text
stringlengths
0
993k
Þegar kemur að matarræði þá reyni ég eftir fremsta megni að vanda mig á allan hátt . Hefur þú tekið eftir því að við erum mögulega háð tilfinningum okkar þegar við ákveðum hvað við borðum ? Það er réttast að borða sem fjölbreytast að sjálfsögðu og sem hreinasta fæðu er mögulegt er . Vanda vel vökvamagnið , drekka vel og viðhalda vökvamagni sem líkaminn þarf á að halda daglega . Það má alveg passa sig á því hvað hugurinn vill eða óskar eftir og hvað þú rauverulega þarft til að þrífast og takast á við hin daglegu störf . Undir miklu álagi er ekki óalgengt að skyndibitamaturinn sé sterkur inni , gos , sælgæti og óþarfa “ þægilegt ” fæði sem gefur akkurat enga orku þegar á þarf að halda heldur dregur þig niður , gerir þig lata , syfjan og missir einbeitingu – verður einfaldlega sljór í hugsun og gjörðum . Sömuleiðis á þetta við t.d. í mikilli vinnutörn eða prófum þá er oftar en ekki “ dottið ” í það : kaffidrykkja algerlega úr öllu hófi , örvandi te eða gosdrykkir . Afleiðingarnar – já þið þekkið það örugglega þú endar mögulega með einhvers konar kvíða ( nærð alls ekki að klára verkefnin ) og svefnleysi . Að vera meðvitaður um ástandið og taka í taumanna er besta vopnið til handa þér sjálfum / sjálfri . Agni er meltingareldurinn og þann eld viljum við hafa sterkann og þéttann og hvernig gerir þú það ? Tejas er kjarni elds er stjórnar meltingu , uppsogi næringarefna og samlögun . Prana er lífskraftur , orka , lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er . Segi stundum “ prana er lífið og lífið er prana ” vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf . Prana er í öllu sem lifir dýrum , plöntum og mönnum . Ojas hefur verið þýtt sem “ vigor ” á ensku eða “ lífsþróttur ” . Ojas í líkamanum tengist eiginleikum eins og styrk , heilsu , langlífi , ónæmiskerfinu og huglægri sem og tilfinningalegri velferð . Allt hefst þetta á fæðunni sem við innbyrðum og þá er það umbreytingin . Agni meltingareldurinn þarf að vera öflugur og til taks í réttu samræmi við Prana / lífsorkuna og því næst er það Tejas umbreytingin og uppsog . Þetta er nú ekki langur pistill eða þungur en í meginatriðum fyrir þig að uppgötva hvað fæðan skiptir okkur miklu máli . Ég hef engan áhuga á því að leiðbeina fólki til þess eins að fara í megrun eða grennast !!! Bara alls ekki krakkar enda er það svo löngu úrelt . Ég vil hinsvegar leiða þig áfram í átt að betri þú , bætt heilsa með bættu matarræði og góðri hreyfingu . Styrktaræfingum , jóga , hugleiðslu og slökun . Ef þú hélst að ég ætlaði að tala eitthvað um “ megrun ” eða hvernig þú eigir að létta þig þá ertu ekki á réttum stað . Ayurveda vísindin eru systurvísindi jóga og ótrúlega mögnuð vísindi sem ég er enn að fræðast um og læra daglega eitthvað skemmtilegt . Ég elska að benda ykkur á það hvað örvar meltinguna jú vegna þess að um 80% sjúkdóma tengjast meltinarfærunum okkar … . hugsaðu þér . Heilbrigð melting = ljómi í maganum . Úthald og heilsa og ljómi . Ghee eða skírt smjör er talið “ demanturinn ” Ayurveda læknavísindunum . Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður fituna til að framleiða ketóna . Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskíra hugsun . Ghee er einfalt að gera sem krefst kannski smá þolinmæði til að byrja með en þér tekst vel til ég skal lofa þér því . Ghee eða skírt smjör þjappar saman og styrkir Agni , Tejas , Ojas og Prönu . Langar þig til að spreyta þig á ghee-i ? Kíktu á uppskriftina og fleiri mjög góðar uppskriftir sem koma öllum líkamanum og líkamsgerðunum í jafnvægi hér . Byrjum árið á því að huga að hvort þú sért að borða fyrir egóið eða sálina , góðri ástundun jóga , hugleiðsla , öndun og styrktaræfingum . Held áfram að spjalla um Ayurveda og lífsstílinn inní komandi áratug 2020 … #tuttugututtugu . Þú mannst einnig eftir áskoruninni #gangadaglega3km og auðvitað er jógadísin með sína áskorun meðal annars spígat teygjuna sem virðist alveg vera vonlaus en gefst ekki upp . Haltu áfram að bæta þig og vera betri útgáfa í dag en í gær . Hættum að horfa á eftir fornum frægðum eða það sem við vorum og erum ekki í dag . Vertu í nútíðinni og líkaðu við þig sjálfa nákvæmlega eins og þú ert , það er langbesta lausnin því þú munnt alltaf þurfa að elska sjálfan þig og umbera þig sjálfa … þess vegna er ekkert annað í stöðunni en að elska , elska og elska aðeins meira . Gangi þér vel og veistu að skírt smjör þolir ótrúlegan hita . Þú bara mætir þar sem þú ert að kenna og kennir tíma … . Er jóga eins og hver önnur íþrótt ? Já og þar hefur maður frjálsan tíma þegar aðrir vinna til að rækta sjálfan sig einmitt andlega og líkamlega . Ayurveda námskeiðin hafa alltaf verið vinsæl og ayurveda eða lífsvísindin eru okkur bráðnausðynleg . Andlega , líkamlega og sálarlega . En lítið í kringum okkur , lítum við öll eins út ? Hugsum við öll það sama ? * Læra hvað Ayurveda er * Kynnast þinni eigin líkamsgerð – Vata , Pitta eða Kapha * Læra daglega rútínu til að halda heilsu og jafnvægi * Læra sjálfsnudd til að næra sjálfan þig daglega * Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum með “ Neti ” Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul . Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin . Plöntufæði , sem er gríðarlega vinsælt nú á dögum þar sem margir kannast við að hafa horft á heimildarmyndina Game changer á Netflix og mæli með því vegna þess að þessi mynd vekur okkur til umhugar vegna kjötáts og hvaða afleyðingar eru af því . Ef þú ert að borða plöntufæði þá er það einfaldlega eins og nafnið ber til kynna , ávextir , grænmeti , korn , baunir , hnetur / möndlur og fræ einnig sveppi . Borða alls ekki unna matvöru , elda frá grunni og það er í raun hugmyndinn eða borða hráfæði sem er einnig plöntufæði . Þegar við tökum okkur frí og gerum vel við okkur er það oftar enn ekki þannig að við neytum of mikils af “ óhollri fæðu ” reyktur matur , áfengi , sykur og svo mætti lengi telja . Og sama má segja með hreyfingu – aldrei að hætta að hreyfa sig og reyna aðeins á púlsinn , gera sínar öndunaræfingar og hugleiðslu . Hver er til í tiltekt í sínu lífi og endurskipuleggja sér til góðs ? Nýtt námskeið þar sem við blöndum þessu öllu saman og hrærum vel í . Námskeið sem ég hef hannað og vil kalla Með iðkun Yamas og Niyamas gætir þú mögulega fundið fyrir djúpum og miklum breytingum í lífi þínu til góðs . Hvað getum við annað en að vera hamingjusöm og þakklát . Kíktu á tímatöfluna og megir þú eiga blessaðan og fagran dag í dag og alla aðra daga . Byggðu upp traustan grunn , öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum . Greiðsludreifing er auðvitað möguleg , ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína . Heilsueflandi jógakennaranám er ekki aðeins fyrir þá eða þau sem ætla sér að verða jógakennarar . allt í bland á þessu sívinsæla námskeiði í Shree Yoga . Þegar við eldumst viljum við einnig vera í formi . Hreyfing er góð , öll hreyfing og ég hvet þig til að fara út að ganga á hverjum degi , hjóla eða synda og jafnvel skokka . hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína og líkamlegt ástand án þess að æfa í marga tíma á dag . Upphitun í formi Vinyasa yoga flæðis , flæði og jafnvægi í upphafi og í lok tíma . Djúpslökun , yoga nidra einu sinni í viku . Ekki ef þú hefur átt við alvarleg meiðsli að getur ekki æft á nokkurn hátt . Hefur breytt viðhorfi fólks til jóga og jógaástundunar með því að setja inn fjölbreytileikann , sjá fegurðina í öllu sem er . Heilsuferðir ~ Jóga - og hráfæðisnámskeið styttri og lengri . Gefur þér gjöfina að æfa í jógastúdíóinu Shree Yoga úti í fallegri náttúrunni eða æfa heima eða í fríinu … . Afsláttur af klippikorti í lok námskeiðs . Hér kemur inn fljótlega linkur til að kaupa námskeið beint á netinu ( er að vinna í því ) Mánudagar , Miðvikudaga og Föstudagar 6:30 - 7:30 Opnir tímar Þriðjudaga og Fimmtudaga 6:30 - 7:30 ( sumir dagar detta út , erum inni eða úti ) Laugardagar 8 - 9:30 ( ekki alla laugardaga ) opnir tímar Sunnudagar 10:00 - 11:00 Skógarjóga í Gufunesgarðinu , opnir tímar
Undir miklu álagi er ekki óalgengt að skyndibitamaturinn sé sterkur inni , gos , sælgæti og óþarfa “ þægilegt ” fæði sem gefur akkurat enga orku þegar á þarf að halda heldur dregur þig niður , gerir þig lata , syfjan og missir einbeitingu – verður einfaldlega sljór í hugsun og gjörðum . Agni er meltingareldurinn og þann eld viljum við hafa sterkann og þéttann og hvernig gerir þú það ? Ojas í líkamanum tengist eiginleikum eins og styrk , heilsu , langlífi , ónæmiskerfinu og huglægri sem og tilfinningalegri velferð . Bara alls ekki krakkar enda er það svo löngu úrelt . Ayurveda vísindin eru systurvísindi jóga og ótrúlega mögnuð vísindi sem ég er enn að fræðast um og læra daglega eitthvað skemmtilegt . Líkt og kókosolía inniheldur ghee miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans . Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun , lækkar slæma kólestrólið , hamlar myndun bólgu - og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárnákvæmum hlutföllum . Ghee eða skírt smjör þjappar saman og styrkir Agni , Tejas , Ojas og Prönu . Langar þig til að spreyta þig á ghee-i ? Kíktu á uppskriftina og fleiri mjög góðar uppskriftir sem koma öllum líkamanum og líkamsgerðunum í jafnvægi hér . Haltu áfram að bæta þig og vera betri útgáfa í dag en í gær . Hættum að horfa á eftir fornum frægðum eða það sem við vorum og erum ekki í dag . Vertu í nútíðinni og líkaðu við þig sjálfa nákvæmlega eins og þú ert , það er langbesta lausnin því þú munnt alltaf þurfa að elska sjálfan þig og umbera þig sjálfa … þess vegna er ekkert annað í stöðunni en að elska , elska og elska aðeins meira . Gangi þér vel og veistu að skírt smjör þolir ótrúlegan hita .
Þegar kemur að matarræði þá reyni ég eftir fremsta megni að vanda mig á allan hátt . Hefur þú tekið eftir því að við erum mögulega háð tilfinningum okkar þegar við ákveðum hvað við borðum ? Ég stefni á tvær ferðir í Bjarnarfjörðin í ár kannski þær ættu að vera miklu miklu fleirri því ásókn er góð og allir vilja vera með þó þeir séu ekki að stunda jóga dags daglega . Jógakennarinn eins og allir aðrir verða vinna sér inn tekjur til að lifa af og halda rótarstöðinni , Muladhara Chakra eða Root Chakra í jafnvægi . Já þessi eldrauða orkustöð . Einnig erum við að skoða matarræðið og hvað er virkilega gott fyrir líkamann , hvað þarf ég til að líða vel , næra vöðva , bein og húð . Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú […]
Á síðasta ári fóru starfsmenn SHS samtals í 33.436 útköll , miðað við 33.059 á árinu 2018 , sem er fjölgun um 377 útköll á milli ára ( 1,1% ) . Þegar árið 2019 er skoða í heild kemur í ljós að útköllin voru langflest í desember síðastliðnum , eða 3.059 talsins , en þá voru að meðaltali 98 útköll á sólarhring . Útköllin voru hins vegar fæst í apríl , eða 2.571 talsins , sem eru u.þ.b. 86 útköll á sólarhring . Útköllum liðsins hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og ef horft er aftur til ársins 2015 hefur aukningin verið 12,5% , eða um tæplega 4.000 útköll . Gildir það þó aðallega um útköll vegnaNánar Slökkviliðið óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarf liðinna ára , jafnt við almenning sem aðra viðbragðsaðila . Farið varlega með flugelda , bæði við heimahús og brennur , og gætið þess að ganga vel frá öllu fyrir svefninn sem hugsanlega gæti kviknað í útfrá eða valdið öðrum skaða . Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur í samvinnu við Rauða krossinn , björgunarsveitir og Vegagerðina sett upp skilti við Vesturlandsveg , sem er fyrsta skilti sinnar tegundar , til að beina fólki að fjöldahjálparstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalarnesi . Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs , eða að minnsta kosti 5 sinnum á síðasta ári . Nú síðast var hún opnuð 10. desember , þegar óveður skall á öllu landinu . Var skiltið þá notað í fyrsta sinn til þess að aðstoða fólk við að komast að fjöldahjálparstöðinni . Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálparstöðinni í Klébergskóla eru sjálfboðaliðar Rauða krossins , en einnig eru þau starfsmenn og stjórnendur skólans , sem er mikill
Gildir það þó aðallega um útköll vegna sjúkraflutninga því útköll vegna slökkvistarfa hafa staðið í stað , og þeim jafnvel fækkað . En þrátt fyrir fækkun þeirra útkalla hefur umfang verkefna vegna erfiðra slökkvistarfa frekar aukist ef eitthvað er . Þegar álagssveiflur eru skoðaðar er oft horft til fjölda útkalla á sólarhring og þó að meðaltalið hafi verið 98 útköll á sólarhring í desember sl. eru þau oft mun fleiri . Ef við horfum t.d. bara til þess hversu oft útköllin voru 100 eða fleiri á sólarhring í fyrra gerðist það 130 sinnum , samanborið við 110 tilvik á árinu 2018 , sem er 18,2% aukning . Ef árið 2015 er skoðað út frá sömu forsendum voru sólarhringarnir 36 þar sem útköllin voru fleiri en 100 , sem er þá næstum þreföldun fram til ársins 2019 . Þessi aukning undirstrikar auknar álagssveiflur á milli ára , í takt við heildarfjölgun útkalla .
Farið varlega með flugelda , bæði við heimahús og brennur , og gætið þess að ganga vel frá öllu fyrir svefninn sem hugsanlega gæti kviknað í útfrá eða valdið öðrum skaða . Nánar Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur í samvinnu við Rauða krossinn , björgunarsveitir og Vegagerðina sett upp skilti við Vesturlandsveg , sem er fyrsta skilti sinnar tegundar , til að beina fólki að fjöldahjálparstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalarnesi . Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs , eða að minnsta kosti 5 sinnum á síðasta ári . Nú síðast var hún opnuð 10. desember , þegar óveður skall á öllu landinu . Var skiltið þá notað í fyrsta sinn til þess að aðstoða fólk við að komast að fjöldahjálparstöðinni . Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálparstöðinni í Klébergskóla eru sjálfboðaliðar Rauða krossins , en einnig eru þau starfsmenn og stjórnendur skólans , sem er mikillNánar Í dag fer fram formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur við lyklunum fyrir hönd stjórnar SHS og afhendir slökkviliðinu . Seljandi bifreiðanna er Ólafur Gíslason & Co. hf. og mun fulltrúi frá þeim afhenda Degi lyklana . Stutt sýning verður síðan á bifreiðunum og búnaði þeirra . Nánar Nýlega var þeim tímamótum fagnað í sögu slökkviliðsins að stjórn SHS undirritaði bæði nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem koma til landsins á næsta ári . Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs , Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar , Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri , Dagur B. Eggertsson borgarstjóri , Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar , Nánar Í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna ,, bjargaði ” slökkviliðið Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands úr ímynduðu eldhafi á rýmingaræfingu í HÍ . Viðvörunarkerfi skólans fór í gang og rektor þurfti að stökkva út um glugga á 3. hæð í körfubíl sem flutti hann heilu og höldnu til jarðar . Fjöldi háskólafólks fylgdist með og hafði gaman af . Eldvarnarátakið er árlegt samvinnuverkefni SHS , LSS og HÍ.Nánar
Fræðsla » Logi og Glóð fræða leikskólabörn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsækir árlega elstu börnin í leikskólunum á svæðinu til þess að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir . Slökkviliðsmenn hafa slökkviálfana Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum en þau eru sérstakir aðstoðarmenn slökkviliðsins í verkefninu . Verkefnið fór af stað vorið 2007 og tekur til allra leikskóla og grunnskóla sem eru með 5 ára börn á höfuðborgarsvæðinu sem eru í kringum 150 talsins . Við upphaf verkefnisins gera aðilar með sér samkomulag um eldvarnir og fræðslu þar sem hlutverk hvors aðila fyrir sig er skilgreint og SHS afhendir ýmis gögn sem tengjast verkefninu . Markmið verkefnisins er þríþætt : Að tryggja góðar og traustar eldvarnir í leikskólum í samvinnu við starfsfólk . Að veita elstu börnunum fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna . Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim ráðgjöf í því sambandi . Hlutverk slökkviliðsins Starfsmenn slökkviliðsins heimsækja hvern leikskóla / grunnskóla einu sinni á ári í samráði við starfsfólk . Fulltrúar SHS fara yfir ástand eldvarna með leikskólastjóra og öðru starfsfólki og gert er samkomulag um eldvarnir og fræðslu . Í þeirri heimsókn afhendir SHS leikskólanum eftirfarandi gögn : Möppuna ,, Eldvarnir í leikskólanum “ sem inniheldur ýmis gögn um verkefnið og eigið eldvarnaeftirlit Veggspjald sem sýnir þau atriði sem aðgæta þarf mánaðarlega og gátlista til að fylla út þegar mánaðarlegt eftirlit hefur farið fram og hvenær rýmingaræfing var haldin ( nýtt veggspjald árlega ) Viðurkenningarskjöl fyrir öll börnin í elsta árgangi leikskólans hverju sinni Slökkviliðsmenn ræða við börnin um eldvarnir , segja þeim frá starfi slökkviliðsmanna og sýna þeim ýmsan búnað . Þá afhendir SHS börnunum sjálfum möppuna ,, Slökkviliðið mitt “ en í henni eru verkefni fyrir börnin og skilaboð til foreldranna . Gert er ráð fyrir að börnin vinni verkefnin í leikskólanum en taki möppuna svo með heim með viðurkenningarskjalinu í . Hlutverk leikskólans Heimsókn slökkviliðsins er samkomulag um eldvarnir og fræðslu undirritað og hengt á vegg við inngang á allar deildir leikskólans svo foreldrar viti af verkefninu og geti kynnt sér efni þess . Samkvæmt samkomulaginu sér leikskólinn til þess að eldvarnir séu ævinlega í lagi og til þess að svo megi vera framkvæmir leikskólinn eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega samkvæmt gátlista . Leikskólinn gerir jafnframt rýmingaráætlun og æfir rýmingu árlega samkvæmt leiðbeiningum . Gert er ráð fyrir að börnin í elsta árganginum taki þátt í þessu mánaðarlega eftirliti ásamt starfsfólkinu . Þegar starfsmenn SHS heimsækja leikskólann árlega sýnir leikskólinn fram á að mánaðarlegt eftirlit hafi farið fram og rýming hafi verið æfð á undangengnu ári , eða frá síðustu heimsókn . Leikskólinn leggur þá einnig fram umbeðin gögn . Hér getur þú sótt gátlista vegna eftirlits :
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ( SHS ) vill ráða starfsfólk í sumarafleysingar á tímabilinu 15. maí til 15. september 2020 , með möguleika á styttra ráðningartímabili innan þess tíma . Um er að ræða vaktavinnu , 8 - 12 tíma vaktir á öllum tímum sólarhrings . Þegar sumarstarfsmenn hefja störf verða þeir að vera búnir að ljúka grunnmenntun ( EMT-B ) í sjúkraflutningaskólanum ( www.ems.is ) . Hér fyrir neðan eru ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur í sumarstörfin og umsóknarferlið í heild sinni . Umsóknarfrestur er til 16. febrúar . Ef spurningar vakna hafðu samband við Ingibjörgu Óðinsdóttur mannauðsstjóra ( ingibjorgo@shs.is ) eða Elías Níelsson íþróttaþjálfara SHS ( eliasn@shs.is ) . Hæfniskröfur í sumarstarf : Hafa náð 20 ára aldri við upphaf starfs . Hafa lokið að lágmarki 60 ein . á framhaldsskólastigi * Hafa réttindi til sjúkraflutninga ( EMT-B ) við upphaf starfs . Hafa réttindi til að aka fólksbíl . Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði ( bæði tal - og ritmál ) . Færni í samskiptum , frumkvæði og geta til að vinna undir álagi . Hafa góða líkamsburði og bæði andlegt og líkamlegt heilbrigði . Almenn reglusemi og háttvísi áskilin . * Æskilegt er að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi , sem eru menntunarskilyrði til framtíðarstarfa . Öllum umsóknum þarf að fylgja rafrænt eintak af : Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið 60 einingum á framhaldsskólastigi . Ökuskírteini ; ljósrit af báðum hliðum sem sýnir ökuréttindi ( bakhlið ) og mynd af viðkomandi ( framhlið ) . Nýleg og góð / skýr passamynd . Öllum umsóknum þarf að fylgja frumrit / pappírseintak * af : Læknisvottorð sem staðfestir almennt heilbrigði umsækjanda . Má ekki vera eldra en 3 mánaða . Hægt að nálgast hjá heimilislækni . Sakavottorð * * þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldra en 3 mánaða . Hægt er að nálgast það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu , Hlíðarsmára 1 í Kópavogi , ef umsækjendur búa á höfuðborgarsvæðinu , annars hjá viðkomandi sýslumanni . Ökuferilskrá ( yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi ) þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldri en 3 mánaða . Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili . Fyrir höfuðborgarsvæðið er það Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu , Hverfisgötu 113. * Ath. Vinsamlega setjið frumritin í lokað umslag merkt ,, Sumarstarf hjá SHS ” og skilið því í þjónustuver Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlið 14. * * Vegna eðli starfseminnar verður leitað eftir samþykki þeirra sem hljóta ráðningu fyrir því að afla aukinna upplýsinga úr sakaskrá , þ.e. lengra aftur í tímann . Inntökuferlið Inntökuprófin í sumarstarf felast í : hlaupaprófi , styrktarprófi , akstursprófi , læknisskoðun og viðtali . Ekki er boðið uppá nein sjúkrapróf . Umsækjendur hlaupa 3 km vegalengd innanhúss . Enginn fellur á prófinu en hlaupatími hvers og eins er skráður og hefur áhrif á heildarframmistöðumat í inntökuferlinu . Prófið verður í Kaplakrika föstudaginn 21. febrúar kl. 14:30 - 15:30 . Umsækjendur mæta í hlaupafatnaði og hlaupa í hollum . Húsið verður opnað 30 mín. áður en fyrsta hollið hleypur og hægt verður að hita upp á staðnum . Planki á olnboga og tám , 1 mínúta .
Ásókn hins opinbera í lykilstarfsfólk verkfræðistofanna Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Reyni Sævarsson , formann Félags ráðgjafarverkfræðinga ( FRV ) , sem segir ásókn hins opinbera í lykilstarfsfólk verkfræðistofanna hafi verið að aukast mikið síðustu misserin og í stað þess að auka umsvifin með því að eiga viðskipti við verkfræðistofurnar sé hið opinbera að fjölga fólki hjá sér en um sé að ræða sérfræðinga sem verkfræðistofurnar hafi kostað miklu til að þjálfa . Í fréttinni kemur fram að samkvæmt nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu meðal aðildarfélaga FRV telja 75% þeirra að ráðningar hins opinbera á lykilstarfsfólki hafi aukist til muna á síðustu árum og 92% fyrirtækjanna telja að þetta vegi verulega að samkeppnishæfni þeirra á markaði . „ Þetta er mjög afdráttarlaust og það finna öll fyrirtæki sterklega fyrir þessu . Þetta þýðir bara að það er búið að draga úr okkur tennurnar varðandi það að sækja á erlenda markaði því það þarf mikla reynslu í það . “ Þjóðhagslegir hagsmunir að þekkingin lokist ekki inni á stofnunum Reynir segir jafnframt í fréttinni það vera kaldhæðnislegt að stofnanirnar sem taki þessa starfsmenn þurfi mikið á verkfræðistofunum að halda . „ Stóra gildið í því að vera á markaðnum er að við getum unnið fyrir alla . Nú erum við meðal þeirra fremstu á Norðurlöndunum í sumu . Þetta hefðum við aldrei getað ef allir hefðu verið fastir inni á einhverjum stofnunum . Nú erum við að taka u-beygju sem er grátlega vitlaust . “ Þá kemur fram í fréttinni að Reynir segi það hafi verið kannað meðal kollega á hinum Norðurlöndunum hvernig þessi mál væru að þróast þar . „ Þeir kannast ekki við neina svona breytingu hjá sér . Mín upplifun er sú að við séum að ganga í öfuga átt . “
Aukið eftirlit með líf - og heilbrigðistækniiðnaði Ljóst er að innlendar stofnanir þurfa að vera vel í stakk búnar til að taka við þeim skyldum sem á þær eru lagðar varðandi eftirlit , skráningu og þjónustu . Vel innleitt opinbert kerfi gæti orðið líf - og heilbrigðistækniðnaði lyftistöng á meðan kerfi sem ekki virkar gæti orðið til þess að fyrirtæki á þessu sviði yrðu að flytja starfsemi sína annað . Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Samtaka iðnaðarins og Samtök líf - og heilbrigðistæknifyrirtækja sem send hefur verið í Samráðsgátt um frumvarp til laga um lækningatæki sem ætlað er að betrumbæta öryggi og gæði lækningatækja , almennings og sjúklinga ásamt því að tryggja að framleiðsla , viðhald og notkun lækningatækja sé í samræmi við bestu fagþekkingu á hverjum tíma . Stofnanir verði vel í stakk búnar og ekki fjársveltar Í umsögninni kemur fram að það sé grundvallaratriði að fullnægjandi undirbúningsvinna hafi átt sér stað þegar reglugerðirnar sem frumvarpinu sé ætlað að innleiða verða teknar upp á Íslandi . Ljóst sé að innlendar stofnanir þurfa að vera vel í stakk búnar til að taka við þeim skyldum sem á þær eru lagðar varðandi eftirlit , skráningu og þjónustu . Tryggja þurfi að þær stofnanir sem takast eiga á hendur þær skyldur sem löggjöfin leggur á séu ekki fjársveltar , þær séu vel mannaðar og nýti sem best innviði nágrannaþjóða . Þá kemur fram að ekki sé þörf á því að finna upp hjólið heldur ætti að byggja á þeim grunni sem nágrannalönd hafi nú þegar skapað . Upplýsi um áhrif nýrrar löggjafar á íslenskan líf - og heilbrigðistækniiðnað Þá segir í umsögninni að mikilvægt sé að heilbrigðisráðuneytið hafi að leiðarljósi að innleiða nýja löggjöf í nánu samstarfi við líf - og heilbrigðistækniiðnaðinn og upplýsi nákvæmlega hvaða áhrif það muni hafa á Íslandi þegar reglugerðirnar taka gildi í Evrópu 26. maí nk . Liggja þurfi fyrir hvenær og með hvaða hætti búist sé við að eftirlit og fullnusta með löggjöfinni hefjist á Íslandi svo lágmarka megi þá rekstraráhættu sem fyrirtæki sem eftir þeim starfa gætu staðið frammi fyrir . Í umsögninni kemur jafnframt fram að SI og SLH gera alvarlegar athugasemdir vegna þess skamma umsagnarfrests sem frumvarpshöfundar hafa veitt til umsagnar um málið . Um verulega yfirgripsmikið og mikilvægt málefni sé að ræða fyrir þau fyrirtæki sem komi til með að starfa eftir þessari löggjöf sem teljast verður íþyngjandi að einhverju leyti . Þannig hvíli mikil ábyrgð á hinu opinbera að gæta meðalhófs og veita atvinnulífinu sanngjarnt svigrúm til þess að koma athugasemdum sínum á framfæri . SI og SLH áskilja sér því heimild til þess að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum . Hér er hægt að lesa umsögnina í heild sinni .
Mikil gróska í íslenskum tölvuleikjaiðnaði Skýrslan er ákveðin staðfesting á gróskunni sem hefur verið í greininni síðustu ár . Hún sýnir okkur að við erum með öflug fyrirtæki og mörg járn í eldinum . Þar af eru fjölmörg þeirra komin með styrki eða fjárfestingu og mörg hver með mjög sterka alþjóðlega fjármögnun frá aðilum á borð við Tencent og Index Ventures . Þetta sýnir okkur að við erum að koma að tímabili núna þar sem við gætum farið að sjá iðnaðinn fara upp á næsta þrep . Þetta segir Vignir Örn Guðmundsson , formaður Samtaka leikjaframleiðenda , í viðtali í Viðskiptablaðinu um nýja skýrslu um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn sem gefin hefur verið út í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu og unnin af Northstack . Hann segir jafnframt að á sama tíma þurfi að styðja við þessi fyrirtæki og auka líkur á árangri með því að bæta rekstrarumhverfi þeirra , auðvelda þeim að sækja öflugan mannauð og fjölga leiðum þar sem fyrirtækin geta sótt sér fjármagn . Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kemur fram að tölvuleikjaiðnaður á Íslandi hefur velt yfir 100 milljörðum króna á síðustu 10 árum en í dag eru 17 fyrirtæki starfandi í greininni þar sem CCP er þar langstærst . Í skýrslunni er að finna yfirgripsmikla úttekt á stöðu og þróun tölvuleikjaiðnaðarins á síðustu 10 árum . Á árunum 2009 til 2016 tvöfaldaðist velta í greininni í um 14,5 milljarða á ári . Árið 2017 störfuðu yfir 400 manns við tölvuleikjagerð en eftir að Quiz Up og Novomatic hættu starfsemi hefur starfsmannafjöldinn farið niður í um 345 á þessu ári og veltan í um 10 milljarða . Frá árinu 2009 hafa íslensk leikjafyrirtæki gefið út 83 leiki sem þýðir að nýr leikur hefur komið út á um eins og hálfsmánaða fresti . Þá skilar nær öll velta geirans sér í gjaldeyristekjum en um 95% af tekjum fyrirtækjanna eru í erlendri mynt .
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti kemur fram að um sé að ræða óhóflega íþyngjandi stjórnvaldssektarákvæði þar sem sektarfjárhæðir frumvarpsdraganna séu með því hæsta sem þekkist í Evrópu . Í umsögninni segir að þegar til standi að lögfesta stjórnsýsluviðurlög við brotum þurfi að líta til ákveðinna grunnsjónarmiða sem byggist á grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um meðalhóf . Varast skuli að fara í öfgar með lögfestingu slíkra stjórnsýsluviðurlaga . Með vísan til meðalhófsreglunnar þurfi að leggja mat á það hvort önnur og vægari úrræði stjórnvalda komi ekki að nægu haldi og hvort viðurlögin séu skilvirk , markviss og hófleg miðað við eðli brots . Stjórnvaldssektir gætu orðið allt að 10% af heildarveltu Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við það að ekkert slíkt mat virðist liggja til grundvallar 100. gr. frumvarpsdraganna þar sem lagt sé til að veita Póst - og fjarskiptastofnun heimild til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á ákvæðum laganna allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs hjá hverju því fjarskiptafyrirtæki eða fyrirtæki sem eiga aðild að broti . Þá segir í umsögninni að því til viðbótar séu m.a. dagsektarheimildir og refsiákvæði vegna brota sem framin séu af ásetningi . Íþyngjandi ákvæði verði ekki neytendum til tjóns Jafnframt kemur fram í umsögninni að engin rök standi til þess þegar litið sé til samanburðarlanda okkar að sektarfjárhæð sé svo há sem lagt sé til í frumvarpsdrögunum . Það dugi að mati samtakanna ekki að vísa , án frekari rökstuðnings , til annarra lagabálka eins og gert sé í greinargerð með frumvarpsdrögunum . Þá kemur fram að ef setja eigi refsi - og sektarákvæði í löggjöfina sé mikilvægt að gætt sé áhrifa slíkra ákvæða , þau metin og að ákvæðin séu ekki svo íþyngjandi að þau verði neytendum til tjóns . Hér er hægt að lesa umsögnina í heild sinni .
Námskeið um persónuvernd með notkun staðals Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði um vernd persónuupplýsinga þar sem úskýrðar eru hagnýtar aðferðir við að uppfylla kröfur laga og reglna um persónuvernd með stýringum í staðlinum ISO / IEC 27701 . Námskeiðið sem fer fram í húsakynnum Staðlaráðs Íslands í Þórunnartúni 2 verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9 - 17 . Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 og er hægt að skrá sig hér . Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja vinna á skipulegan hátt við að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga og reglugerðar ESB um persónuvernd , GDPR . Leiðbeinandi er Marinó G. Njálsson , tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis .
Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum var undirrituð í gær á Flúðum . Atvinnuþróunarfélag Suðurlands , Háskólafélag Suðurlands , Hrunamannahreppur , Bláskógarbyggð , Skeiða - og Gnúpverjahreppur , Grímsnes - og Grafningshreppur , garðyrkjumenn , Matís og Háskóli Íslands hafa unnið að undirbúningi Matarsmiðjunnar . Í vor sendu samstarfsaðilarnir svo inn nýja umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands um þróun á Matarsmiðjunni . Matís leggur mikið upp úr starfsemi sinni utan höfuðborgarsvæðisins og upp úr samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila um allt land en fyrirtækið rekur m.a. starfstöðvar á sex stöðum utan Reykjavíkur .
Stærstu iðnaðarþjarkar á Íslandi við kennslu í tæknifræði hjá Keili Orku - og tækniskóli Keilis tók nýverið í gagnið tvo iðnaðarþjarka sem ætlaðir eru til kennslu í mekatróník tæknifræði við skólann . Iðnaðarþjarkarnir eru með þeim stærstu á landinu og sambærilegir þjarkar meðal annars notaðir við bílaframleiðslu . Þeir munu nýtast nemendum í þjarkatækni , svo sem sjálfvirkni , stýritækni og samskiptum iðnaðartækja . Auk þess má nýta þjarkana við forritun í framleiðslukerfum og uppsetningu véla og flæðilína . Iðnaðarþjarkar Keilis eru forritanleg , margnota tæki sem geta hreyft sig um sjö hreyfiása og eru meðal annars nýttir við logsuðu , málun , samsetningu og við eftirliti með framleiðslu . Þeim er ætlað að leysa flókin verkefni á miklum hraða og af mjög mikilli nákvæmni . Eimskip styrkti Keili við flutning á þjörkunum til landsins , en fyrirtækið hefur mikinn áhuga á því að efla menntun og þjálfun fólks við iðnstýringar og stýritækni . Koma iðnaðarþjarkar Keilis því að góðum notum við tæknifræðinám á Íslandi í framtíðinni . Orku - og tækniskóli Keilis býður upp á tvær þverfaglegar námsbrautir í tæknifræði á háskólastigi , orku - og umhverfistæknifræði og mekatróník tæknifræði . Boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands sem útskrifar nemendur skólans . Kennsla og verklegar æfingar nemenda fara fram í nýuppgerðum kennslustofum á Ásbrú og er fullkomin aðstaða til rannsókna og tilrauna á skólasvæðinu . Orku - og tækniskóli Keilis leggur áherslu á gagnvirk samskipti við fyrirtæki og raunveruleg nemendaverkefni , sem tryggir tengsl nemenda við framþróun og vinnubrögð í atvinnulífinu .
Clean Tech Iceland , ný samtök fyrirtækja í grænni tækni Samtök fyrirtækja í grænni tækni , Clean Tech Iceland , voru stofnuð í gær . Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni . Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI . Hugmyndir um stofnun slíkra samtaka hafa verið uppi um nokkurt skeið en mikil gróska er í málum er snúa að grænni tækni og hreinni orku . Síðastliðið haust fóru SI ásamt fleiri aðilum í stefnumótun á þessu sviði . Þar kom m.a. fram áhugi á að auka samstarf fyrirtækja sem eru að þróa nýja umhverfistækni . Meðal þess sem samtökin munu vinna að er að styrkja netverk fyrirtækjanna , auka samstarf og deila þekkingu og reynslu . Áherslurnar liggja á mörgum sviðum einkum í markaðsmálum , menntamálum , varðandi fjármögnun , þátttöku í norrænu starfi og vera stjórnvöldum til stuðnings við stefnumótun . Á stofnfundinum var kosin fimm mann stjórn auk tveggja varamanna . Formaður var kosinn Jón Ágúst Þorsteinsson , Marorku . Meðstjórnendur voru kosnir Ásbjörn Torfason , Vistvænni orku , Guðný Reimarsdóttir , Ecoprocess Nord , Ingvar Kristinsson , Fjölblendi og K.C. Tran , Carbon Recycling International . Varamenn eru Freyr Hólm Ketilsson , ReMake Electric og Eiríkur Sveinn Hrafnsson , Greenqloud .
Háskólinn í Reykjavík bregst við áskorun Samtaka iðnaðarins Umsóknarfrestur um skólavist hefur verið framlengdur hjá Háskólanum í Reykjavík til þess að gefa fleirum tækifæri til þess að hefja nám í tækni - og verkfræðigreinum . Samtök iðnaðarins skoruðu á háskóla að framlengja umsóknarfresti í byrjun júní . „ Það er fagnaðarefni að HR skuli hafa brugðist við áskorun okkar , “ segir Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins . „ Við höfum verið að benda á vaxandi þörf tækni - og þekkingarfyrirtækja fyrir fólk með menntun á sviði tækni - og verkfræði . Það blasir við að það vantar fólk með þessa menntun til þess að fyrirtækin geti vaxið og dafnað hér á landi . Slíkur vöxtur er forsenda lífskjara framtíðarinnar . Ég hvet svo sannarlega alla að íhuga að mennta sig á þessum sviðum og nýta sér þetta tækifæri , “ segir Jón Steindór .
Tölvuleikurinn Path to Ares sigrar í tölvuleikjakeppni IGI Tölvuleikurinn Path to Ares sigraði í fyrstu árlegu tölvuleikjakeppni Samtaka leikjaframleiðenda á Íslandi ( IGI , Icelandic Gaming Industry ) en úrslitin voru kynnt í lok tölvuleikjadags IGI og Háskólans í Reykjavík um mánaðarmótin . Alls bárust ellefu hugmyndir í keppnina frá tæplega þrjátíu aðilum . Sigurleikurinn fjallar um innrás geimvera og sá sem spilar leikinn tekur að sér hlutverk prófessors sem vaknar upp við það að verið sé að breyta honum í erfðafræðilegan hermann . Leikurinn Fly on the Wall fékk sérstök aukaverðlaun en í honum er sá sem spilar leikinn fluga sem reynir að lifa af í heimi karlmanns sem vill hafa snyrtilegt í kringum sig . Leikurinn gengur út á að annað hvort flugan eða maðurinn lifa af . Flugan þarf að safna bakteríum og vírusum til að gera manninn veikan og finna mat til að halda lífi . Þrjár hugmyndir að tölvuleikjum fengu sérstök hvatningarverðlaun . Það eru Preschool sem er safn leikja fyrir yngri börn . Music Missile sem er flug - og tónlistarleikur fyrir IPhone . Og að lokum The Adventures of the Blue Pigeon sem fjallar um ofurhetju sem býr í Westward Point .
Vel sóttur fundur um stuðningsumhverfi í nýsköpun Um 200 manns sóttu kynningarfund um stuðningsumhverfi nýsköpunar sem haldinn var áGrand Hótel 26. maí í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni 2010 ( SME Week ) . Helstu nýjungar í stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja voru kynntar , þ.á.m. framkvæmd laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki . Að lokinni sameiginlegri dagskrá skiptu þátttakendur sér á tvær málstofur , annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun til að ræða nánar um þarfir og reynslu fyrirtækja á ólíkum stöðum í þróunarferlinu . Samtök iðnaðarins , Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Rannís , og Útflutningsráð ásamt Hátækni - og sprotavettvangi stóðu að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin var hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí – 1. júní . Fulltrúar fyrirtækjanna CLARA , Knitting Iceland , Gogogic , Nox Medical , Marorka , Bláa Lónið , Transmit , Remake Electric og Studio Bility miðluðu af reynslu sinni . Í tengslum við málstofurnar bæði á undan og eftir kynntu hátt í tuttugu aðilar úr stuðningsumhverfinu þjónustu sína , en umræðurnar í málstofunum voru m.a. um reynsluna af þessu stuðningsumhverfi . Gerð var yfirlitsmynd yfir þarfir og dæmigerðan þróunarferil nýsköpunarfyrirtækis . Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri . Þá var einnig tekinn hefur verið saman upplýsingapakki í tilefni af fundinum með yfirliti yfir það helsta sem stuðningsumhverfið hefur upp á að bjóða . Hægt er að nálgast upplýsingapakkann og horfa á horfa á upptökur frá fundinum vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands , www . nmi.is .
Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á mismunandi námsleiðir , meðal annars er boðið upp á 45 eininga nám í rekstri og stjórnun sem er opið öllum sem lokið hafa starfsmenntun eða sambærilegri menntun og hafa reynslu úr atvinnulífinu . Námið er blanda af fjarnámi og staðbundnum lotum . Námið er krefjandi og gerir sömu námskröfur og gerðar eru á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum . Gert er ráð fyrir að nemendur séu tölvufærir og geti lesið námsefni á ensku . Námið er þróað af Tækniskólanum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík . Einnig er boðið upp á nám í Útvegsrekstrarfræði og Flugrekstrarfræði .
Gæðastjórnunarkerfi Héðins hf. hafa verið vottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum . Héðinn er fyrsta fyrirtækið í málmiðnaði og véltækni hér á landi til að hljóta þessa vottun . British Standards Institute annaðist vottunarferlið hjá Héðni , en það tók aðeins sex mánuði . Örn Alexandersson frá BSI afhenti Guðmundi Sveinssyni framkvæmdastjóra Héðins formlega staðfestingu um vottun fyrirtækisins . ISO 9001 vottunin staðfestir að Héðinn nálgast ferlastjórnun á verkefnum með kerfisbundnum hætti . Ferlar eru festir í sessi og skjalfestir , sem þýðir að þeir sem kaupa ákveðna þjónustu eiga alltaf að fá sambærilega þjónustu . Með vottuninni hlýtur Héðinn alþjóðlega viðurkenningu á stjórnkerfi sínu sem vekur traust á erlendum mörkuðum og ætti að auðvelda öflun verkefna á þeim vettvangi . Fyrirtæki með slíka vottun uppfylla að öllu leiti kröfur opinberra verkkaupa á Íslandi um gæðastjórnun . „ Við vorum með öflugt þriggja manna teymi sem vann að vottuninni og áttum ánægjulegt samstarf við BSI . Þetta skilaði sér því því hvað verkefnið gekk fljótt og vel fyrir sig , “ segir Guðmundur Sveinsson . Á meðal þeirra verk - og þjónustuþátta í starfsemi Héðins sem eru tilgreindir í ISO 9001 vottunarskjalinu eru hönnun og verkumsjón tæknideildar , málmsmíði og viðgerðir á verkstæðum , viðgerðir hjá véladeild og framkvæmdir hjá viðskiptavinum , hérlendis sem erlendis . „ Þessi vottun skiptir að sjálfsögðu máli fyrir alla viðskiptavini Héðins . Hún skilar sér í bættu skipulagi , betri skráningu og meiri rekjanleika . Í mörgum stærri verkefnum , ekki síst fyrir orkugeirann og stóriðjuna , er gæðavottun ein af forsendum þess að takast þau á hendur . Sömuleiðis er mikilvægt að hafa þessa vottun frá jafn virtu fyrirtæki og BSI þegar kemur að verkefnum erlendis , “ segir Guðmundur ennfremur . Hin formlega staðfesting BSI á því að gæðakerfi Héðins uppfylli ISO 9001 er upphafið á stöðugu aðhaldi með verkferlum , til að tryggja að fyrirtækið mæti ávallt kröfum staðalsins . Gæðastjóri Héðins hefur umsjón með þeirri vinnu og sömuleiðis munu sérfræðingar BSI koma með reglulegu millibili til að kanna stöðuna . Héðinn framleiðir ýmsar vélar og tæki sem þurfa að uppfylla evrópska staðla og tæknisamþykki sem Héðni ber að CE merkja því til staðfestingar . Vottun ISO 9001 : 2008 eykur trúverðugleika slíkra staðfestinga sem hluti af úttektinni .
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna Það var margmenni í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ þegar úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna var kynnt fimmtudaginn 10. júní . Rannsóknamiðstöð Íslands ( RANNÍS ) og iðnaðarráðuneytið stóðu að kynningunni sem var sérlega vel sótt . „ Tækniþróunarsjóður er mikilvægasta framlag ríkisins til nýsköpunar í atvinnulífinu , “ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í ávarpi sínu á fundinum . Hann gegnir lykilhlutverki í að beisla þann frumkvöðlakraft sem risið hefur til nýrra hæða síðustu tvö ár eins og umsóknir til sjóðsins sýna . „ Endurreisn efnahagslífsins kemur ekki af sjálfu sér , “ sagði ráðherra . „ Við þurfum að ráðast í kynningarátak á sjóðnum og þýðingu hans fyrir verðmæta - og atvinnusköpun í landinu . Við þurfum að setja metnaðarfull markmið um verulega stækkun á sjóðnum . “ Hilmar Veigar Pétursson , forstjóri CCP og formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs , tók undir það , enda hafði 3 milljóna króna styrkur sjóðsins til CCP á upphafsárum haft mikla þýðingu fyrir fyrirtækið . Hann sagðist berjast fyrir því að auka framlög til sjóðsins um 300 milljónir króna , sem mundi skila sér margfalt til baka í öflugum nýjum fyrirtækjum . Marel var sprotafyrirtæki fyrir 30 árum og hefur notið stuðnings Tækniþróunarsjóðs og forvera hans í gegnum árin . Kristinn Andersen , rannsóknarstjóri Marel , fór yfir sögu þessa samstarfs og nefndi fjölmörg dæmi um nýjungar sem sjóðir RANNÍS hafa styrkt og hafa skilað sér í nýrri tækni og aðferðum sem nú er beitt um allan heim við vinnslu á matvælum . Í lok athafnarinnar sögðu nokkur sprotafyrirtæki sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum frá verkefnum sínum í stuttu máli . Þau voru ORF Líftækni , Greenqloud , Saga Medica , DataMarket og Mobilitus .
Skýrsla um umbætur í virðiskeðju matvæla Helstu niðurstöður verkefnisins „ Umbætur í virðiskeðju matvæla “ hafa nú verið teknar saman í skýrslu og birtar á vef Matís . Verkefninu var stýrt af Samtökum iðnaðarins og unnið í samstarfi við Kaupás , Norðlenska , Sláturfélag Suðurlands , Rannsóknarsetur verslunarinnar , Matís og AGR aðgerðagreiningu . Framleiðendur eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar .
Samtök iðnaðarins hafa undanfarin missiri beitt sér fyrir endurnýjun iðnmeistaranáms . Á síðasta Menntadegi iðnaðarins , í febrúar sl. , voru áherslurnar kynntar . Tryggja þarf að þekking og færni iðnmeistara sé í samræmi við kröfur markaðarins . Hugmyndir SI hafa verið kynntar víða , m.a. í menntanefnd SI , menntamálaráðuneytinu og nú síðast hjá starfsgreinaráði farartækja - og flutningsgreina . Stöðugt eru gerðar meiri kröfur til iðnfyrirtækja . Þau þurfa að uppfylla margvíslegar kröfur markaðar og yfirvalda . Starfsemi þeirra er háð ýmsum skilyrðum , m.a. öryggis - og heilbrigðisáætlunum . Í byggingariðnaði eru kröfurnar strangari en í mörgum öðrum greinum . Tryggja þarf að sá sem lýkur iðmeistaranámi hafi á takteinum færni og þekkingu til þess að reka fyrirtæki með hliðsjón af þessum kröfum . Gæðakerfi verktaka og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar eru notuð sem vinnutæki . Samtök iðnaðarins leggja til þriggja skrefa nám iðnmeistara . Fyrsta skrefið felur í sér meistarapróf sem þjóna á flestum iðngreinum . Annað skrefið er sértækt nám fyrir einstakar iðngreinar og iðngreinaflokka . Þriðja skrefið felur í sér byggingastjóraréttindi og hugsanlega sambærileg sértæk réttindi í öðrum iðngreinaflokkum . Iðnmeistaranámið skal gegnsýrt af gæðahugsun . Námskrá , námsefni , kennsla og aðrir þættir menntunarinnar skulu metnir á eins hlutlægan hátt og kostur er . Fýsilegt er að nota til þess gæðakerfið ISO 9001 . Vonir SI standa til þess að unnt verði að ýta breyttu iðnmeistaranámi úr vör haustið 2010 . Tækniskólinn hefur átt viðræður við menntamálaráðuneytið þar um .
Samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini Fulltrúar Alþýðusambands Íslands ( ASÍ ) og aðildarsamtaka þess og Samtaka atvinnulífsins ( SA ) undirrituðu þann 15. júní , samkomulag um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum . Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum , reglugerðum og kjarasamningum . Samkomulag ASÍ og SA tekur gildi 15. ágúst nk . Byggingastarfsemi , mannvirkjagerð , rekstur gististaða og veitingarekstur fellur undir gildissvið samkomulagsins og er miðað við ÍSAT 2008 flokkun atvinnurekanda í fyrirtækjaskrá RSK . Samkomulagið afmarkar einnig nánar hvaða starfsmenn innan þessara atvinnugreina falla undir eftirlitið . Samkomulagið byggir á lögum nr. 42 / 2010 sem samþykkt voru á Alþingi 11. maí sl. um sama efni sem veita heildarsamtökum vinnumarkaðarins heimild til að semja um hvaða starfsgreinar falli undir gildissvið laganna hverju sinni . Samkvæmt lögunum er eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á vinnustaði atvinnurekanda til að ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í samræmi við gildandi reglur . Af hálfu samningsaðila er lögð áhersla á að fyrstu þrjá mánuði eftir gildistöku samkomulagsins verði hlutverk eftirlitsfulltrúanna einkum að veita atvinnurekendum , sem undir eftirlit falla , upplýsingar um samkomulagið ásamt hvatningu um hrinda því í framkvæmd . Opnaður hefur verið sérstakur vefur , www.skirteini.is . Á vefnum er að finna upplýsingar um samkomulag ASÍ og SA , lögin og framkvæmdina . Þar er einnig að finna leiðbeiningar um gerð vinnustaðaskírteina .
Íslenskir skrúðgarðyrkjunemar sigra á finnsku móti Lið nýútskrifaðra skrúðgarðyrkjunemaúr Landbúnaðarháskóla Íslands sigraði á finnsku móti í hellulögn , hleðslu og gróðursetningu sumarblóma helgina 12 - 13. júní . Fimm finnskir skólar í skrúðgarðyrkju og eitt lið , sem skipað var finnskum kennurum í skrúðgarðyrkju , kepptu auk þess íslenska . Birgir Axelsson og Guðmundur Vignir Þórðarson skipuðu liðið og fengu þeir 41,6 stig af 45 mögulegum . Stigin voru gefin fyrir nákvæmni , vinnubrögð og hugmyndaauðgi . Guðmundur og Birgir urðu í 1. og 2. sæti á Íslandsmóti iðngreina sem haldið var í Smáralind um miðjan mars . Félag skrúðgarðyrkjumeistara bauð þeim í kjölfarið að fara til Finnlands .
Viku eftir dóm Hæstaréttar hefur ekkert heyrst af viðbrögðum fjármálafyrirtækja . Við það verður ekki unað , fyrirtækin í landinu geta ekki beðið endalaust eftir niðurstöðu . Í opnu bréfi sem sent var í dag til fjármálafyrirtækja krefjast Samtök iðnaðarins viðbragða .
Umhverfisstofnun spáir því að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar í Kýótó-bókuninni á tímabilinu 2008 til 2012 . Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Umhverfisstofnunar sem nú hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna . Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst um 8% milli áranna 2007 og 2008 og hefur aukist um 43% frá 1990 . Aukningin er mest vegna stóriðju en framleiðsluaukning frá 1990 er nærri því að vera níföld . Mjög góður árangur hefur náðst á Íslandi við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda við álframleiðslu . Hún hefur minnkað þrefalt fyrir hvert tonn af áli , þ.e. úr 6,3 niður í 1,9 tonn CO2 á hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990 . Skýrslu Umhverfisstofnunar má finna á hér .
Nýta ætti samvinnuleið á fleiri sviðum en vegagerð Í nýjasta tölublaði Þjóðmála skrifar Sigurður Hannesson , framkvæmdastjóri SI , um samvinnuleið við uppbyggingu innviða þar sem einkaaðilar vinna með hinu opinbera ( e. public private partnership eða PPP ) en um er að ræða langtímasamning einkaaðila og hins opinbera þar sem einkaaðili sinnir þjónustu sem opinber aðili hefur að jafnaði sinnt . Sigurður segir í grein sinni að fjölmörg dæmi séu um vel heppnuð verkefni víða um heim þar sem samvinnuleiðin hafi verið nýtt . Hér á landi megi nefna Hvalfjarðargöngin sem Spölur byggði og rak . Erlendis þekkist slík verkefni á sviði vegaframkvæmda , flugvalla , raforku og fasteigna svo dæmi séu tekin . Þá segir hann að öllum sé ljóst að innviðir landsins hafi verið vanræktir um margra ára skeið . Það sé freistandi fyrir stjórnvöld að draga úr fjárfestingum og forgangsraða fjármunum í rekstur þegar illa ári og þannig hafi með réttu eða röngu verið forgangsraðað í ríkisrekstrinum hér á landi eftir alþjóðlega fjármálaáfallið 2008 . Undanfarinn áratug eða svo hafi innviðir landsins setið á hakanum og fjármagni varið í önnur málefni . Afleiðingar þessa séu reglulegt fréttaefni og með þessu hafi skuldum verið velt á komandi kynslóðir . Ljóst sé að stórátak þurfi til að koma innviðum landsins í ásættanlegt horf og þar ætti hið opinbera að horfa til einkaaðila í meira mæli . Í greininni kemur fram að haustið 2019 hafi komið fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda um samvinnuleið við vegagerð . Þar sé Vegagerðinni veitt heimild til að gera samning við einkaaðila um samgönguframkvæmdir og nær heimildin til sex verkefna . Sigurður segir það sannarlega ánægjulegt að samgönguráðherra skuli opna á samvinnuleið við uppbyggingu vega og það ætti að vekja áhuga einkaaðila . Það sé hvatning til þess að nýta samvinnuleið á öðrum sviðum og í meira mæli , samfélaginu til heilla .
Tengja saman íslenska og breska frumkvöðla Breska sendiráðið stendur fyrir viðburði fyrir íslenska frumkvöðla næstkomandi fimmtudag 16. janúar á hótel Radisson Blu Saga við Hagatorg kl. 8.30 - 13.30 . Að viðburðinum koma Icelandic Startup , Vertonet , Women Tech Iceland , TeqHire og Tech Talent Charter . Viðburðinum er ætlað að koma á tengingum á milli íslenska frumkvöðlaumhverfisins og þess breska og þá helst kvenna í tækni . Breski sendiherrann Michael Nevin og Eliza Reid , forsetafrú , taka þátt í dagskránni . Meðal frummælenda eru Debbie Forster frá Tech Talent Charter , Sunna Halla Enarsdóttir frá Icelandic Startups , Kristinn Árni L. Hróbjartsson frá Northstack , Wincie Wong frá Rose Review Implementation , Lydia Ósk Ómarsdóttir frá Intellecta , Þórunn Pálsdóttir frá Reiknistofu bankanna og Sigurjón Pálsson frá Pay Analytics .
Verkfræðingar og arkitektar í lykilhlutverki í umhverfismálum Það er alveg ljóst að ráðgjafarverkfræðingar munu spila lykilhlutverk í því að takast á við áskoranir framtíðar á sviði umhverfismála . Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við Svein Inga Ólafsson , forstjóra Verkís , í Sector Review , tímariti norrænna verkfræði - og arkitektastofa sem kom út í byrjun ársins . Í tímaritinu sem gefið er út árlega er yfirlit yfir rekstur helstu verkfræði - og arkitektastofa í hverju Norðurlandanna á árinu 2019 . Það er Félag ráðgjafarverkfræðinga , FRV , og Samtök arkitektastofa , SAMARK , sem eiga aðild að skýrslunni . Í viðtalinu við Svein Inga kemur jafnframt fram að allir geti verið sammála um mikilvægi sjálfbærni í okkar samfélagi en það séu hins vegar skiptar skoðanir meðal ráðgjafarverkfræðinga um hvernig við náum því markmiði . „ Fyrirtækin í okkar geira framkvæma m.a. mat á umhverfisáhrifum í stórum verkefnum sem smáum . Þá gegna fyrirtækin lykilhlutverki í hönnun sjálfbærnilausna á öllum sviðum verkfræðiþjónustu . Í okkar huga skiptir öllu að hugað sé að sjálfbærni á hönnunarstigi – þar er grunnurinn fyrir framtíðina lagður . Þannig náum við sem bestri útkomu og framköllum samfélagslega hagkvæma lausn með tilliti til hagrænna , umhverfislegra og félagslegra þátta . “ Þegar Sveinn Ingi er spurður um helstu áskoranir í rekstri verkfræðistofa um þessar mundir nefnir hann hækkun raungengis á mælikvarða launa sem hann segir að hafi gert stofunum erfitt um vik á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum . „ Nú erum við jafnframt að upplifa samdrátt í eftirspurn hjá byggingaverktökum . Þá hefur fjárfesting í orkuinnviðum verið lítil um einhvern tíma en orkufyrirtækin hafa verið mjög stórir viðskiptavinir á markaðnum . Því má segja að við séum að sjá samdrátt í eftirspurn á mörgum lykilmörkuðum innanlands . Það er hins vegar ýmislegt jákvætt á döfinni , m.a. fyrirheit stjórnvalda um aukningu í innviðafjárfestingu . “ Félagsmenn SI geta nálgast tímaritið með því að hafa samband við sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI , Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur , johanna@si.is .
Tækni - og hugverkaþing SI 2017 var haldið í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík . Hér er hægt að nálgast efni þingsins . Tækni - og hugverkaþing SI 2019 var haldið í Norðurljósum í Hörpu . Hér er hægt að nálgast efni þingsins .
Ljósmyndarafélag Íslands er fagfélag greinarinnar og samstarfsvettvangur allra fagmenntaðra ljósmyndara í landinu . Markmið félagsins er að efla samvinnu félagsmanna , stuðla að símenntun í greininni og tryggja árangur þeirra á markaði . Tengiliður hjá SI : Jóhanna Vigdís Arnardóttir , hansa@si.is . Stjórn Laufey ósk Magnúsdóttir , formaður Sigurður Ólafur Sigurðsson , stjórnarmaður Lárus Karl Ingason , stjórnarmaður Guðmundur Þór Kárason , stjórnarmaður Anton Bjarni Alfreðsson , stjórnarmaður Lög Ljósmyndarafélags Íslands 1 . GREIN – HEITI OG VARNARÞING Heiti félagsins er Ljósmyndarafélag Íslands . Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík . 2 . GREIN – SKILYRÐI TIL AÐILDAR Félagsmenn geta þeir orðið sem lokið hafa viðurkenndu námi í ljósmyndun og / eða hafa sannanlega atvinnu af ljósmyndun . • Tilgangur félagsins er að gæta faglegra og stéttarlega hagsmuna félagsmanna , og skal félagið vinna að framgangi málefna , sem það telur sig og félagsmenn sína varða , m.a. á eftirfarandi hátt : • Að halda fundi með upplýsandi fyrirlestrum og öðru því er að fræðslu og gagnsemi lítur . • Að halda sýningar á ljósmyndum og ýmsum nýjungum , sem tengjast iðngreininni . • Að halda sérstaka skemmtifundi og samkomur fyrir félagsmenn . • Að standa vörð um lögvarin atvinnuréttindi íslenskra ljósmyndara í samræmi við gildandi iðnlöggjöf . • Að efla samvinnu meðal ljósmyndara , en stuðla jafnframt að eðlilegri samkeppni þeirra í milli á sem heilbrigðustum grundvelli . • Að vinna að því að ná sem hagkvæmustum kjörum fyrir félagsmenn á efnisvöru og tækjum . • Að stuðla að sem farsælastri framþróun í fræðslumálum iðngreinarinnar , jafnt á bóklega sviðinu sem hinu verklega . 4 . GREIN - ÁRGJALD Félagar skulu greiða félagsgjald til félagsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert og fylgja gjalddagar innheimtu félagsgjalda Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins eftir því sem við á skv. samningi þar um . Stjórnarmenn , heiðursfélagar og þeir sem hafa náð 67 ára aldri skulu vera gjaldfríir . Félagsaðild er greidd fyrirfram og uppsögn á félagsaðild tekur gildi við næsta gjalddaga . 5 . GREIN – INNTAKA NÝRRA FÉLAGA Inntökubeiðni skal útfylla á vef félagsins . Stjórn félagsins er heimilt að taka inn nýja félaga , uppfylli þeir sett skilyrði skv. 2. grein . Stjórn skal halda utan um félagatal . 6 . GREIN – STJÓRN OG NEFNDIR Stjórn félagsins skulu skipa sex félagar og skulu minnst þrír vera búsettir í Reykjavík og nágrenni . Stjórn skipar í uppstillinganefnd tímalega fyrir aðalfund sem skal stilla upp tillögu að nýrri stjórn , endurskoðendum og nefndarmönnum . Forðast ber að skipta út of mörgum í einu til að halda samfellu milli ára og tryggja upplýsingaflæði milli stjórna . Kosning skal vera skrifleg og óhlutbundin og fara fram á aðalfundi . Meirihluta stjórnar þarf til þess að binda félagið við allar meiriháttar fjárhagslegar skuldbindingar . 7 . GREIN - AÐALFUNDUR Aðalfundur skal haldinn í febrúar hvert ár . Lögum má aðeins breyta á aðalfundi með 2/3 atkvæða meirihluta mættra félagsmanna , enda hafi tillögur um lagabreytingar verið kynntar í dagskrá , sem fylgir fundarboði . Störf aðalfundar skulu vera sem hér segir : 1 . Skýrsla stjórnar 2 . Reikningar félagsins 3 . Lagabreytingar , ef einhverjar . 4 . Ákvörðun árgjalds . 5 . Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga skv. 6. grein 6 . Kosning í fastanefndir félagsins skv. 8. grein 7 . Kosning í menningarsjóð skv. 9. grein 8 . Önnur mál 8 . GREIN - NEFNDIR Stjórn félagsins hefur heimild til að skipa sérstakar starfsnefndir til að fjalla um einstök mál . Yfirfer lög félagsins , tekur við ábendingum og tillögum um viðhald þeirra og breytingar og leggur fyrir á aðalfundi ef þurfa þykir . Nefndarmenn eru kosnir af aðalfundi og velja formann nefndarinnar úr sínum hópi . Stjórn skal skipa siðanefnd með þremur félögum ef aðstæður krefjast skv. 11. grein . Skoðunarmenn reikninga . Tveir félagsmenn skulu kosnir skoðunarmenn reikninga og skulu þeir yfirfara alla reikninga félagsins fyrir aðalfund . Fundurinn er boðaður með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt lögum félagsins . Athygli er vakin á því að rétt til fundarsetu hafa aðeins félagsmenn , enda séu þeir skuldlausir við félagið . 9 . GREIN - MENNINGARSJÓÐUR Innan félagsins skal starfræktur Menningarsjóður . 10 . GREIN - MYNDSTEF Félagsmenn í Ljósmyndarafélagi Íslands verða sjálfkrafa félagsmenn í Myndstefi , Myndhöfundasjóði Íslands , kjósi þeir það við nýskráningu í Ljósmyndarafélag Íslands . Myndstef gegnir því hlutverki að vernda höfundarrétt félagsmanna vegna birtingar á verkum þeirra til almennings og vegna annarrar hliðstæðrar notkunar . Félagsmenn öðlast öll réttindi og skuldbinda sig til þess að hlíta öllum skyldum sem fylgja aðild að Myndstefi . 11 . GREIN – BROT Á LÖGUM Brjóti einhver félagsmanna í bága við lög félagsins og löglegar samþykktir þess eða vinni á einhvern hátt gegn virðingu þess eða geri sig á einhvern hátt sekan , svo að ætla mætti að hann væri óverðugur í félaginu , skal siðanefnd , sem skipuð er samkvæmt heimild 8. gr. taka mál hins brotlega fyrir og skila áliti til aðalfundar eða félagsfundar . 12 . GREIN - SAMVINNA Félagsmenn skulu hafa góða samvinnu sín á milli . Þeir skulu sýna stéttarbræðrum sínum tillitssemi og leitast við að hegða sér þannig , að samrýmanlegt sé hagsmunum þeirra beggja . Stjórn félagsins ber að fylgjast með því að ákvæði laga þessara séu haldin . Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands – Fundargerð aðalfundar 12.12.2019 – Lög félagssins með samþykktum breytingum aðalfundar þann 12 desember 2019 Ljósmyndarafélag Íslands 2019 9 13 . GREIN - GILDISTAKA Lög þessi eru gerð með hliðsjón af fyrri lögum félagsins frá stofnun þess árið 1926 og af þeim breytingum , sem síðan hafa verið á þeim gerðar , og öðlast gildi á aðalfundi 12.12.2019 .
Samtökin voru stofnuð í kjölfar umfangsmikillar stefnumótunarvinnu sem unnin var á vegum Samtaka iðnaðarins með fyrirtækjum í greininni . Sprotafyrirtæki á öllum tæknisviðum eru eindregið hvött til þess að ganga til liðs við samtökin og stuðla þannig að áframhaldandi vexti greinarinnar á Íslandi . Tengiliður hjá SI : Sigríður Mogensen , sviðsstjóri hugverkasviðs SI , sigridur@si.is Stjórn Stjórn kosin á aðalfundi 2019 Íris Ólafsdóttir formaður , Kúla 3D ehf. 1. gr . Samtök sprotafyrirtækja – SSP , starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur um málefni sprotafyrirtækja . 3. gr . Aðild að SSP geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins . Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn , en tveir meðstjórnendur árlega til tveggja ára í senn , þannig að aldrei gangi fleiri en þrír úr stjórn . Varamenn eru kosnir til eins árs í senn . Heimilt er að endurkjósa stjórnar - og varamenn . Stjórnarfundir SSP skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir , þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi . Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum SSP . 8. gr . Dagskrá aðalfundar : 1 . 3 . Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs . Lýst stjórnarkjöri 7 . Önnur mál 9. gr . 11. gr . Samþykkt á stofnfundi SSP þann 2. júní 2004 og breytt á aðalfundi 21. október 2005
Íslenskur iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi . Skapaði greinin tæplega 22% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2018 eða um 624 milljarða króna . Lætur því nærri að iðnaður hafi á því ári skapað eina af hverjum fjórum krónum sem urðu til innan íslenska hagkerfisins . Ef með er tekið óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira . Iðnaður stóð jafnframt undir þriðjungi hagvaxtar á árunum 2011 til 2018 . Greinin hefur þannig átt stóran þátt í því að bæta hag heimilanna á síðustu árum , auka kaupmátt ráðstöfunartekna og skapa störf . Á margan máta hefur vel tekist til við að efla iðnað hér á landi á síðustu árum . Það sést m.a. í því að starfandi í iðnaði hefur fjölgað umtalsvert . Í greininni í fyrra voru starfandi um 9.814 fleiri en árið 2010 eða þegar hagkerfið byrjaði að taka við sér eftir efnahagsáfallið 2008 . Það er tæplega eitt af hverjum fjórum störfum sem sköpuðust í hagkerfinu á þessum tíma . Hlutfallið er vísbending um stóran þátt greinarinnar í hagvexti tímabilsins og framlag hennar til bættra efnahagslegra lífsgæða í landinu . Mikilvægt er að byggt sé áfram á þessum grunni öflugs iðnaðar hér á landi .
Það er tæplega eitt af hverjum fjórum störfum sem sköpuðust í hagkerfinu á þessum tíma . Hlutfallið er vísbending um stóran þátt greinarinnar í hagvexti tímabilsins og framlag hennar til bættra efnahagslegra lífsgæða í landinu . Mikilvægt er að byggt sé áfram á þessum grunni öflugs iðnaðar hér á landi . Þrjár megingreinar iðnaðar umfangsmiklar Iðnaður samanstendur af fjölbreyttri starfsemi lítilla og stórra fyrirtækja sem staðsett eru um allt land . Í grófum dráttum má skipta fyrirtækjum í iðnaði í þrjár greinar , þ.e. framleiðsluiðnað , mannvirkjagerð og hugverkaiðnað . Ólík flóra fyrirtækja innan raða iðnaðar er mikilvægt sérkenni atvinnugreinarinnar og uppspretta afar fjölbreyttra starfa í íslensku efnahagslífi . Heildarfjöldi launþega í mannvirkjagerð var 14.700 á síðasta ári samanborið við 8.300 árið 2012 þegar uppsveiflan í þeirri grein hófst og fjárfesting í hagkerfinu fór að vaxa að nýju . Fjölgunin er 6.400 eða um 18% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu á þeim tíma . Umfang greinarinnar hefur aukist í uppsveiflunni og undirstrikar það stóran þátt greinarinnar í síðustu efnahagsuppsveiflu . Greinin hefur verið í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis , íbúða og annarra innviða . Efnahagssveiflurnar hér á landi birtast í sveiflum í þessari grein með ýktum hætti . Stöðugleikinn er greininni því afar mikilvægur en sveiflurnar koma niður á uppbyggingu og framleiðni innan greinarinnar . Niðursveiflan nú er sérstaklega að koma fram í samdrætti í fjárfestingu atvinnuveganna . Mikilvægt er að þessu sé mætt af hálfu hins opinbera með auknum innviðaframkvæmdum en þannig er bæði niðursveiflan milduð og unnið á uppsafnaðri þörf á þeim vettvangi sem myndar grundvöll hagvaxtar til lengri tíma . Heildarfjöldi launþega í framleiðsluiðnaði án fiskvinnslu var 16.800 á síðasta ári sem var um 8,3% af heildarfjölda starfandi í hagkerfinu á því ári . Starfandi í greininni hafði þá fjölgað um 2.500 frá því að hagkerfið byrjaði að taka við sér 2011 og nemur það um 6,3% af heildarfjölgun starfandi í hagkerfinu á tímabilinu . Hlutfallslega hefur fjölgað mest í hátækniframleiðslu . Hugverkaiðnaður er umfangsmikill hér á landi en launþegar voru 11.800 í þeirri grein á síðasta ári . Það er 5,8% af heildarfjölda launþega í landinu og undirstrikar mikilvægi greinarinnar fyrir hagkerfið allt . Störfum í þeirri grein iðnaðar hefur fjölgað um 1.500 síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010 . Um er að ræða 3,7% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu á tímabilinu . Hugverkaiðnaður hefur bæði beint og óbeint verið þáttur í þeim vexti gjaldeyristekna sem dreif síðustu efnahagsuppsveiflu áfram enda hafa fyrirtæki í greininni meirihluta tekna sinna erlendis frá . Fyrirtæki í hátækniframleiðslu fluttu þannig út 75% af veltu sinni á árunum 2017 - 2019 sem er tvöfalt á við meðaltalið í viðskiptahagkerfinu . Samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar skiptir sköpum fyrir verðmætasköpun iðnaðar . Þeir málaflokkar sem mestu skipta í þessu sambandi litið til framtíðar eru menntun , nýsköpun , starfsumhverfi og innviðir . Sterk staða í þessum málaflokkum er líkleg til þess að efla framleiðni og auka verðmætasköpun fyrirtækja í greininni til heilla fyrir heimilin í landinu . Með sterkri samkeppnishæfni má undirbyggja nýtt hagvaxtartímabil hér á landi .
Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði af útflutningi vöru - og þjónustu námu 395 mö.kr. í fyrra . Tekjurnar eru af fjölbreyttri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu - , hugverka - og byggingariðnaðar . Gjaldeyristekjur af útflutningi iðnaðarvara námu 316 mö.kr. en þar af eru ál , álafurðir og kísiljárn umfangsmesti hlutinn með rúmlega 260 ma.kr . Gjaldeyristekjur af útflutningi annarra iðnaðarvara námu þá tæplega 55. mö.kr á árinu . Gjaldeyristekjur af útflutningi þjónustu á sviði iðnaðar námu um 80 mö.kr. í fyrra . Ber þar helst að nefna hugverkaiðnað með um 70 ma.kr. en greinin hefur verið í talsverðum vexti undanfarin ár . Gjaldeyristekjur af erlendum verkefnum m.a. á sviði byggingastarfsemi og mannvirkjagerðar námu þá 9 mö . kr . Fyrirtæki í iðnaði sköpuðu í fyrra um 30% heildargjaldeyristekna þjóðarbúsins af útflutningi vöru - og þjónustu . Þetta háa hlutfall endurspeglar mikilvægi greinarinnar fyrir efnahagslíf landsmanna . Einhæfni í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins hefur lengi verið uppruni efnahagssveiflna hér á landi og átt þannig þátt í að draga úr framleiðnivexti og innlendri verðmætasköpun . Með því að auka fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun má draga úr efnahagssveiflum og auka þannig efnahagsleg lífsgæði til langs tíma . Velta í iðnaði 1.328 milljarðar króna á síðasta ári Velta í iðnaði nam 1.328 mö.kr. á síðasta ári . Um er að ræða um 30% af allri veltu fyrirtækja í landinu . Veltan í iðnaði hefur aukist um 456 ma.kr. í þessari efnahagsuppsveiflu þ.e. síðan árið 2012 . Er þetta um 34% af allri veltuaukningu í hagkerfinu á tímabilinu . Undirstrikar það vægi iðnaðar í hagvexti og fjölgun starfa í hagkerfinu . Veltan jókst nokkuð milli áranna 2018 og 2017 eða um 9,5% . Mestu munaði um tekjuaukningu í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og hugverkaiðnaði en 82% aukning var í starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu og 18% aukning í fjarskiptum svo fáein dæmi séu nefnd . Nokkuð hefur þó dregið úr tekjuvexti í iðnaði samanburði við fyrri ár en vöxturinn var aðeins um 2% fyrstu 8 mánuði ársins 2019 m.v. 2018 . Örlítill samdráttur var í þeim hluta iðnaðar sem er í hvað mestri samkeppni við erlend fyrirtæki þ.e. í framleiðsluiðnaði en þar hefur hátt gengi krónunnar ásamt miklum innlendum kostnaðarverðshækkunum vegið að samkeppnisstöðunni og markaðshlutdeild iðnfyrirtækja . Ljóst er að grípa verður til aðgerða til að tryggja aukinn stöðugleika í starfsumhverfi iðnaðar til lengri tíma .
Velta í iðnaði 1.328 milljarðar króna á síðasta ári Velta í iðnaði nam 1.357 mö.kr. á síðasta ári . Veltan í iðnaði hefur aukist um 382 ma.kr. í þessari efnahagsuppsveiflu þ.e. síðan árið 2010 . Mestur hefur vöxturinn undanfarið verið í veltu tengdri innlendri eftirspurn , þ.e. tengt bæði fjárfestingu og neyslu . Vöxturinn var minni í þeim hluta iðnaðar sem er í hvað mestri samkeppni við erlend fyrirtæki en þar hefur hátt gengi krónunnar ásamt miklum innlendum kostnaðarverðshækkunum vegið að samkeppnisstöðunni og markaðshlutdeild iðnfyrirtækja . Jókst hann um 7,1% eða um ríflega 13 ma.kr . Munar þar mestu um vöxt í veltu í framleiðslu á málmum og málmvörum en veltan jókst í þeim hluta iðnaðar um 10,1% á þessu tímabili eða um 7,7 ma.kr .
Samtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í menntun landsmanna þar sem stefnt er að því að menntakerfið leiði saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt . Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því að mannauður Íslands sé samkeppnishæfur á við það sem best gerist á alþjóðavísu og menntakerfið hafi þróast með þeim hætti að það leiði saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt . Byggt er á hagnýtingu færnispáa , atvinnustefnu og markvissu þróunarstarfi . Fjalla um mikilvægi starfsmenntunar fyrir þjóðfélög . Grunnskólinn Auka veg list og verkgreina í grunnskólum og tryggja að skólar fylgi viðmiðum um list og verkgreinar á hverjum tíma . Endurskoða skyldi nám til kennsluréttinda fyrir þá sem kenna iðngreinar . SI beitir sér fyrir hugvitsdrifnu hagkerfi Markmið Hlutfall brautskráðra á háskólastigi í STEM greinum verði 25 árið 2025 . Leiðir að markmiði Að forritun sé tekin inn í námsskrá grunnskóla í meiri mæli en hefur verið og kennsla í raun og tæknigreinum sé efld . Gera þarf fleirum kleift að bjóða upp á endurmenntun og aukið svigrúm og sveigjanleiki sé í kerfinu þar sem ljóst sé að þróun næstu áratuga muni breyta eðli starfa á vinnumarkaði . Fagháskólastigið Að framhalds og háskóli vinni að því að koma á fót fagháskólastigi með atvinnutengd lokamarkmið . Að vinna við færniþörf og færnispá á vinnumarkaði fari í formlegt ferli fyrir landið allt og einstaka landshluta . Að unnið sé að markvissri innleiðingu hæfniramma um íslenska menntun með áherslu á hæfniviðmið starfa . Einnig verður að stórauka upplýsingaöflun um íslenska menntakerfið með alþjóðlegan samanburð í huga .
Tækni - og hugverkaþing SI er haldið annað hvert ár . Fjölmennt var á Tækni - og hugverkaþingi SI sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu í gær . Á þinginu flutti Guðrún Hafsteinsdóttir , formaður SI , opnunarávarp . Hilmar Veigar Pétursson , forstjóri CCP , flutti erindi með yfirskriftinni Fréttir úr framtíðinni . Fyrir upplýsingatækniiðnaðinn talaði Soffía Kristín Þórðardóttir , forstöðumaður hjá Origo . Fyrir líf - og heilbrigðistækniiðnaðinn talaði Hilmar Bragi Janusson , forstjóri Genís . Sigríður Mogensen , sviðsstjóri hugverkasviðs SI , var fundarstjóri . Tækni - og hugverkaþing SI 2017 var haldið föstudaginn 13. október fyrir fullum sal í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík . Fjórða iðnbyltingin er skollin á og framundan eru tæknibreytingar sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf . Ísland verður að standast alþjóðlega samkeppni og vera virkur þátttakandi í umbreytingunum . Í lok fundarins var efnt til símakosninga þar sem fundarmenn gátu forgangsraðað loforðunum átta . Gagnatengingar auki samkeppnishæfi og geri landið að áhugaverðum valkosti fyrir nýsköpun , gagnavinnslu og gagnaver . Auðveldum erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og byggja upp samfélagið . Nýsköpunarsjóður verði nýttur til að hvetja til fjárfestinga erlendra og innlendra fagfjárfesta . Stefnumót vísindamanna og atvinnulífs – Aukum framlög til samkeppnissjóða sem styðja vísindastarf .
Boðað er til félagsfundar Meistarafélags húsasmiða , MFH , í Húsi atvinnulífsins miðvikudaginn 15. janúar kl. 12.00 - 13.00 . Boðið verður upp á súpu frá kl. 11.30 . Á fundinum munu fulltrúar Reykjavíkurborgar kynna nýtt rafrænt viðmót þar sem sækja á um afnotaleyfi . Sækja þarf um leyfi til afnota af borgarlandi , en til þess teljast allar götur , gangstéttir , stígar , opin svæði , almenningsgarðar og torg . Byggingarframkvæmdir eru ein algengasta ástæða þess að sækja þurfi um afnot af borgarlandinu . Þá er átt við byggingaframkvæmdir eða annarskonar mannvirkjagerð sem lóðarhafar og / eða fasteignaeigendur standa fyrir auk margvíslegra viðhaldsverkefna . Bókunartímabil er frá 19 des. 2019 til 15 jan. 2020
Félagsmönnum SI er boðið á viðburð þar sem Ári nýsköpunar 2020 verður ýtt úr vör mánudaginn 20. janúar kl. 14.30 í Vesturvör 29 í Kópavogiþar sem starfsemi hátæknifyrirtækisins Völku fer fram . Samtök iðnaðarins tileinka árið 2020 nýsköpun og vilja samtökin þannig leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar fyrir framfarir í íslensku atvinnulífi . Með því að styðja við umgjörð og hvata til nýsköpunar í nýjum og rótgrónum fyrirtækjum eflum við samkeppnishæfni Íslands til framtíðar .
Útboðsþing SI 2020 Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannvirki - Félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda efnir til Útboðsþings SI 2020 fimmtudaginn 23. janúar kl. 13 - 16 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík . Á þinginu eru kynnt fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum opinberra aðila . Fundarstjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir , sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI .
Jón Steindór Valdimarsson , framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins , hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí 2010 . Jón Steindór hefur starfað fyrir Samtök iðnaðarins , og áður Félag íslenskra iðnrekenda , í samtals 22 ár , lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri en síðustu árin sem framkvæmdastjóri . „ Starf mitt í þágu iðnaðarins hefur verið ákaflega skemmtilegt og gefandi . Verkefnin hafa verið fjölbreytt og krefjandi og á þessum tíma hefur orðið bylting í atvinnumálum Íslendinga . Ég hef notið þess að leggja mitt af mörkum og búa í haginn fyrir iðnaðinn frá degi til dags en ekki síður að tryggja honum nauðsynleg starfskilyrði innan Evrópu og skapa svigrúm fyrir vöxt nýrra greina sem skapa vinnu og velferð , “ segir Jón Steindór . „ Eftir svona langan tíma á sama vettvangi fer ekki hjá því að maður leiði hugann að því að breyta til og hasla sér nýjan völl . Nú er sá tími kominn . Það er skynsamlegt að rétta öðrum keflið þegar maður telur sig hafa lokið góðum spretti og er sáttur við árangurinn . “ Helgi Magnússon , formaður SI , segist skilja og virða ákvörðun Jóns Steindórs . „ Jón Steindór hefur staðið sig vel og unnið mikið og þarft verk fyrir iðnaðinn . Það er eftirsjá að honum og stjórn og starfsfólk SI þakkar vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni . “ Helgi Magnússon segir að um skeið hafi verið unnið að því að finna SI nýjan framkvæmdastjóra og sé hann fundinn . Tilkynnt verði um ráðningu hans innan skamms .
Nýtt ár mætir okkur með sínum tækifærum og áskorunum . Nýtt ár mætir okkur með sínum tækifærum og áskorunum . Eftir langt hagvaxtarskeið gefur nú á bátinn , atvinnuleysi hefur aukist og fyrirtæki leita allra leiða til að hagræða í rekstri . Samkeppnishæfni landsins þarf að efla og er nýsköpun þar í burðarhlutverki . Fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er gríðarlega mikilvægt að byggja enn fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf . Við viljum að Ísland sé þekkingarsamfélagið þar sem er ýtt og stutt við nýsköpun og frumkvöðlahugsun . Við viljum styðja við og hlúa að einstaklingum með hugmyndir og gefa þeim tækifæri til vaxtar . Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla hér atvinnulíf og velsæld . Liður í því er að helga árið 2020 nýsköpun í sínum víðasta skilningi . Nýsköpun og þróun á sér stað jafnt í nýjum sem grónum fyrirtækjum og með því að styðja við það eflum við samkeppnishæfni landsins til framtíðar . Tækifæri til nýsköpunar liggja á öllum sviðum atvinnulífsins . Nýsköpun leiðir til nýrra starfa og aukinna verðmæta . Ennfremur stuðlar nýsköpun að lausnum á samfélagslega mikilvægum áskorunum . Nú um stundir er um fátt meira rætt en áhrif loftslagsbreytinga og breytinga á vistkerfi okkar . Íslensk fyrirtæki hafa sannarlega margt fram að færa í þeim efnum með þekkingu á grænni orku og öðrum grænum lausnum . Ég er sannfærð um að íslensk fyrirtæki eiga frekari möguleika til að takast á við hlýnun jarðar og stuðla að sjálfbærri þróun . Lausnirnar munu koma frá atvinnulífinu og þar mun nýsköpun og þróun gegna lykilhlutverki . Stofnun Grænvangs , samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um grænar lausnir , sýnir skýrt áhuga atvinnulífsins á þessum málum sem og metnað og vilja til að gera enn betur og meira . Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag – með þekkingu , sjálfbærni og velferð að leiðarljósi . Þetta er titill skýrslu sem forsætisráðuneytið lét vinna og gefin var út árið 2010 . Nú í upphafi árs 2020 er tilvalið að rýna aðeins í þá stefnumótun sem þar var sett fram og velta árangrinum fyrir sér . Skýrslan var unnin í kjölfar efnahagslegra hamfara hér á landi og ljóst að mikill vilji var til þess að endurreisa Ísland með metnaðarfullum hætti . Meðal markmiða var meðal annars að : Lækka hlutfall íbúa með 75% örorkumat á aldrinum 18 - 66 ára úr 7,3% í 5,7% árið 2020 . Því miður höfum séð gríðarlega fjölgun öryrkja á síðustu 10 árum og er það fámennri þjóð mikið áhyggjuefni . Lækka hlutfall atvinnulausra úr 7% árið 2010 í 3% af heildarvinnuafli árið 2020 . Þessu markmiði náðum við en þó höfum við séð fjölgun atvinnulausra á árinu 2019 sem tengja má dýfu í efnahagslífinu . Bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020 . Hér erum við nálægt markmiðinu en árið 2018 vorum við með einkunnina 0,858 . 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna , þróunar og nýsköpunar . Hér erum við í rúmum 2% og betur má ef duga skal . Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA-rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar . Okkur hefur hrakað samkvæmt nýjustu PISA-rannsókninni og sérstaklega er lestrarkunnáttu ábótavant sem er áhyggjuefni . En lítum þá til efnahags - og þróunarmarkmiðanna : Að opinberar skuldir verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020 . Nú eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 23% og eru með því lægsta innan OECD-ríkjanna . Að verðbólga árið 2020 verði ekki yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands , þ.e. nú ekki hærri en 2,5% . Við höfum verið við verðbólgumarkmiðin frá árinu 2014 og fram á árið 2019 er verðbólga tók að hækka en það er viðbúið að verðbólgan færist nær markmiðinu á nýjan leik . Vextir ( langtímavextir ) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir . Vextir hafa verið að lækka hér á landi undanfarið og eru nú í sögulegu lágmarki . Það er fátt sem bendir til annars en að vextir muni halda áfram að lækka enda er það eitt af markmiðum lífskjarasamninganna . Eins og sjá má á þessari upptalningu , sem þó er ekki tæmandi , þá höfum við á undanförnum áratug náð markverðum og eftirtektarverðum árangri í samfélagi okkar . Endurreisn efnahagskerfis okkar hefur gengið vonum framar og ekkert sem bendir til annars en að við séum á góðri leið . Leið til framfara og frekari uppbyggingar . Ég lít björtum augum til ársins 2020 . Sannfærð um að við eigum eftir að feta okkur áfram veginn til farsældar fyrir íslenska þjóð rétt eins og við höfum gert síðasta áratuginn . Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér og efla þarf samkeppnishæfni landsins með markvissum hætti eigi Ísland ekki að verða eftirbátur annarra ríkja . Lykilspurningin er sú hvað drífi vöxt framtíðar . Nýsköpun leikur þar stórt hlutverk . Tækifæri okkar liggja á öllum sviðum atvinnulífsins og það er okkar að grípa þau ! Ég óska ykkur öllum farsældar á árinu 2020 .
Dregið var í 1. flokki Happdrættis SÍBS . Hæsti vinningur 5 milljónir króna kom á miða 7689 , 100.000 króna aukavinningar komu á miða 7688 og 7690 . Tíu 500.000 króna vinningar komu á miða 712 , 6116 , 34860 , 35036 , 47952 , 49110 , 55725 , 62422 , 63865 og 78569 . Sjá vinningaskrá í heild sinni . Yfir 800 milljónir í verðlaunapottinum Miðaverð er 1800 krónur á mánuði . Frá og með janúar 2020 eru dregnar út 72 milljónir á mánuði eða samtals 864 milljónir á ári . Hæsti vinningur í hverjum mánuði er 5.000.000 krónur . Tíu heppnir miðaeigendur fá 500.000 krónur . Eitt hundrað miðaeigendur fá 100.000 króna vinninga . Tvö hundruð miðaeigendur fá 50.000 krónur , 700 miðaeigendur fá 30.000 króna inneign í Hagkaup og 832 miðaeigendur fá 25.000 krónur . Auk þess fá tveir miðaeigendur 100.000 króna aukavinninga . Happdrættismiði í Happdrætti SÍBS er ekki gildur nema greiðsla fyrir endurnýjun hafi borist frá miðaeiganda til Happdrættis SÍBS á sannanlegan hátt fyrir hvern útdrátt . Uppsögn miða tekur gildi mánuði eftir að skrifleg uppsögn frá miðaeiganda berst Happdrætti SÍBS . Senda má uppsögn með tölvupósti á netfangið [ email protected ]
Með Siðferðisgáttinni gefst starfsmönnum fyrirtækja og stofnana möguleiki á að koma því á framfæri , á öruggan hátt , ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu eða upplifa vanlíðan á sínum vinnustað . Siðferðisgáttin mun koma að slíkum málum sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við stjórn fyrirtækja eða stofnana ( og tengiliðs ) sem gera samning um að starfrækja Siðferðisgáttina á viðkomandi vinnustað . Allir starfsmenn , óháð stöðu , geta þar með komið á framfæri til óháðs aðila ef þeir upplifa óæskilega framkomu gagnvart sér eða vanlíðan í starfi , og fer málið þar með strax í faglegan farveg . Siðferðisgáttin styður þannig við bakið á öflugu mannauðsstarfi fyrirtækja og stofnana með það að leiðarljósi að efla vellíðan á vinnustað . Með innleiðingu Siðferðisgáttarinnar eflir fyrirtækið þitt góða vinnustaðamenningu . Fullyrða má að ef eitthvað óæskilegt á sér stað á þínum vinnustað að þá er , að minnsta kosti , ein manneskja sem veit af því og líklega fleiri . Það er alltaf betra að slík mál leysist á farsælan hátt svo þau springi ekki í loft upp með tilheyrandi hættu á fjárhagslegu tapi , slæmu orðspori og lögsóknum . Fái stjórn eða stjórnendur fyrirtækis fljótt að vita af óæskilegri háttsemi eða vanlíðan starfsmanna á vinnustaðnum styttist tíminn sem málið stendur yfir og meiri líkur eru á að málsaðilar öðlist aukinn skilning á vandamálinu . Best er að ráðast að rót vandans . Þarf að skoða verkferla eða vinnureglur innanhúss ? Þarf að bjóða upp á fræðslu til stjórnenda eða annarra starfsmanna ? Með því að nýta Siðferðisgáttina sem þriðja aðila er tryggt að betri og dýpri upplýsingar fáist frá viðkomandi . Starfsmenn Siðferðisgáttarinnar eru vottaðir þjónustuaðilar í vinnuvernd og þjálfaðir í samskiptum með samkennd að leiðarljósi og eru því færir um að aðlaga samskiptin að hverjum tilkynnanda . Sem óháðir aðilar er því líklegra að það fáist fram þær upplýsingar sem þarf frá starfsmanni . Þannig næst lausn á farsælan hátt . Dæmi um óæskilega hegðun eða vanlíðan í starfi Starfsmaður / starfsmenn sýna kynferðislega áreitni í starfi . Starfsmaður / starfsmenn leggja aðra í einelti . Starfsmaður beitir annan starfsmann líkamlegu eða andlegu ofbeldi . Starfsmenn eiga í síendurteknum og langvarandi samskiptaerfiðleikum . Starfsmaður upplifir langvarandi álag í störfum sínum . Starfsmaður upplifir vanlíðan í samskiptum við aðra starfsmenn . Starfsmaður upplifir vanlíðan í vinnu sem hefur áhrif á störf hans . Með innleiðingu Siðferðisgáttarinnar efla fyrirtæki góða vinnustaðamenningu . Fái stjórnendur fljótt að vita af óæskilegri háttsemi , eða vanlíðan starfsmanna í tengslum við störf sín , á vinnustaðnum stendur málið yfir í skemmri tíma og tækifæri gefst til að vinna í því á sem faglegastan hátt , í nánu samstarfi við óháða og sérhæfða ráðgjafa . Með því að nýta Siðferðisgáttina sem þriðja aðila er líklegra að starfsmaður þori að koma máli sínu á framfæri .
Í þessari viku hafa fermingarbörnin fengið að kynnast gagnrýninni hugsun og hvernig hún getur gagnast okkur við að fást við hin ýmsu mál . Með gagnrýninni hugsun skoðum við sem flestar hliðar málanna áður en við myndum okkur skoðun . Við veltum því fyrir okkur hvað er líklegt og hvað ekki , hvað trúverðugt og hvað ekki , hvað sé mögulegt og hvað ómögulegt . Tímarnir hafa farið fram í samræðuformi og hafa ýmis mál verið rædd með gagnrýnu hugarfari . Þannig hafa fermingarbörnin fengið að beita þessari hugsun í verki . Um síðustu helgi var námskeið á Selfossi sem rúmlega 20 börn sóttu . Þar sem námskeiðið þeirra stóð yfir í tvo daga var ýmislegt annað gert en að vinna með gagnrýna hugsun , Við ræddum meðal annars um fordóma , fjölmenningarlegt samfélag og flóttamenn , gerðum æfingu þar sem spurt var hvort ein manneskja geti verið mikilvægari en önnur og ef svo væri þá hvernig . Fermingarbörnin fengu að mynda sér skoðanir á ýmsum staðhæfingum sem settar voru fram eins og t.d. þessari : " Þegar ég er í flugvél þá er ég að fljúga . " Þar sem tímarnir fara fram í samræðuformi þá er misjafnt eftir hópum hversu lengi samræðan er um hvert mál . Námskeiðið er hugsað til þess að efla vitsmunalega hugsun en ekki afgreiða ákveðið magn af efni , þess vegna gætu sumir hópar þurft að halda áfram í næstu viku samræðunni frá síðasta tíma á meðan aðrir fara í næsta viðfangsefni sem er siðfræði , þ.e. greinin sem fjallar um rétt og rangt og gott og illt . ... Sjá meiraSjá minna Til foreldra og forráðamanna barna í fermingarfræðslunni hjá okkur : Samkvæmt Veðurstofu Íslands er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu . Kennsla verður samkvæmt áætlun en hér er orðsending frá kennslustjóranum okkar varðandi veðrið : Kæru foreldrar og forráðamennReynsla okkar er sú að þegar veður eru slæm eins og spáð er í dag höfum við ítrekað þaðvið foreldra að meta aðstæður og senda börnin sín ekki út í neina óvissu . Í þeim tilvikum sem þetta hefur gerst hefur kennari verið mættur og tekið á móti þeim börnum sem koma í sinn hóp , en börnin búa víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu . Sum hafa séð sér fært að koma t.d vegna búsetu í nágrenni við kennslustaðinn eða veðurs á sínu svæði , á meðanönnur hafa ekki haft tök á að komast . Forföll tilkynnist á johann@sidmennt.is eða í síma 844-9211
Stjórn Siðmenntar vill minna félaga á að samkvæmt lögum félagsins er frestur til að skila inn lagabreytingartillögum fyrir aðalfund 10. janúar . Fyrirhugað er að halda aðalfundinn þann 15. febrúar , en formlega verður boðað til hans þegar nær dregur áðurnefndri dagsetningu . 8. grein laganna er svohljóðandi : 8 Breytingar á lögum og félagsslit 8.1 Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi .
Á dögunum fengum við í Siðmennt skemmtilegt heimboð sem við gátum ekki hafnað . Sinawik konur í Keflavík höfðu samband og spurðu hvort fulltrúi frá okkur væri til í að koma á jólafund félagsins og flytja þar jólahugvekju . Úr varð að framkvæmdastjórinn okkar , Siggeir F. Ævarsson , gerði sér ferð norður Reykjanesið og flutti örstutta kynningu á Siðmennt og síðan jólahugvekju sem má lesa hér að neðan . Það var okkur sönn ánægja að taka þátt í þessum fundi , en líflegar og skemmtilegar umræður sköpuðust um Siðmennt í kjölfarið . Við erum alltaf tilbúin að koma í heimsóknir til þeirra sem þess óska og kynna félagið , og tökum fagnandi á móti öllum slíkum beiðni . Hægt er að hafa samband beint við framkvæmdastjóra á netfangið siggeir@sidmennt.is . Jólahugvekja kvöldsins fylgir svo hér á eftir : Örstutt aðfararorð Fyrir nokkrum árum , áður en ég kom til starfa fyrir Siðmennt , flutti ég fyrirlestur sem bar heitið „ Hver stal jólunum , Trölli , Trump eða trúleysingjar “ ( þar sem Trump var yfirheiti fyrir kapítalisma til að láta heitið stuðla ) . Niðurstaðan úr þeim fyrirlestri var fyrst og fremst sú að jólin eru aldagömul hefð , töluvert eldri en kristni , og í dag eru þau ógurlegur hrærigrautur hefða úr öllum áttum , gegnsýrð af markaðsvæðingu og kapítalisma nútímasamfélags , en eru nú samt yndisleg hátíð þrátt fyrir allt , svona í flesta staði ! Jólin koma þrátt fyrir allt Hugmyndin að þessari hugvekju kviknaði eftir samtal við góðan vin minn sem sagðist í raun varla þola jólin . Þau vekja hjá honum kvíða og í hans huga eru þau fyrst og fremst erfið andleg vinna . Hann þolir ekki að kaupa gjafir , og því síður að mæta í jólaboð og spjalla við fólk sem hann þekkir misvel og svo er það jólamaturinn sjálfur . Að elda mat fyrir sjö manneskjur sem allar eru með sérþarfir veitir honum takmarkaða gleði og skapar einvörðungu stress . Fyrir einhverjum árum var ég á svipuðum stað . Jólin voru alltaf mjög þægileg þegar ég var yngri . Langt frí frá skóla og hversdagslegu amstri , og mamma sá um allt . Þegar ég hugsa til baka var álagið á hana sennilega ekki eðlilegt um jólin , og ég man eftir a.m.k. tveimur jólum þar sem hún var steinsofandi í sófanum fljótlega eftir mat . Og af hverju vilja mömmur alltaf mála eldhúsið korter í jól ? Ein af mínum sterkustu jólaminningum er þegar litla systir mín hellti fullri fötu af málningu yfir sjálfa sig og allt eldhúsið . Það var sko hressandi morgun ! Þegar konan mín fékk það svo loks í gegn að við skildum halda okkar eigin jól ( ég vildi bara vera áfram hjá mömmu , það var svo þægilegt fyrir mig ! ) var aðallega tvennt sem aftraði okkur frá því að halda stresslaus jól . Takmörkuð fjárráð ungra námsmanna settu sannarlega strik í reikninginn og sköpuðu mikla spennu á heimilinu . Þau héldust svo í hendur við annan stóran þátt , sem voru allar jólahefðirnar sem við komum bæði með á bakinu inn í okkar sameiginlega jólahald . Hver segir að jólahefðirnar okkar þurfi að vera þær sömu og foreldra okkar ? Eða þær sömu og forfeðra okkar ? Því hvað eru hefðir annað en jafningaþrýstingur frá löngu látnu fólki ? Svo hef ég komist að því að flestar ef ekki allar „ íslenskar “ jólahefðir eru hvorki mjög íslenskar þegar betur er að gáð , né sérlega gamlar eða rótgrónar heldur , og hvað þá að þær eigi uppruna sinn í kristni . Um leið og við áttuðum okkur á að við þyrftum að skapa okkar eigin jólahefðir en ekki láta jólahaldið stýrast af einhverjum utanaðkomandi hugmyndum um jólin , varð allt miklu auðveldara . Lykilatriði er auðvitað að átta sig á því að jólin koma alltaf þrátt fyrir allt . Mér finnst það t.d. mjög slæm jólahefð að þrífa ofan af eldhússkápunum fyrir jól . Ég er ekki að fara að borða jólamatinn þar . Jólin koma líka þó svo að það sé ekki búið að baka 17 sortir ( mjög þægilegt líka að eiga tengdamóður sem bakar fyrir alla stórfjölskylduna ) , eða þó svo að stóra serían í stofunni fari ekki upp , eða það sé ekki búið að skúra alla íbúðina fyrir klukkan 18:00 á aðfangadag . Og eins gaman og mér þykir að fá jólakort , þá nenni ég bara ekki að senda þau lengur . Alltof oft var ég að hendast á pósthúsið rétt fyrir lokun á síðasta degi til að senda , með kort með kveðjum til fólks sem ég hafði ekki séð eða heyrt í mörg ár , og var ekki að fara að hitta á næstunni . Ég hef því markvisst strokað allan óþarfa út úr aðventunni hjá fjölskyldunni undanfarin ár , og jólin hafa ekkert versnað , raunar bara orðið betri og betri . Frekar en að þrífa eldhússkápana pöntum við pizzu og horfum á jólamynd með stelpunum okkar . Frekar en að eyða nokkrum kvöldum í að handskrifa jólakort sest ég niður með jólabjór og spila tölvuleik , þó svo að mamma mín spyrji reglulega hvort ég sé ekki orðinn of gamall til að spila tölvuleiki . Frekar en að mála eldhúsið átta ég mig á að það eru bara ákveðið margar dagar í desember og vel svo hvað ég vil gera . T.d. um helgina hættum við bara öllu jólagjafastússi kl. 17:00 , fórum út að borða saman fjölskyldan á góðum veitingastað og síðan heim og horfðum á jólamynd , og það var afskaplega notalegt og stresslaust . Því fyrir mér snúast jólin fyrst og fremst um að njóta tímans saman með fjölskyldu og vinum . Ég held nefnilega að kjarni jólanna sé svipaður hjá flestum á Íslandi , óháð trú og trúarbrögðum . Jólin hjá mér og mínum snúast a.m.k. númer eitt , tvö og þrjú um samveru og notalegar stundir með þeim sem mér þykir vænt um . Það hljómar kannski eins og klisja en jólin eru sannarlega tími ljóss og friðar , ástar og kærleiks . Hraðinn í amstri dagsins er óþægilega mikill í dag . Í desember eiga hlutirnir það svo til að fara á yfirsnúning . En ég vel að taka á móti desember og velja og hafna , og velja það sem veitir mér ánægju , og hafna því sem veldur mér stressi . Því jólin koma alltaf þrátt fyrir allt , og ef dætur mínar vilja vera í náttfötum meðan þær borða jólakalkúninn , þá er það bara frábært . Jólin koma þrátt fyrir að maður sé ekki í sparifötum . Þau koma þrátt fyrir allt , og því er um að gera að nýta tímann til góðs og njóta þess að vera til . Kúpla sig eftir fremsta megni útúr stressinu og fagna jólunum stresslaus með frið í hjarta , í faðmi þeirra sem manni þykir vænt um . Um það snúast jólin fyrir mér . Það tók mig smástund að átta mig á því , en ég myndi ekki vilja snúa til baka í stressið . Ég vona að þið eigið líka að mestu stresslaus jól og njótið samvista með þeim sem ykkur þykir vænt um , og óska ykkur að lokum gleðilegra jóla .
Líkt og undanfarin ár flytur Siðmennt jólahugvekju á X-inu 977 kl. 18:00 á aðfangadag . Hugvekjuna í ár flytur Inga Auðbjörg Straumland , formaður félagsins . Hugvekjuna má lesa hér að neðan , og við bætum svo slóð á upptökuna við þegar hún kemur á netið . Gleðileg jól , kæru landsmenn ! Með vonina að vopni – Jólahugvekja Siðmenntar og X-ins 97,7 2019 Ágæti hlustandi Síðasta föstudag , fjórum dögum fyrir jól , var ég bara búin að kaupa eina gjöf , íslenskt hannyrðapönk sem maðurinn minn opnar væntanlega von bráðar , og ég viðurkenni að hnúturinn var farinn að harðna í maganum á mér . Sjálfsásökunartónninn leyndi sér ekki . Hvað var ég að spá að ætla að flytja viku fyrir jól ? Og af hverju þurfti ég að vera með í öllum þessum leynijólaleikjum með fólki sem ég þekkti ekki neitt ? Ég var varla byrjuð að hnýsast um konuna á Kleppjárnsreykjum í jólavinaleiknum á Twitter og svo átti ég eftir að senda aðra gjöf til Þýskalands handa einhverjum alheimsorkuelskandi þýskum skátahippa sem ég hafði aldrei hitt . Það sem í byrjun desember var rómantísk hugmynd um velígrundaðar gjafir sem gleðja ókunnuga á aðfangadagskvöld , var , korter í jól , orðið að orkusjúgandi kvíðabolta sem kom sér vel fyrir einhversstaðar undir brisinu í mér og nuddaði mér upp úr óraunhæfum væntingum mínum til sjálfrar mín . Og þar sem ég fann loksins lausa stund og arkaði um vöggu siðmenningar – Skeifuna – að vinna mig í gegnum listann af systkinum og börnum , ömmum og öfum , þurfti ég að stoppa sjálfa mig í slabbinu og minna mig á að jólin fyrir mér snúast ekki um neysluhyggju heldur mannhyggju ; húmanisma . Við sem köllum okkur húmanista erum oft spurð af hverju í ósköpunum við höldum upp á jólin , fyrst við trúum ekki á guð . Spurningin er náttúrulega tvíþætt . Seinni hlutanum er auðsvarað . Uppruni jólanna hefur lítið með guð að gera og þó Kristið fólk hafi tileinkað jólin guði sínum , þá breytir það litlu um það að upphaf flestra jólahefða er heiðið . Jólatréð er þýskt , mistilteinninn keltneskur og Jesús Kr . Jósepsson fæddist kannski í janúar , kannski í apríl og kannski í júní . Allavega ósennilega í desember . Meira að segja er orðið “ jól ” allsendis óskylt Biblíufræðunum og mikið lán að við höfum hamið okkur í að apa hugtakið “ Kristsmessa ” , upp eftir enskumælandi þjóðum . En allt skiptir þetta svo sem litlu máli . Kristnu fólki er að sjálfsögðu heimilt að tileinka sér þennan fallega árstíma , þar sem sólin er lægst á lofti en hefur sigurgöngu sína á ný . Og mín vegna mega allir ráða því hvenær þeir eiga afmæli , rétt eins og allir ættu að mega ráða því hvað þau heita , hvern þau elska og hvað þau borða . Líka Jesús . En þá að fyrri hluta spurningarinnar ; Af hverju held ég upp á jólin ? Og það er einmitt í slabbinu í Skeifunni sem er gott fyrir konu að staldra við og velta fyrir sér þessari grundvallarspurningu í lok ársins . Og ef ég hugsa um það , þá er svarið skýrt . Ég held upp á jólin , af því að mér finnst mannkynið eiga skilið þessa vonarglætu sem hækkandi sól færir með sér . Eftir umhleypinga , fannfergi og storm vitum við vel að það fylgja fleiri kaldir mánuðir í fótspor haustsins , en það er einhvernveginn bót í máli að búa yfir þeirri vissu að sólin er að gera sitt allra besta til að klífa ofar og hanga á himinhvolfinu aðeins lengur , svo að hver dagur fái notið örlítið meira sólarljóss en dagurinn á undan . Fyrir mér eru jólin tilefni til þess að leggja niður störf og hanga með fjölskyldunni frekar en vinnufélögunum . Að vinnufélögum mínum algjörlega ólöstuðum , þau eru vandað og gott fólk , þá er það örlítið undarlegt að samfélagið búi svo um hnútana að við eyðum 80% af vökutíma barnanna okkar í vinnunni og hittum yfirmanninn oftar en mömmu okkar . Það er því kærkomið frí að hvíla stimpilklukkuna og kúra með fjölskyldu og nánum vinum , eða bara góðri bók og gæða sér á lakkrístoppum og malt-og-appelsínsblöndunni , þrátt fyrir það vefjist fyrir þér á hverju einasta ári , hvort komi nú aftur á undan , maltið eða appelsínið . Ein velheppnuð gjöf vegur upp þessar fimm sem þú komst ekki yfir að kaupa og afgangurinn af jólamatnum toppar eiginlega borðhaldið sem fram fór kvöldið áður , með gylltum servíettum og rósavínsdreytli . Fyrir mér eru jólin jólastressið að taka yfirhöndina , – og stundin þar sem þú sleppir tökum á því . Fyrir mér eru jólin að gráta smá ofan í bernaise-sósuna af því hún hljóp í kekki , – og uppgjafarléttirinn þegar þú skellir bara í pakkasósu korter í sex af því að það þekkir hvort eð er enginn muninn . Fyrir mér eru jólin grenilykt , og mandarínulykt , og ilmur af brenndum smákökum , og vaxinu sem brennur í andrúmsloftinu þegar þú blæst á síðasta kertið á jólanótt . Fyrir mér eru jólin samverustundir með systkinum , þar sem ég gjörsigra þau í nýju borðspili og tapa svo í næsta leik . Fyrir mér eru jólin eftirvæntingarfull börn sem dreymir allan daginn um að geta hraðað klukkunni örlítið , og lognast svo út eftir dessertinn , umvafin pakkaböndum með kakó út á kinn . Fyrir mér eru jólin einfaldlega öll þessi augnablik , hvort sem þau eru hversdagsleg eða hátíðleg . Ég þarf ekki Mið-Austurlenska vitringa til að réttlæta fyrir mér að halda upp á lífið . Lífið þarfnast engra sérstakra ástæðna til að vera yndislegt . Notum öll þau tækifæri sem bjóðast til að fagna lífinu , fagna ástinni og fagna frelsinu . Jólin koma , hvort sem leynivinurinn minn hann Murray í Bambergi í Þýskalandi fær gjöfina sína á réttum tíma eða ekki . Ágæti hlustandi . Jólin eru hátíð hækkandi sólar . Þau eru hátíð vonarinnar . Þegar allt er svart er erfitt fyrir okkur að greina mun á því hvernig dagurinn lengist um þessar mundir , enda lengist hann varla neitt . Í dag settist sólin klukkan 15:20 í Reykjavík og á morgun mun hún setjast klukkan 15:21 . Ein mínúta af sólarljósi er ef til vill ekki tilefni til þess , í sjálfu sér , að gera alþrif á heimilinu , höggva niður barrtré og standa yfir sósupottinum langt um lengur en sólin er á lofti í dag . Enda erum við ekki að halda upp á þessa einu mínútu , heldur vonina um að bráðum nái sólarljósið yfirhöndinni og sigri myrkrið . Við finnum kannski ekki að daginn lengi , en við vitum það . Og þess vegna er mér vonin sérstaklega hugleikin á þessari árstíð . Það er auðvelt að fyllast vonleysi um þessar mundir , þegar orðin “ hamfarahlýnun ” og “ pokasvæði ” keppast um titilinn orð ársins . Þegar stjórnmálin sitthvoru megin við Atlantshafið virðast hafa misst tökin á faglegum stjórnarháttum og lýðræðið er fótum troðið . Það er auðvelt að fyllast vonleysi þegar við vitum að enn er fólk á flótta og undarlega lítið sem Ísland virðist vilja gera í því . Það er auðvelt að fyllast vonleysi og enn auðveldara að láta vonleysið stýra tilfinningum okkar . En útlitið er ekki svona svart . Rétt eins og svartasta myrkur ársins er nú að baki , birtir til í heiminum . Þótt ýmsir pólitískir útúrdúrar séu ógnvænlegir , þá er samfélagið almennt á réttri leið . Þegar ég eignaðist barn fyrir einu og hálfu ári síðan , heltist yfir mig þessi kvíði sem reynir að sannfæra þig um að nái barnið , fyrir eitthvað óútskýranlegt kraftaverk , að lifa af fyrsta árið þrátt fyrir alla þá hættu sem steðjar að því , þá sé þetta hvort sem algjörlega óábyrg hegðun að fæða barn inn í samfélag sem verður bara dystópískara með hverju árinu . Þegar hormónarnir voru búnir að hlaupa með mig í gönur í dágóðan tíma var ég svo heppin að byrja fyrir tilviljun að hlusta á Factfulness , sem er bók eftir Hans Rosling , Ola Rosling og Önnu Rosling Rönnlund . Bókin fjallar um ákveðið viðmót gagnrýnnar hugsunar og bjartsýni , – að draga úr áhyggjum með því að tileinka sér aðeins skoðanir byggðar á sterkbyggðum staðreyndum . Hans Rosling og fjölskylda spurðu lesandann einfaldra spurninga um hnattræna þróun ; hversu hátt hlutfall íbúa jarðar lifir við fátækt , af hverju fjölgar fólki hér á jörð og hversu margar stelpur klára skólagöngu sína . Við hjónin hlustuðum á bókina saman , þar sem við ókum um fjallvegi í framandi landi með þriggja mánaða barn í aftursætinu og svöruðum ítrekað vitlaust . Við vorum allt of svartsýn . Það kemur nefnilega í ljós að orðatiltækið Heimur versnandi fer á varla við rök að styðjast . Heimurinn fer batnandi . Fátækt minnkar , skólasókn stelpna lengist og mannskepnan mun ekki halda áfram að fjölga sér á sama hraða og hún gerir núna . Höfundarnir spurðu ekki aðeins lesendur að þessum spurningum , heldur fjöldann allan af alls konar hópum fólks ; fjölmiðla , stjórnmálafólk , vísindafólk . Fólk sem á að vita betur . Og alltaf var niðurstaðan sú sama . 80% fólksins vissi minna um staðreyndir heimsins en simpansar , ef simpansar giskuðu handahófskennt . Hliðarverkun þess að ég öðlaðist betri og bjartsýnni sýn á heiminn í kjölfar hlustunar á staðreyndahyggju Roslingfjölskyldunnar , var sú að það losnaði um kvíðann yfir barninu mínu . Ég áttaði mig á að það þyrfti ekki yfirnáttúrulegt kraftaverk til þess að barnið mitt lifði af fyrsta árið sitt , heldur væru yfirgnæfandi líkur á því að það tækist . Auðvitað gæti alltaf komið eitthvað upp á og auðvitað þyrfti ég að passa hann vel og umvefja hann ást , en líkurnar á að hann spjaraði væru þó svo yfirgnæfandi að það borgaði sig enganveginn að eyða orku í að hafa áhyggjur . Og þó svo að hnattræn hlýnun sé staðreynd og Trump sé forseti stórveldis og flóttafólk sé á vergangi , þá er vert að muna að það er von . Ég finn vonina og fyllist bjartsýni þegar ég fylgist með öllum þessum ungu konum bjóða stjórnmálaathæfi sitthvoru megin við Atlantshafið birginn . Þær láta kokhrausta karlmenn sem ala á sundrungu ekki komast upp með að gera það óátalið og vekja mörgum von í brjóst um að stjórnmálamenningu þessara ríkja sé mögulega viðbjargandi . Malala Yousafzai var aðeins 15 þegar hún var skotin af Talíbönum fyrir að tala fyrir skólagöngu kvenna í Pakistan og heldur áfram að beita sér fyrir betri heimi , nú 22 ára gömul . Og það verður ekki minnst á ungar konur án þess að minnast á Gretu Thunberg . Fyrir ári síðan var hún nánast óþekkt , en er nú hæst hljómandi rödd ungmenna um heim allan . Ungmenna sem ætla ekki að gefast upp á jörðinni , heldur vernda hana og verja með öllum tiltækum ráðum . Á loftslagsráðstefnunni COP25 í Madríd fyrr í mánuðinum tók Greta til máls . Hún sagði : “ Ég vil segja ykkur að það er von . Ég hef séð hana . En hún kemur ekki frá yfirvöldum eða stórfyrirtækjum . Hún kemur frá fólkinu . Fólkið sem hefur verið ómeðvitað , en er nú að vakna til vitundar . Og þegar vitund okkar eykst , þá breytumst við . Fólk er fært um að breytast . Og fólk er viðbúið breytingum . Og það er vonin , því við höfum lýðræði . Og lýðræði á sér stað alla daga . Ekki bara á kjördag , heldur hverja sekúndu og hverja klukkustund . Það er almenningsálitið sem stýrir hinum frjálsa heimi . Hver stórvægileg breyting í sögunni hefur komið frá fólkinu . Okkur er ekkert að vanbúnaði . Við getum valdið breytingum , strax í dag . ” Gagnrýnin hugsun er gott og nauðsynlegt vopn sem efahyggjufólk notar gjarnan í daglegu lífi . En gagnrýnin hugsun á það til að leiða af sér neikvæðni og bölsýni , þegar efasemdirnar leiða okkur í kanínuholur staðreyndanna og besservisserinn í okkur tekur völdin . En eins og Hans Rosling og fjölskylda sýndu fram á er hægt að nota gagnrýna hugsun sem barefli í baráttunni fyrir bjartsýni . Það er hægt að nota hana til að horfa jákvæðum augum til framtíðar , með vonina að vopni . Heimurinn er nefnilega ekki á hraðri niðurleið . Hann silast upp á við , af því að fólk vill og getur breytst til hins betra . Og þetta vona ég að við tökum með okkur inn í nýja árið . Reynum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir betri heim . Stuðlum að jákvæðum samfélagsbreytingum með því að láta rödd okkar heyrast sem víðast , og megi rómur okkar vera bæði bjartur og vongóður . Ágætu hlustendur . Stjórn Siðmenntar og aðstandendur útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs . Inga Auðbjörg K. Straumland , formaður Siðmenntar
Á vegum félagsins eru nú starfandi eftirfarandi athafnarstjórar : Laufey er jafnréttissinni og lítur á hlutverk sitt sem athafnastjóra , lið í því að Siðmennt geti boðið upp á athafnir hvar sem er á landinu . Tungumál : Íslenska , skandinavísk mál og enska . Tungumál : Íslenska , enska . Höfuðborgarsvæðið Helga Vala er í tímabundu leyfi frá athafnastjórnun og tekur því ekki að sér athafnir að sinni Lífið er hlaðborð . Tungumál : Íslenska , enska . Árni Grétar Jóhannsson Fæddur 1983 . Pólitíska hjartað sveiflast fram og aftur en berst alltaf fyrir mannréttindum . Mikilvægir atburðir í lífi fólks líkt og nafngjöf , ferming , hjónavígsla og útför eiga að geta tekið mið af þeim gildum sem fólk vill tileinka sér óháð hvaða trú eða lífsskoðun fólk aðhyllist , það er því hennar markmið með að starfa hjá Siðmennt að styðja við frelsi og val manneskjunnar um persónulega þjónustu þegar kemur að mikilvægum atburðum í lífi fólks . Tungumál : Íslenska , enska . Höfuborgarsvæðið Elías er kátur drengur sem nýtur þess að velta vöngum , eiga góðar samræður og stara á stjörnurnar . Einlægur náttúruverndarsinni sem líður best á göngu um fáfarnar óbyggðaslóðir . Skil og tala ensku , dönsku , sænsku , norsku og færeysku . Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæði og nágrenni . Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæðinu en er mikil fjallageit og ferðalangur . Fæddur 1980 . Tungumál : Íslenska , enska og smá norska / danska . Þó léttleikinn sé alltaf mikilvægur eru stóru stundirnar í lífinu tækifæri til að vera einlæg og örlítið heimspekileg eitt stundarkorn . Ísafjörður Benedikt Sigurðarson er fæddur 1952 og er samfélagssinni sem elskar óspillta náttúru , ferðalög , leiklist og söng . Fæddur 1988 . Fædd 1986 . Ólöf er í tímabundu leyfi frá athafnastjórnun og tekur því ekki að sér athafnir eins og er Ólöf Hugrún er fædd árið 1982 og hefur verið athafnarstjóri frá maí 2016 . Katrín er með meistaragráðu í mannréttindum frá University of London , BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Dublin City University . Höfuðborgarsvæðið Margrét Gauja hefur brennandi áhuga á stjórnmálum og þátttöku ungs fólks í lýðræðistöku . Fæddur 1976 . Hann var umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík frá 1999 . Steinar er mikill áhugamaður um félagslegt réttlæti og jafnrétti og hefur setið í stjórn og einn af stofnendum félagsins Icelandpanorama sem vinnur gegn fordómum og mismunun . Tungumál : Íslenska , sænska ( klára mig á dönsku og norsku ) og hef verið með athafnir á ensku þó ég sækist ekki eftir þeim . Einnig starfaði hún sem blaðakona í 5 ár . Hún starfar í dag sem samskiptastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki og er þess á milli afar dugleg að skemmta ferðamönnum og fræða þá í leiðinni um íslenskan bjór og sögu hans . Tungumál : Íslenska , enska og spænska að hluta . Höfuðborgarsvæðið Hún hefur mikinn áhuga á sálfræði , tónlist , spilum og bókum . Athafnastjóri frá 2013 á höfuðborgarsvæðinu . Fædd 1980 . Hákon hefur verið athafnastjóri frá 2018 á Austurlandi . Tungumál : Íslenska , enska , danska , grunnfærni í þýsku . Hann er í MA námi í lífsiðfræði við HÍ og kennir siðfræði við Læknadeild HÍ . Stofnaðili í húmanísku viðbragðsteymi Siðmenntar 2017 . Mörður ( f. 1953 ) starfar sjálfstætt á ReykjavíkurAkademíunni við íslensk fræði , bókagerð og ýmiskonar textalestur . Ómannglöggur , stundum gleyminn og einsog fjarstaddur , en börnum finnst hann skrýtinn og skemmtilegur . Kvæntur Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáldi , á þrjú afabörn , Hlín , Hafþór og Hörpu , og stuðningssoninn Þorgeir Örn. Sem sé : Þinn maður . Tungumál : Íslenska ( ný og forn ) , skandinavíska ( bóknorska ) og enska , franska í þokkalegu lagi , skilur þýsku og getur lesið . Get flutt athöfn á ítölsku eða dönsku , en undirbúningur þyrfti að fara fram á ensku / íslensku . Starfandi frá júlí 2018 . Tungumál : Íslenska , enska og sænska . Auk þess get ég séð um athafnir á dönsku , norsku og ítölsku , með góðum undirbúningi Höfuðborgarsvæðið Lífsglaður líffræðingur , lærdómsfús og forvitin . Sigurður Hólm Gunnarsson Sigurður Hólm Gunnarsson er fæddur 1976 og hefur starfað í Siðmennt frá því fyrir aldamót . Uppáhalds íslensku listamennirnir hans eru Svavar Knútur og Dimma . Sesselía er fædd 1987 og er einlæg og forvitin um lífið og tilveruna . Norðurland ( stundum Höfuðborgarsvæðið ) Guðrún Vala er áhugasöm um lífið og tilveruna , en henni er best lýst sem félagslyndum einfara . Jafnvel smá pólska . Tungumál : Íslenska Jóhann Björnsson er fæddur 1966 og hefur verið athafnastjóri frá 25. mars 2007 . Forvitinn vísindamaður sem elskar umræður um lífsgildi . Athafnastjóri frá 2012 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni . Hún hefur afar gaman af ferðalögum , innanlands sem utan . Sigurður er menntaður og starfar sem skipstjórnarmaður . Höfn í Hornafirði og nágrenni Anna Pála er búsett erlendis sem stendur en tekur þó að sér stöku athöfn á Íslandi þegar aðstæður hittast rétt á . Höfuðborgarsvæðið Hörður Torfason Hörður Torfason er fæddur 1945 og hefur verið athafnarstjóri frá 19. júlí 2012 . Höfuðborgarsvæðið Selma Lóa er fædd árið 1974 og er listunnandi orkubolti með óslökkvandi ást á menningu og listum og ferðalögum . Tungumál : Íslenska , enska . Höfuðborgarsvæðið Hugsjónir Gunnars Hersveins snúast um friðarmenningu , mannréttindi , borgaravitund , náttúruvernd og hamingju annarra og hefur hann skrifað fjölda greina um efnið og flutt erindi . Tungumál : Íslenska , enska Helga Bára Bragadóttir er fædd 1974 og hefur verið athafnastjóri frá 2015 . Helgu Báru finnst m.a. gaman að velta vöngum um siðferðileg álitamál , læra framandi tungumál og sinna sjálfboðastörfum . Tungumál : Íslenska og enska , auk þess að vefja öðrum tungumálum inn í athafnir eftir því sem þurfa þykir ( s.s. þýsku , frönsku , spænsku og dönsku ) . Höfuðborgarsvæðið og víðar eftir þörfum . Ég hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti og er einlægur aðdáandi alls konar menningar . Höfuðborgarsvæðið Sigurður Rúnarsson Sigurður Rúnarsson er fæddur 1974 og hefur verið athafnarstjóri frá nóvember 2013 bæði á Íslandi og í Noregi hjá HEF systursamtökum Siðmenntar í Noregi Sigurður hefur stjórnað fjölmörgum nafnagjöfum á vegum Siðmenntar . Arnar er lífsglaður , skapandi og einlægur bangsi og stórfjölskyldufaðir frá Ströndum . Höfuborgarsvæðið F. 1970 . Athafnarstjóri frá maí 2016 Athafnir : Giftingar og nafngjafir Staðsetning : Ísafjörður og nágrannabyggðir Tungumál athafna : íslenska , enska , franska og norska .
Laugardaginn 30. október 2004 kl. 11:00 – 12:00 verður haldinn kynningarfundur um borgaralegar fermingar árið 2005 . Hægt er að panta eintak með því að senda tölvupóst á upptaka@sidmennt.is . Pöntunum verður safnað saman og efnið fjölfaldað þegar nokkrar pantanir hafa borist . Eintakið kostar 3000 krónur hvort sem pantað er DVD eða VHS og rennur hluti ágóðans í styrktarsjóð Siðmenntar . Upptakan er afar vel unninn og frágangur til fyrirmyndar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum .
FÉLAGIÐ Siðmennt gekkst fyrir borgaralegri fermingu í 7. sinn sunnudaginn 26. mars sl . Athöfnin var einstaklega falleg og virðuleg .
Tvær fermingarathafnir voru síðan haldnar s.l. vor , önnu í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem alls 12 ungmenni fermdust borgaralega og hin var á Fljótsdalshéraði þar sem þrjú ungmenni fermdust . Þetta er raunar grundvallarhugsun mótmælandakristni . Ekki eru þetta þó nýjar uppgötvanir fyrir alla . Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt , félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins , laugardaginn 8. maí í Öskju , húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00 . Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal . Málþingið endar á pallborðsumræðum .
Siðmennt hefur unnið markvisst að því að kynna hugtakið fyrir þjóðinni . Nú ( Gallup des. 2009 ) eru 74% þjóðarinnar þeirra skoðunar að það beri að aðskilja ríkið og kirkju . Borgaraleg ferming verður vinsælli valkostur með ári hverju . Þannig hefur þátttakendum í borgaralegri fermingu fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms . Það verða fjórar athafnir í vor ; tvær í Reykjavík , ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði . Hinsvegar er rétt að árétta að skólar eru veraldlegir og er griðarstaður barna frá heimilum þar sem foreldrar hafa mismunandi lífsskoðanir . Úrtakið er tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og eru í því einstaklingar af öllu landinu 18 ára og eldri . Þetta vekur upp spurningar um orsakir þess og verða mögulegar útskýringar aldrei annað en tilgátur þó áhugavert sé að velta vöngum yfir þeim . Skoðum fyrst töflu Gallup með greiningum á vissum hópum innan úrtaksins :
Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín upp í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir . Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007 , í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum menntayfirvöldum , kveði skýrt á um að brotið var gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi : Engum manni skal synjað um rétt til menntunar . Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum , er miða að menntun og fræðslu , virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar - og lífsskoðanir þeirra . ( Samningsviðauki 1 , gr. 2 – Réttur til menntunar ) Þannig orti siðræni húmanistinn , vestur-íslenska skáldið Stephan G. Stephanson , fyrir rúmri öld . Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu “ . ( meira … )
( meira … ) Oft hefur borið á þeim misskilningi að trúabrögðin séu forsenda góðs siðferðis og að gott siðferði sé aðeins til vegna tilvist guðs . Einn er sá mælikvarða á rétt og rangt sem er til staðar í öllum mönnum þó misjafnlega þroskaður sé . Það var efinn og lærdómurinn sem fékk Lúter til að snúast gegn kaþólsku kirkjunni 1517 en það var óttinn við róttækni og samfélagslegt umrót sem gerðu lúterskuna að umburðalausri furstakirkju sem var mótfallin trúfrelsi og afneitaði frjálsum vilja mannsins . ( meira … )
Röng flokkun gmail.com á tilkynningum . Gmail setur tölvupóststilkynningar Siðmenntar iðulega í annað hvort ruslmöppuna eða í Promotions / Auglýsingar flipann sem hefur það í för með sér að fólk fer á mis við póstana okkar . Skjalið fer í gegnum það hvernig komist er hjá því Ef þú hefur ekki fengið tölvupóst sem staðfestir skráningu innan sólarhrings hafðu þá vinsamlegast samband með því að senda póst á ferming@sidmennt.is eða með því að hringja í síma : 899-3295 Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020 : Reykjavík , Háskólabíó – 5. apríl kl. 10:00 – 14:00 ( fullt er í athöfnina kl 12:00 ) – 26. apríl kl. 10:00 – 14:00 ( fullt er í athöfnina kl. 12:00 ) Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 90 börn í hverri athöfn . Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í . Akureyri , Háskólinn á Akureyri – 6. júní , kl. 14:00 Skagafirði , staðsetning kemur bráðlega – 13. júní , kl 13:00 Húsavík , staðsetning kemur bráðlega – 7. júní , kl 13:00 Austurlandi , staðsetning kemur bráðlega - 23. maí kl 13:00 Aðrar athafnir verða haldnar víðsvegar um landið ef næg þátttaka fæst , áætluð er athöfn á Hvammstanga t.d. Staðfestar staðsetningar og tímasetningar fyrir þær athafnir munu birtast síðar hér á þessari síðu . Tímasetningar námskeiða 2020 Í Reykjavík verða haldin vikuleg námskeið sem spanna 11 vikur og eitt helgarnámskeið sem eru tvær helgar . Fyrri hluti : laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. febrúar . Akureyri Staður : Verkmenntaskólinn á Akureyri . Fyrri hluti : laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. mars . Seinni hluti : laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. maí . Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum . Seinni hluti : laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars . Akranes Staður : Skátafélag Akraness , Háholt 24 Fyrri hluti : laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar . Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt hækkar um 2.000 kr í ár Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF . Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt .
Röng flokkun gmail.com á tilkynningum . Gmail setur tölvupóststilkynningar Siðmenntar iðulega í annað hvort ruslmöppuna eða í Promotions / Auglýsingar flipann sem hefur það í för með sér að fólk fer á mis við póstana okkar . Skjalið fer í gegnum það hvernig komist er hjá því Ef þú hefur ekki fengið tölvupóst sem staðfestir skráningu innan sólarhrings hafðu þá vinsamlegast samband með því að senda póst á ferming@sidmennt.is eða með því að hringja í síma : 899-3295 Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020 má sjá hér Tímasetningar námskeiða 2020 Í Reykjavík eru haldin vikuleg námskeið sem spanna 11 vikur og eitt helgarnámskeið sem eru tvær helgar sem fara yfir allt námsefni 11 - vikna námskeiðanna . Fermingarbörnin mæta einu sinni í viku og fá að koma með óskir um hvaða dagur hentar best en kennd verða námskeið á öllum virkum dögum og hugsanlega fleiri hópar samtímis ( A , B og C hóp ) ef fjöldi skráðra kallar á slíkt . Helgarnámskeiðið í Reykjavík er ætlað krökkum af landsbyggðinni þar sem ekki verður næg þátttaka til að hafa námskeið á staðnum og . 11 vikna vikulegu námskeiðin í Reykjavík eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og tímasetningar eru sem segir : Helgarnámskeiðin verða sem hér segir : ReykjavíkStaður : Réttarholtsskóli , Réttarholtsvegi , 108 Rvk . Akureyri Staður : Verkmenntaskólinn á Akureyri . Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum . Akranes Staður : Skátafélag Akraness , Háholt 24 Fyrri hluti : laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar . Seinni hluti : laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. mars . Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum . * Hægt er að bjóða upp á helgarnámskeið í sveitarfélögum þar sem a.m.k. 10 fermingarbörn eru skráð Kostnaður Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig : ( Við bætist 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis ) ( Innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember ) Ef systkini fermast á sama tíma , er veittur 25% afsláttur . Mögulegt er að skrá sig í Siðmennt á skra.is og senda þá staðfestingu eftir á en fyrir 1. nóvember .
Nánar um athafnirBorgaraleg ferming Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit . Nánar um trúfrelsiSkráning í Siðmennt Í þessari viku hafa fermingarbörnin fengið að kynnast gagnrýninni hugsun og hvernig hún getur gagnast okkur við að fást við hin ýmsu mál . Með gagnrýninni hugsun skoðum við sem flestar hliðar málanna áður en við myndum okkur skoðun . Við veltum því fyrir okkur hvað er líklegt og hvað ekki , hvað trúverðugt og hvað ekki , hvað sé mögulegt og hvað ómögulegt . Þar sem námskeiðið þeirra stóð yfir í tvo daga var ýmislegt annað gert en að vinna með gagnrýna hugsun , Við ræddum meðal annars um fordóma , fjölmenningarlegt samfélag og flóttamenn , gerðum æfingu þar sem spurt var hvort ein manneskja geti verið mikilvægari en önnur og ef svo væri þá hvernig . Fermingarbörnin fengu að mynda sér skoðanir á ýmsum staðhæfingum sem settar voru fram eins og t.d. þessari : " Þegar ég er í flugvél þá er ég að fljúga . " Kennsla verður samkvæmt áætlun en hér er orðsending frá kennslustjóranum okkar varðandi veðrið : Kæru foreldrar og forráðamennReynsla okkar er sú að þegar veður eru slæm eins og spáð er í dag höfum við ítrekað þaðvið foreldra að meta aðstæður og senda börnin sín ekki út í neina óvissu . Í þeim tilvikum sem þetta hefur gerst hefur kennari verið mættur og tekið á móti þeim börnum sem koma í sinn hóp , en börnin búa víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu . Sum hafa séð sér fært að koma t.d vegna búsetu í nágrenni við kennslustaðinn eða veðurs á sínu svæði , á meðanönnur hafa ekki haft tök á að komast . Forföll tilkynnist á johann@sidmennt.is eða í síma 844-9211
Því afnam Lúter ferminguna að öllu leyti sem sakramenti og raunar einnig að mestu leyti sem athöfn . Siðmennt hefur margoft bent yfirvöldum menntamála á mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og siðfræði í skólastarfi en því miður iðulega talað fyrir daufum eyrum ráðamanna . Siðmennt , félag siðrænna húmanista á Íslandi , er málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar . Lífsskoðunarfélög geta verið bæði veraldleg og trúarleg . Ennfremur eru 70% meðlima þjóðkirkjunnar sammála því . Þannig hefur þátttakendum í borgaralegri fermingu fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms . Það verða fjórar athafnir í vor ; tvær í Reykjavík , ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði .
Hinsvegar er rétt að árétta að skólar eru veraldlegir og er griðarstaður barna frá heimilum þar sem foreldrar hafa mismunandi lífsskoðanir . Úrtakið er tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og eru í því einstaklingar af öllu landinu 18 ára og eldri . Þetta vekur upp spurningar um orsakir þess og verða mögulegar útskýringar aldrei annað en tilgátur þó áhugavert sé að velta vöngum yfir þeim . Skoðum fyrst töflu Gallup með greiningum á vissum hópum innan úrtaksins :
Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín upp í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir . Og þannig kjósa afkomendur Sigurbjarnar Einarssonar biskups að byrja minningargrein sína um hann í Morgunblaðinu 6. september og bæta við : „ Þennan texta raulaði afi ( þ.e. Sigurbjörn biskup ) svo oft fyrir lítil börn “ . Þorsteinn Pálsson skrifaði í leiðara Fréttablaðsins sama dag : „ Í honum ( Sigurbirni Einarssyni ) var einhver merkileg blanda þeirrar hógværðrar og lágra bursta sem einkenna skaftfellska sveitamenningu og mustera heimsmenningarinnar “ . Lokaorð Þorsteins eru : „ Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér . Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu “ . ( meira … ) Heimsendaangi kristinnar trúar hefur verið mér hugleikinn undanfarin misseri , eða allt frá því ég las bókina Jesus : ApocalypticProphet for a New Millenium eftir hinn kunna bandaríska biblíusérfræðing Bart D. Ehrman ( 1999 ) . ( meira … )
Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi veitti þann 1. nóvember Tatjönu Latinovic húmanistaviðurkenningu ársins 2007 fyrir óeigingjarnt starf í þágu mannréttinda á Íslandi . Í áratug hefur Tatjana unnið að mestu í sjálfboðastarfi við málefni sem snerta mannréttindi , kvenréttindi og innflytjendamál og tekið virkan þátt í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi . Ræða Hope Knútsson formanns Siðmenntar : Ávarp Ragnars Aðalsteinssonar flutt við afhendingu Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 5. október 2006 Heiðraða samkoma Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur með þessari viðurkenningu Siðmenntar , sem ég veiti viðtöku af auðmýkt . Siðmennt er meðal margra frjálsra félagasamtaka hér á landi , sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu . Þessi frjálsu félagasamtök , sem eru óháð ríkisvaldinu og sækjast ekki eftir að fara með ríkisvald , standa varðstöðu um lýðræðið í landinu og aukinn þroska þess . Frá 1988 hefur Siðmennt haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar árlega . Í tæplega hálfa öld hefur Ragnar tekið að sér fjölda mála sem snerta ekki einungis einstaklinga heldur þjóðina í heild . Ragnar hefur á starfsferli sínum vakið athygli á mikilvægum málum svo sem : réttindum flóttamanna , friðhelgi einkalífsins , réttinum til að mótmæla , lýðræði , málefni öryrkja , samkynhneigðra og fanga . Auk þess að hafa sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum síðan 1973 má geta þess að Ragnar var í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands í mörg ár og formaður hennar frá 1994 - 1995 og 1998 - 2001 . Ef það væri ekki fyrir baráttu Ragnars væri staða mannaréttindamála á Íslandi önnur og verri en hún er í dag .
Það þýðir að lesinn orðafjöldi er stilltur af út frá þyngd textans . Þessar breytingar hafa þau áhrif að uppfæra þarf töflu sem reiknar vegin orð á mínútu og mun það hafa afturvirk áhrif á nokkurn hóp nemenda þannig að niðurstaðan frá í september getur hliðrast upp eða niður um þrjú orð . Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnu hausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin . Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun . Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi .
Föstudaginn 17. janúar verður ball í Síðuskóla fyrir unglinga á Akureyri ( 8. - 10. bekk ) . Miðaverð er 1000 krónur og húsið opnar klukkan 20:30 . Er þetta liður í fjáröflun 10. bekkjar fyrir skólaferðalag . DJ Stórleikurinn heldur upp stuðinu til klukkan 23:30 .
Breytingar á lesfimiprófum Menntamálastofnunar í janúar 2020 Frá Menntamálastofnun : Undanfarin ár hafa lesfimipróf frá Menntamálastofnun verið notuð í ykkar skóla og þið hafið fengið upplýsingar um niðurstöðurnar í vegnum orðum á mínútu . Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnu hausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin . Frá Menntamálastofnun : Undanfarin ár hafa lesfimipróf frá Menntamálastofnun verið notuð í ykkar skóla og þið hafið fengið upplýsingar um niðurstöðurnar í vegnum orðum á mínútu . Það þýðir að lesinn orðafjöldi er stilltur af út frá þyngdtextans . Nú þegar töluverð reynsla er komin á prófin er tímabært að endurskoða þau og þróa enn frekar . Hingað tilhafa nemendur lesið A-textann í september og maí og B-textann í janúar en nú verður B-textinn tekinn útsvo nemendur lesa A-textann í öll þrjú skiptin . Þetta gerir túlkun mun auðveldari og gefur ykkur réttari mynd af þróun lestrarfærninnar . Þessar breytingar hafa þau áhrif að uppfæra þarf töflu sem reiknar vegin orð á mínútu og mun það hafaafturvirk áhrif á nokkurn hóp nemenda þannig að niðurstaðan frá í september getur hliðrast upp eða niðurum þrjú orð . Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnuhausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin .
Nemendur í 7. bekk tóku í sjöunda skipti þátt í verkefninu Jól í skókassa . Að þessu sinni fóru tæplega 20 kassar frá okkur . Nemendur pökkuðu inn tómum skókössum og söfnuðu dóti í þá handa börnum í Úkraníu . Kassarnir voru afhentir í Sunnuhlið þar sem nemendur og kennarar fengu frekari fræðslu um verkefnið . Hér má sjá myndir frá verkefninu .
Skólahald fellur niður til hádegis á morgun , miðvikudaginn 11. desember , í leik - og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri . Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun . Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi .
Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun , fimmtudag , samkvæmt dagskrá .
Ball verður haldið í Síðuskóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 16.00 – 17:30 . Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkinga .
Dagurinn hófst á því að allir nemendur komu saman á söngsal þar sem jólalög voru sungin . Á stigunum var síðan í boði að föndra , spila og horfa á jólamynd . Allir nemendur fengu kakó og rjóma á sal í nestistímanum og að lokum var boðið upp á sannkallaðan jólamat í hádeginu . Dagurinn tókst vel í alla staði og sannur jólaandi í skólanum .
Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í dag og las úr glænýrri bók um Orra óstöðvandi , hefnd glæponanna . Þökkum við honum kærlega fyrir komuna , það eru eflaust margir spenntir að lesa meira um Orra óstöðvandi ! Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að skoða myndir frá heimsókninni . Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í dag og las úr glænýrri bók um Orra óstöðvandi , hefnd glæponanna . Þökkum við honum kærlega fyrir komuna , það eru eflaust margir spenntir að lesa meira um Orra óstöðvandi !
Þar sem veðurspá er slæm fyrir morgundaginn og miðvikudaginn viljum við minna á sameiginlegar verklagsreglur fræðslusviðs fyrir alla grunnskólana á Akureyri þegar óveður og / eða ófærð er í bænum . Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá þær : Óveður og / eða ófærðVerklagsreglur Tilkynning lögreglu Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður , er brugðist við því . SMS sending Sviðsstjóri fræðslusviðs sendir þá sms til leik - og grunnskólastjórnenda með tilkynningu um að skólahald falli niður . Þeir eru þá upplýstir um að skólahald falli niður og nemendur / leikskólabörn skuli vera heima . Tryggja skal öryggi ungra grunnskólabarna , að þau séu ekki send ein heim aftur heldur tryggt að ábyrgðaraðili sæki . Af öryggisástæðum verða einhverjir að vera í húsi til kl. 10:00 .
Sæl verið þið Nú er að bæta í veðrið og hefur borist eftirfarandi póstur frá Karli sviðsstjóra : Almannavarnir Eyjafjarðar mælast til þess að skólahaldi verði hætt fljótlega uppúr hádegi . Nú liggur fyrir að veðurspár ganga eftir , á mörkunum er að hægt sé að halda aðalleiðum opnum hér innanbæjar og því eru meiri líkur en minni á að þegar vindur eykst þá verði verulegar samgöngutruflanir . Skólahaldi verður því hætt í dag kl. 13.00 í dag Við biðjum ykkur að sækja börnin og þá aðallega þau yngri en betra væri að við værum með það á hreinu að allir komist heim . Frístund fellur niður á sama tíma . Ég mun svo senda póst í dag með upplýsingum um hvernig fer með morgundaginn . Ég bið um að þið fylgist með heimasíðunni . Kveðja , Ólöf
Í dag var haldið skákmót Síðuskóla . Nemendum í 5. - 10. bekk var boðið að taka þátt og skráðu sig nokkrir nemendur til leiks . Fyrirkomulagið var þannig að tefldar voru samtals 5 skákir á tíma og nýjir andstæðingar í hverri umferð . Aron Sveinn Davíðsson í 9. bekk vann allar sínar skákir en keppnin var ansi jöfn og úrslit ekki ljós fyrr en eftir síðustu umferð . Við óskum Aroni til hamingju og þökkum keppendum öllum fyrir góða og drengilega keppni . Áskell Örn Kárason frá Skákfélagi Akureyrar fær bestu þakkir fyrir umsjón með framkvæmd . Þess má geta að Skákfélagið gaf sigurvegaranum eignarbikar . Myndir Opið hús í grunnskólum Akureyrar 2018 verður 22. og 23. febrúar , frá kl. 09:00 - 11:00 . Skólunum er skipt niður á þessa tvo daga eins og hér segir : Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 , kl. 09:00 - 11:00 Brekkuskóli , Glerárskóli , Lundarskóli og Naustaskóli Föstudaginn 23. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:00 Giljaskóli , Oddeyrarskóli og Síðuskóli Síðustu daga hafa nemendur í 8. bekk heimsótt og kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og starfa . Unnið var úr upplýsingum í skólanum . Allir hópar gerðu veggspjöld og útbjuggu bás og foreldrum og forráðamönnum var síðan boðið í heimsókn til að kíkja á afraksturinn og nemendum í 7. bekk og unglingadeild . Myndir Heilnótan er samkeppni í tónsmíðum fyrir 4. - 10. bekk í grunnskólum á Akureyri . Ungt fólk er hvatt til að senda inn tónsmíðar óháð stíl á rafrænu formi , nótnaskrift eða með hljóðritun . Lengd verks má vera 2 - 7 mínútur . Skilafrestur er 30. mars 2018 á netfangið tonlistarfelagakureyrar@gmail.com Dómnefnd verður skipuð fagfólki sem velur úr innsendum tónsmíðum . Þau verk sem verða valin verða flutt í byrjun maí af höfundi eða því tónlistarfólki sem höfundur velur í samstarfi við stjórn tónlistarfélagsins . Í gær var útvistardagur Síðuskóla . Þá fóru allir nemendur og starfsmenn í Hlíðarfjall og skemmtu sér vel . Sumir renndu sér á skíðum á meðan aðrir renndu sér á brettum , þotum , sleðum eða fengu sér göngutúr í góða veðrinu . Allir komu heim með bros á vör eftir góðan dag í fjallinu . Hér má sjá myndir frá útvistardeginum . Fimmtudaginn 1. febrúar er fyrirhugaður útivistardagur í Hlíðarfjalli . Þá fara allir nemendur skólans með rútu í Hliðarfjall að morgni og koma til baka kringum hádegi . Þeir sem eru í 6. bekk og eldri mega vera lengur með skriflegu leyfi foreldra . Spáð er köldu veðri þennan dag og afar mikilvægt að vera vel klæddur . Muna eftir góðu nesti sem auðvelt er að neyta utandyra . Skóladegi lýkur kl. 12:30 og nemendur sem skráðir eru í frístund fara þangað en aðrir fara heim . Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu . • Hjálmaskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar . Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu . Föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land . Víða er teflt s.s. í skólum , vinnustöðum , heitum pottum , kaffihúsum og dvalarheimilum svo dæmi séu nefnd . Í Síðuskóla fengum við félaga úr Skákfélagi Akureyrar í lið með okkur og buðum upp á skákfræðslu og tækifæri til tefla í 5. - 10. bekk . Fjölmargir nemendur þáðu boðið og á meðfylgjandi myndum má sjá ánægða og áhugasama nemendur við taflborðin . Hugmyndin er að bjóða upp á skólaskákmót í framhaldi af þessum viðburði en það verður dagsett og auglýst síðar . Skákdagurinn 2018 er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins . Friðrik verður 83 ára á Skákdaginn sjálfan . Myndir Laugardaginn 27. janúar 2018 kl 14 verða barnatónleikar í Hömrum í Hofi . Er þessi viðburður hluti af 75 ára afmælisviku Tónlistarfélags Akureyrar . Blásarakvintettinn NorðAustan 5 - 6 flytur hið sívinsæla tónlistarævintýri um Pétur og úlfinn eftir Prokofiev . Flytjendur eru Hildur Þórðardóttir flautuleikari , Gillian Haworth óbóleikari , Berglind Halldórsdóttir klarinettuleikari , Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari . Sögumaður er Ívar Helgason . Miðaverð er 2500 krónur , 20% afsláttur fyrir félagsmenn Tónlistarfélags Akureyrar , frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum . Hægt er að kaupa miða á mak.is og í miðasölu Hofs . Styrktaraðilar þessara tónleika eru Akureyrarstofa , Menningarfélag Akureyrar , Kea , Norðurorka og Rannís . Á föstudaginn sl. fögnuðum við þeim áfanga að hafa náð 20.000 hrósmiðum . Haldin er hátíð þegar þessum fjölda hrósmiða er náð þar sem allir nemendur taka þátt . Í ár dönsuðu allir Zumba í íþróttahúsinu undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur og Kolbrúnar Sveinsdóttur , sem jafnframt er starfsmaður skólans . Gaman var að sjá hvað allir skemmtu sér vel í dansinum eins og sést á myndunum sem fylgja fréttinni , en þær má sjá hér . Einnig má sjá skemmtileg myndbönd af hátíðinni hér .
Nemendum í 4. bekk var boðið í leikhús á sýninguna Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist með norðlenska leikhópnum Umskiptingum . Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild og tónlistin frá Vandræðaskáldunum . Nú er átakinu Göngum í skólann lokið og tóku 73 skólar þátt í því í ár . Mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf var unnið í grunnskólum landsins í tilefni af átakinu . Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð að Hraunsvatni . Farið var með rútum frá skólanum að Hálsi og þaðan var gengið upp að vatninu . Síðasta þriðjudag fengum við góða heimsókn en það var leikrit á vegum verkefnisins List fyrir alla . Á föstudaginn héldum við uppá 35 ára afmæli Síðuskóla með alls konar uppbroti á starfinu og í lok dags voru grillaðar pylsur og afmæliskaka á boðstólnum . Nánari upplýsingar er að finna fréttabréfi sem kemur í tölvupósti til foreldra í dag .
Í hádeginu verða grillaðar pylsur og boðið upp á afmælistertu sem foreldrafélagið gefur okkur í tilefni dagsins . Þennan dag leyfum við frjálst nesti í kaffitímanum . Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir í skólann þennan dag sem og aðra daga . Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá myndir frá útskriftardeginum . Nemendur úr Oddeyrarskóla , Naustaskóla , Giljaskóla , Síðuskóla og Glerárskóla öttu kappi og úr varð hin besta skemmtun . Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna tengil á myndir frá hátíðinni .
Þeir sem ekki fara í þá ferð fara í styttri náms - og kynnisferðir á Akureyri og nágrenni og sinna ýmsum störfum innan skólans . Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn . Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum , þ.e. nemendur og skólar / starfsfólk .
Valgreinar á unglingastigi byrja þó ekki fyrr en í vikunni 27. - 31. ágúst . Skólastjóri setur skólann en að því loknu fylgja nemendur sínum umsjónarkennurum í heimastofur . Nánar
Það er ótvírætt mikil gleði fólgin í því að eiga gæludýr og gæludýraeign hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu bæði barna og fullorðinna . Sýnt hefur verið fram á að blóðþrýstingur manna lækkar þegar þeir handfjatla gæludýr og að gæludýraeigendur eiga auðveldara með að jafna sig á andlegum áföllum í lífinu . Einnig er vitað að umgengni við gæludýr getur haft góð áhrif á hreyfigetu og andlega líðan fatlaðra og aldraðra . Hundaeigendur verða oft varir við að gæludýrið brýtur ísinn í samskiptum við fólk á förnum vegi og margir vilja stoppa til að klappa hundinum og spjalla við eigandann í leiðinni . Þó hentar gæludýraeign ekki öllum og mikilvægt er að velta því fyrir sér áður en gæludýr er fengið hversu mikil vinna og ábyrgð fylgir dýrinu . Hverskonar umgjörð / búr þarf dýrið ? Hversu lengi má búast við að dýrið lifi ? Hvernig er umönnun dýrsins háttað ? Hvað kostar að eiga dýrið ? Ekki gleyma að gera ráð fyrir dýralæknakostnaði . Þrátt fyrir að mörg dýr þurfi sjaldan eða aldrei að fara til dýralæknis er ekki gott að standa frammi fyrir því að þurfa að láta aflífa elskað gæludýr vegna þess að ekki er til peningur til að borga fyrir dýra meðhöndlun . Fyrir stærri dýr eins og hunda , ketti og hesta borgar sig að kaupa sjúkdóma - og slysatryggingu , en þá greiðir tryggingafélagið stærstan hluta kostnaðar við dýra meðhöndlun . Hafið í huga að tryggingin er einungis hugsuð til að bæta kostnað vegna sjúkdóms eða slyss , en ekki reglulegan kostnað eins og bólusetningar og tannhirðu . Hvað verður um dýrið þegar fjölskyldan fer í frí ? Ef ekki er hægt að koma dýrinu í pössun til vina eða vandamanna verður að senda það á gæludýrahótel , en sá möguleiki er sem betur fer í boði hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir öll dýr , stór og smá . Foreldrar sem vilja gefa barninu sínu gæludýr þurfa líka að hugsa um hvers vegna er verið að fá gæludýr á heimilið . Ætlum við að kenna barninu um ábyrgð ? Þá verða foreldrar að gera sér ljósa sína ábyrgð og taka við umönnun dýrsins ef áhugi barnsins dvínar . Aðeins þannig komum við í veg fyrir ónauðsynlega aflífun heilbrigðra dýra og sektarkennd sem getur þjáð barnið , þrátt fyrir að það hafi kannski alls ekki haft þroska til að standa undir ábyrgðinni til að byrja með . Það er ábyrgð foreldra að sjá til þess að gæludýr séu vel hirt og öllum þörfum þeirra sinnt , ásamt því að fara með dýrið til dýralæknis þegar þess þarf . Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp með dýrum eru hraustari en önnur , þeim hættir til dæmis síður til að fá ofnæmi og astma . Einnig eru þau betur í stakk búin til að takast á við andleg áföll , en ástæða þess er talin tvíþætt . Annars vegar hafa þau lært um líf og dauða þegar gæludýrin deyja og hins vegar hafa þau dýrið sem einskonar sálufélaga , dýrin hlusta á allt sem barnið segir , kjaftar ekki frá og dæmir ekki . Það er því ástæða til að hvetja alla sem geta og vilja að fá sér gæludýr , en ekki verður lögð nægilega mikil áhersla á að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir gæludýraeign .
Margir hafa áhuga á að taka hundinn með sér þegar farið er að heiman , hvort sem er í stuttar ferðir innanlands eða jafnvel þegar flytja skal til útlanda . Á Íslandi eru í gildi strangar reglur um sóttvarnir sem þýðir að allir hundar og kettir sem koma til landsins þurfa að vera í einangrun í 28 daga og undirgangast margskonar bólusetningar og sýnatökur áður en þau mega fara inn í landið . Þetta gerir að verkum að íslenskir gæludýraeigendur geta ekki auðveldlega tekið hundinn eða köttinn með sér í frí til útlanda en margir taka gæludýrið með þegar flutt er til útlanda í lengri eða skemmri tíma . Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er öryggi . Ekki bara öryggi gæludýrsins , heldur líka öryggi annarra sem eru að ferðast . Eitt sem fólk hugsar oft ekki um er að hafa hundinn vel merktann . Ef þú ert að fara í heimsókn á ókunnuga staði eða lendir í óhappi á leiðinni og hundurinn sleppur frá þér er ómetanlegt að hundurinn sé vel merktur . Hafðu einnig í huga að hundur sem er laus í bíl getur slasast alvarlega og / eða kastast út úr bílnum við slys og þarf því að nota öryggisbúnað alveg eins og hjá fólki . Stór hundur sem er laus afturí bíl og kastast fram í bílinn við slys getur líka valdið alvarlegum slysum á fólki í bílnum . Annað sem þarf að hafa í huga er líðan hundsins Ef hvolpurinn eða hundurinn er ekki vanur að ferðast í bíl þarf að venja hann við það . Í upphafi er gott að fara í nokkur skipti í bílinn og prófa öryggisbúnað án þess að setja bílinn í gang . Hafa með góðbita og gefa hundinum . Síðan er prófað að setja bílinn í gang og ef hundurinn sýnir engin merki um streitu er farið í stuttan bíltúr . Það er gott að hafa einhvern annan en bílstjórann til að gefa hundinum góðbita á meðan hann venst því að ferðast í bílnum . Sumir hundar fá ferðaveiki en gott ráð við henni er að láta hundinn ekki ferðast þegar hann er nýbúinn að borða og nota adaptil sprey í bílinn . Adaptil er lyktarhormón sem dregur úr streitu hjá hundum og virkar vel til að draga úr streitu og ferðaveiki . Það er notað þannig að efninu er úðað inn í búrið áður en hundurinn fer þar inn . Ef hundurinn er gjarn á að kasta upp eða slefa mikið í bílferðum er hægt að fá ógleðilyf hjá dýralækninum sem geta hjálpað . Margir velta fyrir sér hvort það sé ástæða til að gefa hundum róandi lyf fyrir bílferðir . Ég mæli með því að gefa ekki róandi lyf nema í algerum undantekningartilfellum , það er að segja ef fara þarf með bílveikan eða hræddan hund um langa leið í bíl . Til að fá róandi lyf þarf að tala við dýralækni tímanlega . Ferðast í bíl Hægt er að fá sérstök bílbelti fyrir hunda og einnig sérstakar festingar til að festa beisli hundsins við bílbeltið í bílnum . Öruggast er þó að hafa hundinn í búri þegar ferðast er í bíl . Hægt er að fá bæði plastbúr og málmbúr af ýmsum gerðum . Stærð búrsins þarf að vera þannig að hundurinn geti staðið inni í því , snúið sér við og legið þæginlega . Það er hægt að festa minni búr með sætisólum en fyrir stærri hunda er jafnvel hægt að fá sérútbúin búr í skottið á bílnum . Í lengri ferðum er nauðsynlegt að stoppa reglulega og leyfa hundinum að fara út úr bílnum og teygja úr sér og bjóða upp á vatn á leiðinni . Ef hundurinn er ekki ferðaveikur getur verið gott að hafa með smá mat eða góðbita og bjóða hundinum þegar stoppað er . Ferðast í flugvél innanlands eða til útlanda Þegar ferðast er með hunda eða ketti í flugvél er jafnan gerð krafa um að dýrið sé í þartilgerðu búri . Á Íslandi er ekki hægt að ferðast með hund inni í farþegarýminu og þeir eru hafðir í sérstöku hólfi í flugvélinni . Þar sem hundurinn er einangraður frá eiganda sínum og ekki vanur að ferðast á þennan hátt eru meiri líkur á að hann verði hræddur en í bílferð . Þrátt fyrir það mæli ég ekki með að notuð séu róandi lyf nema vitað sé að hundurinn sé hræddur við að ferðast eða hræddur að eðlisfari . Ef þú hefur fengið róandi lyf fyrir hundinn hjá dýralækni er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum um skammtastærð og lyfin eru vanalega gefin um hálftíma áður en lagt er af stað út á flugvöll þannig að þau hafi tækifæri til að byrja að virka áður en ferðastreitan byrjar . Á flugvellinum er hundurinn tékkaður inn sérstaklega en fer ekki á færibandið með töskunum , heldur er sóttur af starfsmanni og komið fyrir í rýminu þar sem hann verður á leiðinni . Ef þú ert að fara til útlanda er mikilvægt að vera með alla pappíra og gögn í lagi . Þessi gögn þarf að sýna í tollhliðinu þegar þú lendir og verða að uppfylla skilyrði viðkomandi lands . Þetta þýðir líka að ef þú þarft að millilenda í öðru landi en þangað sem förinni er heitið verða ferðagögn að uppfylla skilyrði í landinu sem millilent er í . Það er mikilvægt að vera búin að kynna sér vel hvaða reglur gilda í landinu sem farið er til en á heimasíðu Matvælastofnunar ( www.mast.is ) er hægt að finna upplýsingar um reglur í þeim löndum sem algengast er að íslendingar ferðist til . Það er mikilvægt að hafa samband við dýralækninn þinn í tæka tíð áður en farið er af stað , best er að gera það um tveimur mánuðum fyrir brottför til Evrópu og mun lengri tíma fyrir sum önnur lönd . Það er alltaf á ábyrgð eiganda að uppfylla skilyrði fyrir innflutningi þannig að best er að vera með allt á hreinu og taka enga sénsa . Eins og sjá má er að mörgu að huga en að sama skapi er yndislegt að geta tekið hundinn með þegar farið er í ferðalög , hvort sem þau eru lengri eða styttri .
Það er ótrúlega mikilvægt að þjálfa hundinn í að koma alltaf þegar kallað er á hann . Þetta er ein af grunnskipunum sem allir hundar þurfa að kunna en ótrúlega margir eiga í erfiðleikum með að þjálfa þannig að hægt sé að treysta því að hundurinn hlýði alltaf . Öruggt innkall gerir þér kleift að fá hundinn til þín við hvaða aðstæður sem er og kemur í veg fyrir streitu ykkar á milli , t.d. þegar þú þarft að komast til baka eftir hlaupatúr á opnu svæði og jafnvel komið í veg fyrir stórslys ef hundurinn rýkur frá þér . Hundur sem ekki kann að hlýða innkalli ætti í raun aldrei að vera laus , sérstaklega ekki innan um aðra hunda eða á opnum svæðum . Til að byrja með að er mikilvægt að reyna að setja sig í spor hundsins og skilja hvað það er sem drífur hann áfram og hefur áhrif á hans ákvarðanir . Fyrir hundinn eru samskipti við aðra hunda mjög mikilvæg og það mætti segja að þefskynið sé samfélagsmiðlar hundanna . Jafnvel þótt að enginn hundur sé sjáanlegur finnur hundurinn þinn allskonar lykt og getur útfrá henni fundið hvenær hundur var þar síðast , af hvaða kyni og svo framvegis . Ef þið eruð úti í náttúrunni getur hundurinn líka fundið lykt af öðrum dýrum , t.d. fuglum , músum og á sumum svæðum jafnvel kanínum , mink , ref og ef til vill húsdýrum . Í flestum tilvikum er löngunin til að þefa að þessu öllu saman sterkari en löngunin til að vera hjá húsbóndanum . Til að fá hvolpinn til að vilja koma til þín alltaf þegar þú kallar þarft þú þess vegna að bjóða upp á eitthvað sem er meira spennandi , sérstaklega í byrjun þegar hvolpurinn er enn að læra . Þessi grunnatriði eiga við um hvolpa á öllum aldri en gilda líka um fullorðna hunda . Ef fullorðni hundurinn þinn er ekki enn farinn að hlýða innkalli áreiðanlega er möguleiki að þú hafir einfaldlega ekki eytt nægilegum tíma í þessa þjálfun og þá er hjálplegt að taka frá tíma til að þjálfa þessa grunnskipun enn betur því það er aldrei of seint að kenna hundinum . Spáðu líka í því hvort að þú hafir óvart gert einhver mistök í þjálfuninni sem hægt er að leiðrétta til að ná fram betri árangri . Það er hægt að leiðrétta mistök , það þarf bara skilning , dálitla einbeitingu og að gefa sér tíma . Til að byrja með verður þú að velja orð sem hentar , ekki nota nafn hundsins sem neina skipun . Hundurinn lærir að þegar þú segir þetta orð er best að hætta öllu sem hann er að gera og koma til þín vegna þess að þú ert það mest spennandi sem til er og eftir á fær hann aftur að gera eitthvað skemmtilegt . Þú getur notað nafn hundsins til að ná athygli hans áður en þú segir skipunina nafnið er ekki það sem fær hann til að hugsa “ nú þarf ég að hlaupa til eigandans ” . Flestir velja einfaldlega orðið “ komdu ” . Fyrst til að byrja með þarf að æfa í umhverfi sem er án truflana , til dæmis í stofunni eða garðinum heima . Notaðu tækifærið þegar hvolpurinn er að horfa á þig og kallaðu mjög glaðlega “ komdu ” , það getur verið gott að baða út höndum eða dilla sér hér í byrjun til að hvolpurinn verði forvitinn og komi hlaupandi til að sjá hvað er að gerast . Þegar það gerist þá ert þú tilbúin / n með góðbita sem þú lætur detta á jörðina fyrir framan þig . Í byrjun getur verið gott að endurtaka orðið þegar hvolpurinn er á leiðinni til þín til að merkingin síist inn en það á síðan að vera nóg að segja orðið einu sinni til að fá hann til að koma . Notaðu mismunandi góðbita , sumir hvolpar eru meira en til í að vinna fyrir bitum af þurrfóðri en það er samt góð hugmynd að vera stundum með meira spennandi bita , til dæmis ost eða pylsubita því þá fer hvolpurinn að verða spenntur fyrir því að sjá hvaða verðlaun eru í boði fyrir að koma til þín þegar þú segir orðið “ komdu ” . Hafðu ekki áhyggjur , þegar það er búið að þjálfa innkallið þannig að hundurinn hlýði alltaf þarftu ekki lengur alltaf að gefa góðbita , stundum geta verðlaunin verið klapp og hrós eða leikur með leikfangi . En í byrjun skulum við nota mat því við skulum gera okkur grein fyrir því hver eru forgangsatriðin í lífi hvolps og nota okkur þau okkur til framdráttar . Það þýðir ekkert að vera í fýlu útaf því að þú sért ekki sjálfkrafa miðpunktur lífsins hjá hvolpinum og hann sé til í að gera hvað sem er bara til að vera hjá þér án þess að fá nein verðlaun . Við skulum líka muna að hundar tala ekki íslensku og fyrir hvolpinum er þetta orð bara hljóð sem þú gefur frá þér . Ef vel tekst til fáum við hvolpinn til að skilja að þetta hljóð þýðir að það borgi sig að koma strax til að fá æðisgengin verðlaun . Ef hundurinn þinn er “ óþekkur ” eða “ óhlýðinn ” þýðir það í flestum tilvikum einfaldlega að þér hefur ekki enn tekist að fá hundinn til að skilja hvað þetta hljóð þýðir . Þá er bara að halda áfram að þjálfa þar til það er komið alveg á hreint . Þetta þýðir líka að þú mátt aldrei ekki vera æðisleg / ur þegar hvolpurinn eða hundurinn kemur til þín . Ef þú ert stundum ekki með á nótunum , verðlaunar ekki eða ert hreinlega með skammir og leiðindi , þá mun reynast mjög erfitt að þjálfa innkallið . Það er á þína ábyrgð að setja þjálfunina upp þannig að árangur náist og engum öðrum að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis . Ekki sleppa hvolpi lausum á opnu svæði þegar þú þarft nauðsynlega að mæta í vinnuna eftir 20 mínútur og ert ekki búin / n að kenna áreiðanlegt innkall . Ekki sleppa hvolpi eða hundi lausum á opnu hundasvæði ef þú ert ekki búin / n að kenna áreiðanlegt innkall . Umfram allt , ekki skamma hvolpinn ef hann kemur loksins til þín eftir að hafa óhlýðnast . Ef hann kemur ekki þá er það af því að þú ert ekki búin / n að kenna honum nægilega vel og þegar hann kemur á endanum er það gott tækifæri til að fá hann til að skilja að þú sért æði og það borgi sig alltaf að koma til þín . Í byrjun þegar þú ert að æfa innkallið borgar sig ekki að láta hvolpinn hlaupa lausann heldur hafa langa , létta línu fasta við ólina eða beislið . Þetta er ekki venjulegi taumurinn sem þú notar til að fara í göngutúra , heldur mjórri og léttari taumur sem truflar ekki þótt hann hangi á eftir hundinum þegar hann labbar . Það er hægt að kaupa svona þjálfunartaum eða nota bara létt snæri . Hentug lengd er 3 - 6 metrar . Þessi taumur gerir það að verkum að hvolpurinn getur ekki hlaupið í burtu þegar þú kallar og ef hann hikar þá getur þú togað í tauminn til að fá hann til að koma í áttina til þín . Nokkur atriði til að hafa í huga við þjálfunina : Ef hvolpurinn kemur til þín án þess að það sé kallað á hann ( þetta gera oft ungir hvolpar ) þá skaltu hrósa honum og gefa góðbita . Ekki nota innkallið bara þegar leikurinn er að hætta og þið eruð að fara heim , þá vill hvolpurinn síður koma . Ekki kalla hvolpinn til þín til þess eins að troða honum svo beint inn í bíl eða í búrið sitt . Æfðu innkall stöðugt bæði inni og úti og leyfðu honum svo oftast að fara aftur að þefa og / eða leika . Æfðu innkall líka með því að hlaupa í áttina frá hvolpinum og kalla “ komdu ” . Láttu hann ná þér og kastaðu til hans góðbita og hlauptu svo aftur af stað í aðra átt og endurtaktu nokkrum sinnum . Þannig verður innkallsæfing að skemmtilegum leik og hvolpurinn lærir að það borgar sig að fylgjast með þér til að týnast ekki . Ef hvolpurinn er gjarn á að koma til þín en hlaupa svo strax í burtu þannig að þú getur ekki náð honum skaltu ekki gefa verðlaunin fyrr en þú hefur náð traustu taki á hálsólinni . Þannig lærir hvolpurinn að innkallið þýðir að koma alveg upp að þér , ekki bara nógu nálægt til að ná verðlaununum . Æfðu innkall þegar þú sérð að hvolpurinn er upptekinn við eitthvað skemmtilegt ( að þefa eða leika við annan hund ) og leyfðu honum svo að fara strax aftur að gera það sem hann var að gera . Þannig lærir hann að innkallið er ekki merki um að við séum að fara að hætta því sem er skemmtilegt , heldur ánægjuleg viðbót . Þegar hvolpurinn er farinn að koma til þín í hvert sinn sem þú kallar er best að breyta rútínunni með góðbitana þannig að hann fái stundum verðlaun og stundum ekki . Ekki hafa verðlaunin í annað hvert eða þriðja hvert sinn þannig að hann geti reiknað út hvenær er líklegt að verðlaun fáist , heldur hafa það tilviljanakennt . Þannig verður líka spennandi fyrir hvolpinn að sjá hvort núna fáist matarbiti eða ekki .
Margir eru í vandræðum með nýjan hvolp vegna þess að hann vill endalaust vera að flaðra upp um gesti , sérstaklega ef það er einhver sem hann þekkir . Þetta getur verið hvimleitt vandamál þar sem hvolpurinn getur skitið út og jafnvel rifið föt , velt börnum um koll og jafnvel fullorðnum ef um er að ræða mjög stóran hvolp . Hvers vegna flaðrar hvolpurinn upp ? Ástæðan fyrir því að hundurinn flaðrar upp er að hann er að reyna að heilsa . Hundar heilsa meðal annars með því að hnusa af andlitinu og hvolpar sleikja munnvikin á hinum hundinum til að gefa til kynna að þeir séu undirgefnir og vilji vel . Það sem þú vilt gera er að kenna hundinum að þegar hann heilsar fólki sé æskilegt að hann geri eitthvað annað en að flaðra upp um það . Það er mikilvægt að verðlauna ekki hundinn óvart fyrir flaður , til dæmis með því að tala við hann ( “ ekki flaðra svona elskan ” “ nei þetta má ekki ” eða eitthvað slíkt ) eða snerta hann ( t.d. að ýta honum niður er snerting sem hann getur tekið sem verðlaun ) . Þetta getur verið alveg sérstaklega erfitt þegar um er að ræða krúttlegan hvolp sem er svo ótrúlega glaður að sjá þig ! Það getur verið erfitt að fá hvolpinn til að skilja þetta en ennþá erfiðara að fá gesti til að vera með í þjálfuninni því það er mun erfiðara að þjálfa fólk en hunda . Hvernig fæ ég þá hvolpinn til að hætta þessu ? Þá snúum við okkur að þjálfuninni sjálfri . Ég mæli með því að nota ekki þvinganir eða ógnun við þessa þjálfun . Fólk er oft ekki sammála um hvað teljist ógnun en ég myndi segja að upprúllað dagblað sem er dúnkað á höfuðið er t.d. ógnun þótt því sé ekki beitt sem barefli þá virkar það samt með því að segja við hundinn “ hlýddu eða ég lem þig með þessu upprúllaða dagblaði ” . Það getur alveg virkað en er ekki góð leið til að ná jákvæðu og góðu sambandi við hundinn sinn . Mér var í gamla daga kennt að setja hnéð upp í bringuna á hundinum en það myndi ég aldrei gera í dag . Svo eru til allskonar aðferðir sem miða að því að gera flaður óþæginlegt til að láta hann hætta þessu , til dæmis að grípa í loppurnar og halda í þær þar til hvolpurinn fer niður og að setja hendina í trýnið á hvolpinum þegar hann hoppar upp . Ég myndi segja að þessar aðferðir geti mögulega valdið sumum hvolpum streitu og vanlíðan og myndi þess vegna ekki mæla með þeim , jafnvel þótt þær virki . Jákvæða aðferðin þess að þjálfa hundinn til að skilja að hann eigi ekki að flaðra er flaður hundsað ( krossleggja hendur og snúa sér undan þannig að hann fari niður ) og síðan verðlaunar þú hegðun sem þú vilt sjá , sem er fjórir fætur á gólfi . Það er mjög sniðugt að gera æfingar þar sem þú ert tilbúin / n með góðbita og bíður þar til framfæturnir fara niður á gólfið og verðlaunar það ( sniðugt að nota klikker í þetta fyrir þá sem nota svoleiðis en það er ekki nauðsynlegt ) . Það skiptir ekki máli þótt að hundurinn hafi verið að flaðra rétt á undan , því hann upplifir bara verðlaunin fyrir nákvæmlega þá hegðun sem á sér stað þegar góðbitinn kemur , þess vegna er mikilvægt að vera snöggur með bitann þegar fæturnir eru á gólfinu . Sumir hundar eru sáttir við að fá leikfang í munninn til að róa sig á meðan mesti æsingurinn gengur yfir . Það er líka mjög snjallt að þjálfa hundinn til að gera eitthvað sérstakt til að heilsa í staðin fyrir að flaðra , til dæmis að setjast og heilsa með loppunni eða að snerta hendi með trýninu . Eins og ég sagði er erfiðasta vandamálið oft að þjálfa fólk sem kemur í heimsókn til að vera ekki að klappa hundinum þegar hann flaðrar og verðlauna hann þannig fyrir þessa hegðun sem þú ert að reyna að koma í veg fyrir ! Þegar þú þjálfar hundinn á þennan hátt verður það ekki lengur neikvæð upplifun þar sem hundurinn hættir einhverri hegðun vegna slæmra afleiðinga , heldur upplifun sem er jákvæð bæði fyrir hundinn og eigandann og báðir upplifa að hafa náð árangri .
Margir eigendur tengja eyrnabólgu í hundum við sjúkdóm með sama nafni sem er algengur í börnum . Þetta eru þó ólíkir sjúkdómar og í þessarri grein verður leitast við að skýra hvað felst í eyrnabólgu hjá hundum , hvað getur orsakað hana og hvernig hún er meðhöndluð . Hvað er eyrnabólga í hundum ? Hjá börnum stafar eyrnabólga af sýkingu í miðeyra og ef hún er talin stafa af bakteríum eru gefin sýklalyf til inntöku , en veirusýkingar er ekki hægt að meðhöndla með sýklalyfjum . Hjá hundum er þessu öðruvísi farið þar sem eyrnabólga í hundum stafar af húðsýkingu í ytra eyra . Þessar sýkingar eru oftast af völdum baktería eða sveppa og stundum er um blöndu af þessum sýkingum að ræða . Einnig eru til sníkjudýr sem lifa í eyrum , svokallaðir eyrnamaurar sem valda eyrnasýkingum . Þessarri spurningu er ekki auðsvarað , enda eru orsakir fyrir húðsýkingum margar . Talið er að erfðir hafi eitthvað að segja , enda virðist eyrnabólga mun algengari í hundum með síð , lafandi eyru en í hundum með upprétt eyru . Skýringin liggur líklega í því að í lafandi eyrum er hlustin umvafin og verður umhverfið þess vegna rakara , en í raka þrífast bakteríur og sveppir best . Einnig eru auknar líkur á eyrnabólgu hjá hundum sem eru með hárvöxt í hlustinni , en ástæðan er líklega sú sama og hjá þeim með lafandi eyru , þ.e. aukinn raki . Þetta sést helst hjá hundategundum sem eru með feld sem vex í sífellu , en fara ekki úr hárum . Áður fyrr var til siðs að slíta hárin innan úr eyrunum hjá þessum hundum um leið og feldurinn var snyrtur , en það er ekki lengur mælt með þessarri aðferð , þar sem það eykur líkur á eyrnabólgu fremur en hitt . Ástæðan er að þegar hárin eru slitin úr hársekkjunum kemur vessi úr þeim , sem liggur svo í hlustinni og virkar eins og æti fyrir bakteríur og sveppi . Þar sem eyrnabólga er húðsjúkdómur kemur ekki á óvart að hundar sem eru með ofnæmi eru í aukinni hættu á að fá eyrnabólgur , enda er húðin á þeim viðkvæm fyrir . Stundum eru þrálátar eyrnabólgur einu einkenni ofnæmis , en oftast eru ofnæmissjúklingar einnig með útbrot á öðrum stöðum á líkamanum . Vegna þess að sýkingin er í ytra eyranu er hún oftast meðhöndluð með eyrnadropum sem bornir eru í eyrað , en ekki með sýklalyfjum til inntöku nema í alvarlegum tilfellum . Þar sem sumir eyrnadropar geta skaðað miðeyrað ef gat er á hljóðhimunni er reynt að ganga úr skugga um að hljóðhimnan sé heil áður en droparnir eru settir í eyrað . Stundum reynist þetta erfitt verk vegna bólgu í hlustargöngum og mikillar útferðar . Getur þá verið gott að deyfa hundinn og smúla eyrun með vatni til að hreinsa út drulluna , áður en eyrnadropar eru settir í eyrun , enda hefur lyfið litla möguleika til að virka ef það kemst ekki að húðinni sjálfri . Einnig er mikilvægt að taka sýni og athuga hvaða bakteríur eru til staðar og næmi þeirra fyrir sýklalyfjum . Einnig er athugað hvort um sveppasýkingu eða eyrnamaurasýkingu er að ræða . Eftir að hundur hefur einu sinni fengið eyrnabólgu er mikilvægt að eigandi fylgist vel með ástandi eyrnanna , skoði þau að minnsta kosti einu sinni í viku . Oft kemur sérstök lykt af eyrnasýkingu sem eigendur læra að þekkja til að bregðast fljótt við þegar eyrnabólga er í uppsiglingu . Oft er hægt að bægja frá eyrnabólgu með því að halda eyrunum hreinum og þurrum og fást til þess sérstakir vökvar , eyrnahreinsar . Sumir hundar eru svo ólánsamir að þjást af þrálátri eyrnabólgu , sem kemur upp endurtekið , þrátt fyrir meðhöndlanir . Í slíkum tilvikum þarf að ráðfæra sig við dýralækni varðandi langtímameðhöndlun og greiningu . Í langflestum þrálátum tilfellum er líklegt að sýkingin stafi í raun af undirliggjandi vandamáli í húðinni , til dæmis ofnæmi , skjaldkirtilssvandamál eða öðrum húðsjúkdómum . Þessi vandamál þarf að greina og meðhöndla sérstaklega ef árangur á að nást í meðhöndluninni . Það getur til dæmis flækt greiningu og meðhöndlun ef hljóðhimna hefur rofnað á einhverju stigi og sýking komist í miðeyra . Stundum þarf að meðhöndla í lengri tíma með sýkla - og / eða sveppalyfjum . Ef ekkert gengur og eyrnagöng eru orðin mjög þröng vegna langvarandi sjúkdóms getur verið hjálplegt að framkvæma skurðaðgerð á eyranu , þar sem eyrnagöngin eru opnuð til að það lofti betur um þau . Að lokum Mikilvægt er að halda eyrum hundsins hreinum og þurrum , en of mikil erting í formi ofnotkunar á eyrnahreinsum og eyrnapinnum getur líka valdið eyrnabólgu . Ekki nota eyrnapinna nema hafa fengið leiðbeiningar frá dýralækni fyrst . Best er að skoða eyrun vikulega og hreinsa þau ef þörf er á . Þerra löng og lafandi eyru eftir bað og sundferðir . Aðra meðhöndlun ætti ekki að hefja , nema í samráði við dýralækni og eftir skoðun á hljóðhimnum . Hrein eyru með fíngerðu hári sem er gott að klippa stutt eins og hægt er .
Núna nýlega var ég í viðtali við mbl.is um ferðalagið í húsbílnum og hvernig það tengist mínímalískum lífstíl . Ég er búin að búa í litla húsbílnum í 6 mánuði á þessu ári og það hefur verið alveg yndislegt . Bíllinn er um 13 fermetrar en inniheldur allt sem þarf fyrir 1 - 2 manneskjur og jafnvel pláss fyrir gæludýrið líka . Það hefur farið mjög vel um okkur Sunnu í bílnum . Núna yfir háveturinn ( nóv-jan ) búum við Sunna þó í alvöru húsi á norður-Ítalíu og hjálpum húsráðanda að hugsa um stóran hóp af köttum sem hún hefur bjargað héðan og þaðan . Það hefur líka verið viðburðaríkt að vera hér en í janúar á næsta ári er ferðinni heitið til Rómar þar sem við ætlum að koma okkur fyrir í nokkra mánuði á meðan ég næ betri tökum á ítölskunni . Eftir það er framtíðin alveg óráðin en það verða örugglega ný ævintýri á nýju ári . Ég vinn í því að halda áfram að skrifa ferðasöguna en þangað til geta áhugasamir kíkt á viðtalið við mbl .
Þegar hér er komið sögu vorum við Sunna loksins lentar á flugvellinum í Kaupmannahöfn . Sunna var fegin að komast út úr búrinu og við sluppum án vandræða í gegnum tollafgreiðsluna á vellinum . Vinkona mín sótti okkur á flugvöllinn og við fórum heim til fjölskyldunnar sem myndi passa Sunnu næstu þrjár vikur þar til hún losnaði úr heimasóttkví . Ég þurfti að læra á bílinn , hvernig væri að keyra hann og hvernig allt virkar en pabbi er alvanur húsbílum og gat kennt mér allt það helsta . Á móti myndi ég hjálpa honum í söluferð í Noregi , við myndum skiptast á að keyra um alla mjóu firðina þar og heimsækja bæði viðskiptavini og aðra vini . Þegar við vorum búin að þræða alla suðurströnd Noregs og komin upp til Ålesund skildu leiðir og pabbi fór í flug heim til Íslands en ég fór ein á bílnum til baka til Kaupmannahafnar . Við Trollveggen í Noregi Það var sérstök tilfinning og mikil tilhlökkun að hefja loksins ferðalagið ein í húsbílnum . Ég keyrði frá Ålesund til Oslóar og var svo heppin að hitta akkúrat á þjóðhátíðardag norðmanna , 17. mai . Við nutum þess að eyða tíma með vinum okkar og loksins þegar einangrunartíminn notuðum við tækifærið til að skoða okkur um í Kaupmannahöfn . Það var aldeilis gaman fyrir þau að sjá í eigin persónu litla ferðalanginn . Við heimsóttum kollega sem eiga kisu sem vanalega samþykkir enga ferfætta gesti en hún var nokkuð róleg og þær áttu vinaleg samskipti , öllum að óvörum . Það kom þó svipur á kisu þegar Sunna gerði sér lítið fyrir og mátaði rúmið hennar ! Sunna mátar rúmið hennar Snus Samkvæmt ábendingum frá þessu góða fólki fórum við næst og skoðuðum Egeskov kastala á Fjóni . Frá Fjóni lá leiðin svo til Jótlands . Skagen var næst á dagskrá og það er ógleymanlegur staður . Það er engu líkt að standa á ystu nöf skagen og horfa á öldur Atlantshafsins og Eystrasaltsins brjótast saman úr sitthvorri áttinni . Birtan þarna er stórkostleg og það undrar mig ekki að listamenn hafi í gegnum tíðina safnast þarna saman til að mála meistaraverk og njóta samvista . Ég mæli með heimsókn til Skagen fyrir þá sem hafa áhuga á listum , útivist og náttúrufegurð . Á Skagen eru líka fín tjaldstæði sem eru í göngufæri frá bænum og okkar stæði bauð upp á ókeypis hundanammi og kúkapoka fyrir ferfætta gesti og eigendur þeirra . Næst var ferðinni heitið til Berlínar en meira um það í næsta pistli .
Núna í janúar hefst nýtt fjarnámskeið sem ég hef verið með í smíðum lengi . Um er að ræða mikið efni sem ég hef safnað saman í gegnum tíðina og fjallar um allt frá heilsufari til uppeldis og þjálfunar . Námskeiðið hentar öllum sem eru að ala upp hvolp og er algerlega á netinu þannig að nemendur geta nálgast efnið hvenær sem þeim hentar . Ég ætla að bjóða þeim sem kaupa námskeiðið í desember upp á afslátt og sérstaka bónusa sem falla niður um áramótin .
Ég lagði af stað frá Íslandi 6. mai 2015 án þess að hafa nákvæma ferðaáætlun , það eina sem ég vissi var að ég vissi að ég myndi ferðast um Evrópu næstu mánuði með litlu havanese tíkinni minni , Sunnu . 44 Þessi hugmynd hafði verið að gerjast með mér í nokkur ár en það var ekki fyrr en núna sem ég hafði möguleika , að mér fannst , til að láta það verða að veruleika . Fyrir tveimur árum lenti ég í bílslysi þar sem ég hélt í nokkur augnablik að þetta yrði mitt síðasta . Engu að síður var það stórt skref að ákveða að taka frí frá vinnu og eyða stórum fjárhæðum í þetta ferðalag í stað þess að geyma peningana til ellinnar eins og skynsamlegra hefði kannski verið . Þar sem ég ákvað að vera í burtu frá Íslandi í að minnsta kosti 7 mánuði gat ég ekki hugsað mér að skilja litla félagann minn eftir allan þennan tíma . Fyrst færi ég um miðjan apríl til Bandaríkjanna og Kanada í tvær vikur til að fara á ráðstefnu og heimsækja vini . Á meðan yrði Sunna í pössun hjá vinafólki . Síðan kæmi ég til Íslands í nokkra daga til að sækja Sunnu og við myndum fljúga út til Kaupmannahafnar þann 6. mai og hefja ferðalagið sem myndi standa fram að áramótum . Vegna rangra upplýsinga frá bankanum mínum áttaði ég mig ekki á þessu fyrr en um mánuði áður en ég lagði af stað en hjólin snúast hægt í seðlabankanum og það mátti varla tæpara standa , umsóknin var náðarsamlega afgreidd daginn áður en ég fór úr landi og tókst því naumlega að borga bílinn í tæka tíð . Það var ekki mikið mál að útbúa vottorðin en stimpilinn góða gat ég ekki fengið þar sem opinberir dýralæknar voru allir í verkfalli . Pósturinn minn var áframsendur á réttan aðila hjá dönsku matvælastofnuninni og þá kom í ljós að til var undanþága frá þessarri reglu sem beita mætti í neyðartilvikum . Það væri hægt að flytja inn dýr án gildra innflutningspappíra ef hægt væri að koma því fyrir á dönsku heimili í heimasóttkví , bólusetja upp á nýtt við hundaæði og bíða svo í þrjár vikur þar til aflétta mætti sóttkvínni . Strax eftir tvo daga voru komin nokkur tilboð um pössun frá íslenskum fjölskyldum í Danmörku sem buðust til að passa Sunnu . Á endanum var það íslensk / dönsk fjölskylda og vinafólk mitt sem reyndist hafa réttu aðstöðuna og buðust til að hafa hana hjá sér . Þetta reyndist fullkomið og við gátum á sama tíma rifjað upp gömul kynni . Í næsta pistli verður fjallað um Danmerkurævintýrið .
Mikið hefur verið rætt og skrifað um fæðuofnæmi hjá hundum , en undirrituð hefur orðið vör við að misskilnings gætir oft varðandi þetta efni og mun ég í þessarri grein reyna að varpa nokkru ljósi á þetta efni . Fæðuofnæmi getur tekið á sig ýmsar myndir , en helstu birtingarmyndir þess eru húðvandamál , meltingarvandamál og í sjaldgæfari tilfellum einkenni frá öndunarvegi og / eða taugakerfi . Það getur hins vegar reynst erfitt að greina í sundur orsakir fyrir þess konar vandamálum , þar sem ekki er um greinileg einkenni að ræða og þau geta komið fram á mismunandi hátt hjá einstaklingum með sama sjúkdóminn . Þess vegna ættir þú alltaf að hafa samráð við dýralækni þegar einhver af þessum einkennum eru til staðar hjá hundinum þínum . Oft dettur eigendum ekki í hug að um fæðuofnæmi geti verið að ræða vegna þess að einkennin geta tekið nokkurn tíma að koma fram og tengjast því ekki endilega matmálstímum . Að auki getur hundur þróað með sér ofnæmi fyrir fóðri sem hann hefur áður étið án vandkvæða , jafnvel árum saman . Oft stafar ofnæmið af próteini , en hundar geta líka verið með ofnæmi fyrir hveiti eða hinum ýmsu bætiefnum í fóðrinu . Húðvandamál vegna ofnæmis Húðvandamál vegna fæðuofnæmis eða óþols greina sig ekki í útliti frá öðrum húðvandamálum og er því ekki hægt að greina þau bara með því að horfa á hundinn , þó geta dýralæknar oft haft hugmyndir um ástæðu húðsjúkdómsins eftir að hafa fengið nákvæma sjúkdómslýsingu og skoðað sjúklinginn . Það sem helst greinir ofnæmissjúkdóma frá öðrum húðsjúkdómum , sem til dæmis geta stafað af vandamálum í innkirtlastarfsemi , er kláði . Hundar eru venjulega ekki feimnir við að klóra sér og gera það oft í návist eiganda ( ólíkt köttum , sem ekki vilja láta aðra sjá sig við svo óvirðulegar athafnir ) . Kláðinn getur lýst sér með því að hundurinn sleikir vandamálasvæðið eða klórar sér með afturlöppunum . Stundum vilja þeir nudda sér upp við húsgögn eða gólfteppi , einkum ef kláðinn er á höfði eða baki . Erlendis er talið að fæðuofnæmi sé einungis lítill hluti ofnæmistilfella , en í flestum löndum er mun algengara að um ofnæmi fyrir munnvatni flóa eða annarra útvortis snýkjudýra sé að ræða . Hingað til höfum við hér á Íslandi ekki haft margar tegundir af útvortis snýkjudýrum og hafa ekki greinst hér eiginlegar hunda - eða kattaflær ( í upphafi árs 2016 greindi Matvælastofnun frá því að kattaflær hefðu greinst á nokkrum heimilum en ekki er vitað enn hvort takist hafi að uppræta hana ) . Hundar geta líka verið með frjókornaofnæmi og ofnæmi fyrir ýmsum efnum í umhverfinu , svo sem teppum , nikkel , plasti og fleiru . Mynd 1 . Bráðaofnæmi kemur fram strax eftir inntöku á ofnæmisvaldi . Heimild : Reedy , Lloyd M. & William H. Miller , Jr. 1989 . Allergic Skin Diseases of Dogs and Cats . W.B. Saunders Company , Philadelphia . Mynd 2 - 3 , bls. 30 . Þegar grunur leikur á um fæðuofnæmi er best að greina það með útilokunaraðferð . Það er gert með því að fóðra hundinn með svokölluðu “ hypoallergenic ” fóðri í nokkrar vikur . Þetta er hægt að gera með heimatilbúnu fóðri eða tilbúnu sjúkrafóðri frá viðurkenndum framleiðanda . Grunnhugmyndin með þessu fóðri er að fjarlægja alla hugsanlega ofnæmisvalda úr fóðrinu í einhvern tíma , eða þar til einkenni eru horfin . Það er ekkert fóður sem slíkt sem er algjörlega ofnæmisfrítt en til eru tvær tegundir af ofnæmisfóðri . Fyrri gerðin inniheldur prótein sem ekki er líklegt að hundurinn hafi fengið áður ( og er því ekki líklegur til að hafa ofnæmi fyrir því ) , svo sem andakjöt , egg eða lax . Kolvetnisgjafinn er oftast hrísgrjón þar sem þau valda sjaldan ofnæmi . Önnur gerð er fóður þar sem próteinið hefur verið meðhöndlað með sérstakri aðferð sem kölluð er hydrolisering . Þá eru próteinagnir brotnar niður í minni einingar sem valda síður ofnæmi . Það getur tekið nokkurn tíma , að jafnaði ekki skemri en 4 - 8 vikur , fyrir húðvandamálin að hverfa . Eftir það er hægt að prófa sig áfram með að fóðra hundinn á hreinu próteini eða öðrum efnum sem talið er mögulegt að hundurinn sé með ofnæmi fyrir , en þá er hugmyndin að maður geti fundið það sem hundurinn hefur ofnæmi fyrir og forðast að fóðra með því í framtíðinni . Ef sjúklingurinn hefur slæm einkenni eru oft notuð lyf fyrstu dagana eða vikurnar , til að lina þjáningar og fjarlægja bólgur og sýkingar . Aðrar aðferðir til að greina ofnæmi eru húðsýni ( þar sem fjarlægður er húðflipi af sjúklingnum og sendur til sérfræðings til greiningar ) , blóðprufur sem mæla ofnæmisprótein í blóði og svokallað “ stungupróf ” þar sem prófað er að sprauta nokkrum ofnæmisvöldum í litlu magni undir húðina og sjá hvort viðbrögð koma fram á staðnum þar sem sprautað var . Þessar aðferðir eru því miður takmarkaðar en húðsýni sýna einungis að um ofnæmi sé að ræða , en ekki fyrir hverju . Stunguprófið prófar einungis fyrir nokkrum ákveðnum ofnæmisvöldum , en það gefur jákvæða svörun í um helmingi tilfella . Vandamálið er að í þeim tilfellum sem neikvætt svar fæst getur sjúklingurinn samt verið með ofnæmi fyrir einhverju sem ekki var prófað fyrir og í þeim tilfellum sem eru jákvæð er hugsanlegt að sjúklingurinn hafi ofnæmi fyrir fleiri hlutum sem ekki var prófað fyrir . Blóðprufur sem prófa fyrir ákveðnum ofnæmisvöldum eru eru mikið notuð í dag . Þau gefa ágæta vísbendingu um fyrir hverju hundurinn er með ofnæmi en eru ekki 100% nákvæm og geta gefið fölsk jákvæð svör ( jákvætt svar við einhverju sem hundurinn er síðan ekki með ofnæmi fyrir ) . Húðvandamál getur verið erfitt að greina og þarfnast oft mikillar vinnu og þolinmæði , bæði að hálfu eigandans og dýralæknisins . Einnig getur þetta ferli verið nokkuð dýrt , einkum ef taka þarf mörg sýni til að fastleggja greiningu . Oftast er hægt að finna viðunandi lausn á vandanum ef vandað er til verka við greiningu . Í sjaldgæfum tilfellum finnst ofnæmisvaldurinn ekki , eða erfitt reynist að forðast hann . Í þeim tilfellum finnast engin önnur ráð en að meðhöndla sjúklinginn með lyfjum til langframa . Ef þú hefur áhuga á að fá reglulega sent fréttabréf með allskyns upplýsingum og góðum ráðum um uppeldi , þjálfun og heilsufar hunda getur þú smellt hér til að skrá þig .
Þegar hvolpar eru á aldrinum 6 - 12 vikna eru þeir frá náttúrunnar hendi forvitnari og opnari fyrir nýjungum en á öðrum aldri . Þetta aldursskeið er kallað félagsskeiðið og er mjög mikilvægt í uppeldi hvolpsins . Á þessum aldri væri villihvolpur að hætta sér útur greninu og kynnast umhverfinu með aðstoð móður sinnar og gotsystkina . Þessi hegðun er því hvolpinum eðlislæg en þegar hann eldist minnkar nýjungagirnin og hvolpurinn verður tregari til að kynnast nýjum hlutum . Í uppeldi á hvolpi er því ótrúlega mikilvægt að kynna hann fyrir allskonar þáttum í umhverfinu til að venja hann við og minnka líkur á hræðslu við umhverfisþætti í framtíðinni , þetta köllum við umhverfisþjálfun . Umhverfisþjálfun verður erfiðari eftir því sem hvolpurinn eldist og þess vegna er svo mikilvægt að byrja á henni snemma . Skortur á umhverfisþjálfun er algengasta ástæðan fyrir kvíða og ótta hjá hundum gagnvart ókunnugum hundum , fólki , börnum og hlutum . Kvíði og ótti eru algengasta ástæða þess að hundar urra , glefsa og bíta en þetta eru stærstu ástæður þess að hundar eru aflífaðir vegna hegðunarvandamála . Umhverfisþjálfun er því eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið sem nýr hvolpaeigandi stendur frammi fyrir . En umhverfisþjálfun er bæði gagnleg og skemmtileg þegar henni er sinnt vel . Umhverfisþjálfun byrjar í raun strax hjá ræktanda / eiganda móður þegar hvolparnir eru orðnir nógu stórir og byrjaðir að hlaupa um . Samviskusamir ræktendur gæta að því að byrja strax að venja hvolpana við venjulega hluti og hljóð á heimilum , til dæmis þvottavélar , ryksugur og önnur heimilistæki en einnig allskonar fólk og börn á öllum aldri . Fyrsta umhverfisþjálfun hjá nýjum eiganda felst í því að venja hvolpinn við nýja heimilið sitt þegar hann kemur á heimilið , oftast í kringum um 8 vikna aldurinn . Fyrstu dagana verður að taka því rólega og leyfa hvolpinum að venjast heimilisfólkinu og nýja umhverfinu . Margir hafa áhyggjur af smithættu og sjúkdómum á þessum aldri þegar hvolpurinn er ekki búinn að fá allar grunnbólusetningar . Það er sjálfsagt að gera varúðarráðstafanir vegna þessa en umhverfisþjálfunin er svo mikilvæg að henni má ekki fresta framyfir félagsskeiðið . Passið að hvolpurinn sé bólusettur á réttum tíma ( 8 , 12 og 16 vikna ) og reynið að forðast að fara með ungan hvolp á staði þar sem er mikið um ókunnuga hunda . Það er alveg óhætt að heimsækja eldri hunda sem vitað er að séu bólusettir en umgengni við aðra hunda er hvolpinum einmitt mikilvæg til að hann læri góða líkamstjáningu og að virða mörk í leik . Það er sniðugt að vera með lista uppivið um hluti sem við viljum venja hvolpinn á . Það er áminning til allra á heimilinu um að umhverfisþjálfun sé í gangi og sömuleiðis um hvað við þurfum að muna að kynna hvolpinn fyrir . Það sem mikilvægt er að kynna hvolpinn fyrir er meðal annars : börn á öllum aldri , aldraðir , fólk með staf / göngugrind / hjólastól , fólk með hatt og mismunandi klæðna , fólk af ýmsum gerðum , heimilistæki , flugeldar ( nota upptökur af flugeldahljóðum ) , bílar , strætó , reiðhjól , fólk á hjólaskautum og brettum , vatn ( sjór , lækur ) , skógur , biðstofa dýralæknisins og allt sem ykkur dettur í hug . Oft kemur bakslag í kringum kynþroskaaldurinn þegar hvolpurinn verður aðeins óöruggari vegna allra hormónabreytinganna sem eru í gangi . Það gengur vanalega yfir á nokkrum vikum en mikilvægt er að eigandinn sé rólegur og sýni hvolpinum skilning og gott fordæmi . Hvetja hvolpinn áfram og verðlauna þegar hann yfirstígur hræðsluna . Munum að öll þessi þjálfun á að vera skemmtileg fyrir bæði eiganda og hvolp en ekki þvingun . Hafið góðbita með ykkur hvert sem þið farið með hvolpinn og gefið honum reglulega og sérstaklega ef hann sýnir einkenni um væga hræðslu við eitthvað nýtt , verið þá uppörvandi og hvetjið hann áfram . Hvolpurinn nýtur þess að sjá umheiminn og kynnast bæði fólki og dýrum . Eigandinn nýtur þess að sýna nýja hvolpinn sinn og sjá hann eiga góð samskipti við fólk og dýr , auk þess sem hann nýtur þess þegar fram líða stundir að eiga hund sem er óhræddur og afslappaður innan um fólk og dýr .
Eitt af því sem er mikilvægt að skilja þegar við viljum þjálfa hundinn okkar er hvernig hundar læra og hvernig þeir hugsa . Hundar tala augljóslega ekki mannamál og skilja ekki orðin sem við notum . Fyrir þeim eru orð bara hljóð en þeir hafa mjög góða heyrn og geta lært að tengja saman ákveðin hljóð við umhverfið og þannig lært að skilja að þessi tilteknu hljóð hafi einhverja merkingu . Hundar sem búa á heimilum læra þannig töluvert af orðum án þess að þeim séu kennd þau sérstaklega . Til dæmis eru margir hundar á Íslandi sem skilja orðin “ nammi ” , “ út að labba ” , “ fara í bílinn ” og svo framvegis þótt eigandinn hafi ekki lagt sig sérstaklega fram um að kenna þau , hundurinn hefur einfaldlega lært að þessi hljóð tengjast einhverju sem gerist í umhverfinu . En það tekur langan tíma fyrir hund að læra á þennan hátt og þess vegna höfum við þjálfun sem miðar að því að hraða því ferli að hundurinn tengi saman hljóð eða bendingar og til hvers er ætlast af honum . Hundar tjá sig á annan hátt en fólk , þeir nota hljóð ekki mjög mikið en þeim mun meira af líkamlegri tjáningu , merkjamáli og lykt . Þess vegna eru hundar oft fljótari að læra merki sem gefin eru með höndum eða líkamstjáningu frekar en hljóðum . Sem þjálfarar erum við líka sjálf oft ekki meðvituð um þau merki sem við gefum ósjálfrátt með líkamstjáningu vegna þess að við erum svo vön því að tjá okkur með hljóðum . Það er mjög gagnlegt að kynna sér betur merkjamál hunda og læra meira um líkamstjáningu þeirra til þess að geta betur skilið hvað hundurinn gæti verið að hugsa og hvernig honum líður . Merkjamál hunda kemur hins vegar að takmörkuðu gagni sem tjáningarmáti fyrir fólk þar sem hundar eru ekki vitlausir og þeir gera skýran greinarmun á fólki og hundum . Meðal annars þess vegna þýðir ekki fyrir eiganda að reyna að nota urr eða aðra hundahegðun til að tjá sig við hundinn nema að mjög takmörkuðu leyti . En hvernig eigum við þá að gera okkur skiljanleg við hundinn ? Fyrst er ágætt að gera sér grein fyrir hvernig dýr tileinka sér þekkingu almennt . Það eru nokkrar reglur sem gilda almennt um það hvernig dýr læra og þetta hefur verið rannsakað mjög lengi af sálfræðingum og atferlisfræðingum . Nútíma þjálfunaraðferðir eru byggðar á rannsóknum á því hvernig dýr læra og hvernig er best að kenna þeim . Öll dýr læra með því að prófa sig áfram , það er þau prófa einhverja hegðun , ef hún gefur árangur ( verðlaun ) er sú hegðun líklegri til að verða endurtekin . Ef hegðunin gefur engan árangur ( engin verðlaun , refsing ) er hún líkleg til að hverfa . Þegar við erum að þjálfa hundinn þá reynum við að setja aðstæður upp þannig að æskileg hegðun er líkleg og við verðlaunum æskilega hegðun til þess að hundurinn sé líklegri til að endurtaka hana aftur . Þetta hljómar ótrúlega einfalt en það er margt sem þarf að hafa í huga . Til dæmis þá er skilgreining okkar á árangri ekki endilega sú sama og skilgreining hundsins . Til dæmis er það merki um árangur í huga hvolps sem ekki hefur lært að vera húshreinn að kúka á gólfið án þess að vera skammaður . Það er merki um árangur í huga hundsins að komast í gómsætt bein í ruslafötunni . Það er merki um árangur í huga hunds sem þráir athygli frá eiganda að flaðra upp um hann og eigandinn talar við hundinn ( þótt það séu evt . skammir ) og snertir hundinn ( ýtir honum niður ) . Á meðan hundurinn lærir ekki að slík hegðun sé óæskileg eða hvað hann á að gera í staðin til að ná meiri árangri ( kúka úti í garði og fá hrós og verðlaun t.d. ) þá mun hegðunin halda áfram . Eins er algengt að fólk skilji ekki hvernig refsingar virka og tilhneingingin hjá fólki er að ofnota refsingar eða beita þeim vitlaust þannig að hundurinn skilur ekkert fyrir hvað er verið að refsa . Í flestum tilvikum eru refsingar óþarfar og gera minna gagn í þjálfun en fólk heldur . Dæmi er þegar hvolpur sem ekki er búinn að læra rétta hegðun kúkar á gólfið og fær skammir . Eigandinn er hróðugur og heldur að nú sé búið að kenna hvolpinum að það megi ekki kúka á gólfið . En hvað lærði hvolpurinn ? Mögulega lærði hann að eigandinn getur verið ógnvekjandi og óútreiknanlegur . Mögulega heldur hann að eigandinn sé viðkvæmur fyrir því að kúkað sé fyrir framan hann og ákveður því að það sé betra að kúka inni í næsta herbergi eða bakvið sófann þannig að eigandinn sjái ekki til . Þannig er hvolpurinn ekki búinn að læra það sem eigandinn heldur og refsingin hefur ekki skilað sér . Vandamálið við refsingar er að þær þurfa að vera mjög nákvæmar til að skila sér í skilningi hjá hundinum , auk þess sem þær geta gert meira tjón en gagn ef hundurinn verður hræddur eða skilur ekki hvað er verið að refsa fyrir . Refsingar eru því ekki gott tæki til þjálfunar og best að sleppa þeim . En hvernig náum við þá að kenna hundinum ? Best er að halda sig við jákvæða styrkingu í þjálfun þar sem hún hefur sýnt sig að gefa hraðastan árangur og er auðvelt að nota fyrir alla . Hvað er jákvæð styrking ? Jákvæð styrking byggist á sálfræðilegu fyrirbæri sem er kallað skilyrðing ( conditioning á ensku ) . Það eru til tvær tegundir skilyrðingar , klassísk skilyrðing ( classical conditioning ) og virk skilyrðing ( operant conditioning ) . Klassísk skilyrðing er þegar dýr tengja saman einfalda atburði í umhverfinu og einhverskonar viðbrögð , frægt dæmi er tilraun rússneska vísindamannsins Pavlovs þar sem hundar á rannsóknarstofu voru alltaf fóðraðir á sama tíma dags þegar bjöllu var hringt á rannsóknarstofunni . Fljótlega komust starfsmenn rannsóknarstofunnar að því að hundarnir byrjuðu alltaf að slefa þegar þeir heyrðu í bjöllunni því þeir höfðu lært að tengja saman hljóðið í bjöllunni við matmálstíma . Virk skilyrðing snýst um að hegðun mótast af viðbrögðum í umhverfinu og eykst eða minnkar vegna afleiðinganna sem hegðunin hefur . Jákvæð styrking felst í því að fá hundinn til að gera það sem við viljum með því að verðlauna æskilega hegðun og jákvæð styrking er öflugasta leiðin til þess að auka tiltekna hegðun . Tökum sem dæmi aftur hvolpinn sem var ekki búinn að læra að gera stykkin sín úti . Það er búið að reyna skammir en þær urðu bara til þess að hvolpurinn fór að kúka í næsta herbergi . Ef við erum útsjónarsöm og förum með hvolpinn út í garð þegar hann þarf að kúka og verðlauna svo með miklum tilþrifum þegar hvolpurinn kúkar . Eftir örfá skipti áttar hvolpurinn sig á því að það borgar sig að kúka úti og fá verðlaun en missir áhugann á því að kúka inni þar sem engin verðlaun eru í boði . Sú hegðun að kúka inni hverfur því og sú hegðun sem er verðlaunuð eykst . Það sama gildir um hvaðeina sem við viljum kenna hundinum . Ef við lendum í vandræðum þurfum við að velta því fyrir okkur hvort hundurinn hafi virkilega lært það sem við vildum kenna og hvort við séum að verðlauna nógu nákvæmlega þá hegðun sem við viljum sjá og hvort við séum að hundsa þá hegðun sem við viljum ekki sjá . Dæmi sem ég sé oft er varðandi orkumikla hunda sem fá mikla neikvæða athygli út á æsing og læti . Oft er það þannig að þegar við hugsum til baka þá hefur hundurinn ekki verið verðlaunaður fyrir rólega hegðun ( liggur loksins eða situr rólegur einhversstaðar ) en fær mikla athygli fyrir óæskilegu hegðunina , flaður , gelt og læti . Þessi grein er bara kynning á efninu en þegar við skiljum hvernig hundurinn lærir þá verður auðveldara að kenna honum . Ef þú hefur áhuga á að lesa meira um þjálfun eru nokkrar greinar sem þú gætir haft áhuga á :
Í þessarri grein ætla ég að fara yfir einföld ráð til að kenna hundinum þínum að virða mörk og líta til þín til að fá fyrirmæli um hvað má og hvað má ekki . Það er mikilvægt fyrir okkur sem eigendur að bjóða hundinum upp á afþreyingu en það er líka mikilvægt fyrir hundinn að skilja að það er eigandinn sem útvegar öll lífsins gæði , fóðrið birtist ekki bara fyrir töfra í dallinum , leikföng þarf að kaupa og við þurfum að hafa fyrir því að fara út með hundinn . Ég kalla þessar æfingar stundum “ maður gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn ” en það er tilvísun í bíómyndina Sódóma Reykjavík . Allir sem hafa séð myndina vita hvað þetta þýðir en fyrir þá sem ekki hafa séð myndina þá þýðir þetta að við ætlum að kenna hundinum að vinna fyrir því sem hann fær frá þér . Ein ástæða fyrir því að hundurinn gerir allskonar hluti sem okkur líkar ekki , t.d. Að ryðja okkur um koll þegar við opnum útidyrnar , flaðra upp um börn og hrifsa til sín það sem þeim er rétt er að hundinum hefur ekki verið kennt að virða mörk og bíða eftir fyrirmælum eiganda áður en hann gerir það sem hann vill . Hundar eru vinnudýr og þeir hafa ánægju af því að hafa eitthvað fyrir stafni . Þegar það er ekkert að gera leiðist þeim og það getur líka valdið allskonar hegðun sem við erum ekki ánægð með , eins og að naga húsgögnin og róta í ruslinu . Þessar æfingar miða að því að kenna hundinum sjálfsstjórn og að líta til eigandans eftir fyrirmælum . Það eina sem hundurinn þarf að kunna áður en við hefjum þjálfunina er að setjast þegar við gefum merki um það . Ef það er ekki alveg öruggt að hundurinn hlýði þessu strax þá æfum við nokkrum sinnum á dag þar til það er alveg á hreinu hvað það þýðir . Ekki bara heima hjá okkur , heldur allsstaðar . Í grunninn virkar þetta þannig að hundurinn þarf að setjast niður og bíða kyrr áður en hann fær nokkuð sem hann vill . Það á við um mat , leikföng , að fara út í göngutúr og svo framvegis . Nokkrar æfingar til að byrja með : Læra merkið “ láttu kjurrt ” . Láttu hundinn sitja , stattu fyrir framan hann og settu góðbita á gólfið hinum megin við þig þannig að þú sért á milli bitans og hundsins . Notaðu orðið sem þú hefur valið og láttu hundinn sitja kjurran í nokkrar sekúndur þar til þú gefur lausnarorð , gott er að nota “ gjörðu svo vel ” . Prófaðu að láta hundinn bíða lengur og gera æfinguna á fleiri stöðum , líka að vera ekki alltaf sjálf / ur fyrir bitanum , heldur prófa að vera fyrir aftan hundinn , prófa að láta hundinn leita að bitanum o.s.fr . Þetta er ekki bara skemmtilegur leikur , heldur líka æfing þar sem hundurinn lærir að þú stjórnar aðgangi að góðbitum . Gamla góða reglan um að láta hundinn sitja kjurran á meðan þú setur matinn niður og ekki byrja að borða fyrr en þú gefur merki er enn í fullu gildi . Láttu hundinn setjast og vera kjurr á meðan þú setur á hann beisli eða taum til að fara út . Ekki láta hann komast upp með að hoppa og skoppa þannig að þú ert í vandræðum með að setja tauminn á . Ekki skammast eða nöldra , bara bíða róleg / ur og endurtaka skipunina “ sestu ” þar til hundurinn situr kjurr . Ekki gera æfinguna ef þú ert að flýta þér , heldur taktu þér góðan tíma í að æfa þetta og ekki fara út fyrr en hundurinn situr kyrr . Sama gildir um að taka tauma , ólar og beisli af þegar heim er komið úr göngutúrnum . Ef hundurinn er vanur að troðast út um dyrnar og ryðja þér um koll er gott að gera þessa æfingu líka þegar þú opnar dyrnar , láta hundinn sitja rólegan og ekki opna nema hann sitji kyrr . Það skiptir í raun ekki máli hvort hundurinn fer út um dyrnar á undan þér eða á eftir , aðal málið er að hann ryðji þér ekki um koll eða togi þig út . Ekki hafa leikföng hundsins liggjandi útum allt hús þar sem hann getur náð í þau hvenær sem honum dettur í hug . Sama regla gildir hér og með krakka , hann fær leið á því sem er alltaf í boði . Hafðu leikföngin í körfu eða kassa og úthlutaðu til hundsins þegar hann vantar eitthvað að naga eða leika sér með og láttu hann setjast fyrst . Ef þú ferðast með hundinn í sæti eða skotti á bíl láttu hann þá sitja rólegan og bíða þegar þú opnar bíldyrnar og bíða eftir lausnarorðinu . Láttu hundinn setjast til að fá klapp og athygli frá þér . Þetta er oft erfiðasta æfingin , ekki fyrir hundinn , heldur fyrir eigandann . Við erum oft svo ómeðvituð um hvernig við gefum hundinum okkar athygli og gerum margt ósjálfrátt án þess að hugsa . Það er góð æfing að vera meira meðvitaður um hvernig við umgöngumst hundinn og hvaða líkamstjáningu við notum til samskipta . En sú einfalda leið að láta hundinn vinna fyrir öllu sem hann vill gerir þig að mjög mikilvægri persónu í lífi hundsins og hann mun bera meiri virðingu fyrir þér án þess að þú þurfir á neinn hátt að þvinga hann eða sýna yfirgangssemi í samskiptum . Njótum samskiptanna með gagnkvæmri virðingu .
Nú eru jólin gengin í garð en það er ýmislegt sem ber að varast um jólin á þeim heimilum þar sem einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir eru ferfættir og loðnir . Það er oft mikið að gera á neyðarvakt dýralækna um jólin vegna slysa og veikinda . Slysin geta alltaf gerst en margt er hægt að fyrirbyggja með því að vera meðvituð um hætturnar . Hér er listi yfir nokkra hluti sem gæludýraeigendur ættu að hafa í huga yfir hátíðarnar til að minnka líkur á því að þurfa að nota þjónustu dýralækna á þessum tíma . Ef hundur innbyrðir eitthvað sem getur verið eitrað er mikilvægt að ráðfæra sig við dýralækni á neyðarvakt . Margir vilja gefa gæludýrinu sérstaka jólamáltíð og það er alveg í góðu lagi fyrir flest dýr að bregða útaf vananum og gefa eitthvað sérstakt í matinn um hátíðarnar . Passið samt að halda magninu í hófi og hafið í huga að sumt sem við borðum á jólunum er alls ekki heppilegt sem matur fyrir dýrin . Það eru ófá gæludýr sem þjást af magakveisu um hátíðarnar vegna ofáts á matarafgöngum af jólamatnum okkar . Mikið reyktur og saltaður matur , eins og hangikjöt og hamborgarhryggur , er ekki hollur fyrir gæludýrin okkar . Passið upp á að gengið sé tryggilega frá öllum afgöngum og rusli til að forvitnir ferfætlingar geti ekki farið sér að voða . Soðin bein geta flísast þegar þau eru brudd og valdið sárum í meltingarvegi og stærri bein geta setið föst . Um jólin er vinsælt að maula allskonar góðgæti en margt af því þola gæludýrin alls ekki að borða . Sérstaklega er vert að nefna súkkulaði og rúsínur en hvoru tveggja er mjög eitrað fyrir hunda . Varðandi súkkulaðið er það helst efnið theobromin í kakói sem veldur eitrun hjá hundum . Dökkt súkkulaði inniheldur mest magn af kakói og er því hættulegast en allt súkkulaði getur verið eitrað ef það er innbyrt í nægu magni . Rúsínur eru líka eitraðar fyrir hunda og dökkar súkkulaðirúsínur eru því stórhættulegar fyrir hundana . Passið alltaf að geyma súkkulaði þar sem hundar ná ekki til . 3 . Áfengi Hundar þola áfengi mun verr en fólk og eru þar að auki eru bæði vínber og bjórhafrar eitruð fyrir hunda . Þeir sem neyta áfengis þurfa þess vegna að passa upp á að hundar komist ekki yfir áfenga drykki um hátíðarnar . Jólaskrautið er fallegt en sumt af því er ekki við hæfi gæludýra . Passið sérstaklega upp á að jólatréð sé utan seilingar fyrir forvitna ferfætlinga og íhugið hvort skrautið getur verið varasamt . Til dæmis jólakúlur eða annað skraut úr gleri sem getur brotnað . Eitt annað sem margir vita ekki af þá er saltleir mjög eitraður fyrir hunda . Hann getur verið freistandi vegna lyktarinnar af deigi en ofneysla á salti getur verið mjög hættuleg . Pakkabönd geta verið spennandi leikföng en þau geta verið mjög hættuleg ef hundur eða köttur gleypir þau . Það getur verið erfitt að finna langa og mjóa aðskotahluti í þörmum en helstu einkenni þess að eitthvað sitji þar fast eru uppköst , lystarleysi og slappleiki . 6 . Eitraðar plöntur Sumar heimilisplöntur eru eitraðar fyrir dýrin en jólastjarna og kristsþirnir sem eru oft á borðum um jólin eru þó ekki mjög eitraðar og valda vanalega bara vægum eitrunareinkennum með ertingu í slímhúð . 7 . Jólatréð Fersk jólatré ilma vel og eru vinsæl . Það getur verið skaðlegt fyrir hundinn að naga greinarnar á jólatrénu , trjásafinn er ertandi fyrir slímhúðina og ef hundurinn gleypir nálarnar geta þær bæði sært meltingarveginn og jafnvel valdið stíflu ef þær eru innbyrtar í miklu magni . Lifandi ljós eru falleg og jólaleg . Þau eru líka spennandi fyrir marga ferfætlinga , sérstaklega hvolpa og kettlinga . Ófá trýni hafa verið sviðin eftir að hafa komið of nálægt kertaloganum . Pössum líka upp á að ekki sé hætta á að heimilisdýrið velti kertaskreytingum um koll . Mínar bestu óskir um örugg og gleðileg jól hjá ykkur öllum !
Hvolpar hafa gaman að því að leika sér með leikföng en það er alveg óþarfi að ganga berserksgang í gæludýraversluninni og kaupa öll leikföng sem til eru eða að kaupa öll dýrustu leikföngin . Það er heldur ekki sama hvernig leikið er við hvolpinn því leikir eru mikilvægt tól til að fá útrás og til að kenna hvolpinum sjálfsstjórn . Gott er að byrja með bolta , tuskudýr og nagdót . Passið að boltar og nagdót séu það stór að hvolpurinn geti alls ekki gleypt þau . Tennisboltar eru ekki góð leikföng fyrir hvolpa sem vilja naga boltann . Yfirborðið á tennisboltum er mjög hrjúft og með tímanum sest sandur í það og virkar eins og sandpappír á tennurnar . Þegar hvolpurinn stækkar og fær fullorðinstennur er hætta á því að glerungurinn eyðist og þær slípist niður en dýratannlæknar sjá oft mjög illa farnar tennur eftir tennisbolta . Eins er hætta á því að tennisboltar sem eru holir að innan rifni og festist utan um tungu hundsins . Sama gildir um að leika með steina , það verður að stoppa strax því það fer mjög illa með tennurnar , auk þess sem það er hætta á að hvolpurinn gleypi steinninn og hann festist í þörmum . Tuskudýr er hægt að fá í leikfangaverslunum en gamlir bangsar frá börnum eru líka í lagi . Það er hægt að fá ódýra bangsa í Góða Hirðinum til dæmis sem eru góð leikföng fyrir hunda eftir eina umferð í þvottavélinni . Hér gildir það sama og með börn , passið að það séu ekki plaststykki á bangsanum ( augu eða trýni ) sem hægt er að naga af og gleypa . Hvolpurinn hefur gaman að því að fá útrás fyrir rándýrseðlið með því að elta bangsann , hrista , stökkva á hann og rífa hann í sig . Hafðu ekki áhyggjur af því að svona hegðun geri hvolpinn árásarhneigðan , allir hvolpar og hundar þurfa að fá útrás fyrir sitt eðlislæga atferli . Það er líka hægt að nota pappakassa í þessum tilgangi . Nagdót getur verið af ýmsu tagi . Það er hægt að fá sérstök nagbein eða leðurbein í gæludýraverslunum en ég ráðlegg fólki að kanna hvaðan þessi bein koma og kaupa ekki eitthvað sem er innflutt frá Kína eða öðrum löndum þar sem reglur um notkun á eiturefnum eru ekki þær sömu og á vesturlöndum . Eins geta þurrkuð svínseyru og rófur verið varasöm vegna hættu á salmonellu . Það eru nokkur dæmi um að slíkar vörur hafi verið innkallaðar vegna smits . Hrá stórgripabein eru góð nagbein bæði fyrir hvolpa og fullorðna hunda . Passið að kaupa nógu stórt bein til að hvolpurinn geti alls ekki gleypt það og gefið það hrátt þar sem eldun gerir hundinum auðveldara fyrir að bíta af stykki sem hann getur gleypt . Það er líka hægt að fá sérstök leikföng sem gerð eru úr mjög sterku gúmmíi og hægt er að fylla með einhverju sem hvolpurinn hefur áhuga á og heldur honum uppteknum í einhvern tíma . Það er hægt að nota blautfóður eða blöndu af þurrfóðri og blautfóðri eða jafnvel hnetusmjör ( ath alls ekki nota hnetusmjör með sætuefnum ) til að fylla svoleiðis leikföng . Fyllt leikföng er líka hægt að búa til heima úr litlum umbúðum , t.d. tómum smjördollum eða klósettpappírsrúllum sem eru fylltar og límt fyrir opin . Ekki hafa leikföngin liggjandi um allt gólf eins og hráviði því það er eins og hjá börnum ávísun á að hvolpurinn fái leið á þeim . Betra er að hafa þau í leikfangakassa og afhenda hvolpinum þegar hann þarf eitthvað til að leika með . Látið hvolpinn gera eitthvað til að fá leikfangið , til dæmis að setjast eða eitthvað annað sem hann kann . Það kennir hvolpinum sjálfstjórn og að eigandinn stjórnar því hvenær er leikið og hvenær leikurinn hættir , auk þess sem eigandinn stjórnar úthlutun verðmæta á heimilinu . Þegar verið er að leika við hvolpinn þarf að hafa í huga að hann er að læra að þekkja sín mörk og þess vegna getur verið gott að forðast hasarleiki þar sem hvolpurinn er til dæmis að togast á við eigandann og æsist mjög mikið upp . Betra er að nota leiki sem tæki til kennslu , til dæmis að kasta bolta og láta hvolpinn sækja og setjast til að fá verðlaun . Einnig er hægt að fá sérstök leikföng sem örva hugsun og hafa ofan af fyrir hvolpinum , einskonar þroskaleikföng fyrir hunda . Það eru til dæmis þrautir þar sem góðbitar eru faldir í hólfum og hundurinn þarf að finna út úr því hvernig hann nær bitunum út . Leikir eru mjög mikilvægir fyrir hvolpa og góð afþreying fyrir bæði hvolp og eiganda . Góða skemmtun !
Það er spennandi fyrir fjölskylduna að fá nýjan hvolp en það vill oft gleymast að það er ekki endilega jafn spennandi fyrir þau dýr sem eru fyrir á heimilinu . Það er ekki hægt að tryggja það að eldri hundinum líki vel við nýja hvolpinn alveg frá upphafi en það er hægt að gera ýmiskonar ráðstafanir til að auka líkurnar á að samskiptin gangi greiðlega fyrir sig . Hundar eru almennt félagslynd dýr en þeir eru samt hver með sinn persónuleika og eins og hjá okkur mannfólkinu þá líkar þeim ekki við alla sem þeir hitta . Þegar nýr hvolpur kemur á heimilið skynjar hundurinn sem fyrir er þetta litla dýr sem ákveðna innrás á sitt yfirráðasvæði og sína fjölskyldu . Hundar hafa sitt eigið tungumál og það er mikilvægt fyrir okkur hundaeigendur að reyna að skilja merkjamál þeirra til að geta betur áttað okkur á því hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og til að gera samskipti okkar við hunda árangursríkari . Flest samskipti hunda ganga út á að draga úr líkum á árekstri og þeir hafa mikinn “ orðaforða ” af lempandi merkjum , eða merkjum sem þeir gefa öðrum hundum til að gefa til kynna að þeir vilji vera vinir . Fyrstu dagana og vikurnar getur eldri hundurinn sýnt hvolpinum merki um óánægju með því að urra og glefsa ( sýna tennur en ekki bíta ) í áttina að hvolpinum . Hundar skynja vel aldur annarra hunda og þeir vita að hvolpur er hvolpur . Fullorðnir hundar hafa gjarnan meiri þolinmæði gagnvart hegðun hvolpa og eftir fyrsta áfallið við innrásina á heimilið ( tekur oft um 3 - 5 vikur ) sýna þeir jafnvel of mikla þolinmæði og leyfa hvolpinum að komast upp með ýmislegt sem við viljum ekki að hvolpurinn geri við aðra hunda , eins og til dæmis að glefsa í eyrun , rífa í feldinn og hoppa á eldri hundinn . Hvolpurinn er enn að læra umgengnisreglur og árangursrík samskipti við aðra hunda og þarf á því að halda að honum séu lagðar reglur í samskiptum . Þegar hvolpurinn var að leika sér við gotsystkyn var eina reglan að það væri bannað að meiða hina ( þeir væla ef leikurinn gengur of langt ) en samskipti fullorðinna hunda eru mun flóknari og þeir hafa allskonar reglur um hvað má og hvað má ekki í umgengni við hvorn annan . Þegar eldri hundurinn urrar í áttina að hvolpinum er hann að kenna honum að virða mörk , ekki stela leikföngum , ekki stela mat , ekki hoppa á hausnum á mér , ekki rífa í eyrun á mér og svo framvegis . Til að ná hámarksárangri við kynningu og sambúð hvolps og eldri hunds eru gott að hafa eftirfarandi í huga . Ekki láta hvolpinn og hundinn vera eina saman fyrstu vikurnar . Það þarf að fylgjast með þeim eins og ef um hund og barn væri að ræða . Ef þú sérð að hvolpurinn gengur of nærri eldri hundinum þarftu að stoppa hegðunina með því að beina athygli hans annað eða jafnvel fjarlægja hann í bili . Þannig finnur hvolpurinn að það má ekki gera hvað sem er og eldri hundurinn finnur að þú hefur stjórn á aðstæðum og hann er öruggur . Aðskilnaður Notaðu leikgrindur , barnahlið og jafnvel búr til að aðskilja hvolpinn frá fullorðna hundinum ef leikurinn verður of ærslafullur og eldri hundurinn þarf hvíld . Það getur verið gott ráð að ef þú sérð að eldri hundurinn er orðinn þreyttur og pirraður að hann fái að vera útaf fyrir sig og fá eitthvað að naga , til dæmis fyllt leikfang ( Kong er upplagt í þetta og t.d. hægt að frysta blautmat inni í því ) , nagbein eða hrátt bein . Ef eldri hundurinn er vanur búri getur verið að hann leiti í það til að fá frið frá hvolpinum . Stundum getur líka verið gott að taka hvolpinn til hliðar og setja í leikgrind eða bakvið barnahlið , sérstaklega ef hann er búinn að vera lengi að leika sér og þarf hvíld . Hvolpar hafa mikla svefnþörf og eins og með börnin þarf fullorðna fólkið stundum að hafa vit fyrir þeim og stoppa leikinn fyrir hvíldartíma . Refsingar og verðlaun Ég mæli með því að nota aldrei skammir í svona tilvikum þar sem þær vekja upp neikvæðar tilfinningar hjá bæði hvolpinum og eldri hundinum og hjálpar ekki til að þeir verði vinir . Notaðu frekar verðlaun , bæði fyrir hvolpinn og eldri hundinn þegar þú sérð að samskiptin eru góð . Ef hvolpurinn nálgast eldri hundinn rólega og sá eldri urrar ekki , verðlaunaðu það . Láttu þá setjast niður báða og verðlaunaðu þá fyrir það og svo framvegis . Ef þú finnur að þú hefur mikla tilhneigingu til að skamma annaðhvort hvolpinn eða eldri hundinn þá er þörf á að nota meira hvolpagrindur , hlið og búr til að aðskilja þá þar til samskiptin batna . Það er vanalega engin hætta á því að eldri hundur bíti hvolp , nema í þeim tilvikum þar sem eldri hundurinn hefur sögu um árásarhneigð gagnvart öðrum hundum og hefur bitið áður . Einnig ef þú sérð að hvolpurinn vælir undan eldri hundinum og sá eldri hættir ekki eða bakkar þegar það gerist . Ef þú ert í þeim sporum mæli ég með að aðskilja þá strax og reyna aftur síðar . Fá jafnvel í kjölfarið einkaviðtali við góðan hundaþjálfara ef vandamálið lagast ekki . Góð sambúð Eftir nokkrar vikur muntu taka eftir því að samskiptin batna til muna og það er afar sjaldgæft að ekki takist að venja hunda saman . Kannski verða þeir ekki bestu vinir en geta að minnsta kosti búið saman í sátt og samlyndi .
Sigga sér sjálf um sínar bókanir . Hafa má samband í síma 897 1290 , með skilaboðum í gegnum Facebook eða senda tölvupóst . Sæl / Sæll , er fúkalyktin farinn úr þessu yndislega húsi ? Góða kvöldið , nú styttist í ballið okkar í Austurbæ , farðu inn á Stjórnarsíðuna á facebook og vertu með í leiknum okkar , gætir unnið miða á ballið , Egils appelsín og gjafasett frá L'oreal . Ef þu ert heppinn ert þu að fara að koma á ball ársins . ... See MoreSee Less Hann Steinar vinur minn er að vinna að geggjaðri tónlist og er að safna fyrir henni á Karolina fund , þetta er einn flottasti og tala nú ekki um sætasti saxafónleikari landsins . Til að hann geti klárað verkefnið vantar smá stuðning , þu getur stutt hann inn á linknum hér fyrir neðan . - ... Á dagskrá í Hofi 6. október eru meðal annars lögin : Heyr mína bæn , Barn , Ég er komin heim , Dagný , Kveiktu ljós , Bjartar vonir , Fjórir kátir þrestir ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu . Á dagskrá verða meðal annars : Eitt lag enn , Við eigum samleið , Ég lifi í voninni , Láttu þér líða vel , Ég gefst ekki upp , Utan úr geimnum , Hamingjumyndir , Þessi augu , Til í allt , Sumarlag , Þegar sólin skín , Nei eða já , Allt í einu , Allt eða ekkert , Ekki segja aldrei , Stór orð , og Ein . Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju .
Sigga sér sjálf um sínar bókanir . Ef þu ert heppinn ert þu að fara að koma á ball ársins . ... See MoreSee Less Hann Steinar vinur minn er að vinna að geggjaðri tónlist og er að safna fyrir henni á Karolina fund , þetta er einn flottasti og tala nú ekki um sætasti saxafónleikari landsins . Til að hann geti klárað verkefnið vantar smá stuðning , þu getur stutt hann inn á linknum hér fyrir neðan . - ... See MoreSee Less GÓÐA KVÖLDIÐ !!!!! - Stjórnin lýkur spilamennsku á þessu ári með klikkuðu áramótaballi laugardaginn 28. desember , ballið verður í Austurbæ og sérstakur gestur Stjórnarinnar verður enginn annar en Hr. Hnetusmjör ....... þetta verður seint toppað ! - ... Á dagskrá í Hofi 6. október eru meðal annars lögin : Heyr mína bæn , Barn , Ég er komin heim , Dagný , Kveiktu ljós , Bjartar vonir , Fjórir kátir þrestir ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu . Á dagskrá verða meðal annars : Eitt lag enn , Við eigum samleið , Ég lifi í voninni , Láttu þér líða vel , Ég gefst ekki upp , Utan úr geimnum , Hamingjumyndir , Þessi augu , Til í allt , Sumarlag , Þegar sólin skín , Nei eða já , Allt í einu , Allt eða ekkert , Ekki segja aldrei , Stór orð , og Ein . Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju .