text
stringlengths
0
993k
Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 100,8 ma.kr. í desember 2019 , sem er 12,4% aukning milli mánaða og 2,7% aukning frá sama tíma árið áður . Velta debetkorta nam 48,1 ma.kr. sem er 3,3% lækkun milli ára . Velta kreditkorta nam 52,7 ma.kr. , sem er 8,9% hækkun frá sama tíma árið áður . Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í desember 2019 nam 13 ma.kr. , sem jafngildir 10,4% lækkun milli ára . Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum .
Eitt af markmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi . Seðlabankanum er heimilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu . Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem skilgreinir stöðugt verðlag sem 2½% verðbólgu á tólf mánuðum . Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta . Peningastefnunefnd tekur ákvarðanir um vexti bankans sem miðlast um þjóðarbúskapinn og hafa áhrif á verðlagsþróun . Vel mótuð peningastefna getur stuðlað að aukinni hagsæld í landinu með því að tryggja stöðugt verðlag . Á þann hátt getur hún einnig dregið úr efnahagssveiflum . Eftirgefanleg og ómarkviss peningastefna mun hins vegar auka óvissu og síður skapa verðbólgu trausta kjölfestu . Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd . Ákvarðanir nefndarinnar skulu grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum . Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri , varaseðlabankastjóri peningastefnu , varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og tveir sérfræðingar á sviði efnahags - og peningamála sem ráðherra skipar . Seðlabankastjóri er formaður nefndarinnar og varaseðlabankastjóri peningastefnu staðgengill hans . Framsýn peningastefna er grundvöllur fyrir því að Seðlabankinn nái meginmarkmiði sínu sem er verðlagsstöðugleiki . Til þess að peningastefnan sé framsýn þarf Seðlabankinn að geta metið efnahagshorfur til skamms og langs tíma og helstu óvissuþætti sem geta haft áhrif á spána . Eitt af markmiðum Seðlabankans er stöðugt verðlag , skilgreint sem hækkun vísitölu neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum . Bankinn getur átt viðskipti á ofangreindum mörkuðum telji hann það þjóna markmiðum sínum .
Framsýn peningastefna er grundvöllur fyrir því að Seðlabankinn nái markmiði sínu um stöðugt verðlag . Til þess að peningastefnan sé framsýn þarf Seðlabankinn að geta metið efnahagshorfur til skamms og langs tíma og helstu óvissuþætti sem gætu haft áhrif á spána . Þjóðhags - og verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn og birtar í ritinu Peningamálum . Samkvæmt líkaninu ráðast verðbólguhorfur af þróun innfluttrar verðbólgu , launakostnaðar á framleidda einingu , framleiðsluspennunni í þjóðarbúinu og væntri framtíðarverðbólgu . Einnig er stuðst við einföld tímaraðalíkön og mat sérfræðinga á verðbólguhorfum til skamms tíma . Þjóðhags - og verðbólguspá Seðlabanka Íslands PM 2019 / 4 Meðfylgjandi mynd sýnir nýjustu hagvaxtarspá Seðlabankans . Þjóðhagslíkanið QMM Til þess að peningastefnan geti verið framsýn þarf Seðlabankinn að ráða yfir líkönum sem gera honum kleift að meta efnahags - og verðbólguhorfur . Töluverður hluti rannsókna innan bankans er helgaður þessu viðfangsefni .
Seðlabankinn er aðili að viðskiptakerfi Nasdaq OMX og fylgist með skipulögðum verðbréfamarkaði án þess að hafa eftirlit með honum . Rétt til þátttöku á gjaldeyrismarkaði hafa þrjú fjármálafyrirtæki og gegna þau hlutverki viðskiptavaka en auk þeirra er Seðlabanki Íslands einnig þátttakandi . Seðlabankinn skráir gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum klukkan 10:45 hvern viðskiptadag . Lágmarksviðskiptafjárhæð er í reglum um gjaldeyrismarkað en núna eru tilboð ein milljón evra í hvert sinn . Getur átt viðskipti við viðskiptavaka hvenær sem er á opnunartíma markaðarins . Sinnir eftirlitshlutverki . Millibankamarkaður með krónur Millibankamarkaður með krónur ( krónumarkaður ) er markaður fyrir ótryggð skammtíma inn - og útlán á milli lánastofnana . Markaður var settur á laggirnar í júní 1998 . Hann starfar á grundvelli reglna um viðskipti á millibankamarkaði með krónur nr. 1196 / 2019 , sem Seðlabankinn setti í samstarfi við markaðsaðila . Hlutverk Seðlabankans er þó eingöngu að skipuleggja markaðinn og starfrækja . Með aðgerðum sínum hefur bankinn áhrif á skammtímavexti á millibankamarkaði með krónur og skammtímavextir hafa síðan áhrif á vexti til lengri tíma . Peningastefnunefnd ákvarðar vexti í viðskiptum Seðlabankans . Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann Seðlabankinn setur reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann , og eru nú í gildi reglur nr. 1200 / 2019 Reglurnar segja meðal annars til um hverjir geta verið mótaðilar í viðskiptum við Seðlabankann , hvers konar viðskipti og hvaða veð . Daglán eru lán til næsta viðskiptadags og eru vextir daglána óhagstæðir og hærri en í öðrum lánsviðskiptum . Yfirdráttur yfir nótt á viðskiptareikningi , eða öðrum reikningum hjá Seðlabankanum , er óheimill . Tilgangur markaðsaðgerða er að stýra magni lauss fjár í umferð á hverjum tíma hjá mótaðilum bankans og hafa þannig áhrif á á vexti á millibankamarkaði . Launagreiðslur um mánaðamót fjölga krónum í umferð og greiðsla staðgreiðslu og virðisauka og annarra skatta og skyldna til ríkissjóðs fækkar krónum sem eru í umferð í bankakerfinu . Vextir innlánanna eru 0,25 prósentum hærri en vextir á viðskiptareikningum . Mótaðilar sem vilja taka þátt í útboðinu bjóða í fjárhæð en hámarkstilboð er 60% af heildarfjárhæð . Seðlabankinn tilkynnir mótaðilum bankans útboðsfjárhæð og hámarks tilboðsfjárhæð . Um bindiskyldu gilda Lög og reglur frá 4. júní 2018 . Bindiskylda er 2% af bindigrunni og er henni skipt í tvennt . Viðskipti á gjaldeyrismarkaði Viðskiptum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt , samkvæmt yfirlýsingunni um verðbólgumarkmið frá 2001 , telji Seðlabankinn það nauðsynlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða telji hann að gengissveiflur geti teflt stöðugleika fjármálakerfisins í tvísýnu . Tíð gjaldeyriskaup hafa því áhrif á markaðsaðgerðir bankans . Innstæðubréf eru bréf sem Seðlabankinn getur gefið út og selt mótaðilum sínum . Seðlabankinn og ríkissjóður Í lögum um Seðlabankann kemur fram að Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs . Veðhæf verðbréf Mótaðilar Seðlabanka Íslands í viðskiptum og þátttakendur í stórgreiðslu - og jöfnunarkerfum Seðlabankans geta lagt fram tryggingar í verðbréfum . Annars vegar vegna heimilda í greiðslukerfum og hins vegar sem trygging fyrir daglánum og veðlánum , þegar þau eru í boði . Um tryggingar sem teljast hæfar til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann , gilda reglur nú nr. 553 / 2009 m.s.br . Um uppgjörstryggingar í formi verðbréfa , vegna þátttöku í greiðslukerfum , fer samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um annars vegar stórgreiðslukerfi Seðlabankans , nú reglur nr. 703 / 2009 m.s.br . , og hins vegar starfsemi jöfnunarkerfa , nú reglur nr. 704 / 2009 m.s.br . Seðlabankinn áskilur sér fullan rétt til að endurskoða ákvörðun um veðhæfi flokka í ljósi aðstæðna hverju sinni . Við mat á verðmæti verðbréfa sem fjárhagslegar tryggingarráðstöfunar vegna viðskipta við Seðlabankann og þátttöku í greiðslukerfum skal nota frádrag frá viðmiðunarverði skv. Meðfylgjandi töflu : Frádrag frá viðmiðunarverði 5 ár < Bundin innlán Seðlabankans Verðbréf gefin út af ríkissjóði Verðbréf með ríkisábyrgð Sértryggð skuldabréf * Önnur verðbréf * Þegar eigin bréf eru notuð bætist við 3% álag Frádrag í daglánum er alltaf 10% af markaðsverðmæti undirliggjandi trygginga . Ef nauðsyn krefur , t.d. vegna markaðsaðstæðna , getur Seðlabankinn beitt frekara frádragi . Seðlabankinn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um viðskipti náist ekki samkomulag um verðmat trygginga .
Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd bankans . Stjórntæki bankans teljast í þessu sambandi vera vextir bankans , viðskipti við lánastofnanir önnur en þrautavaralán , ákvarðanir um bindiskyldu og viðskipti á gjaldeyrismarkaði sem hafa það markmið að hafa áhrif á gengi krónunnar . Frá upphafi árs 2020 sitja í peningastefnunefnd Ásgeir Jónsson , formaður , Rannveig Sigurðardóttir , Gunnar Jakobsson ( hefur störf 1. mars 2020 ) , Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga . Vaxtaákvarðanir , yfirlýsingar og fundargerðir Peningastefnunefnd skal funda a.m.k. sex sinnum á ári og birta fundargerðir sínar opinberlega og gera grein fyrir ákvörðunum sínum og forsendum þeirra . Ákvarðanir í peningamálum eru birtar í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem gefin er út fyrir opnun markaða þann dag sem vaxtaákvörðun er kynnt . Peningastefnunefnd birtir fundargerðir sínar tveimur vikum eftir að vaxtaákvörðun er tilkynnt , en þar kemur fram mat nefndarinnar á stöðu og horfum í efnahags - og peningamálum og rökstuðningur nefndarmanna fyrir atkvæðum sínum . Nánar má lesa um starfshætti peningastefnunefndar sem eru staðfestir af bankaráði Seðlabanka Íslands .
Skýrslur og fundir með þingnefndum Alþingis Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður . Í upphafi fundaði peningastefnunefnd með þremur nefndum á sameiginlegum fundi : efnahags - og skattanefnd , viðskiptanefnd og fjárlaganefnd . Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis hefur efnahags - og viðskiptanefnd verið falið að fjalla um skýrslu peningastefnunefndar . Frá og með árinu 2019 fylgja einnig með árlega sérstakar greinargerðir frá ytri nefndarmönnum peningastefnunefndar í samræmi við það sem kom fram í greinargerð nefndarinnar um viðbrögð við hluta tillagna starfshóps um endurskoðun á ramma peningastefnunnar sem birt var í desember 2018 . 13. fundur var haldinn 29. ágúst 2016 Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar , Þórarinn G. Pétursson , aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður og Gylfi Zoëga , prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður mættu á fundinn . Beina útsendingu frá fundinum má finna hér . 11. fundur var haldinn 11. nóvember 2015 Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar , Þórarinn G. Pétursson , aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður og Katrín Ólafsdóttir , lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og peningastefnunefndarmaður mættu á fundinn . Inngangsorð seðlabankastjóra frá fundinum er að finna hér . Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar , Arnór Sighvatsson , aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður , Gylfi Zoëga , prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður og Rannveig Sigurðardóttir ritari peningastefnunefndar mættu á fundinn . Beina útsendingu frá fundinum má finna hér ( einhver truflun er á útsendingu til að byrja með því aðeins hljóð heyrist en engin mynd sést ) . Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar , Þórarinn G. Pétursson , aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður og Rannveig Sigurðardóttir ritari peningastefnunefndar mættu á fundinn . Inngangsorð seðlabankastjóra frá fundinum er að finna hér 2. fundur var haldinn 12. nóvember 2010 Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Þórarinn G. Pétursson , aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður mættu á fundinn . 1. fundur var haldinn 26. febrúar 2010 Már Guðmundsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar , Rannveig Sigurðardóttir ritari peningastefnunefndar og Ásgeir Daníelsson forstöðumaður mættu á fundinn .
Eitt af markmiðum Seðlabankans er stöðugt verðlag . Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem skilgreinir stöðugt verðlag sem 2½% verðbólgu á tólf mánuðum . Seðlabankinn hefur það hlutverk að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu . Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta . Verðbólgumarkmiðinu er nánar lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar .
Seðlabankanum er heimilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu og er yfirlýst markmið frá árinu 2001 2½% verðbólga yfir tólf mánaða tímabil . Bankanum er heimilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir markmiði um gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum . Seðlabankinn skal stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum , enda telji hann það ekki ganga gegn markmiðum bankans . Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands varðandi fjármálastöðugleika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd . Ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar skulu grundvallast á lögum og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í fjármálakerfinu . Seðlabankinn á margvíslegt samstarf við erlendar fjármálastofnanir , svo sem aðra seðlabanka , Efnahags - og framfarastofnunina ( OECD ) og enn fremur er Seðlabankinn hluthafi í Alþjóðagreiðslubankanum . Seðlabankinn fer með fjárhagsleg og fagleg tengsl við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ( AGS ) fyrir hönd íslenska ríkisins .
Hagstofa Íslands , Nasdaq Iceland hf. , auk ýmissa aðila á fjármálamarkaði , á vinnumarkaði og í atvinnulífinu . Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands á gott samstarf við fjármálaeftirlit Noregs , Svíþjóðar , Finnlands og Danmerkur og hefur enn fremur fastan áheyrnarfulltrúa í þremur evrópskum eftirlitsstofununum : EBA sem annast bankaeftirlit , EIOPA sem sér um eftirlit á sviði vátrygginga og lífeyrissjóða og ESMA sem annast eftirlit á verðbréfamarkaði . Auk þess að eiga aðild að Alþjóðasamtökum vátryggingaeftirlita ( IAIS ) , Alþjóðasamtökum verðbréfaeftirlita ( IOSCO ) , Alþjóðlegum framkvæmdahópi sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ( FATF ) og Samstarfshópi um fjármálastöðugleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja ( NBSG ) .
Seðlabankinn fylgir öllum viðeigandi lögum , reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma . Seðlabankinn leggur áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum samkeppnishæf laun og starfskjör . Laun starfsmanna Seðlabankans eiga að endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um þekkingu , ábyrgð og hæfni til að sinna starfinu .
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum . Grunnur dráttarvaxta , þ.e. vextir af lánum gegn veði í 7 daga , hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12 / 2019 dags 18. desember sl . Dráttarvextir eru því óbreyttir og verða áfram 10,75% fyrir tímabilið 1. - 29. febrúar 2020 . Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi aðila sem hafa innheimtuleyfi , sbr. 1. mgr. 16. gr. innheimtulaga nr. 95 / 2008 . Fjármálaeftirlitið hefur sent út dreifibréf til allra aðila með innheimtuleyfi á Íslandi þar sem vakin er athygli á lágmarksgreiðslufresti sem gefa skal skuldara í kjölfar innheimtuviðvörunar . Hinn 22. nóvember 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Leiguskjól ehf. ( hér eftir einnig „ félagið “ ) hafi brotið gegn 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 100 / 2016 um vátryggingastarfsemi ( hér eftir „ vtsl . “ ) , með því að stunda vátryggingastarfsemi án tilskilins starfsleyfis . Fjármálaeftirlitið leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar - og matsferli ( e. Supervisory Review and Evaluation Process , SREP ) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni , sbr. lög nr. 161 / 2002 um fjármála ¬ fyrirtæki . Hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem metin eru kerfislega mikilvæg fer slíkt mat fram árlega .
Með reglunum er erlendum tryggingafélögum jafnframt veittar fjárfestingarheimildir til samræmis við innlenda aðila . Mörkin þarna á milli eru hins vegar í raun ekki alltaf glögg , t.d. þegar sami samningur innifelur bæði vátryggingar og sparnað . Á þeim tíma geta rétthafar efnt samninga í erlendum gjaldeyri sem gerðir voru fyrir gildistöku reglnanna , samhliða því sem unnið er að viðeigandi breytingum á skilmálum samninganna . Auk fyrrnefndra breytinga , varða reglurnar heimildir erlendra aðila til að selja fjármálagerninga útgefna í innlendum gjaldeyri og fasteignir hér á landi . Aðrar breytingar sem gerðar eru fela að mestu í sér orðalagsbreytingar til að tryggja samræmi í skýringu og túlkun þeirra .
Hann sinnti starfi framkvæmdastjóra Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. frá janúar 2013 allt þar til félagið var lagt niður í febrúar 2019 . Haukur hefur jafnframt sinnt ýmsum stjórnarstörfum í tengslum við vinnu sína , auk þess að sinna kennslu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands . Haukur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics .
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum . Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 11 / 2019 dagsett 21. október sl. þar sem að meginvextir lækkuðu um 0,25% hinn 6. nóvember 2019 sbr. tilkynningu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þar um sama dag . Grunnur dráttarvaxta , þ.e. lán gegn veði í 7 daga , lækkaði sem nam meginvaxtalækkuninni um 0,25% úr 4.00% niður í 3,75% . Dráttarvextir lækka því að sama skapi um 0,25% og lækka úr 11,00% og verða 10,75% fyrir tímabilið 1. - 31. desember 2019 . Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir haldast óbreyttir og verða áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. desember 2019 :
Aðstoðarseðlabankastjóri á fundi Samiðnar Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga þriðjudaginn 19. nóvember . Á fundinum fór Rannveig yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og horfur næstu ára . Rannveig ræddi einnig samspil peningastefnunnar og stöðu efnahagsmála og hvernig vaxtalækkanir undanfarinna mánaða hafa stutt við eftirspurn . Hér má sjá skjal með kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum : Erindi hjá Samiðn
Samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.870 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.156 ma.kr . Gengis - og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um 6 ma.kr . Það skýrist aðallega af 4% hækkun á gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog . Breytingar á erlendum verðbréfamörkuðum voru litlar á ársfjórðungnum eða rétt um 0,1% lækkun . Sjá hér frétt í heild frá 2. desember 2019 :
Inngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í árlegri ráðstefnu seðlabanka Norðurlandanna í Stokkhólmi um netöryggi hinn 28. nóvember sl. og var í pallborði þar sem fjallað var um helstu mál sem varða þróun netöryggis og þá sérstaklega skipulags - og stjórnarhætti . Aðstoðarseðlabankastjóri flutti inngangsorð í pallborðinu og fjallaði um mikilvægi traustra skipulags - og stjórnarhátta í baráttunni gegn netárásum . Lagði hún áherslu á að í ljósi þess hver erfitt er að spá fyrir um árásirnar sé nauðsynlegt að innan fyrirtækja á fjármálamarkaði liggi fyrir viðeigandi rammaáætlun um viðbrögð við netárásum ekki síst til að fyrirbyggja að slíkar árásir ógni stöðugleika fjármálakerfisins .
Málstofa um fyrirtækjasamstæður og freistnivanda í dag Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli , fundarherbergi í Seðlabankanum í dag , fimmtudaginn 12. desember kl. 15:00 . Fyrirtækjasamstæður og freistnivandi Ágrip : Sýnt er fram á að freistnivandi er einn þeirra hvata sem leiðir til stofnunar fyrirtækjasamstæðu ( e. business groups ) . Leitað er svara við því hvort væntingar markaðsaðila um að opinber stjórnvöld komi til bjargar samstæðufyrirtækjum ( e. group affiliated firms ) , í miklum taprekstri , leiði til lækkunar á fjármagnskostnaði þeirra .
Vefútsending frá kynningarfundi um ákvörðun peningastefnunefndar Kynningarfundur fór fram 11. desember sl. , þar sem ákvörðun peningastefnunefndar um vexti Seðlabanka Íslands var kynnt . Ásgeir Jónsson , seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri , gerðu grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og svöruðu spurningum fundargesta . Vefútsending var frá kynningarfundinum , en rétt er að taka fram að Seðlabankinn tekur enga ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingum .
Yfirlýsing peningastefnunefndar 11. desember 2019 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum . Verðbólga mældist 2,7% í nóvember og hefur , eins og undirliggjandi verðbólga , hjaðnað milli mánaða . Verðbólguhorfur hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar og verðbólguvæntingar eru við markmið miðað við flesta mælikvarða . Taumhald peningastefnunnar hefur því lítið breyst milli funda . Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar .
Nýjar tölur um heildarveltu innlendra greiðslukorta hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands . Þar kemur fram að heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 89,7 ma.kr. í nóvember 2019 , sem er 2,7% lækkun milli mánaða en 2,9% aukning frá sama tíma árið áður . Velta debetkorta nam 43,6 ma.kr. sem er 2,6% aukning milli ára . Velta kreditkorta nam 46,1 ma.kr. , sem er 3,2% hækkun frá sama tíma árið áður . Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í nóvember 2019 nam 13,4 ma.kr. , sem jafngildir 14,4% lækkun milli milli ára . Vakin er athygli á að tölur sem birtar voru í gær 16. desember um veltu erlendra greiðslukorta hérlendis , hafa verið leiðréttar . Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum .
Breyting á reglum um lausafjárhlutfall lánastofnana Seðlabanki Íslands birti í dag reglur nr. 1170 / 2019 , um breytingu á reglum um lausafjárhlutfall lánastofnana nr. 266 / 2017 . Reglurnar voru einnig birtar í Stjórnartíðindum í dag og taka gildi 1. janúar 2020 . Með breytingunni er innleitt 50% lágmarks lausafjárhlutfall í íslenskum krónum . Lausafjárreglunum er ætlað að tryggja að lánastofnun eigi ávallt lausar eignir til að standa skil á fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili . Með reglunum eru þannig gerðar kröfur um að lánastofnanir hafi tiltækar lausar eignir til að geta ekki aðeins staðið skil á skuldbindingum á gjalddaga heldur einnig mögulegu útflæði sem verður til dæmis vegna úttekta innlána , minni möguleika á fjármögnun fyrir lánastofnanir eða aukinna krafna um tryggingar eða annað sem krefst fjárútláta lánastofnunar við álagsaðstæður næstu 30 daga . Samkvæmt núgildandi reglum skal lausafjárhlutfall lánastofnunar vera að lágmarki 100% í öllum gjaldmiðlum samtals . Þá skal lánastofnun uppfylla að lágmarki 100% lausafjárhlutfall í öllum erlendum gjaldmiðlum samtals . Með breytingunni verður gerð krafa um að lánastofnanir uppfylli einnig að lágmarki 50% lausafjárhlutfall í íslenskum krónum . Þar sem efnahagsreikningar lánastofnana og lausafjáráhætta þeirra er að mestu leyti í íslenskum krónum telur Seðlabankinn eðlilegt að krafa sé gerð um lausafjárforða í krónum . Mikilvægt er að lánastofnanir búi yfir lausu fé í krónum sem gerir þeim kleift að standa skil á eðlilegu útflæði og mæta sveiflum milli daga og vikna , svo og standa skil á stærri innlánum án vandkvæða . Við mat á leyfilegu lágmarks lausafjárhlutfalli í íslenskum krónum lítur Seðlabankinn til þess að fjölbreyttari hágæða lausafjáreignir er að finna í erlendum eignum . Þá eru innlán í Seðlabankanum vegna bindiskyldu ekki talin til lausra eigna í skilningi lausafjárreglna . Hið sama gildir í öðrum ríkjum innan EES , en á hinn bóginn er bindiskylda hér á landi hærri en víða annars staðar . Einnig er lausafjárhlutfall lánastofnana nokkuð sveiflukennt og verður að gera ráð fyrir því að þær þurfi að jafnaði að hafa lausafjárhlutfall í íslenskum krónum hærra en lágmark er samkvæmt reglunum . Með hliðsjón af því telur Seðlabankinn nægjanlegt að gera kröfu um 50% lágmarks lausafjárhlutfall í íslenskum krónum . Til viðbótar eru gerðar afleiddar breytingar á reglunum í tengslum við kröfuna um lágmarks lausafjárhlutfall í íslenskum krónum . Þá eru gerðar aðrar minni háttar breytingar á reglunum sem ekki eru efnislegar .
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum . Grunnur dráttarvaxta er óbreyttur frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 11 / 2019 dagsett 21. nóvember sl. þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum við síðustu meginvaxtaákvörðun sína dags 11. desember 2019 sbr. tilkynningu þar um sama dag . Grunnur dráttarvaxta , þ.e. lán gegn veði í 7 daga , er því óbreyttur 3,75% . Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 10,75% fyrir tímabilið 1. - 31. janúar 2020 . Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. janúar 2020 :
Árleg skýrsla um Ísland komin út hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag . Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans ( e. Article IV Consultation ) . Samhliða var gefin út sérstök skýrsla um ramma ríkisfjármála ( e. Selected Issues Paper on the Scope for Improving Iceland‘s Fiscal Framework ) . Að þessu sinni voru skýrslurnar ekki ræddar formlega í stjórn sjóðsins , en þess í stað var stjórninni gefið tækifæri á að kalla eftir umræðu ef sérstakt tilefni þætti til . Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í nóvember síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila . Skýrslurnar voru birtar á heimasíðu sjóðsins , sjá hér að neðan , ásamt öðru nýlegu efni :
Ný útgáfa af þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands Þjóðhagslíkan Seðlabankans , QMM , hefur gegnt lykilhlutverki í allri greiningar - og spávinnu bankans frá því að líkanið var tekið í notkun árið 2006 . Líkanið er reglulega endurskoðað og uppfært og nýlega luku sérfræðingar á hagfræði - og peningastefnusviði bankans fjórðu stóru uppfærslu líkansins sem fyrst var notuð í spágerð bankans í nóvember sl . Jafnframt hefur handbók líkansins verið uppfærð og er útgáfa 4.0 nú aðgengileg á heimasíðu bankans .
Gunnar Jakobsson skipaður í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika . Gunnar Jakobsson er lögfræðingur að mennt , með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs , fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum . Í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands , sem samþykkt voru í júní sl. er kveðið á um að skipaðir verði þrír varaseðlabankastjórar til fimm ára í senn . Einn varaseðlabankastjórinn leiði málefni sem varða peningastefnu , annar málefni sem varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni sem varða fjármálaeftirlit . Eftir áramót tekur Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri við embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu og Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tekur við embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits . Gunnar Jakobsson getur ekki hafið störf í Seðlabankanum fyrr en 1. mars næstkomandi vegna fyrri skuldbindinga . Forsætisráðherra hefur því í samráði við fjármála - og efnahagsráðherra falið Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra að gegna störfum varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika samhliða starfi sínu sem seðlabankastjóri til 1. mars 2020 . Til baka
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sameinast Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sameinuðust um áramót undir nafni Seðlabanka Íslands . Markmiðið með sameiningunni er að traust , gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála og fjármálaeftirlit á Íslandi verði enn öflugra en áður . Þá skal Seðlabankinn stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum , enda telji hann það ekki ganga gegn markmiðum bankans . Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum . Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd , ákvarðanir um beitingu stjórntækja varðandi fjármálastöðugleika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd og ákvarðanir sem eru faldar Fjármálaeftirlitinu heyra undir fjármálaeftirlitsnefnd . Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjórar taka sameiginlega ákvarðanir m.a. um varðveislu gjaldeyrisforða , setningu starfsreglna og lánveitingu til þrautavara . Varaseðlabankastjórar eru þrír , þ.e. varaseðlabankastjóri peningastefnu , fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits . Stefnt er að því að sameina alla starfsemina á Kalkofnsvegi og er undirbúningur að því þegar hafinn . Starfsmenn Seðlabanka Íslands voru í lok síðasta árs 170 og starfsmenn Fjármálaeftirlits voru á sama tíma 120 . Samtals eru því starfsmenn nýs Seðlabanka 290 við upphaf árs . Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í síma 5699600 .
Vegna uppfærslu á vef Seðlabanka Íslands í dag má búast við einhverjum röskunum við birtingu hluta efnis eða í tilteknum vöfrum til að byrja með . Uppfærslan er í tilefni af því að ný lög um Seðlabanka Íslands hafa tekið gildi nú í ársbyrjun sem fela það í sér að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa nú sameinast . Þannig fer Seðlabankinn nú með þau verkefni sem Fjármálaeftirlitinu eru falin í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og er Fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum . Þeir vefir sem stofnanirnar hafa notað til þessa hafa nú verið sameinaðir undir einum hatti . Á næstunni hefst svo vinna við nýjan vef Seðlabankans .
Fyrsti fundur fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans Í dag var fyrsti fundur fjármálaeftirlitsnefndar haldinn í Seðlabanka Íslands . Fjármálaeftirlitsnefnd tekur ákvarðanir sem Fjármálaeftirlitinu hefur verið falið í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum . Á fundinum voru samþykktar starfsreglur nefndarinnar . Í fjármálaeftirlitsnefnd situr varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits , varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar skipar til fimm ára í senn . Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits er formaður fjármálaeftirlitsnefndar og er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika staðgengill hans . Seðlabankastjóri er formaður nefndarinnar við töku ákvarðana um setningu starfsreglna , ákvarðana um framsal valds til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits til töku ákvarðana sem teljast ekki meiri háttar ákvarðanir sem og ákvarðana sem varða eigið fé , laust fé og fjármögnun kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja . Í þeim tilvikum er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits staðgengill formanns . Á myndinni sem tekin var í tengslum við fyrsta fund fjármálaeftirlitsnefndar í dag eru talið frá vinstri : Ásta Þórarinsdóttir , Andri Fannar Bergþórsson , Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits , Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Guðrún Þorleifsdóttir . Í nefndinni situr einnig Gunnar Jakobsson , varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika , en hann hefur störf 1. mars næstkomandi . Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í síma 5699600 .
Í dag tók gildi nýtt skipurit Seðlabanka Íslands á grundvelli nýrra laga um Seðlabanka Íslands vegna sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í upphafi þessa árs . Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð , starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður .
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika . Gunnar Jakobsson er lögfræðingur að mennt , með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs , fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum . Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun . Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 9. og 10. desember 2019 , en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina , þróun á fjármálamörkuðum , vaxtaákvörðunina 11. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar . Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir desembermánuð 2019 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans . Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun , framleiðslu , utanríkisviðskipti , vinnumarkað , opinber fjármál , eignamarkaði , fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál . Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni . Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag . Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans ( e. Article IV Consultation ) . Samhliða var gefin út sérstök skýrsla um ramma ríkisfjármála ( e. Selected Issues Paper on the Scope for Improving Iceland‘s Fiscal Framework ) . Að þessu sinni voru skýrslurnar ekki ræddar formlega í stjórn sjóðsins , en þess í stað var stjórninni gefið tækifæri á að kalla eftir umræðu ef sérstakt tilefni þætti til . Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í nóvember síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila . Þjóðhagslíkan Seðlabankans , QMM , hefur gegnt lykilhlutverki í allri greiningar - og spávinnu bankans frá því að líkanið var tekið í notkun árið 2006 . Líkanið er reglulega endurskoðað og uppfært og nýlega luku sérfræðingar á hagfræði - og peningastefnusviði bankans fjórðu stóru uppfærslu líkansins sem fyrst var notuð í spágerð bankans í nóvember sl . Jafnframt hefur handbók líkansins verið uppfærð og er útgáfa 4.0 nú aðgengileg á heimasíðu bankans .
KÁTUR : Hulli gaf Eddie Izzard bók fyrir tíu árum . Breski uppistandsgrínarinn og leikarinn Eddie Izzard ætlar að gleðja landann með bráðfyndinni nærveru sinni á laugardagskvöld . Koma Izzard var boðuð með litlum fyrirvara og strax varð eðlilega nokur æsingur í miðasölunni . Izzard virðist hafa komið sér upp þeirri hefð að sækja Ísland heim á tíu ára fresti en hann kom fyrst hingað 1995 , síðan 2005 og svo núna 2015 . Þegar Izzard skemmti hér síðast mætti myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson á staðinn , enda einlægur aðdáaandi Izzards . Hulli hafði meðferðis áritað eintak af bók sinni Our Prayer þar sem bestu sögunum úr bókum hans Elskið okkur og Drepið okkur hafði verið safnað saman og þær þýddar á ensku . Hulli fékk Kastljóss-stjörnuna fyrrverandi , Þóru Tómasdóttur , til þess að færa Izzard bókina en hún tók við hann viðtal baksviðs , fyrir unglingaþáttinn Ópið , skömmu fyrir sýninguna .
Kristófer Acox ( 23 ) skorar markadrauma einn á fætur öðrum : Hann er alltaf kallaður Kristó , Kristófer Acox ólst upp hjá móður sinni og ömmu og kynntist ekki föður sínum fyrr en hann var kominn á unglingsár . Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta en í lok grunnskólans heillaðist hann af körfunni og tók hana fram yfir . Nú er hann búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann spilar í háskólakörfuboltanum og ætlar sér í atvinnumennsku . Fyrsta skrefið á þeirri leið er draumur um sigursæti á Evrópumóti landsliða í körfubolta , en þangað fer hann á næsta ári með íslenska landsliðinu . HUNGRAÐUR Í STIG : Kristó einbeitir sér að því að skora stig í leik . Hann og félagar uppskáru eins og sáð var , sæti á EURO 2017 . VILL FINNA KÆRUSTU HEIMA : Aðspurður hvað kærastan sé að gera svarar Kristó : „ Ég er einhleypur eins og er , þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að gera . En 100% samt einhvers staðar á Íslandi ! “ segir hann og hlær . Engin strákapör „ Ég er uppalinn í Vesturbænum af tveimur mikilvægustu konum í lífi mínu , móður minni ; Ednu Maríu Jacobsen og Magnhild , ömmu minni heitinni , “ segir Kristó . Kristó var í Vesturbæjarskóla , enda var hann bara hinum megin við götuna frá heimilinu , fór síðan í Hagaskóla og svo í Kvennaskólann í Reykjavík og núna er hann á síðasta ári í Furman - háskólanum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum . „ Ég átti aldrei neitt uppáhaldsfag en fannst samt skárra að vera í fögum sem höfðu eitthvað að gera með tölur í staðinn fyrir bókmenntir , “ segir Kristó . „ Ég á margar góðar minningar úr öllum skólunum , besta minningin er örugglega útskriftarferðin hjá Kvennó , tvær vikur af eintómri skemmtun ! Ég get ekki sagt að ég hafi verið uppátækjasamur , var yfirleitt mjög rólegur og gerði ekki mikið nema eitthvað með félögunum bara , sem var yfirleitt planað . “ ALINN UPP AF MÖMMU OG ÖMMU : Kristó ólst upp hjá einstæðri móður sinni , Ednu Maríu Jacobsen , og bjuggu þau lengst af með móður hennar , Magnhild , en hún lést árið 2011 . „ Tvær konur sem eru og munu alltaf vera mér allt , sama hvað . Allt sem ég geri , geri ég til að gleðja þær . Amma kvaddi fyrir fimm árum en mér finnst eins og ég hafi haldið í höndina á henni í gær . Hún vakir yfir mér og mínum og fylgir mér hvert sem ég fer . “ EINN FJÓRÐI FÆREYINGUR : Móðuramma Kristós , Magnhild , var Færeyingur og hér eru þau saman á Ólafsvöku í Færeyjum . AÐDÁANDI NÚMER EITT : Það dylst engum sem til þekkir að Edna María , mamma Kristós , er hans helsti aðdáandi og bókstaflega að rifna úr stolti yfir árangri sonarins . Ferillinn hófst í KRAðspurður af hverju hann valdi KR og fótboltann , svarar Kristó að það sé mjög góð spurning . „ Allir vinir mínir voru alltaf í KR og strákarnir sem ég ólst upp með voru flestallir í fótbolta þannig maður elti þannig séð bara hópinn . Ég hafði alltaf mikinn áhuga á íþróttum samt og prófaði meðal annars að fara á handboltaæfingar sem mér fannst hins vegar ekkert spes . Ég var oft beðinn um að koma á körfuboltaæfingar en alvaran byrjaði ekki fyrr en í níunda bekk þegar ég fór fyrst að æfa eitthvað af viti , ” segir Kristó . „ Ég var valinn í úrval fyrir bæði körfu og fótbolta þegar ég var fimmtán ára en komst ekki í lokahópinn í fótbolta þannig að eftir það byrjaði ég að taka körfuna fram yfir fótboltann og hætti á endanum að spila fótbolta 2008 . “ KR-LIÐIÐ : Kristó æfði fótbolta með sömu strákunum mörg ár upp yngri flokkana í KR . Margir þeirra eru góðir vinir hans enn í dag . Ragnar Leví , Kristó , Walter , Ásgeir Tómas , Ólafur , Ragnar , Marteinn og Egill . POKÉMON-KRÚTT : Kristó var farinn að elta Pokémona löngu fyrir 2016 eða þegar æðið reið fyrst yfir landið í kringum 2000 . SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN : Kristó var byrjaður að leika sér ungur með körfubolta , þó að hann hafi ekki byrjað að æfa körfu af alvöru fyrr en hann var í níunda bekk . Hitti föður sinn fyrst 14 áraEins og áður sagði ólst Kristó upp hjá einstæðri móður sinni og þekkti ekki föður sinn , en hafði það einhver áhrif á hann að alast upp án föður ? „ Það er auðvitað skrítið að hafa ekki pabba sinn í kring um sig þegar maður er að alast upp eins og flestir krakkar gerðu , en ég hefði ekki getað fengið betra uppeldi en það sem ég fékk fra mömmu minni og ömmu , “ segir Kristó . „ Þær sáu alltaf til þess að ég hafði það gott sama hvernig aðstæður voru og er ég þeim ævinlega þakklátur fyrir . Ég var í einhverju sambandi við pabba þegar ég var yngri en þá aðallega bara i gegnum tölvupóst og síma , en mamma var mjög dugleg að halda mér og pabba í einhverju sambandi þótt það hafi ekki verið mikið . Ég hitti hann síðan í fyrsta sinn 2008 , ekki nema 14 ára gamall og var það mjög einkennileg tilfinning að hitta hann í eigin persónu loksins , en samt líka mjög gott . “ Tveimur árum síðar flutti Kristó til Bandaríkjanna til föðurs síns . „ Ég bjó hjá honum í eitt ár á meðan ég var í „ high school “ úti . Samband okkar á þeim tíma varð mjög brösugt og okkur kom ekki vel saman , sem var síðan ein af ástæðum þess að ég flutti aftur heim til Íslands 2011 og var hér næstu tvo árin , “ segir Kristó . „ En samband okkar núna hefur aldrei verið betra og þótt ég hafi bara kynnst pabba 2008 finnst mér eins og ég hafi þekkt hann allt mitt líf . En ég myndi ekki segja að hann sé ástæðan fyrir því að ég er úti í skóla . Pabbi var hins vegar ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi Furman-skólann , þar sem hann býr um tveggja tíma akstursfjarlægð frá skólanum . En ég fór fyrst og fremst út fyrir sjálfan mig . “ ÚTSKRIFAÐUR SVARTHÖFÐI : Kristó útskrifaðist vorið 2013 frá Kvennaskólanum í Reykjavík og auðvitað kom ekkert annað til greina en að henda sér í búning Svarthöfða við dimitteringuna . GAMLA SETTIÐ : Kristó er hér með foreldrum sínum , Lemont Acox og Ednu Maríu Jacobsen , eftir sigurleik . Eins og sjá má er móðir hans súperkát með úrslitin . Atvinnumennskan heillarSkólinn sem Kristó er í heitir Furman University og er staðsettur í Greenville , Suður-Karólínu . „ Ég byrjaði 2013 , strax eftir Kvennó og er á síðasta árinu mínu og útskrifast sem sagt núna í byrjun maí 2017 . Ég er að læra heilbrigðisvísindi ( Health Science ) en plana nú ekki beint að nýta það eftir útskrift heldur stefni ég að atvinnumennsku . Þori ekki alveg að fara með það hvar , en er nokkuð viss um hvað ég vilji gera á næsta ári , “ segir Kristó . Meiðsli höfðu af honum eitt árKristó meiddist á fyrsta árinu og missti af nær öllu tímabilinu það árið . Hann ákvað að harka meiðslin og bataferlið af sér úti í stað þess að koma heim til Íslands . „ Ég meiddist frekar illa á fyrsta árinu mínu þegar ég braut bein í hægri fætinum . Það þurfti aðgerð og sex mánaða hvíld eftir aðgerð þannig að ég missti af mestöllu tímabilinu það árið . Ég var of óþolinmóður og fór of snemma aftur af stað og meiddist aftur og þurfti að sitja út tvo aukamánuði . Síðan fékk ég sprungu í vinstri fótinn í úrslitaleiknum á öðru árinu mínu þegar um fimm mínútur voru liðnar og þurfti að sitja út sex vikur . Ég slapp hins vegar við öll meiðsli á þriðja árinu mínu og er vonandi búinn með meiðslakvótann i bili ! “ TROÐSLA : Já , hann fer létt með að stökkva upp í körfuna , enda tveir metrar á hæð . Hér er Kristó að skora stig á móti andstæðingum sínum . SIGUR Á SVISS : Kristó leikur hér á leikmann Sviss í undankeppni Evrópumóts landsliða . Ísland vann 88 - 72 . Good luck frá Guðna Th. Það vakti nokkra athygli þegar Kristó spilaði í leiknum á móti Sviss í undankeppni Evrópumóts landsliða hér heima að forseti Íslands ávarpaði hann á ensku með Good luck , en aðra leikmenn á íslensku með : gangi ykkur vel . Kristó tók þessum mistökum forsetans ekki óstinnt upp og skaut bara til baka „ Thanks bruh . “ Guðni Th. bað Kristó síðar afsökunar . En hefur Kristó einhvern tíma upplifað rasisma , í körfunni eða í daglega lífinu ? „ Ég hef sem betur fer aldrei upplifað neinn rasisma áður , eða ekki svo ég muni eftir . Maður hefur samt heyrt margar ljótar sögur og pabbi á þær nokkrar síðan þegar hann var að spila á Íslandi í gamla daga , “ segir Kristó . „ Körfubolti er jú einmitt mjög vinsæll í menningunni hjá blökkumönnum og eru þeir margir góðir sem spila víða um heiminn , og þá aðallega NBA en það er örugglega eitthvað um rasisma í körfunni eins og alls staðar annars staðar í heiminum . Það er kannski mun minna um það heima á Íslandi sem betur fer . En eins og ég segi , persónulega hef ég aldrei orðið fyrir neinu slíku . “ UNGUR AÐDÁANDI : Heiðdís Sigurðardóttir , 5 ára , mætti á leikinn Ísland-Kýpur í Laugardalshöll í september . Heiðdís beið í 30 mínútur og neitaði að fara heim fyrr en hún væri komin með mynd af uppáhaldsleikmanninum sínum . Kristó varð að sjálfsögðu við beiðni hennar um myndatöku . HEIÐUR AÐ SPILA FYRIR ÍSLANDS HÖND : Kristó telur það fyrst og fremst mjög mikinn heiður að hafa verið valinn í íslenska landsliðið . „ Ég var búinn að leggja hart að mér í allt sumar til að eiga möguleika á því að komast í liðið og spila . Það var auðvitað fúlt að missa af tækifærinu síðasta sumar þegar strákarnir fóru á EM þannig að það var extra sætt að fá að taka þátt í þessu verkefni í sumar og hvað þá að komast á EM annað skiptið í röð , ég get ekki beðið eftir næsta sumri . Er strax byrjaður að telja niður dagana til þess að komast upp í vél og fljúga heim . “ Landsliðið og Evópumót landsliðaKristó mun keppa ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu á Evrópumóti í körfuknattleik karla haustið 2017 . Eurobasket mun fara fram í Finnlandi , Ísrael , Rúmeníu og Tyrklandi 31. ágúst til 17. september 2017 , Ísland keppir þar með 23 öðrum bestu liðum Evrópu . Kristó segir tilfinninguna að vera kominn í Eurobasket mjög sérstaka . „ Ég hef aldrei unnið neitt svona stórt áður þannig að sigurvíman var gríðarleg eftir að við unnum Belga og tryggðum okkur miða áfram . Ég var að taka þátt í fyrsta alvörulandsliðsverkefninu mínu núna í sumar og að komast á svona stórmót í fyrstu undankeppninni minni skemmir alls ekki fyrir , “ segir Kristó sem stefnir að atvinnumennsku og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni í körfunni . FÉLAGAR FALLAST Í FAÐMA : Kristó og vinur hans , Martin Hermannsson , hafa æft og keppt saman , bæði í fótbolta og körfu , upp yngri flokkana í KR og síðan í íslenska landsliðinu í körfu . Núna eru þeir á leið saman á EURO 2017 . FLÚRIN : Kristó er orðinn helflúraður og ekki hættur enn þá . Hann heiðraði minningu móðurömmu sinnar með þessu flotta flúri á vinstri upphandlegg . Auk þess er hann með tvö flúr tileinkuð móður sinni , á brjóstkassanum og innanverðum hægri upphandlegg .
Í síðasta tölublaði var staðhæft að Margrét Gísladóttir , fyrrum aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra , hefði verið flutt úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið að kröfu eiginkonu Gunnars Braga vegna meints óeðlilegs sambands þeirra . Enginn fótur er fyrir fréttinni og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar .
Aníta tekur við verðlaunum frá Ernu Hreinsdóttur , ritstjóra Nýs Lífs . Ljósmyndari : Rut Sigurðardóttir . Ritstjórn Nýs Lífs hefur valið Anítu Margréti Aradóttur konu ársins 2014 . Hún vakti verðskuldaða athygli í sumar þegar hún tók þátt í 1.000 kílómetra kappreið á villtum hestum í Mongólíu en kappreiðin er sú hættulegasta í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness . „ Með framtaki sínu og áræðni hefur Aníta sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og kjarki safnað til að takast á við hið óþekkta . Þetta var hennar sjálfstæða ákvörðun , hennar frumkvæði og hugarþrek sem setur fordæmi fyrir konur á öllum aldri og ekki aðeins hestakonur , “ segir Erna Hreinsdóttir ritstjóri Nýs lífs í tilefni af valinu á konu ársins . Nýtt líf kemur út í dag . „ Mongol Derby er það hræðilegasta sem ég hef gert á ævinni en á sama tíma það besta , “ segir Aníta í ítarlegu viðtali við Nýtt líf . „ Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum og klára ekki keppnina . Ég vissi að margir voru að fylgjast með mér . Ég ætlaði að pína mig áfram sama hvað gerðist . Það er slatti af fólki búið að klára þetta með brotin bein og ég ætlaði að gera það líka , “ segir hún í viðtalinu . „ Það er mikil viðurkenning fyrir hestamennskuna að kona ársins , samkvæmt Nýju Lífi , sé hestakona , “ segir Aníta . Tímaritið Nýtt Líf hefur útnefnt konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær , sem hafa hlotið titilinn , fjölbreyttan hóp . Þær eiga það þó allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr hver á sínu sviði . Hér tekur Aníta við verðlaunum frá hressu ritstjórninni ; snyrtivörur frá Chanel , Daniel Wellington úr frá Echo hf. og hálsmen frá Vera Design .
Þriðja myndin um Bridget Jones , Bridget Jones´s Baby , er nú mætt á kvikmyndatjaldið . Breski rithöfundurinn Helen Fielding gaf Bridget fyrst líf í dálkum sínum í blaðinu The Independent 1995 . Dálkarnir hétu Bridget Jones´s Diary eða Dagbók Birgittu Jóns og fjölluðu þeir um hina rúmlega þrítugu Bridget sem var einhleyp og búsett í London , Englandi . Dálkarnir fjölluðu um leit Bridget að ástinni , á sama tíma og hún reyndi að átta sig á hvaða spilum lífið úthlutaði henni og djammaði og datt á trúnó með vinahópnum . Bjútí Foreldrar Bridget voru svo búsettir í sveitasælunni fyrir utan London og heimsótti Bridget þá reglulega . Dálkarnir gerðu jafnframt góðlátlegt grín að konuglanstímaritum eins og Cosmopolitan sem ávallt bjóða upp á reglur um hvernig við konur eigum að vera og hvað við eigum að gera . Dálkarnir voru gefnir út í bók 1996 , Bridget Jones´s Diary og framhaldið kom svo út 1999 Bridget Jones : The Edge of Reason . Báðar bækurnar voru færðar yfir á hvíta tjaldið , sú fyrri 2001 og sú seinni 2004 . Renée Zellweger fór í ömmubrækurnar hennar Bridget og sjarmatröllin Hugh Grant og Colin Firth voru mennirnir í lífi hennar , sá fyrri yfirmaður hennar með brókasótt og sá seinni seinheppni stirðbusalegi lögfræðingurinn , sem á foreldra sem búa í næsta húsi við foreldra Bridget . Fielding gaf síðan þriðju bókina út 2013 , Bridget Jones : Mad About the Boy og gerist hún 14 árum eftir atburði bókarinnar sem kom út 2004 . Nokkurrar gagnrýni gætti þegar hin bandaríska Zellweger fékk hlutverk Bridget sem er eins bresk og þær gerast , en þær gagnrýnisraddir voru fljótlega þaggaðar niður þar sem að hún stóð sig frábærlega í hlutverkinu og talaði með fullkomnum breskum hreim auk þess sem hún uppskar Óskarstilnefningu fyrir . Kvikmyndirnar fylgja bókunum ekki staf fyrir staf og sú nýjasta er þar engin undantekning og fylgir alls ekki þriðju bókinni . Hugh Grant vildi ekki vera með að þessu sinni og sjarmörinn Patrick Dempsey eða Doctor McDreamy eins og allar konur sem horft hafa á Grey´s Anatomy þekkja hann , bætist því í hlutverk vonbiðla Bridget . Í nýjustu myndinni , Bridget Jones baby , stendur sögupersónan í þeim sporum að vera orðin ólétt og í nokkrum bobba . En fleiri en einn kemur til greina sem faðir barnsins . Það má því gera ráð fyrir æsispennandi sögu sem mun án efa kæta alla . Taktu prófið og tékkaðu á því Ertu eldri en 30 ára og single ? Hefur þú farið í „ ömmubrókum “ á djammið af því að þær eru þægilegar og / eða þvottadagur og þú ætlar hvort eð er ekki að draga neitt „ drasl “ með þér heim ? Áttu tvo ketti eða fleiri ? Hefur þig dreymt um og / eða verið skotin í myndarlega yfirmanninum ? Líður þér alltaf eins og þú sért ennþá 13 ára með spangir í fjölskylduboðum ? Hefur þú klárað tveggja lítra ís , ein upp í sófa á náttfötunum ? Lítur þú svo á að hvítvínsflaska ( eða tvær ) geti hæglega flokkast sem máltíð ? Hefur þú fengið þér aðeins of mikið í tána í einhverju vinnupartý og sagt og gert hluti sem þú ættir ekki að hafa gert ? Hefur þú einhverntíma mætt í veislu eða partí og algjörlega misskilið „ dresskódið “ og „ markaðssvæðið “ ? Ert þú ítrekað að skrifa niður eitthvert heiti , sem þú frestar svo fram á næsta ár og stendur aldrei við ? ( byrja í ræktinni , hætta að drekka , hætta að djamma , hætta að reykja , hætta að reyna við vonlausa karlmenn og svo framvegis ) Ef fimm eða fleiri atriði hér að ofan eiga við um þig , þá ertu BRIDGET JONES.Hringdu í stelpurnar þínar , skellið ykkur á Bridget í bíó og svo á trúnó með hvítvínsglas í hendi .
Jórmundur Kristinsson ( 25 ) og Arnar Már Þorsteinsson ( 36 ) þurfa að ákveða stóra daginn : Farþegaskipið Titanic og örlög þess , en skipið fórst með 1.500 farþega innanborðs í jómfrúarferð sinni 15. apríl 1912 , hefur verið tilefni fjölda bóka , kvikmynda og sjónvarpsþátta , enda er um að ræða eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma . Jórmundur , eða Jóri eins og hann er alltaf kallaður , er sennilega mesti aðdáandi Titanic á Íslandi og þó víðar væri leitað . Nýlega fór hann ásamt unnusta sínum , Arnari Má , í helgarferð á slóðir Titanic í Belfast á Írlandi og væntanlega mun sú ferð ekki draga úr áhuga Jóra á Titanic þar sem þeir trúlofuðu sig þar 29. maí , á 25 ára afmæli Jóra . Því liggur fyrir að finna hinn fullkomna dag fyrir brúðkaup , en fyrst þurfa þeir að pakka búslóðinni og flytja heim til foreldra Jóra . No. 1 fan „ Þetta byrjaði þegar myndin kom fyrst út en þá var ég 7 ára , “ segir Jóri , aðspurður um þennan gríðarlega áhuga sem hann hefur á Titanic . „ Og hún er þrír klukkutímar ! “ NÁMSBÓKIN : „ Sögubókarfærsla sem ég skrifaði 7 ára í öðrum bekk þegar Titanic-geðveikin byrjaði . “ Minjagripir „ Pabbi og mamma fóru síðan að koma með eitt og annað handa mér tengt Titanic þegar þau voru að koma heim frá útlöndum , “ segir Jóri . Safn minjagripa tengt Titanic í eigu Jóra hefur stækkað og stækkað með árunum og líklega gæti hann stofnað lítið safn sjálfur og boðið ferðamönnum og Íslendingum í heimsókn . „ Þetta er eiginlega eina sem ég er með , það sem ég keypti úti núna , “ segir Jóri á meðan hann safnar gripum á eldhúsborðið heima hjá þeim Arnari . Restin er í kössum , enda eru þeir að flytja fljótlega . Jóri er fæddur og uppalinn í Grindavík og vinnur sem nuddari í Bláa lóninu en Arnar Már vinnur í málningardeild Húsasmiðjunnar . Þeir hafa verið saman í rúm 2 ár og kynni þeirra tengjast líka Titanic þar sem þeir kynntust 15. apríl 2014 . Þeir eru yfir sig ástfangnir og Jóri hefur náð að sannfæra Arnar Má um að flytja til Grindavíkur í kjallaraíbúð hjá foreldrum Jóra . SAFNIÐ : Hér má sjá hluta af öllum þeim minjagripum Jóra sem eru tengdir Titanic . Unnustinn þolinmóðurArnar Már er ekki sami dellukallinn þegar kemur að Titanic , þó að hann brosi góðlátlega að áhuga og ástríðu Jóra á áhugamáli sínu : „ Vertu bara einn þarna í geðveikinni , “ segir hann hlæjandi þegar ljósmyndarinn biður Jóra um að stilla sér upp við pússluspilið sem hann er búinn að innramma . „ Ég safna frekar bókum , “ segir Arnar Már . Báðir segja að þeir hafi þurft að bíta aðeins á jaxlinn og fækka hlutum í búslóðinni , enda leyfir tilvonandi kjallaraíbúð ekki endalaust magn af dóti . FYRSTU KYNNI : Kynntust á 102 ára afmæli Titanic . BELFAST-SAFNIÐ : Aðdáandi númer eitt spenntur að kynna sér safnið . ÁSTFANGNIR Í ÚTLÖNDUM . Það er frábært þegar sá sem maður elskar sýnir áhugamáli manns skilning . „ JÁ “ : Arnar Már bauð Jóra út að borða hér og spurningin var borin upp undir þessari veglegu og flottu ljósakrónu . Titanic tattooJóri safnar ekki bara minjagripum tengdum Titanic , hann er einnig búinn að merkja sig áhugamálinu , varanlega , með húðflúri á brjóstinu sem hann er alveg óhræddur við að sýna hverjum sem vera vill . „ Ég og Ingunn , vinkona mín , ætluðum að fara út á 100 ára afmæli Titanic árið 2012 , vorum búin að borga staðfestingargjald og allt , “ segir Jóri . Ekkert varð þó af ferðinni enda bæði í menntaskóla og fjárhagurinn leyfði því ekki alveg ferð upp á rúma milljón á mann . Jóri fékk sér því húðflúr í staðinn . „ Ég var svo búinn að panta mér tíma í „ sleeve “ núna og taka mér mánuð í sumarfrí þar sem hlúðflúrið má ekki blotna og ég get því ekki verið í vinnunni meðan það er að jafna sig , en flúrarinn treysti sér ekki í verkið . Þannig að við erum bara báðir í sumarfríi núna að „ chilla “ , “ segir Jóri . Arnar Már segir að sumarfríið verði örugglega vel nýtt í að aðstoða tengdó við að flytja og græja nýja húsið og íbúðina handa þeim . HÚÐFLÚRIÐ : Flúrið vekur jafnan mikla athygli . SPRELLA SAMAN : Strákarnir eru sætir og sælir saman .
Þetta er það sem gerist þegar markaðsmenn taka lítt þekktar bíómyndir og reyna að draga úr þeim sölupunktinn á heimsvísu . Hvort sem það stangast á við sjálft innihaldið eða ekki er að sjálfsögðu aukaatriði … Glæpamyndin Svartur á leik gerði allt vitlaust á sínum tíma þegar hún leit dagsins ljós og halaði tæplega 60 þúsund gestum í kvikmyndahúsin . Margt þótti bera af í henni á sínum tíma : frammistaða Damons Younger , fáklædd María Birta , sena með kynsvalli og ýmis annar gauragangur . Það sem myndin verður seint nefnd fyrir annars vegar , eru sprengingar , byssubardagar og bílaeltingaleikir . Íslensku kynningarplakötin fyrir myndina hafa greinilega ekki þótt nógu safarík til að trekkja að erlendis , þar sem ýmsar ólíkar týpur af plakötum hafa fundist víða . Á einu þeirra sést óprúttinn nagli með útréttar byssur sem kom ekki einu sinni fyrir í kvikmyndinni . Sum staðar ber hún heitið Black‘s Game og annars staðar ( t.d. í Japan ) Outlaw . Eitthvað er nú þó verið að villa fyrir áhorfendumum innihaldið . Er þetta allt í einu orðin hasarmynd ? Varla er það mikið leyndarmál að hinn stórvinsæli sakamálatryllir Baltasars Kormáks , Mýrin , beri heitið Jar City á erlendri grundu . Aftur á móti kemur það á óvart hvernig breska hulstrinu er háttað . Sést þarna grimmilegur Ingvar Sigurðsson með afskorna hönd í krukku í forgrunninum . Björn Hlynur og Ágústa Eva eru hvergi finnanleg . Ætli það sé verið að gefa í skyn að Ingvar sé kannski morðinginn ? Hrollvekja Reynis Lyngdal , Frost , frá árinu 2012 hlaut misgóðar viðtökur í besta falli og dræma aðsókn í bíó . Þegar leið að því að dreifa myndinni á heimsvísu hafa markaðsdeildir eitthvað tekið sig saman og reynt að pakka svellkalda floppinu í óhugnanlegri umbúðir . Verst er að kápan vekur upp fleiri loforð heldur en afraksturinn stendur undir . Ekki eru til margar íslenskar kvikmyndir sem bera eingöngu erlenda titla , en ein sú mynd , Reykjavík Whale Watching Massacre , hlaut kaldhæðnislega nýjan titil þegar kom að því að gefa gripinn út á DVD í Evrópu . Fékk hún þá allt í einu heitið Harpoon , sem vekur upp álíka stórt spurningarmerki og ákvörðunin að skella nafni Gunnars Hansen á kápuna . Helgi Björns á nú annað skilið , Gunnar átti ekki nema nokkurra mínútna skjátíma í þessu hroðaverki . Fyrir nokkrum árum síðan hlaut spennumyndin Reykjavík-Rotterdam andlitslyftingu í Hollywood undir nafninu Contraband . Þá ákvað Baltasar Kormákur að endurgera mynd Óskars Jónassonar og kynna fyrir heiminum sömu sögu með þekktari andlitum og á stærri striga . Frummyndin hefur þó ekki náð að festa sér í sessi almennilega , þó plakötin hafi reynt sitt albesta til að sýna fram á það að fólki væri hótað lífláti með byssum í myndinni . Hver má eiga það vil sjálfan sig hvort nafnið er svalara : „ Reykjavík-Rotterdam “ eða „ Illegal Traffic “ .
Eldra fólk harðara í afstöðu sinni til prinsins : Aðeins 7,3% Dana vilja að Henrik prins eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar fái titilinn kóngur . Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir blaðið BT . Það hefur lengi verið langþráð markmið Henriks prins að fá titilinn kóngur í Danmörku . Henrik hefur oft sagt opinberlega að hann sé óánægður með núverandi titil sinn og segir að á þessu sviði eigi að gilda jafnrétti á milli hans og drottningar eins og jafnrétti gildi á öðrum sviðum í landinu . Almenningur í Danmörku er alls ekki sammála Henrik í þessu máli eins og könnunin sýni . Þannig eru rúmlega 62% Dana þeirrar skoðunar að hann eigi að sætta sig við núverandi titil sinn sem er “ prinsgemal ” , 12,6% tölu að titilinn ætti að vera “ prins ” en sem fyrr segir vildu aðeins 7,3% að hann fengi titilinn “ konge ” . Fram kemur að yngra fólk er meir á þeirri skoðun en eldra fólkið að Henrik nái hinu langþráða markmiði sínu .
Allt frá fjórða áratugnum hafa dansmyndir notið mikilla vinsælda og svo virðist sem ný dansmynd komi út á tveggja ára fresti . Ólíkt söngvamyndum , þar sem söngurinn hefur ekki bein áhrif á söguþráðinn og persónurnar syngja bara í tíma og ótíma , þá fjalla dansmyndir um dans og iðkendur hans : ástríðuna , kröfurnar og streðið . Hér eru nokkrar klassískar dansmyndir sem gaman er að horfa á aftur og aftur . Tyler Gage er „ street “ - dansari í frístundum sem er gert að afplána samfélagsþjónustu í dansskóla eftir að hafa unnið þar skemmdarverk ásamt félögum sínum . Í fyrstu skúrar hann aðeins gólfin en þegar upprennandi dansari , Nora , missir dansfélaga sinn nokkrum vikum fyrir stóra keppni er Tyler fenginn til að koma í hans stað . Þrátt fyrir að vera algjörar andstæður tekst þeim að læra hvort af öðru og verða ástfangin í leiðinni . Fjölmargar Step Up-myndir hafa fylgt í kjölfarið en þessi fyrsta er best . Tólf upprennandi ballettdansarar frá ýmsum stigum þjóðfélagsins hefja nám í American Ballet Academy í New York í von um að komast að hjá dansflokknum í lok árs . Jody hefur ástríðuna en ekki réttu líkamsbygginguna né nógu góða tækni . Maureen er hins vegar með tæknina á hreinu og á framtíðina fyrir sér en er orðin langþreytt á dansinum . Eva hefur alla burði til að verða aðalballerína en er með allt á hornum sér og rífur kjaft við kennarana . Þær reyna , ásamt karldönsurunum , að takast á við kröfurnar og rembast við að komast í sem best hlutverk í lokasýningunni . Nina er dansari í New York City-ballettinum og allt hennar líf snýst um ballettdans . Þegar listræni stjórnandinn ákveður að skipta út aðalballerínunni í opnunarstykki vetrarins , Svanavatninu , þá er Nina fyrsti kostur í hlutverkið . Nýr dansari , Lily , veitir henni þó harða samkeppni . Nina passar fullkomlega í hlutverk hvíta svansins en Lilly er fullkomin í hlutverk svarta svansins . Frábær mynd þar sem ótrúleg dansatriði tvinnast saman við magnaðan söguþráð með tryllisívafi . Fred Astaire leikur Lucky Garnett sem leggur stund á bæði dans og fjárhættuspil af kappi . Hann er trúlofaður hinni fögru Margaret Watson en hefur sínar efasemdir um brúðkaupið og hjónabandið sem verður til þess að hætt er við athöfnina . Tilvonandi tengdafaðir hans segir honum að hann geti fengið annað tækifæri ef hann geti þénað tuttugu og fimm þúsund dollara svo Lucky heldur til New York til að freista gæfunnar . Þar hittir hann hinn heillandi danskennara Penny Carroll , sem leikin er af Ginger Rogers , og þá breytist margt . Ren McCormack flytur frá stórborginni Chicago til smábæjar í miðríkjunum . Eins og það sé ekki nógu slæmt þá kemst hann að því að yfirvöld bæjarins hafa bannað rokk og dans . Hann á erfitt með aðlagast samfélaginu en nær engu að síður að vinna hylli aðalskvísu bæjarins , Ariel , sem er jafnmikill uppreisnarseggur og hann . Saman reyna þau að hrista upp í fólkinu og halda alvöruball en prestur bæjarins og faðir Ariel reynir að standa í vegi þeirra . Líf Tony Manero er ekki upp á marga fiska en hann vinnur í málningarvöruverslun og býr enn í foreldrahúsum í Brooklyn . Hann lifir fyrir helgarnar því þá fer hann ásamt vinum sínum á klúbbinn og dansar diskódans . Þegar tilkynnt er um stóra danskeppni á staðnum ákveður hann að slá til og fær hina fögru Stephanie til að keppa með sér , þrátt fyrir að hún hafi sínar efasemdir . Þau æfa saman öllum stundum en eins og oft vill verða þá verða þau fljótt ástfangin . Frances „ Baby “ Houseman fer með fjölskyldu sinni í sumarfrí til Catskills-fjalla í New York-fylki . Hún hefur alist upp við góð efni og allir búast við að hún geri allt sem búist er við af góðum stelpum . Öllum að óvörum verður Baby hins vegar ástfangin af danskennara dvalarstaðarins , Johnny , sem á gerólíkan bakgrunn . Þau byrja að dansa saman , gegn vilja föður hennar , staðráðin í því að sigra í lokahæfileikakeppni sumarsins . Fræga lyftan undir lokin svíkur engan .
Richard Scobie ( 54 ) dælir út spennandi efni : Richard Scobie lauk í vor MA-prófi í handritaskrifum með hæstu einkunn frá National Film School á Írlandi . Hann var á árum áður vinsæll poppari á Íslandi en hefur í seinni tíð helgað sig kvikmyndagerð og þykir líklegur til þess að gera góða hluti á þeim vettvangi . FUNHEITUR : Richard Scobie funheitur með Rikshaw í myndbandi með smellinum Into the Burning Moon á níunda áratugnum . Klár Richard Scobie sló í gegn með hljómsveit sinni Rikshaw á áttunda áratugnum og gerði ekki síður lukku með hljómsveitinni Loðin rotta . Hann sneri baki við poppinu og hefur í seinni tíð helgað sig kvikmyndagerð og á þeim vettvangi eru miklar vonir bundnar við hann . Í vor lauk Richard MA-prófi í handritsgerð frá National Film School á Írlandi með hæstu einkunn . Á Írlandi hefur hann þegar gert tvær stuttmyndir sem þykja stórgóðar og tvö handrit eftir hann ganga nú á milli fólks í kvikmyndabransanum og þykja mjög spennandi þannig að það er nokkuð ljóst að þessi gamli poppari er rétt að byrja að láta að sér kveða í kvikmyndunum . Richard býr á Írlandi og gerir meira því auk þess að skrifa handrit framleiðir hann og leikstýrir undir merkjum Arctic Monkey Productions . Richard var sannkölluð poppstjarna á Íslandi á níunda áratugnum þegar hann sló í gegn með hljómsveitinni Rikshaw sem var óumdeilt svar Íslands við Duran Duran . Stífmálaðir og vel hárblásnir heilluðu Richard og félagar hans íslenska æsku með lögum á borð við Into the Burning Moon , Promises , Promises og Celestial Garden . Kvikmyndirnar heilluðu síðan meira en poppið og Richard dælir nú út handritum þar í landi , með toppeinkunn upp á vasann , og mun sjálfsagt hafa úr nógu að velja þegar kemur að verkefnum í náinni framtíð . Í HAM Á SVIÐI : Richard fer hamförum á sviðinu með Rikshaw þegar sú ágæta hljómsveit var á hátindi frægðar sinnar .
Þokkadísirnar Ingibjörg Pálmadóttir ( 54 ) og Friðrika Hjördís ( 37 ) eru náfrænkur : Frænkur Tvær helstu stjörnur íslenska afþreyingariðnaðarins , Ingibjörg Pálmadóttir , eigandi 365 miðla , og Friðrika Hjördís Geirsdóttir , sjónvarpsstjarna og sælkerakokkur , eru náskyldar , eiga sama langafann , Björn Bjarnason ( 1854 - 1926 ) , bónda á Löngumýri og Brekku í Skagafirði . Meðal barna Björns voru systurnar Hallfríður Kristín og Sigurlína en sú fyrrnefnda var eiginkona Geirs í Eskihlíð og þar með amma Friðriku Hjördísar og Sigurlína var móðir Pálma heitins Jónssonar í Hagkaup , föður Ingibjargar . Víða liggja þræðir í íslensku samfélagi og þetta er einn af þeim . Þetta og miklu meira í nýjasta Séð og Heyrt !
Fyrst mundi ég lítið eftir deginum nema þegar við lögðum af stað og ég var að ganga niður fjöruna en síðan hafa komið brot frá köfuninni sjálfri , “ segir Gunnar þegar hann rifjar upp hremmingarnar . „ Á landleiðinni hætti líkaminn smátt að hlíða mér og ég dróst aftur úr . Síðan fékk ég öldu framan í mig saup vatn , fékk kuldatilfinningu um líkamann og man ekki meir . “ EINU SINNI VAR : Hér má sjá hluta af umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 14 árum . „ Það er skrítið með þessar minningar , það voru engar tilfinningar hjá mér , það er eins og ég hafi verið áhorfandi að þessu öllu saman . Hann byrjaði að blása í mig lífi á vatninu og vann svo þrekvirki með því að synda með mig til baka á móti veðrinu . Hann var að örmagnaast sjálfur og sagði mér seinna að hann hafi hugsað á þeim tímapunkti að annað hvort yrði hann að láta mig fara eða við myndum báðir drukkna . Um leið og hann hugsaði þetta þá fann hann fyrir botninum . Eftir að ég var farinn að anda sjálfur keyrði hann svo þrjá kílómetra til að finna símasamband . Hann bjargaði lífi mínu þennan dag , hann er hetjan mín. “ Lesið allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt !
Hér má lesa um nokkra einstaklinga sem heimurinn hefur elskað , virt og dáð en voru kannski ekki alveg jafndásamlegir og við héldum . Albert Einstein lét eiginkonu sína , Milevu Maric , fá lista yfir eftirfarandi reglur sem hún átti að fara eftir til að hjónabandið héldi ( sem það gerði ekki ) . Þú átt að sjá til þess að : – að fötin mín og þvotturinn sé í góðu lagi – að ég fái þrjár máltíðir á dag í herbergið mitt – að svefnherbergi mitt og skrifstofa séu alltaf hrein og að ég einn hafi aðgang að skrifborði mínu Þú átt að afsala þér öllum samskiptum við mig að því leyti sem þau eru ekki yfirmáta nauðsynleg félagslega . Þú skalt ekki búast við : – að ég sitji heima með þér – að ég fari í ferðalög með þér Þú átt að hlýða eftirfarandi í sambandi okkar : – ekki búast við nánd af minni hálfu og ég frábið mér allar ávítur – hættu að tala við mig ef ég fer fram á það – þú yfirgefur herbergi mitt eða skrifstofu tafarlaust og án mótmæla ef ég segi þér að gera það Skylda þín er að gera aldrei lítið úr mér að börnum okkar ásjáandi , hvorki í orðum né látbragði . UMDEILT : Bill Cosby féll með ljóshraða niður stallinn á síðasta ári Bill Cosby féll með ljóshraða niður stallinn á síðasta ári þegar upp komst að hann hefur í gegnum tíðina stundað að byrla konum nauðgunarlyf og eiga við þær mök án samþykkis þeirra . Hann hafði áunnið sér mikla frægð og vinsældir fyrir leik sinn í vinsælu fjölskylduþáttunum Fyrirmyndarfaðir sem voru meðal annars sýndir hér á landi á laugardagskvöldum . Enid Blyton var dáð af börnum um allan heim fyrir bækur sínar . Dætur hennar dáðu hana þó ekki , heldur óttuðust hana . Imogen , önnur dóttir Enidar sagði : „ Sannleikurinn um Enid Blyton er sá að hún var hrokafull , óörugg , mikillát , var snjöll að segja eitthvað ljótt og særandi og hafði ekki snefil af móðureðli . Sem barn sá ég hana sem strangt yfirvald , sem fullorðin manneskja aumkaði ég hana . “ Enid fór afar illa með fyrri eiginmann sinn , kom í veg fyrir að hann fengi að hitta dætur þeirra eftir skilnaðinn þrátt fyrir loforð um annað og eyðilagði að auki alla atvinnumöguleika hans . Bing Crosby var afar vinsæll söngvari og leikari en hann beitti syni sína fjóra , Gary , Lindsay , Dennis og Phillip , andlegu og líkamlegu ofbeldi . Hann var kaldur , fjarlægur og mjög strangur . Ef þeim varð á barði hann þá til óbóta og þess á milli kallaði hann þá heimska bjána sem ekkert yrði úr . Bing tók synina iðulega með sér á búgarð sinn í Nevada og lét þá þræla þar yfir jólin . Elsti sonurinn , Gary , skrifaði bókina Going my way ( 1983 ) , þar sem hann fer ófögrum orðum um föður sinn . Ofbeldið hafði sýnu verst áhrif á synina Lindsay og Dennis sem báðir sviptu sig lífi eftir að hafa lengi glímt við afleiðingarnar uppeldisins . Leikkonan Joan Crawford reyndist vera sérlega slæm og ofbeldisfull móðir , drykkfelld ogmeð hreinlætisæði á háu stigi , ef marka má orð dóttur hennar , Christinu Crawford . Christina sendi frá sér bókina Elsku mamma ( Mommy Dearest ) árið 1978 , þar sem hún lýsir martraðarkenndri æsku sinni . Leikkonan naut mikilla vinsælda og þótti einstök móðir áður en sannleikurinn kom í ljós . TRUFLAÐUR TOM : Tom Baker reyndi að myrða tengdamömmu sína Doktor hvað ? Tom Baker yfirgaf konu sína og börn þegar hann var 31 árs til að helga sig leiklistinni . Hann hafði þá fengið taugaáfall og reynt að myrða tengdamóður sína með garðverkfæri . Níu árum síðar varð hann fjórði leikarinn til að leika Doktor Who og er elskaðasti leikarinn í sögu fjölskyldusjónvarps í Bretlandi . Chuck Berry er af mörgum kallaður faðir rokksins . Ekki vita allir að árið 1944 var hann handtekinn fyrir vopnað rán og sat inni í þrjú ár . Árið 1961 fékk hann tuttugu mánaða dóm fyrir samræði við 14 ára stúlku . Árið 1990 viðurkenndi hann að hafa komið fyrir földum myndavélum á kvennasalerni á veitingastað sínum . Hann gerði dómsátt upp á 1,3 milljónir dollara vegna málsins .
Hörður Eydal ( 51 ) með fljúgandi flott hobbí : Hörður Eydal er Akureyringur , sonur tónlistarhjónanna ástsælu , Helenu Eyjólfsdóttur og Finns Eydal . Æskudraumur Harðar var að verða flugmaður sem aldrei varð en í staðinn hefur Hörður safnað öllu sem tengist flugi og þá aðallega litlum flugmódelum . Stórkostlegt safn Ég hef haft mikinn áhuga á flugvélum síðan ég var fjögurra ára . Það var viðtal við mig í Vikunni árið 1976 og þá lýsti ég því yfir að ég ætlaði að verða flugmaður , “ segir Hörður Eydal en heimili hans er undirlagt af yfir 200 flugvélamódelum sem hann hefur safnað að sér síðastliðin sex ár . Í UPPÁHALDI : Airbus-vélarnar eru í miklu uppáhaldi hjá Herði enda sjaldgæfar og fallegar . Hörður ætlaði sér að gera flugið að atvinnu sinni en náði aldrei að komast svo langt . „ Ég var meira fyrir snjósleða og stelpur þannig að flugið vék fyrir því . Ég hef alltaf séð eftir því en ég er heppinn að eiga góða vini á Facebook sem eru flugstjórar hjá Icelandair og þeir eru duglegir að gefa mér ótrúlega sýn í þetta draumastarf . “ Mörg af módelunum sem eru í eigu Harðar eru sjaldgæf og nærri ófáanleg í heiminum . „ Ég veit ekki hvað safnið er metið á mikið en það eru nokkur módel hérna sem eru metin á 30 þúsund þannig að þetta eru einhver fleiri hundruð þúsund . Síðan má ekki gleyma öllum aukahlutunum sem ég á , eins og sjaldgæfum límmiðum og bókum , sem eru líka metnir á ágætisslikk , “ segir Hörður stoltur . Mundaði kjuðana með Gulla Briem ALÞJÓÐLEGIR PENNAR : Hörður á flott safn af flugpennum alls staðar að úr heiminum . Hörður er sonur tónlistarfólksins Helenu Eyjólfsdóttur og Finns Eydal . Eins og margir vita gerði Helena lagið Hvítir mávar ódauðlegt og Finnur spilaði á klarínett , saxófón og bassa , bæði með hljómsveit Ingimars Eydal , bróður síns , eða sinni eigin hljómsveit . Hörður hefur þó ekki fetað sömu spor og foreldrarnir . „ Ég lærði á trommur fyrir sunnan þegar ég var tvítugur og keypti mér sett . Ég fékk Gulla Briem til að kíkja á mig og segja mér hvort það væri eitthvað varið í þetta hjá mér . Mér til mikillar gleði hrósaði hann mér í hástert . Eftir þetta þá buðu pabbi og Ingimar mér að koma og spila með þeim í Sjallanum . En því miður var það sama sagan og með flugið , ég var of upptekinn af skemmtanalífinu og snjósleðum . Ég hef séð eftir þessu alla mína ævi en það þýðir ekki að dvelja of lengi við það , “ segir Hörður og brosir . Fúll út í Flugsafnið VÍGALEG : Hér er Boeing 787 Dreamliner í öllu sínu veldi . Nú er safnið orðið það stórt að Hörður stendur frammi fyrir því að þurfa að koma hluta af safninu fyrir annars staðar . „ Ég hafði hugsað mér að bjóða Flugsafni Íslands eitthvað af þessu en ég veit ekki hvort ég treysti þeim . Fyrir nokkrum árum lánaði ég þeim dýrmætar handbækur sem höfðu að geyma upplýsingar um allar Boeing-þoturnar . Síðan þegar ég ætlaði að fá þær aftur þá fundu þeir þær ekki og könnuðust ekkert við þetta . Þannig að ég er hálffúll út í Flugsafnið , “ segir Hörður dapur í bragði . Hörður á , eins og fyrr sagði , yfir 200 módel en á þó sín uppáhaldsmódel . „ Ég er hrikalega stoltur af Boeing 757 - módelinu mínu , það er mjög sjaldgæft og ég er einn af sex manns sem eiga svona módel . Síðan er Boeing 787 Dreamliner í miklu uppáhaldi sem og Concord-módelin mín . Annars á ég mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra þar sem ég er í skýjunum með safnið í heild . “
GLÆSILEGUR : Ragnar í hvítum jakka á fasteignasölunni . Fasteignasalinn Ragnar Hlöðversson hefur alltaf verið mikið jólabarn . Það varð engin breyting á um síðustu jól en hann tók sig þá til og gaf hluta af sölulaunum sínum til góðs málefnis . „ Ég hef allt tíð verið gríðarlegt jólabarn og ríkir alltaf mikill kærleikur á mínum bæ í desember . Ég ákvað að nýta tækifærið á aðventunni og láta hluta af sölulaunum mínum fyrir þær íbúðir sem ég fékk í sölu í desember renna til Fjölskylduhjálpar Íslands , “ segir gæðablóðið og fasteignasalinn Ragnar Hlöðversson . Ragnar hefur unnið sem fasteignasali í sex mánuði og lætur vel af starfinu . „ Ég starfa á fasteignasölunni Kaupstaður og kann vel við mig þar . “ Hugmyndina að jólagóðverkinu segir Ragnar hafa komið eftir að hafa fundið fyrir því að hann vildi láta gott af sér leiða . „ Ég ákvað að skella í fallegt jólagóðverk og þar sem ég vinn á fasteignasölu fannst mér þetta kjörin leið til að láta gott af mér leiða um hátíðarnar . “ Aðspurður af hverju Fjölskylduhjálp hafi orðið fyrir valinu segir hann starfsemina þar vera til fyrirmyndar og gott að styrkja starfið : „ Ég er sjálfur mikill fjölskyldumaður og finnst frábært hvað Fjölskylduhjálpin er að gera góða hluti á jólunum fyrir foreldra sem eiga ekki mikið á milli handanna . “
Lilja Hafdís Óladóttir ( 59 ) í Sænautaseli : Fyrir tólf árum fjallaði Séð og Heyrt um torfbæinn Sænautasel þar sem ferðamönnum var boðið upp á sykraðar lummur og ferð til fortíðar . Nú tólf árum síðar er Sænautasel enn í fullum blóma og aldrei verið vinsælli . GÓÐ : Lilja Hafdís býr í Sænautaseli og sér til þess að ferðamenn fái sykraðar lummur og fræðist um torfbæi landsins . Lummur „ Sænautasel er enn þá í fullum gangi hjá okkur en þetta er auðvitað bara sumarstarf , tíu dagar í júní og svo allur júlí og ágúst , “ segir Lilja og bætir við að lummurnar séu alltaf jafnvinsælar . „ Við erum enn þá að bjóða upp á lummurnar , það hefur haldist alveg frá 1994 ; að fá sér sykraðar lummur í torfhúsi er ótrúlega vinsælt hjá ferðamönnum . Það hafa fjölmargir útlendingar bæst í safnið hjá okkur . Þetta er auðvitað svolítið út úr leið en samt alltaf jafnvinsælt . Þetta er það einfaldasta sem er hægt að gera í bakstri . “ Lilja Hafdís sér um Sænautasel á sumrin og það má með sanni segja að vinsældir selsins meðal ferðamanna séu talsverðar , enda mikil upplifun fyrir ferðamenn að „ ferðast aftur í tímann “ og sjá hvernig við Íslendingar bjuggum áður fyrr . „ Ég bý á bænum Merki á Jökuldal og er þar bóndi . Selið er um það bil 30 kílómetra frá mínum bæ og við búum þar á sumrin . Það er mjög kósí að vera þarna á sumrin . Þetta er endurgerður bær en þarna var búið til ársins 1943 , við byggðum þetta upp árið 1992 og þá byggt í þeim stíl sem var búið í . 13 ÁR : Hér má sjá umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 13 árum . Við erum ekki með neitt rafmagn þannig að við förum alveg til fortíðar . Það er mjög skrítið að stíga þarna inn , núna erum við reyndar með rennandi vatn en það var ekki þannig fyrst . Þá þurfti bara að sækja vatn út í læk . Ferðamönnunum finnst þetta alveg magnað , það er alveg nýtt fyrir þá að mæta í torfbæ með engu rafmagni . Það koma heilu rúturnar hingað til okkar með dolföllnum ferðamönnum . Ég er orðin mjög vön því að sjá hökur skella í gólfið . “
Vinnudagar geta orðið ansi annasamir og stundum er eins og við gleymum að anda , hvað þá að borða . Öll eigum við rétt á okkar hádegismat sem getur verið allt að klukkustund að lengd . Í amstrinu hættir okkur til að grípa í fljótheitum máltíð , jafnvel borða hana við skrifborðið okkar og fara svo strax aftur að vinna . Þó svo að það sé í lagi endrum og sinnum ætti maður ekki að leggja það í vana sinn . Það er mikilvægt að brjóta upp daginn og hvíla aðeins hugann . Hér eru nokkrar góðar leiðir til að nýta hádegismatinn í fleira en bara mat . Farðu í göngutúr : Stuttur göngutúr er góð leið til að brjóta upp strit vinnudagsins . Í næsta nágrenni við vinnustað þinn eru margar fallegar gönguleiðir og því er vert að fara út og kanna svæðið . Hafðu augun opin fyrir áningarstöðum þar sem þú getur sest niður , virt fyrir þér útsýnið og tæmt hugann . Ef þú vilt nýta tímann til fulls þá getur þú hlaðið niður hljóðbók á snjallsímann þinn og hlustað á hana á meðan þú gengur . Eftir göngutúrinn kemur þú endurnærð að skrifborðinu þínu aftur og munt áorka meira en ella . Nærðu hugann líka Á Netinu má finna fjölmargar vefsíður helgaðar stuttum og fróðlegum fyrirlestrum . Ein slík síða er á vegum TED-samtakana sem halda ráðstefnur út um allan heim þar sem gestafyrirlesarar ræða efni sem eru þeim hugleikin . Umfjöllunarefnin eru mjög fjölbreytt ; allt frá afbrigðilegu kynlífi skordýra að minnkandi mætti sýklalyfja . Allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi og það besta er að flestir fyrirlestrarnir eru í kringum fimmtán til tuttugu mínútur . Heyrðu í vinum Í dag getum við fylgst með vinum okkar dagsdaglega á Facebook , „ like-að “ og skipst á athugasemdum . Það jafnast samt ekkert á við að heyra rödd þeirra og hlæja saman . Ef vinir þínir vinna í næsta nágreni við þig hví ekki skipuleggja að hittast í hádeginu og borða saman , hvort sem það er á veitingastað eða bara eitthvert gott nesti . Ef þú getur ekki hitt vinina þá getur alltaf prufað að skipuleggja gamaldags símtal í hádeginu einu sinni í viku . Þú getur þá nýtt tækifærið og farið í göngutúr á meðan þið spjallið . Dekraðu við þig : Stundum þarf maður á dálitlu dekri að halda og hví ekki brjóta upp vinnudaginn þannig . Á mörgum snyrtistofum er að finna snyrti - og nuddmeðferðir sem taka minna en þrjú korter , svo sem fót - og handsnyrtingu , snöggt andlitsbað eða svæðanudd . Þetta er góð leið til að lífga upp á tilveruna um miðbik vikunnar og líta sérstaklega vel út þegar helgin gengur í garð . Slakaðu á með hreyfingu Margir nýta hádegismatinn til að skreppa í líkamsræktina og hreyfa sig aðeins . Ef þú vilt ekki fara út úr húsi þá er lítið mál að stunda létta líkamsrækt i á skrifstofunni , til að mynda jóga , það eina sem þú þarft er föt til skiptana og jógadýna . Jafnvel þeir sem eru ekki spenntir fyrir hreyfingu hafa gott af því að stunda dálítið jóga til að slaka og stunda hugleiðslu .
Einar Bárðar , umboðsmaður Íslands , hefur aldrei þjáðst af vanmati á sjálfum sér . Margir skammast sín yfir fermingngarmyndum af sér og vilja ekki fyrir sitt litla líf deila þeim með öðrum . Einar er ekki í þeim hópi og í gær deildi hann þessari skemmtilegu mynd af sér í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að hann ákvað að ganga með Kristi lífsins veg . TÖFFARI : Einar var strax orðinn töffari fyrir 30 árum og hefur ekki slegið af síðan . Einar lifir lífinu lifandi og er hér ásamt Þórgný Dýrfjörð , menningarfulltrúa á Akureyri á leiðinni á skíði á Siglufirði . Fylgist með Séð og Heyrt á hverjum degi !
Ragnhildur Steinunn ( 33 ) snýr aftur eftir eins árs frí : Sjónvarpskonan vinsæla Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur lítið sést á skjánum síðastliðið ár þar sem hún hefur verið í ársleyfi eftir að hún eignaðist sitt annað barn . Hún snýr nú aftur með látum , uppfull af hugmyndum , og kemur víða við á skjánum í vetur . ÚT UM ALLT : Ragnhildur Steinunn er komin aftur á RÚV eftir eins árs fæðingarorlof og byrjar af fullum krafti . Hún verður með þrjá þætti á skjánum í vetur og fer létt með það . Á fullu Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur lítið verið í Sjónvarpinu síðastliðið ár þar sem hún tók sér gott frí eftir að hún eignaðist sitt annað barn . Hún snýr aftur á skjáinn í haust , með hvorki meira né minna en þremur þáttum , og hefur því nóg að gera . „ Ég tók mér ársleyfi , fyrir utan smáinnkomu í orlofinu fyrir Eurovision , og ég er orðin mjög spennt fyrir því að koma aftur , “ segir Ragnhildur Steinunn . Ragnhildur Steinunn segir fátt betra en að vera í löngu fríi og dúllast með tveimur börnum en hún á fjögurra ára stelpu og fyrir ári síðan bættist lítill strákur í fjölskylduna . Þrátt fyrir fjörið á heimilinu er vinnan Ragnhildi jafnan ofarlega í huga . „ Það var æðislegt í fríinu og það borgar sig eiginlega fyrir RÚV að ég taki frí reglulega . Ég pæli svo mikið í vinnunni í fríum og kem til baka uppfull af hugmyndum . Þegar ég er í fríi hef ég meiri tíma til að lesa , fylgjast betur með samfélaginu og fylgjast með dagskránni úr hæfilegri fjarlægð . Þá fær maður líka ýmsar hugmyndir í sambandi við dagskrána . “ Ragnhildur Steinunn sér um þáttinn Óskalög þjóðarinnar ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni . Í þáttunum verða vinsælustu lög landins , frá árunum 1944 - 2014 , sett í nýjan búning og flutt af bestu söngvurum landsins . Þátturinn hefst í október en áður en þessi þáttur kom til var Ragnhildur Steinunn þegar komin með tvo aðra þætti á vetrardagskránni en hún gat ekki annað en slegið til . „ Þetta kom nú bara þannig til að Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri talaði við mig í fæðingarorlofinu . Mér fannst þetta góð og skemmtileg hugmynd að þætti og fann strax að mig langaði að vera með í þessu , “ segir Ragnhildur Steinunn sem ákvað að slá til . KJARNORKUKONA : Ragnhildur Steinunn er með mörg járn í eldinum og hefur pælt í dagskrá Sjónvarpsins allt síðastliðið ár á meðan hún var í orlofi . „ Það er frábært að vinna með Jóni Ólafssyni . Hann er alger viskubrunnur þegar kemur að tónlist og veit miklu meira en ég hefði þorað að gera mér vonir um . “ Það verður heldur ekki komið að tómum kofunum hjá Ragnhildi Steinunni sem liggur nú yfir tónlistarsagnfræði og drekkur í sig fróðleik og tíðaranda liðinna áratuga en lögin sem verða í þættinum eru flokkuð eftir áratugum . „ Ég er að lesa Stuð vors lands og Ísland í aldanna rás og er að reyna að setja mig aðeins inn í tíðaranda hvers áratugar fyrir sig . Finna skemmtilegar tengingar milli laganna og þess tíma þegar þau voru vinsæl . “ Ragnhildur Steinunn ritstýrir einnig nýjum þætti í Sjónvarpinu . „ Þátturinn heitir Hæpið og er hispurslaus þáttur fyrir ungt fólk . Þar starfa ég einungis bak við tjöldin , kem að efnistökum og útliti . Það er frábært að fá að vinna með ungu og hæfileikaríku sjónvarpsfólki og hjálpa því að blómstra á skjánum . “ Þátturinn fer í loftið í október og í honum verða Unnsteinn Manúel , úr Retro Stefson , og Katrín Ásmundsdóttir laganemi en þau koma til með að velta fyrir sér málefnum unga fólksins . Þrátt fyrir að Ragnhildur sé eilítið að færa sig bak við tjöldin innan herbúða RÚV munu landsmenn þó sjá hana aftur á skjánum eftir áramót en þá hefst fjórða sería Ísfólksins . ,, Ég er nýkomin frá London þar sem við fylgdum tónlistarmanninum Ólafi Arnalds eftir en þar ræddum við meðal annars við framleiðendur sakamálaþáttanna Broadchurch en hann fékk BAFTA-verðlaunin fyrir tónlistina í þáttunum . “
Jónína Eyja Þórðardóttir ( 49 ) og Björn Björnsson ( 45 ) frá Þórustöðum skemmtu sér eins og sannir Vestfirðingar : LOPAPAR : Jónína Eyja Þórðardóttir og Björn Björnsson á Þórustöðum létu sig ekki vanta frekar en á öðrum hátíðum tileinkuðum teiknimyndapersónum . Götuveisla Flateyrar fór fram um helgina og tókst með afbrigðum vel . Veislan hófst á miðnæturhlaupi enda er götuveislan haldin síðustu helgi í júní og Jónsmessan því skammt undan . Þessi frumraun miðnæturhlaupsins tókst ótrúlega vel þrátt fyrir bæði rok og rigningu en sú samsetning veðra er afar sjaldgæf í hinum veðursæla Önundarfirði . Þátttakendur voru ekki allir háir í loftinu og fæstir vanir að vera á fótum um miðnætti . BRUNAMAT : Hrafnkell Kaj horfir í eldinn og dáist að loganum dansa sinn eilífðardans í rökkrinu á Flateyri . Vöfflur og grautur Mikil dagskrá var á laugardeginum , boðið var upp á fríar kajakferðir og Gunnukaffi bauð upp á kjötsúpu og ástarpunga í hádeginu , vöfflur í Allabúð og rabarbaragraut hjá Sæbjörgu . Froðudiskó og leikir fyrir börn voru í Minningagarðinum seinnipartinn og um kvöldið var tendrað í grillinu og keppt bæði í söng og kókosbolluáti . Í miðnæturlogninu var kveikt í nokkrum spýtum á hvítri ströndinni og í framhaldi af því skellti fólk sér á ball á Vagninum með stuðsveitinni F1 RAUÐUR . UNDIRBÚNINGUR FYRIR HLAUP : Krakkarnir voru sérstaklega spenntir fyrir sprettinum . STÓRKOSTLEGT LANDSLAG : Það eru ekki margir staðir í heiminum sem geta boðið hlaupurum upp jafnfallegt útsýni og Flateyri . TIL Í TUSKIÐ : Sæbjörg Freyja Gísladóttir skráningarstjóri klæddi sig upp sem skósvein , sem margir þekkja sem Minions úr myndinni Aulinn ég , sem var þema hátíðarinnar . SKÓSVEINN : Þessi frábæra skósveinaskreyting við Vallagötu vakti mikla lukku enda ofurskemmtileg . ÞRJÁR EINS : Zuzanna , Michalina og Kornelia klæddu sig allar upp sem skósveina og varla var hægt að þekkja þær í sundur . Á SIGLINGU : Hrafnkell Kaj Aðalsteinsson og Lotta B. Jónsdóttir skemmtu sér frábærlega á kajak . KÓSÍ : Kári , Benedikt , Signý og Silvía létu fara vel um sig í grasinu PYLSUMENN : Tomek og Rafal Majewski sátu glaðir við matarborðið og fóru , að lokum , gríðarlega sáttir frá því . FLOTTAR SKVÍSUR : Ebba Jónsdóttir og Martha S. Örnólfsdóttir voru síkátar og hvíslað var um hversu flott klæddar þær voru . STUÐBOLTINN MÆTTI : Gleðigjafinn Stanislaw Kordek var manna hressastur á svæðinu . GRILL , GRILL : Margir sáu sér fært að mæta til að borða gómsætan grillmat á þessum fallega degi . SUNGIÐ SAMAN : Þessar ungu stelpur voru alls ekki feimnar við að koma fram og stóðu sig með prýði .
Unnur Arndísardóttir ( 37 ) veit hvað klukkan slær : SYSTIR AVALON : Útskriftarathöfn þegar Unnur útskrifaðist sem systir Avalon árið 2013 . Dulúð „ Ég býð allar konur velkomnar til mín á gyðjunámskeið sem verður undir stjórn Kathy Jones en hún kemur hingað til lands í þeim tilgangi að kynna og kenna gyðjufræðin . Námskeiðin fara fram í Móðurhofi sem er aðsetur mitt á Stokkseyri . En þar er náttúran svo mögnuð og krafturinn svo nálægur , “ segir Unnur sem er einnig jógakennari og heilari . Kathy Jones er stofnandi og skólastjóri Gyðjuskólans í Glastonbury á Englandi þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér gyðjuna eins og hún birtist í náttúrunni allt í kring . FAGRAR OG DULARFULLAR : Allar konur geta fundið tengingu við gyðjuna . GYÐJAN FRÁ AVALON : Kathy Jones kom til landsins og hélt námskeið í heilunar - og jógastöð Unnar á Stokkseyri . „ Þetta kann að hljóma furðulega í eyrum sumra en gyðjufræðin byggja meðal annars á fornum átrúnaði og í skólanum í Glastonbury eru gyðjufræðin skoðuð með hliðsjón af gömlum þjóðarhefðum , sögum , menningu , náttúru og veðurfari . Kathy mun kynna gyðjufræðin og við tvær munum leiða helga athöfn hún sem gyðjan frá Avalon og ég sem hin norræna gyðja Íslands . Þetta eru áhugaverð fræði og ég hvet konur til kynna sér þetta , “ segir Unnur og býður alla velkomna .
Fullt nafn : María Sif Daníelsdóttir . Starfsheiti : Málari . Maki : Enginn maki . Börn : Á tvo flotta táninga , 13 og 16 ára . Stjörnumerki : Algjör Vog . Áhugamál : Myndlist , hönnun , krem , tónlist og litríkur matur . Á döfinni : Halda áfram að vinna að markmiðum , láta drauma rætast og mála risastórar myndirMaría Sif Daníelsdóttir myndlistarmaður kláraði nýverið að myndskreyta vísnabók fyrir börn , Vísnagull , sem kemur vonandi út fyrir jólin . „ Næst á dagskrá hjá mér er að kynna bókina , halda útgáfuteiti , mála fyrir Gallerí List og undirbúa sýningu . Mér finnst gott að hafa mikið að gera og hef gaman af öllum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur . “ María Sif Daníelsdóttir myndlistarmaður kláraði nýverið að myndskreyta vísnabók fyrir börn , Vísnagull , sem kemur vonandi út fyrir jólin . „ Næst á dagskrá hjá mér er að kynna bókina , halda útgáfuteiti , mála fyrir Gallerí List og undirbúa sýningu . Mér finnst gott að hafa mikið að gera og hef gaman af öllum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur . “ Þess fyrir utan er hún að vinna á nafnlausa pizzastaðnum á Hverfisgötu 12. „ Ég elska veitingabransann og hann passar vel með myndlistinni . Að vinna á svona skemmtilegum stað þar sem er nóg um vera veitir mér mikinn innblástur , “ segir María Sif . Hennar persónulegi stíll einkennist af gallabuxum , hermannaskóm og leðurjakka . „ Ég er líka oft í strigaskóm , mjög oft með húfu og er ekki mikið fyrir skartgripi . Mér finnst líka gaman að vera í kjólum og á nokkra sem eru í uppáhaldi inni í skáp og er sjúk í samfestinga . “ Ef Ásdís ætti að nefna eina þekkta konu sem veitir henni innblástur þá er það líklega Gwen Stefani því hún er algjör töffari og alltaf með rauðan varalit . Gstar-leðurjakkinn er tvímælalaust uppáhaldsflíkin mín . Ég var að rölta niður Laugaveginn árið 2007 og sá að vinur minn í Gstar-búðinni var að setja leðurjakka út í glugga . Það var ást við fyrstu sýn . Ég var með pening á mér sem ég hafði fengið fyrir málverk , en hafði samt engan veginn efni á honum , svo ég keypti hann á fimmtíu þúsund og hugsaði síðan : Guð minn góður , hvernig á ég að redda þessu . Hálftíma síðar fékk ég SMS frá Happdrætti Háskóla Íslands sem sagði að ég hefði unnið fimmtíu þúsund í útdrættinum – þvílík gleði ! Ég nota hann mikið enn þá , algjör töffarajakki ! Ég er yfirleitt í Gstar-málningarbuxunum mínum og málningarbol , því ég er mjög oft að mála . Annars er ég mikið í gallabuxum og bol en skelli mér i kjól ef ég vil vera fín . Mér finnst til dæmis gaman að vera í kjól á mánudegi því þá er ég oft í fríi og þá er minn laugardagur . Ég fékk þessa gráu hermannaskó á helmingsafslætti og fór svo óvart í þeim í Master Class tíma í málun . Þeir urðu bara miklu flottari við það og eru algjört uppáhald .
Það var einlæg gleði og mikil samkennd þegar Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands . Þjóðin hlýddi á fyrstu ræðu hans í embætti á sama tíma og hún ók heim eftir partí helgarinnar sem voru haldin víða um landið . Ólafur Ragnar og Dorrit kvöddu sátt og fengu dynjandi lófatak þegar þau óku frá þinghúsinu á vit nýrra ævintýra sem bíða þeirra hér og erlendis . Margir munu án efa sakna þeirra frá Bessastöðum en þjóðin virðist vera sátt við nýja húsbændur þar , sem virðast mæta nýju starfi af auðmýkt og þakklæti . Guðni Th. og Eliza eru boðberar nýrra tíma og minna okkur á að ekkert varir að eilífu , ný kynslóð sest nú að á Bessastöðum og henni fylgir aragrúi af börnum og virðulegur köttur . Forsetafrúin á einnig stórt pláss í hjarta Vestur-Íslendinga sem eru búsettir í Kanada en þar er hún fædd og uppalin . Dýrmæt tengsl þjóðanna sem mega aldrei gleymast . Framtíðin er björt – förum vel með hana . Það var áhugavert að fylgjast með hverjum var boðið að Bessastöðum eftir athöfn en þar tóku forsetahjónin á móti gestum sínum . Það er komin ný og önnur elíta í forsetaveislurnar sem að margra mati er löngu tímabært . Sköpunarkraftur eyjaskeggja á sér engin takmörk – íslenskar valkyrjur leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn með list sinni og frumkvæði . Hugvit , áræðni og hugrekki einkennir þær konur sem deila list sinni með lesendum Séð og Heyrt . Senn hallar að hausti með öllum þeim verkefnum sem því fylgja , þetta hefur verið gott sumar og gjöfult . Verum ávallt minnug þess að hver dagur er gjöf sem er einstök og veitir ný tækifæri við hvert fótmál . Þau þurfa ekki að vera stór , lítil þúfa ýtir hlassinu af stað – nýr forseti Íslands og leið hans í embætti er dæmi um það . Enginn veit sína ævi fyrr en öll er . Dveljum í gleðinni – fögnum rökkrinu sem fellur nú á – lifum og njótum . Gerum lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt á hverjum degi . Leiðari vikunnar - blaðið fæst á næsta blaðsölustað .
Sp : Hvað segja broddgeltir eftir að þeir kyssast ? Það er sjöundi leikur í úrslitum NBA-deildarinnar og einn aðdáandi gengur í átt að sæti sínu . Hann sest niður og tekur eftir því að sætið við hliðina á honum er autt . Hann spyr manninn sem situr við hliðina á auða sætinu hvort einhver sitji þar . Maðurinn svarar : „ Nei , það er enginn þar . “ Fyrri maðurinn er mjög undrandi og segir : „ Ha ?!? Hver með réttu ráði á sæti á besta stað í úrslitaleiknum og mætir ekki ? “ Seinni maðurinn svarar : „ Sko , ég á sætið en eiginkona mín sat þarna alltaf . Hún er nýlátin og þetta er fyrsti NBA-leikurinn sem við förum ekki saman á . “ Fyrri maðurinn segir : „ Ég samhryggist innilega en var enginn annar sem gat komið ? Enginn vinur eða ættingi sem hefði getað fengið sætið ? “ „ Nei , “ segir seinni maðurinn . „ Þau eru öll í jarðarförinni . “ „ Pabbi , ég vil ekki fara í skólann í dag . “ „ Af hverju ekki ? “ segir faðirinn . „ Sko , einn af kjúklingunum á skólalóðinni dó í síðustu viku og daginn eftir fengum við kjúkling í matinn . Svo dó eitt svínið fyrir þremur dögum og daginn eftir það var svínakjöt í matinn . “ „ En af hverju viltu ekki fara í skólann í dag ? “ spyr faðirinn . „ Af því að enskukennarinn okkar dó í gær ! “ Strákurinn : „ Skólastjórinn okkar er algjört fífl ! “ Stelpan : „ Veistu hver ég er ? “ Stelpan : „ Ég er dóttir skólastjórans . “ Strákurinn : „ Veistu hver ég er ? “ Jónas : „ Myndirðu refsa mér fyrir eitthvað sem ég gerði ekki ? “ Kennarinn : „ Nei , auðvitað ekki ! “ Jónas : „ Gott , því ég lærði nefnilega ekki heima . “ Móðir kallar á son sinn : „ Guðjón !! Vaknaðu , þú ert orðinn of seinn í skólann ! “ Sonurinn svarar : „ Mamma , ég vil ekki fara í skólann ! Kennararnir og nemendurnir hata mig ! Gefðu mér eina ástæðu fyrir því að ég ætti að fara . “ Móðirin : „ Þú ættir að fara , Guðjón , því þú ert skólastjórinn ! “ Maður er að lesa dagblaðið sitt þegar eiginkona hans kemur aftan að honum og slær hann í hausinn . Hann spyr hvers vegna hún hafi verið að þessu og hún segir : „ Ég fann miða í vasanum þínum og það stendur Guðrún á honum ! “ „ Elskan mín , ég fór í hestaferð um daginn , manstu ? Hesturinn sem ég var á heitir Guðrún . “ Eiginkonan fer í fússi . Þremur dögum seinna er maðurinn aftur að lesa blaðið og konan kemur aftan að honum og slær hann aftur . Hann spyr : „ Af hverju varstu að þessu ? “ Konan svarar : „ Hesturinn þinn hringdi ! “ Garðbæingur , Reykvíkingur og Hafnfirðingur eru fastir á eyðieyju og finna töfralampa . Andinn kemur út úr lampanum og segist ætla að gefa þeim öllum eina ósk . Garðbæingurinn óskar þess að komast af eyjunni og aftur heim . Reykvíkingurinn óskar þess sama og þeir hverfa á skotstundu og eru komnir heim til sín með það sama . Hafnfirðingurinn segir þá : „ Ég er svo einmana , ég vildi óska þess að vinir mínir væru hérna . “ Maður fór til lögfræðings síns og segir við hann að nágranni sinn skuldi sér 50.000 krónur en vilji ekki borga . Lögfræðingurinn spyr : „ Ertu með einhverja sönnun fyrir því að hann skuldi þér ? “ „ Nei , “ segir maðurinn . „ Allt í lagi þá , sendu manninum bréf og biddu hann um að borga þér þessar 100.000 krónur sem hann skuldar þér , “ segir lögfæðingurinn . “ „ En hann skuldar mér bara 50.000 krónur , “ segir maðurinn . „ Einmitt , “ segir lögfræðingurinn . „ Það er einmitt það sem hann mun segja þér og þá ertu með sönnun . “ Kennarinn : „ Siggi , ef þú ættir 500 - kall og myndir biðja pabba þinn um 300 krónur í viðbót hvað ættirðu þá mikinn pening ? “ Siggi : „ Ég ætti 500 krónur . “ Kennarinn : „ Þú þekkir ekki plús í stærðfræði nógu vel ! “ Siggi : „ Þú þekkir ekki pabba nógu vel ! “ Lögreglumaður stöðvaði ljósku fyrir of hraðan akstur og bað hana um ökuskírteinið . „ Þið löggur þurfið nú að fara að taka ykkur saman í andlitinu ! “ sagði ljóskan . „ Í gær tókuð þið ökuskírteinið mitt af mér og núna ætlist þið til þess að ég geti sýnt ykkur það ! “
Gamandramað París Norðursins nær rétt svo flugi : Ljóst er nú formlega orðið að Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er maður sem kann að meta þær þægilega lágstemmdar , utan borgar , karakterdrifnar , notalegar , þurrar en jafnframt fyndnar , léttsúrar og hversdagslegar . Heppnaðist það glæsilega síðast með myndinni Á annan veg , ekki alveg eins glimrandi vel hér . Einn skærasti punkturinn á þessum bæ er án efa kvikmyndatakan . Klipping og taktur er nokkuð ágætur einnig , leikararnir góðir en húmorinn misjafn , sveiflandi til og frá því að vera hnyttinn og kallandi eftir dósahlátri . Sérvitri tónninn er í lagi , fyrir utan það að myndin snertir sama og engar taugar þegar hana langar að vera dramatísk . Fyrir mér fylgir það því að erfitt er að vera annt um hverja einustu persónu . Má hlæja að þeim , með , vorkenna í nokkrar mínútur en varla meir . Þumalputtareglan hér í persónusköpuninni er að afhjúpa lög hvers einstaklings hægt og rólega , en oft bara svo hægt sé að stafa hlutina út um hvern á gefnu mómenti . Það heldur manni í kærkominni óvissu en gerir fólkið bara á skjánum meira fráhrindandi þegar svona lítið kjöt fylgir hverjum og minna gert til að vinna úr því . Björn Thors hefur reyndar aldrei staðið sig betur í bíórullu en karakterinn hans , og flestra annarra , er oft úti á þekju sama hversu jarðbundinn eða eðlilegur hann er . Ef hann skilur eitthvað eftir sig er það allt Birni að þakka . Þetta jafnast út í það að vera bæði fínt og flatt innlit til Flateyris . París Norðursins er kannski ekkert að hjálpa íslensku bíósenunni að losna undan þeim stimpli að við gerum varla myndir án fjölskyldutengdra deilna , áfengisvanda , stefnulausra rólegheita o.þ.h. , en samt ágætlega heppnuð mynd á ýmsum sviðum . Hún nær tökum á því að flakka á milli kalda húmorsins og hlýju fólks-stúderingarnar en aldrei verður sagan nægilega áhugaverð eða umhyggjuvekjandi til að allt hitt nái að sigla í höfn .
Clueless þénaði 56 milljónir dollara í Bandaríkjunum einum og varð hálfgert „ cult “ á meðal unglinga um allan heim . Myndin sem var lauslega byggð á skáldsögunni Emmu eftir Jane Austen innihélt óþekkta leikara á borð við Paul Rudd og Brittany Murphy sem urðu síðar stórstjörnur . TYGGUR MATINN FYRIR SON SINN Alicia Silverstone lék dekurrófuna Cher Horowitz sem átti draumafataskáp allra stúlkna og sagði „ As if . “ Árið 1997 náði ferill hennar hápunkti þegar hún lék í myndinni Batman og Robin . Í dag hefur hún einbeitt sér að dýraverndun og gaf út bókina „ The Kind Diet “ um veganisma árið 2009 . Árið 2014 gaf hún út bókina „ The Kind Mama “ sem fjallar um fjögurra ára son hennar , Bear Blu . Árið 2012 olli hún miklu fjaðrafoki þegar til hennar sást gefa syni sínum mat sem hún hafði tuggið sjálf . FRÉTTAKONA Í DAG Stacey Dash lék bestu vinkonu Cher , Dionne . Eftir Cluless lék Stacey í þáttum sem voru byggðir á myndinni . Í dag starfar hún á Fox News . LÉST VEGNA EITRUNAR Brittany Murphy lék Tai Fraser , skiptinema og gæluverkefni Cher . Murphy gerði það mjög gott og lék í myndum á borð við „ 8 mile “ og Girl , Interrupted . Murphy lést sviplega árið 2009 vegna eitrunar . EINS OG VERK EFTIR MONET Elisa Donoan lék óvinkonu Cher , Amber Mariens . Cher líkti Amber oft við Monet-verk þar sem hún væri fríð í fjarska en þegar nær væri komið væri andlitið á henni ein stór óreiða . Frægðarsól Elisu hefur ekki skinið skært en hún lék þó í myndinni Night at the Roxbury og í þáttunum Sabrina The Teenage Witch . VINSÆLL Donald Faison lék kærasta Dionne og var með ansi myndarlega teina . Eftir myndina lék Donald í þáttunum sem voru byggðir á myndinni . Seinna lék hann í vinsælu þáttunum Scrubs og The Exes . TALAR INN Á TEIKNIMYNDIR Breckin Meyer lék grashausinn Travis Birkenstock sem féll fyrir skiptinemanum Tai sem Brittany Murphy lék . Í dag einbeitir Breckin sér að talsetningum og hefur talað inn á þætti eins og Robot Chicken og King of the Hill . SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Paul Rudd lék Josh Lucas , fyrrum stjúpbróðir Cher , sem hún síðan féll fyrir . Paul Rudd hefur svo sannarlega slegið í gegn og fer með aðalhlutverk í myndinni Ant-Man sem er vinsælasta kvikmynd í heiminum í dag .
Litlar styrjaldir skipta okkur meira máli en stórar í erli dagsins og nú er hafið kaffistríð í verslunum Víðis . Víðir hefur síðustu mánuðina boðið Gevalia-kaffi á frábæru verði , eða á rétt rúmar 700 krónur pakkann . Og flestir teygja sig fyrir bragðið í Gevalia og kasta í körfuna því aðrar tegundir voru að sleikja þúsund króna markið . Fyrir bragðið skapaðist stór hópur neytenda sem kalla má Gevalia-fólkið því það drakk Gevalia og bauð gestum Gevalia – því það voru bestu kaupin . Svo gerast þau ósköp rétt í þessu að Merrild stillir sér upp í búðarhillunum hjá Víði á 689 krónur 500 grömmin . Þá hikar Gevalia-fólkið , snýr sér í hálfhring með körfuna en skiptir svo um kaffitegund eins og ekkert sé og er allt í einu komið í Merrild-hópinn . Svona gerast kaupin á kaffimarkaði almennings . Bragðið skiptir ekki öllu , heldur verðið . Reyndar rísa bæði Gevalia og Merrild undir nafni sem gott heimiliskaffi en ná þó aldrei því besta í bænum sem er ítalska kaffið hjá Kaffifélaginu á Skólavörðustíg en það er dýrara ; 500 krónur bollinn og fyrir þann pening má fá marga bolla af Gevalia heima og enn fleiri bolla af Merrild eins og staðan er nú í kaffistríðinu í Víði . Kaffistríð eru indæl eins og Séð og Heyrt – gera lífið skemmtilegra .
Kris Jenner ( 60 ) er brjáluð út í Kim Kardashian ( 35 ) : Óléttan er að fara illa með raunveruleikaþáttarstjörnuna Kim Kardashian . Hún hefur nýlokið margra mánaða átaki þar sem hún borðaði bara holla fæðu og var dugleg í ræktinni . Kim ákvað að verðlauna sig fyrir góðan árangur og leyfði sér að halda nammidag í New Orleans en kvartar nú yfir að vera orðin of þung . Kris Jenner , mamma hennar , trylltist þegar hún frétti af gotteríis átinu og varaði Kim við að það gæti endað illa því seinast þegar hún var ólétt þjáðist hún af bjúg og háum blóðþrýstingi . „ Þú ert nammigrís í laumi og ættir að vera með öklaband sem lætur vita í hvert sinn sem þú hámar í þig óhollustu , “ segir hún . Kim er á leiðinni til Parísar til að máta óléttuföt og mamma hennar óttast að hún sé að fara yfir um vegna streitu . „ Þú ert að gera miklu meira en nokkur venjuleg kona sem er ekki einu sinni vanfær væri fær um að gera , “ segir hún áhyggjufull . STÓRGLÆSILEG Kim slær ekki af og var flott í óléttukjól frá Givency á tískusýningu í New York .
Shonda Rhimes er aðalframleiðandi og höfundur nokkurra þekktustu og vinsælustu sjónvarpsþátta seinni ára . Henni hefur verið lýst sem valdamesta , svarta , kvenkynsstjórnanda í bandaríska sjónvarpinu en margir hafa bent á að það séu fullmörg lýsingarorð . Hún er einfaldlega ein af valdamestu stjórnendunum , punktur . Shonda Rhimes fæddist í Chicago árið 1970 . Hún var yngst sex systkina , þriggja systra og tveggja bræðra . Foreldrar hennar voru Vera sem starfaði á háskólaskrifstofu og Ilee Rhimes , háskólaprófessor . Shonda sýndi snemma mikla tilburði til frásagnarlistar en hún vann sjálfboðavinnu á elliheimilum þar sem hún las fyrir heimilisgesti og sagði sögur . Hún fékk einnig snemma að kynnast því að konur þyrftu ekki að láta neitt stöðva sig . Mamma hennar ákvað að fara í háskólanám meðfram því að vinna og sinna börnum sínum sex . Vera útskrifaðist loks með doktorsgráðu sama ár og Shonda útskrifaðist með sína fyrstu háskólagráðu . Kvikmyndaskólinn skemmtileg áskorun Shonda ásamt Betsy Beers , meðeiganda Shondaland , er þær tóku við viðurkenningu frá Directors Guild of America . Shonda stundaði nám í kaþólskum gagnfræðiskóla til átján ára aldurs og að því loknu kom aldrei neitt annað til greina en að fara í háskóla . Hún komst inn í hinn virta Dartmouth-háskóla og lærði ensku og kvikmyndafræði . Samhliða náminu gekk hún til liðs við Black Underground Theater Association þar sem hún fékk bæði tækifæri til að leika og leikstýra , ásamt því að skrifa fyrir háskólablaðið . Hún útskrifaðist frá Dartmouth með BA-gráðu árið 1991 . Skömmu seinna las hún blaðagrein í The Times sem sagði að það væri erfiðara að komast inn í kvikmyndanámið í University of Southern California en í laganámið í Harvard . Hún sá það sem skemmtilega áskorun og ásetti sér að komast inn , sem hún og gerði . Nám í handritaskrifum varð fyrir valinu hjá Shondu í USC og hún undi sér vel . Á meðan á náminu stóð fékk hún lærlingsstöðu hjá framleiðslufyrirtæki Denzel Washington , Mundy Lane Entertainment . Það var Debra Martin Chase sem réð hana og tók hana undir sinn væng en Shonda hefur oft þakkað Debru þá velgegni sem hún hefur hlotið . Þær störfuðu síðar aftur saman að myndinni The Princess Diaries 2 . Eftir útskrift átti Shonda erfitt með að finna fasta vinnu sem handritshöfundur og vann fjöldamörg íhlaupastörf á meðan hún var að reyna að koma sér á framfæri . Þar á meðal starfaði hún sem ráðgjafi hjá atvinnumiðstöð þar sem hún kenndi heimilislausum og einstaklingum með geðræn vandamál nauðsynlega færni til þess að fá vinnu . Árið 1998 þreytti Shonda frumraun sína sem leikstóri með stuttmyndinni Blossoms and Veils en í henni lék meðal annars Jada Pinkett-Smith , eiginkona Will Smith . Þá fór boltinn að rúlla og 1999 keypti New Line Cinema handrit af Shondu og hún skrifaði einnig handritið fyrir HBO sjónvarpsmyndina Introducing Dorothy Dandridge sem Halle Berry lék aðalhlutverkið í og fékk mikið lof fyrir . Mamma með meiru Kröftugar konur í aðalhlutverkum : Keri Washington , Viola Davis og Ellen Pompeo sem eru aðalsöguhetjurnar í Scandal , How to Get Away with Murder og Grey’s Anatomy . Shonda þráði að eignast fjölskyldu sem er ekki furða þar sem hún ólst sjálf upp í stórri fjölskyldu . Þegar ráðist var á tvíburaturnana í New York í september 2001 var hún stödd í Vermont að skrifa kvikmyndahandrit og hörmungarnar fengu hana til að endurmeta framtíðarplön sín og forgangsraða upp á nýtt . Efst á listanum var að eignast barn svo hún lét eiginmannsleysi ekki stöðva sig heldur ákvað að ættleiða upp á eigin spýtur . Níu mánuðum síðar , í júní 2002 , tók hún á móti elstu dóttur sinni , Harper , og í febrúar árið 2012 ættleiddi hún aðra dóttur sem fékk nafnið Emerson . Þriðja dóttirin , Beckett , kom svo í heiminn í september á síðasta ári með hjálp staðgöngumóður . Eins og margar konur er Shonda stöðugt að reyna að finna jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu . Hennar upplifun er sú að ef henni gengur vel í öðru þá er henni vafalaust að mistakast í hinu . Hún segist aldrei með fullkomna stjórn á öllu og það sé fórnin sem hún þurfi að færa til að vera bæði valdamikil kona á atvinnumarkaði og inni á heimilinu . Hún hefur þó náð að finna góðar lausnir til að auðvelda sér lífið . Hún rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem sér um alla sjónvarpsþættina . Í höfuðstöðvum fyrirtækisins , hinum megin við ganginn frá skrifstofu Shondu , eiga dætur hennar sín eigin herbergi þar sem þær geta verið fyrir og eftir skóla . Það var einmitt þegar Harper var ungbarn og átti mjög erfitt með svefn að Shonda byrjaði að horfa á sjónvarpið og skoða það sem mögulegan starfsvettvang . Með litlu stelpuna á bringunni sat hún tímunum saman og horfði á þætti á borð við Buffy the Vampire Slayer , Felicity og 24 . Shonda var að eigin sögn alveg hissa á því hvað sjónvarpsefnið var gott . Hún var orðin þreytt á að skrifa kvikmyndahandrit um unglingsstúlkur og þeirra drama en hún hafði þá unnið að bæði The Princess Diaries 2 og Crossroads með Britney Spears í aðalhlutverki . Hún sá sér leik á borði og vildi skrifa um kröftugar konur . Fyrsta sjónvarpshandritið sem hún skrifaði fjallaði um stríðsfréttaritara . Þátturinn var því miður aldrei framleiddur þar sem Íraksstríðið skall á skömmu síðar . Hún hélt þó ótrauð áfram og næsta hugmyndin sem hún þróaði var Grey’s Anatomy . Endurspeglar fjölbreytileikann Í Grey’s Anatomy-þáttaröðinni er fylgst með skurðlæknunum á Seattle Grace-sjúkrahúsinu . Hasarinn og dramað fer nær eingöngu fram innan veggja spítalans þar sem læknarnir vinna , sofa , leika sér og ýmislegt þar á milli . Þættirnir hófu göngu sína árið 2005 og hlutu óvæntar vinsældir og nú í ár er ellefta serían í gangi . Í kjölfar vinsælda Grey’s Anatomy hefur Shonda bætt fleiri sjónvarpsþáttum við sem allir hafa einnig notið mikilla vinsælda , Private Practice sem lauk árið 2013 eftir sex seríur , Scandal sem er nú á sinni þriðju seríu og How to Get Away with Murder sem hóf göngu sína nú á þessu ári . Þættir Shondu eiga ýmislegt sameiginlegt , hárbeitt samtöl , sjóðandi heit ástarsambönd , mikinn hasar og mikið drama . Hún leggur einnig mikið upp úr því að leikaraval endurspegli fjölbreytileikann í hinum raunverulega heimi þegar kemur að kynþáttum . Hún er þekkt fyrir að skrifa persónur ekki með ákveðinn kynþátt í huga og velja þannig leikara eftir því hvernig þeir túlka hlutverkið . Árið 2013 fengu Shonda og meðeigandi hennar að Shondaland , Betsy Beers , viðurkenningu fyrir þennan fjölbreytileika frá Directors Guild of America . Þættirnir eiga líka það sameiginlegt að aðalpersónur þeirra eru sterkar konur og margir gera ráð fyrir að þeir höfði því eingöngu til kvenna . Shondu finnst það mjög móðgandi og hún segir jafnframt óþolandi að þættir sem höfði til kvenna séu sjálfkrafa metnir minna en þeir sem eru gerðir fyrir karlmenn . Shonda ásamt nokkrum af aðalleikurum Grey’s Anatomy , Private Practice og Scandal . Ekkert lát virðist vera á velgengni Shondu og þættir hennar eru stöðugt tilnefndir til verðlauna . Hún segir það sé því að þakka að hún hafi hætt að láta sig dreyma hlutina . „ Marga dreymir stóra drauma en hamingjusamasta , áhugaverðasta og valdamesta fólkið sem nýtur mestrar velgengni eru það sem framkvæmir hlutina í stað þess að láta sig dreyma um þá . “
Kvikmynd um tilhugalíf þeirra Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Michelle eiginkonu hans er í bígerð í Hollywood . Vinnuheiti myndarinnar er Southside With You en þau Barack og Michelle fóru á sitt fyrsta stefnumót í Southside hverfi Chicago sumarið 1989 . Í frétt á vefsíðunni Deadline Hollywood kemur fram að Barack hafi þurft að hafa verulega fyrir því að fá Michelle á stefnumót með sér . Hann var þá nýráðinn sem sumarafleysingamaður á lögmannsstofunni Sidley Austin í Chicago eftir að hafa lokið prófi frá lagadeild Harvard háskólans . Michelle var yfirmaður hans á stofunni . Kvikmyndin mun fjalla um daginn þegar þau fóru á þetta fyrsta stefnumót sitt . Á því heimsóttu þau m.a . Art Institue , fóru í langa gönguferð og luku deginum með því að sjá myndina Do The Right Thing í leikstjórn Spike Lee í nálægu kvikmyndahúsi . Þau giftu sig síðan árið 1992 . Þegar hefur verið ákveðið að leikkonan Tika Sumpter leiki Michelle en verið er að leita að leikara til að taka að sér hlutverk hins unga Barack Obama .
Leoncie ( 68 ) mætti í partí í Laugarnesið : FÍT , Félag íslenskra tónlistarmanna , hélt aðalfund sinn nýlega og að honum loknum bauð kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson til gleðskapar að skrautlegu heimili sínu í Laugarnesinu . Helst bar til tíðinda að tónlistarkonan Leoncie er gengin í félagið en hún hefur hingað til ekki vandað íslensku tónlistarfólki kveðjurnar . Leoncie og Albert , eiginmaður hennar , voru hin hressustu í boðinu og slógu á létta strengi en stöldruðu þó ekki lengi við . Sjáið allar myndirnar úr gleðinni í nýjasta Séð og heyrt .
Mikael Torfason hefur í nógu að snúast eftir að hann hætti sem yfirritstjóri 365 miðla . Hann er tilbúinn með nýja bók , skáldævisögu , nýtt leikrit um Kjarval fyrir Þjóðleikhúsið , annað leikrit fyrir Borgarleikhúsið er í smíðum og svo skrifar hann með öðrum handrit að sjónvarpsþáttaröðinni Rétti á Stöð 2 . Meira í Séð og Heyrt – alltaf á fimmtudögum .
Mariah Carey ( 46 ) var stórglæsileg í veislunni : Þriðja árið í röð heldur Leonardo DiCaprio góðgerðarveislu þar sem frægt fólk borgar til að fá að vera með og fer ágóðinn þetta árið til fórnarlamba harmleiksins í Nice í Frakkalandi . Meðal gesta þetta árið voru Robert De Niro , Kate Hudson , Naomi Campbell , Kevin Spacey , Alessandra Ambrosio , Doutzen Kroes , Chris Rock , Scarlett Johansson , Penelope Cruz , Bradley Cooper , Jonah Hill , Tobey Maguire , Bono , Edward Norton , Lana Del Rey , Charlize Theron , Arnold Schwarzenegger , Cate Blanchett og Marion Cotillard og söfnuðust 45 milljónir dala þetta árið . Það var hins vegar Mariah Carey sem stal stenunni eins og má sjá á myndunum . FLOTT SAMAN : Mariah og Leo eru góðir vinir . GLÆSILEG : Hún Mariah kann heldur betur að klæða sig .
Gunnþór Sigurðsson ( 54 ) lumar á ýmsu merkilegu : FEÐGIN Á GÓÐRI STUND : Gunnþór og Erna , dóttir hans , en hún er í læknanámi í Slóvakíu . Gunnþór Sigurðsson er skráður sem KR-ingur í símaskránni en hann er ekki einungis gallharður stuðningsmaður Vesturbæjarliðsins hann er líka bassaleikari pönksveitarinnar Q 4U og afi sem hefur gaman af því að safna fágætum hlutum . Fundvís „ Ég byrjaði að safna hlutum strax sem krakki , gekk um Laugarnesið með prik og potaði niður hvar sem ég kom í þeirri von að ég fyndi fjársjóð . Ég var stundum heppinn , fann það sem aðrir kalla drasl en var sem gull fyrir mér , “ segir Gunnþór sem er mikill safnari . Gunnþór starfaði lengi hjá RÚV í leikmuna - og leikmyndadeildinni og þar var sitthvað merkilegt að finna . „ Söfnunaráráttan fékk vissulega útrás í vinnunni , við vorum alltaf að gramsa eitthvað og fundum oft stórmerkilega hluti . Eitt sinn rakst ég á gamlan vindlakassa þar sem í reyndist vera forláta gullúr sem var orðið ófáanlegt . Ég safna líka rifnum og tættum peningaseðlum og hef hug á því að gera listaverk úr safninu mínu er fram í sækir . “ Dýrkaði Rannveigu og krumma „ Ég gleymi því aldrei þegar ég var að hefja störf uppi á Sjónvarpi og rakst á æskuhetjuna mína , Rannveigu úr Stundinni okkar , ég mætti henni á ganginum og fór að skjálfa í hnjánum og roðnaði og svitnaði til skiptis . Ég var á þessum tíma gallharður og húðflúraður pönkari sem varð alveg eins og kjáni þegar ég hitti hana . Ég hlæ enn að þessu . “ ÓMETANLEGT : Gunnþór hefur fengið tilboð í þennan miða nokkrum sinnum , en hann er ekki falur . Áritun frá SLADE „ Ég á marga dýrgripi , dúkku sem fylgdi með blómunum sem mamma fékk frá pabba þegar ég tróðst í heiminn og svo aðgöngumiða á Slade-tónleikanna 1974 , áritaða . Ég og félagarnir sátum fyrir hljómsveitinni á hótelinu þegar þeir komu hingað í fyrra skiptið , ég fékk áritun frá öllum nema trommaranum , hann var ekki á svæðinu , en ég á hana í dag . Hljómsveitin kom hingað aftur fyrir einhverjum árum síðan , ég fór auðvitað aftur og með miðann frá fyrri heimsókninni , sat fyrir trommaranum , sem rak auðvitað upp stór augu þegar hann sá áritun félaga sinna frá árinu 1974 . Nú er ég kominn með þá alla á blað . Það er mikill dýrgripur . “ FLOTTUR AFI : Gunnþór með afastrákana , Gunnþór Elís og Jón Inga . Afi pönk „ Ég var í heimsókn hjá Ernu , dóttur minni , og litlu afaguttunum mínum . Þau búa í Slóvakíu þar sem hún er að læra læknisfræði , það fer vel um þau þarna . Ég finn samt hvað ég sakna litlu guttanna , ég er mikill afi og hef svo gaman af því að grallarast með þeim . Maður verður meir með aldrinum , gallharði bassaleikarinn úr Q 4U er bara orðin afi , ég fór með guttunum á MacDonalds úti þar sem við fengum okkur risamáltíð og ís , það var skemmtilegt , “ segir Gunnþór greinilega sáttur við lífið og tilveruna .
Amor tókst að geirnegla örvar sínar víða þetta árið því fjölmörg ný pör litu dagsins ljós . Bjarni Hafþór Helgason , sem gerði garðinn frægan á Stöð 2 á árum áður með fréttum frá Akureyri , flutti til Reykjavíkur snemma á árinu – þangað dró ástin hann . Ingunn og Bjarni voru búin að þekkjast lengi en Ingunn er náin vinkona systur Bjarna og ein ríkasta kona landsins , systir Milestone-bræðra .
Forseti Slóvakíu lagði lykkju á leið sína og millilenti einkaþotu sinni í Keflavík á leið til Bandaríkjanna . Óskaði hann sérstaklega eftir þessu enda hefur forsetinn lengi haft áhuga á Íslandi og þá ekki síst vegna góðra samskipta við Runólf Oddsson , konsúl Slóvakíu á Íslandi , sem bæði flytur inn kristal og hjólbarða frá Slóvakíu auk þess að senda mörg hundruð íslensk ungmenni út í læknanám til Slóvakíu ár hvert . HEILLAÐIST : Forseti Slóvakíu heillaðist strax af frísku lofti og fallegri birtu þegar hann sté út úr forsetaþotu sinni í Keflavík en Runólfur Oddsson konsúll fór upp allan landganginn til að taka á móti honum . Góður gestur Vel var tekið á móti Andrej Kiska , forseta Slóvakíu , þegar hann steig út úr risastórri , rússneskri einkaþotu sinni á Keflavíkurflugvelli . Ekki var um opinbera heimsókn að ræða , heldur einkastopp forsetans . Á flugvellinum tók Runólfur Oddsson konsúll á móti honum og á flugbrautinni biðu tveir glæsilegir Tesla-rafmagnsbílar sem Gísli Gíslason lögfræðingur hafði lagt til svo forsetinn fengi að kynnast kostum þeirra . „ Tesla er einmitt með ráðagerðir um að byggja bílaverksmiðju í Slóvakíu , “ segir Runólfur konsúll sem fylgdi forsetanum um Suðurnes þá fjóra klukkutíma sem hann staldraði við . Forsteinn vildi fara í Bláa lónið og var rafmagnsbílunum stefnt þangað . „ Þetta eru alveg frábærir bílar , “ segir Runólfur konsúll og deildi þeirri skoðun með forseta Slóvakíu sem var ekki síður hrifinn af Bláa lóninu og reyndar Suðurnesjum öllum í því blíðskaparveðri sem var . Andrej Kiska er einn auðugasti maður Slóvakíu og var kjörinn forseti landsins í sumar og tók við embætti 15. júní . Kiska er viðskiptajöfur sem byggði auð sinn á fjárfestingabanka sem hann stofnaði og er vel látinn forseti meðal þjóðar sinnar sem kann vel að meta framsækni hans og skynsemi . Eftir góða millilendingu og enn betra stopp hélt Andrej Kiska áfram ferð sinni vestur um haf en með honum í einkaþotunni var Frantisek Kasicky , sendiherra Slóvakíu með aðsetur í Osló í Noregi . KVEÐJUSTUND : Andrej Kiska , forseti Slóvakíu , kveður Runólf Oddsson konsúl eftir skemmtilegar stundir á Suðurnesjum .
Það er nánast daglegt brauð að kvikmyndir og sjónvarpsþættir séu tekin upp á Íslandi , það er varla hægt að fara út á land án þess að rekast á hluta af kvikmyndatökuliði á krá hvers smábæjar eftir langan dag . Það sem er hins vegar sjaldgæft er þegar kvikmyndir eru teknar upp í Reykjavík , það gerist nánast aldrei en þó er hægt að finna fimm . Jason Bourne er fimmta myndin í kvikmyndaseríunni en þær hafa allar nema ein snúist um persónuna Jason Bourne ( Matt Damon ) og baráttu hans við yfirvöld í Bandaríkjunum og leit hans að sínum innri manni eftir að hafa verið heilaþveginn . Jason Bourne kemst að ákveðnum hlut um fortíð sína sem hann vissi ekki áður og einnig er sýnt frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja njósna um fólk án vitundar þess . Jason Bourne fer heimshorna á milli í leit að vísbendingum og vondu fólki . Við upphaf myndarinnar birtist Reykjavík þar sem Nicky Parsons ( Julia Styles ) fer í vöruskemmu , sem er full af tölvuhökkurum , til að brjóta sér leið í innra kerfi CIA . Land Ho ! er amerísk gamanmynd sem fjallar um tvo menn á sjötugsaldri sem ferðast saman til Íslands til að endurheimta æskuna . Þeir fara út um allt meðal annars á klúbba í Reykjavík , baðhús og útivistarsvæði . Rapparinn Emmsjé Gauti fer með leiksigur í myndinni en hann leikur persónuna „ Glow Stick Guy “ þar sem hann hittir aðalpersónur myndarinnar á bar og setur glóstaut í drykki þeirra . Norsk hryllingsgamanmynd sem var að miklu leyti tekin upp á Ísland og að hluta til á höfuðborgarsvæðinu en gerist þó ekki á Íslandi . Myndin er framhaldsmynd Dead Snow og fjallar um nasistauppvakninga sem vilja taka yfir heiminn . Þekkasti leikarinn í myndinn er Martin Starr sem fór á kostum í sjónvarpsþáttunum Freaks and Geeks og Silicon Valley og kvikmyndunum Knocked Up og Adventureland . Spennumynd um vefsíðuna Wikileaks sem er þekkt fyrir að leka trúnaðarskjölum á veraldarvefinn . Mikið efni var tekið upp á Íslandi og Egill Helgason lék meðal annars sjálfan sig í myndinni en lítið af efninu var notað . Í myndinni eru meðal annars sýnd mótmæli fyrir fram Alþingishúsið . Benedict Cumberbatch er í aðalhlutverki sem Julian Assange , stofnandi Wikileaks . Margir bjuggust við því að þessi mynd ætti eftir að sópa til sín verðlaunum en á daginn kom að myndin var ekkert sérstök . Bresk dramasjónvarpsmynd frá árinu 2005 sem var gerð fyrir BBC . Myndin er líklega þekkust fyrir að vera seinasta leikstjórnarverk David Yates áður en hann fór að leikstýra Harry Potter-myndunum . Myndin fjallar um par sem fer saman til Íslands á ráðstefnu þar sem þau fara að rífast um starf mannsins og ósætti kemur upp . Bill Nighy fer með aðalhlutverk í myndinni og tekst honum vel til . Myndin gerist nánast öll í Reykjavík en langstærstur hluti er tekinn upp í húsnæði sem er greinilega ekki á Íslandi og er ljóst að aðeins nokkur atriði voru tekin upp á landinu .
Jónas Breki Magnússon ( 35 ) og Gúrý Finnbogadóttir ( 36 ) kunna að hanna : Töff Jónas Breki Magnússon smíðar skartgripi undir merkinu Breki design . Hann lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn . Meginstefið í hönnun hans eru hauskúpur í ýmsum útgáfum . Eiginkona hans Gúrý saumar og endurhannar fatnað úr gömlum loðfeldum og leðri . Þau er búsett í Danmörku en komu til Íslands í desember og kynntu hönnun sína . Margir litu við og nýttu tækifærið og kynntu sér hönnun þeirra . Töff Hjónin Jónas og Gúrý ásamt börnum sínum Ísabellu og Breka . Börnin feta í fótspor foreldra sinn þótt ung sé og eru bæði farin að hanna eigin skartgripi .
Frank Sinatra ( 1915 - 1998 ) hefði orðið 100 ára 2015 : Hjartaknúsarinn , drykkjuboltinn , erkitöffarinn og söngvarinn Frank Sinatra fæddist 12. desember 1915 og hefði því orðið 100 ára í lok þessa árs , en hann lést árið 1998 . Geir Ólafsson söngvari er einhver ákafasti aðdáandi Sinatra á Íslandi og kann ýmsar sögur af kappanum . LEIKARI : Sinatra sýndi einnig góð tilþrif í kvikmyndaleik . Hér er hann í hasar í Von Ryan´s Express . Aðalgæinn Þau eru ófá lögin sem Frank Sinatra gerði ódauðleg á ferli sínum og þau munu halda minningu hans á lofti um ókomna tíð . The Girl Next Door , Fly Me to the Moon , I Get a Kick Out of You , I’ve Got You Under My Skin , Love and Marriage , Strangers in the Night , Summer Wind , That’s Life , Somethin ’ Stupid , með dóttur sinni Nancy Sinatra , My Wa og auðvitað New York , New York . Sinatra var einnig liðtækur kvikmyndaleikari og eftir nokkuð mögur ár tók ferill hans kipp á ný eftir að hann hlaut Óskarsverðlaunin sem besti aukaleikarinn í From Here to Eternity 1953 . Aðrar þekktar myndir með honum eru The Man with the Golden Arm , The Manchurian Candidate og söngleikirnir On the Town , Guys and Dolls , High Society og Pal Joey . Undir miklum árhrifum AÐDÁANDINN : Geir Ólafsson er ákafur aðdáandi Sinatra og var undir miklum áhrifum frá honum , ekki síst framan af . Geir Ólafsson hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Sinatra en segist eiga erfitt með að nefna eitt uppáhaldslag með hetjunni sinni en segir One for My Baby ( and One More for the Road ) vera þar á meðal . „ Þetta er svona dæmigert Sinatra-lag . Hann var svo mikill túlkandi og fékk fólk til þess að trúa því sem hann var að syngja um í flestum lögum sínum . “ Geir var þrettán ára þegar hann heillaðist af Sinatra og var þá mjög á skjön við jafnaldra sína . „ Ég var ekkert í Wham ! og Duran Duran og hlustaði bara á Frank Sinatra . Ég var þrettán ára þegar pabbi gaf mér „ best of “ plötuna New York , New York og sagði mér að ef ég vildi einhvern tíma verða söngvari þá ætti ég að hlusta á hann þennan . Það er alveg á hreinu að hann hafði strax mikil áhrif á mig í tónlistinni og mér fannst hann gríðarlega töff . “ Og Geir segir Frank hafa farið létt með að standa undir töffaraímyndinni . „ Hann stendur undir þessu öllu . Heldur betur . Það skiptir líka máli að hann var góður maður , sinnti þeim sem minna máttu sín í samfélaginu og stofnaði meira að segja barnaspítala . “ Hvað þrálátan orðróm um mafíutengsl Sinatra varðar hefur Geir einfaldlega þetta að segja : „ Mafíutengingin gerði hann bara meira kúl . “ GENGIÐ : Dean Martin , Sammy Davis og Sinatra djömmuðu grimmt og voru alræmdir á þeim vettvangi , enda svo sannarlega á heimavelli . Don Randy , sem Geir hefur starfað mikið með , ekki síst í Los Angeles , þekkti Sinatra vel og hefur sagt honum ófáar sögur af kempunni . „ Don átti klúbbinn Baked Potatoe , sem er einn frægasti djassklúbburinn í Los Angeles . Árið 1979 voru Frank , Sammy Davis og Dean Martin að spila saman í Las Vegas og flugu þaðan til LA . Á flugvellinum hringdi Frank í Don og sagðist vera með smáfund og spurði hvort hann mætti ekki halda hann á staðnum . Hann skyldi svo bara sjá um að loka þegar þeir væru búnir . Þeir mættu svo í fylgd þriggja kvenna , meðal annars Lizu Minelli . Don lét Frank fá lyklana að staðnum og bað hann um að skilja þá eftir í póstkassanum þegar þeir færu . Don kom svo daginn eftir og sá að það hafði gengið ansi mikið á vínbirgðirnar en rak svo augun í brúnan bréfpoka . Þar var miði sem stóð á : „ Thank you , “ og 10.000 dollarar sem hann sagði að hefðu alveg bjargað rekstrinum næstu mánuðina . “ Sannkallaður herramaður , Frank Sinatra . Frank Sinatra er einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt yfir 150 milljón plötur út um allan heim . Ronald Reagan , þáverandi forseti Bandaríkjanna , veitti Sinatra Frelsisorðu forsetans árið 1985 , auk þess sem hann fékk heiðursmerki Bandaríkjaþings 1997 . Á ferli sínum tók Sinatra við ellefu Grammy-verðlaunum , þar á meðal viðurkenningu fyrir ævistarf sitt í tónlist . Einungis Elvis Presley , Bítlarnir og Michael Jackson hafa toppað Sinatra í vinsældum .
Eins og við vitum flest er best að lifa heilsusamlegu lífi allan ársins hring . Það koma samt alltaf tímabil , til dæmis yfir hátíðarnar , þar sem við sveigjum af beinu brautinni og leyfum okkur aðeins meira sukk . Þá þurfum við stundum að endurræsa kerfið til að komast aftur í réttan farveg . Margir vilja meina að besta leiðin til að gera það sé að fasta . Við höfum jú flest nægan forða í líkamanum til að geta lifað án matar í nokkra daga , svo lengi sem við fáum nóg af vatni . Það er samt lítið spennandi að svelta sig algjörlega og því getur verið gott að sleppa eingöngu fastri fæðu og fara á safakúr í nokkra daga . Ef rétt er farið að þá fær líkaminn nóg af næringarefnum og orkugjöfum úr söfunum . Skipuleggðu þig vel Líkt og með aðra tímabundna kúra er mjög mikilvægt að skipuleggja sig vel og vera andlega undirbúin . Taktu ákvörðun sem þú ert tilbúin að standa við : Hversu marga daga ætlarðu að vera á kúrnum og hvernig vilt þú haga honum , ætlarðu að kaupa tilbúinn safakúr eða ætlarðu að pressa og blanda safana sjálf ? Að fara á svona kúr reynir ekki síður á hugann en á líkamann , því það er sjaldnast líkaminn sem kallar á sætindi og óhollustu . Mikilvægt er að byrja á að losa sig við allar freistingar úr eldhússkápunum því þær munu bara gera þér lífið leitt . Eins er gott að skipuleggja tíma þinn þannig að þú þurfir ekki að fara í kökuboð eða saumaklúbba á meðan á kúrnum stendur , nema þú sért með þeim mun meiri viljastyrk . Meiri næring , meira bragð Viljir þú útbúa safana sjálf heima þarftu að eiga réttu tækin , annaðhvort safapressu eða blandara . Gott er að ákveða nokkrar uppskriftir , gera innkaupalista og kaupa meirihlutann inn á einu bretti því það getur verið tímafrekt og dýrt að þurfa að fara út í búð á hverjum degi . Gott er að miða við að drekka fimm til sex safaskammta á dag , hver skammtur er um hálfur lítri . Til að tryggja að þú fáir sem mesta næringu út úr söfunum þarftu að passa að nota fjölbreytt úrval af bæði grænmeti og ávöxtum ; meira af grænmeti , minna af ávöxtum . Einnig er gott að hafa suma drykkina hristinga sem gerðir eru í blandara til að halda í trefjar sem gera þér gott og hjálpa þér að halda meltingunni gangandi . Það er líka mikilvægt að hugsa vel út í bragðið því ef safarnir eru bragðgóðir verða dagarnir skemmtilegri og safakúrinn auðveldari . Hægt er að bragðbæta safana með ýmsum kryddjurtum , til dæmis myntu , kóríander , steinselju eða engifer . Einnig getur smásítrónusafi gert gæfumuninn .
Samúel Jón Samúelsson hefur gefið út nýtt stuðningsmannalag fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta vegna EM í frakklandi . Samúel fékk til liðs við sig meðlimi úr hljómsveitunum Moses Hightower , Ojbarasta , Hjálmum ofl. auk eigin sveitar til að hljóðrita lagið . Sigurður Guðmundsson og Pétur Örn Guðmundsson ( ekki bræður ) syngja raddir með Samúeli en Samúel syngur lagið sjálfur . Auk þeirra syngja meðlimir slagverkssveitarinnar Reykjavík Batucada í viðlaginu auk þess sem þau leika götu samba stemningu í lok lagsins líkt og þau gerðu á götum reykjavíkur sunnudagskvöldið örlagaríka 6. september er Ísland tryggði sér þáttökurétt í lokakeppninni . GÓÐUR : Samúel Jón í góðu stuði á landsleik ásamt föður sínum og bróður . Sigurður Guðmundsson leikur einnig á hljóðgerfla auk þess sem hann breytist í franskan harmonikkuleikara í laginu . Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur og hljóðblöndun í Hljóðrita í hafnarfirði . Samúel hefur áður samið stuðningslög en hann samdi lagið Við erum að koma fyrir lokakeppni HM í Brasilíu 2014 . Það lag endaði sem aðalstef í HM stofu RÚV sama ár .
Ljóðskáldið Valdimar Tómasson ( 43 ) slær í gegn : Ljóðskáldið og bókasafnarinn Valdimar Tómasson , Ljóða-Valdi , sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók , Enn sefur vatnið , fyrir sjö árum . Bókin seldist upp á skömmum tíma en í kjölfar mikilla vinsælda nýjustu bókar hans , Sonnettugeigs , hefur útgefandi hans brugðist við mikilli og óvæntri eftirspurn eftir Enn sefur vatnið með endurprentun . Listaskáld „ Sonnettugeigur kynnti mig á öðrum svæðum og meðal nýrra lesenda , “ segir Valdi og bætir við að hann hafi verið svo gömul sál þegar hann orti Enn sefur vatnið að sennilega séu flestir þeir sem keyptu hana á sínum tíma horfnir til feðra sinna . “ Það telst til tíðinda þegar ljóðabækur eru endurprentaðar og Valdi er að vonum ánægður með eftirspurnina eftir sjö ára gömlu verki hans . „ Ég tel mjög jákvætt að ljóðabækur séu endurprentaðar . Margir hafa spurt mig um Enn sefur vatnið og ef ég hefði átt hana til þá hefði ég getað selt mikið af henni með Sonnettugeig , “ segir Valdi , ánægður með að geta nú loks annað eftirspurninni . Sonnettan þykir erfið viðureignar en hún heillaði Valdimar engu að síður og svo lesendur hans eftir að hann kom Sonnettugeig frá sér . „ Sonnettan hefur lengi höfðað til mín og ég hreifst frekar ungur af þessu formi í sonnettum Þorgeirs Þorgeirssonar þar sem hann kom með beitta hugsun og vel tilsniðið form. “ Valdimar segist ekkert hafa velt því fyrir sér hvort sonnettan ætti enn hljómgrunn eða að slík bók væri líkleg til vinsælda . „ Ég var ekkert að hugsa um það . Ég orti þær bara , “ segir skáldið sem óvænt skóp fyrstu ljóðabók sinni auknar vinsældir með angurværum sonnettum sínum um ástina og dauðann .
Íþróttafréttamenn eiga það til að missa skemmtileg ummæli út úr sér í hita leiksins sem þeir eru að lýsa . Hér eru nokkur gullkorn . „ Og dómarinn stöðvar leikinn . Er Joey Barton að fara út af ? Það væri honum líkt að klúðra öllu fyrir liðsfélaga sína . Beint rautt á Joey Barton eftir að hafa slegið Aguero . Hann er vitleysingur , fæddur þannig . Ég ætla bara að fullyrða það . ( Joey Barton sparkar í Aguero ) Og hvað er hann … hann er gjörsamlega trylltur þessi vitleysingur , það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað . Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum . Hunskastu út af þarna drengvitleysingur , ég veit ekki hvað er að þessu dýri . Mario Balotelli er bara heilbrigður við hliðina á Joey Barton . Bara ná í lögregluna og inn í bíl með hann og keyra eitthvað langt í burtu . Hunskastu inn í klefa , þú þarft víst hjálp . “ – Guðmundur Benediktsson . EM 1996 : „ Pavel Kuka er með boltann … Kuka kemur … Kuka dettur niður … og Kuka … skýtur … en Kuka skeit honum rétt yfir . “ – Bjarni Fel . „ Það er hellingur af fullt af fólki . “ – Valtýr Björn „ Þetta er frábært , eða eins og unga fólkið kallar það , það er gott stöff í gangi “ – Guðjón Guðmundsson . „ Þetta er eins og að fá blauta vatnstusku framan í sig ( stutt þögn ) … hvaðan kemur nú það orð eiginlega ? “ – Arnar Björnsson .
Virginia Roberts ( 31 ) segir Bretaprins hafa tekið þátt í hópkynlífi með unglingsstúlkum : Virginia Roberts komst í fréttir þegar hún sakaði Andrés , Bretaprins , um að hafa misnotað sig í þrígang þegar hún var á unglingsaldri og var kynlífsþræll auðmannsins og barnaperrans Jeffrey Epstein . Hún hefur svarið þess dýran eið að draga þá voldugu og ríku menn sem misnotuðu hana til ábyrgðar og í þeim hópi er prinsinn í brennidepli . ÁKVEÐIN : Virginia gefur ekkert eftir . Samkvæmt nýjum gögnum sem Roberts hefur lagt fram misnotuðu Andrés og Epstein hana og átta aðrar ungar stúlkur í hópkynlífi á einkaeyju auðmannsins . Þetta mun hafa verið þriðja skiptið sem prinsinn níddist á Roberts en hún greinir frá því að í fyrsta skipti sem hann hafi nauðgað henni hafi Epstein greitt henni skitna 400 dollara fyrir að leggjast með Andrési . Prinsinn neitar sem fyrr öllum kynnum af Roberts og talsmenn krúnunnar segja Andrés ekkert hafa vitað um subbulegt kynlífsbrall Espteins . Roberts þykir hins vegar leggja fram sannfærandi gögn , meðal annars flugáætlanir , sem sýna fram á að hún og Andrés hafa í þrígang verið á sama stað á sama tíma .
Ágúst Bjarnason ( 37 ) varð fyrir sundáhrifum á RIFF : Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF er nú haldin í þrettánda sinn og var kvikmyndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach opnunarmynd hátíðarinnar . Sólveig háði baráttu við krabbamein á meðan á tökum myndarinnar stóð en hún lést í ágúst 2015 . Sólveig lét þó veikindin ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti . Sundáhrifin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu myndina á frönsku í Director’s Fortnight-dagskránni . Hreifst með „ Myndin ætti að vera skemmtileg fyrir Íslendinga þar sem það tekst vel að gera grín að séríslenskum aðstæðum . Sólveig gerir þetta á frumlegan hátt og var mikið hlegið í salnum , “ segir Ágúst . En myndin var sýnd fyrir fullu húsi gesta í Háskólabíói , bæði aðstandendum myndarinnar , vinum og velunnurum RIFF og Sólveigar . Myndin fjallar um Samir sem kynnist og verður yfir sig ástfanginn af sundkennaranum Agathe . Hann eltir hana alla leið til Íslands á ráðstefnu sundkennara þar sem Didda Jónsdóttir , Frosti Runólfsson og fleiri persónur blandast í leikinn . Ferðin hefur í för með sér kostulegar afleiðingar fyrir þau bæði . Svo illa fer að Samir verður fyrir rafstraumi , missir minnið og man hvorki eftir Agathe né ástinni sem hann ber til hennar – eða hvað ? „ Ég var mjög hrifinn af myndinni og hló mikið að týpunum í henni . Sundáhrifin hafa virkað því ég hló svo mikið . Húmorinn er frumlegur og eftirminnilegar týpur , eins og til dæmis Didda og Frosti – Garún átti svo stórleik sem sundlaugavörður . Myndin spilar á hjartastrengina og er greinilega gerð af ástúð og virðingu fyrir viðfangsefninu , “ segir Ágúst . FLOTT : Clara Lemaire Anspach , dóttir Sólveigar , leikstjóra Sundáhrifanna , var heiðursgestur sýningarinnar . Hún flutti stutta tölu og sagði að móðir sín hefði alltaf neitað að tala um myndirnar sínar áður en þær væru sýndar svo hún hélt í hefðina . Hér er hún ásamt Ágústi Bjarnasyni sem leikur aukahlutverk sem ástralskur sundþjálfari í myndinni . FAGMENN AÐ STÖRFUM : Margir einstaklingar sjá til þess að stórviðburður eins og RIFF gangi smurður . Þær Gyða Lóa Ólafsdóttir og Izzy Parkin sáu um að allir sem mættu væru með miða . FULLT FANG : Otto Tynes , markaðsstjóri RIFF , hafði í mörg horn að líta áður en kom að frumsýningu . FLUTT SAMAN : Halldór Halldórsson , oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík , og Sigríður Hjálmarsdóttir , dóttir séra Hjálmars Jónssonar , eru glæsilegt par og dugleg að sækja menningarviðburði saman . RITHÖFUNDUR Á RIFF : Vinkonurnar Kristín Júlíusdóttir og Ingibjörg Reynisdóttir , leikkona og rithöfundur . RUGLFLOTTAR REYKJAVÍKURDÆTUR : Sylvía Dögg ( Lovetank ) Halldórsdóttir myndlistarkona , Kristín Þórhalla Þórisdóttir ( Kidda Rokk ) , Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona og vinkonur þeirra mættu litríkar og töff . RAUÐKLÆDDA MÆR : Grace Achieng vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Ófærð , þáttaröð Baltasar Kormáks . Hún ann Íslandi og kærastanum . REFFILEG : Listmálarinn Baltasar Samper mætti ásamt eiginkonu sinni , Kristjönu . Þau heilsuðu upp á Bryndísi Schram í anddyri Háskólabíós . FÍNAR FREYJUR : Helga Steffensen leikbrúðuhönnuður og Guðný Árdal , eiginkona Gísla Alfreðssonar , fyrrum þjóðleikhússtjóra , biðu spenntar eftir sýningunni . FRANSKUR GESTUR : Leikarinn og leikhússtjórinn Brontis Jodorowsky hélt „ masterclass “ á RIFF og mætti að sjálfsögðu á opnunarmyndina . Hér er hann ásamt Vilborgu Halldórsdóttur leikkonu . FORSETARITARINN OG FRÚ : Örnólfur Thorsson og eiginkona hans , Margrét Þóra Gunnarsdóttir tónlistarkennari , biðu spennt eftir að sjá hvaða áhrif Sundáhrifin hefðu . FYRIRMYNDIR KVENNA : Hrönn Marinósdóttir stýrir RIFF með glæsibrag , en RIFF varð til sem hluti af litlu skólaverkefni hjá henni . Í ræðu sinni fjallaði Hrönn um hvernig kvikmyndir geta breytt heiminum en þema hátíðarinnar í ár er friður . Ragnheiður Elín Árnadóttir , iðnaðar - og viðskiptaráðherra , opnaði hátíðina með ræðu þar sem hún talaði meðal annars um fyrirmyndir sínar í lífinu , þar á meðal ömmu sína og Frú Vigdísi Finnbogadóttur , og Eva Magnúsdóttir , aðstoðarmaður Ragnheiðar . FLOTT FLJÓÐ : Systurnar Signý , skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar , og Sesselja Pálsdóttir rithöfundur mættu í litríkum úlpum enda Kári farinn að blása allhressilega . FANG FRÍÐRA FLJÓÐA : Jakob Frímann Magnússon , miðborgarstjóri og Stuðmaður , var umvafinn fríðu kvenfólk , eiginkonu hans Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi , Áslaugu Magnúsdóttur athafnakonu og Áslaugu Pálsdóttur almannatengli . FROSTI : Einn af aðalleikurum myndarinnar Frosti Runólfsson , sem leikur Frosta í myndinni , og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir , fatahönnuður og stílisti . RÆÐA TÓNLISTINA : Vinirnir Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona eru bæði að gera góða hluti í tónlistarheiminum .
Þau láta í sér heyra og berjast kröftuglega fyrir því sem þau vilja fá framgengt . Systkinin Helgi Hrafn og Arndís Anna eru málefnaleg , þau hafa verið áberandi í þjóðmálaumræðunni undanfarið . Hjartað á réttum stað Helgi Hrafn er Pírataforingi og án efa eitt óvæntasta útspil í íslenskum stjórnmálum . En Píratar eru nú langvinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og virðist ekki vera neitt lát á þeim vinsældum . Helgi Hrafn þykir fylginn sér og rökfastur og snertir á málum sem aðrir vilja ekki ræða . Hann er án efa einn að framtíðarleiðtogum Íslands . Arndís Anna , yngri systir hans , er lögfræðingur að mennt . Hún er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum . Arndís Anna hefur verið áberandi að undanförnu þegar málefni albanskra hælisleitenda komst í hámæli . En hún var lögfræðingur fjölskyldunnar sem var flutt úr landi í skjóli nætur en það mál sneri íslensku þjóðinni á hvolf . Arndís Anna er einnig í hljómsveitinni Grúsku Babúsku , skemmtilegri kvennahljómsveit sem flytur eigin tónsmíðar .
FRÖNSK STEMNING : Helga á spjalli við Vigdísi Finnbogadóttur . Helga Björnsson tískuhönnuður sýnir teikningar og skissur á sýningunni UN PEU PLUS í Hönnunarsafni Íslands . Helga starfaði um árabil í háborg tískunnar , París , hjá tískuhúsinu Louis Féraud . Þá hefur hún hannað búninga fyrir íslensk leikhús . Teikningar og skissur Helgu sýna svo ekki verður um villst að hún er næmur listamaður en með örfáum dráttum dregur hún fram sterkar tilfinningar og glæsileika . Ríkulegt hugarflug , ásamt kröfunni að ganga alltaf skrefi lengra í sköpunarferlinu , skilar myndum sem heilla . Mikil fjölbreytni er í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar sem starfar eftir hröðum takti tískunnar . VELKOMIN : Helga Björnsson brosti breitt í Garðabænum þar sem hún sýnir nú skissur úr heimi hátískunnar í París þar sem hún starfaði um árabil . ÁNÆGJA : Harpa Þórsdóttir , safnstjóri Hönnunarsafnsins , hafði góða ástæðu til að brosa breitt , enda fengur í teikningum Helgu . Hér er hún með alltmúlígmanninum Helga Péturssyni sem var mættur til þess að skoða verk Helgu . FULLTRÚAR BÆJARINS : Sturla Þorsteinsson bæjarfulltrúi og Gunnar Einarsson , bæjarstjóri í Garðabæ , voru hressir . FELDSKERINN : Eggert feldskeri mætti vopnaður blómum til þess að fagna með Helgu . FLOTTAR MÆÐGUR : Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir , dóttir hennar , litu inn á sýningunni en sjálf er Vigdís að sýna föt og muni frá forsetatíð sinni í Hönnunarsafninu . MENNINGARHJÓN : Hjónin Þóra Kristjánsdóttir og Sveinn Einarsson létu sig ekki vanta . FÁIR DRÆTTIR : Í örfáum dráttum dregur Helga fram glæsileika og tilfinningu en sýningin varpar ljósi á starf hönnuðarins í hinum hraða heimi tískunnar .
Kynning , Sjöfn Þórðardóttir ( 44 ) fyrir Séð og keyrt Þessi aflmikli og töfrandi fákur , Audi Q 7 e-tron heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum þegar ég settist upp í hann í fyrsta skipti , ég varð ástfangin við fyrstu sýn . Hönnunin á Audi Q 7 er að mínu mati tímalaus og fáguð innan sem utan . Þegar maður horfir á bílinn virkar hann svo tignarlegur með voldugum framenda og sterklegur með skörpum línum . Q 7 hefur alla þá eiginleika sem ég gæti hugsað mér að hafa í mínum eigin draumabíl og er í orðsins fyllstu merkingu lúxusjeppinn . Hann er eins og hugur manns og gæti verið einn af fjölskyldunni . TIGNARLEGUR : Draumabíllinn skartar tímalausri hönnun , tignarlegur , sterklegur og með skarpar línur . Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu Bíllinn sem ég prófaði er svonefnd e-tron-týpa eða tengitvinnbíll , fjórhjóladrifinn sem gengur bæði fyrir rafmagnsmótor og dísilvél . Það var magnað þegar ég var að ræsa bílinn að ég fann varla fyrir því að hann væri kominn í gang þar sem vélin er bæði ótrúlega hljóðlát og þýð . Að keyra Q 7 er mögnuð upplifun , ég upplifði mig eins og ég svifi á skýi eða að ég væri stödd í lúxusfarþegaþotu á fyrsta farrými og nyti lífsins . Hann er dúnmjúkur í öllum þeim akstri sem ég prófaði , utanbæjar sem innanbæjar . Það heyrðist varla í vélinni og lítið sem ekkert veghljóð og því hrein unun að aka þessum bíl . Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að aksturseiginleikar bílsins eru hreint og beint framúrskarandi . LÚXUS Í FYRIRRÚMI : Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu . Kraftmikill , sparneytinn og umhverfisvænn Þessi glæsilegi sport - og lúxusjeppi er ótrúlega aflmikill þegar báðir aflgjafarnir eru nýttir samtímis eða 373 hestöfl lesendur góðir . Þegar ekið er á rafmagni þá er drægnin u.þ.b. 50 km og slík vegalengd ætti að duga flestum höfuðborgarbúum í borgarsnattinu og enginn útblástur . Ég er talsmaður þess að draga úr útblæstri og það er sem betur fer mikil vitundarvakning í þeim málaflokki og því er e-tron frábær kostur fyrir þá sem eru umhverfisvænir og það sem meira er að það tekur einungis 2 ½ klst. að hlaða rafhlöðuna frá núlli . Samþætting rafmagns og dísilvélarinnar í blönduðum akstri er ótrúleg á þessum stóra jeppa og magnað hvað Q 7 er hagkvæmur í keyrslu . Ég er einstaklega hrifin af því hve vel Q 7 er búinn staðalbúnaði og er sá flottasti sem og notendavænasti sem ég hef prófað . Q 7 er með MMI Navigation Plus , sem er íslenskt leiðsögukerfi ( 3D kerfi ) , og stafrænan skjá í mælaborði . Á honum er hægt að fylgjast með stöðu aflmælis , drægni og orkuflæði . Einnig býður Q 7 upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay í gegnum flottan margmiðlunarskjá sem þýðir að hægt er að spegla viðmót snjallsímans fram á skjánum sem hentar konu eins og mér sem ávallt er tengd . Ríkulegur staðalbúnaðurinn er mjög einfaldur í notkun og ég lærði strax á hann og öll aðstaða og innanrýmið er klárlega með því besta sem gerist . Q 7 er ótrúlega rúmgóður í alla staði sem og farangursrýmið , ég tala nú ekki um ef aftursætin eru felld niður þá er það risastórt . Nóg pláss er fyrir alla fjölskylduna og nýjasta fjölskyldumeðliminn okkar , hundinn Freka . LANGFLOTTASTUR : Flottasti og notendavænasti staðalbúnaðurinn . Arabískur veðhlaupahestur eða jeppi Aksturinn á þessu aflmikla flaggskipi frá Audi líkist ekki beint jeppa þó svo að ég sæti hátt . Q 7 er eitthvað svo næmur , allt viðbragð og hreyfingar líkjast helst fólksbíl og öll stýring í akstri er mjög næm og viðbragð gott . Þessi sportlegi og kraftmikli jeppi minnir mig helst á arabískan veðhlaupahest sem blæs ekki úr nös við að spretta úr spori . Það var eiginlega ekki fyrr en ég hækkaði hann upp með loftpúðafjöðruninni að mér fannst eins og Q 7 væri ekki lengur stór og rúmgóður fólksbíll heldur orðinn fullvaxta jeppi . ÓMÓTSTÆÐILEGUR : Varð ástfangin við fyrstu sýn . Lúxusþægindi fyrir upptekna konu Ég hef dálæti á öllum lúxusþægindum og Q 7 hefur allt sem hugur konu girnist . Hann getur lagt sjálfur í stæði , það er lyklalaust aðgengi með snertilausri opnun á afturhlera sem er toppur fyrir mig þegar ég kem úr búðinni með fullar hendur af pokum , ég þarf aðeins að setja fótinn aðeins undir afturenda bílsins og þá opnast skottið , þvílík þægindi . Einnig er lyklalaus ræsing , hiti í sætum og stýri , rafdrifin framsæti , allt nauðsynlegur búnaður fyrir dekurrófu eins og mig . Ég naut hverrar mínútu í þessum eðaltöffara og mæli hiklaust með Q 7 . SNERPA , HRAÐI OG FEGÐURÐ : Blæs ekki úr nös þegar sprett er úr spori .
Soffía Kristín Jónsdóttir ( 25 ) á fullu í tónlistinni í Los Angeles : ROKK : Soffía er á stöðugum þönum innan um tónlistarfólk . Hér er hún með Robert Trujillo úr Metallica . Soffía Kristín Jónsdóttir hefur haft brennandi áhuga á tónlist frá því hún var krakki . Hún segist þó fljótt hafa áttað sig á því að hún yrði ekki góður tónlistarmaður og ákveðið að leggja fyrir sig umboðsmennsku . Hún er nú komin á fleygiferð í Los Angeles þar sem hún er á fullu alla daga við að koma tónlistarfólki á framfæri . Dugleg Soffía Kristín Jónsdóttir notar allar sínar stundir til þess að kynnast tónlistarfólki og koma því á framfæri . Hún hefur náð langt á skömmum tíma en boltinn byrjaði að rúlla þegar hún fór í starfskynningu til Einars Bárðarsonar sem þá var umboðsmaður Íslands . „ Þetta er eitthvað sem ég hef stefnt að alveg síðan ég var þrettán ára . Ég kem úr mjög músíkalskri fjölskyldu en áttaði mig fljótt á því að ég yrði aldrei góður tónlistarmaður , “ segir Soffía . „ Ég kann ekki að syngja og spila ekki vel á hljóðfæri , þótt ég hafi reynt . Þannig að ég ákvað bara að þá yrði ég að vera sú sem hjálpaði tónlistarfólki að komast áfram . Það hefur líka alltaf farið illa í mig hversu erfitt er fyrir tónlistarfólk að lifa af list sinni á Íslandi . Ég fór í starfskynningu til Einars Bárðarsonar og hann var þá meðal annars með Nylon og nú er ég að reyna að hjálpa þeim hérna úti í LA sem The Charlies . Þannig að ég tók við af Einari , eða það er brandarinn . Soffía er með BS-gráðu í Music Business frá Flórída , þaðan sem hún útskrifaðist með tíu viðurkenningar , dúxaði og var valin sá nemandi sem talinn var ná bestum árangri í starfi . EFNILEGUST : Dúxinn sem þótti líklegastur til að ná bestum árangri í starfi ávarpaði að sjálfsögðu útskriftarnemendurna . LÖGGAN : Soffía með trommaranum Stewart Copeland úr hinni goðsagnarkenndu hljómsveit The Police . Soffía hafði ekki verið nema þrjá daga í Los Angeles þegar hún fékk fulla vinnu hjá TAXI Independent A & R. „ Ég var ekki lengi að sýna hvað í mér býr og ég fékk stöðuhækkun þar eftir um það bil þrjár vikur . Ég starfa enn þá með einu fyrirtækinu í Flórída við að bóka tónlistarfólk á klúbbum en núna í júní komst ég í samband við nýtt fyrirtæki , 360 Studios , sem er bæði plötufyrirtæki og kvikmyndaframleiðandi . “ Þar er Soffía í stjórnendastöðu og fyrirtækinu er svo í mun að halda henni að það gengur hart fram við að tryggja henni áframhaldandi atvinnuleyfi í Bandaríkjunum . „ Ástæðan fyrir því að ég hef lagt svona mikla vinnu á mig er til þess eins að afla mér sem mestrar reynslu svo að ég geti einn daginn stofnað mitt eigið fyrirtæki sem mun sérhæfa sig í að flytja út íslenska tónlist . Ég hef verið að vinna með StopWaitGo og The Charlies á meðan ég er hérna úti og er byrjuð að koma mér í samband við fleira íslenskt tónlistarfólk sem er nú þegar í Los Angeles . Ég hef vakið athygli á bæði Dimmu og Eivöru Pálsdóttur hjá Atlantic Records . Svo erum við Steinunn Camilla að hefja samstarf og við munum vonandi opinbera það sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur í næsta mánuði . “
Klikk Það hefur ekki farið framhjá neinum að ein dýrasta snekkja veraldar lúrir við mynni Reykjavíkur þessa daganna . Snekkjan er kölluð A og þykir ein sú flottasta í heimi . Það var ofurhönnuðurinn Philip Starck sem á heiðurinn af hönnun hennar . Hönnun snekkjunar er stílhrein að utan og minnir á bókstafinn A en að innan er rækileg áminning um rússneskan uppruna eiganda hennar og þar eru engu til sparað . Svona lúxus er einungis færi á allra ríkustu manna í heimi . Hér getur að líta myndband þar sem að lúxusinn er opinberaður . Athugið að snekkjan er til sölu .
Arna Ýr Jónsdóttir , sem var kjörin ungfrú Ísland í glæsilegri athöfn í Hörpu í fyrra , hefur haft mikið að gera síðan hún var krýnd . Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn og var meðal annars kjörin ungfrú EM og var því verðugur fulltrúi Íslands þar , eins og strákarnir okkar . En á milli þess sem hún ferðast um heiminn og aðstoðar stúlkurnar sem eru að keppa í Ungfrú Ísland þá er hún með pensil í hönd – en hún er mjög listræn og málar litrík málverk í frístundum . FERSK OG HRESS : Arna Ýr er alltaf til í að bregða á leik . Listræn „ Ég er að aðstoða Dísu og Fanneyju við að þjálfa stelpurnar sem eru að keppa í Ungfrú Ísland þannig að það er nóg að gera , “ segir Arna Ýr aðspurð . Stórt málverk í skærum litum mætir viðskiptavinum World Class í Laugum þegar þeir ganga inn í aðalsalinn . Það sem fáir vita er að málverkið er eftir Örnu Ýr . „ Ég mála í frístundum , hef verið að dunda við þetta , ég er með aðstöðu heima þar sem ég mála , “ segir Arna Ýr sem er greinilega margt til lista lagt og hver veit nema hún haldi einkasýningu í framtíðinni . Myndir / Freyja LISTRÆN FEGURÐ : Arna Ýr Jónsdóttir er listræn fegurðardrottning . Hún stendur við litríkt málverk eftir hana sjálfa en gestir í World Class Laugum ættu að kannast vel við það en það hangir þar . Sjáðu allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt !
Í tilefni ,, Dags án ofbeldis ” hyggst Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis , laugardaginn 2. október á Klambratúni kl. 20.00 . Með þessu er einnig haldinn hátíðlegur „ Dagur án ofbeldis “ ( Day of Nonviolence ) sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þessum málstað , en 2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi . Takmark gjörningsins er að fordæma allt ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist og reyna í staðinn að skapa kringumstæður sem leitt geta til friðar og tilvistar án ofbeldis . Áður en þátttakendur taka sér stöðu með blys í hönd og mynda friðarmerkið verður eins konar hátíðarstemning þar sem aðilar munu dansa salsa , slá á trommur og leika á önnur hljóðfæri . Sjálfboðaliðar frá SEEDS munu bjóða upp á frítt kakó og vöfflur . Heiðursgestur viðburðarins er sendiherra Indlands , herra Sivaraman Swaminathan sem mun halda ræðu . Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma . Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og barsmíðum , það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi , sálrænt , trúarlegt , kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi . Aðstandendur gjörningsins hvetja alla sem vilja sýna samstöðu með friði til þess að mæta á Klambratún kl. 20:00 í kvöld , vestan megin við Kjarvalsstaði og taka sér stöðu í friðarmerkinu . Blys verða seld á staðnum á 500 kr . AUS , ESN , FFWPU , ÍslandPanorama , Kvenfélagasamband Íslands , Litháísk - íslenska félagið , MFÍK , Salsafélag Íslands , Samhljómur menningarheima , Samtök hernaðarandstæðinga , SEEDS , SGI á íslandi , UNIFEM , UNICEF , UPF , Society of new Icelanders , Seglagerðin Ægir .
Nafn samtakanna er fengið úr skammstöfun ... Markmið samtakanna eru að ...
Unnið fyrir verkefnið Hvítanes á Skötufirði . . In Húnvetnsk náttúra 2010 . In Húnvetnsk náttúra 2010 . Samvera sela og ferðamanna á Vatnsnesi – hver er að skoða hvern ? [ Seals and tourists on Vatnsnes peninsula – who is watching whom ? ] . Húnvetnsk náttúra 2010 . Málþing um náttúru Húnavatnssýsla . Presentation at Gauksmýri , Iceland .
Vinadagar voru haldnir í selásskóla dagana 6. til 8. nóv og gerðu vinabekkirnir ýmislegt saman sér til skemmtunar . Nemendur í 1. og 4. bekkur eru vinabekkir með bláan lit , 2. og 5. bekkur eru saman með rauðan lit , 3. og 6. bekkur með grænan lit og 7. bekkur er vinur allra og voru í bleiku . Vinabekkirnir hittust og gerðu hendur saman í litnum sínum með fallegum orðum á , þær hanga núna frammi á veggnum hjá gryfjunni og koma ótrúlega vel út . Nemendur í 1. 4. og 7. bekk hittust og gerðu vinabönd saman og hafa þau nú tengst sannkölluðum vinaböndum . Árla dags í morgunrökkri á vinadögum gerðu börnin í 1. og 7. bekk sér glaðan dag í rjóðrinu úti á skólalóð . Þau skreyttu trjágreinarnar með könglum í öllum regnbogans litum og sungu saman nokkur vinalög . Þau áttu saman góða stund . Annar og fimmti bekkur hittust lika til að fara í bingó og héldu saman ávaxta – og grænmetishlaðborð . Þann 8. nóv var dagur gegn einelti og horfðu nemendur á myndbönd um efni tengdu því og svo var endað í gryfjunni þar sem við sungum saman vinalög , þar sem foreldrum og systkinum var boðið að koma að syngja með . Frábærir vinadagar sem gengu vel . Myndir
Í tilefni af degi íslenskra tungu þann 16. nóvember næstkomandi fór 5. bekkur úr Selásskóla í heimsókn á leikskólana í hverfinu , Rauðaborg , Heiðarborg og Blásali að lesa fyrir krakkana á leikskólanum . Nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega , reyndu að velja bækur við hæfi aldurs . Nemendur æfðu sig að lesa í vikunni og lögðu sig fram við að lesa vandlega og hátt og skýrt upphátt . Leikskólarnir tóku vel á móti okkur og gekk allt mjög vel . Myndir .
Áætlað var að fara með 5. bekk í Perlufestina í Hljómskálagarðinum að skoða högglistarverk eftir konur en vegna veðurs þá var okkur boðið í staðinn að kíkja á Ásmundarsafn í Laugardalnum þar sem við kynntumst aðeins sögu Ásmundar Sveinssonar og verkum hans . Við fengum líka kynningu á verkum Ólafar Nordal sem voru til sýnis á safninu . Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð , börnin áhugasöm og ætla að reyna að draga foreldra sýna með sér að skoða útilistaverkin hennar Ólafar , t.d Þúfuna úti á Granda og heitu laugina á Seltjarnarnesinu . Myndir
Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í morgun . Hann las upp úr nýrr bók sinni um Orra óstöðvandi fyrir nemendur í 2. – 7. bekk og vakti mikla lukku og kátínu hjá nemendum . Það er gaman þegar við fáum rithöfunda í heimsókn í skólann , það brýtur upp daginn , vekur og áhuga nemenda á lestri og ekki er verra þegar þeir fá okkur til að hlæja . Myndir
Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt í tilefni Dags íslenskrar tungu , sem haldinn er hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember . Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli . Það var háðtíðleg stund í Norðurljósasal Hörpu síðastliðinn laugardag þegar margir nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur veittu verðlaunum viðtöku . Tveir nemendur úr Selásskóla voru tilnefndir . Það voru þau Lilja Bríet Sigurðardóttir 2. bekk sem var tilnefnd fyrir að leggja metnað í að bæta sig í lestri og fyrir að taka miklum framförum í vinnubrögum tengdum ritun íslensku og Örlygur Dýri Olgeirsson 6. bekk , sem tilnefndur var fyrir að vera fróðleiksfús og áhugasamur um námið og leggja sig fram við að skilja orð sem eru flókin í lesmáli eða orðræðu . Við erum ákaflega stolt af þessum nemendum okkar og óskum þeim og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með verðlaunin . Myndir
Í dag fór fram fyrsta brunaæfing vetrarins í Selásskóla . Nemendur og starfsfólk fengu að þessu sinni að vita af aðgerðinni fyrirfram og í kjölfarið var farið yfir verklag og framkvæmd rýmingarinnar . Nemendur stóðu sig vel og voru fljótir að koma sér út úr húsi í röðum og út á íþróttavöll . Myndir .
Í dag fengum við góðan gest í heimsókn . Árni Árnason rithöfundur kom og spjallið við nemendur í 3. – 7. bekk og las einnig upp úr nýju bókinni sinni Friðbergur forseti . Í lok heimsóknarinnar fengu nemendur að spyrja hann spurninga um bókina og ritstörfin . Árni hafði orð á því áður en hann fór hversu vel nemendur stóðu sig . Myndir
Sú hefð hefur skapast hér í Selásskóla að elstu börnin á leikskólunum hér í kring koma í heimsókn á aðventunni . Nú í vikunni komu börn úr Blásölum , Rauðaborg og Heiðarborg í heimsókn . Þau fengu að hlusta á jólasögu , skoða bækur og tefla . Virkilega skemmtilegir hópa sem gaman verður að taka á móti í haust . Myndir
Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt í tilefni Dags íslenskrar tungu , sem haldinn er hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember . Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli . Það var háðtíðleg stund í Norðurljósasal Hörpu síðastliðinn laugardag þegar … Sumir bangsarnir voru samt pínulítið óþekkir … Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í Selásskóla í morgun . Hann las upp úr nýrr bók sinni um Orra óstöðvandi fyrir nemendur í 2. – 7. bekk og vakti mikla lukku og kátínu hjá nemendum . Það er gaman þegar við fáum rithöfunda í heimsókn í skólann , það brýtur upp daginn , vekur og áhuga … Nemendur æfðu sig að lesa í vikunni og lögðu sig fram við að lesa … Ágætu foreldrar / forráðamenn . Tvær misstjórar krukkur voru fyllta með böngsum , önnur fyrir 1. – 3. bekk og hin fyrir 4. – 7. bekk . Það voru þau Ester nemandi í 1. bekk og Matthías Leó nemandi í 5. bekk sem komust næst réttum fjölda og …
Fram til þess hefur Alfahelgi Fíladelfíu , Aðalfundir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi , \ " útúr bænum \ " ferð unglingafræðslu Fíladelfíu og nú um helgina er svokallað \ " kósýmót \ " sem er mót fyrir ungfullorðna . Fólk er afar ánægt með aðstöðuna í kirkjunni sem þykir henta mjög vel til svona mótshalds enda gott eldhús , matsalur og góður samkomsalur auk efri hæðarinnar þar sem gott er að setjast niður og spjalla . Flestir hóparnir hafa svo gist á Selfoss Hostel sem er aðeins steinsnar frá kirkjunni . ] ] Fylgstu með hér á heimasíðunni til að sjá hvenær næsta bænastund er . Smelltu hér til að senda okkur bænarefni . ] ] Við í Hvítasunnukirkjuni reynum að taka þessi orð alvarlega og leggjum okkur fram við að hjálpa þeim sem minna mega sín . Við rekum m.a . Nytjamarkað á Selfossi og notum fjármuni sem safnast þar til að styðja þá sem eiga lítið á okkar svæði og út í hinum stóra heimi . Vertu velkomin að taka þátt í starfi kirkjunnar . ] ] Heimahópar er yfirleitt 4 - 12 manns sem hittast reglulega í heimahúsum til að ræðamálin , fræðast , biðja og hafa gaman . Í heimahópunum okkar er spjallað um efni þess kennt er á sunnudagssamkomum . Láttu okkur endilega vita ef þú vilt komast í heimahóp , þú getur gert það með því að tala við okkur á sunnudagssamkomu eða með því að smella hér .
Ágætur seinni hálfleikur tryggði sigur í Hólminum / A good team win against Snæfell Home / Meistaraflokkur / Ágætur seinni hálfleikur tryggði sigur í Hólminum / A good team win against Snæfell Ágætur seinni hálfleikur tryggði sigur í Hólminum / A good team win against Snæfell Í blíðuveðri og rennifæri brunaði Selfossliðið vestur í Stykkishólm sl. sunnudag í leik gegn Snæfelli í 1. deild karla . Fátt var um varnir í fyrri hálfleik og skoruð 105 stig en í síðar hálfleik rankaði Selfossliðið upp úr rotinu , vann öruggan sigur , 81 - 104 , og færði sig um leið aftur upp í 5. sæti deildarinnar . Nokkur skörð voru hoggin í skildi beggja liða . Snæfell saknaði nokkurra leikmanna , sérstaklega miðherja síns og einnig „ spilandi “ þjálfara sem hægt gengur að fá fyrir leikheimild . Selfoss leikur sömuleiðis án þriggja leikmanna sem eru meiddir . En bæði lið byrjuðu samt sem áður með fimm inná . Fyrri hálfleikurinn var jafn , liðin í vöruskiptum með körfur og ekki mikill vilji sjáanlegur til að herða að andstæðingnum , sannkölluð aðventustemmning sveif yfir vötnum , mannkærleikur og allir voru góðir við alla . Snæfell leiddi 53 - 52 í hálfleik . Selfoss hóf seinni hálfleikinn betur , skoraði 8 fyrstu stigin og tók forystuna , og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks . Munurinn var þetta 5 - 10 stig úr þriðja fjórðung , staðan við lok hans 65 - 74 . Í lokafjórðungnum breikkaði bilið smám saman , úrslit seinni hálfleiks 28 - 52 og niðurstaðan því 23 stiga sigur Selfyssinga , 81 - 104 . Hinn sænski Anders Adersteg var allt í öllu hjá Snæfelli , mjög lipur og skemmtilegur leikmaður með fjölbreyttar hreyfingar og mjúkar í teignum . Hann lék allar 40 mín. og skoraði 28 stig , tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar . Aron Hinriksson ( 19 ) , Benjamín Kristjánsson ( 12 ) og Eiríkur Sævarsson ( 9 ) komu næstir í stigaskori . Tíu af ellefu leikmönnum Selfoss komust á blað í stigaskori . Þar fór fremstur Christian Cunningham með 29 stig og 93% skotnýtingu , en hann bætti við 16 fráköstum og 3 vörðum skotum , 44 í framlag . Snæfellingar voru skiljanlega í mestu vandræðum að verjast honum í teignum , hann tróð yfir mann og annan og sýndi litla kurteisi hvað það varðar . Christo var fljótt kominn í villuvandræði og sat nokkuð af þeim sökum , náði þó 27 mínútum . Kristijan Vladovic hélt áfram að skreyta tölfræðiblaðið sitt , 23 stig ( 53% skotnýting ) , 4 fráköst , 9 stoðsendingar , 5 stolnir og 31 framlagspunktur . Hvaða lýsingarorð eru hæfileg yfir svona tölur hjá tvítugum strák ? Svavar Ingi skilaði góðu búi , 10 stig og 4 fráköst á 15 mínútum og Sveinn Hafsteinn lýsti upp Fjárhúsið með skínandi leik og 10 stigum . Rhys gerði vel með 6 fráköstum og 9 stigum , og Alex sömuleiðis , 6 frk. og 6 stig . Þeir alnafnar , Arnórar Bjarkar , skoruðu báðir 6 stig , Sigmar Jóhann 3 og Páll Ingason 2 . Selfoss hafði , eins og gefur að skilja , betur í flestum tölfræðisamanburði . Mjög hallaði þó á okkar menn frá dómaranna hendi , villurnar 16 - 26 , og sem fyrr er vítanýting Selfossliðsins fyrir neðan allar hellur , aðeins 61% . En ritari var sáttur , eftir viðkomu hjá Sveini Arnari & co . í Skúrnum , að aka áleiðis heim „ með sigur á bakinu “ , eins og íþróttafréttamenn orða það . Og Selfoss „ situr í 5. sæti “ deildarinnar , svo enn sé vitnað í þá ágætu málfarsráðunauta .
Það ríkti einlæg gleði á jólaæfingu Selfoss Körfu sl. föstudag . Auðvitað mættu jólasveinar á æfinguna . Þeir tóku fullan þátt í æfingunni , jafnt knattraki , körfuskotum og leikjum á tvær körfur . Ekki voru þeir með allar reglur alveg á hreinu en hvað með það ? Að lokum settust allir saman og jólasveinarnir gáfu krökkunum gjafir , enda sælla að gefa en þiggja !! Körfuknattleiksfélag Selfoss óskar iðkendum , félögum , styrktaraðilum , fylgjendum félagsins og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar klærlega fyrir samfylgdina á liðnu ári .
Nú er rétti tíminn til að kynna sér Akademíuna Nú er rétti tíminn til að kynna sér nánar Körfuboltaakademíu Selfoss-Körfu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi . Akademían býður upp á … -4 kennslustundir í körfubolta í stundaskrá fjölbrautaskólans , þar sem megin áherslan er lögð á tækniæfingar og leikskilning . -aukaæfingar og styrktarþjálfun á morgnana 3 - 4 sinnum í viku . -kynningu á því hvað þarf til að stíga upp á næsta þrep , hvort sem það er háskólaboltinn í USA eða að hefja atvinnumannaferil erlendis . -skemmtilega valgrein í námskrá skólans , alls 6 áfanga ( 6 annir ) sem gefa 5 einingar hver , alls 30 einingar í námsferilinn . -samstarf við erlenda skóla , sem hefur verið mikilvægur þáttur í starfsemi akademíunnar . Með aðstoð þjálfaranna hafa margir einstaklingar komist á skólastyrk í Bandaríkjunum og nemendur frá Englandi , Króatíu , Ítalíu , Skotlandi og fleiri Evrópulöndum hafa stundað nám við akademíuna á Selfossi . -samstarf nágrannafélaga . Akademían er rekin af Selfoss-Körfu en í góðu samstarfi við nágrannafélögin í Árnessýslu ; Þór í Þorlákshöfn , Hamar í Hveragerði og Umf. Hrunamanna . -keppni á opinberum mótum . Akademían sendir til keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppni KKÍ sameiginlegt lið fyrrnefndra fjögurra félaga í drengjaflokki Þjálfari þess er Rui Costa . Á síðasta keppnistímabili tefldi akademían einnig fram stúlknaflokksliði og stefnt er að því að það verði gert aftur strax næsta tímabil og á hverju ári þaðan í frá . Akademíuleikmenn eru einnig þátttakendur í sameinuðu unglingaflokksliði Selfoss , Hamars og Hrunamanna , sem einnig leikur á Íslandsmótinu og í bikarnum . Þjálfari þess er Chris Caird . Þór hefur á þessu keppnistímabili á að skipa nógu mörgum unglingaflokksleikmönnum til að halda úti eigin liði .
Í ótíðinni í upphafi árs hefur nokkuð þurft að fresta leikjum og breyta leikjaniðurröðun . Leik Selfoss og Hamars í 1. deild karla sem fara átt fram 10. janúar sl. var frestað vegna þess að dómarar komust ekki austur yfir Heiði . Ekki er enn búið að setja þann leik á að nýju . Leik FSU í bikarkeppni drengjaflokks gegn Fjölni , sem leika átti í gær , var frestað vegna færðar og veðurútlits . Sá leikur fer fram í kvöld , í Fjölnishöll kl. 21.10 . Fyrir vikið verður að fresta leik FSU gegn ÍR á Íslandsmóti drengjaflokks . Sá leikur átti að fara fram í Gjánni í kvöld en hann verður færður til . Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn . Þessar tilfæringar í drengjaflokki eru vegna þess að ljúka þarf umferðinni í bikarnum fyrir 20. janúar , og því víkur Íslandsmótið , skv. ákvörðun KKÍ . Vonandi verður ekki meira um frestanir , en ekki er annað að gera en taka því sem að höndum ber þegar veðrið er annars vegar .
Rebecca Jasmine Vokes-Pierre leikmaður 9. flokks var á dögunum valin í æfingahóp U15 stúlkna . Er Rebecca fyrsti uppaldi leikmaðurinn í langan tíma frá Selfossi til þess að vera valin í æfingahóp fyrir landslið . Mun hún taka þátt í æfingum á milli jóla og nýars en um 30 manna æfingahóp er að ræða . Eftir þessar æfingar um jólin verður hópurinn svo minnkaður og að lokum verða það 18 leikmenn sem munu fara til Danmerkur í byrjun næsta sumars á alþjóðlegt mót sem haldið er í Kaupmannahöfn . Óskum við Rebeccu innilega til hamingju með árangurinn . Rebecca er númer tvö frá vinstri á myndinni .