text
stringlengths
0
993k
Óskar Veigu Óskarsson , sölustjóri hjá Marel með hádegiserindi um sjávarútveg . Þriðjudaginn 17. desember 2019 hélt Eyjamaðurinn Óskar Veigu Óskarsson , sölustjóri hjá Marel , mjög fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja . Á fjórða tug áhugasamra aðila mætti í Setrið til að hlýða á Óskar . Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútvegsmál sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og er erindið nú hið 16 í röðinni frá upphafi . Beðist er velvirðingar á að erindið hefur ekki komið fyrr inn internetið . Erindið var haldið rétt fyrir jól og lenti ofan í jólafríum starfsmanna Þekkingarsetursins og tafðist birtingin sökum þess . Liðin er rúm hálf öld frá því Óskar fór að starf í fiskvinnslu . Óskar hafði því frá mörgu af segja af löngum og fjölbreyttum ferli – rúmlega 50 ára saga af vettvangi . Hann fór yfir þróunina sem átt hefur sér stað í fiskvinnslunni frá því hann hóf ungur störf í Vestmannaeyjum sem ungur peyi og það hvernig atvikaðist að hann eyddi sinni starfsævi í þessum geira . Óskar fór yfir starfsemi Marel og þá gríðarlegu þróun sem átt hefur sér stað frá því Marel var stofnað árið 1983 : framleiðniaukning , matvælaöryggi meira , gæði hafa aukist , hærri nýting , framleiðslukostnaður lækkað , svo fátt eitt sé nefnt . Farið var virkni og ávinning af nýjustu tækni Marel s.s. FleXicut og FleXisort . Óskar skýrði málin vel út með myndböndum og myndum . Óskar endaði á að horfa til framtíðar og velti upp hugmyndum um framtíð fiskvinnslunnar . Mjög margt spennandi og áhugavert kom fram á máli hans , sem spennandi að verður að fylgjast með í framtíðinni . Í lokin sagði Óskar að sjávarútvegurinn væri stútfullur af spennandi tækifærum og áhugaverðum störfum fyrir ungt fólk . Ef hann mætti velja sér starfsvettvang í dag sem ungur maður þá hefði hann valið sjávarútveg . Nokkrar góðar spurningar komu úr sal og sköpuðust ágætar umræður í kringum þær . Þekkingarsetur Vestmannaeyja þakkar Óskari fyrir að heimsækja sjávarútvegsvettvanginn í Eyjum og deila þekkingu sinni og reynslu .
Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja viljum vekja athygli námsmanna á því að á vefnum rannis.is er nú auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna . Þekkingarsetrið veitir nemendum sem vinna að rannsóknarverkefnum er tengjast Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn eins og kostur er og ef þess er óskað kynnt nemendur fyrir atvinnulífinu í Eyjum . Hvetjum við nemendur sem hafa áhuga á að vinna við fag sitt í sumar í Vestmannaeyjum að hafa samband við undirritaða . Auglýsing RANNÍS : Markmið sjóðsins er að gefa háskólum , rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn - og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar - og þróunarverkefni . Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2020 kl. 16.00 . Styrkir verða veittir til rannsóknar - og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla , stofnana og fyrirtækja . Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein . Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna . Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna . Úthlutun mun liggja fyrir í byrjun mars 2020 . Hverjir geta sótt um ? Háskólanemar í grunn - og meistaranámi við íslenska háskóla . Sérfræðingar innan fyrirtækja , stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir .
Friðlýsing Surtseyjar eykur vísindagildi hennar þar sem áhrifa mannsins er haldið í lágmarki . Til ráðgjafar um málefni friðlandsins er ráðgjafanefnd Surtseyjar sem er skipuð sex fulltrúum . Fulltrúar nefndarinnar eru frá Umhverfisstofnun , Surtseyjarfélaginu , Náttúrufræðistofnun Íslands , Hafrannsóknastofnun og Vestmannaeyjabæ . Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO sumarið 2008 sem einstakur staður náttúruminja á heimsvísu . Í mati heimsminjanefndar UNESCO er sérstaklega tekið fram mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu lífríkis Surtseyjar fyrir heiminn . Sýning um Surtsey er í Eldheimum . Sýningin var upprunalega sett upp í Þjóðmenningarhúsi Reykjavíkur árið 2007 , en var flutt til Vestmannaeyja 2010 og nefnd Surtseyjarstofu . Þar var tekið á móti þeim sem vildu fræðast um heimsminjasvæðið til 2014 , en þá var sýningin færð inn í Eldheima .
Árið 1934 hófst bygging síldarverksmiðju í Djúpavík á Ströndum . Stóriðja hélt innreið sína í fámennan hrepp í miðri heimskreppunni . Í myndinni er saga þorpsmyndunar og síðar fólksflótta sögð og fjöldi Djúpvíkinga segir frá lífinu í litla þorpinu . Gamlar kvikmyndir og ljósmyndir bregða upp lifandi mynd af mannlífi og atvinnustarfsemi sem ekkert skildi eftir sig nema minningar . Kynnið ykkur Vestfirði Myndin var gerð 1988 . Höfundar : Finnbogi Hermannsson og Hjálmtýr Heiðdal Stjórnandi : Hjálmtýr Heiðdal Kvikmyndasjóður Íslands studdi verkið . Myndin hefur verið sýnd nokkrum sinnum í RÚV .
Árið 1862 skrifaði hann Hugvekju til Íslendinga þar sem hann hvatti til byggingar „ Þjóðlegs forngripasafns “ og þangað „ áttu menn að safna öllum þeim vopnum , sem til eru og sem hér eftir finnast í jörðu , öllum leifum af fornum byggingum , stólum , súlum , útskornum syllum , skápum , kistum , örkum , byrðum etc. , hestbúnaði , verkfærum , búningi , skrauti , húsbúnaði , veggtjöldum , klæðnaði , myndum merkra manna , málverkum etc. “ Stofnun íslensks forngripasafns var brýn að mati Sigurðar . Í Hugvekju sinni skrifaði hann : „ vér verðum nú að hugsa annaðhvort af eða á , bæði í þessu og öðru ef við viljum vera þjóð “ Ári eftir þessa brýningu Sigurðar var Forngripasafnið stofnað og varð Sigurður ráðinn til safnsins skömmu eftir stofnun þess . Árið 1911 var nafni safnsins breytt í Þjóðminjasafn Íslands . Heimildamynd um Sigurð Guðmundsson málara Heimildamyndin sem hér er kynnt fjallar um Sigurð Guðmundsson málara og margvísleg hugðarefni hans . Sigurður Guðmundsson málari dó ungur að árum 1874 . Þrátt fyrir skamma ævi liggja eftir hann fjölmörg verk , bæði í myndlist og á sviði ýmissa framfaramála sem hann bar fyrir brjósti . Sigurður fæddist í Skagafirði og fór ungur til náms í Kaupmannahöfn árið 1848 og stundaði nám við Konunglegu dönsku fagur-listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1850 - 1858 . Eftir heimkomuna gerðist hann forgöngumaður á ýmsum sviðum , með hans eigin orðum var hann „ framsögumaður í þeim málum , sem aldrei höfðu verið borin upp hér á landi fyrr “ . Hann er þekktastur fyrir störf sín að gerð nýrra þjóðbúninga , stofnun Forngripasafnsins ( sem síðar varð Þjóðminjasafnið ) , og sem frumkvöðull í leikhúsmálum í Reykjavík . Hann samdi leikrit , teiknaði leiktjöld og búninga og einnig farðaði hann leikarana . Auk þess liggja eftir hann hugmyndir um framfara - og menningarmál , m.a. um útivistarsvæði í Laugardalnum , Skólavörðuna á holtinu og styttuna af Ingólfi Arnarsyni .
Átjánda öldin er ein af merkustu öldum Íslandssögunnar . Hún er eins og viti , lýsir bæði fram og aftur í sögu þjóðarinnar og einnig til umheimsins því alþjóðlegir straumar höfðu þá djúptæk áhrif á framvindu mála á Íslandi . Við sem nú lifum á Íslandi eigum erfitt með að hugsa okkur þjóðfélag án framfara . Framþróun er einkenni heilbrigðs samfélags en ef við skyggnumst aftur í tímann , til fyrstu ára 18. aldar , blasir við efnahagslegt hrun , algjör stöðnun í mannlífi og atvinnuvegum : Engin jarðrækt , engin garðrækt , hreysi þar sem áður voru blómleg býli , hungrað og klæðlítið fólk , illa haldnar skepnur , engin heilsugæsla , léleg dómgæsla , afdönkuð kvikfjárrækt , fiskveiðar í lamasessi . Í þessu samfélagi er viðvarandi atvinnuleysi , mikill fjöldi manna sem hvergi á kost á vistráðningu ; förumenn og flakkarar og flestir þeirra á góðum vinnualdri . Og þjóðinni fjölgar ekki . Henni fækkar . Þetta er sjúkt samfélag . Ekki er ofmælt að danskir kaupmenn hafi ráðið lögum og lofum í landinu á þessum tíma og þetta var án vafa hræðilegasta tímabilið í verslunarsögu landsins . Þar við bættust mikil harðindi , hafís allt í kringum landið , meira að segja inni á Faxaflóa . Upplýsingin svonefnda ( öðru nafni skynsemis - eða fræðslustefna ) breiddist um Vestur-Evrópu um miðbik 18. aldar . Hún fól í sér óbilandi trú á framfarir og ótakmarkaða möguleika mannsins til þess að hafa áhrif á líf sitt og samfélag . Á þessum tíma komust upplýsingarmenn til valda í Danmörku og það leiddi til margskonar endurreisnartilrauna hér á landi . Og Íslendingar eignuðust sjálfir sína eigin upplýsingarmenn sem voru ástríðufullir umbótasinnar og létu sér fátt mannlegt óviðkomandi : Skúli Magnússon , Jón Eiríksson , Magnús Stephensen , Stefán Thorarensen o . fl . Hér segir frá þeim og öllu því sem gerði það að verkum að síðari hluti 18. aldar varð einn merkasti umbrotatími í sögu þjóðarinnar .
Árið 1945 reistu Fjallamenn undir forystu Guðmundar frá Miðdal fjallaskála á Fimmvörðuhálsi , fimmtíu árum seinna var nýr skáli reistur á grunni gamla skálans . Í þessari heimildamynd er sagt frá starfi Fjallamanna og frumkvöðlinum Guðmundi Einarssyni frá Miðdal . M.a. eru sýndar gamlar kvikmyndir sem hann tók og lýsa vel þeim aðstæðum og erfiðleikum sem mættu upphafsmönnum hálendisferða á Íslandi . Byggingu og vígslu nýja skálans er einnig lýst í fallegum kvikmyndum þar sem skiptast á skin og stórviðri á Fimmvörðuhálsi . Höfundar : Ari Trausti Guðmundsson og Hjálmtýr Heiðdal
Í Ófeigsfirði á Ströndum hafa menn lifað af gæðum landsins kynslóðum saman , stundað landbúnað , fiskveiðar og fuglatekju og nýtt rekavið til húsagerðar . Hér hefur sama gamla brýnið verið notað til að hvetja hnífana í fimm ættliði . Enn eru til menn eins og Pétur Guðmundsson hlunnindabóndi í Ófeigsfirði sem halda út , nýta hlunnindin á sama hátt og forfeður þeirra hafa gert öldum saman . Hér er afraksturinn notaður án þess að gengið sé á höfuðstólinn og nýting þessara hlunninda var öldum saman forsenda þess að unnt væri að draga fram lífið í landinu .
Fimm kassar með margvíslegum gögnum eru sendir til hennar frá A-Þýskalandi að honum látnum . Könnun á innihaldi kassanna opnar Önnu nýja sýn á ævi frænda síns og úr þeirri könnun sprettur þessi kvikmynd . Við þáttaskil ( ljóð sem Sveinn samdi þegar hann flutti til A - Þýskalands 1952 ) Ég er fæddur á þessari fold . Ég er frjóangi úr þessari mold . Allt sem ég er og ég verð er íslenskt að stofni og gerð . Menn lá mér , að land mitt ég flý , að leita ég burtu á ný , því hér sé mér hugljúfast allt : of fátækt að hýsa þann gest , því vísindum vígður ég er , en veglaus með þjóð minni fer . Gleymdan að garði mig bar , sem gesti mér tekið var . gríp ég því hatt minn og staf . Heimildamynd um lífshlaup Sveins Bergsveinssonar 1907 - 1988 Sagan af lífshlaupi Sveins Bergsveinssonar er ofin úr mörgum þráðum , þar fléttast saman saga einstaklings , þjóðar - og fjölskyldusaga , stjórnmálasaga og saga um listræna tjáningu . Hin mörgu lög sögunnar eru tvinnuð saman í Sveini , upphaf ævi hans endurspeglar íslenskt þjóðfélag sem er enn á miðaldastigi . Lærdómsáhugi Sveins er ekki umborinn og hann talinn latur , hann verður að brjótast til mennta á eigin krafti . Skólaár hans á Akureyri mótast að hluta af hörðum stéttaátökum ( hann verður vitni að Novuslagnum ) á tímum kreppunnar miklu og hann tekur þátt í stofnun Kommúnistaflokks Íslands 1930 aðeins 23 ára gamall . Kalda stríðið skellur á og eftir tilraunir til að hasla sér völl sem virtur fræðimaður í heimalandi sínu " grípur hann hatt sinn og staf " og kveður ættjörðina . Gamli sósíalistinn lifir sína starfsævi í Þýska alþýðulýðveldinu , á bak við múrinn - og þar dó hann skömmu áður en múrinn féll - en Sveinn átti þá ósk heitasta á sínu ævikvöldi að deyja heima á ættjörð sinni . Aska hans var send heim og var grafin í Fossvogskirkjugarði . Hlustaðu á Svein lesa ljóðið Við þáttaskil Höfundur og stjórnandi : Hjálmtýr Heiðdal .
Heimildamynd í þremur þáttum um sögu bílsins á Íslandi . Fyrsti bíllinn var ávallt kallaður Thomsenbíllinn eftir Ditlev Thomsen kaupmannni sem flutti bílin hingað til lands með tilstyrk Alþingis . Bíllinn var keyptur notaður frá Danmörku og reyndist fremur illa við íslenskar aðstæður . Í myndinni er saga bílsins á Íslandi sögð allt frá upphafi samgangna til vorra daga . Hjálmtýr Heiðdal Stjórnandi : Hjálmtýr Heiðdal Kvikmyndataka : Guðmundur Bjartmarsson og Hjálmtýr Heiðdal Tónlist : Vilhjálmur Guðjónsson Framleiðsluár : 1992 Myndin er í þremur þáttum , samtals 110 mínútur . Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands Thomsensbíllinn , fyrsti bíllinn sem kom til Íslands , var af gerðinni Cudell . Lengi vel var mönnum ekki kunnugt um að til væri eintak af þessari tegund . Nýlega fréttist af samskonar bifreið á safni í Varsjá í Póllandi . Hér eru nokkrar myndir af þeim bíl .
Karl Smári Hreinsson og Hjálmtýr Heiðdal . Stjórnandi : Hjálmtýr Heiðdal . Kvikmyndataka : Hjálmtýr Heiðdal Lengd : 52 mínútur Styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands . Ráðgjafi : Páll Baldvin Baldvinsson 14. nóvember 1940 gerðu 500 þýskar sprengjuflugvélar loftárás á borgina Coventry í Englandi . Þessi árás var ein sú mesta sem gerð var á enska borg í styrjöldinni . Dómkirkja borgarinnar , að stofni til frá 12 öld , var gjöreyðilögð . En áður en stríðið skall á höfðu verðmætum gluggum kirkjunnar verið komið fyrir ó öruggri geymlu utan borgarinnar . Þessi árás varð upphafið að atburðarás sem teygði anga sína til Íslands . Sögulegum kirkjugluggum dómkirkjunnar var stolið og fjöldi þeirra kom síðar fram í íslenskum kirkjum . Í heimildakvikmyndinni , Saga af stríði og stolnum gersemum , er málið rannsakað og saga sem hefur verið sveipuð helgisögnum og rangfærslum , öll sögð í fyrsta sinn .
Í Jökuldalsheiði er að finna menjar um þá byggð sem hæst hefur staðið yfir sjó á Íslandi . Á 106 ára tímabili ( 1841 - 1946 ) var þar nokkurs konar nýlenda meira en 100 manna sem bjuggu á u.þ.b. 20 bæjum . Þegar heiðin hafði verið í byggð í tæpa þrjá áratugi dundu ósköpin yfir : Öskjugosið árið 1875 . Það sem áður hafði verið blómlegt beitiland var nú alþakið þykku vikurlagi sem engu eirði og eyðilagði að lokum lífsviðurværi fólksins í heiðinni . Hún fór í eyði í nokkur ár en byggðist síðan aftur í mun minna mæli þó og að lokum flutti bóndinn á síðasta bænum , Sænautaseli , burt með fjölskyldu sína árið 1946 . Fyrri hluti myndarinnar rekur sögu byggðarinnar frá upphafi til loka og fjallar um tengslin við skáldsöguna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness . Bjartur í Sumarhúsum sem heldur vildi vera sjálfstæður en að játast undir vald annarra manna á sér sterkar fyrirmyndir í þessum kotungum sem hófu búskap á heiðinni þegar landþrengslin á búsældarlegri stöðum voru orðin of mikil . Í seinni hluta myndarinnar er aðalsögusviðið hálendið umhverfis Snæfell , Eyjabakkar , Vesturöræfi og hrikalegir farvegir Jökulsár á Brú og Jökulsár á Fljótsdal . Myndin er tekin 1998 , áður en hið mikla rask af völdum virkjanasmíði hófst . Þar skiptast á víðáttumiklar heiðar og öræfi sundurskorin af hrikalegum árfarvegum þriggja stórfljóta . Fjallahringurinn er líka einstakur : Snæfell , Kverkfjöll , Herðubreið . Dýarlífið á heldur engann sinn líka : stórar heiðagæsanýlendur og hreindýrahjarðir . Til skamms tíma þekktu fáir þetta svæði en nú orðin breyting þar á . Bygging virkjana , risalón og stóraukin umferð ferðamanna og annarra hefur orðið til þess að orðstír þessa fyrrum stærsta ósnerta víðernis Evrópu hefur borist víða .
Heimildamyndin ,, Það kom svolítið rafmagn " segir sögu Bjarna Runólfssonar í Hólmi í Landbroti og samverkamanna hans og hvernig þeim tókst með einstæðri elju og þrautseigju að lýsa upp og verma fjölda sveitaheimila í öllum landsfjórðungum . Skaftfellingar voru frumkvöðlar í raftækni á Íslandi og fóru í alla landsfjórðunga að koma upp rafstöðvum . Fjölmargar þessara stöðva ganga enn svo sem stöðin á Seljalandi í Fljótshverfi , sem reist var af Sigfúsi Vigfússyni á Geirlandi . Í heimildamyndinni ,, Það kom svolítið rafmagn " segir frá því , þegar rafstöðvarsmiðirnir ,, litu á lækinn ´ ´ eins og þeir orðuðu það af sinni skaftfellsku hógværð og stóðu að lokum uppi með á þriðja hundrað raflýst sveitaheimili um land allt . Það kom svolítið rafmagn Höfundur handrits og texta : Stjórnendur : Hjálmtýr Heiðdal Framleiðslustjórn : Hjálmtýr Heiðdal Kvikmyndataka : Hjálmtýr Heiðdal Hjálmtýr Heiðdal Þulir : Þorsteinn Helgason Eiríkur Björnsson Framleiðsluár : 1999 . Lengd : 30 mínútur . Styrkt af Menningasjóði útvarpsstöðva , Kvikmyndasjóði , Tal og Landsvirkjun .
Sverrir Haraldsson ( 1930 - 1985 ) var sérstæður listamaður sem samtíminn átti erfitt með að átta sig á , einnig listfræðingar og gagnrýnendur . Hann var undrabarn á mörgum sviðum og viðurkenndur hæfileikamaður þegar um tvítugt . Í þessari heimildarmynd eru ævi hans og listferill rakinn og sýndur fjöldi listaverka - málverk , teikningar , útskurðarmyndir , bókakápur o.fl . Gerð er grein fyrir ákveðnum skeiðum og tegundum verka á listferli Sverris : bernskumyndum frá Vestamannaeyjum , fíngerðum “ kúbískum ” verkum , flatarmyndaskeiðinu , auglýsingavinnu , verkum unnum með málningarsprautu og landslagsmálverkum sem hann vann síðustu tvo áratugi ævinnar . Víða er leitað fanga til að rekja þennan feril - í umsagnir samferðamanna , ljósmyndir , sjónvarpsviðtöl , fyrirmyndir í náttúrunni o.fl .
Japanski slagverksleikarinn og tónskáldið , Stomu Yamash´ta sneri á sínum tíma baki við frægð og frama á vesturlöndum og hvarf inn í heim Zen heimspeki og hugleiðslu í einu af hofum Kyoto . Í kjölfarið þróaði hann afar sérstakan tónlistarheim í gegnum syngjandi steina , sem fluttir voru frá lítilli eyju utan Japansstrandar og höggnir til af miklu listfengi . Hljóðmögnun var unnin á vísindalegan hátt og sérstakir hljóðnemar hannaðir , sem gátu numið hinn margbreytilega yfirtóna-heim steinanna . Sverrir Guðjónsson kontratenor hefur frumflutt fjölda tónverka og ópera sem sérstaklega voru samin með raddsvið hans í huga . Á undanförnum árum hefur hann í auknum mæli tekið þátt í spunakenndum verkefnum , þar sem þanþol raddarinnar er kannað til hins ýtrasta . Samstarf þessara tveggja listamanna hófst í kjölfar sýningarinnar , “ Legends in Icelandic Music “ , í boði Min-on Concert Association undir listrænni stjórn Sverris , sem sýnd var fyrir fullu húsi í 15 japönskum borgum ( ca. 30.000 áhorfendur ) . Stomu og Sverrir eru vinir og hafa þekkst í mörg ár . Myndin sýnir okkur tvo listamenn sem takast á við tónlitarsköpun sem byggir á þeim sérstöku kröftum sem þeir leiða saman ; syngjandi steinar sem Stomu vinnur af vísindalegri nákvæmni og hin sérstaka rödd Sverris . Tónverkið byggir á ferðalagi og þróun lífs í gegnum ímyndað völundarhús , sem tengir saman fortíð , nútíð , framtíð . Hin svonefnda “ labirynth “ eða “ mandala “ býr yfir leyndardómum sem fylgt hafa manninum í gegnum aldirnar . Vegferðin er mörkuð og leiðir okkur hægt og bítandi að miðju orkusviðs , sem er upphaf og endir alls . Gengið í hljóði Walking on Sound er samvinnuverkefni Seylunnar og franska kvikmynda-fyrirtækisins Les Films d'iCi í París . Leikstjóri og handritshöfundur er Jacques Debs . Fransk-þýska sjónvarpsstöðin Arte fjármagnaði stærstan hluta framleiðslunnar Frumsýnd í nóvember 2010 Verkefnið var styrkt af Iðnaðarráðuneytinu , Scandinavia - Japan Sasakawa Foundation og Kvikmyndamiðstöð Íslands . Ráðgjafi var Gréta Ólafsdóttir Sýnishorn úr myndinni Ljósmyndin er tekin við Fláajökul Ef stiklan birtist ekki smellið þá á „ reload page “
Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í upplýsingamiðlun og greiningum hjá SFF . Elvar er með BSc . gráðu í viðskiptafræði og MSc . gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík . Þá er hann einnig löggiltur verðbréfamiðlari . Elvar starfaði hjá Íslandsbanka frá árinu 2012 , lengst af í greiningardeild bankans . Þar leiddi hann m.a. útgáfur Íslandsbanka sem fjölluðu um húsnæðismarkaðinn , sjávarútveginn , rekstur sveitarfélaganna og íslenska ferðaþjónustu við góðan orðstír . Tom Kirchmaier á morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti 17. janúar Samtök fjármálafyrirtækja , Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands , Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands ásamt IcelandSIF standa að morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti . Fyrirlesari verður Tom Kirchmaier prófessor við Copenhagen Business School ( Governance , Regulation , Risk and Compliance ) .
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020 - opið fyrir tilnefningar Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 5. febrúar 2020 . Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru : að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins að sem flest starfsfólk taki virkan þátt að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru : að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu , innan fyrirtækis og / eða í samstarfi fyrirtækja . samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu , innan sem utan fyrirtækja . Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar . Frá upphafi verðlaunanna hefur fjöldi ólíkra fyrirtækja hlotið nafnbótina menntafyrirtæki og menntasproti ársins . Höldur er menntafyrirtæki ársins 2019 og Friðheimar menntasproti ársins 2019 .
Gaman er að segja frá því að heilsueflandi samfélag og lögreglan á Seyðisfirði voru í samvinnu síðast liðið vor og haust varðandi umferðareftirlit við grunnskólann á Seyðisfirði . Að því loknu gefur lögreglan frá sér eftirfarandi mat á umferðarmenningu bæjarbúa .
Seyðisfjarðarkaupstaður vill gjarnan vekja athygli á breytingum á fasteignagjöldum fyrir árið 2020 , sem til koma vegna sameiningar sveitarfélaganna . Breytingarnar eru þær að gjalddagi verður 1. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar og greiðslur munu dreifast á níu mánuði í stað átta . Fyrirhugað er að vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja hefjist aftur að lokinni viðgerð á Sundhöll . Ekki er alveg hægt að segja fyrir um tíma , en verður auglýst nánar þegar nær dregur . Tímar eru fyrirhugaðir tvisvar í viku og kennari verður sem áður Unnur Óskarsdóttir . Opið fyrir umsóknir / Open for applications Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020 . Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði . We are open for applications for our summer series 2020 , 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August Hljómsveitin Tikka leikur fyrir dansi . Húsið opnar kl. 19.30 , borðhald hefst kl. 20.00 . Miðaverð er 9.000 kr . Öryrkjar og eldri borgarar 7.000 kr . Vinsamlegast skráið þáttöku á skráningalista í Kjörbúðinni . Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið torrablotsey20@gmail.com . Tilkynna þarf hópa á fyrrnefnt netfang . Skráningu lýkur miðvikudaginn 22. janúar . Miðasala verður í Herðubreið fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.00 - 19.00 . Nánari upplýsingar hjá Helgu í síma 854-3816 .
Opið fyrir umsóknir / Open for applications Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020 . Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði . We are open for applications for our summer series 2020 , 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August
Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020 . Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði . We are open for applications for our summer series 2020 , 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August Sviðslistaverkið Skarfur , sem á að frumsýna í Herðubreið þann 7. febrúar , er afar áhugavert verk . Verkið verður eins og áður segir frumsýnt á Seyðisfirði og verða sýndar tvær sýningar í Herðubreið áður en verkið flyst suður , þar sem það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu . Að neðan má lesa nánar um verkið og fyrirtækið Lið fyrir Lið . Afmælisnefnd fyrir 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar tilkynnir hér með að nú hefur verið ákveðið að haldin verður afmælisveisla með pompi og prakt laugardaginn 6. júní 2020 ( Sjómannadagshelgi ) . Nánari upplýsingar um dagskrá birtist þegar nær dregur sumri . Íþrótta - og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar . Lífshlaupið er heilsu - og hvatningarverkefni Íþrótta - og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna . Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma , vinnu , skóla eða við val á ferðamáta . Gaman er að segja frá því að heilsueflandi samfélag og lögreglan á Seyðisfirði voru í samvinnu síðast liðið vor og haust varðandi umferðareftirlit við grunnskólann á Seyðisfirði . Að því loknu gefur lögreglan frá sér eftirfarandi mat á umferðarmenningu bæjarbúa .
Gaman er að segja frá því að heilsueflandi samfélag og lögreglan á Seyðisfirði voru í samvinnu síðast liðið vor og haust varðandi umferðareftirlit við grunnskólann á Seyðisfirði . Að því loknu gefur lögreglan frá sér eftirfarandi mat á umferðarmenningu bæjarbúa . Lögreglan fór í haust að sinna morguneftirliti við grunnskólann , framhald frá vori 2019 , og varð þess áskynja að umferðarmenning þar hefur batnað verulega og erum við ánægð með það . Það heyrir orðið til undantekninga ef börnum er hleypt út úr bílum þannig að þau þurfi að fara yfir götuna til að komast í skólann . Lögreglan vill benda á þá augljósu staðreynd að afskaplega lítil slysahætta skapast við skólann ef foreldrar / skutlarar haga skutlinu þannig að barnið þurfi ekki að þvera umferðargötu framan við skólann , sérstaklega í myrkrinu sem umlykur morgnana þessa dagana . Við höfum líka orðið þess vör að bílbelti , börn í bílstól / bílbelti hefur snarskánað , heyrir nú til undantekninga og á ekki að sjást . Þannig að ef við drögum þetta saman og ræðum umferðarmenningu á Seyðisfirði er lögreglan mjög sátt við bæjarbúa sem aka um af varkárni , sýna tillitssemi og eru yfirleitt til fyrirmyndar .
Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega .
Bæjarstjórinn heimsótti síðast liðinn föstudag Stefán Loga Birkisson . Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með hinn káta Stefán Loga og óskað gleðilegra jóla og nýs árs .
Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið í dag og búist er við að óveðrið standi fram á miðvikudag . Gott er að nota tímann áður en veðrið skellur á og ganga vel frá öllum lausum hlutum svo að þeir fjúki nú ekki út í veður og vind . Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum til dæmis á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar
Vinnustofa vegna umsókna þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verður haldin í Silfurhöllinni fimmtudaginn 12. desember frá kl. 13:00 - 15:00 . Allar nánari upplýsingar og skráning á austurbru.is Vinnustofan fer fram á ensku og íslensku . Vinnustofa verður einnig haldin á íslensku á Egilsstöðum þriðjudaginn 17. desember . Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar - , atvinnu - og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands .
Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka hefst miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13:00 . Starfsmenn í unglingavinnunni á Seyðisfirði skerptu á litunum í Regnbogagötunni í morgun , líklega mest mynduðu götu Austurlands . Undirbúningi mótsins miðar vel . „ Við viljum hvetja Austfirðinga til að nýta sér þetta frábær tækifæri til hreyfingar , “ segir Gunnar Gunnarsson , framkvæmdastjóri UÍA .
Seyðisfjarðarkaupstaður , óskar eftir tilboðum í verkið : ENDURNÝJUN KNATTSPYRNUVALLAR VIÐ GARÐARSVEG Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum , landmótun , lagningu drenlagna , lagningu vökvunarkerfis , útlögn rótarlags , grassáningu og eftirfylgni . Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Gylfi Arinbjörn Magnússon yrði fulltrúi Seyðisfjarðarskóla Ólafíu Maríu Gísladóttur , eða Ólu Mæju , þarf vart að kynna fyrir Seyðfirðingum . Vakin er athygli á breyttum reglum og vinnuháttum varðandi garðsláttur sumarið 2019 . Óskað er eftir umsóknum fyrir 1. mars 2019 .
Tíminn flýgur áfram og það er að koma að annarri bíllausu vikunni á þessu ári , en hún verður frá mánudegi 14. október til og með sunnudagsins 20. október . Eins og áður hefur komið fram er þetta átak í boði stýrihóps heilsueflandi samfélags . Það er að hvetja fólk til að skilja bifreiðarnar meira eftir heima í hlaði og fara ferða sinna frekar gangandi eða hjólandi . Koma púlsinum aðeins á hreyfingu , njóta útiverunnar og huga að aukinni heilsuvitund . Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna og hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi . Boggi hreyfir sig mikið og var meðal annars sá sem kvittaði daglega í hreyfibækurnar í Hreyfiviku á Seyðisfirði í maí og júní . Það sem fáir vita sennilega er að Boggi er fyrsti „ Fjallagarpur Seyðisfjarðar “ , en hann gekk á alla tindana sjö á mánaðartímabili sumarið 2007 og að hann smíðar allar stikurnar sem merkja gönguleiðir í fjöllunum hér í firðinum .
Fjöldinn allur af fólki stundar hreyfingu innan bæjarmarkanna og í hreyfiviku verður það skoðað betur og mögulega tíundað . Einnig verður skoðaður sá möguleiki að bjóða fólki að skrá sína hreyfingu á netinu , sem svo yrði tekin saman í frétt fyrir vefsíðuna . Öll hreyfing er góð , úti , inni og alls staðar . Viðtal mánaðarins Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins . Hugmyndin var að bjóða upp á persónuleg og einlæg viðtöl , eitt í hverjum mánuði , í heilt ár . Öll skyldu viðtölin hafa með ólíkar nálganir að gera á sama viðfangsefninu ; hvað er heilsa og hvernig viðhöldum við henni . Viðtölin eru 11 talsins og eru þau jafn ólík og þau eru mörg . Öllum viðmælendunum er þakkað innilega fyrir þátttökuna , þetta hefði aldrei verið hægt nema af því að þau sögðu öll " já " . Einnig ber að taka það fram að margir stigu langt út fyrir sinn eigin þægindaramma í þessu verkefni og eiga þeir sérstakar þakkir skildar fyrir það .
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags hefur nú sett niður verkáætlun fyrir árið 2020 og búið til nýtt viðburðadagatal . Hópurinn vinnur áfram að hugtakinu heilsuefling , beitir sér fyrir hönd bæjarbúa við að gera bæinn vænlegri í allar áttir ; til búsetu og vellíðunar og til að auka lífsgildi fólks almennt . Talið er vert að minna á að : „ Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninnar ( WHO ) ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings bæði líkamlegri , andlegri og félagslegri . “ Markmið 2020 kynning á Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs ( lok febrúar ) erlendir íbúar fastir árlegir viðburðir Áfram frá árinu 2019 hvetja til aukinnar heilsuvitundar meðal íbúa hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í heilsueflandi samfélagi viðburðadagatal ( með fyrirvara um breytingar ) samvinna við Sey.kirkju , lögregluna , Lions , sjúkraliða á HSA og fleiri Athugið ; smellið gjarnan á dagatalið til að stækka það .
Hljómsveitin Tikka leikur fyrir dansi . Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið torrablotsey20@gmail.com . Tilkynna þarf hópa á fyrrnefnt netfang . Skráningu lýkur miðvikudaginn 22. janúar . Miðasala verður í Herðubreið fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.00 - 19.00 . Nánari upplýsingar hjá Helgu í síma 854-3816 .
Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina . Elvar Snær og bæjarstjóri um liði 2 , 3 og 6 . Vilhjálmur og Rúnar um lið 2 . Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum . 5 . Samræming gjalddaga fasteignargjalda Seyðisfjarðarkaupstaðar við Borgarfjarðarhrepp , Fljótsdalshérað og Djúpavogshrepp vegna sameiningar sveitarfélaga 2020 . Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu við áður samþykkta tillögu bæjarstjórnar á gjalddögum fasteignagjalda 2020 vegna sameiningu sveitarfélaga : „ Bæjarstjórn samþykkir að gjalddagar verði 9 fyrir árið 2020 ; 1. febrúar , 1. mars , 1. apríl , 1. maí , 1. júní , 1. júlí , 1. ágúst , 1. september , 1. október . “ Enginn tók til máls . 6 . Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn : „ Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2019 til kaupa á spjaldtölvum fyrir Seyðisfjarðarskóla . “ Viðauki nr. 13 vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir Seyðisfjarðarskóla kr. 5.223.936 . Viðaukinn verður fjármagnaður af deild : 04211 , grunnskóladeild , lykill : 1110 mánaðarlaun og deild 04211 grunnskóladeild , lykill 4990 , önnur þjónustukaup , bókaður á deild 04211 , grunnskóladeild , lykill 2855 , tölvubúnaður . Til máls tóku Elvar Snær , bæjarstjóri , Vilhjálmur og bæjarstjóri . Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum ; Hildar , Þórunnar Hrundar , Rúnars , Örnu , Oddnýjar Bjarkar og Elvars Snæs . Vilhjálmur greiddi atkvæði á móti . Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu : Í 121. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 / 2011 í XII. kafli sem heitir Sameining sveitarfélaga er fjallað um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu og er 121. greinin svohljóðandi : 121. gr . Fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu . Hafi tillaga um sameiningu hlotið samþykki skv. 119. og 120. gr. er sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga óheimilt að skuldbinda sveitarfélag eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum , fjárhagsáætlun eða þegar samþykktumviðauka við hana nema allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir samþykki slíka ráðstöfun . “ Engin gögn liggja fyrir um að samþykkis hafi verið aflað . Bæjarstjóri tók til máls . 7 . Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 Viðauki nr. 1 vegna vaktsíma áhaldahúss kr. 2.500.000 . Viðaukinn verður fjármagnaður af deild : 31102 , viðhald ósundurliðað , lykill : 4990 , Önnur þjónustukaup , bókaður á deild : 3321 , Áhaldahús lykill : 1122 , Tímamæld yfirvinna . Viðauki nr. 2 viðbótastyrkur til LungA skóla kr. 1.000.000 . Viðaukinn verður fjármagnaður af deild : 2159 , lykil : 9991 , styrkir og framlög og færist á deild : 04591 , LungA skólinn . Til máls tóku Oddný Björk , Rúnar , Oddný Björk , Elvar Snær , Rúnar og Elvar Snær . Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn : „ Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna viðbótarstyrks til LungA skólans . “ Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum ; Hildar , Þórunnar Hrundar , Rúnars og Örnu . Oddný Björk , Elvar Snær og Vilhjálmur greiða á móti . Elvar Snær og Oddný Björk gera grein fyrir atkvæðum sínum : Það er ákaflega sérstakt og óeðlilegt að gera viðauka um aukastyrk upp á 1.000.000 kr. svona stuttu eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt . Umræður í undirbúningi að fjárhagsáætlun og samþykkt fjárhagsáætlun voru ekki á þá leið að veita styrk til Lunga skólans að upphæð 2.250.000 kr . Með þessum viðauka er tekinn þriðjungur af heildarupphæð sem er ætluð til almennra styrkveitinga . „ Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna vaktsíma áhaldahúss . “ Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum ; Hildar , Þórunnar Hrundar , Rúnars og Örnu . Elvar Snær og Vilhjálmur greiða á móti . Oddný Björk situr hjá . Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu : Það er einkennilegt og taktlaust að gera slíkan viðauka að upphæð 2.500.000 kr. þegar vart er liðinn mánuður frá því að fjárhagsáætlun var samþykkt . Þetta er mál sem á heima í nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags og ætti að fjalla um í undirbúningsstjórn svo að hægt sé að fara heildstætt yfir málið með tilliti til hinna byggðarkjarnanna . Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæðum sínum : Í 121 grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 / 2011 í XII. kafli . sem heitir Sameining sveitarfélaga er fjallað um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu og er 121. greinin svohljóðandi : „ 121. gr . Fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu . Hafi tillaga um sameiningu hlotið samþykki skv. 119. og 120. gr. er sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga óheimilt að skuldbinda sveitarfélag eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum , fjárhagsáætlun eða þegar samþykktumviðauka við hana nema allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir samþykki slíka ráðstöfun . “ Engin gögn liggja fyrir um að samþykkis hafi verið aflað . Fyrir liggur að á 1. fundi framkvæmdahóps á vegum undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs , Borgarfjarðarhrepps , Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps var ákveðið að mannauðsmál falli undir verksvið stjórnsýsluhóps á vegum undirbúningsstjórnarinnar og því rétt að sá hluti viðauka fái umfjöllun þar . Forseti leggur fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum : Það sætir furðu að minnihlutinn leggi til atlögu við framlagða viðauka . Þeir viðaukar sem hér eru lagðir fram eru ætlaðir til þess að bæta grunnþjónustu og starfsaðstöðu í grunnstofnunum bæjarins , áhaldahúsi og Seyðisfjarðarskóla . Einnig til þess að styðja fjárhagslega við fyrsta listalýðskóla landsins sem enn er í mótun og þarfnast stuðnings . LungA skólinn er sjálfseignastofnun og mun áfram greiða leigu fyrir aðstöðuna í Herðubreið upp á kr. 3 milljónir á ári . Elvar Snær tók til máls og Vilhjálmur sem lagði fram eftirfarandi bókun : Undirritaður leggur fram eftirfarandi bókun vegna ásakana í bókun meirihluta L listans . Undirritaður hefur gert grein fyrir því að hann telur málsmeðferð varðandi viðauka ekki standast 121. gr . Sveitarstjórnarlaga og sé auk þess ólánleg með hliðsjón af ný samþykktri fjárhagsáætlun . Meirihlutinn velur að veitast að minnihlutanum með bókun og ásökunum um að fara gegn hagsmunum íbúa með afstöðu sinni . Þeim ásökunum er vísað á bug . Skoðanir kunna að vera ólíkar um efnislegrar áherslur sem viðaukarnir innihalda en gefa vart tilefni til slíkra ásakana . Vilhjálmur Jónsson . 8 . Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn : „ Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar . Breytingin er svohljóðandi : Við 3. mgr. bætist nýr málsliður , svohljóðandi : Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins , sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga , nr. 138 / 2011 , fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili . “ Til máls tóku Vilhjálmur og bæjarstjóri . Forseti ber upp eftirfarandi tillögu : „ Bæjarstjórn samþykkir að fresta liðnum til næsta bæjarstjórnarfundar . “ 9 . Varaaflsbúnaður Rarik á Seyðisfirði – Minnisblað bæjarstjóra frá 09.01.2020 Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti minnisblaðið . 10 . Greiðslur vegna fundarsetu undirbúningsstjórnar og HSAM hóps ( heilsueflandi samfélags ) „ Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags fái greitt fyrir setna fundi auk aksturskostnaðar . “ „ Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar stýrihóps heilsueflandi samfélags fái greitt fyrir setna fundi . “ Tillaga samþykkt með fimm greiddum atkvæðum ; Hildar , Þórunnar Hrundar , Rúnars , Örnu og Oddnýjar Bjarkar . Elvar Snær og Vilhjálmur sitja hjá . 11 . Miðstöð menningarfræða „ Bæjarstjórn heimilar atvinnu - menningar - og íþróttafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar að kalla til aðila MM fræða samkvæmt ábyrgðaraðildarsamningi við Austurbrú og mögulega aðra hagmunaaðila til að fara yfir drög frá 9. mars 2015 : Miðstöð menningarfræða - hlutverk , starfsemi , skipulag , með það að leiðarljósi að efla starfsemi MM - fræða og skerpa á verkefnum . " Til máls tóku Oddný Björk , bæjarstjóri , Elvar Snær , Oddný Björk , bæjarstjóri og Vilhjálmur . Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum . 12 . Kveðja til Vestfjarða Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar sendir hlýjar kveðjur til íbúa Vestfjarða við þær aðstæður sem uppi eru nú vegna óveðurs og hamfara . Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum . Fundargerð á 11 bls . Fundi slitið kl. 18.15 .
1 . Samráðsnefnd um skíðasvæðið í Stafdal . - Jónína Brá boðuð á fundinn undir þessum lið . Farið yfir málefni skíðasvæðisins og verklagsreglur ræddar . Bæjarráð telur mikilvægt að það verði skerpt á þeim . Bæjarráð óskar eftir því að málefni skíðasvæðisins verði tekið fyrir í starfshópi íþrótta - , tómstunda - og menningarmála undirbúningsstjórnar .
Varðandi lið 2 . Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn : Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum . „ Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar . Breytingin er svohljóðandi : Við 3. mgr. bætist nýr málsliður , svohljóðandi : Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins , sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga , nr. 138 / 2011 , fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili . “
1.1 . Samband íslenskra sveitarfélaga 06.01.2020 – Drög að umsögn um frumvarp um þjóðgarðastofnun og þjóðgarða . 1.2 . Sýslumaðurinn á Austurlandi – 06.01.2020 – umsagnarbeiðni Þorrablót Seyðfirðinga . Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækisfærisleyfi Þorrablóts Seyðfirðinga fyrir árið 2020 . 2.1 . Samræming gjalddaga fasteignargjalda 2020 Seyðisfjarðarkaupstaðar við Borgarfjarðarhrepp , Fljótsdalshérað og Djúpavogshrepp vegna sameiningar sveitarfélaga . Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu við áður samþykkta tillögu bæjarstjórnar á gjalddögum fasteignagjalda 2020 vegna sameiningu sveitarfélaga : „ Bæjarstjórn samþykkir að gjalddagar verði 9 fyrir árið 2020 ; 1. febrúar , 1. mars , 1. apríl , 1. maí , 1. júní , 1. júlí , 1. ágúst , 1. september , 1. október . “ Elvar Snær leggur fram eftirfarandi tillögu : „ Bæjarráð samþykkir að vísa máli er varðar vaktsímagreiðslur áhaldahúss til umræðu í undirbúningsstjórn . “ Elvar Snær greiðir atkvæði með tillögunni . Tillaga felld með atkvæðum Rúnars og Hildar . Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu : Bæjarstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2020 og leggja fyrir bæjarstjórn vegna vaktsíma áhaldahúss upp á kr. 2.500.000 Viðaukinn verður fjármagnaður af deild : 31102 Viðhald ósundurliðað lykill : 4990 Önnur þjónustukaup og bókaður á deild : 3321 Áhaldahús lykill : 1122 Tímamæld yfirvinna . Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars , Elvar Snær greiðir atkvæði á móti . 4 . LungA skólinn – styrkbeiðni Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 16:31 . Bæjarstjóra er falið að útbúa viðauka vegna viðbótastyrks til LungA skóla upp á kr. 1.000.000 . Viðaukinn verður fjármagnaður af deild 2159 lykil 9991 styrkir og framlög og færist á 04591 . LungA skólinn . Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars , Elvar Snær greiðir atkvæði á móti . Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu : Undirritaður getur ekki samþykkt aukastyrk til Lunga skólans upp á 1.000.000 kr sem eigi að nota til greiðslu á leigu í Herðubreið . Þó svo að rýmin séu ekki í notkun í 5 mánuði á ári og ekki hefur verið gefið út að þau skuli tæmd er ekki möguleiki að koma til móts við tekjutap með því að nýta rýmin á annan hátt . Bæjarstjóri kemur inn á fundinn kl. 16:52 .
Fyrsti og eini kvenkyns bæjarstjórinn á Seyðisfirði Kæru bæjarbúar og gestir , gleðilega hátíð . Það er áhugavert að standa hér , fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar og jafnframt síðasti bæjarstjórinn fyrir kaupstaðinn . Þessi áramót eru merkileg tímamót fyrir margt , fyrst og fremst fyrir það að kaupstaðurinn fer inn í sitt hundrað tuttugasta og fimmta starfsár og jafnframt hið síðasta sem sjálfstæður kaupstaður . Í vor munum við sameinast í 5000 manna sveitarfélag með góðum nágrönnum okkar á Fljótsdalshéraði , Borgarfirði eystri og Djúpavogi . Hér hafa ákveðið að sameinast sterkir íbúakjarnar , hver með sinn karakter sem er svo áhugavert að sjá þróast saman sem eina sterka heild . Stjórnsýslan kallar á þessar breytingar og ég tel að það sé afar farsælt að stíga það skref sjálfviljug og með eitthvað um það að segja . Síðasta ár hefur á margan hátt verið ár undirbúnings fyrir sameiningu en einnig ár endurskoðunar og tiltektar í starfsemi kaupstaðarins . Árið hefur einkennst öðru fremur af nýjum áherslum á ýmsum sviðum , en þó fyrst og fremst er þetta árið sem margt nýtt lærðist . Samgöngumálin hafa að vonum verið fyrirferðamikil . Verkefnahópur skipaður af samgönguráðherra skilaði af sér skýrslu með þeirri niðurstöðu að næstu jarðgöng á Íslandi skyldu verða undir Fjarðarheiði . Seinni hluta ársins kom svo út samgönguáætlun til næstu fimm ára og þar eru Fjarðarheiðargöng tilgreind sem næstu göng og er áætlað að hönnun ganganna hefjist árið 2020 . Bættar samgöngur skipta miklu máli fyrir Seyðisfjörð , ekki bara fyrir íbúa hér í bæ heldur fyrir fjórðunginn allan , ferðamenn og atvinnustarfsemi . Mikilvægt skref í sameiningu sveitarfélaga sem og í þeirri viðleitini að þróa Austurland sem eitt atvinnusvæði . Í fyrrnefndri skýrslu var einnig lagt til að þar næstu göng yrðu til Norðfjarðar um Mjóafjörð og myndaði þar með hringtengingu sem er svæðinu svo mikilvæg . Ráðherra samgöngumála gekk svo langt í að leyfa sér að vona að þau göng gætu verið grafin á sama tíma og Fjarðarheiðargöngin . Ég veit að trúin flytur fjöll , hversvegna ekki að trúa því að ósk ráðherra rætist ? Ég ætla að leyfa mér að trúa á þetta mikilvæga verkefni . Húsnæðismál hafa verið mikið í deiglunni á árinu og hefur margt verið gert til þess að hreyfa við markaðnum . Húsnæðiskönnun var lögð fyrir íbúa og niðurstöður úr henni voru helstar þær að stór hluti eldri borgara myndi kjósa að flytja í þjónustuíbúðir og við það myndi koma mikil hreyfing á markaðinn . Seyðisfjarðarkaupstaður var tilnefndur sem eitt af sjö tilraunasveitarfélögum af ráðherra félagsmála í samstarfi við íbúðalánasjóð . En verkefninu er ætlað að styðja við stöðnuðum fasteignamarkaði . Beðið er eftir niðurstöðum með hvað nákvæmlega íbúðalánasjóður og félagsmálaráðherra mun gera fyrir Seyðisfjörð í þessu verkefni . Sú niðurstaða átti að liggja fyrir nú fyrir jól en birtist vonandi strax á nýju ári . Hér er á ferðinni afar mikilvægt skref og í raun grundvöllur í frekari atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun í bænum . Bæjarstjórn ákvað að fella niður gatnagerðargjöld í von um að koma hreyfingu á markaðinn . Tveir aðilar hófu byggingu einbýlishúsa í haust og var það því ánægjulegt að geta stutt við þá aðila með niðurfellingu gatnagerðargjalda . Mikil þörf er á viðhaldi á húsnæði kaupstaðarins , götum , gangstéttum og innviðum á sviði ferða - og menningarmála . Á árinu var gerð úttekt og kostnaðargreining á endurbótum á Sundhöllinni okkar . Þar er þörfin afar brýn . Það hefur því verið ákveðið að verja um 20 milljónum til viðgerðar á keri laugarinnar og svæðinu í kringum hana sem og að setja upp heitann pott utandyra . Ljóst er að endurbætur taka nokkur ár þar sem fjárhagurinn leyfir ekki annað en að það verði gert í áföngum . Skólamálin hafa verið í brennidepli , bæði hvað varðar starfsemi og aðstöðu . Bæjarstjórn hefur sett það á stefnuskrá sína að bæta úr aðstöðu skólans . Á næsta ári verður gerð úttekt á aðstöðunni og farið í vinnu að úrlausnum . Til að byrja með er gert ráð fyrir að Steinholt verði selt og söluandvirðið notað í að kaupa lausa kennslustofu sem leysir vonandi brýnasta vandann á meðan annaðhvort verður byggður nýr skóli , rauði skóli kláraður eða þá að önnur framtíðarlausn verði fundin . Biðlisti myndaðist á leikskólanum sökum manneklu en illa gekk að ráða menntaða leikskólakennara . Bæjarstjórn samþykkti tímabundið að koma til móts við foreldra barna á biðlista , með svokallaðri heimgreiðslu sem og að greiða flutningsstyrk tímabundið fyrir menntaða leikskólakennara sem myndu vilja flytja til okkar . Þessar lausnir báru árangur og munu tveir nýjir leikskólakennarar koma til starfa við leikskólann í janúar-febrúar . Öll börnin á biðlistanum komast því inní skólann í byrjun árs . Viðamikil áætlun varðandi uppbyggingu göngustígakerfisins í firðinum var sett í gang á síðasta ári , sem er í raun beint framhald af þeirri vinnu sem gönguklúbbur Seyðisfjarðar lagði grunninn að , sem ég vil sérstaklega þakka hér og nú fyrir frábært framlag til göngustígagerðar . Það verkefni mun verða unnið að stórum hluta í samstarfi við framkvæmdasjóði Ferðamannastaða og spannar nokkur ár . Umsvif á höfninni voru talsverð , af skipaumferð er það að segja að Norræna kom með um 20.000 farþega , 68 skemmtiferðaskip komu með rúmlega 59.000 farþega og áhafnir . Gullver landaði reglulega og fiskvinnslan gekk sinn vanagang . Af annarri starfsemi er það helst að segja að Stálstjörnur hafa unnið að því að smíða stóra brú sem flutt verður suður á land , áhugavert að fylgjast með því verkefni . Ýmis iðnaður og verktakaþjónusta er til staðar í bænum . Stálstjörnur , PG stálsmíði og verktakafyrirtækið Landsverk eru góð dæmi um fyrirtæki sem ná að skapa sér atvinnutækifæri innan sem utan fjarðar , þar fyrir utan eru smá iðanaðarfyrirtæki svo sem blikksmíði , kvikmynda klipping , grafísk hönnun , arkitektúr , verkfræðistofan Efla ofl . Ferðaþjónustan gekk vel og mikill fjöldi ferðamanna sótti okkur heim , verslun og þjónusta vaknar verulega til lífsins yfir sumartímann . Gömlu húsin , viðburðir og Regnbogagatan er helsta aðdráttaraflið . En Regnbogagatan er númer tvö á lista yfir vinsælustu staði á Íslandi til að ljósmynda fyrir Instagram . Í ár samþykkti ríkisstjórnin að lýðskólar yrðu viðurkenndir sem námsleið í íslensku menntakerfi . Var það góður áfangi í uppbyggingu LungA Skólans sem er fyrsti listalýðskóli landsins . Þetta þýðir að fjárhagsgrunnurinn verður tryggari og styrkir líkurnar á að skólinn muni þróast og lifa áfram . Í sumar var unnið að gatnagerð í miðbænum og lítilsháttar gangstétta viðgerðir fóru fram . En betur má ef duga skal og eru áform um að halda áfram næstu árin . Áætlun um uppbyggingu á svæðinu í kringum Lónið lítur vonandi dagsins ljós á vordögum , sem og endurskipulagning á hafnarsvæðinu við Ferjuhúsið . Þá er unnið að Verndarsvæði í byggð sem setur okkar húsaarf í forgang hjá hinu opinbera þegar kemur að fjárveitingum til endurbóta . Forstöðumaður Tækniminjasafnsins ; Pétur Kristjánsson til áratuga hætti störfum í haust og ber að þakka Pétri fyrir hið óeigingjarna starf sem hann hefur unnið í þágu safnsins . Á árinu gekkst Hafnarsjóður við því að eiga Angró og hefur ákveðið að setja fjármagn til endurbóta á húsinu . Til safnsins var ráðinn nýr forstöðumaður og er hann um þessar mundir að vinna að endurskipulagningu . Tækniminjasafnið á mikið magn muna og hefur verið með í vörslu sinni nokkur afar merk hús sem eru í eigu kaupstaðarins . Það þarf svo sannarlega að hlúa að hinum einstaka húsaarfi okkar og tel ég að í ár hafi verið tekin nokkur mikilvæg skref í þeirri vinnu . Til þess að reka sveitarfélag þarf gott og öflugt starfsfólk , við erum mjög heppin með starfsfólk . Það sem heftir okkur þó helst er að nánast allar starfsstöðvar eru undirmannaðar sem þýðir að þjónusta er hvorki nógu hröð eða öflug sökum manneklu . Það er allt of margt sem kemst ekki í framkvæmd sökum þessa . Má segja að sú staðreynd sé einn mikilvægasti þátturinn í því að sameining sveitarfélaga varð raunhæfur og álitlegur kostur að mínu mati . Fjárhagslega á sveitarfélag í okkar stærðarflokki erfitt með að reka sig eitt og sér . Fjárhagur er ágætur en það er mjög þröngt skammtað og mikils aðhalds þörf á sama tíma og kröfurnar um aukna þjónustu og viðhald eru staðreynd . Í desember skilaði bæjarstjórnin af sér ágætri fjárhagsáætlun . Ég ætla ekki að fara nánar út í fjármálin hér en hvet áhugasama til að kynna sér þau , fjárhagsáætlun fyrir 2020 og greinagerð hafa verið birt á vefsíðu kaupstaðarins , seydisfjordur.is . Við getum leyft okkur að horfa bjartsýnum augum til framtíðar , trúin flytur fjöll eins og ég sagði hér í upphafi og göngin komin á dagskrá sem ég held að séu bestu tíðindin frá störfum bæjarstjórnarinnar á þessu ári . En það hefur verið lögð mikil vinna í að hitta ráðamenn , skrifa umsagnir , greinar , álykta og svo framvegis . Þar voru allir sammála um áherslur og einhentu sér saman í verkefnið . Eftir áratuga vinnu fjölmargra bæjarfulltrúa tókst loksins að sannfæra stjórnvöld um að setja verkefnið á dagskrá . Tel ég að sameiningarmálin hafi haft þar mjög mikið að segja . Það eru um 5000 manns sem munu búa í þessu sveitarfélagi og samgöngur eru forsenda þess að vel takist til . Á því hefur verið hamrað og nágrannar okkar hafa sett það mál á oddinn á þeim fundum sem við höfum sameiginlega átt með þingmönnum og ráðherrum um okkar mikilvægu mál . Það verður áhugavert að sjá hvað verður eftir kosningar en fyrirhugað er að þær fari fram 18. apríl næst komandi . Framundan eru miklar breytingar í stjórnkerfinu og mikið álag verður á starfsfólki við að sameina rekstur , gagnavörslu og ferla . Ég bið ykkur því bæjarbúar góðir um að sýna biðlund og umburðarlyndi ef aðlögunin hefur áhrif á þjónustu við ykkur . Ekki er annað hægt en að minnast á og þakka alla þá sjálfboðavinnu sem bæjarbúar inna af hendi . Má þar nefna björgunarsveitina , slysavarnardeildina , lionsmenn , gönguklúbburinn , kirkjukórinn og fólk í menningar - og íþróttastarfsemi ýmis konar . Ég gleymi eflaust að nefna einhverja því það eru jú líka einstaklingar sem taka upp hjá sér að safna fyrir einhverju þörfu málefni sem er líka ótrúlega verðmætt og lýsir því best hvernig lítil samfélög virka þegar á reynir . Mig langar líka að minnast þeirra bæjarbúa sem féllu frá á árinu . Ég vil þakka þeim samfylgdina og sendi aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur . Mig langar til þess að enda þessi fátæklegu orð mín á að hvetja ykkur til þess að vera hugrökk , að sýna hvert öðru samkennd og að standa þétt saman . Þó svo að stjórnsýslan flytji á einn stað verður Seyðisfjörður áfram hinn einstaki Seyðisfjörður . Við þurfum alltaf á samheldni að halda , nú ættum við að hugsa fyrst og fremst um það að standa vörð um okkar gildi , menningararf , atvinnulíf og starfsemi hverskonar sem gefið hefur okkur sérstöðu . Við þurfum hugrekki til þess að takast á við framtíðina , að tryggja það að hér haldist áfram blómleg byggð . Verum skapandi , hugrökk og góðar fyrirmyndir . Leyfum okkur að þora að fara nýjar leiðir og munum að trúin flytur fjöll .
Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarskóli býður nú starfsfólki sínu árskort í líkamsrækt og sund gegn 5000 króna skuldbindingargjaldi . Hugmyndin með þessari nýbreytni er meðal annars að hvetja starfsfólk til hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls , gera vinnustaðinn að enn betri vinnustað og síðast en ekki síst verður áhugavert að sjá hvort þetta muni draga úr veikindadögum og auka almenna vellíðan starfsfólks . Samkvæmt skólastjóra er þetta tilraun til eins árs , sem vonandi heppnast það vel að þessu verði haldið áfram . Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að taka Seyðisfjarðarskóla til fyrirmyndar í þessum efnum og hlúa vel að starfsfólkinu sínu .
Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins . Öllum viðmælendunum er þakkað innilega fyrir þátttökuna , þetta hefði aldrei verið hægt nema af því að þau sögðu öll " já " . Einnig ber að taka það fram að margir stigu langt út fyrir sinn eigin þægindaramma í þessu verkefni og eiga þeir sérstakar þakkir skildar fyrir það . Hér að neðan eru þau 10 viðtöl sem þegar hafa birst . Lokaviðtalið verður birt næst komandi mánudag , 30. desember .
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar . Breytingin er svohljóðandi : Við 3. mgr. bætist nýr málsliður , svohljóðandi : Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins , sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga , nr. 138 / 2011 , fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili . 3 . Umsögn um breytingu lagafrumvarps um hollustuhætti og mengunarvarnir Til umsagnar frá Umhverfis - og samgöngunefnd mál um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir , nr. 7 / 1998 , með síðari breytingum ( viðaukar ) . 436 . Lagt fram til kynningar . Sveinn Ágúst yfirgefur fundinn kl. 17:25 Elfa Hlín Pétursdóttir kt. 190874-3549 tilkynnir um minniháttar breytingu utanhúss við Hafnargötu 42 . Um er að færslu á kjallaraútihurð . Umsögn Minjastofnunar fylgir með sem fylgigagn auk samþykktar meðeigenda . Breytingin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112 / 2012 . Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 28. nóvember sl. 5 . Afbrigði : Ný umferðarlög Breytingar á umferðalögum nr. 2019 nr. 77 25. júní sem taka gildi 1. janúar 2020 Sveinn kom inn á fundinn aftur 17:41 Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17.47 .
Börn í gönguferð með Unni . Hér fengu þau að sjá bæinn sinn frá öðru sjónarhorni en oftast áður - og það eftir að hafa sigrað brekkuna . Það er vel við hæfi að síðasta viðtalið í heilsueflandi viðtalsröðinni sé við Unni Óskarsdóttur , íþróttakennara . Unnur hefur á einn eða annan hátt komið að mörgum , ef ekki flestum , þeim íþróttagreinum sem stundaðar hafa verið á Seyðisfirði undanfarna áratugi . Sem dæmi má nefna að Unnur hefur séð um Kvennahlaup ÍSÍ á Seyðisfirði frá árinu 1999 , hún er formaður Viljans - íþróttafélags fatlaðra , hún startaði hlaupahópi á sínum tíma og kom mörgum af stað í hlaup , hún hefur kennt á skíði í Stafdal undanfarin áratug , hún byrjaði með íþróttaskóla hér fyrir leikskólaaldur og sá um í 18 ár , hún hefur staðið fyrir jógakennslu til marga ára og gerir enn í samvinnu við Báru Mjöll Jónsdóttur . Hún kennir einnig eldri borgurum og öryrkjum vatnsleikfimi , hún heldur sundnámskeið fyrir leikskólabörn og hún býður upp á skólagarða fyrir skólabörn á sumrin svo eitthvað sé nefnt . 1 . Hefur þú alla tíð stundað einhverja hreyfingu ? Viltu segja frá . Já ég held að það sé rétt , ég hugsa að væri ég barn í dag fengi ég hátt skor í að vera hreyfi ofvirk , þó svo ég eigi auðveldara með að sitja kjurr í dag en þegar ég var yngri , en þá var nánast ómögulegt að stoppa við einhversstaðar . Ég er svo heppin að þegar ég var barn voru foreldrar mínir mjög dugleg að fara með okkur systur gangandi í fjallið , í berjamó og í skíðaferðir . Við vorum bara krakkar þegar við fórum í fjallaferðir , sem var fyrst til að byrja með bara upp í hvamminn sem stendur hér neðan við húsið okkar , síðan lá leið okkar upp að Botnatjörn eins og sjálfsagt flestra á þessum árum . Ég var líka svo heppin að fá að alast upp hér á Seyðisfirði með ömmu og afa sem var hægt að hlaupa til . Svo átti ég ömmu og nöfnu , Unni , sem gekk mjög mikið og með henni fór ég ófár ferðir gangandi út í Vestdal þar sem uppáhalds staðurinn hennar er . Þá gengum við að heiman og hún bar mig yfir Vestdaldsána og svo fórum við áfram inn í Álfaborgir . Ég var orðin mjög gömul þegar ég fattaði að hún var eldri en ég er í dag þegar þetta gerðist . Þórhildur amma mín smitaði mig líka af þessum gönguáhuga , með henni fór ég samt frekar gangandi út í Strönd og svo kom afi seinniparinn og sótti okkur þegar við vorum búinar að leika okkur í fjörunni einhversstaðar þar . Síðan eftir að ég byrjaði í skóla var hreyfingin mín meira handbolti og handboltaæfingar hjá Pétri Bö . Hann þjálfaði okkur líka í frjálsum . Síðar fengum við , það er að segja stelpurnar , að vera með fótboltaæfingar þegar Siggi Þorsteins kom á Seyðisfjörð . Í handboltanum tókum við þátt í Íslandsmóti í 2. fl. minnir mig . Það var skóli í mjög mörgu ; fjáröflun , ferðalögum ( sem tók allt upp í viku milli Seyðisfjarðar og Dalvíkur einn veturinn ) , liðsanda og uppbyggingu á liðsheild sem náði til allra þegar æfingar stóðu yfir . Við æfðum á einn teig sem var límdur upp langsum á gólfið í sunhöllinni , þar sem íþróttasalurinn okkar var á veturna . Plássið var ekki mikið en allt var notað . Á meðan á Íslandsmótinu stóð æfðum við þrisvar í viku og svo var tvöföld æfing á sunnudögum eftir hádegi . Á þessum árum var pabbi alltaf á skíðum og mjög svo liðtækur í starfi skíðafélagsins . Ég fékk að fara með og hef skíðað hér um allt . Þegar ég var mjög lítil fór ég með honum og mömmu á skíði í brekkunni þar sem húsið okkar hér í Botnahlíðinni stendur núna , þá löbbuðum við að heiman og renndum okkur svo margar ferðir frá klettunum sem standa ofan við húsið og niður að læk . Pabbi átti það til að taka okkur með hærra í fjallið eða langleiðina upp í efri Botna . Þá gengum við í allt að klukkutíma upp frá fótboltavellinum við Garðarsveg með skíðin á öxlinni , það var smápása meðan maður spennti á sig skíðin uppi og renndi sér niður . Það tók svona um fimm mínútur alveg niður á fótboltavöll , þetta var alveg frábært . Þegar við vorum aðeins eldri fórum við sjálf þarna upp . Annars er hugurinn svo skrýtinn að ég man minnst eftir að vera að keppa , mest man ég eftir skemmtilegum leikjum og útiveru með góðum hópi af fólki á öllum aldri , í bolta mest í drulluforinni á fótboltavellinum , í handbolta úti á Haföldu og seinna á handboltavellinum við skólann . Í fjallinu þá var skíðalyfta úti á Svabbatúni , ofan og innan við Skaftfell . Þar var maður heilu dagana og svo seinna í brekkunni í neðri staf , þar sem Hugins-málaði steinninn er núna . Stundum fengum við vinkona mín að fara með flugrútunni eða snjóbílnum upp á Bæjarbrún og þaðan renndum við okkur svo heim . Við dönsuðum líka helling hér og þá voru allir saman , eldri og yngri . Hilmar og Erna heitin voru með danshóp þar sem allir voru velkomnir , þau kenndu okkur gömlu dansana og samkvæmisdansa og við kendum þeim það sem við höfðum lært í danskennslu , þetta voru mjög góðar stundir og skemmtilegar . Einnig var spilað hér í sundhöllinni blak á veturna , þar sem allur aldur kom saman . Í skólanum var keppt í hlaupi og sundi á hverju ári . Ég man mest eftir að vera að leika mér í einhverjum íþróttum eða útiveru . Það var skautað á Fjarðaránni og Lóninu flesta vetur , eða úti á Vestdalseyri þar var oft gott skautasvell . Svo var sama í Menntaskólanum þar vorum við með hlaupahópa , fótboltalið , handboltalið , körfuboltalið , sem tók þátt í æfingum og mótum . Við æfðum skíði á Fagradal , þegar þangað kom þurfti oftar en ekki að byrja á að moka upp lyftuna og svo að þjappa brekkuna á skíðunum , sem var oft gríðarlega mikið átak . Strax eftir menntaskóla fór ég í kennslu í Hallormsstaðaskóla , þá hljóp ég í skóginum eða fór á gönguskíði . Einn veturinn var mikið frost og ég upplifði það að skauta þvert yfir fljótið með vinkonum mínum , það var magnað . Ég tók ákvörðun um að verða íþróttakennari þegar ég starfaði í Hallormsstaðaskóla ; þegar ég sá að strákarnir sem áttu erfitt með að læra í bókum tóku bækurnar í nefið eftir að hafa verið úti að leika sér í bolta eða klifra í trjám í skóginum áður en þeir settust niður við bækurnar . Stundum held ég að sá greiði sem við foreldrar höldum að við séum að gera börnunum okkar í dag , að keyra þau í skólann og á allar æfingar sé bjarnargreiði . Þau eiga betra með að einbeita sér eftir góða hreyfingu eða æfingar , heldur en kyrrsetu . Það er barnanna vegna sem ég er svo hreykin af að segja að við séum heilsueflandi grunnskóli og samfélag , eftir að heilsueflandi verkefnið festist í sessi hjá okkur í Seyðisfjarðarskóla höfum við tekið þátt í nokkrum hreyfiverkefnum svo sem göngum í skólann , sem er alþjóðaátak í að hvetja börn til að fara gangandi í skólann einn mánuð að hausti , þetta verkefni hvatti mig líka til að ganga í vinnuna og geri ég það enn . Þá reynum við að hvetja þau til að taka þátt með okkur í verkefnum á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ sem er lífshlaupið í janúar til febrúar og svo hjólað í vinnuna sem er í maí . Þetta tekst best til þau ár sem við fáum foreldra í lið með okkur og þau hvetja sín börn til dáða . 2 . Hver er þín uppáhalds hreyfing og af hverju ? Flest öll hreyfing sem ég gleymi mér í er í uppáhaldi ; dans , ganga , hlaup , sund , skíði og einstaka sinnum í yoga . Það fer af stað ákveðið flæði ( flow ) þar sem þú gleymir stund og stað og líkaminn getur haldið endalaust áfram , þú finnur einhvernvegin að þú ert í senn smábrot af alheiminum og líka gríðarstór hluti hans . Endorfin áhrifin eru það sem maður sækist eftir . Ég var eitt sinn að reyna að segja vini mínum frá þessu og hann kemst í samskonar ástand þegar hann spilar á hljóðfæri . En hann sagði " Unnur ég verð nú bara þreyttur að hlusta á þig " . Við sækjum öll í vellíðan á einn eða annan hátt , það er bara spurning um hvar þú finnur þína og hvar ég finn mína . En þegar upp er staðið þá er það jafnvægið , þessi meðalvegur sem svo oft er erfitt að finna , sem kemur manni best og lengst í lífinu og að muna eftir hvíldinni og að svefninn sé góður . 3 . Hvernig finnst þér aðstaða til hreyfingar vera við-í-á Seyðisfirði ? Viltu útskýra . Hér á Seyðisfirði er góð aðstaða til fjölbreyttrar hreyfingar , það geta flestir fundið eitthvað fyrir sig . Við höfum enn sundhöllina sem gott er að sækja í þó ég sæki þó meira í að synda úti en inni . Íþróttahúsið okkar er , að mínu mati , mjög van-nýtt . Þegar ég heyri í félögum mínum íþróttakennurum eru fullorðnir oft að fara í salinn þar sem þeir búa eftir kl 20:30 á kvöldin , og þá er búið að loka okkar húsi . Við höfum frábæra aðstöðu til göngu og hlaupa úti og ekki má gleyma skíðasvæðinu okkar , sem er fyrir alla byrjendur og lengra komna , þar eru líka gerð spor fyrir gönguskíðafólk . Göngu - , skokk - , og hjólaleiðir hér bæði utanvegar og innanbæjar . Folfvöll sem er allt of lítið notaður . Gríðarlega flottan golfvöll . Lónið til að sigla á og róa og fjörðinn spegilsléttan á góðum degi . Aðstaðan er alveg til staðar hér . Ég held að við getum fallið í það að halda ekki nógu vel utanum endurbætur og viðhald jafnt og þétt . Við þurfum að hugsa um aðstöðuna okkar og viðhald á henni eins og líkamann okkar . Ef við gerum þetta í einhverjum skorpum hér og þar , getur það reynst afdrifaríkt í báðum tilvikum . 4 . Hvaða íþróttagrein finnst þér skemmtilegast að kenna öðrum ? Mér finnst mjög gaman að leika mér með krökkunum í fjallinu og í vatninu . Það er svo mikil gleði sem brýst út þegar maður er að kenna / leika sér með börnum og ég segi oft að ég er heppnust að fá að vera að leika mér með þeim , þau kenna mér oft meira en ég kenni þeim . Það er engin ein grein umfram aðra sem mér finnst skemmtilegast að kenna . Að kenna íþrótt er svo ótrúlega fjölbreytt , það fer allt eftir því hvaða aldri þú ert að kenna og hver er tilgangurinn með kennslunni . Það eru allir litlu sigrarnir sem fólkið sem þú ert að kenna upplifir sem mér finnst dásamlegastir . Því það að segja þér , að þú getir eitthvað , er allt annað en að þú getir það sjálf . Eins og að vökva blóm svo það geti lifað og blómstrað sjálft , þú bara passar að vökva það og dáðst að því í kærleik . 5 . Hvaða aldri er mest gaman að vinna með og af hverju ? Öllum aldri finnst mér , það er bara að ná að virkja gleðina og að geta haft aðeins gaman af sjálfum sér og öðrum í gegnum það sem maður er að kenna . Það er samt ekki þar með sagt að það sé eins að kenna öllum aldri , það er mjög mikill munur . Í fjallinu er ég með hóp á sunnudögum sem kallast Ævintýraskóli , þetta eru krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref í stóru lyftunni , þau koma til okkar frá 6 til 10 ára , jafnvel eldri . Þessi hópur er í ævintýraferðum um fjallið , þau fara í þrautabrautir , leiðangra og ferðir sem hafa þann tilgang frá þeim séð að hafa gaman , frá mér séð að sigra fjallið og verða betri að vinna í bratta , geta skíðað í halla , að fara hratt og hægt að taka tillit til og læra á fjallið en fyrst og fremst að upplifa útiveru þar sem ekki er alltaf gott veður og sól . En með því að vera úti í fjallinu læra þau meiri þrautsegju en með mörgum öðrum verkefnum . Það er eitt af því besta sem börn læra í dag . Síðan finnst mér líka mjög gaman að kenna fullorðnum , á allt annan hátt samt , þú sem kennari verður að trúa að viðkomandi geti það sem þú ætlar henni / honum að gera , svo sem eins og að kenna fullorðnum að fljóta í vatni , svo ég taki eitthvað eitt dæmi . Jafnvægi er eitt af því fyrsta sem líkaminn missir niður þegar hann eldist , en það er hægt að æfa á mjög einfaldan hátt og er mjög gaman að kenna eldra fólki , því þetta byggir á einföldum æfingum sem þarf að einbeita sér að meðan þú ert að gera þær , smá eins og yoga , sameinar hreyfingu , athygli , einbeitingu , sjón og heyrn í einni æfingu . Það besta sem gerist í tíma þar sem maður er að kenna er ef hægt er að smita gleðinni og ánægjunni til annarra , þegar það gerist er ég afar sátt . 6. „ Það er aldrei of seint að byrja “ er setning sem kom fram í fyrsta viðtalinu , í janúar . Ertu sammála því ? Algjörlega ! Ég er til dæmis ekki enn orðin nógu gömul til að fara í öldungablak eða að spila golf , ég á þetta eftir . Svo er ég nýbyrjuð að æfa mig á bretti ( bara ekki segja neinum frá - því ég er að æfa mig þar sem enginn sér til ennþá ) svo lítill vinur minn fái ósk sína uppfyllta ; sem er að sjá mig detta í fjallinu . Allir geta farið af stað að hreyfa sig það er bara að taka skrefið , þetta fyrsta skref , sem er erfiðast og er meira í höfðinu á manni en nokkuð annað . Þannig að ef okkur langar að byrja á einhverju sem við höfum ekki prófað áður , þá er bara að fara af stað . Ég hef kynnst fólki í gegnum mína vinnu hjá IF sem hefur mun minni líkamlega getu en heill og hraustur einstaklingur og getur þó gert svo frábæra hluti og hér í bæ höfum við einnig dæmi um þannig fólk . 7 . Er hægt að samtvinna hlaup , jóga og hugleiðslu ? Hvernig ? Já það er vel hægt ! Þetta þrennt fer vel saman hvert og eitt og eða í einum og sama tímanum líka . Allar teygjur sem við þekkjum í dag eiga uppruna sinn í einhverri af þeim 84 aðalyogastöðum sem þekktar hafa verið í yfir 5000 ár . Þó að hlaup hafi mest áhrif á þolið hjá okkur , gera yogastöður það líka á aðeins annan hátt . Orðið yoga þýðir eining og er vísindaleg útskýring á því hvernig hægt er að finna einingu í líkama , huga og tilfinningum svo viðkomandi fái að upplifa frið og jafnvægi með tilvist sinni . Yoga er hægt að segja að sé æfingakerfi sem tekur til allra þátta lífsins ekki bara líkamskerfa þó það sé mjög gott sem fyrirbyggjandi fyrir líkamann . il að geta hlaupið þá þurfa öll kerfin þín að vera í lagi og þú ferð ekki langt hlaupandi án þess að teygja vel bæði áður og eftir hlaup . Hlaup og það að hlaupa er ákveðin hugleiðsla í sjálfu sér . Þú þarft lítið að hugsa um verknaðinn það gerist sjálfkrafa , þú þarft aðallega að passa að hugurinn fari ekki með þig út af sporinu . Góður hlaupatúr getur verið besta yogaæfing sem ég tek þann daginn . 8 . Er einhver íþrótt sem þig langaði að prófa / æfa en gerðir aldrei ? Ef já , hvaða ? Ég held nú að ég hafi prófað ansi margar íþróttir . Ég hefði viljað prófa stangastökk , við fengum aðeins að leika okkur með stöng þegar ég var í íþróttakennaraskólanum . Þráinn Hafsteins var að kenna okkur frjálsar og hann er einn þeirra sem getur búið til meistara með sínum aðferðum , hann hvatti okkur til að prófa og prófa aftur og gera betur og meira . 9 . Miðað við allt sem þú ert að gera og hefur verið að gera , hefur þig aldrei langað að hætta og hugsa bara um þig og þína hreyfingu ? Lykillinn af því að gera allt sem mig langar og er að gera er sko einmitt að hugsa um mína eigin hreyfingu . Væri ég til í meiri hreyfingu fyrir mig ? - já og nei , því meira er ekki alltaf betra . Það er góð regla að gera ekki allar æfingar alltaf 100% því ákveðið tregðulögmál fer af stað og þú safnar bara þreytu frekar en að byggja þig upp , ef þú ert alltaf að vinna á fullu . Það reynist betra að vinna á 90% og hefur sannast að þá bætir þú þig jafnvel meira því endurheimtin er meiri . Ég kenni á skíði á sunnudagmorgnum frá janúar til aprílloka . Það er alveg frábært , þá fer ég líka að leika mér í fjallinu sem ég elska . Svo þjálfa ég yngri skíðahópinn tvo eftirmiðdaga og sunnudagspart , þetta þýðir að ég fer á skíði amk þrisvar í viku sem ég myndi ekki gera annars . Ég kenni yoga á móti Báru Mjöll sem er mjög gott þá fæ ég líka að að njóta þeirra tíma sem hún kennir og það sem skiptir mig líka miklu að ég fæ að gefa í tímunum sem ég kenni . Svo er ég komin á þann stað í lífinu að keppnis er ekki eins mikilvægt og áður . Samt skoraði ég á samstarfsfólk mitt í lok október að ganga lengri leiðina heim og ákvað svo til gamans að safna mínum metrum í nóvember . Í ljós kom að ég labbaði 24 daga í nóvember ; 4 voru sunnudagar og hinir 20 voru vinnudagar þar sem ég beygði niður að brú í stað þess að labba beint heim sem eru 500 m . Þá daga tók ég góðan krók og gekk í þessum ferðum í nóvember 97,7 km . Ég var á labbi innan við eina klst og gat tekið smá yoga þegar ég kom vel heit heim . Mér finnst það bara gott . Ég er til í hreyfingu með fólki og mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna í yoga með góðum hópi , ég væri til í að gera það oftar , því það gefur mér svo mikið að vera úti í náttúrinni , að ganga í skóginum hér innan við bæinn og setjast svo í litla laut í smá slökun eða hugleiðslu er það sem mér finnst alveg toppurinn . 10 . Hver er þín skilgreining á því að vera hraustur / heilbrigður ? Skilgreining , ja það er nú ansi fjölbreytt , að vera hraustur og þó svo einfallt . Það er ekki bara sterkur , liðugur , fljótur , með gott þol og heldur ekki bara heilbrigður , alltaf hraustur , að takast á við hvert verkefni af sem mestu jafnvægi . Eva þetta er allt of erfið spurning !!! Ef þú getur gert það sem þú þarft dags daglega og ert sátt og sáttur við þitt framlag , hugsanir orð og gerðir til þín og annarra þá ertu nokkuð hraust og hraustur . Verkefnastjóri HSAM vill gjarnan þakka Unni kærlega fyrir skemmtilegt viðtal og allt hennar gríðarmikla og mikilvæga innlegg í íþróttalíf Seyðfirðinga . Henni er óskað innilegs velfarnaðar í öllu því sem hún kemur til með að taka sér fyrir hendur í framtíðinni með von um áframhaldandi hreyfingu og góða heilsu . Spurning hvenær aldurinn færir henni öldungablak og golf ... Höfundur : Eva Jónudóttir . Óheimilt er að nota efnið , til annars konar fréttaflutnings á öðrum fréttamiðlum , án leyfis höfundar .
1757. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 15. janúar 2020 , heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44 og hefst fundurinn kl. 16:00 . Fundinn sátu : Hildur Þórisdóttir forseti L-lista , Þórunn Hrund Óladóttir L-lista , Arna Magnúsdóttir L-lista , Vilhjálmur Jónsson B-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista , Rúnar Gunnarsson L-lista , Elvar Snær Kristjánsson D-lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri . Fundarritari var Eva Jónudóttir . 1755. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar , 2. hæð . 1754. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Þriðjudaginn 15. október 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar , 2. hæð . Fundinn sátu : Hildur Þórisdóttir L-lista , Ágúst T. Magnússon L-lista í fjarveru Örnu Magnúsdóttur , Vilhjálmur Jónsson B - lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista , Rúnar Gunnarsson L-lista , Elvar Snær Kristjánsson D-lista , Þórunn Hrund Óladóttir L-lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri . Fundinn sátu : Hildur Þórisdóttir L-lista , Arna Magnúsdóttir L-lista , Vilhjálmur Jónsson B-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista , Rúnar Gunnarsson L-lista , Elvar Snær Kristjánsson D-lista , Þórunn Hrund Óladóttir L-lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri . 1750. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Mánudaginn 3. júní 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar , 2. hæð . Fundinn sátu : Hildur Þórisdóttir L-lista , Arna Magnúsdóttir L-lista , Vilhjálmur Jónsson B-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista , Rúnar Gunnarsson L-lista , Skúli Vignisson í forföllum Elvars Snæs Kristjánssonar D-lista , Þórunn Hrund Óladóttir L-lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri . Fundinn sátu : Hildur Þórisdóttir L-lista , Arna Magnúsdóttir L-lista , í fjarveru Benediktu Guðrúnar Svavarsdóttur Vilhjálmur Jónsson B-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista , Rúnar Gunnarsson L-lista , Elvar Snær Kristjánsson D-lista , Þórunn Hrund Óladóttir L-lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri . Fundarritari var Eva Jónudóttir .
1716. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar . 1715. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar . 1714. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar . Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni ( fundarsal 3. hæð ) og hófst fundurinn kl. 16:00 . Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir , Þórunn Hrund Óladóttir , Hildur Þórisdóttir , Margrét Guðjónsdóttir , Íris Dröfn Árnadóttir , Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar . Fimmtudaginn 23. júní 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni ( fundarsal 3. hæð ) og hófst fundurinn kl. 15:00 . Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir , Halla Dröfn Þorsteinsdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttir , Hildur Þórisdóttir , Margrét Guðjónsdóttir , Íris Dröfn Árnadóttir , Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson . Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir . 1710. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar . 1709. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar . Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir , Hildur Þórisdóttir , Margrét Guðjónsdóttir , Svava Lárusdóttir , Vilhjálmur Jónsson , Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Þórunn Hrund Óladóttir . Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir .
Fundur ferða - og menningarnefndar 9. janúar 2020 . Boðað var til fundar ferða - og menningarnefndar fimmtudaginn 9. janúar 2020 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu . Mætt : Tinna Guðmundsdóttir Oddný Björk Daníelsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Ólafur Pétursson , í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar Jónína Brá Árnadóttir , sem starfar með nefndinni Boðuð forföll : Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi Fundur hófst kl : 16:05 . Fundur ferða - og menningarnefndar 9. desember 2019 Boðað var til fundar ferða - og menningarnefndar mánudaginn 9. desember 2019 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar . Mætt : Tinna Guðmundsdóttir , formaður L-lista Oddný Björk Daníelsdóttir , varaformaður D-Lista Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira Ólafur Pétursson , varamaður frá ferðaþjónustu Bendikta Svavarsdóttir , varamaður frá ferðaþjónustu Fjarvera : Bóas Eðvaldsson , frá ferðaþjónustu Sesselja Hlín Jónasardóttir , frá ferðaþjónustu Hjalti Bergsson , áheyrnarfulltrúi Fundur hófst : 16:00 . Mætt á fundinn Tinna Guðmundsdóttir , formaður L-lista Sigfríð Hallgrímsdóttir í fjarveru Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur , D-Lista Ólafur Pétursson í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar frá ferðaþjónustu Sesselja Hlín Jónasardóttir , frá ferðaþjónustu Arnbjörg Sveinsdóttir , frá menningargeira Jónína Brá Árnadóttir , atvinnu - , menningar - og íþróttafulltrúi Dagný Erla Ómarsdóttir , sem ritaði fundargerð Hjalti Þór Bergsson , áheyrnafulltrúi B-lista komst ekki Formaður ber upp afbrigði að færa lið 4. aftast í dagskrána Afbrigði samþykkt samhljóða . Mætt á fundinn : Tinna Guðmundsdóttir , formaður L-lista Oddný Björk Daníelsdóttir , varaformaður D-Lista Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu Þorgeir Sigurðsson frá menningargeira Dagný Erla Ómarsdóttir , atvinnu - , menningar og íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð .
Fundargerð 9. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 Þriðjudaginn 03. des 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins . Hófst fundurinn kl. 16:15 . Fundinn sátu : Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista , Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista , Katla Rut Pétursdóttir L - lista , Jóhanna Magnúsdóttir D-lista , Mætt vegna liðar 1 - 5 : Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar . Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn - og leikskóla Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð . Fundagerð færð í tölvu . Fundargerð 7. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 Þriðjudaginn 24. sept 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins . Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 . Fundargerð 5. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 . Mánudaginn 27. maí 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins . Fundargerð 3. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 . Þriðjudaginn 26. mars 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins . Fundargerð 1. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 . Fundargerð 8. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2018 .
Jóhanna Gísladóttir skólastjóri Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri . Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 4. fundur 2016 . Ásta Guðrún Birgisdóttir leikskólastjóri , Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna og Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra . Sigurbjörg Kristínardóttir tónlistaskólastjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð . Fræðslunefnd Seyðisfjarðar . Hófst fundur 16:15 . Mættir voru á fundinn : Íris Dröfn Árnadóttir formaður , Örvar Jóhannsson , Hildur Þórisdóttir og Bára M. Jónsdóttir í stað Guðjóns Egilssonar . 2. fundur . Þriðjudaginn 23. feb. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð íþróttahúss kaupstaðarins að Austurvegi 4 . Fundurinn hófst 16:15 . Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð .
11. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins , Hafnargötu 44 . Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu : Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista , Guðjón Már Jónsson L-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D - lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri , Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi . Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir , hafnarstjóri . Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B - lista mætti ekki . Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu : Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista , Guðjón Már Jónsson L-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D - lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri . Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B - lista Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir , hafnarstjóri . Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki . Fundinn sátu : Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista , Guðjón Már Jónsson L-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D - lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri . 6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Þriðjudaginn 11. júní 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins , Hafnargötu 44 . 5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Miðvikudaginn 8. maí 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins , Hafnargötu 44 . Hefst fundurinn kl. 14:00 Fundinn sátu : Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista , Guðjón Már Jónsson L-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D - lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri . Hefst fundurinn kl. 16.15 Fundinn sátu : Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista , Guðjón Már Jónsson L-lista , Oddný Björk Daníelsdóttir D - lista , Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri .
Fundur umhverfisnefnd verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar , 28. janúar 2019 og hefst kl. 16:15 og slitið kl. 18.45 Fundarmenn : Ágúst Torfi Magnússon , Formaður . Fundargerð , fundur umhverfisnefndar 17. desember 2018 . Hófst fundurinn kl. 16:20 . Fundinn sátu : Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista , Ágúst Torfi Magnússon varaformaður L-lista , Jón Halldór Guðmundsson í stað Auður Jörundsdóttir L - lista , Skúli Vignisson D-lista , Sveinn Ágúst Þórsson D-lista , Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista , mætti ekki og enginn í hennar stað . Fundinn sátu : Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista , Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista , Jón Halldór Guðmundsson í stað Auður Jörundsdóttir L - lista , Skúli Vignisson D-lista , Sveinn Ágúst Þórsson í stað Brynhildar Bertu Garðarsdóttur D-lista , Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista , mætti ekki og enginn í hennar stað . Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar Mánudaginn 30. apríl 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15 .
Velferðarnefnd nr. 56 / 17.12.19 Fundur haldinn þriðjudaginn 17. desember í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00 . Mætt á fundinn : Arna Magnúsdóttir , formaður L-lista , Ósk Ómarsdóttir í fjarveru Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur , L - lista , Cecil Haraldsson , L-lista , Guðný Lára Guðrúnardóttir , D-lista , Bergþór Máni Stefánsson , D-lista , Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð . Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi , B-lista , mætti ekki . Mætt á fundinn : Arna Magnúsdóttir , formaður L - lista , sem ritaði fundargerð , Guðrún Ásta Tryggvadóttir , L-lista , Cecil Haraldsson , L-lista , Elva Ásgeirsdóttir , D-lista , Bergþór Máni Stefánsson , D-lista , Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi , B-lista , Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi , boðaði forföll . Fundargerð Velferðarnefndar nr. 48 / 28.03.19 Fundað fimmtudaginn 28. mars í fundarsal íþróttarhússins kl 17:00 Mætt á fundinn : Arna Magnúsdóttir , formaður L-lista , sem ritaði fundargerð Guðrún Ásta Tryggvadóttir , varaformaður L - lista , Cecil Haraldsson , L-lista , Elva Ásgeirsdóttir , D-lista , Bergþór Máni Stefánsson , D-lista , Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi , B-lista , boðaði forföll Boðaðar vegna liðar 1 : Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri og Dagný Erla Ómarsdóttir íþróttafulltrúi , kl 17:00 . Báðar boðuðu forföll .
25. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar . Mætt Sigurveig Gísladóttir varaformaður , Rúnar Gunnarsson , Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur , Arna Magnúsdóttir , Hrafnhildur Sigurðardóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð . 22. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar . Fundur haldinn þriðjudaginn 21. júní í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15 . Mætt vegna liðar 2 - Fulltrúar frá UÍA . Fundur haldinn þriðjudaginn 22. mars í fundarsal íþróttahúss klukkan 16:15 . Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður , Sveinbjörn Orri Jóhannsson í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur , Rúnar Gunnarsson , Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur , Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir í fjarveru Örnu Magnúsdóttur og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð . Vinnufundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar á Skaftfelli bistró klukkan 16:15 . Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður , Sigurveig Gísladóttir , Rúnar Gunnarsson , Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð . Eygló Björg Jóhannsdóttir boðaði forföll . Mætt vegna liðar 1 Jónína Brá Árnadóttir .
Seyðisfjarðarskóli er UTÁ skóli . Það þýðir að við nýtum aðferðir uppeldi til ábyrgðar til að æfa okkur í lífsleikni og samskiptum . Nemendur og kennarar starfa út frá gildum , við hugleiðum reglulega hvaða manneskja við viljum vera og við æfum okkur í að breyta samkvæmt því . Þurrablót grunnskóladeildar verður haldið í félagsheimilinu Herðubreið fimmtudaginn 30. janúar kl. 19:00 Í dag 18. desember er síðasti vinnudagur Ólafíu Þ Stefánsdóttur hjá okkur í Seyðisfjarðarskóla , en hún hættir að eigin ósk vegna aldurs . Ólafía hóf upphaflega sinn starfsferil í leikskólanum hér á Seyðisfirði og í grunnskóla Seyðisfjarðar og tók síða ... Kæru foreldrar Það er gleðiefni að segja frá því að mönnun í leikskóladeild hefur tekist vonum framar og við siglum inn í nýtt ár í öryggi um að á leikskóladeildinni er núna og verður eftir áramót nægilega mikill og góður mannskapur til að við getum haldið úti öflugu faglegu starfi á öllum deildum . Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og seinni kl. 17:30 .
Hér má finna lista yfir það helsta sem starfsfólk og nemendur Seyðisfjarðarskóla eru að vinna að á yfirstandandi skólaári til að þróa starfið í skólanum . Þetta er ekki tæmandi listi þar sem að fjölmörg verkefni tengd kennslu og námi hafa öðlast fastan sess í skólastarfinu og keyra venju samkvæmt ásamt því að þróast alltaf eitthvað á hverjum tíma . Starfshættir Starfsfólk vinnur með nemendum samkvæmt uppeldis og samskiptastefnunni Uppeldi til ábyrgðar . Starfsfólk endurmenntar sig í aðferðum Uppeldi til ábyrgðar . Innleiðingaráætlun stefnunar til 3 gja ára gerð á skólaárinu . Ófrávíkjanlegar reglur , gildi skólans og gildi starfsmanna og starfsmannasáttmáli unninn . Umræður um hlutverk hvers og eins . Aukning á fréttum á heimasíðu . Heimasíðan gjarnan nýtt sem vettvangur fyrir nemendur í merkingabæru námi ( sem sagt nemendur flytja gjarnan fréttirnar af því sem hefur þýðingu í þeirra huga ) . Bókasafn nýtist með starfsmanni á skólatíma . Nýting á Mentor aukin á öllum deildum , nemendur , foreldrar og kennarar . Heilsueflandi skóli : Þemun hreyfing og öryggi fléttast inn í skólastarfið á öllum deildum með nemendum . Stjórnendur og skólaráð taka fyrir gátlista og umræða um þá er á fundum starfsfólks . Umræður um síma í skólum , meðal nemendna , starfsfólks og stjórnenda og í skólaráði . Skólaforðunarátak , nýtt verklag vegna ástundunar nemenda í grunnskóladeild . Skólaráð vinnur sem sameinað skólaráð fyrir bæði skólastig . Aðlögun nemenda og starfsfólks í grunnskóladeild og listadeild að breyttri nýtingu húsnæðis . Sameiginlegir verkefni unnin þvert á deildir , t.d. Menntamót , Skólaþing , skólaskemmtun og fleira . Stefna í listadeild afprófuð og aukin samnýting kennara á öllum deildum . Fjarkennsla í tónlistarkennslu , nýtt kennsluform prófað . Tónlist almennt kennd á skólatíma , nemendur teknir úr tíma eða mæta beint eftir skóla . 1. - 3. bekkur fær kennslu á tíma Skólasels , þróað áfram með hliðsjón að heildstæðum degi hjá nemendum . Tónlistarnám kennt í lotum að hluta til í listadeild , tímafjöldi og framboð aukið . Skapandi kennsluhættir og samþætting námsgreina þróað áfram . Orð af orði , kennsluhættir styrktir á mið - og unglingastigi . Byrjendalæsi í 1. og 2. bekk . Lubbi finnur málbein á leikskóladeild . Kennarar vinna markvisst að því að bæta líðan nemenda og samskipti . Aðstoð fengin utanfrá eftir atvikum . Valgreinar á unglingastigi , nemendastýrt að stórum hluta . Fjölgun á tímum í stærðfræði á stundaskrá hjá öllum stigum . Teymiskennsla þróuð áfram á miðstigi og hefst á yngstastigi ( metið að vori ) . Áhersla á að takmarka truflun kennslu . Viðbrögð við manneklu í Félagsmiðstöð . Spilakvöld og hlutverkaleikjaþema . Starfsþróunaráætlun í gildi , ( verður endurskoðuð 2020 , birt í janúar 202 ) Ný jafnréttisáætlun tekur gildi . Samstarfssamningur við Skaftfell í gildi , aðlagaður að starfinu og samstarf þróað . Sameiginlegir skipulagsdagar allra starfsmanna og unnið með liðsheild og innra starf . Læsisstefna og stefnur í starfi leikskóladeildar unnar ef mönnun leyfir . Unnið að stefnumörkun og kynningu fyrir erlenda gesti og aðra gesti ef mönnun leyfir . Starfsþróunaráætlun endurskoðuð í haust . . Listadeild og námskeið utan skólatíma þróað . Umræður um samvinnu við aðrar stofnanir . Umræður um þróun Skólasels . Húsnæði og aðbúnaður Eftirfylgni með ósk um sameiginlegt skólahúsnæðu / úrbótum á húsnæði . Úrbætur á aðgengi og aðstöðu í Gamla skóla og Rauða . Kjallari og ræsting . Úrbætur á tölvubúnaði í grunnskóladeild ( Ipadar / fartölvur uppfærðar ) Tölvuver í grunnskóladeild endurbætt , aðbúnaður til forritunar bættur . Hér eru því upplýsingar um það sem helst er á döfinni og áform tengd skólaþróuninni . Nafnið ( Deiglan ) á hnappnum vísar til þróunar , og til þess að við erum að bræða gamalt saman og búa til nýtt en einnig er þetta heiti á verkefninu sem styrkt var af Sprotasjóði skólaárið 2017 - 2018 .
Charles Ross kennir tónlist á vorönn í lotum Charles Ross kennir tónlist á vorönn í lotum Tónlistarskólanum hefur borist aukin liðsstyrkur og mun Charles Ross kenna tónlist á vorönn í lotum . Charles getur kennt á öll strengjahljóðfæri , m.a. mandolin og banjo og ýmislegt fleira . Charles þekkja margir . Hann er tónlistarmaður , tónskáld og tónlistarkennari . Hans sérsvið er þjóðháttatónlist . Charles er fæddur í Bretlandi , ólst upp í Skotlandi en hefur búið á Austurlandi síðan 1986 . Hann starfar bæði á Eiðum og Fáskrúðsfirði . Hann semur tónlist og leikur hana með ýmsu hljómsveitum og hópum , m.a. nútímahljómsveitinni Stelk . Hann , ásamt Suncana Slamnig , ráku saman tónlistarsumarbúðir á Eiðum í sex ár . Við stefnum á að hann komi fjórum sinnum á næstu önn , í viku í senn . Fyrstu tvær loturnar verða 27. - 31. jan og 2. - 6. mars .
Litlujóla undirbúningur í grunnskóladeild Hjá okkur hefur skapast sú skemmtilega hefð að nemendur á unglingastigi leggja gjörva hönd á undirbúning litlu jólanna . Einn hópur gerir skraut fyrir salinn í hátíðarmatnum í Herðubreið , annar hópur bakar eftirrétt fyrir matinn og þriðji hópurinn sker út laufabrauð sem einnig er haft í hátíðamatnum . Við laufabrauðsútskurðinn höfum við í gegnum tíðina fengið aðstoð frá félögum úr Framtíðinni og það sama átti við núna , auk þess sem Ragga matráður var með okkur .
Vegna slæmrar veðurspár á morgun viljum við minna á reglur okkar sem eru í gildi ef óveður skellur á . Starfsfólk skólans mætir til vinnu hvernig sem viðrar nema Almannavarnanefnd hafi mælst til þess að fólk sé ekki á ferli . Telji foreldrar veður viðsjált , halda þeir börnum sínum heima og tilkynna það til skólans , því þeirra er ábyrgðin . Foreldrar skulu fylgja yngstu börnunum inn í skólann í slæmum veðrum og sækja þau er skóla lýkur . Sé veður viðsjált munu starfsmenn hafa samband við heimili þeirra nemenda sem ekki eru í skólanum og hafa ekki tilkynnt fjarvist . Tilkynntar fjarvistir vegna veðurs eru skráðar sem leyfi , aðrar sem óheimilar fjarvistir .
Tónleikum sem vera áttu í dag 11. des er hins vegar frestað .
Barnakór Seyðisfjarðarskóla á sér langa sögu innan skólans en hefur verið misvirkur síðustu misseri . Æfingar eru á fimmtudögum kl. 15:00 - 16:00 í Rauða skóla . Sungin eru íslensk lög og allir frá 1. til 10. bekk eru velkomnir . Þátttaka í kórnum er börnunum að kostnaðarlausu . Kórstjóri er Rusa Petriashvili . Rusa er organisti Seyðisfjarðarkirkju og kórstjóri kirkjukórsins auk þess sem hún kennir píanó og söng í Seyðisfjarðarskóla . Rusa Petriashvili er fædd 1984 í Georgíu . Hún lauk BA námi í píanóleik og söng í Tbilisi State Conservatoire í Georgíu , stundaði einsöngsnám í Academia Internazionale di canto á Ítalíu og lauk MA námi í píanóleik í Cean Consrvatoire í Frakklandi . Rusa hefur víðtæka reynslu úr tónlistargeiranum , bæði sem flytjandi og kennari . Hún starfaði m.a. sem píanókennari árin 2012 - 2014 í Caen Conservatoire í Frakklandi og í afleysingum árið 2018 í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum . Ennfremur vann hún sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra Georgíu á árunum 2015 - 2017 . Hún talar ensku , rússnesku , frönsku , ítölsku , georgísku og er að læra íslensku .
Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar . Stjórnvöld hafa ekki yfir fullnægjandi skipakosti að ráða sem þarf til leitar og þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni , sem þeim þó stendur til boða ; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins . Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt . Að óbreyttu eru því ekki líkur á loðnuveiðum í vetur . Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt ; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum , búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna , fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra , fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt . Öflugar hafrannsóknir eru forsenda þess að sjávarauðlindin sé nýtt með sjálfbærum hætti og þannig stutt við efnahagslega velsæld . Nú er hins vegar svo komið að stjórnvöld hafa aðeins til umráða eitt hafrannsóknaskip , Árna Friðriksson . Miðað við þær kröfur sem gildandi aflaregla gerir til loðnuleitar , þá dugir það skip , eitt og sér , ekki til þess að ná heildstæðri mælingu þannig að líkur séu á því að loðnukvóti verði gefinn út . Nauðsynlegt er að hafa fleiri skip við mælingu á loðnu , helst þrjú til fjögur . Því miður virðist þetta samhengi stjórnvöldum hulið , þrátt fyrir að verðmæti loðnunnar hlaupi á tugum milljarða króna á ári . Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður , en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar . Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur .
Fiskeldi stefnir í 25 milljarða króna 8. janúar , 2020 Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 2,9 milljörðum króna í nóvember , eða sem nemur tæpum 100 milljónum króna fyrir hvern einasta dag mánaðarins . Það er næstmesta verðmæti í einum mánuði , en hæst fór það í október , tæplega 3,1 milljarð króna . Miðað við sama tíma árið 2018 er um ríflega tvöföldun að ræða , bæði í krónum talið og erlendri mynt . Gengi krónunnar var að jafnaði um 2% sterkara í nóvember en í sama mánuði árið á undan . Þetta má sjá í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun . Mestu munar um eldislaxAlls var fluttur út eldislax fyrir um 2,4 milljarða króna í nóvember , sem er um 151% aukning frá nóvember árið 2018 . Komið upp í rúma 23 milljarðaÁ fyrstu 11 mánuðum nýliðins árs er útflutningsverðmæti eldisafurða komið upp í rúma 22,9 milljarða króna . Slíkur ábati ætti að vera enn augljóslegri eftir þau áföll sem dundu yfir stærstu útflutningsgreinar landsins á nýliðnu ári og áhrif þeirra á þjóðarbúið . Gefur því auga leið að ofangreind þróun í fiskeldi er afar kærkomin búbót við útflutningsflóru þjóðarbúsins . Það er þó enn sem komið er smátt í sniðum , miðað við stóru útflutningsgreinarnar þrjár , það er ferðaþjónustu , sjávarútveg og álframleiðslu , en í því felast mikil tækifæri til verðamætasköpunar í framtíðinni og þar með að auka útflutningstekjur .
Verkefni styrkt af rannsóknarsjóð síldarútvegsins Menntanet sjávarútvegsins Verkefnisstjóri : Hrefna Karlsdóttir Afrakstur verkefnis : Vefsíða sem gefur yfirlit yfir aðgengilegt fræðslu - og kynningarefni og námsleiðir í sjávarútvegi . Menntanet.is Afrakstur verkefnis : - Námsáætlun . - Viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttir ( myndbönd ) . - Saga sjávarútvegsins II ( myndband ) . Íslenskur sjávarútvegur - auðlind úr hafinu á alþjóðamarkað Verkefnisstjóri : Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson , Háskólinn á Akureyri Afrakstur verkefnis : Heildstæð umfjöllun um íslenskan sjávarútveg með áherslu á 21. öldina . Markmið Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins er að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum .
Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk og að allur fiskur fari á innlendan markað og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á . Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæðstu meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið , útgerðum og sjómönnum til hagsbóta . Sumir eru á þeirri skoðun að það s ... Síðastliðin þrjú ár hefur gámaútflutningur á óunnum fiski aukist hröðum skrefum . Í það minnsta ekki að öllu leyti . Álit sem SE birti þann dag ( nr. 2 / 2012 ) bendir á samkeppnishindranir og aðstöðumun milli „ lóðrétt samþættra “ útgerðar - og fiskvinnslufyrirtækja annars vegar og ...
Kvótafrumvörpin - hvað með réttlátt samkeppnisumhverfi í greininni ? Góðan dag háttvirtur þingmaður . Nú um þessar mundir eru til umræðu lagafrumvörp er varða breytingar á löggjöfinni um stjórn fiskveiða . Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - SFÚ vilja benda þér á að í frumvörpunum er ekkert tekið á einum alvarlegasta galla núverandi kerfis , þ.e. þeirri samkeppnislegu mismunun sem við teljum afleiðingu af núverandi lagaumhverfi greinarinnar , en SFÚ telja að lög nr. 116 / 2006 um fiskveiðistjórnun og lög nr. 13 / 1998 um verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegi beint og óbeint að stjórnarskrárvörðum rétti félagsmanna um jafnræði og atvinnufrelsi þegnanna sbr. 65. gr. og 75. gr. laga nr. 33 / 1944 ásamt því að leiða til óeðlilegrar samkeppnismismununar í fiskvinnslu sem sé andstætt tilgangi samkeppnislaga nr. 44 / 2005 SFÚ bendir á að frumvörpin eru sögð byggja á skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða , við viljum benda þér á bls. 83 í skýrslunni en þar má finna sameiginlega bókun SFÚ , Farmanna og fiskimannasambands Íslands , Sjómannasambands Íslands og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna er varðar fjárhagslegan aðskilnað milli veiða og vinnslu og að markaðsverð verði látið ráða í beinum viðskiptum með fisk . Eru það forkastanleg vinnubrögð að mati SFÚ að þetta álit skuli algerlega hunsað í frumvörpunum . Ennfremur vill SFÚ benda þér bókun SFÚ á bls. 84 í skýrslunni ásamt fylgiskjali 10 í skýrslunni . Til að útskýra samkeppnismismununina nánar bendum við þér á að lesa meðfylgjandi greinargerð sem SFÚ skilaði inn til Sjávarútvegsnefndar Alþingis er þingmál nr. 50 var til umfjöllunar í nefndinni og varðar samkeppnismál í greininni . Jafnframt bendum við þér á að lesa skýrslu sem SFÚ gaf út fyrir 11 árum síðan og varðar samkeppnislega mismunun sem er fylgifiskur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis . Að vera þingmaður á Alþingi Íslendinga er mikil ábyrgð og telur SFÚ það ámælisvert ef þingmenn ætla að loka augunum fyrir þessu máli og samþykkja breytingar á lögum um stjórn fiskveiða án þess að taka tillit til þeirra þátta sem við erum að benda hér á . Virðingarfyllst . Framkvæmdastjóri SFÚ . P.s. Tölvupóstur þessi er sendur á alla þingmenn Greinagerð SFÚ til sjávarúvegsnefndar Alþingis má finna hér .
Stjórn SFÚ hefur sent frá sér ályktun vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna viðskiptabanns Rússa gegn Íslandi . Stjórnin átelur utanríkisráðherra og stjórnvöld fyrir framgöngu sína í þessu máli og gagnrýnir að ekkert mat skuli hafa verið lagt á mögulegar afleiðingar þess að Ísland tæki þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gegn Rússlandi . SFÚ vekur athygli á því að um leið og útlit er fyrir að aðgerðir stjórnvalda muni valda stórútgerðinni tjóni rjúka ráðamenn til og boða bætur og styrki til sterkustu fyrirtækja landsins , sem hafa hagnast um stjarnfræðilegar fjárhæðir á undanförnum árum m.a. vegna mjög hagstæðrar gjaldtöku stjórnvalda fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og vegna samkeppnismismununar , sem viðgengst í sjávarútvegi . Sú mismunum er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað annarra fyrirtækja í sjávarútvegi og í boði stjórnvalda . Einnig er bent á að smærri og meðalstór sjálfstæð fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mun verðmætari afurðir úr makríl en stórútgerðin sem selur í miklu magni inn á ódýra markaði í Rússlandi og víðar . Verðmætustu afurðirnar eru unnar úr fiski , sem veiddur er af smábátum og gjarnan seldur á fiskmörkuðum . Þá gagnrýnir SFÚ harðlega að stjórnvöld hafa í þrjú ár ekkert gert með bein timæli frá Samkeppniseftirlitinu um úrbætur á samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi heldur staðið vörð um samkeppnismismunun sem kemur í veg fyrir að þjóðin fái hámarksarð af auðlindinni í hafinu .
Þessi grein birtist í laugardagsblaði Morgunblaðsins , 11. júní . 11. júní 2016 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd Panama-virðiskeðjan Ríkisstjórnarflokkarnir standa dyggan vörð um það sem þeir kalla óslitna virðiskeðju í sjávarútvegi . Slík keðja gengur út á að sami aðili haldi um alla hlekki virðiskeðjunnar allt frá því fiskurinn er óveiddur í sjónum hér við land þar til hann er kominn á matseðilinn hjá dýrindis veitingahúsum eða í kæliborðið í betri fiskverslunum beggja vegna Atlantsála . Þetta er það fyrirkomulag sem stórútgerðin og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tala fyrir . Þetta er það fyrirkomulag sem bankarnir tala fyrir enda eiga þeir í raun bróðurpartinn af öllum veiðiheimildum við Ísland . Í óslitinni virðiskeðju felst að markaðslausnum er hafnað . Ekki er einu sinni reynt að nýta markaðinn til að verðleggja aðgang að hinni takmörkuðu , en sameiginlegu , auðlind þjóðarinnar , fiskinum í sjónum við Ísland . Niðurstaðan er sú að handhafar veiðiheimilda fá í raun niðurgreiddan aðgang að dýrmætustu auðlind þjóðarinnar . Nú skyldi maður ætla að stjórnvöld gættu þess vel að hinn niðurgreiddi aðgangur að auðlindinni væri ekki misnotaður á íslenskum samkeppnismarkaði , t.d. með því að festa í lög reglur sem tryggja að allir sitji við sama borð í íslenskri fiskvinnslu og standi frammi fyrir sambærilegum hráefniskostnaði . Raunin er hins vegar sú að stórútgerðin , sem jafnframt er með fiskvinnslu , hefur leyfi til að verðleggja þann fisk sem hún nýtir sjálf langt undir því markaðsverði , sem sjálfstæðir framleiðendur verða að borga . Þar sem laun sjómanna reiknast út frá aflaverðmæti við skipshlið lækkar þetta einnig launakostnað þeirra útgerðarfyrirtækja , sem eru með lóðrétt samþætta starfsemi veiða og vinnslu . Haldið í úrelt og skaðlegt kerfi Stjórnvöld standa hins vegar vörð um þetta mismununarkerfi með þeim rökum að mikil verðmæti liggi í því fyrir þjóðarbúið að virðiskeðjan sé óslitin . Þar sé m.a. um afhendingaröryggi að tefla , þar sem stórar útgerðarvinnslur geri oft og tíðum langtíma afhendingarsamninga sem erfitt sé að standa við fái þær ekki að hafa alla hlekki á sinni hendi , frá veiðum til vinnslu til sölu á erlendan markað . Þessi röksemdafærsla stenst ekki skoðun því nýsköpun í vinnslu og sölu íslenskra sjávarafurða hófst ekki fyrir alvöru fyrr fiskmarkaðir hér á landi ruddu brautina fyrir sjálfstæða framleiðendur , en fyrir þann tíma var allt sölukerfi sjávarafurða hlekkjað í höft og stór sölusambönd á borð við SÍF , SH og Sambandið skiptu markaðinum á milli sín . Enn eimir eftir af þessu gamla kerfi því smærri útgerðarfyrirtækjum og sjálfstæðum fiskframleiðendum er gert mjög erfitt fyrir og óslitna virðiskeðjan þjónar fyrst og fremst stærstu útgerðarfyrirtækjunum . Ég hef áður fært rök fyrir því að hin óslitna virðiskeðja er í raun marxísk og áþekk þeirri virðiskeðju , sem tröllreið öllu í gömlu Sovétríkjunum . Sá er munurinn á sovésku virðiskeðjunni og óslitnu virðiskeðjunni í íslenskum sjávarútvegi að ríkið átti alla hlekkina í þeirri sovésku en íslenska ríkið hefur fært einkaaðilum þá íslensku . Nú höfum við í gegnum Panama-skjölin fengið upplýsingar um að óslitna virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi endar ekki á sölustöðum íslensks sjávarfangs erlendis eins og við áður töldum . Nei , hún nær alla leið til Panama og eflaust , ef vel er skoðað , enn lengra – til Bresku jómfrúaeyja eða jafnvel Seychelles-eyja . Í Panama-skjölunum eru upplýsingar um að aðstandendur stórra og leiðandi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru með reikninga og félög í gegnum hina alræmdu Mossack Fonseca-lögfræðistofu í Panama . Réttnefni hinnar óslitnu virðiskeðju í íslenskum sjávarútvegi gæti því verið Panama-virðiskeðjan . Varla dregur það úr dálæti íslenskra ráðamanna á henni . Svikin loforð Fyrir síðustu alþingiskosningar var haldinn opinn fundur um sjávarútvegsmál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna á vegum Félags atvinnurekenda . Fulltrúi Framsóknarflokksins þar var Sigurður Ingi Jóhannsson , sem tók við embætti sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra að kosningum loknum og er nú orðinn forsætisráðherra . Á fundinum lýsti hann skýrum vilja til að jafna samkeppnisstöðu í íslenskum sjávarútvegi og tryggja aukið hráefnisöryggi sjálfstæðra framleiðenda með því að auka það magn afla , sem selt er í gegnum fiskmarkaði . Skemmst er frá því að segja að efndir Sigurðar Inga urðu engar . Breytti þar engu þótt fyrir lægju sérstök tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu til hans um að grípa til aðgerða til að draga úr samkeppnismismunun í greininni , sem m.a. stafar af hinni tvöföldu verðmyndun sem tryggir útgerðarvinnslum allt að 40 prósentum lægra hráefnisverð en sjálfstæðum framleiðendum . Það skaut því skökku við á dögunum , þegar Sigurður Ingi lofaði kosningum í haust og fullyrti að hann væri vanur að standa við sín loforð . Sem sjávarútvegsráðherra sveik hann gefin loforð og stóð tryggan vörð um sérréttindi þeirra , sem fá niðurgreiddan aðgang að sameign þjóðarinnar . Kannski vilja menn frekar að arðurinn af auðlindinni endi í Panama en á Patreksfirði . Höfundur hefur sinnt verkefnum fyrir Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda .
Tveggja þrepa baðherbergisvifta 6W / 8W , 78 / 92 m³ / h , 27 / 32 db ( A ) Gerð : ECA 100 ipro KH Stærð : 159 x 159 x 50mm ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Rafmagnslokun - Rafræn innri loka Sjálfvirk rakastýring Tímastilling á ræsingu og því hversu lengi viftan gengur eftir að slökkt hefur verið á henni . Tveggja þrepa baðherbergisvifta 6W / 8W , 78 / 92 m³ / h , 27 / 32 db ( A ) Gerð : ECA 100 ipro KH Stærð : 159 x 159 x 50mm ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Rafmagnslokun - Rafræn innri loka Sjálfvirk rakastýring Tímastilling á ræsingu og því hversu lengi viftan gengur eftir að slökkt hefur verið á henni .
Tveggja þrepa baðherbergisvifta 10W / 13W , 78 / 92 m³ / h , 27 / 32 db ( A ) Gerð : ECA 100 ipro KVZC Stærð : 159 x 159 x 50mm ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Rafmagnslokun - Rafræn innri loka Tímastilling á ræsingu og því hversu lengi viftan gengur eftir að slökkt hefur verið á henni . Tveggja þrepa baðherbergisvifta 10W / 13W , 78 / 92 m³ / h , 27 / 32 db ( A ) Gerð : ECA 100 ipro KVZC Stærð : 159 x 159 x 50mm ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Rafmagnslokun - Rafræn innri loka Tímastilling á ræsingu og því hversu lengi viftan gengur eftir að slökkt hefur verið á henni .
Hljóðlát baðherbergisvifta 8W , 80 m³ / h , 26 db ( A ) Gerð : ECA piano H Stærð : 151 x 151 x 24 ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Stillanleg rakastýring ( 50% - 90% ) Tímastillingin lætur viftuna ganga í 0,5 - 18 mínútur eftir að slökkt hefur verið á henni með rofa Hljóðlát baðherbergisvifta 8W , 80 m³ / h , 26 db ( A ) Gerð : ECA piano H Stærð : 151 x 151 x 24 ( ytra mál ) Hljóðstyrkur er mældur í 3 metra fjarlægð Stillanleg rakastýring ( 50% - 90% ) Tímastillingin lætur viftuna ganga í 0,5 - 18 mínútur eftir að slökkt hefur verið á henni með rofa
Meðlimir SGI tala oft um að „ breyta eitri í meðal “ þegar þeir lýsa því hvernig ástundun búddismans hefur gert þeim kleift að breyta erfiðum , neikvæðum eða þjáningarfullum kringumstæðum í eitthvað jákvætt . Grundvallar merking þess að „ breyta eitri í meðal “ er að umbreyta hvötum sem byggðar eru á blekkingum í uppljómun . Í ritinu The Treatise on the Great Perfection of Wisdom sem rakið er til Nagarjuna , sem var indverskur búddískur heimspekingur uppi á þriðju öld , er Lótus sútrunni líkt við „ mikilhæfan lækni sem breytir eitri í meðal . “ Það er vegna þess að Lótus sútran opnar fyrir möguleika á uppljómun fyrir fólk sem vegna hroka og sjálfumgleði hefur valdið því að „ fræ búddatignarinnar í lífi þess hefur skrælnað . “ Í eldri sútrum hafði slíkt fólk verið fordæmt sem óhæft til að verða búddar . Mikilvægt er að af þessu má draga þá ályktun að enginn er svo vonlaus að honum sé ekki viðbjargandi . Í riti sínu „ Fyrst er ég heyrði kenninguna um hið æðsta farartæki , “ þróaði Nichiren þessa hugmynd þegar hann fullyrti að með því að nota kraft hins leynda lögmáls Nam mjóhó renge kjó getur viðkomandi umbreytt hinum þremur leiðum hvata sem byggast á blekkingum , karma og þjáningum í hinar þrjár dyggðir búdda , það er að segja Dharma líkamann , visku og frelsi . Hægt er að skilja þetta sem svo að öllum neikvæðum kringumstæðum er hægt að breyta í uppsprettu góðra gilda . Í grunninn merkir þetta að með því að skora á og yfirstíga þjáningarfullar kringumstæður vöxum við sem manneskjur . Lykillinn er fólginn í því hvernig við bregðumst við óhjákvæmilegum þjáningum lífsins . Neikvæð , þjáningarfull reynsla er oft nauðsynlegur drifkraftur fyrir okkur . Eitt búddískt rit lýsir veikindum sem hvata til að vekja upp löngun til að leita sannleikans . Á sama hátt hefur fólk sem upplifað hefur stríð og óréttlæti fyllst löngun til að helga líf sitt friði og réttlæti . Ferillinn , að breyta eitri í meðal , hefst þegar við lítum á erfiðar aðstæður sem tækifæri til að skoða eigið líf , styrkja og þroska hugrekki okkar og samkennd . Því meira sem við erum fær um að gera þetta þeim mun meira vaxa lífskraftur og viska okkar og við birtum sannarlega stórfenglegt lífsástand . Þannig getur þjáning virkað sem stökkbretti til að upplifa dýpri hamingju . Frá sjónarhorni búddismanns inniheldur öll neikvæð reynsla jákvæða grundvallar möguleika . Hins vegar , ef við bíðum ósigur fyrir þjáningum eða bregðumst við erfiðum kringumstæðum á neikvæðan og eyðileggjandi hátt er hinu upprunalega „ eitri “ ekki breytt , það heldur áfram að vera eitur . Búddisminn kennir að þjáning eigi rætur sínar að rekja til karma , þeirra orsaka sem við sjálf höfum skapað . Kenning búddismanns um karma fjallar um persónulega ábyrgð . Það er þar af leiðandi á okkar ábyrgð að umbreyta þjáningu í gildisskapandi reynslu . Búddisminn lítur ekki á karma sem óbreytanlegt eða sem forlög – það er jafnvel hægt að breyta dýpstu og rótgrónustu karmísku mynstrum . Með því að taka erfiðar kringumstæður , til dæmis veikindi , atvinnuleysi , ástvinamissi og svik og nota þær sem tækifæri til að dýpka skilning okkar á persónulegri ábyrgð okkar , getum við öðlast og þróað slíka sjálfsþekkingu sem verður að uppsprettu ávinninga . Búddisminn kennir að sjálfsþekking sé í raun skilningur á okkar eigin takmarkalausu möguleikum , okkar innri styrki , visku og samkennd . Þessir takamarkalausu möguleikar eru „ búddaeðlið “ okkar . Upprunalega merking orðasambandsins „ að breyta eitri í meðal “ vísar til þess konar sjálfsþekkingar . Í kaflanum „ Trú og skilningur “ í Lótus sútrunni bregðast Subhuti og aðrir sem höfðu lengi verið fylgismenn Búdda við spádómi um að annar fylgismaður , Shariputra , muni öðlast æðstu uppljómun . Fylgismennirnir viðurkenndu að þeir hefðu fyrir löngu gefist upp á að verða sjálfir búdda en við það að heyra kenningar Lótus sútrunnar sneru þeir frá fyrri afstöðu sinni um uppgjöf og leti . „ Hugur þeirra var snortinn sem aldrei fyrr og þeir dönsuðu af gleði . “ Nagarjuna og T‘ien-t‘ai ( 538 - - 597 ) líktu þar af leiðandi Búdda við góðan lækni sem fær var um að breyta eitri ( leti og uppgjöf aldraðra fylgismanna ) í meðal ( einlæga löngun til að öðlast æðstu uppljómun búddatignarinnar ) . Þessi kenning um möguleikann á grundvallar umbreytingu gerir búddismann að ákaflega bjartsýnni heimspeki . Þessi bjartsýni knýr búddista áfram er þeir leitast við að umbreyta hinum neikvæðu og eyðileggjandi tilhneigingum í lífi sínu , samfélaginu og heiminum öllum .
Það að skapa gildi var grundvallarhugsunin í heimspeki Tsunesaburo Makiguchi ( 1871 – 1944 ) , sem var stofnforseti Soka Gakkai en nafn samtakanna þýðir „ samfélag til að skapa gildi “ . Þessi einstaka mannúðlega sýn Makiguchi – sem beindi sjónum sínum að hamingju manneskjunnar , ábyrgð og einstaklingsstyrk – lifir áfram í búddískri mannúðarstefnu SGI í dag . Hugtökin gildi og gildissköpun geta auðveldlega valdið misskilningi , sérstaklega þegar litið er á þau útfrá siðferðislegum viðmiðum . Gildi er eitthvað sem er fólki mikilvægt , þeir hlutir og kringumstæður sem gera tilveru okkar innihaldsríkari . Eins og hugtakið er notað innan SGI er orðið gildi notað fyrir jákvæðar hliðar raunveruleikans sem við drögum fram og eflum þegar við tökumst á skapandi hátt á við áskoranir daglegs lífs . Gildi er ekki eitthvað sem er utan við okkur , sem við þurfum að uppgötva eða finna ; gildi eru ekki heldur fyrirfram tilgreind viðmið sem hægt er að dæma hegðun okkar útfrá . Við getum skapað gildi á hverju augnabliki með því hvernig við bregðumst við umhverfi okkar . Gildi sem við sköpum við hvaða aðstæður sem er geta verið jákvæð eða neikvæð , mikil eða lítil allt eftir því hversu ákveðin við erum og hver stefna okkar er . Jafnvel það sem við fyrstu sýn geta virst vera mjög neikvæðar aðstæður eins og t.d. erfitt samband , fjárhagslegir erfiðleikar eða slæmt heilsufar , geta orðið tækifæri til þess að skapa jákvæð gildi . Það að helga líf sitt baráttu fyrir réttlæti getur verið afleiðing þess að hafa verið beittur ranglæti í æsku . Iðkun okkar á búddisma eykur möguleika okkar á því að taka eftir þessum tækifærum auk þess að gefa okkur lífskraftinn , skynsemina og þrautseigjuna sem þarf til þess að nýta okkur þau . Vegna þess hversu tengd við öll erum og innbyrðis háð hvert öðru munu þau jákvæðu gildi sem við sköpum okkur án efa breiðast út til annarra . Þannig getur það sem byrjaði sem innri ákvörðun eins einstaklings um að breyta sínum kringumstæðum , haft áhrif á , ýtt undir og skapað varanleg gildi innan samfélagsins í heild . Iðkun okkar á búddisma eykur möguleika okkar á því að taka eftir þessum tækifærum auk þess að gefa okkur lífskraftinn , skynsemina og þrautseigjuna sem þarf til þess að nýta okkur þau . Vegna þess hversu tengd við öll erum og innbyrðis háð hvert öðru munu þau jákvæðu gildi sem við sköpum okkur án efa breiðast út til annarra . Þannig getur það sem byrjaði sem innri ákvörðun eins einstaklings um að breyta sínum kringumstæðum , haft áhrif á , ýtt undir og skapað varanleg gildi innan samfélagsins í heild . Samskonar þróun frá innra lífi einstaklingsins til samfélagsbreytinga má sjá í kenningum Makiguchi þar sem hann segir að grundvallargildin séu : fegurð , ávinningur og hið góða . Fegurðin stendur fyrir fagurfræðileg gildi , sem eru hin jákvæðu viðbrögð þegar við skynjun eitthvað sem við teljum „ fagurt . “ Ávinningur er það sem við sjáum sem ávinning í víðasta samhengi og innifelur , þó það einskorðist ekki við , þau efnislegu gæði sem gera tilveru okkar þægilegri . Það góða er það sem bætir og eflir velferð alls samfélagsins og gerir að betri og réttlátari stað til að lifa í . Að skapa hamingju Jafnvel áður en Makiguchi byrjaði að iðka búddisma Nichiren árið 1928 stóð hann í þeirri trú að raunverulegur tilgangur lífsins væri hamingja . Með dýpri skilningi á búddismanum fór Makiguchi að nota orðatiltækið „ stórkostlegt líf “ um líf þeirra sem helga sig hinu æðsta gildi sem er velferð alls mannkyns . Það má í raun líta á þetta sem tuttugustu aldar útgáfu af hinni fornu búddísku hugmynd um umhyggjusama bódisattva . Það er jafnframt mikilvægt að muna það að ólíkt mörgum af samtíðamönnum sínum , hafnaði Makiguchi þeirri hugmynd að „ hið helga “ gæti verið gildi í sjálfu sér og hélt því fram að einungis væri hægt að mæla gildi trúarbragða eftir hamingju fólksins . Eða eins og hann skrifaði „ Gæti raunverulegur tilgangur trúarbragða í samfélaginu verið nokkur annar en að leysa allt fólk og heiminn undan þjáningu ? Er það ekki gildi ávinninga að losa fólk undan þjáningu ? Er það ekki siðferðislegt gildi hins góða að losa heiminn undan þjáningu ? ’ ’ Heimspeki gildissköpunar kallar okkur til verka , eins og við erum , þar sem við erum með hamingju manneskjunnar í huga . Með því að beina kröftum okkar að háleitum markmiðum öðlumst við viskuna og kraftinn sem þarf til þess að móta raunveruleikann og skapa eins mikil gildi á hverju augnabliki og hægt er . Eins og Ikeda segir „ lykillinn að því að lifa fullnægðu lífi , án eftirsjár , er að helga sig málstað og markmiði sem er stærra en við . “
Spurningin um það hvernig við getum lifað í fjölbreyttum heimi hefur ef til vill aldrei verið eins aðkallandi og nú . Ef mannkynið á að lifa af þá er áríðandi að við finnum leið til að umbera skoðanir og gildismat sem er frábrugðið okkar eigin . Þeir valkostir að annaðhvort einangra okkur og hörfa inn á okkar aðskilda svæði eða samræmt gildismat sem er ákvarðað og þröngvað af efnahag og tækni geta varla talist raunhæfir . Aukin tengsl og samskipti á milli ólíkra menningarsamfélaga heimsins virðast óumflýanleg . Hvernig getum við lært að óttast ekki mismun ? Hvernig getum við lært að eiga árangursrík samskipti við þá sem hafa öðruvísi sýn og skilning á heiminum en við höfum ? Fjölbreytni getur annað hvort komið af stað átökum og ofbeldi eða gagnkvæmum sköpunarkrafti og framförum . Hvernig getum við tryggt að hið síðara verði ofaná ? Daisaku Ikeda skrifaði í þessu samhengi : „ Kenningar Búdda byrja á því að viðurkenna mannlegan fjölbreytileika . … Mannúðarkenning Lótus sútrunnar byggist á því viðhorfi að virða einstaklinginn . “ Samkvæmt búddismanum er hver einstaklingur einstök birtingarmynd hins æðsta sannleika . Vegna þess að hvert og eitt okkar birtir þennan sannleika í formi okkar einstaka persónuleika erum við öll dýrmæt og sannarlega ómissandi hluti af hinum lifandi alheimi . Í skrifum sínum notar Nichiren samlíkingu á mismunandi ávöxtum trjáa , kirsuber , plómur o.fl. - til að leggja áherslu á þetta atriði . Öll blómstra þau á einstakan hátt , með sínum eigin einstaka karakter . Saman skapa þau stórkostlega árstíðabundna mynd af lífskrafti og fegurð . Nichiren lýsir þessu sem að hvert og eitt „ birti sitt sanna eðli “ ( Jpn . jitai kensho ) . Í búddisma Nichiren Daishonin snýst uppljómun ekki um að breyta okkur sjálfum í eitthvað sem við erum ekki . Frekar er það spurningin um að draga fram þá jákvæðu eiginleika sem við búum þegar yfir . Það er að þroska viskuna og lífskraftinn til að tryggja að þeir einstöku eiginleikar sem móta persónuleika okkar nýtist til að skapa gildi ( hamingju ) fyrir okkur sjálf og fyrir aðra . Sem dæmi geta eiginleikar óþolinmæðinnar annaðhvort verið uppspretta pirrings og ágreinings eða drifkraftur skjótra og árangursríkra aðgerða . Lykillinn hér er sú trú að hver einstaklingur sé einstök birtingarmynd á lífskrafti alheimsins . Sem slíkur býr hver einstaklingur yfir takmarkalausu virði og möguleikum og eðlislægri , friðhelgri reisn . Samt , samanborið við æðsta alheimsfjársjóð lífsins sem er okkur öllum sameiginlegur , hafa sérkenni kyns okkar , þjóðar , menningar eða trúarlegs bakgrunns o.s.frv. aðeins takmarkaða merkingu . Þegar þessi skilningur skýtur rótum getum við lært að yfirstíga fastheldi okkar á mismun og tilfinningum andúðar og ótta . Rétt eins og hver einstaklingur hefur einstakan persónuleika , einstaka lífsreynslu , er hægt að líta þannig á að hver menningarheimur sé birtingarmynd af sköpunargáfu og visku alheimsins . Á sama hátt og búddisminn hafnar allri flokkun einstaklinga í virðingarstiga , samþykkir hann viðhorf grundvallar virðingar gagnvart allri menningu og hefðum . Lögmál þess að laga sig að lífsreglum umhverfisins ( Jpn . zuiho bini ) endurspeglar þetta . Þeir sem ástunda búddisma eru hvattir til að tileinka sér sveigjanlega opna nálgun gagnvart þeim menningalegu aðstæðum sem þeir eru í . Þess vegna , um leið og þeir hafa í heiðri búddíska lögmálið er varðar eðlislæga reisn og helgi mannlegs lífs , þá fylgja þeir staðbundnum siðum og háttum nema þegar þeir stangast beinlínis á við þessar grundvallar lífsreglur . Samkvæmt þessu starfa samtök SGI um allan heim að því að byggja upp starfsemi sem er í samræmi við og sæmandi þeirri menningarlegu umgjörð og munu leggja af mörkum varanlegt framlag til sinna virðingarverðu samfélaga . Upprunalegur tilgangur búddismans er að vekja fólk upp til sjá hið ótakmarkaða virði síns eigin lífs og í beinu framhaldi lífi annarra . Að lokum , hæfileiki okkar til að bregðast á skapandi hátt við fjölbreytileika veltur á þeim hæfileika okkar að þroska áþreifanlega tilfinningu fyrir dýrmæti sjálfs lífsins og hverri einstakri birtingarmynd þess .
Umræða um mannréttindi á sér stað um allan heim , allt frá húsakynnum Sameinuðu þjóðanna til götuhorna fátækra samfélaga . Hún hefur leitt af sér mörg andstæð gildiskerfi og ólíkar heimsmyndir . Einstaklingshyggja gegn samhyggju . Nútímaviðhorf gegn hefð . Austur gegn vestri . Norður gegn suðri . Efnahags - og samfélagslegur réttur , svo sem réttur til atvinnu og boðlegs húsnæðis gegn borgaralegum og pólitískum rétti til frjálsrar ræðu og tjáningar . Allar kenningar um réttindi einstaklinga sækja stoðir sínar í einhvers konar skilning á mannlegri reisn , jafnvel þegar ekki er verið að tala beint um „ mannréttindi . “ Það má segja að einstaklingar meti mannsæmandi meðferð að verðleikum vegna þeirrar mannlegu reisnar sem þeir búa yfir . Mannlegri reisn má lýsa sem innri verðleika sem byggist á þeirri einföldu staðreynd að við erum mannlegar verur . Í mörgum samfélögum , þá sprettur þessi reisn frá guði sem skapaði mannkynið í sinni mynd . Í öðrum samfélögum er okkar einstaka færni til hugsunar og að draga ályktanir sögð vera grunnur okkar mannlegu reisnar . Þrátt fyrir þetta þá er það sífellt algengara að hugmyndin um mannlega reisn sem undirstöðu réttlætis spretti upp frá ákveðinni mannlegri ábyrgð – það að temja sér ábyrg yfirráð yfir náttúrunni og bera virðingu fyrir öllu lífi . Hvaða skilning leggur búddisminn í mannlega reisn ? Hvaðan er sá skilningur kominn ? Hvað styður og viðheldur honum ? Upphafspunktur búddismans er verðmæti og heilagleiki lífsins . Til dæmis segir Nichiren í einu bréfi til fylgismanns síns að einn einstakur dagur lífs sé verðmætari en allir fjársjóðir heimsins . Búddisminn lítur jafnframt á sérhvert líf sem birtingarmynd á lífskrafti alheimsins . Bengalska skáldið Rabindranath Tagore útskýrði þetta á þessa leið : „ Sá straumur lífs sem rennur um æðar mínar daginn út og inn er sá hinn sami sem rennur um heiminn í taktföstum dansi . Það sama líf ryður sér leið upp úr jörðinni í formi óteljandi grasblaða og brýst svo út í kröftugum bylgjum sem laufblöð og blóm . “ Frá sjónarhóli búddismans þá er mannleg tilvist forréttindi sem krefst ábyrgðar samanborið við önnur form lífs sem fyrirfinnast í alheiminum . Eins og Nichiren , lýsir því ( og vísar þar til klausu úr Nirvana Sútrúnni ) : „ Það er fátítt að fæðast sem mannleg vera . Fjöldi þeirra sem gefið er mannlegt líf eru færri en þau rykkorn sem komast fyrir á fingurnögl . “ Það sem gerir mannlega tilvist svo einstaka er það valfrelsi sem við höfum , það hversu frjáls við erum að velja að framkvæma til góðs eða ills , til að hjálpa eða skaða . Nýleg bók sem fjallar um þá áskorun að eldast segir sögu ungrar giftrar konu sem var móðir ungra barna . Hún lenti í þeirri aðstöðu að þurfa að hugsa um rúmfasta tengdamóður sína sem hafði orðið fyrir heilablóðfalli . Í fyrstu skildi unga konan ekki hvers vegna þetta hafði komið fyrir hana , hvers vegna það þyrfti að auka á hennar byrðar , sem voru nægar fyrir . Með búddískri ástundun varð henni ljóst að hún gæti notað þetta sem tækifæri til að skapa gildi í lífi sínu , það færi allt eftir því hvaða nálgun hún tæki á aðstæðurnar . Hún gat breytt þeirri gremju sem hún upplifði í upphafi í garð gömlu konunnar í tilfinningu þakklætis . Skilingur búddismans á mannlegri reisn á upphaf sitt í þeirri hugmynd að við getum valið okkar leið til fullkomnunar . Við getum í sífellu tekið þær ákvarðanir sem leiða til sköpunar , þroska og breytinga , þótt þær séu oft ekki auðveldastar . Búddaeðli , eða uppljómun , er lýsingin á þessu ástandi fullkomnunar , ástand þar sem við höfum fullþroskað með okkur hugrekki , visku og samkennd . Þessi hugmynd sem höfð er í heiðri í Mahayana búddismanum er að allar mannverur , í reynd allt líf , hafi innra með sér búddaeðlið og geti birt það . Hver og einn hefur einstakt hlutverk sem aðeins hún eða hann getur uppfyllt , einstaka sýn að bjóða öðrum , einstakt framlag að gefa . Eins og forseti SGI , Daisaku Ikeda , skrifaði nýlega í bók fyrir framhaldsskólanema : „ Hver og einn hefur sitt hlutverk . Alheimurinn gerir ekkert án tilgangs . Sú staðreynd að við erum til þýðir að við höfum tilgang . “ Gamla konan í sögunni sem vitnað var til gerði einnig sitt besta að nýta sína takmörkuðu getu til að leggja sitt til heimilisins . Þar sem hún gat enn notað hendur sínar byrjaði hún að prjóna , sem ákveðið meðferðarform en einnig til að skapa hluti sem gætu nýst fjölskyldunni . Hún naut þess einnig að gæta heimilisins þegar aðrir voru að heiman . Búddisminn kennir að við höfum alltaf þann valmöguleika að skapa gildi , jafnvel í erfiðustu aðstæðum . Í gegnum slíkar ákvarðanir getum við uppfyllt okkar einstaka tilgang og hlutverk í lífinu , og þannig birt að fullu þann dýrmæta fjársjóð sem býr innra með okkur , okkar mannlegu reisn . Það er sennilega ekki til sterkari grunnur fyrir mannréttindi en það að almenningur vakni til vitundar um þá mannlegu reisn og virðingu sem býr innra með hverju okkar .
SGI meðlimir iðka kvölds og morgna svokallað gongyo sem felur í sér að kyrja Nam mjóhó renge kjó og fara með hluta úr Lótus sútrunni . Lengd kyrjunar í hvert skipti fer eftir hverjum einstaklingi fyrir sig . Reglubundin iðkun kvölds og morgna er hluti af daglegri iðkun , það er tími þar sem hægt er að endurskoða forgangsröðun sína í lífinu og tengjast dýpri takti lífsins . Nichiren búddismi kennir að öll virkni alheimsins sé birtingamynd á meginreglu eða lögmáli sem kallað er Nam mjóhó renge kjó . Með því að kyrja Nam mjóhó renge kjó gerir það fólki kleift að skynja þetta lögmál í sínu eigin lífi og komast í takt við það . Með því að setja líf sitt í takt við þetta lögmál getur fólk opnað sína leyndu möguleika og öðlast jafnvægi og sátt við umhverfi sitt . Þetta er öflug tjáning á valdeflingu einstaklingsins þar sem hver manneskja getur breytt óumflýjanlegum þjáningum lífsins í uppsprettu vaxtar og gleði og haft jákvæð áhrif á fjölskyldu sína og samfélag . Trú , iðkun og fræðsla Það eru þrjár grunnstoðir í daglegri iðkun Nichiren búddisma , trú , iðkun og fræðsla . Þetta eru grundavallaratriðin til að draga fram uppljómað ástand manneskjunnar eða búddaeðlið . Trú þýðir að trúa á kenningar Nichiren og deila þeirri trú með honum að allt fólk hafi innra með sér stórkostlega möguleika . Iðkun þýðir að kyrja Nam mjóhó renge kjó ásamt því að útskýra kenningar Nichiren fyrir öðrum . Fræðsla þýðir að fræðast um og skilja búddískar kenningar . Af þessum þremur er trúin mikilvægust . Þetta þýðir ekki að trúa í blindni heldur að hafa opin hug gagnvart jákvæðum möguleikum lífsins . Forseti SGI , Daisaku Ikeda skrifaði : ,, Í búddisma þýðir trú að hafa hreint hjarta , sveigjanlegan anda og opin huga . Trú er virkni mannlegs lífs sem eyðir myrkum skýjum efa , kvíða og eftirsjár og opnar af einlægni og beinir hjarta manneskjunnar í átt að einhverju stórkostlegu . ‘ ‘ Nichiren útskýrir að trú leiðir af sér iðkun og fræðslu og iðkun og fræðsla dýpki svo trúna . Í ritinu ,, Hið sanna eðli allra fyrirbæra ‘ ‘ segir Nichiren : ,, Leggðu þig fram við hinar tvær leiðir iðkunar og fræðslu . Án iðkunar og fræðslu verður enginn búddismi . Þú mátt ekki aðeins eiga þetta fyrir sjálfan þig , þú verður einnig að kenna öðrum . Bæði iðkun og fræðsla rísa af trú . Kenndu öðrum af bestu getu , jafnvel þótt það sé aðeins ein setning eða málsgrein . ‘ ‘ ( The Writings of Nichiren Daishonin , p . 386 ) . Með því að kyrja Nam mjóhó renge kjó , fræðast um kenningar Nichiren og Lótus sútrunnar og stuðla daglega að velferð annara , stefna SGI meðlimir að því að öðlast ástand sannrar hamingju og visku , ásamt því að vilja gefa af sér til samfélagsins . Umræðufundir SGI meðlimir iðka daglega heima við en þeir hitta einnig reglulega aðra meðlimi í nærumhverfi þeirra . Hefðin fyrir umræðufundunum á sér upphaf snemma í sögu Soka Gakkai í Japan fyrir seinni heimstyrjöld og hefur þann tilgang að vera staður fyrir meðlimi til að fræðast um búddískar kenningar og hvernig má nota þær í daglegu lífi . Umræðufundir í SGI eru yfirleitt haldnir mánaðarlega og flestir á heimilum meðlimanna sjálfra sem bjóða heimili sín sem fundarstað . Fundirnir gefa fólki möguleikann á því að mynda sambönd við annað fólk sem eru að verða æ sjaldséðara í nærumhverfi okkar þar sem fólk getur verið nágrannar til margra ára án þess að eiga nokkur persónuleg samskipti . Aðalatriði umræðufundanna er að deila reynslu í trú og hvernig fólk hefur umbreytt lífi sínu í gegnum búddíska iðkun . Það er líklega fátt meira hvetjandi fyrir fólk sem er að berjast við vandamál en að heyra frá öðrum sem hafa tekist á við og komist yfir sína erfiðleika . SGI meðlimir eru hvattir til að nota búddíska iðkun sína til að takast á við og sigrast á erfiðleikum í sínu daglega lífi . Í gegnum þetta ferli fer viðkomandi að meta og draga fram djúpstæða möguleika í sínu eigin lífi . Búddísk iðkun gefur fólki einnig tækifæri til að átta sig á og uppfylla sitt einstaka hlutverk í lífinu . SGI meðlimir trúa því að þetta ferli sjálfsumbreytingar eða mannúðarbylting , leiði ekki aðeins til valdeflingar einstaklingsins og til uppbyggilegra verka , heldur sé í raun besta aðferðin til að leiða mannkynið í átt að friðsömum , réttlátum og sjálfbærum heimi .
Ananda , einn af nánustu fylgismönnum Shakyamuni Búdda , spurði hann eitt sinn : „ Mér hefur sýnst svo að með því að eiga góða vini og vaxa með þeim þá sé maður hálfnaður á leið sinni til uppljómunar . Er þetta rétt viðhorf ? “ Shakyamuni svaraði : „ Ananda , þetta er ekki rétt viðhorf . Það að eiga góða vini og vaxa með þeim fleytir manni ekki hálfa heldur alla leið til uppljómunar . “ Þetta kemur hugsanlega á óvart þar sem oft er litið á búddisma sem innhverfa ástundun sem krefst mikils aga . Þá sé heldur litið á aðrar mannverur sem hindrun en ekki hjálp . Hins vegar er það þannig að grunnur þess að líf okkar fái að vaxa og skína er sá að þróa með sér aukna hæfileika í mannlegum samskiptum – nokkuð sem er tölvuvert meiri áskorun en það að þroska með sér heraga . Ástundun búddismans öðlast aðeins merkingu í tengslum við mannleg samskipti . Ef við lítum svo á að það sé sífelld áskorun og erfitt ferli að bæta líf okkar með ástundun búddismans þá er það mjög eðlilegt að þiggja stuðning frá öðrum sem einnig hafa einsett sér að ganga rétta leið í lífinu og vilja skapa gildi í lífi sínu . Forseti SGI , Daisku Ikeda skrifaði eitt sinn : „ Það að eiga góða vini er líkt og að vera útbúinn kraftmikilli vél . Þegar við komum að brattri brekku eða hindrun , þá getum við stutt hvert annað og fundið styrk til að halda stöðugt áfram . “ Eða eins og Nichiren ( 1222 - 1282 ) skrifaði : „ Ekki mun máttfarinn einstaklingur hika ef hann á kröftuga stuðningsmenn en sterkur einstaklingur sem ferðast einn getur misst fæturna á ósléttri grundu … “ Í búddisma Nichirens eru góðir vinir kallaðir zenchishiki sem táknar góð áhrif , á meðan akuchishiki táknar slæm áhrif . Fólk hefur margþætt áhrif á hvert annað og mikilvægt er að þróa með sér hæfileika til að greina eðli þessara áhrifa . Samkvæmt búddismanum eru slæmir vinir þeir sem styrkja okkar veikleika . Sagt með orðum Nichirens : „ Slæmir vinir eru þeir sem með ljúfu , blekkjandi og skjallandi orðalagi og málsnilli vinna hjarta þeirra fávísu og eyðileggja hið góða í huga þeirra . “ Jafnvel þótt okkur standi gott eitt til þá eru jákvæð áhrif okkar hvert á annað breytileg . Tsunesaburo Makiguchi , stofnandi Soka Gakkai , notaði eftirfarandi líkingu . Segjum að þú eigir vin sem þarfnast ákveðinnar peningaupphæðar . Það að gefa vini þínum peningana sem hann þarfnast gerir honum sæmilega gott , á meðan það að hjálpa honum að fnna sér starf hjálpar honum enn meira . Ef vinur þinn þjáist virkilega vegna þeirrar tilheigingar að vilja liggja í leti , þá mun sífelld aðstoð þín einungis ýta undir þann neikvæða ávana . Í þessu tilfelli þá væri sönn vinátta sú að hjálpa vini þínum að breyta undirrót þjáningarinnar sem er tilhneigingin til leti . Sannur vinur er sá sem með samkennd og hugrekki segir jafnvel þá hluti sem við kjósum helst ekki að heyra , þá hluti sem við verðum að horfast í augu við ef við ætlum okkur að þroskast og vaxa í lífi okkar . Þegar allt kemur til alls þá er það undir okkur komið hvort aðrar manneskjur séu góð eða slæm áhrif á líf okkar . Samkvæmt búddismanum þá er besti zenchishiki sá sem beinir okkur í átt til sterkari trúar og ástundunar þannig að við getum breytt algjörlega okkar karma . Ef við vitnum í Nichiren þá er „ besta leiðin til að ná uppljómun að hitta zenchishiki , eða góðan vin . “ Nichiren benti á Devadatta , skyldmenni Shakyamuni sem gerði tilraun til að drepa Shakyamuni og skipta upp búddísku reglunni . Devadatta var „ fyrst og fremst góður vinur hins eina sanna Shakyamuni . Á þessum tímum er það einnig þannig að það eru ekki bandamennirnir heldur öflugustu óvinirnir sem styðja framfarir manns . “ Þetta skýrir eitt af grundvallarhugtökum búddismans . Vegna þeirra gríðarlegu umbreytingarkrafta sem fólgnir eru í ástunduninni þá geta jafnvel „ slæmir “ vinir haft góð áhrif ef við nýtum tengsl okkar við þá sem tækifæri til að skoða , bæta og styrkja okkar líf . Markmiðið ætti að vera að ná þeirri takmarkalausu samkennd sem Nichiren tjáir í skrifum sínum þegar hann lýsti því að hans fyrsta þrá hafi verið að leiða til uppljómunar þau yfirvöld sem ofsóttu hann , þá sem margoft gerðu hann útlægan og gerðu tilraunir til að hálshöggva hann .
Hægt er að draga saman kjarnann í heimspeki SGI í hugtakinu „ mannúðarbylting . “ Þetta er sú hugmynd að sjálfsprottin löngun einstaklings til jákvæðra innri breytinga í lífi sínu muni hafa áhrif á hið stóra net lífsins og muni að lokum leiða til endurnýjunar mannlegs samfélags . Samtök SGI eiga rætur sínar að rekja til heimspeki Nichiren Daishonin sem leggur áherslu á lífið sjálft . Nichiren var búddamunkur uppi á þrettándu öld í Japan . Nichiren var fullkomlega sannfærður um að búddisminn gerði fólki kleift að takast á við raunveruleg vandamál í dagsins önn , efla lífskraft sinn og breyta lífi sínu til hins betra . Búddismi Nichiren leggur áherslu á djúpstæð tengsl milli okkar eigin hamingju og hamingju annarra . Dýpsta lífsfylling og ánægja fyrir okkar sjálf fæst með því að vinna að hamingju annarra . Kenningar Nichiren staðhæfa að hver einstaklingur , burtséð frá kynþætti , kyni , hæfileikum eða félagslegri stöðu , búi yfir krafti til að yfirstíga óumflýjanleg viðfangsefni lífsins , þróa með sér innihaldsríkt skapandi líf og þannig hafa jákvæð áhrif á sitt nánasta umhverfi , þjóðfélagið og umheiminn . Heimspeki Nichiren má rekja til kenninga Shakyamuni , sögulegs upphafsmanns búddismans sem var uppi á Indlandi fyrir um það bil 2.500 árum . Nichiren uppgötvaði að Lótus kenningin ( sútran ) inniheldur kjarnann í kenningum búddismans og sannleikann sem Shakyamuni uppljómaðist um . Þessi sútra útskýrir að grundvallarlögmálið , svokallað búddaeðli , búi í öllu lífi . Hún staðfestir að allt fólk er fært um að öðlast djúpstæðan skilning á raunveruleika lífsins .
Japanska orðasambandið kósen-rúfu er afar mikilvægt hugtak fyrir meðlimi SGI . Það er oft notað sem samheiti yfir heimsfrið og hefur óformlega verið skilgreint sem „ heimsfriður í gegnum hamingju einstaklingsins . “ Í víðara samhengi er hægt að skilja það sem sýn á samfélagslegan frið sem næst með víðtækri viðurkenningu á grunngildum eins og djúpri virðingu fyrir reisn mannlegs lífs . Orðatiltækið sjálft er fornt að uppruna og birtist í 23. kafla Lótus sútrunnar sem segir , „ Komið á kósen rúfu um allan heim á fimmta fimmhundruð ára tímabilinu eftir andlát mitt og látið flæði þess aldrei stöðvast . “ Hér er orðasambandið kósen rúfu skrifað með fjórum kínverskum táknum sem mætti þýða hvert fyrir sig sem : „ víða , “ „ lýsa yfir , “ „ flæði “ og „ útbreiða “ þannig að bókstafleg merking orðanna væri víðtækt flæði og útbreiðsla - - og notkun - - á þeim kenningum sem er að finna í Lótus sútrunni . Kósen rúfu gefur í skyn nálgun á búddískri ástundun sem er nátengd því sem er að gerast í samfélaginu og um allan heim . Nichiren ( 1222 - 1282 ) skar sig úr hópi annara búddista hans tíma hvað hann notaði oft þetta hugtak . Þessi áhersla sem Nichiren lagði á kósen rúfu er einkennandi fyrir nálgun hans á búddíska ástundun ; að okkar persónulega hamingja - - uppljómun - - er órjúfanlega tengd friði og hamingju annarra manna og samfélagsins í heild . Hann hafnaði þeirri hugmynd að uppljómun væri eitthvað sem við þroskuðum innra með okkur í einrúmi . Hann hafnaði einnig þeirri hugmynd að megin takmark búddismanns væri að safna umbun fyrir lífið eftir dauðann . Það sem þessar tvær hugmyndir eiga sameiginlegt er afneitun á þeirri getu okkar að yfirstíga þjáningu og að umbreyta samfélaginu á jákvæðan hátt . Fyrir Nichiren merkir þetta óásættanlegan viðsnúning frá þeim kjarna búddískra kenninga að fólk sé fært um að höndla ósvikna hamingju í þessum heimi . Báðar þessar nálganir urðu því fyrir gagnrýni hans . Frá sjónarhorni Nichiren er uppljómun ekki takmark eða leiðarlok í sjálfu sér , frekar grunnur fyrir óeigingjarnar athafnir . Lífsástand búddatignarinnar sem er ástand ótakmarkaðs lífskrafts , visku og samkenndar , er opinberað , viðhaldið og styrkt í gegnum þá skuldbindingu einstaklingsins að leggja sitt af mörkum til velfarnaðar og hamingju annarra . Áhersla Nichiren á kósen rúfu endurspeglaði einnig skilning hans á eðli þess tímabils sem hann lifði á . Því var almennt trúað að „ síðari dagar lögmálsins “ ( Jp . mappo ) væru hafnir . Þeir voru sagðir hefjast 2.000 árum eftir andlát Shakyamuni Búdda ( samanber fyrirmælin „ á fimmta fimm hundruð ára tímabilinu eftir andlát mitt “ ) og var því spáð að þetta myndi verða tímaskeið hnignunar þar sem kenningar Búdda myndu tapa mætti sínum til að hjálpa fólki . Útreikningar japanskra búddista höfðu markað upphaf síðari daga lögmálsins á árinu 1052 og víðtækur uggur var í fólki vegna komu þessa tímaskeiðs . Ýmsir atburðir sem áttu sér stað virtust staðfesta þessa hnignun og skort á virkni hins búddíska lögmáls . Til dæmis árið 1221 ári áður en Nichiren fæddist hafði keisari nokkur reynt að steypa af stóli ríkisstjórn þar sem samúræar voru ráðandi og fékk söfnuði búddista í lið með sér til að biðja fyrir sigri . Hann var yfirbugaður auðveldlega og eyddi því sem hann átti ólifað í útlegð . Fyrir almenning var það óhugsandi að keisarinn , hið veraldlega yfirvald og opinberir trúarleiðtogar búddisma gætu farið með ósigur . Ofsafengnar náttúruhamfarir , pólitískur ófriður , hungursneið og plágur héldu áfram að herja á landið meðan Nichiren lifði og upp úr þessum jarðvegi þróuðust hugmyndir hans . Samt sem áður leit Nichiren ekki á hina síðari daga sem tíma uppgjafar og óumflýjanlegra þjáninga , ólíkt mörgum samtímamönnum hans . Hann einbeitti sér hins vegar að þeim köflum í sútrunum sem sögðu fyrir um að hinir síðari dagar myndu verða tími þar sem búddisminn yrði endurlífgaður með nýju sniði og að útbreiðsla hans yrði víðtæk til að gagnast fólkinu . Hann leit með praktískum hætti á hina síðari daga sem tímaskeið þar sem ekki væri lengur raunhæfur valkostur að leita hamingjunnar eingöngu fyrir sjálfan sig . Eina leiðin til hamingjunnar , að hans mati , var að viðkomandi skoraði á virkan hátt á rætur óhamingjunar sem hafði áhrif á allt fólk og samfélagið í heild . Á okkar dögum er alþjóðavæðingin , hin auknu samskipti og gagnvirku tengsl á meðal fólksins í heiminum , meir og meir að sýna fram á að einstaklingar , hópar og lönd geta ekki notið friðar og hagsældar einangruð og útaf fyrir sig . Sá einfaldi sannleikur að mannkynið muni allt standa eða falla saman er að ná víðtækri viðurkenningu . Framtíðarsýn um heimsfrið Sýn Nichiren einskorðaðist ekki eingöngu við Japan . Frá því árið 1273 byrjaði orðasambandið „ vestræn endurkoma búddismans “ að birtast í skrifum hans . Þetta orðasamband er nátengt hugtakinu kósen rúfu , og gefur í skyn að búddisminn sem hafði borist austur til Japans myndi að lokum berast ( til baka ) til Indlands og annarra landa í vestri og ná að lokum til alls heimsins . Árið 1274 gerðu Mongólar fyrstu tilraun sína til að ráðast inn í Japan . Árið 1279 sigruðu Mongólar Southern Song á meginlandi Asíu og bundu þar með enda á það ættarveldi . Margir búddískir prestar flúðu til Japans sem flóttamenn og styrktu myndrænar frásagnir þeirra af innrásinni þann ótta sem ríkti í Japan . Í fyrsta skiptið í sögunni var Japan mitt í hringiðu veraldarsögunnar og skapaði þetta bakgrunn fyrir ákall Nichiren um útbreiðslu kenninga hans langt út fyrir landamæri Japans . Um leið og hægt er að segja að Nichiren hafi haft sérstöðu meðal japanskra búddista með því að leita eftir alheims viðtöku á hugmyndum sínum þá er þetta langt frá því að vera einsdæmi ef saga trúarbragða heimsins er skoðuð . Mörg trúarbrögð hafa komið fram með skilaboð um lausn fyrir allan alheiminn sem þau hafa síðan leitast við að gera að veruleika með boðun á heimsvísu . Í þessum skilningi er það mikilvægt að útskýra hvað kósen rúfu er ekki . Það þýðir ekki að allir jarðarbúar , án undantekninga , fari að iðka búddisma Nichiren . Meðlimir SGI , fullvissir um gildi búddisma Nichiren og fúsir til að deila ávinningum sínum með fjölskyldu og vinum , þá er ekki litið á trúna sem algjöra aðgreiningu á milli þeirra sem eru „ frelsaðir “ og þeirra sem eru það ekki . Þar sem líf alls fólks er órjúfanlega samtengt á djúpstæðan hátt þá hefur grundvallarbreyting í lífi eins einstaklings jákvæð áhrif á allt það fólk sem viðkomandi einstaklingur hefur samskipti við , sérstaklega þá sem eru honum nánir . Rétt eins og ljós í einum vita getur leiðbeint mörgum skipum til öruggrar hafnar þá getur einstaklingur sem geislar af öryggi og gleði hjálpað mörgum öðrum einstaklingum að finna stefnu í lífi sínu . Það myrkur sem mest er áríðandi að hrekja burt úr heiminum í dag er sú rótgróna vanhæfni fólks að bera kennsl á göfgi lífsins . Hugmyndafræði sem kennir að sumir einstaklingar séu ekki verðmætir , að í lagi sé að fórna ákveðnu lífi , grefur undan almennum grunni mannlegrar virðingar . Sá misbrestur að kannast ekki við sína sönnu möguleika og eigið verðmæti er ávallt tengt afneitun okkar á þessum eiginleikum í öðrum . Uppspretta ofbeldis er að finna í nagandi skorti á sjálfstrausti . Fyrir meðlimi SGI merkir kósen rúfu linnulausa viðleitni til að efla gildi mannlegrar virðingar , að vekja allt fólk til meðvitundar um sitt takmarkalausa verðmæti og möguleika . Það er þess vegna sem litið er á viðleitni á sviðum friðar , mannúðar , menntunar og menningarsamskipta sem ómissandi hliðar á kósen rúfu hreyfingunni , því þessir hlutir efla þau gildi sem eru óaðskiljanleg mannlegri hamingju . Að lokum þarf það að vera ljóst að kósen rúfu merkir ekki kyrrstöðu eða endastöð . Eins og Daisaku Ikeda , forseti SGI , skrifaði árið 1970 , „ Kósen rúfu merkir ekki endastöð eða að flæði stöðvist heldur er það flæðið sjálft , hjartsláttur lifandi búddisma innan samfélagsins . “ Þessi skilningur gefur ekki í skyn að þegar við náum kósen rúfu tákni það endalok sögunnar eða þeirra óumflýjanlegu átaka og þversagna sem knýr áfram söguna . Frekar má hugsa sér að þetta sé eins og að byggja heim þar sem djúp og víðtæk virðing fyrir lífi manneskjunnar þjóni sem grunnur að þeim vettvangi þar sem unnið er úr málunum á friðsaman og skapandi hátt . Hins vegar er þetta ekki eittthvað sem við getum beðið hlutlaus eftir að gerist . Búddisminn kennir að þetta sé eitthvað sem við getum byrjað að vinna að núna , hvar sem við erum .
Megin boðskapur Lótus sútrunnar er að búddaeðlið , sem er æðsta ástand mannlegrar verur , sé öllum lifandi verum meðfætt . Búddaeðlið er lífsástand óhagganlegrar hamingju , samúðar , visku , og lífskrafts . Með því að styrkja og efla lífsástand búddaeðlisins verður einstaklingurinn færari um að yfirstíga alla þá erfiðleika sem hann mætir í lífinu og nýta hæfileika sína til fullnustu með því að vera virkur þjóðfélagsþegn sem leggjur sitt af mörkum til að bæta samfélagið . Um tvöþúsund árum eftir dauða Shakyamuni setti Nichiren Daishonin , japanskur búddamunkur sem uppi var á 13. öld , þessar djúpstæðu kenningar Lótus sútrunar fram í formi ástundunar , til að gera öllu mönnum fært að birta sitt meðfædda búddaeðli í raunveruleika daglegs lífs .
Búddismi einkennist af áherslum sínum á möguleika innri breytinga - því ferli að kalla fram fulla getu okkar . Það er skilningur margra að aginn og einbeitingin sem til þarf í slíkt ferli geri kröfu um ákveðnar kjöraðstæður sem ekki eru á allra færi . Búddismi Nichiren kennir aftur á móti að aðeins með því að horfast í augu við hindranirnar sem við stöndum frammi fyrir í harkalegum mótsögnum samfélagsins , getum við breytt lífi okkar og heiminum til hins betra . „ Mannúðarbylting “ er hugtak sem annar forseti Soka Gakkai , Josei Toda , notaði til að lýsa grundvallarferli innri breytinga , þar sem við losum okkur við hlekki hins „ minna sjálfs “ okkar þar sem við erum bundin af eiginhagsmunum og sjálfi ( egói ) okkar , vöxum í átt að fórnfýsi í átt að „ stærra sjálfi “ okkar og verðum fær um að hugsa um og framkvæma fyrir hamingju annarra og að lokum fyrir allt mannkyn . Eins og forseti SGI , Daisaku Ikeda , útskýrir : „ Það eru allskyns byltingar : pólitískar byltingar , efnahagslegar byltingar , iðnbyltingar , vísindabyltingar , listrænar byltingar ... en sama hverju er breytt , verður heimurinn aldrei betri svo lengi sem fólkið sjálft ... heldur áfram að vera sjálfselskt og skorta samkennd . Í því tilliti er mannúðarbyltingin djúpstæðasta bylting allra byltinga og á sama tíma sú mikilvægasta fyrir mannkynið . “ Spurningin um hvernig maður eigi að breytast á jákvæðan hátt hefur fætt af sér óteljandi kenningar , trúarbrögð og útgáfurisa . Vissulega getur sjálfsagi og erfiði gert okkur kleift að breytast á jákvæðan hátt , til dæmis með því að byrja að hreyfa sig reglulega . En viljastyrkinn sem þarf er oft erfitt að viðhalda ; sjálfsstjórnun okkar getur skeikað á mikilvægum tímapunkti vegna þess að við höfum ekki tekið á undirliggjandi , innri orsökum hegðunar okkar . Mannúðarbylting er sú vinna að umbreyta lífi okkar í kjarna þess . Hún felst í því að bera kennsl á og skora á þá hluti sem koma í veg fyrir fulla tjáningu á okkar jákvæðu möguleikum og mannúð . Búddismi Nichirens er byggður á trú á tært , jákvætt og uppljómað lífsástand sem býr innra með öllu fólki . Þetta lífsástand „ búddatignar “ einkennist af samkennd , visku og hugrekki sem gerir okkur kleift að skapa verðmæti við hvaða kringumstæður sem er . Nichiren gerði sér grein fyrir því að djúpstæðasta ferli breytinga og hreinsunar í lífi okkar gerist þegar við köllum fram þetta ástand og hann kenndi iðkunina að kyrja „ Nam mjóhó renge kjó “ sem beina og tafarlausa leið til að nálgast og upplifa það . Þetta búddaeðli birtist á áþreifanlegan hátt . Fyrst öðlumst við sannfæringu um að líf okkar innihaldi takmarkalausa möguleika og öðlumst djúpstæða tilfinningu fyrir mannlegri reisn okkar . Í öðru lagi þroskum við með okkur visku til að skilja að hlutir sem við töldum áður ómögulega , eru í raun mögulegir . Í þriðja lagi þroskum við með okkur öflugan lífskraft sem gerir okkur kleift að ráða fram úr vandamálum okkar með tilfinningu fyrir innra frelsi . Við erum því orðin fær um að stunda okkar eigin mannúðarbyltingu , þar sem við reynum að bæta „ sjálf “ okkar frá gærdeginum til dagsins í dag , gerum „ sjálf “ morgundagsins enn betra . Samkvæmt sumum hefðum búddismans geta túlkanir á lögmáli orsaka og afleiðinga beint kastljósinu að neikvæðum orsökum fortíðar . Það getur sýnst taka heila ævi að „ hreinsa upp “ þær hindranir og áskoranir sem við mætum í lífinu . Skilaboð Lótus sútrunnar og búddisma Nichiren er að með trú og iðkun getum við afhjúpað búddaeðlið : okkar æðsta , uppljómaðasta lífsástand hér og nú , eins og við erum . Þessi uppljómaða viska gerir okkur kleift að ná tökum á þeim raunveruleika að kringumstæður , sem geta litið út fyrir að vera mjög óheppilegar , hvort sem það er ólæknandi sjúkdómur eða eitthvað sem er hrifsað af okkur , geta í raun verið okkar besta tækifæri til að gera eigin mannúðarbyltingu og orðið stökkbretti fyrir mikilfenglegan persónulegan vöxt okkar . Þegar við lítum út fyrir okkar persónulegu áhyggjur og aðhöfumst fyrir aðra , styrkist þetta ferli og gerist hraðar . Eitthvað sem áður virtist ósanngjörn byrði getur orðið lykillinn að því að finna tilgang lífs okkar , er við lærum að hjálpa öðrum sem berjast í svipuðum aðstæðum . Þetta persónulega ferli mannúðarbyltingar er lykillinn að því að hefja breytingaskeið á heimsmælikvarða . Eða eins og Daisaku Ikeda skrifar , „ Mikilfengleg mannúðarbylting hjá aðeins einni manneskju mun hjálpa til við að breyta örlögum þjóðar og gera kleift að breyta örlögum alls mannkyns . “ Að taka ábyrgð á því að breyta okkar eigin lífi er fyrsta skrefið í átt að því að skapa samfélag , byggt á samkennd og virðingu fyrir mannlegri reisn alls fólks .
Hver einasta manneskja býr yfir krafti til að yfirstíga allar áskoranir , sem lífið kann að færa henni , getur lifað innihaldsríku lífi og haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið í heild . Í leit að lausn við þjáningum mannsins Nichiren fæddist í Japan árið 1222 , á tímum mikilla þjóðfélagsátaka og náttúruhörmungar . Almenningur í landinu bjó því við miklar þjáningar .
Alþjóðasamtökin Soka Gakkai ( SGI ) eru samtök leikmanna sem iðka búddisma sem á upphaf sitt að rekja til kenninga Shakyamuni ( Gautama Búdda ) . Þessari grein búddismans var haldið á lofti í Indlandi af Nagarjuna og Vasubandhu . Hún barst síðar til Kína og var kennd af T‘ien-t‘ai og Miao-lo . Að endingu kom hún til Japans þar sem Dengyo boðaði hana og að lokum Nichiren Daishonin . Sú búddíska hefð sem SGI byggir á hefur uppruna sinn í Mahayana búddisma og þá sérstaklega Lótus sútrunni . SGI samtökin taka virkan þátt í samfélaginu í samræmi við þá samkennd og virðingu fyrir öllu lífi sem Lótus sútran kennir . Upphafsmaður búddismans , Shakyamuni , fæddist fyrir 2500 árum inn í konungsfjölskyldu þar sem Nepal er í dag . Skakymuni velti fyrir sér þeim þjáningum sem spretta af elli , sjúkdómum og dauða . Þrátt fyrir að vera ungur og heilsuhraustur á þeim tíma gerði hann sér grein fyrir að þessar þjáningar væru óhjákvæmilegur þáttur í lífi manneskjunnar . Hann afsalaði sér því völdum og hóf andlega leit að heimspeki sem gæti upplýst allar manneskjur um tilganginn með lífinu . Shakyamuni lagði bæði stund á hefðbundnar kenningar síns tíma og nýjar kenningar . Hann ástundaði hugleiðslu og íhugaði hver væri grunn orsök þjáninga og hvernig væri hægt að yfirstíga þær . Í gegnum þessa iðkun sína uppljómaðist hann um hið eilífa lögmál sem fyllir allan alheiminn og býr innra með hverjum og einum . Þetta lögmál ( Dharma ) sem Shakyamuni vaknaði til vitundar um er kjarni búddismans . Shakyamuni gerði sér grein fyrir að fólk þjáðist vegna vanþekkingar um helgi lífsins og vegna þess að það er fast í viðjum langanna og sjálflægni . Hann kenndi að með því að vakna til vitundar um alheimslögmálið gæti maður losað sig úr viðjum hins litla sjálfs og birt sitt sanna eðli eða lífsástand . Hann útskýrði að það væri þessi mikilvægasti eiginleiki manneskjunnar sem gerði henni kleyft að lifa sönnu og virðingarverðu lífi . Markmið hans , var með öðrum orðum , að endurvekja lífsþrótt manneskjunnar og vekja hana til vitundar um óviðjafnanlega virðingu fyrir lífi hvers einstaklings . Þannig gætu þær opnað fyrir óendalega möguleika sína og virkjað sína innri visku . Shakymuni lagði einnig áherslu á að meðvitund um helgi eigins lífs myndi leiða af sér virðingu fyrir lífum annara . Eftir daga Shakymuni voru kenningar hans skráðar í sútrur . Kjarninn í þeim öllum er samkennd og viska . Þessar sútrur urðu svo grunnurinn að hinum ýmsu greinum búddismans . Mahayana búddismi á rætur sínar að rekja 500 ár eftir daga Shakyamuni en þá hófst eins konar endurreisnar tímabil búddismans . Á þeim tíma var safnað saman efni í margar nýjar sútrur og Lótus sútran var ein af þeim . Lótus sútran skýrir frá því heiti sem Shakyamuni gaf í órafjarri fortíð um að hækka lífsástand allra lifandi vera svo þær gætu náð sömu uppljómun og hann . Í sútrunni segir að hann hafi uppfyllt heit sitt er hann kenndi Lótus sútruna . Lótus sútran kallar ítrekað eftir því að við framkvæmum út frá samkennd og gerum þannig eilífa von Shakyamuni að veruleika . Lótus sútran er stórkostlegt bókmenntaverk sem er byggt upp sem samræður á milli Shakyamuni og nemenda hans . Í gegnum þessar samræður lærum við að allt fólk býr yfir lífsástandi Búdda og visku Búdda . Sútran útskýrir að leiðin að uppljómun er fær fyrir allt fólk . Hún útskýrir einnig að kenningar Lótus sútrunnar grundvallast í öllum kenningum Búdda . Og í þriðja lagi kennir hún að á þeim tímum þegar fólk þjáist og er uppfullt af efasemdum og áhyggjum þá ættum við að útbreiða kenningar Lótus sútrunnar á meðal fólksins . Hún veitir von , hugrekki og öryggi . Lótus sútran fjallar um grundvallarósk manneskjunnar að öðlast óhagganlega hamingju fyrir okkur sjálf og aðra . Hún varpar ljósi á kjarnann í kenningum Shakyamuni . Hvernig við getum hjálpað fólki að yfirstíga þjáningar . Eftir að hafa lagt stund á þessa sútru helguðu Nagarjuna , Vasubandhu , T’ien-t’ai , Miao-lo og Dengyo líf sitt því að gera fólki kleyft að nýta sína óendanlega möguleika , hver í sínu menningarlega samhengi . Í gegnum aldirnar barst Lótus sútran í gegnum hina ýmsu menningarheima . Í Indlandi voru það Nagarjuna og Vasubandhu sem breiddu út boðskap hennar og kenningar Mahayana búddismans . Í Austur-Asíu á sjöttu og áttundu öld voru það þeir T’ien-t’ai og Miao-lo frá Kína sem skrifuðu um að Lótus sútran væri fremri öðrum sútrum . Á níundu öld kynnti Dengjó kenningar þeirra fyrir Japönum og vann ötulega að því að útbreiða hugmyndina um uppljómun venjulegs fólks , eins og segir í Lótus sútrunni . Á þennan hátt breiddist boðskapur Shakyamuni út . Nichiren , sem var uppi á miklum óróleika og umróta tímum á 13. öld í Japan hafði mikla samkennd með þjáningum fólksins og leitaði leiða til að yfirstíga þær . Hann ásetti sér að verða sannur nemandi Shakymuni sem hafði kennt búddisma sem aðferð til að verða raunverulega hamingjusamur og varpaði ljósi á algjöra virðingu fyrir lífi alls fólks . Með því að lesa búddískar sútrur og kenningar fyrirrennara sinna gerði hann sér grein fyrir því að það var Lótus sútran sem gerði fólki kleyft að láta óendanlega möguleika sína blómstra og breyta þannig samfélaginu . Hann var staðráðinn í að skapa friðsamt samfélag og hann lagði allt kapp á að leiða fólk til sannrar hamingju og til sannleikans um helgi lífsins . Þrátt fyrir að verða fyrir miklum ofsóknum og kúgununum valdhafa hætti hann lífi sínu til að hvetja og blása fólki von í brjósti , rétt eins og Lótus sútran kenndi . Hann kom á fót iðkuninni að kyrja Nam mjóhó renge kjó og áletraði trúartáknið sem er þekkt sem Gohonson . Nichiren kenndi iðkun sem byggir á grunnkenningum Lótus sútrunnar og er til þess fallin að öðlast búddatign . Nichiren hafði virðinguna fyrir öllu mannlegu lífi að leiðarljósi allt sitt líf og kenndi að sú virðing ætti að vera kjarninn í mannlegu samfélagi ef við ætlum að koma á friði í heiminum og gera öllu fólki kleyft að lifa hamingjusömu lífi . Í dag starfa meðlimir SGI í anda Nichiren og byggja starf sitt á kenningum hans . Markmið samtakanna er , í stuttu máli , að útbreiða mannúðarhyggju . Þessi mannúðarhyggja felst í því að leita hamingjunnar fyrir okkur sjálf og aðra og skapa samfélag þar sem traust , gildissköpun og friðsæld eru höfð að leiðarljósi . Í gegnum daglega iðkun sína yfirstíga meðlimir ýmsar hindranir og með því að kyrja takast þeir á hendur sjálfskoðun og draga fram von , baráttuanda og hugrekki . Þeir tileinka sér einnig gildi mannúðarhyggju og vinna að því að vaxa sem manneskjur . SGI búddistar kalla þetta ferli innri breytinga ,, mannúðarbyltingu . “ Iðkun á búddisma Nichiren lætur sig varða það að nýta sína meðfæddu hæfileika og uppfylla hlutverk okkar sem manneskjur í lífinu . Hvort sem það er innan fjölskyldunnar , í vinnunni eða í samfélaginu . Hún snýst einnig um að taka virkan þátt í að leita lausna við þeim vandamálum sem heiminum stafar ógn af . Meðlimir SGI leggja sig fram við að útbreiða boðskap friðar og hugmyndafræðina um virðingu fyrir helgi lífsins , mannréttindum og umhverfisvernd . Þetta hafa þeir meðal annars gert með því að halda sýningar og ráðstefnur um skaðsemi kjarnorkuvopna og tekið þátt í ýmsu hjálparstarfi . SGI hefur einnig starfað ötulega að því að vekja fólk til vitundar um umhverfisvernd . Frá sýningu SGI á Íslandi um sjálfbæra þróun í Ráðhúsi Reykjavíkur 2010 .
Allt frá uppruna hreyfingarinnar sem umbótasinnuð menntasamtök á árunum á undan seinni heimstyrjöldinni , til núverandi stöðu hreyfingarinnar sem heimsins stærstu samfélagslega sinnuðu samtökum búddískra leikmanna , hefur kjarni Soka Gakkai ávallt verið sannfæring um takmarkalausa möguleika hvers einstaklings og rétt allra til að lifa hamingjusömu , innihaldsríku lífi . Umbætur á sviði menntunar Soka Gakkai ( þýðir orðrétt „ gildisskapandi samfélag “ ) byrjaði árið 1930 sem fræðsluhópur framfarasinnaðra kennara . Stofnandi þeirra Tsunesaburo Makiguchi ( 1871 - 1944 ) , var rithöfundur og fræðimaður . Hann sótti innblástur sinn í búddhisma Nichiren Daishonin og helgaði sig heilshugar því að bæta japanska menntakerfið . Kenning hans um gildisskapandi menntun , sem hann gaf út í bókaformi árið 1930 , snýst um þá grundvallarskoðun að hver einstaklingur hafi ótakmarkaða hæfileika og að menntun sé leit allt lífið að sjálfsvitund , visku og þroska . Áhersla Makiguchi á sjálfstæða hugsun fram yfir utanbókalærdóm og sjálfstæða ákvarðanatöku fram yfir blinda hlýðni , var bein ögrun við japönsk stjórnvöld þessa tíma , en þau litu svo á að hlutverk menntunar væri að móta auðsveipa þegna fyrir ríkið . Andstaðan við hernaðarsinnuð stjórnvöld Upp úr 1930 tók að bera á vaxandi hernaðar - og þjóðernishyggju í Japan , sem náði hámarki með þátttöku þeirra í síðari heimsstyrjöldinni . Herská ríkisstjórnin gerði Shintotrú að ríkistrú , þvert á vilja fólksins , í þeim tilgangi að fegra stríðsrekstur sinn og réðst gegn hverskonar andspyrnu . Neitun Makiguchi og Josei Toda ( 1900 - 1958 ) hans nánasta samstarfsmanns , um að gera málamiðlun með trú sína og ljá stjórnarfyrirkomulaginu stuðning , leiddi til handtöku þeirra og fangelsunar 1943 sem „ skoðanaglæpamanna “ . Þrátt fyrir tilraunir til að fá Makiguchi til að láta af grundvallarkenningum sínum hélt hann fast við sannfæringu sína og lést í fangelsi árið 1944 . Uppbygging eftirstríðsáranna Josei Toda lifði af þessar mannraunir og var leystur úr haldi nokkrum vikum fyrir stríðslok . Mitt í glundroða eftirstríðsáranna í Japan hóf hann að endurreisa Soka Gakkai og víkka hlutverk samtakanna frá vettvangi menntunar til almennra endurbóta í þjóðfélaginu . Hann hvatti til samfélaglagslega virks búddisma sem leið til sjálfstyrkingar , til að yfirstíga hindranir í lífinu og draga fram innri von , sjálfstraust , hugrekki og visku . Þessi boðskapur fékk góðan hljómgrunn , sérstaklega meðal þeirra sem höfðu verið sviptir borgaralegum réttindum í Japan . Áður en Toda lést 1958 , voru meðlimir orðnir um það bil ein milljón . Í kraftmikilli yfirlýsingu sinni árið 1957 hvatti Toda ungmenni til að vinna að afnámi kjarnorkuvopna . Þetta varð síðar að hornsteini í baráttu Soka Gakkai fyrir friði . Ný framtíðarsýn Daisaku Ikeda var 32 ára þegar hann varð forseti Soka Gakkai árið 1960 og var eftirmaður Josei Toda ( sjá Saga SGI ) . Undir hans leiðsögn héldu samtökin áfram að vaxa og tóku upp víðtækari stefnu . Alþjóðasamtök Soka Gakkai voru stofnuð 26. janúar 1975 vegna ört vaxandi fjölda meðlima um allan heim , á fyrstu friðarráðstefnu sem haldin var í heiminum á eyjunni Guam . Í dag eru samtökin alþjóðleg hreyfing sem starfar í 190 löndum og svæðum . Til að minnast stofnunar SGI leggur Ikeda fram þann 26. janúar ár hvert , tillögur til Sameinuðu þjóðanna þar sem hann bendir á aðferðir til að stuðla að friði . Rithöfundurinn og friðarsinninn Arnold Toynbee og Daisaku Ikeda Hér er farið stuttlega yfir sögu SGI ( á ensku )
Búddismi á rætur að rekja til kenninga Shakyamuni ( Siddartha Gautama ) sem var uppi á Indlandi fyrir 2.500 árum en hann var upphafsmaður búddismans . Shakyamuni var af konungsættum . Hann afneitaði sinni konunglegu arfleifð og hóf þess í stað andlega leit þar sem hann þráði að finna lausn á þjáningum mannsins . Eftir mikla leit upplifði Shakyamuni , við hugleiðslu , djúpstæða uppljómun eða skilning á lífinu sjálfu og mannlegu eðli . Sögur herma að hann hafi ferðast um Indland í um 40 ár og deilt visku sinni og uppljómun með fólkinu , boðað frið og kennt fólki hvernig það gæti leyst úr læðingi þá stórkostlegu möguleika sem allt líf býr yfir . Hann varð síðar þekktur sem Búdda eða ,, Hinn uppljómaði . ” Kenningar hans voru skráðar sem sútrur . Þessar sútrur breiddust út um Asíu og frá þeim eru sprottnar margar mismunandi greinar búddismans sem eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á frið og samúð með öllu lífi .
Sem aðildarsamtök og meðlimir Soka Gakkai International ( SGI ) , helgum við okkur þeim markmiðum og hlutverki að leggja okkar af mörkum til friðar , menningar og menntunar , með heimspeki og hugsjónir búddhisma Nichiren Daishonin að leiðarljósi . Við gerum okkur grein fyrir að aldrei fyrr í sögunni hefur mannkynið upplifað samtímis jafn gífurlegar andstæður stríðs og friðar , mismununar og jafnréttis , fátæktar og allsnægta eins og á 20. öldinni . Þróun á sífellt flóknari hernaðartækni eins og kjarnorkuvopnum hefur skapað ástand þar sem sjálf lífsafkoma mannkynsinsins hangir á bláþræði . Sá raunveruleiki sem felur í sér ofbeldisfulla mismunun og aðgreiningu á þjóðarbrotum og trúarbrögðum býður upp á endalausa hringrás átaka . Eigingirni og óhóf mannkynsins hafa orsakað vandamál á heimsmælikvarða . Þeirra á meðal eru vanvirðing á náttúrunni og sívaxandi efnahagsleg gjá milli ríkra og fátækra þjóða , sem hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sameiginlega framtíð mannkynsins . Við trúum því að búddisminn , mannúðarheimspeki Nichiren Daishonin , byggð á óendanlegri virðingu fyrir helgi lífsins og umhyggju fyrir öllu lífi , geri einstaklingnum fært að rækta og birta meðfædda visku . Hún nærir sköpunargáfu mannsandans sem gerir einstaklingum kleift að yfirstíga erfiðleika og þær ógnir sem mannkynið stendur frammi fyrir . Þannig getur vonin um samfélög sem þrífast hlið við hlið í friðiog velgengni orðið að veruleika . Meðlimir og aðildarsamtök SGI eru ákveðin í að halda á lofti merki heimsborgarans , í anda umburðarlyndis og virðingar fyrir mannréttindum , með mannúð búddismans að leiðarljósi . Við tökumst á við þau sameiginlegu vandamál sem mannkynsið stendur frammi fyrir með viðræðum og raunhæfu framtaki byggðu á staðfastri skuldbindingu okkar um baráttu án ofbeldis . Hér með fylgjum við þessari stefnuskrá og staðfestum eftirfarandi tilgang og grundvallaratriði . SGI mun helga sig friði , menningu og menntun , fyrir hamingju og velferð mannkynsins , byggðu á virðingu búddismans fyrir helgi lífsins . SGI mun samkvæmt hugsjóninni um heimsborgararétt vernda grundvallarmannréttindi og undir engum kringumstæðum mismuna einstaklingum eða fara í manngreinarálit . SGI mun virða og vernda trúfrelsi og tjáningarfrelsi í trúmálum . SGI mun efla skilning á búddisma Nichiren Daishonin með persónulegum samskiptum og stuðla þannig að hamingju hvers einstaklings . SGI og aðildarsamtök þess munu hvetja meðlimi til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að velgengni þess þjóðfélags sem þeir búa í með því að reynast góðir þegnar . SGI mun virða sjálfstæði og sjálfstjórn aðildarsamtaka sinna í samræmi við aðstæður í hverju landi . SGI mun , samkvæmt kenningum búddismans um umburðarlyndi , virða önnur trúarbrögð , taka þátt í umræðum við fulltrúa þeirra og vinna með þeim að lausn á grundvallarmálefnum sem varða allt mannkynið . SGI mun virða fjölbreytileika allra menningarsamfélaga , efla menningarsamskipti þeirra á milli og skapa þannig alþjóðasamfélag sem byggist á gagnkvæmum skilningi , sátt og samlyndi . SGI mun stuðla að verndun náttúru og umhverfis samkvæmt kenningum búddismans um gagnvirkt samband manns og náttúru . SGI mun leggja sitt af mörkum til að stuðla að menntun í leit að sannleika og þekkingu , til að gera öllum manneskjum kleift að þroska eigin persónuleika og lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi .
Í mörgum sútrum búddismans var það kennt að konur gætu aldrei orðið Búdda . Í einni sútrunni segir , „ Jafnvel þótt augu Búdda hinna þriggja tilvista myndu falla til jarðar gæti engin kona af hvaða sviði tilverunnar sem er nokkurn tímann öðlast búddatign . “ Þetta endurspeglar án nokkurs vafa ríkjandi skoðanir í garð kvenna á Indlandi á fimmtu öld f.k. þar sem litið var á þær meira og minna sem eign eiginmanna þeirra . Samt sem áður er sagt að viðbrögð Shakyamuni við beiðni frá frænku sinni og fleiri konum hafi verið að hann leyfði að konur yrðu nunnur og mættu ástunda í klaustrum eftir að hann samdi átta reglur sem þær þurftu að fylgja . Samkvæmt indverskum rannsóknum sérfræðingsins Dr. Hajime Nakamura þá var „ stofnun nunnureglu [ í búddisma ] undraverð þróun í heimi trúarbragðarsögunnar . Engin slík trúarregla kvenna fyrirfannst í Evrópu , Norður-Afríku , Vestur - eða Austur-Asíu á þessum tíma . Fyrstu hefðbundnu trúarbrögðin sem hófu slíka starfsemi var búddismi . “ Hins vegar , á næstu öldum byrjaði ríkjandi skilningur á stöðu konunnar að breytast og því var almennt trúað að konur þyrftu að endurfæðast sem menn og inna af hendi endalausa þjáningarfulla ástundun áður en þær væru færar um að öðlast búddatign . Bhikshuni sangha , regla búddískra nunna , hnignaði og hvarf næstum því . Nichiren , búddískur munkur á þrettándu öld , sá hinn sami sem setti fram þær kenningar sem meðlimir SGI fylgja , trúði staðfastlega á jöfnuð karla og kvenna . Hann skrifaði , „ Það ætti ekki að fyrirfinnast nein mismunun á meðal þeirra sem útbreiða fimm tákn Mjóhó renge kjó á síðari dögum lögmálsins , hvort heldur um er að ræða karla eða konur . “ Þetta var byltingarkennd yfirlýsing á þessum tíma , þegar konur voru nánast algjörlega háðar mönnum . Ritið „ þrjú form hlýðni “ sagði fyrir um að japanskar konur ættu fyrst að hlýða foreldrum sínum ; síðan ættu þær að hlýða eiginmönnum sínum ; og að lokum er aldurinn færðist yfir þær ættu þær að hlýða sonum sínum . Nichiren sendi hvatningu í formi bréfa til margra kvenkyns fylgismanna sinna og gaf mörgum þeirra titilinn „ Shonin “ eða heilög manneskja . Sá trúarlegi styrkur og það sjálfstæða hugarfar sem þessar konur sýndu höfðu mikil áhrif á hann . Hann skrifaði til Nichimyo Shonin : „ Aldrei hef ég heyrt um konu sem ferðaðist þúsund ri í leit sinni að búddismanum eins og þú hefur gert . … þú ert án nokkurs efa fremst fylgismanna Lótus sútrunnar á meðal kvenna í Japan . “ Í tólfta kafla Lótus sútrunnar ( Devadatta kaflanum ) sem Nichiren vísar í sýnir Shakyamuni fram á að búddatignin er innan seilingar „ jafnvel “ fyrir konur . Þar er sagt frá því að átta ára gamall kvenkyns dreki hafi verið fær um að öðlast búddatign mjög fljótt með því að ástunda Lótus sútruna . Þessi stúlka , oft þekkt sem dóttir drekakonungsins í sútrunni , birtist og sýnir á dramatískan hátt uppljómun sína og undirstrikar um leið þá grundvalldarreglu að einstaklingur geti orðið Búdda í núverandi formi sínu . Hún umturnar þeirri ríkjandi skoðun að aðeins sé hægt að uppljómast eftir að hafa ástundað á þjáningafullan hátt í óhemju langan tíma . Drekastúlkan hefur form dýrsins ; hún er kvenkyns ; og hún er mjög ung . Það að hún skildi vera sú fyrsta til að sýna fram á að hægt væri að öðlast tafarlausa uppljómun er athyglisvert . Nichiren leggur áherslu á að „ … kenningin um að konur öðlist búddatign sé fremst meðal kenninga Lótus sútrunnar . “ Í öðru bréfi segir hann líka , „ Þegar ég , Nichiren , les aðrar sútrur en Lótus sútruna þá hef ég ekki neina löngun til að verða kona . Ein sútran fordæmir konur sem útsendara helvítis . Önnur lýsir þeim sem stórum snákum . … Aðeins í Lótus sútrunni lesum við um að konur sem tileinki sér þessa sútru muni ekki aðeins bera af öllum öðrum konum heldur einnig öllum mönnum . “ Nichiren hét því að deila þessum skilaboðum vonarinnar í Lótus sútrunni með öllum konum í Japan . Búddisminn lítur svo á að munur byggður á kyni , kynþætti og aldri sé til staðar til að auðga lífsreynslu einstaklingsins og mannlegs samfélags í heild . Lótus sútran er stundum kölluð kenning án mismununar , vegna þess að hún sýnir að búddatignin er meðfædd í öllum fyrirbærum lífsins . Það er engin munur á milli karla og kvenna er varðar getu þeirra eða hæfileika til að öðlast búddatign , þar sem bæði eru jafn mikill vitnisburður um hinn æðsta veruleika . Ef við hugleiðum eilífð lífsins er það einnig ljóst að við getum fæðst sem karl í einu lífi og sem kona í öðru lífi . Daisaku Ikeda segir , „ Það mikilvæga er að bæði konur og karlar verði hamingjusöm sem manneskjur . Að verða hamingjusamur er takmarkið , allt annað er leið að markinu . Grundvallaratriði í ‘ yfirlýsingu um rétt kvenna ’ í Lótus sútrunni er að hver einstaklingur hefur meðfæddan hæfileika og rétt til að gera hina mestu hamingju að raunveruleika í lífi sínu .
Búdda er lýst sem persónu sem býr yfir djúpstæðri visku . Hugmyndin um visku er grunnur í búddismanum . Viska getur þó verið óljóst og torskilið hugtak , erfitt að skilgreina og erfiðara að finna . Hvernig verður maður vitur ? Er viska eitthvað sem við getum þróað á virkan hátt eða verðum við eingöngu að bíða þess að verða vitrari með aldrinum ? Vegna þess hve viskan er óljóst hugtak , hefur hún ef til vill misst gildi sitt sem hugtak sem skiptir máli í nútíma samfélagi sem hefur í staðinn lagt áherslu á öflun upplýsinga og þekkingar . Josei Toda , annar forseti Soka Gakkai , lýsti ruglingnum á milli þekkingar og visku sem einum af megin veikleikum nútíma samfélags . Það má augljóslega sjá hvað hann á við er við lítum á undraverðar framfarir tækninnar á síðustu öld . Á meðan vísinda - og tækniþróun getur aðeins státað af misvísandi árangri er varðar getu til að draga úr mannlegri þjáningu , þá hefur þróun á þessum sviðum unnið ótrúlega sigra er kemur að getu og afköstum til að valda dauða og eyðileggingu . Toda líkti skyldleika þekkingar og visku við vatnsdælu og vatn . Vatnsdæla sem nær ekki að dæla vatni ( þekking án visku ) er til lítils gagns . Hér er ekki verið að hafna mikilvægi þekkingar . Þekkingu má jafnt nota til gríðarlegrar eyðileggingar og á mjög jákvæðan hátt . Viska er það sem beinir þekkingunni í átt til góðs – í átt að gildissköpun . Búddískar kenningar , eins og hugtakið fimm tegundir visku , lýsa og skilgreina í smáatriðum flæði viskunnar og hvernig hún birtist á mismunandi stigum vitundar okkar . Þegar viskan er að verki í lífi okkar gerir hún okkur kleift að yfirstíga rótgróin sjónarmið venjubundinnar hugsunar okkar og sjá heildarmyndina í nýju ljósi . Við verðum fær um að meta staðreyndir , skilja kjarna málsins og beina okkur af öryggi í átt til hamingju . Búddisminn líkir einnig visku við hreinan spegil sem sýnir veruleikann fullkomlega eins og hann er . Það sem þessi spegill viskunnar endurspeglar eru innbyrgð og samháð tengsl lífs okkar við allt líf . Þessi viska upprætir blekkingu okkar um aðskilnað og vekur með okkur vitund um hluttekningu og jöfnuð allra lifandi vera . Hugtakið „ búdda “ lýsir einstaklingi sem á eðlilegan hátt birtir meðfædda visku sína . Það sem fær þessa visku til að streyma fram í lífi okkar er samkennd . Búddisminn sér alheiminn og lífið sjálft sem birtingarmynd samkenndar , þar sem „ þræðir “ samháðra fyrirbæra fléttast saman , skapa og næra lífið í öllum sínum undursamlegu og mismunandi birtingarformum . Hann kennir að tilgangur mannlegs lífs sé að vera virkur þátttakandi í þessu mikla gangverki samkenndar í alheiminum til að auðga og bæta skapandi kraft lífsins . Þess vegna er það að þegar athafnir okkar stjórnast af samkennd þá færist líf okkar í samræmi við lífskraft alheimsins og við birtum okkar eðlislægu visku . Að uppörva aðra og deila von með þeim vekur okkur til meðvitundar um stærra , óháðara sjálfs okkar umfram þrönga takmörkun litla sjálfsins ( egós ) . Viska og samkennd eru þess vegna óaðskiljanleg . Sjálfsagi , sú viðleitni að „ verða meistari eigin huga “ er miðlægur þáttur í búddískri ástundun . Þessi hugmynd gefur í skyn að því ákafar sem við leggjum okkur fram við að þroska með okkur óeigingjarnt hugarfar , þeim mun meira vaknar viska búdda innra með okkur . Um leið getum við betur beint öllum eiginleikum , þekkingu okkar , hæfileikum okkar og einstæðum sérkennum persónuleika okkar , í átt að því að skapa hamingju fyrir okkur sjálf og aðra . Í ræðu sinni við Tribhuvan háskólann í Nepal , árið 1995 , sagði Daisaku Ikeda , forseti SGI , „ að vera meistari eigin huga merkir að leggja rækt við þá visku sem býr í innri afkimum lífs okkar og streymir fram af óþrjótandi gnægð , aðeins þegar sá samúðarfulli ásetningur að þjóna mannkyninu , að þjóna fólki , snertir við okkur . “ Ef saga mannkyns á að breytast og beinast frá sundrung og átökum í átt að friði og djúpri virðingu fyrir helgi lífsins , þá eru það manneskjurnar sjálfar sem þurfa að breytast . Búddískur skilningur á samúðarfullri visku getur þjónað sem öflugur grunnur fyrir slíka umbreytingu .
Sjá nánar Dagana 19. og 20. mars næstkomandi mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins , en þetta verður í sjöunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum . Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram á hótelinu Northern Light Inn í Grindavík . Fræðsludagar starfsfólks Dagana 19. og 20. mars næstkomandi mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins , en þetta verður í sjöunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum . Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram á hótelinu Northern Light Inn í Grindavík .
Það eru ýmsar reglur sem gilda um vistráðningu sem verður að fara eftir en í nýjum útlendingalögum er fjallað um vistráðningar . Greiða skal hinum vistráðna vasapeninga .
Nordisk Union , samtök stéttarfélaga í hótel - og veitingageiranum á Norðurlöndum , halda þing sitt í Reykjavík daganna 17. til 19. janúar . Á þinginu verður farið yfir stöðu okkar fólks í þessum geirum á Norðurlöndum og þau mál sem brenna á þeim . Það er mikilvægt að milli okkar sé sem best samvinna og við stöndum saman gegn hvers kyns undirboðum . Á þinginu á einnig að ræða loftslagsmálin og hvaða áhrif þau hafa eða ættu að hafa á ferðaþjónustu í heiminum og hvernig við þurfum að bregðast við því . Gera má ráð fyrir að þingið sæki 50 fulltrúar og gestir frá Norðurlöndunum og Evrópu .
Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja fræðslusjóða Stjórnir þeirra fræðslusjóða sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að , þ.e. Landsmennt , Sjómennt , Ríkismennt , Sveitamennt og Starfsafl , samþykktu í desember sl. að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100.000 kr. í 130.000 kr . Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í 390.000 kr . Hækkunin tók gildi frá og með 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma . Meginhlutverk fræðslusjóðanna er að styrkja fræðslu og færni í atvinnulífinu á landinu öllu með það að markmiði að bæta árangur fyrirtækja og stofnana og auka ánægju og hæfni starfsfólks . Það helsta sem sjóðunum er ætlað að sinna eru ýmisskonar stuðningsverkefni og þróunar og hvatningaraðgerðir í starfsmenntun , styrkja rekstur námskeiða og nýjungar í námsefnisgerð og veita einstaklingum , stéttarfélögum og fyrirtækjum styrki vegna starfsmenntunar .
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári . Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs , en ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst ( sgs@sgs.is ) .
Staðan í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann seinnagang sem verið hefur í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkið . Það er algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að kjaraviðræður hafi staðið núna meira og minna frá vormánuðum án þess að skila niðurstöðu . Í stuttu máli er staðan núna fyrir hátíðarnar þessi : Settur hefur verið á fót vinnuhópur um málefni vaktavinnufólks og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu . Að þeim hópi eiga aðild fulltrúar opinberra aðila og SGS , BSRB og fleiri . Þessi vinna skiptir miklu máli fyrir gerð heildarsamningsins en því miður hefur hún ekki gengið eins hratt og vonast var eftir . Samninganefndir SGS og Eflingar og sveitarfélaganna funduðu hjá Ríkissáttasemjara 19. desember og er næsti fundur boðaður 13. janúar , en ekki var talin ástæða til að boða hann fyrr meðan vaktavinnuhópurinn hefur ekki lokið störfum . Samninganefnd SGS og Eflingar átti fund með samninganefnd ríkisins 16. desember síðastliðinn og er næsti fundur boðaður 8. janúar . Málefni vaktavinnufólks skipta einnig miklu máli í þessum viðræðum . SGS hefur á undanförnum vikum og dögum lagt gríðarlega áherslu á að að vinnu í vinnuhópnum um vaktavinnu sé í algerum forgangi og ekki sé hægt að ljúka fjölmörgum öðrum atriðum fyrr en niðurstaða hópsins liggur fyrir . Það er ljóst að þolinmæði félagsmanna aðildarfélaga SGS er senn á þrotum og ef ekki fer að sjá til lands í samningum aðila verður að leita annara leiða til að ná fram niðurstöðu fyrir okkar fólk .
Nú í dag , mánudag , munu viðræðunefndir SGS og Eflingar annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar funda hjá Ríkissáttasemjara . Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan 19. desember . Mikið óþol er komið í fólk í félögum innan SGS vegna þess seinagangs sem hefur verið í viðræðunum og ljóst að það verður að breytast á næstu dögum . Búast má við að fundað verði í viðræðum SGS / Eflingar og samninganefndar ríkisins síðar í þessari viku , en sá fundur hefur enn ekki verið boðaður . Eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi þá hefur vinna í vinnuhópi um málefni vaktavinnufólks farið fram meðfram viðræðunum , en í þeim hópi sitja fulltrúar frá SGS , BSRB , BHM og Félags hjúkrunarfræðinga og frá samninganefndum ríkisins , sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar . Sú vinna hefur gengið seinlega og tafið viðræðurnar óeðlilega mikið . Það er morgunljóst að á næstu dögum ræðst hvernig mál þróast og afar mikilvægt að fólk fari að sjá til lands í þessum mikilvægu kjarasamningum .
Merki Starfsgreinasambands Íslands var hannað af Sigrúnu Sigvaldadóttur , grafískum hönnuði . Merkið er til í nokkrum mismunandi útfærslum sem eru skilgreindar í hönnunarstaðlinum og skal það ekki notað á annan máta , þ.e. samsetningu leturs og merkis . Leitast skal við að hafa merkið ávallt á hvítum bakgrunni og í fullum litum . Merkið er til bæði með íslenskum og enskum texta .
Flosi er sveinspróf í húsasmíði og B.S. - gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík . Árni er með meistarapróf í vinnumarkaðsfræði frá Háskólanum í Torino á Ítalíu auk þess að vera með B.S. - gráðu í ferðamála - og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands . Björn hefur verið formaður Einingar-Iðju í um 25 ár og hefur gegnt fjölmörgum félags - og trúnaðarstörfum fyrir félagið , sem og fyrir SGS og ASÍ . Hann hefur t.a.m. setið í miðstjórn ASÍ síðan 1992 , átt sæti í stjórnum tveggja lífeyrissjóða auk þess að eiga sæti í fjölda annarra nefnda og ráða . Björn er í hlutastarfi hjá SGS sem formaður sambandsins .
Yfir 300 sundmenn sýndu á Krónumótinu færni sína og margir foreldrar , fjölskyldumeðlimir og vinir fylgjast með frá stúkunni . 120 sundmenn og 24 fjölskylduliða kepptu á jólamótinu og lauk með góðum árangri , fengu bikar og medalíur . SH drengjasveit setti nýtt Íslandsmet yfir 4 x 50m fjórsund . Stór þakkar til 18 dómaranna og allra sjálfboðaliða sem tryggðu alla sundfólkið frábært daginn . Öllum árangri hvers sundmanns er hér fyrir áhugasama .
Katrín sinnir meðferðar - og ráðgjafarvinnu fullorðinna , vinnur mikið með streitu , kvíða og meðvirkni , samskipti og einelti á vinnustöðum . Katrín hefur starfað hjáLíf og sál sálfræði - og ráðgjafastofu ehf.frá 1. sept. 2018 . Líf og sál ehf. sinnir fræðslu , námskeiðahaldi , ráðgjöf og úttektum á vinnustöðum ( eineltisúttektir og vinnustaðagreiningar ) , ásamt meðferð einstaklinga við kvíða , þunglyndi , streitu og fleira . Cand.psych.próf í sálarfræði frá Kaupmannahafnar Háskóla , 2014 – Lokaverkefni með áherslu á vinnusálfræði , um mikilvægi markmiðssetningar og hvatningar á vinnuframlag , trú á eigin getu og starfsánægju ; “ The role of self-efficacy , feedback , and job-autonomy in the relationship between goal setting and work motivation ” BS-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands , 2009 – Lokaverkefni skrifað í samstarfi við SÁÁ um áhrif geðheilbrigðis á áfengis - og vímuefnameðferð Súdentspróf af Náttúrufræðibraut við Menntaskólann við Sund , 2004 Sjálfstætt starfandi sálfræðingur í Kaupmannahöfn , til 31. ágúst 2018 . Sálfræðingur hjá Psykologisk Rådgivning , 2016 – Ásamt því að kenna í Voksen Uddannelses Center á vegum stofunnarVerslunarstjóri í 66° North í Kaupmannahöfn frá 2015 - 2016 Psykologisk Rådgivning frá 2013 - 2015 – Ásamt verkefnum í JobCenter ( sambærilegt Vinnumálastofnun ) Starfsnám sem sálfræðingur hjá einkarekinni sálfræðistofuSjálfboðavinna á Hjálparsíma Rauða Kross Íslands frá 2009 - 2010 Sölukona , aðstoðarverslunarstjóri og verslunarstjóri í 66° Norður Bankastræti frá 2005 - 2011 Skíðakennari í Tirol í Austurríki frá 2004 - 2005
Þórkatla sinnir meðferðarvinnu fullorðinna og vinnur með sjálfstyrkingu , kvíða , streitu , stjórnendaráðgjöf og samskipti . Þórkatla sinnir einnig töluvert handleiðslu fagfólks . Þórkatla stofnaði ásamt Einari Gylfa Jónssyni fyrirtækið Líf og sál sálfræði - og ráðgjafastofu ehf árið 2000 . gráðu frá Háskólanum í Lundi , Svíþjóð árið 1989 . Þá hefur Þórkatla sótt fjölda námskeiða gegnum tíðina til að styrkja sig í sínu starfi . VerkefniÞórkatla hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um uppeldismál , samskipti á vinnustöðum , um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum , streitu , álag og áföll ásamt fleiru tengdu líðan á vinnustað og starfsanda . TrúnaðarstörfÞórkatla hefur setið í stjórn Barnaheilla , í fagráði Velferðarsjóðs íslenskra barna , fræðslunefnd Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga , fagráði eineltismála í grunnskólum á vegum Mennta - og menningarmálaráðuneytis ásamt öðrum trúnaðarstörfum . Nánari upplýsingar um Þórkötlu má finna inni á www.lifogsal.is
Derma rúllan örvar kollagen í húð og framleiðsla á nýjum frumum eykst sem gerir húðina þéttari og stinnari . Ef þú hefur einhver merki um öldrun er gott að nota derma rúlluna yfir þau svæði og það mun draga úr hrukkum og fínum línum . Einnig er rúllan notuð til að vinna á appelsínuhúð , slit og ör á líkama Hvernig á að notaGæta þarf vel hreinlætis þegar Derma rúllan er notuð á húðina . Mikilvægt er að rúlla yfir hreint yfirborð húðar án þess að þrýsta fast . Æskilegt er að bera á sig krem fyrir og eftir notkun rúllunnar KostirStyrkir og örvar húðinaMinnkar stórar svitaholur Dregur úr appelsínuhúð Dregur úr fínum línum í andliti Eykur framleiðslu fruma í húð Stuðlar að virkni krema t.d yngingar krem Dermarollers – Leiðbeiningar fyrir notkun Til þess að engin óhreinindi séu að setjast í nálarnar eða að þær verði fyrir skaða , skal alltaf ganga frá rollernum á viðeigandi hátt . Þetta er til þess að forðast að óhreinindi fari með nálum í húð . Rúllið hvert svæði 2 - 4 sinnum , létt án þvingunar í allar áttir ( upp og niður , hliðar , ská . ) Húðin getur verið viðkvæm eftir fyrstu skipti . Leyfið micro stungunum að jafna sig í 24klst eftir notkun og forðist snyrtivörur , sólarvörn og brúnkukrem . Varist að draga hann því það getur valdið rispum . Varist að bera krem , setja málingarvörur , solarvörn , brúnkukrem ofl. á svæðið , 24klst eftir notkun . Micro-holurnar sem nálarnar mynda þurfa að ná að jafna sig og lokast áður , til að forðast að óæskileg efni séu jafnvel að stífla holurnar . Óþarfa þvingun skilar ekki betri árangri .
Hægt að blanda Mix and match í allar vörur frá Schrammek , dagkrem , body lotion , sólarvörn og til að breyta og dekkja Blemish Balm og Perfect Beauty Fluid Nýjung í lausnum fyrir dekkri húðlit
Áhrif • Ver gegn miklu sólarljósi 50 + ( bæði UVA og UVB geislum ) • Ver húðina fyrir skemmdum sem UV geislar valda Virkni • Innovative concept : nýjung á markaði “ Vara í hæstu gæðum ” , er borin á eftir hefðbundna umhirðu húðar , eftir þörfum Sameinar kosti hefðbundinnar umhirðu , með mikilli sólarvörn Með markvissri notkun þarf ekki að hafa áhyggjur af skaðlegum áhrifum sólar á húð • Mjög há vörn gegn UVA og UVB geislum ( 50 + ) • Mjög ljós áferð , gengur fljótt inn í húðina , örugg vörn • Skilur ekki eftir smitandi / klístraða áferð á húð • Hentar öllum húðgerðum • Búið er að prófa og staðfesta gæði á húð • Án ilm - og litarefna , parabena og PEG bindiefna Notkunarleiðbeiningar • Berið á að morgni , eftir daglega umhirðu eða eftir þörfum yfir daginn