerð upp . Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt eða reynt að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila er heimilt að loka á alþjónustu án viðvörunar . Áskrifendum alþjónustu er heimilt að sækja fyrirfram um lokun fyrir aðrar þjónustutegundir , þ.m.t. þjónustu með yfirgjaldi . Fjarskiptaþjónusta utan alþjónustu , þ.m.t. þjónusta með yfirgjaldi Undir fjarskiptaþjónustu utan alþjónustu , og undir yfirgjaldsþjónustu , fellur : i ) þjónusta í 900 númerumii ) GSM fjarskiptaþjónusta iii ) gagnaflutningur umfram 128 kb / s bitahraða iv ) þjónusta í númerum 1444 , 1818 v ) SMS áskrift Heimilt er að loka á fjarskiptaþjónustu eftir eindaga reiknings , þar til skuld hefur verið að fullu greidd . Lokun skal almennt ekki beitt , ef vanskil ná ekki kr. 5.000 . Heimilt er að loka fyrir fjarskiptaþjónustu án fyrirvara ef svo stendur á sem hér er lýst : i ) Ef úttekt innan mánaðar vegna þjónustu sem fellur undir þennan kafla fer yfir 15.000 kr. hjá almennum áskrifendum.ii ) Ef Síminn hefur fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni á hendur viðkomandi.iii ) Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt er heimilt að loka án sérstakrar viðvörunar . Ef úttekt , strax eftir opnun sambands , telst vera óeðlileg eða getur bent til þess að komast eigi hjá greiðslu úttekta , er heimilt að loka á yfirgjaldsþjónustu án tafar.iv ) Ef reynt er að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila . Heimilt er að synja aðila um fjarskiptaþjónustu ef slík synjun er reist á viðskiptalegum forsendum eða viðskiptin teljast óhagkvæm . Heimilt er að synja aðila fyrirfram um viðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans , á almennum vanskilaskrám , s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi , hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum . Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka . Síminn getur fyrirfram krafist sérstakra trygginga áður en stofnað er til fjarskipta . Heimilt skal áskrifendum að sækja fyrirfram um lokun fyrir þjónustu sem fært er að loka á . Segja má fjarskiptaþjónustu upp um mánaðamót með minnst eins mánaðar fyrirvara , nema þar sem önnur ákvæði gilda , og skal uppsögn vera skrifleg . Áskrifendur á einstaklingsmarkaði eiga rétt á því að segja skilmálum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á skilmálum . Áskrifendur á einstaklingsmarkaði hafa eins mánaðar uppsagnarfrest áður en breytingar taka gildi . Óski áskrifandi eftir því að framselja þjónustusamning við Símann til þriðja aðila verður hann að óska eftir því skriflega við Símann . Framsal verður þó ekki heimilað af hálfu Símans nema áskrifandi hafi staðið skil á öllum ógreiddum gjöldum vegna þjónustunnar fram að þeim degi þegar framsalið er samþykkt . Reikningsviðskipti vegna vörukaupa og annarrar þjónustu Undir þennan kafla falla kaup aðila á vörum og annarri þjónustu en skv. öðrum köflum skilmála þessara . Símanum er heimilt að synja aðila um reikningsviðskipti ef hann hefur ekki greitt útgefinn reikning vegna vörukaupa eða þjónustu þeim tengdum innan 15 daga frá gjalddaga reiknings . Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans , á almennum vanskilaskrám , s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi , hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum . Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka . Hafi Síminn fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni á hendur viðkomandi , eða félagi eða stofnun sem hann hefur verið í forsvari fyrir , er heimilt að synja viðkomandi um frekari reikningsviðskipti , nema að umrædd viðskiptaskuld sé gerð upp . Heimilt er að synja aðila um reikningsviðskipti ef slík synjun er reist á viðskiptalegum forsendum eða viðskiptin teljast óhagkvæm . Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt , er heimilt að loka á viðskipti , án sérstakrar viðvörunar . Ef úttekt er óeðlileg eða getur bent til þess að komast eigi hjá greiðslu úttekta , er heimilt að loka á viðskipti án tafar . Önnur ákvæði Þeim fjárhæðum sem tilgreindar eru í skilmálum þessum er Símanum heimilt að breyta í samræmi við þróun vísitölu . Síminn áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi , óháð skráningu þeirra í símaskrá . Viðskiptavinum er ávallt frjálst að afþakka slík samskipti af hálfu Símans . Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum er heimilt að vísa þeim ágreiningi til úrskurðar Póst - og fjarskiptastofnunar . Skilmálar þessir gilda nema annað sé tekið fram í gildandi verðskrám og reglum fyrir hverja þjónustu sem Síminn hf. býður upp á . |