text
stringlengths
0
993k
Starfsfólk Síldarminjasafnsins stendur fyrir árlegri jólastund fyrir eldri borgara í Fjallabyggð á morgun , föstudag . Samverustundin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14:00 . Eftir rafmagns - og sambandsleysi síðustu daga er kjörið að njóta góðrar samveru , hlýða á fallega jólasögu , þverflautuleik Eddu Bjarkar Jónsdóttur og taka þátt í samsöng . Boðið verður upp á smákökur og heitt súkkulaði .
Að Birni látnum mun Sigríður hafa flutt til Reykjavíkur . Dætur þeirra voru Sigríður ( f. 1917 , d. 1998 , 80 ára ) og Sveinbjörg ( f. 1919 , d. 2004 , 84 ára ) . Börn þeirra eru Margrét Sigríður ( f. 1930 , d. 2002 , 72 ára ) og Sveinbjörn Helgi ( f. 1932 , d. 2010 , 77 ára ) . Blaðið Fram birti umsögn um sýninguna : „ Hann er talinn vera efnilegastur andlitsmálari af hinum yngri mönnum hér , “ sagði í Morgunblaðinu . „ Í nóvember hélt Gunnlaugur málverkasýningu í höfuðborginni og fékk lofsamlega dóma . Þá er vitað að hann dvaldi á Siglufirði um tíma sumarið 1934 . Það ár málaði hann málverk af „ Siglufjarðarhöfn , “ sem var á sýningu 1963 , „ Bátur í Siglufjarðarhöfn , “ merkt 1934 , og hugsanlega einnig „ Frá Siglufirði , “ sem merkt er 1930 - 1935 , 85 × 100 sentimetrar , og sýnir meðal annars Hólshyrnuna . Eggert Stefánsson óperusöngvari , vinur málarans , taldi þetta eitt besta „ portrett “ hans , „ djúphugsað og göfugmannlegt . Er það virðulegur minnisvarði um þennan merka fræðimann og prest . “ Í sýningarskrá frá yfirlitssýningu í febrúar 1961 var verkið sagt eign listamannsins . Er það ómetanlegur ávinningur að geta skreytt skólastofurnar með fögrum málverkum , “ sagði Jóhann Jóhannsson skólastjóri . Málverkið er 110 × 85 sentimetrar , málað 1927 . Fyrstu skráðu heimildirnar um að Gunnlaugur væri að vinna að nýrri altaristöflu í kirkjuna voru í Nýja dagblaðinu í júní 1935 , tæpu ári áður en Sophus lést . Mér virðist að slík mynd eigi vel við í kirkjunni á Siglufirði því Siglufjörður er mikil verstöð . Þar kom fram að Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður hefði átt frumkvæði að því að nokkrir menn stæðu saman að því að fá Gunnlaug til að gera altaristöflu . „ Nú standa 12 Siglfirðingar að því að kaupa handa bæ sínum mestu og dýrustu altarismynd sem enn hefur verið unnið að fyrir nokkra íslenska kirkju , “ sagði Jónas . „ Það er sjávarmynd , hraustlegir sjómenn á úfnum sæ . Hann ætlar að dvelja á Íslandi nokkra mánuði til þess að mála nýjar myndir og leggja síðustu hönd á altaristöfluna í Siglufjarðarkirkju , “ sagði Morgunblaðið . Í apríl 1937 var staðfest að Gunnlaugur væri kominn til Reykjavíkur „ til þess að ljúka við altaristöflu sem hann er að gera fyrir Siglufjarðarkirkju . Hann var því ekki viðstaddur þegar altaristaflan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 5. september 1937 . Hvert sæti var skipað . Nokkrum dögum áður skrifaði sóknarpresturinn , Óskar J. Þorláksson , stutta grein í Einherja þar sem hann sagði : „ Málverkið er útfært þannig að það minni með sérstökum hætti á baráttu sjómannanna við bylgjur og storma hafsins og hjálp þeirra í þeirri baráttu . “ Hann sá að þeim var þungur róðurinn því að vindur var á móti þeim og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra gangandi á vatninu og ætlar fram hjá þeim . Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn . Yfir málverkinu öllu er táknrænn íslenskur svipur og er það talið eitt hið merkasta listaverk málarans . “ Altaristaflan er 3 metrar á hæð og 2,3 metrar á breidd . Þess má geta að í desember 2008 var selt á uppboði málverk eftir Gunnlaug Blöndal af sjómanni . Níu árum síðar , í júní 1947 , var útibúið flutt í nýtt hús , Útvegsbankahúsið . „ Er hús þetta glæsilegasta bygging bæjarins , stendur við Aðalgötu í miðbænum , “ sagði í Degi . Hafliði Helgason starfaði við útibúið frá ársbyrjun 1939 til 1977 , lengst af sem útibússtjóri . Í minningargrein um Hafliða kom fram að á fjórða áratugnum hafi hann verið daglegur gestur í húsi Ólafar frænku sinnar og Sophusar , bróður Gunnlaugs Blöndal . Ein slík mynd er frá árinu 1934 , stúlka með tvær síldar á diski , „ Síldarstúlka “ , 85 × 75 sentimetrar . Sennilega hefur þetta sama verk verið í vinning um vorið í happdrætti stúdenta til ágóða fyrir Sumargjöf . Þá er til „ Bátur á Siglufirði , “ frá 1943 ( 62 × 88 sm , gvass ) . Hún var einnig á stórri yfirlitssýningu í Reykjavík 1961 , sýningu sem um tíu þúsund manns sóttu . Meðal þekktustu verka hans eru ýmis málverk af stúlkum og konum svo og málverkið af Þjóðfundinum 1851 , eitt af djásnum Alþingishússins . Altaristafla Siglufjarðarkirkju . [ Birtist fyrst í Hellunni , apríl-maí 2009 . ] Forsíðumynd ( Konur í síldarvinnu ) : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Aðrar myndir : Aðsendar . Texti : Jónas Ragnarsson | [ email protected ]
Jónas Ragnarsson : Ljós í skammdegismyrkrinu • Barnaskólahúsið og Rafveitan voru tekin í notkun fyrir einni öld Fimmtudagurinn 18. desember 1913 er merkisdagur í sögu Siglufjarðar . Þann dag var nýtt hús Barnaskólans tekið í notkun og við sama tækifæri var Rafveitan gangsett . Skólahús á þrjátíu ára afmælinu „ Barnakennsla komst hér á fastan fót haustið 1883 og hefur haldist síðan , ” sagði Bjarni Þorsteinsson í Aldarminningunni . Hreppsnefndin hafði fengið Rögnvald Ólafsson til að teikna húsið , en hann hefur verið talinn fyrsti íslenski arkitektinn og teiknaði meðal annars Húsavíkurkirkju nokkrum árum áður . Í febrúar 1913 var auglýst eftir tilboðum í byggingu hússins . Haustið 1912 var Jón Ísleifsson verkfræðingur fenginn til að „ athuga hvort tiltækilegt væri að koma … upp raflýsingu fyrir bæinn ” . Jón gerði mælingar í Hvanneyrará og Leyningsá og lagði til að reist yrði 40 hestafla rafstöð við Hvanneyrará og lagðar rafleiðslur um kauptúnið . Gert var ráð fyrir fjörutíu götuljósum . Nokkrir efnaðir Norðmenn hafa fastar stöðvar á Siglufirði . Um miðjan október var sagt frá því í Norðurlandi að Siglfirðingar biðu með óþreyju eftir rafljósunum en verkið hefði tafist vegna þess „ að pantanir margar til rafveitunnar komu ekki á réttum tíma ” . „ Tindrandi sólbjört ljós Mikil hátíðahöld voru 18. desember 1913 í Barnaskólanum þar sem skólahúsið var formlega tekið í notkun og jafnframt hin nýja rafveita . Athöfnin var á neðri hæð hússins , í tveimur samliggjandi skólastofum sem hægt var að gera að einum sal . Aldrei gleymi ég þeirri hrifningar - og fagnaðaröldu sem leið um salinn frá manni til manns , þegar tindrandi sólbjörtu ljósin rufu skammdegismyrkrið svo skyndilega , og aldrei hef ég heyrt sálminn „ Lofið vorn drottin , hinn líknsama föður á hæðum ” sunginn með jafnmiklum innileik og þá . ” Blaðið Mjölnir á Akureyri sagði að á Siglufirði hefði verið vígt „ mjög veglegt barnaskólahús ” úr steinsteypu . „ Mun hús þetta vera eitt hið fullkomnasta í sinni röð hér á landi . ” Í öllu húsinu er raflýsing , vatnsveita og ýmis önnur nýtískuþægindi sem nú er farið að nota í slíkum húsum . ” Stundum setið í myrkrinu Einhverjir byrjunarörðugleikar voru varðandi rekstur rafstöðvarinnar því að skömmu eftir að hún var tekin í notkun birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem fram kom að „ þegar logað hefur á rafmagninu 3 klukkustundir þá deyr á því aftur og verða menn þá að sitja í myrkrinu hálfa klukkustund ” . Þótti mönnum „ lítil híbýlabót að rafmagninu meðan þessu fer fram ” . Úr rættist og bæjarbúar voru ánægðir með rafveituna , sem var ein sú fyrsta hér á landi sem náði til heils bæjarfélags , og hið veglega barnaskólahús , sem enn stendur til vitnis um framfarahug Siglfirðinga fyrir einni öld . Greinin birtist upphaflega í desemberblaði Hellunnar 2013 .
Hinn árlegi kökubasar Foreldrafélags Leikskála verður haldinn á morgun , 22. apríl , kl. 13.00 , í Kiwanishúsinu við Aðalgötu . Eflaust verður þar fjöldinn allur af gómsætum tertum og brauði , svo nú er bara um að gera að líta þar inn og versla og styrkja um leið krílin í bænum .
Þar áður kom Kristbjörn að kítínvinnslu á Íslandi . Sá sem skrifar greinina á vefsíðuna gerir mikið úr lyktinni af kæstum hákarli sem Kristbjörn hafði fengið sendan að heiman .
En hvernig kom þessi hugmynd til ? Á einni slíkri matvælaráðstefnu í Kaupmannahöfn í vor kvaddi Gústi sér hljóðs í virðulegu kvöldverðarboði og fór með eina forna stemmu um ellina og yrkingar . Við skiptum reyndar um stef eftir einhvern tíma , sjö mismunandi lög voru þá kveðin af sex félögum Kvæðamannafélagsins Rímu í Fjallabyggð – þremur Siglfirðingum , tveimur Ólafsfirðingum og einum Akureyringi – eitt lag hvern dag , klukkan 15.15 og 18.15 , fram til 15. september . “ Eins og hér kemur fram lýstu margir Siglfirðingar ánægju sinni með þetta framtak Gunnars Smára og Rímufélaga . Það fer um mig sælutilinning í hvert sinn sem ég heyri þessa dásemd . Meiriháttar . “ Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá gjörningsfólkið . Aftari röð frá vinstri : Örlygur Kristfinnsson , Sigurður Hlöðvesson , Gústaf Daníelsson og Þorgeir Gunnarsson . Fremri röð frá vinstri : Margrét Ásgeirsdóttir og Svanfríður Halldórsdóttir .
Þar sést handboltaleikur stúlkna í gamalli síldarþró eða loðnuþró . Kristján L. Möller segir á Facebook að hann kannist við spengilega dómarann og að Ægir Jónsson , faðir núverandi sóknarprests , hafi smíðað mörkin í áhaldahúsi bæjarins . Staðkunnugir menn segja að umrædd þró hafi tilheyrt síldarverksmiðjunni SRN sem byggð var 1935 , en N stendur fyrir Nýja verksmiðjan , ( hinar voru SRP , verksmiðja dr. Paul , SR 30 , stundum nefnd Miðríkið , og SR 46 ) .
Margar bækur komu út á síðasta ári , einkum á seinni parti þess , og var jafnvel talað um metfjölda hvað þetta varðaði , ef undirritaður man rétt . Sumar þóttu merkilegri en aðrar og var hampað sem því nam , eins og gengur . Sú fallegasta , bæði að innihaldi og útliti , fór þó hljóðlega um í jólabókaflóðinu . Barst ekki mikið á . Lágstemmd rödd hennar varð undir í þeim hávaða öllum . Hún lætur reyndar ekki mikið yfir sér , er ekki nema rúmar 10 blaðsíður , en þeim mun áhrifaríkari eru fyrir vikið myndirnar og orðin sem hún geymir . Birtan . Huggunin . Bókin er eftir Særúnu Hlín Laufeyjardóttur og er tileinkuð minningu sonar þeirra hjóna , Særúnar Hlínar og Arons Mars Þorleifssonar . Orðrétt segir höfundurinn : „ Árið 2015 misstum við son okkar . Hann fæddist andvana á 21. viku meðgöngu . Við gáfum honum nafnið Gabríel Máni . Dætur okkar , sem þá voru 3 og 6 ára gamlar , áttu ekki síður erfitt með missinn en við foreldrarnir , svo ég fór að spyrjast fyrir og leita að barnabók sem ég gæti lesið fyrir þær . Ég átti erfitt með að finna bók sem mér fannst henta , svo ég skrifaði sögu Gabríels og las hana fyrir dætur mínar . Það er Gleymmérei Styrktarfélag að þakka að sagan er nú orðin að bók og við fengum myndlistarkonuna Elínu Hansdóttur til þess að myndskreyta . Það er von okkar að sagan geti hjálpað einhverjum í gegnum sorgarferlið . Bókin heitir Lítið ljós og er til bæði á íslensku og ensku . Ég er afar þakklát fyrir að Bókasafn Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði og verslunin Hjarta bæjarins á Siglufirði eru með nokkur eintök , bæði á íslensku og ensku , sem fást fyrir FRJÁLS FRAMLÖG sem renna óskipt í styrktarsjóð Gleymmérei . “ Ritstjóri bókarinnar var Anna Lísa Björnsdóttir og um hönnun sá Helgi Hilmarsson . Megi þessi litli demantur fara sem víðast með boðskap sinn .
Ég hef sent frá mér tvær ljóðabækur með óhefðbundnum kveðskap og sú þriðja er á leiðinni , en hef meira verið í tónlistinni ; samið bæði lög og texta og hef sent frá mér þrjá geisladiska með frumsömdu efni , ” segir hann . Við höfum lagt sérstaka áherslu á að virkja börn til góðra ljóðaverka á þessari hátíð . ” Hann var að leikstýra hjá Leikfélagi Siglufjarðar og nefndi þetta einhverju sinni þegar við vorum að spjalla um hvað ég gæti gert við húsið . ” Þórarinn Eldjárn kom og las úr verkum sínum , kvæðamenn fluttu íslensk þjóðlög og einnig voru frumflutt ljóð eftir Matthías Johannessen og Sigurbjörgu Þrastardóttur sem sendu okkur ljóð í tilefni opnunarinnar . Kostnaðurinn var töluverður , að mestu greiddur úr kennaravasanum , en þeir eru mjög djúpir eins og allir vita ! ” Sérstaklega tók fólk við sér eftir að Egill Helgason tók við mig viðtal sem birtist í Kiljunni ; þá má segja að hlutirnir hafi farið að gerast fyrir alvöru . Mér fóru að berast bækur í pósti , fólk hér á staðnum lét mig hafa bækur og nokkur bókasöfn hafa látið mig hafa það sem þau afskrifa . Stór gjöf frá Arnold Bjarnasyni Stærsta gjöfin barst setrinu frá Arnold Bjarnasyni , sem stutt hefur á margvíslegan hátt við ýmiskonar starfsemi í Siglufirði í gegnum tíðina . „ Baldur heitinn Pálmason útvarpsmaður átti mikið og gott safn ljóðabóka , Arnold fjármagnaði kaup á því og gaf setrinu til minningar um afa sinn , séra Bjarna Þorsteinsson , ” segir Þórarinn . Þjóðlagasetrið á Siglufirði er einmitt kennt við Bjarna , þann þjóðþekkta mann og mikla þjóðlagasafnara . „ Í vetur hefur verið opið eftir samkomulagi , ég hef t.d. tekið á móti skólahópum og öðrum áhugasömum og svo hafa verið hér nokkrir viðburðir . ” Hvern dag sem opið var í Ljóðasetrinu síðasta sumar var boðið upp á lifandi viðburð ; upplestur , tónlist , fyrirlestra , barnadagskrá og annað af því tagi og svo verður áfram í sumar . Svo stefni ég að því að safna einu eintaki af öllum ljóðabókum sem komið hafa út á íslensku og er kominn með um 2.000 titla . Ég veit ekki nákvæmlega hve mikið hefur verið gefið út , en menn hafa skotið á að það sé einhvers staðar á milli 4.000 og 5.000 titlar . ” Þórarinn segir að miðað við þær viðtökur sem Ljóðasetrið hefur fengið sýnist sér greinilegt að ljóðið lifi góðu lífi hér á landi , „ þótt áherslur og form hafi mikið breyst frá því sem áður var . Ljóðasetrið er til húsa við Hafnargötu í miðbænum á Siglufirði . Ljóð hafa líklega ekki verið skrifuð á þessa , en margir lyfseðlar . Ritvélin sem Þórarinn varðveitir var lengi í apótekinu á Siglufirði . Þórarinn við innganginn að Ljóðasetrinu . Myndir og texti : Skapti Hallgrímsson | [ email protected ] Viðtalið birtist fyrst í Sunnudagsmogganum 8. apríl 2012 . Endurbirt hér með leyfi .
Kennir þarna ýmissa grasa .
Sá fékk nafnið Krummi , enda að mestu svartur . Mjallhvít er elst , Snædís yngst . Hænsnin eru þar engin undantekning , því rannsóknir gerðar árið 1984 , þar sem blóðsýni var tekið úr 50 hænsnum , sem safnað hafði verið saman víðs vegar að af landinu , síðustu leifunum af gömlum íslenskum hænsnastofni sem verið hafði til svo að segja á hverjum bæ á fyrrihluta 20. aldar , leiddu í ljós , að vefjaflokkarnir í þeim voru að verulegu leyti frábrugðnir þeim vefjaflokkum sem þekktir eru í dag . Niðurstaðan var þessi : Fremur lítill haus miðað við búkstærð og goggur stuttur , breiður og boginn fremst . Separ langir á hönum en misstórir á hænum . Hanar með nokkrar langar og bognar stélfjaðrir . Litafjölbreytni mjög mikil , allir litir leyfðir . Og svo gefum við þeim varpfóður , sem við kaupum í sekkjavís . Þá eru ánamaðkar í sérstöku uppáhaldi , sem og spagettí og hrísgrjón , jafnt elduð sem hrá . Komist hænsnin í slíkt verður allt vitlaust . Hins vegar eru oft læti þegar slegist er um réttinn til að fá að leggjast þar . Þær hvæsi og gera sig breiðar , segir Ragna . Lóa er með tíu egg undir sér og fær að liggja á þeim í öðru búri , innandyra , þar sem ekkert nær að trufla . Tinna Elísa er , eins og foreldrarnir , að stússast í þessu af lífi og sál og langar í enn fleiri unga , en það hefur ekki fengið hljómgrunn enn sem komið er . Við lokum svo yfirleitt seint á kvöldin , “ segja Guðmundur og Ragna . „ Og líkt og mannfólkið eru hænsnin afar mismunandi karakterar . „ Við fylgjumst oft með þeim af svölunum eða út um gluggann . Þau eru alveg óborganleg . Og þið sjáið ekki eftir því að hafa fengið ykkur þessi íslensku hænsni ? er spurt . „ Þau voru ljúffeng . Gerast ekki betri .
Kom þá í ljós að þar undir var stór veggmynd , 3 x 5 metrar , og gerð að mestu leyti úr korkflísum .
Nú er vitað að tvö snjóflóð hafa fallið við Siglufjarðarveg , annað hvort í nótt eða í morgun , og fór annað þeirra yfir veginn við munna Strákaganga . Þá fór tveggja metra þykkt snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg í nótt og annað féll í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð . Nú áðan , kl. 18.30 , var hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla aflýst og vegurinn opnaður , en óvissustig er þó enn í gildi og veginum verður af þeim sökum lokað aftur í kvöld , kl. 22.00 , að því er fram kemur í SMS-skeyti frá Vegagerðinni .
Eitt sumar var hann á mb . Páll hóf árið 1973 ásamt fleirum útgerð Jökultinds , 15 tonna báts . En skipið komst inn til Vestmannaeyja og eftir lagfæringar var ferðinni haldið áfram . Hér koma svo nokkrar myndir frá athöfninni á Rammatúni . Myndir : Kristín Sigurjónsdóttir . Texti : Aðsendur / Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Þær búa líka á Siglufirði . Fædd í torfbæ „ Ég er fædd í torfbæ og enn var búið í honum þegar ég fór þaðan , “ segir Nanna . Skólagangan varð ekki löng , einungis þrír mánuðir í senn í tvö ár . Líka minnist hún þess , að faðir hennar hafi sagt við hana litla um sumar : „ Það er óhætt fyrir þig að fara inn og segja fólkinu að baka lummur með kaffinu , það á að slá bæinn úr grasi . “ Nanna kom til Siglufjarðar haustið 1944 , flutti úr Litla-Fjarðarhorni með örstuttri viðkomu í Reykjavík . En í lok sjöunda áratugarins opnum við svo litla verslun og erum með hana í um 14 ár . Hún hét fyrst ekki neitt , en svo var alltaf verið að spyrja mig af hverju verslunin héti ekki neitt . Það var upphafið að Franklínshúfunum svokölluðu , sem áttu eftir að fara um land allt og víða um heim á næstu árum . „ Já , ég seldi mikið , “ segir Nanna , þegar hún er spurð út í málið . „ Ég man að ég sendi einu sinni 45 í einu til Ísafjarðar . “ Hún kveðst vera lítið fyrir slíkt . „ Jú , hún hefur alltaf verið góð , “ svarar Nanna . Ég datt frammi á gangi um daginn en það brotnaði ekkert eða brákaðist . Ég skreið inn til mín og sagði : Ég skal , ég skal , ég skal komast upp í rúmið . Ég er nú hrædd um það . “
Nú eru 50 Íslendingar hundrað ára eða eldri . Fyrir fimmtíu árum voru þeir 5 , fyrir tuttugu árum voru þeir 25 og því er spáð að þeir verði 100 eftir tuttugu ár . Á árinu 2019 náðu 26 Íslendingar hundrað ára aldri og voru allir nema sex á lífi í lok ársins . Um þrjátíu geta náð þessum áfanga á árinu 2020 og búast má við heldur fleiri næstu ár þar á eftir . Þess má geta að Sigfúsína Stefánsdóttir er næstelsti Siglfirðingurinn , 98 ára , fædd í júni 1921 , og Margrét Franklínsdóttir , systir Nönnu , er í þriðja sæti , 97 ára , fædd í janúar 1922 .
Og fyrir Norðurland eystra : „ Norðan 8 - 13 með snjókomu eða éljum . Frost 0 til 10 stig . “
Snúrustaur úr járni í ónefndum garði hér í bæ brotnaði við jörð um hádegisbilið í einni vindhviðunni en annars hefur lítið frést af afleiðingum veðurofsans í firðinum . Rafmagn fór jú eitt andartak en hefur haldist inni eftir það . Í skeyti sem var að berast miðlinum frá Rarik segir orðrétt : „ Aðgerðum í Dalvík , Ólafsfirði og Siglufirði er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa . En ennþá er bilun í gangi á Svarfaðardal austur og unnið að viðhaldi á Svarfaðardal vestur . Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is / rof . “ Nú er bara að sjá hvort eitthvað gerist kl. 17.00 , þegar rauða viðvörunin tekur gildi . Björgunarsveitin og aðrir eru í viðbragðsstöðu .
Sjá nánar þar .
Það var jafnframt fyrsta ormskríkja Evrópu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Fylgja : Úr Morgunblaði dagsins .
Óveður er á Siglufjarðarvegi . Á Norðausturlandi er flughált frá Hjalteyri í Dalvík eins er flughált í Köldukinn , Aðaldal og í Reykjahverfi . Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar .
Skotin á farflugi Turtildúfan er um 24 - 29 cm að lengd , 85 - 170 g að þyngd og kjörlendi hennar er bersvæði með runnagróðri , limgirðingum og skógarlundum , og hún verpir í kjarrþykkni , aldingörðum o.s.frv. , að því er lesa má í bókinni Fuglar Íslands og Evrópu . Tyrkjadúfan er ívið stærri eða um 32 cm að lengd og 125 - 240 g að þyngd en kjörlendið er einkum borgir og bæir . En auðvitað hlyti þetta að gerast endrum og sinnum enda tegundirnar náskyldar . Turtildúfur hafa þó aldrei verpt á Íslandi svo vitað sé , enda að mestu haustflækingar , en tyrkjadúfur nokkrum sinnum . Og þegar við bætist að einungis lítið brot af öllum þeim fjölda hrakningsfugla sem koma til Íslands nær augum fuglaskoðara , og ókannað landflæmi er mikið , gæti þetta að sjálfsögðu auðveldlega hafa átt sér stað , að turtil - og tyrkjadúfa hafi ruglað saman reytum . Blendingsdúfan er svipuð og tyrkjadúfa á litinn , en hálsbletturinn er eins og á turtildúfu .
Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir kl. 10.30 í morgun fyrir Siglufjarðarveg utan Fljóta og vegna Múlavegar kl. 14.00 í dag . Vaxandi norðaustanátt á morgun , 15 - 23 vestast síðdegis , en seint annað kvöld A-til . Snjókoma með köflum og dregur úr frosti . “
Um kl. 20.00 í kvöld sendi Vegagerðin út SMS-skeyti um mögulega snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla á morgun .
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní 2020 , en hún var valin úr hópi sjö umsækjenda . Sumar þóttu merkilegri en aðrar og var hampað sem því nam , eins og gengur . Sú fallegasta , bæði að innihaldi og útliti , fór þó hljóðlega um í jólabókaflóðinu . Barst ekki mikið … Ágústa Líf var færð til skírnar í dag , 31. desember , á heimili foreldra sinna , Maríu Lillýjar Jónsdóttur og Ingvars Steinarssonar , að Hverfisgötu 29 á Siglufirði . Skírnarvottar voru Haukur Jónsson og Steinar Ingi Eiríksson . Ágústa Líf fæddist á Akureyri 6. desember 2019 . Eldri systkin hennar eru Ragnheiður Kristín , fædd 2012 , Díana Rut , fædd 2014 , og Jón … Helgihaldi í Siglufirði þetta árið lýkur með aftansöng kl. 17.00 í Siglufjarðarkirkju á morgun . Þar verður flutt Bjarnatón , eins og venja er um jól . Kirkjukór Siglufjarðar syngur , organisti og stjórnandi verður Rodrigo J. Thomas . Foreldrar hans eru Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Sigurjón Hrafn Ásgeirsson , að Hvanneyrarbraut 25 á Siglufirði . Eldri systkin Egils Hrafns eru Franzisca Ylfa , sem fædd … Sólrún Anna Ingvarsdóttir var á dögunum valin í kvennalandslið Íslands í badminton og er á leið til Liévin í Frakklandi , þar sem Evrópukeppni karla - og kvennalandsliða fer fram 11. - 16. febrúar næstkomandi . Alls eru 34 landslið skráð í Evrópukeppni karlalandsliða og 29 landslið skráð í Evrópukeppni kvennalandsliða . Karlalandsliðið verður í riðli 5 ásamt Azerbaijan , Tékklandi og …
Auk þess prýða verkið á annað þúsund ljósmyndir sem flestar koma nú fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn . Bókin verður á sérstöku kynningarverði , 12.990 kr. – en almennt útsöluverð í Bókabúð Forlagsins er 15.990 kr . Kaffi og léttar veitingar í boði – harmonikkuleikur og söngur . Allir velkomnir !
Biðjum við íbúa Fjallabyggðar að taka börnunum vel . Þau sem kynni að vanta rækjur í jólamatinn eða kerti út á svalir eða á leiði er bent á að hafa samband við Brynju í síma 4671265 . ? Þetta segir í orðsendingu sem var að berast .
Á vef Veðurstofu Íslands segir : „ Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri ( 25 til 33 m / s ) með mikilli snjókomu og skafrenningi . Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og / eða slysum ef aðgát er ekki höfð . Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi . Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda , allt að 10 m ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju . Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum . “ Aldrei áður hefur rauð veðurviðvörun verið gefin út hér á landi , eftir að nýja litakerfið var tekið upp . Blika.is gerir þessu skil í nýrri færslu .
? Strákar , húfurnar af … stúlkur úr úlpunum … þið tveir niður með símana … Siggi fætur af borðinu … viljið þið svo lækka í ykkur , setjast og snúa fram , takið svo upp bækurnar svo ég geti byrjað kennslustundina … og hvar eru Palli og Doddi ??? Sýndu nú smá virðingu Nonni minn , ? sagði ég við pilt í 10. bekk þegar hann mætti of seint í kennslustund , gekk inn án þess að banka , skellti hurðinni á eftir sér , danglaði í hausinn á bekkjarfélaga sínum , hlammaði sér í sætið sitt og ropaði . ? VIRÐING ? hvað er það ?? Hún var ekki á nákvæmlega sama stað , því einhverjir höfðu rekið sig í hana svo hún færðist úr stað . Einungis tveir nemendur tóku upp blaðið og settu það í ruslatunnuna án þess að segja eitthvað . Kennarar þurfa daglega að glíma við fjölbreytt verkefni . Að ná athygli og fá nemendur til að fylgjast með er líklega eitt það erfiðasta , ef ekki það erfiðasta í kennslustofunni í dag . Þessu er ekki auðsvarað og eflaust margt sem hefur haft áhrif á þróun virðingar eða má ég segja virðingarleysis . Yfirleitt í byrjun er rætt um hvað kennarar hafa það gott , öll fríin , hætta snemma á daginn og launin séu nú góð miðað við viðveru . Í lokinn hins vegar kemur alltaf það sama frá fólki , ? Ég gæti aldrei verið kennari . ? Þetta segir mér það , að innst inni ber samfélagið virðingu fyrir kennarastarfinu , þó margir séu ekki alveg til í að viðurkenna það opinberlega og það endurspeglar oft viðhorf barnanna . Er uppeldi orðið úrelt hugtak ? Nú er til fjöldinn allur af skóla - og uppeldisstefnum sem hvetja til frjálsræðis . Erum við ekki öll að ganga eins langt og við getum í lífinu ? Er það slæmt ? Það er slæmt ef við gerum það á kostnað annarra og virðing breytist í virðingarleysi . Þegar ég lít um öxl og velti fyrir mér hvernig kennari öðlast virðingu , þá eru nokkur áhugaverð atriði sem koma upp í huga mér . Að vera strangur , vera með aga , skýrar reglur , standa fast á sínu , vera sanngjarn og samkvæmur sjálfum sér . Fær þá kennari virðingu nemenda sinna ?? Þau bera ekki virðingu fyrir þér , þau eru bara hrædd við þig , ? sagði einn samstarfskennari við mig eitt sinn , þegar virðing og virðingarleysi nemenda bar á góma . Hafði hún rétt fyrir sér ? Önnur samstarfskona kom eitt sinn alveg á háa C-inu úr tíma og gólaði yfir kennarahópinn : ? ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI MEÐ TYPPI ? . Er móðureðlið í kvenkyns kennurum of ríkjandi þegar kemur að því að vera strangur við nemendur ? Eru þær ? of góðar ? við nemendur sína sem ganga þá á lagið og misnota góðmennsku kennarans með virðingarleysi ? Eiga ? stífar ? kennslukonur auðveldara með að halda aga heldur en ? góðar ? kennslukonur eða er það öfugt ? Þetta þýðir að börn fá genin frá báðum kynjum , en læra hegðunina og viðhorf frá einu kyninu . Hér verðum við karlmenn að taka okkur taki og leggja okkar að mörkum . Það eru fjölmörg spurningamerki í þessari grein minni og vonandi hef ég fengið þig , lesandi góður , til að staldra aðeins við og velta fyrir þér hve mikilvægt það er fyrir okkur , þessa fullorðnu , að snúa þessari þróun við og fara að bera virðingu fyrir öllu í kringum okkur , hvort sem það tengist fólki , hlutum eða öðru … annars eru komandi kynslóðir í ekkert sérstaklega góðum málum . Róbert Haraldsson , grunnskólakennari og foreldri , Siglufirði .
Róbert Haraldsson : „ Ég vildi að ég væri með typpi ! ” „ Strákar , húfurnar af … stúlkur úr úlpunum … þið tveir niður með símana … Siggi fætur af borðinu … viljið þið svo lækka í ykkur , setjast og snúa fram , takið svo upp bækurnar svo ég geti byrjað kennslustundina … og hvar eru Palli og Doddi ? ” „ Sýndu nú smá virðingu Nonni minn , ” sagði ég við pilt í 10. bekk þegar hann mætti of seint í kennslustund , gekk inn án þess að banka , skellti hurðinni á eftir sér , danglaði í hausinn á bekkjarfélaga sínum , hlammaði sér í sætið sitt og ropaði . „ Ég setti Svala-fernu fyrir framan hurðina á kennslustofunni þegar örfáar mínútur voru eftir af tímanum . Í öllum bekkjunum þremur var Svala-fernan enn á gólfinu þegar ég fór út úr kennslustofunni síðastur manna . Einungis tveir nemendur tóku upp blaðið og settu það í ruslatunnuna án þess að segja eitthvað . Kennarar þurfa daglega að glíma við fjölbreytt verkefni . Hvað hefur orðið af virðingunni fyrir fullorðnum ? Getur verið að foreldrar hafi áhrif á börnin sín eða jafnvel samfélagið ? Hugsaðu um kennarastarfið , hvar myndir þú merkja við virðingu þína gagnvart kennurum á skalanum 1 - 10 ? Það er mjög forvitnilegt að ræða við hinn almenna borgara í t.d. heita pottinum um kennarastarfið . Hvað með kynslóðina sem er núna að ala upp börnin okkar ( foreldrar og kennarar ) , á hún til nægilega mikla virðingu til að geta gefið hana áfram eða er virðingarleysi samfélagsins orðið svo mikið að erfitt muni reynast að snúa þeirri þróun við ? Sumir reyna alltaf að ganga eins langt og mögulegt er , helst aðeins lengra ! Að vera strangur , vera með aga , skýrar reglur , standa fast á sínu , vera sanngjarn og samkvæmur sjálfum sér . Fær þá kennari virðingu nemenda sinna ? „ Er móðureðlið í kvenkyns kennurum of ríkjandi þegar kemur að því að vera strangur við nemendur ? Eru þær „ of góðar ” við nemendur sína sem ganga þá á lagið og misnota góðmennsku kennarans með virðingarleysi ? Eiga „ stífar ” kennslukonur auðveldara með að halda aga heldur en „ góðar ” kennslukonur eða er það öfugt ? Þetta þýðir að börn fá genin frá báðum kynjum , en læra hegðunina og viðhorf frá einu kyninu . Það eru fjölmörg spurningamerki í þessari grein minni og vonandi hef ég fengið þig , lesandi góður , til að staldra aðeins við og velta fyrir þér hve mikilvægt það er fyrir okkur , þessa fullorðnu , að snúa þessari þróun við og fara að bera virðingu fyrir öllu í kringum okkur , hvort sem það tengist fólki , hlutum eða öðru … annars eru komandi kynslóðir í ekkert sérstaklega góðum málum . Góðar stundir . Róbert Haraldsson , grunnskólakennari og foreldri , Siglufirði .
Hún hefur víðtæka reynslu af alþjóðastarfi á menntasviði , sem og úr íslenskum háskólum en hún var lektor í spænsku við Háskóla Íslands og síðan dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á árunum 1995 - 2007 . Árið 2007 tók hún við starfi forstöðumanns alþjóðasviðs Háskólans í Reykjavík þar sem hún mótaði og leiddi m.a. alþjóðastarf og erlent markaðsstarf skólans , að því er fram kemur í tilkynningu . Konungur Spánar veitti Margréti heiðursorðuna Isabela la Católica fyrir þau störf . “ Margrét er gift Hálfdáni Sveinssyni og á hún þrjá syni og tvö stjúpbörn . Margrét og Hálfdán búa að Lækjargötu 8 á Siglufirði . Siglfirðingur.is óskar Margréti innilega til hamingju .
Næstsíðasti tími barnastarfs Siglufjarðarkirkju á þessu ári verður á morgun kl. 11.15 - 12.45 . Börn eru að þessu sinni beðin um að koma með vasaljós . Kl. 17.00 - 18.00 verður svo aðventuhátíð . Um söng - og tónlistaratriði sjá Kirkjukór Siglufjarðar , nemendur úr Tónlistarskólanum á Tröllaskaga , Ronja og ræningjarnir og Vorboðakórinn , ásamt stjórnendum , auk þess sem almennur söngur verður . Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur flytur aðventuhugleiðingu .
Þær koma yfirleitt í byrjun vetrar en hverfa á brott þegar líða tekur á , vanalega í apríl .
Sjá nánar þar . Smíðavöllurinn hér í bæ er á túninu aftan við Mjölhúsið .
Vísir.is greindi frá þessu á sjöunda tímanum í morgun . Svona var umhorfs nyrðra um kl. 11.00 í morgun . Siglufjarðarvegur lokaður .
Við förum svo að æfa okkur saman , bara til að hafa gaman af því , hann var undirleikarinn , spilaði á gítar . Vorið 2009 gáfu þremenningarnir út geisladisk . Og ég talaði við Sigurjón Steinsson , vörubílstjóra og harmonikkuleikara , og fékk hann í gengið , og líka Ingimar Þorláksson , sem var 9 árum eldri en ég , og spurði hvort hann væri til í slaginn , því ég vissi að hann hefði spilað á trommur þegar hann var bakari í Ólafsfirði . „ Ekki málið , ” sagði hann . Kúnstin var þessi , að maður gaf sig ekki , heldur tók þessa gutta á sálfræðinni , eins og maður gerði til sjós áður fyrr , lokkaði fram það sem maður vissi að var innan í þeim . Og svo þegar Júlíus gítarleikari hættir gengur Ómar Hauksson , endurskoðandi og bassaleikari , til liðs við þá , en engan fundu þeir sem spilaði á gítar og var tilkippilegur . „ Þegar hér er komið sögu fórum við að spila meira opinberlega , reglulega á Síldarævintýrinu , í Ólafsfirði , í Lónkoti í Skagafirði , Ljósheimum innan við Sauðárkrók , Hótel Örk í Hveragerði og víðar , ” segir Sveinn . „ Þegar Sveinn er spurður að því hvernig tónlist þetta sé , svarar hann : „ Þegar við gáfum út tríódiskinn vorum við aðallega að syngja falleg lög , ballöður og jafnvel sálma , við vorum eiginlega að syngja bara fyrir sjálfa okkur og aðra sem nenntu að hlusta ; þannig settum við það upp , að syngja falleg lög . En nú ætluðum við að gefa út danslög , það var alveg á hreinu . Þess vegna setti ég upp annað prógram , þá valdi ég lög sem fólk hafði gaman af að syngja og dansa um leið . Þannig að á diskinn fóru fallegar melódíur , en við blönduðum reyndar aðeins saman tjútti og völsum og tangóum og leyfum einstaka fjöri að vera með líka . Þetta eru lög fyrir fólk sem lærði að dansa þegar maður fékk að halda utan um konuna . ” Mér finnst unga fólkið fara svo mikils á mis við að missa þetta . Þetta er nefnilega hluti af tilverunni , sko . Þetta er eina hljómsveitin í bænum , í þeim skilningi sem ég legg í orðið , við erum þeir einu hér á Siglufirði sem geta komið með 5 eða 6 manna band og troðið upp með litlum fyrirvara . Þetta er svipað og að fara í gufubað þegar maður er þreyttur . Það er bara verst að við skyldum ekki byrja á þessu miklu fyrr . ” Samsett mynd af Heldrimönnum á æfingu í bílskúrnum góða við heimili Sveins að Hvanneyrarbraut 23 á Siglufirði , þar sem Bátsmannstríóið tók upp diskinn sinn vorið 2009 .
Konan sú er ekki bangin við að fara ótroðnar slóðir . Hún flutti norður í gamla síldarbæinn 1993 . Fríða var kjörin Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015 . Hann átti sumsé hugmyndina . Súkkulaðiskóli í Belgíu Hún ákvað fljótlega að þema kaffihússins ætti að vera súkkulaði . „ Mér var skutlað í skólann og ég sótt í skólann og heim aftur . Og heitur matur og drykkir voru í boði allan daginn , frá hálf níu til sex . Mest fór í loftið en eitthvað líka á veggi og súlu . „ Ég ólst upp við Moggann , fannst hann með fallegasta letrið . Þetta var einhver nostalgía . Nafnspjöldin og lógóið , sem er handskrift Fríðu , er hannað af Brynju Baldursdóttir , myndlistarmanni og hönnuði á Siglufirði , en annað í kaffihúsinu er úr smiðju Fríðu . Stólarnir á kaffihúsinu eru líka til sölu , sumir með hluta úr Héðinsfjarðartreflinum sem sessu eða annarsstaðar . En ég er mikið í því að prófa mig áfram með nýja hluti , “ segir Fríða . Súkkulaðið kemur allt frá hinum þekkta framleiðanda Callebaut í Belgíu . Þetta er kallað að taka þemað alla leið . Þú þarft að vera sáttur við það sem þú ert að bjóða , “ segir Fríða að lokum . Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru fyrir og eftir breytingar . Myndir og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Úrklippa : Greinin í styttri útgáfi á baksíðu Morgunblaðsins í dag .
Menn vöknuðu til logandi áhuga fyrir flugmálunum , Flugmálafélag Íslands var stofnað , Svifflugfélag íslands var stofnað og hóf þegar svifflugvélasmíðar og flugæfingar . Öll flugstarfsemi hefir gengið að óskum og mun engan iðra þess erfiðis sem hann hefir þurft á sig að leggja fyrir þessa göfugu íþrótt .
Texti : Jónas Ragnarsson │ [ email protected ] Súlurit : Þjóðskrá Íslands .
Sjá hér . Mynd : Skjáskot úr umræddum þætti . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Í nýliðnum mánuði jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra , að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri . Sá var blágrænn að lit og reyndist , þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri , hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa . Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana … Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson , 12 ára , og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir , 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði , rétt innan við Öldubrjót . Þau opnuðu 16. júní … Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við dr. Guðrúnu Ingimundardóttur , framkvæmdastjóra Þjóðlistahátíðarinnar Vöku , sem fram fer 15. - 18. júní á Akureyri og að hluta til á Húsavík . Sjá nánar í fylgju . Mynd : Skjáskot úr Morgunblaði dagsins . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Siglfirðingurinn Ingi Björnsson er nýr framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs . Var hann valinn úr hópi átján umsækjenda og mun taka til starfa á næstu mánuðum . Safnaðarheimilið hefur allt frá upphafi staðið þessum …
Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] „ Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði . Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði . Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara . Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til … Dagskrána má nálgast hér … . Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í Allanum á morgun og hefst skemmtunin kl. 15.00 . Flottir vinningar eru í boði hjá stúlkunum , eins og jafnan fyrr . Allur ágóði rennur til góðra verka . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi , Dalvík , fimmtudaginn 14. maí ( uppstigningardag ) kl. 20.30 . Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum frá Siglufirði , Ólafsfirði og Fljótum . Á söngskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum , hefðbundin karlakórslög og einnig létt og skemmtileg lög þar sem hljómsveit kórsins leikur með , ásamt nemendum úr Tónskóla Fjallabyggðar . Stjórnandi og … Texti : Aðsendur . Mynd og texti : Aðsent . Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í Allanum á morgun og hefst skemmtunin kl. 15.00 . Flottir vinningar eru í boði hjá stúlkunum , eins og jafnan fyrr . Allur ágóði rennur til góðra verka . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Það er skollið á leiðindaveður hér nyrðra en ekki langvinnt þó , að því er lesa má á vef Veðurstofu Íslands . Þessa stundina eru 13 m / sek í Héðinsfirði og 17 - 18 m / sek í Almenningum . Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi : Norðaustan 13 - 20 með morgninum og snjókoma , fyrst vestantil en mun hægari og dálítil él seint … Á heimasíðu Vegagerðarinnar er í dag vakin athygli á því , að óvenju mikið jarðsig sé á Siglufjarðarvegi og eru vegfarendur því beðnir að gæta ýtrustu varúðar . Mynd : Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar í dag . Texti : Vegagerðin / Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Sem kunnugt er lauk barnastarfi Siglufjarðarkirkju þennan veturinn á sunnudaginn var , 13. mars . Í fyrramálið , pálmasunudag , kl. 11.00 , verður kirkjuskólaslútt í Ólafsfjarðarkirkju og pylsuveisla í kjölfarið og eru Siglfirðingar velkomnir þangað . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Barnastarfi Siglufjarðarkirkju lauk í dag . Næsti kirkjuskóli verður 21. febrúar kl. 11.15 og næsta guðsþjónusta 28. febrúar kl. 17.00 . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Nú er kominn sá tími ársins að mikið fari að bera á hrakningsfuglum sem koma gjarnan til Íslands á haustin fyrir áhrif vinda sem bera þá af leið . Hingað til Siglufjarðar koma alltaf einhverjir og er skemmst að minnast gjóðursins um þetta leyti í hitteðfyrra , og býsvelgsins þar á undan , en sú tegund hafði einungis … Tröllaskaginn virðist ekki bara heilla mennska túrista , því enn er í fersku minni – sumra að minnsta kosti – þegar svarta krían , býsvelgurinn og gjóðurinn komu í heimsókn í Siglufjörðinn og glöddu augu þeirra sem fengu að líta . Fljótin hafa líka verið gjöful hvað þetta varðar . Rósafinka náðist þar fyrir nokkrum árum , hjá Langhúsum , og …
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , …
Vinningar eru glæsileg páskaegg . Texti : Aðsendur .
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , … Nokkrir lesendur Siglfirðings.is höfðu samband í kjölfar fréttarinnar af báts - eða skipsvélinni sem Gestur Hansson fann í fjörunni undir Hvanndalaskriðum á dögunum og bentu á heimildir um tvö skip sem farist höfðu á þessum slóðum , annað 24. október 1888 , skonnortan Herta eða Hertha , og hitt 22. september 1959 , vélbáturinn Margrét NK 49 . Gestur Hansson , snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands , tók þátt í áhugaverðu verkefni á dögunum , sem fólst í að flytja menn og tæknibúnað frá EFLU verkfræðistofu upp í Skarðsdal , þaðan sem vel tækjum búnu flygildi var skotið á loft í átt að Hafnarfjalli í því skyni að taka myndir af snjóalögunum þar í efra , til að komast að … Eins og greint var frá hér á Siglfirðingi.is 26. febrúar síðastliðinn hrúguðust snjóflóðin , sem tæplega viku áður höfðu fallið ofan við bæinn , upp á Ríplana , og kvaðst Gestur Hansson , snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands , aldrei hafa séð annað eins þarna . Í gær fjallaði RÚV um þessi sömu snjóflóð og ræddi við Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðing . Sjá nánar þar … . Um hádegisbilið í gær urðu Gestur Hansson , snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands í Siglufirði , og kona hans , Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir , vör við högg eða lítinn jarðskjálfta hér í firðinum en veittu því ekki nánari athygli að svo stöddu . Þegar Hulda fór svo í göngu seinni partinn með hundinn kom í ljós hvað hafði valdi þessu , því stærðarinnar … Snjóflóð eru þær náttúruhamfarir sem kostað hafa einna flest mannslíf á Íslandi , allt frá landnámi til okkar daga . Þau falla þegar yfirdráttur jarðar verður sterkari en samloðunarkraftur snjóþekjunnar . Eitt það mannskæðasta hér á landi varð árið 1613 , að því er sagnir herma , þegar 50 manns fórust í Nesskriðum á aðfangadagskvöld á leið til jólamessu á … Íbúar þar sem fréttastofa hefur rætt við urðu ekki varir við snjóflóðið að nokkru leyti og …
Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna . Það upplýstist um síðir að um „ listrænan gjörning “ var að ræða , ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun . Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina ; þegar fátt annað væri … „ Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hafa nú verið hljóðritaðir í heild sinni í fyrsta skipti .
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi og er miðasala hafin á harpa.is . Baldursbrá , sem er að hluta til upprunnin á Siglufirði , var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna , fyrst íslenskra barnasöngleikja . Uppsetningin nú er samstarfsverkefni Litla …
Í nýliðnum mánuði jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra , að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri . Allir úr úrvalssúkkulaði , belgísku . Í dag , 20. apríl , mun standa yfir vinna við að skipta um skemmda rafmagnskapla í munna Héðinsfjarðarganga í Skútudal . Að sögn Páls Kristjánssonar , verkstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri , má búast við skertri lýsingu meðan á vinnu stendur . Myndin hér fyrir ofan var tekin skömmu fyrir hádegi . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Bakaríið á Siglufirði er á góðri leið með að verða miðdepill hins gamla síldarpláss þessi misserin , ef það er ekki nú þegar orðið það , því þangað streymir fólk alls staðar að til að ná sér í eitthvert gúmmelaði eða þá bara setjast niður með kaffibolla eða te í hönd , slappa af og njóta þess sem … Samtals fóru um 237.188 ökutæki um göngin , …
Texti : Af heimasíðu Síldarminjasafnsins … Hinn afar geðþekki Noel Santillan , 28 ára gamall , frá Perth Amboy í New Jersey í Bandaríkjunum , sem í gær og dag hefur verið eitt aðalumfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla , vegna óvæntrar stefnu sem ferðalag hans tók , kveðst hafa allt frá árinu 2010 ætlað að sækja Ísland heim , hann hafi aldrei komið hingað áður , og loks þegar hann … Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð boða til almenns borgarafundar í kvöld , fimmtudaginn 28. maí , kl. 19.30 , í Tjarnarborg í Ólafsfirði , þar sem málefni Menntaskólans á Tröllaskaga verða í brennidepli . Framsögumaður verður Illugi Gunnarsson , mennta - og menningarmálaráðherra . Sjá nánar hér . Og hér . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Ég er hvorki maður stórra né margra orða . En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu ; Menntaskólinn á Tröllaskaga . Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða … Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Á heimasíðu Vegagerðarinnar í gær , 11. júlí , var tilkynning um að búast mætti við umferðartöfum á Siglufjarðarvegi þann dag og næstu vegna vinnu við jarðsig . Tíðindamaður Siglfirðings.is leit yfir í Almenninga í morgun og tók meðfylgjandi ljósmynd af veghefli frá Bás hf. í aksjón hjá vesturmörkum Fjallabyggðar . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Enn snjóar hér nyrðra . Á heimasíðu Vegagerðarinnar er í dag vakin athygli á því , að óvenju mikið jarðsig sé á Siglufjarðarvegi og eru vegfarendur því beðnir að gæta ýtrustu varúðar . Mynd : Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar í dag . Texti : Vegagerðin / Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , …
Öll verk á sýningunni verða til sölu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Margt er um manninn í Fjallabyggð þessa dymbilvikuna , menningarlíf blómstrar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi , eins og líka Viðburðaskrá Fjallabyggðar ber með sér . Sýning Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar í Bláa húsinu á Rauðkutorgi er eitt af því fjölmarga sem í boði er og á meðal þeirra u.þ.b. 300 gesta sem þar hafa … Mbl.is er í dag með frétt af giftingarathöfn framan við Siglufjarðarkirkju í fyrradag , laugardaginn 25. júlí , á Bjarnatorgi , þar sem m.a. er rætt við hin nývígðu , Aron Guðnason og Hörpu Hauksdóttur , og jafnframt vísað í upphaflega frétt Kristínar Sigurjónsdóttur á Sigló.is . Sjá hér . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] SÁÁ stendur fyrir opnum borgarafundi í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði annað kvöld , mánudaginn 2. febrúar , kl. 20 . Einnig skal bent á viðtal á bls. 3 , við Önnu Hildi Guðmundsdóttur , áfengisráðgjafa , sem veitt hefur göngudeild SÁÁ á Akureyri forstöðu frá árinu 2008 . Mynd : Skjáskot úr …
Þar mun Bergþór Morthens listmálari fjalla um myndbyggingu og listræna framsetningu ljósmynda . Mynd : Jónas Ragnarsson | [ email protected ] … .
Smástrákar , undirsveit Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði , eru á leið í fjáröflun , nánar tiltekið á fimmtudaginn kemur , 4. desember , ætla að selja reykskynjara , rafhlöður í reykskynjara og eldvarnarteppi .
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , … Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð boða til almenns borgarafundar í kvöld , fimmtudaginn 28. maí , kl. 19.30 , í Tjarnarborg í Ólafsfirði , þar sem málefni Menntaskólans á Tröllaskaga verða í brennidepli . Framsögumaður verður Illugi Gunnarsson , mennta - og menningarmálaráðherra . Sjá nánar hér . Og hér . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2015 um stöðu og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga : Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi . Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga , sem lagt … Stjórnin undirstrikar mikilvægi þess að stjórnmálaöfl í Fjallabyggð snúi bökum saman í þessu mikilvæga …
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , … Og hér . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2015 um stöðu og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga : Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi . Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga , sem lagt … Ég er hvorki maður stórra né margra orða . En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu ; Menntaskólinn á Tröllaskaga . Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða …
Texti : Aðsendur .
Rúv.is … Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] „ Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda , Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur . Þá hefur rafbók komið út í Ástralíu . Bækur Ragnars hafa auk þess verið þýddar á þýsku og pólsku og samið hefur … „ Til að hefja árið er engin leið betri en að lesa Náttblindu eftir Ragnar Jónasson , “ segir breska blaðið Sunday Express í dag . Þrjár bækur í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar hafa verið seldar til forlags á vegum franska útgáfurisans La Martinère . Um er að ræða Snjóblindu , fyrstu bókina í syrpunni sem farið hefur á topp metsölulista í Bretlandi og Ástralíu , Náttblindu , sem væntanleg er í breskri úgáfu fyrir jólin , sem og einn titil í viðbót úr sömu syrpu . Undir … „ Breska bókaforlagið Orenda Books hefur fest kaup á þremur spennusögum Ragnars Jónassonar , Myrknætti , Rofi og Andköfum , en þar með hefur forlagið eignast útgáfurétt í Bretlandi á öllum fimm bókum í Siglufjarðarsyrpu Ragnars . Um mánaðamótin kom út ensk útgáfa af spennusögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson . Bókin nefnist Snowblind og er innbundin en aðeins gefin út í 500 tölusettum eintökum , sem langflest eru seld .
Nú er kominn sá tími ársins að mikið fari að bera á hrakningsfuglum sem koma gjarnan til Íslands á haustin fyrir áhrif vinda sem bera þá af leið . Hingað til Siglufjarðar koma alltaf einhverjir og er skemmst að minnast gjóðursins um þetta leyti í hitteðfyrra , og býsvelgsins þar á undan , en sú tegund hafði einungis … Þrjár leðurblökur komu til Siglufjarðar með dönsku skipi seinnipart fimmtudags í síðustu viku en uppgötvuðust ekki þar fyrr en að morgni daginn eftir , þegar uppskipun hófst . Skipið var að koma frá Belgíu með efni í Hafnarbryggjuna , en til stendur að stækka hana og laga á næstunni . Tvær leðurblakanna náðust en sú þriðja flaug út á … „ Náttúrufræðistofnun hefur fundið að minnsta kosti 2000 risahvannir á hundrum staða á Akureyri . Risahvönn , einnig nefnd bjarnarkló , er afar hættuleg en eitraður safi plöntunnar getur valdið alvarlegum bruna á húð . “ Rúv.is greinir frá þessu . Áfram segir þar : „ „ Eins og fram hefur komið er risahvönn afar algeng á Akureyri . Bæði í húsagörðum , þar sem hún hefur …
Það upplýstist um síðir að um „ listrænan gjörning “ var að ræða , ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun . Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur í dag , miðvikudaginn 24. ágúst , kl. 11.00 á Siglufirði og kl. 13.00 í Ólafsfirði . Nemendur í vetur verða alls 207 , þar af 116 á Siglufirði , í 2. - 4. bekk og 8. - 10 bekk , og 91 í Ólafsfirði , í 2. - 7. bekk . Mynd : Úr safni . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Hún er Ólafsfirðingur , fædd 1989 , hann Akureyringur , fæddur 1979 , fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum . Laust eftir miðnætti varð jarðskjálfti af stærð 3,7 um 8 km NNV af Gjögurtá , sem er ysta nes Flateyjarskagans . Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði , Siglufirði og úr Svarfaðardal um að hann hefði fundist þar , segir á Mbl.is . Múlagöng eru 3,4 km á lengd og voru opnuð árið 1991 . “ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu . Sjá nánar þar . Mynd : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Texti : … „ Á mánudag færðu Sigurður , Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir , Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi . Sigurður , Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi . Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar , þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar , en á árunum 1946 - 1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar …
Þann 4. janúar og 10. september 2011 , 28. janúar , 21. júlí … „ Endurnýjaður rekstrarsamningur milli Síldarminjasafnsins og Fjallabyggðar var undirritaður 27. febrúar . Þar er kveðið á um 5,5 milljóna króna framlag til safnsins á ári . Rétt er að upplýsa þá sem ekki þekkja til að hér er um nokkurs konar þjónustusamning að ræða því á móti kemur ákveðin þjónusta af hálfu safnsins . Íbúar sveitarfélagsins fá frían aðgang … „ Örlygur Kristfinnsson hefur fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands óskað eftir stuðningi Fjallabyggðar til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018 . Leggur hann til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita - og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu … Landselirnir þrír sem verið hafa í og við Hólsá í Siglufirði undanfarið hafa vakið athygli þeirra sem átt hafa leið þar framhjá , enda hefur þessi sjón ekki verið daglegur viðburður hér til þessa . Um árabil áttu landselir þó til að hvíla sig fram undan rústum Evanger og voru þá afar spakir , að sögn Örlygs Kristfinnssonar … . „ Í september á liðnu ári tók Síldarminjasafnið þátt í ráðstefnu í Melbu í Vesterålen , norðarlega í Noregi . Yfirskrift ráðstefnunnar var Sild og mennesker – vandringer mellom Norge og Island . Þarna voru fulltrúar frá sjö norðlenskum og austfirskum söfnum og stofnunum . Þingað var í tvo daga og voru mörg erindi flutt og merkir staðir skoðaðir . Erindin …
„ Þingmenn Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli innanríkisráðherra „ að hefja vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta . “ Ráðherra skili þinginu skýrslu með niðurstöðum rannsókna fyrir árslok 2018 . „ Með stóraukinni umferð um Siglufjörð með tilkomu Héðinsfjarðarganga og sífelldu jarðsigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga og mjög tíðum aur - … „ Þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnason eru sólgnir í bakkelsi frá Aðalbakaríinu á Siglufirði . Þeir eru svo heppnir að félagi þeirra í Samfylkingunni , Kristján Möller , er Siglfirðingur í húð og hár og þegar hann heimsækir heimahagana fer hann alltaf með pöntun frá félögum sínum . “ Þetta má lesa í vefútgáfu Séð og heyrt . Nánar hér … .
Rúv.is … Um þessar mundir eru staddir hér á landi blaðamenn Le Figaro , Elle og Paris Match , en þeir eru að kynna sér söguslóðir Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar . Á Facebook-síðu bókaútgáfunnar Veraldar segir : „ Guardian eys Ragnar Jónasson lofi fyrir Náttblindu , segir að sé meðal bestu glæpasagna sem komið hafi út að undanförnu í Bretlandi og talar um „ snilldarlegar sjónhverfingar “ . Náttblinda standist fyllilega þær væntingar sem menn hafi gert til Ragnars eftir Snjóblindu . “ Mynd : Klippa úr Scan Magazine . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Japanska risaútgáfan Shogakukan hefur tryggt sér réttinn á glæpasögu Ragnars Jónassonar , Snjóblindu , en átta þarlend forlög bitust um bókina . Bókin kom út í Bretlandi vorið 2015 og náði efsta sæti metsölulista Amazon þar í … „ Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda , Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur . Þá hefur rafbók komið út í Ástralíu . Bækur Ragnars hafa auk þess verið þýddar á þýsku og pólsku og samið hefur …
Mynd : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Gis Johannsson mun spila í Segli 67 í kvöld , 13. ágúst , frá kl. 21.00 til 22.30 , einn með kassagítarinn , bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum . Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida . Viðtökurnar hafa …
Annað kvöld kl. 20.00 verður svo í safnaðarheimilinu dagskrá í tali og tónum við kertaljós og með léttum veitingum . Fermingarbörn vetrarins sjá um tónlistarflutning og fleira . Mynd : Fengin af Netinu . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna . Það upplýstist um síðir að um „ listrænan gjörning “ var að ræða , ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun . Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina ; þegar fátt annað væri … Alls eru 27 keppendur skráðir til leiks , þar af einn stórmeistari og þrír Fide-meistarar . Systrafélag Siglufjarðarkirkju er að hefja sína árlegu merkjasölu . Skákþing Norðlendinga 2016 verður haldið í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 26. til 28. ágúst næstkomandi . Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir . Foreldrar þeirra eru Særún Hlín Laufeyjardóttir og Aron Mar Þorleifsson , að Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði . Guðfeðgin …
Á morgun er búist við annarri lægð og öllu dýpri . Það er búin að vera gríðarleg ofankoma á tiltölulega litlu svæði yst á Tröllaskaga , með þessum afleiðingum sem … Eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitssemi . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar . Meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrir þremur dögum , 5. október . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Á heimasíðu Vegagerðarinnar í gær , 11. júlí , var tilkynning um að búast mætti við umferðartöfum á Siglufjarðarvegi þann dag og næstu vegna vinnu við jarðsig . Tíðindamaður Siglfirðings.is leit yfir í Almenninga í morgun og tók meðfylgjandi ljósmynd af veghefli frá Bás hf. í aksjón hjá vesturmörkum Fjallabyggðar . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] „ Snjóflóð féll Siglufjarðarmegin við Strákagöng í gærkvöldi og lokaði veginum . Enginn var þar á ferð þegar flóðið féll , en skömmu síðar bar þar að bíla , sem voru að koma úr Skagafirði , og selfluttu björgunarsveitarmenn fólkið úr þeim yfir flóðið , en vegurinn verður ekki ruddur fyrr en búið verður að kanna aðstæður nánar . Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar . Mynd : Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Nú hlánar hratt með hlýum loftmassa og talsverðum sunnanvindi . Varað er við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi . Texti : Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | [ email protected ] Snjóflóð féll á Siglufirði í síðustu viku , sem stöðvaðist á varnargarði fyrir ofan bæinn .
Umsjónarmann vantar við kirkjugarðana á Siglufirði . Starfið felst í umsjón með báðum kirkjugörðunum : Umsjón með slætti og þrifum yfir sumarið , umsjón með legstaðaskrá , úthlutun legstaða og grafartöku . Starfið er hlutastarf á ársgrundvelli en getur verið meira starf yfir sumarið . Umsóknarfrestur er til og með 1. maí næstkomandi . Umsóknum skal skilað til formanns sóknarnefndar , Sigurðar Hlöðvessonar , …
Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi . Best er að koma inn í skóginn að norðanverðu . Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti . Jólavöku RÚV var sjónvarpað í fyrradag . Sigurður Hafliðason tók nokkrar myndir og sendi vefnum . Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við Kristrúnu ( 847-7750 ) eða Beggu ( 862-4377 ) . Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu - , íþrótta - og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010 , en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar . Grunn , - leik - og tónskólar voru sameinaðir , sem og nokkur íþróttafélög , og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010 , MTR , … „ Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna . Það samstarf hefur gengið ágætlega . Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til …
Hringvegurinn er auður á láglendi en nokkur hálka er á útvegum . Hún verður í … Það var aldrei á döfinni að gefast upp . Fjölbreytt dagskrá verður í Dalvíkurbyggð og í Fjallabyggð helgina 16. - 18. október . Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða … Mynd og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] „ Markmið mótsins er að efla útivist í náttúrulegu umhverfi svo og að vekja athygli á töfrum Tröllaskaga , “ segir í tilkynningu um alþjóðlega fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race sem fram fer á Tröllaskaga í byrjun maí . Sjá nánar hér . Mynd : Skjáskot af Belging . Texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ]
Magnús er fæddur 17. nóvember 1951 á Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagafirði . Þar fór hann að læra trésmíði og öðlaðist seinna meistararéttindi og hefur unnið við þá iðn síðan . Okkur þótti mikið til hans koma , hann var okkar fyrirmynd . Ég fór á Unglingalandsmót 1966 og á fyrsta Landsmótið 1969 og gullöld okkar , þá hófst hún eiginlega , og stóð frá 1968 til 1975 . Þetta voru mjög ánægjulegir tímar . “ Árið eftir vann hann allt , í Reykjavík , 15 og 30 km göngu og Fljótamenn vinna aftur boðgönguna . Árið 1975 var hann ekki í alveg nógu góðu formi að eigin sögn , en vann þó boðgönguna með Fljótamönnum , og 1976 vinnur hann bæði 15 og 30 km göngu og lendir í öðru sæti í boðgöngunni með Siglfirðingum . Hann byrjar að stunda Íslandsgöngur 1987 , en það eru göngur hugsaðar fyrir almenning sem og keppnismenn og haldnar víða á landinu . Skíðafólkinu er raðað í flokka eftir aldri og samanlagður árangur af mótunum yfir veturinn metinn . Hægt er að vinna farandbikar og það hefur Magnús gert í mörg ár , í sínum flokki . Þetta eru mjög skemmtilegar göngur , “ segir Magnús . „ Alla vega hef ég haft mjög gaman af að taka þátt í þeim . Þú ert ekki að fara í svona göngu nema þú stundir þetta svolítið , “ segir hann . 15.800 keppendur skráðir til leiks Er þetta fjölmenn ganga ? „ Þetta eru tveir flokkar , kvenna - og karlaflokkur . Talið frá vinstri : Eiríkur , Magnús og Ingólfur . Börnin okkar þrjú eru líka í þessu skíðastússi – Hulda Ingibjörg , fædd 1974 , Ingólfur Kristinn , fæddur 1980 , og Eiríkur Ingi , fæddur 1991 . Þau byrjuðu ung að keppa á Andrésarleikunum í göngu og unnu sinn flokk alveg upp úr öll árin . Og dóttir okkar var , eins og drengirnir , mjög góð sem krakki og vann meira að segja fullorðinsflokk eitt sinn , þá 14 ára gömul . Það var á Landsmóti á Akureyri . Og ég fékk pínu áhuga strax að prófa , að fara eina ferð með þeim , og þá bara var ekki aftur snúið . Síðan er ég búinn að fara árlega . Fyrir tíu göngur þar fær maður bronsmedalíu , fyrir tuttugu silfurmedalíu og svo er gullið einhvern tíma seinna , “ segir hann og hlær . Það má eiginlega draga þetta saman í eina setningu : Þetta er mikið púl en alveg gríðarlega skemmtilegt . “ Við erum í kojum og þarna myndast ákveðin stemning , þetta er virkilega spes og notalegt ; þetta eru alls konar karakterar sem mætast þarna og segja sögur og hafa gaman af þessu . Fljótastur hef ég verið fjóra tíma og rúmar fjörutíu mínútur , en öllu jöfnu hef ég verið svona milli fimm og sex tíma . Núna var ég á 5,46 sem ég var mjög sáttur við , náði að verða fyrstur af Íslendingunum , af þessum tæplega sextíu manna hóp , sem lauk göngunni . Maður hefur stundum farið yfir í Ólafsfjörð , en allt of sjaldan , því það er gjarnan mikið að gera í vinnunni , en þar eystra er alltaf troðið , en mér finnst brautin ekki henta mér , hún er of mikið hugsuð fyrir keppnisfólk , hentar mér ekki fyrir þessa séræfingu sem ég er að hugsa um fyrir Vasa-gönguna , því hún er mjög flatlend og byggir mikið á ýtingum . Þessar löngu göngur hafa þróast út í að menn eru að nota hendurnar miklu meira en fæturna , maður þarf að styrkja sig gríðarlega vel á efri hluta líkamans . Maður þjálfar ýtingarnar svo vel á hjólaskíðunum , finnst mér . “ Nei , nei , það var ég sem kom henni á þau , “ segir hann . „ En hún keppti hins vegar í svigi sem unglingur . Þetta er allt svo mjúkt Hvað svo ? Á að halda áfram ? „ Það er ekkert sambærilegt við hana . Hvað gerist eftir það verður að koma í ljós , það verður enn önnur ákvörðun , sem er ekki í sjónmáli núna , “ segir Magnús . Styttri útgáfa af viðtalinu í Morgunblaðinu í dag . Ljósmynd af Magnúsi og Guðrúnu Ólöfu , sem og texti : Sigurður Ægisson | [ email protected ] Aðrar myndir : Úr safni Magnúsar Eiríkssonar . Kort : Fengið af Netinu .
Þæfingsfærð er frá Hofsós í Ketilás og þungfært milli Ketiláss og Siglufjarðar . Þetta kemur fram í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar . Á Norðuausturlandi er hálka eða snjóþekja og snjókoma í Eyjafirði og við norðausturströndina en hálka eða hálkublettir í kringum Mývatn . Þæfingsfærð er á vegum í nágrenni Húsavíkur , þungfært á Tjörnesi og ófært á Hófaskarði en unnið er að hreinsun á þessum leiðum .
Kristín Júlla Kristjánsdóttir er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna , Robert Prisen , fyrir bestu förðun í kvikmyndinni Valhalla . Kristín Júlla Kristjánsdóttir er fædd árið 1968 .
Kl. 17.00 voru gefin saman Halldór Þór Hafsteinsson og Steinunn Hulda Marteinsdóttir .
Unglingar í Fjallabyggð eru þar sagðir mun líklegir til að vilja búa áfram í heimabyggð sinni en jafnaldrar þeirra í öðrum byggðarkjörnum af svipaðri stærð . Við hittumst einu sinni í viku , nánar tiltekið á þriðjudagskvöldum , og þá eru kennd grunnatriði í fyrstu hjálp , leitartækni , fjallamennsku , hnútum og ýmsu öðru , þ.e.a.s. grunnatriðunum í að verða björgunarmaður . “ Við erum ekki að fá mikið til okkar krakka sem eru í knattspyrnu , enda svo mikið um æfingar þar , að svona myndi einfaldlega rekast á eða yrði hreinlega of mikil fyrir þá krakka , heldur eru þetta unglingar sem eru lítið eða ekki í öðru íþrótta - og tómstundastarfi , nema þá badminton , sem er afar vinsælt hér í Siglufirði og búið að vera áratugum saman . Í alvörusveitina , Stráka , komast unglingarnir við 18 ára aldurinn . Stefnir í metumferð um Héðinsfjarðargöngin Í ágústmánuði síðastliðnum jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra . Úttektin byggir á ársreikningum þeirra og er farið rækilega yfir skuldir , tekjur , íbúafjölda , eignir og grunn-rekstur , bæði A-hluta og B-hluta í efnahagsreikningi þeirra . Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir nokkrum þáttum eða forsendum sem leiða til þess að það sveitarfélag sem skorar hæst fær útnefninguna Draumasveitarfélagið . Myndir og texti : Sigurður Ægisson | sae [ email protected ] Fylgjur : Úr Morgunblaðinu í dag .
Viðvörunarstig gærdagsins hefur verið hækkað úr gulu í appelsínugult fyrir höfuðborgarsvæðið , Suðurland , Faxaflóa , Breiðafjörð , Vestfirði , Strandir og Norðurland vestra , Norðurland eystra og Miðhálendið og er jafnvel búist við að Veðurstofan breyti því í rautt áður en langt um líður , en það yrði þá í fyrsta sinn hér á landi . Á veðurspá - og veðurfréttavef sínum segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í nýrri færslu um þessa nýju ákvörðun Veðurstofunnar : „ Ég er sammála því mati þeirra á Veðurstofunni . Það er bæði veðurhæðin , en líka ofankoman , einkum norðanlands sem ræður því mati . Litur viðvörunar tekur bæði mið af líkindum eða styrk óveðurs saman með áhrifum á samfélag . Sjáum á nýjasta spákorti Dönsku Veðurstofunnar sem reiknuð er yfir Íslandi í fínni upplausn vind í 100 m hæð yfir jörðu . Venjulega er hann sýndur fyrir 10 m og eðlilega er heldur minni veðurhæð nærri jörðu . Sýnir hins vegar vel við hverju má búast . Guli liturinn er þröskuldur yfir í 32 m / s í meðalvind . Í Svona stormi má ætla að vindur nær jörðu verði um 85 - 95% af þessum gildum . Hviður og truflanir frá fjöllum breyta myndinni heldur og snarpar strengir en þetta ná sums staðar til jarðar . En takið líka eftir því hvað skilunum er spáð skörpum . Austan þeirra verður veður skaplegt . Óvissa er m.a. um legu skilanna , þó víst megi telja að annað kvöld og á miðvikudag haldi þau til austurs . “
Það hefur fennt töluvert í Siglufirði að undanförnu og í nótt bættist nokkuð við það sem fyrir var á jörðu . Það sem af er degi hefur verið éljagangur , snjóruðningstæki unnið á fullu að hreinsun gatna og bæjarbúar verið með skóflur á lofti . Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi : ? Norðan 10 - 15 og snjókoma , en 8 - 13 og él eftir hádegi . Hægari á morgun og úrkomuminna . Frost 5 til 13 stig , kaldast inn til landsins . ? Og fyrir Norðurland eystra : ? Norðan 10 - 15 og snjókoma fram að hádegi , en síðan norðvestan 8 - 13 og él . Frost 5 til 14 stig , kaldast í innsveitum . ?
Leggja þarf nýjan veg að skíðasvæðinu og færa það ofar . Við gætum átt á hættu að vera sett upp að vegg en þeir vita að við erum að reyna að leysa málið með því að færa aðstöðuna ofar og lyfturnar . “ Hafsteinn Pálsson starfsmaður Ofanflóðasjóðs segir í samtali við fréttastofu að fjallað verði um þetta mál á næsta fundi ofanflóðanefndar . Að öllu óbreyttu verður rekstur skíðasvæðisins því áfram á undanþágu . “
Harpa hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl . Fyrsti dagur hörpu er jafnframt haldinn hátíðlegur sem sumardagurinn fyrsti . “ Að þessu sinni ber hann upp á 23. apríl . Fyrstu vorfuglarnir komu í fjörðinn okkar 17. mars , að sögn Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar , sem í mörg ár hafa fylgst grannt með þessu og skráð jafnharðan í bækur sínar . Þetta voru 2 tjaldar . Nokkrum dögum síðar , 20. mars , flugu 8 álftir yfir Eyrina og alls sáust 11 fram á Leirum . Þann 4. apríl sáust 20 hettumáfar og 6. apríl 3 grágæsir á Leirutanga . Skógarþrestirnir voru alla vega komnir í dymbilviku , kannski fyrr . Og sennilega er hrafninn lagstur á . Aðalvarptíminn er í apríl en getur þó hafist bæði fyrr og síðar . Sumsé , allt að gerast . Meðfylgjandi ljósmynd af hettumáfunum tók Sveinn Þorsteinsson í dag .
Skrifað föstudaginn , 20 desember 2019 10:44 Áramót kæna verður haldið 31. desember 2019 Siglingafélagið Ýmir Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans Tilkynning um keppni 1 . Reglur Keppt verður samkvæmt : b . Kappsiglingafyrirmælum SÍL c . Kappsiglingafyrirmælum mótsins 2 . Auglýsingar Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda : Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té . 3 . Þátttökuréttur Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta - og keppendareglum SÍL . Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL . 4 . Skráning Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 28. desember með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots . You need JavaScript enabled to view it . Taka þarf fram nöfn keppenda , seglanúmer og bátstegund , félag sem keppt er fyrir , kennitölu og símanúmer . Að auki skal gefa upp nafn og símanúmer forráðamanns ef keppandi er yngri en 18 ára . 5 . Þátttökugjald Þátttökugjald er ekkert . Afhending / kynning kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00 Viðvörunarmerki kl. 12:55 , miðað við GPS tíma hjá keppnisstjóra Sigldar verða ein til tvær umferðir . Ef sigldar verða 2 umferðir þá verða gefin 3 flaut 15 - 30 sekúndum á undan viðvörunarmerki á fyrir umferð 2 . Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar . Keppnir vera ekki ræstar ef vindur fer yfir 20 hnúta að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar . Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra . Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið . Eftir keppni verður boðið uppá veitingar . 7 . Kappsiglingafyrirmæli Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og / eða birt á heimasíðu Ýmis daginn áður . 8 . Keppnissvæði Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans ef veður og hitastig leyfir . 11 . Sjá reglu 4 , ákvörðun um að keppa . Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu . 14 . Frekari Upplýsingar Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini , keppnisstjóra , í síma 693 2221 eða með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots . You need JavaScript enabled to view it . Þá má geta þess að stór hluti heimasíðu veðurstofunnar lá niðri seinni part dagsins . Við áformum að skipta flotanum í tvennt í fyrramálið svo það verði auðveldara að eiga við aðstæður .
3 . Skráning Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 28. desember með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots . Afhending / kynning kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00 Viðvörunarmerki kl. 12:55 , miðað við GPS tíma hjá keppnisstjóra Sigldar verða ein til tvær umferðir . Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið . 8 . 11 . Sjá reglu 4 , ákvörðun um að keppa . Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu . 14 . Frekari Upplýsingar Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini , keppnisstjóra , í síma 693 2221 eða með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots . You need JavaScript enabled to view it .
view = featured Fös , 24 jan 2020 14:37:46 +0000 Joomla ! Sigldar voru tvær umferðir á pulsubraut . Áramót kæna verður haldið 31. desember 2019 Siglingafélagið Ýmir Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans Tilkynning um keppni 1 . Reglur Keppt verður samkvæmt : b . Kappsiglingafyrirmælum SÍL c . Þátttökuréttur Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta - og keppendareglum SÍL . Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL . 4 . Skráning Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 28. desember með tölvupósti á adalsteinn@lyfja.is Taka þarf fram nöfn keppenda , seglanúmer og bátstegund , félag sem keppt er fyrir , kennitölu og símanúmer . Ef sigldar verða 2 umferðir þá verða gefin 3 flaut 15 - 30 sekúndum á undan viðvörunarmerki á fyrir umferð 2 . Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar . Eftir keppni verður boðið uppá veitingar . 7 . Kappsiglingafyrirmæli Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og / eða birt á heimasíðu Ýmis daginn áður . 10 . Stigakerfi Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum . Ábyrgð Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð . Flóð verður klukkan 11 . Greiða þarf fyrirfram og einungis bátar sem hafa verið áður fá pláss á landi . ] ] Búist er við fjölda þátttakenda á mótið sem hefst á föstudag . Sunnudagurinn var engu betri og var mótinu því frestað um óákveðinn tíma . Nánari tilkynning verður sett in síðar .
N.k laugardag verður " kranadagur " hjá Ými . Til stendur að taka Ýmisbátana á land auk annarrra kjölbáta . Félagsmenn eru hvattir til að koma og taka þátt en margar hendur vinna létt verk : ) Þá verða grillin til taks og menn hvattir til að taka með sér eitthvað til að henda á grill . Einnig væri gaman ef menn taka með sér myndir sem hægt væri að skoða saman þegar búið er að taka á land .
Skrifað miðvikudaginn , 30 maí 2012 23:24 Eins og áður hefur verið tilkynnt verður Opnunarmót kæna haldið n.k. laugardag . Mótið hefst með skipstjórafundi kl. 9:30 . Tekið er á móti skráningum á This e-mail address is being protected from spambots . You need JavaScript enabled to view it . og eru keppendur beðnir um að skrá sig fyrir kl. 21:00 á fimmtudagskvöld . Keppnisgjald kr. 2.000 greiðist á skipstjórafundi . Hægt verður að skrá sig allt fram að keppni en þeir sem skila inn skráningu eftir auglýstan skráningartíma á fimmtudagskvöld greiða 2.500 krónur í keppnisgjald . Þjálfunar - og fræðsludeild SÍL hefur nú útskrifað fyrstu þjálfarana í nýja fræðslukerfinu að loknu viku námskeiði þar sem þessir flottu þjálfarar voru metnir . En allir hafa þeir töluverða reynslu af siglingum og þjálfun og hafa áður sótt námskeið á vegum ISAF og SÍL í þjálfarafræðum . Þjálfararnir stóðu frammi fyrir ýmsum verkefnum á viðamiklu námskeiði sem haldið var í aðstöðu okkar Ýmismanna í síðustu viku og lentu heldur betur í krefjandi aðstæðum þar sem veður var frekar leiðinlegt meirihluta vikunnar . Meðal þess sem var fjallað um var veður , sjávarföll , verklags - og vinnureglur , áhættumat , uppbygging námskeiða og kennslustunda , æfingar á sjó og í landi auk fjölda annarra spennadi og skemmtilegra verkefna . Þjálfararnir sem nú hafa lokið yfirþjálfara ( 2. stig ) og keppnisþjálfara ( 3. stig ) má sjá á meðfylgjandi mynd auk þjálfunar - og fræðslustjóra SÍL . Á myndinni frá vinstri til hægri eru : Anna Ólöf Kristófersdóttir ( þjálfunar - og fræðslustjóri ) Björn Heiðar Rúnarsson ( Nökkva ) , Arnar Freyr Birkisson ( Nökkva ) , Dagur Arinbjörn Daníelsson ( Nökkva ) og okkar maður Ólafur Víðir Ólafsson .
Skrifað föstudaginn , 03 febrúar 2012 21:53 Aðalfundur Ýmis 2012 fór fram í gærkvöldi undir öruggri stjórn Tryggva Magnúsar Þórðarsonar . Að venju lagði formaður fram skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár . Gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum sem voru ekki undirritaðir af skoðunarmönnum og var samþykkt að vísa afgreiðslu þeirra til aukaaðalfundar sem halda skal 16. febrúar . Formaður var kjörinn Birgir Ari Hilmarsson . Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir þeir Ólafur Sturla Hafsteinsson og Kjartan Sigurgeirsson . Í varastjórn voru kjörin Margrét Björnsdóttir , Friðrik Hafberg og Hlynur Hreinsson .
view = featured Fös , 24 jan 2020 13:48:42 +0000 Joomla ! Sigldar voru tvær umferðir á pulsubraut . Áramót kæna verður haldið 31. desember 2019 Siglingafélagið Ýmir Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans Tilkynning um keppni 1 . Auglýsingar Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda : Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té . 3 . Að auki skal gefa upp nafn og símanúmer forráðamanns ef keppandi er yngri en 18 ára . 5 . Þátttökugjald Þátttökugjald er ekkert . Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið . 8 . 11 . Sjá reglu 4 , ákvörðun um að keppa . Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu . 14 . Þá má geta þess að stór hluti heimasíðu veðurstofunnar lá niðri seinni part dagsins . Veitingar verða í boði . ] ]
Siglingaskólinn býður upp á siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri . Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga , að haga seglum eftir vindi , og læra handtök og orðaforða verklegrar sjómennsku . Tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu og þjálfun í siglingum fyrir lengri eða styttri ferðir . Smelltu á tengilinn til að sjá öll námskeið :