text
stringlengths
0
993k
Staðarandi og ferðaleiðir til umræðu á súpufundi í Króksfjarðarnesi Þann 6. september sl. komu rúmlega 30 manns úr Dalabyggð , Reykhólahreppi og Strandabyggð saman í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi til að ræða þróun heimahaganna . Þetta var annar opni súpufundurinn sem haldinn er í tengslum við svæðisskipulagsvinnu sveitarfélaganna . Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni ; annað sneri að efnivið fyrir svæðismark ( vörumerki ) svæðisins og hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða . Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar frá Alta fordæmi og fyrirmyndir frá svæðum á Norðurlöndum og víðar þar sem sveitarfélög hafa tekið sig saman um að kynna sitt svæði undir einu svæðismarki , í þeim tilgangi að laða að ferðamenn , fyrirtæki og nýja íbúa . Fyrir síðara verkefnið voru kynnt erlend fordæmi um vel útfærðar ökuleiðir og gönguleiðir með áhugaverða áfangastaði . Fundarmenn voru áhugasamir og umræður fjörugar og safnaðist mikið og gott efni á fundinum . Sem dæmi um efnivið fyrir svæðismark tóku þátttakendur nærtæk dæmi úr fjölbreyttri og stórbrotinni náttúru , s.s. samspil fjalls og fjöru , dala og stranda og síbreytilegt landslag til stranda vegna sjávarfalla . Þrátt fyrir magnað og fjölbreytt landslag var því samt sem áður lýst sem „ þægilegu “ , t.d. sem hentugu göngusvæði á margan hátt . Mikið var rætt um óvenju fjölbreytta flóru hlunninda sem svæðið er ríkt af . Laxveiði , dúntekja , reki , sjávarnytjar , fuglar , berjalönd og fleira mætti taka sem dæmi þar um . Einkennandi fyrir svæðið töldu fundarmenn einnig virkni í félagslífi , samheldni og hjálpsemi í samfélögunum , sem m.a. væri til komin vegna fámennis . Á menningarsviðinu stóðu nokkur lykilorð uppúr , eins og galdrar , þjóðsögur og tilgreindar Íslendingasögur , matarhandverk og ýmislegt annað tengt sauðfé og sauðfjárbúskap . Í verkefni um ferðaleiðir var fundarmönnum uppálagt að skipuleggja annað hvort ökuleið eða gönguleið um svæðið sem þróa mætti og kynna sem heildstæða lykilleið með áhugaverðum áfangastöðum og áningarstöðum . Fimm til sex manns voru á hverju vinnuborði og var afraksturinn tillögur að tveimur ökuleiðum og þremur gönguleiðum þar sem upplifun á leiðinni var lýst , tilgreint hvar aðstaða var fyrir hendi á hverjum áfanga - og áningarstað og hvaða aðstöðu mætti koma upp . Ökuleiðirnar sem lagðar voru til fengu vinnuheitin Vesturáttan og Matur og saga . Sú fyrri er tveir hringir , sem mynda tölustafinn átta . Annar hringurinn liggur um norðanvert svæðið og hinn um það sunnanvert , með mögulegum útúrdúrum . Síðari ökuleiðin liggur frá Búðardal að Reykhólum , um Fellsströnd og Skarðsströnd yfir Gilsfjörð og eftir Króksfirði og Berufirði . Þá kom einnig fram tillaga , sem ekki náðist að vinna eins langt og hinar , en hún sýndi möguleika á hringferð frá Búðardal til Hólmavíkur um Svínadal og Arnkötludal og þaðan eftir sunnanverðum Steingrímsfirði og inn Hrútafjörð eftir Innstrandarvegi , til baka til Búðardals um Laxárdalsheiði . Út frá þessum hring er hægt að aka ýmsar leiðir út á nes og inn á heiðar sveitarfélaganna . Leiðin var kölluð Sólarhringurinn sem lýsir hringleið með mörgum geislum út frá , eins konar sólargeislum . Gönguleiðirnar fengu vinnuheitin Frá Laugum til Stranda , Með vindinn í bakið og Gengið af göflunum . Fyrsta leiðin liggur frá Laugum í Sælingsdal , inn Brekkudal , um Snartartunguheiði niður í Gilsfjörð og þaðan um Steinadalsheiði og Tröllatunguheiði niður að strönd Streingrímsfjarðar . Önnur leiðin liggur frá Hólmavík , um Tröllatunguheiði , niður í Króksfjörð , fyrir Gilsfjörð og suður til Lauga í Sælingsdal . Síðastnefnda leiðin var hugsuð sem blanda af göngu - og ökuferð frá Giljalandi í Haukadal , í Búðardal , að Snartartungu og síðan Ólafsdal , fyrir Gilsfjörð og út á Stað á Reykjanesi . Þaðan væri siglt út í Flatey og svo gist í Bjarkarlundi . Síðasta dag ferðarinnar væri Laxárdalsheiði gengin að Þiðriksvallavatni og gist á Hólmavík . Á hverri leið voru settar fram tillögur um staði þar sem mætti ýmist nýta þá aðstöðu sem fyrir er eða byggja upp aðstöðu , auk þess sem reynt var að fanga upplifun eða einkenni hverrar leiðar fyrir sig . Ráðgjafar , í samvinnu við svæðisskipulagsnefnd , munu á næstu vikum vinna úr efni og hugmyndum fundarins og nýta , ásamt öðru efni , við að þróa tillögu að sóknarmarkmiðum og skipulagsstefnu . Sú vinna verður kynnt nánar þegar líður á haustið og veturinn .
Svæðisskipulagsnefnd fyrir landsvæði Dalabyggðar , Reykhólahrepps og Strandabyggðar býður ungu fólki frá sveitarfélögunum , sem býr í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða er statt á þeim slóðum nú í nóvember , að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta , til að ræða framtíðarþróun svæðisins . Ungmenni frá svæðinu sem annað hvort búa þar eða annarsstaðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka . Stundinni verður varið þannig : Kynning á spennandi vinnu sem nú er í gangi við að móta sameiginlega stefnu sveitarfélaganna þriggja en hún miðar að því að efla byggð . Boðið verður upp á hressingu . Skráning hjá matthildur@alta.is fyrir 14. nóvember 2016 . Til fróðleiks Staðarandi og ferðaleiðir til umræðu á súpufundi í Króksfjarðarnesi
Nefndin sendi sveitarstjórnunum þremur tillögu sína að svæðisskipulagi þannig breytta , ásamt athugasemdum og umsögn sinni um þær . Tillöguna ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar , þar sem athugasemdir voru afgreiddar , má skoða á vefnum samtakamattur.is . Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar , Reykhólahrepps og Strandabyggðar Til fróðleiks Staðarandi og ferðaleiðir til umræðu á súpufundi í Króksfjarðarnesi
Kynningarfundur BDSM félagsins á Íslandi og Hinsegin Norðurland Fundurinn var haldinn í húsnæði Samtakanna 78 Suðurgötu . Kynningarfundur BDSMfélagsins á Íslandi og Hinsegin Norðurland Hilmar Magnússon , formaður Samtakanna býður fundinn velkominn . Hann gerir skil á efni fundarins en við erum saman komin til að fræðast um þau tvö félög sem hafa óskað eftir aðild að Samtökunum . Hilmar kynnir aðalfundinn sem haldinn verður 3. mars en það stefnir í margmenni og dagskráin verður fjölbreytt . Á aðalfundinum munu fara fram kosningar enda margir í framboði og svo verður kosið um aðild tveggja félaga , HIN Hinsegin Norðurland og BDSM Ísland . Hilmar hefur orðið var við skiptar skoðanir innan Samtakanna um umsóknina og þá helst BDSM félagsins og brá stjórn þá á það ráð að halda þennan kynningarfund . Fólk hefur spurt sig um hluti eins og td hvort BDSM félög hafi aðild að hinseginhreyfingum í norðurlöndunum og nágrannalöndum . Til dæmis í Noregi er það svo , og aðspurð hefur okkur verið tjáð að sú aðild hafi verið umdeild til að byrja með . Norðmennirnir höfðu hinsvegar í dag ekkert nema gott um þetta að segja . Auður tjáir okkur að BDSM félagið hafi verið í 20 ár í þeirra félagi . BDSM kemur inn í kynfræðslupakka en ekki með neinum afgerandi hætti . Hilmar bendir á að við viljum oft fylgja fordæmi nágrannalanda . Hilmar kynnir Maríu Ólafsdóttur frá Hinsegin Norðurland og Magnús Hákonarson frá BDSM Ísland . Hvort þeirra fær nú tíu mínútur til að kynna starfsemi sína . Magnús kynnir sig og byrjar á að ræða ímyndina . “ Þetta hefur verið bölvaður slagur því steríótýpan er brútal . Þegar maður leitar að myndum er erfitt að finna myndir sem koma að BDSM án þess að þær séu mjög stereótýpískar . ” Magnús sýnir okkur mynd frá Noregi og kynningarstarfinu þar . “ Hvað er BDSM ” í grunninn er það það margþætt og vítt að það er erfitt að skilgreina það öðruvísi en þetta er bara ramminn utan um athafnir sem byggir á samþykki og rammar inn hegðun eða atferli . Það sem fer innan rammans er bara það sem þú vilt . ” Hvað eigum við sameiginlegt ? “ Það er baráttan gegn fordómum . Ef maður skoða sögulegan litteratúr þá er BDSM fólk 30 árum á eftir samkynhneigðum en annars er þetta svipað . BDSM fólk er að koma út úr skápnum . Áhersla félagsins er uppbygging sjálfsímyndar enda margir sem líður illa . Það er einnig mikið overlap á þessum hópum , það má segja að þegar fólk passar ekki í eitt box þá veltir það fyrir sér : “ hvað með hin boxin , passa ég í þau ? ” Fordómar : “ Um daginn birtist frétt um glæru úr þroskasálfræði sem afgreiðir kynhneigða hegðun sem afbrigðilega . Magnús sýnir okkur dæmi um að baráttan þar sneri aðalega að því að koma BDSM af sjúkdómaskránni . Þetta var fyrst tekið út af í Noregi , þar 2010 , Finnland 2011 og BDSM fólk var tekið út af skránni núna fyrir jól . Baráttan heldur þó áfram Hinsegin hinsegin fólk , LGBT fólk sem fílar BDSM er sá hópur sem fer langverst út úr fordómum . Þegar það eru grá svæði fara þessir minnihlutahópar sérstaklega verr út úr þeim . BDSMfólk kemur út úr skápnum , sumir segja að það sé eins og með hinsegin fólk , sumir segja ekki en þetta er erfitt fyrir marga . Þetta er ferli fyrir marga , en það eru ekki allir sem upplifa BDSM sem part af sinni kynvitund enda eru ekki allir gagnkynhneigðir sem sofa hjá sama kyni af og til sem líta á sig sem tvíkynhneigða , þetta er ekki svo einfalt . Það er ekki til nein ein skilgreining á kynhneigð . ” Tungumálið : Annað mál sem er erfitt fyrir marga og það er tungumálið , það er að segja . Hvernig getum við staðsett okkur , það vantar hugtök ? Magnús grínaðist sjálfur með það í mörg ár að hann væri BDSM hneigður . Síðar fór hann að segja bara blákalt að þetta væri partur af því hver hann er og það eru fleiri og fleiri farnir að tilgreina hneigðina sem part af sinni vitund . “ Hvers vegna viljum við vera aðili að samtökunum ? ” Samtökin eru sterkt nafn og rosalega áberandi . Ef við horfum á það sem var gert í noregi þá er einn frontur hinsegin fólks sem allir fara undir . Það er mun sterkara en margar hinsegin hreyfingar . Ef öll félögin væru ótengd væru öll samskipti mun erfiðari . 5% þeirra sem skoða feisbúkk hjá BDSM félaginu eru 13 - 17 ára . Það sýnir að það þarf að fræða heilbrigðisstéttina . Lagasetningar sem geta varðað BDSM þar þarf alltaf að hafa varann á . Í Bretlandi til dæmis ef þú veitir einhverju marblett má kæra þig fyrir líkamsárás . Það eru ýmis lög sem gera BDSM ástundun beinlínis ólöglega . Enda er gott að hafa ráðgjöf á einum stað . María frá hinsegin Norðurland tekur orðið . Hinsegin Norðurland er félag sem er mestmegnis starfandi á Akureyri en er einnig með smá útibú á Húsavík . Félagið var stofnað á bilinu 2011 - 2012 . Þetta er frekar nýtt félag . María var sjálf með í hópnum sem startaði þessu 2007 - 2008 þá byrjuðu framhaldsskólanemar að hittast á kaffihúsum en ástæðan var að þau vissu af nokkrum krökkum sem voru áhugasöm um einhverja starfsemi . Úr þessu varð félag en þau eru með húsnæði á akureyri og aðgang að fundarherbergi . Frá byrjun hafa þau verið með fræðslu , en þau hafa farið í framhaldsskólana á akureyri . Svo þegar Ugla kom byrjuðu hlutir að gerast . Hún var formaður félagsins um 2010 en þau fóru í kjölfarið að fara í fleiri skóla víða um land , einnig grunnskóla . Meðalaldurinn í hópnum er um 19 ára . Þetta hefur ekki verið hraðvaxandi en hefur undið upp á sig . Þau eru komin í samstarf við akureyrarbæ um hinsegin fræðslu . Í þar næstu viku munu krakkarnir fyrir norðan munu krakkarnir fyrir norðan koma saman um hvernig gera má kynfræðslu hinsegin vænni . Aðal ástæða félagsins er fræðslan en til dæmis á Kópaskeri kom drengur úr skápnum og var sá eini í bæjarfélaginu sem hafði komið út opinberlega . Það getur orðið fólksflótti í kjölfarið þar sem það vantar svona starfsemi . Hugmyndin er að reyna að styrkja fræðsluna með því að vera í meira samstarfi við Reykjavík . Félagið deyr alltaf á nokkurra ára fresti þegar stjórnin fer suður í framhaldsskóla en María telur að með stuðningsneti Samtakanna væri auðveldara að halda starfseminni á lífi . “ Hvað meinar Magnús með orðinu kynvitund ” Kynvitund er ein af þýðingunum á orðinu sexual identidy . Íslenskan er fátæk af orðum tengdu kyni og öllu því . Magnús telur sig hafa tekið þetta af vísindavefnum . Lagt er til úr sal að notast sé fremur við orðið “ kynverund ” en “ kynvitund ” þar sem það er talið eiga betur til . Magnús segist telja kynverund eiga við allt , gender identidy og sexual identity . “ Fyrir hvað standa stafirnir BDSM ” BDSM er á ensku bondage domination submission sadism og masokism . Þetta eru sex skammstafanir sem troðið er í fjóra stafi . Á íslensku þýtt sem bindingar drottnun , sadismi og masókismi . “ Hinsegin Norðurland , er aldurstakmark ? ” nei , þetta er hugsað sem allsherjarfélag en á fundum eru þetta oftast 16 - 20 ára en það er ótrúlegt hvað það hefur verið mikil starfsemi hjá þessum unga hóp . Dragdrottning Íslands hefur verið haldið af félaginu og þess má geta að dragdrottning íslands steig þar sín fyrstu skref . Spurningar af vefnum : 11 spurningar bárust og þær eru allar fyrir Magnús . “ Hvað á BDSM fólk sameiginlegt með þeim sem tilheyra samtökunum 78 ” “ Hvaða erindi á BDSM félagið í samtökin , afhverju ekki bara sérfélag ? ” Magnús : Er BDSM hinsegin ? Mitt svar er já , ef fólk lítur á sig sem hinsegin þá er það hinsegin og þá er eðlilegt að BDSM fólk sé partur af hinsegin hreyfingu . Ef við lítum á að BDSM geti ekki verið hinsegin þá er engin ástæða til að vera partur af hinsegin hreyfingu . Í grunnin kemru þetta niður á spuunringuna : Getur BDSM verið hinsegin . Það er fullt af BDSM fólki sem lítur á það sem sitt sexual identity svo það er klárlega hinsegin . Það er fullt af fólki sem veit ekki einusinni af möguleikanum að líta á sig sem hinsegin og hefur spurt sig “ er BDSM nógu hinsegin ? ” Þið þurfið að svara því . Hilmar : Ég hef heyrt spurninguna : BDSM er þvert á allt , passar ekki inn í skilgrieninguna því nú er straight fólk að aðhyllast BDSM . Magnús : Það er alveg eins og það er til straight fólk sem sefur hjá sama kyni af og til sem lítur ekki á sig sem annað enstraigt . Ef við skoðum hlutfall gagnkynhneigðra innan BDSM samfélagsins eru það um 50% svo það segir mér að þetta sé ekki svo einfalt , þetta er miklu meiri blanda en maður myndi ætla . “ Sagðiru að 50% félaga í BDSM væru heteró ? ” Já það eru tölur frá Bandaríkjunum , könnun sem var gerð í kringum 2000 og 2008 og þá var hlutfall gagnkynhneigðra á milli 40 - 50% og það er sama trend og við erum að sjá hér ? “ Hvert er þá hlutfall homma og lesbía hérna í BDSM ? ” ég hef ekki skoðað það beint en ef við skoðum til dæmis einkamál.is þá er það örlítið hærra í BDSMhópnum en þar eru aðalega tvíkynhneigðir sem fara upp úr öllu valdi þar , og það eru tölur sem haldast stöðugar . Spurt ú sal : “ Finnst þérað 50% af félögum í BDSM eigi erindi í félag sem styður homma , lesbíur , trans og svo framvegis , á heteró fólk erindi í þetta félag ? ” Innskot úr sal : “ Á heteró trans fólk erindi í samtökin ? ” Magnús : ef BDSM er skilgreint sem hneigð þá já , ef fólk skilgreinir sig hinsegin . Hilmar : Samtökin mismuna fólki ekki eftir hneigðum . Maður veit ekki fyrirfram alla flóruna og hvernig landið liggur . Þetta er breyting frá því sem áður var í þessu félagi . Innskot úr sal : “ Þó það séu 50% félagsmanna gagnkynhneigðir þá geta þeir alveg skilgreint BDSM hneigðina sem hinsegin ” “ Hvað gerir BDSM félagið til að sporna við því að ofbeldismenn geti notað hneigðina sem afsökun ” Í fyrsta lagi er mikilvægt að opna umræðuna um ofbeldi að fólk geti talað um ofbeldi . Við vorum með kynningarfund fyrir stígamót í haust þar sem við vorum að opna línur þangað inn bæði fyrir BDSM fólk sem hefur upplifað ofbeldi að þau eigi auðveldara með að fara með þangað . Opin umræða og opin samskipti eru einfaldasta leiðin til að tækla þetta . Útskúfun á ofbeldismönnum er önnur leið en það er flókið að tækla það . Mikilvægast er að línur séu skýrar og fólk eigi auðveldara með að tjá sig . Hilmar : “ Ég velti fyrir mér hvort fólk tengi BDSM oft við ofbeldi ” Magnús : Það sem maður er hræddastur við er að fólk feli ofbeldi á bak við BDSM og besta leiðin ti að tækla það er með fræðslu , það eiga allir að setja sér mörk og fólk á að virða þau mörk bæði varðandi BDSM og allt annað . Samskipti , fræðslan um að þekkja ofbeldi er stór partur af þessu . “ Er BDSM kynhneigð ? ” Fyrir mér já . Getur verið það , ekki fyrir öllum . “ hversi mikla BDSM fræðslu telur þú eiga erindi í grunnskóla og við hvaða skólastig ætti að hefja þá fræðslu ? ” Þegar ég sá fréttablaðið sá ég fyrir mér einhvern að mæta með svipu í grunnskóla , það er auðvelt að ímynda sér það svoleiðis en nei . Það sem við erum að sjá er ungt fólk sem er orðið 18 ára og er búið að stunda BDSM í mörg ár og þá kemur ótrúlega oft í ljós að þessir krakkar , á þessu tímabili er búið að vera að gera eiginlega bara það hættilegasta . Eina fræðsluefnið sem er til fyrir þessa krakka er á vafasömum vefsíðum , þau eru að stunda kyrfinga og kæfingaleiki . Fræðslan sem ég sé fyrir mér er númer eitt að BDSM fólk er til , þetta er partur af flórunni . Ef þú ert að upplifa BDSM hvatir þá er lína sem hægt er að ganga eftir . Þetta er í rauninni fyrir mér , ég hugsa mikið út í það hvað hefði ég viljað hafa þegar ég var á þessum aldri . Svo er líka spurningin : hvað ber að varast ? Í hinseginfræðslu í grunnskólum er ekki verið að kenna krökkum að stunda endaþarmsmök . Við viljum ekki kenna krökkum hvernig á að binda kennarann , það er bara mikilvægt að fræða þau um að þau eru ekki ein , hvert þau geta leitað og bara hvað ber að varast . Þetta er hlutur sem við leggjum áherslu á . Spurt úr sal : “ Geturðu sagt okkur eitthvað um siðareglur félagsins , eru þær til ? ” Í lögum félagsins gengur þetta út á að samþykki sé í lagi , að þetta sé allt alltaf óþvingað . Það eiga allir að vera á jafningjagrundvelli þegar þeir eru að tala saman um hvað er verið að gera . Þetta er grunnurinn , að fólk sé á jafnréttisgrundvelli þegar það ætlar að gera eitthvað . Það gildir það sama ef ég ætla að kyssa einhvern eða slá einhvern Spurt úr sal : “ Einsog með dýpt sambandana , það að kyssa einhvern eða gera eitthvað , eru BDSM sambönd alveg frá því að vera one night stand í að vera hjónaband ? ” Já það er öll flóran , það er slatti af samböndum þar sem dýnamíkin gengur út á BDSM og sambandið byggir á því í grunninn . Spurning af vef : “ Þar sem hinsegin nær yfir þrjú hugtak , kynhneigð , kyn og kyneinkenni , þyrfti þá með aðild að endurskilgreina það ? ” Mér finnst það hvernig fólk stundar kynlíf ekki eiga heima undan hinsegin reglunni . Það er slæmt að BDSM hafi verið stundað sem geðsjúkdómur . Fólk sem er BDSM getur verið skilgreint sem hinsegin að það passar ekki undir hina almennu skilgreiningu . Ef við ætlum að hleypa þeim inn , hvar á þá að draga mörgin ? Vill BDSM fólk vera í samtökunum af því bara ? “ Innskot úr sal : Þú hefur sagt nokkrum sinnum að þú teljir BDSM kynhneigð og spurningin felur í sér að það geti ekki verið svo hluta af spurningunni hefur núþegar verið svarað . Magnús : Ég var með fyrirlestur í haust fyrir norræna kynfræðinga þar sem ég fjallaði um BDSM sem hneigð og tuðaði yfir því að það vantaði orð og hugtök en það aftrar að fólki . Engin annar en við sjálf getum skilgreint okkur . Á meðan orðin og hugtökin eru ekki á hreinu er erfitt fyrir fólk að staðsetja sig . Svarið við því á BDSM að vera í hinsegin fræðslu : því hefur núþegar verið svarað . Magnús : það má bæta við “ Hvar setur maður mörkin ” við erum að tala núna um hinsegin sem tengt kynferði á einhvern hátt . Ég ætla að nota enska orðið sexual sem nær yfir kyn og kynhegðun og alla flóruna og við erum á þeim mörkum . Ef einhver upplifir sig sem eitthvað sem órjúfanlegan part af sér þá finnst mér það þýða að hann sé hinsegin , en ég ætla ekki að dæma það fyrir hvern fyrir sig . “ Er þetta markmið sem mætti ná án þess að vera hluti af samtökunum ” Það veikir hinsegin hreyfinguna ef hún er uppbyggð af mörgum regnhlifum , þá eru komnir fleiri snertifleti gagnvart opinberum aðilum . Ein regnhlíf styrkir hinsegin fólk sterkara en að vera með mörg félög . “ Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku í pride ? ” Við höfum óbeint tekið þátt . BDSM fólk var oft með sératriði og svo var nokkrum boðið í atriði með öðrum . Varðandi atriði sem ég sé fyrir mér þá langar mig að kveikja aftur á glærunni . Mig langar að sýna ykkur hvernig ég sé fyrir mér gönguna . Ég ætla ekki að segja að þetta verði einhvernveginn svona . Magnús birtir myd af hópi fólks sem heldur á grængulum fána en sýnir að fólkið er í sjálfu sér ekki mikið öðruvísi . Vandamál BDSM fólks er að við erum að berjast við steríótýpuna . Þetta er öll flóran og miklu meira en leður og latex . Þeir sem eru að stunda BDSM eru oftast bara einsog hver annar , á nærbuxunum . Þetta er öll flóran , þetta er bara fólk . “ Er mikið af fjölskyldufólki í félaginu sem á börn ? ” Það er mikið af BDSM fjölskyldufólki sem á börn já . Meðaladurinn í BDSM senunni er kannski yngra fólk , meira fólk sem er á djamminu en það er fullt af fólki sem á börn og margir sem eiga ekki börn . “ Hversu stórt er félagið , hvað eru margir meðlimir og sérðu fyrir þér að það myndi stækka með aðild ? ” Þetta er flókin spurning . Þegar spurt er hve margir eru fyrir BDSM þá er svarið skv rannsóknum á milli 2 - 60% það er á því bili . Það er nefnilega skilgreining hvað er tekið með í þann hatt . Á Íslandi í félaginu eru um 4000 skráðir meðlimir á samfélagsmiðli BDSM fólks í heiminum . Þetta er langstærsta hlutfall sem ég veit um . Af þeim sem eru að taka þátt í viðburðum , það eru tvær senur ein á akureyri og ein á höfuðborgarsvæðinu og þetta eru um 200 - 250 manns . “ Þú talar um senuna og svo félagið , hver er munurinn ? ” Í hruninu þá krassaði félagið , ótengt hruninu samt . En við endurvöktum grasrótina 2010 og við breyttum félaginu , grasrótin er senan . Félagið var tekið út úr öllu starfinu og félagið er bara fræðsluvettvangur . Starf félagsins er ekkert annað en bara það . Senan eða grasrótin þar eru reglulegir hittingar og partý en félagið kemur ekki nálægt því . Þegar við fórum að tala við norðmenn fyrir nokkrum árum höfðu þeir gert það sama , að draga félagið út og leitast eftir meiri stöðugleika . “ Eru sálfræðingar og félagsfræðinga innan ykkar raða sem geta sinn stuðningi og annars viðtöl ? ” Nei það er eitt af því sem okkur langar að byggja upp , það er að segja að það sé aðgangur að stuðningsaðilum til að geta veitt stuðning . BDSM fólk sem er að leita til sálfræðinga og þess hátar er að eyða fyrstu tímunum í að fræða fræðingana um BDSM . BDSM verður oft miðpunktur meðferðarinnar . Magnús hefur lesið fræðigreinar en fyrsta rannsóknin um BDSM hneigð var gerð 1977 og þá var farið í leðurhommaklúbb . Hilmar : Ráðgjafarnir okkar munu taka undir þetta , það er nauðsynlegt að fólk geti komið til þeirra með sín vandamál og ekki mæta því að ráðgjafinn fari að segja “ þetta er af því þú ert hommi ” ráðgjafarnir vita þessar breytur og skilgreina vandamálið ekki út frá því . Ráðgjafarnir geta gert þetta að setja hinsegin málefni sem kjarnann en gera fólki líka kleift að tala um mál óháð því . Magnús : hvort sem það kæmi sér BDSM ráðgjafi eða hvort ráðgjafarnir yrðu fræddir um BDSM það lít ég á sem tæknilegt atriði sem mætti leysa . Ég hef heyrt í umræðunni : Hvar setjum við mörkin ? ÉG get fundið samleiðina , það er ekki þeirra mál heldur okkar mál . Hvað er pointið ? Ég hef ekki skoðað alveg hjá okkur í kjölinn til að meta það en ég finn margt sameiginlegt með BDSM einsog það sem BI og PAN hafa þurft að ganga í gegnum , þegar þau eru með sama kyni er það ókei en þegar þau eru með gagnstæðu kyni þá er sagt : þú ert ekki hinsegin . Eins með trans , eru þau hinsegin ? ” Hilmar : Mörkin eru þar sem við ákveðum að þau séu hverju sinni . Við viljum að í okkar félagi sem hefur gengið í gegnum vaxtaverki og klofnað . Ég hef velt þessu fyrir mér . Einhver sagði við mig : segjum hilmar ef þú tekur afstöðu gegn þessu , ætlar þú þá eftir 50 ár að vera maðurinn sem vildi ekki taka þau inn , á sama hátt og var sagt um tvíkynhneigða fyrir tíu árum . Þetta er stór spurning . ” Magnús : Við erum líka með félag , spurningin er bara er það nógu hinsegin til að geta farið undir þessa regnhlíf , er ekki betra að það sé ein regnhlíf fyrir hinsegin flóruna ? Þeir tveir hópar sem eru í mestu vandræðum það eru unglingar , sem við komum ekki nálægt því það má ekki og svo er fólk yfir fertugu því það er mjög erfitt fyrir marga þeirra að upplifa sig fyrir nokkra þeirra . Þau spyrja sig : hvernig get ég verið sterkur einstaklingur ef ég vil láta níðast á mér ? ” Við erum að fá þessa sömu spurningar frá fólki trekk í trekk , “ hvað er að mér ? ” “ Hinsegin fólk hefur verið að berjast gegn því að þetta snúist um kynlíf , þau eru að berjast við að við erum “ venjuleg ” við erum bróðir , systir , vinnufélagi en BDSM virðist snúa meira um kynlíf , viljiði ekki að það sé verið að horfa á kynlífið í BDSM ? ” Það eru mjög margir sem gera skýran greinarmun á kynlífi og BDSM . Innskot úr sal : “ Mér finnst rosalega kærkomið að við sem erum hinsegin getum talað aftur um kynlíf einsog það sé venjulegur hlutur . ” Þetta innlegg uppskar mikinn feginshlátur . Hilmar : “ Auðvitað viljum við ekki vera smættuð í kynlíf okkar en við viljum ekki endilega lifa án þess . ” Magnús : “ Þetta er ekki bara kynlíf , en þetta er kynlíf líka . Við getum ekki slitið þetta í sundur , þetta er partur af því samkvæmt mannréttindasáttmálanum af mannlífinu . Hvað tengingu við hinsegin samfélagið varðar má benda á að BDSM samfélagið sprettur að miklu leiti upp úr leðurhommahópnum . “ Við hommar höfum þurft að glíma við afhommun , vofir af-BDSMun yfir ykkur ? ” Það gengur álíka vel að lækna BDSMhneigð og samkynhneigð . “ Til að reflekta stonewall , kom félagsfólk af ykkar tagi nálægt þeirri frelsisbaráttu ? ” Eitthvað mögulega í gegnum leðurhomma . “ Er BDSM í dýraríkinu ? ” Ég get sagt já því í rauninni er það sem BDSM fólk er að gera er það skortur á einhverju , er það þörf fyrir aukið traust eða skortur á hormónum eða aukin næmni fyrir hor mónum . Afhverju BDSM spurningunni hef ég heyrt svarað sem “ heppni . ” En hvað dýraríkið varðar má nefna ketti sem bíta í hnakkann til að búa til unga . Það er til dæmi um svona hegðun víða í dýraríkinu , þetta er ekki sérmannlegt frekar en samkynhneigð . Spurning til Maríu : “ Hvað eruði mörg í félaginu ? ” Það eru svona 15 manns að mæta á fundi . Þegar mest var eftir að Ugla hafði verið voru svona 25 manns að mæta í viku . Það var spilað , drukkið kaffi og ég var að reyna að hafa Q félags stemmara með bjór . María segir okkur frá því hvernig HIN breyttu fundartíma sínum og það var heljarinnar klandur því BDSM félagið var einu sinni í mánuði og þá vantaði alla þá sem eldri voru á HIN fundina svo það er ekki langt að leita að dæmi þar sem sama fólkið tilheyrir báðum félögum . Ef ykkur langar í ródtripp í mars þá er dragkeppni Hinsegin Norðurlands þá . Fundi slitið 22:17 Ritari var Júlía Margrét ritari Samtakanna ' 78
Þriðjudaginn 13. september 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : María Helga Guðmundsdóttir formaður , Kitty Anderson alþjóðafulltrúi via skype , Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi , Unnsteinn Jóhannsson varaformaður , Júlía Margrét Einarsdóttir ritari og Benedikt Traustason gjaldkeri . Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra . Forföll boðaði : Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir meðstjórnandi . Auður mun fara á ráðstefnu í lok næstu viku ( fimmtudag til mánudags ) og stefnt er að því að stjórn dekki skrifstofuna á meðan . 1 . Nígeríubréf Tveir nígerískir menn koma til landsins brátt og sýslumaður hefur gefið út leyfi . Þá vantar boðsbréf ( invitation letter ) frá íslenskum aðila til að fá vegabréfsáritun til landsins frá norska sendiráðinu í Nígeríu . Annar þeirra hefur sent okkur afrit af öllum skjölum o.s.frv . Erindið barst fyrst til Pink Iceland sem segja að þetta líti út fyrir að vera allt með felldu en þau eru fyrirtæki og geta ekki gert svona bréf . Þeir áætla að koma hingað 28. október . Unnsteinn mun skoða þetta með Auði . Við verðum að ganga úr skugga um að það sé ekki hægt að herma upp á okkur að þeir hafi komið hingað á okkar vegum og við höfum verið að greiða fyrir komu fólks til landsins á röngum forsendum . 2 . Iceland Airwaves og málun listaverks á gaflinn Listamenn á vegum Iceland Airwaves hafa áhuga á að mála gaflinn á Suðurgötunni . Það er samþykkt af okkar hálfu . Nágrannar eru ekki á einu máli um það hvort málverkið fái að lifa að hátíðinni lokinni . Iceland Airwaves bjóðast til þess sjálf að mála aftur yfir þetta að hátíðinni lokinni . Unnsteinn hefur verið í sambandi við þau um þetta mál . Stjórn samþykkir að það sé vilji stjórnar að fá þetta listaverk á vegginn og að við munum skoða það að láta mála yfir það að hátíð lokinni . 3 . Aðgerðaáætlun fram að vori 3.1 Ungliðahópur – styrkjasókn , viljum við sækja um til Rvk Við erum að reyna að fá meira fjármagn fyrir að halda Hrefnu í yfirumsjón með ungliðastarfinu . Velferðarráðuneytið hefur beðið um og fengið fleiri gögn og fjárhagsáætlun en á enn eftir að svara . Þetta er í ferli hjá Reykjavíkurborg líka . Þau sýna þessu skilning en beina okkur inn á skammtímastyrki sem duga bara í nokkra mánuði . Ræddar eru leiðir til að afla frekara fjármagns . 3.2 Hugmynd framkvæmdastýru um áframhaldandi fjármögnun á stöðu fræðslustýru Frestað fram á næsta fund . 3.3 Fimmtudagskvöldin , fyrirkomulag ? Mikilvægt er að við virkjum alla í utanumhald fimmtudagskvöldanna og að passa að það sé einhver skráður af fundinum . Gott væri að við tryggjum einhverja 6 - 8 aðila sem taka að sér fimmtudagskvöldin . Þá er einhver sem ber alltaf ábyrgð á að loka húsinu á kvöldin . Kitty hefur nú þegar þreifað fyrir sér og margir hafa lýst yfir áhuga . María mun bera það undir trúnaðarráð að taka þetta að sér . 3.4 Hlutverk og ábyrgð ( UJ ) Unnsteinn sendi á okkur skjal sem við getum sett athugasemdir inn á varðandi hlutverk og ábyrgð stjórnarliða . Þetta skjal má gjarnan verða opinbert þegar það er fullunnið . Þannig getur fólk vitað hvað við erum búin að áætla hvert öðru . Ef einhver hefur mikla þekkingu á tilteknum málaflokki getur sú hin sama verið talsmanneskja þess málefnis út á við . 3.5 Félagsfundur eftir tvær vikur ? Og kall eftir áhugasömum í nefndir og ráð ( UJ ) Við þurfum að kalla félaga saman aftur fljótlega til að halda samtalinu gangandi . Eftir ca tvær vikur væri gott að boða félagsfund og óskum eftir fulltrúum til að bjóða sig fram í nefndir og ráð . Lagt er til að við stefnum að því að halda félagsfundinn 6. október og við getum boðað hann í næstu viku með tveggja vikna fyrirvara . Klukkan 12:50 bætist Guðmunda inn á fundinn via Skype . 3.6 Aðgerðaráætlun stjórnar sem opin verður öllum ( UJ ) Við viljum gera almenna aðgerðaáætlun svo fólk geti fylgst með verkefnum okkar og markmiðum . Við munum kynna hana á félagsfundinum . Einnig munum við hérleiðis setja fundargerðir inn mánaðarlega . Unnsteinn leggur til að við förum í ferðalag til Akureyrar , hittum HIN Hinsegin Norðurland og stjórnsýsluna þar , til dæmis til að ræða jafningjafræðsluna . 11 - 13. nóvember er helgin sem er lögð til í þetta mál . 3.7 Siðareglur ( ÁB ) Ákveðið er að gera drög að siðareglum og leggja fyrir félagið á félagsfundi fljótlega . Siðareglur eru ræddar . 3.8 Húsnæðismál ( MHG , GSV ) Guðmunda bendir á að það séu nokkrir hlutir varðandi viðhald , að gera fjárhagsáætlun og týna til það sem þarf að kaupa inn í húsnæðið td varðandi filmur í gluggana , glasagrindur , auka hillur og hægt væri að samþykkja það allt og að ekkert verði keypt án samþykkis . María leggur til að Guðmunda punkti þessa hluti niður svo hægt verði að senda póst á Fríðu með tillögunum og í leiðinni boðað hana á fund um húsnæðismálin . Guðmunda hringir í Fríðu og María sendir póst um framhaldið . 4 . Mál hælisleitanda eru rædd Hælisleitendur sem leitað hafa til okkar þurfa á félagslegum stuðningi að halda . Kitty hefur verið að gera þessháttar en hefur takmarkaðan tíma til að sinna því . Seinasta haust fór af stað hópur sem var að vinna í þessu máli en það hefur svolítið flosnað upp . Gott væri að setja þau mál aftur í farveg , auglýsa eftir fólki til að taka þátt í hælisleitendamálum . Við þurfum að kalla saman hóp sem er tilbúinn til að vinna í málinu . Það sem okkur vantar allra allra mest er félagsvinir . Frekari umfjöllun um málefni hælisleitenda er færð í trúnaðarbók . 5 . Fjármál og bókhald Rætt var um bókhaldsmálin og næstu skref í þeim efnum .
Þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 18:00 var haldinn fyrsti fundur trúnaðarráðs Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : Alda Villiljós , Sigurður Júlíus Guðmundsson , Erica Pike ( Sigríður J. Valdimarsdóttir ) , Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir , Sólveig Rós , Jóhann G. Thorarensen , Lotta B. Jóns , öll kjörnir fulltrúar ; Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir , fulltrúi Trans-Íslands , Sigríður Rósa Snorradóttir , fulltrúi Hinsegin kórsins , Brynjar Benediktsson , fulltrúi BDSM á Íslandi og Bryndís Ruth Gísladóttir , fulltrúi Félags hinsegin foreldra ; og María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna ’ 78 , Á döfinni : Félagsfundur , opin hús og jólabingó . Verkefni : Stjórn leitar eftir því að a.m.k. tveir úr trúnaðarráði bjóði sig fram í hverja nefnd og að tveir bjóði sig fram við að sjá um jólabingó . Leitast er eftir því að trúnaðarráð taki það að eitthverju leyti að sér að sjá um opin hús og skipuleggja þau . Mál fyrir næsta fund : Skriflegar reglur trúnaðarráðs , ákveða fundartíma fram í tímann ( Sigurður ) , skipuleggja opin hús fram í tímann ( Erica ) , ræða hlutverk trúnaðarráðs og hver verkefni þess fyrir tímabilið verða . 18.12 – Formaður ‘ 78 María Helga setur fundinn 18.13 – Nafnahringur – kjörnir fulltrúar og fulltrúar hagsmunafélaga kynna sig 18.17 – Áréttað að á komandi kjörtímabili hafi allir fulltrúar í trúnaðarráði atkvæðarétt , bæði kjörnir fulltrúar og fulltrúar hagsmunafélaga . Í samræmi við grein 5.2 í lögum Samtakanna . 18.23 – Alda Villiljós kjörið formaður trúnaðarráðs , einróma 18.24 – Alda tekur við stjórn fundsins 18.25 – María Helga kynnir fyrir fundinum komandi viðburði , félagsfund 6. október og jólabingó í desember .
Fimmtudaginn 22. september 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : María Helga Guðmundsdóttir formaður , Unnsteinn Jóhannsson varaformaður , Benedikt Traustason gjaldkeri og Guðmunda Smári Veigarsdóttir meðstjórnandi . Einnig sat fundinn Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs . Vikan sem var : María og Guðmunda áttu góðan fund með umsjónarmönnum húsnæðisins , Fríðu Agnarsdóttur og Huldu Ólafsdóttur Klein . Guðmunda og Fríða munu í sameiningu skipuleggja betrumbætur í eldhúsi og munu umgengnisreglur verða skýrðar . Sjá nánari skýringar neðar í fundargerð . María og Unnsteinn hittust til að gera fundarboð vegna félagsfundar , fóru yfir atriði tengd siða - og starfsreglum . Er markmið þessara reglna að auka gagnsæi og traust innan félagsins . Auk þess lögðu þau drög að aðgerðaáætlun eða verkáætlun stjórnar fram að næsta aðalfundi . Trúnaðarráðssfundur fór fram á þriðjudag en þar var kosið um embætti . Áheyrnarfulltrúi í stjórn er Sólveig Rós en varaáheyrnarfulltrúi Sigurður Júlíus . Formaður trúnaðarráðs er Alda Villiljós og varaformaður Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir . Guðmunda og Sólveig Rós fóru á námskeið á vegum Skóla - og frístundasviðs fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva vegna ungliðastarfsins . Námskeiðið var gagnlegt fyrir sjálfboðaliða sem sjá um ungliðastarfið . Vikan framundan : Unnsteinn og María Helga eiga fund með jafningjafræðurum síðar í dag . Á morgun munu fulltrúar stjórn eiga fund með ráðgjöfum samtakanna og ræða um næstu mánuði . Á mánudaginn fer María Helga í viðtal á Hringbraut . Stjórn mun hittist á mánudaginn næsta . Guðmunda ætlar að reyna að hitta Fríðu í næstu viku vegna eldhúsmála . 3 . Fjölmiðlar – viðtal við GayIceland María Helga stefnir á að fara í viðtal við GayIceland í næstu viku eftir fund stjórnar á mánudag . Ritstjóri hefur óskað eftir kynningu á aðgerðaáætlun stjórnar næstu mánaða . Verður viðtalið birt eftir félagsfund sem boðað hefur verið til 6. október . Skrifstofu berast reglulega fyrirspurnir um hvar hægt sé að nálgast regnbogavarning , þar sem erfitt getur verið að kaupa slíkt þegar Hinsegin dagar standa ekki yfir . Var ákveðið að stjórn myndi leita til stjórnar Hinsegin daga um hvort ekki væri hægt að starfrækja lítið kaupfélag á Suðurgötu þar sem fólk gæti keypt regnbogafána o.þ.h. á opnunartíma skrifstofu . 5 . Húsnæðismál – fundur með umsjónarmönnum húsnæðis Á fundi með umsjónarmönnum húsnæðisins að Suðurgötu 3 var farið yfir stefnu varðandi útleigu . Ákveðið var að semja þyrfti sérstakar umgengnisreglur , annars vegar vegna útleigu húsnæðis og hins vegar vegna umgengni í eldhúsi . Munu leigutakar þurfa að kynna sér reglurnar og var rætt um að ríkari kröfur yrðu gerðar til þeirra varðandi umgengni . Var það mat umsjónarmanna að það vantaði skýrari stefnu og verkaskiptingu vegna útleigu . Kom sú hugmynd upp að valinn yrði sérstakur umsjónaraðili útleigu sem hefði yfirsýn yfir alla viðburði í salnum og myndi þá líka sjá um þrif á honum . Drög að fyrirkomulagi jólabingós var einnig rætt . 6 . Bókhald ; yfirferð á gömlum ársreikningum Stjórn hefur sent bókara uppkast að verklagsreglum . Markmið reglnanna er að skýra samskipti og skyldur bókara og stjórnar . Stefnt er á að gjaldkeri , framkvæmdastýra og formaður eða varaformaður hitti bókara , fari yfir drögin , hvaða kröfur hann geri til stjórnar og hvernig best er að haga samskiptum félagsins við bókara . Gjaldkeri mun taka það að sér að fara yfir ársreikninga 2013 - 2015 og senda fyrirspurnir á skoðunarmenn reikninga þurfi nánari skýringar . 7 . Fundargerð síðasta fundar Þessum lið var frestað vegna forfalla ritara . 8 . Hinsegin hópar á Selfossi og í Keflavík Guðmunda hefur verið í samskiptum við einstaklinga í Reykjanesbæ og á Selfossi um að stofna hinsegin hópa í félagsmiðstöðvunum þar . Mun Guðmunda halda áfram að leiða það verkefni . Mögulega verður hægt að fá einhverja ferðastyrki frá forvarnanefnd Árborgar til þess að halda fræðslu í Pakkhúsinu , félagsmiðstöðinni á Selfossi . Erindi verður þó að hafa borist forvarnarnefdinni eigi síðar en 11. október eigi nefndin að fjalla um möguleikann á slíkum styrk . Guðmunda mun hafa samband við 88 húsið í Keflavík varðandi næstu skref í Reykjanesbæ . Stefnt er að að Guðmunda , Hrefna og Auður hittist í næstu eða þarnæstu viku og fari yfir hvernig leggja eigi upp þetta starf . Fyrir hvaða aldurhópa það eigi að vera , hver aðkoma Samtakanna ‘ 78 verði að slíku starfi , o.s.frv . Stjórn fagnar sérstaklega auknu hinsegin starf sé að eflast á landsbyggðinni og vill gjarnan aðstoða sjálfsprottna hópa við að koma slíku á fót . 9 . Starf vegna 18 - 25 ára hóps Ákveðið var að Guðmunda , Sólveig Rós og María Helga myndu hittast með Q-félaginu um hvernig best væri að skipuleggja hópa fyrir 18 - 25 ára . Þar sem flestir félagsmenn Q-félagsins eru á þessum aldri er eðlilegt að Samtökin ræði við stjórn Q-félagsins um hvernig best sé að hátta næstu skrefum og mögulega auknu samstarfi félaganna á þessu sviði . Fyrirspurn barst um hvort að beina ætti BDSM-hneigðum einstaklingum undir 18 ára í ungliðastarf Samtakanna ’ 78 . Ákveðið var að taka þessa fyrirspurn upp á fundi með ráðgjöfum Samtakanna og að ræða þyrfti þetta við umsjónarmenn ungliðastarfsins . Sýn stjórnar er að allir geti komið á fundi ungliðahópsins en ekki sé rétt að auglýsa sérstaklega ungliðastarfið fyrir unga BDSM-hneigða að svo stöddu . Vanda þurfi til verka verði þetta skref tekið og undirbúa þurfi sjálfboðaliða , umsjónarmenn og þá sem sækja starfið . Stjórn er ekki tilbúin til þess að BDSM á Íslandi auglýsi ungliðastarfið sérstaklega á heimasíðunni fyrir BDSM-hneigða undir 18 ára aldri að svo stöddu . Stjórn vill þó ítreka að ungliðastarfið er opið öllum . 11 . Samstarf við SAFT og KynÍS Unnsteinn bar það upp á fundinum hvort að Samtökin ’ 78 ætti að leita til SAFT ( vakningarátaks um örugga og jákvæða tölvu - og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi ) varðandi samstarf . Öryggi á netinu , þá s.í.l. ungmenna , er mál sem Samtökin ættu mögulega að beina sjónum sínum frekar að . Ungt hinsegin fólk er líklegt til þess að leita sér upplýsinga þar og því þarf að gæta þess að ungir einstaklingar séu meðvitaðir um þær hættur sem þar eru . Er þetta langtímaverkefni sem þarf að skoða nánar . Guðmunda spurði í framhaldi af þeirru umræðu hvort mætti hvort Kynís – Kynfræðifélag Íslands mætti halda fyrirlestur á Suðurgötu með yfirskriftinni ,, kynfæri og kynlíf “ . Fyirlesturinn yrði haldinn þann 12. október í tengslum við Sexdaga sem Kynís stendur fyrir . Stjórn telur því ekkert til fyrirstöðu að fyrirlesturinn verði haldinn þar . 11 . Halloween-ball ungliða Haffi Haff hafði samband við Guðmundu en hann vill halda ungmennaball í Frostaskjóli fyrir ungliðana . Seinasta ball gekk vel og verður erindið tekið fyrir á fundinum með Hrefnu . 12 . Díalóg við samtök múslima á Íslandi Sú hugmynd að hefja samtal við samtök múslima á Íslandi um málefni hinsegin fólks bar á góma . Sú umræða þróaðist fljótt út í mögleikan á að halda málþing um hatursorðræðu sem á sér stað í garð þeirra hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu . Hægt væri að vinna verkefnið í samstarfi við Tabú , Öryrkjabandalagið og fleiri samtök .
Mánudaginn 26. september 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : María Helga Guðmundsdóttir formaður , Benedikt Traustason gjaldkeri , Guðmunda Smári Veigarsdóttir meðstjórnandi og Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi . Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra , Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs og verðandi fræðslufulltrúi , og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fráfarandi fræðslufulltrúi . 1. 20.00 - 20.05 Fundargerð síðasta fundar 2. 20.05 - 20.15 Nýr fræðslufulltrúi 5. 20.35 - 21.00 Starfsáætlun stjórnar 6. 21:00 - 21.20 Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna 7. 21.20 - 21.40 Verklags - og siðareglur 8. 21.40 - 22.00 Önnur mál 1. 20.16 - 20.20 Fundargerð síðasta fundar Í fjarveru ritara er yfirferð fundargerða frestað til næsta fundar . Ugla Stefanía fræðslufulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum . Eftir samráð við mannauðsráðgjafana Ragnheiði Stefánsdóttur og Völu Jónsdóttur , sem komu að ráðningarferlinu nú í sumar , hefur stjórn ákveðið að bjóða Sólveigu Rós starfið . Sólveig Rós hefur þegið stöðuna og er boðin velkomin til starfa . Hún tekur formlega við starfinu 1. október næstkomandi . Helsta verkefni framkvæmdastjóra næstu viku eru umsýsla með styrki til ráðgjafa vegna Erasmus + - símenntunar . Ungliðaumsjón er með starfsdag á sunnudaginn . Helsta verkefni stjórnar er áframhaldandi undirbúningur félagsfundar 6. október . Álfur Birkir er enn að safna klausum um starfsfólk og sjálfboðaliða . Uppsetningu á prókúru o.þ.h. fyrir nýjan gjaldkera í Íslandsbanka er lokið . Galdkeri greiddi reikninga á heimabanka sem komnir voru fram yfir eindaga . Í ljós hefur komið að S78 greiddu kröfur vegna tækjaleigu frá Tæki.is sem áttu að berast Hinsegin dögum ; Tæki.is munu endurgreiða okkur kröfurnar og innheimta þær að nýju frá Hinsegin dögum . Samþykkt er að veita Hinsegin dögum afslátt af leigu vegna geymslupláss í kjallaranum í skiptum fyrir regnbogavarning sem selja má í kaupfélagi / sjoppu S78 . 5. 20:35 - 20:40 Málefni fært í trúnaðarbók . 20:40 Auður , Sólveig Rós og Ugla víkja af fundi til að ræða fræðslumál . 21:10 Auður , Sólveig Rós og Ugla snúa aftur á fund . Farið er yfir starfsáætlun stjórnar og gerðar endurbætur á henni . Áætlunin verður kynnt á félagsfundinum 6. október . Rætt er sérstaklega um eftirtalin atriði : Viðhorfskönnun : að hún fari út á tíma þegar fólk er líklegt til að geta svarað henni . Á þessum tímapunkti er markmiðið að gera könnun sem nær til félagsfólks . Henni mætti gjarnan fylgja eftir með opinni könnun til hinsegin samfélagsins í heild , e.t.v. að hálfu ári liðnu . Þjóðfundur : Í aðdraganda þjóðfundar muni undirbúningshópur fara yfir niðurstöður Samtakamáttarins 2013 . Nýr þjóðfundur hefjist á samantekt á því hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum síðasta fundar . Auður upplýsir Ragnheiður Stefánsdóttir mannauðsráðgjafi hafi boðist til að aðstoða okkur við framkvæmd þjóðþings . 7. 21.30 - 21.40 Afsláttur félagsfólks hjá S78 Rætt um lagagrein 7.2 , sem hljóðar svo : „ Aðgangseyrir og annað endurgjald til félagsins skal ævinlega vera lægra gegn framvísun félagsskírteinis en annars . Félagsréttindi eru háð því að félagsgjöld séu greidd . “ Skoðuð verður útfærsla á afslætti gegn framvísun félagaskírteinis í kaupfélagi og tekið tillit til þessa ákvæðis við framkvæmd bingós og þrettándaballs . Að auki er samþykkt að leita afsláttar fyrir félagsfólk hjá fleiri fyrirtækjum . 8. 21.40 - 21.55 Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna ; verklags - og siðareglur ( tveir liðir teknir saman ) Samþykkt að allir muni lesa skjal með drögum að þessum atriðum og gefa sínar athugasemdir fyrir vikulok . Að því loknu verði skjalið uppfært út frá athugasemdum og yfirfarið aftur . Stjórn mun í sameiningu setja upp dagskrá fyrir fund með trúnaðarráði sem boðaður hefur verið fimmtudaginn 6. okt kl. 17:30 .
Þriðjudaginn 16. október 2016 kl 12:00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : María Helga Guðmundsdóttir formaður , Kitty Anderson alþjóðafulltrúi , Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi , Unnsteinn Jóhannsson varaformaður , Júlía Margrét Einarsdóttir ritari . Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra . Forföll boðaði : Benedikt Traustason gjaldkeri 1 . Fundargerð síðustu funda Dagskrárliður færður til næsta fundar Nú er Auður komin í 50% starf en samþykkt er á fundi að frá og með mánudeginum 10. október verður hún í 80% starfi hjá okkur og mun vinna 20% að Hinsegin handbók . Í næstu viku : María verður með viðtalstíma . Jafnréttisdagar eru að byrja hjá HÍ og Q félagið er með bæklinga . Nú er í gangi prentun nafnskírteina og svo fer að líða að því að Auður og Kitty fari til Kýpur . Guðmunda hittir Fríðu brátt á fundi um húsnæðismálin . Við eigum fund við bókara á fimmtudag í næstu viku og þá munu María , Auður og Benedikt hitta hana til að skerpa á starfinu og semja verklýsingu . Álfur mun klára í næstu viku að fá póst frá öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum , myndir og stutta lýsingu og setja inn á vefinn . Fjárhagsáætlun er rædd . Lagt er til að haft verði samband við bókara strax og hún beðin um að senda okkur drög að fjárhagsáætlun sem fyrst . Unnsteinn og Kitty leggja til að framkvæmdastjóri fái aðgang að bókhaldskerfi félagsins sem er samþykkt . Til að geta gert fjárhagsáætlunina þarf Auður að komast yfir fjárhagsáætlun síðasta árs frá Guðrúnu . Við þurfum að fá fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár tímanlega , helst a.m.k. þremur vikum fyrir 17. nóv . Auður mun senda Guðrúnu póst þess efnis . 4 . Ég er ég myndböndin Nokkur myndbandanna eru ekki farin út , m.a. trans-myndbandið þar sem einn einstaklingur í myndbandinu dró sig úr verkefninu . Við þurfum að skoða hvað er hægt að gera til að klippa þann einstakling út úr myndbandinu . Ákveðið er að halda áfram að setja myndböndin út á næstunni , en geyma trans-myndbandið þar til síðar þar sem þörf er á að vinna það frekar . Kitty leggur til að myndböndunum verði einnig hlaðið upp á YouTube . 5 . Lokaundirbúningur félagsfundar Unnsteinn og María leggja til að María hefji fundinn á að kynna starfsáætlun stjórnar og leiti eftir tillögum frá fundargestum . Unnsteinn mun kynna nefndarstörfin og framboðin í nefndirnar . Sumir hafa boðið sig fram sem ekki komast á fundinn . Ekki verður kosið í nefndirnar en öllum áhugasömum gefinn kostur á að sitja í þeim . Þegar frágengið er hverjir verða í hvaða hóp mun hver hópur setjast saman og ræða málin . Við munum hvetja alla fundargesti til að taka þátt í vinnu með einhverjum hópi . Nú þegar hafa borist sex framboð í nefndir , tvö í starfshóp um málefni hinsegin eldri borgara , þrjú í lagabreytinganefnd , eitt í samstöðunefnd , eitt í stuðningshóp fyrir flóttafólk og hælisleitendur . Stjórnarmeðlimir hafa boðið sig fram í eftirfarandi nefndir : Júlía og Guðmunda munu sitja í félagsmálanefnd , Benedikt í hinsegin eldri borgara , Kitty í flóttafólk og hælisleitendur , María og Unnsteinn í samstöðunefnd og Álfur í lagabreytinganefnd . Eftir félagsfundinn mun Unnsteinn taka pásu til 29. október . Hann mun koma aftur í nóvember og verður innan handar , en á öðrum vettvangi mun hann draga sig í hlé . 6 . Fræðsla / samtal við frambjóðendur til Alþingis Komið hefur upp hugmynd að hafa fræðslu frá okkur og samtal við frambjóðendur til Alþingis . Best væri að sá viðburður færi fram tveimur vikum fyrir kosningar . María leggur til að við tökum hann um a.m.k. viku fyrir kosningar . Þetta á ekki að vera hugtakafræðsla heldur umræða um hvað fólk á löggjafarþingi getur gert til að styðja við baráttu hinsegin fólks . Auður leggur til að þetta verði bæði hugtakafræðsla sem og að leggja fram óskalista til stjórnvalda um hvað við myndum vilja að þau gerðu fyrir okkur . Auður leggur til að fundurinn fari fram 17. október því þá er hún enn ekki farin út . Fyrsta skrefið er að senda út póst til allra framboða og í framhaldi verður send út fréttatilkynning um málið .
Mánudaginn 20. Október 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘ 78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík . Fundinn sátu : Unnsteinn Jóhannsson , varaformaður – UJ . Í gegnum Skype María Helga Guðmundsdóttir , formaður – MHG . Einnig sat fundinn Sólveig Rós Áheyrnarfulltrúi og fræðslustýra – SR 1 . Fundargerðir síðustu funda 2 . Vikan sem var 2 . Vikan sem var Fræðslustýra fór með hinsegin fræðslu í FG og fer í fyrramálið í þjónustumiðstöð Árbæjar . Fræðslustýra enn að fara yfir bókhaldið vegna rukkana fyrir fræðslur . BT , MHG og Framkvæmdastjóri hittu Gerðu , nýjan bókara . Hana vantar gögn frá Guðrúnu , fráfarandi Bókara , og mun þurfa að bóka meirihluta þessa árs . Framkvæmdstjóri , ÁBB , MHG og fræðslustýra héldu fund með frambjóðendum á mánudaginn . Þangað mættu fulltrúar allra flokka nema Þjóðfylkingar og Flokks fólksins . Við vorum beðin um að endurtaka leikinn í vor ( mars – maí . Staðan athuguð í febrúar ) . Nýbúið er að stofna hinsegin ungmennahóp á Selfossi og er hann í viðræðum við Pakkhúsið , ungmennahús á Selfossi , um aðstöðu og utanumhald . Þau fengu styrk og stefna á að senda Samtökunum ‘ 78 formlega beiðni um ráðgjöf . ÁBB sat fund lagabreytinganefndar . Marion Lerner var skipuð formaður nefndarinnar . Nefndin hefur ákveðið að skila fullunnum drögum að lagabreytingatillögum í janúar , halda umræðufund , vinna drögin áfram og skila til stjórnar seint í febrúar . Lagabreytinganefnd samþykkti að halda áfram vinnu sinni eftir komandi aðalfund og fara þá yfir lögin eftir fundinn . BT á fund við fráfarandi bókara í dag . BT hittir „ Að eldast hinsegin “ hópinn í næstu viku . Stjórn þarf að yfirfara gögn fyrir ráðningu framkvæmdastýru . Budget fyrir ungliðahalloweenparty þri 1. nóv : Samþykkt að rukka ekki inn en óska eftir upplýsingum frá Haffa Haff og setja fram kostnaðaráætlun í samræmi við það . Vinnutilhögun framkvæmdastýru eftir 1. nóv MHG leggur til að fræðslustýra verði í 80% starfi ( 40% fræðsla , 40% framkvæmdastýruaðstoð ) og framkvæmdasjóri starfi 50% og fái greitt fyrir vinnu að Hinsegin handbók sem samsvarar 10% starfshlutfalli vegna gildandi samnings við stjórn . Framkvæmdastýra og fræðslustýra munu samræma dagbækur svo engin skerðing verði á opnunartíma skrifstofu . Ráðningarferlið Enginn í stjórn hefur íhugað að sækja um stöðu framkvæmdastýru og því mega allir stjórnarmeðlimir hafa aðgang að ráðningargögnum . Mannauðsráðgjafar : Vala Jónsdóttir getur ekki aðstoðað okkur en Ragnheiður Stefánsdóttir er búin að lýsa sig tilbúna til að vera með . MHG tók saman gögnin síðan síðast og óskar eftir yfirlestri frá stjórn . Framkvæmdastjóri þarf að fara yfir verklýsinguna . MHG mun biðja Ragnheiði að yfirfara gögnin þar að auki . Samþykkt er að auglýs starfið í Fréttablaðinu og á Facebook . ÁBB heldur utan um auglýsinguna . SR leitar til Sigurðar Júlíusar Vara áheyrnarfulltrúa Trúnaðarráðs um að taka við hlutverki áheyrnarfulltrúa þegar ráðningar eru ræddar . Laun Hrefnu vegna ungliðastarfs Styrkurinn frá Reykjavíkurborg vegna ungliðastarfsins dugar aðeins fyrir launum Hrefnu út október . Því vantar tveggja mánaða brú til að klára þetta almanaksár . Samþykkt er að brúa laun Hrefnu út nóvember og endurskoða fjárhagsstöðuna þá vegna þess að við höfum ekki yfirsýn í dag fyrir lengra tímabil . Erindi til stjórnar : Q-félagið vill fá að geyma dýran búnað í læstum skáp á Suðurgötunni . Við höfum ekkert á móti því að geyma það hér en við getum ekki tekið ábyrgð og eigum ekki læstar hirslur . Skoðum það betur . Magnús Gests vill gera hinseginsögusafn í fatahengi . Bókum fund með henni og ræðum það betur . Önnur mál Rætt er um þörfina á öryggiskerfi og viðraður sá möguleiki að hafa talnalás á húsinu frekar en lyklalás . Fundargerðir fyrstu fjögurra funda samþykktar .
Stjórn fundar 3x í mánuði – Sólveig Rós hefur komist á alla fundi . Stjórn hefur aðallega verið að ræða praktísk mál , hitta hagsmunafélög o.s.frv . Ugla Stefanía hætti sem fræðslustýra og Sólveig Rós var ráðin í staðinn . Fundur með kára stefáns á morgun . Umræða um genarannsókn ! Það eru margar hliðar sem þarf að haga í huga . Fundaði fyrir viku . Búin að ræða allskonar . Allskonar eins og nafn félagsins , stefna þess og hvað þau eiga að vera að gera því það stendur ýmislegt í lögunum sem á ekki við í dag eins og HIV fræðslu og bókasafn – kom í ljós að lög voru ekki brotin með bókasafninu en það er ákvæði um bókasafn í lögunum . Ætla að hittast á fimmtudag og skipta sér frekar niður . Rebranding á 40 ára afmæli ? Sýna að samtökin eru orðin breiðara félag ? Félagsmálanefnd Félagsmálanefnd hafa lítið að segja . Bingó er í vinnslu . Það var fundur á fimmtudaginn , Anita komst ekki og er ekki búin að sjá fundargerð . Ekki viss um hvort fundur hafi átt sér stað . Flóttafólk og hælisleitendur : Ekki beintengt en það er foreigners kvöld á fimmtudaginn . Spurning hvort þau senda bara til borgandi eða þeirra sem eru skráðir . Vilja vera búin að vinna úr henni í febrúar fyrir þjóðfund . Farið yfir fallna vini . Verðum í ráðhúsinu og svo komið á Suðurgötu þar sem verður athöfn . Félagið er núna mest að vinna í að undirbúa sig fyrir fund með stjórn Samtakanna . Hinsegin kórinn stefnir á jólatónleika 10 des . Voru í kórbúðum . Dettur inn eitt og eitt jólagigg . Eru bara 2 í þessu , vilja fá fleiri með . Spurning hvort að Trúnó vilji borða saman fyrir partýið ? Spurning um sjoppu og þrif hússins . Hvað á að vera á netinu – starfslýsingar . í kringum næsta félagsfund kynheilsuátak á dagskrá ! Til að vera með , fara í starfshóp um kynheilsu . Komnar öruggara kynlífs vörur inn á bað !
Kjörnefnd Samtakanna ’ 78 , kjörin á félagsfundi 19. nóvember 2019 , hefur sett sér neðangreindar verklagsreglur vegna aðalfundar vorið 2020 , byggðar á verklagsreglum fyrri kjörnefndar : 1 . Kjörnefnd skal kölluð saman áður en dagsetning aðalfundar hefur verið tilkynnt . 2 . Störf kjörnefndar eru unnin í fullum trúnaði að undanskildum þeim kynningum frambjóðenda sem settar eru fram , eftir atvikum í tölvupóstum , á vef Samtakanna ‘ 78 og á aðalfundi félagsins . 5 . 7 . Ekki er kveðið á um framkvæmd kosninga í lögum félagsins og liggja ákvarðanir þar um því í höndum kjörnefndar og fundarstjóra eða aðalfundar sjálfs . Kjörnefnd gerir það að tillögu sinni að allar fyrirsjáanlegar kosningar aðalfundar verði leynilegar en að aðrar atkvæðagreiðslur sem upp kunna að koma verði framkvæmdar með handauppréttingum . 8 . Kjósandi ber alla ábyrgð á að koma atkvæði sínu til skila fyrir tilskyldan tíma . Kjörnefnd telur tvisvar öll atkvæði greidd með kjörseðlum . Talning skal skráð niður á sérstakt talningablað kjörnefndar . Komi upp ósamræmi á milli fjölda greiddra atkvæða og fjölda atkvæðabærra fundargesta skulu atkvæði endurtalin þar til samræmi er í fjölda þeirra . d. Heildarfjöldi utankjörfundaratkvæða í hverjum lið kosninga er skráður sérstaklega . Eftir að þau hafa verið borin saman við kjörskrá og þess gætt að enginn kjósandi hafi kosið oftar en einu sinni eru þau talin með atkvæðum greiddum á kjörstað . 11 . Að öðru leyti eru störf kjörnefndar og framkvæmd komandi aðalfundar í samræmi við félagslög Samtakanna ’ 78 .
Velkomin á aðalfund 2020 , 8. mars í Norræna húsinu . Athugið ! Á næstu dögum munum við auglýsa skemmti - og fræðsluviðburði sem haldnir verða í kringum aðalfund , ekki einungis taka frá tíma fyrir aðalfundinn heldur gerðu ráð fyrir bæði laugardegi og sunnudegi . Aðalfundur 2020 fer fram 8. mars nk. kl. 13 í sal Norræna hússins . Rétt til fundarsetu hefur félagsfólk með gilt félagsskírteini . Hægt er að greiða félagsgjöld við innganginn fyrir nýja félaga en greiðsluseðlar verða sendir til allra félaga Samtakanna í lok janúar . Hægt er að skrá sig sem félaga á heimasíðu Samtakanna , samtokin 78. is . Nýjum félagsskírteinum verður dreift á aðalfundinum en eftir aðalfund verður hægt að nálgast þau á skrifstofu Samtakanna í Suðurgötu 3 . Framboðsfrestur í stjórn og trúnaðarráð Frestur til að bjóða sig fram í stjórn er skv. lögum félagsins þremur vikum fyrir aðalfund sem í þessu tilfelli er 16. febrúar 2020 . Framboðum skal skila til kjörnefndar á kjornefnd@samtokin78.is . Framboðum til trúnaðarráðs má skila á fundinum sjálfum . Þess ber að geta að kjörnefnd getur framlengt framboðsfrest ef svo ber undir . Stjórn Samtakanna hefur skipað lagabreytinganefnd til að taka á móti lagabreytingatillögum og til að fara yfir núverandi lög með tilliti til breytinga . Skila skal lagabreytingatillögu fjórum vikum fyrir aðalfund sem í þessu tilfelli er 9. febrúar 2020 . Lagabreytingum skal skilað á stjorn@samtokin78.is . Lagabreytingar skulu birtar opinberlega á vef Samtakanna , samtokin78.is , hálfum mánuði fyrir aðalfund , 23. febrúar 2020 . Hagsmunaaðild Félög geta skilað inn umsókn um hagsmunaaðild sem þá er borin upp á aðalfundi Samtakanna og um hana kosið . Skv. lögum Samtakanna er gert ráð fyrir því að umsókn um hagsmunaaðild skuli berast stjórn þremur vikum fyrir aðalfund sem er 16. febrúar 2020 . Umsókn um hagsmunaaðild skal skila á stjorn@samtokin78.is . Skýrslur stjórnar , trúnaðarráðs , nefnda og starfshópa 4 . Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar 5 . Fjárhagsáætlun ársins lögð fram 6 . Laga - og stefnuskrárbreytingar 8 . Kjör þriggja einstaklinga í stjórn til tveggja ára 9 . Kjör tíu einstaklinga í trúnaðarráð til eins árs 11 . Önnur mál Túlkun og aðgengi Fundurinn fer fram á íslensku . Aðgengisþarfir má senda á netfangið skrifstofa@samtokin78.is og verður allt kapp lagt á að mæta þeim . Salur Norræna hússins er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun . Gengið er um aðalinngang . Mikill vilji er hjá stjórn Samtakanna ’ 78 að túlka fundinn á önnur tungumál , ef þess er óskað þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en 23. febrúar . Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar og verklagsreglur kjörstjórnar : Hliðarviðburðir Athugið að í ár munu Samtökin bjóða upp á fræslu - og skemmtiviðburði í kringum aðalfund . Fylgist endilega með á Facebook-i Samtakanna en þar verða viðburðirnir auglýstir . Sérstakur kynningarfundur fyrir aðalfund verður haldinn 1. mars 2020 , það er góður vettvangur fyrir nýja félaga að komast og kynnast aðalfundi , einnig fyrir frambjóðendur til að kynna sig og fleiri áhugasöm . Frekari upplýsingar um fyrirkomulag aðalfundarins og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má sjá í lögum félagsins , á vef samtakanna eða með því að hringja í skrifstofusímann , 552 7878 . Hlökkum til að sjá þig .
Jólin hafa svo sannarlega tekið völdin hjá okkur í Sandgerðisskóla , en á föstudaginn sl. var hinn árlegi jólamatur . Í ár var boðið uppá kalkún , ís og jólaöl . Salurinn var jólaskreyttur og var spiluð jólatónlist . Undafarna morgna hafa nemendur og starfsfólk sungið saman jólalög á sal skólans , undir leiðsögn Óla Þórs . Í morgun var síðasti jólasöngurinn og fékk því Óli Þór 10. bekkinn til að koma upp á svið og stýra söngnum með sér . Með fréttinni fylgir skemmtilegt myndband af öllum nemendum syngja Snjókorn falla . Smellið hér til að hlusta á söngin . Í Sandgerðisskóla hefur skapast hefð fyrir því að vera með jólastöðvar í aðdraganda jóla . Jólastöðvarnar eru fjölbreyttar og nemendum er skipt upp í hópa þvert á árganga frá 1. – 10. bekk . Í ár var allskonar föndur , kókoskúlugerð , slökun , leikir , spil , perlur og jólakortagerð . Á fimmtudaginn kl. 12:00 er jólaskemmtun hjá nemendum í 1. – 6. bekk og á föstudaginn kl. 10:00 – 11:30 , eru litlu jólin en þau enda á jólaballi , þar sem nemendur og starfsfólk dansa í kringum jólatréð .
Sandgerðisskóli hefur búið við nokkuð góðan aðbúnað þegar kemur að tæknimálum og aðgengi að tækni . Vel útbúin tölvustofa er í skólanum og allir bekkir eiga nokkuð af spjaldtölvum og komast í fleiri ef þörf er á . Nú hefur verið bætt um betur og kominn er í gagnið tölvuvagn sem kennarar og nemendur eru virkilega ánægðir [...] Í Suðurnesjabæ hefur staðið yfir listaviðburðurinn „ Ferskir vindar ‟ og ber yfirskriftina „ at the edge of the world ‟ eða við jaðar heimsins þar sem 45 listamenn frá 18 löndum bæði vinna og sýna fjölbreytt listaverk . Listakonan Amber Nunn Khan sem kemur frá Hawaí sótti m.a. innblástur í verk sitt í jólatré sem nemendur í 3. bekk [...] Foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og leiðbeiningum Almannavarna áður en skólahald hefst í fyrramálið , miðvikudag . Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf börnum úr og í skóla þótt ekki berist sérstakar tilkynningar frá yfirvöldum . Ef foreldrar telja ekki óhætt að börnin sæki skóla þarf að tilkynna um það til skólans [...] Kæru nemendur , foreldrar / forráðamenn og aðrir velunnarar skólans . Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári . Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða . Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi . Með jólakveðju , starfsfólk Sandgerðisskóla Litlu jólin hjá 1. - 10. bekk voru haldin í dag föstudaginn 20. desember . Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við undirspil starfsmannahljómsveitarinnar . Í gær var jólaskemmtun 1. – 6. bekk á sal skólans , þar sem nemendur sungu og léku fyrir samnemendur , foreldra og starfsfólk . Fréttinni fylgja margar skemmtilegar myndir frá [...] Jólastöðvar , jólamatur og jólasöngur Jólin hafa svo sannarlega tekið völdin hjá okkur í Sandgerðisskóla , en á föstudaginn sl. var hinn árlegi jólamatur . Í ár var boðið uppá kalkún , ís og jólaöl . Salurinn var jólaskreyttur og var spiluð jólatónlist . Undafarna morgna hafa nemendur og starfsfólk sungið saman jólalög á sal skólans , undir leiðsögn Óla Þórs . Í [...] Óvenju slæm veðurspá gildir frá því um miðjan dag í dag , þriðjudag og fram á morgundaginn . Af þeim sökum er óskað eftir því að foreldrar sjái til þess að börn þeirra í grunnskólum og leikskólum í Suðurnesjabæ verði sótt í skólana og þeim komið heim í öruggt skjól eigi síðar en kl. 14:00 í dag , [...] Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn ( þriðjudag ) og miðvikudag . Við viljum biðja ykkur foreldra að huga vel að veðrinu þegar skóladegi lýkur og koma og sækja börnin ykkar ef þarf . Mjög skemmtileg verkefni [...] Hefð hefur myndast fyrir því í Sandgerðisskóla að nemendur og starfsmenn skreyti hurðar skólans . Skólinn fer í hátíðarbúning við tilefnið , mikill metnaður er hjá nemendum og ekki síður hjá starfsfólki . Nemendaráð veitir viðurkenningar fyrir flottustu hurðarnar og í ár fengu eftirfarandi skreytingar viðurkenningar : Jólaþorp Ásgarðs og húsvarðar 1. bekkur 5. bekkur 10. bekkur
Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Draumaþjófurinn fyrir nemendur skólans . Hátíðarmatur 13. desember Föstudaginn 13. desember verður boðið upp á hátíðarmáltíð í Sandgerðisskóla fyrir alla áskrifendur . Í ár er boðið upp á kalkúnabringur , steiktar kartöflur , rjómalagaða sósu og eplasalat ásamt mandarínu í eftirrétt . Þeir sem ekki eru í áskrift en óska eftir að taka þátt í hátíðarmáltíðinni geta keypt sérstaka matarmiða í mötuneyti skólans frá 4. - [...] Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir lásu úr bókum sínum og fóru yfir með nemendum hvernig ferlið er að skrifa skáldsögu . Sagan um Daða fjallar um ungan dreng sem glímir við ástina , ástarsorg , sjálfsmyndina o.fl . Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er [...] Í síðustu viku var Norræn bókmenntavikan haldin hátíðleg á bókasafni Sandgerðisskóla . Margrét Ásgeirsdóttir , formaður Norrænafélags Suðurnesjabæjar las úr Lísu Langsokk fyrir yngri bekki skólans og færum við henni bestu þakkir fyrir skemmtilegan lestur . Norræna bókmenntavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum [...] Í dag var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla . Nemendur sýndu afrakstur bókamessu sem hefur staðið yfir sl. mánuð , þar kynntu nemendur nokkra rithöfunda og bókmenntir . Á sal skólans fræddi Bylgja aðstoðarskólastjóri um Jónas Hallgrímsson og mikilvægi íslenskunnar í daglegu máli . Einn þátturinn er að nemendur forrita vélmenni til að leysa þrautir , svo þurfa nemendur að gera rannsóknarverkefni þar [...]
Foreldrafélag Sandgerðisskóla tilkynnir komu gíróseðla með árgjaldi fyrir félagið að upphæð kr. 2000 á hverja fjölskyldu óháð fjölda barna . Það er einlæg ósk okkar í stjórn að þið foreldrar / forráðamenn takið vel í þetta og greiði gjaldið þar sem þessi peningur er notaður í ýmis málefni sem tengjast börnunum ykkar og skólastarfi . Drodzy rodzice / opiekunowie Komitet rodzicielski [...] Nemendur í 4. bekk hafa undafarna daga unnið í hópaverkefni og fundið út saman hvað sé mikilvægt að gera til að bjarga jörðinni frá umhverfisspillingu og að minnka matarsóun . Hugmyndir sem krakkarnir komu með voru að Slökkva á óþarfa rafmagni Minnka matarsóun Hjálpa dýrum Tína rusl úr náttúrunni Endurnýta Minnka notkun farartækja Fara með dósir [...] Einar Mikael töframaður heimsótti miðstig Sandgerðisskóla og sýndi nokkur töfrabrögð á sal skólans . Einar Mikael er um þessar mundir með Galdranámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 – 12 ára um allt land og verður með námskeið fyrir krakka Suðurnesjabæjar helgina 2. – 3. nóvember . Skráning er á Galdranámskeið Einars á frístundavef Suðurnesjabæjar : fristundir.is / Skráning [...] Ævar vísindamaður kom í heimsókn til okkar á bókasafnið í dag . Hann las úr nýjustu bókinni sinni ,, Þinn eigin tölvuleikur ” . Hann spjallaði líka við nemendur um allar sínar bækur og sló heldur betur í gegn . Starfsfólk skólans vonar að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu . Bestu kveðjur , skólastjórnendur . Skóladagatal 2019 - 2020 Friday , October 25 th will be a teacher preparation [...] Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu ( áður Norræna skólahlaupinu ) . Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar . Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1008 km , en það er eins og að keyra frá Sandgerði til Egilsstaða og svo frá Egilstöðum til [...]
Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá kl. 08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim að sýningu lokinni eða um kl. 13:25 . 19. desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi . Skólasel opnar aftur mánudaginn 6. janúar 2020 . Litlu jólin hjá 1. - 10. bekk verða haldin á föstudaginn , 20. desember . Nemendur mæta prúðbúnir , með pakka ( má kosta 500 -1.000 kr ) , kerti og smákökur / mandarínur í sínar umsjónarstofur kl. 10:00 . Klukkan 11:00 koma nemendur saman á sal skólans , þar sem dansað verður í kringum jólatré . Jólaleyfi Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 23. desember . Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar 2020 , samkvæmt stundaskrá .
Í Suðurnesjabæ hefur staðið yfir listaviðburðurinn „ Ferskir vindar ‟ og ber yfirskriftina „ at the edge of the world ‟ eða við jaðar heimsins þar sem 45 listamenn frá 18 löndum bæði vinna og sýna fjölbreytt listaverk . Listakonan Amber Nunn Khan sem kemur frá Hawaí sótti m.a. innblástur í verk sitt í jólatré sem nemendur í 3. bekk höfðu málað í glugga kennslustofu sinnar og er listaverkið staðsett á milli tónlistarskólans og bókasafns . Hún heimsótti nemendur og ræddi við þau og útskýrði fyrir þeim ferlið og efnisval verksins á mjög myndrænan hátt og voru nemendur mjög áhugasamir og spurðu spurninga . Mynd fengin að láni hjá Jóni Norðfjörð Hér fyrir neðan er ýtarlegri upplýsingar á viðburðinn sem stendur til 12. janúar .
Nemendaráð Sandgerðisskóla hefur skipulagt skíðaferð fyrir nemendur á unglingastigi . Stefnt er á að fara í ferðina mánudaginn 3. febrúar n.k og er hún fyrir 7. -10. bekk . Starfsfólk Sandgerðisskóla verður að sjálfsögðu með í ferðinni líka . Kostnaður við ferðina er eftirfarandi : Rúta kr. 1.500 , - Lyftukort [...] Sandgerðisskóli hefur búið við nokkuð góðan aðbúnað þegar kemur að tæknimálum og aðgengi að tækni . Vel útbúin tölvustofa er í skólanum og allir bekkir eiga nokkuð af spjaldtölvum og komast í fleiri ef þörf er á . Nú hefur verið bætt um betur og kominn er í gagnið tölvuvagn sem kennarar og nemendur eru virkilega ánægðir [...] Í Suðurnesjabæ hefur staðið yfir listaviðburðurinn „ Ferskir vindar ‟ og ber yfirskriftina „ at the edge of the world ‟ eða við jaðar heimsins þar sem 45 listamenn frá 18 löndum bæði vinna og sýna fjölbreytt listaverk . Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári . Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða . Fréttinni fylgja margar skemmtilegar myndir frá [...] Jólastöðvar , jólamatur og jólasöngur Jólin hafa svo sannarlega tekið völdin hjá okkur í Sandgerðisskóla , en á föstudaginn sl. var hinn árlegi jólamatur . Í ár var boðið uppá kalkún , ís og jólaöl . Salurinn var jólaskreyttur og var spiluð jólatónlist . Stífar æfingar hafa verið hjá kórnum frá því í nóvember , þ.e. fyrir verkefni kórsins á aðventunni . Á sunnudaginn syngur kórinn á aðventutónleikum í Sandgerðiskirkju kl. 17.00 og á þriðjudaginn 10. desember kemur kórinn fram sem gestakór á Kertatónleikum Karlakórsins Keflavíkur í Ytri Njarðvíkurkirkju . Mjög skemmtileg verkefni [...]
Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Draumaþjófurinn fyrir nemendur skólans . Það er alltaf mikil stemning og gleði sem fylgir upplestri frá Gunnari , þar sem mikill leikur fylgir lestrinum . Hann hélt athygli nemenda allan tímann og gaf sér tíma til að árita bækur og ræða við nemendur að upplestri lokum . Við þökkum Gunnari kærlega fyrir komuna .
Líf og fjör hjá skólakór Sandgerðisskóla Í desember er mikið um að vera hjá skólakór Sandgerðisskóla . Stífar æfingar hafa verið hjá kórnum frá því í nóvember , þ.e. fyrir verkefni kórsins á aðventunni . Á sunnudaginn syngur kórinn á aðventutónleikum í Sandgerðiskirkju kl. 17.00 og á þriðjudaginn 10. desember kemur kórinn fram sem gestakór á Kertatónleikum Karlakórsins Keflavíkur í Ytri Njarðvíkurkirkju . Mjög skemmtileg verkefni sem kórmeðlimir ætla að klára með stæl . Kórinn fer svo í jólafrí eftir að hafa endað starfið á önninni á jólakósýstund þar sem nemendur horfa á mynd , fara í leiki og gæða sér á jólasmákökum og heitu kakói . Myndir með fréttinni voru teknar á æfingu á föstudaginn þegar kórinn æfði með píanóleikara .
Sandgerðisskóli leitast við að skapa jákvætt og uppbyggjandi umhverfi þar sem öllum líður vel . Eineltisáætlun skólans , Skjöldur miðar að því að fyrirbyggja einelti og andfélagslega hegðun og taka á slíkum málum þegar þau koma upp . Allt starfsfólk skólans tekur þátt í vinnunni og leggur sitt af mörkum í að byggja upp félagslega sterkt samfélag þar sem jákvæð samskipti fara fram . Samskptaáætlunin Skjöldur varð til í Sandgerðisskóla . Þannig stefnum við að því að allir fái þörfum sínum uppfylgt án þess að gera á hlut annarra sem samferða eru í samfélaginu . Áætlunin var unnin af starfsfólki skólans og tekur breytingum eftir því sem við á í síbreytilegu samfélagi . Skjöldur er áætlun um jákvæð samskipti og hvernig stuðla megi að þeim auk þess að taka á samskiptavanda og mögulegu einelti sem komið getur upp . Starfsfólki Sandgerðisskóla er ætlað að vinna eftir samskiptaáætlun skólans ef upp koma mál sem skilgreinast sem samskiptavandi eða einelti og / eða andfélagsleg hegðun . Sandgerðisskóli leitast við að eiga gott samstarf við heimilin og sitt nánasta umhverfi þar sem skólinn einn og sér mun aldrei geta tekið á þeirri vanlíðan sem fylgir því að vera lagður í einelti og þarfnast samtakamáttar samfélagsins alls til að stuðla að jákvæðum samskiptum á öllum sviðum þess . Lítið myndband með myndum um einelti sem nemendur okkar í 4. og 5. bekk bjuggu til árgangur 2000 og 2001 . ( myndbandið er á you tube ) Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar . Sandgerðisskóli Sandgerðisskóli stendur við Skólastræti . Skólahúsið , Sund - og íþróttamiðstöð bæjarins eru sambyggð þannig að öll kennsla fer fram undir sama þaki . Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938 .
Sandgerðisskóli hefur búið við nokkuð góðan aðbúnað þegar kemur að tæknimálum og aðgengi að tækni . Vel útbúin tölvustofa er í skólanum og allir bekkir eiga nokkuð af spjaldtölvum og komast í fleiri ef þörf er á . Nú hefur verið bætt um betur og kominn er í gagnið tölvuvagn sem kennarar og nemendur eru virkilega ánægðir með . Þetta gefur tækifæri á enn betri og skilvirkari vinnu á margan hátt í náminu . Hér má sjá myndir sem teknar voru í kennslustund þegar 10. bekkur tók tölvuvagninn í notkun í morgun þar sem þeir eru að vinna við náttúrufræðiritgerð . Það er frábært að þurfa ekki að skipta upp bekknum til að fara í svona vinnu heldur er hægt að vinna með nemendum öllum í einu sem er bara alveg frábært . Hér eru nemendur og kennarar hæstánægðir með þessa nýju og góðu aðstöðu .
Sangitamiya hljóðfæraverslun verður lokuð yfir jól og áramót , frá og með 27. desember til og með 3. janúar . Frá 4. – 11. janúar verður opið frá 14 - 18 . Sangitamiya will be closed over christmas and new year , from Dec . 27 th to Jan. 3 rd . Jan. 4. - 11. we are open ... Í Sangitamiya fást harmónikkur af ýmsu tagi fyrir alla aldurshópa . Fyrir þá yngstu eru Scarlatti “ child prodigy ” harmónikkurnar tilvaldar . Það þarf lágmarks-tónlistarþekkingu til þess að spila á þær hljómþýða tónlist og hafa gaman af . Þær eru fáanlegar í ... Sangitamiya býður upp á margar hágæða tegundir af ukulele hljóðfærum í öllum stærðum . Um er að ræða hljóðfæri sem eru smíðuð úr mjög fínum viðartegundum eins og kóa við frá Hawaii , Flame Maple , Acacia og Lace Wood , en öll eru þessi hljóðfæri bæði afskaplega falleg í ... Töskur og pokar Í Sangitamiya eru fáanlegar margar tegundir af töskum og pokum fyrir ukulele í öllum stærðum . Frá ódýrustu tegundum þunnra poka ( “ gig bags ” ) upp í harðar og vel skreyttar töskur fyrir atvinnumenn á ferðinni . Allir ættu því að geta fundið ... Með minnstu ukulele í heimi , þessi fallegu og meðfærilegu hljóðfæri frá Kala fyrirtækinu hafa líka einstaklega fallegan hljóm . Þau eru stillt ferund fyrir ofan venjulega ukulele stillingu , eða C-F-A-D . Öll Pocket Ukulele koma með sérsaumaðri tösku or eru smíðuð með ... Afskaplega skemmtileg hugmynd frá Kala fyrirtækinu , Travel Ukulele línan kemur í sópran , concert og tenor stærð en er mun þynnri og léttari heldur en venjuleg stærð . Þrátt fyrir minni líkama þá eru travel ukulele ekki síður hljómmikil og falleg , enda er toppurinn á ... Sangitamiya býður upp á mjög gott úrval ukulele strengja fyrir allar tegundir og stærðir af ukulele . Ein besta tegund ukulele strengja eru svokallaðir nylgut strengir frá ítalska fyrirtækinu Aquila , þar sem Mimmo Peruffo stendur fyrir þróun handgerðra strengja sem ... Ukulele banjo , líka þekkt sem banjolele , er afar skemmtilegt afbrigði af banjo í ukulele stillingu ( G-C-E-A ) og í sópran ukulele stærð . Sangitamiya býður upp á ukulele banjo / banjolele bæði með opnu sem og með lokuðu baki , en um er að ræða glæsileg og hljómfögur ... Tilvalin ukulele fyrir byrjendur og yngri hljóðfæraleikara , þessi fallegu hljóðfæri koma í sex mismunandi litum . Blue Moon ukulele eru ágæt og falleg hljóðfæri á bestu kjörum . Blue Moon Uke Blue Blue Moon Uke Green Blue Moon Uke Orange Blue Moon Uke Pink Blue Moon ... Til að ítreka hvað ukulele eru ofsalega skemmtileg og lífleg hljóðfæri er boðið upp á framandi týpur frá Kala fyrirtækinu eins og vatnsmelónu , kiwi , ananas og reggae . Hljómurinn í þeim er sérstaklega fallegur og passar við útlitið . Það að vera dapur og spila á kiwi ... Ukulele bassinn frá Kala er tímamótauppfinning , en um er að ræða bassa með 50cm háls ( 20 ″ ) sem er með sama raddsvið og hefðbundinn bassi . Hann er stilltur í hefðbundinni bassa stillingu , E-A-D-G , en hefur strengi úr svokölluðu “ polyurethane ” gúmmí . ... Næst fyrir ofan Makala línuna er KA-mahogany línan , en þar er að finna hljóðfæri í einfaldri smíð , einnig úr mahogany við , en þó úr fínni við og fínni áferð heldur en áferð Makala hljóðfæranna . KA-S KA-P Þessi hljóðfæri hafa auk þess Aquila strengi og betri ... Hljóðfærin í þessaru línu eru smíðuð úr mahogany við og eru fáanleg í eftirfarandi stærðum : Sópran ( MK-S ) , Sópran ananas ( MK-P ) , Concert ( MK-C ) , Tenor ( MK-T ) og Baritónn ( MK-B ) -stærðir . MK-T MK-S MK-P MK-C MK-B Kala hljóðfærin sem eru ekki í Makala línunni nota ... Sópran Makala-Dolphin lína . Makala-línan frá Kala býður upp á falleg og hljómfögur hljóðfæri á bestu kjörum . Lituðu sópran ukulele , með stól í formi höfrungs , er frábær valkostur fyrir byrjendur og sérstaklega fyrir yngstu tónlistarmennina , en hljóðfærin hafa fagran ... Ukadelic línan samanstendur af nýjustu tegundum ukulele frá bandaríska fyrirtækinu Kala , en hún miðar að því að ná fram því skemmtilegasta í ukulele hljóðfærunum . Til eru þrettán mismunandi og litríkar tegundir af ukadelic ukulele , en hönnunin sameinar list , menningu ...
Í Sangitamiya fást harmónikkur af ýmsu tagi fyrir alla aldurshópa . Fyrir þá yngstu eru Scarlatti „ child prodigy “ harmónikkurnar tilvaldar . Það þarf lágmarks-tónlistarþekkingu til þess að spila á þær hljómþýða tónlist og hafa gaman af . Þær eru fáanlegar í ... Í Sangitamiya er að finna gott úrval af íslenskum hljóðfærum , þar á meðal langspil , lýrur , hörpur , jarðhörpur , íslenskar fiðlur og dúlcimerar . Langspil Sangitamiya býður upp á nokkrar tegundir af langspili , bæði með díatónísku sem og krómatísku fingraborði . Sum ... Frá ódýrustu tegundum þunnra poka ( „ gig bags “ ) upp í harðar og vel skreyttar töskur fyrir atvinnumenn á ferðinni . Allir ættu því að geta fundið ... Með minnstu ukulele í heimi , þessi fallegu og meðfærilegu hljóðfæri frá Kala fyrirtækinu hafa líka einstaklega fallegan hljóm . Ein besta tegund ukulele strengja eru svokallaðir nylgut strengir frá ítalska fyrirtækinu Aquila , þar sem Mimmo Peruffo stendur fyrir þróun handgerðra strengja sem ... Blue Moon ukulele eru ágæt og falleg hljóðfæri á bestu kjörum . Hann er stilltur í hefðbundinni bassa stillingu , E-A-D-G , en hefur strengi úr svokölluðu „ polyurethane “ gúmmí . ... Sópran Makala-Dolphin lína . Makala-línan frá Kala býður upp á falleg og hljómfögur hljóðfæri á bestu kjörum . Lituðu sópran ukulele , með stól í formi höfrungs , er frábær valkostur fyrir byrjendur og sérstaklega fyrir yngstu tónlistarmennina , en hljóðfærin hafa fagran ... Ukadelic línan samanstendur af nýjustu tegundum ukulele frá bandaríska fyrirtækinu Kala , en hún miðar að því að ná fram því skemmtilegasta í ukulele hljóðfærunum . Til eru þrettán mismunandi og litríkar tegundir af ukadelic ukulele , en hönnunin sameinar list , menningu ... Sangitamiya býður upp á mjög gott úrval ukulele-strengjahljóðfæra . Um er að ræða yfir 50 mismunandi tegundir af þessu skemmtilega og hljómfagra hljóðfæri , einkum hljóðfæri frá fyrirtækinu Kala í Kaliforníu . Kala ukulele-fyrirtækið í Kaliforníu , Bandaríkjunum , hefur ... Mandólín tilheyrir lútu-fjölskyldunni , en fyrirrennari þess var hljóðfærið mandore . Það eru góðar lýkur á að fyrirrennarar mandore-hljóðfærisins hafi komið til Evrópu frá Arabíu í gegnum Spán á 10. og 11. öld , en frá Spáni fór hljóðfærið hratt yfir til Portúgals , ... Á þessari siðu : • Kalimba • Sansúla • Saga og útbreiðsla kalimbunnar Kalimba er ný útgáfa af hinu afríska hljóðfæri mbira , eða „ thumb piano “ . Hljóðfærin hafa hljómkassa úr við , en á hann eru festir málmpinnar í mismunandi lengdum , sem hægt er að færa til ...
Persónuleg skilaboð sem birtast á gjafakortinu TölvupósturFá gjafakortið sent í tölvupósti til þess að áframsenda á ástvin eða prenta út og senda í pósti eða smella með jólagjöfinni 0 krSenda í bréfpóstiVið prentum út gjafakortið , setjum það í fallegt umslag og sendum ýmist til þín eða beint heim til þess sem þú vilt gleðja . 300 kr Móttakandi ( þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf / ur ) Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram . Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi Kæru brúðhjón . Þið hafið fengið að gjöf ótakmarkaða ást og hlýju til barna í neyð um allan heim . Gjöfin inniheldur námsgögn fyrir fjögur börn ásamt 100 skömmtum af bóluefni gegn mænusótt . Hún bjargar því lífi barna og gerir þeim kleift að ganga í skóla . UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda .
Það er erfitt að pakka inn flestum hjólum , en ekki þessu ! Hjól gera starfsfólki UNICEF kleift að ferðast á staði sem er erfitt að komast að með öðrum leiðum , til dæmis til bólusetja börn eða aðstoða í fæðingu . Persónuleg skilaboð sem birtast á gjafakortinu TölvupósturFá gjafakortið sent í tölvupósti til þess að áframsenda á ástvin eða prenta út og senda í pósti eða smella með jólagjöfinni 0 krSenda í bréfpóstiVið prentum út gjafakortið , setjum það í fallegt umslag og sendum ýmist til þín eða beint heim til þess sem þú vilt gleðja . 300 kr Móttakandi ( þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf / ur ) Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram . Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi Þú hefur fengið að gjöf magnaðasta hjól allra tíma . Þetta hjól gerir starfsfólki UNICEF kleift að ferðast á staði sem er erfitt að komast að með öðrum leiðum , til dæmis til að bólusetja börn eða aðstoða í fæðingu . UNICEF mun sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda .
Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi Þú hefur fengið að gjöf 50 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn . UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda . Jarðhnetumaukið þitt gerir kraftaverk fyrir vannærð börn því með einungis þremur skömmtum á dag í fáeinar vikur geta þau náð fullum bata .
300 kr Móttakandi ( þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf / ur ) Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram . Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi Þú hefur fengið vatnsdælu að gjöf sem útvegar heilu þorpi hreint drykkjarvatn .
Djúprauðbrúnn litur til notkunar í ljósbrúnu og dökkbrúnu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Color Depositing Mask umbúðirnar eru unnar að hálfu leyti úr endurunnu efni og því er þetta kjörin leið til að minnka kolefnissporið með því að nota minni orku . Berðu Color Depositing Mask í lokkinn og leyfðu maskanum að liggja í 2 - 3 mínútur . Hreinsið . Ef liturinn er of daufur , prófaðu þá annan lokk og láttu maskann liggja lengur í . Litaútkoman og líf litarins er líka háð því hversu gljúpt hárið er . Við bregðumst fljótt við öllum fyrirspurnum og athugasemdum .
Hlýr , ljósgylltur litur til notkunar í mjög ljósu og miðlungsljósu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Einangraðu lokkinn og taktu allt annað hár vel frá . Má vera lengur . Leitaðu ráða hjá fagmanni á Moroccanoil hársnyrtistofu ef þú vilt flýta fyrir því að liturinn dofni . Endilega komdu við ef þú ert á ferðinni .
Ákveðinn meðalbrúnn litur til notkunar í ljósbrúnu og dökkbrúnu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Útkoman er einstaklingsbundin og fer eftir ástandi hársins og lit þess . Taktu prófið til að finna þinn fullkomna litatón . Berðu Color Depositing Mask í lokkinn og leyfðu maskanum að liggja í 2 - 3 mínútur . Skolið vel með vatni og mótið svo eins og venjulega Ráð : Ef þú vilt ná fram pastel áferð , blandaðu þá ¼ hlut af Color Depositing Mask og ¾ hlutum af Moroccanoil ® Weightless Hydrating Mask til að mýkja útkomuna . Leitaðu ráða hjá fagmanni á Moroccanoil hársnyrtistofu ef þú vilt flýta fyrir því að liturinn dofni . Endilega komdu við ef þú ert á ferðinni .
Sindrandi blómableikur litur til notkunar í mjög ljósu og miðlungsljósu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Útkoman er einstaklingsbundin og fer eftir ástandi hársins og lit þess . Taktu prófið til að finna þinn fullkomna litatón . Berðu Color Depositing Mask í lokkinn og leyfðu maskanum að liggja í 2 - 3 mínútur . Skolið vel með vatni og mótið svo eins og venjulega Ráð : Ef þú vilt ná fram pastel áferð , blandaðu þá ¼ hlut af Color Depositing Mask og ¾ hlutum af Moroccanoil ® Weightless Hydrating Mask til að mýkja útkomuna . Leitaðu ráða hjá fagmanni á Moroccanoil hársnyrtistofu ef þú vilt flýta fyrir því að liturinn dofni . Endilega komdu við ef þú ert á ferðinni .
Kaldur , ljós litur til notkunar í mjög ljósu og miðlungsljósu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Útkoman er einstaklingsbundin og fer eftir ástandi hársins og lit þess . Taktu prófið til að finna þinn fullkomna litatón . Berðu Color Depositing Mask í lokkinn og leyfðu maskanum að liggja í 2 - 3 mínútur . Skolið vel með vatni og mótið svo eins og venjulega Ráð : Ef þú vilt ná fram pastel áferð , blandaðu þá ¼ hlut af Color Depositing Mask og ¾ hlutum af Moroccanoil ® Weightless Hydrating Mask til að mýkja útkomuna . Leitaðu ráða hjá fagmanni á Moroccanoil hársnyrtistofu ef þú vilt flýta fyrir því að liturinn dofni . Endilega komdu við ef þú ert á ferðinni .
Hlýr bleikur litur með gylltum undirtónum til notkunar í mjög ljósu og miðlungsljósu hári Upplifðu tímabundinn hárlit með þeim kostum sem djúpnæringarmeðferð gefur . Þessi maski , sem er auðveldur í notkun og er fáanlegur í nokkrum litum , gerir þér kleift að prófa þig áfram með tískuliti , auka dýpt þeirra eða lengja líftíma litarins á milli heimsókna á stofuna . Hann inniheldur einnig nærandi efni , svo sem amínósýru , apríkósukjarnaolíu og hina endurbyggjandi ArganID tækni sem veitir hárinu heilbrigðari tilfinningu og útlit . Útkoman er einstaklingsbundin og fer eftir ástandi hársins og lit þess . Taktu prófið til að finna þinn fullkomna litatón . Berðu Color Depositing Mask í lokkinn og leyfðu maskanum að liggja í 2 - 3 mínútur . Skolið vel með vatni og mótið svo eins og venjulega Ráð : Ef þú vilt ná fram pastel áferð , blandaðu þá ¼ hlut af Color Depositing Mask og ¾ hlutum af Moroccanoil ® Weightless Hydrating Mask til að mýkja útkomuna . Leitaðu ráða hjá fagmanni á Moroccanoil hársnyrtistofu ef þú vilt flýta fyrir því að liturinn dofni . Endilega komdu við ef þú ert á ferðinni .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Kryddbakki sem er silfurlitaður , í honum eru 5 glös t.d. fyrir pipar , salt , oliur og etv. sinnep þar sem gert er ráð fyrir lítilli teskeið ( ekki með ) . Bakkinn er mynstraður og með háu haldi sem er brotið en hefur verið tjaslað saman . Mál : Hæð 21 cm. 25,5 x 5,5 cm . Mikil vinna hefur verið lögð í að yfirfara geymslur og sýningar safnsins að undanförnu með því markmiði að skrá og mynda alla muni .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Björn Ingólfur f. 1912 . For ; Herdís Eggertsdóttir Stephanson f. að Þóroddsstöðum við Hrútafjörð 1885 , og Gestur Sigurgeirsson Stephanson f. 1873 , d. 1951 , póstur og járnbrautarstarfsmaður . Björn Ingólfur vann í pappírsverksmiðju í Bellingham . Kona ; Margaret Mardesich , af slavneskum ættum . Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp . Vinsamlegast skráðu nafn þitt og netfang ef við skyldum vilja hafa samband við þig . Skráðu athugasemdir og frekari upplýsingar hérSkráðu nafnNetfangNetfang safns
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Lítil brún skólataska með mynd framaná af Mjallhvít og dvergunum sjö . Taskan er með eitt stórt hólf og annað minna framan á , og er saumurinn á því farið að rakan upp . Ólin yfir öxlina er slitin að hluta og er búturinn í töskunni . Taskan er líklega frá árunum 1960 - 65 .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Landslagsmynd á mörkum hins óhlutbundna ; stöðluðum landslagseiningum er raðað saman eftir hendinni , foss neðarlega til vinstri , glóandi hraun e.t.v. til vinstri , jökull hugsanlega efst eða fyrir miðju , fuglar fljúga upp til hægri frá miðju . Til merkis um millibilsástand í myndlist Eiríks Smith . Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Sútuð kýrhúð . Húðin er í hvítum , brúnum og gulum lit og myndi kallast bröndótt og jafnvel skjöldótt líka . Hún mun hafa verið sútuð hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni - sútun . Kýrin var frá Félagsbúinu Einarsstöðum / Sílastöðum í Kræklingahlíð , Hörgárbyggð ( áður Glæsibæjarhreppi ) . Hún var kölluð " Krissa " og var ekki nema sjö ára gömul þegar henni var lógað . Það var vegna þess að hún steig ofaná einn spenann og hjó í sundur . Hún var afurðahæsta kýr í Eyjafirði 1985 og 1986 skv. upplýsingum gefanda .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Brúðan heitir Holly Hobbil . Brúða þessi er um 15 cm á hæð . Hún er brúneygð og brúnhærð . Brúðan er klædd bláum kjól með rauðum og grænum blómum og á miðjunni er marglit rönd . Hún er með hvíta svuntu og ljósbláa húfu með hvítum doppum á . Brúðan er gerð í Hong Kong . Árið 1986 gaf Alda Bergljót Mills Jóhannesdóttir Byggðasafninu mikið brúðusafn sem hún átti . Þessi brúða er úr safni Öldu .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Hvítt peysufatabrjóst með mjórri heklaðri blúndu í hálsinn en yfir brjóstinu er hekluð lengja sem fest er að ofan . Brjóstið gerði Matthildur Jóhannesdóttir húsfreyja á Hofstöðum í Miklaholtshreppi en hún var mikil hannyrðakona og saumað m. a . margt sem tilheyrir íslenskum búningi . Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Nálapúði , framhliðin er saumuð með krosssaumi öll meira og minna símynstruð ( flekkótt ) . Litir eru rauður , grænn , blár , brúnn ofl . Bak er fjólublátt , líklega úr siffoni . Borði er rykktur á jaðra og lykkja úr sama efni til að hengja púðann upp . Stærð 10 x 9 cm . Úr búi Þóru R. Jóhannsdóttur .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Margrét Bjarnadóttir frá Aurgötu undir Eyjafjöllum . Tökubarn í Vallatúni undir Eyjafjöllum og síðar vinnukona í Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum og bústýra í Hvammi í Vestmannaeyjum . Síðast var Margrét húsfreyja og þvottakona og bjó á Vestmannabraut 12 í Vestmannaeyjum . Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins . Skráðu athugasemdir og frekari upplýsingar hérSkráðu nafnNetfangNetfang safns
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Sverð , vel varðveitt , lengd 86 sm , þar af er brandurinn 74 sm . Hjöltin eru því sem næst bein , séð frá hlið , fremra hjalt 10.8 sm , efra 8 sm á lengd . Bæði eru þau sporöskjulaga neðan frá séð , hið fremra jafnvel bátlaga . Þessi atriði og eins hitt , að fremra hjalt er örlítið bogadregið , sýnir , að sverðið ber að telja til Q-gerðar Jan Petersens , Sverd , bls. 137 , 111. mynd . Mun það þó líklega vera með hinum elztu þeirrar gerðar og mjög nærri M-gerð . Meðalkafli sverðsins er 8.2 cm á lengd , breiðastur fremst . Á tanganum eru kinnar úr tré , sem að framan eru þannig festar , að þeim er stungið inn undir fremra hjalt , en við efra hjalt eru þær vafðar með þræði . Brandurinn er 6 sm breiður efst , en mjókkar frameftir . Hann er í slíðrum úr tré , sem klætt hefur verið utan um fíngerðum dúk ( úr líni ) , en utan yfir því hefur verið skinn . Á nokkrum stöðum hefur verið bundið utan um slíðrin , og 12 sm neðan við op þeirra hefur verið bundið utan um slíðrin , og 12 sm neðan við op þeirra hefur verið spöng úr járni , líklega til að festa sverðsfetilinn við . Döggskór hefur verið úr skinni , mjög lítill . Á hjöltum , einkum hinu efra , sjást vefnaðarleifar með greinilegri vaðmálsvend . Sverðbrandurinn hefur brotnað á þremur stöðum og meðalkaflinn á einum stað . - Fannst í 4. kumli í Sílastöðum , fyrir framan manninn , þannig að hjölt þess námu við andlit hans . Sjá : Kuml og Haugfé , bls. 263 - 276 . Menningararfur á Þjóðminjasafni . Rvk. 2004 . Bls. 64 - 75 , sverð bls. 70 - 71 ) . Kristján Eldjárn : " Fornmannagrafir að Sílastöðum . " Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1954 . Rvk . Bls. 53 - 68 . Sami : Gengið á reka . Akureyri 1948 . Bls. 45 - 53 . Sami : Kuml og haugfé . Reykjavík 2000 , bls. 181 - 184 og 326 - 27. Jan Petersen : De norske Vikingesverd . Videnskapsselskapets skrifter II . Kristiania 1919 . Mynd 111 , bls. 137 . Th. Petersen : " Baandformet omvikling av sverdskeder i vikingetiden . " Oldtiden VII. 1918 . Bls. 165 - 69 . S. Grieg : " Gjermundbufunnet . " Norske Oldfund VIII . Oslo 1947 . Bls. 31 .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Stór sleggjuhaus úr járni , líklega forn . Hann líkist mjög reksleggju nr . Þjms. 3300 . Sú er sögð geta verið allt frá síðari hluta 10. aldar og notuð til að reka ( berja ) járn í smiðju . Í annan enda sleggjuhaussins er digur skalli , ferhyrndur , mjög barinn . Hinn endinn mjókkar fram en er einnig mikið barinn . Lengd sleggjuhaussins er 24 cm , breidd mest 9,3 cm og hæð 9,7 cm . Í miðju ( en þó nær ferhyrnda endanum ) er stórt gat eða auga sem sleggjuskaftið hefur gengið í gegnum . Þvermál augans er um 5,5 cm fyrir miðju gati , en það víkkar út eftir því sem nær dregur brúnum beggja vegna . Sleggja þessi hefur lengi verið til í Sólheimatungu og var á síðustu öld höfð til að slá niður girðingastaura . Gunnar Bjarnason smiður skoðaði gripinn og að hans mati er helst annað hvort um grjótsleggju eða rauðablásturssleggju að ræða .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar , bls. 38 - 42 / mynd 24 : Verzlunin Edinborg við Hafnarstræti 8 , sem stofnuð var 1895 í hinum gömlu verzlunarhúsum Knudtzons , sem síðar voru stækkuð . Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar . Reykjavík 1976 .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Hann rannsakar samspil þeirra muna sem fólk hafði í kringum sig á heimilum sínum á 19. og 20. öld sem og hversdags - og tilfinningarlíf þess . Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að afla upplýsinga um upplifun fólks af uppvaxtarheimili sínu , hvernig það var samansett , hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir og hvort eitthvað af þeim hafi fylgt þeim inn í samtímann . Ekki er nauðsynlegt að svara spurningunum í réttri röð og má því frásögnin vera í samfelldu máli og algerlega frjáls , ef að þér finnst það þægilegra . Allar upplýsingar eru mikils virði jafnvel þótt svör fáist ekki við öllum atriðum . Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með . Ef að þú vinnur svar þitt í tölvu væri æskilegt að fá það í tölvupósti , t.d. sem word skjal . Athugaðu að nauðsynlegt er að vista skrána í þinni tölvu áður en byrjað er að svara . Einnig er mögulegt að nota svo kallaða netsvörun og er það nýmæli . Þá fara svör þín beint inn í gagnagrunn Þjóðminjasafnsins , Sarp , þar sem allt þjóðháttaefni safnsins er vistað . Mælum við með þessari aðferð svo framarlega sem heimildarmenn treysta sér til þess . Ef að þú vilt nota netsvörunina ert þú beðin ( n ) um að senda tölvupóst á netfangið agust@thjodminjasafn.is og verða þér þá sendar nánari upplýsingar um hæl . Kjósir þú að skrifa á pappír getur þú sent svar þitt í meðfylgjandi umslagi sem setja má ófrímerkt í póst . Það á einnig við ef að þú hefur teiknað grunnmynd af æskuheimili þínu ( sjá nánar um þetta atriði síðar ) . Hægt er að fá sendan meiri pappír ef á þarf að halda . Vinsamlegast láttu meðfylgjandi ” titilblað ” fylgja undirritað með svörum þínum . Með bestu kveðjum og gangi þér vel að svaraÁgúst Ólafur Georgssonfagstjóri þjóðháttaÞjóðminjasafni ÍslandsSuðurgata 43101 ReykjavíkSími 5302200 / 5302273 Netfang agust@thjodminjasafn.is Mynd á forsíðu sýnir stofu á íslensku heimili um 1970 - 1980 . Þjóðminjasafn Íslands . Persónuupplýsingar Nafn , fæðingarár , sveitarfélag , starf , menntun / í hvaða námi , kyn , þjóðerni . Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð ? Þeir sem það kjósa geta svaraðnafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg . Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn , aldur , starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð . Lýsing á uppvaxtarheimili Þú ert beðin ( n ) um að lýsa æsku - og uppvaxtarheimili þínu sem þú miðar svör þín við hér á eftir . Ef þú hefur teiknað grunnmynd er upplagt að setja þá á sinn stað á teikninguna . Þá má mjög gjarnan taka fram hver hafi keypt / útvegað húsmunina – hvernig þeir rötuðu inn á heimilið . Þegar þessari upprifjun á æskuheimilinu er lokið sem gæti útheimt ákveðna „ rannsókn “ af hálfu heimildarmanns , til dæmis með því að kanna ljósmyndir sem til eru af heimilinu ( en afrit af þeim mega fylgja svörunum ) , þá er óskað eftir því að eftirfarandi spurningum sé svarað : Spurningar um húsmuni og aðstæður á uppvaxtarárum Lýstu í stórum dráttum ytra útliti hússins sem þú bjóst í sem barn og unglingur ( þar til þú yfirgafst foreldrahús ) og nánasta umhverfi þess . Varstu stolt ( ur ) af híbýlum þínum eða fannst þér þau vera þér og þínum til minnkunar ? Í hvaða herbergjum var til dæmis sofið og hvernig var stofan nýtt ? Var heimildarmaður meðvitaður um að hann ætti sér eitthvað sérstakt rými í íbúðinni / húsinu sem engum öðrum var ætlað ? Ræddu almennt um hreinlæti á heimili þínu og á öðrum stöðum þar sem þú þekktir til . Eldhúsáhöld , voru þau ríkuleg eða komst fólk af með lítið ? Spöruðu menn við sig hita og ef svo er hvenær ársins eða sólarhringsins ? Hvar voru tækin staðsett ? Hversu oft í mánuði eða ári telur þú að híbýli manna hafi verið þrifin á þínum æskuárum ? Hver var munurinn á uppvaxtarheimili þínu og heimili annarra barna sem þú umgekkst á sínum tíma ? Hvernig var fríunum yfirleitt varið ? Dagur í lífi heimilismanns Þess er óskað að þú gerir tilraun til að setja saman lýsingu á „ ímynduðum “ degi frá æsku - og unglingsárum þínum þar sem þú gerir grein fyrir starfsemi fjölskyldunar frá því hún vaknaði og þar til hún tók á sig náðir .
Með tegundum aðfanga er m.a. átt við ýmis konar muni ( gripi ) , ljósmyndir , myndlist , hönnun , svör við spurningaskrám um þjóðhætti og örnefnalýsingar . Sama á við um mynt , bækur , skjöl og teikningar . Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er bæði hægt að víkka leitina eða þrengja með síunni sem birtist fyrir ofan niðurstöðurnar og innheldur eftirfarandi möguleika : Að víkka leit Hægt er að víkka leitina með eftirfarandi hætti : Ef endingum leitarorða er sleppt og stjarna sett fyrir aftan fæst víðari leit . Þá fer leitin aðeins fram í svæðinu / svæðunum sem hakað er við . Þetta gerir það að verkum að efst raðast aðföng sem síðast hafa verið skráð í gagnasafn Sarps 3.0 og neðst þau sem lengst hafa verið í gagnasafninu . Leita í síðustu niðurstöðu Efnisorð Staðsetning Textasvæði Birta aðföng án mynda Vinsamlega sýnið biðlund ÞMS Viðhorf til torfhúsa Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 127 Spurningaskrá þessi er hluti af rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa . Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar , minjavernd , fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert . Viðhorf og álit fólks er ein af helstu forsendum þess að hægt verði að átta sig á minjagildi torfhúsa og hvort vilji er til að vernda þau , nýta og fjármagna viðhald þeirra . Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem er að meira eða minna leyti h ... Eurovision-hefðir Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 126 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva , Eurovision . Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlega hefð . Loftslagsbreytingar og framtíðin Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 125 Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum , hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga . Hundahald í þéttbýli var lengi bannað hér á landi , eins og kunnugt er , en kom samt ekki í veg fyrir það uns hundahald ... Þjóðminjasafn Íslands , spurningaskrá 122 Aðstæður kynjanna Leiðbeiningar Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna heimildum um aðstæður kynjanna hér á landi á síðari hluta 20. aldar fram til dagsins í dag . Söfnunin tengist rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um sögu kvenna á 20. öld . Eldra fólki hefur farið mjög fjölgandi og á eftir að verða enn stærri hópur þegar fram í sækir og láta meira að sér kveða í þjóðlífinu . Laugin og potturinn eru mikilvægir samkomustaðir , en hlutverk þeirra snýst um allt í senn : Lýðheilsu , lífsgæði , íþróttir , leik , afslöppun , skemmtun , hreinlæti , samræður og samneyti . Allar upplýsingar eru mikils virði jafnv ... Spurningaskráin er sa ... Öllum framlögum verður ... Minningar úr héraðsskólum Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 115 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf í héraðsskólum á Íslandi og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi . Skrá 114 : Framhaldsskólasiðir Spurt er um eigin reynslu af hinum ýmsu siðum sem tíðkast í framhaldsskólum . Heimatilbúið , viðgert og notað Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við búshluti , fatnað eða annað heima hjá sér , hvað það býr til sjálft og hversu mikið það notar hlutina eða endurnýtir . Við hvaða staði og tímabil er svarið miðað ? Miðaðu frásögnina fyrst og fremst við þína eigin r ...
SI segir eftirlit opinberra aðila með öllu óásættanlegt SI segir eftirlit opinberra aðila með öllu óásættanlegt Fréttir 09 Des 2019 Í umsögn Samtaka iðnaðarins um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til einföldunar regluverks mál . 332 kemur fram að eftirfylgni opinberra aðila með iðnaðarlögunum hefur verið með öllu óásættanleg undanfarin ár . SART tekur að öllu leiti undir umsögn SI og hvetur til að þessum málum verði komið í viðunandi horf . Hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið í heild sinni , jafnt iðnaðarmenn sem neytendur . Það er með öllu óásættanlegt að ófaglærðir geti siglt undir fölsku flaggi og boðið fram þjónustu í löggiltum iðngreinum án nokkurra viðurlaga .
SART sendir inn umsögn við frumvarp um Húsnæðis - og mannvirkjastofnun SART sendir inn umsögn við frumvarp um Húsnæðis - og mannvirkjastofnun Um áramótin er fyrirhuguð sameining Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun , Húsnæðis og mannvirkjastofnun . SART sendi inn umsögn sem styður þær aðgerðir stjórnvalda sem styrkja stjórnsýslu á sviði mannvirkjamála , þar á meðal rafmagnsöryggismála . Góð samvinna hefur verið milli rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar og rafverktaka innan SART og almennt eru rafmagnsöryggismál í góðu lagi hér á landis .
AlmenningssamgöngurFramkvæmdastjóri lagði fram og fór yfir minnisblað sem hann , Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður Eyþings og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV tóku saman að beiðni landshlutasamtakanna . – Að landshlutasamtökin óski eftir viðræðum við Vegagerðina um uppgjör vegna þessa verkefnis sem hafi það að markmið að þau fari skuldlaus frá borði í árslok 2018 . Stjórn fagnaði hugmynd um að landshlutasamtökin héldu opið málþing um almenningssamgöngur en fáir efast um mikilvægi þeirra í byggðaþróun . Formanni og framkvæmdastjóra falið að birta stefnuna og koma henni á framfæri við hagaðila . Skýrslan verður fljótlega gefin út . Það að ríkið hafi ekki sett sér stefnu í málaflokknum hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri framþróun landbúnaðar í þeim sveitum þar sem jarðir í eigu ríkisins eru margar . Þetta hefur m.a. birtist í því að góðar bújarðir sem losna úr ábúð eru ekki byggðar aftur og að ábúendur ríkisjarða fá ekki heimild landeigenda til eðlilegrar uppbyggingar sinna bújarða til að mæta auknum kröfum samtímans . Stjórn tekur undir með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar um mikilvægi þess að minni vélum í millilandaflugi og ferjuflugi verði veitt heimild til að lenda á Hornafjarðarflugvelli . Slíkt mundi efla atvinnulíf í landshlutanum auk þess að auka öryggi í flugi yfir landið . i ) Umsögn um frumvarp til laga um raforkulög og stofnun Landsnets hf. ( ýmsar breytingar ) , 115. mál . Stjórnin tekur undir mikilvægi þess að hvert og eitt sveitarfélag taki frumvarpið til umfjöllunar í sveitarstjórn og með byggingar - og skipulagsfulltrúum . Að óbreyttu tekur ákvæðið um faggildingu byggingarfulltrúa gildi 1. janúar 2019 . Önnur mál til kynningar og umræðua ) Fundargerðir annarra landshlutasamtaka Lagðar fram til kynningar , fundargerð Eyþings frá 26. janúar sl. , fundargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál 22. janúar sl. og fundargerð stjórnar Sambandsins frá 23. febrúar sl. b ) Brú lífeyrissjóður – uppgjör vegna breytinga á A deild Framkvæmdastjóri kynnti að sveitarfélögin hefðu gert upp við samtökun og þau síðan við Brú lífeyrissjóð . Lögð var fram til kynningar bókun Sveitarstjórn Rangárþings ytra en hún hljóðar svo : „ Staðfest uppgjör liggur fyrir frá SASS og hlutur Rangárþings ytra fyrir SASS og undirverkefni auk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er 4.663.891 kr . d ) Orkugerðin Bókun sveitarstjórnar Flóhrepps frá 7. febrúar sl. varðandi Orkugerðina í Hraungerði lögð fram til kynningar . Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Selfossi föstudaginn 6. apríl nk. kl. 12:00 – 15:00 .
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands . 14. ágúst kl. 17 – 19 . Lesa meira Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA , samstarfssamningi Íslands , Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála . Lesa meira Guðmundur Ingi Guðbrandsson , umhverfis - og auðlindaráðherra , og Eva Björk Harðardóttir , formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga , skrifuðu í dag undir samning á Selfossi um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða á Suðurlandi . Ráðstefnan er afurð íbúafunda sem ... Lesa meira
18. maí sl. var kynnt á Hótel Selfossi skýrsla Verkefnisstjórnar um Vaxtarsamning Suðurlands með sérstöku tilliti til Vestmannaeyja og Vestur Skaftafellssýslu og hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins . Í skýrslunni kemur m.a. fram ... Lesa meira Á síðasta stjórnarfundi SASS var samþykkt að halda ársþing samtakanna dagana 7. og 8. september nk. í Hveragerði . Samkvæmt nýjum samþykktum sem afgreiddar voru á nýafstöðnum aukafundum byggðasamlaganna verða á ársþinginu haldnir aðalfundir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands , Heilbrigðiseftirlits Suðurlands , Skólaskrifstofu Suðurlandsog Sorpstöðvar ... Lesa meira Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga , sem haldinn var í gær 4. maí , komu hugmyndir Sjóvár –Almennra um framkvæmdir við Suðurlandsvegá milli Selfoss og Reykjavíkur til umfjöllunar . Eftirfarandi ályktun varsamþykkt samhljóða : ,, Stjórn SASS fagnar fram komnum hugmyndum Sjóvár-Almennra um einkaframkvæmdáfjögurra ... Lesa meira Á síðasta stjórnarfundi SASS , 15. mars sl. , kom viðbygging Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til umræðu . Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða : , Stjórn SASS leggur höfuðáherslu á nauðsyn þess að bæta þriðju hæð við nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til að leysa ... Lesa meira
5. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar - 2019 Austurvegi 56 , 12. desember , kl. 13:00 Mætt á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar , Arna Ósk Harðardóttir , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson . Sveinn Sæland boðaði forföll . Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framkvæmdarstjóri SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs , sem jafnframt ritaði fundargerð . Arna Ír setti fund og kallaði eftir athugasemdum um fundarboðið ef einhverjar væru ... Lesa Meira 4. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar - 2019 Fjölheimum Selfossi , 25. nóvember , kl. 13:00 Boðuð á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson , Arna Ósk Harðardóttir og Sveinn Sæland . Mætt á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson , Arna Ósk Harðardóttir og Sveinn Sæland . Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framkvæmdarstjóri SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri ... Lesa Meira 3. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar - 2019 Austurvegi 56 , 20. maí , kl. 15:00 Boðuð á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar , Arna Ósk Harðardóttir , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland . Mætt á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar , Arna Ósk Harðardóttir ( í fjarfundi ) , Runólfur Sigursveinsson og Sveinn A. Sæland . Elís Jónsson boðaði forföll . Einnig sátu fundinn Eva Björk Harðardóttir ... Lesa Meira 552. fundur stjórnar SASS Haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi 13. desember 2019 , kl. 13:00 – 16:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Helgi Kjartansson , Arna Ír Gunnarsdóttir , Jóna Sigríður Guðmundsdóttir , Friðrik Sigurbjörnsson , Grétar Ingi Erlendsson , Björk Grétarsdóttir , Kristján S. Guðnason í fjarveru Ásgerðar Kristínar Gylfadóttur sem boðaði forföll og Brynhildur Jónsdóttir í fjarveru Ara Björns Thorarensen sem boðaði forföll . Þá situr ... Lesa Meira 551. fundur stjórnar SASS Haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi 29. nóvember 2019 , kl. 13:00 – 16:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Helgi Kjartansson , Arna Ír Gunnarsdóttir , Jóna Sigríður Guðmundsdóttir , Friðrik Sigurbjörnsson , Grétar Ingi Erlendsson , Ari Björn Thorarensen , Björk Grétarsdóttir og Kristján S. Guðnason í fjarveru Ásgerðar Kristínar Gylfadóttur sem boðaði forföll . Þá situr fundinn Bjarni Guðmundsson , framkvæmdastjóri SASS , sem jafnframt ... Lesa Meira Fundargerð aðalfundar SASS haldinn á Hótel Geysi 24. og 25. október 2019 Setning ársþings Eva Björk Harðardóttir , formaður SASS , setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna á ársþing SASS á 50 ára afmælisári samtakanna . Þakkaði hún Bláskógabyggð fyrir móttökurnar . Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður tilnefndi Ástu Stefánsdóttur og Helga Kjartansson sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur sem fundarritara . Var það samþykkt ... Lesa Meira 550. fundur stjórnar SASS Haldinn á Hótel Geysi í Bláskógabyggð 23. október 2019 , kl. 18:00 – 21:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Björk Grétarsdóttir , Grétar Ingi Erlendsson , Ari Björn Thorarensen , Ásgerður K. Gylfadóttir , Jóna Sigríður Guðmundsdóttir , Helgi Kjartansson og Brynhildur Jónsdóttir sem varamaður Örnu og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir sem varamaður Friðriks . Friðrik Sigurbjörnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir boðuðu forföll . Einnig ... Lesa Meira Öflugur samstarfs - og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga , íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi . Nánar um SASS
548. fundur stjórnar SASS Haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi 16. ágúst 2019 , kl. 13:00 – 16:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Helgi Kjartansson , Arna Ír Gunnarsdóttir , Jóna Sigríður Guðmundsdóttir , Friðrik Sigurbjörnsson , Grétar Ingi Erlendsson , Ásgerður Kristín Gylfadóttir , Ari Björn Thorarensen og Björk Grétarsdóttir . Lesa Meira 546. fundur stjórnar SASS haldinn á Hótel Selfossi 16. maí 2019 , kl. 18:00 – 22:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Ari Björn Thorarensen , Helgi Kjartansson , Grétar Erlendsson , Arna Ír Gunnarsdóttir , Friðrik Sigurbjörnsson , Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Lilja Einarsdóttir sem varamaður Bjarkar . Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Ásgerður Kristín Gylfadóttir tengdust fundinum með fjarfundabúnað . Mætt á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar , Arna Ósk Harðardóttir , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland . Þá sat fundinn Bjarni Guðmundsson , framkvæmdastjóri SASS , sem jafnframt ritaði fundargerð ... Lesa Meira 1. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar - 2019 Fjölheimum við Tryggvagötu , 6. febrúar , kl. 14:00 Boðuð á fund : Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar , Arna Ósk Harðardóttir , Runólfur Sigursveinsson , Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland . Lesa Meira 543. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56 Selfossi 1. febrúar 2019 , kl. 13:00 – 16:00 Mætt : Eva Björk Harðardóttir , formaður , Jóna Sigríður Guðmundsdóttir , Ari Björn Thorarensen , Helgi Kjartansson , Grétar Erlendsson , Arna Ír Gunnarsdóttir , Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Lilja Einarsdóttir varamaður Bjarkar . Friðrik Sigurbjörnsson og Björk Grétarsdóttir boðuðu forföll . Þá sat fundinn Bjarni Guðmundsson , framkvæmdastjóri SASS , sem jafnframt ritaði fundargerð . Lesa Meira 5. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar - 2018 Austurvegi 56 , 3. desember , kl. 12:00 Boðuð á fund ; Páll Marvin Jónsson , Runólfur Sigursveinsson , Unnur Þormóðsdóttir , Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir . Lesa Meira Öflugur samstarfs - og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga , íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi . Nánar um SASS
360. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi , miðvikudaginn 4. desember 2002 , kl. 16.00 Mætt : Valtýr Valtýsson , Torfi Áskelsson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Sveinn A. Sæland , Sveinn Pálsson , Einar Pálsson , Ragnheiður Hergeirsdóttir , Þorsteinn Hjartarson og Þorvarður Hjaltason , framkvæmdastjóri . Dagskrá : Fundargerð aukafundar SASS frá 27. nóvember sl . Lögð fram . Fulltrúar Árborgar lögðu fram efirfarandi bókun : ,, Sveitarfélagið Árborg gekk fyrir nokkru ... Lesa Meira 359. stjórnarfundur SASS haldinn í Ráðhúsi Ölfuss , Þorlákshöfn , miðvikudaginn 27. nóvember 2002 , kl. 13.00 . Mætt : Valtýr Valtýsson , Torfi Áskelsson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Sveinn A. Sæland , Sveinn Pálsson , Þorvaldur Guðmundsson , Ragnheiður Hergeirsdóttir , Þorsteinn Hjartarson og Þorvarður Hjaltason , framkvæmdastjóri . Dagskrá : Tilhögun aukafundar SASS . Fundarstjórar verða Hjörleifur Brynjólfsson og Ólafur Áki Ragnarsson . Fundarritari verður Guðni Pétursson . Farið var yfir dagskrá aukafundarins ... Lesa Meira 358. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi , miðvikudaginn 6. nóvember 2002 kl. 16.00 Mætt : Valtýr Valtýsson , Torfi Áskelsson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Sveinn A. Sæland , Sveinn Pálsson , Þorvaldur Guðmundsson , Ragnheiður Hergeirsdóttir , Þorsteinn Hjartarson og Þorvarður Hjaltason , framkvæmdastjóri . Fundargerðin var færð í tölvu . Dagskrá : Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 16. október sl . Liður 3. h. staðfestur . Stjórn SASS telur að bókun ... Lesa Meira 357. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi , miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 16.00 Mætt : Valtýr Valtýsson , Torfi Áskelsson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sveinn A. Sæland , Sveinn Pálsson , Þorvaldur Guðmundsson , Ragnheiður Hergeirsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri . Sigurður Bjarnason og varamaður hans boðuðu forföll . Fundargerðin var færð í tölvu . Dagskrá : Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17. september sl . Til kynningar . Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu ... Lesa Meira 356. stjórnarfundur SASS , haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi , þriðjudaginn 17. september 2002 , kl. 16.00 . Mætt : Valtýr Valtýsson , Torfi Áskelsson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Sveinn A. Sæland , Sveinn Pálsson , Þorsteinn Hjartarson , Þorvaldur Guðmundsson , Ragnheiður Hergeirsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri . Fundargerðin var færð í tölvu . Valtýr Valtýsson setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa . Dagskrá : 1 . Fundartími stjórnar . Samþykkt ... Lesa Meira 355. stjórnarfundur SASS haldinn á Hótel Selfossi , fimmtudaginn 29. ágúst 2002 kl. 20.00 . Mætt : Valtýr Valtýsson , Hafsteinn Jóhannesson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Torfi Áskelsson , Ingunn Guðmundsdóttir , Geir Ágústsson , Aldís Hafsteinsdóttir , Ingibjörg Árnadóttir , skrifstofustjóri og Þorvarður Hjaltason , framkvæmdastjóri . Dagskrá : Aðalfundur 2002 . a . Farið yfir dagskrá aðalfundarins og þau fundargögn sem þar verða lögð fram . b . Farið yfir fjárhagsáætlanir ... Lesa Meira 354. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56 , Selfossi , fimmtudaginn 15. ágúst 2002 kl. 16.00 Mætt : Valtýr Valtýsson , Hafsteinn Jóhannesson , Ágúst Ingi Ólafsson , Sigurður Bjarnason , Torfi Áskelsson , Ingunn Guðmundsdóttir og Þorvarður Hjaltason , framkvæmdastjóri . Sveinn A. Sæland og Geir Ágústsson boðuðu forföll . Valtýr setti fund og bauð fundarmenn velkomna . Dagskrá : Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2. júlí sl . Til kynningar . Bréf frá Umhverfisráðuneytinu , ... Megin starfsemi SASS felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi . Nánar um SASS
Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun , tímabundið verkefni , safn eða menningarhátíð . Valnefnd , skipuð fulltrúum Byggðastofnunar , Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands ásamt einum menningarfulltrúa á starfssvæði Byggðastofnunar tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina ásamt veglegum peningaverðlaunum . Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun .
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2019 . Hverjir geta tilnefnt ? : Allir þeir sem tengjast skóla - og / eða menntunarstarfi með einhverjum hætti , s.s. sveitarfélög , skólanefndir , kennarar , starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf , hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna . Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur . Hverja er hægt að tilnefna ? : Alla sem koma að skóla - eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin , t.a.m. leikskólar , grunnskólar , framhaldssskólar , símenntunarstöðvar , háskólastofnanir , kennarar , einstaklingar eða hópar , skólaskrifstofur , sveitarfélag / skólanefndir og foreldrafélög . Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga , Austurvegi 56 , Selfossi , fyrir miðnætti þriðjudaginn 7. janúar n.k . Verðlaunin verða nú í ár veitt í tólfta sinn . Veitt verða peningarverðlaun sem nýtast til áframhaldandi menntunarstarfs . Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning . Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tenglsum við hátíðarfund Vísinda - og rannsóknarsjóðs Suðurlands n.k. janúar .
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar , um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands . Lesa meira Tækifæri fyrir nemendur , fyrirtæki , stofnanir og sveitarfélög til samstarfs Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands . Verkefninu er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja , stofnana og sveitarfélaga . Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ( SASS ) sem ... Lesa meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði - og velferðarsviði . Vakin er sérstök athygli á að föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins , að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík .
Nú þegar stefnumörkunin liggur fyrir verður kallað eftir tillögum úr samfélaginu að áhersluverkefnum sem falla að stefnumörkuninni . Þórður Freyr Sigurðsson , verkefnisstjóri Sóknaráætlunar veitir frekari upplýsingar . Sjá hér Stefnumörkun Suðurlands 2016 – 2020
Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi . Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands : Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og / eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna . Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is Upplýsingar um úthlutunarreglur , leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér Tekið er við umsóknum til og með 16. október 2017
Þar af 8 samstarfsverkefni um samtals 17,3 milljónir og 7 verkefni einkaaðila um samtals 4,8 milljónir .
Sáttaleiðin hjálpar þér að leysa deilumál og finna leið til lausna Þjónusta Þjónusta Sáttaleiðarinnar miðar fyrst og fremst að því að aðstoða fyrirtæki að leysa úr ágreinings - og deilumálum á sem auðveldastan hátt . Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist , t.d. með því að leysa málin áður en þau fara fyrir dómstóla . Lögð er áhersla á að veita alltaf fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu sem sérsniðin er að þörfum hvers og eins . Sáttamiðlun Sáttaleiðin tekur að sér aðstoð við lausn ágreiningsmála með sáttamiðlun á vinnustöðum , í viðskiptadeilum eða öðrum ágreiningsmálum .
Akureyrarstofa auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir árið 2020 . Umsóknir geta verið ferns konar því hægt er að sækja um samstarfssamning , verkefnastyrk , starfslaun listamanna og starfsstyrk ungra listamanna . Samstarfssamningar Verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri . Hægt er að sækja um samstarf til eins , tveggja eða þriggja ára í senn . Upphæðir samstarfssamninga geta verið á bilinu 100.000 – 800.000 kr . Verkefnastyrkir Verkefni sem auðga menningarlífið í bænum , hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun . Styrkir eru að upphæð 50.000 – 300.000 kr . Einnig verður úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 600.000 kr. til stærri verkefna í tengslum við Jónsmessuhátíð , Listasumar eða Akureyrarvöku . Umsóknarfrestur samstarfssamninga og verkefnastyrkja er til og með 2. febrúar 2020 . Starfslaun listamanna Umsóknir skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður , listferil og menntun . Árið 2020 eru veitt starfslaun að upphæð 2.700.000 kr. sem dreifast jafnt yfir 9 mánuði . Öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni . Sumarstyrkur ungra listamanna Stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að í ár verði úthlutað 1 - 2 styrkjum til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18 - 25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein . Upphæð hvers styrks verður 600.000 kr. og markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum . Á móti styrknum mun viðkomandi koma fram á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins , allt eftir nánari samkomulagi við Akureyrarstofu hverju sinni . Umsóknarfrestur starfslauna og sumarstyrkja er til og með 9. febrúar 2020 . Hagnýtar upplýsingar Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi , aldurs þátttakenda , jafnréttis og sýnileika . Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs , Samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefnu Akureyrar má sjá á hér heimasíðu Akureyrarbæjar . Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar . Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum . Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is .
Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar . Brunavarnir Skagafjarðar munu sjá um framkvæmd samningsins líkt og undanfarin ár . Samningurinn , sem gildir til næstu 5 ára , nær til sjúkraflutninga í Skagafirði , utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð . Áralöng hefð er fyrir samstarfi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands , Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Brunavarna Skagafjarðar vegna sjúkraflutninga og eru samningsaðilar því mjög ánægðir með að óbreytt fyrirkomulag vegna sjúkraflutninga í Skagafirði hafi verið tryggt næstu árin . Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri , Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri , Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri læknina HSN við undirritun samningsins . KF lék í gær við Hött / Huginn í B-deild í Kjarnafæðismótinu . Leikið var í Boganum á Akureyri en leiknum hafði verið frestað vegna ófærðar og var því um nýjan leiktíma að ræða . Lið KF er fremur þunnskipað um þessar mundir og hafa nokkrir lykilmenn frá síðasta tímabili horfið á braut . Ungir leikmenn koma því inni í hópinn og eins lánsmenn frá öðrum liðum sem eru einnig á reynslu hjá félaginu . Fimm lánsmenn voru í byrjunarliðinu í þessum leik , Birgir Hlynsson frá Þór , Elvar Baldvinsson frá Völsung , Hrannar Snær Magnússon frá KH , Páll Ingvason frá Þór og Halldór Jóhannesson frá KA . Yngsti leikmaður vallarins var hins vegar hinn 15 ára gamli Þorlákur Breki Baxter í liði Hugins Hattar , og spilaði hann allan fyrri hálfleik . Markalaust var í fyrri hálfleik og gerði KF sína fyrstu skiptingu á 72. mínútu þegar Kristófer Máni kom inná fyrir Birgi Hlynsson . Óliver kom svo inná fyrir Hákon Leó á 87. mínútu . KF nýtti aðeins þessar tvær skiptingar í leiknum en þeir voru með fjóra varamenn klára . Höttur / Huginn var hinsvegar með stóran hóp og nýtti allar sínar 7 skiptingar . Leiknum leik með markalausu jafntefli og fengu lið sitthvort stigið úr þessum leik . KF hefur því haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum mótsins og er með 5 stig eftir þrjá leik . Liðið á næst leik gegn Kormák / Hvöt , laugardaginn 25. janúar . Íþróttakona Akureyrar 2019 er Aldís Kara Bergsdóttir listhlaupakona úr Skautafélagi Akureyrar og Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar er íþróttakarl Akureyrar 2019 . Hulda Elma Eysteinsdóttir blakkona úr Knattspyrnufélagi Akureyrar varð í þriðja sæti . Viktor er jafnframt stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands frá upphafi . Frístundaráð veitti viðurkenningar vegna 311 Íslandsmeistara til 13 aðildarfélaga Íþróttabandalags Akureyrar á síðasta ári . Þá veitti Afrekssjóður átta afreksefnum úr röðum aðildarfélaga styrk að alls upphæð 1.600.000 kr . Alls veitti Afrekssjóður Akureyrarbæjar styrki að upphæð 7.000.000 kr. árið 2019 til íþróttamanna innan aðildarfélaga ÍBA . Um þessar mundir kanna 17 myndlistarnemar frá Listaháskóla Íslands nýjar lendur á Norðurlandi . Þau eru gestir í Alþýðuhúsinu og í Herhúsinu á Siglufirði þar sem þau bjóða í opið hús laugardaginn 18. janúar kl. 20:00 - 22:00 . Gjörningar , tónlist , myndverk , höggmyndir og ýmislegt annað verður á boðstólum . Blakfélag Fjallabyggðar hefur skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning við Genís og Sigló hótel . Samningurinn tengist ýmsum viðburðum sem BF stendur fyrir , eins og Sigló Hótel – Benecta mótið sem fer fram í febrúarlok ár hvert . Á myndinni eru þau Óskar Þórðarson f.h . BF og Gunnhildur Róbertsdóttir f.h . Benecta ( á myndina vantar Kristbjörgu Eddu f.h . Sigló Hótels en hún var fjarverandi ) . Loksins var aftur hægt að opna Skíðsvæðið í Skarðsdal í dag en opið var frá kl. 14 - 19 . Neðsta lyftan og T-lyftan voru opnaðar og einnig braut fyrir skíðagöngugarpa . Lokað var á svæðinu í gær þar sem verið var að vinna snjóinn í brekkurnar og undirbúa opnun . Á sunnudaginn verður svo World Snow day haldinn á svæðinu , og verður dagskrá nánar auglýst síðar . Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár . Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla . Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við . Ferðamenn kalla á að komast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön . Stöðugt eru að koma í ljós og að þróast áfram nýir áfangastaðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríðarlega vinsælir og kalla á aukna þjónustu og innviði . Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt . b ) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi . f ) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi . g ) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu . Þá var knattspyrnudeild Dalvíkur / Reynis einnig veittur styrkur vegna búnaðarkaupa fyrir afreksþjálfun á nýjum gervigrasvelli . Ófært er milli Blönduóss og Skagastrandar . Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga . Verkefnastyrkir Verkefni sem auðga menningarlífið í bænum , hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun . Starfslaun listamanna Umsóknir skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður , listferil og menntun . Umsóknarfrestur starfslauna og sumarstyrkja er til og með 9. febrúar 2020 . Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is . Staðan var 0 - 0 í hálfleik , og strax í byrjun síðari hálfleiks fóru Þórsarar að gera breytingar á sínu liði enda 7 varamenn á bekknum tilbúnir að koma inná . Búið að flytja alla þá farþega sem að voru í hópbifreið sem að valt á þjóðvegi 1 , Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós . Voru þeir flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins . Einnig verða slasaðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur . Þjóðvegur 1. var lokaður um tíma en hefur verið opnaður aftur samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni . Í dag var einnig kynnt sérstakt kort sem var unnið fyrir verkefnið , en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni ; Goðafoss , Mývatn , Dettifoss , Ásbyrgi og Húsavík . Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun . Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á síðasta ári um notkun á heitinu Diamond Circle , sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni , búa til vörumerki og efla markaðssetningu . Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands . Ljóst er að það þarf að breyta menningunni í kringum knattspyrnudeild Tindastóls þannig að upplifun fólks af stjórnarstörfum fyrir félagið verði jákvæð . Öll börn sem fædd eru 1. janúar 2019 eða síðar eiga nú rétt á bólusetningu við hlaupabólu án endurgjalds . Reglugerð þessa efnis tók gildi 1. janúar síðastliðinn . Reglugerðin kveður einnig á um bólusetningu við kíghósta fyrir sérstaka áhættuhópa og mælir sóttvarnalæknir með slíkum bólusetningum fyrir barnshafandi konur . Samkvæmt reglugerð um bólusetningar hefur öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum og sóttvarnalæknir tilgreinir verið gefinn kostur á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum og gegn árstíðabundinni inflúensu . Með breytingunni sem tók gildi um áramót á það nú einnig við um kíghósta og hefur sóttvarnalæknir sem fyrr segir mælt með bólusetningu við kíghósta fyrir barnshafandi konur . Bólusetning við kíghósta skal vera án endurgjalds . Á 64. mínútu skoraði síðan Aksentje Milisic fjórða mark KF og staðan því orðin 4 - 0 . KF var með fjóra varamenn og nokkra menn á reynslu í þessum leik . KF leikur næst við Þór - 2 , föstudaginn 10. janúar kl. 21:15 . Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir dagana 10. - 12. desember 2019 hefur sveitarfélagið Fjallabyggð óskað upplýsingum eftir frá íbúum og fyrirtækjum í Fjallabyggð sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurofsans eða vegna rafmagnsleysisins að senda upplýsingar um það á netfangið fjallabyggð@fjallabyggd.is . Umbeðnar upplýsingar verða nýttar í greinargerð til átakshóp fimm ráðuneyta og til að gera viðbragðsáætlun fyrir óveður . Nafnasamkeppnina má nálgast hér . Dagana 14. – 27. janúar verður listasmiðja á Siglufirði með útskriftarnemendum Listaháskóla Íslands í samstarfi við Herhúsið , Svörtu Kríuna og Segul 67 . Listasmiðjan er byggð upp með svipuðum hætti og Reitir workshop sem fram fór í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á árunum 2012 – 2016 . Nemendur kynna sér sögu Siglufjarðar og fá fyrirlestra frá ýmsum skapandi einstaklingum í bænum , Tengjast inná heimili fólks , fara í fyrirtæki og með uppákomum um bæinn . Nú er að skapast sú hefð að Listaháskóli Íslands sendir útskriftarnemendur sína til Siglufjarðar til að víkka sjóndeildarhringinn , skapa tengsl , efla hópandann og gefa af sér út í samfélagið . Þetta eru fyrstu skref listamannana til sjálfstæðs starfs undir leiðsögn Sindra Leifssonar og Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur . Áður sendi Listaháskólinn nemendur til Seyðisfjarðar , og var það mikil innspýting skapandi hugsunar í það samfélag . Nú verður byggt upp á Siglufirði og verður tekið vel á móti ungu listamönnum . Smiðjan er opin almenningi til að fylgjast með og kynnast fólkinu . Sýningin Too Much opnaði í Kompunni , Alþýðuhúsinu , í dag kl. 14.00 – 17.00 . Sýningin er samsýning með 12 listamönnum og stendur til 13. janúar . Listamenn sem taka þátt eru : Will Owen , Mads Binderup , Arnar Ómarsson , Samúel Rademaker , Atlas Ara og Sophieson , Aðalheiður S. Eysteinsdóttir , Freyja Reynisdóttir , Guðrún Pálína Guðmundsdóttir , Þórir Hermann Óskarsson , Joris Rademaker , Arnfinna Björnsdóttir og Brák Jónsdóttir . Í stöðunni 16 - 7 tók Þróttur leikhlé , en BF skoraði næstu fimm stig eftir hlé , og var staðan því orðin 21 - 7 . BF komst í 17 - 5 og virtist vera formsatriði að klára hrinuna . Þróttur minnkaði muninn í 24 - 21 en BF vann hrinuna 25 - 21 og leikinn örugglega 3 - 0 . Frábær byrjun hjá BF stelpum , en ungu stelpurnar spiluðu stórt hlutverk í þessum leik og voru að koma sterkar inn . BF er núna með 22 stig í 5. sæti deildarinnar eftir 13 leiki . Liðin fyrir ofan hafa öll spilað færri leiki en BF .
Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki . Leikhópur Nemendafélags FNV æfa nú leikritið Stella í orlofi eftir Guðnýju Halldórsdóttur . Í herminum er hægt að spila marga heimsþekkta golfvelli og er grafík eins og best verður á kosið . Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna og stofna áhugamannafélag um kaup á slíkum hermi . Utan félagsmenn munu greiða hærra gjald , 3 - 3500 krónur . 8. flokkur stúlkna í Tindastóli keppir á Sauðárkróki , stúlknaflokkur í Grafarvogi , 8. flokkur drengja á Akureyri og 11. flokkur drengja í Kópavogi . Fimmtudaginn 8. nóvember og laugardaginn 10. nóvember nk. verður gerð umferðarkönnun á þremur stöðum á Mið-Norðurlandi ; ( 1 ) á Ólafsfjarðarvegi norðan Dalvíkur , ( 2 ) í Héðinsfirði og ( 3 ) við Ketilás í Fljótum . Fyrirtæki í Eyjafirði hafa í sameiningu hrundið af stað átaki til tveggja ára , með það að markmiði að hasla sér völl á Grænlandi . Við erum nærtækasti kostur hvað varðar flutninga , heilbrigðisþjónustu og fleira , enda kannski með áratuga reynslu hér á þessu svæði við að þjónusta Grænland . “ Þegar mörg ólík fyrirtæki úr mismunandi greinum geta komið saman , tekið höndum saman , lagst sameiginlega á árarnar í stað þess að vera hver á minni báti að róa í sína átt . “ Klukkan 22:30 verður Þróttaraheimilið opnað á ný en þá verður boðið upp á tónlist samda og flutta af Skagfirðingum … . Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu . Ekki er búist við að veður fari að batna fyrr en líður á næstu helgi og eins er að sjá að veður geti orðið enn verra á fimmtudag og föstudag . Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg . Síðastliðið sumar var mjög augljóst að talsvert af þeim viðkvæma trjágróðri sem þar er að vaxa upp hafði orðið fyrir haglaskotum og skemmst vegna þess . Vísindamannaráð almannavarna fundaði í dag og var niðurstaða fundarins að á þessu svæði er þekkt að verða stórir jarðskjálftar , um 2 til 3 á öld . Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ( www.almannavarnir.is ) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og / eða slysum í jarðskjálfta , bæði á heimilum og vinnustöðum . Vernharð Guðnason , slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki , sagði í viðtali við Rúv.is að töluverður eldur hafi verið í húsinu þegar liðið kom á vettvang , „ en bóndinn gerði sitt til að hemja eldinn þangað til við komum . Húsið er mikið skemmt . Spurning hvort hafi hitnað í því , en það eru getgátur enn sem komið er , “ segir Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri . Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi . Söfnun til að styðja við bakið á bændum var hleypt af stokkunum á Sauðárkróki nýverið , í tengslum við bændadaga Kaupfélags Skagfirðinga . Unnin er önnur hver helgi . Umsónknarfrestur er til 25. október Þegar óveðrið geisaði norðanlands í september leiddi samspil snjóþunga og hvassviðris til þess að greinar í Hólaskógi í Hjaltadal klofnuðu og tré féllu . Því er mælst til þess að reiðmenn haldi sig við veginn sem liggur í gegnum skóginn . Að sjálfsögðu er öllum velkomið að ganga um Hólaskóg og njóta útivistar í fögru umhverfinu þar . Fleiri ljósmyndir má sjá í þessu videoi hér . Ljósmynd tók Kjartan Bollason , texti frá www.holar.is
Hestar eru fjölskylduvinir og persónur og meðlimir í fjölskyldum á bæði beinan og óbeinan hátt , “ segir Benedikt í viðtali við Rúv.is . Þar hafi fólk lánað allt frá bóndabæjum upp í heilu togarana án þess að taka krónu fyrir . Sjá nánar á www.selasetur.is og www.holar.is . Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fékk umhverfisviðurkenningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 í flokki stofnana , sem afhent voru í Húsi frítímans fimmtudaginn 13. september . Um sumarið eru farnar tvær ferðir um allan Skagafjörð , bæði dreifbýli og þéttbýli og tillögum er skilað til fjáröflunarnefndar klúbbsins . Kvistholt fyrir snyrtilegasta sveitabýlið með óhefðbundinn búskap . Þar búa Ebba Kristjánsdóttir og Björn Svavarsson . Eigendur Gunnar Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir . Laugarvegur í Varmahlíð var valin snyrtilegasta gatan í Sveitarfélaginu Skagafirði . Tindastóll mætir Þór á laugardaginn kl. 14 . Komnir með 27. stig á meðan Þórsarar eru við þröskuldin að verða deildarmeistarar . Upplýsingar gefa Jóhann Bjarnason skólastjóri Grunnskólans austan Vatna í síma 453 6600 eða Sigríður A Jóhannsdóttir mannauðsstjóri s . 455-6000 . Hver á ekki leið um Norðurland vestra brunandi eftir hringveginum ? Í ár er því Söguleg safnahelgi haldin um allt Norðurland vestra . Opið verður 12:00 – 18:00 laugardag og sunnudag frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri . Með aðalhlutverkin fara Valur Freyr Einarsson , Helgi Björnsson , Björn Thors , Hilmar Jónsson , Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Hallur Ingólfsson . Síðasta vika var frekar lífleg hjá Skagafjarðarhöfn . Bjórhátíðin á Hólum verður haldin annað árið í röð að Hólum í Hjaltadal . Vinadagurinn var haldinn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag , 6. september . Vinadagurinn var haldinn í tengslum við vinaverkefnið í Skagafirði og er í raun tillaga og útfærsla nemendanna sjálfra á því hvernig hægt er að efla vináttu og samveru þeirra í milli . Verkefni þetta hlaut jákvæðar undirtektir og hefur Fræðsluþjónusta Skagfirðinga hlotið rúmlega 6.5 milljón króna styrk til verkefnisins sem sótt var um . Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna og unglinga . SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að standa saman um útivistartímann og ræða saman og við börn sín og unglinga um þessi mál . Sævar Birgisson gekk nýlega áheitagöngu frá Sauðárkróki til Ólafsfjarðar . Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröð barna - og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelii á Akureyri sunnudaginn 2. september s.l. Jafnframt mótinu voru krýndir stigameistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki . Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17 - 18 ára . Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18. braut . Þá voru einnig 8 - 12 krakkar í hverri viku sem tóku þátt í námskeiðum á vegum SumarTím sem fóru fram á golfvellinum milli 8 og 9:30 alla mánudaga til fimmtudaga . Fyrir bestu ástundun nýliða hlaut Arnar Freyr Guðmundsson sérstaka viðurkenningu .
Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir eftir þroskaþjálfa , iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og / eða reynslu af starfi með fötluðum . Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags . Víkingur Reykjavík og Tindastóll léku í kvöld í 1. deild karla . Leikskýrslu KSÍ má lesa hér . Umsóknarfrestur er til 3. september n.k . Á Kántrýdögum opnar Árni Geir Ingvarsson ljósmyndasýninguna “ Mannlíf á Skagaströnd “ . Eins og nafnið bendir til verða þar sýndar myndir úr hinu daglega lífi á Skagaströnd en Árni Geir hefur verið með vakandi auga linsunnar á atburðum og augnablikum mannlífsins . Hann er reyndar ekki einn um myndirnar því Herdís Jakobsdóttir kona hans og dóttirin Ásdís Birta eiga einnig hlut í sýningunni . Í henni er skoðað hvernig atvinnumálum á staðnum er háttað í víðu samhengi og horft til hátækni og menningar . Í myndinni er fjallað um kántrýtónlist , NES listamiðstöð , Spákonuhof , BioPol og fylgst með fjölbreyttu lista - og mannlífi á Kántrýdögum . Góðar aðstæður voru á Sauðárkrók til frjálsíþróttaiðkunnar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig . Varðskipið Þór frá Landhelgisgæslu Íslands , verður í heimsókn í Sauðárkrókshöfn laugardaginn 18. ágúst . Vegna jarðskjálftans í Chile sem varð í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra var skipið afhent þann 23. september 2011 . Skipið verður öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu . Hún er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi . Solveig Lára var sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal í 12 ár en áður þjónaði hún sem sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár . Hún var fyrsta konan sem kjörin var sóknarprestur í almennri prestskosningu á höfuðborgarsvæðinu . Að sögn lögreglu hafa tugir nýtt sér þessa þjónustu . Á opna Vodafonemótinu sem fram fór 4. ágúst var keppt í höggleik í karla og kvennaflokki , auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir flesta punkta . Elvar Ingi fékk 42 punkta en í þriðja sæti varð Magnús Gunnar Magnússon með 36 punkta . kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni . Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti . Þeir sem geta aðstoðað við mótið eru beðnir um að láta vita á umss@simnet.is eða í síma 4535460
Eitt af stórmótum sumarsins í golfi fer fram að Hlíðarenda á Sauðárkróki laugardaginn 21. júlí , Opna Icelandair golfers mótið . Hvetum við sem flesta til að skrá sig sem allra fyrst , enn eru lausir rástímar . Mörk Tindastóls skoruðu Ben Everson , Max Touloute og Fannar Örn á 22 mínútum . Ljóst var fyrir leik að markmaður Hattar , Ryan Allsop myndi ekki spila í dag , Ryan hefur verið stórgóður á milli stangana og aðeins fengið á sig sex mörk . Strax í næstu sókn fá Tindastólsmenn hornspyrnu og þar hoppar Dominic Furness manna hæst og skallar hann í netið og kemur Tindastóli aftur yfir . Þar var að verki Theodore Furness í annað sinn . Í uppbótartíma voru Stólarnir klaufar að ná ekki að bæta við sjöunda marki sínu í leiknum . Um er að ræða eina stöng eftirtalda daga : 17/7 , 22/7 , 23/7 , 4/8 , 14/8 og 15/8 . Frá fyrsta mótsdegi hefur verið mikið fjör á svæðinu og óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við mótsgesti . Mikið verður um dýrðir á mótssvæðinu við Hamar og boðið upp á grillveislur gegn vægu gjaldi í kvöld og annað kvöld auk þess sem Jónsi í Svörtum fötum og Ingó veðurguð munu stíga á stokk og skemmta gestum og gangandi . Að sögn Rúnars Þórs Jónssonar , fyrirliða Ginola , hafa liðssmenn verið að týnast í bæinn á síðustu dögum einn af öðrum . “ Formlegri leit að hvítabirni sem talinn var vera við Húnaflóa er lokið í dag . Eina formlega leitin sem er er úr lofti með þyrlunni . Það er ekkert 100 prósent , en við teljum að við höfum leitað það vel að við hefðum rekist á hann sé hann þarna . Eldri borgarar sem skoðuðu Vatnsnesið í gær sýndu engin merki um hræðslu við hvítabjörn . Við sáum það í gær , þá fór hópur eldri borgara í Reykjavík um svæðið . Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa séð björn á Húnaflóa í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar . EFtir að Ítalarnir fórú frá Geitafelli Lögreglan vill ná sambandi við ítölsku ferðamennina , um er að ræða miðaldra ítölsk hjón með tvo drengi á gráum jepplingi . Unglingalandsmótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu - og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá . Hluti skýringarinnar á fjárhagsvanda Hólaskóla er sá að skólinn hefur aldrei haft samning við menntamálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi . Að hennar sögn er slíkur samningur í undirbúningi . „ Erla segir að samningurinn skipti miklu máli fyrir allan rekstur skólans auk þess sem hann sé mikil viðurkenning fyrir skólann . „ Styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna var úthlutað fimmtudaginn 21. júní við athöfn í sal fyrirtækisins að Rangárvöllum á Akureyri . Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf , starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins , lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi . “ Atkvæði voru talin í dag í síðari umferð kosninga . Tökuliðið kom flest til Akureyrar með fokker flugvélum fyrir hádegi í dag og ók rakleiðis í Hrossaborg í Mývatnssveit þar sem tökur hófust í dag . Tindastólsstrákarnir voru hins vegar ekki lengi að jafna leikinn . Eftir markið féllu Tindastólsstrákarnir aðeins til baka en Víkingarnir náðu þó aldrei að vera neitt sérstaklega hættulegir nema þá kannski í föstum leikatriðum . Frábær sigur og sanngjarn hjá Tindastólsstrákunum . Sýningunni er skipt í þrjá meginkafla ; líffræði , sögu og veiðar . Hátíðarhöld á Akureyri þjóðhátíðardaginn 17. júní eru fjölbreytt að venju . Kynnar í ár eru Gunnar Helgason og Felix Bergsson og meðal þeirra sem fram koma eru Marimbasveit Oddeyrarskóla , Dansfélagið Vefarinn , sönghópurinn Chorus , Lúðrasveitin á Akureyri , Leikhópurinn Lotta , Lilli Klifurmús , söngvarar frá Söngskóla Maríu Bjarkar , Jónsi , Ingó Hansen , atriði úr leikritinu Date , Svenni Þór og Regína Ósk . Að vanda marsera nýstúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri á Ráðhústorg um miðnætti . Auk dagskrárinnar á Ráðhústorgi verður árleg bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum frá klukkan 10 - 20 , sögusigling með eikarbátnum Húna II kl. 17 þar sem fræðst verður um gömlu húsin við Strandgötuna og Oddeyrina og Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Stígvélaði kötturinn í Lystigarðinum kl. 11 og aftur kl. 17 .
Siglufjarðarapótek hefur óskað eftir leyfi frá Lyfjastofnun Ríkisins að reka lyfjaútibú í afgreiðslu Heilsugæslunnar í Ólafsfirði . Lyfjastofnun leitaði til sveitarfélagsins til að fá umsögn vegna umsóknar lyfsöluleyfishafa og var erindinu tekið fagnandi í Fjallabyggð . Björgvin Daði Sigurbergsson keppti í frjálsum íþrópttum í dag fyrir Ungmennafélagið Glóa á Siglufirði í þremur greinum á Aldursflokkamóti UMSE á Akureyri . Vann hann til gullverðlauna í 600 metra hlaupi í sínum flokki , 14 - 15 ára stráka , en þar er hann … Continue reading → Sameiginlegt lið KF og Dalvíkur lék gegn Breiðabliki í 3. flokki karla í knattspyrnu á sunnudag á Ólafsfjarðarvelli . Gestirnir skoruðu eitt mark í sitt hvorum hálfleiknum og fóru með 0 - 2 sigur af hólmi í C-riðli þriðja flokks karla . Í liði … Continue reading → Þriðji flokkur KF / Dalvík í knattspyrnu mætti í gær liði Bí / Bolungarvík fyrir vestan á Skeiðisvelli . BÍ vann leikinn örugglega 4 - 0 . Staðan var 2 - 0 í hálfleik en BÍ fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik . Daníel Agnar Ásgeirsson skoraði öll mörkin fyrir BÍ . KF / Dalvík … Continue reading → Guðrún Sif Guðbrandsdóttir hefur skrifað BS verkefni sem fjallar um Hótel Sunnu á Siglufirði . Verkefnið er á Viðskipta - og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri . Markmiðið með þessu verkefni var að kanna hvort að það sé grundvöllur fyrir byggingu 64 herbergja , þriggja … Continue reading → Náttúruperlurnar eru nokkrar á Siglufirði . Ekki þarf að leita langt til að komast í paradís . Hér má sjá mynd sem sýnir Skógræktina í Siglufirði og Skarðsdalinn , Skíðasvæði Siglfirðinga . Gaman er að ganga í gegnum Skógræktina á góðviðrisdegi , sjá Leyningsfoss , Leyningsá og … Continue reading → Bændur drógu fé í dilka sína í Gljúfurárrétt á föstudaginn síðastliðinn í roki og rigningu . Nemendur Grenivíkurskóla fengu leyfi frá námi og voru mættir til að hjálpa til . Bændur voru sáttir að ná öllu fénu inn fyrir óveðrið en þeir … Continue reading → Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður haldin laugardaginn 21. september . Leikin verður holukeppni á Skeggjabrekkuvelli . Skipt verður í tvö lið og leikin holukeppni . Leiknar verða 12 holur . Mæting á golfvöllinn laugardaginn 21. sept. kl. 14:30 Ræst út af öllum teigum kl. 15:00 … Continue reading → Veðurhorfur á landinu frá Veðurstofu Íslands : Gengur í norðvestan - og vestan 18 - 23 m / s , fyrst V-til . Víða rigning framan af degi , en snjókoma N - og V-lands ofan 150 - 300 metra hæðar yfir sjó . Mikil úrkoma víða á NV-landi og Tröllaskaga í kvöld … Continue reading → Spurningaþátturinn Útsvar hefst bráðlega í Ríkissjónvarpinu . Lið Skagafjarðar komst alla leið í undanúrslit í fyrra og var með vel mannað lið sem náði besta árangri Sveitarfélagsins til þessa . Því hefur verið ákveðið að liðið verði óbreytt . Liðið skipa : Guðrún Rögnvaldsdóttur , … Continue reading → Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar hefur fengið leyfi fyrir hönd Slökkviliðsins í Fjallabyggð að auglýsa til sölu einn af bílum slökkviliðsins . Þetta mun vera elsti bíllinn slökkviliðsins , en það er Bens Unimog árgerð 1965 . Bíllinn hefur verið geymslu undanfarin ár og verður bráðum 50 … Continue reading → Fyrirtækið Iceland Heliskiing kynnti nýlega fyrir bæjarráði Fjallabyggðar hugmynd þess með stofnun á ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku . Félagið hefur óskað eftir samningi um afnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu Fjallabyggðar , á tímabilinu 1. mars til 20. … Continue reading → Starf markaðs - og menningarfulltrúa í Fjallabyggð var auglýst nýlega og stóttu tíu um starfið . Fjallabyggð mun taka fjóra af þeim í viðtöl og verður svo einn umsækjandi ráðinn í framhaldinu . Umsækendur eru : Baldvin Hróar Jónsson Björn Sigurður Lárusson Eva Björk … Continue reading → Í haust mun Vegagerðin ráðast í nokkuð umfangsmiklar endurbætur á rafbúnaði í Múlagöngum . Tilgangur með þessum framkvæmdum er fyrst og fremst sá að auka umferðaröryggi . Rafbúnaður verður m.a. endurbættur og aukin , lýsing aukin verulega , öll skilti verða upplýst auk þess … Continue reading → Firmakeppni Hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfirði fór fram í frábæru veðri á Ósbrekkuvelli um s.l helgi . Úrslit urðu eftirfarandi : Barnaflokkur : Hanna Valdís Hólmarsdóttir á Perlu Hrímnir , hár og skeggstofa Þórdís Ómarsdóttir á Fálka … Continue reading → Mjög slæm veðurspá er á Norðurlandi fyrir helgina og því hafa fjallskilastjórar á svæðum Norðanlands ákveðið að flýta göngum , minnugir þess sem gerðist í fyrra þegar hundruðir fjár grófust í fönn og drápust í óveðrinu í september . Samkvæmt nýjustu spám … Continue reading → Miðvikudaginn 28. ágúst verður opið hús í Listhúsinu í Fjallabyggð , Ólafsfirði , frá kl. 16:30 - 19:00 . Kíkið í kaffi og spjallið við listamennina í húsinu . Continue reading → Tilkynning frá Sparisjóð Siglufjarðar . Í tilefni áheitagöngu Sigga Hallvarðs hefur starfsfólk Sparisjóðs Siglufjarðar tekið höndum saman og efnt til áheitagöngu hér fyrir norðan . Vegna slæmra veðurspár getum við því miður ekki gengið sama dag og Siggi og ætlum því að … Continue reading → Laugardaginn 7. september verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen haldið í annað sinn í Grímsey . Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir : Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km . Tímataka verður á báðum leiðum . … Continue reading → Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta - og menningarmálaráðuneytis og atvinnu - og nýsköpunarráðuneytis við SSNV . Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra . Til úthlutunar eru að hámarki um 5 milljónir … Continue reading →
Haustæfingar hófust í gær hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar . Þjálfari í vetur verður Kristján Hauksson og eru æfingar ætlaðar bæði alpagreinum og skíðagöngu . Hópnum verður skipt í yngri en 11 ára og eldri en 12 ára . Yngri hópurinn er á tveimur æfingum til að byrja með … Continue reading → Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Tindastól á Sauðárkróki í gær í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu . Spilað var á Sauðárkróksvelli en það voru KF sem skoruðu fyrsta markið snemma leiks . Þórður Birgisson skoraði í upphafi leiksins eftir sendingu inn í … Continue reading → Í tilefni afmælis Siglufjarðarkirkju þann 28. ágúst nk. verður Systrafélag Siglufjarðarkirkju með árlegu merkjasölu . Gengið verður í öll hús á Siglufirði á næstu dögum og merkið boðið til sölu . Allur ágóði rennur til viðhalds og endurbóta á kirkjunni . Vonast félagið til að íbúar bæjarins … Continue reading → Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þremur skólum frá Ítalíu , Spáni og Þýskalandi . Verkefni þetta snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna . Verkefnið mun standa í tvö ár og felur í sér nemendaheimsóknir . Von … Continue reading → Menningarfélagið Berg ses . auglýsir eftir rekstraraðila fyrir kaffihús í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík . Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2013 . Rekstraraðili kaffihúss hefur jafnframt séð um húsvörslu í Bergi . Auglýst er eftir rekstraraðila fyrir kaffihúsið frá og með 1. … Continue reading → Menningarfélagið Berg ses . auglýsir eftir framkvæmdarstjóra fyrir Menningarhúsið Berg á Dalvík frá 1. nóvember 2013 eða samkvæmt samkomulagi . Um er að ræða 50% stöðu . Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2013 . Hæfniskröfur · Frumkvæði og þörf fyrir að ná … Continue reading → Ofan við Dalvík og neðan við Brekkusel er myndarlegur skógur . Sunnan við hann er verið að vinna frekara útivistarsvæði . Þetta svæði er flott útivistarsvæði með gönguleiðum , afþreyingarsvæðum , grillaðstöðu , bekkjum , borðum og fjölbreyttum gróðri . Ýmis verkefni eru þó áfram í vinnslu á þessu … Continue reading → Laugardaginn 24. ágúst kl. 20 verður haldin fjölskylduskemmtun í samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal þar sem ýmsir úr byggðarlaginu munu stíga á svið , syngja og skemmta . Einnig verður haldið uppboð á handverki og ýmsum heimatilbúnum varningi . Meðal þeirra sem fram koma … Continue reading → Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur mánudaginn 26. ágúst . Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27. ágúst . Skólasetning verður á eftirfarandi tímum : 8. - 10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30 . … Continue reading → Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur hafið sitt fjórða starfsár . Um 180 nemendur eru skráir í skólann sem er vel umfram væntingar sem gerðar voru fyrir stofnun skólans . Nemendur í dagskóla eru tæplega 140 en 40 eru í fjarnámi . Nemendur skólans eru … Continue reading → KF er enn í næst neðsta sæti 1. deildar karla eftir leik kvöldsins gegn BÍ / Bolungarvík á Ólafsfjarðarvelli . Leiknum lauk með 0 - 3 sigri gestanna í 17. umferðinni . KF er enn tveimur stigum á eftir Þrótti sem töpuðu líka sínum leik . KF … Continue reading → Íþróttamiðstöð Dalvíkur auglýsir eftir kvenmanni í 100% starf við laugarvörslu , afgreiðslu , þrif og baðvörslu . Umsóknarfrestur er 1. september 2013 . Íþróttamiðstöð Dalvíkur leggur áherslu á öryggi gesta , veita góða þjónustu og að aðstaða sé ávallt snyrtileg . Það er líf og fjör … Continue reading → Innritun í Tónskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2013 – 2014 fer fram dagana 19. – 30. ágúst , frá kl. 09.00 – 15.00 alla virka daga . Hægt er að hringja í síma 464-9210 eða 8982516 eða senda póst á tonskoli@fjallabyggd.is . Nýjum nemendum er … Continue reading → Sundlaugin Hofsósi auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í 40% starf . Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára . Æskilegt er að viðkomandi sé með björgunarsundpróf . Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 27. ágúst 2013 . Nánari upplýsingar um starfið gefur Ótthar Edvardsson í síma … Continue reading → Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn BÍ / Bolungarvík í 1. deild karla í knattspyrnu á miðvikudaginn kl. 18:30 . Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli og búast má við erfiðum leik . BÍ / Bolungarvík er í 6. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá toppsætinu . KF er … Continue reading → Heimildarmyndin Samstaða verður sýnd í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í vikunni . Myndin er heimildamynd um uppsetningu leikfélaganna í Ólafsfirði og Siglufirði á leikritinu Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson ( Gumma Fjólu ) . Miðinn kostar 1500 kr fyrir fullorðna en 750 fyrir yngri … Continue reading → Pæjumót TM á Siglufirði var haldið dagana 9. - 11. ágúst . Allar pæjur fengu gjafir frá TM sem nýttust vel yfir mótið ásamt þátttökupening til minningar um mótið auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki . Myndir frá … Continue reading → Sveitakeppni Golfsambands Íslands lauk um helgina . Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkrókar keppti í fjórðu deild , sem fram fór á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki . Eftir harða baráttu sigraði sveit Dalvíkinga , Selfyssingar urðu í öðru sæti en sveit Sauðárkróks í því þriðja . Dalvíkingar og sveit … Continue reading → Aðflugshallamælir á Húsvíkurflugvelli er ekki vottaður og þar af leiðandi ekki hægt að nýta hann við ákveðnar aðstæður . Gert ráð fyrir að farþegafjöldi um Húsavíkurflugvöll verði vel yfir 10 þúsund farþegar í ár . Undanfarna sumarmánuði hafa yfir 1000 farþegar á … Continue reading →
Fjallabyggð veitir ár hvert menningartengda styrki til félagasamtaka , stofnana og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun , áherslur , forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar . Haustið 2019 voru gerðar breytingar á úthlutun styrkja hjá Fjallabyggð . Breytingarnar fólu í sér gerð nýrra úthlutunarreglna og einnig voru flokkar styrkja endurskoðaðir . Menningartengdum styrkjum er , eftir þessar breytingar , úthlutað í eftirfarandi flokkum vegna ársins 2020 : Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita styrki til þessara þriggja flokka á árinu 2020 að upphæð kr. 8.700.000 . - til reksturs safna og setra . Áfram verður veittur styrkur til uppbyggingar Pálshúss í Ólafsfirði og styrkur til bæjarlistamanns Fjallabyggðar og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári . Úthlutaðir styrkir til menningarmála á árinu 2019 námu kr. 6.650.000 . - auk uppbyggingarstyrks til Pálshúss og styrks til bæjarlistamanns og hafa því framlög Fjallabyggðar til menningarmála hækkað um kr. 2.050.000 . - milli ára . Úthlutaðir styrkir í flokknum Styrkir til menningarmála , nema samtals kr. 2.700.000 . - Alls bárust 20 umsóknir að upphæð kr. 5.720.000 . - þar af var fjórum umsóknum hafnað . Úthlutaðir styrkir í flokknum Styrkir til reksturs safna og setra nema samtals kr. 2.750.000 . - Alls bárust fjórar umsóknir , samtals að upphæð kr. 4.500.000 . - Úthlutaðir styrkir í flokknum Styrkir til hátíðahalda nema samtals kr. 3.250.000 . - en alls bárust átta umsóknir , samtals að upphæð kr. 6.201.815 . - Formleg athöfn um úthlutun styrkja verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 6. febrúar kl. 18:00 , samhliða útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar og eru allir velkomnir . KF lék í gær við Hött / Huginn í B-deild í Kjarnafæðismótinu . Fimm lánsmenn voru í byrjunarliðinu í þessum leik , Birgir Hlynsson frá Þór , Elvar Baldvinsson frá Völsung , Hrannar Snær Magnússon frá KH , Páll Ingvason frá Þór og Halldór Jóhannesson frá KA . Leiknum leik með markalausu jafntefli og fengu lið sitthvort stigið úr þessum leik . Þetta var í 41. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður . Hulda Elma Eysteinsdóttir blakkona úr Knattspyrnufélagi Akureyrar varð í þriðja sæti . Utanvegarhlauparinn Þorbergur Ingi Jónson úr Ungmennafélagi Akureyrar varð í þriðja sæti . Þá veitti Afrekssjóður átta afreksefnum úr röðum aðildarfélaga styrk að alls upphæð 1.600.000 kr . Blakfélag Fjallabyggðar hefur skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning við Genís og Sigló hótel . Samningurinn tengist ýmsum viðburðum sem BF stendur fyrir , eins og Sigló Hótel – Benecta mótið sem fer fram í febrúarlok ár hvert . Á myndinni eru þau Óskar Þórðarson f.h . Lokað var á svæðinu í gær þar sem verið var að vinna snjóinn í brekkurnar og undirbúa opnun . Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er . Komum erlendra ferðamanna fækkaði um 329 þúsund frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tímabili . Staðreyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að vannýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spennandi áfangastaðir nánast ósnertir allt árið . Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt . b ) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi . f ) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi . g ) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu . Lokað er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar . Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga . Verkefnastyrkir Verkefni sem auðga menningarlífið í bænum , hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun . Starfslaun listamanna Umsóknir skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður , listferil og menntun . Umsóknarfrestur starfslauna og sumarstyrkja er til og með 9. febrúar 2020 . Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is . Staðan var 0 - 0 í hálfleik , og strax í byrjun síðari hálfleiks fóru Þórsarar að gera breytingar á sínu liði enda 7 varamenn á bekknum tilbúnir að koma inná . Búið að flytja alla þá farþega sem að voru í hópbifreið sem að valt á þjóðvegi 1 , Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós . Markaðsstofa Norðurlands kynnt nýtt merki Demantshringsins , Diamond Circle , á opnum fundi á Sel Hótel í Mývatnssveit í dag . Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun . Þar sem enn hefur ekki tekist að mynda stjórn er fólk hvatt til þess að mæta og ræða framtíð knattspyrnu hjá Tindastól með jákvæðum hug . Ljóst er að það þarf að breyta menningunni í kringum knattspyrnudeild Tindastóls þannig að upplifun fólks af stjórnarstörfum fyrir félagið verði jákvæð . Reglugerðin kveður einnig á um bólusetningu við kíghósta fyrir sérstaka áhættuhópa og mælir sóttvarnalæknir með slíkum bólusetningum fyrir barnshafandi konur . Samkvæmt reglugerð um bólusetningar hefur öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum og sóttvarnalæknir tilgreinir verið gefinn kostur á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum og gegn árstíðabundinni inflúensu . Sævar Þór skoraði svo aftur á 39. mínútu og var staðan 3 - 0 í hálfleik . Það var síðan á 93. mínútu í uppbótartíma sem Sævar Gylfason innsiglaði 7 - 0 sigur KF . KF var með fjóra varamenn og nokkra menn á reynslu í þessum leik . KF leikur næst við Þór - 2 , föstudaginn 10. janúar kl. 21:15 . Íbúar á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í samkeppninni og finna hentugt og sterkt nafn á félagið . Dagana 14. – 27. janúar verður listasmiðja á Siglufirði með útskriftarnemendum Listaháskóla Íslands í samstarfi við Herhúsið , Svörtu Kríuna og Segul 67 . Þetta eru fyrstu skref listamannana til sjálfstæðs starfs undir leiðsögn Sindra Leifssonar og Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur . Áður sendi Listaháskólinn nemendur til Seyðisfjarðar , og var það mikil innspýting skapandi hugsunar í það samfélag . Nú verður byggt upp á Siglufirði og verður tekið vel á móti ungu listamönnum . Á Norðurlandi vestra var íbúafjöldi 7.324 í upphafi árs 2020 samanborið við 7.227 íbúa árið 2018 . Er það fjölgun um 97 einstaklinga .
Í dag var einnig kynnt sérstakt kort sem var unnið fyrir verkefnið , en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni ; Goðafoss , Mývatn , Dettifoss , Ásbyrgi og Húsavík . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands .
Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár . Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla . Samhliða mikilli nýsköpun og þróun ferðaþjónustufyrirtækja er framundan mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt .
Loksins var aftur hægt að opna Skíðsvæðið í Skarðsdal í dag en opið var frá kl. 14 - 19 .
Tímapantanir á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 s : 5885255 Munið að panta tímanlega 29.02.2020 - Norðurljósa og Alþjóðleg sýning HRFÍ Norðurljósa sýning - Alþjóðleg sýning Reykjavík 29. febrúar - 1. marsDómarar : Bo Skalin ( Svíþjóð ) , Harry Tast ( Finnland ) , Levente Miklós ( Ungverjaland ) , Ligita Zake ( Lettland ) og Tatjana Urek ( Slóvenía ) . Fyrri skráningafrestur , gjaldskrá 1 : 19. janúar 2020 , kl. 23:59 Seinni skráningafrestur , gjaldskrá 2 : 2. febrúar 2020 , kl. 23:59 Þann 14. janúar næstkomandi kl 17 verður hægt að mæta á Dýralæknamiðstöðina , Lækjargötu 34B í Hafnarfirði til að taka DNA test fyrir PRA-B og Steinunn dýralæknir mun taka sýnin . Kostnaður til dýralæknis er 2.500 kr á hund og svamparnir eru keyptir af deildinni og kosta 2000 kr og verða til afhendingar á staðnum . Einfalt er að fylla út upplýsingar í gegnum linkinn hér að ofan . Svartwalds One of a Kind BIG 1 ( 1. sæti í tegundahópi 2 ) Svartwalds For Those About to Rock BIG 3 ( 3. sæti í tegundahópi 2 ) Black Standard Dearest BIG 4 ( 4. sæti í tegundahópi 2 ) Merkurlautar Pasco BIS2 baby ( 2. sæti í besti hvolpur sýningar 4 - 6 mánaða ) Skeggjastaða Eldjárn Úlfur með afkvæmum BIS2 ( 2. besti afkvæmahópur sýningar ) Svartwalds Rebel , Rebel BIG 1 ( 1. sæti í tegundahópi 2 ) Kolskeggs Baggalútur BIS2 hvolpur 6 - 9 mánaða ( Besti hvolpur sýningar ) Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur . Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar . 09.10.2019 - DNA próf fyrir Dvergschnauzer Við viljum minna á eftirfarandi reglu varðandi ræktun á dvergschnauzer sem mun taka gildi 1.12.2019 : Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal / Clear ( N / C ) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum , Normal / Clear by parentage ( N / C / P ) . Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn . Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum . Til þess að afkvæmin fáist skráð í ættbók hjá HRFÍ þarf að DNA prófa foreldrana og fá niðurstöður fyrir pörun til að koma í veg fyrir að para saman tvo bera . Það getur tekið 2 - 3 vikur að fá niðurstöðurnar frá Optigen . Samkvæmt reglum HRFÍ þarf sýnatakan að fara fram hjá dýralækni . Þann 24. október milli klukkan 17 - 19 verður hægt að mæta á Dýralæknamiðstöðina , Lækjargötu 34B í Hafnarfirði og Steinunn dýralæknir mun taka sýnin . Þetta kostar 2.500 krónur á hund , en til þess að fá þetta á svona góðu verði þá verða allir sem mæta að vera með pappírana klára til undirskriftar . Það verður ekki gefin tími til að aðstoða við útfyllingu þarna á staðnum . Ef þið lendið í vandræðum við útfyllingu á pappírum þá getum við í stjórninni aðstoðað við það fyrir þennan dag . Efst á blaðinu : Sample information : hakað við Sample ( blood , semen , or cheek swabs ) Sample storage : yes eða no hvort þið viljið að sýnið sé geymt til síðari notkunar á einhverju öðru . Fyllið svo út Owner information . Reports : velja hvort fax eða Email Dog identification : Sjá mynd af útfyllingu . Disease History : Þarf að merkja við hvort hundurinn hafi verið augnskoðaður og þá hvenær síðast . Muna svo að þegar haldið er áfram á næstu síðu þá er maður beðin um að prenta út . Þetta er blaðið sem þarf að taka með til dýralæknisins til undirskriftar . Að lokum velur maður að það sé bara tékkað á Type B PRA og greiða fyrir . Þetta kostar 100 $ 04.08.2019 - Úrslit júnísýningar og stigatalning Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur . Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar . Hlökkum til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu eru hundarnir velkomnir með : ) Nú er hægt að byrja að skrá á sérsýningu Schnauzerdeildar . Kynning á dómara : Dr. Niksa Lemo hlaut dómararéttindi til að dæma doberman í janúar 1992 og varð allrounder dómari í desember 2010 . Hann er prófessor við háskólann í Zagreb og menntaður dýralæknir . 3 . Önnur mál Kveðja stjórnin 27.01.2019 - DNA test fyrir dvergschnauzer Nú er hægt að DNA testa dvergschnauzer hvort þeir séu berar fyrir augnsjúkdómnum PRA B. Þessi tegund af PRA hefur fundist í dvergschnauzer hér á landi og þeir sem ætla að rækta undan hundunum sínum verða að gera þetta test á sínum hundum og fá niðurstöður áður en parað er . Stjórn deildarinnar getur verið til aðstoðar með sýnatökuna eða sýnataka tekin hjá dýralækni . Sæti í tegundahópi 2 ) , BIS3 ( 3. sæti í besti hundur sýningar ) BIS3 JR ( 3. sæti í besti ungliði sýningar ) Argenta´s Sigmund Svensk TH - 4 ( 4. sæti í tegundahópi 2 ) Alþjóðleg sýning 26.8.2018 Svartwalds Jungle Boogie BIS2 JR ( 2. sæti í besti ungliði sýningar ) , TH - 2 ( 2. sæti í tegundahópi 2 ) NKU Norðurlandasýning 25.8.2018 Svartwalds Lay Lady Lay TH - 1 ( 1. sæti í tegundahópi 2 ) Black Standard Cameron Diaz TH - 2 ( 2. sæti í tegundahópi 2 ) Skeggjastaða Eldjárn Úlfur TH - 3 ( 3. sæti í tegundahópi 2 ) Nánari úrslit og talningu stiga má sjá undir sýningar og stigahæsti ræktandi og stigahæsti hundur . Úrslitin eru birt með fyrirvara um villur og allar ábendingar vel þegnar . Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Námskeiðið kostar 7.000 krónur og þeir sem hafa áhuga greiða námskeiðsgjaldið inn á reikning deildarinnar og senda staðfestingu á netfangið schnauzerstjorn@gmail.com . Keppt verður um besta par sýningar , besta ræktunarhópinn , besta afkvæmahópinn , besta ungliðann , besta öldunginn og svo BEST IN SHOW . Zita var frábær tík sem kveikti ævilangan áhuga hans á schnauzer . Árið 2013 kláraði hann dómaranámið og hefur dæmt í Tékklandi , Svíþjóð , Finnlandi og Noregi . Páskagöngunni frestað til sunnudagsins 1. apríl kl. 13 . Stigahæsta hund . verð kr. 5.890 . Skráningafrestur er til mánudaginn 5. Febrúar Hlökkum til að sjá sem flesta Stjórn Schnauzerdeildar HRFÍ
Kammerkórinn Schola cantorum flytur klukkustundar langa dagskrá undir yfirskriftinni „ Ljós og hljómar “ . Á efnisskránni eru hátíðlegar endurreisnarmótettur og íslensk jólalög , m.a. frumflutningur á jólalagi Ríkisútvarpsins 2019 eftir Hafliða Hallgrímsson . Tónleikarnir eru framlag Ríkisútvarpsins til jólatónleikadags EBU og verða sendir út í beinni útsendingu í sameiginlegri tónleikadagskrá EBU á sunnudag . Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir . Tónleikar á Allra heilagra messu Árlegir tónleikar kórsins í tilefni af Allra heilagra messu . Flutt verða krefjandi en aðgengileg kórverk , án undirleiks , sem gefa áheyrendum tækifæri til að horfa inn á við - og veita innblástur til íhugunar , kyrrðar og minningar sálna sem kvatt hafa jarðvistina . Á efnisskránni eru m.a . Sumartónleikaröð Schola cantorum Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Miðvikudaga 26. júní - 28. ágúst í sumar kl. 12:00 Schola cantorum syngur hádegistónleika á miðvikudögum í sumar frá 26. júní til 28. ágúst , að báðum dagsetningum meðtöldum , frá kl. Líkt og undanfarin ár erum við í samstarfi við Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju sem býður að venju upp á glæsilega dagskrá sem lýkur 28. ágúst 2019 . Efnisskrá kórsins er breytileg á þessum hádegistónleikum í sumar og spannar vítt svið í tíma og stíl en hvað rúm varðar verður sjaldnast farið út fyrir Evrópu . Alvöruþrunginn hljómur sálumessunnar dvelur gjarnan í innhverfri íhugun sem sækir í hið forna tónmál kirkjunnar . Einnig sveiflast verkið skyndilega í dramatíska kafla eftir messuþáttum þar sem jafnvel gætir rokkáhrifa með stuðningi rafgítars og -bassa með óvæntum tilþrifum frá slagverki . Verkið var skrifað sem leikhústónlist fyrir leikskáldið Schiller og verk hans Don Carlo - en á þessum tíma mátti ekki flytja trúarlega tónlist í Sovétríkjunum svo í raun lék Schnittke vel á aðstæður . Þau eru hluti af röð a capella kórverka sem Sigurður samdi á því ári við latneska texta . Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson , Wexford carol í útsetningu John Rutter og Ó , helga nótt eftir Adam , auk verka eftir Hauk Tómasson , Sigurð Sævarsson o.fl . Kórperlur á Allra heilagra messu Líkt og undanfarin ár heldur Schola cantorum tónleika í Hallgrímskirkju á Allra heilagra messu . Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk , Media vita eftir John Sheppard , Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen . Hann skrifaði mikið af fjölradda kirkjutónlist . Davíðssálmur , um miðbik verksins hljóma 4 vers tónsett við sama stef og hið margfræga Miserere eftir Allegri byggir á . Sumartónleikaröð Schola cantorum Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Miðvikudaga 20. júní - 29. ágúst í sumar kl. 12:00 Schola cantorum syngur hádegistónleika á miðvikudögum í sumar frá 20. júní til 29. ágúst , að báðum dagsetningum meðtöldum , frá kl. 12:00 - 12.30 . Hinn 18. júlí falla tónleikarnir þó niður en þá syngur kórinn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum . Á efnisskrá hádegistónleikanna verða innlendar og erlendar kórperlur frá ýmsum tímum . kl. 20.00 , fer fram svokölluð Getsemanestund . Í kjölfar guðsþjónustu er altarið afskrýtt eða afklætt skrúða sínum . Til að kallast á við Lúther og sálmana , sem Lúther vildi að fluttir væru á móðurmálinu býður kammerkórinn Schola cantorum til tónleika í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 27. október klukkan 20.00 undir yfirskriftinni “ Sálmar á nýrri öld ” , en þar flytur kórinn eingöngu sálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason . Miðaverð : 2.500 kr Miðasala við innganginn og á midi.is Tímalengd : Um 60 mín . Nú í ár hlaut Schola cantorum Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar . Miðaverð : 2.500 kr Miðasala við innganginn . Gagnrýnendur um allan heim hafa lofað Meditatio bæði hvað varðar söng og efnisval og kórinn mun því flytja valin verk af diskinum í Hallgrímskirkju 25. maí , kl. 17.00 . Textar verkanna eru vers úr Hávamálum sem fjalla um vináttuna , en verkin voru samin með styrk úr Tónskáldasjóði RÚV og eru eftir Gunnar Andreas Kristinsson , Hreiðar Inga Þorsteinsson og Huga Guðmundsson . Einnig flytur kórinn Vökuró eftir Jórunni Viðar í nýrri útsetningu eftir Hafstein Þórólfsson og syngur Guðmundur Vignir Karlsson tenór einsönginn . Schola Cantorum kom fram nokkrum sinnum á stóra sviðinu í Walt Disney Concert Hall og frumflutti verk eftir íslensku tónskáldin Gunnar Andreas Kristinsson , Hreiðar Inga Þorsteinsson , Huga Guðmundsson og Þuríði Jónsdóttur . Boðstónleikana 25. maí má skoða sem þakkargjörð Schola cantorum fyrir þá velgengni sem kórinn hefur notið . Schola cantorum hvetur áhorfendur til að mæta og njóta fallegrar tónlistar . Sannkallaðir hátíðartónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju 29. og 30. desember nk. , en þá verður Jólaóratórían eftir J.S. Bach ( 1685 – 1750 ) flutt af Schola cantorum , Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrimskirkju og glæsilegum hópi íslenskra einsöngvara af yngri kynslóðinni . Líkt og undanfarin ár heldur Schola cantorum tónleika á allra heilagra messu . Þessir tónleikar eru jafnan vel sóttir . Requiem eftir Sigurð Sævarsson , sem nú heyrist í fyrsta sinn , er um 30 mínútna löng tónsmíð . Verk Huga Guðmundssonar Fyrir ljósi myrkrið flýr er tileinkað minningu föður hans , Guðmundar Hallgrímssonar , og Björgvins Ingimarssonar sem létust með tveggja daga millibili í febrúarmánuði 2013 . Útgáfufyrirtækið BIS í Svíþjóð hefur nýlega gefið út disk með Schola cantorum þar sem kórinn flytur kórverk undir yfirskriftinni Meditatio , en flest verkin á diskinum hafa verið á efnisskrá kórsins á tónleikum hans í Hallgrímskirkju á allra heilagra messu undanfarin ár . Tónleikaröðin er haldin í samstarfi við Alþjóðlegt orgelsumar og Listvinafélag Hallgrímskirkju . Miðasala við innganginn . Tónleikadagar : 22. júní kl. 12.00 - Fyrstu tónleikar 10. ágúst kl. 12.00 - Útgáfutónleikar Meditatio Jón Ásgeirsson ( * 1928 ) Vorvísa og Hjá lygnri móðuHjálmar H. Ragnarsson ( * 1952 ) Stóðum tvö í túniHafliði Hallgrímsson ( * 1941 ) Hættu að gráta hringanáSnorri Sigfús Birgisson ( * 1954 ) AfmorsvísaEmil Thoroddsen ( 1898 - 1944 ) Undir bláum sólarsali Hjálmar H. Ragnarsson ( * 1952 ) Grafskrift / " Epitaph " Tónleikar í Teatro Sociale - Bellinzona Sama efnisskrá og á tónleikum í Theater Chur - sjá að ofna .
Afrit af gagnagrunninum er sjálfkrafa vistað daglega . Gerð er krafa um flókin lyklorð notenda , þau þurfa að vera 12 stafir að lengd og innihalda bókstafi , tölustafi og tákn . Verð Greitt er fyrir þjónustusamning sem gildir í eitt ár . Verð fer eftir fjölda nemenda eða 89.280 kr á ári með VSK fyrir minni skóla . Þjónustusamningurinn tryggir nauðsynlega þjónustu eins og hýsingu , afritunartöku , þróun á kerfinu og tilfallandi símaþjónustu .
Streymt verður frá fundinum beint á fundi aðildarfélaga BSRB og BHM í Hofi á Akureyri og víðar um land . Guðbjörg Pálsdóttir , formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hjá vaktavinnufólki hélt áfram í húsnæði ríkissáttasemjara alla helgina . Verkinu miðaði hraðar áfram en áður en niðurstaða er ekki í sjónmáli . Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein af stærstu kröfum BSRB í kjarasamningsviðræðunum . Þegar hefur náðst áfangi með samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu en eftir stendur útfærsla hjá vaktavinnufólki . Kjarasamningar þorra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í byrjun apríl 2019 og mikillar óþreyju farið að gæta hjá forystu og félagsmönnum vegna þess hversu lengi samningar hafa dregist . Nú munu fulltrúar BSRB og viðsemjendur bandalagsins á fundum helgarinnar hitta sitt bakland og fara yfir stöðuna eftir fundartörnina . Næsta fundarlota um styttingu vinnuvikunnar mun hefjast á fimmtudag og líklegt að unnið verði að útfærslu út næstu helgi . Samhliða verður unnið að öðrum stórum málum sem enn er ósamið um , svo sem jöfnun launa milli markaða og launaþróunartryggingu . Þá þurfa aðildarfélögin að ræða launahækkanir , en umboðið til að ræða um launaliðinn er hjá hverju félagi fyrir sig , ekki á sameiginlegu borði BSRB . Fyrir helgi bárust fréttir af því að Félag íslenskra flugumferðarstjóra , eitt af aðildarfélögum BSRB , hafi undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia . Samningar félagsins höfðu verið lausir frá því í upphafi árs 2019 og gildir nýr samningur út árið 2020 . Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og í kjölfarið borinn undir atkvæði félagsmanna . Samstaðan hefur verið besta vopn launafólks í gegnum árin og hefur verið lykillinn að flestum þeim kjarabótum sem opinberir starfsmenn telja sjálfsagðar í dag . Launaliðurinn er ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra aðildarfélaga , og því lítill sem enginn skriður kominn á þær viðræður .
Samstaðan hefur verið besta vopn launafólks í gegnum árin og hefur verið lykillinn að flestum þeim kjarabótum sem opinberir starfsmenn telja sjálfsagðar í dag . Launaliðurinn er ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra aðildarfélaga , og því lítill sem enginn skriður kominn á þær viðræður .
Barnabætur skertar mun meira en í Danmörku Barnabætur skertar mun meira en í Danmörku Eins og sjá má á myndinni hér að neðan byrja barnabætur á Íslandi að skerðast um leið og foreldrar í hjúskap með tvö börn undir sjö ára aldri eru með tekjur um 35 prósent af meðaltekjum í landinu . Það eru tekjur talsvert undir lágmarkslaunum í landinu , sem eru í dag 317 þúsund krónur . Bláa línan á myndinni sýnir hversu snemma skerðingar lækka barnabætur þessarar fjölskyldu , og hversu skarpt þær hverfa . Á lóðrétta ásinum má sjá það hlutfall af barnabótum sem fjölskylda með tveimur fyrirvinnum og tveimur börnum undir sjö ára aldri fær . Á lárétta ásinum er hlutfall af meðaltekjum í landinu . Appelsínugula línan á myndinni sýnir hins vegar hvernig skerðingarnar eru í danska barnabótakerfinu . Sambærilegar fjölskyldur í Danmörku fá fullar barnabætur þar til tekjurnar ná um 90 prósentum af meðaltekjum . Þá fara barnabæturnar að skerðast , en mun hægar en í íslenska kerfinu . Þetta þýðir að danska kerfið styður við mun stærri hóp foreldra en íslenska kerfið og nær þar með betur því grundvallarmarkmiði að brúa bilið milli þeirra sem minna mega sín og þeirra sem hafa meira á milli handanna . Skýrsla Kolbeins sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að endurskoða íslenska barnabótakerfið frá grunni . Skilgreina þarf með skýrum hætti hver markmið kerfisins eiga að vera og smíða kerfi sem nær þeim markmiðum . BSRB kallar eftir því að ráðist verði í heildarendurskoðun á íslenska barnabótakerfinu án tafar .
Niðurskurður á Landspítalanum óásættanlegur Niðurskurður á Landspítalanum óásættanlegur Helga Hafsteinsdóttir fimmtudagurinn 12. desember 2019 Afleiðingarnar af niðurskurði á Landspítalanum eru alvarlegar fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk . Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi , nýliðun gengur illa og veikindi eru algengari en eðlilegt getur talist . Eðlilegra að draga úr álagi og bæta kjör „ Vandi spítalans á undanförnum árum hefur ekki síst verið skortur á heilbrigðisstarfsfólki , sér í lagi sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum . Aukið álag og launaskerðingar verða ekki til að bæta þann vanda . Eðlilegra væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum mikilvægu fagstéttum , “ segir Sandra B. Franks , stjórnarmaður í BSRB og formaður Sjúkraliðafélags Íslands . BSRB varaði við því í umsögn um fjárlagafrumvarpið að ef ekki yrði brugðist við halla á rekstri Landspítalans myndi það kalla á niðurskurð . Við þessari ábendingu var ekki brugðist og afleiðingarnar eru að koma í ljós . Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir , þar með talið stórra hópa innan BSRB sem starfa á Landspítalanum . Það er dapurt innlegg inn í þær kjaraviðræður að skera enn meira niður hjá þjóðarsjúkrahúsinu , fækka starfsfólki og auka enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru .
Þurfum að beita þeim vopnum sem við höfum Þurfum að beita þeim vopnum sem við höfum Helga Hafsteinsdóttir fimmtudagurinn 19. desember 2019 Fjölmörgum öðrum málum sinnt á árinu Í pistlinum segir Sonja að þó mikil vinna hafi farið í að reyna að ná kjarasamningi hafi BSRB einnig unnið að fjölmörgum öðrum mikilvægum málefnum . Bandalagið gaf út skýrslu um barnabótakerfið og hélt vel heppnað málþing um kulnun . Saman höfum við náð mörgum góðum sigrum í gegnum árin . Og saman munum við lenda þessum samningum ! “
Þolinmæði félagsmanna og samninganefnda er löngu þrotin og kominn tími á að efla samstöðuna og undirbúa aðgerðir . Milli ávarpa munu Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar og Reykjavíkurdætur taka nokkur lög . Nú munu fulltrúar BSRB og viðsemjendur bandalagsins á fundum helgarinnar hitta sitt bakland og fara yfir stöðuna eftir fundartörnina . Fyrir helgi bárust fréttir af því að Félag íslenskra flugumferðarstjóra , eitt af aðildarfélögum BSRB , hafi undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia . Samningar félagsins höfðu verið lausir frá því í upphafi árs 2019 og gildir nýr samningur út árið 2020 . Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og í kjölfarið borinn undir atkvæði félagsmanna .
Click to expand photosFyrir 4 mánuðum Til sölu Stærð 2707.00 m 2 Sérinngangur Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Álfhella 12 , 221 Hafnarfjörður " Stærð Sérinngangur 2009 ár Jöfur atvinnuhúsnæði s . 534-1020 kynnir : Til sölu lager - , verslunar - og iðnaðarhúsnæði að Álfhellu 12 - 14 , 221 Hafnarfirði , alls 2.707 fm . Mikið og gott útisvæði , heildarstærð lóðar er 9.932,5 fm . Fasteignin er skráð á einu fastanúmeri , en skiptist upp í 4 megin rými auk útisvæðis : A ) Verslun á jarðhæð : Verslunarrými á jarðhæð með epoxy gólfefni , söluskrifstofur og opið rými , skráð 259,8 fm . Skráð 245,2 fm. C ) Lagerrými : Lagerrými með steyptu slípuðu gólfi , upphitað með gólfhitalögn . Gegnumkeyrsla möguleg . Lóð 12 er ca. 5.100 fm. malbikað útisvæði . Grunnflötur húss er um 2.462 fm. og er því heildarstærð útisvæðis um 7,470 fm . Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristinsson löggiltur fasteignasali , í síma 861 0511 , tölvupóstur tölvupóstur Hafðu beint samband við löggilta fasteignasala og leigumiðlara Jöfurs : Helgi Már Karlsson - 897-7086 Bergsveinn Ólafsson - 863-5868 Ólafur Jóhannsson - 824-6703 Magnús Kristinsson - 861-0511 Kynntu þér fleiri eignir og þjónustu Jöfurs atvinnuhúsnæðis á www.jofur.is
Click to expand photosFyrir 4 mánuðum Til sölu Stærð 166.00 m 2 Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Álfhólsvegur 89 , 200 Kópavogur " Stærð Svefnherbergi Baðherbergi 1968 ár Álfhólsvegur 89 , Kópavogur - - Lýsing - - - - - Opið hús - Álfhólsvegur 89 - miðvikudaginn 11. september milli klukkan 17:15 - 17:45 - - - - - Fasteignamarkaðurinn ehf. s : 570-4500 kynnir glæsilega og mikið endurnýjaða 4 herbergja 166,9 fermetra efri sérhæð með sérinngangi , þar af 40,0 fermetra bílskúr , á þessum frábæra útsýnisstað við Álfhólsveg í Kópavogi . Möguleiki á auka herbergi í kjallara eða útleigueiningu með sérinngangi . Glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs út á sundin , að Öskjuhlíðinni , Snæfellsjökli , Nauthólsvíkinni , Esjunni og víðar . Þá er íbúðin nýlega máluð . Húsið lítur vel út að utan og var þak endurnýjað fyrir u.þ.b. 10 árum að sögn eiganda . Stórt geymslurými er undir bílskúr sem er upphitað með rafmagni . & nbsp ; Lýsing eignar : Stigahol : & nbsp ; Gengið inn um sérinngang um rúmgott stigahol . Teppalagður stigapallur með gluggum til suðurs . Eldhús : Er endurnýjað með harðparketi á gólfi . Eldhús er opið við borðstofu og stofu . Svefnherbergi I : Með harðparketi á gólfi , innbyggðum skápum og glugga til norðurs með fallegu útsýni . Svefnherbergi II : Með harðparketi á gólfi og glugga til suðurs . Tengi fyrir þvottavél og þurrkara . Svört innrétting við vask , speglaskápur og gluggi til austurs . Rými I / sér þvottaherbergi : Er staðsett í kjallara . Þaðan er gengið inn í rými II . Rými II / sér geymsla : Er staðsett í kjallara . Geymsla undir bílskúr : Er nokkuð stór og er skráð 24,0 fermetrar samkvæmt fasteignamati . & nbsp ; Lóð : Er tyrfð og með hellulagðri stétt að húsi og fyrir framan bílskúra . & nbsp ; Allar nánari upplýsingar veitir Heimir F. Hallgrímsson , hdl. og lögg. fasteignasali í síma 570-4500 & nbsp ; eða á netfanginu [ email protected ]
Click to expand photosFyrir 1 mánuði Til leigu Stærð 100.00 m 2 Sérinngangur Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Askalind 4 , 201 Kópavogur " Stærð Sérinngangur 2001 ár Askalind 4 , 201 Kópavogur - - Jöfur atvinnuhúsnæði s . 534-1020 kynnir : Til leigu um 100 m² fallegt skrifstofurými á 2. hæð við Askalind í Kópavogi . Gengið inn á austurhlið hússins . Laust 1. janúar 2020 . Gluggar snúa í norður og austur - gott útsýni . Vsk húsnæði . Hafðu samband við Ólaf Jóhannsson , löggiltan fasteignasala og leigumiðlara í síma 824-6703 , tölvupóstur til að fá upplýsingar um eignina . Hafðu beint samband við löggilta fasteignasala og leigumiðlara Jöfurs : Helgi Már Karlsson - 897-7086 Bergsveinn Ólafsson - 863-5868 Ólafur Jóhannsson - 824-6703 Magnús Kristinsson - 861-0511 Kynntu þér fleiri eignir og þjónustu Jöfurs atvinnuhúsnæðis á www.jofur.is
Click to expand photosFyrir 4 mánuðum Til leigu Stærð 240.00 m 2 Sérinngangur Upplýsingar á kortinu Sýna á korti Kannaðu svæðið í kringum Markaðsverð Áætlað fasteignaverð í nágrenninu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Bæjarlind 2 , 201 Kópavogur " Stærð Sérinngangur Bæjarlind 2 , 201 Kópavogur - - Jöfur atvinnuhúsnæði s . 534-1020 kynnir : Til leigu 240 fm. skrifstofuhúsnæði á efstu hæð á þessum vinsæla stað í Lindunum í Kópavogi . Laust strax . Glæsilegt útsýni og nálægt stofnbrautum . Lyfta er í húsinu . Ekki vsk kvöð . Hafðu samband við Ólaf Jóhannsson , löggiltan fasteignasala og leigumiðlara í síma 824-6703 , tölvupóstur til að fá upplýsingar um eignina eða aðrar eignir . Hafðu beint samband við löggilta fasteignasala og leigumiðlara Jöfurs : Helgi Már Karlsson - 897-7086 Bergsveinn Ólafsson - 863-5868 Ólafur Jóhannsson - 824-6703 Magnús Kristinsson - 861-0511 Kynntu þér fleiri eignir og þjónustu Jöfurs atvinnuhúsnæðis á www.jofur.is
Click to expand photosFyrir 6 mánuðum Til sölu Stærð 132.00 m 2 Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Baugakór 24 , 203 Kópavogur " Hæðir Stærð Svefnherbergi Baðherbergi 2006 ár Baugakór 24 - opið hús - þriðjudaginn 2. júlí milli kl. 18:00 og 18:30 - - - - - - - - Fasteignamarkaðurinn ehf. s : 570-4500 kynnir virkilega fallega , bjarta , vel skipulagða og vandaða 132,2 fermetra 4ra herbergja neðri hæð með sérinngangi og gluggum í þrjár áttir í góðu fjórbýlishúsi við Baugakór í Kópavogi . & nbsp ; Virkilega falleg íbúð með útgengi á tvennar afgirtar hellulagðar verandir og bæði með glugga á baðherbergi og þvottaherbergi . & nbsp ; Lýsing eignar : Forstofa : flísalögð og með fataskápum . Geymsla : flísalögð og með hillum . & nbsp ; Sjónvarpshol : parketlagt og rúmgott . Ísskápur fylgir . Stofa : mjög rúmgóð og björt með útgengi á stóra afgirta og hellulagða verönd til suðurs og vesturs . Granít í gluggakistum í stofu og eldhúsi . & nbsp ; Svefngangur : parketlagður . Barnaherbergi I : parketlagt og rúmgott með fataskápum . Barnaherbergi II : parketlagt og rúmgott með fataskápum . & nbsp ; Á jarðhæð hússins er sameiginleg hjólageymsla . Köld útigeymsla fylgir ca 3 fm . Húsið að utan og þak eru í góðu ástandi að sögn eigenda . & nbsp ; Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað , nærri leikskóla , barnaskóla , íþróttasvæði og fallegu útivistarsvæði . Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [ email protected ]
Click to expand photosFyrir 6 mánuðum Til leigu Stærð 1200.00 m 2 Sérinngangur Upplýsingar á kortinu Sýna á korti Kannaðu svæðið í kringum Markaðsverð Áætlað fasteignaverð í nágrenninu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Bíldshöfði 9 , 110 Árbær / Selás " Stærð Sérinngangur 1981 ár Jöfur atvinnuhúsnæði s . 534-1020 kynnir : Til leigu samtals um 1.200 m² þjónustu - / verslunarhúsnæði á jarðhæð við Bíldshöfða . Möguleiki er á að skipta hæðinni niður í minni einingar eða allt niður í 300 m² einingar . Nánari lýsing : Lofthæð um 4,15 m. undir bita . Nægt rafmagn er til staðar þar sem starfsemi Hampiðjunnar var áður í þessu húsi . Góð staðsetning og næg bílastæði . Laust strax ! Hafðu beint samband við löggilta fasteignasala og leigumiðlara Jöfurs : Helgi Már Karlsson - 897-7086 Bergsveinn Ólafsson - 863-5868 Ólafur Jóhannsson - 824-6703 Magnús Kristinsson - 861-0511 Kynntu þér fleiri eignir og þjónustu Jöfurs atvinnuhúsnæðis á www.jofur.is
Click to expand photosFyrir 5 mánuðum Til leigu Stærð 527.00 m 2 Sérinngangur Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Borgartún 29 , 105 Austurbær " Stærð Sérinngangur Jöfur atvinnuhúsnæði s . 534-1020 kynnir : Til leigu 527 fm. lagerhúsnæði baka til við Borgartún 29 í Reykjavík . Laust strax .
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni . Lántökugjald lánastofnunar .
Click to expand photosFyrir 4 mánuðum Til sölu Stærð 239.00 m 2 Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Brúnás 11 , 210 Garðabær " Stærð Svefnherbergi Baðherbergi 2005 ár Brúnás 11 , Garðabær - - Lýsing Fasteignamarkaðurinn ehf. s : 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt , vandað , bjart og vel skipulagt 239,3 fermetra einbýlishús með innbyggðum tvöföldum flísalögðum bílskúr á frábærum rólegum stað við opið svæði í Brúnási í Garðabæ . & nbsp ; & nbsp ; Verulega aukin lofthæð er í stórum hluta hússins , gólfsíðir gluggar upp í loft í stofum og eldhúsi , fallegur gasarinn , tvö nýendurnýjuð og vönduð baðherbergi og stór flísalagður bílskúr . & nbsp ; & nbsp ; Mögulegt er að hafa 5 svefnherbergi í húsinu með því að breyta forstofuherbergi í tvö herbergi , líkt og teikningar hússins gera ráð fyrir og loka af vinnuaðstöðu á efri palli , sem er með útgengi í þakgarð . Á teikningum er þetta herbergi tvö rúmgóð herbergi . Hol , parketlagt og með miklum fataskápum . Í eldhúsi eru fallegar sérsmíðaðar hvítar innréttingar með quartz á borðum , nýrri uppþvottavél og innbyggðum ísskáp og frysti . Áföst borðaðstaða er á eyju í eldhúsi . Vinnuaðstaða , innaf stofu , parketlögð . Flísalagt gólf og veggir , innrétting með marmara á borði , speglaskápar á vegg og stór flísalögð sturta með sturtugleri . & nbsp ; Geymsluloft , er yfir hluta bílskúrs . Ál er á þaki og þakkanti og gluggar í húsinu eru ál / tré . Lóðin er virkilega falleg með hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan húsið með hitalögnum undir og fallegum og skjólsælum hellulögðum og viðarveröndum til suðurs útaf stofum , eldhúsi og hjónaherbergi . Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á grónum og rólegum stað við opið svæði . Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [ email protected ] & nbsp ;
Click to expand photosFyrir 4 mánuðum Til sölu Stærð 375.00 m 2 Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Brúnás 19 , 210 Garðabær " Stærð Svefnherbergi Baðherbergi 2000 ár Brúnás 19 , Garðabær - - Lýsing Fasteignamarkaðurinn ehf. s : 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt og frábærlega staðsett um 375 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með 3ja herbergja aukaíbúð á neðri hæð með sérinngangi við Brúnás í Garðabæ . Eignin er öll innréttuð á afar vandaðan máta og er í góðu ástandi . & nbsp ; Mjög mikil lofthæð er á efri hæð hússins og loft klædd með innfelldri lýsingu í . Á efri hæð eru forstofa , stórt sjónvarpshol með ofanbirtu , þvottaherbergi með gluggum , innréttingum og vaski , stórt eldhús með stórri borðaðstöðu , arni , fallegum innréttingum og útgengi á svalir og þaðan á stóra verönd og niður á lóð . Samliggjandi bjartar og rúmgóðar stofur með arni , svefngangur , gestasnyrting , barnaherbergi og stórt hjónaherbergi með mjög miklum skápum og sér baðherbergi innaf sem er með glugga og bæði með sturtu og baðkari . & nbsp ; Þvottaherbergi , með glugga , flísalagt og með miklum innréttingum með vaski . Eldhús , mjög stórt , flísalagt og með fallegum arni og mjög stórri borðaðstöðu þaðan sem útgengi er á flísalagðar svalir til suðurs og þaðan bæði niður á stóra verönd og eins niður á neðri verönd sem einnig er mjög skjólsæl . & nbsp ; Innréttingar í eldhúsi eru úr ljósum viði með flísum á milli skápa . Hjónaherbergi , mjög stórt , flísalagt og með mjög miklum fataskápum . Eldtraust geymsla , innaf holi . Baðherbergi , innaf spa er með glugga , flísalagt gólf og veggir og flísalögð sturta . 3ja herbergja íbúð á neðri hæð hússins , sem er bæði innangengt í og með sérinngangi , skiptist þannig : Stofa , flísalögð og rúmgóð með góðum gluggum . Tengi fyrir þvottavél og þurrkara í baðherbergi . Hjónaherbergi , flísalagt . & nbsp ; Áláfellur eru á gluggum og vatnsbretti undir gluggum eru úr náttúrusteini . & nbsp ; Þakjárn , þakkantur , þakrennur og niðurföll virðast vera í góðu ástandi . & nbsp ; Staðsetning eignarinnar er mjög góð á rólegum og eftirsóttum stað . Eignin er skráð 319,2 fermetrar að stærð skv. Fasteignaskrá Íslands , en er í raun um 3745 fermetrar þar sem að þar er ekki getið um alla fermetra á neðri hæð hússins . Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [ email protected ]
Click to expand photosFyrir 2 mánuðum Til sölu Stærð 114.00 m 2 Sérinngangur Aðrar eignir á kortinu Opið hús Upplýsingar um eignina fyrir " Dalbraut 50 , 465 Bíldudalur " Stærð Svefnherbergi Sérinngangur 1967 ár Dalbraut 50 , 465 Bíldudalur - - Dalbraut 50 , Bíldudal . * * * Laust við kaupsamning . * * * Um er að ræða 5 herbergja einbýlishús á einni hæð sem skiptist í forstofu , gang , eldhús , stofu , fjögur svefnherbergi , baðherbergi , þvottahús og geymslu . Skipt hefur verið um járn og þakpappa á þaki nú í sumar . ATH - Af gefnu tilefni fékk seljandi byggingatæknifræðing Vesturbyggðar til þess að gera hljóðmælingu á gólfplötu vegna vatnselgs við lóðarmörk , ef vera kynni að vatnið kæmi undan húsinu . Búið er að drena út í næsta brunn . Þá var árið 2012 grafinn djúpur drenskurður þvert yfir lóðina fyrir ofan húsið . Nær hann niður fyrir sökkul hússins og ætti því að útiloka að vatn komist að húsinu . Eldhús : frá eldhúsi er gengið inn í þvottahús og geymslu og út frá þvotthúsi er hurð út í bakgarð . Stimpilgjöld af kaupsamningi 0,4% - 0,8 % af heildarfasteignamati . Lántökugjald lánastofnunnar sjá nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna . 4 . Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð