kennsluromur / 00009 /95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6.txt
rkjaran's picture
Initial commit with version 22.01
73dc787 verified
segment_id start_time end_time set text
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00000 1860 21820 train Fyrirlestur tvö af þremur í þessari viku fjallar um fótlegg ökkla og fótinn en við ætlum að svona stikla yfir helstu þætti líffærafræðinnar varðandi þessa líkamsparta.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00001 23561 40156 train Við byrjum eins og við byrjuðum með hnéliðinn að þá sjáum við að þau bein sem að mynda fótlegginn eru annars vegar sköflungurinn, liggur hér, og svo sperrileggurinn sem að liggur hérna við hliðina.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00002 44927 73609 train Sköflungurinn, eins og áður segir, kemur að því að móta hnjáliðinn og hér að ofan á sköflungnum sitja þá liðþófarnir sem að dýpka liðinn og sterkt, stækka snertiflöt lærleggsins við sköflunginn, nú síðan erum við með annan lið sem liggur hérna á milli sem er rennslisliður með lítið hreyfiútslag en við svo sem þurfum ekki endilega að fara dýpra í það.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00003 76274 90086 train Síðan erum við með sterka himnu, membrana interossa heitir hún á latínu, sem að liggur hérna milli, þið sjáið hana merkta hingað inn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00004 90740 101556 eval Þessi himna, eða þetta liðband, heldur sköflungi og sperrilegg saman og aðskilur beygju og réttivöðva ökklans.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00005 101556 120040 train Þannig að hérna framanvert á leggnum eru þeir vöðvar sem að, sem að kreppa ökklann og aftanvert eru þá þeir vöðvar sem að rétta úr ökklanum, og það er þessi himna sem aðskilur þessa vöðvahópa.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00006 120040 135974 train Nú, sköflungurinn og sperrileggurinn mynda gaffal sem við sjáum hérna, sem er fyrir talus-beinið sem er svona fyrsti hlutinn af ökklaliðnum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00007 136565 140129 train Og hér utanvert, eða innanvert fyrirgefið, medial malleolus.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00008 140129 150234 train Þetta er sem sagt innri ökklakúlan og svo erum við hérna með ytri kúluna sem þið þekkið á ökklanum hérna, lateral malleolus.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00009 151561 155792 train En ökklaliðurinn er í raun og veru tveir liðir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00010 157312 165408 eval Það er annars vegar talocrural-liðurinn sem liggur hérna á milli.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00011 166238 175195 train Þið sjáið hérna að sperrileggurinn kemur hérna niður og sköflungurinn og þeir mynda þennan gaffal sem að talus-beinið getur unnið með.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00012 175195 190564 train Nú, í þessum liði, lið, að þá framkvæmum við dorsi flexion og plantar flexion í ökklanum eða þá við beygjum, réttum úr og kreppum ökklann.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00013 190704 199530 train Síðan hérna undir, hér á milli, þar erum við með talocalcaneal-liðinn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00014 201984 206150 train Liðurinn, eins og áður segir, hann dregur nafn sitt af beinunum sem mynda hann.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00015 206298 210522 dev Þannig að hérna erum við með calcaneus og hérna erum við með talus, og þá erum við með talocalcaneal-lið.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00016 213632 224075 eval Hann leyfir hreyfingar í frontal plani og það eru þá eversion og inversion sem við munum koma inn á bara hérna á næstu glæru.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00017 228298 230126 train Hér sjáum við þá þessar hreyfingar.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00018 230157 234483 train Hér erum við með dorsal flexion af ökkla, það er að segja þegar við kreppum ökklann.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00019 234530 238618 train Og hér erum við þá með plantar flexion á ökklanum þegar við réttum úr honum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00020 240090 269447 train Inversion á fæti er þegar við færum fótinn hérna í átt að miðju og eversion á fæti er þá þegar við færum fótinn hérna í átt frá miðju. Nú, eins og allir góðir liðir að þá er ökklaliðurinn vel búinn liðböndum og hér sjáum við utanverðan ökklann. Hér horfum við þá lateralt á ökklann.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00021 270778 284104 train Þar erum við með svona þrjú helstu liðböndin sem er þá anterior talofibular liðband sem að situr hérna fremst og þar af leiðandi ber það nafnið anterior.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00022 284353 308125 train Nú, síðan eru með posterior talofibular liðband og það liggur hérna aftanvert og hér erum við þá með fremra calcaneofibular liðband sem liggur þar á, niður hérna alveg á calcaneous, og upp á fibuluna, eða sperrilegginn, og ber nafnið sitt af því þar af leiðandi.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00023 309424 327560 train Nú, á innanverðum ökklanum, ef við sjáum hér, að þá erum við með ligamentum deltoideum sem er í raun og veru samansett úr fjórum liðböndum en ber svona yfirheitið ligamentum deltoideum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00024 328252 338328 train Nú, þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi upptalning á liðböndum í ökkla en þetta eru svona helstu liðbönd sem er ágætt fyrir ykkur að vera meðvituð um.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00025 341711 342581 train Ökklatognanir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00026 343151 357870 train Ég held að líklega allir hafi að einhverju leyti tognað á ökkla og það er algengast í liðböndum á utanverðum ökkla, þá við of mikla inversion.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00027 357870 365437 train Það er segja þegar við beinum tánum inn á við og plantar flexion, það er þegar við erum að rétta úr fætinum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00028 365528 369915 train Þið sjáið hérna mjög lýsandi mynd af þessu hérna á Kolbeini Sigþórssyni.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00029 373336 394464 train Stundum getur komið rof í membrana interossa við þessar tognanir og stundum líka getur líka komið brot þannig að oft á tíðum þá vill maður láta mynda slæmar ökklatognanir, til þess að koma í veg fyrir að okkur sé að yfirsjást einhver brot eða eitthvað slíkt.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00030 395427 425267 train Nú, tognanir á liðböndum í innanverðum ökkla eða medial-hlutanum á ökklanum eru ekki eins algengar en koma þó fyrir og það er þá áverka ferli sem er gagnstætt við tognanir á utanverðum liðböndum og þá erum við yfirleitt með of mikla eversion, þar sem tærnar leita út og það hefur þá áhrif á ligamentum deltoideum sem við komum að hérna á síðustu glæru.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00031 427482 442118 train Eins og allir liðbandaskaðar að þá flokkum við þessa tognanir í þrjá flokka eftir alvarleika þar sem að fyrsta flokks tognun er þá minnst alvarleg og svo þriðja þá mest alvarleg.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00032 445673 460108 train Nú, en ef við skoðum þá vöðvana sem að skapa hreyfingu í ökklaliðnum, þá erum við með posterior-hluti fótleggsins sem er þá í raun og veru bara aftanverðir kálfar eða kálfarnir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00033 460613 471683 eval Þá erum við með tvö lög, við erum með vöðva sem að liggja yfirborðslægt eða yst, og svo erum við með vöðva sem liggja djúplægt eða undir þessi lagi í raun og veru.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00034 473269 491098 train Þar erum við með vöðvahóp, yfirborðslægt sem að heitir tricep surae en hann samanstendur af gastrocnemius sem fórum yfir í hnéliðnum og soleus-vöðvanum og þar, svo erum við einnig með plantaris-vöðvann sem hluta af yfirborðslægu vöðvunum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00035 492233 495622 train Gastrocnemius eins og áður segir beygir hnéð og réttrir úr ökkla.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00036 495653 505555 train Soleus hefur bara þá virkni að rétta úr ökkla og plantaris hefur hefur sömu virkni og Gastrocnemius að beygja úr hné og rétta úr ökklanum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00037 505941 516043 train Nú, djúplægu vöðvarnir eru þá farnir að hafa meiri virkni á tærnar.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00038 519576 521576 dev Þar erum við með tibialis posterior.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00039 522470 525961 train Hann framkvæmir inversion á ökkla og réttir úr ökklanum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00040 527903 529681 dev Flexor digitorum longus.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00041 529865 536918 train Digitorum eru þá tærnar, hann beygir tvær til fimm tær, tvö til fimm, afsakið.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00042 537181 542425 train Réttir úr ökklanum og skapar inversion á ökkla þar sem að tærnar leita inn á við.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00043 543878 546123 eval Síðan erum við með flexor hallucis longus.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00044 546123 547596 train Hallucis er stóratáin.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00045 549351 559184 eval Hann sem sagt beygir stóru tána, flexor hann flekterar eða beygir, réttir einnig úr ökkla og skapar inversion á ökklanum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00046 561215 578573 train Nú við sjáum þessi vöðvalög betur hér, hér erum við með Gastrocnemius, báða hausana og hér undir erum við þá með soleusinn sem liggur hérna undir þessum vöðva.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00047 578925 590874 train Og ef við fllettum svo þessu lagi í burtu að þá sjáum við hérna tibialis posterior, flexor hallucis longus og flexor digitorum longus.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00048 591987 607605 train Nú, ef við skoðum þá anterior-hlutann á fótleggnum eða framan á fótlegginn, að þá erum við með vöðvana sem að kreppa ökklann og þar erum við með tibialis anterior.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00049 607605 610624 train Hann kreppir ökklann og veldur inversion á fæti.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00050 610996 620379 train Við erum með extensor hallucis longus sem er þá, hallucis eins og áður segir stóra táin, þannig að hann réttir úr stórutá.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00051 620497 625031 dev Hann kreppir líka ökklann og skapar inversion á ökkla.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00052 625385 639056 train Síðan erum við með extensor digitorum longus sem að réttir þá úr tám tvö til fimm, kreppir ökkla og skapar eversion, þar sem tærnar leita út á við.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00053 639670 657311 train Og svo erum við loks með lateral-hlutann eða mest hliðlæga hlutann á leggnum, þar erum við með peroneus longus og peroneus brevis en þeir hafa báðir þá virkni að rétta úr ökkla og skapa eversion á ökkla.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00054 659080 685183 dev Sjáum þessa vöðvahópa hér. Hérna erum við með tibialis anterior og hérna förum við svo aðeins dýpra og fáum við hérna extensor digitorum longus og extensor digitorum breivs og hallucis longus, sjáum við hérna sinarnar frá þeim.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00055 685631 696710 train Nú hérna er lateral-hlutinn eða mest hliðlægi hlutinn af leggnum. Þar sjáum við peroneus longus hérna, peroneus brevis hérna undir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00056 697746 701950 dev Hér sjáum við svo samt gastrocnemius og svo soleusinn þar undir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00057 702712 707602 train Og þeir tengjast svo saman hér og mynda hásinina.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00058 710765 724799 eval Hásinin eins og við vorum að skoða er sterkasta sinin í mannslíkamanum og festir við tricep surae vöðvahópinn eða festir tricep surae vöðvahópinn við hælbeinið.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00059 725613 731499 train Hún liggur inni í slíðri sem leyfir henni að hreyfast mótstöðulaust.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00060 732134 734105 train Það er engin núningur sem verður til.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00061 734948 744281 eval Hún þolir tog allt að fimm hundruð kíló, þar af leiðandi sterkasta sinin í mannslíkamanum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00062 745352 748803 train Með hásininni liggja tveir slímsekkir.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00063 748803 763412 train Eins og við komum inn á síðustu viku að þá hafa slímsekkir það hlutverk að minnka viðnám í hreyfingum og minnka mögulegan núning við bein, eða koma í veg fyrir hann.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00064 763980 767966 train Hásina vandamál eru þannig lagað algeng.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00065 767966 793099 train Nú veit ég ekki hversu mikið þið hafið séð af því í ykkar sporti í handboltanum en ég sé töluvert af álagseinkennum, bæði frá sininni eða púrsunni, slímsekknum, og eins heyrir maður alltaf reglulega af einstaklingum sem að slíta hásin eða trosna á hásin.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00066 793984 798390 train Það er þá algengast hjá körlum á milli þrjátíu og fjörutíu ára.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00067 798562 804750 train Þannig að þegar maður sér leikmenn komna svona á efri ár sín, síns ferils.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00068 806321 809846 train Þá er þetta algengt vandamál hjá þeim.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00069 813862 819279 train Nú hér sjáum við svo púrsurnar, eða slímsekkina.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00070 822316 830672 train Hér sjáum við þá dæmi um trosnun á hásin, og hér er þá fullt rof á hásin.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00071 830822 838768 train Þetta eru myndir sem að, sem þið hafið séð í fyrirlestri í síðustu viku í umfjöllun okkar um sinarnar.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00072 842019 863255 train En ef við vindum okkur yfir á fótinn þá kannski ætlum við ekkert endilega að vera mjög margorð um hann en það er ágætt fyrir ykkur að svona hafa einhverja hugmynd um hvað, hvað beinin heita og hvar þau eru.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00073 864234 865418 eval Þessi bein hérna.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00074 866432 873504 train Þetta eru metatarsal-beinin og þau bein sem við sjáum oft álagsbrot í.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00075 875217 884910 train Hérna erum við þá komin í stóru tána og svo tá númer eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm eins og gefur að skilja.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00076 886228 894738 train Navicular-beinið hefur mikla þýðingu fyrir okkur í höggdempun fótarins og eins cuboid-beinið.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00077 895551 913261 train Og hérna erum við svo komin í calcaneus-beinið og svo talusinn og hérna ofan á festir þá, eða kemur þá myndast á, ökklaliðurinn, hér liggja þá sköflungurinn og sperrileggurinn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00078 917640 928614 train Þær hreyfingar sem eru svona aðallega, við erum aðallega að horfa í fætinum eru hreyfingar á tánum, og þá erum við þá með flexion, þegar við kreppum tærnar.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00079 928614 931710 train Og extension er þá þegar við réttum úr þeim.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00080 935691 961311 train Fóturinn er í raun og veru mjög magnað fyrirbrigði og spilar stórt hlutverk í höggdempun, það er að segja að minnka eða taka við því álagi sem sem að við sköpum þegar við hlaupum eða hoppum eða löbbum eða hvað það nú heitir og til þess höfum við ákveðna boga í fætinum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00081 961764 983904 train Við sjáum það hérna ef við horfum á hliðinni, þá erum við með iljaboga og svo erum við með tvenns konar boga sem liggja hérna, annars vegar metatarsal arch sem liggur þá yfir metatarsal-beinunum og svo transverse arch sem liggur þá ofar yfir hérna, cuniformi cuboid beinunum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00082 983904 989648 eval Og þessir bogar spila mjög stórt hlutverk í höggdempun fótarins.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00083 991417 1007606 train Nú, það sem gerist þegar við erum að dempa högg og lenda er að við lendum í, þegar við lendum með hælinn í jörðinni, að þá lendum við í svokallaðri supineraðri stöðu. Það er að segja við lendum hérna á jarkanum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00084 1007760 1031689 train Þið getið séð það á þessari mynd, þið getið líka séð það hérna á þessari mynd hér að við lendum á jarkanum og síðan rúllum við, innan gæsalappa, yfir á innanverðan fótinn, sjáið það hérna, muninn á þessari mynd herna, lendum á jarkanum, og svo rúllum við á og þá, þunginn færist yfir á innanverðan fótinn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00085 1032363 1039473 train Þetta er eðlilegt og í raun og veru stórkostlegri virkni fótarins þar sem að hann dempar höggið.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00086 1041583 1054697 train Nú aftur á móti getum við farið of mikið í aðra hvora áttina og sjáum kannski ágætlega á þessari mynd hér, hér erum við með fótinn bara í miðstöðu.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00087 1054697 1067676 train Hér erum við með þá eðlilega pronation og eðlilega supination en svo getum við þá verið með í raun og veru óeðlilega mikla hreyfingu, hér erum við þá með óeðlilega mikla hreyfingu út á jarka.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00088 1067938 1074094 train Hér erum við þá með óeðlilega mikla hreyfingu á innanverðan fótinn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00089 1075814 1084814 train Þetta er þá kannski dæmi um eitthvað sem við myndum flokka sem í raun og veru plattfót eða eitthvað slíkt, svona mekanískan plattfót, ekki endilega meðfæddan en mekanískan.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00090 1087445 1103490 train Nú, til þess að við náum þessari höggdempun að þá erum við með ákveðna þætti sem sem þurfa að virka og vera til staðar og eitt af því er plantar fascia.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00091 1104600 1115960 train Plantar fascia er þessi himna sem liggur hérna undir frá hælbeininu og fram við tærnar og hún kemur sem hluti af hásininni í raun og veru.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00092 1117607 1147953 eval Það sem gerist þegar að við réttum úr tánum og erum að fara af stað í nýtt skref að þá strekkist úr fasci-unni og hún dregur okkur úr þessari pronation stöðu yfir í supination stöðu og dempar svo þar af leiðandi höggin við lendingu, hún í raun og veru hleður fótinn þannig að hann sé tilbúinn til þess að taka á móti þessu átaki.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00093 1151372 1183420 train Eins og ég skrifa hérna, distal festan, það er segja, festan sem að er mest fjær miðju líkamans, gerir, eða hún spennist upp við extension á tánum eins og við sjáum hér og þannig stífar hún fótinn af, gerir okkur kleift að lenda í þessari supination stöðu og færast svo yfir í pronation stöðu.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00094 1185309 1207306 train Nú, oft á tíðum sjáum við vandamál með þessa blessuðu fasciu plantaris, eitthvað sem við þekkjum sem hælspora, en þá er viðkomandi oft að kvarta yfir einkennum hérna alveg við hælbeinið eða í fasci-unni sjálfri.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00095 1209270 1229441 train Þetta gerist týpískt við endurtekna réttu á ökklaliðnum og eins þegar að við erum að vinna með yfir pronation, það er þegar við förum í of mikinn pronation, fáum of mikinn plattfót á fætinum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00096 1231535 1243546 train Þetta má að einhverju leyti rekja til aukins stífleika í soleus -övöðvanum og í hásininni sem gerir það verkum að við beitum okkur með þessum hætti.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00097 1244194 1258985 train Nú, eins hefur þessi valgus-staða sem kom komum inn á hérna í hnéliðnum þau áhrif að fóturinn yfirprónerar og þar af leiðandi virkar höggdempunin ekki eins og hún ætti að gera.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00098 1258985 1268885 train Þannig að, rétt líkamsbeiting skiptir máli og er eitthvað sem við getum haft mikil áhrif á hjá okkar iðkendum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00099 1270992 1302115 train Nú annað atriði sem að oft má rekja til pronation-vandamála, það er að segja þegar að við förum í of mikla pronation, og lendum á, of mikið á innanverðum fætinum, það er beinhimnubólga, eitthvað sem örugglega allir þekkja beint eða óbeint, það er að segja, hafa upplifað eða hafa verið með leikmenn eða meðspilara sem hafa upplifað þetta.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00100 1302474 1309750 train Þetta er algengt vandamál sem að við getum tengt við álag og tækni við hlaup og lendingar.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00101 1310493 1314407 train Þá tæknilega, þá erum við að horfa í þessa yfir pronation.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00102 1316044 1339442 train Viðkomandi upplifir yfirleitt verki innanvert á sköflungi eða beinhimnunni framan á sköflungi og þetta er eitthvað sem þarf oft að þjálfa upp, það er ekki endilega nóg bara að losa upp vöðvana og liðka því ef við lögum ekki vandamálið, það er að segja þessi yfir pronation.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00103 1339442 1342046 train Þá getum við átt á hættu að þetta komi aftur.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00104 1342336 1356078 train Sumum dugar að fá sér innlegg eða skó með stuðningi sem að gerir það að verkum að við förum ekki í þessa yfir pronation, heldur fáum bara innanfótar stuðning á fótinn okkar, sem heldur okkur í hefðbundinni pronation.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00105 1358309 1369319 train Það er ágætt fyrir ykkur að fara í smá naflaskoðun og pæla í þessu ef þið eruð með iðkendur sem eru alltaf að lenda í einhverju brasi með beinhimnubólgu.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00106 1375122 1382529 dev Þá erum við einnig með frekar algengt, því miður, álagsbrot bæði í fæti og fótleggnum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00107 1384594 1386063 train Ber þar fyrst að nefna sköflunginn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00108 1387900 1397854 train Hann á það til að brotna, eða það koma álagsbrot að sprungur í sköflunginn.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00109 1398784 1412932 train Það er töluvert algengara að það gerist í sköflungi heldur en sperrilegg út af því að sköflungurinn ber í raun og veru líkamsþungann okkar en sperrileggurinn hefur ekki sömu þungaberandi hlutverk.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00110 1415994 1419311 train Þetta gerist einfaldlega vegna mikils og endurtekins álags.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00111 1420857 1429239 train Það er eitthvað sem við þurfum að hafa í huga. Munið þið, síðustu slæðuna í fyrirlestrinum í síðustu viku.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00112 1429768 1435950 train Vefjafræði, að mismunandi tegundir af vefjum hafa mismunandi endurhæfingartíma.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00113 1436076 1446218 train Og við þurfum að taka tillit til þess að þó að við séum orðin frísk í vöðvunum okkar og líði þokkalega að þá eru sinar og bein eitthvað sem þarf lengri tíma.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00114 1447215 1467880 train Nú, önnur algeng álagsbrot, er í ökklanum, það er þá hérna calcaneus-beinið og svo í fætinum að þá erum við oft að tala um navicular-beinið hér og annað eða fimmta metatarsal-bein.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00115 1469805 1480644 train Yfirleitt það eina í stöðunni er að hvíla sig frá þungaberandi stöðu í sex til átta vikur, stundum lengur.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00116 1481711 1488131 train Stundum er sett skrúfa eða farið í aðgerð en það er yfirleitt reynt að forðast það.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00117 1491832 1497073 train Þetta var upptalningin á ökklanum, fótleggnum og fætinum.
95b9dedf-6cbe-4178-b1fd-d69c7881a7c6_00118 1498307 1502323 train Þá vindum við okkur næst í mjöðmina eftir smá.