text
stringlengths
0
993k
Selfoss Karfa fékk heldur betur í skóinn í nótt . Það mun hafa verið Askasleikir , með viðkomu á skrifstofum Sveitarfélagsins Árborgar og hjá Hammer Basketball , sem laumaði „ skotvél “ inn um bréfalúguna á Gjánni , íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi . Skotvélin mun koma sér vel fyrir leikmenn félagsins , unga sem aldna , sem og nemendur í körfuboltaakademíunni . Félagið færir Askasleiki , sveitarfélaginu og Hammer Basketball innilegar þakkir fyrir rausnarskapinn . „ Dr. Dish Rebel “ byssan mun nýtast vel sem hjálpartæki fyrir þjálfara og leikmenn að bæta skottækni og þróa sig áfram .
Terrance Motley í viðtali ( english below ) Terrance kom á Selfoss frá Bandaríkjunum og spilaði fyrir FSu í 1. deild karla keppnistímabilið 2016 - 2017 . Hann hefur síðan leikið í sterkum efstu deildum í Mexíkó , Argentínu , Síle og NBA-deildinni . Hann er nú kominn aftur til Íslands og spilar með Þór Akureyri í Dominoes deildinni . 1 . Hvernig var heildarupplifun þín af Selfossi ? Heildarupplifun mín af Selfossi var mjög góð . Ég var hjá flottu félagi sem sá til þess að ég hafði allt sem ég þurfti á að halda , með frábærum liðsfélögum sem gerðu það að verkum að mér fannst ég vera „ hluti af fjölskyldunni “ . Ég var með framúrskarandi þjálfara sem trúði á mig og leyfði mér að spila minn bolta en vildi ekki festa mig á „ póstinn “ vegna hæðarminnar . Á Íslandi , Selfossi , fékk ég í fyrsta skipti borgað fyrir að spila körfubolta , þar hófst atvinnumannsferillinn erlendis , og ég hef ekkert annað en gott að segja um félagið og hvernig það hjálpaði mér að bæta mig sem einstakling innan sem utan vallar . 2 . Hvernig þróaði prógrammið þig sem leikmann innan vallar sem utan ? Félagið hjálpaði mér að þróa leik minn með því að veita mér mikið frelsi innan vallar í stað þess að festa mig í afmörkuðu hlutverki . Innan þess kerfis sem var sett upp hafði ég möguleika á að koma með gagnrýni / ábendingar um hvað mér fannst henta betur . Einnig voru mér skapaðar góðar aðstæður til að æfa meira og vinna í veikleikum mínum . Eloy þjálfari var með morgunæfingar til þess að fínstilla boltameðferð , skottækni , vítaskot , eða hvað annað sem ég þurfti að bæta mig í . 3 . Hvernig hjálpaði þetta þér að byrja ferilinn þinn utan háskólans ? Þetta gagnaðist mér vel , því ég fékk ekki mörg tækifæri fyrst eftir háskóla , fór þá beint í NBA G-league til OKC Blue . Ég var mjög þakklátur fyrir það , þar voru frábærar æfingar , næringaráætlun og líkamsþálfun . En ég fékk aldrei tækifæri þar til þess að sýna hæfileika mína á stóra sviðinu , ég var óöruggur með sjálfan mig , og þó ég hafi á margan hátt grætt mikið á stökkinu við að fara úr háskólaboltanum yfir í OKC Blue , þá skilaði það sér takmarkað fyrir mig sem leikmann : ef enginn annar vissi hvað ég gat á vellinum , hvaða gagn var þá að því ? Svo þegar ég fékk tækifærið til þess að spila með Selfossi þá greip ég það fegins hendi og ég mun alltaf vera þakklátur félaginu fyrir að trúa á mig og gefa mér það tækifæri . 4 . Myndir þú mæla með þessu prógrammi og afhverju ? Ég myndi mæla með því vegna þess að það er fjölskyldumiðað og körfuboltinn er að stækka sífellt meira með hverjum deginum og þeir leggja inn mikilvægi þess að leggja hart að sér , sem er lykilatriði , því þó hæfileikar séu góðir er takmarkað gagn að þeim án þess að leggja hart að sér með vinnusemi . Selfoss er hentugur staður fyrir þann sem vill geta komið sér af stað og fá ferilinn til að byrja að blómstra . 5 . Verandi reyndur í körfubolta á mismunandi stigum , í mismunandi löndum , hvaða ráð getur þú gefið næstu kynslóð sem er að koma í gegnum akademíuna okkar ? Ég myndi segja þeim að einbeita sér ekki að neinu nema sinni eigin tímalínu . Með því á ég við að einblína ekki á það þó einhver annar fái meira borgað , eða spili í betri deild eða í betra liði . Það er alltaf best að einbeita sér að sínum eigin aðstæðum , finna fegurðina í þeim og nota hana til þess að hvetja sig áfram . Ekki velta þér upp úr því hvers vegna einhver annar fær eitthvað , sem þú ert ekki búinn að fá enn . Viðkomandi gæti hafa gengið í gegnum erfiða tíma í lífinu sem þér var hlíft við , hafa yfirstigið þá og verið verðlaunaður fyrir þrautseigjuna með því að vinna persónulega sigra . Þitt tækifæri gæti verið handan við hornið , ef þú bara einbeitir þér að því að halda áfram öllum stundum , sama hverjar aðstæðurnar eru í lífinu . 6 . Hvað tókstu með þér úr prógramminu okkar yfir í næsta lið sem þú lékst með ? Það sem ég tók með mér frá Selfossi var að geta verið leiðtogi . Þegar ég var í framhaldsskóla sagði pabbi minn mér að vera duglegur að tala inn á vellinum , en ég öðlaðist ekki sjálftraust til þess fyrr en ég fór á Selfoss og þurfti að hrista liðið saman , hvetja áfram þegar að hlutirnir litu ekki nógu vel út fyrir okkur , og jafnvel þegar að vel gekk , að hafa þá réttu orðin sem voru gagnleg hverju sinni í leiknum , það er það sem ég tók með mér . 7 . Er einhver reynsla frá tíma þínum hér sem þú manst vel eftir fyrir utan körfuboltann ? Ég man eftir því að maturinn er mjög góður , fólkið mjög vingjarnlegt og tók vel á móti mér . Ég man eftir flottum ám og margbreytilegu landslagi , en fyrst og fremst fjölskylduvænu andrúmslofti , að eiga heimili að heiman . 8 . Ertu með einhver ráð til að gefa erlendum leikmönnum til að undirbúa þá fyrir tímann hérna ? Að kaupa North face úlpu : D , en fyrst og fremst að njóta stundarinnar .
Í dag var tilkynnt um val á 20 manna æfingahópum karla og kvenna fyrir U20 ára landslið Íslands . Þar á meðal eru tveir strákar frá Selfoss Körfu , þeir Bergvin Einir Stefánsson og Arnór Bjarki Eyþórsson . Selfyssingarnir eru því orðnir þrír í æfingahópum yngri landsliða fyrir komandi verkefni í vor og sumar , en áður hafði verið tilkynnt um , og sagt frá hér á síðunni , val Rebeccu Jasmine Vokes-Pierre í U15 ára æfingahóp kvenna . U20 liðin taka þátt í Evrópukeppni í sumar ( FIBA European Championship ) , strákarnir í Georgíu í júlí og stelpurnar í Ísrael í ágúst . Bergvin er uppalinn hjá Njarðvík en kom í fyrra til okkar á lánssamningi . Hann skipti svo yfir í Selfoss í sumar og er lykilmaður í sterku unglingaflokksliði Selfoss / Hmarars / Hrunamanna , en leikur einnig með mfl. liðinu í 1. deild karla . Bergvin er hagvanur í U20 ára landsliðinu , lék með því á mótum sl. sumar . Svipaða sögu má segja af Arnóri Bjarka , hann er mikilvægur hlekkur í u.fl. liðinu og einnig í Selfossliðinu í m.fl. karla . Arnór hefur ekki áður tekið þátt í verkefnum yngri landsliða en stífar sumaræfingar og áframhaldandi vinnusemi í allt haust hafa skilað sér í miklum framförum og í framhaldinu tækifæri til að spreyta sig á æfingum með efnilegustu leikmönnum landsins – og að tryggja sér sæti í liðinu . Arnór Bjarki og Rebecca koma bæði úr yngriflokkastarfinu á Selfossi og er sérlega ánægjulegt að það góða starf sem Karl Ágúst hefur stjórnað undanfarin ár sé farið að bera ávöxt . Það er orðið nokkuð langt síðan við höfum átt fulltrúa í landsliðshópum og því erum við afar stolt af þessum ungmennum okkar . Til hamingju , öll þrjú .
Selfoss / Hrun / Hamar mætti ÍR í annarri umferð bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi á heimavelli sínum í Gjánni . Á sama tíma sprengdu Selfyssingar burtu jólin á Grýlupottatúninu og Fjallinu eina , með miklum fyrirgangi . Þetta varð jafn og spennandi leikur sem heimamenn unnu að lokum með þriggja stiga mun , 73 - 70 , og halda því áfram í þriðju umferð . Leikurinn var hægur frá upphafi , því bæði lið voru snemma komin í villuvandræði sem setti töluvert strik í reikninginn og neyddi þau til að spila af varfærni . Heimamenn sköpuðu sér í öllum fjórðungum tækifæra til að taka afgerandi forystu með góðum varnarleik , en glutruðu þeim niður með slakri vítahittni og að klúðra sniðskotum . ÍR þjappaði muninum jafnan aftur niður í eins stafs tölu með baráttu sinni og algerum skorti á hógværð við að nýta krafta sína , og góðri nýtingu sóknarfæra . Þetta er annar leikur liðanna á tímabilinu og báðum hefur lokið með aðeins einnar körfu mun .
Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngurog leiðir almennan söng undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar organista , prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir . Guðmunda Egilsdóttir flytur erindi og fjallar um mikilvægi þess að standa saman og að nýta stuðninginn hvert frá öðru þegar fólk gengur í gegnum krabbameinsferli . Að messu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu og rennur allur ágóði af henni í Krabbameinsfélag Árnessýslu . Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari . Unnur Birna Bassadóttir , Sigurgeir Skafti og Tómas Jónsson sjá um tónlistina en sr. Ninna Sif annast prestþjónustuna . Göngufólk er beðið að koma vel skóað , klætt eftir veðri og með nesti . Súpa og brauð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi að messu lokinni . Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir , kór kirkjunnar syngur , organisti Ester Ólafsdóttir . Afslöppuð og notaleg kvöldstund þar sem fléttast saman tónlist , bænir og ritningarorð . Að messu lokinni er borin fram súpa og brauð gegn vægu gjaldi . Þeir veita margs konar ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta bæði einstaklinga og fjölskyldur . Einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda !
Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi . Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði ? Í vikunni fór hópurinn sem mætt hefur á foreldramorgna í vetur í vel heppnaða vorferð í Þorlákshöfn . Á mótinu voru um 150 unglingar af stór Reykjavíkursvæðinu og nágrenni . Helgin gekk glimrandi vel í alla staði og voru unglingarnir sjálfum sér og félaginu til sóma . Þeir veita margs konar ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta bæði einstaklinga og fjölskyldur . Einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda !
Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi . Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma , umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum . Dagskrá fundarins er með þessum hætti ( sbr. Starfsreglur um sóknarnefndir www 2. kirkjan.is / node / 11364 ) : 1 . 4 . 7 . Valgerir Guðjónsson og kór kirkjunnar leiða okkur inn í birtuna sem skín af því ljósi sem jólin boða og bjóða . Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur , sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja . -Sálmur : 196 Viðtalstími presta er frá þriðjudegi til föstudags 9 - 12 eða eftir samkomulagi . Öllum er frjálst að leita til prestanna og ekki er gert að skilyrði að menn séu í Þjóðkirkjunni . Eyðublaðið má nálgast hjá prestunum .
Messa verður sunnudaginn 24. nóvember kl. 11:00 . Messa verður kl. 11:00 í Selfosskirkju . Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnaár og prestur er Axel Njarðvík . Fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma undir forystur Jóhönnu Ýrar . Kl. 13.30 verður guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju . Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar . Viðtalstími presta er frá þriðjudegi til föstudags 9 - 12 eða eftir samkomulagi . Öllum er frjálst að leita til prestanna og ekki er gert að skilyrði að menn séu í Þjóðkirkjunni . Eyðublaðið má nálgast hjá prestunum .
Selfosskirkja hefur hafið það ferli að verða græn kirkja . Í ferlinu til þess þarf að uppfylla ákveðin skilyrði af gátlista umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar sem ber heitið ,, Græni söfnuðurinn okkar . “ Selfosskirkja fékk í dag heimsókn frá Halldóri Reynissyni sem er í umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og fékk Selfosskirkja viðurkenninguna ,, Á grænni leið “ og þarf ekki að uppfylla nema nokkur atriði í viðbót til þess að verða grænn söfnuður . Þeir veita margs konar ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta bæði einstaklinga og fjölskyldur . Einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda !
Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi . Þeir veita margs konar ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta bæði einstaklinga og fjölskyldur . Einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda !
Fermingarnámskeið verður í Selfosskirkju í 20. , 21 , og 22. ágúst við skólabyrjun . Námskeiðið verður tvískipt og skipt verður í tvo hópa , stráka og stelpur : Þriðjudagur 20. ágúst frá 9:30 - 11:30 : Strákar Þriðjudagur 20. ágúst frá 13 - 15 : Stelpur Miðvikudagur 21. ágúst frá 9:30 - 11:30 : Strákar Miðvikudagur 21. ágúst frá 13 - 15 : Stelpur Fimmtudagur 22. ágúst frá 12:30 - 14:30 : Stelpur Fimmtudagur 22. ágúsr frá 15 - 17 : Strákar Mánaðarlega koma fermingarbörn með bekkjunum sínum í klukkutíma fermingarfræðslu og verða fræðslustundir eftirtalda daga í Selfosskirkju : Fræðslustundir fyrir börn í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla , mæting í safnaðarheimilið : Þriðjudaginn 28. janúar 14:30 - 15:15 CLM + TÓB + GFB í Vallaskóla 15:15 - 16:00 AÞS í Sunnulækjarskóla 16:00 - 16:45 HH í SunnulækjarskólaMiðvikudaginn 29. janúar 14:30 - 15:15 LV + RS í Vallaskóla 15:15 - 16:00 UBH í Sunnulækjarskóla Þriðjudaginn 18. febrúar 14:30 - 15:15 CLM + TÓB + GFB í Vallaskóla 15:15 - 16:00 AÞS í Sunnulækjarskóla 16:00 - 16:45 HH í SunnulækjarskólaMiðvikudaginn 19. febrúar 14:30 - 15:15 LV + RS í Vallaskóla 15:15 - 16:00 UBH í Sunnulækjarskóla Þriðjudaginn 10. mars 14:30 - 15:15 CLM + TÓB + GFB í Vallaskóla 15:15 - 16:00 AÞS í Sunnulækjarskóla 16:00 - 16:45 HH í SunnulækjarskólaMiðvikudaginn 11. mars 14:30 - 15:15 LV + RS í Vallaskóla 15:15 - 16:00 UBH í Sunnulækjarskóla Fræðslustundir fyrir börn í Flóaskóla , fræðslan er í Þjórsárveri : Miðvikudaginn 22. janúar kl. 14:00 Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14:00 Miðvikudaginn 25. mars kl. 14:00
R E G L U R um umgengni og frágang grafreita í Selfosskirkjugarði nr. 400 / 2010 . 1 . Markmið þessara reglna er að tryggja að legsteinar séu settir niður á grafreiti með samræmdum og skipulögðum hætti . Jafnframt setja reglur þessar stærð og afmörkun minnismerkja á grafreitum ákveðnar skorður . 2 . Reglurnar gilda um umgengni í kirkjugarði Selfoss og um frágang á grafreitum og duftreitum . 3 . Öllum er heimill aðgangur að kirkjugarðinum á opnunartíma hans svo framarlega sem reglum þessum og almennum umgengnisreglum sé fylgt . Ekki er þó heimilt að taka með sér hunda , hesta eða önnur dýr inn í garðinn . 4 . Opnunartími kirkjugarðsins er frá kl. 07 - 21 alla daga ársins . Á opnunartíma er umferð vélknúinna ökutækja leyfð ef um erindisakstur er að ræða . 5 . Hámarkshraði ökutækja er 20 km/klst. 6 . Enginn má vinna í kirkjugarðinum gegn gjaldi nema með leyfi kirkjuvarðar . Vinna í garðinum er óheimil á eftirfarandi helgidögum ; föstudaginn langa , páskadag , hvítasunnudag , aðfangadag jóla , jóladag og nýársdag . 7 . Umgengni um garðinn og einstaka grafreiti skal vera til fyrirmyndar og varast ber að skilja eftir rusl , jurtaleifar , mold eða nokkuð annað sem óprýði eða óþægindum getur valdið , heldur setja í ruslagáma á athafnasvæði eða þar sem kirkjuvörður hefur gefið fyrirmæli um . 8 . Aðstandendur skulu hafa samband við kirkjuvörð áður en gengið er frá grafreit og minnismerki . Uppsetning minnismerkja er á ábyrgð aðstandenda sem og endanlegur frágangur grafreita . Starfsmenn kirkjugarðsins sjá um að slétta grafreit og tyrfa u.þ.b. ári eftir greftrun og er það gert án sérstaks endurgjalds . 9 . Óheimilt er að fjarlægja minnismerki eða aðra varanlega hluti af grafreit án leyfis kirkjuvarðar . 10 . Umsjónarmenn kirkjugarðsins bera ekki skaðabótaskyldu ef minnismerki eða annað sem á grafstæði kann að vera skemmist eða ónýtist af völdum náttúruafla eða skemmdarvarga . 11 . Ekki er leyfilegt að setja upp girðingar úr málmi , steini , timbri eða öðrum efnum , umhverfis einstaka grafreiti eða fjölskyldugrafreiti . 12 . Um kistugrafreiti gildir : Kistugrafreitir eru 2,5 x 1,2 m að ummáli . Ekki er mælt með sérstakri afmörkun grafreita , nema þá röð af hellum , náttúrusteini eða sambærilegu . Kjósi aðstandendur að hafa sérstaka afmörkun um grafreit , skal efri brún hellu eða steins vera í sömu hæð og jarðvegsyfirborð . Afmörkunin má ekki taka yfir nema 1/3 hluta grafreitar . Legsteinar , önnur minnismerki og undirstöður þeirra skulu ávallt vera innan fyrrgreindra marka . Hámarksbreidd legsteins á einföldum grafreit er 0,8 m og 1,8 m þegar legsteinn nær yfir 2 grafreiti . Hámarkshæð legsteins frá yfirborði jarðvegs er 1,7 m . Tryggja skal undirstöður undir legsteina og skylt er að jarðvegsskipta að lágmarki 0,6 m undir undirstöðu . Hámarkshæð trékrossa á kistugrafreit er 1,3 m frá jörðu . 13 . Um duftgrafreiti gildir : Duftgrafreitir eru 0,75 x 0,75 m að ummáli og er ekki gert ráð fyrir afmörkun um þá , nema þá röð af hellum , náttúrusteini eða sambærilegu , sem er í sömu hæð og jarðvegsyfirborð . Á duftgrafreitum mega legsteinar einungis vera púltsteinar , 0,5 x 0,4 x 0,2 / 0,1 m að stærð ( l x b x h ) , en þeir liggja láréttir á jörðu með skáhallandi leturfleti . Hámarkshæð trékrossa á duftgrafreiti er 0,3 m frá jörðu . Tryggja skal undirstöðu undir púltlegstein . 14 . Ekki er heimilt að planta trjám og hávöxnum runnum á grafreiti . Gróður má e kki ná út fyrir grafreit og því má ekki gróðursetja skriðula fjölæringa eða runna sem geta fjölgað sér með sjálfsáningu eða rótarskoti . 15 . Heimilt er að koma fyrir duftkeri í kistugrafreit . 16 . Þegar ekki hefur verið hirt um grafreit samfellt í 3 ár er kirkjuverði heimilt að g era ráðstafanir þar að lútandi , t.d. með því að tyrfa grafreit . ■ Reglur þessar sem settar eru samkvæmt tillögum kirkjugarðsstjórnar Selfosssóknar með heimild í 51. gr. laga um kirkjugarða , greftrun og líkbrennslu , nr. 36 4. maí 1993 , öðlast þegar gildi .
Sunnudaginn 10. nóvember verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju . Barnakórinn syngur , biblíusaga , söngur og gleði . Allir hjartanlega velkomnir ! Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember , allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina . Jól í skókassa er fallegt verkefni þar sem gjafir eru útbúnar ofan í skókassa en gjafirnar verða sendar til barna í Úkraínu . Notaleg og ljúf kvöldstund þar sem messuformið er brotið upp og tónlistin í fyrirrúmi . Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði ? Samverustundirnar eru í samvinnu við Selfosskirkju og verða fjórar talsins , á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 – 21 og verður fyrsta samveran verður haldin miðvikudaginn 23. október nk . Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá sr. Gunnari Jóhannessyni í síma 892-9115 eða í gegnum netfangið gunnar.joh@icloud.com . Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30 , þar mun söngkór Hraugerðis - og Villingaholtskirkna syngja , stjórnandi er Guðmundur Eiríksson . Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari . Sunnudagur : Messa alla sunnudaga kl. 11:00 og fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma . Að ganga í þjóðkirkjuna Viltu skrá þig í söfnuðinn ? Börn sem eru orðin 12 ára þurfa einnig að skrifa undir sína umsókn með forsjármönnum . Eyðublöðin má skila í hendur sóknarpresta eða senda til Þjóðskrár í pósti , merkt : Þjóðskrá , Borgartúni 21 , 105 Reykjavík .
Munið að þó að ekki séu reitir í boði er alltaf hægt að koma og taka þátt . Við hittumst reglulega og deilum ráðum í matjurtarækt , lærum af hvor öðrum og reynum okkur áfram . Borgin ætlar að sleppa takinu á reitinum aðeins meir en vanalega og mun tilkynna leigjendum hægt verði að leigja hvern reit til langstíma og af því gefnu muni hætta að plæja reitinn . Samt sem áður hefur borgin boðist til að hjálpa okkur við undirbúning á garðinum þannig að hann geti verið tilbúinn fyrir framtíðina . Loksins fengum við gott veður og nýttum tækifærið til að búa til eldstæði . Í lok vinnunnar skelltum við svo bönönum og súkkulaði á nýja grillið okkar og framreiddum með ís . Þetta var yndislegur dagur með yndislegu fólki . Ekki verður langt að bíða með næsta viðburð því að bráðum verður plastið sett á fína gróðurhúsið okkar og ekki veitir af aukahöndum við þá vinnu . Frábært verður að geta í lok vinnunnar boðið upp á grillaðar veitingar á glænýja og æðislega eldstæðinu okkar . Atburðir og vinna í júní . Settur var upp stálhús og gróðurhús .
Næstkomandi sunnudag verður helgihald með fjölbreyttum hætti í Seljakirkju . Barnaguðsþjónusta kl. 11 . Óli og Jóhanna leiða samveruna . Að venju verður söngur , biblíusaga auk þess sem boðið verður upp á smakk á súrmat í tilefni þorra ! Eyjaguðsþjónusta kl. 14 . Sr . Bjarni Karlsson , fyrrverandi sóknarprestur í Vestmannaeyjum predikar . Sr . Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar fyrir altari . Kór Seljakirkju [...] Næstkomandi sunnudag , 12. janúar verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju . Barnaguðsþjónusta kl. 11 . Óli og Jóhanna leiða samveruna . Mikill söngur , biblíusaga , líf og fjör ! Guðsþjónusta kl. 14 . Sr . Sighvatur Karlsson predikar og þjónar fyrir altari . Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng . Organisti : Tómas Guðni Eggertsson . Hinar vikulegu bænastundir hefja göngu sína á nýju ári n.k. fimmtudag 9. janúar . Hefjast stundirnar kl. 12 , þar sem lesið er úr Guðs orði og þau hugleitt , beðið fyrir fyrirbænaefnum sem borist hafa auk þess sem sungið er úr sálmabókinni . Að athöfn lokinni er gengið í safnaðarsalinn , þar sem boðið er upp á súpu og [...]
Hinar vikulegu bænastundir hefja göngu sína á nýju ári n.k. fimmtudag 9. janúar . Hefjast stundirnar kl. 12 , þar sem lesið er úr Guðs orði og þau hugleitt , beðið fyrir fyrirbænaefnum sem borist hafa auk þess sem sungið er úr sálmabókinni . Að athöfn lokinni er gengið í safnaðarsalinn , þar sem boðið er upp á súpu og brauð og gott samfélag . Verið hjartanlega velkomin !
ForsíðaFréttirJólaskemmtanir 1. – 7. bekkjar föstudagurinn 20. desember Föstudagurinn 20. desember er skertur skóladagur , þ.e. nemendur mæta í skólann sem hér segir : 4. og 5. bekkur kl. 9.30 - 11.00 Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan í Ask . Þar verður skemmtidagskrá og gengið verður í kringum jólatré . Að því loknu verða stofujól í heimastofu . Sparinesti . 6. og 7. bekkur kl. 9.00 - 11.00 Nemendur mæti í anddyri íþróttahúss kl. 9.00 . Rútur leggja af stað kl. 9.10 í Fellasel . Kl. 9.30 verða stofujól og síðan sameiginleg dagskrá 6. og 7. bekkja Seljaskóla . Sparinesti . 1. , 2. og 3. bekkur kl. 11.00 - 12.30 1. bekkur mætir í Hús 2 , stofur 21 , 22 , 24 og 25. 2. og 3. bekkur mæta í heimastofur kl. 11.00 og fara þaðan í Bláberið . Þar verður dagskrá í umsjón 3. bekkjar . Jólatrésskemmtun verður síðan í Aski . Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinar mæta á staðinn kl 11.30 . Að henni lokinni verða stofujól í heimastofu . Sparinesti . Gæsla verður eftir stofujól fyrir þá nemendur sem eru í Vinaseli og Regnboga 3. janúar föstudagur . Skólastarf hefst eftir jólafrí skv. stundaskrá .
ForsíðaForeldrafélag – verkefni og fræðsla Viðmið um skjátíma Foreldrafélögin fimm í Breiðholti og skólastjórnendur hafa um árabil átt mjög gott samstarf um ýmis málefni sem hefur stutt vel við skólasamfélag í hverfinu . Verkefni þeirra þar sem hannaður var segull þar sem fram koma viðmið um skjátímau stækkaði og fengu allir nemendur leik - og grunnskóla Reykjavíkur slíkan segul . Einnig var útbúin heimasíðan Skjátími.is sem sett var á laggirnar vorið 2019 . Samfok rekur nú síðuna . Foreldrafélögin fimm í Breiðholti standa að samfélagsverkefninu Bókabrölt í Breiðholti . Foreldrafélögin munu fóstra hvert sinn bókaskáp sem verða staðsettir á fimm stöðum í Breiðholtinu en þar verður hægt að gefa bók og þiggja bók . Í hillurnar má gefa allar tegundir bóka , á öllum tungumálum . Seljaskóli fóstrar sína hillu sem staðsett er í Seljakjör . Verðugt lestrarátak og skemmtilegt samfélagsverkefni Um leið og Bókabrölt í Breiðholti mun setja skemmtilegan svip á hverfið stuðlar verkefnið að því að efla lestraráhuga og lestrarfærni meðal fullorðinna og barna með það að leiðarljósi að lestrarfyrirmyndir heima hafa mikil áhrif á bókaáhuga barna .
GUL VIÐVÖRUN er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudag . Ekki er þörf að sækja börn fyrir ákveðin tíma , heldur er verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim í lok skóladags eða frístundarstarfs . Lesa meira
Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins . Tilkynning vegna veðurs í dag 7. janúar Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag . Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00 , en mælst til til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00 . Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt . Hér er átt við börn yngri en 12 ára .
Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins . Tilkynning vegna veðurs í dag 9. janúar GUL VIÐVÖRUN er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudag . Ekki er þörf að sækja börn fyrir ákveðin tíma , heldur er verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim í lok skóladags eða frístundarstarfs . Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt . Hér er átt við börn yngri en 12 ára .
Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins . Tilkynning vegna veðurs þriðjudaginn 14. janúar Gul viðvörun er nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu og spáð fram eftir morgundeginum . Við hvetjum íbúa til þess að fylgjast með veðurspá og færð . Foreldrar og forráðamenn eru beðin um að fylgjast með aðstæðum í fyrramálið og er hvatt til þess að börnum yngri en 12 ára sé fylgt í skólann í fyrramálið , þriðjudag 14. janúar .
Sjá meðfylgjandi upplýsingar . Hitaveitumælar eru staðsettir á hitaveitugrind í hverju húsi . Sameiginlegir mælar eru í fjölbýlishúsum . Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri , Dagur B. Eggertson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar Gróttu héldu ávörp og gestum var boðið upp á veitingar . Lesa meira Guðrún Þóra Hjaltadóttir , næringarráðgjafi , gerði á dögunum úttekt á mötuneyti grunn - og leikskóla á Seltjarnarnesi . Mannvirkið er einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi . Ungmenni á Seltjarnarnesi eru hvött til þátttöku .
Seltjarnarnarnes bær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Eins og undanfarin ár sendir bærinn ekki út formleg jólakort heldur styrkir gott málefni og í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana . Hátíðarkveðja frá starfsfólki Seltjarnarnesbæjar . Afgreiðslutími þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar um jól og áramót : Þorláksmessa : opið frá 8 - 16 . Lokað á aðfangadag , jóladag og annan í jólum . Föstudagur 27. desember : opið frá 08 - 14 . Mánudagur 30. desember : opið frá 08 - 16 . Lokað á gamlársdag og nýársdag Fimmtudaginn 2. janúar opið 08 - 16:00 Föstudagur 3. janúar : opið frá 08 - 14 .
Reglur um fjárhagsaðstoð voru samþykktar í fjölskyldunefnd Seltjarnarness þann 19. september 2019 og samþykktar af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 9. október 2019 í samræmi við 21. gr. laga nr. 40 / 1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga . Reglurnar tóku gildi 1. janúar 2020 . Því falla fyrri reglur úr gildi . Frá og með 8. janúar 2020 geta íbúar sem skráðir eru með lögheimili á Seltjarnarnesi sótt um fjárhagsaðstoð rafrænt inn á Mínum síðum .
Seltjarnarnesbær fékk þann 23. desember sl. staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar . Með vottun frá faggiltum vottunaraðila iCert ehf. sem og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið , er staðfest að Seltjarnarnesbær uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 : 2012 . Lögum samkvæmt bar fyrirtækjum og stofnunum með 250 eða fleiri starfsmenn skylda til að hafa öðlast vottun á jafnlaunakerfi fyrir 31. desember 2019 . Seltjarnarnesbær er með fyrstu sveitarfélögum til að öðlast þessa vottun . Samhliða vinnu við innleiðingu jafnlaunakerfisins aflaði Seltjarnarnesbær jafnlaunaúttektar frá PwC á Íslandi þar sem framkvæmd var nákvæm greining á stöðu launamála eftir kyni . Niðurstaða þeirrar úttektar var að óútskýrður kyndbundinn launamunur hjá Seltjarnarnesbæ mælist nú 1,1% konum í vil . Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Seltjarnarnesbær komið sér upp gæðastjórnunarkerfi sem á að tryggja jafnan rétt , jöfn laun og sömu réttindi og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni . Ennfremur að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggi ávallt á málefnalegum sjónarmiðum og geti þannig fyrirbyggt beinan og óbeinan launamismunun kynjanna . Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri : „ Ég fagna mjög þessum mikilvæga áfanga sem jafnlaunavottunin er . Mikil fagleg og krefjandi vinna hefur verið lögð í undirbúning og innleiðingu jafnlaunastaðalsins hér innan bæjarins á síðasta ári , þar sem allt kapp var lagt á að ljúka ferlinu á tilsettum tíma . Það var ánægjulegt að sjá að óútskýrður kynbundinn launamunur mældist í úttektinni einungis 1,1% konum í vil hjá Seltjarnarnesbæ . Vinnan er rétt að hefjast og markmiðið er að sjálfsögðu að eyða þessum mun alfarið . Til þess höfum við nú öll tæki og tól sem og skýrt ferli og markmið sem við munum fylgja í hvívetna á komandi árum “ Starfshópurinn sem stýrði innleiðingunni fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar var skipaður þeim Öldu Gunnarsdóttur , stjórnsýslu - og launafulltrúa , Hervöru Pálsdóttur , verkefnastjóra , Róberti Bernhard Gíslasyni , verkefnastjóra gæðakerfis og Stefáni Bjarnasyni , mannauðsstjóra . Við móttöku viðurkenningar á vottun jafnlaunakerfis Seltjarnarnesbæjar . Frá vinstri : Róbert Bernhard Gíslason , Gunnar Lúðvíksson , Hervör Pálsdóttir , Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri , Sigurður Harðarson frá iCert , Alda Gunnarsdóttir og Stefán Bjarnason .
LESIÐ FYRIR HUND í Bókasafni Seltjarnarness Börnum er boðið að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa . Sex börn komast að í hvert skipti . Boðið er upp á lestrarstundir laugardagana 18. janúar , 15. febrúar , 21. mars og 18. apríl . Skráning á sigridur.gunnarsdottir@seltjarnarnes.is
Hér er að finna fundargerðir bæjarstjórnar frá þessu ári , raðað í tímaröð . Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki : " Leitað eftir árum " Bæjarstjórn 899 . Bæjarstjórnarfundur . Miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2 , Seltjarnarnesi . Forseti bæjarstjórnar , Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði . Gengið var til dagskrár og fyrir tekið : Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 – síðari umræða – Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 . Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 . Fjárhagsáætlun 2020 var unnin af fjármálastjóra og sviðstjórum bæjarins , með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins , s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu . Þetta verklag hefur gefist vel og undirstrikar skilning stjórnenda stofnana á fjármálum bæjarins . Vil ég þakka starfsmönnum bæjarins gott samstarf á liðnu ári . Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árið 2021 - 2023 . Forsendur fjárhagsáætlunarinnar gera ráð fyrir að verðbólga verði 4% frá upphafi til loka ársins 2020 . Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2020 er m.a. : Álagningarhlutfall útsvars verður 13,70% með vísan til 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga . Fasteignagjöld : A - hluti – íbúðarhúsnæði , álagningarhlutfall 0,175% af fasteignamatiB - hluti - opinbert húsnæði , álagningahlutfall 1,32% af fasteignamatiC - hluti – atvinnuhúsnæðis og óbyggt land , álagningarhlutfall 1,1875% af fasteignamatib . Lóðarleiga : A-hluta 0,40% og B-hluta 1,75% af lóðarhlutamatiVatnsgjald : Álagningarhlutfall 0,09% af fasteignamati húsa . Fráveitugjald : Álagningahlutfall 0,15% af fasteignamati húsa . Sorp - og urðunargjald kr. 39.458 . - á hverja eignLaun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt . Ekki gert er ráð fyrir fjölgun íbúa árinu . Fjárhagsáætlun 2020 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa , með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins , s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu . Þetta verklag gafst vel og undirstrikar skilning bæjarfulltrúa á fjármálum bæjarins , sem þeir bera ábyrgð á . Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta skilvirkni í rekstri bæjarins . Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árið 2019 - 2021 . Ásgerður Halldórsdóttir ( sign ) . Til máls tóku : ÁH , GAS , SB , KPJFjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans og þrír sitja hjá . Bókun Samfylkingar : Samfylking Seltirninga situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 . Sú fjárhagsáætlun sem lögð er hér fram gerir ráð fyrir algjörri kyrrstöðu , niðurskurði á öllum sviðum og þjónustuskerðingum við íbúa bæjarins . Þrátt fyrir þessar aðgerðir gerir áætlunin aðeins ráð fyrir að afgangur A-sjóðs nemi 292 þúsund krónum . Það er því ljóst að það má ekkert út af bregða til þess að bæjarsjóður heldur áfram hallarekstri sínum sem hefur numið hundruðum milljóna króna síðastliðin ár . Talsverð óvissa ríkir einnig þar sem að kjarasamningar við flest öll stéttarfélög eru lausir og hefði því verið mikilvægt að hafa svigrúm í rekstri bæjarins . Þegar tillagan er svo rýnd og borin saman við rekstur síðastliðinna ára má finna liði þar sem að tekjur eru ofáætlaðar og fjárútlát vanáætluð svo gera má ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri bæjarins þrátt fyrir þjónustuskerðingar . Það er dýrt að reka lítið sveitarfélag með fyrsta flokks þjónustu en það er enga síður það loforð sem stjórnmálamenn gáfu fyrir kosningar og það er sú krafa sem bæjarbúar gera á bæinn . Sveitarfélagið hefur síðastliðin ár staðið í miklum framkvæmdum og eru stórar framkvæmdir eins og bygging nýs leikskóla framundan . Skuldir bæjarins hafa margfaldast með tilheyrandi vaxtakostnaði og ekkert er í kortunum sem sýnir fram á að svigrúm verði til þess að greiða niður skuldir eða leggja til hliðar fjármuni fyrir þeim nauðsynlegum viðhalds - og nýframkvæmdum sem framundan eru . Með áframhaldandi hallarekstri og skuldsetningu bæjarins er skattbyrði bæjarbúa ýtt fram í tíman með vöxtum og því hefur Samfylking Seltirninga lagt áherslu á það á vinnufundum fjárhagsáætlunar að færa útsvarið í 14.48% sem er sama prósenta og Kópavogur , Hafnarfjörður og Mosfellsbær innheimta . Með þessari breytingu myndu tekjur bæjarins hækka um tæplega 170 milljónir sem hægt væri að nýta til þess að borga niður skuldir , setja í fjármögnun á þeim framkvæmdum sem eru á dagskrá eða til þess að koma í veg fyrir niðurskurð í félagsþjónustu bæjarins , hjá leikskólunum , í grunnskólanum , tónlistarskólanum , frístundarstarfinu og í félagslega kerfinu svo nokkur dæmi séu tekin . Það er óábyrgt af sveitarstjórn að leggja fram enn eina áætlunina sem mun enda með hallarekstri og það er auk þess farið að bitna verulega á þeirri þjónustu sem að bærinn veitir íbúum sínum og getu hans til þess að standa jafns við þá framþróun sem er að eiga sér stað í sveitarfélögunum í kringum okkur . Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar SeltirningaSigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar SeltirningaBókun : Viðreisnar / Neslista Bæjarfulltrúi Viðreisnar / Neslista óskar meirihluta Sjálfstæðisflokksins til hamingju með að hafa við erfiðar aðstæður í fjármálum bæjarins tekist að koma saman fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 . Þessi áætlun er sú sjötugasta frá því flokkurinn náði meirihluta í bænum árið 1950 . Áætlunin er liður í varnarbaráttu bæjarins , sem hefur á undanförnum fimm árum safnað upp samanlögðum halla upp á 700 milljónir , sem varpað er í fang komandi kynslóða seltirninga . Sú fjárhæð hefur bæst við skuldir , sem nú þegar eru hærri en nokkru sinni í sögu bæjarins . Þetta er ekki það sem íbúar á Seltjarnarnesi búast við af fulltrúum sínum í bæjarstjórn . Samkvæmt áætluninni verður 300 þúsund króna afgangur af A hlutarekstri bæjarins árið 2020 . Áætlunin hefur það sér til ágætis að varlega er farið í að áætla tekjur bæjarins af útsvari . Hinsvegar er ólíklegt að útgjaldaáætlunin standist án verulegrar endurskipulagningar í rekstri bæjarins . Saga síðustu ára sýnir okkur að útgjaldaáætlanir hafa sjaldnast staðist . Ef einstakir útgjaldaliðir eru skoðaðir , þá kreppir skóinn mest í fræðslu - og æskulýðsmálum . Skóla og leikskóla er ætlað að skera niður kostnað og í íþrótta og æskulýðsmálum er einnig skorið niður . Ekkert fjármagn er ætlað í bætta umgjörð fyrir Gróttu , en meistaraflokkslið félagsins í knattspyrnu fóru bæði upp um deild á liðnu hausti . Niðurskurðurinn í fjármálum bæjarins er því einkum látinn bitna á skóla - og æskulýðsmálum . Á börnum . Enda eru þau hvorki skattgreiðendur , né kjósendur . Þá er gert ráð fyrir tíföldun hagnaðar hitaveitu , ekki er hægt að líta á það öðrum augum en dulbúna skattheimtu á íbúa sem eiga engan kost annan en að kaupa heitt vatn af hitaveitunni . Allt er þetta gert til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins geti haldið sig við trúarbrögð sín um að ekki megi hækka skatta á Seltjarnarnesi . Hversu mörg ár þurfum við að horfa upp á tap A hluta bæjarsjóðs , skuldahlutfall hækka og innviði bæjarins grotna niður áður en meirihlutinn sér að við höfum ekki efni á skattastefnu Sjálfstæðisflokksins ? Seltjarnarnesbær stendur sig vissulega vel á mörgum sviðum þjónustu við bæjarbúa . Við eigum góðar menntastofnanir og gott samfélag , en staðan á fjármálum bæjarins hefur hægt verulega á framþróun bæjarins . Það harmar þessi bæjarfulltrúi . Karl Pétur Jónsson . Bókun bæjarstjóra : Bæjarfulltrúi Karl Pétur Jónsson hefur haft tök á að sitja samráðsfundi með meirihluta vegna áætlunar 2020 . Á þeim fundi sem hann mætti , lagði hann engar tillögur fram . Stóryrði um halla bæjarins eru m.a. út af reiknisskilaaðferðum sem ber að skoða samhliða . Ásgerður Halldórsdóttir Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2021 - 2023 . Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árin 2021 - 2023 . Fjárhagsáætlun til 3ja ára fyrir árin 2021 - 2023 samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta , þrír á sitja hjá . Til máls tóku : Bókun Samfylkingar Seltirninga vegna þriggja ára áætlunar 2021 - 2023 Samfylking Seltirninga situr hjá við afgreiðslu þriggja ára áætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir 2021 - 2023 . Minnihlutinn hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins sé ítarleg og endurspegli framtíðarsýn og áherslur Seltjarnarnesbæjar um þjónustu og uppbyggingu . Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstur A sjóðs verði jákvæður öll árin en hafa verður í huga að fyrri þriggja ára áætlanir hafa ekki staðist . Þegar ársreikningur 2018 er skoðaður má sjá að tap bæjarins á þriggja ára tímabili 2016 - 2018 eru neikvæð um 204 milljónir , jafnframt var tímabilið 2017 - 2019 neikvætt um 243 milljónir . Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður . Við teljum að þessi áætlun sé ekki raunhæf og í andstöðu við tilgang sveitastjórnarlaga með þriggja ára áætlunum sveitafélaga . Því getum við ekki samþykkt þessa áætlun . Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingar SeltirningaSigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga Fundargerð 95. fundar Skipulags - og umferðarnefndar . Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags - og umferðarnefndar nr. 95 voru borin upp til staðfestingar : Mál nr. 2019010347 Heiti máls : Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða . Lýsing : Samþykki umhverfisnefndar á uppdrætti frá 2. október 2019 liggur fyrir ásamt frekari skýringarmyndum frá arkitekt . Afgreiðsla : Nefndin samþykkir uppdrátt frá 2. október 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar . Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn einu atkvæði afgreiðslu Skipulags - og umferðarnefndar . Bókun bæjarstjóra : Umræða um staðsetningu á þjónustuíbúðum hefur staðið lengi og nú loks komin niðurstaða í það mál . Ný lóð við Kirkjubraut 20 hefur verið valin fyrir væntanlega byggingu . Það getur verið viðkvæmt þegar farið er inn í þegar skipulagt og gróið hverfi og ný lóð stofnuð og því þykir mér miður að ekki hafi verið staðið við þá tillögu sem fyrst lá fyrir hjá skipulagsnefndinni . Í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að þjónustukjarninn myndi vera staðsettur mun lengra frá núverandi byggð við Kirkjubraut , eða um 30 metra . Eftir meðferð málsins hjá umhverfisnefnd féllst skipulagsnefnd á að þjónustukjarninn myndi færast 8 metra nær núverandi byggð en gert var ráð fyrir í fyrri tillögu . Með þessu finnst mér að ekki hafi verið gætt meðalhófs gagnvart húseigendum við Kirkjubraut og því greiði ég atkvæði gegn þessar tillögu . Mál nr. 2019110067 Heiti máls : Tillaga að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg Hafnarfirði . Lýsing : Umrædd tillaga lögð fram til umsagnar . Afgreiðsla : Nefndin gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags - og umferðarnefndar . Mál nr. 2018050154 Heiti máls : Bakkavör 5 – klæðning . Lýsing : Ástandsmat utanhúss – Unnið af VSÓ Ráðgjöf í nóvember 2019 . Afgreiðsla : Skipulags - og umferðarnefnd telur rétt í framhaldi af viðræðum við eigendur og ástandsmats frá VSÓ Ráðgjöf sem nú liggur fyrir að leggja til við bæjarstjórn að aflétta hverfisvernd af Bakkavör 3 , 5 , 7 , 9 og 11 . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags - og umferðarnefndar . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 13 tl . Til máls tóku : ÁH , RJ , GAS , KPJ , SB , SEJ Fundargerð 138. fundar Veitustofnana . Fundargerðin lögð fram . Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum afgreiðslu Stjórnar Veitustofnana . Til máls tóku : GAS , ÁH Fundargerð Samráðshóps um áfengis - og vímuvarnir . Fundargerðin lögð fram . Fundargerðir 310. , 311. , 312. og 313. fundir stjórnar Strætó bs . Fundargerðirnar lagðar fram . Fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga . Fundargerðin lögð fram . Tillögur og erindi : a ) Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis f. veitingaleyfi í flokki II fyrir íþróttafélagið Gróttu lagt fram . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða b ) Umsagnarbeiðni vegna lítillar brennu á Valhúsahæð þann 31.12 2019 lagt fram . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða c ) Samþykkt fyrir fráveitu . Stjórn samþykkir ný drög að samþykkt fyrir fráveitu fyrir Seltjarnarnesbæ þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis . Ný samþykkt , samþykkt samhljóða . Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Bæjarstjóri dreifði áætlun um fundartíma bæjarstjórnar 2020 .
1 . Lögð var fram 307. fundargerð Fjárhags - og launanefndar dagsett 11. desember 2001 og var hún í 5 liðum . Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað til næsta fundar . 2 . Lögð var fram 42. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 11. desember 2001 og var hún í 3 liðum . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 3 . Lögð var fram 49. fundargerð stjórnar Veitustofnunar Seltjarnarness dagsett 11. desember 2001 ásamt fjárhagsáætlunum fyrir árið 2002 . Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson , Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson . Fundargerðin og áætlanirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar . 4 . Lögð var fram 272. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 4. desember 2001 og var hún í 9 liðum . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 5 . Lögð var fram 264. fundargerð Skipulags - , umferðar - og hafnarnefndar dagsett 29. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum . Til máls tóku Erna Nielsen og Jónmundur Guðmarsson , sem lagði fram eftirfarandi tillögu : “ Bæjarstjórn Seltjarnarness beinir þeim tilmælum til Skipulags - , umferðar - og hafnarnefndar , að í þeirri undirbúningsvinnu sem framundan er við útfærslu deiliskipulags á Hrólfskálamelum , verði tekið fullt tillit til þeirra athugasemda , sem fram komu á opnum kynningarfundi Skipulagsnefndar hinn 12. desember síðastliðinn , m.a. um útlit og nýtingarhlutfall svæðisins . ” Fulltrúar Neslistans lögðu fram breytingartillögu við tillögu Jónmundar Guðmarssonar og bættist breytingin aftan við tillöguna “ og ekki síst um vinnuhraða og ábendingar um að fresta endanlegri staðfestingu deiliskipulags svæðisins fram yfir næstu kosningar ” . Breytingartillagan var samþykkt samhljóða . Tillaga Jónmundar Guðmarssonar með breytingartillögu Neslistans verður því : “ Bæjarstjórn Seltjarnarness beinir þeim tilmælum til Skipulags - , umferðar - og hafnarnefndar að þeirri undirbúningsvinnu sem framundan er við útfærslu deiliskipulags á Hrólfskálamelum verði tekið fullt tillit til þeirra athugasemda sem fram komu á opnum kynningarfundi Skipulagsnefndar hinn 12. desember síðastliðinn m.a. um útlit og nýtingarhlutfall svæðisins og ekki síst um vinnuhraða og ábendingar um að fresta endanlegri staðfestingu deiliskipulags svæðisins fram yfir næstu kosningar . ” Tillagan með breytingunum var samþykkt samhljóða . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 6 . Lögð var fram 31. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 21. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 7 . Lögð var fram 38. ( 255. ) fundargerð Æskulýðs - og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 6. desember 2001 og var hún í 3 liðum . Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson , Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 8 . Lögð var fram 20. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 7. desember 2001 og var hún í 8 liðum . Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar . 9 . Lagðar voru fram 4 fundargerðir launanefndar sveitarfélaga og samstarfsnefndar Þroskaþjálfafélags Íslands dagsett v / desember 2001 og 173. , 174. og 175. fundargerðir launanefndarinnar dagsettar 7. nóvember og 5. desember 2001 og voru þær í 3 , 8 , 5 og 7 liðum . Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar . 10 . Umhverfisstefna Seltjarnarness . Afgreiðslu málsins var frestað . a ) Lögð var fram leiðrétting við greinargerð um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins . b ) Tekin var til afgreiðslu tillaga Sigurgeirs Sigurðssonar , bæjarstjóra , sbr. 11. lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar um slit á stuðningi við Sinfóníuhljómsveit Íslands . Fulltrúar Neslistans lögðu til að síðasta málsgrein tillögunnar félli niður og í hennar stað komi : “ Er það augljós skylda ríkissjóðs gagnvart landsmönnum öllum að tryggja þessari merku menningarstarfsemi rekstraröryggi . ” Þessi breyting var samþykkt samhljóða . Tillaga Sigurgeirs Sigurðssonar , bæjarstjóra verður því eftir breytinguna : “ Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að afturkalla aðild sína að rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands miðað við árslok 2002 . Þegar bæjarstjórn samþykkti aðild 1982 var gert ráð fyrir að fleiri sveitarfélög en Reykjavík og Seltjarnarnes tækju þátt í rekstri en svo hefur ekki orðið . Er það augljós skylda ríkissjóðs gagnvart landsmönnum öllum að tryggja þessari merku menningarstofnun rekstraröryggi . Bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við menntamálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins að lagabreyting þar að lútandi verði samþykkt þegar á næsta þingi . Tillagan með áorðinni breytingu var samþykkt samhljóða . Bréfinu var vísað til Skipulags - , umferðar - og hafnarnefndar . 12 . Samþykkt var samhljóða að fela bæjarstjóra að óska eftir heimild félagsmálaráðuneytisins til að fresta framlagningu 3ja ára fjárhagsáætlunar bæjarins fram í febrúar 2001 . 13 . Rætt var um tölvutengingar fyrir bæjarstjórnarfulltrúa . Málið verður frekar rætt í fjárhags - og launanefnd . 14 . Forseti bæjarstjórnar óskaði fundarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og góðs komandi árs og þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf á líðandi ári . Fundi var slitið kl. 18.37 . Álfþór B. Jóhannsson ( sign )
Námsmat og útskrift 10. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr . 2019060215 . Greinargerð vegna skoðunar á námsmati og samantekt fræðslustjóra vegna námsmats var lögð fram til kynningar . Skólanefnd fagnar þeirri greinargerð sem nú liggur fyrir og tekur undir samantekt fræðslustjóra vegna málsins . Skólanefnd fer þess á leit við skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness að erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness frá 12. júní 2019 verði svarað á ný m.t.t. upplýsinga sem nú liggja fyrir og umræður á fundinum . Ennfremur er mælst þess að skólastjórnendur sendi nemendum sem útskrifuðust úr 10. bekk sl vor skýringar vegna málsins . Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness lagði fram hjálagðar bókanir vegna málsins . Björn Gunnlaugsson lagði fram hjálagða bókun vegna málsins f.h . Viðreisnar / Neslista . Kvörtun vegna námsmats við lok grunnskóla -málsnr . 2019070076 . Lagt fram til kynningar .
Hér er að finna fundargerðir stjórnar veitustofnana frá þessu ári , raðað í tímaröð . Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki : " Leitað eftir árum " Stjórn veitustofnana 138. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness 138. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 16:15 . Mættir : Ásgerður Halldórsdóttir , Guðmundur Jón Helgason , Magnús Dalberg , Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason . Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson , veitustjóri . Fjárhagsáætlun fráveitu , vatnsveitu og hitaveitu 2020 . Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 . Lagt er til óbreytt fráveitugjald 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6 / 2001 með síðari breytingum . Lagt er til óbreytt vatnsgjald 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6 / 2001 með síðari breytingum . Lagt er til eftirfarandi gjaldskrárbreytingu á gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi frá 1. janúar 2020 þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 5%.3.gr . gjaldskrárinnar , gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020 . Einingarverð Sala í þéttbýli , húshitun 95,00 kr / m³ Einingarverð Sala í þéttbýli , til snjóbr . 95,00 kr / m³ Einingarverð Sala í þéttbýli , til iðnaðar 95,00 kr / m³ Fast verð A : 15mm og stærri 24,00 kr. á dag Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli . Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis . Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga . 5. gr.gjaldskrárinnar , gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020 : Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 238.860,00 Umframgjald fyrir hús að stærð 300 - 1.000 m³ er kr. 288,00 pr. m³ Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr. 192,00 pr. m³ 1 rennslismælir á grind kostar kr. 76.206,00 Hækkun gjaldskrár er til að mæta kostnaði við breytingu á háhitalögnum og stofnlögum bæjarins . Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 fyrir frá - , vatns - og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum , einn á móti MD.Gjaldskrárbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum , einn á móti , MD . Tengigjald fráveitu . Stjórn samþykkir að innheimt verði stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi . Tengigjald skal nema kr. 236.250 . - formanni stjórnar falið að breyta reglugerð fráveitu / veitustofnana bæjarins í samræmi við að Seltjarnarnesbær hafi heimild að innheimta stofngjald vegna teningar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi . Gjaldskrárbreyting samþykkt með fimm atkvæðum . Gísli fór yfir verkefni veitna næstu mánuði . Vinnslumat á óskilgreindu magni . Gísli fór yfir minnisblað um vinnslumat sl. fimm ára . Samþykkt fyrir fráveitu . Stjórn samþykkir ný drög að samþykkt fyrir fráveitu fyrir Seltjarnarnesbæ þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis . Ný samþykkt , samþykkt samhljóða . Málsnúmer 2019100259 Umhverfisstofnun GH átti fund með Umhverfisstofnun 27.11.2019 þar sem farið var í gegnum erindi þeirra varðandi dælustöðvar á nesinu . Hann hitti fulltrúa stofnunarinnar og sýndi þeim stöðvarnar og fór í gegnum ferlið hjá fráveitunni . GH mun vinna þetta áfram í samstarfi við Umhverfisstofnun og kynna á næsta fundi . Önnur mál . MD óskar eftir yfirliti yfir allar greiðslur úr veitunum yfir í bæjarsjóð sem eru án kostnaðar fyrir bæjarsjóð t.d. leiga vatnsréttinda , þátttaka í þjónustu á vegum bæjarins , arður og fl . Einnig leggur MD áherslu á að tilkynning fari strax út til íbúa ef fráveita fer á yfirfall vegna bilunar . Fleira ekki tekið fyrir . Fundi slitið kl. 17:30 og óskaði formaður nefndarmönnum gleðilegra jóla . Ásgerður Halldórsdóttir ( sign ) , Friðrik Friðriksson ( sign ) , Guðmundur Jón Helgason , Magnús Dalberg ( sign ) , Garðar Gíslason ( sign ) og Gísli Hermannsson ( sign ) .
Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði búsetukjarni fyrir fatlað fólk á nýrri lóð sem staðsett verður við Kirkjubraut 16 og 18 og á móti Kirkjubraut 19 og 21 . Vegna þessa þarf að breyta bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar . Gerð hefur verið lýsing , þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst . Lesa meira
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag , fimmtudag . Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags , meðan gul viðvörun er í gildi . Börn eru óhult í skóla og Skjóli / Frístund þar til þau verða sótt . Lesa meira Að gefnu tilefni skal tekið fram að Grunnskóli Seltjarnarness er ávallt opinn og tekur á móti nemendum , nema annað sé sérstaklega tekið fram . Viðbrögð grunnskóla vegna óveðurs eru samræmd fyrir allt höfuðborgarsvæðið og tilkynningar til foreldra um röskun á skólastarfi eru sendar út í samræmi við tilmæli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ( SHS ) . Lesa meira
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Grunnskóli Seltjarnarness er ávallt opinn og tekur á móti nemendum , nema annað sé sérstaklega tekið fram . Viðbrögð grunnskóla vegna óveðurs eru samræmd fyrir allt höfuðborgarsvæðið og tilkynningar til foreldra um röskun á skólastarfi eru sendar út í samræmi við tilmæli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ( SHS ) . Í leiðbeiningum frá SHS er tekið fram að foreldrar leggi ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla , óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum . Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla , skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir . Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa
Um leið og starfsfólk Tónlistarskólans óskar nemendum og aðstandum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári þökkum við fyrir árið sem er að líða . Kennsla hefst svo aftur mánudaginn 6. janúar . Allir velkomnir .
Sunnudagaskóli Seltjarnarneskirkju starfar með miklum blóma um þessar mundir undir forystu Sveins Bjarka Tómassonar og samstarfsfólks . Í upphafi guðsþónustu syngja börnin saman en fara svo full tilhlökkunar í skólann a neðri hæð kirkjunna þar sem haldið er uppi fræðslustarfi med myndefni , töluðu máli , söng og leikjum .
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson . Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja . Kaffiveitingar . Lestur Passíusálmanna kl. 13 - 18 . Sr . Heitt súkkulaði og með því eftir athöfn .
Sr . Solveig Lára Guðmundsdóttir , vígslubiskup , prédikar . Sr . Bjarni Þór Bjarnason , sóknarprestur , þjónar fyrir altari , ásamt sr. Frank M. Halldórssyni og sr. Sigurði Grétari Helgasyni . Ari Bragi Kárason , bæjarlistarmaður Seltjarnarness , leikur á trompet . Friðrik Vignir Stefánsson er organisti . Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur . Kaffiveitingar eftir afmælismessuna . Fjölmennum í 40 ára afmæli safnaðarins á sunnudaginn kemur kl. 14 !
í tilefni af bæjarhátíð á Seltjarnarnesi Seltjarnarneskirkja er í appelsínugula hverfinu á Nesinu . Þess vegna bjóðum við upp á ,, Appelsínuguðsþjónustu . " Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng . Kaffiveitingar með appelsínuívafi eftir athöfn . Munum , að messuheimsókn er góð fyrir heilsuna . Niðurstöður rannsókna sýna það . Allir hjartanlega velkomnir í guðsþjónustu sunnudagsins .
Sóknarprestur þjónar . Erna Kolbeins flytur hugleiðingu . Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar , organista . Eldri bæjarbúar er hvattir til að bjóða afkomendum sínum og ástvinum að koma með í guðsþjónustuna . Barnagæsla verður á neðri hæð kirkjunnar meðan á athöfn stendur . Kaffiveitingar . Vinir úr Sauðárkrókssöfnuði koma í heimsókn . Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur undir sjórn Rögnvaldar Valbergssonar , organista . Organisti Seltjarnarneskirkju , Friðrik Vignir Stefánsson , tekur þátt . Sr . Sigríður Gunnarsdóttir , sóknarprestur á Sauðárkróki , prédikar . Sr . Bjarni Þór Bjarnason , sóknarprestur á Seltjarnarnesi þjónar fyrir altari . Fulltrúar safnaðanna lesa ritningarlestra . Veitingar að athöfn lokinni .
Ég þekkti eitt sinn konu , sem varð þeirrar margreyndu hamingju aðnjótandi að verða móðir . Hún varð svo ör af sælukennd , að hún tímdi ekki að sofna frá hamingju sinni í nokkrar dægur , þakklátsemin gagntók hana svo , og þörfin á að biðja fyrir þessari dýrmætu gjöf yfirskyggði allt . Svo þegar þessi litla vera tók til sín næringu , fannst móðurinni það alltaf vera dásamleg helgistund , og komst hún þá í sterkt bænarsamband við almættið , bað af djúpi síns þakkláta hjarta um blessun og kærleika til handa þeim , sem næstir henni stóðu , og sérstaklega fyrir þessari litlu veru , sem henni hafði verið trúað fyrir . ( Sigurlaug M. Jónasdóttir )
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu . Eftir messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra . Það var Guðbrandur biskup Þorláksson , faðir hennar , sem gaf út fyrstu Biblíuna á íslensku árið 1584 . Laufey Jensdóttir fiðluleikari , Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk og Sönghópurinn Kordía koma einnig fram í sýningunni . Hátíðin er styrkt af Tónlistarsjóði , Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Listvinafélagi Seltjarnarneskirkju ( LVS ) .
Stjórn SEM samtakanna bendir félagsmönnum á að hægt er að sækja um hinn árlega íþróttastyrk til 29. febrúar n.k . Eftir þann tíma fellur réttur til greiðslu niður . Athygli er vakin á að styrkurinn nær einnig yfir nudd , sjúkraþjálfun og annað sambærilegt . Hámarksupphæð er 20.000 kr . Til að eiga rétt á styrk þarf félagsmaður að hafa greitt félagsgjöld síðastliðið ár og skila inn greiðslukvittun . Einnig þarf að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á skrifstofu SEM og á sem.is , undir styrkir . Umsókn skilast á skrifstofu og verður tekin fyrir á næsta stjórnarfundi . Vinsamlegast athugið að eitthvað ólag er á rafrænum skilum í gegnum heimasíðu sem.is Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.00 - 15.30 . Fimmtudaginn 19. desember veitti Sorpa fjölmörgum félagasamtökum glæsilega styrki við hátíðlega athöfn . SEM samtökin voru í þeim hópi og kom í okkar hlut 1.000.000 kr . Styrkurinn mun verða notaður næstkomandi sumar í hjólastólanámskeið , sem verður með áþekku sniði og námskeið sem var haldið við góðan orðstír í Þorlákshöfn síðastliðið sumar . Styrkur eins og þessi er SEM ómetanlegur til að geti sinnt brýnum verkefnum fyrir félagsmenn . SEM þakkar Sorpu kærlega fyrir góðvild í okkar garð og óskar starfsfólki fyrirtækisins gleðilegra jóla . Heildarverðmæti allra vinninga er 34.341.347 kr . Hver að verðmæti 50.000 kr. 368. - 413. 46 x JBL Extreme 2 Bluetooth hátalarar frá Tölvulistanum . Stúkurnar sem lögðu gjöfina til eru : Hallveig , Þorkell máni , Þorfinnur karlsefni , Sigríður , Þorgerður og Þorbjörg . Auk þess má fræðast um fjölmörg mannúðarmál sem Oddfellow hefur beitt sér fyrir á síðustu áratugum . Einnig var veggur brotinn niður og skipan eldhúss breytt til að búa til opið rými , sem hentar fólki í hjólastólum betur . Auk þess þökkum við öllum vertökum sem komu að verkefninu kærlega fyrir góða samvinnu og vönduð vinnubrögð . Nú styttist óðfluga í maraþonið sem fer fram 24. ágúst . Eins og áður hefur komið fram stefnir Arna Sigríður Albertsdóttir á þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra haustið 2020 í Tókýó . Í meðfylgjandi frétt ( undir mynd ) má fræðast um hvernig æfingar og undirbúningur fyrir stærsta íþróttaviðburð veraldar verður háttað næstu mánuði .
Einnig þarf að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á skrifstofu SEM og á sem.is , undir styrkir . SEM samtökin voru í þeim hópi og kom í okkar hlut 1.000.000 kr . Dregið verður 22. febrúar 2020 . Hver að verðmæti 100.000 kr. 23. - 347. 325 x Ferðavinningar frá Heimsferðum . Hægt að greiða heimsenda miða með meðfylgjandi gíróseðli . Athylgli er vakin á að ekki er lengur hægt að greiða gíróseðla í heimabanka Íslandsbanka . Fróðleiksfúsum er bent á heimasíðu Oddfellow , en þar má til dæmis fræðast um hvað Oddfellow stendur fyrir , regludeildir og söguágrip . Í því felst að skipt var um allt innandyra eins og til dæmis : gólfefni , innréttingar , eldhústæki og rennihurðar settar í veggi . Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram s.l. laugardag og áttu SEM samtökin 21 fulltrúa og einn hóp í hlaupinu , sem allir stóðu sig með stakri prýði . SEM samtökunum lagar að benda áhugasömum hlaupurum , sem vilja styðja gott málefni , á að öllum er velkomið að hlaupa fyrir okkar hönd . Eins og áður hefur komið fram stefnir Arna Sigríður Albertsdóttir á þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra haustið 2020 í Tókýó . Í ár er stefnt á að gera eitthvað sambærilegt til að hrista hópinn saman og gera hlaupið meira eftirminnilegt .
SEM þakkar Sorpu kærlega fyrir góðvild í okkar garð og óskar starfsfólki fyrirtækisins gleðilegra jóla .
Á fundinum verður boðið upp á veitingar . Hákon Atli mun leið verkefnið með dyggri aðstoð Arnars Helga og fleirum . Einnig hafa ýmis atriði er varða aðgengi fólks í hjólastólum verið til vandræða fyrir íbúa sem komið hafi í ljós með árunum . Afar mikilvægt er að fólk sem lendir í óvæntum áföllum líkt og að skaddast á mænu hafi aðgang að íbúðum sem henta þeim strax að endurhæfingu lokinni . Á næsta ári er von okkar að sömu aðilar taki aftur þátt og fleiri bætist í hópinn . Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst en segja má að maraþonið sé undanfari menningarnætur í Reykjavík . Við skorum á sem flesta meðlimi í S.E.M samtökunum og aðra velunnara að styrkja þá sem hlaupa fyrir samtökin þetta árið og styðja þannig við starfsemi samtakanna . Enn fremur sagði Arnar frá framkvæmdum á sal , sem hefðu verið mun umfangsmeiri og dýrari en gert var ráð fyrir við upphaf framkvæmda . Einnig kom fram í máli hans að lokið hefði verið við ástandskönnun á íbúðum á Sléttuvegi 3 . Alls mættu 23 manns , tæplega ¼ félagsmanna , á fundinn og þarf að leita nokkur ár aftur í tímann til finna jafn góða mætingu . Ég ákvað að telja upp nokkur atriði sem er gott að hafa í huga í samskiptum við fólk með mænuskaða / fólk í hjólastól . Ef ég á að vera alveg hreinskilin , þá kom ég bara niður í bæ til að skemmta mér , ekki lýsa því hvað kom fyrir mig fyrir ókunnugu fólki . Þá er ég að tala um ókunnugt fólk auðvitað . Þess vegna gæti vel verið að manneskjan þurfi ekki hjálp . – Ég hef reyndar ekki lent í þessu sjálf og ég held að þetta sé ekki eins algengt í dag og það var . 4. „ Má ég PLÍS hjálpa þér ? " Viltu ekki fara niður þennan stiga / viltu ekki fara inn um þessa hurð ? Ég treysti ekkert endilega einhverju blindfullu fólki niðri í bæ til að hjálpa mér upp og niður stiga . Mér finnst skiljanlegt að fólk sem þykir vænt um mig segi svona , enda þekkir það mig og mína sögu og veit hvernig það var fyrir mig að lamast . 6. „ þú ert svo dugleg að vera bara úti á meðal fólks ! " En það venst ! Það sést vel hvað fólk getur verið frábært þegar maður þarf hjálp eða líður illa .
Alls hlutu 28 önnur félagasamtök styrki við sama tækifæri . Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna um leigu orlofshússins yfir sumartíma 2018 . You need JavaScript enabled to view it . Þegar þú kaupir happdrættismiða SEM ertu að styrkja starfsemi félagsins , en hún felst meðal annars í því að veita einstaklingum sem hafa hlotið mænuskaða fræðslu , aðstoða við íbúðamál og styrkja ýmiss konar íþróttastarf sem hentar þeim . a ) Skýrsla stjórnar SEM um störf félagsins á liðnu starfsári.b ) Skýrsla stjórnar H-SEM.c ) Skýrslur annarra nefnda eða fulltrúa félagsins.d ) Endurskoðaðir reikningar félagsins.e ) Reikningar H-SEM lagðir fram til kynningar.f ) Árgjald félagsins ákveðið.g ) Lagabreytingar.h ) Kosning stjórnarmanna fyrir þá sem lokið hafa setu í stjórn.i ) Kosning fulltrúa í H-SEM fyrir þá sem lokið hafa kjörtímabili.j ) Kosning fulltrúa í aðastjórn ÖBÍ og 2 varamenn.k ) Kosning í fulltrúaráð ÖBÍ : 2 fulltrúar og 2 til vara.l ) Kosning endurskoðenda.m ) Kosning í orlofshúsanefnd.n ) Kosning fjáröflunarnefndar.o ) Kosning ritnefndar.p ) Kosning annara nefnda.q ) Önnur mál.r ) Starfstilhögun nýkjörinnar stjórnar . You need JavaScript enabled to view it . eða koma með á skrifstofu SEM
Um er að ræða glæsilega og rúmgóða íbúð með fjórum svefnherbergjum í nýrri byggingu þar sem allt að 9 manns geta gist . Nú þegar dómur í Héraðsdómi Reykjaness hefur verið kveðinn upp í aðgengismáli gegn Reykjanesbæ og Fasteign þar sem SEM samtökin og ég , Arnar Helgi Lárusson voru stefnendur er vert að spyrja sig hvað er að í þessu samfélagi ? Það er ekki krafa okkar sem erum hreyfihömluð að allt sé á pöllum , stöllum og hæðum , það er eitthvað sem arkitektar og eigendur fasteigna velja og þá verða þeir náttúrulega að taka og bera þá ábyrgð um að allt sé aðgengilegt . Sumartímabil fyrir árið 2017 er frá 26. maí – 25. ágúst . Síðastliðinn föstudag söfnuðu viðskiptavinir Olís einni og hálfri milljón króna fyrir SEM í átaki Olís GEFUM & GLEÐJUM . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Olís . Aðalfundur SEM og H-SEM verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl 19:00 í salnum í SEM húsinu að Sléttuvegi 3 . Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum . Ágætu SEMarar , SEM samtökin hafa fest kaup á nýrri orlofsíbúð á Akureyri sem er í byggingu núna og verður að öllum líkindum afhent í júní 2016 . Íbúð þessi er á annari hæð í sameign með 8 öðrum íbúðum . Líkt og það að stjórnarandstaðan hefur sett sér það markmið að bæta kjör ellilífeyris - og örorkuþega um 5305 milljónir viljum við að jafnræðis verði gætt og þeir sem eru skyn - og hreyfihamlaðir fái að búa við sömu réttindi og aðrir , og óskum við þess vegna eftir því að 5305 milljónir verði settar í það að bæta líf skyn - og hreyfihamlaðra til jafns við aðra . Samfélagsleg einangrun er ekki hægt að bæta upp með krónum og aurum , því skora ég á þá þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar sem vilja gera fötluðu fólki lífið eitthvað einfaldara að tryggja okkur aðgang að túlkum , aðgengi að byggingum og aðstoð innan sem utan heimilis . Þar að auki þarf dýrara húsnæði sökum þess að það þarf að vera stærra vegna fötlunarinnar og greiða þar af leiðandi hærri fasteignargjöld sökum stærðar hússins , greiða fyrir þrif á heimilinu , greiða meiri bensínkostnað þar sem bíllinn sem sumir þurfa að nota myndu kallast rútur hjá öðrum . Það að vera lesblindur eða með athyglisbrest og / eða einhvern sjúkdóm sem hægt er að halda niðri með lyfjum getur ekki talist til jafns við það að vera með skyn - og / eða hreyfihömlun og það veit vel sá sem hér skrifar því þetta eru að eins og aukverkanir hjá mér , sem hægt er að lifa með .
Er í raun hægt að tala um minnihluta félag þegar það er verið að tala um ein stærstu félagasamtök Íslands , sem 9% þjóðarinnar er aðili að ? Hvar er þessi samstaða sem formaður ÖBÍ talar um í grein sem hún lét vinna fyrir sig og er birt í Fréttablaðinu , ? Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í , annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar . Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands , sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna . Formaður SEM , Arnar Helgi Lárusson , formaður MND – félags Íslands , Guðjón Sigurðsson og varaformaður Sjálfsbjargar , Bergur Þorri Benjamínsson , áttu fund með umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis miðvikudaginn 22. apríl . Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum . You need JavaScript enabled to view it . En til þess að kvartanir uppfylli skilyrði MVS þurfa að fylgja teikningar af viðkomandi húsi og ýmis fylgigögn . En þar má nefna jafningjafræðsla á Grensás , herbergi til leigu , íþróttastyrkur og baráttu í aðgengismálum . Engar breytingar urðu á stjórn SEM , en í H-SEM kom Aðalbjörg ný inn sem varamaður í stað Ágústu sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu . Við ætlum að nýta okkur þá jákvæðu tóna sem eru í Eurovisionlagi Pollapönkaranna þar sem í textanum segir ; „ Burt með fordóma " . Buffið verður með áletrun og marglitum táknmyndum meðal annars þeim sem sjást hér í bréfsefninu . Forgönguborðinn verður borinn fremst í okkar gönguhópi . Gerum daginn góðan og fáum fjölskyldu og vini til þátttöku . Ýtið á full-screen takkann i hægra horninu til þess að sjá myndina í fullri stærð Félagsmönnum SEM er boðið til veislu föstudaginn 25 apríl næstkomandi . You need JavaScript enabled to view it . fyrir 23 apríl .
eða síma 823-3007 og gefa mér svar um hvort þetta sé eitthvað sem þessir hópar vilja ræða frekar . Við hvetjum félagsmenn til þess að skoða tillöguna , bera hana saman við núgildandi samþykktir og koma með tillögur að breytingu ef eitthvað má betur fara . Um er að ræða 8 einstaklinga af báðum kynjum og með mismunandi hæð á mænuskaða . Þau verða hljóðrituð og upptökum eytt eftir að hafa verið afrituð orðrétt . Tekið skal fram að þátttakendum er ekki skylt að taka þátt í rannsókninni og geta hætt án útskýringa hvenær sem er . Arnar sagði frá örðugleikum sínum að fá bílastyrk fyrir lyftubíl . Að lokum var fjallað um aðgengismál á Reyðarfirði . Á fundinum kynnti stjórnin þau verkefni sem hún hefur unnið að það sem af er hausti . Kynning á „ Gott aðgengi / Access Iceland " Í ljósi þess að ég er lesblindur , ofvirkur og að öllum líkindum með athyglisbrest vil ég byrja á því að benda ykkur á það að ég hef alla ævi talið það vera kost frekar en ókost og hvað þá fötlun . Í dag upplifi ég mig ekki fatlaðan nema þegar aðstæður í þjóðfélaginu hvað varðar aðgengi og aðgang að réttum hjálpartækjum er skertur . Með því að breyta byggingarreglugerðinni með þeim hætti að hér væri hægt að byggja ódýrara og lélegra húsnæði sem myndi bara henta hluta þessa samfélags , værum við að fara að minnsta kosti 4 áratugi aftur í tímann . Sjúkraþjálfarar leiðbeina og aðstoða í tækjasalnum .
Hvað skildi vera langt síðan að það hefur verið byggt fjölbýlishús með mjórri gangi en það ? Í H-SEM tekur Arnar Helgi Lárusson við sem varaformaður . eða hingja í síma 588-7470 og panta einhverja af eftirfarandi vikum . Auk lömunar og skyntaps fylgja mænusköðum oft ýmis önnur líkamleg , sálræn og félagsleg vandamál . Makar eru velkomnir . Það skiptir engu hver hreyfihömlunin er , hverjum og einum leiðbeint sérstaklega út frá eigin hreyfifærni . Skráning er á www.hringsja.is eða í síma 510 9380 . SEM óskar Arnari Helga Lárussyni til hamingju með það ótrúlega afrek að hafa klárað heilt maraþon þann 18. ágúst síðastliðinn . Arnar Helgi , sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og fór 42,2 kílómetrana á 5klst og 8 mínútum , er eini Íslendingurinn sem vitað er af sem hefur afrekað þetta á óbreyttum , handknúnum hjólastól .
Sementsverksmiðjan ehf. hefur gefið út bæklinginn „ Þrýstingsöryggi “ á íslensku , en bæklingurinn fjallar um dælingu á sementi undir loftþrýstingi og öryggisatriði varðandi notkun slíkrar tækni . Bæklingurinn er upphaflega gefinn út af sænsku sementsverksmiðjunum Cementa AB , en hefur verið gefinn út á norsku í Noregi af Norcem AS . Norska útgáfan var síðan notuð sem fyrirmynd að íslensku útgáfunni . Tilgangur útgáfunnar er tvíþættur . Annars vegar er honum ætlað að miðla þekkingu um búnað og aðstæður sem allir notendur eiga að þekkja og eiga að fara eftir til þess að tæknin geti orðið eins örugg og mögulegt er . Í öðru lagi er útgáfa bæklingsins liður í því að auka ánægju viðskiptavina í samræmi við kröfur í ÍST EN ISO 9001 : 2015 . Í bæklingnum er gerð grein fyrir búnaði og öryggisatriðum sem huga þarf að þegar sementi er dælt úr sementsflutningabíl yfir í sementssíló hjá viðskiptavini . Bæklingnum verður til að byrja með dreift til viðskiptavina Sementsverksmiðjunnar , en seinna meir er gert ráð fyrir því að hann verði aðgengilegur á heimasíðunni sement.is
Nýtt þvottaplan Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður tekið í notkun nú um áramótin . Verksmiðjan hefur á undanförnum árum notast við þvottaplan sem staðsett var í framleiðsludeild fyrirtækisins en eftir að framleiðsludeildin var rifin þurfti að bregðast við og byggja nýtt þvottaplan . Þvottaplanið er notað til hreinsunar á sementsflutningabílum fyrirtækisins . Það er útbúið samkvæmt ströngustu kröfum þar sem tryggt er með efnis - og olíuskiljum að engin óhreinindi eða olíur berist út í umhverfið eða í niðurföll og út í sjó . Sementsflutningabílar Sementsverksmiðjunnar eru áberandi í umferðinni og mikilvægt er að þeir séu hreinir og fyrirtækinu til sóma . Kostnaður við byggingu plansins nam um 14 milljónum króna .
Jojo er tíu ára drengur í ungliðahreyfingu Adolfs Hitlers , svonefndri Hitlersæsku , þar sem ungdóminum er m.a. kennt að meðhöndla vopn og að gyðingar séu rót alls ills . Þegar Jojo , sem á sér ímyndaðan vin að nafni Adolf , uppgötvar dag einn að móðir hans hefur falið gyðingastelpu í húsi þeirra neyðist hann til að endurmeta allt sem hann hefur lært um nasisma . Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Toronto-kvikmyndahátíðinni og verðlaun bæði bandarísku kvikmyndastofnunarinnar ( AFI ) og samtaka bandarískra gagnrýnenda sem ein af tíu bestu myndum ársins . Myndin er tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna , sem besta mynd ársins . Leikstjórn Frumsýnd Aðalhlutverk Jojo er tíu ára drengur í ungliðahreyfingu Adolfs Hitlers , svonefndri Hitlersæsku , þar sem ungdóminum er m.a. kennt að meðhöndla vopn og að gyðingar séu rót alls ills . Þegar Jojo , sem á sér ímyndaðan vin að nafni Adolf , uppgötvar dag einn að móðir hans hefur falið gyðingastelpu í húsi þeirra neyðist hann til að endurmeta allt sem hann hefur lært um nasisma . Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Toronto-kvikmyndahátíðinni og verðlaun bæði bandarísku kvikmyndastofnunarinnar ( AFI ) og samtaka bandarískra gagnrýnenda sem ein af tíu bestu myndum ársins . Myndin er tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna , sem besta mynd ársins .
Stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna um jólin ! Sýnd með íslensku og ensku tali Leikstjórn Frumsýnd Lans Sterling er heimsins færasti njósnari og sérsveitarmaður og ef ekki væri fyrir hann þá væri einhver glæpamaðurinn fyrir löngu búinn að útrýma mannkyninu . Það má því segja að stórhætta skapist þegar nánasti samstarfsmaður Lans , ungur tækninörd að nafni Valtýr , breytir honum óvart í dúfu . Eftir að Valtýr breytir Lans í dúfu ( sem var reyndar dálítið Lans sjálfum að kenna ) verða góð ráð dýr því stórglæpamaðurinn illi og voldugi , Kiljan , er um það bil að fara að láta til skarar skríða gegn mannkyninu . Ljóst er að til að stöðva hann dugar ekki dúfa sem er ekki einu sinni búin að læra að fljúga – nema eitthvað meira komi til ! Stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna um jólin !
Kórnum í Kópavogi verður í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal , en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur . Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever : The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista . Bocelli fæddist 1958 á bóndabæ foreldra sinna í smábænum Lajatico , innan um vínekrurnar í Pisa héraði á Ítalíu . Árið 1996 gaf hann út lagið Con te Partirò ( og seinna meir kom lagið út í annari útgáfu ásamt Söruh Brightman undir nafninu Time to Say Goodbye ) og mátti heyra lagið mikið spilað í öllum heimshornum . Hann hefur alltaf reynt að breiða út boðskap jákvæðni , vonar og þrautseigju . Tónlist hans hefur snert huga og hjörtu fólks djúpt um allan heim og með baráttu sinni í góðgerðarmálum , hefur hann verið röddin sem gefur heiminum rödd . Miðinn kostar 12.990 kr. og einnig verður hægt að kaupa miða fyrir einn fylgdarmann á sama verði , 12.990 kr . Það eru nokkur hjólastólasvæði í boði . Til þess að kaupa hjólastólamiða þarf að hafa samband við Tix þegar forsalan eða almenna salan hefst með því að hringja í síma 551 3800 . Hvernig eru sætin í salnum ? Um sex verðsvæði er að ræða . Allir stólarnir eru góðir og verða sambærilegir stólar innan hvers verðsvæðis . Klukkan hvað byrja tónleikarnir , hvenær á ég að mæta ? Húsið opnar 18.30 og tónleikar hefjast 20.00 . Við mælum með að fólk mæti snemma . Já , það verður fatahengi á staðnum . Hvað get ég keypt marga miða í einu ? Þú getur keypt allt að 10 miða í einu en einungis á einu svæði , ef þú vilt kaupa miða á fleiri en einu svæði þarftu að fara í gegnum kaupferlið aftur . Get ég gefið miða sem gjöf ? Já , það er valmöguleiki í kaupaferlinu á Tix að fá miðana senda í gjafaöskju . Get ég breytt sætum eða uppfært tengiliðaupplýsingar eftir kaup ? Vinsamlegast hafið samband við miðasölu :
Allir stólarnir eru góðir og verða sambærilegir stólar innan hvers verðsvæðis . Klukkan hvað byrja tónleikarnir , hvenær á ég að mæta ? Þú getur keypt allt að 10 miða í einu en einungis á einu svæði , ef þú vilt kaupa miða á fleiri en einu svæði þarftu að fara í gegnum kaupferlið aftur . Get ég gefið miða sem gjöf ? Já , það er valmöguleiki í kaupaferlinu á Tix að fá miðana senda í gjafaöskju . Get ég breytt sætum eða uppfært tengiliðaupplýsingar eftir kaup ? Vinsamlegast hafið samband við miðasölu :
Bocelli fæddist 1958 á bóndabæ foreldra sinna í smábænum Lajatico , innan um vínekrurnar í Pisa héraði á Ítalíu . Hann gaf næst út plötuna Romanza sem sló öll met . Tónlist hans hefur snert huga og hjörtu fólks djúpt um allan heim og með baráttu sinni í góðgerðarmálum , hefur hann verið röddin sem gefur heiminum rödd .
19,990 kr. fyrir sitjandi C svæði . 24,990 kr. fyrir sitjandi B svæði . Þessir aðilar kaupa oft fjölda miða og gerir það raunverulegum aðdáendum erfitt að fá miða á uppsettu verði . Þegar þú mætir á tónleikana þarft þú og aðrir sem þú kaupir miða fyrir ( hámark átta samtals ) að koma á sama tíma . Hversu marga miða má ég kaupa ? En við erum fleiri en átta , hvað gerum við þá ? Hverjar eru aðgangsreglurnar ? Ég finn ekki staðfestingarpóstinn minn Leitaðu fyrst í tölvupósthólfinu þínu undir Tix.is . Endilega skoðaðu heimasíðuna vel til þess að sjá hvaða úrræði eru í boði . Búist er við því að miðar seljist hratt og við viljum að allir gangi greiða leið í gegnum kaupferlið . Kaupið miða einungis í gegnum Tix.is , eina viðurkennda söluaðilann ( ath. miðar keyptir í gegn um Icelandair eru einnig gildir ) Tryggðu að info@tix.is geti sent þér pósta með því að vista þau sem þekktan tengilið í tölvupóstforritinu þínu .
Hann gaf út sína fyrstu plötu American Teen árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke , sem einnig sló rækilega í gegn . Þegar þetta er skrifað er Khalid fimmti mest spilaði tónlistarmaður veraldar á Spotify þessa stundina . Hann er nú í tónleikaferðalagi um hnöttinn þar sem hann spilar á mörgum stærstu tónleikastöðum og tónlistarháiðum heims , með viðkomu í Laugardalshöll .
Frumgreining og ítarleg athugun með vitsmunaþroskamati og tilvísun í frekari úrræði þegar á við . Tökum við að okkur verkefni sem snúa að forsjár - og umgengnimálum , forsjárhæfnimat , tengslamat , talsmenn í barnaverndarmálum og fleira . Handleiðsla fyrir sálfræðinga , félagsráðgjafa , kennara og annað fagfólk . Sálfræðingar Sentiu geta mætt með foreldrum á skólafundi eða fundað með öðrum fagaðilum eða stofnunum .
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast ævintýraheimi fyrir alvöru . LARP eða kvikspuni er frábær skemmtun þar sem hlutverkaspilin verða að veruleika . Þú færð tækifæri til þess að fara í karakterhlutverk og hugsa því á annan hátt en þú ert vön / vanur . Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri ( 18 + ) sem hafa áhuga á að læra allt um þetta frábæra áhugamál , kynnast skemmtilegum félögum og að fara út úr þægindarammanum . Karakters - og vopnagerð ásamt bardagaþjálfun . Að loknu námskeiðinu er hægt að byrja að LARPa sjálfstætt með öðrum hópum . LARPið sjálft er um helgina laugardag og sunnudag frá Innifalið í verðinu er allt í vopnagerð og snarl yfir LARP dagana .
Dagsetning : 21. janúar 2020 á þriðjudögum kl 17 - 19 og er í 10 skipti . Verð : 58.000 , - kr ( hægt er að nota frístundarkort ) Námskeiðið er sérsniðið að þörfum unglinga sem eiga erfiðara með að funkera í stórum hópum eða þurfa meiri aðstoð . Uppsetningin er sú sama og á hefðbundnu 10 vikna námskeiðunum en verður utanumhald mun þéttara og helmingi færri þátttakendur . Dagsetning : 23. janúar 2020 á fimmtudögum kl 17 - 19 og er í 10 skipti . Fyrir 10 til 18 ára frá kl 12.00 - 16.00 58.000 , - kr fyrir bæði námskeiðin . Aldur skiptir því ekki máli og enn skemmtilegra er þegar spilendur eru ólíkir . Upplagt fyrir einstaklinga , félaga , hópa , unga sem aldna . Sendið skráningu með viðeigandi upplýsingumhér efst á síðunni , raðað verður í litla hópa og haft verður samband við ykkur . Dagsetning : Auglýst síðar ( helgarnámskeið 10 klst ) . Dagsetning : 20. og 22. janúar 2020 ( 2 hópar 8 skipti vikulega ) frá kl 17.00 - 20.00 Námskeiðið er ætlað ungmennum sem hefur áhuga á að kynnast alvöru ævintýraheimi . LARP eða kvikspuni er frábær skemmtun þar sem hlutverkaspilin verða að veruleika . Búningagerð snýst fyrst og fremst um hlutverkaleik og notum við mikið af því sem þegar er til heima hjá ykkur . Frábært tækifæri til þess að taka þátt í spunaspili í raunheimum . Sálfræðingarnir sem koma að námskeiðinu eru sérhæfðir í ýmsum meðferðum , t.a.m. dílaektískri hugrænni meðferð , núvitund og fleiru . Vegna mikillar eftirspurnar þá höfum við ákveðið að halda námskeið í anda Noobs fyrir fullorðna ! Farið verður yfir helstu viðfangsefni nördamennskunnar og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi . Einstakt tækifæri til þess að komast inn í heim nörda og hugsandi fólks . Um er að ræða tvö námskeið þar sem annað er í samstarfi við Einhverfusamtökin .
Skráning er hér til hægri og í kjölfarið færðu senda staðfestingu um þátttöku og upplýsingaskjal . Allar upplýsingar um námskeiðin eru að finna hér fyrir neðan og á facebook . Ef þú vilt heyra í stjórnanda eða frekari upplýsingar sendu okkur tölvupóst á nexusnoobs@gmail.com Ath fylla þarf út í alla reiti - Soffía Elín sálfr. er eini viðtakandi .
Soffía Elín hefur rekið Sentiu Sálfræðistofu allt frá árinu 2011 og þjónustan verið í upphafi sniðin að ungu fólki og fjölskyldum þeirra . Mikið samstarf er við aðra reynda meðferðaraðila og barna / geðlækna . Sentia hefur í dag aðsetur hjá Lækninga - og Sálfræðistofunni í Skipholti 50C 2. hæð en á stofunni starfa bæði reyndir sálfræðingar og geðlæknar . Soffía Elín starfaði sem skólasálfræðingur í Ástralíu í tveimur grunnskólum í Sydney þar sem samfélagsaðstæður voru mjög krefjandi og vandkvæði því oft flókin . Starfaði hún jafnframt á sálfræðiklíník í Sydney við greiningar á frávikum í þroska , hegðun og líðan barna og unglinga . Meðal handleiðara voru Tim Hannan klínínskur taugasálfræðingur og Dr. Patsy Tremayne íþróttasálfræðingur og prófessor . Soffía Elín hefur einnig góða reynslu af velferðargeiranum á Íslandi . Starfaði hún í hátt þrjú ár sem sálfræðingur Barnaverndar Reykjavíkur og kom þar að fjölbreyttum verkefnum sem snéru að meðferðar - og greiningarvinnu barna og unglinga ásamt handleiðslu við kyn - og fósturforeldra . Vann hún mikið með fósturteymi barnaverndar þar sem hún fylgdi börnum vel eftir sem voru fóstruð . Hefur hún einnig starfað sem skólasálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts sem og í Garðabæ . Önnur starfsreynsla snýr að störfum á Landspítala Íslands með fólki með geðrænan vanda , atferlismótun með einhverfum börnum , félagsleg úrræði fyrir unglinga og atferlismótun með grunnskólabörnum svo eitthvað sé nefnt . Soffía Elín er sérhæfð í sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni þá bæði hvað varðar meðferð og greiningu á frávikum í þroska , hegðun og líðan hjá börnum , unglingum og ungmennum . Soffía Elín vinnur mikið með sjálfsstyrkingu og sjálfsmynd , ákveðni - og félagsfærniþjálfun , forsjár - og umgengnismál , stuðningsúrræðum fyrir fósturbörn o.fl . Hefur réttindi á að framkvæma sálfræðiathuganir og greiningar , forsjárhæfnimat , talsmaður í málefnum barna og unglinga o.fl . Soffía Elín leggur stund a Doktorsnám við Háskóla Ísland og rannsakar fósturbörn . Lauk hún mastersgráðu í skóla - og þroskasálfræði við Western Sydney University ( WSU ) Ástralíu og bachelorgráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands . Hefur hún stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands af hagfræðibraut . Námskeið og fyrirlestrar Soffía Elín hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem snúa að þroska , hegðun og líðan barna og unglinga ásamt meðferðarúrræðum fyrir fullorðna .
Nú hefur stórt skref verið tekið í Sérefnum . Við vorum að undirrita samning að glænýju húsnæði fyrir starfsemina að Dalvegi 32 og stefnum á að flytja stóran hluta hennar þangað í apríl 2020 . Dalvegurinn er hugsaður sem verslun fyrir alla , almenning sem fagmenn . Jafnframt verður fallega verslunin okkar og skrifstofa áfram starfrækt í Síðumúla 22 . Það eru spennandi tímar framundan hjá Sérefnum í upphafi nýs áratugar .
ORAC DECOR í Belgíu er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hágæða skrautlistum og rósettum . Fyrirtækið selur vörur sínar í yfir 50 löndum víðs vegar um heiminn . Auðvelt er að vinna með listana frá ORAC DECOR . Þeir eru sterkir og meðfærilegir og henta jafnt í nútímaleg hús sem eldri gerðir hýbýla . Fyrst og fremst gera þeir rýmin hlýlegri og glæsilegri . Hægt er að mála ORAC DECOR lista og rósettur með öllum gerðum af innimálningu . Í Sérefnum fæst allt sem þarf til uppsetningar , s.s. lím , kítti og verkfæri . Í versluninni í Síðumúla hefur úrval af rósettum , gólflistum , vegglistum , loftlistum og ljósalistum verið sett upp til sýnis . Ótal möguleikar eru á útfærslum . Fyrir utan hefðbundnar staðsetningar lista efst og neðst á veggjum má t.d. nota þá til að skipta upp veggjum , búa til fulningar á hurðir , fella lýsingu á bak við , sem og fela leiðslur og rör .
HÉR getur þú skoðað þúsundir lita úr litakerfinu okkar : Í Sérefnum notum við mest okkar eigið litakerfi – ACC-litakerfið – við að lita málningu , en það gefur möguleika á um 2 MILLJÓNUM LITA þó raunhæfur fjöldi sé um ein milljón . Augað greinir nefnilega misvel suma liti nema við ákveðin skilyrði . ACC-kerfið er þróað út frá öðrum viðmiðum en NCS-kerfið ( sem flestir málningarsalar á Íslandi nota ) og eru t.d. notaðar aðrar litapöstur . Þetta þýðir að ef litir frá okkur eru skannaðir og blandaðir í öðrum litavélum en okkar verður niðurstaðan aldrei alveg sú sama . Nákvæm samsvörun milli litakerfa er einfaldlega ekki til . En þó ACC sé okkar aðalkerfi getum við líka litað málningu úr öllum öðrum litakerfum , NCS þar með talið . Mundu samt að litir eru ekki nákvæmir í tækjunum því skjáir hafa mismunandi birtu - og litastillingar . Þá opnast lita-appið .
Afhendingartími 10 - 14 dagar frá staðfestri próförk . Vönduð drykkjarflaska úr hágæða ryðfríu stáli sem heldur drykknum köldum í allt að 24 tíma og heitum drykkjum heitum í allt að 12 tíma ! Flaskan er 500ml. að stærð og kemur í 4 fallegum litum . Áferð flöskunnar er mött til að tryggja góða endingu . Áferðin gefur aukið grip og flaskan kemur með loki sem er „ leak proof “ . Persónuleg jólagjöf m / nafni eða texta – 4 fallegir litir í boði .
Með styttri kylfum eykst spuninn þegar slegið er inn á flöt . Kylfingar ná betri stjórn á öllum höggum og ekki síst við flatirnar .
Pro V1 x 2019 – Betri nákvæmni , meiri stöðugleiki , enn meiri boltahraði . Gæða golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul . Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt .
um einkaeign á hafsvæðinu í netlögum og að sjávarjörðum fylgir eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild Með vísan til meginreglna íslensks réttar um réttaráhrif friðlýsinga og lögfestna , sbr. m.a. 16. og 17. kap . landleigubálks Jónsbókar , og með vísan til samkvæmrar dómiðkunar frá ómunatíð og neðangreindra tilvitnana í sett lög , þá kunngjörist hér með og tilkynnist : Eigendur sjávarjarða eiga eignarréttarlega hlutdeild í sjávarauðlindinni og beinan eignarrétt að fiskveiði í netlögum sem er varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar . Eigendur sjávarjarða eiga ítaksrétt til veiða í fiskhelgi utan netlaga og á hefðbundnum miðum , sem jafna má til afréttarréttinda og er því eignarréttarlegs eðlis og varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar . Sjávarjarðir á Íslandi eiga og hafa frá ómunatíð átt hlutdeild í sjávarauðlindinni . Eignarhlutdeild þessi byggist í fyrsta lagi á netlögum , sem er ákveðið svæði í einkaeign í sjó út af landi ( samanber meðal annars 3. kapítula rekabálks Jónsbókar frá 1281 , 3. gr. tilskipunar um veiði á Íslandi frá 20. júní 1849 , 1. gr. laga nr. 39 / 1914 um beitutekju , 4. og 5. gr. vatnalaga nr. 15 / 1923 , 14. , 72. , 77. , og 96. gr. laga nr 76 / 1970 um lax og silungsveiði , 1. og 2. gr. laga nr. 73 / 1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins , 1. gr. laga nr. 64 / 1994 um fuglaveiðar , 1. og 2. gr. laga nr. 57 / 1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og 1. gr. laga nr. 13 / 2001 um leit , rannsóknir og vinnslu kolvetnis ) . Vísað er til þess , að með lögum um stjórn fiskveiða hefur eigendum sjávarjarða verið einhliða meinað að nýta þessa eign sína , án þess að fullt verð hafi komið fyrir , samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og án þess að friðunarástæður eða önnur haldbær lagarök fyrir takmörkun eignarréttinda séu fyrir hendi . Alþingi Íslendinga , sjávarútvegsnefnd Einar K. Guðfinnsson , formaður Austurstræti 8 – 10 150 Reykjavík 4. febrúar 2002 Málefni : Réttindi sjávarjarða til útræðis og eignarhlutdeildar í landhelginni og sjávarauðlindinni . Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða hefur ítrekað minnt á meginmarkmið félagsins sem eru : Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í lögum um stjórn fiskveiða . Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga , sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild , verði virt og í heiðri höfð . Þessi markmið voru kynnt sjávarútvegsnefnd Alþingis með bréfi dagsettu 27. júlí 2001 og öllum alþingismönnum með bréfi dagsettu 16. október 2001 . Jafnframt óskuðu Samtökin eftir því að nefnd sú , sem starfaði á síðasta ári að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða , tæki óskir Samtakanna inn í tillögur sínar . Endurskoðunarnefndin tók málið til umfjöllunar og fékk Skúla Magnússon , lektor , til þess að gera álitsgerð um kröfur Samtaka eigenda sjávarjarða . Meirihluti nefndarinnar hafnaði síðan kröfum Samtakanna og byggði niðurstöðu sína á álitsgerð Skúla Magnússonar , lektors . Samtök eigenda sjávarjarða telja , að þótt margt sé ágætt í álitsgerð Skúla Magnússonar , lektors , þá orki annað tvímælis og sumt sé beinlínis ekki rétt . Í ljósi þess var leitað til Más Péturssonar , hrl. , og hann beðinn að gefa lögfræðilegt álit á réttarstöðu eigenda sjávarjarða og kröfugerð samtaka þeirra og fjalla á faglegan hátt um þau atriði í álitsgerð Skúla Magnússonar , lektors , sem orkuðu tvímælis eða kynnu að vera röng . Álitsgerð Más Péturssonar , hrl. , liggur nú fyrir og fylgir hér með . Þar er á augljósan hátt sýnt fram á það að sjónarmið Samtaka eigenda sjávarjarða eru réttmæt . Það er eindregin áskorun okkar að þess verði gætt á Alþingi , í umfjöllun um stjórn fiskveiða og við lagasetningar í því sambandi , að eignarréttindin verði í heiðri höfð og að útræðisréttur jarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiðilögum . Málefni : Réttindi sjávarjarða til útræðis og eignarhlutdeildar í landhelginni og sjávarauðlindinni . Við viljum vinsamlegast vekja athygli ykkar á því að 5. júlí sl. stofnuðu eigendur sjávarjarða á Íslandi til formlegs félagsskapar . Félag þetta hlaut heitið „ Samtök eigenda sjávarjarða “ . Stofnaðilar voru um 500 . Markmið samtakanna er : § Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða . § Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga , sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild , verði virt og í heiðri höfð . Við vekjum athygli ykkar á ; 1 ) Að frá ómunatíð hafa sjávarjarðir á Íslandi átt rétt til útræðis bæði innan sem utan netlaga jarða . 2 ) Að sjávarjarðir eiga tiltölulegan eignarrétt í óskiptri sjávarauðlindinni . Með vísan til hreyfinga sjávar og samgangs jurta - og dýralífs milli strandsvæða og dýpri sjávar . Auk þess er netlagasvæðið hluti af landhelginni . 3 ) Að flestum útræðisjörðum tilheyra einnig ákveðin sjávarmið . 4 ) Að Alþingi hefur ekki haft löglegt umboð eða heimild til að ráðstafa þessum eignarréttindum með lagasetningum . 5 ) Að ekki er vitað til þess að eigendur þessara réttinda hafi afsalað þeim . Hvað varðar þessi eignarréttindi er vísað í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu , um að menn hafi rétt til að njóta eigna sinna í friði , sem fulltrúar íslenska lýðveldisins undirrituðu 19. júní 1953 , sem gekk í gildi gagnvart Íslandi 3. september 1953 og var síðan tekin upp í stjórnarskrá lýðveldisins 1994 . Þegar lög voru fyrst sett um stjórn fiskveiða árið 1983 , fyrst og fremst í þeim tilgangi að stuðla að verndun nytjastofna , var reiknað með því að þau yrðu tímabundin . Forn eignarréttindi geta ekki horfið með setningu laga um stjórn fiskveiða . Ekki var við þá lagasetningu farið að lögum um framkvæmd eignarnáms nr. 11 frá 1973 . Nú hafa mál þróast svo , að ákveðnir aðilar hafa , að því er virðist „ eignast “ réttinn til fiskveiða í sjó við Ísland án þess að eiga þennan rétt í raun . Staðreyndin er sú að þessi réttur er , að hluta til , í eigu annarra aðila , eða eigenda sjávarjarða eins og fyrr er greint frá . Bent skal á að Bændasamtök Íslands hafa beitt sér í máli þessu og skal minnt á ályktun Búnaðarþings sem er eftirfarandi : „ Búnaðarþing 1999 fer þess á leit við stjórn B.Í. að hún leiti leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum “ . Sjónarmiðum Samtaka eigenda sjávarjarða var komið á framfæri við nefnd þá sem starfaði að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða . Nefndin tók ekki tillit til sjónarmiða Samtakanna . Fram hefur komið að mál þessi verða á dagskrá Alþingis á næstunni . Það er eindregin ósk Samtaka eigenda sjávarjarða að eignarréttindi þeirra séu virt og að Alþingi Íslendinga sjái til þess að við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði þessi mál leiðrétt í samræmi við rétt til eigna og íslensk lög . Virðingarfyllst , f.h . Samtaka eigenda sjávarjarða . _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ Ómar Antonsson , formaður Alþingi Íslendinga , sjávarútvegsnefnd , Austurstræti 8 - 10 , 101 Reykjavík . Málefni : Réttindi sjávarjarða til útræðis og eignarhlutdeildar í landhelginni og sjávarauðlindinni . Það tilkynnist sjávarútvegsnefnd Alþingis hér með að 5. júlí sl. stofnuðu eigendur sjávarjarða á Íslandi til formlegs félagsskapar . Félag þetta hlaut heitið „ Samtök eigenda sjávarjarða “ . Stofnaðilar eru um 500 . Markmið samtakanna er : – Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða . – Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga , sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild , verði virt og í heiðri höfð . Hér með tilkynnist sjávarútvegsnefnd Alþingis að sjávarjarðir á Íslandi eiga frá ómunatíð rétt til útræðis bæði innan sem utan netlaga jarða . Auk þess eiga þær tiltölulegan eignarrétt í óskiptri sjávarauðlindinni . Flestum útræðisjörðum tilheyra einnig ákveðin sjávarmið . Alþingi hefur ekki haft löglegt umboð eða heimild til að ráðstafa þessum eignarréttindum með lagasetningum . Ekki er heldur vitað til þess að eigendur þessara réttinda hafi afsalað þeim . Hvað varðar þessi eignarréttindi er vísað í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu , um að menn hafi rétt til að njóta eigna sinna í friði , sem fulltrúar íslenska lýðveldisins undirrituðu 19. júní 1953 , sem gekk í gildi gagnvart Íslandi 3. september 1953 og var síðan tekin upp í stjórnarskrá lýðveldisins 1994 . Þegar lög voru fyrst sett um stjórn fiskveiða árið 1983 , fyrst og fremst í þeim tilgangi að stuðla að verndun nytjastofna , var reiknað með því að þau yrðu tímabundin . Forn eignarréttindi geta ekki horfið með setningu laga um stjórn fiskveiða . Ekki var við þá lagasetningu farið að lögum um framkvæmd eignarnáms nr. 11 frá 1973 . Nú hafa mál þróast svo , að ákveðnir aðilar hafa , að því er virðist „ eignast “ réttinn til fiskveiða í sjó við Ísland án þess að eiga þennan rétt í raun . Staðreyndin er sú að þessi réttur er , að hluta til , í eigu annarra aðila , eða eigenda sjávarjarða eins og fyrr er greint frá . Bent skal á að Bændasamtök Íslands hafa beitt sér í máli þessu og skal minnt á ályktun Búnaðarþings sem er eftirfarandi : „ Búnaðarþing 1999 fer þess á leit við stjórn B.Í. að hún leiti leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum “ . Það er krafa eigenda sjávarjarða að eignarréttindi þeirra séu virt og að Alþingi Íslendinga sjái til þess að við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði þessi mál leiðrétt í samræmi við rétt til eigna og íslensk lög . Samtök eigenda sjávarjarða óska vinsamlegast eftir efnislegu svari sem fyrst . A. Niðurstöður : Varðandi þau lögfræðilegu álitaefni sem mestu máli skipta , og Endurskoðunarnefndin fjallar um í forsendum sínum fyrir því áliti sínu að eigi sé ástæða til að breyta lögum um um stjórn fiskveiða vegna réttinda eigenda sjávarjarða , er niðurstaða mín þessi : 1 . Eignarréttur fyrnist ekki . Fyrir liðin ár eiga eigendur sjávarjarða bótakröfur . Í hugtakinu útræði eða útræðisréttur sjávarjarða felst í fyrsta lagi einkaréttur landeiganda til veiða í netlögum og í öðru lagi sérstakur réttur til að veiða í fiskhelgi og á hefðbundnum nálægum miðum utan netlaga . Um fyrningu þessa veiðiréttar að því er varðar fiskhelgi utan netlaga og hefðbundin mið er það sama að segja og um fyrningu veiðiréttar í netlögum , eignarréttindi fyrnast ekki , svo og um fyrningu bótakrafna . Ég fæ ekki með nokkru móti annað séð en að þær verði að teljast bæði rangar og villandi , svo sem nánar verður rökstutt í síðari þætti á bls. 7 og áfram . Þar sem Endurskoðunarnefndin byggir , sem fyrr er greint , alfarið á áliti lektorsins , tel ég ljóst að nefndin hafi byggt á röngum forsendum vegna rangrar og villandi ráðgjafar . Ég mæli ekki með dómstólaleið fyrr en fullreynt er að lagabreyting náist ekki fram . Þar eru kvótadómarnir víti til varnaðar . Dómstólaleiðina verður þó að fara ef allt um þrýtur . Þá þyrfti mörg rándýr möt , þar á meðal mat eða álitsgerð um þá málsástæðu að sjórinn og lífríki hans innan og utan netalaga sé ein hreyfanleg heild og sjávarauðlindin þegar af þeirri ástæðu sameign sem bændur á sjávarjörðum eigi hlutdeild í til samræmis við sinn séreignarhlut . Líklega þyrfti af réttarfarsástæðum að reka mörg prófmál samhliða og jafnvel hvert málið á fætur öðru . En á það er að líta að það eru ekki fébætur sem eigendur sjávarjarða eru að sækjast eftir . Einhverjar fébætur fullnægja ekki þeim tilgangi sjávarbænda að styrkja byggðina og vinna gegn byggðaröskun með því að viðhalda þeim hlunnindum sem útræðið er og hefur alla tíð verið . Og hverskonar baráttu mundi það kosta eigendur sjávarjarða að koma í veg fyrir að Alþingi ónýtti að meira eða minna leyti væntanlegan viðurkenningardóm með einhverskonar nú ófyrirséðri löggjafarfléttu ? Það er mín persónulega skoðun nú , en ég tek fram að ég áskil mér rétt til að falla frá þeirri skoðun ef bent verður á betri leiðir , að við úthlutun kvóta , eftir atvikum sóknardaga , til sjávarjarða ( ekki sjávarbænda sbr. úthlutun á skip en ekki útgerðarmann ) mætti m.a. : 1 ) framreikna matsliðinn útræði í fasteignamati jarðar til núverandi verðlags og deila í þá fjárhæð raunvirði ( ekki gangverði sem er jaðarverð ) þorskígildiskílós , þá kæmi út fjöldi þorskígilda , sem líta mætti til við úthlutun , 2 ) líta til árlegrar meðalhlutdeildar eigenda útræðisréttar sjávarjarða í heildarafla landsmanna á því tímabili sem teldist samanburðarhæft . Nútímalegar aflaskýrslur ná nokkuð langt aftur , a . m. k . Lok hins samanburðarhæfa tímabils sýnast vera þegar löggjafinn tók að skerða útræðisréttinn með löggjöf , sem beitt var þannig að fór í bága við stjórnarskrá . Í síðasra lagi 1990 en þó fremur 1984 , jafnvel 1934 þegar grásleppulögin voru sett . Það munaði um að koma í gagnið aftur nýtingu mikilvægra hlunninda á allt að 1090 sjávarjörðum . Mörg rök hníga að því að útæðisjarðakvótinn yrði mun auðveldari í framkvæmd og líklegri til langlífis en sá vísir að byggðakvóta sem nú er verið að prófa sig áfram með . Eftirliti yrði að koma á . Meðan núverandi ástand ríkir væri eðlilegt að sjávarbændur reyndu að verja a . Ennfremur að bændur tryggðu sér sönnun fyrir óheimilum veiðum , kölluðu til lögreglu eða kölluðu til votta og tækju ljósmyndir og kærðu veiðiþjófa þ.á m. grásleppuveiðimenn fyrir nytjastuld . 2 . Sjávarbændur eiga ítaksrétt til veiða í fiskhelgi utan netlaga og á hefðbundnum miðum , sem jafna má til afréttarréttinda og er því eignarréttarlegs eðlis og varinn af 72. gr. stjórnarskrár . Lífríkið og sjórinn innan og utan netlaga er ein hreyfanleg heild . Þetta er sérstök röksemd fyrir hlutdeild sjávarbænda í sameigninni sem nefnd er í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða . Síðari þáttur . Skilmerkilega er vísað til heimilda og geri ég þær tilvísanir að mínum til þess að spara pappírinn . Ég hef ekki rekist á að orðréttar tilvitnir lektorsins séu beinlínis rangar , utan tilvitnun í 2. kapítula rekabálks Jónsbókar í kafla 2.3 í álitsgerðinni , þar hefur fallið niður orðið „ flár “ sem gerir tilvitnunina að sjálfsögðu óskiljanlega . Segir að áskilnaður laga nr. 38 / 1990 um veiðiheimildir hafi í för með sér bann við veiðum úr tegundum bundnum heildaraflatakmörkunum án slíkra heimilda og er talið að þessum áskilnaði verði jafnað til eignarnáms samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár . „ Það er hafið yfir allan vafa og óumdeilt að landeigendur „ njóta almennt einkaréttar til fiskveiða innan netlaga jarða sinna . “ En hér verður að staldra við : Lokaorðin í hinni tilvitnuðu málsgrein eru kjarninn í álitsgerð hans . Eigendum sjávrjarða hefur aðeins verið meinuð tiltekin nýting fasteigna sinna . Eignarréttur landeiganda að veiðirétti í netlögum er óhaggaður . Lögin um stjórnun fiskveiða og önnur slík lög er tálmað hafa veiðum landeiganda í netlögum sínum eru ekki eignarnám . IV bls. 104 frá 1891 og Lyfrd . IX bls. 551 . Í síðari hluta 2. mgr. og 3. mgr. 14. kafla skýrslunnar segir : „ Í greinargerðinni segir að bótaskylda í einstökum tilvikum sé hins vegar háð því að sýnt sé fram á að framgreindar skerðingar hafi haft fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir landeiganda , en við mat á því verði að líta til fleiri atriða . Í fyrsta lagi verði að sýna fram á að tilteknar veiðar hafi farið fram eða gætu farið fram í netlögum jarðar með þeim aðferðum sem lög heimila . Sýna verður fram á að slíkar veiðar hafi verið svo miklar eða gætu verið svo miklar að unnt væri að stunda þær í atvinnuskyni , enda eru veiðar í tómstundum til eigin neyslu með handfærum áfram heimilar samkvæmt gildandi lögum . án þess að neitt sé fjallað um fjárkröfur . Krafa landeiganda til eignarnámsbóta gjaldfellur ekki fyrr en matsnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn . Samkvæmt þessu segir í greinargerðinni að landeigandi ætti yfirleitt að hafa fengið úthlutað veiðiheimildum í samræmi við þá hagsmuni sem hann hafði af tilteknum veiðum þannig að hann hafi áfram getað nýtt sér veiðirétt sinn innan netlaga jarðar sinnar . Í greinargerðinni segir að þótt veiðar í atvinnuskyni hafi ekki verið stundaðar í netlögum jarðar sé ekki hægt að útiloka að allt að einu sé hægt að sýna fram á að slíkar veiðar séu mögulegar og raunhæfar . Hversu margir af þeim 1090 sjávarbændum á sem áttu jarðir þar sem útræði var metið til verðs í fasteignamati fengu úthlutað veiðiheimildum í kvótabundnum tegundum ? Það hefði ráðjafi Endurskoðunarnefndarinnar þurft að athuga áður en hann setti fram fullyrðingar sínar um miklar líkur . Það mun sanni næst að við úthlutun veiðiheimilda var eignarréttur sjávarbænda algerlega fótum troðinn , það var farið að eins og þáverandi 67. gr. nú 72. gr. stjórnarskrár væru ekki til . Af þeim ástæðum sem að framan greinir verði hins vegar að teljast ólíklegt að unnt sé að sýna fram á bótaskyldu í einstökum tilvikum svo og að slíkur bótaréttur sé ekki fallinn niður fyrir fyrningu . “ Hér skýtur lektorinn framhjá markinu . Ef eigendur útræðisréttar sjávarjarða hafa í einhverjm tilvikum fengið úthlutað kvóta , yrði óhjákvæmilega tekið tillit til þess við úthlutun á grundvelli nýs lagaákvæðis þar sem útræðisrétturinn væri viðurkenndur . „ Um það atriði hvort eigendur sjávarjarða geti í einhverjum tilvikum átt rétt til fiskveiða utan netlaga sem teljist eign þeirra samkvæmt 72. gr. stjórnarskrá segir í greinargerðinni að með hliðsjón af því hvernig staðið hafi verið að úthlutun veiðiheimilda og öðrum takmörkunum á fiskveiðirétti í sjó verði að teljast líklegt að tekið hafi verið nægt tillit til hagsmuna útgerðarmanna sem stunduðu veiðar þegar þessar takmarkanir voru teknar upp . Lagaákvæðin um fiskhelgi og rekamörk eru í rekabálki Jónsbókar einkum í kap . Í 9. mgr. 14. kafla á bls. 66 segir : „ Í greinargerðinni segir að svonefndur útræðisréttur sjávarjarða vísi til nota af þeirri aðstöðu í landi sem nauðsynleg var útgerð fyrr á tímum , svo sem lendingu eða höfn . Þessi útræðisréttur landeiganda hafi ekki haggað meginreglu íslensks réttar um almannarétt til veiða utan netlaga . Þær reglur sem settar hafi verið á síðustu áratugum um fiskveiðistjórn hafi því með engum hætti skert útræðisrétt sjávarjarða þótt gera megi ráð fyrir að þessi réttur hafi ekki þá fjárhagslegu þýðingu sem hann hafði fyrr á tímum sökum breyttra atvinnuhátta og uppbyggingar hafna í þéttbýli . Hvernig stendur t.d. á því að útræði er ekki metið eða lágt metið sem hlunnindi og til verðs á ýmsum sjávarjörðum þar sem þó var og er ágæt lending og öll aðstaða í landi til útgerðar ágæt en fiskimið léleg ? Þá skal dregið í efa að mannvirki í landi , sem helst voru þá einhver fiskbirgi og í einstaka tilvikum sjóbúðir , hafi verið metin undir matsliðunum útræði , það er nær lagi að fiskbirgi , fiskhjallar og annað þessháttar hafi verið talin til útihúsa jarðar og metin undir þeim matslið . Hvað landkosti snertir er Vatnsleysustöndin einhver rýrasta byggð á landi hér . Túnbleðlarnir eru ræktaðir upp á hrauni sem runnið hafði í sjó fram með fiskbeinum og þangi . Stóra-Vatnsleysa , Auðnir , Hvassahraun , Stóru-Vogar og fleiri jarðir voru metnar frá 20 og uppí 80 hundruð , eða svipað og meðal jarðir og uppí stórbýli í góðsveitum . Að lokum skal ítrekað að útræðisrétturinn er bæði eignarréttarlegur og atvinnuréttindi sem metin hafa verið til fjár og er því varinn bæði af 72. og 75. grein stjórnarskrár . Eignarréttindi geta fallið niður við hefðarhald annars manns . Hvað ósýnlegt ítak svo sem fiskveiðirétt varðar er hefðartími 40 ár , en til þess að annar maður vinni hefðarrétt þá þarf hann að hafa haft viðkomandi réttindi í útilokandi umráðum í hefðartíma fullan . Óþarft er að ræða frekar um hefðina því augljóst er að hún kemur þessu máli ekki við nema til skýringar á því hversu fráleitt er að 10 ára fyning eigi við um eignarrréttindi sem aldrei hafa yfirfærst eða fallið niður . Hafnarfirði 5. febrúar 2002 Már Pétursson . Ómar Antonsson greindi frá því , að hugmyndin að stofnun samtaka , til þess að endurheimta rétt sjávarjarða til sjávarins , hafi verið til umræðu í nokkur ár . Nefndin ákvað að boða til stofnfundar eins fljótt og unnt væri og hóf fljótlega að senda út undirskriftalista , þar sem hagsmunaaðilum jafnt sem áhugamönnum var gefinn kostur á að gerast stofnfélagar væntanlegra samtaka . Hlunnindi sjávarjarða og aðdragandi að stofnun félags . Haldinn var fundur hlunnindabænda um það 1998 og Búnaðarþing 1999 samþykkti eftirfarandi . “ Þá fjallaði hann um helstu hlunnindi jarða á Íslandi . Hver á þjóðfélagið . Í erindi sínu rakti hann m.a. að allt frá landnámi og í eitt þúsund ár giltu tvær megin reglur um yfirráð yfir landi , þ.e. einkaréttur og almenningur . Hann mælti að lokum með því að tilvonandi félag mundi vinna sem nánast og mest með samtökum bænda . 4 . Erindi dr. Ole Lindquist . Inngangur . Um óðalsskipulagið og lénsskipulagið . Reyndar er ég hissa á hversu lítið þetta áhugaverða efni hefur verið rannsakað . Þetta ágripskennda erindi mun ég takmarka við tímabilið 800-1300 . Menn gátu eignast ítök með kaupum eða samkvæmt hefð , þ.e. óumdeild og samfelld notkun í ákveðinn árafjölda . Önnur réttarskipan , lénsrétturinn , þróaðist í Suður - og Vestur-Evrópu eftir fall Vest-rómverska ríkisins ( um 400 e.Kr. ) . Megin hugmynd hennar var að konungurinn væri skipaður af guði og ætti ríki sitt allt , ráðstafaði öllum löndum og gæðum innan þess og stjórnaði þegnunum . Býli og hlunnindi hvers konar þáðu menn einungis að láni , beint eða óbeint úr hendi konungs , samkvæmt leyfisbréfi og gegn afgjaldi eða þjónustu . Árið 804 sigraði hann Saxa og náði stórveldi hans þá norður að Danavirki . Á þessum tíma ruddi lénsrétturinn sér einnig til rúms á Englandi þótt ekki þróaðist lénsskipulagið af krafti þar fyrr en á 10. og 11. öld . Og eins um að Torf-Einar jarl hafi eignaðist öll óðu 1 í Orkneyjum ? Um þetta hafa verið settar fram tvær megin kenningar : Annars vegar að Haraldur hárfagri hafi framkvæmt forngermanska hugmynd um að konungur ætti land og þegna ( sbr. ÍF 26 , 1979 : lxiv ) sem flestir fræðimenn álíta staðleysu og er ég sömu skoðunar ; Hins vegar að um væri að ræða nýja skatta er mönnum hafi þótt illt að una við og væri líkt og að þeir væru sviptir eign sinni ( sbr. Sigurðu Nordal , 1933 , ÍF 2 , 1979 : 1 lf ) . Sigurður Nordal ( ÍF 2 , 1979 : 12 ) var varkár í túlkun sinni þegar harm sagði ( 1933 ) : „ En enginn vafi leikur á , að höfundur Egils sögu og Snorri hafa skilið orðin á þann veg , að konungur hafi slegið eign sinni á allt land , og verður ekki rengt , að það haft getað átt sér stað . “ Yfirleitt vörðust óðalsbændur öldum saman , en konungur og vaxandi aðall , sem eftir kristnitöku nutu liðveizlu kirkjunnar , komu þeim oftast á hné , í mismiklu mæli þó í hverju landi um sig miðað við aðstæður . glærur …… , Íslendingasögur 1 , 1968 : 8 – [ ÍF 2 , 1979 : 1 lf ] . “ Þá er Haraldr konungr herjaði land ok átti orrostur , þá eignaðisk han svá vendiliga allt land ok oll óðu 1 – bæði byggðir ok , sætr ok úteyjar eignaðisk hann , svá markir allar ok alla auðn landsins . ( Flateyjarbók , 3. kap , 1 , 1944 : 41 ) . “ Haraldur konungun setti þann rétt , allt þar er hann vann ríki undir sig , að hann eignaðist óðu 1 öll og lét alla búendur gjalda sér landskyldir , bæði ríka og óríka . “ ( Haralds saga hárfagra , 6. kap . Noregs konunga tal , 3. kap . , ÍF 29 , 1984 : 70 ) . “ Einarr jarl bauzk til at halda einn upp gjaldinu og eignask óðu 1 þeira öll , en bændr vildu þat , því at inir auðgu hugðusk leysa mundu óðu 1 sín , en inir snauðu höfðu ekki fé til . Einarr greiddi upp gjaldit , og var þat lengi síðan , at jarlar áttu óðul oll , áður Sigurðr jarl gaf upp Orkneyingum óðu 1 sín . “ Túlkun mín er því að landnámsmen á Íslandi hafi strax um 900 - 930 sett á fót þá óðalsskipan í víðustu merkingu er forfeður þeirra höfðu búað við í Noregi . Umræður . Í upphafi umræðna var athygli fundarmanna vakin á því merkilega innleggi sem hér væri komið í málið . Og þar með að túlkun eigenda sjávarjarða á réttinum til sjávarins kæmi algjörlega heim og saman við upphaflegar leikreglur samfélagsins sem í raun væru enn í gildi . Netlög ; Innan þeirra á landeigandi allan rétt til allra nytja . Netlög ná 60 faðma ( 115m ) út frá stórstraumsfjörumáli . Félagið heitir ; Samtök eigenda sjávarjarða . Félagar geta þeir orðið sem ; a ) eiga og / eða nytja sjávarjarðir ; b ) eru áhugamenn um hlunnindarétt jarða . 3. gr . Tekna til starfsemi félagsins skal aflað með ; a ) félagsgjöldum sem ákveðin eru á aðalfundi félagsins hverju sinni ; b ) öðrum þeim aðferðum sem stjórn félagsins telur árangursríkar , enda sé slík ákvörðun kynnt á næsta aðalfundi félagsins . 5. gr . Stjórn félagsins skipa þrír menn og skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins , ásamt þrem varamönnum . Aðalfund skal halda árlega á þeim tíma sem best hentar hverju sinni , samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins . Á aðalfundi gerir stjórnin grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári og leggur fram tillögur til verkefna næsta árs . 8. gr . Þannig samþykkt á stofnfundi 5. júlí 2001 7 . Ákvörðun um árgjald . Kosning stjórnar , varastjórnar og endurskoðenda . Lögð var fram eftirfarandi tillaga um stjórnarmenn og endurskoðendur . Stjórn : Ómar Antonsson , Höfn , Hornafirði Á jörðina HornBjörn Erlendsson , Reykjavík . Önnur mál . Spurt var um upplýsingar til félagsmanna og tengsl þeirra við stjórn . Síðan yrða að athuga mjög fljótlega hvort leitað verður aðstoðar lögfræðinga . Ole Lindquist minnti á að Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur tillit til þess ef nytjastofnar alast upp í eignarlandi – innan netlaga . Þ.e. þá á eigandi uppeldisstöðvanna meiri rétt til almennra nytja en aðrir . Einnig að koma innkomnum félagalistum í skráningu og úrvinnslu , en BÍ hefur tekið það verk að sér . Eftirtaldir mættu til stofnfundarins : Ómar Antonsson , Höfn Kristján Hagalínsson , Akranesi Björn Erlendsson , Reykjavík Jón J. Eiríksson , Gröf Jóhann J. Ólafsson , Reykjavík Hallgrímur Þorsteinsson , Reykjavík Jónas Jóhannsson , Kópavogi Sigurður R. Þórðarson , Reykjavík Sigurgeir Þorgeirsson , BÍ Þorsteinn J. Þorsteinsson , Kópavogi Ole Lindquist , sagnfæðingur Kristinn Þór Egilsson , Hnjóti Árni Snæbjörnsson , BÍ Þorbjörn J. Einarsson , Reykjavík Kristleifur Indriðason , Hafnarfirði Hákon Erlendsson , Reykjavík Páll Þórðarson , Norðurkoti Haukur Einarsson , Reykjavík Sigurður K. Eiríksson , Bjarghúsum ( Norðurkot ) Margrét Einarsdóttir , Reykjavík Jónína Bergmann , Fuglavík Sigurður Filippusson , Dvergasteini Magnús Stefánsson , Nesjum Sigrún Halldórsdóttir , Reykjavík Keran St. Ólason , Breiðuvík Tómas Sigurpálsson , Götu Auk þeirra sem hér eru taldir , þá teljast þeir einnig stofnfélagar sem áður hafa skráð sig . Árni Snæbjörnsson og Björn Erlendsson , fundarritarar
Ekki er vitað á hvaða forsendum honum er heimilað að koma að þessum viðræðum . ET sagði netlög skapa eignarrétt , en ríkið má samt sem áður setja skilyrði um veiðar innan þeirra . Ofangreindir tveir aðilar , þeir Sigurgeir og Kolbeinn , hafa hvorki umboð né heimildir til að ræða alfarið veiðirétt makrílsstofnsins í sjávarauðlindinni umhverfis Ísland . Á þeim grundvelli byggir Ísland kröfu sína um hlutdeild í stofninum . Hann kemur að kjarna málsins í baráttu SES við ríkisvaldið í eftirfarandi setningu „ Ríkið fer þarna fram í valdi þess að vera hinn sterki og þeir sem eiga jarðirnar verða fyrir bótalausu eignarnámi vegna þess að þeir geta ekki varist ríkisvaldinu “ . Frú forseti . ………… en það gerir það ekki og torveldar það reyndar að nokkru leyti . Í umræðu hér síðustu daga um sjávarútvegsmál hefur verið rætt um það að hluti af svokölluðu veiðigjaldi eða auðlindarentu greinarinnar renni að einhverju leyti aftur til þeirra landsvæða þar sem auðlindarentan verður til . Áður fyrr , vegna þess að ekki voru til um það lög , var farið með kræklingarækt og aðra rækt eins og fiskeldi sem er allt annar hlutur . Sem dæmi má nefna að bæði Bændasamtökin og Samtök eigenda sjávarjarða gagnrýndu skilgreininguna á hugtakinu netlögog lögðu samtökin til að skilgreiningu frumvarpsins yrði breytt til samræmis við skilgreiningu laga um vernd , friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum . En í ljósi þessarar gagnrýni frá Samtökum íslenskra eigenda sjávarjarða , Bændasamtakanna og fleiri er ákaflega mikilvægt að Alþingi og ráðuneyti sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytisins hafi eitthvert frumkvæði að því og hv. sjávarútvegs - og landbúnaðarnefnd taki það til sín strax á næsta hausti . Samtök eigenda sjávarjarða ( SES ) vísa í neðangreinda skipulagsreglugerð nr. 90 frá 16. janúar 2013 , 1 . Reglugerðin nær til landsins alls og hafs innan sveitarfélagamarka . Auk þess er vísað í álit Mannréttindadómstóls Evrópu sem er eftirfarandi : Skipulagsstofnun hefur ekkert samráð haft við löglega hlutaðeigndur í sjávarauðlindinni , þ.e. eigendur sjávarjarða og þar með netlaga , t.d. þegar umhverfismat fer fram vegna sjávareldis . Þess er krafist að skipulagsstofnun fari að lögum og reglum sem henni eru settar til að starfa eftir og sjái til þess að Samtök eigenda sjávarjarða séu höfð með í ráðum við skipulag á eða í næsta nágrenni við stjórnarskrárvarin eignaréttindi þeirra . Nú er undirritaður ekki beint hagsmunaaðili sem eigandi né lögbýlingur á sjávarjörð , en hef þó komið að veiðum sem liðsmaður veiðirétthafa á Meyjarhóli í Svalbarðsstrandarhreppi . Undirritaður hóf veiðar fyrir landeiganda við annan aðstoðarmann í byrjun júlímánaðar sl . Eftir að hafa losað okkur úr netinu syntum við þessa 50 metra að landi . þetta er hin ramma staðreynd . Í þessu samhengi skal þó fullyrt , að þessi ævafornu hlunnindi sjávarjarða verða tæplega afnumin þrátt fyrir hina öflugu sveit eftirlits - og reglugerðasmiða í íslensku samfélagi . En í guðanna bænum , þá skulum við ekki missa sjónar á hinum mannlega þætti regluverksins , sem meðal annars er , að setja netaveiðum í sjó viti borið regluverk kringum skemmtilegar og hófsamar nytjar á sjógöngusilungi . Netið skal leggja þvert á fjöru og skal dýpt nets ekki fara yfir 2,5 metra . Lagnet skal eigi vera smáriðnara en svo að 3,0 sm séu milli hnúta ( 6,0 sm riðill ) þegar net eru vot . Net , sem ætlað er til veiða á göngusilungi , skal merkt í báða enda með bauju ásamt nafni ábúanda og lögbýlis , sem hefur umræddan veiðirétt . Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 32. gr. laga nr. 61 / 2006 , um lax - og silungsveiði , með síðari breytingum og öðlast þegar gildi . 113. löggjafarþing . ( Innskot ritstjóra SES ) Hér að neðan er greinargerðin með þessu frumvarpi , skýrir hún margt í þankagangi manna . Þetta er óbreytt í Jónsbókarlögum og var þetta lagaákvæði Jónsbókar í gildi allt fram um miðja 19. öld . Þessar skerðingar hefjast fyrst árið 1933 . Er þetta upphaf þess sjónarmiðs margra þeirra er ráðið hafa veiðimálum að veiðiréttur falli niður ef veiði er ekki stunduð á jörðinni . Þeir sem stóðu að þessari lagasetningu og þar með skerðingu veiðiréttar sögðu þetta gert til þess að hindra ofveiði silungsstofnsins og einnig til að minnka líkur á ólöglegri laxveiði í sjó . Var reglunum harðlega mótmælt og mótmælalistar með nöfnum 347 manna , sem flestir eru búsettir á Norðurlandi og eiga veiðirétt í sjó , afhentir landbúnaðarráðherra . Einkum er megn óánægja með það að mega ekki stunda veiði í öllum netlögunum . Þá er og gerð netanna , sem nota má , og útbúnaður þeirra þyrnir í augum margra . Þessir menn hafa ekki heldur þurft að greiða virðisaukaskatt af seldum veiðileyfum og búmark þeirra bænda , sem hafa miklar tekjur af laxveiðihlunnindum , hefur ekki verið skert . Hrognkelsin eru mjög víða hætt að ganga upp að ströndinni þar sem áður var góð veiði . Betur hefur tekist til með þjónustu við ferðamenn og aukna nýtingu hlunninda . Varðandi f-lið 6. gr. frumvarpsins ( nýja 32. gr. ) , sem er um löggæslu , skal vísað til skýringa á einstökum greinum er því fylgja . Ekki þarf að útskýra frekar að hér þarf að stemma á að ósi . Þetta er niðurstaða sem íslenskir dómarar , embættismenn eða stjórnmálamenn geta ekki breytt . Það er krafa eigenda sjávarjarða að farið sé að fyrrgreindum samningum og löglegum eignarrétti þeirra verði skilað , annað hvort með þeim hætti að þeir fái veiðikvóta eða að þeir fái réttmæta hlutdeild í auðlindagjaldi hvort tveggja í samræmi við eignarhlut sinn í sjávarauðlindinni . Upplýsingar um réttindi sjávarjarða sem lagafyrirmæli eru um , 12 erindi . Ómar formaður skýrði út helsu atriði málsins . Í fréttinni segir eftirfarandi : „ Markmið þessa verkefnis er að þróa fiskveiðistjórnunarlíkön þar sem tekið er tillit til sjálfbærni , umhverfis - , efnahagslegra og samfélagslegra þátta “ . Mönnum finnst það eiginlega lágmark að embættis - og fræðimenn , sem eiga að vera sæmilega upplýstir fjalli rétt og óhlutdrægt um mál og dragi engin mikilvæg grundvallarréttindi undan og geti um þau . Ennfremur eiga sjávarjarðir lögvarinn nýtingarrétt í auðlindinni , svo nefnt útræði sem segja má að sé einn verðmætasti eignarhluti sjávarjarða . The Courts´s assessment Þessu áliti Mannréttindadómstólsins verður ekki breytt af íslenskum stjórnmálamönnum , embættismönnum eða dómurum . Að lokum vísa samtökin sérstaklega til þingsályktunar frá júní 1998 ( 465. mál , þskj. 1504 .
Við leggjum áherslu á víðtækt samráð við sem flesta enda er sátt útilokuð ef ekki er talað saman í undafara breytinga “ . Álit þetta er bindandi og því verður ekki breytt af íslenskum stjórnmála - eða embættismönnum eða dómurum . Hlutdeild í auðlindagjaldinu . Meðfylgjandi er til upplýsinga : Upplýsingar um réttindi sjávarjarða sem lagafyrirmæli eru um , 15 síður ( 15 glærur ) . Upplýsingar um réttindi sjávarjarða sem lagafyrirmæli eru um , 10 erindi . Niðurstaða : Fulltrúar ráðuneytisins sýndu málinu áhuga og virtust vera vel aðsér í réttindum sjávarjarða og þeirri klemmu sem skapast hefur varðandi skipulagsmál haf og strandsvæða á Íslandi með því að ætla að sniðganga eignarrétt landeigenda og munu þeir hafa samband við fulltrúa SES fljótlega með framhald á málinu . Þar sem rukkun fór inn á heimabanka um leið og seðlarnir voru prentaðir þá eru þegar margir búnir að greiða . Sem fyrr hefur stjórnin reynt að kynna málstað samtakanna , bæði innanlands og utan . Fundur var með þremur fulltrúum sjávarútvegsráðuneytisins 18. febrúar 2013 . Þar voru eignarréttindi sjávarjarða rædd og krafa gerð um að stofnsett yrði nefnd til að skilgreina þennan eignarrétt í auðlindinni í samræmi við niðurstöðu nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða . Á síðasta ári hafa fulltrúar samtakanna verið boðaðir bæði til sjávarútvegsnefndar Alþingis og til stjórnskipunar - og eftirlitsnefndar Alþingis til skýrslugjafar . Það er spurning hvort það þurfi að leggja aftur inn lögbannskröfu núna vegna nýja kvótafrumvarpsins . Margt mælir með því að þetta verði gert . Eins og mál liggja nú fyrir í byrjun mars 2013 virðist nokkuð óljóst hvort í nýju stjórnarskrárfrumvarpi ( uppkasti að sjálfri stjórnarskránni ) , auðlindakaflanum , sé tekið tillit til löglegra eignarréttinda sjávarjarða sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gefið það álit sitt á að séu lögformleg eignarréttindi . Þeim sem vilja gerast félagsmenn , og styðja þar með baráttu Samtakanna , er bent á heimasíðu félagsins ; www.ses.is Heimasíðan er svo einnig með hinar ýmsu upplýsingar . Með bestu kveðjum , f.h . Samtaka eigenda sjávarjarða . Ómar Antonsson , formaður ses.netlog@gmail.com omarantons@gmail.com Stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd Alþingis , bréf til allra nefndarmanna , Nefndasvið Alþingis , 150 Reykjavík . Vísað er í tölvu svarpóst ( feitletrað ) frá Álfheiði Ingadóttur fyrir hönd stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd Alþingis , dagsett 7. mars 2013 . ………………… „ Tillaga meirihlutans er skýrari að því leyti að í henni er fylgt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57 / 1998 1998 , þar sem segir að sjávarbotninn innan netlaga , fylgi eignarhaldi á sjávarjörðinni sjálfri : …………………… . Að öðru leyti vísa ég til skýringa við ákvæðið , sjá bls. 59 í meðf. áliti á þingskjali 1112 : “ … . . Niðurstaða um heimildir eigenda sjávarjarða til veiða úr nytjastofnum innan netlaga jarða sinna . „ Samkvæmt því sem að framan greinir njóta landeigendur ótvírætt einkaréttar til fiskveiða innan netlaga sinna . Samkvæmt fordæmum hæstaréttar verða netlög jarða ekki ákveðin með hliðsjón af fjarlægðarreglu veiðitilskipunar fyrir Ísland frá 1849 eða síðari lagasetningu sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði þegar um er að ræða fiskveiðirétt . Réttindi sem þessi teljast ótvírætt til eignarréttar í skilningi 72 . Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr þá eru nytjastofnar sjávar óskipt sameign eigenda sjávarjarða og þjóðarinnar . Þið hefðuð betur gefið ykkur tíma til að hlusta á það sem við höfðum fram að færa þegar fulltrúar okkar komu fyrir nefndina sem þið berið ábyrgð á , í stað þess að sýna þeim hroka . ( Þetta á aðeins við formann nefndarinnar ) . Góða kvöldið – og takk fyrir erindi Samtaka eigenda sjávarjarða . Af því tilefni vil ég benda á eftirfarandi : Í tillögu stjórnsk og eftirlitsnefndar á þingskjali 1112 segir : Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu , auðlindir á , í eða undir hafsbotninum utan netlaga svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær , vatn , þó að gættum lögbundnum réttindum annarra til hagnýtingar og ráðstöfunar þess , og auðlindir og náttúrugæði í þjóðlendum . … … Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að , svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar . Um 3. mgr . Ákvæði 1. mgr. 35. gr. felur í sér almenna yfirlýsingu um auðlindir í þjóðareign . Í lögum mundu þá verða útfærð frekar markmið stjórnarskrárákvæðisins gagnvart þeim auðlindum eða náttúrugæðum . Samkvæmt 3. mgr. teljast til þjóðareignar í fyrsta lagi nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu og er þar miðað við sömu skilgreiningu fiskveiðilögsögu Íslands og gert er í 2. mgr. 2. gr. laga um stjórn fiskveiða , nr. 116 / 2006 , og 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands , nr. 79 / 1997 , þ.e. hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 / 1979 , um landhelgi , efnahagslögsögu og landgrunn . Alþingi nefndasvið , 101 Reykjavík . Vísað er í meðfylgjandi fylgigögn Samtaka eigenda sjávarjarða ( Ses ) sem áður hafa verið send til nefndasviðs Alþingis svo og athugasemdir í bréfum sem send hafa verið sem skilgreina lagalegan eignarrétt sjávarjarða í sjávarauðlindinni . Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi og fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar . Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim “ . Síðan þá hefur íslenska ríkið ekki öðlast neinn frekari eignarrétt í netlögum . Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga 415. mál . Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi og fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar . Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim “ . Landhelgi miðast við landið sem hún er undan sem oft er í einkaeigu . Hér vantar skilgreiningu á hugtakinu netlög og að þar sé um að ræða séreignarrétt sjávarjarða til sjávarauðlindarinnar . Netlög eru skilgreind á tvo vegu , með fjarlægðarreglu ( 115m ) og varðandi fiskveiðar gildir dýptarviðmið ( 6,88m ) hvoru tveggja miðað við stórstraumsfjöru . Í 2.2 Yfirlýsing um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar segir : „ Elstu lög íslensk hafa að geyma ákvæði um frelsi manna til að nýta hafið . Nýtingarrétturinn var meira en almannaréttur , sem öll áhersla virðist vera lög á í þessu frumvarpi , hann var einnig séreignarréttur þeirra sem áttu netlögin . Til staðfestingar á rétti þá vísar Alþingi í sömu lög og eigendur sjávarjarða vísa til með sinn rétt . Svo segir : ” Varast ber þó að gera of mikið úr þessum rétti enda lagði hið íslenska landeigenda - og embættismannasamfélag miðalda margs kyns bönd á athafnafrelsi manna ” . Þarna er um skoðun viðkomandi á m.a. embættismannasamfélagi miðalda að ræða og kemur hún málinu á engann hátt við og ættu men að halda sig við staðreyndir eins og lög , stjórnarskrá og eignarrétt . Réttur þessi er samkvæmt fornum lagafyrirmælum og gat embættismannasamfélag miðalda ekki sett hvaða bönd sem er á rétt manna . Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komið með það álit sitt að þessi réttur sé lögformlega til staðar . Alþingismenn minnist þess að þeir hafa unnið drengskaparheit að eignarréttarákvæði sjórnarskrár Íslands og ber því að virða hana . Að öðru leyti er vísað í margar umsagnir og fylgigögn með þeim sem Samtök eigenda sjávarjarða hafa sent til nefndasviðs Alþingis . Kap . Eigi er lögmark ella . Nú brýtr nýja ósa út í gegnum fjöru manns , ok rekr þar hval eða við upp á jörð , ok á sá er fjöru á fyrir utan . En ef tré eða bein eða tálkn er í flæðarmáli , þó at sandi sé yfir orpit eða í grjóti fast , þá á sá þat allt er fjöru á . Ef birkivið rekr út at merkiósum , ok á sá þann við er jörð á fyrir ofan reka þann er tréit kemr á . Taka má maðr við ok hval þar við annars land at flytja er eigi er ván at festi , nema svá sé nær þeiri fjöru er festa má reka á , at sjá mundi mega þaðan fisk á borði , ef eigi bæri land fyrir . Svá á allar flutningar at taka . Ef maðr kaupir reka af landi manns at lögmáli réttu , ok skilja þeir þat eigi gjörr en svá , þá á landeigandi af fjöru þeiri alnarlöng kefli öll ok smæri , en rekamaðr á þar við allan annan útelgdan er þar rekr upp , ok svá hvali alla er þar hlaupa kvikir á land , nema menn valdi , ok svá á hann þá hvali er þar rekr . Sá maðr , er land á , hann á þara allan ok fugla alla , sela alla ok rostunga , ok svá ef maðr drepr sel . Hann á þar at hafa hnísur ok háskerðinga , ok fiska alla , nema þar reki fleiri senn í land en fimm , þá á rekamaðr . En fjörumaðr þat , sem í netlögum er , hvárt sem net er lagit af landi eða skeri . Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns , ok á sá þat ok reka þann , er fylgir , er meginland á næst , nema með lögum sé frá komit . Hann skal festa hval þeim festum at eigi sé ósterkari en reip þau tíu er tveggja manna afli haldi hvert , ok sé þá borinn annarr endir um stokk eða stein . Rétt er honum at skera festar af sjálfum hvalnum . En ef þar eigu fleiri í reka , þá skal hann þeim orð gera er mest á í , en hinna hlut skal hann varðveita ok selja sem hann eigi sjálfr , ok ábyrgist við sínum handvömmum . Allt skal hann þat færa ór flæðarmáli er fémætt rekr á fjöru þá , sem hann ætti land ok reka , ella ábyrgist hann at öllu við rekamann . Lauss er sá maðr við reka varðveislu er á jörðu býr , ef rekamaðr hefir öðrum umboð fengit , ok skal sá þá fyrir sjá ok ábyrgjast svá sem hinn skyldi . Ef nokkurr maðr kallar sá til meira hvals en fyrr hefir haft , er menn vitu þó at nokkut á í reka , þá skal honum þó til handa skipta þeim hval er hann kallar til yfir þat er rekamaðr veit , hálfu minna en hann kallar til . Kap . 4 . En sá á vætt spiks af skotmannshlut er finnr skot . Ef fjörumaðr veit hverr skot á , þá skal hann gera honum orð , ef hann er svá nær at fara má tvívegis þangat þann dag er þá er , ef hann færi árdegis . En ef hann gerir eigi skotmanni orð þegar skot finnst , — því at svá mikit skal hafa af síðarra degi sem þá var af fyrra er maðr var sendr , — þá sekist hann mörk , hafi hálfa konungr , en hálfa skotmaðr , ok slíkan hval sem honum væri at lögum orð ger . Um skotmannshlut , hversu fara skal . Nú eru fleiri skot í hval en eitt , þá á sá hvalinn er fyrstr kom banaskoti á ok þingborit mark hafi . Landeigandi á heimting við rekamann , ef hvalr er seldr áðr skot finnst , en skotmaðr við hann . Ef hval slítr út þann er menn hafa skorit ok finnst skot í , hvar sem á land rekr , þá á skotmaðr heimtu at öllum þeim er fjöru áttu þar er sá hvalr kom , ok svá þó at menn skeri á floti eða skeri , ok skeri til helmingar , ef lögliga er virðr , en æ til fjórðungs , ef eigi er virðr . Ef maðr finnr hval á floti , þá skal hann flytja hvert er hann vill , ef þat er útar fyrir annars landi en fisk sér á borði . Þat skal þorskr vera flattr , álnar í öxarþærum . Á því borði skal sjá er til lands veit þaðan sem fjarar lengst . … Kap . En þeir menn sem fyrst bera festar í hval eigu at hafa finnanda spik , þótt fleiri sé at flutningu . Þat eru þrír tigir átta fjórðunga vætta , hálft hvárt spik ok rengi , ef hann er tvítugr eða lengri óskerðr , eða svá skerðr at hann sé þá eigi minni en tvítugr þess kyns heill . … Kap . 8 . Um rangfluttan hval ok ef í fiskhelgi er . Ef menn reka hvali á land manns , þá eigu þeir tvá hluti , en landeigandi þriðjung . Ef menn finna hval í vökum útar en fisk sér á borði , þá á sá er fyrstr finnr allan þann er hann kemr á ís upp . Nú finnr maðr hval í ísum nær landi , ok þó fyrir útan netlög , þá á hann hálfan ef kvikr er , en landeigandi allan ef dauðr er . Nú gengr vök allt at landi sú er menn sæfa hvali í fyrir útan netlög , ok renna þeir á land upp , þá á svá at fara um eiginorð þeira sem menn reki upp með skipum . Ef menn skjóta þingbornum skotum hvali í vökum , þá eigu þeir eigi heldr en aðrir menn , nema dauða reki á land , þá eigu þeir skothlut . Um selveiðar ok skot þat eigi er þingborit . Nú hittir maðr á sel eða hnísu eða aðra fiska , útan hval , fyrir ofan marbakka , ok færir þeim er á jörðu býr , hafi fimmtung af , en jörð fjóra hluti . Ef hvalur er fluttur eða skorinn á löghelgum degi , þá skal gefa af hinn fimmta hlut , ef fluttur er , og að svo miklu sem skorið er á löghelgum degi , en eigi er meira skylt nema fluttur sé . Af selaveiði og allri fyrri er löghelgan dag er veitt , skal gefa hinn fimmta hlut fátækum mönnum innan hrepps , þar sem á land kemur , er eigi gera tíund , og skulu hreppstjórnarmenn þessa skipta milli fátækra , því að svo hafa verið forn lög og venja , en hver eigi vill þetta greiða er sekur sex aurum . Nú skiljast þeir fyrir þat við at þeim er eigi óhætt , þá eigu þeir þó hval , ef á þat land rekr er þeir vildu flytja . En ef annars staðar kemr , þá er þat rekhvalr . Gerðarbeiðandi vísar til þess að frumvarp þetta gengur alveg gegn og tekur ekkert tillit til stjórnarskrárvarinna eignarréttinda sjávarjarða sem fyrirmæli eru um í lögum , en sjávarjarðir eiga belti sjávar í sjávarauðlindinni , sjá sem dæmi meðfylgjandi auglýsingu , og upplýsingar sem þar er að finna um lagafyrirmæli , frá 8. apríl 2011 , sem er endurskoðun á auglýsingu samtakanna frá 3. október 2003 , álit Mannréttindadómstóls Evrópu um eignarrétt sjávarjarða , úrtak úr fundargerð frá starfshópi um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða frá 7. fundi nefndarinnar 19. febrúar 2010 og minnisatriði vegna fundar með formanni stjórnarskrárnefndar 4. júlí 2005 . Netlög sjávarjarða eru þinglýst eign , í ljósi atvika er eignarréttur tvímælalaus , og enginn vafi leikur á því að eigendur sjávarjaðra eru réttir og löglegir eigendur en verða sviptir áfram eign sinni með væntanlegu frumvarpi . Eigendur sjávarjarða eiga því sjálfstæða hagsmuni , sem þeir eru bærir um að fylgja eftir með lögbannsbeiðni þessari . Eigendur sjávarjarða hafa aldrei heimilað íslenskum stjórnvöldum að ráðstafa eign sinni á nokkurn hátt . Á meðan löglegar heimildir og umboð eru ekki fyrir hendi krefjast eigendur sjávarjarða þess að fá að njóta eigna sinna í friði í samræmi við 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu , sem samþykkt var af Íslandi 18. maí 1954 . Úrtak úr fundargerð 7. fundar starfshóps um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða 19. febrúar 2010 . Minnisatriði vegna fundar með formanni stjórnarskrárnefndar 4. júlí 2005 . Bréf , dags. 27. september 2010 til sjávarútvegsráðherra frá Samtökum eigenda sjávarjarða . 10 . Bréf , dags. 13. október 2010 til utanríkisráðherra frá Samtökum eigenda sjávarjarða . Bréf , dags. 19. febrúar 2011 til fulltrúa Evrópusambandsins frá Samtökum eigenda sjávarjarða . 13 . Bréf , dags. 29. apríl 2011 til sjávarútvegsráðherra frá Samtökum eigenda sjávarjarða . Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vill með fundi þessum vekja athygli stjórnarskrárnefndar á eftirfarandi atriðum : Sjávarjarðir eru flestar í einkaeign og er eignarréttur þeirra varinn , samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar . Sjórinn þar og lífríkið er á ferð milli netlaganna og ytra svæðis þar sem íslenska ríkið fer með umráð . Vísað er í heimasíðu samtakanna : ses.is Meðfylgjandi : Auglýsing um rétt sjávarjarða frá 3. október 2003 . Bréf , dags. 7. nóvember 2002 frá formanni stjórnar Samtaka eigenda sjávarjarða til Dr. Franz Fischler , ráðherra sjávarútvegsmála hjá Evrópubandalaginu . Þá ályktun má draga af niðurstöðum rannsókna í nágrannalöndunum . Ekki er hægt að fullyrða að aðstæður við Írland séu að fullu sambærilegar við Ísland , en sé tekið tillit til þess að Írland er 70% af flatarmáli Íslands rennir það stoðum undir þá skoðun að virkjun sjávarorku geti orðið framtíðargrein í orkubúskap Íslendinga . Ísland er auðugt að hreinni og endurnýjanlegri orku og hafa Íslendingar einkum nýtt tvær tegundir þessara auðlinda , vatnsföll og jarðvarma , og verið í fremstu röð þjóða hvað varðar nýtingarhlutfall hreinnar , endurnýjanlegrar orku . Íslendingar geta því ekki treyst eingöngu á nýtingu þessara tveggja orkugjafa til framtíðar . Sífellt fleiri ríki og ríkjabandalög beina nú sjónum sínum að nýjum lausnum í stað jarðefnaeldsneytis , og síaukin áhersla er lögð á leit að nýjum lausnum . Til þess liggja nokkrar ástæður . Í fyrsta lagi er ljóst að víða er mikla orku að finna skammt undan ströndum og má leiða líkum að því að heildarforði sjávarorku sé talsvert meiri en samanlögð virkjanleg vatnsfalla - og jarðvarmaorka eins og hér kom fram í upphafi . Í heiminum eru nú um 60 tegundir hverfla komnar í tilraunakeyrslu , og áætlanir eru um umfangsmiklar sjávarfallavirkjanir í nokkrum ríkjum . Í fjórða lagi eru líkur á að Íslendingar gætu náð góðum árangri í þróun tækni á þessu sviði , ekki síður en á sviði jarðvarmanýtingar . Íslensk þróun sjávarorkutækni er þegar hafin . Það gildir t.d. um hitastigulsvirkjun ( OTEC ) , en þá er virkjaður hitamunur lagskipts sjávar á mismunandi dýpi . Önnur tegund er seltuvirkjun ( osmose ) , en þá eru virkjuð áhrif mismunandi seltustigs vatns og sjávar við árósa með gegndræpum himnum . Þriðja form sjávarorku er ölduvirkjanir . Hér er um mjög áhugaverðan orkukost að ræða þar sem ölduhæð getur orðið mjög mikil við Íslandsstrendur , einkum sunnanlands . Fjórða form sjávarorku er virkjun hafstrauma sem mætti skipta í nokkra flokka : stífluvirkjanir nýta sjávarfallastrauma í ósum og fjörðum sem þá eru stíflaðir og straumurinn leiddur gegnum hverfla . Hagkvæmni sjávarfallahverfla eykst hröðum skrefum . Nefna má t.d. að EPRI ( Electric Power Research Institute , Bandaríkjunum ) , sem hefur gert áætlanir um stóra sjávarfallavirkjun í Fundy-flóa , telur að raforkuverð þaðan verði sambærilegt við annað heildsöluverð raforku . Ókostur sundavirkjana er sá að hverflarnir þurfa mikinn straumhraða til að skila hagkvæmri orkuframleiðslu , um og yfir 2,5 m / sek . Þá er virkjaður sjávarfallastraumur í röstum við annes , og til þess notaðir hverflar sem eru alveg á kafi , en festir við botn . Straumur er yfirleitt mun minni en í innfjarðasundum , og má reikna með að hann geti víða orðið yfir 1 m / sek . Umfangsmest er líklega svæðið við sunnanverða Austfirði . Við Vestfirði er einnig víða að finna miklar rastir við annes , svo sem Látraröst , Straumnesröst o.fl . Þar fyrir utan má nefna Langanesröst , Reykjanesröst og Snæfellsnes . Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið varðandi takmarkað framboð hefðbundinna orkulinda er augljós ávinningur þess að meta umfang nýrra orkulinda , svo sem við strendur landsins . Mælirinn safnar þar upplýsingum í minni um straumhraða í súlu sjávar frá botni til yfirborðs . Framkvæmdir við vegagerð og þverun fjarða gætu nýst sem hluti fjárfestingar í sjávarfallavirkjun . Áform um rannsóknamiðstöð sjávarorku . Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rarik vinna nú að áætlunum um slíka miðstöð við Breiðafjörð . Uppbygging gagnagrunns . Ekki hefur verið byggður upp gagnagrunnur til almennra nota á þessu sviði þó að ýmsir hafi viðað að sér upplýsingum . Ef árangur á að nást er nauðsynlegt að stofnanir og sjóðir hins opinbera séu vakandi fyrir öllum tækifærum sem gefast og fylgist vel með framförum í þessu efni .
Hitaveituefni Vatnsveituefni Fráveituefni Hlífðarrör Verkfæri Set röraframleiðsla Velkomin Árlegar fréttir af starfsemi fyrirtækisins Set fréttir 2019 Smelltu hér til þess að lesa blaðið Um fyrirtækið Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum . Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa , en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi . Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni , vatnsveituefni , fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn . Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is Nemendur og kennarar á iðn - og starfsnámsbrautum í Fjölbrautaskóla Suðurlands sóttu Set heim föstudaginn 24. janúar sl . Heimsóknin var hluti af fræðslu nemenda um öryggismál , vinnuvernd og vinnuumhverfi . Fulltrúar Set kynntu starfsemina og sögu fyrirtækjanna við Eyraveg í fimm áratugi . Elías Örn Einarsson hefur verið í forystu stjórnenda Set í öryggismálum en hann fór yfir helstu áherslur … Heiða Jóhannsdóttir tók á móti Neyðarkalli björgunarsveitanna fyrir hönd Set af þeim Sveini Ægi Birgissyni og Jóhanni Valgeiri Helgasyni . Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að …
Sýningin er eins og nafnið gefur til kynna fagsýning fyrir byggingariðnaðinn þar sem áhersla er lögð á nýjar byggingaaðferðir og betri orkunýtingu , einangrun bygginga , lagnaefni og umhverfisvænni orkugjafa . Að allir hafi hlutverk og vinni saman sem liðsheild leiðir til árangurs . Sýningin er stærsta fagsýning ársins þar sem fyrirtæki í byggingariðnaði koma saman og kynna vöruúrval og þjónustu sína . Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn á Íslandi af Orkustofnun samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna . Þeir Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður skólans og Páll Valdimarsson , stunda kennari við skólann litu nýlega við í Set með hópinn sem nú er að útskrifast . Það sem aðallega vekur áhuga þeirra er að Set hefur yfir að ráða tækni í framleiðslu á einangruðum plaströrum í löngum einingum . Þessi sveitarfélög í Eistlandi eru að sameinast í eitt á næstunni .
Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is Set-mótið var haldið á Selfossi Hvítasunnuhelgina , 7 - 9. júní sl . Vöruhúsinu er ætlað að bæta afhendingaröryggi og þjónustu við viðskiptavini , jafnt á suðvesturhorninu sem og á landsbyggðinni . Set framleiðir og selur lagnavörur á fjórum meginsviðum fyrir veitu - , framkvæmda - og byggingamarkaðinn þ.e. hitaveituefni , vatnsveituefni , fráveituefni og efni fyrir … Í tilefni af viðurkenningu Creditinfo á Set sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 birtust þeir Jón Rúnar Bjarnason útibússtjóriÍslandsbanka á Selfossi og Gunnsteinn R. Ómarsson lánastjóri óvænt í dag og færðu starfsfólki fyrirtækisins sérmerkta tertu sem viðurkenningu bankans .
Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is Sjötta árið í röð 2018 er Set ehf. í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum landsins . Hið árlega Set-mót fyrir 6. flokk drengja í knattspyrnu var haldið á Selfossi helgina sem leið , 9. - 10. júní .
Það getur komið fyrir að bækur séu tímabundið uppseldar og ef svo er látum við þig vita með tölvupósti . Allar viðkvæmar upplýsingar , s.s. kreditkortanúmer , sem gefnar eru upp við pöntun á Setbergs-vefnum eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar , til að tryggja að óviðkomandi aðilar geta ekki komist yfir upplýsingarnar . Skilaréttur Við hjá Setberg viljum að þú sért ánægður með það sem þú verslar hjá okkur og ef ekki , þá getirðu skilað því sem þú keyptir og fengið endurgreitt innan 30 daga . Trúnaður og persónuupplýsingar Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga . Við leggjum áherslu á að varðveita upplýsingar þínar á öruggan hátt . Uppáhalds bækurnar okkar Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Bleika bókin mín Farartæki - snertið og finnið Í sveitinni - snertið og finnið Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
En fyrir 15 árum var ákveðið að snúa sér eingöngu að útgáfu barnabóka , yfirleitt 20 barnabókatitla Setberg á góðan viðskiptaferil að baki og okkar velgengni er mest ykkur að þakka . Kæru krakkar , pabbar , mömmur , afar og ömmur , bestu þakkir fyrir ánægulega samvinnu . Við munum halda áfram að gefa út fræðandi og skemmtilegar barnabækur . Kveðja Ásdís Arnbjörnsdóttir Uppáhalds bækurnar okkar Í sveitinni - snertið og finnið Farartæki - snertið og finnið Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Bleika bókin mín Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Staða : Til á lager Uppáhalds bækurnar okkar Í sveitinni - snertið og finnið Bleika bókin mín Farartæki - snertið og finnið Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Staða : Til á lager Viðskiptavinir sem keyptu þessa bók keyptu líka Kvöldsögur fyrir krakka Uppáhalds bækurnar okkar Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Í sveitinni - snertið og finnið Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Farartæki - snertið og finnið Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Bleika bókin mín Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Staða : Til á lager Uppáhalds bækurnar okkar Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Bleika bókin mín Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Farartæki - snertið og finnið Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Í sveitinni - snertið og finnið Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Staða : Til á lager Viðskiptavinir sem keyptu þessa bók keyptu líka Farartæki - snertið og finnið Kata kanína – Glöð eða döpur Háttatími - snertið og finnið Uppáhalds bækurnar okkar Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Í sveitinni - snertið og finnið Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Farartæki - snertið og finnið Bleika bókin mín Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Staða : Til á lager Uppáhalds bækurnar okkar Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Farartæki - snertið og finnið Bleika bókin mín Í sveitinni - snertið og finnið Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Setberg er í eigu Arnbjörns og eiginkonu hans , Ragnhildar Björnsson . Alls hefur Setberg gefið út 950 bókatitla . Uppáhalds bækurnar okkar Flóðhestur í fótbolta - glitrandi Ys og þys í Erilborg - Richard Scarry Hvolpar og kettlingar - snertið og finnið Í sveitinni - snertið og finnið Farartæki - snertið og finnið Dýrin í sveitinni - snertið og finnið Bleika bókin mín Skráðu þig í dag og fáðu send spennandi tilboð á skemmtilegum bókum frá okkur : )
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag . VIRÐING - VÍÐSÝNI - VINSEMD Starfsfólk skólans vill efla virðingu nemenda fyrir sjálfum sér , foreldrum og öðrum í umhverfinu og einnig fyrir eignum sínum og annarra . Við viljum að nemendur beri virðingu fyrir landinu , náttúrunni og umhverfinu sem við búum í .
Það sama gildir um aðra starfsmenn . Foreldrar bera umfram allt ábyrgð á börnum sínum , það er samstarfsverkefni skóla og heimilis að sjá til þess að allir nemendur virði skólareglur og reglur um ástundun . Í SMT handbók eru allar upplýsingar fyrir starfsfólk varðandi SMT . SMT – teymi skólans skipa þau Kolbrún Björnsdóttir , náms - og starfsráðgjafi og teymisstjóri , Anna María Gunnarsdóttir , kennari , Ásta Eyjólfsdóttir , stuðningsfulltrúi , Halldóra Lára Benónýsdóttir kennari , Sólveig Kristjánsdóttir , kennari , Hafdís Ásgeirsdóttir , deildarstjóri yngsta - og miðstig og María Pálmadóttir , skólastjóri . Lausnateymi er starfrækt við Setbergsskóla . Lausnateymið er skipað Sif Stefánsdóttur , aðstoðarskólastjóra sem stýrir teyminu og með henni eru Hafdís Ásgeirsdóttir og Margrét Ólöf Jónsdóttir , deildarstjórar , Kolbrún Björnsdóttir , náms - og starfsráðgjafi , Tanja Stepansdóttir sérkennari og Selma Jónasdóttir kennari .
Unglingafærninámskeið “ er haldið á hverju hausti fyrir foreldra barna sem byrja í 8. bekk . Í lok beggja námskeiða er námsefnakynning með bekkjarkennurum . Þessi námskeið eru orðin árlegur viðburður og skólastarfinu til sóma . Í fræðslunefnd situr stjórn Foreldrafélags Setbergsskóla 2 . Jólaföndursnefnd Skipuleggur jólaföndur í lok nóvember og fær við það hjálp frá bekkjarfulltrúum og nemendum í 10. bekk sem hafa verið með vöfflusölu til styrktar vorferð þeirra í Þórsmörk . Stjórn foreldrafélags Setbergsskóla hefur séð um undirbúning . Er samstarfsverkefni íþrótta - og tómstundaráðs Hafnarfjarðarbæjar , lögreglunnar , félagsmiðstöðvanna og foreldrafélaganna í Hafnarfirði . Frekari upplýsingar : Félagsmiðstöðin Setrið , sími 555 2955 og Geir Bjarnason , íþrótta - og tómstundarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar , sími 585 5750
Um svipað leiti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga . Virðum reglurnarBörn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september . Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu . Slíkar undanþágur verða æ fátíðari og foreldrar látnir vita um slíkt . Foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma , taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni og foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum . Virkir foreldrarÞátttaka foreldra í Foreldrarölti hefur stutt við að útivistartíma sé framfylgt auk þess sem það að foreldrar hittast gefur þeim tækifæri á að standa enn betur saman því að huga að velferð barna . Foreldrar , stöndum saman að því að tryggja að börnin okkar alist upp í heilbrigðu umhverfi . Geir Bjarnason , íþrótta - og tómstundarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar .
Biður starfsmenn skrifstofu um að skrá pöntun á húsnæði í tækjaskráningu í Mentor og láta húsvörð vita . Einnig er mikilvægt að láta umsjónarkennara vita . Mikilvægt er að taka húsnæði frá tímanlega þar sem oft þarf að gera ráðstafanir vegna þrifa og eins til að forðast árekstra . Lykil að skólanum getið þið nálgast á skrifstofu skólans og eins ber ykkur að skila honum strax að lokinni notkun aftur á skrifstofuna . Ekki er heimilt að senda nemendur með lykilinn í skólann . Mikilvægt er að skila húsnæðinu í góðu ásigkomulagi að lokinni notkun , gæta þess að gluggar og hurðir séu lokaðar . Sá sem hefur lyklavöldin ber ábyrgð á húsnæðinu .
Íslenska Vegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar / forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi kl. 14 í dag , þriðjudaginn 10. desember . Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13 . Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. 14 verði felld niður .
Nemendur sem sitja í nemendaráði skulu leitast eftir því að vera til fyrirmyndar . Brjóti kjörinn fulltrúi af sér hvað varðar reglur skólans eða alvarlegt brot hvað varðar skólareglur skal honum umsvifalaust vikið úr nemendaráði . Brottrekstur úr nemendaráði getur verið tímabundinn ef brotið er þess eðlis . Skólaárið 2019 - 2020 voru þessir nemendur kosnir í stjórn félagsins :
Skólaheilsugæsla Setbergsskóla er á vegum heilsugæslunnar Sólvangi . Hjúkrunarfræðingur er Guðrún Jónsdóttir og starfar í 60% starfshlutfalli við skólann . Viðvera hjúkrunarfræðings vorönn 2020 í Setbergsskóla , Mánudagar Lokað Þriðjudagar 8 - 16 Miðvikudagar 8 - 16 Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra . Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu . Skólahjúkrunarfræðingur , kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum . Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn .
Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja viljum vekja athygli námsmanna á því að á vefnum rannis.is er nú auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna . Þekkingarsetrið veitir nemendum sem vinna að rannsóknarverkefnum er tengjast Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn eins og kostur er og ef þess er óskað kynnt nemendur fyrir atvinnulífinu í …
Erindi – 17. desember 2019 Óskar Veigu Óskarsson , sölustjóri hjá Marel með hádegiserindi um sjávarútveg . Þriðjudaginn 17. desember 2019 hélt Eyjamaðurinn Óskar Veigu Óskarsson , sölustjóri hjá Marel , mjög fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja . Á fjórða tug áhugasamra aðila mætti í Setrið til að hlýða á Óskar . Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútvegsmál sem …
Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja viljum vekja athygli námsmanna á því að á vefnum rannis.is er nú auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna . Þekkingarsetrið veitir nemendum sem vinna að rannsóknarverkefnum er tengjast Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn eins og kostur er og ef þess er óskað kynnt nemendur fyrir atvinnulífinu í … Er þetta námskeið síðasti hluti Grunnnámskeiða fyrir fiskvinnslufólk sem hafa verið í gangi undanfarið . Fjölbreytt og skemmtileg erindi um ábyrga ferðaþjónustu og þau verkfæri sem nýtast fyrirtækjum til að viðhalda gæðum og sjálfbærni til framtíðar . Erindi – 22. október 2019 Jónas Rúnar Viðarsson , fagstjóri hjá Matís . Erindið er hluti af mánaðarlegum … Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi . Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ( SASS ) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019 . Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland . Tilnefningar skulu hafa borist á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar …