text
stringlengths
0
993k
Skilmálar fyrir SMS magnsendingarþjónustu 1.1 ‍ Eftirfarandi skilgreiningar eru notaðar í skilmálum þessum og fylgiskjölum eftir því sem við á : - Upplýsingaveitendur eru aðilar , sem vilja senda upplýsingar í gegnum SMS magnsendingarþjónustu Símans . - Reikningstímabil : Almanaksmánuður - SMS Magnsendingar : Þjónusta sem gerir áskrifendum kleift að senda upplýsingar í formi SMS skilaboða í gegnum aðgangsstýrða vefsíðu á internetinu . Ábyrgð 2.1 ÁBYRGÐ UPPLÝSINGAVEITANDA : Upplýsingaveitandi ber einn og óskorað ábyrgð á : a ) Að öll framkvæmd af hans hálfu sé í samræmi við lög og reglur.b ) Að allt efni sem sent er í gegnum SMS kerfi Símans sé í samræmi við lög og reglur.c ) Að skilaboð séu einungis send úr kerfinu til einstaklinga sem um það hafa beðið sérstaklega ( með skráningu ) eða eru meðvitaðir um væntanlegar sendingar á annan hátt ( sbr. starfsmenn fyrirtækja ) . d ) Greiðslu til Símans fyrir þjónustu skv. skilmálum þessum . ÁBYRGÐ SÍMANS : Að tæknileg miðlun upplýsinganna í gegnum SMS kerfi Símans virki , sbr. þó ábyrgðartakmarkanir í 4. gr . Almennar takmarkanir á SMS magnsendingum 3.1 FJÖLDI STAFA Í HVERRI MAGNSENDINGU : Skeyti send með magnSMS kerfinu geta lengst verið 540 stafir . Ef venjulegt sms skeyti verður lengra en 160 stafir þá sendist það sem mörg skeyti og er hægt að senda allt að 306 stafi í tveimur skeytum og 459 stafi í þremur skeytum og svo framvegis fyrir lengri skeyti ( 153 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett SMS ) . Ef sms skeyti er sent með íslenskum stöfum ( sent með unicode stafasetti ) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti ( 67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS ) . AUGLÝSINGAR OG SAMÞYKKI MÓTTAKANDA : Óheimilt er að nota kerfið til að senda óumbeðið efni í formi SMS . Einnig þarf upplýst samþykki móttakanda að liggja fyrir áður en efni er sent , sbr. C-liður 2. gr. skilmála þessa . FRAMSAL ÞJÓNUSTUNNAR : Upplýsingaveitandi má ekki framselja þjónustuna til þriðja aðila . Ábyrgðartakmarkanir 4.1 ‍ Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis , rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins , hvort sem slíkt má rekja til línubilana , bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna . Bótaábyrgð nær ekki til óbeins tjóns gagnaðila , þ.m.t. rekstrartaps , eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila að hluta eða öllu leyti . Gjaldtaka og innheimta greiðslna 5.1 ‍ Upplýsingaveitandi greiðir Símanum fyrir hvert textaskilaboð auk mánaðargjalds í samræmi við gildandi gjaldskrá hverju sinni . Síminn áskilur sér rétt til krefja upplýsingaveitanda um tryggingu ( s.s. bankaábyrgðaryfirlýsingu ) til að tryggja greiðslur til Símans . Lögsaga og lausn ágreiningsmála 6.1 ‍ Mál sem rísa kunna milli Símans og upplýsingaveitanda vegna þjónustu samkvæmt skilmálum þessum skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur . 7.1 ‍ Hvor aðili um sig má segja upp samningi þessum skriflega með eins mánaða fyrirvara . Síminn má rifta samningi þegar í stað ef upplýsingaveitandi brýtur í bága 2. gr . Að öðru leyti gilda almennar riftunarreglur íslensks réttar . Skilmálar þessir gilda þegar IP / MPLS - og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum . Gildissvið 1.1 ‍ Skilmálar þessir gilda þegar IP / MPLS - og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum . Þar sem ákvæðum skilmálanna sleppir gilda ákvæði almennra skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu eins og þeir eru hverju sinni . Gildir frá 15. júní 2010 2.1 ‍ Í skilmálum þessum hafa eftirtalin orð þá merkingu sem greinir hér að neðan . Rétthafi : sá aðili sem skráður er kaupandi þjónustunnar í kerfi Símans . Greiðandi : sá aðili sem Síminn sendir reikninga vegna notkunar þjónustunnar . Þjónusta : IP / MPLS - og ATM-tengingar sem seldar eru í smásölu hjá Símanum . Ábyrgð og skyldur Símans og réttindi viðskiptavinar 3.1 ‍ Síminn reynir eftir fremsta megni að tryggja hámarksgæði þjónustunnar og öryggi við notkun hennar . 3.2 ‍ Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af reynist ekki unnt að nota þjónustuna af einhverjum ástæðum eða vegna notkunar á þjónustunni að einhverju leyti . Ábyrgð og skyldur viðskiptavinar og þjónustuaðila og réttindi Símans 4.1 ‍ Nýtingarhlutfall burðargetu stakrar línu skal ekki nema meiru en 7% að meðaltali á mánuði . Skal nýtingarhlutfall burðargetu miðast við þá burðargetu sem þjónustuaðili kaupir . 4.2 ‍ Rétthafi ber ábyrgð á allri notkun þjónustunnar . Rétthafi ber ábyrgð á greiðslum allra reikninga , hvort sem annar aðili er skráður greiðandi þjónustunnar eður ei . 4.3 ‍ Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar á þjónustunni , hvort sem sú notkun fer fram með heimild viðskiptavinar eða ekki . 4.4 ‍ Síminn áskilur sér rétt til að forgangsraða umferð um IP / MPLS net sitt . 4.5 ‍ Rétthafi er ábyrgur fyrir því að ákvæðum þessara skilmála sé fylgt . Heimil notkun þjónustunnar 5.1 ‍ Óheimilt er að nota aðgang annarra að þjónustunni , þ.m.t. að samnýta aðgang annars aðila með heimild hans eða án , eða að heimila þriðja aðila að samnýta aðgang að þjónustunni nema með skriflegu leyfi Símans . 5.2 ‍ Óheimilt er að nota aðgang að þjónustunni til að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á tengingum annarra . 5.3 ‍ Óheimilt er að nota aðganginn á hvern þann hátt sem er til þess ætlaður að hafa áhrif á gjaldtöku eða komast hjá gjaldtöku , t.d. fyrir sótt gagnamagn . 5.4 ‍ Óheimil er uppsetning hugbúnaðar eða starfræksla þjónustu á tölvum eða einkanetum sem truflað getur kerfisrekstur Símans og / eða þjónustu við viðskiptavini . Annað 6.1 ‍ Brot á ákvæðum skilmálanna getur valdið fyrirvaralausri lokun á þjónustunni . Áskilinn er réttur til þess að synja þjónustuaðila um þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar ef brotið er gegn ákvæðum skilmálanna . 6.2 ‍ Síminn áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála . Verða breytingar á þeim tilkynntar á vefsíðu Símans , www.siminn.is , með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara .
Innifalin notkun áskriftarleiðar gildir einungis á Íslandi og innan EES svæðisins . Í gildi er svokallaðar reglur um sanngjarna noun ( e.Fair Usage Policy ) . Síminn áskilur sér rétt til að gjaldfæra viðskiptavin samkvæmt fyrrnefndum reglum fari notkun viðskiptavinar umfram það sem eðlilegt getur talist innan EES svæðisins . Innifalin notkun þjónustunnar gildir ekki utan EES svæðisins og því er öll notkun utan svæðisins gjaldfærð í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni . Noti viðskiptavinur þjónustuna erlendis er viðskiptavinur tengdur fjarskiptakerfum annara aðila . Í því felst að gæði og virkni þjónustunnar eru utan stjórnar Símans . Til þess að verja viðskiptavini fyrir miklum kostnaði áskilur Síminn sér rétt á að setja þak á gagnanotkun sem á sér stað erlendis . Upplýsingar um gagnanotkun berast ekki ávallt í rauntíma og því getur viðskiptavinur fengið hærri reikning en þakinu nemur . Sé viðskiptavinur nálægt landamærum lands , sem telst ekki hluti af EES svæðinu gæti hann mögulega tengst fjarskiptakerfi þess lands sem veldur því að innifalin notkun þjónustunnar er ekki í gildi . Sé viðskiptavinur nálægt slíkum landamærum mælir Síminn með því að viðskiptavinur slökkvi á gagnareiki eða fylgist vel með því , hvaða farsímaneti tæki viðskiptavinar er á . Reiki í Evrópu ‍ Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og / eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins . Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta . Ef viðskiptavinur klárar allt innifalið gagnamagn , skv. innanlandsverðskrá , er gjaldfært fyrir umframnotkun á grundvelli innanlandsverðskrár . 2 . 1 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 1 GB innifalið innan EES / ES 5,5 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 5,5 GB innifalið innan EES / ES 10 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 7 GB innifalið innan EES / ES 30 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 10 GB innifalið innan EES / ES 50 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 15 GB innifalið innan EES / ES 250 GB gagnamagn innifalið í áskrift = 20 GB innifalið innan EES / ES Engar takmarkanir eru settar á aðrar hefðbundnar farsímaáskriftarleiðir . Viðskiptavinir með slíka þjónustu geta þess í stað notað þjónusturnar Frelsi í útlöndumog Þrenna í útlöndum sem gerir viðskiptavini með fyrirframgreidda þjónustu kleift að nota farsíma - eða gagnaflutningsþjónustu erlendis . ‍ Verðskrá þjónustunnar þegar ferðast er innan EES landa miðast við innanlandsverðskrá ella gildir hefðbundin verðskrá fyrir notkun erlendis . 8 . Önnur reikiþjónusta Viðskiptavinir geta keypt aðra pakka vegna reikiþjónustu . Sérstök reikiþjónusta líkt Reikipakkar eða Ferðapakkar gilda framar skilmálum þessum . Viðskiptavinir með sérstaka reikipakka greiða fyrir þjónustuna skv. skilmálum viðkomandi reikiþjónustu . Þrenna og Frelsi í útlöndum ‍ Með skráningu í þjónusturnar stofnast samningur við Símann um reikningsviðskipti vegna farsímanotkunar í útlöndum . Frelsi í útlöndum og Þrenna í útlöndum aftengjast ekki nema með skriflegri uppsögn . Hins vegar getur viðskiptavinur færst á milli þjónustanna eftir því hvort Frelsisnúmerið er með Þrennu áfyllingu eða ekki . 2 . Notkun sem fellur til innan EB / EES landa er gjaldfærð samkvæmt innanlandsverðskrá fyrir Þrennu . 2.3 Ábyrgðarmenn ‍ Einstaklingar 18 ára og eldri ( t.d. foreldar / forráðamenn ) geta gengist í ábyrgð fyrir útlandanotkun Frelsisviðskiptavina sem eru ekki orðnir 18 ára . Ábyrgðarmenn geta óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem þeir eru í ábyrgð fyrir , ýmist skriflega eða á Þjónustuvefnum á siminn.is . ‍ Allir viðskiptavinir sem skráðir eru í Frelsi í útlöndum eða Þrennu í útlöndum fá sjálfkrafa sent SMS með upplýsingum um notkun í útlöndum innan hvers reikningstímabils . Síminn getur ekki ábyrgt upplýsingar um notkun í rauntíma þar sem upplýsingaflæði er algjörlega háð erlendum farsímafyrirtækjum . 4 . Ef síminn glatast í útlöndum ‍ Ef sími týnist eða honum er stolið er mikilvægt að hringja inn og láta loka SIM kortinu . Annars er hægt að nota viðkomandi farsímanúmer í útlöndum á kostnað viðskiptavinar . Vinsamlegast athugið að einstaklingar sem eru með gjaldfallna skuld við Símann geta ekki skráð sig í eða notað Frelsi í útlöndum né Þrennu í útlöndum fyrr en skuldin hefur verið gerð upp . Ferðapakkinn er þjónusta sem viðskiptavinir geta nýtt í þeim tilgangi að nota farsíma í ákveðnum löndum utan EES svæðisins án þess að greiða hefðbundið reikigjald fyrir þá notkun . Ferðapakkinn er í boði , fyrir bæði frelsisnúmer í útlandaþjónustu og áskrift . Viðskiptavinur þarf að skrá farsímanúmer sitt fyrir þjónustunni á þjónustuvef , Appinu eða með því að senda sms-ið „ ferðapakki “ í númerið 1900 . Eftir að farsímanúmer hefur verið skráð í Ferðapakkann , virkjast hann um leið og númerið tengist þjónustuaðila í öðru landi sem Síminn er með samning við . Á Síminn.is getur þú séð í hvaða löndum Ferðapakkinn gildir . Viðskiptavinur greiðir daggjald fyrir þjónustuna , samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni sé farsími notaður í útlöndum . Daggjaldið gildir fyrir alla símnotkun frá síðasta miðnætti til næsta miðnættis að staðartíma . Ef innifalið gagnamagn er klárað innan dags er auka gagnamagni bætt við og annað daggjald er skuldfært á reikning . Nánari upplýsingar um verð og innifalda þjónustu ferðapakkans má nálgast á Síminn.is Panti viðskiptavinur Ferðapakka á farsímanúmer helst sú skráning þar til Ferðapakki er afskráður . Í þessu felst að ekki þarf að skrá farsíma í Ferðapakkann í hvert skipti sem viðskiptavinur fer til útlanda . Síminn upplýsir viðskiptavin ávallt með smáskilaboðum hvort farsími hans sé skráður fyrir ferðapakka þegar viðskiptavinur tengist erlendum þjónustuaðila . Panti viðskiptavinur Ferðapakka á farsímanúmer með Aukanúmer eru öll tengd símanúmer skráð í Ferðapakka . Einungis er hægt að vera með öll númer eða engin samtengd númer skráð í Ferðapakka . Allir þeir aðilar sem hafa aukanúmer , þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer geta pantað eða skráð úr Ferðapakka . Sé viðskiptavinur með aukanúmer með áskrift þá nota öll númerin gagnamagnið í Ferðapakkanum ef þau eru erlendis á sama tíma . Það er á ábyrgð viðskiptavinar að skrá sig úr Ferðapakkanum . Skilmálar þessir gilda fyrir fyrirframgreidda þjónustu sem Síminn kann að veita viðskiptavinum sínum . Almennir skilmálar gilda þar sem ákvæðum þessara sleppir . Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á , skulu ákvæði þessara ganga framar . Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma . Þegar viðskiptavinur pantar þjónustu fær hann afhent SIM-kort en afhending á slíku korti getur verið samdægurs . Þurfi að senda kortið með pósti getur biðtíminn verið allt að fimm virkir dagar . Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma þegar SIM-kort hefur verið virkjað í farsíma eða tæki viðskiptavinar . Stofni viðskiptavinur nýtt númer eða flytji eigið númer yfir til Símans frá öðru fjarskiptafyrirtæki fær hann þjónustuna og allt sem henni fylgir strax á þeim degi sem þjónustan verður virk . Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum eða skriflegum hætti . 3 . Gildistími símanúmera í frelsi Gildistími frelsisnúmera er 6 mánuðir frá síðustu áfyllingu á símanúmerið . Viðskiptavinur getur ávallt móttekið símtöl og SMS út þetta tímabil þrátt fyrir að inneign hafi klárast . Nýtt 6 mánaða tímabil hefst þegar fyllt er á frelsisnúmerið . Ef 6 mánuðir líða frá síðustu áfyllingu verður símanúmer viðskiptavinar óvirkt og getur viðskiptavinur þá hvorki hringt né móttekið símtöl , notað netið eða sent skilaboð . Viðskiptavinur getur hins vegar hringt í þjónustuver Símans og í Neyðarlínuna . Eftir að símanúmer verður óvirkt hefur viðskiptavinur 6 mánuði til að fylla á símanúmerið og endurvirkja það . Fylli viðskiptavinur ekki á símanúmer sitt í 15 mánuði er símanúmerið aftengt og því úthlutað til nýrra viðskiptavina . Krónuáfyllingar fyrir frelsisnúmer gilda í 6 mánuði . Að þeim tíma liðnum eru eftirstöðvar hreinsaðar út . Kaupi viðskiptavinur nýja krónuáfyllingu innan þess tíma endurnýjast gildistíminn og verður aftur 6 mánuðir . Krónuáfyllingar eru notaðar til að hringja símtöl , senda sms , nota netið , taka þátt í kosningum og hringja og senda sms í erlend númer , upplýsingaveitur og þjónustunúmer . Almenn verðskrá Símans gildir fyrir þessa notkun . Ef engar aðrar áfyllingar eru til staðar á símanúmeri þá er krónuinneign notuð . Hægt er að vera með mánaðarlega krónuáfyllingu sem fyllir á frelsið fyrir fasta upphæð í hverjum mánuði . Hægt er að vera með sjálfvirka krónuáfyllingu sem fyllir á frelsið ef inneign fer undir 100 kr. 5 . Netáfyllingar Netáfyllingar fyrir frelsisnúmer gilda í 31 dag . Að þeim tíma liðnum eru eftirstöðvar hreinsaðar út . Kaupi viðskiptavinur nýjan netpakka innan þess tíma endurnýjast gildistíminn og verður aftur 31 dagur Hægt er að vera með mánaðarlega netáfyllingu . 6 . Þrenna Þrenna er fyrirframgreidd frelsisleið þar sem viðskiptavinur er gjaldfærður sjálfkrafa fyrir mánaðargjaldi þjónustunnar 5. hvers mánaðar , með greiðslukorti sem er skráð fyrir greiðslum . Innifalið í mánaðargjaldi þjónustunnar eru endalausar mínútur , endalaus SMS og gagnamagn samkvæmt gildandi verðskrá á hverjum tíma . Endalausar mínútur og SMS gilda í 35 daga frá hverri greiðslu . Endalausar mínútur má einungis nýta þegar hringt er innanlands í talsíma og farsímakerfi innlendra símafyrirtækja . Endalaus SMS má nýta þegar SMS er sent í farsíma innanlands í gegnum kerfi innlendra símafyrirtækja . Fyrir símnotkun aðra en þá sem er innifalin í mánaðargjaldi Þrennu getur viðskiptavinur keypt krónuáfyllingar . Önnur símnotkun er til að mynda símtöl til útlanda , símtöl í upplýsingaveitur og þjónustunúmer , SMS í erlend númer og kosningar . Almenn verðskrá Símans gildir fyrir þessa notkun . Innifalið gagnamagn í Þrennu gildir í 62 daga frá hverri greiðslu en gildistími endurnýjast í hvert skipti sem gjaldfært er fyrir viðbótargagnamagn . Í Þrennu er safnamagn sem þýðir að ef innifalið gagnamagn er ekki klárað á tímabilinu færist það á næsta mánuð . Ef innifalið gagnamagn er að klárast getur viðskiptavinur keypt netáfyllingar . Hægt er að vera með Þrennu í 10x þjónustunni , en aukið gagnamagn safnast ekki upp . Ef ekki tekst að gjaldfæra fyrir mánaðargjaldi Þrennu er reynt aftur 15 mínútum síðar og síðan á hverjum degi þar til gjaldfærsla tekst . Ef ekki næst að fylla á í samræmi við framangreinda lýsingu er gildistími farsímanúmersins 6 mánuðir frá síðustu gjaldfærslu áfyllingar , hvort sem hún var sjálfvirk eða framkvæmd af viðskiptavin . Ef sá tími hefur liðið verður inneign óvirk og viðskiptavinur getur hvorki hringt né móttekið símtöl . Þó getur viðskiptavinur alltaf hringt í 112 og þjónustuver Símans . Eftir að óvirka tímabilinu lýkur , 12 mánuðum eftir síðustu áfyllingu , fyrnist inneignin ef einhver er . Áskilur Síminn sér rétt til að aftengja þjónustuna að þeim tíma liðnum . Krakkakort innihalda endalausar mínútur , endalaus sms og 1 GB sem mánaðarlega eru lögð inn á frelsisnúmer . Krakkakort eru með safnamagn sem þýðir að ef innifalið gagnamagn er ekki klárað innan mánaðarins færist það á næsta mánuð . Það gildir einnig um netáfyllingar sem keyptar eru til viðbótar . Netinneign eyðist því aldrei út á meðan frelsisnúmer er skráð sem Krakkakort . Krakkakort eru í boði fyrir krakka yngri en 18 ára og stendur til boða með símanúmerum í áskrift eins og skilgreint er í verðskrá hverju sinni . Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort . Frelsisnúmer hættir að vera Krakkakort ef skilyrðin að ofan eru ekki lengur uppfyllt , ef frelsisnúmer fer í Þrennu eða ef beðið er um afskráningu úr Krakkakorti . Ef frelsisnúmer hættir að vera skráð sem Krakkakort er hægt er hringja , senda SMS og nota innifalið gagnamagn í 31 dag frá síðustu áfyllingu . 8 . Frelsi og Þrenna í útlöndum Ef nota á frelsisnúmer í útlöndum þarf að skrá þau sérstaklega í útlandaþjónustu fyrir frelsi . Símanúmerið verður að vera skráð á íslenska kennitölu svo hægt sé að nota það í útlöndum . Einstaklingar sem eru með gjaldfallna skuld við Símann geta hvorki skráð sig né gengið í ábyrgð fyrir útlandaþjónustu . Einstaklingar 18 ára og eldri geta gengist í ábyrgð fyrir útlandanotkun frelsisviðskiptavina sem eru ekki orðnir 18 ára . Frelsisáfyllingum hjá Símanum , öðrum en Þrennu , fylgir ekki innifalin notkun í EES löndum . Greitt er fyrir alla notkun í EES löndum samkvæmt almennri verðskrá Símans fyrir frelsi . Notkun sem fellur til í löndum utan EES er gjaldfærð samkvæmt almennri verðskrá Símans fyrir notkun í útlöndum . Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis helst staða inneignar á Íslandi óhreyfð . Viðskiptavinir Þrennu sem eru eldri en 18 ára eru sjálfkrafa skráðir í útlandaþjónustu . Frelsisnúmer í Þrennu fá mánaðarlega endalausar mínútur , endalaus sms og 5 GB til afnota í EES löndum . Slíkt gagnamagn safnast þó ekki upp á milli mánaða . Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er verður gjaldfært fyrir hvert MB sem viðskiptavinur notar samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni . Þegar viðskiptavinur kemur aftur til Íslands hefst aftur nýting á inniföldu gagnamagni í Þrennu . Útlandanotkun er innheimt eftirá með símreikning . Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir . Frelsisnúmerum í útlandaþjónustu stendur til boða að kaupa Ferðapakka og nota hann í þeim löndum þar sem hann gildir . Að öðru leyti gilda ákvæði skilmála um erlendis notkun fyrir fyrirframgreidda þjónustu . 8 . Gæði og virkni þjónustunnar Síminn stefnir ávallt að því að bjóða upp á besta gæðastig sem völ er á . Í því felst að þjónustan sé aðgengileg á eins víðtæku svæði og kostur er og að viðskiptavinur geti notið allra þátta þjónustunnar með sem bestum hætti . Eðli þjónustunnar veldur því að Síminn getur ekki tryggt að þjónustan sé ávallt aðgengileg . Þættir sem geta haft áhrif á þjónustuna eru t.d. slæmt veðurfar , landfræðilegar aðstæður , byggingar með þykkjum veggjum , mikil notkun fólks á kerfi Símans , viðgerðir og viðhald á búnaði og fleiri þættir sem eru utan stjórnar Símans . Þegar þjónustan er notuð erlendis er hún veitt yfir kerfi annara fjarskiptafyrirtækja og hefur Síminn því ekki stjórn á gæðum þjónustunnar og aðgengi að henni . Komi upp bilanir á kerfi Símans mun Síminn laga vandamálið eins fljótt og auðið er . Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun SIM-korta sem Síminn kann að afhenda . Telji þú að SIM-korti og / eða búnaði hafi verið stolið eða teljir hann týndan ber þér að hafa samband við Símann eins fljótt og auðið er . Með slíkri tilkynningu getur Síminn lokað fyrir þjónustuna tímabundið og opnað að nýju skildi búnaðarinn eða SIM-kortið finnast . Óheimilt er að nota þjónustuna í sviksamlegum tilgangi eða misnota hana , s.s. með því að framkalla símtöl eða skilaboð með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu . Viðskiptavin er óheimilt að gera nokkuð sem getur haft neikvæð áhrif á : - Kerfi eða öryggi Símans - Þjónustu , búnað eða öryggi viðskiptavina Símans , eða annara einstaklinga eða fyrirtækja 10 . Greiðslur Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni , jafnvel þó einhver annar aðili hafi notað þjónustuna . Sé þjónustan notuð erlendis gæti Síminn rukkað fyrir slíka notkun tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað . Eftir því sem við á gilda Almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna . 11 . Breytingar á skilmálum Síminn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma . Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og sannanlegum hætti . Skilmálar þessir gilda um áskriftir yfir farsímanet sem Síminn veitir til einstaklinga ( hér eftir þjónustan ) . Almennir skilmálar Símans gilda þar sem ákvæðum þessara sleppir . Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála , skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar . Þjónustur sem falla undir skilmála þessa eru allar þær þjónustur sem eru í áskrift á farsímakerfum Símans Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma . Þegar viðskiptavinur pantar þjónustu fær hann afhent SIM-kort en afhending á slíku korti getur verið samdægurs . Þurfi að senda kortið með pósti getur biðtíminn verið allt að fimm virkir dagar . Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma þegar SIM-kort hefur verið virkjað í farsíma eða tæki viðskiptavinar . Stofni viðskiptavinur nýtt númer eða flytji eigið númer yfir til Símans frá öðru fjarskiptafyrirtæki fær hann áskriftarleiðina og allt sem henni fylgir strax á þeim degi sem þjónustan verður virk . Viðskiptavinur byrjar að borga fyrir þjónustuna frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þjónustan er virkjuð . Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum eða skriflegum hætti . Viðskiptavinir Símans hafa val um hvaða þjónustu þeir vilja kaupa . Þjónustugjald þeirrar áskriftarleiðar sem viðskiptavinur velur sér tekur mið af þeirri notkun sem er innifalin í leiðinni , t.d. innifaldar mínútur , SMS , gagnamagn , reiki ( notkun erlendis ) o.fl . Síminn kann að þróa og bjóða upp á nýja tækni , eiginleika eða þjónustu sem viðskiptavinur getur bætt við áskriftarleið sína að kostnaðarlausu eða gegn gjaldi . Innifalin notkun gildir fyrir einn mánuð í senn . Ónotað gagnamagn , SMS eða innifaldar mínútur færast því ekki yfir á næsta mánuð . Viðskiptavinur kann að þurfa greiða sérstaklega fyrir símtöl í upplýsingaveitur og þjónustunúmer með yfirgjaldi , t.d. 1818 , 1919 , 900 nr. og önnur þjónustunúmer . Gagnamagn getur verið innifalið í þeirri þjónustuleið sem viðskiptavinur velur , einnig getur gagnamagn verið gjaldfært í samræmi við almenna verðskrá þegar viðskiptavinur er í áskriftarleið sem hefur ekki innifalið gagnamagn . Viðskiptavinur getur alltaf fylgst með notkun sinni á þjónustuvef Símans og í þjónustuforriti Símans fyrir snjalltæki ( appinu ) . Ef netnotkun nálgast innifalið gagnamagn áskriftarleiðar mun Síminn senda tilkynningu með SMS eða tölvupósti til viðskiptavinar . Fari viðskiptavinur yfir innifalið gagnamagn mun Síminn hægja á neti viðskiptavinar en á sama tíma bjóða honum að stækka áskriftarleið sína samkvæmt gildandi verðskrá . Stækki viðskiptavinur áskriftarleið sína fær hann stækkunina án aukagjalds út þann mánuð sem óskað var eftir henni en greiðir næsta mánuð í samræmi við hina nýju leið . Ákveði viðskiptavinur að aðhafast ekkert verður nethraði takmarkaður fram að næsta mánuði án aukakostnaðar . 5 . Önnur notkun Öll önnur notkun en sú sem er innifalin í keyptri áskriftarleið er skuldfærð á reikning viðskiptavinar sem honum er sendur mánaðarlega . Viðskiptavinur getur fylgst með allri notkun sinni á þjónustuvef Símans . Öll innifalin notkun þjónustuleiðar gildir út hvern mánuð sem greitt er fyrir þjónustuna . Innifalin símtöl , SMS eða gagnamagn sem viðskiptavinur hefur ekki nýtt , færast ekki yfir á næsta mánuð . Allar upplýsingar um verð , aðra notkun og innifalda notkun þjónustuleiða má finna undir verðskrá 6 . Aukanúmer með Áskrift Heimilt er að tengja fjögur aukanúmer , þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort , við aðalnúmer í farsímaáskrift eða netáskrift sem samnýta gagnamagn með áskrift aðalnúmers . Allir þeir aðilar sem hafa aukanúmer , þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer , og sá sem er með aðalnúmerið sjálft , geta fylgst með netnotkun áskriftar á þjónustuvefnum eða í Appinu . Allir þeir aðilar sem hafa Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer geta fylgst með símanotkun Fjölskyldukortsins á þjónustuvefnum eða í Appinu en ekki aðalnúmers í áskrift . Aðalnúmer áskriftar sér ekki símanotkun Fjölskyldukorta nema hann sé rétthafi númersins . 7 . Gæði og virkni þjónustunnar Síminn stefnir ávallt að því að bjóða upp á besta gæðastig sem völ er á . Í því felst að þjónustan sé aðgengileg á eins víðtæku svæði og kostur er og að viðskiptavinur geti notið allra þátta þjónustunnar með sem bestum hætti . Eðli þjónustunnar veldur því að Síminn getur ekki tryggt að þjónustan sé ávallt aðgengileg . Þættir sem geta haft áhrif á þjónustuna eru t.d. slæmt veðurfar , landfræðilegar aðstæður , byggingar með þykkum veggjum , mikil notkun fólks á kerfi Símans , viðgerðir og viðhald á búnaði og fleiri þættir sem eru utan stjórnar Símans . Þegar þjónustan er notuð erlendis er hún veitt yfir kerfi annara fjarskiptafyrirtækja og hefur Síminn því ekki stjórn á gæðum þjónustunnar og aðgengi að henni . Komi bilanir upp á kerfi Símans mun Síminn laga vandamálið eins fljótt og auðið er . Á Síminn.is getur þú séð áætlað aðgengi og upplýsingar um gæði sambands samkvæmt dreifikerfi Símans . Viðskiptavinur ber ábyrgð á allri notkun SIM-korta sem Síminn kann að afhenda . Teljir þú að SIM-korti og / eða búnaði hafi verið stolið eða teljir hann týndan ber þér að hafa samband við Símann eins fljótt og auðið er . Með slíkri tilkynningu getur Síminn lokað fyrir þjónustuna tímabundið og opnað að nýju skildi búnaðarinn eða SIM-kortið finnast . Óheimilt er að nota þjónustuna í sviksamlegum tilgangi eða misnota hana , s.s. með því að framkalla símtöl eða skilaboð með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu . Viðskiptavin er óheimilt að gera nokkuð sem getur haft neikvæð áhrif á : - Kerfi eða öryggi Símans - Þjónustu , búnað eða öryggi viðskiptavina Símans , eða annara einstaklinga eða fyrirtækja Um áskriftarbreytingar gilda sömu reglur og við nýskráningu . Viðskiptavinur fær allt sem fylgir nýrri áskriftarleið t.d. innifaldar mínútur eða aukið gagnamagn á þeim degi sem óskað er eftir breytingunni en byrjar að borga af nýrri þjónustuleið frá og með næstu mánaðarmótum . Viðskiptavinur getur alltaf stækkað áskrift en minnkun á áskrift tekur ávallt gildi eftir mánaðarmót . Ekkert gjald er tekið fyrir slíka breytingu . Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni , jafnvel þó einhver annar aðili hafi notað þjónustuna . Sé þjónustan notuð erlendis gæti Síminn rukkað fyrir slíka notkun tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað . Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna . Ákveði viðskiptavinur að segja upp þjónustu sinni hjá Símanum eða flytja hana annað greiðir hann fyrir þjónustuna út þann mánuð sem henni er sagt upp í . Að öðru leiti gilda ákvæði Almennra skilmála um uppsögn . 12 . Breytingar á skilmálum Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma . Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti . Óheimilt er að fá öðrum aðilum lykilnúmerið í hendur . Ef einungis einn greiðslumiðill er skráður , verður hann sjálfkrafa aðalgreiðslumiðill . Síminn áskilur sér rétt til að loka númeri án fyrirvara komi til vanskila . Að öðru leyti en greint er frá hér að ofan gilda almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu eftir því sem við á . Hér finnur þú eldri skilmála fyrir Þrennu farsímaþjónustu sem er með opið fyrir umframnotkun . Gildissvið ‍ Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans í farsímaáskriftarleiðinni Þrennu , hér eftir „ Þrenna “ . Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir . Skilyrði fyrir áskriftarleiðinni er að vera með skráð debet - eða kreditkort í GOmobile appinu . Viðskiptavinur velur hvort skuldfært skuli fyrst af GOmobile inneign hans og síðan af skráðu greiðslukorti hans í GOmobile , eða eingöngu af skráðu greiðslukorti . Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Símanum að skrá framangreindar upplýsingar í þeim tilgangi að afhenda GOmobile þær svo að unnt sé að klára skráningarferlið hjá GOmobile . Eru greiðslukortaupplýsingar viðskiptavina því einungis skráðar og varðveittar tímabundið á vefsvæðinu www.3A.is , þ.e. þar til viðskiptavinurinn hefur verið skráður sem notandi GOmobile . Sé viðskiptavinur þegar notandi GOmobile og með skráð greiðslukort hjá GOmobile þegar hann skráir sig í áskriftarleiðina Þrennu þarf hann ekki að gefa upp greiðslukortaupplýsingar á www.3A.is . Mun viðskiptavini berast sérstakur reikningur vegna slíkrar notkunar , sbr. frekari umfjöllun í kaflanum „ Greiðslur “ . Innifalið gagnamagn gildir í 62 daga frá hverri gjaldfærslu . Gjaldfærsla hefst þann dag sem Spotify Premium þjónustan er virkjuð . Gjaldfært er fyrir mánaðartímabil við virkjun og á mánaðarfresti eftir það , þ.e. að fyrsta mánuði liðnum . 2.7 Tilkynningar um notkun , breytingar eða uppfærslur á áskriftarleiðinni Þrennu ‍ Síminn áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavin Þrennu með bréfpósti , tölvupósti , símtali eða SMS skilaboðum til viðskiptavinar í þeim tilgangi að upplýsa hann um mögulegar breytingar og / eða tæknilegar uppfærslur á þjónustu sem innifalin er í Þrennu eða annað sem tengist þjónustu Þrennu . Einnig heimilar viðskiptavinur Símanum að senda honum tilkynningar með áðurnefndum aðferðum um notkun hans , t.d. þegar 200 MB eru eftir af inniföldu gagnamagni . 2.8 Samskipti Símans við viðskiptavin Þrennu í markaðslegum tilgangi ‍ Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að beina skilaboðum til hans í markaðssetningartilgangi . ‍ Skyldi viðskiptavinur Þrennu afskrá sig úr GOmobile getur hann ekki lengur nýtt sér áskriftarleiðina Þrennu . Um slík tilvik fer samkvæmt umfjöllun í kaflanum „ Árangurslaus gjaldfærsla “ neðar . Gagnamagnið sem fyllt er á ræðst af gildandi verðskrá Þrennu . ‍ Viðskiptavinur er gjaldfærður fyrir alla umframnotkun í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni með þeirri greiðsluaðferð sem viðskiptavinur velur í GOmobile appinu eða á www.3A.is . ‍ Ef ekki tekst að gjaldfæra fyrir mánaðargjaldi Þrennu eða umframnotkun viðskiptavinar er reynt aftur 15 mínútum síðar og síðan á hverjum degi þar til gjaldfærsla tekst . Áskilur Síminn sér rétt til að aftengja þjónustuna að þeim tíma liðnum . Meðferð persónuupplýsinga Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að skrá , varðveita og nota þær persónuupplýsingar sem hann veitir Símanum við skráningu í áskriftarleiðina , þ.e. upplýsingar um nafn viðskiptavinar , kennitölu hans og heimilisfang . Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur Þrennu er að nýskrá sig sem notanda GOmobile á vefsvæðinu www.3A.is heimilar hann Símanum að skrá og varðveita tímabundið upplýsingar um greiðslukortanúmer hans til að afhenda GOmobile svo unnt sé að skrá hann sem notanda GOmobile . Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að afhenda þriðja aðila upplýsingar um sig til nota við dreifingu markpósts . Er viðskiptavini heimilt að afturkalla samþykki sitt fyrir notkun upplýsinga um hann í þágu markaðssetningar hvenær sem er . ‍ Skilmálar þessir taka gildi þegar að áskrifandi í talsímaþjónustu stofnar til áskriftar eða hefur greitt af henni Um skilmálana ‍ Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir . Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á , skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar . ‍ Skilmálar þessir gilda frá og með 1. júní 2012 . Síminn ber ekki ábyrgð á tæknilegum atriðum sem snúa eingöngu að búnaði notenda eða þriðja aðila . ‍ Athygli notenda er vakin á því að eðli og virkni flökkunúmera er önnur en eðli og virkni almennrar talsímaþjónustu . ‍ Síminn gjaldfærir upphafsgjöld af öllum símtölum , skv. gjaldskrá hverrar áskriftarleiðar , nema annað sé sérstaklega tekið fram . ‍ Vinna sem getur stofnast til vegna uppsetningar á tengingu eða vegna endabúnaðar hjá notanda er ekki innifalin í áskriftarverði þjónustunnar nema slíkt sé sérstaklega tekið fram . ‍ heimasímavinur , óháð kerfi . ‍ Tímamæling : 60 / 60 ‍ Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá ‍ 50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer , hvort sem er heimasíma eða GSM . ‍ Tímamæling : 60 / 60 ‍ Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá ‍ 50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer , hvort sem er heimasíma eða GSM . ‍ 0 kr. mínútan í þau 3 GSM númer , óháð kerfi , sem oftast er hringt í . ‍ 0 kr. mínútan í GSM númer , óháð kerfi . Að hámarki 600 mín . Greitt er upphafsgjald af hverju símtali . ‍ Tímamæling : 60 / 60 ‍ Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá Engin upphafsgjöld í heimasíma eða GSM 0 kr. mínútan í alla heimasíma og GSM óháð kerfi .
Auk framangreindra upplýsinga kann félagið einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem þú lætur félaginu í té í umsóknarferlinu , s.s. upplýsingar um fjölskylduhagi , áhugamál og annað sem þú vilt koma á framfæri . Ef til þess kemur að þér verði boðið starf hjá félaginu kann félagið að óska eftir afriti eða upplýsingum úr sakavottorði sem og prófskírteini þínu , í tengslum við nánar tiltekin störf , áður en gengið er frá ráðningarsamningi . Komi til þess að félagið óski eftir upplýsingum úr sakaskrá byggir sú vinnsla á lögmætum hagsmunum Símans af því að ráða ekki starfsfólk sem gerst hefur brotlegt við lög í nánar tilgreind störf , s.s. í stjórnunarstöður . Tekið skal fram að félagið nýtir sér vinnsluaðila í tengslum við upplýsingatækniþjónustu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera hýstar eða gerðar aðgengilegar vegna slíkrar þjónustu . Félagið kann hins vegar að óska eftir samþykki þínu fyrir lengri varðveislutíma . Í slíkum tilvikum er þér ávallt heimilt að afturkalla samþykki þitt . Verði af ráðningu mun félagið flytja persónuupplýsingar þínar í starfsmannamöppu hjá félaginu og um þá vinnslu er kveðið í sérstakri stefnu félagsins . Útgáfa Útgáfa 1.0 , gildir frá 1. september 2018 . Fræðsla Jafnréttisáætlun Jafnréttisáætluninni er jafnframt ætlað að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 / 2008 , sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 2008 . Markmið Markmiðið með jafnréttisáætlun Símans er að tryggja að unnið sé í samræmi við mannauðs - og jafnréttisstefnu Símans . Jafnréttisáætluninni er jafnframt ætlað að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 / 2008 , sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 2008 . Nýráðningar og starfsþróun Markmið 1 . Unnið skal að því að kynjahlutföll verði á bilinu 40 / 60 í öllum skipulagseiningum Símans sem og í öllum stjórnendateymum Símans . Tryggja skal jafna möguleika kynjanna við nýráðningar sem og við starfsþróun innan Símans . Hvetja skal bæði kynin til að sækja um auglýst störf . ‍ Ábyrgð : Framkvæmdastjóri hvers sviðs Símans , forstöðumenn og mannauðsstjóri . Mæling : Fylgst verði með kynjahlutfalli eftir sviðum , deildum og í stjórnendateymum Símans . Tímarammi : Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti . 2 . Laus störf skulu standa báðum kynjum til boða . Í auglýsingum skulu störf ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð þeirra . Tryggja skal að jafnréttisstjónarmið séu höfð að leiðarljósi í ráðningum og ráðningaferlið sé eins fyrir bæði kynin . Greina skal kynjahlutfall umsækjenda . Stefnt er að því að kynjahlutfall umsækjenda og þeirra sem koma í viðtöl sé á bilinu 40 / 60 þar sem því verður komið við . Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um stöðu skal að jafnaði sá ganga fyrir sem er af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfi . Ábyrgð : Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðningar . Mæling : Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda , þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem eru ráðnir . Tímarammi : Tölfræði tekin saman á 3ja mánaða fresti . 3 . Kynin skulu njóta sömu möguleika á þróast áfram í starfi , hvort heldur sem er í átt til frekari sérfræðistarfa eða í stjórnunar - og / eða ábyrgðarstöður . Tryggja skal jafna möguleika kynjanna á að sækjast eftir störfum sem losna innan Símans . Við ákvörðun um starfsþróun skal horft til kynjahlutfalls . Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um starfsþróun skal að jafnaði sá ganga fyrir sem er af því kyni sem er í minni hluta í viðkomandi starfi . Stefnt er að því að hlutfall kynjanna í innanhússráðningum sé á bilinu 40 / 60 . Ábyrgð : Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðninga og starfsþróunar . Mæling : Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda , þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem ráðnir eru . Tímarammi : Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti . Fræðsla , endurmenntun og starfsþróun Markmið Símans er að vinnuumhverfið stuðli að faglegum vexti starfsfólks innan fyrirtækisins með markvissri þjálfun , lifandi endurgjöf ásamt fjölbreyttum og krefjandi verkefnum . Tryggja skal að kynin njóti sömu möguleika til sí - og endurmenntunar . Markmið 1 . Kynin skulu njóta sömu möguleika til starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum . Hvetja skal jafnt konur og karla til að sækja um námsstyrki til náms sem efla möguleika þeirra á starfsþróun . Stefnt er að því að kynjahlutfall þeirra sem sem fá úthlutaða námsstyrki sé á bilinu 40 / 60 . Ábyrgð : Mannauðsstjóri , stjórnendur og ábyrgðaraðili fræðslumála . Mæling : Fylgst verði með kynjahlutfalli þeirra sem fá úthlutaða námsstyrki . Tímarammi : Tölfræði tekin saman eftir úthlutun námsstyrkja 2x ári . Hjá Símanum eiga starfskjör að taka mið af hlutverki , ábyrgð og frammistöðu í starfi . Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf . Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla . Markmið 1 . Stefnt er að því að tryggja jöfn laun kynjanna . Sömu laun skulu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf . Unnið skal að launajafnrétti með virku jafnlaunakerfi sem uppfyllir viðmið jafnlaunastaðalsins , ÍST , 85 : 2012 . Mælist óútskýranlegur kynbundinn launamunur , skal gera áætlun til að leiðrétta þann mun . Mæling : Úttektir ytri fagaðila og vottun á jafnlaunakerfi Símans . Niðurstöður launagreininga Tímarammi : Árlegar úttektir á jafnlaunakerfi Símans og ársfjórðungslegar launagreiningar . Vinnuumhverfið Síminn vill auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu og leggur áherslu á sveigjanleika þannig að starfsfólk geti , óháð kyni , axlað ábyrgð á fjölskyldu og heimili . Síminn leggur jafnframt áherslu á að allt starfsfólk skuli njóta virðingar , hafa jafna stöðu innan fyrirtækisins og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns , aldurs , þjóðernis , fötlunar , trúarbragða eða kynhneigðar . Tekin er skýr afstaða gegn einelti , kynferðislegri áreitni , kynbundinni áreitni og ofbeldi og áhersla lögð á að enginn sæti kynbundinni eða kynferðislegri áreitni , einelti né ofbeldi af neinu tagi . Markmið 1 . Tryggja skal að allt starfsfólk , óháð kyni , geti samræmt fjölskyldu - og atvinnulíf . Tekið skal tillit til heilsufars og erfiðra fjölskylduaðstæðna starfsfólks . Starfsfólki skulu kynnt úrræði á borð við sveigjanlegan vinnutíma og möguleikum á hlutastörfum þar sem því er við komið . Öllu starfsfólki , óháð kyni , skal vera gert kleift að nýta rétt sinn til fæðingar - og foreldraorlofs . Ábyrgð : Allir stjórnendur . Mæling : Jafnvægi milli vinnu og einkalífs mælt í árlegri vinnustaðagreiningu . Tímarammi : Vinnustaðagreining 1x ári . 2 . Að koma í veg fyrir og / eða útrýma einelti , áreitni og / eða ofbeldi , sama í hvaða mynd það birtist . Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti , áreitni , ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi skal vera öllum aðgengileg og kynnt öllum starfsfólki . Reglubundin fræðsla fyrir starfsfólk um einelti , áreitni og ofbeldi og afleiðingar þess . Ábyrgð : Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra . Mæling : Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu . Tímarammi : Árlegar vitundarkynningar á stefnu og viðbragðsáætlun og vinnustaðagreining 1x á ári . 3 . Efla vitund og þekkingu starfsfólks á jafnréttismálum og góðum samskiptaháttum . Gera málefni sem varða jafnrétti og þróun þess sýnileg í fyrirtækinu . Bæta fræðslu um jafnréttismál og samskipti kynja í nýliðafræðslu . Þjálfa stjórnendur í hlutverki sínu með tilliti til jafnréttis og samskipta kynjanna . Reglubundnar kynningar á Samskiptasáttmála Símans . Sáttmálinn skal jafnframt kynntur öllum þeim sem hefja störf hjá Símanum Ábyrgð : Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra . Mæling : Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu . Tímarammi : Vinnustaðagreining 1x á ári . Önnur ákvæði Forstjóri og framkvæmdastjórn ásamt mannauðsstjóra skulu hafa forgöngu um endurskoðun jafnréttisáætlunar á þriggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur , til að tryggja að hún samrýmist lögum um jafnrétti og stefnu Símans á hverjum tíma . Hún er lögð fyrir og staðfest af framkvæmdastjórn og undirrituð af mannauðsstjóra Símans . Útgáfa Reykjavík , 20. nóvember 2019 Stefna í mannauðs - og jafnréttismálum Stefna Símans er að ráða , efla og halda hæfu og traustu starfsfólki . Lögð er áhersla á að skapa gott vinnuumhverfi með sterkri liðsheild , jöfnum tækifærum til þróunar , hvatningu til að sýna frumkvæði , opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga . Stefna Símans er að ráða , efla og halda hæfu og traustu starfsfólki . Lögð er áhersla á að skapa gott vinnuumhverfi með sterkri liðsheild , jöfnum tækifærum til þróunar , hvatningu til að sýna frumkvæði , opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga . Síminn er vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og mismunun byggð á kyni , kynhneigð , kynþætti , þjóðerni eða trúarbrögðum er ekki liðin . Með stefnunni skal tryggt að Síminn fylgi lögum , reglugerðum og samningum sem snerta jafnréttismál og eru í gildi á hverjum tíma . Með skýrri stefnu vill félagið fara að lögum og vinna með markvissum hætti að því að fyllsta jafnréttis sé gætt og að unnið sé í samræmi við lög um jafna stöðu kynjanna . Markmið og framkvæmd Markmið stefnunnar er að tryggja jafna stöðu og jöfn tækifæri starfsfólks auk þess að vera leiðarljós um starfshætti sem stuðla að jafnrétti . Með virkri mannauðs - og jafnréttisstefnu skal tryggja að hver einstaklingur sé metinn að verðleikum og stuðlað sé að betri nýtingu á hæfileikum og þekkingu starfsfólks . Nýráðningar og starfsþróun Ráðningar nýs starfsfólks skulu vera óháðar kyni og skulu ráðningar unnar á faglegan hátt þar sem allir umsækjendur eru metnir á sama hátt og fara í gegnum sama ferlið . Lögð er áhersla á að frammistaða og hæfni séu höfð að leiðarljósi við stöðuhækkanir og aðra starfsþróun innan Símans . Jafnframt skal stefnt að jafnri kynjaskiptingu á öllum stigum starfsseminnar og í mismunandi störfum innan sviða . Hjá Símanum er lögð áhersla á að konur og karlar njóti sömu launakjara fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf . Munur á launum starfsfólks á aðeins að endurspegla mun á ábyrgð og eðli starfa , menntun og frammistöðu í starfi . Mannauðsstjóri og stjórnendur eru skuldbundnir til að viðhalda stöðugum umbótum , eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem kunna að koma fram við rýni á jafnlaunakerfi Símans . Heilsa og vinnuumhverfið Áhersla er lögð á að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf með því að veita möguleika á sveigjanlegum vinnutíma . Sveigjanlegur vinnutími virkar í báðar áttir , þ.e. starfsfólk getur sinnt brýnum Ráðningar nýs starfsfólks skulu vera óháðar kyni og skulu ráðningar unnar á faglegan hátt þar sem allir umsækjendur eru metnir á sama hátt og fara í gegnum sama ferlið . Lögð er áhersla á að frammistaða og hæfni séu höfð að leiðarljósi við stöðuhækkanir og aðra starfsþróun innan Símans . Jafnframt skal stefnt að jafnri kynjaskiptingu á öllum stigum starfsseminnar og í mismunandi störfum innan sviða . persónulegum erindum á vinnutíma og sýnir sveigjanleika á móti þegar þörf er á . Tekið skal tillit til heilsufars starfsfólks , foreldra við umönnun ungbarna og erfiðra fjölskylduaðstæðna starfsfólks . Síminn tekur skýra afstöðu gegn einelti , kynferðislegri áreitni , kynbundinni áreitni og ofbeldi . Einelti , áreitni , ofbeldi eða fordómar vegna kyns , þjóðernis , kynþáttar , kynhneigðar , litarháttar , efnahags , trúarbragða , skoðana eða nokkurs konar stöðu einstaklinga verður ekki liðin . Viðbragðsáætlun og boðleiðir vegna slíkra mála skulu vera öllum sýnilegar og aðgengilegar á innri vef fyrirtækisins . Umfang og ábyrgð Stefnan er bindandi fyrir alla stjórnendur og nær til alls starfsfólk Símans . Mannauðsstjóri ber ábyrgð á stefnunni sjálfri og annast framkvæmd hennar , endurskoðun og kynningu á henni . Endurskoða skal jafnréttisstefnuna á þriggja ára fresti og oftar ef þörf krefur , til að tryggja að hún samrýmist lögum um jafnrétti og stefnu Símans á hverjum tíma . Jafnréttisstefnan er lögð fyrir og staðfest af framkvæmdastjórn Símans og undirrituð af mannauðsstjóra Símans . Reykjavík , 20. nóvember 2019 Upplýsingastefna Upplýsingastefna þessi tekur mið af reglum Kauphallar - Nasdaq Iceland fyrir útgefendur fjármálagerninga dagsettum 17. desember 2013 . Framkvæmd upplýsingamiðlunar Upplýsingamiðlun Símans fylgir þeim lögum og reglum sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði . Síminn fylgir þeirri stefnu að birta ekki viðkvæmar viðskiptaupplýsingar , svo sem um sölutölur , starfsmannamál , vöruþróun eða annað sem er til þess fallið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þess nema lög eða reglur kveði á um slíka upplýsingamiðlun . Markmið Símans er að eiga góð samskipti við alla hagsmunaðila . 3.5 . Hér er jafnframt vísað til hinna skráðu sem „ þín “ og félagsins sem „ okkar “ , en við komum fram sem ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með í tengslum við birgja . Persónuverndarstefnu Símans er fjallað nánar um réttindi þín á grundvelli laga nr. 90 / 2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ( „ persónuverndarlög “ ) . Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli ? Bókhaldsgögn eru varðveitt á grundvelli lagaskyldu . Varðveisla á persónuupplýsingum Síminn varðveitir almennt upplýsingar um birgja og samskiptasögu við fyrirsvarsmenn og starfsmenn birgja í 4 ár frá lokum viðskiptasambands á grundvelli lögvarinna hagsmuna Símans . Bókhaldsgögn eru varðveitt í 7 ár á grundvelli lagaskyldu . Tengiliðaupplýsingar eru varðveittar ótímabundið á grundvelli lögvarinna hagsmuna Símans . Framkvæmd og ábyrgð Framkvæmdastjórn sér til þess að upplýsingaöryggisstefnunni sé framfylgt með því að setja markmið og reglur og tryggja viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja þeim . Skipulagi upplýsingaöryggismála Símans er nánar lýst í skjali sem framkvæmdastjórn felur öryggisráði undir forsjá öryggisstjóra Símans að staðfesta . Tilvísanir Síminn fylgir þeim lögum og reglum sem gilda um starfsemi félagsins og stjórnun upplýsingaöryggis . Upplýsingaöryggisstefna Símans skal fylgja lögum og reglum og uppfylla þær kröfur sem eftirlitsstofnanir gera til Símans eftir því sem við á . Efni tölvupóstsins og viðhengja er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi Símans . Þegar farið er inn á vefsíðu Símans , Vefverslun Símans og Þjónustuvef Símans ( sameiginlega vísað til „ vefsvæðanna “ ) vistast vefkökur ( e. cookies ) í tölvu eða önnur snjalltæki notandans . Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að tryggja sem bestu upplifun af vefsvæðunum fyrir notendur og greina heimsóknir á vefsvæðin . Vefkökur eru ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur . Það ræðst af léni vefsvæðanna sem gerir vefkökuna hvort hún telst fyrstu - aðila eða þriðju-aðila vefkaka . Slíkar vefkökur gætu engu að síður auðveldað notendum vefsvæðanna að nota þau , t.d. varðandi stillingu tungumáls , og kann það að hamla virkni vefsvæðanna að einhverju leyti séu þær ekki samþykktar . Notkun á þriðju aðila kökum byggir jafnframt á samþykki notanda . Þegar notandi heimsækir vefsvæðin í fyrsta skipti birtist borði þar sem notandi er beðinn um að samþykkja þær valfrjálsu vafrakökur sem vefsvæðin notast við . Vefkökur þriðja aðila Síminn notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum á vefsvæðum sínum ( t.d. Google og YouTube ) . Þessir þriðju aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðin . Skriflegt samþykki Símans þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef Símans , dreifa þeim eða afrita þær . Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi þessa vefs á hvaða hátt sem er og hvenær sem er , í hvaða tilgangi sem er , án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga . Persónuverndarstefna Við hjá Símanum leggjum áherslu á að gæta friðhelgi einkalífs þeirra einstaklinga sem við vinnum með upplýsingar um , þ.á m. viðskiptavina okkar . Einnig er fjallað um þau réttindi sem einstaklingar hafa á grundvelli persónuverndarlaga . Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar . Hvaða persónuupplýsingum safnar Síminn um þig ? myndefni úr upptökum eftirlitsmyndavéla í verslunum og skrifstofuhúsnæði Símans ; hljóðupptökur símtala sem berast þjónustuveri og greiðsluþjónustu Símans ; upplýsingar um tengda aðila á heimili viðskiptavinar úr þjóðskrá ; og upplýsingar sem birtar hafa verið opinberlega , t.d. í þjóðskrá eða Lögbirtingarblaði . Við meðhöndlun persónuupplýsinga um börn gætir Síminn þess að slík vinnsla fari einungis fram sé hún nauðsynleg vegna samnings sem forráðamaður er aðili að og varðar barn hans , eða vegna beiðni forráðamanns um að gera slíkan samning . Síminn vinnur með persónuupplýsingar um viðskiptavini í eftirfarandi tilgangi ; Til að geta veitt þjónustu á grundvelli samnings eða beiðni um að gera samning Síminn vinnur með persónuupplýsingar til að veita rétta þjónustu og tryggja gæði hennar , til að uppfylla skilyrði samnings milli Símans og viðskiptavinar og þá skilmála sem gilda um viðkomandi þjónustu , svo sem í tengslum við fjarskiptaþjónustu , t.d. til að afgreiða fjarskiptasendingar ( símtöl , SMS eða tölvupóst ) til viðtakanda ; sjónvarpsþjónustu ; gjaldfærslu fyrir þjónustu ; auðkenningu og rekjanleika viðskiptavina og notenda ; leiðréttingar , þjónustuaðstoð og afgreiðslu beiðna / fyrirspurna / kvartana sem þú sendir Símanum ; Jafnframt vinnur Síminn með persónuupplýsingarnar til að veita viðskiptavinum upplýsingar um þá þjónustu sem keypt er ( t.d. breytingar á þjónustunni ) með því að senda SMS eða tölvupóst . Hvorki mynd - né hljóðefni er afhent þriðja aðila nema til lögreglu ef grunur vaknar um refsiverða háttsemi og þörf reynist að rannsaka málið á grundvelli framangreindra gagna . Síminn gæti einnig notað persónuupplýsingar til að veita viðskiptavini ráðgjöf um þjónustu Símans , lagfæra fjarskiptanet þess eða greint aðrar þarfir fyrir úrbætur á þjónustunni . Hið sama á við um nákvæm staðsetningargögn símtækis . Að öðru leyti eru umferðargögn notuð til að gjaldfæra viðskiptavin með réttum hætti , en þá er Síminn ekki að vinna með innihald fjarskipta eins og greint er frá ofar heldur einungis magnupplýsingar . Hið sama á við um staðsetningargögn , en Síminn þarf einungis að vinna með upplýsingar um í hvaða landi símtæki viðskiptavinar er staðsett við notkun hans á fjarskiptaþjónustu Símans , í þeim tilgangi að uppfylla lög og reglur um reikinotkun erlendis og tryggja rétta gjaldfærslu . Sjálfvirk ákvarðanataka Síminn gæti unnið með persónuupplýsingar um þig með sjálfvirkum hætti með samkeyrslu upplýsinga úr viðskiptamannakerfum og eftir atvikum vanskilaskrá ef það er forsenda þess að unnt sé að gera eða framkvæma samning milli Símans og þín , einkum í tengslum við kaup á fjarskiptaþjónustu eða búnaði í verslunum Símans . Gæti framangreint einkum átt við um ákveðnar tegundir þjónustu sem Síminn veitir fyrirtækjum . Í tilviki öryggisbrests hjá Símanum gætir Síminn þess að fylgja ferlum og verklagsreglum fyrirtækisins sem varða slík tilvik , t.d. að tilkynna Persónuvernd og eftir atvikum viðskiptavinum . Persónuupplýsingar um viðskiptavini Símans eru einkum hýstar á Íslandi eða innan Evrópska efnahagssvæðisins ( EES ) , t.d. Írlandi , en einungis að því gefnu að viðkomandi hýsingaraðili sé vinnsluaðili á vegum Símans sem stenst kröfur Símans m.t.t. upplýsingaöryggis og annarra öryggisráðstafana . Þá er öllu efni sem safnað er hjá Símanum í þágu rafrænnar vöktunar eytt að 90 dögum liðnum nema lög heimili eða kveði á um annað . Því er mikilvægt að þú tilkynnir okkur um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þeim sem þú hefur látið okkur í té , á þeim tíma sem við á . Samskipti við Símann um þín réttindi og ágreiningsmál Óski viðskiptavinur eftir því að nýta sér réttindi þau sem kveðið er á um í stefnu þessari getur viðkomandi ýmist nálgast upplýsingar sínar eða komið beiðni sinni til skila til Símans með því að auðkenna sig í gegnum Þjónustuvef Símans . Í slíkum tilvikum áskilur Síminn sér rétt til að krefjast viðeigandi auðkenningar viðskiptavinar eða annars einstaklings sem leggur fram beiðni til Símans og varðar hann sjálfan , með hliðsjón af m.a. eðli og umfangi beiðninnar . Netfang persónuverndarfulltrúa er personuverndarfulltrui@siminn.is . Þess vegna hefur Síminn útbúið sérstaka fræðslu um meðferð persónuupplýsinga fyrir tilteknar þjónustur og lausnir sem við bjóðum uppá . Endurskoðun Persónuverndarstefnu Símans Persónuverndarstefnan verður endurskoðuð reglulega og ef sérstök þörf krefur , til að endurspegla sem best þá vinnslu sem fer fram hverju sinni hjá fyrirtækinu . Beiðnir frá einstaklingum á grundvelli persónuverndarlaga Þegar einstaklingar nýta sér réttindi sín á grundvelli persónuverndarlaga , s.s. með því að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum eða að þeim verði eytt , vinnur Síminn með grunnupplýsingar um einstaklinginn í þeim tilgangi að auðkenna viðkomandi og bregðast við beiðninni .
Sjónvarpsþjónusta Símans - gildir frá 01.02.20 ‍ ‍ Skilmálar þessir gilda um Sjónvarpsþjónustu Símans , sem og myndefni sem er leigt eða keypt í áskrift Sjónvarpsþjónustunnar . Almennir skilmálar Símans gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir . Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á , skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar . Aðgangur að Sjónvarpsþjónustu Símans gerir viðskiptavinum kleift að nálgast sjónvarpsefni sem tilteknar efnisveitur bjóða . Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma . Þjónustan Skilyrði þess að geta keypt þjónustuna er að viðskiptavinur hafi náð 18 ára aldri . Til þess að nota þjónustuna verður viðskiptavinur að hafa virka internettengingu í gegnum fastlínukerfi sem Síminn hefur aðgang að . Þjónustan er einungis ætluð til einkanota viðskipavinar og þeirra aðila sem tilheyra fjölskyldu hans . Óheimilt er að nota þjónustuna í viðskiptalegum tilgangi en Síminn kann þó að bjóða fyrirtækjum að nýta þjónustuna í viðskiptalegum tilgangi samkvæmt sérstakri verðskrá . Mögulegt er að kaupa viðbótaráskriftir eða leigja stakt myndefni í gegnum viðmót þjónustunnar . Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gera viðeigandi ráðstafanir í viðmóti til þess að tryggja að aðrir notendur þjónustunnar eða óviðkomandi kaupi ekki eða leigi ekki myndefni án heimildar áskrifanda , s.s. með því að setja lykilnúmer ( PIN ) sem skilyrði fyrir kaupum á áskrift eða leigu myndefnis . Viðskiptavin er skylt að greiða fyrir allar áskriftir eða leigur sem hafa verið leigðar í gegnum viðmót þjónustunnar . Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að stilla aldurstakmörk í viðmóti og takmarka aðgengi barna að myndefni sem bannað er börnum . Viðskiptavin er óheimilt að gera afrit af myndefni úr sjónvarpsútsendingum nema því aðeins að slík afrit séu ætluð til einkanota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins og að öllu leyti í samræmi við lög og reglur . Gæði og virkni þjónustunnar getur verið mismunandi eftir því viðtæki sem notandi nýtir til áhorfs , og hafa margir mismunandi þættir áhrif á þjónustuna , s.s. staðsetning , aðgengileg bandvídd og / eða hraði internettengingar sem áskrifandi notar til þess að nálgast þjónustuna . Notkun í háskerpu ( eða UHD ) er háð viðkomandi internettengingu og hvort viðtæki styður viðeigandi gæðastaðal . Síminn leitast við að afhenda þjónustuna í samræmi við gæði internettengingar hverju sinni . Lágmarks niðurhalshraði til þess að ná SD gæðum er 0,5 Mbps en Síminn mæli með hraðari tengingu fyrir aukin gæði myndar . Lágmarks niðurhalshraði fyrir HD gæði ( skilgreint sem 720p eða hærra ) er a.m.k. 5,0 Mbps fyrir hvert streymi . Búnaður Viðskiptavinur fær afhentan áskriftarbúnað sem samanstendur af myndlykli , fjarstýringu og tengisnúrum gegn greiðslu samkvæmt verðskrá hverju sinni . Búnaðurinn er eign Símans og viðskiptavin ber að skila honum þegar hann segir upp þjónustunni . Síminn getur án fyrirvara krafið áskrifanda um að fá búnaðinn til skoðunar enda fái áskrifandi annan samsvarandi búnað á meðan skoðun stendur . Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Síminn lætur honum í té . Viðskiptavinur skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð á honum , í samræmi við verðskrá Símans . Eyðileggist eða glatist búnaður í vörslu viðskiptavinar ber honum að greiða Símanum kostnaðarverð nýs búnaðar eins og það er á hverjum tíma , skv. verðskrá . Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar hefur ekki áhrif á eignarrétt Símans á búnaðinum og felur undir engum kringumstæðum í sér framsal á eignarrétti búnaðar . Viðskiptavin er óheimilt að taka áskriftarbúnaðinn í sundur eða valda nokkrum breytingum á hugbúnaði sem honum tilheyrir . Búnaðurinn er einungis ætlaður viðskiptavin . Óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann út , selja eða láta af hendi með öðrum hætti . Síminn ábyrgist ekki að búnaðurinn virki annar staðar en á upphaflegu heimili viðskiptavinar , t.d. eftir búferlaflutning . Aukaáskriftargjald á aukamyndlykli er skv. verðskrá hverju sinni og greiðist sú upphæð til Símans . Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil og er innheimt fyrir allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift . Aukamyndlykla má aðeins nota á sama heimili og aðalmyndlykil . Sé aukamyndlykill notaður utan heimilis má innheimta fullt áskriftargjald fyrir hann frá upphafi skráningar . Við uppsögn á Sjónvarpsþjónustu Símans ber viðskiptavin að skila öllum búnaði sem tengist þjónustunni . Annað Þjónustan er reglulega uppfærð og breytt á hverjum tíma þar sem nýju myndefni er reglulega bætt við og annað myndefni tekið úr notkun . Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta því myndefni sem er aðgengilegt hverju sinni án tilkynningar , þ.m.t. bæta við nýju myndefni , fjarlægja myndefni eða breyta viðmóti eftir því sem Síminn telur rétt og eðlilegt á hverjum tíma , sem og vegna samninga við rétthafa . Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Símanum heimilt að neita viðskiptavin um áframhaldandi þjónustu og krefjast skila á öllum áskriftarbúnaði . Greiðslur Viðskiptavin ber að greiða fyrir alla notkun á þjónustunni , jafnvel þó einhvern annar aðili hafi notað þjónustuna . Að öðru leyti gilda Almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna Viðurlög við brotum á skilmálum Ákveði viðskiptavinur að segja upp þjónustunni greiðir hann fyrir þjónustuna út þann mánuð sem henni er sagt upp í . Síminn ber enga ábyrgð á innheimtu eða uppsögn þjónustu þriðja aðila sem áskrifandi kaupir í gegnum þjónustuna , nema í tilvikum sem Síminn annast innheimtu . Uppsögn á þjónustu skv. skilmálum þessum hefur ekki áhrif á sjónvarpsáskriftir sem áskrifandi kaupir af þriðja aðila . Við uppsögn á Sjónvarpsþjónustu Símans ber viðskiptavini að skila áskriftarbúnaði . Síminn innheimtir gjald fyrir áskriftarbúnað þar til honum hefur verið skilað . Að öðru leyti gilda ákvæði Almennra skilmála um uppsögn Breytingar á skilmálum Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Símans og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma . Munu slíkar breytingar vera tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og sannanlegum hætti . Sjónvarp Símans óháð neti Síminn veitir afþreyingarþjónustu í áskrift sem gerir viðskiptavinum kleift að horfa á sjónvarpsefni Símans yfir internetið ( hér eftir „ sjónvarpsþjónusta óháð neti “ eða „ þjónustan “ ) og / eða þjónustu þriðja aðila eftir því sem við á . Með „ sjónvarpsþjónustu óháð neti “ eða þjónustunni “ er átt við alla sjónvarpsþjónustu sem er innifalin í áskriftargjaldinu á hverjum tíma , sem og myndefni sem er leigt eða keypt í áskrift af Símanum umfram það sem er innifalið í grunn áskriftargjaldi , auk viðmóts og virkni þjónustunnar , hugbúnað og búnað sem tengist notkun þjónustunnar . Einnig gerir þjónustan mögulegt að nota Sjónvarp Símans appið og gildar skilmálar og persónuverndarstefnu um þá þjónustu vegna notkunar á appinu . Þjónustan Skilyrði þess að geta keypt þjónustuna er að áskrifandi hafi náð 18 ára aldri og sé með lögheimili á Íslandi . Áskrifandi ber ábyrgð á því að einstaklingar yngri en 18 ára noti þjónustuna eingöngu undir eftirliti fullorðinna einstaklinga . Áskrifandi ber ábyrgð á því að stilla aldurstakmörk í viðmóti og takmarka aðgengi barna að myndefni sem bannað er börnum . Skilyrði þess að áskrifandi geti notað þjónustuna er að hann hafi virka internettengingu , hvort sem hún er um farsímakerfi eða fastlínukerfi og hann hafi viðeigandi búnað sem Síminn leggur til í því skyni að horfa á þjónustuna sem er tengt við sjónvarp eða annan sambærilegt viðtæki . Búnaðinn er hægt að nota í gegnum þráð tengdan við beini , þráðlaust tengdan við beini eða tengdan beint við farsímakerfi . Þjónustuna má áskrifandi eingöngu nota til einkanota fyrir áskrifanda og þá aðila sem tilheyra heimili áskrifanda . Óheimilt er að nota þjónustuna í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til aðila utan heimilis áskrifanda . Áskrifanda er þó heimilt að nota þjónustuna , til eigin nota , á hvaða stað og á hvaða tíma sem hann vill , þó ekki þannig að þjónustan sé gerð aðgengileg til áhorfs á opinberum stöðum . Þjónustan er fyrst og fremst aðgengileg til notkunar á Íslandi en áskrifanda er heimilt að nota þjónustuna tímabundið utan Íslands en eingöngu innan Evrópska Efnahagssvæðisins ( EES ) vegna ferðalaga eða orlofsdvalar innan EES . Þó getur ákveðin þjónusta Símans eða þriðja aðila ekki verið aðgengileg utan Íslands vegna réttindamála . Síminn áskilur sér rétt til þess að loka fyrir þjónustuna ef hún er notuð með varanlegum hætti utan Íslands , með varanlegum hætti er átt við að þjónustan er notuð utan Íslands lengur en tvo mánuði á hverju 12 mánaða tímabili . Þjónustan er reglulega uppfærð og breytt á hverjum tíma þar sem nýju myndefni er reglulega bætt við og annað myndefni tekið úr notkun . Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta því myndefni sem er aðgengilegt hverju sinni án tilkynningar , þ.m.t. bæta við nýju myndefni , fjarlægja myndefni eða breyta viðmóti eftir því sem Síminn telur rétt og eðlilegt á hverjum tíma , sem og vegna samninga við rétthafa . Mögulegt er að kaupa viðbótaráskriftir af Símanum ( sem og þriðja aðila ) eða leigja stakt myndefni í gegnum viðmót þjónustunnar . Áskrifandi ber ábyrgð á því að gera viðeigandi ráðstafanir í viðmóti til þess að tryggja að aðrir notendur þjónustunnar eða óviðkomandi kaupi ekki eða leigi ekki myndefni án heimildar áskrifanda , s.s. með því að setja lykilnúmer ( PIN ) sem skilyrði fyrir kaupum á áskrift eða leigu myndefnis . Áskrifanda er skylt að greiða fyrir allar áskriftir eða leigur sem hafa verið leigðar í gegnum viðmót þjónustunnar , nema hann hafi sannanlega tilkynnt Símanum að búnaði hafi verið stolið eða hann glataður og viðkomandi myndefni var keypt eða leigt eftir þann tíma . Gæði og virkni þjónustunnar getur verið mismunandi eftir því viðtæki sem notandi nýtir til áhorfs , og hafa margir mismunandi þættir áhrif á þjónustuna , s.s. staðsetning , aðgengileg bandvídd og / eða hraði internettengingar sem áskrifandi notar til þess að nálgast þjónustuna . Notkun í háskerpu ( eða UHD ) er háð viðkomandi internettengingu og hvort viðtæki styður viðeigandi gæðastaðal . Síminn leitast við að afhenda þjónustuna í samræmi við gæði internettengingar hverju sinni . Lágmarks niðurhalshraði til þess að ná SD gæðum er 0,5 Mbps en Síminn mæli með hraðari tengingu fyrir aukin gæði myndar . Lágmarks niðurhalshraði fyrir HD gæði ( skilgreint sem 720p eða hærra ) er a.m.k. 5,0 Mbps fyrir hvert streymi . Áskrifandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að tryggja og greiða fyrir virka internettengingu og er sérstök athygli valin á því að notkun á þjónustunni felur í sé notkun á gagnamagni hjá þeim fjarskiptafyrirtækjum sem innheimta gjöld fyrir niðurhal og er áskrifanda beint á að skoða verðskrár viðkomandi fyrirtæki vegna notkunar á gagnamagni um internettengingu . Sé lokað fyrir internettengingu áskrifanda , hvort sem hann hefur sagt henni upp sjálfur eða tengingu lokað vegna vanskila , eða internettengingin virkar ekki með fullnægjandi hætti hefur það engin áhrif á greiðsluskyldu áskrifenda vegna þjónustunnar á grundvelli skilmála þessara . Gæði fjarskiptatengingar , uppitíma og aðra virkni er á ábyrgð viðkomandi fjarskiptafyrirtækis og ber Síminn , í tengslum við veitingu þjónustunnar , enga ábyrgð á þeirri fjarskiptaþjónustu eða rekstri fjarskiptaneta . Búnaður Síminn afhendir viðskiptavini búnað sem samanstendur af myndlykli , fjarstýringu , straumbreyti og tengisnúrum . Búnaðurinn er eign Símans og ber að skila aftur til Símans þegar áskrifandi segir upp þjónustunni . Síminn getur án fyrirvara krafið áskrifanda um að fá búnaðinn til skoðunar , enda fái áskrifandi annan samsvarandi búnað á meðan á skoðun stendur . Áskrifandi ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Síminn lætur honum í té . Áskrifandi skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð á honum , í samræmi við verðskrá Símans . Eyðileggist eða glatist búnaður í vörslu viðskiptavinar ber honum að greiða Símanum kostnaðarverð nýs búnaðar eins og það er á hverjum tíma , skv. verðskrá . Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar hefur ekki áhrif á eignarrétt Símans á búnaðinum og felur undir engum kringumstæðum í sér framsal á eignarétti búnaðar . Áskrifanda er óheimilt að taka búnaðinn í sundur eða valda nokkrum breytingum á hugbúnaði sem honum tilheyrir . Búnaðurinn er einungis ætlaður áskrifanda . Honum er óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann út , selja eða láta af hendi með öðrum hætti . Á meðan búnaðurinn er í vörslu áskrifanda ber honum að hlíta skilmálum þriðja aðila sem hann kaupir þjónustu af í gegnum viðmót Símans , skilmálum þessum og standa í skilum með greiðslur samkvæmt verðskrá Símans hverju sinni . Við uppsögn á þjónustunni ber áskrifanda að skila öllum búnaði . Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en myndlykli hefur verið skilað inn . Uppsögn þjónustu Uppsögn þjónustu skal berast fyrir mánaðarmót og tekur gildi frá og með 1. degi þess mánaðar sem kemur eftir að uppsögn berst Símanum , nema samningur áskrifanda tilgreini annan uppsagnarfrest . Uppsögn á þjónustunni felur í sér samhliða uppsögn á öllum sjónvarpsáskriftum sem áskrifandi er með hjá Símanum í gegnum viðmótið Síminn ber enga ábyrgð á innheimtu eða uppsögn þjónustu þriðja aðila sem áskrifandi kaupir í gegnum þjónustuna , nema í þeim tilvikum sem Síminn annast innheimtu . Uppsögn á þjónustu skv. skilmálum þessum hefur ekki áhrif á sjónvarpsáskriftir sem áskrifandi kaupir af þriðja aðila . Áskrifandi ber ábyrgð á því að senda uppsögn á þjónustu þriðja aðila beint til viðkomandi fjölmiðlaveitu , ef hann óskar eftir því að segja upp þjónustu viðkomandi aðila . Útskriftargjald greiðist fyrir hvern heimsendan reikning . Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald . Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar . Síminn sendir alla jafna ekki reikninga eða greiðsluseðla á pappír til áskrifenda . Óski áskrifandi eftir að fá greiðsluseðil á pappír sendan getur hann beðið sérstaklega . Fyrir hvern greiðsluseðil á pappír sem sendur er áskrifanda greiðist seðilgjald samkvæmt gjaldskrá . Þessi gjöld kunna að taka breytingum í takt við almenna verðlagsþróun . Fyrir enduropnun á þjónustu og samkomulag um uppgreiðslu vanskila greiðast sérstök gjöld . Annað Óski áskrifandi eftir því að framselja þjónustusamning við Símann til þriðja aðila verður hann að óska eftir því skriflega við Símann . Framsal verður þó ekki heimilað af hálfu Símans nema áskrifandi hafi staðið skil á öllum ógreiddum gjöldum vegna þjónustunnar fram að þeim degi þegar framsalið er samþykkt . Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans , á almennum vanskilaskrám , s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi , hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum . Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka . Skilmálar þessir gilda nema annað sé tekið fram í gildandi verðskrám og reglum fyrir hverja þjónustu sem Síminn hf. býður upp á . Sérskilmálar vegna þeirra sjónvarpsáskriftar eða myndefnis Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Símanum heimilt að stöðva þjónustuna til hans án fyrirvara og krefjast tafarlausra skila á búnaði og , eftir atvikum , greiðslu skaðabóta . Um þjónustuna og skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningi vísað til héraðsdóms Reykjavíkur . Neytendur geta einnig leitað til Neytendastofu eða kærunefndar lausafjár og þjónustukaupa rísi ágreiningur um viðskiptahætti og markaðssetningu Símans í tengslum við veitingu þjónustunnar . Áskriftarskilmálar þessir gilda frá og með 15. ágúst 2018 . Með samþykki notkun á þjónustunni samþykkir áskrifandi skilmála þessa og þær breytingar sem gerðar verða á skilmálunum hverju sinni . Sjónvarpsþjónusta Símans Gildissvið 1.1 ‍ Skilmálar þessir gilda um Sjónvarpsþjónustu Símans , þar með taldar sérstakar áskriftir sem seldar eru rafrænt í viðmóti Sjónvarpsþjónustu Símans . Skilmálarnir gilda að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í samningum Símans og viðskiptavinar . Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda einnig þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir . Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á , skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar . Sjónvarpsþjónusta Símans er samheiti fyrir alla sjónvarpsþjónustu sem Síminn veitir áskrifendum og öðrum handhöfum myndlykla Símans . Skilmálar þessir ná til hvers og eins viðskiptavinar Símans sem óskað hefur eftir aðgangi að Sjónvarpsþjónustu Símans ( hér eftir nefndur viðskiptavinur ) . 2.1 ‍ Sjónvarpsþjónusta Símans er aðgengileg á svæðum þar sem því verður við komið . Forsenda fyrir áskrift að Sjónvarpsþjónustu Símans er að notandi hafi virka nettengingu á aðgangskerfi Mílu . Aðgangur að Sjónvarpsþjónustu Símans gerir viðskiptavini kleift að nálgast sjónvarpsefni sem tilteknar efnisveitur bjóða . Síminn sendir sjónvarpsmerki um gagnatengingar og veitir viðskiptavinum aðgang að henni í símainntökum . Framboð efnis er háð svæðum og samningum við efnisveitur . Skyldur viðskiptavinar 3.1 ‍ Viðskiptavini er einungis heimilt að tengja við kerfi Símans myndlykil og / eða annan endabúnað sem er í eigu Símans og sérstaklega gerður til notkunar á Sjónvarpsþjónustu Símans . Búnaður Síminn afhendir viðskiptavini áskriftarbúnað sem samanstendur af myndlykli , fjarstýringu og tengisnúrum gegn greiðslu samkvæmt verðskrá hverju sinni . Áskriftarbúnaðurinn er eign Símans . Síminn getur án fyrirvara krafið viðskiptavin um áskriftarbúnað til skoðunar , enda fái viðskiptavinur annan samsvarandi búnað á meðan á skoðun stendur . Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Síminn lætur honum í té . Viðskiptavinur skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð á honum , í samræmi við reikning Símans . Eyðileggist eða glatist áskriftarbúnaður í vörslu viðskiptavinar ber honum að greiða Símanum kostnaðarverð nýs búnaðar eins og það er á hverjum tíma . Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar rýrir ekki eignarrétt Símans á búnaðinum . Viðskiptavini er óheimilt að taka áskriftarbúnaðinn í sundur eða valda nokkrum breytingum á hugbúnaði sem honum tilheyrir . Áskriftarbúnaðurinn er einungis ætlaður viðskiptavini . Honum er óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann út , selja eða láta af hendi með öðrum hætti . Notkun á áskriftarbúnaði utan heimilis viðskiptavinar er óheimil . Síminn ábyrgist ekki að búnaður virki annars staðar en á upphaflegu heimili viðskiptavinar , t.d. eftir búferlaflutninga . Aukaáskriftargjald á aukamyndlykli er skv. verðskrá hverju sinni og greiðist sú upphæð til Símans . Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil og er innheimt fyrir allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift . Aukamyndlykla má aðeins nota á sama heimili og aðalmyndlykil . Sé aukamyndlykill notaður utan heimilis má innheimta fullt áskriftargjald fyrir hann frá upphafi skráningar . Á meðan myndlykill er í vörslu viðskiptavinar ber honum að hlíta skilmálum efnisveitna , skilmálum Sjónvarpsþjónustu Símans og standa í skilum með greiðslur samkvæmt verðskrá Símans hverju sinni Við uppsögn á Sjónvarpsþjónustu Símans ber viðskiptavini að skila áskriftarbúnaði . 5.1 ‍ Síminn veitir áskrifanda aðgang að sjónvarpsdagskrá sinni að uppfylltum þeim skilyrðum og að teknu tilliti til þeirra fyrirvara sem greinir á um í skilmálum þessum . Teljast skilmálar þessir hluti af samningi Símans og áskrifanda um áskrift að sjónvarpsútsendingum Símans og þeirra erlendu sjónvarpsstöðva sem Síminn sendir út . Áskriftargjald er innheimt í hverjum mánuði . Áskriftargjald ber viðskiptavini að greiða í samræmi við neðangreindar reglur . Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok hvers mánaðar . Gjalddagi reikninga er 20. næsta mánaðar eftir útgáfudag og eindagi er að jafnaði 2. næsta mánaðar eftir gjalddaga . Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal áskrifandi greiða dráttarvexti , eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 / 2001 , frá og með gjalddaga til greiðsludags . Innheimtuviðvörun er send tveimur dögum eftir eindaga kröfu en sérstakt gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu hennar . Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga , ella telst reikningur samþykktur . Hafi athugasemdir borist eftir eindaga og atvik réttlæta með ótvíræðum hætti þær tafir sem urðu , skal eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda . Segja má sjónvarpsþjónustu upp um mánaðamót með minnst eins mánaðar fyrirvara , nema þar sem önnur ákvæði gilda . Uppsögn skal berast Símanum í síma 800 7000 eða í gegnum Netspjallið á siminn.is . Áskrifendur geta valið um þrjár greiðsluleiðir : Boðgreiðslur með kreditkorti áskrifanda . Netreikningur sem greiddur er í heimabanka áskrifanda . Síminn sendir alla jafna ekki reikninga eða greiðsluseðla á pappír til áskrifenda . Óski áskrifandi eftir að fá greiðsluseðil á pappír sendan getur hann beðið um það hérna . Fyrir hvern greiðsluseðil á pappír sem sendur er áskrifanda greiðist seðilgjald samkvæmt gjaldskrá . Þessi gjöld kunna að taka breytingum í takt við almenna verðlagsþróun . Áskrifanda er óheimilt að gera afrit af myndefni úr sjónvarpsútsendingum nema því aðeins að slík afrit séu ætluð til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins og að öllu leyti í samræmi við lög og reglur . Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta án fyrirvara þeirri sjónvarpsdagskrá sem kynnt hefur verið eða breyta samsetningu og fjölda þeirra sjónvarpsstöðva sem innifaldar eru í áskriftarpökkum Áskriftarskilmálar þessir gilda frá og með 15. september 2015 . Með samþykki á áskriftarskilmálum þessum samþykkir viðskiptavinur jafnframt breytingar sem gerðar verða á skilmálunum hverju sinni . Viðurlög við brotum á skilmálum 6.1 ‍ Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Símanum heimilt að stöðva útsendingu til hans án fyrirvara og krefjast tafarlausra skila á áskriftarbúnaðinum og , eftir atvikum , greiðslu skaðabóta .
Endurskoðunarnefnd skipa Sigurður Þórðarson , formaður , Kolbeinn Árnasons og Helga Valfells . Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja , 5. útgáfa 2015 . Starfskjaranefnd skipa Jón Sigurðsson , formaður , Bjarni Þorvarðarson og Sylvía Kristín Ólafsdóttir . ‍ Starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2019 . Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018 , sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018 . Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins . Hér má finna nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd .
Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og var útnefnt fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árið 2015 af rannsóknarmiðstöð góða stjórnarhætti . Hlutaskráin er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins . Samþykktir eru hluti af stofnskjölum hlutafélaga . Samþykktir Símans geyma m.a. reglur um tilgang félagsins , hlutafé , hluthafafundi , stjórn , ársreikninga og endurskoðun . Stjórn félagsins Stjórnin er skipuð þeim Jóni Sigurðssyni , formanni stjórnar , Helgu Valfells , varaformanni stjórnar , Bjarna Þorvarðarsyni , Kolbeini Árnasyni og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur . Stjórn telur að samsetning hennar samræmist starfsemi og stefnu félagsins þannig að henni sé kleift að sinna málefnum félagsins af skilvirkni og heilindum . Hlutverk nefndarinnar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja , sem gefnar eru út af Viðskiptaráði , Kauphöllinni ( OMX ) og Samtökum atvinnulífsins . Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum að lágmarki . Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar . Starfskjaranefnd skipa Jón Sigurðsson , formaður , Bjarni Þorvarðarson og Sylvía Kristín Ólafsdóttir . Núgildandi starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2019 . Starfskjarastefnu félagsins má nálgast hér á heimasíðu félagsins . Stjórn félagsins framkvæmdi formlegt árangursmat á störfum og lauk því 29. janúar 2019 . Forstjóri skal ávallt starfa af heilindum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi . Fyrirtækin skulu greina og meðhöndla áhættu í starfsemi sinni með reglubundnu áhættumati , markvissu eftirliti og aðgerðum . Stjórn og stjórnendur stýra áhættu félagsins í samræmi við áhættuvilja félagsins sem inniheldur áhættumörk sem félagið vill halda sig innan . Unnið í samræmi við þessar áherslur á grundvelli tíu viðmiða UN Global Compact og staðalinn ISO 26000 um samfélagsábyrgð . Gerð er árleg framvinduskýrsla um aðgerðir og árangur í samfélagsábyrgð . Siðareglur Félagið vinnur eftir siðareglum sem síðast voru endurskoðaðar og samþykktar af stjórn Símans í febrúar 2017 . Upplýsingastefna Símans Upplýsingastefna tekur mið af reglum Kauphallar - Nasdaq Iceland fyrir útgefendur fjármálagerninga dagsettum 17. desember 2013 .
Síminn tekur virkan þátt í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í og hluti af þeirri samfélagsþátttöku felst í framlögum til margvíslegra málefna . Við val á samfélagsverkefnum er áhersla lögð á að nýta þá þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan fyrirtækisins og vinna að verkefnum sem tengjast kjarnastarfseminni . Stærstu hluthafar Hlutabréfaupplýsingar Hlutabréfaupplýsingar Vinna við búnað á Malarrifi á Snæfellsnesi .
Skiptir þá engu hvort að internetið komi yfir ljósleiðara , kopar eða farsímakerfi . Af myndum sem bæst hafa við er Toy Story þríleikurinn , Pocahontas , Mjallhvít , Gosi , Hringjarinn frá Notre Dame , Lilo og Narníu myndirnar sem byggðar eru á bókaflokki C.S Lewis . Pocahontas , allar þrjár Toy Story myndirnar , Lilo og Stitch , The Incredibles , Narníu myndirnar byggðar á bókum C.S Lewis , Mjallhvít , Gosi , Hringjarinn frá Notre Dame og fleiri sígildar myndir eru nú komnar inn . Hingað til hafa myndlyklar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans aðeins virkað í gegnum þau kerfi sem við höfum samninga við eins og kerfi Mílu , Tengis á Akureyri og fjölda ljósleiðarakerfa í eigu sveitarfélaga víða um landið . Framboðið af efni í Sjónvarpi Símans Premium eykst í viku hverri og enn fleiri þættir en áður koma inn strax daginn eftir að þeir eru frumsýndir erlendis . Í engri sérstakri röð viljum við benda á þessa þætti . Billions Þriðja þáttaröðin af Billions er farin að rúlla . Þættirnir byrja ári eftir að The Good Wife hætti og nú fylgjum við eftir Diane Lockhart sem var ein aðal aukapersónan í The Good Wife . Þjálfarar í nýjustu þáttaröðinni eru Blake Sheldon , Adam Levine , Kelly Clarkson og Alicia Keys . Efnisveitan okkar Sjónvarp Símans Premium sér til þess að engum ætti að leiðast yfir páskana . Ólafur heimsækir nokkrar stórborgir heimsins þar sem íslenskir matreiðslumenn eru að slá í gegn . Í byrjun apríl kemur svo heil þáttaröð af nýjum þáttum , Strúktúr þar sem Berglind Berndsen fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr frá a til ö . Hér er yfirlit yfir opnunartíma í einni töflu . Við höfum unnið lengi að þessu nýja viðmóti og starfsmenn hafa verið með það í prófunum heima hjá sér síðustu mánuði . Leit að efni er orðin einfaldari , öll flokkun á efni er skýrari og markvissari og allt sjónvarpsefni byggt á þínum áskriftum er dregið saman á forsíðu Sjónvarps Símans . Sé viðskiptavinur með 4K sjónvarp er YouTube appið með 4K stuðning en annars spilast efnið í háskerpu eða lágskerpu allt eftir því í hvaða gæðum efnið er í á YouTube . Nú er hægt að kaupa Spotify Family hjá Símanum . Tónlistarsmekkur barnanna mengar því ekki Discover Weekly eða árslistann þinn og ólíkur smekkur maka ruglar ekki algrímið í rýminu , allir eru bara með sína sjálfstæðu áskrift hjá Spotify . Öll tækin þurfa samband og það gott samband . 2.4 Ghz tíðnisviðið nær lengra en ber minni hraða . Allt sem er á milli þín og routers dempar merkið að einhverju leyti . Allt eftir því hversu langt þarf að bera þráðlausa netið . Kíktu í næstu verslun Símans , starfsfólk okkar er boðið og búið að finna út með þér hvað hentar best fyrir þig .
Síminn tilkynnti í janúar síðast liðnum um fyrirhugaða niðurlagningu á PSTN kerfi Símans í nokkrum áföngum . Tilkynningin var send tólf mánuðum áður en fyrirhugað var að loka símstöðvum í fyrsta áfanga , með áskilnaði um rétt til að endurskoða áfangaskiptingu . Nú hefur Síminn endurskoðað hvenær einstökum símstöðvum verði lokað og kynnir nýja áfangaskiptingu . Fyrirhugað er að símstöðvar í fyrsta áfanga verði lokað 1. maí 2020 . Í nýjum 1. áfanga er fyrirhugað að loka eftirfarandi símstöðvum .
Sérútgáfa ( Limited Edition ) - Takmarkað upplag af Bose QC 35 II í Rose Gold lit . Á mánuði í 10 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans Þráðlaus heyrnartól fullkomnuð , nú með Google Assistant Bose Quiet Comfort 35 II er nú búin öflugustu ,, noise cancelling " tækni sem Bose hefur þróað og útilokar þau umhverfishljóð sem gætu truflað þá upplifun sem heyrnartólin skapa . Góð rafhlöðuending Heyrnartólin tóra í 20 klukkustundir á einni hleðslu sem gefur notandanum nægan tíma til að hlusta allt milli himins og jarðar . Það tekur einungis um 15 mínútur að hlaða heyrnartólin á ný í gegnum usb-hleðslutæki . Ein hleðsla dugir í 40 klukkustundir ef þau eru tengd með jack snúru .
GPS snjallúr með amoled skjá sem fylgist með og skráir niður alveg ótrúlega vítt svið af heilsuupplýsingum , sem dæmi : Líkamsorku , öndun , upptöku súrefnis , svefn , tíðahring , stress og púls . Úrið er hugsað sem hversdags - og æfingarúr , vatnshelt og sterktbyggt með Corning ® Gorilla ® Glass 3 og ól sem auðvelt er að skipta um . Á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans AMOLED skjár og allt að 5 daga rafhlöðuending sem snjallúr ; allt að 6 klst rafhlöðuending með GPS og með tónlist í gangi . Hafðu auga með heilsunni allan sólarhringinn . Einfalt að hlaða tónlist inná úrið gegnum Spotify svo að hægt sé að hlusta á tónlist án þess að hafa síma við hendina . Skráðu alla hreyfingu með yfir 20 innbyggðum GPS og innandyra æfingarforritum . Úrið sýnir einfalda hreyfimynd af æfingum .
OnePlus 7T skartar stórkostlegum 6.55 " Fluid AMOLED skjár með 90Hz " refresh rate " og HDR 10 + . Inniheldur 8 GB vinnsluminni og 128 GB geymslurými . Þessi frábæri sími er enn eitt meistarastykkið úr OnePlus línunni . Mjög falleg hönnun og gríðarlega öflugt tæki með öllu því nýjasta sem tæknin hefur upp á að bjóða . Á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans OnePlus 7T skartar stórkostlegum 6.55 " Fluid AMOLED skjár með 90Hz " refresh rate " og HDR 10 + . Inniheldur 8 GB vinnsluminni og 128 GB geymslurými .
Samsung Galaxy S10 er ekki bara með fyrsta flokks skjá , heldur frábæra þrefalda myndavél og innbyggðann fingrafaraskanna á skjánum . Og það sem meira er , hann er með heyrnatólatengi ! 5 / F2 . IP68 Ryk - & rakavarinnSamsung Galaxy S10 er IP68 ryk - og rakavarinn í samræmi við IP68 staðallinn ( vatnsþolinn að 1,5 metra dýpi í allt að 30 mínútur ) .
Á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans Infinity DisplaySamsung Galaxy S10 + skartar hinum einstaka Infinity Display . 5 / F2 . ÖryggiSamsung Galaxy S10 + er útbúin með allra öruggasta fingrafaraskanna sem völ er á í dag . Ultrasonic fingrafaraskanninn er staðsettur í skjá símans og er því enginn sjáanlegur takki á bakhlið símans . IP68 Ryk - & rakavarinnSamsung Galaxy S10 er IP68 ryk - og rakavarinn í samræmi við IP68 staðallinn ( vatnsþolinn að 1,5 metra dýpi í allt að 30 mínútur ) .
Eigðu enn snjallari jól með þessari sérstöku útgáfu af TWINKLY ! Um er að ræða vandaða LED jólaseríu sem hentar inni sem úti . Seríunni getur þú stýrt með Twinkly appi og raddstýrt með google assistance og Alexu ! Þessi sérstaka útgáfa af Twinkly gefur þér einnig færi á að samstilla tónlist og ljósin á seríunni með bluetooth . Á mánuði í 3 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans Eigðu enn snjallari jól með sérstakri útgáfu af TWINKLY ! Um er að ræða vandaða LED jólaseríu sem hentar inni sem úti . Seríunni getur þú stýrt með Twinkly appi og raddstýrt með google assistance og Alexu ! Þessi sérstaka útgáfa af Twinkly gefur þér einnig færi á að samstilla tónlist og ljósin á seríunni með bluetooth .
Hafðu auga á heilsunni allan sólahringinn með súrefnismetturnar mælingu ( Pulse Ox ) og orkuskráningu ( Body Battery ™ ) og með því að fylgjast með öndun , tíðahring , stressi , svefni , púls , vökvainntöku og fleira . Einfalt að hlaða niður tónlist á úrið í gegnum Spotify ® , Amazon Music eða Deezer . Skráðu alla hreyfingu þar með talið yoga , hlaup , sund , hjól og margt fleira . Úrið sýnir einfalda hreyfimynd af sumum æfingum , eins og t.d. lyftingum , brennslu , yoga og pilates , sem auðvelt er að fara eftir . Á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans Hafðu auga á heilsunni allan sólahringinn með súrefnismetturnar mælingu ( Pulse Ox ) og orkuskráningu ( Body Battery ™ ) og með því að fylgjast með öndun , tíðahring , stressi , svefni , púls , vökvainntöku og fleira . Einfalt að hlaða niður tónlist á úrið í gegnum Spotify ® , Amazon Music eða Deezer , og tengja við þráðlaus heyrnatól svo þú getir hlustað án þess að hafa síman með í för . ( Heyrnatól seld sér ) Skráðu alla hreyfingu með yfir 20 innbyggðum GPS og innandyra æfingarforritum , þar með talið yoga , hlaup , sund , hjól og margt fleira . Úrið sýnir einfalda hreyfimynd af sumum æfingum , eins og t.d. lyftingum , brennslu , yoga og pilates , sem auðvelt er að fara eftir Rafhlöðuending : Allt að 8 dagar ( 40mm : 7 dagar ) sem snjallúr . Allt að 18 klst ( 40mm : 15 klst ) með GPS . Allt að 6 klst ( 40mm : 5 klst ) með GPS og tónlist
Atvinnuleitin er auðveldari með Alfreð – Umfjöllun Axel Paul 01/02/2013 Comments Off on Atvinnuleitin er auðveldari með Alfreð – Umfjöllun Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að Stokkur var að gefa út atvinnuleitar-appið Alfreð . Það er hægt að fletta í gegnum þær allar eða skoða þær eftir flokkum . Flokkarnir eru ófáir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi . Ef blaðauglýsing er til fyrir þá auglýsingu sem er skoðuð er hægt að smella á takka og fá hana upp á skjáinn . Hægt er að sækja um starfið beint úr appinu ef maður er með ferilskránna inni á símanum með því að smella á það netfang sem gefið er upp í auglýsingunni . Eitt það besta sem appið býður upp á er “ Vaktin mín ” , en þar er hægt að merkja við hvaða störf maður hefur áhuga á og þá birtist tilkynning þegar nýtt starf er skráð í flokkinn . Appið er engu að síður mjög gott og nothæft . Ég sé fyrir mér að margir munu notfæra sér þetta app við atvinnuleitina og það er bara að vona að fyrirtæki sem eru að auglýsa eftir starfskrafti notfæri sér þennan miðil .
Flipboard gáfu út myndband sem útskýrir helstu breytingarnar : Þessi nýja útgáfa af Flipboard er aðeins fáanleg fyrir iPhone , iPad og iPod touch eins og er Android útgáfa er væntanleg .
Já upplýsingaveitur opnuðu nýlega nýja og endurbætta vefsíðu . Hún hefur þróast frá þeirri gömlu og sú nýja aðlagar sig að hvaða tæki sem er , sem gerir hana mjög þægilega í notkun á snjalltækjum . Nýja heimasíðan er því vel nothæf og mikil endurbót við þá gömlu , en einhverra hluta vegna sá Já sér hag í að gefa einnig út nýtt app . Já hafa nú þegar gefið út tvö öpp ; Stjörnur.is og hið mjög þægilega Já í símann . Nýja appið þeirra er mjög einfalt : með því er hægt að hringja í 118 . Það er ekki hægt að fletta upp í símaskránni , skoða kort , fá vegvísun eða leita í gulu síðunum . Appið samanstendur bókstaflega af einum takka sem stendur á “ Hringja í 118 ” sem er hægt að ýta á . Hvers vegna nokkur einstaklingur ætti að vilja vera með sér app til þess að hringja í 118 er ofar mínum skilningi , en einhverjum hjá Já upplýsingaveitum hefur fundist það góð hugmynd ( og sennilega forritað appið í einhverju hádegishléinu ) . Það er engin tenging við Já vefinn , númerauppflettingu eða stjörnur , heldur eingöngu þessi eini takki . Ég hef það fyrir venju að hafa alltaf a.m.k. 3 skjáskot úr appi . Hér var ekki hægt að taka fleiri en eitt . Lýsingin á appinu er þessi : „ 118 appið frá Já sparar þér tíma . Með því að nota appið færðu beint samband við þjónustufulltrúa hjá 118 . Athugið að gjaldfært er fyrir þjónustuna í Já 118 samkvæmtverðskrá . Innan tíðar verða fleiri þjónustumöguleikar í boði í þessu appi . “ Appið spratt fyrst upp á Play Store og App Store fyrir rúmum mánuði síðan og héldum við á Simon að um einhverja prufu væri að ræða . Þarna væri útgáfa 1.0 af appinu og ætti eftir að setja einhverjar fleiri viðbætur við á næstu dögum . Síðan þá hefur ekki ein uppfærsla verið gerð á appinu og það er enn líkt og það sé á Alpha stigi . Við rákum því upp stór augu þegar við sáum auglýsingu fyrir appið á á helstu fréttamiðlum landsins . Þetta app er vafalaust eitt það tilgangslausasta sem hefur verið auglýst af íslensku fyrirtæki og er skólabókardæmi um app tískubylgjuna sem hefur tröllriðið íslenskum markaði . Fyrirtæki verða að fara að gera sér grein fyrir því að það er staður og stund fyrir app . Það að appið spari manni bókstaflega 4 smelli ( Phone – 1 – 1 – 8 – hringja , á móti 118 appið á heimaskjánum – Hringja í 118 ) við það að hafa samband við Já er ekki nægilega góð ástæða fyrir appi . Á Android hefði verið hægt að gera skjátæki ( e. widget ) sem væri hægt að hafa á heimaskjánum til þess að hringja beint í 118 , frekar en að þurfa að opna app . Einnig má benda á Android , iPhone og Windows Phone er hægt að gera flýtivalmynd til þess að hringja í símanúmer , sem er í raun enn fljótlegra en að opna appið og hringja þaðan . Þetta er app sem enginn mun koma til með að nota fyrr en búið er að bæta nýjum möguleikum við . Við bíðum þó engu að síður spennt eftir að fá uppfærslu á þetta app . Það eru miklir möguleikar í boði og vonumst við innilega til að Já tefli fram flottu og nothæfu appi sem verður . Já númerauppflettingin er nánast orðin að staðalbúnaði á íslenskum Android símum og væri gaman að sjá annað vel heppnað og nothæft app . Já 118 appið má finna á App Store og . Ekkert hefur heyrst hvort appið komi á Windows Phone .
Bjarni Ben 17/04/2013 Comments Off on Facebook uppfærir iPhone og iPad appið Í dag kom út ný útgáfa af Facebook fyrir iOS ( iPhone & iPad ) . Meðal nýjunga er viðbót við Facebook spjallið sem kallast Chatheads eða spjallhausar eins og við kjósum að kalla það . Spjallhausar virka þannig að hringlaga mynd af viðmælandanum er alltaf á skjánum og því er Facebook spjallið mun aðgengilegra en áður . Hægt er að fjarlægja hausana af skjánum með því að draga þá að neðsta hluta skjásins í átt að home takkanum á símanum . Nýja Facebook útlitið með spjallhaus í hægra horninu Sé smellt á upplýsingahnapp viðmælandans er hægt að sjá nánari upplýsingar um hann og notendur í Bandaríkjunum geta hringt frítt símtal ( VoIP ) í gegnum Facebook appið . Þessi þjónusta er ekki í boði á Íslandi en gæti mögulega komið inn síðar . Önnur nýjung eru svokallaðir stickers sem eru einfaldlega stór emoji tákn eða broskallar . Með því að fara í stickers store er hægt að sækja fleiri stickers og þykir okkur ekki joshuatetreault ólíklegt að Facebook muni rukka aukalega fyrir stickers í framtíðinni . iPad appið fékk líka yfirhalningu og er nú líkara nýju fréttaveitu Facebook sem er væntanleg fyrir vafra á næstunni . Spjallhausarnir eru einnig mættir á iPad . Facebook fyrir iPad Það er nokkuð ljóst að Facebook leggur mikla áherslu á snjalltæki þessa dagana því nýlega kom út appið Facebook Home fyrir Android sem gerir Facebook að miðpunkti heimaskjásins og leggur meiri áherslu á fólk en öpp . HTC First verður svo fyrsta símtækið sem kemur uppsett með Facebook home , en síminn er fáanlegur í Bandaríkjunum . Apple tæki munu líklega aldrei fá Facebook Home vegna þess að iOS er mun lokaðra stýrikerfi en Android . Facebook appið sem kom út í dag fyrir iOS er ágætis málamiðlun fyrir iPhone og iPad notendur sem gerðu sér vonir um að fá Facebook Home , þar sem það nýtir sér ýmsa af eiginleikum Home . Hægt er að sækja Facebook appið í iTunes store .
Vine appið frá Twitter hefur náð þeim áfanga að verða vinsælasta fría appið í appmarkaði Apple í Bandaríkjunum . Þetta er áhugavert fyrir nokkrar sakir en aðalega fyrir það að Twitter hefur ekki auglýst appið að neinu leyti fyrir notendur síðan það var gefið út fyrir um það bil tveimur og hálfum mánuði síðan . Það þýðir að notkun og vinsældir þess hefur verið eingöngu út á umfjallanir vefmiðla og gegnum Twitter . Það helsta sem hefur drifið vinsældir Vine er hversu samofin þjónustan er Twitter . Venjulegir notendur Twitter sem ekki hafa sett upp Vine þekkja þó líklega vel til stuttra myndbrota sem gerð hafa verið með Vine . Margir vilja líkja Vine við Instragram fyrir myndbönd og við mælum með að iPhone notendur sæki sér forritið , en það er enn sem komið er ekki í boði fyrir önnur stýrikerfi en iOS frá Apple . Þó stendur til að Android útgáfa komi .
Kristján Thors 15/05/2013 Comments Off on Evróvisjón appið Sumarið kemur ekki að alvöru fyrr en vinahópar koma sér saman velja sér Evrópuþjóð og standa eða falla með sínu vali í Eurovision partyum . Hægt er að sleppa við að skrá sig inn en þá er ekki hægt að kjósa í gegnum appið . Music Shop : Hér er hægt að kaupa öll lögin í keppninni , með því að velja á “ Buy song ” er notandinn tekinn úr appinu of fluttur yfir á eurovision.tv síðuna þar sem lagið er keypt . Sign up to vote ! : Hér er hægt að skrá sig inn eins og appið byrjar á að gera þegar það er fyrst keyrt upp . About the contest : Hér er hægt að lesa um sögu keppninnar My Settings : Hér er hægt að tengja sig við twitter aðgang keppninnar og fá upplýsingar beint í blóðið um hvað sé að gera , einnig er hægt að skipta um tungumálastillingar . Tems of use : Áhugaverðar upplýsingar um notendaskilmála appsins . Windowsphone notendur örvæntið ekki ! App hefur verið hannað fyrir ykkur . Þó er ekki hægt að kjósa í gegnum það en hægt er að fylgjast með tweetum um hvað er að gerast sem og að horfa á myndbönd frá keppninni .
Finndu hótel á lágu verði og á besta stað ! María Blöndal 08/05/2013 Comments Off on Finndu hótel á lágu verði og á besta stað ! I find Hotels ! Þegar skipuleggja á fríið þarf að finna flugfélag , hótel og fararskjóta . Samsetningarnar geta verið óteljandi og oftar en ekki er verð mikilvægasti þátturinn í ákvörðunartökunni . Samsetningarnar geta verið óteljandi og því koma verðsamanburðasíður sér sérstaklega vel . Mikil vakning hefur verið meðal Íslendinga í svo kölluðu ,, price shopping ” eftir velgegni til að mynda Dohop.is . Slíkar síður gera þér kleift að setja saman draumaferðalagið þitt á sem hagstæðastan máta . Það er til ógrynni af slíkum samanburðasíðum og geta þær sýnt mismunandi verð og virka þær misvel . Hótelsamanburðasíður eins og booking.com og hotels.com eru einnig mjög vinsælar en þær sýna verð á hótelum , ásamt einkunnagjöf og umsögnum og er hægt að bóka í gegnum þær . IFindHotels – appið ber saman niðurstöður hjá öllum helstu bókunarsíðum , hótelkeðjum og öðrum öppum . Þannig hefur appið bestu yfirsýnina yfir verð og framboð á hótelum . Appið er nú fáanlegt á íslensku og einnig er verðið í íslenskum krónum . Þegar I Find Hotels er opnað er hægt að velja um tvær leiðir : Skoða úrval hótela eða finna hótel sem eru nálægt þinni staðsetningu . Ef fyrri leiðin er valin er byrjað á að velja staðsetningu og fjölda gistinátta . Appið leitar þá að hótelum nálægt þeirri staðsetningu og á valmyndinni er hægt að flokka eftir verði , vinsældum og nálægðviðflugvölleðamiðbæ . Flottur fítus við val á hóteli er að ef snjallsíminn er hristur er hægt að sjá staðsetningar hótelanna á götukorti . Þegar hótelið er valið sýnir appið hvaða samanburðasíða gaf það verð og þar er hægt klára bókunina . Seinni leiðin tekur mið af núverandi staðsetningu og finnur laust herbergi þann dag eða daginn eftir . Niðurstöður leitarinnar eru þá sýndar á háskerpukorti með nafni á hóteli og verð fyrir gistinóttina . Það er því engin leið að villast og auðvelt er að velja það hótel sem er þér næst eða með besta verðið . Kostir • Hægt að velja út frá staðsetningu og sjá sjónrænt í háskerpu hvar hótelið er staðsett • Hægt að velja um gjaldmiðil • Appið er með 120.000 áfangastaðir allt frá Ísafirði til Abu Dhabi og hægt að velja úr 2 milljónum tilboða • Í neyð er hægt að sjá hvaða hótelherbergi eru næst þér • Yfirgripsmikil samantekt yfir öll skráð hótel og því auðvelt að skoða út frá verði , vinsældum og nálægð við flugvöll eða miðbæ Gallar • Bókunin fer ekki fram í appinu sjálfu heldur á samanburðarsíðunni • Ekki hægt að leita að öðru en hótelum • Aðeins borið saman ódýrasta herbergið miðað við fjölda gesta . Appið var auðvelt í notkun og hraðvirkt . Eiginleikar snjallsímans fá að njóta sín í appinu en boðið er uppá að miða hótel út frá staðsetningu hans og einnig er hægt að hrista símann til að fá betri mynd af hótel valmöguleikunum . Appið einfaldar hótelleitina til muna og getur nýst sérstaklega vel ef þig vantar óvænt gistingu eða ert einfaldlega að leita af hagstæðasta verðinu á einfaldasta mátann .
Hinn árlegi World Wide Developers Conference ( WWDC ) viðburður Apple byrjaði í dag og stendur yfir út þessa viku . Á viðburðinum sem var sýndur áðan voru helstu nýjungarnar í Mac OS og iOS kynntar . Þar ber helst að nefna Mac OS X Yosemite ( 10.10 ) sem kemur með uppfærðu og stílhreinu útliti og iOS 8 sem mun kynna til leiks miklar breytingar eins og ný lyklaborð , skjágræjur og ýmsar uppfærslur á öpp . Hér má finna smá samantekt á því helsta sem var kynnt í dag . Nýjasta útgáfan af OS X stýrikerfinu fyrir Mac var kynnt og er einungis í boði fyrir hugbúnaðarframleiðendur núna , en verður frítt fyrir alla síðar í haust . Það helsta sem uppfærslan felur í sér er ferskara útlit sem er líkara iOS og svokallað “ Continuity ” sem auðveldar þér vinna á mismunandi Apple tækjum . Sem dæmi veit Mac tölvan þín að þú byrjar að skrifa tölvupóst á iPhone og þú getur haldið áfram að skrifa póstinn með einum smell á Mac borð - eða fartölvu . Tölvan getur líka tekið við símtölum sem þú færð á iPhone . Ef það er ekkert netsamband er hægt að setja upp 3G eða 4G hotspot á iPhone símanum þínum og Mac OS tölvan getur tengst sjálfkrafa við hann . Það er miklu minna vesen en Wifi eða Bluetooth hotspot . Þetta er enn eitt skrefið í áttina til þess að festa notendur í Apple umhverfinu . Útlitið er orðið mun flatara eins og þekkist á iOS 7 og fá flest öpp og forrit nýjar táknmyndir ( e. icon ) . Gegnsæi er ríkjandi í útlitinu og má sjá að flest Mac forritin og stýrikerfið sjálft eru með einhverskonar gegnsæi í gluggunum þannig að bakgrunnurinn sést í gegn ekki ósvipað og þeir væru gerðir úr sandblásnu gleri . Finder fær uppfærslu og verður enn nothæfari og fær Spotlight margar nýjungar eins og tengingu við netið . Þannig verður hægt að leita að hlutum á Wikipedia beint úr Spotlight eða tengjast við Apple Maps . iCloud Drive var einnig kynnt til leiks sem er beinn samkeppnisaðili við skýjaþjónustur eins og Dropbox , Google Drive og Skydrive . Apple ákváðu að reyna ekkert að vera frumlegir og skelltu Drive viðbótinni aftan á iCloud . Með iCloud Drive birtist mappa í Mac OS tölvunni þinni sem getur geymt öll þau gögn sem þú vilt í skýinu og verða þau aðgengileg á öllum Apple tækjunum þínum . Verðið á iCloud breytist í 20 GB á $0.99 og 200 GB á $3.99 . Nokkuð samkeppnishæf verð en Google Drive er ennþá með vinninginn með 1 TB á $9.99 . Stýrikerfið fékk ekki jafn miklar breytingar í dag eins og þegar iOS 7 var kynnt en núna er betri stuðningur við iCloud og fyrirtækjanotendur . Uppfærð tilkynningagardínaTilkynningagardínan ( e. notifications panel ) hefur alltaf verið mjög slæm á iOS . Núna hefur Apple aðeins bætt hana með því að gera notendum kleift að framkalla aðgerðir um leið og tilkynning berst . Þannig er hægt að svara SMSi beint úr tilkynningunni eða af læsiskjánum . QuickTypeLyklaborðið er það versta við iPhone . Windows Phone og Android eru ljósárum á undan en í dag komst Apple skrefi nær með QuickType . Síminn þinn lærir á þig og stingur upp á 0 rðum sem þú skrifar og veit í hvaða samhengi ákveðin orð eru notuð . Ef þú ert að svara yfirmanni þínum stingur það upp á “ fundur / aflýst / skjöl ” en við vini þína stingur það upp á “ matarboð / bíó / snilld ” . Önnur lyklaborðTim Cook rétt minntist á það að nú væri hægt að setja upp ný lyklaborð frá þriðja aðila á iOS . Þetta er gríðarlega stór breyting að okkar mati , því nú verður hægt að setja lyklaborð eins og SwiftKey á iOS . Það verða vafalaust margir sem hugsa um að skipta úr Android yfir í iOS við þessa breytingu . HealthkitHealthkit verður einskonar miðstöð heilsuupplýsinga fyrir iOS . Appið getur tekið saman upplýsingar úr allskonar öppum frá þriðja aðila og birt á einum þægilegum stað . Það mun einnig geta gripið upplýsingar frá tækjum eins og Nike Fuelband og Fitbit . Family sharing Enn einn sigurinn fyrir barnafólk því núna er mun auðveldara að deila efni sem er keypt í gegnum App Store . Kvikmyndir , tónlist og öpp sem keypt eru á sama kreditkorti virka nú á 6 iOS tækjum . Ef barnið þitt vill kaupa app í símanum sínum þá færð þú tilkynningu á þínum síma sem hægt er að samþykkja eða neita . HomekitMeð Homekit verður bókstaflega hægt að stjórna heimilinu úr símanum . Þar verður til dæmis hægt að hækka og lækka hita , slökkva og kveikja á ljósum og læsa og aflæsa hurðum . Heimilið þarf að sjálfsögðu að vera snjallvætt og það með tækjum sem að virka vel á Homekit . SkjágræjurNú verður hægt að bæta við skjágræjum ( e. widgets ) frá þriðja aðila á iOS , en aðeins í tilkynningargardínuna . Þær eru líka orðnar gagnvirkar og uppfærast sjálfkrafa , þannig mátti t.d. sjá Ebay skjágræju sem að fylgdist með þeim uppboðum sem notandinn var með í gangi . Skjágræjurnar eru ágætis viðbót fyrir iOS , en eiga enn langt í land . PhotosMyndaappið fær margar nýjar viðbætur . Þar ber helst að nefna að öll album fara sjálfkrafa í iCloud og er hægt að nálgast þau í Photos appinu á öllum iOS ( og bráðum Apple ) tækjunum þínum . Ný leit bætist við í appið sem gerir notendum kleift að leita eftir staðsetningum eða heiti mynda . Ein helsta viðbótin fyrir einhverja er sú að nú verður hægt að breyta myndum beint inni í Photos appinu . Stillingar og filterar , ekki ósvipað og finnst í Snapseed eða Google Photos , eru nú komin í Photos og fara myndirnar beint inn í iCloud eftir að þeim er breytt . iMessages , Mail og Spotlight uppfærslaiMessages fær uppfærslu sem bætir við enn betri stuðningi fyrir hópsamtöl . Núna er hægt að slökkva á ákveðnum samtölum og minnka áreitið í símanum . Einnig bættust við nýjungar eins og að setja myndir og myndbönd beint í hópsamtöl og að senda hljóðbúta . Hægt verður að láta gögnin hverfa eftir ákveðinn tíma og er því komið einskonar Snapchat beint í iMessage . Mail fær uppfærslu og verður núna hægt að renna tölvupóstum í burtu til þess að eyða þeim . Sé þeim ekki rennt alveg út í hliðina koma upp aðrir valmöguleikar . Mail mun einnig tengjast enn betur við dagatalið . Nú verður hægt að færa tölvupóst sem verið er að vinna til hliðar og skoða aðra tölvupósta á meðan . Spotlight mun núna leita í öppum á tækinu , netinu og beint í þjónustur eins og Wikipedia og Apple Maps . Siri uppfærslaSiri bregst núna við skilaboðunum ‘ Hey Siri ’ þrátt fyrir að vera ekki í gangi , ekki ósvipað og er hægt að gera með ‘ Ok Google ’ á Android . Hún tengist einnig beint við Shazam og getur þekkt lög sem er hægt að kaupa beint í iTunes . Sala á tónlist í gegnum iTunes fer dvínandi og því gæti þetta aukið söluna og spyrnt á móti samkeppninni við streymiþjónustur eins og Spotify . Einnig mun koma stuðningur fyrir 22 ný tungumál sem Siri mun skilja , en ekki var gefið út hvaða tungumál það voru nákvæmlega en það er frekar ólíklegt að íslenska verði með í því . App Store uppfærslaApp Store fær uppfærslu sem að gerir notendum enn auðveldara með að finna ný öpp . Útgefendur appa geta einnig sett öppin sín í hópa og þannig selt mörg öpp í einu á afslætti . Einnig verður settur sérstakur “ Editor’s Choice ” stimpill á öpp sem eru í þeim flokki , ekki ósvipað því sem finnst á Google Play Store . Metal og nýtt forritunartungumálSeinni hluti kynningarinnar fór aðallega í hluti sem forritarar og útgefendur hafa áhuga á , en þar ber að nefna tvennt mjög áhugavert . Fyrst er það Metal , sem er ný leið sem leikir geta nýtt sér aflið í A 7 örgjörvanum . Öpp geta nú sótt mun meiri kraft úr tækjunum og er allt að 10x betri afköst með þessari nýju leið . Þannig mátti sjá leiki sem eru að koma út á Xbox 360 / PS3 eins og Plants vs . Zombies : Garden Warfare spilaða á iPad án nokkur hökts . Það má því búast við sprengingu í nýjum leikjum á iOS í haust og munu sennilega fleiri titlar koma út bæði á leikjatölvum og á iOS . Hitt áhugaverða er að Apple skiptir ut Objective C forritunarmálinu fyrir nýtt mál sem kallast Swift . Það er mun einfaldara að kóða í Swift og afkastagetan er mun meiri . Þannig munu öpp keyra enn hraðar og forritarar munu eiga mun auðveldara með að hanna ný öpp . Fyrir allar nýjungarnar sem Apple kynnti má finna upplýsingar á Apple.com
Hvenær ? 17:00 að íslenskum tímaHvar get ég horft ? apple.com / live og á Apple TVHvaða #kassmerki ætlum við að nota ? #AppleIS Apple heldur viðburð í dag þar sem nýjar vörur verða kynntar . Við vitum ekki nákvæmlega hvað verður kynnt því það eina sem Apple hefur gefið upp er “ Wish we could say more “ . Eins og undanfarin ár hafa myndir af nýjum tækjum lekið á netið og orðrómur um hvað verði kynnt er lekið til fjölmiðla . Nýr iPhone – stærri sími og betri rafhlaða Það er nánast 100% öruggt að nýr iPhone verður kynntur í dag . Við vitum ekki hvort hann verði kallaður iPhone 6 því Apple hefur hætt að kenna vöruflokka eins og iPad spjaldtölvurnar við númer . iPad , iPad Air og iPad Mini eru nýju nöfnin á spjaldtölvum þeirra og því ekkert ólíklegt að nýjar gerðir af iPhone fái Air , Mini , Pro eða jafnvel nýtt nafn . Nokkrar myndir af nýjum iPhone með 4,7 ″ skjá láku nýlega á netið . Samkvæmt tæknibloggaranum John Gruber verður hinn nýji iPhone í tveimur stærðum : 4,7 ″ og 5,5 ″ . Minna hefur þó verið um leka af 5,5 ″ íhlutum og því er líklegt að hann fari seinna í sölu en iPhone 6 . Nýr iPhone 4,7 ″ Vörulína Apple mun því vera svona í haust : Nýr iPhone með 4,7 ″ skjá ( ætti að kosta svipað 5S kostar núna eða 110.000 kr. ) Nýr iPhone með 5,5 ″ skjá ( tilkynntur núna , en kemur seinna í sölu og verður dýrari en 4,7 ″ síminn ) iPhone 5S ( verður á c.a. 90.000 kr. hér á landi ) iPhone 5C ( mun lækka í c.a. 70.000 kr. hér á landi ) iWatch – nýr vöruflokkur snjallúra sem er takmarkaðra en þú heldur Apple er sjaldnast fyrst á markað með vörur í nýjum vörufl 0 kkum . Þeir kjósa að bíða og fara inn á markaðinn þegar tæknin hefur náð þeim þroska að Apple getur búið til sína vöru . Það hefur heppnast vel með iPod , iPhone og iPad . Engar voru þær fyrstar í sínum vöruflokkum en allar náður þær ótrúlegu forskoti á stuttum tíma . Nýjasti vöruflokkurinn sem menn hafa beðið eftir inngangi Apple er snjallúra markaðurinn . Þrátt fyrir margar mis áhugaverðar vörur þá hefur enginn þeirra náð almennri hylli neytenda . Hugmynd að nýju Apple iWatch . Mynd : Eric Hulsman / Apfelpage.de Það eru skiptar skoðanir innan Símon hópsins um hvað iWatch muni leggja áherslu á . Það er nokkuð öruggt að falleg hönnun verður í fyrirrúmi þar sem úr eru fyrst og fremst skartgripir en líklega verður rafhlöðuending einnig betri en á öðrum snjallúrum . Helsta gagnrýnin á iPhone er stutt ending rafhlöðunnar , sem gengur gegn stefnu Apple á öðrum vörulínum eins og Macbook , Macbook Air og iPad sem eru með frábæra endingu . Hvað mun úrið gera ? Við vitum það ekki en líklega verður það mjög takmarkað svo að rafhlöðan endist út daginn . Tilkynningar ( e. notifications ) er einn versti eiginleiki iOS 7 stýrikerfisins og því kærkomið að fá betri tilkynningar á úlnliðinn ásamt því að geta talað við Siri án þess að taka upp símann . Við vitum ekki hvort Apple kynni snjallúr , sporttæki eða eitthvað allt annað en hvað sem það verður þá mun það ekki verða það sem þú býst við . Flest bendir þó til þess að mikil áhersla verði á hreyfingu og heilbrigði . Úrið mun fylgjast með hjartslætti og svefni , og styður það við nýja appið sem Apple gaf nýlega út : Health . iOS 8 – segðu bless við lélegt autocorrect Síðasta uppfærsla iOS stýrikerfisins var sú stærsta frá upphafi og sást það best á gjörbreyttri hönnun . iOS 8 var kynnt á WWDC fyrr í sumar og hefur verið í beta prófunum síðan þá . Þegar iPhone 5S var kynntur kom hann uppsettur með iOS 7 og eldri tæki gátu hlaðið niður nýju útgáfunni samdægurs . Út frá því getum við gefið okkur að iOS 8 komi út síðar í dag eða snemma í fyrramálið . Helsta breytingin sem fólk mun taka eftir er nýtt lyklaborð fyrir iPhone og önnur iOS tæki . Damn you autocorrect er orðið þekkt fyrirbæri því iPhone býður upp á gjörsamlega ónothæfar leiðréttingar miðað við öpp á Android eins og Swiftkey . Með tilkomu iOS 8 fáum við nýtt og betra autocorrect fyrir venjulega iPhone lyklaborðið en þar að auki munum aðrir hugbúnaðarframleiðendur gefa út lyklaborð eins og Swiftkey sem hægt er að sækja úr App Store . Haustviðburðir Apple hafa yfirleitt einblínt á iPhone og iOS en mögulega verður meira á boðstólnum í kvöld eins og nýtt OS X stýrikerfi fyrir Mac og Macbook tölvur og samþætting þess við snjalltæki . Við verðum á vaktinni á Twitter í kvöld og munum taka upp podcast um leið og atburðinum lýkur sem verður hægt að hlusta á síðar um kvöldið eða í fyrramálið . Fylgist með .
iOS 8.1 komið út – Camera Roll snýr aftur Bjarni Ben 21/10/2014 Comments Off on iOS 8.1 komið út – Camera Roll snýr aftur Nýjasta uppfærsla af iOS 8.1 kom út í gær og aðdáendur Camera Roll geta fagnað því þessi vinsæli eiginleiki í Photos appinu er kominn aftur ! Meðal annarra nýjunga er Apple Pay stuðningur sem gerir notendum kleyft að kaupa vörur og þjónustu í verslunum í Bandaríkjunum og á netinu með Touch ID fingrafaraskannanum . SMS skilaboð koma núna upp í iMessage á OSX Yosemite og ef þú áttir í vandræðum með að hringja símtöl úr Mac tölvunni þinni þá er líklega búið að laga það . SwiftKey fagnaði því að villa í iOS 8.0.2 sem olli vandamálum með lyklaborð er nú úr sögunni en við á Íslandi bíðum ennþá eftir að SwiftKey bjóði upp á íslenskt lyklaborð .
Stjórn Simon.is : Formaður – Atli Stefán G Yngvason Gjaldkeri – Andri Valur Ívarsson Stjórn – Gunnlaugur Reynir Stjórn – Valtýr Bjarki Valtýsson Stjórn – Vöggur Mar Guðmundsson Andri Valur Ívarsson – andriv hjá simon.is Atli Stefán Yngvason – atli hjá simon.is Axel Paul Gunnarsson – axel hjá simon.is Baldvin Albertsson – baldvin hjá simon.is Bjarni Ben – bjarni hjá simon.is Fannar Ásgrímsson – fannar hjá simon.is Gunnlaugur Reynir Sverrisson – gunnlaugur hjá simon.is Halldór Þór – dori hjá simon.is Hlini Melsteð Jóngeirsson – hlini hjá simon.is Ingólfur Dan Þórisson – ingolfur hjá simon.is Kristján Thors – kristjan hjá simon.is Marinó Fannar Pálsson – marino hjá simon.is Valtyr Bjarki Valtysson – valtyr hjá simon.is Vöggur Mar Guðmundsson – voggur hjá simon.is RT @ Taeknivarpid : Tæknivarpið fer yfir tæknifréttir vikunnar , þar sem hæst ber á blaði Ikea Livboj hleðslumottan sem klóraði símahulstrið h … 1 hour ago RT @atliy : Næsta Galaxy-S-lína frá Samsung er farin að leka og það er allt að frétta . Allt um það í Tæknivarpinu sem var tekið upp seint í … 1 week ago Þáttur ársins hjá @ Taeknivarpid verður tekinn upp á eftir !
Með nýju ári koma ný markmið , fyrir mig persónulega er það að setja heilsuna í efsta sætið því að eins og sagt er í leiðbeiningum í flugvélinni , þá þarftu fyrst að setja súrefnið á sjálfa þig áður en þú getur aðstoðað aðra ! Önnur markmið eru að halda áfram að þróa Sindrandi Handverk og taka þátt í fleiri mörkuðum , sinna áhugamáli mínu sem er ljósmyndun og skipuleggja vel vinnu við hús og garð í sumar . Árið 2019 verður mér minnistætt fyrir margar sakir en sérstaklega fyrir framfarirnar sem handverkið mitt tók og móttökurnar sem það fékk í kjölfarið . Það er með handverk ... Kathryn Vercillo skrifar um hvernig hugtakið virkar fyrir handverk How ... Sindrandi Handverk verður með í hinni árlegu Handverk & hönnun sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 21. - 25. nóvember nk. : D Það er dásamleg stemning og upplifun að sjá alla þessa sköpunargleði samankomna á einum stað . Takið eftir að sýningin er í nóvember sem þýðir að jólin eru skammt undan og heimsókn á sýninguna frábær í jólaundirbúningnum og styðja um leið íslenskt handverks , - og hönnunarfólk . Sjáumst í Ráðhúsinu ! Bestu kveðjur , Geira Ég er í skýjunum með hvernig til tókst um helgina . Það var ljóst ...
Það er með handverk eins og flest annað , því meira sem því er sinnt því betra verður það auk þess sem það þróast með aukinni færni og skilning á miðlinum . Það skemmtilega við að vinna með blandaða tækni er frelsið sem það veitir mér , því að þó að ég vinni aðallega með fjörusteina og skeljar er form þeirra og áferð síbreytileg sem gefur mér lausan tauminn í hugmyndavinnslunni . Handverk og hönnun , Ljósanótt og aðrir markaðir á árinu gáfu mér aukið sjálfstraust í því sem ég er að gera . Sérstaklega voru umsagnir ykkar , viðskiptavina sem bæði keyptu tilbúnin verk eða treystu mér fyrir sérpöntunum , það sem byggðu upp styrk og þor til frekari verka . Það hefur verið mjög gefandi hversu vel listaverkunum mínum hefur verið tekið , það sem byrjaði sem föndur við eldhúsborðið hefur þróast yfir í að ég þurfti að koma handverkinu fyrir í gestahúsinu okkar sem nú er orðið að vinnustofu ( með gistiaðstöðu ) . Skipulagning á vinnuaðstöðunni er því klárlega eitt af markmiðunum þó að eflaust eigi ég seint eftir að draga úr skipulögðu óreiðunni . Næstu skref eru að víkka sjóndeildarhringinn og skapa tækifæri með því að þýða vefsíðuna mína á ensku auk þess að hafa enska þýðingu á myndunum á Instagram . Er það til þess að enskumælandi fylgjendur þurfi ekki að reiða sig á hina ó-íslenskuvænu Google Translate útgáfu sem er fremur til gríns en gagns . Ég óska öllum gleði og gæfu árið 2020 og hlakka til að eiga enn fleiri Sindrandi ævintýri með ykkur .
Ég er nefnd í höfuðið á langa langa ömmu minni því sterklega nafni , Geirþrúður , er fædd í febrúar árið 1977 og uppalin á Suðurnesjum þar sem ég bjó lengst af eða þar til að ég flutti í Kjósina árið 2016 eftir fjögurra ára stopp í borginni . Hóf nám við Háskóla Íslands árið 2008 í sagnfræði auk diplóma í safna - og upplýsingafræði . Það hefur alltaf búið listakona í mér en sveitasælan í Kjósinni var innblásturinn sem þurfti til að ég ákvað að hleypa henni út , breiða út vængina og sjá hvert það myndi bera mig . Afhverju steinar ? Listaverk með fjörusteina kom til vegna þess að ég hef alltaf verið hrifin af steinum og eins og svo margir safnað steinum í hinum ýmsu ferðalögum og göngum bæði í fjalli og fjöru . Með fulla vasa af grjóti enda nú búsett við fjöruborðið í Hvalfirði , hófst ég handa um vorið árið 2017 við að blása lífi í steinana mína og eftir smá nokkrar tilraunir varð til fyrsta steinverkið mitt " Ást í Öræfum " . Síðan þá hafa bæði verkin mín og aðferðir tekið breytingum og þróast og er ég spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér . Kjósin okkar Umhverfið í Kjósinni fyllir mann innblæstri og orku til ótrúlegustu verka . Veturinn 2016 fluttum við í Kjósina , alveg niður við Hvalfjörðinn sem gerði að verkum að ég fór reglulega að stunda fjörugöngur með hundinum okkar , Ares . Fyrsta tækifærið til að koma steinverkunum á framfæri var með sýningu á Kaffi Kjós vorið 2018 sem hlaut mikið lof og hvatti mig til frekari verka . Má með sanni segja að frá upphafi hafi jákvæða orkan frá fyrstu sýningunni verið stöðugur innblástur í seglin sem stýrir Sindrandi Handverki í hverja höfn . Hörður Jónsson , hinn helmingur Sindrandi Handverks sá um hönnun og uppsetningu á fallegu vefsíðunni okkar , www.sindrandi.is sem fór í loftið árið 2019 . Vefsíðunni er í senn ætlað að vera sýningarsíða á bæði eldri og núverandi verkum en einnig er hægt að versla verkin beint í gegnum vefverslun en innifalið er að fá steinverkið sent á næsta pósthús innanlands .
Upplausn : 640 x 480 ( VGA ) Color LCD . Ridgid SeeSnake rM 200 myndavélakerfið er hannað til að skoða rör frá 40mm - 200mm . Upptaka fer beint á usb lykil . Lengd kapals í trommlu er 61 mtr og 7,5mm í þvermál .
Skráning er hafin í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir haustið 2020 . Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl . Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni verður önnur sinfónía Sibeliusar undir stjórn Eivinds Aadland . Eivind hefur átt farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungsveitinni og náð þar framúrskarandi árangri .
Hver stjarnan á fætur annarri mætir til leiks á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu . Þar má nefna píanóleikarana Víkingur Heiðar Ólafsson , Stephen Hough og Olga Kern ásamt fiðluleikurunum Augustin Hadelich og Vadim Gluzman auk fjölda annarra glæsilegra einleikara . Með Regnbogakorti getur þú tryggt þér miða á minnst ferna tónleika eða fleiri með 20% afslætti . Sinfóníuhljómsveit Íslands verður á hátíðeglum nótum í aðdraganda jóla og áramóta . Á aðventutónleikum Sinfóníunnar leikur hljómsveitin yndisfagra barokktónlist sem er fullkomin yfir hátíðirnar , jólatónleikar fjölskyldunnar verða á sínum stað og enda hátíðarhöldin með nýárstónleikum þar sem hljómsveitin fagnar áramótunum með leiftrandi og skemmtilega Vínartónlist . Af listamönnum sem koma fram með hljómsveitinni má nefna Sæunni Þorsteinsdóttur , Víking Heiðar Ólafsson , Arngunni Árnadóttur , Dimitri Þór Ashkenazy , Garðar Thor Cortes og Hallveigu Rúnarsdóttir . Með Regnbogakorti getur þú tryggt þér miða á minnst ferna tónleika eða fleiri með 20% afslætti .
Á leið í tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands Viðtal við Víking Heiðar Ólafsson . Í upphafi starfsársins var Víkingur Heiðar Ólafsson tekinn tali þar sem hann ræddi tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Daníel Bjarnasyni til Þýskalands og Austurríkis í nóvember , verkefnin framundan og hlutverk sitt sem staðarlistamaður hjá Konzerthaus í Berlín . Hljómsveitin hitar upp fyrir tónleikaferðina í Eldborg 7. og 8. nóvember þar sem Víkingur leikur píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason en Daníel stjórnar hljómsveitinni á tónleikunum og í ferðinni . Hérer hægt að tryggja sér miða á tónleikana en einungis örfáir miðar eru eftir á tónleikana . Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut nú á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins . Síðasta ár var afar annasamt hjá Víkingi og uppskar hann mikið lof fyrir tónleikahald sem og annan hljómdisk sinn undir merkjum Deutsche Grammophon , sem inniheldur stór og smá verk eftir Johann Sebastian Bach . Diskurinn hefur hlotið frábæra dóma , hlaut til dæmis tvenn verðlaun á BBC Music Magazine Award auk þess sem hún var valin ein af útgáfum mánaðarins í Gramophone og plata vikunnar í The Sunday Times ásamt því að hún var valinn plata ársins á hinum virtu þýsku verðlaunum Opus Klassik í september 2019 . Víkingur var valinn listamaður ársins af Gramophone í október 2019 en verðlaunin eru einhver virtustu tónlistarverðlaun sígildrar tónlistar . Frelsi í klassískum frumskógi „ Þetta ár er mjög spennandi fyrir mig , fullt af ólíkum verkefnum með frábærum tónlistarmönnum og hljómsveitum , “ segir Víkingur . „ Undanfarin misseri hafa verið ótrúlega skemmtileg , verkefnin hafa verið krefjandi en um leið langþráð upplifun að fá að spila í tónleikasölum sem ég gat aðeins látið mig dreyma um fyrir ekki svo löngu síðan . Það sem mér finnst allra dýrmætast er að finna að ég get valið mér verkefni út frá listrænum forsendum . Það tekur ótrúlega langan tíma að ná alvöru stjórn á lífi sínu í þessum frumskógi sem klassíski tónlistarheimurinn er . “ Nýjasta plata Víkings með verkum Bachs hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda . Staðarlistamaður Konzerthaus Víkingur hefði verið valinn staðarlistamaður í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín starfsárið 2019 / 20. „ Þetta verður svona eins og tónlistarheimilið mitt þetta starfsár . Konzerthaus er einstakt hús , ofboðslega fallegt og um það leikur rómantískur blær 19. aldar , “ segir Víkingur aðspurður hvað þessi staða þýði fyrir hann . „ Ég verð í forgrunni með mörg ólík verkefni í húsinu , þar af fjóra píanókonserta , tvenna einleikstónleika og þrenna kammertónleika með frábærum listamönnum . Svona staða gerir manni kleift að sýna á sér margar hliðar og þannig reyni ég að nýta hana . Fólk fær ekki bara að kynnast mér sem Bach-flytjanda heldur einnig sem flytjanda splunkunýrrar tónlistar , til dæmis í píanókonserti Thomasar Adés og í kvintett eftir Bent Sørensen . Ég mun líka spila Mozart-konsert og stjórna frá flyglinum , held útgáfutónleika fyrir næstu einleiksplötu í júní 2020 , og margt fleira . Þetta er líka skemmtilegt þar sem Berlín er mín önnur heimaborg og er í dag að mínu mati tónlistarhöfuðborg Evrópu . Staðarlistamenn í Konzerthaus síðustu ár hafa til dæmis verið Arcadi Volodos og András Schiff og það er mikill heiður að fá að stíga inn í þetta samhengi og prófa sig áfram . “ Tónleikar Sinfóníunnar í Konzerthaus eru hluti af Íslandshátíð tónleikahússins 14. - 17. nóvember en Víkingur er listrænn stjórnandi hátíðarinnar . „ Píanókonsertinn var frumfluttur árið 2009 og þetta voru fyrstu tónleikar okkar Daníels saman , sem einleikari og stjórnandi , og þetta var náttúrulega hans stóra debut . Hann var þá að stýra hljómsveitinni í fyrsta sinn og það var allt undir hjá honum . Á sama tíma var allt bilað í þjóðfélaginu , þetta var í miðri búsáhaldabyltingunni og það var mikil þörf fyrir eitthvað annað en fréttir af föllnum bönkum og útrásarvíkingum . Við vorum innrásarvíkingarnir á þessum tónleikum , með svona tónlistarlega innrás . Víkingur og Daníel að loknum frumflutningi á píanókonsertinum Processions með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói fyrir rétt rúmum tíu árum síðan . Eftir frumflutninginn á Íslandi lá konsertinn í dvala . „ Við spiluðum verkið tvisvar eða þrisvar eftir þetta en svo hefur það legið í dvala í nokkur ár , “ segir Víkingur . „ Nú er það aftur komið í umferð og það er mikil eftirspurn eftir því . Ég hef leikið það með Sænsku útvarpshljómsveitinni , Sinfóníuhljómsveit Toronto , MDR-útvarpshljómsveitinni í Leipzig og víðar . Það er mjög skemmtilegt því oft hefur maður áhyggjur af því með nýja músík , jafnvel þótt hún sé frábær , að hún lendi ofan í skúffu eftir frumflutning . Þannig er mjög gaman að finna að þetta verk eigi svona gott líf á 10 ára afmæli sínu . “ Upptaka af Processions með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Víkingi frá árinu 2010 er aðgengileg á Spotify . Í nóvember heldur Sinfóníuhljómsveitin í tónleikaferð til Þýskalands og Austuríkis , meðal annars með píanókonsertinn í farteskinu . „ Þetta er fyrsti túrinn minn með hljómsveitinni , “ segir Víkingur , „ og það er tilhlökkunarefni . Þetta eru skemmtilegar menningarborgir sem við heimsækjum , Salzburg , München og Berlín , og ég er í engum vafa að þetta verði eftirminnileg og góð ferð , “ segir hann að lokum .
Nýjasta plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence , hefur fengið frábæra dóma og var valin á árslista margra helstu blaða og tímarita heims . The New York Timesvaldi diskinn einn af 25 bestu klassísku útgáfum ársins og bandaríska útvarpsstöðin NPR hefur sömuleiðis valið hann sem einn af tíu bestu útgáfum ársins . Í umsögninni segir meðal annars : „ Eyríkið Ísland er , þrátt fyrir smæð sína , risi á sviði klassískrar tónlistar . “ Tónlistartímaritið Second Inversionvaldi plötuna einnig sem eina af tíu bestu útgáfum ársins og sagði enn fremur að „ sumt af því dáðasta og frumlegasta sem gert er í nýrri tónlist samtímans “ komi frá Íslandi . Ástrælski tónlistarvefurinn Limelight gaf plötunni fimm stjörnur og sagði að „ platan Recurrence var góð , Concurrence er enn betri og við vonum að meira sé á leiðinni . “ Þriðji diskurinn í röðinni er væntanlegur í lok þessa árs . Á disknum Concurrence má finna fjögur hljómsveitarverk í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir tónskáldin Önnu Þorvaldsdóttur , Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur Markan , Hauk Tómasson og Pál Ragnar Pálsson . Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason , aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar , og einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari . Upptökustjórn var í höndum Daniel Shores og Dan Merceruio en bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus stóð að útgáfunni . Diskurinn er fáanlegur í plötuverslununm , Epal í Hörpu og völdum verslunum Eymundsson . Á disknum má meðal annars heyra Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands Concurrence er annar diskurinn af þremur sem bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus gefur út með Sinfóníuhljómsveitinni . Fyrsti diskurinn , Recurrence , kom út í fyrra og fékk einnig frábærar viðtökur og var valinn plata ársins í sigildri tónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019 . Þriðji diskurinn í röðinni kemur út árið 2020 og inniheldur verk eftir Þuríði Jónsdóttur , Magnús Blöndal Jóhannsson , Veronique Vöku og Daníel Bjarnason . Recurrence kom út 2018 og var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum ári síðar Öll verkin sem má heyra á Concurrence hafa verið flutt í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og voru tekin upp í Hörpu á árunum 2018 og 2019 . Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur , staðartónskáld hljómsveitarinnar , var pantað af New York Philharmonic sem frumflutti það í apríl 2018 undir stjórn Esa-Pekka Salonen . Quake eftir Pál Ragnar Pálsson var samið að beiðni Elbphilharmonie-hljómsveitarinnar og Fílharmóníusveitar Los Angeles og tileinkað sellóleikaranum Sæunni Þorsteinsdóttur sem frumflutti konsertinn ásamt fyrrnefndu hljómsveitinni í Hamborg . Píanókonsert nr. 2 eftir Hauk Tómasson var saminn að beiðni Elbphilharmonie-hljómsveitar norðurþýska útvarpsins og Fílharmóníusveitar Los Angeles og var frumfluttur í Elbphilharmonie af Víkingi Heiðari Ólafssyni undir stjórn Esa-Pekka Salonen . Á diskinum má einnig finna verkið Oceans eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur en hún átti einnig verkið Aequora á fyrsta diski útgáfunnar .
Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles pantaði verk af Daníel Bjarnasyni í tilefni af 100 ára afmæli sveitarinnar . Verkið From Space I saw Earth er innblásið af upplifun geimfara af jörðinni úr fjarska og er hljómsvetinni skipt upp og þrír hljómsveitarstjórar stjórna flutningnum . Það eru Gustavo Dudamel , núverandi aðalhljómsveitarstjóri Fílharmoníusveitar Los Angeles , og tveir fyrrverandi aðalhljómsveitarstjórar hennar , Esa-Pekka Salonen og Zubin Mehta , sem stjórna flutningnum . Verkið verður frumflutt í Walt Disney Hall á afmælistónleikum hljómsveitarinnar 24. október næstkomandi . Í tilefni af frumflutningi verksins ræddi Guðni Tómasson við Daníel Bjarnason um tilurð verksins í Víðsjá á Rás 1 . Á vef RÚVmá hlusta á viðtalið í heild sinni . Í nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð með Daníel Bjarnasyni . Verkin sem hljómsveitin leikur í tónleikaferðinni verða flutt undir stjórn Daníels á tvennum tónleikum í Eldborg í aðdraganda ferðarinnar . Fyrst flytur hljómsveitin verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur , staðartónskáld hljómsveitarinnar , og Pjotr Tsjajkovskíj á opnum hádegistónleikum föstudaginn 31. október kl. 11:45 . Seinni hluti efnisskrárinnar hljómar síðan á kvöldtónleikum 7. og 8. nóvember kl. 19:30 þar sem hljómsveitin leikur m.a. píanókonsertinn Processions eftir Daníel með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara .
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segir frá trúðnum Barböru sem hefur glatt tónleikagesti Sinfóníunnar í áraraðir Kynnir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 14. og 15. desemberer trúðurinn Barbara sem er leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur . Trúðurinn hefur notið mikilla vinsælda á tónleikum hljómsveitarinnar í áraraðir og í viðtali við Halldóru segist hún frá tilurð og hlutverki trúðsins sem brú á milli hljómsveitarinnar og tónleikagesta . Aðspurð segir Halldóra að trúðurinn Barbara hafi fæðst í Nemendaleikhúsinu á sínum tíma . Við fengum leikstjóra frá París , Mario Gonzalez , sem kenndi okkur trúðatækni sem hann hafði sjálfur þróað upp úr ítalska götuleikhúsinu , og byggir á sterku sambandi við áhorfendur og spuna . Mér fannst þá í fyrsta sinn að ég ætti erindi í leikhúsið . Það var einlægni og sannleikur sem ég fékk aðgang að í gegnum þetta form . Trúðurinn er sannleiksengill , sem leitast við að gera allt eins fallegt og stórkostlegt og hann mögulega getur . Fegurð er útgangspunktur í öllu , maður undirbýr sig þannig og svo kemur rauða nefið og þá gerist eitthvað . Öll mistök eru gjafir frá Guði og því tekur trúðurinn mistökum fagnandi og endurtekur þau jafnvel þrisvar til að undirstrika hvað hann er ánægður og þakklátur fyrir þau . Frelsið fyrir mig var að fara einhvern veginn framhjá hausnum og fara þess í stað beint frá hjartanu út í talfæri og hreyfingar . „ Fegurð er útgangspunktur í öllu , maður undirbýr sig þannig og svo kemur rauða nefið “ Grét á fyrstu tónleikunum „ Hljómsveitin var á sínum tíma að leita að einhverri skemmtilegri fígúru , mörgæs eða einhverju slíku , og Helga Hauksdóttir , þáverandi tónleikastjóri spurði hvort ég hefði áhuga á að kynna Litla tónsprotann , fjölskyldutónleika hljómsveitarinnar . Ég sagði henni að ég ætti einn karakter sem héti Barbara og hún gæti mjög vel blómstrað með Sinfóníuhljómsveitinni . Mér finnst eiginlega að við Barbara höfum komist heim sem kynnar á barnatónleikum , því að ég lærði sjálf á hljóðfæri frá sex ára aldri til tvítugs en vissi þó alltaf að framtíð mín fælist ekki í því að verða hljóðfæraleikari . Þó svo að ég spilaði á hljóðfæri og væri músíkölsk og meðlimur í hljómsveit þá hafði ég ekki það sem þarf til að gerast atvinnuhljóðfæraleikari . Þegar ég byrjaði sem kynnir hjá hljómsveitinni var eins og ég hefði fundið gamalt ástarsamband , sem var jafnvel orðið enn dýpra og fallegra . Á fyrstu tónleikunum sem ég kynnti stóð ég í sviðsvængnum og grét , mér fannst svo stórkostlegt að fylgjast með hljóðfæraleikurunum , hlusta og vera inni í tónlistinni með þeim . “ Að búa til brú „ Ég lít þannig á að ég sé millistykki milli barnanna og hljómsveitarinnar , þannig að mér finnst ég bæði þurfa að halda börnunum á tánum og hljómsveitinni líka . Ef ég er með nokkra tónleika í röð reyni ég að skapa þá spennu í kringum mig að hljómsveitin viti ekki alveg upp á hverju ég tek , þannig helst hljómsveitin líka spennt fyrir því sem gerist . Ef þú ert með 1500 börn sem sitja í salnum og horfa á hljómsveit sem hefur áhuga , þá hljóta þau að hafa meiri áhuga . Ég tók líka þá stefnu að vera ekki að þylja upp ártöl , titla eða nöfn eða eitthvað sem barn getur ekki gripið , frekar að koma með eitthvað sem barnið skilur og getur tengt við hljómsveitina og verkið sem flutt er . Markmið mitt er að búa til brú sem færir barnið nær hljómsveitinni og nær tónlistinni helst þannig að börnin fari heim og geti hugsað sér að koma aftur . “ Jólatónleikar Sinfóníunnar eru á meðal vinsælustu tónleika sveitarinnar og heldur trúðurinn Barbara öllu saman af sinni alkunnu snilld . Að finna trúðinn í sjálfum sér „ Trúðurinn fagnar mistökum og gleðst yfir þeim og er þakklátur fyrir þá gjöf að fá að sjá hvað átti ekki að gera . Það væri stórkostlegt ef fleiri hugsuðu þannig , til dæmis inni á Alþingi , “ segir Halldóra og hlær og breytist skyndilega í Barböru og kemur með pólitískar afsakanir . „ Ein góð trúðaregla er sú að telja alltaf upp að þremur áður en maður svarar , það er í raun einn andardráttur . Það kemur annað svar en ef þú hefði svarað spurningunni um leið líkt og að spurningin hafi farið í gegnum allt kerfi líkamans . Annað er að glenna upp augun , með því býr maður til tilfinninguna að maður sé hissa , því fylgir óttablandin eftirvænting og forvitni . Þú opnar hjartað og lest með líkamanum . Hugsaðu þér ef 70 manna hljómsveit lifði þessa trúðareglu og væri alltaf með þá afstöðu , þá held ég að spegilfrumur gestanna myndu glennast upp og þeir hugsa : „ Það er eitthvað stórkostlegt að fara að gerast . “ Það væri náttúrlega geggjað ef hljómsveitin væri öll með rauð nef , kannski ætti ég að taka hljómsveitina á trúðanámskeið ? “ segir Halldóra sposk að lokum .
Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Edinborg 16. febrúar Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í hinu glæsilega tónlistarhúsi Usher Hall í Edinborg 16. febrúar . Á tónleikunum leikur suður-kóreski píanistinn Yeol Eum Son píanókonsert fyrir vinstri eftir Ravel með hljómsveitinni undir stjórn Yan Pascal Tortelier . Með í för verður staðartónskáld hljómsveitarinnar , Anna Þorvaldsdóttir , en verk hennar Aeriality hljómar á öllum átta tónleikum sveitarinnar í Bretlandi dagana 8. - 16. febrúar . Nánar um tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Bretlands . Hópferð Vinafélagsins er á vegum Reykjavík Culture Travel og kostar 122.000 kr. á mann í tvíbýli og 152.000 kr. á mann í einbýli * . Síðasti dagurinn til að bóka sig í ferðina er 8. janúar . Flogið verður með Icelandair til Glasgow þar sem lent er þann 14. febrúar kl. 10:10 . Þaðan verður farið með rútu til Edinborgar sem tekur rúma klukkustund . Flogið er heim frá Glasgow 18. febrúar kl. 12:30 . Gist verður á Mercure Edinburgh Haymarket Hotel . Mercure er fjögurra stjörnu hótel staðsett um einn kílómetra frá tónleikahúsinu Usher Hall . Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum .
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukatónleikum á fjölskyldutónleikana Hvar er húfan mín ? 25. apríl kl. 12 . Sögurnar og söngvarnir úr ævintýrum Thorbjörns Egners hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil og eru söngvar og persónur ævintýrana meðal okkar skemmtilegustu heimilisvina . Gestgjafar verða hinir landsþekktu leikarar og söngvarar Jóhanna Vigdís Arnardóttir , Pálmi Gestsson , Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason ásamt Skólakór Kársness . Jóhann G. Jóhannsson hefur útsett lögin fyrir hljómsveitina og um tónsprotann heldur Marit Strindlund . Taktu daginn snemma og tryggðu fjölskyldunni miða á aukatónleikana kl. 12:00 . Athugið að ekki verður bætt við fleiri tónleikum .
Gubaidulina : ,, Öll tónlist ber með sér andlegt inntak “ Tónlist Sofiu Gubaidulinu verður áberandi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á vormánuðum 2020 þar sem þrjú lykilverk hennar munu hljóma á tónleikum , tvö þeirra í fyrsta sinn á Íslandi . Á tónleikum Föstudagsraðarinnar 17. janúar hljómar píanókvintett nr. 1 , fimmtudaginn 26. mars leikur hljómsveitin fiðlukonsertinn Offertorium og á lokatónleikum starfsársins föstudaginn 5. júní flytur sveitin konsert fyrir fiðlu , selló og bajan sem er eitt hennar nýjasta verk . Gubaidulina er 88 ára gömul og hefur verið búsett í Hamborg frá árinu 1992 . Hún þykir eitt fremsta tónskáld samtímans og henni hafa fallið í skaut ótal verðlaun og viðurkenningar . Meðal annars hlaut hún Léonie Sonning-verðlaunin árið 1999 , Polar-verðlaunin árið 2002 , Evrópsku menningarverðlaunin árið 2005 og hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Yale - og Chicago-háskóla . Gubaidulina veitir nær aldrei viðtöl en af þessu tilefni féllst hún á að svara nokkrum spurningum frá Íslandi . Gubaidulina svaraði viðtalinu í átta blaðsíðna löngu handskrifuðu bréfi sem hún sendi Sinfóníuhljómsveit Íslands . Hverjar eru þínar fyrstu minningar um tónlist ? Og hvenær ákvaðstu að leggja tónsmíðar fyrir þig ? „ Fyrstu minningar mínar um tónlist tengjast barnatónlistarskólanum , þegar ég var um fimm til sjö ára gömul . Ég gekk inn í bygginguna í fyrsta sinn og strax á þröskuldinum varð ég uppnumin af því leyndardómsfulla andrúmslofti sem hljómarnir mynduðu . Það bárust hljóð úr mörgum herbergjum þar sem börn voru að læra grunnatriði í tónlist – tónstigar , arpeggíur , hljómar , kaflar úr hinum og þessum tónverkum . Hljóðin bárust að sjálfsögðu í mismunandi tóntegundum . Allt rann þetta saman í mikinn heildarhljóm sem var töfrum líkastur , eins og helgiathöfn . Í rauninni var þetta mitt musteri . Síðar kom flygill inn á heimili fjölskyldunnar og þá uppgötvaði ég hjá mér áhuga fyrir því að impróvísera á píanó . Mér fannst lögin sem ég átti að æfa í skólanum ekki nýta sér möguleika hljóðfærisins , þau náðu bara yfir tvær áttundir á hljómborðinu ! Þannig fór mig að langa til að skrifa niður ímynduðu hljóðin . Auðvitað datt mér ekki í hug að þetta gæti leitt til þess að ég yrði tónskáld . Það var bara þessi ósk um að dvelja í heimi tónanna , mig dreymdi um að læra tæknina við að skrifa niður tónlist . Það var brjálæðislega erfitt . Smám saman fór ég að láta mig dreyma um að komast í læri hjá alvöru tónskáldi . Sá draumur rættist þegar ég var orðin 13 – 14 ára gömul . “ Gubaidulina fór ung að læra á píanó og byrjaði fljótt að leika sér að því að impróvísera á hljóðfærið Þú fæddist í borginni Tsjistopol í Tatarlýðveldinu en fjölskyldan fluttist til borgarinnar Kazan þegar þú varst sjö mánaða gömul . Hvernig var tónlistarlífið þar þegar þú varst ung ? Voru það mikil viðbrigði fyrir þig að fara þaðan til Moskvu ? „ Í Kazan var tónlistarlífið fremur líflegt og einkenndist af metnaði . Kennurum frá Moskvu var oft boðið að koma og kenna við Tónlistarháskólann , og einnig héldu frægir tónlistarmenn tónleika í borginni . Ég útskrifaðist úr Tónlistarháskólanum sem píanóleikari , og kennari minn þar var hinn afbragðsgóði píanóleikari frá Moskvu , Grigori Mikhailovitsj Kogan . Ég er afar þakklát Tónlistarháskólanum í Kazan fyrir menntunina sem ég hlaut þar , hún var mjög veigamikil . En menntunin var eingöngu klassísk , mig skorti alla þekkingu á samtímatónlist . Þess vegna var það afar mikilvægt fyrir mig að flytja til Moskvu þegar ég var rúmlega tvítug . Þar opnaðist fyrir mér heill heimur af þekkingu og nýjum leiðum . Heimssýn mín stækkaði til muna og það sem mestu skipti , ég fékk að kynnast persónulega tónlistarmönnum í hæsta gæðaflokki . “ Tónlist þín býr yfir sterkri andlegri vídd og mörg verka þinna eru innblásin af trú . Hvernig skýrir þú þessa vídd í verkum þínum ? Og hvernig var það að vera trúað tónskáld í Sovétríkjunum ? „ Ég er þeirrar skoðunar að öll tónlist beri með sér andlegt inntak , og ég held að án trúarupplifunar væri mér ekki mögulegt að fást við þessa listgrein . Hinn skapaði heimur hefur hljómað frá upphafi vega og hinn upphaflegi hljómur er birtingarmynd þess lögmáls sem er undirstaða alheimsins . Einangraður tónn ber í sér óteljandi yfirtóna , hann sækir þannig í óendanleikann en laðast samtímis að grunntóninum sem er fullkomnun , endir . Ég minnist barnslegrar undrunar minnar yfir því að geta ekki komist að endimörkum spunans án þess að kalla fram einhvers konar stöðugan , ómblíðan hljóm . Þá vissi ég ekki að það héti grunntónn . Þessir tveir andstæðu pólar , óendanleikinn og hið endanlega , eru kjarni tónlistar og lykill að því að upplifa galdur tilverunnar . Það er hreinlega trúarleg upplifun . En sem trúað tónskáld í Sovétríkjunum var nauðsynlegt að fara leynt með það . “ Gubaidulina samdi píanókovintettinn þegar hún var 26 ára gömul árið 1957 . Tónverkið er meðal elstu verka hennar sem hún leyfir að sé spilað og tekið upp . Hvert er að þínu mati hlutverk tónlistarinnar í hinum hraða og oft órólega heimi 21. aldarinnar ? „ Tónlist leyfir okkur að nálgast hið æðsta í tilveru okkar . Hlutverk hennar hefur kannski aldrei verið stærra en nú , af því að margvíslegar ógnir steðja að mannkyninu um þessar mundir . Við höfum tapað mælikvarða hins æðra ; tilveran er einföld og flatneskuleg með efnislegri tækifærisstefnu og lífskrafturinn hefur dvínað vegna langvarandi velmegunar . Á sama tíma upplifa margir mikla eymd sem hefur eyðileggingu í för með sér . Tónlist getur einmitt verið mótvægi við þessa þróun . Hún er rótföst , einhvers konar endurspeglun tilveru á æðra plani . Allt getur þetta hjálpað okkur að varðveita manneskjuna sem margbreytilega veru , að viðhalda uppsprettu þess krafts sem býr innra með okkur öllum . En það er erfitt að muna þessa eiginleika tónlistarinnar þegar áreitið miðast við það að manneskjan sé einföld vera sem vill aðeins efnislega flatneskju . Það þykir óþarft og óviðeigandi að reyna að nálgast æðri upplifun eða njóta hennar . Styttra svar við þessari spurningu gæti verið á þessa leið : Hlutverk tónlistarinnar er gríðarstórt en okkur mun líklega aldrei takast að uppfylla það til fulls . “ Ertu í nánum samskiptum við flytjendur á meðan þú semur tónlist þína ? „ Það er afar misjafnt . Stundum eru slík tengsl mjög æskileg og gefandi , til dæmis þegar ég var að semja Sjö orð ( Sieben Worte ) fyrir selló , bajan ( takkaharmóníku ) og strengjasveit . Í verkinu vildi ég túlka myndlíkingu krossins , þ.e. láta hljóðin í sólóhljóðfærunum mætast í kross . Þetta var auðvelt að framkvæma á selló , glissandó á einum streng fer yfir á næsta streng . En þetta var öldungis ógerlegt á harmóníkuna . Til þess að framkvæma þetta þurfti hugmyndaflug flytjandans , Friedrich Lips . Hann tók sig til og bjó til glissandó-hljóð sem engum hafði dottið í hug að framkvæma áður . Annað dæmi : Þegar ég var að semja Fachwerk , sem tileinkað er harmóníkuleikaranum Geir Draugsvoll , þá kom mjög mikilvægt frumkvæði frá sólistanum . Hann vildi fá fleiri einleiksþætti þar sem hann myndi leika án hljómsveitar . Þetta varð til þess að ég þurfti að endurskoða allt form verksins , en ég var afar sátt við útkomuna og hans þátt í að tónsmíðin fékk sína endanlegu mynd . “ Sinfóníuhljómsveit Íslands fær til liðs við sig flytjendur sem eru ákafir talsmenn þínir og flytja tónlist þína víða um heim : Vadim Gluzman er heimskunnur fyrir túlkun sína á Offertorium , og Baiba Skride , Harriet Krijgh og Elsbeth Moser frumfluttu Þríleikskonsertinn árið 2017 . Geturðu sagt okkur eitthvað um þín samskipti við þessa flytjendur og nálgun þeirra á tónlist þína ? „ Fyrir mér eru flytjendur einstaklingar sem elska endalaust . Ég elska augnaráð þeirra og hreyfingar og hvernig þau framkalla hljóðin sem ég hef áður heyrt í höfðinu . Ég kann vel að meta ást þeirra á hljóðfæri sínu og á tónlistinni . Einleikararnir sem munu flytja tónlistina mína á Íslandi – Gluzman , Skride , Krijgh og Moser – er allt fólk sem ég hef unnið náið með . Þau urðu fyrir mér mitt annað sjálf . Þau eru ekki aðeins flytjendur heldur alvöru listamenn sem fullkomnuðu sköpunarferlið . Ég er þeim endalaust þakklát fyrir fórnfýsina og andagiftina . “ Gubaidulina ásamt Baibu Skride , Harriet Krijgh og Elsbeth Moser sem frumfluttu þríleikskonsert Gubaidulinu árið 2017 Er eitthvað sem þú vilt segja við íslenska tónleikagesti að lokum ? „ Ég vil fyrirfram þakka gestum fyrir áhuga sinn á að hlýða á verk mín og koma á tónleikana . Ég vona að þeir sýni verkum mínum eftirtekt og umburðarlyndi . Þeir sem hlusta á klassíska tónlist þurfa að búa yfir mikilli andlegri einbeitingu . Það er ekki auðvelt að skilja til fullnustu dýpt hljóðheimsins . Jafnvel í verkum sem ekki eru alveg nógu góð geta leynst agnir af hinum dýrmæta anda tónlistarinnar . Ég mundi vilja safna saman þeim ögnum . “ Viðtal : Árni Heimir IngólfssonÞýðing úr rússnesku : Nathalía Druzin Halldórsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi í Hörpu með Víkingi Heiðari Ólafssyni , Radovan Vlatković og Daníel Bjarnasyni áður en hún hélt í tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis . Á ferðalaginu heldur hljómsveitin tónleika í München , Salzburg og Berlín . Fylgstu með ferðalaginu #IcelandSymphonyOnTour . Diskurinn Concurrence með íslenskum hljómsveitarverkum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út hjá bandarísku útgáfunni Sono Luminus . Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Sæunn Þorsteinsdóttir . Á disknum má finna verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar , Hauk Tómasson , Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson . Tónskáldin Daníel Bjarnason og Anna Þorvaldsdóttir gegna bæði stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands , Anna er á öðru ári sínu sem staðartónskáld hljómsveitarinnar og Daníel tók við stöðu aðalgestastjórnanda sveitarinnar . Bæði eiga þau verk á tveimur tónleikaferðum hljómsveitarinnar , til Þýskalands og Austurríkis í nóvember og Bretlands í febrúar 2020 . Í upphafi starfsársins voru þau tekin tali og spurð út í hlutverk sín hjá hljómsveitinni og verkefnin framundan . Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis í nóvember og hitar sveitin upp fyrir ferðina í Eldborg 7. og 8. nóvember . Meðal verka á efnisskránni er píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason . Víkingur var tekinn tali í upphafi starfsársins þar sem hann ræddi tónleikaferðina , verkefnin framundan og hlutverk sitt sem staðarlistamaður hjá Konzerthaus í Berlín . Helgina 25. og 26. október 2019 fór fram árleg einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands . Fjórir voru hlutskarpastir að þessu sinni . Það voruSólveig Vaka Eyþórsdóttir , fiðluleikari , Kristín Ýr Jónsdóttir , þverlfautuleikari , Flemming Viðar Valmundsson , harmóníkuleikari , og Gunnar Kristinn Óskarsson , trompetleikari . Þau munu koma fram ásamt á tónleikum Ungra einleikara 16. janúar 2020 . Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles pantaði verk af Daníel Bjarnasyni , aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands , í tilefni af 100 ára afmæli Fílharmóníunnar . Verkið From Space I saw Earth er innblásið af upplifun geimfara af jörðinni úr fjarska og er hljómsvetinni skipt upp og þrír hljómsveitarstjórar stjórna flutningnum . Það eru Gustavo Dudamel , núverandi aðalhljómsveitarstjóri Fílharmoníusveitar Los Angeles , og tveir fyrrverandi aðalhljómsveitarstjórar hennar , Esa-Pekka Salonen og Zubin Mehta , sem stjórna flutningnum . Verkið verður frumflutt í Walt Disney Hall á afmælistónleikum hljómsveitarinnar 24. október næstkomandi . Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti nýjum og nýlegum íslenskum tónverkum til skoðunar vegna flutnings á tónleikum og / eða til hljóðritunar . Tónskáld sem vilja fá verk sín flutt af hljómsveitinni eru hvött til þess að senda inn rafræna umsókn hér á vef hljómsveitarinnar . Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn listamaður ársins 2019 á Gramophone-verðlaununum í London í dag . Þetta eru stórtíðindi fyrir íslenskt tónlistarlíf en einungis fremstu tónlistarmenn heims hafa hlotið þessa viðurkenningu . Hljómsveitin leikur næst með Víkingi í Eldborg 7. og 8. nóvember áður en hún heldur í tónleikaferð með Víkingi og Daníel Bjarnasyni til Þýskalands og Austurríkis . Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna ókeypis hádegistónleika í Hörpu í október . Föstudaginn 18. október kl. 12 leika strengjaleikarar hljómsveitarinnar barokktónlist í Norðurljósum . Á seinni hádegistónleikunum fimmtudaginn 31. október kl. 11:45 flytur hljómsveitin verk eftir Tsjajkovskíj og Önnu Þorvaldsdóttur í Eldborg undir stjórn Daníels Bjarnasonar .
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Japans næstkomandi nóvember . Verður þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans , m.a. í Tókýó , Osaka , Sapporo og Hamamatsu . Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan . Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy , aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands , en hann hefur notið gífulegra vinsælda í Japan um áratugaskeið . Einleikari er japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii ( Nobu ) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi . Tónleikahald er í höndum Avex Group sem stendur fyrir tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Japans . Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmaínov og Chopin , og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov . Einnig hljóma Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson . Hljómsveitin hitar upp fyrir tónleikaferðina með Nobu og Ashkenazy í Eldborg fimmtudaginn 25. október kl. 19:30 . Nánar um tónleikana . Sjálfur Van Cliburn lét hafa eftir sér um leik hans þar að hann hefði verið „ alveg guðdómlegur “ . Nobu hefur komið fram í öllum helstu tónleikahöllum heims og leikið með fremstu hljómsveitum , m.a. undir stjórn Vladimirs Ashkenazy sem hefur verið dyggur stuðningsmaður hans um árabil . Mynddiskur með tónleikum Nobus í Carnegie Hall árið 2012 var valinn diskur mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone og hann hefur auk þess hljóðritað mikinn fjölda hljómdiska sem náð hafa metsölu í heimalandi hans . Vladimir Ashkenazy , hljómsveitarstjóri Vladimir Ashkenazy er óumdeilanlega frægastur íslenskra ríkisborgara í klassíska tónlistarheiminum . Vladimir Ashkenazy er aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands . Á tónleikaferðalaginu verða tvær efnisskrár sem verða leiknar til skiptis .
Viðburðaríkt ár að baki og afmælisár framundan Árið 2019 var einstaklega viðburðaríkt hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og er margs að minnast þegar litið er yfir tónlistarárið . Hljómsveitin hélt samtals 134 tónleika og viðburði á árinu og lék fyrir samtals 88 þúsund tónleikagesti , þar af 18 þúsund nemendur á skólatónleikum hljómsveitarinnar . Sinfóníuhljómsveit Íslands mætir nýju ári með mikilli tilhlökkun en hljómsveitin fagnar 70 ára afmæli sínu á árinu . Hátíðarhöldin hefjast á afmælistónleikum 5. mars 2020 undir stjórn Evu Ollikainen en hún er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar . Lára Sóley Jóhannsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar haustið 2019 en eitt af hennar fyrstu verkum sem framkvæmdastjóri var að undirrita samning við Evu sem tekur formlega við stöðu aðalhljómsveitarstjóra haustið 2020 . Í tónleikaferðinni lék hljómsveitin fyrir tæplega 10.000 tónleikagesti á fimm tónleikum í München , Salzburg og Berlín . Hljómsveitinni var einstaklega vel tekið og fékk hvarvetna frábærar móttökur tónleikagesta . Tvö íslensk tónverk voru í öndvegi í ferðinni , píanókonsertinn Processions eftir Daníel og Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar . „ Þessir gestatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru tilkomumikill línudans milli elds og íss í tónlistinni , og hápunkturinn var tvímælalaust píanókonsert Daníels Bjarnasonar , “ - Bachtracks Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt einnig fjölda eftirminnilegra tónleika í Eldborg og má þar nefna flutningin á VorblótiStravinskíjs í febrúar undir stjórn Daníels Bjarnasonar . „ Hrynjandin var hárnákvæm og hvöss , krafturinn ógurlegur , “ sagði gagnrýnandiFréttablaðsins um flutning á Vorblótinu en á tónleikunum hljómaði einnig verk Daníels Bow to string í flutningi Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara sem var tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs á árinu . „ Leikur Sæunnar einkenndist af tilfinningadýpt og skáldskap . Tæknilegar hliðar voru eins og best verður á kosið , tónarnir hreinir og fagurlega mótaðir . “ - Fréttablaðið . Klassíkin okkar var endurtekin í fjórða sinn á hátíðlegum tónleikum í ágúst 2019 og að þessu sinni voru það áheyrendur sem sögðu sína tónleikasögu . Úrval okkar fremsta tónlistarfólks kom fram með hljómsveitinni á tónleikunum sem mæltust einstaklega vel fyrir hjá áheyrendum . Magnaður flutningur Sigrúnar Eðvaldsdóttur konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands á meginstefinu úr Schindler's List á tónleikunum Klassíkin okkar fékk hárin til að rísa . Osmo Vänskä heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands stjórnaði hljómsveitinni tvisvar á árinu við frábærar viðtökur . Á fyrri tónleikunum í apríl stjórnaði hann flutningi á tíundu sinfóníu Mahlers sem er stórbrotið verk sem á sér forvitnilega og sérkennilega sögu en á tónleikunum lék Isabelle Faust einnig fiðlukonsert Brahms með hljómsveitinni . Á seinni tónleikunum í maí frumflutti hljómsveitin píanókonsert James MacMillan með franska píanósnillingnum Jean-Yves Thibaudet . „ Glæsilegur píanókonsert og stórbrotin sinfónía gerðu tónleikana eftirminnilega , “ sagði Jónas Sen gagnrýnandi Fréttablaðsinsmeðal annars um tónleikana sem hann gaf fjórar og hálfa stjörnu . Osmo kemur næst til landsins 19. mars 2020 og stjórnar blásarasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í verkum eftir Mozart , Stravinskíj og Kurt Weill . Mahler lifði í ótta við bölvun níundu sinfóníunnar og gerði allt hvað hann gat til að klára tíundu sinfóníu sína , en hann gat ekki flúið örlögin og lést áður en hann hafði lokið við verkið . Þann 16. maí þreytti Bjarni Frímann Bjarnason frumraun sína sem hljómsveitarstjóri á áskriftatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hann tók við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra haustið 2018 . „ Hljómsveit og einleikarar fóru á kostum , “ sagði Jónas Sen gagnrýnandi Fréttablaðsinsum tónleikana sem hann gaf fjórar og hálfa stjörnu . Einleikararnir sem brilleruðu svona í tvíkonserti Brahms voru þeir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari . Vinirnir Sigurgeir og Ari Þór hafa unnið náið saman undanfarin ár en þeir léku einnig þríkonsert Beethovens með hljómsveitinni ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur árið 2013 . Hlusta hér . Meðal vinsælustu tónleika ársins voru Star Wars-bíótónleikar hljómsveitarinnar í apríl en tæplega 4.000 manns mættu í Eldborg til að sjá þessa sígildu kvikmynd með lifandi leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands . „ Star Wars var mögnuð á bíótónleikum Sinfóníunnar , “ sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins meðal annars um bíótónleikana . Tónleikagestir risu úr sætum og fögnuðu Jóni Ásgeirssyni að loknum frumflutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á flautukonserti hans með hljómsveitarstjóranum Ligiu Amadio og einleikaranum Emilíu Rós Sigfúsdóttur . Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti einnig fjölda íslenska hljómsveitarverka á Myrkum músíkdögum í janúar 2019 . Þar hljómuðu í fyrsta sinn verkin Crevace eftir Pál Ragnar Pálsson , samið fyrir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Martin Kuuskmann fagottleikara , verkið Lendh eftir Veronique Vöku og Oceans eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur . Þá frumflutti hljómsveitin á Íslandi verkið Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar en verkið sem samið var og frumflutt af New York Philharmonic hefur fengið lofsama gagnrýni . Árið 2019 var stórt útgáfuár hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en auk Concurrence gaf hljómsveitin út þrjá diska sem endurspegla vel fjölbreytt efnisstök hljómsveitarinnar . Í byrjun árs kom út hjá Chandos diskur með sinfóníum nr. 1 og 2 eftir Gounod undir stjórn Yan Pascal Tortelier . Smekkleysa gaf síðan út safndisk með einleikskonsertum í flutningi Rutar Ingólfsdótturog Sinfóníuhljómsveitar Íslands en upptökurnar voru gerðar á árunum 1971 - 86 . Að lokum skal nefna útgáfu BIS á Eddu II eftir Jón Leifs en Sinfónfóníuhljómsveit Íslands frumflutti þetta stórvirki íslenskrar tónlistarsögu og tók upp í Eldborg árið 2018 ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur , Elmari Gilbertssyni , Kristni Sigmundssyni og Schola Cantorum undir stjórn Hermanns Bäumer . Á Spotify-rás Sinfóníuhljómsveitar Íslands má finna allar útgáfur hljómsveitarinnar . Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt uppi öflugu fræðslustarfi á árinu . Hljómsveitin bauð upp á 18 skólatónleika og heimsótti 15 stofnanir og dvalarheimili . Samtals heimsóttu ríflega 18.000 nemendur hljómsveitina í Hörpu en hún bauð upp á fjölbreytt úrval af leikskóla - , grunnskóla - og framhaldsskólatónleikum . Streymi frá skólatónleikum Sinfónuhljómsveitar Íslands hefur mælst einstaklega vel fyrir og horfðu ríflega 2.000 nemendur frá 27 bæjarfélögum um allt land á beint streymi frá skólatónleikum hljómsveitarinnar á árinu . Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fagnaði 10 ára afmæli sínu með hátíðartónleikum í Eldborg þar sem hún flutti Níundu sinfóníu Beethovens ásamt úrvalsliði ungra einsöngvara og æskukóra . Í tilefni af afmælinu tók Eliza Reid forsetafrú að sér hlutverk verndara Ungsveitarinnar . 300 ungmenni tóku þátt í flutningnum á Níundu sinfóníu Beethovens á tíu ára afmælistónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar . Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur fagnandi á móti árinu 2020 sem er jafnframt 70. starfsár hljómsveitarinnar . Afmælinu verður fagnað á fjölda tónleika á árinu og hefst með fyrrnefndum afmælistónleikum 5. mars 2020 og í tilefni af stórafmælum Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Íslensku óperunnar ( 40 ára ) og Listahátíðar í Reykjavík ( 50 ára ) efna þessar menningarstofnanir til sameiginlegrar stórafmælisveislu og flytja Valkyrju Wagners á tvennum tónleikum í maí 2020 . Af hápunktum næsta árs má einnig nefna flutning á sviðslistaverkinu AIŌNeftir þær Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur í apríl 2020 . Verkið var pantað af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar sem frumflutti það við frábærar viðtökur í maí 2019 . Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar tónleikagestum í Eldborg , í Reykjanesbæ , á Ísafirði , í Þýskalandi og Austurríki , gestum á Barnastundum og skólatónleikum hljómsveitarinnar , öllum þeim sem horfðu á beint streymi og hlustendum Rásar 1 kærlega fyrir samfylgdina á árinu .
Herdís Anna Jónsdóttir stundaði fiðlunám við Tónlistarskólann á Akureyri og lauk þaðan prófum 1983 . Því næst stundaði hún fiðlukennaranám og víólunám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Michael Shelton og Helgu Þórarinsdóttur og útskrifaðist hún frá Tónlistarskólanum 1986 . Þá tók við víólunám við Tónlistarháskólann í Stuttgart í Hochschule für Musik und Darstellende Kunst . Herdís Anna stundaði víólunám hjá próf. Enrique Santiago , próf. Manfred Schumann og próf. Hermann Voss auk þess að stunda kvarettspil undir handleiðslu Melos-kvarettsins . Hún lauk OR gráðu frá háskólanum vorið 1992 . Herdís spilaði með ýmsum hljómsveitum á meðan hún dvaldi í Þýskalandi þ.a.m Konzertensemble Salzburg ” Herdís Anna hefur verið fastráðinn víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1995 og hefur jafnframt spilað með Íslensku óperunni , Sinfóníuhljómsveit Norðurlands , SinfoNord og ýmsum kammerhópum þ.á.m Kammersveit Reykjavíkur , Caput og Dísunum . Herdís hefur ásamt manni sínum , slagverksleikarnum Steef van Oosterhout unnið saman í tvíeykinu Dúó Stemmu sem þau stofnuðu 2002 . Þau hafa haldið fjölmarga tónleika fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis og hlutu þau Dúó Stemma viðurkenningu frá Ibby samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi . Í nóvember 2019 var þeim boðið að halda fjölskyldutónleika í Konzerthaus Berlin og fengu þau afskaplega góðar viðtökur .
Aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Bjarni Frímann Bjarnason var ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2018 og hefur stjórnað hljómsveitinni við ýmis tækifæri . Bjarni Frímann stundaði fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur og lauk prófi í víóluleik frá Listaháskóla Íslands . Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis . Bjarni Frímann hefur seinni ár komið víða fram sem píanóleikari með söngvurum og sem kammertónlistarmaður m.a. í Berlínarfílharmóníunni og Konzerthaus í Vínarborg . Hann tók við stöðu tónlistarstjóra Íslensku óperunnar í janúar 2018 og hefur stjórnað uppfærslum hennar á Toscu , Hans og Grétu og La traviata . Bjarni Frímann tók við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2018 og gegnir stöðunni til tveggja ára . Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni , fyrst og fremst á stjórnendapallinum , en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar .
Sigþór J. Guðmundsson verkefnastjóri sviðs - og tæknimála GSM 697 7872 Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands ( 1. ágúst 2019 til 31. júlí 2023 ) Sigurbjörn Þorkelsson , formaður , skipaður án tilnefningarHerdís Þórðardóttir , varaformaður , skipuð án tilnefningarOddný Sturludóttir , tilnefnd af ReykjavíkurborgHávarður Tryggvason , fulltrúi Starfmannafélags Sinfóníuhljómsveitar ÍslandsFriðjón R. Friðjónsson , tilnefndur af fjármála - og efnahagsráðuneytinu
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur farið í 21 tónleikaferðir og haldið 86 tónleika erlendis frá því að fyrsta ferðin var farin til Færeyja árið 1977 . Tónleikaferðir eru mikilvægur liður í starfsemi sinfóníuhljómsveita um allan heim en með þeim fær hljómsveitin alþjóðlega umfjöllun og umsagnir ásamt því að slíkar ferðir eru öflugar landkynningar fyrir land og þjóð . Þremur árum eftir fyrstu tónleikaferðina hélt hljómsveitin í ferð til Þýskalands og Austurríkis þar sem hún hélt 9 tónleika . Vigdís Finnbogadóttir , þáverandi forseti Íslands , hélt ávarp í upphafi tónleikanna þar sem hún komst svo að orði um mikilvægi tónleikanna : „ Við smáþjóðafólkið vitum mæta vel að við ráðum litlu um það hverni hinir stóru samnefnarar eru . Þeim mun meiri áhuga höfum við á því að eiga okkar eigin rödd , finna okkar eigin orð , okkar eigin tón . Hljómsveitin lék m.a. í fyrsta sinn í Carnegie Hall í New York og voru viðtökurnar stórkostlegar , eins og dómur um tónleikana í New York Times ber vitni um . Gagnrýnandinn , Alex Ross , sagði flutninginn hafa farið fram úr björtustu vonum . „ Einn allra besti flutningur á sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius sem ég hef hlýtt á , “ skrifaði Ross ; honum þótti kvöldið „ algjörlega einstakt “ og bætti við : „ Ef Vänskä stjórnar slíkum flutningi reglulega heima í Reykjavík fara Íslendingar einskis á mis í einverunni . “ Tónleikaferðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa vakið gífurlega athygli á hljómsveitinni og því háa menningarstigi sem á Íslandi ríkir . Tónleikaferðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands Fjöldi tónleika Tónleikastaður
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Bretlands í febrúar 2020 ásamt hljómsveitarstjóranum Yan Pascal Tortelier . Með í för verða píanistarnir Jean-Efflam Bavouzet og Yeol Eum Son . Á öllum tónleikunum verður flutt verkið Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur , staðartónskáld hljómsveitarinnar .
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Bretlands í febrúar 2020 og heldur tónleika í átta borgum undir stjórn Yan Pascal Tortelier . Leikið verður í nokkrum fremstu tónleikahúsum Bretlands : Symphony Hall í Birmingham , Ulster Hall í Edinborg og Cadogan Hall í Lundúnum . Með í för verða píanistarnir Jean-Efflam Bavouzet og Yeol Eum Son sem skiptast á að flytja píanókonsert Ravels . Einnig leikur hljómsveitin L'Arlesienne svítuna eftir Bizet og sinfóníu nr. 1 eftir Sibelius . Hér eru allar dagsetningar á tónleikum ferðarinnar . Lagalisti með verkunum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur í tónleikaferðinni Á öllum tónleikunum verður flutt verkið Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld hljómsveitarinnar og hafa tónleikahaldarar sérstaklega óskað eftir því að hún verði í för með hljómsveitinni og taki þátt í tónleikakynningum , námskeiðum fyrir tónskáld og fleiri viðburðum á hverjum stað . Er því ljóst að Anna og íslensk tónsköpun verða mjög í sviðsljósinu í þessari ferð . Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur í Hörpu árið 2011 Yan Pascal Tortelier er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 2016 - 2019 . Tortelier kemur úr þekktri franskri tónlistarfjölskyldu og faðir hans , Paul Tortelier , var einn mesti sellóleikari Frakklands á 20. öld . Hann hóf ungur nám í fiðlu - og píanóleik og stundaði einnig nám í hljómfræði og kontrapunkti hjá Nadiu Boulanger . Fjórtán ára gamall vann hann til fyrstu verðlauna í fiðlukeppni við Tónlistarháskólann í París og þreytti sama ár frumraun sína sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna . Yan Pascal Tortelier hefur í gegnum tíðina stjórnað mörgum af helstu hljómsveitum heimsbyggðarinnar . Þar má meðal annars nefna Sinfóníuhljómsveit Lundúna , Concertgebouw-hljómsveitina í Amsterdam , Tékknesku fílharmóníuna , Filharmonien í Ósló , Filarmonica della Scala í Mílanó , Philadelphia Orchestra , Fílharmóníuhljómsveitirnar í Lundúnum , Sankti Pétursborg og Los Angeles Philharmonicog sinfóníuhljómsveitirnar í Boston , Chicago og Montreal . Jean-Efflam Bavouzet fæddist í Frakklandi 1962 og lærði píanóleik við Konservatóríið í París . Hann vakti fyrst athygli á heimsvísu þegar hljómsveitarstjórinn kunni , Georg Solti , valdi hann til að debútera á tónleikum með Orchestre de Paris árið 1995 . Bavouzet hefur komið fram með hljómsveitarstjórum á borð við Pierre Boulez , Vladimir Jurowski , Andris Nelsons og Iván Fischer . Hann hefur komið fram í öllum helstu tónleikasölum heims og haldið einleikstónleika m.a. í Wigmore Hall og Concertgebouw-salnum í Amsterdam . Diskar hans hafa hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar , meðal annars tvenn Gramophone-verðlaun fyrir konserta eftir Debussy og Ravel , og fyrir fjórða hefti af píanótónlist Debussys . Hann hlaut einnig tilnefningu til sömu verðlauna árið 2018 fyrir píanókonsert Griegs með Fílharmóníusveitinni í Bergen . Anna Þorvaldsdóttir , tónskáld Anna Þorvaldsdóttir var útnefnd staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands í byrjun árs 2018 . Anna er eitt virtasta tónskáld samtímans og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlist sína . Verk hennar eru flutt reglulega víðsvegar um heim og hafa hljómað á tónleikastöðum og hátíðum eins og Mostly Mozart-hátíðinni í New York , í Walt Disney Hall í Los Angeles og í Kennedy Center í Washington D.C . Anna var handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2012 , hlaut verðlaunin Kravis Emerging Composer Prize frá Fílharmóníuhljómsveitinni í New York 2015 , og árið 2018 hlaut hún tvenn verðlaun frá Lincoln Center : Emerging Artist Award og The Martin E. Segal Award . Meðal þeirra sem hafa leikið verk Önnu má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands , International Contemporary Ensemble ( ICE ) , New York Philharmonic , Los Angeles Philharmonic , Ensemble Intercontemporain , NDR Elbphilharmonie , Bang on a Can All-Stars , The Crossing , Oslo Philharmonic , og Royal Stockholm Philharmonic . Fyrsta portrait plata Önnu – Rhízōma – kom út hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Innova Recordings haustið 2011 og hlaut afar góðar viðtökur og dóma , en platan var meðal annars valin á lista yfir bestu plötur ársins 2011 hjá tímaritunum TimeOut New York og TimeOut Chicago . Önnur portrait plata Önnu – Aerial – kom út hjá Deutsche Grammophon í nóvember 2014 og var valin á fjölda lista yfir bestu plötur ársins , til að mynda hjá The New Yorker Magazine , Boston Globe , iTunes Classical , og hjá klassísku útvarpsstöðinni WQXR / Q 2 . Þriðja portrait plata Önnu – In the Light of Air – kom út árið 2015 í útgáfu bandarísku útgáfunnar Sono Luminus í flutningi International Contemporary Ensemble . Platan hlaut afar góðar viðtökur og dóma og var meðal annars valin á lista yfir bestu plötur ársins hjá Alex Ross hjá The New Yorker , á bandarísku útvarpsstöðinni NPR , Boston Globe , og hjá The New York Times
Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna Tryggðu þér sæti á besta verðinu . Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti Staðsetning Verð Aðgangur ókeypis Efnisskrá Sígildir gullmolar og kraftmikil lög eiga sinn fasta sess á þessari sannkölluðu gæðastund . Trúðurinn Barbara Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda . Góðir gestir koma í heimsókn og taka virkan þátt í Barnastundinni með tónlistarmúsinni Maxímús Músíkús . Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir .
, ritaði Leifur Þórarinsson í blaðadómi . Hugi Guðmundsson hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og nýjasta verk hans er konsert saminn fyrir danska harmóníkusnillinginn Andreas Borregaard . Hún gegnir nú stöðu staðartónskálds hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago og New York Times hafði um hana þau orð að hún væri „ eitt hugmyndaríkasta tónskáld New York-borgar “ um þessar mundir . Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri á tónleikunum en hann hefur hlotið mikla athygli undanfarin ár bæði fyrir tónlist sína og hljómsveitarstjórn . Daníel var á árunum 2015 – 2018 staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir nú stöðu aðalgestastjórnanda .
Diskarnir Recurrence og Concurrence hafa hlotið lofsama gagnrýni . Nú gefst gestum í fyrsta sinn tækifæri til þess að heyra upptökurnar í hringóma hljóðkerfi þar sem upptökurnar njóta sín til fulls Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á opið hlustunarrými í Stemmu í Hörpu þar sem hægt er að hlusta á upptökur hljómsveitarinnar af íslenskum hljómsveitarverkum . Upptökurnar komu nýlega út á diskunum Concurrence og Recurrence hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Sono Luminus . Plöturnar eru teknar upp í hringómi ( e. surround sound ) og í upptökunum var ný uppstilling á hljómsveitinni sérstaklega valin fyrir hvert einasta verk sem best hentaði hljóðheimi hvers verks . Upplifunin verður því sérlega áhrifarík þar sem tónlistin er tekin upp í einskonar þrívídd svo að hlustandinn heyrir tónlistina allt um kring . Hljómsveitarstjóri í upptökunum var Daníel Bjarnason , upptökustjóri var Grammy-verðlaunahafinn Daniel Shores og hljóðmeistari var Dan Merceruio . Plöturnar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda . Concurrence , sem kom út í nóvember síðastliðnum , var m.a. valin á árslista hjá The New York Times , NPR og Second Inversion sem ein af bestu útgáfum ársins 2019 . Á plötunni má heyra Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur , píanókonsert nr. 2 eftir Hauk Tómasson með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni , Oceans eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttir og Quake eftir Pál Ragnar Pálsson með sellóleikaranum Sæunni Þorsteinsdóttur . Fyrsti diskurinn í röðinni , Recurrence , var valinn plata ársins í sigildri tónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019 en diskurinn inniheldur Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur , BD eftir Hlyn Aðils Vilmarsson , Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur , Emergence eftir Daníel Bjarnason og Dreaming eftir Önnu Þorvaldsdóttur . Þriðji diskurinn í röðinni kemur út síðla árs 2020 en á honum verða verk eftir Daníel Bjarnason , Þuríði Jónsdóttur , Veronique Vöku og Magnús Blöndal Jóhannsson . Diskarnir eru gefnir út í tvöfaldri útgáfu , annar diskurinn er hefðbundinn geisladiskur en hinn er Blu-ray diskur með hringóma útgáfunni . Diskarnir fást í plötuverslunum landsins og verða einnig fáanlegir í Epal í Hörpu á meðan tónleikahátíðin Myrkir músíkdagar stendur yfir . Hlustunarklefinn er í fundaherberginu Stemmu á fyrstu hæð Hörpu . Klefinn er opinn frá 10:00 til 22:00 frá fimmtudeginum 30. janúar til laugardagsins 1. febrúar . Nýttu tækifærið og hlustaðu á það nýjasta í íslenskri hljómsveitartónlist í hringóma hljóðkerfi þar sem upptökurnar njóta sín til fulls .
Sinfóníuhljómsveitin okkar tekst nú á hendur stórkostlega skemmtilegt ferðalag til Kardemommubæjar og Hálsaskógar þar sem góð samskipti og fallegar lífsreglur eru lagðar í hvívetna . Sænski hljómsveitarstjórinn Marit Strindlund sækir hljómsveitina heim í fyrsta sinn en hún hefur verið atkvæðamikill óperustjórnandi í Skandinavíu og víðar ásamt því að vinna við ballettuppfærslur um árabil í Covent Garden . Gjafakort á þessa vinsælu tónleika fást í miðasölu Hörpu og eru tilvalin gjöf fyrir yngstu tónlistarunnendurna . Nánar
Andreas Borregaard kemur frá Danmörku . Hann nam fyrst við danska tónlistarháskóla , lauk diplómaprófi frá Konunglega danska tónlistarháskólanum árið 2006 og einleiksprófi árið 2010 . Hann nam einnig við Guildhall School of Music and Drama í London og varð árið 2008 fyrstur til að ljúka gráðu í harmóníkuleik frá þeim háskóla . Hann hefur frá 2014 sótt einkatíma hjá Mitzi Meyerson sem er prófessor í semballeik við Universität der Künste í Berlín . Frá því Andreas Borregaard lauk námi hefur hann verið eftirsóttur einleikari á hljóðfærið , hann hefur ferðast um heiminn og víða komið fram sem einleikari . Auk þess kennir hann við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn . Harmóníkan er ekki gamalt hljóðfæri innan klassískrar eða saminnar tónlistar því lengi vel hefur fyrst og fremst verið litið á hana sem hljóðfæri þjóðlagatónlistar og gamallar danstónlistar . Borregaard lítur fyrst og fremst á sig sem alhliða tónlistarmann án þess að þurfi að hnýta við það einhverjum frekari skilgreiningum . Enda er hann mjög fjölhæfur hljóðfæraleikari og hefur á síðustu árum tekist á við mjög fjölbreytt verkefni . Hann frumflytur oft ný verk , sem gjarnan eru samin fyrir hann en hefur einnig sérhæft sig í tónlist frá barokktímanum . Hljóðritun hans á Goldbergtilbrigðum Bachs , sem var gefin út árið 2017 hefur fengið mjög góða dóma . Borregaard hefur einnig leikið með hljóðfærahópum eins og Inviolata , MTQ og Stormglas og hann veltir gjarnan fyrir sér tengslum milli flytjenda og áheyrenda og ekki síður tengslum milli ólíkra listgreina . Mörg verkefna hans hafa orðið til úr slíkum vangaveltum .
Flemming Viðar Valmundsson , fæddur árið 1995 , valdi að læra á harmóníku vegna óskilgreinds innblásturs um átta ára aldurinn og hefur ekki skilið við hana síðan . Hann lærði hjá Guðmundi Samúelssyni í Tónlistarskólanum í Grafarvogi , þar sem hann hélt burtfarartónleika sína á 18 ára afmælisdaginn . Með harmóníkunni hefur hann hlotið ýmis verðlaun og má þar nefna þriðja sæti í alþjóðlegri harmóníkukeppni í Castelfidardo og svo ein af verðlaunum Nótunnar með Harmóníkukvintettinum í Reykjavík . Utan harmóníkunnar hefur Flemming verið virkur í grasrótarhljómsveitastarfi og unnið til ýmissa verðlauna á Músíktilraunum , og lauk hann þremur hljóðfæraprófum við Tónlistarskóla FÍH áður en hann hélt utan í klassískt tónlistarnám . Hann stundar nú bakkalárnám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Geir Draugsvoll , einum fremsta harmóníkukennara heims , og hefur einnig fengið þar leiðsögn hjá herskara af risum harmóníkuheimsins .
Graduale Nobili var stofnaður af Jóni Stefánssyni árið 2000 og er skipaður um 24 konum sem allar hafa lagt stund á tónlistarnám . Kórinn hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum um heim allan og frumflutt fjölda verka eftir íslensk og erlend tónskáld . Kórinn hefur einnig gefið út nokkrar plötur en platan In paradisum frá árinu 2008 var meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna . Kórinn vakti mikla athygli þegar hann söng inn á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur , Biophilia og ferðaðist með henni um heim allan á tveggja ára tímabili . Árið 2014 var jólatónleikum kórsins sjónvarpað á RÚV og um alla Evrópu . Kórinn var valinn til að syngja með stórhljómsveitinni Fleet Foxes í Eldborg á Iceland Airwaves árið 2017 . Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson .
Gunnar Kristinn Óskarsson hóf trompetnám sex ára gamall í Skólahljómsveit Austurbæjar undir leiðsögn Bjarna Guðmundssonar og síðar Odds Björnssonar . Hann spilaði svo næstu 11 ár í Skólahljómsveitinni undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur . Með hljómsveitinni tók hann þátt í tónleikaferðum til útlanda , Nótunni og fleiri verkefnum . Árið 2013 hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Eiríks Arnar Pálssonar og síðar einnig Ásgeirs Steingrímssonar og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf 2017 . Haustið 2018m lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann stundar nú nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium hjá Nikolaj Viltoft og Jonas Wiik . Gunnar lék með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2014 – 2017 . Hann hefur einnig leikið með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna , Malmö Sinfonietta og DKDM Symfoniorkester . Gunnar hefur sótt meistaranámskeið hjá Håkan Hardenberger , Phil Cobb , Omar Tomasoni og fleirum . Hann er einnig virkur meðlimur í kammerhópunum Lúðraflokki lýðveldisins og kvartettinum Málmi . Gunnar tekur reglulega þátt í tónlistarflutningi í Bústaðakirkju og hefur um árabil átt mikið og gott samstarf við Jónas Þóri , kantor kirkjunnar .
Árið 2016 frumflutti hún hlutverk stúlku í óperu Kristians Blak , Ljós í ljóði í Færeyjum og árið 2018 frumflutti hún hlutverk Gilitruttar í samnefndri óperu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur . Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í sígildri - og samtímatónlist árið 2013 fyrir hlutverk sitt sem Michaëla í Carmen hjá Íslensku óperunni , og aftur árið 2018 fyrir hlutverk sitt sem Gilitrutt og söng sinn á Klassíkinni okkar með Sinfóníuhljómsveit Íslands . Auk þess hlaut hún tilnefningu til sömu verðlauna árið 2014 fyrir söng sinn í Deutches Requiem eftir Brahms með Söngsveitinni Fílharmóníu , og árið 2016 fyrir söng sinn í 3 . Sinfóníu Góreckís með Sinfóníuhljómsveit Íslands . Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins árið 2014 fyrir Michaelu og einnig árið 2017 fyrir Donnu Önnu í Don Giovanni eftir W. A. Mozart . Hún er listrænn stjórnandi og stofnandi tónlistarhópsins Cantoque Ensemble sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir flutning sinn síðastliðin tvö ár og mun ferðast um norðurlönd næsta sumar í samstarfi við barokkhljómsveitirnar Camerata Öresund og Nylandia . Meðal næstu verkefna Hallveigar eru einnig Verdi Requiem í Langholtskirkju í mars , tónleikar með Mozart aríum með Sinfóníuhljómsveit Íslands , Árstíðirnar eftir Haydn í Færeyjum og 9 . Sinfónía Beethoven undir stjórn Osmo Vänska svo fátt eitt sé nefnt .
Kór Flensborgarskólans á sér langa og farsæla sögu , lengst af eða í rúm 26 ár undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg . Mikill fjöldi hafnfirskra ungmenna hefur tekið þátt í söngstarfi Kórs Flensborgarskólans í gegnum árin og hefur það orðið mörgum hvatning til áframhaldandi tónlistarnáms og iðkunar . Alla tíð hefur verið lögð áhersla á að kynna fyrir kórfélögum fjölbreytta og vandaða tónlist frá ólíkum tímabilum , jafnt erlenda sem innlenda og má þess geta að fjölmörg íslensk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir kórinn . Meðal þeirra landa sem kórinn hefur ferðast til eru Eistland , Spánn , Portúgal , Ítalía , Sviss , Kanada , Þýskaland og Austurríki . Þar ber hæst sigur í flokki þjóðlagatónlistar í kórakeppni á Spáni árið 2002 .
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður árið 1967 af Þorgerði Ingólfsdóttur , sem stjórnaði kórnum í hálfa öld . Kórinn hefur frá stofnun frumflutt fjölmörg kórverk og er enn í dag meðal leiðandi kóra hvað varðar frumflutning á nýjum íslenskum kórverkum . Meðlimir kórsins eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð á aldrinum 16 – 19 ára . Kórinn hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands . Á hverri vorönn ferðast kórinn um landið og kynnir þar innlend sem erlend kórverk . Kórstjóri er Hreiðar Ingi Þorsteinsson .
Kór Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands var stofnaður árið 2013 . Kórinn er vettvangur fyrir alla nemendur þar sem þau fá tækifæri til að æfa og flytja fjölbreytta tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld , semja fyrir kór , fá almenna tónlistarþjálfun , þjálfun í samvinnu og reynslu í kórstjórn . Kórinn kemur reglulega fram í Reykjavík , m.a. á hverju misseri í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju . Kórinn hefur nokkrum sinnum unnið að flutningi nýrra tónverka í samvinnu við Ungsveit Sinfóníunnar innan vébanda Tectonics hátíðarinnar og á Myrkum músíkdögum og einnig haldið nokkra tónleika á Sumartónleikum í Skálholti . Kórinn fór í tónleikaferð til Englands í febrúar 2018 og söng í Háskólanum í Hull , London City University og í sendiráði Íslands í Lundúnum . Stjórnandi kórsins er Sigurður Halldórsson .
Kristín Ýr Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1998 . Hún hóf þverflautunám átta ára gömul í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar þar sem Guido Bäumer var kennari hennar . Árið 2011 færði hún sig yfir í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan vorið 2018 undir handleiðslu Áshildar Haraldsdóttur . Kristín hefur tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum hérlendis og erlendis . Árið 2014 spilaði hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum jólatónleikum hennar og var á árunum 2014 - 2017 meðlimur í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands . Í mars 2018 spilaði hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist og sumrin 2017 og 2019 spilaði hún með norrænu ungsveitinni Orkester Norden . Hún stundar nú nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir handleiðslu Ullu Miilmann , fyrsta flautuleikara Dönsku útvarpshljómsveitarinnar .
Japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii hreppti gullverðlaun í Van Cliburnpíanókeppninni árið 2009 og er í dag í hópi fremstu píanista samtímans . Hann nýtur virðingar fyrir innblásna og ástríðufulla túlkun , gífurlega tækni og litríkan tón úr slaghörpunni . Hann hefur haldið einleikstónleika í helstu tónleikasölum vestanhafs og austan þar á meðal í New York , Washington D.C. , í Boston , Vancouver , London og Berlín . Nobu hefur verið gestur helstu hljómsveita víða um heim , meðal þeirra er Hljómsveit Mariinskyleikhússins í St. Pétursborg , Philharmonia Orchestra og BBCfílharmónían í London , Konunglega fílharmóníuhljómsveitin í Liverpool og sinfóníuhljómsveitirnar í Seattle , Baltimore og Basel . Af hljómsveitarstjórum sem hann hefur unnið með má nefna Valery Gergiev , Vladimir Ashkenazy , Vladimir Spivakov , Juanjo Mena , Vasily Petrenko , Thierry Fischer og Yutaka Sado . Þá hefur Nobu komið fram með helstu hljómsveitum heimalands síns Japönsku fílharmóníunni . NHKsinfóníunni , Yomiuri Nipponhljómsveitinni , Tokyo sinfóníunni og Orchestra Ensemble Kanazawa . Nobu hljóðritar eingöngu fyrir Avex Classics International útgáfuna og hefur á undanförnum árum leikið þekkt verk inn á nokkrar metsöluplötur , þar á meðal 2. píanókonsert Rakhmanínovs með Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín , 1. píanókonsert Tsjajkovskíjs með Yukata Sado og BBC fílharmóníunni og Keisarakonsert Beethovens með Orpheus kammerhljómsveitinni . Þá leikur Nobu einleiksverk eftir Chopin , Mozart , Debussy og Liszt sem og sínar eigin tónsmíðar á nokkrum geisladiskum . Seinna í þessum mánuði leikur Nobuyuki Tsujii 1. píanókonsert Tsjajkovskíjs í tvígang með Fílharmóníuhljómsveitinni í Liverpool undir stjórn Petrenkos og í júní leikur hann G-dúr píanókonsert Ravels með austurrísku Tonkünstler hljómsveitinni á nokkrum stöðum í Austurríki , m.a. og í Musikvereinsalnum í Vínarborg . Þá leikur Nobu síðsumars fjölbreytt einleiksprógramm á útitónleikum í þýsku borginni Friedrichshafen . Í nóvember 2018 heldur Nobu í tónleikaferð um Japan með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Vladimir Ashkenazy . Hér má lesa viðtal við Nobu í tilefni tónleikaferðarinnar .
Fjölmörg tónskáld sömdu lög við kvæðin en ekkert sótti þangað innblástur í sama mæli og Gustav Mahler , en söngvaflokkur hans er sannkallað meistaraverk . La mer er hið mikilfenglegasta af hljómsveitarverkum Debussys , eins konar sinfónía um hafið , vindinn og öldurnar . Í þessu verki fær hljómsveitin að sýna allar sínar bestu hliðar . Bandaríska mezzósópransöngkonan Michelle DeYoung er einstaklega innblásinn túlkandi og sérhæfir sig meðal annars í tónlist Mahlers . Hún hefur sungið við Metropolitan-óperuna og Covent Garden og kemur reglulega fram með fremstu sinfóníuhljómsveitum heims , til dæmis Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam og Staatskapelle Berlin undir stjórn Daniels Barenboim . Athugið að þessir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru á föstudegi .
Lokaæfingar fyrir almenna áskriftatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagsmorgnum eru opnar . Þar gefst gestum tækifæri að heyra Sinfóníuhljómsveitina leika dagskrá tónleika kvöldsins að hluta eða heild og þannig glöggva sig á viðfangsefni tónleikanna . Opnar æfingar eru tilvaldar fyrir smærri hópa , nemendur og eldriborgara eða hvern þann sem vill heyra fallega tónlist og kynnast starfi Sinfóníunnar betur . Tekið skal fram að æfingarnar eru ekki tónleikar , heldur vinnuæfingar og dagskrá þeirra því ekki endilega í fullu samræmi við tónleika kvöldsins .
Í konsertum klassíska og rómantíska skeiðsins kalla hljómsveit og einleikari á athygli áheyrenda til skiptis . Þegar sólistinn er ekki önnum kafinn við að hrífa áheyrendur með leik sínum tekur hljómsveitin upp þráðinn og gefur honum tækifæri til að safna kröftum um stundarsakir . Þessi lýsing á ekki við um píanókonsert Daníels Bjarnasonar ( f. 1979 ) , Processions , sem tónskáldið samdi sérstaklega að beiðni Víkings Heiðars Ólafssonar sem frumflutti verkið fyrir rétt rúmum áratug . Víkingur bað tónskáldið um að fá nóg að gera og hann fékk ósk sína svo sannarlega uppfyllta : Í verkinu fær einleikarinn í mesta lagi fáeina takta hér og þar til að kasta mæðinni . Þótt tónmál Daníels sé nútímalegt er rithátturinn fyrir píanó innblásinn af tónlist eldri tíma . Chopin og Rakhmanínov koma upp í hugann , sá síðarnefndi bæði í hnausþykkum hljómum sem og kliðmjúkum köflum sem stundum hljóma inn á milli . Fyrsti þáttur ( In medias res eða Í miðjum klíðum ) er til skiptis kröftugur og ljóðrænn . Sama má segja um miðkaflann ( Spindrift eða Sjódrif ) sem hefst og lýkur með einlægum kóral eða sálmalagi , ekki ósvipað því sem finna má í þriðja píanókonserti Bartóks . Þriðji kaflinn byggir á slagverkshryn sem magnast upp , breiðist um hljómsveitina og rennur saman við stöðugt kraftmeiri tónarunur einleikarans . Þær kröfur sem hér eru gerðar til Víkings réttlæta fyllilega ensku yfirskriftina Red-handed , sem almennt mætti þýða á íslensku með orðinu „ glóðvolgur “ ( sbr. að vera gripinn glóðvolgur ) en hefur hér bókstaflegri merkingu . Engan þarf að undra þótt hendur einleikarans roðni af þess konar spilamennsku sem hér er krafist .
Tryggðu þér sæti á besta verðinu . Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti Staðsetning Verð Efnisskrá Gustave Charpentier Depuis le jour , úr Louise Leonard Bernstein Glitter and be Gay , úr Candide W.A. Mozart Der Hölle Rache ... , úr Töfraflautunni Jean Sibelius Fiðlukonsert í d-moll Samuel Barber Must the Winter Come So Soon , úr Vanessu W.A. Mozart Smanie implacabili , úr Cosi fan tutte Gustav Mahler Urlicht Jean Sibelius Var det en dröm , úr Fimm söngvum op . 37 Georges Bizet Habanera , úr Carmen Edward Elgar Sellókonsert í e-moll Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands . Keppnin er opin nemendum á háskólastigi , óháð því hvaða skóla þeir sækja , og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands . Einleikarakeppnin fór fram helgina 26. - 27. október . Alls tóku 15 ungir einleikarar þátt og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni . Það eru þau Guðbjartur Hákonarson , fiðluleikari , Harpa Ósk Björnsdóttir , söngkona , Hjörtur Páll Eggertsson , sellóleikari og Silja Elsabet Brynjarsdóttir , söngkona . Það verður spennandi að sjá þessa ungu og upprennandi tónlistarmenn stíga á svið með hljómsveitinni í Eldborg í Hörpu . Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.700 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu .
Hún var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu árin 2010 – 13 , og varð þar með fyrsta konan til að gegna slíku starfi í Finnlandi . Einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands fór fram í Kaldalóni Hörpu dagana 25. og 26. október 2019 og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni . Það eru þau Sólveig Vaka Eyþórsdóttir , fiðluleikari , Flemming Viðar Valmundsson , harmóníkuleikari , Kristín Ýr Jónsdóttir , þverflautuleikari og Gunnar Kristinn Óskarsson , trompetleikari . Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.800 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu .
Sinnum var stofnað árið 2008 og er því elsta heimaþjónustu fyrirtæki landsins . Okkar leiðarljós er að bjóða upp á fjölþætta velferðarþjónustu til einstaklinga sem vegna aldurs , fötlunar , heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna þurfa á einhvers konar þjónustu og aðstoð að halda við daglegt líf eða til að gera búið heima . Viðskiptavinir Sinnum eru sveitafélög og einstaklingar sem kaupa þjónustu beint frá fyrirtækinu og greiða þá fyrir hana sjálfir , m.a. einstaklingar með beingreiðslusamninga . Fyrirspurnum um þjónustu er svarað í gegnum síma og tölvupóst . Boðið er upp á ráðgjöf heim án endurgjalds . Sinnum hefur starfrækt vinnuprófanir á vinnustað með samningi við virk starfsendurhæfingarsjóð frá 2013 . Í vinnuprófunum er markvisst verið að vinna með þjálfun og aðlögun einstaklingsins aftur að vinnumarkaði eftir fjarveru vegna veikinda eða annarra ástæða , þjálfa hann upp í að mæta í vinnu , eiga samskipti á vinnustað og vinna að verkefnum . Sérfræðingur í vinnuprófunum er Vala Rut Friðriksdóttir . Rík áhersla er lögð á persónulega , einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins í því umhverfi sem hann er í hverju sinni . Sinnum óskar þjónustunotendum sínum , samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári . Með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða .
Um útgefandann 100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri . Textar , hljómar og gítargrip . Bókstafahljómar eru við lögin en ekki söngtextar . Höfundur bókar : Jón Aðalsteinn Þorgeirsson ( samval , framsetning , nótur , umbrot ) Höfundarútgáfa – 2009 – A 4 – 39 bls . Um útgefandann 23 íslensk og erlend dægurlög . Útsetningarnar miðast við að píanónemendur í 3. og 4. stigi ráði vel við að spila þær . Á heimasíðu bókarinnar hjá útgefanda er m.a. hægt að hlusta á lögin , heyra undirspilin sem eru með sumum lögunum . Nótnaútgáfa BÞV – 2019 – A 4 – 48 bls . Um útgefandann Annað hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði .
Í bókunum eru 5 grunnþættir notaðir til að þjálfa laglínu - og hljómaspil eftir eyranu auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Um útgefandann 81 jólalag fyrir F-Horn sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi .
Áhersla er lögð á að spila eftir minni ( eftir eyranu ) og að útsetja lög . Um útgefandann Fyrir einsöngvara , blandaðan kór og píanó .
Betlikerlingin – Biðilsdans – Bikarinn – Brúnaljós þín blíðu – Dans – Ef engill ég væri – Heyr mig , lát mig lífið finna – Í dag – Í dag skein sól – Í þessu túni – Nafnið – Nótt – Sáuð þið hana systur mína – Smaladrengurinn – Smalastúlkan – Vísan , sem skrifuð var á visið rósblað – Vort líf – Vöggukvæði – Vögguljóð 31 af vinsælustu jólasönglögunum . Söngvasveigur 5 - Út um græna grundu - 55 íslensk og erlend lög fyrir barnakóra og kvennakóra ( sópran og alt ) Samval og framsetning : Þórunn Björnsdóttir og Egill Rúnar Friðleifsson Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 101 bls . Höfundur laga og útsetninga : Sigvaldi Snær Kaldalóns Höfundarúgáfa – 2004 – A 4 – 77 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Söngvasveigur 2 - Ég vil elska mitt land - 33 ættjarðarlög , raddsett fyrir sópran og alt ( kvenna - eða barnakór ) Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 76 bls . Um útgefandann
Samval og framsetning : Ingvar Jónsson og Kristján Viðar Haraldsson Báðir – 2004 – A 6 – 32 bls. ( bókasöfn ) Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar . Um útgefandann Tveggja binda heildarútgáfa með 82 einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Aðrir SÖLUAÐILAR
Aftast í bókinni eru skrár yfir höfunda , flytjendur og gestgjafaríki . – This Is My Life – Valentine Lost – Það sem enginn sér – Þá veistu svarið Tveggja binda heildarútgáfa með 82 einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson . Aðrir SÖLUAÐILAR Heildarútgáfa einsöngslaga Karls O. Runólfssonar , 96 talsins . Um útgefandann Söngvasveigur 2 - Ég vil elska mitt land - 33 ættjarðarlög , raddsett fyrir sópran og alt ( kvenna - eða barnakór ) Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 76 bls . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Aðrir SÖLUAÐILAR
Svör með lausnum eru til fyrir hvert hefti . SÖLUAÐILARUm útgefandann
Sýnisbók með 40 einsöngslögum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018 . Gefur innsýn í mikla fjölbreytni íslenskra einsöngslaga og ólík efnistök höfundanna . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – A 4 + ( 9 ″ x 12 ″ ) – 112 bls . Um útgefandann Íslensk einsöngslög 7 – ( 1918 - 2018 ) Í bókinni eru 40 einsöngslög eftir marga af helstu höfundum íslenskra einsöngslaga á árunum 1918 - 2018 . Bókin er sýnisbók í ritröð um hina miklu grósku , fjölbreytni og ólík efnistök höfundanna á fyrstu 100 árum fullveldis Íslands ( 1918 - 2018 ) . Ritröðin telur 8 bækur og birtir samanlagt 289 einsöngslög . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – ISMN XXXXX – A 4 + ( 9 ″ x 12 ″ ) – 112 bls . Ave Maria – Ave Maria – Ave Maria – Ave María – Á föstudaginn langa – Brúðkaupskvæði – Bæn og kveðja til Elísabetar – Bænin – Ef engill ég væri – Ég kveiki ’ á kertum mínum – Ég leitaði blárra blóma – Ég lít í anda liðna tíð – Eins og ljóssins skæra skrúða – Ektamakinn elskulegi – Friður á jörðu – Gratias agimus tibi – Hátt ég kalla – Hvert örstutt spor – Í rökkurró – Kvöldsöngur – Lofsöngur – Mamma ætlar að sofna – Mamma ætlar að sofna – Maríuvers – Máríuvers – Máríuvísa – Nú legg ég augun aftur – Ó , Guð , úr skugganna dal – Rósin – Sjá þann hinn mikla flokk – Söknuður – Söngur bláu nunnanna – Stjarna stjörnum fegri – Taktu sorg mína – Vertu sæl , vor litla , hvíta lilja – Vögguvísa – Vögguvísa – Vögguvísa – Vor hinsti dagur – Þú Guð míns lífs Söngvasveigur 2 - Ég vil elska mitt land - 33 ættjarðarlög , raddsett fyrir sópran og alt ( kvenna - eða barnakór ) Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 76 bls . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – A 4 + ( 9 ″ x 12 ″ ) – 112 bls . Um útgefandann 15 af vinsælustu lögum Rolling Stones í aðgengilegum hljómasetningum við hvert lag . Textar , hljómar og gítargrip . Samval og framsetning : Ingvar Jónsson og Kristján Viðar Haraldsson Báðir – 2004 – A 6 – 32 bls. ( bókasöfn ) Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar .
Í hverri bók er 81 jólalag með bókstafahljómum , þar af 8 endurtekin í breyttri útsetningu . Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2013 – ISMN 9790805101057 – A 4 – 50 bls . Um útgefandann 81 jólalag fyrir B-Túbu sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Um útgefandann
Í hverri bók er 81 jólalag með bókstafahljómum , þar af 8 endurtekin í breyttri útsetningu . Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2013 – ISMN 9790805101101 – A 4 – 50 bls. 48 sönglög samtals . Úr 5. hefti : 28 jólavers og þjóðlegir söngvar ( mest léttar útsetningar f. samsöng eða hljómborð ) . Um útgefandann 81 jólalag fyrir trompet sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Samval , framsetning , nótnasetning og umbrot : Össur Geirsson Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2012 – A 4 – 50 bls .
Í hverri bók er 81 jólalag með bókstafahljómum , þar af 8 endurtekin í breyttri útsetningu . Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2013 – ISMN 9790805101064 – A 4 – 50 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði . Úr 6. hefti : 20 sönglög ( 19 x einsöngur og píanó , 1 x samsöngur og píanó ) Höfundur : Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns Kaldalónsútgáfan – 1946 / ... / 79 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 88 bls . Um útgefandann
Í hverri bók er 81 jólalag með bókstafahljómum , þar af 8 endurtekin í breyttri útsetningu . Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2012 / 13 – ISMN 9790805101071 – A 4 – 50 bls . Um útgefandann 21 sönglag eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns úr 4 barnaleiksýningum Þjóðleikhússins . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Um útgefandannSÖLUAÐILAR Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði . Úr 6. hefti : 20 sönglög ( 19 x einsöngur og píanó , 1 x samsöngur og píanó ) Höfundur : Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns Kaldalónsútgáfan – 1946 / ... / 79 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 88 bls . Um útgefandann
Heildarútgáfa einsöngslaga Jórunnar Viðar , 23 talsins . Þar af sum frumútgefin í þessu riti . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Gestaboð um nótt – Glugginn – Hvítur hestur í tunglskini – Im Kahn – Júnímorgunn – Kall sat undir kletti – Mamma ætlar að sofna – Sönglað á göngu – Únglíngurinn í skóginum – Varpaljóð á Hörpu – Við Kínafljót – Vökuró – Vorljóð á Ýli – Vort líf – Það á að gefa börnum brauð – Þjóðvísa 16 ástsæl einsöngslög eftir 10 íslensk tónskáld , sérvalin og tónflutt fyrir bassarödd . Um útgefandann Söngvasveigur 1 - Hátíð fer að höndum ein - 40 aðventu og jólasöngvar raddsettir fyrir sópran og alt ( kvennakóra og barnakóra ) . Samtals eru bindin tvö 510 blaðsíður . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 257 bls . Um útgefandann Söngvasveigur 3 - Þrír jólahelgileikirfyrir barnakór og píanó / orgel - kórhefti Helgileikirnir heita : Fæðing frelsarans – En það bar til – Hljóðu jólaklukkurnar Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 31 bls . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Aðrir SÖLUAÐILAR
Um útgefandann MelodiNord – Píanó – 100 nordiske folkemelodier Í bókinni eru 100 einkennandi þjóðlög frá Norðurlöndunum fimm og þjóðarbrotum innan þeirra . Bókstafahljómar fyrir meðleikara eru yfir nótunum en söngtextar eru ekki birtir . Höfundur bókanna : Jón Aðalsteinn Þorgeirsson ( samval , framsetning , nótur , umbrot ) Höfundarútgáfa – 2013 – ISMN 9790902030267 – A 4 – 39 bls. 21 sönglag eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns úr 4 barnaleiksýningum Þjóðleikhússins . Píanóútsetningar , söngtextar og hljómabókstafir yfir laglínum . Höfundur laga og útsetninga : Jóhann G. Jóhannsson JGJ útgáfa – 2014 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 47 bls . Léttar byrjendaútsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum . Áhersla er lögð á að spila eftir minni ( eftir eyranu ) og að útsetja lög . Nótnaútgáfa BÞV – 2014 – A 4 – 47 bls . Um útgefandann 81 jólalag fyrir B-Túbu sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Samval , framsetning , nótnasetning og umbrot : Össur Geirsson Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2013 – A 4 – 50 bls . Um útgefandann
Um útgefandann Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði . Bókstafahljómar fyrir meðleikara í hverju lagi . Nótnaútgáfa BÞV – 2015 – A 4 – 47 bls .
Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2008/11/16 – 21 × 25 cm – 75 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Ópus 1 – Grunnnám í tónfræðum Ópus 1 - 6 er ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði . Bækurnar fylgja kröfum námsskrár frá mennta - og menningarmálaráðuneytinu . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2008/11/16 – ISBN 9789979987109 – 21 × 25 cm – 75 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Annað hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði . Svör með lausnum eru til fyrir hvert hefti . SÖLUAÐILARUm útgefandann Sjötta hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði . Sérstök vinnubók ( gul ) fyrir nemendur er einnig fáanleg . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir , Marta E. Sigurðardóttir og Þórunn B. Sigurðardóttir Tónar og skrift – 2001 / 17 – A 5 – 80 bls . Um útgefandannSÖLUAÐILAR
Bækurnar fylgja kröfum námsskrár frá mennta - og menningarmálaráðuneytinu . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2011 / 16 – ISBN 9789979987147 – 21 × 25 cm – 91 bls . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2011 / 16 – 21 x 25 cm – 91 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Þriðja hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði . Svör með lausnum eru til fyrir hvert hefti . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2010/11/16 – 21 x 25 cm – 91 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann Intermediate Studies in Aural Dictation – Teachers guide IV-VI ( áður Tónar og skrift IV-VI , miðnám ) Music & Notation eru kennarahefti í skriflegri tónheyrn , gefin út í tveimur heftum .
Um útgefandann Kennslubók fyrir grunnnám í píanóleik . Um útgefandannSÖLUAÐILAR 81 jólalag fyrir F-Horn sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Um útgefandann
Raddskrá með ljóðatextum er 12 blaðsíður . Fyrsta og önnur rödd eru í G-lykli . Hjá lygnri móðu – Í fjarlægð – Skólavörðuholtið – Íslenskt vögguljóð á hörpu Fjögur íslensk sönglög útsett fyrir blásturs - og / eða strokhljóðfæri í C og Bb . Hver hljóðfærarödd er 4 blaðsíður . Þriðja rödd í G - og alt-lykli . Höfundur : Sigurður Ingvi Snorrason ( Samval , útsetningar , framsetning ) Musis – 2010 – A 4 – 24 bls . Um útgefandann 81 jólalag fyrir trompet sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Samval , framsetning , nótnasetning og umbrot : Össur Geirsson Höfundur bókar : Össur Geirsson Nostur – 2013 – A 4 – 50 bls . Um útgefandann
Svör með lausnum eru til fyrir hvert hefti . SÖLUAÐILARUm útgefandann Annað hefti í ritröð samhæfðra kennslubóka í tónfræði . Svör með lausnum eru til fyrir hvert hefti . Höfundar : Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir Opus Music Theory – 2010/11/16 – 21 x 25 cm – 91 bls . SÖLUAÐILARUm útgefandann
81 jólalag fyrir klarínettu sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . Áhersla er lögð á að spila eftir minni ( eftir eyranu ) og að útsetja lög . Nótnaútgáfa BÞV - 2014 - A 4 - 47 bls . Um útgefandann 48 sönglög samtals .
Lögin úr Skilaboðaskjóðunni – píanóútsetningar með söngtextum Bókin inniheldur 15 sönglög Jóhanns úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni . Píanóútsetningar með hljómabókstöfum yfir laglínum og söngtextum Þorvaldar Þorsteinssonar . Höfundur laga og útsetninga : Jóhann G. Jóhannsson JGJ útgáfa – 2008 – ISBN 9789979704324 – A 4 + ( 9 ″ x 12 ″ ) – 35 bls. 81 jólalag fyrir trompet sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . Um útgefandann 21 sönglag eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns úr 4 barnaleiksýningum Þjóðleikhússins . Píanóútsetningar , söngtextar og hljómabókstafir yfir laglínum . Höfundur laga og útsetninga : Jóhann G. Jóhannsson JGJ útgáfa – 2014 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 47 bls . Um útgefandann Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði .
Jón Múli og Magnús yfirfóru prófarkir heftisins . – Lögreglumars – Sjómenn íslenskir erum við – Sólvík , Sólvík – Stúlkan mín – Undir Stórasteini – Við heimtum aukavinnu Frumútgáfa af 16 vönduðum píanóútsetningum Carls Billich og Magnúsar Ingimarssonar á sönglögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr söngvaleikjunum Allra meina bót og Deleríum búbónis . Um útgefandann Fæst hjá Tónastöðinni og í netverslun Nótuútgáfunnar 16 ástsæl einsöngslög eftir 10 íslensk tónskáld , sérvalin og tónflutt fyrir bassarödd . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Aðrir SÖLUAÐILAR
Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 257 bls . Um útgefandann Söngvasveigur 5 - Út um græna grundu - 55 íslensk og erlend lög fyrir barnakóra og kvennakóra ( sópran og alt ) Samval og framsetning : Þórunn Björnsdóttir og Egill Rúnar Friðleifsson Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 101 bls . Aðrir SÖLUAÐILAR Söngvasveigur 1 - Hátíð fer að höndum ein - 40 aðventu og jólasöngvar raddsettir fyrir sópran og alt ( kvennakóra og barnakóra ) .
Sönglög III – Fyrir grunnnám í söng Í bókinni eru 21 einsöngslög , valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnám í söng . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 1996 / 2002 – ISBN 9979858184 – A 4 + ( 8,5 ″ x 12 ″ ) – 54 bls . Brúðkaup – Ef engill ég væri – Fuglinn í fjörunni – Hrafninn situr á hamrinum – Jarpur skeiðar – Kall sat undir kletti – Lífið hún sá í ljóma þeim – Lindin – Maístjarnan – Mamma ætlar að sofna – Mánaskin – Óm ég heyrði í hamrinum – Rökkurljóð – Sofðu , sofðu góði – Staka – Syndaflóðið – Tunglið , tunglið taktu mig – Villtu fá minn vin að sjá – Vögguvísa – Vorljóð á Ýli – Þess bera menn sár Söngvasveigur 11 - Sé drottni dýrð - 60 kirkjulegir aðventu - og jólasöngvar fyrir blandaða kóra Lögin eru mislétt í flutningi en meirihluti þeirra á að nýtast flestum kórum . 14 sönglög eru auk þess tvísett með textaþýðingum á íslensku . Samtals eru bindin tvö 510 blaðsíður . Aðrir SÖLUAÐILAR Söngvasveigur 3 - Þrír jólahelgileikirfyrir barnakór og píanó / orgel - kórhefti Helgileikirnir heita : Fæðing frelsarans – En það bar til – Hljóðu jólaklukkurnar Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 31 bls . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Aðrir SÖLUAÐILAR
Sönglög IV – Fyrir miðnám í söng Í bókinni eru 24 einsöngslög , valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir miðnám í söng . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 1998 – ISBN 9979858249 – A 4 + ( 8,5 ″ x 12 ″ ) – 55 bls . Amma kvað – Draumalandið – Fjallið eina – Fuglar í búri – Haust – Heyr mig , lát mig lífið finna – Heyr , það er unnusti minn – Í rökkurró – Íslenskt vögguljóð á Hörpu – Jeg fandt i morges – Kata litla í Koti – Litla barn með lokkinn bjarta – Lofið þreyttum að sofa – Mamma ætlar að sofna – Margt er það í steininum – Maríuvers – Myndin þín – Nótt – Röddin – Seinasta nóttin – Vorgyðjan kemur – Vöggukvæði – Það árlega gerist – Þú eina hjartans yndið mitt Söngvasveigur 6 - Sálmar um lífið og ljósið - 17 sálmalög við Biblíutexta og sálma eftir Kristján Val Ingólfsson Höfundar : Hjálmar H. Ragnarsson og Kristján Valur Ingólfsson Umsjón útgáfu : Margrét Bóasdóttir Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 29 bls . 14 sönglög eru auk þess tvísett með textaþýðingum á íslensku . Samtals eru bindin tvö 510 blaðsíður . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2017 – A 4 + ( 9 " x 12 " ) – 257 bls . Aðrir SÖLUAÐILAR Tveggja binda heildarútgáfa með 82 einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson . Um útgefandann Söluaðili er netverslun Skálholtsútgáfunnar og Kirkjuhúsið við Laugaveg . Um útgefandann
SÖLUAÐILARUm útgefandann Sönglög eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns – fyrir einsöngvara , blandaðan kór og píanó Bókin inniheldur 24 sönglög eftir Sigvalda Snæ við ljóð eftir 18 höfunda . Einsöngur í bókinni skiptist á milli radda sóprans , alts , baritons og bassa . Um útgefandann 81 jólalag fyrir altsaxófón sem miðast við spilahæfni í grunn - og miðnámi . 8 lög eru í tveimur útsetningum . Um útgefandann
Sönglög VI – Fyrir miðnám í söng Í bókinni eru 30 einsöngslög , valin samkv. námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir miðnám í söng . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 1998 – ISBN 9979858273 – A 4 + ( 8,5 ″ x 12 ″ ) – 80 bls . Að baki hárra heiða – Bikarinn – Draumalandið – Draumur hjarðsveinsins – Ferðalok – Gömul vísa – Helga hin fagra – Hirðinginn – Í dag skein sól – Í fjarlægð – Júnímorgunn – Komdu , komdu kiðlingur – Kveðja – Kvöldsöngur – Lög handa litlu fólki – Máríuvers – Minning – Nótt – Nú gyllir ylrík sólin sæ – Rósin – Sáuð þið hana systur mína – Sofnar lóa – Svanasöngur á heiði – Taktu sorg mína – Unglingurinn í skóginum – Vikivaki – Vögguvísa – Vögguvísa – Vorvindur – Þótt þú langförull legðir Söngvasveigur 1 - Hátíð fer að höndum ein - 40 aðventu og jólasöngvar raddsettir fyrir sópran og alt ( kvennakóra og barnakóra ) . Samval og framsetning : Margrét Bóasdóttir og Þórunn Björnsdóttir Skálholtsútgáfan – 1995 – B5 – 26 bls . 14 sönglög eru auk þess tvísett með textaþýðingum á íslensku .
Um útgefandann Sönglögin okkar – Gítar – 100 sönglög fyrir strengja - og blásturshljóðfæri Í bókinni eru 100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri . Höfundur bókanna : Jón Aðalsteinn Þorgeirsson ( samval , framsetning , nótur , umbrot ) Höfundarútgáfa – 2009 – ISBN 9789979704775 – A 4 – 39 bls. 100 þjóðþekkt sönglög tónsett fyrir viðkomandi hljóðfæri . Bókin er gott ítarefni í hljóðfæranámi eða almennum hljóðfæraleik . Öll lögin eru hér frumútgefin fyrir bassa . Ritstjóri : Ólafur Vignir Albertsson Samval og framsetning : Jón Kristinn Cortez Ísalög – 2014 – A 4 + ( 8,5 " x 12 " ) – 56 bls . Á heimasíðu bókanna,Gítarleikur.is , hægt að hlusta á lögin í bókum útgáfunnar .
– Sól er risin – Þú gafstSálmalög : Í dag vér höldum hátíð þá – Bæn – Heyrist kallið frá þér – Í Kristi krafti – Heyr , himnasmiðurKaldalónsþankar : Nr. 1 ( píanó ) – Nr. 2 ( fiðla , harmóníum , píanó ) – Nr. 3 ( harmoníum ) – Nr. 4 Álfasýnin ( einsöngur , kór , harmoníum , píanó ) Kennslubók sem þjálfar það að herma eftir laglínu og hljómaspili með hlustun auk lesturs nótna og hljómabókstafa af blaði . 24 sönglög eftir Sigvalda Snæ , þar af 9 einsöngslög og 2 dúettar með útsettum píanómeðleik . Léttar byrjenda-útsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum . Áhersla er lögð á að spila eftir minni ( eftir eyranu ) og að útsetja lög . Nótnaútgáfa BÞV - 2014 - A 4 - 47 bls . Um útgefandannSÖLUAÐILAR 21 sönglag eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns úr 4 barnaleiksýningum Þjóðleikhússins . Léttar byrjendaútsetningar af þekktum íslenskum og erlendum lögum ásamt nokkrum tónfræðiverkefnum . Áhersla er lögð á að spila eftir minni ( eftir eyranu ) og að útsetja lög . Um útgefandann