Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
238
Summary
stringlengths
73
7.23k
Text
stringlengths
125
646k
Mál nr. 493/1998
Fjárdráttur Viðurlagaákvörðun Húsbrot Líkamsárás
E og H voru sakfelldir fyrir hegningarlagabrot. H fyrir fjárdrátt með því að hafa slegið eign sinni á vinnupall sem hann og annar maður höfðu haft í vörslum sínum. E fyrir húsbrot, líkamsárás og brot gegn 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð EJ ásamt tveimur öðrum mönnum, veita honum margskonar áverka og skilja hann eftir bjargarlausan í íbúðinni. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu og refsingu H. Þá var ákvörðun refsingar E staðfest en hann hafði ekki áfrýjað málinu um annað en viðurlög.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærðu með stefnum 25. nóvember 1998 og 2. desember sama ár. Önnur þau, sem voru ákærð með ákæruskjali 2. júní 1998 og sakfelld með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október sama ár, una dómi. Ákæruvaldið krefst þess, að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu og refsiákvörðun ákærða Halldórs Lárusar og refsing ákærða Einars verði þyngd. Af hálfu ákærða Einars er gerð sú krafa, að refsiákvörðun héraðsdóms verði milduð. Af hálfu ákærða Halldórs Lárusar er aðallega krafist sýknu en til vara vægari refsingar en dæmd var í héraðsdómi. Ákæruskjalið skiptist í þrjá kafla og eru sakarefni ákærðu hér fyrir dómi ótengd. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða Halldórs Lárusar og refsiákvörðun beggja ákærðu. Ákærðu skulu greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að því er varðar ákærða Einar Sigurjónsson og ákærða Halldór Lárus Pétursson. Ákærði Einar Sigurjónsson greiði saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kjartans Reynis Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Ákærði Halldór Lárus Pétursson greiði saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar greiði ákærðu óskipt. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 1998. Ár 1998, föstudaginn 2. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 581/1998: Ákæruvaldið gegn [...] Einari Sigurjónssyni, Halldóri Lárusi Péturssyni, [...], sem tekið var til dóms 10. september sl. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara dagsettu 2. júní sl. gegn [...] Einari Sigurjónssyni, kennitala 200464-3119, Suðurgötu 80, Hafnarfirði, Halldóri Lárusi Péturssyni, kennitala 060358-6489, Skipholti 49, Reykjavík, [...] „fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík árið 1997: I. Gegn ákærðu B og Halldóri Lárusi fyrir fjárdrátt með því að hafa slegið eign sinni á vinnupall, eign Pallaleigunnar Stoð hf., Skeifunni 8, kennitala 570588-1179, sem ákærðu höfðu í vörslum sínum samkvæmt leigusamningi, dagsettum 30. apríl. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. II. Gegn ákærðu B, Einari og L fyrir eftirgreind brot framin aðfaranótt þriðjudagsins 18. nóvember 1997 að Kleppsvegi 90: 1) Ákærðu öllum fyrir húsbrot með því að ryðjast þar í heimildarleysi inn í íbúð Engilberts Jensen, kennitala 240241-2509. 2) Ákærðu öllum fyrir líkamsárás í ofangreint sinn, með því að veitast í sameiningu með ofbeldi að Engilbert og snúa hann í gólfið, ákærði L að snúa upp á þumalfingur Engilberts, ákærði B að sparka í andlit hans og ákærði Einar að binda hann með reipi á höndum og fótum og vefja lykkju um háls hans og stinga hann margsinnis með hnífi í háls og hnakka, með þeim afleiðingum að hann marðist og bólgnaði yfir hægra augnloki og skarst þar yfir, marðist á enni, marðist og bólgnaði undir vinstra auga og yfir gagnauga, marðist og hruflaðist í hársverði og á höku, blæddi undir hornhimnu í augum og undir slímhúð neðra augnloks hægra megin og árásarþoli hlut fimm skurðsár á hnakka og sár á báðum hnjám, marðist og bólgnaði um vinstri þumalfingur og liðband þar slitnaði. 3) Ákærða Einari fyrir að hóta Engilbert að drepa hann, meðan á líkamsárásinni stóð, ef hann kallaði á hjálp. 4) Ákærðu öllum fyrir þjófnað með því að láta greipar sópa í íbúð Engilberts og stela þaðan símtæki af Uni gerð ásamt símsvara, þráðlausum síma af Tropers gerð, sambyggðum Sherwood hljómflutningstækjum ásamt fjórum hátölurum, Mitsubishi myndbandstæki, Sony útvarpi, Nesco sjónvarpstæki, súrefnistæki, 14 fluguveiðistöngum með veiðihjólum, -línum, -taumum, taumefni og fluguhnýtingarefni, veiðifatnaði og töskum, veiðihníf, tveimur gíturum, skartgripaskríni sem meðal annars innihélt gullhring og ermahnappa, buxum úr flís efni, vasareiknivél og leðurbrydduðum spariskóm, kúlupenna, öskju með gullskeiðum, Orvis veiðigleraugum, tveimur flísatöngum og kveikjara, ásamt fleiri munum, samtals að verðmæti tæplega 2,000,000 króna. 5) Ákærðu öllum fyrir að yfirgefa Engilbert bjargarlausan, í íbúðinni, liggjandi með fyrrgreinda áverka á gólfinu, bundinn á höndum og fótum með lykkju um háls. Telst háttsemi ákærðu samkvæmt lið 1) varða við 231. gr., samkvæmt lið 2) við 2. mgr. 218. gr. - til vara við 1. mgr. 217. gr. -, samkvæmt lið 3) við 233. gr., samkvæmt lið 4) við 244. gr. og samkvæmt lið 5) við 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga. III. [...] IV. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar. Þá krefjast eftirtaldir skaðabóta að tilgreindri fjárhæð: 1) Pallaleigan Stoð hf. af ákærðu B og Halldóri Lárusi, 300.612 krónur auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25, 1987 frá tjónsdegi 30. apríl 1997 en síðan dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags. 2) Engilbert Jensen af ákærðu B, Einari og L 2.543.189 krónur auk áfallandi kostnaðar og vaxta frá 12. janúar 1998. 3) Sjóvá Almennar tryggingar hf. af ákærða B 6041 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 24. desember 1997 til greiðsludags.“ I. Málavextir eru þeir að Pallaleigan Stoð ehf. og ákærði, B, gerðu með sér samning um leigu á vinnupöllum til stutts tíma 30. apríl 1997 og greiddi B leigu fyrir einn dag. Pallaleigan lagði fram kæru hjá lögreglu á hendur leigutakanum 27. maí 1997 þar sem pöllunum hafði ekki verið skilað og leigutaki ekki fundist. Þann 10. júlí sama ár lagði pallaleigan svo fram bótakröfu á hendur ákærða B vegna pallanna. Málið var síðan fellt niður á grundvelli 112. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Málið var tekið fyrir að nýju í kjölfar upplýsingaskýrslu Sólbergs S. Bjarnasonar rannsóknarlögreglumanns frá 15. desember sl., sem vottfest er af Kristni Sigurðssyni rannsóknarlögreglumanni. Báðir hafa staðfest fyrir dómi að efni skýrslunnar sé rétt. Þar kemur fram að í tilefni yfirheyrslu yfir ákærða B í öðru máli hafi hann viljað upplýsa að hann og ákærði, Halldór Lárus, hafi ákveðið að taka á leigu ofangreindan vinnupall í því skyni að kasta eign sinni á hann. Skyldi ákærði, B, leigja pallinn hjá Stoð, en síðan myndi ákærði, Halldór Lárus, stela honum. Átti ákærði, B, að fá 350.000 krónur fyrir sinn þátt, en það hafi ekki gengið eftir. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms 17. desember sl. fór fram húsleit daginn eftir í Rafha-húsinu við Lækjargötu í Hafnarfirði, geymslurými sem Halldór Lárus Pétursson hafði á leigu. Þar fannst vinnupallur sem tekinn var vörslu lögreglu. Efnismagn og gerð hans að frátöldum fjórum klemmum og sextán splittum komu heim og saman við lýsingu kæranda á pallinum. Merkingar voru þó frábrugðnar upprunalegum merkingum Pallaleigunnar. Pallaeiningarnar voru auðkenndar með rauðgulri málningu, gulari en sú sem Stoð merkti sína palla með og á stoðunum voru greinilegar rispur sem gátu verið eftir að merkingar voru máðar af þeim. Göngupallarnir voru málaðir á hliðum með hvítri málningu en undir henni leyndist rauð málning sambærileg þeirri sem Stoð notaði til að merkja vinnupalla sína. Það efni sem vantaði upp á var síðan sent frá Grundarfirði af fyrrum leigusala Halldórs. Tæknideild lögreglu tók ljósmyndir af pöllunum og má þar sjá flekki af rauðri málningu. Vinnupallarnir voru afhentir Pallaleigunni Stoð 16. janúar þar sem talið var á grundvelli rannsóknargagna lögreglunnar að um væri að ræða palla þá sem ákærði B tók á leigu. Ákærðu, B og Halldór Lárus Pétursson, voru báðir yfirheyrðir við rannsókn málsins og fyrir dómi. Ákærði, B, var upphaflega yfirheyrður 10. júlí 1997 vegna kæru Pallaleigunnar Stoð. Við þá yfirheyrslu kvaðst hann hafa farið með pallana að Bólstaðarhlíð 52, sett þá upp og unnið daglangt við gluggaþrif. Um kvöldið hafi hann sett pallana saman. Daginn eftir hafi hann komið til að sækja pallana en þá hafi þeir verið horfnir. Kvaðst hann hafa talið að pallaleigan hefði tekið umrædda palla og því ekki aðhafst meira í málinu. Í yfirheyrslu 22. desember 1997 hvarf ákærði frá fyrri framburði sínum. Kvaðst hann nú á þeim tíma sem hann tók vinnupallana á leigu hafa verið atvinnulaus og búið á Laugateigi 19 hér í borg, sem er áfangaheimili. Hafi hann kynnst ákærða Halldóri Lárusi, sem einnig bjó þar. Hafi Halldór Lárus boðið sér vinnu við að skúra og skipta um glugga í fjölbýlishúsi við Bólstaðarhlíð. Kvaðst ákærði hafa tekið tilboði Halldórs Lárusar, sem hafi beðið sig um að taka á leigu vinnupalla og háþrýstidælu. Er hann hafi lokið ætlunarverki sínu varðandi pallana hafi hann farið á fund Halldórs Lárusar vegna dælunnar. Hafi Halldór Lárus tjáð sér að hann væri á förum til Grundarfjarðar og hafi hann boðið sér 150.000 króna greiðslu ef ákærði færi og tæki dæluna á leigu og setti hana á sama stað og pallarnir gegn því að Halldór myndi stela þessum hlutum. Kvað ákærði Halldór Lárus hafa sagt sér að ef hann, þ.e. B, myndi lenda í yfirheyrslu hjá lögreglu skyldi hann segja að pöllunum og dælunni hefði verið stolið, þetta hefði hann sjálfur margsinnis gert og framkvæmt með góðum árangri. Kvaðst ákærði hafa harðneitað þessu í fyrstu þar sem hann væri með „fyrirliggjandi dóm í kerfinu“. Ekki hafi komið til að dælan var tekin á leigu en að hann hafi látið pallana eiga sig og ekki skipt sér meira af málinu. Kvaðst ákærði hafa tjáð Halldóri Lárusi að ef einhver vandamál kæmu upp myndi hann kjafta frá. Kvað ákærði Halldór Lárus hafa verið með pallana frá því að hann tók pallana frá Bólstaðarhlíð daginn eftir að ákærði tók þá á leigu. Hafi Halldór Lárus tjáð sér fyrir stuttu að hann hafi farið með þá vestur á Grundarfjörð og þaðan í búslóðageymslu í Rafha-húsinu við Lækjargötu í Hafnarfirði. Kvað ákærði Halldór Lárus hafa átt frumkvæðið að þessu og að hann hefði komið aftan að sér. Hafi það verið ætlun sín að taka þessa vinnupalla á leigu til að vinna það verk sem Halldór hefði boðið sér. Í yfirheyrslu 19. janúar 1998 var ákærða kynnt bótakrafa Pallaleigunnar Stoðar ehf. Hafnaði hann kröfunni þar sem hann kvaðst hafa tekið pallana á leigu til að vinna fyrrgreint verk. Hafi það verið Halldór Lárus sem tók vinnupallana ófrjálsri hendi og hafði þá í sinni vörslu allan tímann. Kvaðst ákærði vísa bótakröfunni alfarið á Halldór, það hafi verið hann sem hafi svikið sig í viðskiptum á þessum tíma. Fyrir dómi bar ákærði á sama veg og í yfirheyrslu 22. desember sl. nema að því leyti að hann kvaðst ekki hafa ætlað að taka þóknun fyrir að taka pallana á leigu. Kvaðst hann ekki hafa vitað að meðákærði fór með pallana vestur á þessum tíma sem meðákærði tók þá. Aðspurður um breyttan framburð við lögreglurannsókn kvaðst ákærði hafa gert það þar sem Halldór Lárus neitaði að skila þýfi, sbr. 4. lið II. kafla ákæru, sem B hefði geymt hjá honum. Ákærði, Halldór Lárus Pétursson, hefur neitað sakargiftum. Hann hefur haldið því fram að hann hafi keypt vinnupalla þá sem fundust á geymslustað hans í Rafha-húsinu í Hafnarfirði stuttu eftir að hann kom af Litla Hrauni í júní eða júlí 1995 eða 1996. Hafi hann keypt vinnupallana af einhverjum verktaka og hafi hann greitt fyrir þá 80.000. krónur með fjórum afborgunum. Viðskipti þessi kvað ákærði hafa farið fram á einhverju ölhúsi borgarinnar. Umræddur verktaki hafi farið með sig út á Granda þar sem fyrir voru atvinnuhúsnæði og sýnt sér pallana þar sem þeir hafi verið ósamsettir. Hafi verktakinn verið á leið úr landi og viljað losna við pallana. Kvað ákærði pallana vera 3 hæðir og toppur. Kvaðst hann hvorki muna gerð né heiti pallanna en að sér hafi verið tjáð af seljanda að þeir væru trúlega tveggja til þriggja ára gamlir, lítið notaðir. Kvaðst ákærði ekkert hafa gert við þá og heldur ekki merkt þá með einhverskonar einkennum. Hann hafi í fyrstu látið pallana liggja óhreyfða útá Granda en síðan farið með þá vestur á Grundarfjörð í byrjun maí 1996. Kvaðst ákærði hafa yfirgefið Grundarfjörð um 20. september 1997 og að vinnupallarnir hefðu farið í búslóðageymslu í Rafha-húsinu 7. nóvember sama ár eftir að Landflutningar hafi flutt þá ásamt búslóð frá Grundarfirði til Reykjavíkur. Við yfirheyrslu var Halldóri tjáð að umræddir pallar kæmu heim og saman við lýsingu kæranda á stolnu pöllunum nema að því leyti að búið sé að afmá merkingar og sprauta yfir. Kvaðst ákærði ekki hafa skýringar á þessu, hann hafi aldrei gert neitt við pallana hvorki afmáð merki né notað þá. Kvaðst ákærði ekki geta lagt gögn til staðfestu viðskipta sinna við hinn óþekkta verktaka og gat heldur ekki um það sagt hvort einhver vitni hefðu verið að þeim viðskiptum. Við yfirheyrslu 21. janúar sl. var ákærða, Halldóri Lárusi, kynnt sú ákvörðun að afhenda pallana Pallaleigunni Stoð auk þess sem honum var kynnt skaðabótakrafa pallaleigunnar. Kvaðst ákærði mótmæla afhendingu pallanna en vildi ekki tjá sig um bótakröfuna. Fyrir dómi var framburður ákærða á sama veg og áður að því undanskildu að hann kvaðst hafa geymt pallana á svölum móður sinnar, sem væri nýlega látin, áður en hann fór með þá vestur á Grundarfjörð og að B hefði aldrei verið í vinnu hjá sér. Þegar ákærða voru sýndar ljósmyndir tæknideildar lögreglu af umræddum pöllum bar hann að þetta væru sínir pallar. Vitnið, Elvi Baldursdóttir, kvað ungan mann hafa tekið vinnupall á leigu. Hafi pallurinn verið fluttur að Bólstaðarhlíð 52 og settur þar við endann á bílskúr. Kvaðst vitnið hafa reynt að hafa upp á manninum er pallurinn skilaði sér ekki, meðal annars hringt í föður hans sem vissi ekkert um hann né vildi nokkuð af honum vita. Hafi hún auk þess hringt í marga í Bólstaðarhlíð en enginn hafi kannast við að pallurinn hafi verið notaður þar. Einnig hafi hún hringt á sendibílastöðvar til að grennslast fyrir um flutning á pallinum en einnig án árangurs. Þegar vitninu voru sýndar myndir af pöllunum sem fundust í geymslu ákærða, Halldórs Lárusar, kvaðst hún kannast við þá sem pallana sem leigðir voru 30. apríl 1996. Fyrir dómi útskýrir vitnið nánar hvernig hún þekki pallana á eftirfarandi hátt: „Pallarnir okkar eru merktir og við þeir einu sem erum með þetta efni. Við flytjum inn frá fyrirtæki sem heitir Wilhem Leier í Þýskalandi og við þekkjum náttúrlega okkar efni af því við líka merkjum það. Þetta bar heim og saman nákvæmlega við það magn sem hann tók og fékk.“ Vitnið, Helgi Gunnar Jónsson, kannaðist fyrir dómi við pallana á ofangreindum ljósmyndum. Kvaðst hann merkja alla sína palla með rauðum úða. Á pöllum þeim sem væru á myndunum væri búið að afmá merkingar Stoðar og mála yfir. Kvaðst hann í engum vafa um að þetta væru hans pallar. Kvaðst hann hafa einkaumboð á þessum pöllum, um væri að ræða sama efnismagn auk þess sem hægt væri að greina rauða málningu undir hvítu. Vitnið, Lúðvík Baldur Harðarson, kvaðst hafa afgreitt B með vinnupallana er hann tók þá á leigu. Þegar vitninu voru sýndar myndir af umræddum pöllum kannaðist vitnið við pallana á myndunum, þeir væru pallarnir sem hann hefði afgreitt B með í umrætt sinn. Kvaðst hann þekkja þá á því að um væri að ræða sama efnismagn, hluti af þeim merkingum (rauð málning) er starfsmenn pallaleigunnar hefðu látið á vinnupallana væru á þessum pöllum þó að búið væri að afmá megnið af merkingunum. Þá kvað vitnið að Pallaleigan Stoð ehf. hefði einkaleyfi hér á landi með vinnupalla af gerðinni Layher og eina fyrirtækið með slíka vinnupalla. Kvað vitnið vinnupalla á myndum vera af þessari gerð. Vitnið, Kristinn Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður, kvað við meðferð málsins að ákærði B hefði veitt lögreglunni upplýsingar um hvar pallarnir voru geymdir og í framhaldi af þeim upplýsingum hafi verið hafist handa við þann verkþátt að finna pallana, sem síðan hafi fundist í húsnæði Rafha í Hafnarfirði, nánar tiltekið í búslóðageymslu sem ákærði, Halldór Lárus, var með á leigu. Pallarnir hafi verið teknir í vörslu lögreglu. Fyrir dómi voru vitninu sýndar myndir af umræddum pöllum og staðfesti hann að þetta væru sömu pallarnir og lögregla haldlagði í Rafha-húsinu. Niðurstaða. Ákærði, B, hefur játað að hann hafi tekið vinnupallana á leigu. Hann hefur hins vegar borið úr og í um það í hvaða tilgangi hann gerði það. Ýmist heldur hann því fram að hann hafi tekið pallana á leigu fyrir meðákærða, Halldór Lárus, sem hafi ætlað að útvega honum vinnu við húsaviðgerðir eða að meðákærði og hann hafi gert með sér samkomulag um það að hann tæki að sér að leigja pallana fyrir ákærða, Halldór Lárus, sem hafi svo ætlað að slá eign sinni á pallana. Hann greiddi fyrir þá leigu í einn dag, en hirti ekki um að sjá til þess að þeim væri skilað í lok leigutímans. Framburður hans um það að meðákærði hafi tekið að sér að sjá til þess að pöllunum væri skilað er ekki trúverðugur enda gekk það ekki eftir og ákærði bar sjálfur á því ábyrgð sem leigutaki pallanna. Þegar litið er til þessa reikula framburðar ákærða þykir ljóst að ákærði hafði ekki hreint mjöl í pokahorninu eftir að hann tók pallana á leigu. Þrátt fyrir neitun ákærða, Halldórs Lárusar, þykir sannað með framburði eigenda og starfsmanna pallaleigunnar Stoðar, vitnanna Elvi Baldursdóttur, Lúðvíks Baldurs Harðarsonar og Helga Gunnars Jónssonar og annarra gagna málsins, einkum ljósmynda tæknideildar lögreglu, að vinnupallar þeir sem fundust á geymslustað í vörslu ákærða, Halldórs Lárusar, séu þeir sömu og ákærði B tók á leigu greint sinn hjá Stoð hf. Frásögn ákærða, Halldórs Lárusar, um það hvernig pallarnir komust í vörslur hans er afar ótrúverðug, enda hefur hann ekki getað gefið neinar haldbærar skýringar á því hvernig þeir komust í hans hendur. Pallarnir komu til Grundarfjarðar stuttu eftir að ákærði, B, tók þá á leigu og er enginn til vitnisburðar um að ákærði, Halldór Lárus, hafi haft palla í sínum fórum fyrir þann tíma. Þykir fyllilega sannað með hliðsjón af gögnum málsins og vitnisburði ofangreindra eigenda og starfsmanna Pallaleigunnar Stoðar að umræddir pallar, sem fundust í vörslum Halldórs Lárusar, séu þeir sömu sem B tók á leigu hjá Stoð. Þrátt fyrir reikulan framburð ákærða, B, í ýmsum atriðum hefur hann þó staðfastlega haldið því fram að ákærði, Halldór Lárus, hafi tekið við pöllunum eftir að hann (B) tók þá á leigu. Verður sá framburður lagður til grundvallar, enda fundust pallarnir í vörslu Halldórs Lárusar. Með hliðsjón af því þykir rétt að leggja frásögn B fyrir dómi af málsatvikum til grundvallar hvað varðar hlut Halldórs í málinu. Að mati dómsins telst það sannað samkvæmt framansögðu að B og Halldór hafi í sameiningu dregið sér pallana í auðgunarskyni. Hafa þeir með því gerst brotlegir við 247. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu Pallaleigunnar Stoðar ehf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur ákærðu, samtals að fjárhæð 300.612 krónur auk vaxta, eins og getið er í ákæru. Krafan er órökstudd og ekki studd gögnum. Ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa henni frá. II. Þriðjudaginn 18. nóvember 1997 kl. 02:59 var lögregla kvödd að Kleppsvegi 90 í Reykjavík. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hitti lögregla á staðnum tilkynnendur, Guðjón Þór Pétursson og Þröst Jónasson. Í húsinu var Engilbert Jensen sem kvaðst hafa orðið fyrir árás þriggja manna auk þess sem þeir hafi rótað í hirslum hans í einhvern tíma og haft á brott með sér ýmis verðmæti, sem nánar er lýst í ákæru. Kvað Engilbert mennina hafa misþyrmt honum, bundið hann höndum og fótum, sett snöru um háls hans og skilið hann þannig eftir liggjandi á gólfinu í forstofunni. Auk þess hefðu þeir haft í hótunum við hann. Fengin var sjúkrabifreið á staðinn sem flutti Engilbert á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til aðhlynningar. Á staðinn komu Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður og Kristján Kristjánsson tæknideildarmaður. Eftir nokkra eftirgrennslan lögreglu voru ákærðu B, Einar Sigurjónsson og L Svavarsson, handteknir síðar þennan sama dag. Þremenningarnir viðurkenndu allir aðild sína að málinu en greindi nokkuð á um þátt hvers um sig. Áður en vikið verður að framburði ákærðu og vitna þykir rétt að rekja fyrirliggjandi læknisvottorð. Í vottorði Curtis P. Snook, læknis á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur 18. nóvember 1997, er áverkum kæranda við komu á sjúkrahús sama dag, lýst svofellt: „Við skoðun kom í ljós að hann var með mikla bólgu og blámi yfir hægra augnloki og var þar mikið hæmatom. Augað algjörlega sokkið þennan bjúg 2-3 cm langur skurður sem nær þvert yfir augnlok. Það voru 5 x 5 cm mar og hruflsár á enni, húðblæðingar og hruflsár í hársverði hægra megin, subconjunctival blæðing í hægra auga, þekur þetta um fjórðung til helming af sclera. Á vinstra auga er hann einnig með subconjunctival blæðingu nær yfir fjórðung af sclera. Það voru haematoma neðan við vinstra auga, hruflsár á höku ca. 1 x 1 cm, hruflsár framan á hálsi, mar ca 4 x 4 cm yfir vinstra gagnauga, diffuse roði yfir nefi, grunnir skurðir aftan á hnakka, 4 talsins, hver um sig um 3-5 cm að lengd, 0.5 cm skurðsár aftan á hnakka sem samrýmist oddi á hvössum hníf og myndast þar lítil hola innan við 0.5 cm á dýpt. Hann var mjög aumur yfir kviði hægra megin undir brjóstkassa og aftan til á thorax hægra megin. Það var hruflsár 2 x 3 cm á hné, tognunar á báðum ökklum og mar á vinstri hendi. Röntgenmyndir af þumli sýndu ekki brot, þvag stixað fyrir blóði og var ekki að finna blóð í þvagi. Ljósmyndir voru teknar af áverkum. Sár á augabrún var deyft og saumað. Búið var um þumal með þumalgipsspelku. Sjúklingurinn var lagður inn á gæsludeild í umsjón skurðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur af slysa- og bráðamóttöku til frekari meðferðar og eftirlits. Endurkoma er áætluð hjá Magnúsi Páli Albertssyni m.t.t. hugsanlegs liðbandsáverka í vinstri þumli. Samkvæmt sjúkraskýrslu hafði þessi maður orðið fyrir mjög grófu ofbeldi og hlaut hann af nokkuð alvarlega áverka, sem ráða má af því, að lifran skyldi rupterað við áverkann. Ekki koma þó fram nein einkenni um alvarlegan áverka í líffærum. Hafi ekki komið fram ný eða óvænt einkenni eftir þessi atvik, ættu batahorfur að vera góðar.“ Þá liggur fyrir læknisvottorð Eiríks Gunnlaugssonar deildarlæknis á bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 29. desember sl. og kemur þar eftirfarandi fram: „Við upphafsskoðun var mikil bólga og blámi yfir svæðinu í kringum vinstri þumalfingur, bæði handarbaksmegin og lófalægt. Það voru veruleg hreyfi- og þreifieymsli um metacarpophalangeal liðinn og voru eymslin meira ulnart. Það var ekki hægt að meta stöðugleikann í MCP-liðnum vegna bólgu og verkja. Sem upphafsmeðferð við þumalfingursáverkanum fékk Engilbert þumalspelku úr gipsi. Lagðist síðan inn á skurðdeild með aðra áverka og er vísað í sögu að því leyti í vottorði frá skurðdeild. Gangur: Daginn eftir var vinstri hönd Engilberts rtg. mynduð og segir í svari rtg.deildar: „Brot greinast ekki. Subluxations staða er í metacarpophalangeal lið í þumalfingri þannig að nærkjúkan er vægt hliðruð radialt." Því áframhaldandi grunur um skaða á þumalfingri vinstri handar. Því var gipsið tekið og stöðugleiki ulnar collateral ligamentsins metinn. Til þess þurfti að leggja deyfingu í medianus taugina og superficial radial greinina þurfti að deyfa þar sem ekki var hægt að taka á liðbandinu vegna verkja. Þegar sú deyfing hafði tekið staðfesti það gruninn að ulnar collateral ligament væri slitið. Það er að segja greinilega laflaus þumalfingurinn um metacarpophalangeal lið vinstra þumalfingurs þegar það var prófað miðað við hægra megin. Fékk því áfram þumalspelku og settur á verkja- og bólgueyðandi lyf. Settur upp til aðgerðar á vegum Bæklunarlækningadeildar þegar pláss fengist á skurðstofu og bólgan hefði minnkað í fingrinum. Þann 27.11.1997 var Engilbert síðan kallaður til aðgerðar þar sem í staðdeyfingu var opnað inn að liðbandinu og kom þá í ljós að það var gauðrifið. Var það því saumað. Náðist vel saman en nauðsynlegt var að meðhöndla áverkann áfram í gipsi í að minnsta sex vikur. Við skoðun hálfum mánuði eftir aðgerð var sárið vel gróið. Minnkandi bólga í þumalfingrinum og endurkoma áætluð eftir fjórar vikur til þess að taka gipsið. Vert er að geta að Engilbert er rétthentur. Álit: Slit í ulnar collateral ligamenti í vinstra þumalfingurs. Áverki sem kemur vel og heim saman við þá sögu sem sjúklingur gefur. Áverki sem telst alvarlegur handaráverki. Sé ekki gerð aðgerð á þessu og liðbandið saumað verður þumallinn til lítilla eða engra nota í framtíðinni þar sem þetta er aðalliðband þumalfingurs til að stabilisera á móti gripi. Þrátt fyrir að liðbandið sé saumað tekur það marga mánuði að ná fullum styrk og liðleika í fingurinn og ekki hægt að segja að fullu nú um lokaárangur. Samantekið: Ráðist var á Engilbert og togað illþyrmilega í vinstri þumalfingur þannig að ulnar collateral ligament slitnaði. Saumað saman í aðgerð. Á fyrir höndum nokkra vikna gipsmeðferð og að öllum líkindum nokkra mánaða endurhæfingu á þumalfingurinn. Alvarlegur áverki sem nauðsynlegt er að laga þar sem þumalfingur verður annars til lítilla nota, ekki hægt að segja til um lokaárangur aðgerðar þar sem það stutt er liðið frá því að liðbandið var saumað.“ Samkvæmt vottorði Tryggva B. Stefánssonar sérfræðings í almennum skurðlækningum frá 30. janúar sl. er ljóst að Engilbert var lagður inn á B-6 deild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfaranótt 18. nóvember sl. þar sem teknar voru af honum röntgenmyndir af andlitsbeinum, hálshrygg, brjósthrygg, lungum, vinstri hönd, hægri þumli. Segir í vottorðinu að þær hafi allar verið eðlilegar og einnig ómskoðun í kvið. Hann var útskrifaður af deildinni daginn eftir. Ákærði, B, neitaði við fyrstu yfirheyrslu lögreglu og fyrir dómi í tilefni kröfu um gæsluvarðhald, að hann hefði tekið þátt í verknaði þeim sem hér um ræðir. Kvaðst hann hafa verið hjá kunningja sínum, Halldóri Lárusi Péturssyni, þessa nótt. Við síðari yfirheyrslu breytti hann framburði sínum. Lýsti hann atvikum svo að hann hefði verið á Ölkjallaranum ásamt hópi fólks og að förinni hefði verið heitið heim til Halldórs Lárusar. Hafi Halldór vísað fólkinu á brott en eftir hafi verið ákærði ásamt meðákærðu, Lárusi og Einari. Kvaðst ákærði hafa fengið lykla hjá Halldóri af bíl sem hann hafði geymt hjá honum fyrr um daginn. Á þessu augnabliki hafi kviknað hugmyndin að því að fara í hefndarskyni heim til Engilberts í fylgd Einars og Lárusar. Kvaðst ákærði lengi hafa þekkt Engilbert, sem oft hefði selt honum eiturlyf. Hafi hann beðið Lárus að keyra bílinn þar sem hann hefði sjálfur tekið tvær eða þrjár Mogadon-töflur og drukkið einn bjór. Kvað ákærði Lárus hafa keyrt eftir sínum ábendingum heim til Engilberts. Hafi þeir lagt bílnum fyrir aftan bíl Engilberts og kvaðst ákærði hafa sagt við Lárus að þeir skyldu fá að hringja hjá honum. Kvaðst ákærði hafa spurt Engilbert eftir að hann opnaði hvort þeir mættu hringja og hefði Engilbert svarað því neitandi. Hafi Lárus þá slegið Engilbert fyrirvaralaust í magann og slegið Engilbert þannig nokkrum sinnum. Kvað ákærði Engilbert hafa fallið á grúfu og hrópað eitthvað og hafi Einar þá stokkið á hann og sagt honum að þegja. Fljótlega hafi Einar beðið sig um eitthvað til að binda Engilbert með og kvaðst ákærði, B, þá hafa bent honum á hvítt band sem var upprúllað og lá við hliðina á þeim. Kvaðst ákærði hafa farið fram hjá Engilbert og inn í herbergið hans þar sem hann vissi að allar veiðigræjurnar hans voru. Hafi hann tekið þær saman ásamt myndbandstæki, sjónvarpi og fleira dóti og byrjað að bera það út í bíl ásamt Lárusi. Þegar hann hafi gengið fram hjá Engilbert með myndbandstækið hafi hann eitthvað verið að öskra og kvaðst B þá hafa sparkað einu sinni í ennið á honum. Á meðan á þessu stóð hafi Einar setið á bakinu á Engilbert og verið með hníf í annarri hendinni. Kvaðst ákærða hafa brugðið nokkuð þegar hann sá rispur á hálsi Engilberts og öskrað til Einars: „Hvern djöfulinn ertu að gera, þú drepur hann ekki.“ Kvaðst ákærði síðan hafa borið allt dótið út í bíl sem hann hefði valið sjálfur og hafi Lárus hjálpað sér, að sinni beiðni. Að endingu hafi hann sest undir stýri og flautað en ekið af stað þegar Einar og Lárus birtust ekki, kvaðst hann hafa orðið hræddur um hvað þeir væru að gera Engilbert. Varðandi stolnu munina kvaðst ákærði hafa ekið vestur á Seltjarnarnes, alveg út á Gróttu þar sem golfvöllurinn væri og hent öllu góssinu í sjóinn. Ástæður verknaðarins kvað hann vera að hefna sín fyrir hrottalega nauðgun sem Engilbert hafi framið á sér á heimili sínu um mánaðamótin ágúst-september sama ár. Síðar breytti ákærði framburði sínu varðandi tímasetningu nauðgunarinnar en kvað hana hafa átt sér stað um mánaðamótin sept. - okt. Fyrir dómi bar ákærði í meginatriðum á sama veg og í síðargreindri yfirheyrslu, en hann kvað nú að ástæður fyrir verknaðinum hafi verið þær að hann hafi verið blankur og boðist peningar ef hann færi og ýtti við Engilbert. Hafi verið um nokkurs konar handrukkun að ræða. Einnig breytti ákærði fyrri framburði sínum um það að hann hefði hent þýfinu út í sjó heldur kvaðst hann hafa farið með munina heim til Halldórs. Hann kvaðst hafa ekið burt frá heimili Engilberts án Lárusar og Einars þar sem honum hafi ekki litist á það sem þar var að gerast. Kvaðst hann að öðru leyti staðfesta lögregluskýrslur. Ákærði, Einar Sigurjónsson, kvaðst hafa hitt B og Lárus á Ölkjallaranum kvöldið sem atburðurinn átti sér stað og að þeir hafi síðan farið í partý heim til Halldórs Lárusar ásamt fleira fólki. Hafi Halldór ekki hleypt þeim inn og þeir þremenningar haft sig á brott í bíl sem var þarna fyrir utan og hafi Lárus setið undir stýri. Kvaðst ákærði hafa talið að þeir væru að fara í partý. Þegar komið var að húsi nokkru hafi hann og B farið að dyrunum, bankað og birtist maður í dyraopinu. Maður þessi hafi ekki viljað hleypa þeim inn og hafi B þá lamið hann. Kvaðst ákærði svo hafa gengið inn á eftir B og stjakað við honum, þ.e. B, og hafi hann þá slegið sig í hausinn. Kvað hann B og Lárus hafa verið á þeytingi fram og til baka um íbúðina með hluti og að B hafi röflað um að húsráðandinn skuldaði sér eitthvað. Kvaðst ákærði hafa setið inni á gólfi í einu herberginu á meðan á þessu stóð og verið að leika sér með veiðigirni. Hafi Lárus svo kallað á sig og sagt að B væri farinn og að þeir hafi rölt eitthvað í burtu frá húsinu og stuttu síðar tekið leigubíl. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa gert manninum neitt, sem var inni í húsinu, og þvertók fyrir að hafa tekið upp hníf. Kannaðist hann hvorki við að hafa bundið hann né hótað honum lífláti. Hann hafi heldur ekki orðið var við að einhver gerði manninum eitthvað. Þegar hann yfirgaf húsið kvað hann manninn hafa legið á sama stað með lífsmarki en kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því hvort hann væri bundinn eða ekki. Ákærði gat ekki svarað því hvernig munir í eigu Engilberts komust undir hans hendur og sem fundust í fórum hans við handtöku. Kvaðst ákærði ekki hafa tekið muni þá sem settir voru í pant hjá leigubílstjóranum sem ók þeim af staðnum og voru eign Engilberts. Um ástand sitt umrætt kvöld kvaðst ákærði hafa drukkið samfleytt í tvo daga, auk þess að hafa neytt bæði lyfja og fíkniefna og ástand sitt því mjög slæmt. Hafi hann verið í sínum eigin hugarheimi inni í húsi mannsins. Ákærði, L Svavarsson, lýsir atburðum áður en farið var heim til Engilberts á sambærilegan hátt og B og Einar. Þegar komið var heim til Engilberts kvaðst ákærði ekki hafa vitað hver ætti heima þarna né í hvaða erindagjörðum B væri. Það hefði þó komið fram hjá B eftir að bíllinn var stöðvaður að þarna í húsinu byggi maður sem hann þyrfti að ræða og tala við um óuppgerða hluti. Kvaðst ákærði hafa í fyrstu setið í bílnum en farið svo á eftir B og Einari en skilið lykilinn eftir í svissinum. B hafi bankað á hurðina og kallað hvort einhver væri heima og að Engilbert hafi komið til dyra á náttsloppnum og hafi hann samstundis þekkt hann. B hafi sagt eitthvað á þá leið: „Ég þarf að ræða ýmisleg mál við þig og þú ert búinn að vera að skvíla á mig og á aðra menn úti í bæ og nú verður gengið í skrokk á þér.“ Í sömu andrá ruddist B inn og ýtti Engilbert til hliðar. Hafi hann fallið í gólfið við þetta, lent á grúfu. Hann hafi greinilega meitt sig við fallið því það blæddi úr höfði hans. Fyrir dómi sagði ákærði að B hefði veitt Engilbert högg í anddyrinu, en hann hafi ekki séð með hvaða hætti, hann hafi ekki séð B sparka í höfuðið á Engilbert. Ákærði, Lárus, kvaðst ekki viss um hvort það var B eða Einar sem batt Engilbert en B hafi rekið hnéð í andlitið á Engilbert og hann stunið mikið við það. Kvaðst ákærði hafa haft áhyggjur af því hvernig B gekk í skrokk á Engilbert og haft orð á því en þá hefði B sagt að þetta væri allt í lagi því þarna við hliðina byggi blindur og heyrnarlaus maður og þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Kvað ákærði Einar hafa setið á baki Engilberts og tekið hníf úr brúnu slíðri og gert sig líklegan til að stinga Engilbert og hafi ákærði sagt honum að hætta þessu. Einar hafi hætt þessu en þó pikkað með hnífnum í hálsinn á Engilbert. Kvað ákærði B hafa kýlt í síðuna á Engilbert og byrjað síðan að bera ýmislegt dót út úr íbúð Engilberts, þar á meðal veiðistengur, sjónvarp, myndband, Adidastösku með ýmsu dóti, tvær gítartöskur með gíturum í og ýmsu öðru dóti sem Lárus kvaðst ekki hafa séð. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa tekið neitt en Einar hafi tekið hnífinn í brúna slíðrinu sem hann hafði verið með. Um ástand Engilberts við brottför kvað ákærði hann hafa legið bundinn á gólfinu og að blætt hafi úr andliti hans en að hann hafi þurrkað framan úr honum blóðið. Kvaðst hann ekki hafa getað leyst hann vegna þess að B hafi læst útidyrahurðinni og að Einar hafi látið öllum illum látum fyrir utan og talið réttast að hypja sig þar sem hann óttaðist hvað Einar og B hefðu gert Engilbert. Hafi B verið stunginn af á bílnum og löbbuðu þeir Einar heim til stúlku sem ákærði þekkti og hafi þeir beðið hana um að hringja á leigubíl. Síðar hafi þeir stöðvað leigubíl og farið niður í bæ. Munir þeir sem fundust á ákærða og sem hann setti í pant hjá leigubílstjóranum kvað hann B hafa rétt sér þegar þeir voru fyrir utan hjá Engilbert. Varðandi líkamsárásina kvaðst ákærði ekki hafa átt neinn þátt í henni. Um sitt eigið líkamsástand kvaðst ákærði ekki hafa verið búinn að drekka mikið áfengi en tekið eina töflu af Seroxat. Vitnið, Engilbert Jensen, kvaðst hafa verið á leið í háttinn um klukkan 2:00 þegar bankað var ónotalega eða valdsmannslega á dyrnar hjá sér. Hafi hann brugðið sér í slopp, opnað dyrnar og fyrir utan hafi staðið þrír menn og kvaðst hann hafa kannast við einn þeirra sem L Svavarsson en hina tvo hefði hann ekki þekkt þar sem fremur skuggsýnt var við dyrnar. Kvað vitnið L fyrst hafa spurt sig hvort þeir mættu hringja. Hann hafi neitað því en þeir ruðst inn og einn þeirra gripið í þumalputtann á sér. Honum hafi sortnað fyrir augu, en það næsta sem hann mundi var að hann lá á fjórum fótum á gólfinu og verkjaði mikið í þumalputtann. Kvaðst vitnið hafa hrópað og öskrað eins hátt og hann gat til að reyna að vekja athygli nágranna en fékk engin viðbrögð þaðan. Skyndilega hafi annar árásarmannanna komið og haldið hnífi að hálsi hans og hnakka. Sá sem hafi gert þetta hafi verið með hása rödd og ívið minni en hinn. Maðurinn hafi haldið hnífnum að hálsinum og hótað því að stinga hann ef hann hætti ekki að hrópa. Kvaðst vitnið ekki hafa hætt að hrópa enda verið viss um að sér stæði lífshætta af mönnunum en þá hafi sá stærri komið og sparkað af öllu afli í höfuð hans og beðið þann litla um að þagga niður í sér. Við þetta kvaðst Engilbert hafa vankast og nánast misst meðvitund við sparkið. Við rannsókn málsins sagði vitnið að sá sem sparkaði hafi sagst vera að hefna sín fyrir Geira frænda, Ásgeir Ebenesersson, en fyrir dómi kvaðst hann ekki hafa hugmynd um hvers vegna þeir hafi ráðist inn til sín. Eftir þetta hafi mjög dregið af vitninu og hann hafi hætt að hrópa. Sá hási, minni, hafi á meðan á þessu stóð haldið hnífnum að hálsi sínum og hnakka en síðan byrjað að binda hendur hans með grönnum kaðli að skipan þess stærri sem þarna var og tekið síðan eina lykkju og vafið um hálsinn en það hafi verið sér til happs að hann hafi getað sett hökuna niður og þannig komið í veg fyrir að lykkjan hertist um hálsinn en ef það hefði gerst hefði hann aldrei getað leyst sig af sjálfsdáðum. Kvað vitnið þann hása hafa hvað eftir annað hótað sér lífláti en Lárus hefði þá beðið hann að láta ekki svona og sett tusku undir andlit sitt svo hann gæti þurrkað blóð sem vætlaði úr enni og auga. Að endingu hafi sá hási bundið fætur sínar með sjónvarpssnúru sem þarna var. Kvað vitnið Lárus og þann hærri hafa á meðan á þessu stóð gramsað og leitað um alla íbúðina og byrjað síðan að bera ýmislegt dót út. Hafi hann heyrt bíl ekið að útidyrunum og síðan hafi dótið verið borið út og hafi þar verið á ferðinni aðallega Lárus og og sá hærri. Kvaðst vitnið ekki hafa þorað að fylgjast mikið með því sem þremenningarnir voru að gera en eftir nokkurn tíma hafi þeir gert sig líklega til að fara og hafi sá stóri sagt við sig áður en hann fór að þeir kæmu aftur og myndu þá leysa hann. Hafi hann síðan farið út, lokað hurðinni og tekið í hurðarhúninn til að ganga úr skugga um að það væri læst. Kvaðst Engilbert hafa byrjað að reyna að losa sig og það tekist eftir nokkrar mínútur en að hann hafi fengið algert áfall eftir það og skolfið eins og hrísla. Að því búnu hafi hann farið út í bíl sinn og hringt þar í vin sinn, Guðjón Þór Pétursson, sem hafi komið að vörmu spori ásamt Þresti Jónassyni vinnufélaga sínum. Kvaðst hann hafa notað bílasímann þar sem mennirnir hefðu slitið símann hans úr sambandi áður en þeir fóru. Vitnið bar fyrir dómi að hann hafi nánast ekkert fengið af þýfinu aftur en kvað ákærða B hafa boðið sér það á 100.000 krónur. Vitnið, Guðjón Þór Pétursson, kvaðst hafa farið heim til Engilberts umrædda nótt eftir að Engilbert hefði hringt í sig í mikilli geðshræringu. Hafi hann farið ásamt félaga sínum, Þresti Jónassyni. Kvað vitnið aðkomuna sýnu verri en hann átti von á og hafi hann beðið Þröst að hringja eftir aðstoð. Hafi Engilbert sagt sér að þrír menn hefðu ráðist á sig og að hann hefði kannast við einn þeirra, Lárus. Hafi einn þeirra, lítill með ráma rödd, haft í hótunum við hann og verið með hníf á lofti og annar sparkað í andlit hans. Kvaðst vitnið minnast þess að Engilbert hefði talað um að Lárus hafi reynt að draga úr aðförinni að honum. Einnig kvað vitnið Engilbert hafa á orði að einhver þeirra hefði sagst vera að hefna fyrir Geira frænda, betur þekktur sem Ásgeir E. Þórðarson. Vitnið, Þröstur Jónasson, staðfesti að hann hefði komið á heimili Engilberts umrædda nótt og aðkoman hafi verið frekar ljót. Húsið hafi hreinlega verið í rúst og Engilbert blóðugur á höndum og með sár á höfði auk þess sem hann hafi verið í miklu uppnámi. Kvað vitnið Engilbert hafa sagt að það hefðu komið inn þrír menn og ráðist á sig, bundið sig og keflað og gengið yfir hann á gólfinu á meðan þeir báru húsmuni og hluti út úr íbúðinni hjá sér og að hann hafi þekkt einn þeirra á röddinni. Kvaðst vitnið ekki minnast þess að Engilbert hafi nefnt þátt hvers og eins. Vitnið, Kristján Ingi Kristjánsson, rannsóknarlögreglumaður, kvaðst hafa komið á vettvang kl. 03:05 og rætt við Guðjón Þór Pétursson. Inni í íbúðinni hafi allt verið á tjá og tundri. Stuttu síðar hafi hann farið upp á slysadeild og rætt við Engilbert. Engilbert hafi verið með talsverða áverka og átt erfitt með hreyfingar. Kvað vitnið Engilbert hafa greint sér frá því að þrír karlmenn hafi bankað hjá sér um nóttina. Hafi hann þekkt einn manninn sem L. Þeir hafi ruðst inn til hans og ráðist á hann. Einn mannanna hafi snúið upp á þumalfingur hans og hafi honum síðan verið hent niður í gólfið á kviðinn. Einhver hafi stokkið ofan á hann og rist hnakka hans og háls með einhverju oddhvössu. Hann hafi við þetta öskrað upp og einn mannanna sparkað í höfuð hans 1 sinni eða tvisvar. Síðan hafi þeir bundið hendur hans fyrir aftan bak með bláu reipi og fætur hans með sjónvrpssnúru. Hafi stórséð á Engilbert og að hann hafi getað tjáð sér að hann kannaðist við einn af mönnunum, L. Vitnið, Kristján Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður, kvað rannsókn tæknideildar umrædda nótt aðallega hafa verið í því fólgna að ljósmynda vettvanginn eins og hann leit út og að leita að ummerkjum eftir það sem hafði gerst þarna. Vitnið sagði að annað bandið sem Englilbert kvaðst hafa verið bundinn með hafi verið nælonband en hitt sjónvarpskapall eða hluti af sjónvarpskapli. Niðurstaða. Ákærðu hafa játað að hafa komið á heimili Engilberts aðfaranótt þriðjudagsins 18. nóvember 1997. Lýsing þeirra á málsatvikum er nokkuð samhljóða fram að inngöngu þeirra á heimili Engilberts. Þá greinir hins vegar á um málsatvik eftir að inn í hús hans var komið. Ákærði, B, hefur játað að hafa stolið þýfi því sem greint er í ákæru af heimili Engilberts en neitar að hafa tekið þátt í líkamsárásinni að öðru leyti en því að hann hafi sparkað einu sinni í ennið á honum. Kveður hann Lárus og Einar hafa átt hér hlut að máli. Ákærðu, Lárus og Einar, neita báðir að hafa tekið þátt í líkamsárásinni og þjófnaðinum. Lárus kveður Einar og B hafa ráðist á Engilbert og staðhæfir að B hafi stolið þýfinu frá honum. Einar kvaðst ekki hafa orðið var við að einhver hafi veist að Engilbert en kveður meðákærðu hafa verið á þeytingi um íbúðina með muni. Vitnið, Engilbert, kveðst ekki viss um hver hafi veist að sér við inngönguna en lýsir því svo að bæði B og Einar hafi veist að honum þegar inn var komið og að Einar hafi hótað honum hvað eftir annað lífláti. Kveður hann B og Lárus hafa auk þess borið ýmislegt dót út. Ljóst er af því sem rakið hefur verið að ákærðu ruddust allir í heimildarleysi inn á heimili Engilberts umrætt sinn. Með því hafa þeir gerst sekir um brot gegn 231. gr. almennra hegningarlaga. Þegar litið er til framburðar vitnisins Engilberts, sem fær stoð í framburði ákærða L og læknisvottorða sem rakin hafa verið, þykir sannað að ákærðu, B og Einar, veittust í sameiningu með ofbeldi að Engilbert, sneru hann í gólfið, bundu hann höndum og fótum og vöfðu lykkju um háls hans og veittu honum áverka þá sem í ákæru greinir, að undanskildu því að eins og ákæru er háttað þykir ósannað að þeir hafi snúið upp á vinstri þumalfingur Engilberts með þeim afleiðingum að liðband hans slitnaði. Óljóst er hvernig þætti þeirra hvors um sig var nákvæmlega háttað, en af vætti Engilberts, sem fær stoð í framburði ákærðu B og Lárusar, þykir fyllilega sannað að það hafi verið ákærði Einar sem stakk hann margsinnis með hníf í háls og hnakka, og með játningu ákærða B að hann hafi sparkað í andlit Engilberts. Sú atlaga ákærða, Einars, að stinga Engilbert með hnífi var mun hættulegri en annar þáttur árásarinnar. Þar sem ákærða, B, er ekki gert að sök að hafa tekið þátt í að vefja lykkju um háls Engilberts og binda hann með reipi á höndum og fótum verður hann ekki sakfelldur fyrir þann verknað. Verknaður ákærða, B, sem hann hefur hér verið sakfelldur fyrir, varðar við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981, en verknaður ákærða, Einars, verður felldur undir 2. mgr. 218. gr. fyrrgreindra laga, sbr. sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þegar litið er til framburðar vitnisins Engilberts og neitunar ákærða, L, telst hins vegar ósannað að hann hafi tekið þátt í líkamsárásinni á hendur Engilbert, með þeim hætti sem honum er að sök gefið í ákæru, og er hann því sýknaður af þeirri háttsemi. Vitnið Engilbert hefur borið að annar tveggja ákærðu, sem hann ekki bar kennsl á á staðnum, hafi hótað sér lífláti á meðan á árásinni stóð. Kemur lýsing hans heim og saman við ákærða Einar. Hvorki framburður meðákærðu né annað það sem fram er komið í málinu styður þessa fullyrðingu. Ber því gegn neitun ákærða Einars að sýkna hann af þeirri háttsemi sem honum er að sök gefin í 3. lið II. kafla ákæru. Ákærði, B, hefur haldið því fram að hann og ákærði, Lárus, hafi borið þýfið, sem getið er í 4. lið II. kafla ákæru, út úr íbúðinni. Er þetta í samræmi við vitnisburð Engilberts, sem kvað ákærða Lárus og „þann hærri“ hafa gramsað og leitað um alla íbúðina og byrjað síðan að bera ýmislegt dót út, svo og framburð ákærða, Einars, sem kvað þá B og Lárus hafa verið á þeytingi með hluti fram og til baka um íbúðina. Ljóst er af framburði ákærða, B, að hann fékk mestmegnið af þýfinu í sinn hlut, en lítill hluti þýfisins fannst á ákærða, Lárusi. Lárus hefur hins vegar neitað því að hann hafi tekið þátt í að bera þýfið út úr íbúðinni. Þegar framangreint er virt þykir fyllilega sannað að ákærðu, B og Lárus, hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeir eru ákærðir fyrir í 4. lið II. kafla ákæru. Sýnt þykir af framburði ákærðu að þeir fóru ekki í þjófnaðarskyni í íbúðina. Hefur ákærði, Einar, staðfastlega neitað því að hann hafi tekið þátt í þjófnaði munanna. Meðákærðu hafa ekki borið það á hann og vitnið Engilbert hefur borið að á meðan ákærði Einar þjarmaði að honum hafi meðákærðu borið út þýfið. Ákærði, Lárus, hefur haldið því fram að ákærði Einar hafi stolið hníf á staðnum, en öðru er ekki til að dreifa því til staðfestingar. Telst samkvæmt þessu ósannað að ákærði, Einar, hafi tekið þátt í þjófnaðinum á verðmætunum í íbúð Engilberts. Ákærðu, B og Einar, komu Engilbert í það ástand sem nánar er lýst er í 5. lið II. kafla ákæru og skildu hann þannig eftir við brottför sína. Sá verknaður þeirra varðar við 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði, Lárus, hefur verið sýknaður af líkamsárásinni sem lýst er í 2. lið II. kafla ákæru og hefur hann því ekki gerst brotlegur við þetta lagaákvæði Er hann því sýknaður af þessum lið ákæru. III. [...] IV. Viðurlög. [...] Ákærði, Einar, hefur frá árinu 1980 hlotið 10 refsidóma fyrir skjalafals, þjófnað, þjófnaðartilraun, fjársvik, tilraun til fjársvika og hilmingu auk brota gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Auk þessa hefur ákærði hlotið 4 sáttir fyrir brot gegn umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni. Nemur samanlögð óskilorðsbundin refsivist hans nú tæpum 15 árum. Síðast hlaut ákærði dóm 19. desember 1988, 14 ára fangelsi fyrir manndráp, brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Í júní 1992 og ágúst sl. gekkst hann undir sátt vegna fíkniefnabrota. Þann 9. nóvember 1996 hlaut hann reynslulausn í 3 ár á eftirstöðvum refsingar, 1680 dögum. Samkvæmt bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins 2. september sl. hefur ákærði ekki afplánað eftirstöðvarnar. Ákærði hefur með brotum þeim, sem hann hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu, rofið skilorð reynslulausnarinnar. Ber því nú samkvæmt 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. gr. laga nr. 16/1976 og með hliðsjón af 60. gr. sömu laga að dæma hann nú í einu lagi fyrir brot þau, sem hér er fjallað um og hina 1680 daga óloknu refsivist. Með hliðsjón af sakaferli ákærða, og þegar litið er til þess að líkamsárás hans var fólskuleg og framin í félagi við annan, þykir refsing hans með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 6 ár. Ákærði, Halldór Lárus, hefur frá árinu 1974 sætt refsingu 33 sinnum fyrir umferðarlagabrot, áfengislagabrot, fíkniefnabrot og hegningarlagabrot, einkum skjalafals og auðgunarbrot. Hann á að baki 19 refsidóma. Síðast var hann dæmdur 17. júlí 1997 í sekt fyrir fíkniefnalagabrot og gekkst undir sátt fyrir sama brot í júní sl. með sektargreiðslu. Síðast hlaut hann óskilorðsbundna refsingu 1995, 5 mánaða fangelsi auk sviptingar ökuréttar ævilangt fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum og umferðarlögum. Brotaferill ákærða hefur verið nær óslitinn, en hann hefur ekki sætt refsingu fyrir hegningarlagabrot síðan árið 1987, þá 12 mánaða fangelsi. Frá því ári hefur hann hins vegar 9 sinnum sætt refsingu fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum, samtals 9 mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk sektarrefsinga. Refsing hans þykir með vísan til sakaferils hans hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. [...] Ákærðu, [...], Einar, [...], voru allir úrskurðaður í gæsluvarðhald í tilefni rannsóknar máls þessa, ákærði B 19. nóvember sl. kl. 15.15 til 3. desember sl. kl. 18.00, samtals 15 daga, ákærði Lárus 18. nóvember sl. kl. 22.33 kl. til 3. desember sl. kl. 18.00, samtals 15 daga, ákærði Einar frá 19. nóvember sl. kl. 15.55 til 28. janúar 1998 kl. 16.00, samtals 71 dag og ákærði Róber Örn 6. desember sl. kl. 22.48 til 10. sama mánaðar kl. 01.27, samtals 4 daga. Skal gæsluvarðhald ákærðu, B, Einars og L, koma til frádráttar refsingu og enn fremur komi gæsluvarðhald Róberts Arnar til afplánunar refsingar hans. Af hálfu Engilberts var lögð fram 12. janúar sl. skaðabótakrafa sú sem getið er í ákæru á hendur ákærðu, B, Einari og L, samtals að fjárhæð 2.543.189 krónur. Ákærðu hafna kröfunni alfarið. Krafist er samtals 1.881.881 vegna fjárhagslegs tjóns, þar af 5.581 króna vegna lækniskostnaðar, og bóta fyrir miska og þjáningar, samtals 500.000 krónur auk innheimtulauna. Með kröfunni fyrir fjárhagslega tjónið fylgir listi yfir horfna og eyðilagða muni úr innbúi Engilberts, sbr. 4. liður II. kafla ákæru. Kröfunni fylgja ófullnægjandi gögn og verður henni vísað frá í heild sinni að öðru leyti en því að tekin er til greina krafa um lækniskostnað að fjárhæð 5.581 króna ásamt vöxtum, eins og getur í dómsorði, enda fylgja henni gögn til rökstuðnings. Krafan um þjáningar og miska er ósundurliðuð og vanreifuð og verður henni einnig vísað frá dómi. [...] Ákærðu B, Einar, Halldór Lárus og L, eru dæmdir til að greiða óskipt saksóknarlaun í ríkissjóð, 100.000 krónur. [...] Ákærði, Einar, er dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kjartans Reynis Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Ákærði, Halldór Lárus, er dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steingríms Þormóðssonar héraðsdómslögmanns, 50.000 krónur. [...] Annan sakarkostnað eru ákærðu öll dæmd til að greiða óskipt. Dómsorð: [...] Ákærði, Einar Sigurjónson, sæti fangelsi í 6 ár. Frá refsingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist hans, 71 dagur. Ákærði, Halldór Lárus Pétursson, sæti fangelsi í 6 mánuði. [...] Ákærðu, B og Einar, greiði Engilbert Jensen, kt. 240241-2509, í skaðabætur 5.581 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. október 1998 til greiðsludags. Ákærðu, B, Einar, Halldór Lárus og [...], greiði óskipt saksóknarlaun í ríkissjóð, 100.000 krónur. [...] Ákærði, Einar, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kjartans Reynis Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Ákærði, Halldór Lárus, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steingríms Þormóðssonar héraðsdómslögmanns, 50.000 krónur. [...] Annan sakarkostnað greiði ákærðu öll óskipt.
Mál nr. 489/1998
Ávana- og fíkniefni Þjófnaður Reynslulausn Stefnubirting
Ó var ákærður og sakfelldur fyrir innflutning, sölu og vörslu á fíkniefnum og þjófnað Var hann dæmdur til fangelsisrefsingar og upptöku efnanna. G var ákærður og sakfelldur fyrir þjófnað og var hann dæmdur til fangelsisrefsingar og greiðslu skaðabóta. S var ákærður fyrir þjófnað, fíkniefnabrot og akstur án ökuréttar. Áfrýjunarstefna í málinu hafði verið birt honum í Lögbirtingablaðinu og var það talið heimilt. Var hann sakfelldur fyrir hluta þjófnaðarbrotanna og akstur án ökuréttar og dæmdur til fangelsisrefsingar og greiðslu skaðabóta.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 19. ágúst 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu Gísla Freys Njálssonar og Óskars Þórs Gunnlaugssonar um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds að því er þá báða og ákærða Sigurjón Pétursson varðar. Krefst ákæruvaldið þess að refsing allra þessara ákærðu verði þyngd. Ákærði Gísli krefst þess að refsing hans verði milduð og hún skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Þá dragist gæsluvarðhald, er hann sætti í átta daga, frá refsingu. Ákærði Óskar krefst þess að refsing hans verði milduð. Ákærði Sigurjón krefst þess aðallega að hans þætti í málinu verði vísað frá Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að refsing verði milduð, en að því frágengnu að héraðsdómur verði staðfestur. Með héraðsdómi voru sex menn dæmdir til refsingar fyrir margvísleg brot, en þrír þeirra una dómi. Með áfrýjun leita aðrir dómfelldir og ákæruvaldið nú einungis eftir endurskoðun á þeirri refsingu, sem ákærðu var gerð með héraðsdómi, en sætta sig við úrlausn hans um sakfellingu samkvæmt einstökum liðum í ákærum. I. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærða Gísla. Er fyrri sakaferill hans þar réttilega rakinn utan þess að ekki er getið dóms Héraðsdóms Reykjaness 3. apríl 1998, þar sem ákærða var gerð sekt fyrir fíkniefnabrot. Verður jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ekki séu efni til að skilorðsbinda refsinguna eða hluta hennar. Samkvæmt þessu verður héraðsdómur staðfestur hvað varðar ákærða Gísla. Skal hann greiða áfrýjunarkostnað, eins og nánar segir í dómsorði. II. Við ákvörðun refsingar ákærða Óskars verður meðal annars litið til þess, að brot hans samkvæmt ákæru 24. mars 1998 fólust einkum í því að flytja inn verulegt magn af LSD. Er því broti og öðrum fíkniefnabrotum hans, sem ákært er fyrir, réttilega lýst í héraðsdómi. Með meðferð sinni á LSD og marihuana hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni, sbr. 1. gr. laga nr. 60/1980 og 1. gr. laga nr. 13/1985. Með háttsemi sinni, sem greinir í 3. lið III. kafla ákæru 24. mars 1998, hefur ákærði brotið gegn sömu ákvæðum, sbr. og 5. mgr. 5. gr. fyrstnefndu laganna. Með meðferð sinni á amfetamíni hefur ákærði brotið ákvæði 2. mgr. 2. gr. sömu laga, sbr. einnig 2. gr. og 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986 um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna, eins og henni var breytt með 2. gr. reglugerðar nr. 177/1986. Við ákvörðun refsingar verður jafnframt að líta til þess að verulegur hluti þeirra muna, sem stolið var í innbroti að Fannafold 121 í Reykjavík, kom í leitirnar að nýju. Þá hefur hann játað brot sín og fyrri sakaferill hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Að virtu öllu því, sem að framan er rakið, þykir refsing ákærða Óskars hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Verður fallist á með héraðsdómi að ekki séu efni til að skilorðsbinda refsingu eða hluta hennar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku gagnvart ákærða Óskari og skyldu hans til að greiða sakarkostnað skulu vera óröskuð. Honum verður gert að greiða áfrýjunarkostnað, eins og greinir í dómsorði. III. Eftir áfrýjun málsins fékk ríkissaksóknari birt dómsorð héraðsdóms yfir ákærða Sigurjóni í Lögbirtingablaði, þar eð ekki tókst að birta honum dóminn vegna dvalar hans á óþekktum stað erlendis. Var um leið birt áfrýjunarstefna í málinu. Reisir þessi ákærði aðalkröfu sína á því að óheimilt hafi verið að birta áfrýjunarstefnu með þessum hætti. Samkvæmt lögjöfnun frá 2. mgr. 20. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður að teljast heimilt að birta í Lögbirtingablaði áfrýjunarstefnu í opinberu máli. Verður því ekki fallist á aðalkröfu ákærða. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur að því er varðar ákærða Sigurjón. Kostnaður af áfrýjun gagnvart honum verður lagður á ríkissjóð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður hvað varðar ákærðu, Gísla Frey Njálsson og Sigurjón Pétursson. Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Frá refsivist hans dragist 18 daga gæsluvarðhald. Ákvæði héraðsdóms um upptöku muna ákærða Óskars og greiðslu hans á sakarkostnaði skulu vera óröskuð. Ákærði, Gísli Freyr Njálsson, greiði þriðjung áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, svo og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, greiði þriðjung áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, svo og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Málsvarnarlaun Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda ákærða Sigurjóns Péturssonar fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 1998. Árið 1998, fimmtudaginn 2. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr: S-334/1998: Ákæruvaldið gegn Gísla Frey Njálssyni, H, Óskari Þór Gunnlaugssyni, SA, Sigurjóni Péturssyni og R, en málið var dómtekið 12. júní sl. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 24 mars 1998 á hendur: "E, kt. [...], Gísla Frey Njálssyni, Kríuhólum 2, kt. 230373-4349, H, kt. [...], Óskari Þór Gunnlaugssyni, Bankastræti 14, kt. 180676-3179, SA kt. [...], Sigurjóni Péturssyni, Blönduhlíð 2, kt. 110464-4289, öllum til heimilis í Reykjavík, fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík á árinu 1997, nema annars sé getið: I. Ákærðu Óskari Þór og SA er gefið að sök að hafa í apríl staðið að því í sameiningu að flytja frá Hollandi hingað til lands í ágóðaskyni 400 skammta af LSD (pappírsmiða með lýsergíði) og selja allt að 90 skammta af efninu. Samkvæmt ráðagerðum ákærðu annaðist ákærði Óskar Þór kaup efnisins í Hollandi og sendi það hingað til lands í tveimur póstsendingum á heimilisföng í Reykjavík, sem ákærði SA hafði látið honum í té í þessu skyni og hafði hann jafnframt sent ákærða Óskari Þór peninga til Hollands til kaupanna. Ákærði SA sótti aðra póstsendinguna er hún var komin á áfangastað og voru 90 skammtar af LSD í henni sem ákærðu skiptu með sér þannig að ákærði SA fékk 60 skammta og ákærði Óskar Þór 30 skammta. Ákærðu seldu megnið af efninu, en póstsending sem hafði að geyma 310 skammta var haldlögð af lögreglu áður en hún komst í hendur ákærðu. (Mál nr. 10-1997-3662) Telst þetta varða við 2.gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana-og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9.gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985, og 2. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16, 1986. II.Ákærða SA er gefið að sök [...], Teljast þessi brot ákærða varða við framangreind lagaákvæði um ávana- og fíkniefni og ákvæði reglugerðar nr. 16, 1986, sbr. reglugerð nr. 177, 1986 og auglýsingu nr. 84, 1986, að því er varðar meðferð ákærða á amfetamíni. III. Ákærða Óskari Þór er gefið að sök: 1. Að hafa, að kvöldi mánudagsins 6. janúar, haft 0,1 g af amfetamíni og 0,6 g af marihuana í vörslum sínum á þáverandi heimili sínu að Tryggvagötu 6, en lögreglan fann efnin við húsleit og lagði hald á þau. (Mál nr. 10-1997-547) 2. Fimmtudaginn 15. maí, haft í fórum sínum 0,3 g af amfetamíni, er lögreglan hafði afskipti af honum við Vitastíg 11, og jafnframt að hafa sama dag haft í vörslum sínum á sama stað 7,8 g af amfetamíni, en lögreglan fann efnin og lagði hald á þau. (Mál nr. 10-1997-6362) Teljast þessi brot ákærða varða við þau ákvæði laga, reglugerða og auglýsingar, sem greinir í II. lið. 3. Sama dag og á sama stað gert tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa haft í vörslum sínum 7 pappaferninga, sem ákærði taldi innihalda 7 skammta af LSD, en reyndust við rannsókn Rannsóknastofu í lyfjafræði ekki innihalda þekkt ávana- og fíkniefni, en lögreglan fann pappaferningana við húsleit og lagði hald á þá. (Mál nr. 10-1997-6263) Telst þetta varða við framangreind ákvæði laga um ávana- og fíkniefni og reglugerðar nr. 16, 1986, sbr. 20.gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. Ákærðu Gísla Frey, H, SA og Sigurjóni er gefinn að sök þjófnaður með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 31. janúar, stolið í anddyri Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, hraðbanka að verðmæti um kr. 1.800.000 sem hafði að geyma 3.388.000 krónur í reiðufé. (Mál nr. 10-1998-2476) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. V. Ákærða Sigurjóni er gefið að sök: 1. Að hafa, aðfaranótt mánudagsins 30. júní 1997, brotist inn í verslunina Straumnes, Vesturbergi 76, og stolið seðlaveski með enskum pundum að verðmæti um krónur 80.000 og rofið þar peningaskáp og stolið úr honum 700 – 800 þúsund krónum og tékkum. (Mál nr. 10-1997-11027) 2. Aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember, stolið seðlaveski með 350 dönskum krónum og 5.500 íslenskum krónum á hótelherbergi á Grand Hóteli við Sigtún. (Mál nr. 10-1997-19755) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 3. Fimmtudaginn 18. desember haft í fórum sínum 0,7 g af hassi í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. (Mál nr. 10-1997-22623) Telst þetta varða við framangreind ákvæði laga um ávana- og fíkniefni og reglugerðar nr. 16, 1986. 4. Sunnudaginn 4. janúar 1998, ekið bifreiðinni GM-995 án ökuréttar um götur borgarinnar uns lögregla stöðvaði akstur hans á Ásvallagötu. (Mál nr. 10-1998-794) Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987. VI. Ákærðu E og Sigurjóni er gefinn að sök þjófnaður með því að hafa, þriðjudaginn 11. nóvember, stolið fatnaði og ýmsum munum að verðmæti samtals um kr. 90.000 á Landsspítalanum við Eiríksgötu. (Mál nr. 10-1997-20005) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VII. Ákærðu E er gefið að sök [...], VIII. Dómkröfur: Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og að framangreind fíkniefni, 310 skammtar af LSD, 8.6 g af amfetamíni, 19.5 g af hassi og 7.9 g af marihuana, sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 6.mgr. 5.gr. laga nr. 65, 1974 og 2.mgr. 10.gr. reglugerðar nr. 16, 1986. Þess er jafnframt krafist samkvæmt 7. mgr. 5.gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986, að ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog sem lögreglan fann og lagði hald á 15. maí 1997 við húsleit að Vitastíg 11, Reykjavík. [...], Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Bótakrafa er varðar ákærðu Gísla Frey, H, SA og Sigurjón: Sigríður Logadóttir, hdl., f.h. Búnaðarbanka Íslands hf., Hafnarstræti 8, Reykjavík, kr. 380.441 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 25, 1987 frá 12. febrúar til greiðsludags. Bótakröfur er varða ákærðu E og Sigurjón: Guðni Arnar Guðnason, kt. 240172-4969, kr.36.000. Haukur Þór Þorvarðarson, kt. 030977-5809, kr. 20.000. Agnes Þórólfsdóttir, kt. 100859-3789, kr. 21.000. Jóna Haraldsdóttir, kt. 111050-3179, kr. 2.000. [...], Bótakrafa er varðar ákærða Sigurjón: Jón Egilsson, hdl., fyrir hönd Heiðars Viðhjálmssonar, kt. 160148-3229, kr. 1.130.000 ásamt dráttarvöxtum frá 30. júní 1997." Annað mál var höfðað á með ákæru útgefinni 5. maí sl. á hendur: „HS, kt. [...], Óskari Þór Gunnlaugssyni, Bankastræti 14, kennitala 180676-3179 og R, kt. [...], öllum til heimilis í Reykjavík, fyrir eftirgreind brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni framin í febrúar 1998: I. Ákærðu Óskari Þór og R er gefið að sök að hafa, miðvikudaginn 25. febrúar, brotist í félagi inn í einbýlishúsið nr. 33 við Hálsasel í Reykjavík og stolið þar munum alls að verðmæti um kr. 1.110.000 svo sem myndbandstæki, 2 fjarstýringum fyrir myndbandstæki, myndavél, geislaspilara, hljómmagnara, 2 töskum, kvenúri, vasatölvu, erlendum gjaldeyri, að verðmæti alls um kr. 70.000, og silfurborðbúnaði, svo sem matarbúnaði fyrir tólf auk desertskeiða, sósuskeiða og ávaxtaskeiða, kaffibúnaði fyrir fjórtán auk ýmissa fylgihluta, ýmsum fylgihlutum svo sem tertuspöðum og sultuskeiðum, skartgripum svo sem gullarmbandi, 3 gullkeðjum, 2 pörum af gulleyrnalokkum, 2 gullúrum, 5 gullhringum, 2 pörum af gullermahnöppum, 2 pörum af silfurermahnöppum, og fleiri gömlum silfurmunum. II. Ákærðu HS, Óskari Þór og R er gefið að sök að hafa, að morgni fimmtudagsins 26. febrúar, staðið að því í félagi að brjótast inn í einbýlishúsið nr. 121 við Fannafold í Reykjavík og stela, 3 hljómmögnurum, útvarpsmagnara, geislaspilara, segulbandstæki, sjónvarpstæki, 3 myndbandstækjum, silfurboxi, samtals að verðmæti um kr. 500.000 og 42.000 krónum í reiðufé. III. Ákærða R er gefið að sök [...], Telst háttsemin samkvæmt ákæruliðum I – III.1 varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. [...], Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar. [...], Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Bótakrafa er varðar ákærðu Óskar Þór og R: Karl Sigurhjartarson, kt. 121241- 4399, kr. 1.114.134. Bótakrafa er varðar ákærðu H, Óskar Þór og R: Kári Jón Halldórsson, kt. 120652-6979, kr. 215.990." Málflutningi vegna ákærunnar frá 5. maí lauk 8. júní sl. og var málið þá dómtekið, en málflutningi vegna ákærunnar frá 24. mars lauk 12. júní sl. og var sá hluti málsins þá dómtekinn. Undir rekstri hvors máls fyrir sig voru skilin frá og dæmd sérstaklega mál E og dómur kveðinn upp í máli hennar 5. júní sl. og mál HS og dómur í hennar máli kveðinn upp 27. maí sl. Málin voru sameinuð eftir dómtöku. Verjandi ákærða Óskars Þórs krefst þess vegna beggja ákæruskjalanna að ákærði hljóti vægustu refsingu sem lög leyfa og komi til refsivistar að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar að fullri dagatölu. Þess er krafist að skaðabótakrafa Karls Sigurhjartarsonar verði vísað frá dómi. Þá er krafist málsvarnarlauna að mati dómsins. Verjandi ákærða Gísla krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsivist verði dæmd skilorðsbundin, ef dæmd verður. Komi til afplánunar refsivistar ákærða Gísla er þess krafist að gæsluvarðhald hans komi til frádráttar að fullri dagatölu. Þess er krafist að skaðabótakröfum á hendur Gísla og fleirum verði vísað frá dómi. Krafist er réttargæslu- og málsvarnarlauna að mati dómsins. Verjandi ákærða H krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Refsivist ef dæmd verður verði skilorðsbundin og að gæsluvarðhaldsvist ákærða Halldórs komi að fullri dagatölu til frádráttar dæmdri refsivist. Þess er krafist að skaðabótakröfu á hendur ákærða H og fleirum verði vísað frá dómi, en til vara var skaðabótakröfunni andmælt sem of hárri og vaxtafæti jafnframt mótmælt. Þá er krafist réttargæslu- og málsvarnarlauna að mati dómsins. [...], Verjandi ákærða Sigurjóns krefst sýknu af 1., 2., og 3. tölulið V. kafla ákæru frá 24. mars sl. og jafnframt af VI. kafla sömu ákæru. Að öðru leyti er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að með reynslulausn ákærða Sigurjóns verði farið sem skilorðsdóm. Þess er krafist að öllum skaðabótakröfum á hendur ákærða Sigurjóni og eftir atvikum fleirum verði vísað frá dómi. Komi til refsivistar er þess krafist að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar með fullri dagatölu. Þess er krafist að sakarkostnaður verði að mestu leyti lagður á ríkissjóð, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun að mati dómsins. [...], Ákæruefni málsins eru úr sitt hvorri áttinni og þykir af þeim sökum ekki unnt að gera í samfelldu, en í stuttu máli grein fyrir málavöxtum í upphafi heldur víkja að því við hvern kafla ákærunnar eftir því sem ástæða þykir. Vegna ákæruliða sem játaðir hafa verið er skírskotað til ákærunnar um lýsingu málavaxta. Ákæra 24. mars 1998 I. Samkvæmt greinargerð lögreglunnar er upphaf máls þessa það að 14. apríl 1997 kom kona að máli við tollvörð hér í borg og afhenti bréf sem síðar kom í ljós að innihélt 310 skammta af LSD, en sendingin hafði verið stíluð á nafn, sem ekki var til á tilgreindu heimilisfangi. Í greinargerð lögreglunnar segir síðan að nokkru áður hefðu borist upplýsingar þess efnis að ákærðu stæðu sameiginlega að innflutningi á LSD hingað til lands. Leiddi þetta til handtöku ákærða Óskars Þórs 15. maí 1997 og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framburður ákærða Óskars Þórs hjá lögreglunni var breytilegur, en hann viðurkenndi að lokum að hafa staðið að innflutningi á LSD til landsins ásamt meðákærða SA sem neitar sök. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði Óskar Þór hefur borið fyrir dóminum að lýsing í þessum ákærulið sé rétt, utan að þáttur meðákærða SA sé sá einn að hann hafi sótt þá 90 skammta af efninu, sem lýst er í ákærunni, og þeim hluta efnisins hafi ákærðu skipt með sér til helminga, en ekkert hafi verið selt af efninu. Ákærði kvað engan sérstakan undirbúning hafa verið að þessari ferð og ekkert samráð hefði verið við meðákærða vegna ferðarinnar. Hann hefði verið á leið til Hollands og dottið í hug að senda hingað til lands 2 bréf með fíkniefnum. Hann kvaðst fljótt hafa orðið peningalaus ytra og þá beðið meðákærða að senda sér peninga út, en þeir peningar hefðu ekki verið notaðir til fíkniefnakaupa. Ákærði hefði greint meðákærða frá því að hann hefði sent tvær sendingar með LSD til landsins, en fyrirfram hefði meðákærði ekki vitað af fíkniefnakaupunum. Ákærði greindi meðákærða frá því hvert sendingarnar bárust og bað hann um að sækja efnið, en þeir hafi ætlað að skipta efninu jafnt á milli sín. Ákærði kvaðst fyrir utanförina hafa verið búinn að ákveða hvert hann ætlaði að senda bréfin. Við skýrslutökur hjá lögreglunni lýsti ákærði Óskar Þór hlut meðákærða SA á þann hátt, sem ákært er út af. Um ástæður breytts framburðar kvaðst ákærði á þeim tíma hafa þurft einhvern til að skella skuldinni á og því hafa spunnið upp sögu um þátttöku meðákærða, en lögreglan hefði stöðugt spurt um hann við skýrslutöku. Þá kvað hann persónulegar ástæður vera fyrir því að hann blandaði meðákærða í málið og vildi hann ekki greina frá því hverjar þessar ástæður væru. Er ákærði Óskar Þór var yfirheyrður fyrir dómi 16. maí 1997 vegna kröfu um gæsluvarðhald lýsti hann því að meðákærði SA hefði tekið við bréfinu er innihélt 90 skammta af LSD og honum hefði einnig verið ætlað bréfið sem innihélt 310 skammta af LSD. Hann var ekki spurður nánar út í málsatvik við þessa dómsyfirheyrslu. Ákærði SA neitar sök. Hann kvaðst alfarið vísa framburði meðákærða á bug um þátt sinn í málinu. Hann kvaðst að beiðni meðákærða hafa sent honum peninga til Amsterdam, en ekki vitað til hvers þeir peningar voru notaðir, en ákærði kvaðst hafa innheimt þessa peninga hér á landi fyrir meðákærða, aðallega hjá einum aðila. [...], III.1. og III.2. Ákærði viðurkenndi fyrir dóminum að þessir ákæruliðir væru réttir og er skírskotað til ákærunnar um lýsingu málavaxta. III.3. Ákærði kvað þennan ákærulið réttan, en kvaðst ekki hafa talið efnið hafa verið LSD, en hann hafi talið svo vera er hann fékk efnið í hendur. Síðar hafi komið í ljós að svo var ekki, en ákærði kvaðst hafa komist að þessu með því að neyta efnisins. Ákærði kvaðst þekkja til áhrifa af neyslu LSD og þannig hafa áttað sig á því að efnið var ekki LSD. Vitnið Kristinn Sigurðsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu þá er hann ritaði 15. maí 1997 um húsleit á heimili ákærða og að efni hafi þá verið tekið úr vörslum hans. IV. Upp úr kl. níu að morgni laugardagsins 31. janúar sl. er einn starfsmanna Kennaraháskólans kom í skólann veitti hann því athygli að hraðbanki sem staðsettur var í suðuranddyri skólans var horfinn. Starfsmaðurinn lýsti því fyrir lögreglunni að sér hafi fundist þetta grunsamlegt og því haft samband við húsvörð sem kom á vettvang og tilkynnti lögreglu um hvarf hraðbankans. Eftir þetta hóst umfangsmikil lögreglurannsókn sem leiddi m.a. til handtöku ákæðru og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. Hraðbankinn og innihald hans komst til skila. Verður nú rakinn framburður ákærðu fyrir dómi en engin vitni voru leidd vegna þessa ákæruliðar. Ákærði Gísli játar aðild sína að þjófnaði hraðbankans. Hann kvað aðdragandann þann að þeir meðákærði SA hafi þetta kvöld verið á rúntinum er meðákærði Sigurjón hefði hringt og beðið þá um að koma við hjá sér. Eftir stutta stund hafi þeir farið saman akandi að Kennaraháskólanum og allir fjórir hafi verið með í för. Þeir hafi síðan haldið aftur heim til meðákærða Sigurjóns og þar hefði verið búið að taka til verkfæri, sem nota átti við þjófnaðinn, en meðákærði Sigurjón hefði einnig verið búinn að koma bifreið þeirri, sem flytja átti peningaskápinn í, fyrir þarna nærri vettvangi. Meðákærði Sigurjón hefði verið upphafsmaður þessa þjófnaðar og í ljós hefði komið að hann var búinn að huga að þessu áður. Er ákærðu komu á staðinn hafi anddyri Kennaraháskólans verið opnað með debetkorti ákærða. Ákærði Sigurjón hafi séð um að aftengja bankann, en meðákærða SA hafi ekki litist á blikuna og horfið af vettvangi. Hann hafi engan þátt tekið í þessu og ekki heldur tekið þátt í undirbúningi og ekki átt að fá ágóðahlut. Meðákærði SA hafi komið að meðan á þjófnaðinum stóð og reynt að fá ákærða með sér á brott. Bankinn hefði síðan verið losaður og honum rennt upp í sendiferðabíl og þetta hefði tekið um 20 mínútur. Meðákærði Sigurjón hefði síðan ekið bifreiðinni á brott og lagt við Stýrimannaskólann. Ákveðið var að hittast síðar og ræða framhaldið, en fjármununum átti að skipta jafnt, að því er ákærði taldi. Allir ákærðu hefðu síðan hist á Hótel Loftleiðum að morgni næsta dags, þar sem ræða átti framhaldið og meðákærðu Sigurjón og H hafi ætlað að sjá um að opna peningaskápinn. Ákærði SA neitar sök. Hann kvaðst einungis í stutta stund hafa orðið vitni að atburðum, sem hér er ákært út af. Ákærði kvaðst hafa komið að þarna sem verið var að nema hraðbankann á brott og hefði ákærði verið að reyna að fá meðákærða Gísla ofan af því að taka þátt í þessu. Eftir það hefði ákærði yfirgefið vettvang. Meðákærðu hefðu allir þrír verið á vettvangi er þetta átti sér stað. Ákærði kvað aðdraganda þess að hann kom á vettvang þann að Sigurjón hefði hringt í sig og beðið sig um að koma að Kennaraháskólanum. En þangað hefði ákærði farið kvöldinu áður ásamt meðákærðu Sigurjóni og Gísla, sem þar fóru úr bílnum, og kvaðst ákærði hafa talið þá ætla að brjótast þar inn. Ákærði kvaðst áður hafa heyrt á heimili meðákærða Sigurjóns að eitthvað stæði til, en ekki vitað hvað það var. Daginn eftir kveðst ákærði hafa ekið meðákærða Gísla á Hótel Loftleiðir til fundar við meðákærðu. Ákærði H játar aðild sína að þjófnaðinum. Hann kveðst hafa lagst inn í þessa atburðarrás og verið fenginn til að keyra bifreið fyrir meðákærða Sigurjón. Um sama leyti hefði hann komist að því hvað stóð til, en ákærði kvaðst hafa verið heimilislaus á þessum tíma og fengið inni hjá meðákærða Sigurjóni. Áður en haldið var að Kennaraháskólanum höfðu allir ákærðu hist og allir fjórir haldið að Kennaraháskólanum. Hann kvað alla ákærðu hafa tekið þátt í því að færa peningakassa út í sendiferðabílinn, utan ákærði kvaðst ekki klár á því hvort meðákærði SA tók þátt í þessu. Hann kvað meðákærða SA hafa komið stutta stund á staðinn og ekki geta fullyrt hvort hann tók þátt í þjófnaðinum. Ákærði kvað meðákærða Sigurjón hafa verið upphafsmann þessa þjófnaðar, en ekkert hefði verið ákveðið um skiptingu innihalds hraðbankans. Þeir hafi síðan mælt sér mót á Hótel Loftleiðum daginn eftir til að ræða framhaldið. Ákærði Sigurjón kvað háttsemi sinni rétt lýst í þessum kafla ákærunnar. Hann kvað alla ákærðu hafa rætt um það á föstudeginum að þeir ætluðu að gera eitthvað til að verða sér úti um peninga. Á þeirri stundu hefði ekki verið tekin ákvörðun um að stela hraðbankanum. Þeir hafi þá ákveðið að hittast aftur daginn eftir við Kennaraháskólann. En ákærði kvaðst hafa verið frumkvöðull að þessu og átt hugmyndina og lýsti hann sig ábyrgan fyrir skipulagi þessa þjófnaðar. Hann kvaðst minna að þeir hefðu farið að Kennaraháskólanum á tveimur bílum og opnað anddyri skólans með debetkorti í eigu meðákærða Gísla. Á vettvangi hefði ákærði eða meðákærði H tekið hraðbankann úr sambandi. Ákærði hefði síðan losað hraðbankann og í sameiningu hefðu þeir komið honum fyrir í bíl, sem flutti hann á brott og bifreiðin með hraðbankanum í verið skilin eftir við Sjómannaskólann. Ákærðu hefðu ákveðið að hittast daginn eftir og hafi orðið úr að þeir hittust á Hótel Loftleiðum, þar sem fyrirhugað var að ræða áframhaldið. Hann kvaðst ekki muna hvort rætt hefði verið hvernig þýfinu skyldi skipt, en hann kvaðst lítið muna eftir fundinum á Hótel Loftleiðum. Ákærði kvað meðákærða SA hafa verið handan götunnar meðan hraðbankanum var stolið og hafi hann fylgst með því sem fram fór. En hann hafi komið og aðstoðað er eftir var leitað, þegar það kom í ljós að þeir þrír sem þarna voru gátu ekki komið hraðbankanum upp í bílinn. Ákærði kvað þátt meðákærðu í þessum þjófnaði lítinn, því hann væri upphafsmaður og skipuleggjandi, svo sem rakið var. Síðar í yfirheyrslunni kvaðst ákærði ekki geta fullyrt hvort meðákærði SA hefði átt þátt í þjófnaðinum eða vitað um hann. Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði tekið til verkfæri, sem nota átti til að losa um hraðbankann, enda kvaðst ákærði hafa talið þá hugmynd að stela hraðbankanum betri en t.d. vopnað rán. En aðrar hugmyndir hefði borið á góma milli ákærðu. Fyrir dóminum var farið yfir framburð ákærða hjá lögreglunni og er ekki ástæða til að rekja hann allan hér, en minni ákærða um atburði og smáatriði er ótraust, enda bar ákærði um ótraust minni sökum mikillar óreglu á þessum tíma. Ákærði kvað minni sitt um atburðarrás að mestu leyti takmarkast við sinn eigin þátt í málinu, en ekki annarra. Hann greindi m.a. frá því hjá lögreglunni og staðfesti fyrir dóminum að meðákærðu Gísli og SA hefðu ætlað að taka hraðbankann og opna á verkstæði hjá nafngreindum manni uppi á Höfða. V.1. Samkvæmt lögregluskýrslu dags. 30. júní 1997 var tilkynnt innbrot í verslunina Straumnes þann dag. Á vettvangi fann lögreglan verkfæri, sem notuð voru við að brjóta upp peningaskáp, og verslunareigandinn greindi lögreglunni frá því að stolið hefði verið þeim verðmætum, sem lýst er í þessum ákærulið. Þá er í lögregluskýrslunni vikið að því að nafngreindur aðili, þekktur af afbrotum, kunni að hafa haft lykil að versluninni og vera valdur að þjófnaðinum. Lögreglan yfirheyrði ekki þennan mann. Hákon Sigurjónsson lögreglufulltrúi ritar skýrslu, sem dags. er 12. september 1997, þar sem segir að auk verkfæranna sem fundust á vettvangi hafi fundist vindlingastubbur, sem sendur var til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. Hákon kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu sína. Hann greindi frá því að starfsfólk verslunarinnar Straumness hafi fundið vindlingastubbinn er það var að hreinsa til eftir innbrotið, en lögreglan hefði ekki fundið hann er vettvangur var rannsakaður. Hákon kvaðst síðan hafa sótt vindlingastubbinn og fært í geymslu lögreglu. Í gögnum málsins kemur fram að sýnið var sent Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði í innsigluðu umslagi dags. 1. ágúst 1997. Hákon kvað sig minna að einhver rannsóknaraðila hefði rofið innsiglið á umslaginu, sem hann hafi sett vindlingastubbinn í, strax þann 30. júní 1997. Hákon hafi síðan lokað umslaginu á ný og innsiglað áður en það var sent Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði, en ekkert var í umslaginu annað en vindlingastubburinn. Engin skýring er fram komin um það í hvaða skyni innsiglið var rofið. Tekið var blóðsýni úr ákærða og það rannsakað og borið saman við sýni er fundust á vindlingastubbnum, rannsókn var gerð á Rettmedisinsk Institutt, Universitetet í Oslo. Í lokaniðurstöðu Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, sem dags. er 9. janúar 1998, segir svo: „Samkvæmt framanskráðu samrýmast rannsóknarniðurstöðurnar því að Sigurjón Pétursson hafi reykt sígarettuna, sem fannst á brotavettvangi í máli þessu. Í niðurstöðunni, sem undirrituð er af Bente Mevåg, Overingeniör og Britt Eriksen, Avd.ing. segir að tíðni þess að fyrirfinnist samsætur svo sem rannsóknin leiddi í ljós á sígarettunni væru miklu minni en 1/1 000 000 í Noregi og þykja ekki efni til að draga í efa að hlutfallið sé svipað hérlendis.” Ákærði neitar sök samkvæmt þessum kafla ákærunnar. Hann kvaðst á þessum tíma hafa verslað nokkuð í versluninni Straumnesi, en ekki vita hvernig vindlingastubbur, sem DNA rannsókn gefur til kynna að ákærði hafi reykt, fannst í rými í versluninni, svo sem gögn málsins sýna. Ákærði kvaðst aldrei hafa farið inn í rýmið, þar sem vindlingastubburinn fannst. Vitnið Sigurður Benjamínsson rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn. Hann staðfesti skýrslu sem hann ritaði eftir húsleit á heimili ákærða og ÓL hinn 9. júlí 1997. Í skýrslunni segir að leitin hafi verið gerð vegna gruns um að ÓL og Sigurjón ættu hlut að máli í innbroti í verslunina Straumnes, en Sigurjón væri þekktur af því að opna peningaskápa á þann hátt sem gert var í versluninni. Sigurður staðfesti að við leitina hefði fundist uppdráttur, sem talinn var geta verið af versluninni Straumnesi og útskýrði Sigurður rissið fyrir dóminum með hliðsjón af teikningu af versluninni. Vitnið Heiðar Magnús Sigurðsson kaupmaður kom fyrir dóminn og útskýrði skjöl, sem sýna áttu helgarsölu verslunarinnar Straumnes. Ekki er ástæða til að rekja vitnisburð hans frekar. Vitnið Linda Gústafsdóttir kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa hinn 27. júní 1997 gefið út tékka að fjárhæð 2.500 krónur til að greiða fyrir vöru í versluninni Straumnesi. Tékkinn átti að geymast til mánaðarmóta júní-júlí. Samkvæmt lögregluskýrslu tekinni af ÓL notaði hún tékka þennan í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri hinn 5. ágúst sl., en tékkann kvaðst hún hafa fengið í hendur hjá ónafngreindum manni í lok júní 1997. Hún kvaðst ekkert vita um innbrotið í verslunina Straumnes. Ákærði var einnig yfirheyrður hjá lögreglunni 6. ágúst sl. um tékka þennan og kvaðst hann ekkert um hann vita og ekki hafa verið samferða ÓL deginum áður er hún var stödd á Kirkjubæjarklaustri og notaði tékkann. V.2. Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann kvaðst hafa verið staddur á hótelinu á þessum tíma ásamt fleira fólki, en mikill straumur fólks hafi verið þar um nóttina og ákærði sofnað og vaknað um morguninn er lögreglan kom á staðinn. Engin vitni hafa verið leidd vegna þessa ákæruliðar. V.3. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki hafa haft efnið sem fannst á gólfi fangamóttökunnar í sínum vörslum, en muna er fangaverðir tóku efnið upp af gólfinu og sagt ákærða eiga það. Vitnið Elín Agnes Kristínardóttir lögreglumaður kom fyrir dóminn og lýsti því er hún varð vitni að því er ákærði fór með höndina í hægri buxnavasa og fleygði á gólfið brúnu efni sem lögreglan síðan fann og lýst er í þessum ákærulið. Öruggt sé að efnið hafi verið frá ákærða komið. Vitnið Kristján Helgi Þráinsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og lýsti því er ákærði var færður í fangamóttöku 18. desember sl. og hann hefði þá fleygt á gólfið efni sem lögreglan lagði hald á og taldi hassmola, eins og lýst er í þessum ákærulið. Efnið sem lögreglan fann hefði verið frá ákærða. V.4. Ákærði kvað þennan ákærulið réttan. VI. Lögreglu var tilkynnt um þjófnað verðmæta á Landspítala 11. nóvember sl. Gefin var lýsing á karli og konu, sem sést hefði til á spítalanum með tösku meðferðis. Síðar sama dag barst lögreglunni tilkynning um að sést hefði til karls og konu í garði hússins nr. 7 við Fjölnesveg. Þar fann lögreglan hluta þýfis af Landspítalanum og einnig debetkort ákærða Sigurjóns og ýmis gögn er tengdust ákærðu E. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst telja það sem fannst tilheyra E, en ekki sér. Hann kvaðst muna eftir því að hafa farið inn í húsnæði Landspítalans til að hringja, en eftir það hefði E horfið með töskuna. Í henni hefðu verið munir sem ákærði átti. Hjá lögreglunni kvaðst ákærði enga skýringu geta gefið á því hvers vegna debetkort hans hefði fundist í töskunni, sem fannst við Fjölnesveg 7, en hann hefði týnt kortinu í nóvembermánuði. Meðákærða E játaði fyrir dóminum að hafa gerst sek um þá háttsemi, sem hér er ákært út af. En hennar þáttur í málinu var skilinn frá. Hún neitaði að svara spurningum um meintan þátt meðákærða. E var yfirheyrð hjá lögreglunni vegna þessa máls og lýsti hún því þá að bæði ákærðu hefðu farið á Landspítalann þennan dag og haft tvær ferðatöskur meðferðis. Í töskunum var fatnaður ákærðu, en þau höfðu ekki fastan samastað á þessum tíma, að hennar sögn. Þau hefðu stolið verðmætunum af spítalanum og skilið aðra töskuna eftir við hús við Fjölnisveg. Ákæra 5. maí 1998 I. Ákærði Óskar Þór bar í fyrstu fyrir dóminum á þann veg að hann hefði verið einn að verki er hann braust inn í Hálsasel 33 og stal þeim verðmætum, sem í þessum kafla ákærunnar greinir. Hann kvað framburð sinn hjá lögreglunni ekki eiga við nein rök að styðjast um þátttöku meðákærða R í þessum þjófnaði. Síðar í réttarhaldinu breytti ákærði framburði sínum og kvaðst hafa greint satt og rétt frá hjá lögreglunni um þennan sameiginlega þjófnað ákærðu, þar sem þeim verðmætum var stolið, sem ákært er út af. Ákærði staðfesti fyrir dóminum lögregluskýrslu, þar sem fram kemur að meðákærði R hefði ekið að húsi í Breiðholti og lagt bifreið sinni skammt frá leikskóla. Meðákærði hefði síðan spennt upp glugga á húsinu og ákærði komið síðan inn um aðaldyr eftir að hafa hringt dyrabjöllu. Þeir hefðu tekið til þýfið og borið út í bíl og flutt í geymslu hjá HS. Hann lýsti því er meðákærði skipti gjaldeyri úr innbrotinu í banka. Ákærði R neitar sök. Hann kvað framburð meðákærða um aðild sína að þessu máli rangan. Ákærði kvaðst hafa skipt erlendum gjaldeyri fyrir meðákærða Óskar Þór, en í fyrstu hafi ákærði ekki viljað greina frá því hjá lögreglunni til að verða ekki bendlaður í málið. Hann kvaðst ekki vita hvaðan þessi gjaldeyrir var, en kvað meðákærða Óskar oft fara til útlanda og gjaldeyririnn gæti verið úr slíkri ferð. II. Ákærða HS kvað háttsemi allra þriggja ákærðu rétt lýst í þessum ákærulið. Þau þrjú hafi farið saman akandi að Fannafold 121. Meðákærði R hefði vísað leiðina að þessu húsi, en ferðin í Breiðholtið hefði upphaflega verið farin til að útvega fíkniefni. Hún og meðákærði Óskar hefðu beðið í bifreiðinni meðan meðákærði R fór inn í húsið, en Óskar var þá sofandi. Áður hefði meðákærði R athugað hvort einhver væri heima í húsinu. Eftir að hann komst að því að svo var ekki hefði hann sent ákærðu og Óskar í burtu og sagst hringja síðar í þau, sem hann hefði gert, og hann þá sagt að hann væri inni í Fannafold 121 og búinn að taka til þau verðmæti sem stolið var. Eftir símtalið hefði ákærða ekið að húsinu og meðákærðu fært verðmætin úr anddyrinu og í bifreiðina, sem ekið var á brott. Hún lýsti því að hún hefði séð meðákærða R með seðlabúnt í bifreiðinni skömmu áður en lögreglan stöðvaði bifreiðina. Peningarnir hefðu verið úr innbrotinu og R haft orð á því að honum hefði þótt sanngjarnt að hann fengi þessa peninga einn, því hann hefði einn farið inn í húsið. Ákærði Óskar Þór hagaði framburði sínum varðandi þennan ákærulið í fyrstu á sama veg og lýst var í I. kafla ákærunnar að framan um meintan þátt ákærða R. Hann breytti síðan framburði sínum og kvað háttsemi ákærðu rétt lýst í þessum ákærulið. Hann staðfesti lögregluskýrslur þar sem hann lýsti atburðum efnislega samhljóða meðákærðu HS, en hennar framburður var rakinn að framan. Ekki þykir þörf á því að rekja framburð ákærða frekar hér varðandi þennan ákærulið. Ákærði R neitar sök og vísar framburði meðákærðu á bug sem röngum og telur að þau séu að reyna að hlífa einhverjum öðrum með því að bendla ákærða við málið. [...], Niðurstöður Ákæra 24. mars 1998 I. Framburður ákærða Óskars Þórs er mjög óstöðugur um þennan lið ákærunnar. Lokaframburður hans um þátt meðákærða SA er sá ,,að hann hafi sótt bréfið með 90 skömmtum af LSD og fengið í sinn hlut helming efnisins, en hann hafi átt að sækja hina sendinguna, sem innihélt 310 skammta af samskonar efni. Ákærði hefði að öðru leyti verið einn að verki. Ákærði SA hefur ávallt staðfastlega neitað sök. Ákærði SA sendi ákærða Óskari Þór peninga til Hollands. Þeir eru sammála um það að þeir fjármunir tengist ekki sakarefni þessu og að mati dómsins verður sakfelling ekki reist á þessu eins og sönnunaraðstöðinni er háttað að öðru leyti. Meðal gagna málsins er óvenjumikill fjöldi upplýsingaskýrsla lögreglu, þar sem greint er frá ónafngreindum upplýsingaaðilum lögreglu. Í skýrslunum segir frá „aðila sem áður hefur gefið upplýsingar sem reynst hafa með öllu réttar”. Upplýsingar hafi borist frá „aðila sem ekki vildi láta nafns síns getið”. Upplýsingar frá „aðila sem þekkir vel til á fíkniefnamarkaðinum”. Upplýsingar hafi borist ÁFD „frá aðila sem óskaði nafnleyndar”. Ónafngreindur maður „mjög áreiðanlegur upplýsingaaðili hafi haft samband við lögreglu” o.s.frv. Í þessum skýrslum er lýst að öðru leyti upplýsingum um meint fíkniefnamisferli ákærðu á þeim tíma, sem hér um ræðir. Skýrslur þessar kunna að hafa eitthvert gildi á rannsóknarstigi máls, en þær hafa hins vegar ekkert sönnunargildi eins og hér stendur á og er þeim hafnað sem sönnunargögnum. Dómurinn telur framlagningu slíkra skjala af hálfu ákæruvaldsins þýðingarlausa að óbreyttum lögum og réttarframkvæmd um sönnun í opinberum málum. Með vísan til alls ofanritaðs telur dómurinn ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða SA, að hann hafi framið þá háttsemi sem hér er ákært út af og er hann því sýknaður. Sannað er með skýlausri játningu Óskars Þórs, sem studd er gögnum málsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið, utan ósannað er að ákærði Óskar Þór hafi selt megnið af þeim 30 skömmtum af LSD, sem hann fékk í sinn hlut úr 90 skammta sendingunni. Hann er því sýknaður af þeim hluta þessa ákæruliðar. Ákærða Óskari Þór verður refsað fyrir brot gegn þeim lagaákvæðum, sem lýst er í ákærunni. En dómurinn telur brot ákærða svo alvarlegt að réttara hefði verið að heimfæra það undir 173. gr. a almennra hegningarlaga. [...], III.1 og III.2. Með skýlausri játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem lýst er í þessum ákæruliðum. III.3. Ákærði hafði í fórum sínum efni, sem hann taldi LSD, en við rannsókn efnanna kom í ljós að svo var ekki. Dómurinn telur með þessu sannað að ákærði hafi með þessu gerst sekur um tilraunaverknað eins og lýst er í þessum ákærulið. Brot ákærðu í II. og III. kafla ákærunnar eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. IV. Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í bréfi lögfræðings Búnaðarbanka Íslands hf., er verðmæti hraðbankans 1,8 milljónir króna og í bankanum voru 3.388.000 krónur í reiðufé er bankanum var stolið. Dómurinn telur samkvæmt þessu nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir um verðmæti hraðbankans, en sumir verjenda ákærðu andmæltu því að verðmæti bankans væri 1,8 milljónir króna. Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón hafa allir játað skýlaust sakarefnið samkvæmt þessum ákærulið og telur dómurinn samkvæmt því sannað, með vísan til játningar þeirra og gagna málsins, að þessir ákærðu hafi gerst sekir um þessa háttsemi og varða brot þeirra við 244. gr. almennra hegningarlaga, eins og í ákærunni greinir. Ákærði SA neitar sök. Ákærði Gísli kvað ákærða SA ekki hafa átt hlut að máli. Ákærði H kvaðst ekki geta fullyrt um það hvort ákærði SA hefði tekið þátt í þjófnaðinum. Framburður ákærða Sigurjóns er óstöðugur um ætlaðan hlut SA í þjófnaðinum, en bar þó að hann gæti ekki fullyrt hvort ákærði SA ætti hlut að máli. Vísað er að öðru leyti til framburða ákærðu er raktir voru að framan. Með vísan til alls þessa og eindreginni neitun ákærða SA er ósannað að hann hafi tekið þátt í þessum þjófnaði eins og lýst er í ákærunni og er hann því sýknaður. V.1. Dómurinn telur sannað með þeim vísindarannsóknum, sem lýst var að framan, að ákærði reykti vindling þann, sem rannsakaður var. Í lögregluskýrslu frá 12. september 1997 segir að vettvangur hafi verið ljósmyndaður og leitað hafi verið að fingraförum án árangurs og tók lögreglan í sínar verkfæri til rannsóknar. Þá hafi fundist sígarettustubbur undir einangrun sem engin í versluninni kannaðist við og að ekki eigi að reykja á þessu svæði eins og segir í lögregluskýrslunni. Vitnið Hákon Sigurjónsson lýsti því fyrir dóminum að síðar sama dag hafi verið hringt úr Straumnesi og greint frá því að starfsfólk verslunarinnar hefði fundið sígarettustubbinn en ekki lögreglan er vettvangur var rannsakaður. Ekki kemur nægilega í ljós hvar vindlingastubburinn fannst og ekki hefur verið merkt á ljósmyndir eða önnur gögn málsins hvar hann var, en ákærði hefur borið að hann hafi iðulega verslað í Straumnesi. Ekki var tekin lögregluskýrsla af aðilum þeim er fundu vindlinginn og óskaði ákæruvaldið ekki eftir að þessi vitni yrðu leidd undir aðalmeðferð málsins. Lögreglan sótti vindlingastubbinn í verslunina 30. júní 1997 og færði í geymslu í innsigluðu, lokuðu umslagi. Í ágústmánuði var vindlingastubburinn sendur til rannsóknar eftir að hafa verið innsiglaður í umslagi 1. ágúst. En þá hafði einhver rannsóknaraðila, sem ekki er vitað hver er, rofið innsiglið í þágu rannsóknar málsins. En fyrir liggur að ekkert var í umslaginu utan vindlingurinn, svo sem vitnið Hákon Sigurjónsson bar fyrir dóminum. Ekkert liggur fyrir um það í hvaða skyni innsiglið var rofið og hvernig það gat tengst rannsókn málsins. Dómurinn telur að gera verði strangar kröfur um vörslu sýna og sönnunargagna. Verður að vera unnt að rekja óslitið alla meðferð þeirra frá upphafi. Þessir starfshættir eru alkunna við meðferð sýna, svo sem blóðsýna. Ekkert liggur fyrir um hver fann vindlinginn og hvar nákvæmlega, en svo sem rakið var bar ákærði að hafa iðulega verslað í Straumnesi. Samkvæmt því er ekki loku fyrir það skotið að hann hafi þá skilið vindlinginn eftir í versluninni. Riss það sem getið var um að framan og vitnið Sigurður Benjamínsson kvað hugsanlegt að sýndi uppdrátt af versluninni Straumnesi þykir svo óskýrt að útilokað sé að slá nokkru föstu um það hvað þar er á ferð. Það skjal þykir því ekkert sönnunargildi hafa í málinu. Önnur þau sönnunargögn er ákæruvaldið hefur fært fram þykja ekki til þess fallin að ráða úrslitum. Þegar allt ofanritað er virt, og sérstaklega annmarkar á vörslum vindlingastubbsins, telur dómurinn að hafna verði því að vindlingurinn sé fullgilt sönnunargagn í máli þessu og er því ósannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi framið þá háttsemi, sem hér er ákært út af, og ber að sýkna hann. V.2. Engin vitni eða önnur sönnunargögn hafa verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins vegna þessa ákæruliðar. Gegn eindreginni neitun ákærða er ekki sannað að hann hafi stolið seðlaveskinu og ber því að sýkna hann. V.3. Ákærði neitar sök. Dómurinn telur sannað, með vitnisburði Elínar Agnesar Kristínardóttur og Kristjáns Helga Þráinssonar, að ákærði henti frá sér efni því sem fannst í fangamóttökunni. Í frumskýrslu lögreglunnar um þetta segir að efnið hafi verið ætlað fíkniefni og var það sent tæknideild lögreglunnar með sérstakri rannsóknarbeiðni, þar sem þess var óskað að efnið yrði efnagreint og vegið. Samkvæmt efnaskrá tæknideildarinnar vó efnið 0,7 g, en í niðurstöðu segir að efnið hafi gefið jákvæða svörun sem amfetamín. Efnið var ekki sent Rannsóknarstofu í lyfjafræði til rannsóknar. Vegna alls ofanritaðs þykir of mikil óvissa um það hvers konar efni var um að ræða og þá hvort um fíkniefni var að ræða og ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. V.4. Sannað er með skýlausri játningu ákærða að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hér er ákært út af, og er brotið rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. VI. Enginn þeirra aðila, sem lýstu því fyrir lögreglu að hafa séð til ferða karls og konu á spítalanum þennan dag, voru fengin til þess að bera kennsl á fólkið, en ákærði Sigurjón hefur ávallt neitað sök. Ákærðu voru sambýlisfólk á þessum tíma og því ekki loku fyrir það skotið að það skýri tilvist debetkorts ákærða í töskunni. Gegn eindreginni neitun ákærða Sigurjóns er ósannað að hann hafi verið á ferð með ákærðu E þennan dag er mununum var stolið og er hann því sýknaður. Ákæra 5. maí 1998 I. Eins og rakið var að framan er framburður ákærða Óskars Þórs mjög óstöðugur um þennan ákærulið og hefur hann ýmist borið um að meðákærði R hafi átt hlut að máli eða ekki. Ekkert annað en óstöðugur framburður Óskars Þórs styður beint þátttöku ákærða R í broti því sem hér er ákært út af. Gegn eindreginni neitun ákærða R er ekki nægilega sannað að hann hafi átt hlut að máli og ber að sýkna hann. Sannað er með skýlausri játningu Óskars Þórs að hann hafi framið þá háttsemi, sem honum er gefið að sök, en verðmæti þýfisins hafa eigendur áætlað m.a. eftir verðskrá frá gullsmið. Þjófnaðarandlagið var því mikið, þótt ekki sé hægt að slá neinu endanlega föstu um það. II. Sannað er með skýlausri og efnislega samhljóða játningu ákærðu HS og Óskars Þórs, sem studd er öðrum gögnum málsins, en gegn neitun ákærða R, að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi, sem hér er ákært út af. [...], Brot ákærða samkvæmt ákærunni 5. maí 1998 eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Brot ákærðu Gísla Freys, H og Sigurjóns, sem lýst er í IV. kafla ákærunnar frá 24. mars sl., eru stórfelld og unnu þeir verkið í sameiningu og er það virt til þyngingar við ákvörðun refsingar sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða Óskars Þórs sem lýst er í I. kafla ákærunnar frá 24. mars sl. er stórfellt fíkniefnabrot. Ákærði Gísli Freyr gekkst undir lögreglustjórasátt fyrir fíkniefnabrot á árinu 1992 og þá gekkst hann undir viðurlagaákvörðun á árinu 1994 fyrir eignaspjöll. Í júní 1997 hlaut hann 30.000 króna sektardóm fyrir fíkniefnabrot. Refsing ákærða Gísla þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 12 mánuði. Brot ákærða er of stórfellt til að skilorðsbinding refsingarinnar komi til álita. Frá refsingunni skal draga 8 daga daga gæsluvarðhald ákærða. [...] Ákærði Óskar Þór gekkst undir lögreglustjórasátt á árinu 1994 fyrir umferðarlagabrot. Brot hans eru stórfelld og þykir skilorðsbinding refsingar ekki koma til álita. Refsing hans er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár, en frá refsivistinni komi 18 daga gæsluvarðhald ákærða. [...] Ákærði Sigurjón hefur frá árinu 1981 hlotið 14 refsidóma fyrir umferðarlagabrot, tollalagabrot, fíkniefnabrot, þjófnað, skjalafals, fjársvik og nytjastuld. Þá hefur hann frá árinu 1981 gengist undir 12 dómsáttir fyrir ýmiss konar afbrot, oft fyrir fíkniefnabrot, og eina lögreglustjórasátt fyrir umferðarlagabrot í janúar á þessu ári. Ákærði Sigurjón hlaut reynslulausn í tvö ár þann 18. maí 1997 á eftirstöðvum 240 daga refsivistar. Með brotum sínum, sem hann er nú sakfelldur fyrir, hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar og ber nú að taka hana upp og gera ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 1. mgr. 42. gr., sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og 77. gr. sömu laga. Refsing ákærða Sigurjóns sem var frumkvöðull þjófnaðar hraðbankans er ákvörðuð með hliðsjón sakaferferli hans og 71., 72. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Refsing hans þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár og 6 mánuði, en til frádráttar refsingunni komi komi 14 daga gæsluvarðhald hans. [...] Vegna frádráttar gæsluvarðhalds er í öllum tilvikum vísað til 76. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 skulu upptæk til ríkissjóðs 310 skammtar af LSD, 8,6 g af amfetamíni, 19,5 g af hassi, 7,9 g af marihuana og 34,9 g af kannabis. Ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog. [...] Vegna upptöku á hendur ákærða Óskari Þór og SA er vísað til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974. Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón bera ábyrgð á skemmdum, sem unnar voru á hraðbankanum, en samkvæmt reikningi nam viðgerðarkostnaður 380.441 krónu. Þessir ákærðu eru dæmdir óskipt til að greiða Búnaðarbanka Íslands hf. þá fjárhæð auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði Sigurjón er sýknaður af ákærulið V.1 og ber því að vísa skaðabótakröfu Jóns Egilssonar hdl. fyrir hönd Heiðars Vilhjálmssonar frá dómi. Bótakröfur á hendur ákærðu Sigurjóni og E var vísað frá dómi í máli E vegna samaðildar þeirra og verða því ekki dæmdar í máli þessu. Bótakrafa Karls Sigurhjartarsonar á hendur ákærðu Óskari Þór og R er að hluta, að því er best verður séð, reist á áætluðu verðmæti muna er stolið var og áætluðum skemmdum. Gegn andmælum ákærðu þykir krafa þessi ódómtæk og ber að vísa henni frá dómi. Bótakröfu Kára Jóns Halldórssonar var vísað frá dómi í máli HS, sem dæmt var sérstaklega. Bótakröfunni var vísað frá vegna samaðildar HS, Óskars Þórs og R og verður því ekki dæmd í þessu máli. Ákærðu greiði óskipt 200.000 krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð, en Guðjón Magnússon fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Kostnaður vegna DNA rannsóknar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Óskar Þór greiði 172.608 krónur vegna efnagreininga fíkniefna sem fundust í fórum hans. Ákærði Gísli Freyr greiði verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 250.000 krónur í réttargæslu- og málsvarnarlaun. [...] Ákærði Óskar Þór greiði verjanda sínum, Pétri Erni Sverrissyni hdl., 250.000 krónur í málsvarnarlaun. [...] Ákærði Sigurjón greiði verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl., 1/3 hluta 250.000 króna réttargæslu- og málsvarnarlauna á mót 2/3 hlutum, er greiðist úr ríkissjóði. [...] Sakarkostnað að öðru leyti greiði ákærðu óskipt Dómsorð: Ákærði, Gísli Freyr Njálsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Frá refsivist hans dragist 8 daga gæsluvarðhald. [...] Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, sæti fangelsi í 2 ár. Frá refsivist hans dragist 18 daga gæsluvarðhald. [...] Ákærði, Sigurjón Pétursson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Frá refsivist hans dragist 14 daga gæsluvarðhald. [...] Upptækir til ríkissjóðs skulu 310 skammtar af LSD, 8,6 g af amfetamíni, 19,5 g af hassi, 7,9 g af marihuana og 34,9 g af kannabis. Ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog. [...] Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón, greiði Búnaðarbanka Íslands hf. óskipt 380.441 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 12. febrúar 1998 til greiðsludags. Skaðabótakröfu Jóns Egilssonar hdl., f.h. Heiðars Vilhjálmssonar er vísað frá dómi. Skaðabótakröfu Karls Sigurhjartarsonar er vísað frá dómi. Ákærðu greiði óskipt 200.000 krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð. Kostnaður vegna DNA rannsóknar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Óskar Þór greiði 172.608 krónur vegna rannsóknar efna sem fundust í hans fórum. Ákærði Gísli Freyr greiði verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 250.000 krónur í réttargæslu- og málsvarnarlaun. [...] Ákærði Óskar Þór greiði verjanda sínum, Pétri Erni Sverrissyni hdl., 250.000 krónur í málsvarnarlaun. [...] Ákærði Sigurjón greiði verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl., 1/3 hluta 250.000 króna réttargæslu- og málsvarnarlauna á mót 2/3 hlutum er greiðist úr ríkissjóði. [...] Sakarkostnað að öðru leyti greiði ákærðu óskipt.
Mál nr. 290/1998
Félagslegar íbúðir Innlausn Frávísun frá héraðsdómi Gjafsókn
Stjórn verkamannabústaða í sveitarfélaginu K úthlutaði íbúð til S árið 1974. Á árinu 1997 reis ágreiningur milli S og húsnæðisnefndar K um innlausnarverð íbúðarinnar. S stefndi K vegna nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að söluverð íbúðar hennar skyldi reiknað út samkvæmt reiknireglu 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, en í þinglýstu afsali stjórnar verkamannabústaða til S var kveðið á um að þeirri reglu skyldi beita. K taldi á hinn bóginn óheimilt að beita öðrum verðútreikningi en þeim sem mælt var fyrir um í gildandi lögum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 10. júlí 1998. Hann krefst þess aðallega, að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara krefst hann sýknu. Hann krefst málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Frávísunarkröfu áfrýjanda í héraði var hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 12. febrúar 1998. Í áfrýjunarstefnu er ekki krafist ómerkingar úrskurðarins sérstaklega, en aðalkrafa áfrýjanda er sú, að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Kemur sú krafa ex officio til ákvörðunar hér fyrir dómi. Krafa stefndu í héraðsdómsstefnu var á þann veg, „að viðurkennt verði með dómi að söluverð íbúðar hennar að Kjarrhólma 22, Kópavogi, 4. hæð, merkt A, skuli reiknað út samkvæmt 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins.“ Hinn 12. janúar 1998 bætti stefnda við kröfuna, eins og greinir í héraðsdómi. Í því fólst engin efnisbreyting heldur eingöngu nánari tilvitnun í fyrrgreinda lagagrein. Kröfugerð stefndu er hvorki skýr né afmörkuð og erfitt að henda reiður á samhengi málsástæðna, en lagarök og málsástæður verða ekki gerð að dómkröfum. Er hún ekki til þess fallin að ráða til lykta ágreiningi aðila. Forsendur útreiknings samkvæmt 26. gr. laga nr. 30/1970 og tölur, sem nota á, eru ekki skilgreindar. Fram er komið, að stefnda hefur ekki gert reka að því að fá fram, hver endanleg fjárhæð kröfu hennar ætti að vera. Kröfugerð þessi er andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað, sbr. 1. mgr. 25. gr. og d- og e- liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður ekki komist hjá því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað stefndu skal vera óraskað. Gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað stefndu, Sóleyjar Þorvaldsdóttur, skal vera óraskað. Málskostnaður fellur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Magnúsar Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 5. maí 1998. Ár 1998, þriðjudaginn 5. maí er í Héraðsdómi Reykjaness í málinu nr. E- 1016/97: Sóley Þorvaldsdóttir gegn Kópavogskaupstað og Húsnæðisnefnd Kópavogs, kveðinn upp svofelldur dómur. Mál þetta sem dómtekið var hinn 27. mars sl. er höfðað með stefnu birtri 17. október 1997, af Sóley Þorvaldsdóttur, kt. 201152-7399, Kjarrhólma 22, Kópavogi á hendur Kópavogskaupstað, kt. 700169-3759, Fannborg 2, Kópavogi og Húsnæðisnefnd Kópavogs, kt. 630974-0389, Fannborg 4, Kópavogi. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 12. febrúar sl. var frávísunarkröfu stefndu hafnað. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði með dómi að söluverð íbúðar hennar að Kjarrhólma 22, Kópavogi, 4. hæð merkt A, skuli reiknað út samkvæmt 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Þ.e. að upphaflegt heildarkaupverð íbúðarinnar verði framreiknað samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Við það verði bætt virðingarverði þeirra endurbóta sem gerðar hafa verið og dregin frá hæfileg fyrning, hvort tveggja skv. mati dómkvaddra matsmanna. Loks verði dregnar frá eftirstöðvar áhvílandi láns nr. 100668 frá Veðdeild Landsbanka Íslands, eins og eftirstöðvar þess verða á söludegi samkvæmt upplýsingum lánveitanda. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum, til að greiða henni málskostnað skv. málskostnaðarreikningi eins og ekki væri um gjafsóknarmál að ræða. Dómkröfur stefndu eru að dómurinn hafni dómkröfum stefnanda og sýkni stefndu. Þá er gerð krafa um að stefnda verði dæmt til að greiða stefndu málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Málavextir. Hinn 18. janúar 1974 úthlutaði Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi, stefnanda þriggja herbergja íbúð á 4. hæð merkt A í húsinu nr. 22 við Kjarrhólma í Kópavogi. Endanlegt kaupverð íbúðarinnar var kr. 41.375 og voru 20% af því greidd með peningum, en fyrir mismuninum gaf stefnandi út tvö veðskuldabréf hinn 12. nóvember 1976, annars vegar vegna F-láns frá Veðdeild Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 10.600 og hins vegar vegna láns frá Byggingarsjóði verkamanna, að fjárhæð kr. 22.500. Ekki var gerður sérstakur kaupsamningur um íbúðina, en hinn 7. október 1976 gaf stefndi Kópavogskaupstaður út afsal til stefnanda fyrir íbúðinni. Lóðarleigusamningur um lóðina Kjarrhólma 22, Kópavogi var undirritaður sama dag. Í afsalinu segir m.a.: “Um kaup og sölu og framleigu á íbúð þessari fer skv. ákvæðum IV. kafla laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, og er 26. gr. kaflans rituð á 2 síðu afsalsins.” Þá er í lóðarleigusamningnum vísað um frekari kvaðir til úrdráttar úr 26. gr. laga nr. 30/1970 á bakhlið samningsins. Í 26. gr. laga nr. 30/1970 segir m.a.: “Söluverð slíkrar íbúðar má ekki vera hærra en kaupverð hennar, að viðbættri verðhækkun, sem samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar hefur orðið á kostnaðarverði íbúðarinnar, nema þess hluta, er svarar til láns úr Byggingarsjóði verkamanna og eftir stendur, þegar forkaupsréttar er neytt. Enn fremur skal bæta við virðingarverði þeirra endurbóta, sem á sama tíma hafa verið gerðar, og draga frá hæfilega fyrningu, hvort tveggja samkvæmt mati dómkvaddra manna. Ef maður hefur átt íbúðina í 10 ár, má hann að auki njóta verðhækkunar, sem svarar helmingi af eftirstöðvum láns úr Byggingarsjóði verkamanna, enda greiði hann upp helming af eftirstöðvum lánsins, þegar sala fer fram. En hafi maður átt íbúðina í 20 ár má hann njóta verðhækkunar á verði allrar íbúðarinnar, ef hann greiðir eftirstöðvar lánsins að fullu.” Hinn 4. október 1996 greiddi stefnandi að fullu upp eftirstöðvar lánsins frá Byggingarsjóði verkamanna. Hinn 24. febrúar 1997 var þess óskað að Húsnæðisnefnd Kópavogs, sem kom í stað Stjórnar verkamannabústaða í Kópavogi með lögum nr. 70/1990, reiknaði út söluverð íbúðar stefnanda í samræmi við 26. gr. l. nr. 30/1970. Útreikningur barst með bréfi dags. 10. apríl 1997 og var verð íbúðarinnar samkvæmt honum kr. 2.501.184. Stefnandi lét sjálf reikna út verð íbúðarinnar samkvæmt þeim reglum er greinir í 26. gr. l. nr. 30/1970. Niðurstaða þess útreiknings miðað við uppreiknað verð í júní 1997 var kr. 5.715.791, en þá á eftir að taka tillit til endurbóta og fyrningar skv. mati dómkvaddra manna. Útreikningurinn var sendur stefnda, Húsnæðisnefnd Kópavogs með bréfi dagsettu 9. júní 1997. Jafnframt var stefnda boðið að neyta forkaupsréttar síns að íbúðinni. Svarbréf er dagsett 3. júlí 1997. Í bréfinu segir m.a.: “Húsnæðisnefnd bendir á að verð það, sem forkaupsréttarboð byggir á, er ekki í samræmi við þá verðlagningu íbúðarinnar sem gildandi lög um Húsnæðisstofnun ríkisins kveða á um, og að forkaupsréttarboðið er af þeirri ástæðu ekki lögmætt. Húsnæðisnefnd samþykkir hins vegar ef íbúðareigandi hyggst eftir sem áður, selja íbúðina nú að neyta forkaupsréttar miðað við það verð, sem kveðið er á um í VI. kafla laga um Húsnæðisstofnun og 75. gr. reglugerðar nr. 575/1996 sem fram kemur í framlögðum útreikningi staðfestum af Húsnæðisstofnun ríkisins.” Meðfylgjandi bréfinu er útreikningur á verði íbúðarinnar samkvæmt gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um þessi efni. Samkvæmt honum er íbúðin metin á kr. 2.099.058. Með bréfi dagsettu 15. júní 1997 krafðist stefnandi þess að útreikningurinn yrði rökstuddur. Rökstuðningur Húsnæðisnefndar Kópavogs barst með bréfi dagsettu 19. september s.á., en þar kemur fram að útreikningurinn sé reistur á gildandi lögum og reglugerðarákvæðum. Um forsendur fyrir útreikningnum er einkum vísað til 75. gr. reglugerðar nr. 375/1996. Í bréfinu segir m.a.: “Mat liggur nú fyrir á íbúðinni og fylgir það í ljósriti. Niðurstaða matsins er sú að seljandi eigi að fá greitt kr. 119.350,- vegna endurbóta á íbúðinni, en síðan koma kr. 140.000,- til frádráttar vegna málunar íbúðar, þannig að til frádráttar frá eignarhlut seljanda samkvæmt útreikningi dags 27.06.1997 kr. 2.099.058,- koma kr. 20.650,- samkvæmt matinu dags 13.09.1997 og heildargreiðsla vegna eignarhluta seljanda verður því kr. 2.078.408,- og er Húsnæðisnefndin tilbúin að greiða umbjóðanda yðar þá fjárhæð gegn afsali fyrirvaralaust.” Loks liggur fyrir í málinu útreikningur Húsnæðisstofnunar ríkisins á verði umræddrar íbúðar dags. 20. nóvember 1997, en niðurstaða hans er sú að að greiðsla kaupanda til seljanda sé kr. 2.262.725 á byggingarvísitölu 206094. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á hún hafi á árinu 1974 gert samning við stefnda Kópavogskaupstað, um kaup á íbúð í húsinu nr. 22 við Kjarrhólma í Kópavogi. Samningurinn hafi verið reistur á ákveðnum forsendum og gerður samkvæmt þeim lögum um Húsnæðismálastofnun ríksins sem þá voru í gildi. Hún hafi að fullu efnt skyldur sínar samkvæmt samningnum og því beri henni einnig að njóta þeirra réttinda er hún átti að fá samkvæmt honum. Þar sem hún hafi átt íbúðina í umsamin og þá lögbundin 20 ár, eigi hún nú rétt á því, er hún vilji selja íbúðina, að gera það við því verði, sem um hafi verið samið í upphafi. Ákvæði 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins hafi verið tekið orðrétt upp í samninginn. Greinin sé tekin upp bæði í afsalið fyrir íbúðinni og lóðarleigusamninginn fyrir Kjarrhólma 22. Efni greinarinnar sé þannig óaðskiljanlegur hluti samnings stefnanda við stefnda Kópavogskaupstað. Hún eigi því samningsbundinn og lögvarinn rétt til þess að fá fyrir íbúðina söluverð sem ákveðið sé á grundvelli 26. gr. l. nr. 30/1970. Síðari lagabreytingar geti þar engin áhrif haft, þar sem að réttindi hennar til þess að söluverð íbúðarinnar verði ákvarðað með þessum hætti séu eign sem ekki verði skert án þess að fullar bætur komi fyrir skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 sbr. br. stjskl. nr. 97/1995, 10. gr. Stefndu séu því skyldir samkvæmt samningnum að hlýta því að söluverð íbúðar stefnanda sé reiknað út samkvæmt reglum 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun. Þá byggir stefnandi á því að jafnvel þótt 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins hefði ekki verið gerð að hluta samnings hennar og stefnda Kópavogskaupstaðar, þá eigi samt sem áður að reikna út söluverð íbúðar hennar að Kjarrhólma 22, Kópavogi samkvæmt 26. gr. l. nr. 30/1970, en ekki núgildandi lögum nr. 97/1993. Þegar hún hafi keypt íbúðina hafi hún þurft að fjármagna 20% af kaupverði hennar, 26% af kaupverðinu hafi verið fjármögnuð með venjulegu láni frá Veðdeild Landsbanka Íslands (F-láni), sem hafi verið nákvæmlega samskonar lán og allir hafi getað fengið til kaupa á nýrri íbúð og 54% af kaupverðinu hafi svo verið fjármögnuð með sérstöku láni frá Byggingarsjóði verkamanna. Vegna lánsins frá Byggingasjóði verkamanna hafi verið settar kvaðir á íbúðina í 20 ár. Þegar árin 20 hafi verið lengd í 30, með 53. gr. l. nr. 51/1980, hafi jafnframt verið breytt reglum um fjármögnun íbúðanna. Samkvæmt 52. gr. þeirra laga hafi kaupendur fengið lán frá Byggingasjóði verkamanna fyrir 90% af kaupverðinu á 0,5% vöxtum og aðeins þurft að fjármagna 10% sjálfir. Þetta hafi verið óbreytt síðan. Stefnanda sem aðeins hafi fengið 54% fyrirgreiðslu sé nú gert að sæta sömu kvöðum og skyldum og þeir er fái 90% fyrirgreiðslu. Henni sé með öðrum orðum ætlað að bera bótalaust skyldurnar bæði skv. sínum samningi og síðari lagabreytingum án þess að fá notið réttindanna skv. síðari lagabreytingum, þ.e. hærri, lengri og vaxtalægri lána. Þá sé einnig verið að taka af stefnanda réttindi skv. samningi hennar. Stefnanda sé því ætlað að bera skyldur skv. lögum nr. 39/1970 og síðari lögum um Húsnæðisstofnun, en öll réttindi tekin af henni. Stefnandi telur að með þessu sé verið að brjóta gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar, sem ekki sé hægt án þess að fullar bætur komi fyrir. Með því að stefnanda hafi ekki verið boðnar neinar bætur geti það ekki hafa verið tilgangur lagabreytinganna að hagga við réttarstöðu hennar og beri því að ákvarða söluverð íbúðar hennar skv. umsaminni og þá lögbundinni aðferð í 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Krafan um málskostnað er byggð á l. nr. 19/1991 einkum 130 og 131. gr. og krafan um virðisaukaskatt á l. nr. 50/1988. Stefndu byggja á að þeir sem átt hafi rétt á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu hafi einatt notið vildarlánskjara miðað við það sem gerst hafi á almennum markaði og í því tilviki, sem hér um ræði, sé ljóst að lánskjör hafi verið það hagstæð að jafna megi því til þess að um ódýrt gjafafjármagn hafi verið að ræða. Sé ekki óeðlilegt, þegar um um slík vildarkjör sé að ræða á lánsfjármagni frá opinberum aðilum að löggjafinn hafi lagt ýmsar kvaðir á húsnæðið. Hin svonefnda 54% fyrirgreiðsla til stefnanda hafi verið í formi óverðtryggðs láns með lágum bundnum vöxtum. Sama máli gegni um F-lánið frá Veðdeild Landsbanka Íslands, þ.e. þau 60% þess sem óverðtryggð voru. Megi fullyrða að lán þetta hafi orðið að nánast engu á örfáum árum í þeirri óðaverðbólgu sem þá ríkti. Hins vegar hafi hin svonefnda 90% fyrirgreiðsla skv. lögum nr. 51/1980 verið í formi láns með 100% verðtryggingu, að vísu með lágum vöxtum í fyrstu, en þeir hafi farið hækkandi. Það fari því ekki á milli mála að kjör þau og fyrirgreiðsla sem stefnandi átti kost á við íbúðarkaupin skv. lögum nr. 30/1970 voru mun hagstæðari en þau kjör sem buðust samkvæmt lögum nr. 51/1980 og síðar. Þá byggja stefndu á því að verð það sem stefnandi hafi sjálf látið reikna út á íbúðina sé verulega yfir gangverði íbúðarinnar á frjálsum markaði. Byggja stefndu á að útreikningur Húsnæðisstofnunar ríkisins dags. 20. nóvember sé réttur og lögum samkvæmur. Afdráttarlaus vilji löggjafans um það hvernig farið skuli með uppgjör á íbúðum í verkamannabústöðum og félagslegum eignaríbúðum, þegar til endursölu kemur til hins félagslega íbúðarkerfis komi fram marg ítrekaður í fjölmörgum lagabálkum sem settir hafa verið um Húsnæðisstofnun ríkisins, frá því að lög nr. 30/1970 voru í gildi á þessu sviði, sbr. t.d. VI. kafli laga nr. 86/1988. Einnig megi nefna lög nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12/1994, nr. 58/1995, nr. 150/1995 og nr. 76/1996, einkum 89. gr. laganna, sem fjallar um greiðslu til seljanda íbúðar byggðrar fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. Þar kveði löggjafinn skýrlega á um það hvernig endurgreiðslum skuli háttað. Húsnæðisnefnd Kópavogs sé skylt að fara eftir lagaákvæði þessu og reglugerðarákvæðum héraðlútandi og hafi enga heimild til að víkja frá ákvæðunum. Ákvæði 89. gr. laga nr. 97/1993 með síðari breytingum sbr. og önnur ákvæði í kafla þeirra laga um endursölu ásamt hliðstæðum ákvæðum í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins gegnum tíðina, sem leyst hafa lög nr. 30/1970 af hólmi og dómar Hæstaréttar frá 1988 bls. 413 í málinu: Stjórn verkamannbústaða í Kópavogi f.h. Kópavogskaupstaðar gegn Guðmundi Benediktssyni, og frá 1987 bls. 1361 í málinu: Ólafur Hermannsson og Ragnheiður B. Brynjólfsdóttir gegn Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, leiði til þess að sýkna beri stefndu af kröfum stefnanda. Það leiði einnig af 75. gr. reglugerðar nr. 375/1996 en sú grein sé í þeim kafla reglugerðarinnar sem ber yfirskriftina: “Eignarhluti seljanda og greiðsla til hans við endursölu á íbúð hans,” en greinin sjálf beri yfirskriftina: “Íbúðir byggðar fyrir gildistöku laga nr. 51/1980.” Þau lagaákvæði sem hér um ræði hafi verið sett með stjórnskipulegum hætti og jafnvel þó að í löggjöf þessari kynni að gæta afturvirkni að einhverju leyti sé dómstólum engu að síður skylt að dæma eftir slíkum lagaákvæðum samkvæmt stjórnskipunarrétti. 72. gr. stjórnarskrárinnar standi þessu ekki í vegi, enda sé skýrlega kveðið á um það í 25. gr. laga nr. 20/1970, “að íbúðin sé háð ákvæðum þessa kafla um verkamannabústaði eins og hann sé á hverjum tíma” o.s.frv., en vísað sé til IV. kafla laga nr. 30/1970 í heild sinni í afsalinu. Ljóst sé og að í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar hafi að fullu verið fjallað um þau álitaefni í þessu máli er snerti stjórnskipulegt gildi lagaákvæðanna um uppgjör á eignarhlut seljanda félagslegrar íbúðar. Niðurstaða. Aðila greinir á um eftir hvaða reglum skuli reikna söluverð íbúðar stefnanda að Kjarrhólma 22, 4, hæð A í Kópavogi. Stefnandi gerir kröfu um að söluverð íbúðarinnar verði ákveðið á grundvelli 26. gr. laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins sem í gildi voru er stefnandi eignaðist íbúðina. Stefndu telja sér hins vegar skylt að fara eftir 89. gr. núgildandi laga um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993, svo sem henni var breytt með 26. gr. laga nr. 58/1995, og 75. gr. rgl. nr. 375/1976 um félagslegar íbúðir. Ekki var gerður kaupsamningur um íbúð stefnanda heldur fór sala íbúðarinnar fram í samræmi við ákvæði 1. ml. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 30/1970, með þeim hætti að stefnandi fékk skriflegt afsal fyrir íbúðinni frá stefnda, Kópavogskaupstað, hinn 7. október 1976. Í afsalinu til stefnanda segir: “Um kaup og sölu og framleigu á íbúð þessari fer skv. ákvæðum IV. kafla laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, og er 26. gr. kaflans rituð á 2 síðu afsalsins.” Engan fyrirvara er að finna í afsalinu um að breytt lagasetning kunni síðar að breyta réttarstöðu stefnanda, þrátt fyrir að í 2. ml. 3. mgr. 25. laga nr. 30/1970 væri kveðið á um að í afsali skuli tekið fram, að íbúðin sé háð ákvæðum IV. kafla um verkamannabústaði, eins og þau eru á hverjum tíma. Þar sem ákvæði 26. gr. l. nr. 30/1970 er tekið upp í heild sinni í afsalinu til stefnanda og þar sem þeirrar lagaskyldu 25. gr. laganna var ekki gætt að taka fram í afsalinu að íbúðin væri háð ákvæðum IV. kafla um verkamannabústaði eins og þau eru á hverjum tíma, verður að fallast á það með stefnanda, sem ekki liggur fyrir að hafi notið sérfræðilegrar aðstoðar við kaupin, að efni 26. gr. laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnunar ríkisins sé hluti afsals hennar og þar með samnings hennar við Kópavogskaupstað, enda þykir almenn tilvísun afsalsins til ákvæða IV. kafla laganna ekki fullnægja þeim kröfum, sem gerðar voru með áðurgreindu fortakslausu ákvæði 25. gr. l. nr. 30/1970. Af þessu leiðir að ekki verður talið fært að líta til fordæmisgildis dóma Hæstaréttar frá 1988, bls. 413 og 1987, bls. 1361, í máli þessu. Er því fallist á það með stefnanda að hún eigi rétt á að verð íbúðar hennar verði reiknað út með þeim hætti sem kveðið var á um í 26. gr. laga nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins og hún gerir kröfu um. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dagsettu 22. janúar 1997, var stefnanda veitt gjafsókn fyrir héraðsdómi. Eftir úrslitum málsins verða stefndu dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað in solidum, sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur, sem greiðist í ríkissjóð. Ekki er tekið tillit til virðisaukaskatts. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Magnúsar Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 350.000 krónur. Ekki er tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna anna dómara. Dómari og lögmenn aðila töldu endurflutning málsins óþarfan. Dómsorð: Söluverð íbúðar stefnanda, Sóleyjar Þorvaldsdóttur, að Kjarrhólma 22, Kópavogi, 4. hæð merkt A, skal reiknað út samkvæmt 26. gr. l. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Stefndu, Kópavogskaupstaður og Húsnæðisnefnd Kópavogs greiði stefnanda in solidum, 350.000 krónur í málskostnað, sem greiðist í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Magnúsar Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns, 350.000 krónur.
Mál nr. 420/1998
Vátrygging
K keypti innbústryggingu hjá vátryggingafélaginu V og var hann þá búsettur í einbýlishúsi einu. Vátryggingarfjárhæð var 4.000.000 kr. Ári síðar var vátryggingin endurnýjuð, en þá hafði K flutt úr húsinu og leigt það út, en komið búslóð sinni fyrir á lofti hússins. Á miðju síðara vátryggingartímabilinu fór K fram á við V að vátryggingarfjárhæð yrði hækkuð í 5.500.000 kr. Talið var, að K hefði mátt vera ljóst að við afgreiðslu beiðni um hækkun vátryggingarfjárhæðar hefðu upplýsingar um þá óvissu, sem ríkti um aðstæður á geymslustað skipt V miklu máli. Var V ekki talið skuldbundið af beiðni K um hækkun vátryggingarfjárhæðar. Matsmenn töldu verðmæti þess lausafjár, sem K hélt fram að stolið hefði verið úr húsinu hafa verið 6.135.000 kr. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að samkvæmt vátryggingarskilmálum skyldu verkfæri, sem voru á loftinu bætt með allt að 5% af vátryggingarfjárhæðinni. Sönnunarbyrði um hvað farið hefði forgörðum var talin hvíla á K, en ekki var talið unnt að gera ríkar kröfur til sönnunar um muni, sem voru týndir. Talið var, að K hefði vanrækt upplýsingaskyldu sína vegna tjóns síns og voru bætur til K lækkaðar vegna þessa. Var niðurstaða héraðsdóms um heildarfjárhæð vátryggingarbóta staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. október 1998. Hann krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 5.364.700 krónur, en til vara 3.901.600 krónur, aðallega með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 21. júlí 1995 til greiðsludags, en til vara með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 21. júlí 1995 til 26. febrúar 1998, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Áfrýjandi kvaðst hafa keypt vátryggingu á innbúi hjá Vátryggingarfélaginu Skandia hf. gegn tjóni af völdum eldsvoða, vatns eða innbrots í ágúst 1993. Innbústrygging þessi var endurnýjuð og varðar mál þetta vátryggingartímabilið frá 1. ágúst 1994 til 1. ágúst 1995. Vátryggingarfjárhæð var 4.000.000 krónur og vátryggingarstaður Skólatún I í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi. Stefndi tók síðar við réttindum og skyldum Vátryggingarfélagsins Skandia hf. Innbú það, sem málið varðar, var ekki allt í eigu áfrýjanda. Nokkur hluti þess var eign Hrafnhildar Þórarinsdóttur, þáverandi sambúðarkonu hans. Óumdeilt er að vátryggingin tók til innanstokksmuna þeirra beggja, en í 1. gr. skilmála fyrir innbústrygginguna segir meðal annars, að auk vátryggingartaka sé sambúðarmaki hans vátryggður. Hefur Hrafnhildur samþykkt að áfrýjandi fari einn með aðild sóknarmegin í máli þessu. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1997, bls. 2440, var skorið úr ýmsum ágreiningsefnum, er risu um greiðsluskyldu stefnda vegna muna, sem hurfu af vátryggingarstaðnum eða skemmdust. Í dóminum var talið leitt í ljós, að brotist hafi verið inn í íbúðarhúsið að Skólatúni I á vátryggingartímabilinu og að þá hafi verið stolið munum úr innbúi áfrýjanda. Hins vegar vísaði Hæstiréttur málinu frá héraðsdómi vegna þess að krafa áfrýjanda þótti vanreifuð. Aðilar deila nú einkum um þrennt. Í fyrsta lagi hvort stefndi sé bundinn af beiðni áfrýjanda 31. janúar 1995 um hækkun vátryggingarfjárhæðar í 5.500.000 krónur, í annan stað hverjir hinna vátryggðu muna hafi týnst eða skemmst og loks um fjárhæð vátryggingarbóta. II. Í héraðsdómi er því lýst að áfrýjandi og sambúðarkona hans fluttu úr íbúðarhúsinu að Skólatúni I til Spánar síðla árs 1993. Þá um haustið var húsið leigt nafngreindri konu, en innbúið, sem deilt er um í málinu, var geymt í húsinu, að mestu á háalofti. Kona þessi bar fyrir dómi, að engin hurð eða hleri hafi verið fyrir geymslunni „bara op upp á loft og opinn stigi beint upp“. Hún flutti úr húsinu seinni hluta árs 1994 í húsnæði í Skólatúni II, sem áfrýjandi notaði áður sem verkstæðishús, en það stendur rétt hjá fyrrnefndu húsi. Um sama leyti tók maður að nafni Ottó Sigurðsson húsið á leigu. Annaðist þáverandi lögmaður áfrýjanda fyrir hans hönd samskipti við þann leigutaka. Í hinum áfrýjaða dómi er sagt frá tilefni þess að lögmaðurinn gerði sér ferð suður í Voga 21. desember 1994 til að kanna ástand hússins ásamt manni, sem var honum til aðstoðar. Þar var fyrir Rúnar nokkur Jóhannsson, sem sagðist dvelja í húsinu með leyfi leigutakans. Lögmaðurinn lét aðstoðarmann sinn þá skipta um skrá í útidyrum og tók lykla að henni með sér, en skildi við Rúnar innan dyra. Svo sem greinir í héraðsdómi ritaði lögmaðurinn áfrýjanda og sambúðarkonu hans bréf 6. janúar 1995 og lýsti heimsókn sinni í húsið og hvernig komið væri leigumálum. Er í dóminum tekið upp orðrétt úr bréfinu, þar sem fram kom að nágrannar væru óttaslegnir vegna framferðis leigutaka og manna, sem voru með honum í húsinu. Um væri að ræða „einhvern dópistalýð og þjófa“. Þar kom og fram, að lögmaðurinn hafi fengið staðfest að lögregla hefði gert leit að fíkniefnum í húsinu. Í bréfinu lét lögmaðurinn þess einnig getið að nefndur Rúnar hafi virst vera í annarlegu ástandi í umrætt sinn. Þá segir svo í bréfinu: „Ég vil gjarnan vita hvað þið viljið gera í þessu. Ég tel það affærasælast að ganga í þessi mál strax og er reiðubúin að liðsinna ykkur við það. Mín skoðun er sú að betra sé að leigja húsið aftur þótt leigumarkaður þarna sé sjálfsagt þungur. Þegar þið hafið gert upp hug ykkar hafið þá samband í faxi eða símleiðis. Viljið þið „leigjendurnar“ út er nauðsynlegt að fá sent skriflegt umboð til þess að gera leigusamning fyrir Hrafnhildi svo ég geti farið með málið til Héraðsdóms Reykjaness í þeim tilgangi að reyna að fá útburð. Búslóðin uppi virtist alveg ósnert við skoðun mína. Þekkið þið einhvern þarna á staðnum sem gæti fylgst með búslóðinni og/eða staðnum fyrir ykkur?“ Bréfi lögmannsins lýkur með þessum orðum: „Vonast eftir að heyra frá ykkur án tafar!“ Ekki er komið fram að áfrýjandi eða sambúðarkona hans hafi í kjölfar þessa bréfs brugðist við með þeim hætti að hirða um húsið eða innanstokksmuni þar. Bar lögmaðurinn fyrir dómi, að áfrýjandi hafi hvorki svarað bréfinu né beðið sig um að flytja búslóðina eða gera einhverjar sérstakar ráðstafanir. Kvaðst lögmaðurinn aldrei hafa farið í húsið í janúar 1995. Samkvæmt framburði fyrrnefndrar konu, sem fluttist í Skólatún II, var leigutakinn Ottó Sigurðsson í Skólatúni I ásamt öðru fólki fram í janúar 1995. Kvað konan fólk hafa búið í húsinu fram til mánaðamóta janúar og febrúar. Þegar rannsóknarlögreglumenn komu á vettvang 30. janúar var húsið mannlaust og ekkert, sem benti til að í því væri búið. Aðaldyr voru þá opnar og rúða brotin í útihurð. Tekið var fram í skýrslunni að ljóst væri að húsið lægi undir skemmdum, ef ekkert yrði að gert. Rannsóknarlögreglumennirnir tilkynntu lögreglunni í Keflavík um atvikið og komu lögreglumenn þaðan samdægurs á vettvang. III. Ágreiningslaust er að áfrýjandi átti símtal við skrifstofu Vátryggingarfélagsins Skandia hf. 31. janúar 1995 og bað um að vátryggingarfjárhæð innbústryggingar sinnar yrði hækkuð úr 4.000.000 krónum í 5.500.000 krónur. Hafði hann komið til landsins frá Spáni tveimur dögum áður. Stefndi hefur til stuðnings því að hann sé óbundinn af hækkunarbeiðni þessari vísað til 4. gr., 6. gr. og 7. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Ósannað er að áfrýjandi hafi, þegar símtalið fór fram, haft beina vitneskju um hvernig komið var fyrir húsinu eða um ferðir lögreglumanna á staðinn daginn áður. Áfrýjandi var staddur erlendis, er þáverandi lögmaður hans ritaði honum áðurgreint bréf 6. janúar 1995. Er ómótmælt að áfrýjandi hafi fengið bréfið. Þegar hann kom til landsins 29. janúar 1995 var liðinn nokkur tími frá því að honum hlaut að vera ljóst að ekki var allt með felldu að Skólatúni I. Af málsgögnum verður ekki séð, að hann hafi þá kannað eða látið kanna ástand hússins eða hverjir höfðust þar við. Hafði hann þó ríkt tilefni til að gera það, til dæmis með því að leita fregna hjá lögmanninum um hvort ætlaðir fíkniefnaneytendur eða afbrotamenn hefðu verið fjarlægðir úr húsinu eða væru þar enn. Í stað þess að sinna þessu bað hann um að fjárhæð innbústryggingar sinnar yrði hækkuð. Telja verður að áfrýjanda hafi mátt vera ljóst, að máli skipti við afgreiðslu vátryggingafélagsins á beiðninni að það fengi vitneskju um að mikil óvissa ríkti um aðstæður á geymslustaðnum, þar á meðal hvernig varðveislu hinna vátryggðu muna væri háttað. Það að áfrýjandi lét hjá líða að skýra frá þeim sérstöku breytingum, sem orðið höfðu á aðstæðum á vátryggingarstaðnum, varð til þess að félagið hafði ekki ástæðu til að kanna þær og ástand húss og búslóðar, áður en það tók afstöðu til beiðni um hækkun vátryggingarfjárhæðar. Þegar til alls framangreinds er litið þykir beiðni áfrýjanda 31. janúar 1995 ekki vera skuldbindandi fyrir stefnda, sbr. niðurlagsákvæði 4. gr. laga nr. 20/1954. Verður því lagt til grundvallar að vátryggingarfjárhæð hafi verið 4.000.000 krónur, svo sem áfrýjandi gerir í varakröfu sinni. Við gerð varakröfu sinnar miðar hann við að vátryggingarverð allra hinna vátryggðu muna hafi verið 8.663.500 krónur. Frá þeirri fjárhæð dregur hann 213.000 krónur, sem er metið verð þeirra hluta, sem komu í leitirnar eftir vátryggingaratburðinn. Mismuninn 8.450.500 krónur telur hann vera fjárhæð heildartjónsins, en þar sem vátryggt var undir verði telur hann að stefnda sé skylt að greiða sér 97,54% af vátryggingarfjárhæðinni 4.000.000 krónum eða 3.901.600 krónur. IV. Málsaðilar fengu tvo menn til að meta til fjár lausafé það, sem áfrýjandi heldur fram að stolið hafi verið úr Skólatúni I. Er matsgerð þeirra dagsett 27. janúar 1998. Eru í héraðsdómi teknar upp orðrétt athugasemdir matsmanna, en í þeim kemur meðal annars fram, að matsmenn höfðu lítil önnur gögn til að styðjast við en lista, sem gerðir voru af áfrýjanda og Hrafnhildi Þórarinsdóttur. Lausafé þetta er annars vegar innanstokksmunir og hlutir, sem áfrýjandi heldur fram að tilheyri almennu heimilishaldi. Niðurstaða matsmanna var sú, að verð þeirra í heild hafi verið 6.135.000 krónur. Hins vegar eru vélar, verkfæri, byggingarefni og annar varningur, sem virðist hafa tengst atvinnurekstri áfrýjanda, að heildarverðmæti 2.528.500 krónur. Sagði áfrýjandi fyrir dómi að öll verkfæri, sem hann taldi týnd, hafi verið geymd á loftinu í Skólatúni I, en gaskútar hafi ekki verið þar. Meðal þessara muna, sem matsmenn kalla verkfæri, er eldvarnarkerfi, skrifstofukallkerfi, kallkerfi fyrir atvinnuhús, hátalarar, ljósker, ljóskastarar, vatnsslökkvitæki, kolsýruhleðslutæki, fjöldi handverkfæra, trésmíðavélar, gastæki og tilheyrandi mælar, stór og smá tæki til bifreiðaviðgerða, varahlutir, loftverkfæri, iðnaðarrykksuga, vatnssuga, suðuvél, rafmagnsgirðing, raflagnaefni, rafmagnsmælar og múráhöld. Eftir gögnum málsins verður að fallast á með stefnda að litlar líkur séu á að allur þessi varningur hafi verið geymdur á háalofti Skólatúns I með innbúi áfrýjanda. Það má meðal annars ráða af vætti fyrrverandi lögmanns áfrýjanda og framburði áðurnefndar konu, sem bjó í húsinu frá því um haustið 1993 til jafnlengdar næsta árs, er hún flutti í næsta hús, Skólatún II. Síðargreinda vitnið bar, að á lofti Skólatúns I hafi verið búslóð, að mestu í kössum. Engin stór verkfæri hafi verið sýnileg, en vitnið taldi þó að verkfæri hefðu getað verið í einhverjum kassanna. Samkvæmt þessu er ekki loku fyrir það skotið, að eitthvað af lausafé því, sem talið er til verkfæra í matsgerðinni og metið er á samtals 2.528.500 krónur, hafi verið í geymslurisinu og horfið við innbrot á vátryggingartímanum. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms, að eftirfarandi ákvæði í 2. gr. vátryggingarskilmálanna taki til muna þessara: „Verkfæri, varahlutir og áhöld, sem vátryggður á og notar sjálfur í atvinnu sinni, bætast með allt að 5% af vátryggingarfjárhæðinni ...”. Svo sem greinir í III. kafla hér að framan var vátryggingarfjárhæðin 4.000.000 krónur og er hámark greiðsluskyldu stefnda vegna þessara muna 200.000 krónur. V. Eiginlegt innbú áfrýjanda og Hrafnhildar Þórarinsdóttur var samkvæmt framansögðu metið í heild á 6.135.000 krónur. Eins og greinir í I. kafla hér á undan lagði Hæstiréttur í fyrra dómsmáli aðila þessa máls til grundvallar að munum úr innbúi áfrýjanda hafi verið stolið við innbrot á vátryggingartímabilinu. Stefndi vefengir að allir framtaldir munir hafi verið á vátryggingarstaðnum og týnst vegna innbrots. Hann heldur fram að ekki sé líklegt að allir þessir munir hafi verið á staðnum og bendir meðal annars á að hluti innbús áfrýjanda og Hrafnhildar hafi verið í íbúð þeirra á Spáni. Þá séu ekki talin á listum áfrýjanda og Hrafnhildar ýmis verðmæt heimilistæki, sem alla jafna fylgi venjulegu heimilishaldi, svo sem þvottavél, þurrkari og frystikista. Matsmenn telji verðmæti þess, sem geymt var á loftinu hafa verið 8.663.500 krónur, þar af innbúsmuna 6.135.000 krónur, þrátt fyrir að áðurnefnd heimilistæki vanti. Sú fjárhæð sé mun hærri en almennt nemur verðmæti innbúsmuna. Áfrýjandi hefur hins vegar bent á að meðal munanna hafi verið innbúshlutir, sem hann hafi fengið í arf eftir föður sinn, er hafi látist 14. maí 1992, og einnig munir, sem þáverandi sambúðarkona hans hafi fengið í arf eftir foreldra sína. Meðal annars af þeim sökum hafi heildarverðmæti búslóðarinnar verið meira en ella. Sönnunarbyrði um hvað farið hafi forgörðum hvílir á áfrýjanda, en eðli málsins samkvæmt verða ekki gerðar ríkar kröfur til sönnunar um muni, sem týndir eru. Eins og sönnunaraðstöðu er háttað þykir mega miða við að innbúshlutir þeir, sem taldir eru í matsgerðinni, hafi verið í húsinu og horfið eða skemmst á vátryggingartímanum. Í matsgerð er getið verðs muna úr innbúi, sem komu í leitirnar síðar. Hluti þeirra er þýfi, sem samkvæmt skýrslum lögreglu var rakið til leigutakans Ottós Sigurðssonar og áðurnefnds Rúnars Jóhannssonar, sem dvaldist um skeið í Skólatúni I. Stefndi hefur í þessu máli ekki reist kröfur á því að einhverjir af hinum vátryggðu munum hafi horfið af öðrum orsökum en innbroti. VI. Stefndi ber fyrir sig, að áfrýjandi hafi ekki fært viðhlítandi sönnur fyrir verðmæti þeirra muna, sem hann haldi fram að hafi horfið eða skemmst. Áfrýjandi bendir hins vegar á að krafa sín styðjist við mat tveggja manna, sem valdir hafi verið í samræmi við ákvæði í gr. 6.4 í vátryggingarskilmálunum. Sé stefndi bundinn af því. Stefndi telur matið haldið annmörkum, sem valdi því að það verði ekki notað við ákvörðun vátryggingarbóta. Matsmenn mátu til fjár muni, sem áfrýjandi og Hrafnhildur Þórarinsdóttir töldu týnda eða eyðilagða. Þeir kváðust fyrst og fremst hafa haft til hliðsjónar 37. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Stefndi hefur ekki gert athugasemdir við að matsmenn miðuðu verð við þann tíma, sem matið var gert, en ekki verðlag, sem síðast var á hlutunum áður en vátryggingaratburðurinn gerðist, svo sem segir í 37. gr. laga nr. 20/1954. Málsaðilar hafa heldur ekki borið fyrir sig að matsmenn virðist ekki hafa beitt ákvæðum gr. 6.3 í vátryggingarskilmálunum að því leyti, sem þau víkja frá reglum 37. gr. laganna. Í athugasemdum í matsgerðinni tóku matsmenn fram, að þeir hafi afskrifað einstaka hluti lítið sem ekkert, enda hafi varla verið fyrir hendi upplýsingar um aldur hlutanna, brúkun þeirra eða minnkað notagildi, sem hafa skuli til hliðsjónar við afskriftir. Í framburði annars matsmanna fyrir dómi kemur þó fram, að við mat á notuðum hlutum, sem rýrna við aldur, hafi matsmenn miðað við verð á sams konar notuðum hlutum. Þegar litið er til óvissuþátta varðandi tegund, aldur, ástand og gerð horfinna muna og þess, sem fram er komið um aðferðir, er matsmenn beittu við ákvörðun vátryggingarverðs, verður ekki fallist á með stefnda að víkja beri verðákvörðun matsmanna til hliðar. VII. Stefndi styður mál sitt meðal annars við 22. gr. laga nr. 20/1954. Bendir hann á að áfrýjandi hafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt þeirri lagagrein, ekki síst með því að hafa ekki veitt upplýsingar, sem nauðsynlegar séu til að ákveða fjárhæð þá, er stefnda beri að greiða. Eftir að áfrýjandi tilkynnti Skandia hf. um vátryggingaratburðinn fékk félagið í hendur tvö bréf, annað frá áfrýjanda, en hitt frá þáverandi sambúðarkonu hans, þar sem taldir voru margir hlutir, sem þau héldu fram að horfið hefðu við innbrot í Skólatún I. Auk þess liggur fyrir í málinu skjal frá áfrýjanda með fyrirsögninni „Listi yfir verkfæri og búnað sem ég hef keypt af Bílasm. Kyndli h/f.”, en á því eru engir innanstokksmunir. Í bréfunum tveimur eru greindir fjölmargir munir, sem taldir eru hafa horfið úr Skólatúni I, en engin grein gerð fyrir ætluðu verðmæti innbúsmuna. Um þetta segir í matsgerð, að lítið sem ekkert sé tiltekið í gögnunum um tegund, aldur, ástand eða gerð munanna. Þá vanti víða tilgreiningu á magni muna. Úr skorti á upplýsingum um innbúsmuni hefur ekki verið bætt. Matsmenn fóru reyndar yfir listana með áfrýjanda, en af framburði þeirra fyrir dómi verður ráðið að upplýsingar frá honum hafi verið takmarkaðar. Þótt fallist verði á með áfrýjanda, að ekki verði gerðar strangar kröfur til sönnunarfærslu af hálfu vátryggðs um týnda muni, verður að telja að áfrýjanda hafi verið unnt að veita frekari upplýsingar um ýmsa þeirra en raun ber vitni. Má þar nefna eftirfarandi dæmi. Í matinu er trékistill með skartgripum metinn í heild á 200.000 krónur og silfur á þjóðbúning og stokkabelti í heild á 150.000 krónur. Vegna ákvæðis í 2. gr. vátryggingarskilmálanna um að einstakir skartgripir bætist með allt að 1% af vátryggingarfjárhæðinni hefði verið þörf nánari tilgreiningar um þessa muni frá vátryggðum. Þá eru 4 pör kuldastígvéla kvenna metin alls á 332.000 krónur og 2 sett minkapelsa og húfur á 325.000 krónur án þess að þeim sé lýst frekar. Um tvö sett af kjólfötum, sem samtals eru talin 80.000 króna virði, liggja ekki fyrir skýringar með tilliti til aldurs og ástands. „Sauna ofn”, sem metinn er á 65.000 krónur, virðist fremur verða talinn til fylgifjár með fasteign en lausafé, sem fylgir almennu heimilishaldi, sbr. 2. gr. vátryggingarskilmálanna. Sama á við um mótor og dælu úr nuddpotti að verðmæti 30.000 krónur. Skýringar frá áfrýjanda hefðu sennilega getað varpað ljósi á þetta. Ekki verður annað séð en að áfrýjandi hefði getað veitt einhverjar upplýsingar um leirpotta, sem í heild eru metnir á 50.000 krónur og vökvunarkerfi og dælu, sem einnig er metið alls á 50.000 krónur. Metið verð framangreindra muna er samtals 1.282.000 krónur. Í upphafi sinnti áfrýjandi ekki áskorun um að sundurliða kröfu sína. Þess í stað hélt hann fram, að um vátrygginguna giltu reglur um verðsetningu í 2. mgr. 39. gr. laga nr. 20/1954 og ætti hann því kröfu til óskertrar vátryggingarfjárhæðar innbústryggingar sinnar að frádregnu andvirði þeirra búsmuna, sem síðar komu fram. Var það ekki fyrr en að gengnum áðurnefndum dómi Hæstaréttar, að áfrýjandi léði máls á að hafa annan hátt á uppgjöri við stefnda og beiddist mats með vísun til ákvæðis í vátryggingarskilmálum. Telja verður að áfrýjandi hafi haft sérstaka ástæðu til koma á framfæri við matsmenn upplýsingum, er skipt gátu máli um mat á munum þeim, sem hann taldi verðmætasta. Matsmenn komu fyrir héraðsdóm. Eru skýrslur þeirra misnákvæmar og ber þeim ekki alveg saman um nokkur atriði. Samkvæmt framburði matsmannsins, er tilnefndur var af áfrýjanda, veitti hann að vísu upplýsingar, sem að gagni komu við mat á ákveðum hlutum, en framburðinn má að öðru leyti að skilja svo, að upplýsingar frá áfrýjanda hafi ekki breytt miklu. Hinn matsmaðurinn bar fyrir dómi að ekki hafi fengist miklar upplýsingar frá áfrýjanda. Samkvæmt framansögðu þykir áfrýjandi hafa vanrækt upplýsingaskyldu, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 20/1954, en í 2. mgr. þeirrar greinar er mælt svo fyrir, að slík vanræksla hafi þau áhrif, sem segir í 2. mgr. 21. gr. laganna. Telja verður líkur að því leiddar, að stefndi hafi vegna þessarar vanrækslu áfrýjanda misst af tækifæri til að leiða sönnur að atvikum, sem myndu hafa orðið til þess að ábyrgð stefnda yrði minni en ella. Þykir því með heimild í síðasttöldu lagaákvæði rétt að lækka bætur til áfrýjanda. Þegar litið er til þess og að vátryggt var undir verði, sbr. grein 6.2 í vátryggingarskilmálum og 40. gr. laga nr. 20/1954, þykir mega staðfesta ákvörðun héraðsdóms um heildarfjárhæð vátryggingarbóta. Samkvæmt 24. gr. laga nr. 20/1954, sbr. 7. gr. laga nr. 33/1987, ber vátryggingafélagi að greiða vexti af bótunum eftir ákvæðum vaxtalaga frá gjalddaga, sem kveðið er á um í 1. mgr. fyrrnefndu greinarinnar. Þegar niðurstaða matsgerðar lá fyrir í janúar 1998 skorti enn frá áfrýjanda upplýsingar, sem þörf var á til að meta fjárhæð bóta, sbr. 1. mgr. 24. gr. Hefur áfrýjandi ekki bætt þar úr. Verður niðurstaða héraðsdóms um upphafstíma dráttarvaxta því staðfest. Eftir þessum úrslitum og þegar litið er til þess að stefndi hafnaði í upphafi greiðsluskyldu verður hann dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., greiði áfrýjanda, Kristni Ó. Kristinssyni, samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 1998. Mál þetta var höfðað með stefnu áritaðri um birtingu af lögmanni stefnda 25. febrúar 1998. Það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. febrúar 1998 og dómtekið að afloknum munnlegum málflutningi 1. október sl. Stefnandi málsins er Kristinn Ó. Kristinsson, kt. 100640-7599 til heimilis Hoybratenbeien 3E, Oslo, Noregi, en stefndi er Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík (hér eftir nefnt stefndi). Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði aðallega dæmdur til greiðslu vátryggingarbóta að fjárhæð 5.364.700 krónur, en til vara til greiðslu vátryggingarbóta að fjárhæð 3.901.600 krónur, aðallega með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxta­laga nr. 25/1987 frá 21. júlí 1995 til greiðsludags, en til vara með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 21. júlí 1995 til þingfestingardags máls þessa 26. febrúar 1998, en með dráttarvöxtum, samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum gerir stefnandi kröfu til málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu að viðbættum virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara krefst stefndi verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu mati dómsins Stefndi gerði upphaflega kröfu til frávísunar málsins. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði uppkveðnum 18. júní sl. Málavextir, málsástæður og lagarök. Samkvæmt gögnum málsins eru málavextir í meginatriðum, sem hér segir: Stefnandi keypti tryggingu á innbúi sínu og sambýliskonu sinnar Hrafnhildar Þórarinsdóttur hjá Vátryggingafélaginu Skandia hf. gegn tjóni af völdum bruna, vatns og innbrots í ágústmánuði 1993. Vátryggingarfjárhæðin nam 4.000.000 króna. Þessi viðskipti áttu sér stað símleiðis, án nokkurrar könnunar tryggingafélagsins á umfangi og verðmæti hins tryggða. Tryggingin var síðan framlengd til eins árs frá 1. ágúst 1994 að telja. Stefnandi og sambýliskona hans voru búsett í húsi sínu að Skólatúni I í Vogum á Vatnsleysuströnd, þegar tryggingin var fyrst tekin. Í októbermánuði s.á. fluttist stefnandi búferlum til Spánar. Kom hann búslóð sinni fyrir í geymslu upp á lofti í húsinu, en tók óverulegan hluta þess með sér til Spánar að eigin sögn. Húsið var leigt Margréti Ingimarsdóttur í nóvembermánuði sama ár. fyrir milligöngu Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns. Um það bil ári síðar eða í byrjun nóvember 1994 þurfti að leigja húseignina að nýju og sá Helga Leifsdóttir hdl. einnig um þann leigumála. Leigutaki var maður að nafni Ottó Sigurðsson. Í lok desembermánaðar sama ár. hafði lögmaðurinn spurnir af því, að í húsinu þrifist margs konar ólifnaður m.a. væru þar fíkniefni höfð um hönd. Jafnframt fékk hún vitneskju um það, að nýi leigjandinn stæði ekki í skilum með húsaleigugreiðslu desembermánaðar, en útibú Landsbanka Íslands í Keflavík hafði átt að sjá um móttöku húsaleigugreiðslna og ráðstöfun þeirra. Fór hún því suður í Voga 21. desember 1994 í fylgd lögreglumanna úr Keflavík og manns, sem ætlað var það hlutverk að komast inn í húsið án lykla og skipta um skrá í útidyrum þess. Er þangað var komið var leigutaka hússins ekki að finna, en þar hittu þau fyrir Rúnar Jóhannsson, sem sagðist vera þar á vegum leigutaka, sem lítið hefði búið í húsinu. Rúnari var gerð grein fyrir því, að hann væri þar í heimildarleysi en honum var leyft engu að síður að dveljast áfram í húsinu. Helga litaðist um í húsinu m.a. fór upp á loft, þar sem búslóð stefnanda var geymd. Sá hún þar fullt af dóti, sem breitt hafi verið yfir með plasti og ábreiðum og allt hafi virst óhreyft og í réttu og eðlilegu horfi að hennar sögn. Skipt var um skrá í útidyrum hússins, eins og ráðgert hafði verið. Helga Leifsdóttir hdl. ritaði stefnanda bréf dags. 6. janúar 1995, þar sem hún lýsti heimsókn sinni í húsið og hvernig komið væri leigumálum. Í bréfi hennar kom fram, að sveitarstjórinn í Vogum hafi hringt í hana og sagt henni frá því, „að nágrannarnir væru óttaslegnir yfir leigutakanum/fólkinu í Skólatúninu. Um væri að ræða einhvern dópistalýð og þjófa. Ég hef haft samband við lögregluna út af þessu og hef fengið staðfest símleiðis að gerð var húsleit á vegum fíkniefnalögreglunnar í húsinu, þessi Ottó væri ekki með hreinan sakaferil og væri auk þess dópisti.” Í bréfinu segir ennfremur: „Búslóðin uppi virtist alveg ósnert við skoðun mína. Þekkið þið einhvern þarna á staðnum sem gæti fylgst með búslóðinni og/eða staðnum fyrir ykkur?”. Hinn 30. janúar 1995 gerðu lögreglumenn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sér ferð að Skólatúni I þeirra erinda að hafa tal af Rúnari Jóhannssyni. Í skýrslu þeirra um ferðina segir m.a. svo: „Er við komum á staðinn kom í ljós að aðaldyr hússins voru opnar upp á gátt og rúða brotin í dyrunum. Gerðum við vart við okkur og gengum inn í húsið og blasti þá við okkur mikill sóðaskapur, bækur, matarleifar og ýmsir munir á víð og dreif en ekkert sem benti til þess að í húsinu væri búið, utan rotnandi matarleifar í eldhúsi. Við athugun á bílskýli sem fylgir húsinu kom í ljós að hann var opin og lá hurðin að honum á jörðinni, brotin upp. Virðist okkur að Rúnar Jóhannsson, sem er skráður leigjandi að húsinu hafi ekki búið þar um skeið. Ennfremur er ljóst að húsnæðið liggur undir skemmdum ef ekkert verður að gert. Fórum við af vettvangi kl. 15.30 og lokuðum húsinu en auðvelt er að komast inn í húsið þar sem rúða er brotin í aðaldyrum. Ekki tókst að loka bílskýlinu og liggur það sem geymt er þar inni undir skemmdum.” Einnig fóru lögreglumenn úr Keflavík að húsinu sama dag að ábendingu rannsóknarlögreglumannanna, sem þangað höfðu komið fyrr um daginn í því skyni að eyða framköllunarvökva, sem lægi á víð og dreif umhverfis húsið, eins og segir í skýrslu þeirra. Í niðurlagi skýrslunnar segir svo: „Enginn var í húsinu þegar við komum á staðinn og svo virtist sem að ekki væri búið þar þar sem að engin húsgögn var að sjá í húsinu. Vitað er að Ottó Sigurðsson kt. 110454-3279 Bergþórugötu 51 Reykjavík og Sigurjón Pétursson kt. 110464-4289 Suðurhólum 22, Reykjavík hafa haft aðgang að húsinu ásamt fleirum”. Stefnandi kom til landsins í lok janúar 1995 til að gangast undir læknisaðgerð. Kveðst hann hafa haft símasamband við Þórð Þórðarson framkvæmdastjóra vátryggingasviðs Skandia hf. daginn eftir heimkomu sína eða 30. janúar og óskað eftir því, að innbústrygging hans yrði hækkuð úr 4.000.000 í 5.500.000 krónur. Stefndi telur að símtal þetta hafi átt sér stað 31. janúar eða daginn eftir heimsókn lögreglu, sem fyrr er lýst. Að sögn stefnanda var honum tilkynnt um það 11. febrúar sama ár að brotist hafi verið inn í húsið. Gerði hann sér ferð þangað daginn eftir og sá þá að búið var að fjarlægja mikinn hluta búslóðar hans, sem geymd var á lofti hússins. Gerði hann lögreglunni í Keflavík viðvart, sem kom á staðinn. Í skýrslu lögreglunnar í Keflavík um atburðinn segir m.a. svo: „Er við komum að húsinu veittum við athygli að búið var að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Þegar inn var komið blasti við okkur bækur, tímarit og myndbandahylki á víð og dreif um gólf svefnherbergisins, gangsins og stofunnar. Búið var að taka niður veggljós í stofu, gangi svefnherbergi, geymslu, og hafa á brott úr húsinu. Einnig var búið að fjarlægja ljósakrónu úr stofu. Kristinn vísaði okkur upp á geymsluloft hússins. Þar var búið að dreifa búslóð hans um loftið. Ekki var hægt að átta sig á hvað var skemmt eða hvað vantaði þar sem ekkert rafmagn var í húsinu og því var notast við vasaljós til þess að skoða geymsluloftið. Það dót sem var á gólfi hússins var allt tekið úr búslóðinni sem var til geymslu á loftinu”. Í skýrslunni kemur og fram og haft eftir stefnanda, að hann hafi lánað Margréti Ingimarsdóttur, fyrri leigjandi hússins nokkur heimilistæki og hafi þau vantað, þegar hún fór úr húsinu. Síðan segir orðrétt: „Kristinn sagði að fljótt á litið sæi hann að málverk, verkfærasett, bækur og húsgögn hafi verið fjarlægð úr búslóðinni. Hann kvaðst ætla að skrá niður þess sem hann saknaði og það sem skemmt var og koma því til lögreglu. Hann sagði að vitjað var um húsið í gær og var það í lagi með rúðuna í útidyrunum. Hann kvaðst telja að farið hafi verið inn í húsið í nótt sem leið” Loks er þess getið í skýrslunni, að Ólafur Ólafsson flokksstjóri, sem hana skráði, hafi komið þangað í embættiserindum 16. desember 1994 og hitt fyrir Rúnar Jóhannsson. Sá hefði sagt sér, að veggljós og ljósakróna, sem þá voru í heilu lagi væru eign húseigenda. Í kjölfar þessa atburðar sneri stefnandi sér til vátryggingafélagsins með kröfu um greiðslu vátryggingarbóta. Miðaði hann kröfu sína við það, að öll búslóð hans hefði farið forgörðum við innbrotið. Sendi hann félaginu lista gerða eftir minni hans og þáverandi sambýliskonu, þar sem upp voru taldir þeir munir, sem horfið höfðu við innbrotið. Hinn 24. febrúar s.á. tókst rannsóknarlögreglu að hafa upp á nokkrum þeim munum, sem taldir voru upp á lista stefnanda. Vátryggingafélagið Skandia hf. hafnaði kröfum stefnanda og leitaði hann sér því lögmannsaðstoðar. Lögmaður hans ritaði félaginu bréf dags. 21. júní 1995, þar sem gerð var krafa til greiðslu vátryggingarfjárhæðarinnar 5.500.000 krónur, enda lægi ekki annað fyrir en allt innbúið hefði farið forgörðum, eins og segir í bréfi lögmannsins. Að sögn stefnanda var kröfu hans hafnað en félagið hafi gert munnlegt boð um að greiða 2.000.000 króna í heildarbætur. Samkomulag náðist ekki á þessum grundvelli. Stefnandi höfðaði því mál á hendur félaginu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 1995 aðallega til greiðslu á 5.400.000 krónum en til vara til greiðslu á 3.927.200 krónum. Aðalkrafan var byggð á því, að vátryggingarfjárhæðin hafi numið 5.500.000 krónum, en varakrafan miðaðist við vátryggingarfjárhæðina 4.000.000 króna. Fjárhæðin var lækkuð lítillega vegna þeirra muna, sem fundust eftir innbrotið, eins og segir í stefnu málsins. Félagið krafðist sýknu og byggði kröfu sína m.a. á því, að stefnandi og sambýliskona hans hafi ekki búið sjálf á staðnum, stefnandi hafi fyrirgert bótarétti vegna aukningar áhættu, hann hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að varna tjóni, ekki sinnt varúðarreglu vátryggingarskilmálanna, og leynt félagið upplýsingum. Héraðsdómur gekk 7. október 1996, þar sem Vátryggingafélagið Skandia hf. var dæmt dæmt til að greiða að álitum 3.000.000 króna í vátryggingarbætur, auk málskostnaðar. Stefndi, Vátryggingafélagið Skandia hf. áfrýjaði dóminum en stefnandi gagnáfrýjaði fyrir sitt leyti. Fyrir Hæstarétti tók Vátryggingafélag Íslands hf. við aðild málsins úr höndum Vátryggingafélagsins Skandia hf. Hæstiréttur felldi dóm í málinu 25. september 1997 (Hæstaréttarmál nr. 385/1996) og vísaði málinu frá héraðsdómi. Frávísun Hæstaréttar var m.a. á því byggð, að gagnáfrýjandi hafi enga grein gert fyrir verðmæti þeirra muna, sem glötuðust við innbrotið né heldur hafi þeir munir verið verðlagðir, sem síðar komu í leitirnar eða skildir voru eftir í húsinu, sbr. 22. gr. vátryggingasamningalaga nr. 20/1954. Því sé ekki unnt að taka afstöðu til þess, hvert hafi verið vátryggingarverð þeirra muna, sem gagnáfrýjandi krefjist bóta fyrir. Við ákvörðun bóta beri því að fara eftir 6. gr. vátryggingaskilmála innbústryggingarinnar og almennum reglum um vátryggingarverð í lögum nr. 20/1954, sbr. einkum 37. gr. og 1. mgr. 39. gr. þeirra. Hæstiréttur hafnaði þeim málsástæðum áfrýjanda (stefnda hér), sem byggt var á í héraði og lýst er að framan. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ritaði lögmaður stefnanda stefnda bréf, dags. 16. október 1997, og fór fram á það, að félagið tilnefndi mann til mats á innbúi stefnanda samkvæmt þeim skrám, sem hann og Hrafnhildur Þórarinsdóttir fyrrverandi sambýliskona hafi gert um muni þá sem forgörðum fóru við innbrotið í hús hans að Skólatúni I, Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi. Í bréfinu segir m.a. „Félagið seldi vátrygginguna á sínum tíma án þess að hafa fyrst skráð innbúsmunina, hvað þá verðmetið þá. Er því ekki annarri aðferð til að dreifa heldur en þeirri að byggja þetta á frásögn vátryggingartakans eftir að tjónið er orðið og munirnir farnir forgörðum.” Jafnframt tilkynnti lögmaðurinn, að stefnandi tilnefndi Valdimar Johnsen til matsins af sinni hálfu. Eftir nokkur bréfaskipti milli stefnda og lögmanns stefnanda tilnefndi stefndi Jón Trausta Guðjónsson starfsmann sinn til starfsins með bréfi dags. 7. nóvember 1997. Í niðurlagi bréfsins segir: „Þar sem það eru eindregin tilmæli yðar, að mat fari fram með þeim hætti sem þér óskið, getum vér eftir atvikum fallist á málaleitan yðar, en viljum taka fram, að í því fellst ekki viðurkenning á því, að þau verðmæti, sem talin eru upp á lista, hafi verið til staðar.” Matsgerð tilnefndra matsmanna er dags. 27. janúar 1998. Niðurstaða þeirra var sú, að verðmæti innbús næmi 6.135.000 krónum, en verkfæra 2.528.500 krónum. Matsmenn mátu verðmæti þeirra muna, sem fundust eða skildir voru eftir í húsinu og tilheyrðu innbúi á 213.000 krónur. Matsmenn gerðu eftirfarandi athugasemdir um matsgerð sína: „Í máli þessu voru lítil önnur gögn til að verðmeta innbú það sem meint er að stolið hafi verið heldur en listar sem gerðir voru af Kristinn (þannig) Ó Kristinssyni og þáverandi sambýliskonu hans á sínum tíma. Þessir listar voru einfaldir að gerð og lítið sem ekkert tiltekið þar um tegund, aldur, ástand eða gerð þeirra muna sem meint er að saknað sé. Sömuleiðis vantar víða tilgreiningu á magni muna í safni. Matsgerð þessi hlýtur því að vera gerð með þeim fyrirvara sem að ofan greinir og með tilliti til þess að metnir voru munir sem hofnir eru og engin leið er að skoða eða staðreyna. Matsnefndarmenn höfðu fyrst og fremst til hliðsjónar 37. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga og mátu hluti eftir áætluðu enduröflunarvirði þeirra á þeim tíma sem matið er gert og afskrifuðu einstaka hluti lítið sem ekkert enda voru varla til staðar upplýsingar um aldur hlutanna, brúkun þeirra eða minnkaðs notagildis sem skv. 37. gr. laga nr. 20/1954 skal m.a. hafa til hliðsjónar við afskriftir. Þá voru á listum þessum ýmsir munir sem hafa hugsanlega antikgildi. Matsmenn töldu að útilokað væri að finna verð á óséða, meinta antikmuni þannig að til grundvallar var lagt verð á nýjum sambærilegum hlutum.” Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir dómkröfur sínar í fyrsta lagi á því, að Hæstiréttur hafi í fyrrnefndum dómi sínum tekið af öll tvímæli um greiðsluskyldu stefnda. Þar hafi öllum andmælum stefnda verið hafnað. Stefnandi hafi að forsögn Hæstaréttar farið þá leið, sem skilmálar vátryggingarinnar geri ráð fyrir um ákvörðun fjárhæðar vátryggingarbótanna. Ákvörðun matsmanna um fjárhæð á tjóni stefnanda liggi fyrir og sé bindandi fyrir stefnda, samkvæmt því sem berum orðum segi í vátryggingarskilmálunum. Vátryggingafélagið hafi selt stefnanda innbústrygginguna, án þess að hið vátryggða innbú væri fyrirfram skoðað eða skráð. Í því hljóti að felast skuldbinding af hálfu félagsins til að hlíta upptalningu vátryggingartaka á innbúshlutum, eftir að bótaskylt tjón hafi orðið og hlutir farið forgörðum. Félagið geti ekki fyrst selt mönnum vátryggingar án skoðunar á hinu vátryggða og innheimt iðgjöld, en borið síðan brigður á það, hvaða hlutir hafi verið í innbúi eftir að tjón hafi orðið og gert tjónþola að sanna það, þegar það sé ekki lengur hægt. Ágreiningslaust sé, að stefnandi hafi haft símasamband við Vátryggingafélagið Skandia hf. 31. janúar 1995 og hækkað innbústryggingu sína úr 4.000.000 krónum í 5.500.000 krónur. Hann hafi þá verið nýkominn til landsins til læknismeðferðar. Félagið hafi í bréfi dags. 23. febr. 1995, en eigi að vera 23. maí s.á., neitað að taka til greina hækkun vátryggingarfjárhæðarinnar, sem samið hafi verið um 31. janúar sama ár eða degi eftir „að lögreglan í Keflavík hafi tilkynnt eigendum eða umboðsmanni hans að húsið hafi staðið opið er að því var komið. Hér sé um misskilning að ræða. Fyrir liggi í málinu lögregluskýrsla, þar sem greint sé frá heimsókn tveggja lögreglumanna frá Rannsóknarlögreglu ríkisins að Skólatúni 30. janúar 1995. Húsið hafi þá verið mannlaust en aðaldyr opnar og rúða brotin í hurðinni. Þeir segist hafa lokað húsinu en taka fram, að auðvelt sé að komast inn í það, þar sem rúða hafi verið brotin. Rannsóknarlögreglumennirnir hafi aðeins látið lögregluna í Keflavík vita af þessari heimsókn sinni, sem hafi af því tilefni farið samdægurs á staðinn til að fjarlægja þaðan plastbrúsa með framköllunarvökva, sem lágu utan við húsið og stafaði hætta af. Hvorki stefnandi né heldur Helga Leifsdóttir, þáverandi umboðsmaður hans, hafi haft vitneskju um þessar heimsóknir, þegar viðbótartryggingin var keypt. Stefnandi hafi gert þá grein fyrir hækkun tryggingarinnar, að hann hafi átt inni fé hjá vátrygginga­félaginu vegna niðurfellingar bifreiðatryggingar og hafi starfsmaður félagsins ráðlagt honum að nota féð til að hækka vátryggingarfjárhæð innbústryggingarinnar. Það hafi hann gert. Því sé á því byggt af hálfu stefnanda að komist hafi á samningur um hækkun fjárhæðarinnar, sem stefndi sé skuldbundinn við. Aðalkrafan sé við þetta miðuð. Varakrafan miðist við vátryggingarfjárhæðina, eins og hún hafi verið fyrir hækkun. Stefnandi miðar aðalkröfu sína við það, að umsamin vátryggingarfjárhæð hafi numið 5.500.000 krónum. Samkvæmt niðurstöðu tilkvaddra matsmanna hafi heildarverðmæti innbúsins verið samtals 8.663.500 krónur. Verðmæti þeirra hluta, sem fundust síðar eða voru skildir eftir hafi numið 213.000 krónum, samkvæmt niðurstöðu matsmanna. Tjón stefnanda sé því 8.450.000 krónur, sem sé 97,54% af heildarverðmæti hins vátryggða. Ljóst sé, að vátryggt hafi verið undir verði, eins og það sé orðað í 2. mgr. 6. gr. vátryggingarskilmálanna. Stefnda beri að greiða 97.54% af vátryggingarfjárhæðinni, sem svari til 5.364.700 króna, sem sé aðalkrafa stefnanda. Varakrafan hljóði um greiðslu á 3.901.600 krónum, sem sé 97,54% af 4.000.000 króna, verði talið, að sú vátryggingarfjárhæð hafi gilt í skiptum aðila. Stefnandi kveðst styðja kröfur sínar við ólögfestar meginreglur í kröfu- og samningarétti og ákvæði laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga (vsl.), einkum 37. gr. og 1. mgr. 39. gr. Vaxtakröfur séu studdar við þau lagaákvæði sem í þeim greini, sbr. 3. mgr. 24. gr. vsl. Dráttarvaxtakrafan miðist við 21. júlí 1995, en þá hafi verið liðinn einn mánuður frá dagsetningu kröfubréfs lögmanns stefnanda til Vátryggingafélagsins Skandia hf. Þá þegar hafi félagið haft í höndum upptalningu frá stefnanda og sambýliskonu hans á þeim innbúsmunum, sem forgörðum fóru í innbrotinu og hafi félagið þá getað gert viðeigandi ráðstafanir til að meta fjárhæð bótanna. Raunar sé sá frestur, sem félagið hafi ekki nema 14 dagar samkvæmt 1. mgr. 24. gr. vsl. Stefnandi vísar til 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til stuðnings málskostnaðarkröfu sinni. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda, að starfsmaður Skandia hf. hafi ráðlagt honum að nota iðgjaldsinneign hans af bifreiðatryggingum til hækkunar á innbústryggingunni í símtali í lok janúar 1995. Samkvæmt framlögðum gögnum hafi beiðni um endurgreiðslu bifreiðatryggingar fyrst verið sett fram af hálfu stefnanda í júní 1995. Þá mótmælir stefndi lýsingu stefnanda á umfangi tjónsins. Í lögregluskýrslu, sem lýsir heimsókn lögreglu í hús stefnanda hinn 12. febrúar 1995, geri stefnandi grein fyrir þeim hlutum sem horfið höfðu sjá bls. 4 efst hér að framan. Sú lýsing sé í engu samræmi við þann lista, sem stefnandi og þáverandi sambýliskona hans gerðu síðar og matsmenn lögðu til grundvallar. Í sömu skýrslu segi, að bækur, matarleifar og ýmsir munir hafi legið á víð og dreif um gólf „svefnherbergisins, gangsins og stofunnar” og eins komi þar fram, að munir á geymslulofti hafi verið dreifðir um loftið, sjá bls. 3 neðst. Engin lýsing liggi fyrir á þeim munum, sem skildir voru eftir við innbrotið og því síður verðmæti þeirra. Þá byggir stefndi á því, að stefnandi hafi haft vitneskju um ástand hússins þann 31. janúar 1995, þegar tryggingarfjárhæðin var hækkuð. Hann bendir á í því sambandi, að Helga Leifsdóttir hdl., sem gætti hagsmuna stefnanda, hafi í kjölfar heimsóknar lögreglunnar 31. janúar 1995, sent skriflega kæru til Lögreglunnar í Keflavík, dags. 10. febrúar sama ár. Þar komi fram, að hún hafi verið í sambandi við lögregluna í fjóra til fimm daga þar á undan. Eggert Bjarnason, lögreglumaður, sem litið hafi eftir húsinu fyrir stefnanda, hafi látið hana vita um fyrrnefnda komu lögreglunnar í hús stefnanda. Í kærunni segi m.a. „Líklega í byrjun janúar hafa umræddir aðilar flutt allt sitt hafurtask úr húsinu. Hinn 31.1.1995 fór Rannsóknarlögregla ríkisins á vettvang og kom í ljós að húsið lá þá undir skemmdum og meira að segja skilið eftir galopið fyrir gestum og gangandi, veðrum og vindum og var aðkoman í einu orði sagt hryllileg. Tvisvar hefur verið skipt um sílinder og húsinu lokað, auk þess hefur verið neglt fyrir glugga sem brotinn var upp. Þrátt fyrir þetta hefur verið brotist inní húsið síðan. M.a. hefur komið í ljós að stolið hefur verið riffli í eigu húseiganda.” Því sé ljóst, eins og áður segi, að stefnanda og umboðsmanni hans hafi verið kunnugt um, hvernig aðkoman hafi verið, þegar lögregla kom að húsinu þann 31. janúar 1995, auk þess sem fullyrt sé í kærunni að brotist hafi verið inn í húsið áður. Þessi kæra sé send, áður en stefnandi telji sig hafi fengið vitneskju um að brotist hafi verið inn í húsið. Einnig liggi fyrir, að stefnandi hafi fengið bréf Helgu Leifsdóttur dags. 6. janúar s.á. þar sem hún lýsir ferð sinni suður í Voga 21. desember 1994, sjá bls. 2 neðst. Því megi vera ljóst, að stefnandi hafi haft vitneskju um það, að óreglumenn hefðust við í húsi hans, án þess að upplýsa tryggingafélagið þar um, þegar vátryggingarfjárhæðin var hækkuð. Ekkert tilefni hafi verið til hækkunar vátryggingarfjárhæðarinnar, enda hafi innbúið, sem var í geymslu á þessum tíma, verið það sama og upphaflega hafi verið komið fyrir á geymsluloftinu að frádregnum munum sem fluttir voru til Spánar í desember 1994 og muna, sem lánaðir voru Margréti Ingimarsdóttur leigutaka. Stefndi byggir málsvörn sína að öðru leyti á eftirfarandi málsástæðum. Sönnunarbyrðin um það, hvaða munir hafi horfið í umræddum atburðum hvíli á vátryggingartaka. Stefndi mótmæli því, að þeir munir, sem tilgreindir séu á framlögðum listum og ekki hafi fundist síðar eða verið til staðar að Skólatúni eftir meintan tjónsatburð, hafi verið staðsettir í húsinu að Skólatúni, þegar meintur tjónsatburður eða atburðir hafi átt sér stað. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn, sem styðji það, að hann hafi átt þessa muni og að þeir hafi verið að Skólatúni, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Á hinn bóginn gefi ýmis gögn og aðrar upplýsingar í málinu það sterklega til kynna, að tilgreiningar á listunum séu rangar: a. Áður sé þess getið, að í upphaflegri lögregluskýrslu komi fram, að búslóðin, sem geymd var á loftinu, hafi að mestu verið dreifð um loftið og gólfin í húsinu. Í upphaflegri lögregluskýrslu tilgreini stefnandi aðeins fáeina muni, sem horfið höfðu, t.d. málverk, verkfærasett, bækur og húsgögn. Málatilbúnaður stefnanda og listi hans byggi hins vegar á því, að öll búslóðin hafi farið forgörðum í innbrotinu. Á myndum, sem liggi frammi í málinu og teknar voru í kjölfar tilkynningar um innbrotið, sjáist mikið af búslóð. Sé þetta í samræmi við lýsingu í lögregluskýrslu. Einnig komi fram á myndum, sem teknar voru við sama tilefni, fjölmargir munir, sem finnist á lista stefnanda og stefnandi krefjist að bættir verði. b. Í vitnisburði, sem Margrét Ingimarsdóttir, leigutaki, gaf fyrir dómi í fyrra málinu komi fram, að stefnandi hafi fullyrt að engin verkfæri væru geymd á loftinu heldur eingöngu í verkstæðisbyggingu. Þá liggi fyrir í gögnum málsins, að Landsbanki Íslands hafi tekið í sínar vörslur öll þau verkfæri, sem í verkstæðinu voru og selt þau til fullnustu á kröfum sínum á hendur stefnanda. Þetta komi fram í framburði Ársæls Más Gunnarssonar og Brynjólfs Þórs Brynjólfssonar í fyrri dómsmáli stefnda, sem varði sama sakarefni. Margrét hafi einnig borið fyrir dómi í fyrra dómsmálinu, að stefnandi hafi tjáð henni, að geymsludótið væri drasl sem skipti þau ekki máli. c. Í bréfi stefnanda til Helgu Leifsdóttur, lögmanns, dags. 14. febrúar 1995 komi fram, að eitthvað af þeim munum sem krafist sé bóta fyrir hafi verið lánað Margréti leigutaka. d. Hluti hinna horfnu muna, sem sé að finna á lista stefnanda, hafi fundist og liggi lýsing þeirra fyrir í málinu, sbr. skýrslu Sigurðar V. Benjamínssonar, rannsóknarlögreglumanns, dags. 24. febrúar 1995. Þessir munir hafi verið mávastell, spánskt kaffistell, og 34 eintök af skálum, vösum, karöflum ofl. e. Í gögnum málsins komi fram, að stefnandi hafi flutt innbú sitt a.m.k. í tveimur ferðum til Spánar. Fyrst er hann fluttist upphaflega af landi brott á árinu 1993 og einnig komi fram í framburði Helgu Leifsdóttir í fyrra máli stefnanda, að eitthvað af innbúi hafi verið fjarlægt af Jórunni dóttur stefnanda og sé hún þar að vísa til flutninganna í desember 1994. f. Þrátt fyrir að stefnandi hafi flutt búslóð sína til Spánar, séu verðmæti þess sem sett var upp á geymsluloft talið vera rösklega 8,6 milljónar króna virði. Á listanum sé þó ekki að finna muni, sem oft séu dýrustu hlutir innbús eins og þvottavél, þurrkara og frystikistu. Í vátryggingum sé meðalinnbú talin vera að verðmæti 4.0 milljónir króna, eins og upphafleg vátryggingarfjárhæð sýni. Samkvæmt þessu ætti að vera um sérstakt innbú að ræða og því eðlilegt, að ríkari kröfur verði gerðar til sönnunar en ella. Af öllu þessu leiði, að stefnandi hafi ekki stutt það neinum gögnum, að þeir munir, sem hann tilgreini, hafi horfið frá Skólatúni. Framangreind atvik málsins bendi hins vegar sterklega til þess, að listi stefnanda eigi ekki við rök að styðjast. Verði talið, að stefnandi hafi fært viðhlítandi sönnur fyrir því, hvaða munir hafi horfið, byggir stefndi á því, að hann hafi ekki sett fram nægilegar sönnur fyrir verðmæti þeirra muna, sem talið sé að horfið hafi. Í dómi Hæstaréttar komi skýrlega fram, að sönnun um þetta atriði hvíli á stefnanda. Matsgerð sú, sem liggi frammi í málinu, verði ekki lögð til grundvallar við mat á verðmætum, þótt stefnandi gæti sannað að einhverjir munir hafi horfið. Í athugasemdum matsmanna komi fram, að greinargerð þeirra sé gerð með þeim fyrirvara, að þeir hafi ekki fengið neinar lýsingar á hinum horfnu munum og því sé matið byggt á ágiskunum t.d. um aldur muna, fjölda þeirra og gerð ofl. Þá sé sérstaklega tekið fram, að matsmenn treysti sér ekki til að afskrifa verðmæti hluta vegna þess skorts á upplýsingum um aldur þeirra eða notagildi. Ágallar þessir á undirstöðu matsins séu svo verulegir, að matsgerðin uppfylli á engan hátt skilyrði ákvæða 6.3. í vátryggingarskilmálum eða ákvæða 1. mgr. 37. gr. og 39. gr. laga 20/1954. Í 2. gr. vátryggingarskilmálanna séu tilgreindir þeir munir, sem falli undir vátrygginguna og takmarkanir á bótafjárhæðum vegna tiltekinna tegunda af lausafé. Undir trygginguna falli venjulega innbú, þ.e. lausafjármunir er fylgi almennu heimilishaldi. Verulegur hluti þeirra muna, sem krafist sé bóta fyrir samkvæmt upptalningu stefnanda séu ýmiss konar verkfæri til bifreiðaviðgerða, sem stefnandi hafi notað í atvinnurekstri. Á dómskjali nr. 26 sem sé forsíða á skilmálum, sem stefnandi hafi lagt fram í héraði í fyrra málinu, sé handrituð athugasemd hans um, að verkfærin séu að stærstum hluta flutt inn af honum til endursölu. Þessi munir falli því ekki undir vátryggða muni. Í öllu falli eigi verkfæri, varahlutir og önnur áhöld ekki að bætast nema með 5% af vátryggingarfjárhæðinni. Ennfremur sé sérstaklega tilgreint í 2. gr. að vátryggingin taki ekki til dýra, vélknúinna farartækja, hjólhýsa, tjaldvagna, báta eða hluta sem tilheyri nefndum tækjum. Í lista stefnanda sé að finna kompás og rafmagnstöflu, og segi þar, að þessir munir séu úr bát. Þá sé tilgreint á lista hans hnakkar, beisli og hnakktaska, sem tilheyri væntanlega dýrum. Í 2. gr. skilmálanna komi einnig fram, að m.a. skartgripir, handrit og teikningar bætist ekki nema með 1% af vátryggingarfjárhæðinni. Munir af þessum toga séu einnig tilgreindir á lista stefnanda. Til þess að unnt sé að reikna tjónið út, verði að taka tillit til þessara þátta til lækkunar. Stefndi byggir ennfremur á því, að stefnandi hafi vísvitandi eða í öllu falli af gáleysi leynt félaginu upplýsingum, þegar hann óskaði eftir hækkun á vátryggingunni þann 31. janúar 1995. Hefðu réttar upplýsingar legið fyrir, hefði það leitt til þess, að hækkunarbeiðninni hefði verið hafnað. Þessar upplýsingar séu þær, í fyrsta lagi, að stefnandi og umboðsmaður hans höfðu strax í desember 1994 fengið upplýsingar um að afbrotamenn byggju í húsinu. Í öðru lagi, að legið hafi fyrir vitneskja um það, áður en beiðni um hækkun hafi verið sett fram, að þá þegar hafi verið brotist inn í húsið. Í þriðja lagi, að þeir munir sem teknir hafi verið, hafi þegar verið horfnir þegar vátryggingarfjárhæðin var hækkuð, sbr. skýrslu lögreglunnar um heimsókn í húsið þann 30. janúar 1991 og kæru Helgu Leifsdóttur frá 10. febrúar 1992, svo og framburð Helgu fyrir dómi í fyrra málinu. Stefndi byggir ennfremur á því, að búslóð stefnanda hafi verið undirtryggð. Samkvæmt reglum 40. gr. laga 20/1995 sé ábyrgð félags aðeins hlutfallsleg, ef verðmæti hins vátryggða sé hærra en vátryggingarfjárhæðin. Verði þessari lagareglu beitt við útreikning bóta í þessu máli, geti bætur ekki orðið nema 63,5% af vátryggingarfjár­hæðinni í aðalkröfu eða 3.492.500 krónur og 46,2% í varakröfu eða 1.848.000 krónur. Samkvæmt matinu nemi heildarverðmæti hinna vátryggðu hagsmuna, sem kröfur stefnanda byggjast á, 8.663.500 krónum og hlutföllin miðað við mismunandi vátryggingarfjárhæðir svari því til þess sem að ofan greini. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda bæði að því er varðar upphafstíma og vaxtafót. Hæstiréttur hafi staðfest, að kröfur stefnanda hafi verið vanreifaðar og að stefndi hafi því ekki haft undir höndum nægjanleg gögn að meta honum bætur. Dráttarvextir verði því ekki dæmdir, fyrr en að gengnum dómi Hæstaréttar. Verði skaðabætur dæmdar, geti dráttarvextir í fyrsta lagi lagst á dómkröfu stefnanda eftir að matsgerð lá fyrir eða eftir atvikum frá dómsuppsögudegi. Stefndi byggir og á því, að því er varðar málskostnað, að stefnandi hafi ekki, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, látið félaginu í té nauðsynlegar upplýsingar til þess að ákvarða greiðsluskyldu þess eða til þess að meta tjónið. Fyrirliggjandi misvísandi upplýsingar hafi gefið stefnda fulla ástæðu til að sýna ítrustu varfærni í tjónsuppgjörinu. Í ljósi þessa sé rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað eða í öllu falli, að málskostnaður verði felldur niður verði stefnanda tildæmdar einhverjar bætur. Stefndi vísar til stuðnings kröfum sínum til þeirrar almennu reglu í vátrygginga­rétti, að vátryggingartaki verði að sanna að skilyrði séu fyrir hendi til greiðslu bóta og vísar þessu til frekari stuðnings til laga 20/1954 um vátryggingasamninga, einkum til 4., 6. og 7. gr. um rangar upplýsingar við samningsgerð, 37. og 38. gr. um mat á tjóni, 40. gr. um undirtryggingu. Um vexti á vátryggingabætur vísar stefndi til 24 gr. laga 20/1954 og ákvæða vaxtalaga nr. 25/1987, en styður málskostnaðarkröfu sína við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og a. lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga. Forsendur og niðurstaða. Við aðalmeðferð málsins mættu matsmennirnir Jón Trausti Guðjónsson og Valdimar Johansen og staðfestu matsgerð sína. Þeir greindu frá því, að þeir hafi leitað upplýsinga hjá verslunum og öðrum þeim, sem til þekktu við verðákvörðun á þeim munum á listum þeim, sem stefnandi gerði og horfið höfðu við innbrotið. Við verðmat á málverkum hafi þeir haft samband við listaverkasala, sem þekkt hafi til einhverra mynda á lista stefnanda. Valdimar kvað matsmenn hafa í mati sínu fremur hallað á stefnanda en stefnda, einkum þar sem matið hafi beindist að því að meta safn muna, þar sem talað hafi verið um mikið magn. Þegar svo stóð á hafi þeir miðað við fjölda slíkra hluta á meðalheimili. Þeir hafi ennfremur reynt að verðmeta þá hluti, sem fundust í húsi stefnanda eftir innbrotið. Hafi þeir stuðst við ljósmyndir þær, sem teknar voru á vettvangi 12. febrúar 1995 og metið þá hluti, sem heillegir virtust. Verðmat þessara hluta sé innifalið í niðurstöðutölu í matsgerðinni undir liðnum "hlutir sem eftir voru og skiluðust" að fjárhæð 213.000 krónur. Þeir hafi leitast við að standa eins vel að þessu verki og frekast var kostur og haft til hliðsjónar í mati sínu 37. gr. og 1. mgr. 39. gr. laga nr. 20/1954 (vsl) og 6. gr. í vátryggingaskilmálum vátryggingafélagsins Skandia hf. Ágreiningslaust er, að stefnandi hafði gilda innbústryggingu hjá vátryggingafélaginu Skandia hf., þegar innbrotið í hús stefnanda átti sér stað. Ekki er heldur ágreiningur um það, að stefnandi hafi 31. janúar 1995 hringt í Þórð Þórðarson, starfsmann Skandia hf. og hækkað tryggingarfjárhæðina í 5.500.000 krónur. Hins vegar greinir málsaðila á um umfang tjóns stefnanda og eins hvort hækkun tryggingarfjárhæðarinnar hafi gildi gagnvart stefnda. Fyrst verður tekin afstaða til þess, hvort hækkun vátryggingarfjárhæðarinnar hafi gildi gagnvart stefnda, eins og á stóð, þegar til hennar var stofnað. Stefndi byggir á því í þessu sambandi, að stefnandi hafi vísvitandi eða í öllu falli af gáleysi leynt viðkomandi starfsmann vátryggingafélagsins Skandia hf. þýðingarmiklum upplýsingum, sem leitt hefði til þess, að hækkunarbeiðninni hefði verið hafnað, a.m.k. þar til könnun hefði farið fram á vettvangi og upplýsingar lægju fyrir um ástand búslóðarinnar Stefnanda hafi verið kunnugt um það, að afbrotamenn hefu haft leiguafnot af húsinu, sbr. bréf Helgu Leifsdóttur dags. 6. janúar 1995 (sjá neðst á bls. 2 hér að framan), sem hann upplýsti tryggingafélagið ekki um. Einnig hafi legið fyrir á þessum tíma, að brotist hafði verið inn í húsið, sem hlaut að auka áhættu tryggingasala. Loks byggir stefndi á því í þessu tilliti, að þeir hlutir, sem stefnandi geri kröfu til að bættir verði, hafi þá þegar verið horfnir, þegar vátryggingarfjárhæðin var hækkuð sbr. kærubréf Helgu Leifsdóttur dags. 10. febrúar 1995, (sjá leturbreytingu á bls. 8 um miðja síðu). Dómurinn lítur svo á, að stefnanda hafi borið að gera viðkomandi starfsmanni vátryggingafélagsins Skandia hf. grein fyrir efni bréfs Helgu Leifsdóttur í símtali því, sem leiddi til hækkunar tryggingarfjárhæðarinnar. Stefnanda var á þessum tíma kunnugt um, að leigjandi hússins var óreglumaður og fíkniefnaneytandi, sem lögreglan hafði haft afskipti af. Stefnanda mátti vera það vel ljóst, að aukin áhætta er því samfara að slíkur maður og fylgdarlið hans hefðu aðgang að húsinu. Búslóð stefnanda var geymd á geymslulofti hússins, eins og áður er vikið að, sem leigjandi og/eða fólk á hans vegum gátu hæglega komist að og hagnýtt sér. Að fengnum réttum upplýsingum hefði tryggingafélagið átt þess kost að kanna aðstæður og ástand húss og búslóðar, áður en tekin var afstaða til hækkunar vátryggingarfjárhæðarinnar. Þykir stefnandi hafa sýnt af sér svo stórkostlegt gáleysi og skeytingarleysi með því að hafa látið hjá líða að upplýsa viðkomandi starfsmann Skandia hf. um rétta stöðu mála að leiða eigi til þess að hækkun tryggingarinnar er metin ógild með vísan til 7. gr. sbr. 6. gr. laga um vátryggingasamninga nr. 20/1954. Í fyrrnefndum Hæstaréttardómi er talið sannað að brotist hafi verið inn í hús stefnanda á vátryggingartímanum og munum stolið úr innbúi stefnanda. Þar eru einnig tekin af öll tvímæli um greiðsluskyldu stefnda og því ennfremur því slegið föstu að stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir því, að einstakir hlutir hafi horfið eða skemmst af öðrum orsökum en innbroti í læst íbúðarhús. Á hinn bóginn leggur Hæstiréttur þá skyldu á herðar stefnanda að sanna umfang tjóns síns, sbr. 22. gr. vsl. m.a. með því að verðsetja þá muni, sem glötuðust við innbrotið svo og þá muni, sem eftir voru skildir í húsinu og þá er síðar fundust. Í 6. gr. vátryggingaskilmálanna, sem Hæstiréttur vísaði til, er fjallað um bóta­ákvörðun og uppgjör tjóns. Í 4. mgr. 6. gr. skilmálanna er mælt svo fyrir, að hvor málsaðila um sig geti krafist þess, að bætur séu ákveðnar með mati og velji hvor aðili sinn matsmann, ef ágreiningur rís um fjárhæð vátryggingarbóta. Oddamann skal tilkveðja komi matsmenn sér ekki saman og ræður þá afl atkvæða úrslitum. Ákvörðun matsmanna skuli vera bindandi fyrir báða aðila. Næst liggur fyrir að fjalla um bótakröfu stefnanda á hendur stefnda. Matsgerð sú, sem liggur frammi í málinu og áður er lýst tekur alfarið mið af upptalningu stefnanda á þeim munum, sem hann telur að horfið hafi, eða eyðilagst við innbrotið í hús hans. Stefndi gerði fyrirvara er laut að réttmæti lista stefnanda yfir horfna muni, þegar hann tilnefndi matsmann sinn. Verður að telja, þann fyrirvara eiga rétt á sér, eins og hér háttar til. Samkvæmt 22. gr. vsl. sem Hæstiréttur vísar til í fyrrnefndum dómi sínum, ber vátryggðum að veita félaginu allar þær upplýsingar, er honum er unnt að veita um atvik, er máli kunna að skipta, er dæma skal um vátryggingaratburðinn eða er ákveða skuli fjárhæð þá, er félaginu ber að greiða. Þegar svo stendur á sem í máli þessu er stefnanda óhægt um vik um sönnur á því, hvað forgörðum fór við innbrotið. Hlutirnir eru horfnir. Vátryggingafélagið Skandia hf. seldi stefnanda tryggingu, án þess að kanna umfang og verðmæti hins tryggða. Verður því við mat á umfangi á tjóni stefnanda og ákvörðun á skaðabótum honum til handa að líta til þessa. Stefnandi hefur aftur á móti ekkert aðhafst til að færa sönnur á tjón sitt, þrátt fyrir áskoranir stefnda. Í framburði sínum fyrir héraðsdómi í fyrra dómsmálinu, upplýsti stefnandi, að hluti þeirra muna, sem hurfu við innbrotið hafi stafað frá tveimur dánarbúum. Stefnanda ætti að vera auðvelt að færa sönnur á þessa frásögn sína með því að leggja fram erfðafjárskýrslur, sem sýni það a.m.k. að hann hafi hlotið arf. Þá hefur stefnandi ekkert afhafst til reyna að færa sönnur á eignarhald sitt að verðmætum munum s.s. málverkum, minkapelsum og öðrum verðmætum sérstæðum munum, sem upp eru taldir á listum hans og fyrrverandi sambýliskonu með framburði vitna, listaverkasala, fjölskylduljósmyndum eða með öðrum hætti í samræmi við áskoranir stefnda en slík sönnunarfærsla í einhverri mynd hefði átt að vera stefnanda möguleg. Í 2. tl. vátryggingaskilmálanna er því lýst til hvaða muna vátryggingin taki. Þar kemur fram, að með innbúi sé átt við lausafjármuni, er fylgja almennu heimilshaldi og talið upp í dæmaskyni ýmsir hlutar búslóðar, sem tryggingin taki til, m.a. málverk, viðleguútbúnaður og tómstundaáhöld o.fl. Þá er þess ennfremur getið, að verkfæri, varahlutir og áhöld, sem vátryggður á og notar í atvinnu sinni bætist með allt að 5% af vátryggingarfjárhæðinni, enda verði tjónið á þeim stað, sem nefndur sé í vátryggingarskírteininu. Loks er lýst nokkrum eignum, sem vátryggingin tekur ekki til, m.a. dýra, báta eða hluta, sem tilheyra nefndum tækjum. Stefndi byggir á því, með vísan til síðastgreinds ákvæðis í vátrygginga­skilmálunum, að líta eigi á tæki þau, sem upp eru talin á lista stefnanda sem tæki tengd atvinnu hans, enda hafi stefnandi starfað sem bifvélavirki, áður en hann hvarf af landi brott á árinu 1993. Sama gildi um reiðtygi, sem talin séu upp í listum stefnanda. Ljóst þykir, þegar litið er til upptalningar stefnanda á tækjum þeim, sem hann telur að horfið hafi, að umfang þeirra og gerð er langt umfram það, sem tilheyrir venjulegu heimilishaldi. Verður því að fallast á það með stefnda að bætur fyrir þau skuli nema 5% af matsverði þeirra. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna nam heildarverðmæti tækja stefnanda 2.528.500 krónum og skulu bætur fyrir þau því nema 126.425 krónum. Að því er varðar reiðtygi og fleira tengt hestamennsku, sem stefnandi tilgreinir á listum sínum, ber að mati dómsins að líta á þau, sem tæki til tómstundaiðkunar sem bæta skuli að fullu. Eins og áður er lýst hefur stefnandi ekki uppfyllt skilyrði 22. gr. vsl. og ekki orðið við tilmælum stefnda um að renna frekari stoðum undir bótakröfur sínar en hann hefur þegar gert. Þrátt fyrir það þykir sannað, að stefnandi hefur orðið fyrir tjóni, sem er þess eðlis að erfitt er að sanna með fullnægjandi og ótvíræðum hætti. Í ljósi þessa og með vísan til þess, að tryggingarfélagið Skandia hf. veitti stefnanda vátryggingarvernd m.a. gegn innbroti, án þess að kanna áður umfang og verðmæti innbús hans, þykir verða, eins og hér stendur á að ákvarða stefnanda skaðabætur að álitum, sem þykja hæfilegar 3.000.000 króna. Er þá tekið tillit til ákvarðaðra bóta vegna tækja stefnanda hér að framan. Rétt þykir, eins og mál þetta er vaxið, að tildæmd fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppsögudegi dóms þessa til greiðsludags og er þá m.a. litið til þess, að stefndi bauð stefnanda munnlega 3.000.000 króna í heildarbætur, þegar niðurstaða matsmanna lá fyrir. Með vísan til tilboðs stefnda þykir rétt, að hvor málsaðili beri sinn kostnað af málinu. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf. greiði stefnanda, Kristni Ó. Kristinssyni, 3.000.000 króna og skal tildæmd fjárhæð bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá uppsögudegi dóms þessa til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 129/1999
Félagsdómur Frávísunarúrskurður staðfestur
Talið var að félagsdómsmál, sem Starfsmannafélag ríkisstofnana hafði höfðað fyrir hönd eins félagsmanna sinna gegn íslenska ríkinu, varðaði skilning á reglum kjarasamnings sem ætti undir lögsögu Félagsdóms. Var staðfest niðurstaða Félagsdóms um að hafna kröfu ríkisins um frávísun málsins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Félagsdóms 4. mars sl. þar sem hafnað er frávísunarkröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 1. tl. 67. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. IV. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu verði vísað frá Félagsdómi. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Félagsdómi og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðarins og kærumálskostnaðar. Skilja verður mál þetta svo að Starfsmannafélag ríkisstofnana sé stefnandi þess þótt málið sé höfðað vegna Halldóru Hilmarsdóttur. Ágreiningur er með samningsaðilum um skilning á reglum kjarasamnings sem á undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Með þessari athugasemd og vísun til forsendna Félagsdóms ber að staðfesta úrskurðinn. Rétt er að hvor aðila beri sinn kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Félagsdóms 4. mars 1999. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi um frávísunarkröfu stefnda hinn 8. febrúar sl. Málið úrskurða Eggert Óskarsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Gylfi Knudsen, Guðni Á. Haraldsson og Kristján Torfason. Stefnandi er Starfsmannafélag ríkisstofnana (SFR), kt. 620269-3449, Grettisgötu 89, Reykjavík, f.h. félagsmanns síns Halldóru Hilmarsdóttur, kt. 161272-5589, Gullteig 12, Reykjavík. Stefndi er fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, kt. 550169-2829, Arnarhváli, Reykjavík, vegna ríkisspítalanna, kt. 540269-6379, Rauðarárstíg 31, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að greiða Halldóru staðgengilslaun samkvæmt launaflokki 242 þrepi 8 í kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkisins tímabilin 01.04.97-30.06.97, 04.12.97-31.01.98 og 16.03.98-31.03.98 og samkvæmt launaflokki B03-6 tímabilið 01.04.98-13.04.98. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmanna Mörkinni 1 sf. Við málskostnaðarákvörðun verði gætt að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt vegna lögmannsþjónustu. Dómkröfur stefnda. Aðallega að málinu verði vísað frá Félagsdómi og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati Félagsdóms. Verði málinu ekki vísað frá dómi bíði málskostnaður efnisdóms. Til vara krefst stefndi þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samvkæmt mati Félagsdóms. Málavextir. Stefnandi Halldóra Hilmarsdóttir er læknaritari að mennt og starfar hjá stefnda. Hún er félagsmaður í Starfsmannafélagi ríkisstofnana (SFR) og fékk greidd laun á þeim tíma sem hér skiptir máli samkvæmt þrepi 3 í launaflokki 239 í kjarasamningi SFR og stefnda. Stefnandi gegnir ekki launuðu staðgengilsstarfi. Sveindís Þórisdóttir er deildarlæknaritari á Landspítalanum. Hún fékk greidd laun á þeim tíma sem um ræðir samkvæmt þrepi 8 í launaflokki 242 í kjarasamningi SFR og samkvæmt launaflokki B03-6 tímabilið 01.04.98-13.04.98. Sveindís var frá störfum vegna forfalla tímabilin 01.04.97-30.06.97, 04.12.97-31.01.98 og 16.03.98-13.04.98. Var stefnanda falið af stefnda að gegna störfum Sveindísar í forföllum hennar Í grein 9.3.1 í kjarasamningi SFR er svohljóðandi ákvæði: „Starfsmaður sem ekki er í stöðu staðgengils yfirmanns, en er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns, skal taka laun skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma, er hann gegnir starfi hans.“ Aðila greinir á um það hvort Halldóra Hilmarsdóttir eigi rétt til staðgengilslauna samkvæmt ákvæði þessu þann tíma sem hún gegndi störfum Sveindísar Þórisdóttur í forföllum hennar. Stefnandi kveður mál þetta falla undir lögsögu Félagsdóms á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveðst byggja á eftirtöldum málsástæðum og lagarökum. Krafa stefnanda sé um laun samkvæmt þeim launaflokki og því launaþrepi sem hinn forfallaði starfsmaður hafi fengið greidd laun eftir. Krafan sé byggð á grein 9.3.1 í kjarasamningi SFR og stefnda. Eins og skýrt komi fram í ákvæðinu eigi það við hvort sem hinn forfallaði starfsmaður sé (1) yfirmaður viðkomandi starfsmanns eða (2) annar hærra launaður starfsmaður. Telur stefnandi öll skilyrði kjarasamningsákvæðisins uppfyllt. Á því er byggt að þar sem hinn forfallaði starfsmaður hafi fengið greidd laun samkvæmt 8 þrepi launaflokks 242 og að hluta samkvæmt launaflokki B03-6 eigi stefnandi rétt til launa samkvæmt sama launaflokki og sama launaþrepi þann tíma sem hærra launaði starfsmaðurinn var fjarverandi vegna forfalla og stefnandi gegndi starfi hans. Stefnandi bendir á að Félagsdómur hafi þegar dæmt um það álitaefni sem hér sé lagt fyrir dóm. Vísast til dóma Félagsdóms frá 30. desember 1991 í málinu nr. 6/1991 og frá 2. nóvember 1993 í málinu nr. 8/1993. Sá einn munur sé á atvikum þessa máls og tilvitnuðum málum að í þessu tilviki sé hinn forfallaði „annar hærra launaður starfsmaður“ en í dómunum hafi hinir forfölluðu verið yfirmenn staðgengilsins. Krafa um málskostnað er reist á 130. gr. laga um meðferð einkamála. Stefnandi telur að við ákvörðun málskostnaðar beri að líta til þess að stefnandi hafi leitast við að fá niðurstöðu í málið með tilvísun til dómafordæma Félagsdóms í sambærilegum málum, en stefndi hafi kosið að líta fram hjá þeim þannig að málshöfðun sé nauðsynleg. Stefndi njóti ekki frádráttarréttar vegna kostnaðar af virðisaukaskatti. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að um sé að ræða kröfu sem hafi öll einkenni og eðli sakarefnis um vangoldin laun. Stefndi telur málið eins og það er lagt fyrir ekki eiga undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sé gerð krafa þess efnis að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að greiða Halldóru Hilmarsdóttur staðgengilslaun samkvæmt launaflokki 242 þrepi 8 og launaflokki B03-6 í kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins tiltekin tímabil. Í raun sé um að ræða kröfu um greiðslu fjár sem ekki eigi undir Félagsdóm. Stefndi telur að lögsögu Félagsdóms beri að túlka þröngt, enda um sérdómstól að ræða sem skilur tiltekin sakarefni undan lögsögu hinna almennu dómstóla. Ekki séu rök til að undanskilja sakarefnið lögsögu hinna almennu dómstóla þar sem úrslit málsins ráðist fremur af þeim þáttum er varða ráðningarsamband Halldóru Hilmarsdóttur, vinnutíma hennar og ráðningarkjör, fremur en skýringu kjarasamnings. Sé ekkert því til fyrirstöðu að á ákvæði kjarasamnings geti hins vegar reynt í almennu einkamáli, sbr. H. 1997: 30. Reyni þar að auki á ýmis atriði í málinu varðandi starfshlutfall, nýjan kjarasamning og launaflokka sem örðugt sé að leysa úr eins og málið sé höfðað. Stefndi byggir frávísunarkröfu sína einnig á því að kröfugerð málsins sé óljós og málið ekki reifað nægjanlega. Þau tímabil afleysinga sem tiltekin séu í formi talnarunu í kröfugerð spanni yfir gildistíma tveggja kjarasamninga sem byggi á gerólíkum ákvæðum um röðun starfsmanna í launaflokka. Vísast þar til gildandi kjarasamnings aðila málsins, dags. 24. apríl 1997, en samkvæmt honum skyldi nýtt launakerfi taka gildi þann 1. apríl 1998, en vera að fullu komið til framkvæmda þann 1. júní 1998. Þar sem ekki liggi fyrir nauðsynleg reifun máls og dómkrafan sé af þessum sökum óskýr telur stefndi að vísa beri málinu frá dómi. Vísast til meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. 25. gr. og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Sé vanreifun málsins ennfremur fólgin í því að kenna Halldóru Hilmarsdóttur við beina aðild málsins þótt aðild hennar sé ekki til að dreifa. Í ljósi framanritaðs er ennfremur á það bent að lögvarðir hagsmunir af úrlausn um túlkun á kjarasamningi þeim sem kröfugerðin vísar til með tilliti til þeirra launaflokkaröðunar sem þar um ræðir séu liðnir undir lok þar sem gerbreytt launakerfi sé nú við lýði. Styðji það frekar að úr málinu skuli leyst fyrir almennum dómstólum milli Halldóru og stefnda. Stefndi byggir einnig frávísunarkröfu sína á því að ekki liggi fyrir formlega að málið sé útkljáð af samráðsnefnd, svo sem kjarasamningur aðila ráðgeri í grein 11.2, áður en málum sé skotið til Félagsdóms. Liggi því ekki fyrir það skilyrði laga og kjarasamnings að fyrir hendi sé ágreiningur um túlkun á ákvæði kjarasamnings, sbr. orðalag 26. gr. laga nr. 94/1986. Hafi málið hvorki verið tekið fyrir í samráðsnefnd Ríkisspítala og stefnanda né samstarfsnefnd. Þessu til áréttingar er einnig vísað til bókunar 1 með nýjum kjarasamningi aðila þar sem þeir hafa skuldbundið sig til að endurskoða ákvæði hans um staðgengla að því marki sem ekki verði ráðið til lykta á vettvangi aðlögunarnefnda. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði hrundið og gerir kröfu til málskostnaðar í þessum þætti málsins. Stefnandi heldur því m.a. fram að málið varði ágreining um túlkun á tilgreindu ákvæði kjarasamnings aðila. Niðurstaða. Gögn málsins bera með sér að aðila greinir á um túlkun og skilning á reglum kjarasamnings aðila um staðgengla samkvæmt 9. kafla í kjarasamningi þeirra. Nánar tiltekið er um að ræða ákvæði 9.3.1 í núgildandi kjarasamningi aðila sem hljóðar svo: „Starfsmaður sem ekki er í stöðu staðgengils yfirmanns, en er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns, skal taka laun skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma, er hann gegnir starfi hans.“ Reynt hefur áður á skýringu þessa ákvæðis fyrir Félagsdómi í hliðstæðum málum nr. 6/1991 og 8/1993. Samkvæmt framansögðu verður að telja að mál þetta heyri undir valdsvið Félagsdóms með vísan til 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasaminga opinberra starfsmanna, sbr. og 27. gr. laganna. Með framlagðri bókun stefnanda um breytta kröfugerð hefur verið bætt úr vanreifun málsins að því varðar launatímabil og launaflokka. Samkvæmt þessu verður hvorki talið að málið sé vanreifað svo að frávísun varði né að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Ekki verður talið að ákvæði í kjarasamningi aðila um samstarfsnefnd standi því í vegi að Félagsdómur fjalli um málið, enda liggur ekki fyrir að málinu hafi verið skotið til samstarfsnefndar eins og heimilt er samkvæmt gr. 11.2 í kjarasamningi aðila. Ekkert liggur fyrir um það að málið hafi verið lagt fyrir svonefnda samráðsnefnd Ríkisspítala og stefnanda. Þá verður ekki talið að bókun 1 með kjarasamningi um endurskoðun ákvæða um staðgengla séu því til fyrirstöðu að um ágreiningsefnið sé fjallað fyrir dómi. Samkvæmt framansögðu er hafnað kröfu stefnda um frávísun málsins. Rétt þykir að málskostnaður falli niður í þessum þætti málsins. Úrskurðarorð: Frávísunarkröfu stefnda er hafnað. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 130/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa innleyst falsaða tékka og ráðstafað andvirði þeirra. Fallist var á þá niðurstöðu héraðsdóms að skilyrðum samkvæmt a. og b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt til að verða við kröfu um að X sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdómara verður fallist á að enn séu skilyrði til að beita gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila á grundvelli a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Er gæsluvarðhaldinu markaður hæfilegur tími með hinum kærða úrskurði. Verður hann því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 94/1999
Kærumál Opinber skipti Fjárslit milli hjóna
Á og M slitu hjúskap og fóru fram opinber skipti til fjárslita milli þeirra. Við upphaf opinberra skipta átti M 64 nautgripi en við nauðungarsölu sem fram fór tæplega tveimur árum síðar voru einungis 28 gripir eftir í eigu hans. Taldi Á að andvirði þeirra gripa, sem M hafði ráðstafað með sölu, ætti að koma til skipta. Talið var, með hliðsjón af málatilbúnaði aðila, að leggja ætti til grundvallar að þeir hefðu í reynd sammælst um að miða fjárslit sín við það tímamark þegar fyrsti skiptafundur var haldinn. Heimild M til varslna nautgripanna þótti ekki hafa haggað því að þeir voru andlag fjárskipta hans og Á. Að virtum ráðstöfunum M, sem gerðar voru án samþykkis skiptastjóra og öðrum atvikum málsins, þótti M ekki hafa sýnt fram á að bústofninn hefði rýrnað vegna atvika sem undanþegin væru ábyrgð hans. Var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að undir skiptin ætti að koma andvirði nautgripanna. Þar sem M hafði ekki hreyft við mótmælum við útreikningi Á á verðmæti gripanna var hann lagður til grundvallar en ekki þóttu efni til að verða við kröfu M um lækkun frá þessum útreikningi vegna kostnaðar sem hann hafði haft af eldi og sölu þeirra. Var því viðurkennt að helmingur andvirðis gripanna skyldi við opinberu skiptin teljast 715.575 krónur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 10. febrúar 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að við opinber skipti til fjárslita vegna hjónaskilnaðar aðilanna skyldi andvirði nánar tiltekins búpenings koma til skipta og að varnaraðili skyldi greiða henni 715.575 krónur sem helming andvirðis búpeningsins. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur um annað en málskostnað, sem varnaraðili verði dæmdur til að greiða henni ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 1. mars 1999. Hann krefst þess aðallega að kröfum sóknaraðila fyrir héraðsdómi verði hafnað, en til vara að krafa hennar um endurgjald verði lækkuð. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. I. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara krafðist varnaraðili skilnaðar við sóknaraðila fyrir sýslumanninum í Borgarnesi 7. desember 1995. Opinber skipti fara fram til fjárslita milli málsaðilanna samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Vesturlands 6. júní 1996. Á skiptafundi 3. júlí 1996 leitaði skiptastjóri upplýsinga um þær eignir, sem koma skyldu til skipta við fjárslit aðilanna. Samkvæmt fundargerð skiptastjórans voru meðal slíkra eigna varnaraðila 25 mjólkurkýr, 6 kvígur fengnar, 7 kvígur ófengnar, 5 kálfar (kvígur), 9 naut eldri en ársgömul og 12 naut yngri en ársgömul. Við nauðungarsölu, sem fór fram 11. maí 1998 að beiðni skiptastjóra, voru seldar 28 kýr, en hermt er að aðrir nautgripir hafi þá ekki verið í eigu varnaraðila. Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðili hafi á tímabilinu 3. júlí 1996 til 11. maí 1998 selt 31 nautgrip til slátrunar hjá Sláturfélagi Suðurlands svf. og Ferskum afurðum ehf. Þá kemur fram í greinargerð varnaraðila í héraði að tveir gripir hafi verið seldir lifandi, en þrír hafi drepist. II. Samkvæmt 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 koma til skipta við fjárslit milli hjóna eignir og réttindi, sem ekki verða taldar séreignir annars þeirra og tilheyrðu þeim þegar yfirvald tók fyrst fyrir umsókn um leyfi til skilnaðar, ef ekki verða sammæli um annað. Í greinargerð varnaraðila fyrir Hæstarétti komu fyrst fram í málinu upplýsingar um fjölda nautgripa í eigu hans þegar krafa um skilnað var tekin fyrir af sýslumanni. Eins og aðilarnir höfðu hagað málatilbúnaði sínum fram að því verður að leggja til grundvallar að þeir hafi í reynd sammælst um að miða fjárslit sín við síðara tímamark, eða 3. júlí 1996, þegar skiptafundur var fyrst haldinn og upplýsinga leitað um eignir. Ágreiningslaust er að varnaraðili átti á því tímamarki þá 64 nautgripi, sem nánar eru tilgreindir í fundargerð skiptastjóra. Vörslur varnaraðila á umræddum nautgripum eftir að opinber skipti til fjárslita hófust áttu stoð í 1. mgr. 107. gr. laga nr. 20/1991. Var varnaraðila samkvæmt þessu heimil nýting gripanna að því leyti, sem afnotin rýrðu ekki verðgildi þeirra óeðlilega og skiptastjóri svipti hann ekki vörslum þeirra. Þessi heimild varnaraðila haggaði því ekki að nautgripirnir ásamt arði, sem kynni að myndast af þeim, var andlag fjárskipta hans og sóknaraðila, sem beið viðeigandi ákvörðunar skiptafundar. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að aðilarnir hafi ætlast til að litið yrði svo á að þau stæðu sameiginlega að búrekstri eftir upphaf opinberra skipta. Verður því að leggja til grundvallar að búreksturinn hafi með öllu verið á vegum varnaraðila, enda hefur sóknaraðili ekki krafist hlutdeildar í arði af rekstrinum. Af þessu leiðir að fallist verður á með sóknaraðila að nautgripirnir, sem voru til við upphaf opinberra skipta eða verðmæti sem kom í þeirra stað, hafi átt að koma til skipta milli aðilanna samkvæmt meginreglu 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991. III. Af málatilbúnaði varnaraðila verður ráðið að eftir upphaf opinberra skipta hafi hann ráðstafað 33 af þeim nautgripum, sem þá voru til, ýmist lífs eða til slátrunar. Voru þessar ráðstafanir augljóslega umfram það, sem gat talist eðlilegt við búreksturinn. Hvorki hefur verið sýnt fram á að skiptastjóri hafi gefið samþykki sitt til þessara ráðstafana né að hann hafi tekið við andvirði þeirra gripa, sem var ráðstafað. Þá eru staðhæfingar varnaraðila um að andvirði gripanna hafi runnið til þess að auka einhverjar aðrar þær eignir, sem eiga undir skiptin, engum gögnum studdar eða nánar skýrðar. Varnaraðili bar ábyrgð eftir almennum reglum á vörslum nautgripanna eftir að opinberu skiptin hófust. Hann hefur ekki sýnt fram á að bústofninn hafi rýrnað vegna atvika, sem gætu verið undanþegin þeirri ábyrgð hans. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að andvirði þeirra gripa, sem þar eru nánar tilgreindir, eigi að koma nú undir skiptin. IV. Krafa sóknaraðila um greiðslu úr hendi varnaraðila verður ekki reist á ákvæði 107. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, enda gerðust atvikin, sem hún telur kröfuna leiða af, eftir að yfirvald tók fyrir umsókn um skilnað þeirra. Verður því að líta svo á að sóknaraðili krefjist viðurkenningar á rétti sínum til að fá úthlutað við opinberu skiptin á kostnað varnaraðila hlutfalli sínu samkvæmt 103. gr. hjúskaparlaga af andvirði þeirra nautgripa, sem hann ráðstafaði eftir upphaf skiptanna. Hvorugur aðilanna hefur krafist mats samkvæmt fyrirmælum 3. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1991 til að staðreyna hvert hafi hinn 3. júlí 1996 verið verðmæti nautgripanna, sem varnaraðili ráðstafaði eftir þann dag. Hefur sóknaraðili þess í stað reiknað andvirði gripanna eftir gögnum um söluverð þeirra. Varnaraðili hefur ekki hreyft mótmælum við þessum útreikningi, en telur hins vegar að til frádráttar eigi að koma ýmiss kostnaður vegna eldis og ráðstöfunar nautgripanna. Ekki verður fallist á þetta með varnaraðila, enda bar hann samkvæmt áðursögðu alla áhættu af búrekstrinum eftir upphaf opinberra skipta. Varnaraðili hefur ekki leitt að því líkur að andvirði nautgripanna við upphaf skipta hafi í reynd verið minna en sóknaraðili miðar útreikning sinn við. Eru því ekki efni til að verða við varakröfu varnaraðila. Sóknaraðili krefst ekki endurskoðunar á þeirri niðurstöðu héraðsdómara að til frádráttar útreikningi hennar eigi að koma andvirði þriggja nautgripa, sem drápust eftir upphaf opinberra skipta. Verður því staðfest niðurstaða héraðsdómara um að andvirði þeirra nautgripa, sem nánar greinir í dómsorði, eigi að koma til skipta á milli aðilanna, svo og að helmingur þess andvirðis skuli teljast 715.575 krónur. Eftir þessum úrslitum verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem er ákveðinn í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Við opinber skipti til fjárslita vegna hjónaskilnaðar sóknaraðila, Ágústu S. Björnsdóttur, og varnaraðila, Magnúsar Inga Hannessonar, kemur til skipta andvirði 4 kvígna kelfdra, 7 kvígna ókelfdra, 5 kálfa (kvígna), 9 nauta eldri en ársgamalla og 12 nauta yngri en ársgamalla. Við skiptin skal helmingur þessa andvirðis talinn nema 715.575 krónum. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 10. febrúar 1999 Mál þetta barst dómnum til meðferðar með bréfi Péturs Kristjánssonar, héraðsdómslögmanns og skiptastjóra í félagsbúi aðilja máls þessa, dagsettu 13. nóvember 1998. Með bréfinu vísaði skiptastjórinn því ágreiningsefni til úrlausnar dómsins, hvort nautgripir eða andvirði þeirra, er voru í félagsbúi málsaðilja við upphaf skipta, en ekki við nauðungaruppboð á lausafé búsins, skyldu koma til skipta. Með bréfi dagsettu 19. nóvember 1998 kynnti dómarinn málsaðiljum þá ákvörðun sína, að Ágústa S. Björnsdóttir skyldi vera sóknaraðili málsins, en Magnús Ingi Hannesson varnaraðili þess, sbr. 3. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Málið var þingfest 25. nóvember 1998. Það var tekið til úrskurðar 14. janúar 1999 að aðalmeðferð lokinni. I. Endanlegar dómkröfur sóknaraðilja eru þessar: 1. Að úrskurðað verði að andvirði eftirtalins búpenings eigi að koma til skipta við opinber skipti á félagsbúi aðilja: 4 kvígur fengnar, 7 kvígur ófengnar, 5 kálfar (kvígur), 9 naut eldri en ársgömul, 12 naut yngri en ársgömul. 2. Að úrskurðað verði að við opinber skipti á félagsbúi aðila verði varnaraðilja gert að endurgjalda sóknaraðila kr. 802.189. 3. Að sóknaraðilja verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila að mati réttarins. Varnaraðili krefst þess 1. Aðallega að héraðsdómur hafni kröfum sóknaraðilja en til vara krefst hann þess að endurgjaldskrafa sóknaraðilja verði verulega lækkuð. 2. Að sóknaraðili verði úrskurðaður til þess að greiða varnaraðilja málskostnað. II. Málsaðiljar gengu í hjónaband 29. ágúst 1976. Þau ráku saman bú í Eystri-Leirárgörðum Leirársveit. Í desember 1993 skildu þau að borði og sæng og gerðu þá með sér samning um skilnaðarkjör, þannig að varnaraðili greiddi sóknaraðila kr. 3.800.000 með húsbréfum, er sóknaraðili nýtti sér til að kaupa á íbúð að Bárugötu 19 á Akranesi. Til lögskilnaðar kom þó ekki, þar sem aðiljarnir tóku upp sambúð að nýju. Féllu því réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng niður. Málsaðiljar slitu á ný samvistir í október 1995. Fór sóknaraðili þá brott frá Eystri-Leirárgörðum, en varnaraðili hélt þar áfram heimili ásamt börnum hans og sóknaraðilja. Hafði hann upp frá því vörslur þess hluta félagsbús aðilja sem hér er um deilt. Hinn 7. desember 1995 krafðist varnaraðili skilnaðar hjá sýslumanninum í Borgarnesi. Við meðferð skilnaðarmálsins náðist ekki samkomulag um fjárskipti, og með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands 6. júní 1996 var félagsbú aðilja tekið til opinberra skipta. Samdægurs var Pétur Kristinsson, héraðsdóms­lögmaður, skipaður skiptastjóri í búinu. Við upphaf skipta voru helstu eignir félagsbúsins þessar: Hjúskapareignir sóknaraðilja töldust húseign á Akranesi og bifreið, en hjúskapareignir varnaraðilja voru taldar 1/3 hluti lögbýlisins Eystri-Leirárgarða ásamt því sem jörðinni fylgdi auk bifreiðar. Síðar kom í ljós að eignir sóknaraðilja nægðu ekki til fullnustu skulda hennar og voru fasteign hennar og bifreið seld nauðungarsölu og er eignastaða hennar við fjárskiptin neikvæð. Af þeim sökum eru það einungis hjúskapareignir varnaraðilja sem til skipta koma við fjárskipti vegna hjúskaparslitanna. Þann 3. júlí 1996 hélt skiptastjóri skiptafund að Eystri-Leirárgörðum, þar sem eignir félagsbús málsaðilja voru skrifaðar upp. Meðal eigna búsins voru þá tilgreindar 25 mjólkurkýr, 6 kvígur fengnar, 7 kvígur ófengnar, 5 kálfar, 9 naut eldri en ársgömul en 12 naut yngri en ársgömul. Með bréfi, dagsettu 23. apríl 1997, fór skiptastjóri fram á það við sýslumanninn í Borgarnesi, að fram færi uppboð til slita á fjárfélagi málsaðila á 1/3 Eystri-Leirárgarða ásamt spildu úr landi Eystri-Leirárgarða auk tilheyrandi lausafjár, þ.á m. ofangreindra nautgripa. Með bréfi til sýslumannsins í Borgarnesi, dagsettu 6. júní 1997, reyndi varnaraðili að koma að leiðréttingum á nauðungarsölubeiðni skiptastjóra vegna villna sem hann taldi að þar væru. Í bréfinu kemur fram að mjólkurkýr búsins hafi þá verið 24, en ekki 25 eins og við uppskrift, enda hafi 2 þeirra drepist en 8 verið slátrað. Ennfremur upplýsti varnaraðili sýslumann um að kvígur í eigu búsins væru 9, en ekki 13 eins og við uppskrift, þar sem 9 þeirra hefðu borið og 5 geldneyti orðið kvígur. Þá tjáði varnaraðili sýslumanni að geldneyti og naut væru 16, en ekki 21 eins og við uppskrift. Þrjú þeirra hefðu farið í sláturhús, tvö verið seld til lífs og 5 kálfar væru orðnir geldneyti. Loks upplýsti varnaraðili sýslumann um að búið ætti þá um stundir engan kálf, þar sem þeir hefðu ýmist verið seldir til lífs eða þeim fargað í sláturhús nýfæddum. Á skiptafundi 25. ágúst 1997 kom upp ágreiningur milli aðilja um það hversu mikill mjólkurkvóti og fullvirðisréttur í sauðfé fylgi jörðinni Eystri-Leirárgörðum og til skipta ætti að koma, auk þess sem ágreiningur reis um það hverjar skyldu teljast skuldir varnaraðilja. Ákvað skiptastjóri að óska úrlausnar Héraðsdóms Vesturlands á þessum ágreiningsefnum auk þess sem ákveðið var að fresta uppboðsmeðferð eigna félagsbúsins uns sú úrlausn væri fengin.
Mál nr. 118/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Krafist var gæsluvarðahalds yfir X á grundvelli a., b. og c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en ekki þóttu hafa verið lögð fram viðhlítandi læknisfræðileg gögn um að efni væru til þess að beita ákvæði 110. gr. laga nr. 19/1991, þannig að H skyldi vistaður á sjúkrahúsi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 14. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði hann vistaður á sjúkrahúsi samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Ekki hafa verið lögð fram viðhlítandi læknisfræðileg gögn um að efni séu til að beita ákvæði 110. gr. laga nr. 19/1991, þannig að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi með vistun á sjúkrahúsi. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 117/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
M hafði sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, allt þar til dómur hafði gengið í máli hans í héraði. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að M skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti vegna dómsins stæði, sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 9. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kærumálskostnaður dæmist úr ríkissjóði. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 128/1999
Kærumál Nauðungarvistun
Staðfest var niðurstaða héraðsdómara um að hafna kröfu X um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 12. þessa mánaðar til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Kæruheimild er 4. mgr. 31. gr. , sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hún krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 507/1998
Þjófnaður Ökuréttur Reynslulausn
T var ákærður fyrir þjófnað og akstur án ökuréttinda. Um var að ræða ítrekuð brot og hafði T með þeim rofið skilyrði reynslulausnar. Héraðsdómur var staðfestur með vísan til forsendna hans og T dæmdur til fangelsisrefsingar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. nóvember 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Sakaferill ákærða er réttilega rakinn í héraðsdómi að öðru leyti en því, að brot, sem hann sætti frelsissvipingu fyrir á árunum 1975 til 1981, var gegn 218. gr., 215. gr., 164. gr., 194. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Tryggvi Rúnar Leifsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 29. október 1998. Ár 1998, fimmtudaginn 29. október er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 811/1998: Ákæruvaldið gegn B, D, H og Tryggva Rúnari Leifssyni, sem tekið var til dóms 22. þ.m. Málið er höfðað með tveim ákæruskjölum. Með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 15. september sl. er málið höfðað gegn ákærðu, B, D, H og Tryggva Rúnari Leifssyni, kt. 021051-2179, Grýtubakka 10, öllum til heimilis í Reykjavík, „fyrir eftirtalin brot framin á árinu 1998: [...] IV. Ákærðu H og Tryggvi Rúnar fyrir þjófnað með því að hafa í félagi að kvöldi mánudagsins 20. júlí brotist inn í geymsluhúsnæði að Vagnhöfða 6 í Reykjavík með því að brjóta gat á hurð og stolið snittvél og tveimur snitthausum, bifhjóli, leðursófasetti með 1 tveggja- og 1 þriggjasæta sófum, ísskáp, 4 jeppahjólbörðum, auk handverkfæra og rafmangshandverkfæra, alls að verðmæti um kr. 600.000. (Mál nr. 010-1998-20721) [...] Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VI. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. [...] Með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 29. september sl. er málið höfðað gegn ákærða Tryggva Rúnari Leifssyni, „fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni X-8273, þriðjudaginn 21. júlí 1998, sviptur ökurétti frá Grýtubakka 10 í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Sæbraut, við Sólfarið. Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Málavöxtum er rétt lýst í ákærunum. Með skýlausri játningu allra ákærðu, sem eru í fullu samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað að þeir hafi gerst sekir um þau brot, sem þeim eru að sök gefin í ákærunum og þar eru réttilega heimfærð til refsiákvæða. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, hefur hlotið 23 refsidóma frá árinu 1969, þar af 9 eingöngu fyrir umferðarlagabrot, en hina fyrir ýmis hegningarlagabrot, aðallega auðgunar- og skjalafalsbrot. Brotaferill hans er nær óslitinn að undanskildum árunum 1975 til 1985, en hann afplánaði fangelsisrefsingu fyrir manndráp o.fl. frá 1975 til 1981, en þá hlaut hann reynslulausn. Frá árinu 1985 hefur hann hlotið refsingu 11 sinnum fyrir akstur án ökuréttar, síðast 5 mánaða fangelsi með dómi Hæstaréttar 18. september 1997. Auk þessa hefur hann frá þessum tíma hlotið fjóra dóma fyrir hegningarlagabrot, þar af þrjá fyrir skjalafals; árið 1988 fangelsi í 45 daga skilorðsbundið í 3 ár, 1990 fangelsi í 2 mánuði, en með þeim dómi var 45 daga reynslulausn dæmd með, og 1994 fangelsi í 4 mánuði og loks dóm 27. september 1996, fangelsi í 8 mánuði fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Ákærði hlaut reynslulausn 9. desember 1997 á eftirstöðvum refsingar, 150 dögum. Samkvæmt bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins 16. þ.m. hefur hann ekki afplánað eftirstöðvarnar. Þegar refsing ákærða er ákvörðuð ber annars vegar að líta til þess að hann hefur hreinskilnislega játað verknað sinn, en hins vegar til þess að brot hans er unnið í félagi við aðra og hins langa sakaferils hans, ekki síst er varðar umferðarlagabrot hans. Einnig ber að líta til þess að hann hefur farið í meðferð, vegna ávana- og fíkniefnaneyslu sinnar, í Hlíðardalsskóla, þar sem hann hefur dvalið frá 2. þ.m. og dvelur enn, sbr. 5. tl. 70. gr. alm. hegningarlaga. Með broti því, sem fjallað er um í dómi þessum, hefur ákærði rofið skilorð framangreindrar reynslulausnar. Ber því nú samkvæmt 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. gr. laga nr. 16/1976 og með hliðsjón af 60. gr. sömu laga að dæma hann nú í einu lagi fyrir brot það, sem hér er fjallað um og hina 150 daga óloknu refsivist. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og öllu framansögðu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. [...] Engar skaðabótakröfur eru lagðar fram í málinu. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, er dæmdur til að greiða skipuðum verjandum sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í þóknun. [...] Annan sakarkostnað skulu ákærðu allir greiða óskipt. Dómsorð: [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar Leifsson, sæti fangelsi í 15 mánuði. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, greiði skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í þóknun. Annan sakarkostnað skulu allir ákærðu greiða óskipt.
Mál nr. 143/1998
Skaðabætur Bifreið Búfé
Tveir hestar í eigu T og G urðu fyrir bifreið í eigu E á þjóðvegi nr. 1 í landi Kópavogs. Höfðu hestarnir sloppið úr girðingu kvöldið fyrir slysið. Var talið að brotthlaup hestanna mætti rekja til gáleysis vörslumanns þeirra og að T og G bæru skaðabótaábyrgð á tjóni E, en ekki var talið sannað að ökumaður bifreiðar E hefði gerst sekur um gáleysi við aksturinn. Voru T og G dæmd til að greiða E bætur fyrir tjón, sem varð vegna skemmda á bifreiðinni.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 31. mars 1998 og krefjast aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda, en til vara að þær verði lækkaðar. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 15. júní 1998 og krefst þess aðallega að aðaláfrýjendur verði dæmdir óskipt til að greiða sér 909.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 855.000 krónum frá 1. júní 1996 til 1. ágúst 1997, en af 909.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Einnig krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Slysið, sem mál þetta er risið af, varð á þjóðvegi nr. 1 fyrir ofan Lækjarbotna á níunda tímanum að kvöldi 1. mars 1996. Mun slysstaðurinn vera nokkru vestar en fjárgirðing um höfuðborgarsvæðið. Svo sem greinir í héraðsdómi vildi slysið þannig til að tveir hestar urðu fyrir fólksbifreið gagnáfrýjanda, sem ekið var áleiðis til Reykjavíkur. Átti aðalfrýjandi Guðrún annað þeirra, en aðalfrýjandi Tryggvi hitt og drápust bæði hrossin. Eftir áreksturinn var bifreiðin talin ónýt. Hestar þessir voru geymdir ásamt öðrum hrossum á býlinu Geirlandi, sem er nálægt Suðurlandsvegi skammt fyrir austan býlið Gunnarshólma. Bragi Sigurjónsson, faðir aðaláfrýjandans Guðrúnar, skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi verið með hestana á gjöf á Geirlandi og sett þá út í gerði, sem er áfast húsinu. Einhver styggð hafi komið að hestunum meðan hann hafi verið inni að gefa, þannig að þeir hafi brotið niður girðinguna í gerðinu og hann hafi tapað þrem þeirra út í myrkrið. Kvaðst hann í birtingu morguninn eftir hafa byrjað að leita að hestunum ásamt fleiri mönnum, en án árangurs. Í málinu nýtur ekki við nánari lýsingar á þessum atvikum eða umbúnaði gerðisins. Fram er komið að Bragi og systkini hans höfðu um eitthvert árabil verið með hross og fé að Geirlandi og að Bragi annaðist hestana þar fyrir aðaláfrýjendur á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Skýrði hann lögreglunni svo frá, að hestarnir hafi verið „alfarið í minni umsjá“. Húsin að Geirlandi voru að sögn Braga um 500 m frá þjóðveginum. Bar hann fyrir dómi að mjög mikið hefði verið um að hross slyppu úr vörslum manna í næsta nágrenni. Ekki hafi verið óalgengt að hann og aðrir tækju þarna laus hross. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að gera gerðið þannig úr garði, að hross gætu ekki auðveldlega brotist út úr því. Bar Braga sem vörslumanni hestanna að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þeir ættu greiða leið úr gerðinu að einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Verður að leggja til grundvallar, að brotthlaup hestanna megi rekja til gáleysis hans. II. Aðaláfrýjendur hafa meðal annars borið fyrir sig, að bótaábyrgð verði ekki felld á þá, þótt talið yrði að tjón gagnáfrýjanda hefði hlotist af gáleysi Braga. Hér ber þó á það að líta, að óumdeilt er að Bragi var að sinna hestunum og sá í umrætt sinn um vörslu þeirra í þágu aðaláfrýjenda. Hafa þeir ekki sýnt fram á, að staða hans gagnvart þeim hafi verið svo sjálfstæð, að ekki verði lögð á þá bótaskylda vegna saknæms atferlis hans. Bera aðaláfrýjendur því skaðabótaábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda að því marki, sem hann verður ekki sjálfur talinn meðábyrgur. III. Í skýrslu lögreglumanna úr Reykjavík 1. mars 1996, sem komu að slysinu, sagði að annar hesturinn hafi drepist strax, en hinn verið aflífaður skömmu síðar. Hafi verksummerki bent til að ekið hafi verið aftan á hestana. Um aðstæður á slysstað sagði, að myrkur hafi verið og skýjað, en yfirborð hins malbikaða vegar blautt. Eftir skýrslunni að dæma var úrkomulaust. Þá var tekið fram, að í slíku myrkri, sem þarna var, sé hæpið að skepnur á veginum sjáist fyrr en komið sé nærri þeim. Annar hesturinn hafi verið steingrár, en hinn dökkbleikur. Þá sagði, að önnur skepnan hafi lent upp á vélarhlíf bifreiðarinnar, í framrúðuna og kastast upp á þak. Stýrishjólið hafi verið bogið og bak sætis ökumanns „lagt aftur“. Miklar skemmdir hafi verið á bifreiðinni að framan og á yfirbyggingu. Stjórnandi bifreiðar gagnáfrýjanda skýrði lögreglunni frá á slysstað, að hann hafi ekið með háum ljósgeisla í umrætt sinn. Hann hafi allt í einu séð hross á veginum rétt framan við bifreiðina. Var frásögn hans um það á sömu lund í lögregluskýrslu 12. mars 1996 og síðar fyrir dómi. Taldi hann að hestarnir hefðu hlaupið inn á veginn. Hafi hann sveigt til vinstri til þess að forðast árekstur, en það hafi ekki tekist. Hann kvaðst ekki vera viss um hvort hann hafi náð að beita hemlum áður en áreksturinn varð. Voru engin hemlaför sýnd á uppdrætti, sem lögreglumaður gerði af vettvangi. Bifreiðin rann alllangt út fyrir veginn áður en hún stöðvaðist. Í frumskýrslu lögreglu 1. mars 1996 var ritað „80-90 km“ í reit fyrir sagðan ökuhraða, en við skýrslugjöf hjá lögreglu 12. sama mánaðar kvaðst stjórnandi bifreiðarinnar hafa ekið á um 80 km hraða. Leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund. Af ummerkjum eftir slysið verður ekki ráðið með neinni vissu um ökuhraða. Hafa aðaláfrýjendur ekki með öðrum hætti hnekkt staðhæfingum gagnáfrýjanda um þetta efni. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Er ekkert fram komið, sem gefur tilefni til að draga í efa frásögn ökumanns af aðdraganda slyssins. Verður að leggja hana til grundvallar. Aðstæður til aksturs eru góðar á þeim kafla hringvegarins, sem hér um ræðir, vegurinn beinn og ekkert, sem birgir útsýni. Þótt gera verði þá kröfu til stjórnenda bifreiða að þeir aki að öðru jöfnu hægar í myrkri en í dagsbirtu, þykir ekki verða metið ökumanni bifreiðar gagnáfrýjanda til gáleysis að hafa í umrætt sinn ekið á rúmlega 80 km hraða á klukkustund. Ber hér einkum að hafa í huga, að ekki verður talið að hann hafi á þessum stað og tíma mátt búast við stórgripum á veginum eða annarri umferð en bifreiða. Verður því að fallast á með gagnáfrýjanda, að ósannað sé að ökumaður bifreiðar hans hafi gerst sekur um gáleysi við aksturinn. Samkvæmt framansögðu verður öll bótaábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda lögð á aðaláfrýjendur óskipt. Þykir mega staðfesta mat héraðsdómara á bótafjárhæð. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti gerðu málsaðilar ekki athugasemdir við ákvörðun héraðsdóms um upphafstíma vaxta. Verða aðaláfrýjendur dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda 882.000 krónur ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði, sem ákveðinn er í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Tryggvi Árnason og Guðrún Hlín Bragadóttir, greiði óskipt gagnáfrýjanda, Guðnýju Elínu Snorradóttur, 882.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 855.000 krónum frá 5. mars 1997 til 1. ágúst sama árs, en af 882.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjendur greiði óskipt gagnáfrýjanda samtals 350.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur 16. janúar 1998. Ár 1998, föstudaginn 16. janúar, er í Héraðsdómi Reykjaness í máli nr. E-601/1997: Guðný Elín Snorradóttir gegn Tryggva Árnasyni og Guðrúnu Hlín Bragadóttur kveðinn upp svohljóðandi dómur: I. Mál þetta sem dómtekið var 27. nóvember s.l., að loknum munnlegum málflutningi, var höfðað fyrir dóminum með þingfestingu þess 10. júní 1997. Stefnandi er Guðný Elín Snorradóttir, Heiðarbrún 7, Hveragerði, kt. 161050-2889. Stefndu eru Tryggvi Árnason, kt.180128-7949, Álfabrekku 13, Kópavogi og Guðrún Hlín Bragadóttir, kt.120779-3709, Birkigrund 63, Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndu verði in solidum dæmd til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 909.000 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 ásamt síðari breytingum, af kr. 855.000 frá 1. júní 1996 til 1.ágúst 1997 og frá þeim degi af kr. 909.000 til greiðsludags, og að dráttarvextir verði lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti í fyrsta sinn þann 1. júní 1997 en síðan árlega þann dag. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati réttarins, ásamt vöxtum af málskostnaði skv. 3. kafla vaxtalaga frá uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda en til vara að þær verði stórlega lækkaðar. Þá krefjast stefndu málskostnaðar sér til handa, auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun, úr hendi stefnanda. Sáttaumleitanir dómara báru ekki árangur. Dómari gekk á vettvang við upphaf aðalmeðferðar ásamt lögmönnum aðila, ökumanni bifreiðarinnar XE-269, Guðmundi Kolbeini Finnbogasyni og vörslumanni hrossa þeirra er málið varðar, Braga Sigurjónssyni. Í máli þessu krefur eigandi bifreiðar, stefnandi, eigendur hrossa, stefndu, um bætur vegna skemmda á bifreið er urðu hinn 1. mars 1996 með þeim hætti að bifreiðin lenti á hrossum er voru á Suðurlandsvegi nálægt Lögbergsbrekkunni. II. Að kvöldi 1.mars 1996 um kl. 21:00 ók Guðmundur Kolbeinn Finnbogason sem er eiginmaður stefnanda í máli þessu, bifreiðinni XE-269 frá Hveragerði vestur Suðurlandsveg áleiðis til Reykjavíkur eins og hann hefur gert næstum daglega um áratugaskeið. Samkvæmt lögregluskýrslum var náttmyrkur og þurrt í lofti en yfirborð akbrautar blautt. Í lögregluskýrslunni segir ennfremur að í slíku myrkri sem þarna var sé hæpið að sjá skepnur á veginum fyrr en nærri þeim er komið, nema ef grilli í augu eins og oft er ef skepnur snúa þannig við að ljósið falli á þær. Þá er þess getið að bæði hrossin hafi verið dökkleit. Guðmundur Kolbeinn ók að eigin sögn á 80 km. hraða á klukkustund fram úr stórum vöruflutningabíl sem var hlaðinn loðnu. Hann kvaðst hafa verið búinn að aka á eftir þessari bifreið um nokkurn tíma og hafi verið leiðindaúði aftur úr henni. Stuttu eftir framúraksturinn rétt fyrir ofan Lögberg, hafi skyndilega birst hross á veginum fyrir framan bifreiðina. Ekki hafi tekist að afstýra slysi og urðu hrossin sem reyndust vera tvö, annað steingrátt og hitt dökkbleikt, fyrir bifreiðinni og drapst annað þeirra strax en hitt þurfti að aflífa á staðnum. Áverkar voru nokkrir á hrossunum einkum á afturfótum og afturbúk. Bifreiðin lenti út af veginum sunnanmegin og rann talsverðan spöl frá honum yfir móa og mela þar til hún stöðvaðist. Í skýrslu sinni fyrir dóminum kvaðst ökumaðurinn, Guðmundur Kolbeinn, hafa ekið framúr loðnuflutningabifreiðinni við Litlu kaffistofuna. Hann kvaðst hafa ekið framúr vegna úða frá flutningabifreiðinni. Þetta hafi verið hvimleiður úði en ekki vegna loðnufarmsins. Hann kvað úðann hafa farið af framrúðunni eftir framúraksturinn. Hann kvaðst hafa ekið á 80 km. hraða. Allt í einu hafi hross henst upp á veginn. Hann hafi reynt að beygja frá og taldi hann sig hafa náð að tipla aðeins á bremsur. Hann kvaðst hafa kippt bifreiðinni strax til vinstri en eftir höggið þegar bifreiðin lenti á hrossunum hafi hún farið út af og stöðvast úti í móa rétt við stóran stein. Hann kvaðst hafa séð hrossið nánast um leið og slysið varð, ekki hafi liðið meira en 2-3 sekúndur. Hann taldi hrossin hafa komið hlaupandi inn á veginn. Hann taldi sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við. Hann kvaðst hafa ekið með há ljós og taldi hann yfirsýn yfir veginn hafa verið góða á þessu svæði. Bifreiðin, sem er af gerðinni Mazda 4WD árgerð 1993 og var ekin 71.000 km., skemmdist mikið, m.a. var stýrishjólið bogið, framrúðan brotin og bak ökumannssætis lagt aftur og miklar beyglur voru á yfirbyggingu bifreiðarinnar að framan. Stefnandi lét dómkveðja matsmenn til að meta markaðsverð bifreiðarinnar þegar hún lenti í tjóninu og kostnað við viðgerð á bifreiðinni ásamt afnotamissi. Í niðurstöðu matsmannanna Finnboga Eyjólfssonar og Haraldar Þórðarsonar kemur m.a fram að viðgerðarkostnaður bifreiðarinnar er talinn hærri heldur en matsverð hennar á tjónsdegi og því um altjón að ræða. Þeir mátu viðgerðarkostnað á kr. 913.244, en markaðsverð bifreiðarinnar fyrir tjón mátu þeir á kr. 830.000. Vitnið Bragi Sigurjónsson, faðir stefndu Guðrúnar Hlínar og umsjónarmaður hestanna, upplýsti að hann hafi verið að gefa þeim kvöldið áður, en hrossin hafi verið geymd á gömlu býli sem heiti Geirland. Hann hafi sett þau út í gerði á meðan og þegar hann hafi ætlað að koma þeim inn aftur hafi þau sloppið út úr gerðinu og hlaupið út í myrkrið. Seinna hafi tvö þeirra fundist dauð á þjóðveginum eftir áreksturinn en hið þriðja hafi komið heim daginn eftir. Hann kvaðst hafa tilkynnt lögreglunni í Kópavogi um hvarf hrossanna og einnig hafi hann ásamt fleirum leitað hrossanna en án árangurs. Í bréfi sýslumannsins í Kópavogi, dagsettu 6. maí 1997, kemur fram að við athugun hafi komið í ljós að ekkert sé bókað í dagbók lögreglunnar í Kópavogi um laus hross á Suðurlandsvegi við Lögberg á tímabilinu 28. febrúar til 1. mars 1996. Lögreglan kom á slysstað og tók skýrslur og gerði teikningar af vettvangi. III. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að stefndu séu bótaskyld vegna þess að bifreið hans hafi orðið fyrir tjóni vegna lausagöngu hrossa á þjóðvegi í landi Kópavogs þar sem lausaganga er bönnuð, sbr lögreglusamþykkt Kópavogs frá 28. júlí 1986, og eigendur þeirra beri því bótaábyrgð á grundvelli almennu skaðabótareglunnar á því tjóni sem hrossin valda á þeim svæðum þar sem þeim er ekki heimil för. Til stuðnings framangreindu telji stefnandi að leggja verði ríkari kröfur á eigendur dýra þar sem hættan á tjóni af völdum þeirra sé meiri. Á Suðurlandsvegi aki um 4.000 bifreiðar daglega sem kalli á ríkari aðgæslu við geymslu hrossa, sérstaklega að vetri til þar sem ekki sé hægt að sjá til hrossa þegar mikið myrkur er. Stefnandi telji slysið hafa orðið án nokkrar sakar eða aðgæsluleysis ökumanns bifreiðarinnar enda hafi hann ekið undir leyfilegum hraða við ágætis aðstæður miðað við árstíma og hann hafi ekki undir nokkrum kringumstæðum séð til hrossanna þar sem þau komu í veg fyrir bifreiðina fyrirvaralaust. Þá telji stefnandi að eigendur hafi ekkert gert til að tilkynna eða vara við þeirri hættu sem þeim hafi borið er hrossin sluppu úr gerðinu. Lögreglunni í Kópavogi hafi ekki verið tilkynnt um að hrossin hafðu sloppið úr gerðinu og engin tilkynning hafi því verið send í útvarp né upplýsingar gefnar til vegfarenda á annan hátt sem leitt hefði til frekari aðgæslu vegfarenda. Telji stefnandi að um hafi verið að ræða vítavert athafnaleysi þar sem enginn möguleiki hafi verið til að sjá til hrossa á vegi, hvað þá ef þau hlaupa inn á veg að kvöldi til á þessum árstíma. Stefnandi krefst greiðslu bóta in solidum á hendur stefndu þar sem um tvö hross hafi verið að ræða, en stefndu hafi bæði fengið hrossin bætt úr ábyrgðartryggingu bifreiðar stefnanda. Bótakrafan er byggð á mati hinna dómkvöddu matsmanna dags. 5. febrúar 1997. Bótakrafan sundurliðast svo: IV. Sýknukrafa stefndu er á því byggð að ökumaður bifreiðarinnar hafi sjálfur verið valdur að ákeyrslunni með stórfelldu gáleysi og með því að aka of hratt miðað við aðstæður. Í því sambandi vekja stefndu máli sínu til stuðnings athygli á vissum staðreyndum sem þau telji bera með sér að akstur bifreiðarinnar hafi verið afar gáleysislegur. Í fyrsta lagi liggi fyrir samkvæmt lögregluskýrslum, að akstursskilyrði hafi verið mjög erfið þegar ekið var á hrossin og krafist ýtrustu varkárni við aksturinn. Þá hafi ákeyrslan átt sér stað þar sem gera verði ráð fyrir umferð fénaðar og hrossa. Í öðru lagi sé öldungis ljóst að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki haft þá yfirsýn yfir veginn framundan bifreiðinni sem lög bjóða miðað við þann hraða sem hann ók á. Svo virðist sem bifreið stefnanda hafi verið ekið á hrossin á fullri ferð og skelli á þeim án nokkurs aðdraganda samkvæmt eigin lýsingu ökumanns. Telji stefndu að skort á yfirsýn ökumanns yfir veginn megi að nokkru rekja til þess að hann hafi ekið með lágu ljósin á og að útsýni út um framrúðu bifreiðarinnar kunni að hafa verið skert vegna úða sem stóð aftan úr loðnuflutningabílnum. Þá sé hugsanlegt að ökumaðurinn hafi verið þreyttur og hugsanlega dottað við aksturinn. Ekkert verði þó fullyrt um hvað hafi truflað einbeitingu ökumanns, en hitt sé þó ljóst að yfirsýn hans yfir veginn framundan hafi verið víðsfjarri því að vera nægileg miðað við hraða bifreiðarinnar. Stefndu mótmæli því að hrossin hafi hlaupið skyndilega inn á veginn enda sýni áverkar þeir sem hrossin báru að þau hafi hlaupið eftir veginum þegar ekið var á þau. Í þriðja lagi telji stefndu að hraðinn á bifreið stefnanda hafi verið mun meiri en ökumaður gefi upp og benda á að bifreið stefnanda hafi farið um 50 metra vegalengd frá vegarbrún yfir móa og mela áður en hún stöðvaðist. Þegar áætla skuli hraða bifreiðarinnar á veginum þurfi einnig að gera ráð fyrir hemlunarvegalengd bifreiðarinnar inni á veginum, en svo virðist sem hemlaför hafi ekki verið mæld. Þá þurfi að auki að taka tillit til þess að hrossin voru um 300-400 kg. að þyngd hvort um sig og hafa tekið nokkuð af ferð bifreiðarinnar, en svo sé að sjá sem hrossin hafi kastast eina 6-10 metra fram af bifreiðinni eftir að hafa borist nokkurn spöl með henni. Eftir það haldi bifreiðin áfram 50 metra utan vegar. Á það er og bent af hálfu stefndu að tryggingarfélag bifreiðar stefnanda Sjóvá- Almennar tryggingar hf. hafi greitt bætur fyrir báða hestana að fullu. Um lagarök vísa stefndu til XIII kafla umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Einnig vísa þau til almennu skaðabótareglunnar. Þá byggja stefndu á því að 22. gr. lögreglusamþykktar Kópavogs, sem miðast við þéttbýli, gildi ekki á svæði því sem áreksturinn varð á, sem er dreifbýli, heldur almennar reglur um lausagöngu búfjár. Lausaganga hrossanna verði því eigi metin stefndu til sakar í þessu samhengi. Þá vísa stefndu til dómafordæma í hliðstæðum málum. V. Niðurstaða. Í máli þessu greinir aðila á um það hvort lausaganga búfjár sé bönnuð á þeim stað þar sem umrætt umferðarslys átti sér stað. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi innan lögsagnarumdæmis Kópavogs og kemur því til álita hvort 22. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogskaupstað frá 28. júli 1986 taki til atviksins, en þar segir m.a. að hross megi ekki ganga laus á almannafæri. Af hálfu stefndu er á því byggt að ákvæðið eigi einungis við um þéttbýlishluta kaupstaðarins en að utan hans séu engar hömlur lagðar á lausagöngu búfjár. Af hálfu stefnanda er því hins vegar haldið fram að ákvæðið gildi á umræddum stað þar sem um sé að ræða almannafæri í skilningi samþykktarinnar. Í lögreglusamþykktinni kemur ekkert fram um það hvort ofangreint ákvæði eigi við um þéttbýliskjarna sveitarfélagsins eingöngu eða hvort það eigi við allt lögsagnarumdæmið. Umrædd lögreglusamþykkt var gerð samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 1/1890 um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina er giltu er samþykktin var sett, en þau lög hafa nú verið leyst af hólmi með lögum nr. 36/1988. Í 4. gr. fyrrnefndu laganna er svohljóðandi ákvæði: „Samþykktin gildir að öllum jafnaði um allt lögsagnarumdæmi kaupstaðarins. Ef rétt þykir vera að skipa svo fyrir, að ákvæði samþykktarinnar skuli eigi gilda á hlutum af landi því, er heyrir undir lögsagnarumdæmið, annaðhvort að nokkru eða öllu leyti, skal þess getið í samþykktinni, svo sem nauðsynlegt er”. Sambærilegt ákvæði er í nýrri lögunum. Þar sem engar slíkar undantekningar eru í lögreglusamþykktinni fyrir Kópavogskaupstað, sem 4. gr. laga nr. 1/1890 fjallar um, má slá því föstu að lausaganga hrossa er óheimil á þeim stað þar sem umferðarslysið varð, enda telst sá staður almannafæri í skilningi ákvæðisins. Eins og áður getur voru hrossin í vörslu Braga Sigurjónssonar að Geirlandi er þau sluppu út úr hestagerði og hurfu á braut. Upplýst er í málinu að hrossin voru í vörslu við stað þar sem umferð er afar mikil og lausaganga hrossa er bönnuð eins og áður getur. Í ljós þykir leitt að vegfarendur á Suðurlandsvegi megi almennt reikna með því að ekki sé lausgangandi búfé á þessum slóðum. Verður því að telja að við þessar aðstæður hafi varsla hrossanna ekki verið með þeim hætti sem gera mátti kröfu til. Verður að meta vörslumanni þeirra, Braga Sigurjónssyni, það til gáleysis að hrossin sluppu úr vörslum hans. Á því bera stefndu ábyrgð sem eigendur hrossanna. Með lausagöngu hrossanna á þessum stað brutu stefndu gegn banni 22. gr. lögreglusamþykktar Kópavogs, sem áður er gerð grein fyrir. Upplýst þykir að svipast hafi verið um eftir hrossunum af hálfu vörslumanns þeirra en ekki þykir sannað að lögreglunni í Kópavogi hafi verið tilkynnt um hvarf þeirra. Hafa stefndu ekki sýnt fram á að reynt hafi verið að vara vegfarendur við þeirri hættu sem þeim gæti stafað af lausagöngu hrossanna. Telja verður meginorsök umferðarslyssins vera þá að hrossin hafi hlaupið inn á veginn í veg fyrir bifreiðina en sökum myrkurs og lélegs skyggnis hafi ökumaður eigi mátt verða þeirra var fyrr en mjög nærri þeim var komið. Verða stefndu því talin bótaskyld in solidum vegna þess tjóns sem eigandi bifreiðarinnar, stefnandi, varð fyrir og hlaust af þessari lausagöngu hrossanna. Ökumaður bifreiðar stefnanda segist sjálfur hafa ekið á 80 km hraða á klukkustund þegar hann ók á hrossin. Í lögregluskýrslu kemur fram að náttmyrkur hafi verið á vettvangi og yfirborð akbrautar blautt. Bifreiðin lendir á þungum hrossum sem við áreksturinn kastast marga metra eftir akbrautinni. En þrátt fyrir hið mikla högg sem áreksturinn veldur, sem ætla má að hefði átt að draga nokkuð úr hraða hennar, fer bifreiðin eina 50 metra yfir óslétt mólendi utan vegar áður en hún stöðvast. Bendir þetta til, að ökuhraði bifreiðarinnar hafi verið of mikill miðað við aðstæður, einkum í ljósi þess að náttmyrkur var og slæmt skyggni. Verður því að telja að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki gætt þeirrar varúðar sem ökumönnum ber að sýna við slíkar aðstæður. Þegar það er virt þykir ökumaður einnig eiga nokkra sök á því hvernig fór en þá sök ber stefnandi. Þykir hæfilegt að telja stefnanda eiga sjálfa 1/4 sakar og að hún geti því aðeins krafið stefndu um 3/4 hluta tjóns síns. Dómkröfur sínar byggir stefnandi á mati dómkvaddra matsmanna á verðmæti bifreiðar fyrir tjón, útlögðum kostnaði vegna flutnings á bifreiðinni og skoðun á henni og afnotamissi bifreiðar. Matinu hefur ekki verið hnekkt og reikningum vegna útlagðs kostnaðar ekki mótmælt. Hins vegar var kröfuliðnum afnotamissi kr. 54.000 mótmælt í munnlegum málflutningi. Samkvæmt matsgjörð og framlögðum reikningum nemur tjón stefnanda að undanskyldum afnotamissi bifreiðar kr. 855.000 og er það tekið til greina. Bætur fyrir afnotamissi byggir stefnandi á daggjaldi tryggingafélaga kr. 900 per dag og krefst hann bóta fyrir tvo mánuði. Þegar til þess er litið að bifreiðin var talin ónýt þykir eðlilegt að bætur fyrir afnotamissi miðist við þann tíma sem ætla má að taki að útvega nýja bifreið og þykir sá tími hæfilega ákveðinn einn mánuður. Þykir tjón stefnanda vegna afnotamissis bifreiðar hæfilega ákveðið kr. 27.000. Samkvæmt þessu telst heildartjón stefnanda hafa numið kr. 882.000, og ber stefndu að bæta 3/4 hluta þess in solidum, eða kr. 661.500 með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 641.250 frá 5. mars 1997 til 1. ágúst 1997 en af kr. 661.500 frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað in solidum og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 180.000, þar með talinn útlagður kostnaður stefnanda vegna mats á bifreiðinni og annars samtals kr. 51.814. Ekki er tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómara og veikinda. Dómari og lögmenn eru á einu máli um að endurflutningur sé óþarfur. Finnbogi H. Alexandersson, héraðsdómari, kveður dóminn upp. Dómsorð Stefndu Tryggvi Árnason og Guðrún Hlín Bragadóttir greiði in solidum stefnanda Guðnýju Elínu Snorradóttur kr. 661.500.- með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 641.250 frá 5. mars 1997 til 1. ágúst 1997 en af kr 661.500 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 180.000 í málskostnað.
Mál nr. 404/1998
Skaðabætur Örorka Læknir Sjúkrahús Læknaráð Matsmenn Gjafsókn
G gekkst undir aðgerð á fótum vegna of hárra rista þegar hann var tæplega 15 ára gamall. Við aðgerðina varð hann fyrir varanlegum skaða á æðakerfi annars fótarins auk þess sem taug skemmdist. G stefndi lækninum S, sem framkvæmdi aðgerðina, á grundvelli sakarreglunnar og sjúkrahúsinu, þar sem aðgerðin var framkvæmd, á grundvelli húsbóndaábyrgðar þess. Í málinu var lögð fram matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna og álit læknaráðs. Talið var ósannað að aðgerðin sjálf eða ráðgjöf læknisins í tengslum við hana hefði verið saknæm. Þá var talið ósannað að læknirinn hefði valdið taugaáverkanum með saknæmri háttsemi sinni. Hins vegar var talið að sá skaði sem varð á æðakerfi fótarins hefði orðið í gifsmeðferð eftir aðgerðina, en G hélt því fram að hann hefði fundið fyrir verkjum í fætinum á meðan hann var í gifsi og kvartað undan því við S. Þar sem S hafði ekki skráð neitt um komur G til sín á meðan hann var í gifsinu, var byggt á þessum fullyrðingum G og lögð bótaábyrgð á S og sjúkrahúsið á þeim grunni að ekki hefði verið fylgst nægilega vel með fætinum í gifsmeðferðinni. Var þeim gert að bæta G tjón hans að 2/3 hlutum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. október 1998. Hann krefst þess, að stefndu verði dæmdir til að greiða sér in solidum 2.404.351 krónu með nánar tilgreindum ársvöxtum frá 4. desember 1991 til 21. desember 1995 en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjandi hafði gjafsókn í héraði. I. Áfrýjandi gekkst undir svonefnda „Steindler stripping“ aðgerð á fótum á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs 17. desember 1985, er hann var rétt tæpra 15 ára gamall. Aðgerðin tókst ekki eins og til var ætlast, og varð afleiðing hennar sú, að áfrýjandi var talinn hafa hlotið 100% tímabundna örorku í 3 mánuði, en varanleg örorka hans var metin 10%. Áfrýjandi telur tjón sitt til komið vegna bótaskyldrar athafnar og athafnaleysis læknisins, sem aðgerðina gerði, stefnda Sigurjóns. Hafi hann ekki sýnt fyllstu aðgæslu í aðgerðinni og við eftirmeðferð hennar. Einnig telur áfrýjandi lækninn hafa staðið þannig að upplýsingagjöf til foreldra hans fyrir aðgerðina, að samþykki þeirra geti ekki talist gilt. Aðgerðin hafi ekki verið forsvaranleg þar sem lítil von var um árangur vegna aldurs áfrýjanda. Stefndi Sigurjón átti fund með foreldrum áfrýjanda fyrir aðgerðina, þar sem hann kynnti þeim hana og væntanlegan árangur hennar. Þótt ekki liggi ljóst fyrir hvaða upplýsingar stefndi Sigurjón gaf foreldrum áfrýjanda um aðgerðina og hugsanlega áhættu við hana, hefur ekkert fram komið sem bendir til þess að ráðgjöf og upplýsingar hans hafi verið með öðrum hætti en venja var við svona aðgerðir. Samkvæmt gögnum málsins eru líkur á fylgikvillum eftir slíkar aðgerðir ekki miklar, og taugaáverki eins og áfrýjandi hlaut verður sjaldan. Er því ekki fram komið, að sérstök ástæða hafi verið til að vara við svo alvarlegum afleiðingum, sem raun varð á, eða hætta á þeim verið meiri fyrir áfrýjanda vegna aldurs hans en þá, sem yngri væru. Eins og lýst er í héraðsdómi komust matsmenn að þeirri niðurstöðu, að aðgerðin hefði verið forsvaranleg og ekkert hefði komið fram um það, að að hún hefði verið gerð á ótilhlýðilegan hátt, þótt aldur áfrýjanda hefði verið í efri mörkum miðað við slíkar aðgerðir. Læknaráð komst einnig að þeirri niðurstöðu, að rannsókn stefnda Sigurjóns fyrir aðgerðina hefði ekki verið áfátt og ráðgjöf hans hefði virst vera í lagi. Héraðsdómur, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómendum, komst að sömu niðurstöðu og taldi stefnda Sigurjón ekki hafa sýnt af sér gáleysi við undirbúning og ráðgjöf fyrir aðgerðina, sem bakað gæti honum og meðstefnda skaðabótaábyrgð. Með vísan til forsendna héraðsdóms er fallist á þá niðurstöðu. Einnig er fallist á það með skírskotun til forsendna héraðsdóms, að aðgerðin á áfrýjanda hafi verið forsvaranleg og að taugaáverki sá, sem varð við aðgerðina og leiddi að hluta til örorku áfrýjanda, verði ekki rakinn til gáleysis stefnda Sigurjóns. II. Eins og lýst er í héraðsdómi voru fætur áfrýjanda settir í gifs eftir aðgerðina, og er gifsmeðferðin hluti af henni. Fyrir liggur, að áfrýjandi leitaði til heilsugæslunnar í Þorlákshöfn 27. desember 1985 og 8. janúar 1986. Er bókað í sjúkraskrá heilsugæslunnar, að gifsið hafi verið lagfært. Í sjúkraskýrslu læknastofu stefnda Sigurjóns er ekkert bókað um komur áfrýjanda eftir aðgerðina. Stefndi sagði fyrir dómi, að það væri vani sinn að kalla alla sem væru í gifsi til sín tveimur vikum eftir aðgerð, og hefði áfrýjandi komið þá á stofuna til sín. Ekki minntist hann þess, að áfrýjandi hefði kvartað undan verkjum eða óþægindum. Áfrýjandi og móðir hans, sem fór með honum umrætt sinn, segja aftur á móti, að hann hafi kvartað undan verkjum, og svo hafi einnig verið gert, er hann fór á heilsugæsluna í Þorlákshöfn, þótt ekkert væri bókað um það. Stefndi Sigurjón kveðst hafa tekið gifsið af 5 vikum eftir aðgerð og hafi þá allt verið með eðlilegum hætti, og minnist hann þess ekki, að áfrýjandi hafi kvartað undan verkjum eða óþægindum, en um þá komu er heldur ekkert bókað. Eftir aðgerðina hafði áfrýjandi verki og bólgur í hægra fæti og þurfti að gangast undir æðahnútaaðgerð á fætinum 1988. Í matsgerð hinna dómkvöddu manna kemur fram, að bilun í bláæðum sé mjög sjaldgæf hjá fólki yngra en 20 ára, en æðahnútar hjá ungu fólki geti orsakast af æðabólgu með segamyndun í djúpa bláæðakerfinu. Bláæðabólgur séu þekktur fylgikvilli bæklunaraðgerða, sem leiði af hreyfingarleysi ganglimsins. Telja matsmenn, að æðahnútar áfrýjanda séu eftirstöðvar aðgerðarinnar svo og verkir og bólga á hægra fæti, og megi rekja örorku áfrýjanda að hluta til þess. Læknaráð og héraðsdómur taka undir þetta álit matsmanna. Eins og að framan getur var gifsmeðferð áfrýjanda hluti af aðgerð til að lækka háar ristar hans. Var mikilvægt að fylgjast vel með líðan áfrýjanda eftir aðgerðina. Annar matsmaðurinn bar fyrir dómi, að þessir miklu verkir, sem áfrýjandi hafði eftir aðgerðina bentu til þess, að ekki hefði allt verið með felldu í fætinum. Dómsorð: Stefndu, Sjúkrahús Suðurnesja og Sigurjón Sigurðsson, greiði in solidum áfrýjanda, Gísla Árna Böðvarssyni, 1.809.751 krónu með ársvöxtum svo sem hér greinir: 2,8% frá 4. desember 1991 til 21. sama mánaðar, 2,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,1% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1,8% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,25% frá þeim degi til 21. mars sama ár, 1,1% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 1% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 1% frá þeim degi til 21. mars sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 0,5% frá þeim degi til 1. júní 1995, 0,65% frá þeim degi til 8. febrúar 1996, 1% frá þeim degi til 20. mars sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. maí sama ár, 0,65 % frá þeim degi til 1. október sama ár, 0,75% frá þeim degi til 21. janúar 1997, 0,9% frá þeim degi til 1. maí sama ár og 1% frá þeim degi til 5. febrúar 1998, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað áfrýjanda skal vera óraskað. Stefndu greiði in solidum 300.000 krónur í málskostnað í héraði, sem renni í ríkissjóð, og áfrýjanda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 3. júlí 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 30. júní s.l., er höfðað með stefnu sem birt var 4. og 8. desember 1995 Stefnandi er Gísli Árni Böðvarsson, kt. 020171-4139, Vesturgötu 55, Reykjavík. Stefndu eru Sjúkrahús Suðurnesja, kt. 580269-3629, Skólavegi 8, Keflavík og Sigurjón Sigurðsson, kt. 070647-2579, Þinghólsbraut 6, Kópavogi. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða honum in solidum kr. 2.404.351 með vöxtum frá 17. desember 1985 til greiðsludags samkvæmt neðangreindri sundurliðun og málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Krafist er vaxta af höfuðstól dómkröfu kr. 2.404.351 sem nemur 22% ársvöxtum frá 17. desember 1985 til 1. mars 1986, 13% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 9% frá þeim degi til 21. janúar 1987, 10% frá þeim degi til 21. febrúar sama ár, 11% frá þeim degi til 14. apríl sama ár, með eftirgreindum ársvöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989, 11% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 12% frá þeim degi til 21. júní sama ár, 13% frá þeim degi til 11. júlí sama ár, 15% frá þeim degi til 21. september sama ár, 17% frá þeim degi til 11. október sama ár, 19% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 20% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 22% frá þeim degi til 11. febrúar 1988, 23% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 22% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 19% frá þeim degi til 11. júní sama ár, 23% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 24% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 26% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 22% frá þeim degi til 1. september sama ár, 12% frá þeim degi til 11. október sama ár, 9% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 6% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 4% frá þeim degi til 21. janúar 1989, 8% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 10% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 13% frá þeim degi til 11. apríl sama ár, 15% frá þeim degi til 11. júní sama ár, 17% frá þeim degi til 21. júlí sama ár, 12% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 10% frá þeim degi til 1. september sama ár, 6% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 8% frá þeim degi til 21. október sama ár, 9% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 11% frá þeim degi til 1. janúar 1990, 9% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 7% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 5% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 3% frá þeim degi til 1. október sama ár, 2,3% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 2,5% frá þeim degi til 1. janúar 1991, 3,2% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 4% frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, 4,7% frá þeim degi til 1. júní sama ár, 5,8% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 6,3% frá þeim degi til 1.október sama ár, 5,6% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 3,9% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 3,75% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 3,7% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 3,4% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 2,8% frá þeim degi til 21. sama mánaðar,, 2,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,1% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1,8% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,6% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 1,5% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,1% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 1% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 1% frá þeim degi til 21. mars sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 0,5% frá þeim degi til 21. maí 1995 og 0,65% frá þeim degi til 21. desember sama ár, en dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga, sbr. lög nr. 90/1992 frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt stefnu voru upphaflegar kröfur stefnanda á hendur stefndu um greiðslu á kr. 3.500.083 ásamt þargreindum vöxtum og málskostnaði. Undir rekstri málsins hefur verið aflað mats dómkvaddra matsmanna og umsagnar Læknaráðs, sem hvoru tveggja leiddu til lægri varanlegrar örorku stefnanda og skemmri tíma tímabundinnar örorku en samkvæmt örorkumati Björns Önundarsonar, sem fyrri örorkutjónsútreikningur tók mið af. Dómkröfur stefnanda eru nú miðaðar við tímabundna og varanlega örorku eins og hún er metin í matsgerð á dskj. nr. 40 og í áliti Læknaráðs á dskj. nr. 60. Styður stefnandi kröfur sínar sama líkindareikningi og áður á örorkutjónsútreikningi dskj. nr. 16 og eru þær reiknaðar sem hlutfall af honum og eru endanlegar dómkröfur stefnanda byggðar á þeim útreikningi. Stefnandi aflaði og lagði fram nýjan örorkutjónsútreikning Guðjóns Hansen tryggingafræðings, dags. 5. febrúar 1998, sem miðast við tímabundna og varnalega örorku eins og hún er metin í matsgerð á dskj. nr. 40 og í áliti Læknaráðs á dskj. nr. 60. Í þeim útreikningi er tekið mið af launabreytingum sem átt hafa sér stað frá fyrri útreikningi í október 1995, að meðtalinni 3,65% hækkun launa til 1. janúar 199. Þá breyttist vaxtareikningur frá fyrri líkindareikningi, þar sem útreikningsdagur er annar. Af hálfu stefnanda er lögð áhersla á, að þessi nýi líkindareikningur sé einungis ætlaður til álita, ef svo færi, að hafnað yrði þeirri undirstöðu dómkröfu, að bætur verði miðaðar við upphaflegan tjónsútreikning og dráttarvexti frá 21. desember 1995. Af hálfu stefndu er þess aðallega krafist að stefndu verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað að skaðlausu að mati dómsins, en til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og að málskostnaður verði látinn niður falla. Verði bætur að einhverju leyti tildæmdar er þess krafist, að einfaldir ársvextir af hinni tildæmdu fjárhæð verði sem hér segir: 3,0% frá 13.12.1991 til 1.2. 1992, 2,5% frá þeim degi til 11.2.1992, 2,0% frá þeim degi til 21.3.1992, 1,25% frá þeim degi til 1.5. 1992, 1,0% frá þeim degi til 11.8. 1993, 1,25% frá þeim degi til 11.11. 1993, 0,5% frá þeim degi til 1.6. 1995, 0,65% frá þeim degi til 13.12. 1995; vextir af skaðabótum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 ásamt síðari breytingum frá þeim degi. Sáttatilraunir dómsins báru ekki árangur. I. Í stefnu er málsatvikum lýst svo að þann 17. desember 1985 hafi stefnandi gengist undir svonefnda “Steindler stripping” aðgerð á fótum á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Stefnandi hafi þá verið að nálgast 15 ára aldur. Aðgerðina hafi stefndi Sigurjón Sigurðsson bæklunarskurðlæknir framkvæmt. Aðgerðin hafi komið þannig til að stefnandi, sem á þeim tíma æfði og lék knattspyrnu, hafði um skeið fundið til í í hné eftir æfingar og keppni. Að tilmælum þjálfara síns hafi hann leitað til stefnda Sigurjóns á lækningastofu hans, en stefndi muni hafa haft íþróttafólk til meðferðar. Stefndi hafi sagt að einungis væri um vaxtaverki að ræða og hafi verkirnir horfið síðar. Í sama skipti hafi stefndi skoðað fætur stefnanda og tjáð honum að ristar hans væru of háar, en það væri nefnt á læknamáli að vera með “pes varo excavatus” og nauðsynlegt væri að laga það fyrr eða síðar. Stefndi hafi gefið stefnanda þær skýringar, að of háar ristar leiddu til þreytu, sem myndi ágerast með aldrinum. Við skurðaðgerð, sem bætti úr þessu, myndi fóturinn lengjast og verða allur mýkri og fjaðurmagnaðri. Stefndi hafi gefið stefnanda tíma á læknastofu sinni mánuði síðar til frekari skoðunar og beðið hann að taka foreldra sína með. Þá hafi stefndi útlistað miklilvægi aðgerðarinnar fyrir stefnanda og foreldrum hans. Hafi hann haft til skýringar plastbeinagrind af fæti og hafi hann sýnt þeim hvernig fætur stefnanda væru, hvernig hann lagaði þá og hvernig þeir yrðu eftir aðgerðina. Stefndi hafi þá ráðlagt stefnanda og hvatt hann eindregið til að gangast undir aðgerð vegna of hárra rista. Hann hafi einnig hvatt foreldra stefnanda til þess að hafa áhrif á son sinn um að gangast undir aðgerðina. Stefndi hafi staðfest að engin áhætta væri samfara aðgerðinni og hundruð slíkra aðgerða væru gerðar. Hafi þá verið afráðið að stefnandi gengist undir aðgerðina. Stefnandi hafi sjálfur verið ófús að gangast undir aðgerðina, þar sem hann hafði aldrei fundið til í fótum. Ákvörðun foreldra stefnanda um að hann gengist undir aðgerðina hafi ráðist af áeggjan stefnda Sigurjóns og þeirri yfirlýsingu hans að aðgerðin væri algerlega hættulaus. Stefnandi hafi lagst inn á sjúkrahúsið 16. desember 1985 og útskrifast þaðan 19. sama mánaðar. Fyrir aðgerðina hafði stefnandi aldrei fundið til í fótum, en eftir hana hafi komið fram hjá honum verkir og dofi í hægri fæti. Litlar sem engar breytingar hafi orðið á vinstri fæti. Hann sé hvorki verri né betri. Nokkrum dögum eftir aðgerðina hafi hann fundið mikinn sársauka í hægri fæti.. Hann hafi þá leitað til heimilislæknis á Heilsugæslustöðinni í Þorlákshöfn, sem hafi talið gifsið of þröngt en ekkert við því að gera. Í örorkumati Björns Önundarsonar læknis, dskj. 15, komi fram að ristar stefnanda séu enn háar og greinileg merki um varo-excavatus á báðum fótum stefnanda þrátt fyrir aðgerðina. Í janúar 1986 hafi stefnandi farið til stefnda Sigurjóns á læknastofu hans til skoðunar. Stefndi hafi ekki talið neina ástæðu til þess að gera neitt út af verk stefnanda í fætinum. Að liðnum sex vikum frá aðgerðinni hafi gifsið verið tekið af fótum stefnanda á stofu stefnda. Stefndi hafi ekkert getað stigið í hægri fótinn. Á þessum tíma hafi hann verið farinn að finna fyrir dofa í hægri fæti. Stefndi hafi talið að dofinn og verkurinn myndu hverfa með tímanum. Síðan hafi stefnandi aldrei verið verkjalaus í fætinum og dofi verið verulegur á hægri rist og fram í allar tær nema stórutá hægri fótar. Stefnandi hafi nær stöðugan seyðingsverk allt frá því rétt ofan við hægri ökkla og fram í tær. Dofi sé í allri hægri ilinni og finni hann varla fyrir henni. Hann þoli aðeins gang skamma stund vegna þreytuverkja, sem fari þá vaxandi og verði haltur á hægri fæti og þoli illa að vera í köldu umhverfi af þessum sökum. Töluverður þroti hafi verið yfir skurðöri eftir aðgerðina við framenda calcaneu bilateralt og eymsli við þreyfingu. Húðskyn hafi minnkað á rist hans og tám, nema stórutá, en einnig hafi verið hyperesthesia á hægri il hans. Um sumarið 1986 hafi stefnanda fundist fæturnir orðnir þokkalegir. Vöðvar farnir að lagast og ytra útlit verið orðið þokkalegt. Þá hafi hins vegar bjúgur verið farinn að safnast á fæturna, einkum hægri fótlegg, ökkla og hægri fót. Hafi hann þá leitað til stefnda Sigurjóns, sem hafi lagt til að henn fengi innlegg í skóna. Þau hafi stefnandi fengið sér, en ekki getað notað þau þar sem þau hafi valdið honum aukinni þreytu og kvölum í fótum. Hafi bjúgsöfnun á fæturna síðan verið stöðug og þrálát, auk dofa- og kuldakenndar í hægri fæti. Eftir aðgerðina hafi farið að bera á miklu æðasliti og æðahnútum í hægri ganglim stefnanda og eftir skoðun hjá stefnda Sigurjóni á árinu 1988 hafi hann gengist undir æðahnútaaðgerð hjá öðrum lækni. Fram komi í örorkumati Björns Önundarsonar læknis að ekki verði fullyrt að þeir miklu æðahnútar sem stefnandi fékk eftir aðgerðina 17. desember 1985 stafi af henni. Þessi æðahnútaaðgerð hafi ekki borið árangur og séu nú komnir fram nýir æðahnútar hjá stefnanda frá hnésbót og niður í kálfa hægri ganglims. Þrívegis hafi stefnandi fengið slæmar sýkingar í hægri fót og fótlegg og hafi sú síðasta verið mjög slæm. Það hafi verið árið 1992 og þá hafi hann verið lagður inn á Borgarspítalann í fimm daga, sbr. skýrsla Hugrúnar Ríkharðsdóttur læknis á dskj. nr. 10. Stefnandi hafi verið hraust og heilbrigt ungmenni fyrir aðgerðina. Hann hafi þá gengið í Grunnskóla Þorlákshafnar og gert það áfram til vors 1986. Hann hafi stundað íþróttir, einkum knattspyrnu, af kappi. Síðan hafi hann gengið í Iðnskólann í Reykjavík í einn vetur og í framhaldi af því hafi hann stundað nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla veturinn 1987-1988. Þá hafi hann þreyst mjög mikið og bólgnað á hægri fæti meðan hann sat í skólanum. Vegna þess hafi hann ekki treyst sér til að vera í skóla eftir það vegna kvala í fætinum heldur stundað vinnu þegar hann gat vegna greindra veikinda sinna eftir aðgerðina sem hafi verið langvarandi. Stefnandi sé nú löngu hættur að stunda íþróttir, enda geti hann það alls ekki. Hann geti ekki tekið að sér störf sem reyni mikið á hægri ganglim hans og verði hann því að hafna ýmsum þeim störfum , sem hann gæti ella sinnt. Hann beri mikinn kvíðboga fyrir framtíðinni þar sem hann finni og greini, að framangreind einkenni fari versnandi. Leiti hann nú að starfi sem gæti hentað honum miðað við nýtigetu hægri ganglims, en göngu- og stöðugeta hans sé verulega skert. Stefnandi hafi leitað til lögmanns á árinu 1994 er hann var orðinn úrkula vonar um að hann fengi bót meina sinna. Lögmaðurinn hafi ritað Landlæknisembættinu bréf þann 7.apríl 1994 með ósk um rannsókn og álit embættisins á málinu. Svar hafi borist frá embætinu 26.apríl 1995 og byggðist það á umsögn sérfræðings sem leitað var til sem reyndist vera Bragi Guðmundsson sérfræðingur í bæklunarlækningum. Í niðurstöðum álits hans segi: “ Það er mín skoðun, að aðgerð sú “Steindler stripping” sem gerð er 17.12. 1985 á Gísla Árna Böðvarssyni, vegna varo excavatus stöðu fóta hans hafi verið gerð of seint og árangur hennar sé eftir því. Gísla hafa e.t.v. verið gefnar of miklar vonir um góðan bata, en hann er eins og áður hefur komið fram ekki líklegur nema aðgerðin sé gerð á vaxandi einstaklingi mun yngri”. Stefnandi fékk Björn Önundarson lækni til að framkvæma örorkumat. Ekki er lengur byggt á mati hans í málinu, en rétt þykir þó að geta þess að hann mat tímabundna örorku stefnanda 100% í sex mánuði, 50% í 12 mánuði og varanlega örorku 15%. Í niðurstöðum læknisins er sjúkdómseinkennum stefnanda lýst og síðan segir m.a.: “ Það verður því vart annað séð en að rekja verði þessi einkenni beint til þeirrar aðgerðar sem að framan er frá greint og er líklegast að orðið hafi taugaskaði í nefndri aðgerð. Taka ber fram, að þessi aðgerð, samkvæmt gögnum, sem fyrir liggja, virðist hafa gengið eðlilega fyrir sig og engar postoperativar complicationir komið fram”. Síðan er lýst helstu einkennum sem stefnandi beri og tekið fram að þær endurteknu sýkingar (cellutis) sem stefnandi hafi fengið séu trúlega vegna afleiðinga nefndrar aðgerðar. Þá kemur fram að stefnandi geti nú ekki tekið að sér störf sem krefjist þess að hann gangi að marki eða standi og því sé ekki fyrir það að synja að starfsval stefnanda sé mun þrengra vegna skertrar nýtigetu hægri ganglims hans. II. Í greinargerð stefndu og skriflegri aðilaskýrslu stefnda Sigurjóns er atvikum frekar lýst. Þar kemur fram að stefnandi hafi komið á stofu stefnda Sigurjóns þann 4. júlí 1985 þá á fimmtánda ári og hafi hann kvartað um að hann væri með verki í báðum hnjám og ökklum og fótum, sérstaklega í tengslum við að spila fótbolta. Þá ætti hann það til að stirðna upp eftir áreynslu. Áleit stefndi Sigurjón þetta dæmigerð einkenni um háa rist (pes cavus). Við skoðun hafi komið í ljós að stefnandi var með Pes cavus á báðum fótum en þar sem hann var einn og ungur að árum hafi honum verið ráðlagt að ráðgast við foreldra sína og koma síðan aftur með þeim til skrafs og ráðagerða um hugsanlega aðgerð. Stefndi Sigurjón kvaðst hafa verið búinn að kynna sér niðurstöður rannsóknar Guðmundar Guðjónssoanr bæklunarlæknis sem rannsakað hafði þennan sjúkdóm hjá börnum og aðgerð talin líkleg til árangurs allt til fermingaraldurs. Stefnandi hafði nýlega fermst er hann kom til stefnda, en þar sem hann hafði mikil einkenni og var fremur smávaxinn hafi stefndi Sigurjón talið að von væri um bata. Að minnsta kosti væri engu hætt og að einungis væri að vænta bata með aðgerð. Stefnandi hafi síðan komið til skrafs og ráðagerða með foreldrum sínum þann 7. október 1985 og eftir þær umræður, þar sem þeim hafi verið bent á kosti og galla aðgerðarinnar, hafi verið ákveðið að stefnandi kæmi síðan til aðgerðar og hafi hann þá verið settur upp á listann til aðgerðar á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Hann hafi síðan verið kallaður inn til aðgerðar þann 16.12. 1985 og aðgerð framkvæmd daginn eftir þann 17. 12. 1985 og hafi verið gerð svokölluð Steindler stripping á báðum fótum. Eftir aðgerðina hafi stefnanda heilsast vel, þ.e.a.s. að aðgerðin gekk fyrir sig án vandræða. Búið hafi verið um fæturna í gifsi. Eftir legu á sjúkrahúsinu hafi stefnandi farið heim til sín til Þorlákshafnar þar sem hann hafi verið undir eftirliti heilsugæslulæknis. Komið hafi fram að þann 27.12.1985 hafi brotnað neðan af gifsinu og hafi heilsugæslulæknirinn lagfært brotið. Einnig komi fram að hann hafi lagfært göngugifs þann 8. janúar 1986. Þann 24. janúar 1986 hafi verið búið að taka stefnanda úr gifsi og hafi hann verið með sýkingu í aðgerðaröri á vinstri fæti, þ.e. þeim fæti, sem hann hefur ekki einkenni í og hafi hann þá verið settur á lyf. Í aðilaskýrslu stefnda Sigurjóns kemur fram að stefnandi hafi komið á stofu í Læknastöðinni í Glæsibæ sex vikum eftir aðgerð til að láta taka gifsin af og hafi þá allt litið vel og eðlilega út. Þá komi fram í gögnum að stefnandi hafi leitað til Heilsugæslustöðvarinnar í Þorlákshöfn þann 5. september 1986 vegna bólgu í hægri fæti og ökkla og verks upp við legg. Ekki hafi verið ákveðin einkenni um sýkingu, en vegna fyrri sögu hafi hann verið settur á sýklalyf og bólgueyðandi lyf og ráðlögð hvíld frá íþróttum. Um heilsufar stefnanda sé næst skráð vitneskja um tveimur árum síðar, þann 25. maí 1988, er hann hafi leitað til stefnda Sigurjóns á stofu vegna verkja og þreytu í fótum. Við skoðun þá hafi komið í ljós að stefnandi var með mikla æðahnúta og hafi honum þá verið ráðlagt að leita til sérfræðings í æðaskurðlækningum. Hafi hann þá verið sendur til Halldórs Jóhannssonar æðaskurðlæknis. Samkvæmt gögnum frá þessum lækni muni stefnandi hafa komið til skoðunar þan 6. júní 1988 þar sem í ljós hafi komið að hann var með verulega æðahnúta og byrjandi pigmentosuu á húð (húð byrjuð að litast af blóðlitunarefni) og hafi það bent til venu insuffiens og vegna þessa hafi verið gerð aðgerð þann 22.9 1988 þar sem vena sathena parva var fjarlægð. Eftir þetta kvað stefndi Sigurjón afskipti sín af stefnanda ekki hafa verið frekari. Í greinargerð stefndu er síðan rakið að stefnandi hafi verið lagður inn á lyflækningadeild Borgarspítalans þann 31.ágúst 1992 eftir að hafa vaknað þá um morgun með verk í hægri ganglim og hægri nára. Hann hafi þá reynst vera með ígerð í fætinum og hafi hann þá verið meðhöndlaður með sýklalyfjum. Komi fram í læknabréfi spítalans að stefnandi hafi þrisvar áður fengið svipaða ígerð í fótinn. Einnig komi þar fram að eftir ristaraðgerðina 1985 hafi hann haft dofa í hægri litlu tá, en eftir æðahnútaaðgerðina 1988 hafi hann haft af og til töluverðan bjúg á hægri fæti. Þá er getið um það að stefnandi hafi leitað til þáverandi heimilislæknis, Guðmundar Sigurðssonar, á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi í febrúar 1994. Í beiðni læknisins um sogæðanudd, dagsettri 10. febrúar 1994, komi fram að stefnandi þjáist af langvinnum æðasjúkdómi (“chr. venös insuffiens”). Í mars 1994 hafi stefnandi svo leitað til Einars Hjaltasonar yfirlæknis á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi vegna verks og bólgu í hægri fæti. Kvaðst hann þá eiga erfitt með að ganga nema styttri leiðir og vera stöðugt með óþægindi í fætinum jafnframt sem bjúgur vildi sækja á fótinn. Við skoðun hafi stefnandi gengið eðlilega og hafi hann getað gengið á hæl og tá. Dálítill þroti hafi verið í aðgerðaröri og eymsli við þreyfingu. Ekki hafi verið að sjá nein sýkingareinkenni. Húðskyn hafi virst minnkað í il. Læknirinn hafi vísað stefnanda til Magnúsar Páls Albertssonar læknis til að athuga hvort áverki gæti verið á greinum frá sköflungstaug (nervus tibialis) í því skyni að unnt væri að tengja þessar taugar saman aftur og einnig til að athuga að öðru leyti hvort unnt væri að minnka óþægindi stefnanda. Í dagnótu Magnúsar Páls Albertssonar læknis dagsettri 21.12.1994 segir m.a. að stefnandi hafi verið sendur til skoðunar af Einari Hjaltasyni yfirlækni og hafi stefnandi kvartað út af óþægindum frá hægra fæti sem hann hafi rakið til aðgerðar stefnda Sigurjóns árið 1985. Læknirinn rekur síðan frásögn stefnanda og víkur að þeim aðgerðum sem stefnandi hafði gengist undir frá árinu 1985. Síðan segir: “ Við skoðun gengur Gísli óhaltur, engar atrophiur að sjá á kálfum eða fótum. Að sjá er væg hástaða í hæ. il en alls ekki sérstaklega mikil. Eðlileg ör med. yfir frambrúnum calcaneus beggja vegna, í vi. fæti eru engin óþægindi og eðlileg tilfinning. Það eru eymsli yfir örinu á hæ. fæti og við percutio og djúpan þrýsting fær hann straumtilfinningu fram í ilina lat. þar sem er dofatilfinning og einnig viss hyperesthesia. Tilfinning med. í ilinni og fram undir tábergið med. er eðlileg. Útlimareflexar eru eðlilegir og góður kraftur í EHL. Vafalítið hefur Gílsi fengið lesio á taug, líklega n. plantaris lat. í aðgerðinni ´85. Ólíklegt er að n. plantartis med. hafi orðið fyrir áverka. Erfitt er að segja til um hvort þreytuóþægindi í fæti eru beinlínis afleiðingar þessarar aðgerðar eða ekki, frekar þykir mér þó líklegt að þreytutilfinningin svo og bjúgsöfnunin sé afleiðing æðahnúta, en Gísli er með nokkra stóra æðahnúta á kálfa hæ. megin. Líklegast er það óháð aðgerðinni. Ég tel ekki ráðlegt að reyna neina exploration á tauginni eða taugasuturu og tel að Gísli væri betur settur ef hægt væri t.d. með aðgerð vegna æðahnútanna, að þannig minnka hættu á bjúgtilhneigingu og hugsanlega þreytuverk.” III. Þann 11. júní 1996 voru þeir Stefán Carlsson, bæklunarskurðlæknir og Sigurgeir Kjartansson, æðaskurðlæknir, dómkvaddir að beiðni stefndu til að skoða og meta heilsufarslegt ástand stefnanda vegna einkenna sem stefnandi telji að rekja megi til aðgerðarinnar sem stefndi Sigurjón framkvæmdi þann 17. desember 1985 vegna of hárra rista. Var matsmönnum falið að leggja rökstutt mat á eftirfarandi: Var aðgerð sú á hægra fæti, sem framkvæmd var á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs ( nú Sjúkrahúsi Suðurnesja) þann 17. desember 1985, forsvaranleg og að henni staðið með tilhlýðilegum hætti miðað við aldur og líkamsástand matsþola, Gísla Árna Böðvarssonar. Að hve miklu leyti verða sjúkdómseinkenni Gísla Árna í hægra fæti rakin til aðgerðarinnar 17. desember 1985? Í þessu sambandi er farið fram á, að sjúkrasaga Gísla Árna verði könnuð rækilega með það í huga hvort rekja megi núverandi einkenni til annarra orsaka eða sjúkdóma en aðgerðarinnar í desember 1985. Ef svör við spurningum í töluliðum 1 og 2 gefa tilefni til, hver er tímabundin og varanleg örorka Gísla Árna, sem hlaust við það að aðgerð telst ekki hafa verið forsvaranleg eða að henni staðið á tilhlýðilegan hátt? Matsmenn skoðuðu stefnanda og um þá skoðun segir eftirfarandi í matsgerð þeirra: “Skoðun beinist fyrst og fremst að fótum. Blámi er á báðum fótum. Blámi hverfur þegar Gísli leggst út af. Útvíkkun er á saphena parva bláæðunum á báðum fótum, verra hægra megin. Auk þess er lélegt afflæði frá saphena svæðinu hægra megin. Við skoðun á hægri ganglim hefur hann dæmigert útlit fyrir uppistöðu (stasis) og eru dreyfðir æðahnútar á legg, en megin stofn saphena bláæðarinnar er ekki sjáanlegur, hefur verið fjarlægður við fyrri aðgerð, vegna æðahnúta. Það er bjúgur á kálfa, mjóalegg og rist hægra megin. Mælist hægri kálfi 1 cm gildari en vinstri og mjóaleggur 0,5 cm. gildari hægra megin en vinstra megin. Báðir hælar eru í varusstöðu meira hægra megin. Er með ör innanvert á báðum hælum eftir Steindler aðgerð. Uppgefur Gísli minnkað skyn í hægra fæti neðan hnés og meiri dofi er neðan ökla (sic.) hægra megin og fram í fótinn. Brenglað skyn (ofskyn) hyperesthesia er neðan örsins á hægra fæti. Við bank á örið á þeim fæti fær hann sársuka fram í litlutá og fram í III og IV tá.” Um afleiðingar læknisaðgerðarinnar 17. desember 1985 segir eftirfarandi í matinu: “ Við skoðun á fótum Gísla Árna er augljóst að aðgerðin hefur ekki breytt stöðu ristanna eins og ætlast var til með þessum aðgerðum (Steindler stripping). Það er bent á það í málsskjölum nr. 6 bréfi frá Landlækni og málsskjali nr. 13 sérfræðiáliti frá ónefndum sérfræðingi í slíkum aðgerðum, þar sem sérfræðingurinn segir í ályktun sinni orðrétt. “ Það er mín skoðun, að aðgerð sú “ Steindler stripping” sem gerð er 17.12.1985 á Gísla Árna Böðvarssyni, vegna varo excavatus stöðu fóta hans hafi verið gerð of seint og árangur hennar sé því eftir því. Gísla hafa e.t.v. verið gefnar of miklar vonir um góðan bata, en hann er eins og áður hefur komið fram ekki líklegur nema aðgerðin sé gerð á vaxandi einstaklingi” Því er þó við að bæta að ekkert kemur fram í gögnum og við skoðun á Gísla sem mælir beint gegn aðgerð þó benda megi á aldur hans. Hvað varðar þær sýkingar sem Gísli Árni fékk eins og áður er lýst, þá kemur fram í afriti af sjúkraskrá hans hjá Heilsugæslu Þorlákshafnar sem fylgdi málsskjölum, en eru ónúmeruð, að Gísli hefur átt við sýkingar að stríða fyrir aðgerð þá sem hér er til umfjöllunar, svo sem við komur 23.09.85, 27.11.85, 06.11.85 og síðar í nóvember 1985 á Heilsugæslustöð Þorlákshafnar. Var Gísli á sýklalyfjum meir og minna á þessum tíma. Vel kann að vera að hann hafi verið og sé viðkvæmur fyrir sýkingum. Það verður því að teljast ólíklegt að aðgerðinni sem hér er til umfjöllunar sé um að kenna. Fólki sem fer í æðahnútaaðgerðir er ekki hættara við sýkingum en öðrum. Það er ljóst að bilun í bláæðum er mjög sjaldgæf hjá fólki yngra en 20 ára. Æðahnútar hjá ungu fólki orsakast aðallega af þremur orsökum. 1. Bein sköddun á æðakerfi s.s. við slys. 2. Æðabólgu með segamyndun í djúpa bláæðakerfinu. 3. Samgangi milli slagæða-og bláæðakerfis. Ekki er hægt að benda á slys og við skoðun er ekki hægt að sýna fram á samgang milli slag- og bláæðakerfis í ganglimum Gísla. Líkur er hægt að leiða að því, að um hafi verið að ræða æðabólgu með sega myndun sem hefur getað eyðilagt lokur í djúpa bláæðakerfinu. Bláæðabólgur eru þekktur fylgikvilli bæklunaraðgerða og leiða af immobilation (gipsmeðferð á ganglimum). Gísli hafði mikla verki eftir aðgerðina, lá að mestu fyrir í hálfan mánuð. Þessir verkir voru fyrst og fremst í hægra fæti, hann kvartaði strax eftir aðgerð um verki í hægra fæti. Eftir að gipsmeðferðinni lauk gat Gísli lítið sem ekkert stigið í hægri fótinn í 4 vikur. Dofann í hægri fæti má beint rekja til sköddunar á taug sem liggur í aðgerðarsvæðinu við títtnefnda Steindlers aðgerð. Taug sú sem skaddast hefur í aðgerðinni er nervus plantaris lateralis grein úr nervus tibialis posterior.” Í niðurstöðum matsmanna segir eftirfarandi: “ 1.Við teljum að aðgerð sú er framkvæmd var á Sjúkrahúsi Keflavíkur 17.12.1985 hafi verið forsvaranleg og ekkert kemur fram um það, að að aðgerðinni hafi verið staðið á ótilhlýðilegan hátt þótt aldur Gísla hafi verið í efri mörkum miðað við slíkar aðgerðir. Dofa í hægri rist má beint rekja til aðgerðarinnar þar sem taug skaddaðist. Líkur má leiða að því að æðahnútar Gísla séu eftirstöðvar aðgerðarinnar. Verkir og bólga á hægra fæti eru því afleiðing aðgerðarinnar að hluta til. Við teljum að varanleg örorka Gísla sem afleiðing aðgerðarinnar sé á bilinu 5-10%. Tímabundna örorku teljum við vera 100% í þrjá mánuði”. Matsmennirnir staðfestu matsgerð sína fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. IV. Með úrskurði uppkveðnum 25. júní 1997 var að beiðni lögmanns stefnanda lagt fyrir Læknaráð að láta uppi rökstutt álit um eftifarandi spurningar: 1.Var læknismeðferð Sigurjóns Sigurðssonar læknis vegna framangreindrar aðgerðar að einhverju leyti áfátt, að því er varðar rannsókn og ráðgjöf fyrir aðgerðina, aðgerðina sem framkvæmd var, þ.m.t. hvort hún var forsvaranleg og tilhlýðileg miðað við aldur og líkamsástand Gísla Árna, eða rannsókn eftirlit og læknismeðferð í kjölfar hennar? 2.Hafi svo verið, óskast álit læknaráðs á því, hvað fór úrskeiðis. 3.Verði spurningu 1 játað, er spurt, hvort fullyrt verði eða verulega líklegt talið, að örkuml Gísla Árna, sem lýst er í örorkumatinu og matsgerðinni, séu að öllu leyti eða nokkru afleiðing þeirra mistaka, sem áttu sér stað. Má ætla, að Gísli Árni hafi náð þeim bata eftir aðgerðina, sem hann geti vænst og, að hann hefði náð meiri og fullum bata hefði hann notið réttrar og fullnægjandi læknismeðferðar eftir aðgerðina? Fellst Læknaráð á örorkumat Björns Önundarsonar læknis? Fellst Læknaráð á matsgerð læknanna Stefáns Carlssonar og Sigurgeirs Kjartanssonar? Ef ekki, hver telst þá rétt metin örorka Gísla Árna Böðvarssonar með hliðsjón af svari við 3. spurningu? Með bréfi dagsettu 13. janúar 1998 bárust dóminum svör Læknaráðs við framangreindum spurningum og eru þau eftirfarandi: “ 1.Læknaráð telur að rannsókn Sigurjóns Sigurðssonar, læknis, fyrir aðgerðina hafi ekki verið áfátt og ráðgjöf hans virðist hafa verið í lagi og læknirinn átti fund með sjúklingi og foreldrum hans. Við aðgerðina hefur orðið aukakvilli (complication) er taug skaddaðist (sbr.2). Læknaráð telur að aðgerðin hafi verið forsvaranleg þótt aldur Gísla Árna, þegar aðgerðin var gerð, hafi verið hár. Rannsókn, eftirlit og læknismeðferð í kjölfar aðgerðarinnar virðist ekki hafa verið ábótavant. 2.Álit Læknaráðs á því sem fór úrskeiðis: Við aðgerðina má telja fullvíst að nervus plantaris lateralis hafa farið í sundur á hægri fæti og skýrir það dofann. Læknaráð er sammála mati dómkvaddra matsmanna á því að til hafi komið að auki æðabólga með segamyndunn sem hefur eyðilagt lokur í djúpa bláæðakerfinu. Slík segamyndun er vel þekktur fylgikvilli bæklinaraðgerða. Bilun í bláæðakerfi ganglima án undangengins sjúkdóms er mjög sjaldgæf hjá fólki yngra en 20 ára og er því miklu líklegra að ástandið hafi orðið til eftir aðgerð með segamyndun svo sem að ofan er lýst. Ástand þetta er nefnt “post thrombotic syndrome” þar sem lokur í bláæðakerfi eru bilaðar sem leiðir aftur til aukins þrýstings í bláæðakerfi á viðkomandi legg með bjúgmyndun og breytingum á húð (dskj. nr. 40, bls. 5-6.) 3.Læknaráð telur því að ástand Gísla Árna í dag sé að nokkru leyti afleiðing þeirrar aðgerðar sem framkvæmd var á hægri fæti. Ekki verður ráðið hvernig ástand hans hefi (sic.)orðið án aðgerðar. (sjá 4). Ætla má að Gísli Árni hafi náð þeim bata sem hann getur vænst. Það er ólíklegt að hann hefði náð fullum bata, enda verður ekki séð að læknismeðferð eftir aðgerð hafi verið ábótavant. Læknaráð fellst ekki á örorkumat Björns Önundarsonar. Læknaráð fellst á matsgerð Stefáns Carlssonar og Sigurgeirs Kjartanssonar og telur varanlega örorku vera 10%”. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur, stefnandi, stefndi Sigurjón, foreldrar stefnanda Böðvar Gíslason og María Sigurðardóttir og matsmennirnir Stefán Carlsson og Sigurgeir Kjartansson. V. Um grundvöll og sundurliðun dómkrafna stefnanda: Af hálfu stefnanda var í kjölfar örorkumats Björns Önundarsonar læknis aflað örorkutjónsútreiknings Guðjóns Hansen tryggingafræðings og er hann dagsettur 16. október 1995. Útreikningurinn er byggður á 100% tímabundinni örorku í sex mánuði, 50% í tólf mánuði og 15% varanlegri örorku eftir það. Miðað við iðnnám og tekjur iðnaðarmanna og einfalda vexti reiknaðist örorkutjón stefnanda á aðgerðardegi þannig: Vegna tímabundins orkutaps í 18 mánuði kr. 191.408 Vegna varanlegs orkutaps eftir þann tíma kr.3.464.538 Samtals kr.3.655.946 Viðbót vegna tapaðra lífeyrissjóðsréttinda kr. 210.271. Í upphaflegri kröfugerð stefnanda var byggt á þessum útreikningi að viðbættum kr. 500.000 vegna miska en að frádregnum kr. 866.134 vegna skattfrelsis bóta og hagræðis af eingreiðslu. Samkvæmt bókun stefnanda um endanlega kröfugerð byggir stefnandi nú á framangreindum líkindareikningi hlutfallslega miðað við metna örorku í matsgerð og áliti Læknaráðss og sundurliðast kröfur stefnanda nú þannig: 1.Timabundið orkutap í þrjá mánuði (kr. 191.408x3/18) kr. 31.9011 2.Varanlegt orkutap eftir það (kr. 3.4464.538x2/3) kr.2.309.692 3.Töpuð lífeyrissjóðsréttindi (kr. 210.271x2/3) kr. 140.181 4.Miski kr. 500.000 kr. 2.981.774 5.Lækkun vegna skattfrelsis bóta og hagræðis af eingreiðslu – 25% af kr. 2.309.6922kr. 577.423 Dómkrafakr.2.404.351 Af hálfu stefnanda var aflað nýs örorkutjónsútreiknings hjá Guðjóni Hansen tryggingafræðingi þar sem miðað er við 100% tímabundna örorku í þrjá mánuði og 10% varanlega örorku eftir það. Útreikningurinn er dagsettur 5. febrúar 1998. Samkvæmt þessum útreikningi þar sem miðað er við iðnnám og tekjur iðanaðarmann reiknast verðmæti tapaðra vinnutekna á aðgerðardegi, reiknað með einföldum vöxtum til útreikningsdags sem hér segir: Vegna tímabundins orkutaps í þrjá mánuði kr. 27.555 Vegna 10% varanlegs orkutaps eftir það kr.2.787.632 Samtals kr.2.815.187 Viðbót vegna tapaðra lífeyrissjóðsréttinda kr. 164.627 Eins og áður getur, er af hálfu stefnanda lögð áhersla á að þessi nýi líkindareikningur sé einungis ætlaður til álita, ef svo færi að hafnað yrði þeirri undirstöðu dómkröfu, að bætur verði miðaðar við upphaflegan tjónsútreikning og dráttarvexti frá 21. desember 1995. VI. Málsástæður og lagarök stefnanda. Kröfur sínar í málinu byggir stefnandi á því að með framlögðu örorkumati, áliti landlæknis á dskj. nr. 6 , áliti sérfræðings á dskj. nr. 13, sem landlæknir byggir álit sitt á svo og með tilvísun í matsgerð dómkvaddra matsmanna og álit Læknaráðs, sé fullkomlega sannað eða í öllu falli verulega líklegt að örorkutjón stefnanda verði rakið beint til til greindrar aðgerðar og aðgerðarmistaka og leggja beri það til grundvallar dómi í málinu, nema þeim niðurstöðum verði hnekkt af hálfu stefndu. Á því er einnig byggt að stefnandi og foreldrar hans hafi notið rangrar og ófullnægjandi ráðgjafar stefnda Sigurjóns fyrir aðgerðina um ætlaðan ávinning af henni með hliðsjón af hættu henni samfara. Honum hafi borið að gera þeim skýra grein fyrir þeirri áhættu, sem aðgerðinni gat verið samfara, og litlum eða takmörkuðum og vafasömum árangri af henni vegna aldurs stefnanda. Þetta hafi stefndi ekki einungis vanrækt heldur þvert á móti ráðlagt aðgerðina eindregið og hvatt til að stefnandi gengist undir hana. Stefndi hafi staðhæft að engin áhætta væri samfara aðgerðinni, sem nauðsynlegt væri að framkvæma, árangur yrði góður og stefnandi fengi góðan bata vegna hárra rista, þrátt fyrir að stefndi hafi vegna menntunar sinnar, þekkingar og reynslu hlotið að vita um áhættu samfara aðgerðinni, t.d. vegna hugsanlegs taugaskaða, og óvissu um árangur af henni vegna aldurs stefnanda, enda staðfest með áliti sérfræðings á dskj. nr. 13 að góður bati “er ekki líklegur nema aðgerðin sé gerð á vaxandi einstaklingi mun yngri”. Byggir stefnandi á því að aðgerðin hafi verið óforsvaranleg eins og á stóð og við aðgerðina hafi einnig orðið mistök, sem valdið hafi taugaskaða eins og fram kemur í örorkumati. Eru kröfur stefnanda á því byggðar að stefndi Sigurjón Sigurðsson bæklunarskurðlæknir hafi með þessu móti sýnt af sér saknæma háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, og skaði stefnanda verði til hennar rakinn eða hugsanlega til hennar rakinn. Á því beri læknirinn, stefndi Sigurjón, og stefnda Sjúkrahús Suðurnesja solidariska skaðabótaábyrgð, nema þau sanni að skaðinn hefði orðið þótt fullnægjandi ráðgjafar og aðgæslu hefði verið gætt. Bótakröfunni sé beint að stefnda Sjúkrahúsi Suðurnesja, sem sömu stofnunar er áður nefndist Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Sjúkrahús Suðurnesja beri öll réttindi og allar skyldur, sem Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs bar. Stefndi Sigurjón hafi framkvæmt aðgerðina á sjúkrahúsinu sem starfsmaður stofnunarinnar, Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs, sem stefnandi var lagður inn á. Í samræmi við það er bótakrafan gegn sjúkrahúsinu reist á reglum skaðabótaréttarins um húsbóndaábyrgð. Um bótaábyrgð stefnda Sigurjóns vísar stefnandi til almennu skaðabótareglunnar og um bótaábyrgð stefnda Sjúkrahúss Suðurnesja til reglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð. Vísað er til reglna skaðabótaréttar og dómafordæma um ákvörðun fjárhæðar miska- og skaðabóta byggðra á mati læknisfræðilegrar örorku og áætluðu tekjutapi miðað við mat. Vísað er til 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til stuðnings miskabótakröfu. Til stuðnings vaxta- og dráttarvaxtakröfum vísar stefnandi til vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989 og 90/1992, 7. gr. og III.kafla laganna. Kröfur um málskostnað auk virðisaukaskatts styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr., sbr. 3. mgr. 129. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með síðari breytingum. VII. Málsástæður og lagarök stefndu. Samkvæmt greinargerð byggðu stefndu aðalkröfu sína um sýknu m.a. þeim rökum að sjúkdómseinkenni þau er stefnandi búi við í dag verði ekki rakin til aðgerðarinnar 17.12. 1985. Orsakatengsl væru algerlega ósönnuð. Þá var á því byggt að sjúkdómseinkenni stefnanda mætti alfarið rekja til æðasjúkdóms sem stefnandi hefði verið haldinn eða annarra undirliggjandi sjúkdóma óviðkomandi þeirri aðgerð sem stefndi Sigurjón framkvæmdi. Í munnlegum málflutningi var ekki vikið að þessum málsástæðum, enda lágu þá fyrir niðurstöður dómkvaddra matssmanna og álit Læknaráðs þar sem fram kom að ástand stefnanda í dag mætti að nokkru rekja til aðgerðarinnar. Var þeim niðurstöðum ekki mótmælt af hálfu stefndu og mátti skilja málflutning lögmanns stefndu svo að á þessar niðurstöður væri litið sem staðreyndir í málinu. Af hálfu stefndu er á því byggt að um það verði ekki deilt að stefnandi hefði fundið til verkja í fótum á árinu 1985 áður en hann leitaði til stefnda Sigurjóns. Að öðrum kosti hefði ekki verið ástæða fyrir hann að leita sér læknisaðstoðar. Því sé mótmælt þeim staðhæfingum að stefnandi hafi verið heilbrigður og ekki fundið til einkenna í fótum fyrir aðgerð. Samkvæmt sjúkraskrá stefnda Sigurjóns hafi ekki verið um það að villast að einkenni í fótum stefnanda mátti rekja til of hárra rista, en ekki vaxtaverkja eins og stefnandi vilji láta í veðri vaka. Frá júlí og fram í október 1985 höfðu verkirnir ekki gengið til baka og hafi stefnandi þá enn verið slæmur. Hann hafi enn verið á fermingarári og að líkindum ekki verið búinn að taka út fullan vöxt. Þekkt hafi verið að aðgerð gæti bætt líðan sjúklinga nokkuð, þótt æskilegasta aldursskeið sjúklings til að framkvæma aðgerð kynni að vera liðið. Engin áhætta hafi átt að vera samfara aðgerð að öðru leyti en því að hugsanlega gæti svo farið að hún bæri ekki tilætlaðan árangur. Undir þeim kringumstæðum hefði líðan stefnanda ekki versnað við aðgerðina heldur einungis orðið eins og hún var fyrir aðgerð. Að öllu þessu virtu hafi mat stefnda Sigurjóns að ráðleggja hina umdeildu aðgerð verið fyllilega forsvaranlegt og læknisfræðilega réttlætanlegt. Því sé mótmælt að núverandi sjúkdómseinkenni verði rakin til þess að aðgerð hafi verið framkvæmd of seint. Stefndi hafi kallað stefnanda tvívegis til sín á stofu með þriggja mánaða millibili í júlí og ágúst 1985. Í síðara skiptið hafi stefnandi komið í fylgd foreldra sinna. Af hálfu stefnanda hafi því verið lýst að stefndi Sigurjón hafi rækilega gert þeim grein fyrir aðgerðinni og í hverju hún fólst. Fráleitt sé að ætla að gert hafi verið minna úr áhættu aðgerðarinnar en búast mátti við. Ekki verði heldur séð að stefnanda hafi verið gefnar meiri vonir um árangur af aðgerðinni en gera mátti ráð fyrir. Álit sérfræðings, sem leitað hafi verið til af hálfu landlæknisembættisins, hafi enga þýðingu varðandi sönnunargildi í þessum efnum. Þá sé ósannað að læknirinn hafi eindregið hvatt stefnanda til að gangast undir aðgerðina og sömuleiðis hvatt foreldra hans til að hafa áhrif á hann. Þótt stefnanda hafi verið ráðlagt að gangast undir aðgerð felist all ekki í því hvatning eða áeggjan. Stefndi Sigurjón hafi í hvívetna farið að fyrirmælum 6. gr. læknalaga nr. 80/1969, sem í gildi voru, er hann á sínum tíma skoðaði og ræddi við stefnanda og foreldra hans. Jafnframt hafi útskýringar hans og ráðleggingar verið í fullu samræmi við þágildandi 5. tölulið II. kafla siðareglna lækna frá 1978. Stefndi Sigurjón hafi ekki farið út fyrir starfsskyldur sínar í samskiptum sínum við stefnanda og foreldra hans. Því sé harðlega mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að ákvörðun foreldra stefnanda um að hann gengist undir aðgerð hafi ráðist af áeggjan læknisins og því að læknirinn hafi lýst því yfir að aðgerðin væri algjörlega hættulaus. Jafnframt sé því mótmælt að ráðgjöf stefnda Sigurjóns við stefnanda og foreldra hans hafi að öðru leyti verið röng. Aðgerðin á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs þann 17. desember 1985 hafi gengið eðlilega fyrir sig. Um það sé ekki deilt. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að mistök eða vanræksla að einhverju tagi hafi átt sér stað við aðgerðina eða þá meðferð sem stefnandi fékk eftir aðgerð. Til stuðnings þessum sjónarmiðum var af hálfu stefndu vísað til niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna og álits Læknaráðs, sem gerð er grein fyrir fyrr í dómi þessum. Af hálfu stefndu er á því byggt varðandi taug þá sem fór í sundur í aðgerðinni, að um hafi verið að ræða áhættu sem fylgi sérhverri aðgerð og ekki sé unnt að varast í sjálfri aðgerðinni. Það verði ekki metið lækninum sjálfstætt til sakar að taug kunni að hafa skaddast við aðgerðina. Hætta á slíkum skaða sé í raun mjög lítil og afleiðingar yfirleitt óverulegar eða nokkrar. Því sé ekki unnt að virða það lækninum til sakar þótt ekki hafi verið varað sérstaklega við hættu á taugaskaða við aðgerðina. Þá megi ljóst vera að afleiðingar þessa taugaskaða séu mjög litlar og að þær verði vart metnar til örorku einar og sér. Stefnandi hafi haft til staðar verkjavandamál vegna of hárra rista áður en aðgerð var framkvæmd. Hafi árangur af aðgerðinni ekki orðið eins og vænst var þá sé augljót að ristarvandamál hans hefðu haldið áfram að vera til staðar í þeim mæli eins og engin aðgerð hefði verið framkvæmd. Af gögnum málsins sé ósannað að einkenni stefnanda séu í dag önnur og meiri en verið hefði, ef hann hefði ekki gengist undir aðgerðina. Þá var á því byggt af hálfu stefndu í málflutningi að ekkert hafi verið skráð um verki stefnanda við komur hans á Heilsugæslustöðina í Þorlákshöfn 27. desember 1985 og 8. og 24. janúar 1986 og í janúar 1986 þegar tekið var af honum gifsið. Því verði að ætla að verkir hans hafi ekki verið slíkir að læknar hafi haft ástæðu til að ætla að eitthvað alvarlegt væri að honum eða að kvartanir hans um óþægindi hafi verið slíkir að ástæða væri til að huga að gifsi. Er á því byggt að fylgikvillar vegna aðgerðar verði ekki lagðir stefndu til sakar í máli þessu. Um hafi verið að ræða óhappatilvik sem ekki baki stefndu bótaábyrgð. Örorka stefnanda stafi því af óhappatilviljun og verði hún ekki rakin til atvika er stefndu beri ábyrgð á. Varakröfu sína um lækkun á endanlegum stefnukröfum stefnanda er í fyrsta lagi á því byggð samkvæmt því sem fram kom í munnlegum málflutningi að stefnandi hafi engin gögn lagt fram um atvinnutekjutap sitt vegna 100% læknisfræðilegrar tímabundinnar örorku í þrjá mánuði. Sé þeirri kröfu því mótmælt sem ósannaðri. Þá er á því byggt að miða beri dæmdar bætur við nýjan örorkutjónsútreikning. Þá er á því byggt að frádráttur vegna eingreiðslu- og skattahagræðis eigi að vera 30% frekar en 25%. Þá eigi að miða töpuð lífeyrisrtéttindi við nýjan örorkutjónsútreikning. Þá er miskabótakröfu stefnanda mótmælt sem allt of hárri og ekki í nokkru samræmi við dómvenju.Þá er á því byggt að vextir frá aðgerðardegi 17.12.1985 til 13. desember 1991, þ.e. vextir eldri en fjögurra ára á þingfestingardegi, séu fyrndir, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Frá 13. desember 1991 og til nýs útreiknings örorkutjóns þann 5. febrúar 1998 beri að miða við einfalda vexti af sparisjóðsbókum í Landsbanka Íslands, en frá þeim degi og til dómsuppsögudags beri að dæma vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989 en frá dómsuppsögu og til greiðsludags eigi stefnandi rétt á dráttarvöxtum. Þá er málskostnaðarkröfu stefnanda mótmælt sem allt of hárri og er því sérstaklega mótmælt að málskostnaður reiknist af vöxtum, þar sem slíkt eigi sér ekki stoð í lögum eða dómaframkvæmd. Þá sé málskostnaðarkrafa stefnanda í engu samræmi við ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur. Málskostnaðarkröfu sína byggja stefndu á í öllum tilvikum á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 og kröfu um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. VIII. Niðurstaða. Í máli þessu þykir ljóst að stefnandi hafði haft óþægindi í fótum áður en honum var vísað til stefnda Sigurjóns á árinu 1985 og áður en umdeild aðgerð var framkvæmd af stefnda þann 17. desember 1985. Þá liggur fyrir að stefnandi var með háar ristar á fótum. Steindler stripping aðgerð var vel þekkt meðferð við fótameini eins og því sem stefnandi hafði, er hann leitaði til stefnda Sigurjóns á árinu 1985. Hefur aðgerðinni verið talsvert beitt hér á landi. Ekki er annað upplýst en að stefndi Sigurjón hafi verið vel kunnugur ábendingum fyrir aðgerð og framkvæmd hennar. Upplýst er að stefndi Sigurjón ráðlagði aðgerðina og þykir hann hafa gert það í góðri trú um að hún myndi gagnast stefnanda. Stefndi Sigurjón átti sérstakan fund með foreldrum stefnanda fyrir aðgerðina og kynnti þeim fyrirhugaða aðgerð og í hverju hún væri fólgin. Ekki liggur alveg ljóst fyrir í hvaða mæli stefndi Sigurjón upplýsti foreldra stefnanda um þær áhættur sem aðgerð gætu fylgt, en þó hefur ekkert komið fram sem bendi til þess að sú fræðsla hafi verið með öðrum hætti en tíðkaðist á þessum tíma fyrir aðgerðir sem þessa. Ber í því sambandi að líta til þess að mjög sjaldgæft er að við aðgerð eins og þá sem stefnandi gekkst undir, komi til sá fylgikvilli að taug skaðist. Ósannað þykir að stefndi hafi sérstaklega hvatt stefnanda eða foreldra hans til að samþykkja aðgerðina. Dómurinn telur því ekkert hafa komið fram í málinu sem bendi til þess að undirbúningur og ráðgjöf stefnda Sigurjóns fyrir aðgerð hafi verið haldin slíkum annmörkum að hann teljist hafa sýnt af sér gáleysi er baki honum og meðstefnda skaðabótaábyrgð. Í málinu er nú óumdeilt, að við aðgerðina sem stefndi Sigurjón framkvæmdi á fótum stefnanda, varð taugaáverki á hliðlægu iljartauginni (nervus plantaris lateralis) á hægri fæti. Þykir það skýra dofann í fætinum og verki stefnanda. Dómurinn er á sama máli og dómkvaddir matsmenn og Læknaráð, að aðgerðin á stefnanda hafi verið forsvaranleg og að ekkert hafi komið fram um það, að að henni hafi verið staðið á ótilhlýðilegan hátt. Verður fylgikvilli við aðgerðina sem áður er lýst því ekki rakinn til gáleysis stefnda Sigurjóns við aðgerðina. Verður bótaábyrgð því ekki felld á stefndu á þeim grundvelli að aðgerð hafi verið óforsvaranleg og að henni staðið á ótilhlýðilegan hátt.Dómurinn er sammála því áliti dómkvaddra matsmanna og Læknaráðs, að í kjölfar aðgerðarinnar hafi komið til æðabólga með segamyndun sem skemmt hafi lokur í djúpa bláæðakerfinu og að slík segamyndun sé vel þekktur fylgikvilli bæklunaraðgerða, sem leiði af hreyfingarleysi ganglimsins (immobilation) vegna gipsmeðferðarinnar. Örorku stefnanda þykir mega rekja til taugaáverkans og æðabólgunnar sem hlaust af gipsmeðferðinni eins og fram kemur í mati dómkvaddra matsmanna og áliti Læknaráðs. Einu skriflegu upplýsingarnar um kvartanir stefnanda um óþægindi fyrst eftir aðgerð eru dagnótur frá Heilsugæslustöðinni í Þorlákshöfn þann 27. desember 1985 og 8. janúar 1986, en þar kemur fram að tvívegis hafi verið gert við gipsið á fótum stefnanda en ekki á hvorum fæti það hafi verið. Dagnóturnar gefa að öðru leyti ekki upplýsingar um ástand stefnanda eða líðan hans. Kvartanir stefnanda á þessum tíma virðast ekki hafa verið metnar svo að endurskoða þyrfti gipsmeðferðina. Að svo miklu leyti sem hægt er að meta heildarmeðferðina eftir framlögðum gögnum verður ekki talið að meðferð eftir aðgerð hafi verið ábótavant. Dómurinn er sammála því áliti Læknaráðs að rannsókn, eftirlit og læknismeðferð í kjölfar aðgerðarinnar virðist ekki hafa verið ábótavant. Með hliðsjón af því sem upplýst hefur verið í málinu um afskipti stefnda Sigurjóns af stefnanda eftir aðgerðina verður ekki talið að hann hafi sýnt af sér gáleysi sem bakað geti honum og meðstefnda bótaábyrgð Samkvæmt framanrituðu er það niðurstaða dómsins, að sýkna beri stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum og með vísan til 3. mgr. 130. gr.laga nr. 91/1991 þykir rétt að ákveða að málskostnaður falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn í máli þessu og skal allur gjafsóknarkostnaður hans greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns hans, Hlöðvers Kjartanssonar, héraðsdómslögmannss, sem þykja hæfilega ákveðin 500.000 krónur, þar með talin virðisaukaskattur. Mál þetta var áður munnlega flutt og dómtekið 13. mars s.l., en vegna embættisanna dómara og dvalar meðdómenda erlendis vegna starfa sinna dróst dómsuppsaga og varð endurflutningi málsins eigi við komið fyrr en 30. þessa mánaðar. Dóm þennan kveða upp Finnbogi H. Alexandersson, héraðsdómari og meðdómsmennirnir Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir og Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur. Dómsorð: Stefndu, Sjúkrahúss Suðurnesja og Sigurjón Sigurðsson, eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Gísla Árna Böðvarssonar. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns hans, Hlöðvers Kjartanssonar, héraðsdómslögmanns, 500.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur.
Mál nr. 388/1998
Búmark Fullvirðisréttur Jafnræði Andmælaréttur Sératkvæði
E hóf búskap á leigujörðinni Þ árið 1982 og naut búmarks samkvæmt lögum nr. 95/1981 og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Hann taldi að við úthlutun fullvirðisréttar á grundvelli laga nr. 46/1985 og reglna settra samkvæmt þeim hefði framleiðsluréttur hans verið skertur með ólögmætum hætti frá verðlagsárinu 1986-87 allt til verðlagsársins 1994-95 enda væri um að ræða réttindi sem nytu verndar sem eignarréttindi. Gerði E kröfu til að fá greiddar skaðabætur úr ríkissjóði vegna þessa. Talið var að framleiðsluráð landbúnaðarins hefði farið að lögum við úthlutun fullvirðisréttar til E auk þess sem ekki var talið að E hefði átt rétt á að fá úthlutað óbreyttum framleiðslurétti til frambúðar. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu af kröfum E staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. september 1998. Hann krefst þess að stefndi greiði sér 10.709.063 krónur með dráttarvöxtum eins og í héraðsdómi greinir. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist að kröfur áfrýjanda verði stórlega lækkaðar. I. Áfrýjandi hefur höfðað mál þetta til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar og saknæmrar skerðingar á fullvirðisrétti hans á mjólk milli verðlagsáranna 1985-1986 og 1986-1987. Hann telur að skerðingin hafi haldist óbreytt til og með verðlagsársins 1994-1995. Með bréfi framleiðsluráðs landbúnaðarins 24. janúar 1986 var áfrýjanda tilkynnt að búmark hans í mjólk væri 320 ærgildisafurðir og framleiðsla hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985 hafi verið 20.907 lítrar af mjólk. Þá var honum kynnt að fullvirðisréttur hans í mjólk fyrir verðlagsárið 1985-1986 hefði verið reiknaður 120,2 ærgildisafurðir, sem jafngilti þessari framleiðslu hans. Hann sótti um aukinn fullvirðisrétt samkvæmt a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986 og fékk hann 19. mars það ár. Endanlegur fullvirðisréttur hans þetta verðlagsár nam 278,2 ærgildisafurðum eða 48.406 lítrum. Fullvirðisréttur áfrýjanda til mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1986-1987 nam samkvæmt reiknireglu 3. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986-1987 117,5 ærgildisafurðum eða 20.445 lítrum samkvæmt bréfi framleiðsluráðs 25. júlí 1986. Með bréfi ráðsins 2. desember 1986 var honum kynnt að fullvirðisréttur hans fyrir verðlagsárið yrði 215,8 ærgildisafurðir eða 37.549 lítrar af mjólk. Aukningin átti sér stoð í 4. mgr. 13. gr. og 14. gr. reglugerðar nr. 339/1986 og stafaði frá umsókn hans um aukningu framleiðsluheimildar á sama veg og árið áður. Aukningin sem hann fékk með stoð í 3. tl. 4. mgr. 13. gr. þetta verðlagsár mun hafa samsvarað því mjólkurmagni sem hann framleiddi upp í úhlutaða heimild samkvæmt a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 verðlagsárið næsta á undan. II. Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 37/1986 skyldi engum framleiðanda reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985. Ágreiningslaust er að úthlutun til áfrýjanda fór að þessu ákvæði sem og til annarra. Auk þess sótti hann um og fékk verðlagsárið 1985-1986 aukna úthlutun samkvæmt a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar. Útreikningur á grunnframleiðslurétti hans 1986-1987 fór að reiknireglu 3. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986. Samkvæmt 4. mgr. sömu greinar kom framleiðsluréttur sem úthlutað hafði verið samkvæmt a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 aftur til úthlutnar þetta verðlagsár. Samkvæmt framansögðu fékk áfrýjandi þá sem svaraði til þess er hann hafði framleitt af þannig fenginni úthlutun. Verður ekki annað séð en að það hafi verið í fullu samræmi við ákvæði 3. tl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986, sbr. og dóm Hæstaréttar 18. febrúar 1999 í málinu nr. 278/1998. Þegar þetta er athugað og annars með vísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Þegar áfrýjandi sótti um endurúthlutun á 158 ærgildisafurða fullvirðisrétti í mjólk, sem hann hafði fengið á verðlagsárinu 1985-1986 samkvæmt a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986, var honum aðeins úthlutað 76,5 ærgildum frá framleiðsluráði landbúnaðarins samkvæmt 3. tl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986, sem tók til þessarar endurúthlutunar. Til viðbótar fékk hann 21,8 ærgildi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar samkvæmt 14. gr. sömu reglugerðar, sbr. 4. tl. 4. mgr. 13. gr. hennar. Í málinu er ekki í ljós leitt, að ákvæði 13. gr. síðarnefndu reglugerðarinnar hafi miðast við, að endurúthlutun samkvæmt 3. tl. 4. mgr. hennar til bænda með bú innan 300 ærgilda yrði takmörkuð við nýttan fullvirðisrétt þeirra á fyrra ári, en hin 158 ærgildi af fullvirðisrétti áfrýjanda 1985-1986, sem málið er af risið, heyrðu öll undir þennan tölulið. Virðist ákvörðun framleiðsluráðs landbúnaðarins hafa ráðið því, að þetta var gert, og liggur ekki í augum uppi, að hún hafi verið réttmæt gagnvart áfrýjanda. Jafnframt er ekki í ljós leitt, að landbúnaðarráðuneytinu hafi verið heimilt að afmarka lögmælt verksvið yfirnefndar búmarks samkvæmt 31. gr. laga nr. 46/1985 með þeim hætti, sem gert var. Af erindi framleiðsluráðs til áfrýjanda 2. desember 1986 og úrskurði nefndarinnar 29. janúar 1987 verður ekki séð, hvort fjallað var um aðstöðu áfrýjanda með beinum hætti við afgreiðslu á úthlutun til hans, og úrskurðurinn gefur til kynna, að nefndin hafi í raun þurft að vísa málinu frá sér. Verður að fallast á það með áfrýjanda, að hann hafi ekki notið þess tjáningarréttar, sem efni stóðu til, og almenn andmælaregla þannig verið brotin. Áfrýjandi fékk hluta af umræddum 158 ærgildum á árinu 1986-1987, sem fyrr segir, og á næstu árum jókst fullvirðisréttur hans nokkuð frá því marki, sem þá var ákveðið. Hins vegar gat hann aldrei treyst á að fá þennan rétt aftur að fullu, og hlýtur það að hafa munað nokkru í búskap hans. Honum tókst og ekki nema einu sinni að ná þeirri 48.406 lítra ársframleiðslu mjólkur, sem upphaflegur fullvirðisréttur svaraði til. Af því verður að álykta, að hann hafi orðið fyrir tjóni í atvinnu sinni, og að hann eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda vegna þess, eins og atvikum er hér háttað. Bótakrafa hans er hins vegar ekki í takt við þetta tjón, og verður að ákveða bætur eftir öðrum forsendum en þar er beitt. Þar sem niðurstaða málsins er á þann veg, að sýkna beri stefnda af kröfunni, eru ekki efni til að gera þeirri ákvörðun nánari skil. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 1998. Mál þetta sem dómtekið var þann 5. maí sl. er höfðað með stefnu birtri 8. október 1997. Stefnandi er Egill Þórólfsson, kt. 180548-3789, Fjólugötu 10, Akureyri. Stefndu eru landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs Íslands, Arnarhváli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða honum 10.709.063 krónur auk dráttarvaxta samkv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 699.025 krónum frá 1. september 1987 til 31. ágúst 1988, af 1.593.777 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1989, af 2.656.295 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1990, af 3.998.423 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1991, af 5.340.551 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1992, af 6.682.679 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1993, af 8.024.807 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1994, af 9.366.935 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 1995, af 10.709.063 krónum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Af hálfu stefndu er þess aðallega krafist að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að stefnukröfurnar verði stórkostlega lækkaðar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. Málsatvik. Á árunum 1977-1982 bjó stefnandi á Gnýsstöðum Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Með lögum nr. 15/1979 og 45/1981 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. er endurútgefin voru sem lög nr. 95/1981, voru lögfestar ýmsar heimildir til framleiðslustjórnunar búvara til að taka á þeim vanda að búvöruframleiðsla var orðin miklu meiri en þörf var á fyrir innlendan markað. Á grundvelli þeirra og reglna sem settar voru með stoð í þeim var m. a. tekið upp svokallað búmarkskerfi. Í búmarki jarða fólst ákvörðun um tölu ærgildisafurða er höfð skyldi til viðmiðunar þegar ákveða þurfti mismunandi verð til framleiðenda við uppgjör afurðastöðva til þeirra vegna afsetningar framleiðslu á sviði mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu á innlendum og erlendum markaði vegna framleiðslustjórnunar. Hinn 1. júlí 1985 tóku lög nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum gildi. Þau fólu í sér verulegar breytingar frá fyrri reglum um stjórn búvöruframleiðslunnar. Samkvæmt 30. gr. þeirra laga var landbúnaðarráðherra heimilað að leita eftir samningum við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur og sauðfjárafurða sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Samkvæmt 35. gr. 46/1985 skyldu ákvarðanir um beitingu heimilda, sem felast í ákvæðum VII. kafla teknar með reglugerð og skyldi réttur framleiðenda ákveðinn þar með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Á grundvelli þessara heimilda voru þrívegis gerðir samningar við Stéttasamband bænda sem giltu verðlagsárin 1. september 1985 - 31. ágúst 1987, 1. september 1987 - 31. ágúst 1988 og loks frá 1. september 1988 - 31. ágúst 1992. Magni fullvirðisréttar í mjólk, samkvæmt fyrsta samningi milli Stéttarsambands bænda og ríkisins vegna verðlagsársins 1985-86, var skipt milli framleiðenda á lögbýlum með reglugerð nr. 37/1986 sbr. reglugerð 178/1986. Fyrst var skipt milli einstakra búmarkssvæða sbr. 5. gr. Síðan var skipt á milli framleiðenda innan hvers svæðis sbr. 6. og 7. gr. og byggt var á búmarki og raunverulegri dreifingu á framleiðslunni á landsvísu á tilteknu tímabili. Samkvæmt 6. gr. skyldi engum framleiðenda reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-85. Búmark stefnanda var 300 - 400 ærgildisafurðir á Gnýsstöðum samkvæmt yfirliti Framleiðsluráðs landbúnaðarins dags. 22. apríl 1982. Vorið 1982 flutti stefnandi að Þormóðsstöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsveit og gerðist þar leiguliði til 10 ára. Með bréfi Framleiðsluráðs dags. 22. mars 1983 var stefnanda tilkynnt að búmark hans væri 440 ærgildisafurðir en því var skipt þannig að 320 ærgildi voru í mjólk, 50 í sauðfé og 70 í nautakjöti. Var það staðfest með bréfi búmarksnefndar dags. 14. september 1984. Stefnandi hóf að ala upp mjólkurkýr en hann átti 3 kýr árið 1982 og árið 1986 náði kúafjöldinn hámarki eða 18 kýr. Með bréfi Framleiðsluráðs dags. 24. janúar 1986 var stefnanda tilkynnt að búmark hans í mjólk væri 320 ærgildisafurðir og framleiðsla hans innan búmarks verðlagsárið 1984-85 hefði verið 20.907 lítrar af mjólk. Einnig var stefnanda tilkynnt að fullvirðisréttur hans í mjólk fyrir verðlagsárið 1985-86 hefði verið reiknaður 120,2 ærgildisafurðir, sem jafngilti 20.907 lítrum innveginnar mjólkur. Stefnandi sótti um aukinn fullvirðisrétt samkvæmt 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986. Samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs þann 19. mars 1986 fékk stefnandi aukinn fullvirðisrétt og var endanlegur fullvirðisréttur hans í mjólk það verðlagsár 278,2 ærgildisafurðir eða 48.406 lítrar. Með bréfi Framleiðsluráðs þann 18. apríl 1986 var stefnanda tilkynnt að fullvirðisréttur hans væri 75.898 lítrar en þá virðist viðbótin frá 19. mars 1986, sem grundvallaðist á 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986, tvíreiknuð í ógáti. Fullvirðisréttur stefnanda til mjólkurframleiðslu fyrir verðlagsárið 1986-87 var 117,5 ærgildisafurðir eða 20.445 lítrar samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs 25. júlí 1986. Með bréfi Framleiðsluráðs dags. 2. desember 1986 var stefnanda tilkynnt að fullvirðisréttur hans fyrir verðlagsárið 1986-87 væri nú 215.8 ærgildisafurðir eða 37.549 lítrar af mjólk. Aukning fullvirðisréttarins átti sér stoð í 13. og 14. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1986-87. Stefnandi hefur höfðað málið til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar og saknæmrar skerðingar á fullvirðisrétti hans á mjólk milli verðlagsáranna 1985-86 og 1986-87 og hann telur að skerðingin haldist til og með verðlagsárinu 1994-95. Af hálfu stefndu er kröfum, málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt en stefndu telja enga bótaskyldu vera fyrir hendi. Málsástæður og lagarök . Af hálfu stefnanda hefur komið fram að ekkert var framleitt á Þormóðsstöðum þegar hann flutti þangað vorið 1982. Stefnandi kveðst hafa talið að um "flutning" framleiðsluheimilda hafi verið að ræða þegar hann flutti bú sitt frá Gnýsstöðum til Þormóðsstaða. Hann hafi haft 300 - 400 ærgildisafurða búmark á Gnýsstöðum og með bréfum Framleiðsluráðs dags. 22. mars 1983 og 14. september 1984 verið tilkynnt um 440 ærgildisafurða búmark. Í skjóli þessara framleiðsluheimilda hafi stefnandi hafið að auka framleiðsluna með því að ala upp mjólkurkýr. Síðar hafi stefnanda verið úthlutað fullvirðisrétti í mjólk á grundvelli búvörulaga nr. 46/1985. Með bréfi Framleiðsluráðs landbúnaðarins, dags. 24. janúar 1986, hafi stefnanda verið tilkynnt að fullvirðisréttur hans í mjólk verðlagsárið 1985-86 hefði verið reiknaður 120,2 ærgildisafurðir eða 20.907 lítrar. Stefnandi hafi sótt um leiðréttingu mála samkvæmt 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 og hafi fengið tilkynningu þann 19. mars 1986 frá Framleiðsluráði um úthlutun á auknum fullvirðisrétti og væri heildarfullvirðisrétturinn í mjólk nú 278,2 ærgildisafurðir. Með bréfi dags. 25. júlí 1986 hafi Framleiðsluráð tilkynnt stefnanda að fullvirðisréttur hans í mjólk verðlagsárið 1986-86 hefði verið reiknaður 117,5 ærgildisafurðir. Stefnanda hafi svo verið tilkynnt með bréfi Framleiðsluráðs dags. 2. desember 1986 að fullvirðisrétturinn hafi verið hækkaður á grundvelli 13. og 14. gr. rgl. nr. 339/1986 og sé nú reiknaður 215,8 ærgildisafurðir. Stefnandi heldur fram að um ólögmæta og saknæma skerðingu sé að ræða á 160,7 ærgildisafurðum en hver ærgildisafurð jafngildi 174 lítrum í mjólk og nemi skerðingin því 27.961 lítrum á ári. Þá tölu margfaldar stefnandi fyrir hvert verðlagsár með þágildandi verði á mjólkurlítra þ.e. kr. 25 fyrir verðlagsárið 1986-87, kr. 32 fyrir verðlagsárið 1987-88, kr. 38 fyrir verðlagsárið 1988-89, kr. 48 fyrir verðlagsárið 1989-90 til og með verðlagsárinu 1994-95. Bótakröfuna kveðst stefnandi byggja á því að brotin hafi verið hin ólögfesta almenna skaðabótaregla þar sem Framleiðsluráð hafi af ásetningi eða gáleysi valdið stefnanda tjóni með ákvörðunum sínum. Stefnandi telur að um hreint fjártjón sé að ræða því ef hann hefði fengið fullt verð fyrir framleiðslu sína hefði hann fengið auknar tekjur án þess að kostnaður hefði aukist. Stefnandi telur ekki ljóst á hvaða heimildum skerðingin byggir og sé hún því ólögmæt Í öðru lagi telur stefnandi að brotin hafi verið andmælaregla sem lögfest er í 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem hann hafi ekki fengið að tjá sig um efni máls áður en ákvörðun var tekin af Framleiðsluráði. Þá heldur stefnandi fram að hann sé eigandi þessara verðmæta þar sem þau hafi orðið til vegna mjólkurframleiðslu hans og þau hafi ekki verið til staðar í upphafi ábúðar stefnanda. Stefnandi telur að um sé að ræða stjórnarskrárvarin réttindi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Að lokum telur stefnandi að ólögmætt sé að skerða atvinnufrelsi hans með þessum hætti og vísar þar í 75. gr. stjórnarskrárinnar. Í málatilbúnaði stefndu kemur fram að með samningi við Stéttasamband bænda árið 1991 hafi verið gerð veruleg breyting á fyrri stefnumörkun í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt og framleiðslustjórnun á því sviði. Í kjölfarið hafi verið gerðar breytingar á lögum nr. 46/1985 sbr. lög nr. 5/1992 og 112/1992 og hafi lögin verið endurútgefin sem lög nr. 99/1993. Breytingarnar hafi falið í sér nýtt kerfi um svokallað greiðslumark. Búmark, fullvirðisréttur og síðar greiðslumark hafi verið reiknað út fyrir lögbýli og ætluð til nota á einstökum verðlagsárum á framleiðslu viðkomandi framleiðanda á býlinu. Til ráðstöfunar á búmarki, fullvirðisrétti og greiðslumarki hafi verið áskilið samþykki jarðareiganda væri hann ekki jafnframt ábúandi sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 59/1988, 4. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 262/1992 og 2. mgr. 46. gr. laga nr. 99/1993. Staðhæfingar stefnanda um "eignarhald" á réttindum sem hafi verið tengd búmarki, fullvirðisrétti og greiðslumarki fái því ekki staðist. Stefndu vísa öllum kröfum stefnanda á bug enda sé ljóst að stefnandi er ekki eigandi jarðarinnar og eigi því enga aðild að kröfum á því byggðum að skert hafi verið réttindi er kunna að hafa tilheyrt jörð í eigu annars aðila. Stefndu halda fram að hvergi í lögum nr. 101/1966 sbr. lög nr. 15/1979 sem hafi verið endurútgefin sem lög nr. 95/1981 né í lögum nr. 46/1985 sé að finna ákvæði sem skilja megi þannig að útreiknað búmark jarða eða fullvirðisréttur hafi notið viðurkenningar sem sjálfstætt andlag greiðsluréttar af neinu tagi á hendur ríkissjóði eða afurðastöðvum. Grundvöll réttar, sem stefnandi hafi virst byggja á og varin kynnu að vera af reglum skaðabótaréttarins, hafi skort algjörlega að lögum. Stefndu telja ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni er kynni að varða bótaskyldu að lögum. Stefndu mótmæla að orsakasamband sé til staðar við meint tjón og þeir mótmæla fjárkröfum sem vanreifuðum, ósönnuðum, órökstuddum og telja þær vera án lagastoðar. Þá er af hálfu stefndu á því byggt að hafi einhverjum bótarétti verið fyrir að fara sé hann nú löngu fallinn niður fyrir tómlæti eða fyrningu, sbr. 31. gr. laga nr. 46/1985. Stjórnun búvöruframleiðslunnar hafi verið fyllilega samrýmanleg ákvæðum 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrárinnar laga nr. 33/1944 sbr. lög nr. 97/1995. Löggjafinn hafi tekið þá ákvörðun með setningu laga nr. 46/1985 að lagaheimildir til framleiðslustjórnunar væri heimilt að framkvæma með samningum við Stéttarsamband bænda og að settar yrðu reglur um nánari framkvæmd í reglugerð þ. á. m. rétt einstakra framleiðenda samkvæmt þeim ramma og sjónarmiðum er komi fram í 30. og 35. gr. laganna. Sá háttur brjóti ekki í bága við stjórnarskrá og stefnandi hafi ekki sýnt fram á með rökum eða gögnum að brotið hafi verið gegn lögum á honum við framkvæmd á þeim. Stefndu benda á að ákvörðun fullvirðisréttar stefnanda verðlagsárið 1985-86 hafi miðast við raunverulega framleiðslu hans sjálfs á jörðinni árið á undan eða 120,2 ærgildisafurðir sem jafngildi 20.907 lítrum. Auk þess hafi stefnandi sótt um og fengið úthlutað auknum fullvirðisrétti sem svaraði 158 ærgildisafurðum til viðbótar á grundvelli 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 sem hafi kveðið á um sérstaka ráðstöfun hluta heildarfullvirðisréttarins eingöngu á því verðlagsári, m. a. til framleiðenda sem höfðu framleitt undir 300 ærgildisafurðum í mjólk og sauðfé verðlagsárið 1984-85. Ekki hafi stefnda tekist að nýta alla viðbótina með framleiðslu sem hafi reynst vera 33.762 lítrar. Um vannýttan fullvirðisrétt á því ári hafi borið að fara eftir uppgjörsleiðum 9. gr. reglugerðarinnar eins og við gæti átt. Verðlagsárið 1986-87 hafi stefnanda verið reiknaður fullvirðisréttur samkvæmt reglugerð nr. 339/1986 117,5 ærgildisafurðir eða 20.445 lítrar af mjólk. Hafi Framleiðsluráð svo úthlutað stefnanda viðbót um 76,5 ærgildisafurðir á grundvelli 3. tl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar. Þá hafi stefnandi sótt um aukinn fullvirðisrétt hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar og fengið úthlutað aukalega 21,8 ærgildisafurðum og hafi fullvirðisréttur stefnanda því samtals numið það verðlagsár 37.549 lítrum. Heildarfullvirðisréttur stefnanda hafi verið sá sami verðlagsárið 1987-88 eða 37.549 lítrar. Fullvirðisréttur stefnanda í sauðfé hafi verið 38,5 ærgildisafurðir verðlagsárin 1987-88 og 1988-89 en árið þar á eftir hafi stefnandi skipt honum út fyrir mjólk. Stefnandi hafi fengið heildarfullvirðisrétt verðlagsárið 1988-89 sem nam 39.026 lítrum en framleiddi þó ekki nema 37.151 lítra. Verðlagsárið 1989-90 hafi gilt reglugerð nr. 233/1989 um skiptingu fullvirðisréttar í mjólk. Hafi heildarfullvirðisréttur stefnanda numið 46.747 lítrum sem hafi haldist óbreytt næstu verðlagsárin. Reiknað greiðslumark stefnanda í mjólk verðlagsárið 1992-93, þegar greiðslumarkskerfi tók við, hafi verið 44.707 lítrar eftir almenna 4.4% niðurfærslu sem stefnandi hafi fengið bætta. Útreikningur á fullvirðisrétti stefnanda í mjólk einstök verðlagsár hafi þannig verið í einu og öllu samkvæmt gildandi reglum. Auk þess hafi stefnandi notið sérstakra ívilnana í formi viðbótarúthlutana eins og stefndu hafi sýnt fram á. Viðbótarúthlutunin 158 ærgildisafurðir, sem stefnandi hafi fengið verðlagsárið 1985-86, samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986, en hafi ekki nýtt að fullu, gilti eingöngu á því verðlagsári. Stefndu halda því fram að staðhæfingar stefnanda um hann hafi verið sviptur á ólögmætan hátt 160,7 ærgildisafurða fullvirðisrétti af Framleiðsluráði eða brotið hafi verið gegn málsmeðferðarreglum og kröfur sem á þessu séu byggðar eigi því enga stoð. Verði þau sjónarmið sem að framan hafa verið rakin ekki talin leiða til sýknu af öllum kröfum stefnanda er varakrafa stefndu sú að stefnukröfurnar verði stórlega lækkaðar. Stefndu halda fram að fullvirðisréttur stefnanda hafi ekki minnkað um 27.961 lítra milli verðlagsáranna 1985-86 og 1986-87 eins og stefnandi vill meina. Fullvirðisrétturinn hafi þvert á móti farið hækkandi frá og með verðlagsárinu 1988-89 en fram hjá þessu sé algjörlega litið í kröfugerð stefnanda þegar hann krefur um árlegar bætur miðað við 27.961 lítra. Þá telja stefndu að staðhæfingar um meint tjón án þess að tillit hafi verið tekið til raunverulegrar framleiðslu á býlinu eða framleiðslukostnaðar séu fjarstæðukenndar. Fullvirðisréttur hafi fyrst verið ákveðin vegna verðlagsársins 1985-86 og síðast vegna verðlagsársins 1991-92 en stefnandi hefur reiknað áætlað tjón á grundvelli fullvirðisréttar eftir þann tíma þ. á. m. eftir að ábúð hans hafi lokið á jörðinni sem var á fardögum 1992. Öllum kröfum stefnanda um dráttarvexti og upphafstíma þeirra er mótmælt. Ekki fáist annað séð en stefna sé reist í verulegum atriðum á röngum og haldlausum staðhæfingum og kröfum. Er þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði til þess litið, sbr. 130. og 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Niðurstaða. Ekki verður talið að kröfur stefnanda hafi fallið niður vegna tómlætis eða fyrningar. Stefnandi þingfesti mál þann 23. nóvember 1995 vegna sama sakarefnis og slítur sú málshöfðun fyrningarfrest þó málið hafi verið fellt niður þann 21. júní 1996. Fyrningarfrestur skaðabótakröfu er 10 ár samkvæmt 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Telja verður að 31. gr. laga nr. 46/1985 komi ekki í veg fyrir að höfðað verði dómsmál um sakarefnið. Tilgangur laga nr. 15/1979, um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl., var að draga úr framleiðslu búvöru svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Með lögunum var Framleiðsluráði heimilt að beita tímabundnum ráðstöfunum til að ná þessum tilgangi, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra. Hinn 1. júlí 1985 voru lög þessi felld úr gildi með lögum nr. 46/1985 en tilgangur hinna síðarnefndu var efnislega hinn sami og að ofan er greint. Tilgangur laganna var m. a. sá að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, sbr. a lið 1. gr. laganna og samkvæmt b lið að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar yrði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggði ávallt nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Samkvæmt a lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1985 var landbúnaðarráðherra heimilt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Skyldi ríkissjóður leggja fram fjármagn til að greiða framleiðendum mismun á fullu verði samkvæmt þeim samningum og verðsins sem fengist fyrir búvörurnar við sölu á innlendum og erlendum mörkuðum. Samkvæmt 35. gr. skyldu ákvarðanir um beitingu þessara og annarra heimilda í VII. kafla laganna teknar með reglugerð þar sem réttur framleiðenda skyldi ákveðinn með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Engar vísbendingar eru að finna í gögnum málsins þess efnis að aðstæður sem máli skiptu varðandi stjórnun búvöruframleiðslunnar yrðu óbreyttar til frambúðar. Verður fremur að ætla að gera hafi mátt ráð fyrir því að þessar aðstæður breyttust. Ekki verður heldur litið svo á að stjórnvöld hafi gefið fyrirheit um hvaða ákvarðanir yrðu teknar í framtíðinni varðandi stjórnun á framleiðslu búvara eða að stefnandi hafi mátt treysta því að þessum aðgerðum yrði beitt áfram án viðeigandi breytinga í samræmi við þann tilgang, sem lögunum var ætlað að þjóna. Fullvirðisréttur var í 1. gr. reglugerðar nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-86, sem sett var með heimild í ofangreindum lögum, skilgreindur sem það framleiðslumagn sem framleiðandi afhenti til sölu í afurðastöð og honum væri ábyrgst fullt verð fyrir samkvæmt reglugerðinni. Samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar skyldi fullvirðisréttur mjólkurframleiðanda það verðlagsár vera margfeldi búmarks hans og fullvirðismarks viðkomandi svæðis en engum framleiðanda skyldi þó reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-85, sbr. a lið 1. gr. Heimilt var samkvæmt 2. tl. 5. gr. reglugerðarinnar að veita mjólkurframleiðendum, sem uppfylltu tiltekin skilyrði sem þar eru tilgreind, aukinn fullvirðisrétt ef um hann væri sótt. Ekki hefur annað komið fram í málinu en fullvirðisréttur stefnanda verðlagsárið 1985-86 hafi verið reiknaður út samkvæmt þeim reglum sem hér hafa verið raktar og þá giltu. Með vísan til þess sem að framan er rakið og þeirra röksemda sem fram koma í framangreindum dómum Hæstaréttar frá 9. október 1997 verður hvorki á það fallist að með ákvörðun fullvirðisréttar stefnanda samkvæmt þessum reglum hafi verið brotin hin almenna skaðabótaregla né gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem stefnandi vísar til. Um er að ræða reiknireglur sem giltu jafnt fyrir alla sem heyrðu undir lög nr. 46/1985. Ákvörðun Framleiðsluráðs um lækkun fullvirðisréttar stefnanda var ekki stjórnvaldsákvörðun sem á undir stjórnsýslulög nr. 37/1993 sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna þar sem fram kemur að lögin gildi ekki um samningu reglugerða né annarra almennra stjórnvaldsfyrirmæla. Bar Framleiðsluráði því ekki að gefa stefnanda kost á að tjá sig samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga. Ljóst er að reglugerðir 37/1986 og 339/1986 voru settar með stoð í lögum nr. 46/1985 og lækkun á fullvirðisréttinum því lögmæt svo lengi sem farið er eftir settum reglum. Að Framleiðsluráð hafi með ásetningi eða gáleysi bakað stefnanda tjón er staðhæfing sem er með öllu ósönnuð og á engum rökum reist þar sem ekki verður annað séð en að stefnanda hafi verið reiknaður fullvirðisréttur samkvæmt þeim reiknireglum sem fyrir lágu. Við úthlutunina skipti máli hver framleiðsla stefnanda var árið áður. Þá var úthlutun til einstakra framleiðenda samkvæmt þessum reglum háð því magni sem til úthlutunar var í heild og innan hvers búmarkssvæðis. Samkvæmt því var ekki tryggt að fullvirðisréttur stefnanda yrði óbreyttur frá fyrra ári. Samkvæmt 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 og 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986 gátu þeir framleiðendur fengið aukinn fullvirðisrétt sem um það sóttu til Framleiðsluráðs landbúnaðarins og uppfylltu þau skilyrði að hafa samanlagt framleitt innan við 300 ærgildisafurðir í mjólk og sauðfjárafurðum verðlagsárið 1984-85 og höfðu meirihluta tekna sinna af mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á þeim árum. Einnig var Búnaðarsambandi heimilt samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar að veita þeim mjólkurframleiðendum aukinn fullvirðisrétt sem uppfylltu einhver þeirra skilyrða sem þar eru talin. Bótakrafa stefnanda er þó ekki byggð á því að brotið hafi verið gegn þessum reglum við ákvörðun fullvirðisréttar stefnanda umrætt verðlagsár. Þegar framangreind atriði eru virt verður ekki á þau rök stefnanda fallist að hann hafi öðlast bótarétt á hendur stefndu af þeim ástæðum sem hann tilgreinir í málatilbúnaði sínum. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndu, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Egils Þórólfssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 482/1998
Umferðarlög Bifreið Öndunarsýni
B var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þegar B var stöðvaður af lögreglu lét hann í té öndunarsýni í þar til gert tæki sem sýndi að B hefði ekið undir áhrifum áfengis. B kvaðst hafa svarað játandi spurningu um hvort hann hefði unnið með leysiefni skömmu fyrir handtöku en lögreglumaður sem yfirheyrði B vegna málsins kvað hann hafa svarað neitandi og hafði hann merkt neitun inn á þar til gert eyðublað. B hélt því fram að leysiefni sem hann hefði unnið með skömmu fyrir aksturinn hefðu haft áhrif á niðurstöðu tækisins auk þess sem hann dró áreiðanleika þess í efa. Talið var að leggja yrði til grundvallar þá frásögn B að hann hefði svarað spurningu lögreglumannsins neitandi. Þá var talið að sönnunarfærsla ákæruvaldsins í héraði um þau atriði sem B bar fyrir sig hefði verið svo ófullnægjandi að B hefði verið réttilega sýknaður. Enda þótt bætt hefði verið úr þessu að nokkru leyti fyrir Hæstarétti var niðurstaða héraðsdóms staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Björnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 3. desember 1998 og krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og honum ákvörðuð refsing og svipting ökuréttar. Ákærði krefst staðfestingar héraðsdóms. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ný gögn, sem nánar verður vikið að síðar. I. Atvikum málsins er lýst í héraðsdómi. Er þar meðal annars getið staðlaðs eyðublaðs, sem notað var við töku öndunarsýnis af ákærða, en það var undirritað af aðstoðarvarðstjóra í lögreglunni í Reykjavík, sem annaðist töku sýnisins. Samkvæmt útfyllingu eyðublaðsins svaraði ákærði neitandi spurningu um það, hvort hann hefði verið með leysiefni skömmu fyrir handtöku. Við síðari yfirheyrslu hjá lögreglu og aðalmeðferð málsins í héraði kvaðst ákærði hafa svarað spurningu þessari játandi. Fyrir dóminum kvaðst hann jafnframt hafa sagt að þetta skipti eflaust engu máli. Er nánar greint frá framburði ákærða um þetta í héraðsdómi. Þegar ákærði var spurður þeirra spurninga, sem fram koma á áðurgreindu eyðublaði, var enginn vottur viðstaddur og er eyðublaðið einungis undirritað af sýnatökumanni. Eru ekki efni til að hnekkja sönnunarmati héraðsdómara um þetta. Verður að leggja til grundvallar að ákærði hafi verið að vinna með umrædd leysiefni, svo sem hann hefur lýst. Til úrlausnar er þá, hvort slíkur vafi leiki á um niðurstöðu mælingar á magni vínanda í lofti er ákærði andaði frá sér, að ekki verði talið sannað að það hafi verið yfir því lágmarki, sem greint er í 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 48/1997. Eins og fram kemur í héraðsdómi mældist vínandamagn í öndunarsýni ákærða 0,536 milligrömm í lítra lofts, að teknu tilliti til skekkjumarka, 0,057. Af hálfu ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra hefur eftir uppsögu héraðsdóms verið aflað álitsgerða frá Noregi og Svíþjóð varðandi áhrif þeirra efna, sem ákærði sagðist hafa verið að vinna með fyrir aksturinn. Kemur þar fram að áhrif þessara efna á mælingu hafi verið mjög lítil. Þótt eitthvert tillit yrði tekið til þeirra yrði niðurstaðan engu að síður sú að vínandamagn hafi verið langt fyrir ofan lágmark það, sem um getur í 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Í héraðsdómi er greint frá framburði Terje Kjeldsen, starfsmanns öryggiseftirlitsdeildar við rannsóknarlögreglumiðstöðina í Osló, en af framburði hans þykir mega ráða að hann telji áhrif umræddra efna á mælinguna óveruleg eða engin. II. Með breytingu á umferðarlögum nr. 50/1987, sem varð með lögum nr. 48/1997, voru lögfest ákvæði um töku öndunarsýna og mælt fyrir um mörk vínandamagns í öndunarsýni ökumanna. Eftir breytinguna var svo kveðið á í 2. mgr. 45. gr. laganna að nemi vínandamagn í lofti, sem ökumaður andar frá sér, 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en sé minna en 0,60 milligrömm, teljist hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega. Í ákvæðinu eru sömu mörk og fyrr varðandi magn vínanda í blóði. Samkvæmt 47. gr. laganna er lögreglumönnum heimilt að færa ökumenn til rannsóknar á öndunarsýni á sama hátt og til blóð- og þvagrannsóknar. Skal lögregla annast töku öndunarsýna. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 48/1997 sagði, að um langt skeið hefði sönnun um ölvunarástand ökumanns ráðist af rannsókn á vínandamagni í blóði og hafi niðurstaða blóðrannsóknar verið lögfull sönnun um það hvort ökumaður teldist geta stjórnað ökutæki örugglega. Á síðari árum hefðu komið fram nýjar aðferðir til að mæla ölvunarástand með ekki minni nákvæmni en við blóðrannsókn. Felist þær í því að mælt sé vínandamagn í lofti, sem ökumaður andi frá sér. Séu aðferðir þessar einfaldar í framkvæmd og búnaður þannig að lögreglumaður geti framkvæmt þær í stað þess að fara með ökumann til læknis. Hafi lagareglur um sönnunargildi þessara mælinga verið lögfestar í ýmsum löndum, þar á meðal í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Sé góð reynsla af þessari mæliaðferð og fyrirhugað að slíkur búnaður verði tekinn í notkun hér á landi. Því sé lagt til að niðurstaða mælingar á vínandamagni í lofti sem ökumaður andar frá sér verði að lögum metin sem fullnægjandi sönnun um ölvunarástand á sama hátt og þegar vínandamagn í blóði er mælt. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins, sem fjallaði um breytingu á 2. og 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga, sagði að lagt væri til að þessum ákvæðum yrði breytt þannig að heimilt yrði að ákvarða ölvunarástand ökumanns á grundvelli vínandamagns í lofti sem hann andar frá sér til jafns við vínandamagn í blóði. Sýni rannsóknir að fullt samræmi sé milli vínandamagns í blóði manns og vínandamagns í því lofti sem hann andi frá sér við mismunandi ölvunarástand. III. Þegar rannsókn var gerð á vínanda í öndunarsýni ákærða var til þess notaður öndunarsýnamælir, sem ber heitið Intoxilyzer 5000N. Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir Hæstarétt fjölda skjala um tæki þetta, þróun þess og notkun, sem flest koma frá lögregluyfirvöldum í Noregi. Fram hefur komið að eftir gildistöku laga nr. 48/1997 fól dómsmálaráðuneytið ríkislögreglustjóra að setja fyrirmæli um öndunarsýni og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að unnt yrði að hefja notkun viðeigandi tækja til mælingar á vínanda í útöndunarlofti manna, sem grunaðir væru um ölvun við akstur. Hafði ráðuneytið þá ákveðið að gerðar skyldu sömu kröfur hér á landi til tækjabúnaðar og töku öndunarsýna og gerðar væru í Noregi. Með bréfi 8. maí 1998 staðfesti ríkissaksóknari heimild lögreglunnar til að beita þessari nýju aðferð við öflun sönnunargagna í ölvunarakstursmálum. Um framangreint tæki hefur það meðal annars komið fram að það sé bandarískt að uppruna, en umfangsmikið mat og fjöldi prófana í Noregi hafi leitt til þess að það var valið til notkunar þar. Frá því að það var fyrst prófað í Noregi 1989 hafi því verið breytt á ýmsa vegu til þess að rannsóknaraðferðin standist kröfur dómstóla um trausta öflun lögmæltra sönnunargagna. Skýrsla um prófun tækisins þar á árunum 1993 til 1994 er meðal gagna málsins. Fyrir flutning málsins hér fyrir dómi var mælitækið sýnt dómendum og grein gerð fyrir starfsreglum við sýnatöku og þjálfun manna til hennar, svo og eftirliti með sýnatökunni og tækinu sjálfu. IV. Af hálfu ákærða hefur sönnunargildi niðurstöðu rannsóknar á vínanda í öndunarsýni hans verið dregið í efa. Er bæði almennt mótmælt áreiðanleika tækis þess, sem notað var við rannsóknina, og skírskotað til þess vafa, sem leiði af meðhöndlan ákærða á leysiefnum fyrir akstur hans greint sinn. Í málflutningi verjanda ákærða hefur verið vísað til skýrslu Jakobs Kristinssonar, dósents hjá Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sem dagsett er 19. janúar 1998. Í lokaorðum þeirrar skýrslu er því andmælt, sem fram kemur í greinargerð frumvarps til laga nr. 48/1997, að óyggjandi samræmi sé á milli vínandamagns í blóði manns og í því lofti, sem hann andar frá sér. Þá telur Jakob mælitæki það, sem valið hefur verið til notkunar hér á landi, ekki uppfylla kröfur um sérhæfni, sem víðast séu gerðar til réttarefnafræðilegra rannsókna. Einnig hefur verjandinn vísað til minnispunkta dr. Ásgeirs Bjarnasonar, dósents í almennri efnafræði og efnagreiningartækni við Háskóla Íslands, en þar eru settar fram nokkrar ályktanir út frá skýrslu Jakobs Kristinssonar og ýmsum vísindaritum sem hann telur gefa tilefni til að efast um áreiðanleika mæliaðferðarinnar. V. Svo sem fram er komið eru í málinu vefengdar þær niðurstöður um vínandamagn og áfengisáhrif, sem ákæra er reist á. Er af hálfu ákærða vísað til álits sérfræðinga, eins og áður er nefnt. Við þessar aðstæður var brýnt að fyrir dómstóla væru lögð öll nauðsynleg gögn, sem gerðu þeim kleift að skera úr því hvort fullnægt væri sönnunarkröfum og þeim skilyrðum, sem löggjafinn hefur byggt á. Eins og málið lá fyrir var því full ástæða til þess að fram færi rækileg sönnunarfærsla fyrir héraðsdómi, sem miðaði að því að prófa gildi þeirrar aðferðar, sem viðhöfð var við mælingu öndunarsýnis ákærða. Í því sambandi var meðal annars nauðsynlegt að aflað yrði mats óháðra sérfræðinga um þau álitaefni, sem uppi eru, einkum um áreiðanleika þeirra tækja og aðferða, sem lögreglan notar við öflun öndunarsýna og rannsókn á þeim, svo og hvort niðurstöður úr slíkum rannsóknum teljist sambærilegar við niðurstöður rannsókna á blóð- og þvagsýnum, eins og á er byggt í 45. gr. umferðarlaga. Einnig þurfti í máli þessu frekari sérfræðileg gögn um hugsanleg áhrif leysiefna, sem ákærði kvaðst hafa unnið með nokkru fyrir aksturinn. Það var fyrst og fremst hlutverk lögreglustjórans í Reykjavík, sem sótti málið í héraði af hálfu ákæruvalds, að hlutast til um að afla og leggja fram sönnunargögn og leita til þess atbeina héraðsdómara, eftir því sem til þurfti. Þetta var ekki gert. Eins og háttað var sönnunarstöðu fyrir héraðsdómi samkvæmt framansögðu verður að telja að ákærði hafi réttilega verið sýknaður af ákæru málsins. Þykir ákæruvaldið eiga að bera halla af ófullnægjandi sönnunarfærslu og verður ekki réttlætt gagnvart ákærða að ómerkja héraðsdóm og vísa málinu heim til frekari gagnaöflunar. Þótt ríkissaksóknari hafi eins og fyrr greinir bætt verulega úr eftir áfrýjun málsins vantar enn þýðingarmikil gögn. Þykja ekki skilyrði til að mæla fyrir um öflun þeirra fyrir Hæstarétti, enda yrði þá einungis um þau fjallað á einu dómstigi. Að þessu athuguðu verður héraðsdómurinn staðfestur. Áfrýjunarkostnaður málsins skal greiðast úr ríkissjóði, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Bjarna Þórs Óskarssonar héraðsdómslögmanns, 100.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. desember 1998. Ár 1998, þriðjudaginn 1. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 834/1998: Ákæruvaldið gegn Birgi Björnssyni, sem tekið var til dóms 11. f.m. Málið er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík dagsettu 29. september sl. gegn ákærða, Birgi Björnssyni, kt. 260376-3579, Stórateigi 25, Mosfellsbæ, "fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni MZ-176, sunnudaginn 14. júní 1998, undir áhrifum áfengis frá Stórateig 25 í Mosfellsbæ uns akstri lauk á móts við Krísuvíkurveg. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997 og 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1087, sbr. 25. gr. og 26. gr. l. nr. 44/1993 og 2. gr. laga nr. 23/1998." Um kl. 15.15 sunnudaginn 14. júní sl. varð árekstur með bifreiðunum MZ-716 og JF-376 á Reykjanesbraut skammt frá Krísuvíkurvegi. Grunur lék á því að ökumaður MZ-716 væri undir áhrifum áfengis. Í frumskýrslu Kristjáns Ólafs Guðnasonar lögreglumanns segir að þar sem nokkur áfengisþefur hafi fundist af ákærða hafi hann verið fenginn til að blása í Alcometer S-D2 og hafi mælirinn sýnt 2 ‰. Var hann að því loknu færður á lögreglustöðina í Reykjavík og þar fyrir Rúnar Sigurpálsson, sem sá um öndunarsýnistöku með Intoxilyzer 5000-N. Var niðurstaða þeirrar mælingar 0.536. Í kjölfar þess var ákærði sviptur ökurétti til bráðabirgða. Í sýnatökuvottorði Rúnars Sigurpálssonar lögregluþjóns, sem hann hefur staðfest fyrir dóminum, kemur fram að niðurstaða meðaltals tveggja sýna hafi verið 0.593, en að teknu tilliti til 0.057 skekkjumarka sé endanleg niðurstaða 0.536. Ákærði var yfirheyrður við rannsókn málsins 14. júní sl. Hann kvaðst ekki hafa neytt áfengis eða annarra vímuefna við eða fyrir aksturinn, en hins vegar hafi hann drukkið áfengi daginn áður og fram til klukkan 3.00 eða 4.00 um nóttina. Hann kvaðst ekki hafa neytt áfengis eftir aksturinn. Ákærði var á ný yfirheyrður um sakarefnið 21. ágúst sl. fella úr gildi bráðabirgðaökuleyfissviptingu ákærða, sem birt var honum 14. júní sl. Við þá yfirheyrslu kvaðst hann hafa farið ásamt vini sínum á krá aðfaranótt umrædds sunnudags og drukkið þar frá því um eittleytið og fram að lokun krárinnar um kl. 3.00 5-6 staup af sterku áfengi og 2-3 bjóra. Hann hafi ekkert drukkið eftir það og farið að sofa um kl. 4.00, sofið fram að hádegi og ekkert drukkið fram að akstrinum. Hann hafi fundið fyrir svolítilli "þynnku", en verið vel á sig kominn er hann hóf aksturinn og ekki fundið til áfengisáhrifa við hann. Hann kvaðst vegna ástands síns draga í efa niðurstöðu öndunarsýnis á vettvangi. Við þessa yfirheyrslu kvaðst hann vilja taka það fram að áður en aksturinn hófst, milli kl. 1.00 og 2.00, hafi hann verið að vinna í bílskúrnum heima hjá sér við að þrífa blöndung. Við það verk hann baðað blöndunginn í sýrubaði og síðan notað sterk efni. Kvaðst hann fyrst hafa baðað blöndunginn í sýrubaði og síðan notað hreinsiefni fyrir blöndunga þar á eftir. Hreinsiefnið hafi verið mjög rokgjarnt fituleysandi efni, sem einnig leysti upp sót utan af blöndungnum. Hann kvaðst ekki hafa notað andlitsgrímu eða önnur hlífðartæki við þessa vinnu. Framburður ákærða fyrir dómi var á sama veg og í skýrslu hans 21. ágúst sl. Hann kvaðst hafa sett sýruna á blöndunginn og síðan þrifið sýruna af blöndungnum með hreinsiefni á brúsa, sem hann sýndi í dóminum. Sýran hafi innihaldið m.a. terpentínu, Hydrokarbon og Butoksíetanól, en hreinsiefnið á brúsanum Aceton, Silon og Ethylbensín. Engin loftræsing hafi verið í bílskúrnum. Hann kvaðst hafa drukkið á þeim tíma sem hann áður lýsti um 2-3 bjóra og 2-3 staup af óblönduðu sterku áfengi. Ákærði fullyrti að þegar öndunarsýnið var tekið á lögreglustöðinni hafi hann svarað því játandi að hann hefði verið að vinna með leysiefnin, en jafnframt sagt að það skipti eflaust engu máli. Ákærði sagði að hann hafi ekki séð ástæðu til að nefna þetta við fyrstu yfirheyrslu. Hann gaf þá skýringu á því að hann hefði fyrst nefnt þetta við í skýrslutökunni 21. ágúst að lögreglumaðurinn hafi spurt hann út í þetta. Ákærði sagði að honum hafi ekki verið boðið að honum yrði tekið blóð til þess að kanna áfengismagn. Rúnar Sigurpálsson aðstoðarvarðstjóri kom fyrir dóminn. Hann kvaðst minnast þessarar sýnatöku, einkum vegna þess að hann þekki ákærða. Hann kvaðst hafa spurt hann tilgreindra spurninga, sem eru á sýnatökuvottorðinu, fyrst hvort kærði vildi gefa öndunarsýni og svo koll af kolli. Ákærði hafi verið um það spurður, eins og fram komi á sýnatökuvottorðinu, hvort hann hafi verið með leysiefni skömmu fyrir handtöku og hann hafi svarað þeirri spurningu neitandi, svo sem vottorðið beri með sér. Öðrum stöðluðum spurningum hafi hann einnig svarað neitandi. Vitnið sagði að samkvæmt starfsreglum ætti að taka öndunarsýni af grunuðum þótt viðkomandi svaraði því til að hann hafi verið að meðhöndla leysiefni. Vitnið kvaðst ekki minnast þess frá því er hann hóf að taka öndunarsýni með tækinu Intoxilyzer 5000-N að einhver hefði svarað því játandi að hann hafi verið að meðhöndla leysiefni síðasta klukkutímann fyrir sýnatöku. Staðfesti vitnið skýrslu sína og sagði að ef ákærði hefði svarað spurningunni játandi hefði hann fært það svo á sýnatökuvottorðið. Þá sagði vitnið að ef svarið hefði verið með þeim hætti hefði hann einnig leitað eftir skýringu og í kjölfar þess fyllt út skýringar og skráð þær í dagbók. Vitnið benti einnig á það að gert væri ráð fyrir athugasemdum á sýnatökuvottorðinu. Þar sem hvorki kom fram skýringar né athugasemdir um ákærða á sýnatökuvottorðinu hafi heldur engar skýringar verið færðar í dagbók. Vitnið kvaðst hafa farið á námskeið í Lögregluskólanum varðandi notkun á sýnatökutækinu. Vitnið Terje Kjeldsen efnaverkfræðingur og starfsmaður öryggiseftirlitsdeildar við rannsóknarlögreglumiðstöðina í Osló kom fyrir dóminn. Hann er einn þeirra sérfræðinga er unnu að hönnun sýnatökutækisins Intoxilyzer 5000-N og einn þriggja nefndarmanna er annast eftirlit með notkun þess og ráðgjöf. Hann sagði ástæðu þess að fyrir grunaða væri lögð sú spurning hvort viðkomandi hefði unnið með leysiefni vera þá, að ýmis leysiefni, sem fólk komist í nánd við og sem hætta sé á að það andi að sér, geti setið eftir í líkamanum lengur en í fimmtán mínútur, en það sé sá tími sem þurfi að líða frá því að einstaklingur er handtekinn og þar til hægt sé að framkvæma próf með Intoxileyzertækinu. Ýmis tæki sem notuð væru til að mæla alkóhólinnihald frá öndun einstaklinga gerðu ekki greinarmun á áfengi og öðrum leysiefnum sem kunni að vera í útöndun fólks. Í tækinu Intoxilyzer 5000 N væru aðgerðir sem varpa myndu ljósi á aðrar tegundir leysiefna, en til þess að þetta yrði ekki ágreiningsefni á síðari stigum, t.d. í dómsmálum, hafi verið farin sú leið við notkun tækisins í Noregi að spyrja hinn grunaða hvort hann hefði haft leysiefni um hönd áður en sýni er tekið af viðkomandi. Svari viðkomandi því játandi væri mælt með því að blóðsýni væri tekið til þess að komi í veg fyrir að vandi komi upp af þessum sökum síðar. Vitnið sagði að ef um væri að ræða leysiefni í útöndun einstaklings myndi tækið sýna fram á það ef um væri að ræða magn sem væri yfir ákveðnu stigi, en tækið "sæi" leysiefni sem áfengi. Búnaðurinn eða tækið myndi þá stöðva mælinguna og þar af leiðandi ekki gefa viðurkennda niðurstöðu. Ef um væri að ræða lítið magn leysiefna myndi tækjabúnaðurinn sjálfkrafa draga magn leysiefnisins frá áfengisgildinu sem mælingin sýnir. Þessi aðgerð hafi verið prófuð samkvæmt ákveðnum kröfum sem gerðar séu gagnvart algengum leysiefnum. Þá hafi tækið einnig verið prófað gagnvart ýmsum öðrum leysiefnum. Fram að þessu hafi ekkert leysiefni fundist sem tækið fyndi ekki. Vitnið sagði að þetta væru starfsaðferðir sem beitt væri í Noregi og fullyrti að tækið Intoxilyzer 5000 N, sem sérstaklega hafi verið hannað í Noregi, væri eitt þróaðasta tæki á markaðinum. Vitnið sagði að ef tækið fyndi leysiefni og áfengi í útöndunarloftinu myndi það sjálfkrafa draga leysiefnin frá. Hins vegar væri mælt með því að ef slík efni greindust væri farið með grunaða til töku blóðsýnis, þar sem fræðilega séð ríkti ekki 100 % vissa um að öll efni, sem unnt væri að anda að sér. Vitnið sagði að það væri almennt væri talið að sýra til þess að þvo blöndunga væri ólífræn sýra, ákveðin tegund saltsýru, sem ekki væri umbreytanleg frekar en aðrar lífrænar eða ólífrænar sýrur og því væri ekki hægt að anda henni að sér og þar af leiðandi heldur ekki frá sér. Kvaðst vitnið geta útilokað að sýrur hefðu nokkur áhrif á niðurstöðu mælinga á alkóhól í útöndunarlofti. Efnið Hidrokarbons væri sameiginlegt heiti á mjög mörgum, jafnvel þúsundum mismunandi efna. Terpentína hafi ekki verið prófuð á Intoxileyzer búnaðinum, en vitninu skildist að talið væri mjög ólíklegt að það efni gæti haft áhrif á áfengismælinguna þar sem það hafi allt aðra sameindauppbyggingu en áfengi. Til þess að leysiefni geti gefið ranga mynd og teljist sem áfengi verði uppbygging efnisins, með vísan til sameindauppbyggingar efnisins, að líkjast sameindaruppbyggingu alkóhóls. Vitnið taldi að Butoxiethanól, sem hefði litla útgufun, hefði mjög lítið umbreytilegt efni, en kvaðst ekki þora að fullyrða þetta. Er vitninu var sýndur umræddur brúsi, sem ákærði kvaðst hafa notað greint sinn sagði vitnið að efnin Aceton og Silen, sem þar væri getið í vörulýsingu, gætu ekki gefið ranga mynd af niðurstöðu alkóhólmælingar. Um efnið Ethylbensín kvaðst vitnið hins vegar ekkert geta sagt með vissu, en sagði að ef það efni væri í útöndun hins grunaða myndi hámarksgildið í áfengismælingunni og niðurstöðu mælingarinnar vera 0,025 mg per líter að viðbættum 5% alkóhólgildisins. Þetta væri sú krafa sem gerð væri og væri innbyggð í mælitækið þannig að tækið vari við ef framandi efni væru í útöndun eða sýni. Í þessu tilviki hefði tækið átt að gefa slíkt til kynna ef um hefði verið að ræða meira magn en ofangreind viðmiðunarmörk. Sagði vitnið að þetta þýddi m. ö. o að í þessu tilviki gæti hafa verið um að ræða hámark 0,05 mg per líter, sem fræðilega séð gæti verið vegna Ethylbensíns en ekki áfengis. Vitnið sagði að útöndunarsýni gefi í raun 15% hærri viðmiðunarmörk en blóðsýni, þannig að í 99,9% tilvika myndi það vera grunaða í hag að láta taka útöndunarsýni en gefa blóðsýni. Niðurstaða. Ákærði hefur haldið því fram við rannsókn málsins og meðferð þess að 2-3 klukkustundum fyrir aksturinn hafi hann verið að vinna í bílskúrnum heima hjá sér við að þrífa blöndung og notað við það hreinsiefni á brúsa með Acetoni, Siloni og Ethylbensíni og tiltekna sýru, sem innihaldi sterk efni, meðal annars terpentínu, Hydrokarbon og Butoksíetanól. Hann kvaðst hvorki hafa notað andlitsgrímu eða önnur hlífðartæki við þessa vinnu og engin loftræsing hafi verið í bílskúrnum. Ákærði kvaðst hafa drukkið 2-3 bjóra og 2-3 staup af óblönduðu sterku áfengi frá því um eittleytið og fram til um kl. 3.00 nóttina fyrir aksturinn, en ekkert áfengi eftir það og fram að því er aksturinn hófst. Ákærði hefur fullyrt fyrir dómi að hann hafi sagt þeim lögreglumanni, sem annaðist öndunarsýnistökuna, að hann hafi unnið með leysiefni skömmu fyrir handtökuna, en allt að einu hafi sýnatakan farið fram. Þessu hefur viðkomandi lögreglumaður mótmælt og er framburður hans í samræmi við skýrslu hans um öndunarsýnistökuna. Ekkert vitni var viðstatt er sýnatakan fór fram og spurningarnar bornar upp við ákærða, svo sem eðlilegt hefði verið til að tryggja sönnun þess, sem skráð er á skýrslu um öndunarsýnistökuna. Hefur ákæruvaldið ekki sýnt fram á það að ákærði hafi svarað þeirri spurningu neitandi að hann hafi verið að vinna með leysiefni skömmu fyrir handtökuna, sbr. meginregla 45. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Vitnið Terje Kjeldsen, efnaverkfræðingur og einn þeirra sérfræðinga er unnu að hönnun sýnatökutækisins Intoxilyzer 5000-N, lýsti því fyrir dómi að ástæða þess að fyrir grunaða sé lögð sú spurning hvort viðkomandi hafi unnið með leysiefni sé sú, að ýmis leysiefni, sem fólk komist í nánd við og sem hætta sé á að það andi að sér, geti setið eftir í líkamanum lengur en í fimmtán mínútur, en það sé sá tími sem þurfi að líða frá því að einstaklingur er handtekinn og þar til hægt sé að framkvæma próf með Intoxileyzertækinu. Vitnið bar að ef grunaði svaraði játandi þeirri spurningu að hann hefði notað leysiefni skömmu fyrir handtöku væri það viðtekin venja í Noregi að færa viðkomandi til töku blóðsýnis, meðal annars til þess að niðurstaðan yrði ekki ágreiningsefni síðar. Þá kom fram í vætti vitnisins að fræðilega séð ríkti ekki örugg vissa um að öll efni, sem unnt væri að anda að sér hefðu ekki áhrif á mælinguna. Þegar litið er til vættis vitnisins er ljóst að ekki er útilokað að efnin Ethylbensín og Butoxiethanól, sem eru meðal þeirra efna sem ákærði kvaðst hafa unnið með greint sinn við að þrífa blöndung bifreiðar sinnar, hafi getað haft áhrif á niðurstöðu mælingar á alkóhóli í útöndunarlofti ákærða. Þegar þetta er virt þykir varhugavert að telja sannað að vínandamagn í útöndunarlofti ákærða hafi mælst yfir því lágmarki, sem getið er í 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. l. nr. 48/1997. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að fella úr gildi bráðabirgðaökuleyfissviptingu ákærða, sem honum var gerð við rannsókn máls þessa 14. júní sl. og birt var honum sama dag. Allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Bjarna Þórs Óskarssonar héraðsdómslögmanns, 40.000 krónur, skal greiða úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Birgir Björnsson, skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.Felld er úr gildi bráðabirgðaökuleyfissvipting ákærða, sem birt var honum 14. júní sl. Allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Bjarna Þórs Óskarssonar héraðsdómslögmanns, 40.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 485/1998
Ölvunarakstur Ítrekun Ávana- og fíkniefni Upptaka
E var ákærður fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot. Um var að ræða ítrekaðan ölvunarakstur. Var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans og E dæmdur til fangelsisrefsingar, sviptingar ökuréttinda ævilangt og upptöku fíkniefna.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 27. nóvember 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að sér verði gerð vægasta refsing, sem lög leyfa. Brot ákærða samkvæmt II. lið ákæru, sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi, varðar við 2. mgr. 2. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni, sbr. 1. gr. laga nr. 60/1980 og 1. gr. laga nr. 13/1985, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986 um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna, eins og henni var breytt með 2. gr. reglugerðar nr. 177/1986. Með þessari athugasemd verður héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sigurðar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Héraðsdómur Suðurlands 29. október 1998. Ár 1998, fimmtudaginn 29. október, er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, í málinu nr. S-92/1998: Ákæruvaldið gegn Einari Inga Kristinssyni kveðinn upp svofelldur dómur: Mál þetta sem dómtekið var 23. október sl. er höfðað fyrir dóminum með ákæru sýslumannsins á Selfossi, dagsettri 30. september 1998, á hendur Einari Inga Kristinssyni, kt. 080873-3609, Kirkjuvegi 35, Selfossi, fyrir eftirgreind brot: I. „fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 11. maí 1998 ekið bifreiðinni IG 115 undir áhrifum áfengis frá Selfossi, vestur Suðurlandsveg, þar til lögreglan stöðvaði akstur ákærða á móts við Ingólfshvol í Ölfushreppi. II. fyrir fíkniefnabrot, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 29. maí 1998 haft innan við 0,1 g af amfetamíni í vörslu sinni á heimili sínu, en lögreglan fann efnið við húsleit og lagði hald á það. Telst brot ákærða samkvæmt fyrri ákærulið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Telst brot ákærða samkvæmt síðari ákærulið varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16, 1986, sbr. reglugerð nr. 177, 1986, sbr. auglýsingu nr. 84, 1986.“ Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar frá 9. júní 1998 samkvæmt 101. og 102. gr., sbr. 103. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 44, 1993, lög nr. 57, 1997 og lög nr. 23, 1998. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á framangreindu amfetamíni (efnaskrá 5782) samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1984 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986 og til að sæta upptöku, með vísan til 4. mgr. 43. gr. lyfjalaga nr. 93, 1994 og 68. gr. lyfsölulaga nr. 30, 1963, á 87 töflum af bolsterum, steralyfi með 5 mg metandóstólón (metandíelnón) í hverri töflu, sem lögreglan fann í vörslu ákærða við húsleit á heimili hans þann 29. maí 1998. Með skýlausum játningum ákærða þykir sannað að hann hafi framið brot þau sem að honum eru gefin að sök í ákæru og þar eru rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur ekki uppi andmæli við kröfu um upptöku. Ákærði hefur sætt refsingum, sem hér geta skipt máli sem hér segir: Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 20. október 1992 fangelsi í 3 mánuði skilorðsbundið og sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, 2. mgr. 37. gr., 1. mgr. 37. gr., 1. mgr. 4., 2. mgr. 44. og 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Þá var hann sviptur ökurétti í 20 mánuði frá 7. febrúar 1992. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. maí 1993 var ákærði dæmdur fyrir brot gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga framið 22. ágúst 1992 og dómi Héraðsdóms Vesturlands frá 14. júlí 1993 var ákærði dæmdur fyrir brot gegn 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga framið 20. nóvember 1992. Dómunum var áfrýjað til Hæstaréttar og voru málin sameinuð fyrir réttinum og dæmd í einu lagi með dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. október 1993. Þá var skilorðshluti dómsins frá 20. október 1992 tekinn upp. Í Hæstarétti voru bæði brotin talin varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Var ákærði dæmdur í 5 mánaða fangelsi. Þá var hann sviptur ökurétti í 3 ár frá uppsögu dómsins með vísan til 3. mgr. 102. gr. umferðarlaga, sbr. 26. gr. laga nr. 44/1993. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 1994 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga og með dómi sama dómstóls 24. febrúar 1995 var ákærði dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir brot gegn 2. sbr. 1. mgr. 257. gr. sömu laga. Loks var ákærði með dómi Héraðsdóms Suðurlands 16. október 1996 dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hinn 13. maí 1997 fékk ákærði reynslulausn í eitt ár á eftirstöðvum refsingar 60 dögum. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands uppkveðnum 20. október 1992 var ákærði dæmdur fyrir brot gegn m.a. 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Þá var hann með dómi Hæstaréttar 28. október 1993 í málunum frá 28. maí 1993 og 14. júlí s.á. dæmdur fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga, framin 22. ágúst 1992 og 20. nóvember 1992. Með brotinu frá 20. nóvember 1992 gerðist hann sekur um ítrekað ölvunarakstursbrot. Í dómi Hæstaréttar er ákærði með vísan til 3. mgr. 102. gr. umferðarlaga, sbr. 26. gr. laga nr. 44/1993, sviptur ökurétti í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins. Ölvunarakstursbrot það sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu telst því vera ítrekun öðru sinni í skilningi 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Hinn 13. maí 1997 fékk ákærði reynslulausn í 1 ár á eftirstöðvum refsingar 60 dögum. Réttarrannsókn út af umferðarlagabroti því sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu og framið var 11. maí 1998, hófst ekki fyrr en eftir lok reynslutímans. Kemur því óafplánuð refsing samkvæmt reynslulausninni ekki til álita við ákvörðun refsingar í máli þessu. Ákærði hefur greiðlega játað brot sín. Þykir refsing hans fyrir brot þau sem hann er sakfelldur fyrir í máli þessu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Þá ber samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga að svipta ákærða ökurétti ævilangt frá 9. júní 1998, en þann dag var ákærði sviptur ökurétti til bráðabrigða. Þá verður ákærði með vísan til þeirra lagaákvæða sem vitnað er til í ákæru dæmdur til að sæta upptöku á innan við 0,1 g af amfetamíni og 87 töflum af steralyfi með 5 mg metandóstólón (metandíelnón) í hverri töflu, sem lögreglan fann við húsleit á heimili ákærða. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Guðjóns Ægis Sigurjónssonar héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari: Dómsorð: Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá 9. júní 1998. Ákærði sæti upptöku á innan við 0,1 g af amfetamíni og 87 töflum af steralyfi með 5 mg metandóstólón (metandíelnón) í hverri töflu. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Guðjóns Ægis Sigurjónssonar, héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur.
Mál nr. 340/1998
Bifreið Skaðabætur Líkamstjón Miski Almannatryggingar
A slasaðist í umferðarslysi á árinu 1992. Tveimur árum eftir slysið greiddi vátryggingafélagið V honum bætur á grundvelli örorkumats þar sem varanleg örorka A var metin 40%. Tæpum tveimur árum síðar var örorka A metin að nýju og var varanleg örorka þá talin 65%. Krafðist A frekari bóta frá V á grundvelli þessa. A hóf að fá greiddan örorkulífeyri og tekjutryggingu úr almannatryggingum á árinu 1995. Taldi V að skerða ætti bætur A vegna skattfrelsis þeirra og hagræðis af eingreiðslu og að til frádráttar ætti að koma slysdagsverðmæti örorkulífeyris og tekjutryggingar úr almannatryggingum. Talið var að samkvæmt dómvenju sættu bætur lækkun vegna skattfrelsis og hagræðis af eingreiðslu. Þá var talið að útreiknað slysdagsverðmæti örorkulífeyris A til 67 ára aldurs ætti að koma að fullu til frádráttar bótum og að hluti slysdagsverðmætis tekjutryggingar A úr almannatryggingum ætti einnig að koma til frádráttar. Var talið að A fengi fjárhagslegt tjón sitt vegna 25% viðbótarörorkunnar að fullu bætt með greiðslum úr almannatryggingum. Ekki var talið að þær greiðslur skertu rétt A til miskabóta og var V dæmt til að greiða A miskabætur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. ágúst 1998. Hann krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 9.225.300 krónur með 1% ársvöxtum frá 18. júlí 1992 til 11. ágúst 1993, 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 11. nóvember sama árs, 0,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1995 og 0,65% ársvöxtum frá þeim degi til 16. ágúst 1996, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst áfrýjandi þess að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Stefndi krefst þess aðallega að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. I. Samkvæmt gögnum málsins varð áfrýjandi fyrir slysi [ ...] þegar hann ók bifreið sinni út af vegi skammt frá [ ... ]. Bifreiðin var í ábyrgðartryggingu hjá stefnda, sem jafnframt hafði tekið að sér slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Við fyrrnefnt slys hlaut áfrýjandi alvarlegan áverka á höfði, auk brota á vinstri handlegg og olnboga. Hinn 14. apríl 1994 mat læknir örorku áfrýjanda af þessum sökum. Var örorkan þar talin 100% fyrsta árið eftir slys, síðan 50% í þrjá mánuði, en varanleg örorka upp frá því 40%. Á þessum grunni aflaði áfrýjandi útreiknings tryggingarfræðings 20. júní 1994 á tjóni sínu. Samkvæmt útreikningnum var höfuðstólsverðmæti vinnutekjutaps á slysdegi vegna tímabundinnar örorku 726.000 krónur, en vegna varanlegrar örorku 8.502.100 krónur. Þá var verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda áætlað 510.100 krónur. Stefndi greiddi áfrýjanda bætur 20. júlí 1994, sem var krafist með stoð í þessum útreikningi. Samkvæmt tjónsuppgjöri varð samkomulag um að greiða bætur fyrir varanlega örorku og miska í einu lagi, alls 6.615.717 krónur, og 726.000 krónur í bætur vegna tímabundinnar örorku, eða samtals 7.341.717 krónur auk vaxta, útlagðs kostnaðar og innheimtulauna lögmanns. Frá þessu drógust hins vegar dagpeningar áfrýjanda frá Tryggingastofnun ríkisins, 207.698 krónur, og örorkubætur frá sama, 989.019 krónur. Eftir að áfrýjandi hafði fengið greiddar bætur samkvæmt framansögðu taldi hann vísbendingar hafa komið fram um að starfsorkumissir hans kynni að vera meiri en áður var ætlað, enda hafi honum orðið um megn að gegna hálfu starfi, sem hann hafi reynt á tveimur stöðum. Af þessum sökum leitaði áfrýjandi 23. febrúar 1995 eftir áliti sérfræðings í taugalækningum á því hvort starfsorkumissir hans væri meiri en 40% vegna áverkanna, sem hann hlaut á höfði í áðurnefndu slysi. Í álitsgerð læknisins 15. september sama árs var komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi væri ekki fær um að halda starfi og afla þannig 60% af þeim tekjum, sem fullfrískur maður gæti aflað. Áfrýjandi leitaði því á ný eftir örorkumati læknis, sem var fengið 23. júní 1996. Þar var komist að sömu niðurstöðu og í fyrra örorkumati um tímabundna örorku áfrýjanda, en varanleg örorka hans var hins vegar talin 65%. Samkvæmt útreikningi tryggingarfræðings 12. júlí 1996, sem áfrýjandi aflaði sér, var höfuðstólsverðmæti tekjutaps af 25% viðbótarörorku hans á slysdegi talið nema 8.023.900 krónum, auk þess að tapast hafi lífeyrisréttindi vegna hennar að áætluðu verðmæti 481.400 krónur. Áfrýjandi krafði stefnda 16. júlí 1996 um frekari bætur á grundvelli þessa útreiknings, auk miskabóta og endurgreiðslu útlagðs kostnaðar. Með samkomulagi aðilanna var í kjölfarið leitað matsgerðar tveggja lækna um örorku áfrýjanda. Í matsgerðinni, sem er dagsett 7. janúar 1997, var komist að þeirri niðurstöðu að tímabundin örorka áfrýjanda hafi verið 100% í eitt ár frá slysdegi, en varanleg örorka frá þeim tíma 65%. Þess var getið í matsgerðinni að matsmenn hafi fengið þær upplýsingar hjá Tryggingastofnun ríkisins að áfrýjanda hafi þar 16. september 1996 verið „metin meira en 75% almenn örorka (örorkulífeyrir)“. Óumdeilt er í málinu að þessi ábending matsmanna hafi verið rétt og að áfrýjandi hafi notið örorkulífeyris og tekjutryggingar úr almannatryggingum frá 1. júlí 1995 að telja. Í málinu krefur áfrýjandi stefnda um bætur vegna þeirrar viðbótar, sem hefur verið metin á varanlegri örorku hans, og missis lífeyrisréttinda. Þessir kröfuliðir áfrýjanda nema samtals 8.505.300 krónum og eru studdir við síðastnefndan útreikning tryggingarfræðings. Þá krefst áfrýjandi jafnframt miskabóta að fjárhæð 750.000 krónur, en alls eru kröfur hans þannig 9.255.300 krónur, eins og áður er getið. Stefndi vefengir ekki niðurstöðu matsmanna um örorku áfrýjanda eða útreikning á tjóni hans og heldur ekki tilkall hans til bóta á grundvelli 92. gr. umferðarlaga. Á hinn bóginn reisir stefndi kröfur sínar einkum á því að skerða verði bætur handa áfrýjanda vegna skattfrelsis þeirra og hagræðis af eingreiðslu, svo og að til frádráttar verði að koma slysdagsverðmæti örorkulífeyris áfrýjanda og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun ríkisins. Samkvæmt útreikningi tryggingarfræðings 21. janúar 1997 og skýringum á þeim útreikningi frá 15. mars 1999 sé verðmæti þeirra greiðslna alls 9.070.100 krónur. Telur stefndi að með þessu fái áfrýjandi tjón sitt að fullu bætt. II. Við ákvörðun bóta handa áfrýjanda vegna þeirrar viðbótar á varanlegri örorku hans, sem fram hefur komið og er óumdeild í málinu, verður tekið mið af útreikningi tryggingarfræðings á slysdagsverðmæti tekjutaps af þessum sökum. Samkvæmt rótgróinni dómvenju sæta bætur eftir slíkum útreikningi lækkun vegna skattfrelsis og hagræðis tjónþola af eingreiðslu. Áfrýjandi hefur ekki fært haldbær rök fyrir því að efni séu til að víkja frá þeirri reglu. Að teknu tilliti til þessa eru bætur handa áfrýjanda vegna varanlegu örorkunnar, sem um ræðir í málinu, hæfilega ákveðnar 6.000.000 krónur. Við þá fjárhæð bætist andvirði tapaðra lífeyrisréttinda, 481.400 krónur, þannig að fjárhagslegt tjón áfrýjanda telst samtals 6.481.400 krónur. Eftir fyrrnefndum útreikningi tryggingarfræðings á verðmæti greiðslna, sem áfrýjandi hefur notið frá Tryggingastofnun ríkisins frá 1. júlí 1995, telst slysdagsverðmæti örorkulífeyris hans til 67 ára aldurs 3.193.700 krónur. Sú fjárhæð verður að koma að fullu til frádráttar bótum handa áfrýjanda vegna fjárhagslegs tjóns hans, svo sem venja stendur til. Að því gættu standa eftir af reiknuðu tjóni áfrýjanda 3.287.700 krónur. Í tilvitnuðum útreikningi komst tryggingarfræðingur að þeirri niðurstöðu að slysdagsverðmæti tekjutryggingar áfrýjanda úr almannatryggingum væri 5.876.400 krónur. Þótt leitt verði af dómafordæmum Hæstaréttar að sú fjárhæð eigi ekki að koma að fullu til skerðingar á bótum handa áfrýjanda, er sýnt að það hlutfall hennar, sem taka verður tillit til, leiðir að minnsta kosti til frádráttar sem svarar 3.287.700 krónum. Samkvæmt því verður að fallast á það með stefnda að áfrýjandi fái fjárhagslegt tjón sitt, sem þetta mál er risið af, að fullu bætt með greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Umræddar greiðslur til áfrýjanda úr almannatryggingum geta ekki skert rétt hans til miskabóta. Stefndi hefur ekki fært fram önnur haldbær rök gegn þeim rétti áfrýjanda. Þegar litið er til þeirra afleiðinga af slysi áfrýjanda, sem málið varðar, eru miskabætur handa honum hæfilega ákveðnar 750.000 krónur. Verður stefndi dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 18. júlí 1992 til 16. ágúst 1996, en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað áfrýjanda skulu vera óröskuð. Stefndi verður dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., greiði stefnda, A, 750.000 krónur ásamt ársvöxtum sem hér segir: 1% frá 18. júlí 1992 til 1. ágúst sama árs, 0,9% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 1,3% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1,2% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,1% frá þeim degi til 11. febrúar sama árs, 1% frá þeim degi til 21. mars sama árs, 0,9% frá þeim degi til 1. apríl sama árs, 0,8% frá þeim degi til 11. ágúst sama árs, 0,9% frá þeim degi til 1. nóvember sama árs, 0,8% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 0,5% frá þeim degi til 11. maí 1995, 0,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1996, 0,9% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 0,9% frá þeim degi til 21. apríl sama árs, 0,8% frá þeim degi til 11. maí sama árs, en 0,7% frá þeim degi til 16. ágúst 1996. Frá þeim degi greiði stefndi dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað áfrýjanda skulu vera óröskuð. Stefndi greiði áfrýjanda 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur 27. maí 1998. Árið 1998, miðvikudaginn 27. maí, er í Héraðsdómi Reykjavíkur í málinu nr. E-4124/1997 A gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. kveðinn upp svofelldur dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 29. apríl sl., var höfðað með stefnu, áritaðri ódagsett um birtingu, þingfestri 18. september 1997. Stefnandi er A kt. [ ... ], [ ... ]. Stefndi er Vátryggingafélag Íslands, kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda. Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 13.882.950 krónur ásamt 1% ársvöxtum af 9.225.300 krónum frá 18. júlí 1992 til 11. ágúst 1993, en með 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 11. nóv. 1993, en með 0,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1995, en með 0,65% ársvöxtum frá þeim degi til 16. ágúst 1996, en með dráttarvöxtum, þ.m.t. vaxtavöxtum, samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 með síðari breytingum af stefnufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist greiðslu á útlögðum kostnaði að fjárhæð 87.165 krónur. Krafist er málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en stefnandi fékk gjafsókn með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 5. maí 1997. Þess er krafist að dráttarvextir leggist við málskostnaðinn á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 15 dögum eftir dómsuppsögu. Dómkröfur stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að stefnukröfur verið stórlækkaðar og málskostnaður felldur niður. Málavextir. Laugardaginn [ ... ] valt bifreið stefnanda, [ ... ], út af þjóðveginum skammt norðan við afleggjarann að [ ... ]. Stefnandi, sem var ökumaður bifreiðarinnar, kastaðist út úr bifreiðinni. Hann hlaut alvarlegan heilaáverka í slysinu auk mars á lunga, handarbrots og olnbogabrots. Stefnandi var [ .. ] ára að aldri er slysið varð. Afleiðingar heilaskaðans sem stefnandi varð fyrir voru varanlegar. Hinn 14. apríl 1994 mat Júlíus Valsson læknir varanlega örorku stefnanda af völdum slyssins 40% auk 100% tímabundinnar örorku í 12 mánuði og 50% í 3 mánuði. Við matið studdist Júlíus Valsson m.a. við taugasálfræðilega athugun Jónasar G. Halldórssonar sálfræðings og skýrslur endurhæfinga- og taugadeildar Borgarspítalans. Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur áætlaði örorkutjón stefnanda út frá örorkumati Júlíusar og meðaltekjum iðnaðarmanna miðað við 6% framtíðarvexti. Bifreið stefnanda var skylduvátryggð hjá stefnda, þ. á m. slysatryggingu ökumanns. Þáverandi lögmaður stefnanda samdi á grundvelli þessara gagna við stefnda um fullar og endanlegar bætur fyrir slysið með fyrirvara um frekari örorku. Slysauppgjör fór fram 20. júlí 1994. Örorkubætur Tryggingastofnunar ríkisins til stefnanda vegna slyssins voru dregnar frá að fullu, en um var að ræða eingreiðslu vegna 40% varanlegrar örorku. Stefnandi taldi er frá leið að afleiðingar slyssins væru meiri en örorkumat Júlíusar Valssonar sagði til um. Óskaði hann eftir örorkumati hjá Jónasi Hallgrímssyni lækni að undangenginni rannsókn hjá Grétari Guðmundssyni taugalækni. Jónas Hallgrímsson skilaði matsgerð 23. júní 1996. Mat hann tímabundna örorku stefnanda óbreytta en varanlega örorku hans 65%. Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur reiknaði út viðbótarörorkutjón stefnanda miðað við 25% viðbótarörorku samkvæmt mati Jónasar Hallgrímssonar. Var þá miðað við meðaltekjur iðnaðarmanna og 4,5% framtíðarvexti. Niðurstaða hans var að höfuðstólsverðmæti tekjutaps af viðbótarörorkunni væri 8.023.900 kr. og verðmæti tapaðara lífeyrisréttinda vegna viðbótarörorkunnar 481.400 kr. Stefndi var krafinn um viðbótarbætur með bréfi, dags. 16. júlí 1996. Í framhaldi af því sammæltust aðilar um að fá læknana Sigurð Thorlacius og Ragnar Jónsson til þess að meta örorku stefnanda af völdum slyssins. Þeir skiluðu mati, dags. 7. janúar 1997. Mat þeirra var að varanleg læknisfræðileg og fjárhagsleg örorka stefnanda væri 65% en tímabundin örorka 100% í eitt ár. Í matsgerð þeirra Sigurðar og Ragnars segir að hinn 16. september 1996 hafi stefnanda verið metin meira en 75% almenn örorka hjá Tryggingastofnun ríkisins og grundvöllur mats Tryggingastofnunar verið þau einkenni stefnanda sem rakin eru til slyssins. Úrskurður Tryggingastofnunar ríkisins um 75% örorku stefnanda gilti frá 1. júlí 1995. Fékk stefndi Jón Erling Þorláksson til að endurreikna tjónið af viðbótarörorkunni og reikna í því sambandi út slysadagsverðmæti þess lífeyris og tekjutryggingar sem stefnandi naut frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins frá 1. júlí 1995. Útreikningur Jóns Erlings er dags. 21. janúar 1997. Samkvæmt honum nemur slysadagsverðmæti þessara greiðslna frá Tryggingastofnun 9.070.100 kr. en höfuðstólverðmæti tekjutaps af viðbótarörokunni 8.193.700 kr. og verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda vegna viðbótarörorkunnar 491.600 kr. Taldi stefndi ekki grundvöll til frekari bóta af sinni hálfu þar sem stefndi telur að tjónið bætist meira en að fullu með greiðslunum frá Tryggingastofnun ríkisins. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi byggir á fyrirvara við bótauppgjörið sem fram fór 20. júlí 1992 á grundvelli 40% örorkumats Júlíusar Valssonar. 25% varanleg læknisfræðileg viðbótarörorka sé sönnuð með læknisvottorðum og örorkumatsgerðum Jónasar Hallgrímssonar læknis og tveggja lækna mati Ragnars Jónssonar og Sigurðar Thorlacius. Sannað líkamstjón sé til þess fallið að valda minnkun á starfsorku. Skerðingin sé að sjálfsögðu persónubundin og því mismikil. Þá geti skerðingin komið öll fram strax en líklegra sé að hlutar hennar komi ekki fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Í tilviki stefnanda sé ljóst að mikil skerðing á starfsorku sé þegar komin fram. Ekki sé hins vegar útilokað að frekari skerðing eigi eftir að koma fram síðar. Stefnandi hafi fljótlega horfið frá námi sínu við [ ... ] skóla [ ... ]. Hann hafi fyrir slysið m.a. náð góðum árangri í stærðfræði og eðlisfræði við skólann. Eftir slysið virðist allur skilningur á stærðfræði og eðlisfræðilegum lögmálum gersamlega horfinn. Stefnandi hafi reynt að vinna eftir slysið en alltaf gefist upp vegna úthaldsleysis, líkamlegs og andlegs. Einbeitingin hafi bilað þannig að hann hafi átt mjög erfitt með að halda sig að nokkru verki. Eðlilegt sé að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun bótanna. Stefnandi telur að bæta eigi tjón hans að fullu úr ökumannstryggingunni hjá stefnda. Ekki skuli tekið tillit til lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins með þeim hætti sem gert sé í svarbréfi stefnda, dags. 24. jan. 1997, við kröfugerð stefnanda frá 16. júlí 1996, en þar vilji stefndi draga frá bótum til stefnanda slysadagsverðmæti lífeyrisgreiðslu frá Tryggingastofnun 9.070.100 kr. og fái þannig út að tjón stefnanda sé ofbætt um 2.720.000 kr. Stefnandi telur tjón sitt síst ofbætt með þeirri bótagreiðslu sem hann hafi tekið við með fyrirvara vegna 40% örorkumatsins. Þannig telji stefnandi fráleitt að hann skuldi nú stefnanda 2.720.000 kr. Þær forsendur sem lagðar séu til grundvallar almennu örorkumati Tryggingastofnunar ríkisins séu allt aðrar en þær sem liggja til grundvallar 65% slysaörorkumati fyrrnefndra lækna. Leiði almennt örorkumat Tryggingastofnunar a.m.k. til 75% örorku skuli viðkomandi greiddur örorkulífeyrir skv. 12. gr. laga nr. 117/1993 auk tekjutryggingar skv. 17. gr. sömu laga. Samkvæmt almannatryggingalögum sé 75% örorku jafnað til 100% örorku þegar kemur að greiðslu örorkulífeyris og tekjutryggingar. Starfsorkuskerðing stefnanda sé í slysaörorkumötum læknanna metin 65%, þannig að talið sé að hann haldi a.m.k. 35% starfsorkunnar eftir slysið. Einstaklingur með slíka starfsorkuskerðingu sé að mati Tryggingastofnunar ekki talinn geta aflað sér a.m.k. 1/4 hluta þess sem andlega og líkamlega heilir menn geta, það er að segja, ekki sé talið að hann geti framfleytt sér af eigin rammleik. Stefnanda sé greiddur lífeyrir að fjárhæð 13.640 krónur auk tekjutryggingar að fjárhæð 25.800 krónur, samtals 39.440 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins. Örorkulífeyrir og tekjutrygging stefnanda nemi á ári 473.280 krónum ef miðað sé við núverandi mánaðargreiðslu. Áætlaðar meðaltekjur iðnaðarmanna til framtíðar nemi 1.737.600 krónum samkvæmt útreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar eða 144.800 krónum á mánuði. Þannig nemi örorkulífeyrir og tekjutrygging stefnanda frá Tryggingastofnun ríkisins um 27% af meðaltekjum iðnaðarmanna. Stefnda sé ætlað að bæta 65% örorku stefnanda. Þannig vanti ennþá 8% (27% frá Tryggingastofnun + 65% (JV40% + JH,ST og RJ 25%) frá stefnda = 92%) upp á að stefnandi fái bættar fullar tekjur iðnaðarmanna vegna slyssins. Stefnandi byggir á því að hvorki skuli tekið tillit til skatt- eða eingreiðsluhagræðis við uppgjör bóta, sbr. 28. gr. laga nr. 75/1981 varðandi skatthagræði. Stefnandi sundurliðar kröfu sína svo: Stefnufjárhæðin byggist á niðurstöðu mats Jónasar Hallgrímssonar læknis, dags. 23. júní 1996, og læknanna Sigurðar Thorlacius og Ragnars Jónssonar frá 7. janúar 1997 um 25% varanlega viðbótarörorku stefnanda og örorkutjónsútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingastærðfræðings frá 12. júlí 1996 sem byggi á meðaltekjum iðnaðarmanna samkvæmt skýrslum kjararannsóknarnefndar. Það 50% álag, sem gerð er krafa um í máli þessu, sé tilkomið vegna þess að gera megi ráð fyrir að máli þessu verði skotið til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar frá 1977, bls. 516, komi fram að ekki sé hægt að hækka kröfur frá því fyrir héraðsdómi á grundvelli nýs útreiknings tryggingastærðfræðings. Með þessi réttarfarssjónarmið í huga sé gerð krafa um tilgreint 50% álag þar sem gera megi ráð fyrir að vegna launahækkana í landinu verði sannanlegt tjón stefnanda orðið meira þegar málið komi fyrir í Hæstarétti. Krafist er endurgreiðslu á útlögðum kostnaði stefnanda vegna málsins samkvæmt framlögðum reikningum og sundurliðist hann þannig: Miskabótakröfu stefnanda að fjárhæð 750.000 sé stillt í hóf. Þeirri fjárhæð sé ætlað að bæta öll óþægindi stefnanda af völdum áverkanna, allar þjáningar auk röskunar á stöðu og högum. Það þurfi ekki að fjölyrða um óþægindi og þjáningar stefnanda. Við matsgerðir og læknisvottorð sé litlu að bæta. Helst því að varanleg örorka taki eingöngu á skerðingu til starfa, ekki á áhrifum áverkanna á tómstundir stefnanda og ótalmargt annað. Krafist er almennra sparisjóðsvaxta Landsbanka Íslands frá slysdegi 18. júlí 1992 til 16. ágúst 1996, sbr. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Gerð er krafa um dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 15. gr. vaxtalaga. Kröfur stefnanda eru reistar á 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Varðandi miskabætur er vísað til 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Varðandi vexti, dráttarvexti og vaxtavexti er vísað til vaxtalaga nr. 25/1987, einkum 7. og 15. gr. Stefnandi styður kröfu um málskostnað við lög nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað er reist á lögum nr. 50/1988, sbr. og reglugerð nr. 562/1989. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og sé honum því nauðsyn að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnda. Málsástæður og rökstuðningur stefnda. Sýknukrafa stefnda er á því byggð að með örorkulífeyrisgreiðslum og tekjutryggingu, sem stefnandi njóti vegna afleiðinga slyssins frá Tryggingastofnun ríkisins frá og með 1. júlí 1995, sé allt hið umstefnda tjón meira en fullbætt og eigi stefnandi því engan rétt til bóta úr hendi stefnda. Föst dómvenja sé fyrir því að slysadagsverðmæti slíkra bóta frá Tryggingastofnun ríkisins beri að draga frá bótakröfum á hendur þeim sem skaðabótaábyrgð beri á slysi. Nemi slysadagsverðmæti bótanna frá Tryggingastofnun í tilviki stefnanda meiru en svarar brúttótjóni hans samkvæmt tjónsútreikningum. Þá beri samkvæmt fastri dómvenju að virða til lækkunar skattfrelsi skaðabóta fyrir líkamstjón og hagræði af eingreiðslu og eftir að það hafi verið gert sé ljóst að verðmæti bótanna frá Tryggingastofnun ríkisins nemi 2,7 milljónum króna umfram eðlilegar skaðabætur til stefnanda vegna viðbótaröroku og miska. Eigi stefnandi því engan rétt til bóta úr hendi stefnda. Fengi stefnandi tjón sitt tvíbætt og miklu meira en það ef orðið væri við kröfum hans. Stefnandi haldi því fram að ekki eigi að taka tillit til greiðslnanna frá Tryggingastofnun þar sem forsendur til grundvallar örorkumati Tryggingastofnunar ríkisins séu aðrar en þær sem liggi til grundvallar örorkumötum áðurnefndra lækna. Það sé ekki rétt því hinar heilsufarslegu afleiðingar slyssins og einkenni stefnanda af völdum þess séu í öllum tilvikum þær forsendur sem liggi til grundvallar örorkumötunum bæði hjá Tryggingastofnun og hinum. Byggist bætur Tryggingastofnunar á 29. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993, sbr. 3. mgr. 12. gr. sömu laga. Séu engar reglur settar um mat á örorkunni í lögum um almannatryggingar og gildi einu hvort örorkumat Tryggingastofnunar sé hærra eða lægra en örorkumöt annarra vegna sama slyss. Bætur Tryggingastofnunar ríkisins skuli koma til frádráttar skaðabótakröfu slasaða vegna slyssins. Sé og meginregla í skaðabótarétti að tjónþoli eigi ekki að hagnast á slysinu í bótaréttarlegu tilliti sem stefndi myndi vissulega gera í þessu tilfelli ef horft yrði framhjá bótunum til hans frá Tryggingastofnun. Þá byggir stefndi á því að stefnandi hafi með samningsuppgjörinu 20. júlí 1994 viðurkennt að örorkubætur Tryggingastofnunar vegna slyssins skuli koma að fullu til frádráttar skaðabótakröfum hans og hafi hann engan fyrirvara gert í því efni heldur aðeins um frekari örorku. Sé hann því bundinn við að bætur Tryggingastofnunar skuli koma til frádráttar stefnukröfum. Verði ekki á sýknukröfu fallist er varakrafa stefnda á því byggð að stefnukröfur beri í öllu falli að stórlækka. Komist stefnandi aldrei fram hjá því að samkvæmt dómvenju beri að lækka kröfur hans verulega með tilliti til þeirra bóta sem hann eigi rétt til frá Tryggingastofnun ríkisins vegna hækkunar á varanlegu örorkunni af völdum slyssins og að einnig beri að virða til lækkunar kröfum hans skattfrelsi bótanna og hagræði af eingreiðslu þeirra. Þá sé miskabótakrafa stefnanda, 750.000 krónur, vegna 25% viðbótarörorku alltof há og í ósamræmi við dómvenju. Séu 250-300 þúsund krónur nær lagi. Kröfuliðurinn 50% álag sé ekki tjón eða miski af völdum slyssins og sé bersýnilega haldlaus og án réttlætingar. Skuli tekið tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar, sbr. 131. gr. eml. Niðurstaða. Bótaskylda stefnda gagnvart stefnanda á tjóni því sem stefnandi varð fyrir við slysið [ ... ] er óumdeild. Það er jafnframt óumdeilt að stefnandi hafi hlotið 65% varanlega örorku af völdum slyssins. Ágreiningur aðila stendur um það, að stefnandi telur tjón sitt vanbætt, en stefndi telur að hann hafi fengið tjón sitt að fullu bætt og meira en það með þegar greiddum bótum frá stefnda og örorkulífeyri og tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins. Stefnandi var metinn til 75% örorku af Tryggingastofnun ríkisins 16. september 1996 og gilti úrskurðurinn frá 1. júlí 1995 til 30. júní 1999. Í ágreiningi aðilia felst jafnframt ágreiningur um það hvort slysadagsverðmæti örorkulífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun skuli koma til frádráttar bótum frá stefnda eða ekki. Ennfremur hvort lækka skuli bætur til stefnanda vegna skattfrelsis bótanna og hagræðis af eingreiðslu. Slys stefnanda varð [ ... ]. Um uppgjör bóta vegna líkamstjóna, sem urðu fyrir gildistöku skaðabótalaga nr. 50/1993, er löng dómvenja. Samkvæmt henni fer um uppgjör bóta vegna slíkra tjóna á þann veg að höfð er hliðsjón af örorkutjónsútreikningi sem byggður er á örorkumati og viðmiðunartekjum miðað við tiltekna framtíðar ávöxtun. Frá þeirri fjárhæð sem þessi viðmið gefa eru dregnar bætur sem tjónþoli fær frá Tryggingastofnun ríkisins og síðan er bótafjárhæð lækkuð vegna skattfrelsis bótanna og meints eingreiðsluhagræðis. Kröfu sína um viðbótarbætur vegna varanlegs örorkutjóns 8.023.900 styður stefnandi við örorkutjónsúrtreikning Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings frá 12. júli 1992, sem byggður er á meðaltekjum iðnaðarmanna og miðaður við 4,5% framtíðarávöxtun. Þegar þau sjónarmið eru höfð í huga sem samkvæmt dómvenju ber að hafa í huga við ákvörðun bóta sem þessar þ.e. skattfrelsi og meint eingreiðslu hagræði þykja bætur til handa stefnanda vegna varanlegrar örorku hæfilega ákveðnar 6.000.000 kr. Stefnandi á rétt á bótum vegna tapaðra lífeyrisréttinda 481.400 kr., sem studd er með vísan til sama útreiknings og að ofan getur. Þegar litið er til hinna alvarlegu afleiðinga sem slys stefnanda hefur haft á heilsu hans og hagi alla þá þykja miskabætur vegna viðbótarörorkunnar hæfilega ákveðnar 500.000 kr. Samtals nema fjárhæðir þessar 6.981.400 kr. Samkvæmt dómvenju ber að draga frá ofangreindum fjárhæðum slysadagsverðmæti lífeyris og tekjutryggingar, sem stefnandi nýtur frá Tryggingastofnun ríkisins, en samkvæmt útreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings frá 21. janúar 1997 nemur það 9.070.100 kr. Enda þykja ekki hafa verið færð nægjanlega rök fyrir því að við niðurstöðu máls þessa skuli víkja frá langri dómvenju við uppgjör á tjónum sem tjóni stefnanda. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er sýknukrafa stefnda tekin til greina. Eftir atvikum þykir rétt að fella málskostnað niður. Málskostnaður stefnanda, sem hefur gjafsókn í máli þessu, ákveðst 387.165 kr. og hefur þá verið litið til útlagðs kostnaðar stefnanda samtals 87.165 kr. og þóknunar lögmanns stefnanda sem telst hæfilega ákveðin 300.000 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskattskyldu lögmannsþóknunar. Auður Þorbergsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, A, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Málskostnaður stefnanda 387.165 kr. greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Jóhannesar Alberts Sævarssonar hdl., 300.000 krónur.
Mál nr. 306/1998
Skaðabætur Umferðarlög Torfærutæki Skráningarskylda Vátrygging
K slasaðist þegar vélsleði sem hann ók, lenti á snjóruðningi. Þegar slysið varð hafði K, sem átti vélsleðann, hvorki keypt ábyrgðartryggingu vegna hans né slysatryggingu ökumanns og hafði sleðinn aldrei verið skráður sem ökutæki. Taldi K að B, seljandi sleðans, bæri ábyrgð á að slysatrygging var ekki fyrir hendi og hann því ekki fengið þær vátryggingarbætur, sem honum hefði borið. Krafði hann B um skaðabætur vegna tjóns síns. Talið var að ákvæði umferðarlaga og reglugerðar um skráningu ökutækja bæri að skýra svo, að skylda til að láta skrá vélknúið ökutæki hvíldi á raunverulegum eiganda þess. Var ekki talið að B hefði sem innflytjanda verið skylt að færa ökutæki K til skráningar eða kaupa lögmæltar vátryggingar vegna þess fyrir hönd K. Sönnunarbyrði um að K hefði falið öðrum að gera vátryggingarsamning um slysatryggingu ökumanns var talin hvíla á K, og var hann hvorki talinn hafa sýnt fram á að hann hefði beðið B um að annast kaup vátrygginganna né að B hefði mátt ætla að K hefði viljað að B sæi um það. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu B af kröfum K staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson og Þorgeir Örlygsson prófessor. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. júlí 1998. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða 8.330.360 krónur með nánar tilgreindum ársvöxtum frá 26. mars 1989 til 2. október 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Bú áfrýjanda var tekið til gjaldþrotaskipta 30. janúar 1998 og hefur skiptastjóri í þrotabúinu samþykkt að áfrýjandi reki sjálfur mál þetta á eigin kostnað. I. Áfrýjandi hefur skýrt svo frá að hann hafi slasast 26. mars 1989 á skíðasvæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur í Skálafelli við Mosfellsdal, er vélsleði hans lenti á snjóruðningi með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum. Samkvæmt vottorði Rögnvaldar Þorleifssonar læknis kom áfrýjandi á slysa- og bæklunardeild Borgarspítalans klukkan 21.23 þennan dag. Í læknisvottorðinu er eftirfarandi frásögn skráð eftir áfrýjanda: „Hann skýrði svo frá að um kl. 18 þann dag hefði hann ekið snjósleða sínum í Skálafelli. Hann kvaðst hafa ekið allgreitt og þá ekið sleðanum inn í snjóvegg. Hann kvað sleðann hafa kastast áfram við höggið og kvaðst síðan sjálfur hafa fallið af sleðanum. Hann kvaðst þó fyrst hafa rekið bakið í sæti sleðans en loks lent á bakinu á harðri fönn. Hann kvaðst strax hafa fundið mikinn sársauka í mjóbakinu ...“. Með áfrýjanda var félagi hans, sem einnig var á vélsleða. Hefur hann fyrir dómi skýrt frá atvikum að slysinu í aðalatriðum á sömu lund og áfrýjandi. Þykir mega telja, svo sem gert var í héraðsdómi, nægilega sannað að slysið hafi orðið á þann hátt, sem áfrýjandi hefur lýst. II. Þegar slysið varð hafði áfrýjandi hvorki keypt lögmælta ábyrgðartryggingu vegna sleðans né slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Reisir hann kröfur sínar á því, að stefndi beri ábyrgð á að slysatrygging var ekki fyrir hendi, en það hafi leitt til þess að hann hafi ekki fengið þær vátryggingarbætur, sem honum hefði borið, ef slysatrygging hefði verið keypt. Vélsleðar eru torfærutæki í skilningi 2. gr. umferðarlaga. Áfrýjandi keypti tæki sitt nýtt hjá stefnda 9. febrúar 1989 og greiddi kaupverðið með peningum og skuldabréfi. Tók áfrýjandi við vélsleðanum og flutti hann frá verslun stefnda með bifreið. Á reikningi stefnda dagsettum sama dag kemur fram að fast númer sleðans var ÞA 829, en samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 523/1988 um skráningu ökutækja skulu ökutæki skráð „samkvæmt fastnúmerakerfi“. Vélsleðinn mun hins vegar aldrei hafa verið skráður sem ökutæki eða borið skráningarmerki, þrátt fyrir ákvæði um skráningarskyldu í 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 5. gr. nefndrar reglugerðar, en 1. málsliður 1. mgr. 5. gr. hennar hljóðar svo: „Áður en ökutæki er tekið í notkun skal það hafa verið skráð á eiganda, skráningarskírteini gefið út og skráningarmerki fest á það.“ III. Stefndi heldur því fram að flestir, sem keyptu vélsleða hjá honum á þeim tíma, er hér um ræðir, hafi hvorki óskað eftir að kaupa ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns né að láta skrá þá strax og kaupin gerðust. Hafi kaupendur ekki viljað gera það fyrr en þeir tækju sleða sinn í notkun. Sé þessu þveröfugt farið með kaupendur nýrra bifreiða, sem ekki megi aka óskráðum frá seljanda. Vélsleðinn, sem mál þetta er risið af, var húftryggður hjá vátryggingafélagi frá 9. febrúar 1989 til 30. apríl sama árs. Eftir gögnum málsins verður að miða við að áfrýjandi hafi beðið stefnda um að hafa milligöngu um að kaupa þá vátryggingu. Fyrir dómi svaraði áfrýjandi þannig spurningu um hvort skráning og skyldutrygging hafi komið til tals við kaup sleðans: „Ég gerði bara einhvern veginn ráð fyrir því að þeir myndu sjá um það, þar sem þeir voru umboðsmenn sleðans.“ Ítrekað aðspurður um hvort hann hafi beðið stefnda um að sjá um lögmæltar vátryggingar svaraði hann: „Ég þori ekki að fara með það, hvort ég hafi beðið um það, en ég gerði bara ráð fyrir því að þeir myndu gera það ...“. Einnig tók hann fram, að skráningarmerki hafi hvorki verið á sleðanum né hafi hann fengið slíkt merki. Þá var áfrýjandi inntur eftir því hvort honum hafi ekki fundist undarlegt að fá ekki skráningarmerki. Svaraði hann því neitandi, þar sem hann hafi alveg eins getað búist við að það yrði sent heim til sín. IV. Í 2. gr. reglugerðar nr. 523/1988 kemur fram, að eigandi ökutækis eða sá, sem á vegum hans hafi umráð þess, t.d. innflytjandi eða framleiðandi, beri ábyrgð á að tækið sé skráð. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 4. gr. sömu reglugerðar skal innflytjandi skráningarskylds ökutækis afhenda til ökutækjaskrár gögn, sem þarf til þess að færa megi ökutækið í forskrá. Um skráningu í skilningi 63. gr. umferðarlaga er hins vegar kveðið á í 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eins og fyrr greinir. Ekki skal skrá ökutæki fyrr en eigandi þess eða sá, sem á vegum eigandans hefur umráð þess, leggur fram gögn um að lögmælt vátrygging hafi verið keypt vegna tækisins, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Ákvæði umferðarlaga og reglugerðar nr. 523/1988 ber að skýra svo, að skylda til að láta skrá vélknúið ökutæki hvíli á raunverulegum eiganda þess, ef um hann er vitað. Eftir skýlausu ákvæði 93. gr. umferðarlaga hvílir skylda til að hafa lögmæltar vátryggingar vegna ökutækis ekki á öðrum en eiganda þess eða þeim, sem hefur varanlega umráð þess, sbr. 91. og 92. gr. sömu laga. Verður ekki talið, að stefnda hafi sem innflytjanda verið skylt að færa ökutæki áfrýjanda til skráningar eða kaupa lögmæltar vátryggingar vegna þess fyrir hans hönd. V. Eins og fram er komið var áfrýjanda skylt að lögum að sjá um að keyptar væru lögmæltar vátryggingar vegna vélsleða síns. Sönnunarbyrði um að áfrýjandi hafi falið öðrum að gera vátryggingarsamning um slysatryggingu ökumanns hvílir á áfrýjanda. Hann hefur hvorki sýnt fram á að hann hafi beðið stefnda um að annast kaup á lögmæltum vátryggingum vegna sleðans, né að stefndi hafi mátt ætla að áfrýjandi hafi viljað að stefndi sæi um það. Það haggar ekki þessari niðurstöðu, að stefndi mun hafa haft heimild frá einu eða fleiri vátryggingafélögum til að bjóða viðskiptamönnum vátryggingar vegna nýrra ökutækja, sem hann hafði til sölu. Ekki verður fallist á með áfrýjanda að stefnda hafi borið að kynna honum reglur um skráningu ökutækja og benda honum á að gæta lagaskyldu til að færa vélsleðann til skráningar og kaupa vátryggingar þær, sem kveðið er á um í 91. gr. og 92. gr. umferðarlaga. Getur áfrýjandi ekki borið fyrir sig vanþekkingu á þeim skyldum, sem honum mátti vera augljóst að hvíldu á sér sem eiganda skráningarskylds ökutækis. Þá hefur áfrýjandi ekki stutt viðhlítandi rökum þá fullyrðingu sína, að ekki hafi farið á milli mála að ætlun hans hafi verið að taka vélsleðann í notkun strax eftir að hann var afhentur. Samkvæmt öllu framansögðu verður niðurstaða héraðsdóms staðfest um annað en málskostnað. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda í einu lagi málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Kári Elíasson, greiði stefnda, Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf., samtals 350.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. maí 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 16. apríl s.l. var höfðað með stefnu útgefinni 1. október s.l. og birtri 2. október s.l. Stefnandi er Kári Elíasson, kt. 250561-3189, Vesturbergi 8, Reykjavík. Stefndi er Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., kt. 440169-7089, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaða­bætur að fjárhæð kr. 8.330.360 með 13% ársvöxtum frá 26. mars 1989 til 11. apríl 1989, en með 15% ársvöxtum frá þ.d. til 11. 06.89, en með 17% ársvöxtum frá þ.d. til 22.07.89, en með 12 % ársvöxtum frá þ.d til 01.08.89, en með 13,4% árs­vöxtum frá þ.d. til 01.09.89, en með 10,2% ársvöxtum frá þ.d. til 01.10.89, en með 8,1% ársvöxtum frá þ.d. til 01.11.89, en með 9,6% ársvöxtum frá þ.d. til 01.12.89, en með 11,2% ársvöxtum frá þ.d. til 01.02.90, en með 8,3% ársvöxtum frá þeim degi til 01.03.90, en með 5,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.04.90, en með 4,1% ársvöxtum frá þ.d. til 01.05.90, en með 3% ársvöxtum frá þ.d. til 01.11.90, en með 2,3% ársvöxtum frá þ.d. til 01.12.90, en með 2,6% ársvöxtum frá þ.d. til 01.01.91, en með 2,8% ársvöxtum frá þ.d. til 01.02.91, en með 4% ársvöxtum frá þ.d. til 01.03.91, en með 4,7% ársvöxtum frá þ.d. til 01.07.91, en með 5,8% ársvöxtum frá þ.d. til 01.09.91, en með 6,3% ársvöxtum frá þ.d. til 01.11.91, en með 3,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.12.91, en með 3,4% ársvöxtum frá þ.d. til 01.01.92, en með 2,6% ársvöxtum frá þ.d. til 01.03.92, en með 1,6% ársvöxtum frá þ.d. til 01.04.92, en með 1,1% ársvöxtum frá þ.d. til 01.06.92, en með 1% ársvöxtum frá þ.d. til 01.09.92, en með 0,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.02.93, en með 1,1% ársvöxtum frá þ.d. til 01.03.93, en með 0,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.05.93, en með 0,8% ársvöxtum frá þ.d. til 01.09.93, en með 0,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.12.93, en með 0,5% ársvöxtum frá þ.d. til 01.06.95, en með 0,6% ársvöxtum frá þ.d. til 01.03.96, en með 0,9% ársvöxtum frá þ.d. til 01.05.96, en með 0,8% ársvöxtum frá þ.d. til 01.06.96, en með 0,75 ársvöxtum frá þ.d. til stefnubirtingardags, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda auk virðisaukaskatts. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til vara gerir stefndi þá kröfu að kröfur á hendur honum verði stórlega lækkaðar. Í aðalkröfu er krafist málskostnaðar að skaðlausu, en í varakröfu er þess krafist að málskostnaður falli niður. Við þingfestingu málsins gerði stefndi kröfu um málskostnaðartryggingu og með úrskurði uppkveðnum 31. október s.l. var stefnda gert að setja 400.000 króna tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Með dómi Hæstaréttar 21. nóvember s.l. var tryggingin ákveðin 200.000 kr. Málavextir. Stefnandi keypti nýjan snjósleða af stefnda 9. febrúar 1989 af gerðinni ARCTIC CAT, EL TIGRE 530 D/T með fastanúmerinu ÞA-829. Stefndi seldi stefnanda einnig í umboðssölu fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf. sérstaka húftryggingu vegna sleðans. Stefnandi stóð í þeirri trú að stefndi hefði fullnægt lagaskilyrðum varðandi skráningu sleðans í ökutækjaskrá. Stefnandi fór í vélsleðaferð í Skálafell ásamt félaga sínum, Sveini Jónatanssyni 26. mars 1989. Að sögn stefnanda lenti hann síðdegis í einhvers konar snjóruðningi og kastaðist hann af sleðanum og lenti á bakinu í harðfenni. Stefnandi fann í fyrstu til mikils sársauka í mjóbaki sem leiddi niður í báða fætur og var hann í fyrstu algerlega máttlaus í báðum gagnlimum. Hélt hann í fyrstu að hann væri lamaður en smám saman fékk hann tilfinningu í fæturna og gat hann ekið sleðanum til tengdaforeldra sinna í Mosfellsbæ. Stefnandi leið miklar kvalir um kvöldið og leitaði til slysadeildar Borgarspítalans þar sem Rögnvaldur Þorleifsson læknir skoðaði hann. Leiddi sú skoðun í ljós eymsli aftan í tveimur neðstu lendarliðunum og niður í spjaldhrygginn. Einnig voru eymsli í hægri rasskinn. Var stefnanda ráðlagt að forðast álag og vinnu næstu daga. Um sumarið 1991 versnaði ástand stefnanda og komu fram miklir leiðsluverkir niður í hægri ganglim. Var hann þá lagður inn á Landakotsspítala þar sem hann gekkst undir frekari rannsóknir. Sýndu röntgenmyndir breytingu á afturhluta liðbolar IV. lendhryggjarliðarins þar sem vaxtarkjarni hafði ekki gróið fastur við liðbolinn. Orsakaði þetta allmikla útbungun frá afturkanti liðbolsins út í mænugang sem þrengdi að mænuganginum. Við skoðun 26.11.1991 hjá Ragnari Jónssyni lækni kom fram að stefnandi var haltur á hægri ganglim, stirður í mjóbaki. Þá hafi verið viss eymsli milli hryggtinda IV. og V. hryggjarliðar. Greinileg rýrnun hafi orðið á lærvöðva framan á hægra fæti og sinaviðbrögð bæði á hæl og hné greinilega veikluð. Var ákveðið að gera aðgerð sem fólst í því að víkka mænugang og var það gert 7. janúar 1992. Atli Þór Ólason læknir mat örorku stefnanda vegna afleiðinga slyssins og er álitsgerð hans dagsett 28. október 1994. Kemur þar fram að stefnandi hafi verið heilsuhraustur alla ævi og hafi aldrei kennt sér meins, hvorki í baki, hálsi né fótum. Er niðurstaða hans að stefnandi muni ætíð hafa veruleg áreynslubundin óþægindi í baki, hvort sem gerð verði spengingaraðgerð eða ekki, sem dragi úr getu hans til mikilla líkamlegra átaka og þar með starfa. Mat hann varanlega læknisfræðilega örorku stefnanda þannig að tímabundin örorka í 6 mánuði frá slysdegi var 100%, eftir það 50% í 3 mánuði og síðan varanleg örorka 20%. Læknirinn tók fram að örorkan stafaði að hluta af meðfæddu ástandi, þ.e. þrengingu á mænugangi vegna vaxtartruflana í baki og taldi eðlilegt að skipta sök til helminga milli þessara þátta eins og hann komst að orði, en benti á að mat um það væri fremur lögfræðilegt en læknisfræðilegt. Jón Erlingur Þorláksson, tryggingafræðingur, reiknaði út örorkutjón stefnanda miðað við skattframtöl stefnanda fyrir árin 1986 til 1988. Er þar gengið út frá þeirri forsendu að stefnandi hefði haldið þeim tekjum sem fram koma í skattframtölum hans fyrir árin 1986-1988 í 20 ár frá slysdegi, en þær munu að mestu vera vegna sjómennsku. Eftir það er miðað við meðaltekjur iðnaðarmanna samkvæmt skýrslum kjararannsóknarnefndar. Stefnandi hefur fallið frá kröfu um bætur vegna tímabundinnar örorku en gerir kröfu um bætur vegna varanlegrar örorku, kr. 8.523.700, er sæti 20% frádrætti vegna skatta- og eingreiðsluhagræðis eða kr. 1.704.740. Þá gerir stefnandi kröfu um bætur vegna tapaðra lífeyrisréttinda, kr. 511.400 og kr. 1.000.000 í miskabætur. Eftir slysið mun hafa komið í ljós að ekki hafði verið gengið frá skráningu sleðans í ökutækjaskrá. Þá hafði ekki verið keypt lögmælt ábyrgðar- og ökumannstrygging vegna hans og hefur stefnandi því ekki átt kost á vátryggingabótum vegna slyssins. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi óskað eftir því að annast sjálfur skráningu og ábyrgðartryggingu sleðans. Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir kröfur sínar á 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 þar sem mælt er fyrir um skyldu eiganda ökutækis til að kaupa ökumannstryggingu. Skal vátryggingin tryggja bætur vegna slyss sem ökumaður kann að verða fyrir við starfa sinn. Áður er ökutæki er tekið í notkun skal það skráð, sbr. 63. gr. sömu laga. Vélsleði sé skráningarskylt ökutæki, nánar tiltekið „torfærutæki”, sbr. skilgreiningu 2. gr. laganna. Kröfur stefnanda eru reistar á því að stefndi hafi sem innflytjandi snjósleðans borið ábyrgð á því að hann yrði skráður er kaupin fóru fram, sbr. 2. gr. rgl. nr. 523/1988 um skráningu ökutækja, sem á stoð í 64. gr. umferðarlaga. Til þess að slík skráning hefði getað farið fram hefði stefndi þurft að færa sönnur á að í gildi væri vátrygging í samræmi við ákvæði umferðarlaga, sbr. 12. gr. rgl. um ábyrgðartryggingu ökutækja o.fl. nr. 307/1988 og 3. mgr. 4. gr. rgl. nr. 523/1988. Stefnandi byggir á því að þessar reglur um skyldu innflytjenda þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að ný ökutæki komist í umferð án skráningar, en í skráningu felist eftirlit með því að skyldutryggingar hafi verið keyptar. Hafi stefnandi mátt treysta því að stefndi, sem einnig er umboðsmaður vátryggingafélags, hefði gengið frá skráningu snjósleðans með lögmæltum hætti og lögskyldar tryggingar væru í gildi. Verði ekki á þetta fallist telur stefnandi engu að síður að stefndi beri bótaábyrgð á tjóninu þar sem starfsmenn hans hafi vanrækt skyldur sínar varðandi skráningu og að gera stefnanda grein fyrir þeim reglum sem um skráningu ökutækja gilda, en ekki var minnst á þessi atriði við kaupin. Leiddi þessi vanræksla til þess að stefnandi hefur ekki átt kost á þeim vátryggingabótum sem hann hefði átt rétt á úr ökumannstryggingu, ef gengið hefði verið frá skráningu með lögmæltum hætti. Stefnandi byggir kröfu um bætur vegna fjárhagslegs tjóns á læknisfræðilegu mati Atla Þórs Ólasonar læknis og útreikningum Jóns Erlings Þorlákssonar, tryggingafræðings, sem er í samræmi við hefðbundnar uppgjörsaðferðir miðað við þær réttarreglur er í gildi voru er slysið varð og er miðað við 4,5% framtíðarafvöxtun á ári. Miskabótakrafa er reist á 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga vegna þeirra óþæginda sem stefnandi hefur mátt þola vegna meiðsla sinna, þ.á.m. skurðaðgerð og óvissu um nauðsyn frekari aðgerða. Þá er ljóst að slysið mun há stefnanda í framtíðinni og mun stefnandi ekki geta sinnt mörgum af þeim áhugamálum sem honum eru hugleikin. Dráttarvaxtakrafa er byggð á III. kafla vaxtalaga og krafa um málskostnað er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því í fyrsta lagi að ósannað sé að stefnandi hafi slasast á vélsleðanum ÞA-829. Hafi hann yfirhöfuð slasast geti það hafa verið á öðrum sleða. Samkvæmt skrám Sjóvá-Almennra trygginga hf. hafi aldrei verið greitt kaskótjón vegna sleðans og slysið hefur ekki verið staðreynt með lögregluskýrslu. Í öðru lagi byggir stefndi á því að takist ofangreind sönnun liggi ljóst fyrir að stefndi eigi enga sök á vanrækslu skráningar og tryggingar, því stefnandi hafi sjálfur ætlað að sjá um þá hluti áður en hann tæki sleðann í notkun. Stefnandi eigi að vita að við skráningu ökutækis séu sett númeraspjöld á það eða þau afhent eiganda. Honum hafi verið fullkunnugt um að sleðinn var óskráður því ekki voru númersplötur á honum og ekki fékk hann slíkar plötur afhentar. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi aldrei ætlað sér að skrá og tryggja sleðann. Í þriðja lagi byggir sýknukrafan á því að stefndi beri enga ábyrgð á vanrækslu á skráningu og tryggingu vélsleðans þar sem sú skylda hvíli á raunverulegum eiganda ökutækis ef um hann er vitað, en hann er jafnan skráningarskyldur. Enginn vafi leiki á því að stefnandi var eigandi og umráðamaður sleðans þegar slysið varð og ber hann því einn ábyrgð á því að vélsleðinn var hvorki skráður né tryggður. Stefndi bendir á 91. og 92. gr. umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um vátryggingarskyldu, en samkvæmt 93. gr. hvílir hún á eiganda ökutækis eða þeim sem hefur varanlega umráð þess. Í umferðarlögum sé ekki kveðið á um á hverjum skráningarskyldan hvíli en í 2. gr. reglugerðar nr. 523/1988 um skráningu ökutækja segi hins vegar að eigandi ökutækis eða sá, sem á vegum eigandans hefur umráð þess, t.d. innflytjandi eða framleiðandi, beri ábyrgð á því að ökutæki sé skráð. Samkvæmt 63. gr. umferðarlaga skuli skrá torfærutæki og setja á það skráningarmerki áður en það er tekið í notkun. Það sé ekki innflytjandinn sem tekur torfærutæki í notkun, heldur kaupandinn eða eigandinn. Það sama eigi því við um skráningarskylduna sem tryggingarskylduna; hún hvílir á eiganda. Stefndi byggir á því að vegna meðfæddrar þrengingar á mænugangi eigi með vísan til örorkumats Atla Þórs Ólasonar læknis að meta örorku stefnanda einungis 10% vegna slyssins og eigi bótafjárhæðir að lækka sem því nemur. Þá telur stefndi að vegna hagræðis af eingreiðslu og skattfrelsi bóta megi beita 35% frádrætti og miskabætur ættu ekki að vera hærri en kr. 70.000. Stefndi vísar til 63. gr., 88. gr., 89. gr., 90. gr., 91. gr., 92. gr. og 93. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá vísar hann til reglugerða nr. 523/1988 og 307/1988. Krafa um málskostnað styðst við 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu fyrir dómi og skýrði frá því að hann hafi gert ráð fyrir að stefndi sæi um skráningu og ábyrgðartryggingu vélsleðans. Stefnandi þorði ekki að fullyrða að hann hafi rætt um trygginguna við sölumann, en kvaðst hafa gert ráð fyrir að stefndi sæi um þau mál. Stefnandi kvað skráningarmerki ekki hafa verið á sleðanum og hann kvaðst ekki hafa fengið þau afhent. Stefnandi kvaðst hafa átt tvo vélsleða áður og var hvorugur þeirra með ábyrgðartryggingu. Stefnandi kvaðst hafa keypt kaskótryggingu, enda hafi hann viljað hafa þau mál í lagi. Vitnið Sveinn Jónatansson, kt. 130663-2309, lögmaður, staðfesti fyrir dómi að umrædd vélsleðaferð hefði verið farin og að stefnandi hefði slasast á sleða þeim er mál þetta snýst um. Forsendur og niðurstaða. Í máli þessu er ágreiningur með aðilum um það hvort stefnandi hafi í raun slasast á vélsleða þeim er mál þetta snýst um. Þegar litið er til framburðar vitnisins Sveins Jónatanssonar og læknisvottorða, þar sem fram kemur sú frásögn stefnanda að hann hafi ekið snjósleða sínum í snjóvegg og kastast af honum, þykir nægilega sannað að stefn­andi hafi slasast með þeim hætti er hann heldur fram. Samkvæmt 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 telst vélsleði vera torfærutæki og samkvæmt 63. gr. sömu laga skal skrá torfærutæki og setja á það skráningarmerki áður en það er tekið í notkun, sbr. einnig c-lið 1. gr., 1. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglugerðar nr. 523/1988 um skráningu ökutækja. Umferðarlögin greina ekki frá því á hverjum skráningarskyldan hvílir en í 2. gr. sömu reglugerðar segir að eigandi ökutækis eða sá sem á vegum eigandans hefur umráð þess, t.d. innflytjandi eða framleiðandi, beri ábyrgð á því að ökutæki sé skráð. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. skal innflytjandi afhenda ökutækjaskrá gögn svo færa megi ökutækið í forskrá. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. skal ökutæki áður en það verður skráð hafa fengið viðurkenningu Bifreiðaskoðunar og auk þess skal eigandi ökutækisins eða sá, sem á vegum eigandans hefur umráð þess, leggja fram gögn um að ökutækið hafi verið tollafgreitt og tryggt lögmæltri vátryggingu. Samkvæmt 93. gr. umferðarlaga hvílir vátryggingarskylda skv. 91. og 92. gr. sömu laga á eiganda ökutækisins eða þeim sem hefur varanlega umráð þess. Í máli þessu er ekki ágreiningur um að stefnandi keypti umræddan vélsleða af stefnda og leikur því ekki vafi á því að stefnandi var eigandi sleðans. Samkvæmt framangreindum laga- og reglugerðarákvæðum hvílir meginábyrgð og skyldur við skráningu og vátryggingu sleðans á eiganda hans, stefnanda í máli þessu. Upplýst er í málinu að stefnandi tók sleðann í notkun án þess gæta lagafyrirmæla um að festa skráningarmerki á hann. Rennir sú staðreynd stoðum undir þá fullyrðingu stefnda að stefnandi hafi sjálfur ætlað að annast skráningu og vátryggingu sleðans. Þar sem stefnanda hefur ekki gegn andmælum stefnda tekist að færa sönnur á að stefndi hafi tekið að sér skyldur eiganda í þessum efnum, ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda 200.000 krónur í málskostnað. Dómsorð: Stefndi, Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Kára Elíassonar í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 419/1998
Hjón Skilnaðarsamningur
G og B skildu lögskilnaði á árinu 1995 og gerðu með sér eignaskiptasamning sem þau staðfestu fyrir sýslumanni. Samkvæmt samningnum skyldi B greiða áhvílandi skuldir af fasteign, sem var séreign hennar, en G greiða allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hefðu í sameiningu stofnað til. Í málinu krafði B G um endurgreiðslu vegna greiðslna sem hún hafði innt af hendi af skuldum sem stofnast höfðu meðan á hjónabandi þeirra stóð. G neitaði greiðslu. Hvorki var fallist á að um málamyndagerning hefði verið að ræða né að umræddar skuldir féllu utan þess sem G tók að sér að greiða samkvæmt samningnum. Var G dæmdur til að greiða B stefnufjárhæðina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. október 1998. Hann krefst sýknu af kröfum stefndu, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Gunnlaugur Bjarnason, greiði stefndu, Björk Jóhannsdóttur, samtals 350.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjaness 30. september 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 30. september, er Héraðsdómur Reykjaness háður í húsi dómsins að Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Dómari er Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari. Fyrir er tekið: Málið nr. E-329/1998, Björk Jóhannsdóttir gegn Gunnlaugi Bjarnasyni Og kveðinn er upp svohljóðandi dómur: Mál þetta sem dómtekið var 18. september sl., er höfðað af Björk Jóhannsdóttur, kt. 070158-4509, Rauðalæk 21, Reykjavík, með stefnu birtri 6. apríl sl. á hendur Gunnlaugi Bjarnasyni, kt. 270658-6449, Vatnsendabletti 181, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 738.282, auk dráttarvaxta af kr. 424.837 frá 9. ágúst 1996 til 17. febrúar 1998, en af kr. 738.282 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu hæfilegs málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda að viðbættum virðisaukaskatti. Málavextir. Stefnandi og stefndi eru fyrrverandi hjón. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda, á grundvelli eignaskiptasamnings sem aðilar gerðu vegna skilnaðar síns, um greiðslu á kr. 738.282 sem hún hefur greitt vegna skulda við Den Danske Bank A/S og Lífeyrissjóð Vestfjarða. Atvik að baki máli eru þau að aðilar máls þessa gengu í hjúskap árið 1982. Þann 6. febrúar 1989 gerðu þeir með sér kaupmála um að íbúð að Silfurteig 5 í Reykjavík skyldi vera séreign stefnanda og var kaupmálinn skráður í kaupmálabók Borgarfógetaembættisins í Reykjavík 28. febrúar s.á. Síðar á árinu 1989 fluttu málsaðilar til Danmerkur og aftur heim til Íslands í júlí 1993. Þann 5. október 1993 fengu aðilar leyfi til skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðarleyfi 31. mars 1995. Við fyrirtöku skilnaðarmálsins hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 30. september 1993 lögðu aðilar fram eignaskiptasamning dagsettan sama dag. Ákvæði samningsins um skiptingu skulda er svofellt: „Björk greiði áhvílandi skuldir af Silfurteig 5, þinglýstri séreign hennar. Gunnlaugur greiði allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til.” Hinn 30. september 1993 gerðu aðilar með sér annan samning þar sem segir m.a. orðrétt: „Gulli greiði allar skuldir, en ef hann getur það ekki má hann koma með þær til Bjarkar.” Þegar aðilar fluttu heim til Íslands frá Danmörku voru þeir í skuld að upphæð u.þ.b. DKR 31.000 við Den Danske Bank A/S þar sem þau höfðu haft svokallaðan „ökonomikonto.” Þann 30. mars 1995 höfðaði bankinn mál á hendur þeim til greiðslu á skuldinni sem nam þá DKR 33.239,54. Hinn 4. maí s.á. gerði stefndi sátt við bankann um greiðslu kröfunnar. Stefndi stóð ekki við sáttina og var stefna í málinu árituð í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. apríl 1996. Stefnandi greiddi skuldina við Den Danske Bank hinn 9. ágúst 1996 með kr. 424.837. Þann 17. febrúar 1998 greiddi stefnandi skuld við Lífeyrissjóð Vestfirðinga að fjárhæð kr. 313.445,20 skv. skuldabréfi útgefnu af stefnanda þann 10. apríl 1985 að fjárhæð kr. 193.000, upphaflega með veði í fasteigninni Stórholti 9, Ísafirði, íbúð á 1. hæð merkt A, en við greiðslu með veði í fasteigninni Fífuhvammi 25, Kópavogi. Fasteignina að Stórholti 9 keyptu málsaðilar með kaupsamningi dags 10. maí 1984 og var stefndi þinglýstur eigandi hennar. Til skuldarinnar var stofnað til að greiða afborgun af fasteigninni að upphæð kr. 193.961 þann 5. mars 1985. Þann 13. mars 1995 sendi stefnandi Lífeyrissjóði Vestfirðinga erindi um að stefndi yrði í samræmi við eignaskiptasamning aðila skráður greiðandi að láninu. Varð Lífeyrissjóðurinn við því og beindi greiðsluseðlum til stefnda. Í september 1997 fékk stefnandi greiðsluáskorun frá Lífeyrissjóðnum. Þann 17. febrúar 1998 greiddi stefnandi kröfuna upp með kr. 313.445,20. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á að hún hafi árangurslaust reynt að fá stefnda til að greiða skuldirnar við Den Danske Bank og Lífeyrissjóð Vestfirðinga, en ótvírætt sé samkvæmt eignaskiptasamningi aðila að stefndi hafi tekið að sér að greiða þær. Stefndi, sem hafi um árabil unnið við rekstur fyrirtækja og verið vel að sér um fjármál aðila, hafi sjálfur útbúið eignaskiptasamninginn, ráðið innihaldi hans, undirritað hann ásamt stefnanda og staðfest hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 30. september 1993. Stefndi hafi ekki krafist riftunar samningsins og óvéfengjanlegt sé að hann sé bundinn af honum gagnvart stefnanda. Stefndi byggir á að þegar aðilar skildu að borði og sæng hafi fjárhagur þeirra verið þannig að sameiginlegar eignir þeirra hrukku ekki fyrir skuldum. Þar sem hætta hafi verið á því að skuldheimtumenn myndu ganga að eignum aðilanna til fullnustu á kröfum sínum hafi eignaskiptasamningur sá sem staðfestur var hjá sýslumanni verið gerður. Tilgangurinn með samningnum hafi þannig verið að gera skuldheimtumönnum erfiðara fyrir að ganga að stefnanda með kröfur sínar þannig að tóm gæfist til þess að greiða skuldirnar án þess að gengið yrði að íbúð konunnar að Silfurteigi 5 í Reykjavík. Hafi stefnda verið það kappsmál að tryggja sem best framtíð barna þeirra hjónanna og koma í veg fyrir að þau stæðu uppi húsnæðislaus. Jafnframt hafi því verið gerður annar samningur milli aðila. Samkvæmt þeim samningi skal stefndi greiða allar skuldir, en ef hann getur það ekki má hann koma með þær til stefnanda. Sá samningur sýni svart á hvítu að samningurinn sem staðfestur var hjá sýslumanni var einungis „pro forma” samningur, gerður í framangreindum tilgangi. Samningur aðila hafi í raun verið sá að þau áttu að greiða sameiginlegar skuldir sínar til helminga hvort. Þá byggir stefndi á því að lánið við Lífeyrissjóð Vestfjarða teljist ekki til sameiginlegra skulda. Það geti auk þess hvorki fallið undir „lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til.” Stefndi hafi einnig skuldað lífeyrissjóðslán hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna sem hafi verið hærra en lífeyrissjóðslán það sem stefnandi hefur greitt. Um það hafi verið samið að hvort hjónanna tæki sitt lífeyrissjóðslán. Stefndi hafi greitt af sameiginlegum skuldum þeirra hjóna kr. 625.000 vegna skuldar við Kreditkort hf. Þá hafi hann greitt lán í Búnaðarbanka Íslands nálægt 1.000.000 króna. Stefndi hafi með þessum greiðslum staðið að fullu skil á sínum helmingi af sameiginlegum skuldum þeirra hjóna og vel það. Loks byggir stefndi á að hluti skuldarinnar við Den Danske Bank sé vegna kaupa á heimilistækjum fyrir bróður stefnanda og beri stefnanda að krefja hann um greiðslu þess hluta skuldarinnar, hafi hún ekki fengist greidd. Auk aðila, gaf bróðir stefnanda, Viðar Marel Jóhannsson, skýrslu fyrir dóminum. Í skýrslu hans kom fram að hann hafi rætt við aðila um fjárskiptin vegna skilnaðar þeirra. Hans skilningur hafi verið sá að stefnandi tæki að sér allar skuldbindingar vegna fasteignarinnar, en stefndi tæki að sér að greiða allar aðrar skuldir. Stefndi hafi ítrekað endurtekið við hann að skuldir skiptust þannig. Þá kom þar fram að aðilar hefðu fyrir heimflutninginn frá Danmörku keypt fyrir hann og konu hans ísskáp og ryksugu. Stefndi hafi viljað greiða fyrir tækin með greiðslukorti þeirra hjóna frekar en að fá senda greiðslu. Kaupverðið, 70.000 krónur, hafi hann síðan greitt stefnda eftir heimkomuna með 5000 króna seðlum. Einnig að stefndi hafi beðið hann að mæta í málinu sem Den Danske Bank höfðaði á hendur aðilum til þess að sækja um frest þar sem hann var erlendis og hafi hann gert það. Þá hafi hann mætt fyrir stefnda í málinu í annað skipti til að leggja fram skjöl til staðfestu á að stefndi hefði gert samning við bankann um greiðslu á skuldinni. Hann hafi litið svo á að stefndi hafi við skilnað aðila tekið að sér að greiða umrædda skuld. Niðurstöður. Með eignaskiptasamningi aðila dags. 30. september 1993, sem aðilar staðfestu fyrir sýslumanni sama dag, varð samkomulag með þeim um fjárskipti vegna skilnaðar þeirra. Stefndi byggir á því að samningurinn hafi verið málamyndasamningur gerður í því skyni að koma í veg fyrir að skuldheimtumenn gengu að séreign konunnar. Ekki verður fallist á það með stefnda að samningurinn sem aðilar gerðu sama dag styðji þá fullyrðingu hans. Á það er að líta að sá samningur kveður á um að stefndi greiði allar skuldir, en ef hann geti það ekki þá megi hann koma með þær til stefnanda. Þá þykir ekkert annað fram komið í málinu er styðji það að samningurinn sé málamyndagerningur. Einnig þykir ekkert fram komið í málinu sem styður þá fullyrðingu stefnda að samningur aðila hafi í raun og veru verið sá að þau skyldu greiða sameiginlegar skuldir sínar til helminga. Verður því á því byggt að eignaskiptasamningurinn sem aðilar staðfestu hjá sýslumanni gildi um skiptin milli þeirra, en samkvæmt samningnum skyldi stefnandi greiða áhvílandi skuldir á fasteigninni Silfurteig 5, Reykjavík sem var séreign hennar samkvæmt kaupmála, en stefndi allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau höfðu í sameiningu stofnað til. Óumdeilt er að skuldin við Den Danske Bank A/S er tilkomin vegna svokallaðs „ökonomikonto” sem aðilar höfðu hjá bankanum meðan þau bjuggu í Danmörku. Fyrir liggur að stefndi gerði einn sátt við bankann um greiðslu skuldar á reikningnum. Sú fullyrðing stefnda að hluti skuldarinnar sé tilkominn vegna kaupa á heimilistækjum fyrir bróður stefnanda, sem ekki hafi fengist greidd, er ekki studd neinum gögnum. Þá er á það að líta að bróðirinn gaf skýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa greitt stefnda tækin að fullu eftir heimkomuna. Stefnandi tók lánið hjá Lífeyrissjóði Vestfjarða meðan á hjúskap aðila stóð og ómótmælt er að því hafi verið varið til greiðslu afborgunar af íbúð sem aðilar keyptu á Ísafirði og stefndi var þinglýstur eigandi að. Verður því við það miðað að um sameiginlega skuld aðila hafi verið að ræða. Í eignaskiptasamningi aðila er kveðið á um að stefnandi greiði áhvílandi skuldir á fasteigninni Silfurteig 5, en stefndi allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til. Skuldin við lífeyrissjóðinn er hvorki lausaskuld né bankalán, en þegar til orðalags samningsins er litið þykir verða við það að miða að með honum sé kveðið á um að stefndi greiði allar aðrar skuldir hjónanna en þær sem hvíla á fasteigninni Silfurteig 5. Fær sá skilningur stoð í framburði vitnisins Viðars Marel Jóhannssonar . Þegar framanrakið er virt verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 738.282 auk dráttarvaxta eins og krafist er og greinir í dómsorði. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 180.000 krónur og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Gunnlaugur Bjarnason greiði stefnanda, Björk Jóhannsdóttur kr. 738.282 auk dráttarvaxta af kr. 424.837 frá 9. ágúst 1996 til 17. febrúar 1998, en af kr. 738.282 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 180.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 492/1998
Líkamsárás Sérálit
S var dæmd til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa stungið mann með hnífi í brjóstið enda þótti sannað, gegn andmælum hennar, að hún hefði stungið manninn af ásetningi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. desember 1998 að ósk ákærðu. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. Ákærða krefst þess aðallega að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði milduð. I. Aðeins hinn fyrri af tveimur ákæruliðum er til endurskoðunar í Hæstarétti. Samkvæmt honum er ákærða sökuð um að hafa að kvöldi sunnudagsins 1. mars 1998, í íbúð sinni að Skógarhjalla 6, Kópavogi, stungið hnífi í brjósthol Viðars Björnssonar, tveimur sentimetrum til hægri við hægri brún bringubeins, milli 4. og 5. rifs, með þeim afleiðingum að hann missti mikið blóð og að um það bil einn lítra af blóði þurfti að tæma úr brjóstholi hans þegar hann leitaði læknis tveimur dögum síðar. Atvikum er lýst í héraðsdómi. Ákærða hefur viðurkennt að atburður þessi hafi átt sér stað og vísað á hnífinn. Hún heldur því aftur á móti fram að þetta hafi gerst fyrir slysni. Hafi hún verið við matseld í eldhúsi og hnífurinn, sem hún hafi haft í hægri hendi, hafi rekist í Viðar. Af framburðum þeirra má ráða að þau hafi átt í deilu um vín eða peninga. Hún kvaðst eftir atburðinn hafa hent frá sér hnífnum. Hún batt síðan um sár Viðars og bjó um hann á dýnu í íbúðinni. Hún þvoði einnig föt hans og reyndi að hreinsa burt ummerki atburðarins í íbúðinni. Ber að fallast á það með héraðsdómi að sannað sé að atburðurinn hafi átt sér stað á sunnudegi en það var ekki fyrr en á þriðjudagsmorgni að Viðar leitaði læknis. Var hann þá í fylgd ákærðu. Samkvæmt vottorði skurðlæknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem gefið var út í tilefni af rannsókn málsins, sagði Viðar við komu þangað að hann hefði verið stunginn í brjóstholið hægra megin tveimur dögum áður. Við almenna líkamsskoðun var hann „með hita 38.3, aukna hjartsláttartíðni eða 130 slög á mínútu og verulegt blóðþrýstingsfall í sitjandi stöðu miðað við liggjandi, allt teikn um blóðtap.“ Tveimur sentimetrum til hægri við hægri brún bringubeins, milli 4. og 5. rifs, var ríflega sentimeters langt sár með hrúðri á börmum og af útliti að dæma tveggja til þriggja daga gamalt. Blóðrannsóknir sýndu verulega lækkun á blóðrauða, sem studdi frekar það mat að um blóðtap hefði verið að ræða. Í ljósi þessa var lagður keri í hægra brjósthol og þaðan var svo tæmdur um það bil einn lítri af blóði. Viðari var síðan gefið blóð og hann vistaður á sjúkrahúsinu. Í vottorðinu segir ennfremur að útlitið bendi til þess að um sár frá beittu áhaldi hafi verið að ræða, þar sem mar umhverfis það hafi verið mjög lítið og skurðbrúnir sársins hreinlegar. Þá segir þar ennfremur að við innlögn hafi röntgenmynd sýnt loft fyrir utan hægra lunga sem annað tveggja hafi komið vegna áverka á lungað ellegar utan frá gegnum sárið á brjóstvegginn. Hvort heldur sem væri hafi áverki þessi verið lífshættulegur í eðli sínu. Þegar sjúklingurinn hafi verið lagður inn á sjúkrahúsið hafi hann hins vegar ekki verið í yfirvofandi lífshættu. Læknirinn sem gaf vottorðið sagði fyrir dómi að sár eins og það, sem hér var um að ræða, séu almennt stungusár. Sárið hafi gengið í gegnum brjóstvegginn en hann sé um það bil tveggja sentimetra þykkur á þessu svæði. Lækninum var sýndur hnífurinn sem ákærða segir að stungist hafi í Viðar. Sagði hann þá að eina leiðin til þess að valda slíku sári með hnífnum hefði verið sú að honum væri beitt beint fram. Til þess að um óhapp hefði verið að ræða hefði Viðar þurft að detta beint á oddinn á hnífnum. II. Af því sem að framan er rakið þykir ljóst að ákærða rak beittan hníf, sem hún hafði í hægri hendi, í Viðar Björnsson í framhaldi af rifrildi þeirra. Hnífurinn fór í gegnum föt hans og um það bil tvo sentimetra í gegnum húðina og inn í brjóstholið. Viðar sagði strax á sjúkrahúsinu og hefur haldið sig við það síðan að hann hefði verið stunginn. Hann hefur þó ekki viljað kæra ákærðu eða gera bótakröfur á hendur henni. Hegðun þeirra eftir atburðinn, svo sem henni er lýst í héraðsdómi, bendir til þess að þau hafi viljað koma í veg fyrir að lögreglan blandaðist í málið. Framburður Viðars fær stoð í framangreindu áliti læknisins. Ákærða neitaði í fyrstu að hafa stungið Viðar. Framburður hennar fær heldur ekki stoð í vottorði eða framburði læknisins. Hún kom Viðari ekki undir læknishendur fyrr en á öðrum degi eftir atburðinn, en þau og vitnið Karl Valgarðsson eru sammála um að Viðari hafi liðið illa. Hefur því mati héraðsdóms ekki verið hnekkt að framburður ákærðu sé ósennilegur. Þykja fram komnar nægar sönnur fyrir sekt hennar. Henni mátti ekki dyljast hættan, sem af verknaði hennar stafaði, en samkvæmt framangreindu læknisvottorði var um að ræða lífshættulegan áverka. Verknaður ákærðu er réttilega heimfærður til refsiákvæðis í héraðsdómi. Sakarferill ákærðu er rakinn í héraðsdómi. Auk annarra brota eru þar talin brot gegn lífi manna og heilsu, en 22. maí 1986 var hún dæmd í Hæstarétti fyrir brot á 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 24. maí 1989 fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. sömu laga, en því broti svipar mjög til þess brots, sem hún er hér sakfelld fyrir. Ljóst er að hún kom hinum slasaða ekki undir læknishendur heldur reyndi að koma í veg fyrir að verknaðurinn kæmist upp og að fá Viðar til að falla frá kæru. Samkvæmt sakarferli ákærðu og hegðun eftir atburðinn verður ekki hjá því komist að þyngja refsingu frá því er ákveðið var í héraðsdómi. Þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 5 ár, en frá því skal dragast gæsluvarðhaldsvist svo sem í héraðsdómi greinir. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærða greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, svo sem nánar greinir í dómsorði. Hjörtur Torfason tekur fram, að hann telji refsingu hæfilega ákveðna í héraðsdómi. Dómsorð: Ákærða, Sólrún Elídóttir, sæti fangelsi í 5 ár og komi gæsluvarðhaldsvist hennar frá 7. til 10. mars 1998 með fullri dagatölu til frádráttar refsingunni. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 120.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 120.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 1998. Ár 1998, þriðjudaginn 17. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara og meðdómsmönnunum Finnboga H. Alexanderssyni og Sveini Sigurkarlssyni, héraðsdómurum kveðinn upp dómur í málinu nr. S-242/1998: Ákæruvaldið gegn Sólrúnu Elídóttur, sem dómtekið var 13. nóvember s.l. að lokinni vettvangsgöngu og endurflutningi, en það var áður flutt 27. ágúst s.l. Málið er með ákæru útgefinni 23. júní s.l. höfðað gegn Sólrúnu Elídóttur, kt. 040556-2309, Áshamri 71, Vestmannaeyjum fyrir eftirgreindar líkamsárásir: 1. Með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 1. mars 1998, í íbúð ákærðu að Skógarhjalla 6, Kópavogi, stungið hnífi í brjósthol Viðars Björnssonar, tveimur sentimetrum til hægri við brún bringubeins milli 4. og 5. rifs, með þeim afleiðingum að hann missti mikið blóð og að um það bil einn lítra af blóði þurfti að tæma úr brjóstholi hans þegar hann leitaði læknis tveimur dögum síðar. 2. Með því að hafa síðdegis fimmtudaginn 30. apríl 1998, í íbúð ákærðu að Skógarhjalla 6, Kópavogi, veitt Viðari Björnssyni áverka með hvössu eggjárni vinstra megin aftan á hálsi, með þeim afleiðingum að hann hlaut þar 1,5 sentimetra langan skurð. Telst brot samkvæmt fyrri kafla ákæru varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20,1981, og brot samkvæmt síðari kafla við 1. mgr. 217. gr. alm. hgl., sbr. 10. gr. laga nr. 20,1981. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, þar með talin hæfileg saksóknarlaun í ríkissjóð. Ákærða hefur krafist þess aðallega að hún verði sýknuð af kröfum ákæruvaldsins í málinu, en til vara er þess krafist að hún verði dæmd til til vægustu refsingar sem lög heimili og verði hún skilorðsbundin og komi gæsluvarðhaldsvist ákærðu til frádráttar. Þá verði allur kostnaður sakarinnar að meðtöldum hæfilegum málsvarnarlaunum til skipaðs verjanda hennar hrl. Kristjáns Stefánssonar lagður á ríkissjóð. I. Málavextir. 1. Brjóstholsáverki. Fimmtudaginn 5. mars s.l. kl. 2210 var hringt í lögreglustöðina í Kópavogi og tilkynnt um að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lægi Viðar Björnsson með brjóstholsáverka eftir hnífstungu. Tilkynnandi kvaðst vera skyldmenni Viðars, en vildi ekki láta nafns síns getið, en kvað atburðinn hafa átt sér stað síðastliðinn sunnudag í íbúð ákærðu Sólrúnar Elídóttur að Skógarhjalla 6, Kópavogi. Viðar hafði hringt í tilkynnanda um kl. 2100, en hann hafi verið tregur til að gefa upplýsingar um hvernig hann hafi hlotið áverkana, en er gengið hafði verið frekar á hann hefði hann sagt að fyrrverandi sambýliskona hans, ákærða Sólrún, hafi lagt til hans með hnífi í íbúð hennar sunnudaginn 1. mars og jafnframt hafði hann tekið fram, að hann ætlaði ekki að kæra hana fyrir verknaðinn. Tilkynnandi kvaðst óttast ákærðu og vísaði til þess, að Sólrún hafi stungið Viðar í brjóstholið fyrir 4-5 árum og 1996 hafi hún stungið hann í lærið við rassvöðva, en Viðar hafi ekki kært. Í framhaldi af þessari tilkynningu fór Páll Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður, á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og fékk þar staðfest hjá Jóni Baldurssyni yfirlækni deildarinnar, að Viðar hafi komið þangað á eigin vegum um kl. 1100 3. mars s.l. með brjóstholsáverka og taldi hjúkrunarfræðingur á deild B, þar sem sem Viðar lá, að áverkar hans væru eftir hnífstungu, en ekki náðist tal af lækninum sem annaðist Viðar, Þorvaldi Jónssyni, skurðlækni, sem var upptekinn í aðgerð. Daginn eftir höfðu lögreglumenn svo tal af lækninum, sem kvað Viðar hafa komið til hans frá Heilsugæslustöð Kópavogs að morgni 3. mars og verið með sár á brjósti og öðru lunga, sem hefði verið fallið saman. Sárið hafi ekki verið nýtt og gæti verið tveggja daga gamalt. Hann kvað Viðar hafa gefið óljós svör um hvernig hann hefði hlotið áverkann. Reynt var að fá að tala við Viðar, en hann vildi ekki tala við lögreglu og bar því fyrir sig, að hann væri of veikur og var það virt. Á Heilsugæslunni í Kópavogi var upplýst, að Viðar hefði komið þangað kl. 0945 í fylgd með ákærðu Sólrúnu og kvartað um verk í brjósti og reynst vera með sár á hægra brjósti og loftbrjóst. Hann hafði gefið óljós svör um hvernig hann hefði hlotið áverkann og ekki hafði sést blóð á fötum hans. Í áverkavottorði sem Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir gaf að ósk lögreglunnar í Kópavogi kemur þetta fram: “Viðar Björnsson kemur á Röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi að morgni þriðjudags 03.03.98 að tilvísan Sigurðar Inga Sigurðssonar heilsugæslulæknis á Heilsugæslustöðinni í Kópavogi. Við röntgenmyndatöku sést vökvi hægra megin í brjóstholi og loft utan við hægra lunga og er undirritaður því tilkallaður sem vakthafandi sérfræðingur á skurðlækningadeild þann sólarhring. Sjúklingur er í framhaldi af því lagður inn á skurðlækningadeild SHR. Við innlögn á sjúkradeildina er sjúklingur illa til hafður og angandi af áfengislykt. Þó stilltur og meðfærilegur. Gefur þá sögu að hann, tveimur dögum áður, hafi verið stunginn í brjóstholið hægra megin, en segist ekki vita með hvers konar áhaldi það var, og vill engin frekari smáatriði veita og ber fyrir sig minnisleysi. Við almenna líkamsskoðun er sjúklingur með hita, 38,3, aukna hjartsláttartíðni eða 130 slög á mínútu og verulegt blóðsþrýstingsfall í sitjandi stöðu miðað við liggjandi, allt teikn um blóðtap. Hann er með grunn hruflsár í andliti. Tveimur sentimetrum til hægri við hægri brún bringubeins milli 4. og 5. rifs er ríflega sentimeters langt sár með hrúðri á börmum og af útliti að dæma tveggja til þriggja daga gamalt. Engin önnur áverkamerki greind á brjóstholi eða kviðarholi. Blóðrannsóknir sýna verulega lækkun á blóðrauðu, til frekari stuðnings því mati að um blóðtap hafi verið að ræða. Í ljósi þessa, sögu sjúklings og útlits á röntgenmynd var í staðdeyfingu lagður keri í hægra brjósthol og þaðan tæmdur út um það bil einn líter af blóði. Sjúklingi síðan gefin blóðgjöf og hefur síðar vistast á spítalanum. Með tilliti til þeirra spurninga sem lagðar eru fram sérstaklega í beiðni yðar um vottorð fyrir þennan sjúkling skal upplýst: a.Eini markverði áverkinn var ofangreint sár á brjóstvegg hægra megin eins og lýst er að ofan b.Útlitið bendir til að um sár frá beittu áhaldi hafi verið að ræða, þar sem mar umhverfis var mjög lítið og skurðbrúnir sársins hreinlegar. Hvers konar áhald þetta hefur verið er hins vegar ekki hægt að fullyrða um af útliti sársins. c.Sjúklingur hafði sannanlega blætt um það bil einn lítra inn í brjósthol hægra megin og þetta valdið yfirboðaeinkennum um lost. Röntgenmynd við innlögn sýndi að auki loft fyrir utan hægra lunga, sem annað tveggja hefur komið vegna áverka á lungað ellegar utan á gegnum ofannefnt sár á brjóstvegginn. Hvort heldur er, er áverki þessa eðlis lífshættulegur í eðli sínu. Þegar sjúklingur er lagður inn á sjúkrahúsið lá hins vegar ekki fyrir yfirvofandi lífshætta. d.Ekki er frekari heimilda hér um að geta en koma fram að ofan.” Þann 6. mars s.l. var ákærða handtekin og var grunuð um að eiga sök á framangreindum áverka á Viðari. Hún neitaði alfarið sakargiftum, en heimilaði húsrannsókn á heimili sínu að Skógarhjalla 6, Kópavogi og fór vettvangskönnunin fram síðar sama dag 7. mars og kom þetta fram við rannsóknina. Skógarhjalli 6 er tvílyft og nýlegt steinhús, þar sem íbúð ákærðu er á efri hæð, en á neðri hæð eru tvær íbúðir. Þegar komið er inn í anddyrið á íbúð ákærðu, er innangengt úr því í lítið forstofuherbergi á vinstri hönd. Úr anddyrinu er og gengið inn í skála með salerni á vinstri hönd og svefnherbergi í framhaldi á vinstri hönd. Skáli og stofa eru samliggjandi. Á hægri hönd þegar komið er inn í skálann, er gengið inn í eldhús og á hægri hönd þegar komið er inn í það er þvottahús. Við fyrstu skoðun á íbúðinni virtist allt eðlilegt og ekki sjá nein merki um átök. Við nánari skoðun kom í ljós að í svörtum poka í anddyrinu var sæng og dýnuhlíf, yfirdýna með blettum, sem ætla mætti að væru blóðblettir. Við skoðun á svefnherbergi mátti sjá á norðurvegg um 60 sm ofan við höfðagafl rúmsins tvær litlar blóðslettur. Við skoðun á eldhúsi á suðurvegg og á gólfi í borðkrók mátti sjá allnokkrar blóðslettur og kám sem reynt hafði verið að þurrka upp. Í nýþvegnu og samanbrotnu taui sem var inni í stofu fannst pólóskyrta, sem merkt var V.B. í hálsmálið. Við skoðun kom í ljós, að framan á henni var lítið gat og á framanverðum streng hennar var blóðblettur. Þá fannst og í taustaflanum handklæði, sem í virtust vera blóðblettir. Í þvottaherbergi fannst gólfmoppa með rauðleitu kámi í og í sorpíláti voru sokkar með ætluðu blóði. Fatnaðurinn og tauið var haldlagt til frekari skoðunar og tekin voru blóðsýni af ætluðum blóðslettum í eldhúsi og svefnherbergi. Eftir að húsrannsókn þessari var að mestu lokið, var tekin skýrsla af ákærðu hjá lögreglu. Hún neitaði enn að eiga sök á því, að Viðar hafi hlotið áverkana í brjóstholinu. Hún kvað Viðar vera fyrrum sambýlismann sinn og hafi þau búið saman í samtals 8 ár á níunda áratugnum, en sambúðinni hafi lokið vegna mikillar óreglu beggja. Hún kvað samskiptin eftir það hafa verið góð milli þeirra og væru þau góðir vinir. Hann hafi viljað hefja sambúð við hana, en hún hafið sambúð 1995 við núverandi eiginmann sinn, og þau búið saman frá þeim tíma. Hann sé sjómaður og dvelji langtímum að heiman. Hún kvað Viðar eftir 15. ágúst 1997 hafa farið í 6 mánaða fangelsisafplánun og verið nýbúinn að ljúka henni er hann hafi hringt heim til hennar mánudaginn 2. mars s.l. um kl. 1700-1800 og beðið um að fá að koma í heimsókn. Hún hafði ekki viljað fá hann í heimsókn, þar sem Karl Valgarðsson var gestkomandi á heimili hennar og hafði dvalið þar allt frá 3. febrúar s.l. og þau verið í töluverðri óreglu á þessu tímabili. Viðar hafi þá sagst hafa verið stunginn og viljað því koma heim til hennar. Hún hafði þá sagt honum að taka leigubifreið heim til hennar og boðist til að borga hana. Skömmu síðar hafi Viðar komið á leigubifreið og svo hringt dyrabjöllunni og hún opnað fyrir honum. Hún kvað hann hafa verið í dökkri úlpu, skyrtulausan, en í hvítum bol og hafði hún séð að á bolnum fyrir miðri bringu hans hafi verið u.þ.b. lófastór blóðblettur. Hún hafði ekki séð á göngulagi hans að hann hafi orðið fyrir miklum líkamlegum áverka, en eftir að hann hafði sest í stól í sjónvarpsherberginu gegn Karli fór hún að skoða áverkann hjá Viðari og séð að lítil skráma var fyrir á miðri bringu hans og blæddi smávegis úr henni. Hún hafði sótt sjúkragrisju og sett á sárið og hvatt Viðar til að fara á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en hann hafnað því og talið að þetta myndi lagast. Hún kvaðst hafa spurt Viðar með hvaða hætti hann hafi fengið áverkann eða hver hafi ráðist á hann, en hann ekki gefið skýr svör þar um. Hún hafði þá ráðið það af svari hans að fyrr þennan dag hafi karlmaður ráðist á hann í Austurstræti eða Hafnarstræti. Hún hafði svo búið um Viðar á dýnum á gólfinu í stofunni áður en hún fór að sofa, sett kodda undir höfðalag hans og breitt yfir hann. Hún hafði þá rætt stuttlega við hann og fór hann þá að kúgast. Sótti hún þá fötu sem hún setti hjá honum og hann ældi í, en sofnaði svo. Um nóttina hafði hún vaknað við dynk og heyrði að Viðar var að kveinka sér og hafði og orðið vör við að hann var af og til að kveinka sér. Hún hafði því vakið hann um kl. 0900 um morguninn og kannað líðan hans og hann svarað því til að honum liði ekki vel og að tillögu hennar samþykkt að fara á Heilsugæslustöð Kópavogs. Hann hefði klætt sig sjálfur og þau farið saman á Heilsugæslustöðina og Viðar verið sendur þaðan á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Henni var bent á að ekkert blóð hafi sést á fötum Viðars, er hann hafi komið á Heilsugæslustöðina. Hún kvaðst þá hafa látið hann hafa annan bol, dökkfjólubláan, sem hann væri sennilega í núna, og hún sennilega þvegið hvíta bolinn og jafnvel annan fatnað sem Viðar var í. Hún hafði svo heimsótt Viðar á Sjúkrahús Reykjavíkur seinni hluta dags 3. mars s.l. og haft tal af honum í síma 4. mars s.l. Viðar Björnsson, kt. 240848-7759, gaf skýrslu hjá lögreglunni í Kópavogi 9. mars s.l. og var hann spurður um það með hvaða hætti hann hafi hlotið sár á brjóstið. Hann kvaðst vilja segja satt og rétt frá um mál þetta. Hann kvaðst hafa komið á laugardaginn til ákærðu og Karl Valgarðsson þá verið hjá henni. Viðar kvaðst svo hafa farið með ákærðu niður í bæinn um kvöldið með leigubifreið og komið heim til hennar síðar um kvöldið með öðrum leigubíl. Eftir það hafi hann dvalið alveg hjá Sólrúnu og ekki farið út, fyrr en hann hafi farið á heilsugæslustöðina og þau ásamt Karli setið að drykkju og verið mikið ölvuð og engir aðrir komið. Sannleikurinn væri sá, að það hafi verið ákærða sem hafi stungið hann í brjóstið og hélt hann að það hafi verið með hníf. Þetta hafi gerst í stofunni heima hjá henni síðari hluta sunnudags og hafi Karl Valgarðsson verið vitni að þessu og þau öll verið mikið ölvuð. Hann kvað hafa komið til deilna milli hans og ákærðu út af 9.000 krónum sem hún hafi verið með í rassvasanum. Hún hafi borið upp á hann, að hafa stolið peningunum, en þá hafi hún verið búin að gleyma að hún notaði þá sjálf til þess að greiða fyrir tvær flöskur af áfengi sem hún hafi keypt af leigubílstjóra. Hafi rifrildi þetta endað með því, að hún hafi lagt til hans í brjóstið og hann fundið að hún hafi stungið hann. Hann hélt að hún hefði verið með hníf, en vissi ekki hvað af honum varð. Ekki mundi hann til þess, að hún segði neitt áður en hún lagði til hans. Hún hafi skyndilega og allt í einu lagt til hans. Hann kvað engin átök hafa orðið, en hann orðið reiður vegna þess, að hún hafi verið að bera á hann þjófnað. Hann kvaðst ekki hafa verið búinn að sjá hana með hnífinn áður og hafi hann staðið á stofugólfinu nær eldhúsinu, þegar þetta gerðist. Hann kvað ákærðu strax hafa áttað sig á því hvað hún var búin að gera og farið að hjálpa honum. Það hafi blætt mikið, sárið hafi verið stórt og blætt á föt hans. Hann hafi farið á eftir inn í hjónaherbergið, og ef til vill inn í eldhús. Hann hafði ekki fundið mikið til fyrst á eftir. Ákærða hafi búið um sárið, komið með hrein föt fyrir hann og þau svo haldið áfram drykkju, en á þriðjudagsmorgun hafi hann farið á Heilsugæslustöðina og svo á Slysadeildina. Á mánudagsmorguninn hafi hann og ákærða rætt um að segja ósatt frá atvikum og komið sér saman um að segja að þetta hafi gerst niður í bæ, en Karl hafi strax sagt að hann myndi ekki neitt um atburðinn. Hann kvað ástæðuna fyrir því að hann hafi tekið þátt í því að segja ósatt hafi aðeins verið þá, að hann hafi ætlað að bjarga ákærðu, en þetta hafi verið í þriðja sinn sem hún hafi lagt til hans með hnífi. Hugsun hans hafi einnig verið sú, að honum hafi þótt gott að geta komið til hennar til að drekka. Hann taldi sig geta átt von á einhverjum hefndarráðstöfunum vegna þess að hann hefði nú sagt satt frá og hætt að ljúga. Hann kvaðst hafa verið klæddur í svartar gallabuxur og í drapplitaða prjónapeysu, hnepptri í kragann og kvað pólóskyrtuna sem fundist hafði við rannsókn á heimili ákærða vera þessa peysu. Eftir að Viðar hafði gefið framangreinda skýrslu var aftur tekin skýrsla af ákærðu sem nú vildi breyta fyrri framburði. Hún kvað atvikin hafa verið þannig, að Viðar hafi hringt í hana á föstudaginn af veitingahúsinu Keisaranum og viljað koma með mann í heimsókn, en hún verið treg til þess, en þó samþykkt. Þeir hafi komið um kl. 1800, en maðurinn sem hún vissi engin deili á, hafði stutta viðdvöl hjá henni. Hún, Viðar og Karl hafi sofið í hjónarúminu um nóttina, en Viðar farið í burtu daginn eftir og verið frá í einhvern tíma. Hann hafði svo komið aftur og viljað fá hana með á Keisarann og hún slegið til og farið með honum. Þau hafi farið tvö, tekið leigubifreið að Keisaranum, stoppað þar mjög stutt og svo tekið leigubifreið aftur heim. Hún hafði í ferðinni keypt tvær flöskur á svörtum. Hún hafði átt að eiga 9.000 krónur í rassvasanum, en ekki fundið peningana er hún kom heim og sagt Viðari að skila þeim. Hún hafði leitað á honum og fundið lítið vasaútvarp, sem hann hafði stungið á sig. Hún hafði verið að sjóða slátur og skera utan af rófum. Hún hafði sagt Viðari að fara út og þar með hafi hnífurinn farið í hann. Þetta hafi gerst í eldhúsinu þar sem þau Viðar voru tvö, en Karl hafði verið inni í stofu. Hún hafði staðið við eldhúsborðið og verið að flysja rófur. Viðar hafi verið við endannn á borðinu hjá ísskápnum. Hún kvaðst hafa verið að biðja hann með góðu að fara út og boðist til að láta hann fá peninga fyrir leigubifreið. Þá hafi hún haldið á hnífnum í hægri hendi og verið að benda til hans með hnífnum. Hann hafi ekki viljað fara nema Karl færi líka og lotið niður að henni og hafi hnífurinn þá rekist í brjóstið á honum. Hún kvað þetta hafa verið um kvöldmatarleytið, en var ekki viss um hvaða dag, en taldi þó að það hefði verið daginn eftir. Á mánudaginn um kl. 1300-1400 hafi verið komið með frystikistu til hennar og Viðar viljað hjálpa til við að bera hana inn, en hún ekki viljað það, þar sem hann hafi verið slappur eftir að hnífurinn rakst í hann. Hún lýsti með svipuðum hætti og áður hvernig hún hafi hlúð að Viðari og viðbrögðum hans. Hún kvað ekki hafa komið til átaka milli þeirra áður. Hún var spurð um deilur þeirra og kvað hún þá sögu Viðars, um hvernig hnífurinn hafi lent í brjósti hans vera ranga og einnig væri það rangt að þetta hafi gerst í stofunni. Hún kvaðst svo hafa sleppt hnífnum eftir að hann hafði lent í Viðari og svo hafi hann lent með öðrum eldhúshnífum hennar. Hún kvað hafa blætt úr Viðari í eldhúsinu og ef til vill víðar. Hún kvaðst hafa þvegið fötin sem hann var í þ.á m. peysuna. Ákærða hefur lýst atvikum hér fyrir dómi í meginatriðum á sama veg og hjá lögreglu, en nánar greinir hún svo frá að hún hafi ætlað að sjóða slátur og rófur í greint sinn, en Viðar hafi viljað fá vín og hún sagt honum að hann fengi ekki meira vín, fyrr en búið væri að borða. Hún kvaðst svo hafa sagt honum að koma sér út og gæti hann tekið leigubifreið sem hún myndi borga fyrir hann. Hún kvaðst þá hafa verið að flysja rófur, en átt eftir að skera þær í fjóra parta. Hún hafi haldið eldhúshnífnum sem hún notaði við þetta, í hægri hendi. Viðar hafi verið kominn inn í eldhús og komið að henni þar sem hún var að reyna að skera rófurnar í fjóra parta og spurt hvort hún ætlaði að reka hann út og hún játað því, ef hann væri með læti út af víni, en kvaðst ekki hafa ógnað honum með hnífnum. Hún kvaðst hafa ýtt Viðari frá sér með vinstri hendi og sagt honum að fara í síma til að hringja í leigubifreið. Þá hafi hann komið nær henni og hnífurinn þá rekist í hann og lent einhversstaðar framan á honum. Honum hafi brugðið, en samt ekki hrópað. Hún kvaðst hafa orðið að hætta við að skera rófurnar, því að henni hefði brugðið svo við þetta. Hún hafði tekið hnífinn úr brjóstholinu á Viðari og hent honum frá sér til að athuga hvað hefði gerst og svo farið að huga að Viðari. Hún kvað þetta hafa verið slys en ekki ásetning hjá sér. Það hafi blætt mikið úr Viðari og henni ekki staðið á sama og viljað að hann færi til læknis. Hann hafi ekki viljað það, og sagt að þetta væri allt í lagi, þetta myndi lagast. Henni hafi verið svo brugðið, að hún hafi hætt við að sjóða rófurnar, sest niður og fylgst með honum. Hann hafi samt fengið sér “sjúss”. Hún hafði svo tekið fram dýnu og látið Viðar leggjast á hana í stofunni hjá eldhúsinu, en hann verið mjög þyrstur og hún því haft hann nálægt eldhúsinu. Hún kvað Viðar hafa hljóðað af sársauka um nóttina og henni þá liðið ennþá verr. Um morguninn hafi hún sagt við Viðar, að hún hlustaði ekki á hann og farið með hann á Heilsugæslustöð Kópavogs. Hún kvað Viðar ekki hafa verið lengi á spítala, og hefði hún og Karl hitt hann ölvaðan niður á Hlemmi þegar hann kom af spítalanum. Ákærða taldi það vera afbrýðisemi af hálfu Viðars, sem réði því að hann teldi hana eiga sök á stungunni af ásetningi. Hún kvað Viðar vera fyrrverandi sambýlismann sinn, sem alltaf hafi elskað hana og væru þau vinir þó að þau væru skilin. Hann virtist samt hata hana meira og meira af því að hún hafi byrjað að búa með góðum manni sem ekki sé “alki” heldur skipstjóri. Hatrið hafi aukist eftir að hann hafi frétt að hún hafi gifst þessum manni. Hún kvað það hafa komið fram hjá Viðari er hún og Karl hittust þarna á Hlemmi, að þess vegna hafi hann ákveðið að kæra hana fyrir að hafa stungið hann og sérstaklega af því að hún hefði lent í því áður að stinga mann. Hún kvaðst hafa sagt við Viðar á Hlemmi. “Hvað ertu að gera mér, sem ég hef ekki gert”, en hann vissi sjálfur, að hún hafi ekki gert þetta. Þá hafi hann sagst hafa verið svo sár yfir því að liggja á spítala og ákveðið þetta af því að hann hafi verið reiður. Hann vilji hana aftur, en fái ekki, af því að hún sé gift góðum manni og verði gift honum áfram og allt til æviloka og því láti Viðar svona við hana. Hún kvaðst þá hafa spurt Viðar hvers vegna hann tæki þetta ekki til baka þar sem hún hafi ekki gert þetta. Hann hafi þá sagt “Auðvitað geri ég það, ég elska þig það mikið, að ég ætla ekki að ljúga upp á þig. Hann hafi svo farið blindfullur til RLR, en þar hafi ekki verið tekið mark á honum. Viðar Björnsson bar vitni hér fyrir dómi. Vitnið kvaðst hafa komið föstudagskvöldið 27. febrúar s.l. heim til ákærðu og þau ásamt Karli Valgarðssyni setið að drykkju um helgina. Seinni partinn á sunnudag eða þá undir kvöld hafi orðið rifrildi milli þess og ákærðu og Karl verið viðstaddur. Rifrildið hafi magnast og það ákveðið að fara út, en samt boðið ákærðu að leita á sér fyrst. Hún hafi gert það, og það næsta sem vitnið vissi af sér var að það hafi fundið mikinn verk í brjósti og svo fór að blæða úr því. Það kvaðst hafa verið við eldhúsið, en samt inni í stofu. Karl hafi verið innar í stofunni. Það kvaðst aldrei hafa séð hníf. Það hafði orðið mjög máttlaust og lagst á gólfið og ákærða komið til hjálpar og bundið að sárinu. Það kvaðst hafa verið þarna eftir þetta rúma tvo sólarhringa og deyft sig með víni. Það kvaðst ekki hafa beðið um, að sóttur yrði læknir, heldur viljað bíða og sjá til. Ákærða hafi viljað að það færi til læknis, en það vitað að það myndi bara kosta lögreglu, vesen og leiðindi. Það kvaðst hafa verið þarna allan mánudaginn og það og ákærða þá rætt hvernig haga skyldi sögu af atburðinum. Á þriðjudaginn hafi þrautirnar verið orðnar það miklar að það hafi verið tilneytt að fara til læknis. Borið var undir vitnið lýsing ákærðu á því hvernig vitnið hlaut áverkann. Vitnið var visst um, að það hafi verið á leið út úr stofunni, er það hafi fundið fyrir verk fyrir brjóstinu og hnigið niður og þetta gerst í stofunni við eldhúsdyrnar. Það kvað ákærðu ekki hafa verið í eldhúsinu og það hafði ekki orðið vart við að ákærða hafi á þessum tíma verið að flysja rófur eða sjóða slátur né minntist það þess að það hafi neitt verið eldað á þessum tíma. Það kvað engar hnippingar hafa orðið á milli þeirra áður en það fékk sárið á brjóstið og ítrekaði að það hafi ekki séð hnífinn í hendi ákærðu áður. Það vildi þó ekki fullyrða að hún hafi ekki getað hafa farið inn í eldhús áður og vísaði til skýrslu sinnar hjá lögreglu, sem það taldi rétta. Það kvaðst hafa verið í 6 daga á sjúkrahúsi að jafna sig eftir sárið og kvaðst svo hafa hitt ákærðu og Karl nokkru síðar eða 30. apríl s.l. Hún hafi þá viljað að það drægi kæruna til baka og það verið til í það, en það hafi ekki verið hlustað á það hjá lögreglu vegna þess hve ölvað það var. Aðspurt hvers vegna það hafi ekki gert bótakröfu í málinu, sagði vitnið að það væri búið að þekkja ákærðu mjög lengi og alltaf borið hlýhug til hennar. Það kvaðst alltaf hafa komið vel fram við hana, þrátt fyrir að þetta hafi komið fyrir. Vitnið Karl Valgarðsson, sjómaður, Ránargötu 6, Reykjavík, kt. 101239-4899, hafði verið á heimili ákærðu framangreinda helgi. Það kvaðst hafa verið inni í sjónvarpsherbergi og ekki fylgst með því sem fór fram á milli ákærðu og Viðars og gat ekki sagt til um það, hvernig stungusár Viðars var tilkomið. Það kvaðst þarna um nóttina hafa farið fram í eldhús, til að fá sér að drekka, þar sem það var þyrst. Viðar hafi þá legið á dýnu í stofunni. Hann hafi sagst vera að deyja úr þorsta og það fært honum að drekka. Hann hafi þá talað um að hann væri slæmur í öxlinni og hann ætti erfitt með að snúa sér við. Það kvaðst þá ekki hafa vitað um að Viðar hefði hlotið áverka og hann ekkert minnst á það við það. Það kvað hann hafa klárað allt úr ísskápnum sem þar var að drekka og viljað meira að drekka daginn eftir, og verið slappur. Það kvað þau öll og hafa blandað sér vín og fengið sér að drekka daginn eftir. Viðar hafi byrjað í drykkjunni, en svo ekki haft lyst, og viljað fá að hvíla sig um daginn, og fengið það, en hann hafi neitað að fara til læknis, þó að honum væri boðið það. Vitninu fannst, að hann væri betur kominn hjá lækni, fyrst að hann hefði ekki einu sinni lyst á víni, þá hlyti að vera komið illa fyrir honum. Við skýrslutöku hjá lögreglu bar vitnið, að ákærða og Viðar hafi verið að ræða saman inni í stofu nóttina eftir að það hafi verið að sinna honum vegna hans mikla þorsta, og það þá spurt hvað hafi komið fyrir og Viðar þá ekki sagt annað, en að hann og ákærða hafi verið að deila út af 9000 krónum. Það minntist þess og að Greiðabíll hafi komið með frystikistu heim til ákærðu og það aðstoðað við að bera hana inn, en þá hafi Viðar verið inni í stofu illa haldinn af verkjum. Vitnið Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir, Akraseli 11, Reykjavík, kt. 141151-3559, staðfesti læknisvottorð sitt og bar nánar um atvik að því. Það kvað Viðar Björnsson hafa komið 3. mars s.l. á Röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur frá Heilsugæslu Kópavogs vegna mæði og takverks í brjósti. Það hefði verið kallað til af sérfræðingi á deildinni til að skoða myndir af Viðari, sem talinn var þurfa meðferðar við á skurðstofu. Það hafði skoðað Viðar á röntgendeildinni og hafi hann verið með öll venjuleg einkenni blóðtaps, án þess að vera blóðugur. Hann hafi verið með blóðþrýstings-og hjartsláttartölur, sem eingöngu sjáist í sambandi við blóðtap, og líklegt þótti að sá vökvi sem var í brjóstholinu væri blóð. Það kvað sárið í brjóstholi Viðars hafa verið tveggja til fjögurra daga gamalt, en í því hafi verið byrjandi gróandi, sem ekki myndi koma fyrr en eftir tvo daga, en það hafi samt verið það laust í sér að það gat ekki verið meira en fjögurra daga gamalt. Einkennin á áverkanum hafi borið með sér, að um stungusár var að ræða sem veitt hafi verið með áhaldi, sem hafi nægilega sterka egg til að skera húð. Allir vefir undir húð á þessum stað væru mýkri en húðin og veittu minni mótstöðu. Það kvað þannig þurfa egg af einhverri gerð, sem geti skorið húðina eða vefinn, en þarna hafi húðin ekki verið kramin eða marin í kringum áverkastaðinn eins og gerst hefði ef notað hefði verið sljótt áhald. Vitninu var sýndur hnífurinn, sem ákærða kvað Viðar hafa rekist á. Það kvað sárið geta stafað frá stungu með þessum hníf, ef honum væri beitt beint fram með oddinn og dygði ekki til að einhver styddi sig að honum. Það kvaðst telja sárið vera lífshættulegt. Sárið hafi verið djúpt um 2 sm á lengd. Loft hafi verið í brjóstkassa, sem geti haft tvær skýringar. Annað hvort að lungað hafi orðið fyrir áverka og það lekið loft út úr því eða að strax eftir að ytri áverki er veittur sogist andrúmsloft inn í brjóstholið við venjulegar öndunarhreyfingar. Það kvað ekki unnt að segja til um hversu hröð blóðsöfnunin verði við þessar aðstæður og það væri fremur tilviljun að blóðtapið skyldi ekki vera þrír lítrar fremur en einn lítri og að lungað skyldi ekki vera algerlega samfallið. Það kvað Viðar vera mikinn reykingamann með slæm lungu, og því hætta meiri, með eitt starfhæft lunga. Hann hafi verið í mikilli lífshættu. Það kvað verk vegna slíks stungusárs vera staðbundinn, en verkur frá loftbrjósti eða vökva í brjóstholi væri takverkur um allt brjóstholið sem versni við allar öndunarhreyfingar og taldi að verkur Viðars í öxl eða herðablaði væri vegna vökvans í brjóstholinu og ertingar í þind. Það kvað Viðar einu sinni hafa sagt, er það ræddi við hann, að hann hafi orðið fyrir hnífsstungu, en er gengið hafi verið frekar á hann með það, hafi hann ekki viljað gefa frekari upplýsingar. Vitnið Sigríður B. Blöndal, húsmóðir, Skógarhjalla 6, Kópavogi, kt. 240448-2549, býr á neðri hæð hússins að Skógarhjalla 6, undir íbúð ákærðu. Það hafði komið heim til sín um kl. 0400-0500 aðfaranótt 1. mars s.l. og höfðu þá verið mikil læti og stympingar í íbúð ákærðu. Það hafði hringt í lögreglu um hádegisbil á sunnudag og þá voru búin að vera látlaus læti í íbúð ákærðu. Því fannst hafa verið þar 2-3 manneskjur og kannaðist það ekki við rödd neinnar manneskjunnar. Það kvað hafa verið sömu lætin eftir að lögreglan kom og allt fram til kl. 1800-1900 , en þá hafi allt dottið í dúna logn. Við leit á heimili ákærðu 6. mars s.l. hafði lögreglan fundið rautt kám á svæði við frystikistu og eldhúsborð og mátti sjá af verksummerkjum, að reynt hafði verið að hreinsa upp rauða kámið, en strikför og blettir voru sýnilegir. Blóðprófun á einum blettanna gaf jákvæða svörun. Lögreglan tók sýni af blóðinu á eldhúsgólfinu. Þá hafði og verið tekið blóðsýni úr Viðari Björnssyni vegna rannsóknarinnar. Blóðsýnin sem tekin voru af blóðblettunum á eldhúsgólfinu voru send til DNA rannsóknar til könnunar á því hvort þau væru úr Viðari með samanburði á þeim og sýninu sem tekið úr honum. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Geirssyni prófessor við Rannsóknarstofuna í læknisfræði um gang rannsóknarinnar hafði reynst illmögulegt að greina þau sýni sem tekin voru á vettvangi þannig að ekki var von á að marktækar niðurstöður næðust af sýnunum. 2.Hálsáverki. Fimmtudaginn 30. apríl s.l. kl. 0947 var Lögreglunni í Kópavogi tilkynnt að maður hefði komið að Skógarhjalla 4 og sagst hafa verið stunginn með hnífi af konu að Skógarhjalla 6. Er lögreglumennirnir komu á staðinn var maðurinn farinn í leigubifreið ásamt öðru fólki úr Skógarhjalla 6. Lögreglumennirnir stöðvuðu leigubifreiðina stuttu síðar við gatnamót Þverbrekku og Nýbýlavegar og voru farþegar í bifreiðinni, ákærða, Viðar Björnsson og Karl Valgarðsson sem voru öll, að mati lögreglumannanna, mjög drukkin og voru þau flutt á lögreglustöðina í Kópavogi. Í ljós kom að Viðar var með áverka á hnakka og var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem gert var að sárum hans. Í vottorði Ársæls Kristjánssonar læknis kemur fram, að Viðar kom á slysadeildina 30. apríl s.l. kl. 2030 og var með skurð aftan á hálsi vinstra megin, sem var 1 1/2 sm langur en ekki djúpur. Skurðurinn hafði virst vera eftir hvasst bitjárn og var saumaður saman með þremur sporum. Föstudaginn 1. maí var tekin skýrsla af Viðari, um hvernig áverkinn á hálsi hans væri til kominn. Hann kvaðst hafa hitt ákærðu og Karl Valgarðsson á veitingastaðnum Keisaranum 27. apríl s.l. og ákærða þá beðið hann að koma með sér að Skógarhjalla 6, til að þrífa með sér íbúðina sem hún væri að skila af sér og hann samþykkt. Það og ákærða hafi svo farið að drekka saman og ræða saman og hún óskað eftir að hann drægi til baka kæru á hendur henni fyrir líkamsárás sbr. liður 1 hér að framan. Hann hafði gefið henni ádrátt um það, en svo var farið að Skógarhjalla 6, þar sem haldið var áfram áfengisneyslu og þau verið þar í stöðugri áfengisneyslu. Um hádegisbilið 30. apríl hafði hann svo farið með ákærðu á Lögreglustöðina í Kópavogi til að draga fyrri framburð sinn til baka og hafði hann þá fundið vel til áfengisáhrifa og honum verið vísað frá vegna ölvunar, en bent á að koma aftur. Ákærða hafi svo ávítt hann fyrir að vera fullur við að draga framburð sinn til baka. Eftir að hafa ekið um borgina og keypt áfengi og tóbak var farið að Skógarhjalla 6, þar sem enn var setið að drykkju, en það hafði þó reynt að þrífa stofurnar og svefnherbergið og að því loknu um kl. 1700 hafði hann sest niður með ákærðu og Karli við víndrykkju. Er líða tók á drykkjuna hafi ákærða farið að rífast um áfengisflösku, sem Karl hafði útvegað, en Viðari hafði leiðst rimman og ákveðið að fara. Hann hafði klætt sig í jakkann, gengið inn í eldhús og fengið sér vatn að drekka úr eldhúskrananum með því að beygja sig undir hann, en þá hafi hann snúið baki í stofudyrnar. Þegar hann hafði reist sig við upp frá vaskinum hafði hann ekki vitað fyrr til en hann hafi fundið eitthvað högg og sársauka aftan á hálsinum á sér. Hann hafði snúið sér strax við og ákærða þá staðið fyrir aftan hann, en ekki hafði hann séð hana með neitt í höndunum. Hann hafði þreifað aftan á hálsinum og fundið að það blæddi og strax spurt ákærðu, af hverju hún hafi gert þetta. Hún hefði svarað því til að þetta hefði verið slys og sagt um leið “Þú dattst á hnífinn”. Hann hafði þá ætlað að hringja á hjálp og gengið í átt að þráðlausum síma sem hafi verið á stofuborðinu, en ákærða tekið tækið og falið það og því komið í veg fyrir að hann hringdi. Hann hafði þá tekið það til ráðs að fara út úr húsinu, en samt beðið ákærðu að gefa sér eitthvað að drekka og hún þá látið hann fá hálft glas af óblönduðu vodka, sem hann hafði drukkið í einum teig. Hann hafði svo gengið að húsi í nágrenninu og sagt nágrannanum hvað gerst hefði og beðið hann að hringja í síma 112 og óska eftir sjúkrabifreið. Meðan hann var að bíða eftir sjúkrabifreiðinni hafði komið leigubifreið að heimili ákærðu og hún komið út ásamt Karli og verið með kött í fanginu og er þau hafi verið að fara inn í leigubifreiðina hafi hún kallað í hann og boðið honum far. Hann hafði þegið það og sest inn í leigubifreiðina, en lögreglan komið á vettvang í því og handtekið þau öll. Hann gerði kröfu um að þeim sem væri valdur að áverkanum yrði refsað og ætlaði og að gera bótakröfu á hendur honum. Viðar hefur haldið sig að mestu við þennan framburð hér fyrir dómi, en hefur þó dregið nokkuð í land, og talað um að hann hafi fengið mikinn verk í aftanverðan hálsinn og ákærða þá staðið næst honum, en talaði ekki um að hann hefði fengið högg. Hann kvaðst hafa verið mjög drukkinn er hann var að bogra við vaskinn og kvaðst ekki muna hvort hann hafi rekist í kranan eða viftu þar. Hann minntist þess heldur ekki að hafa talað um áverkann á hálsinum í leigubifreiðinni er þau fóru frá Skógarhjalla 6. Þá kvaðst hann hafa sagt húsráðanda að Skógarhjalla 4 að hann hafi fengið áverka á hálsinn en vildi ekki kannast við að hann hafi þá talað um að hann hafi verið stunginn af ákærðu. Ákærða hefur bæði hjá lögreglu og hér fyrir dómi alfarið neitað því að vera völd að hálsáverkanum hjá Viðari og kvaðst ekki hafa vitað að hann hafi verið skaddaður á höfði þegar hann hafi farið út í greint sinn. Hjá lögreglu kvað hún Viðar hafa sagt, að hann finndi til aftan á hálsinum, og hún þá sagt honum að hann hlyti að hafa dottið á eitthvað, en hún hafi ekki séð neitt blóð eða annað sem bent hafi til þess að hann hafi fengið áverka. Hún neitaði að hafa falið símann fyrir Viðari og hindrað hann í að hringja eftir að hann kvartaði um að finna fyrir verk í hálsi. Hún kvað Viðar hins vegar hafa misst símann í gólfið og hann bilað og hún tekið hann þá upp og reynt að gera við hann, en ekki getað. Hún kvaðst því litlu síðar eftir að Viðar var farinn hafa orðið að fara í hús nr. 10 við Skógarhjalla til að láta hringja í leigubifreið fyrir þau. Hún sýndi lögreglunni símann sem reyndist vera óvirkur og það var og staðfest, að hún hafði látið hringja fyrir sig í leigubifreið. Hún kvaðst hafa setið fram í leigubifreiðinni er hún fór frá Skógarhjalla 6 og kannaðist ekki við að hafa rætt um hálsáverkann í leigubifreiðinni eins og fram komi í framburði leigubifreiðarstjórans Rögnvaldar Ólafssonar og sé framburður hans alrangur. Hún kvað það heldur ekki rétt hjá Viðari að þeim hafi sinnast út af áfengi í greint sinn, heldur hafi hún tekið eftir því að Tindavodkaflaska, sem átti að vera í poka í eldhúsinu var horfin og hún borið upp á Viðar að hafa tekið hana og það komið á daginn að hann hafði sett hana í buxnastrenginn á sér og hafi hún tekið hana af honum. Vitnið Karl Valgarðsson mundi óljóst eftir atvikum, enda kvaðst það hafa verið blindfullt og illa haldið eftir að hafa verið meira og minna fullt allan aprílmánuð. Það mundi þó eftir að hafa verið með Viðari og ákærða á heimili hennar eftir að búið var að flytja búslóðina til Vestmannaeyja, og einungis verið þar eftir stóll og borð, sem átti að fleygja. Það minntist þess að Viðar var eitthvað að taka bletti af veggjum með þvegli, en ákærða var að hreinsa af skápum, en það hafi ekki fengið að taka þátt í þrifum og því bara haldið áfram að drekka. Það mundi ekki eftir neinu rifrildi eða ágreiningi milli ákærðu og Viðars. Það sagðist koma alveg af fjöllum er það var spurt um þennan ágreining, hvað þá að ákærða hafi ráðist á einhvern hátt á Viðar. Það mundi ekki hvernig það hefði farið frá Skógarhjalla 6 í greint sinn og hélt að það væri að vakna í herbergi sínu á Hjálpræðishernum, er það vaknaði í fangageymslunni að Hverfisgötu í Reykjavík morguninn eftir. Vitnið Stefán Rúnar Bjarnason, Skógarhjalla 4 í Kópavogi, kt. 231154-4559, kvað dyrabjöllunni hafa verið hringt hjá því með miklu ofboði. Það hafði farið til dyra og þar fyrir utan verið maður, sem beðið hafi um að hringt væri í síma 112, þar sem hann hafi verið stunginn eða skorinn aftan í hálsinn. Það hafði beðið konuna um að hringja í lögreglu, en nokkur bið hafi orðið á því að hún kæmi. Maðurinn hafði fengið að setjast á stól og hafði greint frá því, að hann hafi verið í samkvæmi hjá fyrrverandi sambýliskonu sinni Sólrúnu Elídóttur, að Skógarhjalla 6 og á milli þeirra hafi orðið ágreiningur út af brennivíni og hann verið stunginn. Það kvað manninn ekki hafa lýst því nánar hvernig það hefði gerst né hvaða áhald hafi verið notað, en fram hafði komið að konan hafði stungið eða skorið hann áður með svipuðum hætti. Það sagði hjá lögreglu, hann hafi sagt að þetta væri tilfinningamál hjá þeim og konan þyrfti á aðstoð að halda. Vitnið kvað svo hafa komið leigubifreið að Skógarhjalla 6 og hafi þá komið þaðan ákærða með kött sinn í fanginu og með henni mjög drukkinn maður. Kötturinn hafi látið ófriðlega og hún misst hann og svo farið að leita að honum. Það kvað hinn slasaða nú hafa viljað snúa við blaðinu og draga í land með að fá aðstoð og viljað fara með ákærðu og sest fram í leigubifreiðina. Hann þá verið nokkuð brattur og ekki reiður. Það hafði séð sárið á hálsi hans og lítið sem ekkert blætt úr því, en það samt boðið manninum þurrku. Það kvað ákærðu hafa þrifið í hægri öxl mannsins og dregið hann út úr bifreiðina og hann þá sest aftur í bifreiðina, en hún fram í eins og hún geri ævinlega er leigubifreið komi að sækja hana og gesti hennar. Vitnið Rögnvaldur Ólafsson leigubifreiðarstjóri, Brautarholti 22, Reykjavík, kt. 190149-3589, kvaðst hafa farið í leiguakstur að Skógarhjalla 6, Kópavogi 30. apríl til að sækja þangað fólk. Út úr húsinu hafi komið kona með kött í fanginu, sem hún missti frá sér er hún nálgaðist bifreið þess. Kötturinn hafði tekið á rás og hún farið á eftir honum og leitað að honum nokkra stund án árangurs. Hún hafði svo farið aftur inn í húsið, náð í kassa með kattarsandi, komið svo út aftur með óreglumann sem það kannaðist við þ.e. Karl Valgarðsson. Það kvað kassann ásamt brennivínsflösku hafa verið sett í skott bifreiðarinnar, en svo hafi konan og Karl sest inn í aftanverða bifreiðina. Þegar halda hafi svo átt af stað hafi konan viljað taka með mann, sem var á svölum næsta húss og það kannaðist og við sem óreglumann þ.e. Viðar Björnsson. Hann hafi þá og komið upp í bifreiðina og sest í framsætið. Hann og konan hafi verið að kíta, en hann hafi haldið um hálsinn með servíettu. Það kvað fyrst hafa verið deilt um hvert skyldi fara, en svo hefði Viðar talað um að hún hefði stungið hann og hún tekið undir það. Hann hafi og vísað í fyrri atvik. Vitnið staðfesti skýrslu sína hjá lögreglu, en þar eru þessar orðræður hafðar eftir ákærðu og Viðari. Hann hafi ásakað hana um að hafa stungið sig og hún ekki neitað því, heldur viðurkennt það með orðunum “jú auðvitað varð ég að stinga þig”. Viðar hafi í þessum viðræðum beðið það um einhverja þurrku, vegna þess að hún hafi stungið hann. Það vissi ekki hvort blætt hafi úr Viðari, en eitthvað blóð hafi verið í þurrkunni. Lögreglan hafi komið stuttu eftir að aksturinn hófst og haft afskipti af farþegunum. Karl hafi ekkert sagt í bifreiðinni. Þann 1. maí s.l. framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili ákærðu og beindist leitin einkum að bitjárni, sem gæti hafa verið notað við að veita Viðari áverka á aftanverðan hálsinn 30. apríl s.l. Ekkert slíkt áhald fannst. Þá fundust ekki blóðblettir í íbúðinni eða við hana, né fannst blóð á ýmsum munum sem voru haldlagðir svo sem skærum, borðáhöldum o.fl. Þann 13. nóvember fór dómurinn í vettvangsgöngu að Skógarhjalla 6 og voru aðstæður í eldhúsinu skoðaðar að ákæranda og verjanda ákærðu viðstöddum. II. Niðurstöður. 1. Um 1. lið ákæru. Ljóst er af játningu ákærðu og öðrum rannsóknargögnum, að hún heldur á eldhúshníf, í hægri hendi sem fer inn í brjósthol Viðars, og á eftir rykkir hún hnífnum úr sárinu og fleygir í gólfið. Þá er víst að það líða um tveir sólarhringar frá þessum atburði, þar til Viðari er komið til læknis. Bæði hnígur framburður Viðars og Þorvaldar Jónssonar læknis að þessu og framburður ákærðu og Karls Valgarðssonar. Þau tala bæði um, að daginn eftir atburðinn, hafi verið komið með frystikistu heim til ákærðu, og þá hafi Viðar verið það illa haldinn eftir stungusárið, að hann hafi ekki getað aðstoðað við að flytja hana inn í íbúðina. Það hefur því verið morguninn þar á eftir, sem Viðar var fluttur til læknisskoðunar. Af framburði Viðars verður ráðið að hann hafi fengið stungusárið á brjóstið á sunnudagskvöldið og er vætti Sigríðar Blöndals því og til styrktar og þykir mega miða við það í málinu. Í framangreindu vætti Þorvaldar Jónssonar læknis kemur fram, að Viðar gefur strax í viðtali á Röntgendeild á sjúkrahúsi Reykjavíkur þá skýringu á brjóstholsáverka sínum að hann hafi orðið fyrir hnífstungu. Í skýrslu Viðars hjá lögreglu, sem tekin er strax eftir að hann hafði jafnað sig nokkuð eftir brjóstholsáverkann og meðan að ákærða var í gæsluvarðhaldi kemur fram, að í framhaldi af rifrildi milli hans og ákærðu hafi hún lagt til hans og stungið hann í brjóstið. Taldi hann hana hafa gert það með hnífi, en hann hefði þó hvorki séð hnífinn áður né vitað hvað varð af honum. Þetta samrýmist framburði ákærðu, sem kvaðst hafa verið með hníf í hægri hendi. Þrátt fyrir að ákærða hafi síðar viljað fá Viðar til að falla frá kæru, hefur hann í vætti sínu hér fyrir dómi í megindráttum haldið fast við skýrslu sína hjá lögreglu. Framburður ákærðu um það að eldhúshnífurinn hafi rekist í Viðar fyrir slysni og hann átt sök á því þykir harla ósennilegur og verður hann metinn í ljósi þess, hve óstöðug ákærða hefur verið í framburði sínum og einnig í ljósi þess álits Þorvaldar Jónssonar læknis, að til að veita Viðari þann brjóstáverka sem hann fékk, hafi ekki dugað til að hann styddi sig að hnífnum heldur hefði orðið að beita hnífnum beint fram með oddinn. Augljóst er, þegar framburður ákærðu og Viðars eru skoðaðir og bornir saman við vætti Sigríðar Blöndal, að ákærða átti í illindum og rifrildi rétt áður en hann fékk áverkann. Það er álit réttarins þegar allt er virt í málinu megi telja að fram sé komin lögfull sönnun um að ákærða hafi stungið Viðar með hnífnum í eða í framhaldi af rifrildinu og veitti honum það stungusár, sem hún er sökuð um í ákæru með þargreindum afleiðingum. Svo sem fram kemur í læknisvottorði og vætti Þorvaldar Jónssonar læknis, var brjóstholsáverkinn þess eðlis, að hann var lífshættulegur og tilviljun ein réð að ekki hlaust bani af. Þó að ekkert liggi fyrir um, að ákærða hafi viljað valda Viðari fjörtjóni, hlaut hún samt og að gera sér grein fyrir því að það var stórhættulegt að valda Viðari slíku stungusári í brjóstholið og mikilvægt að koma honum strax undir læknishendur til að koma í veg fyrir að afleiðingar yrðu alvarlegar. Hún lét samt undir höfuð leggjast í um tvo sólarhringa, að kalla á læknisaðstoð og verður að meta ákærðu það til sakar. Henni bar við þessar aðstæður að líta fram hjá óskum og mati Viðars um að ekki væri þörf á lækni. Með hinni hættulegur atlögu að Viðari hefur ákærða gerst brotleg við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningalaga sbr. lög nr. 20/1981, en líkamstjón það sem hann varð fyrir fellur að lýsingu 1. mgr. greinarinnar. 2. Um 2. lið ákæru. Viðar hefur talið, að áverkinn á aftanverðum hálsi hans væri til kominn vegna þess, að ákærða hafi skorið hann með eggjárni, er hann hafi verið að reisa sig upp eftir að hann hafði beygt sig niður í eldhúsvaskinn til að fá sér vatn að drekka beint úr krana, en hún hafi staðið hjá honum. Hann hafi samt ekki séð hana leggja til sín né séð eggjárn eða annað í höndum hennar. Hjá lögreglu sagði hann, að hann hafi sakað hana um áverkann og hún þá haldið því fram að það hafi orðið slys. Hér fyrir dómi hefur Viðar dregið nokkuð í land, kvaðst ekki hafa fundið fyrir höggi, heldur verk í hálsinum er hann reisti sig upp. Ákærða hefur, svo sem rakið er að framan, alfarið neitað að eiga sök á þessum áverka. Í vætti Rögnvaldar Ólafssonar kemur að vísu fram, að hún hafi gengist við því í bifreið hans, að hafa stungið Viðar. Stangast það á við framburð Viðars, sem kvað ekki hafa verið rætt um þetta tilvik í leigubifreiðinni. Vitnið Rögnvaldur er samt ekki nógu öruggt í framburði sínum. Það kvað Viðar hafa setið í framsæti bifreiðarinnar, en telja má það upplýst í málinu að ákærða sat frammi í bifreiðinni, en Viðar aftur í. Ekki bendir hegðun Viðars eftir að hann fékk hálsáverkann til þess að ákærða hafi gert gróflega á hlut hans, en hann biður hana um að fá að drekka og þiggur hálft glas af víni um leið og hann fer. Við vettvangsgöngu að Skógarhjalla 6 kom í ljós, að gufugleypir eða eldhúsvifta er vinstra megin við vaskinn þegar staðið er fyrir framan hann og eru ekki hvassar brúnir á hlífinni utan um viftuna, heldur eru þær fremur ávalar og má telja útilokað að Viðar hafi hlotið skurðinn á hálsinn við að lenda utan í brúninni eða utan í skápinn hægra megin. Þegar allt er virt í málinu, og einkum það ósamræmi sem í framburði vitnanna Viðars Björnssonar og Rögnvaldar Ólafssonar og að engin verksummerki um átök fundust við húsleit skömmu eftir atburðinn þykir varhugavert gegn eindreginni neitun ákærðu, að telja að nægileg sönnun sé fram komin um að hún hafi valdið Viðari þeim hálsáverka sem hún er sökuð um í 2. lið ákæru og ber að sýkna hana af þeirri sök. III. Refsingar o.fl. Ákærða hefur frá árinu 1973 hlotið 15 refsidóma, auk þess að í fjögur skipti hafa verið gerðar við hana sáttir og henni gert að greiða sektir fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum og þá verið svipt ökuleyfi. Ákærða hefur í allt verið dæmd til að hlíta fangelsi í 6 ár og 9 mánuði þar af voru 8 mánuðir skilorðsbundin refsing skv. dómum 3. maí 1974 og 7. nóvember 1978 og hafði hún haldið þargreint skilorð. Í dómum þessum hefur hún aðallega gerst brotleg við 155. gr., 244. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga, en þó í eitt skiptið 19. júní 1986 fyrir brot á 1. mgr. 221. gr. alm. hegningarlaga og í síðasta dómnum sem kveðinn var upp í Sakadómi Reykjavíkur 15. nóvember 1988, sbr. dómur Hæstaréttar 24. mars 1989, hlaut hún fangelsi í 3 ár og 6 mánuði fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Fimm dómanna eru sektardómar vegna brota á umferðarlögum og er ákærðu í fjögur skiptin auk greiðslu sektar gert að hlíta ökuleyfissviptingu. Ákærðu var, 27. maí 1992 af Fangelsismálastofnun ríkisins, veitt reynslulausn í 1 ár á eftirstöðvum 184 dögum, en afplánaði þær eftirstöðvar frá 12. okt. 1992. Við refsimat í málinu verður að hafa hliðsjón af framangreindum sakarferli og einnig framferði hennar eftir verknaðinn, en ljóst er að hún reyndi að hylja sporin eftir hann og hún reyndi að fá Viðar til að falla frá kæru í málinu. Að þessu virtu þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 4 ár. Rétt þykir, að gæsluvarðhaldsvist hennar frá 7. til 10. mars s.l. komi til frádráttar refsingunni sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Dæma ber ákærðu til greiðslu alla sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð sem ákveðast kr. 120.000,- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hrl. Kristjáns Stefánssonar, sem ákveðast kr. 150.000,- og svo verjandalaun vegna réttargæslu, sem áður var ákveðin. Dómsorð: Ákærða, Sólrún Elídóttir, sæti fangelsi í 4 ár og komi gæsluvarðhaldsvist hennar frá 7. til 10. mars s.l. með fullri dagatölu til frádráttar refsingunni. Ákærða greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 120.000 krónur og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hennar hrl. Kristjáns Stefánssonar 150.000 krónur.
Mál nr. 441/1998
Samkeppni Andmælaréttur Greiðslukort
V krafðist ógildingar á þeim úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, að staðfesta bæri ákvörðun S um að banna skilmála í samstarfssamningum V og greiðsluviðtakenda þess efnis að þeim síðarnefndu væri skylt að veita korthöfum VISA sömu viðskiptakjör og þeim sem greiddu með reiðufé. Þótt Samkeppnisstofnun væri talin hafa brotið gegn andmælarétti V undir rannsókn málsins, var það ekki talið eiga að leiða til ógildingar úrskurðarins, enda hefði V gefist nægur kostur á að koma fram sjónarmiðum sínum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Að virtum gögnum málsins þótti ekki hafa verið sýnt fram á, að skilmálar sambærilegir þeim, sem hér um ræddi, væru almennt óheimilir í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga, þannig að heimilt væri að banna þá á grundvelli 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Talið var skorta á að viðhlítandi rök hefðu verið færð að því, í ákvörðun S og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, að ákvæði 17. gr. samkeppnislaga ætti við um skilmála V, svo sem að fjallað væri um þann markað, sem um ræddi, og stöðu V á þeim markaði. Eins og ákvörðun S og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála var háttað komu önnur ákvæði samkeppnislaga ekki til álita. Var því fallist á kröfu V um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála yrði felldur úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. nóvember 1998. Hann krefst þess, að felldur verði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 2. mars 1998 í málinu nr. 3/1998, Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland gegn samkeppnisráði, að því er varðar staðfestingu á 1. tölulið I. hluta ákvörðunarorða ákvörðunar stefnda nr. 1/1998. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málið sætir flýtimeðferð samkvæmt ákvæðum XIX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. I. Mál þetta varðar lögmæti ákvörðunar stefnda 12. janúar 1998 um að banna 2. gr. í viðskiptaskilmálum áfrýjanda, sem í málinu er ýmist nefnd bannreglan eða reglan um bann við mismunun, en greinin hljóðar svo: „Söluaðila er skylt að veita korthöfum VISA sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og það veitir þeim, sem greiða með reiðufé. Óheimilt er að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar kaupandi framvísar greiðslukorti við kaup. Söluaðila ber, þegar verð er auglýst á prenti, í textaauglýsingu í sjónvarpi eða er sett fram á sölustað, jafnan að gæta þess að fram komi það almenna verð sem öllum viðskiptavinum stendur til boða. Söluaðila er í sjálfsvald sett hvort hann auglýsir samhliða staðgreiðsluafslátt eða staðgreiðsluverð. Auglýsi söluaðili á prenti, í textaauglýsingu í sjónvarpi eða setji fram á sölustað aðeins eitt verð, má viðskiptavinur, þótt hann framvísi greiðslukorti, líta á það sem hið almenna verð sem honum standi til boða.“ Áfrýjandi skaut ákvörðun stefnda til áfrýjunarnefndar samkeppnismála 15. janúar 1998. Með úrskurði 2. mars 1998 staðfesti áfrýjunarnefndin ákvörðun stefnda með þeirri breytingu, að hún skyldi eigi koma til framkvæmda fyrr en 1. október 1998, en áfrýjandi höfðaði mál þetta fyrir héraðsdómi til ógildingar á úrskurðinum 31. ágúst 1998, sbr. 56. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. II. Eins og nánar greinir í héraðsdómi hóf Samkeppnisstofnun rannsókn á gjaldskrám og viðskiptaskilmálum áfrýjanda og Kreditkorts hf. í framhaldi af bréfi Sigurðar Lárussonar kaupmanns til Samkeppnisstofnunar 15. júní 1994, þar sem þess var óskað, að stofnunin aflaði ýmissa upplýsinga um gjaldskrár áfrýjanda og Kreditkorts hf. og sæi til þess, að þær yrðu birtar opinberlega. Með bréfi 29. september 1995 áréttaði Sigurður fyrri kröfur auk þess sem hann gerði ýmsar nýjar athugasemdir, svo sem um leigu á kortalesurum, þjónustugjöld og áhættuflokkun. Í framhaldi af athugunum Samkeppnisstofnunar samþykkti stefndi 16. febrúar 1996 að fela Samkeppnisstofnun að kanna starfsemi greiðslukortafyrirtækja með hliðsjón af markmiði og einstökum ákvæðum samkeppnislaga. Í framhaldi af þessari ákvörðun stefnda fór Samkeppnisstofnun fram á ýmsar upplýsingar frá áfrýjanda um starfsemi hans með bréfi 14. maí 1996. Í bréfi Samkeppnisstofnunar til áfrýjanda 15. júlí 1997 var áfrýjanda meðal annars kynnt sú frumniðurstaða, að nauðsynlegt gæti verið að fella 2. gr. viðskiptaskilmála áfrýjanda úr gildi. Ákvörðun stefnda 16. febrúar 1996 setti Samkeppnisstofnun lítil mörk um það, að hvaða atriðum rannsókn skyldi beinast, og rannsókn stofnunarinnar beindist eftir þetta að fjölda atriða í starfsemi áfrýjanda. Því var brýnt, að honum væri gert kunnugt um það, eins fljótt og kostur var, að stofnunin kannaði hugsanlegt ólögmæti 2. gr. viðskiptaskilmála hans. Af gögnum málsins verður ekki ráðið, að áfrýjanda hafi verið kynnt þetta fyrr en með bréfinu 15. júlí 1997. Vanræksla Samkeppnisstofnunar í þessu efni var til þess fallin að torvelda áfrýjanda að gæta hagsmuna sinna undir rannsókn málsins og braut gegn 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Áfrýjanda var hins vegar veitt færi á því að tjá sig um þetta atriði með bréfi stofnunarinnar 15. júlí 1997 og enn með bréfi 31. október sama ár. Þykir honum hafa gefist nægur kostur á að koma fram sjónarmiðum sínum fyrir stefnda, áður en ákvörðun nr. 1/1998 var tekin. Verður að telja, að framangreindir annmarkar á málsmeðferð Samkeppnisstofnunar hafi ekki haft áhrif á efnislega niðurstöðu stefnda um lögmæti viðskiptaskilmálanna. Þá gafst áfrýjanda á ný kostur á að koma fram sjónarmiðum sínum fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Samkvæmt þessu verður úrskurður nefndarinnar ekki felldur úr gildi vegna brots á andmælarétti áfrýjanda. III. Ákvörðun stefnda um að banna 2. gr. viðskiptaskilmála áfrýjanda er annars vegar reist á ákvæðum VIII. kafla samkeppnislaga um greiðslukortastarfsemi en hins vegar á 17. gr. laganna. Samkvæmt 2. málslið 35. gr. samkeppnislaga skal þess gætt, að viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi séu sambærilegir hér á landi við það, sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga. Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. getur stefndi lagt bann við viðskiptaskilmálum kortaútgefenda, telji hann þá fela í sér óréttmæt skilyrði, sem aðeins taki mið af eigin hagsmunum eða komi illa niður á hagsmunum korthafa eða greiðsluviðtakenda og séu ekki í samræmi við ákvæði 35. gr. Verður að skýra þetta síðargreinda ákvæði svo, að því verði ekki beitt nema leitt sé í ljós, að umdeildir skilmálar séu ekki aðeins í þágu eigin hagsmuna greiðslukortafyrirtækis eða öndverðir hagsmunum korthafa heldur einnig í ósamræmi við viðskiptahætti í helstu viðskiptaríkjunum. Af gögnum málsins verður ráðið, að svipaðir skilmálar um sambærileg kort og hér er fjallað um, hafi verið bannaðir í Hollandi, Noregi og Svíþjóð en leyfðir í Frakklandi og að nokkru leyti í Danmörku og látnir viðgangast í Belgíu. Þess er að gæta, að í Noregi hefur verið veitt tímabundin undanþága til 1. júní 1999. Þá er fram komið, að í enn öðrum ríkjum, sem viðskiptatengsl hafa við Ísland, sé lögmæti þeirra enn í athugun hjá hlutaðeigandi samkeppnisyfirvöldum, svo sem í Finnlandi, Írlandi eða Portúgal, eða engri afstöðu samkeppnisyfirvalda verið lýst, svo sem í Þýskalandi, Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Lúxemborg og Austurríki. Þá liggur einnig fyrir, að framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur tekið lögmæti slíkra skilmála til athugunar en engin formleg ákvörðun mun enn hafa verið tekin. Af skjölum málsins og málflutningi aðila er ekki fyllilega ljóst, hvernig háttað er stöðu þeirra greiðslukorta í Bretlandi, sem eru sambærileg við þau kreditkort, sem áfrýjandi gefur út. Ekkert er fram komið um afstöðu samkeppnisyfirvalda eða löggjöf um þessi efni í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, sem Íslendingar eiga umtalsverð viðskipti við, svo sem Bandaríkjunum eða Japan. Samkvæmt framansögðu hefur ekki verið sýnt fram á, að skilmálar þeir, sem hér um ræðir, séu almennt óheimilir í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga, hvort heldur er á Evrópska efnahagssvæðinu eða utan þess. Var skilyrðum 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga því ekki fullnægt til að stefnda væri af þessum ástæðum heimilt að banna 2. gr. viðskiptaskilmála áfrýjanda. Af þessu leiðir einnig, að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að staðfesta ákvörðun stefnda gat ekki grundvallast á nefndu ákvæði. IV. Ákvæði VIII. kafla samkeppnislaga og efnisskipan laganna verða ekki skilin svo, að öðrum ákvæðum þeirra verði ekki beitt um greiðslukortastarfsemi, hvort sem er einum sér eða samhliða ákvæðum kaflans. Hefur þetta einkum þýðingu að því er varðar ákvæði samkeppnislaga um samkeppnishömlur og eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. Að frátöldum þeim ákvæðum VIII. kafla laganna, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, voru málsmeðferð og ákvörðun stefnda og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála eingöngu reist á hinum almennu upphafsorðum 17. gr. samkeppnislaga. Að engu leyti var vikið að því, hvort og þá hvernig ákvæði IV. kafla laganna um bann við samkeppnishömlum gætu tekið til þeirrar aðstöðu, sem skapast hafði í samskiptum áfrýjanda og greiðsluviðtakenda. Þannig verður ekki séð, að samráðsákvæði 10. gr. eða ákvæði 1. mgr. 11. gr. um svonefndar lóðréttar samkeppnishömlur hafi komið til skoðunar. Koma þessi ákvæði því ekki til álita nú við mat á hinum umdeilda úrskurði. Í upphafsákvæði 17. gr. samkeppnislaga segir, að samkeppnisráð geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum, sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Síðan segir, að hin skaðlegu áhrif geti meðal annars falist í atriðum, er lúta að markaðsráðandi stöðu, óhagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta, til dæmis vegna þess að valkostum viðkiptavina fækki, framleiðsla og sala verði dýrari eða keppinautur útilokist frá markaðnum, og loks er nefnd óhæfileg notkun á kaupbæti. Þýðingu upphafsákvæðisins verður að meta í ljósi efnisskipunar laganna og þeirrar aðstöðu, sem ákvæðum V. kafla um eftirlit með samkeppnishömlum er einkum ætlað að taka til. Eins og mál þetta er vaxið var óhjákvæmilegt að huga sérstaklega að stöðu áfrýjanda á þeim markaði, sem til álita gæti verið. Stefnda eru í 17. gr. laganna veittar rúmar heimildir til mats um það, hvenær aðgerða gegn misbeitingu markaðsyfirráða er þörf, en slík yfirráð eru ekki ólögmæt í sjálfu sér, sbr. dóm Hæstaréttar 26. mars 1998, H.1998.1300. Varð því að fjalla um, hvort eða hvernig áfrýjandi hefði markaðsráðandi stöðu eða hvort háttsemi hans væri til þess fallin, að hann næði eða héldi slíkri stöðu. Þá varð að meta, hvort nægileg rök hefðu verið leidd að því, að áfrýjandi hefði með 2. gr. viðskiptaskilmála sinna misbeitt þessari stöðu sinni, þannig að réttlætanlegt hefði verið að banna þá samkvæmt upphafsorðum 17. gr. samkeppnislaga. Í forsendum að ákvörðun stefnda kemur fram ítarlegur rökstuðningur um það, hvernig umræddir viðskiptaskilmálar áfrýjanda og sambærilegir skilmálar Kreditkorts hf. séu til þess fallnir að hafa áhrif á verðmyndun greiðsluviðtakenda. Þar skortir hins vegar mjög á rökstuðning um það, að áfrýjandi njóti markaðsráðandi stöðu eða hann hafi misbeitt henni á þann veg, að skilyrðum 17. gr. samkeppnislaga sé fullnægt. Kemur þannig ekki fram með skýrum hætti, hver sé sá þjónustumarkaður, sem um ræði, hver séu mörk hans og hver staða áfrýjanda sé á þeim markaði. Þannig er ekki gerð fullnægjandi grein fyrir því, hvernig stöðu kreditkorta sé háttað andspænis öðrum greiðslumiðlum. Loks er til þess að líta, að rökstuðningur stefnda tók jafnt til skilmála áfrýjanda og sambærilegra skilmála Kreditkorts hf., sem nú hefur verið breytt, þótt markaðsstaða þessara tveggja aðila virðist eftir gögnum málsins mjög ólík. Þegar til alls þessa er litið verður að telja, að stefndi hafi ekki leitt að því viðhlítandi rök við ákvörðun sína 12. janúar 1998, að skilyrðum 17. gr. samkeppnislaga væri fullnægt til þess að heimilt væri að banna 2. gr. viðskiptaskilmála áfrýjanda á grundvelli hennar. Ekki var bætt úr þessum annmörkum í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 2. mars 1998. Þar sem VIII. kafla laganna varð heldur ekki beitt, eins og að framan greinir, verður að taka kröfu áfrýjanda til greina. Með hliðsjón af atvikum málsins og þeim vafaatriðum, sem eru um efnishlið þess, þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda hluta málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Felldur er úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 2. mars 1998 að því er varðar staðfestingu á 1. tölulið í I. hluta ákvörðunarorða stefnda, samkeppnisráðs, í ákvörðun nr. 1/1998. Stefndi greiði áfrýjanda, Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, 400.000 krónur upp í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 1998. 1. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 31. ágúst 1998 og dómtekið 14. þ.m. Með samþykki dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur sætir málið flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi er Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, kt. 500683-0589, Álfabakka 16, Reykjavík. Stefndi er samkeppnisráð og fyrir hönd þess var stefnt Brynjólfi I. Sigurðssyni, formanni ráðsins, kt. 010540-2839, Akraseli 32, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að felldur verði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, dags. 2. mars 1998, í málinu nr. 3/1998, Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland gegn samkeppnisráði, að því er varðar staðfestingu á 1. tölulið I. hluta ákvörðunarorða í ákvörðun stefnda nr. 1/1998 frá 12. janúar 1998. Stefnandi krefst einnig málskostnaðar. Stefndi krefst þess, að hann verði sýknaður og stefnandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. 2. Í erindi til Samkeppnisstofnunar, dags. 15. júní 1994, óskaði Sigurður Lárusson kaupmaður eftir því, að stofnunin aflaði ýmissa upplýsinga á grundvelli VIII. kafla samkeppnislaga um gjaldskrár greiðslukortafyrirtækjanna Greiðslumiðlunar hf. og Kreditkorta hf. Sérstaklega óskaði Sigurður eftir upplýsingum um mismunandi gjaldþrep þjónustugjalda og hvers vegna mikil velta gæfi tilefni til lægri gjalda. Einnig óskaði hann eftir, að gjaldskrár greiðslukortafyrirtækja yrðu birtar opinberlega. Í framhaldi af erindi Sigurðar óskaði Samkeppnisstofnun eftir upplýsingum frá greiðslukortafyrirtækjunum um gjaldskrár og viðskiptaskilmála þeirra gagnvart korthöfum og greiðsluviðtakendum. Af hálfu stefnanda var erindinu svarað með bréfi 22. júlí 1994. Svör fyrirtækjanna voru síðan send Sigurði þann 9. maí 1995, ásamt því mati stofnunarinnar, að Greiðslumiðlun og Kreditkort fullnægðu skilyrðum VIII. kafla samkeppnislaga. Ekki var farið fram á opinbera birtingu gjaldskránna. Í erindi til Samkeppnisstofnunar, dags. 29. september 1995, ítrekar Sigurður beiðni sína um opinbera birtingu gjaldskráa greiðslukortafyrirtækjanna og telur, að greiðsluviðtakendum sé mismunað með þjónustugjöldum og áhættuflokkun. Þá ítrekar hann ósk sína um upplýsingar um það, hversu mikil velta liggi til grundvallar mismunandi gjaldþrepum í gjaldskrá stefnanda máls þessa, en þær upplýsingar komi ekki fram í svari fyrirtækisins við fyrra erindi hans. Jafnframt óskar Sigurður eftir athugun á posaleigu, ásamt almennri athugun á viðskiptaháttum, sem tengjast greiðslukortaviðskiptum. Með bréfi Samkeppnisstofnunar til stefnanda, dags. 26. október 1995, óskaði stofnunin eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: „1. Hver er posaleiga á mánuði? Er leigan mismunandi eftir því við hvaða kortum (debet og /eða kredit) greiðsluviðtakendur taka? Ef um mismunun er að ræða hvar í gjaldskránni kemur hann fram? Ef leigan hækkar/lækkar, breytast þá áður gerðir samningar milli VISA Íslands og greiðsluviðtakenda? 2. Í gjaldskrá yfir þjónustugjöld greiðsluviðtakenda eru mismunandi gjaldþrep fyrir kortaviðskipti sem samkvæmt gjaldskránni ráðast af tegund viðskipta, veltu, áhættuþáttum og sérsamningum söluaðila. Hvað liggur til grundvallar þessari flokkun og hvernig metur VISA Ísland greiðsluviðtakendur sína, sérstaklega hvað varðar áhættuþætti og tegund viðskipta?“ Stefnandi svaraði framangreindum spurningum með bréfi, dags. 10. nóvember 1995. 3. Á fundi hjá Samkeppnisstofnun 9. apríl 1996 var framkvæmdastjóra stefnanda kynnt eftirfarandi bókun, sem samkeppnisráð hafði samþykkt 16. febrúar s.á.: „Samkeppnisráð felur Samkeppnisstofnun að kanna starfsemi greiðslukortafyrirtækja með hliðsjón af markmiði og einstökum ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993.“ Í bréfi Samkeppnisstofnunar til stefnanda, dags. 14. maí 1996, var ástæða bókunarinnar sögð hafa verið m.a. kvartanir, sem borist hefðu yfir viðskiptaháttum greiðslukortafyrirtækja, en eins og segi í samkeppnislögum hafi stofnunin eftirlit með greiðslukortastarfsemi.. Í framhaldi af fyrrgreindum fundi var síðan eftirfarandi upplýsinga óskað um stefnanda: 1. Eignarhald. 2. Ársreikningar/ársskýrslur 1993, 1994 og 1995. 3. Viðskiptaskilmálar, sem korthafa eru settir. 4. Viðskiptaskilmálar og aðrir samningar við greiðslumóttakendur. 5. Sérstakir viðskiptaskilmálar og aðrir samningar við tiltekin fyrirtæki. 6. Samvinna milli greiðslukortafyrirtækja. 7. Samvinna banka, greiðslukortafyrirtækis og Reiknistofu bankanna. 8. Skilyrði, sem neytandi þarf að uppfylla til að fá debet- og kreditkort. 9. Tryggingar. 10. Ábyrgðarmaður. 11. Hvernig er fylgst með, að ekki sé farið yfir úttektarheimildir debet- og kreditkorta? 12. Hvenær telst kort vera í vanskilum? 13. Þegar korthafi fær aukakort á viðskiptareikning sinn eða úttektarheimild hans er aukin, hvernig er ábyrgðarmanni tilkynnt um breytinguna? Samhliða þessu var óskað ítarlegra upplýsinga frá bönkum og sparisjóðum. Svör stefnanda voru send Samkeppnisstofnun með bréfi, dags. 9. júlí 1996. Í bréfi Samkeppnisstofnunar til stefnanda, dags. 15. júlí 1997, er vísað til framangreindrar bókunar samkeppnisráðs frá 16. febrúar 1996. Í kjölfar þessa hafi stofnunin óskað eftir og fengið ýmis gögn og upplýsingar frá stefnanda, Kreditkortum hf. og öðrum aðilum. Bréfið sé ritað í þeim tilgangi að upplýsa stefnanda í meginatriðum um frumniðurstöður í athugun samkeppnisyfirvalda og gefa honum tækifæri á að koma að athugasemdum, áður en málið verði lagt fyrir samkeppnisráð. Síðan segir í bréfinu:„ 1. Í þeim tilgangi að gera markaðinn gagnsæjan og auðvelda greiðsluviðtakendum og korthöfum að meta kostnað af greiðslukortaviðskiptum telur Samkeppnisstofnun að nauðsynlegt geti verið að kortaútgefendur birti gjaldskrár sínar opinberlega sbr. 37. gr. samkeppnislaga. 2. Við upphaf greiðslukortaviðskipta hér á landi voru ekki í gildi lög sem tóku til þessara viðskipta. Leikreglur voru settar á markaðnum jafnóðum og viðskiptavenjur þær sem gilda í dag urðu til. Segja má að kostnaður af kreditkortaviðskiptum sé í dag að mestu borinn af greiðsluviðtakendum en af debetkortaviðskiptum sé hann borinn af korthöfum og greiðsluviðtakendum. Samkeppnisstofnun telur að eðlilegt sé að korthafar greiði að mestu þann kostnað sem er samfara notkun greiðslukorta. Til að stuðla að því að svo verði, og sbr. 20., 35. og 37. gr. samkeppnislaga, telur Samkeppnisstofnun að nauðsynlegt geti verið að fella 2. gr. viðskiptaskilmála í samstarfssamningi Greiðslumiðlunar og greiðsluviðtakenda úr gildi. Samkvæmt þessari grein er greiðsluviðtakendum óheimilt að hækka verð til þeirra sem greiða með greiðslukorti þrátt fyrir þann kostnað sem óumdeilanlega er samfara viðskiptunum. 3. Í 20. gr. fyrrnefndra viðskiptaskilmála áskilur Greiðslumiðlun sér allan rétt til breytinga á samningnum. Mótmæli greiðsluviðtakandi fyrirhugaðri breytingu fellur samningurinn í heild niður. Samkeppnisstofnun telur að þessi grein geti brotið í bága við ákvæði 37. gr. samkeppnislaga um að skilmálarnir feli í sér óréttmæt skilyrði sem aðeins taki mið af hagsmunum kortaútgefenda. Jafnframt geta í þessu sambandi komið til greina ákvæði 20. gr. samkeppnislaga um góða viðskiptahætti. . .“ Með bréfinu fylgdu afrit af skriflegum athugasemdum Sigurðar Lárussonar, sem höfðu borist stofnuninni. Svarbréf stefnanda er dagsett 25. ágúst 1997. Í niðurlagi þess segir: „Í ljósi þess að fyrir liggur að nú á sér stað hliðstæð umræða og málarekstur hjá Evrópusambandinu að kröfu Euro Commerce (Kaupmannasamataka Evrópu) um heimild söluaðila til „surcharging“ álagsgreiðslna, þ.e. að þeir fái að smyrja kostnaði við greiðslumiðlun ofan á vöruverð, og eins svokallaða „no-discrimination rule“ hina gullvægu jafnræðisreglu um eitt almennt verð, er það rökstudd skoðun VISA ÍSLANDS að ekki beri brýna nauðsyn til að breyta fyrirkomulagi þessara viðskipta hér á landi fyrr en heildarniðurstaða þeirra mála liggur fyrir og er í því sambandi m.a. vísað til 2. mgr. 35. gr. samkeppnislaga. Þá er og þess að geta að „BEUC“ Neytendasamtök Evrópu munu hafa sett fram það sjónarmið sitt að æskilegast væri að aðeins eitt verð sé á hverri vöru eða þjónustu til að forðast að rugla neytendur í ríminu. Í öllu falli styðja samtökin frekar staðgreiðsluafslátt, líkt og tíðkast hér á landi, í stað „smurnings“ ofan á verð, skv. öruggum upplýsingum Visa International.“ Bréfinu fylgir m.a. bókun um greiðsluhætti í almennum viðskiptum og kynningu þeirra, sem var undirrituð 10. mars 1988 af fulltrúum Verslunarráðs Íslands, greiðslukortafyrirtækja og nokkurra stærri verslana og annarra fyrirtækja. Hún er í fjórum liðum og segir í 2. gr.: „Söluaðili skal, þegar verð er auglýst á prenti, í textaauglýsingu í sjónvarpi eða er sett fram á sölustað, jafnan gæta þess að fram komi það almenna verð sem viðskiptavinum stendur til boða. Söluaðila er í sjálfsvald sett hvort hann auglýsir samhliða staðgreiðsluafslátt eða staðgreiðsluverð.“ Í 4. gr. er áréttaður sá skilningur, að staðgreiðsluafsláttur merki „afsláttur gegn staðgreiðslu í reiðufé“. Í bréfi Samkeppnisstofnunar til stefnanda, dags. 31. október 1997, er vísað til fyrrgreinds bréfs, dags. 15. júlí 1997. Bréfið er sagt vera ritað í þeim tilgangi að upplýsa stefnanda frekar um afstöðu samkeppnisyfirvalda og gefa honum færi á að koma að frekari athugasemdum, áður en ákvörðun verði tekin í málinu. Þar segir, að samkeppnisyfirvöld telji, að sú grein samstarfssamnings greiðslukortafyrirtækja og greiðsluviðtakenda, sem banni greiðsluviðtakendum að hækka verð til þeirra, sem greiða með greiðslukorti, samrýmist ekki samkeppnislögum nr. 8/1993. Átt sé við þá grein, sem kölluð hafi verið „no discrimination rule“ eða reglu um bann við mismunun. Í þessu sambandi er bent á: 1. Viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi hér skuli vera sambærilegir við það, sem gerist í helstu viðskiptaríkjum íslendinga, sbr. 35. gr. samkeppnislaga, og er vísað til þess, að Samkeppnisstofnun hafi aflað upplýsinga um stöðu þessara mála í hinum ýmsu löndum. 2. Samkeppnisyfirvöld telji, að reglan um bann við mismunun feli í sér skilmála, sem taki aðeins mið af hagsmunum greiðslukortafyrirtækja og komi hagsmunum greiðsluviðtakenda illa. Hún brjóti því í bága við ákvæði 37. gr. samkeppnislaga. 3. Að mati samkeppnisyfirvalda hafi reglan um bann við mismunun skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Hún leiði til þess, að greiðsluviðtakandi geti ekki ákveðið sjálfur, hvernig kostnaður samfara greiðslukortum sé færður á viðskiptamenn, en hann sé í flestum tilfellum hærri en það hagræði, sem hann hafi af viðskiptunum. Möguleikum greiðsluviðtakanda til þess að stunda verðsamkeppni sé að þessu leyti raskað. Einnig beri að líta til þess, að bæði greiðslukortafyrirtækin hafi samsvarandi reglu í skilmálum sínum og greiðsluviðtakendur geti ekki valið milli mismunandi skilmála að þessu leyti. Þá dragi reglan úr samkeppni milli hinna ýmsu greiðslumáta. Í bréfinu er að lokum bent á það, að samkeppnisráði sé, samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga, heimilt að grípa til aðgerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum, sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Við þessu síðastgreinda bréfi gerði stefnandi ítarlegar athugasemdir með bréfi, dags. 4. desember 1997. Helstu áhersluatriði þeirra eru þessi: 1. VISA ÍSLAND hefur fært ítarleg rök fyrir því, að í raun sé hagræði af notkun greiðslukorta (sparnaður á kostnaði og aukin velta) meiri en kostnaðurinn. 2. V.Í. mótmælir því, að sett séu verðlagsákvæði um þennan þátt greiðslukortaviðskipta. Víðtæk sátt hafi ríkt um umrætt fyrirkomulag um langt skeið. Rík rök þurfi að vera fyrir því, að gengið sé á meginreglu íslensks viðskiptaréttar um samningsfrelsi. 3. V.Í. bendir á, að enginn sé þvingaður til að taka við greiðslum með kreditkortum og greiðsluviðtakendur telji sig almennt hafa hag af því. Jafnframt hafi verið bent á það, að greiðsluviðtakendum sé í sjálfsvald sett, hvaða verð þeir setji upp fyrir vörur sínar eða þjónustu og hvort þeir lækki verð frá hinu almenna, í því skyni að hvetja til notkunar eins greiðslumáta umfram annan. Verðsamkeppni milli greiðsluviðtakenda sé því á engan hátt raskað. 4. V.Í. bendir á, að það sé nánast óþekkt aðferð að heimila beitingu kostnaðarálags vegna notkunar kreditkorta í helstu viðskiptalöndum Íslendinga. Rétt sé að hafa í huga, að samkeppnisáhrif ýmissa atriða greiðslukortakerfa séu til athugunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Því væri eðlilegt, í ljósi þess hversu alþjóðleg greiðslukort séu, að beðið væri eftir þeim niðurstöðum, ef til greina kæmi af hálfu samkeppnisyfirvalda að taka íþyngjandi ákvörðun, þannig að ekki væru aðrar reglur í gildi hér en í næstu nágrannalöndum. 5. V. Í. telur, að inngrip í skilmála fyrirtækisins mundi raska á alvarlegan hátt samkeppni á milli greiðslumáta og valda fyrirtækinu tjóni. Jafnframt yrði að gera þá kröfu, að jafnræðis væri gætt og öðrum greiðslumátum gert að bera kostnaðarhlutdeild sína. 6. V. Í. telur, að 2. gr. skilmálanna sé til þess fallin að vernda hagsmuni neytenda. Afnám ákvæðisins mundi leiða til minna gegnsæis, gera verðsamanburð erfiðari og engin rök standi til þess, að slíkt leiddi til lægra verðs. Frekar sé hætta á því, að verð mundi hækka og engin trygging sé fyrir því, að neytendur greiddu raunkostnað vegna kreditkortaviðskipta. 4. Hinn 12. janúar 1998 tók samkeppnisráð rökstudda ákvörðun, nr. 1/1998, um viðskiptahætti í greiðslukortastarfsemi. Ákvörðunarorð greinast í tvo kafla. Lýtur hinn fyrri að stefnanda máls þessa en hinn síðari að Kreditkortum hf., og er I. kafli svohljóðandi: „Með vísan til 17., 35. og 37. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 beinir samkeppnisráð eftirfarandi fyrirmælum til Greiðslumiðlunar hf., Álfabakka 16, Reykjavík: 1. 2. gr. viðskiptaskilmála Greiðslumiðlunar hf., sem hljóðar svo: „Söluaðila er skylt að veita korthöfum VISA sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og það veitir þeim, sem greiða með reiðufé. Óheimilt er að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar kaupandi framvísar greiðslukorti við kaup. Söluaðila ber, þegar verð er auglýst á prenti, í textaauglýsingu í sjónvarpi eða er sett fram á sölustað, jafnan að gæta þess að fram komi það almenna verð sem öllum viðskiptavinum stendur til boða. Söluaðila er í sjálfsvald sett hvort hann auglýsir samhliða staðgreiðsluafslátt eða staðgreiðsluverð. Auglýsi söluaðili á prenti, í textaauglýsingu í sjónvarpi eða setji fram á sölustað aðeins eitt verð, má viðskiptavinur, þótt hann framvísi greiðslukorti, líta á það sem hið almenna verð sem honum standi til boða.“ er hér með bönnuð og skal felld úr samstarfssamningum Greiðslumiðlunar hf. við greiðsluviðtakendur. Greiðslumiðlun hf. er óheimilt að taka upp samskonar ákvæði í nýjum samstarfssamningum við greiðsluviðtakendur. 2. Greiðslumiðlun hf. skal birta viðmiðunartaxta sína um veltutengd þjónustugjöld opinberlega. 3. Greiðslumiðlun hf. skal fyrir 1. apríl 1998 tilkynna Samkeppnisstofnun um breytingu á 20. gr. viðskiptaskilmála félagsins.“ Stefnandi kærði framangreinda ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála með erindi, dags. 23. janúar 1998. Þess var krafist, að 1. tl. í I. hluta ákvörðunarorðanna yrði felldur úr gildi og að réttaráhrifum þess hluta ákvörðunarorðanna yrði frestað, sbr 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með bréfi samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, dags. 26. janúar 1998, var þess krafist, að nefndin hafnaði kröfu áfrýjanda um frestun á réttaráhrifum ákvörðunar ráðsins nr. 1/1998. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála (mál nr. 3/1998) er dags. 2. mars 1998. Úrskurðarorð: „Ákvörðun samkeppnisráðs nr. 1/1998, dags. 12. janúar 1998, er staðfest með þeirri breytingu að hún komi eigi til framkvæmda fyrr en 1. október 1998.“ Einn þeirra þriggja, sem stóðu að úrskurðinum, skilaði séráliti þess efnis, að fella bæri 1. tl. I. hluta ákvörðunarorða samkeppnisráðs í ákvörðun nr. 1/1998 úr gildi. 5. Málsástæður stefnanda beinast í meginatriðum að þremur þáttum: Broti samkeppnisyfirvalda gegn andmælarétti hans að stjórnsýslurétti, ófullnægjandi lagastoð ákvörðunar og röngu efnislegu mati, sem umstefnd niðurstaða er reist á. Stefnandi kveður það eindregna skoðun sína, að engin ástæða hafi verið til ákvörðunar stefnda í málinu og því fari fjarri, að hún samræmist 1. gr. samkeppnislaga. Ekki sé sýnt fram á af hálfu stefnda, að það fyrirkomulag, sem gilt hafi í mörg undanfarin ár, hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni á neinum afmörkuðum markaði. Sjónarmiðum stefnanda er í öllum atriðum andmælt af hálfu stefnda. Í næstu tveimur köflum verða röksemdir aðila um tvo fyrri þættina reifaðar. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993, einkum 1., 17., 35. og 37. gr. þeirra. Þá er byggt á lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 12. gr., og jafnframt á 10. gr. og 13. gr. sömu laga. Kröfu sína um sýknu styður stefndi einkum við ákvæði samkeppnislaga. 6. Stefnandi vísar til þess, að eftir að hann hafi veitt Samkeppnisstofnun umbeðnar upplýsingar með bréfi 10. nóvember 1995 hafi ekki orðið vart frekari viðbragða og hafi hann mátt halda, að málið væri til lykta leitt, líkt og fyrra mál um sömu atvik. Stefnanda hafi ekki verið tilkynnt, að málið hefði verið tekið upp að nýju, fyrr en með bréfi Samkeppnisstofnunar, dags. 15. júlí 1997. Tilkynningin fái þannig ekki staðist ákvæði 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en þar sé kveðið á um það, að stjórnvald skuli „svo fljótt sem því verði við komið vekja athygli aðila á því, að mál hans sé til meðferðar“, sbr. einnig 11. gr. reglna nr. 672/1994. Umtalsverð bréfaskipti hafi átt sér stað milli Samkeppnisstofnunar og Sigurðar Lárussonar á þeim tæpum tveimur árum, sem liðið hafi, án þess að stefnanda gæfist kostur á að koma þar sjónarmiðum sínum að. Samkvæmt þessu hafi verið brotið gegn lögmæltum andmælarétti stefnanda, eins og hann birtist m.a. í 13. gr. laga nr. 37/1993. Vakin er athygli á því, að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurði sínum, án þess þó að telja brotið vera þess valdandi, að ógilda beri ákvörðun stefnda. Stefnandi byggir á því, að brot gegn andmælarétti samkvæmt framansögðu leiði til ógildingar ákvörðunar. Stefnandi kveður röksemdum um það, að reglan um bann við mismunun takmarki samkeppni milli greiðslukortafyrirtækja, ekki hafa verið teflt fram gagnvart sér á fyrri stigum, þ.e. hvorki í frumniðurstöðum frá 15. júlí 1998 né í bréfi 31. október s. á., heldur hafi þær komið fyrst fram í ákvörðun stefnda. Fyrst stefndi hafi ætlað að byggja ákvörðun sína á þessu atriði meðal annarra, hafi hann átt að geta þess í bréfum sínum til stefnanda. Í ljósi þess, að hér sé um þýðingarmikið atriði að ræða, sem byggist á allt öðrum grunni en aðrar röksemdir samkeppnisyfirvalda, telur stefnandi að andmælaréttar hans hafi ekki verið gætt sem skyldi. Þar sem líklegt sé, að umrædd sjónarmið hafi haft áhrif á ákvörðun stefnda og niðurstöðu meirihluta áfrýjunarnefndar samkeppnismála, beri að ógilda úrskurðinn. Í það minnsta verði að líta fram hjá umræddri málsástæðu við mat á því, hvort niðurstöður samkeppnisyfirvalda verði staðfestar eða ekki. - - - Af hálfu stefnda er byggt á því, að meðferð stjórnsýslumáls, sem varðaði bannregluna, hafi hafist við útsendingu bréfs, dags. 15. júlí 1997. Af þessari ástæðu geti atvik fyrir útsendingu bréfsins ekki haft þýðingu að því er varðar brot á andmælarétti. Stefndi kveður tilgang frumniðurstaðnanna hafa verið þann að tilkynna stefnanda um upphaf stjórnsýslumáls um bannregluna og auðvelda honum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær hafi hins vegar ekki bundið hendur Samkeppnisstofnunar á síðari stigum, enda skýrt tekið fram í þeim sjálfum. Enn síður hafi þær bundið stefnda og fráleitt áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Telji dómurinn hins vegar, að atvik fyrir 15. júlí 1997 hafi þýðingu, er fullyrðingum stefnanda um þau mótmælt af hálfu stefnda. Samkvæmt 1. ml. 35. gr. samkeppnislaga sé gert ráð fyrir því, að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð skuli hafa eftirlit með greiðslukortastarfsemi. Með hliðsjón af ýmsum kvörtunum um viðskiptahætti greiðslukortafyrirtækja hafi verið samþykkt þann 16. febrúar 1996 á fundi samkeppnisráðs að fela Samkeppnisstofnun að kanna starfsemi þeirra með hliðsjón af markmiði og einstökum ákvæðum samkeppnislaga. Stefnda hafi þegar í stað verið tilkynnt munnlega um fyrirhugaða könnun, sem hafi hafist með fundi Samkeppnisstofnunar og forsvarsmanna stefnanda 9. apríl 1996. Í kjölfar fundarins hafi stofnunin ráðist í gagnaöflun um starfsemi stefnanda og greiðslukortamarkaðinn almennt, og hafi hún tekið talsverðan tíma. Fullyrðingum stefnanda þess efnis, að sér hafi verið ókunnugt um tilefni könnunarinnar eða að hún færi fram, er mótmælt. Því er einnig mótmælt, að samkeppnisyfirvöld hafi ávallt verið í nánum samskiptum við Sigurð Lárusson, meðan mál stefnanda var til meðferðar hjá þeim, svo og að málsmeðferð að því leyti hafi verið ólögmæt eða að hún hafi haft áhrif á afstöðu samkeppnisyfirvalda. Afrakstur könnunarinnar hafi verið sá, að Samkeppnisstofnun hafi í frumniðurstöðum, dags. 15. júlí 1997, bent á þrjú atriði í starfsemi stefnanda, sem stofnunin taldi, að gætu brotið á bága við samkeppnislög. Við þetta hafi lokið almennri könnun og við tekið nýtt stjórnsýslumál, sem hafi snúist um þrjú nánar greind atriði. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að skylt hafi verið að tilkynna stefnanda, að stefndi mundi hugsanlega líta til takmarkana á samkeppni milli greiðslukortafyrirtækja við ákvörðunartöku í málinu. Það liggi í hlutarins eðli, að Samkeppnisstofnun hafi ekki getað upplýst stefnanda um öll atriði, sem stefndi kynni að leggja til grundvallar efnislegu mati. Skylda til þess að upplýsa um hugsanlegar röksemdir, sem stjórnvöld kunni að beita fyrir sig, eigi sér þar að auki ekki stoð í IV. kafla stjórnsýslulaga, hvað þá skylda til að upplýsa um „allar“ hugsanlegar röksemdir. 7. Stefnandi vísar til þess, að stefndi og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi byggt niðurstöður sínar á 17., 35. og 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og að áfrýjunarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu, að 17. gr. verði beitt samhliða sérákvæðum 35. gr. og 37. gr., án þess að fullsannað sé, að hlutaðeigandi viðskiptahættir greiðslukortaútgefenda séu ekki í samræmi við það, sem „almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga.“ Stefnandi mótmælir þessari túlkun. Samkvæmt almennt viðurkenndri lögskýringarreglu skuli sérákvæði laga ganga framar almennari ákvæðum. Stefnandi telur, að þar sem sérákvæði samkeppnislaga kveði í þessu tilviki á um það, að tiltekin skilyrði skuli vera uppfyllt, sé ekki hægt að grípa til almennari ákvæða, ef svo er ekki, og byggja niðurstöðu á þeim. Með því væri algerlega loku skotið fyrir sjálfstæða þýðingu 35. gr. og 2. mgr. 37. gr. Stefnda hafi samkvæmt þessu verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á 17. gr. samkeppnislaga. Þar að auki sé ekki gerð tilraun til þess að skilgreina þann markað, sem í hlut á, og því erfitt að sjá á hvern hátt skilmálarnir hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Stefnandi vísar til þess, að skilyrði fyrir aðgerðarheimildum samkeppnisyfirvalda samkvæmt 35. gr. og 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga sé, að viðskiptahættir greiðslukortaútgefenda hérlendis séu ekki sambærilegir við það, sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga. Hann kveður þessu skilyrði ekki vera fullnægt, eins og hér verður nánar greint. Stefnandi kveður regluna um bann við mismunun vera alþjóðlega skilmála í samningum greiðslukortafyrirtækja og greiðsluviðtakenda. Reglan sé með öðru sniði hérlendis en víða annars staðar, því að í samningum stefnanda við greiðsluviðtakendur sé þeim heimilt að veita afslátt frá almennu verði, t.d. gegn staðgreiðslu. Skilmálar stefnanda veiti því greiðsluviðtakendum mun meira svigrúm en almennt gerist í greiðslukortaviðskiptum og þekkt er erlendis. Stefnandi byggir á því, að helstu viðskiptaríki Íslendinga geti ekki verið önnur en þau, sem þeir skipti mest við. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands séu tíu helstu viðskiptaríki Íslendinga þau, sem hér verða talin: Þýskaland, Bandaríkin, Japan, Noregur, Danmörk, Frakkland, Holland, Svíþjóð og Spánn. Í stefnu er rakið, að í miklum meirihluta þessara landa séu ekki lagðar hömlur við beitingu reglunnar um bann við mismunun í viðskiptaskilmálum greiðslukortafyrirtækja. Stefnandi heldur því fram, að ályktanir stefnda um það, hvaða reglur gildi í einstökum löndum, séu rangar, þótt miðað sé við EES svæðið eingöngu. Um það þurfi ekki annað en að vísa til reynslu íslenskra ferðamanna, sem noti greiðslukort erlendis í ríkum mæli. - - - Af hálfu stefnda er því mótmælt, að ekki sé heimilt að beita 17. gr. (í V. kafla - innskot dómara) samkeppnislaga samhliða ákvæðum VIII. kafla laganna (35. gr. -37. gr.). Hið rétta sé, að ákvæði þess kafla fjalli um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum í starfsemi greiðslukortafyrirtækja. Af því leiði, að þau séu sérákvæði gagnvart ákvæðum VI. kafla, sem beri yfirskriftina „eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum“. V. kafli beri hins vegar yfirskriftina „eftirlit með samkeppnishömlum“ og fjalli almennt um eftirlit með samkeppnishömlum, óháð því, hvort greiðslukortafyrirtæki eða önnur eiga í hlut. Sú túlkun, sem stefnandi leggi til, mundi leiða til þess, að greiðslukortafyrirtækjum gæfist kostur á að misbeita markaðsstöðu og hafa ótakmarkað samráð um rekstur sinn. Fallist dómurinn á sjónarmið stefnanda, er af hálfu stefnda vísað til þess, að almenn ákvæði komi sértækum til fyllingar. Um það, hvaða markað hin umdeilda ákvörðun miðist við, kveður stefndi vera ljóst, að það sé hinn íslenski greiðslukortamarkaður. Þar að auki geti fullyrðingar stefnanda í þessa átt ekki haft þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. Stefndi mótmælir því, að ákvæði 2. ml. 35. gr. samkeppnislaga bindi að verulegu leyti hendur samkeppnisyfirvalda til aðgerða gegn greiðslukortafyrirtækjum. Af því orðalagi, að viðskiptahættir séu „almennt sambærilegir“ því, sem gerist í „helstu viðskiptaríkjum“, verði sú ályktun ekki dregin, að það sé fortakslaust skilyrði þess, að ætlaðir óréttmætir viðskiptahættir verði bannaðir, að sömu viðskiptahættir hafi beinlínis verið bannaðir í „öllum helstu“ viðskiptaríkjum. Ljóst sé, að vilji löggjafans hafi verið að marka samkeppnisyfirvöldum ramma að starfa eftir, en ekki að binda hendur þeirra í einstökum ágreiningsmálum. Skýringu stefnanda á því, hver séu „helstu viðskiptaríki“, er sérstaklega mótmælt. Rétt sé að líta fyrst og fremst til aðildarríkja EES-samningsins í þessu samhengi. Því er haldið fram, að alls staðar, þar sem bannreglan hafi komið til skoðunar samkeppnisyfirvalda, hafi henni verið tekið með fyrirvara. Í Svíþjóð, Englandi, Hollandi og Belgíu hafi hún verið bönnuð. Samkeppnisyfirvöld á Írlandi, í Finnlandi, Noregi og Portúgal hafi lýst yfir andstöðu sinni við bannregluna og talið hana samkeppnishamlandi. Í frumniðurstöðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé einnig lýst yfir andstöðu við bannregluna. Þá megi nefna, að í Danmörku hafi þótt ástæða til að setja sérstök lagaákvæði, sem komi í veg fyrir, að unnt sé að beita reglunni (Innskot dómara: Þetta er ekki rétt, eftir því sem fram er komið, en þarlendis eru vísa- og evrókort lítið notuð). Í öðrum löndum EES hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hana, svo vitað sé. Þessi afstaða gagnvart bannreglunni sé nægjanleg til þess að réttlæta inngrip á grundvelli 35. gr. samkeppnislaga. 8. Samkvæmt 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 hafa þau að markmiði að vinna að hægkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og efla virka samkeppni í viðskiptum með því að: a. vinna gegna óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, b. vinna gegna óréttmætum viðskiptaháttum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna taka þau til samninga, skilmála og athafna, sem hafa eða ætlað er að hafa áhrif hér á landi. Ótvírætt er, að ákvörðun samkeppnisráðs, sem og niðurstaða áfrýjunarnefndar áfrýjunarmála, sem um ræðir í málinu, beinist að tilteknum þætti í viðskiptaháttum stefnanda á íslenskum greiðslukortamarkaði. Í bréfi Samkeppnisstofnunar til stefnanda, dags. 15. júlí 1997, þar sem hann er upplýstur í meginatriðum um frumniðurstöður í athugun samkeppnisyfirvalda, er vísað til 20. gr., 35. gr. og 37. gr. samkeppnislaga. Á því stigi hófst stjórnsýslumál, sem beindist gegn umræddri bannreglu 2. gr. viðskiptaskilmála í samstarfssamningi stefnanda og greiðsluviðtakenda. Stefnandi fékk aðgang að gögnum þess og færi á að koma að sjónarmiðum sínum á öllum stigum málsmeðferðar. Andmælaréttar stefnanda að stjórnsýslurétti var þannig gætt, og það verður ekki talið felast í þeim rétti, að stefnandi væri fyrirfram upplýstur um allar röksemdir, sem endanleg niðurstaða yrði reist á. Umstefnd niðurstaða ákvörðunar samkeppnisráðs nr. 1/1998 og áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1998 var reist á 17. gr., 35. gr. og 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Tvær hinar síðasttöldu lagagreinar eru í VIII. kafla laganna, sem hefur að fyrirsögn „Eftirlit með greiðslukortastarfsemi.“ Í 35. gr. segir, að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð skuli hafa eftirlit með greiðslukortastarfsemi. Skuli þess gætt, að viðskiptahættir séu sambærilegir hér við það, sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga. Í 2. mgr. 37. gr. segir, að telji samkeppnisráð, að viðskiptaskilmálar kortaútgefenda feli í sér óréttmæt skilyrði, sem aðeins taki mið af eigin hagsmunum, eða komi illa niður á hagsmunum korthafa eða greiðsluviðtakenda og séu ekki í samræmi við ákvæði 35. gr., geti það lagt bann við slíkum skilmálum og lagt fyrir kortaútgefanda að breyta viðskiptaháttum sínum. Í greinargerð með frumvarpi að samkeppnislögum, sem var lagt fram á Alþingi 1992, segir í athugasemdum við VIII. kafla: „Á undanförnum löggjafarþingum hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um greiðslukortastarfsemi, en það hefur ekki orðið útrætt. Vorið 1992 samþykkti efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að óska eftir því að meginefni frumvarpsins yrði fellt inn í frumvarp þetta og verði samkeppnisráði m.a. veitt heimild til að setja reglur um greiðslukortastarfsemi sem tryggi að hagur neytenda hér á landi verði eigi lakari í slíkum viðskiptum en almennt gerist í öðrum ríkjum hins fyrirhugaða Evrópska efnahagssvæðis. Orðalag 2. málsliðar 35. gr. laganna er nokkuð breytt frá því, sem var samkvæmt frumvarpinu (þá 37. gr.), en þar sagði: „Skal þess gætt að viðskiptakjör neytenda verði eigi lakari í slíkum viðskiptum hér á landi en almennt gerist í helstu viðskiptaríkum Íslendinga.“ Ástæða þessarar breytingar er ekki ljós. Það er skilyrði þess, að ákvæðum 35. gr. og 2. mgr. 37. gr. verði beitt gagnvart stefnanda, að sýnt sé fram á þörf aðgerða vegna þess að það ákvæði í viðskiptaskilmálum hans, sem um ræðir í málinu, sé ekki sambærilegt við það, sem almennt gerist í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Sýnt hefur verið fram á, m.a. með yfirliti frá Visa, að einungis í þremur aðildarríkjanna, þ.e. Svíþjóð, Englandi og Hollandi, sé bann lagt við reglunni um bann við mismunun (no discrimination rule). Samkvæmt þessu verður íþyngjandi ákvörðun gagnvart stefnanda eigi reist á framangreindum lagaákvæðum. Fyrirsögn V. kafla samkeppnislaga er Eftirlit með samkeppnishömlum. Í upphafsákvæði hans, 17. gr., er kveðið á um, að samkeppnisráð geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum og athöfnum, sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þess skal einnig getið hér, að upphafsákvæði VI. kafla samkeppnislaga, sem ber fyrirsögnina „Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum“, þ.e. 20. gr., kveður á um það, að óheimilt sé að hafast nokkuð það að, sem brjóti í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi, eins og þeir séu tíðkaðir, eða eitthvað það, sem óhæfilegt er gagnvart hagsmunum neytenda. Með stoð í orðalagi samkeppnislaga nr. 8/1993, efnisskipan og lögskýringargögnum verður niðurstaða málsins reist á 17. gr. laganna, óháð framangreindri niðurstöðu dómsins varðandi ákvæði í VIII. kafla þeirra. Ákvörðun samkeppnisráðs, sem var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, um að banna 2. gr. viðskiptaskilmála stefnanda, var, að því leyti sem hún var reist á 17. gr. samkeppnislaga, byggð á því mati, að reglan um bann við mismunun takmarki verðsamkeppni milli greiðsluviðtakenda og dragi annars vegar úr samkeppni milli mismunandi greiðslumiðla og hins vegar milli greiðslukortafyrirtækjanna sjálfra. Því mati verður eigi haggað af dómi. Niðurstaða málsins er samkvæmt þessu sú, að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda. Ákveðið er, að hvor aðili málsins skuli bera kostnað sinn af rekstri þess. Mál þetta dæmir Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, samkeppnisráð, er sýknaður af kröfum stefnanda, Greiðslumiðlunar hf. - Visa Ísland. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 243/1998
Lóðarleiga Riftun Skipulag Skaðabætur Gagnsök Gjafsókn
J fékk úthlutaðri lóð í sveitarfélaginu M. Nokkrum dögum fyrir úthlutunina samþykkti byggingarnefnd M staðsetningu spennistöðvar um 15 metrum utan við lóðina. Var spennistöðin reist stuttu síðar. J lét vinna fyrir sig teikningar og greiddi gatnagerðargjöld, áður en henni varð kunnugt um spennistöðina. Fór J fram á riftun lóðarleigusamnings vegna nálægðar spennistöðvarinnar og samþykkti M að taka aftur við lóðinni og endurgreiddi þau gjöld sem J hafði innt af hendi með verðbótum en án vaxta. Í málinu krafðist J skaðabóta af M vegna hönnunarkostnaðar og vaxta af gjöldunum sem voru endurgreidd. Var fallist á það að M hefði verið rétt að gera J fyrirfram ljóst að spennistöð yrði reist á opnu svæði nærri lóð hennar, en ekki var talið að vanræksla M á því hefði falið í sér vanefnd sem metin væri veruleg og veitt hefði J rétt til riftunar. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu M af kröfum J staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. júní 1998. Hún krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 545.967 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 1. nóvember 1994 til 10. maí 1995, en af allri kröfufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt á báðum dómstigum. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 13. júlí 1998. Hann krefst þess aðallega að héraðsdómur verði staðfestur um annað en málskostnað, sem aðaláfrýjandi verði dæmd til að greiða honum í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að kröfur aðaláfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. I. Með bréfi 13. júní 1994 var aðaláfrýjanda tilkynnt að bæjarráð gagnáfrýjanda hafi samþykkt umsókn hennar um að fá úthlutað leigulóð nr. 16 við Skeljatanga til að reisa þar íbúðarhús. Fáum dögum áður, eða hinn 6. sama mánaðar, hafði gagnáfrýjandi heimilað Rafmagnsveitu Reykjavíkur að reisa spennistöð 15 metrum frá mörkum þessarar lóðar. Aðaláfrýjandi kveður sér ekki hafa orðið kunnugt um þetta fyrr en 13. október 1994, þegar hún kom á staðinn og sá spennistöðina, sem reist hafði verið í ágúst sama árs. Hafði aðaláfrýjandi þá greitt gagnáfrýjanda gjöld vegna byggingarinnar og lagt í kostnað við að hanna hús það, er hún hugðist reisa á lóðinni. Með bréfi 18. október 1994 lýsti hún af þessum sökum yfir riftun lóðarleigusamnings og krafðist endurgreiðslu á þegar greiddum gjöldum, auk þess sem hún áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu síðar. Gagnáfrýjandi samþykkti um síðir að taka aftur við lóðinni og endurgreiddi gjöldin með verðbótum, en án vaxta. Með málsókn þessari krefst aðaláfrýjandi skaðabóta vegna hönnunarkostnaðar og vaxta af gjöldunum, sem gagnáfrýjandi hefur endurgreitt. II. Í héraðsdómi er gerð grein fyrir skipulagi, er gilti á svæðinu, þegar atvik máls þessa urðu. Verður fallist á með aðaláfrýjanda að henni hafi ekki verið unnt með því að kynna sér aðal- og deiliskipulag að komast að raun um ákvörðun bæjaryfirvalda um að koma fyrir spennistöð þar, sem hún síðar reis. Sjónarmið, sem teflt hefur verið fram varðandi skipulag á svæðinu og gerð er grein fyrir í héraðsdómi, varða að öðru leyti engu fyrir úrlausn málsins. III. Kröfur aðaláfrýjanda eru studdar þeim rökum, að gagnáfrýjandi hafi vanrækt að gera henni kunnugt um fyrirhugaða spennistöð áður en lóðarleigusamningur var gerður. Hafi starfsmenn gagnáfrýjanda jafnframt vitað eða mátt vita um forsendur hennar fyrir því að reisa hús á þessum stað, en þær hafi öðru fremur verið óhindrað útsýni til norðurs og vesturs. Hafi henni verið kynnt að á því svæði, sem spennistöðin síðar reis, ætti að verða grænt svæði og í engu verið minnst á slíkt mannvirki. Með tilkomu stöðvarinnar hafi forsendur brostið fyrir samningsgerð af hennar hálfu og það jafnframt falið í sér augljósar vanefndir af hálfu gagnáfrýjanda. Hafi starfsmenn hans með sviksamlegum hætti eða stórfelldu gáleysi valdið því að henni varð ekki kunnugt um þetta mannvirki fyrr en hún hafði lagt í mikinn kostnað við undirbúning framkvæmda. Þar sem réttur hennar til að rifta samningnum hafi verið fyrir hendi sé gagnáfrýjandi jafnframt skaðabótaskyldur. Gagnáfrýjandi hefur í málsvörn sinni gefið þá skýringu, að ekki hafi hvarflað að starfsmönnum sínum að spennistöð í nágrenni lóðarinnar gæti ráðið úrslitum um hvort aðaláfrýjandi kysi að taka lóðina á leigu. Almennt sé nálægð slíkra stöðva því ekki til fyrirstöðu að sóst sé eftir lóðum. Engin ástæða hafi verið til að ætla að annað gilti hér en endranær. Er því mótmælt að um nokkra sök geti verið að ræða hjá starfsmönnum gagnáfrýjanda eða að tilkoma spennistöðvarinnar feli í sér vanefnd á lóðarleigusamningi, sem veitt hafi aðaláfrýjanda rétt til að rifta honum. Að auki hafi hin nýja spennistöð orðið til hags fyrir íbúa hverfisins, en hún hafi komið í stað gamallar og ófullkominnar spennistöðvar, sem staðið hafi á opnu svæði og litlu fjær lóð aðaláfrýjanda en sú nýja. Hafi aðaláfrýjandi enga athugasemd gert við þá stöð, sem hafi blasað við augum er hún skoðaði aðstæður fyrir samningsgerð. Eftir að óánægja aðaláfrýjanda kom í ljós hafi gagnáfrýjandi samþykkt að taka lóðina til baka af tillitssemi við aðaláfrýjanda án þess að í því fælist nein viðurkenning á rétti hennar til að rifta samningnum. IV. Fram er komið, að aðaláfrýjandi átti einkum samskipti við byggingarfulltrúa gagnáfrýjanda er hún leitaði að hentugri byggingarlóð í Mosfellsbæ og sótti síðan um þá lóð að Skeljatanga 16, sem áður er getið. Hafa þau bæði gefið skýrslu fyrir dómi, þar sem nánar var greint frá aðdraganda þess að leigusamningur var gerður um lóðina. Hefur aðaláfrýjandi ekki stutt neinum rökum að svikum hafi verið beitt af hálfu starfsmanna gagnáfrýjanda í samskiptum við hana. Til stuðnings sjónarmiðum sínum um vanefndir af hálfu gagnáfrýjanda vísar aðaláfrýjandi annars vegar til þess að almennt sé óæskilegt af heilsufarsástæðum að hafa spennistöð nærri híbýlum manna vegna rafsegulsviðs, sem slíkum stöðvum fylgi. Sjálf sé hún viðkvæm fyrir slíku. Í annan stað er haldið fram, að spennistöðin hafi stórlega spillt útsýni frá lóðinni. Vanræksla gagnáfrýjanda um að greina fyrirfram frá því að mannvirki þessarar tegundar yrði reist svo nærri lóðinni hafi þannig falið í sér verulega vanefnd, sem hafi heimilað riftun samningsins. Að því er varðar fyrrnefnda atriðið kom fram í skýrslu byggingarfulltrúans fyrir dómi, að hin síðari ár hafi stjórnendur gagnáfrýjanda leitast við að velja spennistöðvum stað á opnum svæðum í íbúðarhverfum, en óhjákvæmilegt sé að leyfa slíkar stöðvar í öllum hverfum. Þá sé allur umbúnaður þeirra og frágangur mun fullkomnari nú en áður. Í einhverjum tilvikum vilji menn ekki hafa slík mannvirki nærri heimilum sínum af ótta við heilsuspillandi áhrif þeirra. Almennt verði þó að telja þá afstöðu ríkjandi að menn setji slíkt ekki sérstaklega fyrir sig. Mótmælir gagnáfrýjandi því að fram séu komnar sannanir fyrir því að heilsutjón geti hlotist af nábýli við slík mannvirki. Verði auk þess að líta sérstaklega til þess að spennistöðin standi ekki við lóðina, heldur 15 metrum frá henni og 25 metrum frá húsi á lóðinni. Aðaláfrýjandi hefur ekki stutt áðurgreint sjónarmið sitt um áhrif spennistöðvar á heilsufar manna neinum gögnum. Gegn andmælum gagnáfrýjanda hefur hún ekki sýnt fram á að skortur á upplýsingum hafi af þessum ástæðum falið í sér verulega vanefnd, sem heimilað hafi henni riftun samningsins. Varðandi síðarnefnda atriðið, að útsýni frá lóðinni hafi spillst, heldur gagnáfrýjandi fram að aðaláfrýjanda hafi ekki verið veitt nein trygging eða vilyrði fyrir því að það yrði óskert til frambúðar. Þvert á móti hafi henni fyrir samningsgerð verið sýndur uppdráttur, þar sem skýrt hafi komið fram að skipulag væntanlegrar íbúðabyggðar við Súluhöfða væri ófrágengið. Það hverfi væri nærri lóð hennar og í sömu stefnu frá lóðinni og umþrætt spennistöð. Milli hverfanna sé einungis mjótt opið svæði, þar sem spennistöðin stendur. Hafi aðaláfrýjandi af þessari ástæðu mátt búast við að útsýni yrði skert til frambúðar mun meira en spennistöðin gerði. Stöðin sé lágreist og að auki séu aðstæður þannig að hún standi lægra en hús á lóðinni. Raunveruleg skerðing útsýnis af hennar völdum sé því sáralítil. Loks sé ráðgert að gróðursetja tré við stöðina, sem muni hylja hana að verulegu leyti er fram líði stundir. Fallist verður á með aðaláfrýjanda að gagnáfrýjanda hefði verið rétt að gera henni fyrirfram ljóst að spennistöð yrði reist á opnu svæði nærri lóð hennar. Þegar öll þau atriði eru virt, sem að framan eru rakin, verður hins vegar ekki talið að vanræksla gagnáfrýjanda á því hafi falið í sér vanefnd, sem metin verði veruleg, og veitt hefði aðaláfrýjanda rétt til að rifta lóðarleigusamningnum. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms samkvæmt því staðfest. Hvor aðili skal bera sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda verður ákveðinn eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda, Jóhönnu Bogadóttur, greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningsþóknun lögmanns hennar fyrir Hæstarétti, 200.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 19. mars 1998. Ár 1998, fimmtudaginn 19. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, í málinu nr. E-4076/1997: Jóhanna Bogadóttir gegn Mosfellsbæ uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 25. febrúar síðastliðinn, er höfðað með stefnu, þingfestri 16. september 1997, af Jóhönnu Bogadóttur, kt. 081144-7619, nú til heimilis að Óðinsgötu 7, Reykjavík, gegn Mosfellsbæ, kt. 470269-5969, Hlégarði, Mosfellsbæ, til greiðslu skuldar, að fjárhæð 545.967 kr., ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 25/1997 af 357.439 kr. frá 1. nóvember 1994 til 4. nóvember sama ár, þá af 524.767 kr. frá þeim degi til 10. maí 1995, en af 545.967 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þess er krafist, að dráttarvextir verði höfuðstólsfærðir á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. nóvember 1995. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu skv. mati réttarins eða skv. framlögðum málskostnaðarreikningi, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, auk álags á málskostnað, er nemi virðisaukaskatti. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda í málinu og að stefn­anda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu skv. mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega frá því, sem þar kemur fram, og að málskostnaður verði í því tilviki felldur niður. Stefnandi fékk gjafsókn í málinu með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 23. október 1995. I. Málavextir. Með bréfi, dagsettu 13. júní 1994, var stefnanda úthlutað lóð til byggingar íbúðarhúsnæðis að Skeljatanga 16 í Mosfellsbæ. Kemur fram í bréfinu, að lóðin skuli verða byggingarhæf 1. ágúst 1994. Viku áður, eða 6. júní, var samþykkt í byggingarnefnd stefnda beiðni Rafmagnsveitu Reykjavíkur um staðsetningu nýrrar spennistöðvar um 15 metra norðvestan við lóðarmörk Skeljatanga 16. Átti spennistöðin að koma í stað eldri stöðvar, sem var í um 40 metra fjarlægð frá hinni fyrirhuguðu spennistöð. Var nýja spennistöðin reist á tímabilinu frá 4. - 15. ágúst sama ár og eldri stöðin rifin í kjölfarið. Eftir að stefnandi hafði fengið lóðinni úthlutað, lét hún vinna fyrir sig teikningar að húsi á umræddri lóð, og voru þær samþykktrar í byggingarnefnd stefnda 26. september 1994. Þann 6. október sama ár greiddi stefnandi gatnagerðargjöld að fjárhæð 1.969.177 kr., 600.000 kr. í peningum og eftirstöðvarnar, 1.411.523 kr., með útgáfu skuldabréfs. Stefnandi kveðst hafa farið að Skeljatanga 16 þann 13. október 1994 til að líta að nýju á aðstæður, en þá séð, að búið var að reisa nýju spennistöðina. Kveður stefnandi lóðina hafa verið valda sérstaklega með tilliti til útsýnis og umhverfis, en um það hafi fulltrúum stefnda verið kunnugt. Fór stefnandi fram á við stefnda með bréfi, dagsettu 18. sama mánaðar, að lóðarleigusamningi yrði rift og kaupin gengju til baka. Jafnframt krafist hún endurgreiðslu þeirra gjalda, sem hún hafði staðið skil á samkvæmt framansögðu, auk þess sem hún áskildi sér rétt til skaðabóta. Með bréfi lögmanns stefnda, dagsettu 22. desember 1994, var fallist á taka lóðina til baka og endurgreiða umrædd gjöld, að því tilskildu, að málinu yrði þar með lokið. Var það boð samþykkt formlega í bæjarráði stefnda 22. febrúar 1995. Endurgreiddi stefndi þá peningafjárhæð, sem stefn­andi hafði innt af hendi, auk verðbóta, í maí og júní 1995, en áður hafði stefndi tekið við skuldabréfi því, sem stefnandi hafði gefið út fyrir gatnagerðargjöldunum. Við aðalmeðferð málsins 25. febrúar sl. fóru dómari, stefnandi og lögmaður hennar, sem og lögmaður stefnda og byggingafulltrúi á vettvang að Skeljatanga 16, Mosfellsbæ og könnuðu aðstæður. II. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveður kröfu sína vera vegna útlagðs kostnaðar af hennar hálfu fram til þess tíma, er hún rifti lóðarleigusamningi við stefnanda og hætt var við framkvæmdir. Um sé að ræða kostnað vegna hönnunarvinnu, að fjárhæð 167.328 kr. og teikninga arkitekts, að fjárhæð 357.439 kr., auk vangoldinna vaxta af fjármunum þeim, er stefn­andi greiddi stefnda 6. október 1994 og fékk endurgreidda 10. maí 1995. Er krafist vaxta af þeirri fjárhæð fyrir tímabilið frá 7. október 1994 til 9. maí 1995 og miðað við 6% ársvexti, 21.200 kr., auk dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá því hún varð gjaldkræf 10. maí 1995. Stefnufjárhæð er því samtals 545.967 kr. Stefnandi byggir á því, að stefndi hafi vanefnt samning aðila svo, að henni hafði verið heimilt að beita riftun sem vanefndaúrræði og jafnframt eigi hún kröfu á hendur stefnda til greiðslu vangildisbóta vegna þess kostnaðar, er hún hafi orðið fyrir. Það hafi verið mat Skipulagsstjóra ríkisins samkvæmt bréfi þess embættis, dagsettu 8. febrúar 1995, að geta hefði átt umræddrar spennistöðvar á deiliskipulagi, sbr. 4. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, enda rafstöðin „bygging” í skilningi 1. gr. byggingarlaga nr. 54/1978. Samkvæmt byggingar- og skipulagsreglugerðum skuli jafnan liggja fyrir samþykkt eða staðfest deiliskipulag, áður en einstakar framkvæmdir eru leyfðar, auk þess sem ekki megi samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar veita leyfi til byggingar mannvirkis, nema það sé í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag. Það, að heimila byggingu spennistöðvar, hafi þannig verið beinlínis ólögmætt. Stefndi hafi auk þess vanrækt að upplýsa stefnanda um fyrirhugaða spennistöð, áður en lóðarleigusamningur var gerður, en það hafi hvorki verið gert munnlega né með þeim gögnum, sem stefnanda hafi verið látin í té. Hafi starfsmönnum stefnda ekki geta dulist fyrirhuguð bygging spennistöðvarinnar, enda hafi byggingarnefnd stefnda þegar verið búin að veita leyfi til byggingar hennar, er samningar tókust milli stefnanda og stefnda um lóðarleigu. Þá hafi starfsmenn stefnda vitað eða mátt vita um forsendur stefnanda fyrir gerð lóðarleigusamningsins. Stefnandi sé myndlistarmaður og hús henn­ar átt að vera hannað sérstaklega með tilliti til þess. Hafi útsýni frá lóðinni verið ákvörð­unarástæða stefnanda fyrir húsbyggingu á þessari lóð. Í þessu sambandi skipti engu þótt önnur byggingarsvæði í grenndinni hafi ekki verið endanlega skipulögð. Sé spenni­stöðin í slíkri nálægð við lóð stefnanda, að átt hefði að geta hennar á skipulagsuppdráttum og öðrum teikningum af svæðinu, sem stefnanda hafi verið látnar í té. Hafi starfsmenn stefnda þannig með stórfelldu gáleysi orðið þess valdandi, að stefnanda hafi ekki verið kunnugt um spennistöðina, fyrr en hún hafi verið búin að leggja í mikinn kostnað við undirbúning byggingarframkvæmda. Með byggingu rafstöðvarinnar hafi verið brostnar forsendur stefnanda fyrir leigu á lóðinni, jafnframt því sem um augljósar vanefndir á samningi hennar og stefnda hafi verið að ræða. Hafi sá samningur verið gerður í trausti þess, að skipulagsteikningar og aðrar upplýsingar, sem stefndi hafi látið stefnanda í té, væru réttar og í samræmi við raunveruleikann. Þá byggir stefnandi á því, að stefndi hafi, með því að samþykkja að taka lóðina til baka, viðurkennt riftunarrétt stefnanda og jafnframt fallið frá því skilyrði, sem sett hafi verið um, að lóðin yrði tekin til baka gegn því, að ekki yrðu hafðar uppi frekari kröfur af hálfu stefnanda. Ennfremur hafi stefndi vanrækt skyldur sínar samkvæmt stjórnsýslulögum við afgreiðslu málsins. Þannig hafi stefndi ekki gætt að upplýsingarrétti stefnanda samkvæmt 15. gr. laga nr. 37/1993 og rannsóknarskyldu samkvæmt 10. gr. sömu laga. Stefndi sé sérfróður að þessu leyti og þeir starfsmenn stefnda, sem stefnandi hafi átt í samskiptum við, hafi víðtæka reynslu af viðskiptum sem þessum. Hafi aðstöðumunur milli aðila því verið mikill. Stefndi hafi, með því að geta ekki umræddrar byggingar á deiliskipulagi fyrir svæðið, bakað stefnanda tjón, sem svari til stefnukröfu málsins. Hefði stefnandi ekki orðið fyrir tjóni því, sem um sé deilt í máli þessu, hefði stefndi gætt skyldu sinnar að þessu leyti, og stefnandi því aldrei ráðist í byggingarframkvæmdirnar að Skeljatanga 16. Geti teikningar þær, sem stefnandi hafi látið gera, ekki nýst henni framar. Teikningarnar hafi verið sérstaklega gerðar með tilliti til þeirrar lóðar, sem stefnandi hafi fengið úthlutað. Hafi fyrirhugað hús hennar verið hannað með sérstöku tilliti til stærðar lóðarinnar, legu hennar, umhverfisins á svæðinu og útsýnis. Sé ógerningur að notast við þær annars staðar, jafnframt því sem vanefndir stefnda hafi riðlað öllum áformum stefnanda um húsbyggingu, svo að hún hafi orðið að hverfa frá þeim hugmyndum. Hafi stefnandi þannig þurft að standa straum af talsverðum kostnaði vegna þess eins að treysta þeim upp­lýsingum, sem henni hafi verið gefnar af stefnda. Stefnandi byggir kröfur sínar á meginreglum kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga, vanefndum þeirra og riftun, auk meginreglna um skaðabætur innan samninga. Þá byggir stefnandi á lögum nr. 39/1922 um lausafjárkaup, lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, stjórnsýslulögum nr. 37/1993, skipu­lags­lögum nr. 19/1964 og byggingarlögum nr. 54/1978. Að lokum reisir stefnandi kröfur um vexti og vaxtavexti reisir stefnandi á lögum nr. 25/1987 með síðari breytingum. III. Málsástæður og lagarök stefnda. Aðalkrafa stefnda um sýknu byggist á eftirfarandi málsástæðum: 1) Stefndi hafi, með því að taka aftur umrædda lóð, einungis verið að aðstoða stefnanda, er ljóst var, að hún vildi ekki nýta sér rétt, sem hún hafði samkvæmt úthlutunarskilmálum. Þetta hafi verið umfram skyldu og þann kostnað, sem stefnandi hafi sjálf skapað sér með því að ráða arkitekt og hönnuð, verði stefnandi sjálf að bera. Hafi því ekki verið um neina vanefnd stefnda að ræða að þessu leyti, og telji stefnandi sig eiga kröfu vegna þessa kostnaðar, beri stefnanda að beina henni að þeim fagmanni, sem hún réð til starfa við að útbúa teikningar þær, er hér um ræðir, enda viðurkenni arkitektinn að hafa haft uppdrætti undir höndum, þar sem umrædd spennistöð komi fram, og að honum hafi verið ljósar meintar forsendur hennar fyrir byggingu á umræddri lóð. Sé hér því um aðildarskort að ræða. 2) Riftun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. kaupalaga sé talin heimil, hafi galli verið verulegur eða um svik hafi verið að ræða. Hvorugu þessara skilyrða sé hér til að dreifa. Um sé að ræða svæði í byggingu. Á öllum svæðum með íbúabyggð sé þörf á spennistöðvum, en þær séu iðulega staðsettar á opnum svæðum við rætur íbúabyggðar, til þess að auðvelt sé að komast að þeim með viðgerðir og viðhald og ekki þurfi að rjúfa götur í þeim tilgangi. Stefnanda hafi verið gert ljóst, að svæðið var í vinnslu. Hljóti hún að hafa séð [eldri] spennistöð, sem verið hafi um 30 metra frá lóðamörkum, ásamt staurum og loft­línu. Verði húsbyggjendur almennt að gera ráð fyrir ýmsum þáttum í umhverfi húsa sinna, t.d. raflínum, símalínum, gervihnattadiskum og spennistöðvum, svo ekki sé minnst á breytingar á deiliskipulagi, og jafnvel trjágróðri eða tréverk nágranna, sem geti skyggt á útsýni. Hafi fagurfræðilegar athugasemdir íbúa yfirleitt ekki verið teknar til greina og þær því orðið að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. 3) Byggingarleyfi til handa Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafi verið samþykkt til að bæta þáverandi ástand, aðallega með tilliti til öryggis íbúa. Eldri spennistöðin hafi verið barn síns tíma og hættuleg. Um öryggisatriði hafi verið að ræða. Þá hafi staurar og loftlína fylgt eldri stöðinni, en ekki þeirri nýju. 4) Rétt hafi verið staðið að veitingu umrædds byggingarleyfis. Það hafi verið niðurstaða umhverfisráðuneytisins, að staðsetning spennistöðvarinnar nýju sé í samræmi við aðalskipulag fyrir stefnda, sem staðfest hafi verið 6. maí 1994. Þá segi í niðurstöðu ráðuneytisins, að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 skuli allar byggingar og önnur mannvirki gerð í samræmi við gildandi skipulagsuppdrátt. Fyrir umrætt svæði sé í gildi staðfestur skipulagsuppdráttur, og því verði ekki á það fallist með skipulagsstjóra, að meðmæli skipulagsstjórnar hafi þurft til byggingar spennistöðvarinnar, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Verði þessi niðurstaða ráðuneytisins ekki túlkuð öðru vísi en svo, að réttilega hafi verið staðið að veitingu umrædds byggingarleyfis fyrir spennistöðinni. 5) Jafnvel þótt dómari kæmist að þeirri niðurstöðu, að ekki hafi verið rétt staðið að veitingu umrædds byggingarleyfis fyrir spennistöðinni, breyti það ekki stöðu stefnanda í máli þessu. Hafi stefnandi mátt gera ráð fyrir spennistöð á umræddu svæði og íbúðabyggð rétt handan við svæðið, ekki síst í ljósi þess, að spennistöð var á svæðinu, er hún skoðaði umrædda lóð. Hafi stefnandi ekki orðið fyrir neinum takmörkunum á nýtingu eignarinnar vegna spennistöðvarinnar og stefndi aldrei ábyrgst meira, en afhendingu umræddrar lóðar stefnanda og möguleika stefnanda til nýtingar hennar með hús­byggingu í samræmi við gildandi skipulags- og byggingarskilmála. 6) Stefnandi hafi ekki sannað, að spennistöðin muni lækka verðgildi eignarinnar og skerða fagurfræðilegt gildi lóðarinnar. Lóðir á umræddu svæði séu mjög eftirsóttar, og hafi umræddri lóð verið úthlutað öðrum aðila aðeins nokkrum dögum eftir að hún var tekin til baka, gegn greiðslu sömu fjárhæðar og stefnandi hafi innt af hendi. Þá verði að hafa í huga, hvernig svæðið muni líta út í endanlegri mynd. Fyrirhugað sé að planta trjágróðri, er í framtíðinni eigi að hylja spennistöðina, sem sé rúmlega 2 metrar á hæð. Þá hafi svæðið norðvestan við spennistöðina verið deiliskipulagt sem íbúðahúsahverfi, og þar komi því byggingar, sem muni taka af útsýni frá húsi því, er nú hafi verið reist á lóðinni. 7) Það, að stefnandi hafi lagt út í þann kostnað, sem stefnt sé til greiðslu á, sé á ábyrgð hennar sjálfrar. Geti byggingarnefnd stefnda ekki veitt samþykki sitt fyrirfram fyrir teikningum og þá hafi teikningarnar aldrei verið lagðar fyrir stefnda í endanlegri mynd frá arkitekt og engar teikningar frá byggingatæknifræðingi. 8) Stefnandi hafi að engu leyti takmarkað tjón sitt, sem henni hafi verið í lófa lagið, t.d. með því að stöðva framkvæmdir, er henni hafi átt að vera ljóst, að hún kærði sig ekki um lóðina. 9) Teiknuð hafi verið fasteign með sérþarfir stefnanda í huga, þ.e. hús með vinnuaðstöðu fyrir listakonu. Geti stefnandi hugsanlega nýtt sér þessar teikningar aftur óbreyttar eða með breytingum. Geti það ekki verið á ábyrgð stefnda, að stefnandi finni hvergi aðra lóð, sem fullnægi kröfum hennar, til að byggja á. 10) Með því að móttaka endurgreiðslu gatnagerðargjalda athugasemdalaust sem fullnaðargreiðslu, hafi stefnandi fallið frá frekari kröfum á hendur stefnda. Hafi hún átt málshöfðunarrétt, hafi hún glatað þeim rétti sínum vegna tómlætis, enda liðið um tvö og hálft ár frá því stefndi endurgreiddi stefnanda gatnagerðargjöldin, þar til hún höfðaði mál þetta. Varðandi vaxtakröfu stefnanda sé þess að geta, að stefndi hafi endurgreitt stefn­anda gatnagerðargjöldin, ásamt verðbótum, einungis til að leysa mál þetta. Hafi greiðslan verið móttekin athugasemdalaust sem fullnaðargreiðsla á þessum gjöldum, enda í samræmi við vinnureglu stefnda. Hafni stefndi því alfarið þessari kröfu stefnanda. Stefndi vísar um varakröfum sína til sömu raka og fram koma vegna aðalkröfu hans. Þá mótmælir stefndi upphafsdegi dráttarvaxta. Um lagarök vísar stefndi til ákvæða byggingalaga nr. 5/1978, með síðari breytingum, og skipulagslaga nr. 19/1964, með síðari breytingum, ásamt byggingareglugerð nr. 177/1992, með síðari breytingum, og skipulagsreglugerð nr. 318/1985, með síðari breyt­ingum. Þá vísar stefndi einnig til 42. og 52. gr. kaupalaga nr. 39/1922 og ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi stefnandi haft aðgang að öllum þeim skjölum og upplýsingum, sem málið varða og hún óskaði eftir. Jafnframt hafi ákvörðun um byggingaleyfi til handa Rafmagnsveitu Reykjavíkur verið tekin að vel athuguðu máli, sem og bygg­ingaleyfi stefnanda, er samþykkt hafi verið með fyrirvara. IV. Niðurstaða. Mál þetta snýst einvörðungu um þann kostnað, sem stefnandi hafi haft af vinnu arkitekts og byggingatæknifræðings í sambandi við fyrirhugaða húsbyggingu hennar á lóðinni að Skeljatanga 16 í Mosfellsbæ. Því er ekki haldið fram af hálfu stefnda, að kostnaður sá, er stefnandi krefur stefnda um í máli þessu, hafi ekki verið greiddur áðurnefndum aðilum af hálfu stefnanda. Við úrlausn málsins verður því við það miðað, að svo hafi verið gert. Af gögnum málsins er ljóst, að umrædd spennistöðvarbygging kom stefnanda í opna skjöldu, er hún uppgötvaði hana í fyrri hluta októbermánaðar 1994 og jafnframt, að hún hefði ekki gengið til samninga við stefnda um byggingu húss á lóðinni, hefði hún vitað, að til stæði að reisa mannvirki þetta, þótt ekki sé stórt í sniðum, svo skammt frá lóðarmörkunum. Þá er fram komið í málin, að meginhluti vinnu arkitekts stefnanda og bygg­ingatæknifræðingur hafði farið fram, er stefnandi komst að raun um ofangreinda staðreynd. Rekur stefnandi tjón sitt til þess, að stefndi, eða starfsmenn hans, hafi af stórkostlegu gáleysi vanrækt að skýra henni frá, að bygging spennistöðvarinnar stæði fyrir dyrum, er henni var úthlutað umræddri lóð 13. júní 1994, en fyrir liggur í málinu, að byggingarnefnd stefnda hafði að beiðni Rafmagnsveitu Reykjavíkur samþykkt umrædda byggingu 6. sama mánaðar. Er kröfum stefnanda því réttilega beint að stefnda, og skiptir í því sambandi ekki máli, hvort hún kunni að eiga kröfu á arkitekt sinn, eins og byggt er á af hálfu stefnda. Er sýknukröfu stefnda, reistri á aðildarskorti, þar af leiðandi hafnað. Svo sem rakið hefur verið, samþykkti stefndi í febrúar 1995 að taka aftur við lóðinni að Skeljatanga 16, og í framhaldi á því endurgreiddi hann stefnanda þau gatnagerðargjöld, sem hún hafði innt af hendi. Verður ekki fallist á það með stefnanda, gegn mótmælum stefnda, að hinn síðarnefndi hafi með þessu viðurkennt riftunarrétt stefnanda á lóðarleigusamningnum. Samkvæmt úrskurði umhverfisráðuneytisins frá 31. maí 1995 er staðsetning spennistöðvar þeirrar, sem mál þetta er sprottið af, í samræmi við aðalskipulag fyrir Mosfellsbæ 1992 -2012, sem staðfest var 6. maí 1994. Þá kemur fram í úrskurðinum, að er hann gekk, hafi séruppdráttur eða deiliskipulagsuppdráttur ekki enn verið gerður af Súluhöfða, en ætla megi, að þörf verði fyrir slíkan uppdrátt, þegar lóðum verði úthlutað í því bæjarhverfi, ekki síður en við Skeljatanga, þar sem lóðir séu þegar í byggingu. Þá segir í úrskurðinum, að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 skuli allar byggingar og önnur mannvirki gerð í samræmi við gildandi skipulagsuppdrátt. Fyrir umrætt svæði sé í gildi staðfestur skipulagsuppdráttur, og verði því ekki fallist á það með skipulagsstjóra, að meðmæli skipulagsstjórnar hafi þurft til byggingar spennistöðvarinnar, sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna. Taldi ráðuneytið því ekki efni til að fella leyfi byggingaryfirvalda fyrir spennistöðinni úr gildi, enda væri um öryggisatriði að ræða, þar sem spennistöðin sé steinsteypt með niðurgröfnum köplum, sem ættu að hindra minnstu mögulega útgeislum og kæmi í stað óvarinnar spennistöðvar eða loftlínudreifistöðvar, sem um árabil hefði staðið í um 40 metra fjárlægð [frá nýju spennistöðinni] og þjónað næsta nágrenni. Þá kemur fram í bréfi ráðuneytisins frá 15. mars 1996, að enginn séruppdráttur eða deiliskipulagsuppdráttur hafi verið samþykktur af svæðinu, þar sem spennistöðin er staðsett, er ofangreindur úrskurður gekk, en skipulagsnefnd og bæjarstjórn stefnda og skipulagsstjóri ríkisins hafi, rúmu ári síðar, samþykkt deiliskipulag fyrir Skeljatanga og Súluhöfða, sem sýni staðsetningu spenni­stöðvarinnar. Að mati dómsins eru ekki efni til að hagga við ofangreindri niðurstöðu ráðuneytisins. Verður því við það miðað, að ekki hafi verið brotið gegn skipulagslögum með bygg­ingu spennistöðvarinnar. Þau gögn, sem stefnandi og arkitekt hennar höfðu undir höndum, er ákvörðun var tekin um húsbyggingu á umræddri lóð, sýndu, að svæði það, sem spennistöðin var síðar reist á, var ófullgert og að fyrirhuguð var íbúðarbyggð nokkru neðar, þar sem heitir Súlutangi. Er það niðurstaða dómsins, að ósannað sé af hálfu stefnanda, að stefnda, eða starfsmönnum hans, hafi verið eða mátt vera ljóst, að það hafi verið ákvörðunarástæða stefnanda og forsenda fyrir húsbyggingu á lóðinni, að ekki yrði reist neitt mannvirki á því svæði, sem spennistöðin var byggð. Þá hefur stefnandi heldur ekki sýnt fram á, að lóðin hafi rýrnað í verði vegna sjónmengunar af völdum spennustöðvarhússins. Ennfremur verður ekki fallist á það með stefnanda, að stefndi hafi við meðferð málsins vanrækt upplýsinga- og rannsóknaskyldu sína samkvæmt 15. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt framanskráðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum er rétt, að málskostnaður milli þeirra falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin laun lögmanns hennar, Ástráðs Haraldssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin 200.000 kr., að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði. Dóminn kveður upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Mosfellsbær, er sýknaður af kröfum stefnanda, Jóhönnu Bogadóttur, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin laun lögmanns hennar, Ástráðs Haralds­sonar hrl., 200.000 kr., greiðist
Mál nr. 447/1998
Þjófnaður Skilorðsrof
I var ákærður fyrir þjófnað. Með brotinu rauf hann skilorð eldri dóms og var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans og I dæmdur til fangelsisrefsingar, sem var að hluta skilorðsbundin.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. október 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi, og öll bundin skilorði. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Ingólfur Örn Ingvason, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðmundar Kristjánssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Héraðsdómur Reykjaness 9. október 1998. Ár 1998, föstudaginn 9. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem er háð að Brekkugötu 2 Hafnarfirði af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara kveðinn upp dómur í málinu nr. S-249/1998: Ákæruvaldið gegn E og Ingólfi Erni Ingvasyni, sem dómtekið var 1. september sl. að loknum málflutningi. Mál þetta er með ákæru útgefinni 16. júlí sl. höfðað gegn E, og Ingólfi Erni Ingvasyni, kt. 040576-3209, Norðurbraut 29, Hafnarfirði. „Fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 1998, að Brattholti 5, Hafnarfirði, í félagi, stolið ferðatölvu af gerðinni Sharp ásamt fylgihlutum, prentara af gerðinni Cannon GJS, tösku af gerðinni Targa og tveimur GSM-símum af gerðunum Panasonic og Nokia, samtals að verðmæti kr. 275.000,-. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Ákærður E viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann er sakaður um í ákæru og lagði málið í dóm til að dæmast skv. 1.mgr. 125. gr. oml. Ákærður Ingólfur Örn viðurkenndi og að hafa framið framangreint þjófnaðarbrot ásamt meðákærða E og tekið þá hluti sem greindir voru í ákæru, nema hann kannaðist ekki við að hafa tekið þargreinda GSM-síma. Hann kvaðst ekki hafa séð þá á brotastað og ekki vitað eftir á að þeir hafi verið með þýfinu, sem tekið var. Í málinu fór því fram aðalmeðferð og voru teknar skýrslur af ákærðu, en auk þess báru vitni F og Þ. Samkvæmt þessum framburðum og því sem fram kom við lögreglurannsókn málsins eru atvik þess þessi. Vitnin F og Þ höfðu verið að skemmta sér á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði laugardagskvöldið 11. apríl sl. og aðfaranótt sunnudagsins og höfðu kynnst þar lítillega og taldi F að hann hefði verið að reyna við sig. Hún kvað hann hafa verið töluvert ölvaðan og um það leyti sem verið var að loka veitingastaðnum hafi hann boðið henni heim til sín í partí og gefið upp nafn og heimilisfang. Þ hafði svo farið heim til sín um kl. 0300 um nóttina og sofnað þar fljótlega eftir það. F hafði hringt í ákærðu til að fá þá til að koma með sér í partíið og hafði Þ vaknað við það um 0330 að F og ákærðu bönkuðu upp á hjá honum og hafði hann hleypt þeim inn en þau hafi viljað koma í partí og hann ekki verið því mótfallinn. Þeim hafi verið boðið til stofu, þar sem sest var við víndrykkju og eftir um tveggja tíma drykkju hafði Þ sofnað víndauða, en er hann vaknaði um morguninn voru gestirnir farnir og tekin hafði verið fistölva og prentari, sem voru í tösku, sem hann geymdi undir fiskabúri í stofunni og einnig saknaði hann tveggja GSM-síma, sem höfðu verið á símaborði í forstofunni, en hleðslutækið fyrir þá hafði verið í eldhúsinu. Honum þótti einsýnt að næturgestirnir ættu sök á hvarfi þessara muna. Ljóst er af framburði ákærðu að þeir standa saman að töku töskunnar þó að þá greini á um frumkvæðið. En fram er komið að þeir voru að ræða um eða bralla um að taka töskuna án þess að F vissi af því, en hún hafði verið komin fram á stigagang er þau voru að yfirgefa íbúðina og þá séð ákærða Ingólf með töskuna og orðið mjög reið og viljað að hann skilaði töskunni. Það hafði ekki verið gert, heldur höfðu þau haldið saman heim til ákærða E þar sem ákærður E kom henni fyrir í geymslu. Ákærður E kvaðst síðar hafa selt tölvuna og prentarann einhverjum ónafngreindum aðila á Hafnarkránni í Reykjavík og fengið amfetamín fyrir að andvirði kr. 25.000,- sem meðákærði Ingólfur hafi fengið en hann hafi ekkert fengið. Ákærður Ingólfur hefur neitað því að hafa fengið neitt í sinn hlut. Ákærður Ingólfur kannast ekki við það og kveðst ekkert vita hvað varð um töskuna og tölvuna eftir að ákærður E kom henni fyrir í geymslu heima hjá sér. Ákærður Ingólfur hefur neitað því eindregið að hafa tekið GSM-símana að Brattholti 5 og kveðst aldrei hafa séð þá og hafi hann tekið þá, hljóti þeir að hafa verið í töskunni með tölvunni. Vitnið F hafði heldur ekki séð ákærða Ingólf taka símana né séð þá í íbúðinni. Ákærður E var þess fullviss að símarnir hafi ekki verið í töskunni og hefur haldið því fram að þeir hafi verið í vasa meðákærða Ingólfs, en hefur viðurkennt að hafa hringt úr öðrum og svo hent honum í sjóinn, en selt hinn á veitingastaðnum Amsterdam. Hann kannaðist við að hafa séð bæði símana og hleðslutækin inni í íbúð Þ. Með framburði ákærðu, vitna og öðrum sönnunargögnum er sannað að ákærðu eiga báðir þátt í framangreindu þjófnaðarbroti að því er varðar ferðatölvuna og prentarann og einnig á ákærður E sök á þjófnaði á GSM-símunum, en hins vegar verður gegn neitun ákærða Ingólfs ekki talin komin nægileg sönnun um að hann hafi og átt þátt í töku GSM-símanna og ber að sýkna hann af því. Ákærðu hafa með þessum verknaði gerst sekir um brot á 244. gr. almennra hegningarlaga. Sakarferill ákærðu er með þeim hætti; [...] Við ákærða Ingólf Örn var gerð lögreglustjórasátt 20. febrúar 1997 og honum gert að greiða kr. 30.000 í sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum nr. 65,1974 um ávana-og fíkniefni og rlg. nr. 16,1986 og 30. júní 1997, var hann í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í 8 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. alm. hegningarlaga. Ákærður Ingólfur Örn hefur með broti því sem hann er fundinn sekur um í þessu máli rofið skilorðdóms Héraðsdóms Reykjaness frá 30. júní 1996 og ber því nú að dæma í einu lagi bæði málin sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga og hafa hliðsjón við refsiákvörðun af 77. gr. sömu laga. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin þannig, að [...] ákærður Ingólfur Örn sæti fangelsi í 8 mánuði. Rétt þykir þegar litið er til ungs aldurs ákærðu, að þeir hafi eigi hlotið áður dóm fyrir samskonar brot og með vísan til 57. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 101/1976 að því er ákærða Ingólf Örn varðar, að frestað verði fullnustu refsingarinnar á hendur ákærða E og 5 mánuðum af refsingunni á hendur ákærða Ingólfi og falli refsing þessi niður hjá hvorum um sig að liðnum 3 árum haldi hann almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr.19,1940 sbr. lög nr. 22,1955. Dæma ber ákærða Ingólf Örn til að greiða helming saksóknarlauna í ríkissjóð, sem ákveðast kr. 50.000 og helming málsvarnarlauna til skipaðs verjanda hrl. Guðmundar Kristjánssonar, sem ákveðast og krónur 50.000, en hinn helmingur launanna greiðist úr ríkissjóði. Allan annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt saman. Dómsorð: [...] Ákærður Ingólfur Örn Ingvason, sæti fangelsi í 8 mánuði, en fresta skal fullnustu 5 mánaða af refsingunni og niður skal hún falla að liðnum 3 árum haldi ákærður almennt skilorð 57. gr. almenna hegningarlaga sbr. lög nr. 22,1955. Ákærður Ingólfur Örn greiði helming saksóknarlauna í ríkissjóð, kr. 50.000 og helming málsvarnarlauna til skipaðs verjanda hrl. Guðmundar Kristjánssonar, krónur 50.000, en hinn helmingur launanna greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu greiði allan annan sakarkostnað óskipt saman.
Mál nr. 481/1998
Húsbrot Eignaspjöll Skilorð
Ó gekk inn í ólæsta íbúð í fjölbýlishúsi að nóttu til en hann var mjög ölvaður. Velti Ó um koll tölvu sem stóð á borði og vaknaði konan X við umganginn. Kom hún Ó út úr íbúð sinni og hringdi á lögreglu. Var Ó handtekinn þar sem hann var að berja að dyrum íbúðarinnar. Ákært var fyrir húsbrot, eignaspjöll og brot gegn blygðunarsemi. Ó var dæmdur fyrir húsbrot og eignaspjöll en sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn blygðunarsemi X með lostugu athæfi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu hefur verið skotið til Hæstaréttar með stefnu 11. nóvember 1998 að ósk ákærða og einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu hans. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara gerir hann þá kröfu, að refsing verði milduð og jafnframt skilorðsbundin. Málið er risið af atvikum, sem gerðust laust fyrir kl. 1.30 aðfaranótt laugardagsins 21. mars 1998, þegar ákærði fór í heimildarleysi inn í íbúð á 2. hæð í húsi við Höfðabraut á Akranesi og gerði sig þar heimakominn um stund. Fram er komið, að útidyr hússins hafi verið ólæstar samkvæmt venju og dyr að íbúðinni sjálfri ekki verið læstar, þegar hann hafi leitað inngöngu, en kærandi málsins var þá ein heima ásamt ungum syni sínum. Kveðst hún hafa verið sofandi í svefnherbergi þeirra eftir að hafa svæft drenginn nokkru fyrr, en vaknað við umgang ákærða, sem leitað hafi inn í hitt svefnherbergi íbúðarinnar og síðan fram í eldhús og stofu. Hafi hún mætt honum utan við herbergisdyr sínar, þegar hún fór fram til að athuga, hvað á gengi, en hún hafði haldið í fyrstu, að uppkomin dóttir sín væri komin heim. Henni hafi með lagni tekist að koma honum út fyrir íbúðardyrnar og síðan getað skellt þeim í lás og hringt eftir aðstoð. Var ákærði að banka á hurðina, þegar lögreglumenn komu á staðinn eftir örskamma stund. Að sögn kæranda og lögreglumanna var ákærði greinilega mjög ölvaður, valtur á fótum og vart viðræðuhæfur. Hann var og ófær um að skýra atburðinn eftir á sakir minnisleysis. Hann var ekki færður á lögreglustöð, heldur óku lögreglumennirnir honum heim til sín. Samkvæmt gögnum málsins er ljóst, að ákærði gerðist sekur um húsbrot, er varðar við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er brotið alvarlegs eðlis. Jafnframt gerðist hann sekur um eignaspjöll, er varða við 1. mgr. 257. gr. sömu laga, með því að fella og brjóta tölvu, sem stóð á borði í stofu íbúðarinnar. Ber að fallast á forsendur og niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu fyrir þessi brot. Um annað atferli ákærða inni í íbúðinni er til þess að líta, að kærandi nefndi ekki við lögreglumenn, er komu tvívegis á vettvang um nóttina, að ákærði hefði sýnt sér lostugt athæfi. Eins og gögn málsins liggja fyrir þykja þau ekki nægja til að sannað verði talið, að atferli hans gagnvart kæranda hafi gengið svo langt, að varði við 209. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. Með vísan til 45. og 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður því að sýkna ákærða af þessum lið ákærunnar. Refsingu ákærða ber að ákvarða á þeim grundvelli, sem lýst er í héraðsdómi. Einnig ber að taka tillit til þess, að húsbrot hans var til þess fallið að valda kæranda ótta og óþægindum, eins og á stóð, jafnvel þótt annað refsivert athæfi kæmi ekki til. Telst refsingin hæfilega ákveðin hin sama og tiltekin var í héraðsdómi, fangelsi þrjá mánuði. Með hliðsjón af fyrrgreindum niðurstöðum og högum ákærða þykir þó rétt að fresta fullnustu tveggja mánaða af þeirri refsivistun, og falli refsingin niður að þeim hluta að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem um er mælt í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Hallgrímsson, sæti fangelsi 3 mánuði. Fresta skal fullnustu á tveimur mánuðum af þeirri refsivistun, og falli refsingin niður að þeim hluta að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi áfrýjandi almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sigurðar Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 21. október 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 21. október, er á dómþingi Héraðsdóms Vesturlands, sem háð er að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, af Finni Torfa Hjörleifssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. S-26/1998, ákæruvaldið gegn Ólafi Hallgrímssyni, sem tekið var til dóms 8. október 1998. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dagsettu 18. júní 1998 á hendur ákærða Ólafi Hallgrímssyni, kt. 090857-4369, Heiðargerði 9, Akranesi. Málið barst dóminum 22. júní 1998 og var þingfest 13. júlí sama ár. Fyrirhugaðri aðalmeðferð málsins sem fram átti að fara 28. júlí 1998 var frestað að ósk verjanda ákærða. Í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða ,,fyrir hegningarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 21. mars 1998, farið í heimildarleysi inn í íbúð Lilju Lindar Sæþórsdóttur, kennitala 211056-4299, að Höfðabraut 1, Akranesi, afklæðst að hluta, rutt um koll tölvu af gerðinni Victor, V 386 MX, en af því hlutust töluverðar skemmdir á tölvunni, og í framhaldi af því er húsráðandi kom að ákærða, gripið utan um hana, sleikt hana í framan og farið með höndum um líkama hennar, þ.á m. brjóst. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, 231. gr. hegningarlaga og 1. mgr. 257. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu krefst Jón Haukur Hauksson, héraðsdómslögmaður, skaðabóta fyrir hönd Lilju Lindar Sæþórsdóttur, kennitala 211056-4299, úr hendi ákærða, 374.000 krónur og skaðabóta fyrir hönd Fjólu Lindar Jónsdóttur, kennitala 050280-3579-2729 (svo), úr hendi ákærða, 258.680 krónur. Jafnframt er gerð krafa um lögfræðikostnað við að halda frammi skaðabótakröfunni.” Við munnlegan málflutning krafist sækjandi málsins þess ennfremur, að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða, Tryggvi Bjarnason héraðsdómslögmaður, krafðist þess, að ákærði yrði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandinn þess aðallega, að ákærði verði sýknaður af framangreindri skaðabótakröfu, til vara að bótakröfunni verði vísað frá dómi og til þrautavara að hún verði lækkuð. Þá gerir lögmaðurinn kröfu til hæfilegra málsvarnarlauna. Málavextir. Kl. 01:28 aðfararnótt laugardagsins 21. mars 1998 hringdi kærandi, Lilja Lind Sæþórsdóttir í lögregluna á Akranesi og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna óboðins gests á heimili hennar að Höfðabraut 1, Akranesi. Er lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir fyrir karlmann á 2. hæð hússins, ákærða í máli þessu, þar sem hann var að berja á hurð á íbúð kæranda. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var ákærði áberandi ölvaður og vart viðræðuhæfur, en hann hafði klætt sig úr skóm og jakka. Skórnir voru á gólfinu í stigahúsinu en kærandi lét lögreglu hafa jakkann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu virtist kærandi hálf miður sín. Hún skýrði lögreglumönnunum frá því að hún hefði vaknað við umgang í íbúðinni og haldið ,,að krakkarnir hafi verið að koma heim, en við nánari athugun hafi hún séð að þar var maður sem hún kannaðist ekki við.” Hafi maðurinn ráfað um íbúðina. Var ákærði handtekinn og færður á lögreglustöð og skömmu síðar hringdi kærandi á lögreglustöðina og skýrði frá því að ákærði hefði skemmt tölvu, sem hefði verið í stofu íbúðarinnar. Fóru lögreglumenn aftur á vettvang og sáu að tölvu hafði verið rutt af skrifborði og niður á gólf. Var ekki hægt að kveikja á tölvunni og borðplata hafði rispast. Ákærði gaf skýrslur hjá lögreglu 26. mars og 6. apríl 1998 og fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Ákærði skýrði svo frá að hann hefði verið á herrakvöldi hjá knattspyrnudeild Íþróttabandalags Akraness í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum kvöldið fyrir atvikið. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því er hann yfirgaf skemmtunina og næst muna eftir sér er hann vaknaði morguninn eftir. Fyrir dómi kvaðst ákærða ráma í það að hafa verið á veitingastaðnum Langasandi líklega á bilinu kl. 02:00 til 03:00 um nóttina og þaðan hefði hann farið heim til sín. Ákærði kvaðst ekkert muna eftir því að hafa farið inn í húsið að Höfðabraut 1 umrædda nótt en hann kannist við fólk sem býr á neðstu hæð hússins. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu sem vitni kærandi, Lilja Lind Sæþórsdóttir, og lögreglumennirnir Gunnar Hafsteinsson og Guðmundur Hjörvar Jónsson. Lilja Lind gaf skýrslu hjá lögreglu 24. mars 1998. Kærandi, Lilja Lind Sæþórsdóttir, skýrði svo frá að umrædda nótt hefði hún verið sofandi á heimili sínu ásamt fimm ára syni sínum. Hún kvaðst hafa vaknað við að hurð inn í íbúð hennar, sem verið hefði ólæst, hefði verið lokað harkalega og talið að þar væri dóttir hennar komin. Síðan hefði verið gengið inn í svefnherbergi dóttur hennar og viðkomandi virst fara úr einhverju og leggjast upp í rúm. Skömmu síðar hefði verið gengið fram í eldhús og þaðan aftur og í þann mund heyrst skruðningar. Kærandi kvaðst þá hafa farið fram og mætt ókunnugum manni, sem hefði gengið í átt að herbergi kæranda. Maðurinn hefði sagt við hana: ,,Komdu, ég er að heimsækja þig”. Kærandi kvaðst hafa orðið skelfingu lostin, en maðurinn hefði tekið utan um hana, um annað brjóstið á henni og sleikt hana eitthvað í framan. Kærandi kvað þau hafa verið fyrir utan hurðina á herbergi hennar þar sem sonur hennar hefði einnig sofið og hún því reynt að tala lágt til mannsins og beðið hann að koma fram. Henni hafi loks tekist að fá manninn fram á gang fyrir framan íbúðina, en sjálf komist aftur inn í íbúðina og getað skellt í lás. Kærandi kvaðst strax hafa hringt í lögregluna, sem hefði komið mjög fljótt á vettvang, en á meðan hefði maðurinn staðið fyrir framan íbúðina og barið á rúður í hurðinni. Kærandi kvaðst hafa farið inn í herbergi dóttur hennar og þar fundið jakka og skó mannsins og afhent lögreglu. Kærandi kvaðst síðan hafa séð það eftir að lögregla hafði fjarlægt manninn að hann hefði rutt tölvu, sem stóð á skrifborði í stofunni, niður á gólf, og tölvan hefði ekki virkað. Kærandi kvaðst því hafa hringt aftur í lögregluna og hefðu lögreglumenn komið aftur á staðinn til að skoða verksummerki. Kærandi lýsti því að atvikið hefði haft mikil áhrif á sig og dóttur sína. Hún kvaðst hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar og fengið lyf, m.a. til að geta sofið. Lögreglumennirnir Gunnar Hafsteinsson og Guðmundur Hjörvar Jónsson kváðust hafa farið á vettvang umrætt sinn, og er þeir hefðu komið þangað hefði ákærði verið að banka á hurð á 2. hæð hússins. Ákærði, sem hefði verið áberandi ölvaður, hefði sagst eiga heima í húsinu. Vitnið Gunnar kvaðst hafa rætt við kæranda og hún tjáð þeim að ákærði hefði komið inn í íbúð hennar óboðinn, en hún hefði ekki talað um kynferðislega áreitni af hálfu ákærða. Vitnin sögðu kæranda hafa afhent þeim jakka kæranda og vitnið Guðmundur kvaðst hafa leitt ákærða út úr húsinu og honum hefði síðan verið ekið til síns heima. Vitnin lýstu því að kærandi hafi virst miður sín, en vitnið Gunnar kvað kæranda hafa svarað því neitandi er hún hefði verið innt eftir því hvort ákærði hefði gert eitthvað af sér. Vitnin kváðust hafa farið aftur á vettvang vegna skemmda á tölvu og kvaðst vitnið Gunnar hafa séð tölvu á stofugólfi íbúðarinnar og smáskemmd á borðplötu en ekki hafi verið sjáanlegar skemmdir á tölvunni. Niðurstaða. Ákærði kveðst ekki muna eftir atvikum umrætt sinn. Skýrsla kæranda fyrir dómi var greinargóð og trúverðug og framburður hennar mjög á sömu lund hjá lögreglu og fyrir dómi. Þykir dóminum því ekki varhugavert að byggja niðurstöðu málsins á framburði hennar, sem fær stoð í öðrum gögnum málsins, m.a. skýrslum lögreglumanna, sem fóru á vettvang umrætt sinn. Þykir samkvæmt þessu sannað að ákærði hafi aðfararnótt laugardagsins 21. mars 1998 farið í heimildarleysi inn í íbúð kæranda Lilju Lindar Sæþórsdóttur að Höfðabraut 1, Akranesi, rutt um koll tölvu, eins og nánar er lýst í ákæruskjali, tekið utan um kæranda, sleikt hana í framan og tekið með hendi um annað brjóst hennar. Athæfi ákærða, eins og atvikum var háttað, var lostugt og til þess fallið að særa blygðunarsemi kæranda og þannig brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða varðar einnig við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. sömu laga. Ákvörðun refsingar. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann á árunum 1975 og 1988 undir sektir fyrir áfengislagabrot, og 1993 gekkst hann undir sekt m.a. fyrir brot gegn siglingalögum. Í febrúar 1992 gekkst ákærði undir sekt fyrir brot gegn 209. og 231. gr. almennra hegningarlaga, og 20. apríl 1998 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn sömu lagagreinum. Ákærði hefur með þeim brotum, sem hann er nú sakfelldur fyrir, unnið sér til refsingar samkvæmt 209. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða er framið áður en dómur frá 20. apríl sl. var kveðinn upp. Eftir reglum 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1995, ber að taka upp dóminn frá 20. apríl sl. og ákvarða refsingu ákærða í einu lagi fyrir brot það sem hann hlaut skilorðsdóm fyrir og það brot sem hann er nú sakfelldur fyrir. Þá ber að ákvarða refsingu ákærða með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var til þess fallið að valda kæranda miklum ótta og óþægindum og með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði hefur þrisvar brotið gegn 209. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga, og þykir dómara því ekki rétt að skilorðsbinda refsingu hans að neinu leyti. Skaðabætur. Með bréfi dagsettu 27. mars 1998 hefur Jón Haukur Hauksson héraðsdómslögmaður sett fram skaðabótakröfu á hendur ákærða vegna kæranda Lilju Lindar Sæþórsdóttur og dóttur hennar Fjólu Lindar. Skaðabótakröfuna vegna kæranda sundurliðar lögmaðurinn þannig: Skaðabótakröfuna vegna Fjólu Lindar sundurliðar lögmaðurinn þannig: Þá krefst lögmaðurinn lögfræðikostnaðar án tilgreiningar á fjárhæð. Til stuðnings kröfuliðnum varðandi tölvuna hefur verið lagt fram bréf Tölvuþjónustunnar þar sem fram kemur að ekki er talið borga sig að gera við umrædda tölvu. Áætlað verðmæti hennar fyrir tjónið er talið vera 30.000 til 40.000 krónur en ný tölva hafi kostað 26. mars sl. 124.400 krónur. Þá hefur verið lagt fram læknisvottorð þar sem fram kemur að sjúkdómseinkenni kæranda hafi versnað eftir umrætt atvik. Lögmaður bótakrefjanda sótti ekki þing dóm við aðalmeðferð málsins og var ekki gerð nánari grein fyrir kröfunum fyrir dómi. Ákærði hefur samþykkt að greiða sanngjarnt verð fyrir tölvuna hafi hann skemmt hana en hafnað bótakröfunum að öðru leyti. Álitamál er hvert það sanngjarna verð ætti að vera. Til greina kemur áætlað verð tölvunnar fyrir skemmdir eða endurnýjunarverð hennar, eða eitthvað þar á milli. Þar sem bótakrafa Lilju Lindar hefur ekki verið skýrð fyrir dómi að þessu leyti og hvorug bótakrafan að öðru leyti, en dómari telur að þörf sé málflutnings um þær, er rétt að þeim verði vísað frá dómi, sbr. niðurlagsákvæði 172. gr. laga nr. 19/1991. Sakarkostnaður. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 skal ákærði greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Tryggva Bjarnasonar héraðsdómslögmanns, er þykja hæfilega ákveðin 40.000 krónur auk virðisaukaskatts, og saksóknarlaun í ríkissjóð 40.000 krónur. Málið flutti af ákæruvaldsins hálfu Ólafur Þór Hauksson sýslumaður. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Hallgrímsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Tryggva Bjarnasonar héraðsdómslögmanns, 40.000 krónur auk virðisaukaskatts. Skaðabótakröfum Lilju Lindar Sæþórsdóttur og Fjólu Lindar Jónsdóttur á hendur ákærða er vísað frá dómi.
Mál nr. 97/1999
Kærumál Aðför Aðfararfrestur Stjórnarskrá
K krafðist aðfarar hjá G á grundvelli dóms sem kveðinn hafði verið upp í gildistíð laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, en samkvæmt dómsorðinu skyldi G greiða K tiltekna fjárhæð innan 15 daga frá birtingu dómsins að viðlagðri aðför. Við aðför féllst sýslumaður á þau mótmæli G að dómurinn væri ekki aðfararhæfur þar sem hann hefði aldrei verið birtur fyrir G. Í málinu, þar sem þess var krafist að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi, var ekki á það fallist með G, að 2. gr. stjórnarskrárinnar stæði því í vegi að meta bæri réttaráhrif dómsins í samræmi við gildandi ákvæði yngri laga. Færi um aðfararfrest fyrir kröfu varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. mgr. 102. gr. sömu laga, og væri birting dómsins fyrir G ekki skilyrði fyrir aðfararhæfi hans. Var niðurstaða héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun sýslumanns því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 1999, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 25. nóvember 1998 um að hafna kröfu varnaraðila um fjárnám hjá sóknaraðila og lagt fyrir sýslumann að láta gerðina fara fram. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að staðfest verði ákvörðun sýslumanns 25. nóvember 1998 um synjun aðfarargerðinnar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Ekki verður fallist á með sóknaraðila að 2. gr. stjórnarskrárinnar standi því í vegi að meta beri réttaráhrif dóms, sem kveðinn var upp í gildistíð laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, í samræmi við þau ákvæði yngri laga, sem nú gilda. Samkvæmt þessu fer um aðfararfrest fyrir kröfu varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. mgr. 102. gr. sömu laga. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur. Verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Gísli Guðmundsson, greiði varnaraðila, Kristjáni Sveinbjörnssyni, 50.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 113/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um að hafa aðstoðað Y við að innleysa falsaða tékka fyrir háar fjárhæðir. Fallist var á að fullnægt væri skilyrðum a. og b. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til þess að X sætti gæsluvarðhaldi. Þá var fallist á kröfu rannsóknara um að gæsluvarðhaldstíminn yrði lengdur frá því sem ákveðið hafði verið í héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 18. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl nk. kl. 16. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 11. mars 1999. Hann krefst þess aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, til vara að í stað gæsluvarðhalds verði sér gert að halda sig á ákveðnu svæði eða bönnuð brottför af landinu, en til þrautavara að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili krefst einnig kærumálskostnaðar. Í málinu er fram kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi ásamt Y framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við og nánar er gerð grein fyrir í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili kveðst eiga eftir að afla skýrslna frá vitnum um nánar tiltekin atriði málsins. Þá sé enn ekki lokið rannsókn á því hvað kunni að hafa orðið af fjármunum, sem fyrrnefndur Y hafi borið að varnaraðili hafi fengið í sinn hlut af ágóða af ætluðum brotum. Samkvæmt þessu verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari. Samkvæmt framburði hans fyrir lögreglu hugði hann á för úr landi og hafði þegar aflað sér vegabréfsáritunar til Englands í því skyni. Vegabréf varnaraðila mun ekki hafa fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Að þessu virtu og með hliðsjón af eðli sakargifta á hendur varnaraðila verður á það fallist að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé jafnframt fullnægt til gæsluvarðhalds. Með vísan til þess, sem að framan greinir, verður að fallast á kröfu sóknaraðila um að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími allt til fimmtudagsins 1. apríl nk., eins og nánar greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl 1999 kl. 16.
Mál nr. 111/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
G var borinn sökum um skjalafals og fjársvik með því að hafa gefið út mikinn fjölda tékka og framvísað þeim í viðskiptum. Að virtum brotum þeim sem G var gefið að sök og persónulegum högum hans, var talið að ætla mætti að hann myndi halda áfram brotum, ef hann færi frjáls ferða sinna á meðan málum hans væri ekki lokið. Var því fallist á kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa um gæsluvarðhald verði tekin til greina. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og greinir í úrskurði héraðsdómara er varnaraðili borinn sökum um skjalafals og fjársvik með því að gefa út mikinn fjölda tékka og framvísa þeim í viðskiptum. Brotin varða nánar tiltekið á fjórða tug tékka, sem voru gefnir út og notaðir í viðskiptum í febrúar og mars 1999. Samanlögð fjárhæð tékkanna nemur að sögn sóknaraðila meira en 800.000 krónum. Fyrir héraðsdómi gekkst varnaraðili við flestum þeim brotum, sem hér um ræðir. Í úrskurði héraðsdómara er greint frá því að varnaraðili hafi þar fyrir dómi sagst vera fíkniefnaneytandi. Þegar alls þessa er gætt verður að fallast á með sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum, ef hann fer frjáls ferða sinna á meðan máli hans er ekki lokið. Fangelsisrefsing er lögð við þeirri háttsemi, sem varnaraðila er borinn sökum um. Er því skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fullnægt til að taka til greina kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Dómsorð: Varnaraðili, Guðjón Egill Guðjónsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl 1999 kl. 16. Úskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999. Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Hervöru Þorvaldsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi: Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur með vísan til a- og c liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 krafist þess að verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl nk. kl. 16:00. Kærði hefur mótmælt framkominni kröfu. Upplýst er að kærði hefur falsað og framvísað fjölda ávísana að fjárhæð um það bil 800.000 krónur. Upplýst er að brotastarfsemi kærða hefur staðið yfir í a.m.k. tvo mánuði. Kærði hefur upplýst að fleiri ávísanir eigi eftir að koma fram, án þess þó að hann geti sagt til um endanlega fjárhæð. Hins vegar er ekki upplýst hvernig hann komst yfir ávísanahefti þau sem um ræðir. Lögreglan telur því með vísan til a- og c liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi. Kærði kveðst vera eiturlyfjaneytandi og er á honum að skilja að hann reyni allt hvað hann getur til að verða sér út um fé til að fjármagna fíkn sína. Hins vegar ber að líta til þess að kærði hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og ekkert bendir til að hann hafi fleiri ávísanir undir höndum, en hann hefur þegar útfyllt. Samkvæmt framansögðu verður ekki talið að brot kærða séu þess eðlis að nauðsynlegt sé að beita gæsluvarðhaldi til þess að upplýsa málið eða vinna bug á vanda kærða. Því er framkominni kröfu hafnað. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að Guðjón Egill Guðjónsson, sæti gæsluvarðhaldi.
Mál nr. 98/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Ákæra hafði verið gefin út á hendur H vegna þjófnaðabrota auk þess sem rökstuddur grunur þótti vera um að hann hefði gerst sekur um fleiri slík brot eftir að ákæra hafði verið gefin út. Var talið að ætla mætti að H myndi halda áfram brotum meðan málum hans væri ólokið og því fallist á kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 30. mars nk. kl. 12.30. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er meðal annars vísað til þess að 12. janúar 1999 hafi lögreglustjórinn í Reykjavík gefið út ákæru á hendur varnaraðila fyrir sjö brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk fíkniefnabrots, en þau voru framin á tímabilinu 17. júlí til 6. desember 1998. Samkvæmt greinargerðinni liggur einnig fyrir rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi enn gerst sekur um þjófnað, sem kærður var til lögreglunnar 8. mars 1999. Að auki er varnaraðili borinn sökum um brot 4. mars 1999, sem um ræðir í hinum kærða úrskurði. Hann hlaut og dóm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 27. nóvember 1998 fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum og almennum hegningarlögum, en þeim dómi hefur verið áfrýjaða til Hæstaréttar. Að þessu gættu þykir mega ætla að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan ólokið er framangreindum málum hans, en fangelsisrefsing liggur við þeirri háttsemi, sem honum er gefin að sök. Er því fullnægt skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila, en engin efni eru til að marka því skemmri tíma. Verður úrskurður héraðsdóms staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 101/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 107/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 99/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 106/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 109/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 104/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar og málsvarnarlauna. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður og málsvarnarlaun dæmast ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 108/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 110/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 95/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa innleyst falsaða tékka og ráðstafað andvirði þeirra. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að skilyrðum samkvæmt a. og b. lið1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt til að verða við kröfu um að X sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 18. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Í hinum kærða úrskurði er gerð ítarleg grein fyrir sakargiftum á hendur varnaraðila og þeim rökum, sem sóknaraðili styður þær við. Má fallast á að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem fangelsisrefsing er lögð við. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fullnægt skilyrðum a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 289/1998
Börn Forsjá Matsgerð
M og K deildu um forsjá 7 ára dóttur sinnar, A. Með héraðsdómi var K falin forsjá A. Voru báðir foreldrarnir taldir hæfir til að fara með forsjána en K var talin hafa nokkurt forskot á M varðandi ýmsa mikilvæga eiginleika. Fyrir Hæstarétt var lögð álitsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna sem staðfestu að báðir foreldrar væru hæfir til að fara með forsjá barnsins. Þá kom fram það álit þeirra að fyrirhugaður flutningur K með barnið til Danmerkur stefndi þroska og velferð þess ekki í hættu. Var héraðsdómur staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. júlí 1998. Hann krefst þess að honum verði falin forsjá dóttur hans og stefndu, A, sem fædd er [...] 1992. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Skiptir þar mestu yfirmat sálfræðinganna Eiríks Arnar Arnarsonar og Páls Magnússonar 24. nóvember 1998. Niðurstöður þeirra eru þær að báðir foreldrarnir séu færir um að bera ábyrgð á uppeldi barnsins og séu tengdir því sterkum tilfinningaböndum. Barnið hafi ríkuleg og traust tengsl við báða foreldrana en skynji þó ást og þörf fyrir nærveru sterkar frá áfrýjanda. Stefnda virðist hins vegar hafa meira næmi á tilfinningalíf barnsins. Það tjái sjálft ríka þörf fyrir umönnun og nánd við báða foreldra. Matsmennirnir leggja áherslu á ríkulega umgengni við það foreldrið sem ekki fái forsjána og að friðsamleg samvinna foreldra um umgengnina og annað sem barnið varðar muni tvímælalaust bæta líðan þess. Vegna fyrirhugaðs flutnings móður til Danmerkur láta matsmenn í ljós það álit að ekki verði séð að þroska eða velferð barnsins ætti að stafa hætta af honum. Sá flutningur sé vel undirbúinn og virðist sem allar forsendur séu til þess að búa barninu traust og öruggt uppeldisumhverfi í Danmörku. Framangreint álit matsmannanna er mjög í samræmi við það álit Álfheiðar Steinþórsdóttur, sem lá fyrir héraðsdómi. Af gögnum málsins verður ráðið að samkomulag hafi verið um umgengni barns og foreldra. Þykir ekki ástæða til að ætla annað en að svo geti orðið áfram þrátt fyrir flutning til Danmerkur, eftir því sem aðstæður leyfa. Með hliðsjón af framanrituðu og skírskotun til forsendna héraðsdóms, en hann var skipaður tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, verður hann staðfestur. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. júní 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 25. maí sl. er höfðað með birtingu stefnu, þann 19. september sl. Stefnandi er K [...] Stefndi er M [...] Dómkröfur stefnanda eru þær að henni verði dæmd forsjá barnsins A, kt. ....92-..... Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins að viðbættum virðisaukaskatti og að vextir af málskostnaði án virðisaukaskatts reiknist frá 15. degi frá uppkvaðningu dóms. Dómkröfur stefnda eru þær að stefnda verði með dómi veitt forsjá dóttur hans og stefnanda A[...]. Þá krefst stefndi að sér verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins að viðbættum 24,5% virðisaukaskatti. Leitað var sátta án árangurs. I. Stefnandi lýsir málsatvikum með eftirfarandi hætti í stefnu svo og þegar hún kom fyrir dóm. Málsaðilar hófu sambúð á árinu 1983. Þann [...] 1992 ól stefnandi barn þeirra A. Þann 14. maí 1997 slitnaði upp úr sambúð þeirra og stefnandi yfirgaf þeirra sameiginlega heimili, H, í Hafnarfirði Stefnandi kveðst hafa skilið barnið eftir í umsjá föður er hún yfirgaf þeirra sameiginlega heimili vegna þess að hún taldi að sú ákvörðun myndi leiða til minni átaka milli hennar og stefnda og það væri í þágu barnsins og ennfremur hitt að stefndi neitaði að yfirgefa heimilið. Stefnandi kveðst hafa farið til Florida í leyfi með barnið í viku, þann 17.- 26. maí 1997. Þegar hún hafi komið heim hafi barnið fyrst verið í umsjá stefnda svo aftur í umsjá stefnanda, þar til stefndi fór í vikufrí til Majorka ásamt barninu dagana 10.-17. júní sl. Að sögn stefnanda á stefndi að hafa lent í ryskingum þar ytra, en því var mótmælt af hálfu stefnda fyrir dómi. Þegar heim var komið dvaldi barnið í umsjá stefnanda, þar til stefndi kallaði eftir því aftur. Samskipti aðila á þessum tíma voru ekki átakalaus, en þeim ber ekki saman í frásögnum hvað þeim hafi farið nákvæmlega á milli. M.a. heldur stefnandi því fram að stefndi hafi skilið barnið eftir heima í reiðileysi að kveldi dags og farið í hús þar sem stefnandi dvaldi og tilkynnt henni að hann væri búinn að fá nóg og hún gæti nú hugsað um barnið. Ennfremur heldur stefnandi því fram að stefndi hafi ráðist á systur stefnanda, þann 24. júní 1997, með barnið í fanginu og hafi sá atburður verið kærður til lögreglunnar. Fyrir dómi staðfesti stefndi að til átaka hefði komið milli sín og stefnanda í júní 1997. Hann mótmælti hins vegar lýsingu stefnanda á tilurð ágreiningsins. Hann mótmælti því einnig að hafa skilið barnið eitt eftir heima og einnig að hafa ruðst inn á heimili móður stefnanda og beitt heimilisfólk ofbeldi. Í beinu framhaldi af þessum atburði kveðst stefnandi hafa farið daginn eftir til sýslumannsins í Hafnarfirði og krafist forsjár barnsins. Þann 30. júní 1997 hafi stefndi mætt hjá sýslumanni og einnig krafist forsjár barnsins. Mikil spenna var milli málsaðila á þessum tíma og er því haldið fram af hálfu stefnanda að stefndi hafi hótað sér líkamsmeiðingum. Hafi hún því ákveðið að fara til útlanda í frí dagana 7.-27. júlí 1997 og hafi haft barnið með sér. Stefnandi kvaðst hafa farið án vitundar stefnda. Barnið fékk að tala við föður sinn símleiðis á meðan á dvöl þeirra mæðgna stóð. Þegar heim var komið dvaldi barnið í umsjá föður og hefur barnið dvalið á víxl hjá foreldrum sínum samkvæmt samkomulagi frá því í september sl. Stefnandi kveðst búa í góðri þriggja herbergja íbúð að [...], Reykjavík, sem hún leigi af móður sinni. Þar hafi barnið sérherbergi. Af hálfu stefnanda er krafa um forsjá barnsins á því byggð að hún hafi betri aðstöðu til að búa barninu öryggi og festu. Stefnandi sé í góðri og vellaunaðri vinnu og hafi nánast verið fyrirvinna heimilis um árabil. Hún hafi nýverið skipt um starf innan þess fyrirtækis sem hún hafi starfað hjá í mörg ár. Það starf hafi ekki í för með sér mikla fjarveru frá heimilinu utan venjulegs vinnutíma. Þá hafi stefnandi sagt af sér sem [varaformaður í samtökunum D]. Fyrir dómi kom fram að stefnandi hafi sagt starfi sínu lausu hjá E hf. og ráðgeri að flytja búferlum til Danmerkur og setjast að í Árósum. Hún sé í sambandi við fyrrum vinnufélaga sinn sem þar búi, J, f. [...]1967, sem sé stoðtækjafræðingur. Stefnandi hafi þekkt J í 7 ár og hafi A þekkt hann sem vinnufélaga stefnanda. A hafi hitt J þegar stefnandi fór í tvö skipti til Bandaríkjanna í leyfi á sl. ári. J hafi starfað við sitt fag hér á Íslandi svo og í Bandaríkjunum. Hann sé einkabarn foreldra sinna sem búi einnig í Árósum. J hefur aldrei kvænst og er barnlaus. Stefnandi og J ráðgeri að hefja sambúð í haust og hafa tekið á leigu raðhús í Árósum. Hún hyggst fara í framhaldsnám í Handelshöjskolen í Árósum og telur sig muni hafa rúman tíma til þess að sinna barninu fái hún forsjá þess. Þá kom fram hjá stefnanda fyrir dómi að hún hafi farið út til Árósa og kynnt sér allar aðstæður þar. Hún hafi einnig haft samband við íslenskar barnafjölskyldur á staðnum. Henni hafi einnig verið mjög vel tekið af fjölskyldu J. Stefnandi kveðst ekki hafa áhyggjur af aðlögun A í Danmörku. A sé opin og eigi auðvelt með að kynnast nýju fólki. Hún sé að ljúka veru sinni í leikskóla, þannig að framundan séu hvort sem er breytingar hjá barninu. Stefnandi heldur því fram að barninu líki vel við J og hlakki til að heimsækja hann, en stefnandi kveðst enn ekki hafa sagt barninu frá fyrirætlan sinni að flytja út. Það kom fram hjá stefnanda fyrir dómi að hún muni leggja sig fram við það að faðir fái að njóta samvista við barnið eins og mögulegt er fái hún forsjá þess. Hún lagði á það áherslu að hún gerði sér grein fyrir nánum tengslum barnsins við föður sinn og mikilvægi þess að þau mættu haldast sem best. Af hálfu stefnanda er ennfremur á því byggt að henni verði veitt forsjá barnsins, að hún telji stefnda ekki hafa þroska til að búa barni sínu öruggt heimili. Hann hafi hagað sér á mjög óábyrgan hátt gagnvart barninu. Hann hafi ítrekað beitt fólk ofbeldi og geti ekki hamið skap sitt, eins og t.d. þegar hann á sl. hausti klifraði upp á fjórðu hæð húss að morgni dags, þar sem stefnandi dvaldi ásamt vini sínum J og ráðist inn í íbúðina með því að brjóta rúðu. Hafi stefnandi og vinur hennar flúið í geðshræringu út úr íbúðinni og leitað til lögreglu. Ennfremur er á því byggt að stefndi hafi ítrekað dregið barnið inn í ósætti sitt vegna sambúðarslitanna, rifið barnið upp seint um kvöld og farið út að keyra í leit að stefnanda. Auk þess hafi hann hringt í stefnanda og ausið yfir hana svívirðingum og skömmum í áheyrn barnsins. Þá búi stefndi ekki við fjárhagslegt öryggi. Hann standi ekki skil á sköttum og skyldum sem sé afleiðing þess að hann hafi verið úrskurðaður gjaldþrota á árinu 1993. Ennfremur búi hann við mikið vinnuálag þar sem hann sé að vinna sig út úr þessum fjárhagsörðugleikum. Stefnandi vísar til barnalaga kröfu sinni til stuðnings, einkum 34. gr., sbr. VII. kafla og laga nr. 50/1988. Í greinargerð stefnda kemur fram að í meginatriðum sé málavöxtum rétt lýst í stefnu, en þó telur stefndi á sig hallað réttu máli varðandi samskipti aðila eftir sambúðarslit. Það kemur fram hjá stefnda að þau hafi verið mjög ung að árum þegar þau hófu sambúð. Stefnandi hafi verið 14 ára gömul og hann 17 ára. Á sambúðarárum lauk stefndi sveinsprófi sem járniðnaðarmaður og stefnandi lauk stúdentsprófi á árinu 1992. Stefndi hafi undanfarin ár verið í sjálfstæðum rekstri en stefnandi hóf störf hjá stoðtækjafyrirtækinu E hf á árinu 1984 og hafi starfað þar síðan. Samvistarslit urðu í maí 1997 og hafi stefnandi dvalið hjá vinum sínum fyrst á eftir. Stefndi heldur því fram að eftir samvistarslit hafi verið við það miðað að barnið yrði áfram hjá föður og í forsjá hans eða a.m.k. með búsetu hjá honum í sameiginlegri forsjá. Hafi það byggst á þeirri staðreynd að allt frá því að barnið fór til dagmóður til dagsins í dag hafi uppeldi A og umönnun hvílt meira á stefnda. Stefnandi hafi unnið mikla yfirvinnu hjá E hf og jafnframt verið virk í starfi D. Þátttaka hennar í D hafi leitt af sér margar utanlandsferðir svo og starf hennar hjá E hf einkum eftir 1995, er hún hafi fengið stöðuhækkun. Eftir að barnið hafi farið til dagmóður og á dagheimili og allt fram til samvistarslita hafi það verið að mestu leyti á ábyrgð stefnda að sækja barnið á leikskóla og annast það, gefa því að borða og koma því í svefn. Hafi stefndi vinnu sinnar vegna ekki haft tök á því að sækja barnið hafi þau leitað til systur stefnda, B, eða foreldra stefnda, sem búi í sama húsi og B, eða til kunningjafólks stefnda. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi verið að meðaltali 5-7 daga erlendis í mánuði vegna vinnu og félagsstarfa. Af hálfu stefnanda var þessum fullyrðingum stefnda mótmælt fyrir dómi, og hélt stefnandi því fram að stefndi gerði of mikið úr umönnunarhlutverki sínu. Stefnandi viðurkenndi að það hafi oft komið í hlut stefnda að sækja barnið á leikskóla, þar sem hann hafi verið í vinnu í Hafnarfirði, en hún hafi verið í Reykjavík. Hins vegar hafi hún til jafns á við hann sinnt barninu þegar heim var komið. Það hafi einnig komið þeir tímar í lífi þeirra, að annríki var mikið hjá honum í vinnu og hafi hún þá alveg séð um barnið. Stefndi mótmælir lýsingu stefnanda á meintu húsbroti hans, þann 15. september 1997. Stefndi viðurkennir að hafa hlaupið á sig og harmar atvikið. Stefndi staðfesti að frá 24. september sl. hafi ríkt samkomulag milli málsaðila um samvistir barnsins þar til dómur gengur í málinu og dvelur barnið nú viku í senn hjá hvoru foreldri, en hefur þó verið meira hjá föður en móður vegna aðstæðna móður. Stefndi byggir kröfu sína um forsjá barnsins á grunnreglum barnaréttar sérstaklega 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 20/1992, það er að segja að það sé barninu fyrir bestu að honum verði falin forsjá þess. Því til stuðnings bendir stefndi á að umönnun barnsins hafi hvílt meira á sínum herðum en stefnanda undanfarin ár og barnið hafi umgengist sig meira að öllu jöfnu og meira eftir samvistarslit, ef undanskilin sé sá tími sem stefnandi fór af landi brott með barnið eftir samvistaslit aðila, án samþykkis stefnda. Þá er á því byggt að báðir aðilar teljast væntanlega hæfir í skilningi 42. gr. barnalaga nr. 20/1992, og ekki sé grundvallarmunur á atvinnuhögum eða stöðu fjármála. Það kom fram fyrir dómi að stefndi er að vinna sig út úr gjaldþroti því sem fyrirtæki hans varð fyrir. Rekstur fyrirtækisins gangi vel í dag og sé veltan 49 miljónir króna. Stefndi hafi keypt hlut stefnanda í þeirra sameiginlegu íbúð að H í Hafnarfirði. Hann skuldi enn opinber gjöld u.þ.b. 2 miljónir króna. Á því er byggt að stefndi hafi meiri skilning á þörfum barnsins, enda hafi hann sinnt uppeldi þess og ásakanir um að hann hafi dregið barnið inn í ósætti séu fráleitar, enda hafi hann þvert á móti leitað til sérfræðings vegna barnsins til að stuðla að jákvæðum samskiptum milli móður og barns eftir samvistarslit. Því er haldið fram að fái stefndi forsjá barnsins, þá feli sú ákvörðun minnsta röskun á högum barnsins og telur stefndi að barnið muni kjósa fremur að eiga heimili hjá föður sínum. Stefndi kveðst munu búa áfram í Hafnarfirði, enda eigi hann þar fjölskyldu. Hins vegar séu aðstæður móður óvissari, þar sem hún sé í sambandi við mann sem búi erlendis. Fyrir dómi upplýsti stefndi að hann ætti vingott við konu, en óvíst væri um framhald þess sambands. Á því er byggt að dagleg umönnun barnsins hafi að öllu jöfnu hvílt meira á herðum stefnda og sé það hluti af hans daglega lífi að annast barnið. Ennfremur eigi stefndi kost á að leita til vandamanna sinna sem búi í Hafnarfirði, og sem hafi áður aðstoðað hann. Stefndi telur að hann muni frekar stuðla að eðlilegum umgengisrétti barnsins við móður fái hann forsjá barnsins. Máli sínu til stuðnings bendir hann á, að hann hafi aldrei staðið því í vegi að stefnandi fái notið umgengnisréttar við barnið eftir samvistarslitin. Hins vegar heldur stefndi því fram að stefnandi hafi haldið barninu frá stefnda, þegar ágreiningur hafi orðið með aðilum. Stefndi heldur því fram að hann hafi haldið barninu utan við ágreining sinn við stefnanda, en sá ágreiningur varði aðallega vonbrigði stefnda vegna takmarkaðs áhuga stefnanda fyrir barninu eða samvistum við það og þar af leiðandi erfiðleikum sem af því leiddu. Máli sínu til stuðnings bendi stefndi á að stefnandi hafi t.d. farið erlendis í þrjár vikur með barnið, án hans vitundar, þrátt fyrir það að hann hafi farið með forsjá barnsins og annast barnið meira en stefnandi. Stefndi viðurkennir að í fyrstu eftir samvistarslitin hafi hann sýnt visst ójafnvægi í samskiptum sínum við stefnanda, sem rekja má til þess að hann hafi tekið það nærri sér að missa konu sína til annars manns. Stefndi hélt því fram fyrir dómi að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvert stefndi í samskiptum sínum við stefnanda og hafi óskir stefnanda um skilnað komið sér algjörlega í opna skjöldu. Stefndi heldur því nú fram að hann sé búinn að jafna sig af áfallinu og hafi náð jafnvægi og mótmæli því sem stefnandi heldur fram að hann eigi við geðheilsuvandamál að stríða og sé í senn hættulegur barninu og sjálfum sér. Þessi afstaða stefnanda, sem hún hefur myndað sér án þess að hún styðjist við sérfræðilega álitsgerð bendir til þess að stefnandi muni í framtíðinni vera ósveigjanleg í samskiptum sínum við stefnda, fái hún forsjá barnsins og umgengni stefnda við barnið verði hverju sinni háð því að hegðun hans sé ásættanleg að mati stefnanda. Af þessu leiðir að stefndi telur hagsmunum barnsins betur borgið og umgengnisréttur þess foreldris sem ekki hefur forsjá barnsins betur tryggður með því að fela honum forsjá barnsins. Stefndi byggir kröfur sínar á ákvæðum barnalaga nr. 20/1992, einkum 34. gr. og er málið rekið samkvæmt VIII. kafla sömu laga, sbr. og meginsjónarmið VII. kafla sömu laga. Um lagasjónarmið er jafnframt vísað til greinargerðar með frumvarpi til barnalaga 2 mgr. 34. gr. laga nr. 20/1992. Krafa um málskostnað er reist á XXI kafla laga um meðferð einkamálalaga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er byggð á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar munnlegar skýrslur og Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, staðfesti álitsgerð sína. J gaf vitnaskýrslu. Í máli vitnisins J kom fram að það er stoðtækjafræðingur og starfar í sínu fagi í Árósum. Vitnið er einkabarn foreldra sinna, sem eru fædd á árinu 1934. Vitnið kvaðst hafa ákveðið að flytja heim til Árósa, þar sem foreldrar þess búa, þegar faðir þess veiktist alvarlega. Áður hafði vitnið búið í Bandaríkjunum. Vitnið sagði að starfi sínu í Bandaríkjunum hefðu fylgt mikil ferðalög, sem vitnið kvaðst vera orðið mjög þreytt á. Vitnið lýsti sér sem barngóðum manni sem hefði ágætt lag á börnum, en á það reyndi í starfi þess. Vitnið kvaðst hafa hitt A og myndað við hana góð tengsl. Vitnið kvaðst myndu standa við hlið stefnanda og aðstoða hana við uppeldi barnsins, fái stefnandi forsjá þess, en ekki ganga því í föður stað. Einnig kvaðst vitnið myndu leggja sig fram við að gera barninu það kleift að umgangast föður sinn og fjölskyldu þess, fái móðir forsjá barnsins. Vitnið hafði gott vald á íslensku og fór skýrslutaka fyrir dómi einvörðungu fram á íslensku. II. Samkvæmt 60. gr. barnalaga nr. 20/1992 var Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, dómkvödd til að meta hagi og aðstæður foreldra og barns. Fyrir málsaðila voru lögð eftirfarandi próf; Wechsler greindarpróf munnlegur hluti, EPQ persónuleikapróf, Gough félagsþroskapróf, MMPI persónuleikapróf og forsjárhæfnispróf. Í álitsgerð sálfræðingsins kemur fram að stefnandi er eðlilega greind og geðheilbrigði hennar er gott. Hún virðist opin og virk kona sem getur auðveldlega tekið frumkvæði í samskiptum við fólk. Hún getur sett sig í spor annarra, stundum jafnvel um of, þannig að hún bæli niður og byrgi inni vanlíðan. Í mótlæti eða streitu getur hún orðið óróleg og eirðarlaus en varnir eru allsterkar. Félagsþroski er góður og sjálfsstyrkur sömuleiðis. Forsjárhæfni K er mjög góð, hún á auðvelt með að tjá barni sínu ást og umhyggju á eðlilegan hátt. Á forsjárprófi eru hæstir þættir sem meta hæfni til að uppfylla tilfinningalega og líkamlega umhyggju, setja fasta ramma og leiðbeina barni. Hún virðist einnig eiga auðvelt með samvinnu við aðra sem tengjast barninu. K virðist þannig geta skapað barninu traust og öryggi í uppeldi. Samkvæmt prófniðurstöðum sálfræðingsins kemur fram að M er eðlilega greindur einstaklingur sem einnig er innan eðlilegra marka hvað varðar félagslyndi, en lýsir einnig að hann geti einnig verið einn og sjálfum sér nægur ef því er að skipta. Hann virðist ekki eiga auðvelt með að setja sig í spor annarra, virðist vera sjálflægur og fer eigin leiðir en aðlagar sig ekki auðveldlega að nýjum kringumstæðum. Líklegt er að hann safni innra með sér en geti misst stjórn á sér ef álag er langvarandi eða eykst snögglega. Prófmynd á klínísku persónuleikaprófi sýna einstakling sem er kvíðinn og svartsýnn, fram kemur að hann finnur til vanmáttar og hefur tilhneigingu til að einangra sig í mótlæti. En við eðlilegar aðstæður og líðan á hann að geta verið virkur og framkvæmdasamur en sú mynd kemur ekki fram í prófniðurstöðu. Sjálfsstyrkur er í tæpu meðallagi. Forsjárhæfni er innan marka meðallags, M þykir einlæglega vænt um barn sitt og hefur sinnt þörfum þess, en það sem dregur úr hæfni samkvæmt prófinu eru ekki síst þættir svo sem að hann geti átt erfitt með að setja sig í spor barnsins, að hann leiðbeinir en setur ekki greinilega ytri umgjörð, að hann er fremur lokaður í tjáningu út á við t.d. í samstarfi, og virðist samkvæmt prófum vera sveiflukenndur í viðbrögðum og skapstjórn undir álagi. Svör barnsins á sálfræðiprófum bera vott um að hún sé greind og bjargráðagóð í vanda og hún sé fylgin sér. Fram kemur að hún tekur talsverða ábyrgð á að gera ekki á neinn hátt upp á milli foreldra sinna heldur deila jafnt út til þeirra góðum tilfinningum. A er mjög tengd og háð báðum foreldrum sínum, hún skynjar mikilvægi sitt og efast ekki um að foreldrar elski hana og vilji annast hana. En henni finnst foreldrar ætlast til að börn séu talsvert stór og dugleg. Athyglisþörf hennar getur verið aukin vegna þess álags en einnig getur verið um að ræða að töluverður munur er á viðbrögðum foreldra við hana, þar sem móðir virðist setja mun skýrari ramma og fylgja honum eftir. Föður virðist skorta vissa festu eða ákveðni við að setja barninu mörk. III. Samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 eiga móðir og faðir jafnan rétt til þess að krefjast og fá sér tildæmda forsjá barns. Engin skilyrði eru sett að þessu leyti heldur er sú eina leiðsögn veitt í 2. mgr. 34. gr. barnalaga að dæma skuli forsjá barns „eftir því sem barni er fyrir bestu.” Við mat á því hvað sé barni fyrir bestu verða dómstólar m.a. að taka tillit til hæfni aðila sem uppalanda, tengsla þeirra við barnið og hæfni þeirra til tengslamyndunnar, hæfni þeirra til að búa barni þroskavænlegt uppeldi, andlegs ástands, stöðugleika þeirra í daglegu lífi og að meta málið í heild, allt í því augnamiði að komast að niðurstöðu um hvað sé barni fyrir bestu. Til þess að meta þessi atriði sitja í dómi ásamt hinum reglulega dómara tveir sérfróðir dómarar. Ennfremur dómkvaddi dómurinn sérfræðing sem skilaði ítarlegri greinargerð. Dómurinn lítur svo á að báðir forerldrar séu hæfir til þess að fara með forsjá barnsins. A virðist vera jafn tengd báðum foreldrum sínum. Hins vegar skynjar barnið öflugri skilaboð um ást og þörf fyrir náin tengsl frá stefnda en stefnanda. Það er álit dómsins að það beri fyrst og fremst vitni um þörf stefnda fyrir barnið frekar en þörf barnsins fyrir stefnda, fram yfir stefnanda. Ætla má því undir þessum kringumstæðum að stefnandi sé betur í stakk búin en stefndi til þess að sinna tilfinningalegum þörfum barnsins við núverandi aðstæður. Við samanburð á persónulegum eiginleikum og högum foreldranna, þá virðist stefnandi hafa forskot á stefnda hvað varðar sjálfstyrk, félagsþroska og forsjárhæfni samkvæmt matsgerð. Það kemur einnig fram í matsgerðinni að barnið gerir sér vel grein fyrir stöðu sinni í skilnaði foreldranna. Sálfræðileg próf bera vott um, að hún treystir betur stefnanda til að sinna þörfum sínum þegar á reynir. Fyrir liggur að stefnandi hefur sagt starfi sínu lausu og ráðgerir að hefja nám í Danmörku. Jafnframt hyggst hún hefja sambúð með dönskum manni, fyrrum starfsfélaga sínum. Þau eru búinn að finna sér húsnæði. Barnið hefur hitt manninn, J, og hefur farið vel á með þeim, en maðurinn talar ágæta íslensku. Stefndi ráðgerir að búa áfram að H, Hafnarfirði, sem var þeirra sameiginlega heimili. Stefndi hefur stofnað til kynna við konu, en óráðið er um framhald þess sambands. Barnið sjálft hefur verið á leikskólanum H, en hættir þar í sumar og hefur nám í grunnskóla í haust. Báðir foreldrar hafa komið að daglegri umönnun og umsjá barnsins áður en þau slitu samvistum. Stefndi hefur sinnt barninu í fjarveru stefnanda vegna starfa hennar á erlendri grundu. Báðir foreldrar búa við nokkuð öruggan fjárhag, þó fjárhagur móður virðist vera öruggari. Báðir foreldrar virðast getað boðið barninu gott húsnæði og er ekki gerður greinarmunur þar á. Barnið hefur góð tengsl bæði við föður- og móðurfjölskyldu sína. Það er álit dómsins að barninu sé mikilvægt að geta ræktað þau tengsl í framtíðinni. J skýrði frá því hér fyrir dómi að hann gerði sér mjög vel grein fyrir mikilvægi þessa og kvaðst myndu eftir fremsta megni stuðla að því að barnið haldi góðum tengslum við fjölskyldu sína fái stefnandi forsjá barnsins. Báðir foreldrar gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að umgengni þess foreldris sem ekki fær forsjá barnsins verði ríkuleg og gangi eðlilega fyrir sig. Þá kom fram hjá J að hann hefði góðan skilning á því að barninu væri mikilvægt að halda góðum tengslum við stefnda. Hann kveðst gera sér grein fyrir stöðu sinni gagnvart barninu, hann muni í framtíðinni standa við hlið móður og liðsinna henni sem uppalanda, en ekki ganga inn í föðurhlutverkið. Með hliðsjón af framansögðu og gögnum málsins verður að telja það barninu, A, fyrir bestu að stefnandi hafi forsjá hennar, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Kostnaður vegna sálfræðilegrar álitsgerðar Álfheiðar Steinþórsdóttur, sálfræðings, að fjárhæð 261.650, greiðist úr ríkissjóði, sbr. 3. mgr. 60. gr. barnalaga nr. 20/1992. Dóminn kveða upp Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri og meðdómsmennirnir Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur og Oddi Erlingsson, sálfræðingur. Dómsorð: Stefnandi, K, skal fara með forsjá barnsins A. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Kostnaður vegna öflunar sálfræðilegra umsagnar Álfheiðar Steinþórsdóttur, sálfræðings, 261.650, krónur greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 256/1998
Biðlaun Sératkvæði
P starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda og bar skyldur samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með lögum nr. 89/1994 var ríkisfyrirtækið lagt niður og rekstur þess falinn hlutafélagi. Í lögunum var ákvæði þess efnis að starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hlutafélaginu og þeir gegndu áður hjá ríkisfyrirtækinu. P tók við starfi hjá hlutafélaginu en stefndi ríkinu til greiðslu biðlauna á þeim grundvelli, að staða hans hjá ríkinu hefði verið lögð niður. Talið var, að skýr dómafordæmi leiddu til þeirrar niðurstöðu að nýja staðan yrði ekki talin sambærileg hinni fyrri, þar sem P hefði ekki notið hinna sérstöku réttinda starfsmanna ríkisins í hinu nýja starfi sínu, svo sem biðlaunaréttar. Ekki var fallist á að lengdur uppsagnarfrestur hjá hlutafélaginu gæti komið í stað biðlaunaréttarins. Þar sem ósannað var, að P hefði með samningum við hlutafélagið fallið frá biðlaunarétti sínum á hendur ríkinu var ríkið dæmt til að greiða P fjárhæð biðlauna í sex mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. júní 1998. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar stefnukröfunnar. Málinu var gagnáfrýjað 29. september 1998. Af hálfu gagnáfrýjanda er þess krafist, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum biðlaun að fjárhæð 1.281.039 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, eins og greinir í héraðsdómi, frá 15. júlí 1994 til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður á árinu 1994, þegar stofnað var hlutafélag um rekstur fyrirtækisins, sbr. lög nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Tók gagnáfrýjandi boði um starf hjá hlutafélaginu, Áburðarverksmiðjunni hf., frá og með 1. júlí 1994. Hæstiréttur hefur um það dæmt allt frá árinu 1964, að 14. gr. þágildandi laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins yrði túlkuð svo, að biðlaunaréttur væri fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, sem stöðunni fylgdi, yrði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr. H.1964.936. Í dómum réttarins 24. október og 7. nóvember 1996, sbr. H.1996.3169 og 3417, og fimm samhljóða dómum 5. nóvember 1998 kemur og fram, að ný staða verði ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef henni fylgja ekki hin sérstöku réttindi, sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Óumdeilt er, að gagnáfrýjandi naut í stöðu sinni hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttinda ríkisstarfsmanns samkvæmt ofangreindum lögum, þar á meðal biðlaunaréttar. Sá réttur fylgdi ekki starfi því, er hann tók við hjá Áburðarverksmiðjunni hf. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda var hins vegar lengdur úr þremur mánuðum í sex mánuði, þegar gagnáfrýjandi hóf störf hjá hlutafélaginu. Ósannað er, að með samningi gagnáfrýjanda við félagið um uppsagnarfrest hafi hann gagnvart aðaláfrýjanda afsalað sér biðlaunarétti samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Verður heldur ekki á það fallist, að hinn lengdi uppsagnarfrestur geti komið í stað biðlaunaréttarins, enda er í eðli sínu ólíku saman að jafna, þegar litið er til stöðu ríkisins annars vegar og hlutafélags hins vegar. Starf gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. telst því ekki sambærilegt hinni niðurlögðu stöðu og skiptir frekari samanburður á kjörum gagnáfrýjanda hjá þessum tveimur vinnuveitendum hér ekki máli. Samkvæmt framansögðu verður krafa gagnáfrýjanda um sex mánaða biðlaun tekin til greina, en í málinu er ekki tölulegur ágreiningur. Gagnáfrýjandi krefst dráttarvaxta frá gjalddögum launanna samkvæmt 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga og skýrir drátt á kröfugerð á hendur aðaláfrýjanda með því, að beðið hafi verið dóms í sambærilegu máli starfsmanns Síldarverksmiðja ríkisins gegn íslenska ríkinu, en hann var kveðinn upp 7. nóvember 1996. Með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994 og þeim ágreiningi, sem uppi var um túlkun samsvarandi ákvæðis í 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, verður þó að telja, að gagnáfrýjanda hafi borið að kynna aðaláfrýjanda fyrirhugaða kröfugerð sína í beinu framhaldi þess, að fyrri staða hans var lögð niður og hann tók við nýju starfi hjá hlutafélaginu. Verða dráttarvextir því reiknaðir frá 27. mars 1997, er mánuður var liðinn frá kröfubréfi gagnáfrýjanda til fjármálaráðuneytisins 27. febrúar 1997. Niðurstaða héraðsdóms verður þá staðfest. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjanda, Páli A. Höskuldssyni, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar og Hrafns Bragasonar í hæstaréttarmálinu nr. 256/1998: Íslenska ríkið gegn Páli A. Höskuldssyni og gagnsök Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður með lögum nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Öll hlutabréfin áttu við stofnun félagsins að vera áfram í eigu ríkisins. Í 6. gr. laganna var mælt fyrir um að starfsmönnum fyrirtækisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður. Síðan sagði í ákvæðinu: „Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á því ekki við um þá starfsmenn“. Gagnáfrýjandi starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda samkvæmt lögum nr. 38/1954. Honum var boðið starf hjá hlutafélaginu og tók því. Í máli því sem hér er til meðferðar telur hann að með því að staða hans var lögð niður hafi stofnast til handa honum réttur til biðlauna samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Ágreiningslaust er að gagnáfrýjandi átti rétt til þessara biðlauna frá aðaláfrýjanda ef hann hefði ekki þegið hið nýja starf. Ágreiningurinn í málinu lýtur hins vegar að því hvort hann eigi rétt á biðlaunum þótt hann hafi tekið við nýja starfinu. Gagnáfrýjandi gerir kröfu til fastra launa í 6 mánuði, en til þeirra telur hann dagvinnulaun, laun fyrir fasta yfirvinnu svo og svokallaða desemberuppbót. Bendir hann á að Hæstiréttur hafi í svipuðum tilvikum viðurkennt að biðlaunaréttur væri fyrir hendi, ef hin nýja staða væri ekki sambærileg, það er að henni fylgdu ekki hin sérstöku réttindi sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Byggir gagnáfrýjandi á því að ráðningarkjör hans hjá hlutafélaginu hafi ekki orðið sambærileg. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti benti hann sérstaklega á ákvæði ráðningarsamnings síns hjá hlutafélaginu um samkeppnishömlur og að samkvæmt honum nyti hann ekki biðlauna. Af hálfu aðaláfrýjanda er þessu mótmælt og því haldið fram að ráðningarkjör hans hafi í alla staði verið sambærileg, að minnsta kosti ekki lakari. Hefur aðaláfrýjandi lagt fram útreikning á lífeyrisréttindum gagnáfrýjanda. Kemur þar fram að réttindin séu sambærileg eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag við það sem áður var. Gagnáfrýjandi hélt áfram að vera í Lífeyrissjóði verkfræðinga og voru iðgjöld áfram greidd af launum samkvæmt reglum sjóðsins. Að því er varðar ákvæði ráðningarsamningsins um samkeppnishömlur er þar að mestu leyti mælt fyrir um sömu atriði og gilda um öll fyrirtæki samkvæmt 2. mgr. 27. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 eða giltu um ríkisfyrirtæki almennt, sbr. 2. og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 38/1954. Gagnáfrýjandi hafði fyrir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag 3 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest. Eftir breytinguna var uppsagnarfrestur hans sá sami og fyrr, en fyrirtækið varð hins vegar að segja honum upp með 6 mánaða uppsagnarfresti. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 átti hann fyrir breytinguna rétt á launum í 6 mánuði yrði staða hans lögð niður. Samkvæmt greinargerð er fylgdi frumvarpi með þeim lögum voru launin við það miðuð að maður ætti rétt á biðlaunum sem svöruðu til ríflegs uppsagnarfrests. Er ekki annað fram komið en hann njóti uppsagnarfrests sem jafna má til biðlauna. Af því er að framan hefur verið rakið verður ekki annað ráðið en að ráðningarkjör gagnáfrýjanda eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag metin í heild, hafi verið svo sambærileg við það er hann áður hafði, að hann eigi ekki, sbr. 6. gr. laga nr. 89/1994, rétt á biðlaunum. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 1998. Ár 1998, föstudaginn 29. maí er Héraðsdómur Reykjavíkur settur í Dómhúsinu við Lækjartorg og haldinn af Skúla J. Pálmasyni héraðsdómara. Fyrir er tekið héraðsdómsmálið nr. E-5420/1997: Páll A. Höskuldsson gegn ríkissjóði Íslands og kveðinn upp svohljóðandi dómur: Stefnandi máls þessa er Páll A. Höskuldsson, kt. 030662-7419, Leirutanga 39, Mosfellssveit, en stefndi er ríkissjóður Íslands, kt. 550169-2829. Málið var höfðað með stefnu áritaðri um birtingu af ríkislögmanni 19. nóvember 1997 og þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. sama mánaðar. Það var dómtekið 12. maí sl. að afloknum munnlegum málflutningi. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu biðlauna samtals að fjárhæð kr. 1.281.039.- ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr.197.083 frá 15. júlí ´94 til 15 ágúst s.á., af kr. 394.166 frá þeim degi til 15. september s.á., af kr. 591.249 frá þeim degi til 15. október s.á., af kr. 788.332 frá þeim degi til 15. nóvember s.á., af kr. 985.415 frá þeim degi til 15. desember s.á. og af af stefnufjárhæðinni kr. 1.281.039 frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda, samkvæmt fram­lögðum málskostnaðarreikningi, sem miðist við gjaldskrá Lögmannsstofu Láru V. Júlíusdóttur hdl. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnda verði til­dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara, að stefnu­kröfurnar verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði felldur niður í því tilviki. Málavextir, málsástæður og lagarök. Stefnandi lýsir málavöxtum svo: Hann hafi ráðist til starfa sem efnaverk­fræðingur hjá Áburðarverksmiðju ríkisins á árinu 1990. Um fast starf hafi verið að ræða og hafi launakjör hans miðast við launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Áburðarverksmiðja ríkisins hafi verið lögð niður með lögum nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags undir nafninu Áburðarverksmiðjan hf. Stefnandi hafi verið ráðinn til hins nýja hlutafélags og hafið þar störf 1. júlí 1994. Hann telur sig eiga rétt til 6 mánaða biðlauna vegna niðurlagningar starfs síns skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 38/1954. Í 6. gr. laga nr. 89/1994 sé kveðið á um það, að fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skuli boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir hafi áður gegnt hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Ennfremur segi í greininni, að ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eigi því ekki við um þá starfsmenn. Sams konar ákvæði sé að finna í 7. gr. laga 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins. Starfsmenn Síldarverksmiðja ríkisins, sem hófu störf hjá nýstofnuðu hlutafélagi, hafi krafist biðlauna og leitað atbeina dómstóla um þá kröfu sína. Hæstiréttur hafi fellt dóm um ágreiningsefnið 7. nóvember 1996 í máli nr. 90/1996 og tekið af tvímæli um biðlaunarétt fyrrum starfsmanns Síldarverksmiðja ríkisins, þar sem svo háttaði til, að hann hafði ráðist til starfa hjá hinu nýstofnaða hlutafélagi, þrátt fyrir að ákvæði 7. gr., að 14. gr. l. 38/1954 ætti ekki við um þessa starfsmenn. Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður hafi með bréfi dags. 27. febrúar 1997 gert kröfu til greiðslu biðlauna fyrir 8 fyrrum starfsmenn Áburðarverksmiðju ríkisins, þar á meðal stefnanda þessa máls. Kröfunni hafi verið hafnað af hálfu ríkisins með bréfi ríkislögmanns dags. 14. október s.á. Stefnandi sé nú félagsmaður í Stéttarfélagi verkfræðinga og hafi ákveðið að fylgja kröfunni eftir fyrir dómstólum. Hann kveðst byggja kröfu sína á hendur stefna á því, að hann hafi starfað hjá stefnda á árabilinu 1990 og fram til 1. júlí 1994. Allan þann tíma hafi farið um kaup hans og kjör eftir þeim reglum, sem lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 38/1954 (starfsmannalaga) kveði á um. Í 14. gr. starfsmannalaganna sé mælt svo fyrir, að þegar staða sé lögð niður, skuli starfsmaður eiga rétt til biðlauna í 6 mánuði frá því að hann hætti starfi, hafi hann starfað í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði hafi hann verið lengur í þjónustu ríkisins, enda hafi hann ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins. Stefnandi vísar til þess, að samningur hafi stofnast milli sín og stefnda við ráðningu hans í starf á árinu 1990 um það, að starfskjör hans tækju mið af kjörum háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Hann hafi verið í föstu starfi hjá stefnda, þegar staða hans var felld niður 30. júní 1994 og því eigi hann rétt til biðlauna samkvæmt 14. gr. starfmannalaga. Ákvæði 6. gr. laga nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins brjóti í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. stjórnsýslulaga, þar sem um sé að ræða skerðingu á lögbundnum réttindum, sem einungis beinist að takmörkuðum hópi manna, sbr. dóm Hæstaréttar frá 7. nóvember 1996. Starf það, sem honum stóð til boða hjá hinu nýstofnaða hlutafélagi í stað þess, sem fellt var niður hjá ríkinu, geti ekki talist sambærilegt starf, þar sem starfskjör hjá hlutafélögum á almennum vinnumarkaði séu allt önnur en hjá opinberum stofnunum. Dómstólar hafi túlkað 14. gr. laga nr. 38/1954 svo, að biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, sem stöðunni fylgdi verði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins sbr. Hrd. 1964:936 og Hrd. 1990:452. Biðlaunakrafa stefnanda byggi á þeim föstu launum hans hjá stefnda, þegar starf hans var lagt niður, þ.e. dagvinnulaunum kr. 139.242 og fastri yfirvinnu kr. 57.841 á mánuði, eða samtals kr. 197.083 á mánuði í sex mánuði sem geri samtals kr. 1.182.498. Auk þess sé gerð krafa um fasta umsamda orlofsuppbót að fjárhæð kr. 89.541, sem greiðast skyldi í desember 1994. Þannig nemi biðlaunakrafa stefnanda kr. 1.281.039. Dráttarvaxtakröfu sína byggir stefnanda á III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, einkum 15. gr. en dráttarvaxtakrafan miðist við gjalddaga biðlauna, sem greiðast eigi með sama hætti og laun, þ.e. mánaðarlega miðað við 15. hvers mánaðar. Málskostnaðarkrafan sé byggð á 129. gr. eml. nr. 91/1991 en krafan um virðis­aukaskatt á málflutningsþóknun eigi sér stoð í lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi lýsir tilurð laganna nr. 89 frá 24. maí 1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins með þeim hætti, að nauðsynlegt hafi þótt að skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar með hliðsjón af því, að einkaréttur hennar til sölu á tilbúnum áburði hafi átt að falla niður 1. janúar 1995, sbr. bókun 8 um ríkiseinkarétt í EES-samningi. Við flutning frumvarps til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins á árinu 1993 hafi veruleg óvissa ríkt um framtíð fyrirtækisins með óbreyttu rekstrarformi, eins og fram komi í greinargerð með frumvarpinu, svo og vegna væntanlegra reglna á vettvangi GATT, sem kynnu að leiða til samdráttar í framleiðslu búvöru hér á landi og þar með draga úr notkun tilbúins áburðar og því samsvarandi sam­dráttar í framleiðslu verksmiðjunnar. Með óbreyttu rekstrarformi hafi þótt sýnt, að ókleift myndi reynast að ná viðunandi rekstrarhagkvæmni miðað við áætlað framleiðslu­magn. Hlutafélagaformið hafi þótt best henta til að skapa verksmiðjunni nauðsynlegan sveigjanleika, aðlögunarhæfni og viðbragðsflýti í því skyni að tryggja framtíðarrekstur hennar. Þetta sé allt rakið í athugasemdum með frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins (Alþt. A 1993-1994 bls. 1270) svo og í framsöguræðum landbúnaðarráðherra (Alþt. B 1992-1993 bls. 7071 og Alþt. B 1993 bls. 1429). Landbúnaðarráðherra hafi á árinu 1992 falið Ólafi Ísleifssyni, hagfræðingi og Hákoni Björnssyni, þáverandi forstjóra Áburðarverksmiðju ríkisins, að undirbúa nauð­synlegar breytingar á lögum um Áburðarverksmiðju ríkisins í samræmi við ráðgerð markmið. Þeir hafi með bréfi til landbúnaðarráðherra, dagsettu 4. september 1992 skilað drögum að lagafrumvarpi ásamt ítarlegri greinargerð. Í bréfinu sé tekið fram, að við samningu frumvarpsins hafi verið leitað til lögmanns Áburðarverksmiðju ríkisins um ráðgjöf um lagaleg efni. Greinargerð þeirra Ólafs og Hákons, bæði við lagafrumvarpið og einstakar greinar þess, hafi einnig fylgt orðrétt sem athugasemdir með lagafrumvarpinu, þegar það var lagt fram á Alþingi. Það hafi síðan verið lögfest óbreytt með lögum nr. 89/1994 með þeirri einu breytingu, að bætt var við ákvæði um stjórn hlutafélagsins. Í athugasemdum frumvarpshöfunda um 6. gr. segi m.a., að þar sem ákvæðinu sé ætlað að tryggja fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju rétt til sömu starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir áður hafi gegnt, þyki ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 ekki eiga við. Stefnandi hafi verið starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1990 með starfsaldri frá 1. janúar það ár. Hann hafi verið ráðinn til hins nýja hlutafélags frá 1.júlí 1994 í sama starf og hann áður hafi gegnt og engar athugasemdir gert. Það hafi fyrst verið með bréfi lögmanns síns 27. febrúar 1997 að þeirri skoðun hafi verið lýst, að starf það, sem stefnandi nú gegni, sé ekki sambærilegt fyrra starfi hans hjá ríkisfyrirtækinu. Hin breytta starfs- og samkeppnisaðstaða verksmiðjunnar hafi verið skýrð á fundi 30 júní 1994 og jafnframt hafi þar komið fram, að tilgangur lagabreytingarinnar hafi verið sá, að tryggja áframhaldandi starfsöryggi starfsmanna verksmiðjunnar. Þennan fund hafi Hákon Björnsson, forstjóri verksmiðjunnar, sótt, allir framkvæmdastjórar og fyrirsvarsmenn einstakra rekstrarþátta, þar á meðal stefnandi, auk Sveins Snorrasonar, hrl. og Geirs Gunnarssonar, fyrrv. alþm., sem báðir hafi síðan tekið sæti í stjórn hlutafélagsins. Enginn viðstaddra hafi borið því við, að þau störf, sem stóðu þeim til boða hjá hlutafélaginu, væru ekki hin sömu eða sambærileg þeim, sem viðkomandi hafði gegnt hjá ríkisfyrirtækinu og enginn þeirra hafði fyrirvara um það við gerð ráðningarsamnings. Enginn viðstaddra hafi kosið að hætta og þiggja biðlaun, að undanskildum verksmiðjustjóranum, sem áður hafði tekið ákvörðun um að láta af störfum, enda skammt til eftirlaunaaldurs hans. Í öllum ferli undirbúningsins að hlutafélagsstofnuninni, hafi enginn þeirra starfs­manna, sem nú geri kröfu um biðlaun, gert nokkrar athugasemdir eða fyrirvara af nokkru tagi. Þessum starfsmönnum hafi þó öllum verið ljóst, að gengið hafi verið út frá því við ráðningu þeirra hjá hlutafélaginu, að verið væri að mati viðsemjenda að bjóða sambærilegt starf. Þeim hafi þá átt að vera í lófa lagið að hafa uppi andmæli eða að tjá sig með öðrum hætti, ef þeir kysu fara fram á biðlaun. Stefndi byggir á því og leggur ríka áherslu á það, að 6. gr. laga nr. 89/1994 veiti starfsmönnum ekki hvoru tveggja rétt til forgangs til starfs og rétt til biðlauna. Stefndi hafnar þeim sjónarmiðum stefnanda, að 6. gr. laga nr. 89/1994 brjóti í bága við almenna jafnræðisreglu, þar sem um sé að ræða skerðingu á lögbundnum réttindum, sem einungis hafi beinst að þröngum hópi manna. Þvert á móti sé á því byggt, að 6. gr. laga nr. 89/1994 skerði ekki biðlaunarétt, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Tilgangur lagareglunnar hafi verið sá að veita starfsmönnum Áburðar­verksmiðju ríkisins forgangsrétt til starfa hjá hlutafélaginu við stofnun þess. Starfsmenn hafi átt val um, hvort þeir nýttu sér þann forgang og hlutu því að hafa litið svo á, að starfið hjá félaginu væri sambærilegt því starfi, sem þeir hafi áður gegnt hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, eða ella hafna boðinu um starfann og fara á biðlaun. Þegar af þeirri ástæðu fái sú málsástæða stefnanda ekki staðist, að jafnræðisreglan hafi verið brotin á starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins. Staða stefnanda hefði orðið önnur og verri hefði hann valið þann kostinn að hafna starfi og fara á biðlaun. Framtíðarstarf hans hafi verið í húfi og hafi hann því valið betri kostinn og haldið áfram starfi sínu hjá hlutafélaginu á síst lakari kjörum, ef ekki betri en hann áður hafði. Stefnandi greiði áfram í sama lífeyrissjóð og hann hafi gert í starfi hjá Áburðar­­verksmiðju ríkisins og hafi notið þess á þeim tíma, sem breytingin varð, umfram sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, að iðgjald hafi verið greitt af öllum launum, föstum mánaðarlaunum og yfirvinnu. Einnig hafi verið leitast við að gera launakjör stefnanda og önnur starfskjör hans sem líkust því, sem hann hafi áður notið. Fjárhæð fastra mánaðarlauna og fjöldi fastra yfirvinnutíma á mánuði hafi verið óbreytt frá því sem verið hafði. Sama gildi um greiðsludag launa. Stefnandi hafi notið sömu hlunninda, svo sem greiðslu fyrir afnot af eigin bifreið og óbreyttra orlofsréttinda. Veikindaréttur hans taki mið af veikindarétti opinberra starfsmanna hverju sinni. Auk þess njóti hann nú lengri uppsagnarfrests en gildir um ríkisstarfsmenn, þ.e. 6 mánaða fyrirvara, en sjálfur geti hann sagt upp með 3ja mánaða uppsagnarfresti, eins og áður sé lýst. Stefnandi sé eftir sem áður í Lífeyrissjóði verkfræðinga. Andist stefnandi í starfi fær ekkja hans eða börn 3ja mánaða sérstaka eftirlaunagreiðslu, sem sé rýmri regla en gilt hafi samkvæmt lögum nr. 38/1954. Loks sé í ráðingarsamningi stefnanda við hlutafélagið ákvæði um gerðardóm, sem ekki tíðkist hjá ríkisstarfsmönnum. Stefndi hafnar ennfremur þeirri staðhæfingu stefnanda, að kjör og réttindi á hinum almenna vinnumarkaði og í nýja starfinu sé öll önnur og þá væntanlega verri, en gildi um starfsmenn ríkisins. Lagaþróun og kjarasamningar undanfarinna áratuga hafi leitt til þess, að mjög hafi dregið saman í þessum efnum. Til stuðnings þessu vekur stefndi athygli á því, að önnur kjaraatriði séu hagstæðari á almennum vinnumarkaði eða persónulegum ráðningasamningum s.s. mun lengri uppsagnarfrestur, þótt þar sé biðlaunarétti ekki til að dreifa. Uppsagnarfrestur stefnanda hafi í starfi hans hjá Áburðarverksmiðju ríkisins verið þrír mánuðir, en í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið hafi verið horft til áunnins biðlaunaréttar, sem fallið hafði niður, þegar stefnandi tók boðinu um áframhaldandi störf hjá félaginu og uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitandans því ákveðinn 6 mánuðir. Stefnandi hafi með öðrum orðum haldið áunnum biðlaunarétti sínum og njóti betri uppsagnarréttar en hann áður hafði. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38/1954 sé tekið er fram um 14. gr., að biðlaunaréttur sé í raun framlengdur eða ríflegur uppsagnarfrestur (sbr. Alþt. A 1953 bls. 410), sbr. einnig dóma Hæstaréttar um þetta efni (Hrd. 1995:2342 og Hrd. 1996:4045). Þá hafi löggjöf á félagsmálasviðinu tekið umtalsverðum breytingum frá árinu 1954. Launþegar njóti nú réttar til bóta úr Atvinnuleysistryggingarsjóði, gagnstætt því sem gildi um ríkisstarfsmenn, sem njóti biðlauna. Af hálfu löggjafans sé þannig litið á, að biðlaun frá ríkinu komi í stað atvinnuleysisbóta á því tímabili. Með lögum nr. 77/1993 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum svo sem vegna samruna o.s.frv. hafi aðstaða launþega á hinum almenna vinnumarkaði breyst mjög til batnaðar. Launþegum sé nú tryggt starf hjá hinum nýja vinnuveitanda á óbreyttum kjörum, sbr. 1. mgr. 2. gr. og 3. gr. tilvitnaðra laga. Stefndi heldur því fram með hliðsjón af framanrituðu, að öll skilyrði, er felist í 6. gr. laga nr. 89/1994, hefi verið uppfyllt, þannig að biðlaunaréttur 14. gr. laga nr. 38/1954 geti ekki átt við gagnvart stefnanda. Varakröfu sína kveður stefndi setta fram, fallist dómurinn ekki á aðalkröfu hans. Stefndi styður varakröfuna þeim rökum að líta verði til þess, að atvinnuöryggi stefnanda hafi verið tryggt með 6. gr. laga nr. 89/1994 og honum hafi þannig verið að mestu bættir þeir fjárhagslegu hagsmunir, er felist í 14. gr. laga nr. 38/1954. Einnig verði að hafa hliðsjón af hinum langa uppsagnarfresti stefnanda hjá hlutafélaginu í þessu tilliti. Beita verði tilvitnaðri 14. gr. í þessu sambandi á sama hátt og væri um að ræða verr launað starf á vegum ríkisins á biðlaunatíma, eins og lagagreinin mæli fyrir um. Þegar allt sé virt, virðist raunar erfitt að rökstyðja, að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur málsaðila felst í því álitaefni, hvort biðlaunaréttur stefnanda hafi fallið niður við ráðningu hans til hlutafélagsins Áburðarverksmiðjunnar hf. hinn 1. júlí 1994 með vísan til ákvæðis 6. gr. laga nr. 89/1994. Óumdeilt er, að stefnandi naut í starfi sínu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttar­stöðu opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 38/1954. Þau lagaákvæði, sem hér reynir einkum á, er annars vegar áðurnefnd 6. gr. laga nr. 89/1994 og hins vegar 14. gr. nr. 38/1954. Tilvitnuð 6. gr. hljóðar svo: „Fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skal boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, á því ekki við um þá starfsmenn“. Lagaákvæði þetta á sér hliðstæðu í ýmsum lögum, þar sem ríkisfyrirtækjum hefur verið breytt í hlutafélag, s.s. í 3. gr. laga nr. 45/1989 um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjunar Gutenberg, 4. gr. laga nr. 28/1993 um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðju ríkisins, 3. gr. laga nr. 75/1994 um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gr. starfsmannalaga nr. 38/1954, sem hér kemur til álita er svohljóðandi: „Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins.“ Við breytingu á rekstrarformi Áburðarverksmiðju ríkisins í hlutafélag hinn 1. júlí 1994 á grundvelli laga nr. 89/1994 var staða stefnanda lögð niður í skilningi 14. gr. starfsmannalaganna. Við ráðningu sína til hlutafélagsins naut stefnandi því ekki lengur þeirra réttinda, sem starfsmannalögin veittu, né heldur bar hann skyldur samkvæmt þeim. Því verður að taka afstöðu til þess, hvort 6. gr. laga nr. 89/1994 sé þess valdandi, að biðlaunaréttur stefnanda falli niður, eins og stefndi byggir á. Þegar frumvarp til laga nr. 89/1994 var til meðferðar í landbúnaðarnefnd Alþingis, sendi stjórn starfsmannafélags Áburðarverksmiðju ríkisins (S.F.Á.) nefndinni bréf. Í bréfinu segir m.a. svo varðandi 6. gr. frumvarpsins: „Stjórnin leggur áherslu á að tryggt sé að með ákvæði 6. greinar frumvarpsins sé ekki verið að brjóta á lögbundnum og áunnum réttindum starfsmanna. ............Stjórn S.F.Á. fær ekki annað séð en að önnur málsgrein 6. greinar frumvarpsins skerði áunnin réttindi ákveðins hóps starfsmanna og því beri að fella hana niður.“ Fyrir liggur, að Teitur Gunnarsson, var kvaddur á fund landbúnaðarnefndar Alþingis sem fulltrúi starfsmanna verksmiðjunnar, ásamt Hákoni Björnssyni og fleirum til umræðu um umrædda 6. gr. Þeir greindu dóminum frá því, að nefndinni hafi verið gert það ljóst að verið væri að reyna að afnema biðlaunaréttindi ákveðins hóps starfsmanna og þeirri skoðun komið á framfæri við nefndarmenn, að hæpið væri að mati ýmissa lögfræðinga, sem leitað hafi verið til, að 6. gr. frumvarpsins fengi staðist. Hákon Björnsson, var áður forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins en Teitur Gunnarsson gegndi áður starfi framleiðslustjóra ríkisfyrirtækisins. Báðir voru þeir ráðnir til samsvarandi starfa hjá hlutafélaginu og þeir áður gegndu og hafa báðir höfðað mál gegn ríkinu til greiðslu biðlauna. Stefnandi bar það fyrir dómi, að á fundi 30. júní 1994, þegar breytingarnar á rekstrarformi verksmiðjunnar voru kynntar, hafi komið fram fyrirspurn til Sveins Snorrasonar stjórnarformanns hlutafélagsins um biðlaunaréttinn og hafi hann gefið þau svör, að þar væri við fyrri rekstraraðila að eiga, en ekki hlutafélagið sjálft. Framburður þeirra Hákonar Björnssonar og Teits Gunnarssonar var samhljóða framburði stefnanda að þessu leyti. Sveinn Snorrason minntist þess ekki í skýrslu sinni fyrir dóminum, að þetta atriði hafi borið að með þessum hætti, heldur taldi hann sig hafa verið að svara fyrirspurn um það, hvaða úrræði þeir ættu, sem veldu þann kostinn að ráða sig ekki til hlutafélagsins. Þeir myndu verða að sækja rétt sinn til ríkisins. Stefnandi gat þess í skýrslu sinni, að biðlaunaréttur hans hafi ekki komið til umræðu, þegar hann gerði ráðningarsamninginn við hlutafélagið og því síður borið á góma, að lenging uppsagnarfrests úr 3 mánuðum í fyrri starfskjörum hans í 6 mánuði í ráðningarsamningnum hafi á nokkurn hátt tengst brottfalli biðlaunaréttar. Stefnandi bar það ennfremur, að hann hefði engan fyrirvara gert í sambandi við meintan biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamningsins. Hákon Björnsson forstjóri, hlutafélagsins, sem annaðist gerð ráðningarsamningsins við stefnanda, staðfesti fyrir dómi, að þessi tilgreinda breyting á ráðningarkjörum stefnanda hafi að hans mati ekki staðið í neinu sambandi við brottfall biðlaunaréttar. Sé litið til launakjara stefnanda hjá hlutafélaginu, með hliðsjón af umræddri 6. gr. laga nr. 89/1994, er óumdeilt, að hann naut sömu launa hjá hlutafélaginu og hann áður fékk sem starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins og flest önnur starfskjör hans voru sambærileg í hinni nýju stöðu og jafnvel betri í ýmsu tilliti. Eitt er það kjaraatriði í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið, sem telja verður að feli í sér verulega skerðingu. Um er að ræða ákvæði í 9. gr. ráðningarsamningsins sem varðar samkeppnishömlur. Ákvæðið er svohljóðandi: „Eins lengi og forstöðumaður rannsóknastofu er í starfi hjá félaginu og allt að tveimur árum eftir að hann hefur hætt starfi hjá félaginu gilda eftirfarandi samkeppnishömlur. a) Forstöðumanni rannsóknastofu er óheimilt, án skriflegs samþykkis frá stjórn félagsins, að hafa beint eða óbeint fjárhagslega hagsmuni í nokkru félagi eða fyrirtæki sem að einhverju leyti er í samkeppni við fyrirtækið eins og það er rekið á þeim tíma. b) Einnig er forstöðumanni rannsóknastofu óheimilt að ráða sig hjá eða að vinna fyrir slíkt félag, sem stjórnarmaður, starfsmaður eða ráðgjafi.“ Stefndi heldur því fram í þessu sambandi, að ákvæði þetta hafi í raun ekki falið í sér breytingu á kjörum stefnanda frá fyrra réttarsambandi. Hann hafi verið bundinn þagnarskyldu samkvæmt 32. gr. laga nr. 38/1954 og sú skylda sé óbreytt, þótt starfsmaður láti af starfi, sbr. niðurlagsákvæði tilvitnaðrar lagagreinar. Ennfremur bendir stefndi á 34. gr. sömu laga, sem feli í sér samsvarandi takmörkun á athafnafrelsi ríkisstarfmanna í atvinnulegu tilliti og mælt sé fyrir um í 9. gr. ráðningarsamningsins. Ljóst þykir, að umrætt ákvæði í ráðningarsamningi stefnanda sé mun víðtækara og feli í sér mun meiri skerðingu fyrir hann, en sú lagaskylda, sem 32. gr. og 34. gr. starfsmannalaga mæla fyrir um, einkum sé það virt að stefnandi gegnir sérhæfðu starfi og atvinnumöguleikar hans hérlendis eru takmarkaðir. Samkvæmt b) lið 9. gr. eru atvinnumöguleikar hans þrengdir til muna, kjósi hann að hverfa til annarra starfa. Þá byggir stefndi á því, að stefnanda hafi verið bætt að fullu brottfall biðlaunaréttar með því að uppsagnarfrestur hans hafi verið lengdur til samræmis við þann biðlaunarétt sem hann naut í fyrra starfi. Að mati dómsins er biðlaunaréttur annars eðlis en uppsagnarréttur og því sé ekki hægt að leggja þessi tvö kjaraatriði að jöfnu. Komi þetta skýrast fram í því, að hluta­félag geti orðið gjaldþrota og þá sé lengdur uppsagnarfrestur harla lítils virði, sbr. 5. gr. laga nr. 53/1993. Íslenska ríkið og fyrirtæki eða stofnanir á þess vegum sé varanlegri og traustari vinnuveitandi og vandséð er að þar geti komið til gjaldþrota. Þegar allt það er virt sem að framan er rakið, þykir stefndi ekki hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti, að starf stefnanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. sé sambærilegt fyrra starf hans og stefnandi njóti jafngóðra starfskjara og annarra réttinda sem í fyrra starfi hans hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Þvert á móti virðast starfskjör stefnanda hafa skerts í mörgu tilliti. Því verður að telja að 6. gr. laga nr. 89/1994 verði ekki beitt gagnvart stefnanda. Ekki verður heldur litið svo á, að stefnandi hafi svipt sig rétti til biðlauna með því að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaun sín, þegar hann réði sig til starfa hjá hlutafélaginu og undirritaði ráðningarsamning sinn, eins og stefndi heldur fram. Mál af þessu tagi hafa komið til kasta dómstóla og hefur Hæstiréttur felld dóm um álitaefnið, sbr. Hæstaréttardóm 1996, bls. 3417 og einnig til hliðsjónar Hæstaréttardóm 1996 bls. 3169. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar var deilt um gildi 7. gr. laga nr. 20/1993 en þau varða breytingu Síldarverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Í niðurlagsorðum Hæstaréttar segir m.a. svo: „Dómstólar hafa túlkað 14. gr. laga nr. 38/1954 svo, að biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi sem stöðunni fylgdi, verði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr til dæmis H.1964.936 og H 1990.452. Þótt laun og viðfangsefni í hinni nýju stöðu séu þau sömu og í hinni eldri, verður nýja staðan ekki talin sambærileg hinn fyrri, ef hin sérstöku réttindi samkvæmt lögum nr. 38/1954 eru ekki fyrir hendi í nýju stöðunni.“ Þau sérstöku réttindi, sem vísað er til í dómi Hæstaréttar eru m.a. biðlaunaréttindi þau, sem deilt er um í máli þessu og 14. gr. laga nr. 38/1954 fjallar um. Stefnandi hefur ekki fallið frá þessum rétti með beinum eða óbeinum hætti. Ekki verður talið, að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum að þessu leyti með því að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamnings síns. Ekki verður önnur ályktun dregin af dómafordæmum Hæstaréttar, en að sú stefna hafi þar verið mörkuð, að fastir starfsmenn ríkisins verði ekki sviptir áunnum réttindum sínum með lögum, sem beinast að þröngum hópi ríkisstarfsmanna. Verður ekki annað séð, en jafnréttissjónarmið hafi þar verið ráðandi og einnig sé á því byggt, að viðkomandi starfsmenn hafi öðlast stjórnarskrárvarinn rétt samkvæmt 72. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33/1944 með síðari breytingum, til þeirra starfskjara, sem þeir nutu sem ríkisstarfsmenn, sem þeir verði ekki sviptir bótalaust. Í lögum þeim, sem Alþingi hefur sett á undanförnum árum og fjalla um breytingu ríkisstofnunar í hlutafélag, hefur komið skýrt fram sá vilji löggjafans, að ríkisstarfsmenn skuli sviptir rétti til biðlauna, ráði þeir sig til sambærilegra starfa hjá viðkomandi hlutafélagi. Þessum viðhorfum hefur Hæstiréttur hafnað, samanber niðurlagsorð réttarins í dómi 1996, bls. 3417, sem áður er vísað til. Niðurstaða dómsins er því sú, að fallist er á kröfur stefnanda á hendur stefnda, enda hefur stefndi ekki mótmælt kröfu stefnanda tölulega. Ákvörðun dómsins varðandi dráttarvaxtakröfu stefnanda er eftirfarandi. Stefnandi tók við starfi hjá Áburðarverksmiðjunni hf. hinn 1. júlí 1994, án þess að gera fyrirvara um rétt sinn til biðlauna eða gera stefnda á annan hátt viðvart um það, að hann hygðist halda þeim biðlaunarétti sínum til laga. Stefndi hafði því réttmæta ástæðu til að ætla með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994, að stefnandi hefði fallið frá rétti sínum til biðlauna. Með bréfi til fjármálaráðuneytisins dags. 27. febrúar 1997 krefur Gunnar Jónsson hrl. stefnda um biðlaun fyrir hönd stefnanda og annarra starfsmanna, sem eins var komið fyrir. Með hliðsjón af þessu aðgerðarleysi stefnanda og með vísan til 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, þykir rétt, að dráttarvextir reiknist af tildæmdri fjárhæð frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 290.000, þar með talinn virðisaukaskattur. Skúli J. Pálmason kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, ríkissjóður Íslands, greiði stefnanda, Páli A. Höskuldssyni, kr. 1.281.039, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 290.000 í málskostnað.
Mál nr. 254/1998
Biðlaun Sératkvæði
H starfaði sem framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda og bar skyldur samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með lögum nr. 89/1994 var ríkisfyrirtækið lagt niður og rekstur þess falinn hlutafélagi. Í lögunum var ákvæði þess efnis að starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hlutafélaginu og þeir gegndu áður hjá ríkisfyrirtækinu. H tók við starfi framkvæmdastjóra hlutafélagsins en stefndi ríkinu til greiðslu biðlauna á þeim grundvelli, að staða hans hjá ríkinu hefði verið lögð niður. Talið var, að skýr dómafordæmi leiddu til þeirrar niðurstöðu að nýja staðan yrði ekki talin sambærileg hinni fyrri, þar sem H hefði ekki notið hinna sérstöku réttinda starfsmanna ríkisins í hinu nýja starfi sínu, svo sem biðlaunaréttar. Ekki var fallist á að lengdur uppsagnarfrestur hjá hlutafélaginu gæti komið í stað biðlaunaréttarins. Þar sem ósannað var, að H hefði með samningum við hlutafélagið fallið frá biðlaunarétti sínum á hendur ríkinu var ríkið dæmt til að greiða H fjárhæð biðlauna í sex mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. júní 1998. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar stefnukröfunnar. Málinu var gagnáfrýjað 19. nóvember 1998. Af hálfu gagnáfrýjanda er þess aðallega krafist, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum biðlaun að fjárhæð 2.216.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, eins og greinir í héraðsdómi, frá 15. júlí 1994 til greiðsludags. Til vara er krafist skaðabóta sömu fjárhæðar og með sömu dráttarvöxtum. Í báðum tilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður á árinu 1994, þegar stofnað var hlutafélag um rekstur fyrirtækisins, sbr. lög nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Tók gagnáfrýjandi boði um starf hjá hlutafélaginu, Áburðarverksmiðjunni hf., frá og með 1. júlí 1994. Hæstiréttur hefur um það dæmt allt frá árinu 1964, að 14. gr. þágildandi laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins yrði túlkuð svo, að biðlaunaréttur væri fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, sem stöðunni fylgdi, yrði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr. H.1964.936. Í dómum réttarins 24. október og 7. nóvember 1996, sbr. H.1996.3169 og 3417, og fimm samhljóða dómum 5. nóvember 1998 kemur og fram, að ný staða verði ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef henni fylgja ekki hin sérstöku réttindi, sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Óumdeilt er, að gagnáfrýjandi naut í stöðu sinni hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttinda ríkisstarfsmanns samkvæmt ofangreindum lögum, þar á meðal biðlaunaréttar. Sá réttur fylgdi ekki starfi því, er hann tók við hjá Áburðarverksmiðjunni hf. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda var hins vegar lengdur úr sex mánuðum í tólf mánuði, þegar gagnáfrýjandi hóf störf hjá hlutafélaginu. Ósannað er, að með samningi gagnáfrýjanda við félagið um uppsagnarfrest hafi hann gagnvart aðaláfrýjanda afsalað sér biðlaunarétti samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Verður heldur ekki á það fallist, að hinn lengdi uppsagnarfrestur geti komið í stað biðlaunaréttarins, enda er í eðli sínu ólíku saman að jafna, þegar litið er til stöðu ríkisins annars vegar og hlutafélags hins vegar. Starf gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. telst því ekki sambærilegt hinni niðurlögðu stöðu og skiptir frekari samanburður á kjörum gagnáfrýjanda hjá þessum tveimur vinnuveitendum hér ekki máli. Samkvæmt framansögðu verður krafa gagnáfrýjanda um sex mánaða biðlaun tekin til greina, en í málinu er ekki tölulegur ágreiningur. Gagnáfrýjandi krefst dráttarvaxta frá gjalddögum launanna samkvæmt 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga og skýrir drátt á kröfugerð á hendur aðaláfrýjanda með því, að beðið hafi verið dóms í sambærilegu máli starfsmanns Síldarverksmiðja ríkisins gegn íslenska ríkinu, en hann var kveðinn upp 7. nóvember 1996. Með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994 og þeim ágreiningi, sem uppi var um túlkun samsvarandi ákvæðis í 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, verður þó að telja, að gagnáfrýjanda hafi borið að kynna aðaláfrýjanda fyrirhugaða kröfugerð sína í beinu framhaldi þess, að fyrri staða hans var lögð niður og hann tók við nýju starfi hjá hlutafélaginu. Verða dráttarvextir því reiknaðir frá 27. mars 1997, er mánuður var liðinn frá kröfubréfi gagnáfrýjanda til fjármálaráðuneytisins 27. febrúar 1997. Niðurstaða héraðsdóms verður þá staðfest. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjanda, Hákoni Björnssyni, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar og Hrafns Bragasonar í hæstaréttarmálinu nr. 254/1998: Íslenska ríkið gegn Hákoni Björnssyni og gagnsök Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður með lögum nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Öll hlutabréfin áttu við stofnun félagsins að vera áfram í eigu ríkisins. Í 6. gr. laganna var mælt fyrir um að starfsmönnum fyrirtækisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður. Síðan sagði í ákvæðinu: „Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á því ekki við um þá starfsmenn“. Gagnáfrýjandi starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda samkvæmt lögum nr. 38/1954. Honum var boðið starf hjá hlutafélaginu og tók því. Í máli því sem hér er til meðferðar telur hann að með því að staða hans var lögð niður hafi stofnast til handa honum réttur til biðlauna samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Ágreiningslaust er að gagnáfrýjandi átti rétt til þessara biðlauna frá aðaláfrýjanda ef hann hefði ekki þegið hið nýja starf. Ágreiningurinn í málinu lýtur hins vegar að því hvort hann eigi rétt á biðlaunum þótt hann hafi tekið við nýja starfinu. Gagnáfrýjandi gerir kröfu til fastra launa í 6 mánuði, en til þeirra telur hann dagvinnulaun, laun fyrir fasta yfirvinnu svo og svokallaða desemberuppbót. Bendir hann á að Hæstiréttur hafi í svipuðum tilvikum viðurkennt að biðlaunaréttur væri fyrir hendi, ef hin nýja staða væri ekki sambærileg, það er að henni fylgdu ekki hin sérstöku réttindi sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Byggir gagnáfrýjandi á því að ráðningarkjör hans hjá hlutafélaginu hafi ekki orðið sambærileg. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti benti hann sérstaklega á ákvæði ráðningarsamnings síns hjá hlutafélaginu um samkeppnishömlur og um lífeyrissjóð svo og að samkvæmt honum nyti hann ekki biðlauna. Af hálfu aðaláfrýjanda er þessu mótmælt og því haldið fram að ráðningarkjör hans hafi í alla staði verið sambærileg, að minnsta kosti ekki lakari. Hefur aðaláfrýjandi lagt fram útreikning á lífeyrisréttindum gagnáfrýjanda. Kemur þar fram að réttindin séu sambærileg eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag við það sem áður var. Gagnáfrýjandi hélt áfram að vera í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og voru iðgjöld áfram greidd af dagvinnulaunum hans til sjóðsins. Auk þess skyldi eftir breytinguna greiða iðgjöld af öðrum launum til frjáls lífeyrissjóðs. Gagnáfrýjandi hefur ekki hrakið þennan útreikning. Að því er varðar ákvæði ráðningarsamningsins um samkeppnishömlur er þar að mestu leyti mælt fyrir um sömu atriði og gilda um öll fyrirtæki samkvæmt 2. mgr. 27. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 eða giltu um ríkisfyrirtæki almennt, sbr. 2. og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 38/1954. Gagnáfrýjandi hafði fyrir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag 6 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest. Eftir breytinguna var uppsagnarfrestur hans sá sami og fyrr, en fyrirtækið varð hins vegar að segja honum upp með 12 mánaða uppsagnarfresti. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 átti hann fyrir breytinguna rétt á launum í 6 mánuði yrði staða hans lögð niður. Samkvæmt greinargerð er fylgdi frumvarpi með þeim lögum voru launin við það miðuð að maður ætti rétt á biðlaunum sem svöruðu til ríflegs uppsagnarfrests. Fyrirtækið hélt áfram að vera í eigu ríkissjóðs eftir að það var gert að hlutafélagi. Stefndi er hættur störfum hjá fyrirtækinu samkvæmt sérstökum starfslokasamningi. Er ekki annað fram komið en hann hafi notið uppsagnarfrests sem jafna má til biðlauna. Af því er að framan hefur verið rakið verður ekki annað ráðið en að ráðningarkjör gagnáfrýjanda eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag metin í heild, hafi verið svo sambærileg við það er hann áður hafði, að hann eigi ekki, sbr. 6. gr. laga nr. 89/1994, rétt á biðlaunum. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 1998. Ár 1998, föstudaginn 29. maí er Héraðsdómur Reykjavíkur settur í Dóm­húsinu við Lækjartorg og haldinn af Skúla J. Pálmasyni héraðsdómara. Fyrir er tekið héraðsdómsmálið nr. E-88/1998:Hákon Björnsson gegn ríkissjóði Íslands, og kveðinn upp svohljóðandi dómur: Mál þetta er höfðað með stefnu dagsettri 12. janúar 1998, sem árituð er um birtingu sama dag af ríkislögmanni og þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. sama mánaðar. Stefnandi málsins er Hákon Björnsson, kt. 261148-4559, Akurholti 1, Mosfells­bæ, en stefndi er ríkissjóður Íslands, kt. 550169-2829, Arnarhváli Reykjavík. Dómkröfur. Stefnandi gerir þær dómkröfur aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum biðlaun að fjárhæð kr. 2.216.500 með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 341.000 frá 15. júlí 1994 til 15. ágúst s.á., af kr. 682.000 frá þeim degi til 15. september s.á., af kr. 1.023.000 frá þeim degi til 15. október s.á., af kr. 1.364.000 frá þeim degi til 15. nóvember s.á., af kr. 1.705.000 frá þeim degi til 15. desember s.á., en af stefnufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi skaðabóta sömu fjárhæðar og með sömu dráttar­vöxtum og greinir í aðalkröfu. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum máls­kostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að ríkissjóður verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara að stefnukrafan verði lækkuð verulega og að málskostnaður verði felldur niður í því tilviki. Málavextir, málsástæður og lagarök. Málavextir, málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að hann hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins ótímabundið í fullt starf frá og með 1. júní 1985 með erindisbréfi dags. 30. maí s.á. Í 3. gr. erindisbréfsins sé tekið sérstaklega fram, að stefnandi njóti réttinda og beri skyldur opinberra sýslunarmanna. Hann hafi gegnt starfinu óslitið til þess tíma er Áburðarverksmiðjan hf. tók við rekstri verksmiðjunnar þann 1. júlí 1994. Hann hafi átt aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Stefnandi hafi verið einn þeirra fastráðnu starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins, sem boðið var starf í samræmi við 6 gr. laga nr. 89/1994. Hafi hann því verið ríkisstarfsmaður í skilningi þágildandi laga nr. 38/1954, meðan hann starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Með lögum nr. 89/1994 hafi ríkisstjórninni verið falið að beita sér fyrir stofnun Áburðarverksmiðjunnar hf., sem taka átti við rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins. Hlutafélagið hafi verið stofnað og tekið við rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins 1. júlí 1994. Stefnanda hafi verið boðið starf í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 89/1994, sem hann hafi þegið. Honum hafi þó ekki verið greidd biðlaun samkvæmt lögum nr. 38/1954, sem hann telur sig eiga tilkall til. Verði litið svo á, að réttindamissir biðlauna felist í 6. gr. laga nr. 89/1994. telur stefnandi sig eiga rétt á skaðabótum vegna sviptingar áunninna réttinda, sem ákvæðið hefði í för með sér. Stefnandi hafi ritað stefnda kröfubréf, dags. 27. febrúar 1997 og krafðist biðlauna samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Hafi þar sérstaklega verið vísað til dóms Hæstaréttar, sem kveðinn var upp þann 7. nóvember 1996 í máli nr. 90/1996, íslenska ríkisins gegn Guðnýju Árnadóttur í algerlega hliðstæðu máli. Stefndi hafi ekki viljað fallast á ofangreinda afstöðu stefnanda, eins og fram komi í svarbréfi hans frá 14. október 1997. Þar sé einkum vísað til þess, að tilgangur hins tilvitnaða lagaákvæðis hafi verið að koma í veg fyrir, að starfsmenn, sem tækju boði um sama eða sambærilegt starf hjá hlutafélaginu með eigi lakari kjörum, en þeir höfðu áður haft, ættu jafnframt rétt til biðlauna skv. 14. gr. laga nr. 38/1954. Þessu til stuðnings sé bent á, að stefnandi hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins átt þátt í samningu frumvarps um stofnun Áburðarverksmiðjunnar hf. og skilningur hans á 6. gr. laga 89/1994 liggi því fyrir. Þá hafi stefnandi haft tækifæri til að fylgjast með lagasetningunni, aðdraganda að stofnun hlutafélagsins og breyttu rekstrarumhverfi. Neitun stefnda á greiðslu biðlaunanna sé ástæða málsóknar þessarar. Stefnandi byggir málsókn sína á því, að hann hafi verið ríkisstarfsmaður á þeim tíma, sem hann starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Lög nr. 38/1954 hafi gilt um starfskjör hans og réttindi, er Áburðarverksmiðjan hf. yfirtók rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins. Aðalkrafa hans sé reist á 14. gr. laganna, sem tryggi honum rétt til biðlauna í sex mánuði frá því að starf hans var lagt niður. Enginn vafi leiki á því, að starf stefnanda sem ríkisstarfsmanns hafi verið lagt niður, þegar Áburðarverksmiðjan hf. yfirtók rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins, sbr. áður til­vitnaðrar 6. gr. laga nr. 89/1994. Réttur hans til biðlauna hans hafi orðið virkur við niðurlagningu stöðunnar, enda hafi honum ekki verið boðin sambærileg staða með samsvarandi réttindum og hann hafði notið samkvæmt lögum nr. 38/1954, þar á meðal biðlaunaréttindum. Fjölda dómafordæma megi tilgreina þessu til stuðnings, nú síðast dóm Hæstaréttar frá 7. nóvember 1996 í máli íslenska ríkisins gegn Guðnýju Árnadóttur. Ákvæði 6. gr. laga nr. 89/1994 breyti þar engu um. Stefnandi telur mega ráða af texta 6. gr. laga nr. 89/1994 og greinargerð með frumvarpi að lögunum, að forsenda ákvæðisins hafi verið sú, að honum og öðrum fastráðnum starfsmönnum yrðu tryggð sambærileg störf hjá Áburðarverksmiðjunni hf. og þeir höfðu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Fyrir því sé hins vegar ómöguleiki, þar sem starf hjá hlutafélagi geti aldrei orðið sambærilegt starfi hjá ríkisfyrirtæki með þeirri vernd sem lög nr. 38/1954 veiti. Hlutafélag geti ekki veitt stefnanda þá vernd, sem hann njóti sem ríkisstarfsmaður, en þeir njóti t.d. réttar til aðildar að Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, sérstakra réttinda í veikinda- og slysatilvikum, sérstakra réttinda í fæðingarorlofi, meira starfsöryggis en almennt gerist vegna varanleika ríkisins og skráðra sem óskráðra reglna um uppsögn ríkisstarfsmanna, og það sem einna mikilvægast sé, njóti þeir réttar til biðlauna, sé staða þeirra lögð niður. Stefnandi telur að 6. gr. laga nr. 89/1994 sé byggð á röngum forsendum og geti ekki svipt hann þeim rétti, sem 14. gr. laga nr. 38/1954 veiti honum. Þá byggir stefnandi á því, að ráðningarkjör hans hjá hlutafélaginu séu ekki sam­bærileg við þau sem hann áður hafði, sbr. framlagaðan ráðningarsamnings hans. Þar sé ekkert biðlaunaákvæði að finna, auk þess sem þar sé verulega íþyngjandi sam­keppnishömluákvæði, sem hafi ekki verið hluti af fyrri kjörum hans. Enda þótt hann eigi áframhaldandi rétt til að greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, munu réttindi hans verða „fryst“, þ.e. hann muni ekki öðlast þau réttindi í framtíðinni, sem hann annars mundi hafa áunnið sér með auknum starfsaldri, auk þess sem hann eigi þess ekki kost að velja sér deild í sjóðnum, eins og ríkisstarfsmenn almennt hafi getað. Stefnandi bendir jafnframt á, að verði hann sviptur biðlaunarétti á grundvelli áðurnefndrar 6. gr. opni það leið til þess að fara í kringum biðlaunaréttinn, með því að stofna hlutafélag um starfsemi sem leggja eigi niður, áður en til niðurlagningarinnar komi. Margrómað starfsöryggi ríkisstarfsmanna færi þá fyrir lítið, en fyrir það hafi þeir greitt í gegnum tíðina með lægri launum en almennt tíðkist um sambærileg störf á hinum almenna vinnumarkaði. Stefnandi telur, að ákvæði 2. ml. 6. gr. laga nr. 89/1994 brjóti í bága við þá jafnræðisreglu, sem víða sé byggt á í Stjórnarskrá Íslands, og nú hafi verið lögfest í 65. gr. hennar, sbr. l. nr. 97/1995, og í alþjóðasáttmálum, sem Ísland hafi gerst aðili að, ef talið verði, að réttindaskerðing felist í tilgreindu lagaákvæði. Stefnandi vísar sérstaklega til 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 1. mgr. 2. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi í þessu sambandi. Samkvæmt framangreindu hafi stefnandi átt rétt til biðlauna við niðurlagningu stöðu hans, þó svo að honum hefði verið boðin staða hjá Áburðarverksmiðjunni hf., sem hann hafi þegið. Stefnandi byggir á því, að ekki fái staðist gagnvart stjórnarskránni og tilvitnuðum alþjóðasáttmálum, að hann, ásamt þröngum afmörkuðum hópi fastráðinna starfsmanna hjá Áburðarverk­smiðju ríkisins, sé tekinn úr hópi ríkisstarfsmanna, sem njóti verndar 14. gr. laga nr. 38/1954, og afnuminn sé biðlaunaréttur þeirra þá er hann varð virkur. Stefnandi hafnar þeirri skoðun stefnda, að það eigi að hafa áhrif á rétt hans til bið­launa, að hann sem framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins hafi tekið þátt í samningu laga nr. 89/1994. Þá sé haldlítil sú mótbára stefnda, að stefnandi eigi að missa lögbundinn biðlaunarétt sinn við það eitt að hann og aðrir fyrrverandi starfsmenn Áburðarverksmiðju ríkisins hafi átt þess kost, að fylgjast með lagasetningunni, án þess að gera nokkurn fyrirvara þar að lútandi. Þessar staðhæfingar stefnda séu rangar og þótt réttar reyndust, verði ekki séð, að það geti leitt til þess, að stefnandi missi lögbundin og áunnin réttindi. Lagasetningarvaldið sé hjá Alþingi og fráleitt sé, að meintar skoðanir stefnanda á rétti sínum til biðlauna eða afstaða einhverra þriðju aðila geti talist fela í sér afsal áunninna réttinda. Í þessu sambandi megi geta þess, að álit stéttarfélags stefnanda, Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, hafi legið fyrir Alþingi, þess efnis, að tíðrædd 6. gr. gæti ekki útrýmt biðlaunaréttindum starfsmanna verksmiðjunnar. Varakrafa stefnanda byggist á því, að ótvírætt sé, að staða sú, sem hann gegndi hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, hafi verið lögð niður og við það hafi stofnast réttur stefnanda og samsvarandi skylda stefnda til greiðslu biðlauna skv. 14. gr. laga nr. 38/1954. Svipting biðlaunaréttar stefnanda með sérlagaákvæði eins og 6. gr. laga nr. 89/1994 hafi verið sérstök aðgerð en ekki almenn. Hún fái ekki staðist gagnvart 72. gr. stjórnarskrárinnar (áður 67. gr.) nema fullar bætur komi fyrir. Biðlaunaréttinn telur stefnandi tvímælalaust njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar þannig að skylda til greiðslu hans hafi stofnast, er starf stefnanda var lagt niður, þ.e. með sömu lögum og biðlaunarétturinn var afnuminn. Stefnandi telur fullar bætur vera sömu fjárhæðar og biðlaun hefðu orðið og byggir varakröfu sína á sömu sjónarmiðum, og fram komi í rökstuðningi fyrir aðalkröfu, þ.e.a.s að um brot sé að ræða á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasáttmála sem Ísland eigi aðild að. Stefnandi byggir aðal- og varakröfu sína á launum sínum síðustu 12 mánuði fyrir niðurlagningu stöðu hans, sbr. framlagða launaseðla fyrir þetta tímabil. Til fastra launa í skilningi 14. gr. l. nr. 38/1954 teljist föst dagvinnulaun, föst yfirvinna og desember­uppbót. Biðlaunin gjaldfalli á sama hátt og ef hann hefði haldið starfi sínu óbreyttu. Því sé gerð krafa um hver mánaðarlaun frá þeim tíma er þau hefðu átt að koma til útborgunar og dráttarvaxta krafist af þeim frá sama tíma. Málsástæður og sjónarmið stefnda. Stefndi lýsir tilurð laga nr. 89 frá 24. maí 1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins með þeim hætti, að nauðsynlegt hafi þótt að skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar með hliðsjón af því, að einkaréttur hennar til sölu á tilbúnum áburði hafi átt að falla niður 1. janúar 1995, sbr. bókun 8 um ríkiseinkarétt í EES-samningi. Við flutning frumvarps til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins á árinu 1993 hafi veruleg óvissa ríkt um framtíð fyrirtækisins með óbreyttu rekstrarformi, eins og fram komi í greinargerð með frumvarpinu, svo og vegna væntanlegra reglna á vettvangi GATT, sem kynnu að leiða til samdráttar í framleiðslu búvöru hér á landi og þar með draga úr notkun tilbúins áburðar og því samsvarandi sam­dráttar í framleiðslu verksmiðjunnar. Með óbreyttu rekstrarformi hafi þótt sýnt, að ókleift myndi reynast að ná viðunandi rekstrarhagkvæmni miðað við áætlað framleiðslu­magn. Hlutafélagaformið hafi þótt best henta til að skapa verksmiðjunni nauðsynlegan sveigjanleika, aðlögunarhæfni og viðbragðsflýti í því skyni að tryggja framtíðarrekstur hennar. Þetta sé allt rakið í athugasemdum með frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins, svo og í framsöguræðum landbúnaðar­ráðherra um frumvarpið. Landbúnaðarráðherra hafi á árinu 1992 falið Ólafi Ísleifssyni, hagfræðingi og stefnanda þessa máls að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum um Áburðar­verksmiðju ríkisins í samræmi við ráðgerð markmið. Þeir hafi með bréfi til landbúnaðarráðherra dagsettu 4. september 1992 skilað drögum að lagafrumvarpi ásamt ítarlegri greinargerð. Í bréfinu sé tekið fram, að við samningu frumvarpsins hafi verið leitað til lögmanns Áburðarverksmiðju ríkisins um ráðgjöf um lagaleg efni. Greinargerð þeirra Ólafs og stefnanda, bæði við lagafrumvarpið og einstakar greinar þess, hafi einnig fylgt orðrétt sem athugasemdir með lagafrumvarpinu, þegar það hafi verið lagt fram á Alþingi. Það hafi síðan verið lögfest óbreytt með lögum nr. 89/1994 með þeirri einu breytingu, að bætt hafi verið við ákvæði um stjórn hlutafélagsins. Í athugasemdum frumvarpshöfunda um 6. gr. segi m.a., að þar sem ákvæðinu sé ætlað að tryggja fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju rétt til sömu starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir áður hafi gegnt, þyki ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 ekki eiga við. Stefnandi hafi verið starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1985 og verið ráðinn til hins nýja hlutafélags frá 1. júlí 1994 í sama starf og hann áður hafi gegnt og engar athugasemdir gert eða andmælt því, að starf það, sem hann tók við hafi verið sambærilegt því, sem hann hafi áður gegnt hjá ríkisfyrirtækinu. Það hafi fyrst gerst með bréfi lögmanns hans frá 27. febrúar 1997. Hin breytta starfs- og samkeppnisaðstaða verksmiðjunnar hafi verið skýrð á fundi 30 júní 1994 og jafnframt hafi þar komið fram, að tilgangur lagabreytingarinnar hafi verið sá, að tryggja áframhaldandi starfsöryggi starfsmanna verksmiðjunnar. Stefnandi hafi setið þennan fund, svo og allir framkvæmdastjórar og fyrirsvarsmenn einstakra rekstrarþátta ríkisfyrirtækisins, auk Sveins Snorrasonar, hrl. og Geirs Gunnarssonar, fyrrv. alþm., sem báðir hafi síðan tekið sæti í stjórn hlutafélagsins. Enginn viðstaddra hafi borið því við, að þau störf, sem stóðu þeim til boða hjá hlutafélaginu, væru ekki hin sömu eða sambærileg þeim, sem viðkomandi hafði gegnt hjá ríkisfyrirtækinu og enginn þeirra hafi gert fyrirvara í þá átt, þegar skriflegur ráðningarsamningur var við þá gerður. Enginn viðstaddra hafi kosið að hætta og þiggja biðlaun, að undanskildum verksmiðjustjóranum, sem áður hafði tekið ákvörðun um að láta af störfum, enda skammt til eftirlaunaaldurs hans. Í öllum ferli undirbúningsins að hlutafélagsstofnuninni, hafi enginn þeirra starfs­manna, sem nú geri kröfu um biðlaun, gert nokkrar athugasemdir eða fyrirvara af nokkru tagi. Þessum starfsmönnum hafi þó öllum verið ljóst, að gengið hafi verið út frá því við ráðningu þeirra hjá hlutafélaginu, að verið væri að mati viðsemjenda að bjóða þeim sambærilegt starf. Þeim hafi þá átt að vera í lófa lagið að hafa uppi andmæli eða tjá sig með öðrum hætti, ef þeir kysu fara fram á biðlaun. Stefndi byggir á því og kveðst leggja ríka áherslu á það, að 6. gr. laga nr. 89/1994 veiti starfsmönnum ekki hvoru tveggja, rétt til forgangs til starfs og rétt til bið­launa. Stefndi hafnar þeim sjónarmiðum stefnanda, að 6. gr. laga nr. 89/1994 brjóti í bága við almenna jafnræðisreglu, þar sem um sé að ræða skerðingu á lögbundnum réttindum, sem einungis hafi beinst að þröngum hópi manna eða fari í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti sé á því byggt, að 6. gr. laga nr. 89/1994 skerði ekki biðlaunarétt, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Tilgangur lagareglunnar hafi verið sá að veita starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins forgangsrétt til starfa hjá hlutafélaginu við stofnun þess. Starfsmenn hafi átt val um það, hvort þeir nýttu sér þann forgang og hafi því hlotið að hafa litið svo á, að starfið hjá félaginu væri sambærilegt fyrra starfi, eða hafna boðinu ella og fara á biðlaun. Þegar af þeirri ástæðu fái sú málsástæða stefnanda ekki staðist, að jafnræðisreglan hafi verið brotin á starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins. Staða stefnanda hefði orðið önnur og verri hefði hann valið þann kostinn að hafna starfi og fara á biðlaun. Framtíðarstarf hans hafi verið í húfi og hafi hann því valið betri kostinn og haldið áfram starfi sínu hjá hlutafélaginu á síst lakari kjörum, ef ekki betri en hann áður hafði. Stefnandi hafi kosið að greiða áfram í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en nú sé munurinn sá, að greitt sé til sjóðsins af föstum launum en af öðrum launum hans sé greitt til frjáls lífeyrissjóðs, hvort tveggja að ósk stefnanda. Áður hafi eingöngu verið greitt af föstum launum stefnanda. Þá hafi verið leitast við að gera launakjör stefnanda og önnur starfskjör hans sem líkust því, sem hann hafi áður notið. Fjárhæð fastra mánaðarlauna og fjöldi fastra yfirvinnutíma á mánuði hafi verið óbreytt frá því sem verið hafði. Sama gildi um greiðsludag launa. Stefnandi hafi notið sömu hlunninda, svo sem greiðslu fyrir afnot af eigin bifreið og óbreyttra orlofsréttinda. Veikindaréttur hans taki mið af veikindarétti opinberra starfsmanna hverju sinni. Auk þess njóti hann nú lengri uppsagnarfrests en gildi um ríkisstarfsmenn, þ.e. 12 mánaða uppsagnarfrests, en sjálfur geti hann sagt upp með 6 mánaða uppsagnarfresti. Andist stefnandi í starfi fær ekkja hans eða börn 3ja mánaða sérstaka eftirlaunagreiðslu, sem sé rýmri regla en gilt hafi samkvæmt starfsmannalögum nr. 38/1954. Loks sé í ráðingarsamningi stefnanda við hlutafélagið ákvæði um gerðardóm, sem ekki tíðkist hjá ríkisstarfsmönnum. Mótmælt sé þeirri fullyrðingu stefnanda, að íþyngjandi samkeppnishömluákvæði sé í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið, sem ekki sé í samræmi við fyrri starfskjör hans að þessu leyti. Samsvarandi ákvæði sé í 32. og 34. gr. laga nr. 38/1954. Skýra beri 32. gr. starfsmannalaganna á þann hátt, að stefnanda hefði verið óheimilt sem ríkisstarfsmanni að ráða sig til starfa hjá samkeppnisaðila við Áburðarverksmiðju ríkisins við starfslok þar. Því sé í reynd ekki um marktækan mun að ræða, en ákvæði ráðningarsamningsins setji þó tímamörk. Verði hins vegar talið, að umrætt ákvæði sé íþyngjandi fyrir stefnanda, beri að líta til þess, að á móti komi lenging uppsagnarfrests af hálfu vinnuveitanda og þar með biðlaunatími, svo og það starfsöryggi, sem starf hans hjá hlutafélaginu veitti honum umfram fyrra starfi hans hjá ríkisverksmiðjunni að óbreyttu rekstrarformi. Í þessu sambandi verði að líta til þess, að stefnandi hafi látið af störfum hjá Áburðarverksmiðjunni hf. að eigin ósk 31. október 1997, en hafi verið á launaskrá til 1. janúar þessa árs. Þá hafi verið gerður við hann starfslokasamningur dags. 8. janúar sl., sem miðast við 6 mánaða uppsagnarfrest án vinnuskyldu, sbr. framlagðan starfsloka­samning. Hafi stefnanda þannig verið greidd óskert 6 mánaða laun frá 1. janúar 1998 að telja. Þetta séu mun hagstæðari kjör, en hann hefði getað vænst sem ríkisstarfsmaður. Stefndi hafnar ennfremur sem rangri og ósannaðri þeirri staðhæfingu stefnanda, að hann hafi fengið lægri laun en tíðkast hefur um sambærileg störf meðan hann var ríkisstarfsmaður. Stefndi heldur því fram með hliðsjón af framanrituðu, að öll skilyrði, er felist í 6. gr. laga nr. 89/1994, hefi verið uppfyllt, þannig að biðlaunaréttur 14. gr. laga nr. 38/1954 geti ekki átt við gagnvart stefnanda. Varakröfu sína kveður stefndi setta fram, fallist dómurinn ekki á aðalkröfu hans. Stefndi styður varakröfuna þeim rökum að líta verði til þess, að atvinnuöryggi stefnanda hafi verið tryggt með 6. gr. laga nr. 89/1994 og honum hafi þannig verið að mestu bættir þeir fjárhagslegu hagsmunir, er felist í 14. gr. laga nr. 38/1954. Einnig verði í þessu tilliti að hafa hliðsjón af hinum langa uppsagnarfresti stefnanda hjá hlutafélaginu. Beita verði tilvitnaðri 14. gr. í þessu sambandi á sama hátt og væri um að ræða verr launað starf á vegum ríkisins á biðlaunatíma, eins og lagagreinin mæli fyrir um. Þegar allt sé virt, virðist raunar erfitt að rökstyðja, að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur málsaðila felst í því álitaefni, hvort biðlaunaréttur stefnanda hafi fallið niður við ráðningu hans til hlutafélagsins Áburðarverksmiðjunnar hf. hinn 1. júlí 1994 með vísan til ákvæðis 6. gr. laga nr. 89/1994. Óumdeilt er, að stefnandi naut í starfi sínu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttar­stöðu opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 38/1954. Þau lagaákvæði, sem hér reynir einkum á, er annars vegar áðurnefnd 6. gr. laga nr. 89/1994 og hins vegar 14. gr. nr. 38/1954. Tilvitnuð 6. gr. hljóðar svo: „Fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skal boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, á því ekki við um þá starfsmenn". Lagaákvæði þetta á sér hliðstæðu í ýmsum lögum, þar sem ríkisfyrirtækjum hefur verið breytt í hlutafélag, s.s. í 3. gr. laga nr. 45/1989 um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjunar Gutenberg, 4. gr. laga nr. 28/1993 um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðju ríkisins, 3. gr. laga nr. 75/1994 um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gr. starfsmannalaga nr. 38/1954, sem hér kemur til álita, er svohljóðandi: „Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins." Við breytingu á rekstrarformi Áburðarverksmiðju ríkisins í hlutafélag hinn 1. júlí 1994 á grundvelli laga nr. 89/1994 var staða stefnanda lögð niður í skilningi 14. gr. starfsmannalaganna. Við ráðningu til hlutafélagsins naut stefnandi því ekki lengur þeirra réttinda, sem starfsmannalögin veittu, né heldur bar hann skyldur samkvæmt þeim. Því verður að taka afstöðu til þess, hvort 6. gr. laga nr. 89/1994 sé þess valdandi, að biðlaunaréttur stefnanda falli niður, eins og stefndi byggir á. Eins og áður er lýst fól þáverandi landbúnaðarráðherra stefnanda og Ólafi Ísleifssyni að semja frumvarp til laga nr 89/1994. Í framburði sínum fyrir dóminum, lýsti stefnandi tilurð 6. gr. laganna með þeim hætti, að komið hafi fyrirmæli um það frá ráðuneytinu, að frumvarpsgreinin skyldi orðuð með þessum hætti. Hans hlutur í frumvarpsgerðinni hafi einkum snúið að tæknilegum atriðum og skuldum verk­smiðjunnar og ábyrgðum. Hann kvað þá Ólaf hafa farið á fund Gests Jónssonar lögmanns, og borið frumvarpið undir hann. Gestur hafi tjáð þeim, að hann hefði efasemdir um það, að 6. gr. frumvarpsins stæðist. Umrædd 6 gr. hafi verið samhljóða ákvæðum í öðrum lögum, sem vörðuðu ríkisfyrirtæki og áður hafði verið breytt í hlutafélög t.d. S.R. mjöl. Hann hafi alltaf verið þeirrar skoðunar, að hann og nokkrir aðrir starfsmenn Áburðarverksmiðju ríkisins ættu rétt á biðlaunum. Þáttur hans í samningu lagafrumvarpsins hafi þar engu breytt. Ólafur Ísleifsson greindi dóminum frá því, að stjórnvöld hefðu þegar markað stefnu um efni 6. gr. frumvarpsins og því sé í athugasemdum, sem frumvarpinu fylgdi, vísað til sambærilegs ákvæðis í lögum um ríkisverksmiðjuna Gutenberg. Stefnandi gat þess í framburði sínum, að á fundi með landbúnaðarnefnd Alþingis hafi komið fram af hálfu hans og Ólafs Ísleifssonar, að hæpið væri að mati nokkurra lögfræðinga, sem leitað hafi verið til, að 6. gr. frumvarpsins fengi staðist. Ólafur Ísleifsson staðfesti í meginatriðum þessa lýsingu stefnanda. Stefnandi lýsti fundi Sveins Snorrasonar, stjórnarformanns félagsins og fleiri stjórnarmönnum 30. júní 1994 með þeim hætti, að þar hafi verið farið fram á það við yfirmenn verksmiðjunnar að þeir gegndu áfram störfum. Á fundinum hafi Sveinn látið þess getið, að þeir starfsmenn sem teldu sig eiga biðlaunarétt, ættu að snúa sér til fyrri vinnuveitanda, þ.e. Áburðarverksmiðju ríkisins. Framburður þeirra Teits Gunnarssonar og Páls A. Höskuldssonar, sem einnig sækja mál á hendur stefnda til greiðslu biðlauna, var í efnislega samhljóða framburði stefnanda að þessu leyti. Sveinn Snorrason minntist þess ekki í skýrslu sinni fyrir dóminum, að þetta atriði hafi borið að með þessum hætti, heldur taldi hann sig hafa verið að svara fyrirspurn um það, hvaða úrræði þeir ættu, sem veldu þann kostinn að ráða sig ekki til hlutafélagsins. Þeir myndu verða að sækja rétt sinn til ríkisins. Fyrir liggur, að stjórn starfsmannafélags Áburðarverksmiðju ríkisins (S.F.Á.) sendi landbúnaðarnefnd Alþingis bréf, þegar frumvarp til laga nr. 89/1994 var þar til meðferðar. Í bréfinu segir m.a. svo varðandi 6. gr. frumvarpsins: „Stjórnin leggur áherslu á að tryggt sé að með ákvæði 6. greinar frumvarpsins sé ekki verið að brjóta á lögbundnum og áunnum réttindum starfsmanna. ............Stjórn S.F.Á. fær ekki annað séð en að önnur málsgrein 6. greinar frumvarpsins skerði áunnin réttindi ákveðins hóps starfsmanna og því beri að fella hana niður.“ Stefnandi greindi réttinum frá því, að biðlaunaréttur hans hafi ekki komið til umræðu, þegar hann gerði ráðningarsamning sinn við stjórn hlutafélagsins og því síður að því hafi verið hreyft, að lenging uppsagnarfrests í 12 mánuði hafi tengst á nokkurn hátt brottfalli biðlaunaréttar. Hann kvaðst engan fyrirvara hafa gert í sambandi við biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamningsins. Í framburði Sveins Snorrasonar kom fram, að hann taldi stefnanda hafa verið ljóst, að uppsagnarfrestur hans hafi verið lengdur til samræmis við áunninn biðlaunarétt hans, sem félli niður við ráðningu hans til hlutafélagsins, enda hafi engin önnur ástæða legið til þess að lengja uppsagnarfrestinn. Sé litið til launakjara stefnanda hjá hlutafélaginu með hliðsjón af ákvæði umræddrar 6. gr. laga nr. 89/1994 er óumdeilt, að hann naut sömu launa hjá hluta­félaginu og hann áður fékk sem starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins og flest önnur starfskjör hans voru sambærileg í hinni nýju stöðu og jafnvel betri í einstökum atriðum. Eitt er það kjaraatriði í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið, sem telja verður að feli í sér verulega skerðingu. Um er að ræða ákvæði í 9. gr. ráðningarsamningsins sem varðar samkeppnishömlur. Ákvæðið er svohljóðandi: „Eins lengi og forstöðumaður rannsóknastofu er í starfi hjá félaginu og allt að tveimur árum eftir að hann hefur hætt starfi hjá félaginu gilda eftirfarandi samkeppnishömlur. a) Forstöðumanni rannsóknastofu er óheimilt, án skriflegs samþykkis frá stjórn félagsins, að hafa beint eða óbeint fjárhagslega hagsmuni í nokkru félagi eða fyrirtæki sem að einhverju leyti er í samkeppni við fyrirtækið eins og það er rekið á þeim tíma. b) Einnig er forstöðumanni rannsóknastofu óheimilt að ráða sig hjá eða að vinna fyrir slíkt félag, sem stjórnarmaður, starfsmaður eða ráðgjafi.“ Stefndi byggir á því, að þetta samningsákvæði hafi í raun ekki falið í sér breytingu á kjörum stefnanda frá fyrra réttarsambandi með vísan til 32. og 34. gr. laga nr. 38/1954 Hann hafi verið bundinn þagnarskyldu samkvæmt 32. gr. laga nr. 38/1954 og sú skylda sé óbreytt, þótt starfsmaður láti af starfi, sbr. niðurlagsákvæði tilvitnaðrar lagagreinar. Ennfremur bendir stefndi á 34. gr. sömu laga, sem feli í sér samsvarandi takmörkun á athafnafrelsi ríkisstarfmanna í atvinnulegu tilliti og mælt sé fyrir um í 9. gr. ráðningarsamningsins. Ljóst þykir, að umrætt ákvæði sé mun víðtækara og feli í sér mun meiri skerðingu fyrir stefnanda, en sú lagaskylda, sem 32. gr. og 34. gr. starfsmannalaga mæla fyrir um, og setji atvinnumöguleikum hans hérlendis þröngar skorður, kjósi hann að hverfa til annarra starfa. Þá byggir stefndi á því, að stefnanda hafi verið bætt að fullu brottfall biðlauna­réttar með því að uppsagnarfrestur hans hafi verið hafi verið lengdur verulega langt umfram þann biðlaunarétt sem hann naut í fyrra starfi. Að mati dómsins er biðlaunaréttur annars eðlis en uppsagnarréttur og því sé ekki hægt að leggja þessi kjaraatriði að jöfnu. Komi þetta skýrast fram í því, að hluta­félag geti orðið gjaldþrota og þá sé lengdur uppsagnarfrestur harla lítils virði, sbr. 5. gr. laga nr. 53/1993. Íslenska ríkið og fyrirtæki eða stofnanir á þess vegum sé varanlegri og traustari vinnuveitandi og vandséð er að þar geti komið til gjaldþrota. Þegar allt það er virt sem að framan er rakið, þykir stefndi ekki hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti, að starf stefnanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. sé sambæri­legt fyrra starf hans og að stefnandi hafi notið jafngóðra starfskjara og annarra réttinda sem starfsmaður hlutafélagsins sem í fyrra starfi hans hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Þvert á móti virðast starfskjör hans hafa skerst í mörgu tilliti. Því verður 6. gr. laga nr. 89/1994 ekki beitt gagnvart stefnanda. Ekki verður talið, að stefnandi hafi svipt sig rétti til biðlauna með því að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaun sín, þegar hann réði sig til starfa hjá hlutafélaginu og undirritaði ráðningarsamning sinn, eins og stefndi heldur fram. Þá verður heldur ekki fallist á það sjónarmið stefnda, að stefnandi hafi fyrirgert biðlaunarétti með því að hafa átt þátt í því að semja frumvarp til laga nr. 89/1994. Eins og lýst er hér að framan, hafði nokkrum ríkisfyrirtækjum verið breytt í hlutafélög með lagaboði. Löggjafinn og stjórnvöld höfðu markað ákveðna stefnu í sambandi við bið­launaréttinn í slíkum tilvikum, eins og bæði stefnandi og Ólafur Ísleifsson greindu réttinum frá. Því verður ekki séð, að afstaða stefnanda hefði nokkru getað breytt þar um, enda er ákvörðunarvaldið í höndum Alþingis. Mál af þessu tagi hafa komið til kasta dómstóla og hefur Hæstiréttur fellt dóm um álitaefnið, sbr. Hæstaréttardóm 1996, bls. 3417 og einnig til hliðsjónar Hæstaréttardóm 1996 bls. 3169. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar var deilt um gildi 7. gr. laga nr. 20/1993 en þau varða breytingu Síldarverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Í niðurlagsorðum Hæstaréttar segir m.a. svo: „Dómstólar hafa túlkað 14. gr. laga nr. 38/1954 svo, að biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi sem stöðunni fylgdi, verði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr til dæmis H.1964.936 og H 1990.452. Þótt laun og viðfangsefni í hinni nýju stöðu séu þau sömu og í hinni eldri, verður nýja staðan ekki talin sambærileg hinn fyrri, ef hin sérstöku réttindi samkvæmt lögum nr. 38/1954 eru ekki fyrir hendi í nýju stöðunni.“ Þau sérstöku réttindi, sem vísað er til í dómi Hæstaréttar eru m.a. biðlaunaréttindi þau, sem deilt er um í máli þessu og 14. gr. laga nr. 38/1954 fjallar um. Stefnandi hefur ekki fallið frá þessum rétti með beinum eða óbeinum hætti né heldur verður talið, að hann hafi fyrirgert rétti sínum að þessu leyti með því að eiga þátt í samningu frumvarps að lögum nr. 89/1994 eða að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamnings síns. Ekki verður önnur ályktun dregin af dómafordæmum Hæstaréttar, en að sú stefna hafi þar verið mörkuð, að fastir starfsmenn ríkisins verði ekki sviptir áunnum réttindum sínum með sérlögum, sem beinast að þröngum hópi ríkisstarfsmanna. Verður ekki annað séð, en að jafnréttissjónarmið hafi þar verið ráðandi og einnig sé á því byggt, að viðkomandi starfsmenn hafi öðlast stjórnarskrárvarinn rétt samkvæmt 72. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33/1944 með síðari breytingum, til þeirra starfskjara, sem þeir nutu sem ríkisstarfsmenn. Í lögum þeim, sem Alþingi hefur sett á undanförnum árum og fjalla um breytingu ríkisstofnunar í hlutafélag, hefur komið skýrt fram sá vilji löggjafans, að starfsmenn skuli sviptir rétti til biðlauna, ráði þeir sig til sambærilegra starfa hjá viðkomandi hlutafélagi. Þessum viðhorfum hefur Hæstiréttur hafnað, samanber niðurlagsorð réttarins í dómi 1996, bls. 3417, sem áður er vísað til. Niðurstaða dómsins er því sú, að fallist er á kröfur stefnanda á hendur stefnda, enda hefur stefndi ekki mótmælt kröfu stefnanda tölulega. Ákvörðun dómsins um dráttarvaxtakröfu stefnanda er eftirfarandi. Stefnandi tók við starfi hjá Áburðarverksmiðjunni hf. hinn 1. júlí 1994, án þess að gera fyrirvara um rétt sinn til biðlauna eða gera stefnda á annan hátt viðvart um það, að hann hygðist halda þeim biðlaunarétti sínum til laga. Stefndi hafði því réttmæta ástæðu til að ætla með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994, að stefnandi hefði fallið frá rétti sínum til biðlauna. Með bréfi til fjármálaráðuneytisins, dags. 27. febrúar 1997, krefur Gunnar Jónsson hrl. stefnda um biðlaun fyrir hönd stefnanda og fleiri starfsmanna Áburðar­verksmiðju ríkisins, sem eins var háttað um. Með hliðsjón af þessu aðgerðarleysi stefnanda og með vísan til 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, þykir rétt, að dráttarvextir reiknist af tildæmdri fjárhæð frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 350.000, þar með talinn virðisaukaskattur. Skúli J. Pálmason kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, ríkissjóður Íslands, greiði stefnanda, Hákoni Björnssyni, kr. 2.216.500, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 350.000 í málskostnað.
Mál nr. 255/1998
Biðlaun Sératkvæði
T starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda og bar skyldur samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með lögum nr. 89/1994 var ríkisfyrirtækið lagt niður og rekstur þess falinn hlutafélagi. Í lögunum var ákvæði þess efnis að starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hlutafélaginu og þeir gegndu áður hjá ríkisfyrirtækinu. T tók við starfi hjá hlutafélaginu en stefndi ríkinu til greiðslu biðlauna á þeim grundvelli, að staða hans hjá ríkinu hefði verið lögð niður. Talið var, að skýr dómafordæmi leiddu til þeirrar niðurstöðu að nýja staðan yrði ekki talin sambærileg hinni fyrri, þar sem T hefði ekki notið hinna sérstöku réttinda starfsmanna ríkisins í hinu nýja starfi sínu, svo sem biðlaunaréttar. Ekki var fallist á að lengdur uppsagnarfrestur hjá hlutafélaginu gæti komið í stað biðlaunaréttarins. Þar sem ósannað var, að T hefði með samningum við hlutafélagið fallið frá biðlaunarétti sínum á hendur ríkinu var ríkið dæmt til að greiða T fjárhæð biðlauna í sex mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. júní 1998. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar stefnukröfunnar. Málinu var gagnáfrýjað 19. nóvember 1998. Af hálfu gagnáfrýjanda er þess aðallega krafist, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum biðlaun að fjárhæð 1.605.149 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, eins og greinir í héraðsdómi, frá 15. júlí 1994 til greiðsludags. Til vara er krafist skaðabóta sömu fjárhæðar og með sömu dráttarvöxtum. Í báðum tilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður á árinu 1994, þegar stofnað var hlutafélag um rekstur fyrirtækisins, sbr. lög nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Tók gagnáfrýjandi boði um starf hjá hlutafélaginu, Áburðarverksmiðjunni hf., frá og með 1. júlí 1994. Hæstiréttur hefur um það dæmt allt frá árinu 1964, að 14. gr. þágildandi laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins yrði túlkuð svo, að biðlaunaréttur væri fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, sem stöðunni fylgdi, yrði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr. H.1964.936. Í dómum réttarins 24. október og 7. nóvember 1996, sbr. H.1996.3169 og 3417, og fimm samhljóða dómum 5. nóvember 1998 kemur og fram, að ný staða verði ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef henni fylgja ekki hin sérstöku réttindi, sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Óumdeilt er, að gagnáfrýjandi naut í stöðu sinni hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttinda ríkisstarfsmanns samkvæmt ofangreindum lögum, þar á meðal biðlaunaréttar. Sá réttur fylgdi ekki starfi því, er hann tók við hjá Áburðarverksmiðjunni hf. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda var hins vegar lengdur úr þremur mánuðum í sex mánuði, þegar gagnáfrýjandi hóf störf hjá hlutafélaginu. Ósannað er, að með samningi gagnáfrýjanda við félagið um uppsagnarfrest hafi hann gagnvart aðaláfrýjanda afsalað sér biðlaunarétti samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Verður heldur ekki á það fallist, að hinn lengdi uppsagnarfrestur geti komið í stað biðlaunaréttarins, enda er í eðli sínu ólíku saman að jafna, þegar litið er til stöðu ríkisins annars vegar og hlutafélags hins vegar. Starf gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. telst því ekki sambærilegt hinni niðurlögðu stöðu og skiptir frekari samanburður á kjörum gagnáfrýjanda hjá þessum tveimur vinnuveitendum hér ekki máli. Samkvæmt framansögðu verður krafa gagnáfrýjanda um sex mánaða biðlaun tekin til greina, en í málinu er ekki tölulegur ágreiningur. Gagnáfrýjandi krefst dráttarvaxta frá gjalddögum launanna samkvæmt 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga og skýrir drátt á kröfugerð á hendur aðaláfrýjanda með því, að beðið hafi verið dóms í sambærilegu máli starfsmanns Síldarverksmiðja ríkisins gegn íslenska ríkinu, en hann var kveðinn upp 7. nóvember 1996. Með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994 og þeim ágreiningi, sem uppi var um túlkun samsvarandi ákvæðis í 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, verður þó að telja, að gagnáfrýjanda hafi borið að kynna aðaláfrýjanda fyrirhugaða kröfugerð sína í beinu framhaldi þess, að fyrri staða hans var lögð niður og hann tók við nýju starfi hjá hlutafélaginu. Verða dráttarvextir því reiknaðir frá 27. mars 1997, er mánuður var liðinn frá kröfubréfi gagnáfrýjanda til fjármálaráðuneytisins 27. febrúar 1997. Niðurstaða héraðsdóms verður þá staðfest. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjanda, Teiti Gunnarssyni, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar og Hrafns Bragasonar í hæstaréttarmálinu nr. 255/1998: Íslenska ríkið gegn Teiti Gunnarssyni og gagnsök Í héraðsdómi kemur fram, að staða gagnáfrýjanda hjá Áburðarverksmiðju ríkisins var lögð niður með lögum nr. 89/1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins. Öll hlutabréfin áttu við stofnun félagsins að vera áfram í eigu ríkisins. Í 6. gr. laganna var mælt fyrir um að starfsmönnum fyrirtækisins skyldi boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður. Síðan sagði í ákvæðinu: „Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á því ekki við um þá starfsmenn“. Gagnáfrýjandi starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og naut réttinda samkvæmt lögum nr. 38/1954. Honum var boðið starf hjá hlutafélaginu og tók því. Í máli því sem hér er til meðferðar telur hann að með því að staða hans var lögð niður hafi stofnast til handa honum réttur til biðlauna samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Ágreiningslaust er að gagnáfrýjandi átti rétt til þessara biðlauna frá aðaláfrýjanda ef hann hefði ekki þegið hið nýja starf. Ágreiningurinn í málinu lýtur hins vegar að því hvort hann eigi rétt á biðlaunum þótt hann hafi tekið við nýja starfinu. Gagnáfrýjandi gerir kröfu til fastra launa í 6 mánuði, en til þeirra telur hann dagvinnulaun, laun fyrir fasta yfirvinnu svo og svokallaða desemberuppbót. Bendir hann á að Hæstiréttur hafi í svipuðum tilvikum viðurkennt að biðlaunaréttur væri fyrir hendi, ef hin nýja staða væri ekki sambærileg, það er að henni fylgdu ekki hin sérstöku réttindi sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Byggir gagnáfrýjandi á því að ráðningarkjör hans hjá hlutafélaginu hafi ekki orðið sambærileg. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti benti hann sérstaklega á ákvæði ráðningarsamnings síns hjá hlutafélaginu um samkeppnishömlur og um lífeyrissjóði svo og að samkvæmt honum nyti hann ekki biðlauna. Af hálfu aðaláfrýjanda er þessu mótmælt og því haldið fram að ráðningarkjör hans hafi í alla staði verið sambærileg, að minnsta kosti ekki lakari. Hefur aðaláfrýjandi lagt fram útreikning á lífeyrisréttindum gagnáfrýjanda. Kemur þar fram að réttindin séu sambærileg eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag við það sem áður var. Gagnáfrýjandi hélt áfram að vera í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og voru iðgjöld áfram greidd af dagvinnulaunum hans til sjóðsins. Auk þess skyldi eftir breytinguna greiða iðgjöld af öðrum launum til frjáls lífeyrissjóðs. Að því er varðar ákvæði ráðningarsamningsins um samkeppnishömlur og um lífeyrissjóð er þar að mestu leyti mælt fyrir um sömu atriði og gilda um öll fyrirtæki samkvæmt 2. mgr. 27. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 eða giltu um ríkisfyrirtæki almennt, sbr. 2. og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 38/1954. Gagnáfrýjandi hafði fyrir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag 3 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest. Eftir breytinguna var uppsagnarfrestur hans sá sami og fyrr, en fyrirtækið varð hins vegar að segja honum upp með 6 mánaða uppsagnarfresti. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 átti hann fyrir breytinguna rétt á launum í 6 mánuði yrði staða hans lögð niður. Samkvæmt greinargerð er fylgdi frumvarpi með þeim lögum voru launin við það miðuð að maður ætti rétt á biðlaunum sem svöruðu til ríflegs uppsagnarfrests. Er ekki annað fram komið en hann njóti uppsagnarfrests sem jafna má til biðlauna. Af því er að framan hefur verið rakið verður ekki annað ráðið en að ráðningarkjör gagnáfrýjanda eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag metin í heild, hafi verið svo sambærileg við það er hann áður hafði, að hann eigi ekki, sbr. 6. gr. laga nr. 89/1994, rétt á biðlaunum. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 1998. Ár 1998, föstudaginn 29. maí er Héraðsdómur Reykjavíkur settur í Dómhúsinu við Lækjartorg og haldinn af Skúla J. Pálmasyni héraðsdómara. Fyrir er tekið héraðsdómsmálið nr. E-5894/1997: Teitur Gunnarsson gegn ríkissjóði Íslands, og kveðinn upp svohljóðandi dómur: Mál þetta er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu af ríkislögmanni 15. desember 1997, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 16. sama mánaðar. Það var dómtekið að afloknum munnlegum málflutningi, sem fram fór 12. maí sl. Stefnandi málsins er Teitur Gunnarsson, kt. 300354-4679, Dalhúsum 81, Reykjavík, en stefndi er ríkissjóður Íslands, kt. 550169-2829, Arnarhváli, Reykjavík. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum biðlaun að fjárhæð kr. 1.605.149 með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 246.946 frá 15. júlí 1994 til 15. ágúst s.á., en af kr. 493.892 frá þeim degi til 15. september s.á., en af kr. 740.838 frá þeim degi til 15. október s.á., en af kr. 987.784 frá þeim degi til 15. nóvember s.á., en af kr. 1.234.730 frá þeim degi til 15. desember s.á., en af stefnufjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er krafist skaðabóta sömu fjárhæðar og með sömu dráttarvöxtum og greinir í aðalkröfu. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, samkvæmt framlögðum máls­kostnaðarreikningi. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara, krefst stefndi verulegrar lækkunar á stefnukröfunni og að málskostnaður verði felldur niður í því tilviki. Málavextir, málsástæður og lagarök. Málavextir, málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að hann hafi verið ráðinn til starfa hjá Áburðarverksmiðju ríkisins ótímabundið 1. september 1981 og starfað þar óslitið í fullu starfi, þar til Áburðarverksmiðjan hf. tók við rekstri verksmiðjunnar þann 1. júlí 1994. Hafi hann starfað við framleiðslueftirlit, fyrst sem undirmaður framleiðslustjóra en sem framleiðslustjóri frá og með 1. janúar 1988. Ekki hafi verið gerður við hann formlegur ráðningarsamningur, er hann hóf störf, en samið við hann sérstaklega með skriflegum hætti um laun og um starfslýsingu og hafi hann átt aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Stefnandi hafi verið einn þeirra fastráðnu starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins, sem boðið var starf í samræmi við 6 gr. laga nr. 89/1994. Hafi hann því verið ríkisstarfsmaður í skilningi þágildandi laga nr. 38/1954, meðan hann starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Með lögum nr. 89/1994 hafi ríkisstjórninni verið falið að beita sér fyrir stofnun hlutafélagsins Áburðarverksmiðjunnar hf., sem taka átti við rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins. Á grundvelli laganna hafi hlutafélag verið stofnað, sem tekið hafi við rekstri Áburðar­verksmiðju ríkisins 1. júlí 1994. Stefnanda hafi verið boðið starf í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 89/1994, sem hann hafi þegið. Honum hafi þó ekki verið greidd biðlaun samkvæmt lögum nr. 38/1954, sem hann telur sig eiga tilkall til. Verði litið svo á að réttindamissir biðlauna felist í 6. gr. laga nr. 89/1994. telur stefnandi sig eiga rétt á bótum vegna sviptingar áunninna réttinda, sem ákvæðið hefði í för með sér. Stefnandi hafi ritað stefnda kröfubréf, dags. 27. febrúar 1997 og krafðist biðlauna samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Hafi þar sérstaklega verið vísað til dóms Hæstaréttar, sem kveðinn var upp þann 7. nóvember 1996 í máli nr. 90/1996, íslenska ríkisins gegn Guðnýju Árnadóttur, í algerlega hliðstæðu máli. Stefndi hafi ekki viljað fallast á ofangreinda afstöðu stefnanda, eins og fram kemur í svarbréfi hans. Þar sé einkum vísað til þess, að tilgangur hins tilvitnaða lagaákvæðis hafi verið að koma í veg fyrir, að starfsmenn, sem tækju boði um sama eða sambærilegt starf hjá hlutafélaginu með eigi lakari kjörum, en þeir höfðu áður haft, ættu jafnframt rétt til biðlauna skv. 14. gr. laga nr. 38/1954. Því til stuðnings sé bent á, að framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins hafi átt þátt í samningu frumvarps um stofnun Áburðarverksmiðjunnar hf. Þá hafi stefnandi ásamt öðrum starfsmönnum haft tækifæri til að fylgjast með lagasetningunni, aðdraganda að stofnun hlutafélagsins og breyttu rekstrarumhverfi og að framkvæmdastjóra þess hafi verið falið að gera ráðningarsamninga m.a. við stefnanda með sambærilegum kjörum og hann hafði haft. Neitun stefnda á greiðslu biðlaunanna sé ástæða málsóknar þessarar. Stefnandi byggir málsókn sína á því, að hann hafi verið ríkisstarfsmaður á þeim tíma, sem hann starfaði hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Lög nr. 38/1954 hafi gilt um starfskjör hans og réttindi, er Áburðarverksmiðjan hf. yfirtók rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins. Aðalkrafa stefnanda sé reist á 14. gr. laganna, sem tryggi honum rétt til biðlauna í sex mánuði frá því að starf hans var lagt niður. Enginn vafi leiki á því, að starf stefnanda sem ríkisstarfsmanns hafi verið lagt niður, þegar Áburðarverksmiðjan hf. yfirtók rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins, sbr. áður til­vitnaðrar 6. gr. laga nr. 89/1994 og umfjöllunar í greinargerð þar um. Þá vísist til fjölda dómafordæma Hæstaréttar í hliðstæðum málum. Réttur hans til biðlauna hans hafi orðið virkur við niðurlagningu stöðunnar, enda hafi honum ekki verið boðin sambærileg staða með samsvarandi réttindum og hann hafði notið samkvæmt lögum nr. 38/1954, þar á meðal biðlaunaréttindum. Fjölda dómafordæma megi tilgreina þessu til stuðnings, nú síðast dóm Hæstaréttar frá 7. nóvember 1996 í máli íslenska ríkisins gegn Guðnýju Árnadóttur. Ákvæði 6. gr. laga nr. 89/1994 breyti þar engu um. Stefnandi telur mega ráða af texta 6. gr. laga nr. 89/1994 og greinargerð með frumvarpi að lögunum, að forsenda ákvæðisins hafi verið, sú að stefnanda og öðrum fastráðnum starfsmönnum yrðu tryggð sambærileg störf hjá Áburðarverksmiðjunni hf. og þeir höfðu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Fyrir því sé hins vegar ómöguleiki, þar sem starf hjá hlutafélagi geti aldrei orðið sambærilegt starfi hjá ríkisfyrirtæki með þeirri vernd sem lög nr. 38/1954 veiti. Hlutafélag geti ekki veitt stefnanda þá vernd, sem hann njóti sem ríkisstarfsmaður, en þeir njóti t.d. réttar til aðildar að Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, sérstakra réttinda í veikinda- og slysatilvikum, sérstakra réttinda í fæðingarorlofi, meira starfsöryggis en almennt gerist vegna varanleika ríkisins og skráðra sem óskráðra reglna um uppsögn ríkisstarfsmanna, og það sem einna mikilvægast sé, njóti þeir réttar til biðlauna, sé staða þeirra lögð niður. Stefnandi telur að 6. gr. laga nr. 89/1994 sé byggð á röngum forsendum og geti ekki svipt hann þeim rétti, sem 14. gr. laga nr. 38/1954 veiti honum. Þá byggir stefnandi á því, að ráðningarkjör hans hjá hlutafélaginu séu ekki sam­bærileg við þau sem hann áður hafði, sbr. framlagaðan ráðningarsamnings hans. Þar sé ekkert biðlaunaákvæði að finna, auk þess sem þar sé verulega íþyngjandi samkeppnishömluákvæði, sem hafi ekki verið hluti af fyrri kjörum hans. Enda þótt hann eigi áframhaldandi rétt til að greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, munu réttindi hans verða „fryst“, þ.e. hann muni ekki öðlast þau réttindi í framtíðinni, sem hann annars mundi hafa áunnið sér með auknum starfsaldri, auk þess sem hann eigi þess ekki kost að velja sér deild í sjóðnum, eins og ríkisstarfsmenn almennt hafi getað. Stefnandi bendir jafnframt á, að verði hann sviptur biðlaunarétti á grundvelli áðurnefndrar 6. gr. opni það leið til þess að fara í kringum biðlaunaréttinn, með því að stofna hlutafélag um starfsemi sem leggja eigi niður, áður en til niðurlagningarinnar kemur. Margrómað starfsöryggi ríkisstarfsmanna færi þá fyrir lítið, en fyrir það hafi ríkisstarfsmenn, að mati stefnanda, í gegnum tíðina greitt fyrir með lægri launum en almennt tíðkist um sambærileg störf á hinum almenna vinnumarkaði. Stefnandi telur, að ákvæði 2. ml. 6. gr. laga nr. 89/1994 brjóti í bága við þá jafnræðisreglu, sem víða sé byggt á í Stjórnarskrá Íslands, og nú hafi verið lögfest í 65. gr. hennar, sbr. l. nr. 97/1995, og alþjóðasáttmálum sem Ísland hefur gerst aðili að, ef talið verði, að réttindaskerðing felist í tilgreindu lagaákvæði. Stefnandi vísar sérstaklega til 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 1. mgr. 2. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi í þessu sambandi. Samkvæmt framangreindu hafi stefnandi átt rétt til biðlauna við niðurlagningu stöðu hans, þó svo að honum hefði verið boðin staða hjá Áburðarverksmiðjunni hf., sem hann hafi þegið. Stefnandi byggir á því, að ekki fái staðist gagnvart stjórnarskránni og tilvitnuðum alþjóðasáttmálum, að þröngur afmarkaður hópur fastráðinna starfsmanna hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, þar á meðal stefnandi, sé tekinn úr hópi ríkisstarfsmanna, sem njóti verndar 14. gr. l. nr. 38/1954, og afnuminn sé biðlaunaréttur þeirra þá er hann varð virkur. Stefnandi hafnar þeirri skoðun stefnda, að það eigi að hafa áhrif á rétt hans til biðlauna, að framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins og síðar Áburðarverk­smiðjunnar hf. hafi tekið þátt í samningu laga nr. 89/1994. Þá sé haldlítil sú mótbára stefnda, að stefnandi eigi að missa lögbundinn biðlaunarétt sinn við það eitt að hann og aðrir fyrrverandi starfsmenn Áburðarverksmiðju ríkisins hafi átt þess kost, að fylgjast með lagasetningunni, án þess að gera nokkurn fyrirvara þar að lútandi. Þessar staðhæfingar stefnda séu rangar og þótt réttar reyndust, verði ekki séð, að það geti leitt til þess, að stefnandi missi lögbundin og áunnin réttindi. Lagasetningarvaldið sé hjá Alþingi og fráleitt sé, að meintar skoðanir stefnanda á rétti sínum til biðlauna eða afstaða einhverra þriðju aðila geti talist fela í sér afsal áunninna réttinda. Í þessu sambandi megi geta þess, að álit stéttarfélags stefnanda, Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, hafi legið fyrir Alþingi, þess efnis, að tíðrædd 6. gr. gæti ekki útrýmt biðlaunaréttindum starfsmanna verksmiðjunnar. Varakrafa stefnanda byggist á því, að ótvírætt sé, að staða sú, sem hann gegndi hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, hafi verið lögð niður og að þar með hafi stofnast réttur stefnanda og samsvarandi skylda stefnda til greiðslu biðlauna skv. 14. gr. l. nr. 38/1954. Svipting biðlaunaréttar stefnanda með sérlagaákvæði eins og 6. gr. l. nr. 89/1994 var sérstök aðgerð en ekki almenn. Hún fái ekki staðist gagnvart 72. gr. stjórnarskrárinnar (áður 67. gr.) nema fullar bætur komi fyrir. Biðlaunaréttinn telur stefnandi tvímælalaust njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar að skylda til greiðslu hans hafi stofnast, er starf hans var lagt niður, þ.e. með sömu lögum og biðlaunarétturinn var afnuminn. Stefnandi telur fullar bætur vera sömu fjárhæðar og biðlaun hefðu orðið og byggir varakröfu sína sömu sjónarmiðum, sem fram komi í rökstuðningi fyrir aðalkröfu, þ.e.a.s að um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasáttmála sem Ísland eigi aðild að sé að ræða. Stefnandi byggir aðal- og varakröfu sína á launum sínum síðustu 12 mánuði fyrir niðurlagningu stöðu hans, sbr. framlagða launaseðla fyrir þetta tímabil. Til fastra launa í skilningi 14. gr. l. nr. 38/1954 teljist föst dagvinnulaun, föst yfirvinna og desemberuppbót. Biðlaunin gjaldfalli á sama hátt og ef hann hefði haldið starfi sínu óbreyttu. Því sé gerð krafa um hver mánaðarlaun frá þeim tíma er þau hefðu átt að koma til útborgunar og dráttarvaxta krafist af þeim frá sama tíma. Málsástæður og lagrök stefnda. Stefndi lýsir tilurð laganna nr. 89 frá 24. maí 1994 um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins með þeim hætti, að nauðsynlegt hafi þótt að skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar með hliðsjón af því, að einkaréttur hennar til sölu á tilbúnum áburði hafi átt að falla niður 1. janúar 1995, sbr. bókun 8 um ríkiseinkarétt í EES-samningi. Við flutning frumvarps til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins á árinu 1993 hafi veruleg óvissa ríkt um framtíð fyrirtækisins með óbreyttu rekstrarformi, eins og fram komi í greinargerð með frumvarpinu, svo og vegna væntanlegra reglna á vettvangi GATT, sem kynnu að leiða til samdráttar í framleiðslu búvöru hér á landi og þar með draga úr notkun tilbúins áburðar og því samsvarandi sam­dráttar í framleiðslu verksmiðjunnar. Með óbreyttu rekstrarformi hafi þótt sýnt, að ókleift myndi reynast að ná viðunandi rekstrarhagkvæmni miðað við áætlað framleiðslu­magn. Hlutafélagaformið hafi þótt best henta til að skapa verksmiðjunni nauðsynlegan sveigjanleika, aðlögunarhæfni og viðbragðsflýti í því skyni að tryggja framtíðarrekstur hennar. Þetta sé allt rakið í athugasemdum með frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins, svo og í framsöguræðum landbúnaðarráðherra um frumvarpið. Landbúnaðarráðherra hafi á árinu 1992 falið Ólafi Ísleifssyni, hagfræðingi og Hákoni Björnssyni, þáverandi forstjóra Áburðarverksmiðju ríkisins, að undirbúa nauð­synlegar breytingar á lögum um Áburðarverksmiðju ríkisins í samræmi við ráðgerð markmið. Þeir hafi með bréfi til landbúnaðarráðherra, dagsettu 4. september 1992 skilað drögum að lagafrumvarpi ásamt ítarlegri greinargerð. Í bréfinu sé tekið fram, að við samningu frumvarpsins hafi verið leitað til lögmanns Áburðarverksmiðju ríkisins um ráðgjöf um lagaleg efni. Greinargerð þeirra Ólafs og Hákons, bæði við lagafrumvarpið og einstakar greinar þess, hafi einnig fylgt orðrétt sem athugasemdir með lagafrumvarpinu, þegar það var lagt fram á Alþingi. Það hafi síðan verið lögfest óbreytt með lögum nr. 89/1994 með þeirri einu breytingu, að bætt var við ákvæði um stjórn hlutafélagsins. Í athugasemdum frumvarpshöfunda um 6. gr. segi m.a., að þar sem ákvæðinu sé ætlað að tryggja fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju rétt til sömu starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir áður hafi gegnt, þyki ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 ekki eiga við. Stefnandi hafi verið starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1981 og hafi hann verið ráðinn til hins nýja hlutafélags frá 1. júlí 1994 í sama starf og hann áður hafi gegnt og engar athugasemdir gert. Það hafi ekki gerst fyrr en með bréfi lögmanns hans frá 27. febrúar 1997. Þá hafi komið fram sú skoðun, að starf það, sem stefnandi gegni nú, sé ekki sambærilegt fyrra starfi hans hjá ríkisfyrirtækinu. Hin breytta starfs- og samkeppnisaðstaða verksmiðjunnar hafi verið skýrð á fundi 30 júní 1994 og jafnframt hafi þar komið fram, að tilgangur lagabreytingarinnar hafi verið sá, að tryggja áframhaldandi starfsöryggi starfsmanna verksmiðjunnar. Þennan fund hafi Hákon Björnsson, forstjóri verksmiðjunnar, sótt, allir framkvæmda­stjórar og fyrirsvarsmenn einstakra rekstrarþátta, þar á meðal stefnandi, auk Sveins Snorrasonar, hrl. og Geirs Gunnarssonar, fyrrv. alþm., sem báðir hafi síðan tekið sæti í stjórn hlutafélagsins. Enginn viðstaddra hafi borið því við, að þau störf, sem stóðu þeim til boða hjá hlutafélaginu, væru ekki hin sömu eða sambærileg þeim, sem viðkomandi hafði gegnt hjá ríkisfyrirtækinu og enginn þeirra gerði fyrirvara um það, þegar skriflegur ráðningarsamningur var gerður. Enginn viðstaddra hafi kosið að hætta og þiggja biðlaun, að undanskildum verksmiðjustjóranum, sem áður hafði tekið ákvörðun um að láta af störfum, enda skammt til eftirlaunaaldurs hans. Í öllum ferli undirbúningsins að hlutafélagsstofnuninni, hafi enginn þeirra starfs­manna, sem nú geri kröfu um biðlaun, gert nokkrar athugasemdir eða fyrirvara af nokkru tagi. Þessum starfsmönnum hafi þó öllum verið ljóst, að gengið hafi verið út frá því við ráðningu þeirra hjá hlutafélaginu, að verið væri að mati viðsemjenda að bjóða þeim sambærilegt starf. Þeim hafi þá átt að vera í lófa lagið að hafa uppi andmæli eða tjá sig með öðrum hætti, ef þeir kysu fara fram á biðlaun. Stefndi byggir á því og kveðst leggja ríka áherslu á það, að 6. gr. laga nr. 89/1994 veiti starfsmönnum ekki hvoru tveggja rétt til forgangs til starfs og rétt til biðlauna. Stefndi hafnar þeim sjónarmiðum stefnanda, að 6. gr. laga nr. 89/1994 brjóti í bága við almenna jafnræðisreglu, þar sem um sé að ræða skerðingu á lögbundnum réttindum, sem einungis hafi beinst að þröngum hópi manna. Þvert á móti sé á því byggt, að 6. gr. laga nr. 89/1994 skerði ekki biðlaunarétt, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954. Tilgangur lagareglunnar hafi verið sá að veita starfsmönnum Áburðar­verksmiðju ríkisins forgangsrétt til starfa hjá hlutafélaginu við stofnun þess. Starfsmenn hafi átt val um það, hvort þeir nýttu sér þann forgang og hafi því hlotið að hafa litið svo á, að starfið hjá félaginu væri sambærilegt því starfi, sem þeir áður gegndu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, eða ella hafna boðinu um starfann og fara á biðlaun. Þegar af þeirri ástæðu fái sú málsástæða stefnanda ekki staðist, að jafnræðisreglan hafi verið brotin á starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins. Staða stefnanda hefði orðið önnur og verri hefði hann valið þann kostinn að hafna starfi og fara á biðlaun. Framtíðarstarf hans hafi verið í húfi og hafi hann því valið betri kostinn og haldið áfram starfi sínu hjá hlutafélaginu á síst lakari kjörum, ef ekki betri en hann áður hafði. Stefnandi hafi kosið að greiða áfram í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en nú sé munurinn sá, að sé greitt til sjóðsins af föstum launum en af öðrum launum hans sé greitt til frjáls lífeyrissjóðs, hvort tveggja að ósk stefnanda. Áður hafi eingöngu verið greitt af föstum launum stefnanda. Þá hafi verið leitast við að gera launakjör stefnanda og önnur starfskjör hans sem líkust því, sem hann hafi áður notið. Fjárhæð fastra mánaðarlauna og fjöldi fastra yfirvinnutíma á mánuði hafi verið óbreytt frá því sem verið hafði. Sama gildi um greiðsludag launa. Stefnandi hafi notið sömu hlunninda, svo sem greiðslu fyrir afnot af eigin bifreið og óbreyttra orlofsréttinda. Veikindaréttur hans taki mið af veikindarétti opinberra starfsmanna hverju sinni. Auk þess njóti hann nú lengri uppsagnarfrests en gildir um ríkisstarfsmenn, þ.e. 6 mánaða fyrirvara, en sjálfur geti hann sagt upp með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Andist stefnandi í starfi fær ekkja hans eða börn 3ja mánaða sérstaka eftirlaunagreiðslu, sem sé rýmri regla en gilt hafi samkvæmt starfsmannalögum nr. 38/1954. Loks sé í ráðingarsamningi stefnanda við hlutafélagið ákvæði um gerðardóm, sem ekki tíðkist hjá ríkisstarfsmönnum. Mótmælt sé þeirri fullyrðingu stefnanda, að íþyngjandi samkeppnishömluákvæði sé í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið, sem ekki sé í samræmi við fyrri starfskjör hans að þessu leyti. Samsvarandi ákvæði sé í 32. og 34. gr. laga nr. 38/1954. Skýra beri 32.gr. starfsmannalaganna á þann hátt, að stefnanda hefði verið óheimilt sem ríkisstarfsmanni að ráða sig til starfa hjá samkeppnisaðila við Áburðarverksmiðju ríkisins við starfslok þar. Því sé í reynd ekki um marktækan mun að ræða, en ákvæði ráðningarsamningsins setji þó tímamörk. Verði hins vegar talið, að umrætt ákvæði sé íþyngjandi fyrir stefnanda, beri að líta til þess, að á móti komi lenging uppsagnarfrests af hálfu vinnuveitanda og þar með biðlaunatími, svo og það starfsöryggi, sem starf hans hjá hlutafélaginu veitti honum umfram fyrra starfi hans hjá ríkisverksmiðjunni að óbreyttu rekstrarformi. Stefndi hafnar ennfremur sem rangri og ósannaðri þeirri staðhæfingu stefnanda, að hann hafi fengið lægri laun en tíðkast hafi um sambærileg störf meðan hann var ríkisstarfsmaður. Stefndi heldur því fram með hliðsjón af framanrituðu, að öll skilyrði, er felist í 6. gr. laga nr. 89/1994, hefi verið uppfyllt, þannig að biðlaunaréttur 14. gr. laga nr. 38/1954 geti ekki átt við gagnvart stefnanda. Varakröfu sína kveður stefndi setta fram, fallist dómurinn ekki á aðalkröfu hans. Stefndi styður varakröfuna þeim rökum að líta verði til þess, að atvinnuöryggi stefnanda hafi verið tryggt með 6. gr. laga nr. 89/1994 og honum hafi þannig verið að mestu bættir þeir fjárhagslegu hagsmunir, er felist í 14. gr. laga nr. 38/1954. Einnig verði í þessu tilliti að hafa hliðsjón af hinum langa uppsagnarfresti stefnanda hjá hlutafélaginu. Beita verði tilvitnaðri 14. gr. í þessu sambandi á sama hátt og væri um að ræða verr launað starf á vegum ríkisins á biðlaunatíma, eins og lagagreinin mæli fyrir um. Þegar allt sé virt, virðist raunar erfitt að rökstyðja, að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur málsaðila felst í því álitaefni, hvort biðlaunaréttur stefnanda hafi fallið niður við ráðningu hans til hlutafélagsins Áburðarverksmiðjunnar hf. hinn 1. júlí 1994 með vísan til ákvæðis 6. gr. laga nr. 89/1994. Óumdeilt er, að stefnandi naut í starfi sínu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins réttar­stöðu opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 38/1954. Þau lagaákvæði, sem hér reynir einkum á, er annars vegar áðurnefnd 6. gr. laga nr. 89/1994 og hins vegar 14. gr. nr. 38/1954. Tilvitnuð 6. gr. hljóðar svo: „Fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skal boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, á því ekki við um þá starfsmenn“. Lagaákvæði þetta á sér hliðstæðu í ýmsum lögum, þar sem ríkisfyrirtækjum hefur verið breytt í hlutafélag, s.s. í 3. gr. laga nr. 45/1989 um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjunar Gutenberg, 4. gr. laga nr. 28/1993 um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, 7. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðju ríkisins, 3. gr. laga nr. 75/1994 um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gr. starfsmannalaga nr. 38/1954, sem hér kemur til álita, er svohljóðandi: „Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins.“ Við breytingu á rekstrarformi Áburðarverksmiðju ríkisins í hlutafélag hinn 1. júlí 1994 á grundvelli laga nr. 89/1994 var staða stefnanda lögð niður í skilningi 14. gr. starfsmannalaganna. Við ráðningu til hlutafélagsins naut stefnandi því ekki lengur þeirra réttinda, sem starfsmannalögin veittu, né heldur bar hann skyldur samkvæmt þeim. Því verður að taka afstöðu til þess, hvort 6. gr. laga nr. 89/1994 sé þess valdandi, að biðlaunaréttur stefnanda falli niður, eins og stefndi byggir á. Þegar frumvarp til laga nr. 89/1994 var til meðferðar í landbúnaðarnefnd Alþingis, sendi stjórn starfsmannafélags Áburðarverksmiðju ríkisins (S.F.Á.) nefndinni bréf. Í bréfinu segir m.a. svo varðandi 6. gr. frumvarpsins: „Stjórnin leggur áherslu á að tryggt sé að með ákvæði 6. greinar frumvarpsins sé ekki verið að brjóta á lögbundnum og áunnum réttindum starfsmanna. ............Stjórn S.F.Á. fær ekki annað séð en að önnur málsgrein 6. greinar frumvarpsins skerði áunnin réttindi ákveðins hóps starfsmanna og því beri að fella hana niður.“ Fyrir liggur að stefnandi var kvaddur á fund landbúnaðarnefndar Alþingis sem fulltrúi starfsmanna verksmiðjunnar, ásamt Hákoni Björnssyni og fleirum til umræðu um umrædda 6. gr. Í framburði sínum hér fyrir dómi kváðu þeir, að nefndarmönnum hafi verið gert það ljóst að verið væri að reyna að afnema biðlaunaréttindi ákveðins hóps starfsmanna og þeirri skoðun komið á framfæri við nefndarmenn, að hæpið væri að mati ýmissa lögfræðinga, sem leitað hafi verið til, að 6. gr. frumvarpsins fengi staðist. Hákon gegndi áður forstjórastöðu hjá ríkisverksmiðjunni, en réðst til starfa hjá hlutafélaginu í hliðstætt starf. Hann hefur einnig höfðað mál á hendur stefnda til greiðslu biðlauna. Stefnandi bar það fyrir dómi, að á fundi 30. júní 1994, þegar breytingarnar á rekstrarformi verksmiðjunnar voru kynntar, hafi komið fram fyrirspurn til Sveins Snorrasonar stjórnarformanns hlutafélagsins um biðlaunaréttinn og hafi hann gefið þau svör, að þar væri við fyrri rekstraraðila að eiga, en ekki hlutafélagið sjálft. Framburður þeirra Hákonar Björnssonar og Páls A. Höskuldssonar, sem einnig sækir mál á hendur stefnda til greiðslu biðlauna, var samhljóða framburði stefnanda að þessu leyti. Sveinn Snorrason minntist þess ekki í skýrslu sinni fyrir dóminum, að þetta atriði hafi borið að með þessum hætti, heldur taldi hann sig hafa verið að svara fyrirspurn um það, hvaða úrræði þeir ættu, sem veldu þann kostinn að ráða sig ekki til hlutafélagsins. Þeir myndu verða að sækja rétt sinn til ríkisins. Stefnandi greindi réttinum frá því, að biðlaunaréttur hans hafi ekki komið til umræðu, þegar hann gerði ráðningarsamning sinn við hlutafélagið og því síður að því hafi verið hreyft, að lenging uppsagnarfrests úr 3 mánuðum í fyrri starfskjörum hans í 6 mánuði í ráðningarsamningnum tengdist á nokkurn hátt brottfalli biðlaunaréttar. Hann kvaðst engan fyrirvara hafa gert í sambandi við meintan biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamningsins. Hákon Björnsson forstjóri, hlutafélagsins, sem annaðist gerð ráðningarsamningsins við stefnanda, staðfesti fyrir dóminum, að þessi tilgreinda breyting á ráðningarkjörum stefnanda hafi að hans mati ekki staðið í neinu sambandi við brottfall biðlaunaréttar. Stefnandi bar það ennfremur, að hvergi hafi komið fram, að hann ætti val um það að taka við nýja starfinu eða fara á biðlaun ella, hvorki í lögunum um hlutafélagið, öðrum gögnum eða í viðræðum við stjórnarformann hlutafélagsins. Hann kvað starfskjör sín hafa versnað við ráðningu hans til hlutafélagsins, að því leyti að í ráðningarsamningi hans sé ákvæði um samkeppnishömlur, sem ekki hafi verið áður. Ákvæðið sé svo víðtækt, að hann geti ekki ráðið sig til starfa hjá öðrum í Evrópu á þessu sviði, þann tíma sem tiltekið sé í ráðningarsamningnum. Einnig hafi orlofsréttur hans skerts við ráðningu hans til hlutafélagsins. Sé litið til launakjara stefnanda hjá hlutafélaginu með hliðsjón af ákvæði umræddrar 6. gr. laga nr. 89/1994 er óumdeilt, að hann naut sömu launa hjá hluta­félaginu og hann áður fékk sem starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins og flest önnur starfskjör hans voru sambærileg í hinni nýju stöðu og jafnvel betri í ýmsu tilliti. Eitt er það kjaraatriði í ráðningarsamningi hans við hlutafélagið, sem telja verður að feli í sér verulega skerðingu. Um er að ræða ákvæði í 9. gr. ráðningarsamningsins sem varðar samkeppnishömlur. Ákvæðið er svohljóðandi: „Eins lengi og forstöðumaður rannsóknastofu er í starfi hjá félaginu og allt að tveimur árum eftir að hann hefur hætt starfi hjá félaginu gilda eftirfarandi samkeppnishömlur. a) Forstöðumanni rannsóknastofu er óheimilt, án skriflegs samþykkis frá stjórn félagsins, að hafa beint eða óbeint fjárhagslega hagsmuni í nokkru félagi eða fyrirtæki sem að einhverju leyti er í samkeppni við fyrirtækið eins og það er rekið á þeim tíma. b) Einnig er forstöðumanni rannsóknastofu óheimilt að ráða sig hjá eða að vinna fyrir slíkt félag, sem stjórnarmaður, starfsmaður eða ráðgjafi.“ Stefndi byggir á því, að þetta samningsákvæði hafi í raun ekki falið í sér breytingu á kjörum stefnanda frá fyrra réttarsambandi með vísan til 32. og 34. gr. laga nr. 38/1954 Hann hafi verið bundinn þagnarskyldu samkvæmt 32. gr. laga nr. 38/1954 og sú skylda sé óbreytt, þótt starfsmaður láti af starfi, sbr. niðurlagsákvæði tilvitnaðrar lagagreinar. Ennfremur bendir stefndi á 34. gr. sömu laga, sem feli í sér samsvarandi takmörkun á athafnafrelsi ríkisstarfmanna í atvinnulegu tilliti og mælt sé fyrir um í 9. gr. ráðningarsamningsins. Ljóst þykir, að umrætt ákvæði sé mun víðtækara og feli í sér mun meiri skerðingu fyrir stefnanda, en sú lagaskylda, sem 32. gr. og 34. gr. starfsmannalaga mæla fyrir um, og setji atvinnumöguleikum hans hérlendis þröngar skorður, kjósi hann að hverfa til annarra starfa. Þá byggir stefndi á því, að stefnanda hafi verið bætt að fullu brottfall biðlaunaréttar með því að uppsagnarfrestur hans hafi verið lengdur til samræmis við þann biðlaunarétt sem hann naut í fyrra starfi. Að mati dómsins er biðlaunaréttur annars eðlis en uppsagnarréttur og því sé ekki hægt að leggja þessi tvö kjaraatriði að jöfnu. Komi þetta skýrast fram í því, að hluta­félag geti orðið gjaldþrota og þá sé lengdur uppsagnarfrestur harla lítils virði, sbr. 5. gr. laga nr. 53/1993. Íslenska ríkið og fyrirtæki eða stofnanir á þess vegum sé varanlegri og traustari vinnuveitandi og vandséð er að þar geti komið til gjaldþrota. Þegar allt það er virt sem að framan er rakið, þykir stefndi ekki hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti, að starf stefnanda hjá Áburðarverksmiðjunni hf. sé sambærilegt fyrra starf hans og stefnandi njóti jafngóðra starfskjara og annarra réttinda sem í fyrra starfi hans hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Þvert á móti virðast starfskjör stefnanda hafa skerts í mörgu tilliti. Því verður að telja að 6. gr. laga nr. 89/1994 verði ekki beitt gagnvart stefnanda. Ekki verður heldur litið svo á, að stefnandi hafi svipt sig rétti til biðlauna með því að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaun sín, þegar hann réði sig til starfa hjá hlutafélaginu og undirritaði ráðningarsamning sinn, eins og stefndi heldur fram. Mál af þessu tagi hafa komið til kasta dómstóla og hefur Hæstiréttur felld dóm um álitaefnið, sbr. Hæstaréttardóm 1996, bls. 3417 og einnig til hliðsjónar Hæstaréttardóm 1996 bls. 3169. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar var deilt um gildi 7. gr. laga nr. 20/1993 en þau varða breytingu Síldarverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Í niðurlagsorðum Hæstaréttar segir m.a. svo: „Dómstólar hafa túlkað 14. gr. laga nr. 38/1954 svo, að biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi sem stöðunni fylgdi, verði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins, sbr til dæmis H.1964.936 og H 1990.452. Þótt laun og viðfangsefni í hinni nýju stöðu séu þau sömu og í hinni eldri, verður nýja staðan ekki talin sambærileg hinn fyrri, ef hin sérstöku réttindi samkvæmt lögum nr. 38/1954 eru ekki fyrir hendi í nýju stöðunni.“ Þau sérstöku réttindi, sem vísað er til í dómi Hæstaréttar eru m.a. biðlaunaréttindi þau, sem deilt er um í máli þessu og 14. gr. laga nr. 38/1954 fjallar um. Stefnandi hefur ekki fallið frá þessum rétti með beinum eða óbeinum hætti né heldur verður talið, að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum að þessu leyti með því að láta hjá líða að gera fyrirvara um biðlaunarétt sinn við gerð ráðningarsamnings síns. Ekki verður önnur ályktun dregin af dómafordæmum Hæstaréttar, en að sú stefna hafi þar verið mörkuð, að fastir starfsmenn ríkisins verði ekki sviptir áunnum réttindum sínum með sérlögum, sem beinast að þröngum hópi ríkisstarfsmanna. Verður ekki annað séð, en jafnréttissjónarmið hafi þar verið ráðandi og einnig sé á því byggt, að viðkomandi starfsmenn hafi öðlast stjórnarskrárvarinn rétt samkvæmt 72. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33/1944 með síðari breytingum, til þeirra starfskjara, sem þeir nutu sem ríkisstarfsmenn. Í lögum þeim, sem Alþingi hefur sett á undanförnum árum og fjalla um breytingu ríkisstofnunar í hlutafélag, hefur komið skýrt fram sá vilji löggjafans, að ríkisstarfsmenn skuli sviptir rétti til biðlauna, ráði þeir sig til sambærilegra starfa hjá viðkomandi hlutafélagi. Þessum viðhorfum hefur Hæstiréttur hafnað, samanber niðurlagsorð réttarins í dómi 1996, bls. 3417, sem áður er vísað til. Niðurstaða dómsins er því sú, að fallist er á kröfur stefnanda á hendur stefnda, enda hefur stefndi ekki mótmælt kröfu stefnanda tölulega. Ákvörðun dómsins um dráttarvaxtakröfu stefnanda er eftirfarandi. Stefnandi tók við starfi hjá Áburðarverksmiðjunni hf. hinn 1. júlí 1994, án þess að gera fyrirvara um rétt sinn til biðlauna eða gera stefnda á annan hátt viðvart um það, að hann hygðist halda þeim biðlaunarétti sínum til laga. Stefndi hafði því réttmæta ástæðu til að ætla með hliðsjón af 6. gr. laga nr. 89/1994, að stefnandi hefði fallið frá rétti sínum til biðlauna. Með bréfi til fjármálaráðuneytisins, dags. 27. febrúar 1997, krefur Gunnar Jónsson hrl. stefnda um biðlaun fyrir hönd stefnanda og fleiri starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins, sem eins var háttað um. Með hliðsjón af þessu aðgerðarleysi stefnanda og með vísan til 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, þykir rétt, að dráttarvextir reiknist af tildæmdri fjárhæð frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 350.000, þar með talinn virðisaukaskattur. Skúli J. Pálmason kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, ríkissjóður Íslands, greiði stefnanda, Teiti Gunnarssyni, kr. 1.605.149, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. mars 1997 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 350.000 í málskostnað.
Mál nr. 434/1998
Fiskveiðibrot
T og E voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar fyrir að hafa ekki látið vigta við löndun 227 kg af humri sem þeir höfðu veitt, en þeir töldu þess ekki þörf þar sem um verðlausan úrgangsfisk væri að ræða. Talið var sannað að þeir hefðu brotið gegn ákvæðum laganna, en samkvæmt þeim sé skylt að láta vigta allan afla sem landað er, óháð verðmæti hans. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 21. október 1998 samkvæmt áfrýjun ákærðu og jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. Ákærðu krefjast aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara vægustu refsingar, sem lög leyfa. Í héraðsdómi er því lýst, að ákærði Tómas hafi 14. ágúst 1997 ekið með humaraflann, sem ákæra í málinu lýtur að, fram hjá hafnarvog í Sandgerði, „þar sem hinn hluti aflans var veginn.“ Hið rétta mun vera að á þessum tíma hafi verið staðið þannig að verki við uppskipun humarafla í Sandgerðishöfn, að vigtarmönnum var gefin upp áætluð þyngd hans. Framlögð gögn sýna að annar humar, sem landað var sama dag úr skipi ákærða Tómasar, Hafnarbergi RE 404, var tilkynntur vigtarmönnum í Sandgerðishöfn, sem skráðu áætlaða þyngd hans 650 kg í dagbók sína. Við vigtun á vinnslustað reyndist sá humarafli vera alls 584 kg. Ákærðu hafa báðir viðurkennt að þeir hafi ekki ætlað að láta vigta þann humar, sem um ræðir í ákæru. Þetta hafi verið úrgangshumar, sem ekki var hæfur til vinnslu, og heimilt hafi verið að fleygja honum. Þess í stað hafi þeir ætlað að hirða hann til einkanota fyrir áhöfn skipsins og talið að ekki væri þörf að vigta verðlausan úrgang. Ákærðu bera fyrir sig í fyrsta lagi að þegar atvik málsins gerðust hefði ekki tíðkast um árabil að vigta humarafla eftir löndun á hafnarvog, heldur hafi vigtarmenn beðið skipshöfn um áætlun á þyngd aflans, sem hafi síðan verið ekið á vinnslustað. Þetta stafi af því að mikill ís og sjór sé með aflanum við uppskipun og gefi það því ranga mynd að vigta hann þegar eftir löndun á hafnarvog. Þess í stað hafi tíðkast að löggiltur vigtarmaður vigtaði humarafla á vinnslustað, þegar sjór og ís hafi verið skilinn frá. Þessi framkvæmd hafi verið í samræmi við reglugerð nr. 261/1992 um vigtun á humri, sem ákærðu telja enn í gildi, enda hafi hún ekki verið felld niður með nýrri reglugerðum, nr. 427/1993 og nr. 618/1994 um vigtun sjávarafla. Humarinn, sem ákæra tekur til, hafi að kröfu eftirlitsmanns Fiskistofu þrátt fyrir allt verið veginn á verkunarstað, líkt og annar humarafli skipsins í umræddri ferð, og reynst vera 227 kg. Því hafi þeir ekki brotið gegn lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar með háttsemi sinni, heldur hafi ákærði Tómas í mesta lagi gerst sekur um tilraun til brots með því að aka þessum hluta aflans fram hjá hafnarvog. Í málinu sé ekki ákært fyrir tilraun til brots. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 618/1994, er skylt að vega allan afla á hafnarvog þegar við löndun. Fyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. hafði á þessum tíma endurvigtunarleyfi fyrir humar. Þetta leyfi veitti aðeins heimild til endanlegrar vigtunar afla að undangenginni vigtun á hafnarvog. Vigtun hjá vinnslustöðinni gat því ekki komið í stað lögboðinnar vigtunar á hafnarvog og breytir þar engu hvort tíðkast hafi önnur og eftir atvikum ólögmæt framkvæmd í þeim efnum við uppskipun í Sandgerðishöfn. Á fyrrgreinda röksemd ákærðu verður því ekki fallist. Ekki stoðar þeim heldur að bera fyrir sig að þeir hafi farið eftir ákvæðum eldri reglugerðar nr. 261/1992, þar sem ný reglugerð hafði tekið gildi þegar atvik málsins gerðust. Að auki sinntu ákærðu heldur ekki skyldum sínum samkvæmt þeirri eldri, enda tilkynntu þeir ekki hafnaryfirvöldum í Sandgerðishöfn um áætlaða þyngd humaraflans, sem er ákæra í málinu varðar, á sama hátt og þeir tilkynntu um annan humarafla úr sömu veiðiferð. Ákærðu bera fyrir sig í öðru lagi að þeim hafi ekki verið skylt að láta vigta þann hluta aflans, sem ákært er fyrir, þar sem heimilt hafi verið samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1996 að varpa fyrir borð afla, sem sýktur er, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 350/1996 um nýtingu afla og aukaafurða sé einnig heimilt að varpa frá borði tilteknum fiskúrgangi, enda verði hann ekki nýttur með arðbærum hætti. Í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1996 er sú meginregla að skylt sé að hirða og koma með að landi allan afla. Með hliðsjón af þessu og reglum um meðferð afla í 2. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna verður að telja að ávallt sé skylt að láta vigta allan afla, sem landað er, óháð verðmæti hans. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna er skipstjóra skylt að láta vigta hverja tegund sérstaklega og ber jafnframt að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar um aflann berist til vigtarmanns. Samkvæmt 10. gr. laganna er ökumanni skylt að flytja óveginn afla rakleiðis frá skipshlið að hafnarvog nema undanþága hafi verið veitt. Með háttsemi sinni braut ákærði Tómas gegn 10. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, og ákærði Einar Björn gegn 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga. Hafa þeir unnið til refsingar með brotum sínum samkvæmt 23. gr. laganna. Verður niðurstaða héraðsdóms um refsingu þeirra og sakarkostnað staðfest. Ákærðu greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærðu, Tómas Sæmundsson og Einar Björn Tómasson, greiði í sameiningu allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 130.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra fyrir Hæstarétti, Sigurbjörns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 2. október 1998. Ár 1998, föstudaginn 2. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 519/1998: Ákæruvaldið gegn Tómasi Sæmundssyni og Einari Birni Tómassyni sem tekið var til dóms hinn 30. september sl. að lokinni aðalmeðferð. Málið er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjóra, dagsettri 15. maí sl. á hendur ákærðu, Tómasi Sæmundssyni, Skildinganesi 45, Reykjavík, kt. 150436-2659, og Einari Birni Tómassyni, Ásvallagötu 61, Reykjavík, kt. 010570-3369, „fyrir brot gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, þann 14. ágúst 1997 í Sandgerði. I. Ákærða Tómasi sem útgerðarmanni Hafnarbergs RE-404 með skipaskrárnr. 617, er gefið að sök að hafa eftir löndun í Sandgerðishöfn úr Hafnarbergi þann 14. ágúst 1997, ekið á bifreið útgerðarinnar UH-137 með 227 kg af humarskottum, sem voru hluti af uppskipuðum afla skipsins, fram hjá hafnarvigt í Sandgerðishöfn að humarvinnslu Haraldar Böðvarssonar hf. í Keflavík, án þess að láta vigta þann afla. Telst þetta varða við 10. gr., sbr. 23. gr. laga nr. 57,1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. II. Ákærða Einari Birni sem skipstjóra á Hafnarbergi RE-404, er gefið að sök að hafa við uppskipun í Sandgerðishöfn í fyrrgreint skipti ekki látið vigta 227 kg af humarskottum af afla skipsins sem meðákærði Tómas flutti með bifreið sinni fram hjá hafnarvigt Sandgerðishafnar. Telst þetta varða við 1. mgr. 9. gr., sbr. 23. gr. laga nr. 57,1996. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir framangreind brot”. Málavextir. Fimmtudagsmorguninn 14. ágúst sl. kom v/s Hafnarberg RE 404 úr humarveiðiferð til hafnar í Sandgerði og var aflanum landað úr skipinu þennan morgun. Skipstjóri var ákærði Einar Björn, sonur meðákærða Tómasar. Ákærði, Tómas, sem á og gerir út skipið var viðstaddur löndunina. Fyrir liggur að ákærðu höfðu sammælst um það að hluti aflans, sem þeir segja að hafi verið ósöluhæfur úrgangshumar, yrði ekki veginn, heldur yrði honum skipt á milli áhafnar skipsins. Var þessum hluta aflans, sem ekki er vefengt að hafi vegið 227 kílógrömm, skipað upp á pallbíl ákærða, Tómasar, og ók ákærði með hann fram hjá hafnarvoginni í Sandgerði, þar sem hinn hluti aflans var veginn. Þrjú vitni, Rúnar Jónsson veiðieftirlitsmaður, Agnar Breiðfjörð Þorkelsson verkstjóri, og Jóhannes Margeir Ingiþórsson vigtarmaður, sem skoðuðu lauslega þann hluta aflans sem ekki var veginn, segja að þar hafi verið um að ræða óflokkaðan humar. Að sögn Rúnars var humarinn vafalaust vinnsluhæfur að miklum hluta en þeir Agnar Breiðfjörð og Jóhannes Margeir hafa sagt hann að mestu leyti verið lélegan eða ónýtan en innan um hafi verið góður humar. Ákærðu neita sök og telja að þeim hafi verið heimilt að taka umræddan humar fram hjá vog þar sem um úrkast hafi verið að ræða. Í 2., 5. og 6. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57, 1996 kemur fram sú meginregla að skylt sé að hirða og koma með til lands allan sjávarafla sem íslensk skip afla í efnahagslögsögu Íslands og landa honum í innlendri höfn. Skal aflinn allur veginn á löggiltri hafnarvog í löndunarhöfn. Í lagagreinunum eru tilgreind nokkur afbrigði frá þessu en þau hafa ekki þýðingu fyrir mál þetta. Verður að telja að lagaskylda þessi hvíli jafnt á skipstjóra fiskiskips sem útgerðarmanni. Þá er í 1. mgr. 9. gr. laganna sú skylda enn fremur lögð á hendur skipstjóra fiskiskipsins að halda afla aðgreindum eftir tegundum og láta vega hverja tegund fyrir sig. Loks er í 10. gr. laganna sérregla um skyldu ökumanns til þess að aka rakleiðis frá skipshlið að hafnarvog. Að þessu athuguðu ber að sakfella ákærðu fyrir brot gegn 5. og 6. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með því að láta ekki vega 227 kg af humri úr afla Hafnarbergs á hafnarvoginni í Sandgerði í umrætt sinn. Koma 9. og 10. gr. laganna ekki til álita í þessu máli. Refsing og sakarkostnaður. Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laganna um umgengni um nytjastofna sjávar skal refsing fyrir fyrsta brot gegn lögunum ekki vera lægri en 400.000 krónur. Ber að dæma hvorn ákærðu um sig til þess að greiða 400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 50 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Dæma ber ákærðu til þess að greiða óskipt allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur, og málsvarnarlaun til verjanda síns, Magnúsar Helga Árnasonar hdl., 50.000 krónur. Mál þetta sótti Jón Snorrason saksóknari. Dómsorð: Ákærðu, Tómas Sæmundsson og Einar Björn Tómasson, greiði hvor um sig 400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 50 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Ákærðu greiði óskipt allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur og málsvarnarlaun til verjanda síns, Magnúsar Helga Árnasonar hdl., 50.000 krónur.
Mál nr. 397/1998
Vátrygging
S keypti vátryggingu hjá Í vegna skipsins Ó og var m.a. vátryggt fyrir tjóni á frystum fiski vegna bilunar frystitækja. Tveimur dögum eftir að Ó kom úr veiðiferð á rækju kom í ljós að frystipressa hafði stöðvast og hitastig í lest skipsins hafði hækkað verulega. Ekki var ljóst hvað olli því að frystivélin drap á sér, en engrar viðgerðar var þörf áður en hún var ræst að nýju. S taldi að fengist hafi lægra verð fyrir rækjuna en ella vegna útlitsgalla sem rekja mátti til hækkunar hitastigs í lestinni og krafðist vátryggingabóta úr hendi Í. Ekki var talið sannað að tjónið hafi orðið af völdum bilunar og var héraðsdómur um sýknu Í af kröfum S staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. september 1998. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.597.802 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 21. maí 1993 til 16. ágúst sama árs, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Skilmálar vátryggingar þeirrar, sem áfrýjandi keypti hjá stefnda, bera fyrirsögnina „Afla- og veiðarfæratrygging“. Með þeirri vátryggingu skyldi meðal annars bætt tjón á frystum fiski vegna bilunar frystitækja. Héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður vélfróðum meðdómsmanni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki lægju fyrir hvaða ástæður leiddu til þess að frystipressa í fiskiskipi áfrýjanda, Sigurfara ÓF 30, stöðvaðist þegar skipið lá við bryggju í Ólafsfirði 16. til 18. apríl 1993. Engu að síður sé það ljóst að hún hafi ofhitnað, annað hvort vegna þess að kæling hafi verið ófullnægjandi eða af öðrum ástæðum. Þótt frystipressan hafi stöðvast og tjón hlotist af er ekki í ljós leitt að það hafi verið af völdum bilunar, en engrar viðgerðar var þörf áður en hún var ræst að nýju. Verður ekki fallist á með áfrýjanda að óútskýrð truflun á gangi vélarinnar nægi til að fella atvikið undir gildissvið vátryggingarinnar. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísun til forsendna héraðsdóms verður niðurstaða hans staðfest um annað en málskostnað. Verður áfrýjandi jafnframt dæmdur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Sædís ehf., greiði stefnda, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðdómur Reykjavíkur 1. júlí 1998. Mál þetta sem dómtekið var þann 15. júní sl. að loknum munnlegum málflutningi er höfðað með stefnu birtri 5. desember sl. af Sædísi ehf., kt. 590881-0829, Kirkjuvegi 3, Ólafsfirði, á hendur Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, kt. 540269-0179, Lágmúla 9, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða honum 1.597.802 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 21. maí 1993 til 16. ágúst 1993 en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málskostnaðarreikningi. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt málskostnaðarreikningi að skaðlausu, þ.m.t. virðisaukaskattur af málflutningsþóknun. Yfirlit um málsatvik og ágreiningsefni. Málsatvik eru þau að stefnandi keypti vátryggingu hjá stefnda þann 1. febrúar 1993 vegna skipsins Sigurfara ÓF-30. Í vátryggingarskilmálum sem dagsettir eru sama dag kemur fram að vátryggt var m.a. fyrir tjóni á frystum fiski vegna bilunar frystitækja. Skipið kom að landi úr veiðiferð á Ólafsfirði með rækju þann 16. apríl 1993 nálægt miðnætti. Að morgni 18. apríl kom yfirvélstjóri um borð í eftirlit. Hafði þá frystipressa stöðvast og var hitastig í lestinni -5° C en átti að vera -32° C. Vélstjórinn ræsti aðra frystipressu og fór hitastig aftur í -32° C. Stefnandi seldi rækju til Japans. Hann telur að hann hafi fengið lægra verð fyrir hana en ella vegna útlitsgalla sem fram kom á henni við það að hitastig hafði hækkað í lestinni. Í málinu krefst stefnandi vátryggingabóta úr hendi stefnda vegna þessa. Af hálfu stefnda er greiðsluskyldu mótmælt. Byggir stefndi það aðallega á því að ekki hafi verið um bilun að ræða á frystibúnaði skipsins og taki vátryggingin þar með ekki til atviksins. Einnig er deilt um fjárhæðir og vexti. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi lýsir málsatvikum þannig að þann 16. apríl 1993 hafi skip hans, Sigurfari ÓF-30, komið úr veiðiferð og hafi það lagst að bryggju í Ólafsfirði. Um kvöldið hafi verið gengið frá búnaði skipsins og m.a. gætt að því að lestarfrysting væri í lagi, enda hafi ekki verið unnt að landa úr skipinu fyrr en nokkrum dögum seinna. Ekki hafi verið sérstök vakt með lestarfrystingunni en vélstjórar hafi litið um borð af og til meðan beðið var löndunar til að aðgæta hvort ekki væri í lagi með búnað skipsins. Er yfirvélstjóri skipsins, Smári Jónatansson, hafi litið eftir skipinu þann 18. apríl hafi hann orðið var við að frystivéladæla hafði stöðvast og hefði lofthiti í lestinni hækkað úr -32° C í -5° C. Hann hafi þegar ræst aðra frystivéladælu og hafi frost í lestinni farið aftur í -32° C. Er landað hafi verið úr skipinu daganna 20.-21. apríl hafi komið í ljós að frost í rækjunni hafi aðeins verið -18° C. Vegna þessa hafi gæði rækjunnar orðið nokkuð lakari en ella. Skemmdir á rækjunni hafi lýst sér í hvítum flekkjum á yfirborði hennar. Stefnandi hafi fyrir veiðiferðina keypt af stefnda afla- og veiðifæratryggingu fyrir tjóni allt að 15.000.000 króna. Hafi stefnandi sérstaklega keypt tryggingu fyrir tjóni á afla vegna bilunar í frystitækjum, sbr. 5. tl. skilmála félagins um afla- og veiðifæratryggingu. Viðskipti stefnanda við stefnda hafi farið í gegnum umboðsaðila stefnda á Akureyri, Vélbátatryggingu Eyjafjarðar. Er bilunarinnar hafi orðið vart hafi stefnandi tilkynnt tjónið til umboðsaðila stefnda símleiðis, sem hafi þegar tilkynnt tjónið til stefnda. Ekki hafi verið ljóst hvað hafi nákvæmlega valdið því að nefnd frystivél drap á sér, en óumdeilt sé að einhverskonar bilun hafi valdið því. Er farið var yfir umrædda frystivél og hún ræst, hafi hún gengið eðlilega. Vélstjórar skipsins hafi enga ótvíræða skýringu fundið á því hvers vegna vélin drap á sér, en þeir hafi talið líklegustu skýringuna vera þá að óhreinindi úr höfninni hefðu lagst fyrir sjóinntak sjódælu fyrir frystivélina með þeim afleiðingum að vélin hafi ofhitnað og slegið út. Eftir umræður við umboðsmann stefnda hafi það verið sameiginleg niðurstaða aðila að mat á skemmdum rækjunnar væri ómögulegt og að best væri að meta það út frá þeim verðum sem fengjust fyrir hana á Japansmarkaði, þar sem til hafi staðið að selja hana. Rækjan hafi verið seld fyrir milligöngu Íspóla hf. í Reykjavík til Japans, en vegna of lítillar kælingar hafi ekki fengist fullt verð fyrir hana. Í bréfum Íspóla frá 16. júlí 1993 komi hvort tveggja fram það verð sem fékkst fyrir rækjuna á Japansmarkaði og verð á óskemmdri rækju á sama markaði á sama tíma. Hafi verð hennar reynst um 15-25% lægra en almennt verð á þeim tíma fyrir óskemmda rækju. Er tjón stefnanda hafi verið ljóst hafi hann komið upplýsingum um það áleiðis til umboðsmanns stefnda með bréfi dags. 16. júlí 1993. Með bréfi dags. 16. september 1993 hafi stefndi hafnað bótaskyldu á tjóni stefnanda með vísan til eigin sakar og 52. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954, þ.e. með vísan til þess að stefnandi hafi ekki takmarkað tjón sitt sem skyldi. Aðilar hafa síðan deilt um bótaskyldu stefnda á tjóninu og hafi krafa stefnanda á hendur stefnda verið ítrekuð með bréfi lögmanns stefnanda dags. 27. september 1996. Þar hafi verið óskað nánari skýringa á því hvað stefndi ætti við með því að stefnandi hafi ekki takmarkað tjón sitt sem skyldi. Með bréfi lögmanns stefnda dags. 24. október 1996 hafi bótaábyrgð stefnda verið hafnað. Í bréfinu hafi verið borið við ýmsum nýjum málsástæðum gagnvart stefnanda sem ekki hefðu komið fram áður, m.a. hafi verið bornar brigður á að tjón stefnanda hafi mátt rekja til bilunar í frystibúnaði og að tjónið hafi ekki verið tilkynnt án tafar. Stefnandi kveðst hafna þessum málavöxtum sem röngum, m.a. með vísan til bréfs fyrrverandi umboðsmanns stefnda, dags. 6. febrúar 1997. Stefnandi byggir kröfuna á hendur stefnda á vátryggingarsamningi aðila dags. 1. febrúar 1993 þar sem stefnandi hafi keypt af stefnda afla- og veiðifæratryggingu vegna skips félagins Sigurfara ÓF-30 fyrir tjóni allt að 15.000.000 króna. Hafi sérstaklega verið samið um tryggingu vegna tjóns á frystum fiski vegna bilunar í frystitækjum. Um skilmálana hafi að öðru leyti gilt lög nr. 20/1954, sbr. 1. og 3. gr. laganna. Samkvæmt skilagrein Íspóla hf. til stefnanda, dags. 21. maí 1993, vegna nefndrar rækjusölu sé tjón stefnanda þannig sundurliðað: Samkvæmt þessu hafi tjón stefnanda vegna skemmda á rækjunni numið 2.775.600 japönskum jenum eða 1.597.802 krónum miðað við gengi japanska jensins á greiðsludegi þann 21. maí 1993, þ.e. 0,57566 ísl. krónur fyrir japanskt jen. Til samanburðar varðandi verð á þessum tíma á Japansmarkaði hafi stefnandi lagt fram skilagrein frá Íspólum hf., dags. 14. apríl 1993, vegna næstu veiðiferðar á undan. Í samræmi við áskilnað 21. gr. laga nr. 20/1954 hafi fyrirsvarsmaður stefnanda þegar tilkynnt umboðsmanni stefnda símleiðis um bilunina. Hafi það verið í samráði við umboðsmann stefnda að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi frestað löndun rækjunnar meðan frost hafi verið keyrt upp í lestinni að nýju og eins hafi það verið sameiginleg niðurstaða þeirra að mat á tjóni vegna þessa væri vart framkvæmanlegt með öðrum hætti en að sjá hvaða verð stefnandi fengi fyrir rækjuna á markaði í Japan, þar sem til hafi staðið að selja rækjuna. Umboðsmaður stefnda hafi þegar tilkynnt stefnda um tjónið eftir að hafa fengið tilkynningu stefnanda. Af hálfu stefnda hafi hvorki verið gerðar athugasemdir við tilkynningu stefnanda um orsök eða ástæður tjónsins né hafi stefndi óskað eftir rannsókn eða mati á skemmdum. Stefndi hafi heldur ekki framkvæmt slíka rannsókn eða mat, svo sem honum hafi verið í sjálfsvald sett. Stefnandi byggir á því að stefndi verði að bera hallann af vafa um orsök tjónsins og að það hafi alfarið verið á ábyrgð stefnda að eftir tilkynningu um tjónið hafi hvorki verið framkvæmdar þær rannsóknir né athuganir, sem stefndi hafi síðar talið nauðsynlegar. Þá verði að telja of seint fyrir stefnda að véfengja nú skýringar stefnanda á orsökum tjónsins eða fara fram á rannsókn eða öflun sönnunargagna af hans hálfu, eða hafna nú bótagreiðslu á þeim forsendum, enda ljóst að stefnandi eigi enga möguleika á því að færa fram frekari sönnur fyrir orsökum tjónsins nú, 4 árum eftir að það hafi átt sér stað. Í bréfi lögmanns stefnda dags. 24. október 1996 sé því haldið fram að tilkynning stefnanda til umboðsmanns stefnda um tjónsatburðinn hafi ekki verið fullnægjandi tilkynning, samkvæmt 21. gr. laga nr. 20/1954 og að „engum hafi verið það ljóst að til stæði að hafa uppi bótakröfur vegna þessa, enda var ekkert sem benti til þess að frystitæki skipsins væri biluð.” Af hálfu stefnanda er þessari málsástæðu stefnda mótmælt. Stefnandi heldur því fram að umboðsmaður stefnda hafi ekki verið í neinum vafa um það hver tilgangur tilkynningarinnar um tjón hafi verið. Að öðru leyti kunni stefnandi ekki skýringar á því hvernig starfsmenn stefnda hafi misskilið umboðsmann sinn svo eða ástæður tjónatilkynningar stefnanda. Stefnandi bendir á að í bréfi fyrirsvarsmanns stefnda, dags. 16. september 1993, hafi ekki verið fundið að tilkynningu um tjónið og að í bréfinu felist viðurkenning stefnda á því að um bótaskylt tjón hafi verið að ræða, enda komi sjónarmið um bótalækkun eða niðurfellinu vegna eigin sakar eða athafnarleysis samkvæmt 52. gr. laga nr. 20/1954 ekki til skoðunar nema bótaskylda sé fyrir hendi. Af hálfu stefnanda er þeirri málsástæðu stefnda mótmælt að bótaskylda hans hafi fallið niður fyrir tómlæti, enda sé hún í andstöðu við 29. og 30. gr. laga nr. 20/1954. Stefnandi krefst vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 21. maí 1993 en þann dag hafi stefnandi fengið uppgert frá Pólum hf. og dráttarvaxta frá 16. ágúst 1993 en þá hafi verið liðinn mánuður frá því að stefnandi hefði lagt fram kröfu, studda nauðsynlegum gögnum, á hendur stefnda, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 25/1987. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda hefur komið fram að stefnandi sæki á hendur stefnda í máli þessu um vátryggingabætur vegna skemmda á rækjufarmi, sem stefnandi telji að hafi orðið um borð í skipi sínu Sigurfara ÓF-30 við bryggju á Ólafsfirði, eftir að skipið kom úr veiðiferð 16. apríl 1993. Telji stefnandi að frystivél skipsins hafi bilað og þess vegna hafi hitastig í lest skipsins hækkað og hafi það valdið hinum meintu skemmdum á rækjufarminum sem í lestinni var. Óumdeilt sé að stefnandi hafi keypt aflatryggingu hjá stefnda með þeim skilmálum sem greinir á dskj. nr. 3, þ.m.t. að tryggt væri fyrir tjóni á frystum fiski vegna bilunar frystitækja. Stefndi styður kröfur sínar í málinu eftirfarandi rökum: Svo sem fram komi í skilmálum tryggingarinnar á dskj. nr. 3 hafi verið vátryggt fyrir tjóni vegna bilunar frystitækja. Ekkert hafi komið fram í málinu, sem bendi til þess að frystitæki skipsins hafi bilað. Þvert á móti liggi fyrir og sé raunar óumdeilt, að ekkert hafi verið athugavert við frystivélina sem sagt er að gangsett hafi verið við komu skipsins til hafnar 16. apríl 1993. Komi m.a. fram í skýrslu yfirvélstjórans á dskj. nr. 12 að vélin hafi verið gangsett að nýju eftir tjónsatburðinn án þess að nokkur viðgerð hafi farið fram á henni og allt verið í lagi með hana. Eins og málið liggi fyrir sé líklegast að skipverjar hafi hreinlega gleymt að ræsa vélina þegar þeir fóru frá borði 16. apríl 1993. Af hálfu stefnanda hafi komið fram sú tilgáta að sjóinntak sjódælu fyrir frystivélarnar hafi stíflast og það hafi valdið því að vélin sem um ræðir hafi drepið á sér. Þessi tilgáta sé í sjálfu sér ótrúverðug, enda hafi vélin farið í gang að nýju án þess að þyrfti að losa nokkra stíflu. Að auki er í því sambandi á það bent að sú hækkun á hitastigi í lestinni sem stefnandi segi að hafi orðið, frá því menn fóru frá borði og þar til yfirvélstjórinn hafi uppgötvað að vélin hafi ekki verið í gangi rúmum sólarhring síðar, hafi verið það mikil að líklegast sé að dautt hafi verið á vélinni allan þennan tíma. Útreikningar sem stefndi hafi látið Útgerðartækni hf. gera á varmastreymi í lest Sigurfara ÓF 30 við þær aðstæður sem stefnandi segi að verið hafi dagana 16.-18. apríl 1993 bendi eindregið til þess að engin frystivél hafi verið í gangi í lestinni allan þennan tíma og þar með að hreinlega hafi gleymst að ræsa vélina, þegar menn hafi farið frá borði 16. apríl. En jafnvel þó að tilgáta stefnanda um tjónsorsökina væri rétt er af hálfu stefnda talið ljóst að það geti aldrei talist bilun í frystitækjum, sem falli undir skilmála vátryggingarinnar. Óhreinindi sem leggist fyrir sjóinntak geti ekki talist bilun í vél ef stuðst sé við eðlilega merkingu orða í tungumálinu. Sönnunarbyrði um að tjónið verði rakið til bilunar frystitækja hvíli að sjálfsögðu á stefnanda. Leiði þetta strax til sýknu. Fari svo að dómurinn hafni þessum sýknuástæðum er á því byggt að óforsvaranleg varsla og eftirlit hafi verið um borð í skipinu þann tíma sem liðið hafi frá því farið var frá borði 16. apríl og þar til það hafi uppgötvast 18. apríl að frystivél hafi ekki verið í gangi. Hafi rík ástæða verið til að hafa slíkt eftirlit, ekki síst vegna þess sem stefnandi hafi sagt, að ný frystivél hafi verið gangsett við komu skipsins til hafnar. Í skýrslu yfirvélstjórans á dskj. nr. 12 komi fram að vélstjórar skipsins hafi litið um borð af og til þó að þeir hafi verið í fríi. Hann segi jafnframt í skýrslunni að um leið og pressan stöðvist kvikni aðvörunarljós í frystivélarrými sem logi meðan pressan gangi ekki. Af þessu sé ljóst að annað hvort hafa vélstjórar skipsins alls ekki komið um borð til eftirlits á umræddu tímabili eða þeir hafa ekki athugað hvort aðvörunarljósið hafi logað. Í báðum tilvikum sé ljóst að eftirliti hafi verið verulega áfátt. Byggir stefndi á því að þetta hljóti að teljast falla undir stórkostlegt gáleysi eins og hér hafi staðið á, sem leiði til lausnar frá ábyrgð samkvæmt 2. mgr. 52. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga. Af hálfu stefnda er á því byggt, hvað sem öllu framangreindu líði, að stefnandi hafi ekki sinnt skyldu sinni samkvæmt 21. gr. laga nr. 20/1954 um að skýra stefnda þegar í stað frá því að hann ætlaði að hafa uppi kröfur um vátryggingabætur vegna skemmda á rækjufarminum. Það sé að vísu ljóst að umboðsmanni stefnda hafi verið skýrt frá atvikinu eftir að tjónið hafi uppgötvast. Hins vegar hafi ekkert bent til þess að frystitæki skipsins væru biluð. Engin bein tilkynning hafi verið gefin strax í kjölfar atviksins um að til stæði að hafa uppi kröfur vegna þess. Stefndi hafi því aldrei haft tilefni til að láta fara fram rannsókn á orsökum þess að frost féll í lestinni og á ástandi farmsins. Stefnandi hafi ekkert frumkvæði haft að því að láta slíka rannsókn fara fram, eins og honum hafi borið að gera hefði hann haft í hyggju að hafa uppi kröfur um vátryggingabætur. Af þessu hljóti hann að bera hallann. Með bréfinu frá 16. september 1993 á dskj. nr. 11 hafi stefndi synjað bótaskyldu. Eftir það hafi ekkert heyrst frá stefnanda um málið í þrjú ár eða til 27. september 1996, er hann hafi sent bréfið á dskj. nr. 13. Af hálfu stefnda er á því byggt, hvað sem öðru líði, að með þessu aðgerðarleysi um svo langan tíma teljist stefnandi hafa samþykkt synjun stefnda á skyldunni til greiðslu vátryggingabóta. Af hálfu stefnda er fjárhæð dómkröfu stefnanda sérstaklega mótmælt. Svo sem fram komi í stefnu byggi stefnandi fjárhæð kröfunnar á meintum mismun á því verði sem hann kveðst hafa fengið fyrir rækjuna á Japansmarkaði er hann seldi hana í maí 1993, sbr. dskj. nr. 6 og 7, og því verði sem hann telji sig hafa getað fengið fyrir hana óskemmda, sbr. dskj. nr. 7. Í tilefni af þessu hafi stefndi aflað upplýsinga frá Þjóðhagsstofnun um eðlilegt verð á rækju í japönskum jenum í maí 1993 miðað við þá stærðarflokka sem stefnandi hafi gefið upp á hinni skemmdu rækju. Í bréfi Þjóðhagsstofnunar á dskj. nr. 21 komi fram að verðið á óskemmdri rækju hafi verið mun lægra fyrir stærðarflokkana 50/70 og 70/90 heldur en stefnandi miði kröfugerð sína við. Séu verð Þjóðhagsstofnunar fyrir þessa stærðarflokka sett inn í töflu stefnanda á stefnunni fáist sú niðurstaða að meint tjón hans hafi numið 1.250.400 japönskum jenum en ekki 2.775.600, eins og hann miði kröfugerð sína við. Með því gengi sem stefnandi miði við sé fjárhæðin í íslensum krónum 719.805,- í stað stefnufjárhæðarinnar 1.597.802 króna. Vaxtakröfum stefnanda er mótmælt og færð fyrir því eftirfarandi rök: Samkvæmt 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda fyrnist vaxtakröfur á 4 árum. Eldri vextir en frá 11. desember 1993 séu því fyrndir, en málið hafi verið þingfest 11. desember 1997. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af fyrndum vöxtum. Þá er mótmælt upphafstíma dráttarvaxtakröfu. Ekki komi til greina að kröfuhafi geti haldið að sér höndum um lögsókn fyrir umdeildri kröfu um svo langan tíma sem hér um ræði og krafist dráttarvaxta af henni allan þann tíma. Er í því sambandi bent á að stefnandi hafi þegar á árinu 1993 undir höndum allar þær upplýsingar sem hann nú byggi kröfu sína á. Verði fallist á kröfur hans að einhverju leyti geti ekki verið rétt að dæma honum dráttarvexti fyrr en í fyrsta lagi frá þingfestingu 11. desember 1997. Er vísað til 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sem beita beri með lögjöfnun sé ákvæðið ekki talið eiga beint við. Um málskostnaðarkröfu er af hálfu stefnda vísað til ákvæða í 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstöður. Samkvæmt 5. lið vátryggingaskilmálanna, sem stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á, ber stefnda að bæta tjón stefnanda á frystum fiski vegna bilunar frystitækja í skipinu Sigurfara ÓF-30. Samkvæmt framburði yfirvélstjóra skipins fyrir dóminum gangsetti hann aðra af tveimur frystipressum í vélarrúmi skipsins að kvöldi 16. apríl 1993 áður en hann fór frá borði. Þegar hann kom aftur um borð að morgni 18. apríl s.á. til eftirlits hafði frystipressan stöðvast en aðvörunarljós hafði kviknað til merkis um það. Yfirvélstjórinn gangsetti strax hina frystipressuna. Þrátt fyrir það hafði hitastig hækkað í lestinni og komu síðar fram skemmdir eða útlitsgallar á rækjunni vegna þess. Þá liggur fyrir að dagana sem skipið var í höfn var ekki stöðugt eftirlit með frystikerfinu heldur fóru vélstjórar öðru hvoru um borð til eftirlits og þá í frítíma sínum. Ekki liggur fyrir hverjar ástæður voru fyrir því að frystipressan stöðvaðist. Þó er ljóst að pressan hefur ofhitnað annað hvort vegna þess að kæling hefur verið ófullnægjandi eða af öðrum ástæðum. Enn fremur hefur komið fram að frystipressan virkaði eðlilega þegar hún var gangsett síðar án þess að nokkur viðgerð færi fram á henni. Gera verður ráð fyrir því að við ofhitnun hafi myndast of mikill þrýsingur í búnaði frystipressunnar en afleiðing þess hefur orðið sú að kerfið hefur slegið út. Ekkert bendir þó til að atvik þessi sé unnt að rekja til bilunar á frystibúnaðinum sjálfum heldur hafi hann virkað eðlilega þegar búnaðurinn slökkti á frystipressunni vegna yfirþrýstings. Verður að telja með vísan til þessa og þeirra málsatvika sem tekist hefur að upplýsa í málinu að varnarbúnaður frystipressunnar hafi unnið eðlilega þegar hún ofhitnaði og stöðvaðist. Að þessu virtu verður að telja ósannað að stöðvun frystipressunnar verði rakin til bilunar í frystitækjum. Samkvæmt því verður 5. liður vátryggingaskilmálanna ekki talinn eiga við um atvikin er leiddu til tjónsins sem stefnandi varð fyrir er hitastig hækkaði í lestum skipsins þar sem rækjan var geymd. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 að stefnandi greiði stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari ásamt meðdómsmönnunum Ásgeiri Guðnasyni vélfræðingi og Magnúsi Helga Árnasyni héraðsdómslögmanni. Dómsorð: Stefndi, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, skal sýkn vera af kröfum stefnanda, Sædísar ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur.
Mál nr. 337/1998
Ærumeiðingar Tjáningarfrelsi Sýkna
JK eignaðist jörð í hreppnum R árið 1993, en deilt hafði verið í hreppnum á undanförnum árum um lagningu vegar í landi jarðar hans. JB, sem var á öndverðri skoðun við JK um vegarlagninguna, sótti hreppsnefndarfund í R sem varamaður á árinu 1997. Þar beindi oddviti hreppsins spurningu til hans varðandi afskipti hans af málum JK og var svar hans fært til bókar. Krafðist JK þess að ummælin yrðu dæmd ómerk þar sem í þeim fælist ærumeiðandi aðdróttanir í sinn garð. Þá krafðist hann að JB yrði refsað svo og greiðslu kostnaðar vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum auk þess sem hann krafðist miskabóta. Talið var sannað að ummælin hafi verið viðhöfð, en hvorki var talið að í þeim fælist refsiverð móðgun eða aðdróttun né að nægileg efni væru til að dæma þau ómerk. Var JB sýknaður af kröfum JK.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. ágúst 1998. Hann krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 30. október 1998. Hann krefst þess að eftirfarandi ummæli aðaláfrýjanda á fundi hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps 1. júlí 1997, sem rakin eru í a. og b. lið kröfugerðar hans í héraði, og færð voru til bókar í fundargerðarbók hreppsnefndar 16. sama mánaðar, verði dæmd ómerk: a. „Ég fékk grun þegar Jón Kjartansson hóf endurbyggingu gamla fjóssins í stað þess að byggja nýtt. Mig grunaði að Jón Kjartansson væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta og taldi hann hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Hafi maðurinn átt peninga þá færi hann ekki að gera við svona gamalt fjós. Tilgangur minn með því að verða mér úti um veðbókarvottorð fyrir Stóra-Kropp er svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir eru að fletta ofan af mönnum sem eru í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég grun minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu.“ b. „Það skiptir engu máli fyrir búskap á Stóra-Kroppi hvort þar kemur vegur eða ekki. Þessi spilaborg hrynur.“ Einnig krefst hann þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til refsingar fyrir ummælin og að hann verði dæmdur til greiða 200.000 krónur til að standa straum af kostnaði við birtingu dóms í heild í opinberum blöðum. Ennfremur krefst hann miskabóta að fjárhæð 500.000 krónur auk dráttarvaxta frá þingfestingardegi málsins til greiðsludags. Loks krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Svo sem greinir í héraðsdómi hafa aðilar máls þessa verið andstæðrar skoðunar um fyrirhugaða vegarlagningu í landi jarðar gagnáfrýjanda Stóra-Kropps í Borgarfirði. Á fundi hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps 1. júlí 1997 beindi Gunnar Bjarnason oddviti spurningu til aðaláfrýjanda um hvers vegna hann hefði aflað veðbókarvottorðs fyrir jörðinni, en ekki er deilt um að það hafi aðaláfrýjandi gert um hálfu öðru ári áður. Í fundargerð var eftirfarandi bókað: „Jón svaraði á þá leið að hann vildi fá vitneskju um hvað stæði í því, vegna þess að hann grunaði að um offjárfestingu væri að ræða þegar farið var í framkvæmdir á Stóra-Kroppi.” Í héraðsdómi segir einnig frá því, að á hreppsnefndarfundi 16. júlí 1997 hafi oddvitinn komið með blað, sem hann hafði ritað á drög að bókun, sem hann óskaði eftir að yrði færð í fundargerðarbók. Taldi hann hana vera réttari en þá, sem færð hafði verið til bókar 1. júlí. Eru öll hin umstefndu ummæli í síðari bókuninni. Á fundi hreppsnefndar 26. ágúst 1997 gerði aðaláfrýjandi athugasemd og sagði að bókunin frá 16. júlí hefði ekki verið orðrétt eftir sér höfð. Fyrir dómi kvað aðaláfrýjandi bókunina frá 1. júlí og hin umstefndu ummæli vera efnislega rétt eftir sér höfð, en ekki orðrétt. Fyrir Hæstarétti hélt aðaláfrýjandi því fram, að hann hefði ekki notað orðið fjárglæframaður um gagnáfrýjanda og það væri ósannað. Í framburði gagnáfrýjanda og eins vitnis fyrir héraðsdómi kom fram að aðaláfrýjandi undirritaði fyrrnefnda bókun á fundinum 16. júlí með einni athugasemd um atriði, sem ekki er hér til úrlausnar. Verður ráðið af gögnum málsins, að bókunin hafi þá strax verið leiðrétt um það atriði. Lögmaður gagnáfrýjanda í héraði krafði aðaláfrýjanda skýringa á ummælunum í bréfi 18. júlí 1997, sem aðaláfrýjandi svaraði 7. ágúst sama árs. Aðaláfrýjandi gerði þar enga tilraun til að vefengja að ummæli sín væru rétt eftir höfð eins og þau birtust í bókuninni. Að þessu virtu verður ekki fallist á þá varnarástæðu að ósannað sé að ummælin hafi verið viðhöfð. II. Aðaláfrýjandi bendir á, að gagnáfrýjandi hafi ítrekað látið í ljós í fjölmiðlum, að ef ráðagerðir um tiltekið vegarstæði nærri Stóra-Kroppi næðu fram að ganga, myndi hann neyðast til að hætta búskap þar. Hefur aðaláfrýjandi skýrt umdeild ummæli svo, að með þeim hafi hann verið að vísa til þess að jörðin Stóri-Kroppur væri veðsett umfram það, sem álíta mætti að búrekstur þar þyldi. Hafi hann með veðbókarvottorðinu fengið staðfest, að vafasamt væri að fullyrðingar gagnáfrýjanda um ástæður þess að búskapur kynni að leggjast af á Stóra-Kroppi stæðust. Með orðinu „fjárglæfrastarfsemi” þarf ekki að vera átt við refsiverða eða óheiðarlega starfsemi eða hátterni, sem skaðar aðra en fjárglæframanninn sjálfan. Verður ekki fallist á að aðaláfrýjandi hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis með þeim ummælum. Sama á við um orðin „að hafa óhreint mjöl í pokahorninu”, en það kemur í textanum í beinu framhaldi af þeim orðum, að gagnáfrýjandi væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta. Ekki eru efni til að fjalla sérstaklega um önnur einstök orð eða orðasambönd í hinum umdeilda texta. Þótt hin átöldu ummæli séu ekki kurteisleg og með þeim sé deilt á gagnáfrýjanda, verður ekki talið, þegar ofangreindar bókanir frá fundunum 1. og 16. júlí eru virtar í heild, að í þeim felist refsiverð móðgun eða aðdróttun, sbr. 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki eru heldur nægileg efni til að dæma ummælin ómerk. Verður aðaláfrýjandi sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Jón Björnsson, er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Jóns Kjartanssonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Héraðsdómur Vesturlands 7. júlí 1998. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 4. júní sl., er höfðað af Jóni Kjartanssyni, kt. 151149-2789, Stóra-Kroppi, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu á hendur Jóni Björnssyni, kt. 120655-2809, Deildartungu 1a, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu, með stefnu birtri 8. desember 1997 og þingfestri 16. desember 1997. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: „að eftirgreind ummæli stefnda, er hann hafði uppi á hreppsnefndarfundi Reykholtsdalshrepps hinn 1. júlí 1997 og færð voru til bókar í fundargerðarbók hreppsnefndar hinn 17. júlí 1997 verði dæmd ómerk: a.„Ég fékk grun þegar Jón Kjartansson hóf endurbyggingu gamla fjóssins í stað þess að byggja nýtt. Mig grunaði að Jón Kjartansson væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta og taldi hann hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Hafi maðurinn átt peninga þá færi hann ekki að gera við svo gamalt fjós. Tilgangur minn að verða mér út um veðbókarvottorð fyrir Stóra-Kroppi er svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir eru að fletta ofan af mönnum sem eru í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég grun minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu” b.„Það skiptir ekki máli fyrir búskap á Stóra-Kroppi hvort þar kemur vegur eða ekki. Þessi spilaborg hrynur.” 2. Að stefndi verði dæmdur til refsingar fyrir greind ummæli. 3. Að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 200.000.- til að standa straum af kostnaði við birtingu dóms í heild í opinberum blöðum. 4. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 500.000.- í miskabætur auk dráttarvaxta frá þingfestingardegi máls þessa til greiðsludags. 5. Að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.” Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Þá krefst stefndi þess að málflutningsþóknun beri virðisaukaskatt samkvæmt lögum nr. 50/1988. II. Stefnandi eignaðist jörðina Stóra-Kropp árið 1993. Um nokkurt skeið hafa verið skiptar skoðanir meðal íbúa Reykholtsdalshrepps um fyrirhugaða lagningu Borgarfjarðarbrautar í hreppnum. Hafa stefnandi og stefndi verið andstæðrar skoðunar í þeim efnum. Stefnandi hefur lýst þeirri skoðun sinni, að ómögulegt verði að halda áfram búskap, sem hann nú stundar á jörðinni Stóra-Kroppi, ef þjóðvegur verði lagður yfir tún jarðarinnar en stefndi hefur lagt áherslu á að sá kostur verði valinn. Miklar umræður og deilur hafa orðið um vegarlagninguna meðal íbúa hreppsins og hafa fjölmiðlar flutt fréttir af þeim. Stefndi er varamaður í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps. Hinn 1. júlí 1997 sótti hann hreppsnefndarfund. Á fundinum beindi Gunnar Bjarnason, oddviti, þeirri spurningu til stefnda hver hefði verið tilgangur hans með því að afla sér veðbókarvottorðs fyrir jörðinni Stóra-Kroppi í janúar 1996 og óskaði hann eftir að svar stefnda yrði bókað. Í fundargerð frá hreppsnefndarfundinum var bókað eftirfarandi: „Jón svaraði á þá leið að hann vildi fá vitneskju um hvað stæði í því, vegna þess að hann grunaði að um offjárfestingu væri að ræða þegar farið var í framkvæmdir á Stóra-Kroppi.” Á hreppsnefndarfundi 16. júlí 1997 gerði Gunnar Bjarnason athugasemdir við bókun á svari stefnda á fundinum 1. júlí. Hafði Gunnar meðferðis eftirfarandi skriflega bókun, sem hann óskaði eftir að væri færð til bókar; „Ég fékk grun þegar Jón Kjartansson hóf endurbyggingu gamla fjóssins í stað þess að byggja nýtt. Mig grunaði að Jón Kjartansson væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta og taldi hann hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Hafði maðurinn átt peninga þá færi hann ekki að gera við svona gamalt fjós. Tilgangur minn með því að verða mér úti um veðbókarvottorð fyrir Stóra-Kropp er svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir eru að fletta ofan af mönnum sem eru í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég grun minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu. Ég fór ekki með veðbókarvottorðið um sveitir. Það skiptir engu máli fyrir búskap á Stóra-Kroppi hvort þar kemur vegur eða ekki. Þessi spilaborg hrynur” Jafnframt var bókað: „Jón Björnsson segir þetta rétt eftir sér haft og gerir ekki athugasemdir við bókunina.” Lögmaður stefnanda ritaði stefnda bréf hinn 18. júlí 1997 og óskaði eftir útskýringum á fyrrgreindum ummælum. Stefndi svaraði bréfi þessu hinn 7. ágúst 1997. Á hreppsnefndarfundi 26. ágúst 1997 var fundargerð frá fundinum 1. júlí lesin og samþykkt með eftirfarandi athugasemd frá stefnda:„Jón Björnsson gerir athugasemd við að bókun frá 16. júlí sé ekki orðrétt eftir sér höfð frekar en það sem Sigurður skrifaði í fundargerðina 1. júlí ´97. Jón spyr Gunnar af hverju hann hafi ekki skrifað orðrétt eftir segulbandsupptökunni. Gunnar svaraði því til að hann hafi ekki haft segulbandsupptöku af fundinum undir höndum”. III. Stefnandi byggir kröfur sínar um ómerkingu ummæla og refsikröfu á því að í hinum umstefndu ummælum felist ærumeiðandi aðdróttanir í sinn garð. Ummælin séu höfð frammi gegn betri vitund og beinlínis í því skyni að sverta mannorð stefnanda. Ummælin séu án nokkurs lögmælts tilefnis og hafi þau ekki verið réttlætt af stefnda. Ummæli stefnda séu þyngri á metunum en ella þegar það er haft í huga að stefndi er hreppstjóri Reykholtsdalshrepps og varamaður í hreppsnefnd og hafði ummælin uppi á fundi sveitarstjórnar, þar sem þau hafi verið færð til bókar. Í fyrri ummælunum sem krafist sé að verði ómerkt lýsi stefndi grun sínum um meint misferli stefnanda, þar sem hann sé talinn hafa „óhreint mjöl í pokahorninu” auk þess sem efnaleg staða stefnanda sé dregin í efa og honum líkt við „fjárglæframann”. Stefndi ljúki síðan máli sínu með þeim orðum að hann hafi fengi þennan grun sinn staðfestan. Stefnandi telur ótvírætt að í þessum ummælum felist ásakanir um ámælisverða og jafnvel refsiverða hegðun hans í fjármálum og því til viðbótar að stefnandi standi höllum fæti fjárhagslega. Þessar aðdróttanir séu tilhæfulausar og verði ekki annað séð en þær séu hafðar uppi í þeim tilgangi að meiða æru stefnanda og rýra lánstraust hans. Seinni ummælin séu sömu sök seld. Þar láti stefndi að því liggja að engu skipti búskaparskilyrði á jörð stefnanda, þar sem búskapurinn sé aðeins „spilaborg”, sem muni hrynja. Með þessum ummælum sé vegið að starfi stefnanda sem bónda og feli ummælin í sér staðhæfingu um að hann sé óhæfur til bústarfa og hafi ekki fjárhagslega getu til búskaparins. Stefnandi byggir á því að aðdróttanir, sem felist í ummælunum varði við 236. gr. laga nr. 19/1940 eða eftir atvikum 235. gr. laganna. Kröfu um ómerkingu ummæla byggir stefnandi á 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940, en kröfu um kostnað við birtingu dóms byggir stefnandi á 2. mgr. greinds lagaákvæðis, en ummælin séu óviðurkvæmileg án tillits til refsinæmis þeirra. Kröfu um miskabætur byggir stefnandi á almennum reglum skaðabótaréttarins og saknæmisreglu 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 130. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, en mál þetta snúist ekki um virðisaukaskattskylda starfsemi stefnanda og beri honum því nauðsyn til að fá stefnda dæmdan til greiðslu skattsins. IV. Stefndi byggir kröfu sína á því, að hann hafi ekki haft í frammi óviðurkvæmileg ummæli á hreppsnefndarfundi 1. júlí 1997. Kveðst stefndi ekki hafa haft frumkvæmið að því að ræða fjárhagsstöðu stefnanda eða önnur atriði honum viðkomandi á fundinum 1. júlí. Kveðst hann eingöngu hafa svarað fyrirspurn, sem til hans hafi verið beint. Ósannað sé að þau orð, sem tilgreind séu í stefnu, hafi fallið á fundinum. Stefndi kveðst ekki treysta sér til að fullyrða nákvæmlega hvaða orð hann notaði í svari sínu til Gunnars Bjarnasonar. Stefndi hefur skýrt svör sín þannig, að hann hafi í janúar 1996 ákveðið sem einstaklingur að kanna veðsetningu á Stóra-Kroppi. Það hafi hann gert til að ganga úr skugga um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga stefnanda að ef búskapur leggist af á jörðinni í nánustu framtíð sé það vegna vegarlagningarinnar, verði tillagan að veruleika. Eftir skoðun á veðbókarvottorði telji hann jörðina veðsetta umfram það sem hann álíti rekstur búsins þola. Hann hafi þannig fengið staðfet að vafasamt sé að þær fullyrðingar stefnda um ástæður þess að búskapur kunni að leggjast af á Stóra-Kroppi standist. Stefndi kveðst og hafa bent stefnanda á það, í bréfi sínu, að stefnandi hafi farið rangt með í fjölmiðlum, afstöðu Búnaðarsambands Borgarfjarðar til vegarlagningar. Kveðst stefndi hafa vitað þetta um nokkurt skeið og hafi hann gert grein fyrir því á fundinum að stefnandi hallaði réttu máli án þess þó að geta sérstaklega um bréf Búnaðarsambandsins. Stefndi kveður svör sín á fundinum alls ekki hafa falið í sér ásakanir um refsivert athæfi. Svörin hafi ekki heldur falið í sér neina afstöðu til heildarfjárhagsstöðu stefnanda eða fjárhagslega getu til búskapar, en hann hafi ekki kannað eignastöðu hans að neinu öðru leyti. Stefndi hafi ekki látið annað í ljós, en að veðbókarvottorðið hafi gefið sér tilefni til neikvæðra hugleiðinga varðandi fjárfestingar á Stóra-Kroppi. Stefndi telur að fráleitt sé að skilja svör sín þannig að sé að vega að starfi stefnanda sem bónda eða hæfni hans til bústarfa. Stefndi telur sig hafa sýnt fram á sannleiksgildi ummæla, sem fram hafi komið á fundinum 1. júlí 1997, en hann hafi á engan hátt haft frumkvæðið að umræðunni á fundinum. Með vísan til 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, sbr. 11. gr. laga nr. 97/1995 hafi stefnda verið heimilt að tjá svör sín á þann hátt sem hann hafi gert. Ummælin feli ekki í sér ærumeiðandi aðdróttun og hafi ekki verið óviðurkvæmileg. Stefndi mótmælir refsikröfu og kveðst ekki hafa haft í frammi ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda. Kveður stefndi ummælin ekki hafa verið borin fram gegn betri vitund. Þá hafi svör stefnda ekki valdið stefnanda neinu tjóni. Stefndi mótmælir á sama hátt kröfu um greiðslu kostnaðar til að standa straum af birtingu dóms. Væri réttur til slíkrar kröfu fyrir hendi sé krafa stefnanda alltof há. Stefndi mótmælir og miskabótakröfu stefnanda, þar sem ekki sé um ólögmæta meingerð að ræða, sem sé skilyrði fyrir miskabótum samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga. Stefnandi hafi ekki sannað eða gert sennilegt að hann hafi orðið fyrir tjóni, m.a. er haft sé í huga að fáir hafi setið umræddan fund. Þá kveður stefndi miskabótakröfu á grundvelli saknæmisreglu ekki standast, þar sem ekki sé um fjártjón að ræða. Stefndi byggir málskostnaðarkröfu sína á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun byggir stefndi á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Mál þetta varði ekki virðisaukaskattskylda starfsemi stefnda og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi stefnanda. VI. Fyrir liggur að stefndi átti ekki frumkvæðið af því að ræða veðbókarvottorð jarðarinnar Stóra-Kropps á hreppsnefndarfundi 1. júlí heldur var það oddvit hreppsnefndar. Tilefni fyrirspurnar oddvita til stefnda á hreppsnefndarfundinum, var sú vitneskja, að stefndi hafði útvegað sér veðbókarvottorð jarðarinnar Stóra-Kropps. Stefndi bar fyrir dómi, að hann hafi ekki farið með veðbókarvottorðið út úr húsi og sýnt það sveitungum, en hann hafi þó sýnt það einhverjum sem komið hafi á heimil stefnda. Bar stefndi að það nægði til þess að vitneskja um vottorðið og efni þess færi um alla sveitina. Fyrir liggur og að svar stefnda við þessari fyrirspurn var ekki ritað í fundargerðarbók orðrétt eftir honum. Voru ummæli þau sem stefnt er fyrir rituð í fundargerðarbók hreppsnefndar á fundi 16. júlí 1997. Var það gert samkvæmt skriflegri fyrirsögn oddvita. Var bókunin lesin upp og samþykkti stefndi á þeim fundi orðalag bókunarinnar og kvað rétt eftir sér haft. Ber því að líta svo á að með því hafi stefndi viðhaft þau ummæli, sem þar eru færð til bókar, þó svo hann reki nú ekki minni til orða sinna, nákvæmlega, á næsta fundi eða nú. Ummæli stefnda sem stefnt er vegna og koma fram í a.lið stefnu verða ekki skilin öðru vísi en svo að athafnir stefnda hafi verið vegna þess að hann hafi talið stefnanda hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Hafi tilgangur stefnda verið, eins og haft er eftir stefnda „svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir eru að fletta ofan af mönnum sem eru í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég grun minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu”. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er orðið „fjárglæframaður” skýrt sem glæframennska í fjármálum. Telur dómarinn að almenn merking orðsins fjárglæframaður, hafi aðra og saknæmari merkingu í hugum fólks og vísi til glæpsamlegrar starfsemi. Virðist svo og vera er ummælin eru skoðuð í heild, en þar byrjar stefndi á að lýsa þeim grun sínum, að hann telji stefnanda hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Þá hafi tilgangurinn verið að „fletta ofan af” fjárglæfrastarsemi stefnanda. Þó svo framlagt veðbókarvottorð sýni að jörðin er mikið veðsett, verður ekki talið að ummæli stefnda feli í sér gildisdóm, þar sem lagt sé mat á staðreyndir, enda með engu móti hægt að draga þá ályktun af veðbókarvottorði að stefnandi sé fjárglæframaður eða segja til um fjárhagsstöðu hans. Ummæli stefnda, sem fram koma í a. lið stefnu teljast samkvæmt framansögðu ærumeiðandi aðdróttanir í garð stefnanda og til þess fallin að sverta mannorð hans. Hefur stefndi með þessum orðum sínum gerst sekur um brot gegn 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing stefnda ákveðst hæfileg 15.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem stefnda ber að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæta ella varðhaldi í 4 daga. Þá ber að ómerkja ummæli í a.lið með vísan til 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem ummælin eru óviðurkvæmileg. Hin refsiverðu ummæli eru til þess fallin að rýra álit stefnanda og telst meingerð við hann og verður því fallist á að stefnandi eigi rétt til miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af því að ummælin voru sett fram á opinberum vettvangi þykja bætur til handa stefnanda hæfilega ákveðnar krónur 90.000 og skulu þær bera vexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá dómsuppsögu til greiðsludags. Þá ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda krónur 50.000 til þess að standa straum af birtingu dómsorðs í opinberu blaði, skv. 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ummæli stefnda sem fram koma í í b.lið stefnu verða skilin svo, að þar sé stefndi að nota líkingarmál til að lýsa skoðun sinni um framtíð búskapar á Stóra-Kroppi. Ummæli þessi verða ekki talin óviðurkvæmileg á þann hátt að ómerkja beri þau eða refsa stefnda fyrir að hafa þau uppi. Ber því að sýkna stefnda af kröfum vegna þessa liðar í stefnu. Eftir þessum úrslitum skal stefndi greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn krónur 80.000 og hefur þá verið tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Hervör Þorvaldsdóttir, dómstjóri, kvað upp dóm þennan, en uppkvaðning hans hefur dregist nokkuð vegna embættisanna. Dómsorð: Framangreind ummæli samkvæmt a.lið skulu vera ómerk. Stefndi Jón Björnsson, greiði krónur 15.000 í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varðhaldi í fjóra daga. Stefndi greiði stefnanda, Jóni Kjartanssyni, krónur 90.000 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 frá 7. júlí 1998 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda krónur 50.000 til að standast straum af birtingu dómsorðs í opinberu blaði. Stefndi greiða stefnanda krónur 80.000 í málskostnað.
Mál nr. 325/1998
Gjaldþrotaskipti Riftun
Félagið A var í viðskiptum við sparisjóðinn V. A seldi veitingarekstur sinn til B sem greiddi hluta kaupverðsins með því að gefa út skuldabréf beint til V. V keypti síðan veðskuldabréfið fyrir 6.831.159,60 kr. og var andvirði þess ráðstafað til lækkunar á skuld A við V. Bú A var tekið til gjaldþrotaskipta og höfðaði þrotabúið mál til riftunar þessara ráðstafana á grundvelli þess að V hafi fengið veðskuldabréfið afhent til greiðslu á skuldum A innan sex mánaða fyrir frestdag við gjaldþrotaskipti. Í málinu var ekki sýnt fram á að samið hefði verið fyrir fram um að greiða ætti skuldir A með þessu formi og var fallist á að greiðsla hefði verið innt af hendi með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Talið var að greiðslan hafi ekki geta virst vera venjuleg og var krafa þrotabús A um riftun tekin til greina. Var V dæmdur til að greiða þrotabúi A 6.831.159,60 kr. ásamt dráttarvöxtum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. ágúst 1998. Hann krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að þola riftun á greiðslu skulda Antons ehf. við hann, sem fram fór með afhendingu veðskuldabréfs að upphaflegri fjárhæð 7.000.000 krónur, útgefnu 10. júní 1996 af Bónusvideó ehf. Einnig krefst hann þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 6.831.159,60 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 23. ágúst 1996 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 25. ágúst 1998. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað, sem hann krefst að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt gögnum málsins var hlutafélagið Anton stofnað 1988 og átti aðallega að hafa með höndum veitingarekstur. Allt frá því ári mun félagið hafa átt bankaviðskipti við gagnáfrýjanda. Vegna þessara viðskipta gaf félagið út í apríl og nóvember 1994 þrjú tryggingarbréf, hvert að fjárhæð 1.000.000 krónur, sem veittu gagnáfrýjanda veðrétt í þremur fasteignum til tryggingar hvers konar skuldum félagsins við hann. Ein fasteignin var í eigu stjórnarmanns í félaginu, en hinar tvær tilheyrðu mönnum, sem ekki verður séð að hafi átt hlut að því. Í október á sama ári gaf félagið að auki út tryggingarbréf til gagnáfrýjanda að fjárhæð 1.700.000 krónur með veði í eignarhluta þess í fasteign að Nýbýlavegi 14 í Kópavogi. Með samningi 3. apríl 1996, sem var breytt með viðauka 10. júní sama árs, seldi Anton hf. veitingarekstur sinn ásamt öllu, sem honum tilheyrði, fyrir 9.000.000 krónur. Kaupandinn, Bónusvideó ehf., greiddi 2.000.000 krónur með peningum hinn fyrrnefnda dag, en þann síðarnefnda greiddi hann eftirstöðvar kaupverðsins með því að gefa út skuldabréf að fjárhæð 7.000.000 krónur, sem var tryggt með fyrsta veðrétti í fasteign að Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Var skuldin verðtryggð og átti að greiðast ásamt meðaltalsvöxtum af sambærilegum skuldabréfum með mánaðarlegum afborgunum á tíu árum. Skuldabréfið var gefið út beint til gagnáfrýjanda. Hinn 25. júlí 1996 gaf Anton hf. út yfirlýsingar, þar sem samþykkt var að þrjú af þeim fjórum tryggingarbréfum, sem fyrr var getið, með veði í fasteignum félagsins, stjórnarmanns þess og eins áðurnefnds veðsala til viðbótar, myndu framvegis ná til skuldar Bónusvideó ehf. samkvæmt veðskuldabréfinu 10. júní 1996. Þessum yfirlýsingum, sem í tveimur tilvikum voru sérstaklega áritaðar um samþykki veðsala, var þinglýst 13. og 23. ágúst 1996. Síðastnefndan dag keypti gagnáfrýjandi veðskuldabréfið frá 10. júní 1996 fyrir 6.831.159,60 krónur. Af þeirri fjárhæð var samtals 246.622,80 krónum varið samdægurs til að greiða vanskil frá tímabilinu 20. apríl til 20. ágúst 1996 af tveimur skuldabréfum, útgefnum af Antoni hf. Jafnframt voru þá greiddar eftirstöðvar þessara skuldabréfa, alls 1.584.127,20 krónur, en í málinu liggur ekkert fyrir um að þær hafi verið felldar í gjalddaga vegna þeirra vanskila, sem áður er getið. Hinn 26. ágúst 1996 var síðan afgangi kaupverðs skuldabréfsins, 5.000.409,60 krónum, ráðstafað til lækkunar á skuld félagsins við gagnáfrýjanda vegna yfirdráttar á tékkareikningi, en eftir þá greiðslu stóð hún í 416.072,04 krónum. Með bréfi, sem barst héraðsdómi 22. júlí 1996, kom fram krafa lánardrottins um að tekið yrði til gjaldþrotaskipta bú Antons, sem þá var orðið einkahlutafélag. Úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp 17. janúar 1997. Samkvæmt málflutningi fyrir Hæstarétti mun aðaláfrýjandi í raun vera eignalaus ef frá er talin krafan, sem hann sækir í málinu. Við gjaldþrotaskiptin munu lánardrottnar félagsins hafa lýst kröfum að fjárhæð samtals 33.159.395 krónur. Gagnáfrýjandi er ekki meðal þeirra. Í málinu leitar aðaláfrýjandi riftunar á framangreindum ráðstöfunum, sem leiddu til greiðslu á skuldum Antons ehf. við gagnáfrýjanda. Aðaláfrýjandi reisir málsóknina aðallega á ákvæði 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., til vara á 134. gr. laganna, en að því frágengnu á 141. gr. þeirra. Málsástæðum aðilanna er gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. II. Í málatilbúnaði gagnáfrýjanda er því haldið fram að fyrirsvarsmenn Antons ehf. hafi óskað eftir því um vorið 1996 að félagið fengi að greiða skuldir sínar við hann með skuldabréfi frá Bónusvideó ehf., sem vildi kaupa rekstur þess. Þessi fyrirætlan hafi gengið eftir og gagnáfrýjandi fengið veðskuldabréfið afhent í júní 1996, en það hafi þá verið gefið út beint á nafn hans. Aðaláfrýjandi hefur ekki mótmælt þessari lýsingu gagnáfrýjanda á aðdraganda þeirrar ráðstöfunar, sem deilt er um í málinu. Samkvæmt þessu fékk gagnáfrýjandi veðskuldabréfið afhent til greiðslu á skuldum Antons ehf. innan sex mánaða fyrir frestdag við gjaldþrotaskipti á búi félagsins. Greiðsla á peningakröfu með viðskiptabréfi á hendur þriðja manni getur almennt ekki talist venjulegur greiðslueyrir í viðskiptum. Breytir þar engu þótt viðtakandi greiðslunnar sé lánastofnun. Gagnáfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að samið hafi verið fyrir fram um að greiða ætti í þessu formi skuldir Antons ehf., sem um ræðir í málinu. Verður því fallist á það með aðaláfrýjanda að greiðsla á skuldum félagsins hafi verið innt af hendi með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Eins og áður greinir hefur gagnáfrýjandi viðurkennt að sér hafi um vorið 1996 verið kunnugt um að skuldabréf, sem Anton ehf. óskaði eftir að nýta til greiðslu skulda sinna, myndi koma til vegna sölu á atvinnurekstri félagsins. Sem bankastofnun félagsins mátti gagnáfrýjanda vera kunnugt um að það ætti litlar sem engar eignir að öðru leyti. Skuldabréfið var ritað á eyðublað frá gagnáfrýjanda og var gefið út til hans, þótt það hafi í raun verið greiðsla til Antons ehf. Andvirði þess var að hluta varið til að greiða skuldir, sem ekki verður séð að hafi verið komnar í gjalddaga. Í þessu ljósi gat greiðslan með engu móti virst vera venjuleg eftir atvikum. Samkvæmt þessu og með vísan til 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 verður krafa aðaláfrýjanda um riftun tekin til greina. Gagnáfrýjandi hafði hag af greiðslu á skuldum Antons ehf. með andvirði veðskuldabréfsins, sem um ræðir í málinu, í skilningi upphafsmálsliðar 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991, þótt hann kunni að hafa átt kost á að ganga að einhverju leyti eða öllu að veðum og ábyrgðarmönnum til fullnustu á þeim, sbr. dóm Hæstaréttar í dómasafni 1996, bls. 911. Gagnáfrýjandi hefur ekki borið því við að veðskuldabréfið hafi ekki komið sér að notum sem greiðsla. Telja verður að tjón aðaláfrýjanda svari til fullrar fjárhæðar greiðslunnar. Verður gagnáfrýjandi því dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda 6.831.159,60 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 26. júní 1997, en þá var liðinn mánuður frá því að aðaláfrýjandi krafði hann fyrst um greiðslu, sbr. 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga. Gagnáfrýjandi verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Rift er greiðslu á skuld Antons ehf. við gagnáfrýjanda, Sparisjóð vélstjóra, með skuldabréfi að fjárhæð 7.000.000 krónur, útgefnu 10. júní 1996 af Bónusvideó ehf. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda, þrotabúi Antons ehf., 6.831.159,60 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 26. júní 1997 til greiðsludags. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur 26. maí 1998. Mál þetta sem dómtekið var 28. apríl sl. er höfðað með stefnu birtri 3. október 1997. Stefnandi er þrotabú Antons ehf., kt. 610788-1659, Kringlunni 7, Reykjavík. Stefndi er Sparisjóður vélstjóra, kt. 610269-2229, Borgartúni 18, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að rift verði með dómi greiðslu á þeim hluta skuldar Antons ehf.., kt. 610788-1659, við Sparisjóð vélstjóra, kt. 610269-2229, sem fram fór með afhendingu veðskuldabréfs upphaflega að fjárhæð kr. 7.000.000 útgefið af Bónusvídeói ehf., kt. 621292-3159. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 6.831.159, 60 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 23. ágúst 1996 til greiðsludags. Þess er krafist að vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða tímabili í fyrsta sinn 23. ágúst 1997, en síðan árlega þann sama dag. 3. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara er þess krafist að stefnufjárhæð verði lækkuð og málskostnaður verði felldur niður. Í stefnu er málavöxtum og málsástæðum lýst svo, að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. janúar 1997 hafi Anton ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin hafi verið 22. júlí 1996. Við lestur gagna úr bókhaldi Antons ehf. hafi komið í ljós að þann 23. ágúst 1996 hafi forsvarsmenn fyrirtækisins afhent stefnda veðskuldabréf að nafnvirði 7.000.000 króna gefið út af Bónusvídeó hf. 10. júní 1996. Bréfið hafi verið tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni Lækjargötu 2, Hafnarfirði. Bréf þetta hafi verið tilkomið vegna sölu Antons hf. á rekstri flatbökuveitingastaða og heimsendingarþjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá stefnda muni Sparisjóðurinn hafa keypt bréfið á 6.831.159,60 krónur. Hafi fénu verið ráðstafað þannig að 5.000.409,60 hafi farið inn á viðskiptareikning Antons hf. og það sem eftir stóð 1.830.750 krónur farið til greiðslu á tveimur veðskuldarbréfum. Bæði skuldabréfin hafi verið í vanskilum. Því er haldið fram að í raun hafi framangreind fjárhæð 5.000.409,60 krónur verið notuð til að greiða inn á yfirdráttarheimild stefnanda, vegna reiknings við Sparisjóðinn nr. 040742 eftir að 1.830.750 krónur hefðu verið nýttar til uppgreiðslu tveggja samhljóða skuldabréfa sem hafi verið í vanskilum. Greiðandi umræddra bréfa hafi verið Anton ehf. og á greiðsludegi þann 23. ágúst 1996 hafi 5 mánaðarlegar afborganir verið fallnar í gjalddaga. Samkvæmt skilagreinum frá stefnda hafi ógjaldfallnar eftirstöðvar á hvoru þessara bréfa þann 23. ágúst 1996 numið um kr. 767.014,10. Þegar þetta hafi legið fyrir í apríl 1997 hafi skiptastjóri sent áskorun til stefnda um skil á skuldabréfinu dags. 26. maí 1997. Þar sem þeirri áskorun hafi ekki verið sinnt sé gripið til málshöfðunar þessarar. Byggir stefnandi á því að um sé að ræða gerning milli stefnda og forsvarsmanna Antons ehf., sem hafi átt sér stað eftir frestdag. Er á því byggt að stefndi hafi vegna eðlis viðskiptasambands síns við Anton ehf. mátt hafa vitneskju um bága fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þá er einnig á því byggt að greiðslur til stefnda, það er afhending skuldabréfsins, hafi verið greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri, greidd fyrr en eðlilegt var og greidd hafi verið fjárhæð sem skert hafi greiðslugetu Antons ehf. verulega. Loks er á því byggt að framangreind ráðstöfun á skuldabréfinu sé á ótilhlýðilegan hátt stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til 20. kafla laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 einkum 134. gr. 139. gr. og 141. gr. laganna. Af hálfu stefnda er málavöxtum lýst á þá leið að félagið Anton ehf. hafi stofnað tékkareikning hjá stefnda í júlí 1988. Um nokkurra ára skeið hafi stefndi talið félagið góðan viðskiptamann sem ekki hafi verið í vanskilum. Á árinu 1996 hafi félagið hins vegar verið komið í vanskil gagnvart stefnda. Hafi það skuldað yfirdrátt á tékkareikningi og einnig átti stefndi kröfu á félagið samkvæmt tveimur skuldabréfum nr. 41388 og 41389. Til tryggingar skuldum þessum hafi verið tryggingabréf með allsherjarveði í fjórum fasteignum auk tveggja tryggingavíxla sem samtals hefðu verið að fjárhæð 2.750.000 krónur. Fyrirsvarsmenn félagsins hafi óskað eftir því við fyrirsvarsmenn stefnda vorið 1996 að greiða skuldir þessar með skuldabréfi. Í apríl hafi þess verið óskað að greiðsla ætti sér stað með bréfi með sjálfskuldarábyrgð, en því verið hafnað af hálfu stefnda. Í júní hefði verið farið fram á að keypt yrði skuldabréf að fjárhæð 7.000.000 króna tryggt með veði í Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Bréfið hafi þeir kvaðst mundu fá afhent frá Bónusvídeói ehf., sem hafi viljað kaupa rekstur fyrirtækisins. Stefndi hafi samþykkt þessa ráðstöfun og skuldabréfið verið gefið út beint á nafn stefnda en bréfið er dags. 10. júní 1996. Stefndi hefði haft bréfið í vörslum sínum frá því í júní 1996, en endanleg bókun á ráðstöfun andvirðis beðið þess að gengið yrði frá þinglýsingum. Þar sem veðtrygging bréfsins í Lækjargötu 2, Hafnarfirði hafi verið á mörkum þess að uppfylla kröfu stefnda um veðhæfni hafi verið ákveðið að sum þeirra tryggingabréfa, sem stefndi átti fyrir til tryggingar skuldum Antons ehf., stæðu áfram á viðkomandi fasteignum. Yfirlýsingar hér að lútandi hafi verið undirritaðar 25. júlí 1996. Yfirlýsingar sem vörðuðu eignir í Reykjavík hafi verið afhentar til þinglýsingar 9. ágúst sama ár. Vegna athugasemda þinglýsingardeildar í Kópavogi varðandi frágang hafi skjal er varðaði eign í því umdæmi ekki verið afhent til þinglýsingar fyrr en 22. ágúst sama ár og innfært næsta dag. Að aflokinni þessari þinglýsingu hafi kaup á skuldabréfinu verið bókuð 23. ágúst 1996 og andvirðinu ráðstafað eins og fram kemur í málinu. Eins og að framan greini hafi skuldir Antons ehf. verið tryggðar með allsherjarveði í fjórum fasteignum. Skiptastjóri þrotabúsins hafi óskað upplýsinga hjá stefnda um kaupin á skuldabréfinu og hafi þær verið látnar í té með bréfi 16. apríl 1997. Skiptastjóri hafi lýst yfir riftun með bréfi dags. 26. maí 1997, en í framhaldi af því hafi lögmaður stefnda mótmælt því munnlega við skiptastjóri að stefndi mótmælti riftun. Í stefnu komi fram að stefnandi telji hina meintu riftanlegu ráðstöfun hafi átt sér stað eftir frestdag og vísi hann til stuðnings kröfu sinni jöfnum höndum til 134., 139., 141., gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Stefndi telur að ráðstöfunin hafi átt sér stað fyrir frestdag. Skuldabréfið sé gefið út 10. júní 1997 á nafn stefnda, enda hafi þá verið afráðið að bréfið yrði keypt. Bréfið hafi verið afhent í júní, en eftir verið að ganga frá þinglýsingu yfirlýsinga. Stefndi tekur fram að hann telji sig í öllum tilvikum getað borið fyrir sig 1. mgr. 142. gr. laganna óháð því hvort greiðsla teljist hafa átt sér stað fyrir eða eftir frestdag. Um riftun á grundvelli 139. gr., þ.e.a.s. riftun á greiðslu skuldar eftir frestdag, mótmælir stefndi því að skilyrði riftunar hafi verið fyrir hendi á þeim grundvelli. Skuldabréfið sem útgefið sé af Bónusvídeó ehf.. 10. júní 1996 hafi verið afhent stefnda strax eftir útgáfu þess og kaup þess samþykkt. Bókun hafi átt sér stað 23. ágúst 1996. Beiðni Tollstjórans í Reykjavík um gjaldþrotaskipti hafi borist Héraðsdómi 22. júlí 1996, en úrskurður um gjaldþrotaskipti verið kveðinn upp 17. janúar 1997. Í birtingavottorði komi fram að kvaðning vegna gjaldþrotabeiðninnar hafi verið birt 2. september 1996. Er stefndi tók við skuldabréfinu hafi honum verið ókunnugt um að gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá félaginu og honum verið ókunnugt um það 23. ágúst 1996, að óskað hefði verið eftir gjaldþrotaskiptum á búi félagsins. Skuldir félagsins hafi verið tryggðar með þeim hætti sem lýst hefur verið og stefndi hafi því ekki lokað reikningunum eða hafið lögfræðiinnheimtu vegna vanskila. Mótmælt er athugasemdum í stefnu um eðli viðskiptasambands stefnda og hins gjaldþrota félags. Stefndi hafi enga ástæðu haft til að ætla að óskað hefði verið gjaldþrotaskipti á búi félagsins. Stefndi hafi ekki haft upplýsingar um skuldastöðu félagsins að öðru leyti en því sem varðaði hann sjálfan. Stefnda hafi þótt eðlilegt að við sölu á rekstri félagsins yrði andvirðið notað til að greiða skuldir viðskiptabanka félagsins, sem hefðu áður haft veð í eignum þriðja manns til tryggingar. Til marks um góða trú stefnda megi einnig benda á að hann hafi sleppt hluta af þeim tryggingum er hann hafði fyrir hina umdeildu ráðstöfun. Nái krafa stefnanda fram að ganga eigi stefndi ekki möguleika á að endurheimta þær. Um riftun á grundvelli 134. gr., þ.e.a.s. riftun á greiðslu skuldar á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag, segist stefndi mótmæla því að skilyrði hafi verið fyrir hendi samkvæmt þessu ákvæði. Ekki hafi verið um óeðlilegan greiðslueyri að ræða en skuldir Antons ehf. hafi verið tryggðar fyrir hina umdeildu ráðstöfun. Skuldirnar sem hafi verið greiddar hafi verið í vanskilum, því hafi ekki verið greitt fyrr en eðlilegt var. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að greiðslan hafi skert greiðslugetu fyrirtækisins verulega. Greiðslan með skuldabréfinu hafi verið eðlileg og venjuleg eins og hér stóð á. Skuldir Antons ehf. hafi verið tryggðar að stórum hluta í eignum þriðja manns og viðtaka á skuldabréfi útgefnu af þriðja aðila hafi því verið eðlileg í þessu tilviki. Verði fallist á riftun með heimild í þessu ákvæði bendir stefndi á 1. mgr. 142. gr. gjaldþrotalaga. Samkvæmt því ákvæði skuli riftunarþoli aðeins greiða búi fjárhæð sem svarar til þess sem greiðsla hefði komið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni búsins. Ekki hafi verið sýnt fram á meint tjón búsins. Stefndi telji að sýkna eigi hann af kröfu stefnanda, þar sem greiðsla skulda Antons ehf.. hefði fengist hvort sem var með því að knýja fram nauðungarsölu á hinum veðsettu eignum. Eignir þessar hafi staðið fyllilega undir tryggingunum eins og framlögð gögn málsins sýni. Greiðslan hafi því ekki komið að þeim notum, sem áskilin séu í 1. mgr. 142. gr. Þá segir um riftun á grundvelli 141. gr. að henni sé mótmælt. Viðtaka skuldabréfsins hafi ekki verið ótilhlýðileg eins og sýnt hafi verið fram á hér að framan. Stefndi hafi ekki vitað um ógjaldfærni Antons ehf. og ekki getað vitað um hana, eins og einnig hafi verið sýnt fram á. Stefnda hafi verið ókunnugt um árangurslaust fjárnám hefði verið framkvæmt hjá félaginu eða óskað hefði verið gjaldþrotaskipta. Um þetta hafi stefndi heldur ekki getað vitað. Þvert á móti hafi stefndi mátt með réttu telja að með sölu rekstrarins gæti félagið staðið við skuldbindingar við stefnda og aðra hugsanlega lánardrottna. Niðurstaða. Í svari stefnda við fyrirspurn lögmanns stefnanda dagsettu 16. apríl 1997 kemur fram að stefndi keypti skuldabréf af stefnanda að fjárhæð 7.000.000 króna 23. ágúst 1996 og að stærsti hluti þess hafi farið inn á reikning stefnanda eða samtals 5.000.409,60 krónur. 1.830.750 krónur fóru til greiðslu á skuldabréfum sem stefnandi hafði gefið út til stefnda. Bréfi þessu fylgir kaupnóta dagsett 23. ágúst 1996 þar sem fram kemur að stefndi keypti skuldabréfið af stefnanda fyrir 6.831.159,60 krónur. Af þessum gögnum er sýnt að greiðsla fór fram eftir frestdag sem ekki er deilt um að var 22. júlí 1996 og þegar litið er til ráðstöfunar andvirðis skuldabréfsins er sýnt fram á að greiddar voru skuldir stefnanda við stefnda, annars vegar yfirdráttarskuld á reikningi stefnanda hjá stefnda og hins vegar tvö skuldabréf. Stefnandi byggir á því að rifta beri greiðslu ofangreindra skulda stefnanda við stefnda með því að greitt var eftir frestdag sbr. 1. mgr. 139. gr. gjaldþrotalaga. Þá telur hann að stefnda hafi mátt vera kunnugt um hversu komið var fyrir stefnanda þar sem stefndi var viðskiptabanki stefnanda og að sala til Bónusvideó á þeim rekstri sem eftir var hefði átt að vera vísbending um að stefnandi væri ekki gjaldfær. Þessu er mótmælt af stefnda sem byggir á því að stefndi hafi hvorki vitað né mátt vita að komin væri fram krafa um gjaldþrotaskipti. Stefndi tók við skuldabréfi, útgefnu af þriðja aðila til stefnda sjálfs, í júní 1996 úr hendi forsvarsmanna stefnanda. Þykja þessi kaup stefnda á skuldabréfi af viðskiptamanni sínum eðlileg og venjuleg í skilningi reglu 1. mgr. 134. gr. laganna þegar litið er til þess að stefndi er bankastofnun. Beiðni um gjaldþrotaskipti á búi stefnanda barst héraðsdómi Reykjaness 22. júlí 1996 og úrskurður um gjaldþrotsskiptin var kveðinn upp 17. janúar 1997. Þá kemur fram í málinu að kvaðning vegna beiðninnar var birt 2. september 1996. Lögð hefur verið fram yfirlýsing frá Reikningstofunni ehf. þar sem fram kemur að upplýsingar um að fram hefðu farið 4 árangurslausar aðfarargerðir hjá stefnanda hafi ekki verið aðgengilegar stefnda fyrr en um mánaðamótin október nóvember 1996. Vitnið Gylfi Sveinsson forsvarsmaður Reikningstofunnar staðfesti þetta fyrir dómi en upplýsingar um fjárhagslega stöðu viðskiptamanna stefnda annars staðar en hjá stefnda sjálfum er að fá úr skrám sem Reikningstofan ehf. sendir til banka og lánastofnana. Eins og hér háttar til þykir stefndi hafa sýnt fram á að forsvarsmönnum hans hafi hvorki verið né mátt vera kunnugt um að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram er umrædd viðskipti með skuldabréfið áttu sér stað og verður því þeirri málsástæðu stefnanda að riftun verði byggð á 1. mgr. 139. gr. gjaldþrotalaga hafnað. Þá þykir með sömu rökum verða að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að riftun verði byggð á ákvæði 141. gr. laganna þar eð ekki er sýnt fram á að stefndi hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni stefnanda 23. ágúst 1996. Með vísan til þess sem hér að framan segir verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Sparisjóður Vélstjóra, skal sýkn af kröfum stefnanda, þrotabús Antons ehf. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 382/1998
Vátrygging Matsgerð
Eldur kom upp í húsnæði V og skemmdist m.a. vörulager sem tryggður var hjá T. Vátryggingarverðmæti hans var 6.930.000 kr. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna var að verðmæti þess hluta vörulagersins sem skemmdist væri 2.916.727 kr. Vegna tjónsins greiddi T bætur til V, auk málskostnaðar og dráttarvaxta, alls 4.733.713 kr. V krafðst frekari bóta á grundvelli þess að afgangur af vörulager væri í reynd óseljanlegur, þá krafðist V umönnunarkostnaðar vegna vörulagers, auk geymslukostnaðar, mats- og flutningskostnaðar og málskostnaðar. Talið var ósannað að V hafi, miðað við vátryggingaverðmæti hins tryggða, ekki fengið tjón sitt að fullu bætt. Var niðurstaða héraðsdóms um að sýkna bæri T af kröfum V staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. september 1998. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 8.336.289 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 9. október 1994 til 1. ágúst 1997, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi annarrar lægri fjárhæðar með sömu vöxtum og í aðalkröfu. Til frádráttar komi samtals 4.733.713 krónur, sem stefndi hafi innt af hendi til áfrýjanda með nánar tilteknum greiðslum 20. og 31. október 1994, 29. júní 1995 og 16. mars 1998. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að krafa áfrýjanda verði lækkuð og beri aðeins dráttarvexti frá uppsögu dóms, en málskostnaður falli niður. Til þrautavara gerir stefndi sömu kröfur og greinir í varakröfu að öðru leyti en því að dráttarvextir verði aðeins dæmdir frá þingfestingu málsins í héraði, 17. febrúar 1998. Aðalkrafa áfrýjanda er sundurliðuð í héraðsdómi. Varakrafa áfrýjanda er reist á þeirri málsástæðu, að í matsgerð, sem nánar er greint frá í héraðsdómi, hafi andvirði vörubirgða, sem deilt er um vátryggingarbætur fyrir, ranglega verið miðað við smásöluverð í stað innkaupsverðs. Málsástæða þessi, sem kom fyrst fram við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti, er of seint fram komin og verður ekki á henni byggt. Kemur varakrafa áfrýjanda því ekki frekar til álita. Fallist verður á það með héraðsdómara, að ákvæði 7. gr. vaxtalaga verði ekki beitt um rétt áfrýjanda til vaxta úr hendi stefnda, enda er krafa áfrýjanda ekki um skaðabætur, heldur er hún reist á vátryggingarsamningi. Með þessari athugasemd verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest með vísan til forsendna hans. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Vélin sf., greiði stefnda, Tryggingu hf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 2. júní síðastliðinn, er höfðað með stefnu, þingfestri 17. febrúar 1998. Stefnandi er Vélin sf., kt. 570174-1189, Eldshöfða 17, Reykjavík. Stefndi er Trygging hf., kt. 660269-3399, Laugavegi 178, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar: 1. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 8.336.289 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. laga nr. 25/1987 frá 9. október 1994 til 1. ágúst 1997, en síðan með hæstu dráttarvöxtum samkvæmt nefndum lögum til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist, að vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 9. október 1995. 2. Að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu eða að mati rétt­arins. 3. Til frádráttar stefnukröfum komi greiðslur stefnda til stefnanda, sem inntar voru af hendi 20. október 1994, 500.000 krónur, 31. október 1994, 500.000 krónur, 29. júní 1995, 571.443 krónur, og 16. mars 1998, 3.162.270 krónur. Stefndi gerir svofelldar dómkröfur: 1. Aðallega, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins, að viðbættum 24,5% virðisaukaskatti. 2. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og málskostnaður verði látinn niður falla. Ef bætur verða að einhverju leyti dæmdar, er þess krafist, að tildæmd fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, frá þeim degi, þegar endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp, til greiðsludags. 3. Til þrautavara eru gerðar sömu kröfur og greinir í varakröfu, að öðru leyti en því, að tildæmd fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þingfestingardegi, 17. febrúar 1998, til greiðsludags. I. Málavextir. Þann 9. október 1994 kom upp eldur í húsnæði stefnanda að Súðarvogi 18 hér í borg. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem fyrir liggur í málinu, gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem logaði í stæðu af vélavarahlutum. Meðal þess, er varð fyrir skemmdum af völdum eldsins, var vörulager stefnanda, sem að meginhluta var vélavarahlutir í bifhjól, vélsleða, fjórhjól, sæþotur, utanborðsmótora o. fl. Stefnandi hafði tryggt vörulagerinn hjá stefnda, og var vátryggingaverðmæti hans 6.930.000 krónur. Samkvæmt mati stefnda var tjón stefnanda talið nema 2.000.000 króna. Taldi stefnandi það mat fjarri lagi, og með beiðni 2. desember 1994 beiddist hann dómkvaðningar matsmanna. Til verksins voru dómkvaddir 19. sama mánaðar Harald T. Hermanns tæknifræðingur og Jan Jansen bifvélavirkjameistari. Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna er dagsett 10. desember 1995, en barst stefnanda ekki fyrr en með bréfi, dagsettu 12. júní 1996. Niðurstaða matsins er sem hér segir: „Umræddum vörulager hafði verið komið fyrir til geymslu í Rafha húsinu, Lækjargötu 30, Hafnarfirði, pökkuðum í allmarga pappakassa á nokkrum vörubrettum. Ekki var pakkað eftir vöruflokkum heldur var ólíkum hlutum blandað saman í kassanna (sic) sem gerði matsmönnum erfiðara fyrir við matið. Tekið var upp úr öllum kössunum og allir hlutur (sic) skoðaðir og allt sett í sömu kassanna (sic) aftur. Varahlutirnir voru í misgóðu ástandi á nokkrum sá ekki neitt en aðrir voru sótugir eða ónýtir. Mikið var af ómerktum varahlutum sem erfitt getur verið að finna út í hvaða tæki þeir passa. Þá varahluti sem við gátum ekki fundið númer á mátum við ekki til verðs. Verðmæti vörulager (sic) teljum við vera kr. 2,916,727,00 án vask. (sic). Matsmenn álíta að mikil vinna sé að raða vörulagernum upp eftir vöruflokkum og setja hann í hillur og er sú vinna ekki innifalin í þessu mati. Matskoðun fór fram í Rafha húsinu Lækjargötu 30 Hafnarfirði. Málsaðiljar voru boðaðir en mættu ekki nema fulltrúi Tryggingar h.f. mætti fyrsta daginn.” Stefnandi óskaði eftir nánari útlistun matsmanna á matsgerðinni, m.a. með bréfi, dagsettu 8. janúar 1997. Kemur fram í svari þeirra frá 14. sama mánaðar, að inni í matsfjárhæðinni sé m.a. verðrýrnun. Þá segir þar, að sá hluti vörulagersins, sem metinn hafi verið til verðs, sé í ágætu lagi, pakkaður í upprunalegar umbúðir, með upprunalegum merkingum og ekki sótugur. Það sem ekki hafi verið metið til verðs, hafi verið hlutir, sem ekki hafi verið hægt að finna vörunúmer á, en hafi í mörgum tilvikum verið í lagi, og hlutir, sem greinilega voru ónýtir. Telji matsmenn þessa hluti ónýta. Vegna tjónsins greiddi stefndi 500.000 krónur upp í bætur til stefnanda þann 20. október 1994. Þann 31. október sama ár greiddi stefndi 500.000 krónur inn á tjónið. Aftur voru greiddar 571.443 krónur inn á tjónið 29. júní 1995, og þann 16. mars 1998 greiddi stefndi eftirstöðvar tjónsins að sínu mati, að teknu tilliti til verðmætis þess hluta lagersins, sem ekki skemmdist í brunanum samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna, eða 2.441.830, auk dráttarvaxta frá 15. júlí 1997, til greiðsludags, 270.000 krónur, og málskostnaðar, 450.000 krónur, þar með talinn útlagðan kostnað vegna matsgerðar, 81.000 krónur, eða alls 3.162.270 krónur. II. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi sundurliðar kröfu sína svo: Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að sá vörulager, sem eftir sé og tekinn hafi verið til mats, sé í reynd óseljanlegur. Ljóst sé, að stefnandi geti ekki selt lagerinn, nema með því að skýra væntanlegum kaupendum frá því, að lagerinn hafi verið í húsnæði, sem eldsvoði átti sér stað í. Telji stefnandi, að þá sé borin von, að sá lager, sem eftir sé, seljist, nema þá fyrir brot af raunverulegu verðmæti hans. Af þeim sökum krefjist stefnandi þess, að stefndi greiði honum að fullu vátryggingaverðmæti lagersins, að viðbættum verðbótum samkvæmt vísitölu vöru og þjónustu frá nóvember 1994 til júní 1997 (1745 stig og 1839 stig), en samkvæmt vátryggingaskilmálum skuli vátryggingafjárhæðirnar breytast í samræmi við vísitölu vöru og þjónustu. Þá sé krafist 10% umönnunarkostnaðar vegna þess vörulagers, sem tekinn var til mats. Sé hér um að ræða venjubundinn kostnað, enda hafi stefnandi þurft að flokka og raða vörulagernum að nýju, eftir flutninginn í geymsluhúsnæðið, svo að hann yrði aðgengilegt fyrir matsmenn og aðra. Einnig sé gerð krafa um greiðslu á geymslukostnaði í 40 mánuði, 10.000 krónur á mánuði. Loks sé gerð krafa um greiðslu mats- og flutningskostnaðar samkvæmt reikningum. Um lagarök vísi stefnandi til laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga, en um vexti til vaxtalaga nr. 25/1987. Um málskostnað vísi stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir á því, að af bréfi matsmanna frá 14. janúar 1997, þar sem þeir hafi gert nánari grein fyrir, hvað hafi falist í þeirri fjárhæð, er þeir mátu verðmæti vörulagers stefnanda á, sé ljóst, að verðmæti þess, sem ekki fór forgörðum í brunanum, sé 2.916.727 krónur. Hafi þannig einungis verið metnir til verðs þeir munir, sem hafi verið í góðu lagi og í heilum umbúðum, með upprunalegum merkingum. Annað hafi ekki verið talið til verðmætis, þ. á m. hlutir, sem voru í lagi, en ekki hafi verið unnt að tilgreina vörunúmer á. Sé þannig augljóst, að tjón á vörulagernum sé á engan hátt vanmetið með 4.013.273 krónum, þ.e. vátryggingaverðmæti vörulagers, 6.930.000 krónum, að frádregnu verðmæti hans eftir brunann samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna. Með þeim greiðslum, sem stefndi hafi innt af hendi, hafi stefnandi fengið tjón sitt að fullu bætt, eins og hann eigi tilkall til að lögum. Mótmælt sé sem röngu og ósönnuðu því áliti stefnanda, að vörulagerinn sé óseljanlegur. Sé það í engu samræmi við niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna, sem ekki hafi verið hnekkt. Þótt sá hluti lagersins, sem teljist vera heill, hafi verið í húsnæði því, sem bruninn varð í, felist á engan hátt í því, að hann sé verðlaus. Hafi stefnandi ekki sýnt fram á, að verðmæti hans sé minna en hinir dómkvöddu matsmenn telji. Telji stefnandi vörulagerinn verðlausan, sé það af ástæðum, sem ekki verði raktar til brunans í október 1994. Samkvæmt grein 8.2 í skilmálum þeim, sem um vátrygginguna gilda, skuli vátrygg­ingafjárhæðin, eins og hún er tilgreind í vátryggingaskírteini, breytast í hlutfalli við breytingar á neysluvísitölu. Einnig sé kveðið á um verðtryggingu vátryggingafjárhæðar í vátryggingaskírteininu. Hins vegar séu engin ákvæði í vátryggingasamningnum, hvorki í skírteini né skilmálum, um verðtryggingu vátryggingabóta. Geti stefnandi því ekki gert kröfu um verðtryggingu bótafjárhæðarinnar. Hafi vátryggingafjárhæð vegna vörulagers numið á tjónsdegi 6.930.000 krónum, og hafi sú fjárhæð verið lögð til grundvallar ákvörðun þeirra bóta, sem stefnandi hafi átt tilkall til og hann hafi þegar fengið greiddar. Samkvæmt 1. gr. vátryggingaskilmálanna taki vátryggingin til tjóns á hinu vátryggða lausafé með þeim undantekningum, sem tilgreindar séu í skilmálunum. Samkvæmt 6. mgr. 2. gr. taki vátryggingin ekki til rekstrartaps eða annars óbeins taps. Með þeim bótum, sem stefndi hafi innt af hendi, hafi tjón á hinu vátryggða lausafé verið að fullu bætt. Óbeint tap, eins og umönnunarkostnaður, geymslukostnaður og flutningskostnaður, fáist hins vegar ekki bætt úr vátryggingunni, þar sem tjón af því tagi sé beinlínis undanskilið. Skuli á það bent, að stefnda beri ekki að bæta tjón stefnanda eftir reglum skaðabótaréttar. Þótt bótauppgjör kunni að hafa dregist á langinn að einhverju leyti, þá hafi ekki ekki stofnast skaðabótaábyrgð stefnda gagnvart stefnanda. Vextir samkvæmt 7. gr. vaxtalaga gildi einungis um bótakröfur eftir reglum skaðabóta­réttarins. Verði þeim því ekki beitt um bótakröfur, sem reistar eru á grundvelli vátryggingasamnings. Fari um vexti af vátryggingabótum eftir ákvæðum 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga, sbr. 7. gr. laga nr. 33/1987 um breytingu á þeim lögum. Stefnanda hafi með bréfi, dagsettu 22. október 1994, verið boðnar bætur, að fjárhæð 2.000.000 krónur. Hafi stefnandi ekki leitað eftir því að fá þessa fjárhæð greidda, umfram það, sem greitt hafi verið í október 1994 og síðan í júní 1995, alls 1.571.443 krónur. Með bréfi lögmanns stefnanda 1. júlí 1997 hafi stefndi fyrst fengið í hendur matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna. Með vísan til 1. og 3. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 og III. kafla vaxtalaga, hafi stefndi fallist á greiðslu dráttarvaxta af eftirstöðvum bótanna frá 15. júlí 1997 til greiðsludags, 16. mars 1998, og séu eigi lagaskilyrði til að krefja stefnda um frekari vexti. Þá hafi stefnda verið greiddur fullur málskostnaður með greiðslu, að fjárhæð 450.000, vegna innheimtu kröfunnar. Um varakröfu sé vísað til sömu sjónarmiða og röksemda og reifaðst séu í tengslum við aðalkröfu. Varðandi upphafstíma dráttarvaxta vísi stefndi til síðari málsliðar 15. gr. vaxtalaga. Þá sé þrautavarakrafa byggð á sömu sjónarmiðum með vísan til 14. gr. vaxtalaga. Fyrir dóminn komu við aðalmeðferð málsins fyrirsvarsmaður stefnanda, Stefán Steingríms­son, auk dómkvaddra matsmanna, sem staðfestu matsgerð sína og skýringar á henni. IV. Niðurstaða. Mati hinna dómkvöddu matsmanna á verðmæti þeirra muna, sem þeir mátu til verðs, hefur ekki verið hnekkt. Verður það því lagt til grundvallar við úrlausn máls þessa. Með vísan til þess verður að telja ósannað af hálfu stefnanda, að hann hafi, miðað við vátryggingaverðmæti hins tryggða á tjónsdegi, 6.930.000 krónur, ekki fengið tjón sitt á því lausafé, sem skemmdist í umræddum bruna, að fullu bætt með þeim greiðslum, sem stefndi hefur innt af hendi til hans. Óumdeilt er, hver hafi verið umsamin vátryggingarfjárhæð vegna vörulagers stefnda á tjónsdegi. Engum ákvæðum er til að dreifa í vátryggingaskilmálum þeim, sem giltu á milli aðila um vátryggingu þá, er hér um ræðir, um verðtryggingu vátryggingabóta. Eru því eigi fyrir hendi skilyrði til að dæma stefnanda verðbætur á bótafjárhæðina, svo sem hann gerir kröfu um. Samkvæmt 6. mgr. 2. gr. vátryggingaskilmálanna tekur vátryggingin ekki til rekstrartaps eða annars óbeins taps. Er slíkt tjón því beinlínis undanskilið í nefndum vátryggingasamningi. Af því leiðir, að eigi er unnt að fallast á kröfu stefnanda um greiðslu umönnunarkostnaðar eða geymslukostnaðar. Þá verður ekki talið, að dráttur á bótauppgjöri verði rakinn til ástæðna, sem stefndi beri ábyrgð á. Um greiðsluskyldu stefnda á kröfu þeirri, er mál þetta tekur til, fer eftir ákvæðum 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga. Samkvæmt 1. mgr. þeirrar greinar má krefja um greiðslu bóta 14 dögum eftir að vátryggingafélagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á, til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna. Í 3. mgr. sömu greinar, sbr. 7. gr. laga nr. 33/1987, segir, að vátryggngafélagið skuli greiða vexti af fjárhæðinni frá gjalddaga í samræmi við ákvæði laga um vexti. Þar sem í máli þessu er deilt um bætur innan samninga, eiga ákvæði 7. gr. vaxta­laga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989, um skaðabætur hér ekki við. Stefndi bauð fram bætur, að fjárhæð 2.000.000 króna, með bréfi 22. október 1994 og greiddi stefnanda alls 1.571.443 krónur með greiðslum í október 1994 og júní 1995. Af gögnum málsins verður ekki séð, að stefnandi hafi leitað eftir greiðslu á eftirstöðvum þeirrar fjárhæðar, sem fram var boðin af hálfu stefnda samkvæmt framansögðu. Stefnda var ekki kunnugt um matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, fyrr en með bréfi stefnanda til hans, dagsettu 1. júlí 1997. Greiddi stefndi dráttarvexti af eftirstöðvum bótanna frá 15. júlí 1997 til greiðsludags. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, eru ekki uppfyllt lagaskilyrði til að dæma stefnanda frekari vexti en hann hefur þegar fengið greidda af hálfu stefnda. Að lokum verður að telja, að stefnandi hafi fengið málskostnað, þar með talinn matskostnað, vegna innheimtu kröfu þeirrar, er mál þetta snýst um, að fullu greiddan af hálfu stefnda með greiðslu, að fjárhæð 450.000 krónur. Með vísan til ofanritaðs ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum er rétt, að málskostnaður milli þeirra falli niður. Dóminn kveður upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Trygging hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Vélarinnar sf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 86/1999
Kærumál Fjárnám Fyrning Vextir
H krafðist fjárnáms hjá S fyrir kröfu samkvæmt áskorunarstefnu áritaðri um aðfararhæfi af héraðsdómara á árinu1988. S taldi sig hafa greitt kröfuna að fullu og mótmælti skyldu sinni til greiðslu áfallina dráttarvaxta fyrir lengra tímabil en sem nam undangengnum fjórum árum frá dagsetningu greiðsluáskorunar H. Málsaðilar deildu um þá ákvörðun sýslumanns að halda áfram fjárnámi, þrátt fyrir mótmæli S. Talið var að dráttarvextir, sem fallið hefðu í gjalddaga eftir áritun áskorunarstefnu H árið 1988, hafi ekki orðið gjaldkræfir samkvæmt 1. tölulið 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, fyrr en síðar. Var fyrningarfrestur því liðinn um þá dráttarvexti, sem gjaldfallið höfðu fjórum árum áður en hann rauf fyrningu með aðfararbeiðni sinni. Með hliðsjón af því hvernig aðfararbeiðni H var háttað, var ákvörðun sýslumanns um að halda áfram fjárnámi hjá S, felld úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. mars 1999. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 9. október 1998 um að halda áfram fjárnámi hjá sóknaraðila að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfu varnaraðila um fjárnám hafnað. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms, svo og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. I. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði styðst fjárnámsbeiðni varnaraðila við áskorunarstefnu áritaða um aðfararhæfi af héraðsdómara 24. nóvember 1988. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort dráttarvextir, sem féllu í gjalddaga fyrir 30. apríl 1994, séu fallnir niður fyrir fyrningu, en sóknaraðili hefur ekki uppi önnur mótmæli við fjárkröfu varnaraðila. Heldur sóknaraðili því fram að kröfur um dráttarvexti af höfuðstól kröfu varnaraðila fyrnist á fjórum árum samkvæmt 2. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, en að öðrum kosti séu kröfurnar fallnar niður fyrir tómlæti hans. Fjárnámsbeiðni varnaraðila er hins vegar á því reist að dráttarvextir af dómkröfu fyrnist á 10 árum samkvæmt 1. tölulið 4. gr. laganna. II. Samkvæmt 1. tölulið 4. gr. laga nr. 14/1905 fyrnast kröfur samkvæmt dómi, sem ekki falla undir ákvæði 2. gr. laganna, á 10 árum. Af síðari málslið sama töluliðar leiðir þó að krafa um vexti samkvæmt dómi fyrnist því aðeins á 10 árum, að vextirnir hafi verið gjaldfallnir þegar dómur gekk um þá. Áritun héraðsdómara á stefnu hefur sama gildi og dómur samkvæmt 2. mgr. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 179. gr. sömu laga með áorðnum breytingum, sbr. 23. gr. laga nr. 38/1994. Samkvæmt framangreindum ákvæðum laga nr. 14/1905 hófst 10 ára fyrningarfrestur 24. nóvember 1988 um höfuðstól kröfu varnaraðila og þá dráttarvexti sem gjaldkræfir voru þann dag. Dráttarvextir, sem eftir það féllu í gjalddaga, urðu hins vegar ekki gjaldkræfir, eðli málsins samkvæmt, fyrr en síðar. Átti 2. töluliður 3. gr. laga nr. 14/1905 því við um kröfur til þessara dráttarvaxta, en af gögnum málsins verður ekki ráðið að varnaraðili hafi rofið fyrningu krafnanna fyrr en með aðfararbeiðni, sem barst sýslumanninum í Reykjavík 11. ágúst 1998, sbr. 52. gr. laga nr. 90/1989. Samkvæmt framangreindu var þá fyrningarfrestur liðinn hvað varðar þá vexti, sem gjaldfallið höfðu fyrir 11. ágúst 1994. Sóknaraðili hefur hins vegar aðeins haft uppi mótmæli við greiðslu dráttarvaxta, sem féllu fyrir 30. apríl 1994. Af gögnum málsins verður ráðið að hluti dráttarvaxtakröfu varnaraðila sé kominn til vegna vaxta, sem þegar voru gjaldkræfir við áritun áskorunarstefnu hans 24. nóvember 1988 og því ófyrndir. Af aðfararbeiðni varnaraðila verður hins vegar ekki ráðið hvaða fjárhæð þessir vextir nemi. Sama á við um vexti af málskostnaði. Er þessi skortur á sundurliðun í aðfararbeiðni varnaraðila í andstöðu við ákvæði 10. gr. laga nr. 90/1989. Eru því ekki uppfyllt skilyrði aðfarar um aðfararbeiðni varnaraðila að því er varðar þessa liði. Verður fallist á með sóknaraðila að hafna kröfu varnaraðila um að haldið verði áfram fjárnámsgerð hjá sóknaraðila. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 9. október 1998 um að halda áfram fjárnámsgerð í eignum sóknaraðila, Stálsmiðjunnar hf., að kröfu varnaraðila, Hávöxtunarfélagsins hf., er felld úr gildi. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals 100.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Hérðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 1999. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi 25. janúar sl. Sóknaraðili er Stálsmiðjan hf., Mýrargötu 2, Reykjavík, kt. 620269-1079, og krefst hann þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 9. október sl. um að fjárnámsgerð að beiðni varnaraðila frá 10. ágúst sl. skuli ná fram að ganga. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðili, Hávöxtunarfélagið hf., Ármúla 13A, Reykjavík, kt. 611284-0479, krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði staðfest og þá er einnig krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Málavextir eru þeir að varnaraðili fór þess á leit við sýslumanninn í Reykjavík með beiðni 10. ágúst sl. að fjárnám yrði gert til tryggingar skuld sóknaraðila, sem varnaraðili taldi þá nema 823.071 krónu. Gerðin var tekin fyrir hjá sýslumannsembættinu 30. september sl. og var þá mætt af hálfu sóknaraðila, sem krafðist þess að synjað yrði um framgang gerðarinnar þar sem umrædd krafa væri að fullu greidd. Sýslumaður tók sér frest til að ákveða hvort gerðinni yrði fram haldið og við fyrirtöku málsins 9. október sl. kynnti hann þá ákvörðun sína að halda gerðinni áfram að kröfu varnaraðila. Því var þá lýst yfir af hálfu sóknaraðila að þessi ákvörðun yrði borin undir héraðsdóm og varð samkomulag um að fresta aðgerðum þar til niðurstaða dómsins lægi fyrir. Krafan var borin undir dóminn með bréfi 21. október sl. og var málið þingfest 20. nóvember sl. II. Sóknaraðili skýrir svo frá málavöxtum að grundvöllur aðfararbeiðni varnaraðila sé áskorunarstefna hans, m.a. á hendur Hamri hf. Samkvæmt áskorunarstefnunni hafi verið gerð krafa um greiðslu 572.445 króna með nánar tilgreindum vöxtum og sé krafan til komin vegna ábyrgðarskuldbindingar félagsins samkvæmt skuldabréfi. Stefnan hafi verið árituð af borgardómara um aðfararhæfi 24. nóvember 1988. Eftir þann tíma sameinaðist Hamar hf. sóknaraðila og skýrir það aðild sóknaraðila að málinu. Nauðasamningur sóknaraðila var staðfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. nóvember 1995 og tók gildi 24. sama mánaðar. Nauðasamningsumleitanir hafi hafist 29. september 1994. Varnaraðili hafi ekki nýtt sér rétt sinn til að lýsa kröfu sinni eftir innköllun, þar sem skorað var á lánardrottna sóknaraðila að lýsa kröfum sínum fyrir umsjónarmanni. Það hafi fyrst verið með greiðsluáskorun lögmanns varnaraðila til sóknaraðila frá 30. apríl 1998 að krafist var greiðslu skuldarinnar. Fram að þeim tíma hafi forsvarsmönnum sóknaraðila verið alls ókunnugt um tilvist kröfunnar og gögn um hana séu ekki í bókhaldi félagsins. Í greiðsluáskoruninni hafi skuldin verið tiltekin 1.029.528 krónur og í sundurliðun kröfunnar hafi varnaraðili fært hana niður um 75% vegna nauðasamningsins en reiknað dráttarvexti á hana allt frá 15. júní 1988. Með bréfi 25. maí 1998 kveðst sóknaraðili hafa sent lögmanni varnaraðila bréf ásamt tékka að fjárhæð 225.226 krónur sem fullnaðargreiðslu á kröfunni. Þessi fjárhæð hafi sundurliðast þannig að höfuðstóll sé 572.445 krónur, dráttarvextir frá 30. apríl 1994 til 20. september 1994 33.170 krónur og málskostnaður 72.900 krónur eða samtals 678.515 krónur. Krafan hafi verið niðurfærð um 75% í samræmi við nauðasamninginn þannig að hún varð 169.629 krónur. Krafan hafi síðan verið sundurliðuð, í samræmi við ákvæði nauðasamningsins og dráttarvexti frá tímum er þar eru tilgreindir, og samtals nemi hún því, með áföllnum kostnaði, 255.226 krónum. Mismunurinn á þessari fjárhæð og þeirri sem lögmaður varnaraðila krefst greiðslu á felst eingöngu í því að sóknaraðili telur meginhluta dráttarvaxta, þ.e. dráttarvexti sem féllu í gjalddaga fyrir 30. apríl 1994, vera fyrnda eða að öðrum kosti fallna niður vegna stórkostlegs tómlætis varnaraðila við innheimtu kröfunnar. Krafa sóknaraðila í málinu byggist á því að með framangreindum greiðslum hafi hann að fullu staðið skil á kröfu varnaraðila og sé þar af leiðandi enginn grundvöllur fyrir aðför á hendur honum. Í hinni árituðu stefnu hafi verið gerð krafa um dráttarvexti sem heimilt hafi verið að taka á hverjum tíma samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 og telur sóknaraðili að heimild kröfuhafans samkvæmt árituninni nái einungis til þess að reikna sér dráttarvexti samkvæmt þeim reglum, sem almennt gildi um dráttarvexti. Sóknaraðili byggir á því að ekki fari milli mála að fyrningartími þessara dráttarvaxta, sem og annarra vaxta, sé fjögur ár, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, enda sé ekkert í orðalagi ákvæðisins sem bendi til annars. Með greiðslunni 25. maí 1998 hafi sóknaraðili innt af hendi gjaldkræfa dráttarvexti eftir 30. apríl 1994 og telur stefnandi einsýnt að þeir dráttarvextir, sem voru gjaldkræfir fyrir þann tíma, séu nú fyrndir samkvæmt þessu en fyrningu þeirra hafi ekki verið slitið með nokkrum hætti. Þá bendir sóknaraðili á það stórkostlega tómlæti sem varnaraðili hafi sýnt við innheimtu þessarar kröfu, þ.e. að níu ár og fimm mánuðir hafi liðið eftir áritun áskorunarstefnunnar þar til varnaraðili hafi gert reka að því að innheimta hana hjá sóknaraðila. Það sé grundvallarregla í kröfurétti að tómlæti leiði til réttarmissis og telur sóknaraðili að líta verði svo á að réttur til frekari dráttarvaxta en varnaraðili hafi þegar fengið greidda sé fallinn niður vegna þessa, teljist hann ekki vera fyrndur. III. Varnaraðili kveður kröfuna vera tilkomna vegna sölu skuldabréfs á grundvelli samnings sóknaraðila og Hamars hf. við Kaupþing hf., sem var rekstraraðili varnaraðila á þessum tíma, um sölu á skuldabréfum og verðbréfum í eigu sóknaraðila, sem framseld voru með ábyrgð hans, enda hafi söluandvirði bréfanna runnið til seljanda þeirra. Á þeim tíma sem dómurinn var áritaður og allt fram til ársins 1995 hafi staða sóknaraðila verið afar slæm enda hafi hann hafið nauðasamningsumleitanir í lok ársins 1994. Innheimtuaðgerðum hafi því verið beint að aðalskuldara kröfunnar og um það hafi verið fullt samkomulag við forsvarsmenn sóknaraðila á þessum tíma. Varnaraðili byggir á því að samkvæmt 1. tl. 4. gr. fyrningarlaga fyrnist kröfur samkvæmt dómi eða opinberri sátt á tíu árum. Að því er snerti kröfur þær, er um ræði í 2.- 4. tl. 3. gr., gildi tíu ára fyrning þó því aðeins að dómur sé genginn eða sátt gerð eftir að krafan féll í gjalddaga. Fjárnámskrafa varnaraðila byggi á áritaðri stefnu, sem lögð hafi verið fram í bæjarþingi Reykjavíkur 22. nóvember 1988 og árituð 29. sama mánaðar. Fyrningarfrestur á dómkröfum teljist frá dómsuppsögu, þ.e. 29. nóvember 1988, sbr. 1. mgr. 5. gr. fyrningarlaga. Í stefnunni séu dómkröfur tilgreindar í samræmi við d-lið 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Samkvæmt ákvæðinu séu dómkröfur tiltekin stefnufjárhæð, vextir og málskostnaður. Í stefnunni sé krafist 572.445 króna og dráttarvaxta frá fyrsta gjalddaga í vanskilum, 15. júní 1988, til greiðsludags í samræmi við 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, auk þess sem gerð sé krafa um málskostnað. Í samræmi við 1. tl 113. gr. einkamálalaganna hafi þessar dómkröfur verið teknar til greina með áritun dómara, sem hafi sama gildi og dómur, sbr. 2. tl. sömu greinar. Í 4. gr. fyrningarlaga segi berum orðum að kröfur samkvæmt dómi fyrnist á tíu árum. Þær kröfur sem varnaraðili byggi fjárnámsgerð sína á séu allar skilgreindar í lögum sem dómkröfur. Jafnvel þótt fallist yrði á sjónarmið sóknaraðila sé ljóst að krafan ber dráttarvexti frá þeim tíma sem vanskil urðu og þar til dómur gekk í málinu, sbr. orðalag 2. málsl. 1. tl. 4. gr. fyrningarlaga. Þá sé rétt í samræmi við áritun dómara að reikna með dráttarvöxtum á málskostnaðarkröfu fyrir tímabilið frá 30. apríl til 29. september 1994. Varðandi þá málsástæðu sóknaraðila að krafan sé niður falin vegna tómlætis vísar varnaraðili til þess að með sameiningu sóknaraðila og Hamars hf. hafi sóknaraðili yfirtekið eignir og skuldir Hamars hf., sbr. nú 119. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Sóknaraðili geti ekki öðlast annan og betri rétt en sá aðili, sem hann leiðir rétt sinn frá. Eftir að mál hefur verið höfðað á hendur sóknaraðila, eða þeim sem hann leiðir rétt sinn frá og dómur tekinn yfir kröfunni, geti hann ekki borið fyrir reglu um tómlæti. Dómkröfur á hendur Hamri hf. bar að tilgreina í bókhaldi félagsins og hafi það ekki verið gert sé það á ábyrgð og áhættu sóknaraðila. Sá sem dæmdur sé til greiðslu skuldar sé skyldugur til þess að greiða dómkröfuna á hverjum tíma. Geri hann það ekki verði hann að greiða þann vaxtakostnað sem fellur til þar til krafan sé fallin niður fyrir fyrningu. IV. Eins og að framan hefur verið rakið er krafa sú, sem varnaraðili krafðist fjárnáms fyrir hjá sóknaraðila, byggð á áskorunarstefnu, sem árituð er um aðfararhæfi í Borgardómi Reykjavíkur 24. nóvember 1988. Áritunin hefur sama gildi og dómur, sbr. 235. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, er þá giltu, sbr. nú 2. mgr. 113. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Kröfur samkvæmt dómi fyrnast á 10 árum, sbr. 1. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda og telst fyrningarfrestur frá dómsuppsögu, sbr. lokamálslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Dómkrafan, sem var um greiðslu höfuðstóls, dráttarvaxta og málskostnaðar, var tekin til greina og málskostnaður ákvarðaður tiltekin fjárhæð. Krafa samkvæmt dómnum felur því í sér höfuðstól, vexti og málskostnað. Vextirnir eru ekki gjaldkræfir vextir í skilningi 2. tl. 3. gr. fyrningarlaga heldur hluti af hinni dæmdu kröfu og fyrnast því á 10 árum frá 24. nóvember 1988 að telja. Krafa varnaraðila var því ófyrnd þegar málið var tekið fyrir hjá sýslumanni og verður krafa hans þar af leiðandi tekin til greina og ákvörðun sýslumanns staðfest en með hliðsjón af atvikum öllum þykir mega fella málskostnað niður. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 9. október 1998 um að halda áfram fjárnámi hjá sóknaraðila, Stálsmiðjunni hf., að kröfu varnaraðila, Hávöxtunarfélagsins hf., er staðfest en málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 77/1999
Kærumál Kæruheimild Frávísun frá héraðsdómi
L kærði héraðsdóm þar sem O var sýknaður að svo stöddu af einni kröfu hans, en annarri kröfu hans var vísað frá dómi. Talið var að L væri heimilt að kæra þá úrlausn héraðsdómara að vísa kröfu hans frá héraðsdómi, en að öðru leyti skorti heimild til að kæra dóminn. L þótti ekki hafa stutt síðargreinda kröfu sína viðhlítandi málsástæðum og lagarökum. Þótti hún svo vanreifuð að staðfesta bæri niðurstöðu héraðsdóms um að vísa henni frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 1999, þar sem sýknað var að svo stöddu af kröfu um viðurkenningu á veðrétti auk þess, sem vísað var frá kröfu sóknaraðila um að kveðinn yrði upp “aðfararhæfur dómur til þess að unnt verði að leita fullnustu í” fiskverkunarstöð varnaraðila á Patreksfirði samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 12. nóvember 1982. Sóknaraðili styður kæru við c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann krefst þess að hinum kærða dómi verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að leggja efnisdóm á málið. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn kærði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Í athugasemdum, sem héraðsdómari sendi Hæstarétti með kærunni, segir að missagt sé í dómi að málið hafi verið dómtekið 2. desember 1998. Hið rétta sé að málið hafi verið flutt þann dag, en síðan endurflutt og dómtekið 10. febrúar 1999, eins og endurrit úr þingbók beri með sér. I. Eins og greinir í hinum kærða dómi hefur sóknaraðili höfðað mál þetta á grundvelli tryggingarbréfs 12. nóvember 1982, þar sem fasteign varnaraðila var sett Ríkisábyrgðasjóði að veði vegna útgáfu Patreks hf. á skuldabréfi til Byggðasjóðs 10. nóvember 1982. Í hinum kærða dómi var varnaraðili sýknaður að svo stöddu af kröfu sóknaraðila um að sá fyrrnefndi „verði dæmdur til þess að þola viðurkenningu á 1. veðrétti í fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði, samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 12. nóvember 1982 af Patreki hf. og árituðu um samþykki til veðsetningar fiskverkunarstöðvarinnar af Odda hf. og þinglýstu þann 29. nóvember 1982 að fjárhæð DEM 275.801,00 auk vaxta og kostnaðar.“ Þá var í sama dómi sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi kröfu um „að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur til þess að unnt verði að leita fullnustu í veðinu til greiðslu krafna stefnanda sem tryggðar eru með ofangreindu tryggingarbréfi að fjárhæð 4.743.923 krónur ...“. Loks var sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila málskostnað. Í kröfugerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti felst að hann krefjist endurskoðunar á þeirri úrlausn héraðsdómara að vísa kröfu hans frá dómi. Verður ekki á það fallist með varnaraðila að slíkt málskot sé óheimilt samkvæmt c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, sbr. dóm Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1293. Hins vegar skortir heimild til að kæra héraðsdóm að öðru leyti og verður kröfu sóknaraðila þar að lútandi sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. II. Svo sem fram kemur í héraðsdómi stefndi sóknaraðili einungis varnaraðila, en ekki skuldaranum Patreki hf., sem gaf út framangreint skuldabréf 10. nóvember 1982. Sóknaraðili hefur ekki stutt kröfu sína viðhlítandi málsástæðum og lagarökum um „að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur til þess að að unnt verði að leita fullnustu í veðinu“. Verður fremur ráðið af málatilbúnaði sóknaraðila að varnaraðili beri ekki persónulega ábyrgð vegna þeirra skuldbindinga Patreks hf., sem sóknaraðili vísar til, og hann telur tryggða með veðrétti í fasteign varnaraðila. Er krafa sóknaraðila því vanreifuð. Verður niðurstaða héraðsdóms um frávísun kröfunnar staðfest þegar af þessari ástæðu. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um frávísun kröfu sóknaraðila, Lánasýslu ríkisins, á hendur varnaraðila, Odda hf. Öðrum kröfum sóknaraðila er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili greiði varnaraðila 40.000 krónur í kærumálskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 2. desember, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 14. apríl 1998, af Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík gegn Odda hf. við Eyrargötu, Patreksfirði. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær að Oddi hf. verði dæmdur til þess að þola viðurkenningu á veðrétti stefnanda, sem er nú 1. veðréttur í fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði, samkvæmt tryggingarbréfi þann 12. nóvember 1982 útgefnu af Patreki hf. og árituðu um samþykki til veðsetningar fiskverkunarstöðvarinnar af Odda hf. og þinglýstu þann 29. nóvember 1982 að fjárhæð DEM 275.801,00 auk vaxta og kostnaðar og að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur til þess að unnt verði að leita fullnustu í veðinu til greiðslu krafna stefnanda sem tryggðar eru með ofangreindu tryggingarbréfi að fjárhæð 4.743.923 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 frá 14. apríl 1994 til greiðsludags og að dæmdur verði málskostnaður að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða félaginu málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikiningi. Málavextir. Stefnandi kveður málavexti þá að þann 15. nóvember 1982 hafi ríkissjóður tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á láni að fjárhæð DEM 275.801,00 sem Byggðasjóður hafi veitt Patreki hf., Patreksfirði, sbr. skuldabréf útgefið 10. nóvember 1982, dskj. nr. 4. Lánið skyldi lántaki endurgreiða á 10 árum með jöfnum afborgunum, DEM 13.790,05 í hvert sinn, með gjalddögum 1. apríl og 1. október ár hvert, í fyrsta sinn 1. október 1983. Af skuldinni áttu að greiðast 11% ársvextir eftir á á sömu gjalddögum og afborganir, í fyrsta sinn 1. apríl 1983. Enn fremur segi í skuldabréfinu að ef ekki verði staðið í skilum með greiðlslu vaxta eða afborgana af skuldabréfinu beri að greiða hæstu lögleyfðu dráttarvexti af hinni vangoldnu fjárhæð fyrir þann tíma sem greiðsla dragist. Heimild ríkissjóðs til ábyrgðarveitingarinnar hafi verið í lánsfjárlögum fyrir árið 1981 nr. 13/1981. Til tryggingar skaðleysi ríkissjóðs vegna nefndrar ábyrgðar hafi Patrekur hf. gefið út tryggingarbréf þann 12. nóvember 1982, sbr. dskj. nr. 3, þar sem veðsettur hafi verið ms. Patrekur BA-64 með 4. veðrétti og uppfærslurétti. Enn fremur hafi verið veðsett fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði með 11. veðrétti og uppfærslurétti og hafi samþykki þeirrar veðsetningar verið árituð af stjórn Odda hf. á tryggingarbréfið, auk sérstaks veðleyfis stjórnar Odda hf., Patreksfirði, dags. 1. júlí 1982, sbr. dskj. nr. 5. Við þinglýsingu tryggingarbréfsins þann 29. nóvember 1982 hafi verið skráð á það athugasemd af fulltrúa sýslumanns um áhvílandi veðskuldir, sem ekki hafi verið getið um á tryggingarbréfinu, þannig að tryggingarbréfið hafi verið sett á 12. veðrétt í fiskverkunar­stöðinni. Samkvæmt veðbókarvottorði dags. 6. apríl 1998, dskj. nr. 18, sé nefnt tryggingarbréf nú með 1. veðrétt í fiskverkunarstöðinni. Patrekur hf. hafi ekki staðið skil á láninu gagnvart Byggðasjóði og hafi Ríkisábyrgða­sjóður leyst til sín gjaldfallnar greiðslur í íslenskum krónum sem hér segi: Samtals 5.036.995 krónur Miðað sé við sölugengi á þýsku marki á hverjum gjalddaga. Aðeins séu í stefnukröfunni og upptalningunni hér að ofan teknar með afborganir af höfuðstól sem gjaldfallið hafi 1. október 1987 og síðar. Engir innleystir vextir séu teknir með. Við hverja innlausn hafi Patrekur hf. verið endurkrafinn um þá fjárhæð sem innleyst hafði verið, en engin greiðsla hafi komið upp í þær skuldir sem hér að framan séu taldar. Þann 25. maí 1987 hafi verið gerður greiðslusamningur við stjórn Patreks hf. þar sem kveðið hafi verið á um að þau vanskil sem þá hafi verið gjaldfallin að fjárhæð 5.348.107 krónur skyldu greidd með 8 hálfsárslegum afborgunum á næstu fjórum árum, sbr. dskj. nr. 7. Sé sá greiðslusamningur undirritaður af sömu aðilum og hafi verið í stjórn Odda hf. Staðið hafi verið í skilum með greiðslur samkvæmt greiðslusamningnum til og með 1. nóvember 1988. Skuldir samkvæmt nefndum greiðslusamningi séu ekki inni í stefnufjárhæðinni. Þann 22. júní hafi Patrekur BA-64 verið seldur á nauðungaruppboði án þess að nokkur greiðsla fengist upp í kröfur Byggðasjóðs eða Ríkisábyrgðasjóðs vegna ofangreindra skulda. Með bréfi dags. 3. júlí 1989 hafi Byggðastofnun, er tók við eigum Byggðasjóðs með lögum nr. 64/1985, óskað eftir því að Ríkisábyrgðasjóður greiddi upp lánið sem sjálfskuldaraðili, sbr. dskj. nr. 8. Ríkisábyrgðasjóður hafi svarað með bréfi dags. 31. ágúst 1989, sbr. dskj. nr. 9, þar sem segi að lánið verði greitt samkvæmt upphaflegum gjalddögum þess. Byggðastofnun hafi samþykkt það og yfirtöku Ríkisábyrgðasjóðs með áritun á bréf sjóðsins þann sama dag. Ríkisábyrgðasjóður hafi krafið Odda hf. um greiðslur á skuldinni á grundvelli veðréttar í fiskverkunarstöðinni, en án árangurs. Þann 18. júní 1997 hafi verið send nauðungarsölubeiðni á fiskverkunarstöð Odda hf. Vegna mótmæla gerðarþola, er snert hafi form tryggingarbréfsins, hafi beiðnin verið felld niður við byrjun uppboðs þann 10. desember sl. Þess vegna hafi reynst nauðsynlegt að höfða mál þetta. Samkvæmt lögum nr. 43/1990, 1. tl. 3. gr. sé Ríkisábyrgðasjóður deild við Lánasýslu ríkisins. Málsástæður stefnanda og lagarök. Stefnandi kveðst byggja dómkröfu sína um viðurkenningu veðréttar til tryggingar stefnukröfum á tryggingarbréfi útgefnu þann 12. nóvember 1982. Þar sé því lýst yfir að til tryggingar því að ríkissjóður verði skaðlaus af ábyrgð, sem hann takist á hendur láni hjá Byggðasjóði að fjárhæð DEM 275.801,00, sé m.a. veðsett fiskverkunarstöð Odda hf, Patreksfirði. Samþykki stjórnar Odda hf., eiganda fiskverkunarstöðvarinnar, sé áritað á tryggingarbréfið, auk þess sem stjórn fyrirtækisins hafi með sérstakri yfirlýsingu heimilað Patreki hf. að veðsetja fiskverkunarstöðina til tryggingar skaðleysi ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar. Í tryggingarbréfinu segi að hin tilgreinda fasteign sé veðsett með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber, hvers konar viðbótum svo og vátryggingarfjárhæð. Ríkisábyrgðasjóður hafi verið í sjálfskuldarábyrgð fyrir fyrrgreindu láni Byggðasjóðs til Patreks hf. og hafi þurft að greiða stærsta hluta þess þegar Patrekur hf. stóð ekki í skilum. Einmitt til þess að tryggja skaðleysi ríkissjóðs gegn slíku hafi Ríkisábyrgðasjóður fengið veðtryggingu í Patreki BA-64 og fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði. Sömu þrír aðilar hafi verið í stjórn Patreks hf. og Odda hf. árin 1982-1987, sem hér komi aðallega við sögu. Þessir aðilar hafi undirritað skuldabréfið til Byggðasjóðs fyrir hönd Patreks hf., tryggingarbréfið um veðsetningu Patreks BA-64 og einnig síðar greiðslusamninginn á dskj. nr. 7. Einnig hafi þeir undirritað fyrir hönd Odda samþykki um veðsetningu firkverkunarstöðvar og veðleyfi. Rót stefnukröfunnar sé skuld Patreks hf. gagnvart Byggðasjóði samkvæmt láni sem Ríkisábyrgðasjóður hafi þurft að yfirtaka sem ábyrgðaraðili. Til tryggingar skaðleysi Ríkisábyrgðasjóðs vegna þessa hafi fiskverkunarstöð Odda hf. verið veðsett. Oddi hf. hafi ekki verið persónulega ábyrgur fyrir greiðslu kröfunnar. Hér komi því ekki til álita ákvæði 4. tl. 3. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 er fjalli um fyrningu ábyrgðarskuldbindinga heldur grundvallist krafan eins og áður segi á skuldabréfaláni sem tryggt sé með veðrétti í eign stefnda. Kröfur samkvæmt skuldabréfum fyrnist á 10 árum, eins og kveðið sé á um í 1. tl. 4. gr. fyrningarlaganna. Veðrétturinn sem tryggir kröfu þá sem hér um ræði hafi ekki fyrnst. Ekki sé í þessu máli gerð krafa um afborganir eldri en 10 ára og ekki sé gerð krafa um vexti eldri en 4 ára. Stefnandi vísar til meginreglna kröfuréttar um greiðslu fjárskuldbindinga svo og samningalaga og eðli máls. Þá er vísað til þinglýsinga og veðlaga. Lánsfjárlaga nr. 13/1981, auk laga um ríkisábyrgðir nr. 37/1961 og reglugerð um ríkisábyrgðir og Ríkisábyrgðasjóð nr. 437/1967. Krafan um dráttarvexti og vaxtavexti er byggð á reglum III. kafla laga nr. 25/1987. Þá er krafan um málskostnað byggð á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og krafan um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988, sbr. 10. tl. 3. mgr. 2. gr. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og geti hann því ekki nýtt sér frádrátt vegna greidds virðisaukaskatts. Málsástæður stefnda og lagarök. Sýknukrafa stefnda byggist á því að hver sú krafa sem stefnandi kunni að hafa átt á hendur stefnda sé fyrnd. Færir stefndi eftirfarandi rök fyrir sýknukröfunni. 1. Fyrning veðréttinda. Ríkisábyrgðasjóður eigi þinglýstan veðrétt í eign stefnda. Þar sem veðréttindi teljist til eignarréttinda sé meginreglan sú að veðréttindi fyrnist ekki og fyrning þeirrar kröfu sem veðréttindum fylgir hafi ekki áhrif á veðréttindin. Frá þessari meginreglu séu þó nokkrar undantekningar. Sambandið milli veðréttarins og kröfunnar, sem veðrétturinn eigi að tryggja, geti verið þannig vaxið að það sé forsenda fyrir gildi veðréttarins að krafan falli ekki niður fyrir fyrningu. Fyrning kröfunnar geti þá leitt til þess að veðrétturinn falli niður. Það á t.d. við þegar sett er veð fyrir öllum núverandi og væntanlegum kröfum sem veðhafinn kann að eignast á hendur veðþola. Veðtryggingabréfinu á dskj. nr. 3 hafi verið ætlað að standa sem ábyrgð fyrir annarri skuld. Í tryggingarbréfinu sé tekið fram að lán það sem Ríkisábyrgðasjóður gekkst í ábyrgð fyrir sé að fjárhæð DEM 275.801,-. Láninu sé ekkert lýst frekar, engir gjalddagar nefndir eða greiðsluskilmálar. Í bréfinu sé einnig tekið fram að veðhafa sé “...ávalt heimilt, án uppsagnar, að leita fullnustu í veðunum með sölu þeirra á nauðungaruppboði samkvæmt 39. gr. laga nr. 95/1947 og lögum nr. 57/1949, sbr. lög um veð 4. nóvember 1987, 3. gr. ...”. Tryggingarbréfið hafi því aldrei getað orðið bein nauðungarsöluheimild, svo sem fram kom í mótmælum gegn framgangi nauðungarsölu á fiskverkunarstöð stefnda, sbr. dskj nr. 20. Því er nauðsynlegt að fá dóm fyrir skuldinni á bak við tryggingarbréfið og dóm fyrir viðurkenningu á veðréttinum. Það náið samband sé því á milli veðréttarins og kröfunnar á bak við veðréttinn að fyrning kröfunnar leiði óhjákvæmilega til þess að veðrétturinn er einnig fyrntur. 2. Fyrning ábyrgðarskuldbindinga. Stefndi, Oddi hf., hafi veitt Patreki hf. veðleyfi til tryggingar ábyrgð sem Ríkisábyrgðasjóður hafi gengist í gagnvart Byggðasjóði. Í samræmi við veðleyfið hafi stefndi áritað tryggingarbréfið sem Patrekur hf. gaf út til Ríkisábyrgðasjóðs. Réttarsamband það sem komist hafi á milli stefnanda og stefnda byggist á tryggingarbréfinu, en ekki á skuldabréfinu á dskj. nr. 4. Skuldabréfið á dskj. nr. 4 hafi Patrekur hf. gefið út til Byggðasjóðs með ábyrgð Ríkisábyrgðasjóðs. Rót stefnukröfunnar sé því ekki skuld Patreks hf. gangvart Byggðasjóði samkvæmt láninu sem Ríkisábyrgðasjóður hafi þurft að yfirtaka sem ábyrgðaraðili, eins og segi í stefnu á bls. 3, heldur tryggingarbréfið sem stefndi hafi áritað um veðleyfi. Stefndi hafi ekki verið skuldari samkvæmt skuldabréfinu. Með því að veita Patreki hf. veðleyfið hafi hann hins vegar tekið á sig ábyrgð á skuldinni. Hann hafi verið ábyrgðaraðili, rétt eins og Ríkisábyrgðasjóður hafi verið ábyrgðaraðili. Stefndi hafi aldrei gefið út skuldabréf til Ríkisábyrgðasjóðs heldur hafi einvörðungu tekist á hendur ábyrgð. Fyrningartími á ábyrgðarskuldbindingum sé fjögur ár, sbr. 4. tl. 3. gr. laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905. Fyrningartíminn á kröfu stefnanda á hendur stefnda sé því fjögur ár. 3. Endurgjaldskrafa milli ábyrgðarmanna fyrnist á fjórum árum. Samkvæmt 4. tl. 3. gr. fyrningarlaga fyrnist einnig á fjórum árum endurgjaldskrafa sem ábyrgðarmaður eða samskuldari hefur á hendur aðalskuldunaut, meðábyrgðarmanni eða samskuldara út af greiðslu skuldar. Ríkisábyrgðasjóður hafi tekið á sig ábyrgð á skuld Patreks hf. við Byggðasjóð sem ábyrgðaraðili. Ríkisábyrgðasjóður hafi ekki verið aðalskuldari hinnar upphaflegu kröfu. Líta megi á stefnda sem meðábyrgðarmann Ríkisábyrgðasjóðs. Stefndi hafi ekki verið aðalskuldunautur heldur meðábyrgðarmaður eins og Ríkisábyrgða­sjóður. Upphaf fyrningarfrests. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. fyrningarlaga teljist fyrningarfrestur frá þeim degi er krafa varð gjaldkræf. En hvenær varð krafa Ríkisábyrgðasjóðs á hendur stefnda gjaldkræf? Ríkisábyrgðasjóður hafi alltaf greitt af láninu til Byggðasjóðs. Það verði því að líta svo á að fyrningarfrestur hverrar afborgunar hafi hafist á greiðsludegi hverrar afborgunar fyrir sig. Þá hafi Ríkisábyrgðasjóður orðið fyrir tjóninu og þá hafi krafa hans í raun orðið gjaldkræf. Síðasta afborgun af láninu hafi átt að greiðast 1. apríl 1993, en Ríkisábyrgð­­asjóður hafi leyst eftirstöðvar kröfunnar til sín 3. desember 1992. Fyrningardagur síðustu greiðslu Ríkisábyrgðasjóðs sé því 3. desember 1996. Allar kröfur sjóðsins á hendur stefnda séu því fyrndar. Um upphafstíma fyrningarfrests megi vísa til hrd. frá 12. febrúar 1998 í máli nr. 230/1997: Ríkisábyrgðasjóður gegn Siglufjarðarkaupstað. Í því máli hafi Hæstiréttur Íslands talið að fyrningarfrestur hefði byrjað að líða frá þeim degi sem Framkvæmdasjóður hefði leyst til sín kröfu. Hæstiréttur hafi einnig talið að endurgjaldskrafa sjóðsins á hendur ábyrgðarmanni félli undir fyrningarreglu 4. tl. 3. gr. fyrningarlaganna, þ.e. að fyrningarfresturinn væri fjögur ár. Athugasemd við dómkröfur stefnanda. Stefnandi krefjist annars vegar að stefndi verði dæmdur til að þola viðurkenningu á veðrétti stefnanda í fiskverkunarstöð stefnda samkvæmt tryggingarbréfi og hins vegar að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur til þess að unnt verði að leita fullnustu í veðinu til greiðslu krafna stefnanda, sem tryggðar séu með tryggingarbréfinu að fjárhæð 5.036.995 kr. auk dráttarvaxta. Samkvæmt d. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skuli dómkröfur vera glögglega orðaðar. Miðað sé við þá grundvallarreglu að hægt sé að taka stefnukröfurnar óbreyttar upp sem dómsorð. Orðalag seinni liðsins í kröfugerð stefnanda upfylli ekki þá grundvallarreglu. Ef fallist yrði á kröfur stefnanda í málinu væri aldrei hægt að orða dómsorðið eins og stefnandi orðar seinni lið stefnukrafna sinna. Dómkrafan fullnægi þannig ekki skilyrðum 80. gr. einkamálalaga. Sú leið hafi þó ekki verið farin að krefjast frávísunar málsins af þessum sökum. Slíkt myndi aðeins draga málarekstur þennan á langinn og tefja fyrir endanlegum sýknudómi í málinu. Þá skuli bent á það að samkvæmt stefnu sé gerð krafa um dráttarvexti frá 25. apríl 1993. Á bls. 3 í stefnu sé síðan sagt að ekki sé gerð krafa um vexti eldri en fjögurra ára. Vextir fyrnist á fjórum árum. Allir vextir eldri en fjögurra ára frá stefnubirtingu séu því fyrndir. Sérstaklega skuli bent á að beiðni um nauðungarsölu hafi ekki slitið fyrningu þar sem tryggingarbréfið sem krafan byggðist á hafi ekki heimilað nauðungaruppboð án undangenginnar aðfarar. Varðandi málskostnaðarkröfuna er vísað til 1. mgr. 130. gr., sbr. 4. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi lagarök að öðru leyti vísast til þess sem hér að ofan greinir í kaflanum um málsástæður. Niðurstaða. Eins og fram er komið setti stefndi, með áritun sinni á tryggingarbréf útgefið 12. nóvember 1982, fasteign sína, Fiskverkunarstöð Odda hf. Patreksfirði, að veði til tryggingar greiðslu skuldar Patreks hf., Patreksfirði, við Byggðasjóð. Skyldi veðsetningin tryggja skaðleysi ríkissjóðs, en eignin var sett Ríkisábyrgðasjóði að veði, og eins og fram er komið var ríkissjóður sjálfskuldarábyrgðaraðili að skuld Patreks hf. við Byggðasjóð. Í stefnu segir að rót stefnukröfunnar sé skuld Patreks hf. við Byggðasjóð samkvæmt láni sem ríkisábyrgðasjóður hafi þurft að yfirtaka sem ábyrgðaraðili. Jafnframt segir að Oddi hf. hafi ekki verið persónulega ábyrgur fyrir greiðslu kröfunnar. Auk kröfu um staðfestingu á veðrétti krefst stefnandi þess að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur á hendur stefnda fyrir DEM 275.801,00 svo unnt sé að leita fullnustu í veðinu til greiðslu krafna stefnanda sem tryggðar séu með ofangreindu tryggingarbréfi að fjárhæð 4.743.923 krónur auk dráttarvaxta. Krafa þessi er óljós. Helst þykir hún verða skilin svo að stefnandi geri þá kröfu að stefnda verði gert að greiða tilgreinda fjárhæð. En í ljósi fullyrðingar stefnanda um að stefndi hafi ekki verið persónulega ábyrgur fyrir greiðslu umræddrar kröfu þykir krafan óskiljanleg og ekki vera í samræmi við ákvæði d. liðar 1. mgr. 8o. gr. laga nr. 91/1991 um glögga kröfugerð í stefnu. Ber því að vísa þessari kröfu stefnanda frá dómi ex officio. Þá krefst stefnandi staðfestingar á 1. veðrétti í fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði. Samkvæmt framlögðu tryggingarbréfi var veðrétturinn til tryggingar skuld Parteks hf. við Byggðasjóð, eins og áður segir. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að dómur hafi gengið um umrædda kröfu Byggðasjóðs á hendur Patreki hf. samkvæmt skuldabréfi útgefnu 10. nóvember 1982 og ríkissjóður var sjálfskuldarábyrgðaraðili að. Ekki hefur því verið sýnt fram á í máli þessu að stefnandi eigi óumdeilda kröfu sem núverandi 1. veðrétti í Fiskverkunarstöðinni Odda hf. var ætlað að tryggja. Meðan stefndi hefur ekki sýnt fram á að hann eigi óvéfengjanlega kröfu sem veðrétturinn tryggir verður veðrétturinn eigi staðfestur. Ber því með vísan til 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 að sýkna stefnda að svo stöddu af þessari kröfu stefnanda. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað sem ákveðst 200.000 krónur. Karistjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Oddi hf., skal vera sýkn að svo stöddu af þeirri kröfu stefnanda, Lánasýslu ríkisins, að Oddi hf. verði dæmdur til þess að þola viðurkenningu á 1. veðrétti í fiskverkunarstöð Odda hf., Patreksfirði, samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 12. nóvember 1982 af Patreki hf. og árituðu um samþykki til veðsetningar fiskverkunarstöðvarinnar af Odda hf. og þinglýstu þann 29. nóvember 1982 að fjárhæð DEM 275.801,00 auk vaxta og kostnaðar. Kröfu um að kveðinn verði upp aðfararhæfur dómur til þess að unnt verði að leita fullnustu í veðinu til greiðslu krafna stefnanda sem tryggðar eru með ofangreindu tryggingarbréfi að fjárhæð 4.743.923 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 frá 14. apríl 1994 til greiðsludags er vísað frá dómi ex officio. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 74/1999
Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
G höfðaði einkamál á þeim grundvelli að komist hefði á kaupsamningur milli hans og félagins F um fasteign. Gerði G kröfu um að F yrði gert skylt að gera við hann kaupsamning um eignina. Einnig beindi hann að J, kröfu um ógildingu samnings hans við F um sömu eign. Talið var að þótt kröfugerð G væri eigi svo markviss sem skyldi, gæti það ekki ráðið úrslitum þótt aðeins F væri stefnt til að þola dóm til ógildingar kaupsamnings þess við J. Var úrskurði héraðsdómara um að vísa málinu í heild frá héraðsdómi því hrundið og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst jafnframt málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Jón Ólafsson & Co. sf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði reisir sóknaraðili málatilbúnað sinn á því að komist hafi á bindandi samningur milli hans og varnaraðilans Félags heyrnarlausra um kaup hans á hluta fasteignarinnar að Laugavegi 26 í Reykjavík. Hafi þennan varnaraðila því skort heimild til þess að selja síðar varnaraðilanum Jóni Ólafssyni & Co. sf. sama eignarhluta. Með fyrsta og þriðja lið í aðalkröfu sinni leitar sóknaraðili dóms um viðurkenningu á rétti sínum til fasteignarinnar og jafnframt að réttur síðari kaupandans verði látinn víkja. Í fyrrnefnda kröfuliðnum krefst sóknaraðili nánar tiltekið efnda samkvæmt aðalefni þess samnings, sem hann telur að komist hafi á milli sín og varnaraðilans Félags heyrnarlausra. Ekki verður leyst úr þessari kröfu sóknaraðila án þess að afstaða sé jafnframt tekin til þess hvern rétt varnaraðilinn Jón Ólafsson & Co. sf. kunni að hafa til sömu fasteignar, en á það reynir með þriðja lið aðalkröfu sóknaraðila. Niðurstaða um þessa tvo kröfuliði er að verulegu leyti háð úrlausn sömu málsástæðna, sem sóknaraðili teflir fram til stuðnings þeim báðum. Þótt kröfugerð hans sé ekki svo markviss sem skyldi getur af framangreindum ástæðum ekki ráðið úrslitum að sínum varnaraðilanum sé stefnt til að þola dóm um hvorn kröfulið, enda er þeim báðum unnt að gæta réttar síns þrátt fyrir að kröfum sé háttað eins og áður er getið. Samkvæmt þessu verður hinum kærða úrskurði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar, en í kæru til Hæstaréttar lýsti sóknaraðili því yfir að hann félli frá fjórða lið í aðalkröfu sinni í héraði. Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 73/1999
Kærumál Fjárnám Greiðsla Fyrning Aðild Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi að hluta
V stefndi sameignarfélaginu D og eigendum þess, H og G, til innheimtu vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda. Á þingfestingardegi málsins greiddi D hluta skuldarinnar en málið var dómtekið. Í héraðsdómi var dæmt að stefnukröfur D væru að hluta fallnar niður fyrir fyrningu. Í framhaldi af þessu inntu D, H og G af hendi greiðslu til V sem þeir töldu vera fullnaðargreiðslu á skuld sinni, enda hefði innborgun þeirra á þingfestingardegi átt að koma til frádráttar þeim skuldum sem þá hefðu verið ófyrndar. Í máli þar sem D, H og G mótmæltu fjárnámi sem gert hafði verið hjá D fyrir eftirstöðvum skuldarinnar, var talið að D hefði mátt vera fullljóst við fyrri innborgun sína að V héldi fram kröfu sinni alls óskertri, þótt hluti hennar væri sýnilega eldri en sem næmi fyrningarfresti kröfu þessarar tegundar. Var V því heimilt að láta innborgunina ganga til greiðslu elsta hluta skuldarinnar. Var fjárnám fyrir kröfu V því staðfest, þó þannig að tekið var tillit til síðari innborgunar D. Kröfum H og G var vísað frá dómi þar sem fjárnámsgerð sú sem um var fjallað í málinu hafði ekki beinst að þeim heldur aðeins V.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 9. febrúar 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem var gert 3. desember 1998 að kröfu sóknaraðila hjá varnaraðilanum Dalverki sf. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnd fjárnámsgerð verði staðfest. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál hendur varnaraðilum með birtingu stefnu 9. og 11. mars 1998 til greiðslu lífeyrisjóðsiðgjalda frá árunum 1988 til 1990 og 1992 til 1996, sem námu samtals 604.248 krónum auk dráttarvaxta. Sama dag og málið var þingfesting, 25. mars 1998, greiddi varnaraðilinn Dalverk sf. lögmanni sóknaraðila 400.000 krónur inn stefnukröfur. Varnaraðilar sóttu hins vegar ekki þing í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem gekk í málinu 10. júní 1998, var hluti krafna sóknaraðila talinn fyrndur, en varnaraðilum gert að greiða honum í sameiningu 396.134 krónur með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 9. mars 1994 til greiðsludags. Við úrlausn málsins virðist héraðsdómara ekki hafa verið kunnugt um fyrrgreinda innborgun varnaraðila. Hinn 22. október 1998 sendu varnaraðilar til lögmanns sóknaraðila greiðslu á 318.185 krónum. Með þessu telja varnaraðilar sig hafa að fullu greitt kröfur sóknaraðila, enda hefði honum borið að ráðstafa innborgun þeirra 25. mars 1998 til greiðslu þess hluta skuldar þeirra, sem ekki var fyrndur. Sóknaraðili telur hins vegar að sér hafi verið heimilt að ráðstafa greiðslunni inn á þann hluta skuldarinnar, sem elstur var, og því hafi varnaraðilar enn staðið í skuld við hann þegar fjárnámið var gert 3. desember 1998. II. Fjárnámi sýslumannsins á Selfossi 3. desember 1998, sem deilt er um í málinu, var sem áður segir beint að varnaraðilanum Dalverki sf. Aðrir varnaraðilar hafa ekki skýrt ástæðu þess að þeir hafi gerst aðilar að málinu, en í þeim efnum skiptir engu þótt þeir hafi átt aðild að einkamáli, sem var undanfari fjárnámsins. Er málið að þessu leyti vanreifað og verður því kröfum varnaraðilanna Halldórs Ólafssonar og Grétars Ólafssonar vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Af dómi Héraðsdóms Suðurlands 10. júní 1998 er ljóst að í stefnu sóknaraðila í því máli kom skýrlega fram að krafan, sem hann beindi þar að varnaraðilum, væri að fjárhæð 604.248 krónur og ætti rætur að rekja til lífeyrissjóðsiðgjalda vegna nafngreinds starfsmanns þeirra frá árunum 1988 til 1996, að árinu 1991 undanskildu. Eftir birtingu stefnunnar greiddi varnaraðilinn Dalverk sf. lögmanni sóknaraðila fyrrnefndar 400.000 krónur inn á skuldina. Í kvittun lögmannsins 25. mars 1998 fyrir þessari greiðslu var meðal annars svofelld lýsing á kröfunni: „Vangreidd iðgjöld árin 1988, 1989, 1990, 1992, 1993, 1994, 1995 og 1996“. Þar á eftir var greint frá stöðu kröfunnar. Var höfuðstóll hennar sagður vera sama fjárhæð og áður er getið, áfallnir dráttarvextir til dagsetningar kvittunarinnar 739.540 krónur, málskostnaður 183.062 krónur og vextir af kostnaði 77 krónur, en alls voru þetta 1.526.927 krónur. Í kvittuninni kom fram að eftir innborgunina væru eftirstöðvar skuldarinnar 1.126.927 krónur. Af þessum atriðum í stefnu sóknaraðila og kvittun lögmanns hans mátti varnaraðilanum Dalverki sf. vera fyllilega ljóst að sóknaraðili héldi fram kröfu sinni alls óskertri, þótt hluti hennar væri sýnilega eldri en nam fyrningarfresti kröfu þessarar tegundar. Allt að einu innti varnaraðilinn af hendi innborgun á kröfuna og gerði hvorki fyrirvara um rétt sinn til að bera við fyrningu né áskilnað um að greiðslan yrði látin ganga inn á ákveðinn hluta skuldarinnar. Lagði hann þar með á vald sóknaraðila að ákveða hvernig innborguninni yrði ráðstafað. Sóknaraðila var þannig heimilt að láta hana ganga inn á elsta hluta skuldarinnar og getur hún því ekki komið til frádráttar kröfu hans samkvæmt héraðsdóminum frá 10. júní 1998. Sóknaraðila var sem áður segir send greiðsla 22. október 1998 að fjárhæð 318.185 krónur, að ætla verður frá varnaraðilum í sameiningu. Í bréfi lögmanns þeirra, sem fylgdi greiðslunni, kom ótvírætt fram að hún væri innt af hendi vegna dóms Héraðsdóms Suðurlands í fyrrnefndu máli. Sóknaraðila bar því að fara með greiðsluna sem borgun inn á þann hluta kröfu sinnar, sem dómur hafði fengist fyrir. Af endurriti fjárnámsins frá 3. desember 1998, sem deilt er um í þessu máli, verður ráðið að sóknaraðili taldi kröfu sína alls nema 777.337 krónum, en tók ekkert tillit þar til umræddrar innborgunar varnaraðila á 318.185 krónum. Samkvæmt framangreindu verður fallist á kröfu sóknaraðila um að fjárnám sýslumannsins á Selfossi 3. desember 1998 hjá varnaraðilanum Dalverki sf. verði staðfest, en þó með þeirri breytingu að frá kröfu sóknaraðila, sem fjárnám var gert fyrir, dragist 318.185 krónur. Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Málinu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar varnaraðilana Halldór Ólafsson og Grétar Ólafsson. Fjárnám, sem sýslumaðurinn á Selfossi gerði 3. desember 1998 fyrir kröfu sóknaraðila, Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna á Suðurlandi, á hendur varnaraðilanum Dalverki sf. er staðfest með þeirri breytingu, að til frádráttar þargreindri kröfu sóknaraðila koma 318.185 krónur. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 75/1999
Kærumál Fjárnám Virðisaukaskattur Nauðasamningur
Hlutafélagið P, sem síðar sameinaðist S, var veitt heimild til að leita nauðasamnings með úrskurði héraðsdóms. Talið var að nauðasamningurinn gæti ekki haft áhrif á kröfu um virðisaukaskatt sem féll til á því uppgjörstímabili sem var ólokið við uppkvaðningu úrskurðarins sbr. 1. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Var niðurstaða héraðsdóms um að T væri heimilt að leita fjárnáms fyrir umræddum virðisaukaskatti því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 8. september 1998 um að fjárnám skyldi ná fram að ganga fyrir kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila um virðisaukaskatt, sem féll til vegna starfsemi Prentsmiðju Árna Valdimarssonar hf. á tímabilinu frá 1. júlí til 22. ágúst 1994. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og varnaraðila gert að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Samkvæmt gögnum málsins var Prentsmiðju Árna Valdimarssonar hf. veitt heimild til að leita nauðasamnings með úrskurði 23. ágúst 1994, en félagið mun hafa sameinast sóknaraðila á árinu 1995. Virðisaukaskattur félagsins, sem varnaraðili hefur leitað fjárnáms fyrir hjá sóknaraðila, féll til á uppgjörstímabili, sem stóð yfir frá 1. júlí til 31. ágúst 1994, sbr. 24. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Við uppkvaðningu úrskurðar um heimild félagsins til að leita nauðasamnings var þetta lögákveðna uppgjörstímabil ekki á enda. Þegar af þessari ástæðu gat nauðasamningur félagsins ekki haft áhrif á kröfu varnaraðila um virðisaukaskatt frá þessu tímabili, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 305/1998
Skaðabætur Dýralæknar Skaðsemisábyrgð
Dýralæknirinn G sprautaði hest í eigu K með vítamínlyfi og féll hesturinn þá dauður niður. Í máli sem K höfðaði á hendur G til greiðslu skaðabóta, þótti ekkert komið fram sem veitti ástæðu til að draga í efa að réttu lyfi hefði verið sprautað í hestinn eða lyfið hefði skaðlega eiginleika. Þá var talið að K yrði að bera halla af því að ekki var gerð ítarlegri rannsókn á dauða hestsins en raun bar vitni og þóttu ekki vera rök fyrir því að víkja frá þeirri almennu reglu að tjónþola bæri að sanna að tjón hans yrði rakið til atvika sem vörðuðu skaðabótaskyldu. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu G af kröfum K staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. júlí 1998 og krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi beri skaðabótaábyrgð á því tjóni, sem áfrýjandi varð fyrir vegna dauða stóðhestsins Gjafars. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Hinn 29. maí 1996 var fyrrnefndur hestur áfrýjanda í vörslum sonar hans Sigmundar, sem virðist hafa séð um hann fyrir áfrýjanda. Sigmundur bað stefnda að sprauta hestinn með vítamíni, en sýna átti hann til kynbótadóms. Stefndi kvaðst fyrir héraðsdómi hafa sprautað í hestinn „eitthvað á bilinu 25-30 ml“ af vítamínlyfinu Becoplex vet. Er ekkert komið fram, sem veitir ástæðu til að draga í efa að stefndi hafi notað vítamínlyf, en af hálfu áfrýjanda hefur verið leitt getum að því, að röngu lyfi kunni að hafa verið sprautað í hestinn í ógáti. Samkvæmt gögnum málsins er Becoplex vet. óskráð sérlyf, sem má aðeins nota með sérstakri heimild. Stefndi sótti um slíka heimild og var hún samþykkt af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 11. janúar 1996 að undangenginni jákvæðri umsögn lyfjanefndar ríkisins, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 4. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Áfrýjandi staðhæfir, að lyfið, sem hestinum var gefið, hafi haft hættulega eiginleika og að dauði hans verði rakinn til þeirra. Svo sem greinir í héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, eru ekki þekktar neinar aukaverkanir af notkun lyfsins í hesta. Áfrýjandi hefur ekki bent á nein viðhlítandi gögn, sem benda til að þessi staðhæfing hans um skaðsemi lyfsins eigi við rök að styðjast. Bótaskylda verður því ekki felld á stefnda á grundvelli reglna um ábyrgð á tjóni, sem hlýst af hættulegum eiginleikum vöru. II. Fyrir Hæstarétti var því haldið fram af hálfu áfrýjanda að stefndi kunni að hafa gefið hestinum vítamínið í slagæð. Í málinu er ekkert, sem bendir til þess. Auk þess hefur áfrýjandi ekki skýrt með vísun til læknisfræðilegra gagna hver áhrif þess hefðu geta orðið. Til stuðnings bótakröfunni heldur áfrýjandi einkum fram, að stefndi sé bótaskyldur vegna þess að honum hafi ekki tekist að sanna að dauði hestsins verði rakinn til óhapps eða annarra atvika, sem stefndi beri ekki ábyrgð á. Um það bendir hann meðal annars á, að stefndi hafi hvorki haldið til haga lyfjaglasinu, sem hann notaði í umrætt sinn, né lagt fram dagbók, þar sem greint sé frá tjónsatvikinu. Ekki verður þó séð að áfrýjandi hafi skorað á stefnda að leggja fram dagbók sína um læknisverk. Í héraðsdómi er tekið upp meginefni krufningarskýrslu Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Eins og þar kemur fram var niðurstaða skýrslunnar sú, að hestur áfrýjanda hafi dáið af „Blóðrásarbilun (sjokk?)“, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Eru málsaðilar sammála um að orðið „sjokk“ í skýrslunni merki ofnæmisviðbrögð. Áfrýjandi hefur ekki aflað álits dómkvadds manns eða annarra gagna í því skyni að leita frekari upplýsinga um orsök tjónsins. Fram er komið að hesturinn dó síðdegis 29. maí 1996. Áfrýjandi kvaðst hafa farið með hann til krufningar samdægurs. Hins vegar segir í greinargerð Sigurðar Sigurðarsonar og annars dýralæknis, sem krufði hestinn ásamt Sigurði, að hesturinn hafi verið fluttur að Keldum síðdegis 30. maí og skilinn þar eftir án þess að frekari upplýsingar fylgdu. Hafi ekki legið fyrir skrifleg beiðni um krufninguna og hafi þess vegna ekki verið litið svo á að óskað hafi verið eftir réttarkrufningu. Krufningin var gerð að morgni 31. sama mánaðar. Áfrýjandi ákvað sjálfur að óska eftir krufningu og ber ábyrgð á því hvernig hann hagaði beiðni um rannsókn. Verður hann sjálfur að bera halla af því að ítarlegri rannsókn var ekki gerð, til dæmis með könnun á blóð- eða vefjasýni úr hræinu. Verður ekki metið stefnda til réttarspjalla að hafa ekki af sjálfdáðum hlutast til um rannsókn á tjónsatburðinum. Ekki verður heldur talið að skortur á upplýsingum úr dagbók eða lyfjaglas nægi til að leggja sönnunarbyrði á stefnda. Samkvæmt ofangreindu þykja rök ekki vera til að víkja frá þeirri almennu reglu, að tjónþola beri að sanna, að tjón hans verði rakið til atvika, sem varða skaðabótaskyldu. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsenda héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Eftir atvikum er rétt að hvor aðila beri sinn málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Héraðsdómur Vesturlands 30. apríl 1998. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 17. mars sl., að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað af Kristjáni S. Leóssyni, kt.030756-3209, Presthúsabraut 25, Akranesi á hendur Gunnari Erni Guðmundssyni, kt. 171148-3409, dýralækni, Ásvegi 10, Hvanneyri og til réttargæslu á hendur Sigurði Sigurðarsyni, kt. 021039-4629, dýralækni, Keldum, Grafarholti, Vesturlandsbraut og Vátryggingafélags Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda á hendur stefnda, Gunnari Erni, eru þær, að hann verði dæmdur til að greiða stefnanda krónur 4.000.000, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 1. júlí 1996 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda ásamt virðisaukaskatti. Engar dómkröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefndu. Dómkröfur stefnda, Gunnars Arnar Guðmundssonar eru þær að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Af hálfu réttargæslustefnda Vátryggingarfélags Íslands eru ekki gerðar sjálfstæðar dómkröfur. Þingsókn af hálfu réttargæslustefnda, Sigurðar Sigurðarsonar, féll niður, án þess að kröfur kæmu fram af hans hálfu. Samkvæmt 31. gr. laga nr. 91/1991 var sakarefni skipt og málið flutt um bótaskyldu, en önnur atriði látin hvíla. Í þessum þætti málsins er einungis til úrlausnar ágreiningur um bótaskyldu stefnda. II. Málavextir eru þeir, að hinn 29. maí 1996 leitaði sonur stefnanda eftir aðstoð stefnda, Gunnars Arnar, og óskaði eftir að hann gæfi hesti sínum, Gjafari 5 vetra, vítamínsprautu, en sýna átti hestinn stuttu seinna til kynbótadóms. Stefndi sprautaði hestinn með B- vítamíni í æð og skömmu síðar féll hesturinn dauður niður. Nokkrum vikum áður hafði stefndi meðhöndlað hestinn vegna bólgu á fæti. Eftir þetta sprautaði stefndi hestinn með adrenalín í hjartavöðva og reyndi jafnframt að lífga hann við með hjartahnoði án árangurs. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og meinafræðingur að Keldum krufði hestinn hinn 31. maí 1997. Í krufningarskýrslu dýralæknisins segir svo m.a.:„...Nokkurt blóðrennsli hefur verið fram úr nösum. Hesturinn er lítið eitt uppblásinn. Við fláningu finnast talsverðar blæðingar undir húð á hálsi, síðu og aftan við bóga beggja megin og einnig í vöðvum ofarlega á síðu milli rifja frá 8. til 12. rifs vinstra megin. Vægur bjúgvökvi er undir húð og við kjúkuliði framfóta, meira vinstra megin. KVIÐARHOL: Þegar kviðarhol er opnað kemur í ljós að þindin er rifin (líklega eftir dauða). Lifrað blóð er í kviðarholi, einn lítri, einkum á maga og um garnir. Lifur virðist eðlileg, milti er þrútið með nokkrum blæðingum, nýru eðlileg, kynfæri og þvagfæri eðlileg. Í maga er ekki hey eða gras en talsvert af kjarnfóðri. Röð smására eru í jaðri hvíta hlutans. Garnir eru loftfylltar og hálftómar. Dreifðar smáblæðingar eru í slímhúð mjógarna aftarlega, annars eru þær eðlilegar. Ekki sést missmíði á æðum. Eitlar eru eðlilegir. BRJÓSTHOL: Í brjóstholi er talsvert (1,5-2 lítrar) af ólifruðu blóði, sem virðist hafa blætt frá æð við gollurhús. Hjarta er slappt og fullt af blóði, hjartavöðvi fremur ljós. Lungu eru bjúgfull með dreifðar blæðingar. Ólifrað blóð er í barka og berkjum. HÖFUÐ: Slímhúð nashols er blóðþrungin og með smáblæðingum. Heili var tekinn út og athugaður. Heilaæðar eru þandar en hvergi blæðingar að sjá með berum augum. VEFJASKOÐUN: Teknir voru bitar úr hjarta, lungum, maga og heila til herðingar í 10% formalín. Talsverður bjúgur, blóðfylling og blæðingar sjást við smásjárskoðun á lungum, blóðfylling í æðum heilans og heilahimna og smáblæðingar um háræðar í heila og mænukylfu. Í maga eru átusár meðfram kirtlahluta. Hjartavöðvi virðist eðlilegur. NIÐURSTAÐA: Blóðrásarbilun („sjokk”?).” Ekki fór fram efna- og lyfjarannsókn á blóði hestsins. III. Við yfirheyrslur fyrir dómi kom fram hjá stefnda, að hann hafi sprautað hestinn með u.þ.b. 30 ml af B-koplex vítamíni. Kvaðst hann hafa sprautað hestinn í æð, frekar en í vöðva eða undir húð, til þess að minnka hættu á bólgum í vöðvakerfinu, sem hugsanlega gætu truflað hreyfingu dýrsins. Kvaðst hann hafa orðið við þessari ósk sonar stefnanda, þar sem hann hafi talið það gott fyrir hestinn eftir langa þjálfun hans. Stefndi kvaðst hafa borið sig þannig að við verkið, að hann hefði verið með lyfið í sprautunni og nálina á sprautunni er hann fór inn í stíuna til hestsins. Sigmundur, sonur stefnanda, hélt hestinum. Stefndi kvaðst hafa haldið um háls hestsins til þess að fá blóðfyllingu í æðina og síðan stungið hestinn í æð. Hann kvaðst hafa sogað aðeins blóð inn í sprautuna til að kanna hvort hann væri á réttum stað með nálina og sprautað síðan lyfinu í hestinn. Skömmu eftir að þeir stefndi og Sigmundur fóru út úr stíunni tóku þeir eftir að hesturinn var óstyrkur. Stefndi teymdi hestinn út úr stíunni og hné þá hesturinn niður. Stefndi reyndi þá að hnoða brjóstkassa hestsins með fótunum, en án árangurs. Stefndi kvaðst þá hafa gefið hestinum adrenalín og síðar lóbelín. Við það hafi hesturinn andað betur, en aðeins í stuttan tíma. Stefndi reyndi að hnoða hestinn áfram, en án árangurs. IV. Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefnda, Gunnari Erni, dýralækni, á því að hann hafi valdið dauða hestsins með gáleysislegum vinnubrögðum. Innihald sprautunnar hafi valdið dauða hestsins, sem drepist hafi nær strax eftir að hann var sprautaður. Byggir stefnandi á því, að þegar sá sem valdi tjóni hafi betri möguleika á að tryggja sér sönnun beri honum að gera það. Sönnunarbyrði hvíli því á stefnda um það annars vegar, að eitri hafi ekki verið sprautað í ógáti í hestinn og hins vegar, að efnið hafi ekki orsakað tjónið. Stefndi hafi borið að tryggja sér sönnun, svo sem með því að afhenda syni stefnanda þegar í stað sprautuna og sjá til þess að dreggjar hennar yrðu efnagreindar og einnig að blóð hestsins yrði efna- og lyfjagreint. Stefndi hafi hins vegar ekkert gert til þess að sanna sakleysi sitt. Þá hafi hann í engu liðsinnt stefnanda um það hvernig hann ætti að bera sig að varðandi beiðni um rannsókn á hestinum. Þá bendir stefnandi á, að í krufningarskýrslu sé látið að því liggja, að hesturinn hafi fengið blóðrásarsjokk, en þandar heilaæðar bendi einnig til þess, að hestinum hafi verið gefið efni í æð, sem leitt hafi til dauða hestsins. Til vara byggir stefnandi á því, verði komist að því að hestinum hafi verið gefið vítamín í æð, að slíkt sé ekki venjulegt. Stefndi hafi því átt að vara við slíkri inngjöf, sé hún ekki hættulaus eða gefa frekari upplýsingar og bera það síðan undir stefnanda eða son hans, hvort þeir samþykktu slíka innvortisgjöf. Stefndi sé sérfræðingur á sviði dýralækninga og hafi því átt að búa yfir þekkingu um hættumöguleika aðgerðar sinnar. Stefnandi og sonur hans hafi því treyst því að hesturinn fengi hættulausa meðhöndlun. Byggir stefnandi á því, að jafnvel þó komist verði að því, að hestinum hafi verið gefið vítamín í æð, þá sé ljóst að það hafi valdið dauða hestsins, en slík vinnubrögð stefnda við þessar aðstæður hafi verið ólögmæt. Verði stefndi, Gunnar, sýknaður af kröfum stefnanda á þeim grundvelli að krufningarskýrslan sýni ekki á ótvíræðan hátt að hestinum hafi verið gefið efni, sem ekki hafi mátt gefa honum eða af þeirri ástæðu að ekki hafi farið fram efna- og lyfjarannsókn á blóði hestsins, þá sé ljóst að vinnubrögð réttargæslustefnda, Sigurðar, verði að teljast óviðunandi og gálaus. Geti því svo farið að stefnandi eigi bótakröfu á hendur Sigurði og af þeirri ástæðu sé honum réttargæslustefnt í málinu. V. Stefndi, Gunnar, byggir sýknukröfu sína á því, að hann beri ekki skaðabótaábyrgð á dauða hests stefnanda, þar sem skilyrði skaðabótaábyrgðar séu ekki fyrir hendi. Samkvæmt krufningarskýrslu hafi hrossið drepist vegna blóðrásarbilunar eða „sjokks”. Þetta séu þekkt ofnæmisviðbrögð, en mjög fátíð. Þessi viðbrögð hestsins séu ekki á ábyrgð stefnda heldur stefnanda sjálfs. Stefndi heldur því fram að í norrænum rétti sé rík hefð fyrir því, að um skaðabótaábyrgð sjálfstætt starfandi sérfræðinga, eins og dýralækna, fari að reglum skaðabótaréttar utan samninga. Bótagrundvöllurinn sé sakarreglan og byggir stefndi á því að hann hafi með því að gefa hesti stefnanda B-vítamín í æð ekki gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Stefnandi byggir á því að það hafi verið fullkomlega eðlilegt og venjulegt að gefa hrossi stefnanda B-vítamín, enda um það beðið af syni stefnanda og á engan hátt á færi stefnda að sjá á hestinum fyrirfram að hann fengi „skyndiofnæmi”, sem leiddi til blóðrásarbilunar við vítamíngjöfina. Stefndi heldur því fram, að sönnunarbyrðin um skilyrði skaðabóta hvíli óskipt á stefnanda og ekki sé lagagrundvöllur eða dómvenja fyrir því að velta sönnunarbyrðinni af stefnanda yfir á stefnda. Stefnanda hefði verið í lófa lagið að tryggja sér nákvæmari rannsókn á hrossinu eftir dauða þess, ef hann hefði gefið krufningardýralækninum fyrirmæli um það eða látið í ljós sérstakar óskir um einstakar rannsóknir. Stefndi byggir og á því, að stefndi hafi sönnunarbyrðina fyrir því að stefndi hafi ekki framkvæmt vítamíngjöfina réttilega og ekki hefur verið sýnt fram á að saknæmt hafi verið af hálfu stefnda að gefa hrossinu vítamín í æð svo sem gert hafi verið. Algengt muni vera að gefa hrossum vítamín með þessum hætti og lítil hætta því samfara. Stefnandi verði að sanna að um handvömm stefnda hafi verið að ræða við læknisverkið. Stefndi mótmælir aðdróttunum stefnanda í stefnu um að hann hafi jafnvel gefið hrossinu eitur. Þá byggir stefndi á því, að ósannað sé að dauði hrossins hafi verið fyrirsjáanleg afleiðing þess að gefa hrossinu inn vítamín. Vítamíngjöf með sprautu í æð sé venjuleg og einföld aðgerð sem alla jafna hafi ekki neina hættu í för með sér. Dýralæknar megi ekki almennt gera ráð fyrir því að vítamínsprauta leiði til tjóns og því sé tjón stefnanda ekki sennileg afleiðing af dýralæknisverki stefnda. Beri að leggja á hlutrænan mælikvarða hvort vítamíngjöf almennt auki líkur á dauða hestsins. Þar sem um óvenjulega afleiðingu af vítamínsprautu sé að tefla, sem ekki hafi mátt sjá fyrir, sé því skilyrði skaðabóta að tjónsatburður skuli vera sennileg afleiðing af verknaði ekki fullnægt. Stefndi mótmælir því, að skýrsla réttargæslustefnda, Sigurðar sé fullgild sönnun um ástæður þess að hrossið drapst, þar sem hún sé einhliða sönnunargagn, sem stefnandi hafi hlutast til um að afla án nokkurs samráðs við stefnda. Skýrslan gefi til kynna að blóðrásarbilun eða „sjokk” hafi leitt til dauða hestsins. Hins vegar sé skýrslan ekki sönnun þess að vinnubrögð stefnda við inngjöf vítamínsins hafi verið ábótavant eða mat á réttmæti þess að gefa hestinum vítamín við þessar aðstæður. Skýrslan sé því ekki sönnunargagn, sem unnt sé að leggja til grundvallar við sakarmatið og verði stefnandi að bera hallan af því að tryggja sér ekki sönnun um meinta sök stefnda. VI. Óumdeilt er að sonur stefnanda, sem hirti hestinn Gjafar fyrir stefnanda, óskaði eftir því við stefnda, að hann sprautaði hestinn með vítamíni í þeim tilgangi að styrkja hestinn vegna væntanlegrar sýningar. Stefndi kveðst hafa sprautað hestinn með u.þ.b. 30 ml af B-koplex vítamíni og er ekkert það fram komið í málinu, sem bendir til þess að annað lyf hafi verið notað. Vítamínið er ekki skráð hér á landi, en stefndi keypti það af Parmaco innflytjanda lyfsins. Samkvæmt framburði stefnda fyrir dómi framkvæmdi stefndi ekki nákvæma skoðun á hestinum áður en hann sprautaði hann. Nokkrum vikum fyrir greindan atburð meðhöndlaði stefndi hestinn með bólgueyðandi lyfjum vegna bólgu á fæti, en vítamíngjöfin var ekki í neinum tengslum við þá meðferð. Það er álit hins sérfróða meðdómsmanns, að gögn málsins, þar með taldar yfirheyrslur fyrir dómi, hafi ekki sýnt fram á annað en stefndi hafi staðið að aðgerð þessari með venjubundnum hætti. Ljóst er, að hvorki lyf né læknisaðgerðir eru með öllu hættulausar. B-vítamín það, sem stefndi gaf hestinum hefur verið talið skaðlaust lyf og eru ekki þekktar neinar aukaverkanir af notkun þess í hesta, enda þótt læknisfræðilegt gildi slíkrar meðhöndlunar sé umdeilanlegt. Þá kom fram, að hestinum hafði ekki áður verið gefið B-vítamín og því hefði ekki átt að vera hætta á ofnæmisviðbrögðum. Stefnandi lét kryfja hestinn, en af þeirri skýrslu er ekki ljóst hvað orsakaði blóðrásartruflunina, sem varð hestinum að bana. Stefnandi lét ekki framkvæma ýtarlegri rannsókn á hræinu og verður því að bera hallan af því. Með vísan til framanritaðs og niðurstöðu krufningarskýrslu er ekkert það fram komið sem bendir til þess að stefndi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við aðgerðina og beri þannig ábyrgð á hinum ólíklegu afleiðingum hennar. Samkvæmt því ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma stefnanda til þess að greiða stefnda krónur 200.000 í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til þeirrar skyldu stefnda, að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Dóminn kváðu upp, Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari , sem dómsformaður, Arngrímur Ísberg, héraðsdómari og Páll Stefánsson, dýralæknir. Dómsuppkvaðning hefur dregist nokkuð vegna embættisanna dómsformanns. Dómsorð: Stefndi, Gunnar Örn Guðmundsson, er sýkn af kröfum stefnanda, Kristjáns S. Leóssonar. Stefnandi greiði stefnda krónur 200.000 í málskostnað.
Mál nr. 317/1998
Ákæra Ómerking Frávísun frá héraðsdómi
S, Ó, E og I voru ákærðir, m.a. fyrir brot gegn lögum um bókhald vegna viðskipta sinna með aflaheimildir. Var því lýst í ákæru að þeir hefðu látið undir höfuð leggjast að færa tiltekin bókhaldsatriði í bókhaldi fyrirtækja sinna. Af málatilbúnaði ákæruvaldsins var á hinn bóginn ljóst að grundvöllur ákæruefna var sá, að viðskiptin hefðu brotið gegn lagareglum um viðskipti með aflaheimildir og um skiptaverðmæti sjávarafla. Talið að framsetning ákæruatriða fullnægði ekki áskilnaði laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Enda þótt einn kafli ákærunnar væri án slíkra annmarka var talið að hann væri svo tengdur öðrum hlutum hennar að óhjákvæmilegt væri að vísa ákærunni frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 17. júlí 1998 að ósk ákærðu og krefst hann þess að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða Sigurðar samkvæmt I. og III. kafla ákæru verði staðfest, þó þannig að heimfærsla brots samkvæmt I. kafla ákæru verði leiðrétt, refsing ákærða verði þyngd og hann dæmdur til að greiða 103.671 krónu í skaðabætur til Gunnars Örnólfs Reynissonar og 20.341 krónu til Fiskveiðasjóðs Íslands. Þá krefst hann staðfestingar á sakfellingu ákærðu Ólafs Þórs, Eyjólfs Þórs og Ingvars Arnar samkvæmt I. og II. kafla ákæru, þó þannig að heimfærsla brots samkvæmt I. kafla verði leiðrétt og að refsing ákærðu verði þyngd. Ákærði Sigurður krefst þess aðallega að I. kafla ákæru verði vísað frá héraðsdómi en ella verði hann sýknaður af þeim kafla og öðrum ákæruatriðum, sem hann varða. Til vara krefst hann mildunar á refsingu og skilorðsbindingar hennar. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara að hann verði sýknaður af þeim. Ákærðu Ólafur Þór, Eyjólfur Þór og Ingvar Örn krefjast þess aðallega að I. kafla ákæru verði vísað frá héraðsdómi, en ella verði þeir sýknaðir af öllum ákæruatriðum. Til vara krefjast þeir verulegrar lækkunar á refsingu. Í héraðsdómi er lýst þeim viðskiptum, sem ákæra í máli þessu tekur til. Ljóst verður að telja af málflutningi ákæruvalds hér fyrir dómi, að grundvöllur ákæruefna séu lagareglur um aflamark og um skiptaverðmæti. Er þar vísað til þess að samkvæmt 12. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða verði aflamark eingöngu flutt milli skipa og að samkvæmt 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. 10. gr. laga nr. 79/1994, sé óheimilt við hlutaskipti að draga kostnað við kaup á veiðiheimildum frá heildarverðmæti afla. Samkvæmt þessum lagaheimildum hafi Reiknistofa fiskmarkaða hf. ekki mátt vera handhafi aflamarks og hafi Útgerðarfélagið Hleri hf. orðið að vera hinn raunverulegi kaupandi. Hafi borið að færa viðskiptin í samræmi við það í bókhaldi fyrirtækjanna. Einnig hefur ákæruvaldið í málflutningi sínum hér fyrir dómi vísað til laga nr. 123/1989 um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla og hafnalaga nr. 23/1994. Í I. kafla ákæru er ákærðu öllum gefið að sök að hafa „látið undir höfuð leggjast að færa bókhaldsatriði viðskiptanna“ í bókhaldi ofangreindra tveggja hlutafélaga. Í II. kafla eru ákærðu Ólafur Þór, Eyjólfur Þór og Ingvar Örn ákærðir fyrir útgáfu þriggja rangra afreikninga, eins og þar er nánar lýst. Hvorugt þessara ákæruatriða er þannig fram sett að skírskotað sé til þess lagagrundvallar, sem ákæruvaldið byggir á í málflutningi sínum, og verður þetta ekki ráðið af verknaðarlýsingum. Þannig sést til dæmis ekki, þegar I. kafli ákæru er lesinn sjálfstætt, hver sé grundvöllur þess að bókhald verði ekki talið réttilega fært. Skortir þar með verulega á skilgreiningu þess bókhaldsbrots, sem ákært er fyrir. Í ákærunni er og ekki getið stöðu ákærðu Ólafs Þórs, Eyjólfs Þórs og Ingvars Arnar hvers um sig hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf. með tilliti til refsiábyrgðar á þeirri háttsemi, sem ákært er fyrir, og framkvæmd var í nafni hlutafélagsins. Ofangreind framsetning ákæruatriða fullnægir ekki áskilnaði c - liðar 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þótt III. kafli ákærunnar sé ekki háður sömu annmörkum og hinir tveir, eru þeir allir svo tengdir innbyrðis, að ekki þykir rétt að dæma um hann einan og sér. Er því óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa ákærunni í heild frá héraðsdómi. Samkvæmt þessu ber að leggja allan kostnað málsins í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur og er ákæru málsins vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu eins og hér greinir: Málsvarnarlaun verjanda ákærða Sigurðar Jóhannssonar í héraði og fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, samtals 350.000 krónur, málsvarnarlaun verjanda ákærðu Ólafs Þórs Jóhannssonar, Eyjólfs Þórs Guðlaugssonar og Ingvars Arnar Guðjónssonar í héraði, Jóhannesar Karls Sveinssonar héraðsdómslögmanns, 400.000 krónur, og málsvarnarlaun verjanda þeirra í Hæstarétti, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 27. maí 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 27. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði af Gunnari Aðalsteinssyni héraðsdómara, Einari S. Hálfdánarsyni, héraðsdómslögmanni og löggiltum endurskoðanda og Finnboga H. Alexanderssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-60/1998: Ákæruvaldið gegn Sigurði Jóhannssyni, Ólafi Þór Jóhannssyni, Eyjólfi Þór Guðlaugssyni og Ingvari Erni Guðjónssyni. Mál þetta, sem dómtekið var 6. maí sl., er höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra 3. mars 1998 á hendur ,,Sigurði Jóhannssyni, kennitala 210354-2639, Bjarmalandi 20, Sandgerði, Ólafi Þór Jóhannssyni, kennitala 060454-4779, Glæsivöllum 11, Grindavík, Eyjólfi Þór Guðlaugssyni, kennitala 290759-7819, Suðurvör 11, Grindavík og Ingvari Erni Guðjónssyni, kennitala 020263-2109, Álfholti 12, Hafnarfirði, fyrir brot á lögum um bókhald, lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og fjársvik á árinu 1996. I. 1.Ákærðu Ólafi Þór, Eyjólfi Þór og Ingvari Erni er gefið að sök að hafa sem fyrirsvarsmenn Reiknistofu fiskmarkaða hf., kennitala 480592-2479, Njarðvík, í viðskiptum við Útgerðarfélagið Hlera hf., kennitala 680291-1289, Sandgerði, er þeir í mars 1996, fjármögnuðu 10 tonna aflamark slægðs þorsks, jafngildi 13.319 óslægðs þorsks, fyrir útgerðarfélagið, sem flutt var með tilkynningu til Fiskistofu, á skip útgerðarfélagsins, Guðbjörgu GK-517, látið undir höfuð leggjast að færa bókhaldsatriði viðskiptanna í bókhald reiknistofunnar. 2.Ákærða Sigurði er gefið að sök að hafa sem framkvæmdarstjóri Útgerðarfélagsins Hlera hf., þegar viðskipti samkvæmt 1. lið ákæru fóru fram og aflamarkið flutt á skip útgerðarfélagsins, Guðbjörgu GK-517, látið undir höfuð leggjast að færa bókhaldsatriði viðskiptanna í bókhald útgerðarfélagsins. Brot allra ákærðu samkvæmt þessum kafla ákæru teljast varða við 36. gr. sbr. 3. tl. 37. gr. laga um bókhald nr. 145, 1994, sbr. 1. gr. laga nr. 37, 1995 um breytinum á þeim lögum, sbr. 2. mgr., 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995. II. Ákærðu Ólafi Þór, Eyjólfi Þór og Ingvari Erni er gefið að sök að hafa, við sölu samtals 13.319 kg af óslægðum afla Guðbjargar GK-517, gefið út og bókfært hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf., þrjá ranga afreikninga til Útgerðarfélagsins Hlera hf., þar sem verðmæti aflamarks var dregið frá raunverulegu söluverði eins og hér greinir: Brot ákærðu telst varða við 1.mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. III. 1. Ákærða Sigurði er gefið að sök að hafa notað hina röngu afreikninga þar sem kostnaður við öflun aflamarks var dreginnn frá heildarverðmæti afla, sbr., II. kafla ákæru, við uppgjör á greiðslum gjalds í greiðslumiðlunarsjóð til Fiskveiðasjós, aflagjalds til Sandgerðishafnar og aflahlutar til skipverja Guðbjargar Gk-517, Gunnars Örnólf Reynissonar, vélvarðar og Björgvins Bragasonar, matsveins, og um leið leynt heildarverðmæti afla Guðbjargar sem greiðslur til þessara aðila hefðu átt að byggjast á og þannig fengið þá til að taka við uppgjöri og haft af þeim alls kr. 227.978, sem hér er nánar sundurliðað: Fiskveiðisjóður Íslands: 2% gjald í Greiðslumiðlunarsjóð. Sandgerðishöfn: 1% aflagjald Til áhafnar Guðbjargar GK-517: Aflahlutur Brot ákærða Sigurðar telst varða við 2. mgr. 158. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940 og 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., sbr. 18. gr. laga nr. 24,1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins sbr. II. kafla laga nr. 79,1994. 2. Ákærðu Ólafi Þór, Eyjólfi Þór og Ingvari Erni er gefið að sök að hafa með liðsinni í verki átt þátt í fjársvikabroti með ákærða Sigurði sem lýst er í 1. lið þessa kafla ákærunnar. Brot ákærðu telst varða við 248. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Vélstjórafélag Íslands krefst bóta f.h. Gunnars Örnólfs Reynissonar, kt. 040170-4139, sem var yfirvélstjóri á Guðbjörgu GK-517 í marsmánuði 1996, á hendur ákærða Sigurði sem framkvæmdarstjóra útgerðarfélagsins, að fjárhæð kr. 103.671, auk 6% iðgjaldshluta útgerðar í lífeyrissjóð. Sjómannasamband Íslands krefst bóta f.h. Björgvins Bragasonar, kt. 070956-4039, sem var matsveinn á Guðbjörgu GK-517 í marsmánuði 1996, á hendur ákærða Sigurði sem forsvarsmanni Hlera hf. sem gerði skipið út á framangreindum tíma, að fjárhæð kr. 86.420, auk 6% iðgjaldshluta útgerðar í lífeyrissjóð. Ásbjörn Jónsson hdl. krefst bóta f.h. Sandgerðishafnar kt. 550269-2289, úr hendi ákærða Sigurði forsvarsmanni Útgerðarfélagsins Hlera hf., vegna vangoldinna aflagjalda skipsins Guðbjargar GK-517 á tímabili 1. mars til 31.mars 1996. Fjárhæð kröfunnar er kr. 12.829 ásamt dráttarvöxtum frá 1. apríl 1996 til greiðsludags auk lögmannskostnaðar kr. 8.419 að frádreginni greiðslu kr. 6.751. Fiskveiðisjóður Íslands krefst þess að forsvarsmenn Útgerðarfélagsins Hlera hf., greiði sjóðnum kr. 49.176. Þar af eru kr. 28.277 vegna 2% gjalds í greiðslumiðlunarreikning fiskiskipa, hjá Stofnfjársjóði fiskiskipa, vegna Guðbjargar GK-517.“ Eftir útgáfu ákæru hefur Sandgerðishöfn og Björgvin Bragason, sem var matsveinn á Guðbjörgu GK-517, afturkallað bótakröfur sínar. Málavextir Með bréfi Sjómannasambands Íslands 8. maí 1996 til sjávarútvegsráðuneytis var þess farið á leit við ráðuneytið að það hlutaðist til um að fá upplýsingar hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. um einstakar sölur m/b Guðbjargar GK-517 í mars 1996, þ.e. aflamagn og aflaverðmæti. Síðan segir í bréfinu: ,,Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti frá Reiknistofu fiskmarkaða er verð á þorski sem skipið landaði í mars síðastliðnum frá kr. 3,80 á kg og upp í kr. 30,80. Í tölunum er búið að draga frá kostnað vegna kaupa á veiðiheimildum. Meðfylgjandi er jafnframt útskrift af kvótafærslum til og frá skipinu. Eins og þar kemur fram byrjaði útgerðin á því að selja 22ja tonna þorskkvóta af skipinu (miðað við slægðan fisk) í september 1995. Í nóvember 1995 er síðan seldur eins tonna þorskkvóti af skipinu miðað við slægðan fisk. Í mars 1996 er keyptur þorskkvóti á skipið og sjómennirnir látnir greiða hann að fullu áður en aflahlutir eru reiknaðir. Sú framkoma sem hér er viðhöfð af útgerðarmanni m/b Guðbjargar GK-517 er því miður ekki einsdæmi. Nauðsynlegt er að ráðamenn fari að skilja þann vanda sem blasir við sjómönnum vegna slíkra mála og afnemi frjálst framsal veiðiheimilda hið fyrsta. Sjómannasamband Íslands er búið að fá meira en nóg af því kvótabraski sem viðgengist hefur á undanförnum árum. Ekki bætir úr að útgerðarmenn og samtök þeirra reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að samtök sjómanna fái þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að sannreyna uppgjör skipverja.“ Í framhaldi af bréfi Sjómannasambands Íslands óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum hjá Fiskmarkaði Suðurnesja h.f. Í bréfi sjómannasambandsins 4. júní 1996 til Hlera h.f. segir m.a.: ,,Fyrir nokkru leitaði Ævar Oddur Ævarsson, kt. 30.07.64-5849, sem var skipverji á Guðbjörgu GK-517, til Sjómannasambands Íslands til að láta yfirfara uppgjör sitt vegna marsmánaðar. Eftir að hafa skoðað uppgjör Ævars kemur í ljós að útgerðin dregur kostnað vegna leigu á veiðiheimildum frá aflaverðmætinu áður en aflahlutur skipverja er reiknaður. Samkvæmt kjarasamningi og lögum er óheimilt að láta sjómenn taka þátt í í kostnaði við kaup eða leigu á veiðiheimildum. Í því sambandi skal bent á dóm Hæstaréttar í málinu nr. 416/1994. Eins og fram kemur í fylgiskjali 1 með bréfi þessu leigði útgerðin frá sér veiðiheimildir í þorski, samtals 23 tonn, á fyrstu mánuðum yfirstandandi fiskveiðiárs. Andvirði leigðra veiðiheimilda kom ekki til hlutaskipta enda hafa sjómennirnir á skipinu ekkert um það að segja hvað útgerðin gerir við veiðiheimildirnar. Þegar útgerðin leigir síðan til sín aftur þorskkvótann, sem áður var búið að leigja frá skipinu, eru sjómenn látnir taka þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir skýr ákvæði kjarasamninga og laga um að slíkt sé óheimilt. Þorskafli skipsins í marsmánuði var að stærstum hluta seldur á Fiskmarkaði Suðurnesja sbr. fylgiskjal 2 og 3 með bréfi þessu. Fylgiskjal 2 sýnir það verð sem útgerðin notaði við uppgjörið, en fylgiskjal 3 sýnir það sem raunverulega fékkst fyrir aflann. Þar sem útgerðin gaf Fiskmarkaði Suðurnesja ekki heimild til að gefa Sjómannasambandi Íslands upplýsingar um raunverulegt söluverð þorskaflans á fiskmarkaðinum fór Sjómannsamband Íslands þess á leit við sjávarútvegsráðherra að hann aflaði gagnanna. Sú málaleitan var auðsótt og hefur ráðuneytið sent Sjómannasambandinu þær upplýsingar sem leitað var eftir varðandi sölu á afla Guðbjargar GK-517 á Fiskmarkaði Suðurnesja, sbr. fylgiskjal 3. Samkvæmt framangreindu dró útgerðin um 76 kr/kg frá því verði sem fyrir aflann fékkst áður en aflahlutir voru reiknaðir. Samkvæmt fylgiskjali 4 lækkaði útgerðin aflahlut háseta um 62.689 kr. án orlofs vegna kvótakaupanna. Ævar var skáður netamaður á skipið og á því að fá 1,25 hluti úr aflaverðmætinu. Krafa Ævars á hendur útgerðinni vegna þátttöku í kvótaleigu og vegna leiðréttinga á uppgjöri vegna aukahlutar er því þessi: Í bréfi ráðuneytis 16. júní 1996 til Fiskmarkaðar Suðurnesja segir: ,,Ráðuneytinu hafa borist tvö söluyfirlit, gefin út af Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Er hér um að ræða yfirlitslista seljandans Guðbjargar GK-517, frá 01.03.´96 til 31.03.´96, sbr. fylgiskjal 1 og fylgiskjal 2. Þegar umræddir yfirlitslistar eru bornir saman virðist sem Fsikmarkaður Suðurnesja hf. hafi gefið út tvo yfirlitslista seljanda vegna sömu viðskipta, sem þó innihalda ekki sömu upplýsingarnar. Samkvæmt fylgiskjali 1 er Guðbjörg GK-517 seljandi aflans en Reiknistofa fiskmarkaða er kaupandi hans. Samkvæmt fylgiskjali 2 eru kaupendur þessa sama afla, hins vegar, hinir ýmsu fiskverkendur en seljandinn aftur á móti enn Guðbjörg GK-517. Það vekur athygli ráðuneytisins að kaupandinn skv. fylgiskjali 1, Reiknistofa fiskmarkaða, er ekki formlegur seljandi aflans skv. fylgiskjali 2, heldur Guðbjörg GK-517, sem virðist skv. þessu selja sömu afurðirnar tvívegis til mismunandi aðila. Það vekur einnig athygli ráðuneytisins, að kílóverð aflans er í öllum tilvikum u.þ.b. 76 kr. lægra skv. fylgiskjali 1, heldur en kílóverð sama afla skv. fylgiskjali 2, en hver einstök sala fer fram sama dag skv. fylgiskjali 1 og fylgiskjali 2. Við fyrslu sýn verður ekki betur séð en að Fiskmarkaður Suðurnesja hf. hafi gert sig sekan um að gefa upp rangar upplýsingar á öðru hvoru fylgiskjalinu. Í ljósi þess er það ósk ráðuneytisins að Fiskmarkaður Suðurnesja hf. gefi viðhlítandi skýringar á þeim upplýsingum sem fram koma í áðurnefndum fylgiskjölum innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs.“ Fiskmarkaður Suðurnesja svaraði með bréfi 7. ágúst 1996 þar sem fram kemur sú skoðun að það sé ekki rétt að afli Guðbjargar hafi verið seldur tvisvar. Í bréfi ráðuneytis 14. ágúst 1996 segir m.a.: ,,Bréf yðar verður ekki skilið öðruvísu en svo, að afli Guðbjargar GK-517 hafi aðeins einu sinni á umræddu tímabili verið seldur á opinberu uppboði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Uppboðsbeiðandi í því tilviki hafi verið Reiknistofa fiskmarkaða hf., sem áður hefði keypt sama afla af útgerð skipsins utan markaðarins á mun lægra verði en fékkst við uppboð á Fiskmarkaði Suðurneja hf. Í bréfi yðar kemur einnig fram, að skýringar á þeim mikla verðmun, sem var á söluverði afla Guðbjargar GK-517, eftir því hvort aflinn var seldur beint frá útgerð til Reiknistofu fiskmarkaða hf. eða á markaði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. sé „að leita í samkomulagi milli RSV og Hlera HF“. Á reikningi fyrir sölu afla til Reiknistofu fiskmarkaða hf. kemur fram að salan sé „vegna Fiskmarkaðar Suðurnesja hf.“.“ Fiskmarkaður Suðurnesja svaraði með bréfi 21. ágúst 1996 og segir þar m.a: ,,Það eru einkum þrjú atriði sem urðu til þess að við neyddumst út í „kvótabrask“. 1.Útgerðarmenn sem voru okkar viðskiptamenn komu til okkar og sögðu að þeir gætu hvorki boðið sér né áhöfninni upp á að veiða aðeins þann litla þorskkvóta sem þeim var úthlutað. Dæmið gengi einfaldlega ekki upp. Þeim bauðst að fara í föst viðskipti við fiskkaupanda þar sem fengist meiri kvóti gegn því að landa á lágu verði (markaðsverð-kvótaverð eins og allir vita) og að koma einungis með vissa stærð af fiski að landi. Hvað átti þá að gera við þá stærð sem ekki hentaði? Ein leiðin var að koma með það og selja á markaði en þá vantaði kvóta, hin leiðin var ófær en það var að henda aflanum. Þeir upplýstu jafnframt að þeim þætti þetta slæm kjör og vildu helst vera á fiskmarkaði þar sem fæst hæsta mögulega verð hverju sinni. Það eina sem við gátum gert var að þakka þeim fyrir viðskiptin og bjóða þá velkomna aftur seinna. Flestir voru mjög ósáttir við þetta svar FMS og töldu það mikið dugleysi að geta ekki útvegað kvóta. 2.Annar mikilvægur viðskiptahópur okkar er kaupendur. Þeir sem ekki gátu útvegað kvóta þurftu að horfa á eftir hverjum bátnum á eftir öðrum í kvótaviðskipti annað og þar með fór sá ágæti fiskur sem þeir færðu að landi af markaðinum. Oft var um að ræða þorsk af stærstu gerð sem nauðsynlegt var að fá til að sinna mikilvægum markaði sem búið var að byggja upp (t.d. ferskur 6-8 kg þorskur á frönskumælandi svæði þar sem hann er tekinn í „kótelettur“ og borðaður þannig). Kaupendur voru ósáttir við þessa þróun og spurðu hvort við þyrftum virkilega að horfa aðgerðarlausir á. 3.Þróun á sölu þorsks á fiskmarkaðinum var ekki eins og við hefðum kosið. Þetta hafði verið mikilvægasta fisktegundin okkar með um 50% hlutdeild alls afla sem seldur var á fiskmarkaðinum. Við vorum uggandi um eigin framtíð ef þróunin héldi áfram í þessa átt. Þetta eru helstu atriðin en einnig þótti okkur mjög miður að þurfa að horfa aðgerðarlausir á hvernig málin þróuðust á þann veg að fiskurinn fór úr höndunum á okkur í farveg sem var mjög umdeildur. Hlutfall þorsks í sölu FMS fór á tveimur árum úr 48% niður í 27%. Einmitt það hversu umdeilt „kvótabraskið“ er varð til þess að við tókum ekki þátt í því til að byrja með. Við vonuðum eins og margir aðrir að þessi þróun stöðvaðist en þegar hún hélt óheft áfram og svo var komið að fiskkaupendur keyptu kvóta, hættu að kaupa hjá okkur og tóku um leið einhvern besta bátinn til sín í viðskipti ákváðum við að taka þátt í dansinum. Allan tímann hefur okkar „kvótabrask“ legið betur við höggi þeirra sem vilja það burt vegna þess að það fer allt fram ofaná borðinu, en ekki undir því eins og annars staðar. Hjá okkur er raunveruleikinn (markaðsverð-kvótaverð) í rauninni leiddur fram í dagsljósið og einhverra hluta vegna fá menn svo mikla ofbirtu að þeir sjá sig tilneydda að gera athugasemd þó hér fari ekkert það fram sem ekki gerist í fiskvinnsluhúsunum við hliðina á okkur og um allt land. Eini munurinn er sá að hér má koma með allan veiddan þorsk að landi og í flestum tilfellum er samanburður á verði okkur hagstæður. Engu að síður fer stærstur hluti „kvótabraksins“ fram hjá okkur og er það tvímælalaust vegna þess að menn hræðast hversu opinbert það er hjá okkur og liggur vel við hvers konar rannsókn. Sú mikla þorskveiði sem var á línubátum síðasta „tvöföldunartímabil“ skilaði sér ekki til okkar því þorskurinn fór nánast allur í „kvótabraski“ eitthvert annað. Má ætla að þar höfum við misst af sölu fyrir 4-500 milljónir. Ég vona að þetta upplýsi það sem spurt er um. Eins og kemur fram hér að ofan þá neyddumst við út í „kvótabrask“ og verðum þeirri stundu fegnastir þegar við getum hætt því. Á árinu 1995 ætluðum við að hætta en urðum að láta undan þrýstingi viðskiptamanna okkar (þetta sést m.a. á minni viðskiptum allt árið 1995 en það sem af er 1996). Það er ekki verjandi að við hættum þessu þegar það viðgengst í jafn ríkum mæli allt í kringum okkur og raun ber vitni.„ Í framhaldi af þessu svari Fiskmarkaðs Suðurnesja sendi sjávarútvegsráðuneytið Rannsóknarlögreglu ríksins bréf 1. september 1996. Í bréfinu segir m.a.: ,,Þegar litið er til ofangreindra gagna telur ráðuneytið einsýnt, að kaup og sala á umræddum afla mb. Guðbjargar GK-517 hafi ekki verið með þeim hætti, að eðlilegt geti talist. Bendir ráðuneytið á, að enda þótt því sé haldið fram, að Reiknistofa fiskmarkaða hf. hafi verið eigandi afla mb. Guðbjargar GK-517 þá verði afreikningur sá, sem fylgdi bréfi Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. dags. 7. júlí 1996 ( 7. ágúst 1996) ekki skilinn öðruvísi en svo, að útgerðin hafi fengið andvirði sölunnar. Þá áréttar ráðuneytið, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem fylgdu bréfi Fiskmarkaðar Suðurnesja frá 21. ágúst 1996, þá hefur Reiknistofa fiskmarkaða hf. selt verulegt magn af fiski hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Samkvæmt lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, sbr. 21. gr. reglugerðar nr. 406/1995, ber kaupanda afla að skila skýrslu til Fiskistofu um kaup á afla. Kaupandi hér merkir sá aðili sem fyrst kaupir afla af útgerð og eru þessar skýrslur kallaðar ráðstöfunarskýrslur. Fiskistofa hefur falið Fiskifélagi Íslands að annast úrvinnslu á ráðstöfunarskýrslum. Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags Íslands, þá hefur Reiknistofa fiskmarkaða hf. sáralítinn fisk keypt í eigin nafni frá ársbyrjun 1995 til loka júní 1996, sbr. fylgiskjal 10. Ráðuneytið telur því að ýmislegt bendi til, að Reiknistofa Fiskmarkaða hf. hafi í raun aldrei keypt fisk í neinum mæli. Hins vegar tíðkist, að skráð sé málamyndasala útgerðar til Reiknistofu fiskmarkaða hf. en síðan sé aflinn seldur frá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Tilgangurinn með þessu sé m.a. sá að komast hjá því að standa full skil á lögboðnum gjöldum og inngreiðslum, sbr. t.d. lög nr. 24/1986, með síðari breytingum og lög nr. 93/1986, auk þess sem fram virðist koma í bréfi Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. frá 21. ágúst 1996 að þetta sé þáttur í því sem þar er nefnt „ kvótabrask“. Telur ráðuneytið nauðsynlegt að framkvæmd þessi verði rannsökuð betur því ljóst virðist að hún geti ekki verið í samræmi við þau lög, sem á þessu sviði gilda.“ Framburður ákærða og vitna. Framburður ákærðu var að mestu leyti í samræmi við bréfaskriftir aðila, sem lýst er hér að framan. Ákærðu gera ekki athugasemdir við útreikninga í ákæru og þar til greind bókhaldsgögn, en telja háttsemi sína ekki refsiverða. Ólafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. og Reiknistofu fiskmarkaða hf. sagði að þeir hefðu leiðst út í að kaupa kvóta sjálfir árið 1993. Þá var orðið mikið um hið svokallaða „kvótabrask“ Fiskverkendur voru farnir að útvega bátum kvóta gegn ákveðnu verði. Fiskmarkaðurinn var farinn að missa báta úr viðskiptum og kaupendur létu óánægju sína í ljós. Þeir voru sífellt að velta því fyrir sér hvort þeir væru að brjóta lög. Stjórn félagsins vissi af þessum kvótakaupum. Endurskoðandi fyrirtækisins taldi þessa viðskiptahætti í lagi og loks hefðu þeir vitað af sams konar máli sem hefði verið kært af Sjómannasambandi Íslands. Því máli hefði lyktað með því að ríkissaksóknari hefði fellt það niður á árinu 1994. Þeir hefðu því talið að þeir væru ekki að brjóta lög. Ákærði Eyjólfur Þór Guðlaugsson er skrifstofustjóri Reiknistofu fiskmarkaða hf. og jafnframt skrifstofustjóri hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Hann sér um bókhald og fjármál beggja fyrirtækja. Hann sagði reiknistofuna stofnaða af nokkrum fiskmörkuðum til þess að sjá um bókhald og uppgjör fyrir marga fiskmarkaði samtímis og reka tölvukerfi. Ákærði sagðist hafa litið svo á að reiknistofan ætti kvótann og hún fékk skip til þess að veiða fyrir sig. Ekki hefði verið gerður sérstakur reikningur þegar kvótinn var látinn til Hlera hf. vegna þess að ekki var litið svo á að um sölu væri að ræða. Kvótinn var enn eign reiknistofunnar en Hleri hf. veiddi fyrir reiknistofuna samkvæmt sérstöku samkomulagi. Þeir Ólafur og Eyjólfur vísuðu því á bug að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða. Viðskiptin hefðu verið að ósk Hlera hf. Verðið fyrir kvóta hefði verið markaðsverð og gert upp við Hlera hf. samkvæmt því á eðlilegan hátt. Það hefði verið það verð sem kaupandi hefði beðið um. Síðan hefði reiknistofan selt á öðru verði og gert upp samkvæmt því. Ekkert eitt rétt verð sé til í þessu sambandi og engu hafi verið leynt í bókhaldinu. Fram kom hjá Ólafi og Eyjólfi að kvótakaupum var hætt eftir að ákæra var gefin út. Ákærði Ingvar Örn Guðjónsson er framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf. Fram kom hjá honum og öðrum ákærðu að hann sér einungs um tölvumál fyrirtækisins, þróun hugbúnaðar og sölu hugbúnaðar erlendis. Ingvar sagðist hafa vitað af kvótakaupum fyrirtækisins en ekki fylgst með þeim að öðru leyti. Ákærði Sigurður Jóhannsson er framkvæmdastjóri Hlera hf. sem gerir út Guðbjörgu GK-517. Hann sagði að skipstjóri á Guðbjörgu hefði haft samband við sig utan af sjó og sagt sér að öll áhöfnin væri sammála um að kaupa viðbótarkvóta. Sigurður sagði að sér hefði í fyrstu ekki litist á það en að lokum látið tilleiðast þegar ljóst var að þetta var ósk allra áhafnarmeðlima. Samið var um 40 krónur fyrir kg., en þá var búið að draga kvótaleiguna frá. Um þetta hefði verið samið og þannig veidd 10 tonn. Eftir það hefði þessum viðskiptum verið hætt vegna þess að allir hefðu séð að engin hagnaður var af þessu. Sigurður sagði að hann hefði gert upp samkvæmt afreikningi frá reiknistofunni og auðvitað verið ljóst að búið var að draga kvótaleiguna frá. Hann telur því rangt að sjóðir og áhöfn hafi verið hlunnfarnir vegna þess að áhöfn hafi samið um aflaverðmæti sér til handa. Engu hafi verið leynt í bókhaldi varðandi þessi viðskipti. Logi Þormóðsson er stjórnarmaður Reiknistofu fiskmarkaða hf. Hann sagði að þessi viðskipti með kvóta hefðu farið fram með vilja og vitund stjórnar. Davíð Einarsson hefur verið endurskoðandi Reiknistofu Fiskmarkaða hf. frá byrjun. Hann sagði reiknistofuna hafa keypt eða leigt til sína kvóta. Þetta hafi verið gert í miklu magni og síðan fékk reiknistofan einstaka báta til þess að veiða fyrir sig kvótann. Reiknistofan keypti kvótann af bátum á föstu verði, sem reynt var að hafa sem næst því verði sem fengist fyrir aflann á markaði. Að lokum var kvótaverð dregið frá. Í þessu tilfelli hafi reiknistofan verið eins og hver önnur fiskverkun. Hún keypti afla af bátum á föstu verði og öll viðskiptin gerð upp í samræmi við það. Reynt hafi verið að stilla „fasta verðinu“ upp þannig að hvorugur aðilinn hagnaðist á viðskiptunum. Leitast hafi verið við að kvótakaup, fiskkaup af bátum og sala á markaði kæmi út á núlli. Ágúst Magnússon var skipstjóri á m/s Guðbjörgu GK-517 í mars 1996. Hann er nú búsettur á Ítalíu og kom ekki fyrir dóm. Fram hefur verið lögð yfirlýsing hans þar sem segir m.a.: ,,Í marsmánuði 1996 var mikil þorskgengd við suðvesturhorn landsins. Og þar eð við vorum kvótalitlir var erfitt að geta ekki tekið þátt í veiðinni. Ég og mín áhöfn ræddum um að freista þess að fara einhverja leið til þess að taka þátt í veiðinni. Eftir ýmsar vangaveltur samþykktu allir áhafnarmeðlimir að reyna þetta og allir vissu að þetta væri áhættusamt því markaðsverð réðu öllu um hvernig færi. Næsta skref var að tala við Sigurð Jóhannsson útgerðarmann m/s Guðbjargar. Ég hafði samband við Sigurð og tjáði honum málið, en í fyrstu var hann ekki mjög hrifinn af þessu, en er ég tjáði honum einróma samþykkt áhafnar var hann opinn fyrir því að skoða málið. Hann ítrekaði þá við mig að ekki væri hægt að gera þetta fyrir minna en 40 krónur pr. kíló skilaverð og samþykkti ég það. Ég hafði þá þegar talað við starfsmann Fiskmarkaðs Suðurnesja og tjáði hann mér að ef kvótaleigan væri frádregin væri útlit fyrir 40-50 krónur pr. kíló skilaverð samkvæmt þáverandi markaðsverði. Ég tjáði Sigurði frá samtali mínu við starfsmann FMS og ætlaði þá Sigurður að athuga grundvöll fyrir kvótaúthlutun FMS. Þar sem grænt ljós var komið á að FMS myndi útvega kvóta og útlit væri fyrir 40-50 kr. skilaverð var ákveðið að reyna þetta. Ástæðan var einföld, því þennan marsmánuð 1996 var hvergi hægt að koma niður veiðarfæri fyrir þorski, þannig að annaðhvort var að leggja m/b Guðbjörgu uns þorskgengdin væri yfirstaðin eða reyna að bjarga sér og ég ítreka að öll áhöfnin var þessu samþykk og einróma álit áhafnar var að betra væri að hafa eitthvað kaup frekar en ekkert.“ Hlynur Jóhannsson var í áhöfn í mars 1996. Hann staðfesti frásögn skipstjóra. Björgvin Bragason, sagði að hann hefði skrifað undir bótakröfu Sjómannasambands Íslands að óathuguðu máli og þess vegna dregið bótakröfuna til baka. Hann sagði að allt frumkvæði að kvótakaupum hafa komið frá áhöfn og staðfesti yfirlýsingu skipstjóra. Gunnar Örn Reynisson var einnig skipverji á Guðbjörgu GK-517 í mars 1996. Hann sagði að hann hafi vitað af kvótakaupum og ekki verið hrifinn. Hann hafi látið þetta yfir sig ganga og farið í þrjár veiðiferðir, vitandi um að samið hefði verið um lakari kjör. Niðurstaða. I. Af framburði vitna og allra ákærðu, sem ber saman um þennan þátt málsins, má ráða að atvik málsins eru eftirfarandi: Útgerðarfélagið Hleri hf. hafði ekki yfir að ráða þorskaflaheimildum fyrir skipið Guðbjörgu GK-517 í ársbyrjun 1996. Engu að síður var skipinu haldið til þorskveiða. Telja verður upplýst að öll áhöfn skipsins, að engum undanskildum, hafi sammælst um að taka þátt í kaupum á þorskaflaheimildum, „kvóta“, með útgerð skipsins. Viðskiptin fóru þannig fram að Reiknistofa fiskmarkaða hf. aflaði sér þorskaflaheimilda með atbeina Kvótamiðlunar landssambands íslenskra útvegsmanna og lét skrá þær á skip sem þó var aldrei ætlunin að nýtti þær, með samþykki eiganda þess. Aflaheimildirnar voru síðan færðar á Guðbjörgu GK-517 þegar skipinu var haldið til framangreindra veiða. Um það samdist með áhöfn og útgerð annars vegar og Reiknistofu fiskmarkaða hf. hins vegar að við uppgjör söluverðs þess afla sem þannig fékkst myndi kostnaðurinn við öflun aflaheimildanna dragast frá söluverði aflans. Fiskmarkaður Suðurnesja hf. sem sá um sölu aflans á markaði skyldi greiða Landssambandi íslenskra útvegsmanna kaupverðið, en það sem umfram var kaupverðið skyldi koma til uppgjörs milli útgerðar og áhafnar. Við fylgiskjalagerð vegna uppgjörs til skipverja og í bókhaldi Reiknistofu fiskmarkaða hf., voru viðskiptin meðhöndluð eins og Reiknistofa fiskmarkaða hf. bæri kostnað af öflun aflaheimildanna og fengi einnig tekjurnar af sölu þeirra. Sala aflans, sem fram fór á Fiskmarkaði Suðurnesja hf. samkvæmt framansögðu, var því reikningslega meðhöndluð þannig að sá hluti aflans sem varið var til að kosta „kvótakaupin“ kom ekki fram í fylgiskjölum sem útbúin voru handa Útgerðarfélaginu Hlera hf. og var færð eins og um ótengd viðskipti væri að ræða. Bókhald Útgerðarfélagsins Hlera hf. endurspeglaði aðferð Reiknistofu fiskmarkaða hf. Engin gjöld voru færð vegna öflunar aflaheimilda, en tekjur af sölu aflans voru færðar að kostnaði frádregnum og uppgjör til skipverja á þessu byggt. Gjöld, svo sem iðgjöld í lífeyrissjóði og aflagjöld til Sandgerðishafnar voru byggð á verðmæti afla að frádregnum kostnaði við öflun aflaheimilda. Það er álit dómsins að útvegun aflaheimilda hafi ekki verið þáttur í tekjuöflun Reiknistofu fiskmarkaða hf., heldur Útgerðarfélagsins Hlera hf., enda viðukennt af hálfu hinna ákærðu forsvarsmanna hennar að Reiknistofa fiskmarkaða hf. hafi ekki haft fjárhagslegan ávinning af sölunni. Samkvæmt almennum reikningsskilareglum, sbr. reglur Reikningskilaráðs nr. 1 um grundvöll reikningsskila, sem birtar voru í auglýsingu nr. 450/1994 þann 30. maí 1994, eru tekjur skilgreindar sem aukning eigna og/eða lækkunar skulda á tilteknu tímabili vegna afhendingar á vörum og þjónustu eða vegna annarra verkefna í meginstarfsemi fyrirtækisins. Gjöld eru þar skilgreind sem eignaskerðing eða aukning skulda á tilteknu tímabili vegna afhendingar á vörum og þjónustu eða vegna annarra verkefna sem varða meginstarfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 144/1994 um ársreikning og 24. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald er og óheimilt er að fella saman eignir og skuldir eða tekjur og gjöld innan einstakra liða. Í álitsgerð Reiknisskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda um bókun kvóta í reiknisskilum segir að kaupverð kvóta sem keyptur er til eins árs skuli gjaldfæra að fullu á það reiknisskilatímabil sem hann tilheyrir. Í 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins er skiptaverðmæti afla skilgreint á sömu lund, en þar segir m.a. „ Þegar afli fiskiskipa er seldur óunninn hér á landi er skiptaverðmæti aflans til hlutaskipta og aflaverðlauna 75% af því heildarverðmæti sem útgerðin færi fyrir hann. Ekki er heimilt að draga frá heildarverðmæti afla í þessu sambandi kostnað við kaup á veiðiheimildum.“ Samkvæmt framansögðu bar Útgerðarfélaginu Hlera hf. að gjaldfæra kaupin á aflaheimildunum í bókhaldi sínu. Reiknistofu fiskmarkaða hf. var að sama skapi óheimilt að gjaldfæra kaupin á aflaheimildunum í bókhaldi sínu. Sömuleiðis bar Útgerðarfélaginu Hlera hf. að færa allar tekjur af sölu aflans í bókhaldi sínu en ekki Reiknistofu fiskmarkaða hf. II. I. kafli ákæru. Samkvæmt því sem hér að framan segir um bókhaldsþátt ákærunnar verður talið að ákærðu Ólafur Þór, Eyjólfur Þór og Ingvar Örn hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í þessum kafla ákæru. Á sama hátt telst ákærði Sigurður sannur að sök varðandi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og lýst er hér að framan í I. kafla. Brot allra ákærðu er réttilega færð til refisákvæða að öðru leyti en því að dómurinn telur brot ákærðu ekki eiga undir 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995. II. kafli ákæru. Með útgáfu rangra afreikninga til Útgerðarfélagsins Hlera hf., þar sem verðmæti aflamarks var dregið frá raunverulegu söluverði, hafa ákærðu Ólafur Þór, Eyjólfur Þór og Ingvar Örn gerst brotlegir við 1. mgr. 158. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Telst sannað að þeir hafi að ásettu ráði ranglega tilgreint viðskiptin í reikningunum til þess að blekkja með í lögskiptum. Brotið var fullframið þegar við útgáfu afreikninganna. III. kafli ákæru. Ákærði Sigurður telst brotlegur við 2. mgr. 158. gr. alm. hgl. nr. 19/1940 með því að nota hina röngu afreikninga frá Reiknistofu Fiskmarkaða hf. í uppgjöri við áhöfn, Fiskveiðisjóð Íslands og Sandgerðishöfn eins og þeir væru réttir að efni til. Ákærði Sigurður telst ennfremur brotlegur við 2. málslið 1. mgr. 1. gr., sbr. 18. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. II. kafli laga nr. 79/1994, með því að hann dró frá kostnað við kaup á veiðiheimildum við uppgjör til skipsáhafnar. Ekki verður fallist á með ákæranda að brot ákærða Sigurðar falli undir 248. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Áhöfn samþykkti og var kunnugt um þessi viðskipti. Skilyrðum 248. gr. alm. hgl. er því ekki fullnægt í máli þessu. Ber því að sýkna ákærða Sigurð af broti gegn 248. gr. alm. hgl. og með hliðsjón af því verða aðrir ákærðu einnig sýknaðir af hlutdeild í broti gegn 248. gr. alm. hgl. Ákærðu Ólafur Þór, Eyjólfur Þór og Ingvar Örn hafa ekki áður sætt refsingum sem hér skipta máli. Ákærði Sigurður hlaut dóm 6. maí 1998 og var hann þá dæmdur fyrir brot á lögum um staðgreiðslu skatta og virðisaukaskatti. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Lög nr. 79/1994, 10. gr. eru breytingarlög við 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innnan sjávarútvegsins. Í þeim segir að óheimilt sé að draga frá heildarverðmæti afla og kostnað við kaup á veiðiheimildum. Við ákvörðun refsingar ber að hafa í huga, að eftir gildistöku þessara breytingarlaga átti engum að dyljast að slík háttsemi varðaði refsingu sbr. 18. gr. laga nr. 24/1986, sbr. 11. gr. l. nr. 79/1994. Refsing ákærða Ólafs Þórs og Eyjólfs Þórs þykir hæfilega ákveðin þannig að hvor um sig greiði 1.000.000 króna sekt í ríkissjóð sem greiðist innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu, ella sæti ákærðu varðhaldi í 3 mánuði. Við ákvörðun refsingar Ingvars Arnars þykir verða að hafa í huga að hann var framkvæmdarstóri Reiknistofu fiskmarkaða hf. og að honum var kunnugt um þessa viðskiptahætti. Á hinn bóginn er til þess að líta að hans starfsvið innan fyrirtækisins var á öðru sviði, einkum á sviði hugbúnaðar og þróunar hans. Þykir þáttur hans í brotunum vera minni en meðákærðu Ólafs Þórs og Eyjólfs Þórs. Refsing ákærða Ingvars Arnars þykir hæfilega ákveðin 500.000 króna sekt í ríkissjóð sem greiðist innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu ella sæti hann varðhaldi í 2 mánuði. Brot ákærða Sigurðar eru framin áður en hann hlaut dóm 6.maí sl. Ber því samkvæmt 78. gr. að dæma honum hegningarauka í máli þessu. Með hliðsjón af því og öllum atvikum þykir refsing hans hæfilega ákveðin 500.000 króna sekt í ríkissjóð. Hún greiðist innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu ella sæti ákærði 2 mánaða varðhaldi. Eins og áður sagði hafa bótakröfur Sandgerðishafnar og Björgvins Bragasonar verið afturkallaðar. Gunnar Örnólfur Reynisson heldur við sína bótakröfu. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eru samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur ógildir að svo miklu leyti sem þeir fara í bága við kjarasamninga. Óumdeilt er í málinu að um lakari kjör var samið og bótakröfum hefur ekki verið mótmælt tölulega. Með skírskotun til þess og með vísan til dóms Hæstaréttar 1996, bls 522 ber að taka bótakröfuna til greina að fjárhæð 109.892 krónur (103.671 + 6% iðgjaldshluti útgerðar í lífeyrissjóði). Þá verður bótakrafa Fiskveiðisjóðs Íslands einnig tekin til greina eins og í dómsorði greinir en dráttarvaxta hefur ekki verið krafist. Loks ber að dæma sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun og saksóknarlaun sem hér segir: Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sigurðar, Kristjáns Stefánssonar hrl. 200.000 krónur, greiðist af ákærða Sigurði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Ólafs Þórs, Eyjólfs Þór og Ingvars Arnars, Jóhannesar Karls Sveinssonar hdl., 400.000 krónur, greiðist af ákærðu in solidum. Saksóknarlaun í ríkissjóð, 200.000 krónur og annan sakarkostnað greiði allir ákærðu in solidum. Dómsorð: Ákærði Ólafur Þór Jóhannsson greiði 1.000.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en sæti ella varðhaldi í 3 mánuði. Ákærði Eyjólfur Þór Guðlaugsson greiði 1.000.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en sæti ella varðhaldi í 3 mánuði. Ákærði Ingvar Örn Guðjónsson greiði 500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja en sæti ella varðhaldi í 2 mánuði. Ákærði Sigurður Jóhannsson greiði 500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja en sæti ella varðhaldi í 2 mánuði. Ákærði Sigurður greiði Gunnari Örnólfi Reynissyni 109.892 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. apríl 1996 til greiðsludags. Ákærði Sigurður greiði Fiskveiðisjóði Íslands 49.176 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sigurðar, Kristjáns Stefánssonar hrl, 200.000 krónur, greiðist af ákærða. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu Ólafs Þórs, Eyjólfs Þórs og Ingvars Arnar, Jóhannesar Karls Sveinssonar hdl., 400.000 krónur greiðist af ákærðu in solidum. Saksóknarlaun að fjárhæð 200.000 krónur og annar sakarkostnaður greiðist af öllum ákærðu in solidum.
Mál nr. 275/1998
Stjórnsýsla Ólögmætur sjávarafli Gjaldtaka Sératkvæði
Fiskvinnslufyrirtækið N stefndi Fiskistofu til ógildingar á ákvörðun stofnunarinnar um að leggja gjald á það samkvæmt heimild í lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Forsendur álagningarinnar voru þær, að innveginn þorskafli til verkunar þótti ekki nægilega mikill til að standa undir magni þeirra saltfiskafurða sem fyrirtækið seldi. Fullyrðingar forsvarsmanns N um að nýtingarhlutfall í framleiðslu fyrirtækisins væri mun hærra en almennt gerðist í atvinnugreininni þóttu ekki nægilega rökstuddar. Var talið sannað að hluti þess afla sem fyrirtækið hafði verkað, væri ólögmætur í skilningi laganna. Þótti magn aflans varlega áætlað og álagningu gjaldsins í hóf stillt. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu staðfest með vísan til forsendna hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1998. Hann krefst þess aðallega, að felld verði úr gildi ákvörðun Fiskistofu 17. febrúar 1997 um álagningu sérstaks gjalds að fjárhæð 23.501.993 krónur á fyrirtækið Í Nausti ehf. vegna verkunar, vinnslu og viðskipta með ólögmætan sjávarafla, en til vara, að þessi fjárhæð gjaldsins verði lækkuð verulega. Í báðum tilvikum krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann tekur fram, að í kröfum þessum felist einnig krafa um ógildingu eða samsvarandi breytingu á úrskurði Fiskistofu 10. mars 1997, þar sem kæru hans á umræddri ákvörðun var hafnað, og úrskurði 4. nóvember 1997 frá hendi úrskurðarnefndar samkvæmt 6. gr. laga nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, þar sem sá úrskurður Fiskistofu var staðfestur. Stefndi krefst aðallega staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum áfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hálfu réttargæslustefnda eða á hendur honum eru engar dómkröfur gerðar. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. ágúst 1998 um töku á búi Í Nausti ehf. til gjaldþrotaskipta, en í kjölfar hans hefur þrotabú félagsins tekið við aðild að málinu. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, þrotabú Í Nausti ehf., greiði stefnda, Fiskistofu, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Lög nr. 37/1992 mæla fyrir um skyldu manna til að greiða sérstakt gjald fyrir veiðar, verkun, vinnslu eða viðskipti með sjávarafla, er ólögmætur telst samkvæmt skilgreiningu laganna. Á það að renna í sérstakan sjóð, er varið sé í þágu hafrannsókna og eftirlits með fiskveiðum. Álagning gjaldsins er falin Fiskistofu, og skal það að jafnaði lagt á útgerðarmenn að skipi eða báti, sem veitt hafi hinn ólögmæta afla, en að öðrum kosti á þá, sem tekið hafi við aflanum til verkunar eða vinnslu eða haft milligöngu um sölu hans eða afurða úr honum, enda hafi þeir vitað eða mátt vita um ólögmæti veiðinnar. Verður gjaldið aðeins lagt á einn aðila hverju sinni, en ábyrgð á greiðslu þess hvílir einnig á hinum, sem til greina koma. Að fjárhæð á gjaldið að nema andvirði aflans við löndun að meginstefnu til. Sé hald lagt á afla eða hann gerður upptækur, kemur ekki til greiðslu á gjaldinu. Hið sérstaka gjald á þannig að svara til verðmætis sjávarafla, er fenginn sé með ólögmætum veiðum, án álags eða frádráttar. Byggja lögin á því sjónarmiði, að enginn megi öðlast rétt yfir slíkum afla, og beinast að því í reynd að koma fram eignarupptöku á andvirði hans. Verður að skýra ákvæði þeirra og gildi álagningar hverju sinni með hliðsjón af þessu markmiði. Af því leiðir meðal annars, að við ákvörðun gjalds þarf að taka mið af aðstöðu og gerðum þeirra aðila, sem í hlut eiga, fremur en almennum stöðlum eða upplýsingum, svo sem við verði komið. Á það eins við um ákvæði 2. mgr. 7. gr., sbr. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laganna, sem hér var beitt. Fyrirtækið Í Nausti hf. rak saltfiskverkun á Bíldudal á árinu 1996 og fyrr. Afli til verkunar var fenginn úr ýmsum áttum, en að mestum hluta af vestfirskum dagróðrabátum með línu eða handfæri. Er álagning gjaldsins til komin vegna athugunar Fiskistofu á starfsemi fyrirtækisins, meðal annars með vettvangsskoðun 18. september 1996. Álagningin nær yfir tímabilið frá 1. janúar 1995 til 17. september 1996, og telja starfsmenn Fiskistofu sig hafa sýnt fram á, að verkun og sala á söltuðum þorski hafi þá verið til muna umfram það, sem unnt var að vinna úr innvegnum þorskafla til fyrirtækisins. Um það er ekki deilt í málinu, hvað telja megi ólögmætar veiðar, heldur hitt, hvort þetta fái staðist. Gjaldið var reiknað í tvennu lagi, vegna ársins 1995 og svo tímans frá 1. janúar til 17. september 1996. Forsendur að ákvörðun þess voru þó eins í báðum tilvikum að öðru en því, að andvirði reiknaðs umframafla var annað á fyrri hluta tímabilsins en hinum síðari. Miðað var við meðalverð á fiski til fyrirtækisins sjálfs, og hefur áfrýjandi ekki andmælt því sérstaklega. Í málinu er leitt í ljós, að rétt hafi verið að láta athugun ná til alls tímabilsins. Ekki hefur verið skýrt til hlítar, að hvaða marki Fiskistofa hafi borið saman aflakaup og verkun innan tímabilsins til könnunar á því, hvort viðtaka á ólögmætum afla hafi átt sér stað tiltölulega óslitið eða með hléum, sem orðið gætu ástæða til sérstakrar skiptingar á tímabilinu eða til aukinnar vísbendingar um, hvaðan aflinn væri fenginn. Eftir gögnum og atvikum málsins virðist rannsóknarskyldu þó hafa verið nægilega sinnt í þessu tilliti. Má á það fallast, að fyrrgreind skipting álagningar hafi verið eðlileg. Áfrýjandi hefur hreyft því, að reikna ætti gjaldið í einu lagi fyrir allt tímabilið, en sú breyting væri þýðingarlaus, nema breyting væri jafnframt gerð á nýtingarhlutfallinu, sem lagt var til grundvallar. Við samanburð Fiskistofu á afla til fyrirtækisins og framleiðslu þess af söltuðum flöttum þorski var við það miðað, að hlutfall nýtingar á hráefni frá slægðum þorski til pakkaðrar afurðar væri 50%. Er réttmæti þessa nýtingarhlutfalls helsta deiluefni málsins, þar sem áfrýjandi telur framleiðslumagn tímabilsins skýrast af því að mestu leyti, að nýtingin hafi verið til muna meiri. Með hliðsjón af mikilvægi þessarar reikningsforsendu og markmiði gjaldsins verður að telja, að bein skoðun Fiskistofu á verkunaraðstöðu fyrirtækisins og vinnsluháttum hefði mátt vera ítarlegri í sniðum en raun varð í upphafi, þannig að síður kæmi til ágreinings vegna hennar. Hins vegar hefur þessi þáttur málsins sætt ítarlegri umfjöllun og skýringu á báða bóga, bæði á kærustigi og fyrir dómi. Verður því ekki hafnað, þegar gögn málsins eru virt í heild, að áætlun Fiskistofu á magni umframaflans með stuðningi í umræddu nýtingarhlutfalli hafi verið nógu varleg til að réttlæta fjárhæð gjaldsins. Með þessum athugasemdum er ég sammála atkvæði annarra dómenda. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 12. maí síðastliðinn, er höfðað með stefnu, þingfestri 11. desember 1997. Stefnandi er Í Nausti ehf., kt. 491292-2109, Óseyrarbraut 17, Hafnarfirði. Stefndi er Fiskistofa, kr. 660892-2069, Ingólfsstræti 1, Reykjavík. Þá er íslenska rík­inu stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru sem hér segir: Aðallega, að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar frá 4. nóvember 1997 (mál nr. 1/1997), úrskurður stefnda frá 10. mars 1997 og sú ákvörðun stefnda frá 17. febrúar 1997 (mál nr. 92/1997) að leggja sérstakt gjald á stefnanda, að fjárhæð 23.501.993 krónur vegna verkunar, vinnslu og viðskipta með ólögmætan sjávarafla. Til vara er gerð sú krafa, að álagning gjaldsins verði ákvörðuð verulega lægri fjár­hæð og upphafstími dráttarvaxta miðist við síðara tímamark, en í ákvörðun stefnda greinir. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Af hálfu stefndu er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði til­dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Til vara er krafist lækkunar stefnu­krafna og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. I. Málavextir. Síðsumars árið 1996 bárust Fiskistofu ábendingar um, að verulegum þorskafla hefði á því ári og árinu 1995 verið landað inn í fiskverkun stefnanda, án þess að afli hefði verið veginn, eins og reglur segja til um. Voru landanir bátsins kannaðar í gögnum Fiski­stofu, en ekkert kom fram við þá athugun, sem byggja mátti frekari aðgerðir á. Var þá farið í að kanna tiltæk gögn um löglega innveginn afla stefnanda og upplýsingar, sem Fiskistofa hafði um afurðasölu fyrirtækisins. Við bráðabirgðasamanburð afla og af­urða kom í ljós verulegur munur milli magns tandurverkaðra saltfiskafurða og löglega inn­vegins þorskafla. Leiddi sú niðurstaða til rannsóknar á viðskiptum stefnanda með afla og afurðir. Var stefnanda tilkynnt af hálfu Fiskistofu með bréfi 17. september 1996, að ákveðið hefði verið að gera athugun á, hvort samræmi væri milli löglega innvegins hrá­efnis og afurðaframleiðslu í fiskverkun stefnanda á tímabilunum 1. janúar til 31. desem­ber 1995 og 1. janúar til 17. september 1996. Með vísan til 5. gr. laga nr. 37/1992 var jafnframt lagt fyrir stefnanda að skila nánar tilgreindum gögnum og leggja fram upplýsingar í þágu rannsóknarinnar. Nýjar kröfur um upplýsingar og framlagningu gagna voru gerðar og fyrri óskir ítrekaðar með bréfum stefnda til stefnanda, dagsettum 27. september, 24. október, 25. október og 4. desember 1996 og 22. janúar 1997. Í síð­ast­greinda bréfinu var boðuð álagning sérstaks gjalds vegna ólögmæts sjávarafla sam­kvæmt 2. mgr. 7. gr., sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1992 og stefnanda gefinn kostur á að tjá sig um þá fyrirætlan. Stefnandi svaraði þessum bréfum með bréfum, dag­sett­um 26. september 1996 og 8. janúar og 7. febrúar 1997. Fleiri bréf hafa farið milli að­ila vegna máls þessa. Miðað við 50% pakkanýtingu slægðs hráefnis til umræddrar salt­fiskvinnslu, skorti að mati Fiskistofu 209.594 kg til að unnt væri að standa undir fram­leiðslunni 1995, en á því ári framleiddi stefnandi 555.550 kg af tandurverkuðum salt­fiski, auk 2000 kg af bútungi, en uppgefin hráefniskaup hans það ár voru 792.671 kg af slægðum þorski og 140.851 kg af óslægðum þorski. Á tímabilinu 1. janúar til 17. septem­ber 1996 skorti, miðað við sömu forsendur, að mati Fiskistofu 59.797 kg til að unnt væri að standa undir framleiðslunni, sem var 395.565 kg af tandurverkuðum salt­fiski, auk 160 kg af bútungi, en uppgefin hráefniskaup stefnanda á því tímabili voru 649.792 kg af slægðum þorski og 102.310 kg af óslægðum þorski. Leiddi rannsókn stefnda til álagningar á stefnanda þann 17. febrúar 1997, þar sem magn og andvirði gjald­skylds afla var áætlað og sérstakt gjald, að fjárhæð 23.501.993 krónur, vegna ólög­mæts sjávarafla var ákvarðað út frá því með vísan til 2. mgr. 1. gr., síðari málsliðar 1. mgr. 2. gr., 3.mgr. 5. gr. og 1. og 2. mgr. 7. gr. áðurnefndra laga nr. 37/1992. Við álagn­inguna var miðað við meðalverð á óslægðum afla, og var hráefnisvöntun hvort tíma­bil um sig til samræmis við það, umreiknuð með umreikningsstuðlinum 1,25, og álagt gjald miðað við meðalverð óslægðs afla. Stefnandi kærði álagninguna með bréfi 27. febrúar 1997. Með úrskurði Fiskistofu 10. mars 1997 var kærunni hafnað. Þann úr­skurð kærði stefnandi 21. mars 1997 til sérstakrar úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 37/1992, sem staðfesti umræddan úrskurð stefnda með úrskurði sínum 4. nóvember 1997. II. Málsástæður og lagarök stefnanda. Hvað aðalkröfu varðar, byggir stefnandi á því, að hann hafi ekki tekið við afla til vinnslu, án þess að aflinn hafi áður verið veginn inn í hús, eins og reglur kveða á um. Ekkert liggi fyrir um það frá eftirlitsaðilum stefndu, vigtarmönnum eða sambærilegum að­ilum, að stefnandi hafi tekið við afla fram hjá vigt og þá hafi stefnandi heldur ekki verið staðinn að slíku atferli. Þá sé engin grein gerð fyrir kvóta þeirra báta, er lögðu upp hjá stefnanda og af hálfu stefnda hafi ekki verið haft samband við seljendur afla, sem landað var hjá stefnanda. Í 2. gr. laga nr. 37/1992 komi fram, að meginreglan sé sú að leggja gjald á þann, sem gert hefur út skip eða bát, ef upplýst sé, hver veiddi hinn ólögmæta afla. Ef það er eigi upplýst, sé þó heimilt að leggja gjaldið á verkunaraðila "enda hafi þeir vitað eða mátt vita að um ólögmætan afla var að ræða." Komi hvorki fram í úrskurði stefnda né úr­skurðarnefndar neitt um, að þessu skilyrði fyrir gjaldtökunni hafi verið fullnægt. Af þeim sökum sé ekki heimilt að ákvarða álagningu á stefnanda samkvæmt 7. gr. laga nr. 37/1992. Hvíli sönnunarbyrði um ofangreind atriði á stefndu. Er því sérstaklega mót­mælt, að það sé sönnun í þessu sambandi að sýna fram á, að hlutfall milli seldra afurða og innvegins afla sé yfir meðaltalsnýtingartölum og að slíkar upplýsingar gefi tilefni til að snúa sönnunarbyrðinni við, eins og gert hafi verið í máli þessu. Geti bakreikningur, eins og byggt sé á í úrskurði stefnda, ekki talist sönnun í máli sem þessu, sem varði sekt­arákvörðun vegna meintra ólögmætra aðgerða. Skýrt verði að vera í lögum, að það geti varðað sektum, ef fyrirtæki nær mjög góðu nýtingarhlutfalli í saltfiskverkun, nema fyrir­tækið geti með ótvíræðum hætti sannað, að nýting þess sé umtalsvert betri en með­al­talstölur gefi vísbendingu um. Þá þyrfti að liggja fyrir, hvað teldist fullnægjandi sönnun í þessu efni. Einnig þurfi að gæta meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um, að ekki sé beitt harkalegri úrræðum, en efni standi til. Hafi þess ekki verið gætt, leiði það til ógildingar ákvörðunar stjórnvalda. Ennfremur beri að við refsiákvörðun, eins og í máli þessu, að gæta almennra reglna opin­bers réttarfars varðandi refsiákvarðanir, sérstaklega um sönnunarbyrði og að vafa skuli skýra sakborningi í hag (in dubio pro reo). Rannsókn hlutlauss aðila, Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, bendi til þess, að nýt­ingarhlutfall hafi verið hærra, en stefndi noti við bakreikninga sína. Skýri sú úttekt, að samræmi sé á milli innvegins afla stefnanda og afurða. Slóghlutfall í fiski sé mis­mun­andi, en sjávarútvegsráðuneytið hafi gefið út þær reglur, að til jafnaðar yfir heilt ár skuli miða slóghlutfall á ári við 20%, þ.e. nýting margfölduð með 1,25. Meðal vinnslu- og verk­unarnýting í rannsókn Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins hafi verið 49,3%, miðað við óslægðan fisk, sem aftur hafi gefið 61,62% nýtingu, að gefnu 20% slóginnihaldi. Þá sé spurning við hvaða yfirvigt skuli miða. Í skýrslu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins er miðað við 4% yfirvigt, en hjá stefnanda hafi verið miðað við 1 - 2% yfirvigt. Sé mið­að við 20% slóginnihald og 2% yfirvigt, yrði pökkunarnýting um 60,39%, en sé miðað við 4% yfirvigt, yrði pökkunarnýting 59,16%. Þá er á því byggt, að með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr.37/1992 hafi stefndi ekki heim­ild til þess að líta fram hjá ofangreindri skýrslu Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, sbr. IV. kafla laga nr. 64/1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sbr. einkum 26. gr. þeirra laga. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við innra eftirlit hjá stefnanda af hálfu Nýju skoð­unarstofunnar hf., skoðunaraðila stefnanda, og hafi allar þær upplýsingar, sem stefndi hafi óskað eftir, komið fram í bókhaldi hans, sem hann hafi lagt fyrir stefnda við með­ferð málsins. Þá er einnig byggt af hálfu stefnanda á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaganna. Vísar stefnandi í því sambandi til ákvarðana stefndu í sambærilegum málum og þá sér­stak­lega til mála Trolle og Rothe ehf. og Fiskverkunar Gunnars Ólafssonar. Varakröfu sína, auðkennda með bókstafnum B, byggir stefnandi í fyrsta lagi á því, að litið verði á hið bakreiknaða tímabil 1. janúar 1995 til 17. september 1996 sem eina heild. Samkvæmt bakreikningi stefnda fyrir tímabilið 1. janúar 1995 til 31. desember sama ár hafi nýtingin verið 61,6%, en fyrir tímabilið 1. janúar 1996 til 17. september 1996 hafi nýtingin verið 54,1%. Þýði það, að meðaltalsnýting fyrir allt tímabilið verði 58,49%. Frá því dragist 2% vegna mismunar á 4% reiknaðri yfirvigt stefnda og 1 - 2% yfir­vigt hjá stefnanda. Það þýði, að miðað yrði við 57,03% pökkunarnýtingu fyrir allt tíma­bilið, og yrði sú nýting lögð til grundvallar bakreikningi og álagning ákveðin miðað við þá nýtingu. Verði ekki fallist á ofangreint, byggir stefnandi, sbr. útlistun, auðkennda með bók­stafn­um C, á því, að bakreiknuð nýting vegna ársins 1995 verði ákvörðuð samkvæmt með­altali rannsóknar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, eða 49,3% miðað við óslægð­an fisk. Það þýði, að gefnu 20% slóginnihaldi og að frádreginni 2% yfirvigt, um 60,39% pökkunarnýtingu fyrir tímabilið. En vegna bakreiknaðs tímabils frá 1. janúar til 17. september 1996 sé þess krafist, að bakreiknuð pökkunarnýting verði ákvörðuð sú sama og stefndi meti sem reiknaða nýtingu, þ.e. 54,1%, en sú nýting fái fullan stuðning í skýrslu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, hvort sem nýting sé lækkuð miðað við 2% yfirvigt eða reiknuð miðað við 4% yfirvigt. Í varakröfu er gerð krafa til þess, að dráttarvextir verði miðaðir við síðara tímabil, en í úrskurði stefnda greinir, þ.e. 17. mars 1997, eða 30 dögum frá álagningu, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 37/1992. Ekki sé réttlætanlegt, að meðferð málsins taki rúma sjö mán­uði fyrir úrskurðarnefndinni og dráttarvextir reiknist að fullu allan þann tíma. Komi eink­um til greina að miða upphafstíma dráttarvaxta við uppkvaðningu dóms eða þing­fest­ingu málsins. III. Málsástæður og lagarök stefndu. Af hálfu stefndu er á því byggt, að í lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, með síð­ari breytingum og reglugerðum, settum árlega samkvæmt þeim, sé m.a. kveðið á um stjórnun fiskveiða með svonefndu aflamarkskerfi, er feli í sér ákvörðun árlegs heild­ar­afla einstakra tegunda og reglur um skiptingu hans milli þeirra skipa og báta, sem upp­fylla skilyrði til að öðlast veiðileyfi. Sé Fiskistofu falið að hafa eftirlit með, að reglum afla­markskerfisins sé fylgt. Sé eftirlitið m.a. fólgið í tölvukerfinu Lóðs, sem Fiskistofa og hafnarstjórnir hafi umsjón með. Í hann sé skráður allur löglega vigtaður afli, en skylt sé að vigta allan afla, sem að landi kemur, sbr. rgl. nr. 618/1994 og nú lög nr. 57/1996, III. kafla. Geti Fiskistofa því borið saman jafnóðum afla sérhvers skips við aflaheimildir þess. Þá beri Fiskistofa jafnframt saman afla samkvæmt vigtarnótum og afla samkvæmt vigt­arskýrslum, sem kaupandi aflans sendir Fiskifélagi Íslands. Með því móti sé fylgst með því, að afli skipa verði ekki meiri, en heimildir standi til hverju sinni. Til að fylgja því eftir, að framkvæmd sé í samræmi við reglur, séu starfandi á vegum Fiskistofu veiði­eftirlitsmenn, sem fylgist með því, eftir því sem við verði komið, að veiddur afli komi á land og sé veginn, eins og reglur gera rá fyrir. Sýni reynslan, að algengt sé, að menn ýmist sammælist um að skjóta afla fram hjá vigt eða geri það á eindæmi sitt. Geti Fiski­stofa þá sannreynt eftir á, hvort allur afli, sem berst tilteknum aðilum, hafi verið veginn. Til þess sé beitt svonefndum bakreikningum. Mikilsverður þáttur í bakreikningsferli sé athugun á, hvort skráning á afla, fram­leiðslu og birgðum sé í lagi og í samræmi við kröfur laga nr. 93/1992 um meðferð sjáv­ar­afurða og eftirlit með framleiðslu þeirra. Á grundvelli þeirra hafi Fiskistofa m.a. gefið út saltfiskdagbók, sem fiskverkendum sé heimilt að nota til að uppfylla kröfur laganna um innra eftirlit, þ.á m. um að haldin sé aðgengileg skrá um afla, framleiðslu og birgðir, sbr. 4. tl. 13. gr. laganna og IV. kafla rgl. nr. 429/1992 um fyrirkomulag eftirlits með sjávar­afurðum. Hafi stefnanda ótvírætt verið skylt samkvæmt þeim reglum að hafa slíkt innra eftirlit í lagi. Hafi engu getað breytt um þá skyldu, að viðkomandi skoðunarstofa, er stefnandi var með samning við, hafði ekki gengið eftir úrbótum í því efni. Við rann­sókn málsins hafi komið í ljós, að lögboðið eftirlit hafi ekki verið til staðar á því tíma­bili, sem rannsókn tók til, umfram það, að á tímabilinu frá 1. janúar til 11. júlí 1996 hafi átt sér stað stopular og óljósar færslur í Saltfiskdagbók. Samkvæmt því hafi hin lög­skip­uðu gögn, er gátu heimfært allan unnin afla til ákveðins skips eða báts og sem unnt hefði verið að byggja pakkanýtingu á í fiskverkun stefnanda við bakreikning, ekki verið færð. Þá hafi forráðamaður stefnanda sýnt áberandi tregðu við að afhenda gögn um við­skipti stefnanda við útgerð þess báts, sem ábendingar beindust í upphafi að. Hafi ekki feng­ist skýringar á tortryggilegum viðskiptum útgerðarinnar og fiskverkunarfyrirtækis stefn­anda með aflamark. Þau viðskipti hafi ekki átt sér stað samkvæmt gögnum Fiski­stofu, en stofnunin skrái öll slík viðskipti, og geti þau ekki farið fram, nema milli skipa og með staðfestingu Fiskistofu. Einnig hafi verið tortryggileg veruleg lán stefnanda til eig­anda útgerðarinnar persónulega. Þá hafi komið í ljós, að stefnandi hafi greitt út­gerð­um átta báta verð fyrir þorsk, sem hafi verið tortryggilega hátt. Þrátt fyrir að allt fram­an­greint væri tortryggilegt, hafi ekkert fram komið, sem ástæðu hafi gefið til frekari at­hug­unar á viðskiptum stefnanda við umræddar útgerðir. Af ofangreindu megi ljóst vera, að auk þess að skora ítrekað á stefnanda að upp­lýsa um uppruna hins ólögmæta afla, án þess að hann yrði við þeim áskorunum, hafi ekki skort á, að Fiskistofa gerði sitt ýtrasta til að rannsaka af hvaða bát/bátum hinn ólög­mæti afli, sem unnin hafi verið í saltfiskverkun stefnanda, væri kominn. Með bréfum Fiskistofu til stefnanda hafi ítrekað verið krafist tiltekinna upplýsinga og gagna, en áberandi tregða hafi verið á afhendingu gagnanna og upplýsinganna. Sumt hafi verið látið í té í öðru formi, en Fiskistofa krafðist, viðhlítandi skýringar hafi ekki feng­ist og gögn, sem fallin hefðu verið til að varpa ljósi á fiskkaup, birgðastöðu og nýt­ing­arhlutafall í framleiðslu og seldar afurðir, hafi ýmist ekki reynst til eða ekki fengist af­hent. Hafi stefnanda enn á ný verið gefinn kostur á að upplýsa um uppruna aflans, er rann­sókn lauk, sbr. boðunarbréf Fiskistofu frá 22. janúar 1997, en þar hafi stefnanda verið kynnt sú niðurstaða rannsóknarinnar og bakreiknings Fiskistofu á afla, þar sem byggt var á 50% pakkanýtingu, er afurðir voru bakreiknaðar til slægðs afla. Hafi sér­stak­lega verið tekið fram í því bréfi, að yrði ekki upplýst um uppruna og kaupverð ólög­mæts afla, myndi stefnanda verða gert að sæta álagningu sérstaks gjalds vegna ólög­mæts afla samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 37/1992, og yrði andvirði og magn áætl­að á grundvelli þeirra gagna, er fylgdu bréfinu. Með vísan til þess, er rakið hafi verið, fái engan veginn staðist sá málatilbúnaður stefn­anda, að ágallar hafi verið á rannsókninni eða að nokkur vafi geti leikið á því, þegar um sé að ræða afla umfram uppgefin hráefniskaup og stefnandi verði ekki við áskor­un um að upplýsa um uppruna aflans, að öllum skilyrðum fyrir álagningu sam­kvæmt 2. mgr. 7. gr. áðurnefndra laga hafi verið fullnægt og að honum hafi mátt vera ljóst, að um ólögmætan afla væri að ræða, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Hin umstefnda álagn­ing hafi því átt sér ótvíræða lagastoð í 2. mgr. 7. gr., sbr. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. og ákvörð­un gjaldsins, sem byggja varð áætlun á í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 5. gr. laganna, verið lögmæt í hvívetna. Hafna beri því að leggja rannsókn Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins til grund­vall­ar við ákvörðun á pakkanýtingu stefnanda á rannsóknartímabilinu af eftirfarandi ástæð­um. Rannsóknin hafi ekki verið unnin í því fiskverkunarhúsi, sem stefnandi verk­aði saltfisk í á tímabilinu og þar að auki í öðrum landshluta. Rannsóknin hafi verið gerð í tilefni málsins að beiðni og samkvæmt fyrirmælum stefnanda, þ.á m. að miða allar nýt­ing­artölur við óslægðan þorsk og mæla ekki slóghlutfall. Rannsóknaraðilum hafi hins vegar ekki verið ljóst, að ætlunin væri að nota hana í þessu skyni og talið sig vera að vinna samanburð á nýtingu óslægðs hráefnis fyrir fyrirtækið, miðað við þrjá mismunandi val­kosti um verkunaraðferðir. Stefnandi hafi ekki gefið starfsmönnum Fiskistofu kost á að vera viðstadda verkunartilraunirnar. Rannsóknin hafi ekki tekið til alls verk­un­ar­fer­ils­ins, þar sem fiskurinn hafi hvorki verið snyrtur né pakkaður. Tvær af þremur að­ferð­um, sem rannsókn tók til, hafi ekki verið viðhafðar í saltfiskverkun stefnanda í Bíldudal. Enn­fremur hafi fyrirfram verið tekinn út úr sá hluti aflans, sem hafði hæst slóghlutfallið. Að lokum komi engar upplýsingar fram í skýrslunni um slóghlutfall þess afla, sem rann­sak­aður hafi verið, en við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd hafi komið í ljós, að rann­sóknarmenn höfðu þó mælt og skráð slóghlutfall í hluta aflans, þ.e. í merktum fiski. Áætlun Fiskistofu um 50% pakkanýtingu, miðað við slægðan fisk, hafi byggst á traust­um rannsóknum og gögnum. Til grundvallar henni hafi legið rannsóknir Rann­sókn­arstofnunar fiskiðnaðarins og rannsóknir Rannsókna- og þróunardeilda SÍF á hlið­stæðri verkun og vinnslu, auk upplýsinga frá öðrum útflytjendum og saltfiskverkendum. Því fari fjarri, að fyrirtæki í saltfiskvinnslunni nái almennt 50% meðaltalsnýtingu á árs­grund­velli. Til að unnt sé að ná slíkri nýtingu, þurfi að byggja á nýjustu tækni, fara eftir nýjustu leiðbeiningum um vinnslu- og verkunaraðferðir, afli, aðstaða til vinnslu aflans og verkunar og geymslu afurðanna þurfi að vera eins og best gerist og nauðsynlegt sé að fylgjast vel með nýtingu á öllum stigum. Samanburður á saltfiskverkuninni, eins og hún hafi verið í fyrirtæki stefnanda á Bíldudal á rannsóknartímabilinu, við fyrir­mynd­ar­fisk­verkun samkvæmt leiðbeiningum SÍF hafi í flestum tilvikum verið stefnanda í óhag. Þrátt fyrir það og til að áætla stefnanda örugglega ekki í óhag, hafi verið byggt á 50% með­al­pakkanýtingu, miðað við slægðan afla. Í því nýtingarhlutfalli hafi verið byggt á 4% yfirvigt í pökkun, þrátt fyrir að fyrir lægi, að kaupendur, er stefnandi átti viðskipti við á rannsóknartímabilinu, hafi gert hærri kröfur til yfirvigtar, eða frá 5 - 6% fyrir tand­urverkaðan fisk. Bent sé á, að svo lág verkunarnýting úr nýtingarprófi eftir aðferð I samkvæmt rann­sókn þeirri, sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins gerði fyrir stefnanda og áður er getið, en sú aðferð hafi verið sú eina, sem var í samræmi við verkun og vinnslu stefn­anda á Bíldudal, að hefði sú niðurstaða leitt til lækkunar áætlaðrar pakkanýtingar stefn­anda úr 50% í 46 - 47%. Samkvæmt því hafi magn ólögmæts sjávarafla verið verulega van­áætlað, ef eitthvað er, við álagningu Fiskistofu og álagt gjald því of lágt. Álagning á stefnanda hafi því í einu og öllu byggt á lögmætum sjónarmiðum og fari því fjarri, að meðalhófsreglan hafi verið brotin á stefnanda. Þá sé heldur engu broti á jafnræðisreglu fyrir að fara. Geti samanburður við þau mál, sem stefnandi nefni, ekki stutt málsstað stefnanda. IV. Niðurstaða. Um formhlið málsins. Skilja verður málatilbúnað stefnanda á þann veg, að ekki séu gerðar sjálfstæðar kröf­ur á hendur íslenska ríkinu, heldur sé þeim aðila einvörðungu stefnt til að gæta rétt­ar síns í málinu, sbr. niðurlagsákvæði 1. mgr. 21. gr. laga nr. 91/1991. Um aðalkröfu stefnanda. Í athugasemdum með frumvarpi því, er varð að lögum nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og fólu í sér endurskoðun á lögum nr. 32/1976 um upp­töku ólögmæts sjávarafla, segir meðal annars, að setning laga nr. 32/1976 hafi rétt­læst af ríkri nauðsyn á verndun fiskistofna. Sé markmið upptöku afla að girða fyrir, að farið sé fram hjá friðunarákvæðum, sem gilda um friðun fiskistofna. Áðurgreint frum­varp feli í sér endurskoðun á umræddum reglum laga nr. 32/1976. Hafi framkvæmd upp­töku ólögmæts sjávarafla samkvæmt þeim lögum aldrei beinst að aflanum sjálfum, heldur hafi hún ávallt komið til, eftir að afla hefur verið ráðstafað og þá beinst að því, að sannanlegu eða áætluðu söluverðmæti hans verði skilað og innheimtu beint eftir at­vik­um að seljanda eða kaupanda afla. Byggi þetta á þeirri grundvallarreglu, að enginn megi öðlast rétt yfir ólögmætum sjávarafla. Af framansögðu er að mati dómsins skýrt, að með lögum nr. 37/1992 er ekki kveðið á um fésektir, heldur álagningu sérstaks gjalds vegna sannanlegs ólögmæts sjávar­afla samkvæmt sjálfstæðri löggjöf þar um. Um málsmeðferð fer því eftir þeim lög­um, stjórnsýslulögum og almennum reglum stjórnsýsluréttarins, eftir því sem við á. Í lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, með síðari breytingum, er mælt fyrir um, að Fiskistofa skuli hafa eftirlit með, að reglum svonefnds aflamarkskerfis sé fylgt, það er, að afli skipa verði ekki meiri, en heimildir standa til hverju sinni. Er Fiskistofu bárust sumarið 1996 ábendingar um, að miklu magni af þorski hefði verið landað í fiskverkun stefn­anda, án þess að afli hefði verið veginn samkvæmt þeim reglum, sem þar um gilda, hófst hún handa við rannsókn á því, hvort ábendingar þessar ættu við rök að styðjast. Gaf bráðabirgðaathugun 13. september 1996 á gögnum um löglega innveginn afla hjá stefn­anda og upplýsingum um afurðasölu hans, þar sem fram kom verulegur munur milli magns tandurverkaðra saltfiskafurða og löglega innvegins þorskafla, tilefni til frek­ari rannsóknar. Eftir að starfsmenn Fiskistofu höfðu farið í fiskverkun stefnanda, kann­að aðstæður þar og rætt við framkvæmdastjórann, var stefnanda gefinn kostur á að skýra ofangreindan mun á innvegnum afla og afurðum. Þar sem athugun starfsmanna gaf Fiskistofu ekki nægilegt tilefni til aðgerða gagnvart útgerðum þeim, sem viðskipti höfðu átt við fiskverkun stefnanda á því tímabili, er rannsóknin tók til, beindist hún að stefnanda af ofangreindum ástæðum. Voru honum ítrekað sendar ýmsar fyrirspurnir og óskir um gögn, sem skýrt gætu greindan mismun milli innvegins afla og afurða, síðast með boðunarbréfi Fiskistofu 22. janúar 1997. Þá var aflað gagna úr bókhaldi stefnanda og frá söluaðilum og málið rannsakað að öðru leyti svo sem kostur var. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, var af hálfu Fiskistofu í hvívetna gætt rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem og andmælareglu 13. gr. sömu laga. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 37/1992 er Fiskistofu heimilt að leggja gjald sam­kvæmt 1. gr. á viðkomandi aðila, sýni starfsmenn stofnunarinnar fram á, að verkun, vinnsla eða sala tiltekins aðila á sjávarafla eða afurða úr honum sé umfram uppgefin kaup hans eða aðföng, enda þótt aflinn verði ekki rakinn til ákveðins veiðiskips eða tíma­bils. Er gjaldið þá lagt á mismuninn milli kaupanna eða aðfanganna annars vegar og verk­unar, vinnslu og sölu hins vegar. Er afli, sem þannig er fenginn, ólögmætur, sbr. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. nefndra laga. Í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur fram sú meginregla, að gjald skuli leggja á þann, sem hefur gert út skip eða bát, sem veitt hefur gjaldskyldan afla. Ef uppvíst verður um gjaldskyldan afla, án þess að unnt reynist að ákvarða, hver hafi veitt hann, má þó leggja gjaldið á þann, sem hefur tekið við aflanum til verkunar eða vinnslu eða hefur haft milligöngu um sölu hans, enda hafi viðkomandi vitað, að um ólög­mætan afla væri að ræða. Er því ekki skylt að heimfæra aflann upp á ákveðinn bát, ef því verður ekki við komið, svo sem raunin varð í því tilviki, sem hér um ræðir. Ekki er ágreiningur í málinu um hráefniskaup stefnanda eða magn afurða, og byggir stefnandi á því, að nýting hans á hráefni hafi verið mun betri, eða allt að 61,62%, í stað þeirrar 50% nýtingar, sem byggt er á í forsendum Fiskistofu. Hafi því ekki verið grund­völlur fyrir álagningu gjalds þess, er mál þetta er sprottið af. Skýrsla Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, er stefnandi lét vinna fyrir sig, er ekki út­tekt á vinnslu hans á Bíldudal á því tímabili, er mál þetta tekur til, heldur er hér um að ræða lokaða skýrslu um mælingar, sem fram fóru í fiskverkun stefnanda í Hafnarfirði í janúar 1997. Voru mælingarnar gerðar að ósk framkvæmdastjóra stefnanda og eftir fyrir­mælum hans. Vitað er, að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vinnur lokuð verkefni sem þetta fyrir aðila í matvælavinnslu, ef þess er óskað og verkkaupar eru tilbúnir að greiða fyrir, til að hjálpa aðilum við að bera saman mismunandi vinnsluaðferðir. Í mælingum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á vinnslu og verkunarnýtingu var not­ast við óslægðan fisk, þrátt fyrir að venjan sé að miða slíkar mælingar við slægðan þorsk með haus. Var þetta var gert að ósk framkvæmdastjóra stefnanda. Þá var sýnið, sem unnið var með í mælingunum, fiskur, er keyptur hafði verið á fiskmarkaði og hefði því hugsanlega mátt líta á sem handahófskennt úrtak þorsks frá umræddum árstíma (janúar 1997) og af þeirri veiðislóð, sem fiskurinn kom frá. Þess ber hins vegar að geta, að slóginnihald fisks í janúar er mun lægra, en til dæmis á hrygningartíma þorsksins í apríl - maí. Að auki kom síðar í ljós, að hluti sýnisins hafði verið seldur öðrum aðila, og bendir allt til þess, að valinn hafi verið úr aflanum fiskur, sem innihélt hrogn. Þetta gerir það að verkum, að ekki er lengur um að ræða handahófskennt sýni, en það leiðir til þess, að mælingarnar missa gildi sitt. Er í raun nægilegt, að hreyft hafi verið við sýninu á einhvern hátt, til að mælingin geti ekki lengur flokkast undir vísindalega rannsókn. Valda báðir þessir annmarkar því, að reglur sjávarútvegsráðuneytisins um slóghlutfall upp á 20% til jafnaðar yfir heilt ár, eiga hér ekki rétt á sér. Er margföldunarstuðull upp á 1.25 fyrir nýtingu því of hár í þessu tilfelli. Meðal vinnslu- og verkunarnýting úr þessum mælingum Rannsóknastofnunar fisk­iðn­aðarins var 49,3%, miðað við óslægðan fisk. Auk þeirra fyrirvara, sem gerðir eru sam­kvæmt framansögðu við notkun á þyngd óslægðs fisks hér að ofan, er því við að bæta, að um er að ræða meðaltal úr þremur mismunandi verkunaraðferðum, sem bornar voru saman í fiskverkun stefnanda í Hafnarfirði í janúar 1997. Ekki hefur með neinum rökum verið sýnt fram á, að nota megi meðaltal þetta í stað meðaltals yfir árs­tíða­bundn­ar sveiflur í einni verkunaraðferð. Að ósk framkvæmdastjóra stefnanda voru gerð­ar mæl­ingar á þremur mismunandi verkunaraðferðum. Í verkunaraðferð 1 var flattur fiskur pækl­aður í 19.1% pækli í einn sólahring og síðan kafsaltaður í 10 daga. Gaf aðferðin 45,7% vinnslu- og verkunarnýtingu, miðað við óslægðan fisk. Í verkunaraðferð 2 var flatt­ur fiskur sprautusaltaður með mettuðum pækli, síðan lagður í 14% pækil í einn sóla­hring og svo kafsaltaður í 10 daga. Vinnslu- og verkunarnýting samkvæmt þessari að­ferð var 53,1%, miðað við óslægðan fisk. Í verkunaraðferð 3 var flattur fiskur sprautu­saltaður og síðan kafsaltaður í 11 daga, en þá reyndist vinnslu- og verkun­ar­nýt­ing vera 49,3%, miðað við óslægðan fisk. Í fiskverkun stefnanda á Bíldudal var árið 1995 og fram í september 1996 ein­göngu notast við verkunaraðferð 1. Standa því engin rök til þess, að reiknað verði út með­altal fyrir þessar mismunandi verkunaraðferðir og það notað til að reikna nýtingu hjá stefnanda á umræddu tímabili. Ef styðjast ætti við framangreindar mælingar Rann­sókn­ar­stofnunar fiskiðnaðarins, væri því eingöngu réttlætanlegt að nota niðurstöður fyrir verkunaraðferð 1. Hins vegar er engum vísindalegum rökum til að dreifa, sem rétt­læta notkun niðurstaðna úr einni einstakri tilraun frá einum stað á landinu og yfirfærslu þeirra á vinnslu, er fram fór annars staðar á landinu á mun lengra tímabili, sérstaklega með tilliti til þess, að unnið var með óslægðan fisk. Til þessa þarf meðaltöl, sem aflað er með mun fleiri tilraunum, er ná til lengra tímabils og taka því tillit til árstíðabundinna sveiflna í lífríkinu. Af framanskráðu leiðir, að ekki verður fallist á notkun umræddrar skýrslu í þeim til­gangi að áætla nýtingu fyrir bakreikninga í umræddu fyrirtæki stefnanda. Óumdeilt er, að fyrirtæki stefnanda framleiddi saltfisk á umræddu tímabili, sem seld­ur var af viðurkenndum aðilum í sölu þeirrar afurðar. Eru kröfur um gerð afurða, þar með talinnar yfirvigtar, einkum gerðar af hálfu kaupenda, en ekki seljenda. Gera sölu­aðilar kröfu um yfirvigt, sem byggð er á kröfu frá kaupendum. Sem dæmi má nefna, að meginsöluaðilar stefnanda, Samband íslenskra fiskútflytjenda og fyrirtækið B. Ben., gera kröfu um 6% og 5% yfirvigt. Ekki hefur verið sýnt fram á, að stefnandi hafi notið einhverra sérkjara í þessu tilliti. Þó er hugsanlegt, að yfirvigt hjá stefnanda hafi farið undir þessi mörk í einstaka tilvikum, en ekki að jafnaði. Er því ekki unnt að fallast á minni yfirvigt, en almennt er viðurkennd í viðskiptum með þessa vöru. Geta full­yrð­ing­ar stefnanda um 1 - 2% yfirvigt því á engan hátt talist trúverðugar. Eru engin rök til þess að notast við hærri tölur fyrir pakkanýtingu og yfirvigt, en þau 4%, sem Fiskistofa við­hefur í sínum útreikningum. Til stuðnings máli sínu vísar stefnandi til rits dr. Jónasar Bjarnasonar, þar sem getið er sérstakrar pæklunaraðferðar, er gefi allt að 56% pakkanýtingu, að gefnum ákveðn­um skilyrðum. Byggja skilyrði þessi meðal annars á lágu saltstigi í pækli, 16 - 18%, litlu fargi á afurðum og lágu/jöfnu hitastigi. Ekkert er fram komið í gögnum máls­ins, sem bendir til þess, að sú aðferð, sem þar er nefnd, hafi verið notuð hjá stefnanda á því tímabili, sem mál þetta varðar. Þvert á móti kemur fram í saltfisksdagbók fyrir­tæk­is­ins, að pækill hafi verið mismunandi sterkur eftir dögum; 17%, 20%, 22%, 23% og 24%, er bendir ekki til mikillar vandvirkni eða nákvæmni í vinnubrögðum. Þá voru tré­kubb­ar voru ekki notaðir af hálfu stefnanda, svo sem mælt er með í ofangreindu riti, en þeir gegna því hlutverki að létta þrýstingi af afurðinni og koma í veg fyrir, að eggja­hvítu­efni og vatn pressist úr fisknum. Hjá stefnanda var pæklað í venjuleg plastkör og kaf­saltað á eftir í lágar stæður. Er þetta sú aðferð, sem notuð er víðast hvar hérlendis. Auk þess kemur fram í ritinu, að geyma beri afurðir við jafnt og lágt hitastig, eða 2 - 4°C. Ekki eru komin fram í málinu nein gögn, er sýna fram á, að afurðir hafi verið geymdar við þetta hitastig í fiskverkun stefnanda. Þvert á móti kom fram í skýrslu fram­kvæmda­stjóra stefnanda hér fyrir dómi, að hitastig í geymslum hefði að jafnaði verið 5 - 10°C. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður á engan hátt byggt í máli þessu á þeim verkunaraðferðum, sem lýst er í nefndu rit dr. Jónasar Bjarnasonar. Þá eru kennslu­gögn Sigurjóns Arasonar dósents, sem stefnandi styður mál sitt jafnframt við, sér­staklega gerð til að sýna fram á hlutfallslegan mun á nýtingu afurða, miðað við vatns­innihald hráefnis, en ekki ákveðna hráefnisnýtingu. Við bakreikninga í raun­veru­legri vinnslu er því ekki unnt að byggja á þeirri niðurstöðu, sem þar kemur fram. Um varakröfu stefnanda. Þær nýtingartölur, sem fram koma í valkosti B í varakröfu stefnanda, eru ekki studd­ar haldbærum gögnum. Er því ekki unnt að fallast á þá kröfu hans. Um kröfu stefnanda samkvæmt valkosti C er það að segja, að áður er nefnt, hvers vegna ekki er unnt að nota meðaltal úr þremur mismunandi vinnsluaðferðum í stað meðal­tals fyrir árstíðabundnar sveiflur. Þá er heldur ekki réttlætanlegt að nota 20% slóg­hlutfall, sem er meðaltal á ársgrundvelli, til að breyta vinnslu- og verkun­ar­nýt­inga­töl­um í skýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í pökkunarnýtingu, þar eð tilraunin var aðeins gerð á ákveðnum tíma (janúar 1997), auk þess sem átt var við sýnið í upp­hafi. Því er ekki hægt að fallast á með stefnanda, að þær tölur, sem miðað er við í þessum valkosti, verði lagðar til grundvallar í bakreikningum. Af gögnum málsins verður ráðið, að skráningu á afla, framleiðslu og birgðum, sem mælt er fyrir um í 4. tl. 13. gr. laga nr. 93/1992 um meðferð sjávarafurða og eftirlit með fram­leiðslu þeirra, hafi verið verulega ábótavant hjá stefnanda. Hefur stefnandi ekki gefið haldbærar skýringar á skorti á ofangreindri skráningu. Ber þess að geta í því sam­bandi, að mörg fyrirtæki í fiskverkun og matvælaframleiðslu hafa náð að bæta fram­leiðslu sína verulega, þar með talda nýtingu, með alþjóðlega viðurkenndum gæða­stjórn­un­arkerfum (svo sem ISO stöðlum). Öll slík kerfi byggja á mjög ítarlegri og nákvæmri skrán­ingu allra þátta í vinnslunni og fyrirfram ákveðnum viðbrögðum við frávikum í fram­leiðslu. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 37/1992, skal áætla magn gjald­skylds afla, eftir þeim gögnum og upplýsingum, sem fyrir liggja, ef ekki verður stað­reynt, hvert það hefur verið. Með vísan til þess, sem áður er sagt um skort á innra eftir­liti hjá stefnanda og upplýsingaskort hans að öðru leyti, var Fiskistofu rétt að beita ofan­greindum heimildarákvæðum. Er að mati dómsins varlega áætlað hjá Fiskistofu, að stefn­andi hafi, á þeim tímabilum, sem að framan greinir, verkað í fiskvinnslu sinni 269.391 kg af ólögmætum sjávarafla, 209.594 kg fyrra tímabilið og 59.797 kg hið síðara. Af þessari niðurstöðu leiðir, að fullnægt er huglægum skilyrðum niður­lags­ákvæð­is 2. mgr. 2. gr. laga nr. 37/1992. Álagt gjald var, miðað við meðalverð óslægðs afla og hráefnisvöntun, hvort ár um sig, umreiknað til óslægðs afla með umreikningsstuðlinum 1,25 og gjald álagt, miðað við meðalverð óslægðs afla upp úr sjó, svo sem opinberar tölur um afla og afla­verð­mæti eru byggðar á. Var miðað við meðalkaupverð löglega innvegins þorskafla hjá stefn­anda á greindum tímabilum, 70,43 kr/kg fyrra tímabilið og 67,56 kr/kg hið síðara, sbr. lagaákvæði þar um í síðari málslið 2. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1992. Var því rétt staðið að álagningu þessari, henni í hóf stillt og því ekki brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. Þá á ekki við í máli þessu skírskotun stefnanda til jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga, þar sem atvikum í þeim málum, er stefnandi vitnar til í því sam­bandi, verður ekki jafnað til atvika í máli þessu. Eigi eru efni til að ganga í máli þessu gegn sérákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 27/1992 um vexti, sem mælir fyrir um, að álagt gjald samkvæmt lögunum beri drátt­ar­vexti frá því 30 dagar eru liðnir frá gjalddaga. Ber því að hafna kröfu stefnanda um ann­an upphafstíma dráttarvaxta. Með skírskotun til framanskráðs ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefn­andi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. Dóminn kveða upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari sem dómsformaður og með­dóm­endurnir Allan V. Magnússon héraðsdómari og dr. Kristberg Kristbergsson dósent. Dómsorð: Stefndi, Fiskistofa, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Í Nausti ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 343/1998
Lyfjaverð Stjórnvaldsákvörðun Fyrning Vextir
Með ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar, L, var ákveðið að skerða endurgreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins, T, til lyfsala, en um var að ræða lögbundinn hluta T í greiðslum fyrir lyf samkvæmt reglum almannatryggingalaga um sjúkratryggingar. Hafði Hæstiréttur þegar komist að þeirri niðurstöðu að L hefði skort lagaheimild til þessarar ákvörðunar. Lyfsalinn W stefndi T til heimtu þess fjár sem hann hafði misst af um sex ára skeið vegna þessa. Talið að ekki reyndi á skaðabótaskyldu í málinu vegna þess að T gæti ekki borið skaðabótaábyrgð á ákvörðunum L. Talið var að regla 1. töluliðar. 3. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 ætti við um kröfuna. Var T dæmd til að greiða þann hluta kröfu W sem gjaldféll innan fjögurra ára fyrir stefnubirtingu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Arnljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Markús Sigurbjörnsson og Jónatan Þórmundsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. september 1998. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að tildæmdar fjárhæðir verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Stefndi höfðaði mál þetta í héraði gegn áfrýjanda og íslenska ríkinu. Íslenska ríkið var sýknað með dómi héraðsdóms og hefur stefndi ekki áfrýjað þeirri niðurstöðu. Ber því að líta svo á að hann uni þeim úrslitum. Málavöxtum og málsástæðum eru gerð skil í héraðsdómi. Þar kemur fram að stefndi vísar um málsókn þessa til umfjöllunar og niðurstöðu Hæstaréttar í dómi frá 30. janúar 1997 (H.1997.350), sbr. einnig dóma réttarins frá 30. apríl 1998 í málunum nr. 347/1997 og nr. 348/1997. Í fyrstnefnda dóminum segir: „Telja verður kröfu áfrýjanda um greiðslu úr hendi íslenska ríkisins og Tryggingastofnunar ríkisins reista á þeirri grunnröksemd, að ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar 27. janúar og 14. september 1990 séu ekki bindandi gagnvart honum. Verður því ekki leyst úr greiðslukröfu áfrýjanda án þess að taka afstöðu til þessarar röksemdar. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi af því hagsmuni að lögum, að jafnframt þessu verði sérstaklega leyst úr kröfu hans um, að mælt verði fyrir í dómi um ógildingu ákvarðana lyfjaverðlagsnefndar.„ Með þessum rökum vísaði Hæstiréttur frá dómi sérstökum kröfum áfrýjanda um ógildi ákvarðana lyfjaverðlagsnefndar. Af því leiddi að málinu á hendur lyfjaverðlagsnefnd var vísað frá dómi. Þá sagði jafnframt að áfrýjandi hefði ekki fært sérstök rök að því að íslenska ríkið þyrfti að eiga aðild við hlið Tryggingastofnunar ríkisins til varnar gegn greiðslukröfu hans. Aðild íslenska ríkisins var því talin vanreifuð og málinu á hendur því vísað sjálfkrafa frá dómi. Í tilvitnuðum málum sóttu lyfsalar Tryggingastofnunina um greiðslur, sem hún hafði dregið frá reikningum þeirra fyrir hluta hennar samkvæmt reglum um sjúkratryggingar af verði einstakra lyfja, sem lyfsalarnir höfðu selt viðskiptavinum sínum. Hæstiréttur taldi að líta yrði á þetta sem skerðingu á greiðslum stofnunarinnar til tiltekinna lyfjaverslana miðað við veltu þeirra. Var talið að lyfjaverðlagsnefnd hefði skort lagaheimild til að ákveða mismun á smásöluálagningu lyfja eftir því hvaða lyfsali krefði Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu hlutdeildar hennar í söluverði lyfja. Var því talið að um ólögmæta skerðingu hefði verið að ræða á greiðslum til lyfsalanna. Fyrir héraðsdómi lýsti áfrýjandi því yfir að ekki væri lengur haldið fram að ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar hafi haft stoð í lögum. Tryggingastofnun ríkisins tók ekki fyrrgreindar ákvarðanir. Stofnunin sá hins vegar lögum samkvæmt um framkvæmd þeirra og greiddi sinn hluta af verði lyfjanna eftir reikningum lyfsalanna. Stofnunin gat því ekki borið skaðabótaábyrgð á því að lyfjaverðlagsnefnd hefði skort heimild til framangreindra ákvarðana. Lyfjaverðlagsnefnd heyrði undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og þarf því íslenska ríkið að vera aðili að máli til heimtu bóta af þessu tilefni. Að framan er því lýst að Hæstiréttur vísaði þessum þætti fyrstnefnda málsins frá dómi vegna vanreifunar. Í síðarnefndum málunum reyndi ekki á þennan þátt fyrir Hæstarétti. Rétturinn hefur þannig ekki dæmt um rétt lyfsala til skaðabóta af þessum sökum. Það mál sem hér er til meðferðar verður ekki rekið sem skaðabótamál fyrir Hæstarétti þegar af þeirri ástæðu að þætti íslenska ríkisins var ekki áfrýjað, svo sem áður greinir. Verður einungis dæmt um rétt stefnda til greiðslu þeirrar skerðingar á reikningum hans, sem Tryggingastofnunin framkvæmdi á grundvelli ákvarðana lyfjaverðlagsnefndar, en samkvæmt kröfugerð hans var það fyrst gert á greiðslu 17. mars 1990 en síðast 17. apríl 1996. Alls telur hann skerðingu þessa tímabils hafa numið 27.148.524 krónum og er það ekki umdeilt. II. Stefndi átti lögbundinn rétt á því að áfrýjandi greiddi hluta af söluverði þeirra vara sem hann seldi í lyfjaverslun sinni. Hann sendi reikning mánaðarlega til áfrýjanda og greinir aðila ekki á um það að gjalddagar hafi verið 17. hvers mánaðar. Áfrýjandi gerði þá upp mánaðarlega með skerðingu samkvæmt ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar. Í 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda er sagt að kröfur út af sölu eða afhendingu á vörum eða lausafé fyrnist á fjórum árum. Í máli þessu er um að ræða kröfur sem risið hafa af sölu á vörum. Ekki er fram komið að stefndi hafi sent áfrýjanda árlegan viðskiptareikning í skilningi þessa lagaákvæðis þar sem umrædd skerðing væri talin til skuldar. Eiga því undantekningar greinarinnar ekki við. Stefna í máli þessu var birt 6. ágúst 1997 og verða því kröfur stefnda með gjalddaga fyrir 6. ágúst 1993 að teljast fyrndar samkvæmt framangreindu ákvæði. Fallist er á sjónarmið héraðsdóms um að krafa stefnda til höfuðstóls kröfunnar sé ekki fallin niður fyrir tómlæti og að seta hans í lyfjaverðlagsnefnd eigi engin áhrif að hafa. Áfrýjandi er því dæmdur til að greiða stefnda ófyrndan hluta kröfu hans, 15.615.764 krónur, með þeim vöxtum sem um getur í héraðsdómi. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar verður tekið tillit til þess að þetta mál byggir á fyrri dómum réttarins í svipuðum málum og að því fylgja 25 samkynja mál. Dómsorð: Áfrýjandi, Tryggingastofnun ríkisins, greiði stefnda, Werner Rasmussyni, 15.615.764 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. apríl 1997 til greiðsludags og samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí síðastliðinn, er höfðað með stefnu, þingfestri 2. september 1997. Stefnandi er Werner Rasmussen, apótekari, kt. 260231-2359, Birkigrund 53, Kópa­vogi, f.h. einkafirma síns, Ingólfsapóteks, kt. 660169-6529, Kringlunni 8-12, Reykjavík. Stefnt er Tryggingastofnun ríkisins, kt. 660269-2669, Laugavegi 116, Reykjavík, og fjármálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vegna íslenska ríkisins. Endanlegar dómkröfur stefnanda í málinu eru þessar: 1) Aðallega, að Tryggingastofnun ríkisins verði gert að greiða honum kr. 27.148.524,00, með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breyt­ingum, af kr. 194.767,- frá 17.03.1990 til 17.04.1990, en af kr. 476.152,- frá þ.d. til 17.05.1990, en af kr. 633.409,- frá þ.d. til 17.06.1990, en af kr. 856.388,- frá þ.d. til 17.07.1990, en af kr. 1.046.811,- frá þ.d. til 17.08.1990, en af kr. 1.213.999,- frá þ.d. til 17.09.1990, en af kr. 1.418.126,- frá þ.d. til 17.10.1990, en af kr. 1.599.620,- frá þ.d. til 17.11.1990, en af kr. 2.027.537,- frá þ.d. til 17.12.1990, en af kr. 2.410.304,- frá þ.d. til 17.01.1991, en af kr. 2.708.280,- frá þ.d. til 17.02.1991, en af kr. 3.176.896,- frá þ.d. til 17.03.1991, en af kr. 3.504.350,- frá þ.d. til 17.04.1991, en af kr. 3.829.432,- frá þ.d. til 17.05.1991, en af kr. 4.195.772,- frá þ.d. til 17.06.1991, en af kr. 4.613.123,- frá þ.d. til 17.07.1991, en af kr. 5.033.207,- frá þ.d. til 17.08.1991, en af kr. 5.113.160,- frá þ.d. til 17.09.1991, en af kr. 5.191.410,- frá þ.d. til 17.10.1991, en af kr. 5.354.623,- frá þ.d. til 17.11.1991, en af kr. 5.559.684,- frá þ.d. til 17.12.1991, en af kr. 5.798.621,- frá þ.d. til 17.01.1992, en af kr. 6.035.927,- frá þ.d. til 17.02.1992, en af kr. 6.300.689,- frá þ.d. til 17.03.1992, en af kr. 6.578.347,- frá þ.d. til 17.04.1992, en af kr. 6.837.523,- frá þ.d. til 17.05.1992, en af kr. 7.101.996,- frá þ.d. til 17.06.1992, en af kr. 7.412.640,- frá þ.d. til 17.07.1992, en af kr. 7.724.612,- frá þ.d. til 17.08.1992, en af kr. 8.128.662,- frá þ.d. til 17.09.1992, en af kr. 8.406.385,- frá þ.d. til 17.10.1992, en af kr. 8.670.647,- frá þ.d. til 17.11.1992, en af kr. 8.998.148,- frá þ.d. til 17.12.1992, en af kr. 9.360.962,- frá þ.d. til 17.01.1993, en af kr. 9.776.442,- frá þ.d. til 17.02.1993, en af kr. 10.026.508,- frá þ.d. til 17.03.1993, en af kr. 10.231.779,- frá þ.d. til 17.04.1993, en af kr. 10.550.105,- frá þ.d. til 17.05.1993, en af kr. 10.860.035,- frá þ.d. til 17.06.1993, en af kr. 11.126.239,- frá þ.d. til 17.07.1993, en af kr. 11.532.760,- frá þ.d. til 17.08.1993, en af kr. 11.996.822,- frá þ.d. til 17.09.1993, en af kr. 12.308.898,- frá þ.d. til 17.10.1993, en af kr. 12.702.453,- frá þ.d. til 17.11.1993, en af kr. 13.134.014,- frá þ.d. til 17.12.1993, en af kr. 13.552.792,- frá þ.d. til 17.01.1994, en af kr. 14.057.878,- frá þ.d. til 17.02.1994, en af kr. 14.474.924,- frá þ.d. til 17.03.1994, en af kr. 14.948.670,- frá þ.d. til 17.04.1994, en af kr. 15.476.731,- frá þ.d. til 17.05.1994, en af kr. 15.831.857,- frá þ.d. til 17.06.1994, en af kr. 16.229.968,- frá þ.d. til 17.07.1994, en af kr. 16.603.197,- frá þ.d. til 17.08.1994, en af kr. 17.056.028,- frá þ.d. til 17.09.1994, en af kr. 17.513.321,- frá þ.d. til 17.10.1994, en af kr. 17.947.535,- frá þ.d. til 17.11.1994, en af kr. 17.461.743,- frá þ.d. til 17.12.1994, en af kr. 18.992.397,- frá þ.d. til 17.01.1995, en af kr. 19.595.072,- frá þ.d. til 17.02.1995, en af kr. 20.144.428,- frá þ.d. til 17.03.1995, en af kr. 20.566.153,- frá þ.d. til 17.04.1995, en af kr. 21.208.594,- frá þ.d. til 17.05.1995, en af kr. 21.821.395,- frá þ.d. til 17.06.1995, en af kr. 22.325.929,- frá þ.d. til 17.07.1995, en af kr. 22.869.267,- frá þ.d. til 17.08.1995, en af kr. 23.380.515,- frá þ.d. til 17.09.1995, en af kr. 23.768.982,- frá þ.d. til 17.10.1995, en af kr. 24.287.201,- frá þ.d. til 17.11.1995, en af kr. 24.807.064,- frá þ.d. til 17.12.1995, en af kr. 25.351.882,- frá þ.d. til 17.01.1996, en af kr. 25.952.212,- frá þ.d. til 17.02.1996, en af kr. 26.440.574,- frá þ.d. til 17.03.1996, en af kr. 26.951.761,- frá þ.d. til 17.04.1996, en af kr. 27.148.524,- frá þ.d. til greiðsludags. 2) Til vara, að Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu verði in solidum gert að greiða honum kr. 27.148.524,00, með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum, af sömu fjárhæðum og frá sömu dögum og í aðalkröfu. 3) Til þrautavara, að Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu verði in solidum gert að greiða honum kr. 27.148.524,00, með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxta­laga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 4. apríl 1997 til greiðsludags. 4) Til þrautaþrautavara, að Tryggingastofnun ríkisins verið gert að greiða honum kr. 27.148.524,00, með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 af sömu fjárhæðum og sömu dögum frá 16. mars 1990 og til 30. janúar 1997, en með drátt­­arvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 31. janúar 1997 til greiðsludags. 5) Til þrautaþrautaþrautavara, að Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu verði in solidum gert að greiða honum kr. 27.148.524,00 með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxta­laga nr. 25/1987 af sömu fjárhæðum og sömu dögum frá 16. mars 1990 og til 30. janúar 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síð­ari breytingum frá 31. janúar 1997 til greiðsludags, 6) Í öllum tilvikum er þess krafist, að dráttarvextir verði höfuðstólsfærðir á 12 mán­aða fresti, sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, í aðal- og varakröfu fyrst þann 16. mars 1991, en í þrautavarakröfu fyrst þann 4. apríl 1997, en í þrautaþrautavarakröfu og þrauta­þrautaþrautavarakröfu fyrst þann 31. janúar 1998. Í þrautaþrautavarakröfu og þrauta­þrautaþrautavarakröfu er þess jafnframt krafist, að almennir vextir verði höf­uð­stóls­færðir á 12 mánaða fresti, fyrst þann 16. mars 1991. 7) Þá er þess krafist, að stefndu, Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu, verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt máls­kostn­að­ar­reikn­ingi. Þess er krafist, að við ákvörðun á fjárhæð málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Af hálfu stefndu eru þær dómkröfur gerðar, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefn­anda og þeim tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara er gerð krafa um stór­fellda lækkun á dómkröfum og málskostnaður verði í því tilviki felldur niður. I. Málavextir. Samkvæmt 33. gr. lyfjalaga nr. 108/1984, sem í gildi voru á þeim tíma, er hér um ræðir, skipaði ráðherra fimm menn í lyfjaverðlagsnefnd til fjögurra ára í senn. Skyldi einn vera hagfræðingur eða viðskiptafræðingur, skipaður að fengnum tillögum Hag­stofu Íslands. Annar skyldi vera lögfræðingur, skipaður að fengnum tillögum Trygg­inga­stofnunar ríkisins. Sá þriðji skyldi vera starfandi lyfjafræðingur, sem skipaður var að fengnum tillögum Apótekarafélags Íslands. Fjórði nefndarmaðurinn skyldi vera starf­andi lyfjafræðingur, skipaður að fengnum tillögum Lyfjafræðingafélags Íslands, og þá skyldi sá fimmti vera sérfróður um lyfsölumál. Skipaði ráðherra þann mann án til­nefn­ingar. Varamenn voru skipaðir á sama hátt. Á fundi sínum 27. janúar 1990 samþykkti lyfjaverðlagsnefnd, að apótek skyldu veita Tryggingastofnun ríkisins afslátt af þeim reikningum fyrir sölu lyfja, sem þau inn­heimtu hjá stofnuninni, eftir tilteknum reiknireglum. Var þessi ákvörðun nefndarinnar birt með tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dagsettri 23. febrúar 1990. Lyfjaverðlagsnefnd tók síðan á fundi 14. september 1990 ákvörðun um, að apótek skyldu, samkvæmt nánar tilgreindum reiknireglum, sæta skerðingu álagningar á þeim hluta reikninga fyrir sölu lyfja, sem þau innheimtu hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1. október 1990. Var ákvörðun þessi birt með tilkynningu heilbrigðis- og trygg­inga­mála­ráðuneytis, dagsettri 26. september 1990. Sá munur er á orðalagi tilkynninganna, að önnur fjallar um afslátt, en hin um álagningarskerðingu. Enginn efnislegur munur er þó á þeirri lækkun reikninga vegna lyfjakaupa til Tryggingastofnunar ríkisins, er af þessu hlýst. Vegna þessara ákvarðana lyfjaverðlagsnefndar, sætti stefnandi, sem einka­eig­andi Ingólfsapóteks, frádrætti á reikningum sínum til Tryggingastofnunar ríkisins á tíma­bilinu frá 17. mars 1990 til 17. apríl 1996, sem nemur höfuðstól stefnukröfu. II. Málsástæður og lagarök stefnanda. Um málsaðild hefur stefnandi þetta að segja: Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 290/1995: Ívar Daníelsson gegn íslenska ríkinu, lyfja­verðlagsnefnd og Tryggingastofnun ríkisins, uppkveðnum 30. janúar 1997, hafi verið fjallað um fjárkröfur fyrrverandi apótekara vegna töku Tryggingastofnunar rík­is­ins á afslætti/álagningarskerðingu í tilefni af þeim sömu ákvörðunum lyfja­verð­lags­nefndar og á reyni í þessu máli. Í nefndum dómi Hæstaréttar hafi niðurstaðan orðið sú, að ekki hefði verið þörf á að stefna lyfjaverðlagsnefnd, og þá hefði verið tekið fram, að áfrýjandi hefði ekki fært sérstök rök fyrir því, að íslenska ríkið þyrfti að eiga aðild við hlið Tryggingastofnunar ríkisins til varnar gegn greiðslukröfu hans. Hefði aðild íslenska rík­isins að málinu því verið talin vanreifuð og kröfum á hendur því sjálfkrafa vísað frá hér­aðsdómi. Í samræmi við þessa niðurstöðu sé lyfjaverðlagsnefnd ekki stefnt í þessu máli, en hins vegar sé í málinu byggt á því, að verði ekki fallist á, að Tryggingastofnun rík­isins beri að greiða stefnanda dómkröfuna, ásamt dráttarvöxtum frá töku afsláttarins hverju sinni, sé um að ræða skaðabótakröfu vegna ólögmætra stjórnsýsluákvarðana, sem íslenska ríkið og Tryggingastofnun ríkisins beri in solidum ábyrgð á. Trygg­inga­stofn­un ríkisins og fjármálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra f.h. íslenska ríkisins sé því stefnt sameiginlega í máli þessu, en eins og fram komi í dóm­kröf­um, sé aðalkröfu eingöngu beint að Tryggingastofnun ríkisins, en munur sé á, hvort vara­kröfum sé beint eingöngu að Tryggingastofnun eða sameiginlega að Trygg­inga­stofn­un og íslenska ríkinu. Stefnandi byggi á því, að lyfjaverðlagsnefnd hafi skort lagaheimild til að ákveða mis­mun á smásöluálagningu lyfja eftir því, hvaða lyfsali krefði Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu hlutdeildar hennar í söluverði lyfja. Vísi stefnandi um það efni til um­fjöll­unar og niðurstöðu í áðurgreindum dómi Hæstaréttar frá 30. janúar 1997. Að því virtu, sem hér að ofan sé rakið, telji stefnandi gjaldtöku á grundvelli ákvarð­ana lyfjaverðlagsnefndar um skyldu apóteka, sem ná tiltekinni veltu í þeim hluta lyfja­reikninga, sem Tryggingastofnun beri að greiða, til þess að gjalda afslátt eða álagn­ing­arskerðingu til Tryggingastofnunar, vera ólögmæta. Hann eigi því rétt á að fá þá fjár­muni, sem ólöglega hafi verið teknir af honum með dráttarvöxtum í samræmi við kröfu­gerð, án tillits til þess, hvort hann hafi gert fyrirvara við greiðsluna eða ekki. Eins og tekið sé fram í dómi Hæstaréttar þann 30. janúar 1997, hafi fjárhæð sú, sem dregin hafi verið af lyfjareikningum, verið tilgreind sérstaklega sem “afsláttur” á kvitt­unum vegna greiðslna frá Tryggingastofnun, og beri því í samræmi við niðurstöðu hæsta­réttardómsins að telja gjalddaga lyfjareikninga stefnanda einnig hafa tekið til þess hluta þeirra, sem Tryggingastofnun tók sér sem afslátt. Upphafstíma dráttarvaxta beri því, í samræmi við 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, að miða við gjalddaga reikn­ing­anna. Í framkvæmd hafi töku á umræddum afslætti almennt verið hagað þannig, að hann hafi af hálfu Tryggingastofnunar verið dreginn af þeim lyfjareikningum apóteka, sem komu til greiðslu um miðjan næsta mánuð eftir að viðkomandi lyfjasala fór fram. Leið­rétt­ingar vegna hvers árs hafi síðan verið gerðar í febrúarmánuði. Nokkuð mismunandi hafi verið, hvaða dag Tryggingastofnun greiddi lyfjareikningana til stefnanda, en við athug­un sjáist, að það hafi almennt verið 16. til 18. hvers mánaðar. Til samræmis og ein­földunar við útreikning kröfunnar, sé dráttarvaxtakrafa hverju sinni af hálfu stefn­anda miðuð við 17. dag mánaðar, og árlega sé tekið tillit til leiðréttinga í þeirri greiðslu, sem kom til greiðslu í febrúarmánuði næst eftir hverjum áramótum. Af hálfu stefnanda sé á því byggt, að hvorki höfuðstóll kröfu hans né dráttarvextir séu fyrndir að einhverjum hluta. Stefnandi taki sérstaklega fram, að hann telji, að 5. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, eigi ekki við um kröfu hans, enda sé ekki um neina greiðslu eða skuldbindingu að ræða af hans hálfu eða von um endurgjald. Þarna hafi einfaldlega verið um að ræða ólögmæta sjálftöku opin­bers aðila á fjármunum, sem stefnandi hafi átt kröfu á að fá greidda. Sjálftaka þessi hafi farið fram á grundvelli ólögmætra stjórnvaldsákvarðana og ólögmætra athafna stjórn­valda, og um fyrningu kröfu stefnanda geti því einungis átt við reglur, sem um skaða­bóta­kröfur gilda. Jafnframt skuli bent á það, að í framangreindu dómsmáli, sem dæmt var í Hæsta­rétti 30. janúar 1997, hafi því verið haldið fram af hálfu stefndu, þ.m.t. Trygg­inga­stofn­un ríkisins, að vextir frá fyrri tíma, en þingfesting þess máls í héraði, væru fallnir niður fyrir tómlæti og fyrningu. Umrætt dómsmál hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykja­víkur 30. júní 1994. Hæstiréttur hafi ekki fallist á þessa kröfu stefndu og dæmt áfrýjanda í dómsmálinu dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 16. mars 1990. Þá byggi stefnandi á því, að þar sem taka stefndu á umræddum afslætti hafi verið ólög­mæt, eigi það ekki, í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í dómi uppkveðnum 28. apríl 1994, sjá Hrd. 1994, bls. 947, að skipta máli, hvort hann gerði fyrirvara eða ekki vegna töku stofnunarinnar á afslættinum, sbr. einnig nefndan dóm Hæstaréttar frá 30. janúar 1997. Því sé mótmælt af hálfu stefnanda, að dómur Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 verði túlkaður svo, að það að áfrýjandi í því máli gerði fyrirvara um lögmæti inn­heimtu afsláttarins, hafi leitt til þeirrar niðurstöðu, að dráttarvaxtakrafa hans hafi verið tekin til greina að fullu. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breyt­ingum, sé lögskylt að greiða dráttarvexti, hafi gjalddagi verið fyrirfram ákveðinn, sé krafa eigi greidd á gjalddaga. Hæstiréttur hafi í dómi sínum frá 30. janúar 1997 ákvarð­að, hver hafi verið gjalddagi sambærilegra krafna og um sé fjallað í þessu máli og þá á þeim grundvelli, að fjárhæðin, sem dregin hafi verið af umræddum lyfjareikningum, hafi þar verið tilgreind sérstaklega sem afsláttur. Það eitt, að greiðslu sé veitt viðtaka með fyrirvara eða hún greidd með fyrirvara, ákvarði ekki gjalddaga greiðslu, heldur það, hvenær skuldara hafi borið að inna sína greiðslu af hendi. Apótekarinn sé þarna ekki í stöðu skuldara, heldur Tryggingastofnun, og það sé væntanlega ágreiningslaust, að hún hafi greitt umrædda lyfjareikninga og þar með framkvæmt töku afsláttarins við þá greiðslu lyfjareikninga sem kom til útborgunar hverju sinni um miðjan mánuð, og þá annað hvort við sýningu reiknings eða með innleggi á bankareikning viðkomandi apótek­ara. Tryggingastofnun hefði því með réttu borið að greiða umrædda lyfja­reikn­inga án afsláttar og gjalddagi þess hluta reikninganna, sem svaraði til afsláttarins, því verið sá hinn sami og hins hluta reikningsins. Stefnandi byggi jafnframt á því, að það sé andstætt jafnræðisreglu þeirri, sem gildi í íslenskum stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995 og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sé aðilum mis­mun­að við endurheimtu á því fé, sem stjórnvöld ríkisins hafi með ólögmætum hætti tekið af þeim. Fyrir liggi dómur Hæstaréttar, þar sem viðurkenndur sé réttur aðila í sömu stöðu og stefnandi sé í, til að fá greitt það fé, sem ólöglega hafi verið tekið af hon­um með fullum dráttarvöxtum. Hvort fyrirvari hafi verið gerður af hálfu þess borg­ara, sem í hlut á, geti ekki skipt máli, þar sem borgarar landsins verði að geta treyst því, að stjórnvöld fari í störfum sínum eftir lögum. Krafa um fyrirvara sé andstæð því trausti, sem verði að ríkja í skiptum borgara landsins og stjórnvalda. Í nefndum dómi hafi áfrýjandi fengið tjón sitt bætt að fullu. Það fari því í bága við áðurnefnda jafn­ræð­is­reglu, fái stefnandi ekki sömu úrlausn sinna mála og fram komi í þessum dómi Hæsta­réttar. Stefnandi telur sig ekki hafa samþykkt ólögmæta töku afsláttar, enda þótt hann hafi á þeim tíma, sem hinar umdeildu ákvarðanir voru teknar, átt sæti í lyfja­verð­lags­nefnd. Hafi stefnandi tekið þar sæti sem fulltrúi starfandi lyfsala í samræmi við skipun heil­brigðisráðherra, en að fengnum tillögum Apótekarafélags Íslands. Verði ekki litið svo á, að hann hafi gegnt nefndarstörfum í eigin nafni og því síður í nafni þeirrar at­vinnu­starfsemi, sem hann hafði með höndum. Jafnframt sé til þess að líta, að sem starf­andi lyfsali hafi stefnandi ekki haft þá sérfræðiþekkingu á lögum, sem nauðsynleg hafi verið til að gera sér grein fyrir því, að ákvarðanir um töku afsláttar eða álagn­ing­ar­skerð­ingar væru ólögmætar og ættu sér ekki stoð í lyfjalögum nr. 108/1984. Hafi hann því verið í góðri trú, hvað þetta atriði varðar. Aðalkrafa stefnanda sé byggð á því, að Tryggingastofnun ríkisins beri, í samræmi við framangreindar málsástæður og niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 290/1995, dóm upp­kveðinn 30. janúar 1997, að greiða stefnanda þá sömu fjárhæð og tekin var af lyfja­reikn­ingum apóteks hans sem afsláttur og með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxta­laga nr. 25/1987, með síðari breytingum, frá því að hver afdráttur var fram­kvæmd­ur og til greiðsludags. Varakrafan sé byggð á því, að fjárkrafa stefnanda sé skaðabótakrafa vegna ólög­mætra stjórnvaldsákvarðana og ólögmætra athafna stjórnvalda, sem Tryggingastofnun rík­isins og íslenska ríkið beri in solidum ábyrgð á. Sé þar vísað til þess, að taka af­slátt­ar­­ins hafi byggst á ólögmætum ákvörðunum lyfjaverðlagsnefndar og tilkynningum heil­brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, og þar með hafi það verið ólögmæt athöfn af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins, sem opinbers stjórnvalds, að taka sér umræddan afslátt af reikningum þeim, sem stefnandi sendi inn til innheimtu á endurgreiðslu Trygg­inga­stofnunar ríkisins. Þótt fjárkrafa stefnanda sé skaðabótakrafa, eigi þau sjónarmið, sem liggi að baki 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, ekki við hér, þar sem stefndu hafi frá upphafi haft allar upplýsingar um þær fjárhæðir, sem þarna skiptu máli. Stefnandi bendi hér einnig á lokaákvæði 15. gr. vaxtalaga um, að dóm­stólar geti, þrátt fyrir ákvæði þeirrar greinar, ákveðið annan upphafstíma dráttarvaxta. Þeir fjármunir, sem um sé fjallað í máli þessu, hafi verið teknir af stefnanda með ólög­mæt­um hætti við greiðslu lyfjareikninga frá apóteki hans hverju sinni, og þar með hafi tjón hans verið komið fram. Dráttarvextir séu skaðabætur, sem greiða beri tjónþola. Fái stefn­andi ekki greidda dráttarvexti úr hendi stefndu frá því að fjármunirnir voru teknir af honum hverju sinni, hafi hann ekki fengið tjón sitt að fullu bætt. Því sé í varakröfunni gerð krafa um, að dráttarvextir verði dæmdir af sömu fjárhæðum og frá sömu dögum og í aðalkröfu. Verði ekki fallist á aðal- eða varakröfu stefnanda, og honum þannig ekki dæmdir drátt­arvextir frá því að taka afsláttarins fór fram hverju sinni, en talið, að Trygg­inga­stofnun ríkisins beri einni að greiða stefnanda fjárkröfu hans sem skaðabótakröfu, sé í þrauta­varakröfu byggt á því, að greiðslan eigi að bera vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, frá því að taka afsláttarins fór fram hverju sinni og til 30. janúar 1997, en dráttarvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags. Upphafstími drátt­ar­vaxta sé hér miðaður við uppkvaðningu hæstaréttardómsins 30. janúar 1997, en þá hafi stefnda, Tryggingastofnun ríkisins, mátt vera ljóst, að greiðsluskylda hans væri fyrir hendi, og í samræmi við almennar reglur hafi stofnuninni borið, sem stjórnvaldi, að hafa frum­kvæði að því að inna af hendi greiðslur til annarra, sem voru í sömu stöðu. Í þessu sam­bandi minni stefnandi á ákvæði 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breyt­ing­um, um upphafstíma dráttarvaxta og það sem áður segi um, að stefndu hafi frá upphafi verið ljóst, hvaða fjárhæðir hafi verið um að ræða. Þrautaþrautavarakrafan byggi á því sama og þrautavarakrafan, nema þar sé byggt á því, að Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið beri in solidum ábyrgð á greiðslu skaða­bóta til stefnanda. Um heimild til að höfuðstólsfæra almenna vexti á 12 mánaða fresti vísist til dóms Hæsta­réttar Íslands frá 22. janúar 1996 í málinu nr. 412/1995, bls. 189 í dómasafni rétt­ar­ins það ár. III. Málsástæður og lagarök stefndu. Í ljósi niðurstöðu dóma Hæstaréttar frá 30. apríl sl., í málum nr. 347/1997 og 348/1997, féllu stefndu frá þeirri málsástæðu, að lagastoð hafi verið fyrir því að skerða end­urgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins til stefnanda á grundvelli framangreindra ákvarð­ana lyfjaverðlagsnefndar. Stefndu byggja á eftirfarandi málsástæðum og lagarökum í máli þessu: Rúm 7 ár hafi liðið frá því lyfjaverðlagsnefnd mælti fyrir um frádráttinn á reikn­ing­um lyfsala til Tryggingastofnunar, þar til stefnandi ritaði kröfubréf sitt til Trygg­inga­stofn­unar 4. mars 1997. Málið sé síðan þingfest 2. september sama ár. Um verulegt tóm­læti sé því að ræða. Allan tímann hafi stefnandi tekið fyrirvara- og at­huga­semda­laust við greiðslum reikninga sinna á hinum mánaðarlegu gjalddögum. Rétt sé hér að geta réttarstöðu Tryggingastofnunar ríkisins í viðskiptum með lyf. Kaup­­samningurinn sé samningur um kaup á lausafé. Aðilar hans séu neytandinn, þ.e. sjúkl­ingurinn, og lyfsalinn. Hann sé gerður að beiðni sjúklingsins og á grundvelli lyf­seðils. Tryggingastofnunin komi að honum sem þriðji aðili, með þeirri skyldu sinni að greiða hluta lyfjaverðsins. Hún sé því aðeins ábyrgðaraðili fyrir kaupanda lyfsins. Skipti í þessu sambandi ekki máli, hvort Tryggingastofnunin taki að sér greiðsluna eða einhver annar þriðji maður. Hún greiði lyfjaúttektina reglulega, þ.e. mánaðarlega á ákveðnum gjald­dögum, eftir reikningum lyfsalans. Af þessu fyrirkomulagi sé stórfellt hagræði fyrir lyf­sala, bæði að því er varðar aukna sölu og skil söluandvirðis. Tryggingastofnunin sé þannig aðili að réttarsambandi, sem sé einkaréttarlegs eðlis. Um það gildi hið sama og í venju­­legum vöruviðskiptum. Þegar fyrirvara– og athugasemdalaus greiðsla á hinu selda hafi farið fram, sé réttarsambandi milli aðilanna lokið út af kaupunum og engum van­efnd­um til að dreifa af kaupanda hálfu. Geti réttarsamband út af vangreiðslu ekki raknað við. Þótt verð lyfjaskrárinnar sé grundvöllur verðs lyfja milli sjúklings og lyfsala, þurfi það ekki að gilda fortakslaust við uppgjör stefnda og lyfsala. Því hafi valdið ákvæði 34. gr. lyfjalaga nr. 108/1984 um að taka tillit til sölu. Sú framkvæmd, að hafa álagningu á lyf breytilega eftir apótekum og lyfsöluumdæmum, hafi ekki verið fær. Því hafi álagn­ing­arskerðingin hlotið að koma á greiðsluhluta ríkissjóðs, enda hafi ríkið greitt lang­stærstan hluta lyfjaverðsins. Komi það þannig öllu sam­félaginu til góða. Hér sé einnig bent á, að álagningarskerðingin eða afslátturinn til ríkis­sjóðs sé í samræmi við það, sem tíðkað sé á hinum frjálsa vörumarkaði. Þannig hafi Samkeppnisstofnun skyldað vöru­seljendur til að veita afslátt eftir umfangi viðskipta, og verði ekki annað séð, en sú ákvörð­un sé byggð á verslunarvenju. Stefnandi hafi setið í lyfjaverðlagsnefnd sem fulltrúi Apótekarafélags Íslands og látið þar bóka eftir sér, að hann hefði ákveðið, í samráði við stjórn félagsins, að sam­þykkja þær tillögur, sem fyrir nefndinni lágu, með fyrirvara um, að hinar nýju reikni­reglur yrðu teknar til endurskoðunar, ef þær sýndu sig að valda það mikilli skerðingu á af­komu apótekanna, að þau þyrftu að minnka faglega þjónustu við almenning, t.d. með fækkun starfsfólks eða öðrum kostnaðarminni aðgerðum. Hafi stefnandi þannig staðið að samþykkt lyfjaverðlagsnefndar og gert það í nafni atvinnustarfsemi þeirrar, er hann hafði með höndum. Eigi hann því ekki rétt á endurgreiðslu þeirri, er hann krefst í máli þessu. Í tilviki málsins hafi Tryggingastofnun og lyfjaverðlagsnefnd mátt treysta því, sér­stak­­lega vegna bókunar fulltrúa lyfsala í nefndinni, að staðið yrði við samkomulagið af lyf­sala hálfu. Hafi það verið alveg óforsvaranleg framkoma að láta stofnunina standa ár­um saman í þeirri trú, að svo væri. Þá sé það andstætt ákvæðum laga um til­kynn­inga­skyldu í lögum um lausafjárkaup nr. 39/1922. Til vara sé á því byggt, að krafan, þ.m.t. dráttarvextir, sé að verulegu leyti fyrnd, sbr. ákvæði laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Stefnandi byggi varakröfu sína á því, að hún sé skaðabótakrafa vegna ólögmætra stjórn­­valdsákvarðana og ólögmætra athafna stjórnvalds, sem Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið beri in solidum ábyrgð á. Bótaskylda þessara aðila sé ekki rökstudd með öðrum réttarheimildum, en vísað til almennra reglna skaðabótaréttarins utan samn­inga, án nánari skilgreiningar. Ágreiningur málsins snúist um verð á vöru, og erfitt sé að sjá, hvernig slíkt mál sé skaðabótamál. Tryggingastofnunin hafi einungis verið að fram­kvæma fyrirmæli, sem henni hafi verið sett af öðrum aðila. Í hæstaréttardóminum frá 30. janúar 1997 hafi hliðstæðri kröfu á hendur íslenska ríkinu verið vísað sjálfkrafa frá dómi. Hafi þess þó verið getið í stefnu málsins, að skaðabótasjónarmið lægju henni til grund­vallar. Því sé ekki auðvelt að sjá, hverju hafi verið við aukið í málsútlistun. IV. Niðurstaða. Með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997, bls. 350 í dómasafni réttarins það ár, var því slegið föstu, að hvorki í 34. gr. lyfjalaga nr. 108/1984 né í öðrum lagaákvæðum hefði verið að finna heimild fyrir lyfjaverðlagsnefnd til að mæla fyrir um skerðingu á end­urgreiðslu stefnda, Tryggingastofnunar ríkisins, til tiltekinna lyfjaverslana, miðað við veltu þeirra. Komst rétturinn því að þeirri niðurstöðu, að ákvarðanir lyfja­verð­lags­nefndar frá 27. janúar og 14. september 1990 um það efni hefði skort lagastoð. Hefði stefnda, Tryggingastofnun ríkisins, því ekki verið heimilt að skerða endurgreiðslur til þess lyfsala, er þar átti hlut að máli. Í dómum Hæstaréttar frá 30. apríl 1998 í málum nr. 347/1997 og 348/1997 var áréttuð ofangreind niðurstaða dómsins um ólögmæti skerð­ingar á endurgreiðslunum. Þar sem skerðing á endurgreiðslum þessum var ólögmæt, hefur stefnandi ekki glatað rétti til að fá endurgreiðslu jöfnunargjaldsins á því tímabili, sem dómkröfur hans taka til, enda þótt hann hafi ekki gert sérstakan fyrirvara við hverja greiðslu. Vísast í því sambandi meðal annars til dóms Hæstaréttar 28. apríl 1994, bls. 947 í dómasafni réttarins það ár, dóma Hæstaréttar í áðurnefndum málum nr. 347/1997 og 348/1997, svo og dóms hans frá 22. maí 1998 í máli nr. 389/1998. Að mati dómsins breytir sú stað­reynd, að stefnandi sat í opinberri nefnd, lyfjaverðlagsnefnd, sem fulltrúi Apótek­ara­félags Íslands á þeim tíma, sem hinar umdeildu ákvarðanir voru teknar, engu um rétt hans til endurgreiðslu samkvæmt framansögðu, enda mátti stefnandi, eins og aðrir lyf­salar í landinu, treysta því, að löglega væri að þeim staðið. Samkvæmt 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfu­rétt­inda, fyrnast allar kröfur, sem ekki er settur annar fyrningarfrestur fyrir í 2. og 3. gr. lag­anna, á tíu árum. Samkvæmt því er tíu ára fyrningarfrestur aðalregla um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Eru þær reglur, sem fram koma í 2. og 3. gr., um tuttugu- og fjögurra ára fyrningarfrest, því undantekningar frá aðalreglunni, sem skýra ber þröngt. Óumdeilt er, að 2. gr. fyrningarlaga eigi hér ekki við. Umræddar ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar, um að veita stefnda, Tryggingastofnun rík­isins, afslátt af þeim reikningum, sem stefnandi innheimti hjá stefnda, eða skerða end­ur­greiðslur til hans, voru ólögmætar samkvæmt framansögðu. Hélt stefndi þannig með ólög­mætum hætti fjármunum frá stefnanda, sem hann átti rétt á. Verður því ekki talið, að hér sé um að ræða vörukaup í skilningi 1. tl. 3. gr. fyrningarlaga, sem af þeim sökum falli undir fjögurra ára fyrningarfrest samkvæmt þeirri lagagrein, eða kröfu um end­ur­gjald, greitt í rangri ímyndun um skuldbinding, eða von um endurgjald, er brugðist hefur, sbr. 5. tl. sömu greinar. Þá eiga aðrir liðir greinarinnar hér ekki við. Þar sem krafa sú, er stefnandi hefur uppi í málinu, verður ekki talin falla undir 3. gr. laganna, er það niðurstaða dómsins, að hún fyrnist samkvæmt aðalreglunni á tíu árum. Var krafa stefnanda því ófyrnd, er hann rauf fyrningu með málssókn þessari. Með því að um ólögmæta skerðingu á greiðslum til stefnanda var að ræða, byggðri á opinberri stjórnvaldsákvörðun, sem stefnandi mátti gera ráð fyrir, að ætti sér lagastoð, verður heldur ekki talið, að krafa hans sé, að höfuðstól til, niður fallin fyrir tómlætis sakir. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins, að fallast beri á aðalkröfu stefnanda um greiðsluskyldu stefnda, Tryggingastofnunar ríkisins, á höfuðstól stefnu­kröfu. Af því leiðir, að sýkna ber stefnda, íslenska ríkið, af kröfum stefnanda í máli þessu, en rétt er eftir atvikum, að málskostnaður milli þessara aðila falli niður. Af gögnum málsins verður ekki séð, að stefnandi hafi krafið stefnda, Trygg­inga­stofn­un ríkisins, um greiðslu kröfu þeirrar, er mál þetta tekur til, fyrr en með bréfi, dag­settu 4. mars 1997. Með vísan til þessa aðgerðarleysis stefnanda, fordæma í hæsta­rétt­ar­málum nr. 347/1997 og 347/1997, og samkvæmt heimild í 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, þykir rétt, að krafa hans, 27.148.524 krónur, beri dráttarvexti frá því mánuður var liðinn frá dagsetningu kröfubréfsins, eða frá 4. apríl 1997, til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum og með skírskotun til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar. Samhliða máli þessu eru dæmd tuttugu og sjö mál af sama toga. Áður hafa verið rekin þrjú samkynja mál fyrir báðum dómstigum. Öll málin hafa verið rekin fyrir dómstólum af sama lögmanni. Þykir rétt að taka tillit til alls þessa við ákvörðun málskostnaðar og jafna honum niður á mál þau, sem nú er dæmt í. Samkvæmt því þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 100.000 krónur, að með­töldum virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Dóminn kveður upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af kröfum stefnanda, Werners Rasmussen, í máli þessu. Stefndi, Tryggingastofnun ríkisins, greiði stefnanda 27.148.524 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. apríl 1997 til greiðsludags og 100.000 krónur í málskostnað. Málskostnaður milli stefnanda og stefnda, íslenska ríkisins, fellur niður.
Mál nr. 345/1998
Lyfjaverð Stjórnvaldsákvörðun Fyrning Vextir
Sams konar mál og 343/1998 utan þess að í málinu reyndi á þá málsástæðu, að T ætti að greiða dráttarvexti frá dagsetningu mánaðarlegra uppgjöra við lyfsalann J vegna þess að hann hefði ritað fyrirvara á kvittun sína fyrir greiðslum frá T. Ekki var talið að fyrirvari sá sem J hafði ritað hefði verið nægilega skýr til að unnt væri að dæma dráttarvexti frá fyrra tímamarki en dagsetningu kröfubréfs.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Arnljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Markús Sigurbjörnsson og Jónatan Þórmundsson prófessor. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. september 1998. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að tildæmdar fjárhæðir verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi með stefnu 5. október 1998. Hann krefst þess að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér kr. 12.548.693, en aðallega með nánar tilgreindum dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 17. mars 1990 til greiðsludags. Til vara krefst hann sömu fjárhæðar með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af sömu fjárhæðum og miðað við sömu dagsetningar til 30. janúar 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst hann sömu fjárhæðar með vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 4. apríl 1997 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Mál þetta er samkynja tuttugu og fimm málum sem dæmd eru samhliða. Um rökstuðning fyrir niðurstöðu þessa máls vísast til forsendna í málinu nr. 343/1998, Tryggingastofnun ríkisins gegn Werner Rasmussyni, að öðru leyti en því að gagnáfrýjandi átti ekki sæti í lyfjaverðlagsnefnd. Gagnáfrýjandi telur skerðingu á greiðslum til sín frá með greiðslu 17. mars 1990 til og með greiðslu 17. apríl 1996 nema alls 12.548.693 krónum og er ekki um það deilt. Héraðsdómsstefna var birt 6. ágúst 1997 og verður aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða þann hluta kröfu gagnáfrýjanda, sem gjaldféll eftir 6. ágúst 1993, eða 11.996.179 krónur. Þótt gagnáfrýjandi hafi oftast sett stafina „m/f“ við kvittun sína fyrir greiðslum frá aðaláfrýjanda verður ekki talið að fyrirvari, sem kann að hafa falist í þessu, hafi verið það skýr að unnt sé að dæma vexti frá fyrri tíma en í héraðsdómi greinir. Verður aðaláfrýjandi því dæmdur til að greiða vexti eins og um getur í dómsorði. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Tryggingastofnun ríkisins, greiði gagnáfrýjanda, Jóni Björnssyni, 11.996.179 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. apríl 1997 til greiðsludags og samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Mál nr. 437/1998
Umferðarlög Bifreið Ölvunarakstur Blóðsýni
K var ákærður fyrir ölvunarakstur. Niðurstöður rannsókna á alkóhólmagni í blóði K sýndu alkóhólmagn annars vegar 0,59‰ og hins vegar 0,58‰. Þegar reiknað var með 10% fráviki vegna hugsanlegrar ónákvæmni í mælingu var endanleg niðurstaða um alkóhól í blóði talin vera 0,53‰. Við rannsóknina var beitt nýrri aðferð við mælingu alkóhóls í blóði, en við eldri framkvæmd höfðu skekkjumörk verið talin meiri eða 0,10‰. Samkvæmt eldri aðferð hefði endanleg niðurstaða um áfengismagn í blóði ákærða orðið 0,49‰ og þar með undir lágmarki 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Talið var að ekki hefði verið sýnt fram á með viðhlítandi hætti að næg ástæða væri til þess að breyta frá fyrri dómafordæmum með því að leggja til grundvallar lægri vikmörk við greiningu blóðsýna en verið hefði. Ákæruvaldið var ekki talið hafa sannað að alkóhól í blóðsýni K hafi náð 0,50‰ og var K sýknaður.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar samkvæmt áfrýjun ákærða með stefnu 14. október 1998, og krefst staðfestingar héraðsdóms, þó þannig að ákvörðun saksóknar- og málsvarnarlauna sæti endurskoðun til jöfnunar. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara að hann verði einungis dæmdur til að þola vægustu viðurlög sem lög leyfa. I. Ákærði var stöðvaður af lögreglu vegna gruns um að hann hefði ekið bifreið sinni of hratt á Suðurlandsvegi við Hellu fimmtudaginn 2. júlí 1998. Þegar lögreglumennirnir töluðu við hann fundu þeir mikla vínlykt og var hann beðinn að blása í öndunarsýnismæli. Niðurstaða mælisins staðfesti alkóhól í útöndunarlofti. Í framhaldi af því var ákærði fluttur á heilsugæslustöðina á Hellu, þar sem læknir tók honum blóðsýni til alkóhólgreiningar. Í héraðsdómi er lýst niðurstöðu Rannsóknastofu í lyfjafræði 14. júlí 1998, þar sem tvær mælingar úr blóðsýni ákærða sýndu alkóhólmagn annars vegar 0,59‰ og hins vegar 0,58‰. Þegar reiknað væri með 10% fráviki vegna hugsanlegrar ónákvæmni í mælingu var endanleg niðurstaða um alkóhól í blóði ákærða talin vera 0,53‰. Í héraðsdómi er því ennfremur lýst, að þarna hafi verið beitt nýrri aðferð við að mæla alkóhól, og rakin eru að nokkru bréfaskipti rannsóknarstofunnar og ríkislögreglustjóra um breytt vinnubrögð við rannsókn blóðsýna og breytta framsetningu rannsóknarstofunnar á niðurstöðum sínum. Er ágreiningslaust að miðað við eldri framkvæmd hafi skekkjumörk í málinu verið talin meiri, eða 0,10‰ en ekki 10%, sem samkvæmt nýrri viðmiðun fól í sér 0,6‰ frávik. Hefði endanleg niðurstaða um áfengismagn í blóði ákærða því orðið 0,49‰ samkvæmt eldri aðferð og þar með undir lágmarki 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Krafa ákærða um sýknu er á því reist, að ósannað sé að hann hafi ekið umrætt sinn undir áhrifum áfengis. Ekki liggi fyrir nein vísindaleg rök sem réttlæti þær nýju forsendur, sem lagðar séu til grundvallar sakfellingu hans í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Leggja verði þá skyldu á herðar ákæruvaldsins að sýnt verði fram á með gildum vísindalegum rökum að réttmætt sé að notast við annað frávik í niðurstöðum alkóhólmælinga í blóði en það, sem til þessa hafi verið miðað við. Þá gagnrýnir hann sérstaklega þá aðferð rannsóknarstofunnar að telja meðaltal mælinganna vera hærri mælitöluna, þ.e. 0,59‰, en það eitt sé augljóslega andstætt reglum um að allur vafi skuli teljast ákærða í vil. II. Með ákvörðun Hæstaréttar 1. febrúar 1999 var lagt fyrir ákæruvaldið að afla skýringa Rannsóknastofu í lyfjafræði á breyttum vikmörkum (öryggismörkum) við ákvörðun á etanóli í blóði. Sérstaklega var óskað eftir umsögn um hvort aðferðir, sem nú er beitt, veiti nákvæmari niðurstöðu um alkóhól í blóði en eldri aðferðir. Með bréfi ríkissaksóknara 3. febrúar 1999 til rannsóknarstofunnar var óskað svara við fyrirspurninni. Hinn 4. febrúar 1999 svaraði dr. Þorkell Jóhannesson bréfi þessu f.h. Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði/Lyfjafræðistofnunar. Bréfið er svohljóðandi: „Meginreglan í vísindalegri vinnu er að láta í té hið besta mögulega mælingagildi og skilgreina trúverðugleika þess. Varðandi ákvörðun á etanóli er þetta upphaflega gert í ritgerð Jóhannesar Skaftasonar og Þorkels Jóhannessonar: Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóði (Tímarit lögfræðinga 1975, 25, 1-13). Í þessari sömu ritgerð er þó tekið tillit til hagkvæmnisatriða og venju sem Hæstiréttur kom á með dómi sínum árið 1966. Með bréfi dagsettu 27.2.1998 (fylgiskjal 1) víkur ríkislögreglustjóri að ósk um breytta skráningu mælingagilda þannig, að um „endanlega niðurstöðu“ sé að ræða. Með öðru bréfi, sem dagsett er 27.4.1998 (fylgiskjal 2), rekur ríkislögreglustjóri málið áfram. Með þessu bréfi fylgir tillaga til framsetningar niðurstöðutalna. Bréfi þessu svaraði svo Rannsóknastofan 12.5.1998 (fylgiskjal 3) og hafi þá í stórum dráttum fallist á beiðni ríkislögreglustjóra. Að undangengnum ítarlegum staðtölulegum útreikningum (Jakob Kristinsson, dósent og forstöðumaður réttarefnafræðideildar og Kristín Magnúsdóttir, forstöðumaður alkóhóldeildar) setti Rannsóknastofan fram endanlegar reglur að þessu lútandi í bréfi, sem dagsett er 27.5.1998 (fylgiskjal 4). Samkvæmt þessum vinnureglum á endanleg niðurstaða að tryggja, „að minni líkur en 1 á móti 1000 eru á því, að þéttni etanóls í blóði eða þvagi manns hefði getað verið minni.“ Rannsóknastofa í lyfjafræði varð þannig við tilmælum ríkislögreglustjóra um framsetningu niðurstöðutalna, þegar nægjanlega tryggt þótti að undangengnum ítarlegum staðtölulegum útreikningum, að aðferðin stæðist vísindalega gagnrýni.” III. Í dómum Hæstaréttar 1983, bls. 406 og 1988, bls. 346 var lagt til grundvallar, að ef þéttni alkóhóls í blóði væri meiri en 1‰ væru vikmörk frá miðtölugildi mest 10%, en ef þéttni alkóhóls í blóði væri 1‰ eða minni væri venja að telja vikmörk frá miðtölugildi 0,10‰. Í því efni var stuðst við álit dr. Þorkels Jóhannessonar. Eins og greint er hér að framan hafa nú verið teknar upp nýjar vinnureglur við að ákvarða alkóhól í blóði. Gerðar eru tvær sjálfstæðar mælingar í stað einnar áður og tekið meðaltal. Má helst ráða, að þessi breyting á vinnureglum sé talin réttlæta að vikmörk frá miðtölugildi séu nú ákvörðuð lægri en 0,10‰, sem fram til þessa hefur verið miðað við. Ekki er getið um breytingu á aðferð við að efnagreina blóðsýni (gasgreining á súlu). Séu þannig minni líkur en 1 á móti 1000 á því, að þéttni alkóhóls í blóði manns hefði getað verið minni. Í framangreindum dómum Hæstaréttar lá fyrir álitsgerð dómkvaddra manna, sem töldu að það gerðist sjaldnar en í eitt skipti af 1000 að blóð með etanólinnihaldi, sem væri minna en 0,50‰, ákvarðist 0,58‰ við mælingu eða meira. Varð þó niðurstaða í fyrrnefnda dóminum, að ekki þótti rétt að hverfa frá þeirri venju að ætla vikmörk frá miðtölugildi 0,10‰. Var til þess vísað, að við mat á niðurstöðum alkóhólákvarðana í blóði hefði um langt skeið verið gert ráð fyrir, að möguleiki væri á nokkurri ónákvæmni, þannig að mæling gæti sýnt nokkru meira eða minna alkóhólinnihald en raunverulega væri í blóði. Í hinum síðarnefnda dómi var fylgt fordæmi þess fyrra. Svo sem áður greinir var með ákvörðun Hæstaréttar 1. febrúar 1999 sérstaklega óskað eftir umsögn um hvort aðferðir, sem nú er beitt, veiti nákvæmari niðurstöðu um alkóhól í blóði en eldri aðferðir. Í umsögn rannsóknarstofunnar kom ekki fram skýrt svar við þessu. Eins og málið hefur verið lagt fyrir hefur ekki verið sýnt fram á með viðhlítandi hætti, að næg ástæða sé til að breyta frá fyrri dómafordæmum með því að leggja nú til grundvallar lægri vikmörk við greiningu blóðsýna en verið hefur. Hefur ákæruvaldið ekki sannað með framlögðum gögnum að alkóhól í blóðsýni því, sem ákærða var tekið, hafi náð 0,50‰. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum skal greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Kristþór Breiðfjörð Hauksson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Sigurðar Sigurjónssonar héraðsdómslögmanns, 45.000 krónur, og skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Sigurðar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Héraðsdómur Suðurlands 18. september 1998. Ár 1998, föstudaginn 18. september er í Héraðsdómi Suðurlands í máli S-57/1998: Ákæruvaldið gegn Kristþóri Haukssyni kveðinn upp svohljóðandi dómur Mál þetta var höfðað með ákæru sýslumannsins á Hvolsvelli 9. ágúst sl. á hendur Kristþóri Haukssyni, kt. 281236-2459, Laufskálum 13, Hellu. Ákærða er gefið að sök brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, „ með því að hafa, fimmtudaginn 2. júlí 1998, ekið bifreiðinni R-21190 undir áhrifum áfengis frá Móeiðarhvoli í Hvolhreppi vestur Suðurlandsveg, þar til lögregla stöðvaði aksturinn við Langasand á Hellu.” Ákæruvald krefst refsingar, sviptingar ökuréttar og greiðslu saksóknarlauna auk alls annars sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst sýknu, til vara vægustu refsingar. Ekki er ágreiningur um að ákærði ók umrætt sinn eins og lýst er í ákæru. Í skýrslu hjá lögreglu er ákærði staðfesti fyrir dómi segir hann að hann hafi drukkið pilsner skömmu fyrir aksturinn og ekki fundið til áfengisáhrifa. Tekið var blóðsýni úr ákærða og í niðurstöðu Rannsóknarstofu í lyfjafræði sem dagsett er 14. júlí segir að niðurstöður mælingar 1 hafi verið 0,59‰ og mælingar 2 hafi verið 0,58‰. Rannsóknarstofan telur meðaltal vera 0,59‰ og reiknar með fráviki 0,06‰ þannig að endanleg niðurstaða sé 0,53‰. Jafnframt tók lögregla af ákærða öndunarsýni og á S-D2 mæli sýndi það 000,55. Um allangt skeið hefur verið stuðst við það í réttarframkvæmd að nákvæmni mælingar á alkóhólmagni í blóði væri ekki meiri en svo að þegar sönnunargildi niðurstaðna er metið hefur verið dregin lína við að skekkjumörk séu almennt 10%, þó aldrei lægri en 0,1‰. Miðað við þessa framkvæmd hefði ekki komið til þess að mál þetta hefði verið höfðað, þar sem ekki hefur verið talið sannað að áfengismagn í blóði sé yfir mörkum nema niðurstaða mælingar sé 0,6‰ eða hærri. Í máli þessu hafa verið lögð fram bréf sem skýra nokkuð breytt vinnubrögð við meðferð og rannsókn blóðsýna og breytta framsetningu Rannsóknastofu í lyfjafræði á niðurstöðum sínum. Í bréfi Ríkislögreglustjóra til Rannsóknastofunnar, dags. 27. apríl 1998, eru skýrðar breytingar á formi beiðna um alkóhólrannsókn. Samkvæmt því skyldi Rannsóknastofan framvegis gefa upp tvær mælingar og meðaltal þeirra. Jafnframt skyldi hún tilgreina reiknað frávik og síðan endanlega niðurstöðu. Í svarbréfi Rannsóknastofunnar, dags. 12. maí 1998, er tekið fram að hvor mæling um sig muni byggjast á tveimur sjálfstæðum ákvörðunum og því sé meðaltalið tekið af fjórum ákvörðunum. Frávik muni verða reiknað af meðaltalinu, hugsanlega muni verða tilgreind tvö frávik. Með bréfi 27. maí 1998 áréttaði Rannsóknastofan að reiknað frávik eða öryggismörk við ákvörðun á etanóli í blóði og þvagi yrði 10% af meðaltali mælinga 1 og 2 að 1,50‰, en yrði 0,15‰ af meðaltali mælinga 1 og 2 frá 1,51‰ og að 3,15‰. Þá segir í þessu bréfi að endanleg niðurstaða þannig fengin merki, að minni líkur en 1 á móti 1.000 séu á því að þéttni etanóls í blóði eða þvagi hefði getað verið minni en þar greinir. Samkvæmt framansögðu verður nú að byggja á því að með hinni varfærnu niðurstöðu Rannsóknastofu í lyfjafræði sé fram komin nægileg sönnun um að ákærði hafi umrætt sinn verið undir áhrifum áfengis í þeim mæli að akstur hans hafi falið í sér brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Verður að ákvarða honum viðurlög samkvæmt því. Er þetta og í samræmi við niðurstöðu sem greind er um öndunarsýni af ákærða. Ákærði hefur tvívegis verið sakfelldur fyrir ölvunarakstur. 27. desember 1989 gekkst hann undir sekt og 12 mánaða ökuleyfissviptingu og 16. nóvember 1993 gekkst hann undir sekt og tveggja ára ökuleyfissviptingu. Í samræmi við dómaframkvæmd verður ákærði nú dæmdur til að sæta varðhaldi í 30 daga og sviptur ökurétti ævilangt. Þá ber honum að greiða allan sakarkostnað. Saksóknarlaun verða ákveðin kr. 30.000, en málsvarnarlaun kr. 45.000. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Kristþór Hauksson, sæti varðhaldi 30 daga. Ákærði skal sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.á.m. saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 30.000, og málsvarnarlaun verjanda síns, kr. 45.000.
Mál nr. 331/1998
Skuldabréf Veðréttur Nauðungarsala Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi
GB og GK gerðu dómsátt við félagið K um greiðslu á 3.500.000 kr. vegna ógreidds skuldabréfs sem tryggt var með veði í bát. Um leið gekk dómur á hendur eiganda bátsins um staðfestingu veðréttarins. Í september 1993 var gert fjárnám í bátnum að kröfu K fyrir skuld að fjárhæð 5.313.741 kr. er byggð var á þessum heimildum og var báturinn seldur félaginu H við nauðungarsölu í mars 1994 fyrir 500.000 kr. K og GB hlutuðust til um viðgerðir á bátnum og var hann að þeim loknum seldur fyrir 5.500.000 kr. K krafðist fjárnáms hjá GB fyrir eftirstöðvum skuldarinnar og kvað hann skuldina alls vera 6.909.806 kr. Var fjárnáminu frestað til þess að GK og GB gætu aflað úrlausnar dómstóla um hvort krafa K teldist að fullu greidd með stoð í ákvæði 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, en K lýsti því yfir að ekki væru efni til að gera greinarmun á sér og H. Talið var að þar sem ekki lægi fyrir hvert markaðsvirði bátsins hefði verið er hann var seldur við uppboð væri málið vanreifað af hálfu GK og GB. Var málinu því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. ágúst 1998 og krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjenda, svo og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi 29. september 1998. Þeir krefjast þess að hann verði staðfestur um annað en málskostnað, sem aðaláfrýjanda verði gert að greiða þeim í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Gagnáfrýjandinn Guðmundur Karvel Pálsson gaf út skuldabréf 20. desember 1990 til gagnáfrýjandans Guðmundar Benediktssonar. Skuld samkvæmt bréfinu var að fjárhæð 3.500.000 krónur og bundin lánskjaravísitölu. Hún átti að greiðast með þremur jöfnum afborgunum 1. september ár hvert, í fyrsta sinn á árinu 1991, ásamt hæstu vöxtum, sem heimilt væri að taka af hliðstæðum skuldum. Til að tryggja greiðslu skuldarinnar var settur að veði mótorbáturinn Jói á Nesi SH 159 með fyrsta veðrétti. Gagnáfrýjandinn Guðmundur Benediktsson framseldi skuldabréfið og gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir greiðslu skuldarinnar. Skuldabréfið komst síðar í eigu Hávöxtunarfélagsins hf., sem mun vera rekið í tengslum við aðaláfrýjanda. Það félag varð 3. september 1991 við beiðni gagnáfrýjenda um þá breytingu á skilmálum skuldabréfsins að fyrsti gjalddagi samkvæmt því yrði 1. september 1992. Hinn 31. mars 1992 gaf gagnáfrýjandinn Guðmundur Karvel Pálsson út afsal til Frægs hf. fyrir fyrrnefndum bát, sem þá hét orðið Palli P. ÍS 33. Samkvæmt afsalinu var báturinn seldur fyrir 6.300.000 krónur, sem kaupandinn greiddi meðal annars með því að taka að sér áðurgreinda veðskuld. Aðaláfrýjandi ritaði gagnáfrýjandanum Guðmundi Benediktssyni innheimtubréf 25. febrúar 1993, þar sem fram kom að ekki hafi verið greitt af skuldabréfinu á fyrsta gjalddaga þess, en skorað var á hann að koma skuldinni í skil. Samkvæmt framlögðu minnisblaði héldu gagnáfrýjendur fund með fulltrúa aðaláfrýjanda 16. mars sama árs, þar sem ákveðið var að aðaláfrýjandi myndi höfða mál á hendur gagnáfrýjendum til heimtu skuldar samkvæmt skuldabréfinu og jafnframt gegn eiganda bátsins til staðfestingar á veðrétti í honum. Yrði gerð dómsátt við gagnáfrýjendur, en gengið að veðinu með fjárnámi og nauðungarsölu hið allra fyrsta. Í samræmi við þessar ráðagerðir höfðaði aðaláfrýjandi mál, sem var þingfest í héraðsdómi 6. apríl 1993. Var þá lögð fram dómsátt aðaláfrýjanda við gagnáfrýjendur og málinu þannig lokið hvað þá varðaði. Í sáttinni sagði meðal annars eftirfarandi: „Stefndu Guðmundur Karvel Pálsson og Guðmundur Benediktsson greiði stefnanda, in solidum, kr. 3.500.000,oo með dráttarvöxtum skv. vaxtalögum nr. 25/1987 frá gjalddaga 1.9.´92 til greiðsludags, auk málskostnaðar kr. 253.614,oo. Skuldin greiðist 10. apríl 1993. Greiðslustaður er hjá Helga Sigurðssyni hdl., Kringlunni 5, 103 Reykjavík.“ Málinu var hins vegar haldið til dóms gegn Frægi hf., sem lét ekki sækja þing. Í samræmi við kröfur aðaláfrýjanda gekk dómur á hendur félaginu 4. maí 1993 með svofelldu dómsorði: „Frægur hf. skal þola staðfestingu á veðrétti í skipinu Palli Pé, ÍS-33, skipaskrárnúmer 7277, til tryggingar skuld samkvæmt skuldabréfi nr. 40885, að nafnverði 3.500.000,- auk dráttarvaxta samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 frá 1.9.1992 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Skuldabréfið er útgefið þann 20.12.1990.“ Aðaláfrýjandi fékk gert fjárnám 16. september 1993 hjá Frægi hf. á grundvelli dómsins, sem síðast var getið. Samkvæmt endurriti af gerðinni krafðist aðaláfrýjandi fjárnáms fyrir skuld að fjárhæð 5.313.741 króna. Þar af var höfuðstóll skuldarinnar sagður vera 3.835.535,20 krónur, samningsvextir 598.364,50 krónur og dráttarvextir 598.576,70 krónur, en að öðru leyti var hermt að skuldin ætti rætur að rekja til nánar tiltekinna kostnaðarliða. Fjárnám var gert í fyrrnefndum bát „til tryggingar skuld skv. skbr. dags. 20.12.90 að nafnverði 3.500.000 auk alls kostnaðar skv. dómi Héraðsdóms Reykjaness dags. 04.05.93“, eins og sagði í endurritinu. Í kjölfarið krafðist aðaláfrýjandi nauðungarsölu á bátnum 8. október 1993 til fullnustu á skuld, sem hann kvað vera að fjárhæð 5.621.935 krónur. Samkvæmt sundurliðun í beiðni um nauðungarsölu var fjárhæð höfuðstóls skuldarinnar og samningsvaxta til 1. september 1992 sú sama og greindi í endurriti fjárnámsgerðar, en dráttarvextir voru sagðir nema 862.731 krónu. Af beiðninni verður ekki annað ráðið en að aðaláfrýjandi hafi eingöngu stutt hana við ákvæði fyrrnefnds veðskuldabréfs um heimild til að krefjast nauðungarsölu til fullnustu á skuldinni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Í málinu liggur fyrir að báturinn var seldur við uppboð 14. mars 1994 og varð hæstbjóðandi þar Hávöxtunarfélagið hf., sem bauð 500.000 krónur í hann. Boð félagsins mun hafa verið samþykkt 5. apríl sama árs. Samkvæmt frumvarpi til úthlutunar á söluverðinu frá 14. sama mánaðar gengu 5.000 krónur af því til greiðslu sölulauna í ríkissjóð og 19.251 króna til greiðslu lögveðkröfu vegna skipagjalda, en eftirstöðvarnar, 475.749 krónur, komu í hlut aðaláfrýjanda. Óumdeilt er að báturinn hafi verið í slæmu ástandi við söluna, enda hafi ekki verið hirt um hann í nokkurn tíma, þar sem hann var geymdur við bryggju í Hafnarfirði. Eftir nauðungarsöluna hlutuðust aðaláfrýjandi og gagnáfrýjandinn Guðmundur Benediktsson til um viðgerðir á bátnum, sem sá fyrrnefndi mun hafa greitt 360.000 krónur fyrir, en sá síðarnefndi 315.000 krónur. Að loknum viðgerðum seldi aðaláfrýjandi bátinn 16. mars 1995 fyrir 5.500.000 krónur, sem greiddust að öllu leyti með skuldabréfum. Af hans hálfu hefur komið fram að hann telji þetta svara til staðgreiðslu á 5.225.134 krónum. Aðaláfrýjandi höfðaði mál gegn gagnáfrýjendum með stefnu 21. maí 1996, þar sem hann krafði þá um greiðslu á 1.668.941 krónu, sem hann taldi vanta upp á að krafa samkvæmt skuldabréfinu 20. desember 1990 væri greidd að fullu, en þá væri tekið tillit til þess fjár, sem hann hafi fengið í hendur við sölu á bátnum. Málið mun hafa verið fellt niður með samkomulagi aðilanna. Í kjölfarið krafðist aðaláfrýjandi fjárnáms hjá gagnáfrýjandanum Guðmundi Benediktssyni fyrir skuld samkvæmt dómsátt þeirra frá 6. apríl 1993. Í beiðni um fjárnám kvað aðaláfrýjandi skuldina alls vera 6.909.806 krónur, en þar af væri höfuðstóll skuldarinnar 3.500.000 krónur og dráttarvextir frá 1. september 1992 til dagsetningar beiðninnar, 10. apríl 1997, 3.356.343 krónur. Við þessar fjárhæðir bættist nánar tiltekinn kostnaður, en frá dróst innborgun að fjárhæð 500.000 krónur, sem aðaláfrýjandi kvað vera „uppboðsandvirði bátsins Palla Pé.“ Að ósk gerðarþolans mun aðaláfrýjandi hafa frestað fjárnámi til þess að gagnáfrýjendum gæfist kostur á að afla úrlausnar dómstóla um hvort krafa aðaláfrýjanda teldist að fullu greidd með stoð í ákvæði 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Gagnáfrýjendur höfðuðu síðan þetta mál í því skyni. II. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti lýsti aðaláfrýjandi því yfir að hann teldi ekki efni til að gera hér greinarmun á sér og Hávöxtunarfélaginu hf. Væri því hvorki krafist sýknu af kröfum gagnáfrýjenda vegna aðildarskorts né væru gerðar á annan hátt athugasemdir um aðild að málinu. Eins og áður segir gerðu málsaðilar dómsátt 6. apríl 1993, þar sem gagnáfrýjendur hétu að greiða aðaláfrýjanda 3.500.000 krónur með dráttarvöxtum frá 1. september 1992 til greiðsludags og 253.614 krónur í málskostnað. Þessi skuldbinding gagnáfrýjenda fól í sér fulla viðurkenningu þeirra á stefnukröfum í máli aðaláfrýjanda á hendur þeim til heimtu skuldar samkvæmt fyrrnefndu skuldabréfi frá 20. desember 1990. Að loknum þessum þætti málsins gekk áðurnefndur dómur 4. maí 1993, þar sem kröfur aðaláfrýjanda á hendur Frægi hf. voru teknar til greina með því að félaginu var gert að þola viðurkenningu á veðrétti í umræddum bát fyrir skuld samkvæmt skuldabréfinu, að nafnverði 3.500.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum frá 1. september 1992 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Dómsáttin og dómurinn, sem hér um ræðir, komu í stað veðskuldabréfsins, bæði að því er varðar greiðslu, sem aðaláfrýjandi gat fram að því krafist í skjóli bréfsins, og hvern hann gat krafið um hana. Eins og aðaláfrýjandi ráðstafaði hagsmunum sínum glataði hann með þessum gerðum rétti jöfnum höndum til að beina kröfu að gagnáfrýjendum um greiðslu á verðbótum af skuldinni, umsömdum vöxtum af henni á tímabilinu fram að fyrsta gjalddaga 1. september 1992 og dráttarvöxtum af þeim liðum og til að krefjast greiðslu þessa alls af andvirði veðsins. Verður því fallist á það með gagnáfrýjendum að við nauðungarsölu bátsins 14. mars 1994 hafi krafa aðaláfrýjanda á hendur þeim og um leið sú krafa, sem hann gat leitað fullnustu á af söluverði bátsins, verið fólgin í höfuðstól skuldar samkvæmt dómsátt þeirra 6. apríl 1993, 3.500.000 krónur, og dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 1. september 1992, svo og málskostnaði samkvæmt sáttinni og áföllnum kostnaði af fullnustugerðum ásamt réttmætum vöxtum af þeim liðum. Samkvæmt yfirliti, sem aðaláfrýjandi afhenti við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti, nam krafa hans þannig reiknuð á þeim degi 4.845.334 krónum. Gagnáfrýjendur hreyfðu ekki andmælum gegn þeim útreikningi og verður því að leggja hann til grundvallar við úrlausn málsins. Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi til úthlutunar á söluverði bátsins frá 14. apríl 1994 átti aðaláfrýjandi að fá í sinn hlut 475.749 krónur. Ekki liggur annað fyrir en að af þeirri úthlutun hafi orðið. Að fenginni þessari greiðslu stóðu 4.369.585 krónur eftir af kröfu aðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjendum. Er þetta sú fjárhæð, sem gagnáfrýjendur geta krafist að færð verði niður samkvæmt heimild í 57. gr. laga nr. 90/1991 um mismuninn á söluverði bátsins, 500.000 krónum, og markaðsverði hans við samþykki boðs 5. apríl 1994. Um markaðsverð bátsins á þeim tíma, sem að framan greinir, hafa gagnáfrýjendur vísað til söluverðs hans samkvæmt áðurnefndu afsali til Frægs hf. 31. mars 1992, sem var 6.300.000 krónur, og framlagðra gagna um sölu síðla árs 1994 á bátum, sem þeir kveða vera sömu gerðar, fyrir annars vegar 6.000.000 krónur og hins vegar 6.500.000 krónur. Þá vísa gagnáfrýjendur jafnframt til framlagðra vottorða tveggja skipasala, sem báðir komu fyrir héraðsdóm til skýrslugjafar, um markaðsverð báta þeirrar gerðar, sem um ræðir í málinu. Taldi annar þeirra að á árunum 1994 og 1995 hefði verið sett söluverð á slíka báta á bilinu frá 5.800.000 til 6.000.000 krónur, en um 200.000 krónum lægra gegn staðgreiðslu. Væri það verðmat miðað við vel útbúinn bát í góðu ástandi. Hinn skipasalinn kvað báta sömu gerðar hafa selst á árunum frá 1993 til 1996 fyrir 5.500.000 til 6.500.000 krónur, en verðið réðist nánar af búnaði og útliti þeirra. Við staðgreiðslu hefði afsláttur verið 100.000 til 200.000 krónur. Ennfremur vísa gagnáfrýjendur til áðurgreinds verðs, sem aðaláfrýjandi fékk fyrir bátinn við sölu hans 16. mars 1995. Með framangreindu hafa gagnáfrýjendur fært nokkur rök fyrir því að markaðsverð bátsins, sem um ræðir í málinu, geti hafa verið hærra en svo að mismunurinn á því og söluverðinu við nauðungarsölu nægði til lúkningar á eftirstöðvum skuldar þeirra við aðaláfrýjanda. Gegn andmælum aðaláfrýjanda er þó ekki unnt að leggja þetta til grundvallar við úrlausn málsins, enda er ekki staðfest með fyrrnefndum gögnum hvert markaðsverð bátsins hefði verið hinn 5. apríl 1994 miðað við þáverandi ástand hans og þá skilmála, sem giltu við sölu hans samkvæmt 28. gr. laga nr. 90/1991 og auglýsingu nr. 41/1992 um almenna skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum o.fl. Er málið að þessu leyti vanreifað af hendi gagnáfrýjenda. Af þeim sökum verður ekki komist hjá því að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eins og atvikum er háttað í málinu er rétt að aðilarnir beri hver sinn kostnað af því í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.
Mál nr. 139/1997
Fölsun Umboð Sjálfskuldarábyrgð Ógilding samnings Gjafsókn
P fékk námslán hjá LÍN á árunum 1983-84 samkvæmt þremur skuldabréfum sem voru tryggð með sjálfskuldarábyrgð G, fyrrverandi tengdaföður P. Vanskil urðu á lánunum og var mál höfðað til innheimtu skuldarinnar á hendur P og G. P hélt því fram að V, fyrrverandi eiginmaður hennar, hefði annars vegar falsað nafnritun sína á umsókn um námslán og hins vegar fengið undirskrift sína á óútfyllt eyðublað og hefði hún ekki veitt G umboð til að sækja um eða taka við láni fyrir sína hönd. Taldi hún sig ekki skuldbundna til endurgreiðslu lánanna. Talið var ósannað að V hefði falsað undirritun P og talið að G hafi haft heimild P til að gefa skuldabréfin út fyrir hennar hönd og var P talin bundin samkvæmt skuldabréfunum. G lést í febrúar 1998. Andmælti S, ekkja G, greiðsluskyldu sinni af lánunum. Var hvorki fallist á rök S um að LÍN hefði borið að veita ábyrgðarmanni að fyrra bragði leiðbeiningar um skyldu þá sem hann væri að taka á sig né að önnur atvik gætu leyst hana undan greiðsluskyldu. Var niðurstaða héraðsdóms um greiðsluskyldu P og S við LÍN staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi Pirshing Guðmundsson skaut málinu til Hæstaréttar 25. mars 1997. Krefst hún sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni var veitt á báðum dómstigum. Guðmundur Guðjónsson áfrýjaði málinu 2. maí 1997. Hann lést 19. febrúar 1998 og hefur ekkja hans Svanhildur Magnúsdóttir, sem situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, tekið við aðild málsins. Krefst hún sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Svo sem greinir í héraðsdómi giftist áfrýjandi Pirshing Viðari Guðmundssyni á árinu 1979. Bjuggu þau saman í nokkur ár, er þau voru við háskólanám í Kanada. Þau fengu leyfi til skilnaðar að borði og sæng 18. október 1990 og lögskilnað á árinu 1991 eða 1992. Faðir Viðars var Guðmundur Guðjónsson. Samkvæmt málsgögnum fæddist Pirshing Guðmundsson í Írak, en varð íslenskur ríkisborgari 11. apríl 1983, sbr. lög nr. 17/1983 um veitingu ríkisborgararéttar. II. Meðal gagna málsins í héraði voru tvær umsóknir til stefnda, þar sem óskað var eftir láni vegna náms áfrýjanda Pirshing í Kanada. Eru þær á stöðluðum prentuðum eyðublöðum. Önnur umsóknin er dagsett 4. janúar 1980, en hin 7. maí 1983. Áfrýjandi Pirshing neitar að hafa skrifað undir eldra skjalið, en í framburði sínum fyrir héraðsdómi 21. mars 1997 kvaðst hún hafa ritað undir yngra skjalið. Um skjal þetta sagði áfrýjandinn, að það væri eina skjalið, sem hún hafi skrifað undir í hjónabandi þeirra Viðars Guðmundssonar. Heldur hún fram, að hún hafi ritað undir umsóknina 7. maí 1983 áður en hún var fyllt út að öðru leyti. Eftir uppsögu héraðsdóms óskaði þáverandi lögmaður áfrýjanda Pirshing eftir rannsókn á nafnritunum á umsóknunum tveimur. Í skýrslu Haraldar Árnasonar rannsóknarlögreglumanns í tæknideild Rannsóknarlögreglu ríkisins 11. apríl 1997 segir meðal annars svo: „Rannsóknarefni Til rannsóknar í tæknideild RLR er skjal sem nánar lýst eftirfarandi: Frumrit útfyllts staðlaðs umsóknareyðublaðs um lán vegna náms erlendis, þar sem Pirshing Karim Mahmood ... sækir um námslán vegna náms í erfðafræði við háskóla í Kanada. Skjalið er tvíblöðungur og er dagsetning og undirskrift á tveimur stöðum á skjalinu; neðst á síðum 2 og 4. Báðar dagsetningarnar eru samhljóða, 4. janúar 1980 og undir þeim eru ólæsilegar undirskriftir sem munu eiga að vera „Pirshing Guðmundsson“. Rannsóknarþættir Framangreind Pirshing Guðmundsson mun hafa synjað fyrir nafnritanir sínar á skjalið og borið að þar væri um fölsun að ræða. Er skjalið lagt fram til rithandarrannsóknar með það í huga að sú rannsókn gæti skorið úr um hvort undirskriftir Pirshing kunni að vera falsaðar ..., en rannsóknargagninu fylgir ódagsett skriftarsýni, sem sagt er að sýni nafnritanir hennar, bréf sem undirritað er nafni hennar svo og ... umsókn hennar um námslán, dagsett 7. 5. 1983 og ber samsvarandi óvéfengda nafnritun. ... Rannsókn Eftir gögnum málsins að dæma, skrifar Pirshing Guðmundsson nafnritun sína á tvo mismunandi vegu. Er það ýmist á fullkominn læsilegan hátt, eða sem einskonar teikningu eða fljótaskrift þar sem aðeins má lesa tvo eða þrjá fyrstu bókstafina en síðan mynda pennastrikin einhverskonar lykkjur eða hringferla. Eru hinar fyrirsynjuðu nafnritanir með formi hins síðarnefnda. Þau samanburðargögn sem eru með sama formi og hinar fyrirsynjuðu nafnritanir, eru bein sýni sem eru ódagsett og óvottuð en munu hafa verið tekin í tengslum við þessa rannsókn, svo og óvéfengd undirskrift hennar undir eldri umsókn um námslán en umsóknin er dagsett um það bil 1 ári og 5 mánuðum síðar en hið véfengda skjal. Við samanburð á hinum fyrirsynjuðu nafnritunum Pirshing annarsvegar og framangreindum sýnum nafnritana hennar hinsvegar kemur fram ákveðið misræmi. Er það í formi á lykkjum eða hringferlum þeim sem taka við af læsilegum bókstöfum í nafnritununum og einnig í því að í hinum fyrirsynjuðu nafnritunum kemur bókstafurinn „s“ skýrt fram, en í sýnunum ekki. Í sýnunum hefjast ferlarnir með hreyfingu til hægri og enda ofarlega í ferlunum en í hinum fyrirsynjuðu nafnritunum byrja ferlarnir til vinstri og enda neðarlega, eða neðst í ferlunum. Við þetta má bæta, að ákveðið skriftarlegt misræmi er á milli hinna fyrirsynjuðu undirskrifta en þær eru dagsettar sama dag. ... Að því er varðar hina læsilegu bókstafi, er aðeins um þrjá prentskriftarstafi að ræða, en það er með öllu ófullnægjandi með tilliti til rithandarrannsóknar, það er, til að byggja á afgerandi niðurstöðu um hvort hinar fyrirsynjuðu nafnritanir séu falsaðar eða ekki. Ekki liggja fyrir nafnritanir kæranda frá sama tíma og rannsóknargögnin og eins er ekki ljóst hvenær Pirshing lærði rómverska skrift, ... og eru ... líkur á því að hún hafi í upphafi lært arabiska skrifstafi. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, en kunna að skipta máli ef nafnritun hennar er á þróunarskeiði en ekki fullformuð á þeim tíma er hinar fyrirsynjuðu nafnritanir eru skrifaðar. ... Niðurstaða Það er niðurstaða undirritaðs, að afstaða verði ekki tekin á grundvelli fyrirliggjandi gagna, hvort hinar fyrirsynjuðu nafnritanir Pirshing Guðmundsson á framangreindri umsókn um námslán, séu falsaðar, eða ekki.“ III. Í upphafi II. kafla hér að framan er lýst staðhæfingum áfrýjanda Pirshing um undirritanir lánsumsækjanda á umsóknirnar 4. janúar 1980 og 7. maí 1983. Á eldri umsókninni er umboð til handa Guðmundi Guðjónssyni til að taka lán hjá stefnda, ef veitt verður, og heimild fyrir hann til að undirrita skuldabréf fyrir hönd lántakanda til tryggingar láninu, svo og að taka á móti lánsfénu. Undir hinum prentaða texta á bls. 2 á eyðublaðinu er dagsetningin 4. janúar 1980 og hin fyrri umdeildra nafnritana. Neðst á bls. 4 er prentaður texti, þar sem meðal annars kemur fram að undirritandi hafi svarað öllum spurningum eyðublaðsins eftir bestu vitund. Fyrir neðan þennan texta er skrifuð sama dagsetning og hin síðari umdeildra nafnritana. Umsókn þessari var synjað, en á hana var ritað af starfsmanni stefnda, að samþykkt sé „að taka tillit til hennar í láni maka“. Umsóknin frá 7. maí 1983, sem áfrýjandi Pirshing hefur gengist við að hafa skrifað undir, en óútfyllta, var hins vegar samþykkt og veitti stefndi námslán á grundvelli hennar. Nafnritun áfrýjanda Pirshing og dagsetning er fyrir neðan eftirfarandi prentaðan texta: „Ég undirritaður staðfesti hér með að ég hafi svarað öllum spurningum þessa eyðublaðs ... eftir bestu vitund og að ég muni tilkynna jafnóðum allar breytingar er varða umsókn þessa. Auk þess staðfesti ég að ég hafi kynnt mér reglur sjóðsins um meðferð tekna minna (og maka) og veiti sjóðnum heimild til að kanna skattframtal mitt (og maka).“ Sérstakur reitur merktur „Viðskiptareikningur“ er á eyðublaðinu, sem umsóknin er skrifuð á. Þar er prentað: „Lán er lagt inn á viðskiptareikning. Reikningurinn skal vera í banka á Íslandi á nafni umsækjanda.“ Við þetta er handskrifað nafn kanadísks banka og reikningsnúmer. Nafn Guðmundar Guðjónssonar er skrifað í sérstakan reit fyrir nafn umboðsmanns. Á þetta eyðublað er hins vegar ekki prentaður texti fyrir umboð. Heldur áfrýjandi Pirshing því fram, að hún hafi aldrei veitt Guðmundi eða öðrum umboð til að sækja um eða taka við láni fyrir sína hönd. Bendir hún á, að á bls. 4 á eyðublaðinu séu leiðbeiningar um útfyllingu þess og þar segi meðal annars að formlegt umboð skuli gefa á sérstöku eyðublaði. Liggi ekkert slíkt fyrir í málinu. IV. Stefndi höfðaði mál þetta í héraði til innheimtu þriggja skuldabréfa vegna námslána, sem Guðmundur Guðjónsson, faðir Viðars Guðmundssonar, undirritaði á árunum 1983 til 1984 fyrir hönd lántakanda, sem var áfrýjandi Pirshing. Er óumdeilt að lán þessi voru veitt á grundvelli umsóknarinnar frá 7. maí 1983. Áfrýjandi Pirshing heldur fram að þáverandi eiginmaður hennar hafi falsað báðar nafnritanir lánsumsækjanda, sem eru á annarri og fjórðu blaðsíðu umsóknarinnar 4. janúar 1980. Í málinu eru ekki nein gögn, sem benda til að eiginmaður hennar hafi haft ástæðu til að falsa nafn hennar á umsóknina. Eins og áður segir var niðurstaða sérfræðilegrar rithandarrannsóknar sú, að ekki væri unnt á grundvelli fyrirliggjandi gagna að taka afstöðu til þess hvort umræddar undirritanir væru falsaðar. Tiltekið misræmi í nafnritunum, sem bent er á í rannsóknarskýrslunni geta, eins og ráða má af henni, átt sér aðrar skýringar en þá að um fölsun hafi verið að ræða. Samkvæmt framansögðu verður að telja ósannað að nafnritanirnar séu falsaðar. Verður því lagt til grundvallar, að áfrýjandi Pirshing hafi 4. janúar 1980 veitt Guðmundi Guðjónssyni þáverandi tengdaföður sínum umboð til að taka fyrir hennar hönd námslán hjá stefnda og gefa út skuldabréf fyrir væntanlegu láni. Eins og fyrr greinir fékkst námslán þó ekki í þetta sinn, en af áritun starfsmanns stefnda á umsóknina verður ráðið, að litið hafi verið til hjúskapar áfrýjanda Pirshing og þáverandi manns hennar, þegar lánsfjárhæð til hans var ákveðin. V. Samkvæmt gögnum málsins bjuggu hjónin Pirshing og Viðar saman í Kanada og stunduðu þar nám, þegar námslánin voru veitt á árunum 1983 og 1984. Eftir gögnum málsins var óskað eftir því við stefnda að sá hluti námslána áfrýjanda Pirshing, sem ekki væri greiddur við undirritun skuldabréfa, yrði lagður á tiltekinn reikning á nafni hennar við Landsbanka Íslands. Viðar Guðmundsson bar fyrir dómi, að lánin hafi verið notuð til framfærslu þeirra beggja í Kanada. Áfrýjandi Pirshing heldur því hins vegar fram, að hún hafi ekki þurft á að halda láni frá stefnda, þar sem hún hafi fengið ríflegan styrk frá Írak. Eigi er sú staðhæfing studd sönnunargögnum. Skuldabréfin þrjú, sem stefndi reisir kröfur sínar á, voru svo sem áður segir veitt á grundvelli umsóknarinnar frá 7. maí 1983, sem óvefengt er að áfrýjandi Pirshing skrifaði undir. Hefur hún ekki leitt líkur að þeirri staðhæfingu sinni, að hún hafi skrifað undir autt umsóknareyðublað. Á báðum umsóknum var Guðmundur Guðjónsson skýrlega tilgreindur sem umboðsmaður lántakanda og ritaði hann undir öll skuldabréfin bæði sem umboðsmaður og sjálfskuldarábyrgðarmaður. Þegar litið er til alls þess, sem nú var rakið, verður að telja nægilega leitt í ljós að Guðmundur Guðjónsson hafi haft heimild frá áfrýjanda Pirshing til að gefa skuldabréfin út fyrir hennar hönd. Skiptir hér ekki máli þótt stefndi hafi ekki sýnt fram á, að til sé á sérstöku eyðublaði eða fylgiskjali umboð til handa Guðmundi. Er áfrýjandi Pirshing því bundin samkvæmt skuldabréfunum. VI. Áfrýjandi Pirshing mun ekki hafa greitt neitt af umræddum námslánum, en Guðmundur Guðjónsson mun á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar hafa innt af hendi afborganir, verðbætur og vexti af þeim á tímabilinu frá 4. ágúst 1989 til 6. september 1993. Hinn 4. júlí 1994 ritaði þáverandi lögmaður Guðmundar bréf til stefnda, þar sem „sagt er upp“ sjálfskuldarábyrgð Guðmundar. Hefur ekki verið greitt af lánunum síðan. Áfrýjandinn Svanhildur Magnúsdóttir er sem fyrr greinir ekkja ábyrgðarmannsins Guðmundar Guðjónssonar og fyrrverandi tengdamóðir áfrýjanda Pirshing. Andmælir hún greiðsluskyldu með ýmsum rökum. Í fyrsta lagi heldur hún fram, að sjálfskuldarábyrgð hafi ekki stofnast á löglegan hátt í upphafi sökum þess að stefndi hafi ekki kynnt sér fjárhag ábyrgðarmannsins og ekki gætt þess að leiðbeina honum um þá skyldu, sem hann var að taka á sig. Af hálfu áfrýjanda Svanhildar er þó ekki gerð grein fyrir í hverju slík skylda hefði átt að vera fólgin. Hvað sem því líður verður ekki fallist á, að stefnda hafi verið skylt að veita ábyrgðarmanni að fyrra bragði sérstakar leiðbeiningar í þessu efni. Þá hefur því ekki verið hreyft, að Guðmundur Guðjónsson hafi leitað til stefnda með ósk um að sér yrðu gefnar skýringar eða veittar upplýsingar varðandi væntanlega ábyrgðarskuldbindingu, án þess að fá fullnægjandi svör. Verður málsástæðu þessari því hafnað. Í annan stað ber þessi áfrýjandi fyrir sig að sjálfskuldarábyrgðin sé ekki lengur fyrir hendi, þótt svo kunni áður að hafa verið. Telur áfrýjandinn að ábyrgðarmaður skuli í öllu tilliti vera eins settur og skuldarinn sjálfur gagnvart kröfuhafa og vísar um það til 8. gr. laga nr. 72/1982 um námslán og námsstyrki, sem í gildi voru, er lán voru veitt. Í 5. mgr. 8. gr. laganna var svohljóðandi ákvæði: „Stjórn Lánasjóðs er heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu skv. 2. og 3. mgr. ef skyndilegar og verulegar breytingar verða á högum lánþega milli ára, t.d. ef hann veikist alvarlega eða verður fyrir slysi er skerðir til muna ráðstöfunarfé hans og möguleika til að afla tekna. Stjórninni er ennfremur heimilt að veita undanþágu frá fastri ársgreiðslu skv. 2. mgr. ef nám, atvinnuleysi, veikindi, þungun, umönnun barna eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans.“ Ákvæði þetta varðar aðeins heimild stefnda til að veita undanþágu frá árlegum greiðslum. Er ekki fallist á að í þessu máli séu skilyrði séu til þess að beita því með lögjöfnun um skuldbindingu Guðmundar Guðjónssonar. Komið er fram í málinu að stefndi hafnaði að leysa Guðmund undan ábyrgð hans með vísun til 7. gr. laga nr. 72/1982, en þar var kveðið svo á að ábyrgð sjálfskuldarábyrgðarmanns geti fallið niður, ef lánþegi setji aðra tryggingu fyrir lánum, sem stjórn stefnda meti fullnægjandi. Þá heldur áfrýjandinn fram, að „uppsögn“ á ábyrgðinni 4. júlí 1994 hafi markað endalok greiðsluskyldu ábyrgðarmannsins. Engin viðhlítandi rök hafa komið fram til stuðnings þeirri málsástæðu og verður ekki á hana fallist. Sama á við um þá málástæðu að sjálfskuldarábyrgðin sé ógild samkvæmt reglum 31. eða 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 3. gr. laga nr. 11/1986. Loks bendir áfrýjandinn Svanhildur á 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/1986, til stuðnings sýknukröfu sinni, en áfrýjandinn hefur ekki uppi lækkunarkröfu á grundvelli þess að ábyrgðarskuldbindingunni verði vikið til hliðar eða breytt með stoð í lagaákvæði þessu. Kveður hún hinn látna eiginmann sinn, sem hafi verið aldraður og farinn að heilsu, hafa eytt ævisparnaði sínum til að greiða stefnda hluta námslánsins. Hefur hún lagt fyrir Hæstarétt gögn um greiðslur úr lífeyrissjóði, svo og mánaðarlegar greiðslur, sem almannatryggingar greiddu honum sem ellilífeyri, tekjutryggingu og uppbót vegna sjúkrakostnaðar og umönnunar. Í leyfi, sem hún fékk 2. mars 1998 til setu í óskiptu búi eftir maka sinn Guðmund, kemur fram að meðal eigna búsins eru íbúð í Reykjavík og sumarhús í Grímsnesi. Engin skattframtöl eða aðrar upplýsingar um tekjur liggja fyrir í málinu. Málsgögn veita ekki frekari vitneskju um eignir eða fjárhagsstöðu áfrýjanda Svanhildar en þá, er greinir í leyfinu frá 2. mars 1998. Ekki nýtur heldur við neinna gagna um getu áfrýjanda Pirshing til að greiða stefnda hina umdeildu skuld eða eftir atvikum framkröfu sjálfskuldarábyrgðarmanns. Í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 segir að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skal við mat eftir 1. mgr. líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð og atvika, sem síðar komu til. Við úrlausn máls þessa verður meðal annars að líta til þess að Guðmundur Guðjónsson tók að sér að annast töku námslána, sem veitt voru þáverandi tengdadóttur hans meðan hún dvaldist erlendis, þar sem hún var við nám ásamt eiginmanni sínum. Verður að miða við að umrædd námslán áfrýjanda Pirshing hafi í reynd verið í þágu beggja hjóna og eins verður að ætla að hún hafi notið góðs af námsláni þáverandi eiginmanns síns meðan þau bjuggu saman. Sú ástæða að lánþegi hjá stefnda sé ekki lengur í hjúskap með barni sjálfskuldarábyrgðarmanns veitir ekki efni til að telja ósanngjarnt í skilningi fyrrnefndrar 36. gr. laga nr. 7/1936 að ábyrgðarmaðurinn sé bundinn við ábyrgðaryfirlýsingu, sem var forsenda þess að stefndi veitti námslánin. Þegar á það er litið og með vísun til þess, sem áður segir um skort á upplýsingum um hagi aðalskuldara og áfrýjanda Svanhildar, þykir ekki nægilega komið fram, að hér séu rök til að beita heimild 36. gr. laga nr. 7/1936 til að víkja frá meginreglu íslensks réttar um skuldbindingargildi samninga. Samkvæmt framansögðu og þar sem kröfu stefnda er ekki andmælt tölulega verður héraðsdómur staðfestur. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en gjafsóknarkostnaður áfrýjanda Pirshing fyrir Hæstarétti verður ákveðinn eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Pirshing Guðmundsson, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 200.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 4. febrúar 1997. Mál þetta, sem dómtekið var 17. þ. m., var höfðað með stefnum birtum 13. júní 1996. Stefnandi er Lánasjóður íslenskra námsmanna, kt, 710169-0989, Laugavegi 77, Reykjavík. Stefndu eru Pirshing Guðmundsson, kt. 260450-7869, Fljótaseli 22, Reykjavík, og Guðmundur Guðjónsson, kt. 190912-4349, Ásgarði 2, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði gert að greiða in solidum skuld að fjárhæð kr. 480.821 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 25/1987 af kr. 29.716 frá 01.03.1994 til 01.09.1994, þá af kr. 56.504 frá þeim degi til 01.03.1995, þá af kr. 86.593 frá þeim degi til 01.09.1995, þá af kr. 98.127 frá þeim degi til 20.11.1995, þá af kr. 480.821 til greiðsludags. Þá er og krafist vaxtavaxta skv. 12. gr. s.l. er leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 01.03.1995. Málskostnaðar er krafist að mati réttarins auk álags er nemi virðisaukaskatti af honum. Dómkröfur stefndu, Pirshing Guðmundsson, eru að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þá er gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda að mati réttarins eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Dómkröfur stefnda, Guðmundar Guðjónssonar, eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, en til vara að hann verði sýknaður að svo stöddu. Jafnframt er krafist að stefnanda verði gert að greiða stefnda hæfilegan málskostnað að mati dómsins. Málsatvik. Krafa stefnanda er tilkomin vegna námslána stefndu Pirshing Guðmundsson er hún fékk hjá stefnanda á árunum 1983-1984, skv. skuldabréfi, og tryggð eru með sjálfsskuldarábyrgð stefnda Guðmundar Guðjónssonar. Er samtals dómkrafa stefnanda kr. 480.821.- auk vaxta, og er ekki um tölulegan ágreining að ræða í málinu. Sundurliðun kröfunnar: Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefnda Pirshing hafi tekið námslán hjá stefnanda og voru útgefin þrjú skuldabréf á hennar nafn á árunum 1983-1984 vegna lánanna. Að námi hennar loknu voru fjárhæðirnar sameinaðar og gefið út eitt skuldabréf númer S-870983. Vegna verulegra vanskila allt frá gjalddaga lánsins þann 01.03.1994 ákvað stjórn stefnanda þann 20.11.1995 að gjaldfella allt lánið skv. heimild í 11. gr. laga nr. 72/1982. Innheimtutilraunir af hálfu stefnanda höfðu engan árangur borið. Stefnandi byggir kröfu sína á meginreglum kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga og lögum nr. 72/1982, einkum 11. gr. Vaxtakröfur styðjast við reglur III. kafla laga nr. 25/1987, en krafa um málskostnað byggir á 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt styðst við lög nr. 50/1988. Stefnda Pirshing Guðmundsson krefst sýknu í máli þessu, þar sem hún hafi aldrei skrifað undir nein skjöl eða skilríki um viðurkenningu á að hún skuldaði stefnanda nokkuð, og því síður nein gögn sem sanna að hún hafi tekið við þessum fjárhæðum. Hafi einhver námslán verið tekin á hennar nafni, hljóti það að vera vegna blekkinga fyrrverandi eiginmanns stefndu, Viðars Guðmundssonar. Stefnda hafi stundað nám í erfðalandbúnaðarfræði við háskólann í Edmonton í Albertafylki í Kanada er hún kynntist Viðari, sem var í námi við sama skóla. Giftu þau sig á árinu 1979. Árið 1983 hafi hún fengið íslenskan ríkisborgararétt. Samband hjónanna hafi verið gott, og stefnda treysti eiginmanni sínum og aldrei dottið í hug að hann myndi misnota trúgirni hennar og kunnáttuleysi í íslensku til að afla sér fjár með lántöku í hennar nafni. Hún hafi því skrifað undir eyðublað sem Viðar hafi beðið hana að undirrita einhvern tímann á árinu 1983, en það hafi verið útfyllt. Hafi stefnda ekki gert sér grein fyrir hvaða tilgangi undirskrift hennar þjónaði en haldið að það væri af einhverjum formlegum ástæðum. Þetta skjal hafi stefnda svo ekki séð fyrr en málarekstur þessi hófst, og sá hún þá að Viðar hafði fyllt það út. Viðar hafði aldrei sagt stefndu að það væri hún sjálf sem væri að taka lán, enda hefði hún aldrei samþykkt það, enda enga þörf á því þar sem hún hafði ríkuleg peningaráð. Hins vegar hefði hann margsinnis sagt henni að lán sem hann hefði tekið og væri líka á hennar nafni myndi hann sjálfur greiða og kæmi þetta fram í bréfum er hann sendi henni til Kanada. Á árinu 1987 hafi Viðar sótt um skilnað að borði og sæng án nokkurrar vitundar stefndu, en hann var þá kominn í nám til Stuttgart, en hún var enn við nám í Kanada. Í ágúst 1988 flutti stefnda ein til Íslands, fékk vinnu og hóf nám í íslensku. Þann 5. sept. 1988 hafi stefnda mætti í skiptarétti Reykjavíkur, en annað geti hún ekki staðfest þar sem hún hafi ekki skilið hvað fór þar fram, þrátt fyrir að bókað hafi verið að hún "skilji íslensku" án hennar vitundar. Ekki hafi verið minnst á neitt námslán fyrir skiptaréttinum. Telur stefnda sig hafa orðið fyrir miklum skaða vegna þessa hjónabands, og nauðsynlegt sé að benda á hve sviksamlega Viðar Guðmundsson hafi reynst henni. Þótt honum hafi tekist að blekkja stefnanda til þess að veita sér lán út á nafn stefndu, skapi það engan rétt fyrir stefnanda þar sem stefnda hefur ekki á nokkurn hátt skuldbundið sig sjálf gagnvart stefnanda. Sýknukrafa stefnda, Guðmundar Guðjónssonar, styðst við þau rök að á þeim tíma er hann skrifaði undir skuldabréfin til stefnanda, hafi heilsu hans verið farið mjög að hraka vegna parkinsons-sjúkdóms og hefði það ekki átt að dyljast starfsmönnum stefnanda. Hann sé nú alvarlega haldinn af völdum parkinsons-sjúkdómsins og njóti umönnunar konu sinnar, sem einnig annist son þeirra sem er mongólíti. Hafi hún af þessum sökum ekki getað unnið úti og eru fjármunir fjölskyldunnar litlir. Stefndi hafi greitt upp vanskilin af láninu á árunum 1989-1993, samtals kr. 196.503 en þá var ævisparnaður hans uppurinn. Þau hjónin eigi nú aðeins litla íbúð, sem sé forsenda þess að fjölskyldan geti haldist saman. Stefndi hafi tekið ábyrgð þessa á sig vegna tengsla sinna við stefndu, Pirshing, en hún sé fyrrverandi tengdadóttir hans. Vegna breyttra aðstæðna hafi hann sagt upp ábyrgð sinni gagnvart stefnanda, en var tilkynnt sú ákvörðun stjórnar stefnanda að halda greiðsluskyldu hans, þar sem stjórnin hefði að eigin sögn ekki heimild samkvæmt lögum til eftirgjafar slíkrar ábyrgðar. Telur stefndi að staða hans eigi ekki að vera verri en staða stefndu, Pirshing, gagnvart stefnanda skv. þeirri meginreglu að sjálfskuldarábyrgðarmaður eigi í öllu tilliti að vera eins settur og skuldarinn sjálfur gagnvart kröfuhafa, en væru aðstæður hennar eins og þær eru hjá honum, væri greiðsluskylda hennar fallin niður skv. þeim lögum og reglum sem stefnandi starfar eftir. Því geti greiðsluskylda stefnda ekki enn verið fyrir hendi, hafi hún þá nokkurn tímann verið það. Styðjist þetta einnig við þá meginreglu að skriflegir samningar og ákvæði þeirra marki grundvöll samskipta samningsaðila, annað ekki. Stefndi telur ábyrgð sína hafa verið ógilda frá upphafi þar sem starfsmenn stefnanda hafi ekki fullnægt upplýsingaskyldu sinni gagnvart stefnda um áhættu þá sem hann var að taka og hvað ábyrgð þessi þýddi fyrir hann. Hafi þetta verið sérstaklega mikilvægt þar sem um aldraðan, veikan mann hafi verið að ræða sem ekki hafi fylgst eins vel með þjóðfélagsþróuninni og því sem er að gerast í námslánakerfinu. Á þessum tíma hafi verið nýbúið að gera stórfelldar breytingar á endurgreiðslum námslána og hafi það aukið skyldu stefnanda til upplýsinga. Einnig hafi aldur og veikindi stefnda átt að gefa starfsmönnum stefnanda tilefni til frekari rannsókna á aðstæðum hans, sem hefði getað leitt í ljós að vafasamt gæti verið að taka ábyrgð hans góða og gilda. Verði ekki talið að ábyrgð stefnda hafi verið ógild frá upphafi, telur stefndi að ábyrgð hans hafi orðið ógild er hann var búinn að eyða öllu sínu nema íbúðinni til greiðslu afborgana af námsláni stefndu Pirshing, og vísar þar til heiðarleika og sanngirni auk aðstæðna sinna. Telur stefndi þessi rök sín styðjast við almenna reglu stjórnsýsluréttarins um ríka leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda, sérstaklega er stjórnvaldi má vera ljóst að hætta er á misskilningi hjá viðkomandi borgara. Regla þessi sé nú lögfest sbr. 7. gr. laga 37/1993. Jafnframt styðjist þau við almenna reglu fjármunaréttarins um gagnkvæmt tillit samningsaðila, upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu þeirra gagnvart hvor öðrum, nú lögfest með lögum 11/1986, sbr. ákvæði 36. gr. laga 7/1936. Ennfremur er vísað til 33. gr. sömu laga. Einnig vill stefndi vísa til þeirrar þróunar laga sem stefnandi starfar eftir, en samkvæmt þeim urðu námslán sífellt þyngri baggi að bera, sbr. lög 6/1967, lög 56/1976 og lög 72/1982. Stefndi vísar að lokum til þess að hann hafi löglega sagt upp ábyrgð sinni með bréfi þann 4. júlí 1994 vegna þeirra atvika sem áður hafa verið talin, og vísar til almennra reglna um ábyrgðir auk þeirra lagaraka sem reifuð hafa verið hér á undan. Stefndu Pershing Guðmundsson og Guðmundur Guðjónsson hafa gefið aðilaskýrslur fyrir dóminum. Þá hafa komið fyrir dóminn Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri stefnanda, Gísli Fannberg, deildarstjóri hjá stefnanda og Guðjón Viðar Valdimarsson, fyrrum fjármálastjóri stefnanda. Forsendur og niðurstaða. Með nafnritun sinni á umsóknareyðublað til stefnanda, dags. 4. janúar 1980, sótti stefnda, Pirshing Guðmundsson, um lán hjá stefnanda vegna náms í erfðafræði í Kanada. Stefnda var þá gift Viðari Guðmundssyni sem stundaði nám í eðlisfræði á sama stað. Á umsóknareyðublaði þessu var faðir maka veitt umboð til að annast fyrir hönd hennar lántöku samkvæmt umsókninni og undirrita fyrir hennar hönd skuldabréf til tryggingar láninu. Vottur var eiginmaður stefndu. Þar sem stefnda var ekki íslenskur ríkisborgari var umsókn þessari hafnað en samkvæmt áritun á eyðublaðið samþykkt að taka tillit til hennar í láni maka. Umsókn um námslán stefndu var ítrekuð á umsóknareyðublaði til stefnanda, dags. 7. maí 1983, sem stefnda undirritaði. Umsóknareyðublöð þessi bera það með sér að þau eru útfyllt af öðrum en stefndu. Hins vegar hefur stefnda hér fyrir réttinum kannast við nafnritun sína á eyðublöð þessi en telur að þau hafi þá verið auð. Á árunum 1983 og 1984 undirritaði stefndi, Guðmundur Guðjónsson, þrjú skuldabréf vegna námslána til stefndu, Pirshing Guðmundsson. Stofnaður var viðskiptareikningur á nafni stefndu í Landsbanka Íslands þann 3. nóvember 1983 til að leggja inn á greiðslur til útborgunar. Þann 24. mars 1988 óskaði eiginmaður stefndu eftir skilnaði að borði og sæng hjá Borgardómaranum í Reykjavík. Við fyrirtekt málsins var lagt fram m.a. yfirlit mannsins yfir fjárhagsstöðu hjónanna ásamt tillögu að skiptum á eignum búsins. Þar kom m.a. fram upptalning þeirra muna sem hvort hjóna fyrir sig hélt af eignum. Þá var tilgreind upphæð námsskulda hvors hjóna fyrir sig við stefnanda. Maðurinn gerir þá tillögu við skiptin að hvort fyrir sig héldi núverandi eignum en bauðst að auki „til að greiða af námslánum Pirshing” eins og þar stendur. Málið var tekið fyrir í skiptarétti Reykjavíkur þann 5. september 1990. Þar er bókað að stefndu hafi verið kynnt skjöl málsins og að henni hafi verið gerð grein fyrir réttarreglum sem um skipti á búum hjóna gilda. Hún skilji íslensku og geri sér grein fyrir því sem felst í beiðni um skiptameðferð. Þar er bókað að stefnda geri ekki neinar kröfur á hendur eiginmanni sínum. Þann 18. október 1990 var veittur skilnaður að borði og sæng milli hjónanna og þann 23. maí 1992 var hjónunum veitt leyfi til lögskilnaðar allt á grundvelli samkomulags um skilnaðarkjör. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er ekki unnt að fallast á varnir stefndu þess efnis að hún hafi ekki skrifað undir nein skjöl eða skilríki um skuld til stefnanda eða að hún hafi ekki tekið við umstefndum fjárhæðum. Telst því stefnda með nafnritun sinni á lánsumsókn til stefnanda hafa stofnað til fjárskuldbindinga þeirra sem hér um ræðir. Aðrar varnir stefndu svo sem um blekkingar fyrrverandi eiginmanns síns og vanefndir hans á skilnaðarskilmálum eru ekki hér til úrlausnar. Ber því að fallast á kröfur stefnanda í máli þessu gagnvart stefndu, Pirshing Guðmundsson, en ekki er deilt um fjárhæðir. Þegar námslán þau sem hér um ræðir voru veitt voru í gildi lög nr. 72/1982 um Lánasjóð íslenskra námsmanna um námslán og námsstyrki. Samkvæmt reglugerð nr. 578/1992 sem sett var skv. 16. gr. þeirra laga segir í 27. gr. að lántakandi skuli leggja fram viðurkenningu eins manns sem taki að sér sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lánsins ásamt veðtryggingu þess. Sjóðstjórn ákveði í reglum Lánasjóðs hvaða skilyrðum ábyrgðarmenn skuli fullnægja. Stefndi, Guðmundur Guðjónsson, ritaði undir þau þrjú skuldabréf sem hér um ræðir sem umboðsmaður stefndu Pirshing. Þar að auki tókst hann á hendur sjálfskuldarábyrgð fyrir greiðslu lánsins. Á framhlið umræddra skuldabréfa er gerð grein fyrir endurgreiðslureglum stefnanda á láni þessu. Þegar þetta átti sér stað var stefndi Guðmundur orðinn meira en 70 ára. Ekkert bendir til þess aldursins vegna að honum hafi ekki mátt vera ljós sú áhætta sem því fylgdi að gangast undir ábyrgð þessa. Hvað sem líður skyldu starfsmanna stefnanda á þessum tíma til að upplýsa hann um skyldur og áhættu vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar þá ber að líta til þess að sú upplýsingaskylda hvíldi einnig þeim aðila sem fékk stefnda til að gerðist ábyrgðarmaður að skuldinni. Af hálfu stefnda hefur ekki verið á neinn hátt sýnt fram á að upplýsingaskylda stefnanda hafi verið vanrækt eða að upplýsingar stefnda hefðu leitt til þess að stefndi hefði ekki gerst ábyrgðarmaður að láninu. Er ekki unnt að fallast á sýknukröfu stefnda af þeim sökum. Í málinu kemur ekkert fram um að heilsa stefnda hafi verið orðin á þessum tíma svo augljóslega slæm að starfsmönnum stefnanda hafi borið að hafna því að hann gerðist ábyrðarmaður að skuldinni. Þá er ekki unnt að fallast á með stefnda að sjúkdómur hans hafi komið í veg fyrir að hann gæti aflað sér upplýsinga um endurgreiðslur námslána og áhættutöku hans í því sambandi. Stefndi greiddi af umræddu námsláni á tímabilinu 4. ágúst 1989 til 6. september 1993. Byggir hann sýknukröfur sínar m.a. á versnandi fjárhagsstöðu sinni og erfiðum heimilisaðstæðum. Ekki eru lagaskilyrði til að fella niður ábyrgð stefnda með dómi við slíkar aðstæður. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið ber að taka kröfur stefnanda í málinu til greina. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefndu, Pirshing Guðmundsson, var með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 17. janúar 1997, veitt gjafsókn í máli þessu. Gjafsóknarlaun til talsmanns stefndu, Gunnlaugs Þórðarsonar hrl., kr. 150.000, þar með talinn virðisaukaskattur af málflutningsþóknun, greiðist úr ríkissjóði. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Pirshing Guðmundsson og Guðmundur Guðjónsson, greiði stefnanda, Lánasjóði íslenskra námsmanna, in solidum skuld kr. 480.821 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 25/1987 af kr. 29.716 frá 01.03.1994 til 01.09.1994, þá af kr. 56.504 frá þeim degi til 01.03.1995, þá af kr. 86.593 frá þeim degi til 01.09.1995, þá af kr. 98.127 frá þeim degi til 20.11.1995, þá af kr. 480.821 til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 01.03.1995. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarlaun til talsmanns stefndu, Gunnlaugs Þórðarsonar hrl., kr. 150.000, þar með talinn virðisaukaskattur af málflutningsþóknun
Mál nr. 84/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X var grunaður um að hafa aðstoðað Y við brot gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga. Var því haldið fram að þessi háttsemi gæti varðað við framangreind lagaákvæði eða 254. gr. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1997. Talið var að skilyrði væru fyrir hendi til að telja að rökstuddur grunur beindist að X um að hann hefði framið verknað sem fangelsisrefsing lægi við. Þar sem verulegs ósamræmis gætti milli framburðar X og Y var fallist á að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt, til að hrinda úrskurði héraðsdómara, og verða við kröfu um að X sætti gæsluvarðahaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 16. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði beinist grunur að varnaraðila um að hann hafi aðstoðað Y við stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telur sóknaraðili þessa ætluðu háttsemi varnaraðila geta varðað við framangreind lagaákvæði eða 254. gr. og 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1997. Fyrir liggur að talsverðar fjárhæðir hafa gengið á milli varnaraðila og Y á því tímabili, sem sóknaraðili telur ætluð brot þess síðarnefnda hafa verið framin, auk þess að varnaraðili hefur borið að hann hafi átt ýmis samskipti við Y 22. febrúar 1999, en þann dag tók sá síðarnefndi verulega fjármuni af bankareikningum sínum hér á landi og var handtekinn við för úr landi. Má fallast á að með þessu sé fullnægt því skilyrði að rökstuddur grunur beinist að varnaraðila um að hann hafi framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við. Framburði varnaraðila og Y ber ekki saman um hvaða samskipti þeir hafi átt sín á milli, auk þess að verulegs ósamræmis gætir í frásögnum þeirra um hvort aðrir hafi verið með þeim í för 22. febrúar sl. Sóknaraðili kveðst nú leita tveggja erlendra manna, sem grunur sé um að hafi veitt varnaraðila og Y liðveislu við ætluð brot, en ekki sé vitað til þess að þeir hafi komist úr landi. Þótt varnaraðili hafi nú verið frjáls ferða sinna frá því að hinn kærði úrskurður gekk hinn 26. febrúar sl. verður í ljósi fyrirliggjandi gagna að telja skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 allt að einu vera fullnægt til að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, eins og í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 16.
Mál nr. 80/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Ár 1999, þriðjudaginn 23. febrúar, er á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dóm­húsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp þessi úrskurður um kröfu Ríkisögreglustjórans um að X, sem er nígerískur ríkisborgari verði gert að sæta gæsluvarðhaldi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími til mánudagsins 8. mars nk. kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, en ekki kemur til álita krafa sóknaraðila, sem hefur ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti, um að gæsluvarðhaldi verði markaður lengri tími en þar greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 415/1998
Áfengisauglýsing Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Ábyrgð á prentuðu máli
J, framkvæmdastjóri bjórframleiðanda, var ákærður fyrir að hafa birt bjórauglýsingar á flettiskilti, í dagblaði og í útvarpi. Talið að J bæri ábyrgð á birtingu auglýsinganna og að þær brytu í bága við ákvæði 20. gr. áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Hvorki var fallist á að bann gegn auglýsingum sem þessum fæli í sér brot gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar né 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu enda væri ljóst að tilgangur bannsins væri að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum sem af henni hljótast. Þau rök sem byggju að baki banninu ættu sér því efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Var J dæmdur til greiðslu sektar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12. október 1998 samkvæmt 148. gr., sbr. b- og c - liði 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 37/1994, og krefst hann þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og honum ákvörðuð refsing. Ákærði krefst staðfestingar héraðsdóms. I. Auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í málinu, birtust með þrennum hætti. Í fyrsta lagi hefur birst auglýsing á flettiskilti við Vesturlandsveg frá því snemma sumars 1997. Í öðru lagi kom auglýsing tvisvar í Ríkisútvarpi - sjónvarpi í febrúar 1998. Loks birtist auglýsing sex sinnum í Morgunblaðinu vorið og sumarið 1997 og önnur fjórum sinnum í sama blaði í febrúar 1998. Texti auglýsinga þeirra, sem birtust vorið og sumarið 1997, var „6,2% ... nú er Egill STERKUR“. Birtist síðastgreinda orðið á bogadregnum borða. Við birtingu í sjónvarpinu og Morgunblaðinu í febrúar 1998 eru auglýsingarnar óbreyttar að öðru leyti en því, að við textann er bætt orðunum „í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Auglýsingarnar birtust ætíð á rauðum fleti með gylltum, lóðréttum röndum. Fram kom hjá ákærða fyrir dómi að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefði sett bjórinn „Egils STERKUR“ á markað til reynslu í maí 1997 og síðan í almenna dreifingu hjá ÁTVR sex mánuðum síðar. Mynd af dós með slíkum bjór liggur frammi í málinu og birtist orðið „STERKUR“ þar með sama hætti og í fyrrgreindum auglýsingum. Einnig kemur þar fram að styrkleiki bjórsins er 6,2%. Dósir þessar eru rauðar að lit með gylltum, lóðréttum röndum. Samkvæmt 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem er samhljóða 16. gr. a áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94/1995, eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Í 2. mgr. greinarinnar er auglýsing meðal annars skilgreind svo að átt sé við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar séu í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni. Í 2. gr. áfengislaga er áfengi skilgreint svo, að það sé hver sá neysluhæfur vökvi, sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda. Þegar litið er til ofangreindra auglýsinga annars vegar og hins vegar til umbúða þeirrar bjórtegundar, sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var að hefja sölu á, þegar auglýsingarnar birtust, verður að telja ótvírætt að þær falli undir skilgreiningu 2. mgr. 20. gr. áfengislaga og að birting þeirra hafi verið tengd markaðssetningu bjórsins. II. Í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, eins og greinin hljóðar nú samkvæmt 11. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, er kveðið á um tjáningarfrelsi. Segir meðal annars í 2. mgr. greinarinnar að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Í 3. mgr. segir að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Í 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögtekinn hefur verið hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, er sambærilegt ákvæði og var það meðal fyrirmynda að núgildandi 73. gr. stjórnarskrárinnar. Segir þar í 1. mgr. að sérhver maður eigi rétt til tjáningarfrelsis og skuli sá réttur einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Í 2. mgr. segir að þar sem af réttindum þessum leiði skyldur og ábyrgð sé heimilt að þau séu háð þeim formreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðræðislegu þjóðfélagi meðal annars vegna almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum eða til verndar heilsu eða siðgæði manna. Sambærileg ákvæði eru einnig í 19. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, sem Ísland er aðili að, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 í C-deild Stjórnartíðinda. Vafalaust er að auglýsingar njóta verndar ofangreindra ákvæða, enda er hér um að ræða tjáningarform, sem hefur mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi við upplýsingamiðlun til almennings. Þær skipta og máli fyrir fjárhag fjölmiðla og hafa þar með áhrif á það hvernig þeir sinna hlutverki sínu. Áður er getið 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem felur í sér bann gegn áfengisauglýsingum í innlendum fjölmiðlum. Slíkt bann hefur verið í lögum hér á landi allt frá 1928, en þá gilti hér áfengisbann. Eftir að innflutningur áfengis var leyfður á ný 1935 breyttist þetta þó ekki. Lengst af var einungis skilgreint í reglugerð hvað teljast skyldi áfengisauglýsing. Þegar núgildandi ákvæði var fyrst lögfest með lögum nr. 94/1995 þótti nauðsynlegt til að eyða réttaróvissu að slík skilgreining yrði tekin í lög. Var ákvæðið tekið óbreytt upp við setningu núgildandi laga. Ekki er að öðru leyti að finna í lögskýringagögnum sérstaka skírskotun til tilgangs löggjafans með banni við auglýsingum á áfengi. Hins vegar verður hér að líta til 1. gr. núgildandi áfengislaga þar sem segir að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun áfengis. Í 1. gr. laga nr. 82/1969, sem í gildi voru, þegar auglýsingarnar birtust, sagði um tilgang þeirra, að hann væri að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni væri samfara. Alkunna er að ofneyslu áfengis fylgja vandamál af ýmsum toga, sem meðal annars varða allsherjarreglu, siðgæði og heilsu. Hafa þau í för með sér mikla byrði fyrir þjóðfélagið í heild. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti vísaði ríkissaksóknari til íslenskrar heilbrigðisáætlunar, sem Alþingi samþykkti með þingsályktun 19. mars 1991, en þar er sett fram áætlun í 32 liðum um heilbrigðismál til ársins 2000. Segir þar í 9. lið meðal annars að draga þurfi úr almennri neyslu áfengis og útrýma ofneyslu. Einnig vísaði ríkissaksóknari til stefnumótunar Evrópudeildar Alþjóða-heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í heilbrigðismálum næstu aldar, en þar eru sett fram stefnumið í áfengismálum, sem meðal annars leggja áherslu á takmarkanir á beinum og óbeinum auglýsingum áfengis og viðurkenningu á slíkum takmörkunum og bönnum í þeim löndum, þar sem um slíkt er að ræða. Samkvæmt framansögðu verður að telja nægilega ljóst að tilgangur löggjafans með banni á áfengisauglýsingum sé sá að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum, sem af henni hljótast. Ríkissaksóknari hefur við flutning málsins í Hæstarétti vísað til fræðilegra athugana, sem gerðar hafa verið meðal annars að tilhlutan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um þessi efni, og gefa þær vísbendingar um að áfengisauglýsingar hafi áhrif til aukinnar drykkju, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Þau rök, sem þannig búa að baki 20. gr. áfengislaga, eiga sér efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Löggjafinn hefur metið auglýsingabann áfengis nauðsynlegt og ítrekað það mat eftir að núgildandi tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar var sett. Svo sem fyrr segir falla auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í máli þessu, undir skilgreiningu 20. gr. áfengislaga og verður að telja þær þannig fram settar að þær feli í sér hvatningu til kaupa á áfengi. Er ekki á það fallist að beiting lagagreinarinnar gagnvart slíkum auglýsingum feli í sér brot gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. III. Nú verður fjallað um einstaka ákæruliði og refsiábyrgð ákærða. Ákæruliður 1. Hér er ákært fyrir auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg á móts við Stórhöfða 44 í Reykjavík og er auglýsingunni rétt lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Málningaverksmiðjan Harpa hf. mun vera eigandi flettiskiltis þessa en Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., sem ákærði er framkvæmdastjóri fyrir, fékk skiltið að hluta á leigu til birtingar á umræddri auglýsingu. Auglýsingin var samin og sett upp af starfsmönnum fyrirtækisins, er lutu stjórn ákærða og verður að líta svo á framburð hans fyrir dómi að hann hafi ákveðið að birta umrædda auglýsingu með þessum hætti. Með vísan til þess, sem áður hefur verið rakið, telst ákærði brotlegur við þau ákvæði áfengislaga, sem tilgreind eru í ákæru, og skiptir eignarhald á umræddu flettiskilti ekki máli varðandi refsiábyrgð hans. Ákæruliður 2. Um er að ræða auglýsingu, er birtist í Ríkisútvarpinu - sjónvarpi 10. og 11. febrúar 1998, og réttilega er lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Er óumdeilt að auglýsingin var birt á ábyrgð ákærða. Braut hann með því tilgreind ákvæði áfengislaga í ákæru og bakaði sér refsiábyrgð samkvæmt 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68/1985. Ákæruliðir 3 og 4. Hér er ákært fyrir auglýsingar, sem birtust í Morgunblaðinu. Annars vegar auglýsingu 8., 15. og 16. maí, 30. og 31. júlí og 1. ágúst 1997. Hins vegar auglýsingu, sem kom í blaðinu 10., 11., 12. og 14. febrúar 1998. Er auglýsingunum réttilega lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Við yfirheyrslu fyrir dómi sagði ákærði um þessar auglýsingar að enginn einn væri höfundur þeirra. Þær væru unnar af hópi manna innan fyrirtækisins. Væri hann einn úr þeim hópi og bæri ábyrgð á honum. Auglýsingar þessar teljast samkvæmt framansögðu brot á tilgreindum ákvæðum áfengislaga í ákæru. Í 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt eru ákvæði um ábyrgð á efni blaða, eins og hér um ræðir. Segir þar að höfundur beri refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu þegar mál er höfðað. Þá segir að hafi enginn slíkur höfundur nafngreint sig, beri útgefandi eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun. Hér er fjallað um auglýsingar, sem fyrirtæki ákærða hefur keypt rúm fyrir í umræddu blaði. Óumdeilt er og viðurkennt, svo sem áður segir, að hún er samin á vegum fyrirtækisins undir stjórn ákærða. Auglýsingin varðar tiltekna vöru fyrirtækisins og auk þess koma þar fram auðkenni, sem með greinilegum hætti vísa til þessa fyrirtækis og vörumerkis, sem það hefur fengið skráð. Er hér átt við vörumerki nr. 452, sem skráð var 31. október 1988, með nafninu „EGILL STERKI“. Að þessu virtu verður að telja að fyrir liggi nafngreining, sem fullnægi ákvæði 15. gr. laga nr. 57/1956. Telst ákærði samkvæmt því ábyrgur fyrir birtingu umræddra auglýsinga í Morgunblaðinu. IV. Ákveða ber ákærða refsingu samkvæmt 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, en með hliðsjón af 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Á hinn bóginn verður að líta til þess að um er að ræða mörg brot og einnig spannar brot samkvæmt 1. ákærulið langt tímabil. Brotin eru og framin í ávinningsskyni og varða mikilvæga hagsmuni. Með allt þetta í huga þykir refsingin hæfilega ákveðin sekt í ríkissjóð að fjárhæð 1.500.000 krónur, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Verður vararefsing ákveðin eins og í dómsorði greinir. Í ákæru var krafist upptöku á tilgreindum búnaði. Málinu hefur ekki verið áfrýjað að þessu leyti og verður því ekki tekin afstaða til þeirrar kröfu. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Ákærði, Jón Snorri Snorrason, greiði 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði allan kostnað málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 250.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 1998. Árið 1998, föstudaginn 9. október er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr: S-532/1998: Ákæruvaldið gegn Jóni Snorra Snorrasyni, en málið var fyrst dómtekið 17. september sl. og á ný eftir framhaldsmeðferð í dag. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 26. maí 1998 á hendur: „Jóni Snorra Snorrasyni, kt. 071255-4099, Hjallalandi 24, Reykjavík, fyrir áfengislagabrot framin á árunum 1997 og 1998, með því að hafa sem framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, Reykjavík, birt eða látið birta eftirgreindar auglýsingar á áfengum bjór af tegundinni „Egill Sterkur“: 1.Auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg, á móts við Stórhöfða 44, Reykjavík, sem birst hefur þar óslitið frá því snemma sumars 1997, en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir „6,2 %... nú er Egill STERKUR“. Telst þetta varða við 16. gr. a, sbr. 33. gr., áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94, 1995 og 5. gr. laga nr. 52, 1978. 2.Auglýsingu er birtist 10. og 11. febrúar 1998 í Ríkisútvarpinu-sjónvarpi, en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir „6,2%... nú er Egill STERKUR í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Telst þetta varða við framangreind lagaákvæði, sbr. 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68, 1985. 3.Auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu sem kom út 8. maí (bls. 75), 15. maí (bls. 4-B og 77), 16. maí (bls. 21), 30 júlí (bls. 51), 31. júlí (bls. 47) og 1. ágúst 1997 (bls. 44 og 48), en í texta auglýsingarinnar, sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir: „6,2... nú er Egill STERKUR“. 4.Auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu er út kom þann 10. febrúar (bls. 6), 11. febrúar (bls. 6), 12. febrúar (bls. 6) og 14. febrúar 1998 (bls. 6), en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir: „6,2 % ... nú er Egill STERKUR í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Brotin í liðum 3 og 4 teljast varða við sömu lagákvæði og greinir í ákærulið 1, sbr. 15. gr. laga um prentrétt nr. 57, 1956. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þess er enn fremur krafist að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. verði með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, gert að sæta upptöku á framangreindri auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg, sbr. ákærulið 1.“ Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Krafist er málsvarnarlauna úr ríkissjóði að mati dómsins. Lögreglurannsókn máls þessa hófst eftir að vegfarandi vakti athygli lögreglunnar með bréfi dags. 26. október 1997 á „ólöglegri áfengisauglýsingu“ við Vesturlandsveg og er þar átt við auglýsinguna á flettiskiltinu, sem lýst er í 1. lið ákærunnar. Eftir þetta fór lögreglan á vettvang á Vesturlandsvegi, ljósmyndaði auglýsingaskiltið og síðar var aflað gagna, sem sýna að mati ákæruvaldsins ólöglegar auglýsingar á áfengum bjór og ákært er út af í öðrum ákæruliðum. Tekin var skýrsla af ákærða, sem neitaði sök. Vegna rannsóknar sakarefnis sem lýst er í ákærulið 2 var tekin vitnaskýrsla af auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins og vegna rannsóknar sakarefna sem lýst er í ákæruliðum 3 og 4 voru teknar skýrslur af ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki þykir ástæða til að rekja efni þessara lögregluskýrslna. Verður nú rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglunni að hluta, en engin vitni voru kvödd fyrir dóminn, enda ekki ágreiningur um málavexti, heldur um það hvort birting auglýsinganna hafi verið brot gegn lagaákvæðunum sem lýst er í ákærunni og hvort birtingin baki ákærða refsiábyrgð. Ákærði, sem var framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. á þeim tíma er í ákærunni greinir, neitar sök. Hann kvað auglýsingarnar sem ákært er út af birtar með sínu samþykki sem framkvæmdastjóra. Ákæran sé því rétt varðandi það að hann hafi birt eða látið birta auglýsingarnar. Hann kvað afstöðu sína hina sömu til allra ákæruliðanna og í engu tilvikanna væri um að ræða áfengisauglýsingu í skilningi áfengislaga. Hann kvað unnt að skilja auglýsingarnar og textann í þeim á marga vegu. Fyrst og fremst væri verið að auglýsa fyrirtækið sjálft, en mismunandi væri hvað fólk læsi út úr auglýsingunum og nefndi ákærði dæmi þar um. Ákærði lýsti því fyrir dómi og hjá lögreglunni að auglýsingin í 1. tl. ákærunnar hefði verið samin hjá markaðs- og hönnunardeild fyrirtækisins, sem heyri undir ákærða sem framkvæmdastjóra og hann samþykkt birtingu auglýsingarinnar. Fyrirtækið hafi síðan leigt auglýsingaflötinn á flettiskiltinu en hann kvaðst ekki vita hvernig auglýsingin var sett upp. Um 2. lið ákærunnar kvaðst ákærði hafa samþykkt birtingu auglýsingarinnar í sjónvarpinu. Ákærði kvað engan einn starfsmann fyrirtækisins höfund textans í auglýsingunum, sem lýst er í ákæruliðunum 3 og 4, sem birtust í Morgunblaðinu. Hann kvaðst einn höfundanna og bera ábyrgð á þeim hópi sem vann auglýsinguna innan fyrirtækisins. Hann taldi að Morgunblaðið hefði ekki birt þessar auglýsingar væru þær taldar áfengisauglýsingar. Niðurstöður Eftir útgáfu ákæru tóku í gildi ný áfengislög nr. 75/1998 og eru lögin óbreytt frá fyrri áfengislögum að því er refsinæmi verknaðar varðar. 20. gr. núgildandi áfengislaga er þannig samhljóða 16. gr. a eldri áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94/1995, sem vísað er til í ákærunni. Hér á eftir er því fjallað um nýju áfengislögin. 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998 hljóðar svo: „Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vörur eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðra drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er: 1.Auglýsingar á erlendum tungumálmum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. 2.Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar. 3.Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.“ Þegar texti auglýsinganna er skoðaður er hugsanlegt að upp í hugann komi eitthvað annað en auglýsing á áfengum bjór af tegundinni „Egill Sterkur“. En þegar texti, útlit og auðkenni auglýsinganna er skoðað í heild, og það borið saman við útlit umbúða bjórsins „Egill Sterkur“, telur dómurinn ljóst að allar auglýsingarnar sem ákært er út af falla undir skilgreininguna í 2. mgr. 20. gr. áfengislaganna, sbr. áður 16. gr. a áfengislaga og auglýsingarnar tengist allar markaðssetningu á áfengum bjór af tegundinni sem lýst var og af auglýsingunum sé augljóst að um sé að ræða auðkenni sem snerta þessa bjórtegund. Ákæruliður 1 Ákærði lýsti fyrir dóminum, og gögn málsins bera það með sér, að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er ekki eigandi flettiskiltisins. Fyrirtækið tók auglýsingaflötinn á leigu. Tekin var ákvörðun hjá þeim sem annast markaðs- og kynningarmál, og með samþykki ákærða, að láta birta þessa auglýsingu. Í 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. áður 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, er lýst viðurlögum við brotum gegn lögunum. Í lagaákvæðinu segir ekkert um það hver skuli bera refsiábyrgð þegar svo háttar sem í máli þessu þar sem viðsemjandi ölgerðarinnar á og rekur flettiskiltið, setur upp og birtir auglýsinguna. Að þessu leyti eru áfengislögin ólík útvarpslögunum og lögunum um prentrétt sem fjallað verður um síðar. En í þeim lögum er skýrt kveðið á um það hver beri refsiábyrgðina. Af þessum sökum er ekki unnt að slá því föstu að það sé ákærði sem beri refsiábyrgð eins og hér stendur á. Vísast að þessu leyti til sömu röksemda og lýst er í niðurstöðu við 3. og 4. tölulið ákærunnar hér á eftir um meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 7. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um það að engum manni verði gerð refsing nema lög mæli háttsemi refsiverða. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákæruliður 2 Samkvæmt 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 ber auglýsandi refsi- og fébótaábyrgð á auglýsingu. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er auglýsandinn og ákærði framkvæmdastjóri og ber sem slíkur ábyrgð. Hann samþykkti að auglýsingin yrði birt eða lét birta hana svo sem rakið var að framan. Því er áður lýst að dómurinn telur að auglýsing sú, sem birtist í Ríkisútvarpinu-sjónvarpi 10. og 11. febrúar 1998, falli undir skilgreininguna í 2. mgr. 20. gr. áfengislaganna og teljist því áfengisauglýsing í skilningi laganna. Verjandi ákærða taldi hin fortakslausu ákvæði áfengislaganna ósamrýmanleg 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, segir: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs, annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“ Tjáningarfrelsisákvæðið tekur til auglýsinga eins og þeirra sem hér um ræðir. Tjáningarfrelsið verður ekki skert nema að uppfylltum þeim skilyrðum sem talin eru upp í greininni. Skerðing sú á tjáningarfrelsinu, sem lýst er í 20. gr. áfengislaganna, hlýtur að vera reist á því að skerðingin sé nauðsynleg í því skyni að vernda heilsu manna. Önnur skilyrði 73. gr. stjórnarskrárinnar koma ekki til álita. Dómurinn telur 73. gr. stjórnarskrárinnar fela það í sér að skerðing tjáningarfrelsisins megi aldrei vera meiri en nauðsynlegt sé til að ná þeim markmiðum sem skerðingin miðar að. Hér til að vernda heilsu fólksins í landinu. Auglýsingabannið á sér gamla sögu og rætur í samfélagi sem var ólíkt því sem nú er. Þá hefur inntak tjáningarfrelsisákvæðisins rýmkað í seinni tíð eins og ráða má t.d. af dómaframkvæmd. Til að unnt sé að meta hvort hið fortakslausa auglýsingabann og skerðing tjáningarfrelsisins, sem lýst er í 20. gr. áfengislaganna, hafi verið nauðsynleg, af þeim sökum sem hér um ræðir, þurfa að mati dómsins að liggja fyrir einhver gögn eða að vera unnt að ráða af lögskýringargögnum hver rökin eru. Hvorugu er til að dreifa að mati dómsins. Dómurinn telur að tjáningarfrelsið verði ekki skert með lögum án slíkra raka. Af þessum sökum verður ákærði látinn njóta vafans við endanlegt mat á því hvort 20. gr. áfengislaganna fái samrýmst 73. gr. stjórnarskrárinnar. Dómurinn telur að einnig beri að líta til þeirra hagsmuna sem skerðing tjáningarfrelsisins kemur niður á. Í þessu máli eru það hagsmunir Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. og ákærða, sem framkvæmdastjóra f.h. fyrirtækisins, á því að eiga þess kost hér á landi, að markaðssetja framleiðslu sína á þann hátt sem tíðkast nú á tímum og á sama hátt og erlendir samkeppnisaðilar, sem auglýsa sambærilega vöru beint og óbeint á ýmsan hátt hér á landi, t.d. í erlendum blöðum, eins og lýst er heimilt skv. undanþáguákvæði 1. tl. 4. mgr. 20. gr. áfengislaganna. Með hinu stranga banni er framleiðendum áfengs bjórs hér á landi gert ókleift að auglýsa löglega framleiðslu sína. Þá takmarkar hið skerta tjáningarfrelsi rétt fólksins í landinu til upplýsinga. Að þessu virtu telur dómurinn verulegan vafa leika á því hvort hið fortakslausa ákvæði áfengislaganna um auglýsingabann fái samrýmst 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því er rétt að láta ákærða njóta vafans og slá því föstu að 73. gr. stjórnarskrárinnar hafi tryggt réttinn til birtingar auglýsingarinnar. Ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákæruliðir 3 og 4 Auglýsingarnar sem hér um ræðir voru birtar í Morgunblaðinu. Auglýsingarnar voru samdar í hópvinnu innan fyrirtækisins og settar upp af aðila undir stjórn ákærða. Auglýsingarnar bera hvorki með sér nafn höfundar né auglýsanda, þó ráða megi í hið síðar greinda. Í ákærunni er ákærði talinn bera refsiábyrgð á grundvelli 15. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956, en þar segir: „Um ábyrgð á efni annarra blaða eða tímarita en þeirra, er getur í 14. gr., gilda þessar reglur: Höfundur ber refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu, þegar mál er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig, ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun.“ Enginn höfundur er nafngreindur á þann hátt sem áskilið er í lögunum og ákærði er ekki höfundur. Því er lýst í 3. mgr. 15. gr. laga um prentrétt hvernig með skuli fara er þannig háttar. Engu skiptir þótt ráða megi í það hver auglýsandinn er. Þótt ákærði hafi lýst því fyrir dóminum að vinna við gerð auglýsinga hafi verið unnin innan fyrirtækisins og undir hans stjórn, þá leiðir það ekki til þess að ákærði beri refsiábyrgð. Refsiábyrgð geta menn ekki tekið á sig með yfirlýsingum eins og þeirri hjá ákærða, að vinnan við auglýsingarnar hafi verið unnin hjá fyrirtækinu er hann stjórnar. Lög verða að mæla fyrir um refsinæmi háttseminnar, sbr. meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar, 1. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem vitnað var til við ákærulið 1 að framan. Það væri að mati dómsins andstætt grundvallarreglunum, sem að ofan greinir, að gera ákærða refsingu eins og hér stendur á. Breytir framburður ákærða þess efnis að hann hafi talið sig bera ábyrgð og menn hafi unnið undir hans stjórn að gerð auglýsinganna engu þar um. Engum verður gerð refsing fyrir aðra háttsemi en lög lýsa refsiverða. Ákvæði 15. gr. laga um prentrétt eru skýr að þessu leyti og ljóst að ákærði ber ekki refsiábyrgð eins og á stendur í þeim tilvikum sem ákært er út af í þessum ákæruliðum. Ber því að sýkna ákærða. Vegna starfs ákærða og tengsla hans við Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. þykir rétt að dæma efnislega um upptökukröfu ákæruvaldsins. Með vísan til niðurstöðunnar í ákærulið 1 ber að sýkna Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. af upptökukröfunni. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með taldar 120.000 krónur í málsvarnarlaun til Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Ákærði, Jóni Snorri Snorrason, er sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er sýknuð af upptökukröfu ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með taldar 120.000 krónur í málsvarnarlaun til Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns.
Mál nr. 304/1998
Skuldabréf Framsal Aðild
G gerði kröfu á hendur A og S á grundvelli skuldabréfs sem gefið var út 2. apríl 1997 af A með sjálfskuldarábyrgð S auk annars manns. Við útgáfu bar bréfið ekki með sér nafn kröfuhafa, en það var í kjölfarið afhent Í. Kvaðst G hafa eignast bréfið frá Í um miðjan apríl 1997. Bú Í var tekið til gjaldþrotaskipta í lok febrúar 1998. Á bakhlið skuldabréfsins var fært að það hafi verið framselt B, en auk framsalsins var rituð aftan á bréfið yfirlýsing þess efnis að Í takist á hendur sjálfskuldarábyrgð á bréfinu og sé heimilt að skuldfæra við greiðslufall eða mótmæli. Undir yfirlýsingunni var dagsetningin 22. apríl 1997, stimpill Í og nafnritun forráðamanns Í. B hafði gefið yfirlýsingu um að hann hefði ekki keypt eða eignast skuldabréfið, en ekki lágu fyrir yfirlýsingar Í sem staðfestu að bréfið hefði verið framselt G. Talið var að þrotabú Í væri eigandi skuldabréfsins samkvæmt hljóðan þess og gegn því hefði G ekki sannað eignarrétt sinn að bréfinu. Var málið því höfðað af röngum aðila og voru A og S sýknaðir af kröfum G.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 28. júlí 1998. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms með þeirri breytingu, að höfuðstóll kröfu sinnar lækki um 29.148 krónur og að hún lækki jafnframt um 200.000 krónur miðað við 1. desember 1997 vegna innborgunar annars áfrýjenda. Hann krefst einnig málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Stefndi sækir kröfu sína í málinu á hendur áfrýjendum í skjóli skuldabréfs, sem gefið var út 2. apríl 1997 af áfrýjandanum Allrahanda/Ísferðum ehf. með sjálfskuldarábyrgð hins áfrýjandans auk annars manns. Við útgáfu bar bréfið ekki með sér nafn kröfuhafa, en óumdeilt er að það var í kjölfarið afhent Íslandsdekki ehf. Kveðst stefndi hafa eignast bréfið frá því félagi um miðjan apríl 1997. Bú Íslandsdekks ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 27. febrúar 1998. Málið er rekið samkvæmt reglum XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. II. Á bakhlið nefnds skuldabréfs er fært, að það sé framselt Búnaðarbanka Íslands hf., en auk þess takist undirritaður á hendur sjálfskuldarábyrgð á bréfinu og sé heimilt „að skuldfæra við greiðslufall eða mótmæli.“ Undir þessu er dagsetningin 22. apríl 1997, stimpill Íslandsdekks ehf. og nafnritun forráðamanns félagsins. Telja áfrýjendur þessa áritun sýna að bréfið sé nú nafnbréf, þótt það hafi verið handhafabréf í upphafi. Sé eigandinn samkvæmt hljóðan bréfsins Íslandsdekk ehf. eða Búnaðarbanki Íslands hf. Málið sé því höfðað af röngum aðila, sbr. a. lið 1. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991. Í héraðsdómi er getið um yfirlýsingar Búnaðarbanka Íslands hf., þar sem fram kemur að bankinn hafi ekki keypt eða eignast skuldabréfið með öðrum hætti. Ekkert er hins vegar fram komið frá forráðamönnum Íslandsdekks ehf., sem staðfesti að bréfið hafi verið framselt stefnda. Að virtri áðurnefndri skýringu Búnaðarbanka Íslands hf. er Íslandsdekk ehf., nú þrotabú þess félags, eigandi skuldabréfsins samkvæmt hljóðan þess. Gegn því hefur stefndi ekki sannað eignarrétt sinn að bréfinu. Málið er því höfðað af röngum aðila og verður ekki komist hjá að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda. Skal stefndi jafnframt greiða áfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi, eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjendur, Allrahanda/Ísferðir ehf. og Sigurdór Sigurðsson, eru sýknir af kröfum stefnda, Gúmmívinnslunnar hf. Stefndi greiði hvorum áfrýjenda samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 6. maí sl., er höfðað með stefnu birtri 15. og 24. október 1997, af Gúmmívinnslunni hf., Réttarhvammi 1, Akureyri gegn Allrahanda/Ísferðum ehf., Funahöfða 17, Reykjavík og Sigurdóri Sigurðssyni, Hlaðbrekku 22, Kópavogi. Dómkröfur Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði in solidum dæmdir til þess að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 4.056.681 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1997 til greiðsludags. Þess er krafist að dæmt verði að dráttarvextir skuli leggjast við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. maí 1998, en síðan árlega þann dag. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður sem beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu og til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að dráttarvextir leggist við tildæmdan málskostnað á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum frá upphafsdegi vaxtanna. Málsástæður Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar í málinu á skuldabréfi útgefnu 2. apríl 1997 af stefnda, Allrahanda/Ísferðum ehf., upphaflega að fjárhæð 4.000.000 króna. Samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins skyldi endurgreiða lánið með 36 mánaðarlegum afborgunum, í fyrsta sinn 1. maí 1997. Skyldi greiða breytilega meðaltalsvexti af skuldabréfinu samkvæmt ákvörðun Búnaðarbanka Íslands, þá 8,2%. Heimild sé í skuldabréfinu til þess að gjaldfella eftirstöðvar skuldabréfsins ef ekki sé staðið í skilum með greiðslur af bréfinu. Ákvæði sé í bréfinu um hæstu lögleyfðu dráttarvexti af vanskilum skuldarinnar. Skuldabréfið sé gefið út til handhafa. Stefnandi, Gúmmívinnslan hf., sé handhafi og eigandi skuldabréfsins. Stefndi, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson, hafi tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldarinnar, en Þóri Garðarssyni sé ekki stefnt að svo stöddu þar sem hann hafi verið úrskurðaður gjaldþrota 7. júlí 1995 og hafi skiptum lokið 9. febrúar 1996 þar sem búið hafi verið eignalaust. Ábyrgðaraðila, Íslandsdekki ehf., sé ekki stefnt að svo stöddu. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafi ekki verið staðið í skilum með greiðslur af bréfinu frá og með gjalddaga 1. maí 1997. Stefnufjárhæðin sundurliðast þannig. Stefnandi rekur mál þetta samkvæmt 17. kafla laga nr. 91/1991 Af hálfu stefndu er því mótmælt að umstefnt skuldabréf sé ógreitt. Við athugun á bókhaldsgögnum stefnda, Allrahanda/Ísferða ehf., hafi komið í ljós að krafa stefnanda hafi að fullu verið greidd 15. júlí 1997 með því að Íslandsdekkjum ehf., sem handhafa og kröfuhafa samkvæmt skuldabréfinu, hafi verið greidd krafan með nýju skuldabréfi. Fulltrúa stefnda, Allrahanda/Ísferða ehf., hafi ekki verið þetta ljóst er hann hafi greitt 1. desember 1997 innborgun til lögmanns stefnanda. Málsástæður stefndu eru þær að stefnandi eigi enga kröfu á hendur þeim en aftur á móti skuldi stefnandi stefnda, Allrahanda/Ísferðum ehf., innborgun 1. desember 1997, er stefndi hafi greitt í rangri trú um skuld sína. Geri stefnandi því kröfu um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar ásamt vöxtum frá greiðsludegi. Ennfremur sé á það bent að framlagt skuldabréf sé útgefið til Íslandsdekks ehf. sem jafnframt hafi tekið við greiðslu á andvirði þess, sbr. það sem að ofan er rakið. Skuldabréfið hafi ekki verið framselt stefnanda máls þessa og því sé mál þetta höfðað af röngum aðila, sbr. 1. mgr. a-lið 118. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Af hálfu stefndu er sýknukrafa á því byggð að skuldabréf það sem stefnandi byggir kröfur sínar á hafi verið greitt 15. júlí 1997, sbr. kvittun á dskj. nr. 7. Þá er jafnframt á því byggt að mál þetta sé höfðað af röngum aðila. Framlagt skuldabréf er útgefið af Allrahanda/Ísferðum ehf. 2. apríl 1997. Reitur á skuldabréfinu, þar sem gert er ráð fyrir að nafn kröfuhafa sé ritað, er óútfylltur og ber því að líta svo á að bréfið hafi verið útgefið sem handhafabréf. Á bakhlið bréfsins er áritun, stimpill, undirrituð af Íslandsdekki ehf. Þar segir að skuldabréfið sé framselt Búnaðarbanka Íslands og segir jafnframt að undirritaður takist á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuldabréfinu. Stefnandi hefur lagt fram í málinu yfirlýsingar frá Búnaðarbanka Íslands og hefur þeim ekki verið mótmælt sem óstaðfestum. Þar segir að Búnaðarbanki Íslands hafi ekki keypt eða eignast með öðrum hætti umstefnt skuldabréf. Í yfirlýsingu Gests Jónssonar deildarstjóra útlánadeildar Búnaðarbankans á Akureyri er í upphafi lýst umstefndu skuldabréfi. Síðan segir: „Að beiðni Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri, sendum við þann 17.04.1997 framangreint skuldabréf í Melaútibú Búnaðarbankans til undirskriftar ábyrgðarmanns. Þann 23.04.97 móttókum við skuldabréfið aftur og skráðum það til innheimtu hjá okkur að beiðni Gúmmívinnslunnar hf. Þann 23.09.1997 tók Gúmmívinnslan hf. skuldabréfið úr innheimtu hjá bankanum.” Telja verður upplýst, samkvæmt þeim gögnum er fyrir liggja, að Búnaðarbankinn hafi aldrei eignast skuldabréfið og því mistök að ekki var strikað yfir setningu í stimpli á bakhlið þar sem segir að skuldabréfið sé framselt Búnaðarbanka Íslands. Telja verður einnig upplýst, samkvæmt nefndum yfirlýsingum, að umstefnt skuldabréf var í innheimtu hjá Búnaðarbanka Íslands á Akureyri frá 17. apríl 1997 til 23. september 1997. Þykir því sýnt að Íslandsdekk ehf. hafði ekki vörslur bréfsins þegar félagið gaf út kvittun um greiðslu skuldabréfs að fjárhæð 4.000.000 króna, útgefið 2. apríl 1997, og gat því ekki tekið við greiðslu á umstefndu skuldabréfi. Eins og áður segir, ber að líta á framlagt skuldabréf sem handhafabréf. Stefnandi hefur handhöfn skuldabréfsins og þykir með því, sem að framan er rakið, hafa sýnt fram á eignarrétt sinn að skuldabréfinu og telst því réttur aðili að máli þessu. Ber því að taka kröfur stefnanda til greina. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefndu að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst 200.000 krónur. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Allrahanda/Ísferðir ehf. og Sigurdór Sigurðsson, greiði in solidum stefnanda, Gúmmívinnslunni hf., 4.056.681 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1997 til greiðsludags og 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 296/1998
Skuldamál Fjárvarsla
Deilt var um heimild H til ráðstöfunar á fé I, aldraðrar móður hans. Þegar I var lögð inn á ellideild sjúkrahúss fól hún H vörslur sparisjóðsbókar með 500.000 kr. innistæðu. H tók féð til eigin nota og var ekki talið að tekist hefði að sýna fram á heimild hans til þess, en sönnunarbyrði um það var talin hvíla á ekkju H vegna dánarbús hans. Var niðurstaða héraðsdóms um að endurgreiða bæri I féð úr dánarbúi H staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. júlí 1998 og krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar úr hennar hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Svo sem greinir í héraðsdómi lagðist stefnda, sem fædd er árið 1905, í apríl 1987 inn á ellideild sjúkrahúss Skagfirðinga til frambúðarvistunar. Hús hennar var selt og andvirðinu að mestu skipt milli barna hennar, en 500.000 krónur lagður á sparisjóðsbók í hennar nafni í september 1988. Að sögn yfirlæknis sjúkrahússins var stefnda þá með væg elliglöp, sem fóru hægt vaxandi, og í janúar 1990 varð af þessum sökum að flytja hana á deild þar sem meiri umönnun var veitt. Ekki er annað leitt í ljós en að hún hafi sjálf falið syni sínum, Hauki Þorsteinssyni, vörslur nefndrar sparisjóðsbókar. Áfrýjandi mótmælir því ekki að Haukur Þorsteinsson, sem hún situr í óskiptu búi eftir, hafi nýtt sér umrætt fé stefndu. Hún mótmælir því hins vegar, að það hafi verið gert í heimildarleysi. Öll gögn um ráðstafanir fjárins hafi verið afhent þegar þess hafi verið óskað svo og aðrar upplýsingar. Sönnunarbyrði hljóti að hvíla á stefndu um að Hauki hafi ekki verið þetta fé heimilt eða að hann hafi valdið stefndu tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Ágreiningslaust er að Haukur Þorsteinsson hafi tekið til eigin nota fé stefndu, sem hafði verið lagt á umrædda sparisjóðsbók. Af hálfu áfrýjanda hefur ekki verið sýnt fram á að hann hafi haft til þess heimild, en á áfrýjanda hvílir sönnunarbyrðin. Vegna þessa og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Eftir atvikum er rétt að áfrýjandi greiði stefndu 160.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Helga Sigríður Hannesdóttir, greiði stefndu, Ingibjörgu Konráðsdóttur, samtals 160.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. apríl 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 27. f.m., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Rögnvaldi Þorsteinssyni, kt. 120336-3989, Esjubraut 18, Akranesi, sem lögráðamanni Ingibjargar Konráðsdóttur, kt. 040605-2829, Sjúkrahúsi Sauðárkróks, á hendur Helgu Sigríði Hannesdóttur, kt. 010234-7519, Jöklaseli 23, Reykjavík, vegna dánarbús Hauks Þorsteinssonar, kt. 140132-4039, með stefnu sem birt var 4. apríl 1997. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 526.160,04 kr. með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, af 25.000 kr. frá 4. febrúar 1991 til 6. sama mánaðar, af 40.000 kr. frá þeim degi til 18. sama mánaðar, en af 60.000 kr. frá þeim degi til 15. apríl sama ár, en af 63.500 kr. frá þeim degi til 17. sama mánaðar, en af 83.500 kr. frá þeim degi til 10. maí sama ár, en af 98.500 kr. frá þeim degi til 5. júlí sama ár, en af 128.500 kr. frá þeim degi til 16. sama mánaðar, en af 178.500 kr. frá þeim degi til 12. ágúst sama ár, en af 208.364 kr. frá þeim degi til 18. sama mánaðar, en af 220.796,30 kr. frá þeim degi til 19. sama mánaðar, en af 270.796,30 kr. frá þeim degi til 28. sama mánaðar, en af 300.796,30 kr. frá þeim degi til 2. september sama ár, en af 328.376,60 kr. frá þeim degi til 12. sama mánaðar, en af 378.376,60 frá þeim degi til 17. október sama ár, en af 443.950,60 kr. frá þeim degi til 16. desember sama ár, en af 453.950,60 kr. frá þeim degi til 6. febrúar 1992, en af 483.950,30 kr. frá þeim degi til 6. mars sama ár, en af 513.950,60 kr. frá þeim degi til 13. apríl sama ár, en af 523.950,60 frá þeim degi til 5. nóvember sama ár, en af stefnufjárhæðinni 526.160,04 frá þeim degi til 17. apríl 1997, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnanda til greiðslu 24,5% virðisaukaskatts af þjónustu lögmanna. Dómkröfur stefndu eru í fyrst lagi að verða sýknuð af kröfum stefnanda. Í öðru lagi að stefnanda verði gert að greiða stefndu málskostnað að mati réttarins. Þá er þess krafist að dæmdur verði virðisaukaskattur á málflutningsþóknun þar sem stefnda sé ekki virðisaukaskattskyld. Í greinargerð stefndu var þess krafist að málinu yrði vísað frá dómi. Flutningur um frávísunarkröfuna fór fram 23. október 1997 og féllst héraðsdómur á frávísun 31. sama mánaðar. Með dómi Hæstaréttar Íslands 4. desember 1997 var úrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Aðalmeðferð í málinu fór fram 3. mars sl., en vegna veikinda þess dómara sem fór með málið var það endurflutt 27. s.m. og dómtekið á ný. I. Stefnandi rekur málsástæður sínar og önnur atvik málsins með eftirfarandi hætti: Stefnda situr í óskiptu búi eftir mann sinn, Hauk Þorsteinsson, kt. 140132-4039, en Haukur andaðist þann 21. september 1993. Haukur heitinn hafi fram að andláti sínu annast fjárreiður móður sinnar Ingibjargar Konráðsdóttur. Eftir andlát Hauks heitins hafi Rögnvaldur Þorsteinsson tekið að sér að annast fjárreiður móður sinnar. Þann 11. júlí 1996 hafi hann verið skipaður lögráðamaður hennar. Fljótlega eftir að Rögnvaldur hóf umsjón með fjárreiðum móður sinnar hafi hann orðið þess áskynja að móðir hans var verr stödd fjárhagslega en hann hafði ætlað. Ingibjörg Konráðsdóttir er fædd 4. júní 1905. Á árinu 1987 var hún lögð inn á Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, til frambúðarvistunar og hefur hún dvalist þar síðan. Þann 28. september 1988 var fasteign Ingibjargar, að Freyjugötu 46, Sauðárkróki seld og er Rögnvaldi kunnugt um að hluti söluandvirðisins muni hafa verið lagður inn á sparisjóðsbók á nafni Ingibjargar, nr. 13424 í Búnaðarbanka Íslands, Sauðárkróki, en Haukur heitinn hafi verið handhafi bókarinnar. Er Rögnvaldur hafði samband við bankann kom í ljós að búið var að eyða sparisjóðsbók nr. 13424. Rögnvaldur kveðst hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum frá stefndu um það með hvaða hætti fjármunum þeim, sem voru á sparisjóðsbók nr. 13424 á nafni Ingibjargar Konráðsdóttur, hafi verið ráðstafað en stefnda hafi ekki svarað því. Rögnvaldur kveðst hafa haft upplýsingar um stofnun bókarinnar og tilurð hennar til 3. mars 1989, en til að afla sér frekari upplýsinga um afdrif sparisjóðsbókar nr. 13424 hafi hann snúið sér til útibús Búnaðarbanka Íslands, Sauðárkróki. Bankinn hafi upplýst með bréfum, dagsettum 14. júlí 1995 og 13. nóvember 1996, að sparisjóðsbók nr. 13424 í eigu Ingibjargar hafi verið eyðilögð þann 24. september 1990 og innistæðan, 478.585,24 kr., hafi verið færð yfir á sparisjóðsbók nr. 263473 á nafni Hauks Þorsteinssonar. Upplýsti bankinn að innistæða á sparisjóðsbók nr. 263473 hafi þann 1. janúar 1991 verið 488.874,82 kr. Að ósk Rögnvalds upplýsti bankinn um hreyfingar á sparisjóðsbók nr. 263473 og hvert úttektum hefði verið ráðstafað. Samkvæmt upplýsingum bankans frá 13. nóvember 1996 og ljósritum úttektarmiða, voru úttektir 20 á bók nr. 263473 og námu samtals 526.190,04 kr. Bókin hafi verið tæmd og eyðilögð þann 5. nóvember 1993 og innistæðan, þá 2.209,44 kr., lögð inn á reikning á nafni db. Hauks Þorsteinssonar. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarbankans hafi Haukur Þorsteinsson notað innistæðu á sparisjóðsbók nr. 263473 til að framlengja víxla á sínu nafni, samtals 57.432 kr., til að greiða af skuldabréfi og reikninga samtals 57.444,50 kr., til kaupa á erlendum gjaldeyri 10.000 kr. og tekið út í peningum samtals 80.000 kr. Þá hafi verið lagt inn á tékkareikning nr. 12557, eigandi Haukur Þorsteinsson, samtals 319.074 kr. Svo sem fyrr sagði hafi Ingibjörg Konráðsdóttir dvalist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, óslitið frá árinu 1987. Á henni hafi ekki hvílt neinar fjárhagslegar skuldbindingar og aðstæður hennar hafi að öðru leyti verið slíkar að hún hefur ekki haft þörf fyrir peninga til að standa straum af daglegum útgjöldum. Í vottorði Ólafs R. Ingimarssonar, yfirlæknis Sjúkrahúsi Skagfirðinga, dags. 13. nóvember 1995, segi svo: „Ingibjörg er gömul kona sem leggst inn á ellideild sjúkrahússins til frambúðarvistunar 10.04 1987. Er þá með væg elliglöp sem fara hægt vaxandi og 03.01.90 verður að flytja hana yfir á deild þar sem meiri umönnun er möguleg, þetta að mestu vegna vaxandi elliglapa. Þau hafa síðan farið vaxandi hægt og bítandi til dagsins í dag og nú er Ingibjörg algjör hjúkrunarsjúklingur og ekki í raunveruleikatengslum við þennan heim.“ Sparisjóðsbók nr. 13424 var á nafni Ingibjargar og innistæða á bókinni hennar eign. Þann 24. september 1990 er sparisjóðsbókin eyðilögð og innistæðan, 478.585,24 kr., eign Ingibjargar, færð á bók nr. 26373 í Búnaðarbanka Íslands, Sauðárkróki, á nafni Hauks heitins Þorsteinssonar. Rögnvaldur heldur því fram að þetta hafi verið gert án vitundar og samþykkis Ingibjargar. Þá heldur hann því fram að upplýsingar Búnaðarbanka Íslands, Sauðárkróki, sýni svo ekki verði umdeilt að Haukur heitinn hafi ekki notað fjármuni móður sinnar í hennar þágu, heldur í eigin þágu. Rögnvaldur heldur því fram að fyrir liggi óyggjandi sönnur að Haukur heitinn hafi í heimildarleysi og með saknæmum og ólögmætum hætti nýtt sér fjármuni móður sinnar, Ingibjargar Konráðsdóttur og þannig valdið henni tjóni, sem óskipt bú stefndu og Hauks heitins Þorsteinssonar beri að bæta. Þá heldur Rögnvaldur því ennfremur fram að Haukur heitinn hafi nýtt sér bágt andlegt ástand móður sinnar til að afla sér fjármuna, sbr. 31. gr. samningalaga nr. 7/1936, verði einhver vafi talinn um heimildarleysi Hauks. Með leyfi sýslumannsins á Sauðárkróki þann 18. október 1993 hafi stefnda fengið leyfi til setu í óskiptu búi eftir Hauk Þorsteinsson, en hann lést þann 21. september 1993. Samkvæmt 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. 7. gr. laga nr. 48/1989, hafi stefnda þá jafnframt tekið á sig allar skuldir Hauks heitins sem sínar eigin. Sé því kröfum stefnanda beint að stefndu. Kröfugerð stefnanda sé byggð á yfirlitum Búnaðarbanka Íslands, Sauðárkróki, frá 14. júlí 1995 og 13. nóvember 1996 og sé við það miðað að Haukur heitinn hafi dregið sér féð þegar hver einstök úttekt fór fram. Vaxta sé krafist samkvæmt 7. gr. vaxta­laga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989, frá úttektardegi til þingfestingar­dags, en síðan sé krafist dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga, sbr. 15. gr. laganna. Rögnvaldur Þorsteinsson hafi verið skipaður til að vera lögráðamaður Ingibjargar Konráðsdóttur, með skipunarbréfi sýslumannsins á Sauðárkróki dagsettu þann 11. júlí 1996, en hún hafi verið svipt fjárræði með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra þann 1. apríl 1996. Rögnvaldur fari því með málefni Ingibjargar, sbr. V. kafla lögræðislaga nr. 68/1984 og með því fyrirsvar í dómsmálum, sbr. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Rögnvaldur hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum frá stefndu um ráðstafanir á fjármunum Ingibjargar Konráðsdóttur, en því hafi ekki verið svarað. Jafnframt hafi hann reynt að ná samkomulagi, en án árangurs. Stefnanda sé því nauðugur sá kostur að höfða mál þetta. Stefnandi byggi málsókn sína á því að Haukur heitinn hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið henni bótaskyldu tjóni og sé bótakröfum beint að stefndu á grundvelli 12. gr. erfðalaga. Varðandi lagarök vísar stefnandi til 247. gr. almennu hegningarlaga nr. 19/1940, til almennra reglna skaðabótaréttar um greiðslu skaðabóta utan samninga og til 31. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 1. gr. laga nr. 11/1986. Þá vísar stefnandi til 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. 7. gr. laga nr. 48/1989, til ákvæða V. kafla lögræðislaga nr. 68/1984 og til 3. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um vexti byggi á 7. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989 og III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum. Krafan um málskostnað byggi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um virðisaukaskatt byggi á lögum nr. 50/1988. Lögmönnum sé skylt að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og því beri honum nauðsyn á að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. II. Stefnda gerir eftirfarandi athugasemdir við málsatvikalýsingu stefnanda: Haukur Þorsteinsson hafi verið handhafi bókar númer 13424, en stefnandi sé með vangaveltur um hvort Haukur hafi verið talinn handhafi hennar. Varðandi fullyrðingar stefnanda að ítrekað hafi verið óskað eftir upplýsingum frá stefndu um með hvaða hætti fjármunum hafi verið ráðstafað án þess að því hafi verið svarað, þá sé það alrangt. Stefnda hafi afhent Rögnvaldi öll gögn, þ.m.t. bókhaldsmöppur sem hún hafi haft undir höndum um fjárreiður Ingibjargar eftir andlát Hauks. Stefnda hafi jafnframt ítrekað að ráðstöfun á fjármunum af sparisjóðsbók á nafni Hauks heitins væri hans einkamál. Þannig hafi öllum fyrirspurnum Rögnvaldar verið svarað. Aðstandendur Hauks heitins Þorsteinssonar hafi frá upphafi hafnað þeim ásökunum sem komið hafi frá Rögnvaldi Þorsteinssyni og Grétu Þorsteinsdóttur í garð Hauks heitins og hafi reynt til hins ítrasta að ná samkomulagi í máli þessu, enda hafi mál þetta fengið mjög á stefndu. Þegar ljóst hafi verið að þessar tilraunir bæru ekki árangur, þá hafi það verið ósk aðstandenda Hauks heitins Þorsteinssonar að mál þetta færi fyrir dómstóla, þannig að hægt væri að hreinsa mannorð hans. Ekki sé um það deilt að Haukur heitinn hafi tekið við fjármálum Ingibjargar og hann hafi gengið frá öllum fjárhagsskuldbindingum sem á henni hafi hvílt. Það sé einnig ljóst að Ingibjörg hafi verið fullkomlega fær um að taka ákvarðanir um sín persónulegu mál á árinu 1990 og 1991. Því til staðfestu er bent á að Ingibjörg hafi kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 1990 og í alþingiskosningum árið 1991. Stefnda mótmæli því ekki að Haukur heitinn hafi nýtt sér í eigin þágu peninga af bók í hans nafni, enda hafi það verið í fullu samræmi við það að bók nr. 13424 hafi verið eyðilögð og ný bók stofnuð. Hann hafi verið handhafi bókar nr. 13424 og hafi því getað ef hann vildi nýtt sér þá fjármuni í eigin þágu, án þess að eyðileggja þá bók og stofna nýja. Því sé aftur á móti alfarið hafnað að Haukur heitinn hafi nýtt sér þessa fjármuni í heimildarleysi og gegn vilja móður sinnar. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að það sé alls ósannað að Haukur Þorsteinsson hafi nýtt sér fjármuni þá sem voru á bankabók nr. 13424 án heimildar. Með vilja og vitund allra erfingja Ingibjargar Konráðsdóttur, svo og með fullu samþykki Ingibjargar Konráðsdóttur, hafi Hauki heitnum Þorsteinsyni verið falið að annast fjármál hennar. Stefnandi geti með engu móti sannað að hann hafi nýtt sér fjármuni móður sinnar í heimildarleysi og með saknæmum og ólögmætum hætti. Honum hafi verið falið af móður sinni að annast fjármál hennar, með hennar samþykki og vitund og vilja allra aðstandenda. Því sé öllum getgátum stefnanda um það að hann hafi nýtt sér í heimildarleysi og með saknæmum og ólögmætum hætti fjármuni móður sinnar, harðlega mótmælt. Með engu móti hafi heldur verið sýnt fram á eða sannað bágt andlegt ástand Ingibjargar Konráðsdóttur á þeim tíma er Haukur heitinn hafi annast fjármál hennar. Þessari málsástæðu stefnanda sé harðlega mótmælt sem rangri og algerlega ósannaðri. Ljóst sé að Ingibjörg hafi kosið a.m.k. tvisvar sinnum eftir að hún lagðist inn á spítala og engar skýrslur séu til um andlegt ástand hennar á þeim tíma sem úttektirnar fóru fram. Einungis sé byggt á getgátum um andlegt ástand Ingibjargar á þessum tíma. Með engu móti sé því hægt að sanna eða afsanna, hvort úttektir þessar hafi ekki verið með samþykki Ingibjargar, vitund hennar og vilja og að um gjöf hafi verið að ræða, en ljóst sé að Haukur heitinn hafi annast móður sína ásamt systur sinni sem búsett sé á Sauðárkróki. Málskostnaðarkrafan byggist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. Stefnda sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili og því beri nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi stefnanda. III. Niðurstöður. Það er óumdeilt að Haukur heitinn Þorsteinsson fór að ósk systkina sinna með fjármál móður þeirra Ingibjargar Konráðsdóttur frá árinu 1988 til dauðadags síns 1993. Sparisjóðsbók nr. 13424 var stofnuð 29. september 1988 við útibú Búnaðarbanka Íslands á Sauðárkróki á nafni Ingibjargar og afhentu systkini Hauks heitins honum bókina til varðveislu. Þá hafði fasteign Ingibjargar verið seld og söluandvirði hennar að mestu skipst milli barna Ingibjargar, en hluti verið lagður inn á fyrrnefnda bók. Bókin var síðan tæmd og eyðilögð 24. september 1990 af Hauki heitnum Þorsteinssyni og innistæðan 478.585,24 kr. flutt yfir á bók á hans nafni. Fjárhæð stefnukröfu hefur ekki verið mótmælt, en hún er byggð á úttektum úr seinni bókinni samtals að fjárhæð 526.160,04 kr. Ágreiningur aðila lýtur að ráðstöfun á fé úr áðurgreindri bankabók, þ.e. hvort Haukur heitinn hafi haft heimild móður sinnar til þess að yfirfæra peningana yfir á sinn reikning og nýta sér þá í eigin þágu. Í gögnum málsins er að finna vottorð frá sjúkrahúsi Skagfirðinga, undirritað af Ólafi R. Ingimarssyni, yfirlækni, en þar segir. „Samantekt: Ingibjörg er gömul kona sem leggst inn á ellideild sjúkrahússins til frambúðarvistunar 10. apríl 1987. Er þá með væg elliglöp sem fara hægt vaxandi og 03.01.90 verður að flytja hana yfir á deild þar sem meiri umönnun er möguleg, þetta að mestu vegna vaxandi elliglapa...“ Ljóst er að vegna heilsufars Ingibjargar fólu systkini Hauks heitins honum umsjón bókarinnar. Af hálfu stefndu er því haldið fram að Ingibjörg hafi á þessum tíma verið fær um að ráða ráðum sínum, m.a. hafi hún kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 1990 og í Alþingiskosningum árið 1991. Því hefur hins vegar verið mótmælt af stefnanda með vísan til framangreinds vottorðs sjúkrahúslæknisins, en af því má ráða að heilsu Ingibjargar fer hrakandi á árinu 1990. Ekki liggur fyrir í málinu og verður ekki upplýst hvort ráðstöfun Hauks heitins er hann lét eyðileggja bókina og nýtti sér innistæðu hennar í eigin þágu var með samþykki Ingibjargar eða fór í bága við vilja hennar. Það er hins vegar ljóst að þegar Haukur heitinn lét eyðileggja sparisjóðsbókina og færa innistæðuna á bók á sínu nafni þá ræddi hann þá ráðstöfun ekki við systkini sín, sem höfðu falið honum þessa hagsmunagæslu og treyst honum til að geyma bókina með áðurgreindum fjármunum. Það liggur fyrir að þau veittu honum ekki heimild til þess að nýta sér þá fjármuni sem hér um ræðir í eigin þágu. Í málinu kom fram að það voru systkinin en ekki Ingibjörg sem fólu honum vörslu bókarinnar. Þegar litið er til heilsufars Ingibjargar á þessum tíma verður að telja að það hafa verið óvarlegt af Hauki heitnum að hann skyldi ekki bera þessa ákvörðun undir systkini sín, þar sem honum hafði verið trúað fyrir vörslu bókarinnar og fjármunanna sem inn á henni voru af þeim, enda hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að honum einum systkinanna hafi verið ætlað að njóta þeirra fjármuna sem inn á títtnefndri bók voru, heldur hið gagnstæða að fjármunirnir hafi átt að standa straum m.a. af útfararkostnaði Ingibjargar. Þegar framanritað er virt þykir vera sannað að Haukur heitinn hafi ekki leitað eftir samþykki bærra aðila til þess að ónýta áðurgreinda bankabók móður sinnar, færa innistæðu hennar yfir á bók á sínu nafni og nýta sér fjármunina í eigin þágu. Þykir því rétt að stefnda greiði stefnanda 526.160,04 kr. með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Stefnda greiði stefnanda 170.000 kr. í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Halla Bachmann Ólafsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefnda Helga Hannesdóttir greiði Ingibjörgu Konráðsdóttur 526.160,04 kr. með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989 frá 17. apríl 1997 til 22. apríl 1998, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 170.000 kr. í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts.
Mál nr. 252/1998
Stjórnarskrá Tjáningarfrelsi Friðhelgi einkalífs Mannréttindasáttmáli Evrópu Lyfjaverð Þagnarskylda Hlutdeild
I var ákærður fyrir hlutdeild í broti gegn 230. gr. alm. hgl. með því að hafa í samvinnu við lækninn E skráð og birt frásögn E af einkamálefnum fyrrum sjúklings hans. I var sakfelldur og dæmdur til greiðslu sektar, enda var talið, m.a. með vísan til þeirra hagsmuna sem í húfi voru, að sakfellingin væri samrýmanleg ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannrétttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Þá var talið að almennar reglur um hlutdeild ættu við um brot gegn 230. gr. alm. hgl.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. júní 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður. I. Eins og lýst er í héraðsdómi var Esra Seraja Pétursson með ákæru 12. mars 1998 sóttur til saka fyrir að hafa skýrt frá sjúkdómum, sjúkrasögu og öðrum einkamálum fyrrum sjúklings síns, Á heitinnar, sem hann komst að sem læknir, og látið birta opinberlega í bókinni „Sálumessa syndara - Ævi og eftirþankar Esra S. Péturssonar geðlæknis og sálkönnuðar“, sem gefin var út í Reykjavík í októbermánuði 1997 af útgáfufélaginu Hrísey ehf. Í sömu ákæru var ákærða, sem skráði æviminningar Esra S. Péturssonar, gefið að sök að hafa, í samvinnu við Esra, birt frásögn hans af einkamálefnum fyrrum sjúklings hans í bókinni, en ákærði var aðalmaður í stjórn og framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Hríseyjar ehf. Var atferli ákærða talið varða við 230. gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 13. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956. Samkvæmt a. lið 2. tl. 242. gr. laga nr. 19/1940 sætir brot gegn ákvæðum 230. gr. opinberri ákæru eftir kröfu þess manns, sem misgert var við. Á andaðist 5. apríl 1996. Hún lét eftir sig tvo syni og fer I með forsjá þeirra. Grundvallast málsóknin á því, að I gerði refsikröfu fyrir hönd eldri sonar Á heitinnar, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1940. Með dómi héraðsdóms var Esra S. Pétursson sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 7. mgr. 15. gr. og 30. gr. læknalaga nr. 53/1988 og 230. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur til að greiða 350.000 krónur í sekt í ríkissjóð. Esra unir niðurstöðu héraðsdóms og ákæruvaldið áfrýjaði ekki hvað hann varðar. Hér fyrir dómi reynir því á hlutdeild ákærða í broti Esra gegn 230. gr. laga nr. 19/1940, án þess að þáttur Esra komi sjálfstætt til skoðunar. Leiðir það eitt út af fyrir sig ekki til frávísunar málsins, enda er í ljós leitt, að Esra var í héraðsdómi réttilega sakfelldur fyrir brot gegn áðurnefndum ákvæðum læknalaga og 230. gr. laga nr. 19/1940. II. Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist, að málinu verði vísað frá dómi. Telur hann ákæruna svo óljósa og almenna, að engin leið sé að verjast henni. Textinn, sem honum sé gefið að sök að hafa skrásett og birt, sé að mestu samfelld frásögn og sé engin leið að líta svo á að allt, sem þar kemur fram, hafi Esra S. Pétursson fengið vitneskju um sem læknir og sé þar af leiðandi háð trúnaði samkvæmt reglum læknalaga eða 230. gr. laga nr. 19/1940. Ummæli þau, sem ákæran lýtur að, er að finna í 49. og 50. kafla bókarinnar. Í upphafi 49. kafla hefur Esra S. Pétursson þann formála að kynnum sínum við Á, að hún hafi verið send í meðferð til sín skömmu eftir að hann flutti til Íslands árið 1975. Síðan rekur hann sjúkrasögu Á heitinnar og meðferð sína á sjúkdómi hennar, en hún var sjúklingur hans í 10 ár og kom í viðtöl til hans að jafnaði þrisvar í viku hverri. Í lokamálsgrein þeirra ummæla, sem ákæran lýtur að, kemur fram, að þegar þar var komið sögu var Á heitin enn sjúklingur hans en meðferð hennar í þann veginn að ljúka. Við lestur framangreindra kafla er þannig ljóst, að læknirinn er að lýsa í samfelldu máli sjúkrasögu sjúklings og læknismeðferð sinni. Þar kemur og fram lýsing af einkalífi sjúklingsins, sem frá honum er komin, en einu má gilda hvort hún hafi verið tekin upp úr sjúkraskrám eða ekki. Fer ekki milli mála hver sú háttsemi er, sem ákært er fyrir. Er frávísunarkrafa ákærða ekki tekin til greina. III. Af hálfu ákærða er byggt á því, að í 230. gr. laga nr. 19/1940 séu taldir með tæmandi hætti þeir, sem geti skapað sér refsiábyrgð með því að aðstoða aðalmann í broti gegn ákvæðum greinarinnar, og verði almennum hlutdeildarreglum samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1940 ekki beitt. Ekki verður á þetta fallist. Ákvæði 230. gr. geymir lýsingu á aðalmönnum brots, en fjallar ekki um hlutdeild eða hlutdeildarmenn. Gilda hér almennar reglur um hlutdeild. Getur því háttsemi ákærða réttilega varðað við þau refsiákvæði, sem getið er í ákæru. IV. Af hálfu ákærða er því haldið fram, að réttur hans til skráningar og birtingar ævisögunnar, þar á meðal ummælanna sem ákæra lýtur að, sé varinn af 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 11. gr stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Einnig sé réttur hans til tjáningarfrelsis varinn af 10. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir það að tjáningarfrelsi hafi löngum verið talið til mikilvægustu mannréttinda, hefur því engu að síður verið játað að því megi setja vissar skorður. Er það gert með stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem heimilað er að setja tjáningarfrelsi skorður „með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Fallast verður á að ákvæði 230. gr. laga nr. 19/1940 fullnægi þessum skilyrðum að því leyti að takmarkanir, sem þar eru gerðar á tjáningarfrelsi, eru settar með lögum vegna réttinda og eftir atvikum mannorðs annarra. Reynir því á hvort skorður, sem ákvæðið myndi setja við tjáningarfrelsi ákærða með sakfellingu hans, séu nauðsynlegar og samrýmanlegar lýðræðishefðum. Í máli þessu reynir á mörkin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs, sem nýtur verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 9. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Hugtakið friðhelgi einkalífs hefur verið skýrt á þann veg, að í því felist fyrst og fremst réttur til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi, og er litið svo á, að tilfinningalíf og tilfinningasambönd við aðra njóti verndar. Einkalíf manna nýtur einnig verndar samkvæmt ákvæðum 8. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994, og 17. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. auglýsingu nr. 10/1979. Samkvæmt 1. mgr., sbr. 7. mgr. 15. gr. læknalaga ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það, að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál, er hann kann að komast að sem læknir. Rík trúnaðar- og þagnarskylda hvílir á starfsmönnum heilbrigðisþjónustu, bæði vegna almennra mannréttindasjónarmiða og í þeim tilgangi meðal annars að samband lækna og sjúklinga geti verið náið og heilsuvernd og lækningar skilað sem mestum árangri. Vernd persónuupplýsinga, og þá ekki síst heilsufarslegra, er nauðsynleg til þess að menn fái notið þeirra réttinda, sem varin eru með ákvæðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Eins og að framan greinir er heimilt að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr stjórnarskrárinnar. Í máli því, sem hér um ræðir, braut læknir trúnað sjúklings síns með því að birta einkamálefni sjúklingsins, sem hann komst að í starfi sínu, og vanvirða minningu hans. Við ákvörðun á mörkum tjáningarfrelsis hefur í dómaframkvæmd hin síðari ár verið litið mjög til þess að vegna lýðræðishefða verði að tryggja að fram getið farið þjóðfélagsleg umræða. Gildir þetta meðal annars við úrlausn um mörk tjáningarfrelsis rithöfunda og blaðamanna, sem ákærði hefur skírskotað til í málatilbúnaði sínum. Í málinu eru ekki í húfi neinir slíkir hagsmunir, sem réttlætt geti að gengið sé svo harkalega á friðhelgi einkalífs eins og hér var gert með því að birta ummæli þau, sem ákært er fyrir. Sakfelling ákærða fyrir brot gegn ákvæði 230. gr. laga nr. 19/1940 er því samrýmanleg heimild 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, svo og ákvæði 2. mgr. 10. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994, sem er af sama toga og nefnt ákvæði stjórnarskrárinnar. Ákærða stoðar ekki að halda því fram að nafngreindir læknar hafi ekki verið ákærðir fyrir háttsemi, sem hann telur samsvarandi, enda réttlætir það ekki verknað hans. Ber með þessum athugasemdum að staðfesta sakfellingu héraðsdóms á ákærða með vísan til forsendna hans. V. Í héraðsdómi var það virt ákærða til þyngingar refsingar, að hann hefði gert sér grein fyrir því, að brot hans gæti raskað tilfinningum barna Á heitinnar. Þykir það ekki eiga að öllu leyti við, þar sem í ljós er leitt, að ákærði reyndi að taka tillit til barnanna með því að umskrifa einn kafla bókarinnar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess, að brot ákærða var framið í atvinnustarfsemi hans, þótt ágóði yrði enginn að hans sögn. Rétt þykir að ákveða ákærða sömu refsingu og Esra S. Pétursson hlaut í héraðsdómi og dæma hann til að greiða 350.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 50 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað ákærða. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Örn Margeirsson, greiði 350.000 krónur í sekt í ríkissjóð og komi 50 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað ákærða er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 150.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 1998 Ár 1998, föstudaginn 8. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, og meðdómsmönnunum Auði Þorbergsdóttur og Steingrími Gauti Kristjánssyni, héraðsdómurum, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 300/1998: Ákæruvaldið gegn Esra Seraja Péturssyni og Ingólfi Erni Margeirssyni, sem tekið var til dóms 24. apríl sl. Málið er höfðað með ákæru Ríkissaksóknara, dagsettri 12. mars sl., á hendur ákærðu, Esra Seraja Péturssyni, kt. 110918-461, Stigahlíð 46, Reykjavík, og Ingólfi Erni Margeirssyni, kt. 040548-335, Ránargötu 22, Reykjavík. Ákærða Esra Seraja fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og þagnarskyldu lækna og ákærða Ingólfi Erni fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs. I. 1. Ákærða, Esra Seraja Péturssyni, er gefið að sök að hafa skýrt frá sjúkdómum, sjúkrasögu og öðrum einkamálum fyrrum sjúklings síns, Á heitinnar, sem hann komst að sem læknir og látið birta opinberlega í bókinni „Sálumessa syndara“ – Ævi og eftirþankar Esra S. Péturssonar geðlæknis og sálkönnuðar, sem gefin var út í Reykjavík í októbermánuði 1997 af útgáfufélaginu Hrísey ehf. 2. Ákærða, Ingólfi Erni Margeirssyni, sem skráði framangreindar æviminningar meðákærða, er gefið að sök að hafa, í samvinnu við meðákærða, birt frásögn meðákærða af einkamálefnum fyrrum sjúklings hans í bókinni „Sálumessa syndara“, sem gefin var út á vegum útgáfufélagsins Hríseyjar ehf., þar sem ákærði er einn aðalmaður í stjórn og framkvæmdastjóri. II. Ummælin í frásögninni, sem ákæran lýtur að, er að finna í 49. og 50. kafla bókarinnar, á bls. 213 til 219, og fara þau hér á eftir: 1.Úr 49. kafla bókarinnar, „Ofsóknarárátta Á“: „Allir höfðu gefist upp á Á. Hún hafði gengið til margra geðlækna, verið lögð inn á Klepp og farið í meðferð í Skotlandi. En allt kom fyrir ekki; það gat enginn tjónkað við hana og ekki var unnt að veita henni bót á neinn hátt..... .....Á var mikill fíkill; blandaði saman víni og róandi lyfjum. Hún var sífellt með hita, sem sennilega stafaði af ofneyslu lyfjanna. Á var mjög reiðigjörn. Í fyrstu var hún mjög reið út í mig og í mikilli vörn. Hún var þegjandaleg; datt hvorki af henni né draup..... Á hafði verið gift ungum listmálara en hjónabandið hafði leyst upp. Faðir Á var drykkfelldur og hafði verið illa þokkaður í föðurhúsum móður hennar. Hjónaband foreldra hennar hafði verið skammvinnt og átakamikið og endaði með skilnaði þegar Á var þriggja ára. Reiði móðurinnar var mikil út í föðurinn og hún bannaði honum að hafa samband við dótturina. Á varð snemma villingur; hljóp upp á þök og var stundum hætt komin, ögraði fólki og var upp á kant við umhverfi sitt. Hún var ofdekruð af afa sínum og alin upp af móður og ömmu sem létu flest undan stelpunni. Samvinna okkar Á var brösótt í byrjun en fór skánandi. Ég notaði þá aðferð að gera samantekt á þriggja mánaða fresti; um hvað samræðurnar höfðu snúist, hver vinnan hefði verið og árangur af henni; hvað væri orsök og afleiðing: persónurnar í fjölskyldumynstrinu og áhrif þeirra á mótun hennar og sálarlíf. Á var afskaplega mótfallin öllum slíkum greiningum og óttaðist þær..... Á var haldin þessum dæmigerðu ranghugmyndum um geðlækna; að þeir væru andlega fullkomnir. Hún var ennfremur haldin ofsóknaráráttu og hataðist við sína nánustu. Hún hafði enga trú á þeim lækningum sem höfðu verið viðhafðar til að hjálpa henni úr einangruðum heimi. Hún fjargviðraðist út í spítalaveruna á Kleppi og erlendis; taldi þá vist vera svik af hendi móðurinnar og annarra ættingja. Hún hafði upplifað æskuna sem svik; foreldrarnir voru stöðugt að koma og fara en amman og afinn voru þó til staðar og reyndar fjöldi annarra. En það kemur enginn í stað móður og Á var glöggt dæmi um afleiðingu móðurfjarveru. Henni fannst foreldrarnir óábyggilegir og svikulir og að sínir nánustu hefðu hafnað sér. Þessi höfnun sat í henni. Hún var læst í ringulreið og upplausn; fann ekki haldreipi í lífinu. Samband þeirra mæðgna hafði versnað með aldrinum; gagnkvæm rifrildi og hótanir um sjálfsmorð. Á þjáðist einnig af lystarstoli - anorexiu nervosa - sem ég kalla sveltisýki; lífshættulegur sjúkdómur. Hún var grindhoruð en minnkaði ekki drykkjuna fyrir því. Hún þjáðist af paranoju – ofsóknaráráttu sem gerði það meðal annars að verkum að hún gat drukkið flesta undir borðið....... Á var haldin ofsóknarhugmyndum og við unnum sleitulaust við að draga úr ofsóknaráráttu hennar í hálft annað ár. Áráttan beindist aðallega gegn þeim sem voru henni kærastir. Þegar fram í sótti hataðist hún æ minna við fólkið sitt. Þegar Á fékk sveltisýkiköstin hætti hún að hafa á klæðum. Þetta ástand gat varað allt upp í eitt ár. Ég átti í erfiðleikum með að aðstoða hana við lystarstolið. Hún var mjög dyntótt í mataræði; vildi helst kjúklinga og borðaði lítið annað. Það sem gerði lækninguna erfiða og flókna var að hún var blanda af lyfjafíkli og taugasjúklingi. Hún þoldi illa breytingar; ef ég ætlaði að minnka við hana lyfjaskammtana varð ég að taka af henni eina pillu í einu. Ég lét hana halda dagbók um sjálfa sig þar sem henni var meðal annars uppálagt að tilgreina lyfjanotkunina. Á þremur, fjórum árum tókst mér að venja hana af lyfjunum að mestu, en þó ekki alveg. Hún át minna af pillum og drakk minna af víni. Þar með gerðist hún heilbrigðari – en árangurinn kom afar hægt; lúsaðist áfram. Þetta var sálkönnun með snigilshraða..... Á kom þrisvar í viku og ég lækkaði gjaldið verulega fyrir hana til að gera henni kleift að halda áfram. Ég bauð henni einnig að taka þátt í hópmeðferðum en hún þoldi fólkið illa og hætti fljótlega. Einkatímarnir héldu þó áfram. Smám saman fór ástand Á að lagast. Lystarstolsköstin urðu minni, hún fór að fá meira hold á sig þótt hún væri enn grönn, tíðirnar komu aftur og jafnvægi hennar varð betra..... Á hélt áfram að ganga til mín. Hvort sem það var hinu nýja móðurhlutverki eða samtalstímum okkar að þakka, þá efldist hún stöðugt og varð æ heilbrigðari. Viðtalstímarnir voru orðnir mjög stopulir og nánast aflagðir. Það var komið að því að útskrifa hana.....“ 2.Úr 50. kafla bókarinnar, „Faðir um sjötugt“: „Í samtölum okkar hafði fljótlega borið töluvert á neikvæðri gagnúð Á gagnvart mér. Afstöðutengsl hennar við mig voru líkt og verið höfðu við vandamenn hennar í æsku. Síðan tók gagnúðin að breytast í hrifningu á mér; hún taldi að ég gæti hjálpað henni gífurlega. Það var einnig álit móður hennar og ýmissa í fjölskyldunni. Ég var því töluvert stallsettur um tíma. Það tók mig dágóðan tíma að vinna á gagnúð hennar; fá hana til að skilja að tengsl okkar væru ekki eins og ég væri einn af fjölskyldu hennar úr æsku, heldur væri ég læknir og hún sjúklingur læknisins..... Á fór að fá kynferðislega gagnúð á mér; hún yfirfærði kynferðislegar hugmyndir og hugaróra yfir á mig..... Ég reyndi að sýna Á fram á fáránleika kynferðislegrar gagnúðar í þessu tilviki. Ég væri þrjátíu árum eldri en hún. Það væri út í hött að vera skotinn í mér, aldursmunurinn væri allt of mikill. „Ég elska þig ekki vegna gagnúðar, heldur sem mann,“ svaraði Á. Í tæpan áratug reyndi ég að draga úr kynlífsáhuga hennar á mér með skírskotun til aldursmunar okkar. Það beit ekki á hana. Hún varð æ heilbrigðari og ég fór að hlusta á orð hennar undir öðrum formerkjum..... Á situr í stólnum skáhallt gegn mér. Hún brosir tvírætt og segist hafa átt samfarir við mig í draumi. Hún tekur að lýsa draumnum; í smáatriðum dregur hún upp ástaleik okkar. Hún er komin að því að útskrifast úr sálkönnun; hraustleg með nýjan bjarma í augum. Hún lítur glettnislega á mig meðan hún heldur frásögninni rólega áfram...........“ III. Framangreint atferli ákærða, Esra Seraja Péturssonar, telst varða við 1. mgr. sbr. 7. mgr. 15. gr., sbr. 2. mgr. 30. gr. læknalaga nr. 53, 1988 og 230. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Framangreint atferli Ingólfs Arnar Margeirssonar telst varða við 230. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 13. gr. laga um prentrétt nr. 57, 1956. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Af hálfu ákærðu hefur því verið hreyft að ákæran sé svo óljós og víðtæk að ekki sé unnt að gera sér fulla grein fyrir því hvað ákærðu sé gefið að sök eða verjast henni. Sé því rétt að vísa henni frá dómi. Á þetta verður ekki fallist. Telur dómurinn ákæruna vera skýra og ekki geti farið á milli mála hvað ákærðu sé gefið þar að sök. Málavextir. Í október í haust kom út í Reykjavík hjá forlaginu Hrísey ehf. bókin Sálumessa syndara með æviminningum ákærða Esra Seraja. Í bókinni, sem skiptist í 58 kafla, er sagt á hispurslausan hátt frá lífi og starfi Esra Seraja hérlendis og vestan hafs og skráði ákærði, Ingólfur Örn, frásögnina að mestu leyti eftir frásögn meðákærða en einnig að nökkru leyti eftir rituðum heimildum. Er ákærði, Ingólfur Örn, tilgreindur sem höfundur á kápu og titilsíðu bókarinnar en ákærðu báðir sagðir eigendur höfundarréttar að henni. Gerðu ákærðu með sér skriflega útgáfusamninga 28. maí 1997 þar sem m.a. er kveðið á um höfundarlaun til ákærða, Esra Seraja. Í bókinni er að finna efni það sem ákært er út af og segir ákærði Esra Seraja þá frásögn vera gerða eftir minni og efnislega rétta. Ákærði hlaut almennt lækningaleyfi hér á landi 17. febrúar 1948 en hann hefur starfað að sérgrein sinni, geðlækningum, um áratuga skeið bæði hér á landi og vestan hafs. Þá hefur hann lært og lagt fyrir sig sálkönnun sem að sögn ákærða hefur ekki verið viðurkennd sem hluti af læknisfræði, enda leggi fleiri en læknar stund á þá grein. Fram kemur í bókinni að ákærði telur samtöl sálkönnuðar og skjólstæðings vera algjört trúnaðarmál. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið svipti ákærða lækninga­leyfi sínu 12. janúar sl. vegna bókarkaflanna sem hér um ræðir. Ákærði, Ingólfur Örn, hefur starfað við blaðamennsku frá því að hann lauk háskólanámi 1975. Hann segist hafa farið að skrifa bækur 1981, en áður hafa komið út eftir hann ævisögur 5 nafn­kunnra Íslendinga. Ákærði og eiginkona hans stofnuðu Hrísey ehf. 10. september 1997. Er ákærði framkvæmdastjóri og aðalmaður í stjórn félagsins en yfirlýstur tilgangur þess er bókaútgáfa, lánastarfsemi og rekstur fasteigna. Rannsókn máls þessa hófst í tilefni af kæru Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins til Lögreglustjórans í Reykjavík 10. desember sl. Þá hefur I, sem fer með forræði tveggja sona Á heitinnar, fæddra 1982 og 1986, kært yfir bókinni vegna eldri sonarins. A.Ákærði, Esra Seraja, segist hafa svo til eingöngu lagt stund á sálkönnun eftir að hann fluttist hingað til lands 1975 en þó haft einstaka geðsjúkling í geðlæknismeðferð. Segir hann Á heitna hafa verið í meðferð hjá sér í um 10 ár frá því seint á árinu 1975 til 1985 og hafi hún gengið til sín til sálkönnunar en ekki til geðlækninga. Hafi hún komið til sín í viðtöl 3svar í viku hverri. Að svo miklu leyti sem hún hafi þurft á geðlæknismeðferð að halda hafi hún fengið hana hjá öðrum læknum og á sjúkrahúsum. Hann kannast þó við að hafa ávísað til hennar þunglyndislyfjum um 5 til 6 ára skeið. Þá segir hann aðferðir sálkönnunar og geðlækninga geta skarast að svo miklu leyti sem þessar greinar byggi báðar á samtalsmeðferð. Ákærði kveðst ekki líta svo á að hann hafi birt frásögn af sjúkdómi Á heitinnar eða sjúkraskrá hennar heldur sé umfjöllun um Á og ástarævintýri þeirra hluti af ævisögu hans og geti haft gildi fyrir aðra sem hana lesa. Kveðst hann ekki telja að það hefði haft mikið að segja fyrir frásögn hans af högum Á að hún var látin. Þá kveðst hann ekki líta svo á að hann hafi brotið trúnað við hana með því að birta þessa frásögn. Ákærði kveðst telja að hann hafi haft um 300.000 krónur í tekjur af bókinni. Aftur á móti hafi neikvæð gagnrýni um bókina alveg tekið fyrir jólasöluna á bókinni og muni vera tap á henni. Fram er komið hjá ákærða að hann ávísaði Á heitinni geðlyfjum um árabil meðan hún gekk til hans. Þá kemur berum orðum fram í bókinni að ákærði leit á sig sem geðlækni hennar og á hana sem sjúkling sinn. Álítur dómurinn vafalaust að hann hafi stundað Á sem læknir og í skjóli lækningaleyfis síns. Skiptir þá ekki máli hvort hann beitti sálkönnun jafnhliða læknismeðferðinni. Samkvæmt 1. mgr., sbr. 7. mgr. 15. gr. læknalaga, bar ákærða að gæta fyllstu þagmælsku um allt sem hann komst að um sjúkdóm hennar og önnur einkamál hennar sem hann komst að við læknismeðferðina. Af hálfu ákærða er því haldið fram að birting þeirra upplýsinga sem málið snýst um njóti verndar 73. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands með því að öllum sé þar tryggður réttur til þess að láta í ljósi hugsanir sínar, svo og lagaverndar 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62, 1994, þar sem mönnum er einnig tryggður réttur „til tjáningarfrelsis“. Ríkir almennir hagsmunir standi til þess að menn geti birt upplýsingar sem þessar opinberlega án þess að eiga á hættu lögsókn. Dómurinn getur ekki fallist á þessa málsástæðu ákærða. Er í fyrsta lagi á það að líta að einkalíf manna nýtur friðhelgi og verður hún ekki skert nema með lögum, sbr. 1. og 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. og 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmálans. Þá er og sérstaklega áréttað í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar að menn verði að ábyrgjast fyrir dómi þær hugsanir sem þeir birta og í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmálans segir að með lögum sé heimilt að setja tjáningarfrelsinu þær skorður sem nauðsynlegar séu í lýðræðislegu þjóðfélagi og þar eru tilgreindar, þar á meðal til þess að vernda mannorð manna og til þess að koma í veg fyrir uppljóstrun trúnaðarmála. Að þessu athuguðu ber að sakfella ákærða fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 7. mgr. 15. gr. læknalaga og 230. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa skýrt meðákærða Ingólfi Erni frá sjúkdómi og öðrum einkamálefnum Á með það fyrir augum að þau birtust á bók. B.Ákærði, Ingólfur Örn, hefur sagt að efni það sem ákært er út af sé byggt alfarið á frásögn meðákærða og minningargreinum. Hafi hann ekki leitað til vandamanna Á heitinnar með efnisöflun. Hann kveðst hafa haft nokkrar áhyggjur af því hvort birting þessa efnis myndi á einhvern hátt raska lífi sona hennar. Hefði hann ætlað sér að hafa samband út af þessu við I, vegna sona Á. Áður en til þess kæmi hefði hún komið að máli við sig út af þessu þar sem hún hafði frétt af bókarsmíðinni. Hefði hún fengið að lesa yfir próförk og gert athugasemdir við nokkur atriði sem ákærði kveðst hafa breytt og gætt þess um leið að það kæmi ekki niður á frásögn meðákærða. Hins vegar hefði I sagt að hún efaðist um að þeim væri heimilt að birta þessa frásögn. Kveðst ákærði alls ekki hafa litið svo á að neitt í bókinni snerti þagnarskyldu lækna og ekki hvarflað að sér að bókin bryti í bága við læknalög eða önnur lög. Þá segir hann að andlát Á hafi ekki skipt máli fyrir frásögnina af sambandi þeirra Esra Seraja, enda hafi hún verið mikilsverð persóna í lífi hans og valdið straumhvörfum í því. Hefði verið útilokað að sleppa henni úr frásögninni. Hún hefði auk þess verið á lífi þegar vinnan við bókina hófst. Ákærði segist hafa verið bundinn trúnaði við meðákærða og litið á það sem skyldu sína að skrásetja ævifrásögn hans svo að hún kæmist rétt til skila í bókinni. Kveðst hann hafa litið á sig sem ritstjóra verksins, fyrst og fremst. Ákærði segir að 700.000 króna tap hafi verið af bókinni þegar hann vissi síðast en endanlegt uppgjör hafi ekki farið fram. Meðákærði hafi fengið 400.000 krónur greiddar fyrir sinn þátt í bókinni og eigi enn eftir að fá greiddar um það bil 250- til 300.000 krónur miðað við fjölda seldra eintaka. Ákærði hefur borið fyrir sig sömu málsástæðu og meðákærði varðandi tjáningarfrelsið og fjallað hefur verið um hér að framan. Þá er því haldið fram að í 230. gr. almennra hegningarlaga séu i. f. tilgreindir á tæmandi hátt þeir sem bakað geti sér refsiábyrgð með því að aðstoða aðalmann í því broti og komi því almenna hlut­deildarákvæði 22. gr. hegningarlaganna ekki til álita. Í athugasemdum við 230. gr. hegningarlagafrumvarpsins segir að greinin taki til aðstoðarmanna, hvort heldur þeir eru opinberir starfsmenn eða sýslunarmenn. Það er álit dómsins að enda þótt 230. gr. almennra hegningarlaga taki til aðstoðar opinbers starfsmanns eða sýslunarmanns geti það ekki girt fyrir að aðrir en þeir (extranei) séu taldir hlutdeildarmenn í slíku broti samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna. Ákærði Ingólfur Örn er, eins og áður segir, fram­kvæmdastjóri og aðalmaður í stjórn útgáfufélagsins Hríseyjar ehf. sem gaf út umrædda bók. Ber hann þar með ábyrgð á birtingu og dreifingu bókarinnar samkvæmt 13. gr. laga um prentrétt og telst hafa gerst sekur um hlutdeild í broti meðákærða gegn 230. gr. almennra hegningarlaga. Refsing og sakarkostnaður. Sakferill ákærða Esra Seraja hefur ekki þýðingu fyrir mál þetta og ákærði Ingólfur Örn hefur ekki áður gerst sekur um refsilagabrot. Brot ákærðu gegn persónufriði og einkalífi Á heitinnar er stórfellt og siðferðislega mjög ámælisvert. Þá er á það að líta að brotið er framið í tengslum við útgáfu bókar sem ætla verður að varðveitist lengi, bæði á söfnum og í eigu margra, andstætt því sem gegnir um blöð og tímarit. Þá verður og að taka tillit til þess að ákærðu ætluðu að hafa fjárhagslegan ávinning af bókinni. Þegar ákærða Esra Seraja er gerð refsing ber að hafa hliðsjón af því að honum gat ekki dulist að uppljóstrun hans var alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart Á heitinni. Á hinn bóginn ber að líta til þess að hann er maður aldraður og eins þess að hann hefur verið sviptur lækningaleyfi. Þykir refsing hans vera hæfilega ákveðin 350.000 króna sekt í ríkissjóð og komi 50 daga varðhald í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Að því er varðar refsingu ákærða Ingólfs Arnar er það til þyngingar henni að hann gerði sér grein fyrir því að brot hans gæti raskað tilfinningum barna Á. Þykir refsingin hæfilega ákveðin 450.000 króna sekt í ríkissjóð og komi 55 daga varðhald í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Dæma ber ákærða, Esra Seraja, til þess að greiða málsvarnarlaun til verjanda síns Skarphéðins Þórissonar hrl, 75.000 krónur, og ákærða, Ingólf Örn, til þess að greiða málsvarnarlaun til verjanda síns, Jóns Magnússonar, hrl., 75.000 krónur. Annan sakarkostnað, þar með talin 75.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð ber að dæma ákærðu til þess að greiða óskipt. Dómsorð: Ákærði, Esra Seraja Pétursson, greiði 350.000 krónur í sekt í ríkissjóð og komi 50 daga varðhald í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Ákærði, Ingólfur Örn Margeirsson, greiði 450.000 króna sekt í ríkissjóð og komi 55 daga varðhald í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dóms­birtingu. Ákærði, Esra Seraja, greiði 75.000 krónur í málsvarnarlaun til verjanda síns, Skarphéðins Þórissonar, hrl., og ákærði, Ingólfur Örn, greiði 75.000 krónur í máls­varnarlaun til verjanda síns, Jóns Magnússonar, hrl. Annan sakarkostnað, þar með talin 75.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð, greiði ákærðu óskipt.
Mál nr. 291/1998
Ábyrgð
F samdi við Þ um kaup á frystum fiski. Skyldi Þ greiða kaupverðið við afhendingu auk kostnaðar vegna losunar fisksins. L tók á sig ábyrgð á greiðslu Þ með ábyrgðaryfirlýsingu sem rituð var á kaupsamninginn. F afhenti umsamið magn af fiski og var þá gerður reikningur fyrir kaupverð fisksins auk virðisaukaskatts og losunarkostnaðar og virðisaukaskatts af losunarkostnaði. Barst F greiðsla frá L á kaupverði fisksins án virðisaukaskatts. Deilt var um hversu víðtæk ábyrgð L hafi verið og hvort að L hafi tekið á sig ábyrgð á allri greiðslu kaupanda samkvæmt sölusamningnum eða aðeins á greiðslu fyrir fiskinn, án virðisaukaskatts. Í samningnum var ekki vikið að greiðslu virðisaukaskatts og upplýst var að L hafði ekki greitt virðisaukaskatt í fyrri tilvikum þar sem hann greiddi F kaupverð fisks fyrir Þ í sams konar viðskiptum. Niðurstaða héraðsdóms um að F hafi ekki sýnt fram á að ábyrgð L tæki til greiðslu á virðisaukaskatti var staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 13. júlí 1998. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.803.316 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. ágúst 1996 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti. I. Málið á rætur að rekja til samnings, sem áfrýjandi gerði 19. júní 1996 við Fáfni hf. Með samningnum skuldbatt sá fyrrnefndi sig til að selja þeim síðarnefnda um 100 tonn af heilfrystum, hausuðum og slægðum þorski, sem yrði veiddur á rússneskum skipum og frystur þar um borð, en síðan fluttur hingað til lands með flutningaskipi. Í samningnum var sérstakur liður, sem bar fyrirsögnina „verð og greiðsluskilmálar“. Þar sagði eftirfarandi: „Þorskur 1-2 kg 1.475 USD tonnið CIF, Þingeyri. Kaupandi greiðir kaupverðið við afhendingu.“ Síðar í samningnum var tekið fram að kaupandi ætti að greiða kostnað af losun farmsins. Neðst á samningnum var svohljóðandi áritun, dagsett 25. júní 1996: „Viðskiptabanki Fáfnis hf., Landsbanki Íslands á Ísafirði ábyrgist greiðslu kaupanda, skv. ofangreindum samningi.“ Áfrýjandi gaf út reikning 2. júlí 1996 á hendur Fáfni hf. vegna viðskipta þeirra. Var þar krafist greiðslu fyrir 20.220 kg af þorski á 1.290 bandaríkjadali fyrir hvert tonn, 55.770 kg af þorski á 1.450 bandaríkjadali fyrir hvert tonn og 57.870 kg af þorski á 1.475 bandaríkjadali á hvert tonn, eða samtals 192.308,55 bandaríkjadali, sem voru sagðir svara til 12.880.827 króna. Þá var jafnframt krafist greiðslu á 14% virðisaukaskatti af þeirri fjárhæð, eða 1.803.316 krónum, 83.832 krónum vegna losunarkostnaðar og virðisaukaskatt af þeirri fjárhæð, 20.539 krónum. Óumdeilt er að stefndi greiddi inn á bankareikning áfrýjanda 3. júlí 1996 áðurnefnda 192.308,55 bandaríkjadali, en frekari greiðslur hefur stefndi ekki innt af hendi vegna reiknings áfrýjanda, sem áður var lýst. Áfrýjandi kveður bú Fáfnis hf. hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta 4. júní 1997. Hann hefur lagt fram úr bókhaldi sínu viðskiptayfirlit fyrir félagið vegna tímabilsins frá 1. janúar til 30. nóvember 1996, en samkvæmt því stóð það í skuld við áfrýjanda síðastnefndan dag að fjárhæð 1.306.732 krónur. Í málinu krefur áfrýjandi sem fyrr segir stefnda um greiðslu á 1.803.316 krónum, en það er fjárhæðin, sem greiða átti í virðisaukaskatt af verði selds fisks samkvæmt reikningi áfrýjanda á hendur Fáfni hf. 2. júlí 1996. Kröfuna reisir áfrýjandi á því að ábyrgð stefnda hafi meðal annars náð til þess þáttar í viðskiptum hans við umrætt félag. II. Samkvæmt fyrrgreindri áritun stefnda náði ábyrgð hans til „greiðslu kaupanda, skv. ofangreindum samningi.“ Í samningnum var hvergi vikið að greiðslu virðisaukaskatts. Eins og greinir í héraðsdómi greiddi stefndi ekki virðisaukaskatt í fyrri tilvikum, þar sem hann stóð áfrýjanda skil á kaupverði fisks fyrir Fáfni hf. í sams konar viðskiptum. Hefur áfrýjandi því ekki sýnt fram á að ábyrgð stefnda hafi tekið til umrædds liðar í viðskiptum þess fyrrnefnda við Fáfni hf. samkvæmt samningi þeirra 19. júní 1996. Þegar af þeirri ástæðu verður stefndi sýknaður af kröfu áfrýjanda. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður óraskað, enda hefur stefndi ekki áfrýjað dóminum fyrir sitt leyti. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Fiskafurðir hf., greiði stefnda, Landsbanka Íslands hf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur 6. maí 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 8. f.m., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Fiskafurðum hf., kt. 520581-0499, Skipholti 17, Reykjavík, á hendur Landsbanka Íslands, aðalbanka, kt. 710169-3819, Austurstræti 11, Reykjavík, vegna útibús Landsbanka Íslands á Ísafirði, kt. 710169-1799, Pólgötu 1, Ísafirði, með stefnu, sem birt var 14. ágúst 1997. Dómkröfur stefnanda eru: Að stefnda verði gert að greiða stefnanda 1.803.316 kr. með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá 2. ágúst 1996 til greiðsludags. Þá er þess krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 2. ágúst 1997. Dómkröfur stefndu eru: Að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu, auk þess sem stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins auk virðisaukaskatts. Lögmaður stefnda gerði grein fyrir því í málflutningi að þann 1. janúar 1998 hafi Landsbanki Íslands hf. tekið við öllum réttindum og skyldum Landsbanka Íslands sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 50/1997. Málavextir eru þessir: Stefnandi kveðst vera fyrirtæki sem sérhæfi sig m.a. í umboðs­söluviðskiptum með fisk. Þann 19. júní 1996 hafi tekist samningar milli stefnanda og Fáfnis hf. á Þingeyri um að Fáfnir hf. keypti af stefnanda u.þ.b. 100 tonn af heilfrystum, hausuðum og slægðum fiski með klumbubeini. Um hafi verið að ræða svokallaðan „rússafisk“, þ.e. fiskurinn hafi verið veiddur og frystur af rússneskum veiðiskipum og fluttur hingað til lands með flutningaskipi. Samkvæmt 4. gr. samningsins hafi söluverð verið 1.475 USD tonnið, CIF Þingeyri, og skyldi kaupandi greiða kaupverðið við afhendingu. Landsbanki Íslands á Ísafirði hafi tekið á sig ábyrgð á greiðslu Fáfnis hf. til stefnanda með ábyrgðaryfirlýsingu sem rituð var á sölusamninginn. Ábyrgðaryfirlýsingin hljóðar svo: „Viðskiptabanki Fáfnis hf., Landsbanki Íslands á Ísafirði, ábyrgist greiðslu kaupanda skv. ofangreindum samningi.“ Stefnandi hafi staðið við sinn hluta af samningnum við Fáfni hf. og afhent umsamið magn af fiski, sem kaupandi hafi samþykkt. Reikningur hafi verið gerður vegna viðskiptanna 2. júlí 1996 og hann hafi hljóðað á 192.308,55 USD, auk 1.803.316 ÍKR vegna virðisaukaskatts, 83.832 ÍKR vegna losunarkostnaðar, auk virðisaukaskatts af losunarkostnaði, 20.539 ÍKR. Þann 3. júlí 1996 hafi stefnanda borist greiðsla frá Landsbanka Íslands, samtals 192.308,55 USD eða 12.880.827 ÍKR. Framangreind fjárhæð hafi verið greiðsla fyrir fiskinn sem stefnandi hafi selt Fáfni hf., án virðisaukaskatts. Í samræmi við reglur virðisaukaskattslaga nr. 50/1988 hafi stefnandi skilað virðisaukaskatti vegna reikningsins á Fáfni hf. Um hafi verið að ræða 1.803.316 kr. svo sem áður greinir. Fjárhæð þessa hafi stefnandi ekki fengið greidda, hvorki frá Landsbanka Íslands sem ábyrgðaraðila á sölusamningnum, né beint frá Fáfni hf. Með bréfi stefnanda til stefnda dags. 27. janúar 1997 hafi stefnandi krafið stefnda um greiðslu á viðskiptaskuld Fáfnis hf. við stefnanda, sem þá hafi verið 1.306.732 kr., vegna vangreidds virðisaukaskatts af nefndum reikningi vegna viðskiptanna við Fáfni hf., að frádreginni inneign Fáfnis hf. hjá stefnanda. Stefndi hafi svarað kröfubréfi stefnanda með bréfi dags. 4. febrúar 1997, þar sem hann hafi hafnað kröfunni. Stefndi hafi talið sig hafa staðið að fullu við ábyrgðarskuldbindingu sína vegna ofangreinds samnings. Stefnandi hafi ítrekað kröfu sína með bréfi til stefnda, dags. 11. júní 1997. Svar hafi ekki borist við bréfinu og stefnandi hafi því leitað til lögmanns vegna málsins. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dags. 25. júní 1997, hafi krafan verið ítrekuð. Með svarbréfi stefnda, dags. 4. júlí 1997, hafi kröfunni verið hafnað. Fáfnir hf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Vestfjarða þann 4. júní 1997. Stefndi kvaðst sem viðskiptabanki Fáfnis hf., hafa ábyrgst greiðslur félagsins skv. sölusamningi milli þess og stefnanda. Ábyrgð bankans hafi verið rituð á samninginn og í samræmi við hana hafi stefndi greitt 192.308,95 USD þann 3. júlí 1997 vegna sölu á 133,86 tonnum af „rússaþorski“ skv. reikningi stefnanda. Með þessari greiðslu telji stefndi að hann hafi að fullu staðið við greiðsluábyrgð sína á samningnum. Á reikningi stefnanda, sem stílaður hafi verið á Fáfni hf., hafi einnig verið krafið um virðisaukaskatt og losunarkostnað. Stefndi hafi einungis greitt þá fjárhæð sem sett hafi verið upp vegna hinnar seldu vöru, þar sem hann hafi ekki tekist á hendur ábyrgð á greiðslu skattsins. Sá háttur sé venjubundinn í viðskiptum af þessu tagi, þ.e. að kaupandi og seljandi geri skattinn upp sérstaklega sín á milli án afskipta bankans. Málsálstæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefndi hafi tekið á sig ábyrgð á allri greiðslu kaupanda samkvæmt sölusamningnum milli stefnanda og Fáfnis hf. Órjúfanlegur hluti af reikningnum sé virðisaukaskattur sem bætist ofan á vöruverðið. Virðisaukaskattinn hafi Fáfnir hf. þegar getað nýtt sér í rekstri sínum, en stefnandi þurft að standa skil á honum, án þess að fá hann greiddan. Stefndi hafi ekki staðið við ábyrgðarskuldbindingu sína, fyrr en hann hafi greitt stefnanda virðisaukaskattinn og gildi þar einu þó að staðið hafi í sölusamningnum dollaraverð vörunnar án virðisaukaskatts. Stefnda hafi mátt vera ljóst að við það verð myndi bætast virðisaukaskattur svo sem lög geri ráð fyrir, auk þess sem ábyrgðaryfirlýsingin sé mjög afdráttarlaust orðuð, þ.e. stefndi taki á sig ábyrgð á greiðslu Fáfnis hf. skv. sölusamningnum. Virðisaukaskatturinn hafi þar hvergi verið undanskilinn. Hafi verið meiningin að undanskilja hann, hafi stefnda verið í lófa lagið að takmarka ábyrgð sína með skýrum hætti í ábyrgðaryfirlýsingunni. Stefnandi vísar til meginreglu samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga og almennra reglna kröfuréttarins. Vaxtakrafan sé gerð á grundvelli vaxtalaga nr. 25/1987. Málskostnaðarkrafa sé gerð á grundvelli 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram að grundvöllur kröfugerðar stefnanda sé alls ekki ljós. Í bréfum til stefnda hafi ýmist verið krafist greiðslu á eftirstöðvum skuldar Fáfnis hf. samkvæmt viðskiptamannabókhaldi eða ógreidds virðisaukaskatts vegna fisksölu. Ekki sé samræmi milli fjárhæða virðisaukaskatts skv. reikningi dags. 2. júlí 1996 að fjárhæð 1.803.316 kr. og stöðu Fáfnis hf. í bókhaldi stefnanda frá 30. nóvember 1996 að fjárhæð 1.306.732 kr. Í stefnu komi fram að þann 27. janúar 1997 hafi viðskiptaskuld Fáfnis hf. við stefnanda verið 1.306.732 kr. Stefnufjárhæð máls þessa sé hins vegar 1.803.316 kr. Mismunurinn, 496.584 kr., sé óútskýrður. Í bréfi lögmanns stefnanda, dags. 9. júlí 1997, komi fram að þessi munur verði leiðréttur með því að krefja stefnda um virðisaukaskatt samkvæmt reikningi, dags. 2. júlí 1996. Síðan eigi að endurgreiða Fáfni hf. mismuninn. Eins og fram komi í stefnu hafi Fáfnir hf. verið úrskurðaður gjaldþrota þann 4. júní 1997. Með kröfu sinni ætli stefnandi því að fá dæmda úr hendi ábyrgðarveitanda hærri fjárhæð en skuldinni nemi. Hann ætli síðan að endurgreiða þrotabúi skuldarans mismuninn á raunverulegri skuld og því sem innheimtist. Þar að auki sé alls ekki ljóst hvort sú skuld sem stefnandi telji sig eiga útistandandi hjá Fáfni hf. sé vegna virðisaukaskatts á fisksölu þá sem sölusamningur aðila hljóðaði um. Ekki sé upplýst hvaða greiðsla hafi borist frá Fáfni hf. að fjárhæð 1.800.000 kr. þann 4. júlí 1996 skv. viðskiptamannabókhaldi stefnanda. Kröfugerðin sé með þeim hætti að hún hljóti að leið til sýknu. Stefnandi byggi málsókn sína á því að stefndi hafi tekið á sig ábyrgð á greiðslu virðisaukaskatts af fisksölu hans til Fáfnis hf. Þetta sé ekki rétt. Ábyrgðaryfirlýsinguna á sölusamningi aðila beri að túlka með hliðsjón af samningnum sjálfum. Í honum komi fram að verð ákveðinnar vöru sem tilgreind er sé 1.475 USD tonnið CIF, Þingeyri. Með loforði sínu hafi stefndi ábyrgst að kaupandi greiddi þetta verð fyrir afhentan „rússafisk“, en engar aðrar greiðslur kaupandans, svo sem skatta, aðflutningsgjöld, tolla eða skaðabætur. Hefði ábyrgðin átt að taka til slíkra fylgikrafna, hefði seljanda vörunnar verið í lófa lagið að láta það koma fram í samningnum. Stefndi hafi áður gengist í sams konar ábyrgð vegna viðskipta stefnanda og Fáfnis hf. Í þau skipti, og raunar alltaf þegar bankinn taki á sig greiðsluábyrgð með þeim hætti sem hér um ræðir, greiði bankinn, sé hann um það krafinn, verð þeirrar vöru sem ábyrgð er veitt fyrir, samkvæmt sölusamningi aðila. Venjan hafi verið sú að stefnandi hafi sent Fáfni hf. reikninginn og Fáfnir hf. framvísað honum í bankanum, sem hafi síðan greitt samningsfjárhæðina, en ekki virðisaukaskattinn, enda ekki tekin ábyrgð á honum. Skattinn hafi Fáfnir hf. greitt sjálfur til stefnanda. Engar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu stefnanda við þetta, enda hafi stefnandi vitað að stefndi tók einungis ábyrgð á samningsgreiðslunni. Í reikningi frá stefnanda komi þannig fram að USD-upphæðarinnar sé krafist sérstaklega og ÍKR-upphæðarinnar sérstaklega. Sérstakur innheimtuseðill hafi verið sendur vegna íslensku upphæðarinnar beint til Fáfnis hf. Af hálfu stefnda sé það ekki dregið í efa að um virðisaukaskattskyld viðskipti hafi verið að ræða milli stefnanda og Fáfnis hf. Hins vegar telji stefndi að ábyrgð hans hafi einungis tekið til greiðslu söluverðsins eins og það hafi verið tilgreint í samningnum. Meginregla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 sé sú að sé ekkert tekið fram um virðisaukaskatt í samningi teljist hann hluti kaupverðs og að í uppgefnu verði skuli koma greinilega fram, ef skatturinn er ekki innifalinn. Þetta komi m.a. fram í 1. mgr. 20. gr. og 4. mgr. 22. gr. laganna. Eigi að bregða út frá þessum meginreglum sé það einungis heimilt að um fasta venju á tilteknu sviði viðskipta sé að ræða. Stefndi hafi því litið svo á að verð það sem uppgefið hafi verið í samningi aðilanna væri endanlegt og gengist í ábyrgð fyrir greiðslu þess. Stefnandi hafi ekki reynt að sýna fram á tilvist fastrar venju á sviði viðskipta með fisk, sem víki til hliðar meginreglu laga um virðisaukaskatt, enda beri hann sönnunarbyrði um hana. Orðalag ábyrgðar stefnda sé með þeim hætti að ljóst hljóti að vera að það sé einungis sú fjárhæð á hvert tonn sem fram komi í sölusamningi, sem ætlunin hafi verið að stefndi væri í ábyrgð fyrir. Fyrri viðskipti aðilanna með ábyrgð stefnda bendi einnig eindregið til þessarar niðurstöðu. Stefndi hafi sýnt fram á þá venju sem viðhöfð sé um greiðslu skv. ábyrgðum stefnda með framlagningu gagna í málinu. Með vísan til þess sem að framan greinir telji stefndi sig að fullu hafa staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt greiðsluábyrgð á sölusamningi stefnanda og Fáfnis hf. og því beri að sýkna hann af öllum kröfum í máli þessu. Kröfu um málskostnað styðji stefndi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða. Það er óumdeilt að stefndi gekk í ábyrgð þegar Fáfnir hf. keypti u.þ.b. 100 tonn af „rússafiski“ af stefnanda samkvæmt samningi aðila í júní 1996. Aðilar deila hins vegar um hve víðtæk ábyrgð stefnda hafi verið. Í 4. grein sölusamnings stefnanda og Fáfnis hf. er greint frá verði, tegund vöru og greiðsluskilmálum. Þar kemur fram að fisktegundin sé þorskur og verðið 1.475 USD tonnið. Þá er tilgreint að kaupandi greiði kaupverð við afhendingu. Í 6. gr. kemur fram að kaupandi greiði kostnað við losun. Undir samninginn skrifa fulltrúar stefnanda og Fáfnis hf. Þá segir: „Viðskiptabanki Fáfnis hf., Landsbanki Íslands á Ísafirði, ábyrgist greiðslu kaupanda, skv. ofangreindum samningi“. Síðan er undirskrift tveggja fulltrúa frá bankanum. Stefnandi afhenti fiskinn og sendi Fáfni hf. sundurliðaðan reikning, dags. 2. júlí 1996. Reikningurinn hljóðaði upp á 192.308,55 USD fyrir fiskinn, virðisaukaskatt af fisksölu 1.803.316 kr., losunarkostnað 83.832 kr. og virðisaukaskatt af losunarkostnaði 20.539 kr., samtals 1.907.687 kr. Neðanmáls á reikningnum var óskað eftir að USD-upphæðin yrði lögð inn á reikning stefnanda við Sparisjóðabanka Íslands og íslenska fjárhæðin inn á annan reikning stefnanda við Sparisjóð Kópavogs. Fáfnir hf. framvísaði reikningnum hjá stefnda sem greiddi USD-upphæðina inn á umsaminn reikning þá eins og áður þegar hann hafði gengið í ábyrgð fyrir Fáfni hf. Í janúar 1997 krafði stefnandi stefnda um virðisaukaskatt af fisksölunni, en hvorki um losunarkostnað né virðisaukaskatt af honum. Stefndi hafnaði greiðslu. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hann hafi skilað virðisaukaskattinum, en hins vegar hvorki fengið hann greiddan hjá Fáfni hf. né stefnda, sem ábyrgðaraðila að samningum. Í 4. mgr. 22. gr. laga nr. 50/1988 er gert ráð fyrir að það skuli koma greinilega fram ef uppgefið verð á vöru eða þjónustu sé ekki með virðisaukaskatti. Í málinu liggja frammi reikningar vegna fyrri viðskipta stefnanda og Fáfnis hf. og yfirlit yfir erlendar yfirfærslur frá stefnda. Á eldri reikningum frá stefnanda sem stílaðir eru á Fáfni hf. er óskað eftir að USD-upphæðin sé lögð inn á reikning stefnanda við Sparisjóðabanka Íslands. Þá segir: „Sendur verður innheimtuseðill frá Sparisjóði Kópavogs vegna íslensku upphæðarinnar“. Á yfirlitunum kemur fram að USD-fjárhæðin hefur verið millifærð og í skýringu á greiðslu kemur fram að hún sé vegna tilgreinds magns af rússaþorski. Af hálfu stefnanda hefur ekki verið sýnt fram á að innheimtuseðlarnir, sem m.a. voru sendir til að innheimta virðisaukaskatt á fisksölu, hafi verið sendir stefnda og að hann hafi annast greiðslu þeirra. Í sölusamningnum sem stefndi tók ábyrgð á er hvergi fjallað um virðisaukaskatt á fisksölu, þar er einungis fjallað um verð á tonni í USD. Stefndi hefur lagt fram gögn vegna ábyrgða sem hann gekk í fyrir Fáfni hf. vegna sambærilegra viðskipta þar sem fram kemur að hann hafi einungis greitt þá upphæð sem tilgreind er í USD. Stefnandi hefur ekki lagt fram gögn sem sýna að stefndi hafi greitt virðisaukaskatt eða aðrar greiðslur í íslenskum fjárhæðum vegna viðskipta aðila. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að það hafi verið venja að stefndi annaðist aðrar greiðslur en þær í USD. Með vísan til 4. mgr. 22. gr. laga nr. 50/1988 og þess sem hér að framan er rakið þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að ábyrgð stefnda hafi átt að ná til virðisaukaskatts af fisksölunni heldur einungis til greiðslu kaupverðsins í USD eins og það er tilgreint í samningi aðila, enda er hvergi í samningi aðila minnst á virðisaukaskatt á fisksölu og er stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Halla Bachmann Ólafsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Landsbanki Íslands hf., er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Fiskafurða hf. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 240/1998
Vinnuslys Örorka Skaðabætur Miskabætur
J starfaði hjá verktakanum H að rafsuðu við hafnargerð. Stóð hann á fleka, skjólmegin við stálþil sem rekið hafði verið niður utan fjöruborðs en hvasst var í veðri og nokkur hreyfing á flekanum. J skrikaði fótur á blautum flekanum og féll aftur fyrir sig. Meiddist hann á baki og hlaut talsverða örorku af slysinu. Stefndi hann tryggingafélaginu S til greiðslu bóta, en H hafði keypt ábyrgðartryggingu af S.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 5. júní 1998. Hann krefst greiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð 8.180.277 krónur, ásamt ársvöxtum, sem tilgreindir eru í héraðsdómi, af 6.194.130 krónum frá 17. október 1991 til þingfestingar málsins í héraði 12. desember 1996, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 8.180.277 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann greiðslu á 7.484.762 krónum, með sömu ársvöxtum af 5.730.453 krónum frá 17. október 1991 til 12. desember 1996 og sömu dráttarvöxtum af 7.484.762 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið hefði ekki verið gjafsóknarmál fyrir héraðsdómi. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er endurrit af þinghaldi 18. janúar 1999 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem Björgúlfur Pétursson trésmiður, fyrrum starfsmaður Hagvirkis-Kletts hf., kom fyrir dóm sem vitni í málinu. Ennfremur læknisvottorð til vinnuveitanda og Tryggingastofnunar ríkisins frá heimilislækni áfrýjanda, Haraldi Tómassyni, útgefin í nóvember 1991 - febrúar 1992. I. Mál þetta er risið af slysi, sem áfrýjandi varð fyrir 17. október 1991 í Sundahöfn í Reykjavík, þar sem hann var að vinnu við lengingu á viðlegukanti Vogabakka við Kleppsvík. Var hann starfsmaður fyrirtækisins Hagvirkis-Kletts hf., sem var verktaki að þessu mannvirki. Föst starfsstöð hans var á vélaverkstæði fyrirtækisins í Hafnarfirði, og var hann sendur þaðan ásamt fleiri vélvirkjum til að annast vélsmíðavinnu við mannvirkið. Heyrði hópurinn þar undir verkstjóra frá fyrirtækinu, sem stjórnaði framkvæmdum á staðnum. Nokkur ágreiningur er um atvik að slysinu, og er þeim lýst í héraðsdómi eftir staðhæfingum hvors aðila um sig. Í þetta sinn átti áfrýjandi að vinna að rafsuðu við stálþil viðlegukantsins, sem rekið var niður utan fjöruborðs í sömu stefnu og kanturinn, sem fyrir var, þ.e. eftir beinni línu sem næst frá norðri til suðurs. Fyllt var að þilinu eftir því sem vinnu miðaði við festingu stagteina og annan frágang, en sjór lá að því báðum megin í suðurendann, sem vissi inn víkina. Var suðuvinnan unnin á sjó af fleka eða pramma, sem tengdur var við þilið með böndum. Flekinn var á leigu hjá fyrirtækinu og fannst ekki, þegar mál þetta kom fyrir dóm, en að sögn vitna var hann klæddur timbri og um eða innan við 10 fermetra að stærð. Gólfið var slétt og með lágri brík við brúnir, en án handriða og fótfesta eingöngu sandur, sem á það var borinn til að verjast hálku. Háð var stöðu flóðs og fjöru, hvenær hægt var að starfa að vélsmíði á flekanum. Við hana unnu ýmist einn eða tveir menn saman, og virðist samvinnu einkum hafa þurft við meðan unnið var að því að ná festu á stykkjum þeim, sem sjóða átti við þilið. Gat og annar maðurinn stutt að því að halda flekanum kyrrari en ella, ef hreyfing var á sjó. Af framburði verkstjórans og annarra vitna verður helst ráðið, að tveir menn hafi ávallt verið saman á flekanum, þegar unnið var sjávarmegin við þilið. Hins vegar hafi þetta ekki verið föst regla, þegar unnið var landmegin. Óumdeilt er, að áfrýjandi hafi farið út á flekann til vinnu einn síns liðs um kl. 13.00 eftir matarhlé umræddan dag. Verkstjórinn var þá ekki lengur á staðnum. Erindi áfrýjanda var að sjóða við þilið sæti fyrir bita, sem stagteina átti að festa við. Voru þetta þung járnstykki, en nákvæm mál liggja ekki fyrir. Hvass vindur var af norðri og hreyfing á sjó við flekann, þótt hann væri í skjóli af þilinu. Bleyta var á flekagólfinu vegna úrkomu um morguninn, en hiti var laust yfir frostmarki. Áfrýjandi kom aftur skömmu síðar og tjáði félögum sínum, sem sáu ekki til hans á flekanum, að hann hefði dottið og orðið fyrir höggi. Hann bar lítil ytri einkenni meiðsla, en fann til sársauka í ökkla og baki. Meðal þeirra, sem hann skýrði frá atvikinu, var vitnið Björgúlfur Pétursson, en af hálfu áfrýjanda er því haldið fram, að þetta vitni sé sá maður, sem hann hafi nefnt Jón Árnason við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Samkvæmt fyrrgreindum vitnisburði Björgúlfs virðist áfrýjandi hafa mátt ætla, að hann væri fulltrúi verkstjórans, en honum hafði þó ekki verið falið beint eftirlit með verkinu, heldur einkum að sinna skilaboðum til verkstjórans. Verkstjórinn kveður sér hafa verið sagt daginn eftir, að áfrýjandi hefði dottið og rekið sig í. Áfrýjanda var ekki ljóst fyrst í stað, hvort hann væri alvarlega meiddur. Hann virðist hafa farið af vinnustað síðar þennan dag og verið fjarverandi daginn eftir, sem var föstudagur, og einnig næsta mánudag, hinn 21. október, en þá fór hann til skoðunar hjá heimilislækni sínum. Hann virðist hafa horfið aftur til vinnu fljótlega eftir þessa skoðun og haldið henni áfram tvær vikur eða lengur, en síðan gefist upp vegna verkja, sem hrjáðu hann. Hinn 19. nóvember leitaði áfrýjandi aftur til læknisins, auk þess sem hann gekk eftir því við vinnuveitanda sinn, að slysið yrði tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins. Samkvæmt fyrrgreindum vottorðum læknisins mat hann áfrýjanda óvinnufæran dagana 17. - 22. október og síðan samfellt frá og með 19. nóvember. Var sú staða óbreytt, þegar áfrýjandi leitaði til Sigurjóns Sigurðssonar bæklunarlæknis í febrúar 1992, þrátt fyrir sjúkraþjálfun, sem heimilislæknirinn hafði ráðlagt honum. Áfrýjandi kveðst ekki hafa starfað að iðn sinni eftir þennan tíma, en sjúkrasögu hans framan af er lýst í héraðsdómi. II. Samkvæmt 1. gr. reglna nr. 612/1989 um tilkynningu vinnuslysa ber atvinnurekanda eða fulltrúa hans að tilkynna lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins um slys á vinnustað svo fljótt sem verða má og ekki síðar en innan sólarhrings, ef ætla má, að áverki af þeim geti valdið langvinnu eða varanlegu heilsutjóni. Hafi slys ekki þessi einkenni, en valdi þó fjarveru frá vinnu einn eða fleiri daga auk slysdagsins, skulu þau samkvæmt 2. gr. tilkynnt vinnueftirlitinu svo fljótt sem kostur er og ekki síðar en innan 14 daga, á þar til gerðum tilkynningarblöðum. Slys áfrýjanda var ekki tilkynnt fyrr en rúmum mánuði síðar. Var það forstöðumaður vélaverkstæðisins, sem gekk frá tilkynningu til vinnueftirlits 25. nóvember 1991. Sú tilkynning leiddi ekki til rannsóknar vegna slyssins, og er það miður, einkum þar sem með henni hefði mátt ganga úr skugga um ástand flekans og tilhögun vinnu á honum. Með hliðsjón af fyrrgreindum atvikum og ákvæðum reglnanna verður vinnuveitandi áfrýjanda að bera halla af því, að rannsókn fórst fyrir. Lögreglurannsókn fór hins vegar fram í mánuðunum nóvember 1994 - janúar 1995 að frumkvæði áfrýjanda, en var einungis fólgin í skýrslutöku af honum og þremur vinnufélögum hans. Umsögn um slysið frá Vinnueftirliti ríkisins var gefin 6. mars 1995 að beiðni lögmanns áfrýjanda, en var að mestu almenns eðlis. III. Áfrýjandi var einn til frásagnar um það, sem fyrir kom á flekanum í þetta sinn. Af framburði hans og vitna í málinu ásamt efni skýrslna og læknisvottorða verður þó ráðið með greinilegum hætti, að hann hafi misst fótanna og fallið aftur fyrir sig á flekagólfið, þar sem hann hafi lent á hægri öxl og vindingur komið á bak hans. Jafnframt hafi hann orðið fyrir snúningi á hægri ökkla og hruflast á fótlegg. Segir hann þetta hafa gerst meðan hann var að lyfta stoðjárni, sem hann hugðist sjóða fast. Í héraðsdómi er að því vikið, að áfrýjandi hafi ýmist lýst ástæðum fallsins þannig, að hann hafi misstigið sig, hrasað eða runnið til. Á þessu þrennu verður þó ekki gerður stórfelldur munur, einkum þegar til þess er litið, að hann stóð á fljótandi vinnupalli með sléttu og blautu yfirborði. Við það ber að miða, eins og gert er í héraðsdómi, að vegna hvassviðris hafi sjór verið ókyrr innan þils, þar sem áfrýjandi var staddur, þótt vindáttin stæði suður með þilinu og skjól væri af því og kantinum, sem upp var kominn. Hafi áfrýjanda þannig verið hætta búin af hreyfingu á flekanum, sem erfitt gat verið að bregðast við, en hann var einn að vinnu með þung járnstykki. Á þetta verður að líta sem meginorsök slyssins. Fallast má á það með héraðsdómi, að áfrýjandi hafi ekki sýnt nægilega fram á, að hann hafi verið sendur til verksins gegn vilja sínum. Við það verður að miða, að þetta verk hans eftir hádegið hafi verið meðal þeirra verkefna, sem vélsmiðunum voru sett fyrir yfir daginn, og staða sjávarfalla hentað til að sinna því. Fyrir liggur skýr staðfesting þess af hálfu verkstjórans, að viðgengist hafi, að menn stæðu einir að suðuvinnu á flekanum, þegar unnið var innan þils. Hafi það ekki verið föst regla, að þeir væru þá við annan mann, heldur farið eftir atvikum og aðstæðum. Hann hafði sjálfur farið af staðnum annarra erinda og ekki falið öðrum að líta til með vélsmiðunum í sinn stað. Að athuguðu því, sem hér var rakið, verður að telja, að á hafi skort um varúðarreglur, viðbúnað og eftirlit vegna suðuvinnunnar af hálfu vinnuveitandans, sem hafði gerð mannvirkisins með höndum. Hafi áfrýjandi verið látinn sinna erfiðu verki við aðstæður, sem ófullnægjandi voru frá öryggissjónarmiði. Er þá litið til alls þess, sem fram er komið um atvik að slysinu, ásamt þeirri staðreynd, að það sætti ekki rannsókn í öndverðu. Af þessu leiðir, að vinnuveitandinn verður talinn bera skaðabótaábyrgð á slysinu og afleiðingum þess, en stefndi, sem var vátryggjandi hans, hefur tekið á sig að axla þá ábyrgð í hans stað. Áfrýjanda mátti vera ljóst, að hættusamt væri og óvarlegt að vinna verkið við þær aðstæður, sem fyrr greinir, en hann var reyndur vélsmiður og hafði unnið að þessum verkum um nokkurt skeið. Er því rétt, þegar málsatvik eru virt í heild, að ábyrgð á slysinu verði skipt með þeim hætti, að áfrýjandi beri hana sjálfur að 1/3 hluta, en stefndi bæti honum tjón hans að 2/3 hlutum. IV. Áfrýjandi var 43 ára að aldri, þegar slysið varð. Afleiðingum þess er lýst í meginatriðum í héraðsdómi, en sjúkrasaga hans varð löng og flókin. Júlíus Valsson læknir mat læknisfræðilega örorku hans af völdum slyssins 16. desember 1992 og síðan aftur 22. nóvember 1993. Voru niðurstöður hans endanlega á þá leið, að örorkan næmi 100% í tólf mánuði og síðan varanlega 25%, og eru þær ekki vefengdar af hálfu stefnda. Kröfu sína um skaðabætur reisir áfrýjandi á þessu mati og líkindareikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings frá 12. nóvember 1996 um vinnutekjutap eftir slysið í hlutfalli við hina metnu örorku. Er reikningurinn annars vegar miðaður við tekjur áfrýjanda samkvæmt skattframtölum fyrir árin 1988 - 1991, þ. e. slysárið sjálft og næstu þrjú ár þar á undan, en hins vegar við tekjur áranna 1989 - 1991. Nema árstekjur að meðaltali 1.725.800 krónum í fyrra tilvikinu eftir kauplagi á útreikningstíma, og er aðalkrafa áfrýjanda reiknuð eftir því. Í síðara tilvikinu nemur meðaltalið 1.588.500 krónum, og er það grundvöllur varakröfunnar. Áfrýjandi rökstyður þennan reikningshátt með því, að tekjum slysársins hafi svipað mjög til tekna ársins 1988, en tekjur áranna 1989 og 1990 verið fast að helmingi lægri sakir þess, að hann hafi þá verið atvinnulaus um langan tíma. Jafnframt hafi það ekki verið fyrr en á slysárinu, sem hann hafi öðlast full réttindi í iðn sinni. Sé þannig sanngjarnt að miða aflahæfi hans við öll fjögur árin. Með hliðsjón af dómvenju þykir rétt að miða fremur við meðaltal áranna 1989 - 1991, enda stendur það nær meðaltekjum iðnaðarmanna, svo sem tíðkast hefur að reikna þær. Álag, sem áfrýjandi hefur reiknað á heildarkröfu sína til viðbótar niðurstöðum tryggingafræðingsins, verður ekki tekið til greina. Varakrafa áfrýjanda er sundurliðuð í héraðsdómi. Tekur hún í fyrsta lagi til bóta fyrir tímabundna örorku, er áfrýjandi reiknar sem laun eftir fyrrgreindu meðaltali í 8 mánuði, enda hafi hann fengið greidd laun frá vinnuveitanda sínum til loka febrúar 1992. Telur hann bætur þá eiga að nema 587.515 krónum, eftir frádrátt á dagpeningum frá Tryggingastofnun ríkisins. Áfrýjandi hefur ekki lagt fram beinar upplýsingar um tekjur sínar á árinu 1992, en gögn málsins gefa til kynna, að hann hafi þá verið lítt fær til vinnu. Að þessu athuguðu þykir rétt að taka þennan kröfulið til greina með 400.000 krónum. Krafa um bætur fyrir varanlega örorku nemur 6.271.800 krónum vegna tapaðra vinnutekna, en 376.300 krónum vegna tapaðra lífeyrisréttinda. Frá fyrri fjárhæðinni verður dregin eingreiðsla örorkubóta úr lögbundinni slysatryggingu hjá Tryggingastofnun ríkisins, 281.953 krónur. Ennfremur verður hún lækkuð með tilliti til hagræðis af skattfrelsi og eingreiðslu hennar, en bætur vegna tapaðra lífeyrisréttinda skerðast ekki. Samkvæmt kröfugerð áfrýjanda koma loks til frádráttar bætur til hans úr samningsbundinni slysatryggingu, 770.918 krónur, sem ógetið er í héraðsdómi. Með hliðsjón af því, sem hér var greint, teljast bætur vegna örorkunnar hæfilega ákveðnar 3.800.000 krónur samanlagt. Áfrýjandi krefst einnig miskabóta vegna slyssins, sem hafi valdið honum langvinnum þjáningum. Verða þær ákveðnar 400.000 krónur. Heildarbætur vegna slyssins ákvarðast þannig 4.600.000 krónur. Á stefndi að greiða áfrýjanda 2/3 hluta þeirra eða 3.066.667 krónur. Frá þeirri fjárhæð verða dregnar 340.000 krónur, sem voru á eigin áhættu vinnuveitandans í ábyrgðartryggingu þeirri, er greiðsluskylda stefnda markast af, og hefur áfrýjandi viðurkennt þann frádráttarlið. Eftir þessu verður stefnda gert að greiða áfrýjanda samtals 2.726.667 krónur, með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar segir í dómsorði. Verður upphafstími þeirra ákveðinn eins og áfrýjandi hefur krafist, en vaxtahæð eftir kröfugerð hans og ákvæðum 7. gr. vaxtalaga. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað í héraði verður staðfest. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og um er mælt í dómsorði, og renni hann í ríkissjóð að þeim hluta, sem þar greinir. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði áfrýjanda, Jóhannesi Konráð Jóhannessyni, 2.726.667 krónur, með ársvöxtum sem nemur 3,9% frá 17. október 1991 til 1. nóvember sama ár, 3,75% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 3,7% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 3,4% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 2,8% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 2,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,1% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1,8% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,6% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 1,5% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1,1% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 1% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 1% frá þeim degi til 21. mars sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 0,5% frá þeim degi til 1. júní 1995, 0,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1996 og 0,65% frá þeim degi til 12. desember 1996, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað í héraði á að vera óraskað. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 650.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Af þeirri fjárhæð renni 302.855 krónur í ríkissjóð vegna gjafsóknar áfrýjanda í héraði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. mars 1998. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 13. febrúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Jóhannesi Konráð Jóhannessyni, Laufrima 22, Reykjavík, með stefnu þingfestri 12. desember 1996 á hendur Sjóvá- Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 9.291.195 ásamt 4% ársvöxtum af kr. 6.194.130 frá 17.10.1991 til 01.11. s.á., en með 3,75% ársvöxtum frá þeim degi til 21. sama mánaðar, en með 3,5% ársvöxtum frá þeim degi til 01.12. s.á., en með 3% ársvöxtum frá þeim degi til 01.02.1992, en með 2,5% ársvöxtum frá þeim degi til 11. sama mánaðar, en með 2% ársvöxtum frá þeim degi til 21.03. s.á., en með 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 01.05. s.á., en með 1% ársvöxtum frá þeim degi til 11.08.1993, en með 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 11.11. s.á., en með 0,5% ársvöxtum frá þeim degi til 01.06. 1996, en með 0,65% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum, þ.m.t. vaxtavöxtum skv. III. kafla l. nr. 25/1987 af kr. 9.291.195 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess, að stefndi verður dæmdur til að greiða kr. 8.595.680 ásamt 4% ársvöxtum af kr. 5.730.453 frá 17.10.1991 til 01.11. s.á., en með 3,75% ársvöxtum frá þeim degi til 21. sama mánaðar, en með 3,5% ársvöxtum frá þeim degi til 01.12. s.á., en með 3% ársvöxtum frá þeim degi til 01.02.1992, en með 2,5% ársvöxtum frá þeim degi til 11. sama mánaðar, en með 2% ársvöxtum frá þeim degi til 21.03. s.á., en með 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 01.05. s.á., en með 1% ársvöxtum frá þeim degi til 11.08.1993, en með 1,25% ársvöxtum frá þeim degi til 11.11. s.á., en með 0,5% ársvöxtum frá þeim degi til 01.06. 1996, en með 0,65% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum, þ.m.t. vaxtavöxtum skv. III. kafla l. nr. 25/1987 af kr. 8.595.680 frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins, þ.m.t. 24,5% virðisaukaskatts á málskostnaðarfjárhæð og að málskostnaður verði dæmdur eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en stefnandi hefur fengið gjafsókn til reksturs málsins. Jafnframt er þess krafizt, að dráttarvextir af málskostnaði verði höfuðstólsfærðir á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12. mánuðum eftir að 15 dagar verða liðnir frá dómsuppsögu. Að auki krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til greiðslu á útlögðum kostnaði stefnanda. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að skaðlausu, en til vara, að kröfur stefnanda verði verulega lækkaðar og hvor aðila beri kostnað sinn af málinu. I. Málavextir: Ágreiningur er um málavexti, en stefnandi kveðst hafa slasazt í vinnuslysi við Vogabakka í Reykjavík þann 17. október 1991, þar sem hann vann sem starfsmaður Hagvirkis-Kletts hf. að lengingu viðlegukants á vinnusvæði Samskipa hf. Kveðst stefnandi hafa verið sendur einn út á fleka til vinnu, þar sem hann hafði það verkefni að sjóða festingar fyrir fríholt og stuðningsteina á viðlegukantinn. Slysdaginn hafi verið vindur norðan 8 stig, og hafi flekinn verið óstöðugur vegna sjógangs. Slysið hafi orðið með þeim hætti, að stefnandi rann til vegna hálku og ísingar, sem myndazt hafði á yfirborði flekans. Vegna öldugangs hafi flekinn verið á stöðugri hreyfingu til og frá landi, þegar slysið átti sér stað. Að öllu jöfnu hafi tveir menn unnið á flekanum, og hafi það verið hlutverk annars að halda honum stöðugum, meðan hinn vann. Við fallið hafi stefnandi komið illa niður á bak og rekið hægri fót og hægri öxl í. Stefndi gerir þær athugasemdir við málavaxtalýsingu stefnanda, að enginn sjónarvottur hafi verið að slysinu. Stefnandi hafi ekki gefið yfirmönnum sínum til kynna, að um áverka væri að ræða, eða að aðdragandi slyssins hafi verið slíkur, að tilefni hefði verið til að kalla á vinnueftirlitið eða lögreglu til þess að rannsaka málið, enda hafi hann farið löngu seinna til læknis. Hann hafi farið einn út á flekann, sem hafi verið brot á þeim verklagsreglum, sem viðhafðar voru, að það skyldu alltaf vera tveir á flekanum. Ljóst verði að teljast af verklýsingu stefnanda sjálfs á verkefni sínu, þegar slysið bar að höndum, að flekinn hafi verið við innanvert þilið, þ.e. landmegin, og þar með í skjóli fyrir veðri og vindum. Stefnandi hafi einn tekið þá ákvörðun að fara út á flekann í þetta tiltekna skipti, án nokkurs samráðs við yfirmenn sína. Stefnandi hafi ekki getað runnið til í frosthálku, þar sem hiti hafi verið ofan við frostmark þennan meinta slysdag. Stefnandi kveðst hafa leitað til Sigurjóns Sigurðssonar bæklunarlæknis þann 17. febrúar 1992, sem gaf út áverkavottorð dags. 17. marz 1992. Kemur þar fram, að stefnandi hafi haldið áfram í vinnunni daginn, sem slysið varð, en snarversnað, aðallega með verki í mjóbaki, hægri öxl og aftan í hægra læri, og hafi það verið leiðsluverkur frá bakinu og niður í lærið aftanvert hægra megin. Hann hafi síðan verið frá vinnu í viku, reynt að vinna í tvær vikur en gefizt þá upp og hafi ekki unnið eftir það. Skoðun læknisins leiddi í ljós, að stefnandi var „hvellaumur neðst í mjóbaki við palpation, mest í einum punkti í kringum L4-L5. Auk þess var hann með töluvert skertar hreyfingar vegna sársauka á sama stað. Aftur á móti var taugaskoðun í ganglimum eðlileg.“ Fram kemur í vottorðinu, að stefnandi hafði hafið sjúkraþjálfun en fundizt framfarir litlar. Gaf læknirinn honum bólgueyðandi sprautu í auma punktinn í bakinu og sendi hann síðan í röntgenmyndatöku af mjóhrygg og öxlum. Stefnandi kom aftur í skoðun til bæklunarlæknisins í tvígang í marzmánuði, í síðara skiptið þann 13. marz, og hafði honum þá snarversnað í bakinu án nokkurra átaka og var mjög illa haldinn að sögn. Þann 4. marz 1993 og 12. júlí s.á. gaf bæklunarlæknirinn út ný áverkavottorð, þar sem fram kemur, að líðan stefnanda sé slæm og „hafi jafnvel farið versnandi“. Hann hafi farið í endurhæfingarmeðferð á Reykjalund, sem ekki virtist bera árangur. Þann 16. desember 1992 mat Júlíus Valsson læknir örorku stefnanda, og studdist þá m.a. við áverkavottorð Sigurjóns Sigurðssonar læknis og vottorð Þóris Ragnarssonar, sérfræðings á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans, dags. 30.11.1992. Kemur fram í því vottorði, að stefnandi hafi fyrst leitað til heimilislæknis síns, Haraldar Tómassonar, áður en hann leitaði til Sigurðar Sigurjónssonar. Jafnframt kemur þar fram, að tölvusneiðmynd hafi sýnt brjósklos á milli IV. og V. lendarliðbola vinstra megin. Niðurstaða Júlíusar Valssonar er sú, að tímabundin örorka stefnanda hafi verið 100% í tvo mánuði og varanleg örorka 15%. Með bréfi, dags. 22. janúar 1993, leiðrétti læknirinn prentvillu vegna hinnar tímabundnu örorku stefnanda og kvað hana hafa átt að vera 12 mánuði. Þann 22. nóvember 1993 mat læknirinn örorku stefnanda á ný og studdist þá við ný gögn jafnframt þeim eldri. Segir svo í niðurstöðu hans: „Slasaði er fjörtíu og fimm ára gamall maður, er var metinn til 15% varanlegrar örorku vegna vinnuslyss þann 18. október 1991 (17. okt. 1991) í desember 1992. Hann hefur nú verið í viðamikilli endurhæfingu og meðferð en ekki lagast í baki og er með sífelld óþægindi sem versna við allt álag. Tölvusneiðmynd hefur sýnt miðlægt brjósklos sem að öllum líkindum má rekja til áðurnefnds vinnuslyss og hefur bakskurðaðgerð ekki þótt ráðlögð (sic). Rúm tvö ár eru nú liðin frá því að áðurnefnt vinnuslys átti sér stað og má því telja að þau einkenni sem slasaði hefur í dag og sem rekja má til slyssins séu varanleg. Ólíklegt má telja að slasaði geti í framtíðinni unnið almenn verkamannastörf vegna bakverkja. Þykir rétt að taka áðurnefnt örorkumat undirritaðs til endurmats og til hækkunar og þykir nú varanleg örorka vegna vinnuslyssins þann 18.10.91 (17.10.91) vera hæfilega metin tuttugu og fimm prósent (25%).“ Í greinargerð til tryggingaráðs, dags. 26. janúar 1994, sundurgreinir læknirinn örorkumatsprósentuna þannig, að 15% séu vegna bakáverkans, þ.m.t. brjósklos, sem hafi að einhverju leyti gengið til baka, 5% vegna annarra stoðkerfiseinkenna, t.d. frá axlarsvæðinu og 5% vegna svokallaðrar post traumatiskrar neurosu, sem stefnandi sé greinilega haldinn. Stefnandi er nú metinn til 75% örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins af völdum slyssins. Stefnandi kveður hvorki Vinnueftirlit ríkisins né lögreglu hafa verið kvadda til vegna slyssins, og hafi stefnandi sjálfur þurft að hlutast til um, að vinnuveitandi hans tilkynnti slysið til Vinnueftirlits ríkisins, en sú tilkynning hafi farið fram þann 25. nóvember 1991. Þá hafi stefnandi sjálfur farið fram á skýrslutökur hjá lögreglu af vitnum, sem unnu með stefnanda, þegar slysið varð. Í bréfi vinnueftirlitsins, dags. 6. marz 1995 kemur eftirfarandi fram: Samkvæmt upplýsingum veðurfarsdeildar Veðurstofu Íslands hafi hitastig á slysdegi verið 1,7°C og vindur norðan 8 stig. Dagana áður hafði verið vægt frost, innan við -2°C. Ekki eru gerðar kröfur um fallvarnir á vinnupalla fyrr en þeir ná tveggja metra hæð. Ekki eru til neinar sérstakar kröfur um fljótandi vinnupalla í reglugerðum. Stefnandi kveður, að þar sem svo hagi til, eins og aðstæður voru í tilfelli stefnanda, geri vinnueftirlitið kröfur um, að starfsmenn klæðist flotgöllum og vinni tveir og tveir saman. Líklegt megi telja, að nokkur hreyfing hafi verið á prammanum, sem notaður var sem vinnupallur, þar sem vindur var 8 vindstig. Eins og fram sé komið, hafi stefnandi verið sendur einn út á prammann í umrætt skipti. Mesta vindhviða á slysdegi hafi samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands mælzt 45 hnútar á milli kl. 12-15, en slysið hafi orðið fljótlega upp úr kl. 13:00. Kveður stefnandi, að vegna hræðslu við að verða sagt upp vinnunni, hafi menn ekki þorað annað en að fara einir út á flekann, fengju þeir um það fyrirmæli. II. Málsástæður stefnanda: Stefnandi byggir á því, að hann hafi orðið fyrir verulegum meiðslum vegna vinnuslyss, er hann lenti í þann 17. október 1991 og að Hagvirki-Klettur hf. hafi borið ábyrgð á tjóni hans samkvæmt húsbóndaábyrgðarreglu skaðabótaréttarins eða samkvæmt almennu skaðabótareglunni. Hagvirki-Klettur hf. hafi verið með ábyrgðartryggingu hjá stefnda, sem stefnandi telji, að eigi að bæta það tjón, sem hann varð fyrir í slysinu. Hagvirki-Klettur hf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. október 1994 og sé því ekki stefnt í máli þessu. Skiptum hafi lokið þann 15. janúar 1996, og hafi ekkert komið upp í almennar kröfur í búið. Stefnandi kveðst einnig byggja á því, að varanleg læknisfræðileg örorka sín sé sönnuð með læknisvottorðum og örorkumatsgerð Júlíusar Valssonar læknis, en hann hafi greint örorku stefnanda tímabundna í 12 mánuði 100% og varanlega 25%. Þessi sönnunargögn, er varði læknisfræðilega örorku, hafi um áratuga skeið verið lögð til grundvallar úrlausnum dómstóla í skaðabótamálum. Einnig hafi tryggingafélög á borð við stefnda gert upp samkvæmt læknisfræðilegri örorku, án atbeina dómstóla, mikinn fjölda mála. Stefndi hafi hafnað bótaskyldu, þar sem félagið telji, að um óhappatilvik hafi verið að ræða, en aðstæður hafi ekki verið með þeim hætti, þegar slysið varð, að það leiði til skaðabótaskyldu vinnuveitanda. Það sé málsástæða hjá stefnanda, að starfsmaður Hagvirkis-Kletts hf., verkstjóri stefnanda við Holtagarða í Reykjavík, hafi á slysdegi sýnt af sér saknæma háttsemi, þegar hann sendi stefnanda einan til starfa við rafsuðu út á pramma, þar sem verið var að lengja viðlegukant við Holtagarða. Verkstjórinn hafi vitað eða mátt vita, að pramminn var óstöðugur í því veðri, sem var á slysstað á slysdegi. Ekki hafi verið óhætt að senda einn mann til að vinna það verk, sem unnið hafi verið á prammanum, þar sem mikill veltingur hafi verið í þeim 8 vindstigum, sem Veðurstofa Íslands hafi staðfest, að hafi verið á slysdegi. Það hafi verið vitað, að einn maður gat ekki hættulaust bæði unnið við rafsuðu og reynt að halda prammanum stöðugum á sama tíma. Til þess hefði þurft tvo menn, og jafnvel í því tilviki sé óvíst, hvort tekizt hefði að halda prammanum stöðugum vegna sjógangs. Vinnueftirlit ríkisins geri kröfu um, þegar svo hagi til sem á slysstað, að starfsmenn klæðist flotgöllum og vinni tveir saman. Flekinn hafi verið háll vegna bleytu og ísingar, sem lagzt hafði á yfirborð prammans. Slydda eða slydduél höfðu gengið yfir þá um nóttina. Stefnandi telji, að orsaka slyssins sé að leita í aðstæðum og aðbúnaði á vinnustað, hálku, vindi og sjógangi, en ekki hafi verið um óhappatilvik að ræða eða ógætni stefnanda. Aðstæður hafi allar hafi verið með þeim hætti, að það var ábyrgðarhlutur af verkstjóra að senda stefnanda einan til vinnu á prammanum á umræddum degi. Hagvirki-Klettur hf. beri vinnuveitendaábyrgð á tjóni stefnanda, sem hlauzt vegna saknæmrar háttsemi verkstjóra í starfi. Jafnvel þótt ekki verði leitt í ljós með óyggjandi hætti, hvaða verkstjóri Hagvirkis-Kletts hf. það var, sem gaf fyrirmæli um, að stefnandi starfaði einn úti á prammanum við þær ófullnægjandi aðstæður, sem voru á slysstað, beri vinnuveitandi engu að síður bótaábyrgð á grundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð eða samkvæmt almennu skaðabótareglunni beint, þar sem verkstjórar fyrirtækisins voru að framfylgja fyrirmælum um vinnulag og verktilhögun, sem mótuð hafði verið af stjórnendum félagsins. Eins og áður sé komið fram, hafi Hagvirki-Klettur hf. verið úrskurðað gjaldþrota þann 6. október 1994. Félagið hafði keypt ábyrgðartryggingu hjá stefnda vegna þess tjóns, sem kynni að hljótast í eða af starfsemi félagsins. Ábyrgðartrygging þessi hafi verið í gildi, þegar stefnandi slasaðist. Það sé málsástæða hjá stefnanda, að sannað líkamstjón sé til þess fallið að valda minnkun á starfsorku. Minnkunin sé að sjálfsögðu persónubundin og því mismikil. Þá geti skerðingin komið öll fram strax, en líklegra sé, að hlutar hennar komi ekki fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Í tilviki stefnanda sé ljóst, að mikil skerðing á starfsorku sé þegar komin fram og ekki sé útilokað, að frekari skerðing eigi eftir að koma fram síðar. Stefnandi hafi orðið að hverfa úr þeirri starfsgrein, sem hann var í, þegar slysið átti sér stað, og frá þeim störfum, sem menntun og kunnátta hans lá til. Eðlilegt sé, að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun bótanna. Miskabótakröfu stefnanda að fjárhæð kr. 750.000 sé stillt í hóf. Þeirri fjárhæð sé ætlað að bæta öll óþægindi stefnanda af völdum áverkanna, allar þjáningar auk röskunar á stöðu og högum. Það þurfi ekki að fjölyrða um óþægindi og þjáningar stefnanda. Við matsgerðir og læknisvottorð sé litlu að bæta. Helzt því, að varanleg örorka taki eingöngu á skerðingu til starfa en ekki á áhrifum áverkanna á tómstundir stefnanda og ótalmargt annað. Krafizt sé almennra sparisjóðsvaxta Landsbanka Íslands frá slysdegi 17. október 1991 til þingfestingardags, sbr. 7. gr. l. nr. 25/1987. Gerð sé krafa um dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags í samræmi við 15. gr. sömu laga. Ágreiningur stefnanda og stefnda í þessu máli sé fyrst og fremst um bótaskylduna. Stefnandi vísar til ólögfestrar meginreglu íslenzks skaðabótaréttar um ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum starfsmanna, húsbónda- eða vinnuveitenda­ábyrgðar­reglunnar svokölluðu. Til vara kveðst stefnandi reisa kröfur sínar á því, að Hagvirki-Klettur hf. hafi borið ábyrgð á tjóni stefnanda samkvæmt almennu skaðabótareglunni. Stefnandi byggir kröfur sínar einnig á lögum nr. 46/1980 um hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum á IV. kafla a, um skyldur atvinnurekanda og b, um skyldur verkstjóra, og ákvæði 86. gr. Varðandi miskabætur vísar stefnandi til 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um vexti vísar stefnandi til l. nr. 25/1987, einkum 7. og 15. gr. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við l. nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað er reist á l. nr. 50/1988 og reglugerð nr. 562/1989. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur. Sundurliðun dómkrafna stefnanda: Stefnandi kveðst styðja kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda við 2. mgr. 25. gr. l. nr. 91/1991. Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur hafi reiknað út tjón stefnanda í þessu máli. Aðalbótakrafan byggi á meðaltekjum stefnanda árin 1988-1991, eða á þremur árum fyrir slysið auk slysársins sjálfs. Ástæða þess, að miðað sé við 4 ár í útreikningi aðalkröfu, sé, að stefnandi var atvinnulaus hluta úr tekjuárunum 1989 og 1990. Talið sé, að tekjuviðmiðun 4ra ára gefi raunsærri mynd af tjóni stefnanda. Stefnandi hafi slasazt síðla árs 1991, og sé það tekjuár því vel marktækt við útreikning á tjóninu. Stefnandi hafi þá haft hærri tekur en áður, þar sem hann hafði aflað sér fullra réttinda sem vélsmiður. Varabótakrafa stefnanda byggi á meðaltekjum stefnanda árin 1989-1991. Aðalbótakrafa Undir báðum kröfuliðum sé krafizt vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af sundurliðaðri kröfu sbr. hér að framan frá slysdegi til þingfestingardags, en dráttarvaxta samkvæmt 15. gr. sömu laga af stefnufjárhæðinni (50% álagi) frá þeim degi til greiðsludags. Það 50% álag, sem gerð sé krafa um í máli þessu, sé tilkomið, þar sem gera megi ráð fyrir, að máli þessu verði skotið til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar frá 1977, bls. 516, komi fram, að ekki sé hægt að hækka kröfur frá því fyrir héraðsdómi á grundvelli nýs útreiknings tryggingastærðfræðings. Með þessi réttarfarssjónarmið í huga sé gerð krafa um tilgreint 50% álag, þar sem gera megi ráð fyrir, að vegna launahækkana í landinu verði sannanlegt tjón stefnanda orðið meira, þegar málið kemur fyrir í Hæstarétti. III. Málsástæður stefnda: Stefndi kveður stefnanda ekki geta átt beina aðild að stefnda sem ábyrgðartryggjanda Hagvirkis-Kletts hf. og bæri því að sýkna hann af þeirri ástæðu. Upplýst sé, að stefnandi lýsti aldrei kröfum sínum í þrotabú Hagvirkis-Kletts hf., svo sem honum hafi borið, og til þess hafi hann haft öll tækifæri. Engu að síður kveðst stefndi ekki muni bera fyrir sig þessa málsástæðu og samþykkir því aðild sína að málinu. Hins vegar beri að taka til greina til lækkunar, verði bótaskylda dæmd, eigin áhættu tryggingartakans og vangreidd iðgjöld. Stefndi kveður, að eins og stefnandi lýsi slysinu, sé ljóst, að ekkert orsakasamband sé á milli athugasemda vinnueftirlitsins um tvo á fleka og flotvinnugalla og sjálfs slyssins. Hafi því skýrslan, sem gerð sé löngu seinna og byggi eingöngu á lýsingu stefnanda, enga þýðingu í málinu. Stefnandi hafi ekkert tilefni gefið vinnuveitanda sínum til að láta fara fram rannsókn á atvikinu, og verði því öll sönnunarbyrði um vafaatriði lögð á hann, enda sé krafa hans sett fram það löngu seinna, að erfitt sé að upplýsa málið. Verði hann því að bera hallann af þessum ástæðulausa drætti sínum. Því sé haldið fram af hálfu stefnda, að slysið verði eingöngu rakið til óhapps eða eigin gáleysis stefnanda. Stefnandi hafi unnið við rafsuðu á landi og einnig á flekanum, þegar færi gafst, m.a. vegna sjávarhæðar. Hann hafi einn tekið þá ákvörðun að fara á flekann í þetta tiltekna skipti, enda verði að ætla, að það hafi verið hættulítið, þar sem öll vinna á honum fór fram við innanvert þilið. Ef veltingur á flekanum hafi verið slíkur, svo sem stefnandi lýsi, hafi honum mátt vera ljóst, að það hafi verið tilgangslaust að fara út á flekann til rafsuðu, þar sem slík vinna undir slíkum kringumstæðum, hafi verið vonlaus. Af veðurlýsingu megi ráða, að hálka á fleka hafi ekki getað verið vegna ísingar. Stefndi telji því, að slysið verði ekki rakið til bótaskyldrar háttsemi atvinnurekandans, og því beri að taka aðalkröfu hans til greina. Verði hins vegar talið, að bótaskylda sé fyrir hendi, beri að lækka kröfur stefnanda verulega. Enginn ágreiningur sé gerður um það, að við þessa vinnu sína og við þetta fall hafi stefnandi hlotið 25% varanlega örorku, sbr. örorkumat Júlíusar Valssonar læknis á dskj. nr. 10. Ekki sé heldur ágreiningur um, að hin varanlega örorka leiði til samsvarandi tekjutaps, svo sem örorkutjónsútreikningur Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings geri ráð fyrir. Hins vegar beri, við þá aðferðarfræði, að styðjast við 3 næstu tekjuár á undan. Sé slysárið notað til viðmiðunar, sé árinu 1988 mótmælt sem viðmiðunarári og öfugt. Tímabundnu tekjutapi er mótmælt sem órökstuddu, enda byggi það alfarið á líkindaútreikningi tryggingastærðfræðingsins. Frádráttur vegna skattfrelsis og eingreiðsluhagræðis beri að vera a.m.k. 40%, enda miði útreikningar við 4,5% framtíðarávöxtun. Miskabætur séu í engu samræmi við dómaframkvæmd og sérstakt álag styðjist ekki við nein rök. Þá beri að draga frá bótakröfum eigin áhættu tryggingartakans og vangreidd iðgjöld. Dráttarvexti beri að reikna fyrst frá dómsuppsögudegi, eins og dómaframkvæmd hafi sýnt. IV. Forsendur og niðurstaða: Ágreiningslaust er, að slysið varð þann 17. október 1991, þrátt fyrir missagnir þar um í gögnum málsins. Þá er ekki ágreiningur um aðild. Engin vitni voru að slysi stefnanda. Í gögnum málsins er ýmist haft eftir honum, að hann hafi misstigið sig og fallið, hrasað og dottið aftur fyrir sig, eða runnið til á hálku. Fyrstu frásagnir stefnanda af slysinu er að finna í tilkynningu til vinnueftirlits ríkisins, dags. 25. nóvember 1991, þar sem aðdragandanum er lýst svo, að hann hafi misstigið sig, þegar hann var að lyfta upp járnbita, en stefnandi hefur staðfest fyrir dómi að hafa lesið þá skýrslu yfir og ekki gert athugasemdir við hana þá. Hið sama kemur fram í áverkavottorði Sigurjóns Sigurðssonar bæklunarlæknis, dags. 17. marz 1992. Kemur þar jafnframt fram, að stefnandi leitaði ekki strax til læknis og kom fyrst til bæklunarlæknisins þann 14. febrúar 1992. Í örorkuvottorði dags. 2. desember 1992 er aðdraganda slyssins lýst svo, að stefnandi hafi hrasað og dottið aftur fyrir sig, en um þá lýsingu er vísað til tilkynningar um slys og læknisvottorð. Í umsókn um gjafsókn á dskj. nr. 25, dags. 27. febrúar 1996 er aðdraganda slyssins lýst svo, að það hafi verið með þeim hætti, að stefnandi hafi runnið til vegna ísingar, sem myndazt hafði á yfirborði flekans. Í stefnu er slysinu lýst á sama hátt. Fyrir dóminum lýsti stefnandi slysinu svo, að hann hefði farið út á prammann og runnið til, þar sem pramminn var á fleygiferð og slinkur kom á bandið, sem átti að festa prammann við þilið. Hann kvaðst hafa meitt sig á öxl, baki og fæti, en bakverkurinn hefði lagazt fljótlega. Hann hafi reynt að vinna en orðið frá að hverfa vegna verkja. Næstu viku hafi hann verið heima, en hafi síðan reynt að vinna í tvær vikur en gefizt þá upp. Hann skýrði ennfremur svo frá, að flekinn hefði verið sandborinn, og hann hefði sjálfur verið klæddur skóm með gúmmísóla og stáltá. Í stefnu heldur stefnandi því fram, að afleysingaverkstjóri hafi verið við störf þennan dag, sem stefnandi þekkti ekki nafnið á. Í skjali, sem stefnandi og samstarfsmenn hans, Örvar Guðmundsson og Valdimar Aðalsteinsson undirrituðu, dags. 29.09.1993, dskj. nr. 9, kemur fram, að afleysingaverkstjórinn þann dag fyrir verkstjórann, Valþór Sigurðsson, hafi heitið Jón Árnason. Fyrir dóminum bar stefnandi, að verkstjórinn, Valþór, hafi verið á staðnum um morguninn og sent hann einan gegn vilja sínum út á prammann, og stefnandi hafi ekki þorað annað en að fara af ótta við að missa vinnuna. Eftir hádegið hafi verið kominn afleysingaverkstjóri, sem hann kvaðst ekki geta nafngreint, sem hafi sent hann út á prammann aftur. Ekki hefur tekizt að upplýsa hvort afleysingaverkstjóri var þetta síðdegi, en verkstjórinn, Valþór Sigurðsson, bar fyrir dómi, að ekki hefði verið venja að kalla til afleysingaverkstjóra, þegar hann brá sér frá, það hafi eingöngu verið gert, ef hann var frá einhverja daga. Hann kvaðst ekki kannast við tilgreindan Jón Árnason. Hann kvaðst ekki muna, hvort hann hefði verið við vinnu þennan dag, en kveðst hafa fengið upplýsingar um atvikið næsta dag. Hann skýrði ennfremur svo frá, að stefnanda hefði verið heimilt að kalla til aðstoðarmann eftir þörfum. Menn hefðu aldrei verið sendir einir á fleka utan þils, en það hafi komið fyrir, að menn væru einir á fleka innan þils, þar sem sjaldan væri þar úfinn sjór. Það hafi verið misjafnt, hvort hann skipti sér af því, hve margir færu í senn út á flekann. Aðspurður kvaðst hann ekki kannast við ágreining við starfsmenn vegna þessarar vinnu. Hann kvað verkefnin hafa farið eftir sjávarstöðu og veðri. Verkstjóri hafi tekið ákvörðun í samráði við viðkomandi starfsmann, en menn hafi vitað nokkuð í hvaða störf þeir áttu að ganga og hafi það verið lagt í hendur vélsmiðunum, hvernig að þeirra vinnu var staðið, en yfirleitt hafi aðeins verið hægt að vinna á fleka í skamman tíma í senn vegna sjávarstöðu, eða 4-5 klst. Hann mótmælti því, að ágreiningur hefði verið við menn um það, að hann hafi viljað senda þá eina út á prammann gegn vilja þeirra. Þessi framburður fær stoð í framburði vitnisins Ásgeirs Jóhannesar Kristjánssonar, sem var kranamaður á vinnustað og deildi matar- og kaffitímum með stefnanda og vinnufélögum hans. Stangast sá framburður á við framburð stefnanda og vitnanna Örvars Guðmundssonar, Valdimars Aðalsteinssonar og Haraldar Eiríkssonar. Í málinu liggur fyrir vottorð um veðurfar umræddan dag frá Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur að veður er mjög hvasst þennan dag. Með hliðsjón af því vottorði þykir mega leggja til grundvallar þá fullyrðingu stefnanda, að sjógangur hafi verið innanþils, þar sem hann var að vinna. Ennfremur kemur fram, að hiti var yfir frostmarki og því ólíklegt, að ísing hafi verið á flekanum, þegar atvikið átti sér stað. Eins og að framan greinir hefur framburður stefnanda verið nokkuð á reiki í skjölum málsins og ekki samræmi milli þess sem þar kemur fram og þess, sem hann bar fyrir dómi. Fyrstu frásagnir hans af slysinu benda til þess að um óhappatilvik hafi verið að ræða, en ekki aðstæður, sem vinnuveitendur hans bera ábyrgð á. Þykja þær frásagnir trúverðugri en atvikalýsing, sem gefin er meira en 4 árum eftir atburðinn. Þá er ósannað, að stefnandi hafi verið sendur á flekann gegn vilja sínum umrætt síðdegi. Verður að telja, að stefnandi hafi mátt sjá, að varasamt var að fara út á flekann við þessar kringumstæður, með vísan til veðurlýsingar veðurstofu og þess, hvernig stefnandi sjálfur hefur lýst veðrinu og aðstæðum, sem hann þekkti vel. Hann tók því áhættu, sem ósannað er, að vinnuveitandi hans beri ábyrgð á. Aðild stefnda er reist á því, að hann hafi verið ábyrgðartryggjandi Hagvirkis-Kletts hf. Með vísan til framanritaðs ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 302.855, þ.m.t. útlagður kostnaður samkvæmt reikningum, kr. 52.855, greiðist úr ríkissjóði. Virðisaukaskattur er ekki innifalinn. Dóminn kváðu upp Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari og meðdómsmennirnir Ragnar Ingimarsson verkfræðingur og Halldór Hannesson verkfræðingur. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá- Almennar tryggingar hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Jóhannesar Konráðs Jóhannessonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 302.855, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 247/1998
Opinberir starfsmenn Uppsögn Áminning Stjórnsýsla Andmælaréttur Skaðabætur
E gegndi starfi forstöðumanns vinnustofu fatlaðra og hafði verið ráðin til starfsins með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Naut hún réttinda og bar skyldur starfsmanna ríkisins samkvæmt lögum nr. 70/1996. E var áminnt og síðar sagt upp störfum. Verulegur vafi var talinn leika á því, hvort henni hefði verið kynnt, að til stæði að áminna hana og hverjar ástæður gætu legið til áminningar. Þótti andmælaréttar ekki hafa verið réttilega gætt. Þá var ekki fallist á að E hefði í starfi brotið gegn hlýðniskyldu sinni. Uppsögnin var því talin ólögmæt. Var niðurstaða héraðsdóms um skaðabætur staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. júní 1998. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist, að dómkröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar til mikilla muna og málskostnaður á báðum dómstigum þá felldur niður. Málinu var gagnáfrýjað 19. ágúst 1998. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér skaða- og miskabætur að fjárhæð 3.393.664 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 18. apríl 1997 til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara er krafist staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð gögn um atvinnuleysisbætur til handa gagnáfrýjanda á tímabilinu frá 8. ágúst 1997 til 17. september 1998. I. Atvikum málsins og framburðum aðila og vitna er lýst í héraðsdómi. Eins og þar kemur fram réðst gagnáfrýjandi til starfa sem forstöðumaður vinnustofunnar að Gagnheiði 39 á Selfossi í janúar 1987, en hún hafði áður starfað sem leiðbeinandi á Sólheimum í Grímsnesi um rúmlega sex ára skeið. Vinnustofan er rekin af aðaláfrýjanda, sem starfar á grundvelli laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Í ráðningarsamningi aðila var tekið fram, að gagnkvæmur uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir. Með bréfi 18. apríl 1997 sagði aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Ekki var óskað eftir vinnuframlagi gagnáfrýjanda eftir 23. apríl en henni voru greidd laun til og með 31. júlí 1997. Uppsögn þessi var ráðin í kjölfar áminningar, sem gagnáfrýjanda hafði verið veitt með bréfi aðaláfrýjanda 27. febrúar 1997. II. Í 43. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er forstöðumanni stofnunar heimilað að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem fyrir er mælt í ráðningarsamningi. Í 1. mgr. 44. gr. starfsmannalaganna segir, að skylt sé að veita starfsmanni áminningu samkvæmt 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt, áður en honum er sagt upp störfum, ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna, sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar, áður en hún tekur gildi. Í 21. gr. laganna eru greindar þær ástæður, er leiða skulu til skriflegrar áminningar. Þar eru meðal annars nefndar ástæður á borð við óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns, vankunnáttu, óvandvirkni eða ófullnægjandi árangur í starfi. Áminning er stjórnvaldsákvörðun og fer um hana eftir almennum sjónarmiðum stjórnsýsluréttar auk þeirra málsmeðferðarreglna, sem fram koma í lögum nr. 70/1996, sbr. 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga og bein fyrirmæli 21. gr. starfsmannalaga ber að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um fyrirhugaða áminningu og einstaka efnisþætti hennar, ef það er unnt. Að öðrum kosti getur starfsmaður ekki gætt lögmætra hagsmuna sinna. Einkum er brýnt, að starfsmanni sé kynnt með óyggjandi hætti, að fyrirhuguð stjórnvaldsákvörðun sé áminning í skilningi laga nr. 70/1996, enda eru sérstök réttaráhrif bundin við áminningu, sbr. 44. gr. laganna. III. Í þeirri áminningu, er gagnáfrýjandi hlaut 27. febrúar 1997, var vísað til þess, að hún væri reist á 21. gr. laga nr. 70/1996. Um uppsögn gagnáfrýjanda í framhaldi hennar hlaut því að fara eftir 44. gr. laganna en ekki 43. gr. þeirra. Í áminningunni var sagt, að hún væri veitt vegna ámælisverðrar háttsemi gagnáfrýjanda í starfi forstöðumanns. Til nánari skýringar var hún sögð vera gefin vegna skorts á vilja til samstarfs, sem kæmi meðal annars fram í því, að hún neitaði að hlýða lögmætum fyrirmælum yfirboðara og sinna nauðsynlegu samstarfi við samstarfsaðila. Í dæmaskyni var nefnt, að viðbrögð gagnáfrýjanda við verkefnalista, sem henni var afhentur til eftirbreytni í lok desember 1996 og nánari grein er gerð fyrir í héraðsdómi, hefðu verið á þann veg, að hún hefði haft að engu lögmæt fyrirmæli yfirboðara um starf sitt, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996. Var þá til þess vitnað, að gagnáfrýjandi hafði skilað aðaláfrýjanda greinargerð um verkefnalistann 14. febrúar 1997, þar sem sagði í niðurlagi: „Niðurstaðan er því sú, eftir að hafa ráðfært mig við bæði fagaðila og samstarfsfólk á vinnustofunni, að frá mínum bæjardyrum séð er það ekki á mínu færi að láta hlutina ganga upp samkvæmt verkefnalistanum.“ Þá var tilgreint í áminningarbréfinu, að borist hefðu ítrekaðar kvartanir frá samstarfsaðilum gagnáfrýjanda og aðstandendum starfsmanna á vinnustofunni vegna skorts hennar á samstarfsvilja. Loks var þess getið, að gagnáfrýjanda hefði verið kynnt efni fyrirhugaðrar áminningar á fundi 21. febrúar 1997 og gefinn kostur á að tala máli sínu á öðrum fundi, er halda hefði átt 27. febrúar 1997 kl. 11.00. Þar sem gagnáfrýjandi hefði kosið að mæta ekki til þess fundar væri þessi áminning send í ábyrgðarpósti. Á þeim fundi 21. febrúar 1997, sem til er vitnað í áminningarbréfinu, voru auk gagnáfrýjanda Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóri aðaláfrýjanda og Dóra Eyvindardóttir deildarstjóri á skrifstofu hans, og komu þau öll fyrir héraðsdóm. Í framburði gagnáfrýjanda kom fram, að á fundinum hefði framkvæmdastjórinn lýst óánægju sinni með greinargerð hennar og gefið henni frest til að skila „nýju blaði“ til 27. febrúar. Hún mótmælti því eindregið, að hún hefði verið boðuð til fundar á þessum degi og verður ekki ráðið af framburði hennar, að hún hafi gert sér grein fyrir, að áminning væri fyrirhuguð. Eggert Jóhannesson hélt því fram, að gagnáfrýjandi hefði á fundinum 21. febrúar verið boðuð til nýs fundar 27. febrúar til þess að koma á framfæri leiðréttingum, ef um þær væri að ræða. Hann var hins vegar ekki beinlínis spurður um það, hvort gagnáfrýjanda hefði verið kynnt, að áminning væri yfirvofandi. Dóra Eyvindardóttir staðhæfði, að gagnáfrýjandi hefði verið boðuð til fundar 27. febrúar og sagt hefði verið við hana, að hún ætti þá að koma með haldbetri skýringar en verið hefðu í greinargerð hennar en sæta áminningu ella. Engin fundargerð var rituð á fundinum 21. febrúar 1997 og gagnáfrýjanda var ekki sent skriflegt boð til fundar 27. febrúar. Af framburði þeirra, sem áður voru nefndir, verður að draga þá ályktun, að verulegur vafi leiki á því, hvort gagnáfrýjanda hafi verið kynnt, að til stæði að áminna hana og hverjar ástæður gætu legið til áminningar. Þennan vafa verður að skýra gagnáfrýjanda í hag, enda stóð það aðaláfrýjanda nær að tryggja sér sönnun um atriði sem þessi. Hefur þá ekki verið sýnt fram á, að andmælaréttar gagnáfrýjanda við áminninguna hafi verið réttilega gætt í samræmi við fyrirmæli 21. gr. starfsmannalaga og almenn sjónarmið stjórnsýsluréttar. IV. Aðaláfrýjandi reisir málatilbúnað sinn aðallega á því, að skylt hafi verið að áminna gagnáfrýjanda, sem hafi með ótvíræðum hætti sýnt í starfi sínu óhlýðni við löglegt boð yfirmanns síns, sbr. 15. gr. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Er þá vísað til þeirrar afstöðu gagnáfrýjanda í áðurnefndri greinargerð, að ráðagerðir í hinum svonefnda verkefnalista hafi ekki verið framkvæmanlegar við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Gagnáfrýjandi heldur því á hinn bóginn fram, að með greinargerð sinni hafi hún gert metnaðarfulla tilraun til að kynna yfirmanni sínum það, að fyrirhugaðar breytingar væru óframkvæmanlegar miðað við þá aðstöðu, sérþekkingu og fjölda leiðbeinenda, sem vinnustofan hafði yfir að ráða, og hafi ekki falist í því óhlýðni við löglegar fyrirskipanir yfirmanns í skilningi starfsmannalaga. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður ekki á það fallist, að gagnáfrýjandi hafi með greinargerð sinni brotið gegn þeirri hlýðniskyldu, sem lög nr. 70/1996 leggja starfsmönnum ríkisins á herðar. Greinargerðin fól í sér málefnalega afstöðu til þeirra vandkvæða, sem gagnáfrýjandi sá því samfara að hrinda í framkvæmd þeim atriðum, sem um var fjallað í verkefnalistanum. Telja verður, að á þessum tíma hafi í raun ekki verið úr því skorið, hvort gagnáfrýjandi myndi víkjast undan þeim verkum, sem ætlast mátti til af henni við þær aðstæður, sem starfseminni á vinnustofunni voru eða myndu verða búnar. Um önnur atriði í áminningarbréfinu 27. febrúar 1997 leikur svo mikill vafi í málinu, að þau verða ekki talin hafa veitt sjálfstætt tilefni til áminningar. V. Samkvæmt framansögðu fullnægði sú áminning, sem gagnáfrýjanda var veitt 27. febrúar 1997, ekki skilyrðum 44. gr. laga nr. 70/1996. Uppsögn hennar 18. apríl 1997 úr starfi forstöðumanns vinnustofunnar að Gagnheiði 39 á Selfossi var því ólögmæt. Aðaláfrýjandi ber fébótaábyrgð á þessari ráðstöfun eftir almennum sjónarmiðum skaðabótaréttar og stendur sérregla 2. mgr. 32. gr. laga nr. 70/1996 um embættismenn ekki í vegi þeirri niðurstöðu. Við ákvörðun bóta verður að líta til þess, að gagnáfrýjandi naut réttinda og bar skyldur starfsmanna ríkisins samkvæmt lögum nr. 70/1996. Þótt hún hafi verið ráðin með gagnkvæmum uppsagnarfresti mátti hún almennt treysta því að fá að gegna starfi sínu áfram, þar til einhverjar sérstakar ástæður kæmu til, er ýmist snertu hana sjálfa eða starf hennar á þann veg, að annaðhvort 43. gr. eða 44. gr. starfsmannalaga yrði réttilega beitt um uppsögn hennar. Hún var 55 ára að aldri, er hún missti starf sitt, og hafði hún um nærfellt 17 ára skeið unnið við umönnun fatlaðra, þar af síðustu tíu árin sem forstöðumaður vinnustofunnar á Selfossi. Hún hefur ekki sérstaka menntun umfram gagnfræðapróf og hefur verið að mestu atvinnulaus frá því hún missti starf sitt. Ætla má, að tækifæri gagnáfrýjanda til atvinnu á því sviði, er þekking hennar og reynsla gætu komið að notum, séu af skornum skammti í heimahögum hennar. Við mat á bótafjárhæð verður einnig að taka tillit til þess, að gagnáfrýjandi fékk greidd laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti, en á þeim tíma voru grunnlaun hennar 96.871 króna og föst yfirvinna 30.180 krónur. Líta verður á þessar yfirvinnugreiðslur sem hluta af föstum launum gagnáfrýjanda. Þá hefur hún jafnframt fengið um 700.000 krónur í atvinnuleysisbætur. Með hliðsjón af því, hvernig aðaláfrýjandi stóð að áminningu og uppsögn gagnáfrýjanda, verður hann hins vegar ekki talinn hafa sérstakar málsbætur, er gætu leitt til lækkunar á bótafjárhæð. Þegar allt þetta er virt þykja bætur til gagnáfrýjanda hæfilega metnar í héraðsdómi og er upphafstími dráttarvaxta þar réttilega ákveðinn. Ekki eru efni til ákvörðunar miskabóta samhliða þessari niðurstöðu. Aðaláfrýjandi skal greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi, greiði gagnáfrýjanda, Elsu Jónsdóttur, 1.600.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 12. nóvember 1997 til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 8. apríl 1998. Mál þetta, var höfðað var með stefnu, 29. október 1997, en birtri 5. nóvember 1997. Málið var þing­fest 12. nóvember sl. en tekið til dóms að loknum munn­leg­um mál­flutn­ingi hinn 27. febrúar sl. Stefnandi er Elsa Jónsdóttir, kt. 060142-3519, Þórisstöðum II, Grímsneshreppi, en stefndi er Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi, kt. 540880-0269, Gagnheiði 40, Selfossi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 3.393.664 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 18. apríl 1997 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Er þess krafist að gætt verði að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af lögmannsþjónustu, þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. Stefndi krefst þess aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins. Til vara krefst stefndi að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir. Með samningi 12. janúar 1987 var stefnandi ráðinn til að gegna starfi forstöðumanns vinnustofunnar að Gagnheiði 39, Selfossi, sem er vinnustofa fyrir fatlaða. Síðustu sex árin þar á undan hafði hún starfað sem leiðbeinandi á Sólheimum í Grímsnesi, þar sem m.a. er starfræktur verndaður vinnustaður fyrir fatlaða. Stefndi er ríkisstofnun sem starfar á grundvelli laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra. Vinnustofan að Gagnheiði 39, Selfossi, er rekin og fjármögnuð af stefnda. Starfsemi vinnustofunnar hefur undanfarin ár verið með tiltölulega fastmótuðu sniði. Fatlaðir starfsmenn hafa verið u.þ.b. tuttugu, en leiðbeinendur fimm að stefnanda meðtöldum, þar af þrír í fullu starfi, einn í 80% starfi og einn í 60% starfi. Á árinu 1994 var ráðinn nýr starfsmaður á svæðisskrifstofuna, Dóra Eyvindardóttir. Var henni ætlað að vera eins konar tengiliður milli svæðisskrifstofunnar og vinnustofunnar. Um áramótin 1996/1997 útbjó stefndi verkefnalista fyrir vinnustofuna (VISS), þar sem segir (svo): „Vinnustofan er opin öllum fötluðum án tillits til fötlunar. Allir þurfa að hafa eitthvað að gera, við sitt hæfi. Vinnustofuna þarf að hugsa fyrst og fremst út frá virkni þátttakenda en ekki verklegum árangri. Yfirmaður ber ábyrgð á daglegum rekstri og því að sjá starfsmönnum fyrir verkefnum við sitt hæfi. Það þarf að setja upp þrjá hópa. Hópur 1. Hæfing: aðalmarkmið = Að bjóða þátttakendum möguleika á að sækja dagtilboð við hæfi utan heimilis. Hópur 2. Vernduð vinna: aðalmarkmið = Að undirbúa þáttakendur í að takast á við viðfangsefni utan heimils. Hér er um að ræða ýmis konar vernduð störf. Hópur 3. Starfsþjálfun: aðalmarkmið = að undirbúa fólk undir störf á almennum vinnumarkaði og/eða til þátttöku í verndaðri vinnu. Skilgreina í hópana og setja upp viðmið um hvernig fólk færist á milli hópa. Skilgreina hvað hver hópur á að gera. Undirmarkmið fyrir hvern hóp og leiðir að því. -Hverjir verða í hópnum og hverjir leiðbeina. Athafnalýsingar/starfslýsingar/verklýsingar. Öll störf/athafnir sem eru í gangi á VISS þurfa að vera til með myndum (t.a.m. teach eða myndir úr blöðum). (Ath! að kynbinda ekki störf sem verið er að vinna s.s. að þrífa klósettin og þvo bílana). Gera skal samning við alla starfsmenn um réttindi og skyldur. (Skv. 10. gr. reglugerðar um atvinnumál fatlaðra) Gera þarf starfsmat á hverjum starfsmanni á ákv. fresti, þéttast til að byrja með en aldrei skulu líða meira en 6 mánuðir á milli. Tilgangur með slíku mati er að gera sér grein fyrir styrkleikum og veikleikum hvers og eins. Vinnan yrði þá skipulögð eftir því og fylgst með hvort um framför eða afturför er að ræða hjá hverjum og einum. Forstöðumenn, eða forráðamenn yrðu kallaðir til þegar farið væri yfir slíkt mat og sameiginleg áætlun gerð um á hverju þarf að taka og að hverju þarf að vinna með hvern og einn og aðgerðir samræmdar. Gera þarf verkáætlun fyrir hvern leiðbeinanda þar sem skýrt kemur fram hvert er hans verksvið (-hæfileikar) og hvert er hans ábyrgðarsvið. Gefinn er 6 vikna frestur til að skila þessum áætlunum, frá og með 1. janúar 1997. Listi þessi er unninn með tilliti til niðurstaðna frá Andrési Ragnarssyni og Annettu Ingimundardóttur og með hliðsjón af Bæjarhrauni í Hafnarfirði og skv. reglugerð um atvinnumál fatlaðra.“ Stefnandi sendi stefnda svofellda greinargerð innan þess frests sem kveðið var á um í verkefnalistanum (svo): „Vegna verkefnalista sem mér var fenginn í hendur þann 20. desember og falið að vinna út frá og útfæra hef ég eftirfarandi fram að færa. Listinn er unninn með tilliti til niðurstaðna frá Andrési Ragnarssyni, Annettu Ingimundardóttur og með hliðsjón af hæfingarstöðinni Bæjarhrauni í Hafnarfirði og skv. reglugerð um atvinnumál fatlaðra. Til þess að fá álit Andrésar Ragnarssonar átti ég samtal við hann í síma þar sem hann tjáði mér að engar niðurstöður hefðu komið frá sér í sambandi við vinnustofuna. Ekki hefði verið farið fram á það að hann skilaði neinu skriflegu þar um. Ég fór svo ásamt Arnþrúði Sæmundsdóttur í hæfingarstöðina í Bæjarhrauni, þar sem listinn var unninn með hliðsjón af starfseminni þar. Þar áttum við langan fund með Höllu forstöðukonu og Hrönn þroskaþjálfa. Einnig fórum við Arnþrúður í Örva í Kópavogi og áttum fund með Kristjáni Valdimarssyni forstöðumanni og Geirlaugu Björnsdóttur þroskaþjálfa sem er starfsráðgjafi í Örva. Tilheyrandi vinnustofunni eru 6 leiðbeinendur í 4,9 stöðugildum. Eigi að starfrækja hæfingu á vinnustofunni munu bætast við þá 20 sem nú koma inn 3 ofurfatlaðir og sýnist mér að það muni koma niður á þeirri starfsemi sem nú er. Eini möguleikinn virðist mér þá vera sá að skipta deginum á milli hæfingar og verndaðrar vinnu. Eins og vinnan fer fram nú er: Vefur 3 – 4 starfsmenn 1 leiðbeinandi Saumar 2 – 3 starfsmenn 1 leiðbeinandi sem einnig annast matseld Körfur 2 – 3 starfsmenn 1 leiðbeinandi Leir 2 – 3 starfsmenn 1 leiðbeinandi í 80% starfi Hæfing 6 starfsmenn 1 leiðbeinandi í 60% starfi Verkefni í hæfingu tengjast m.a. vefnum. Öll vinnan krefst undirbúnings. Auk þess er í gangi skrúfupökkun og verkefni frá mjólkurbúi, sem krefjast mikillar nákvæmni og eftirlits. Þar sem ekki verður fjölgað leiðbeinendum og ekkert fagfólk kemur inn vegna þeirra fjölfötluðu sé ég ekki tilganginn með þessari ráðstöfun, þar sem fyrirsjáanlegt er að fólkið kæmi til með að fá mun minni þjónustu en það hefur nú. Eftir samtal við Höllu forstöðukonu í Bæjarhrauni þar sem ég sýndi henni verkefnalistann og útskýrði málið sagði hún að sér sýndist þetta með öllu óframkvæmanlegt miðað við þær forsendur sem fyrir lægju. Á hæfingarstöðinni í Bæjarhrauni er aðeins fagfólk sem annast þá mest fötluðu. Þangað sækja 22 einstaklingar þjónustu, en enginn er lengur en 4 klst. á dag. Í niðurstöðum Annettu Ingimundardóttur kemur m.a. fram að hennar skoðun sé sú að hluti af starfsemi VISS, nánar tiltekið iðjan/dagvist, ætti að vera staðsett í öðru húsnæði. Þeir þættir sem leggja beri áherslu á í dagvist séu verkefni við hæfi skjólstæðinganna meira í formi afþreyingar en vinnu, líkamleg þjálfun, félagsþjálfun og andleg uppörvun. Hún telur að slík starfsemi eigi fátt sameiginlegt með hefðbundinni launavinnu. (Tilvitnun lýkur) Eigi að starfrækja hæfingu á vinnustofunni mun það hafa áhrif á þann hátt að minna verður lagt upp úr vinnu og þar með vinnuþjálfun þeirra sem ætlað er að geti starfað á almennum vinnumarkaði. En þar verður að gera miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og að fólk hafi metnað til að gera eins vel og hægt er. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfsmennirnir líti vinnustofuna sömu augum eftir sem áður þegar minni kröfur verða gerðar til þeirra. Þá skiptir ekki eins miklu máli hvort vinna þeirra og framleiðsla skili einhverjum tekjum. Vinnustofan er þá orðin meira geymslustaður sem hefur ekki mikið aðdráttar­afl fyrir fólk sem getur unnið vel og framleitt gæðavörur. Þar sem aðstæður eru þannig á vinnustofunni að öll starfsemin fer fram í einum sal, krefst nærvera hinna mest fötluðu mikils umburðarlyndis af hálfu annarra starfsmanna. Þeim fylgja m.a. mikil hljóð og það veldur áreiti. Margir af starfsmönnunum eru orðnir nokkuð fullorðnir og mikilvægt að gott jafnvægi ríki í umhverfinu. Svo gæti virst af framantöldu að mikið fatlað fólk sé ekki talið æskilegt inn á vinnustofuna, en svo er alls ekki. Staðreyndin er sú að hvorki húsnæðið eða mannafli vinnustofunnar leyfir að þar sé rekin hæfing. Það krefst fagfólks, mikils rýmis og búnaðar, en ekkert af þessu er fyrir hendi. Fólkið á kröfu á betri þjónustu en unnt er að veita á vinnustofunni við þær aðstæður sem í boði eru. Eins og áður hefur komið fram er verkefnalistinn unninn m.a. skv. reglugerð um atvinnumál fatlaðra. Í 10. grein þeirrar reglugerðar segir m.a. Verksvið verndaðra vinnustaða er: Skapa atvinnutækifæri þar sem gerð er krafa um verulegt vinnuframlag gegn launum. Á verkefnalistanum stendur „Vinnustofuna þarf að hugsa fyrst og fremst út frá virkni þátttakenda en ekki verklegum árangri“. Og ef svo er, hvernig er þá hægt að þjálfa fólk til vinnu á almennum vinnumarkaði? Einnig stendur á listanum. Hópur 3. Starfsþjálfun aðalmarkmið = undirbúa fólk undir störf á almennum vinnumarkaði og/eða til þátttöku í verndaðri vinnu. Ég fæ ekki betur séð en að það sem talið er upp á listanum og svo aftur þau gögn sem vitnað er í að hann sé unninn eftir, stangist svo mikið á að engin leið sé að láta verkið ganga upp. Niðurstaðan er því sú, eftir að hafa ráðfært mig við bæði fagaðila og samstarfsfólk á vinnustofunni, að frá mínum bæjardyrum séð er það ekki á mínu færi að láta hlutina ganga upp samkvæmt verkefnalistanum.“ Í framhaldi af þessari greinargerð stefnanda sendi Eggert Jóhannesson, framkvæmdastjóri stefnda, til stefnanda svofellt bréf, dagsett 27. febrúar 1997 (svo): „Áminning Með vísan til 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er þér hér með veitt áminning vegna ámælisverðrar háttsemi í starfi þínu sem forstöðumaður Vinnustaðarins, Gagnheiði 39. Á fundi með undirrituðum og Dóru Eyvindardóttur, þann 21. febrúar 1997, var þér kynnt efni fyrirhugaðrar áminningar og þér gefinn kostur á að tala máli þínu, í dag 27. febrúar kl. 11:00, í samræmi við framangreint lagaákvæði. Þar sem þú kaust að mæta ekki til þess fundar er þér send þessi áminning í ábyrgðarpósti. Áminning þessi er veitt vegna skorts á vilja til samstarfs, sem kemur m.a. fram í því að þú neitar að hlýða lögmætum fyrirmælum yfirboðara og sinna nauðsynlegu samstarfi við samstarfsaðila. Sem dæmi má nefna að þér var afhentur verkefnalisti í lok desember 1996 og þér ætlað að haga vinnu samkvæmt honum. Með greinargerð þinni vegna verkefnalistans, sem undirrituðum var afhent þann 14. febrúar s.l., koma fram athugasemdir þínar varðandi þau verkefni sem þér höfðuð verið falin með verkefnalistanum. Í niðurlagi greinargerðarinnar segir þú orðrétt: „Niðurstaðan er því sú, að eftir að hafa ráðfært mig við bæði fagaðila og samstarfsfólk á vinnustofunni, að frá mínum bæjardyrum séð er það ekki á mínu færi að láta hlutina ganga upp samkvæmt verkefnalistanum.“ Að mati undirritaðs hefur þú þar með haft að engu lögmæt fyrirmæli yfirboðara um starf þitt, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996. Þá hafa borist ítrekaðar kvartanir frá samstarfsaðilum þínum og aðstandendum starfsmanna, vegna skorts á samstarfsvilja. Framangreind háttsemi telst vera af þeim toga að varði áminningu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996. Með áminningarbréfi þessu er þér gefinn kostur á að bæta ráð þitt, en verði ekki breyting þar á fyrir 18. apríl n.k., leiðir það til uppsagnar á ráðningarsamningi.“ Hinn 4. mars 1997 ritaði stefnandi bréf til aðstandenda starfsmanna vinnustofunnar sem hún segir vera til komið vegna fullyrðinga framkvæmdastjóra stefnda um að stefnda hafi borist ítrekaðar kvartanir frá aðstandendum starfsmanna vinnustofunnar vegna skorts á samstarfsvilja frá stefnanda. Í bréfinu segir stefnandi að hún hafi beðið um nánari skýringar á þessum kvörtunum og frá hverjum þær hafi komið, en ekki fengið svör við því. Þá segir í bréfinu: „Ég get ekki áttað mig á því í hverju þessi skortur á samstarfsvilja af minni hálfu liggur, og vil því leyfa mér að fara fram á það við þig sem aðstandanda að ræða við mig um málið, ef þú átt hlut að því. Ég vil mjög gjarnan jafna ágreining ef einhver er, því eins og fyrr segir átta ég mig ekki á því hvað er um að ræða og fæ ekki svör við því á svæðisskrifstofu. Meðfylgjandi er verkefnalisti VISS og greinargerð vegna hans og áminningarbréf. Eins og fram kemur í bréfinu, er áminning veitt vegna skorts á vilja til samstarfs, sem kemur m.a. fram í því að neita að hlýða lögmætum fyrirmælum yfirboðara. Þetta er ekki rétt, því ég skilaði greinargerð vegna verkefnalista, en hún var ekki eins og yfirboðari vildi hafa hana. Ég skrifaði hana og vann eftir bestu samvisku, en mér er ómögulegt að vinna einhver verk þvert um hug minn til að þóknast yfirboðara mínum. Mér virðist að unnið sé að því leynt og ljóst að koma mér úr starfi, og ekki skipti máli hvaða aðferðir séu notaðar við það. Að síðustu vil ég ítreka það að þú hafir samband við mig ef ég hef á einhvern hátt brugðist skyldu minni gagnvart þér sem aðstandanda starfsmanns á vinnustofunni.“ Hinn 14. mars 1997 sendi lögmaður stefnanda bréf til stefnda þar sem þess var krafist að áminningin yrði dregin til baka. Segir í bréfinu að með greinargerð stefnanda hafi stefnandi verið að setja fram málefnalega gagnrýni á fyrirhuguðum breytingum. Slíkt væri henni ekki einungis rétt að gera, heldur einnig skylt vegna sérþekkingar hennar á málefninu og vegna stöðu hennar sem yfirmanns á vinnustofunni. Hinn 18. apríl 1997 fékk stefnandi svofellt bréf, undirritað af framkvæmdastjóra stefnda: „Með vísan til ákvæða í ráðningarsamningi þínum er þér hér með sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Ekki er óskað eftir vinnuframlagi þínu eftir 23. þessa mánaðar en þú færð greidd laun út uppsagnarfrestinn, eða til 31. júlí 1997.“ Aðilar eru ekki sammála um málavexti að öllu leyti. Stefnandi heldur því fram að framkvæmdastjóri stefnda hafi, eftir að verkefnalistinn hafði verið gerður, komið að máli við stefnanda í húsnæði vinnustofunnar og hafi verkefnalistinn borist í tal. Hafi stefnandi sagt framkvæmdastjóranum að hún teldi, miðað við það fjármagn sem vinnustofan réði yfir, væru sumar þeirra breytinga, sem lagðar voru til í verkefnalistanum, óframkvæmanlegar, einkum þær sem lytu að aukinni hæfingu og fyrirætlunum um að bæta við þremur fjölfötluðum einstaklingum á vinnustofuna. Stefnandi kveður svar framkvæmdastjórans hafa verið á þá leið, að hann vissi að ekki yrði tekið mark á honum í ráðuneytinu. Því þyrftu stefnandi og aðrir leiðbeinendur á vinnustofunni að sýna fram á það skriflega, að breytingarnar væru óframkvæmanlegar. Nokkur vitni hefðu verið að þessum ummælum framkvæmdastjórans. Kveður stefnandi greinargerð sína m.a. verið skrifaða með þessi orð framkvæmdastjórans í huga. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn í stað stefnanda. Stefnandi fullyrðir að starfsfólki hafi verið fjölgað, þar sem ráðin hafi verið matráðskona í 50% starfi, viðbótarleiðbeinandi í fullu starfi og afleysingamaður, sem mæti eingöngu í forföllum annarra leiðbeinenda. Á móti hafi komið að þeir leiðbeinendur, sem fyrir voru, hafi minnkað við sig vinnu sem nemi hálfu starfi. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að starfsfólki vinnustofunnar hafi fjölgað frá því að stefnandi hætti störfum. Samanlagt starfshlutfall starfsmanna hafi aðeins aukist um 10%. Þá kveður stefndi það ekki rétt vera að greinargerð stefnanda hafi átt við rök að styðjast eða verið í samræmi við fyrirmæli yfirmanns hennar. Stefndi nefnir einnig að ekki sé rétt sú fullyrðing stefnanda að sátt hafi verið um starfsemi vinnustofunnar, heldur hafi ýmis konar vandamál komið upp sem rekja megi til stefnanda. Stefnandi hafi t.d. ekki tekið þeirri aðstoð sem henni hafi verið boðin og bágborið hafi verið samstarf hennar við áðurnefnda Dóru Eyvindardóttur, svo og Maríu Jónsdóttur og Önnu Hjaltadóttur, forstöðumenn tveggja sambýla á Selfossi, svo og Sigrúnu Þorvaldsdóttur forstöðuþroskaþjálfa sambýlisins að Vallholti 9, Selfossi. Stefndi nefnir einnig að upp hafi komið mikil óánægja með störf vinnustofunnar og kvartanir borist frá aðstandendum og forstöðufólki sambýla. Stefndi fékk þau Annettu A. Ingimundardóttur, iðjuþjálfa og Andrés Ragnarsson, sálfræðing, til að meta í hverju ætti að breyta starfseminni. Annetta lagði fram skriflega greinargerð, dags. 17. desember 1996, um niðurstöður vettvangskönnunar hinn 18. október 1995, en Andrés kynnti niðurstöður sínar munnlega og skilaði síðar skýrslu, dags. 11. febrúar 1997. Samkvæmt athugunum þeirra mátti bæta margt í starfseminni og taldi Annetta að skilgreina þyrfti markmið vinnustofunnar upp á nýtt, m.a. m.t.t. hæfingar. Fyrir dómi kvaðst Annetta telja að verkefni til handa hinum fötluðu starfsmönnum væru í eðlilegu samræmi við getu þeirra, en hins vegar hafi starfsleiðbeinendur kvartað undan því að verkin væru ekki nægilega fjölbreytt. Hún taldi að þurft hefði faglærðan leiðbeinanda í fast starf á vinnustofuna, en ekki væri nægilegt að fá einungis ráðleggingar frá slíkum aðilum. Andrés kvað ástæðu funda sinna við starfsmenn vinnustofunnar vera vegna niðurstaðna í skýrslu Annettu Ingimundardóttur um vinnustofuna og vegna þess að stefndi hafði látið hann vita um að óánægja væri hjá aðstandendum hinna fötluðu starfmanna og forstöðumönnum sambýla með einhæf störf á vinnustofunni, auk þess sem forstöðumennirnir hafi kvartað yfir ósveigjanleika stefnanda í samskiptum við þá. Voru niðurstöður sálfræðingsins þær að bæta þyrfti vinnubrögð með því að gera markmiðslýsingu um störf vinnustofunnar. Stefnandi hafi sagt sér að hún hefði ekki menntun til slíkra verka og voru það því ráð sálfræðingsins að annað hvort þyrfti að veita stefnanda utanaðkomandi aðstoð eða segja henni upp störfum og ráða sérmenntaðan starfsmann í hennar stað. Hins vegar kom fram hjá sálfræðingnum að hann hefði ekki þekkingu til að segja til um hvort vinna starfsmanna væri of einhæf, en ef vinna ætti að hæfingu starfsmanna yrðu að koma til leiðbeinendur með sérstaka menntun. Ýmsir aðrir aðilar sem tengst hafa starfsemi vinnustofunnar gáfu skýrslur fyrir dómi. Rétt er að rekja stuttlega þau atriði sem helst þykja skipta máli varðandi atriði er lýtur að framkvæmd þeirrar áminningar sem um er deilt og varðandi óánægju með störf stefnanda vegna meints skorts á samstarfsvilja hennar við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Fram kom við meðferð málsins að a.m.k. einu sinni, vorið 1996, var haldinn fundur stefnanda, starfsleiðbeinanda á vinnustofunni, fyrirsvarsmanna stefnda og forstöðumanna sambýla á Selfossi. Var sá fundur að tilstuðlan stefnanda eftir að henni höfðu borist kvartanir til eyrna. Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóri stefnda kvaðst að loknum þeim fundi hafa lýst yfir að hann myndi ekki mæta á annan slíkan fund þar sem forstöðumenn sambýlanna að Árvegi 8, Vallholti 9 og Vallholti 12-14 og stefnandi yrðu að ná samkomulagi um þau mál sem upp komu, en það hefði hins vegar ekki tekist. Fram kom hjá Eggert og Dóru Eyvindardóttur, deildarstjóra stefnda að atvik máls hafi verið með þeim hætti sem lýst er í framangreindri áminningu. Nefndi Eggert að á fundinum 21. febrúar 1997 hafi kynning á ávirðingum í garð stefnanda fyrst og fremst varðað neitun hennar að vinna eftir verkefnalistanum. Fundurinn sem hafi átt að vera 27. febrúar 1997 hafi verið til þess að leiðrétta ef um einhvern miskilning væri að ræða og gefa stefnanda kost á að bæta ráð sitt. Kvaðst Dóra vita til þess að stefnandi hafi, samkvæmt hennar ráðleggingum, reynt að fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um framkvæmd hæfingar. Þá hafi hún ítrekað boðið stefnanda aðstoð faglærðs starfsfólks stefnda við gerð skýrslu um endurskipulagningu vinnustofunnar á grundvelli verkefnalistans. Hins vegar hafi ekki staðið til að kaupa tæki til hæfingar, eða fjölga starfsfólki. Þó nefndi Dóra að hún teldi að það þyrfti tvo leiðbeinendur til að vinna við hæfingu þriggja einstaklinga á meðan að hæfing ætti sér stað. Bæði Dóra og Eggert kváðust vera ánægð með störf þess sem ráðinn var í stað stefnanda. María Jónsdóttir, fyrrum forstöðumaður sambýlisins að Vallholti 12-14, kvað árekstra sína við stefnanda aðallega hafa stafað af því að stefnandi og leiðbeinendurnir á vinnustofunni hafi lítið gert fyrir einn fatlaðan heimilismann sambýlisins sem sendur hafi verið á vinnustofuna. Sá maður sé líkamlega fatlaður og geti lítið tjáð sig. Stefnanda og leiðbeinendum vinnustofunnar hafi fundist sem viðkomandi ætti ekkert erindi á vinnustofuna vegna mikillar fötlunar og að það væri mannréttindabrot gagnvart honum að senda hann þangað. Vitnið kvað aðstæður nú vera breyttar gagnvart honum þar sem hann fengi nú hæfingu á vinnustofunni, sem vitnið taldi að bjóða hefði átt upp á fyrr. Vigdís Anna Hjaltadóttir, forstöðumaður sambýlisins að Árvegi 8, kvaðst oft hafa kvartað við stefnda um að það starfsmenn væru í of einhæfri vinnu. Þá kvaðst vitnið hafa gert athugasemdir við það við stefnanda að af hálfu vinnustofunnar væri ekki gerð athugasemd við það þó einn heimilismaður af sambýlinu mætti of seint til vinnu á vinnustofuna og stefnandi hefði átt að sjá til þess að reyna að halda þeim manni betur til vinnu en gert hefði verið. Vitnið Sigrún Þorvarðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi, og forstöðumaður heimilisins að Vallholti 9, þar sem fimm fjölfatlaðir einstaklingar búa, kvaðst hafa átt þátt í að semja verkefnalistann fyrir vinnustofuna. Vitnið taldi það nægilegt að hæfing færi fram með þeim hætti sem nú væri, þ.e. án sérmenntaðra starfsmanna, en með ráðgjöf frá henni og fleirum sem tengdust vinnustofunni. Vitnið kvað þrjá af heimilismönnum Vallholts 9 hafa farið á vinnustofuna, meðan stefnandi var þar, en aðstaða fyrir þá hafi ekki verið til staðar og það hafi m.a. verið ástæðan fyrir gerð verkefnalistans. Á síðastnefndum þremur vitnum var að skilja að samskipti þeirra við stefnanda hafi ekki verið sem skyldi, en stefnandi hafi lýst því yfir á fundinum haustið 1996 að hún hafi ekki talið að um kvartanir hefði verið að ræða, heldur frekar umræðu um málefni þeirra einstaklinga sem hlut ættu að máli. Fyrir dómi lýsti stefnandi þessum samskiptum sínum við forstöðumenn einnig á þessa lund. Þá lýstu forstöðumenn yfir ánægju sinni með þær breytingar sem orðið hafa á vinnustofunni, en fundurinn haustið 1996 hafi ekki breytt neinu í samskiptum þeirra við vinnustofuna. Vitnið Erlín Kristín Karlsdóttir, tók við stöðu stefnanda eftir að stefnanda var sagt upp störfum. Vitnið kvaðst enn vera að vinna að verkefnalistanum og nefndi að nú hefði verið ráðin matráðskona til starfa á vinnustofunni, eins og nauðsynlegt hefði verið. Vitnið Halla Harpa Stefánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi á hæfingarstöðinni í Bæjarhrauni, Hafnarfirði, staðfesti það að hún teldi að verkefnalistinn væri ekki fagmannlega unnin. Vitnið kvað sumar tilvísanir í listanum vera frá hæfingarstöðinni í Bæjarhrauni komnar, en byggðar á misskilningi og vanþekkingu og ekki hefði verið leitað álits þeirra áður en verkefnalistinn var gerður. Vitnið kvað stefnanda hafa haft samband við sig vegna verkefnalistans og hún hefði veitt stefnanda svör miðað við þær forsendur sem fram hafi komið hjá stefnanda og í verkefnalistanum. Kristján Valdemarsson, forstöðumaður starfsþjálfunarstaðarins Örva í Kópavogi, kvað sig og Geirlaugu G. Björnsdóttur, þroskaþjálfa, hafa tekið á móti stefnanda og svarað spurningum hennar um möguleika til að vinna samkvæmt listanum. Vitnið kvaðst þekkja til vinnustofunnar og álit hans og Geirlaugar hafi verið það að listinn væri ekki þess eðlis að hægt væri að vinna eftir honum. Fyrrum samstarfsmenn stefnanda á vinnustofunni, Arnþrúður Sæmundsdóttir, Aðalheiður Óskarsdóttir, Olga Birna Jóhannsdóttir og Katrín Súsanna Björnsdóttir, báru allar stefnanda vel söguna. Kváðust þær ekki vita til annars en að kvartanir um störf hennar hafa verið litlar. Þó kom fram í máli Katrínar Súsönnu að fyrirspurn hafi komið frá stefnda vegna kvörtunar einnar forstöðukonunnar varðandi starfsmann vinnustofunnar og jafnframt hefði Dóra Eyvindardóttir sagt að það hefði „rignt inn“ kvörtunum vegna vinnustofunnar. Í framhaldi af því hafi stefnandi og leiðbeinendur á vinnustofunni óskað eftir fundi með forstöðumönnum. Á fundinum hafi komið fram ýmsar athugasemdir frá forstöðumönnum, mismunandi réttmætar að mati vitnisins. Síðastnefnd vitni kváðu vinnustofuna hafa breyst gífurlega. Nú væru margir starfsmenn annars staðar í vinnu, í raun hafi verið opnaður nýr vinnustaður fyrir suma og miklar breytingar hafi verið gerðar á húsnæðinu og ný tæki keypt. Fram kom að stefnandi hafi sýnt þeim starfsleiðbeinendum verkefnalistann og þær hafi reynt að finna út úr því hvernig vinna mætti eftir listanum, en án árangurs. Vitnin Olga Birna og Aðalheiður og Arnþrúður kváðu framkvæmdastjóra stefnda hafa þá sagt við þær að slík niðurstaða yrði að vera skrifleg, þar sem hann nyti ekki nægilegrar aðstoðar frá ráðuneytinu. Þá kom fram að stefnandi hélt starfsmannafundi reglulega og gerði starfslýsingar þó ekki hafi þær verið skriflegar. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveður að um ráðningarsamband hennar og stefnda hafi gilt lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hafi áminning hennar þurft að uppfylla skilyrði 21. gr. laganna, en samkvæmt 44. gr. laganna sé skylt að veita áminningu samkvæmt 21. gr. og gefa starfsmanni færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á m.a. rætur að rekja til óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns. Stefnandi byggir kröfu sína um skaðabætur á því, að áminning sú sem stefnanda var veitt af stefnda hafi verið ólögmæt. Enginn fótur hafi verið fyrir þeirri áminningarástæðu, sem tilgreind hafi verið í áminningarbréfi framkvæmdastjóra stefnda, þ.e. óhlýðni við yfirboðara með því að skila honum greinargerð vegna verkefnalistans. Í því sambandi bendir stefnandi á í fyrsta lagi, að samkvæmt samtali stefnanda við framkvæmdastjóra stefnda, þar sem stefnandi hafi greint framkvæmdastjóranum frá vandkvæðum við að framfylgja verkefnalistanum, hafi framkvæmdastjórinn farið þess á leit við stefnanda, að hún sýndi fram á það skriflega að breytingar honum samkvæmt væru óframkvæmanlegar, framkvæmdastjórinn vissi það sjálfur en þeir í ráðuneytinu tækju ekki mark á honum. Kveður stefnandi greinargerðina því hafa verið vandaða og fagmannlega umsögn um fyrirhugaðar breytingar, í samræmi við fyrirmæli yfirmanns stefnanda, ekki gegn þeim. Í öðru lagi hafi stefnandi ekki óhlýðnast fyrirmælum framkvæmdastjóra stefnda eins og þau komu fram á verkefnalistanum, með greinargerð sinni. Í tilvitnuðum niðurstöðuorðum greinargerðar stefnanda hafi ekki falist óhlýðni, heldur hafi verið um að ræða metnaðarfulla tilraun stefnanda til að upplýsa yfirmann sinn um það, að fyrirhugaðar breytingar væru óframkvæmanlegar, miðað við þá aðstöðu, sérþekkingu og fjölda leiðbeinenda, sem vinnustofan bjó yfir. Til þess að ráðast í breytingarnar hafi því verið nauðsyn á því að bæta aðstöðu og fjölga starfsfólki. Í þriðja lagi hafi fyrirmæli framkvæmdastjórans samkvæmt verkefnalistanum verið óframkvæmanleg, að óbreyttum mannafla, sérþekkingu og aðstöðu, eins og stefnandi hafi lýst í greinargerð sinni. Hafi stefnandi vísað m.a. til samtala við forstöðumenn Hæfingarstöðvarinnar Bæjarhrauni, Hafnarfirði og Örva, Kópavogi, sem starfi náið með fötluðum. Stefnandi kveður það nú staðfest að hún hafi haft rétt fyrir sér að þessu leyti, þar sem starfsfólki hafi verið fjölgað og aðstaða bætt. Fyrirmæli, sem ekki sé mögulegt að framfylgja falli ekki undir orðalagið „löglegar fyrirskipanir yfirmanna“ í 15. gr. laga nr. 70/1966 og það að framfylgja ekki slíkum fyrirmælum geti ekki talist til „óhlýðni“ samkvæmt 21. gr. sömu laga. Í fjórða lagi hafi framkvæmdastjóra stefnda borið, áður en hann veitti stefnanda áminningu á grundvelli skýslunnar, að rannsaka nákvæmlega hvort greinargerð stefnanda hafi stuðst við gild rök, t.d. með samanburði við aðrar sambærilegar stofnanir. Þetta hafi ekki verið gert og sé þar um brot á 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að ræða. Í fimmta lagi er á það bent varðandi framangreindar málsástæður, að líta verði til þeirrar aðstöðu, sem stefnandi hafi verið í er hún hafi séð sig tilneydda til að senda frá sér framangreinda greinargerð. Stefnandi hafi borið ábyrgð á vinnustað, þar sem u.þ.b. tuttugu fatlaðir einstaklingar stundi verndaða vinnu. Stefnandi hafi mikla þekkingu og reynslu af málefnum fatlaðra og hún hafi sem forstöðumaður vinnustofunnar á rúmum tíu árum átt verulegan þátt í mótun hennar. Lög nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, taki til starfseminnar og geri lögin ásamt öðrum meginreglum íslensks réttar strangar kröfur um aðbúnað og þjónustu við fatlaða einstaklinga. Í ljósi þessa hafi verið sérstakt tilefni fyrir framkvæmdastjóra stefnda til að taka greinargerð stefnanda alvarlega og vanda málsmeðferð en ekki grípa til þeirra ómálefnalegu ráðstafana sem mál þetta sé sprottið af. Þar sem áminning stefnanda hafi verið ólögmæt samkvæmt framangreindu hafi skilyrði uppsagnar samkvæmt 44. gr. laga nr. 70/1996 ekki verið fyrir hendi. Því sé uppsögnin ólögmæt og veiti stefnanda rétt til skaðabóta. Um stefnufjárhæðina. Stefnandi kveðst hafa unnið í rúman áratug við framangreint starf er hún missti stöðu sína 55 ára að aldri. Hún hafi verið atvinnulaus síðan. Við mat á tjóni stefnanda vegna uppsagnarinnar beri m.a. að hafa í huga aldur hennar, kyn, menntun og starfsreynslu. Atvinnumöguleikar 55 ára gamallar konu, sem hafi gagnfræðapróf, sé búsett á Selfossi og hafi alla sína starfsreynslu við að sinna fötluðu fólki, séu fáir. Þetta eigi sérstaklega við um störf þar sem þekking hennar og reynsla komi að notum. Þá beri að hafa í huga að stefnandi hafi verið ríkisstarfsmaður og því notið réttinda samkvæmt lögum nr. 70/1996 og lögum nr. 29/1963, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hafi stefnandi því mátt vænta þess að halda starfi sínu til venjulegra starfsloka ríkisstarfsmanna svo lengi sem viðkomandi starfsemi yrði haldið áfram á vegum ríkisins og hún gerðist ekki brotleg í starfi. Stefnukrafa hennar um skaðabætur vegna fjártjóns 3.143.664 krónur sé því síst of há, en hún samsvari launum stefnanda í tvö ár, miðað við laun stefnanda eins og þau voru í apríl 1997. Stefnandi gerir ennfremur kröfu um miskabætur að fjárhæð 250.000 krónur, með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi kveður þá kröfu vera hóflega, enda hafi uppsögnin og uppsagnarástæðan valdið stefnanda verulegum ærumissi. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því að uppsögn hafi verið lögmæt og í samræmi við gildandi ráðningarsamning, sem verið hafi með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Samkvæmt því bresti algerlega stoð fyrir kröfum stefnanda um bætur úr hendi stefnda vegna uppsagnarinnar. Þegar af þessari ástæðu beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Auk tilvísunar til ákvæða í ráðningarsamningi vísar stefndi til 43. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefndi kveður stefnanda hafa verið veitt áminning, með vísan til 21. gr. laga nr. 70/1996, vegna ámælisverðrar háttsemi í starfi sem forstöðumaður vinnustofunnar að Gagnheiði 39. Áminningin hafi verið fyllilega lögmæt og réttmæt. Stefnanda hafi verið kynnt efni fyrirhugaðrar áminningar og henni gefinn kostur á að tala máli sínu. Áminningin hafi komið til vegna skorts á samstarfsvilja af hálfu stefnanda, með því að hún hafi neitað að hlýða lögmætum fyrirmælum yfirboðara og sinna nauðsynlegu samstarfi við samstarfsaðila. Með greinargerð stefnanda þar sem hún lýsti því yfir að henni væri ekki fært að sinna hinum nýja verkefnalista sem henni var afhentur í lok desember 1996 hafi stefnandi haft að engu lögmæt fyrirmæli yfirboðara, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996. Stefndi kveður stefnanda ekki hafa verið áminnta sérstaklega fyrir að hafa skilað greinargerð vegna verkefnalistans, heldur hafi það verið nefnt sem dæmi um skort hennar á samstarfsvilja, en í áminningarbréfinu hafi komið fram að ítrekaðar kvartanir hefðu borist frá samstarfsaðilum stefnanda og aðstandendum starfsmanna vinnustofunnar vegna skorts á samstarfsvilja. Stefndi nefnir að stefnandi hafi kosið að sleppa því að mæta til fundarins með framkvæmdastjóra stefnda og Dóru Eivindardóttur, sem fyrirhugaður hafi verið 27. febrúar 1997 og hafi stefnandi ekki tjáð sig um efni fyrirhugaðrar áminningar. Þrátt fyrir að það komi fram í áminningarbréfi hverju það myndi varða ef stefnandi bætti ekki ráð sitt, þá hafi engin teikn komið fram um að stefnandi myndi gera það. Stefnandi hafi hins vegar ritað bréf sitt til aðstandenda starfsmanna vinnustofunnar hinn 4. mars 1997 og óskað eftir því að þeir ræddu við hana um áminninguna hefðu þeir átt einhvern hlut að máli. Þá hafi stefnandi lýst því yfir að henni væri ómögulegt að vinna einhver verk þvert um hug sinn til að þóknast yfirboðara sínum. Þar með hafi stefnandi lýst því yfir að það væri ekki vilji til þess af hennar hálfu til að bæta samstarf við yfirboðara og fylgja fyrirmælum hans. Þá byggir stefndi á því að yfirmaður stefnanda hafi haft lögmætan rétt til að áminna stefnanda fyrir að fara ekki að fyrirmælum sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996. Framkvæmdastjóri stefnda hafi átt mat um það hvaða starfsmenn hann teldi að best gætu farið að fyrirmælum um stjórn og starfsemi stofnunarinnar. Vinnuveitandi stefnanda hafi því ekki þurft að sæta gagnrýni stefnanda á starfseminni og hafi við þessar aðstæður verið rétt og skylt að slíta ráðningarsamningi með lögmæltum hætti. Stefndi kveður áminningu til stefnanda hafa verið lögmæta og byggða á efnislega réttmætum grundvelli og ástæðum og að skylt hefði verið að veita hana samkvæmt ákvæðum 21. gr. laga nr. 70/1996. Fyrir hafi legið að stefnandi hafi sýnt óhlýðni við löglegt boð yfirmanns og ekki sýnt vilja til að ná fullnægjandi árangri í starfi. Stefndi mótmælir því eindregið að óvilji stefnanda til að sinna fyrirmælum megi skoðast sem metnaðarfull tilraun til að upplýsa yfirmann sinn um að verkefnaskipan hans væri óframkvæmanleg. Stefnda hafi ekki borið skylda til að rannsaka gagnrýni stefnanda á starfsemi stofnunarinnar. Um skyldu þess efnis sé hvorki mælt fyrir um í lögum nr. 70/1996 né ráðningarsamningi. Þá mótmælir stefndi að 10. gr. laga nr. 37/1993 geti átt við í þessu máli, enda hafi við stjórn og stefnumörkun stofnunarinnar ekki verið tekin ákvörðun um réttindi og skyldur stefnanda. Stefndi kveður að innri málefni um stjórn og starfsemi stofnana teljist ekki vera stjórnvaldsákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefndi kveður lög nr. 70/1996 ganga framar lögum nr. 37/1993 varðandi réttindi og skyldur starfsmanna. Mál stefnanda hafi verið nægilega rannsakað enda hafi verið að fullu upplýst að stefnandi hafi ekki viljað gegna þeim skyldum sem henni var falið. Samkvæmt framansögðu hafi uppsögn stefnanda einnig verið í samræmi við ákvæði 43. gr. og 44. gr. laga nr. 70/1996, enda hafi áminning í engu borið tilætlaðan árangur. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að sátt hafi verið um starfsemi vinnustofunnar og vísar um það til gagna málsins og framburðar vitna fyrir dómi. Stefndi kveður stefnanda hafa átt mjög erfitt með að eiga samskipti við þá sem tengst hafi starfsemi vinnustofunnar, t.d. við Dóru Eyvindardóttur, deildarstjóra ráðgjafadeildar stefnda, Önnu Hjaltadóttur, forstöðumann sambýlisins að Árvegi 8, Maríu Jónsdóttur, forstöðumann sambýlisins að Vallholti 12-14 og Sigrúnu Þorvarðardóttur forstöðuþroskaþjálfa, Vallholti 9, sem telji að starf stefnanda hafi ekki skilað þeim árangri sem eðlilegt geti talist af vernduðum vinnustað. Vegna þessara kvartana hafi stefndi fengið þau Annettu Ingimarsdóttur, iðjuþjálfa og Andés Ragnarsson, sálfræðing, til að meta í hverju ætti að breyta starfseminni. Í skýrslu þeirra hafi verið margt í starfsemi vinnustofunnar sem mætti bæta og hafi Annetta talið að skilgreina þyrfti markmið vinnustofunnar upp á nýtt, en stofnunin gæti auðveldlega sinnt margþættri starfsemi fyrir fatlaða, þar sem fram færi hæfing, starfshæfing og vernduð vinna. Annetta hafi gagnrýnt marga þætti starfseminnar, en Andrés m.a. bent á að bæta þyrfti úr faglegum römmum vinnustofunnar og gera bragarbót á vinnubrögðum. Hins vegar hafi úrvinnsla og undirtektir stefnanda vegna þessara skýrslna engar verið og þegar verkefnalistinn, sem m.a. hafi verið byggður á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra og úttektum sérfræðinganna tveggja, var kynntur, hafi höfnun stefnanda á breytingum verið alger. Þar sem samskipti stefnanda við samstarfsaðila hafi hvorki verið góð né árangursrík og stefnandi hafi ekki viljað fara eftir verkefnalista, hafi forstöðumanni stefnda verið skylt að áminna stefnanda samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda sem rangri að óframkvæmanlegt sé eða hafi verið að vinna eftir verkefnalistanum og að framkvæmdastjóri stefnda hafi viðurkennt það í samtölum við stefnanda, eða að greinargerð stefnanda hafi verið samin að einhverju leyti að tilhlutan framkvæmdastjórans. Þótt leita hafi þurft eftir fjármagni til að framkvæma breytingar á vinnustofunni, hafi það ekki verið viðurkennt af hálfu framkvæmdastjórans að breytingar hafi verið óframkvæmanlegar. Ávallt hafi legið fyrir að sú stefna að koma á þjónustu fyrir fjölfatlaða einstaklinga á sambýlum sem ekki hafi notið hennar fyrr. Því er mótmælt að þurft hafi að ráða fleira fólk vegna þessa, en samanlagt starfshlutfall starfsmanna hafi aðeins aukist um 10%. Í stað stefnanda hafi verið ráðinn ófaglærður starfsmaður, rétt eins og stefnandi, til að veita vinnustofunni forstöðu. Sá verkefnalisti sem um er rætt hafi nýst ágætlega við endurskipulagningu vinnustofunnar, sbr. greinargerðir Dóru Eyvindardóttur, deildarstjóra, Erlínar Karlsdóttur, forstöðumans og Sigrúnar Þorvarðardóttur, forstöðuþroskaþjálfa. Engin vandamál hafi orðið við að koma á þjónustu og verndaðri vinnu fyrir þá fjölfötluðu einstaklinga sem stefnandi hafi talið ófært að láta í té. Þá mótmælir stefndi því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni eða grundvöllur sé fyrir bótakröfu hennar, þótt talið yrði að áminning hafi ekki byggst á réttmætum forsendum. Stefnandi hafi ekki getað treyst því að fá frekari bætur vegna ráðningarslita, en sem næmu launum í uppsagnarfresti, en fyrir liggi að stefnanda voru greidd þriggja mánaða laun án vinnuskyldu. Stefnandi hafi heldur ekki getað treyst því að halda starfi sínu til venjulegra starfsloka ríkisstarfsmanna, enda hafi gilt um ráðninguna gagnkvæmur uppsagnarfrestur. Stefndi kveðst mótmæla sérstaklega miskabótakröfu stefnanda, enda hvorki lagaskilyrði né tilefni til að dæma stefnanda miska. Uppsögn ráðningarsamningsins hafi ekki verið ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda og bresti því skilyrði fyrir beitingu 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Sé þetta sjálfstæð ástæða til sýknu af öllum kröfum stefnanda. Vegna varakröfu sinnar vill stefndi benda á, að bótakrafa geti ekki samsvarað tveggja ára launum, eins og stefnandi haldi fram. Stefnandi hafi ekki rökstutt kröfu sína. Engu tjóni, samsvarandi tveggja ára launum, sé fyrir að fara í tilviki stefnanda og engri réttarreglu sé til að dreifa þess efnis að bætur megi ákvarða á þann hátt er uppsögn byggi á gildum ákvæðum ráðningarsamnings. Bótakrafa stefnanda sé að þessu leyti langt umfram það sem dómvenja, á grundvelli 3. mgr. 11. gr. eldri laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954, gefi tilefni til, ef stefnandi hefði hins vegar notið skipunar í starf, sbr. reglu þá er nú gildi að þessu leyti um embættismenn í 2. mgr. 32. gr. laga nr. 70/1996. Að lokum mótmælir stefndi því sérstaklega að miða eigi við yfirvinnu og orlofsgreiðslur ef bætur verða dæmdar með hliðsjón af föstum launum stefnanda, en í því tilviki kæmi aðeins til greina að miða við föst mánaðarlaun án yfirvinnu, sem hafi í apríl 1997 numið 96.871 krónum. Stefndi reisir kröfur sínar um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Niðurstöður. Eins og rakið hefur verið var stefnandi ráðin til starfa hjá stefnda 12. janúar 1987, samkvæmt samningi með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Í 43. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, segir m.a.: „Forstöðumaður stofnunar hefur rétt til að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem fyrir er mælt í ráðningarsamningi...“. Hins vegar segir í 44. gr. sömu laga: „Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar. Ef starfsmaður óskar skal rökstyðja uppsögn skriflega. Ef hún á rætur að rekja til ástæðna sem greindar eru í 21. gr. má bera hana undir hlutaðeigandi ráðherra.“. Þá segir í 21. gr. laganna: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.“ Áður en stefnanda var veitt lausn frá störfum bar stefnda að taka skýra afstöðu til þess á hvaða lagagrunni það var gert. Við úrlausn þessa máls verður ekki litið til 43. gr. laga nr. 70/1996 í þessu sambandi, heldur ber við það að miða að uppsögn stefnanda hafi stuðst við 44. gr. laga nr. 70/1996. Er það eðlilegt miðað við starf stefnanda, sem var ráðin ótímabundið og aðdraganda uppsagnarinnar, auk þess sem framlögð gögn í málinu bera það nokkuð með sér, sbr. t.d. orð áminningarbréfs til stefnanda, þar sem tvisvar sinnum var sérstaklega skírskotað til 21. gr. laganna, jafnframt því sem tekið var fram að stefnanda væri gefinn kostur á að bæta ráð sitt fyrir 18. apríl 1997, ella yrði henni sagt upp störfum. Kemur næst til skoðunar hvort áminning stefnanda hafi verið lögmæt þannig að stefnda hafi verið rétt að víkja stefnanda úr starfi. Í 30. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, er kveðið á um verndaða vinnustaði. Vinnustofan að Gagnheiði 39, Selfossi er rekin og fjármögnuð af stefnda, sem er ríkisstofnun sem starfar eftir 12. gr. laga um málefni fatlaðra. Framkvæmdastjóri svæðisskrifstofunnar var næsti yfirmaður stefnanda. Upplýst er að starfsemi vinnustofunnar var með tiltölulega fastmótuðu sniði áður en stefnanda var sagt upp störfum. Fötluðum starfsmönnum hafði þó fjölgað eftir því sem fram liðu stundir og voru u.þ.b. 20 þegar stefnanda var sagt upp störfum. Starfsleiðbeinendur voru fimm í 4,4 stöðugildum, auk eins starfsmanns frá Atvinnutryggingarsjóði sem starfaði að hluta til í þágu vinnustofunnar. Eini leiðbeinandinn sem hafði einhverja menntun varðandi málefni fatlaðra var í 60% starfi, en aðrir starfsleiðbeinendur voru án sérstakrar menntunar á þessu sviði. Forstöðumaður sá sem ráðinn var í starf stefnanda var ekki með meiri reynslu eða þekkingu en stefnandi á þessu sviði. Í áminningarbréfi stefnda kemur fram að ástæða áminningarinnar hafi verið skortur á samstarfsvilja stefnanda. Eins og að framan er rakið virðist óánægjan aðallega hafa beinst að því að mikið fatlaðir starfsmenn fengju ekki á vinnustofunni það atlæti og hæfingu sem þeim best hentaði. Hins vegar voru stefnandi og aðrir leiðbeinendur vinnustofunnar óánægðir með hversu mikill fjöldi starfsmanna var sendur til vinnustofunnar og að verulega fötluðum starfsmönnum var komið fyrir á vinnustofunni, án þess að aðstaða, fjármagn eða starfskraftur væri til staðar til að sinna þeim. Af framburði aðila og vitna fyrir dómi, verður að telja að meginástæða áminningarinnar hafi ekki verið óhlýðni stefnanda við lögleg boð yfirmanna sinna að öðru leyti en því sem nemur skýrslu stefnanda er gerð var í tilefni títtnefnds verkefnalista stefnda og háttsemi stefnanda í kjölfar skýrslunnar. Enda laut viðvörun í áminningarbréfi að skýrslunni, en ekki að öðrum atriðum. Auk þess kvað framkvæmdastjóri stefnda viðbrögð sín, eftir fund forstöðumanna sambýla og starfsleiðbeinanda á vinnustofunni haustið 1996 vegna þessarar óánægju, hafa verið þau, að um væri að ræða samskiptamál þess eðlis að hann tæki ekki afstöðu til þeirra, heldur væri það viðkomandi að leita sameiginlega að lausnum. Verður því ekki séð að af hálfu stefnda hafi verið tekin skýr afstaða til þess hvort kvartanir þessar um störf stefnanda og að nokkru leyti um störf annarra starfsleiðbeinanda vinnustofunnar, væru á rökum reistar. Eins og rakið hefur verið ákvað stefndi að gefa mikið fötluðum einstaklingum möguleika á hæfingu á vinnustað stefnanda, í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Í 1. mgr. 8. gr. reglugerðar um atvinnumál fatlaðra nr. 376/1996 segir: „Í hæfingu felst kerfisbundin og alhliða starfs- og félagsleg þjálfun. Með hæfingunni skal stuðlað að því að einstaklingar verði hæfari til iðju eða atvinnuþátttöku. Stefnt skal að því að hæfingin sé tímabundin. Ekki er skylt að greiða laun fyrir hæfingu.“ Framkvæmdastjóri stefnda lagði því fyrir stefnanda títtnefndan verkefnalista og óskaði eftir skýrslu frá stefnanda um það hvernig uppfylla mætti verkefnalistann. Eins og stefnandi rakti í skýrslu sinni leitaði hún aðstoðar sérfræðinga áður en hún gerði skýrsluna. Hafa þeir sérfræðingar staðfest fyrir dómi að niðurstöður stefnanda sem hún kemst að í skýrslunni séu réttar. Meðal annars var um að ræða forstöðumann vinnustofunnar við Bæjarhraun þar sem hæfing fyrir mikið fatlað fólk hefur verið stunduð um árabil. Í verkefnalistanum var þó sérstaklega vísað til þess til að haft hefði verið mið af starfseminni þar. Þá ber að hafa í huga að niðurstöður stefnanda eru með þeim fyrirvara, að miðað væri við þær forsendur sem henni voru sannanlega gefnar. Þannig að ef ekki kæmi til aukin aðstaða, tæki, aukinn starfskraftur og að sérstök fagþekking kæmi í öðru formi en sem ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga, væri verkefnalistinn óframkvæmanlegur og ekki á hennar færi að framfylgja honum. Í málinu liggja frammi gögn sem sýna að stefndi hafði áður en verkefnalistinn var gerður leitað eftir fjármagni frá ríkissjóði, m.a. vegna væntanlegs aukins umfangs í starfsemi vegna hæfingar. Að virtum framburði samstarfsmanna vinnustofunnar er einnig upplýst að starfsemi vinnustofunnar að Gagnheiði 39, Selfossi hefur tekið töluverðum breytingum frá því að stefnanda var sagt upp störfum, þannig að nokkrir starfsmenn vinnustofunnar eru nú starfandi á almennum vinnumarkaði, sumt af starfsemi vinnustofunnar á sér nú stað í öðru húsi, auk þess sem sérhæfð tæki til hæfingar hafa verið keypt. Virðist sem breytingum þessum sé ekki með öllu lokið. Svo virðist sem stefnandi hafi upphaflega ætlað að reyna að uppfylla verkefnalistann, auk þess sem í skýrslu stefnanda segir að hægt væri að nálgast markmið verkefnalistans um hæfingu á vinnustofunni með því að skipta deginum niður milli hæfingar og vinnu. Samkvæmt því sem að framan er rakið, verður ekki annað séð en að skýrsla stefnanda hafi verið samin eftir bestu samvisku miðað við þær forsendur sem stefnanda voru gefnar og að höfðu samráði við reynda aðila á þessu sviði. Þrátt fyrir að ákvörðunarvald um stefnumörkun á starfsemi vinnustofunnar sé stefnda, verður samkvæmt framansögðu ekki talið að með skýrslu sinni hafi stefnandi brotið hlýðniskyldu sína gagnvart stefnda og „þar með haft að engu lögmæt fyrirmæli yfirboðara um starf [sitt], sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996.“, eins og segir í áminningarbréfi til stefnanda. Að teknu tilliti til stöðu Dóru Eyvindardóttur hjá stefnda, verður heldur ekki talið sannað, gegn andmælum stefnanda, að stefnandi hafi á fundinum hinn 21. febrúar 1997 verið boðuð til fundar hinn 27. febrúar 1997, eins og stefndi heldur fram. Að því virtu sem að framan er rakið, lítur dómurinn svo á að þegar af þeirri ástæðu að áminning sú sem um ræðir var ekki byggð á lögmætum forsendum, voru ekki lagaskilyrði fyrir uppsögn stefnanda samkvæmt ákvæðum 44. gr. laga nr. 70/1996. Því ber stefnanda bætur úr hendi stefnda, að teknu tilliti til fastra launa hennar hjá stefnda, en laun fyrir svokallaða fasta yfirvinnu er hluti af föstum launum hennar. Liðið er tæpt ár frá því að stefndi sagði stefnanda upp störfum og er stefnandi enn atvinnulaus, en því er ekki mótmælt að stefnandi hefur leitað sér að vinnu allt frá þeim tíma. Stefnandi var 55 ára gömul er henni var sagt upp störfum og hefur sína starfsreynslu á þessu atvinnusviði. Því er fallist á það með stefnanda að atvinnumöguleikar stefnanda eru ekki miklir, sérstaklega varðandi störf þar sem þekking hennar og reynsla kemur að notum. Hins vegar ber að hafa í huga að stefnandi fékk greidd laun frá stefnda út uppsagnarfrest, eða allt til 31. júlí 1997. Með vísan til alls þessa þykja bætur til stefnanda hæfilega ákveðnar 1.600.000 krónur. Hins vegar er fallist á það með stefnda að lagaskilyrði séu ekki fyrir því að dæma stefnanda miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og er stefndi því sýknaður af kröfu um miskabætur. Ber stefnda því að greiða stefnanda 1.600.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þingfestingardegi 12. nóvember 1997 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum skal stefndi greiða stefnanda 280.000 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til þeirrar skyldu stefnanda að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Ólafur Börkur Þorvaldsson, héraðsdómari, kveður upp þennan dóm, en uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna mikilla starfsanna dómara. Dómsorð: Stefndi, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi, kt. 540880-0269, greiði stefnanda, Elsu Jónsdóttur, kt. 060142-3519, 1.600.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 12. nóvember 1997 til greiðsludags. Stefndi er sýknaður af kröfum stefnanda um miskabætur. Stefndi greiði stefnanda 280.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 341/1998
Vinnuslys Sjómaður
B slasaðist um borð í togara í eigu S er hann skar sig á vasahnífi í litlafingur. Skipstjórinn saumaði sárið í samráði við lækni og gaf B sýklalyf. Að mati læknis í landi var ekki ástæða til að fara með B til næstu hafnar, en þangað var 8 til 9 klukkustunda sigling. Sýking komst í sárið og rúmum tveimur árum eftir slysið var gerð aðgerð á B þar sem hluti fingursins var fjarlægður. B krafði S um bætur fyrir miska, varanlega örorku og töpuð lífeyrisréttindi á grundvelli þess að um hefði verið að ræða stórkostlegt gáleysi skipstjórans. Ekki var talið að snúa ætti sönnunarbyrði við í málinu og leggja hana á S. Þá var ekki talið að byggja ætti ábyrgð S á því að vasahnífurinn sem B skar sig á hefði verið bilað eða gallað tæki í skilningi skaðabótaréttar. Talið var ósannað að meðhöndlun skipstjórans hafi átt þátt í varanlegri örorku B. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu S af kröfum staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. ágúst 1998 og krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 3.920.100 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 23. október 1990 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, að héraðsdómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti, en til vara, að sök verði skipt, kröfur áfrýjanda lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Vátryggingafélagi Íslands hf. hefur verið stefnt fyrir Hæstarétt til réttargæslu. I. Samkvæmt ljósriti úr dagbók togarans Skafta SK 3, sem lagt var fyrir Hæstarétt, var skráð eftirfarandi sunnudaginn 21. október 1990: „Kastað í Rósagarði 10.oo dregið suður af ... Bertel Benediktsson sker sig á vasahníf í litlafingur saumað sk læknisr.“ Ágreiningur málsaðila lýtur að orsökum og afleiðingum þessa slyss. Málavöxtum og málsástæðum aðila er lýst í héraðsdómi. Fallist verður á með héraðsdómi, með vísan til forsendna hans, að sönnunarbyrði verði ekki snúið við og lögð á stefnda í máli þessu. Einnig ber að fallast á, með vísan til röksemda héraðsdóms, að sök stefnda verði ekki á því reist að vasahnífurinn hafi verið bilað eða gallað tæki í skilningi skaðabótaréttar. Aðferð áfrýjanda við að opna hnífinn getur og ekki talist venjuleg. II. Áfrýjandi kom til skoðunar hjá Ara Helga Ólafssyni, sérfræðingi í bæklunar- og handaskurðlækningum, á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 6. nóvember 1990. Þar gekkst áfrýjandi undir aðgerð á fingrinum 16. sama mánaðar. Í ljós kom að önnur beygisinin út í fingurinn hafði skorist í sundur. Að sögn læknisins hafði sjálf sinin dregist alveg upp í hendi og þurfti að sækja hana þangað og þræða aftur út í litla fingur til að tengja afskornu endana. Þarna hafði myndast allmikill örvefur, sem þurfti að hreinsa burt. Daginn eftir var sett sérstakt togstrekk til þess að minnka stirðleika og fá betri árangur af aðgerðinni. Áfrýjandi var með togstrekkið til 13. desember 1990, og kom nokkrum sinnum til eftirlits. Að mati læknisins varð árangur aðgerðarinnar ekki nægilega góður og allmikil kreppa kom í fingurinn. Í vottorði 26. júní 1991 taldi læknirinn rétt að bíða og sjá hvernig gengi, en með haustinu kæmi sterklega til greina að gera svokallaða tenolys-aðgerð, þar sem losaðir væru samvextir við sinar og jafnvel við liði. Í þessu vottorði tjáði læknirinn sig um þá skoðun, sem sett hafði verið fram, að áfrýjandi „hefði helst þurft að komast til læknis innan 6 í mesta lagi 12 klukkutíma ef ekki hefði átt að fara svo illa sem raun ber vitni.“ Læknirinn kvaðst ekki sammála þessari fullyrðingu. Það skipti miklu meira máli hvernig meðferð sjálft sárið fengi í byrjun. Fái sár rétta meðferð í byrjun sé yfirleitt hægt að reikna með að fá þokkalega góðan árangur þó að líði allt að mánuður fram að sinasaumi. „Í þessu tilviki eru samt sennileg röð af óheppilegum aðstæðum. Það hefði til dæmis ekki átt að sauma sárið úti á sjó þar sem ekki eru fullkomnar sótthreinsaðar aðstæður. Sennilega hefur það að einhverju leyti orsakað bólgu sem var í fingrinum og meiri örmyndun. Eingöngu hefði átt að þvo sárið og hreinsa vel og setja sótthreinsaðar umbúðir.“ Annað vottorð læknisins er dagsett 1. nóvember 1992. Þar kemur fram að í febrúar 1992 hafi áfrýjandi ekki haft áhuga á því að fara út í frekari aðgerðir á fingrinum, en í apríl sama árs hafi hann lýst áhuga sínum á aðgerðinni. Í september og október hafi þeir talað saman og aðgerðartími hafi verið ákveðinn 10. desember 1992. Í lok vottorðsins, sem skrifað var að beiðni þáverandi lögmanns áfrýjanda, segir læknirinn að rétt sé að láta líða a.m.k. þrjá til fjóra mánuði eftir fyrirhugaða aðgerð þar til reynt verði að meta lokaárangur. Þriðja vottorð Ara Helga Ólafssonar læknis er frá 10. janúar 1993 og skrifað til sama lögmanns. Þar segir meðal annars: „Sjúklingur lá nú inni á Bæklunardeild FSA 09.12. - 10.12.1992. Við skoðun á fingrinum kom í ljós að puttinn var festur í kreppu að minnsta kosti jafn mikilli og búið var að vera í mjög langan tíma ef eitthvað er var kreppan orðin meiri. Útlit fingursins við skoðun var þannig að ekki var talið líklegt að góður árangur yrði af neinum þeim aðgerðum sem reyna má í því skyni að rétta úr fingri og fá í hann hreyfingu aftur. Þannig að ákveðið var í samráði við sjúkling að gera stúfhögg á litlafingrinum ...“ Varanleg örorka áfrýjanda af þessu var metin 8%. III. Áfrýjandi reisir kröfur sínar á hendur stefnda á því, að hann hefði átt að komast undir læknishendur eins fljótt og verða mátti. Höfuðorsök örorku hans sé stórkostlegt og vítavert gáleysi skipstjórans við þær læknisaðgerðir sem hann hafi tekist á hendur til að gera að áverkanum. Hefði þetta gáleysi ekki komið til séu allar líkur fyrir því að fingri hans hefði verið bjargað. Svo sem í héraðsdómi greinir var Ari Helgi Ólafsson læknir spurður um þetta atriði fyrir dómi. Kjarni svara hans var, að tíminn sjálfur hafi ekki skipt sköpum heldur hitt, hvernig búið var um sárið í byrjun, og einnig, að margar samverkandi ástæður væru fyrir því að fingurinn krepptist og árangur af aðgerð varð ekki sem skyldi. Hann lagði áherslu á að sýkingin sem kom hafi þarna haft áhrif. Í því sambandi athugast, að skipstjórinn kvaðst hafa gefið áfrýjanda penísillín eins og læknirinn ráðlagði, og kvaðst áfrýjandi hafa fengið töflurnar. Skipstjórinn bar hins vegar fyrir héraðsdómi, að áfrýjandi hafi ekki tekið töflurnar og sagt að hann þyrfti það ekki, það græfi aldrei í sér. Þessu var ekki mótmælt af áfrýjanda. Skipstjórinn kvaðst hafa farið eftir ráðleggingum læknis á Höfn í Hornafirði þegar hann bjó um sárið og saumaði það saman. Það verður ekki dregið í efa nú. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður fallist á þá niðurstöðu hans, að ósannað sé að meðhöndlun skipstjóra hafi átt þátt í hinni varanlegu örorku áfrýjanda. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Hvor aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 27. maí 1998. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum flutningi 15. apríl sl., er höfðað af Bertel Benediktssyni, kt. 181166-4799, Hátúni 6, Reykjavík með stefnu útgefinni 28. október 1997 og þingfestri 11. nóvember 1997 á hendur Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., kt. 461289-1269, Eyrarvegi 18, Sauðárkróki. Til réttargæslu stefndist Vátryggingafélagi Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda. Stefnandi krefst þess, að Fiskiðjunni Skagfirðingi verði gert að greiða sér 3.920.100 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 23. október 1990 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur. Ekki eru hafðar uppi sjálfstæðar kröfur á hendur réttargæslustefnda. Dómkröfur stefnda. Stefndi, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda en til vara að sök verði skipt, stefnukröfur lækkaðar stórlega og málskostnaður felldur niður. Réttargæslustefndi gerir ekki kröfur í málinu. II. Málavextir. Þann 23. október 1990 var stefnandi við vinnu sína, sem háseti, um borð í togaranum Skafta SK-3 frá Sauðárkróki er skipið var á veiðum í Rósagarðinum miðja vegu milli Íslands og Færeyja. Skipverjar voru að skera úr og bæta troll skipsins. Við starf sitt ætlaði stefnandi m.a. að nota vasahníf af algengustu gerð sem er þannig gerður að blað hnífsins er fellt inn í skaftið þegar ekki er verið að nota hnífinn. Hnífinn hafði hann fengið afhentan um borð í skipinu. Að sögn stefnanda hafði hann fengið hnífinn nýjan daginn áður en honum gekk strax illa að opna hann. Í þetta sinn greip hann því til þess ráðs að setja blað hnífsins í skrúfstykki og reyndi að opna hann með því að toga í skaftið. Virðist sem hnífurinn hafi opnast að einhverju leyti en skroppið úr skrúfstykkinu áður en hann opnaðist alveg. Þegar hnífurinn losnaði úr festingunni small hann saman og skar stefnanda í litla fingur hægri handar. Stefnandi kveðst hafa sýnt bátsmanni sárið og hann hafi farið með stefnanda til skipstjóra, Sverris Kjartanssonar. Skipstjóri hafði strax samband við lækni á Höfn í Hornafirði. Að sögn stefnda bað læknirinn skipstjórann að spyrja stefnanda hvort hann hefði tilfinningu í fingrinum sem stefnandi hafði. Að þessum upplýsingum fengnum hafi læknirinn sagt skipstjóranum að sauma sárið saman, búa um það og gefa stefnanda pencillin. Að mati læknisins hafi ekki verið ástæða til að fara með stefnanda í land en til næstu hafnar var milli 8 og 9 klukkustunda sigling. Skipstjóri fór að ráðleggingum læknisins og saumaði sárið saman með fjórum sporum og gaf stefnanda penisillíntöflur og lét hann að auki hafa umbúðir til skiptanna. Stefnandi kveðst ekki hafa heyrt samtal skipstjórans og læknisins. Hann kveðst hafa unnið áfram eins og hann gat en það hafi ekki verið mikið. Að sögn stefnanda var farið að grafa mjög í sárinu á sjötta degi og hann hafi þá fengið lítinn hníf hjá skipstjóranum og skorið á saumana og tekið þá úr en við það hafi komið gröftur út um götin eftir saumana. Hann kveðst þá hafa stungið gat á sárið, sem var bólgið og þrútið, og hleypt greftrinum út. Síðan hafi hann hreinsað sárið og búið aftur um það og síðan hafi allt virst vera í lagi þann tíma sem var eftir af veiðiferðinni. Afla skipsins átti að selja erlendir og kom það við í Færeyjum u.þ.b. hálfum mánuði eftir slysið og þar fór stefnandi af og flaug heim til Íslands. Daginn eftir að stefnandi kom heim fór hann til læknis sem vísaði honum til Ara H. Ólasonar, sérfræðings í handar- og bæklunarskurðlækningum. Ari framkvæmdi aðgerð á hendi stefnanda þann 16. nóvember 1990 þar sem hann taldi afltaug hafa farið í sundur. Þar sem stefnanda versnaði í fingrinum gekkst hann undir aðra aðgerð þann 10. desember 1992. Í síðari aðgerðinni var hluti litlafingursins fjarlægður með svokölluðu stúfhöggi. Stefnandi fór í örorkumat þann 7. mars 1991 og var varanleg örorka hans þá metin 3%. Í ágúst 1993 fór hann aftur í örorkumat vegna aðgerðarinnar sem gerð var í desember 1992. Í því mati var varanleg örorka hans, af Júlíusi Valssyni, lækni metin 8%. Að sögn stefnanda hefur hann alltaf talið að útgerð skipsins bæri skaðabótaábyrgð á tjóni sínu en hann hafi falið lögmanni að ganga frá málinu fljótlega eftir að örorkumatið frá 1993 lá fyrir. Hins vegar hafi ekkert gerst í málinu og hann hafi því tekið málið úr höndum lögmannsins á árinu 1997. Núverandi lögmaður hans hafi skrifað réttargæslustefnda bréf 30. júní sl. og krafist svars um bótaskyldu félagsins. Þann 4. ágúst hafi réttargæslustefndi hafnað bótaskyldu og því hafi mál þetta verið höfðað. III. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því, að höfuðorsök örorku hans sé stórkostlegt og vítavert gáleysi skipstjóra togarans Skafta við þær ,,læknisaðgerðir” sem hann gerði á stefnanda. Á gáleysi skipstjórans beri útgerð skipsins vinnuveitendaábyrgð. Einnig er á því byggt að vítavert hafi verið af skipstjóranum að koma stefnanda ekki undir læknishendur eins skjótt og kostur var en hann hefði þurft að komast til læknis innan 6 klukkustunda frá slysinu en hann komst ekki til læknis fyrr en að 16 sólarhringum liðnum. Stefnandi byggir á því að hann hafi skýrt skipstjóranum frá því að hann gæti ekki kreppt fingurinn og að hann teldi eitthvað vera í sundur. Stefnandi byggir einnig á því að hann hafi ekki fengið þá ummönnun sem skylt var að veita honum, skv. 34. gr. sjómannalaga, eftir slysið. Hann hafi ekki mátt reyna á handlegginn en þrátt fyrir það hafi honum verið haldið til verka. Þá byggir stefnandi á því, að stefndi beri alfarið sönnunarbyrgðina í málinu miðað við þau gögn sem lögð hafa verið fram í málinu. Í þessu sambandi bendir hann á að ekkert hafi verið skráð í skipsbækur um slysið eins og skylt var skv. 5. mgr. 221. gr. siglingarlaga. Hér sé rétt að horfa til þess að ef vafi er um hvort örorka stefnanda orsakist af ,,læknisverkum” skipstjórans eða því að stefnandi komst ekki undir læknishendur eins skjótt og kostur var þá verði að skýra þann vafa stefnanda í hag. Stefnandi byggir kröfur sínar einnig á því, að vasahnífur sá sem honum var fenginn hafi verið vanbúinn eða gallaður, en verulega erfitt hafi verið að opna hnífinn. Stefnandi hafi orðið að liðka hnífinn til þess að hann kæmi að gagni og við það verk hafi hann skorið sig vegna vanbúnaðar hnífsins. Stefnandi sundurliðar stefnukröfu sína, sem byggð er á örorkutjónsútreikningum Jóns Erlings Þorlákssonar, tryggingafræðings, þannig: Stefnandi telur að ekki beri að lækka bætur til hans vegna skattfrelsis bótanna því með því sé viðkomandi tryggingafélag að seilast inn á verksvið skattyfirvalda. Bendir hann á í því sambandi að skv. skattalögum séu örorkubætur skattfrjálsar. Með lækkun bótanna njóti skaðvaldurinn skattahagræðisins en ekki tjónþolinn og slíkt sé andstætt stjórnarskrárvernduðum eignarétti hans. Kröfu sína um miskabætur byggir stefnandi á því, að slysið hafi gert honum ómögulegt að stunda sjómennsku, sem hann hafi valið sér sem lífsstarf. Slysið hafi breytt stöðu hans og högum, t.d. hafi hann flutt búferlum til Akureyrar þar sem hann stundi nú léttari vinnu. Einnig sé á hægri hendi hans lýti. Stefnandi vísar til almennra reglna skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð. Einnig vísar hann til sakarreglunnar varðandi aðgerðir skipstjórans. Vísar hann einnig til þeirrar sönnunarreglu að þar sem orsakasamband hafi hugsanlega verið milli sakar og tjóns, skuli tjónþoli njóta vafans. Þá vísar hann til reglna skaðabótaréttarins um vanbúin tæki og loks til grundvallarreglna um vinnuvernd. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir á því, að skipstjóri Skafta SK-3 eða aðrir skipverjar hafi ekki valdið slysi stefnanda og örorku. Þá verði örorkan ekki rakin til bilunar eða galla í búnaði skipsins. Bótaábyrgð útgerðarmanns fari eftir sakarreglu 171. gr. siglingarlaga nr. 34/1985 og ólögfestum reglum um bilun og galla í búnaði skips ef því er til að dreifa. Stefndi mótmælir sérstaklega að skipstjórinn hafi sýnt af sér nokkurt gáleysi við meðferð á áverkum stefnanda. Skipstjórinn hafi saumað sárið saman og búið um það en ekki siglt í land allt samkvæmt ráðleggingum læknis. Jafnframt hafi stefnandi fengið eðlilega ummönnun eftir slysið. Örorka stefnanda hafi komið til vegna röð óheppilegra aðstæðna sem engum var um að kenna og í þessu sambandi bendir stefndi á ummæli Ara H. Ólafssonar, bæklunarlæknis í vottorði hans, en þar komi fram að engum sköpum hafi skipt um afleiðingar slyssins þó stefnandi hafi ekki komist undir læknishendur fyrr en hann gerði. Stefndi reisir kröfur sínar á því að slysið verði rakið til óhappatilviljunar eða aðgæsluleysis stefnanda sjálfs. Óþarft og gáleysislegt hafi verið af honum að reyna að opna hnífinn með þeim hætti sem hann gerði í stað þess að biðja un nýjan hníf en með því hefði hann varnað slysinu. Stefnandi sé vanur sjómaður og því hafi hann átt að kunna sér forráð í þessum efnum. Þá hafi hnífurinn hrokkið úr skrúfstykkinu fyrir óhappatilviljun eða þá að stefnandi herti ekki nægilega vel að honum en hafi svo verið sé við stefnanda sjálfan að sakast. Þá byggir stefndi á því að vasahnífur sá sem stefnandi fékk hafi ekki verið vanbúinn eða gallaður þannig að slys stefnanda og örorku megi rekja til þess. Stefnandi hafi viðurkennt að hnífurinn hafi ekki verið í notkun nema einn sólarhring. Hafi hnífurinn hins vegar verið stirður og ryðgaður eins og stefnandi haldi fram, hafi hann átt að óska eftir nýjum hníf sem hann hefði fengið. Ekki sé við neinn að sakast þó hnífur sem annað járn ryðgi úti á sjó. Hins vegar flokkist slíkt ekki undir bilun eða galla í tæki í skilningi laga. Stefndi mótmælir því, að sönnunarbyrgði verði snúið við eða slakað á kröfum um sönnun sem gera eigi til stefnanda. Með lögreglurannsókn sé upplýst að hnífur sá sem stefnandi skar sig á hafi farið fyrir borð og því hafi ekki verið unnt að skoða hann og þá séu læknisfræðilegar afleiðingar slyssins þess eðlis að þær hefðu ekki upplýst neitt betur við sjópróf. Stefndi styður varakröfu sína þannig, að meginorsök slyssins og afleiðinga þess verði rakin til óhappatilviljunar og stefnanda sjálfs auk óheppilegra læknisfræðilegra aðstæðna. Af þeim sökum verði stefnandi að bera meginhluta tjóns síns sjálfur í hlutfalli við sök. Auk þess verði að lækka stefnukröfur verulega þar sem þær séu allt of háar. Einnig mótmælir stefndi örorkumati Júlíusar Valssonar læknis sem allt of háu. Stefndi telur að lækka beri bætur vegna varanlegrar örorku stórlega vegna skattfrelsis bótanna og eingreiðsluhagræðis samkvæmt dómvenju. Um misskilning sé að ræða hjá stefnanda haldi hann að hann eigi stjórnarskrárverndaðan rétt vegna þessa en fyrir þessu sé löng dómvenja. Einnig beri að draga frá þessum bótum greiðslur úr atvinnuslysatryggingu sjómanna og bætur úr almannatryggingum og lífeyrissjóði. Stefndi mótmælir miskabótakröfu stefnanda sem allt of hárri og andstæðri dómvenju en eðlilegar miskabætur í máli þessu gætu verið 100.000 til 150.000 krónur. Loks er vaxtakröfu stefnanda mótmælt sérstaklega. Dráttarvextir eldri en 4 ára frá stefnubirtingu séu fyrndir og þá beri ekki að dæma fyrr en frá og með dómsuppsögu. IV. Niðurstaða. Af hálfu stefnanda var á því byggt við munnlegan flutning málsins, að hann hafi átt skýlausan rétt á að komast undir læknis hendur eins skjótt og kostur var og allar tafir á því séu stefnda að kenna og þar með beri hann fébótaábyrgð á tjóni stefnanda. Þegar réttur stefnanda til að komast til læknis er metinn verður að skoða aðstæður eins og þær voru þegar slysið átti sér stað. Í málinu hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að ástæða hafi verið til að sigla með stefnanda í land vegna meiðsla hans. Fram kom í framburði Ara H. Ólafssonar, sérfræðings í handaskurðlækningum að ekki hafi skipt máli þó stefnandi hafi ekki komist til læknis fyrr en hann gerði. Af þessum sökum verður ekki fallist á þetta sjónarmið stefnanda. Af hálfu stefnanda hefur því og verið haldið fram að stefndi beri sönnunarbyrgði í máli þessu þar sem sjópróf hafi ekki verið látin fara fram vegna málsins. Í 219. gr. siglingarlaga nr. 34/1985 eru ákvæði um hvenær sjópróf skuli haldin. Þar segir m.a. að sjópróf skuli halda ef skipverji andast eða verður fyrir meiri háttar líkamstjóni. Ætla má að stefnandi telji að sjópróf hefðu átta að fara fram þar sem hann varð fyrir meiri háttar líkamstjóni. Af gögnum málsins má sjá að stefnandi var úrskurðaður með 3% varanlega örorku 5 mánuðum eftir að hann kom í land. Það var ekki fyrr en í lok árs 1992 sem hluti fingurs stefnanda er fjarlægður með svokölluðu stúfhöggi og eru þá liðin rúm 2 ár frá slysinu. Telja verður að ekki hafi verið ástæða fyrir útgerð skipsins að óska eftir sjóprófum strax og komið var til hafnar eftir slysið þar sem ekkert benti til að afleiðingar slyssins yrðu að meiri háttar líkamstjóni stefnanda, en aðrar ástæður voru ekki til að óska eftir sjóprófi. Verður því ekki talin ástæða til að snúa sönnunarbyrgði við í málinu vegna þess að ekki fór fram sjópróf. Í þessu sambandi verður og að hafa í huga að fyrir dóminn mátti hæglega leiða vitni sem borið gátu um allt það sem fram hefði komið við sjópróf. Fyrir liggur að engin vitni voru að slysi stefnanda en hins vegar er ekki deilt um atvik. Stefnandi var að liðka vasahníf og hafði sett hann í skrúfstykki en þegar hann togaði í skaftið losnaði hnífurinn og stefnandi skar sig. Hann fór til skipstjóra sem hringdi í lækni og fékk upplýsingar um hvað gera bæri. Vitnið Ari Helgi Ólafsson, sérfræðingur í bæklunar- og handarskurð-lækningum bar að áverkinn hafi verið þess eðlis, eftir því sem fram kom síðar, að stefnandi hafi þurft á læknisaðstoð að halda eins fljótt og kostur var. Vitnið taldi að læknir hefði vísað honum til sérfræðings þar sem í ljós kom að hann hafi ekki getað beygt fingurinn. Að mati vitnisins var erfitt að segja til um hvort stefnandi hefði sloppið við örorkuna ef ekkert hefði verið gert að sárinu og stefnandi komist eins fljótt og kostur var til læknis. Aðspurt kvaðst vitnið, ef sér hefði verið sagt að stefnandi gæti ekki beygt fingurinn, ekki hafa ráðlagt að sárið yrði saumað saman. Að mati vitnisins átti ekki að sauma sárið saman en vitnið tekur jafnframt fram að það atriði sé umdeilt meðal lækna. Í þessu tilfelli hafi verið aðalatriði að hreinsa sár vel. Ef sárið hafi verið skítugt þá hafi ekki átt að sauma það. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt um höfuðorsök bæklunarinnar en mjög slæmt hafi verið að sýking komst í sárið því með því jókst örvefsmyndun. Þegar vitnið sá stefnanda fyrst hafi fingurinn verið stirður og bólginn sem einnig hafi verið slæmt. Að mati vitnisins er mjög erfitt að segja til um hversu miklu máli, til hins verra, saumaskapurinn skipti. Nokkrir þættir hafi getað verið til hins verra t.d. að sárið hafi verið óhreint í byrjun, ekki hreinsað nægilega vel, var saumað, síðan kom sýking í það. Allt þetta hafi haft áhrif þannig að þegar aðgerðin var gerð voru aðstæður ekki eins góðar og þær hefðu getað verið. Við mat á sök skipstjórans, vitnisins Sverris Kjartanssonar, verður að hafa í huga að hann gat ekki séð að sin var í sundur í fingrinum enda verða ekki gerðar sömu kröfur til hans og læknis eða hjúkrunarfræðings. Að mati dómsins brást skipstjórinn við á réttan hátt við slysinu og gerði það sem honum bar. Hann hringdi til læknis og fékk ráðleggingu um að hreinsa sárið, sauma það saman og gefa stefnanda fúkkalyf. Þá verður og á því byggt að stefnanda hafi ekki verið haldið til vinnu enda bar hann sjálfur hér fyrir dómi að hann hafi ekki geta unnið. Jafnframt bar skipstjórinn að læknirinn hafi ekki talið ástæðu til að sigla með stefnanda í land og því hafi það ekki verið gert. Ákvörðun um að sigla ekki í land hafi einungis verið byggð á ráðleggingum læknisins og engu öðru. Með því að framfylgja leiðbeiningum læknisins verður að telja skipstjórann hafa hagað sér eins og góðum og gegnum skipstjóra bar við kringumstæður sem þessar. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður stefnandi að bera sönnunarbyrgðina fyrir því að hann hafi ekki fengið að tala við lækninn eins og hann bar hér fyrir dómi. Skipstjórinn bar hins vegar að hefði stefnandi óskað eftir að fá að tala við lækninn hefði það verið auðsótt mál og læknirinn hefði að sjálfsögðu fengið að tala við stefnanda hefði hann óskað þess. Í lögregluskýrslu sem stefnandi gaf vegna slyssins er þess ekki getið að hann hafi ekki fengið að tala við lækninn. Stefnandi ber einnig hallan af því að ósannað er að hann hafi sagt skipstjóranum að hann gæti ekki beygt fingurinn og að eitthvað væri í sundur í fingrinum. Ekki verður séð að önnur rök en þau sem að framan er getið eigi við um 34. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og telst skipstjóri því ekki hafa gerst brotlegur gangvart ákvæðum þeirrar greinar með því að haga aðgerðum eins og hann gerði. Af hálfu stefnanda er einnig á því byggt, að hnífur sá er hann skar sig á hafi verið bilaður eða gallaður í skilningi skaðabótalaga. Óumdeilt er að stefnandi skar sig á venjulegum vasahníf sem hann hafði að eigin sögn fengið nýjan skömmu fyrir slysið. Ekki er unnt að fallast á með stefnanda að stirðleiki í vasahníf sé bilaður eða gallaður hnífur í skilningi skaðabótaréttar. Hér verður einnig að hafa í huga að aðferð stefnanda við að opna hnífinn getur ekki talist venjuleg notkun á hnífnum. Hnífurinn var ekki rannsakaður eftir slysið en stefnandi taldi að hann hafi farið fyrir borð. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en tjón stefnanda verið rakið til óhappatilviljunar sem engum er um að kenna en ekki til sakar starfsmanna stefnda sem hann beri ábyrgð á skv. 171. gr. siglingarlaga og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Við munnlegan flutning málsins bar stefnandi fyrir sig að stefndi bæri ábyrgð á ráðleggingum læknisins á grundvelli ákvæða 171. gr. siglingarlaga. Þessari málsástæðu var mótmælt sem of seint fram kominni af hálfu stefnda og verður hún því ekki tekin til umfjöllunar hér. Rétt þykir eins og hér stendur á að fella málskostnað niður. Halldór Halldórsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan en dómsuppsaga hefur dregist lítillega vegna anna dómarans. Dómsorð: Stefndi, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Bertels Benediktssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 55/1999
Kærumál Málskostnaðartrygging Skipting sakarefnis Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti að hluta
L höfðaði mál á hendur Í sem krafðist þess í greinargerð, sem lögð var fram við aðra fyrirtöku málsins í héraði, að L yrði gert að setja tryggingu fyrir málskostnaði. Héraðsdómari hafnaði kröfu L um málskostnaðartryggingu en féllst á mótmæli Í gegn því að skipta sakarefni málsins. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að Í hefði haft kröfu sína uppi of seint og ekki leitt líkur að því að L væri ófært um greiðslu málskostnaðar, þannig að skilyrðum 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri fullnægt. Þá var ekki talið heimilt að kæra niðurstöðu héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins og var kröfu Í þar að lútandi vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 1.500.000 sænskar krónur í máli, sem varnaraðili hefur höfðað gegn sóknaraðila, auk þess sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að skipta ekki sakarefni málsins. Sóknaraðili styður kæruheimild við XXIV. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum o. lið 1. mgr. 143. gr. laganna. Hann krefst þess að varnaraðila verði gert að setja málskostnaðartryggingu, svo og að staðfest verði ákvæði hins kærða úrskurðar um að sakarefni málsins verði ekki skipt. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnaðartryggingu verði staðfest, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Heimild skortir til að kæra úrlausn héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins. Verður kröfu sóknaraðila um staðfestingu á úrskurði héraðsdóms að þessu leyti því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur að öðru leyti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Vísað er frá Hæstarétti kröfu sóknaraðila, íslenska ríkisins, um staðfestingu á ákvörðun héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins. Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti. Sóknaraðili greiði varnaraðila, Lunde Varv & Verkstads AB, 40.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 50/1999
Kærumál Nauðungarsala Frávísun frá héraðsdómi Aðfinnslur
Í kærði úrskurð héraðsdómara þar sem hafnað var kröfu Í um ógildingu nauðungarsölu. Talið var að tilkynning Í til héraðsdómara, þar sem krafist hafði verið úrlausnar um gildi nauðungarsölunnar, hefði ekki fullnægt skilyrðum 81. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og hefði héraðsdómara borið að vísa málinu þegar frá dómi. Þar sem ekki hafði verið bætt úr þessum annmörkum í héraði eða fyrir Hæstarétti var málinu vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Meðferð málsins í héraði var átalin.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. janúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um ógildingu á nauðungarsölu á eigninni Vesturvör 11b í Kópavogi, sem fram fór 6. nóvember 1998. Kæruheimild er í 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju, en til vara að framangreind nauðungarsala verði ógilt. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn tollstjórinn í Reykjavík krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Sóknaraðili reisir kröfu sína um ómerkingu í fyrsta lagi á því að héraðsdómari hafi látið undir höfðuð leggjast að taka fyrir kröfu sóknaraðila um að því yrði frestað með úrskurði að Verksmiðjan Sámur ehf., sem keypti fasteignina að Vesturvör 11b við fyrrnefnda nauðungarsölu, tæki við umráðum hennar. Í öðru lagi telur sóknaraðili að ómerkja eigi úrskurð héraðsdómara, þar sem útivist hafi orðið í héraði af hálfu Verksmiðjunnar Sáms ehf. Hafi héraðsdómari átt að gæta ákvæða 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og úrskurða samkvæmt kröfum sóknaraðila á hendur félaginu. Að síðustu telur sóknaraðili að tollstjórinn í Reykjavík hafi ekki verið aðili að nauðungarsölumálinu og lögmanni tollstjóra hafi verið óheimilt að mæta fyrir hönd annarra varnaraðila í héraðsdómi og flytja málið fyrir þeirra hönd. Því beri að ómerkja úrskurð héraðsdómara. Varakröfu sína um ógildingu nauðungarsölu reisir sóknaraðili í fyrsta lagi á því að auglýsingar sýslumannsins í Kópavogi um fyrirtöku hennar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 90/1991. Í annan stað hafi fulltrúi sýslumanns mætt við fyrirtöku nauðungarsölunnar fyrir hönd tollstjóra, en slíkt hafi verið ólögmætt samkvæmt vanhæfisreglum stjórnsýsluréttar og réttarfars og meginreglum um aðskilnað dóms- og framkvæmdarvalds. Í þriðja lagi hafi færslum sýslumanns í gerðabók verið áfátt. Að síðustu hafi tollstjórinn í Reykjavík ekki verið aðili að nauðungarsölumálinu, þar sem hans sé ekki getið í gerðabók við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni 14. október 1998, en hans hafi þrátt fyrir þetta verið getið sem gerðarbeiðanda í auglýsingu um nauðungarsöluna. Því eigi að ógilda nauðungarsöluna í heild sinni. II. Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. laga nr. 90/1991 skulu með tilkynningu til héraðsdómara, þar sem krafist er úrlausnar um gildi nauðungarsölu, að jafnaði fylgja staðfest eftirrit gagna, sem lögð hafa verið fram við nauðungarsöluna, og endurrit úr gerðabók sýslumanns. Hafi þessi gögn ekki verið til reiðu í tæka tíð skulu þau send héraðsdómara svo fljótt sem verða má eftir að tilkynning berst honum. Sóknaraðili krafðist 2. desember 1998 að héraðsdómur ógilti framangreinda nauðungarsölu. Með kröfu um ógildingu fylgdi ljósrit úr Lögbirtingablaði, ljósrit úr gerðabók sýslumanns og tilkynning hans um nauðungarsölu. Samkvæmt framangreindu skorti mjög á að málatilbúnaður sóknaraðila fullnægði fyrrnefndu skilyrði 2. mgr. 81. gr. laga nr. 90/1991, svo sem að kröfu sóknaraðila fylgdu endurrit nauðungarsölubeiðna og tilkynninga til sóknaraðila um fyrirtöku hennar. Bar héraðsdómara því að vísa málinu þegar frá dómi án þess að kveðja aðila til eða taka málið að öðru leyti fyrir á dómþingi, sbr. 82. gr. laganna. Átti þetta því frekar við ,að málsástæður sóknaraðila lutu að atriðum, sem ekki varð gengið úr skugga um án þess að þau gögn varðandi nauðungarsölu lægju fyrir. Sóknaraðili hefur ekki bætt úr framangreindum annmörkum á málatilbúnaði sínum í héraði eða fyrir Hæstarétti. Verður máli þessu því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmt þessum úrslitum verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðilanum tollstjóranum í Reykjavík kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt þeim takmörkuðu gögnum, sem lágu fyrir héraðsdómara í upphafi máls þessa 2. desember 1998, virðist kaupandi Vesturvarar 11b hafa átt að taka við umráðum fasteignarinnar 18. desember sama árs. Þá liggur fyrir í gögnum málsins bréf sóknaraðila til héraðsdómara 15. sama mánaðar, þar sem þess var krafist að umráðatöku kaupanda yrði frestað. Þrátt fyrir þetta tók héraðsdómari málið ekki fyrir fyrr en í þinghaldi 12. janúar 1999. Héraðsdómari tók aldrei afstöðu til kröfu sóknaraðila um að fresta umráðatöku. Var þessi meðferð héraðsdómara á kröfunni til þess fallin að valda sóknaraðila réttarspjöllum. Ber að átelja þetta. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Sóknaraðili, Ís-Mat ehf., greiði varnaraðilanum tollstjóranum í Reykjavík 40.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 379/1998
Kaupskylda Félagslegar íbúðir Sératkvæði
Við nauðungarsölu félagslegrar íbúðar í apríl 1992 varð Byggingarsjóður verkamanna, B, hæstbjóðandi. Við nauðungarsöluna reis ágreiningur um hvort sveitarfélaginu A bæri skylda til þess að leysa til sín íbúðina samkvæmt 100. gr. laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, eins og því ákvæði hafði verið breytt með lögum nr. 70/1990. Afsal var gefið út til B í febrúar 1993 en B krafðist þess í júlí 1996 að A leysti til sín eignina. Talið var að orðalag 100. gr. laganna yrði ekki skýrt á annan veg en að skylda hefði hvílt á A til að kaupa umrædda íbúð og hann hefði ekki átt neitt val í þeim efnum. Þá var það engu talið breyta um skyldu A til þess að axla slíkt lögákveðið verkefni að B hafði dregið það lengur en þurfti að leita réttar síns. Að lokum var það ekki talið hafa þýðingu fyrir úrslit málsins að B hafði tekið við afsali án sérstaks fyrirvara um innlausnarskyldu A. Var fallist á kröfu Í, sem tekið hafði við hlutverki B, um að A yrði gert að leysa til sín íbúðna.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var skotið til Hæstaréttar 9. september 1998. Krefst aðaláfrýjandi þess að viðurkennt verði að gagnáfrýjanda beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14 á Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum, sem því fylgir, miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 13. október 1998. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað og að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 1. janúar 1999 tóku gildi lög nr. 44/1998 um húsnæðismál. Samkvæmt 53. gr. laganna voru Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna þá lagðir niður og sameinaðir. Frá sama tíma tók Íbúðalánasjóður við hlutverki, réttindum, eignum, skuldum og skuldbindingum fyrrnefndra sjóða. Hefur aðild aðaláfrýjanda verið breytt til samræmis við það. I. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi kom upp ágreiningur milli Byggingarsjóðs verkamanna og gagnáfrýjanda á uppboðsþingi 3. apríl 1992, er fram fór þriðja og síðasta uppboð á íbúð 0202 að Höfðabraut 14 á Akranesi, þar sem hinn fyrrnefndi varð hæstbjóðandi. Af hálfu gagnáfrýjanda var bókað, að hann myndi ekki leysa íbúðina til sín. Af hálfu hæstbjóðanda var þá bókað, að hann teldi skyldu hvíla á gagnáfrýjanda til að kaupa íbúðina á hæsta boði eða matsverði. Í máli þessu reynir á hvernig skýra beri 100. gr. þágildandi laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 70/1990. Er greinin tekin upp orðrétt í héraðsdómi. Nefnd lagagrein átti rætur að rekja til 55. gr. laga nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins, en með þeim var fyrst leidd í lög skylda sveitarfélaga til að neyta forkaupsréttar við nauðungaruppboð á íbúðum, sem byggðar voru samkvæmt lögum um verkamannabústaði. Kom meðal annars fram í athugasemdum með frumvarpi til þessara laga, að nauðsynlegt væri að tryggja með þeim hætti að íbúðirnar héldu áfram að þjóna hinu félagslega hlutverki sínu, þótt eigendaskipti yrðu að þeim. Þessi lagaskylda sveitarfélaga var í meginatriðum óbreytt er sá ágreiningur, sem hér er til úrlausnar, varð í apríl 1992. Breytti e. liður 26. gr. laga nr. 58/1995 í raun engu í þessum efnum. Verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdómara, að orðalag 100. gr. laga nr. 86/1988 verði ekki skýrt á annan veg en þann, að skylda hafi hvílt á gagnáfrýjanda til að kaupa íbúð þá, sem um ræðir í málinu, og að hann hafi ekki átt val í þeim efnum. Verður jafnframt fallist á að 99. gr. sömu laga hafi ekki átt hér við. II. Auk andmæla gegn kaupskyldu styður gagnáfrýjandi sýknukröfu sína þeim rökum, að Byggingarsjóður verkamanna hafi hvað sem öðru líður sýnt mikið tómlæti um að gæta réttar síns og að langur tími hafi liðið þar til hann krafðist formlega efnda með bréfi 18. júlí 1996. Með aðgerðarleysi hafi hann gefið gagnáfrýjanda réttmætt tilefni til að ætla að hann hafi fallið frá kröfu um innlausn íbúðarinnar. Í héraðsdómi er greint frá samskiptum Byggingarsjóðs verkamanna og gagnáfrýjanda frá því ágreiningur þeirra kom upp þar til afsal fyrir íbúðinni var gefið út til hins fyrrnefnda 23. febrúar 1993. Kveður aðaláfrýjandi þá hafa verið fullreynt að gagnáfrýjandi yrði ekki við áskorun um að leysa til sín eignina. Hafi Byggingarsjóður verkamanna tekið þann kost að standa við hæsta boð í eignina og taka við afsali, enda hafi hann litið svo á að uppboðið hefði ónýst að öðrum kosti og innheimtuaðgerðir hafist að nýju á hendur uppboðsþolum, þar sem fyrirsjáanlegt hafi verið að allt færi á sama veg þegar kæmi að uppboði að nýju. Í gögnum málsins er einnig greint frá samskiptum gagnáfrýjanda og félagsmálaráðuneytis í tilefni umsóknar hins fyrrnefnda um lán úr opinberum sjóðum til endurbóta á fjöleignarhúsinu nr. 14 - 16 við Höfðabraut á Akranesi, þar sem umþrætt íbúð er. Í bréfi gagnáfrýjanda til ráðuneytisins 8. mars 1994 er þess getið, að húsnæðisnefnd gagnáfrýjanda hafi hafnað að neyta forkaupsréttar á einni íbúð, sem seld hafi verið á uppboði. Til að skýra réttarstöðu gagnáfrýjanda hafi nafngreindur lögmaður verið fenginn til að gefa álit í þessu máli, sem ráðuneytinu hafi verið sent. Í I. kafla að framan var komist að þeirri niðurstöðu, að gagnáfrýjandi hafi með ólögmætum hætti neitað að sinna lagaskyldu, sem á honum hvíldi. Ágreiningurinn í máli þessu er milli tveggja opinberra aðila, þar sem hvor hefur tilteknum skyldum að gegna samkvæmt lögum, sem sett hafa verið um hið félagslega íbúðakerfi. Þótt ljóst sé að Byggingarsjóður verkamanna hafi dregið lengur en þurfti að leita réttar síns fyrir dómstólum breytir það engu um skyldu gagnáfrýjanda til að axla lögákveðin verkefni, sem á hann eru lögð. Geta síðbúin viðbrögð Byggingarsjóðs verkamanna við ólögmætri háttsemi gagnáfrýjanda ekki leitt til þess að hinn síðarnefndi öðlist þann rétt, sem hann krefst í máli þessu. Gagnáfrýjandi krefst loks sýknu vegna þess að Byggingarsjóður verkamanna hafi fyrirvaralaust tekið við afsali fyrir nefndri íbúð. Verður fallist á með aðaláfrýjanda, að Byggingarsjóður verkamanna hafi komið skýrlega á framfæri afstöðu sinni um lagaskyldu gagnáfrýjanda áður en til afsalsgerðar kom, en ágreiningur um skyldu hins síðastnefnda í þessum efnum varð til þess að tefja afsalsgerð. Verður það ekki talið hafa þýðingu fyrir úrslit málsins þótt tekið hafi verið við afsali án sérstaks fyrirvara um innlausnarskyldu gagnáfrýjanda. Samkvæmt öllu framanröktu verður krafa aðaláfrýjanda í málinu tekin til greina. Skal gagnáfrýjandi jafnframt greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Fallist er á kröfu aðaláfrýjanda, Íbúðalánasjóðs, um að gagnáfrýjanda, Akraneskaupstað, sé skylt að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14 á Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum, sem því fylgja, miðað við 3. apríl 1992 gegn útgáfu afsals. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Ég er samþykk I. kafla atkvæðis meirihluta dómenda. Í frumvarpi uppboðshaldara að úthlutunargerð uppboðsandvirðis íbúðar 0202. að Höfðabraut 14, Akranesi, 4. maí 1992 er tekið fram, að ekki hafi komið fram krafa af hálfu Húsnæðisnefndar Akraness um að eignin yrði lögð henni út á matsverði. Engar athugasemdir komu fram við frumvarpið. Aðaláfrýjandi greiddi uppboðsandvirðið til sýslumannsins á Akranesi 15. febrúar 1993 án nokkurs fyrirvara og bað um, að gefið yrði út afsal fyrir eigninni til sín, og var það gert 23. sama mánaðar. Gögn málsins bera með sér, að viðræður hafi átt sér stað milli málsaðila og gagnáfrýjanda og félagsmálaráðuneytisins um endurbætur á húseigninni Höfðabraut 14-16. Fór gagnáfrýjandi fram á lánafyrirgreiðslu til að endurbyggja húsið þar sem það lá undir skemmdum. Ekki verður séð af gögnum þessum og framburði fyrir dómi, að ágreiningur sá, sem hér er uppi vegna framangreindrar íbúðar, hafi sérstaklega komið til umræðu. Það var ekki fyrr en með bréfi 18. júlí 1996, að aðaláfrýjandi krafðist þess, að gagnáfrýjandi leysti íbúðina til sín. Þá voru liðin 4 ár og 3 mánuðir frá því að uppboðið fór fram og 3 ár og 5 mánuðir frá því að afsalið var gefið út. Mál þetta var síðan ekki höfðað fyrr en einu og hálfu ári eftir að kröfubréfið var sent. Þegar litið er til alls þessa verður að telja að gagnáfrýjandi hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla, að hann hefði verið leystur undan innlausnarskyldu sinni. Tel ég því, að staðfesta beri niðurstöðu héraðsdóms. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 9. júlí 1998 I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 11. júní sl., að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað fyrir dómþinginu af Byggingasjóð verkamanna, kt.460169-2329, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík á hendur Gísla Gíslasyni, kt. 090855-3829, Víðigrund 11, Akranesi, f.h. Akraneskaupstaðar, kt. 410169-4449, Stillholti 16-18, Akranesi vegna Húsnæðisnefndar Akraness, kt. 620190-1289, Stillholti 16-18, Akranesi, með stefnu birtri 2. desember 1997 og þingfestri 7. janúar 1998. Dómkröfur stefnanda eru þær, að viðurkennt verði með dómi að stefnda beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202 með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnda til greiðslu 24,5% virðisaukaskatts af þjónustu lögmanns. II. Mál þetta varðar félagslega eignaríbúð nr. 0202 í fasteigninni Höfðabraut 14, Akranesi, sem byggð var árið 1960. Upphaflegur eigandi íbúðarinnar var Byggingarfélag verkamanna á Akranesi. Íbúðin hefur sætt kaupum og sölum samkvæmt lögum og reglum um verkamannabústaði frá þeim tíma. Samkvæmt veðmálabókum var upphaflegur eigandi Byggingarfélag verkamanna á Akranesi og síðan hefur afsal tvisvar verið gefið út til stjórnar verkamannabústaða á Akranesi. Í kjölfar þess var íbúðinni endurúthlutað og af því tilefni voru tekin lán hjá stefnanda, sem hvíldu á 1. og 2. veðrétti. Hinn 3. apríl 1992 var íbúðin seld á nauðungaruppboði og var það þriðja og síðasta nauðungaruppboð á eigninni. Hæstbjóðandi var stefnandi málsins, Byggingasjóður verkamanna og bauð hann krónur 4.000.000. Við söluna lýsti stefndi, húsnæðisnefnd Akraneskaupstaðar því yfir að nefndin myndi ekki leysa íbúðina til sín. Lögmaður stefnanda lýsti því yfir að hann teldi skyldu hvíla á húsnæðisnefndinni til að kaupa eignina á hæsta boði eða matsverði, þar sem selt væri á nauðungaruppboði. Stefnandi lýsti kröfu í uppboðsandvirðið með bréfi dagsettu 9. apríl 1992. Frumvarp að úthlutunargerð er dagsett 4. maí 1992. Með bréfi dagsettu 9. febrúar 1993 skoraði sýslumaðurinn á Akranesi á stefnanda að inna af hendi greiðslu vegna áhvílandi lögveða, sölulauna og annars kostnaðar við uppboðið gegn útgáfu afsals fyrir eigninni. Fram kemur í erindinu, að þar sem um félagslega íbúð hafi verið að ræða hafi verið skorað á húsnæðisnefnd Akraneskaupstaðar að ganga inn í kaupin en því hafi verið hafnað. Afsal var gefið út til stefnanda hinn 23. febrúar 1993. Með bréfi stefnanda dags. 18. júlí 1996 krafðist stefnandi þess að stefndi leysti eignina til sín. Með bréfi dags. 8. ágúst 1996 hafnaði stefndi þessari kröfu stefnanda. Stefnandi heldur því fram að frá því eignin var seld hafi aðilar átt viðræður um málefni Höfðabrautar 12 til 14. Eignin liggi undir skemmdum og að mati stefnda brýnt að bregðast við því. Mál þar að lútandi hafi sætt stjórnsýslukæru. Kveður stefnandi að innlausnarskylda stefnda hafi af þessu tilefni verið rædd og reynt að finna heildarlausn á ágreiningsmálum varðandi eignina. III. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að sérstakar reglur og lagaákvæði liggi til grundvallar byggingu og ráðstöfun félagslegra íbúða. Opinberu fé sé ráðstafað til framkvæmda í því skyni að gefa efnalitlu fólki kost á að eignast íbúðir á sérstökum kjörum, sem að öllu leyti séu lögbundin. Úthlutun og sala félagslegra íbúða sé á hendi viðkomandi sveitastjórna, sem með lögum hefur verið falið sérstökum húsnæðisnefndum. Til að ná markmiðum laganna sé m.a. kveðið á um innlausnarskyldu sveitarfélags á íbúðum við nauðungarsölu. Stefnandi kveðst vera lánveitandi samkvæmt lögunum, en ekki framkvæmdaaðili þeirra eigna sem undir þau falla. Lögin séu reist á þeirri forsendu að við sölu eigna sé réttur stefnanda sem lánveitanda tryggður, m.a. með kaupskyldu sveitarfélags á nauðungaruppboði. Markmiði og tilgangi laga um verkamannabústaði verði ekki náð, ef ekki sé viðurkennd skylda til að innleysa viðkomandi eign lögum samkvæmt. Stefnandi byggir á því að lögum samkvæmt hvíli kaupskylda á stefnda við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði, þar á meðal íbúðar 0202 að Höfðabraut 14, Akranesi. Þegar eignin hafi verið seld á nauðungaruppboði. Þann 3. apríl 1992 hafi verið í gildi lög um verkamannabústaði nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins með síðari breytingum. Sérákvæði um réttarstöðuna við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði sé í 100. gr. þeirra laga, eins og því hafi verið breytt með 3. gr. yy laga nr. 70/1990. Orðalag ákvæðisins feli í sér fortakslausa skyldu stefnda, að neyta forkaupsréttar síns. Stefnandi hafnar því að vísun greinarinnar til 99. gr. sömu laga veiti stefnda rétt til að velja eða hafna forkaupsrétti við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði. Slík túlkun fæli í sér að fortakslaust ákvæði greinarinnar um að sveitarfélag skuli neyta forkaupsréttar væri markleysa. Ákvæði 99. gr. fjalli annars vegar um inntak og umfang kaupskyldu/forkaupsréttar og hins vegar um skilyrði þess að forkaupsréttar sé ekki neytt og eign fari út úr félagslega kerfinu. Samkvæmt orðanna hljóðan eigi ákvæðið ekki við um þá eign sem mál þetta varði, þar sem íbúðin hafi verið byggð fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. Auk þess sem íbúðin hafi ekki verið seld út úr kerfinu samkvæmt skilyrðum 99. gr. Stefnandi telur kaupskyldu stefnda byggja á beinu lagaákvæði. Á vegum stefnda starfi sérfróður lögskipaður framkvæmdaaðili, húsnæðisnefnd Akranesskaupstaðar, sem að lögum hafi ákveðnu hlutverki að gegna við umsjón og úthlutun félagslegra íbúða, þar á meðal umdeildrar íbúðar. Hafi stefnda því verið eða mátt vera ljós innlausnarskylda sín. Honum hafi því borið að bregðast við bókun lögmanns stefnanda og síðar áskorun sýslumannsins á Akranesi og innleysa íbúðina. Byggir stefnandi á því, að það sé sök stefnda að hafa ekki gætt þessarar skyldu sinnar og beri hann því ábyrgð á afleiðingum vanrækslu sinnar. Stefnandi byggir kröfu sína um málskostnað á 129. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, sbr. lög nr. 119/1989, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Þar sem starfsemi stefnanda sé samkvæmt 9. tl. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 ekki virðisaukaskattsskyld beri honum nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. IV. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að hann hafi við uppboðið þann 3. apríl 1992 með yfirlýsingu, sem efnislega hafi falið í sér að hann ætlaði ekki að nýta sér lögbundinn forkaupsrétt sinn, leyst sig undan því að kaupa íbúðina. Bókun lögmanns stefnanda við uppboðið sýni og, að hann hafi ekki farið í grafgötur um efnislega þýðingu yfirlýsingarinnar. Ákvæði laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með síðari breytingum, er þá hafi gilt, girði ekki fyrir að stefndi hafi fallið frá forkaupsrétti, eins og hann hafi gert. Þá byggir stefndi á því, að hugtakið forkaupsréttur feli ekki í sér skyldu til þess að kaupa eign. Í íslensku lagamáli hafi hugtakið ákveðna og ótvíræða merkingu. Merking þess sé, að forkaupsréttarhafi, hafi heimild til að ganga inn í kaup á ákveðinni eign, oftast með sömu skilmálum sem aðilar kaupsamnings hafi þegar samið um. Forkaupsréttarhafinn hafi val um það hvort hann nýti sér forkaupsrétt sinn eða ekki. Stefndi heldur því fram að skýra skuli ákvæði 100. gr. laga nr. 86/1988 „skal sveitarstjórn þá neyta forkaupsréttar síns” í samræmi við venjubundna merkingu orðsins forkaupsréttur, þ.e. að það sé á valdi sveitarstjórna að ákveða hvort sveitarstjórn gangi inn í kaupin eftir ákvæðum laga nr. 86/1988. Telur stefndi að atviksorðið „skal” geti ekki breytt þeirri hefðbundnu merkingu sem felist í hugtakinu forkaupsréttur. Ákvæði laga nr. 86/1988, með síðari breytingum, geri og skýran greinarmun á hugtökunum kaupskylda og forkaupsréttur, sbr. 98., 99. og 103. gr. laganna. Lögin geri ennfremur ráð fyrir því að sveitarstjórn geti fallið frá forkaupsrétti á félagslegri íbúð sbr. t.d. 3. mgr. 98. gr. laganna. Þá renni tilvísun 100. gr. laganna í 99. gr. þeirra stoðum undir þann skilning að ákvæði laganna geri ráð fyrir því að sveitarstjórn geti fallið frá forkaupsrétti sínum. Með lögum nr. 70/1990 hafi sveitarfélögum verið falið það verkefni að annast málefni félagslegra íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Stefndi hafi falið húsnæðisnefnd að annast þessi málefni. Samkvæmt reglugerð nr. 46/1991 um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna, sem sett hafi verið með stoð í lögum nr. 86/1988 sé það hlutverk sveitarstjórnar að taka ákvörðun um það hvort forkaupsrétti verði beitt við innlausn og endursölu á nauðungaruppboði. Ákvæði laganna um forkaupsrétt til handa sveitarfélagi hafi þann tilgang að tryggja að íbúð í félagslega íbúðarkerfinu hverfi ekki út úr því kerfi svo lengi sem viðkomandi sveitarfélag telur þörf vera fyrir þessa þjónustu. Hins vegar sé tilgangur ákvæðisins ekki sá, að tryggja stefnanda, sem lánveitanda, skaðlausa greiðslu á því láni sem hann hafi veitt. Stefnandi hafi tryggingu í viðkomandi íbúð, sem sett sé að veði. Stefndi mótmælir þeirri staðhæfingu stefnanda, að markmið og tilgangur laga um verkamannabústaði verði ekki náð ef ekki sé viðurkennd skylda stefnda til að innleysa viðkomandi eign lögum samkvæmt. Stefndi heldur því fram, að þar til lög nr. 58/1995 tóku gildi hafi sveitarstjórn haft forkaupsrétt, en ekki kaupskyldu, á íbúðum sem fóru á nauðungaruppboð, en í 26. gr. þeirra laga sé kveðið á um kaupskyldu ef félagsleg íbúð er seld nauðungarsölu. Í greinargerð með lögunum segi:„ Ákvæði gildandi laga hafa reynst erfið í framkvæmd þar sem þau þykja ekki nægilega skýr og tilvitnanir í lagagreinar hafa valdið vafa. Í breytingartillögunni er nákvæmlega tilgreint til hverra íbúða kaupskylda sveitarstjórna nær og að auki tekinn af allur vafi um hvert sé kaupverð í þeim tilvikum. Tilvísun í 83. gr., sbr. núgildandi lög, er felld brott, en hún tók til íbúða sem ekki voru lengur félagslegar íbúðir þar sem þær höfðu verið í eigu sama eiganda í 30 ár samfellt. Sú tilvísun var því óþörf.”. Eftir þessa lagabreytingu hafi sveitarstjórnir kaupskyldu á íbúðum sem fari á nauðungaruppboð. Stefndi byggir kröfu sína á því, að stefnandi hafi fyrir tómlæti og aðgerðarleysi tapað öllum þeim rétti á hendur stefnda hafi sú skylda hvílt á stefnda að leysa til sín íbúð nr. 0202 við Höfðabraut 14 á uppboðinu hinn 3. apríl 1992. Stefndi kveðst hafa látið það skýrlega í ljós á uppboðinu að hann hyggðist ekki leysa til sín íbúðina. Stefnandi hafi hins vegar fyrst með bréfi dags. 18. júlí 1996 sett fram kröfu á hendur stefnda að hann innleysti íbúðina og greiddi stefnanda tilgreinda fjárhæð. Stefndi mótmælir því, að óformlegar viðræður hafi farið fram milli aðila um ætlaða innlausnarskyldu stefnda á íbúðinni. Aðilar hafi einungis rætt saman um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á fjöleignahúsinu nr. 14-16 við Höfðabraut. Stefndi kveðst og hafa litið svo á að með aðgerðarleysi sínu hafi stefnandi í raun verið því samþykkur að stefnda hafi verið heimilt að falla frá forkaupsrétti sínum við uppboðið. Stefnanda hafi borið að tilkynna stefnda strax og án ástæðulauss dráttar að stefnandi teldi stefnda ekki heimilt að falla frá forkaupsrétti og að á honum hvíldi kaupskylda. Stefnandi hafi ekki einu sinni séð ástæðu til þess að tilkynna stefnda, er hann greiddi til sýslumannsins á Akranesi uppboðsandvirðið. Rúm 4 ár hafi því liðið frá því uppboðið fór fram, er stefnanda hafi verið kunn afstaða stefnda, þar til stefnda hafi borist fyrrgreint bréf stefnanda. Við mat á réttaráhrifum tómlætis stefnanda verði m.a. að hafa í huga að stefnandi sé opinber fjármálastofnun, sem hafi innan sinna vébanda sérfrótt starfsfólk og því beri að gera ríkari kröfur til stefnanda í þessum efnum. Allur hugsanlegur réttur stefnanda hafi því fallið niður sakir tómlætis og aðgerðarleysis stefnanda. Íbúðin nr. 0202 við Höfðabraut 14, Akranesi hafi verið boðin upp í samræmi við söluskilmála er þá hafi gilt. Við útgáfu afsals, hinn 23. febrúar 1993, hafi stefnandi orðið eigandi íbúðarinnar í samræmi við söluskilmála og uppboðsmálinu lokið með því. Með því að stefnandi hafi staðið við söluskilmálana fyrirvaralaust og án þess að gera stefnda á nokkurn hátt viðvart um það, hafi hugsanleg skylda stefnda til þess að leysa til sín íbúðina fallið niður. Stefndi kveðst hafa hafnað forkaupsrétti í þeirri vissu að lagaákvæði heimiluðu slíkt og því ekki um sök stefnda að ræða. Stefndi byggir kröfu um málskostnað á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefndi á lögum nr. 50/1988, með síðari breytingum. Lögmönnum sé gert skylt að innheimta virðisaukaskatt af þóknun sinni. Stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur og beri honum því nauðsyn á að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. V. Um sölu félagslegrar íbúðar þeirrar, sem um er deilt í málinu, er fjallað í 100. gr. laga nr. 86/1988 sbr. lög nr. 70/1990. Þar segir:„Nú er íbúð, sem byggð hefur verið samkvæmt þessum lögum eða eldri lögum um verkamannabústaði, seld á nauðungaruppboði og skal sveitarstjórn þá neyta forkaupsréttar síns, sbr. þó 99. gr. og krefjast þess á uppboðsþingi að eignin verði lögð henni út til eignar á því verði sem hæst hefur verið boðið í eignina eða á söluverði skv. 2. mgr. 102. gr. ef það er lægra en hæsta boð. Að fengnu afsali samkvæmt þessu ákvæði skal afmá í veðmálabókum veðbönd og höft á eigninni”. Í tilvitnaðri 99. gr. segir svo:„Sveitarstjórn hefur kaupskyldu á öllum íbúðum í verkamannabústöðum byggðum eftir gildistöku laga nr. 51/1980 til gildistöku laga þessara við verði, sem tilgreint er í 102. gr. fyrstu 15 árin frá útgáfu afsals. Eftir þann tíma á sveitarstjórn forkaupsrétt að þeim íbúðum sem boðnar hafa verið til sölu. Hafni sveitarstjórn forkaupsrétti að verkamannabústað eða að félagslegri íbúð samkvæmt lögum þessum eða hafi íbúð í verkamannabústað verið í eigu sama eiganda í 30 ár samfellt er eiganda heimilt að selja íbúðina á frjálsum markaði enda greiði hann upp áhvílandi uppfærðar eftirstöðvar láns Byggingasjóðs verkamanna. Sveitarstjórn skal þá gefa út yfirlýsingu um að niður séu fallnar allar kvaðir sem verið hafa á íbúðinni um forkaupsrétt og takmarkanir á ráðstöfunarrétti. Skal yfirlýsingunni þinglýst.” Ákvæði 99. gr. fjallar annars vegar um það hvenær sveitarstjórn hefur kaupskyldu á íbúð í verkamannabústöðum og hvenær forkaupsrétt og hins vegar skilyrði þess að forkaupsréttar skuli ekki neytt og hvenær eign fari út úr kerfinu. Fallast ber á það með stefnanda að fyrrgreind tilvísun í 99. gr. laganna leiði ekki til þess að sveitarstjórn hafi val um hvort hún neytir forkaupsréttar að umræddri íbúð og ber að túlka 100. greinina samkvæmt orðanna hljóðan, sem er skýrt og fortakslaust um það að við nauðungaruppboð skuli sveitarstjórn neyta réttar síns og ganga inn í kauptilboð. Eins og fram hefur komið fór nauðungaruppboð fram á eigninni hinn 3. apríl 1992, þar sem stefndi hafnaði að neyta forkaupsréttar síns, en stefnandi lét bóka, að hann teldi það skyldu stefnda að neyta forkaupsréttar. Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi verður ekki séð að stefnandi hafi aftur fyrr en með bréfi dagsettu 18. júlí 1996 krafist þess að stefndi leysti eignina til sín. Fallast ber á það með stefnanda að tómlætissjónarmið eigi ekki við í máli sem þessu. Hins vegar ber að líta til þess að afsal fyrir eigninni var gefið út af sýslumanninum á Akranesi hinn 23. febrúar 1993. Afsal þetta var gefið út án nokkurs fyrirvara um innlausnarskyldu eða er þar vitnað til laga þeirra, sem giltu um eignina. Lauk þar með uppboðsmálinu. Um er að ræða löglegan afsalsgerning og verður því að telja að með útgáfu þess hafi innlausnarskylda stefnda fallið niður, er stefnandi varð réttur og löglegur eigandi eignarinnar. Ber því að hafna kröfu stefnanda um viðurkenningu á því að stefnda beri að lögum að leysa til sín íbúð af Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202 með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Hervör Þorvaldsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Hafnað er kröfu stefnanda, Byggingasjóðs verkamanna, um að viðurkennt verði með dómi, að stefnda, Akraneskaupstað vegna Húsnæðisnefndar Akraness, beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 316/1998
Líkamsárás Sýkna
B var ákærður fyrir að hafa veist að H á dansleik og sparkað í hann með þeim afleiðingum að H fótbrotnaði. B neitaði sök og verulegs ósamræmis gætti í framburði vitna um atburðarás. Talið að ekki hefði tekist að sanna sök B og var hann sýknaður.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 31. júlí 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú „staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig, að bæði refsiákvörðun og ákvörðun um sóknar- og málsvarnarlaun standi opin til endurskoðunar og breytinga“, eins og segir í greinargerð þess fyrir Hæstarétti. Jafnframt krefst ákæruvaldið þess að miskabætur, sem ákærða var gert með héraðsdómi að greiða Herði Eiríkssyni, verði hækkaðar í 500.000 krónur. Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði látin falla niður. Þá krefst hann þess einnig að bótakröfu Harðar Eiríkssonar verði aðallega vísað frá dómi, en til vara að hún verði lækkuð. Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa veist að fyrrnefndum Herði Eiríkssyni, þar sem þeir voru staddir á dansleik í Félagsheimili Húsavíkur aðfaranótt 2. nóvember 1997, og sparkað í utanverðan hægri fótlegg Harðar, sem hafi þannig fengið brot í sköflung og sperrilegg. Af hálfu ákærða, sem neitar sök, er því haldið fram að fyrir liggi að beinbrot Harðar eigi rætur að rekja til snúnings á hægri fæti. Sá áverki geti ekki hafa komið til eins og greint sé í ákæru, heldur með því að Hörður hafi sparkað í ákærða, þeir hafi tekist á og misst þá jafnvægið ásamt nafngreindum dyraverði, sem hafi reynt að stöðva átökin. Í héraðsdómi, þar sem rækilega er greint frá framburði ákærða og vitna fyrir dómi, svo og vottorði og framburði læknis um meiðsli Harðar, er lagt til grundvallar að ákærði hafi sparkað í fótlegg Harðar, nær samtímis tekið hann tökum og snúið niður í gólf, en þannig hafi Hörður orðið fyrir „snúningsáverka sem lýst er í ákæru“. Eins og ráðið verður af lýsingunni á skýrslum ákærða og vitna í hinum áfrýjaða dómi gætti ekki aðeins verulegs ósamræmis um rás atburða milli framburðar hans og Harðar, heldur báru engir tveir skýrslugjafar á sama veg um hana. Fyrrgreind ályktun héraðsdómara um atburðarásina styðst hvorki við framburð Harðar, sem kvaðst hafa hlotið beinbrot af sparki frá ákærða, né viðhlítandi framburð annars vitnis. Jafnframt fær hún illa staðist frásögn flestra, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, um að Hörður hafi risið upp eftir þá atlögu ákærða, sem áður greinir, sparkað til hans og haldið áfram átökum. Læknisfræðileg gögn í málinu styðja ekki ákveðna skýringu fremur en aðra á orsökum meiðsla Harðar. Þegar þessa er gætt verður ekki fallist á að ákæruvaldinu hafi tekist að axla þá sönnunarbyrði um sekt ákærða, sem mælt er fyrir um í 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Með skírskotun til 3. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 verður bótakröfu Harðar Eiríkssonar vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Baldvin Sævar Viðarsson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Skaðabótakröfu Harðar Eiríkssonar er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Berglindar Svavarsdóttur héraðsdómslögmanns, 75.000 krónur, og skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur. Héraðsdómur Norðurlands eystra 17. júlí 1998. Ár 1998, föstudaginn 17. júlí, er af Ólafi Ólafssyni, héraðsdómara kveðinn upp dómur í málinu nr. S-30/1998: Ákæruvaldið gegn Baldvin Sævari Viðarssyni. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutning þann 12. júlí sl., er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara útgefnu 7. apríl á hendur Baldvin Sævari Viðarssyni, sjúkranuddara, kt. 230772-4959, Heiðargerði 6, Húsavík; „ .fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 2. nóvember 1997, í Félagsheimili Húsavíkur að Ketilsbraut, Húsavík, veist að Herði Eiríkssyni, kennitala 170570-3599, sparkað með hægra fæti í utanverðan hægri legg Harðar, með þeim afleiðingum að Hörður hlaut brot á hægri sköflung og hægri sperrilegg, en brot gengu í spiral frá neðri hluta sköflungs og niður undir öklahnútuna innanvert og í spiral í gegnum neðri enda sperrileggs. Eftir árásina var framkvæmd skurðaðgerð þar sem opnað var inn að brotakerfinu, bæði á sperrilegg og sköflungi og brotin studd með skrúfum á báðum beinum, auk þess sem fjaðrandi sinkill var sleginn yfir tengslin milli neðri enda sköflungs og sperrileggs. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu krefst Þorsteinn Hjaltason, héraðsdómslögmaður, skaðabóta fyrir hönd Harðar Eiríkssonar úr hendi ákærða, alls 935.591 króna.“ Þá gerir sækjandi kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða hæfileg saksóknarlaun í ríkissjóð. Skipaður verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af refsikröfu ríkissaksóknara og að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi. Þá krefst verjandinn hæfilegra málsvarnarlauna. I. Málavextir. 1. Aðfaranótt sunnudagsins 2. nóvember 1997, var haldinn dansleikur í Félagsheimilinu á Húsavík. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var óskað eftir aðstoð að félagsheimilinu, kl. 02:40, vegna meints fótbrots Harðar Eiríkssonar. Í skýrslunni er frá því greint að nefndur Hörður hefði skýrt frá því á vettvangi að ákærði, Baldvin Sævar, hefði valdið honum áverkanum með sparki. Samkvæmt gögnum málsins var Hörður Eiríksson færður til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Húsavík, en í framhaldi af því fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Hörður Eiríksson bar fram formlega kæru á hendur ákærða vegna líkamsárásar hjá lögreglunni á Húsavík þann 5. nóvember sl., en áður höfðu dyraverðir félagsheimilisins svo og ákærði verði yfirheyrðir um kæruefnið. Þá var vitnið Björn Rúnar Agnarsson, sjómaður, yfirheyrður um sakarefnið þann 19. nóvember s.á. Af framburðum nefndra aðila, rannsóknargögnum lögreglu og vettvangsskoðun dómsins er óumdeilt að ákærði og kærandi áttu í útistöðum umrædda nótt í félagsheimilinu, í forstofugangi, millum afgreiðsluborðs við fatahengi og innri forstofuhurðar. Fyrir liggur í málinu áverkavottorð Júlíusar Gestssonar, yfirlæknis, Bæklunar-og slysadeildar FSA, dags. 13. desember sl, og er þar lýst áverkum Harðar Eiríkssonar við komu hans á sjúkrahúsið þann 2. nóvember sl., svofellt: „Á Sjúkrahúsinu á Húsavík var með rtg-myndatöku staðfest brot á bæði sköflung og sperrilegg. Hann fékk þar stuðningsumbúðir og við komu hér ekki illa haldinn af verkjum. Á rtg-rannsóknum sást brot sem gekk í spiral frá neðri hluta sköflungs niður undir öklahnútuna innanvert og einnig brotkerfi sem gekk í spiral í gegnum neðri enda sperrileggs. Nokkur tilfærsla var í brotinu. Hann var 2 tímum eftir komu hér fluttur á skurðstofu og þar gerð skurðaðgerð þar sem opnað var inn að brotkerfinu, bæði á sperrileggnum og sköflungum og brotið stutt með skrúfum á báðum beinum. Auk þess var sleginn fjaðrandi sinkill yfir tengslin milli neðri enda sköflungs og sperrileggs. Nóttina eftir aðgerðina voru nokkrir verkir sem minnkuðu eftir að gipsumbúðir sem lagðar voru við aðgerðina höfðu verið opnaðar. Eftir gipsskipti daginn eftir aðgerð var líðan góð, hann komst ágætlega um með hjálp tveggja hækjustafa og útskrift af Bæklunardeild 04.11.97. Við eftirlit 19.11.97 höfðust aðgerðarsár vel við, klemmur voru fjarlægðar úr skurðsárum, lagt göngugips og áætlað eftirlit án umbúða 17.12.97 og þess vænst að þá verði hægt að hætta meðferð með ytri stuðningsumbúðum. Fyrir-sjáanlegt er að Hörður þarf að létta álagi af hægri ganglim einhverjar vikur til viðbótar, en tímabil óvinnufærni enn óvíst. Of stuttur tími er liðinn til að meta hvort varanleg mein verða af áverkum önnur en ör á fótleggjarsvæði og verður slíkt vart metið fyrr en 1-1½ ár hefur liði frá áverkanum. Í bréfi 06.11.97 (lögreglu á Húsavík) með beiðni um vottorð er spurt um hvernig líklegast megi telja að áverkinn hafi orðið. Útlit brotsins passar best við að Hörður hafi fallið er hann steig í hæ. fótinn og leggjarbeinin snúist í sundur í fallinu.“ 2. Framburður ákærða, kæranda og vitna. Ákærði, Baldvin Sævar, hefur við meðferð málsins neitað sakargiftum, og skýrt svo frá, að upphafið af samskiptum hans og ákærða hefði verið að hann hafi sest við borð hjá kæranda og þeir í framhaldi af því ákveðið að reyna með sér „sjómann“. Bar ákærði að þeir hefðu farið fram í forstofuganginn og tekið sér stöðu við allangt borð við fatahengið, gegnt forstofuhurðinni. Kvaðst ákærði hafa staðið innan við borðið en kærandi fyrir framan. Bar ákærði að er hendur þeirra hefðu runnið til hefði kærandi kippt að sér hendinni með þeim afleiðingum að hönd hans skall á afgreiðsluborðið. Ákærði bar að kærandi hefði við nefnt tækifæri og látið þau orð falla að hann væri „vesalingur“. Ákærði kvaðst hafa kennt til í hendinni, en eigi hlotið sérstaka áverka. Og vegna þessa kvaðst ákærði hafa reiðst mjög, „brjálast“, og hlaupið hálfhring um afgreiðsluborðið til kæranda. Fyrir dómi staðhæfði ákærði að kærandi hefði komið á móti og þeir í framhaldi af því tekið hvorn annan tökum, fallið saman á gólfið og oltið þar um. Við meðferð málsins neitaði ákærði því alfarið að hann hefði við upphaf þessa atgangs sparkað í fótlegg kæranda eða snúið hann einhliða niður í gólfið. Ákærði bar og að dyraverðir félagsheimilisins hefðu mjög fljótlega komið á vettvang og skilið þá í sundur, og kvaðst ákærði þannig hafa verið í tökum Hannesar Rúnarssonar, dyravarðar, er kærandi sparkaði til hans með hægri fæti, og „það ekkert laust“. Kvaðst ákærði þá hafa rifið sig frá dyraverðinum og sparkað í vinstra læri og bakhluta kæranda, og þeir í framhaldi af því tekið hvorn annan tökum, dyravörðurinn stokkið aftan á bak hans, og þeir þá allir fallið á gólfið. Kvað ákærði þá hafa „hlunkast“ á gólfið, og kærandi orðið neðstur í þvögunni. Ætlaði ákærði að vinstra hné hans hefði í fallinu komið á líkama kæranda, en það hægra á gólfið. Vegna þessa kvaðst ákærði hafa fengið „brunablett“ á hnéið, og ekki kvaðst hann hafa hlotið aðra áverka umrædda nótt. Ákærði bar fyrir dómi að atgangur hans og kæranda hefði lokið þannig að dyravörður hefði tekið hann hálstaki og dregið af vettvangi. Fyrir dómi lýsti ákærði þeirri skoðun sinni að kærandi hefði hlotið áverkann á hægri fæti er hann féll á gólfið og varð undir í þvögunni, en ákærði minntist þess þó ekki að að kærandi hefði gefið það til kynna með látbragði eða hljóðum, en vísaði til þess að atburðarrásin hefði öll verið mjög hröð, og nefndi 10-15 sekúndur. Ákærði kvaðst hafa fundið lítillega til áfengisáhrifa umrædda nótt. Samkvæmt orðum ákærða var hann um 100 kg., og um 182 cm á hæð. Kærandi, Hörður Eiríksson, verkamaður, kvaðst hafa setið við borð í danssal félagsheimilisins, ásamt Birni Guðmundssyni, er ákærði kom þar að og fór fram á að þeir reyndu með sér í „sjómann“. Kærandi kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis og lítillega kannast við ákærða, en ekkert átt sökótt við hann, og því neitað bóninni. Eftir ítrekaðar óskir ákærða kvaðst kærandi hafa látið til leiðast og þeir í framhaldi af því farið að langborði í forstofugangi félagsheimilisins. Kærandi kvað enginn sérstök orðaskipti hafa farið á milli þeirra fyrr en eftir að greipar þeirra höfðu runnið í sundur og ákærði skall með hendina á borðið, og kvaðst hann þá hafa haft orð á að réttast væri að þeir hættu þessu athæfi þar sem að það væri glórulaust. Að þessum orðum sögðum kvaðst kærandi hafa snúið frá ákærða og gengið hröðum skrefum frá afgreiðsluborðinu. Kvaðst kærandi því ekki hafa fylgst frekar með gjörðum ákærða fyrr en hann varð var við að hann fylgdi á eftir,og lýsti kærandi atvikum máls fyrir dómi nánar svofellt; „ og þá kemur spark aftan á ökklann og við það brotna ég og fell niður og svona um leið og ég fell niður þá kemur hann ofan á mig, sársaukinn var alveg hrikalegur, við veltumst eitthvað þarna um á gólfinu, 30-40 sekúndur, og það endar með því að dyravörður kemur þarna að.“ Fyrir dómi kvaðst kærandi engan áhuga hafa haft á slagsmálum við ákærða eftir að hann hafði fallið á gólfið, og kvaðst hann því einungis hafa varist atlögum ákærða, og orðaði hann það þannig fyrir dómi; „Ég er að fara þarna í burtu og ég fæ högg aftan á fótinn og við það brotna ég og fell niður, hann leggst ofaná mig og þá náttúrulega veltumst við um á gólfinu í smástund, og þá náttúrulega lítur þetta út fyrir að vera slagsmál.“ Eftir að dyraverðir komu á vettvang kvaðst kærandi hafa staðið á fætur, en um leið reynt að sparka með brotna fætinum til ákærða, og vísaði til þess að á þeirri stundu hefði hann verið „sjóðandi reiður“. Kærandi ætlaði að spark hans hefði verð máttlaust, og kvaðst hann þar á eftir hafa hökt áleiðis að afgreiðsluborðinu, en ákærði þá stokkið á hann á nýjan leik með Hannes Pétursson, dyravörð, á bakinu og þeir þrír þá fallið á gólfið. Kvaðst kærandi að einhverju leyti hafa lent undir þvögunni, og kvaðst hann hafa hlotið spark frá ákærða á vinstra lærið er hann var að koma sér frá vettvangi. Vegna áverkanna kvaðst kærandi á vettvangi hafa notið aðstoðar vitnisins Björns Rúnars Agnarssonar, og síðar lögreglu. Vegna fótbrotsins kvaðst kærandi hafa verið rúmliggjandi í tíu sólarhringa, en bati hans gengið eðlilega, og kvaðst hann hafa farið á ný til vinnu þann 9. febrúar sl. Fyrir dómi kvaðst kærandi enn finna fyrir stirðleika í hægri fæti, sérstaklega við áreynslu. Vitið Björn Guðjónsson, sjómaður, fæddur 1964, staðfesti fyrir dómi að hann hefði setið við borð í danssal félagsheimilisins ásamt kæranda er ákærði kom að máli við hann og leitaði eftir því að þeir reyndu með sér í sjómann. Að mati vitnisins var kærandi á þeirri stundu í góðu skapi, léttur og kátur, en mjög ölvaður. Að áliti vitnisins var ákærði einnig mjög ölvaður, en vitnið kvaðst þó ekki hafa átt orðastað við hann. Vitnið kvaðst ekkert hafa fylgst frekar með gjörðum kæranda og ákærða umrædda nótt. Vitnið, Hannes Rúnarsson, fæddur 1971, kvaðst hafa verið við dyravörslu í Félagsheimili Húsavíkur aðfaranótt 2. nóvember sl. , og ætlaði að klukkan hefði verið um 02:30, er honum barst til eyrna, að slagsmál væru í forstofuganginum. Á vettvangi kvaðst vitnið hafa séð hvar ákærði og kærandi lágu á gólfinu, skammt frá syðri enda langborðs við fatahengið, í gagnkvæmum tökum. Kvaðst vitnið í fyrstu hafa reynt að tala til þeirra og bar að þeir hefðu þá risið á fætur, og hann þá gengið á milli. Kvaðst vitnið og hafa tekið ákærða tökum, en við þær aðstæður kvað það kæranda hafa sparkaði til ákærða með hægra fæti, í kvið eða bringspalir. Vitnið bar að ákærði og kærandi hefðu þá tekist á að nýju, en þeir þrír þá misst jafnvægið og fallið á gólfið. Kvaðst vitnið hafa hafnað aftan við ákærða, tekið hann hálstaki og þannig náð að halda honum frá frekari átökum. Vitnið kvaðst á þeirri stundu og hafa veitt því athygli að allur vindur virtist vera farinn úr kæranda. Vitnið bar að Jóhann Bjarni, dyravörður, hefði komið á vettvang undir lok atgangsins, en vitnið vísaði til þess að atburðarrásin hefði verið mjög hröð. Kvaðst vitnið og ekki hafa haft vitneskju um meiðsl kæranda fyrr en nokkrum mínútum eftir að atganginum var lokið, og fyrir dómi treysti vitnið sér ekki til að segja til um hvenær kærandi hlaut áverkann á hægra fæti. Vitnið kvaðst og aldrei hafa séð ákærða sparka í kæranda eða heyrt kæranda gefa til kynna með orðum eða látbragði að hann hefði slasast. Að mati vitnisins voru ákærði og kærandi báðir undir áhrifum áfengis umrædda nótt. Vitnið, Jóhann Bjarni Einarsson, fæddur 1972, kvaðst hafa verið við störf sín sem dyravörður við forstofuhurð félagsheimilisins umrædda nótt, er vakin var athygli hans á slagsmálum í forstofuganginum. Kvaðst vitnið því aðeins hafa verið um 3 metra frá vettvangi og því strax séð hvar ákærði og kærandi voru í slagsmálum á gólfinu, en auk þess kvaðst vitnið hafa veitt því athygli að Hannes Rúnarsson, dyravörður, lá fyrir aftan ákærða og var með hann í hálstaki. Að mati vitnisins var ákærði í æstu skapi, en kærandi virst vera rólegur, en vitnið bar að báðir aðilarnir hefðu verið ölvaðir. Að áliti vitnisins var kærandi í varnarstöðu gagnvart ákærða. Vitnið kvaðst hafa snúið sér að kæranda um leið og hann sá að Hannes dró ákærða til, og við þær tilfæringar kvaðst vitnið hafa séð að ákærði sparkaði með hægri fæti í vinstra læri og mjóhrygg kæranda. Vitnið bar að atgangurinn hefði staðið yfir í u.þ.b. 2-3 mínútur og kvaðst vitnið fyrst hafa gert sér grein fyrir áverkum kæranda er hann reyndi að standa á fætur og hafði orð á eymslum í fæti og að hann gæti ekki stígið í fótinn. Vitnið Gunnar Óli Hákonarson, meðferðarfulltrúi, fæddur 1969, kvaðst umrædda nótt hafa verið að koma frá snyrtingunni er hann varð var við að ryskingar voru með ákærða og kæranda í forstofuganginum. Vitnið bar að nefndir aðilar hefðu báðir verið uppistandandi og kvaðst vitnið hafa veitt því athygli að kærandi sparkaði í búk ákærða, fyrir ofan hné, en síðan kvaðst vitnið hafa fylgst með því er nefndir aðilar ruku saman, og loks er dyraverðir gripu í taumanna. Vitnið kvaðst einnig hafa fylgst með því er ákærði sparkaði í afturhluta kæranda, og að ýfingar hófust að nýju með aðilunum með þeim afleiðingum að þeir féllu nokkuð harkalega á gólfið, ásamt dyravörðum. Vitnið bar að dyraverðirnir hefðu fallið ofaná ákærða og kæranda. Að áliti vitnisins voru kærandi og ákærði báðir í æstu skapi, en ekki gat vitnið sagt til um hvor þeirra hefði sig meira í frammi. Vitnið var ekki yfirheyrt við lögreglurannsókn málsins, og fyrir dómi bar það við nokkru minnisleysi um málsatvik Vitnið, Björn Rúnar Agnarsson, fæddur 1968, kvaðst hafa ekið kæranda á margnefndan dansleik í félagsheimilinu, en bar að líkur kunningsskapur væri með honum og ákærða. Síðar um nóttina kvaðst vitnið hafa fylgst með atgangi ákærða og kæranda í forstofuganginum, svo og afskiptum dyravarða, en vitnið kvaðst hafa fylgst með málum frá forstofuhurðinni. Í staðfestri lögregluskýrslu lýsti vitnið málsatvikum svofellt; „Mætti kveðst hafa séð Hörð Eiríksson og Baldvin Viðarsson koma gangandi innan úr sal hússins og fram í forstofugang þar sem þeir stilltu sér upp við borð sem er framanvið fatahengi sem þarna er. Mætti segir að þeir hafi reynt fyrir sér í sjómann á borðinu. Mætti segir þá hafa tekist á sem endaði með því að Baldvin skellir hægri hendi ofan á borðplötuna og þá líklega vegna þess að Baldvin hafi misst takið eða Hörður sleppt. Mætti segir einhver orðaskipti hafi orði milli þeirra, en Hörður banda hendinni frá líkt og hann vilji ekki reyna aftur. Mætti segir Baldvin þá hafa barið krepptum hnefa í borðið og gengur síðan mjög greitt fyrir borðsendann og að Herði. Mætti segir Hörð þá hafa verið búinn að snúa sér frá borðinu og bandar aftur hendinni frá sér í átt að Baldvin. Mætti segir Baldvin þá hafa stigið fram í vinstri fót að Herði öskrað eitthvað á hann, og sparkað síðan með hægri fæti neðst í hægri fót Harðar. Mætti segir Baldvin í sömu mund hafa tekið hálstak á Herði og snúið hann niður í gólfið. Mætti kveðst ekki hafa heyrt glögglega það sem á milli þeirra fór meðan á þessu stóð. Mætti segir Baldvin og Hörð hafa skollið í gólfinu en dyravörður Hannes Rúnarsson hafi komið nánast strax á vettvang og eins hafi Jóhann Einarsson dyravörður komið þarna að, en mætti kveðst ekki alveg viss á hvaða andartaki Jóhann kom. Hannes náði taki á Baldvin og náði að draga hann frá Herði og um leið ýtir Hörður honum ofan af sér. Mætti segir Hörð þá hafa staðið upp á undan Baldvin og sparkar laust í lærið á Baldvin. Mætti segir Hörð hafa sparkað með hægri fæti. Mætti kvaðst lesa það úr svip Harðar að hann findi einhversstaðar til. Mætti segir Hörð síðan hafa staðið þarna hjá Baldvin eftir að hafa sparkað í lærið á honum og er Baldvin þá að sprikla og losa sig úr höndunum á dyravörðunum. Baldvin sparkar þá frá sér og hittir með hælnum á utanverðan hægri fót Harðar. Mætti segir Hörð þá hafa kiknað undan högginu. Baldvin stendur síðan á fætur með dyraverðina sitt til hvorrar handa og stekkur þá aftur á Hörð með þeim afleiðingum að allir detta í gólfið. Hörður, Baldvin og Hannes. Mætti tekur það fram að hann sé ekki viss um það hvort Baldvin hafi séð Hörð er seinna sparkið kom þar sem Baldvin lá í gólfinu og var að reyna að losa sig frá dyravörðunum. Mætti segir dyraverðina hafa losað Baldvin strax af Herði og drógu þeir Baldvin frá. Hörður hafi hins vegar staulast að borðinu sem þeir áður stóðu við, og náði taki á því. Mætti segir Hörð þá hafa sagt mætta að hann væri fótbrotinn. Mætti kveðst þá hafa stutt við Hörð þar sem Hörður gat ekki stigið í fótinn. Síðan var lögregla kvödd á staðinn og flutti hún Hörð á sjúkrahúsið á Húsavík til skoðunar. Aðspurður um það hvort mætti átta sig á því hvenær fóturinn hafi brotnað kveðst mætti telja að bæði spörkin hafi skaðað Hörð eitthvað því Hörður virtist ekki geta sparkað mjög fast í lærið á Baldvin eins og áður er lýst. En síðan hafi sparkið frá Baldvin, þegar hann lá á gólfinu og reyndi að losa sig frá dyravörðunum, verið mjög fast og þá virtist fóturinn á Herði kikna undan sparkinu.“ Fyrir dómi bar vitnið að atgangur ákærða og kæranda við afgreiðsluborðið hefði staðið yfir í u.þ.b. 1 mínútu, en ákærði þá gengið hröðum skrefum fram fyrir borðið til kæranda. Vitnið bar að ákærði hefði staðið til hliðar við kæranda er hann sparkaði í hægri fótlegg hans. Vitnið kvað ákærða þannig hafa sparkað fótunum undan kæranda, en um leið tekið hann hálstaki og fellt í gólfið. Að áliti vitnisins var nefnt spark ákærða ekki ýkja fast, en vitnið taldi þó sennilegt að kærandi hefði kennt til. Vitnið bar að kærandi hefði fallið á bakið, ákærði lagst þar yfir hann, og kvað vitnið einhverjar ryskingar þá hafa orðið með þeim, allt þar til kærandi náði að koma ákærða af sér, og dyraverðir komu til skjalanna. Vitnið bar að ákærði og kærandi hefðu þá risið á fætur, og kvaðst vitnið þá hafa veitt því athygli að kærandi kveinkaði sér, líkt og þegar hann skömmu síðar sparkaði með hægra fæti til ákærða. Vitnið bar að nefnt spark kæranda hefði ekki verið fast og „ekkert til að hafa orð á“ líkt og vitnið orðaði það fyrir dómi. Vitnið bar að ákærði og kærandi hefðu tekist á að nýju og þá með þeim afleiðingum að þeir féllu aftur í gólfið ásamt dyravörðunum. Fyrir dómi treysti vitnið sér ekki til að segja nánar til um hvernig nefndir aðilar féllu á gólfið, að öðru leyti en því að vitnið taldi að kærandi hefði að einhverju leyti lent undir þvögunni. Vitnið kvaðst hins vegar hafa veitt því eftirtekt, er kærandi var að rísa á fætur, og ákærði í tökum dyravarðar, að skóhæll ákærða skall með miklu afli á hægri ökkla kæranda. Vitnið kvað kærandi hafa kiknað undan högginu, en að áliti vitnisins var um óviljaverk að ræða af hálfu ákærða. Vitnið bar að öll framagreind atburðarrás hefði gengið mjög hratt fyrir sig og treysti vitnið sér því ekki til að segja til um hvenær kærandi hlaut áverkann á hægra fæti, en ætlað að það hefði geta gerst er hann varð undir ákærða og dyravörðunum, ellegar þegar skóhæll ákærða skall á fæti hans, frekar en að það hefði gerst við upphaf atgangs þeirra, er ákærði sparkaði í kæranda og felldi hann í gólfið með hálstaki. Að mati vitnisins var ákærði æstur og hafði sig meira í frammi í atganginum, en ekki virst vera mjög ölvaður. Að áliti vitnisins var kærandi hins vegar töluvert ölvaður og í þungu skapi. Vitnið, Júlíus Gestsson, yfirlæknir, staðfesti fyrir dómi áðurgreint læknisvottorð, og ítrekaði að Hörður Eiríksson hefði greinst með brot á neðri hluta hægri fótleggjar, á sköflungi og sperrilegg. Vitnið staðfesti og að brotakerfið hefði gengið líkt og gormur eða spirall niður eftir leggnum, og bar að slíkir áverkar væru einkennandi fyrir snúningsálag á fótlegginn. Fyrir dómi útilokaði vitnið það þó ekki að Hörður hefði fengið beinan höggáverka á sköflunginn, en að því tilskildu að hann hefði á þeirri stundu staðið föstum fótum á gólfinu, fallið niður og snúist um leið. Að mati vitnisins voru því yfirgnæfandi líkur á að fótleggur Harðar hefði brotnað vegna snúningsálags, og vísaði vitnið m.a. til þess að Hörður væri vel á sig kominn (um 90 kg og 175 cm á hæð). Fyrir dómi lýsti vitnið og þeirri skoðun sinni að fótbrot kæranda hefði orsakast með þeim hætti að hann hefði verið á einhverri ferð og stígið með fullum þunga í hægri fótinn, en þá orðið fyrir einhverri fyrirstöðu, misst jafnvægið og fallið niður, og bein hans í hægri fótlegg þá snúist í sundur. Vitnið bar að við komu Harðar á sjúkrahús hefðu bæði sköflungurinn og sperrileggurinn í fótlegg hans verið tilfærð, og fóturinn auk þess verið bólginn og aflagaður. Að álit vitnisins var það harla ólíklegt að Hörður hefði þannig á sig kominn verið fær um að bera sig mikið um, og staðhæfði vitnið jafnframt að slíkum áverka fylgdi jafnan mikill sársauki. Vitnið bar að ekki hefði verið sýnilegur höggáverki á fótleggnum, en hins vegar mikið mar. Vitnið greindi frá því fyrir dómi að bati og eftirmeðferð Harðar Eiríkssonar hefði gengið eðlilega fyrir sig, en ekki gat vitnið tjáð sig um hvort að hann hlyti varanleg örorku af áverkanum. Niðurstaða. Í ákæruskjali er ákærða, Baldvin Sævari, gefið að sök að hafa sparkað í utanverðan hægri legg Harðar Eiríkssonar, í félagsheimilinu á Húsavík, með þeim afleiðingum að Hörður hlaut brot á sköflungi og sperrilegg, líkt og nánar er lýst í ákæruskjalinu. Ákærði hefur neitað sakargiftum, og borið að fótbrot Harðar Eiríkssonar mætti rekja til óhappatilviks, sem hefði komið upp í atgangi þeim sem með þeim varð í forstofugangi félagsheimilisins. Samkvæmt læknisvottorði og vitnisburði Júlíusar Gestssonar, bæklunarlæknis, fyrir dómi hlaut kærandi áverkann á hægri fæti vegna snúningsálags, samhliða því sem fóturi hans varð fyrir fyrirstöðu. Kærandi, Hörður Eiríksson, hefur staðfastlega borið, að ákærði hafi valdið þeim áverka sem í ákæru greinir, er hann vatt sér skyndilega að honum með sparki í hægri fótlegg, samhliða því sem ákærði felldi hann á gólfið. Með framburði vitnanna Björns Rúnars, Hannesar Rúnarssonar, Jóhanns Einars, og Gunnars Óla, sem öll voru án áfengisáhrifa, er upplýst að viðskipti ákærða og kæranda í forstofuganginum gengu fljótt fyrir sig, og hafa vitnin ekki geta sagt til um það með vissu hvenær eða hvernig kærandi hlaut áverka sína. Er til þess að líta að þrjú síðast nefndu vitnin fylgdust ekki með upphafi viðskiptanna. Verður því að leggja til grundvallar eigin framburði ákærða um að hann hafi rokið til kæranda í reiðikasti eftir að atgangi þeirra við afgreiðsluborðið í fatahenginu lauk, en samkvæmt vitnisburði Björns Rúnars felldi ákærði þá kæranda nær viðstöðulaust á gólfið, með því að sparka í hægri fótlegg hans, samhliða því sem hann tók kæranda hálstaki. Þegar framangreind atriði eru virt í heild þykir með vitnisburði Björns Rúnars, sem dómurinn metur trúverðugan, vætti Júlíusar Gestssonar, bæklunarlæknis, og staðfastri frásögn kæranda ekki varhugavert að telja, þrátt fyrir neitun ákærða, sannað að ákærði hafi sparkað í hægri fótlegg kæranda og nær samtímis tekið hann tökum og fellt á gólfið og þannig valdið kæranda þeim snúningsáverka sem lýst er í ákæru. Þykir og ekkert marktækt hafa komið fram í málinu um að kærandi hafi hlotið áverkann í þeim sviptingum og atgangi sem á eftir fylgdu og áðurnefndir samkomugestir og dyraverðir fylgdust með. Miðað við þær afleiðingar sem hlutust af framangreindu athæfi ákærða, telst brot hans varða 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1991. II Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að atlaga ákærða var harkaleg. Ákærði hefur á hinn bóginn ekki áður hlotið refsingu, en auk þess hefur framkoma hans eftir brotið, þar á meðal við rannsókn málsins, verið með ágætum. Þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin 2 mánaða fangelsi. Rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þorsteinn Hjaltason, héraðsdómslögmaður, hefur fyrir hönd Harðar Eiríkssonar haft uppi skaðabótakröfu á hendur ákærða. Bótakrafan er dagsett 29. janúar 1998 og sundurliðast hún þannig; Af hálfu bótakrefjanda er vísað til almennra reglna skaðabótaréttar, sbr. 2., 3., 4. og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í kröfugerðinni er hafður á fyrirvari um frekari kröfur á hendur ákærða komi í ljós að varanlegur skaði hafi hlotist af árásinni. Ákærði hefur andmælt bótakröfunni með vísan til sýknukröfu, en einnig með vísan til þess að krafan sé órökstudd. Undir rekstri málsins var lögmanni bótakrefjanda gefinn kostur á að skýra kröfuna frekar, sbr. 5. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991, en við því var ekki orðið. Í máli þessu hefur ákærði verði sakfelldur fyrir líkamsárás og ber hann því fébótaábyrgð gagnvart bótakrefjanda vegna meiðsla hans. 1. liður. Bótakrefjandi hefur sett fram miskabótakröfu með vísan til 26. gr. skaðabótalaga. Atlaga ákærða að bótakrefjanda var harkaleg og hlaust af fótbrot. Þykja allar aðstæður hafa verið með þeim hætti að bótakrefjandi eigi rétt á miskabótakröfu úr hendi ákærða fyrir þessa meingerð og eru þær hæfilega ákveðnar 150.000,-. 2.-3. liður. Bótakrefjandi reisir kröfur um þjáningarbætur á 3. gr. skaðabótalaga. Í málinu nýtur ekki við fullnægjandi gagna um það hversu lengi bótakrefjandi var rúmfastur eftir árásina eða hvenær hann taldist vinnufær. Krafa um þjáningarbætur er þannig svo vanreifuð, að dómur verður ekki á hana lagður. Ber því að vísa þessum kröfum frá dómi. 4. liður. Fullnægjandi gögn eða vottorð frá vinnuveitanda um vinnutekjutap liggja ekki fyrir í málinu. Ber því að vísa kröfunni frá dómi. 5. liður. Afrit reikninga eru til stuðnings þessum kröfulið, að fjárhæð krónur 16.025,-, og verður krafan tekin til greina að því marki. 6. liður. Með hliðsjón af fyrirliggjandi reikningum samkvæmt 5. lið þykir fært að taka þennan bótalið til greina með fjárhæð krónur 35.000,- Samkvæmt framansögðu verður ákærði dæmdur til að greiða Herði Eiríkssyni 201.025,- krónur í bætur fyrir fjártjón og miska. Samkvæmt 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, á tjónþoli rétt á því að fá greiddan kostnað, er hann hefur orðið fyrir við að halda kröfu sinni fram. Þykir því rétt líkt og krafist er, að dæma ákærða til að greiða bótakrefjanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn 20.000,- auk lögboðins virðisaukaskatts. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs sem ákveðast krónur 75.000.-, en málið flutti af hálfu ákæruvalds Snædís Gunnlaugsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans á Húsavík, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Berglindar Svavarsdóttur, héraðsdómslögmanns sem þykja hæfilega ákveðin 75.000,-. Dómsuppkvaðning hefur tafist vegna embættisanna dómara. Dóm þennan kvað upp Ólafur Ólafsson, héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Baldvin Sævar Viðarsson, sæti fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar hans og hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði Herði Eiríkssyni, kt. 170570-3599, krónur 201.025,- í skaðabætur, og 20.000,- í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. saksóknarlaun í ríkissjóð krónur 75.000,- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Berglindar Svavarsdóttir, héraðs-dómslögmanns krónur 75.000,-
Mál nr. 327/1998
Virðisaukaskattur Staðgreiðsla opinberra gjalda Sekt Vararefsing Skilorð Stjórnarskrá
E var dæmdur fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Töldust brot E í heild meiri háttar og var honum einnig ákvörðuð refsing samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Voru fyrirmæli um lágmark sekta í 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda ekki talin brjóta í bága við 2. gr. eða 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar þó að þau leiði til verulegra hærri refsinga en almennt eru dæmdar fyrir sambærileg brot og áður voru dæmdar vegna sams konar brota. Var talið að samkvæmt 1. málsl. 61. gr. stjórnarskrárinnar yrði ekki hjá því komist að leggja þessi lagaákvæði til grundvallar við ákvörðun sektar sem gera yrði samhliða fangelsisrefsingu í samræmi við dómvenju. Var E dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og sektar, en til vararefsingar yrði sektin ekki greidd innan tilskilins tíma. Við ákvörðun vararefsingar var litið til þess sem ætla mætti að hefðu getað orðið viðurlög á hendur E ef ekki hefði verið mælt fyrir um lágmark þeirra í lögum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 6. ágúst 1998 af hálfu ákæruvalds og krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í hinum áfrýjaða dómi. Ákærði krefst þess aðallega að refsing verði milduð, en til vara að héraðsdómur verði staðfestur. I. Í málinu er ákærði, sem var framkvæmdastjóri Bjargþórs ehf. og átti þar sæti í stjórn, sóttur til saka fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, sem lagður var á félagið vegna tímabilsins frá mars til júní 1995, samtals 2.066.192 krónur, og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem félagið hélt eftir af launum starfsmanna sinna frá nóvember 1994 til sama mánaðar á árinu 1995, alls 3.736.027 krónur. Ákærði hefur gengist við þessum brotum. Óumdeilt er að Bjargþóri ehf. bar að greiða 1.077.004 krónur í virðisaukaskatt á gjalddaga 5. júní 1995 og 989.188 krónur á gjalddaga 5. ágúst sama árs. Þessi vanskil samanlögð varða ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, svo sem þeim var breytt með 3. gr. laga nr. 42/1995, en þau öðluðust gildi 9. mars 1995. Af þeirri fjárhæð, sem Bjargþór ehf. stóð ekki skil á vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, féllu í gjalddaga samtals 1.976.244 krónur á tímabilinu frá 1. desember 1994 til 1. mars 1995, 1.593.316 krónur frá 1. apríl til 1. júní sama árs, en 166.467 krónur frá 1. júlí til 1. desember sama árs. Með vanskilum á fyrsta tímabilinu braut ákærði gegn 1. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Vanskil á öðru og þriðja tímabilinu vörðuðu við 2. mgr. 30. gr. sömu laga, svo sem þeim var breytt með 2. gr. laga nr. 42/1995. Vanskil Bjargþórs ehf. á virðisaukaskatti, sem var í gjalddaga 5. ágúst 1995, og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem féll í gjalddaga frá og með 1. júlí sama árs, námu samkvæmt framansögðu alls 1.155.655 krónum. Síðastnefndan dag tók gildi ákvæði 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, en samkvæmt því liggur fangelsi allt að sex árum við meiri háttar broti gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, svo sem bæði þau lög hljóða nú. Að þessu leyti kom 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga í stað ákvæðis 7. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, eins og það var fyrir 9. mars 1995, en samkvæmt því varðaði brot gegn greininni fangelsi allt að sex árum ef sakir voru miklar. Vanskil Bjargþórs ehf. á staðgreiðslu opinberra gjalda í gildistíð síðastnefnda ákvæðisins voru sem áður segir 1.976.244 krónur. Þegar þeim vanskilum er bætt við vanskil félagsins frá og með 1. júlí 1995 verða þau til þess að brot ákærða telst í heild meiri háttar. Hann hefur því unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. sömu laga, jafnframt þeim ákvæðum laga nr. 45/1987 og 50/1988, sem áður er getið. II. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um brot, sem skipta hér máli við ákvörðun refsingar. Staðfest verður ákvæði héraðsdóms um að ákærði sæti fangelsi í þrjá mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, eins og þessum lögum var breytt með 2. gr. og 3. gr. laga nr. 42/1995, varða brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sekt, sem skal aldrei vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en tífaldri fjárhæðinni. Þessi ákvæði taka til allra vanskila Bjargþórs ehf. á virðisaukaskatti, ásamt vanskilum félagsins á staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með gjalddaga 1. apríl 1995. Umrædd vanskil nema þannig í heild 3.825.975 krónum. Þótt fallast verði á að áðurnefnd lagafyrirmæli leiði til verulega hærri refsingar en þeirrar, sem almennt er nú ákveðin vegna sambærilegra brota og áður var ákveðin vegna sams konar brota, verða þau hvorki af þeim sökum né öðrum réttilega talin brjóta í bága við 2. gr. eða 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Samkvæmt 1. málslið 61. gr. stjórnarskrárinnar verður því ekki komist hjá að leggja þessi fyrirmæli til grundvallar við ákvörðun sektar, sem gera verður ákærða samhliða fangelsisrefsingu svo sem dómvenja stendur til. Eins og atvikum er háttað í málinu eru ekki skilyrði til að beita í þessu sambandi ákvæðum 74. gr. almennra hegningarlaga. Að gættu þessu og teknu tilliti til brota ákærða, sem varða vanskil Bjargþórs ehf. á gjöldum fyrir gildistöku laga nr. 42/1995, verður hann dæmdur til að greiða í ríkissjóð 7.700.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms. Skal ákærði sæta ella fangelsi í fjóra mánuði, en við ákvörðun þeirrar vararefsingar er litið til þess, sem ætla megi að hefðu getað orðið viðurlög á hendur ákærða ef ekki væri mælt fyrir um lágmark þeirra í lögum. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Erling Kristjánsson, sæti fangelsi þrjá mánuði. Fullnustu þeirrar refsingar skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði í ríkissjóð 7.700.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms, en sæti ella fangelsi fjóra mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 75.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Vilhjálms Þórhallssonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 16. júní 1998. Ár 1998, þriðjudaginn 16. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er í dómhúsinu að Brekkugötu 2 Hafnarfirði af Finnboga H. Alexanderssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-192/1998: Ákæruvaldið gegn Erling Kristjánssyni, sem dómtekið var í dag. Málið er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjóra útgefinni 17. apríl 1998 á hendur Erling Kristjánssyni, Hálsvegi 11, Þórshöfn, kennitala 281233-4089 fyrir eftirtalin brot: „I. Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Ákærða sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Bjargþórs ehf. kt. 510293-2319, sem úrskurðað var gjaldþrota þann 8. nóvember 1996, er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Sýslumanninum í Keflavík skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni Bjargþórs ehf. á árinu 1995 samtals að fjárhæð 2.066.192 og sundurliðast sem hér greinir: Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sjá nú 3. gr.laga nr. 42/1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995. Fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Sýslumanninum í Keflavík skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna Bjargþórs ehf. á árunum 1994 og 1995 samtals að fjárhæð kr. 3.736.027 og sundurliðast sem hér segir: Telst þetta varða við 1. mgr. 30. gr. sbr. 7. mgr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sjá nú 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.” Mál þetta er dæmt samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en með skýlausri játningu ákærða sem samrýmist gögnum málsins telst sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun sektarrefsingar verður ákærði ekki dæmdur til þyngri sekta en tíðkanlegt var fyrir gildistöku laga nr. 42/1995 að því er varðar brot hans á lögum um virðisaukaskatt og á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda vegna ársins 1994 og tímabilanna janúar til maí 1995, en að því er varðar tímabilin júlí til nóvember 1995 í staðgreiðslu verður sektarfjárhæð miðuð við nýju lögin og sekt fyrir þau tímabil ákveðin tvöföld sú upphæð sem ekki var staðið skil á. Ákærði hlaut þrjá dóma í Héraðsdómi Reykjaness á árunum 1995 og 1996 vegna umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur í samtals 110 daga varðhald. Þann 29. október 1996 var ákærða veitt reynslulausn í 1 ár af eftirstöðvum refsingar 55 dögum. Ákærði hefur staðið það skilorð. Við ákvörðun refsingar ákærða nú verður höfð hliðsjón af 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en eftir atvikum þykir rétt að ákveða að fullnustu refsingarinnar skuli frestað í tvö ár og hún niður falla að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 22/1955. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu sektar í ríkissjóð sem þykir hæfilega ákveðin 3.000.000 krónur og greiðast skal innan fjögurra vikna, en ella sæti ákærði fangelsi í 6 mánuði. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ekki er krafist málsvarnarlauna af hálfu verjanda ákærða. Dómsorð: Ákærði, Erling Kristjánsson, sæti fangelsi í 3 mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal frestað í tvö ár og hún niður falla að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955. Ákærði greiði 3.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna en sæti ella fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði kostnað sakarinnar.
Mál nr. 292/1998
Ábúð Leigusamningur
Deilt var um túlkun á leigusamningi sem Þ, sóknarprestur á S, gerði við þrjá bændur um óræktað land úr landareign S, sem bændurnir hugðust rækta. Var landið leigt til 20 ára frá 1972, en að þeim tíma liðnum skyldi það falla aftur án endurgjalds undir S hefði samningurinn ekki verið framlengdur. Sóknarpresturinn R tók við S í júlí 1974 og í úttekt sem var þá gerð var leigusamningsins getið. Kom samningurinn til framkvæmda 10. júní 1974 er ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins ritaði á hann um samþykki. R lést í nóvember 1995 og fékk kona hans K leyfi til setu í óskiptu búi. Í júlí 1996 fór fram úttekt á S þegar G tók við staðnum. Þar kom m.a. fram að á grundvelli leigusamningsins félli 41 ha lands undir S sem ræktað land. Ágreiningur var um nýrækt og krafði K Prestsetrasjóð, á grundvelli 16. gr. ábúðarlaga, um greiðslu fyrir þá verðmætaaukningu sem orðið hafði á landinu á leigutímanum, þar sem R hafi verið aðili að leigusamningnum. Talið var að túlka bæri ákvæði ábúðarlaganna svo að það tæki til framkvæmda sem ábúandi stendur sjálfur fyrir, og jafnframt að í þessu tilviki hefði verið um að ræða meiri háttar jarðarbót í skilningi ábúðarlaga og að hún hefði verið á forræði landsdrottins og gerð á hans vegum. Því var Prestsetrasjóður sýknaður af kröfum K.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 13. júlí 1998 og krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 2.456.720 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 14. febrúar 1997 til greiðsludags, svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Ágreiningur málsaðila lýtur að túlkun á leigusamningi, sem sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, þáverandi sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, gerði 15. desember 1972 við þrjá bændur um óræktað land úr landareign prestsetursins, sem bændurnir hugðust rækta á félagslegum grunni. Svo sem greinir í héraðsdómi var landið leigt til 20 ára frá fardögum 1972 að telja. Að þeim tíma liðnum skyldi það falla aftur án endurgjalds undir Staðastað, hefði samningurinn ekki verið framlengdur. Sr. Rögnvaldur Finnbogason, eiginmaður áfrýjanda, tók við staðnum með úttekt 18. júlí 1974, þar sem leigusamnings þessa var getið. Ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins ritaði á leigusamninginn um samþykki 10. júní sama árs, og komst hann þá til framkvæmda. Aðdraganda samningsins er að nokkru lýst í bréfi sr. Þorgríms til „jarðeignadeildar ríkisins“ 27. júní 1972. Þar segir meðal annars: „Kirkjumálaráðuneytið hefur falið undirrituðum að gera samning um félagsræktun í landi prestsetursins á Staðastað. Hafa 3 bændur í Staðarsveit sótt til sóknarprestsins um leigu á 40 - 50 hektörum af óræktuðu landi til ræktunar á félagslegum grundvelli samkvæmt nýjum lögum þar að lútandi. Í samráði við biskup hefur sóknarprestur tjáð sig fúsan til samvinnu um framkvæmdir í þessu efni og ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa fyrirætlan og heimilað leigu á landi því, sem um hefur verið sótt, enda njóti prestsetrið góðs af og verði aðili að umræddri félagsræktun.“ Ekki er á því byggt að ábúandi hafi orðið aðili að félagsræktuninni og er ekkert í ljós leitt að hann hafi haft af þessu kostnað. II. Um réttarsamband sr. Rögnvaldar, sem áfrýjandi situr í óskiptu búi eftir, og stefnda fór að ábúðarlögum, eftir því sem við gat átt, sbr. nú 5. gr. laga nr. 137/1993 um prestssetur. Sr. Rögnvaldur sat jörðina Staðastað sem leiguliði í skilningi ábúðarlaga. Eftir 13. gr. núgildandi ábúðarlaga nr. 64/1976, sbr. áður 41. gr. ábúðarlaga nr. 36/1961, getur leiguliði farið fram á að landsdrottinn láti gera meiri háttar jarðarbót á sinn kostnað. Ef landsdrottinn vill ekki gera jarðarbótina á sinn kostnað er leiguliða heimilt að framkvæma verkið, ef jarðarbótin er að áliti hlutaðeigandi héraðsráðunautar álitleg til að gefa góðan arð. Aðalregla ábúðarlaga um meiri háttar jarðarbót er því að hún fari fram á kostnað landsdrottins. Í máli þessu var jarðarbótin gerð af þeim sem tóku hið óræktaða land á leigu með leigusamningnum 15. desember 1972. Af samningnum er ljóst, að svo var um samið við leigutakana, að engin útgjöld skyldu koma frá landsdrottni eða leiguliða, og sérstaklega var tekið fram að landið félli að leigutíma loknum endurgjaldslaust undir staðinn. Jarðabótin var meiri háttar. Með hliðsjón af forræði landsdrottins á slíkri jarðarbót, sbr. núgildandi 13. gr. og 14. gr. ábúðarlaga, og meginreglunni um að hún fari fram á kostnað landsdrottins, svo og aðdraganda samningsins og efni hans, verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að samningurinn hafi verið gerður af landsdrottni og að jarðabótin hafi því verið á hans vegum. Verður héraðsdómur því staðfestur. Eftir atvikum er rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Hvor aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. apríl 1998. Ár 1998, þriðjudaginn 21. apríl, var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp svohljóðandi dómur í málinu nr. E-4670/1997 Kristín R. Thorlacius gegn prestssetrasjóði Mál þetta sem dómtekið var 24. mars sl. er höfðað með stefnu þingfestri 16. október 1997 af Kristínu R. Thorlacius, Skúlagötu 23, Borgarnesi, gegn prestssetra­sjóði, Laugavegi 31, Reykjavík. Dómkröfur. Stefnandi, sem situr í óskiptu búi sínu og látins eiginmanns síns, sr. Rögnvalds Finnbogasonar, gerir þær dómkröfur í málinu að stefndi verði dæmdur til greiðslu á 2.456.720 krónum með 8% ársvöxtum frá 9. janúar til 1. febrúar 1997 en með 0,9% ársvöxtum frá þeim degi til 14. febrúar 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins auk virðisaukaskatts skv. lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur aðili skv. þeim lögum. Stefndi gerir þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt framlögðum reikningi eða eftir mati dómsins, auk virðisaukaskatts á málskostnað. Málavextir. Stefnandi lýsir málavöxtum svo í stefnu að hinn 15. desember 1972 hafi þáverandi ábúandi á Staðastað í Staðarsveit, sr. Þorgrímur V. Sigurðsson annars vegar og þrír nágrannar hans hins vegar, gert leigusamning, sbr. dskj. nr. 4, um „allt að 56 ha óræktaðs lands úr landareign prestssetursins að Staðastað, Staðarsveit, Snæfellssýslu til ræktunar á félagslegum grundvelli.“ Leigutími var tilgreindur 20 ár, sbr. 1. gr. Að þeim tíma liðnum skyldi landið falla aftur án endurgjalds undir Staðastað, hefði samningurinn ekki verið framlengdur. Samkvæmt 5. mgr. samningsins var leigutökum skylt að girða landið, enda væru girðingar óskoruð eign þeirra að leigutíma loknum eða ef samningnum yrði sagt upp. Þó skyldi prestssetrið eiga forkaupsrétt að girðingunum ef um semdist. Samkvæmt 13. gr. var ábúanda prestssetursins heimilt að gerast aðili að félagsræktuninni, að uppfylltum skilyrðum. Leigusamningurinn hafi verið staðfestur af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 10. júní 1974 og tók hann þá gildi. Hinn 1. júlí 1973 hafi sr. Rögnvaldur Finnbogason verið kjörinn til að gegna embætti prests á Staðastað. Hafi hann flust að staðnum í september það ár en úttekt samkvæmt ábúðarlögum nr. 36/1961 hafi ekki farið fram fyrr en 18. júlí 1974. Í þeirri úttekt, sbr. dskj. 8, sé getið ofangreinds leigusamnings. Hafi tilgreining samningsins í úttektinni verið gerð í tilefni af 13. gr. samningsins, en í úttektinni hafi einungis verið vísað til þess að reikningar vegna ræktunarinnar lægju ekki fyrir. Sá hlutur sem leigður hafði verið hafi ekki verið undanskilinn ábúð sr. Rögnvaldar, heldur hafi hann fengið alla landareign prestssetursins í ábúð. Við lok samningstíma hafi aðilar samningsins orðið ásáttir um að framlengja hann ótímabundið. Honum hafi lokið sumarið 1996 og fólst gagngjald leigutekna í því að girðingar samkvæmt 5. gr. samningsins féllu undir staðinn. Séra Rögnvaldur hafi látist 3. nóvember 1995. Hinn 6. nóvember 1996 hafi Kristín R. Thorlacius, eiginkona hans, fengið leyfi sýslumannsins á Borgarnesi til setu í óskiptu búi. Hinn 11. júlí 1996 hafi farið fram úttekt á Staðastað í tilefni af því að sr. Guðjón Skarphéðinsson tók við prestssetrinu. Í úttektinni hafi m.a. komið fram að á grundvelli leigusamningsins féll 41 ha undir Staðastað sem ræktað land. Tekið hafi verið fram að áðurgreindar girðingar væru eign fráfaranda. Hins vegar hafi ágreiningur verið um nýræktina. Séu sjónarmið aðila rakin í niðurlagi úttektarinnar. Í viðauka við úttektina, dags. 13. júlí 1996, sem beri yfirskriftina „Niðurstaða á mati sem gjört var að Staðastað 11. júlí á girðingu og nýrækt“, sé nýræktin samkvæmt leigusamningnum tekin með í útreikninginn. Töluleg niðurstaða hafi verið 2.752.520 krónur, þar af 2.456.720 krónur vegna nýræktarinnar. Í viðbót við viðauka, dags. 23. október 1996, sé bætt við útreikningi á annarri nýrækt sem ekki sé ágreiningur um að tilheyrði fráfarandi ábúa, sr. Rögnvaldi. Hafi viðbót þessi verið gerð að tilhlutan stefnanda en í samráði við stefnda og hafi stefndi fallist á greiðsluskyldu þessarar viðbótar, 365.512 krónur. Af hálfu stefnanda hafi í símtölum við stjórnarformann og framkvæmdastjóra stefnda ítrekað verið óskað eftir að gert yrði upp á grundvelli úttektarinnar. Á fundi aðila 8. janúar 1997 hafi orðið úr að stefnanda yrði greiddur sá hluti niðurstöðunnar sem ágreiningur stóð ekki um, 661.312 krónur. Á fundinum hafi verið leitað eftir því af hálfu stefnda að kröfum stefnanda og sjónarmiðum yrði komið á blað og það sent stefnda til þess að hann gæti tekið afstöðu til greiðsluskyldu. Jafnframt hafi orðið um það sátt, í tilefni af því að stefnandi hafði verið dreginn á svari og greiðslu, að það sem eftir stæði af kröfunni, 2.456.720 krónur yrði greitt út í einu lagi, þ.e. ef stefndi á annað borð teldi sér skylt að greiða. Af hálfu stefnanda hafi verið gerðar kröfur til fjárins með bréfi, dags. 13. janúar 1997, sbr. dskj. nr. 7. Í kjölfar símtala hafi svo verið haldinn fundur lögmanna aðila hinn 8. apríl 1997. Hafi þar komið fram gagnkvæmur vilji til að leysa málið utan réttar, eftir atvikum með því að kröfur stefnanda yrðu lækkaðar. Stuttu síðar hafi stefnandi tilkynnt að hún væri tilbúin að lækka kröfur sínar um 500.000 krónur ef það yrði til þess að málið leystist þá þegar. Ekki hafi stefndi svarað tilboði þessu en hafi upplýst síðar að til stæði að leita að gögnum sem máli kynnu að skipta og það tæki nokkurn tíma. Gögn hafi svo borist með bréfi, dags. 7. maí 1997, sbr. dskj. 8. Af hálfu stefnanda hafi því verið mótmælt með bréfi dags. 10. júlí 1997, sbr. dskj. nr. 9, að gögn þessi girtu fyrir rétt stefnanda í málinu. Á fundi aðila hinn 16. júlí 1997 hafi þess verið óskað af hálfu stefnda að fram kæmi „formlegt sáttatilboð“, sem stefndi gæti afgreitt. Hafi það verið gert með bréfi dags. 29. júlí 1997, sbr. dskj. 10, og fól í sér að krafa stefnanda yrði greidd á grundvelli bréfsins frá 13. janúar 1997 að frádregnum 600.000 krónum. Með símbréfi hinn 16. september 1997, sbr. dskj. 11, hafi stefnda verið gefinn lokafrestur til að taka afstöðu til málsins. Svar stefnda hafi borist í framlengdum fresti hinn 22. september 1997, sbr. dskj. 12. Þar hafi kröfum stefnanda verið hafnað en henni boðið að fá helming kröfunnar greiddan. Af hálfu stefnda eru eftirfarandi athugasemdir gerðar við málavaxtalýsingu stefnanda: Í bréfi dags. 27. júní 1972, sem sr. Þorgrímur V. Sigurðsson þáverandi ábúandi á Staðastað hafi ritað Jarðeignadeild ríkisins, Reykjavík, komi fram að kirkjumálaráðuneytið hafi falið honum að gera samning um félagsræktun þá er mál þetta fjallar um. Þá segir í sama bréfi „og ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa fyrirætlan og heimilað leigu á landi því sem um hefur verið sótt, enda njóti prestssetrið góðs af“. Því er ljóst að undirritun sr. Þorgríms undir leigusamninginn á dskj. nr. 4 hafi verið í umboði og að beiðni landsdrottins. Því er mótmælt sem fram kemur í stefnu að leigusamningurinn á dskj. nr. 4 hafi eingöngu verið kynntur sr. Rögnvaldi þá er úttekt fór fram þann 18. júlí 1974 vegna réttinda hans samkvæmt 13. gr. leigusamningsins. Að sjálfsögðu hafi verið að leggja samninginn fram í heild sinni til þess að sr. Rögnvaldi gæfist kostur á að kynna sér hvað fylgdi jörðinni og hvað hefði þá þegar verið leigt þriðja aðila samkvæmt þeim samningi. Ekkert hafi komið fram um annað en að leigusamningurinn hafi verið framlengdur óbreyttur samkvæmt efni sínu. Það að andvirði girðinganna féll til stefnanda hafi verið „vinagreiði nágranna hans“ svo sem fram komi við úttekt sumarið 1996, en við það hafði stefndi ekkert að athuga. Stefndi mótmælir því að hafa samþykkt að eftirstöðvar kröfu stefnanda, sem um er deilt í máli þessu, yrðu greiddar út í einu lagi ef stefnda bæri greiðsluskyldan. Þessu mótmælir stefndi þar sem það sé í andstöðu við þá venju sem viðgengist hefur í hliðstæðum málum og í samræmi við 2. mgr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. Stefndi geri hins vegar ekki athugasemdir við framsetningu dómkröfu stefnanda að þessu leyti. Málsástæður stefnanda og lagarök. Kristín R. Thorlacius situr í óskiptu búi hennar og sr. Rögnvaldar Finnbogasonar heitins. Hún kemur fram fyrir hönd búsins, sbr. 12. gr. erfðalaga nr. 9/1962, sbr. 7. gr. laga nr. 48/1989. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á 1. og 2. mgr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976, en þau lög gildi um réttarsamband aðila í málinu, sbr. 5. gr. laga nr. 137/1993, um prestssetur. Í 4. tl. 6. gr. laga nr. 137/1993 komi einnig fram að stefndi kosti eignakaup á prestssetursjörðinni við ábúðarlok prests ef því er að skipta. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. sé landsdrottni skylt að kaupa ræktun sem fráfarandi hafi látið gera. Enda þótt sr. Rögnvaldur hafi ekki sjálfur staðið að gerð leigusamningsins, sem um ræði, hafi hann engu að síður verið aðili að honum eftir allan þann tíma sem samningurinn var í gildi. Um hafi verið að ræða skika úr landi sem hann hafi fengið í ábúð og hafi honum því borið allt endurgjald vegna leigunnar. Það hafi verið ábúandi sem gert hafi leigusamninginn en ekki landsdrottinn, en landsdrottinn hafi vitaskuld orðið að veita samþykki sitt, sbr. nú 13. og 26. gr. laga nr. 64/1976, en 40. - 41. gr. laga nr. 36/1961. Það hafi falist í eðli leigusamningsins að um verðhækkun yrði að ræða á hinum útleigða skika og að taka yrði afstöðu til þess hverjum bæri þessi verðhækkun, leigutaka eða leigusala. Með 1. gr. samningsins hafi verið ákveðið að verðhækkunin félli undir „staðinn“ og teljist hún ótvírætt vera hluti gagngjalds leigutaka fyrir leiguna. Leigusala, þ.e. ábúanda, hafi borið allt leigugjald hvort sem það var greitt í peningum eða öðru. Í þessu sambandi sé rétt að benda á að ekki sé ágreiningur um að girðingar sem féllu undir staðinn samkvæmt framlengdum samningi tilheyrðu stefnanda. Í 2. mgr. 16. gr. séu fyrirmæli um það hvernig landsdrottinn skuli greiða samkvæmt matinu. Svo sem rakið hafi verið hafi samkomulag orðið um það á fundi aðila hinn 8. janúar 1997 að fjárkrafa stefnanda yrði greidd í einu lagi og hafi kröfugerð verið við það miðuð. Í 44. gr. laganna komi fram að vilji einhver ekki hlíta úttekt sem gerð sé á jörð geti hann krafist yfirúttektar innan tveggja vikna. Stefndi hafi ekki krafist þess og skuli því hlíta úttektinni. Í þessu sambandi sé rétt að benda á að í úttektinni sjálfri sé rakinn ágreiningur aðila um hvort nýræktin eigi að teljast með í útreikningi þess fjár sem stefnda beri að greiða. Í niðurstöðu úttektarinnar, dagsettri tveimur dögum eftir að úttekt fór fram, sé nýræktin talin með því sem stefnanda ber. Krafa um málskostnað er byggð á 130. gr. einkamálalaga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað byggir á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur aðili samkvæmt þeim lögum og beri því nauðsyn á að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnda. Af hálfu stefnanda er mótmælt kröfu stefnda um virðisaukaskatt á málskostnað þar sem ekki hafi verið sýnt fram á nauðsyn þessarar kröfu. Málsástæður stefnda og lagarök. Stefndi byggir kröfur sínar um sýknu á eftirfarandi málsástæðum: 1. Stefndi telur að skýr ákvæði leigusamningsins á dskj. nr. 4 kveði á um að hið leigða land hafi fallið aftur undir Staðastað án endurgjalds að leigutíma liðnum. Þau ákvæði leigusamningsins sem stefndi byggir hér einkum á eru þessi: a. Í fyrstu grein leigusamningsins á dskj. nr. 4 segir: „Landið er leigt til 20 ára frá fardögum 1972 að telja. Að þeim tíma liðnum fellur það aftur án endurgjalds undir Staðastað, hafi leigusamningur þessi ekki verið framlengdur.“ Sé ákvæði þetta í samræmi við það er fram komi í bréfi sr. Þorgríms til Jarðeignadeildar ríkisins dags. 27. júní 1972 sbr. dskj. nr. 8 en þar segi m.a.: „Kirkjumálaráðuneytið hefur falið undirrituðum að gera samning um félagsræktun ...“. Síðan segir í sama bréfi ...„og ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa fyrirætlan og heimilað leigu á landi því sem um hefur verið sótt, enda njóti prestssetrið góðs af og verði aðili að umræddri félagsræktun.“ Af tilvitnun þessari megi ljóst vera hver var vilji og fyrirætlan kirkjumálaráðuneytisins sem landsdrottinn en ráðuneytið hafi á þeim tíma farið með eignarhald og umsjón kirkjugarða. Einnig megi benda á ákvæði 3. gr. samningsins þar sem sama sjónarmið kemur fram. b. Í 7. gr. leigusamningsins sé kveðið á um að leigutaki skuli greiða alla skatta og skyldur til hins opinbera af hinu leigða landi, til samræmis við ákvæði ábúðarlaga. 2. Með leigusamningnum hafi ábúanda einnig verið tryggð ákveðin réttindi. a. Samkvæmt 9. gr. bar leigutökum að greiða leiguna, sem í upphafi var ákveðin 3.000 krónur fyrir hvert fardagaár, til sóknarprestsins á Staðastað. b. Með 13. gr. leigusamningsins hafi ábúanda, sóknarpresti, verið tryggður réttur til að gerast aðili að nefndri félagsræktun og njóta þeirrar fyrirgreiðslu, sem leigutakar fái að lögum, svo sem segi í 13. gr. samningsins. Hefði stefnandi orðið aðili að félagsræktuninni, hefði við úttektina, sem fram fór þann 11. júlí 1996, borið að meta hlut stefnanda í félagsræktuninni sérstaklega, en samkvæmt því mati hefði stefnda þessa máls borið að greiða stefnanda á grundvelli ábúðarlaga. Með vísan til framanritaðs telur stefndi sig hafi sýnt fram á að á grundvelli leigusamningsins á dskj. nr. 4 hafi hið leigða land átt að falla aftur undir Staðastað, þ.e. landsdrottinn, án sérstaks endurgjalds, en af því leiði að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda. Af hálfu stefnda er því mótmælt sem stefnandi heldur fram, að ábúandi hafi gert leigusamninginn á dskj. nr. 4. Svo sem fram komi í málavaxtalýsingu hér að framan hafi samningurinn verið gerður af sr. Þorgrími þáverandi ábúanda, að beiðni og í umboði landsdrottins, sbr. það sem fram komi í bréfi sr. Þorgríms til Jarðeignadeildar ríkisins, sbr. dskj. nr. 8. Þegar stefnandi tók við jörðinni, sbr. úttekt sem fram fór þann 18. júlí 1974, hafi verið búið að leigja til félagsræktunar umrædda 41 ha lands, sbr. dskj. nr. 4. Við úttektina hafi leigusamningurinn sérstaklega verið lagður fram, sbr. dskj. nr. 8 og hafi stefnanda þá gefist kostur á að tjá sig um efni hans. Með öðrum orðum hafi verið búið að undanskilja 41 ha lands undan leiguafnotun stefnanda, en þó með ákveðnum réttindum honum til handa. Stefnandi vísi til 1. mgr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976 um skyldu landsdrottins til að kaupa þá ræktun sem fráfarandi hefur látið gera. Til að þetta ákvæði eigi við þurfi tvö skilyrði að vera fyrir hendi, í fyrsta lagi þurfi landsdrottinn að hafa samþykkt framkvæmdirnar, sbr. 13. gr. ábúðarlaga, í öðru lagi sé átt við framkvæmdir sem ábúandi hafi framkvæmt sjálfur en ekki framkvæmdir sem þriðji maður hafi framkvæmt. Stefndi vísar til mótmæla í málavaxtalýsingu hér að framan þess efnis að samningurinn sem rann út hafi framlengst óbreyttur samkvæmt efni sínu og það að girðingarnar féllu í hlut stefnanda við úttektina hafi verið “vinagreiði nágranna“ en ekki samkvæmt breyttum samningi. Stefndi vísar einkum til ábúðarlaga nr. 64/1976 og laga nr. 137/1993 um prestssetur. Málskostnaðarkröfu sína styður stefndi við 130. og 131. gr. l. nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er byggð á l. nr. 50/1988, þar sem lögmönnum er gert að innheimta virðisaukaskatt af þóknun sinni. Niðurstaða Í leigusamningi, dags. 15. desember 1972, segir m.a. að prófasturinn í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi leigi, með samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þremur bændum, sem þar eru tilgreindir, allt að 56 hektara óræktaðs lands úr landareign prestssetursins að Staðastað í Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, til ræktunar á félagslegum grunni. Samninginn undirritar sr. Þorgrímur V. Sigurðsson og umræddir bændur. Í 1. grein samningsins er svohljóðandi ákvæði: „Landið er leigt til 20 ára frá fardögum 1972 að telja. Að þeim tíma liðnum fellur það aftur án endurgjalds undir Staðastað, hafi leigusamningur þessi ekki verið framlengdur.“ Þegar sr. Rögnvaldur Finnbogason tók við ábúð jarðarinnar Staðastaðar hafði fyrrgreindur leigusamningur þegar verið gerður. Í úttekt jarðarinnar 18. júlí 1974 er um félagsræktun vísað til samningsins, sem staðfestur hafði verið af ráðherra 10. júní 1974. Verður samkvæmt því að telja að sr. Rögnvaldi hafi verið kunnugt um efni leigusamningsins enda ber úttektin með sér að hann var viðstaddur hana. Upplýst er að eftir að leigutíminn, 20 ár, var liðinn var samningurinn framlengdur um óákveðinn tíma. Honum lauk síðan á árinu 1996 og 11. júlí fór fram úttekt á staðnum í tilefni af því að nýr prestur tók við prestsetrinu, eins og fram kemur í stefnu. Ekkert hefur komið fram um það í málinu að breyting hafi verið gerð á umræddum leigusamningi á þessum tíma sem hann var í gildi. Eins og fram er komið er deilt um það í máli þessu hvort sú verðmætaaukning sem varð á hinu leigða landi á leigutímanum skyldi renna til landsdrottins eða til ábúanda jarðarinnar að leigutíma loknum. Stefnandi byggir kröfur sínar á 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976 en þar segir m.a. að eigi fráfarandi leiguliði hús, hlut í húsum eða umbætur á jörð, sem sé þar til frambúðar haganlega fyrir komið og nauðsynlegt til búreksturs á jörðinni, þá skuli landsdrottni skylt að kaupa þær eignir fráfarandi því verði sem úttektarmenn meta. Þá segir jafnframt að landsdrottni sé einnig skylt að kaupa ræktun, sem fráfarandi hefur látið gera. Fallast ber á með stefnda að túlka beri ákvæði þetta þannig að það taki til framkvæmda sem ábúandi hefur sjálfur staðið fyrir. Fyrir liggur að svo var ekki í því tilviki sem hér um ræðir. Þá er deilt um það hvort sr. Þorgrímur V. Sigurðsson hafi undirritað umræddan leigusamning sem ábúandi eða í umboði landsdrottins. Í bréfi sr. Þorgríms til Jarðeignadeildar ríkisins á dskj. nr. 4 segir m.a.: „Kirkjumálaráðuneytið hefur falið undirrituðum að gera samning um félagsræktun í landi prestssetursins á Staðastað.“ Þar segir einnig ...„og ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa fyrirætlan og heimilaði leigu á landi því sem um hefur verið sótt, enda njóti prestssetrið góðs af og verði aðili að umræddri félagsræktun“. Þykir bréf þetta benda til að sr. Þorgrímur hafi undirritað umræddan leigusamning í umboði landsdrottins. Þegar svo jafnframt er litið til orðalags 1. gr. leigusamningsins, þeirra gagna sem fyrir liggja um aðdraganda hans svo og annars þess sem hér að framan er rakið, svo og til 16. gr. ábúðarlaga, sem áður er fjallað um, þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á réttmæti krafna sinna í málinu. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af máli þessu. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, prestssetrasjóður, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Kristínar R. Thorlacius. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 278/1998
Búmark Fullvirðisréttur Jafnræði Forsenda Sératkvæði
Þ tók við búi árið 1982 og naut búmarks samkvæmt lögum nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu og sölu á landbúnaðarafurðum o.fl., og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Hann taldi að með breytingu á stjórn landbúnaðarframleiðslunnar sem leiddu af gildistöku laga nr. 46/1985, og reglum settum samkvæmt þeim, hefði framleiðslurétti hans verið raskað með sérstökum hætti og honum mismunað umfram það sem aðrir urðu fyrir. Annars vegar vísaði Þ til þess að hann hefði flutt 100 ærgildi af búmarki sínu í mjólk yfir í nautgripakjöt á verðlagsárinu 1984/1985 en þau réttindi hefðu orðið verðlaus við gildistöku framangreindra reglna. Hins vegar taldi Þ að réttur hans til framleiðslu mjólkur hefði verið skertur með ólögmætum hætti þegar ekki var tekið tillit til afsals hans til Búnaðarsambands S á 100 ærgildum í mjólk framleiðsluárið 1985/1986, en í afsalinu var tiltekið að það skyldi ekki hafa áhrif á úthlutun næsta framleiðsluárs. Litið var til þess að búmarki hafði ekki verið úthlutað sem framleiðslurétti heldur hefði það eingöngu verið viðmiðunartala sem skerðing á framleiðslurétti reiknaðist frá, væri henni beitt, en aldrei hefði komið til þess að búmark væri látið takmarka framleiðslu á nautgripakjöti. Ekki hefði orðið grundvallarbreyting á stjórn búvöruframleiðslunnar um framleiðslu nautgripakjöts og forsendur hefðu ekki brostið í búskap Þ þegar ákveðið hefði verið að halda framleiðslu nautakjöts utan reglna sem settar voru á grundvelli laga nr. 46/1985 um framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Þá var ekki talið að Þ hefði sýnt fram á brot gegn jafnræðisreglum eða aðrar ástæður er leitt gætu til skaðabótaskyldu vegna framleiðslu hans á nautgripakjöti. Þá var talið að heimilt hefði verið, með hliðsjón af því hvernig sá fullvirðisréttur sem Þ afsalaði sér hafði komið til, að takmarka endurúthlutun þessa fullvirðisréttar við raunverulega framleiðslu fyrra árs þrátt fyrir ákvæði í afsali Þ til Búnaðarasambands S. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu af kröfum Þ staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1998. Hann krefst skaðabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 6.489.664 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. október 1997 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið hefði ekki verið gjafsóknarmál fyrir héraðsdómi. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á bótakröfu áfrýjanda ásamt því, að málskostnaður falli niður. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Mál þetta varðar búskap áfrýjanda á jörðinni Vindási í Eyrarsveit, þar sem hann tók við búi um árið 1982 af foreldrum sínum. Búið var ekki stórt, og hugðist hann auka við það smám saman. Hann byrjaði með kúabúskap einan, en samkvæmt umsókn hans um frumbýlingsbúmark í mars 1984 var bústofn hans þá 15 mjólkurkýr og 15 geldneyti auk 5 hrossa. Þróun búskapar á jörðinni frá þessum tíma hefur ekki verið skýrð að öllu leyti, en áfrýjanda gekk treglega að auka mjólkurframleiðslu sína á þeim árum, sem næst fóru í hönd, meðal annars vegna þrálátrar júgurbólgu í kúm hans. Tókst honum ekki að ná framleiðslunni á það stig, sem búmark hans leyfði. Eftir gildistöku reglna um fullvirðisrétt og síðar greiðslumark mjólkurbænda átti hann jafnframt við það að etja, að þessum réttindum hans voru þröngar skorður settar. Eigi að síður hélt hann uppi mjólkurframleiðslu fram á síðustu ár, og náði hún mest rúmum 40.000 lítrum verðlagsárið 1993 - 1994. Eftir það minnkaði hún til muna, og virðist hann hafa horfið frá tilraunum til stækkunar búsins. Samkvæmt skýrslu hans fyrir dómi í marsmánuði 1998 átti hann þá 10 kýr og 30 ær auk örfárra geldneyta, en mjólkurafurðirnar svöruðu til 25.000 lítra ársframleiðslu. Við málflutning fyrir Hæstarétti kom fram, að búskapurinn hefði enn dregist saman. Áfrýjandi hefur verið einyrki meginhlutann af búskapartíð sinni, en framan af naut hann stuðnings aldraðra foreldra. Gögn málsins gefa til kynna, að hann hafi að jafnaði reynt að drýgja tekjur sínar af búinu með annarri vinnu, meðal annars grásleppuveiðum, er töldust til hlunninda jarðarinnar. Þessi viðleitni hans og bústörfin sjálf hafi þó verið háð heilsubresti, sem hann hafi lengi átt við að stríða. II. Þegar áfrýjandi hóf búskapinn laut búvöruframleiðsla í landinu lögum nr. 95/1981 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. Voru ákvæði 2. gr. a. þeirra laga runnin frá lögum nr. 15/1979, sbr. lög nr. 63/1980 og nr. 45/1981, sem aukið hafði verið við fyrri lög um sama efni. Heimiluðu þau landbúnaðarráðherra að grípa með reglugerðum til tímabundinna ráðstafana í þeim tilgangi að draga úr framleiðslu á tiltekinni búvöru, svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Mátti meðal annars skerða afurðaverð til hvers framleiðanda frá grundvallarverði vegna þess hluta framleiðslunnar, er færi fram úr ákveðnu viðmiðunarmarki. Með reglugerð nr. 348/1979 og síðan nr. 465/1983 var framleiðsluráði landbúnaðarins falið að ákvarða þetta mark gagnvart hverjum framleiðanda sauðfjár- og nautgripaafurða. Var það skilgreint sem búmark í ærgildisafurðum og skyldi að meginreglu miðast við meðaltalsframleiðslu áranna 1976, 1977 og 1978. Heimilt var eftir lögunum að ákveða sérstaklega rétt þeirra, sem væru að hefja búskap, draga saman framleiðslu eða hætta búskap, og í reglugerðum var kveðið á um tillit til aðsteðjandi vanda einstakra framleiðenda. Búmarkið var ákvarðað fyrir sauðfjárafurðir, mjólkurframleiðslu og nautakjöt, og reyndi þegar á það um fyrrnefndu afurðirnar. Hinn 1. júlí 1985 voru þessi lög leyst af hólmi með lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Voru ný ákvæði sett um stjórn búvöruframleiðslu í VII. kafla þeirra, þar sem heimilað var meðal annars í a-lið 30. gr. að ákvarða greiðslur fyrir mjólk og sauðfjárafurðir með samningum milli ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda fyrir þeirra hönd. Skyldu þeir lúta að afurðamagni, sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir. Einnig var heimilað að ákveða skiptingu eftir héruðum á framleiðslu búvara og veita búnaðarsamböndum aðild að skiptingu hennar milli einstakra framleiðenda. Samkvæmt 35. gr. skyldu ákvarðanir um beitingu þessara heimilda teknar með reglugerð landbúnaðarráðherra, og yrði réttur framleiðenda þar ákveðinn með tilliti til búvöruframleiðslu þeirra á tilteknu tímabili. Mátti þannig miða við annan tíma en þann, sem til var litið við ákvörðun búmarks. Ákveða mátti framleiðendum mismunandi rétt eftir bústærð og aðstöðu, þar á meðal því, hvort þeir væru að byrja búskap eða draga hann saman. Reglugerðir um stjórn mjólkurframleiðslunnar voru síðan gefnar út fyrir hvert verðlagsár. Þar var hugtakið fullvirðisréttur tekið upp sem skilgreining á því framleiðslumagni, er framleiðendur fengju fullt verð fyrir í skjóli fyrrgreindra samninga. Skyldi hann ákveðinn sem heild fyrir landið allt og síðan skipt niður, fyrst á einstök héruð eða búmarkssvæði, en síðan milli einstakra framleiðenda. Búmarki manna eftir eldri lögum var ekki breytt að meginstefnu til, og var fullvirðisréttur héraða og framleiðenda reiknaður með hliðsjón af því. Hins vegar var tekið fram í fyrstu reglugerðinni, að engum framleiðanda skyldi reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985, og fólst í því skírskotun til 35. gr. laganna. Hafði sú viðmiðun áhrif á síðari reglur. Hliðstæðar reglugerðir voru gefnar út um framleiðslu sauðfjárafurða. Búvörusamningar á grundvelli laga nr. 46/1985 tóku hins vegar ekki til nautgripakjöts. Var þetta í samhengi við framkvæmd fyrri laga að því leyti, að til þess hafði aldrei komið í raun, að búmarki í þeirri vöru væri beitt til takmörkunar framleiðslu með skerðingu á afurðaverði. Þetta búmark féll því einvörðungu að almennri reglu í E-lið ákvæða til bráðabirgða í hinum nýju lögum, sem kvað svo á, að fyrirmæli um búmark, sem sett hefðu verið eftir lögum nr. 95/1981, skyldu halda gildi sínu þar til þau hefðu sérstaklega verið felld úr gildi eða reglugerð sett um beitingu ákvæða b- og/eða c-liðar 30. gr. laga nr. 46/1985, sbr. 35. gr. laganna. Í reglugerð nr. 339/1986 fyrir verðlagsárið 1986-1987, var svo tekið fram, að ákvæði hennar næðu ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Hélst það í síðari reglugerðum, og sérstök reglugerð um þessa búgrein var ekki sett. III. Deiluefni málsins lúta einkum að ákvörðunum um heimildir áfrýjanda til búvöruframleiðslu framan af búskapartíma hans. Búmark hans á verðlagsárinu 1982-1983 var ákvarðað 266 ærgildi, 100 í mjólk, 148 í sauðfé og 18 í nautakjöti. Vorið 1984 var honum úthlutað auknu búmarki á grundvelli þess, að hann væri frumbýlingur, og varð búmarkið þá 430 ærgildi í mjólk og 10 í sauðfé, eða alls 440 ærgildi. Á verðlagsárinu 1984-1985 var því svo breytt þannig, að 300 ærgildi yrðu í mjólk, 40 í sauðfé og 100 í nautakjöti. Óumdeilt er, að áfrýjandi hafi sjálfur lagt fram beiðni um þetta, en umsókn hans eða önnur skýr gögn um forsendur breytingarinnar liggja ekki fyrir. Eftir gildistöku laga nr. 46/1985 var áfrýjanda í janúar 1986 úthlutað fullvirðisrétti verðlagsárið 1985-1986 með bréfi framleiðsluráðs landbúnaðarins, eftir reglugerð nr. 37/1986. Nam hann upphaflega 128,9 ærgildum eða 22.428 lítrum og var ekki í hlutfalli við búmark hans samkvæmt almennri reiknireglu 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar, heldur var framleiðsla fyrra árs látin takmarka réttinn eftir fráviksreglu í a-lið þeirrar málsgreinar. Honum var bent á, að hann gæti sótt um viðbótarrétt eftir öðrum ákvæðum reglugerðarinnar, og gerði hann það með beiðni til framleiðsluráðs samkvæmt 2. mgr. 5. gr., sem mælti fyrir um sérstaka ráðstöfun á mjólkurmagni, er dregið hefði verið frá óskiptum fullvirðisrétti í öllu landinu. Samkvæmt a-lið 2. tl. þessarar málsgreinar mátti úthluta auknum rétti til þeirra mjólkurbænda, sem framleitt hefðu innan við 300 ærgildisafurðir í mjólk og sauðfjárafurðum á árinu 1984 - 1985, þannig að fullvirðisréttur þeirra í mjólk innan búmarks að viðbættum sauðfjárafurðum næði allt að því marki. Umsóknin var samþykkt og réttur áfrýjanda hækkaður í 277,9 ærgildi samanlagt eða 48.354 lítra. Nam þetta fullri viðbót samkvæmt umræddri heimild. Áfrýjanda tókst ekki að nýta allan þennan rétt ársins 1985-1986, heldur varð framleiðslan 29.726 lítrar. Hins vegar gerðist það undir lok ársins, að hann framseldi 100 ærgildi af réttinum til Búnaðarsambands Snæfellinga, og var það staðfest 31. ágúst 1986 með afsali á eyðublaði, sem honum var látið í té. Var afsalið gert samkvæmt 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 37/1986, sbr. reglugerð nr. 178/1986 frá 10. apríl það ár. Af hálfu búnaðarsambandsins var þessum 100 ærgildum eða 17.400 lítrum úthlutað jafnharðan til annarra framleiðenda á svæðinu. Skömmu áður hafði áfrýjanda verið tilkynnt um fullvirðisrétt hans verðlagsárið 1986-1987 á grundvelli reglugerðar nr. 339/1986, sem væri 126 ærgildisafurðir eða 21.924 lítrar. Var þar miðað við upphaflegan fullvirðisrétt hans frá fyrra ári með breytingum vegna almenns samdráttar í mjólkurframleiðslu. Tekið var fram, að 92,7% af heildarfullvirðisrétti í landinu hefði verið skipt að svo stöddu. Yrði því, sem eftir væri, annars vegar skipt milli framleiðenda, sem haft hefðu framleiðslu undir 300 ærgildum í mjólk og sauðfjárafurðum á fyrra verðlagsári, sbr. 3. tl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar, og hins vegar milli framleiðenda, sem uppfylltu einhver ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Kæmu þar meðal annars til greina frumbýlingar og búendur, sem orðið hefðu fyrir sérstökum áföllum. Jafnframt hafði áfrýjandi brugðist við með því að leggja inn umsókn 19. ágúst 1986 á tilskildu eyðublaði um aukinn fullvirðisrétt 1986-1987 á þeirri forsendu, að framleiðsla hans væri innan 300 ærgilda, þ.e. með vísan til 13. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar lagði hann ekki inn sérstaka umsókn til ráðsins vegna 14. gr. reglugerðarinnar. Með bréfi framleiðsluráðs 2. desember 1986 var honum úthlutað viðbót sem svaraði 7.795 lítrum mjólkur, þannig að fullvirðisréttur á árinu yrði 170,8 ærgildi eða 29.719 lítrar. Miðaðist heildartalan við raunverulega mjólkurframleiðslu áfrýjanda á fyrra ári. Á þessu stigi leitaði áfrýjandi til lögmanns, og ritaði hann framleiðsluráði beiðni 20. janúar 1987 um aukningu fram yfir þetta mark. Var þar sérstaklega bent á áföll, sem búskapur áfrýjanda hefði orðið fyrir, og vísað til 2. tl. 14. gr. fyrrnefndrar reglugerðar. Jafnframt var vísað til þess, að áfrýjandi hefði afsalað 100 ærgildum af fullvirðisrétti fyrra árs til Búnaðarsambands Snæfellinga til ráðstöfunar á því ári. Bæri að líta svo á samkvæmt 16. gr. reglugerðarinnar, að hann hefði sjálfur nýtt réttinn að þeim hluta. Því var og lýst, að framleiðsluþörf hans næmi að minnsta kosti 10.000 lítrum umfram úthlutað magn. Framleiðsluráð vísaði erindinu til yfirnefndar búmarks, sbr. 31. gr. laga nr. 46/1985, sem afgreiddi það með bréfi 6. febrúar 1987. Sagði þar, að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefði úthlutunin til hans farið eftir vinnureglum, sem fylgt hefði verið við afgreiðslu erinda vegna 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986. Hefði þar verið miðað við, að (1) enginn færi yfir 300 ærgildi samanlagt í mjólk og kindakjöti, (2) enginn færi yfir skráð búmark í mjólk, (3) fullvirðisréttur færi ekki yfir framleiðslu fyrra verðlagsárs, (4) úthlutun réttarins færi ekki fram úr heildarfullvirðisrétti fyrra árs, og (5) mið yrði tekið af úthlutun eftir 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 á fyrra ári. Hafi forsendum 4. og 5. liðar einkum verið beitt, þar sem úthlutað magn reyndist of lítið. Í bréfinu sagði til nánari skýringar: „Lækkuð úthlutun til þín stafar af því, að framleiðslan er látin takmarka hana samanber 3. lið. Það var álit framleiðsluráðs að heppilegra væri að láta héraðsúthlutunarnefndir meta hvort framleiðslurétturinn skuli haldast þótt ekki hafi verið framleitt í hann síðastliðið ár.“ Nefndin benti á, að áfrýjandi gæti reynt að sækja um aukinn rétt til búnaðarsambands síns samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar, ef til lokaúthlutunar kæmi. Einnig kvaðst hún myndu gera sambandinu grein fyrir kæru hans. Af gögnum málsins verður ekki séð, hvað gerðist af því tilefni og ekki ráðið með greinilegum hætti, hvernig úthlutunarstarf sambandsins fór fram á þessu verðlagsári. Fyrir liggur hins vegar, að mjólkurframleiðsla áfrýjanda 1986-1987 varð 36.888 lítrar, eða 7.169 lítrar umfram rétt hans. Jafnframt mun framleiðsluráð hafa samþykkt 23. desember 1987, að hann fengi 41,2 ærgilda fullvirðisrétt til viðbótar við uppgjör vegna ársins, þannig að greiðsla kæmi fyrir umframmagnið. IV. Fullvirðisréttur áfrýjanda verðlagsárið 1987 - 1988 á grundvelli reglugerðar nr. 291/1987 var ákvarðaður eins og samanlagður réttur fyrra árs eða 29.719 lítrar, í samræmi við þau fyrirmæli b-liðar 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar, að mjólkur-framleiðendur með minni fullvirðisrétt en 300 ærgildi á fyrra ári skyldu hljóta sama rétt og þeir höfðu. Lögmaður áfrýjanda ritaði 4. september 1987 beiðni til framleiðsluráðs um aukinn rétt honum til handa, en ráðið taldi aukna úthlutun vera á verksviði Búnaðarsambands Snæfellinga, sem hefði þrönga stöðu til úrlausnar. Var erindinu vísað þangað, og áfrýjandi ritaði sambandinu einnig að sínu leyti. Svör bárust ekki fyrr en 27. apríl 1988, en þá tilkynnti framleiðsluráð áfrýjanda, að sambandið hefði úthlutað honum 1.986 viðbótarlítrum, þannig að réttur ársins yrði 31.705 lítrar. Framleiðsla áfrýjanda varð 35.148 lítrar, og virðist hann hafa sætt greiðsluskerðingu vegna umframmagnsins. Um heimildir áfrýjanda og framleiðslu eftir þetta má vísa til héraðsdóms, þar sem þess getur meðal annars, að hann hafi á verðlagsárinu 1991-1992 leigt framleiðsluráði landbúnaðarins 17.000 lítra af fullvirðisrétti sínum. Kveðst áfrýjandi hafa gert það sakir fjárhagsörðugleika og heilsuleysis. Hann framleiddi þá sjálfur 29.811 lítra eða 11.443 lítra umfram þann rétt, sem eftir stóð. Á árinu 1992-1993 var honum svo úthlutað greiðslumarki, sem miðað var við fullvirðisrétt hans og varð 33.825 lítrar. Um ákvörðun þess og greiðslumarks síðari ára er ekki deilt sérstaklega. V. Mál þetta var höfðað í héraði rétt áður en dómar gengu í Hæstarétti 9. október 1997 í málum nr. 42/1997 og nr. 43/1997 (H.1997.2563 og H.1997.2578), er lutu að búmarki og fullvirðisrétti tveggja bænda með blandaðan búskap, þar sem mjólkurframleiðsla var meginþátturinn. Kveðst áfrýjandi draga þá ályktun af þeim dómum, að sig stoði ekki að halda því fram, að ólögmæt breyting hafi orðið á stjórn búvöruframleiðslu í landinu með lögum nr. 46/1985 og reglugerðum samkvæmt þeim, þegar ákvæði um fullvirðisrétt voru tekin upp til viðbótar ákvæðum um búmark framleiðenda. Á hinn bóginn lítur hann svo á, að við framkvæmd reglna um fullvirðisrétt í mjólk og sauðfjárafurðum í skjóli laganna og með afstöðu til búmarks í nautakjöti eftir gildistöku þeirra hafi forsendum að framleiðslurétti hans verið raskað með sérstökum hætti og honum mismunað umfram það, sem aðrir urðu fyrir. Áfrýjandi vísar hér í fyrsta lagi til þess, að hann hafi á verðlagsárinu 1984-1985 fært 100 ærgildi af búmarki sínu í mjólk yfir í framleiðslu á nautgripakjöti. Hafi hann gert þetta í trausti þess, að um væri að ræða verðmæt réttindi, og fyrir hvatningu af hálfu þeirra opinberu aðila, sem fóru með stjórn búvöruframleiðslunnar. Á næsta ári hafi réttindin hins vegar verið gerð verðlaus, þegar búmark í þessari grein hafi í raun verið fellt niður, án þess að bætur eða önnur réttindi kæmu þar á móti. Hafi tilfærsla búmarksins þannig ekki orðið til annars en að skerða möguleika hans til aukinnar mjólkurframleiðslu. Í annan stað telur áfrýjandi, að réttur hans til framleiðslu mjólkur hafi verið skertur með ólögmætum hætti, þegar framleiðsluráð landbúnaðarins og Búnaðarsamband Snæfellinga hafi hafnað því að virða samning hans um afsal á ónýttum fullvirðisrétti verðlagsársins 1985 - 1986. Hafi hann verið sviptur hagræði, sem afsalið átti að veita, með óréttmætum ákvörðunum og rangri túlkun reglugerða um mjólkurframleiðsluna. VI. Búmarki var ekki úthlutað sem framleiðslurétti, heldur var það eingöngu viðmiðunartala, sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá væri henni beitt. Við það gat skapast takmarkaður réttur til handa framleiðendum búvara, sem hafði fjárhagslega þýðingu fyrir þá. Aldrei kom til þess að búmark væri látið takmarka framleiðslu á nautgripakjöti. Búvörusamningar bænda og ríkisstjórnarinnar á grundvelli laga nr. 46/1985 tóku heldur ekki til nautgripakjöts, svo sem að framan greinir. Áttu fyrirmæli um búmark í nautgripakjöti því að halda sér samkvæmt E-lið ákvæða til bráðabirgða í þessum lögum, þar til þau hefðu sérstaklega verið felld úr gildi eða reglugerð sett um framleiðslustjórnun samkvæmt ákvæðum laganna. Reglugerðarákvæði um framleiðslu nautgripakjöts hafa ekki verið sett. Varð því ekki grundvallarbreyting á stjórn búvöruframleiðslunnar að þessu leyti með lögum nr. 46/1985. Um stöðu áfrýjanda í þessu efni er á það að líta, að framleiðsla nautgripakjöts var þegar orðin þáttur í búskap hans, er hann fékk 100 ærgilda búmark í þeirri afurð, eftir því sem fyrr segir um bústofn hans vorið 1984. Þá sótti áfrýjandi aldrei um færslu á fyrrgreindum 100 ærgildum til baka yfir í mjólk, heldur var barátta hans fyrir auknum rétti til mjólkurframleiðslu háð á öðrum forsendum en þeim, að þau hefðu misst gildi sitt. Með hliðsjón af þessu verður ekki á það fallist, að forsendur hafi brostið í búskap áfrýjanda, þegar ákveðið var að halda búmarki í nautgripakjöti utan þeirra reglna um stjórn búvöruframleiðslu, sem settar voru á grundvelli 30. gr. og 35. gr. laga nr. 46/1985 og náðu til mjólkur og sauðfjárafurða. Ekki er unnt að líta svo á, að áfrýjanda hafi þar verið mismunað í samanburði við aðra, sem svipað voru settir. Hefur hann ekki sýnt fram á, að ákvörðunin hafi verið ólögmæt gagnvart honum vegna brots á jafnræðisreglu eða af öðrum ástæðum, er leitt geti til bótaskyldu. Verður að hafna kröfum áfrýjanda, sem eru á þessu byggðar. VII. Við gildistöku reglna um fullvirðisrétt í mjólk var áfrýjanda úthlutað rétti sem samanlagt svaraði búmarki hans í þeirri vöru að frádregnum innlögðum sauðfjárafurðum hans á næstliðnu ári, þ.e. 277,9 ærgildum eða 48.354 lítrum. Var byggt á framleiðslu hans á fyrra ári ásamt því, að bú hans mætti teljast af lágmarksstærð, sbr. þá a-lið 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986. Þegar sjá mátti, að áfrýjandi næði ekki að nýta allan fullvirðisréttinn, var gengið frá afsali milli hans og Búnaðarsambands Snæfellinga á ónýttum rétti, þannig að unnt væri að úthluta honum til annarra bænda á sambandsvæðinu vegna mjólkurframleiðslu þeirra á árinu, sem var að líða. Náði það til 100 ærgilda eða 17.400 lítra, en ónýttur réttur áfrýjanda reyndist alls 18.628 lítrar. Afsalið var byggt á nýrri heimild til búnaðarsambanda í 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 37/1986, sem aukið var við greinina í apríl 1986. Áður en hún kom til sögunnar fólst það í 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar, að framleiðanda væri óheimilt að leggja mjólk inn í afurðastöð á fullvirðisrétti annars framleiðanda. Jafnframt fólst það í 1. mgr. 9. gr., að fullvirðisréttur, sem ekki yrði nýttur á verðlagsárinu af hálfu rétthafans, skyldi koma til viðbótar við fullvirðisrétt annarra mjólkurframleiðenda innan sama svæðis við endanlegt ársuppgjör, fyrst til þeirra, sem minnstan hefðu heildarrétt, en síðan hlutfallslega. Úthlutun fullvirðisréttar til áfrýjanda vegna verðlagsársins 1986 - 1987 var fyrst miðuð við upphaflegan rétt vegna fyrra árs og ákveðin 21.924 lítrar, en síðan hækkuð í 29.719 lítra í framhaldi af beiðni hans 16. ágúst 1986. Varð það afstaða framleiðsluráðs landbúnaðarins, að rétt væri að láta framleiðslu áfrýjanda sjálfs á fyrra ári takmarka umfang úthlutunarinnar, en vísa til búnaðarsambands hans um möguleika á rýmkun hennar. Treystist yfirnefnd búmarks ekki til að hagga þeirri afstöðu, þegar erindi lögmanns áfrýjanda 20. janúar 1987 var lagt fyrir hana. Í úrskurði sínum benti nefndin hins vegar á, að búnaðarsambandið kynni enn að geta úthlutað áfrýjanda frekari rétti við lokaúthlutun eða almennt uppgjör vegna ársins. Virðist það hafa gengið eftir, þegar áfrýjanda var í desember 1987 veittur fullvirðisréttur fyrir nær allri framleiðslu sinni umfram hinn úthlutaða rétt, eða 7.161 lítra. VIII. Úthlutun verðlagsársins 1986-1987 fór þannig fram án þess að tillit væri tekið til afsalsins. Af hálfu stefnda er þetta einkum skýrt með því, að fullvirðisréttur áfrýjanda 1985 - 1986 umfram 22.428 lítra hafi stafað frá úthlutun samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986 um sérstaka ráðstöfun á mjólkurmagni, sem dregið hafi verið frá óskiptum fullvirðisrétti í landinu, innan þessa verðlagsárs. Réttur vegna þess hafi komið til innköllunar við lok ársins og ný úthlutun á honum átt sér stað vegna næsta verðlagsárs, sbr. 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986. Hafi framleiðendur þá ekki átt sjálfkrafa rétt á sams konar viðbót og árið áður, heldur þurft að sækja um nýja úthlutun. Áfrýjandi hafi þá ekki gætt þess að sækja um viðbótarrétt samkvæmt 14. gr. síðarnefndu reglugerðarinnar vegna þeirra áfalla, sem hann taldi til í búskap sínum. Ákvörðunin um að takmarka viðbótina þetta ár við raunverulega framleiðslu fyrra árs hafi verið réttmæt. Ekki hafi verið skylt að líta til afsalsins þegar af þeirri ástæðu, að það hafi ekki verið gefið út strax í kjölfar þess, að áðurnefnd 2. mgr. 9. gr. tók gildi, en til slíks hafi verið ætlast. Að auki hafi áfrýjandi misskilið það ákvæði málsgreinarinnar, að afsal samkvæmt henni hefði engin áhrif á rétt næsta árs þar sem í greininni hafi aðeins verið átt við afsal á þeim framleiðslurétti en ekki á viðbótarúthlutun samkvæmt sérheimildum. Þær hafi eðlilega átt að koma til endurúthlutunar þegar ekki hefði verið framleitt upp í þær. Hafi það ekki átt að tákna, að hlutaðeigandi framleiðendur yrðu undanþegnir almennum úthlutunarreglum ársins, heldur aðeins hitt, að þeir yrðu hvorki betur né verr settir en áður. Fallast verður á þessar skýringar stefnda. Þegar þetta er athugað og búrekstur áfrýjanda virtur eftir þeim takmörkuðu gögnum, sem fyrir liggja, þykir áfrýjandi ekki hafa sýnt fram á bótaskylda hegðun yfirstjórnar landbúnaðarmála og ber því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms og sýkna stefnda af bótakröfu áfrýjanda. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað verður staðfest. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað á að vera óraskað. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. I. Ekki verður séð, að færsla áfrýjanda á 100 ærgilda búmarki frá mjólk yfir í nautgripakjöt hafi skipt sköpum um búskap hans, og hann hefur ekki sýnt fram á, að ræktun geldneyta meðfram mjólkurframleiðslunni hafi íþyngt starfsemi hans að þeirri grein. Með þessari athugasemd er ég sammála þeirri afstöðu annarra dómenda, að hafna beri kröfum hans í þessum þætti málsins. II. Ákvæði 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 37/1986, sem aukið var við hana eftir mitt verðlagsár 1985-1986, sýnast hafa átt að gera búnaðarsamböndum kleift að taka ónýttan fullvirðisrétt til sérstakrar ráðstöfunar innan vébanda sinna með samningum við rétthafa, áður en ársuppgjör færi fram, og úthluta honum til annarra á tilteknum forsendum. Var um að ræða frávik frá þeim fyrirmælum 1. mgr. sömu greinar, að ónýttur fullvirðisréttur á sambandssvæði yrði látinn ganga sem viðbót til annarra framleiðenda á svæðinu eftir tilgreindri reglu við endanlegt uppgjör verðlagsársins, ásamt fráviki frá þeirri reglu 2. mgr. 6. gr., að framleiðanda væri óheimilt að leggja inn mjólk á fullvirðisrétti annars framleiðenda. Samkvæmt niðurlagsákvæði 2. mgr. 9. gr. átti afsal til búnaðarsambands á grundvelli hennar engin áhrif að hafa á fullvirðisrétt þess mjólkurframleiðanda, sem afsalað hefði, á næsta verðlagsári. Verður ákvæðið ekki skilið öðruvísi en svo, að réttur framleiðandans næsta ár hafi átt að ákvarðast eins og hann hefði sjálfur nýtt sér hinn afsalaða rétt með framleiðslu, enda var það orðað á þann veg í 2. mgr. 16. gr. næstu reglugerðar, nr. 339/1986. Þetta er og eðlilegur skilningur þegar af þeirri ástæðu, að sérstakt afsal var annars tilgangslítið frá sjónarmiði rétthafans. Af hálfu stefnda er þó haldið fram öðrum skilningi, en ekki verður séð, að hann fái samrýmst markmiðum ákvæðisins eða stöðu þess innan reglugerðarinnar. Ákvæðið var tekið upp í afsalið á 100 ærgildum til Búnaðarsambands Snæfellinga, sem áfrýjandi undirritaði 31. ágúst 1986, að breyttu breytanda. Af hálfu stefnda er því einnig haldið fram, að afsalið hafi komið fram of seint á árinu. Sú staðhæfing styðst þó ekki við bein ákvæði 2. mgr. 9. gr., og engin gögn um leiðbeiningar til búnaðarsambanda eða framleiðenda hafa verið lögð fram henni til styrktar. Hið sama á við um þá staðhæfingu stefnda, að heimildin til afsals eða staðfestingar hafi einungis átt við um grunnfullvirðisrétt, sem hann nefnir svo, en ekki um viðbótarrétt samkvæmt sérheimildum reglugerðarinnar, og hafi heimildin þannig ekki náð til áfrýjanda, sem nýtt hafi sjálfur allan upphaflegan fullvirðisrétt sinn. Í málsgreininni er fjallað um fullvirðisrétt án nánari tilgreiningar eða fyrirvara, og ekki hefur verið skýrt, hvaða efnisrök liggi til að skilja á milli upphaflegs réttar og viðbótar við hann í þessu tilliti, þ.e. gagnvart framleiðanda, sem hafði sama rétt til að nýta hvorttveggja að því fengnu. Tilkynning um fullvirðisrétt áfrýjanda samkvæmt almennri úthlutun vegna ársins 1986 - 1987 hafði verið gefin út á undan afsalinu, en hún var einskorðuð við upphaflegan rétt samkvæmt 6. gr. fyrri reglugerðar. Eftir var að ráðstafa því mjólkurmagni, sem tekið hafði verið af óskiptu, og endurúthluta þeim fullvirðisrétti, sem veittur hafði verið samkvæmt 2. mgr. 5. gr. sömu reglugerðar og áfrýjandi einnig notið góðs af. Hafði hann þegar sótt um hlutdeild í þeirri endurúthlutun sem bóndi með mjólkurbú innan 300 ærgilda í samræmi við 3. tl. 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986, þ.e. á sama grundvelli og árið áður. Hefur því ekki verið hnekkt, að ráðunautar búnaðarsambandsins hafi leiðbeint honum um gerð umsóknarinnar. Ef hægt var að veita honum hlutdeildina á þeirri forsendu, að framleiðsla hans á liðnu ári hefði farið fram úr upphaflegum fullvirðisrétti, eins og gert var 2. desember 1986, var einnig hægt að gera það vegna þeirrar framleiðslu, sem hann hafði heimilað öðrum með afsali sínu til búnaðarsambandsins. Virðist nokkuð ljóst eftir á, að þetta hafi verið hin eðlilega leið til að láta afsalið ná tilgangi sínum. Ákvörðun framleiðsluráðs landbúnaðarins umgetinn dag var þó tekin án þess að þetta gerðist. Við þá ákvörðun varð áfrýjandi jafnframt að gjalda þess að hafa ekki lagt inn aðra umsókn á grundvelli 14. gr. umræddrar reglugerðar, en hann uppfyllti einnig skilyrði þeirrar greinar. Fékk hann enga úrlausn fyrr en við uppgjör ársins löngu síðar, án þess að hún hefði áhrif á rétt síðari ára. Frá sjónarhóli hans hafði þó mátt vænta þess, að sú umsókn væri óþörf, bæði vegna ákvæða reglugerðarinnar og reynslu hans við úthlutun fyrra árs. Umrædd málalok er ennfremur erfitt að skilja vegna þess, að samkvæmt fyrrnefndu ákvæði 13. gr. reglugerðarinnar hafði framleiðsluráð óskoraða heimild til að úthluta sama viðbótarrétti og árið áður til búa innan 300 ærgilda. Þurfti hvorki afsal né skírskotun til 14. gr. til að veita áfrýjanda hinn umbeðna rétt. Vinnureglur þær, sem honum voru kynntar síðar, stóðu því ekki í vegi, sbr. 5. lið þeirra. Samkvæmt þessu var það ákvörðun ráðsins, sem réði því, að staðnæmst var við innvegna mjólk frá áfrýjanda sjálfum. Eftir gögnum málsins verður við það að miða, að áfrýjandi hafi gefið afsal sitt út í góðri trú. Í þeim sér þess jafnframt engan stað, að afsalinu hafi verið hafnað eða hrundið með beinum aðgerðum úthlutunaryfirvalda, þegar frá er talið bréf með óljósu efni frá Búnaðarsambandi Snæfellinga, sem ritað var 12. október 1992 í tilefni af kvörtun áfrýjanda til ráðuneytis um þær mundir. Er ekki á því byggt af hálfu stefnda, að þetta hafi gerst, heldur hinu, að óskylt hafi verið og andstætt úthlutunarreglum að veita áfrýjanda aukinn rétt vegna þessarar samningsgerðar. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, er ekki unnt að fallast á þann skilning. Verður að líta svo á, að óréttmætt hafi verið að takmarka fullvirðisrétt áfrýjanda árið 1986 - 1987 með þeim hætti, sem gert var, og vísa honum á óvissa úrlausn eftir 14. gr. reglugerðarinnar. Takmörkunin við 29.719 lítra hafði bein áhrif á fullvirðisrétt næstu ára, þar sem síðari reglugerðir miðuðu við, að framleiðendur með bú undir 300 ærgildum gætu haldið sama rétti og áður að öðru jöfnu. Ætla má þannig, að áfrýjandi hafi orði fyrir tjóni í atvinnu sinni að mjólkurframleiðslu af völdum þessarar takmörkunar. Hana verður að rekja til ákvarðana og starfa stjórnvalda, sem stefndi beri ábyrgð á. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að aðrir framleiðendur í svipaðri stöðu hafi hlotið sömu úrlausn af hálfu þessara stjórnvalda, og virðist mismunun gagnvart honum hafa átt sér stað. Á það verður því að fallast, eins og atvikum er háttað, að áfrýjandi eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda. Hann gerði kröfur um tillit til afsalsins þegar á verðlagsárinu 1986 - 1987 og barðist eftir það fyrir auknum fullvirðisrétti með ítrekuðum erindum við yfirvöld landbúnaðarmála, með vísan til þess og aðstæðna sinna að öðru leyti. Verður bótaréttur hans ekki talinn fallinn niður fyrir tómlætis sakir. Krafa áfrýjanda um skaðabætur að þessu leyti er miðuð við tilgreint markaðsverð á greiðslumarki í mjólk, er sé ígildi fullvirðisréttar vegna þeirra 100 ærgilda eða 17.400 lítra, sem afsal hans náði til, að teknu tilliti til almennra skerðinga fullvirðisréttar og greiðslumarks á liðnum árum. Á það verður ekki fallist, að hann geti krafist bóta fyrir réttinn með vísan til þess, hvaða verðmæti hann kynni nú að hafa við frjálsa ráðstöfun úr hendi hans. Í þess stað verður að reyna að meta, hverju það munaði í búskap hans á þeim árum, sem í hönd fóru, að hann gat ekki treyst á tillit til þessa fullvirðisréttar við ákvörðun framleiðsluréttinda sinna eða miðað við hann í ráðagerðum um tilhögun búsins. Aðstöðu sína í því efni hefur áfrýjandi ekki reifað nema að litlu leyti, og hlýtur mat á bótum að gjalda þess. Ætla verður, að tjón hans árið 1986-1987 hafi ekki verið mikið, þar sem hann hefur ekki sannað, að framleiðsla hans hefði orðið til muna umfram það, sem hann fékk verð fyrir. Um búskap síðari ára verður og að taka tillit til þess viðbótarréttar, sem honum tókst að afla á hverjum tíma, enda hefur hann ekki gert líklegt, að búið næði stækkun umfram 300 ærgildi. Þegar þetta er athugað og búrekstur áfrýjanda virtur í heild eftir þeim takmörkuðu gögnum, sem fyrir liggja, teldi ég bætur til hans að álitum hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur, sem stefnda yrði gert að greiða honum með dráttarvöxtum frá þingfestingu málsins í héraði, eins og krafist er, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. apríl 1998. Mál þetta sem dómtekið var þann 27. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi er höfðað með stefnu birtri 2. október 1997 af Þráni Nóasyni, kt. 160852-2679, Vindási, Eyrarsveit, á hendur landbúnaðar­ráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Íslands, Arnarhváli, Reykjavík. Kröfur málsaðila. Stefnandi krefst bóta úr hendi stefndu að fjárhæð 6.489.664 krónur með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Þá krefst hann greiðslu málskostnaðar samkvæmt mati dómsins eins og málið væri eigi gjafsóknarmál en stefnandi hefur gjafsókn í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi dagsettu 11. nóvember 1997. Af hálfu stefndu er þess aðallega krafist að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara er þess krafist að stefnukröfurnar verði stórkostlega lækkaðar og máls­kostnaður verði í því tilviki felldur niður. Yfirlit um málsatvik og ágreiningsefni. Málsatvik eru þau að stefnandi hóf búskap á jörðinni Vindási í Eyrarsveit á árinu 1982 er hann tók við búrekstri af foreldrum sínum. Þar hafði eingöngu verið rekið kúabú og var stefnandi í upphafi með u.þ.b. 12-13 kýr. Stefnandi fékk aukið búmark sem frumbýlingur samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs landbúnaðarins þann 4. maí 1984. Búmark hans var samkvæmt því 440 ærgildisafurðir sem skiptist þannig að 430 ærgildi voru í mjólk og 10 í sauðfé. Verðlagsárið 1984-1985 var búmark stefnanda áfram 440 ærgildisafurðir og skiptist þá samkvæmt gögnum málsins þannig að 300 ærgildi voru í mjólk, 100 ærgildi í nautakjöti og 40 ærgildi í sauðfé. Stefnandi kveðst hafði farið fram á að mjólkurbúmarkið yrði fært í nautakjöt. Með bréfi Framleiðsluráðs landbúnaðarins dags. 24. janúar 1986 var stefnanda tilkynnt að fullvirðisréttur hans í mjólk hefði verið reiknaður 128,9 ærgildisafurðir fyrir verðlagsárið 1985-1986. Stefnandi sótti um aukinn fullvirðisrétt þann 20. febrúar sama ár samkvæmt 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986. Samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs þann 19. mars 1986 fékk stefnandi aukinn fullvirðisrétt og var fullvirðisréttur hans í mjólk það verðlagsár 277,9 ærgildisafurðir eða 48.354 lítrar. Ekki var tekin til greina umsókn stefnanda um aukinn fullvirðisrétt samkvæmt 10. gr. sömu reglugerðar, sbr. bréf Framleiðsluráðs frá 9. maí 1986. Þann 31. ágúst 1986 afsalaði stefnandi til stjórnar Búnaðarsambands Snæfellinga 100 ærgildum af fullvirðisrétti jarðarinnar í mjólk verðlagsárið 1985-1986 til endurúthlutunar. Í bréfi Búnaðarsambandsins til landbúnaðarráðuneytisins, dags. 12. október 1992, kemur fram að sambandið hafi leitað eftir því við nokkra bændur, þ.á m. stefnanda, að afsala til endurúthlutunar ónýttum fullvirðisrétti til mjólkurframleiðslu umrætt verðlagsár en það hafi verið gert samkvæmt heimild í reglugerð nr. 178/1986. Var fullvirðisréttinum endurúthlutað eins og fram kemur í bréfi héraðsráðunauts til Framleiðsluráðs landbúnaðarins þann 31. ágúst 1986. Fullvirðisréttur stefnanda til mjólkurframleiðslu fyrir verðlagsárið 1986-1987 var 178,8 ærgildisafurðir samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs 2. desember 1986. Með bréfi lögmanns dags. 20. janúar 1987 sótti stefnandi um aukinn fullvirðisrétt fyrir það verðlagsár. Í bréfinu var vísað til þess að stefnandi hafi átt í umtalsverðum vandræðum vegna júgurbólgu í kúm sínum og hafi mjólkurframleiðslan því orðið minni en ella. Ætti stefnandi því samkvæmt 2. tl. 14. gr. reglugerðar nr. 339/1986 sjálfstæðan rétt til aukins fullvirðisréttar vegna þessara áfalla í mjólkurframleiðslunni. Einnig er í bréfinu bent á að stefnandi hafi afsalað sér 100 ærgilda fullvirðisrétti til Búnaðarsambands Snæfellssýslu og leiði það samkvæmt 16. gr. reglugerðarinnar til þess að við úthlutun fyrir verðlagsárið 1986-1987 ætti að miða við að hann hefði nýtt sér fullvirðisrétt sinn til framleiðslu verðlagsárið 1985-1986. Erindi stefnanda var tekið fyrir á fundi yfirnefndar búmarks þann 29. janúar 1987, samkvæmt bréfi nefndarinnar dags. 6. febrúar sama ár, en í bréfinu kemur fram að Framleiðsluráð hafi vísað erindinu til nefndarinnar. Einnig kemur þar fram að lækkuð úthlutun til stefnanda stafi af því að framleiðslan væri látin takmarka hana og er í því sambandi vísað til 3. tl. meðfylgjandi reglna sem eru kallaðar vinnureglur við úthlutun samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986 en þær fylgja bréfi nefndarinnar og eru hvoru tveggja, þ.e. bréfið og vinnureglurnar, á dskj. nr. 20. Í bréfinu segir enn fremur að það hafi verið álit Framleiðsluráðs að heppilegra hafi verið að láta héraðsúthlutunarnefndir meta hvort framleiðslurétturinn skyldi haldast þótt ekki hafi verið framleitt í hann árið áður. Þá kemur þar fram að nefndin hafi ekki séð af meðfylgjandi gögnum hvort stefnandi hafi sótt um úthlutun samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar en ef svo væri ekki væri ástæða til að sækja um aukinn rétt til Búnaðarsambandsnefndar „ef til lokaúthlutunar kemur samkvæmt 16. gr. reglugerðar nr. 339/1986“. Bent er einnig á að starfssvið nefndarinnar sé afmarkað í bréfi landbúnaðarráðuneytisins frá 30. júní 1986 en þar segi m.a. að nefndin sé aðeins bær um að skera úr því hvort einstakir framleiðendur uppfylli skilyrði 1.- 4. tl. 1. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 37/1986 en nefndin geti ekki farið með vald viðkomandi búnaðarsambands við ákvörðun á því hvort veita eigi þeim sem uppfylla skilyrði greinarinnar aukinn fullvirðisrétt. Úrskurði nefndin að tiltekinn framleiðandi, sem viðkomandi búnaðarsamband hafi synjað á þeim grundvelli að hann uppfylli ekki einhver skilyrðanna, uppfylli skilyrði greinarinnar sé það verkefni búnaðarsambandsins að taka ákvörðun um hvort framleiðandinn eigi að fá aukningu samkvæmt 10. gr. og þá hve mikla. Með bréfi Framleiðsluráðs, dags. 6. ágúst 1987, var stefnanda tilkynnt að fullvirðisréttur jarðarinnar fyrir verðlagsárið 1987-1988 hefði verið reiknaður 29.719 lítrar mjólkur. Með bréfi lögmanns dags. 4. september s.á. var gerð athugasemd við útreikninginn og vísað til rökstuðnings í fyrra bréfi frá 20. janúar s.á. sem hér að framan er getið. Einnig segir í bréfinu að stefnandi muni jafnframt sækja um aukningu á fullvirðisrétti til Búnaðarsambands Snæfellssýslu. Erindinu var svarað með bréfi Framleiðsluráðs þann 8. september s.á. Þar segir að útreikningur á rétti stefnanda hafi verið í fullu samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 339/1986 og reglugerðar útgefinni 23. júní 1987 um framleiðslurétt í mjólk. Efni bréfs stefnanda væri til athugunar hjá Búnaðarsambandi Snæfellinga en tilvik stefnanda félli undir fráviksreglur sem sambandinu væri ætlað að meta en erindið hafði verið framsent þangað þann 23. september sama ár. Með bréfi dagsettu 15. september 1987 sótti stefnandi um aukningu fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu umrætt verðlagsár til Búnaðarsambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og vísaði í því sambandi til 14. gr. reglugerðar um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1987-1988. Stefnanda var tilkynnt með bréfi Framleiðsluráðs þann 27. apríl 1988 að lokið væri úthlutun fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu fyrir umrætt verðlagsár og væri heildarfullvirðisréttur stefnanda 31.705 lítrar, þ.m.t. úthlutun Búnaðarsambandsins. Stefnandi hefur höfðað málið til greiðslu skaðabóta annars vegar vegna bótalausrar niðurfellingar búmarks og í framhaldi af því rangrar úthlutunar á fullvirðisrétti í mjólk við upptöku fullvirðisréttarkerfis í landbúnaði og hins vegar vegna niðurfellingar á 100 ærgilda fullvirðisrétti á árinu 1987. Bótakröfuna kveðst stefnandi í fyrsta lagi byggja á því að brotið hafi verið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglu þegar búmark í nautakjöti hafi verið fellt niður án bóta og gert verðlaust við upptöku fullvirðisréttarkerfisins árið 1985. Í öðru lagi byggir stefnandi kröfuna á því að hann hafi verið sviptur 100 ærgilda mjólkurkvóta sem hann hafi leigt Búnaðarsambandi Snæfellinga í ágúst 1986 en þann kvóta hafi hann aldrei fengið til baka. Af hálfu stefndu er kröfum, málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt en stefndu telja enga bótaskyldu vera fyrir hendi. Málsástæður og lagarök stefnanda. Af hálfu stefnanda hefur komið fram að framleiðsla hafi verið mjög lítil þegar hann tók við rekstri búsins af foreldrum sínum en í lok verðlagsársins 1983 hafi hún aðeins verið 22.600 lítrar af mjólk. Stefnandi kveðst hafa ætlað að auka við framleiðsluna en vegna júgurbólgu sem þá hafi komið upp í kúnum hafi mjólkurframleiðslan orðið minni en ella hefði orðið. Þann 10. mars 1984 hafi hann sótt um aukið búmark sem frumbýlingur og hafi hann fengið úthlutun upp á 440 ærgildi. Réttur jarðarinnar til framleiðslu verðlagsárið 1983-1984 hafi verið 430 ærgildisafurðir í mjólk og 10 ærgildisafurðir í sauðfé. Með þessar forsendur hafi stefnandi hafið uppbyggingu búskapar á jörðinni Vindási. Hann hafi farið fram á að mjólkurbúmarkið yrði fært í nautakjöt og sauðfé en á þessum árum hafi bændur verið hvattir til að draga úr framleiðslu og jafnframt hafi legið fyrir að farið var að skerða verð til bænda við uppgjör afurða. Búmark jarðarinnar verðlagsárið 1984-1985 hafi verið 440 ærgildisafurðir sem hafi skipst þannig að 300 ærgildi hafi verið í mjólk, 100 ærgildi í nautakjöti og 40 ærgildi í sauðfé. Síðar hafi stefnanda verið úthlutað fullvirðisrétti í mjólk og sauðfé á grundvelli búvörulaga nr. 46/1985. Með bréfi Framleiðsluráðs landbúnaðarins, dags. 24. janúar 1986, hafi stefnanda verið tilkynnt að fullvirðisréttur hans í mjólk verðlagsárið 1985-1986 hefði verið reiknaður 128,9 ærgildisafurðir. Samkvæmt bréfi Framleiðsluráðs landbúnaðarins þann 19. mars 1986 hafi verið ákveðið að veita stefnanda aukinn fullvirðisrétt það verðlagsár og hafi fullvirðisréttur hans í mjólk þá verið 277,9 ærgildisafurðir eða 48.354 lítrar. Stefnandi hafi miðað sínar framleiðsluáætlanir við búmarkið í mjólk, sauðfé og nautakjöti sem hafi verið 440 ærgildi. Skerðing á búmarki sem stefnandi hafi orðið fyrir bótalaust með reglugerðum settum á grundvelli búvörulaga nr. 46/1985 hafi því verið 162,1 ærgildi er sundurliðist þannig: 22,1 ærgildi í mjólk, 100 ærgildi í nautakjöti og 40 ærgildi í sauðfé. Með ákvörðun fullvirðisréttar og afnámi búmarks í nautakjöti hafi fótum verið kippt undan atvinnu- og eignaréttindum hans. Slíka skerðingu eigi að gera með lögum og þar verði að gæta almennra sjónarmiða. Krafa stefnanda er byggð á því að búmark hans í mjólk, sauðfé og síðar nautakjöti hafi verið eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar (áður 67. gr.) og verði því ekki fellt niður án bóta. Stefnandi heldur því fram að brotinn hafi verið á sér réttur er búmark til framleiðslu nautakjöts hafi verið fellt niður. Þá byggir stefnandi á því að Framleiðsluráð landbúnaðarins og Búnaðarsamband Snæfellinga hafi ekki virt fyrirmæli um að afsal ónýtts fullvirðisréttar stefnanda frá 31. ágúst 1986 skyldi ekki hafa áhrif á ákvörðun fullvirðisréttar verðlagsárið 1986-1987. Búmarkið hafi yfirleitt verið miðað við meðaltalsframleiðslu á búi árin 1976-1978 samkvæmt skattframtölum. Þessi viðmiðun hafi síðan verið tekin upp í 3. gr. reglugerðar nr. 465/1983. Í 2. gr. reglugerðar nr. 37/1986 hafi verið kveðið á um að miðað skyldi við innvegna mjólk til mjólkurbúa þegar fullvirðisréttarmagn væri ákveðið. Í 6. gr. a hafi sagt að engum framleiðanda skyldi reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985. Afleiðingarnar hafi orðið þær að jarðir sem hafi haft mjólkurbúmark fyrir 1984, sem hefði ekki verið nýtt eða ekki nýtt að fullu verðlagsárið 1984-1985, hafi misst fullvirðisrétt nema einhver undantekningarákvæði reglugerðarinnar ættu við. Í 12. gr. reglugerðar nr. 339/1986, sbr. V. kafla reglugerðarinnar, hafi verið kveðið á um að miðað skyldi við innlagt kindakjöt í afurðarstöð á verðlagsárinu 1985-1986 þegar fullvirðisréttarmagn væri ákveðið. Jafnframt hafi hlutaðeigandi bóndi þurft að hafa búmark í kindakjöti. Í 18. gr. reglugerðarinnar komi fram að engum framleiðanda skyldi þó ætlaður meiri fullvirðisréttur en sem næmi búmarki hans. Jarðir sem hafi haft búmark í kindakjöti fyrir 1985, sem hefði ekki verið nýtt eða ekki nýtt að fullu verðlagsárið 1985-1986, hafi misst fullvirðisrétt nema einhver undantekningarákvæði reglugerðarinnar ættu við. Í 10. gr. reglugerðarinnar segi að hún taki ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Búmark til framleiðslu nautakjöts hafi verið komið á með formlegum hætti á grundvelli laga nr. 95/1981, sbr. lög 46/1985. Í gildistíð laga nr. 15/1979 hafi þegar verið gert ráð fyrir kvóta á framleiðslu nautakjöts. Í umburðarbréfi Framleiðsluráðs til bænda frá 3. maí 1982 hafi bændur verið hvattir til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts en auka framleiðslu nautakjöts. Ýmsir bændur hefðu jafnframt breytt fyrra búmarki til mjólkur og sauðfjárframleiðslu í nautakjötsbúmark og þar með sinnt hvatningu Framleiðsluráðs í áðurnefndu umburðarbréfi. Stefnandi hafi verið einn af þeim sem hafi treyst á að búmark í nautakjöti væri komið til að vera og hafi hann miðað ráðstafanir í uppbyggingu búrekstrar síns við þá forsendu. Hins vegar hafi framleiðsluréttur í nautakjöti skyndilega verið gerður verðlaus með skyndiákvörðun löggjafans og stjórnvalda. Tilgangurinn með setningu laga nr. 15/1979 hafi verið sá að draga úr búvöruframleiðslu. Í samræmi við það hafi Framleiðsluráð landbúnaðarins hvatt bændur til samdráttar. Stefnandi hafi verið einn af þeim sem hlýtt hafi þessu kalli, en þá hafi ekkert verið í reglum sem bent hafi til þess að með því væri hann að svipta jörð sína varanlega framleiðslurétti og rýra með því verðgildi hennar stórlega. Þeir bændur sem ekki hafi orðið við þeirri áskorun að draga úr framleiðslunni hafi hins vegar haldið framleiðslurétti sínum auk þess sem sumir hafi aukið hann. Fullvirðisréttur, og nú greiðslumark, séu fjárhagsleg verðmæti í skilningi eignarréttar. Eins og löggjafinn hafi staðið að ákvörðun búmarks með lögum nr. 15/1979, og síðar fullvirðisrétti og greiðslumarki, verði ekki annað séð en bændur hafi orðið að treysta því að með úthlutun búmarks væri kominn grundvöllur fyrir atvinnuréttindum þeirra. Fyrir þessar aðgerðir löggjafans hafi því búmarkið orðið að verðgildi og njóti því verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt atvinnuréttindi almennt njóti aðeins verndar 75. gr. stjórnarskrárinnar þá séu atvinnuréttindi sem byggist á sérstökum samningi við ríkisvaldið eignarréttindi rétthafans og njóti því verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði því ekki hróflað við þeim með öðru en lögum þar sem gæta verði almennra viðmiða, en ekki reglugerðum eða geðþóttaákvörðunum stjórnvalds. Með hömlum á ráðstöfunarrétti sé verið að svipta menn einni af mikilvægustu heimild sem eignarráðum fylgdu. Með því að hvetja bændur til að skipta úr búmarki í mjólk og kindakjöti yfir í búmark í nautakjöti hafi bændur verið sviptir eignarréttindum og jafnframt hafi bændum verið gefnar rangar forsendur til að reka bú sín. Slíkar takmarkanir á eignarréttindum verði að gera með lögum og gæta almennra sjónarmiða um jafnræði þegnanna. Með bótalausri sviptingu á búmarki stefnanda hafi verið brotin gróflega jafnræðisregla stjórnskipunarréttar. Allir menn eigi að vera jafnir fyrir lögunum. Það hafi ekki átt sér stað í þessu tilfelli. Á sama tíma og stefnandi hafi verið sviptur rétti sínum bótalaust hafi þeir bændur sloppið sem hafi verið svo heppnir að fara að engu eftir fyrirmælum stjórnvalda að draga úr framleiðslu verðlagsárið 1984-1985 eða hafi jafnvel framleitt umfram búmark. Þeir hafi fengið úthlutaðan fullvirðisrétt að fullu miðað við búmark þeirra og á stundum umfram það. Þessi mismunun sé hróplega ósanngjörn og algerlega í andstöðu við tilgang lagasetningar á Íslandi, m.a. um stöðugleika laga og að þau eigi að vera skynsamleg. Ljóst sé að ef stefnandi hefði fengið fullvirðisrétt miðað við búmark hefði hann haldið áfram að auka framleiðslu sína uns fullri framleiðslu væri náð samkvæmt búmarki. Þegar stefnandi hafi gert áætlanir um búskap sinn og tekið þá ákvörðun að gerast bóndi að ævistarfi, hafi það verið grundvallarforsenda hans að hann gæti framleitt upp í búmark sitt. Stefnandi bendir á að hann hafi verið að hefja búskap þegar framleiðslu-takmarkanir hafi verið teknar upp í landbúnaði. Stjórnvöld hafi lofað slíkum aðilum sérstakri meðhöndlun. Við það hafi ekki verið staðið að mati stefnanda. Ef loforð stjórnvalda hefðu staðist hefði stefnandi því í dag greiðslumark í sauðfé og mjólk svipað búmarki sínu. Reglur um brostnar forsendur leiði því einnig til þess að stefnandi eigi rétt á bótum úr hendi stefndu. Þann 31. ágúst 1986 hafi stefnandi afsalað til stjórnar Búnaðarsambands Snæfellinga 100 ærgildum af fullvirðisrétti sínum til endurúthlutunar. Tekið hafi verið fram í afsalinu að ráðstöfunin hefði ekki áhrif á úthlutun fullvirðisréttar næsta verðlagsárs. Samhljóða ákvæði hafi einnig verið í 1. gr. reglugerðar nr. 178/1986 um breytingu á reglugerð nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986. Í IV. kafla reglugerðar nr. 339/1986, sem gilt hafi fyrir verðlagsárið 1986-1987, sé að finna fyrirmæli um ákvörðun fullvirðisréttar einstakra framleiðanda til mjólkurframleiðslu. Í 15. og 16. gr. hafi verið ákvæði um hvernig ráðstafa skyldi fullvirðisrétti mjólkurframleiðenda sem þeir nýttu ekki. Í 16. gr. segi að Búnaðarsambandi sé heimilt að leita eftir skriflegri staðfestingu mjólkurframleiðanda, sem hætti eða dragi úr framleiðslu sinni, að hann nýti ekki að fullu fullvirðisrétt á verðlagsárinu. Að fenginni slíkri staðfestingu úthluti hlutaðeigandi þessum fullvirðisrétti til aðila á búmarkssvæðinu í samræmi við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Þá segir að ef framleiðandi afsali sér fullvirðisrétti samkvæmt greininni skuli fullvirðisréttur hans á næsta verðlagsári ákveðinn eins og hann hefði nýtt hann sér til framleiðslu. Samkvæmt 16. gr. nefndrar reglugerðar hafi því borið, við úthlutun fullvirðisréttar fyrir verðlagsárið 1986-1987, að miða við að stefnandi hefði nýtt sér fullvirðisrétt sinn til framleiðslu verðlagsárið 1985-1986. Stefnandi hafi staðið í þeirri trú að með umræddi ráðstöfun sinni væri hann einungis að leigja framleiðslurétt sinn tímabundið, í samræmi við greint ákvæði nefndrar reglugerðar, en ekki svipta jörðina varanlega framleiðslurétti sínum. Orðalag afsalsins hafi einnig verið með þeim hætti að stefnandi hafi mátt treysta að framleiðsluréttur hans yrði óbreyttur næsta verðlagsár. Ef stefnandi hefði vitað að hann yrði með þessum hætti sviptur eignarréttindum sínum þá hefði hann að sjálfsögðu ekki samþykkt þessa ráðstöfun. Stefnandi bendir á að í samræmi við almennar reglur um nýtingu eignarréttinda skipti ekki máli hvort hann hafi sjálfur nýtt framleiðslurétt sinn eða leigt hann. Réttindin tilheyrðu honum eftir sem áður og verði þau ekki af honum tekin nema með lögum og þá gegn greiðslu bóta. Bótafjárhæðina miðar stefnandi við markaðsverð á hvern lítra fullvirðis-réttar/greiðslumarks í mjólk sem í dag sé 160 krónur eða 27.840 krónur ærgildið en ein ærgildisafurð í mjólk jafngildi 174 lítrum. Markaðsverð á greiðslumarki í sauðfé sé í dag um 17.000 krónur ærgildið. Skerðing á búmarki sem stefnandi hafi orðið fyrir bótalaust með reglugerðum settum á grundvelli búvörulaga nr. 46/1985 sé 162,1 ærgildi, eins og áður er komið fram, er sundurliðist svo: 22,1 ærgildi í mjólk, 100 ærgildi í nautakjöti og 40 ærgildi í sauðfé. Bótafjárhæð í nautakjötskvóta sé jafnað við verð á mjólkurkvóta því ljóst sé að þar hefði búmarkið verið ef nautakjötskvóti hefði ekki verið tekinn upp. Frá þessum tíma hafi almennar skerðingar í mjólk verið 4,5 % en í sauðfé 14,1 % og að teknu tilliti til þess hafi stefnandi tapað 21,1 ærgildi í mjólk, 95,5 ærgildum í nautakjöti og 34,4 ærgildum í sauðfé. Á sama hátt hefur stefnandi reiknað út tjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess að stjórnvöld hafi ekki virt fyrirmæli um að afsal á fullvirðisrétti stefnanda þann 31. ágúst 1986 skyldi ekki hafa áhrif á ákvörðun fullvirðisréttar verðlagsárið 1986-1987. Afsalað hafi verið 100 ærgildum í mjólk og með hliðsjón af almennum skerðingum hafi stefnandi því tapað 95,5 ærgildum í mjólk. Stefnukrafan sundurliðist því svo: 212,1 ærgildi í mjólk x 27.840 = 5.904.864 krónur; 34,4 ærgildi í sauðfé x 17.000 = 584.800 krónur; Samtals 6.489.664 krónur. Tjón stefnanda nemi því 6.489.664 krónum sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Varðandi lagarök er byggt á 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944, sbr. 10. gr. laga nr. 97/1995. Vísað er einnig til 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. laga nr. 97/1995 og til jafnræðisreglu stjórnskipunarréttar. Þá er einnig vísað til reglna um brostnar forsendur og til almennrar reglu samningaréttarins um túlkun löggerninga og til 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Byggt er á meginreglu stjórnarfarsréttar um að reglugerðir verði að hafa lagastoð. Varðandi búmark, fullvirðisrétt og greiðslumark er byggt á lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingarlög, nú lög nr. 99/1993. Vísað er til laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt varðandi fyrningareglur á keyptum framleiðslukvóta. Málskostnaðarkrafan styðst við XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. Málsástæður og lagarök stefndu Í greinargerð stefndu segir að stefnandi hafi uppi kröfur í málinu um skaðabætur samtals að fjárhæð 6.489.664 krónur. Stefnandi byggi kröfuna á því að hann hafi orðið fyrir bóta­lausri skerðingu á búmarki í mjólk og sauðfé og niðurfellingu búmarks í nautakjöti vegna upp­töku fullvirðisréttar í kjölfar setningar búvörulaga nr. 46/1985 og reglugerðum nr. 37/1986 og nr. 339/1986 er settar hafi verið á grundvelli þeirra laga. Við það hafi framleiðslu­réttur í nautakjöti verið gerður verðlaus er nautakjötsframleiðsla hafi verið gefin frjáls. Virðist stefnandi byggja á því að ákvarðað búmark í sauðfé, nautakjöti og mjólk sé stjórnskipu­lega varinn eignarréttur er ekki sé heimilt að afnema án greiðslu eignar­námsbóta. Auk þess krefjist stefnandi skaðabóta vegna þess sem hann kalli niðurfellingu 100 ærgilda fullvirðisréttar árið 1987. Telji stefnandi að miða beri bætur við meðal­verð á sölu greiðslumarks í mjólk og sauðfé í dag. Þessum sjónarmiðum stefnanda og kröfugerð er af hálfu stefndu eindregið vísað á bug. Búmarki, sem ákvarðað hafi verið samkvæmt heimild í lögum nr. 15/1979, sbr. og lög nr. 45/1981, hafi ekki verið úthlutað sem framleiðslurétti, heldur hafi búmarkið verið viðmiðunartala sem skerðing á afurðaverði hafi verið reiknað frá, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 465/1983. Sú skerðing hafi verið reiknuð eftirá er ljóst hafi verið hvað hafi verið til skiptanna vegna sölu afurðanna. Reglur um það hafi ekki tryggt fulla greiðslu fyrir framleiðslu upp að búmarki. Um það er af hálfu stefndu vísað til 4. mgr. a liðar 2. gr. reglugerðar nr. 348/1979 og 1. gr., 2. gr. og 8.-9. gr. reglugerðar nr. 465/1983 og til reglna nr. 174/1986 um uppgjör vegna verðlagsársins 1984-1985. Notkun búmarksins hafi í eðli sínu verið tímabundin, sbr. a lið 2. gr. reglugerðar nr. 348/1979 og 2. gr. reglugerðar nr. 465/1983 og viðmiðunartímabil þess og útreikningur háður breytingum, sbr. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 465/1983. Slík viðmiðun í þágu framleiðslustjórnunar skapi ekki sjálfstæð atvinnu- eða eignarréttindi er geti notið verndar 67. eða 69. gr. stjórnarskrár, sbr. nú 72. og 75. gr. hennar. Á því er byggt að allar ákvarðanir stefndu er lotið hafi að framleiðslustjórnun í landbúnaði og snert hafi hagsmuni stefnanda hafi verið teknar með lögmætum hætti og engu bótaskyldu tjóni sé fyrir að fara þeim tengdum. Viðurkennt sé að skerða megi fjárhagsleg réttindi er snerti atvinnuréttindi manna án bóta enda sé það gert með heimild í lögum þar sem jafnræðis sé gætt. Ákvarðanir þær er beinlínis hafi falist í lögum nr. 45/1986, eða sem stjórnvöld hafi tekið með heimild í þeim, hafi uppfyllt þessi skilyrði og er það af hálfu stefndu stutt eftirfarandi rökum. A. Um nautakjötsbúmark. Lögum samkvæmt hafi engum fullvirðisrétti á grundvelli samningsgerðar við Stéttarsamband bænda getað verið fyrir að fara í þeirri framleiðslugrein. Löggjafinn hafi tekið sjálfur þá ákvörðun, með almennri reglu er tekið hafi jafnt yfir alla sem hafi haft með höndum framleiðslu nautakjöts, að ekki væri heimilt að láta framleiðslustjórnun með verðábyrgðarsamningum taka til nautakjötsframleiðslu, sbr. a lið 30. gr. laganna. Heimildir til framleiðslustjórnunar í þeirri framleiðslugrein hafi því takmarkast við heimildir er kveðið hafi verið á um í b-d liðum 30. gr. Heimildum, er í þeim ákvæðum hafi falist til að ákveða nautakjötsframleiðendum skert verð fyrir hluta framleiðslu sinnar, hafi ekki verið beitt, og í samræmi við það hafi nautakjötsbúmark sem ákveðið hefði verið samkvæmt reglugerð nr. 465/1983 misst gildi sitt sem tæki til framleiðslustjórnunar. Hafi það verið fellt niður, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 339/1986 og E lið ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 46/1985. Sú ákvörðun hafi því átt stoð í lögum og um hafi verið að ræða almenna reglu er tekið hafi jafnt til allra sem eins hafi staðið á um. Þær reglur er lögin hafi kveðið á um að þessu leyti og ákvarðanir á þeim byggðar hafi þannig í hvívetna verið lögmætar og geti ekki stofnað til bótaskyldu gagnvart stefnanda, sbr. og dóma Hæstaréttar frá 9. október 1997 í hliðstæðum málum. B. Reglugerðir nr. 37/1996 og 339/1986 um upptöku fullvirðisréttarkerfis. Í VII. kafla laga nr. 46/1985, sbr. einkum 30. og 35. gr., hafi verið settur fullnægjandi lagarammi um það hvernig ákvarða skyldi fullvirðisrétt hvers framleiðanda og með reglum er settar hafi verið um fullvirðisrétt í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu í reglugerðum nr. 37/1986 og 339/1986 hafi ekki verið farið út fyrir þau mörk. Reglugerðirnar hafi verið almennar og miðað að jafnræði framleiðenda. Þau viðmiðunartímabil sem þar hafi verið byggt á og reglur þeirra um útreikning á rétti einstakra framleiðenda, og heimildir samkvæmt þeim til viðbótarúthlutana til einstakra framleiðenda er uppfyllt hafi tiltekin skilyrði, hafi verið lögmætar og ekki brotið í bága við jafnræðisreglur, sbr. áðurnefndir dómar Hæstaréttar frá 9. október 1997. Úthlutun fullvirðisréttar til stefnanda hafi verið í samræmi við þær reglur sem settar hafi verið og stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi ekki notið jafnræðis við þá úthlutun. Þá er af hálfu stefndu byggt á því að hafi einhverjum bótarétti verið fyrir að fara sé hann nú löngu fallin niður fyrir tómlæti eða fyrningu, sbr. 31. gr. laga nr. 46/1985 en nautakjötsbúmark hafi verið fellt niður með reglugerð nr. 339/1986. Enn fremur er því haldið fram af hálfu stefndu að forsendur stefnanda um tjón fái engan veginn staðist. Búmark hafi verið ákvarðað vegna samdráttar í útflutningi. Með gildistöku laga nr. 46/1985 hafi útflutningsbætur strax verið skertar um 30% vegna verðlagsársins 1. september 1985 - 31. ágúst 1986, sbr. 36. gr. og D-lið ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Í stefnu sé ekkert tillit til þess tekið að frá verðlagsárinu 1986 hafi afurðamagn aukist að baki ærgildis í sauðfé úr 16,8 kg í 18,2 kg, eða að heildargreiðslumark við upptöku þess verðlagsárið 1992-1993 hafi ekki verið nema u.þ.b. 46% í sauðfé og u.þ.b. 70% í mjólk, af því útreiknaða heildarbúmarki, 18.500 tonnum í sauðfé og 143,4 milljón lítra mjólkur, sem hafi verið til staðar við lok búmarkskerfisins. Ekki fái því staðist að stefnandi geti átt nokkurn rétt til að hlutdeild hans í innanlandsmarkaði, sem greiðslumarksrétturinn sé bundinn við, verði jafnstór og búmark hafi verið né að nautakjötsframleiðsla skapi rétt til beingreiðslna. Af hálfu stefnanda sé heldur ekki tekið tillit til þess, er hann beri saman rétt í búmarki og greiðslumarki og ætlað tjón á þeim grundvelli, að framleiðsla innan búmarks í gildistíð laga nr. 95/1981 hafi hvorki gefið fullt grundvallarverð samkvæmt þeim lögum né hafi verið um að ræða staðgreiðslu afurða svo sem skýrt komi fram af reglum nr. 174/1986 um uppgjör búvöruframleiðslu verðlagsárið 1984-1985. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni er rakið verði til atvika er kynnu að varða stefndu bótaskyldu að lögum. Ekki sé heldur sýnt fram á með rökum eða gögnum af hálfu stefnanda að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu með setningu reglugerðanna eða við fram­kvæmd Fram­leiðsluráðs landbúnaðarins eða Búnaðarsambands Snæfellinga á þeim. Af hálfu stefndu er talið óhjákvæmilegt vegna málavaxtalýsingar í stefnu að rekja stuttlega hvernig ákvörðun búmarks og síðar fullvirðisréttar hafi verið háttað á jörðinni Vindási einstök verðlags­ár, en stefndu halda því fram að verulega skorti á að rétt sé greint frá af hálfu stefnanda í þessum efnum. Samkvæmt upphaflegum útreikningi Framleiðsluráðs hafi búmark á jörðinni verið 67 ærgildi í mjólk, 175 í sauðfé og 18 ærgildi í nautgripakjöti og hafi það byggt á fram­leiðslu er þar hafi verið stunduð á viðmiðunarárunum 1976-1978. Verðlagsárið 1982-1983 er stefnandi hóf búskap hafi því verið breytt þannig að 100 ærgildi hafi verið í mjólk, 148 í sauðfé og 18 ærgildi í nautgripakjöti. Stefnandi hafi enn sótt um aukið búmark þann 10. mars 1984, sbr. dskj. 4, og hafi hann fengið hinn 18. apríl það ár, sbr. dskj. nr. 5, úthlutað 440 ærgilda búmarki. Það hafi skipst þannig að ósk stefnanda; 430 ærgildi í mjólk og 10 ærgildi í sauðfé. Að ósk stefnanda hafi skiptingu á því verið breytt verðlagsárið 1984-1985 þannig að 300 ærgildi hafi verið sett í mjólk, 40 ærgildi í sauðfé og 100 ærgildi í nautakjöti. Um framleiðslu á Vindási verðlagsárin 1982-1983 til 1984-1985 er vísað til dskj. nr. 78 sem er bréf Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 12. desember 1997. Stefnanda hafi réttilega verið reiknaður fullvirðisréttur í mjólk verðlagsárið 1985-1986 samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 37/1986 miðað við innlegg hans verð­lagsárið 1984-1985 sem hafi verið 22.429 lítrar og hafi því reiknaður fullvirðisréttur hans numið 128,9 ærgildisafurðum eða sem samsvarað hafi 22.428 lítrum innveginnar mjólkur, sbr. dskj. nr. 6. Auk þess hafi stefnandi sótt um og fengið úthlutað á því verðlagsári til viðbótar 149 ærgildisafurðum á grundvelli a liðar 2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar sem kveðið hafi á um sérstaka ráð­stöfun hluta heildarfullvirðisréttarins eingöngu á því verðlagsári, m.a. til framleiðenda sem hefðu framleitt undir 300 ærgildisafurðum í mjólk og sauðfé verðlagsárið 1984-1985 þannig að fullvirðisréttur í mjólk innan búmarks, að viðbættri sauðfjár­framleiðslu, næmi allt að 300 ærgildisafurðum, sbr. dskj. nr. 7, 9 og 10. Ekki hafi stefnanda þó tekist að nýta alla þá viðbót með framleiðslu sem í heild hafi reynst vera 29.726 lítrar. Um vannýttan fullvirðisrétt hafi, eftir því sem við hafi getað átt, borið að fara samkvæmt upp­gjörs­leiðum 9. gr. reglugerðarinnar og afsal stefnanda í lok verðlagsársins til Búnaðar­sambandsins á 100 ærgildum til endurúthlutunar, sbr. dskj. nr. 14, hafi því í reynd verið óþarft. Í stefnu sé því ranglega haldið fram, þvert ofan í gögn máls, sbr. upphaf dskj. nr. 9, að viðbótarúthlutun á því verðlagsári hafi byggst á 10. gr. en sú grein hafi fjallað um heimildir búnaðarsambanda til úthlutunar. Verðlagsárið 1986-1987 hafi umsaminn heildarfullvirðisréttur verið 106 milljón lítrar eða einni milljón lítra minni en árið áður. Reiknaður fullvirðisréttur stefnanda samkvæmt reglugerð nr. 339/1986 hafi verið 126,8 ærgildisafurðir, sbr. 3. mgr. 13. gr., eða sem sam­svaraði 21.924 lítrum, sbr. dskj. nr. 11 og 12. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hafi á því ári einungis verið skipt upp 92,7% af heildarfullvirðis-réttinum en því sem eftir hafi staðið hafi verið heimilt að skipta milli framleiðenda sem um það hafi sótt og annars vegar hafi uppfyllt það skilyrði 4. mgr. 3. tl. 13. gr. reglugerðarinnar að hafa verið samanlagt undir 300 ærgildaframleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1984-1985, og hafi haft meiri hluta tekna sinna af þessum greinum - hins vegar milli þeirra framleiðenda sem upp­fyllt hafi skilyrði 14. gr. reglugerðarinnar og hafi sú úthlutun verið í höndum við­komandi búnaðarsambanda. Framleiðsluráð hafi úthlutað stefnanda 7.795 lítrum eða sem svari 44,8 ærgilda viðbót á grundvelli 3. tl. 4. mgr. 13. gr. í samræmi við gildandi reglur um þá úthlutun, sbr. dskj. nr. 13 og 17 og fylgiskjal með dskj. 20. Hafi fullvirðis­réttur hans þá verið kominn í 29.719 lítra. Ekki fáist hins vegar séð að stefnandi hafi á því verðlagsári sótt um aukinn fullvirðisrétt hjá Búnaðarsambandi Snæfellsness samkvæmt 14. gr. sem honum hafi þó sérstaklega verið bent á að gera, sbr. dskj. nr. 19 og 20, en á því verðlags­ári hafi Búnaðar­sambandið haft 195.941 lítra til úthlutunar, sbr. dskj. nr. 55. Samkvæmt dskj. nr. 8 og 18 hafi í mars 1986 greinst júgurbólga í 4 kúm stefnanda. Á því ári hafi hann hins vegar slátrað alls 9 kúm, sbr. dskj. nr. 18. Verðlagsárið 1987-1988 hafi umsaminn heildarfullvirðisréttur verið 105 milljón lítrar. Hafi stefnanda verið reiknaður 29.719 lítra fullvirðisréttur í mjólk samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 291/1987. Samkvæmt 13. og 14. gr. reglugerðarinnar hafi búnaðarsamböndum verið ætlað að ráðstafa ákveðnu magni til mjólkurframleiðenda sem uppfyllt hafi tiltekin skilyrði, sbr. dskj. nr. 21. Búnaðarsambandið hafi haft 33.112 lítra til úthlutunar á því verðlagsári sem úthlutað hafi verið til 24 aðila, þ.á m. til stefnanda, sbr. dskj. nr. 28, sem hafi fengið úthlutað 1.986 lítrum, eða umfram meðaltalið, sbr. dskj. nr. 55. Stefnandi hafi ekki neytt kæruheimildar vegna þeirrar ákvörðunar og hafi hann því sætt sig við þá úthlutun. Heildarfullvirðisréttur hans á verðlagsárinu 1987-1988 hafi því numið 31.705 lítrum, sbr. dskj. nr. 21–25 og 28. Reiknaður fullvirðisréttur stefnanda í sauðfé vegna verðlagsársins 1987-1988 samkvæmt reglugerð nr. 443/1987 hafi byggt á innleggi hans haustið 1985 sem hafi samsvarað 22,2 ærgildum og hafi hann því numið 21,5 ærgildum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 7. gr. og 8. gr. Af gögnum málsins verði ekki séð að stefnandi hafi sótt um aukinn fullvirðisrétt í sauðfé samkvæmt 9. gr. reglugerðarinnar hjá Búnaðarsambandinu. Sá fullvirðisréttur hafi haldist lítt breyttur eftirfarandi verðlagsár, sbr. dskj. nr. 74. Verðlagsárið 1988-1989 hafi umsaminn heildarfullvirðisréttur í mjólk verið 103 milljónir lítra. Hafi reiknaður fullvirðisréttur stefnanda í mjólk samkvæmt 12. gr. reglugerðar nr. 305/1988 verið 31.797 lítrar, sbr. dskj. nr. 29 og 30. Auk þess hafi Búnaðar­sambandið úthlutað honum samtals 600 lítrum af 12.757 lítrum sem það hafi haft til úthlutunar, sbr. dskj. nr. 55. Heildarfullvirðisréttur hans á því ári hafi því numið 32.397 lítrum, sbr. dskj. nr. 30 og 55. Framleiðsla stefnanda á því verðlagsári hafi reynst nema 30.869 lítrum, sbr. dskj. nr. 78. Verðlagsárið 1989-1990 hafi reiknaður fullvirðisréttur stefnanda skv. 11. gr. reglugerðar nr. 233/1989 verið 31.797 lítrar. Þá hafi hann fengið úthlutað leiðréttingu samkvæmt 1. tl. 12. gr. reglugerðar nr. 233/1989, alls 2.700 lítra. Auk þess hafi hann fengið úthlutað frá Búnaðarsambandinu 271 lítra samkvæmt 3. tl. 12. gr. og tíma-bundna úthlutun á 600 lítrum. Hafi þetta numið samtals 35.368 lítrum en auk þess hafi hann haft til ráðstöfunar til við­bótar 928 lítra þar sem hann hefði ekki nýtt að fullu fullvirðisrétt verðlagsársins næsta á undan. Samkvæmt því hafi hann haft til ráðstöfunar 36.296 lítra mjólkur verðlags­árið 1989-1990, sbr. dskj. nr. 41 og fylgiskjal á dskj. nr. 42. Verðlagsárið 1990-1991 hafi reiknaður grunnréttur stefnanda samkvæmt 11. gr. reglu­gerðar nr. 287/1990 verið 34.768 lítrar. Auk þess hafi hann fengið úthlutað samkvæmt 2. lið 11. gr. reglu­gerðar 600 lítrum er eingöngu hafi nýst með innleggi mjólkur í afurðastöð á því verðlagsári. Samkvæmt því hafi fullvirðisréttur til ráðstöfunar verið 35.368 lítrar, sbr. dskj. nr. 42. Verðlagsárið 1991-1992 hafi grunnréttur stefnanda samkvæmt 2. mgr. 2. gr. reglu­gerðar nr. 262/1991 verið 34.768 lítrar auk þess sem hann hafi fengið tímabundinn rétt frá Búnaðar­sambandi samkvæmt 2. lið 2. gr., 600 lítra. Heildarréttur til framleiðslu hafi samkvæmt því verið 35.368 lítrar, sbr. dskj. nr. 44. Af þeim rétti hafi hann leigt Framleiðsluráði landbúnaðarins alls 17 þúsund lítra, sbr. dskj. nr. 45–48. Eftir hafi því staðið 18.368 lítrar af virkum rétti, sbr. dskj. nr. 54. Reiknað greiðslumark stefnanda í mjólk verðlagsárið 1992-1993, er greiðslu­marks­kerfi hafi tekið við, hafi verið 33.825 lítrar að gerðri almennri 4,4% niðurfærslu fullvirðis­réttar, sbr. dskj. nr. 50. Útreikningur á fullvirðisrétti stefnanda í mjólk einstök verðlagsár hafi þannig í einu og öllu verið samkvæmt gildandi reglum. Auk útreiknaðs grunnréttar í samræmi við ákvæði reglugerðanna á hverjum tíma, sem aukist hafi frá verðlagsárinu 1987-1988, hafi stefnandi notið sérstakra ívilnana, umfram það sem framleiðendur hafi almennt mátt búa við, í formi viðbótarúthlutana öll verðlagsárin svo sem að framan hafi verið rakið. Hin sérstaka viðbótarúthlutun er stefnandi hafi notið verðlagsárið 1985-1986 samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 37/1986, en nýtti ekki að fullu, hafi eingöngu gilt á því verðlagsári. Nýting fullvirðisréttar, þ.á m. á þeirri viðbót, hefði heldur engin áhrif haft við útreikning á fullvirðisrétti verðlags­árið 1986-1987, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 37/1986, sbr. reglugerð nr. 178/1986 og 3. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986. Stefndu halda því fram að staðhæfingar stefnanda um að hann hafi á ólögmæltan hátt verið sviptur 100 ærgilda fullvirðisrétti af Framleiðsluráði eða Búnaðarsambandi og kröfur á því byggðar eigi þannig enga stoð. Engum gögnum sé heldur stutt að stefnandi, er hann á annað borð hafi hirt um að sækja um það, hafi borið skarðan hlut frá borði eða sætt óréttmætri mismunun við ráðstöfun á þeim takmörkuðu réttindum sem Búnaðarsamband Snæ­fellinga hafi haft til umráða hverju sinni. Sé fjarri lagi að ályktun í þá veru verði dregin af gögnum málsins, sbr. dskj. nr. 33-34, 37, 40 og 55. Verði þau sjónarmið sem hér að framan hafa verið rakin ekki talin leiða til sýknu af öllum kröfum stefnenda er varakrafa stefndu sú að stefnukröfurnar verði stór­kost­lega lækkaðar og er í því sambandi vísað til sjónarmiða er rakin hafa verið hér að framan varðandi meint tjón stefnanda og bótaskyldu. Þá fái útreikningur tjóns miðað við ætlað meðalverð greiðslumarks í mjólk löngu síðar, sem engum gögnum sé stutt, og krafa á því byggð, ekki staðist að lögum. Öllum kröfum stefnanda um dráttarvexti og upphafs­tíma þeirra er mótmælt. Ekki fáist annað séð en stefna sé reist í verulegum atriðum á röngum og hald­lausum staðhæfingum og kröfum. Er þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði til þess litið, sbr. 130. og 131. gr. laga um meðferð einkamála. Niðurstöður. Eins og fram kemur í dómum Hæstaréttar frá 9. október 1997 í málum nr. 42/1997 og 43/1997 var tilgangur laga nr. 15/1979, um breyting á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., að draga úr framleiðslu búvöru svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Með lögunum var Framleiðsluráði heimilt að beita tímabundnum ráðstöfunum, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra, til þess að ná þessum tilgangi en þær ráðstafanir eru taldar í 1. gr. laga nr. 15/1979. Samkvæmt a lið lagagreinarinnar var þannig heimilt að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda þegar búvöruframleiðsla yrði meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust viðunandi erlendir markaðir fyrir það sem umfram væri. Var m.a. heimilt í því sambandi að ákveða framleiðendum full grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, en útflutningsverð fyrir það sem umfram væri. Samkvæmt 5. mgr. sömu lagagreinar skyldi landbúnaðarráðherra setja reglugerð um framkvæmd heimilda er fólust í lagagreininni, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og fulltrúafundar Stéttarsambands bænda. Með reglugerð nr. 348/1979, sem sett var samkvæmt lögum nr. 15/1979, voru Framleiðsluráði landbúnaðarins heimilaðar tilteknar tímabundnar ráðstafanir í samræmi við fyrirmæli laganna. Samkvæmt a lið 2. gr. reglugerðarinnar var þannig heimilt að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda samkvæmt því sem segir í lögunum og hér að framan greinir. Í 2. mgr. sama liðar segir að settur verði kvóti í ærgildisafurðum fyrir framleiðslu sauðfjár- og nautgripaafurða, aðra hvora búgreinina eða báðar, eftir því sem þurfa þyki. Í greinargerð með lögum nr. 15/1979 kemur fram að mikill vandi hafi steðjað að íslenskum landbúnaði vegna framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða umfram það sem seldist á innanlandsmarkaði. Fram kemur einnig að mjög brýnt hafi verið að grípa til aðgerða sem væru til þess fallnar að draga úr framleiðslu. Þær aðgerðir sem frumvarpið gerði ráð fyrir að heimilt yrði að beita væru ætlaðar sem skammtímaaðgerðir þar til fastara skipulag færðist á framleiðslumagn landbúnaðarins í samræmi við þarfir innlends markaðar. Samkvæmt lögum nr. 15/1979 var þannig heimilt að grípa til tímabundinna ráðstafana þegar búvöruframleiðsla yrði meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust erlendir markaðir sem viðunandi teldust fyrir það sem umfram væri að mati Framleiðsluráðs og landbúnaðarráðuneytisins. Skyldi að því stefnt með þessum aðgerðum að laga framleiðsluna að þörfum markaðarins. Engar vísbendingar er að finna í gögnum málsins þess efnis að aðstæður sem máli skiptu varðandi stjórnun búvöruframleiðslunnar yrðu óbreyttar til frambúðar. Verður fremur að telja rökréttara að gera hafi mátt ráð fyrir því að þessar aðstæður breyttust. Ekki verður heldur litið svo á að stjórnvöld hafi gefið fyrirheit um hvaða ákvarðanir yrðu teknar í framtíðinni varðandi stjórnun á framleiðslu búvara eða að stefnandi hafi mátt treysta því að þessum aðgerðum yrði beitt áfram án viðeigandi breytinga í samræmi við þann tilgang sem þeim var ætlað að þjóna. Stefnandi heldur því fram að stjórnvöld hafi hvatt bændur til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts en auka framleiðslu nautakjöts og vísar hann í því sambandi til umburðarbréfs Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 3. maí 1982 á dskj. nr. 3. Í bréfi þessu kemur fram að á fundi Framleiðsluráðs þann 29. apríl það ár hafi verið samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga: „Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkir að öllum bændum á lögbýlum verði skrifað bréf varðandi búmark í nautakjöti. Í bréfinu verði gerð grein fyrir því að ætla megi að nautakjötsframleiðslan fái hliðstæða meðferð við uppgjör á verðlagsárinu 1. sept. 1982 til 31. ágúst 1983 eins og sauðfjárafurðir. Skorað verði á framleiðendur að gera Framleiðsluráði skriflega grein fyrir því, hvort þeir muni nýta áunninn búmarksrétt sinn í nautakjöti á næsta ári. Tekið verði fram að svari bændur bréfinu ekki fyrir 1. júlí n.k. verði litið svo á að þeir ætli ekki að nota búmarksrétt sinn og hann falli út til geymslu næsta verðlagsár. Vilji einhverjir framleiðendur fá rýmkaðan rétt til nautakjötsframleiðslu gefi þeir upplýsingar um hvort þeir vilji á móti draga úr kindakjötsframleiðslu eða mjólkurframleiðslu. Að fengnum framangreindum upplýsingum verði búmark í nautakjöti endurskoðað með hliðsjón af vaxandi sölu nautakjöts.“ Þá segir í umburðarbréfinu að eins og bændum hafi áður verið tilkynnt verði nautakjöt sem komi í sláturhús fyrir ágústlok á því ári verði greitt fullu verði. Bændur væru hvattir til að nota markaðinn á meðan tryggt sé að fullt verð fáist. Búist væri við miklu nautakjöti næsta haust sem gæti leitt til þess að þá þyrfti að beita verðskerðingu við uppgjör. Í bréfinu er skorað á bændur að segja til um það fyrir 1. júlí hvort þeir muni nota framleiðslurétt sinn í nautakjöti. Þeir sem ekki tilkynni fyrir þann tíma megi reikna með að svo verði litið á að þeir noti ekki rétt sinn svo sem segi í framanritaðri tillögu. Rétturinn verði þá geymdur á nafni jarðarinnar til síðari tíma. Síðan segir í umburðarbréfinu að vilji framleiðendur nautakjöts fá rýmkaðan þann framleiðslurétt gegn því að draga saman framleiðslu í kindakjöti eða mjólk þurfi þeir að sækja sérstaklega um það og taka fram hversu mikinn framleiðslurétt þeir óski eftir að færa á milli búgreina. Þegar efni umburðarbréfs þessa er skoðað verður það hvorki túlkað á þann veg að bændur hafi með því verið hvattir til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts og auka framleiðslu nautakjöts né að þeir hafi verið hvattir til að skipta úr búmarki í mjólk og kindakjöti yfir í búmark í nautakjöti eins og stefnandi heldur fram. Eins og fram kemur í bréfinu gátu bændur ákveðið sjálfir hvort þeir vildu nota framleiðslurétt sinn til nautakjötsframleiðslu. Einnig kemur þar fram að bændur gátu sótt um að fá aukinn framleiðslurétt hvað varðaði nautakjöt gegn því að draga úr framleiðslu kindakjöts og mjólkur. Með lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem tóku gildi 1. júlí 1985 og felldu úr gildi fyrri lög um sama efni, var landbúnaðarráðherra veitt heimild til að beita tilteknum ráðstöfunum til að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún yrði í samræmi við tilgang laganna, sbr. 30. gr. þeirra. Tilgangur laganna var m.a. sá að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, sbr. a lið 1. gr. laganna, og samkvæmt b lið að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar yrði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggði ávallt nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Samkvæmt a lið 1. mgr. 30. gr. laganna var landbúnaðarráðherra heimilt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Skyldi ríkissjóður leggja fram fjármagn til að greiða framleiðendum mismun á fullu verði samkvæmt þeim samningum og þess verðs sem fengist fyrir búvörurnar við sölu á innlendum og erlendum mörkuðum. Samkvæmt 35. gr. skyldu ákvarðanir um beitingu þessara og annarra heimilda í VII. kafla laganna teknar með reglugerð þar sem réttur framleiðenda skyldi ákveðinn með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Fullvirðisréttur var í 1. gr. reglugerðar nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986, sem sett var samkvæmt heimild í ofangreindum lögum, skilgreindur sem það framleiðslumagn sem framleiðandi afhenti til sölu í afurðarstöð og honum væri ábyrgst fullt verð fyrir samkvæmt reglugerðinni. Samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar skyldi fullvirðisréttur mjólkurframleiðanda það verðlagsár vera margfeldi búmarks hans og fullvirðismarks viðkomandi svæðis en engum framleiðanda skyldi þó reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985, sbr. a lið greinarinnar. Heimilt var samkvæmt 10. gr. reglugerðarinnar að veita mjólkurframleiðendum, sem uppfylltu tiltekin skilyrði sem þar eru tilgreind, aukinn fullvirðisrétt. Engin sambærileg ákvæði voru í reglugerðinni varðandi kvóta á framleiðslu nautakjöts eins og áður hafði verið í 2. mgr. a liðar 2. gr. reglugerðar nr. 348/1979. Í 10. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986-1987, sem einnig var sett samkvæmt lögum nr. 46/1985, segir að reglugerðin taki ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Ekki hefur annað komið fram í málinu en fullvirðisréttur stefnanda verðlagsárið 1985-1986 hafi verið reiknaður út samkvæmt þeim reglum sem hér hafa verið raktar og þá giltu. Með vísan til þess sem að framan er rakið og þeirra röksemda sem fram koma í framangreindum dómum Hæstaréttar frá 9. október 1997 verður hvorki á það fallist að með ákvörðun fullvirðisréttar stefnanda samkvæmt þessum reglum hafi verið brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem stefnandi vísar til né jafnræðisreglum. Samkvæmt því sem fram hefur komið í málinu var fullvirðisréttur stefnanda til mjólkurframleiðslu fyrir verðlagsárið 1986-1987 reiknaður út samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986-1987. Verður ekki annað séð en honum hafi verið reiknaður fullvirðisréttur samkvæmt þeim reiknireglum sem þar koma fram. Ekki verður fallist á að afsal stefnanda á fullvirðisrétti til Búnaðarsambands Snæfellinga hafi skipt máli við þennan útreikning. Hins vegar skipti máli hver reiknaður fullvirðisréttur stefnanda var árið áður. Úthlutun til einstakra framleiðenda var þó samkvæmt þessum reglum háð því magni sem til úthlutunar var í heild og innan búmarkssvæðis. Samkvæmt því var ekki tryggt að fullvirðisréttur stefnanda yrði óbreyttur frá fyrra ári. Samkvæmt 3. tl. 4. mgr. 13. gr. regulgerðarinnar gátu þeir framleiðendur fengið aukinn fullvirðisrétt sem um það sóttu til Framleiðsluráðs landbúnaðarins og uppfylltu þau skilyrði að hafa samanlagt framleitt innan við 300 ærgildisafurðir í mjólk og sauðfjárafurðum verðlagsárið 1984-1985 og höfðu meirihluta tekna sinna af mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á þeim árum. Einnig var Búnaðarsambandi heimilt samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar að veita þeim mjólkurframleiðendum aukinn fullvirðisrétt sem uppfylltu einhver þeirra skilyrða sem þar eru talin. Bótakrafa stefnanda er þó ekki byggð á því að brotið hafi verið gegn þessum reglum við ákvörðum fullvirðisréttar stefnanda umrætt verðlagsár. Þegar framangreind atriði eru virt verður ekki á þau rök stefnanda fallist að hann hafi öðlast bótarétt á hendur stefndu af þeim ástæðum sem hann tilgreinir í málatilbúnaði sínum. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði sem er þóknun lögmanns hans, Ólafs Björnssonar hrl., sem þykir hæfilega ákveðin 300.000 krónur og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndu, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, skulu sýknir vera af kröfum stefnanda, Þráins Nóasonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði sem er þóknun lögmanns hans, Ólafs Björnssonar hrl., 300.000 krónur.
Mál nr. 288/1998
Skilasvik Staðgreiðsla opinberra gjalda Sekt Vararefsing Skilorð Frávísun frá héraðsdómi að hluta
E var ákærður fyrir fjárdrátt, skilasvik, brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Við meðferð málsins var fallið frá kröfu um sakfellingu fyrir fjárdrátt. Hvorki var fallist á kröfu um frávísun málsins að því er varðaði sakargiftir um skilasvik né brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, en þeim lið ákærunnar er laut að brotum á lögum um virðisaukaskatt var vísað frá héraðsdómi þar sem hann þótti ekki hafa verið skýrður með fullnægjandi hætti. Var E sakfelldur fyrir skilasvik og brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Var refsing fyrir síðargreindu brotin ákveðin meðal annars samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Var E dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og sektar, en til vararefsingar yrði sektin ekki greidd innan tilskilins tíma. Við ákvörðun vararefsingar var litið til þess sem ætla mætti að hefðu getað orðið viðurlög á hendur E ef ekki hefði verið mælt fyrir um lágmark sektar í lögum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. júlí 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds. Krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hann verði sýknaður, en að því frágengnu krefst hann þess að refsing verði milduð. I. Í greinargerð ákærða fyrir Hæstarétti var krafa um að sakargiftum samkvæmt 1. lið I. kafla ákæru yrði vísað frá héraðsdómi studd við það, að verulega skorti á að málið væri rannsakað með fullnægjandi hætti. Hefði þannig ekki verið aflað nánar tilgreindra gagna, sem nauðsynleg væru til að skýra málið, auk þess sem skorti á samræmi milli gagna um þennan lið ákæru. Í greinargerð ákæruvalds til Hæstaréttar var á það fallist að fullnægjandi skýringar hefðu ekki fengist um innborganir til lífeyrissjóða og fleira. Var því lýst yfir, að af hálfu ákæruvalds væri fallið frá kröfu um staðfestingu á sakfellingu héraðsdóms vegna ákæruefnis í 1. lið I. kafla ákærunnar. Er sá þáttur málsins samkvæmt því niður fallinn. II. Krafa um frávísun málsins að því er varðar sakargiftir samkvæmt 2. lið I. kafla ákæru er einnig á því reist að rannsókn sé svo ófullnægjandi að efnisdómur verði ekki lagður á það. Er til þess vísað, að ekki liggi fyrir hvernig eða hvenær krafa Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á hendur ákærða í skjóli viðskiptareiknings hans hjá félaginu hafi stofnast. Þá liggi hvorki fyrir hver raunveruleg skuld hans á reikningnum hafi verið né hve miklar ábyrgðir hann hafi gengist í fyrir félagið, sem veiti honum rétt til skuldajafnaðar við kröfu félagsins á hendur honum. Þær fjárhæðir hafi hvað sem öðru líði verið miklum mun hærri en hugsanleg krafa á hendur honum. Loks vísar ákærði til þess, að húseign hans hafi verið seld við nauðungarsölu 15. desember 1992. Hafi hluti söluverðsins runnið til greiðslu fimm tilgreindra skulda Niðursuðuverksmiðjunnar hf., sem hafi hvílt með veði í húseigninni. Skorti verulega á að þessi þáttur málsins hafi verið skýrður sem skyldi. Ákæruvaldið mótmælir því að skuldir, sem greiddust af söluverði húseignar ákærða, hafi hvílt á Niðursuðuverksmiðjunni hf. utan einnar, sem hafi verið við Íslandsbanka hf. og fengist greidd með 915.588 krónum af söluverðinu. Að öðru leyti hafi áhvílandi veðskuldir allar verið persónulegar skuldir ákærða. Er því jafnframt haldið fram að aðrar ástæður, sem ákærði teflir fram til stuðnings aðalkröfu sinni, séu haldlausar með öllu. Ákærði hefur engin gögn fært fram fyrir staðhæfingu sinni um að hluti söluverðs húseignar hans hafi runnið til greiðslu á skuldum Niðursuðuverksmiðjunnar hf. umfram það, sem viðurkennt er af hálfu ákæruvalds. Nauðungarsala á húsi ákærða fór fram nærri hálfu ári eftir að þær færslur áttu sér stað í bókhaldi Niðursuðuverksmiðjunnar hf., sem 2. liður I. kafla ákæru lýtur að. Jafnvel þótt skuldirnar hefðu hvílt á félaginu hefur á engan hátt verið skýrt hvaða máli greiðsla ákærða á þeim geti skipt fyrir heimild hans til að nýta sér þær til skuldajafnaðar hálfu ári fyrr. Eins og málið liggur fyrir verður ekki fallist á með ákærða að ófullnægjandi rannsókn þessa atriðis eigi að leiða til frávísunar málsins. Þá skiptir engu við úrlausn málsins hvenær krafa félagsins á hendur honum myndaðist eða hver var samanlögð fjárhæð krafna, sem ákærði var í ábyrgð fyrir í þágu þess. Aðrar fram bornar ástæður fyrir frávísun þessa þáttar málsins geta heldur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu. Að þessu gættu og því, sem segir hér á eftir um heimild ákærða til skuldajafnaðar, eru ekki efni til að fallast á aðalkröfu hans varðandi þennan þátt málsins. Sýknukrafa ákærða í þessum þætti er á því reist, að ósannað sé að um raunverulega skuld hafi verið að ræða á viðskiptareikningi hans. Vísar hann til framburðar vitna, sem rakinn er í héraðsdómi, um að reikningurinn hafi verið notaður sem nokkurs konar safnreikningur fyrir greiðslur, sem ekki hafi verið ljóst hvernig skyldi færa í bókhaldi. Megi kenna um óreiðu eða kæruleysi hans sjálfs að skuld hafi myndast á reikningnum. Verði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að um skuld hans hafi verið að ræða sé ljóst, að honum hafi verið heimilt að skuldajafna með kröfu sinni á hendur félaginu, sem nánar er getið hér á eftir. Í héraðsdómi er greint frá efni bókunar í fundargerð stjórnar Niðursuðuverksmiðjunnar hf. 16. mars 1992 þegar ákærða var heimilað að gera upp skuld við félagið samkvæmt viðskiptareikningi með því að taka að sér nánar tilteknar skuldir þess. Stóð ákærði ásamt tveim öðrum stjórnarmönnum að þessari samþykkt. Verður efni hennar og orðalag ekki skýrt öðru vísi en svo að stjórnin hafi þar lýst yfir að ákærði skuldaði félaginu fé samkvæmt viðskiptareikningnum og að hann mætti gera upp þá skuld með því að taka að sér að greiða tilgreindar skuldir félagsins, sem hann var að einhverju leyti eða öllu í ábyrgð fyrir. Eins og málið liggur fyrir verður ekki annað ráðið en að á viðskiptareikninginn hafi meðal annars verið færðar greiðslur, sem ákærði bar ábyrgð á og gat ekki gert grein fyrir með fylgiskjölum hvernig var ráðstafað. Er samþykktin var gerð nam skuld hans samkvæmt bókhaldi félagsins 13.067.584 krónum, en ekki er annað fram komið en að réttilega hafi verið staðið að reikningsskilum fyrir það. Þegar allt framangreint er virt verður ekki fallist á síðbúnar staðhæfingar ákærða fyrir dómi um að engin skuld hafi í raun staðið að baki því, sem bókhald Niðursuðuverksmiðjunnar hf. sýndi. Svo sem nánar greinir í héraðsdómi fylgdi ákærði framangreindri samþykkt eftir með þrem færslum í bókhaldi félagsins 30. júní 1992 og tveim 11. júlí sama árs, sem starfsmaður félagsins annaðist að beiðni hans. Sakargiftir samkvæmt 2. lið I. kafla ákærunnar snúa að þessum gerðum. Tilraunum til að ná nauðasamningi við kröfuhafa félagsins var þá nýlega hætt án árangurs, en bú þess var þó ekki tekið til gjaldþrotaskipta fyrr en 15. október 1992. Er fyrstu þrjár færslurnar voru gerðar giltu enn gjaldþrotalög nr. 6/1978, en í 32. gr. þeirra var að finna ákvæði um heimild kröfuhafa til skuldajafnaðar við þrotabú. Við síðustu tvær færslurnar höfðu hins vegar tekið gildi lög nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., en 100. gr. þeirra laga hefur að geyma reglur um þetta efni. Ákvæði eldri og yngri laganna setja í meginatriðum sömu skilyrði fyrir heimild til skuldajafnaðar. Þannig þarf kröfuhafi að hafa eignast kröfu sína á hendur þrotamanni að minnsta kosti þrem mánuðum fyrir frestdag, hvorki vitað þá né mátt vita að þrotamaður átti ekki fyrir skuldum og ekki fengið kröfuna til að skuldajafna. Frestdagur í þrotabúi Niðursuðuverksmiðjunnar hf. mun hafa verið 14. október 1992. Hefur ákærði ekki vísað til neinna tiltekinna krafna, sem hann hafi eignast á hendur félaginu fyrir 14. júlí 1992 með því að leysa þær til sín með greiðslu til kröfuhafa. Þá var hann gerkunnugur fjárhag félagsins sem framkvæmdastjóri þess og síðar stjórnarformaður. Er þegar af þessum ástæðum ljóst að ákærða var óheimilt að fella niður eða lækka kröfu félagsins á hendur sér með skuldajöfnuði við ótilgreindar gagnkröfur, sem hann kann að hafa eignast á síðari stigum. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með ólögmætum gerðum sínum komið því til leiðar að eign Niðursuðuverksmiðjunnar hf., sem fólst í kröfu hennar á hendur honum, kæmi kröfuhöfum ekki að gagni og þannig rýrt fullnusturétt þeirra við gjaldþrotaskipti á búi félagsins. Aðgerðaleysi skiptastjóra í þrotabúinu um að koma í veg fyrir tjón með því að hlutast til um að rifta þessum ráðstöfunum þykir ekki skipta hér máli. Sama gildir um þá varnarástæðu ákærða, að ákvörðun 16. mars 1992 hafi verið tekin af stjórn félagsins, en ekki honum einum, og að aðstoðarmaður í greiðslustöðvun og við nauðasamningstilraunir hafi heimilað þetta. Reynir hér ekki á ábyrgð annarra manna, eins og ákæru er háttað. Verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn 4. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 samkvæmt 2. lið I. kafla ákæru. III. Sakargiftir samkvæmt 1. lið II. kafla ákæru lúta að ætluðum brotum ákærða sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Útgerðarfélagsins Iðunnar hf. við skil á virðisaukaskatti í árslok 1993 og byrjun árs 1994. Styður ákærði kröfu sína um vísun þessa hluta málsins frá héraðsdómi þeim rökum, að skatturinn hafi allur verið greiddur samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, auk þess að þau séu um margt óljós. Meðal málsgagna er viðskiptayfirlit sýslumannsins á Ísafirði 14. maí 1998 um gjöld áðurnefnds félags á þeim árum, sem hér um ræðir, þar á meðal um virðisaukaskatt. Gætir verulegs ósamræmis milli þessa skjals og skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins 27. september 1996, sem tekur meðal annars til sama efnis. Sýnir fyrrnefnda skjalið mun lægri álagningu virðisaukaskatts á árinu 1993 en hið síðarnefnda, þar sem munar rúmlega einni milljón króna. Lætur nærri að innborganir á því ári samkvæmt skýrslu skattrannsóknarstjóra hefðu nægt til að greiða upp þá skattálagningu, sem fram kemur í yfirliti sýslumanns, en ekki hefur verið skýrt við meðferð málsins í hverju misræmi þetta liggur. Þá fæst ekki séð að endurgreiddur innskattur á árinu 1994 sé færður til lækkunar skattsins í yfirliti skattrannsóknarstjóra á því ári, en ákært er fyrir vanskil á öllum virðisaukaskatti janúar- og febrúarmánaða þessa árs án frádráttar. Að öllu virtu þykir þessi þáttur málsins ekki hafa verið skýrður með fullnægjandi hætti. Verður samkvæmt því ekki komist hjá að vísa þessum lið ákærunnar frá héraðsdómi. IV. Samkvæmt 2. lið II. kafla ákæru er ákærða gefið að sök að hafa á árunum 1994 og 1995 ekki staðið skil á fé, sem haldið var eftir af launum starfsmanna Útgerðarfélagsins Iðunnar hf. til staðgreiðslu opinberra gjalda. Styður ákærði kröfu sína um vísun þessa þáttar málsins frá héraðsdómi samsvarandi rökum og teflt hefur verið fram að því er aðra þætti þess varðar. Hefur ákæruvaldið við meðferð málsins fyrir Hæstarétti gert fullnægjandi grein fyrir þeim atriðum í málatilbúnaði þess, sem ákærði telur óljós eða að ófullnægjandi skýringar hafi fengist á. Er krafa um frávísun þessa þáttar málsins því haldlaus. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða af ákæruefnum í 2. lið II. kafla ákærunnar. V. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að hluti þeirra brota, sem getið er í 2. lið II. kafla ákæru, var framinn eftir að lög nr. 42/1995 um breyting á refsiákvæðum nokkurra skattalaga tóku gildi, en með þeim voru meðal annars viðurlög við brotum á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda hert til muna. Taka hin breyttu refsiákvæði til vanskila á gjöldum, sem voru á gjalddaga frá og með 1. apríl 1995, eða samtals 2.150.093 krónum. Nokkur hluti þessara brota var jafnframt framinn eftir gildistöku laga nr. 39/1995, sem breyttu 262. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar verður það virt til mildunar á refsingu, að langur tími leið frá því ákærði framdi brot, sem getið er í 2. lið I. kafla ákæru, þar til ákært var fyrir þá háttsemi. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá greiði ákærði sekt í ríkissjóð, sem verður samkvæmt framansögðu ákveðin 4.400.000 krónur. Vararefsing verður ákveðin með sama hætti og í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum í dag í máli nr. 327/1998. Skal hún vera fangelsi í þrjá mánuði ef sektin greiðist ekki innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa. Ákærði verður dæmdur til að greiða þrjá fimmtu hluta sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 4.400.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði saksóknarlaun í ríkissjóð vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 180.000 krónur. Að öðru leyti greiði ákærði þrjá fimmtu hluta sakarkostnaðar á báðum dómstigum, þar á meðal af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði, Sigurðar A. Þóroddssonar héraðsdómslögmanns, sem eru ákveðin samtals 150.000 krónur, og af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, sem eru ákveðin alls 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 12. júní 1998. Ár 1998, föstudaginn 12. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Vestfjarða, sem háð er í dómsal embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara kveðinn upp dómur í málinu nr. S-17/1998: Ákæruvaldið gegn Eiríki Brynjólfi Böðvarssyni, sem dómtekið var 15. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið höfðaði Ríkissaksóknari með ákæru dagsettri 4. mars 1998 á hendur ákærða, Eiríki Brynjólfi Böðvarssyni, framkvæmdastjóra, Urðarvegi 24, Ísafirði, kt. 091156-2459, fyrir eftirgreind auðgunarbrot og brot á skattalögum. I. Brot framin í rekstri Niðursuðuverksmiðjunnar hf., kennitala 480269-0989, Ísafirði, sem úrskurðuð var gjaldþrota 15. október 1992. 1. Fyrir fjárdrátt, með því að hafa, sem framkvæmdastjóri félagsins á árunum 1990 og 1991, dregið félaginu og notað í rekstur þess fé sem haldið hafði verið eftir við útborgun launa til starfsmanna félagsins til greiðslu á iðgjaldshluta þeirra til lífeyrissjóða samtals kr. 2.773.998, sem hann stóð ekki lögmælt skil á. Sundurliðast fjárhæðin sem hér greinir: Lífeyrissjóður Vestfirðinga: Telst þetta varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2. Fyrir skilasvik, með því að hafa, hinn 16. mars 1992, á stjórnarfundi í Niðursuðu-verksmiðjunni hf., sem hafði heimild til að leita nauðasamninga við lánardrottna sína á tímabilinu 10. mars til 23. júní 1992, samþykkt sem stjórnarformaður félagsins ásamt tveimur meðstjórnendum, að ákærði gerði upp ótilgreinda skuld sína við félagið með þeim hætti, að greiðslur hans sem ábyrgðarmanns á tilgreindri víxilskuld Niðursuðuverksmiðjunnar hf. að eftirstöðvum kr. 1.150.000 og á kr. 4.200.000 samkvæmt tilgreindu skuldabréfi útgefnu af Arnarvör hf., dótturfélagi Niðursuðuverksmiðjunnar hf., svo og á öðrum ótilgreindum kröfum sem hann hefði ábyrgst fyrir áðurgreind félög og þyrfti að greiða, miðað að því að viðskiptakrafa félagsins á hendur ákærða, sem við greinda samþykkt nam kr. 13.067.584, kæmi ekki lánardrottnum félagsins að gagni, og með því að hafa, þegar tilraunir til nauðasamninga höfðu mistekist og ákærða var ljóst að gjaldþrot félagsins vofði yfir, rýrt fullnusturétt kröfuhafa félagsins með eftirgreindum greiðslufærslum 30. júní og 11. júlí 1992 samtals kr. 14.672.003,40 til lækkunar á viðskiptareikningsskuld sinni við félagið, sem þá nam kr. 14.054.883. 30. júní 1992: 1. Kr. 4.000.000, samkvæmt ljósritum þriggja greiðslukvittana sýslumannsins á Ísafirði, öllum dagsettum 13. apríl 1992 fyrir skattskuldum Arnarvarar hf. sem hér greinir: Virðisaukaskattur kr. 1.686.820, tryggingagjald kr. 10.737 og staðgreiðsla opinberra gjalda kr. 2.302.443. Kr. 240.000 samkvæmt kvittun lögfræðingadeildar Landsbanka Íslands, dagsettri 11.05.1992, til ákærða fyrir greiðslu víxilskuldar. Kr. 2.876.893, samkvæmt innheimtubréfi lögmanns Íslandsbanka hf., Ísafirði, dagsettu 4.6.1992, vegna kröfu samkvæmt víxli að fjárhæð kr. 2.000.000, útgefnum 14.1.91 af Niðursuðuverksmiðjunni hf. og samþykktum til greiðslu af ákærða með gjalddaga 17.1.91. 11. júlí 1992: 1. Kr. 6.773.214.70 samkvæmt innheimtubréfi lögmanns Íslandsbanka hf., Ísafirði, dagsettu 11.6.92, vegna kröfu samkvæmt fjórum eftirgreindum víxlum, útgefnum af ákærða, en samþykktum til greiðslu af Niðursuðuverksmiðjunni hf.: kr. 500.000 með gjalddaga 4.4.91, kr. 500.000 með gjalddaga 11.4.91, kr. 3.000.000 með gjalddaga 8.8.91 og kr. 1.300.000 með gjalddaga 25.8.91. Kr. 781.895.70 samkvæmt innheimtubréfi lögmanns Íslandsbanka hf., Ísafirði, dagsettu 6.6.92, vegna kröfu samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 17. ágúst 1990 af Niðursuðuverksmiðjunni hf. með ábyrgð ákærða, upphaflega kr. 611.111.20. Telst þetta varða við 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Brot framin í rekstri Útgerðarfélagsins Iðunnar ehf., kennitala 591192-2059, Ísafirði, sem úrskurðað var gjaldþrota 30. október 1996. 1. Fyrir stórfelld brot á skattalögum, með því að hafa, sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins eigi staðið innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskatti, sem félagið hafði innheimt á árunum 1993 og 1994 samtals kr. 1.619.229 og sundurliðast sem hér greinir: Telst þetta varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 39, 1995 um breyting á þeim lögum, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50, 1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 42, 1995, sbr. áður 1. sbr. 6. mgr. laga nr. 50, 1988. 2. Fyrir stórfelld brot á skattalögum, með því að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins, eigi staðið innheimtumanni ríkissjóðs skil á kr. 3.965.173, sem haldið hafði verið eftir af launum starfsmanna félagsins til staðgreiðslu opinberra gjalda þeirra og sundurliðast þannig: Telst þetta varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 39, 1995 um breyting á þeim lögum, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45, 1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. lög nr. 42, 1995, sbr. áður 1. sbr. 7. mgr. 30. gr. laga nr. 45, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Ákærði heldur upp vörnum í málinu. I. kafli ákæru. Með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða uppkveðnum 15. október 1992 var bú Niðursuðuverksmiðjunnar hf. tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu stjórnar félagsins. Jón Sigfús Sigurjónsson héraðsdómslögmaður var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Samkvæmt skrá skiptastjóra um lýstar kröfur í þrotabúið námu þær samtals krónum 357.096.683. Meðal lýstra krafna voru krafa Lífeyrissjóðs Vestfirðinga vegna vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda starfsmanna Niðursuðuverksmiðjunnar hf. frá árunum 1990 til 1992, samtals að fjárhæð krónur 7.150.141 og krafa Lífeyrissjóðs sjómanna vegna vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda frá árinu 1991, samtals að fjárhæð krónur 1.689.597. Kröfurnar voru samþykktar sem forgangskröfur í þrotabúið, en ekkert fékkst greitt upp í þær við skiptalok 26. maí 1995. Með bréfi dagsettu 5. maí 1995 tilkynnti skiptastjóri Ríkissaksóknara um framangreindar kröfur í samræmi við fyrirmæli 84. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Vakti skiptastjóri athygli á því í bréfinu, að umrædd vanskil gætu gefið tilefni til rökstudds gruns um að fyrirsvarsmenn hluta­félagsins hefðu með refsiverðum hætti brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með bréfi dagsettu 15. maí 1995 framsendi Ríkissaksóknari bréf skiptastjóra til Rannsóknarlögreglu ríkisins með ósk um opinbera rannsókn á hendur fyrirsvarsmönnum félagsins vegna ætlaðra brota á 247. gr. almennra hegningarlaga. Sætti málið síðan rannsókn af hálfu RLR, sem lauk 26. maí 1997, en svo sem áður greinir var ákæra gefin út 4. mars 1998. 1. Ætlaður fjárdráttur. Atvikalýsing. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Niðursuðuverksmiðjunnar hf. tók ákærði við stöðu framkvæmdastjóra félagsins 15. september 1982 og gegndi því starfi óslitið til 1. október 1991 er Stefán Jónsson tók við stöðunni. Ákærði sat jafnframt í stjórn félagsins ásamt föður sínum Böðvari Sveinbjarnarsyni og Jóni Guðlaugi Magnússyni, sem gegndi stjórnarformennsku. Munu hvorki Böðvar né Jón Guðlaugur hafa haft bein afskipti af rekstri félagsins á því tímabili, sem ákæra tekur til. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi, að hafa sem framkvæmdastjóri félagsins borið einn ábyrgð á daglegum rekstri, þar á meðal fjármálastjórn, mánuðina október til desember 1990 og janúar til og með maí 1991. Sökum erfiðleika í rekstri félagsins á greindu tímabili hefði Íslandsbanki, sem verið hefði stærsti kröfuhafi félagsins, móttekið allar greiðslur fyrir afurðaframleiðslu félagsins og skammtað því peninga inn á reikning til greiðslu á útborguðum hluta launa starfsmanna og til að halda rekstrinum gangandi. Félagið hefði ekki haft aðra fjármuni til ráðstöfunar og því hefði ákærði ekki getað staðið að fullu lögmælt skil á launatengdum gjöldum, þar með töldum 4% iðgjaldshluta starfsmanna til Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Lífeyrissjóðs sjómanna. Vorið 1991 hefði Íslandsbanki síðan í krafti stöðu sinnar krafist þess að ákærði viki úr starfi framkvæmdastjóra. Ákærði hefði látið af störfum um mánaðamót maí/júní 1991 og Stefán Jónsson viðskiptafræðingur, starfsmaður Endurskoðunar Gunnars Hjaltalín ehf. í Reykjavík, tekið við daglegri stjórn peningamála. Um leið hefði ákærði afsalað sér lyklavöldum að skrifstofu félagsins og hætt öllum afskiptum af daglegum rekstri. Einhverra hluta vegna hefði dregist að tilkynna um framkvæmdastjóraskiptin og geta þeirra í fundargerðum stjórnar. Ákærði kvaðst engu að síður ekki bera ábyrgð á vangoldnum iðgjöldum til lífeyrissjóðanna tveggja mánuðina júní til september 1991 og krafðist sýknu af þeim hluta 1. liðar I. kafla ákæru. Vitnið Stefán Jónsson bar fyrir dómi, að það hefði verið búið að starfa um alllangt skeið hjá Endurskoðun Gunnars Hjaltalín ehf. og hefði haft málefni Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á sinni könnu. Vitnið hefði fylgst grannt með vaxandi samskiptaörðugleikum ákærða og fyrirsvarsmanna Íslandsbanka og í samráði við báða aðila fallist á að taka að sér daglega stjórnun Niðursuðuverksmiðjunnar, sem framkvæmdastjóri. Um leið hefði ákærði stigið niður og ekki skipt sér frekar af daglegum rekstri. Vitnið kvað fram­kvæmdastjóraskiptin hafa farið fram miðað við mánaðamót júní/júlí 1991. Vitnið hefði sinnt starfi framkvæmdastjóra félagsins fram í desember 1991, en þá hefðu Sölusamtök lagmetis verið komin inn í rekstur félagsins og vitnið því talið að sín væri ekki lengur þörf. Vitnið mundi ekki hvort gengið hefði verið formlega frá ráðningu þess sem framkvæmdastjóra. Guðmundur Hólm Indriðason annaðist launaútreikning og bókhald Niðursuðuverk­smiðjunnar hf. á því tímabili, sem 1. liður I. kafla ákæru tekur til. Vitnið bar fyrir dómi, að ákærði hefði gengið út úr fyrirtækinu einhvern tíma árs 1991 og Stefán Jónsson tekið við daglegri stjórn félagsins. Vitnið mundi ekki hvenær árs þetta hefði verið. Vitnið Jón Guðlaugur Magnússon bar með líkum hætti, sem og vitnið Guðrún Ó. Guðmundsdóttir, fyrrverandi skrifstofumaður hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. Álit réttarins. Með afdráttarlausri játningu ákærða, sem stoð fær í öðrum gögnum málsins, er sannað að ákærði hafi, sem framkvæmdastjóri Niðursuðuverksmiðjunnar hf., borið ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, þar á meðal fjárreiðum, mánuðina október til desember 1990 og janúar til maí 1991. Á greindu tímabili bar ákærða því skylda samkvæmt 2. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda til að halda eftir af launum starfsmanna félagsins 4% iðgjaldshluta þess til þeirra lífeyrissjóða, sem tilgreindir eru í 1. lið I. kafla ákæru og standa viðkomandi lífeyrissjóðum skil á honum. Með því að standa ekki lögboðin skil á umræddum iðgjöldum, samtals krónur 1.061.490 til Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og samtals krónur 309.114 til Lífeyrissjóðs sjómanna, heldur hagnýta sér féð í rekstur félagsins, notfærði ákærði sér fjármuni, sem hann hafði í vörslum sínum, en átti ekki. Varðar sú háttsemi við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af vætti Stefáns Jónssonar er ljóst, að ákærði gegndi ekki starfi framkvæmdastjóra félagsins til 1. október 1991, eins og fundargerðir stjórnar félagsins bera með sér. Einnig er ljóst af vætti Stefáns og framburði ákærða að ákærði hafi hætt daglegum afskiptum af rekstri félagsins eigi síðar en 1. júlí 1991 og Stefán þá tekið við stöðu framkvæmdastjóra. Af framburði ákærða og vætti Stefáns og annarra vitna, sem leidd voru um þetta atriði við dómsmeðferð málsins, verður hins vegar engu slegið föstu um það hver staða ákærða innan fyrirtækisins hafi verið í júní 1991. Ber að virða þann vafa ákærða í hag. Samkvæmt framanrituðu og með skírskotun til 45. og 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að sýkna ákærða af ætluðum fjárdrætti á iðgjöldum til lífeyrissjóðanna tveggja fyrir tímabilin júní, júlí, ágúst og september 1991, en samtals nema þau krónum 1.403.394. 2. Ætluð skilasvik. Atvikalýsing. Samkvæmt því sem áður er rakið verður við það að miða, að ákærði hafi hætt daglegum afskiptum af rekstri Niðursuðuverksmiðjunnar hf. um mánaðamót maí/júní 1991. Í kjölfar þess tók Stefán Jónsson við starfi framkvæmdastjóra. Á stjórnarfundi 1. október 1991 var getið um framkvæmdastjóraskiptin. Jafnframt var fært til bókar, að ákærði tæki frá sama tíma við stjórnarformennsku í félaginu af Jóni Guðlaugi Magnússyni. Voru ákærða þá falin margvísleg störf, sem miða áttu að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, m.a. í samvinnu við Tryggva Agnarsson héraðsdómslögmann, sem ráðinn hafði verið 14. september 1991 til að koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Með úrskurði skiptaréttar Ísafjarðar 3. október 1991 var félaginu veitt heimild til greiðslustöðvunar í tvo mánuði. Heimildin var framlengd 4. desember 1991 til tveggja mánaða og aftur 5. febrúar 1992 til eins mánaðar. Á greiðslustöðvunartímabilinu naut félagið aðstoðar Tryggva Agnarssonar héraðsdómslögmanns. Með bréfi lögmannsins frá 3. mars 1992 var óskað eftir heimild skiptaréttar Ísafjarðar til að leita nauðasamnings við lánardrottna félagsins. Heimild var veitt með úrskurði skiptaréttar 10. mars 1992. Á fundi, sem haldinn var 16. mars 1992, samþykkti stjórn Niðursuðuverksmiðjunnar hf., að ótilgreind skuld ákærða á viðskiptareikningi yrði gerð upp með þeim hætti, að ákærði yfirtæki víxilskuld við Landsbanka Íslands, upphaflega að fjárhæð krónur 650.000, en að eftirstöðvum krónum 1.150.000, sem félagið var greiðandi að og ákærði ábekingur. Jafnframt yfirtæki ákærði 4.200.000 króna skuld við OLÍS. Til frádráttar á skuld ákærða skyldu hins vegar dragast ótilgreindar kröfur, sem hann hefði ábyrgst fyrir Niðursuðuverksmiðjuna hf. og dótturfyrirtækið Arnarvör hf. og ákærði þyrfti ella að greiða. Við gerð nefndrar samþykktar nam bókfærð viðskiptakrafa félagsins á hendur ákærða krónum 13.067.584. Á fundi skiptaréttar Ísafjarðar með kröfuhöfum vegna nauðasamningsumleitana Niðursuðuverksmiðjunnar hf., sem haldinn var 2. júní 1992, var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi frumvarp til nauðasamnings að beiðni ákærða og Tryggva Agnarssonar og boðað til nýs fundar 23. júní s.á. Áður en til þess fundar kom gerðist það hinn 22. júní, að ákærði reit skiptarétti bréf og tilkynnti ákvörðun stjórnar félagsins, tekna sama dag, að afturkalla beiðni félagsins um heimild til að leita nauðasamnings, þar sem ekki hefði tekist að útvega nauðsynlegt fjármagn til að efna samningsfrumvarpið. Þá segir í bréfinu, að stjórn félagsins muni í vikunni taka ákvörðun um það hvort leitað verði gjaldþrotaskipta fyrir félagið. Daginn eftir var fært til bókar í skiptarétti, að nauða­samningsumleitunum Niðursuðuverksmiðjunnar hf. væri lokið. Á fundi stjórnar félagsins 8. október 1992 var ákærða falið að krefjast gjaldþrotaskipta á búi félagsins. Krafa var lögð fram í Héraðsdómi Vestfjarða 14. október og bú félagsins tekið til gjaldþrota­skipta næsta dag. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi, að hafa meðan á nauðasamningstímabili stóð samkvæmt framanröktu (10. mars - 23. júní 1992) samþykkt, sem stjórnarformaður Niðursuðuverksmiðjunnar hf., að ótilgreind skuld hans á viðskiptareikningi yrði gerð upp með framangreindum hætti. Í skjóli nefndrar samþykktar frá 16. mars 1992 hefði hann síðan, eftir að heimild til nauðasamningsumleitana lauk, tvívegis falið bókara félagsins, Guðrúnu Ó. Guðmundsdóttur, annars vegar 30. júní 1992 og hins vegar 11. júlí 1992, að færa greiðslur þær sem tilgreindar eru í 2. lið I. kafla ákæru, samtals krónur 14.672.003, til lækkunar á viðskiptareikningsskuld hans, sem þá hefði numið krónum 14.054.883. Ákærði réttlætti umræddar greiðslufærslur með því að stjórn félagsins og tilsjónarmanni á nauðasamnningstímabilinu, Tryggva Agnarssyni héraðsdómslögmanni, hefði þótt sanngjarnt og réttmætt, að ákærði skuldajafnaði eðlilegum kröfum sínum á hendur félaginu á móti kröfum félagsins á hendur honum. Að öðrum kosti hefði verið unnt að sækja kröfur félagsins á hendur ákærða, en slíkt hefði verið fáránlegt að mati ákærða og stjórnar, þar sem hann hefði átt þrisvar til fjórum sinnum hærri kröfur á hendur félaginu. Ákærði skýrði þetta nánar með þeim hætti, að bókfærð skuld á viðskiptareikningi hans hefði að verulegum hluta verið til komin vegna ýmissa útgjalda félagsins, sem kvittanir hefðu glatast fyrir. Slíkar greiðslur hefðu um langt árabil safnast sem skuld á reikningi ákærða, þótt þær væru honum persónulega óviðkomandi. Við gerð nefndrar samþykktar hefði bókfærð skuld því ekki verið talin skipta máli, enda hefðu greiddar ábyrgðir ákærða vegna félagsins verið að miklum mun hærri, eða allt að 35-40.000.000 króna. Ákærði kvaðst því fráleitt hafa auðgast á greiðslufærslunum frá 30. júní og 11. júlí 1992 og benti á að vegna greiðslna sinna á kröfum lánardrottna á hendur félaginu hefði fjárhæð lýstra krafna í þrotabú félagsins orðið lægri. Með umræddum millifærslum hefði aðeins vakað fyrir honum að komast hjá því að greiða tvívegis sömu kröfur lánardrottna á hendur félaginu, en slíkt hefði steypt honum í persónulegt gjaldþrot. Að lokum hefði þó farið svo, að ákærði hefði greitt um 15.000.000 króna vegna þeirra krafna á hendur félaginu, sem lýst sé í 2. lið I. kafla ákæru. Ákærði kvað enga leynd hafa hvílt yfir greindum millifærslum og benti á að við skýrslugjöf fyrir dómi 16. október 1992 hefði hann skýrt skiptastjóra frá þeim. Skipta­stjóri hefði þó ekki talið ástæðu til að höfða riftunarmál. Í ljósi framanritaðs neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt 2. lið I. kafla ákæru. Jón Guðlaugur Magnússon var stjórnarformaður Niðursuðuverksmiðjunnar hf. frá 1974 til 1. október 1991 og sat í stjórn félagsins fram til 15. október 1992. Vitnið kvað stjórnendur Niðursuðuverksmiðjunnar hafa vitað í ársbyrjun 1992, að ákærði væri í miklum persónulegum ábyrgðum fyrir félagið. Vitnið kvaðst hvorki muna um hversu háar fjárhæðir hefði verið að ræða né heldur hve há bókfærð skuld á viðskiptareikningi ákærða hefði verið. Stjórninni hefði hins vegar verið ljóst, að stærstan hluta þeirrar skuldar hefði mátt rekja til útlagðs kostnaðar ákærða vegna rekstrar félagsins og kæruleysis ákærða að halda utan um fylgiskjöl. Jafnframt hefði stjórninni verið ljóst, að á ákærða myndu falla verulegar skuldir félagsins. Stjórninni hefði því þótt eðlilegt að koma til móts við ákærða með þeim hætti, sem gert var í samþykktinni frá 16. mars. Vitnið kvað ákvörðun stjórnarinar ekki hafa snúist um að bjarga ákærða heldur aðeins að reyna að tryggja framtíð félagsins. Vitnið kvaðst ekki hafa fylgst með því hvenær og hvernig samþykktin kom til framkvæmda. Vitnið Tryggvi Agnarsson héraðsdómslögmaður bar með líkum hætti um fjárhagsstöðu ákærða á greindum tíma. Vitnið kvað líklegt, að leitað hefði verið álits hjá sér fyrir gerð samþykktarinnar 16. mars 1992, en um hefði verið að ræða ,,augljóslega ívilnandi ráðstöfun” ákærða til hagsbóta. Vitnið minnti að á greindum tíma hefði það talið orka tvímælis hvort ákærða væri heimill skuldajöfnuður gagnvart félaginu, en í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu ákærða og annarra stjórnarmanna vegna skuldbindinga í þágu félagsins hefði verið ákveðið að láta reyna á ætlaða skulda­jafnaðarheimild. Vitnið kvaðst ekki hafa fylgst með því hvernig ákærði hefði staðið að nefndum skuldajöfnuði, en benti á að skiptastjóri í þrotabúi félagsins hefði síðar ekki hreyft athugasemdum við honum. Vitnið kvaðst telja að þrotabúið hefði ekki skaðast af um­ræddum greiðslufærslum, enda hefðu persónulegar ábyrgðir ákærða vegna félagsins verið slíkar, að krafa þrotabúsins á hendur honum vegna þeirra hefði verið einskis virði. Vitnið Guðmundur Hólm Indriðason bar fyrir dómi, að það hefði annast bókhald Niðursuðuverksmiðjunnar hf. frá 1985 til haustsins 1991 er Guðrún Ó. Guðmundsdóttir hefði tekið við því starfi. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um greiðslufærslurnar 30. júní og 11. júlí 1992 og ekki hafa vitað um skuldastöðu ákærða samkvæmt viðskiptareikningi á árinu 1992. Vitnið kvaðst hins vegar fyrir þann tíma oftsinnis hafa skuldfært á reikning ákærða ýmsar óvissar kröfur, ýmist að fyrirlagi ákærða eða vegna þess að vitnið hefði ekki vitað hverjum bæri að greiða kröfurnar. Hefði slíkt þá verið hugsað til bráðabirgða, enda hefði viðskiptareikningur ákærða verið notaður um árabil sem ,,ruslakista” þegar fylgiskjöl vantaði og hefði vitnið búist við að ákærði myndi leiðrétta færslurnar síðar. Vitnið Stefán Jónsson bar fyrir dómi, að það hefði talið bókfærða skuld á viðskiptareikningi ákærða hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. vera ranga, enda hefði ákærði oft greitt reikninga fyrir félagið úr eigin vasa og ekki haldið kvittunum og reikningum til haga, svo að leiðrétta mætti bókhaldið síðar. Vitnið Guðrún Ó. Guðmundsdóttir staðfesti fyrir dómi, að það hefði annast bókhald Niðursuðuverksmiðjunnar hf. frá hausti 1991 fram til gjaldþrots félagsins 15. október 1992 og að beiðni ákærða bókað þær greiðslufærslur, sem tilgreindar eru í 2. lið I. kafla ákæru. Vitnið kvaðst ekki muna hvernig skuld ákærða á viðskiptareikningi hefði stofnast og heldur ekki hvernig umræddur reikningur hefði verið notaður hjá fyrirtækinu. Auk framangreindra vitna komu fyrir dóm við aðalmeðferð máls Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem stýrði lögreglurannsókn málsins, og Jón Sigfús Sigurjónsson héraðsdómslögmaður, skiptastjóri í þrotabúi Niðursuðuverksmiðjunnar hf. Síðargreint vitni kvað hina ætluðu viðskiptaskuld ákærða gagnvart þrotabúinu ekki hafa verið meðal eigna búsins meðan á skiptameðferð stóð og því hefði hún ekki verið meðhöndluð sem slík. Vitnið kvað skiptum hafa verið lokið í þrotabúinu er það frétti fyrst að ætluð viðskiptaskuld ákærða hefði verið strikuð út með skuldajöfnuði. Hefði vitnið ákveðið að aðhafast ekkert í málinu. Álit réttarins. Samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, sem tóku gildi 1. júlí 1992, er viðurkenndur víðtækur réttur kröfuhafa til að skuldajafna gagnkröfu sinni á hendur þrotabúi við aðalkröfu þrotabúsins á hendur kröfuhafanum. Skilyrði slíks skuldajafnaðar eru, að kröfuhafinn hafi eignast kröfu sína áður en þrír mánuðir voru til frestdags, að hann hafi hvorki vitað né mátt vita að þrotamaður átti ekki fyrir skuldum og að hann hafi ekki fengið kröfuna til að skuldajafna, enda hafi krafa þrotabúsins á hendur honum orðið til fyrir frestdag. Samsvarandi regla gilti í tíð eldri gjaldþrotaskiptalaga nr. 6/1978. Ákærði var eins og áður segir stjórnarformaður Niðursuðuverksmiðjunnar hf. frá 1. október 1991 til 15. október 1992 er bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra um langt árabil. Er ljóst af gögnum málsins, að ákærða var kunnugt um verulega fjárhagsörðugleika félagsins þegar á árinu 1991 og að allar tilraunir til að koma nýrri skipan á fjármál félagsins frá hausti 1991 fram á sumar 1992 höfðu mistekist. Því til stuðnings nægir að benda á fyrr­greint bréf ákærða til skiptaréttar Ísafjarðar frá 22. júní 1992, þar sem beiðni félagsins um heimild til að leita nauðasamnings var afturkölluð vegna þess að ekki hafði tekist að útvega fjármagn til að efna fyrirliggjandi samningsfrumvarp. Samkvæmt framanröktu hlaut ákærða að vera ljóst, að félagið átti ekki fyrir skuldum og að gjaldþrot vofði yfir þegar ákærði lagði fyrir bókara félagsins dagana 30. júní og 11. júlí 1992 að greiðslufæra þær kröfur, sem tilgreindar eru í 2. lið I. kafla ákæru til lækkunar á viðskiptareikningsskuld ákærða við félagið. Verður því ekki fallist á að ákærða hafi verið heimill skuldajöfnuður á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Af framburði ákærða og vætti vitna verður ráðið, að ákærði hafi síðustu ár fyrir gjaldþrot félagsins greitt kröfur á hendur félaginu með eigin fé sínu. Óljóst er hins vegar hverjar þær greiðslur voru og hvort með þeim hafi stofnast endurkröfuréttur á hendur félaginu. Hitt er ljóst, að eftir að tilraunir ákærða og annarra fyrirsvarsmanna félagsins til nauðasamnings höfðu mistekist mátti ákærði vita, að ef til gjaldþrots félagsins kæmi yrði hann krafinn um greiðslu vegna þeirra ábyrgða, sem hann hafði tekist á hendur fyrir félagið. Með umræddum ráðstöfunum 30. júní og 11. júlí 1992, sem telja verður óeðlilegar í því ljósi, skerti ákærði rétt annarra lánardrottna til að öðlast fullnægju af eignum félagsins við gjaldþrot og olli þannig verulegri fjártjónshættu. Varðar greind háttsemi ákærða við 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. kafli ákæru. Atvikalýsing. Með bréfi dagsettu 17. janúar 1997 lagði Skattrannsóknarstjóri ríkisins fram kæru til RLR á hendur fyrirsvarsmönnum Útgerðarfélagsins Iðunnar ehf. Var þá nýlega lokið athugun skattrannsóknarstjóra á skuldastöðu félagsins, sem leitt hafði í ljós verulega skuld félagsins á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda og innheimtu virðisaukaskatts fyrir rekstrarárin 1993 til 1995. Félagið, sem stofnað var 13. nóvember 1992, hætti rekstri í desember 1995. Bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta 30. október 1996. Opinberri rannsókn á skattskilum félagsins lauk 3. febrúar 1998, en svo sem fyrr greinir var ákæra gefin út 4. mars s.á. Ákærði viðurkenndi við rannsókn og meðferð málsins að hafa sem stjórnarformaður, fram­kvæmdastjóri og prókúruhafi útgerðarfélagsins Iðunnar ehf. borið ábyrgð á daglegri stjórnun félagsins, þar á meðal fjármálastjórn, á þeim tíma, sem tilgreindur er í II. kafla ákæru. Ákærði kvað félagið frá stofnun hafa innheimt lögmæltan virðisaukaskatt og staðið skil á virðisaukaskattskýrslum og sundur­liðuðum skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda. Þau gögn hefðu öll verið byggð á bókhaldi félagsins og verið í fullu samræmi við það. Sökum erfiðleika í rekstri félagsins hefðu ekki verið til fjármunir til að standa skil á umræddum vörslusköttum á lögmæltum gjalddögum. Ákærði kvað vangoldinn, skilaskyldan virðisaukaskatt og vangoldna, afdregna staðgreiðsluskatta réttilega tilgreinda í ákæru. Hann kvaðst hins vegar vera ósáttur við að innborganir frá félaginu hefðu ekki verið færðar að fullu til lækkunar á höfuðstól nefndra skattskulda, heldur fyrst verið varið til greiðslu á dráttarvöxtum og álögum. Ákærði kvaðst á greindum tíma þó ekki hafa hreyft athugasemdum við Sýslumanninn á Ísafirði sem innheimtumann ríkissjóðs vegna þessa og aldrei hafa beðið innheimtumann að ráðstafa innborgunum beint upp í höfuðstól. Álit réttarins. Samkvæmt 24. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt bar ákærða, sem framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Útgerðarfélagsins Iðunnar ehf., skylda til að greiða ótilkvaddur allan innheimtan virðisaukaskatt fyrir uppgjörstímabil nóvember-desember 1993 eigi síðar en 5. febrúar 1994 og fyrir uppgjörstímabil janúar-febrúar 1994 eigi síðar en 5. apríl það ár, sbr. 1. liður II. kafla ákæru. Umrætt lagaákvæði verður ekki túlkað á annan veg en að í því felist fortakslaus skylda til greiðslu fjárins á lögmæltum gjalddögum, enda heimila hvorki önnur ákvæði laganna né reglugerða settra samkvæmt þeim frávik frá þeirri reglu. Með líkum hætti bar ákærða, sem framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins og launagreiðanda í skilningi laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, að halda eftir opinberum gjöldum af launum starfsmanna félagsins á þeim greiðslutímabilum, sem tilgreind eru í 2. lið II. kafla ákæru og standa mánaðarlega ótilkvaddur skil á því fé til innheimtumanns ríkissjóðs samkvæmt reglum 15., 16. og 20. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 42/1995, er refsivert, að skattskyldur aðili afhendi ekki á lögmæltum tíma virðisaukaskatt, sem hann hefur innheimt. Í 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995, er með samsvarandi hætti lýst refsivert, að skilaskyldur aðili afhendi ekki á lögmæltum tíma staðgreiðslu opinberra gjalda, sem hann hefur haldið eftir. Eftir þessu verður unnið til refsingar með því einu að láta ógert að skila um­ræddum gjöldum í ríkissjóð á tilskildum tíma. Af framburði ákærða fyrir dómi, sem styðst við önnur gögn málsins, er ljóst að hann ákvað að Útgerðarfélagið Iðunn ehf. léti hjá líða að standa á réttum tíma skil á umræddum gjöldum í ríkissjóð. Þegar af þeirri ástæðu telst hér fullnægt þeim huglægu refsiskilyrðum, sem leidd verða af upphafsorðum tilvitnaðra lagaákvæða, sbr. dómar Hæstaréttar í málum nr. 344/1996 og nr. 83/1997. Ber samkvæmt því að sakfella ákærða fyrir háttsemi þá, sem lýst er í II. kafla ákæru. Brot ákærða eru í ákæru réttilega talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 39/1995 um breyting á þeim lögum, annars vegar sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995, sbr. áður 1. sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, og hins vegar sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995, sbr. áður 1. sbr. 7. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Brot ákærða á síðastgreindum lögum eru einungis að hluta til framin eftir gildistöku laga nr. 42/1995 þann 9. mars 1995 og gildistöku laga nr. 39/1995 þann 1. júlí 1995. Verður litið til þess við ákvörðun refsingar, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing og önnur viðurlög. Fallist er á með ákæruvaldinu, að brot ákærða á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda séu stórfelld í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Segir í 1. mgr. téðrar lagagreinar, eins og henni var breytt með lögum nr. 39/1995, að fyrir stórfelld brot á nefndum skattalögum skuli refsa með varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Jafnframt er heimilt að dæma fésekt að auki samkvæmt ákvæðum nefndra skattalaga. Ákærði er ekki aðeins sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot, heldur einnig fyrir fjárdrátt og skilasvik, sem eru auðgunarbrot og geta hvort fyrir sig varðað allt að sex ára fangelsi. Með hliðsjón af því og skírskotun til ákvæða 77. gr. almennra hegningar­laga nr. 19/1940 kemur hér ekki til álita að dæma ákærða sekt jafnframt refsivist. Við ákvörðun refsingar ber annars að líta til þess, að með greiðum framburði við rannsókn og meðferð málsins lagði ákærði sitt af mörkum til að brot hans yrðu upplýst. Ákærði gerði sér einnig far um að bæta úr skaðlegum afleiðingum brotanna, m.a. með margra milljóna króna greiðslum eftir gjaldþrot Niðursuðuverksmiðjunnar hf. vegna ábyrgða, sem hann hafði tekist á hendur fyrir hlutafélagið og skilum á vangoldnum vörslusköttum tengdum rekstri Útgerðarfélagsins Iðunnar ehf., eftir gjaldþrot félagsins. Þá ber að horfa til þess, að engin leynd hvíldi yfir auðgunarbrotunum, óvíst er hvert tjón hefur orðið af þeim og langt er um liðið frá framningu þeirra. Loks þykir mega líta til þess, að vegna framangreindra ábyrgða er ákærði enn í dag skuldum vafinn og hefur þó fyrir sex manna fjölskyldu að sjá. Samkvæmt framanröktu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi níu mánuði. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Eru þar með talin 150.000 króna málsvarnarlaun Sigurðar A. Þóroddssonar héraðsdómslögmanns, skipaðs verjanda ákærða við rannsókn og meðferð málsins, og 100.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð, en Sigríður Jósefsdóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvalds. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur ekki verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Vegna anna héraðsdómara hefur uppkvaðning dóms dregist nokkuð. Dómsorð: Ákærði, Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson, sæti fangelsi níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin 100.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð og 150.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Sigurðar A. Þóroddssonar héraðsdómslögmanns.
Mál nr. 315/1998
Farmskírteini Vátrygging Skaðabætur
Í fól T að selja 602.560 kg. af loðnumjöli. T gerði farmsamning við K fyrir milligöngu skipamiðlarans Þ. Í farmskírteini undirrituðu af Þ f.h. K var þyngd farmsins sérstaklega tilgreind. T vátryggði farminn hjá TM og seldi síðan farminn til C með cif-skilmálum. Þegar uppskipun fór fram kom í ljós að 20.360 kg vantaði á loðnumjölsfarminn. TM greiddi C vátryggingarbætur vegna tjónsins. Endurkrafði TM síðan K, sem farmflytjanda, um greiðsluna. K hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að í farmskírteininu hefði verið almennur fyrirvari sem takmarkaði ábyrgð farmflytjanda. Talið var að í fyrirvara skírteinisins fælist svo almenn og víðtæk takmörkun ábyrgðar að hún fengi ekki staðist ákvæði siglingalaga, sem setja skorður við því að farmflytjandi takmarki ábyrgð sína á farmi sem hann tekur til flutnings. K var því gert að greiða TM stefnufjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. ágúst 1998. Hann krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 690.202 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. nóvember 1997 til greiðsludags, en til vara að hann verði dæmdur til að greiða aðra lægri fjárhæð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt bréf lögmanns áfrýjanda 14. ágúst 1998 til löggilts vigtarmanns í Vestmannaeyjum, sem undirritaði vigtarvottorð 18. mars 1997 um loðnumjölsfarm frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf., sem deila málsaðila er sprottin af og fluttur var með skipinu „Saar Genoa“. Var þar borin fram fyrirspurn um það, hvernig staðið hafi verið að vigtun farmsins í umrætt sinn. Í svari vigtarmannsins 21. ágúst 1998 kemur meðal annars fram, að allt mjölið hafi verið sett í sekki, sem síðan voru losaðir í lest skipsins. Hafi mjölið bæði verið vegið í verksmiðju og aftur við útskipun þess úr vöruskemmu, en þessi aðferð hafi þótt nákvæm og örugg. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti hafa einnig verið lögð fram gögn varðandi þann hluta mjölfarmsins, sem fluttur var í miðlest skipsins í sömu ferð frá Reykjavík til Hull í Englandi. Reyndist sá hluti farmsins vera 7.530 kg þyngri við affermingu en við fermingu. Ekki liggur fyrir skýring á þessu misræmi. II. Málsaðila greinir hvorki á um að stefndi hafi verið farmflytjandi í merkingu siglingalaga nr. 34/1985 né að úrlausn ágreinings þeirra skuli ráðast af íslenskum lögum. Þá er útreikningur kröfufjárhæðar ágreiningslaus. Lýtur deila málsaðila að því einu hvort fyrirvari stefnda í farmskírteini, sem getið er í héraðsdómi, leysi hann undan ábyrgð vegna þeirrar rýrnunar, sem fram kom á mjölfarminum við affermingu hans í Bretlandi. Í farmskírteini var skráð sú lýsing á farminum, að um væri að ræða laust loðnumjöl, 602.560 kg að þyngd. Reisir áfrýjandi kröfu sína einkum á reglu 1. mgr. 110. gr. siglingalaga um að farmskírteini sé grundvöllur réttarstöðu farmflytjanda og viðtakanda farms, en áfrýjandi hafi með greiðslu tjónsbóta öðlast rétt viðtakanda farmsins gagnvart stefnda. Sé farmskírteinið sönnun þess að stefndi hafi veitt viðtöku vöru eins og greint sé í farmskírteininu, nema annað sannist, sbr. 1. mgr. 111. gr. sömu laga. Almennur fyrirvari um takmörkun ábyrgðar, eins og sá sem prentaður sé á stöðluðu eyðublaði farmskírteinisins, fái engu breytt um bótaskyldu stefnda skili hann ekki farminum í sama ástandi og við honum var tekið, en samkvæmt 1. mgr. 118. gr. siglingalaga verði ekki með samningi vikið frá ákvæðum 111. gr. sömu laga. Stefndi vísar til stuðnings sýknukröfu sinni einkum til ákvæða 2. mgr. 102. gr., 103. og 2. mgr. 111. gr. siglingalaga. Þá reisir hann kröfu sína jafnframt á því, að lengi hafi tíðkast að hafa í prentuðum farmskírteiniseyðublöðum sams konar fyrirvara um ábyrgð farmflytjanda eins og þann, sem hér reynir á. Þetta sé því hluti almennt viðurkenndra flutningsskilmála og um það hafi farmsendanda verið fullkunnugt. III. Í siglingalögum eru skorður settar við því að farmflytjandi takmarki ábyrgð sína á farmi, sem hann tekur við til flutnings. Er þær að finna í þeim ákvæðum siglingalaga, sem stefndi vísar til, auk 68. gr. sömu laga. Fyrirvari í farmskírteini því, sem gefið var út í umboði stefnda og hér reynir á, er almennur og beiting hans eftir orðanna hljóðan myndi girða nær alveg fyrir ábyrgð farmflytjanda á lýsingu vöru gagnvart handhafa farmskírteinis. Verður fallist á með áfrýjanda að sú takmörkun ábyrgðar, sem í þessu felst, sé svo almenn og víðtæk að ekki fái staðist í ljósi 2. mgr. 102. gr. siglingalaga, sbr. og 2. mgr. 111. gr. sömu laga. Getur stefndi því ekki borið fyrir sig umrætt ákvæði farmskírteinisins til að komast hjá bótaskyldu vegna tjóns áfrýjanda. Verður aðalkrafa áfrýjanda því tekin til greina með dráttarvöxtum frá 4. desember 1997, en þá var liðinn einn mánuður frá því að áfrýjandi krafði stefnda um bætur. Skal stefndi jafnframt greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Stefndi, Kvistur ehf., greiði áfrýjanda, Tryggingamiðstöðinni hf., 690.202 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. desember 1997 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 450.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjaness 15. júní 1998. Ár 1998, mánudaginn 15. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði af Gunnari Aðalsteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. E-82/1998: Tryggingamiðstöðin hf. gegn Kvisti ehf. Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí sl., var þingfest 27. janúar 1998. Stefnandi er Tryggingamiðstöðin hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík en stefndi er Kvistur ehf., kt. 100146-4449, Ásbúð 31, Garðabæ. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð 690.202.- krónur með dráttarvöxtum frá 4. nóvember 1997 til greiðsludags samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 og til greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. Málavextir. Ísfélag Vestmannaeyja hf. fól Tryggva Péturssyni & Co. Ltd. sem umsýsluaðila að selja 602.560 kg. af loðnumjöli. Tryggvi Pétursson & Co. Ltd. gerði flutningssamning við stefnda Kvist ehf., fyrir milligöngu Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara. Tók stefndi að sér að flytja vöruna frá Vestmannaeyjum til Gunnes hafnarinnar í Bretlandi með M.S. ,,Saar Genoa”. Skipið lagði úr höfn frá Vestmannaeyjum þann 18. mars 1997 og loðnumjölsfarmurinn vigtaður í Vestmannaeyjum þann dag af löggiltum vigtarmanni, og reyndist magnið þá vera 602.560 kg. Á því skjali staðfestir skipstjóri skipsins ,,Saar Genoa” þunga farmsins með áletrun sinni á vigtarvottorðið. Farmskírteini var útgefið 18. mars 1997 og undirritaði Þorvaldur Jónsson skipamiðlari það fyrir hönd Kvists hf., tímaleigutaka skipsins og fyrir hönd skipstjóra viðkomandi skips. Á farmskírteininu er tilgreint undir liðnum ,,Shipper’s description of goods” að um sé að ræða íslenskt fiskimjöl, 602.560 kg að þyngd. Kílóafjöldi mjölsins er þannig sérstaklega tilgreindur á farmskírteininu. Tryggvi Pétursson & Co. Ltd. tryggði farminn hjá stefnanda og seldi síðan farminn fyrirtækinu Chemicals and Feeds Limited og fylgdi tryggingin með í kaupunum. Ms. Saar Genoa er 3.0047 tonn, byggt árið 1994. Lestar skipsins eru boxlaga og lestinni skipt í þrennt með færanlegum stálskilrúmum. Fiskimjölsfarmurinn í umræddri ferð skipsins var lestaður í þremur höfnum. Í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Hornafirði. Farmur frá Reykjavík til Hull, 570 tonn, var lestaður í miðlest skipsins, farmur frá Vestmannaeyjum til Gunness í Skotlandi í III lest, 602,5 tonn og farmur frá Hornafirði til Leith, 336 tonn, í I lest skipsins. Farmarnir voru algerlega aðgreindir með skilrúmunum. Sami kaupandi var að förmunum til Leith og Gunness. Mjög vont veður var í mars 1997 þegar skipið var lestað á viðkomandi höfnum. Á Hornafirði var veðurspá svo slæm að ákveðið var í samráði við seljanda og kaupanda að láta skipið sigla til þess að eiga ekki á hættu á að skipið lokaðist inni, enda þótt ekki hefðu verið lestuð nema 336 af 500 tonnum sem ætlunin var að skipið tæki þar. Þegar uppskipunin fór fram í Gunness þann 27. mars kom í ljós að vöntun á loðnumjölsfarminum sem var í eigu Chemicals and Feeds Limited var 20.360 kg. Upplýsingum um vöntunina var strax komið til stefnda með símbréfi. Í því bréfi er greint frá því að fyrirtækið Chemicals and Feeds Limited líti svo á að skipstjórinn og farmflytjandi beri alla ábyrgð á þeim kostnaði og því tjóni sem hlýst af vöntuninni. Stefnandi greiddi Chemicals and Feeds Ltd. vátryggingabætur vegna tjónsins í samræmi við vátryggingasamning. Lögmaður stefnanda krafði síðan stefnda sem farmflytjanda um greiðslu tjónsins að fjárhæð kr. 690.202.-, með bréfi dagsettu 4. nóvember 1997. Stefndi hafnaði þeirri kröfu með bréfi dagsettu 14. nóvember 1997 með almennri vísun til flutningsskilmála á viðkomandi farmbréfum. Farmskírteini dags. 18. mars 1997 hefur verið lagt fram í málinu þar segir í vörulýsingu að um 602.560 kg. af loðnumjöli sé að ræða. Þá segir í skilmálum: ,,Weight, measure, quality, quantity, condition, contents and value unknow.” Þorvaldur Jónsson skipamiðlari kom fyrir dóm. Hann hefur starfað við skipamiðlun frá 1967 og sá um að koma á samningi milli farmeiganda og stefnda. Hann sagði rýrnun á fiskimjöli mjög algenga og stundum væri verð miðað við losað magn en ekki lestað magn. Stundum væri samið um ákveðið hámarksfrávik. Þorvaldur sagðist hafa útbúið farmskírteini og skrifað undir fyrir hönd skipstjóra. Ómar Hlíðkvist Jóhannsson, framkvæmdarstjóri stefnda, kom fyrir dóm. Hann sagði algengt að misræmi væri milli lestaðs og losaðs magns, ýmist of eða van. Fiskimjöl væri yfirleitt lestað þannig að bifreiðar kæmu með mjölið í sílói og létu það renna á færiband, sem flytti það upp í lest. Væri hvasst fyki mjölið í tonnavís. Stundum væri mjölið flutt að skipi í 1 1/2 tonna sekkjum og þeir hífðir um borð og losaðir í lest. Á áfangastað væri fiskimjölinu mokað upp úr lest með vélum og sett á vörubifreiðar sem flyttu það í burtu. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir stefnukröfu sína á því að stefndi sé bótaskyldur fyrir því tjóni sem stefnandi hafi þurft að inna af hendi til félagsins Chemicals and Feeds Ltd. Stefndi sé ábyrgur fyrir tjóninu sem flytjandi farmsins og tímaleigutaki skipsins. Skipamiðlarinn Þorvaldur Jónsson hafi undirritað farmskírteinið en það hafi hann gert fyrir hönd stefnda og fyrir hönd skipstjórans. Samkvæmt 1. mgr. 73. gr. laga nr. 34/1985 sé stefndi ábyrgur fyrir tjóni farmsins þrátt fyrir að einhver annar annist flutning vörunnar að nokkru eða öllu leyti. Staðfest sé með skírteini löggilts vigtarmanns að þegar fiskimjölið var vigtað í Vestmannaeyjum þann 18. mars 1997 vó farmurinn 602.560 kg. Skipstjóri skipsins ,,Saar Genoa” hafi staðfest þann þunga með undirskrift sinni við hliðina á undirritun hins löggilta vigtarmanns. Skipstjóranum hafi því verið mæta vel kunnugt um hversu mikið magn af fiskimjölsfarmi fór um borð í umrætt sinn. Kílóafjöldinn hafi verið skýrlega og nákvæmlega tilgreindur á farmskírteininu þrátt fyrir að slík tilgreining sé ekki nauðsynleg. Tilvitnað vigtarvottorð og farmskírteini sé sönnun þess að stefndi sem farmflytjandi, veitti viðtöku og lestaði 602.560 kg af fiskimjöli þann 18. mars 1997 um borð í ,,Saar Genoa” í Vestmannaeyjum. Skýrsla frá höfninni í Gunness staðfesti vöntun upp á 20.360 kg af fiskimjöli. Hafi stefnandi þurft að greiða bætur á grundvelli vátryggingasamnings vegna þeirrar vöntunar og þar með eignast endurkröfurétt á hendur farmflytjanda. Endurkröfunni sé beint að stefnda sem farmflytjanda skipsins, m.a. með vísan til ákvæða siglingalaga og ákvæða Haag-reglna. Stefndi byggir á því að á framhlið farmskírteinisins sé almennur fyrirvari þar sem segir m.a.: ,,Weight, measure, quality, quantity, condition, contents and value unknow.” Varan hafi verið seld ,,fio” þ.e. ,,free in and out.” Lestun og losun vörunnar hafi því ekki verið á vegum farmflytjanda heldur farmsendanda og móttakanda hennar. Sama máli gegni um vigtun vörunnar. Hún hafi ekki heldur verið á vegum stefnda, hvorki hérlendis né erlendis. Samkvæmt 102. gr., sbr. 103. gr. siglingalaga nr. 34/1985 beri vörusendandi ábyrgð gagnvart farmflytjanda á því að rétt sé sú tilgreining á vöru sem skráð sé í farmskírteini samkvæmt ósk hans og upplýsingum. Stefndi telur að ekki megi byggja á 111. gr. siglingalaga því að ákvæði þeirrar greinar eigi einungis við þegar skipstjóri má sjá að upplýsingar um farminn eru bersýnilega rangar en lætur hjá líða að skrá athugasemd. Öðru máli gegni þegar um sé að ræða laust fiskimjöl. Þá sé skipstjóri ekki í aðstöðu til þess að sannreyna vigt Niðurstaða. Stefndi Kvistur eh. var tímaleigutaki skipsins, ,,Saar Genoa”. Þorvaldur Jónsson skipamiðlari hafði milligöngu í málinu og undirritaði farmskírteini fyrir hönd stefndu. Ágreiningslaust er að stefndi kom fram sem farmflytjandi gagnvart farmsendanda Ísfélagi Vestmannaeyja hf. ,,Saar Genoa” lestaði vöruna á þremur höfnum á Íslandi. Farmarnir voru aðgreindir með skilrúmi í lest. Bæði við lestun og losun voru farmarnir vigtaðir af löggiltum vigtarmönnum og var niðurstaðan sú að 20.360 kg vantaði á loðnumjölsfarminn. Fram hefur komið í málinu að algengt er að einhver munur sé á þyngd fiskimjöls í lausu við lestun annars vegar og við losun hins vegar, ýmist of eða van. Stundum sé samið um að uppskipað magn skuli gilda og einnig þekkist að miðað sé við meðalvigt. Samkvæmt 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985 ber farmflytjandi ábyrgð á farmi ef hann skemmist eða glatast meðan hann er í vörslum farmflytjanda. Ákvæði 101. - 103. gr. fjallað um efni farmskírteinis. Af þeim ákvæðum má ráða að farmflytjandi er skyldugur til þess að gefa út farmskírteini og tilgreina í því upplýsingar um farminn. Ef farmsendandi krefst þess skal kveðið nánar á um tegund vöru, þyngd, mál eða stykkjatölu, allt eftir skriflegum upplýsingum sem farmsendandi lætur í té. Þar er því aðeins að farmflytjandi sjái augljóslega að upplýsingar farmsendanda um merki, þyngd, mál eða stykkjatölu standast ekki, að honum ber að gera athugasemdir í farmskírteini. Í þessu tilfelli var um lausan farm að ræða. Ekki verður talið að skipstjóri hafi verið í aðstöðu til þess að staðreyna eða ganga úr skugga um að það magn sem fór um borð væri rétt vigtað. Hann átti ekki um annað að velja en að taka gildar þær magntölur sem löggiltur vigtarmaður gaf upp. Sama gildir um það magn sem fór upp úr skipinu í losunarhöfn. Þá ber einnig að líta til skilmála farmskírteinis. Þar er tekið fram að þyngd farms sé óþekkt. Samkvæmt öllu ofansögðu verður talið að sýkna beri stefnda af kröfu stefnanda í máli þessu. Verður talið að skipstjóri hafi ekki verið í aðstöðu til þess að sannreyna uppgefið magn. Vigtun var ekki á hans ábyrgð og í farmskírteini er tekið fram að þyngd farms sé óþekkt. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða málskostnað sem þykir hæfilega ákveðin 200.000 krónur og er þá ekki tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til máls nr. E-21/1998: Tryggingamiðstöðin hf. gegn Kvisti ehf., en það mál var rekið samhliða þessu máli. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Kvistur ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 395/1998
Þjófnaður Ítrekun Skilorð
M var ákærður fyrir þjófnað og var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu staðfest. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að með brotinu rauf M skilyrði reynslulausnar, um ítrekað brot var að ræða og andvirði þýfisins var mjög lítið. M var dæmdur til fangelsisrefsingar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. september 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða. Í héraðsdómi er greint frá sakaferli ákærða, svo og því að með broti sínu nú rauf hann skilyrði reynslulausnar í tvö ár frá 29. september 1997 að telja á 360 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar samkvæmt fjórum nánar tilteknum dómum. Auk annars þess, sem getið er í héraðsdómi varðandi ákvörðun refsingar nú, verður að gæta að ákvæði 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, jafnframt því að líta til þess að brot ákærða beindist að varningi aðeins að andvirði 4.068 krónur. Að teknu tilliti til alls þessa og ákvæðis 3. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994, verður staðfest niðurstaða héraðsdómara um refsingu ákærða. Samkvæmt framansögðu verður héraðsdómur staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Magnús Helgi Kristjánsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 26. ágúst 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 26. ágúst, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni settum héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 284/1998: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Helga Kristjánssyni sem tekið var til dóms 5. ágúst sl. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 17. mars sl. á hendur ákærða, Magnúsi Helga Kristjánssyni, kt. 030555-5979, Lambhóli við Starhaga, Reykjavík, „fyrir þjófnað, með því að hafa sunnudaginn 22. febrúar 1998 stolið 2 lambalærum, að verðmæti samtals kr. 4.068, úr versluninni Nóatúni, Laugavegi 116, Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Málavextir: Sunnudaginn 22. febrúar sl., laust fyrir kl. 19, veittu lögreglumenn í Reykjavík sem voru í eftirlitsferð um Laugaveg því athygli, er þeir voru staddir á móts við verslun Nóatúns, að tveir starfsmenn verslunarinnar voru að reyna að halda manni. Við nánari athugun kom í ljós að starfsmennirnir grunuðu manninn um þjófnað og voru að reyna að halda honum vegna þess. Færðu lögreglumennirnir hinn grunaða, ákærða í máli þessu, í lögreglubifreið meðan rætt var við starfsmennina. Í samtali við annan þeirra, Rúnar Örn Kristinsson, kom fram að hann hefði verið við afgreiðslukassa þegar maðurinn kom gangandi að honum. Kvaðst hann hafa séð að maðurinn var með eitthvað innan á sér og beint til hans orðum. Hafi maðurinn ekkert viljað við hann tala og gengið fram hjá afgreiðslukassanum, áleiðis út úr versluninni. Kvaðst Rúnar Örn þá hafa farið á eftir manninum og annar starfsmaður verslunarinnar, Davíð Þór að nafni, komið sér til hjálpar við að stöðva manninn. Þegar þeir voru að ræða við manninn hafi þeir séð að hann hafði stungið inn á sig tveimur lambalærum og er þeir tóku þau af honum hafi hann brugðist reiður við og ruðst út úr versluninni og þeir hangandi á honum. Í þann mund sem það átti sér stað hafi lögregla komið að. Í samtali lögreglumannanna við ákærða kvaðst hann ekki hafa neytt matar í þrjá daga og væri aðframkominn af hungri. Hefði hann stolið matnum sökum þess hve svangur hann væri. Var ákærði, sem var mjög ölvaður, færður á lögreglustöð og þar í fangaklefa. Kjötlæri þau sem um ræðir voru SS lambalæri að verðmæti 1.853 krónur og Mexico lambalæri að verðmæti 2.215 krónur. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Kvaðst hann sökum ölvunar ekkert muna eftir atvikum og gæti því ekki tjáð sig um sakarefnið. Við meðferð málsins neitaði ákærði sakargiftum og kvaðst ekki hafa gerst sekur um þjófnað á tveimur lambalærum úr versluninni Nóatúni, Laugavegi 116 hér í borg, sunnudaginn 22. febrúar sl. Kvað hann sig ekki reka minni til að hafa komið inn í umrædda verslun milli kl. 18 og 19 umræddan dag. Ákærði kvaðst muna að hafa lent í rifrildi við strák í versluninni Nóatúni við Hlemm, en hvenær það var myndi hann ekki. Þá kvaðst hann ekki muna um hvað rifrildi þeirra snerist. Ákærði kvaðst muna að greint sinn hafi hann verið ölvaður. Vitnið Rúnar Örn Kristinsson, kt. 060680-3539, skýrði svo frá við meðferð málsins að greint sinn hafi hann verið við afgreiðslukassa í versluninni er hann hafi séð mann koma gangandi fram hjá afgreiðslukassanum. Kvaðst vitnið hafa veitt því athygli að framan á manninum var stærðarinnar bunga. Vitnið kvaðst hafa stöðvað manninn og spurt hann hvað hann væri með innan á sér. Jafnframt hafi hann ýtt á hnapp, sem geri það að verkum að bjalla hringir á lager verslunarinnar. Þá hafi vinnufélagi hans, Davíð Þór Ágústsson, komið fram til vitnisins og saman hafi þeir leitað á manninum. Við þá leit hafi komið í ljós að maðurinn var með eitt lambalæri. Þeir hafi síðan spurt manninn hvort hann væri með eitthvað meira innan á sér, en því hafi hann svarað neitandi. Þá hafi þeir þreifað utan á jakka hans til að kanna hvort hann væri með eitthvað annað á sér og hafi komið í ljós annað lambalæri, falið innan klæða við vinstri öxl mannsins. Í framhaldi af þessu kvaðst vitnið hafa beðið Davíð Þór að hringja í lögregluna, en sjálfur hafi hann staðið í útidyrunum til að aftra því að maðurinn kæmist út. Eftir nokkra stund hafi maðurinn ruðst fram hjá vitninu, en vitnið kvaðst hafa hangið í manninum og reynt að koma í veg fyrir að hann kæmist út. Í þeim svifum hafi Davíð Þór komið og hafi þeim tekist að stöðva manninn upp við glugga á veitingastaðnum Keisaranum. Lögreglumenn hafi svo komið 3-5 mínútum síðar og þeir Davíð Þór skýrt þeim frá málavöxtum. Vitnið kvað manninn hafa verið kominn svo til að útgöngudyrum verslunarinnar þegar hann var stöðvaður. Þá kvað vitnið manninn ekki hafa greitt fyrir lambalærin. Kvaðst vitnið hafa verið eitt við afgreiðslukassann þegar maðurinn gekk þar framhjá. Eftir að lögregla kom á vettvang hafi fjórir lögreglumenn komið út úr lögreglubifreiðinni og fært manninn í hana, en síðan hafi tveir lögreglumannanna komið inn í verslunina, þar sem þeir Davíð Þór hafi sýnt þeim lambalærin og lög­reglu­mennirnir skráð hjá sér verð þeirra. Vitnið kvaðst kannast við umræddan mann og hafa séð hann nokkrum sinnum í versluninni áður en þetta atvik átti sér stað, en einnig margsinnis fyrir utan verslunina. Bar vitnið kennsl á ákærða í dóminum. Vitnið Davíð Þór Ágústsson, kt. 270180-3969, skýrði svo frá við meðferð málsins að þeir Rúnar Örn hefðu verið tveir við störf í verslun Nóatúns við Hlemm síðdegis 22. febrúar sl. Tveir afgreiðslukassar hefðu verið í notkun í versluninni og þeir Rúnar Örn verið í námunda við kassana þegar vitnið sá mann ganga fram hjá einum kassanna. Kvaðst vitnið hafa spurt manninn hvort hann væri með eitthvað sem hann hefði gleymt að borga fyrir. Ástæða þess að vitnið spurði manninn þessarar spurningar væri að vitnið hefði fylgst með manninum inni í versluninni stinga inn á sig tveimur lambalærum. Sem fyrr segir hafi maðurinn gengið fram hjá afgreiðslukössunum án þess að greiða og í framhaldi af því hafi vitnið spurt manninn framangreindrar spurningar og um leið gengið í veg fyrir hann. Þeir Rúnar Örn hafi síðan leitað á manninum og þá hafi komið í ljós að hann hafði falið innan á sér tvö lambalæri. Annað í hægri eða vinstri úlpuermi við öxl, en hitt hafi verið falið í buxnastrengnum að framanverðu. Kvaðst vitnið að svo búnu hafa farið inn á skrifstofu verslunarinnar og hringt í lögregluna, en meðan vitnið var að ræða við lögreglu hafi Rúnar Örn kallað til vitnisins og beðið það að koma til sín. Tók vitnið fram að það hafi ekki verið búið að ljúka samtalinu þegar Rúnar Örn kallaði og kvaðst vitnið hafa beðið lögreglumanninn að bíða, en að svo búnu hafi vitnið hlaupið til Rúnars Arnar. Þá hafi Rúnar Örn og maðurinn verið komnir út á stétt fyrir utan verslunina. Vitnið kvaðst hafa séð að maðurinn var að reyna að komast undan og að Rúnar hélt í úlpu mannsins. Kvaðst vitnið hafa komið Rúnari Erni til aðstoðar og hafi þeim tekist að stöðva manninn upp við rúðu á versluninni og hafi þeir haldið manninum um stund uns lögregla kom á vettvang. Lögreglumennirnir hafi handtekið manninn og fært í lögreglubifreið. Minnti vitnið að lögreglumennirnir hefðu verið fleiri en tveir. Þá minnti vitnið að tveir lögreglumenn hefðu komið með þeim Rúnari Erni inn í verslunina og tekið af þeim skýrslu. Einnig hafi þeir skráð niður verð hvors lambalæris um sig. Vitnið kannaðist við í dóminum og bar kennsl á ákærða sem þann mann sem um ræðir í málinu. Þá kvað vitnið ákærða hafa verið kominn fram hjá afgreiðslukössunum og á leið út úr versluninni þegar hann var stöðvaður. Þar hafi þeir Rúnar tekið af honum lambalærin. Sömuleiðis kvað vitnið það liggja ljóst fyrir að ákærði hefði ekki greitt fyrir lambalærin og að hann hefði reynt að flýja af vettvangi. Þá kvað vitnið þá Rúnar Örn hafa gengið í veg fyrir ákærða og stöðvað hann. Lambalærin hafi verið í lofttæmdum umbúðum og myndi hann að þau hefðu ekki verið sömu tegundar. Loks kvað vitnið ákærða áreiðanlega hafa verið undir áhrifum áfengis greint sinn. Niðurstaða: Vitnin Rúnar Örn Kristinsson og Davíð Þór Ágústsson eru samsaga um að greint sinn hafi ákærði verið með eitthvað falið innan á sér þegar hann gekk fram hjá afgreiðslukössum verslunarinnar, en við leit vitnanna á ákærða reyndust það vera tvö lambalæri. Bera bæði vitnin að ákærði hafi bersýnilega ekki ætlað að greiða fyrir lambalærin, heldur haft í hyggju að komast með þau út úr versluninni. Telur dómurinn sannað með þessum framburði vitnanna, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Hefur ákærði með þessu atferli sínu brotið gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði á langan sakaferil að baki. Á árunum 1972 til 1980 var hann níu sinnum dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot og brot gegn umferðarlögum og nam samanlögð óskilorðsbundin refsivist hans 2 árum og 3 mánuðum. Þá gekkst ákærði á þessu tíma­bili jafnoft undir sektargreiðslur fyrir ýmis brot, m.a. gegn fíkniefnalöggjöfinni. Frá 1981 til 1991 varð hlé á lögbrotum af hálfu ákærða, en á árinu 1992 gekkst hann fjór­um sinnum með sátt undir að greiða sektir, fyrst 31. janúar fyrir ölvunarakstur og var þá sviptur ökuleyfi í 18 mánuði, næst 21. maí fyrir ölvunarakstur og auk þess brot á 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga og var sviptur ökurétti í 3 ár. Þann 16. júní og 18. ágúst gekkst ákærði undir að greiða sektir fyrir að aka sviptur ökurétti. Hinn 12. apríl 1994 var ákærði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 1 ár, fyrir fíkniefnalagabrot, sem ákærði framdi í janúar 1986. Þá var ákærði dæmdur 27. maí 1994 í 20 mánaða fangelsi, þar af 18 mánuði skilorðsbundna í 1 ár, fyrir að aka sviptur öku­rétti í júní 1992 og fyrir að aka ölvaður og sviptur ökurétti í mars 1994. Var skilorðsbundna refsing dómsins á undan felld inn í refsinguna. Ákærði var dæmdur í 2 ára fangelsi 19. maí 1995 fyrir líkamsárás (1. mgr. 217. gr. alm. hegningarlaga), nytjastuld og ýmis umferðarlagabrot, m.a. ölvun og réttindaleysi við akstur. Var hann jafnframt svipt­ur ökurétti ævilangt. Með ölvunar- og sviptingarakstri sínum í því máli og nytjastuldinum rauf hann skilorðshluta dómsins frá 27. maí 1994. Var sá dómur felldur inn í refsinguna. Ákærði hlaut 6 mánaða hegningarauka fyrir þjófnað þann 23. janúar 1996. Þann 30. sama mánaðar hlaut ákærði 4 mánaða hegningarauka fyrir hilmingarbrot. Loks hlaut ákærði 2 mánaða hegningarauka fyrir skjalafals og þjófnað þann 16. apríl 1996. Þann 29. september 1997 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár á 360 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar samkvæmt fjórum síðastnefndu dómunum. Með því broti sem ákærði er nú sakfelldur fyrir, hefur hann rofið skilorð reynslulausnar, sbr. 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. gr. laga nr. 16/1976. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955, verður ákærða nú gerð refsing í einu lagi með hliðsjón af þeirri refsivist sem ólokið er og hún tiltekin skv. 77. gr. laganna. Þykir hún, þegar litið er til sakaferils ákærða, hæfilega ákveðin fangelsi í fjórtán mánuði. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð og málsvarnarlaun skipaðs verjanda, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Magnús Helgi Kristjánsson, sæti fangelsi í 14 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur.
Mál nr. 328/1998
Aðild Samningur Forsenda Hlutafélag Sératkvæði
Eigendur hlutafélagsins V keyptu allt hlutafé í hlutafélaginu G en G var eignalaust félag sem ekki hafði neinn rekstur með höndum. Voru félögin sameinuð í þeim tilgangi einum að nýta uppsafnað tap G á móti hagnaði V við álagningu skatta. Skattyfirvöld höfnuðu því að taka tillit til sameiningarinnar við álagningu skatta og var réttmæti þeirrar ákvörðunar staðfest með dómi. Reis ágreiningur um hvort kaupandi gæti rift samningnum vegna þessa. Í samningi aðila var kveðið á um að það væri forsenda kaupenda fyrir kaupunum að skattalegur tapsfrádráttur nýttist þeim og að ef þetta skattalega hagræði nýttist ekki vegna breytinga á skattareglum skyldu seljendur endurgreiða kaupendum kaupverðið. Lá fyrir að þetta ákvæði var upphaflega runnið frá kaupendum og var nánast orðrétt tekið upp úr kaupsamningi þeirra um annað fyrirtæki í sama tilgangi, en að tillögu lögmanns seljenda þess fyrirtækis var því breytt í það horf að það var takmarkað við þau atvik að breytingar yrðu á skattareglum. Þóttu kaupendurnir samkvæmt þessu hafa sætt sig við að endurgreiðslufyrirvarinn væri takmarkaður með þessum hætti og ættu þeir því ekki kröfu á seljendurna, enda væru ákvarðanir skattyfirvalda ekki byggðar á breytingum á skattareglum og skattaframkvæmd.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. ágúst 1998. Hann krefst þess að gagnáfrýjandi greiði 61.117.547 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 30. janúar 1997 til greiðsludags. Til vara krefst hann greiðslu 56.326.445 króna með vöxtum og dráttarvöxtum eins og greinir í héraðsdómi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málinu var gagnáfrýjað með stefnu 25. ágúst 1998. Gagnáfrýjandi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist að kröfur aðaláfrýjanda verði lækkaðar. Málavextir og málsástæður eru raktar í héraðsdómi. Í málinu krefst aðaláfrýjandi endurgreiðslu á skuld Gamla-Álafoss hf. sem Verksmiðjan Vífilfell hf. greiddi með skuldabréfi útgefnu 6. október 1989 eftir að félögin höfðu verið sameinuð í lok árs 1988. I. Ágreiningur aðila stafar frá kaupsamningi 30. desember 1988 um allt hlutafé Gamla-Álafoss hf. Kaupendur voru hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. en gagnáfrýjandi var seljandi. Ekkert verð var greitt fyrir hlutaféð en kaupendur ábyrgðust in solidum 30.767.660 króna skuld félagsins. Gamli-Álafoss hf. rann síðan saman við Verksmiðjuna Vífilfell hf., sem greiddi skuldina. Aðaláfrýjandi hefur nú tekið við rekstri þess félags og jafnframt hafa eignarhaldsfélög, sem voru meðal hluthafa, verið sameinuð aðaláfrýjanda og er það félag skrifað fyrir 10% hlutafjár síns. Aðaláfrýjandi hefur því tekið við réttindum og skyldum þess félags, sem greiddi skuld Gamla-Álafoss hf., og aðaláfrýjandi ber auk þess réttindi og skyldur hluthafa, en þeir ábyrgðust skuldina in solidum. Verður því að fallast á það með héraðsdómi að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum. II. Af gögnum málsins má ráða að tilgangur kaupenda með kaupunum á hlutafé Gamla-Álafoss hf. var sá einn að hlutafélag í eigu þeirra myndi nýta uppsafnað tap félagsins til þess að lækka skatta þess félags. Tilgangur gagnáfrýjanda var hins vegar sá að fá greiðslu á hluta eftirstöðva skulda Gamla-Álafoss hf. Ljóst er að þessar ástæður voru aðilum kunnar. Skattstjórinn í Reykjavík endurákvarðaði skatta Verksmiðjunnar Vífilfells hf. 30. desember 1994 vegna gjaldáranna 1989, 1990, 1991, 1992 og 1993. Taldi hann að óheimilt hefði verið að nýta ójafnað tap vegna sameiningarinnar til frádráttar tekjum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Gerði hann félaginu að greiða skatta eins og sameiningin hefði ekki orðið. Aðaláfrýjandi mótmælti endurákvörðuninni og skaut henni til úrlausnar yfirskattanefndar, sem staðfesti hana með úrskurði 11. október 1996. Aðaláfrýjandi lét síðan reyna á þessa endurákvörðun skattanna í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tók afstöðu til ágreiningsefnisins með úrskurði 9. desember 1996 í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Fól niðurstaða héraðsdóms í sér staðfestingu á endurákvörðun skattstjóra að þessu leyti. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann með dómi sínum 30. janúar 1997. Úrskurður héraðsdóms byggðist á þeim skattalögum sem í gildi voru þegar samningurinn var gerður og sameining fyrirtækjanna átti sér stað og túlkun þeirra laga. Var þar talið að Gamli-Álafoss hf. hefði verið sameinaður Verksmiðjunni Vífilfelli hf. í árslok 1988 með þeim hætti sem um ræðir í 126. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 og að sameiningin hefði að öðru leyti uppfyllt skilyrði XV. kafla þeirra laga. Hins vegar hefði verið greinilegt og í raun viðurkennt af aðaláfrýjanda að kaup hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á hlutabréfum í Gamla-Álafossi hf. hefði verið nokkurs konar millileikur vegna samruna félaganna og liður í undirbúingi þeirra. Þegar kaupin væru metin heildstætt yrði að líta svo á að gagnáfrýjandi hefði verið hinn raunverulegi viðsemjandi Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Yrði því að telja að kaup hluthafanna á Gamla-Álafossi hf. hefði verið hreinn málamyndagerningur í skattalegu tilliti og að sameining félaganna uppfyllti því ekki gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sbr. og grunnreglu 58. gr. sömu laga. Þótt samningur aðilanna hafi á þennan hátt verið talinn gerður til málamynda í skattalegu tilliti breytir það ekki því að hann er gildur samningur um yfirfærslu réttinda samkvæmt efni sínu. III. Aðaláfrýjandi byggir endurkröfu sína aðallega á 3. gr. framangreinds kaupsamnings. Þar segir meðal annars: „Seljanda er kunnugt um, að það er forsenda kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Gamla-Álafoss hf. við annað hlutafélag, en slíka sameiningu munu kaupendur framkvæma eigi síðar en 31. 12. 1988. Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum, skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli.“ Í forsendum héraðsdóms er rakið hver voru tildrög þessa samningsákvæðis. Er óumdeilt að það er komið frá kaupendum og er það nánast orðrétt ákvæði 4. gr. kaupsamnings um hlutabréf Fargs hf., sem hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfell hf. höfðu keypt skömmu áður. Nægjanlega er fram komið að því ákvæði var breytt að tillögu lögmanns, sem las samninginn yfir fyrir hönd seljenda þess félags. Verður að fallast á það með héraðsdómi að eftir því sem upplýst er í málinu um forsögu ákvæðisins verði að líta svo á að kaupendur hafi sætt sig við að endurgreiðslufyrirvarinn væri takmarkaður með þeim hætti að til endurgreiðslu kæmi því aðeins að skattfrádráttur nýttist ekki vegna breytinga á þágildandi skattareglum. Að framan er því lýst að úrskurður héraðsdóms í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997, var byggður á skýringum á þeim skattalögum, sem í gildi voru þegar kaupsamningurinn var gerður. Þá ber að staðfesta álit héraðsdóms með skírskotun til röksemda hans um að aðaláfrýjandi hafi ekki heldur sýnt fram á að skattayfirvöld hafi breytt framkvæmd ákvæða skattalaga um tapsfrádrátt eftir að samningurinn var gerður. Af samningsákvæðinu verður ekki leidd frekari ábyrgð gagnáfrýjanda á því að forsendur kaupenda stæðust um að skattalegur frádráttur nýttist. Verður að skilja ákvæðið svo að áhættunni hafi verið skipt og hafi kaupendur sjálfir tekið á sig áhættuna af því að framkvæmdin stæðist gildandi lög og lagaframkvæmd. Af því sem hér hefur verið rakið og annars með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöðu hans. Rétt er með tilvísun til þessarar niðurstöðu að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem nánar er greint í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Vífilfell ehf., greiði gagnáfrýjanda, Framkvæmdasjóði Íslands, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Ég er sammála meiri hluta dómenda um það, að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum 30. desember 1988 milli gagnáfrýjanda og hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Ég er aftur á móti ósammála túlkun þeirra á endurgreiðslufyrirvara 3. gr. samningsins. Fram er komið í málinu, að kaupin á hlutafé Gamla-Álafoss hf. og sameining félagsins og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. voru gerð í því skyni að nýta tap fyrrgreinda félagsins og lækka skatta þess síðargreinda. Þá er einnig óumdeilt, að samningsaðilar töldu, að skattalegur tapsfrádráttur myndi nýtast við sameininguna, og var það forsenda fyrir kaupunum. Ég tel að skýra beri fyrirvarann um endurgreiðslu í 3. gr. samningsins með hliðsjón af þessu. Af dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík er ljóst, að það var aldrei heimilt að nýta sér þetta tap, ef það var eini tilgangurinn með samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt því er fullnægt skilyrðinu til endurgreiðslu samkvæmt 3. gr. samningsins. Ég er því sammála sératkvæði héraðsdóms og tel, að aðaláfrýjandi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi gagnáfrýjanda. Ég er sammála meiri hluta dómenda um það, að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum 30. desember 1988 milli gagnáfrýjanda og hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Telja verður, að stefnubreyting í framkvæmd skattalaga hafi verið meðal þess, sem talist gat til breytinga á gildandi skattareglum í skilningi annars málsliðar 3. gr. þessa samnings. Hefur aðaláfrýjandi gert líklegt, að slík breyting hafi hér orðið, en fyrir liggur því til styrktar, að skattstjóri hafði tilefni til athugunar á frádrætti vegna yfirtekinna rekstrartapa við skoðun á skattframtali Verksmiðjunnar Vífilfells hf. árið 1989, og einnig hitt, að yfirtakan varð nokkurt umræðuefni í fjölmiðlum, án þess að til viðbragða kæmi. Um áhrif þessarar breytingar, ef um hana var að ræða, er hins vegar á það að líta, að hún kom ekki til framkvæmda fyrr en alllöngu eftir árið 1988, svo að séð verði af gögnum málsins. Að minnsta kosti var það ekki fyrr en á árinu 1993, sem skattframtöl þessa hlutafélags voru tekin til sérstakrar athugunar, og til endurákvörðunar gjalda kom ekki fyrr en síðla árs 1994. Er það í raun fyrsta álitaefnið í máli þessu, hvort fært sé yfirleitt að ætlast til ábyrgðar af hálfu gagnáfrýjanda á afleiðingum þess, sem þannig gerðist. Í samningi um sölu hlutabréfa til að koma á samruna milli hlutafélaga, þar sem aðalmarkmiðið er í raun að fá verð fyrir það rekstrartap annars félagsins, er orðið geti hinu til hagræðis í skattalegu tilliti, er ekki endilega sanngjarnt að gera ráð fyrir, að eigendur bréfanna, sem seld eru, taki beina ábyrgð á því, að þeim árangri verði náð, nema þeim mun meira tillit komi á móti í endurgjaldinu frá hinum, sem að hagræðinu stefnir. Almennt séð virðist að minnsta kosti ekki sanngjarnt að ganga til muna lengra en svo, að ábyrgðin velti á ákvörðun skatta næsta árs, þar sem samruninn sé talinn fram, þannig að raunsætt megi kalla að reyna að halda samhengi milli gerðar og árangurs. Í þessu tilviki fer því fjarri, að slíkt samhengi hafi haldist óslitið. Virðast samningsaðilar hafa mátt vænta þess að liðnu árinu 1989, að dæmi þeirra væri gengið upp og tilætluðum árangri náð, og gætu hvorir um sig hagað gerðum sínum eftir því. Samkvæmt þeim sjónarmiðum, sem fyrr voru rakin, er það eðlileg skýring á samningi þeirra, að ábyrgð gagnáfrýjanda eftir öðrum málslið 3. gr. hans hafi verið fallin niður og komin fram yfir raunhæf tímamörk, þegar skattstjóri ákvað að taka gjöld Verksmiðjunnar Vífilfells hf. til endurákvörðunar og hafna þeim frádrætti, sem kaupin snerust um. Má um það vísa til almennra reglna samningaréttarins og sérstaklega þeirra, er varða forsendur samningsgerðar. Á skýringin við án tillits til þess, hvort ákvörðun skattstjóra fól í sér stefnubreytingu eða ekki. Á þessum forsendum er ég sammála niðurstöðu meiri hluta dómenda um annað en málskostnað fyrir Hæstarétti, sem rétt er að fella niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 1998. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 28. maí 1998, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu birtri 18. febrúar 1998. Málið var þingfest 19. febrúar 1998. Stefnandi er Vífilfell ehf., kt. 470169-1419, Stuðlahálsi 1, Reykjavík. Stefndi er Framkvæmdasjóður Íslands, kt. 560169-1839, Hverfisgötu 4-6, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi greiði kr. 61.117.547, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 ásamt síðari breytingum frá 30. janúar 1997 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi að stefndi greiði kr. 56.326.445 með ársvöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 af þeim upphæðum og með þeirri vaxtaprósentu sem hér segir: kr. 1.028.739 með 14,9% vöxtum frá 30.06. 1989 til 01.07.89, með 16,1% vöxtum frá þ. d. til 01.08. 1989, með 13,4% vöxtum frá þ. d. til 01.09. 1989, með 10,2% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1989, með 8,1% vöxtum frá þ.d. til 01.11. 1989, með 9,6% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1989, með 11,2% vöxtum frá þ.d. til 30.12. 1989, en kr. 2.151.036 með 11,2% vöxtum frá þ.d. til 01.02. 1990, með 8,3% vöxtum frá þ.d. til 01.03. 1990, með 5,9% vöxtum frá þ.d. til 01.04. 1990, með 4,1% vöxtum frá þ.d. til 01.05. 1990, með 3,0% vöxtum frá þ. d. til 30.06. 1990, en kr. 3.327.605 með 3,0% vöxtum frá þ. d. til 01.11. 1990, með 2,3% vöxtum frá þ.d. til 01.12. 1990, með 2,6% vöxtum frá þ. d. til 30.12. 1990, en kr. 4.530.095 með 2,6% vöxtum frá þ.d. til 01.01. 1991, með 2,8% vöxtum frá þ.d. til 01.02. 1991, með 4,0% vöxtum frá þ.d. til 01.03. 1991, með 4,7% vöxtum frá þ.d. til 30.06. 1991, en kr. 10.007.657 með 4,7% vöxtum frá þ.d. til 01.07. 1991, með 5,8% vöxtum frá þ.d. til 01.09. 1991, með 6,3% vöxtum frá þ.d. til 01.11. 1991, en með 3,9% vöxtum frá þ.d. til 01.12. 1991, með 3,4% vöxtum frá þ.d. til 30.12. 1991, en kr. 15.487.406,- með 3,4% vöxtum frá þ.d. til 01.01. 1992, með 2,6% vöxtum frá þ.d. til 01.03. 1992, með 1,6% vöxtum frá þ.d. til 01.04. 1992, með 1,1% vöxtum frá þ.d. til 01.06. 1992, með 1,0% vöxtum frá þ.d. til 30.06. 1992, en kr. 20.894.630 með 1,0% vöxtum frá þ.d. til 01.09.92, með 0,9% vöxtum frá þ.d. til 30.12. 1992, en kr. 26.197.171 með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.02. 1993, með 1,1% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1993, með 1,0% vöxtum frá þ. d. til 01.04. 1993, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.05. 1993, með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 30.06. 1993, en kr. 31.425.594 með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 01.09. 1993, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1993, með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 30.12. 1993, en kr. 36.615.797 með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 30.06.94, en kr. 41.693.284 með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 30.12. 1994, en kr. 46.674.499 með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 01.06. 1995, með 0,6% vöxtum frá þ. d. til 30.06. 1995, en kr. 51.542.945 með 0,6% vöxtum frá þ. d. til 30.12. 1995, en kr. 56.326.445 með 0,6% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1996, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.05. 1996, með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 01.06. 1996, með 0,7% vöxtum frá þ. d. til 01.11. 1996, með 0,8% frá þ.d. til 30.01. 1997 en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þ. d. til greiðsludags. Í báðum tilfellum er þess krafist að dæmt verði að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, allt í samræmi við 12. gr. laga nr. 25/1987. Þá er þess krafist að stefndi greiði stefnanda málskostnað að skaðlausu, eftir atvikum samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara að stefnukröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá er þess krafist að stefnandi verði dæmdur til að greiða málskostnað skv. mati dómsins eða eftir atvikum reikningi er lagður verður fram við munnlegan málflutning. Óumdeild málsatvik. Með kaupsamningi dags. 30. desember 1988 seldi stefndi hluthöfum í Verksmiðjunni Vífilfelli hf., þeim Birni Ólafssyni hf., Guðrúnu Guðmundsdóttur, Þórði Sveinssyni & Co., Pétri Björnssyni, Iðunni Björnsdóttur, Kristjáni G. Kjartanssyni, Dánarbúi Eddu Björnsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, allt hlutafé Gamla-Álafoss hf., sem var að nafnverði kr. 133.000.000. Fyrir hlutaféð voru engir fjármunir látnir af hendi, en kaupendur ábyrgðust in solidum greiðslu yfirtekinna skulda Gamla-Álafoss hf. við stefnda, samkvæmt efnahagsyfirliti frá 29. desember 1988, en það fylgdi samningnum og var hluti hans. Óumdeilt er að skuldir þær sem kaupendur ábyrgðust greiðslu á námu kr. 30.767.660. Í 3. gr. kaupsamningsins kom m.a. fram að seljendum væri kunnugt um þá forsendu kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Gamla-Álafoss hf. við annað hlutafélag og að ef skattalega hagræðið nýttist ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á þágildandi skattareglum, skyldu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli. Sama gilti ef skattalegur tapsfrádráttur yrði lægri en áætlað var í ársreikningi Gamla-Álafoss h.f., vegna breytinga skattayfirvalda á framtali félagsins. Þegar eftir kaupin var haldinn hluthafafundur í Gamla-Álafossi hf. þar sem ákvörðun var tekin um að sameina félagið Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og skyldu samþykktir þess félags gilda um hið sameinaða félag. Í tilkynningu til Hlutafélagaskrár frá 30. desember 1988 kemur fram, að Verksmiðjan Vífilfell hf. taki við öllum réttindum og skyldum Gamla-Álafoss hf. frá og með þeim degi. Undir tilkynninguna rita stjórnarmenn beggja félaganna, en þar var um sömu einstaklinga að ræða er sátu í báðum stjórnunum. Fyrir hlut sinn í Gamla-Álafossi hf. fengu hinir nýju hluthafar hlut í hinu sameinaða félagi. Eftir sameininguna taldist skuld Gamla-Álafoss hf. við stefnda kr. 30.767.660 til skulda hins sameinaða félags. Verksmiðjan Vífilfell greiddi skuldina með útgáfu veðskuldabréfs, dags. 6. október 1989, að höfuðstól kr. 25.826.474, bundið lánskjaravísitölu með grunnvísitölu janúar 1988 (1913 stig). Höfuðstól lánsins skyldi endurgreiða á árunum 1991 til 1995 með tveimur jöfnum afborgunum á ári 30. júní og 30. desember, í fyrsta skipti 30. júní 1991. Vextir voru reiknaðir frá 30. desember 1988 og voru 6% fastir ársvextir er greiddust eftir á, fyrst í júní 1989 en síðan á hálfs árs fresti. Á hluthafafundum sem haldnir voru 22. júlí 1994 í Verksmiðjunni Vífilfelli hf., kt. 700269-7449, Þórði Sveinssyni & Co. hf., kt. 420369-1589, og Birni Ólafssyni hf., kt. 470169-1419, öllum að Stuðlahálsi 1, Reykjavík, var ákveðið að sameina félögin Birni Ólafssyni hf. og breyta nafni þess félags í Vífilfell hf. Sameinaða félagið yfirtók allar eignir og skuldir eldri félaganna. Á hluthafafundi í Vífilfelli hf. 29. september 1995 var samþykkt að breyta nafni félagsins og samþykktum til samræmis við ný lög um einkahlutafélög nr. 138/1994. Hinn 30. desember 1994 endurákvarðaði Skattstjórinn í Reykjavík skatta vegna Verksmiðjunnar Vífilfells hf. vegna gjaldáranna 1989, 1990, 1991, 1992 og 1993. Taldi hann að óheimilt hefði verið að nýta ójafnað tap vegna sameiningarinnar til frádráttar tekjum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. og gerði félaginu að greiða skatta eins og sameiningin hefði ekki farið fram. Með bréfi dags. 18. janúar 1995 var stefnda tilkynnt um það af hálfu lögmanns stefnanda, að skattstjórinn í Reykjavík hefði endurákvarðað opinber gjöld stefnanda Kemur fram í bréfinu að tilgangur með sendingu þess sé að greina frá þessari þróun mála og tilkynna stefnda að stefnendur myndu halda upp á hann endurgreiðslu yfirtekinna skulda samkvæmt skýru ákvæði kaupsamningsins yrði niðurstaðan sú, að yfirfæranlegt tap Gamla-Álafoss hf. mætti ekki koma til frádráttar skattskyldum tekjum Vífilfells hf. Af yfirfærðu rekstrartapi samtals kr. 425.925.832, sem skattstjóri viðurkenndi ekki til frádráttar, voru kr. 302.429.757 yfirfært tap frá Gamla-Álafossi hf. Tapið hafði stefnandi fært til frádráttar tekjum til skatts allt fram á tekjuárið 1992, er það var uppurið. Stefnandi mótmælti fyrrnefndri endurákvörðun og skaut henni fyrst til úrlausnar yfirskattanefndar, sem kvað upp úrskurð sinn 11. október 1996, en síðan til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp úrskurð 10. desember 1996 í ágreiningsmáli stefnda og Gjaldheimtunnar í Reykjavík vegna aðfarargerðar sýslumannsins í Reykjavík. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar Íslands, sem kvað upp dóm 30. janúar 1997. Niðurstaðan fól í sér staðfestingu á endurákvörðun skattstjórans í Reykjavík. Samanlagðar afborganir, verðbætur og vextir námu kr. 56.326.446 eða kr. 61.117.547 á verðlagi í janúar 1997, en það er stefnufjárhæð málsins. Þann 10. desember 1996 greiddi stefnandi, Gjaldheimtunni í Reykjavík kr. 100.000.000 inn á hugsanlega kröfu til að forða yfirvofandi fjárnámi. Þann 28. febrúar 1997 voru eftirstöðvarnar greiddar, kr. 163.813.348, í samræmi við endurákvörðun þá er Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum 30. janúar 1997. Málsástæður lagarök stefnanda. Um aðild til sóknar. Stefnandi heldur því fram að þegar Gamli-Álafoss hf. hafi verið sameinað Verksmiðjunni Vífilfelli hf., sem síðar varð Vífilfell ehf., hafi hluthafar Gamla-Álafoss hf. fengið hlutabréf í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. sem gagngjald fyrir hluti sína í Gamla-Álafossi hf. Um leið hafi hluthafarnir framselt Verksmiðjunni Vífifelli hf. önnur þau réttindi sem þeir höfðu öðlast með kaupsamningi við stefnda, þ. á m. rétt til að krefjast endurgreiðslu eða skaðabóta, væru skilyrði til þess að lögum eða samkvæmt kaupsamningnum. Þar með hafi m.a. fylgt réttur samkvæmt hinu skilorðsbundna loforði um endurgreiðslu ef hið skattalega hagræði nýttist ekki, en málsóknin byggist að hluta til á því loforði. Verðgildi hlutanna í Gamla-Álafossi hf., sem Verksmiðjan Vífilfell hf. greiddi fyrir með hlutum í sjálfri sér, hafi að verulegu leyti verið miðað við það loforð. Til vara byggir stefnandi aðild sína að kröfunni á því að umræddur kaupsamningur hafi með dómi Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 verið úrskurðaður „málamyndagerningur“ þó með fullum réttaráhrifum, en þannig að kaupandi hafi í raun verið Verksmiðjan Vífilfell hf., nú stefnandi, en ekki hluthafar félagsins eins og samningurinn beri með sér. Af þessu leiði að stefnandi getur krafist dóms sér til handa varðandi réttindi kaupanda samkvæmt kaupsamningnum. Um efnishlið málsins. Stefnandi kveðst byggja málsókn sína eftirfarandi málsástæðum og beri að líta til liða C og D ef ekki verði fallist á kröfur stefnanda á grundvelli liða A og B. Liðir A og B séu þó samtengdir og verði því ekki að fullu aðskildir við úrlausn málsins. A. Skilorðsbundið loforð stefnda. Stefnandi kveður hið skilorðsbundna loforð stefnda um endurgreiðslu hafa verið tvíþætt. Annars vegar skyldi endurgreiða ef hið skattalega hagræði nýttist ekki vegna breytinga á þágildandi skattareglum en hinsvegar ef hagræðið nýttist ekki vegna breytinga skattyfirvalda á framtali stefnanda. Um loforð stefnda vísar stefnandi til almennra reglna samningaréttarins um skuldbindingargildi loforða. Með kaupsamningnum 30. desember 1988 hafi stefndi undirgengist að endurgreiða yfirteknar skuldir Gamla-Álafoss hf. yrði hið skattalega hagræði ekki nýtt eins gert hafi verið ráð fyrir. Loforð stefnda hafi þar með verið bundið ákveðnu frestskilyrði og því orðið virkt þegar skilyrðið kom fram. Stefnandi telur að skilyrðið hafi komið fram enda hafi breyting skattareglna orsakað missi hins skattalega hagræðis. Á þeim tíma sem kaupsamningur aðila hafi verið gerður hafi þær reglur sem skattyfirvöld fóru eftir, varðandi sameiningu hlutafélaga, verið þess efnis að skattaleg réttindi fluttust ásamt skattskyldum til yfirtökufélags, óháð því hver starfsemi félaganna var eða með hvað hætti sameining átti sér stað, væri við hana gætt formreglna hlutafélagalaga og skattalaga. Stefnandi vísar m.a. um þetta til framlagðs bréfs ríkisskattstjóra, þar sem fyrirspurn varðandi sameiningu Fiskiðjunnar hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. hafi verið svarað og engin athugasemd gerð. Stefnandi nefnir einnig í stefnu 46 dæmi um sameiningu fyrirtækja á árunum 1987 og 1988 sem hann kveður átölulaust hafa hlotið náð fyrir augum skattyfirvalda. Stefnandi telur að með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 hafi verið staðfest að dómurinn túlkaði þágildandi skattareglur með öðrum hætti en gert var, m.a. af skattyfirvöldum, á þeim tíma. Hafi dómurinn orðið þess valdandi að stefnandi fékk ekki nýtt hið skattalega hagræði. Þar með hafi skilyrðið komið fram og greiðsluskylda stefnda orðið virk. Stefnandi telur að með skattareglum í kaupsamningnum hafi ekki einungis verið átt við sett lög eða túlkun dómstóla á þeim, heldur hafi meðvitað verið vísað til allra þeirra reglna sem að skattheimtu lúta, þ. á m. vinnureglna skattyfirvalda, m.a. framkvæmd skattyfirvalda á settum lögum. Ef þrengri skilning hefði átt að leggja í skilyrði samningsins hefði orðið skattalög verið notað. Ljóst sé að með endurákvörðun skattstjóra hafi orðið breyting á þeirri framkvæmd sem skattyfirvöld og aðilar höfðu talið gilda og þar með hafi orðið breyting á skattareglum. Verði af einhverjum ástæðum talið að ekki hafi orðið breyting á þágildandi skattareglum, vísar stefnandi til þess að orðalag skilyrðisins verður ekki bundið við svo stranga túlkun. Augljóst sé að um hafi verið að ræða þann sjálfsagða fyrirvara að endurgreiðsluskylda stefnda yrði ekki virk ef um væri að kenna aðgerðum eða aðgerðaleysi sem stefnandi bæri sjálfur ábyrgð á, t.d. ef stefnandi hætti algerlega við sameiningu félaganna. M.ö.o. hafi verið tiltekið það eina dæmi, sem menn hafi talið möguleika á að leiddi til þess að hið skattalega hagræði nýttist ekki. Raunveruleikinn hafi hins vegar verið öldungis sambærilegur við þetta dæmi og þannig verði að telja að skilyrðið hafi komið fram. Stefnandi bendir á að það hafi verið forsenda beggja aðila, að þágildandi skattareglur heimiluðu þá sameiningu sem til stóð og hafi verið framkvæmd. Skilyrði samningsins hafi því þýtt að stefndi myndi endurgreiða ef tapið nýttist ekki vegna breytinga á því sem aðilar töldu gildan skattarétt, m.ö.o. ef skilningur þeirra reyndist ekki réttur. Þessi forsenda verði lesin beint út úr skilorði endurgreiðsluloforðsins, en það hefði verið markleysa ef aðilar hefðu talið að skattalög heimiluðu ekki tapsfrádráttinn. Þessi forsenda hafi verið veruleg og þar með ákvarðandi fyrir stefnanda. Því sé rétt að stefndi beri áhættuna af því að hún brast. Haldi stefndi öðru fram verður ekki hjá því komist að telja hann hafa sýnt af sér skaðabótaskylt atferli við samningsgerðina. Stefnandi telur stefnda ekki geta borið því við að ástæða missis hins skattalega hagræðis sé röng framkvæmd á sameiningu félaganna. Í fyrsta lagi sé ljóst af afdráttarlausri niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur hafi fallist á, að til þess að ná fram ætlun aðila hafi engin önnur leið verið fær, sem hlotið hefði náð fyrir augum dómstóla. Í öðru lagi hafi stefnda verið ljóst eða mátt vera ljóst á hvaða hátt sameining félaganna yrði framkvæmd, enda hafi sú framkvæmd verið talin í samræmi við þágildandi skattareglur og framkvæmd þeirra. Því jafngildi það yfirlýsingu um, að brögð hafi verið höfð í tafli af hálfu stefnda, að halda því fram nú, að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmd sameiningarinnar. En jafnvel þó að komist yrði að þeirri niðurstöðu, að þágildandi skattareglum hafi ekki verið breytt og hið skilorðsbunda loforð hafi ekki á annan hátt orðið virkt, sé óumdeilanlegt, að skattyfirvöld hafi breytt framtali stefnanda með því að endurákvarða skatta hans á þann hátt, að honum nýttist ekki skattalega hagræðið, sem að var stefnt með kaupunum. Því sé ljóst, að hið seinna skilorðsbundna loforð sem fólst í 3. gr. kaupsamningsins sé komið fram og beri stefnda því að endurgreiða yfirteknar skuldir þegar af þeirri ástæðu. B. Forsendubrestur. Til vara styður stefnandi kröfur sínar við þær forsendur sem lágu að baki gerð nefnds kaupsamnings. Grundvallarforsenda hafi verið að hægt yrði að nýta skattalegt tap Gamla-Álafoss hf. til frádráttar frá skattskyldum tekjum stefnanda. Þessi forsenda hafi beinlínis verið orðuð í 3. gr. kaupsamningsins, þar með verið skilyrði samningsins og stefnda því ljós. Í raun nægi að benda á að þetta skilyrði fyrir gerð kaupsamningsins hafi ekki orðið að veruleika. Af því leiðir að mati stefnanda að endurgreiðsluskylda stefnda verði virk. Þar sem skilyrðið sé orðað sem forsenda verði hér einnig getið þeirra atriða sem komi til skoðunar þegar um hefðbundinn forsendubrest sé að ræða. Forsendan hafi verið veruleg og þar með ákvarðandi og hafi stefnda einnig verið það ljóst enda vandséðir aðrir hagsmunir en skattalegir sem leitt hefðu getað til kaupanna. Þessi forsenda var einnig þess eðlis að bæði sé sanngjarnt og eðlilegt að stefndi beri áhættuna af því að hún bregðist eða sé röng enda hafi hún verið stefnda fullkomlega ljós. Þá muni stefndi að óbreyttu hagnast um þá upphæð sem nemi yfirteknum skuldum, á kostnað stefnanda. Stefnandi telur ofangreinda forsendu í raun geta staðið óháð því skilorðsbundna loforði um endurgreiðslu sem síðar greinir í 3. gr. samningsins. Óorðuð afleiðing þess að hún bresti sé sú að endurgreiðsla eigi að fara fram. C. 36. gr. samningalaga. Til þrautavara styður stefnandi kröfur sínar við 36. gr. samningalaga 7/1936 og krefst þess að samningnum verði breytt á þá lund að hann falli að ofangreindum sjónarmiðum þannig að endurgreiðslukrafa stefnanda verði tekin til greina. Samningur sem feli í sér greiðslu ríflega 40 milljóna króna fyrir ekkert gagngjald hljóti að teljast ósanngjarn og ekki sé hægt að ætlast til þess að sú niðurstaða rúmist innan eðlilegrar áhættu sem aðilar hafi tekið við samningsgerðina. Stefnandi vísar jafnframt til ólögfestra meginreglna kröfuréttarins um óréttmæta auðgun, sbr. grunnrök 36. gr. laga nr. 7/1936, og telur að þær reglur leiði til sömu niðurstöðu. D. Saknæmt atferli stefndu. Stefnandi byggir kröfur sínar jafnframt á skaðabótaskyldu atferli stefnda við samningsgerðina. Hafi stefndi talið að margnefnd sameining hafi að lögum ekki verið til þess fallin að hið skattalega hagræði nýttist hafi stefnda borið að upplýsa stefnanda þar um. Þetta hafi stefndi ekki gert og hafi þar með bakað sér skaðabótaábyrgð. Um dráttarvexti. Stefnandi kveður dráttarvaxta vera krafist frá uppkvaðningardegi dóms Hæstaréttar, 30. janúar 1997, enda hafi með dóminum orðið ljóst að hið skattalega hagræði myndi ekki nýtast stefnanda og greiðsluskylda stefnda þar með orðið. Stefnanda hafi þá mátt vera ljóst að efndatími skyldunnar var kominn. Nánar um kröfugerð. Í aðalkröfu eru greiðslur stefnanda færðar til verðlags í janúar 1997 og er miðað við lánskjaravísitölu. Stefnandi kveður þessa aðferð komast næst því að meta beint verðmæti þeirra greiðslna sem stefnandi hafi innt af hendi og þar með raunverulegt tjón. Með henni sé tryggt að verðmæti greiðslnanna rýrni ekki vegna verðbólgu. Verði að taka þessa aðferð fram yfir 7. gr. vaxtalaga en ljóst sé að sú grein nái ekki þeim tilgangi sínum að verðtryggja bætur. Varakrafa miðist við að reikna vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af hverri greiðslu. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi kveður koma fram í 2. mgr. 1. gr. og 2. gr. samningsins að hann hafi tekið á sig ábyrgð á tilteknum atriðum varðandi félagið og hafi ekki komið fram atvik, þar sem reynt hefur á ábyrgð þessa. Í 3. gr. komi fram að kaupendur hafi ætlað að sameina félagið öðru hlutafélagi og nýta yfirfært skattalegt tap félagsins við þá sameiningu. Mál þetta fjalli um túlkun greinar þessarar. Um aðild málsins. Stefndi vísar til þeirrar fullyrðingar stefnanda að kaupendur hlutabréfa Gamla-Álafoss hf. hafi framselt Verksmiðjunni Vífilfelli hf. öll réttindi sem þeir öðluðust með kaupsamningi við stefnda, þ.á m. rétt til að krefjast endurgreiðslu eða skaðbóta væru skilyrði til þess að lögum eða samkvæmt kaupsamningnum. Stefndi kveður stefnanda ekki hafa lagt fram gögn um framsal þetta eða sýnt fram á að stefndi hafi, fyrir sitt leyti, samþykkt að stefnandi ætti endurkröfu á stefnda á forsendum stefnanda. Ekkert slíkt beint réttarsamband hafi stofnast með stefnanda og stefnda. Stefndi telur að skilja verði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. desember 1996, sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997, á þann veg að með “málamyndagerningi” sé átt við að stefnandi og hluthafar hans hafi, til að fullnægja formskilyrðum skattalaga, látið hluthafana vera milliliði við kaupin í stað þess að Verksmiðjan Vífilfell hf. gerði kaupin beint. Þó að samningar þessir kunni að vera taldir málamyndagerningar með tilliti til samskipta kaupenda hlutabréfanna og stefnanda, sé ekki þar með sagt að þeir geti talist málamyndagerningar hvað varðar einkaréttarlega túlkun kaupsamningsins, sem alfarið hafi farið fram á forsendum aðila kaupsamningsins. Stefndi hafi engin samskipti átt við Verksmiðjuna Vífilfell hf. vegna samnings þessa önnur en að taka við skuldabréfi því, sem félagið gaf út hinn 6. október 1989. Stefndi telur að framangreind atriði eigi að leiða til sýknu vegna aðildarskorts, sbr. 2. tl. 16. gr. laga nr. 19/1991. Um efnishlið. A. Skilorðsbundið loforð. Stefndi telur að í ákvæði 3. gr. samningsins hafi af hálfu stefnda falist loforð um endurgreiðslu yfirtekinna skulda samkvæmt efnahagsreikningi við eftirtalin skilyrði: a) ef skattalegt hagræði nýttist ekki eða einungis að hluta vegna breytinga á skattareglum, b) ef skattalegur tapsfrádráttur yrði lægri en áætlað var í ársreikningi Gamla-Álafoss hf. 1987 vegna breytinga sem skattyfirvöld kynnu að gera á framtali þess félags. Stefndi telur stefnanda ekki geta byggt á því að hann eigi rétt á endurgreiðslu hvenær sem skattyfirvöld hafi gert breytingar á skattframtali hans sjálfs hverjar svo sem ástæður fyrir því kynnu að vera. Orðin “framtali félagsins” í 3. gr. samningsins vísi til skattframtals Gamla-Álafoss hf. Sé það augljóst af orðalagi ákvæðisins en orðin standi í beinu framhaldi af því að rætt er um ársreikning Gamla-Álafoss hf. Ákvæði þessu sé augljóslega ætlað að tryggja lækkun ábyrgðar kaupenda, yrði gerð breyting á tapsfrádrætti þeim, sem áætlaður var í ársreikningi Gamla-Álafoss hf. Engin athugasemd eða breyting hafi verið gerð á framtali Gamla-Álafoss hf. og komi það skilyrði því ekki til álita í máli þessu. Að því er hitt skilyrðið varðar kveður stefndi stefnanda réttilega taka fram í stefnu að við gerð samningsins hafi ekki verið skilyrði að félög, sem sameinuð voru með heimild í 56. gr. laga nr 75/1981, hefðu stundað skyldan rekstur eða að félag sem slitið er hefði átt verulegar eignir og verið í rekstri. Það hafi hins vegar verið gert að skilyrði við setningu laga nr. 97/1988, um breyting á lögum nr. 75/1981, en þau hafi tekið gildi sama dag og samningurinn hafi verið gerður. Samkvæmt 21. gr. laga nr. 97/1988 skyldi ákvæðinu beitt frá og með álagningu á árinu 1990 vegna tekna ársins 1989 og eigna í lok þess árs. Ekkert komi fram um það í máli stefnanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík, að endurákvörðun sé byggð á öðrum lögum en þeim, sem í gildi hafi verið á undirskriftardegi kaupsamningsins. Samkvæmt 77. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún hafi verið orðuð fyrir setningu laga nr. 97/1995 skuli skattamálum skipað með lögum og samkvæmt 40. gr. megi engan skatt leggja á né breyta né af taka nema með lögum. Megi samkvæmt ákvæði þessu vera ljóst að breyting á skattareglum verður ekki gerð nema með lögum, eða samkvæmt heimild í lögum. Ekki hafi stefnandi heldur sýnt fram á að endurákvörðun skattstjóra sé byggð á skattareglum, settum eftir dagsetningu kaupsamnings. Orðalagið “Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum” þýði því í raun breytingu á skattalögum eða setningu nýrra skattareglna eða breytingu eldri skattareglna samkvæmt heimild í lögum. Verði því að túlka orðið “skattareglur” í 3. gr. þröngt. Með vísan til þess að álagning vegna tekna ársins 1988 hafi alfarið farið fram samkvæmt þeim lögum og skattareglum, sem í gildi hafi verið þegar kaupsamningurinn hafi verið gerður, sé skilyrði til endurkröfu stefnanda ekki fyrir hendi. Stefndi telur fyrirvara þann sem fram komi í 3. gr. kaupsamningsins ekki vera algildan. Hefði hann átt að gilda um allan forsendubrest hefði hann verið orðaður með öðrum hætti. Orðalagið bendi til þess að stefnanda hafi verið kunnugt um að ný lög, sem takmörkuðu möguleika á frádrætti yfirfærðra tapa við sameiningu félaga, kynnu að koma til, enda mikið um það fjallað á þessum tíma, sbr. lögin nr. 97/1988. Af hálfu stefnanda sé því heldur ekki haldið fram að endurákvörðun skattyfirvalda hafi byggst á nýjum skattalögum, heldur á því að í dómi Hæstaréttar í skattamáli stefnanda, hafi þágildandi skattreglur verið túlkaðar með öðrum hætti en gert hafi verið m.a. af skattyfirvöldum á þeim tíma. Af hálfu stefnda er því haldið fram að í ákvæði 3. gr. kaupsamningsins felist ekki loforð hans um endurgreiðslu, ef túlkun dómstóla á gildandi skattareglum sé önnur en áður tíðkaðist. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að túlkun dómstóla hafi verið önnur fyrir dóm þennan. Með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 hafi verið staðfest að skattyfirvöldum hafi verið heimilt að beita 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt við endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda og að líta mætti á kaup á hlutafé í Gamla-Álafossi hf. sem málamyndagerning. Ákvæði 1. mgr. 58. gr. hafi verið í skattalögum frá árinu 1971. Ekkert liggi fyrir um að skattyfirvöld hafi ekki beitt ákvæði þessu með líkum hætti áður en endurákvörðun á opinberum gjöldum stefnanda fór fram, eða að skattyfirvöld hafi heimilað skattfrádrátt í sambærilegu tilviki. Jafnvel þótt sýnt yrði fram á að svo hefði verið skipti það þó ekki máli. Þegar metið er hvort skilyrði samningsins um endurgreiðslu hafi komið fram verði að miða við lagareglurnar sjálfar þótt heimildum sem í þeim felist hafi ekki verið beitt til hins ítrasta. Stefndi telur stefnanda hvorki hafa bent á nýjar skattareglur sem endurákvörðun skattstjóra byggist á né breytingar á skattareglum frá fyrri tímum. Ekki hafi stefnandi heldur sýnt fram á að skattstjóri hafi breytt túlkun sinni á eldri skattareglum, enda ekki vitað um samsvarandi samruna fyrirtækja. Enda þótt stefnanda tækist að sýna fram á að um breytta túlkun skattstjóra væri að ræða, telur stefndi það ekki leiða til endurgreiðslu stefnda, þar sem slík breyting geti ekki talist breyting á skattareglum í skilningi 3. gr. kaupsamningsins. Í úrskurði héraðsdóms komi fram að skattstjóri gerði athugun á þeim atriðum, sem skattyfirvöld líti oftast til í sambandi við samruna félaga, þ. e. hvort samruninn uppfyllti skilyrði 56. gr. skattalaga. Í úrskurðinum komi fram að athugun skattstjórans í Reykjavík hafi snúist um skoðun á lögmæti samrunans og frádrætti rekstrartapa í skattframtali stefnanda. Hafi stefnandi einkum verið beðinn um að upplýsa með hvaða hætti hluthöfum í Gamla-Álafossi hf. og öðrum félögum, sem sameinuð hafi verið Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á sama tíma, hafi verið greitt fyrir hlutafjáreign sína. Þrátt fyrir að stefnandi héldi því fram að hluthafar í félögunum hefðu eingöngu fengið greitt með hlutabréfum í stefnanda fyrir hlutafé sitt í félögunum, hafi skattstjóri boðað stefnanda að sýnt þætti að gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 hefði ekki verið uppfyllt við samruna Gamla-Álafoss hf. og Fargs hf. við Verksmiðjuna Vífilfell hf. Dómur héraðsdóms, sem staðfestur hafi verið af Hæstarétti byggist fyrst og fremst á að útfærsla eða framkvæmd sameiningarinnar teljist í andstöðu við 56. gr., þ.e. að hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. hafi keypt hluti í Gamla-Álafossi hf., sem Verksmiðjan Vífilfell hf. var síðan látin greiða fyrir með öðru en hlutabréfum í hlutafélaginu. Hafi kaup hluthafanna verið nokkurs konar millileikur vegna samruna félaganna og liður í undirbúningi þeirra og því hreinir málamyndagerningar, gerðir í því skyni að formlega yrði uppfyllt gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981. Stefndi byggir á því að þessi útfærsla á sameiningu félaganna hafi alfarið verið í höndum stefnanda og ákveðin af honum. Stefndi hafi hvergi komið þar nærri. Hafi sameiningin verið ákveðin með sama hætti og aðrar sameiningar sem stefnandi hafði verið með í undirbúningi um nokkurt skeið. Það hafi fyrst verið 29. desember 1988, sem stefnandi hafi haft samband við stefnda og falast eftir kaupum á hlutaféi Gamla-Álafoss hf. Geti stefndi ekki tekið ábyrgð á þeirri framkvæmd sem síðar hafi farið fram og reynst hafi í andstöðu við 56. gr. laga nr. 75/1981. Jafnframt beri orðalag 3. gr. kaupsamnings aðila þess merki að stefnandi hafi gert sér grein fyrir að hann væri að taka vissa áhættu, enda hefði hann látið gera sérfræðiathugun á þessum málum áður en hann leitaði kaupanna. Verði hann að bera hallann af því að útfærslan stóðst ekki ákvæði laga. B. Forsendubrestur. Stefndi mótmælir því að stefnandi geti byggt endurgreiðslukröfu sína á forsendubresti. Eins og fram komi í kaupsamningi aðila hafi kaupendum verið það ljóst að svo gæti farið að tapsfrádrætti kynni að vera hafnað. Áhættunni á því hafi verið skipt milli aðila með þeim hætti, að stefndi skyldi eingöngu bera áhættuna af breyttum skattareglum eða breytingum á skattframtali Gamla-Álafoss hf., en kaupendur að öðru leyti. Ákvæði samningsins um áhættuskiptingu þessa hafi alfarið verið samið af kaupendum og verði að túlkast stefnda í hag af þeim sökum. Orðalag ákvæðisins virðist hafa verið ákveðið af kaupendum að vandlega athuguðu máli í sambandi við önnur kaup á fyrirtækjum. C. 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Stefndi mómælir því að ákvæðið eigi við og telur skilyrði ákvæðisins um að ósanngjarnt sé að bera samning fyrir sig eða andstætt góðri viðskiptavenju ekki eiga við. Kaupendur hlutabréfanna hafi sjálfir sett skilyrði fyrir kaupum á þeim og þau skilyrði sem fyrirvari hafi verið gerður um hafi ekki komið fram. Kaupsamningurinn sýni að stefndi tók ákveðna áhættu sem hann verði að bera. Stefndi bendir á að kaupverð hlutabréfanna hafi aðeins verið brot af þeim hagsmunum, sem stefnandi hafi sóst eftir með kaupunum og gera verði ráð fyrir að hann hafi álitið áhættuna kaupverðsins virði. D. Saknæmt atferli stefnda. Stefndi mótmælir því að stefnandi eigi nokkra skaðabótakröfu á hendur stefnda. Stefnanda hafi verið ljóst að brugðið gat til beggja vona með nýtingu tapsins, enda komi það berlega fram í samningnum. Stefnandi hafi haft reynslu af slíkum hlutafjárkaupum og sérfræðinga til ráðgjafar um áhættuna. Stefndi hafi hins vegar enga slíka vitneskju haft og enga ábyrgð tekið á að fyrirhuguð sameining við annað hlutafélag leiddi til lækkunar skatta þess félags. Þá liggi ekki fyrir útreikningur á raunverulegu tjóni stefnanda en hann hafi notið skatthagræðis af skattfrádrætti vegna samrunans frá almennri álagningu 1989 til 28. ágúst 1995, er skattstjórinn í Reykjavík endurákvarðaði endanlega opinber gjöld hans. Varakrafa stefnda. Stefndi mótmælir aðalkröfu stefnanda er tölulega og krefst þess til vara að krafa stefnanda verði stórleg lækkuð. Stefndi kveður ekki verða séð af kaupsamningi að stefnandi hafi átt rétt á að greiða skuld þessa með skuldabréfi heldur megi ætla að miðað hafi verið við staðgreiðslu. Það veiti stefnanda þó ekki rétt til þess að endurkrefja greiðslu á vöxtum og verbótum samkvæmt skuldabréfinu, enda slíks ekki getið í kaupsamningnum. Kaupsamningurinn hafi heldur ekki heimilað framreikning greiðslna af skuldabréfinu, kæmi til endurgreiðslu. Stefnandi geti því aldrei átt hærri kröfu en höfuðstól þeirrar kröfu er hann tók að sér að greiða, þ.e. kr. 25.826.474 með vöxtum frá 2. október 1997. Niðurstaða. Um aðild málsins. Eins og að framan er rakið voru kaupendur hlutafjár í Gamla-Álafossi hf. átta hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og skiptu þeir hlutafénu á milli sín í sama hlutfalli og hlutafjáreign þeirra í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Þessir hluthafar tóku ábyrgð á því að skuld Gamla-Álafoss hf. við stefnda yrði greidd. Af 3. gr. samningsins verður ráðið að samningsaðilar gengu út frá því að hinir nýju hluthafar Gamla-Álafoss hf. myndu sameina það öðru hlutafélagi í því skyni að nýta tap Gamla-Álafoss hf. til lækkunar á sköttum samrunahlutafélagsins. Ekki kom fram í samningnum hvaða hlutafélagi Gamli-Álafoss hf. kæmi til með að sameinast. Ljóst er að þótt hinir nýju hluthafar tækju ábyrgð á greiðslu skuldarinnar við stefndu var áfram um skuld Gamla-Álafoss hf. að ræða. Við samruna Gamla-Álafoss hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. varð hið sameinaða félag því sjálfkrafa skuldari. Stefndi viðurkenndi það m.a. í verki með því að taka við skuldabréfi frá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Hið sama átti sér stað við samruna Verksmiðjunnar Vífilfells hf., Þórðar Sveinssonar & Co hf. og Björns Ólafssonar hf. 22. júlí 1994 undir nafninu Vífilfell hf. Enda þótt kaupendum hafi, samkvæmt orðalagi 3. gr. kaupsamningsins, einum verið áskilinn endurkröfuréttur þykir það ekki koma í veg fyrir að endurgreiðslurétturinn verði talinn fylgja greiðsluskyldunni. Enda þótt engir sérstakir samningar liggi fyrir um framsal á endurkröfuréttinum sérstaklega telst sá réttur því hafa fylgt greiðsluskyldunni til Verksmiðjunnar Vífilfells hf. og síðan til stefnanda. Óumdeilt er að þessir aðilar hafa staðið skil á greiðslu skuldarinnar gagnavart stefnda og telst stefnandi því réttur aðili að þessu máli. Um efnishlið málsins. Svo virðist sem skammur aðdragandi hafi verið að kaupum hlutahafa Verksmiðjunnar Vífilfells hf. á hlutabréfum Gamla-Álafoss hf. og það hafi fyrst komið til tals milli jóla og nýárs árið 1988. Málsaðilar eru ekki sammála um hvorir samningsaðila áttu frumkvæði að samningsgerðinni. Vitnin Lýður Friðjónsson, sem var framkvæmdastjóri Verksmiðjunnar Vífilfells hf., og Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi félagsins, báru fyrir dómi að frumkvæðið hafi komið frá stefnda en stefndi heldur hinu gagnstæða fram. Samhliða þessu máli hefur stefnandi rekið hliðstætt mál á hendur Framsóknarflokknum vegna endurgreiðslukröfu sem stafar frá kaupsamningi sem eigendur Verksmiðjunnar Vífilfells hf. gerðu við Framsóknarflokkinn og aðra eigendur Fargs hf. um kaup á öllum hlutabréfum í því félagi. Sá kaupsamningur er dagsettur 13. desember 1988 og er efni hans um margt hliðstætt þeim samningi sem er til umfjöllunar í þessu máli. Þar á meðal er 4. gr. þess samnings nánast orðrétt samhljóða tveimur fyrstu málsliðum 3. gr. samningsins sem um er deilt í þessu máli. Ljóst þykir að 4. gr. samningsins um kaupin á hlutabréfunum í Fargi hf. er fyrirmyndin að 3. gr. samningsins um kaup hlutabréfanna í Gamla-Álafossi hf. Vitni í máli stefnanda gegn Framsóknarflokknum báru jafnframt vitni í þessu máli. Vitnið Jón Tryggvi Kristjánsson, sem var endurskoðandi Fargs hf., bar fyrir dómi að hann hefði ritað fyrsta uppkast að kaupsamningi um hlutaféð í Fargi hf. en í því var ekkert ákvæði um endurkröfurétt kaupenda. Gestur Jónsson hrl. bar fyrir dómi að ný drög hafi komið frá kaupendum og hafi umbjóðendur hans ekki verið sáttir við 4. gr. samningsdraganna. Hafi hann afhent lögmanni kaupenda tillögu að breytingum á greininni.Hann kvað umræður hafa verið í gangi í árslok 1988 um breytingar á skattareglum sem kæmu í veg fyrir að tapsfrádráttur nýttist og hefðu samningsaðilar haft áhyggjur af því að þessar lagareglur yrðu til þess að fyrirætlun þeirra næði ekki fram að ganga. Hafi áhyggjurnar einkum lotið að því að reglurnar yrðu látnar hafa afturvirk áhrif. Seljendur hafi því eingöngu verið tilbúnir að ábyrgjast lagabreytingar og með orðinu skattareglur hafi eingöngu verið átt við skattalög. Vitnið Jón Tryggvi bar að seljendur hlutafjárins hefðu hafnað endurgreiðslufyrirvara kaupenda og viljað takmarka endurkröfuréttinn við fyrirhugaðar breytingar á skattalögum. Við gildistöku laga nr. 97/1988 hafi síðan komið í ljós að á ábyrgð seljenda myndi ekki reyna. Framburði Gests var af hálfu lögmanns stefnanda mótmælt sem vilhöllum. Með hliðsjón af öðru því sem fram er komið í málinu verður að telja uplýst að samningnum var breytt í það horf sem Gestur lagði til. Ákvæði 4. gr. kaupsamningsins um hlutabréf í Fargi hf. var tekið nánast orðrétt upp í 3. gr. samningsins um kaup á hlutafé Gamla-Álafoss hf. og er óumdeilt að ákvæðið kom inn í samninginn fyrir tilstuðlan kaupenda. Stefnandi verður því að bera hallann að því ef orðalag ákvæðisins var ekki í samræmi við það sem hann ætlaðist til eða ónákvæmt. Verður að túlka samningsákvæðið samkvæmt orðalagi þess og með hliðsjón af því sem að framan er rakið um forsögu þess. Ákvæði 3. gr. er svohljóðandi: „Seljanda er kunnugt um, að það er forsenda kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Gamla-Álafoss h.f. við annað hlutafélag, en slíka sameiningu munu kaupendur framkvæma eigi síðar en 31.12.1988. Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum, skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli. Sama gildir verði skattalegur tapsfrádráttur lægri en áætlað er í ársreikningi Gamla-Álafoss h.f., vegna breytinga sem skattayfirvöld kynnu að gera á framtali félagsins." Við samningsgerðina lá ljóst fyrir að nýta átti uppsafnað tap Gamla-Álafoss hf. til lækkunar á tekjuskatti hlutafélags í eigu kaupenda. Kemur skýrt fram í 3. gr. samningsins að þetta hafi átt að gera með sameiningu Gamla-Álafoss hf. við annað hlutafélag. Í kaupsamningnum er ekki greint frá því hvaða hlutafélag þetta sé en á þessum tíma voru kaupendur allir hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og forsvarsmenn þess félags komu að samningsgerðinni. Í framlagðri kæru Vífilfells hf. dags. 29. júní 1995 á endurákvörðun opinberra gjalda félagsins kemur fram að veturinn 1986-87 fól Verksmiðjan Vífilfell hf. Símoni Á. Gunnarssyni, löggiltum endurskoðanda, að taka saman greinargerð um möguleika á að nýta yfirfæranlegt tap við sameiningu fyrirtækja til að byggja upp eiginfjárstöðu félagsins. Símon skilaði skýrslu um þetta til stjórnar félagsins síðla árs 1986. Í málinu þykir fram komið að kaup á hlutafé Gamla-Álafoss hf. og sameining félagsins og Verksmiðjunnar Vífilfells hf., í því skyni að nýta tap fyrrgreinda félagsins til að lækka skatta þess síðargreinda, voru skipulögð og framkvæmd af sérfræðingum á vegum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Enda þótt stefnda hafi í stórum dráttum verið kunnugt um hvernig til stóð að framkvæma sameininguna var hann ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á hvernig að henni yrði staðið í smærri atriðum. Svo sem að framan er rakið var tilgangur kaupenda með kaupum á hlutafénu sá einn að hlutafélag í eigu kaupenda myndi nýta uppsafnað tap Gamla-Álafoss hf. til að lækka skatta félagsins. Tilgangur seljanda var hins vegar sá að fá greiðslu á eftirstöðvum skulda Gamla-Álafoss hf. Ljóst þykir að framangreindar ástæður beggja samningsaðila voru gagnaaðilum kunnar. Með hliðsjón af því sem upplýst er í málinu um forsögu 3. gr. samningsins verður að líta svo á að kaupendur hafi sætt sig við að endurgreiðslufyrirvarinn væri takmarkaður með þeim hætti að til endurgreiðslu kæmi aðeins ef skattafrádráttur nýttist ekki vegna breytinga á þágildandi skattareglum. Verður því að líta á endurgreiðslufyrirvarann heildstætt þannig að annar málsliður 3. gr. þrengi hann en hafi ekki verið settur inn sem dæmi um tilvik þar sem reynt gæti á endurgreiðsluréttinn. Verður að líta svo á að með þessu hafi aðilar í raun samið um hvernig skipta ætti áhættunni af því að hið uppsafnaða tap nýttist ekki til lækkunar á sköttum samrunafélagsins. Af annarri túlkun á ákvæðinu myndi leiða að annar málsliður 3. gr. væri tilgangslítill og stefndi bæri nánast alla áhættu í viðskiptunum, án þess þó að hafa nokkuð með samruna hlutafélaganna að gera. Verður þá að taka afstöðu til þess hvort breytingar á þágildandi skattareglum, í ofangreindum skilningi 3. gr. samningsins, hafi leitt til þess að hið skattalega hagræði nýttist ekki. Í framburði vitna fyrir dómi kom fram að ákvæði 3. gr. hafi einkum verið til komið vegna umræðna sem voru í gangi í þjóðfélaginu um að koma þyrfti í veg fyrir að hlutafélög gætu með sameiningu nýtt uppsafnað tap og með því náð fram lækkun á sköttum. Þá hafi verið á döfinni lagasetning sem þrengdi möguleika á nýtingu uppsafnaðs taps til lækkunar á sköttum við samruna hlutafélaga og samningsaðilar hafi m.a. óttast að sú skattalagabreyting yrði með einhverjum hætti gerð afturvirk. Vitnin Símon Á. Gunnarsson og Lýður Friðjónsson báru reyndar að kaupendur hefðu einnig óttast breytingar á framkvæmd skattayfirvalda vegna utanaðkomandi þrýstings. Með lögum nr. 97/1988, sem tóku gildi 29. desember 1998, var heimild til flutnings rekstrartaps við sameiningu félaga þrengd. Hvorki í frumvarpinu né lögunum var gert ráð fyrir afturvirkum áhrifum lagasetningarinnar. Þótt endurgreiðslufyrirvari 3. gr. samningsins virðist einkum vísa til umræddrar lagasetningar verður orðalagið "breytinga á núgildandi skattareglum" ekki skýrt svo þröngt að það nái eingöngu til breytinga á settum skattalögum. Stefnandi hefur nefnt mörg dæmi um sameiningu hlutafélaga sem hann kveður átölulaust hafa hlotið náð fyrir augum skattayfirvalda. Hins vegar hefur hann ekki sýnt fram á að staðið hafi verið að sameiningu þessara hlutafélaga með sama hætti og hér um ræðir. Í því sambandi má einnig vísa til þess að Símon Á. Gunnarsson löggiltur endurskoðandi gat ekki fyrir dómi nefnt dæmi um að staðið hefði verið að sameiningu annarra hlutafélaga með sambærilegum hætti. Í fyrirspurn Símonar Á. Gunnarssonar til ríkisskattstjóra 23. nóvember 1987 er óskað staðfestingar á því hvort yfirfæranlegt tap Fiskiðjunnar hf., samkvæmt skattframtali 1987, verði frádráttarbært hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. ef félögin yrðu sameinuð með þeim hætti sem lýst væri í 56. gr. laga nr. 75/1981. Almennt orðað svar ríkisskattstjóra dags. 2. desember 1987 gefur ekkert tilefni til þeirrar ályktunar að með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 hafi verið staðfest önnur túlkun á skattareglum en skattayfirvöld hafi viðhaft á árinu 1988, enda er dómurinn beinlínis á því byggður að sameiningin hafi ekki staðist ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981. Enda þótt skattayfirvöld hafi ekki hafist handa um rannsókn á umræddri sameiningu fyrr en á árinu 1993 bendir það eitt og sér ekki til að sú endurákvörðun sem framkvæmd var í kjölfarið hafi verið vegna breytinga á skattalögum eða reglum sem skattayfirvöld starfa eftir. Þvert á móti byggist úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli ehf., sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna að þessu leyti, á þeim skattalögum sem í gildi voru þegar sameiningin fór fram og túlkun þeirra. Samkvæmt framansögðu þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að í þessum dómsniðurstöðum sé vikið frá eldri fordæmum dómstóla eða að niðurstaðan gangi gegn fyrri úrskurðum skattayfirvalda eða framkvæmd skattayfirvalda varðandi sambærileg tilvik. Stefndi hefur haldið því fram að hægt hefði verið að standa þannig að samruna hlutafélaganna tveggja að tap Gamla-Álafoss hf. hefði nýst til frádráttar sköttum samrunafélagsins og bent á nokkrar leiðir sem hann telur að hefðu verið færar. Eigendur Verksmiðjunnar Vífilfells hf. sem réðu, sem fyrr segir, ferðinni varðandi framkvæmd samrunans, virðast hafa valið þá leið sem farin var til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda utanaðkomandi aðilum hlutabréf í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að fyrrnefnd niðurstaða í máli stefnanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík útiloki að aðrar leiðir til samruna hlutafélaganna hefðu staðist ákvæði þágildandi skattalaga um nýtingu yfirfærðs taps til lækkunar á skattstofni samrunahlutafélagsins. Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið, varðandi tilurð 3. gr. samningsins og ætlaðan vilja beggja samningsaðila varðandi skiptingu á áhættu af viðskiptunum, verður ekki séð að það skilyrði sem sett var fyrir endurgreiðslukröfu stefnanda í öðrum málslið 3. gr. hafi komið fram við fyrrnefndan dóm Hæstaréttar. Þá verður að fallast á með stefnda að fyrirvari lokamálsliðar 3. gr. um mögulegar breytingar skattayfirvalda á framtali félagsins vísi eingöngu til framtals Gamla-Álafoss hf. en ekki samrunafélagsins. Um forsendubrest. Það er grundvallarregla í samningarétti að gerða samninga beri að efna og þurfa veigamikil rök að vera fyrir því að samningsaðili verði leystur undan ákvæðum samnings sem hann hefur gert á grundvelli ógildingarástæðna. Þarf stefnandi að sýna fram á að skilyrði ógildingar séu fyrir hendi. Fram er komið í málinu að megintilgangur samningsgerðarinnar var sá að nýta uppsafnað tap Gamla-Álafoss hf. til lækkunar á sköttum samrunahlutafélags í eigu kaupenda. Það má því telja eðlilegt að báðir samningsaðilar hafi haldið að slíkt væri mögulegt. Ljóst er að þeir gerðu sér hins vegar báðir grein fyrir að brugðið gat til beggja vona um hvort tapsfrádrátturinn nýttist. Með hliðsjón af því að kaupendur og Verksmiðjan Vífilfell hf. réðu ferðinni varðandi það hvernig staðið var að kaupum á hlutafénu og sameiningunni, að þeir höfðu sérfræðinga sér til aðstoðar og kaupendur áttu í vændum verulegan hagnað ef þeim tækist að nýta tapið til lækkunar á sköttum, verður hvorki talið sanngjarnt né eðlilegt að stefndi beri einn alla áhættuna af því að samruni hlutafélaganna stæðist þágildandi skattareglur. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður að líta á 3. gr. samningsins sem samkomulag um skiptingu áhættunnar af því að tapsfrádrátturinn nýttist. Verður því ekki fallist á með stefnanda að til grundvallar samningnum hafi legið önnur og víðtækari forsenda varðandi endurgreiðslurétt en fram kemur í þeim fyrirvara sem aðilar komu sér saman um í 3. gr. samningsins. Þykir endurgreiðlslukrafan því ekki eiga að ná fram að ganga á grundvelli brostinna forsendna. Um 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið um tilurð samningsins, þá hagnaðarvon sem kaupendur höfðu og það samningsákvæði sem aðilar settu inn í samninginn til að skilgreina þá áhættu sem hvor um sig tók við samningsgerðina verður ekki talið að skilyrði sé til beitingar 36. gr. samningalaganna til breytingar á samningi aðila. Um meint saknæmt atferli stefnda. Svo sem áður er rakið töldu báðir samningsaðilar að fyrirhuguð sameining myndi standast þágildandi skattareglur. Kaupendur höfðu löggiltan endurskoðanda og lögmann sér til aðstoðar og ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að skortur á upplýsingum af hálfu stefnda eða aðrar saknæmar athafnir eða athafnaleysi hafi leitt til þess að skattalegur tapsfrádráttur nýttist ekki. Samantekt. Samkvæmt framansögðu þykir stefnandi hvorki hafa sýnt fram á að 3. gr. kaupsamnings aðila verði skýrð með þeim hætti að hún veiti honum rétti til endurgreiðslu úr hendi stenda né að að honum beri slík endurgreiðsla á grundvelli sjónarmiða um ógilda löggerninga. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Með hliðsjón af þeim vafaatriðum sem eru í máli þessu þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af því. Dóm þennan kváðu upp Sigurður T. Magnússon héraðsdómari, sem jafnframt var dómsformaður, og Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari en Eggert Óskarsson héraðsdómari stóð að sératkvæði. Dómsorð: Stefndi, Framkvæmdasjóður Íslands, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Vífilfells ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Eggerts Óskarssonar. Ég er sammála meirihluta dómsins um það að stefnandi hafi öðlast þann endurgreiðslurétt sem kaupsamningur stefnda og hlutahafa Verksmiðjunnar Vífilfells hf. fól í sér, ef skattalegur tapsfrádráttur nýttist ekki. Ég er hins vegar ósammála túlkun meirihluta dómsins á endurgreiðslufyrirvara 3. gr. samningsins í ljósi niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 í máli stefnanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Óumdeilt er að samningsaðilar töldu að skattalegur tapsfrádráttur myndi nýtast í sameiningu Gamla-Álafoss hf. við annað hlutafélag og að það væri forsenda kaupenda fyrir kaupunum. Fyrirvara um endurgreiðslu í síðari málslið 4. gr. samningsins ber að skýra með hliðsjón af því. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn stefnanda, sem staðfestur var með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar, var fallist á niðurstöðu úrskurðar yfirskattanefndar um endurákvörðun álagningar opinberra gjalda á stefnanda á grundvelli ónotaðra rekstartapa frá Fargi hf. og Gamla Álafossi hf. Dómsniðurstaða er byggð á því að við samruna greindra hlutafélaga við Verksmiðjuna Vífilfell hf. hafi ekki verið fylgt formskilyrðum 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt, en einnig er efnislega á því byggt að tilgangur tilvitnaðs lagaákvæðis hafi ekki verið sá einn að gera félögum kleift að kaupa tap annarra félaga og nýta sér það til skattafsláttar. Hefur sá skilningur ákvæðisins verið áréttaður í dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 1998 í málinu nr. 456/1997. Dómsúrlausnir staðfesta þannig þessa túlkun skattyfirvalda á ákvæðum skattalaga um nýtingu skattalegra réttinda við samruna félaga. Verður því að telja að þar með sé fullnægt endurgreiðsluákvæði 4. gr. samningsins. Ég tel því að stefnandi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi stefnda, en rétt er að málskostnaður falli niður. Þar sem meiri hluti dómsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda eru ekki efni til að fjalla um dómkröfur stefnanda tölulega.
Mál nr. 298/1998
Kynferðisbrot Sýkna Bótakröfu vísað frá héraðsdómi
X var ákærður fyrir að hafa haft holdlegt samræði við stúlkuna Z, 13 ára. Var X sýknaður þar sem talið var ósannað, gegn eindreginni neitun hans, að hann hafi vitað eða mátt vita að stúlkan væri aðeins 13 ára. Var það ekki metið honum til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur stúlkunnar áður en atlot þeirra hófust.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Björnsson og Garðar Gíslason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 17. júlí 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og hann dæmdur til að greiða miskabætur samkvæmt ákæru að fjárhæð 800.000 krónur. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af kröfu ákæruvalds um refsingu og að miskabótakröfu verði vísað frá dómi. Verði hann sakfelldur krefst hann vægustu refsingar, sem þá verði skilorðsbundin, en sýknu af bótakröfu og til vara lækkunar hennar. Ákærði kveður verknaðarlýsingu í ákæru rétta að því leyti að hann hafi haft samræði við stúlkuna Z í tjaldi hennar aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí 1997 á tjaldstæði í landi Bíldudals. Hins vegar hafi honum ekki verið eða mátt vera kunnugt að stúlkan væri yngri en 14 ára. Hann hafi því ekki gerst brotlegur við 1. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, sbr. 204. gr. sömu laga. Í héraðsdómi er lýst framburðum vitna, sem þekktu stúlkuna vel. Bar þeim öllum saman um að hún hafi litið út fyrir að vera eldri en hún var. Einnig er vísað í vottorð sálfræðings, sem stúlkan kom í viðtal til, og þar segir að hún hafi verið „fullorðinsleg í útliti, bráðger og íhugul.“ Stúlkan var að eigin sögn 174 cm á hæð. Hún var í hópi vina sinna og félaga, sem voru eldri en hún, á aldrinum 14 til 18 ára, og enginn undir 14 ára aldri nema hún. Hún tók þátt í gleðskap og neytti áfengis eins og aðrir og var í tjaldi með félögum sínum. Engir fullorðnir höfðu eftirlit á tjaldsvæðinu um kvöldið. Ákærði, sem þá var 20 ára að aldri, kom á svæðið um kvöldið og hitti þessa unglinga, þar á meðal stúlkuna. Hann tók þátt í gleðskapnum og sá til hennar þar sem hún var með öðrum piltum um kvöldið. Þau höfðu ekki hist áður, en hann þekkti lítillega til föður hennar. Þar kom að þau lögðust saman í tjaldi hennar um nóttina, þar sem aðrir lágu einnig, eins og nánar er lýst í héraðsdómi. Samförum þeirra lauk með því að vinkonur hennar skárust í leikinn og ein þeirra hrópaði að ákærða ókvæðisorðum. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdóms, að ósannað sé, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi vitað eða mátt vita að stúlkan væri aðeins 13 ára. Verður það ekki metið honum til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur stúlkunnar áður en atlot þeirra hófust. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Samkvæmt 3. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður bótakröfu vísað frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum skal greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Miskabótakröfu Z er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða á báðum dómstigum, Helga Birgissonar hæstaréttarlögmanns, samtals 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 5. júní 1998. Ár 1998, föstudaginn 5. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Vestfjarða, sem háð er í Dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara kveðinn upp dómur í máli nr. S-24/1998: Ákæruvaldið gegn G og X, sem tekið var til dóms 22. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið höfðaði ríkissaksóknari með ákæru dagsettri 31. mars 1998 á hendur ákærðu, G, og X, fyrir kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí 1997, á Héraðsmóti H, á tjaldstæði í landi B, haft holdlegt samræði við stúlkuna Z, 13 ára, sem þá var undir áhrifum áfengis, með þeim hætti að ákærði G hafði holdlegt samræði við Z í tjaldi sínu, en síðar sömu nótt hafði ákærði X holdlegt samræði við Z í tjaldi hennar. Telst framangreind háttsemi beggja ákærðu varða við 1. ml. 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Í málinu krefst Þórdís Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður 700.000 króna miskabóta úr hendi ákærða G og 800.000 króna miskabóta úr hendi ákærða X, fyrir hönd M, vegna ólögráða dóttur hennar Z, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 20. júlí 1997 til greiðsludags, auk málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Ákærðu halda uppi vörnum í málinu. I. Helgina 18.-20. júlí 1997 var héraðsmót H haldið á íþróttasvæði í landi B. Keppendur komu að hvaðanæva úr [...]. Meðal þeirra var 13 ára stúlka Z frá [...]. Að kvöldi laugardagsins 19. júlí kom hópur barna og ungmenna saman á tjaldstæði við mótssvæðið, en þar höfðu unglingarnir slegið upp tjöldum, sem þeir hugðust gista í um nóttina. Áfengi var haft um hönd. Um nóttina hafði Z holdlegt samræði við þrjá karlmenn, GÁ jafnaldra sinn og ákærðu í málinu. Ákærðu og Z greinir ekki á um að þeir hafi ekki spurt hana um aldur og hún ekkert látið uppi um aldur sinn áður en samræði átti sér stað. Fyrir liggur, að ákærðu þekktu ekki hvor annan og höfðu ekki samráð um að hafa holdlegt samræði við Z. Ákærði X hafði hins vegar, áður en hann hafði samræði við stúlkuna í tjaldi hennar, séð meðákærða G og stúlkuna láta vel að hvort öðru inni í tjaldi meðákærða. Þá hafði ákærði G frétt, áður en hann hafði samræði við stúlkuna, að hún hefði fyrr um nóttina átt kynferðislegt samneyti við áðurgreindan GÁ. Verknaðarlýsing í ákæru styðst við framburði ákærðu og Z, sem eru samhljóða í þeim atriðum er máli skipta og staðreyna að samræði átti sér stað milli aðila. Álitaefni málsins takmarkast því við hvort ákærðu hafi vitað eða mátt vita að stúlkan væri yngri en 14 ára er samræði átti sér stað, sbr. heimfærsla í ákæru til 1. ml. 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, eða hvort ákærðu hafi haft hugboð um refsinæmi háttseminnar eða hefðu átt að gera sér grein fyrir henni og þannig framið brot í gáleysi um aldur Z, sbr. 204. gr. hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 40/1992. Var málið flutt einnig með hliðsjón af því, sbr. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. II. Ákærði G og Z ólust upp að [...], sem er lítill þéttbýliskjarni á [...] með níu til tíu íbúðarhúsum, verslun, félagsheimili og grunnskóla, kenndum við [...]. Þar lauk ákærði 10. bekk vorið [...]. Á sama tíma var Z að ljúka 7. bekk. Z kvaðst hafa verið hrifin af ákærða G sumarið 1997 og hefðu ,,allir“ haldið að þau myndu sofa saman á héraðsmótinu. Þegar á mótið var komið hefði hún hins vegar verið orðin hrifnari af GÁ frá P og hefðu þau notið ásta umrætt kvöld eða nótt. Hún hefði síðan verið sofnuð ölvunarsvefni fyrir utan bifreið J er ákærði G hefði vakið hana og dregið inn í tjaldið sitt, þar sem hann hefði haft við hana samræði. Z kvaðst ekki hafa viljað hafa samræði við ákærða, eftir að hafa verið með GÁ fyrr um kvöldið, en vegna ölvunar og þreytu hefði hún ekki hreyft mótmælum við ákærða. Að samræði loknu hefði ákærði lagst út af, en hún klætt sig og farið út úr tjaldinu. Z kvað ákærða hafa átt að vita um aldur hennar, enda hefðu þau þekkst um árabil og gengið í sama skóla. Þá hefði ákærði komið í fermingarveislu hennar [...]. Ákærði G kvaðst hafa þekkt Z í mörg ár fyrir hinn kærða atburð. Um samdrátt hefði þó ekki verið að ræða fyrr en umrætt kvöld og nótt, en þá hefði Z sóst eftir nánari kynnum við ákærða og hefðu þau haft samfarir með vilja beggja í tjaldi hans. Ákærði hefði notað verju. Að samförum loknum hefði Z farið út úr tjaldinu og ekkert frekar viljað með hann hafa. Í lögregluskýrslu, sem ákærði gaf á Patreksfirði 21. júlí 1997 að viðstaddri Þuríði Ingimundardóttur formanni barnaverndarnefndar V, er bókað að ákærði hafi vitað, á þeim tíma er samræði átti sér stað, að Z ,,væri á fjórtánda aldursári“. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa sagt yfirheyranda, Skúla Berg aðalvarðstjóra, að hann hefði talið stúlkuna hafa verið ,,fjórtán ára“. Þau ummæli hlytu að hafa skolast til í nefndri bókun. Vitnið Þuríður Ingmundardóttir staðfesti fyrir dómi, að það hefði verið viðstatt nefnda yfir­heyrslu. Í lok hennar hefði yfirheyrandi lesið framburðarskýrsluna fyrir ákærða og hann staðfest efni hennar. Vitnið kvaðst ekki muna orðrétt hvað ákærði hefði sagt um aldur Z, en hann hefði verið spurður hvort hann gerði sér ekki grein fyrir að hún ,,væri undir lögaldri.“ Ákærði hefði játað því og virst gera sér grein fyrir aldri stúlkunnar, en hvort hann hefði sagst hafa vitað að hún hefði verið fjórtán ára eða á fjórtánda ári treysti vitnið sér ekki til að bera. Vitnið Skúli Berg aðalvarðstjóri bar fyrir dómi, að ákærði hefði skýrt greiðlega frá máls­atvikum á þann veg, sem skráð hefði verið í umrædda lögregluskýrslu, en hana hefði ákærði lesið yfir í lok yfirheyrslunnar og staðfest með nafnritun sinni. III. Eftir samræði við ákærða G kvaðst Z hafa gengið um tjaldsvæðið, en síðan hafa farið inn í tjaldið sitt. Þar hefði hún hitt ákærða X og fleiri krakka. Eftir að hún hefði lagst fyrir undir svefnpoka eða ábreiðu hefði ákærði losað um buxnastreng hennar og farið að strjúka kynfæri hennar. Jafnframt hefði hann fært aðra hönd hennar á kynfæri sín og hún ,,runkað“ honum um stund. Í framhaldi af því hefði ákærði sagt hinum krökkunum að fara út úr tjaldinu. Því næst hefði hann klætt sig og hana úr buxum og byrjað að hafa við hana samræði. Z kvaðst á greindum tíma hafa verið við það að sofna og því hefði hún ekki hreyft andmælum við samræðinu. Meðan á því stóð hefðu vinkonur hennar JB og B komið inn í tjaldið. B hefði ,,brjálast“ og spurt ákærða hvort hann vissi ekki hvað Z væri gömul. JB hefði því næst dregið ákærða út úr tjaldinu. Z kvað ákærða hafa átt að vita um aldur hennar, enda hefði hann verið til sjós með föðurbróður hennar og komið á heimili hennar á [...]. Hún hefði þó ekki verið heima í þau skipti. Ákærði X kvaðst greinda nótt hafa legið inni í tjaldi Z ásamt henni, E, S og OS. Z hefði verið búin að reyna við ákærða fyrr um kvöldið, en þá hefði hann ekkert viljað með hana hafa. Í tjaldinu hefði hann hins vegar byrjað að strjúka kynfæri hennar undir teppi og hún ,,runkað“ honum. Krakkarnir hefðu síðan látið sig hverfa einn af öðrum, síðast E, en þá hefðu ákærði og Z verið að hefja samfarir. Þær hefðu síðan rofnað, án þess að honum yrði sáðlát, er einhver stúlka hefði komið inn í tjaldið og öskrað hvort hann vissi ekki hvað Z væri gömul. Ákærði hefði þá hætt samstundis og farið út úr tjaldinu. Ákærði kvaðst aldrei hafa séð Z fyrir umrætt kvöld og enga hugmynd hafa haft um aldur hennar áður en samræði átti sér stað. Miðað við hæð stúlkunnar, klæðaburð og hegðun fyrr um nóttina hefði hann talið hana vera fimmtán til sextán ára. IV. J, JB, HS, S, OS, B, og H báru vitni við aðalmeðferð máls, en öll höfðu þau verið stödd á tjaldstæðinu aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí 1997. Vitnin J, JB og HS báru að Z hefði verið búin að vera hrifin af ákærða G allt sumarið 1997. Vitnið J bar jafnframt, að Z hefði sagt skömmu fyrir héraðsmótið ,,að hún ætlaði á hann þetta kvöld“. Vitnið JB lýsti hrifningu Z með þeim orðum, að hún hefði verið búin að tala um það ,,rosalega mikið um sumarið að hún ætlaði að vera með G á þessu héraðsmóti“. Sömu vitni og vitnin S, OS og B báru að þau vissu ekki til þess að aldur Z hefði borið á góma á tjaldstæðinu umrædda nótt. Vitnin JB, S og OS, sem öll eru vinkonur Z, báru einnig að hún hefði litið út fyrir að vera eldri en þrettán ára. Nefndi vitnið JB í því sambandi sautján ár og sagði: ,,Það trúir enginn á hvað hún er gömul“. Vitnin B, sem einnig þekkti Z, og H, sem ekki vissi á henni deili, báru að á greindum tíma hefðu þau haldið að Z væri fjórtán til fimmtán ára. Einnig komu fyrir dóm sem vitni móðir ákærða G, KP, og móðir Z, M. Þykja ekki efni til að rekja framburði þeirra að öðru leyti en því, að vitnið M staðfesti að ákærði G hefði komið í fermingarveislu Z Jafnframt leiðrétti vitnið frásögn dóttur sinnar varðandi tengsl við ákærða X og kvað ákærða hafa komið í nokkur skipti inn á heimili afa og ömmu Z á [...], en ekki hennar. V. Frumrannsóknargögn bera með sér, að málið hafi í upphafi verið kært og rannsakað sem nauðgunarmál á grundvelli fyrstu lýsingar Z á málsatvikum og hún verið færð með sjúkraflugi á Neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur að kvöldi sunnudagsins 20. júlí 1997. Í framhaldi af því var Z vísað til Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðings. Í álitsgerð sálfræðingsins frá 31. mars 1998, segir svo: ,,Z var vísað til undirritaðrar frá Neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur sl. haust en hún hafði orðið fyrir nauðgun um verslunarmannahelgina 1997. Z hefur nú mætt fjórum sinnum í viðtöl, en þar sem Z býr [...] hafa viðtöl verið bundin við dvöl hennar í Reykjavík. Z er 14 ára gömul stúlka, en var aðeins þrettán ára er hún varð fyrir nauðguninni. Hún er fullorðinsleg í útliti, bráðger og íhugul. Hún dylur vel tilfinningar sínar en stutt er í vanlíðan, og finnst henni í byrjun mjög erfitt að tala um það sem gerðist. Ofan á bætist að Z býr í litlu samfélagi og framan af hausti átti hún erfitt með að mæta félögum og fannst sem allir væru að horfa á hana og einangraði Z sig framan af. Hún á ennþá erfitt með að tala um það sem gerðist og vanlíðan og depurð sækir á hana við og við. Z nýtur þó góðs stuðnings frá fjölskyldu og vinum og hefur það hjálpað henni mikið að jafna sig og vinna úr þessu áfalli. Það er augljóst að þetta áfall mun hafa áhrif á líf Z um ófyrirsjáanlega framtíð. Traust hennar á mannfólkinu hefur beðið mikla hnekki. Þó hjálpar henni að hún er góðum hæfileikum gædd og hefur góðan grunn að standa á.“ Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur kom fyrir dóm við aðalmeðferð máls. Hún staðfesti framangreinda álitsgerð og leiðrétti augljósar rangfærslur í henni. Vitnið kvað Z hafa lýst atburðum umræddrar nætur sem ,,nauðgun“ og því hefði vitnið notað það orðalag í skýrslu sinni. Vitnið áleit að umrædd atvik myndu hafa áhrif á líf stúlkunnar í framtíðinni og taldi þar skipta máli, að um hefði verið að ræða fyrstu kynni hennar af kynlífi. Nánar aðspurt dró vitnið það atriði til baka og upplýsti að Z hefði sagt sér að hún hefði fyrri reynslu af kynlífi. Fær þetta stoð í lögregluskýrslu Z, en samkvæmt henni hafði stúlkan u.þ.b. mánuði fyrir héraðsmótið haft sínar síðustu samfarir. VI. Eins og áður er rakið ólust ákærði G og Z upp að K á [...] og gengu bæði í [...]skóla. Samkvæmt framburði ákærða og vitna í málinu mun skólinn rúma um tuttugu nemendur. Kennt er í tveimur skólastofum og eru bekkir blandaðir, þannig að nemendum í 5.-9. bekk er kennt saman, stundum einnig með nemendum 10. bekkjar. Ákærði lauk námi vorið [...]. Á sama tíma var Z að ljúka 7. bekk, þá tólf ára gömul. Z fermdist ári síðar, í [...], er hún var á fjórtánda ári. Ákærði sótti fermingarveislu stúlkunnar. Tæpum þremur mánuðum síðar höfðu þau samfarir í tjaldi ákærða á héraðsmóti H. K varð fjórtán ára rúmum þremur mánuðum seinna. Framburður ákærða fyrir lögreglu 21. júlí 1997 bendir til þess að hann hafi gert sér grein fyrir að Z hefði ekki verið orðin fullra fjórtán ára er samræði átti sér stað. Fær það stoð í vætti Skúla Berg, sem stýrði nefndri yfirheyrslu. Vætti Þuríðar Ingimundardóttur, sem var vottur að skýrslugjöfinni, bendir til hins sama. Vitnið treysti sér þó ekki til að fullyrða fyrir dómi hvort ákærði hefði sagst hafa vitað að stúlkan hefði verið ,,á fjórtánda ári“ eða ,,fjórtán ára“. Önnur vitni ákæruvalds hafa ekki borið gegn ákærða að þessu leyti og sjálf segist Z aldrei hafa upplýst ákærða um aldur sinn. Samkvæmt framanröktu og gegn eindreginni neitun ákærða fyrir dómi þykir varhugavert að telja nægjanlega sannað að ákærði hafi vitað eða mátt vita að Z hefði verið þrettán ára er samræði þeirra átti sér stað. Dómurinn telur hins vegar, að í ljósi vinskapar ákærða og Z um árabil, sam­eiginlegrar skólagöngu í fámennum grunnskóla og loks vitneskju um fermingu stúlkunnar vorið [...], hefði ákærði, sem var sextán ára, átt að gera sér grein fyrir að Z var barnung og því full ástæða til að sýna sérstaka varkárni í kynferðislegum samskiptum við hana. Bar ákærða í ljósi alls þessa að ganga úr skugga um aldur hennar áður en samræði hófst. Með því að láta slíkt undir höfuð leggjast og hafa samfarir við stúlkuna vann ákærði sér til refsingar samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, sbr. 204. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 40/1992. Eftir atvikum og með hliðsjón af aldri ákærða og hreinum sakaferli þykir refsing hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi, en þó skal fresta fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum 3 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þórdís Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður krefst þess í málinu, fyrir hönd M vegna ólögráða dóttur hennar Z, að ákærði verði dæmdur til greiðslu 700.000 króna miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafan er studd þeim rökum, að ákærði hafi brotið svo gróflega gegn persónu Z að vart sé að vænta að hún nái sér nokkurn tíma að fullu. Samkvæmt framanröktu þykja allar aðstæður hafa verið með þeim hætti, að Z eigi rétt á miskabótum úr hendi ákærða samkvæmt téðri lagagrein fyrir hina ólögmætu meingerð. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum þykja bæturnar hæfilega ákveðnar 150.000 krónur. Skulu þær bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 5. nóvember 1997 til greiðsludags, en bótakrafan var sett fram með bréfi 5. október sama ár. Að kröfu lögmannsins og með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber jafnframt að dæma ákærða til greiðslu bóta vegna kostnaðar við að halda fram miskabótakröfunni. Þykir sú fjárhæð hæfilega ákveðin 50.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til útlagðs kostnaðar lögmannsins og skyldu hans til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. VII. Samkvæmt því sem rakið er í köflum I og III að framan um kynni og samskipti ákærða X og Z á héraðsmóti H aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí 1997 er ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi vitað eða mátt vita að Z var aðeins þrettán ára er þau höfðu samræði í tjaldi hennar. Framburður vitna, sem stödd voru á tjaldstæðinu greinda nótt styðja þá niðurstöðu. Á hitt er að líta, að ákærði var rúmlega tvítugur er samræðið átti sér stað. Hann var aðkomumaður á svæðinu og vissi engin deili á Z. Hvíldi því á honum sérstök skylda til að sýna ýtrustu varkárni í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna og ganga úr skugga um aldur hennar áður en samræði hófst. Breytir engu í þeim efnum þótt vinkonur Z og önnur vitni hafi borið fyrir dómi, að stúlkan hafi verið fullorðinslegri í útliti en raun var, enda mátti ákærða vera ljóst, að hér var um mjög unga stúlku að ræða. Með samræði við Z vann ákærði sér því til refsingar samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, sbr. 204. gr. hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 40/1992. Eftir atvikum og með hliðsjón af hreinum sakaferli ákærða þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi 2 mánuði. Með hliðsjón af aldri ákærða og alvarleika brotsins þykja ekki efni til að skilorðsbinda þá refsingu. Þórdís Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður krefst þess, fyrir hönd M vegna ólögráða dóttur hennar Z, að ákærði verði dæmdur til greiðslu 800.000 króna miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafan er studd þeim rökum, að ákærði hafi brotið svo gróflega gegn persónu Z að vart sé að vænta að hún nái sér nokkurn tíma að fullu. Samkvæmt framanröktu þykja allar aðstæður hafa verið með þeim hætti, að Z eigi rétt á miskabótum úr hendi ákærða samkvæmt téðri lagagrein fyrir ólögmæta meingerð. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og með vísan til atvika að broti ákærða þykja bætur til Z hæfilega ákveðnar 250.000 krónur. Skulu þær bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 5. nóvember 1997 til greiðsludags, en bótakrafan var sett fram með bréfi 5. október sama ár. Að kröfu lögmannsins og með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber jafnframt að dæma ákærða til greiðslu bóta vegna kostnaðar við að halda fram miskabótakröfunni. Þykir sú fjárhæð hæfilega ákveðin 50.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til útlagðs kostnaðar lögmannsins og skyldu hans til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. VIII. Samkvæmt 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærða G til að greiða málsvarnarlaun Péturs Gauts Kristjánssonar héraðsdómslögmanns, skipaðs verjanda ákærða við rannsókn (frá 1. desember 1997) og meðferð málsins, krónur 120.000. Ákærði X greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Helga Birgissonar hæstaréttarlögmanns, krónur 100.000. Annan sakarkostnað greiði ákærðu til helminga hvor fyrir sig, þar með talin 100.000 króna saksóknarlaun, sem renni í ríkissjóð, en Símon Sigvaldason saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvalds. Dómsorð: Ákærði G sæti fangelsi 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum 3 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði X sæti fangelsi 2 mánuði. Ákærði G greiði M, fyrir hönd ólögráða dóttur hennar Z, 150.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 5. nóvember 1997 til greiðsludags og vegna lögmannsaðstoðar, 50.000 krónur. Ákærði X greiði M, fyrir hönd Z, 250.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga, frá 5. nóvember 1997 til greiðsludags og vegna lögmannsaðstoðar, 50.000 krónur. Ákærði G greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Péturs Gauts Kristjánssonar héraðsdómslögmanns, 120.000 krónur. Ákærði X greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Helga Birgissonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Annan sakarkostnað greiði ákærðu til helminga hvor fyrir sig, þar með talin 100.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð.
Mál nr. 271/1998
Vinnuslys Líkamstjón Skaðabætur Vátrygging
H, kafari hjá L, fékk á sig högg er gúmbátur með skipverjum af skipi L féll í sjóinn, þegar verið var að slaka bátnum niður af skipinu sem lá við akkeri. Leitaði H ekki til læknis vegna slyssins fyrr en fimm árum seinna. H krafði L um bætur fyrir varanlega örorku, töpuð lífeyrisréttindi og miska. Í málinu var hvorki deilt um skaðabótaskyldu né varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyssins. L hélt því fram að H yrði að bera sjálfur tjón sem hlotist hefði af skeytingarleysi hans um að gangast undir viðeigandi læknismeðferð, en þeim kröfum var hafnað vegna skorts á viðhlítandi gögnum. Ekki var heldur fallist á þá málsástæðu að bótakröfu bæri að lækka á þeim grundvelli að H hefði með vanrækslu fyrirgert rétti sínum til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins. Niðurstaða héraðsdóms um greiðslu skaðabóta var staðfest með vísan til forsendna hans. Var ekki talið að slysatryggingarbætur úr vátryggingu, sem keypt var hjá T vegna skyldu sem hvíldi á L vegna samkomulags við kafara, skyldi virða til lækkunar á skaðabótum til H. Þá var ekki fallist á að slysatryggingarfé og vextir úr tryggingu frá V skyldu dregnir frá skaðabótum miðað við slysdag. Var niðurstaða héraðsdóms um að greiðslan skyldi dregin frá uppreiknaðri kröfu eins og hún stóð 22. nóvember 1996, mánuði eftir að H sendi L kröfubréf ásamt örorkumati og útreikningum, staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Arnljótur Björnsson og Garðar Gíslason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 30. júní 1998 og krefst þess að fjárhæðir, sem dæmdar voru í héraði verði lækkaðar. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms, en við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti sundurliðaði hann kröfu sína um ársvexti af 5.790.600 krónum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 þannig: 7% frá 25. janúar 1990 til 1. mars 1990, 5% frá þeim degi til 1. apríl 1990, 3% frá þeim degi til 1. október 1990, 2,5% frá þeim degi til 1. janúar 1991, 3,5% frá þeim degi til 21. janúar 1991, 5% frá þeim degi til 1. júní 1991, 6% frá þeim degi til 1. ágúst 1991, 7% frá þeim degi til 11. október 1991, 4% frá þeim degi til 1. nóvember 1991, 3,75% frá þeim degi til 21. nóvember 1991, 3,5% frá þeim degi til 1. desember 1991, 3% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,5% frá þeim degi til 11. febrúar 1992, 2% frá þeim degi til 21. mars 1992, 1,25% frá þeim degi til 1. maí 1992, 1% frá þeim degi til 11. ágúst 1993, 1,25% frá þeim degi til 11. nóvember 1993, 0,5% frá þeim degi til 1. júní 1995, 0,65% frá þeim degi til 22. nóvember 1996. Að öðru leyti eru kröfur hans í samræmi við dómsorð héraðsdóms. Ennfremur krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Svo sem greinir í héraðsdómi er mál þetta risið vegna vinnuslyss 25. janúar 1990. Atvik voru þau, að gúmbátur með skipverjum af varðskipinu Tý féll í sjóinn, þegar verið var að slaka bátnum niður af skipinu, sem lá við akkeri undan Sellátrum í Reyðarfirði. Einn mannanna í gúmbátnum var stefndi, sem var háseti á varðskipinu og gegndi starfi kafara, er slysið varð. Því er lýst í héraðsdómi, að í fyrstu hafi ekki verið talin ástæða til að stefndi leitaði læknis, þar sem talið var að hann hefði ekki meiðst. Í héraðsdómi er einnig frásögn stefnda af líðan hans næstu árin eftir slysið og hvenær hann leitaði sér lækninga við einkennum, sem hann rakti til slyssins. II. Stefndi krefst bóta fyrir varanlega örorku, töpuð lífeyrisréttindi og miska. Ekki er ágreiningur um skaðabótaskyldu eða um varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyssins 25. janúar 1990. Áfrýjandi heldur fram að stefndi verði sjálfur að bera fjárhagslegt og ófjárhagslegt tjón, sem hlotist hafi af skeytingarleysi hans um að gangast undir viðeigandi læknismeðferð. Bendir áfrýjandi á að vegna vanrækslu stefnda um þetta hafi afleiðingar slyssins orðið verri og langvinnari en ella. Læknaráð taldi í ályktun 8. janúar 1998 að stefndi hafi hlotið örorku af slysinu, 5% vegna hálshnykks og 15% vegna „andlegra einkenna“ eða alls 20% varanlega örorku. Hins vegar liggja ekki fyrir læknisfræðileg gögn um hvort afleiðingar slyssins hafi orðið meiri en ella vegna dráttar, sem varð á að stefndi leitaði sér lækninga. Vegna skorts á viðhlítandi gögnum verður að hafna kröfum áfrýjanda um bótalækkun á grundvelli framangreindra röksemda hans. Í annan stað ber áfrýjandi fyrir sig, að stefndi hafi með vanrækslu fyrirgert rétti, sem hann hefði átt vegna slyssins til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Vísar hann um það til bréfs stofnunarinnar 29. apríl 1998. Í bréfinu hafnaði slysatryggingadeild hennar umsókn stefnda um bætur frá slysatryggingu almannatrygginga með vísun til þess að ekki væri unnt að meta orsakasamband slyssins og núverandi einkenna stefnda. Varanleg örorka stefnda var 16. september 1996 metin 20% af Sigurjóni Sigurðssyni sérfræðingi í bæklunarskurðlækningum og eins og áður greinir var niðurstaða Læknaráðs 8. janúar 1998 um örorkuna sú sama. Stefndi hefur hins vegar ekki gengist undir örorkumat á vegum Tryggingastofnunar ríkisins og liggur hvorki fyrir hver niðurstaða lækna stofnunarinnar hefði verið um örorku stefnda né hverjar bætur hann kynni að hafa átt rétt á að fá frá almannatryggingum, ef hann hefði í tæka tíð leitað réttar síns á þeim vettvangi. Verður bótakrafa stefnda á hendur áfrýjanda því ekki lækkuð á grundvelli hirðuleysis stefnda í þessu efni. III. Krafa stefnda um bætur vegna varanlegrar örorku er studd við útreikning tryggingafræðings, sem reiknar með tekjutapi frá slysdegi. Af gögnum málsins verður hins vegar ráðið að metin örorka hafi ekki haft áhrif á tekjur stefnda fyrstu árin eftir slysið. Þegar litið er til þess og að öðru leyti með vísun til forsendna héraðsdóms þykir mega staðfesta það mat hans að hæfilegar skaðabætur til stefnda fyrir varanlega örorku, töpuð lífeyrisréttindi og miska séu samtals 5.790.600 krónur. Í héraðsdómi er því lýst að 25. janúar 1990 þegar stefndi slasaðist, við starf sitt hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið í gildi tvær atvinnuslysatryggingar, sem báðar tóku til slyssins. Önnur þeirra var slysatrygging, sem Landhelgisgæslan keypti hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. samkvæmt ákvæðum kjarasamnings við Sjómannafélag Reykjavíkur frá 31. október 1989, sbr. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Grein 8.1.6 í kjarasamningnum er svohljóðandi: „Tryggingafé samkvæmt þessum lið skal koma til frádráttar slysa- eða dánarbótakröfu á hendur útgerðinni.“ Er ekki ágreiningur um að greiðsla að fjárhæð 598.144 krónur, sem Vátryggingafélag Íslands hf. innti af hendi til stefnda skuli dregin frá skaðabótum til hans, en málsaðila greinir á um hvernig háttað skuli frádrætti vátryggingarbótanna, svo sem síðar verður vikið að. Hin atvinnuslysatryggingin var keypt hjá Tryggingu hf. með heimild í 13. gr. laga nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að forstjóra hennar skuli heimilt að vátryggja sérstaklega þá starfsmenn, sem vinna mjög áhættusöm verk. Í vátryggingarskírteini útgefnu af Tryggingu hf. 9. janúar 1990 er stefndi tilgreindur sem vátryggður. Ágreiningslaust er að atvinnuslysatrygging þessi var keypt vegna skyldu, sem hvíldi á Landhelgisgæslunni samkvæmt samkomulagi við kafara 28. apríl 1980. Eru ákvæði C-liðar 1. gr. samkomulagsins rakin orðrétt í héraðsdómi. Í hliðstæðu samkomulagi um laun og kjör kafara hjá Landhelgisgæslu Íslands frá 13. apríl 1988, sem í gildi var þegar stefndi slasaðist, er ákvæði um vátryggingarfjárhæðir, en annars er ekkert vikið að atvinnuslysatryggingu. Í 2. mgr. þágildandi 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga fólst sú almenna regla, að greiðsla slysatryggingarbóta, sem vátryggingafélag greiddi slysatryggðum, hafði engin áhrif á rétt hans gegn þeim, sem skaðabótaábyrgð bar á slysi. Frá þessari almennu reglu var undantekning í 3. málsl. 2. mgr. 25. gr., en því er ekki haldið fram að hún geti átt við í máli þessu. Hvorki var í samkomulagi um kjör kafara 28. apríl 1980 né samkomulagi 13. apríl 1988 kveðið á um að slysatryggingarbætur til kafara skyldu skerða skaðabótarétt á hendur vinnuveitanda. Hefði Landhelgisgæslunni þó, þegar samið var við kafara, verið unnt að áskilja sér rétt til frádráttar vátryggingarfjár með sérstöku ákvæði eða vísa til almenns kjarasamnings um slíkan frádrátt. Verður því fallist á niðurstöðu héraðsdómara um að ekki skuli virða slysatryggingarbætur frá Tryggingu hf. að fjárhæð 2.276.066 krónur til lækkunar skaðabótum til stefnda. IV. Áfrýjandi krefst þess að slysatryggingarfé og vextir, sem Vátryggingafélag Íslands hf. greiddi stefnda 26. febrúar 1998, alls að fjárhæð 598.144 krónur, verði dregið frá skaðabótum miðað við slysdag 25. janúar 1990. Rökstyður áfrýjandi þá kröfu sína með því að stefndi hafi ekki sótt um bætur hjá vátryggingafélaginu fyrr en eftir að hann krafðist skaðabóta úr hendi áfrýjanda. Af hálfu stefnda var Landhelgisgæslunni kynnt í bréfi 3. júlí 1996 að skaðabótakrafa yrði væntanlega gerð vegna slyssins. Ekki verður séð að bréfinu hafi verið svarað. Örorkumat lá fyrst fyrir 16. september 1996 og útreikningur tryggingafræðings á höfuðstólsverðmæti ætlaðs tekjutaps 16. október 1996. Hinn 22. sama mánaðar var kröfubréf sent Landhelgisgæslunni ásamt örorkumatinu og útreikningnum. Viku síðar ritaði Landhelgisgæslan ríkislögmanni bréf og beindi málinu „til umfjöllunar og úrvinnslu embættis ríkislögmanns.“ Áfrýjandi vefengdi niðurstöðu örorkumatsins frá 16. september 1996 og taldi ekki tímabært að ljúka málinu með samningi vegna skorts á viðhlítandi læknisfræðilegum upplýsingum. Samkomulag tókst því ekki um bótakröfur stefnda og höfðaði hann mál þetta, sem þingfest var í héraði 25. mars 1997. Ekki virðist stefnda hafa verið kynnt fyrr en eftir að málið var höfðað, að hann kynni að eiga rétt til bóta frá samningsbundnum slysatryggingum, en í greinargerð áfrýjanda í héraði 26. maí 1997 er bent á að bætur úr slysatryggingu sjómanna hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. skuli dregnar frá skaðabótakröfu. Með greinargerðinni var lagður fram áðurnefndur kjarasamningur við Sjómannafélag Reykjavíkur 31. október 1989. Þegar þetta er virt þykja ekki vera rök til að verða við kröfu áfrýjanda um að umræddar 598.144 krónur verði dregnar frá skaðabótum miðað við slysdag. Samkvæmt áðursögðu verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 5.790.600 krónur ásamt ársvöxtum frá 25. janúar 1990 eins og nánar greinir í dómsorði, svo og dráttarvöxtum frá 22. nóvember 1996, en þá var liðinn einn mánuður frá því að lögmaður stefnda sendi Landhelgisgæslunni kröfubréf ásamt gögnum um tjón stefnda, sbr. 15. gr. vaxtalaga. Stefndi hefur ekki gagnáfrýjað héraðsdómi og verður greiðsla frá Vátryggingafélagi Íslands hf., 598.144 krónur, dregin frá uppreiknaðri kröfu stefnda, eins og hún stóð 22. nóvember 1996 og dæmt er í héraðsdómi. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Hannesi Bjarnasyni, 5.790.600 krónur með ársvöxtum af þeirri fjárhæð, sem hér segir: 7 % frá 25. janúar 1990 til 1. febrúar 1990, 5,9% frá þeim degi til 1. mars 1990, 4,1% frá þeim degi til 1. apríl 1990, 3% frá þeim degi til 1. október 1990, 2,3% frá þeim degi til 1. nóvember 1990, 2,5% frá þeim degi til 1. janúar 1991, 3,2% frá þeim degi til 21. janúar 1991, 4% frá þeim degi til 1. febrúar 1991, 4,7% frá þeim degi til 1. júní 1991, 5,8% frá þeim degi til 1. ágúst 1991, 6,3% frá þeim degi til 1. október 1991, 5,6% frá þeim degi til 11. október 1991, 3,9% frá þeim degi til 1. nóvember 1991, 3,75% frá þeim degi til 11. nóvember 1991, 3,7% frá þeim degi til 21. nóvember 1991, 3,4% frá þeim degi til 1. desember 1991, 2,8% frá þeim degi til 21. desember 1991, 2,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,1% frá þeim degi til 11. febrúar 1992, 1,8% frá þeim degi til 21. febrúar 1992, 1,6% frá þeim degi til 1. mars 1992, 1,5% frá þeim degi til 21. mars 1992, 1,1% frá þeim degi til 1. maí 1992, 1% frá þeim degi til 1. ágúst 1992, 0,9% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 1% frá þeim degi til 21. mars 1993, 0,9% frá þeim degi til 1. apríl 1993, 0,8% frá þeim degi til 11. ágúst 1993, 0,9% frá þeim degi til 1. nóvember 1993, 0,8% frá þeim degi til 11. nóvember 1993, 0,5% frá þeim degi til 21. maí 1995, 0,6% þeim degi til 1. febrúar 1996, 0,9% frá þeim degi til 11. febrúar 1996, 1% frá þeim degi til 21. febrúar 1996, 0,9% frá þeim degi til 1. mars 1996, 0,8% frá þeim degi til 11. maí 1996, 0,65% frá þeim degi til 1. október 1996, 0,75% frá þeim degi til 22. nóvember 1996. Frá 22. nóvember 1996 greiði áfrýjandi dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Frá framangreindu dragist 598.144 krónur, eins og krafa stefnda stóð hinn 22. nóvember 1996. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur 8. maí 1998. Ár 1998, föstudaginn 8. maí er í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp í Héraðsdómsmálinu nr. E-1600/1997 Hannes Bjarnason gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og dómsmálaráðherra f.h. Landhelgisgæslu Íslands svohljóðandi dómur: Mál þetta var þingfest hér fyrir dómi hinn 25. mars 1997 á grundvelli stefnu, sem árituð er af ríkislögmanni f.h. stefndu hinn 17. mars 1997. Það var dómtekið að afloknum munnlegum málflutningi, sem fram fór hinn 7. apríl sl. Stefnandi málsins er Hannes Bjarnason, kt. 130363-5049, til heimilis að Veghúsum 31, Reykjavík, en stefndu eru fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og dómsmálaráðherra f.h. Landhelgisgæslu Íslands. Dómkröfur: Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda kr. 9.452.256, auk dráttarvaxta samkvæmt III.kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 10.051.400 frá 25. janúar 1990 til 26. febrúar 1998 en af kr. 9.452.256 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Af hálfu stefndu er krafist stórfelldrar lækkunar á dómkröfum stefnanda og að stefndu verði tildæmdur málskostnaður úr hans hendi. Málavextir, málsástæður og lagarök: Mál þetta varðar slys, sem átti sér stað við sjósetningu gúmbáts 25. janúar 1990 um borð í varðskipinu Tý. Í skýrslu sinni til forstjóra Landhelgisgæslunnar lýsir skipherra atvikum svo: „Nánari atvik voru sem hér segir: Fimmtudaginn 25. janúar var varðskipið við akkeri undan Sellátrum í Reyðarfirði og var þá ákveðið að kafarar varðskipsins endurnýjuðu sink í bógskrúfugati skipsins. Kl. 1300 hófu kafarar ásamt aðstoðarmönnum undirbúning að þessu verkefni. Kl. 1325 var zodiak gúmbátur varðskipsins hífður fyrir borð með krana skipsins, um borð í bátnum voru Halldór B. Nellett 1 stm. Steinar Clausen bátsm. Hannes Bjarnason háseti og Andrés Magnússon, blaðamaður MBL, en skipskrananum stjórnaði Sigurður Bergmann háseti. Er lokið var við að slá út krananum og rétt nýbyrjað að slaka bátnum niður í kranavírnum slitnaði vírinn og báturinn féll í sjóinn og lengi þar á réttum kili. Við fallið handleggsbrotnaði bátsmaður á hægri upphandlegg en hann mun hafa lent á afturgafli gúmbátsins, einnig kvartaði hann um eymsli í fótum og víðar. 1. stýrimaður hlaut mikið högg á hægri lærvöðva ofanverðan en hann mun einnig hafa lent á afturgafli bátsins ásamt skurði ofan við hægri augabrún en hinir tveir bátsverjar sluppu ómeiddir.” Í rannsókn, sem lögreglan í Suður-Múlasýslu stóð að daginn eftir slysið, kemur m.a. fram, að samkvæmt mælingu hafi gúmbáturinn fallið 4.8 metra. Báturinn hafi verið hífður upp af þyrlupalli og út fyrir síðuna bakborðsmegin. Þar hafi þurft að snúa bátnum til þess að stefni hans sneri fram við sjósetningu hans. Vírinn hafi slitnað rétt ofan við krókinn áður en tekist hafði að snúa bátnum til hálfs. Við það hafi stefni hans rekist í rekkverk með þeim afleiðingum að hann hafi stungist í sjóinn með skutinn á undan. Við rannsókn á tildrögum slyssins á vegum Rannsóknarnefndar sjóslysa og Iðntæknistofnunar kom í ljós, að vírinn var tærður og hafði togþol hans rýrnað að mun og var slysið rakið til þessa vanbúnaðar. Stefnandi lýsir atvikum svo að hann hafi verið með köfunarbúnað með súrefniskút á baki og hlotið við fallið slink á höfuðið og meiðsli á baki undan súrefniskútnum. Ekki hafi verið talin ástæða til að hann leitaði læknis. Hann hafi haldið áfram starfi sínu um borð og talið, að meiðsli sín myndu lagast af sjálfu sér. Þetta hafi að nokkru gengið eftir, en aldrei hafi hann verið alveg laus við eymsli og óþægindi. Því hafi hann ákveðið haustið 1991 hætta sjómennsku og hefja nám við vélstjórn í þeirri von að honum myndi batna. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin og hafi hann gefist upp á náminu eftir eitt og hálft ár, einkum vegna minnis- og einbeitingarleysi, sem hafi ágerst stöðugt, auk þess hafi hann alltaf haft þrautir og óþægindi í höfði og baki. Hann hafi síðan reynt að fara til sjós að nýju, en gefist upp eftir tvo túra og horfið að nýju til starfa í landi. Hafi hann neyðst til að stunda þau störf sem gáfust, en lítið starfsval hafi verið á Akureyri, þar sem hann var búsettur. Hann hafi fengið starf á dekkjaverkstæði og smurstöð, þar sem hann hafi gengið til starfa eftir því sem heilsa hans leyfði, en oft hafi hann þurft að láta af starfi um hádegisbil eða á miðjum degi vegna verkja og óþæginda. Stefnandi kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því, að verkur og óþægindi í baki en þó sérstaklega höfði, stöfuðu frá umræddu vinnuslysi. Hann hafi á árinu 1995 leitað sér sérfræðiaðstoðar hjá Aroni Björnssyni fyrir milligöngu Péturs Péturssonar, heimilislæknis hans. Hjá honum hafi hann verið í læknismeðferð á árunum 1995 og 1996. Vottorð þessara beggja lækna liggja fyrir í málinu. Einnig liggur fyrir örorkumat Sigurjóns Sigurðssonar læknis dagsett 16. september 1996. Í niðurlagi örorkumats hans segir svo: „Hér er um að ræða ungan mann sem lendir í slysi við vinnu sína úti á sjó í byrjun árs 1990 þannig að hann fellur með bát sem verið var að sjósetja frá skipshlið á varðskipinu Tý er vír í kranabómu slitnaði og báturinn féll eina fimm metra niður á við. Við þetta fékk hann slink á hálsinn hann fann ekki svo mikið til í byrjun en verkir hafa síðan hægt og rólega verið vaxandi þannig að hann gafst upp á vinnu sl. áramót. Skv. vottorðum Arons Björnssonar og Péturs Péturssonar telja þeir að einkenni þau sem hann lýsir í dag komi vel heim og saman við þann áverka sem hann fékk við umrætt slys. Slys þetta hefur haft víðtæk áhrif á hann og mjög sennilegt er að hann hafi fengi post-traumatiskan áverka á heila, svokallaðan lokaðan heilaáverka. Með tilliti til þessa þykir því rétt að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku sem hinn slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss og þykir hún hæfilega metin sem hér segir: Tímabundin örorka 0% (engin) Varanleg örorka 20% (tuttugu af hundraði).” Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur var fenginn til að reikna út höfuðstólsverðmæti örorkutjóns stefnanda á grundvelli örorkumats Sigurjóns Sigurðssonar læknis. Niðurstaða hans var sú, að örorkutjón stefnanda var talið nema kr. 9.010.800, en verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda miðað við 6% af höfuðstólsverðmæti nam kr. 540.600. Útreikningurinn byggðist á umreiknuðum vinnutekjum stefnanda á árunum 1988 til og með 1990. Gengið var út frá tekjum fyrir sjómennsku í 20 ár frá slysdegi en síðan reiknað með meðaltekjum iðnaðarmanna. Frá slysdegi var miðað við vexti og vaxtavexti af almennum sparisjóðsbókum í Landsbanka Íslands til útreikningsdags 16. október 1996 (alls 12.75%), en síðan var reiknað með 4.5% frambúðarávöxtun með árlegri vaxtauppfærslu. Útreikningurinn studdist við hefðbundnar reikniforsendur um dánarlíkur og missi starfsorku í lifanda lífi. Undir rekstri málsins hér fyrir dómi krafðist lögmaður stefnda þess að málið yrði sent Læknaráði til umfjöllunar. Úrskurður þar að lútandi var kveðinn upp í málinu 20. júní 1997 og leitað álits Læknaráðs um eftirfarandi: „1. Telur Læknaráð að slysið hafi valdið hálshnykk og varanlegri örorku af þeim ástæðum? Ef svo, hver er varanleg örorka? 2. Telur Læknaráð, að andleg einkenni Hannesar Bjarnasonar stafi af slysinu? Ef svo, að hluta eða öllu leyti? 3. Ef andleg einkenni stafa af slysinu, hver er vananleg örorka vegna þeirra?” Niðurstaða Læknaráðs er dagsett 8. janúar 1998 og er svohljóðandi: „3. Héraðsdómsmál Reykjavíkur nr. E-1600/1997: Hannes Bjarnason gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og dómsmálaráðherra f.h. Landhelgisgæslu Íslands. 1. Já. Læknaráð telur að varanleg örorka af völdum hálshnykksins sé 5%. 2. Já. Læknaráð telur rök fyrir því að andleg einkenni Hannesar Bjarnasonar stafi að langmestu leyti af slysinu og liggur ekki fyrir að þau verði rakin til neins annars. 3. Læknaráð telur að varanleg örorka Hannesar Bjarnasonar vegna andlegra einkenna sé 15% þannig að Læknaráð fellst á niðurstöðu Sigurjóns Sigurðssonar um að varanleg örorka sé samtals 20%”. Undir þessa niðurstöðu rita átta læknar, en einn þeirra, Þorkell Jóhannesson, gerði svofellda athugasemd. „Ég tel að varanleg örorka af völdum hálshnykksins ætti fremur að vera 10% en 5%”. Málsástæður stefnanda: Stefnandi byggir á því, að hann hafi orðið fyrir slysi við vinnu hjá Landhelgisgæslu Íslands í janúar 1990. Enginn ágreiningur sé um tildrög slyssins né um skaðabótaskyldu stefndu. Stefndu hafi upphaflega mótmælt greiðsluskyldu á þeirri forsendu, að eigi hafi verið tímabært að meta varanlega örorku stefnanda, þar sem ekki hafi legið ljóst fyrir hverjar væru batahorfur hans. Fyrir liggi, örorkumat Sigurjóns Sigurðssonar, dags. 16. september 1996 og örorkutjónsútreikningur Jóns Erlings Þorlákssonar frá 16. október s.á. Þá hafi Læknaráð staðfest örorkumat Sigurjóns Sigurðssonar og jafnframt ályktað, að tímabært hafi verið að meta varanlega örorku stefnanda. Stefnandi sundurliðar tjón sitt svo og byggir á útreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar frá 16. október 1996. Tímabundin örorka engin, en vegna varanlegrar örorku kr. 9.010.800.- Verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda kr. 540.600.- Miskabótakrafa kr. 500.000.- Samtals kr. 10.051.400.- Frá dragast bætur frá Vátryggingafélagi Íslands skv. launþegatryggingu samkvæmt kjarasamningi kr. 598.144.- Kröfufjárhæð kr. 9.453.256.- Stefnandi kveðst reisa kröfur sínar á því, að forsendur örorkumatsins og útreikningsins eigi sér stoð í dómvenju og vísar til nýlegra dóma Hæstaréttar því til stuðnings, m.a. Hæstaréttardóm nr. 429 frá 1992. Hann hafi engar bætur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins, en hafi hins vegar haldið launum þann tíma, sem hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni og því sé eigi gerð krafa um bætur vegna tímabundinnar örorku. Miskabótakrafan, kr. 500.000.-, sé hæfileg miðað við þá röskun og óþægindi sem hann hafi orðið fyrir af völdum slyssins. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til almennra reglna skaðabótaréttarins, reglna um húsbóndaábyrgð, einkum 49. gr., 50. gr. og 2. mgr. 37. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Miskabótakröfu sína styður stefnandi með vísan til þágildandi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dómvenju um það, að við ákvörðun miskabóta beri að taka tillit til þess, hvort líkamstjón hafi í för með sér mikil og langvinn óþægindi og langvarandi læknismeðferð, en sú sé raunin í hans tilviki. Dráttarvaxtakröfu sína styður stefnandi með vísan til III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með áorðnum breytingum. Málskostnaðarkröfu sína styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en kröfuna um vexti á tildæmdan málskostnað við 129. gr. sömu laga en styður kröfu sína um virðisaukaskatt á tildæmda lögmannsþóknun við lög nr. 50/1988, þar sem lögmönnum sé gert skylt að greiða virðisaukaskatt af útseldri þjónustu sinni, en stefnandi sé eigi virðisaukaskattskyldur. Málsástæður og lagarök stefndu: Stefndu mótmæla ekki ábyrgð sinni á tjóni stefnanda, en mótmæla kröfum hans sem alltof háum og krefjast stórkostlegrar lækkunar á þeim. Stefndu byggja á því, að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tekjutjóni sem með réttu verði rakið til slyssins. Varanleg læknisfræðileg örorka stefnanda sé ekki líkleg til að valda honum tekjutjóni í samræmi við metna örorku. Vanræksla hans um að leita sér læknismeðferðar hafi valdið því, að afleiðingar slyssins hafi orðið stórfelldari en ella. Stefnandi verði einn að bera ábyrgð á þeirri vanrækslu sinni og geti ekki krafið stefndu um bætur vegna fjártjóns eða miska sem af henni kunni að stafa. Í ljósi þessa og hagræðis af eingreiðslu og skattfrelsis bóta verði að telja, að beri að beita mjög háum frádrætti, við ákvörðun á bótum til handa stefnanda vegna varanlegrar örorku. Þá mótmæla stefndu miskabótakröfu stefnanda sem alltof hárri og í andstöðu við ríkjandi dómvenju. Stefnandi hafi nú lækkað kröfu sína um þá fjárhæð, sem hann hafi fengið greidda úr lögboðinni slysatryggingu sjómanna, sem stefndu hafi keypt hjá Vátryggingafélagi Íslands, skv. sjómannalögum og kjarasamningi, eins og stefndu hafi áður gert kröfu til. Því sé aftur á móti mótmælt, að stefnandi láti þessa fjárhæð fyrst koma til frádráttar kröfum sínum, þegar hann veitti þeim viðtöku 26. febrúar sl. Rétt sé að draga fjárhæðina frá tildæmdum skaðabótum miðað við slysdag. Dráttur stefnanda á því að láta meta örorku sína og leita eftir tryggingabótunum geti aldrei orðið á kostnað stefndu. Þessu til viðbótar hafi Landhelgisgæsla Íslands keypt sérstaka slysatryggingu fyrir kafara, samkvæmt ákvæðum sérstaks samkomulags um laun og kjör kafara, sem starfi hjá Landhelgisgæslunni. Fyrir liggi í málinu, að Landhelgisgæslan hafi keypt slíka tryggingu hjá Tryggingu hf. vegna stefnanda fyrir árið 1990. Tryggingarfjárhæðin hafi numið kr. 9.548.310 miðað við dánarbætur, eða algjöra varanlega örorku. Framlögð gögn sýni, að stefnandi hafi fengið greiddar kr. 2.276.066 hinn 5. mars sl. strax og hann hafi leitað eftir bótum. Þessi fjárhæð eigi öll að koma til frádráttar við ákvörðun skaðabóta til handa stefnanda og skuli þeim frádrætti einnig beitt miðað við slysdag. Loks mótmæla stefndu dráttarvaxtakröfu stefnanda og vísa til 15. gr. vaxtalaga í því sambandi. Samkvæmt þessu ákvæði geti stefnandi aðeins átt rétt til dráttarvaxta frá dómsuppsögu í málinu. Forsendur og niðurstaða: Stefnandi mætti til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins. Hann gaf þá skýringu á því, hversu seint hann leitaði eftir bótum hjá stefndu, að honum hafi fyrst á árinu 1995 orðið ljóst, að heilsutjón hans stafaði af slysinu 25. janúar 1990. Hann hafi þá verið orðinn óvinnufær og leitað sér lækninga af því tilefni. Að öðru leyti skýrði stefnandi frá atvikum, eins og rakið hefur verið hér að framan. Lögmenn málsaðila lýstu yfir því við aðalmeðferð málsins, að ekki væri lengur ágreiningur með málsaðilum um bótaskyldu stefndu. Eingöngu væri nú deilt um upphæð miskabóta, frádrátt vegna hagræðis af eingreiðslu og skattfrelsis örorkubóta og frádrátt vegna sérstakrar slysatryggingar, sem Landhelgisgæslan hafi keypt hjá Tryggingu hf. í þágu kafara sem hjá henni starfi. Við aðalmeðferð málsins var upplýst, að stefnandi sótti um slysabætur til Tryggingastofnunar ríkisins. Lagt var fram bréf dags. 25. febrúar sl. því til sönnunar. Lögmaðurinn stefnanda óskaði bókað af því tilefni, að komi til þess, að stefnandi fái bætur frá Tryggingastofnun ríkisins gangi þær óskiptar til stefndu, enda verði ekki tekið tillit til þeirrar greiðslu við ákvörðun bóta til handa stefnanda. Að tilhlutan dómara málsins var dómsuppsögu frestað þar til niðurstaða fengist hjá Tryggingastofnun um umsókn stefnanda. Afgreiðsla Tryggingastofnunar liggur nú fyrir og var á þá leið, að umsókn stefnanda var hafnað á þeirri forsendu, að málið væri þannig vaxið að ekki sé unnt að meta orsakasamband umrædds slyss og núverandi einkenna stefnanda. Niðurstaða dómsins: Stefnandi byggir skaðabótakröfu sína á hendur stefndu á örorkuútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar frá 16. október 1996, eins og áður er lýst, (sjá bls. 4 að framan). Krafan lýtur annars vegar að bótum fyrir varanlega örorku að viðbættum bótum v/ tapaðra lífeyrisréttinda en hins vegar að miskabótum að fjárhæð kr. 500.000. Stefndu hafa krafist lækkunar á umkröfðum fébótum stefnanda með hliðsjón af þeirri dómvenju að skerða örorkubætur vegna skattfrelsis örorkubóta og þess hagræðis að fá þær greiddar í einu lagi. Stefndu gera og kröfu til þess að litið verði til þess við ákvörðun fébóta stefnanda til handa, að hann hafi ekki leitað sér lækninga við heilsutjóni því, sem hann hlaut af völdum slyssins 25. janúar 1990, fyrr en á árinu 1995. Það kunni að hafa orðið þess valdandi, að heilsutjón hans varð stórfelldara en ella hefði orðið. Þá krefjast stefndu þess, að slysatrygging sú, sem Trygging hf. greiddi stefnanda hinn 5. mars sl. komi að fullu til frádráttar bótakröfum hans. Verður fyrst tekin afstaða til síðastgreindrar lækkunarkröfu stefndu. Í skaðabótarétti er sú grundvallarregla viðurkennd, að tjónþoli skuli fá tjón sitt að fullu bætt, en ekkert umfram það. Í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 er að finna undantekningu frá þessari meginreglu. Þar segir: „Þegar um þessar tryggingar er að ræða (líftryggingu, slysa- eða sjúkratryggingu, innskot dómara), hefur það og engin áhrif á kröfur vátryggðs, hvort heldur er gegn félaginu eða þeim, sem tjóninu hefur valdið, þótt hann hafi þegar fengið greiddar bætur hjá hinum”. Af orðalagi ákvæðisins má ráða, að slysatryggingabætur, skulu engin áhrif hafa á rétt hins slasaða til að heimta fullar bætur úr hendi þess, sem ber skaðabótaábyrgð á tjóni (tjónvaldi). Slysatrygging stefnanda fellur undir tilvitnað lagaákvæði. Tíðkast hefur, að vinnuveitendur hafi í kjarasamningi skuldbundið sig til að kaupa sérstaka slysatryggingu til hagsbóta fyrir starfsmenn sína, en jafnframt hefur þar verið tilgreint að slysabætur, sem greiddar kunni að verða á grundvelli slíkrar tryggingar skuli koma til frádráttar skaðabótakröfu, er starfsmaður kann að öðlast á hendur vinnuveitanda sínum. Talið hefur verið, að þetta fyrirkomulag færi ekki í bága við ákvæði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954. Slysatrygging sú, sem Landhelgisgæsla Íslands (LGH) keypti til hagsbóta fyrir stefnanda byggir á samkomulagi um laun og kjör kafara hjá Landhelgisgæslunni frá 28. apríl 1980. Í 1. gr. samkomulagsins undir lið merktum C segir svo: „Þeir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem kafa, skulu hafa auk hinnar lögbundnu slysatryggingar, skírteinistryggingu sem tekur til stöðu þeirra hjá Landhelgisgæslunni, að upphæð kr. 15.000.000,-, fimmtán milljónir og greiðir Landhelgisgæslan iðgjald tryggingarinnar. Trygging þessi skal í engu skerða rétt starfsmanna til annarra lögbundinna eða umsamdra trygginga né dagpeninga. Endurskoðun tryggingarupphæðar skal fylgja almennri endurskoðun tryggingaskilmála”. Í samkomulaginu er ekki að finna ákvæði, sem veita heimild til frádráttar skaðabótakröfu starfsmanns á hendur LHG. Í 8. gr. kjarasamnings frá 31. október 1989, milli stefnda, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Sjómannafélags Reykjavíkur um kaup og kjör félagsmanna þess á skipum Landhelgisgæslunnar, sem í gildi var, þegar stefnandi slasaðist, eru ákvæði, er lúta að slysatryggingu starfsmanna hennar. Þar er LHG gert skylt að tryggja starfsmenn sína í samræmi við ákvæði 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Í 8. gr. 1. 6 er sérstaklega tekið fram, að tryggingafé samkvæmt þessum lið skuli koma til frádráttar slysa- eða dánarbótakröfu á hendur útgerðinni. Stefndu byggja á því, að síðastnefnt ákvæði eigi við um allar tryggingar, sem LGH kaupi í þágu starfsmanna sinna og taki því til þeirra sérstöku slysatryggingar, sem keypt var á grundvelli samkomulagsins frá 28. apríl 1980. Við ákvörðun skaðabóta til handa stefnanda beri því að taka fullt tillit til þeirrar greiðslu, sem stefnandi fékk frá Tryggingu hf. hinn 5. mars sl. Dómurinn lítur svo á, að kjarasamningur sá, sem stefndu vísa til, varði eingöngu þær slysatryggingar, sem um er fjallað í 172. gr. siglingalaga og tilvitnað ákvæði hans hafi ekki almennt gildi. Í 172. gr. kemur ekki fram, að skaðabætur samkvæmt hinni lögboðnu slysatryggingu skuli koma til frádráttar skaðabótakröfu starfsmanns á hendur viðkomandi útgerð. Því var nauðsynlegt að taka af öll tvímæli þar um í umræddum kjarasamningi. Trygging sú, sem LHG skuldbatt sig til að kaupa til hagsbóta fyrir þá starfsmenn sína, sem stunda köfun í hennar þágu samhliða öðrum störfum, er sérstaks eðlis og stafar af þeirri sérstöku hættu, sem köfurum er búin og stendur ekki í beinu sambandi við almenn launakjör starfsmanna LHG. Tilvitnuð 2. mgr. 25. gr. vátryggingasamningalaga nr. 20/1954 er undanþæg, eins og að framan er rakið. Stefndu gerðu hins vegar engan fyrirvara um frádrátt slysabóta frá hugsanlegum skaðabótakröfum í samkomulaginu frá 28. apríl 1980 eða síðar, svo vitað sé. Verða þeir að bera hallann af því. Lækkunarkröfu stefndu vegna greiðslunnar til stefnanda hinn 5. mars sl. er því hafnað. Liggur næst fyrir að ákveða stefnanda skaðabætur. Ekki er lengur ágreiningur með málsaðilum um varanlega örorku stefnanda né heldur hafa stefndu mótmælt útreikningi Jóns Erlings Þorákssonar, tryggingafræðings. Verða gögn þessi því lögð til grundvallar. Þegar litið er til allra atvika m.a. til tekna stefnanda og núgildandi tekjuskattshlutfalls, þykir rétt að ákvarða stefnanda skaðabætur fyrir varanlega örorku sem skulu nema kr. 5.000.000. Fallist er á kröfu stefnanda um bætur vegna tapaðra lífreyrisréttinda að fjárhæð kr. 540.600. Tildæmdar örorkubætur að viðbættum bótum vegna tapaðra lífeyrisréttinda nema þannig samtals kr. 5.540.600. Þá gerir stefnandi kröfu til miskabóta að fjárhæð kr. 500.000. Ljóst er, að slysið 25. janúar 1990 hefur haft í för með sér verulega röskun á stöðu og högum stefnanda. Síðan þá hefur hann þurft að vera meira og minna undir læknishendi og sækja reglulega sjúkraþjálfun með takmörkuðum árangri. Þegar til þessa er litið, svo og til þess, hversu víðtæka röskun líkamstjón stefnanda hefur haft í för með sér, þykja hæfilegar miskabætur honum til handa nema kr. 250.000. Slysabætur stefnanda nema þannig alls kr. 5.790.600. Frá þeirri fjárhæð ber að draga kr. 598.144, sem eru bætur þær, sem Vátryggingafélag Íslands hf. greiddi stefnanda hinn 26. febrúar 1998 á grundvelli 172. gr. siglingalaga, eins og síðar verður tilgreint. Stefnandi gerir þá kröfu, að síðastgreind fjárhæð komi til frádráttar ákvörðuðum skaðabótum, þegar hann veitti fénu viðtöku hinn 26. febrúar sl. Stefndu krefjast þess aftur á móti, að frádrátturinn miðist við slysdag. Ljóst þykir að ekki var unnt að staðreyna upphæð þessara bóta, fyrr en mat á örorku stefnanda lá fyrir. Vegna sérstakra aðstæðna stefnanda, sem áður er lýst, dróst að meta örorku hans fram til 16. október 1996. Því þykir rétt að slysabætur þessar komi til frádráttar tildæmdum skaðabótum stefnanda 22. nóvember 1996, eins og nánar segir í dómsorði. Tildæmdar heildarbætur stefnanda skulu bera vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá slysdegi, hinn 25. janúar 1990, til 22. nóvember 1996, en dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim tíma til greiðsludags. Upphaf dráttarvaxta tekur mið af kröfubréfi lögmanns stefnanda til Landhelgisgæslunnar, sem dagsett er 22. október 1996, sbr. 15. gr. vaxtalaga. Frá samtölu tildæmdra heildarbóta og áfallinna vaxta hinn 22. nóvember 1996 skal draga kr. 598.144. Með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefndu að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 622.500 að meðtöldum virðisaukaskatti. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndu, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og dómsmálaráðherra vegna Landhelgisgæslunnar greiði óskipt stefnanda, Hannesi Bjarnasyni kr. 5.790.600 með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. janúar 1990 til 22. nóvember 1996, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Hinn 22. nóvember 1996 skal draga kr. 598.144 frá samtölu tildæmdra skaðabóta og áfallinna vaxta og skal mismunurinn bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda óskipt kr. 622.500 í málskostnað.
Mál nr. 322/1998
Þjófnaður Líkamsárás Ítrekun Skilorðsrof
H var ákærður fyrir þjófnað og líkamsárás. Niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu var staðfest. Með brotunum rauf H skilorð og voru þau framin áður en fyrri dómur gekk. Var H ákvarðaður hegningarauki, en við refsiákvörðun var einnig tekið tillit til að H hafði ítrekað gerst sekur um þjófnað og að líkamsárásin var án nokkurs tilefnis af hendi þess sem fyrir henni varð. Var H dæmdur til fangelsisrefsingar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. júlí 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum samkvæmt ákæru 26. maí 1998, svo og að vísað verði frá dómi bótakröfu Vals Hafsteinssonar, sem þar var höfð uppi. Að öðru leyti krefst ákærði þess að refsing samkvæmt héraðsdómi verði milduð. Í málinu er ákærði sóttur til saka með tveimur ákærum. Sú fyrri var gefin út af sýslumanninum á Akureyri 29. apríl 1998 og ákærði borinn þar sökum um nánar tiltekinn þjófnað aðfaranótt 1. febrúar sama árs. Síðari ákæran var gefin út af ríkissaksóknara 26. maí 1998 og ákærða þar gefið að sök að hafa brotið gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með líkamsárás á Val Hafsteinsson aðfaranótt 8. febrúar sama árs. Ákærði hefur gengist við brotinu, sem um ræddi í fyrrnefndu ákærunni, og verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hans samkvæmt henni. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður jafnframt staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt síðarnefndu ákærunni. Eins og greinir í héraðsdómi hlaut ákærði dóma 8. desember 1994 og 18. apríl 1995 vegna þjófnaðar, svo og dóm 30. desember 1996 vegna brots gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Öll þau brot mun ákærði hafa drýgt áður en hann náði 18 ára aldri. Í fyrsta dóminum hlaut hann sekt, í öðrum dóminum þriggja mánaða varðhald skilorðsbundið og í þeim þriðja fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið, en refsing samkvæmt öðrum dóminum var þar tekin upp og viðurlög ákveðin í einu lagi. Aftur hlaut ákærði dóm 31. desember 1997 vegna þjófnaðar. Fyrrnefndur skilorðsdómur frá 30. desember 1996 var þar tekinn upp og refsing ákveðin í einu lagi fangelsi í tíu mánuði, þar af sjö mánuði skilorðsbundið. Loks var ákærði dæmdur 28. apríl 1998 fyrir þjófnað og brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, en þau brot voru drýgð fyrir uppkvaðningu dómsins 31. desember 1997. Skilorðshluti síðastnefnds dóms var þá tekinn upp og refsing ákærða ákveðin í einu lagi fangelsi í níu mánuði, þar af sjö mánuði skilorðsbundið í þrjú ár. Ákærði hefur nú gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 218. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga. Með þeim hefur hann rofið skilorð fyrir frestun á fullnustu sjö mánaða fangelsisrefsingar samkvæmt áðurnefndum dómi frá 28. apríl 1998. Brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, voru framin áður en sá dómur gekk og fer því um refsiákvörðun samkvæmt því, sem segir í 78. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur ítrekað gerst sekur um þjófnað og ber því að gæta ákvæða 255. gr. nefndra laga. Hann drýgði brot sitt, sem ákæra 29. apríl 1998 tók til, ásamt öðrum manni. Verður því að taka tillit til 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Brot ákærða samkvæmt ákæru 26. maí 1998 var framið án nokkurs tilefnis af hendi þess, sem varð fyrir því, og koma því fyrirmæli 3. mgr. 218. gr. a. almennra hegningarlaga ekki til álita. Að gættu þessu og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga, svo og 60. gr. laganna, er refsing ákærða ákveðin fangelsi í eitt ár. Eins og áður er getið hlaut ákærði fjórum sinnum skilorðsbundna dóma á rúmlega þremur árum, en rauf ávallt skilorð. Kemur því ekki til álita að mæla nú fyrir um skilorðsbundna frestun á hluta refsingar ákærða. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Helgi Gunnlaugsson, sæti fangelsi í eitt ár. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Héraðsdómur Norðurlands eystra 26. júní 1998. Ár 1998, föstudaginn 26. júní, er af Ólafi Ólafssyni, héraðsdómara kveðinn upp dómur í málinu nr. S-43/1998: Ákæruvaldið gegn Helga Gunnlaugssyni og A. Mál þetta, sem dómtekið var þann 8. júní s.l., er höfðað með tveimur ákæruskjölum á hendur A, og Helga Gunnlaugssyni, atvinnulausum, kt. 250978-4569, nú til heimilis að Vestursíðu 30, Akureyri. 1. Ákæruskjal sýslumannsins á Akureyri, útgefið 29. apríl 1998. Með þessu ákæruskjali er mál höfðað á hendur Helga Gunnlaugssyni og A „ fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt 1. febrúar 1998, stolið sjö hljómgeisladiskum, tveim tölvuleikjadiskum og pakka með tveim orðabókum og persónulegum munum, úr íbúð Ólafar Völu Valgarðsdóttur að Hjallalundi 7 C á Akureyri. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákæru verði dæmdir til refsingar.“ 2. Ákæruskjal ríkissaksóknara, útgefið 26. maí 1998. Með þessu ákæruskjali er mál höfðað á hendur Helga Gunnlaugssyni „ fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 8. febrúar 1998, á bifreiðastæði austan við útibú Landsbanka Íslands, Strandgötu 1, Akureyri, veist að Val Hafsteinssyni, kennitala 010875-4979, og slegið hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að vinstri framtönn skábrotnaði, auk þess sem Valur hlaut sprungu á neðri vör, 2 cm langan skurð ofan við vinstra eyra og mar og rispur hægra megin á háls og á vinstri öxl og undir hægri geirvörtu. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Ólafur Birgir Árnason, hæstaréttarlögmaður, hefur fyrir hönd Vals Hafsteinssonar, kennitala 010875-4989, krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 134.070 krónur auk málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts.“ Ákærumál sýslumannsins á Akureyri var þingfest 15. maí s.l. og rekið með hliðsjón af 125. gr. laga nr. 19/1991, en undir rekstri þess var fallið frá því ákæruatriði að ákærðu hefðu stolið ótilgreindum „persónulegum munum“. Málið var dómtekið 19. s.m. Með vísan til 131. gr. sbr. 23. gr. nefndra laga var málið endurupptekið þann 29. maí s.l. og ákærumál ríkissaksóknara þá sameinað málinu, en að lokinni aðalmeðferð þann 8. júní s.l. var málið dómtekið að nýju. Ákærði, A, hefur krafist vægustu refsingar sem lög framast heimila. Skipaður verjandi ákærða Helga Gunnlaugssonar hefur haft uppi eftirfarandi dómkröfur: a) Að refsing ákærða vegna ákærumáls sýslumannsins á Akureyri verði ákvörðuð eins væg og lög framast heimila. b) Að ákærði verði sýknaður af refsikröfu ríkissaksóknara, en til vara að refsing hans verði ákvörðuð eins væg og lög heimila, og að bótakrafa verði lækkuð verulega. Þá krafðist verjandinn hæfilegra málsvarnarlauna. I. Málavextir: 1. Ákæruskjal sýslumannsins á Akureyri, útgefið 29. apríl 1998. Ákærðu, A og Helgi Gunnlaugsson, hafa fyrir dómi skýlaust viðurkennt að hafa framið þjófnaðarbrot það sem lýst er í ákæruskjali, en líkt og áður var rakið var af hálfu ákæruvalds fallið frá því sakaratriði að þeir hefðu stolið ótilgreindum „persónulegum munum“. Samkvæmt gögnum málsins höfðu ákærðu þegið heimboð húsráðanda aðfaranótt 1. febrúar s.l, en neytt færis þegar húsráðandi sá ekki til og stolið þeim munum sem tilgreindir eru í ákæruskjali. Upplýst er að ákærðu skiluðu þýfinu til húsráðanda áður en þeir voru boðaðir til lögreglu vegna þjófnaðarkæru hans. Samkvæmt framansögðu er háttsemi ákærðu nægjanlega sönnuð og varðar atferli þeirra við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Ákæruskjal ríkissaksóknara, útgefið 26. maí 1998. Sunnudaginn 8. febrúar 1998, kl. 04:42, var hringt á lögreglustöðina á Akureyri og óskað eftir aðstoð lögreglu í miðbæinn vegna slagsmála, sem þar hefðu orðið. Á vettvangi hittu lögreglumenn kæranda, Val Hafsteinsson, og félaga hans vitnið Magnús Bjargarson. Í frumskýrslu lögreglu er þess getið að kærandi hafi verið nokkuð bólginn í andliti, sérstaklega á nefi og með brotna framtönn vinstra megin. Þá er þess getið að nokkuð hafi blætt úr höfði kærandans, ofan við vinstra eyra. Kærandi greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði hlotið áverkana af völdum ákærða Helga Gunnlaugssonar. Kærandi var færður á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar og í fyrirliggjandi læknisvottorði Þorvaldar Ingvarssonar, bæklunarlæknis, dags. 24.03.1998, er áverkum hans lýst svofellt: „Skoðun: 5 cm. ofan við vinstra eyra er ca 2 cm langur skurður, nokkuð djúpur. Nef er verulega bólgið og grunur er um nefbrot. Þó er engin aflögun til staðar og miðsnes er ekki úr lagi fært. Það er fleiður á vinstri nasavæng. Blæðing úr báðum nösum. Neðri vör er sprungin á tveimur stöðum og vinstri framtönn er skábrotin. Mar og tvær rispur eru til staðar hægra megin á hálsi, einnig mar á vinstri öxl og undir hægri geirvörtu. Fjögur lítil fleiðursár eru á vinstra hné. Sárið var saumað með fjórum saumum og settar á umbúðir. Neftróð var sett í hægri nös. Sj. síðan boðaður til endurkomu 09.02. til rtg-myndatöku og til að fjarlægja neftróð úr nefi sem notað var til að stöðva blæðingu. Þegar hann kemur til endurkomu hefur hann fjarlægt neftróðið, blóðnasirnar hættar. Rtg-mynd af nefi sýndi ekki brot.“ Kærandi, Valur Hafsteinsson, bar fram formlega kæru á hendur ákærða mánudaginn 9. febrúar s.l. Við meðferð málsins andmælti ákærði sakargiftum og kannaðist ekki við að hafa slegið kæranda hnefahögg með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæruskjali ríkissaksóknara. Ákærði viðurkenndi hins vegar að hafa átt í útistöðum við kæranda í miðbæ Akureyrar aðfaranótt 8. febrúar s.l., nánar til tekið við Strandgötu 4, húsnæði Nýja bíós. Ákærði kvaðst hafa verið ölvaður umrædda nótt og af þeim sökum bar hann fyrir sig minnisleysi að nokkru. Þannig gat ákærði eigi sagt til um hvert hefði verið tilefni illdeilna þeirra, en ætlaði að hann hefði ætlað að skilja kæranda og félaga hans að. Vísaði ákærði og til þess að hann hefði ekkert átt sökótt við kæranda. Fyrir dómi lýsti ákærði átökum sínum við kæranda á þann veg að þeir hefðu verið í gagnkvæmum slagsmálum og m.a. legið í fangbrögðum á akbrautinni. Í þeirri stöðu kvaðst ákærði hafa slegið til kæranda, en ekki gat hann sagt til um hvar högg hans hefðu lent á líkama kæranda. Ákærði kvaðst hafa orðið fyrir höggum frá kæranda, en ekki hlotið aðra áverka en smávægilegar rispur á olnboga. Ákærði bar að allmargir vegfarendur hefðu verið á vettvangi, og staðhæfði að einhverjir þeirra hefðu sparkað í kæranda þar sem hann lá á akbrautinni. Ákærði ætlaði að átökin hefðu staðið yfir í u.þ.b. 5 mínútur og bar að þeim hefði lokið er nærstaddir aðilar drógu þá í sundur. Eftir það kvaðst ákærði ekkert hafa skipt sér af kærandanum og þá ekki af félaga hans, en ákærði kvað félagann þó eitthvað hafa skipt sér af málum. Framburður vitna. Kærandi, Valur Hafsteinsson, vélstjóri, fæddur 1975, bar fyrir dómi að hann hefði aðfaranótt 8. febrúar s.l. verið að skemmta sér í Sjallanum ásamt félaga sínum, Magnúsi Bjargarsyni, og eftir skemmtunina kvað hann þá hafa gengið saman suður Geislagötu í átt að Nætursölunni, Strandgötu 6. Kærandi kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis líkt og félagi hans og bar að þeir hefðu verið að kýta, en við húsnæði Nýja bíós, skammt frá Nætursölunni kvað hann ákærða hafa blandað sér í málið. Ætlaði kærandi að ákærði hefði ætlað að stöðva deilur þeirra félaganna, en afskipti hans hins vegar leitt til þess að þeir, þ.e. hann og ákærði, hefðu lent í slagsmálum. Ákærði kvað slagsmálin aðallega hafa falist í gagnkvæmum hrindingum og staðfesti að þeir hefðu báðir fallið á akbrautina. Fyrir dómi kannaðist kærandi við að hafa reynt að slá til ákærða, en ekki tekist. Þá kvaðst hann ekki hafa hlotið ákomur frá ákærða við nefndar aðstæður. Kærandi kvað átökunum hafa lokið er nærstaddir aðilar skildu þá að, en kannaðist ekki við að þessir aðilar hefðu skipt sér af málum með öðrum hætti t.d. með spörkum eða barsmíðum. Kærandi bar að atgangurinn hefði staðið yfir í örfáar mínútur og kvaðst hann ekki hafa hlotið aðrar ákomur en mar á hálsi og ætlaði að sá áverki hefði komið er ákærði tók hann hálstaki. Kærandi kannaðist og ekki við að hafa hlotið blóðnasir í átökunum. Kærandi bar að eftir að atganginum var lokið hefði hann farið af vettvangi skamma stund, en síðan gengið til félags síns, Magnúsar Bjargarsonar, þar sem hann var í viðræðum við ákærða, skammt frá Nætursölunni. Í staðfestri skýrslu kæranda hjá lögreglu hinn 9. febrúar s.l. lýsti hann málsatvikum nánar svofellt: „Mætti segir að hann hafi gengið til vesturs að Levís búðinni. Hann hafi verið þar smástund en síðan gengið austur gangstéttina sunnan við Strandgötuna. Hann segir að Magnús hafi þá verið að tala við Helga. Mætti segist hafa ætlað að bíða eftir Magnúsi og vera honum samferða. Mætti segist hafa gengið í átt að Magnúsi og Helga. Hann segist hafa stöðvað álengdar og beðið. Hann hafi verið búinn að bíða nokkra stund þegar Helgi hafi gengið að honum og fyrirvaralaust og án nokkurrar ástæðu slegið hann eitt hnefahögg í andlitið. Höggið hafi komið í nef hans og munn. Hann hafi fallið afturfyrir sig í götuna. Mætti segir að strax hafi farið að blæða mjög mikið úr nefi hans og hann hafi fundið að vinstri framtönn hafi brotnað við höggið. Mætti segir að hann viti ekki mikið um hvað gerðist fyrst eftir höggið. Magnús hafi sagt honum að 4-5 aðilar hefðu sparkað í hann þar sem hann lá eftir að Helgi sló hann. Mætti segist hafa rétt Magnúsi farsíma og Magnús hafi hringt á lögregluna. Mætti segir að Magnús hafi lent í einhverju þrefi til að fá lögregluna á staðinn en hún hafi komið eftir nokkurt þóf. Mætti segir að lögreglan hafi flutt hann á Slysadeild F.S.A. Hann hafi verið með skurð á hnakka, bólgur á nefi auk þess að vinstri framtönn sé brotin. Auk þess sé hann fleiðraður á hálsi eftir hálstak er hann og Helgi voru að slást hjá 1929.“ Frásögn kæranda fyrir dómi var í öllum aðalatriðum samhljóða ofangreindri skýrslu hans hjá lögreglu. Vitnið, Magnús Bjargarson, pípulagningamaður, fæddur 1975, lýsti fyrir dómi samskiptum þeirra félaganna eftir skemmtun í Sjallanum með sama hætti og kærandi hér að framan. Vitnið bar að við Nætursöluna hefði ákærði, Helgi Gunnlaugsson, svo og þrír ókunnugir piltar haft afskipti af þeim og að til smápústra hefði komið þeirra í milli. Í framhaldi af því kvaðst vitnið hafa tekið ákærða tali, en veitt því athygli hvar Valur lá á akbrautinni og að piltarnir þrír veittust þar honum með spörkum. Vitnið staðhæfði að ákærði hefði ekkert blandað sér í atganginn og vísaði til þess að hann hefði einungis staðið í örfáar mínútur, en Valur þá staðið upp og nokkru síðar komið til þeirra. Í staðfestri skýrslu hjá lögreglu lýsti vitnið atvikum máls nánar svofellt: „Mætti segir að hann hafi svo haldið áfram að tala við Helga. Valur hafi staðið vinstra megin við Helga og ekki haft sig í frammi. Skyndilega, og án sýnilegra ástæðu, hafi Helgi snúið sér að Val og slegið hann einu mjög kröftugu hnefahöggi í andlitið. Mætti segir að Valur hafi fallið afturábak í götuna. Blóð hafi farið að renna frá nefi Vals og framtönn í honum hafi verið brotin. Mætti segir að Valur hafi rétt honum síma, sem hafi reyndar verið brotinn eftir árásina, og með honum hafi mætti hringt eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan hafi svo komið og ekið þeim á Slysadeild F.S.A. Mætti segir að eftir árásina hafi hann rifist eitthvað við Helga Gunnlaugsson. Helgi hafi gefið þá skýringu að Valur hafi slegin hann. Mætti segir að hann hafi ekki séð neitt slíkt og ekki séð neina áverka á Helga.“ Fyrir dómi staðhæfði vitnið að hnefahögg það er kærandi hlaut frá ákærða hefði verið mjög fast og bar að Valur hefði fallið kylliflatur á akbrautina og orðið blóðugur í andliti. Vitnið staðhæfði að Valur hefði fengið áverka sína í andlitið af völdum nefnds hnefahöggs ákærða. Hins vegar kvaðst vitnið hafa ályktað það síðar að kærandi hefði hlotið aðra áverka sína, þ.e. mar og rispur á búk, vegna þeirra barsmíða er hann varð fyrir af hálfu piltanna þriggja fyrir margnefnt hnefahögg ákærða. Vitnið Elvar Már Sigurðsson, verkamaður, fæddur 1980, staðhæfði fyrir dómi að það hefði fylgst með slagsmálum ákærða og Vals Hafsteinssonar við Nætursöluna. Vitnið bar að nefndir aðilar hefðu þá legið á akbrautinni og viðhaft gagnkvæmar kýlingar. Þrátt fyrir það kvaðst vitnið ekki hafa litið á atgang þeirra sem harkaleg átök, fremur sem tusk. Fyrir dómi kannaðist vitnið ekki við að nærstaddir aðilar hefðu skipt sér af málum og er átökunum lauk kvaðst það engin áverkamerki hafa séð á ákærða eða Val Hafsteinssyni. Vitnið Elvar var ekki yfirheyrt við frumrannsókn lögreglu og fyrir dómi vísaði það til nokkurs minnisleysis um málsatvik og bar að það hefði verið undir áhrifum áfengis umrædda nótt. Vitnið, Jóhann Kristinsson, verkamaður, fæddur 1980, staðhæfði fyrir dómi að það hefði fylgst með slagsmálum ákærða og Vals Hafsteinssonar við Nætursöluna stutta stund, og á þeim tíma séð hvar nærstaddir aðilar reyndu að stía þeim í sundur. Vitnið staðhæfði að það hefði ekki séð nefnda aðila skipta sér af ákærða eða Val með öðrum hætti, t.d. ekki með spörkum eða barsmíðum. Eftir atganginn kvaðst vitnið hafa veitt því athygli að Valur var með blóðnasir, en ekki kvaðst það hafa séð hvernig hann hlaut áverkann. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áverka á ákærða. Fyrir dómi hefur Jóhann Olsen, lögreglumaður, staðfest framangreinda frumskýrslu lögreglu og var það mat hans að Valur Hafsteinsson og Magnús Bjargarson hefðu ekki verið áberandi ölvaðir aðfaranótt 8. febrúar s.l. Hann kvað frásögn þeirra hafa verið greinargóða. Niðurstaða. Í máli þessu verður lagt til grundvallar að viðskipti ákærða og Vals Hafsteinssonar hafi átt sér stað við Strandgötu 4-6, en eigi handan götunnar, við útibú Landsbanka Íslands, líkt og segir í ákæruskjali. Þetta þykir þó ekki standa í vegi þess að dæmt verði um sakarefnið, sbr. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Við meðferð málsins hefur Valur Hafsteinsson staðfastlega borið að höfuðáverka hans megi rekja til fyrirvaralauss hnefahöggs frá ákærða, nokkru eftir að þeir höfðu hætt átökum í Strandgötunni. Vitnið Magnús Bjargarson, félagi kæranda, hefur skilmerkilega lýst barsmíðinni og jafnframt staðhæft að kærandi hafi ekki borið áverka í andliti fyrir hnefahöggið. Að mati dómsins er frásögn vitnisins trúverðug og er að áliti dómsins eigi varhugavert, þegar framburður annarra vitna er virtur samhliða, að telja sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er að sök gefin, að því frátöldu að ekki þykir alveg nægjanlega sannað að hann hafi valdið kæranda áverkum á vinstri öxl og undir hægri geirvörtu. Atferli ákærða varðar að framangreindu virtu við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Ólafur Birgir Árnason, hæstaréttarlögmaður, hefur fyrir hönd Vals Hafsteinssonar, haft uppi skaðabótakröfu á hendur ákærða og sundurliðast hún þannig: Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir líkamsárás og ber hann fébótaábyrgð gagnvart bótakrefjanda vegna tjóns hans. Ber að dæma ákærða til að greiða tjónþola, Val Hafsteinssyni, kostnað af komu á slysavarðstofu, kostnað af komu til heimilislæknis og vegna röntgenrannsóknar. sbr. 2.-4. tl. kr. 4.070, en bótaliðirnir eru studdir gögnum. Tjónþoli þykir eiga rétt til miskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga, sem þykja hæfilega ákveðnar kr. 40.000,-. Samkvæmt 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 á tjónþoli rétt á bótum vegna lögmannsaðstoðar og þykja þær hæfilega tilteknar kr. 12.450,- með virðisaukaskatti. Kröfu um tannlæknakostnað, sbr. 1. tl., er vísað frá dómi þar sem krafan er einungis byggð á áætlun. Ákærði verður samkvæmt framanrituðu dæmdur til að greiða tjónþola bætur samtals að fjárhæð kr. 56.520,-. II. Ákærði, A, var samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot auk sektarrefsingar vegna fíkniefnabrots með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 31. desember s.l. Þá var ákærði dæmdur fyrir þjófnaðarbrot, sem hann framdi í nóvember s.l. með dómi sama dómstóls þann 24. apríl s.l., en eigi gerð sérstök refsing með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með broti sínu nú hefur ákærði rofið skilorð dómsins frá 31. desember s.l. og ber skv. 60. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 20/1981 og 7. gr. laga nr. 22/1955 að ákveða ákærða refsingu í einu lagi eftir reglum 77. gr. og 78. gr. laganna með broti því sem hér er til meðferðar. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi. Þegar litið er til þess að ákærði játaði brot sitt skýlaust og skilaði þýfi, sem hann hafði undir höndum áður en hann var boðaður til lögregluyfirheyrslu og að hann var einungis 17 ára þegar hann framdi fyrri hegningarlagabrot þá þykir enn fært að fresta fullnustu refsingar hans og skal hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Það er jafnframt ákvörðun dómsins að frestun fullnustu refsivistar ákærða verði bundin því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. laga nr. 19, 1940. Skal sýslumaðurinn á Akureyri, sem ákærandi, tilnefna þann aðila, sem hafa skal með hendi umsjónina, sbr. 1. mgr. 58. gr. hegningarlaga, sbr. 12. gr. laga nr. 84, 1996. Ákærði, Helgi Gunnlaugsson, fæddur 25. september 1978, hefur samkvæmt vottorði sakaskrá ríkisins tvívegis gengist undir sektargreiðslur með sátt, árið 1994 vegna skemmdarverka og árið 1997 vegna ölvunaraksturs. Þá hefur hann hlotið eftirgreinda refsidóma: Samkvæmt upplýsingum dómsins er ákærði nú í 5 mánaða refsiúttekt vegna eldri dóma. Í máli þessu hefur ákærði gerst sekur um auðgunarbrot og líkamsárás. Brotin eru framin fyrir uppkvaðningu dómsins frá 28. apríl s.l., en sá dómur var ákvarðaður með hliðsjón af dómi þeim er ákærði hlaut í árslok 1997, en hann hefur nú rofið skilorðshluta dómsins. Ber að ákvarða refsingu með hliðsjón af 60. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga. Líta ber til þess að á árunum 1994 til 1996 var ákærði dæmdur fyrir samkynja brot og nú er fjallað um, en að þau voru þó framin áður en hann náði 18 ára aldri. Við ákvörðun refsingar verður og litið til þess að ákærði játaði þjófnaðarbrotið skýlaust og skilaði þýfi til eiganda, að hann átti í átökum við árásarþola Val Hafsteinsson, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en að atlaga hans var mun harkalegri og að ákærði lét í raun til skarar skríða eftir að atganginum var lokið. Þá ber að virða það að brot þau sem hér eru til meðferðar eru framin fyrir uppkvaðningu dóms sem kveðinn var upp hinn 28. apríl s.l. Með hliðsjón af öllu framanrituðu og hegningaraukaáhrifum 78. gr. hegningarlaganna þykir refsing ákærða nú hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi. Rétt þykir að fresta 7 mánuðum af refsingunni og skal sá hluti niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Rétt þykir, svo sem gert var í dómnum frá 28. apríl s.l., að binda frestun fullnustunnar einnig skilyrðum 1. og 2. tl. nefndrar lagagreinar. Með vísan til 164. gr. og 165. gr. laga nr. 19, 1991 ber að dæma ákærða Helga Gunnlaugsson til að greiða saksóknarlaun til ríkissjóðs kr. 50.000 og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 50.000. Annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt. Dóm þennan kvað upp Ólafur Ólafsson, héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Helgi Gunnlaugsson, sæti 8 mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu 7 mánaða af refsingunni og skal sá hluti niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Þá er frestun á fullnustu refsivistar jafnframt bundin því skilyrði að ákærði sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Skal sýslumaðurinn á Akureyri hafa umsjónina með hendi. Ákærði, A, sæti 6 mánaða fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og falli hún niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dómsins, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Þá er frestun fullnustu refsivistar jafnframt bundin því skilyrði að ákærði sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, sbr. 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Skal sýslumaðurinn á Akureyri hafa umsjónina með hendi. Ákærði, Helgi Gunnlaugsson, greiði Val Hafsteinssyni, kt. 010875-4989, kr. 56.520 í skaðabætur. Ákærði, Helgi Gunnlaugsson, greiði saksóknarlaun í ríkissjóð kr. 50.000,- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 50.000, en að öðru leyti greiði hann ásamt ákærða A sakarkostnað óskipt.
Mál nr. 323/1998
Virðisaukaskattur Staðgreiðsla opinberra gjalda Sekt Vararefsing Skilorð Stjórnarskrá
Á var dæmdur fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda Töldust brot Á í heild meiri háttar og var honum einnig ákvörðuð refsing samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Voru fyrirmæli um lágmark sekta í 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda ekki talin brjóta í bága við 2. gr. eða 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar þó að þau leiði til verulegra hærri refsinga en almennt eru dæmdar fyrir sambærileg brot og áður voru dæmdar vegna sams konar brota. Var talið að samkvæmt 1. málsl. 61. gr. stjórnarskrárinnar yrði ekki hjá því komist að leggja þessi lagaákvæði til grundvallar við ákvörðun sektar sem gera yrði samhliða fangelsisrefsingu í samræmi við dómvenju. Var Á dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og sektar, en til vararefsingar yrði sektin ekki greidd innan tilskilins tíma. Við ákvörðun vararefsingar var litið til þess sem ætla mætti að hefðu getað orðið viðurlög á hendur Á ef ekki hefði verið mælt fyrir um lágmark þeirra í lögum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 10. ágúst 1998 af hálfu ákæruvalds og krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í hinum áfrýjaða dómi. Ákærði krefst þess að refsing samkvæmt héraðsdómi verði milduð. I. Með ákæru í málinu var ákærða, sem var meðeigandi og fyrirsvarsmaður Húsamálarans sf., gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, sem var lagður á félagið vegna nánar tiltekinna skatttímabila frá september 1993 til desember 1995, samtals 3.666.683 krónur, og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem félagið hélt eftir af launum starfsmanna sinna tilgreinda mánuði frá október 1993 til sama mánaðar á árinu 1995, alls 1.433.059 krónur. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi var viðurkennt af hálfu ákæruvalds að greiddar hafi verið 75.335 krónur inn á virðisaukaskatt á tilteknu gjaldatímabili á árinu 1995, sem ekki hafi verið tekið mið af í ákæru. Var fjárhæð vanskila á virðisaukaskatti því lækkuð sem því nam, eða í 3.591.348 krónur. Þá viðurkenndi ákæruvaldið jafnframt að greiðst hafi samtals 169.291 króna meira en ráðgert var í ákæru inn á vanskil félagsins á staðgreiðslu opinberra gjalda. Lækkaði því heildarfjárhæð ógreiddrar staðgreiðslu í 1.263.768 krónur og taldist vanskilatímabilið hafa staðið frá ágúst 1994 til október 1995. Að gerðum þessum breytingum á ákæru gekkst ákærði við sakargiftum. Óumdeilt er að Húsamálaranum sf. bar að greiða samtals 2.159.033 krónur í virðisaukaskatt á gjalddögum á tímabilinu frá 5. desember 1993 til 5. febrúar 1995. Þessi vanskil varða ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Þá liggur fyrir að félaginu var skylt að greiða alls 1.432.315 krónur í virðisaukaskatt á gjalddögum frá 5. október 1995 til 5. febrúar 1996. Að þessu leyti braut ákærði gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, svo sem ákvæðinu var breytt með 3. gr. laga nr. 42/1995, en þau tóku gildi 9. mars 1995. Af þeirri fjárhæð, sem Húsamálarinn sf. stóð ekki skil á vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, féllu í gjalddaga samtals 477.656 krónur á tímabilinu frá 1. september 1994 til 1. janúar 1995, 23.639 krónur hinn 1. júní 1995, en 762.473 krónur frá 1. júlí til 1. nóvember sama árs. Með vanskilum á fyrsta tímabilinu braut ákærði gegn 1. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Vanskil á öðru og þriðja tímabilinu vörðuðu við 2. mgr. 30. gr. sömu laga, eins og þeim var breytt með 2. gr. laga nr. 42/1995. Vanskil Húsamálarans sf. á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem var í gjalddaga frá og með 1. júlí 1995, námu samkvæmt framansögðu alls 2.194.788 krónum. Þann dag tók gildi ákvæði 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, en samkvæmt því liggur fangelsi allt að sex árum við meiri háttar broti gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, svo sem bæði þau lög hljóða nú. Að þessu leyti kom 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga í stað ákvæða 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 7. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, eins og þau voru fyrir 9. mars 1995, en samkvæmt þeim vörðuðu brot gegn nefndum lagagreinum fangelsi allt að sex árum ef sakir voru miklar. Vanskil Húsamálarans sf. á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda í gildistíð síðastnefndra lagaákvæða voru sem áður segir alls 2.636.689 krónur. Þegar þeim vanskilum er bætt við vanskil félagsins frá og með 1. júlí 1995 verða þau til þess að brot ákærða telst í heild meiri háttar. Hann hefur því unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. sömu laga, jafnframt þeim ákvæðum laga nr. 45/1987 og 50/1988, sem áður er getið. II. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Með vísan til þess, sem áður greinir um umfang brots ákærða gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, verður hann dæmur til að sæta fangelsi í þrjá mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, eins og þessum lögum var breytt með 2. gr. og 3. gr. laga nr. 42/1995, varða brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sekt, sem skal aldrei vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en tífaldri fjárhæðinni. Þessi ákvæði taka til vanskila Húsamálarans sf. á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem féll í gjalddaga frá og með 1. apríl 1995. Þau vanskil nema í heild 2.218.427 krónum. Þótt fallist verði á að áðurnefnd lagafyrirmæli leiði til verulega hærri refsingar en þeirrar, sem almennt er nú ákveðin vegna sambærilegra brota og áður var ákveðin vegna sams konar brota, verða þau hvorki af þeim sökum né öðrum réttilega talin brjóta í bága við 2. gr. eða 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Samkvæmt 1. málslið 61. gr. stjórnarskrárinnar verður því ekki komist hjá því að leggja þessi fyrirmæli til grundvallar við ákvörðun sektar, sem gera verður ákærða samhliða fangelsisrefsingu, svo sem dómvenja stendur til. Eins og atvikum er háttað í málinu eru ekki skilyrði til að beita í þessu sambandi ákvæðum 74. gr. almennra hegningarlaga. Að gættu þessu og teknu tilliti til brota ákærða, sem varða vanskil Húsamálarans sf. á gjöldum fyrir gildistöku laga nr. 42/1995, verður hann dæmdur til að greiða í ríkissjóð 4.500.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms. Vararefsing verður ákveðin með sama hætti og í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum í dag í máli nr. 327/1998. Er hún hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ásgeir Vilhjálmsson, sæti fangelsi þrjá mánuði. Fullnustu þeirrar refsingar skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði í ríkissjóð 4.500.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms, en sæti ella fangelsi þrjá mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 75.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Þorsteins Einarssonar héraðsdómslögmanns, 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júlí 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 1. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 548/1998: Ákæruvaldið gegn Ásgeiri Vilhjálmssyni, sem tekið var til dóms 29. júní sl. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara 22. maí sl. gegn ákærða, Ásgeiri Vilhjálmssyni, kt. 290864-4539, Hlíðarhjalla 74, Kópavogi, „I. Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Ákærða sem meðeiganda og fyrirsvarsmanni Húsamálarans sf., kt. 701274-2379, sem tekin var til gjaldþrotaskipta þann 27. ágúst 1996, er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Tollstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni sameignarfélagsins á árunum 1993, 1994 og 1995 samtals að fjárhæð kr. 3.666.683 og sundurliðast sem hér greinir: Greiðslutímabil: Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50,1988, um virðisaukaskatt, sjá nú 3. gr. laga nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995. II. Fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Gjaldheimtunni í Reykjavík skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna Húsamálarans sf. á árunum 1993, 1994 og 1995 samtals að fjárhæð kr. 1.433.059. Greiðslutímabil: Telst þetta varða við 1. mgr. 30. gr., sbr. 7. mgr. laga nr. 45,1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sjá nú 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45,1987, sbr. 2. gr. laga nr. 42, 1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.” Óumdeilt er að ákærði hafi greitt innskatt annars vegar að fjárhæð 8.400 krónur 19. júní 1995 og hins vegar að fjárhæð 66. 935 krónur 23. ágúst 1995. Var því af hálfu ákæruvalds lækkuð fjárhæð sú sem getið er í ákæru að því er varðar tímabilið júlí til ágúst 1995 sem þessu nemur, samtals kr. 75.335, þannig að samanlögð fjárhæð vangreidds virðisaukaskatts, sem nú er ákært fyrir nemur því 3.591.348 krónum Fjárhæð II. kafla ákæru var einnig lækkuð af hálfu ákæruvalds við meðferð málsins, sem nemur samtals 169.291, þar sem óumdeilt var að ákærði hefði greitt opinber gjöld fyrir árið 1993 og væri skuldlaus hvað það ár varðar svo og 138.766 krónur af gjöldum ársins 1994. Ákærði hefur viðurkennt að hann hafi framið þau brot sem hann er ákærður fyrir eins og ákæruefnið er nú. Þar sem ákærði játaði skýlaust sakargiftir var farið með málið í samræmi við ákvæði 125. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Sækjandi og verjandi ákærða fjölluðu um lagaatriði og viðurlög áður en málið var tekið til dóms. Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins þykir sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot, sem honum eru nú að sök gefin í ákæru og þar eru rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki fyrr sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar ákærða þykir rétt að taka tillit til þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins, játaði brot sín skýlaust og kjör hans eru afar bágborin, en ákærði er gjaldþrota og býr í leiguhúsnæði og hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Á hinn bóginn ber að líta til þess að brot hans eru stórfelld. Við ákvörðun refsingar fyrir brot hans sem framin eru fyrir gildistöku laga nr. 42/1995, 1. júní 1995, ber að líta til refsiákvarðana dómstóla fyrir brot framin á þeim tíma og haga ákærða, sbr. 51. gr. almennra hegningarlaga. Að því er varðar brot hans framin eftir gildistöku laganna ber að líta til þess að brot hans eru stórfelld. Þegar svo stendur á er heimilt samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995 að dæma fésekt auk varðhalds eða fangelsisrefsingar samkvæmt ákvæðum 1. eða 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, sbr. nú 3. gr. laga l. nr. 42/1995, og 1., 2. eða 7. mgr. 30. gr., laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, sbr. nú 2. gr. laga nr. 45/1995. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 40. gr. núgildandi laga um virðisaukaskatt og 1. og 2. mgr. 30. gr. núgildandi laga um staðgreiðslu opinberra gjalda skal sá sem brotlegur gerist við þau ákvæði greiða allt að tífaldri skattfjárhæð sem undan var dregin og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri þessari skattfjárhæð. Ef fésekt er beitt eftir þessum ákvæðum samhliða refsingu 262. gr. almennra hegningarlaga er dómstóll því bundinn ofangreindu lágmarki sektarrefsingarinnar. Ljóst er, að verði ákærða gerð fésekt í máli þessu vegna brotanna sem framin eru eftir gildistöku ofangreindra laga, þá muni hann ekki hafa neina möguleika á því að greiða sektina innan lögmæltra tímamarka og mun þá koma til margra mánaða vararefsingar sem yrði mun hærri en ef ákærða yrði dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing, sem ekki þykir koma til álita þegar litið er til verknaðar hans, getu til að greiða sektina og hreins sakaferils. Lágmarksrefsing í ofangreindum lögum veldur því að refsingar í málum af því tagi sem hér er til meðferðar eru mun þyngri en ýmis sambærileg auðgunarbrot gegn almennum hegningarlögum. Með slíkri löggjöf er þegnunum mismunað og þykir hún brjóta gegn meginreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33/1944, sbr. 3. gr. laga nr. 97/1995 um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum án tillits til efnahags. Í ljósi þessa og framanritaðra, bágs fjárhags ákærða, sbr. 51. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður sektarrefsingu ekki beitt jafnhliða fangelsisrefsingu í máli þessu að því er varðar brot ákærða, sem framin eru eftir gildistöku laga nr. 42/1995. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin með vísan til þess sem að framan er getið og 77. gr. almennra hegningarlaga, fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fulln­ustu refsingarinnar og falli hún niður að 3 árum liðnum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá er ákærði jafnframt dæmdur til að greiða vegna brota sem framin eru fyrir gildistöku laga 42/1995, 1.000.000 krónur í sekt til ríkis­sjóðs, en sæti varðhaldi í 3 mánuði, greiðist sektin ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. tl. 165. gr. laga nr. 19/1991 um með­ferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Þorsteins Einarssonar héraðsdómslögmanns vegna starfa hans við rannsókn og meðferð málsins, 70.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Ásgeir Vilhjálmsson, sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fulln­ustu refsingarinnar og falli hún niður að 3 árum liðnum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga . Ákærði greiði 1.000.000 krónur í sekt til ríkis­sjóðs innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 3 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Þorsteins Einarssonar héraðsdómslögmanns, 70.000 krónur.
Mál nr. 329/1998
Aðild Samningur Forsenda Hlutafélag Sératkvæði
Eigendur hlutafélagsins V keyptu allt hlutafé í hlutafélaginu F en F var eignalaust félag sem ekki hafði neinn rekstur með höndum. Voru félögin sameinuð í þeim tilgangi einum að nýta uppsafnað tap F á móti hagnaði V við álagningu skatta. Skattyfirvöld höfnuðu því að taka tillit til sameiningarinnar við álagningu skatta og var réttmæti þeirrar ákvörðunar staðfest með dómi. Reis ágreiningur um hvort kaupandi gæti rift samningnum vegna þessa. Í samningi aðila var kveðið á um að það væri forsenda kaupenda fyrir kaupunum að skattalegur tapfrádráttur nýttist þeim og að ef þetta skattalega hagræði nýttist ekki vegna breytinga á skattareglum skyldu seljendur endurgreiða kaupendum kaupverðið. Lá fyrir að þetta ákvæði var upphaflega runnið frá kaupendum, en að tillögu lögmanns seljenda var því breytt í það horf að það var takmarkað við þau atvik að breytingar yrðu á skattareglum. Þóttu kaupendurnir samkvæmt þessu ekki eiga endurgreiðslukröfu á seljendurna, enda væru ákvarðanir skattyfirvalda ekki byggðar á breytingum á skattareglum og skattaframkvæmd.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. ágúst 1998. Hann krefst þess að gagnáfrýjandi greiði 37.676.351 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 33.843.111 krónum frá 30. janúar 1997 til 1. október sama árs, en af 37.676.351 krónu frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann greiðslu 34.557.789 króna með vöxtum og dráttarvöxtum eins og greinir í héraðsdómi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málinu var gagnáfrýjað með stefnu 8. september 1998. Gagnáfrýjandi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms. Til vara er þess krafist að kröfur aðaláfrýjanda verði lækkaðar. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir og málsástæður eru raktar í héraðsdómi. Í málinu krefst aðaláfrýjandi endurgreiðslu á skuld Fargs hf. sem Verksmiðjan Vífilfell hf. greiddi með skuldabréfum útgefnum 19. desember 1988 eftir að félögin höfðu verið sameinuð í lok þess árs. I. Ágreiningur aðila stafar frá kaupsamningi 13. desember 1988 um allt hlutafé Fargs hf. Kaupendur voru hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. en gagnáfrýjandi var aðalseljandi. Ekkert verð var greitt fyrir hlutaféð en kaupendur ábyrgðust in solidum 22.970.348 króna skuld félagsins. Farg hf. rann síðan saman við Verksmiðjuna Vífilfell hf., sem greiddi skuldina. Aðaláfrýjandi hefur nú tekið við rekstri þess félags og jafnframt hafa eignarhaldsfélög, sem voru meðal hlutahafa, verið sameinuð aðaláfrýjanda og er það félag skrifað fyrir 10% hlutafjár síns. Aðaláfrýjandi hefur því tekið við réttindum og skyldum þess félags, sem greiddi skuld Fargs hf., og aðaláfrýjandi ber auk þess réttindi og skyldur hluthafa, en þeir ábyrgðust skuldina in solidum. Verður því að fallast á það með héraðsdómi að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum. II. Af gögnum málsins má ráða að tilgangur kaupenda með kaupunum á hlutafé Fargs hf. var sá einn að hlutafélag í eigu þeirra myndi nýta uppsafnað tap félagsins til þess að lækka skatta þess félags. Tilgangur gagnáfrýjanda var hins vegar sá að fá greiðslu á hluta eftirstöðva skulda Fargs hf. Ljóst er að þessar ástæður voru aðilum kunnar. Skattstjórinn í Reykjavík endurákvarðaði skatta Verksmiðjunnar Vífilfells hf. 30. desember 1994 vegna gjaldáranna 1989, 1990, 1991, 1992 og 1993. Taldi hann að óheimilt hefði verið að nýta ójafnað tap vegna sameiningarinnar til frádráttar tekjum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Gerði hann félaginu að greiða skatta eins og sameiningin hefði ekki orðið. Aðaláfrýjandi mótmælti endurákvörðuninni og skaut henni til úrlausnar yfirskattanefndar, sem staðfesti hana með úrskurði 11. október 1996. Aðaláfrýjandi lét síðan reyna á þessa endurákvörðun skattanna í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tók afstöðu til ágreiningsefnisins með úrskurði 9. desember 1996 í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Fól niðurstaða héraðsdóms í sér staðfestingu á endurákvörðun skattstjóra að þessu leyti. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann með dómi sínum 30. janúar 1997. Úrskurður héraðsdóms byggðist á þeim skattalögum sem í gildi voru þegar samningurinn var gerður og sameining fyrirtækjanna átti sér stað og túlkun þeirra laga. Var þar talið að Farg hf. hefði verið sameinað Verksmiðjunni Vífilfelli hf. í árslok 1988 með þeim hætti sem um ræðir í 126. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 og að sameiningin hefði að öðru leyti uppfyllt skilyrði XV. kafla þeirra laga. Hins vegar hefði verið greinilegt og í raun viðurkennt af aðaláfrýjanda að kaup hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á hlutabréfum í Fargi hf. hefði verið nokkurs konar millileikur vegna samruna félaganna og liður í undirbúingi þeirra. Þegar kaupin væru metin heildstætt yrði að líta svo á að gagnáfrýjandi hefði verið hinn raunverulegi viðsemjandi Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Yrði því að telja að kaup hluthafanna á Fargi hf. hefði verið hreinn málamyndagerningur í skattalegu tilliti og að sameining félaganna uppfyllti því ekki gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sbr. og grunnreglu 58. gr. sömu laga. Þótt samningur aðilanna hafi á þennan hátt verið talinn gerður til málamynda í skattalegu tilliti breytir það ekki því að hann er gildur samningur um yfirfærslu réttinda samkvæmt efni sínu. III. Aðaláfrýjandi byggir endurkröfu sína aðallega á 4. gr. framangreinds kaupsamnings. Þar segir: „Seljandanum er kunnugt um, að það er forsenda kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs hf. við annað hlutafélag, en slíka sameiningu munu kaupendur framkvæma eigi síðar en 31.12.88. Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum, skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli.“ Í forsendum héraðsdóms er rakið hver voru tildrög þessa samningsákvæðis. Var upphaf þess komið frá kaupendum, en nægjanlega er fram komið að því var breytt að tillögu lögmanns, sem las samninginn yfir fyrir hönd seljenda. Verður að fallast á það með héraðsdómi að eftir því sem upplýst er í málinu um forsögu ákvæðisins verði að líta svo á að kaupendur hafi sætt sig við að endurgreiðslufyrirvarinn væri takmarkaður með þeim hætti að til endurgreiðslu kæmi því aðeins að skattfrádráttur nýttist ekki vegna breytinga á þágildandi skattareglum. Að framan er því lýst að úrskurður héraðsdóms í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997, var byggður á skýringum á þeim skattalögum, sem í gildi voru þegar kaupsamningurinn var gerður. Þá ber að staðfesta álit héraðsdóms með skírskotun til röksemda hans um að aðaláfrýjandi hafi ekki heldur sýnt fram á að skattayfirvöld hafi breytt framkvæmd ákvæða skattalaga um tapsfrádrátt eftir að samningurinn var gerður. Af samningsákvæðinu verður ekki leidd frekari ábyrgð gagnáfrýjanda á því að forsendur kaupenda stæðust um að skattalegur frádráttur nýttist. Verður að skilja ákvæðið svo að áhættunni hafi verið skipt og hafi kaupendur sjálfir tekið á sig áhættuna af því að framkvæmdin stæðist gildandi lög og lagaframkvæmd. Af því sem hér hefur verið rakið og annars með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöðu hans. Rétt er með tilvísun til þessarar niðurstöðu að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem nánar er greint í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Vífilfell ehf., greiði gagnáfrýjanda, Framsóknarflokknum, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Ég er sammála meiri hluta dómenda um það, að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum 13. desember 1988 milli gagnáfrýjanda og hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Ég er aftur á móti ósammála túlkun þeirra á endurgreiðslufyrirvara 4. gr. samningsins. Fram er komið í málinu, að kaupin á hlutafé Fargs hf. og sameining félagsins og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. voru gerð í því skyni að nýta tap fyrrgreinda félagsins og lækka skatta þess síðargreinda. Þá er einnig óumdeilt, að samningsaðilar töldu, að skattalegur tapsfrádráttur myndi nýtast við sameininguna, og var það forsenda fyrir kaupunum. Ég tel að skýra beri fyrirvarann um endurgreiðslu í 4. gr. samningsins með hliðsjón af þessu. Af dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 í máli aðaláfrýjanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík er ljóst, að það var aldrei heimilt að nýta sér þetta tap, ef það var eini tilgangurinn með samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt því er fullnægt skilyrðinu til endurgreiðslu samkvæmt 4. gr. samningsins. Ég er því sammála sératkvæði héraðsdóms og tel, að aðaláfrýjandi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi gagnáfrýjanda. Ég er sammála meiri hluta dómenda um það, að aðaláfrýjandi sé réttur aðili endurkröfumáls samkvæmt kaupsamningnum 13. desember 1988 milli gagnáfrýjanda og hluthafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Telja verður, að stefnubreyting í framkvæmd skattalaga hafi verið meðal þess, sem talist gat til breytinga á gildandi skattareglum í skilningi annars málsliðar 4. gr. þessa samnings. Hefur aðaláfrýjandi gert líklegt, að slík breyting hafi hér orðið, en fyrir liggur því til styrktar, að skattstjóri hafði tilefni til athugunar á frádrætti vegna yfirtekinna rekstrartapa við skoðun á skattframtali Verksmiðjunnar Vífilfells hf. árið 1989, og einnig hitt, að yfirtakan varð nokkurt umræðuefni í fjölmiðlum, án þess að til viðbragða kæmi. Um áhrif þessarar breytingar, ef um hana var að ræða, er hins vegar á það að líta, að hún kom ekki til framkvæmda fyrr en alllöngu eftir árið 1988, svo að séð verði af gögnum málsins. Að minnsta kosti var það ekki fyrr en á árinu 1993, sem skattframtöl þessa hlutafélags voru tekin til sérstakrar athugunar, og til endurákvörðunar gjalda kom ekki fyrr en síðla árs 1994. Er það í raun fyrsta álitaefnið í máli þessu, hvort fært sé yfirleitt að ætlast til ábyrgðar af hálfu gagnáfrýjanda á afleiðingum þess, sem þannig gerðist. Í samningi um sölu hlutabréfa til að koma á samruna milli hlutafélaga, þar sem aðalmarkmiðið er í raun að fá verð fyrir það rekstrartap annars félagsins, er orðið geti hinu til hagræðis í skattalegu tilliti, er ekki endilega sanngjarnt að gera ráð fyrir, að eigendur bréfanna, sem seld eru, taki beina ábyrgð á því, að þeim árangri verði náð, nema þeim mun meira tillit komi á móti í endurgjaldinu frá hinum, sem að hagræðinu stefnir. Almennt séð virðist að minnsta kosti ekki sanngjarnt að ganga til muna lengra en svo, að ábyrgðin velti á ákvörðun skatta næsta árs, þar sem samruninn sé fram talinn, þannig að raunsætt megi kalla að reyna að halda samhengi milli gerðar og árangurs. Í þessu tilviki fer því fjarri, að slíkt samhengi hafi haldist óslitið. Virðast samningsaðilar hafa mátt vænta þess að liðnu árinu 1989, að dæmi þeirra væri gengið upp og tilætluðum árangri náð, og gætu hvorir um sig hagað gerðum sínum eftir því. Samkvæmt þeim sjónarmiðum, sem fyrr voru rakin, er það eðlileg skýring á samningi þeirra, að ábyrgð gagnáfrýjanda eftir öðrum málslið 4. gr. hans hafi verið fallin niður og komin fram yfir raunhæf tímamörk, þegar skattstjóri ákvað að taka gjöld Verksmiðjunnar Vífilfells hf. til endurákvörðunar og hafna þeim frádrætti, sem kaupin snerust um. Má um það vísa til almennra reglna samningaréttarins og sérstaklega þeirra, er varða forsendur samningsgerðar. Á skýringin við án tillits til þess, hvort ákvörðun skattstjóra fól í sér stefnubreytingu eða ekki. Á þessum forsendum er ég sammála niðurstöðu meiri hluta dómenda um annað en málskostnað fyrir Hæstarétti, sem rétt er að fella niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 1998 Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 28. maí 1998, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu birtri 18. febrúar 1998. Málið var þingfest 19. febrúar 1998. Stefnandi er Vífilfell ehf., kt. 470169-1419, Stuðlahálsi 1, Reykjavík. Stefndi er Framsóknarflokkurinn, kt. 560169-7449, Hafnarstræti 20, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda, eru þær aðallega að stefndi, Framsóknarflokkurinn, greiði kr. 37.676.351 með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 ásamt síðari breytingum af kr. 33.843.111 frá 30. janúar 1997 til 1. október 1997, en af kr. 37.676.351 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi að stefndi greiði kr. 34.557.789 með ársvöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 af þeim upphæðum og með þeirri vaxtaprósentu sem hér segir: kr. 3.333.428, með 8,1% vöxtum frá 01.10. 1989 til 01.11.89, með 9,6% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1989, með 11,2% vöxtum frá þ. d. til 01.02. 1990, með 8,3% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1990, með 5,9% vöxtum frá þ. d. til 01.04. 1990, með 4,1% vöxtum frá þ. d. til 01.05. 1990, með 3% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1990, en kr. 7.097.353 með 3% vöxtum frá þ. d. til 01.11. 1990, með 2,3% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1990, með 2,6% vöxtum frá þ. d. til 01.01. 1991, með 2,8% vöxtum frá þ. d. til 01.02. 1991, með 4,0% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1991, með 4,7% vöxtum frá þ. d. til 01.07. 1991, með 5,8% vöxtum frá þ. d. til 01.09. 1991, með 6,3% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1991, en kr. 11.098.032 frá þ. d. til 01.11. 1991, en með 3,9% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1991, með 3,4% vöxtum frá þ. d. til 01.01. 1992, með 2,6% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1992, með 1,6% vöxtum frá þ. d. til 01.04. 1992, með 1,1% vöxtum frá þ. d. til 01.06. 1992, með 1,0% vöxtum frá þ. d. til 01.09. 1992, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1992, en kr. 15.052.033 með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.02. 1993, með 1,1% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1993, með 1% vöxtum frá þ. d. til 01.04. 1993, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.05. 1993, með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 01.09. 1993, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1993, en kr. 19.031.964 með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.12. 1993, með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1994, en kr. 22.956.015 með 0,5% vöxtum frá þ. d. til 01.06. 1995, með 0,6% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1995, en kr. 26.845.580 með 0,6% vöxtum frá þ. d. til 01.03. 1996, með 0,9% vöxtum frá þ. d. til 01.05. 1996, með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 01.06. 1996, með 0,7% vöxtum frá þ. d. til 01.10. 1996, en kr. 30.724.549 með 0,7% vöxtum frá þ. d. til 01.11. 1996, með 0,8% vöxtum frá þ. d. til 30.01. 1997 en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þ. d. til 01.10. 1997 og með sömu vöxtum af kr. 34.557.789 frá þ.d. til greiðsludags. Í báðum tilfellum er þess krafist að dæmt verði að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, allt í samræmi við 12. gr. laga nr. 25/1987. Þá er þess krafist að stefndi greiði stefnanda málskostnað að skaðlausu, eftir atvikum samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að krafa stefnanda verði lækkuð þannig að stefnda verði einungis gert skylt að endurgreiða kr. 22.970.348, sem er höfuðstóll greiðslu án vaxta, verðbóta eða annars kostnaðar. Þá er í báðum tilvikum krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Óumdeild málsatvik. Með kaupsamningi dags. 13. desember 1988 seldi stefndi, Framsóknarflokkurinn, ásamt Hákoni Sigurgrímssyni, Hauki Ingibergssyni, Einari Birni og Finni Ingólfssyni, öll hlutabréf sín í hlutafélaginu Fargi hf., eða samtals 100% hlutafjár félagsins og var nafnverð hlutafjárins kr. 100.530.000. Kaupendur voru Björn Ólafsson hf., Guðrún Guðmundsdóttir, Þórður Sveinsson & Co, Pétur Björnsson, Iðunn Björnsdóttir, Kristján G. Kjartansson, dánarbú Eddu Björnsdóttur og Sigríður Ólafsdóttir Seager en kaupendur voru allir hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. þegar kaupin áttu sér stað. Fyrir hlutaféð voru engir fjármunir látnir af hendi, en kaupendur ábyrgðust in solidum greiðslu yfirtekinna skulda Fargs hf. við stefnda, samkvæmt efnahagsyfirliti frá 30. nóvember 1988, en það fylgdi samningnum og var hluti hans. Óumdeilt er að skuldir þær sem kaupendur ábyrgðust greiðslu á námu kr. 22.970.345. Farg hf. sem áður var rekið undir nafninu Nútíminn hf., hafði á tímabilinu 1984 til 1986 verið rekið með miklu tapi. Í byrjun árs 1988 var unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins með skuldbreytingum, yfirtöku lána og hækkun hlutafjár. Þann 22. apríl 1988 var skuld félagsins við aðaleiganda þess, stefnda, breytt í hlutafé með því að hækka hlutaféð um kr. 65.000.000. Hlutafé félagsins var síðan 25. nóvember 1988 hækkað um kr. 22.530.000 . Í 4. gr. kaupsamningsins kom fram að seljendum væri kunnugt um þá forsendu kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs h.f. við annað hlutafélag og að ef skattalega hagræðið nýttist ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á þágildandi skattareglum, skyldu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli. Í samræmi við ákvæði 5. gr. kaupsamningsins var haldinn hluthafafundur í Fargi hf. 13. desember 1988 þar sem ákvörðun var tekin um að sameina félagið Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og skyldu samþykktir þess félags gilda um hið sameinaða félag. Á þeim fundi samþykkti stjórn félagsins að láta af stjórnarstörfum og sama dag kusu hinir nýju hluthafar nýja stjórn félagsins og nýjan endurskoðanda. Öllum afskiptum seljenda af rekstri félagsins lauk sama dag og tóku hinir nýju hluthafar alfarið við rekstri og framkvæmd félagsins. Síðar sama dag var haldinn fundur í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Fundarmenn voru þeir sömu og á hluthafafundi Fargs hf. fyrr um daginn, enda voru hluthafar hinir sömu í báðum félögum. Samþykktu þeir samrunann og í kjölfarið var send inn tilkynning til hlutafélagaskrár um samrunann, þar sem Farg hf. rann inn í Verksmiðjuna Vífilfell hf., sem tók yfir öll réttindi og allar skyldur Fargs hf. frá sama tíma. Fyrir hlut sinn í Fargi hf. fengu hluthafar hlut í hinu sameinaða félagi. Eftir sameininguna taldist skuld Fargs hf. við stefnda að fjárhæð kr. 22.970.348 til skulda hins sameinaða félags. Verksmiðjan Vífilfell hf. greiddi stefnda skuldina með útgáfu 46 skuldabréfa. Höfuðstóll 45 bréfa var kr. 500.000 en eins kr. 470.348. Gjalddagar voru tíu, sá fyrsti 1. október 1989. Næst síðasti gjalddaginn var 1. október 1997 og síðasti gjalddaginn samkvæmt bréfunum er 1. október 1998. Á hluthafafundum sem haldnir voru 22. júlí 1994 í Verksmiðjunni Vífilfelli hf., kt. 700269-7449, Þórði Sveinssyni & Co. hf., kt. 420369-1589, og Birni Ólafssyni hf., kt. 470169-1419, öllum að Stuðlahálsi 1, Reykjavík, var ákveðið að sameina félögin Birni Ólafssyni hf. og breyta nafni þess félags í Vífilfell hf. Sameinaða félagið yfirtók allar eignir og skuldir eldri félaganna. Á hluthafafundi í Vífilfelli hf. 29. september 1995 var samþykkt að breyta nafni félagsins og samþykktum til samræmis við ný lög um einkahlutafélög nr. 138/1994. Hinn 30. desember 1994 endurákvarðaði skattstjórinn í Reykjavík skatta vegna Verksmiðjunnar Vífilfells hf. vegna gjaldáranna 1989, 1990, 1991, 1992 og 1993. Taldi hann að óheimilt hefði verið að nýta ójafnað tap vegna sameiningarinnar til frádráttar tekjum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. og gerði félaginu að greiða skatta eins og sameiningin hefði ekki farið fram. Með bréfi dags. 18. janúar 1995 var stefnda tilkynnt um það, af hálfu lögmanns stefnanda, að Skattstjórinn í Reykjavík hefði endurákvarðað opinber gjöld stefnanda Kemur fram í bréfinu að tilgangur með sendingu þess sé að greina frá þessari þróun mála og tilkynna stefnda að umbjóðendur lögmannsins myndu halda upp á hann endurgreiðslu yfirtekinna skulda samkvæmt skýru ákvæði kaupsamningsins yrði niðurstaðan sú, að yfirfæranlegt tap Fargs hf. mætti ekki koma til frádráttar skattskyldum tekjum Vífilfells hf. Af yfirfærðu rekstrartapi samtals kr. 425.925.832, sem skattstjóri viðurkenndi ekki til frádráttar, voru kr. 123.496.075 yfirfært tap frá Fargi hf. Tapið hafði stefnandi fært til frádráttar tekjum til skatts. Stefnandi mótmælti þessari endurákvörðun og skaut henni fyrst til úrlausnar yfirskattanefndar, sem kvað upp úrskurð 11. október 1996 en síðan til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp úrskurð 10. desember 1996 í ágreiningsmáli stefnda og Gjaldheimtunnar í Reykjavík vegna aðfarargerðar sýslumannsins í Reykjavík. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar Íslands, sem kvað upp dóm 30. janúar 1997. Niðurstaðan fól í sér staðfestingu á endurákvörðun skattstjórans í Reykjavík. Þegar dómur Hæstaréttar Íslands gekk voru samanlagðar afborganir, verðbætur og vextir, kr. 33.843.111, á verðlagi í janúar 1997, en greiðsla á næstsíðasta gjalddaga 1. október 1997 var kr. 3.883.240. Samanlagt nema þessar upphæðir stefnufjárhæð málsins. Stefnandi greiddi Gjaldheimtunni í Reykjavík 10. desember 1996 100 milljónir króna inn á hugsanlega kröfu til að forða yfirvofandi fjárnámi en eftirstöðvarnar kr. 163.813.348 voru greiddar 28. febrúar 1997 í samræmi við endurákvörðun þá er Hæstiréttur hafði staðfest. Málsástæður og lagarök stefnanda. Um aðild til sóknar. Stefnandi heldur því fram að þegar Farg hf. hafi verið sameinað Verksmiðjunni Vífilfelli hf., sem síðar varð Vífilfell ehf., hafi hluthafar Fargs hf. fengið hlutabréf í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. sem gagngjald fyrir hluti sína í Fargi hf. Um leið hafi hluthafarnir framselt Verksmiðjunni Vífifelli hf. önnur þau réttindi sem þeir höfðu öðlast með kaupsamningi við stefnda, þ. á m. rétt til að krefjast endurgreiðslu eða skaðabóta, væru skilyrði til þess að lögum eða samkvæmt kaupsamningnum. Þar með hafi m.a. fylgt réttur samkvæmt hinu skilorðsbundna loforði um endurgreiðslu ef hið skattalega hagræði nýttist ekki, en málsóknin byggist að hluta til á því loforði. Verðgildi hlutanna í Fargi hf., sem Verksmiðjan Vífilfell hf. greiddi fyrir með hlutum í sjálfri sér, hafi að verulegu leyti verið miðað við það loforð. Til vara byggir stefnandi aðild sína að kröfunni á því að umræddur kaupsamningur hafi með dómi Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 verið úrskurðaður „málamyndagerningur“ þó með fullum réttaráhrifum, en þannig að kaupandi hafi í raun verið Verksmiðjan Vífilfell hf., nú stefnandi, en ekki hluthafar félagsins eins og samningurinn beri með sér. Af þessu leiði að stefnandi getur krafist dóms sér til handa varðandi réttindi kaupanda samkvæmt kaupsamningnum. Um aðild til varnar. Stefnandi kveður málsóknina beinast gegn stefnda einum sem seljenda Fargs hf. þar sem stefndi hafi verið eigandi 99,66% hlutafjár. Út frá meginreglunni um solidariska ábyrgð kýs stefnandi að haga kröfugerð sinni með þessu móti enda ljóst að tilvist annarra hluthafa hafi verið til þess að uppfylla kröfur laga um hlutafélög. Um efnishlið málsins. Stefnandi kveðst byggja málsókn sína eftirfarandi málsástæðum og beri að líta til liða C og D ef ekki verði fallist á kröfur stefnanda á grundvelli liða A og B. Liðir A og B séu þó samtengdir og verði því ekki að fullu aðskildir við úrlausn málsins. A. Skilorðsbundið loforð stefnda. Um loforð stefnda vísar stefnandi til almennra reglna samningaréttarins um skuldbindingargildi loforða. Með kaupsamningnum 13. desember 1988 hafi stefndi undirgengist að endurgreiða yfirteknar skuldir Fargs hf. yrði hið skattalega hagræði ekki nýtt eins gert hafi verið ráð fyrir. Loforð stefnda hafi þar með verið bundið ákveðnu frestskilyrði og því orðið virkt þegar skilyrðið kom fram. Stefnandi telur að skilyrðið hafi komið fram enda hafi breyting skattareglna orsakað missi hins skattalega hagræðis. Á þeim tíma sem kaupsamningur aðila hafi verið undirritaður hafi þær reglur sem skattyfirvöld fóru eftir, varðandi sameiningu hlutafélaga, verið þess efnis að skattaleg réttindi fluttust ásamt skattskyldum til yfirtökufélags, óháð því hver starfsemi félaganna var eða með hvað hætti sameining átti sér stað, væri við hana gætt formreglna hlutafélagalaga og skattalaga. Stefnandi vísar m.a. um þetta til framlagðs bréfs ríkisskattstjóra, þar sem fyrirspurn varðandi sameiningu Fiskiðjunnar hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. hafi verið svarað og engin athugasemd gerð. Stefnandi nefnir einnig í stefnu 46 dæmi um sameiningu fyrirtækja á árunum 1987 og 1988 sem hann kveður átölulaust hafa hlotið náð fyrir augum skattyfirvalda. Stefnandi telur að með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 hafi verið staðfest að dómurinn túlkaði þágildandi skattareglur með öðrum hætti en gert var, m.a. af skattyfirvöldum, á þeim tíma. Hafi dómurinn orðið þess valdandi að stefnandi fékk ekki nýtt hið skattalega hagræði. Þar með hafi skilyrðið komið fram og greiðsluskylda stefnda orðið virk. Stefnandi telur að með skattareglum í kaupsamningnum hafi ekki einungis verið átt við sett lög eða túlkun dómstóla á þeim, heldur hafi meðvitað verið vísað til allra þeirra reglna sem að skattheimtu lúta, þ. á m. vinnureglna skattyfirvalda , m.a. framkvæmd skattyfirvalda á settum lögum. Ef þrengri skilning hefði átt að leggja í skilyrði samningsins hefði orðið skattalög verið notað. Ljóst sé að með endurákvörðun skattstjóra hafi orðið breyting á þeirri framkvæmd sem skattyfirvöld og aðilar höfðu talið gilda og þar með hafi orðið breyting á skattareglum. Verði af einhverjum ástæðum talið að ekki hafi orðið breyting á þágildandi skattareglum, vísar stefnandi til þess að orðalag skilyrðisins verði ekki bundið við svo stranga túlkun. Augljóst sé að um hafi verið að ræða þann sjálfsagða fyrirvara að endurgreiðsluskylda stefnda yrði ekki virk ef um væri að kenna aðgerðum eða aðgerðaleysi sem stefnandi bæri sjálfur ábyrgð á, t.d. ef stefnandi hætti algerlega við sameiningu félaganna. M.ö.o. hafi verið tiltekið það eina dæmi, sem menn hafi talið möguleika á að leiddi til þess að hið skattalega hagræði nýttist ekki. Raunveruleikinn hafi hins vegar verið öldungis sambærilegur við þetta dæmi og þannig verði að telja að skilyrðið hafi komið fram. Stefnandi bendir á að það hafi verið forsenda beggja aðila, að þágildandi skattareglur heimiluðu þá sameiningu sem til stóð og hafi verið framkvæmd. Skilyrði samningsins hafi því þýtt að stefndi myndi endurgreiða ef tapið nýttist ekki vegna breytinga á því sem aðilar töldu gildan skattarétt, m.ö.o. ef skilningur þeirra reyndist ekki réttur. Þessi forsenda verði lesin beint út úr skilorði endurgreiðsluloforðsins, en það hefði verið markleysa ef aðilar hefðu talið að skattalög heimiluðu ekki tapsfrádráttinn. Þessi forsenda hafi verið veruleg og þar með ákvarðandi fyrir stefnanda. Því sé rétt að stefndi beri áhættuna af því að hún brast. Haldi stefndi öðru fram verður ekki hjá því komist að telja hann hafa sýnt af sér skaðabótaskylt atferli við samningsgerðina. Stefnandi telur stefnda ekki geta borið því við að ástæða missis hins skattalega hagræðis sé röng framkvæmd á sameiningu félaganna. Í fyrsta lagi sé ljóst af afdráttarlausri niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur hafi fallist á, að til þess að ná fram ætlun aðila hafi engin önnur leið verið fær, sem hlotið hefði náð fyrir augum dómstóla. Í öðru lagi hafi stefnda verið ljóst eða mátt vera ljóst á hvaða hátt sameining félaganna yrði framkvæmd, enda hafi sú framkvæmd verið talin í samræmi við þágildandi skattareglur og framkvæmd þeirra. Því jafngildi það yfirlýsingu um, að brögð hafi verið höfð í tafli af hálfu stefnda, að halda því fram nú, að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmd sameiningarinnar. B. Forsendubrestur. Til vara styður stefnandi kröfur sínar við þær forsendur sem lágu að baki gerð nefnds kaupsamnings. Grundvallarforsenda hafi verið að hægt yrði að nýta skattalegt tap Fargs hf. til frádráttar frá skattskyldum tekjum stefnanda. Þessi forsenda hafi beinlínis verið orðuð í 4. gr. kaupsamningsins, þar með verið skilyrði samningsins og stefnda því ljós. Í raun nægi að benda á að þetta skilyrði fyrir gerð kaupsamningsins hafi ekki orðið að veruleika. Af því leiðir að mati stefnanda að endurgreiðsluskylda stefnda verði virk. Þar sem skilyrðið sé orðað sem forsenda verði hér einnig getið þeirra atriða sem komi til skoðunar þegar um hefðbundinn forsendubrest sé að ræða. Forsendan hafi verið veruleg og þar með ákvarðandi og hafi stefnda einnig verið það ljóst enda vandséðir aðrir hagsmunir en skattalegir sem leitt hefðu getað til kaupanna. Þessi forsenda var einnig þess eðlis að bæði sé sanngjarnt og eðlilegt að stefndi beri áhættuna af því að hún bregðist eða sé röng enda hafi hún verið stefnda fullkomlega ljós. Þá muni stefndi að óbreyttu hagnast um þá upphæð sem nemi yfirteknum skuldum, á kostnað stefnanda. Stefnandi telur ofangreinda forsendu í raun geta staðið óháð því skilorðsbundna loforði um endurgreiðslu sem síðar greinir í 4. gr. samningsins. Óorðuð afleiðing þess að hún bresti sé sú að endurgreiðsla eigi að fara fram. C. 36. gr. samningalaga. Til þrautavara styður stefnandi kröfur sínar við 36. gr. samningalaga 7/1936 og krefst þess að samningnum verði breytt á þá lund að hann falli að ofangreindum sjónarmiðum þannig að endurgreiðslukrafa stefnanda verði tekin til greina. Samningur sem feli í sér greiðslu ríflega 40 milljóna króna fyrir ekkert gagngjald hljóti að teljast ósanngjarn og ekki sé hægt að ætlast til þess að sú niðurstaða rúmist innan eðlilegrar áhættu sem aðilar hafi tekið við samningsgerðina. Stefnandi vísar jafnframt til ólögfestra meginreglna kröfuréttarins um óréttmæta auðgun, sbr. grunnrök 36. gr. laga nr. 7/1936, og telur að þær reglur leiði til sömu niðurstöðu. D. Saknæmt atferli stefnda. Stefnandi byggir kröfur sínar jafnframt á skaðabótaskyldu atferli stefnda við samningsgerðina. Hafi stefndi talið að margnefnd sameining hafi að lögum ekki verið til þess fallin að hið skattalega hagræði nýttist hafi stefnda borið að upplýsa stefnanda þar um. Þetta hafi stefndi ekki gert og hafi þar með bakað sér skaðabótaábyrgð. Um dráttarvexti. Stefnandi kveður dráttarvaxta vera krafist frá uppkvaðningardegi dóms Hæstaréttar, 30. janúar 1997, enda hafi með dóminum orðið ljóst að hið skattalega hagræði myndi ekki nýtast stefnanda og greiðsluskylda stefnda þar með orðið. Stefnanda hafi þá mátt vera ljóst að efndatími skyldunnar var kominn. Nánar um kröfugerð Í aðalkröfu eru greiðslur stefnanda færðar til verðlags í janúar 1997 og er miðað við lánskjaravísitölu. Stefnandi kveður þessa aðferð komast næst því að meta beint verðmæti þeirra greiðslna sem stefnandi hafi innt af hendi og þar með raunverulegt tjón. Með henni sé tryggt að verðmæti greiðslnanna rýrni ekki vegna verðbólgu. Verði að taka þessa aðferð fram yfir 7. gr. vaxtalaga en ljóst sé að sú grein nái ekki þeim tilgangi sínum að verðtryggja bætur. Varakrafa miðist við að reikna vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af hverri greiðslu. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi telur sérstaka ástæðu til þess að mótmæla sem röngu, fullyrðingu sem víða komi fram í stefnu, að með dómi Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 hafi skattareglur sem í gildi hafi verið við samrunann verið túlkaðar með öðrum hætti en gert hafi verið af skattayfirvöldum fyrir breytingar á 56. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 7. gr. laga nr. 97/1988. Stefndi kveður samningaviðræður milli framangreindra kaupenda og seljenda hafa hafist í nóvember 1988. Kaupendur hafi haft áhuga á því að kaupa félagið með það fyrir augum að sameina það fyrirtæki í eigu kaupenda og þannig nýta hið uppsafnaða tap Nútímans hf. Samkvæmt úrskurði ríkisskattanefndar nr. 819/1996, virðist sem Verksmiðjan Vífilfell hf., sem alfarið hafi verið í eigu kaupenda, hafi þegar á árinu 1986 velt fyrir sér sameiningu í þessum tilgangi við önnur hlutafélög og hafi Símoni Á. Gunnarssyni endurskoðanda, m.a. í þessu skyni, verið falið að gera greinargerð um möguleika til þess að nýta yfirfæranlegt tap við sameiningu fyrirtækja. Af framlögðum skjölum megi sjá að talsverð undirbúningsvinna hafi verið unnin af hálfu Verksmiðjunnar Vífilfells hf. varðandi hina skattalegu hlið sameiningar félaga og hafi félagið notið aðstoðar kunnáttumanna á þessu sviði, þ.á m. lögmanna og löggiltra endurskoðenda. Stefnandi kveður kaupendur hafa haft allt frumkvæði við gerð kaupsamningsins og sent drög kaupsamningsins til seljanda. Lögmaður seljanda, Gestur Jónsson hrl., hafi óskað eftir breytingum á kaupsamningnum og hafi honum verið breytt í kjölfar þessara athugasemda. Samningurinn hafi verið undirritaður eftir þessar breytingar. Stefndi heldur því fram að í kaupsamningnum séu skyldur samningsaðila mjög skýrt afmarkaðar. Skyldur seljanda komi fram í 3. gr. samningsins. Þá komi fram í 2. gr. að seljendur beri ábyrgð á því að skuldir Fargs hf. hafi verið rétt tilgreindar. Aldrei hafi komið til þess að á þessa ábyrgð seljenda reyndi og ekki sé deilt um að seljendur hafi efnt skyldur sínar samkvæmt 2. og 3. gr. samningsins. Stefndi kveður dóm Hæstaréttar grundvallast á því að það skilyrði 1. mgr. 56. gr. tekju- og eignaskattslaga að einungis komi hlutafé fyrir eign í samrunafélögum, hafi ekki verið uppfyllt við samrunann. Í dóminum hafi þó komið fram að samruni Fargs hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. hafi fullnægt ákvæðum XV. kafla hlutafélagalaga nr. 32/1978. Um aðalkröfu stefnda. 1. Aðildarskortur. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti. Hann kveður aðilasamband samkvæmt hinum umþrætta kaupsamningi vera á milli stefnda og kaupenda, þ.e. Björns Ólafssonar hf., Guðrúnar Guðmundsdóttur, Þórðar Sveinssonar & Co, Péturs Björnssonar, Iðunnar Björnsdóttur, Kristjáns G. Kjartanssonar, Sigríðar Ólafsdóttur Sieger og dánarbús Eddu Björnsdóttur. Stefndi hafi aldrei verið í samningssambandi við stefnanda, hvorki beinu né óbeinu og ekki hafi verið sýnt fram á að aðildin hafi komist á hendur stefnanda með samningi eða á annan hátt. Ekkert beint réttarsamband sé því á milli stefnda og stefnanda. Í stefnu sé því haldið fram að sérstakur samningur hafi verið gerður við framsal hluthafa á hlutafjáreign sinni í Fargi hf. inn í Verksmiðjuna Vífilfell hf. og síðar til stefnanda. Samningur þessi hafi þó hvorki verið lagður fram, né sönnur verið færðar fyrir honum á annan hátt. Geti stefnandi ekki lagt fram umræddan samning eða framsal, verði hann að bera hallann af því að sönnun skorti um aðild hans og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 2.Stefndi telur að ábyrgð hans sem leidd verði af síðari hluta 4. gr. kaupsamningsins sé skilyrt og að skilyrðið hafi ekki komið fram. Stefndi byggir í öðru lagi á því að í 4. gr. kaupsamningsins hafi falist loforð af hálfu stefnda og annarra seljenda hlutafjár í Fargi hf. um endurgreiðslu yfirtekinna skulda við tiltekin skilyrði. Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu stefnanda að það skilyrði hafi komið fram með dómi Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 og telur túlkun stefnanda á 4. gr. kaupsamningsins ekki eiga við rök að styðjast. Stefndi bendir á að 4. greinin hafi tekið breytingum frá upphaflegum kaupsamningsdrögum, sem samin hafi verið af hálfu kaupenda. Í upphaflegu drögunum hafi 4. gr. kaupsamningsins verið orðuð þannig: ,,Seljendum er kunnugt, að það er algjör forsenda kaupenda fyrir kaupum þessum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs h.f. við annað félag. Nýtist skattalega hagræðið ekkert eða einungis að hluta skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir skv. efnahagsreikningi í sama hlutfalli.“ Við kaupsamningsgerðina hafi þessu ákvæði verið breytt og hafi verið endanlega orðað í samningnum á eftirfarandi hátt: ,,Seljendum er kunnugt um, að það er forsenda kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs h.f. við annað hlutafélag, en slíka sameiningu munu kaupendur framkvæma eigi síðar en 31.12.1988. Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum, skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli.“ Stefndi kveður Gest Jónsson hrl. hafa unnið að samningsgerðinni fyrir hönd seljenda. Í handskrifuðu blaði, sem hann hafi sent lögmanni kaupenda við kaupsamningsgerðina, komi fram að hugmyndin að baki greininni væri sú að seljendur bæru áhættuna á því ef skattareglum yrði breytt þannig að fyrirhuguð sameining skilaði ekki skattahagræði til Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Við túlkun á 4. gr. samningsins verði að hafa í huga, að samkvæmt stjórnarskránni skuli skattamálum skipað með lögum. Af þessu leiði að skattareglur geta einungis verið lög sem sett eru á stjórnskipulegan hátt og reglugerðir sem settar eru með stoð í gildandi lögum. Um aðrar skattareglur sé ekki að ræða og hafi seljendur einungis tekið á sig áhættuna á endurgreiðslu ef skattalegt hagræði nýttist ekki vegna breyttra skattareglna í þessum skilningi. Samningsaðilum hafi enda verið um það kunnugt við kaupsamningsgerðina að fyrirhugað var að breyta skattalögum. Þeim hafi síðan verið breytt með lögum nr. 97/1988, sem m.a. breyttu lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, þar sem skilyrði um skattnýtingu fyrirtækja við samruna voru þrengd. Stefndi kveðst ekki fallast á þá túlkun stefnanda, að framangreindur fyrirvari 4. gr. kaupsamningsins hafi átt að gilda um öll þau tilvik sem leiddu til þess að tapsfrádráttur nýttist ekki. Samkvæmt hefðbundinni skýringu verði ákvæði 4. gr. ekki skilið öðruvísi en á þann hátt að seljendur bæru áhættuna á því ef skattalög og/eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra breyttust. Ekkert bendi til þess að svo víða túlkun sem stefnandi haldi fram hafi átt að viðhafa , enda hefði fyrirvarinn þá þurft að vera orðaður með öðrum hætti. Komist dómurinn, þrátt fyrir mótmæli stefnda, að þeirri niðurstöðu að í orðalaginu felist víðtækari ábyrgð en að framan greini, verði að hafa í huga að ástæðan fyrir því að stefnandi fékk ekki notið skattahagræðis við samruna Fargs hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. verði ekki rakin til þess að skattalögum, reglugerðum eða framkvæmdarreglum skattayfirvalda varðandi samruna og skattahagræði hafi verið breytt. Ástæðan verði einfaldlega rakin til þess að við framkvæmdina hafi ekki verið farið eftir skýrum fyrirmælum skattalaga. Stefndi hafi ekkert komið nálægt framkvæmdinni við samrunann. Hann hafi hins vegar mátt gera ráð fyrir því að kaupendur framkvæmdu samrunann með löglegum hætti, enda hafi þeir notið aðstoðar færustu kunnáttumanna. Stefndi getur því ekki fallist á þá skýringu stefnanda, að í 4. gr. kaupsamningsins felist að stefndi beri ábyrgð á mistökum stefnanda við framkvæmd samrunans og telur stefndi að þetta atriði eitt og sér eigi að leiða til sýknu. 3.Stefndi byggir á því að ekki sé um að ræða forsendubrest. Stefndi byggir í þriðja lagi á því að framangreindar dómsúrlausnir Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar byggist ekki á breyttri laga- eða stjórnsýsluframkvæmd eins og stefnandi haldi fram, heldur á því að samruninn eins og hann var framkvæmdur hafi ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt þar sem í raun hafi komið annað og meira endurgjald fyrir hlutabréf í Fargi hf. en hlutabréf í samrunafélaginu. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur hafi verið í Hæstarétti með skírskotun til forsendna komi orðrétt fram: ,,Engir fjármunir voru látnir af hendi við kaup hluthafanna í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á Fargi hf. ... heldur ábyrgðust kaupendur skuldir hinna ,,keyptu“ félaga við Framsóknarflokkinn ... Hins vegar greiddi Verksmiðjan Vífilfell hf., en ekki hluthafarnir, þessar skuldir ... verður því að telja að kaup hluthafanna í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á umræddum félögum hafi verið hreinir málamyndagerningar, gerðir í því skyni, að formlega yrði uppfyllt gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981. ... Þegar framangreint er virt heildstætt, er niðurstaða dómsins sú, að líta verði á Framsóknarflokkinn ... sem hina raunverulegu viðsemjendur Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Verður því að virða það með tilliti til þessara hluthafa í Fargi hf. ... hvort gagngjaldsskilyrðum 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 hafi verið fullnægt. Ljóst er, að Verksmiðjan Vífilfell hf. var með útgáfu skuldabréfa til fyrrgreindra aðila að gjalda þeim hluthöfum fyrir verðmæti það, sem talið var fólgið í nýtanlegum tapsfrádrætti. Var þannig ekki um algjöran samruna fjármuna og eigin fjár félaganna þriggja að ræða miðað við þá stöðu, sem þau voru í, áður en gerðar voru þær ráðstafanir, sem áður greinir, enda fengu hvorki Framsóknarflokkurinn ... hlutabréf í Verksmiðjunni Vífilfell hf. sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í hinum viðteknu hlutafélögum. Var samruni Fargs. hf. ... við Verksmiðjuna Vífilfell hf. samkvæmt því ekki á þann hátt sem nefnd lagagrein kveður á um.“ Stefndi telur að á því sé byggt í úrskurðinum, að við sameininguna hafi komið greiðsla frá Verksmiðjunni Vífilifelli hf. til Framsóknarflokksins í öðru formi en hlutabréfum í sameinaða félaginu, og hafi ástæðan fyrir því að stefnandi fékk ekki notið skattahagræðis verið sú, að ekki hafi verið fylgt reglum 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um gagngjald í hlutabréfum. Ákvörðun um að framkvæma samrunann með þessum hætti hafi verið tekin af nýjum hluthöfum og/eða stjórn Verksmiðjunnar Vífilfells hf., en ekki af stefnda eða öðrum seljendum. Í kaupsamningnum sé hins vegar skýrt ákvæði um það að kaupendur ábyrgist greiðslu skuldanna sjálfir, en sú ákvörðun þeirra að láta Verksmiðjuna Vífilfell hf. efna samninginn fyrir hluthafana hafi orðið til þess að samruninn uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 56. gr. Stefndi heldur því fram að hefðu kaupendurnir greitt skuldir Fargs hf. sjálfir hefði sameiningin staðist skattalega. Þessi framkvæmd hafi verið alfarið á ábyrgð kaupenda sem stjórnað hafi samrunanum og sjálfir ákveðið hvernig aflað væri fjár til þess að standa við skuldbindingarnar samkvæmt kaupsamningnum. Seljendur og þar með stefndi hafi hins vegar ekki ábyrgst samrunaferlið. Stefndi mótmælir sem röngu því sem fram komi í stefnu, að forsenda hafi brugðist vegna aðstæðna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að stefndi beri ábyrgð á. Hann telur að stefnandi hljóti sjálfur að bera ábyrgð á eigin mistökum við samrunann. 4. 36. gr. samningalaga. Stefndi mótmælir því að 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 eigi við eins og málum er háttað. Greinin feli í sér takmörkun á samningafrelsi og eigi aðeins við um þau sjaldgæfu tilvik þegar samningur sé ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju. Ekkert ákvæði hins umþrætta kaupsamnings uppfylli skilyrði fyrir beitingu 36. gr. samningalaga. Samningsaðilar hafi komið jafnir til samningsgerðar og kaupendur notið sérfræðiaðstoðar. Kaupendur hafi sjálfir sett skilyrði fyrir kaupunum og jafnframt gert þann fyrirvara sem fram komi í 4. gr. samningsins. Stefndi bendir á að kaupverð hlutabréfanna í Fargi hf. hafi aðeins verið brot af þeim hagsmunum sem kaupendur hafi verið að sækjast eftir með kaupunum og megi gera ráð fyrir því að kaupendur hafi álitið áhættuna kaupverðsins virði. Ástæða þess að stefnandi gat ekki notið hins skattalega hagræðis hafi verið að framkvæmd hans á samruna hafi farið í bága við ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga um tekju- og eignarskatt. Það geti því ekki talist ósanngjarnt í skilningi 36. gr. samningalaga, að kaupendur axli ábyrgð á eigin mistökum. 5.Saknæmt atferli. Stefndi mótmælir því alfarið að hann hafi sýnt af sér saknæmt hátterni við gerð og framkvæmd hins umþrætta kaupsamnings og síðar við framkvæmd kaupenda á samrunanum. Kaupendur hafi haft reynslu af slíkum hlutafjárkaupum og höfðu sérfræðinga til þess að segja til um þá áhættu sem fólst í samningnum. Stefndi hafi ekki haft slíka vitneskju og enga ábyrgð tekið á því að fyrirhuguð sameining við annað hlutafélag myndi leiða til lækkunar á sköttum þess félags. Kaupendur hafi sjálfir átt sök á því hvernig fór. Stefnanda hafi því ekki tekist að sýna fram á að stefndi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við samningsgerðina. 6.Mótmæli stefnda varðandi vexti og verðbætur á endurgreiðslukröfu. Stefndi bendir á að í 4. gr. kaupsamningsins sé ekki gerður áskilnaður um vexti eða dráttarvexti, heldur einungis að seljendur skuli endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir skv. efnahagsreikningi ef forsenda kaupanna brestur. Þá sé ekki heimilt að krefjast verðbóta nema samið hafi verið um það fyrirfram en svo hafi ekki verið gert. Í kaupsamningi hafi ekki verið kveðið á um hvernig skuldir Fargs hf. við Framsóknarflokkinn skyldu greiðast, heldur virðist hafa verið gert ráð fyrir því að þær yrðu greiddar í kjölfar undirritunar kaupsamningsins. Þó að kaupendur hafi notið þess hagræðis að fá að dreifa greiðslunni á langan tíma, verði ekki talið að það heimili þeim að krefjast verðbóta og/eða vaxta úr hendi stefnda. Vexti eigi því að reikna á venjulegan hátt, frá þeim tíma sem stefnandi krafði sannanlega fyrst um greiðslu, en það hafi verið við höfðun máls þessa. Niðurstaða. Um aðild málsins. Eins og að framan er rakið voru kaupendur hlutafjár í Fargi hf. átta hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og skiptu þeir hlutafénu á milli sín í sama hlutfalli og hlutafjáreign þeirra í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Þessir hluthafar tóku ábyrgð á því að skuld Fargs hf. við stefnda yrði greidd. Af 4. gr. samningsins verður ráðið að samningsaðilar gengu út frá því að hinir nýju hluthafar Fargs hf. myndu sameina það öðru hlutafélagi í því skyni að nýta tap Fargs hf. til lækkunar á sköttum samrunahlutafélagsins. Ekki kom fram í samningnum hvaða hlutafélagi Farg hf. kæmi til með að sameinast. Ljóst er að þótt hinir nýju hluthafar tækju ábyrgð á greiðslu skuldarinnar við stefndu var áfram um skuld Fargs hf. að ræða. Við samruna Fargs hf. og Verksmiðjunnar Vífilfells hf. varð hið sameinaða félag því sjálfkrafa skuldari. Stefndi viðurkenndi það m.a. í verki með því að taka við 46 skuldabréfum frá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Hið sama átti sér stað við samruna Verksmiðjunnar Vífilfells hf., Þórðar Sveinssonar & Co hf. og Björns Ólafssonar hf. 22. júlí 1994 undir nafninu Vífilfell hf. Enda þótt kaupendum hafi, samkvæmt orðalagi 4. gr. kaupsamningsins, einum verið áskilinn endurkröfuréttur þykir það ekki koma í veg fyrir að endurgreiðslurétturinn verði talinn fylgja greiðsluskyldunni. Enda þótt engir sérstakir samningar liggi fyrir um framsal á endurkröfuréttinum sérstaklega telst sá réttur því hafa fylgt greiðsluskyldunni til Verksmiðjunnar Vífilfells hf. og síðan til stefnanda. Óumdeilt er að þessir aðilar hafa staðið skil á greiðslu skuldarinnar gagnavart stefnda og telst stefnandi því réttur aðili að þessu máli. Stefndi var eigandi 99,66% hlutafjár í Fargi hf. þegar hlutabréfin voru seld og er ekki ágreiningur um aðild hans að málinu. Um efnishlið málsins. Málsaðilar eru ekki sammála um hvorir samningsaðila áttu frumkvæði að samningsgerðinni. Vitnin Lýður Friðjónsson, sem var framkvæmdastjóri Verksmiðjunnar Vífilfells hf., og Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi félagsins, báru fyrir dómi að frumkvæðið hafi komið frá stefnda en vitnið Gestur Jónsson hrl. hélt hinu gagnstæða fram. Vitnið Jón Tryggvi Kristjánsson, sem var endurskoðandi Fargs hf., bar fyrir dómi að hann hefði ritað fyrsta uppkast að kaupsamningi um hlutaféð. Það uppkast hefur verið lagt fram í málinu og eru engin ákvæði í því um endurkröfurétt kaupenda. Í málinu liggur fyrir annað samningsuppkast sem óumdeilt er að gert var af hálfu stefnanda. Í því uppkasti er ný 4. gr. svohljóðandi: ,,Seljendum er kunnugt, að það er algjör forsenda kaupenda fyrir kaupum þessum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs h.f. við annað félag. Nýtist skattalega hagræðið ekkert eða einungis að hluta skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir skv. efnahagsreikningi í sama hlutfalli.“ Í þessu samningsuppkasti er endurgreiðsluréttur kaupenda mun afdráttarlausari en í endanlegum samningi og án nokkurra takmarkana. Gestur Jónsson hrl. bar fyrir dómi að umbjóðendur hans hafi ekki verið sáttir við drögin að 4. gr. og hafi hann afhent Ólafi Axelssyni hrl. handskrifað blað með tillögu að breytingum á greininni. Á blaðinu sem liggur frammi í málinu er enn fremur ritað: „Hugsunin er þessi: 1. Sameiningin fari fram á þessu ári. 2) Framsókn beri áhættuna af því, ef skattareglum verður breytt, þannig að fyrirhuguð sameining skili ekki skattahagræði til Vífilfells. " Gestur bar fyrir dómi að umræður hefðu verið í gangi í árslok 1988 um breytingar á skattareglum sem kæmu í veg fyrir að tapsfrádráttur nýttist og hefðu samningsaðilar haft áhyggjur af því að þessar lagareglur yrðu til þess að fyrirætlun þeirra næði ekki fram að ganga. Hafi áhyggjurnar einkum lotið að því að reglurnar yrðu látnar hafa afturvirk áhrif. Seljendur hafi því eingöngu verið tilbúnir að ábyrgjast lagabreytingar og með orðinu skattareglur hafi eingöngu verið átt við skattalög. Vitnið Jón Tryggvi bar að seljendur hlutafjárins hefðu hafnað uppkasti kaupenda að 4. gr. og hafi þeir viljað takmarka endurkröfuréttinn við fyrirhugaðar breytingar á skattalögum. Við gildistöku laga nr. 97/1988 hafi síðan komið í ljós að á ábyrgð seljenda myndi ekki reyna. Í endanlegum samningi var 4. gr. orðuð svo: Seljendum er kunnugt um, að það er forsenda kaupenda fyrir kaupunum, að skattalegur tapsfrádráttur nýtist í sameiningu Fargs h.f. við annað hlutafélag, en slíka sameiningu munu kaupendur framkvæma eigi síðar en 31.12.88. Nýtist skattalega hagræðið ekki eða einungis að hluta, vegna breytinga á núgildandi skattareglum, skulu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi í sama hlutfalli. Óumdeilt er að fyrrgreint handskrifað blað stafar frá Gesti Jónssyni hrl. Enda þótt vitnið Ólafur Axelsson hrl. minnist þess ekki að hafa séð skjalið, og af hálfu stefnanda hafi sönnunargildi þess og framburði Gests verið mótmælt sem vilhöllum, verður með hliðsjón af öðru því sem fram er komið í málinu að telja að það hafi orðið til þess að 4. gr. samningsins var breytt í endanlegt horf. Það sem að framan hefur verið rakið um tilurð samningsins gefur vísbendingar um vilja samningsaðila. Við samningsgerðina lá ljóst fyrir að nýta átti uppsafnað tap Fargs hf., áður Nútímans hf., til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækis í eigu kaupenda. Kemur skýrt fram í 4. gr. samningsins að þetta hafi átt að gera með sameiningu Fargs hf. við annað hlutafélag. Í kaupsamningnum er ekki greint frá því hvaða hlutafélag þetta sé en á þessum tíma voru kaupendur allir hluthafar í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og forsvarsmenn þess félags komu að samningsgerðinni. Í fyrrnefndu samningsuppkasti Jóns Tryggva er Verksmiðjan Vífilfell hf. tilgreind sem kaupandi hlutafjár en í síðara uppkasti voru kaupendur tilgreindir á sama hátt og í endanlegum samningi. Bendir þetta eindregið til þess að stefnda hafi verið ljóst að nýta átti tapsfrádráttinn hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Í framlagðri kæru Vífilfells hf. dags. 29. júní 1995 á endurákvörðun opinberra gjalda félagsins kemur fram að veturinn 1986-87 fól Verksmiðjan Vífilfell hf. Símoni Á. Gunnarssyni, löggiltum endurskoðanda, að taka saman greinargerð um möguleika á að nýta yfirfæranlegt tap við sameiningu fyrirtækja til að byggja upp eiginfjárstöðu félagsins. Símon skilaði skýrslu um þetta til stjórnar félagsins síðla árs 1986. Í málinu þykir fram komið að kaup á hlutafé Fargs hf. og sameining félagsins og Verksmiðjunnar Vífilfells hf., í því skyni að nýta tap fyrrgreinda félagsins til að lækka skatta þess síðargreinda, voru skipulögð og framkvæmd af sérfræðingum á vegum Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Enda þótt stefnda hafi í stórum dráttum verið kunnugt um hvernig til stóð að framkvæma sameininguna var hann ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á hvernig að henni yrði staðið í smærri atriðum. Svo sem að framan er rakið var tilgangur kaupenda með kaupum á hlutafénu sá einn að hlutafélag í eigu kaupenda myndi nýta uppsafnað tap Fargs hf. til að lækka skatta félagsins. Tilgangur seljanda var hins vegar sá að fá greiðslu á eftirstöðvum skulda Fargs hf. Ljóst þykir að framangreindar ástæður beggja samningsaðila voru gagnaaðilum kunnar. Af þeim samningsuppköstum sem fyrir liggja þykir enn fremur ljóst að vilji kaupenda stóð til þess að kaupsamningurinn tryggði þeim ótakmarkaðan endurgreiðslurétt ef tapsfrádrátturinn nýttist ekki. Seljendur féllust augljóslega ekki á þetta skilyrði og varð niðurstaðan sú að inn í 4. grein samningsins var bætt þeirri takmörkun sem fram kemur í síðari málsliðnum að til endurgreiðslu kæmi aðeins ef skattafrádráttur nýttist ekki vegna breytinga á þágildandi skattareglum. Með hliðsjón af framangreindu verður að líta á endurgreiðsluákvæðið heildstætt og síðari málsliðinn sem takmörkun á endurgreiðslufyrirvaranum en ekki sem dæmi um tilvik þar sem reynt gæti á endurgreiðsluréttinn. Verður að líta svo á að með þessu hafi aðilar í raun samið um hvernig skipta ætti áhættunni af því að hið uppsafnaða tap nýttist ekki til lækkunar á sköttum samrunafélagsins. Af annarri túlkun á ákvæðinu myndi leiða að annar málsliður 3. gr. væri tilgangslítill og stefndi bæri nánast alla áhættu í viðskiptunum, án þess þó að hafa nokkuð með samruna hlutafélaganna að gera.Verður þá að taka afstöðu til þess hvort breytingar á þágildandi skattareglum, í skilningi 4. gr. samningsins, hafi leitt til þess að hið skattalega hagræði nýttist ekki. Í framburði vitna fyrir dómi kom fram að ákvæði 4. gr. hafi einkum verið til komið vegna umræðna sem voru í gangi í þjóðfélaginu um að koma þyrfti í veg fyrir að hlutafélög gætu með sameiningu nýtt uppsafnað tap og með því náð fram lækkun á sköttum. Þá hafi verið á döfinni lagasetning sem þrengdi möguleika á nýtingu uppsafnaðs taps til lækkunar á sköttum við samruna hlutafélaga og samningsaðilar hafi m.a. óttast að sú skattalagabreyting yrði með einhverjum hætti gerð afturvirk. Vitnin Símon Á. Gunnarsson og Lýður Friðjónsson báru reyndar að kaupendur hefðu einnig óttast breytingar á framkvæmd skattayfirvalda vegna utanaðkomandi þrýstings. Með lögum nr. 97/1988, sem tóku gildi 29. desember 1998, var heimild til flutnings rekstrartaps við sameiningu félaga þrengd. Hvorki í frumvarpinu né lögunum var gert ráð fyrir afturvirkum áhrifum lagasetningarinnar. Þótt endurgreiðslufyrirvari 4. gr. samningsins virðist einkum vísa til umræddrar lagasetningar verður orðalagið "breytinga á núgildandi skattareglum" ekki skýrt svo þröngt að það nái eingöngu til breytinga á settum skattalögum. Stefnandi hefur nefnt mörg dæmi um sameiningu hlutafélaga sem hann kveður átölulaust hafa hlotið náð fyrir augum skattayfirvalda. Hins vegar hefur hann ekki sýnt fram á að staðið hafi verið að sameiningu þessara hlutafélaga með sama hætti og hér um ræðir. Í því sambandi má einnig vísa til þess að Símon Á. Gunnarsson löggiltur endurskoðandi gat ekki fyrir dómi nefnt dæmi um að staðið hefði verið að sameiningu annarra hlutafélaga með sambærilegum hætti. Í fyrirspurn Símonar Á. Gunnarssonar til ríkisskattstjóra 23. nóvember 1987 er óskað staðfestingar á því hvort yfirfæranlegt tap Fiskiðjunnar hf., samkvæmt skattframtali 1987, verði frádráttarbært hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. ef félögin yrðu sameinuð með þeim hætti sem lýst væri í 56. gr. laga nr. 75/1981. Almennt orðað svar ríkisskattstjóra dags. 2. desember 1987 gefur ekkert tilefni til þeirrar ályktunar að með dómi Hæstaréttar 30. janúar 1997 hafi verið staðfest önnur túlkun á skattareglum en skattayfirvöld hafi viðhaft á árinu 1988, enda er dómurinn beinlínis á því byggður að sameiningin hafi ekki staðist ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981. Enda þótt skattayfirvöld hafi ekki hafist handa um rannsókn á umræddri sameiningu fyrr en á árinu 1993 bendir það eitt og sér ekki til að sú endurákvörðun sem framkvæmd var í kjölfarið hafi verið vegna breytinga á skattalögum eða reglum sem skattayfirvöld starfa eftir. Þvert á móti byggist úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli ehf., sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna að þessu leyti, á þeim skattalögum sem í gildi voru þegar sameiningin fór fram og túlkun þeirra. Samkvæmt framansögðu þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að í þessum dómsniðurstöðum sé vikið frá eldri fordæmum dómstóla eða að niðurstaðan gangi gegn fyrri úrskurðum skattayfirvalda eða framkvæmd skattayfirvalda varðandi sambærileg tilvik. Stefndi hefur haldið því fram að hægt hefði verið að standa þannig að samruna hlutafélaganna tveggja að tap Fargs hf. hefði nýst til frádráttar sköttum samrunafélagsins og bent á nokkrar leiðir sem hann telur að hefðu verið færar. Eigendur Verksmiðjunnar Vífilfells hf. sem réðu, sem fyrr segir, ferðinni varðandi framkvæmd samrunans virðast hafa valið þá leið sem farin var til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda utanaðkomandi aðilum hlutabréf í félaginu. Þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að fyrrnefnd niðurstaða í máli stefnanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík útiloki að aðrar leiðir til samruna hlutafélaganna hefðu staðist ákvæði þágildandi skattalaga um nýtingu yfirfærðs taps til lækkunar á skattstofni samrunahlutafélagsins. Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið, varðandi tilurð 4. gr. samningsins og ætlaðan vilja beggja samningsaðila varðandi skiptingu á áhættu af viðskiptunum, verður ekki séð að það skilyrði sem sett var fyrir endurgreiðslukröfu stefnanda í síðari málslið 4. gr. hafi komið fram við fyrrnefndan dóm Hæstaréttar. Um forsendubrest. Það er grundvallarregla í samningarétti að gerða samninga beri að efna og þurfa veigamikil rök að vera fyrir því að samningsaðili verði leystur undan ákvæðum samnings sem hann hefur gert á grundvelli ógildingarástæðna. Þarf stefnandi að sýna fram á að skilyrði ógildingar séu fyrir hendi. Fram er komið í málinu að megintilgangur samningsgerðarinnar var sá að nýta uppsafnað tap Fargs hf. til lækkunar á sköttum samrunahlutafélags í eigu kaupenda. Það má því telja eðlilegt að báðir samningsaðilar hafi haldið að slíkt væri mögulegt. Ljóst er að þeir gerðu sér hins vegar báðir grein fyrir að brugðið gat til beggja vona um hvort tapsfrádrátturinn nýttist. Með hliðsjón af því að kaupendur og Verksmiðjan Vífilfell hf. réðu ferðinni varðandi það hvernig staðið var að kaupum á hlutafénu og sameiningunni, að þeir höfðu sérfræðinga sér til aðstoðar og kaupendur áttu í vændum verulegan hagnað ef þeim tækist að nýta tapið til lækkunar á sköttum, verður hvorki talið sanngjarnt né eðlilegt að stefndi beri einn alla áhættuna af því að samruni hlutafélaganna stæðist þágildandi skattareglur. Af fyrirliggjandi samningsuppköstum er ljóst að vilji kaupenda stóð til þess að firra sig allri áhættu með því að gera nýtingu skattalegs tapsfrádráttar að algerri forsendu fyrir kaupunum. Af samningnum sjálfum er hins vegar ljóst að stefndi var ekki tilbúinn að fallast á svo víðtækan fyrirvara og féllst ekki á að hann yrði settur óbreyttur inn í samninginn. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður að líta á 4. gr. samningsins sem samkomulag um skiptingu áhættunnar af því að tapsfrádrátturinn nýttist. Verður því ekki fallist á með stefnanda að til grundvallar samningnum hafi legið önnur og víðtækari forsenda varðandi endurgreiðslurétt en fram kemur í þeim fyrirvara sem aðilar komu sér saman um í 4. gr. samningsins. Þykir endurgreiðlslukrafan því ekki eiga að ná fram að ganga á grundvelli brostinna forsendna. Um 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið um tilurð samningsins, þá hagnaðarvon sem kaupendur höfðu og það samningsákvæði sem aðilar settu inn í samninginn til að skilgreina þá áhættu sem hvor um sig tók við samningsgerðina verður ekki talið að skilyrði sé til beitingar 36. gr. samningalaganna til breytingar á samningi aðila. Um meint saknæmt atferli stefnda. Svo sem áður er rakið töldu báðir samningsaðilar að fyrirhuguð sameining myndi standast þágildandi skattareglur. Kaupendur höfðu löggiltan endurskoðanda og lögmann sér til aðstoðar og ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að skortur á upplýsingum af hálfu stefnda eða aðrar saknæmar athafnir eða athafnaleysi hafi leitt til þess að skattalegur tapsfrádráttur nýttist ekki. Samantekt. Samkvæmt framansögðu þykir stefnandi hvorki hafa sýnt fram á að 4. gr. kaupsamnings aðila verði skýrð með þeim hætti að hún veiti honum rétti til endurgreiðslu úr hendi stenda né að að honum beri slík endurgreiðsla á grundvelli sjónarmiða um ógilda löggerninga. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Með hliðsjón af þeim vafaatriðum sem eru í máli þessu þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af því. Dóm þennan kváðu upp Sigurður T. Magnússon héraðsdómari, sem jafnframt var dómsformaður, og Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari en Eggert Óskarsson héraðsdómari stóð að sératkvæði. Dómsorð: Stefndi, Framsóknarflokkurinn, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Vífilfells ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Eggerts Óskarssonar Ég er sammála meirihluta dómsins um það að stefnandi hafi öðlast þann endurgreiðslurétt sem kaupsamningur stefnda og hlutahafa Verksmiðjunnar Vífilfells hf. fól í sér, ef skattalegur tapsfrádráttur nýttist ekki. Ég er hins vegar ósammála túlkun meirihluta dómsins á endurgreiðslufyrirvara 4. gr. samningsins í ljósi niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 1997 í máli stefnanda gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Óumdeilt er að samningsaðilar töldu að skattalegur tapsfrádráttur myndi nýtast í sameiningu Fargs hf. við annað hlutafélag og að það væri forsenda kaupenda fyrir kaupunum. Fyrirvara um endurgreiðslu í síðari málslið 4. gr. samningsins ber að skýra með hliðsjón af því. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn stefnanda, sem staðfestur var með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar, var fallist á niðurstöðu úrskurðar yfirskattanefndar um endurákvörðun álagningar opinberra gjalda á stefnanda á grundvelli ónotaðra rekstartapa frá Fargi hf. og Gamla Álafossi hf. Dómsniðurstaða er byggð á því að við samruna greindra hlutafélaga við Verksmiðjuna Vífilfell hf. hafi ekki verið fylgt formskilyrðum 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt, en einnig er efnislega á því byggt að tilgangur tilvitnaðs lagaákvæðis hafi ekki verið sá einn að gera félögum kleift að kaupa tap annarra félaga og nýta sér það til skattafsláttar. Hefur sá skilningur ákvæðisins verið áréttaður í dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 1998 í málinu nr. 456/1997. Dómsúrlausnir staðfesta þannig þessa túlkun skattyfirvalda á ákvæðum skattalaga um nýtingu skattalegra réttinda við samruna félaga. Verður því að telja að þar með sé fullnægt endurgreiðsluákvæði 4. gr. samningsins. Ég tel því að stefnandi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi stefnda, en rétt er að málskostnaður falli niður. Þar sem meiri hluti dómsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda eru ekki efni til að fjalla um dómkröfur stefnanda tölulega.
Mál nr. 279/1998
Búmark Fullvirðisréttur Jafnræði Forsenda Sératkvæði
K naut búmarks samkvæmt lögum nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu og sölu á landbúnaðarafurðum o.fl., og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Hann taldi að með breytingu á stjórn landbúnaðarframleiðslunnar sem leiddu af gildistöku laga nr. 46/1985, og reglum settum samkvæmt þeim, hefði framleiðslurétti hans verið raskað með sérstökum hætti og honum mismunað umfram það sem aðrir urðu fyrir. K vísaði einkum til þess að hann hefði flutt nær allt búmark sitt yfir í framleiðslu á nautgripakjöti en þessi réttindi hefðu orðið verðlaus með gildistöku framangreindra reglna. Hafi tilfærsla búmarksins reynst óafturtæk gagnstætt því sem hann hefði vænst. Litið var til þess að búmarki hafði ekki verið úthlutað sem framleiðslurétti heldur hafði það eingöngu verið viðmiðunartala sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá, væri henni beitt, en aldrei hefði komið til þess að búmark væri látið takmarka framleiðslu á nautgripakjöti. Ekki hefði orðið grundvallarbreyting á stjórn búvöruframleiðslunnar um framleiðslu nautgripakjöts. K hefði látið frá sér allar heimildir til framleiðslu mjólkur og hefði því ekki átt rétt að lögum til úthlutunar á slíkum framleiðslurétti. Það hefði ekki breyst með setningu laga nr. 46/1985. K hafi getað haldið áfram framleiðslu án afskipta yfirstjórnar landbúnaðarmála. Var ekki talið að K hefði sýnt fram á að breytt hefði verið á annan hátt gagnvart honum en öðrum eða brotið hefði verið gegn rétti hans. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu af kröfum K staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1998. Hann krefst skaðabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 11.565.432 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. júní 1996 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á bótakröfu áfrýjanda ásamt því, að málskostnaður falli niður. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Mál þetta varðar búskap áfrýjanda og eiginkonu hans á jörðunum Tjarnarlandi og Brúnum í Öngulsstaðahreppi, sem nú tilheyrir Eyjafjarðarsveit, en hann byrjuðu þau árið 1974 á fyrrnefndu jörðinni, þar sem áfrýjandi tók við búi af föður sínum. Var þetta í fyrstu blandað bú og mjólkurframleiðsla meginþátturinn, en einnig höfðu þau nokkuð af sauðfé og geldneytum. Til að efla búskapinn og auka landrými sitt fékk áfrýjandi fljótlega afnot af 2/3 hlutum nágrannajarðarinnar Syðra-Laugalands, sem er ríkiseign og prestssetur. Árið 1979 flutti hann búið þangað og stofnaði nýbýlið Brúnir, eftir að þau hjónin höfðu reist íbúðarhús á landinu. Á sama ári komu til sögunnar nýjar reglur um stjórn búvöruframleiðslu í landinu, sem reistar voru á lögum nr. 15/1979 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. Juku fyrrnefndu lögin nýrri 2. gr. a við hin síðarnefndu, er seinna voru endurútgefin sem lög nr. 95/1981 eftir breytingar með lögum nr. 63/1980 og nr. 45/1981. Með ákvæðum hennar var landbúnaðarráðherra heimilað að grípa með reglugerðum til tímabundinna ráðstafana í þeim tilgangi að draga úr framleiðslu á tiltekinni búvöru, svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Mátti meðal annars skerða afurðaverð til hvers framleiðanda frá grundvallarverði vegna þess hluta framleiðslunnar, er færi fram úr ákveðnu viðmiðunarmarki. Með reglugerð nr. 348/1979 og síðan nr. 465/1983 var framleiðsluráði landbúnaðarins falið að ákvarða þetta mark gagnvart hverjum framleiðanda sauðfjár- og nautgripaafurða. Var það skilgreint sem búmark í ærgildisafurðum og skyldi að meginreglu miðast við meðaltalsframleiðslu áranna 1976, 1977 og 1978. Heimilt var eftir lögunum að ákveða sérstaklega rétt þeirra, sem væru að hefja búskap, draga saman framleiðslu eða hætta búskap, og í reglugerðum var kveðið á um tillit til aðsteðjandi vanda einstakra framleiðenda. Búmarkið var frá upphafi ákvarðað fyrir sauðfjárafurðir, mjólkurframleiðslu og nautakjöt, og reyndi þegar á það um fyrrnefndu afurðirnar. Að sögn áfrýjanda áttu þessi nýmæli laga þátt í því, að hann ákvað haustið 1979 að leggja niður mjólkurframleiðslu sem aðalbúgrein og snúa sér í þess stað að nautgripaeldi til kjötframleiðslu. Með búskap sínum á fyrrgreindum viðmiðunarárum taldist hann hafa áunnið sér búmark, er næmi 723 ærgildum, og voru 554 þeirra í mjólk, 70 í sauðfjárafurðum og 99 í nautgripakjöti. Var honum tilkynnt um þetta heildarbúmark með bréfi framleiðsluráðs landbúnaðarins 15. apríl 1980. Í samræmi við umrædda ákvörðun óskaði hann eftir því við ráðið 9. maí sama ár, að búmark hans í mjólk yrði flutt yfir í sauðfé og nautakjötsframleiðslu, án nánari skilgreiningar þar á milli. Kveðst hann hafa ritað bréf sitt með aðstoð nautgriparæktarráðunauts Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Bein gögn um afgreiðslu þessa erindis liggja ekki fyrir, en svo fór, að flutningurinn varð nær eingöngu yfir í nautgripakjöt, þannig að búmark áfrýjanda var ákvarðað 645 ærgildi í þeirri afurð og 78 í sauðfjárafurðum frá og með verðlagsárinu 1980-1981. Í búskap sínum að Brúnum notaðist áfrýjandi í öndverðu við útihús, sem fyrir voru á landinu og leigð frá prestssetrinu tímabundið, og hentuðu þau ekki fyrir mjólkurbú. Skýrir hann ákvörðun sína þannig, að hann hafi viljað hverfa frá mjólkurframleiðslu um sinn, meðan þau hjónin væru að byggja upp eigin húsakost á jörðinni. Hafi ætlun þeirra verið að byggja fyrst lausagöngufjós, sem hannað væri þannig, að því mætti síðar breyta í básafjós. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, sótti hann um lán til þeirrar byggingar árið 1983 eða fyrr, og henni er lýst í umsögn héraðsráðunautar í Eyjafirði frá 15. september 1984 til stofnlánadeildar landbúnaðarins. Tók ráðunauturinn þar fram, að áfrýjandi hygðist breyta búmarki sínu í nautakjöti yfir í mjólk á næstu árum. Af framkvæmdum að byggingunni varð þó ekki að svo stöddu. II. Hinn 1. júlí 1985 voru lög nr. 95/1981 leyst af hólmi með lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Voru ný ákvæði sett um stjórn búvöruframleiðslu í VII. kafla þeirra, þar sem heimilað var meðal annars í a-lið 30. gr. að ákvarða greiðslur fyrir mjólk og sauðfjárafurðir með samningum milli ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda fyrir þeirra hönd. Skyldu þeir lúta að afurðamagni, sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir. Einnig var heimilað að ákveða skiptingu eftir héruðum á framleiðslu búvara og veita búnaðarsamböndum aðild að skiptingu hennar milli einstakra framleiðenda. Samkvæmt 35. gr. skyldu ákvarðanir um beitingu þessara heimilda teknar með reglugerð landbúnaðarráðherra, og yrði réttur framleiðenda þar ákveðinn með tilliti til búvöruframleiðslu þeirra á tilteknu tímabili. Mátti þannig miða við annan tíma en þann, sem til hafði verið litið við ákvörðun búmarks. Tekið var fram, að ákveða mætti framleiðendum mismunandi rétt eftir bústærð og aðstöðu, þar á meðal því, hvort þeir væru að byrja búskap eða draga hann saman. Reglugerðir um stjórn mjólkurframleiðslunnar voru síðan gefnar út fyrir hvert verðlagsár, hin fyrsta nr. 37/1986. Í þeim var hugtakið fullvirðisréttur tekið upp sem skilgreining á því framleiðslumagni, er framleiðendur fengju fullt verð fyrir í skjóli fyrrgreindra samninga. Skyldi hann ákveðinn sem heild fyrir landið allt og honum síðan skipt niður, fyrst á einstök héruð eða búmarkssvæði, en síðan milli einstakra framleiðenda. Búmarki manna eftir eldri lögum var ekki breytt að meginstefnu til, og var fullvirðisréttur héraðanna og framleiðenda reiknaður með hliðsjón af því. Hins vegar var tekið fram í nefndri reglugerð, að engum framleiðanda skyldi reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985, og fólst í því skírskotun til 35. gr. laganna. Hafði sú viðmiðun áhrif á síðari reglur. Hliðstæðar reglugerðir voru gefnar út um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða, og var hin fyrsta nr. 339/1986. Búvörusamningar á grundvelli laga nr. 46/1985 tóku hins vegar ekki til nautgripakjöts. Var þetta í samhengi við framkvæmd fyrri laga að því leyti, að til þess hafði aldrei komið í raun, að búmarki í þeirri vöru væri beitt til takmörkunar framleiðslu með skerðingu á afurðaverði. Þetta búmark féll því einvörðungu að almennri reglu í E-lið ákvæða til bráðabirgða í hinum nýju lögum, sem kvað svo á, að fyrirmæli um búmark, sem sett hefðu verið eftir lögum nr. 95/1981, skyldu halda gildi sínu þar til þau hefðu sérstaklega verið felld úr gildi eða reglugerð sett um beitingu ákvæða b- og/eða c-liðar 30. gr. laga nr. 46/1985, sbr. 35. gr. laganna. Í reglugerð nr. 339/1986 fyrir verðlagsárið 1986 - 1987 var svo tekið fram, að ákvæði hennar næðu ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Hélst það í síðari reglugerðum, og sérstök reglugerð um þessa búgrein var ekki sett. Áfrýjandi kveðst eftir þetta hafa litið svo á, að grundvöllur væri brostinn fyrir geldneytarækt af sinni hálfu án stuðnings frá öðrum búskap. Mikið framboð hefði verið á nautakjöti um árið 1985 og undirboð nokkuð farin að tíðkast. Jafnframt mætti vænta erfiðrar samkeppni frá mjólkurbændum, er drýgt gætu eldisaðstöðu sína með afurðum úr þeirri grein. Að auki þyrfti hann að horfast í augu við það, að hús fyrir nautgripi hans væri enn óbyggt. Kveðst hann hafa afráðið að skera niður nautgripastofn sinn vorið 1986. Gerði hann framleiðsluráði landbúnaðarins kunnugt um þetta með bréfi 20. maí sama ár og mæltist til þess, að hann fengi til baka það búmark sitt í mjólk, sem breytt hefði verið yfir í nautakjöt á sínum tíma. Vísaði hann þar einnig til heimilda framleiðnisjóðs landbúnaðarins til kaupa á búmarki í mjólk og gaf til kynna, að afsal til sjóðsins á því búmarki kæmi til álita. Mætti telja sanngjarnt, að hann og aðrir, sem svipað væru staddir, fengju kost á slíkri úrlausn. Þessu erindi hans var ekki svarað, og til þess kom ekki, að hann fengi búmark eða fullvirðisrétt í mjólkurafurðum þá eða síðar. III. Áfrýjandi hélt þó áfram búskap á jörðinni og hugðist reyna að auka við sauðfjárstofn sinn. Hinn 11. ágúst og 27. nóvember 1986 ritaði hann beiðni til Búnaðarsambands Eyjafjarðar um hækkun á fullvirðisrétti sínum í sauðfjárafurðum í allt að 300 ærgildi. Búmark hans í þeirri grein nam 78 ærgildum, sem fyrr segir, og fullvirðisréttur eftir því varð 71,1 ærgildi, þannig að búið var undir lágmarksstærð. Með bréfi sambandsins 14. október sama ár var honum tilkynnt, að færsla á 100 ærgilda búmarki frá nautakjöti í sauðfé hefði verið samþykkt, og þá með tilliti til þess, að mestur hluti búmarks hans hefði verið áunnið búmark í mjólk. Í framhaldi af því var honum ákveðinn aukinn fullvirðisréttur í tveimur áföngum, og náði rétturinn þannig um 142 ærgildum á verðlagsárinu 1988-1989. Á næsta verðlagsári bættist við 13,5 ærgilda fullvirðisréttur, sem áfrýjandi fékk yfirfærðan frá búi föður síns að Tjarnarlandi. Um búskap sinn eftir 1986 skýrir áfrýjandi annars svo frá, að hann hafi í fyrstu stefnt að byggingu húss fyrir 300 fjár, en fengið synjun vegna takmarkaðs framleiðsluréttar. Með auknum fullvirðisrétti hafi hann þó fengið jáyrði stofnlánadeildar, enda hafi hann jafnframt breytt áætlun sinni þannig, að húsið yrði hannað sem nautgripahús að helmingi. Hafi hann byrjað nautgripaeldi að nýju með kaupum á kálfum og tekið húsið í notkun nærri árslokum 1989. Hann hafi síðan stundað sauðfjár- og nautgriparækt að Brúnum næstu árin, en átt í vök að verjast vegna fjárfestingarkostnaðar og annarra orsaka. Meðal annars hafi ráðstafanir af opinberri hálfu til að greiða fyrir samdrætti í mjólkurframleiðslu aukið á erfiðleika hans, þar sem niðurskurður á kúm og kálfum vegna uppkaupa á fullvirðisrétti og annarra aðgerða hafi raskað jafnvægi á markaði fyrir nautgripakjöt. Á árinu 1995 hafi þau hjónin svo brugðið búi, en landeigandi tekið við mannvirkjum þeirra og jarðabótum. IV. Mál þetta var höfðað fyrir héraðsdómi í júní 1996, en síðar var ákveðið að fresta meðferð þess meðan beðið væri úrslita í dómsmálum, er skotið hafði verið til Hæstaréttar sem málum nr. 42/1997 og nr. 43/1997. Lutu þau að búmarki og fullvirðisrétti tveggja bænda með blandaðan búskap, þar sem mjólkurframleiðsla var meginþátturinn. Gengu dómar um þau í Hæstarétti 9. október 1997 (H.1997.2563 og H.1997.2578). Kveðst áfrýjandi draga þá ályktun af þessum dómum, að sig stoði ekki að halda því fram, að ólögmæt breyting hafi orðið á stjórn búvöruframleiðslu í landinu með lögum nr. 46/1985 og reglugerðum samkvæmt þeim, þegar ákvæði um fullvirðisrétt voru tekin upp til viðbótar ákvæðum um búmark framleiðenda. Á hinn bóginn lítur hann svo á, að við framkvæmd reglna um fullvirðisrétt í mjólk og sauðfjárafurðum í skjóli laganna og með afstöðu til búmarks í nautakjöti eftir gildistöku þeirra hafi forsendum að framleiðslurétti hans verið raskað með sérstökum hætti og honum mismunað umfram það, sem aðrir urðu fyrir. Áfrýjandi vísar hér einkum til þess, að við upphaf stjórnar samkvæmt lögum nr. 15/1979 á framleiðslu nautgripa- og sauðfjárafurða hafi mjólkurframleiðsla verið aðalatvinna hans. Að athuguðu máli hafi hann þá kosið að flytja nær allt áunnið búmark sitt í þeirri grein yfir í framleiðslu á nautgripakjöti og fengið til þess samþykki úthlutunaryfirvalda. Þetta hafi hann gert í trausti þess, að um væri að ræða verðmæt réttindi, sem nauðsyn væri að tryggja til að stunda þá búgrein, og fyrir hvatningu af hálfu þeirra opinberu aðila, sem fóru með stjórn búvöruframleiðslunnar. Réttindin hafi hins vegar orðið verðlaus, þegar búmark í greininni hafi í raun verið fellt niður, án þess að bætur eða önnur réttindi kæmu þar á móti. Hafi tilfærsla búmarksins jafnframt reynst óafturtæk eftir árið 1985, gagnstætt því, sem hann hafi vænst í öndverðu. Af þessu hafi hann beðið tjón, er stefnda sé skylt að bæta. Af hálfu stefnda er því eindregið haldið fram, að þessi sjónarmið áfrýjanda fái ekki staðist, eins og rakið er með skýrum hætti í héraðsdómi. V. Búmarki var ekki úthlutað sem framleiðslurétti, heldur var það eingöngu viðmiðunartala, sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá væri henni beitt. Við það gat skapast takmarkaður réttur til handa framleiðendum búvara, sem hafði fjárhagslega þýðingu fyrir þá. Aldrei kom til þess að búmark væri látið takmarka framleiðslu á nautgripakjöti. Búvörusamningar bænda og ríkisstjórnarinnar á grundvelli laga nr. 46/1985 tóku heldur ekki til nautgripakjöts, svo sem að framan greinir. Áttu fyrirmæli um búmark í nautgripakjöti því að halda sér samkvæmt E-lið ákvæða til bráðabirgða í þessum lögum, þar til þau hefðu sérstaklega verið felld úr gildi eða reglugerð sett um framleiðslustjórnun samkvæmt ákvæðum laganna. Reglugerðarákvæði um framleiðslu nautgripakjöts hafa ekki verið sett. Varð því ekki grundvallarbreyting á stjórn búvöruframleiðslunnar að þessu leyti með lögum nr. 46/1985. Áfrýjandi hafði látið frá sér alla heimild til framleiðslu mjólkur árið 1979 og átti því ekki eftir það rétt að lögum til úthlutunar á slíkum framleiðslurétti, svo sem lýst er í forsendum héraðsdóms. Það breyttist ekki við setningu laga nr. 46/1985. Hann gat hins vegar haldið áfram að framleiða nautakjöt án allra afskipta yfirstjórnar landbúnaðarmála. Vera má að markaðsaðstæður hafi breyst eins og hann heldur fram, en í hvatningu yfirstjórnar landbúnaðarmála til að færa búmark yfir í framleiðslu nautakjöts var ekki fólgið loforð um framleiðslustjórnun eða að markaðsaðstæður myndu ekki breytast. Sérstakar aðstæður hans 1979 áttu sinn þátt í því að hann breytti framleiðslu sinni. Þegar framangreint er virt í heild verður ekki á það fallist að áfrýjandi hafi sýnt fram á, að yfirstjórn landbúnaðarmála hafi breytt á annan veg gagnvart honum en öðrum eða brotið gegn rétti hans og að hann eigi af þeim sökum rétt á bótum. Ber af þessum ástæðum og annars með vísun til forsendna héraðsdóms að staðfesta hann. Rétt þykir eftir atvikum, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. I. Óumdeilt er, að meginmarkmið þeirrar framleiðslustjórnunar, sem grundvöllur var að lagður með lögum nr. 15/1979, hafi verið að ná fram samdrætti og hagræðingu í framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða, sem var til muna umfram þarfir innanlandsmarkaðarins. Meðal þess, sem að því gat stuðlað, var aukin áhersla á framleiðslu nautagripakjöts, sem ekki var umfram landsþarfir og ekki stunduð sem sjálfstæð búgrein nema í takmörkuðum mæli. Má á það fallast með áfrýjanda, að gögn málsins gefi til kynna, að yfirvöld landbúnaðarmála hafi hvatt bændur til að hverfa að þessari grein, eftir því sem aðstæður leyfðu. Er erindi framleiðsluráðs landbúnaðarins til bænda frá 3. maí 1982 þá með talið. Það mátti og heita hvatning í sjálfu sér, að láta reglurnar um búmark ná til nautakjöts við hlið hinna afurðanna. Í því fólst fyrirheit um afmörkun og verndun á framleiðsluaðstöðu manna eftir tilteknum forsendum, ef grípa þyrfti til takmarkana vegna þróunar markaðarins. Um leið fólst í reglunum vísbending um, að öflun búmarks væri meðal skilyrða til árangurs í framleiðslunni. Þá mátti ætla, að áhættan af vali á þessari búgrein væri ekki eindregin, þar sem heimilt væri talið að færa búmark milli búgreina, þegar svigrúm væri til, auk þess sem almenn heimild væri til endurskoðunar á búmarki með tilliti til aðstæðna. Um hagi áfrýjanda er það fram komið, að staðið hafi á tímamótum um búskap hans vegna annarra atvika, þegar þessar reglur komu til sögunnar. Hann hafði hug á að færa út kvíarnar og átti kost á auknu jarðnæði að Brúnum. Þess var að vænta, að svigrúm til stækkunar á mjólkurbúi hans eða fjölgunar sauðfjár væri takmarkað, hvort sem litið var til búmarksins eða ekki. Á hinn bóginn má telja ljóst, að honum hafi ekki verið nauðsyn á að söðla um yfir í geldneytarækt, meðal annars vegna þess, að hann hefði áfram getað nýtt hús að Tjarnarlandi til mjólkurframleiðslu. Ætla verður því, að hinar nýju reglur og það atvinnuöryggi, sem í þeim var eða gat verið fólgið, hafi verið meðal helstu forsendna þeirrar ákvörðunar hans, að taka upp framleiðslu nautgripakjöts eina saman, en hún hafði úrslitaþýðingu um búskap þeirra hjóna. Reglurnar voru og forsenda að ákvörðuninni að því leyti, að til þess var ætlast, að hún yrði ekki tekin án ráðstöfunar á því búmarki, sem þau höfðu áunnið sér við aðra framleiðslu. Jafnframt verður að telja það sannað með þeim gögnum, sem fram hafa komið hér fyrir dómi, að áfrýjandi hafi vænst þess að geta horfið aftur að fyrri framleiðslu í einhverjum mæli. Hafi hann ekki síst talið það mikilvægt vegna þess, að nautgriparækt væri áhættuminni meðfram mjólkurframleiðslu en ein sér. Að þessu athuguðu verður á það að fallast, að áfrýjandi hafi mátt líta svo á, að forsendur hafi brostið fyrir umræddri ákvörðun hans, þegar afráðið var að halda framleiðslu nautagripakjöts og búmarki í þeirri grein utan þeirra reglna um stjórn búvöruframleiðslu, sem settar voru á grundvelli 30. gr. og 35. gr. laga nr. 46/1985 og náðu til hinna hefðbundnu búgreina, sem hann hafði stundað í fyrstu. Þá afstöðu mátti meta svo, að þetta búmark hefði misst gildi sitt að miklu eða öllu leyti, þar sem líklegt væri, að takmarkanir á framleiðslu yrðu miðaðar við annað en reynslu áranna 1976 - 1978, ef til þeirra kæmi. Var staða búgreinarinnar þannig önnur en áður, þótt hún lyti ákvæðum laganna um heimildir til afskipta af framleiðslunni, ef efni yrðu síðar til eftir almennum markmiðum þeirra. Afstaða stjórnvalda til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts eftir gildistöku laga nr. 46/1985 átti stoð í lögunum og kom að sínu leyti jafnt við alla, sem störfuðu að þeirri framleiðslu án teljandi stuðnings af öðrum búgreinum, eins og áfrýjandi gerði. Stefndi hefur þó ekki hnekkt þeirri fullyrðingu hans, að staða þessara framleiðenda hafi verið erfiðari en hinna, sem einnig stunduðu mjólkurframleiðslu. Um áfrýjanda sjálfan verður ennfremur að horfa sérstaklega til aðdraganda þess, að hann tók upp hina umdeildu búgrein. Telja verður eftir því, sem fyrr var rakið, að trú hans á aukið öryggi nautabænda í skjóli búmarksins hafi beinlínis verið meðal þess, sem þar réði úrslitum, ásamt hvatningu af hálfu stjórnvalda á sviði landbúnaðarmála. Ákvörðun hans um að fella nautgripastofn sinn árið 1986 svaraði þannig til upphafsins, er hann kom honum á fót. Viðurkenna ber, þegar allt þetta er virt, að staða hans sem búvöruframleiðenda á þessum tíma hafi verið með sérstökum hætti, sem stjórnvöldum landbúnaðarmála hafi verið rétt og skylt að taka tillit til eftir heimildum sínum að lögum. II. Framgöngu áfrýjanda á síðastgreindum tíma verður að meta þannig, að hann hafi gert kröfu um að fá aftur búmark sitt í mjólkurafurðum, sem hann hafði látið af hendi. Verður jafnframt á það að fallast, að hún hafi verið réttmæt að undirstöðu til. Hann gat þó ekki ætlast til þess, að krafan yrði tekin til greina umsvifalaust eða að öllu leyti. Varð hann að bera áhættu af fyrra vali sínu á búgrein ásamt hagræðinu, sem því fylgdi. Afstöðu stjórnvalda verður á hinn bóginn að virða svo, að kröfunni hafi ekki verið mætt að neinu leyti, þegar frá er talin fyrrgreind úthlutun á búmarki og fullvirðisrétti í sauðfjárafurðum með aðild Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Í lögum nr. 46/1985 voru þó heimildir til að miða ákvarðanir um framleiðslu við mismunandi aðstöðu manna, að meðtöldum þeim, sem væru að byrja búskap eða hætta honum. Þær heimildir verður meðal annars að skilja svo, að ekki hafi átt að líta á búvöruframleiðslu í þeim greinum, er a-liður 30. gr. laganna náði til, sem lokaðan atvinnuveg. Áfrýjandi hafði af því brýna hagsmuni, að reynt yrði að greiða götu hans. Verður að rekja það til afstöðu og aðgerða stjórnvalda, sem stefndi beri ábyrgð á, að því var ekki sinnt framar en raun reyndist. Hefur stefndi ekki sýnt fram á, að reynt hafi verið að meta þessa hagsmuni með gagngerum hætti í ljósi markmiða laganna og þeirra heildarhagsmuna, sem reglur um stjórn mjólkurframleiðslunnar voru tengdar, eða að þessi úrslit hafi annars ráðist af málefnalegum forsendum. Virðist mismunun gagnvart áfrýjanda þannig hafa átt sér stað. Telja verður því, eins og atvikum er hér háttað, að hann eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda fyrir tjón í atvinnu sinni af völdum þess, að liðsinni var ekki veitt. Af hálfu stefnda er bent á, að kröfugerð áfrýjanda eftir 1986 hafi ekki verið samfelld og hann ekki tæmt öll kæruúrræði, er til álita gætu komið. Eigi að síður sýna gögn málsins, að hann hafi um árabil háð baráttu fyrir leiðréttingu mála sinna og beint um þau ítrekuðum kvörtunum og áskorunum til stjórnvalda. Verður réttur hans ekki talinn fallinn niður fyrir tómlæti. Krafa áfrýjanda um skaðabætur er miðuð við tilgreint markaðsverð á greiðslumarki í mjólk, er sé ígildi búmarksins, sem hann lét af hendi, að teknu tilliti til almennra skerðinga fullvirðisréttar og greiðslumarks á liðnum árum. Á það verður ekki fallist, að hann geti krafist bóta fyrir réttindi að baki fyrra búmarks síns í mjólk með vísan til þess, hvaða verðmæti þau kynnu að hafa við frjálsa ráðstöfun úr hendi hans. Í þess stað verður að reyna að meta áhrif þeirrar röskunar á búskap hans, sem rekja má til afstöðu og aðgerða stjórnvalda í fyrrgreindum efnum, að teknu tilliti til svigrúms þeirra til leiðréttingar. Verður sú röskun ekki talin ná svo langt, að bætur þurfi að koma fyrir það, að búskapurinn var endanlega lagður niður. Um þetta verður að fara að álitum, eins og reifun málsins og atvikum er háttað. Samkvæmt því teldi ég bæturnar hæfilega ákveðnar 3.000.000 krónur, sem stefnda yrði gert að greiða áfrýjanda með dráttarvöxtum frá þingfestingu málsins í héraði, eins og krafist er, ásamt málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 1998. Mál þetta sem dómtekið var þann 11. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi er höfðað með stefnu birtri 27. júní 1996 af Kristjáni H. Theodórssyni, kt. 130949-2319, Beykilundi 2, Akureyri, á hendur landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs Íslands, Arnarhváli, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða honum bætur að fjárhæð 11.565.432 krónur með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Einnig er krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi stefnanda. Af hálfu stefndu er þess aðallega krafist að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati réttarins. Til vara er þess krafist að stefnukröfurnar verði stórkostlega lækkaðar og máls­kostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. Yfirlit um málsatvik og ágreiningsefni. Málsatvik eru þau að stefnandi tók við búi föður síns að Tjarnarlandi í Öngulstaðahreppi á árinu 1974. Hann hafði þar blandað bú og framleiddi mjólk, sauðfjárafurðir og nautakjöt. Þar sem jörðin var landlítil varð stefnandi sér úti um stærra jarðnæði að Brúnum og nýtti þar land. Á árinu 1977 reisti hann íbúðarhús að Brúnum og hóf búskap á jörðinni árið 1979. Í málatilbúnaði stefnanda kemur fram að búmark hans hafi verið 723 ærgildi. Það skiptist þannig að hann hafði 554 ærgildi í mjólk, 70 ærgildi í sauðfé og 99 ærgildi í nautakjöti. Þegar stefnandi hóf búskap að Brúnum hætti hann mjólkurframleiðslu og fékk búmark sitt í mjólk flutt í nautakjöt og að nokkru í sauðfé. Búmark hans var áfram 723 ærgildi og skiptist þá þannig að hann hafði 645 ærgildi í nautakjöti og 78 ærgildi í sauðfé. Í bréfi Búnaðarsambands Eyjafjarðar frá 14. október 1986 til stefnanda kemur fram að í tilefni af umsókn hans frá 11. ágúst það ár um tilfærslu á 222 ærgildisafurða búmarki úr nautakjöti í sauðfé hefði verið samþykkt tilfærsla á 100 ærgildisafurða búmarki yfir í sauðfé. Samkvæmt tilkynningu Framleiðsluráðs landbúnaðarins til stefnanda 4. nóvem-ber 1986 var fullvirðisréttur stefnanda ákveðinn 71,1 ærgildi í sauðfé verðlagsárið 1987-1988. Hann fékk til viðbótar 71,9 ærgildi til framleiðslu sauðfjárafurða og var fullvirðisréttur hans því það ár samtals 143 ærgildi samkvæmt tilkynningu Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 7. október 1987. Fullvirðisréttur stefnanda til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1988-1989 var samkvæmt tilkynningu Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 9. október 1987 samtals 141,7 ærgildi. Stefnandi fékk aldrei fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu. Stefnandi telur að hann hafi öðlast bótarétt á hendur stefndu vegna bótalausrar niðurfellingar búmarks og í framhaldi af því rangrar úthlutunar á fullvirðisrétti við upptöku fullvirðisréttarkerfis í landbúnaði. Öllum kröfum og staðhæfingum stefnanda fyrir bótakröfum er andmælt af hálfu stefndu sem telja enga bótaskyldu vera fyrir hendi. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi telur aðdraganda máls þessa vera þann að hann hafi byrjað búskap á jörðinni Brúnum í Eyjafjarðarsýslu ásamt konu sinni árið 1979. Honum hafi því ekki verið úthlutað búmarki samkvæmt framleiðslu viðmiðunaráranna 1976-1978 en á þeim árum hafi þau hjónin búið á Tjarnarlandi í Öngulstaðahreppi. Áunnið búmark hafi reynst vera 723 ærgildi sem sundurliðast hafi þannig: 554 ærgildi í mjólk, 70 ærgildi í kindakjöti og 99 ærgildi í nautakjöti. Með þessar forsendur hafi stefnandi hafið uppbyggingu búskapar á jörðinni Brúnum. Á þeim árum hafi bændur verið mjög hvattir til að draga úr framleiðslu. Jafnframt hafi legið fyrir að farið var að skerða verð til bænda við uppgjör afurða. Með bréfi til Framleiðsluráðs, dags. 9. maí 1980, hafi stefnandi farið fram á að mjólkurbúmarkið yrði fært í nautakjöt og sauðfé. Samkvæmt úrskurði dagsettum 4. maí 1982 hafi búmark jarðarinnar verið ákveðið 723 ærgildi; 645 ærgildi í nautakjöti og 78 ærgildi í sauðfé. Stefnandi hafi talið að með búmarkinu hafi jörðin áunnið sér réttindi sem hann hafi ekki þurft að hafa áhyggjur af að yrðu skert án bóta. Hann hafi tekið mark á þeim áróðri, sem rekinn hafi verið af Framleiðsluráði og forystumönnum bænda, fyrir samdrætti í framleiðslu kindakjöts- og mjólkurafurða en aukinni framleiðslu á nautakjöti. Með tilkomu fullvirðisréttar hafi búmarkinu verið kippt í burtu og nautakjötsframleiðsla skyndilega gefin frjáls. Forsendur hafi þá brostið fyrir því að búið stæði undir afkomu fjölskyldunnar og nauðsynlegum framkvæmdum á jörðinni. Úrskurður um fullvirðisrétt stefnanda 1986 hafi verið svo: 71,1 ærgildi í sauðfé (skerðing frá búmarki 6,9 ærgildi); 0 ærgildi í nautakjöti (skerðing frá búmarki645 ærgildi). Samtals hafi skerðing á búmarki því verið 651,9 ærgildi. Með úthlutun Búnaðarsambands Eyjafjarðarsýslu hafi stefnandi síðar fengið leiðréttingu samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 445/1986, sbr. bréf dags. 30. sept. 1987. Með bréfi dagsettu 7. október 1987 hafi Framleiðsluráð tilkynnt stefnanda að úthlutunin væri 71,9 ærgildi. Skerðing á búmarki sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir bótalaust með reglugerðum settum á grundvelli búvörulaga nr. 46/1985 hafi því verið 580 ærgildi. Stefnandi kveðst ekki sætta sig við að vera sviptur búmarki sínu bótalaust og í staðinn úthlutað fullvirðisrétti þar sem réttindi hans hafi verið stórlega skert og umfram það sem almennt hafi gerst. Stefnandi kveðst hafa reynt að fá leiðréttingu sinna mála en enginn árangur hafi orðið af þeim tilraunum og því sé málsóknin nauðsynleg. Krafa stefnanda byggir á því að búmark hans í mjólk, sauðfé og síðar nautakjöti hafi verið eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar (áður 67. gr. stjórnarskrár) og verði því ekki fellt niður án bóta. Stefnandi heldur því fram að brotinn hafi verið á sér réttur er búmark til framleiðslu nautakjöts hafi verið fellt niður. Stefnanda hafi ekki verið úthlutað fullvirðisrétti í nautakjöti en fyrir gildistöku búvörulaganna 1985 hafi hann fengið úthlutað búmarki sem hann hafi miðað sínar framleiðsluáætlanir við. Með ákvörðun fullvirðisréttar og afnámi búmarks í nautakjöti hafi fótum verið kippt undan atvinnu- og eignarréttindum hans. Slíka skerðingu eigi að taka með lögum og þar verði að gæta almennra sjónarmiða þegar eignarrétti manna séu settar skorður. Reglugerð nr. 339/1986 hafi ekki haft stoð í settum lögum og telur stefnandi að brotinn hafi verið á sér réttur er búmark til framleiðslu nautakjöts hafi verið fellt niður og búmark til framleiðslu kindakjöts skert en samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 339/1986 taki reglugerðin ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Búmarki til framleiðslu nautakjöts hafi verið komið á með formlegum hætti á grundvelli laga nr. 95/1981, sbr. lög 46/1985. Í gildistíð laga nr. 15/1979 hafi þegar verið gert ráð fyrir kvóta á framleiðslu nautakjöts. Í umburðarbréfi Framleiðsluráðs til bænda frá 3. maí 1982 hafi bændur verið hvattir til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts en auka framleiðslu nautakjöts. Ýmsir bændu hefðu jafnframt breytt fyrra búmarki til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu í nautakjötsbúmark og þar með sinnt hvatningu Framleiðsluráðs í áðurnefndu umburðarbréfi. Stefnandi hafi verið einn af þeim sem treyst hafi á að búmark í nautakjöti væri komið til að vera og hafi hann miðað sínar ráðstafanir í uppbyggingu búrekstrar síns við þá forsendu. Hins vegar hafi framleiðsluréttur í nautakjöti verið gerður verðlaus með skyndiákvörðun löggjafans og stjórnvalda. Tilgangurinn með setningu laga nr. 15/1979 hafi verið sá að draga úr búvöruframleiðslu. Í samræmi við það hafi Framleiðsluráð landbúnaðarins hvatt bændur til samdráttar. Stefnandi hafi verið einn af þeim sem hlýtt hafi þessu kalli. Ekkert hafi verið í reglum sem bent hafi til þess að með því væri hann að svipta jörð sína varanlega framleiðslurétti og rýra með því verðgildi hennar stórlega. Þeir bændur sem ekki hafi orðið við þeirri áskorun að draga úr framleiðslunni hafi hins vegar haldið framleiðslurétti sínum auk þess sem sumir hafi aukið hann. Fullvirðisréttur, og nú greiðslumark, séu fjárhagsleg verðmæti í skilningi eignarréttar. Framleiðslurétturinn gangi kaupum og sölum með löggerningi, eignin sæti fyrningarreglum skattalaga, og verðgildi jarða ráðist af fullvirðisrétti, nú greiðslumarki, þeirra. Eins og löggjafinn hafi staðið að ákvörðun búmarks, með lögum nr. 15/1979, og síðar fullvirðisrétti og greiðslumarki, verði ekki annað séð en bændur hafi orðið að treysta því að með úthlutun búmarks væri kominn grundvöllur fyrir atvinnuréttindum þeirra. Fyrir þessar aðgerðir löggjafans hafi því búmarkið orðið að verðgildi og njóti því verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt atvinnuréttindi almennt njóti aðeins verndar 75. gr. stjórnarskrár þá séu atvinnuréttindi sem byggðust á sérstökum samningi við ríkisvaldið eignarréttindi rétthafans og njóti því verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Gæta verði því almennra viðmiða er eignarrétti séu settar slíkar skorður. Eign þessi, þ.e. búmark í nautakjöti, verði ekki felld niður án bóta. Með því að hvetja bændur til að skipta úr búmarki í mjólk og kindakjöti yfir í búmark í nautakjöti, hafi bændur verið sviptir eignarréttindum og jafnframt hafi bændum verið gefnar rangar forsendur til að reka bú sín. Með bótalausri sviptingu á búmarki stefnanda hafi verið brotin gróflega jafnræðisregla stjórnskipunarréttar. Allir menn eigi að vera jafnir fyrir lögunum en það hafi ekki átt sér stað í þessu tilfelli. Á sama tíma og stefnandi hafi verið sviptur sínum rétti bótalaust hafi þeir bændur sloppið, sem hafi verið svo heppnir að fara að engu eftir fyrirmælum stjórnvalda að draga úr framleiðslu verðlagsárið 1984-1985 eða framleiddu jafnvel umfram búmark, en þeir hafi fengið úthlutaðan fullvirðisrétt að fullu miðað við búmark þeirra og á stundum umfram það. Jafnframt hafi þeir bændur sem hafi verið með búmark í mjólk og sauðfjár-framleiðslu öðlast eign er hefði verðgildi, en nautakjötsbúmark hafi verið gert einskis virði á einni nóttu. Þannig hafi þeir bændur hagnast sem ekki hafi farið eftir tilmælum stjórnvalda að breyta búsháttum sínum og fara út í framleiðslu nautakjöts. Jafnframt hafi stjórnvöld úthlutað fullvirðisrétti í sauðfé eftir geðþótta til einstakra bænda á þessum tíma, en stefnandi hafi enga sambærilega úthlutun fengið. Þessi mismunun sé hróplega ósanngjörn og algerlega í andstöðu við tilgang lagasetningar á Íslandi, m.a. um stöðugleika laga og að þau eigi að vera skynsamleg. Þegar stefnandi hafi gert áætlanir um búskap sinn og tekið þá ákvörðun að breyta fyrra búmarki sínu til mjólkurframleiðslu í nautakjötsbúmark hafi það verið grundvallarforsenda hans að framleiðsluréttur hans væri tryggður. Hann hafi verið að hefja búskap þegar framleiðslutakmarkanir hafi verið teknar upp í landbúnaði. Stjórnvöld hafi lofað slíkum aðilum sérstakri meðhöndlun. Við það hafi ekki verið staðið að mati stefnanda. Ef loforð stjórnvalda hefðu staðist hefði stefnandi því í dag greiðslumark í nautakjöti svipað búmarki sínu. Reglur um brostnar forsendur leiði því einnig til þess að stefnandi eigi rétt á bótum úr hendi stefndu. Stefnukrafan er fundin út á eftirfarandi hátt: Stefnandi telur að hann hafi orðið fyrir bótalausri skerðingu á búmarki með reglugerðum settum á grundvelli búvörulaga 46/1985. Skerðingin hafi verið 580 ærgildi í nautakjöti eins og hér að framan hefur komið fram. Bótafjárhæð í nautakjötskvóta sé jafnað við verð á mjólkurkvóta því ljóst sé að þar hefði búmarkið verið ef nautakjötskvóti hefði ekki verið tekinn upp. Frá þessum tíma hafi almennar skerðingar í mjólk verið 4,5% og að teknu tilliti til þess hafi stefnandi tapað 553,9 ærgildum í mjólk. Bótafjárhæðin sé síðan miðuð við meðalverð á greiðslumarki í mjólk á almennum markaði sem sé 120 krónur á hvern lítra mjólkur. Í hverju ærgildi í mjólk séu 174 lítrar. Eitt ærgildi í mjólk, þ.e. 174 lítrar x 120 geri því 20.880 krónur. Stefnufjárhæðin sundurliðist því svo: 553,9 ærgildi í mjólk x 20.880 = 11.565.432 krónur. Samtals hafi því stefnandi orðið fyrir tjóni sem nemi þeirri fjárhæð sem er stefnufjárhæð máls þessa. Varðandi lagarök er byggt á 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og einnig er vísað til 75. gr. hennar. Þá er vísað til jafnræðisreglu stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar og til reglna um brostnar forsendur. Byggt er á meginreglu stjórnarfarsréttar um að reglugerðir verði að hafa lagastoð. Varðandi búmark, fullvirðisrétt og greiðslumark er byggt á lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, búvörulögum, sbr. breytingarlög, nú lög nr. 99/1993. Vísað er til laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt varðandi fyrningareglur á keyptum framleiðslukvóta. Málskostnaðarkrafan styðst við XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. Málsástæður og lagarök stefndu. Af hálfu stefndu er byggt á því að búmarki sem ákvarðað hafi verið samkvæmt heimild í lögum nr. 15/1979, sbr. og lög nr. 45/1981, hafi ekki verið úthlutað sem framleiðslurétti, heldur hafi búmarkið verið viðmiðunartala sem skerðing á afurðaverði hafi reiknast frá, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 465/1983. Sú skerðing hafi verið reiknuð eftirá er ljóst hafi verið hvað hafi verið til skiptanna vegna sölu afurðanna. Reglur um það hafi ekki tryggt fulla greiðslu fyrir framleiðslu upp að búmarki. Um það er af hálfu stefndu vísað til 4. mgr. a liðar 2. gr. reglugerðar nr. 348/1979 og 1. gr., 2. gr. og 8. - 9. gr. reglugerðar nr. 465/1983 og til reglna nr. 174/1986 um uppgjör vegna verðlagsársins 1984-1985. Notkun búmarksins hafi í eðli sínu verið tímabundin, sbr. a lið 2. gr. reglugerðar nr. 348/1979 og 2. gr. reglugerðar nr. 465/1983 og viðmiðunartímabil þess og útreikningur breytingum háður, sbr. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 465/1983. Slík viðmiðun í þágu framleiðslustjórnunar skapi ekki sjálfstæð atvinnu- eða eignarréttindi er geti notið verndar 67. eða 69. gr. stjórnarskrár, sbr. nú 72. og 75. gr. hennar. Þá er á því byggt að allar ákvarðanir stefndu er lotið hafi að framleiðslustjórnun í landbúnaði og snert hafi hagsmuni stefnanda hafi verið teknar með lögmætum hætti og engu bótaskyldu tjóni sé fyrir að fara þeim tengdum. Viðurkennt sé að skerða megi fjárhagsleg réttindi er snerti atvinnuréttindi manna án bóta enda sé það gert með heimild í lögum þar sem jafnræðis sé gætt. Ákvarðanir þær er beinlínis hafi falist í lögum nr. 46/1985, eða sem stjórnvöld hafi tekið með heimild í þeim, hafi uppfyllt þessi skilyrði. Rök stefndu fyrir því eru þessi: A. Um nautakjötsbúmark. Lögum samkvæmt hafi engum fullvirðisrétti á grundvelli samningsgerðar við Stéttarsamband bænda getað verið fyrir að fara í þeirri framleiðslugrein. Löggjafinn hafi tekið sjálfur þá ákvörðun, með almennri reglu er tekið hafi jafnt yfir alla sem hafi haft með höndum framleiðslu nautakjöts, að ekki væri heimilt að láta framleiðslustjórnun með verðábyrgðarsamningum taka til nautakjötsframleiðslu, sbr. a lið 30. gr. laganna. Heimildir til framleiðslustjórnunar í þeirri framleiðslugrein hafi því takmarkast við heimildir er kveðið væri á um í b-d liðum 30. gr. Þeim heimildum er í þeim ákvæðum hafi falist til að ákveða nautakjötsframleiðendum skert verð fyrir hluta framleiðslu sinnar hafi ekki verið beitt og í samræmi við það hafi nautakjötsbúmark, sem ákveðið hafi verið samkvæmt reglugerð nr. 465/1983, misst gildi sitt sem tæki til framleiðslustjórnunar og hafi það verið fellt niður, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 339/1986 og E lið ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 46/1985. Sú ákvörðun hafi því átt stoð í lögum og um hafi verið að ræða almenna reglu er tekið hafi jafnt til allra sem eins hafi staðið á um. Þær reglur er lögin hafi kveðið á um að þessu leyti og ákvarðanir á þeim byggðar hafi þannig í hvívetna verið lögmætar og geti ekki stofnað til bótaskyldu gagnvart stefnanda, sbr. og dóma Hæstaréttar frá 9. október 1997 í hliðstæðum málum. B. Reglugerðir nr. 37/1986 og 339/1986 um upptöku fullvirðisréttarkerfis. Í VII. kafla laga nr. 46/1985, sbr. einkum 30. og 35. gr., hafi verið settur fullnægjandi lagarammi um það hvernig ákvarða skyldi fullvirðisrétt hvers framleiðanda. Með reglum er settar hafi verið um fullvirðisrétt í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu í reglugerðum nr. 37/1986 og 339/1986 hafi ekki verið farið út fyrir þau mörk. Reglugerðirnar séu almennar og miði að jafnræði framleiðenda. Þau viðmiðunartímabil sem þar væri byggt á og reglur þeirra um útreikning réttar einstakra framleiðenda, og heimildir samkvæmt þeim til viðbótarúthlutana til einstakra framleiðenda er uppfyllt hafi tiltekin skilyrði, hafi verið lögmætar og hafi ekki brotið í bága við jafnræðisreglur, sbr. áðurnefnda dóma Hæstaréttar frá 9. október 1997. Úthlutun fullvirðisréttar til stefnanda hafi verið í samræmi við þær reglur sem settar hafi verið og hann hafi ekki sýnt fram á að hann hafi ekki notið jafnræðis við þá úthlutun. Ennfremur er byggt á því af hálfu stefndu að hafi einhverjum bótarétti stefnanda verið fyrir að fara sé hann nú löngu fallinn niður fyrir tómlæti eða fyrningu, sbr. 31. gr. laga nr. 46/1985, en nautakjötsbúmark hafi verið fellt niður með reglugerð nr. 339/1986. Loks er byggt á því að forsendur stefnanda um tjón fái engan veginn staðist. Búmark hafi verið ákvarðað vegna samdráttar í útflutningi. Með gildistöku laga nr. 46/1985 hafi útflutningsbætur strax verið skertar um 30% vegna verðlagsársins 1. september 1985-31. ágúst 1986, sbr. 36. gr. og D-lið ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Í stefnu sé ekkert tillit til þess tekið að frá verðlagsárinu 1986 hafi afurðamagn aukist að baki ærgildis í sauðfé úr 16,8 kg í 18,2 kg, né að heildargreiðslumark við upptöku þess verðlagsárið 1992-1993 hafi ekki verið nema u.þ.b. 46% í sauðfé og u.þ.b. 70% í mjólk af því útreiknaða heildarbúmarki, 18.500 tonnum í sauðfé og 143,4 milljón lítra mjólkur, sem hafi verið til staðar við lok búmarkskerfisins. Ekki fái því staðist að stefnandi geti átt rétt til að hlutdeild hans í innanlandsmarkaði, sem greiðslumarksrétturinn sé bundinn við, verði jafnstór og búmark hafi verið. Af hálfu stefnanda sé heldur ekki tekið tillit til þess, er hann beri saman rétt í búmarki og greiðslumarki og ætlað tjón á þeim grundvelli, að framleiðsla innan búmarks í gildistíð laga nr. 95/1981 hafi hvorki gefið fullt grundvallarverð samkvæmt þeim lögum né hafi verið um að ræða staðgreiðslu afurða svo sem skýrt komi fram af reglum nr. 174/1986 um uppgjör búvöruframleiðslu verðlagsárið 1984-1985. Af hálfu stefndu er því haldið fram að fyrir liggi að allar forsendur hafi skort fyrir mjólkurframleiðslu á Brúnum er stefnandi hóf búskap þar og á búskapartíma hans þar. Samkvæmt úrskurði Framleiðsluráðs í október 1980 virtist búmark á Brúnum, sem sé nýbýli úr landi Syðra-Laugalands, alls 723 ærgildi, hafa verið byggt á framleiðslu stefnanda á jörðinni Tjarnarlandi og hafi það verið þannig miðað við framleiðslu á viðmiðunarárunum 1976-1978; mjólk 554 ærgildi, sauðfé 70 ærgildi og nautakjöt 99 ærgildi. Með bréfi til Framleiðsluráðs dagsettu 9. maí 1980 hafi stefnandi tilkynnt að hann hafi flutt frá Laugalandi að Brúnum árið 1979 og að hann hafi alfarið hætt mjólkurframleiðslu. Hann hafi óskað eftir því að halda áunnum kvóta, er ella félli niður, og að allur útreiknaður kvóti í mjólk yrði fluttur yfir á sauðfjár- og nautakjöts­framleiðslu. Virtist það í fyrstu hafa verið fært á sauðfjárframleiðsluna, sbr. fskj. með dskj. nr. 7, en að ósk stefnanda sjálfs sem hefði hafið kálfaeldi til slátrunar vegna rýmri markaðsaðstöðu nautgripa­kjöts, sbr. dskj. nr. 12, hafi því verið breytt þannig að mjólkurkvóti hafi allur, að undanskildum 8 ærgildum, farið yfir í nautakjöt þannig að búmark í því hafi orðið 645 ærgildi. Eins og gögn málsins og yfirlit framleiðsluráðs á dskj. nr. 37 beri með sér hafi stefnandi síðan einbeitt sér að þeirri framleiðslu auk lítils­háttar sauðfjárræktar. Af fram­lögðum gögnum sé líka ljóst að enginn húsakostur hafi verið eða hefði verið fyrir hendi á Brúnum er fullnægði kröfum til mjólkur­framleiðslu. Hafi stefnandi meira að segja þurft að leigja útihús af prestinum á Syðra-Laugalandi til að geta haft með höndum þá framleiðslu sauðfjár- og nautgripakjöts er hann hafi haft búmark í. Gripahús til þeirrar framleiðslu hafi ekki verið reist á Brúnum fyrr en á árinu 1989, sbr. dskj. nr. 33 bls. 2 og 4. Samkvæmt þessu hafi stefnandi hvorki haft neinn húsakost til mjólkurframleiðslu við setningu búvörulaga nr. 46/1985 né hafði hann þá haft slíka framleiðslu með höndum um árabil. Honum hafi síðan verið reiknaður 71,1 ærgilda fullvirðisréttur í sauðfé vegna verð­lagsársins 1987-1988 samkvæmt reglugerð nr. 443/1987, byggt á framleiðslu hans árið 1984 sem hafi verið það ár er honum hafi verið hagstæðara af þeim árum er ákvörðun full­virðisréttar hafi getað tekið mið af, sem hafi verið verðlagsárin 1984 og 1985, en varð 142,1 ærgildi næsta ár á eftir, sbr. dskj. nr. 24 og nr. 37. Engin framleiðslutakmörkun hafi verið við lýði í nautakjötsframleiðslu né verðábyrgð við slíka takmörkun tengd og hafi stefnandi því haft frjálsar hendur í þeirri framleiðslu sinni og sölu á henni. Verði ekki talið að þau sjónarmið sem hér að framan hafa verið rakin eigi að leiða til sýknu af öllum kröfum stefnanda er varakrafa stefndu sú að stefnukröfurnar verði stórkostlega lækkaðar. Í því sambandi er af þeirra hálfu vísað til sjónarmiða er rakin hafa verið hér að framan varðandi meint tjón stefnanda og bótaskyldu. Þá fái útreikningur tjóns, miðað við ætlað meðalverð greiðslumarks í mjólk löngu síðar, sem engum gögnum sé stutt, og krafa á því byggð, ekki staðist að lögum. Kröfum stefnanda um dráttarvexti og upphafstíma þeirra er mótmælt. Öllum kröfum stefnanda er af hálfu stefndu vísað á bug en því er haldið fram af þeirra hálfu að ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni er rakið verði til atvika er kynnu að varða stefndu bótaskyldu að lögum. Þess er krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði til þess litið að stefna sé reist í verulegum atriðum á röngum og hald­lausum staðhæfingum og kröfum, sbr. 130. og 131. gr. laga um meðferð einkamála. Niðurstöður. Stefnandi heldur því fram að stjórnvöld hafi hvatt bændur til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts en auka framleiðslu nautakjöts. Hann hafi breytt fyrra búmarki til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu í nautakjötsbúmark og þar með sinnt hvatningu Framleiðsluráðs landbúnaðarins í þeim efnum. Stefnandi vísar í því sambandi til umburðarbréfs Framleiðsluráðs frá 3. maí 1982 á dskj. nr. 8. Í bréfi þessu kemur fram að á fundi Framleiðsluráðsins þann 29. apríl það ár hafi verið samþykkt svohljóðandi tillaga: „Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkir að öllum bændum á lögbýlum verði skrifað bréf varðandi búmark í nautakjöti. Í bréfinu verði gerð grein fyrir því að ætla megi að nautakjötsframleiðslan fái hliðstæða meðferð við uppgjör á verðlagsárinu 1. september 1982 til 31. ágúst 1983 eins og sauðfjárafurðir. Skorað verði á framleiðendur að gera Framleiðsluráði skriflega grein fyrir því, hvort þeir muni nýta áunninn búmarksrétt sinn í nautakjöti á næsta ári. Tekið verði fram að svari bændur bréfinu ekki fyrir 1. júlí n.k. verði litið svo á að þeir ætli ekki að nota búmarksrétt sinn og hann falli út til geymslu næsta verðlagsár. Vilji einhverjir framleiðendur fá rýmkaðan rétt til nautakjötsframleiðslu gefi þeir upplýsingar um hvort þeir vilji á móti draga úr kindakjötsframleiðslu eða mjólkurframleiðslu. Að fengnum framangreindum upplýsingum verði búmark í nautakjöti endurskoðað með hliðsjón af vaxandi sölu nautakjöts.“ Þá segir í umburðarbréfinu að eins og bændum hafi áður verið tilkynnt verði nautakjöt sem komi í sláturhús fyrir ágústlok á því ári greitt fullu verði. Bændur væru hvattir til að nota markaðinn á meðan tryggt sé að fullt verði fáist. Búist væri við miklu nautakjöti næsta haust sem gæti leitt til þess að þá þyrfti að beita verðskerðingu við uppgjör. Í bréfinu er skorað á bændur að segja til um það fyrir 1. júlí hvort þeir muni nota framleiðslurétt sinn í nautakjöti. Þeir sem ekki tilkynni fyrir þann tíma megi reikna með að svo verði litið á að þeir noti ekki rétt sinn svo sem segi í framanritaðri tillögu. Rétturinn verði þá geymdur á nafni jarðarinnar til síðari tíma. Síðan segir í umburðarbréfinu að vilji framleiðendur nautakjöts fá rýmkaðan þann framleiðslurétt gegn því að draga saman framleiðslu í kindakjöti eða mjólk, þurfi þeir að sækja sérstaklega um það og taka fram hversu mikinn framleiðslurétt þeir óski eftir að færa á milli búgreina. Þegar efni umburðarbréfs þessa er skoðað verður það hvorki túlkað á þann veg að bændur hafi með því verið hvattir til að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts og auka framleiðslu nautakjöts né að þeir hafi verið hvattir til að breyta búmarki til mjólkur og sauðfjárframleiðslu í nautakjötsbúmark eins og stefnandi heldur fram. Eins og fram kemur í bréfinu gátu bændur ákveðið sjálfir hvort þeir vildu nota framleiðslurétt sinn til nautakjötsframleiðslu. Einnig kemur þar fram að bændur gátu sótt um að fá aukinn framleiðslurétt hvað varðaði nautakjöt gegn því að draga úr framleiðslu kindakjöts og mjólkur. Stefnandi telur einnig að með búmarkinu hafi jörð hans áunnið sér réttindi sem ekki verði skert án bóta. Með tilkomu fullvirðisréttar hafi búmarki verið kippt í burtu og nautakjötsframleiðsla gefin frjáls. Réttindi hans hafi þar með verið stórlega skert, umfram almennar skerðingar. Stefnandi kveðst hafa miðað ráðstafanir í uppbyggingu búrekstrar síns við að búmark í nautakjöti væri komið til að vera. Framleiðsluréttur í nautakjöti hafi hins vegar verið gerður verðlaus með skyndiákvörðun löggjafans og stjórnvalda. Með þeim rökum telur stefnandi að stefndu beri að bæta honum tjónið sem hann telur sig hafa orðið fyrir af þessum ástæðum. Í dómum Hæstaréttar frá 9. október 1997 í málum nr. 42/1997 og 43/1997 segir að tilgangur laga nr. 15/1979, um breyting á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðar-vörum o.fl., hafi verið sá að draga úr framleiðslu búvöru svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Með lögunum var Framleiðsluráði heimilt að beita tímabundnum ráðstöfunum, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra, til þess að ná þessum tilgangi en þær ráðstafanir eru taldar í 1. gr. laga nr. 15/1979. Samkvæmt a lið lagagreinarinnar var þannig heimilt að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda þegar búvöruframleiðsla yrði meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust viðunandi erlendir markaðir fyrir það sem umfram væri. Var m.a. heimilt í því sambandi að ákveða framleiðendum full grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, en útflutningsverð fyrir það sem umfram væri. Samkvæmt 5. mgr. sömu lagagreinar skyldi landbúnaðarráðherra setja reglugerð um framkvæmd heimilda er fólust í lagagreininni, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og fulltrúafundar Stéttarsambands bænda. Með reglugerð nr. 348/1979, sem sett var samkvæmt lögum nr. 15/1979, voru Framleiðsluráði landbúnaðarins heimilaðar tilteknar tímabundnar ráðstafanir í samræmi við fyrirmæli laganna. Samkvæmt a lið 2. gr. reglugerðarinnar var þannig heimilt að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda samkvæmt því sem segir í lögunum og hér að framan greinir. Í 2. mgr. sama liðar segir að settur verði kvóti í ærgildisafurðum fyrir framleiðslu sauðfjár- og nautgripaafurða, aðra hvora búgreinina eða báðar, eftir því sem þurfa þyki. Í greinargerð með lögum nr. 15/1979 kemur fram að mikill vandi hafi steðjað að íslenskum landbúnaði vegna framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða umfram það sem seldist á innanlandsmarkaði. Fram kemur einnig að mjög brýnt hafi verið að grípa til aðgerða sem væru til þess fallnar að draga úr framleiðslu. Þær aðgerðir sem frumvarpið gerði ráð fyrir að heimilt yrði að beita væru ætlaðar sem skammtímaaðgerðir þar til fastara skipulag færðist á framleiðslumagn landbúnaðarins í samræmi við þarfir innlends markaðar. Samkvæmt lögum nr. 15/1979 var þannig heimilt að grípa til tímabundinna ráðstafana þegar búvöruframleiðsla yrði meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust erlendir markaðir sem viðunandi teldust fyrir það sem umfram væri að mati Framleiðsluráðs og landbúnaðarráðuneytisins. Skyldi að því stefnt með þessum aðgerðum að laga framleiðsluna að þörfum markaðarins. Engar vísbendingar er að finna í gögnum málsins þess efnis að aðstæður sem máli skiptu varðandi stjórnun búvöruframleiðslunnar yrðu óbreyttar til frambúðar. Verður fremur að telja rökréttara að gera hafi mátt ráð fyrir því að þessar aðstæður breyttust. Ekki verður heldur litið svo á að stjórnvöld hafi gefið fyrirheit um hvaða ákvarðanir yrðu teknar í framtíðinni varðandi stjórnun á framleiðslu búvara eða að stefnandi hafi mátt treysta því að þessum aðgerðum yrði beitt áfram án viðeigandi breytinga í samræmi við þann tilgang sem þeim var ætlað að þjóna. Með lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem tóku gildi 1. júlí 1985 og felldu úr gildi fyrri lög um sama efni, var landbúnaðarráðherra veitt heimild til að beita tilteknum ráðstöfunum til að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún yrði í samræmi við tilgang laganna, sbr. 30. gr. þeirra. Tilgangur laganna var m.a. sá að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, sbr. a lið 1. gr. laganna, og samkvæmt b lið, að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar yrði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggði ávallt nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Samkvæmt a lið 1. mgr. 30. gr. laganna var landbúnaðarráðherra heimilt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðendum yrði ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Skyldi ríkissjóður leggja fram fjármagn til að greiða framleiðendum mismun á fullu verði samkvæmt þeim samningum og þess verðs sem fengist fyrir búvörurnar við sölu á innlendum og erlendum mörkuðum. Samkvæmt 35. gr. skyldu ákvarðanir um beitingu þessara og annarra heimilda í VII. kafla laganna teknar með reglugerð þar sem réttur framleiðenda skyldi ákveðinn með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Fullvirðisréttur var í 1. gr. reglugerðar nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986, sem sett var samkvæmt heimild í ofangreindum lögum, skilgreindur sem það framleiðslumagn sem framleiðandi afhenti til sölu í afurðarstöð og honum væri ábyrgst fullt verð fyrir samkvæmt reglugerðinni. Samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar skyldi fullvirðisréttur mjólkurframleiðanda það verðlagsár vera margfeldi búmarks hans og fullvirðismarks viðkomandi svæðis en engum framleiðanda skyldi þó reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu hans innan búmarks verðlagsárið 1984-1985, sbr. a lið greinarinnar. Heimilt var samkvæmt 10. gr. reglugerðarinnar að veita mjólkurframleiðendum, sem uppfylltu tiltekin skilyrði sem þar eru tilgreind, aukinn fullvirðisrétt. Engin sambærileg ákvæði voru í reglugerðinni varðandi kvóta á framleiðslu nautakjöts eins og áður hafði verið í framangreindri reglugerð nr. 348/1979, sbr. 2. mgr. a liðar 2. gr. reglugerðarinnar. Í 10. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986-1987, sem einnig var sett samkvæmt lögum nr. 46/1985, segir að reglugerðin taki ekki til búmarks vegna framleiðslu nautakjöts. Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar skyldi búvöruframleiðanda aðeins reiknaður fullvirðisréttur til mjólkur- og/eða sauðfjárframleiðslu fullnægði hann þeim skilyrðum að hafa búmark í hlutaðeigandi búgrein og að hafa lagt afurðir, mjólk og/eða kindakjöt, inn í afurðarstöð á verðlagsárinu 1985-1986. Stefnandi hafði ekki framleitt mjólk frá árinu 1979 og gat því ekki fengið fullvirðisrétt í mjólk samkvæmt þeim reglum sem hér að framan hafa verið raktar. Ekki hefur annað komið fram í málinu en málefnaleg sjónarmið hafi ráðið þeim ákvörðunum sem þannig voru teknar. Telja verður einnig með vísan til þeirra lagaákvæða sem hér að framan eru tilgreind að ákvarðanir sem teknar voru með nefndum reglugerðum hafi verið í samræmi við fyrirmæli laganna. Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu af hálfu stefnanda í tilefni af því að stefndu halda því fram að ekki hafi verið forsendur fyrir mjólkurframleiðslu að Brúnum og engar upplýsingar liggja fyrir um aðstæður þar hvað slíka framleiðslu varðar. Ekki liggja heldur fyrir upplýsingar um hverjar þær ráðstafanir voru sem stefnandi kveðst hafa viðhaft í uppbyggingu búrekstrarins. Með vísan til alls þessa þykja ekki fram komin fullnægjandi lagarök fyrir því að stefnandi hafi öðlast bótarétt á hendur stefndu af þeim ástæðum sem hann tilgreinir í málatilbúnaði sínum. Ber því að sýkna þá af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndu, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, skulu sýknir vera af kröfum stefnanda, Kristjáns H. Theodórssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 453/1998
Útivist Ómerking héraðsdóms Skriflegur málflutningur
Opinbert mál var höfðað á hendur G. Héraðsdómari gaf út fyrirkall og í áritun um birtingu þess kom fram að G hafi óskað eftir því að V yrði skipaður verjandi sinn. G sótti ekki þing þar sem mættir voru saksóknari og V, skipaður verjandi G. Ákvað héraðsdómari að fresta málinu. Aftur gaf héraðsdómari út fyrirkall á hendur G og við birtingu þess óskaði G eftir því að S yrði skipaður verjandi sinn. Þegar málið var tekið fyrir að nýju mættu saksóknari og lögmaðurinn V, en ekki G. Reifuðu þeir málið og var það dómtekið og dómur felldur í því. Í héraðsdóminum var vísað til þess að G hefði ekki sótt þing þrátt fyrir að ákæra og fyrirkall hefði verið löglega birt honum, svo og að hann hefði játað brot sitt fyrir lögreglu. Var málið dæmt með heimild í 1. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991 og var G sakfelldur. Talið var að ekki hafi orðið útivist af hálfu G, því þó að G hefði ekki sjálfur komið fyrir héraðsdóm hafi verið mættur af hans hálfu lögmaður sem að ósk G var skipaður verjandi hans. Skilyrði til að fella dóm á málið eftir ákvæðum 126. gr. laga nr. 19/1991 voru ekki talin hafa verið fyrir hendi. Var héraðsdómur ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með síðara þinghaldinu í héraði og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 10. nóvember 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 1. mgr. 150. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1994. Ákæruvaldið krefst þess að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar frá og með þinghaldi 25. mars 1998. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara gerir hann sömu kröfu og ákæruvaldið. Málið var tekið til dóms fyrir Hæstarétti án munnlegs flutnings samkvæmt heimild í 1. mgr. 156. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 16. gr. laga nr. 37/1994. I. Málið var höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra 27. febrúar 1998, þar sem ákærða voru gefin að sök nánar tiltekin brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Gifspússningar ehf. Héraðsdómari gaf út fyrirkall til ákærða 6. mars 1998, þar sem hann var kvaddur til að mæta á dómþingi 13. sama mánaðar kl. 9.30. Í fyrirkallinu var meðal annars tekið fram að ef ákærði myndi ekki sækja þing að forfallalausu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði talin jafngilda að hann játi sök í málinu og að dómur yrði felldur á það að honum fjarstöddum, sbr. 120. gr. og 126. gr. laga nr. 19/1991. Jafnframt var þar vakin athygli á að heimild til að áfrýja slíkum dómi væri takmörkuð samkvæmt 150. gr. sömu laga. Þetta fyrirkall var ásamt ákæru birt fyrir ákærða 12. mars 1998. Í áritun um birtingu á fyrirkallinu var þess getið að ákærði hafi óskað eftir að Valgeir Kristinsson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður verjandi sinn. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins 13. mars 1998, þar sem voru mættir saksóknari og fyrrnefndur lögmaður, sem var skipaður verjandi ákærða. Héraðsdómari ákvað að fresta málinu til 19. sama mánaðar sökum þess að dregist hafi að birta ákærða fyrirkall og verjandinn hafi ekki haft ráðrúm til að kynna sér framlögð skjöl. Af gögnum málsins verður ekki séð að orðið hafi af þinghaldi 19. mars 1998. Þann dag gaf héraðsdómari hins vegar út nýtt fyrirkall á hendur ákærða. Var það sama efnis og fyrra fyrirkall að frátöldu því að ákærði var nú kvaddur til þinghalds 25. sama mánaðar kl. 10.30. Í ódagsettri áritun um birtingu fyrirkallsins fyrir ákærða kemur fram að hann hafi beðið um að Sigmundur Hannesson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður verjandi sinn. Þegar málið var tekið fyrir á ný í héraðsdómi 25. mars 1998 mættu saksóknari og Valgeir Kristinsson hæstaréttarlögmaður, en ákærði hins vegar ekki. Kvaðst verjandinn hafa ítrekað reynt að ná til ákærða, en án árangurs. Héraðsdómari hafnaði að verða við ósk, sem ákærði hafði látið uppi við birtingu síðara fyrirkallsins í málinu, um að sér yrði skipaður annar verjandi. Að þessu gerðu fól dómarinn saksóknara og verjanda að reifa málið með tilliti til ákvörðunar á refsingu. Færðist verjandinn undan því, þar sem honum hafi ekki gefist kostur á að kynna sér viðhorf ákærða til málsins. Féllst dómarinn ekki á það, enda hafi ákærða tvívegis verið birt fyrirkall með aðvörun um afleiðingar útivistar. Reifuðu síðan saksóknari og verjandinn málið, sem var dómtekið. Í beinu framhaldi af því var hinn áfrýjaði dómur felldur á málið. Í dóminum var vísað til þess að ákærði hafi ekki sótt þing, þrátt fyrir að ákæra og fyrirkall hafi verið löglega birt honum, svo og að hann hafi játað brot sitt fyrir lögreglu. Væri málið dæmt með heimild í 1. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991. Var ákærði sakfelldur fyrir þau brot, sem honum voru gefin að sök í ákæru, og dæmdur til að greiða sekt að fjárhæð 12.000.000 krónur að viðlagðri vararefsingu, varðhaldi í tólf mánuði, ásamt nánar tilteknum sakarkostnaði. II. Ekki verður fallist á það með ákærða að annmarkar hafi verið á rannsókn málsins fyrir útgáfu ákæru, sem leitt geti til að því verði vísað frá héraðsdómi. Verður aðalkröfu ákærða fyrir Hæstarétti því hafnað. Þótt ákærði hafi ekki sjálfur komið fyrir héraðsdóm í áðurnefndum þinghöldum 13. og 25. mars 1998 var mættur þar af hans hálfu lögmaður, sem að ósk ákærða var skipaður verjandi hans. Af þessum sökum varð ekki útivist af hálfu ákærða. Þegar af þeirri ástæðu voru ekki skilyrði til að fella dóm á málið eftir ákvæðum 126. gr. laga nr. 19/1991. Verður því að fallast á kröfur aðilanna um að héraðsdómur verði ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með þinghaldi 25. mars 1998 og vísa málinu heim í hérað til nýrrar meðferðar. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur er ómerktur ásamt meðferð málsins frá og með þinghaldi 25. mars 1998. Málinu er vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Valgeirs Kristinssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur, og skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Péturs Þórs Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 25. mars 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 25. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 209/1998: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Davíðssyni sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með ákæruskjali Ríkislögreglustjóra, dagsettu 27. febrúar sl. á hendur ákærða, Guðmundi Davíðssyni, Krókamýri 78, Garðabæ, kt. 100740-4789, „I. Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Ákærði sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Gifspússningar ehf. Hólabergi 36, Reykjavík, kt. 670588-1499, er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Tollstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni Gifspússningar ehf. á árinu 1993, 1994 og 1995 samtals að fjárhæð 7.311.958 og sundurliðast sem hér greinir: Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50,1988, um virðis­aukaskatt, sjá nú 3. gr. laga nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995. II. Fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa eigi, í samræmi við það sem lög áskilja, staðið Gjaldheimtunni í Reykjavík skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna Gifspússningar ehf. á árunum 1994 og 1995 samtals að fjárhæð kr. 2.291.545 og sundurliðast sem hér segir: Telst þetta varða við 1. mgr. 30. gr. sbr. 7. mgr. laga nr. 45,1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sjá nú 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45,1987, sbr. 2. gr. laga nr. 42,1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39,1995. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.” Niðurstaða. Ákærða hefur verið löglega birt ákæra og fyrirkall og hefur hann hvorki sótt þing né boðað forföll. Hjá lögreglu hefur hann játað það atferli sem hann er saksóttur fyrir. Er málið nú dæmt með heimild í 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991. Hefur ákærði orðið sekur um athæfi það sem greinir í ákærunni og réttilega er þar fært til refsiákvæða. Gera ber ákærða 12.000.000 króna sekt til ríkissjóðs sem greiða ber innan 4 vikna frá dómsbirtingu en ákærði sæti ella varðhaldi í 12 mánuði, greiðist sektin ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talda þóknun til verjandans, Valgeirs Kristinssonar, hrl., 35.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Davíðsson, greiði 12.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 12 mánaða varðhald í stað sektarinnar, greiðist hún eigi innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun til verjanda síns, Valgeirs Kristinssonar, hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur.
Mál nr. 333/1998
Kynferðisbrot Börn Skaðabætur
V var ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi skólahúss þar sem 12 ára stúlka, X, lá sofandi, fært hana úr nærbuxum, strokið ytri kynfæri hennar og strokið getnaðarlim sínum um innanvert læri hennar. Ættarmót stóð yfir í húsinu og voru bæði V og X á meðal gesta á mótinu og var V ölvaður. Þrátt fyrir staðfasta neitun V var hann sakfelldur, en framburður X um að hún hefði vaknað við athæfi hans fékk stoð í vætti móður hennar og systur sem komu að ákærða hálfklæddum í herberginu eftir að X hafði komist undan V og hlaupið til þeirra í mikilli geðshræringu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var skotið til Hæstaréttar 18. ágúst 1998 að ósk ákærða með vísun til a-d liða 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 7. gr. laga nr. 37/1994. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist, að refsing ákærða verði þyngd og hann dæmdur til greiðslu skaðabóta, eins og í ákæru greinir. Ákærði krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst hann sýknu ellegar þess, að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess, að bótakröfu kæranda verði vísað frá dómi eða hún lækkuð. Við málflutning fyrir Hæstarétti er ekkert fram komið, sem veitir líkur fyrir því, að niðurstaða héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng, svo að einhverju skipti um úrslit málsins, sbr. 5. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Verða sakarmat héraðsdóms og refsiákvörðun hans staðfest með skírskotun til forsendna dómsins. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð greinargerð Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa frá 8. febrúar 1999, en hún átti sjö stuðningsviðtöl við kæranda haustið 1997. Rennir skýrslan stoðum undir það almenna mat, að slík kynferðisleg áreitni og hér var um að ræða sé til þess fallin að valda unglingsstúlku ótta og öðrum sálrænum erfiðleikum, eins og raunin hafi orðið. Ákærði verður þannig bótaskyldur fyrir þá ólögmætu meingerð, sem hann hefur haft í frammi gagnvart kæranda, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á, að lagaskilyrði séu til þess að dæma jafnframt þjáningabætur samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga. Með þessum athugasemdum verður ákvörðun héraðsdóms um skaðabætur staðfest. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður ekki haggað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Valdimar Júlíusson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 70.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 70.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júlí 1998 Ár 1998, mánudaginn 6. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni, settum héraðsdómara, sem dóms­formanni og héraðsdómurunum Arngrími Ísberg og Hirti O. Aðalsteinssyni sem meðdóm­end­um, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 466/1998: Ákæruvaldið gegn Valdimar Júlíussyni sem tekið var til dóms 15. júní sl. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 5. maí sl. á hendur Valdimar Júlíussyni, kt. 130765-5809, Kleppsvegi 12, Reykjavík, „fyrir kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 29. júní 1997, í herbergi á efri hæð skóla­húsnæðis Reykhólaskóla, Reykhólahreppi, fært stúlkuna X, tólf ára, úr nær­bux­um, og er stúlkan reyndi að bera náttkjól fyrir kynfæri sín rifið hann frá, strokið ytri kynfæri stúlkunnar og strokið getnaðarlim sínum um innanvert læri hennar, en eftir það tókst henni að komast á brott. Telst framangreind háttsemi varða við 2. ml. 1. mgr. 202. gr. almennra hegn­ingarlaga, nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu krefst Hilmar Baldursson héraðsdómslögmaður, skaðabóta fyrir hönd X úr hendi ákærða, 2.350.000 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga, frá 28. júní 1997 til greiðsludags.“ Málavextir: Aðfaranótt sunnudagsins 29. júní 1997, um kl. 4 hafði Y símleiðis samband við lögregluna á Patreksfirði og tilkynnti að grunur léki á að 12 ára hálfsystir hennar, til heimilis í Reykjavík, hefði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu manns að nafni Valdimar, þ.e. ákærða í máli þessu. Kvaðst Y vera stödd á ættarmóti í skólanum á Reykhólum og hefði atvikið átt sér stað skömmu áður í skólastofu þar sem stúlkan svaf. Kvað Y stúlkuna hafa komið til móður þeirra í miklu uppnámi og sagt henni hvað gerst hafði. Móðir þeirra hefði þá farið inn í skólastofuna þar sem atvikið gerðist og er hún kom þar inn hefði ákærði verið þar og að hífa upp um sig buxurnar. Ekki væri vitað nákvæmlega hvað gerst hefði í skóla­stofunni, en búið væri að hafa samband við hjúkrunarfræðing í Búðardal vegna málsins. Eftir að hafa rætt við Y um feril slíkra mála hafði hún samband við neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur og í framhaldi af því var ákveðið að fara með stúlkuna til Reykjavíkur á barnadeild Landspítalans til skoðunar. Lögreglumenn á Patreksfirði fóru að Reykhólum og voru þeir komnir þangað milli kl. 7 og 8 um morguninn. Þar hittu þeir fyrir J. Hann kvað málavexti vera þá að milli kl. 2 og 3 um nóttina hafi flest fólkið sem var að skemmta sér á ættarmóti verið statt í borðsal á miðhæð hússins er 12 ára uppeldisdóttir hans hafi komið hlaupandi niður í borðsal og gert þar vart við sig. Móðir hennar hafi farið með henni og telpan útskýrt fyrir henni hvað komið hefði fyrir. Hafi telpan sofið í herbergi á efstu hæð hússins, innst á ganginum, hægra megin, er snúi til austurs. Hún hafi verið sofandi í svefnpoka á dýnu á gólfinu og vaknað við að nakinn maður stóð yfir henni. Muni hún hafa sagt að maðurinn hafi sagt henni að hafa ekki hátt og vera ekki hrædd. Maðurinn hafi náð henni úr nærbuxunum og gert tilraun til að misnota hana, en hún með einhverjum hætti komist frá honum, hlaupið niður á næstu hæð og sagt móður sinni hvað hafi gerst. Hafi móðir hennar þegar farið upp og inn í her­bergið. Þar hafi hún komið að ákærða sem hafi þá verið að hífa upp um sig buxurnar. Móðirin hafi spurt ákærða, sem hafi verið undir áhrifum áfengis, hann hvað hann væri að gera þarna, en fátt orðið um svör. Ættarmótið hafi leyst upp í framhaldi af þessu og hafi ákærði yfirgefið vettvang um kl. 7 ásamt foreldrum, sambýliskonu og barni þeirra. Væri ekki vitað hvert þau ætluðu, en gert væri ráð fyrir að þau færu til Reykjavíkur. Áður en lögreglumennirnir komu að Reykhólum var búið að gera ráðstafanir til að koma telpunni til skoðunar á barnadeild Landspítalans. Engin vitni væru að þessu fyrr en telpan kom niður á hæðina þar sem fólkið var að skemmta sér. Að sögn J var herberginu lokað og enginn hafi farið þar inn fyrr en lögregla kom á vett­vang. Lögreglumenn skoðuðu vettvang og ljósmynduðu. Lá dýnan eins og hún var og skór voru í herberginu, sem áttu ekki að vera þar, líklega í eigu ákærða og var lagt hald á þá. Ákærði Valdimar Júlíusson, gaf skýrslu hjá lögreglu síðdegis sama dag og kvaðst saklaus af því sem á hann væri borið. Aldrei myndi hvarfla að honum að gera 12 ára gamalli stúlku eitthvað sem talist geti kynferðisbrot. Hann hafi komið til Reyk­hóla laust eftir kl. 19 á laugardeginum þar sem haldið hafi verið ættarmót sem á hafi verið um 50 manns, þ.m. móðir stúlkunnar og fjölskylda hennar. Kveðst hann ekki hafa hitt þá konu áður og fæsta af þeim sem þarna voru hafi hann séð áður. Fólkið hafi verið að snæða þegar hann kom og eftir matinn hafi allir farið í íþróttahúsið þar sem farið hafi verið í leiki og sungið. Hann hafi neytt áfengis um kvöldið og orðið mjög ölvaður. Úr íþróttahúsinu fór ákærði ásamt meginþorra fólksins aftur inn í borðsalinn, þar sem fólkið hafi setið við tvö borð. Börnin hafi einnig verið þarna. Ákærði ráfaði um húsið, eins og raunar allir gerðu, en eitthvað af fólkinu hafi þó farið að sofa. Húsið í skólanum sé á þremur hæðum, kjallari, jarðhæð og efri hæð í tveimur álmum og átti ákærði að sofa í kjallaranum. Ákærði kveðst ekki muna atburði kvöldsins, enda verið mjög ölvaður. Kveðst þó vera viss um að hann hafi ekki gert neitt á hlut telpunnar. Hann minnist þess að allt í einu var borið á hann að hann hafi áreitt einhverja 12 ára gamla stúlku kynferðislega. Föðurbróðir hans hafi borið þetta á hann. Hann muni ekki hvar í skólahúsinu hann var þá staddur, en hann hafi verið kominn út úr húsinu þegar hann áttaði sig á því sem verið var að saka hann um. Ákærði minnist þess ekki að hafa farið úr einhverjum fötum um nóttina. Ákærða var greint frá því að samkvæmt frásögn stúlkunnar hafi hún vaknað upp við það að getnaðarlimur hans straukst við innanvert læri hennar og að það hafi gerst í herbergi á efri hæðinni þar sem stúlkan lá á dýnu á gólfinu. Hún segði að ákærði hafi verið allsber og að hann hafi verið búinn að færa hana úr nærbuxum sem hún hafði verið í. Er hún reyndi að setja náttkjól fyrir kynfærin hafi ákærði rifið náttkjólinn frá, káfað á kynfærum stúlkunnar og sagt að hann ætlaði ekki að gera henni neitt. Þegar hún reyndi að rísa upp hafi hann ýtt henni niður á dýnuna aftur. Stúlkan hafi svo sloppið frá honum stuttu seinna og leitað ásjár móður sinnar. Ákærði kvað þetta vera „kjaftæði“. Þá var ákærða sagt að samkvæmt frásögn móður stúlkunnar hafi stúlkan komið til móður sinnar þar sem hún var á jarðhæð hússins og sagt henni að það væri maður í herbergi sem telpan hafði verið í. Móðirin hafi farið upp í her­bergið og þegar hún kom þangað hafi hún séð ákærða þar inni beran að ofan, en í síð­buxum og verið að eiga eitthvað við buxnaklaufina á þeim. Ákærði kveður þetta ekki rétt. Spurður um hvort ákærði hafi átt einhver samskipti við Y hálfsystur stúlk­unnar, um nóttina kveðst hann ekki muna eftir því og viti ekki hver sú kona sé. Ákærði kveður ætlun sína hafa verið að gista á Reykhólum, enda átti ættar­mótið að standa fram á sunnudaginn, en eftir að þessar ásakanir voru bornar á hann hafi hann horfið frá því og þess í stað farið til Reykjavíkur ásamt þeim sem komið höfðu með honum og hafi þau komið þangað um kl. 7. Hann kveðst ekkert erindi hafa átt upp á efri hæð skólahússins og enga hugmynd hafa um hvað hann var að gera þangað annað en leita að áfengi. Hann ætti við drykkjusýki að stríða og hefði verið mjög ölvaður. Af þessum sökum hafi verið búið að fela allt áfengi fyrir honum. Við þær aðstæður sé hann getulaus til kynferðisathafna. Þá gæti hann enga skýringu gefið á því hvers vegna skór hans fundust í herberginu þar sem stúlkan svaf. Kærandinn X, gaf skýrslu hjá lögreglu síðdegis sama dag. Hún kveðst hafa lagst til svefns í skólanum á Reykhólum um kl. 1 um nóttina. Fósturfaðir hennar hafi fært hana í annað herbergi þar sem hún lá á dýnu á gólfinu milli tveggja rúma. Enginn annar hafi þá verið í herberginu. Kveðst hún hafa vaknað um nóttina við að hún fann eitthvað strjúkast við vinstra læri sitt innanvert alveg uppi við klofið. Hún hafi áttað sig á að það var tippi sem strokist hafði við hana. Einnig fann hún þá að hún var ekki lengur í nærbuxunum og að búið var að opna svefnpokann. Kveðst hún, eiginlega áður en hún að opnaði augun, hafa sett náttkjólinn fyrir klof sitt. Um svipað leyti hafi hún opnað augun og séð hver þarna var, þ.e. ákærði, og hafi hann verið allsber. Ákærði hafi líklega beygt sig einhvern veginn yfir hana, en sennilega ekki legið ofan á henni. Þegar vitnið setti náttkjólinn fyrir kynfæri sín kveður hún ákærða hafa rifið kjólinn frá og káfað á kynfærum hennar með höndunum. Hafi hann sagt að hún þyrfti ekki að vera hrædd; hann ætlaði ekki að gera neitt og að þetta væri allt í lagi. Vitnið kveðst hafa reynt að rísa aftur upp, ýtt ákærða frá og sloppið frá honum og hlaupið fram, þar sem hún hafi leitað ásjár móður sinnar. Vitnið kvað ákærða hafa strokið með hendinni við klof hennar; hann hafi ekki farið með fingur inn í hana. Ákærði hafi ekki meitt hana nema þegar hann ýtti henni niður. Vitnið kveðst hafa öskrað á ákærða að hætta því sem hann var að gera. Hún segist ekki, svo vel sé, geta gert sér grein fyrir því hve langur tími leið frá því hún vaknaði og þar til hún slapp frá ákærða. Móðir hennar hafi þó verið búin að líta til hennar líklega hálftíma áður en þetta gerðist. Hún hafi ekki vaknað þá en móðir hennar hafi sagt henni það síðar. Ákærði skýrði við meðferð málsins svo frá að hann hafi komið á ættarmótið á Reykhólum um kl. 20 á laugardeginum ásamt fjölskyldu sinni og mágkonu. Þá hafi flest fólkið verið komið og setið í borðsalnum og raunar verið á víð og dreif, úti að grilla eða inni að borða. Hann hafi gjört hið sama og hitt fólkið, þ.e. að grilla og svo farið inn í borðsal að snæða sinn mat. Þegar borðhaldinu var lokið hafi fólkið farið inn í íþróttasalinn í skólanum þar sem fram hafi farið dagskrá, en eftir hana, um eða eftir miðnætti, hafi fólkið farið aftur inn í borðsalinn að skemmta sér. Ákærði kveðst hafa neytt áfengis í verulegum mæli og byrjað þá neyslu um leið og hann kom á staðinn og haldið henni áfram fram eftir kvöldinu og fram yfir miðnætti. Ákærði kveðst lengst af hafa setið í borðsalnum eftir að fólkið hafði komið þar saman um eða eftir miðnætti, en farið á flakk um húsið og þá hitt einhverja. Mestallan tímann hafi hann verið í borðsalnum ásamt sínu fólki, setið þar, drukkið og skemmt sér. Þegar líða fór á nóttina hafi hann verið orðinn mjög ölvaður og fólkið verið farið að taka af honum vín, en með það hafi hann ekki verið sérlega ánægður, þannig að hann hafi farið að rölta um gangana og fengið sopa og sopa hjá fólki sem hann hitti. Yfirleitt hafi hann verið einn í þessum ferðum, rölt eitthvað um, farið síðan inn í borðsalinn aftur, setið þar góða stund, en farið síðan aftur á stjá. Í einni af þessum ferðum sínum kveðst ákærði hafa farið úr borðsalnum og fram á ganginn og verið þar um stund. Þaðan hafi hann farið upp á aðra hæð hússins þar sem herbergjagangurinn er. Þar hafi öll herbergin verið lokuð nema það innsta. Hafi hann farið þar inn, en það hafi verið mannlaust. Stuttu síðar hafi upphafist mikil læti. Þá hafi Z komið og kallað hann öllum illum nöfnum og sagst ætla að kalla í föður hans og að hann ætti að bíða, og það hafi hann gert. Þegar hér var komið hafi þau verið komin fram á ganginn, en hann síðan farið aftur inn í herbergið, fengið sér sæti, farið úr skónum og beðið. Hann hafi aldrei skilið hvað Z var að tala um, en hún hafi sagst ætla að sækja föður hans og að hann væri rakinn dóni og óþverri og ætti að bíða, og það hafi hann ákveðið að gera. Því næst hafi það gerst að þarna hafi komið eitthvað af fólki, sem hann geri sér ekki grein fyrir hvert var, nema hvað foreldrar hans hafi komið, svo Z og Y. Þarna hafi verið læti og það hafi verið rifið í hann og hann tuktaður til og kýldur og með það hafi hann farið út. Síðan hafi liðið einhver tími þar til hann hitti föðurbróður sinn, en hann hafi sagt sér að verið væri að bera á hann kynferðislega áreitni gagnvart telpunni. Ítrekar ákærði að enginn hafi verið inni í um­ræddu herbergi þegar hann fór inn í það. Það sem honum sé gefið að sök í ákæru væri alrangt og hafi hann engar skýringar á hvers vegna þessi ásökun sé sett fram á hendur sér. Hann geti með engu móti ímyndað sér hvers vegna. Hann myndi atvik nokkuð vel þótt hann hafi verið búinn að neyta allnokkurs áfengis. Vitaskuld ekki lið fyrir lið, en það sem uppúr standi muni hann. Eftir að þessi ásökun hafði verið sett fram hafi hann ákveðið að yfirgefa staðinn og farið frá Reykhólum um kl. 8 um morguninn. Ákærði kannast við að ljósmyndirnar sem teknar voru í herberginu séu úr því herbergi sem hann fór inn í þessa nótt, en hvort þar hafi verið svipað umhorfs og myndirnar sýna muni hann ekki. Íþróttaskóna sem sæjust á myndinni kveður ákærði vera þá sömu og hann var í og klæddi sig úr inni í herberginu. Hann hafi þó enga skýringu á því hvers vegna hann fór úr skónum einmitt þarna. Hann hafi sem fyrr segir verið orðinn mjög ölvaður og helst viljað halla sér. Nánar aðspurður um áfengisdrykkju sína kveðst ákærði hafa drukkið vodka, blandað í gosdrykk. Hann hafi verið með áfengið í 1,75 lítra brúsa og þegar þessir atburðir gerðust hafi verið „svona eftir í botninum“. Af eigin reynslu af áfengisdrykkju geti hann sagt að hann muni yfirleitt það sem gerist eftir slíka drykkju. Eins og gefur að skilja, þegar hann sé búinn að drekka svo stíft sem hann gerði, þá muni hann ekki glöggt einstaka atburði sem litlu máli skipti, en það sem upp úr standi muni hann alltaf. Hann muni t.d. þegar hann var að fara út í bíl að sækja meira áfengi og þegar verið var að taka af honum áfengið. Langar eyður séu ekki í minni hans þetta kvöld. Hann hafi hins vegar eftir talsvert mikið ferðalag verið mjög þreyttur. Ákærði kveður að verið geti að hann hafi farið inn í herbergið um eða upp úr kl. 3. Stúlkuna X hafi hann ekki séð fyrr en á þessu ættarmóti og ekkert af hennar fólki. Reki hann ekki minni til að hafa séð stúlkuna um kvöldið eða nóttina. Reyndar hafi verið haldin kynning í íþróttasalnum þar sem hver ættliður um sig hafi verið kynntur, en í huga hans standi ekkert þar upp úr. Þá fullyrðir ákærði að herberg­ið hafi verið mannlaust þegar hann fór inn í það. Þegar Z bar hann framan­greindum sökum hafi hann enga skýringu fundið þar á. Hann hafi ekki skilið hvað hún var að fara. Hið eina sem hann náði af því sem hún sagði sé að hún hafi sagt að hann væri dóni og að hann skyldi bíða; hún ætlaði að fara og sækja einhvern sem hann muni ekki hver er og hann hafi hlýtt henni, talið víst að það væri faðir hans sem hún ætlaði að sækja. Hann hafi farið aftur inn í herbergið, farið úr skónum, fengið sér sæti og beðið. Enginn annar hafi rætt við hann í herberginu. Ákærði kveðst aldrei hafa haft hvatir til barna eða aðrar óeðlilegar kynhvatir. Þá hafi hann engan áhuga á kynlífi þegar hann sé ofurölvi, um það sé hann ekki fær. Ef hann detti í það vilji það á stundum teygjast svolítið; þá drekki hann og drekki og ef hann sé kominn yfir ákveðið stig, þá drekki hann sig til svefns. Ákærði kveðst muna að eftir að meintur atburður átti að hafa gerst hafi maður að nafni Þ kýlt hann. Þ hafi átt einhver orðaskipti við ákærða um eitthvað sem hann skildi ekki; það hafi verið gargað og gólað, en Þ hafi kýlt hann. Aðspurður hvernig hann hafi brugðist við, er hann hafði áttað sig á að hann var sakaður um kynferðisbrot gagnvart telpunni, kveðst ákærði í raun ekki hafa áttað sig á hvað var á seyði fyrr en hann var kominn út úr húsinu. Þá hafi hann farið að ræða við föðurbróður sinn og það hafi verið hann sem hafi sagt honum hvað hann átti að hafa gert. Aðspurður hvernig hann var klæddur þegar hann fór úr borðsalnum kveðst ákærði hafa verið í gallabuxum og bol. Þegar Z talaði við hann hafi hann verið í gallabuxum og bol. Áður en hann fór inn í herbergið hafi hann verið í borðsalnum ásamt fólkinu. Aðspurður hvort hann viti hve langur tími leið frá því að hann var í borðsalnum þar til sú staða kom upp að hann var borinn þessum sökum kveður ákærði það hafa verið stuttan tíma. Á leiðinni upp hafi hann hitt einhverja. Leiðin úr matsalnum að herberginu sé tiltölulega löng. Þetta sé stór bygging, en hann geti ekki áætlað hve lengi hann var að ganga þessa leið í rólegheitum, en það taki smástund. Ákærði kveður svefnpoka ekki hafa verið milli rúmanna og að það hafi ekkert verið ofan á dýnunni. Hann hafi hvorki orðið var við eitt né neitt. Það hafi enginn verið þarna inni og ekkert til að veita sérstaka eftirtekt. Kærandi skýrði svo frá við meðferð málsins að hún hafi sofið í herbergi sem móðir hennar og stjúpfaðir, ásamt henni, höfðu til umráða. Tvö rúm hafi verið í her­berginu og á gólfinu milli þeirra hafi verið dýna sem vitnið svaf á, en hún hafi verið í náttkjól og nærbuxum. Meðan hún svaf hafi hún fundið að eitthvað straukst við lærið á henni og hafi hún í fyrstu haldið haldið að þetta væri draumur og því haldið áfram að sofa. Síðan hafi hún fundið þetta aftur, litið við og þá séð mann, sem hún þekkti hvorki né hafði séð áður, en hann hafi verið allsber. Vitnið kveðst hafa komist að raun um að hún var ekki í nærbuxunum og að náttkjóllinn var uppbrettur. Hún hafi sagt honum að gera þetta ekki, en hann hafi ekki hlustað á hana og hún hafi reynt að ýta honum frá. Hann hafi kippt harkalega í handlegginn á henni og ýtt henni niður. Hún hafi þá staðið upp, gefið manninum olnbogaskot og hlaupið niður til að sækja móður sína. Saman hafi þær farið upp og þegar móðir hennar kom að manninum hafi hann verið að klæða sig í buxurnar. Hafi móðir hennar farið með hana fram á ganginn fyrir framan herbergið. Þá hafi maðurinn komið þangað og verið með ljótt orðbragð, sagt við móður hennar alls konar ljót orð. Móðir hennar hafi síðan farið og sótt systur vitnisins. Kærandi kveður manninn ekkert erindi hafa átt inn í herbergið hjá henni. Hann hafi verið í kjallaranum, en þetta hafi verið á efstu hæð. Helstu ættingjar hennar hafi verið þarna uppi og hann hafi ekkert erindi átt þarna upp og hún viti ekki hvað hann var að gera þarna uppi. Tippið á honum hafi verið frekar hart. Kvaðst hún hafa orðið vör við að það straukst við hana innanvert á hægra læri. Þegar hún vaknaði hafi hún legið á maganum, en snúið sér við og þá séð manninn. Hann hafi beygt sig yfir hana og það hafi verið þá sem tippið straukst við aftanvert lærið á henni mjög ofarlega. Hún hafi fundið fyrir því og að það var fremur hart. Hann hafi sett náttkjólinn upp og þegar hún vaknaði hafi hún ekki verið í nærbuxunum, en í þeim hafi hún verið þegar hún fór að sofa og með náttkjólinn niður um sig. Svefnpokinn hafi verið alveg opinn, en hún hafi verið með hann upprenndan yfir sér þegar hún fór að sofa. Telur vitnið að maðurinn hafi togað náttkjólinn upp til að komast betur að henni. Þá hafi hann komið við hana með höndunum. Hann hafi strokið hana um lærið aftanvert eiginlega við kynfærin, aftan frá, tvisvar sinnum. Hún hafi þá snúið sér við, og séð manninn og reynt að ýta honum frá sér, en þá hafi hann tosað í handlegginn á henni fremur harka­lega og togað hana til sín. Hún hafi áfram sagt honum að gera þetta ekki, staðið upp og gefið honum olnbogaskot og hlaupið niður. Maðurinn hafi sagt við hana að þetta væri í lagi, þetta yrði allt í lagi, það gerðist ekkert. Nánar aðspurð kveðst vitnið hafa legið á maganum og hliðinni með höfuðið á hliðinni þegar maðurinn strauk hendinni við eða á kynfæri hennar. Fyrst á eftir hafi hún verið mjög hrædd og eiginlega ekki getað ímyndað sér að þetta hefði gerst. Hún hafi verið í viðtölum hjá félagsráðgjafa, en sé hætt því fyrir nokkru. Þegar hún er ein heima á kvöldin sé hún fremur smeyk. Henni finnist það óþægilegt og hafi viljað hafa herbergi sitt nær svefnherbergi móður sinnar og stjúp­föður. Kærandi lýsir manninum þannig að hann sé meðalmaður að hæð eða e.t.v. rétt rúmlega það, með lítilsháttar skollitað skegg og hár í sama lit. Hún hafi ekki tekið glöggt eftir augnalitnum, en sig minni að hann hafi verið blár eða eitthvað í þá áttina. Hann hafi ekki verið með mjög dökka húð, ekki beint hvítur og milli 26-30 ára gamall. Hann hafi alls ekki verið feitur, fremur í meðallagi. Þá minnti vitnið að hann hafi ekki verið loðinn á bringunni Eftir þetta kveðst vitnið aðeins hafa séð manninn þegar fósturfaðir hans var að tala við hann á svölunum, þó ekki vel. Móðir hennar hafi einnig talað við manninn og þetta hafi verið sami maðurinn og var inni í herberginu hjá vitninu, um það sé hún alveg viss. Hins vegar hafi hún hvorki þekkt manninn og aldrei séð hann áður. Kærandi kveðst sem fyrr segir hafa legið ofan í svefnpoka á milli rúmanna og hafi hann verið nokkurn veginn alveg upprenndur. Hún sé ekki viss hvað varð um svefnpokann eftir að hún fór niður og viti ekki hvað gerðist í herberginu eftir að hún fór. Hún hafi ekki sofið í herberginu eftir þetta því þau hafi farið heim um nóttina, svo að segja strax. Hún hafi ekki, svo heitið geti, sofið meira þessa nótt. Kærandi kveður sér ekki hafa gengið neitt tiltakanlega verr í skóla eftir atvikið, en henni finnist óþægilegt ef félagarnir eru að ræða um svona nokkuð, þá líði henni dálítið illa. Þetta hafi ekki komið beinlínis niður á náminu. Sér hafi fundist best að loka þetta inni, ekki verið að segja mörgum frá þessu. Ef hún geti ætli hún að reyna að loka þetta inni og reyna að gleyma þessu. Kærandi kveðst hafa gengið í svefni þegar hún var yngri og einnig oft fengið martraðir. Móðir hennar hafi haldið að þetta væri eitthvað þess háttar; hún hafi séð óttasvipinn, en samt farið með henni upp. Hún fái drauma þar sem verið sé að ógna henni. Sérstaklega eftir þetta fái hún drauma þar sem verið sé að elta hana með hníf, líkt og sjáist í hryllingsmyndum. Það hafi verið meira um það áður. Þegar kærandi kom niður í borðsal kveðst hún hafa verið í náttkjólnum, sem sé frekar síður, einum fata. Hún hafi hvorki reynt að bíta manninn né klóra heldur gert mest með höndunum, ýtt honum með olnboganum. Hún hafi öskrað, en ekki ýkja hátt, hún sé ekki raddsterk. Einhverjir hafi verið sofandi í herbergjum við hliðina, en þau hafi öll verið læst. Hún viti þó að stelpa, sem var í herberginu á móti hennar, varð vör við að reynt var að opna hjá henni, en dyrnar hafi verið læstar. Þegar kærandi vaknaði fannst henni eitthvað koma við lærið á sér. Kveðst hún í draumnum hafa haldið að þetta væri það sem það raunverulega var, það hafi verið hart. Þegar hún fann þetta hafi hún haldið að þetta væri draumur, en hvað hana var að dreyma áður myndi hún ekki. Hún kveðst halda að maðurinn hafi verið lítillega ölvaður, hann hafi verið frekar þvoglumæltur. Hann hafi haft nokkurn veginn fullt jafn­vægi, þó ekki alveg. Maðurinn hafi verið sterkur. Þegar hann tosaði hana til sín hafi það verið frekar vont. Hún hafi fengið rispu, hann hafi klórað hana í leiðinni eða eitthvað hafi rekist í hana. Þótt ekki hafi það komið fram hjá læknunum sem skoðuðu hana minni hana að það hafi komið lítil rispa á höndina. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki hlaupið öskrandi og æpandi niður í borðsal til móður sinnar, hafi hún lent í þessum aðstæðum, kvaðst hún hafa verið óttaslegin. Hún hafi verið hágrátandi og ekki einu sinni hugsað um það. Hún hafi hlaupið niður til móður sinnar, sem hafi setið svo að segja við dyrnar á borðsalnum og potað í hana og hún hafi komið strax með sér upp. Hún hafi hvorki öskrað né kallað á neinn á leið­inni niður, einungis verið grátandi, óttaslegin og hrædd og á eftir hafi hún grátið mjög mikið, þegar verið var að ræða við manninn. Maðurinn í herberginu hafi ekki verið áberandi ölvaður. Hann hafi ekki verið mjög skýrmæltur, en jafnvægið hafi verið nokkurn veginn í lagi. Fannst vitninu hann vera fremur sljór og lengi að meðtaka. Hann hafi sagt við hana: „Þetta verður allt í lagi, það gerist ekkert, þetta lagast bara allt.“ Hún hafi sagt honum að láta sig vera og gefið honum olnbogaskot og þá hafi hann tosað hana til sín. Maðurinn hafi ekki tosað mikið í náttkjólinn, aðallega höndina, og kjóllinn hafi ekki rifnað. Hún hafi ýtt honum niður og hann hafi dottið á dýnuna, tosað laust í kjólinn og þá hafi hún snúið sér við. Hann hafi þá verið að standa upp og hafi hún þá gefið honum olnbogaskot og hlaupið út. Þegar hún var staðin nokkurn veginn upp, og var í þann veginn að hlaupa út úr her­berginu, hafi hún ýtt honum niður og hann hafi dottið á dýnuna. Er hann var í þann veginn að standa upp hafi hann tekið laust í kjólinn. Þegar kærandi var 10-11 ára gömul kveðst hún oft hafa vaknað upp við martraðir og talað upp úr svefni; raunar einnig fyrir þann aldur, en mest á þeim aldri. Auk þess að tala upp úr svefni hafi hún átt það til að ganga í svefni. Martraðirnar hafi fyrir atburðinn mestmegnis gengið út á ofbeldi með hnífa og fleira í þeim dúr, þar sem verið var að reyna að drepa hana, en ekki kynferðislegt ofbeldi. Eins og hún hafi áður sagt hafi hún vaknað upp og fundið að eitthvað hart kom við hana og hún talið að þetta væri draumur. Hana hafi ekki verið að dreyma eða með martröð þá nótt, en hún viti ekki hvað hana dreymdi, en þegar þetta kom hafi hún haldið að sig væri að byrja að dreyma eitthvað. Hún hafi haldið að þetta væri draumur og bylt sér lítillega, haldið að hún gæti losnað við drauminn. Þegar hún reyndi að hugsa um eitthvað annað hafi þetta komið aftur, upp úr þurru, og þá hafi hún litið við og séð mann sem hún þekkti ekki. Hún hafi aldrei séð ákærða fyrr eða síðar, aðeins í þetta eina skipti. Þetta hafi verið 80 manna ættarmót, en útilokað sé á að hún sé að rugla saman mönnum. Hún gæti fullyrt það vegna þess að hún myndi örugglega þekkja manninn. Hún hafi litið beint framan í hann eftir að hún fór upp með móður sinni, en einnig þegar hún var að ýta við honum. Þá hafi hún séð lítið eitt framan í hann og þegar hún fór upp með móður sinni hafi hún séð á hliðina á honum. Vitnið Z, skýrði svo frá við meðferð málsins að fjöl­skylda hennar hafi verið á ættarmóti. Börnin úr fjölskyldu hennar hafi að líkindum farið að sofa um eittleytið, á efri hæðinni. Í stuttu máli sé þetta þannig að hún hafi farið þarna upp um kl. 2:15 um nóttina. Þá hafi flestir verið niðri í sal að syngja og það hafi verið þá sem hún ákvað að ganga einn hring um og líta inn í herbergin, sökum þess að hún var í fyrirsvari með húsnæðið. Dóttir hennar hafi verið þar fastasvefni í svefnpoka á dýnu á gólfinu. Einnig hafi hún litið inn í fleiri herbergi, m.a. hjá barna­börnum sínum. Hún hafi svo farið aftur niður og sest inn í salinn og setið þar við glerdyr. Á að giska 15 mínútum síðar hafi telpan komið niður og sá vitnið hana standa fyrir utan dyrnar og var telpan mjög skelkuð á svipinn. Kveðst vitnið hafa staðið upp í skyndingu og spurt telpuna hvað komið hefði fyrir, og hún svarað að það væri maður í herberginu hennar. Vitnið kveðst þegar í stað hafa hlaupið með telpunni upp í her­bergi. Þá hafi maður verið þar inni og sneri hann í þær baki. Var hann að hysja upp um sig buxurnar, var ber að ofan og berfættur, með buxurnar svo að segja á mjöðm­unum. Vitnið kveðst hafa spurt manninn hvað hann væri að gera þarna og hvort hann hefði gert eitthvað við telpuna. Maðurinn hafi verið mjög dónalegur við vitnið og haft í frammi óviðurkvæmilegt orðbragð, öskrað á hana og sagt að hann hafi ekkert gert við hana. Kveðst vitnið hafa ákveðið að sækja eldri dóttur sína Y, sem var í borð­salnum og tekið telpuna með sér. Hafi Y farið upp ásamt vitninu og telpunni og þá hafi maðurinn enn verið í herberginu. Eftir að Y var komin upp hafi vitnið farið aftur niður til að sækja mann sinn og tengdason, en Y ákveðið að halda þar kyrru fyrir á meðan til að reyna að halda manninum á vettvangi. Vitnið kveður sér hafa brugðið mjög þegar hún sá svipinn á telpunni er hún sá hana fyrir utan dyrnar. Ljóst hafi verið að eitthvað mjög alvarlegt hafði gerst sem hrætt hefði telpuna. Hún hafi ekki verið grátandi, en náföl og stjörf í framan. Frásögn telpunnar hafi verið á þá leið að hún hafi fundið að maður lá ofan á henni og hún hafi ekki vitað hvort hún var vakandi eða sofandi. Hún hafi verið sofandi og ekki áttað sig á þessu, en hún hafi fundið að það var maður inni í herbergi hennar. Telpan hafi sagt vitninu að hún hafi ekki vitað hvort þetta var í vöku eða draumi, hvort þetta var svefn eða vaka. Hún hafi þrisvar sinnum reynt að ýta manninum frá sér, en hann sagt við hana að hún skyldi ekki hafa hátt, hann ætlaði ekki að meiða hana. Telpan hafi sagt að hún hafi náð að sleppa í þriðja skiptið og að hún hafi fundið í millitíðinni að hún var ekki í nærbuxum. Við það hafi telpunni brugðið mjög og hafi hún þá reynt að setja náttkjólinn fyrir, milli fóta sér til að verja sig, en hann hafi tekið náttkjólinn frá og hún hafi reynt allt hvað hún gat að halda honum þar. Telpan hafi einnig sagt vitninu að þegar hún var að reyna að ýta manninum frá hafi komið til lítils háttar stimpinga með þeim hætti að hann hafi þrýst henni niður og hún brotist um. Maðurinn hafi meitt hana eitthvað þegar hún var að brjótast um, en hún hafi sagt að það hafi gerst þrisvar. Í þriðja skiptið hafi hún sloppið. Aðspurð hvort telpan hafi lýst því nánar hvað hann gerði við hana kveður vitnið þau hafa spurt hana hvort hún hafi fundið til og hvort hann hafi komið við hana að neðan. Hún hafi neitað því og sagt að hún héldi að hann hafi ekki farið inn í sig, en hún hafi sagt að hún hafi fundið tippið á honum, eins og hún orðaði það, við lærið á sér og einnig hafi hún sagt að hann hafi strokið um hana að neðan og að hún hafi verið að reyna að verja sig með því að reyna að setja náttkjólinn fyrir, en hann hafi tekið hann frá. Vitnið kveðst hafa vitað deili á manninum, þótt hún þekki hann ekki persónu­lega. Hann hafi virst vera rólegur þegar hún kom þarna upp og hann hafi verið að draga upp um sig utanyfirbuxurnar, verið með þær á miðjum lendunum, og minnti vitnið að það væru gallabuxur. Maðurinn hafi verið ber að ofan og berfættur, í nær­buxum innanundir utanyfir­buxunum og sneri baki í vitnið, en sneri sér við þegar vitnið kom. Vitnið kveðst ekki hafa séð föt af manninum í herberginu, en skór hafi verið þar inni, einhvers konar strigaskór. Henni hafi ekki virst hann vera undir áfengisáhrifum. Hún hafi veitt því eftirtekt að hann hafði verið að neyta áfengis í borðsalnum og e.t.v. drukkið meira en aðrir, því flestir hafi verið með létt vín. Hann hafi virst vera áberandi drukknari en aðrir og þau hafi tekið eftir að það var meiri hávaði í honum. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því eftirtekt hvenær hann fór út úr borðsalnum, enda ekki verið að fylgjast sérstaklega með honum. Á borðsalnum hafi dyrnar verið lokaðar til þess að trufla ekki þá sem sváfu á efri og neðri hæðum hússins. Vitnið kveður telpuna hafa átt það til, þegar hún var yngri, að vakna hrædd og hafi þetta minnt vitnið örlítið á það. Kveðst vitnið í fyrstu hafa haldið að telpan hafi fengið mikla martröð. Hafi þetta e.t.v. verið það fyrsta sem vitninu datt í hug; er þetta martröð, hefur hana bara verið að dreyma. Ekkert slíkt hafi þó gerst í seinni tíð. Þegar vitnið kom inn í herbergið með telpunni og maðurinn var enn að klæða sig kveðst vitnið hafa beint þeirri spurningu til hans hvort hann hafi gert eitthvað við hana. Hann hafi engu svarað. Kveðst vitnið hafa sagt þetta aftur og aftur og virtist því hann vera hálfsljór, a.m.k. hafi hún ekki séð nein viðbrögð hjá honum. Vitnið kveðst síðan hafa farið fram á ganginn og haldið utan um telpuna og þá hafi hann komið á eftir og verið mjög æstur. Hafi hann verið með skæting, húðskammað vitnið og öskraði í eyra á þess. Kveðst vitnið hafa verið dauðhrætt við manninn og haldið að hann ætlaði að ráðast á þær. Fannst vitninu framkoma mannsins annaðhvort benda til að hann væri hræddur eða hann vissi upp á sig einhverja sök. Kveðst vitnið hafa verið mjög undrandi á þessum miklu og skyndilegu við­brögðum þar sem hann hafi virst fremur rólegur inni í herberginu. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því eftirtekt hvort breytingar hafi orðið á svefn­venjum telpunnar eftir þennan atburð, en fyrst á eftir hafi hún verið mjög óttaslegin sem hafi m.a. lýst sér í því að hún hafi verið hrædd um að hann myndi koma og hefna sín á henni. Telpan hafi skömmu áður verið búin að færa sig í herbergi nær inngang­inum, en eftir atvikið hafi hún viljað færa sig í herbergi innar í íbúðinni. Allan sl. vetur hafi hún aldrei viljað vera ein og hafi ekki getað hugsað sér að vera ein á kvöldin. Vitnið kveðst ekki hafa neytt mikils áfengis þetta kvöld. Þau hafi verið með rauðvín með matnum og ekki annað áfengi. Vitnið kveður það hafa verið um kl. 2:15 sem hún leit til dóttur sinnar, en atvikið hafi átt sér stað um kl. 2:30. Um kl. 2:10 kveðst vitnið hafa farið úr borð­salnum og gengið um húsið. Hún hafi verið tiltölulega fljót að því, lokað leikfimi­salnum og síðan hafi hún farið niður aftur og 15-20 mínútum síðar hafi atvikið gerst. Hún hafi verið um 5 mínútur í þessari ferð því hún hafi eingöngu farið inn í leikfimisalinn og upp á efri hæðina þar sem börnin sváfu. Vitnið kveðst ekki minn­ast þess að telpan hafi minnst á það við sig að hún hafi slegist við ákærða, velt honum um koll og gefið honum olnbogaskot, heldur hafi hún sagt að hún hafi reynt hvað hún gat til að ýta honum frá. Hún hafi reynt það tvisvar og hann hafi komið aftur niður og hún hafi sloppið í þriðja skiptið og hlaupið burtu. Vitnið kveðst halda að þegar það fór í yfirferðina um ganga hússins hafi verið sofandi fólk í herbergjunum í námunda við herbergi dóttur hennar. Hún hafi aðeins farið inn í þau tvö herbergi sem tilheyrðu henni. Öll hin hafi verið lokuð, en á ganginum séu fimm eða sex herbergi. Greinilegt sé að enginn hafi heyrt öskrin í dóttur vitnisins, enda kveðst vitnið ekki vera viss um að telpan hafi öskrað svo mjög; hún hafi ekki einu sinni spurt hana að því. Telpan hafi sagt vitninu að hún hafi reynt að brjótast undan manninum og sagt að hún hafi ekki vitað hvort hún var vakandi eða sofandi. Þegar telpan uppgötvaði að þetta var ekki draumur hafi hún reynt hvað hún gat að ýta manninum burt frá sér. Vitnið kveður telpuna hafa lýst því nákvæmlega fyrir sér hvað gerðist 5-10 mínútum eftir atvikið. Hún hafi farið með telpuna niður, tekið hana afsíðis og beðið hana að segja sér frá því sem gerst hafði. Y, eldri dóttir vitnisins, hafi einnig komið undir eins niður. Vitnið Y skýrði svo frá við meðferð málsins að þegar umrædd­ur atburður átti sér stað hafi fólkið verið í matsal skólans og hafi verið búið að sitja þar í 1-2 klukkustundir. Hafi ákærði verið eini maðurinn sem sjá mátti áfengi á og hafi hann verið sá eini sem nauðsynlegt var að hafa lítilsháttar afskipti af. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því eftirtekt þegar ákærði hvarf úr salnum og hafi hún ekkert vitað fyrr en móðir vitnisins kom niður og bað vitnið að koma upp. Telur vitnið að þá hafi klukkan verið á bilinu tvö til hálf þrjú. Kveður vitnið móðir sína hafa komið niður með telpuna í eftirdragi, skelfingu lostin, og beðið vitnið að koma og sagt vitninu í flýti að maður væri í herbergi telpunnar, og hún viti ekki hvað hann hafi gert við hana. Vitnið kveðst hafa hlaupið upp á gang með mæðgurnar á eftir sér og inn í herbergið. Þá hafi hún séð ákærða sitja þar álútan á öðru rúminu. Kveðst vitnið hafa rokið á ákærða og dregið hann fram með sér til þess að geta kallað í móður sína sem vitnið vissi að var á eftir sér. Eftir að hafa dregið ákærða fram kveðst vitnið hafa beðið móður sína að fara niður og kalla í mann vitnisins og mann móður hennar og biðja þá að koma. Þau hafi ekki átt nein sérstök orðaskipti þegar hún dró hann fram, en vitnið hafi hálfpartinn hvæst á ákærða og spurt hann hvað hann væri að gera þarna, en hann hafi engu svarað. Eftir að mennirnir voru komnir þarna upp og ákærði var kominn í þeirra hendur kveðst vitnið hafa viljað athuga hvernig mæðgunum liði og ákveðið að fara til þeirra. Þær hafi þá verið komnar aftur niður á jarðhæðina og kveðst vitnið hafa sest hjá þeim og spurt telpuna hvað gerst hefði og farið yfir það með henni hvort ákærði hefði gert henni eitthvað. Telpan hafi sagt að tippið á honum hafi strokist við sig. Hún hafi spurt telpuna hvort hún héldi að hann hefði farið inn í hana, en hún hafi sagt að hún vissi það ekki. Vitnið kveðst einnig hafa spurt telpuna hvort það hafi verið sársauki, en því hafi hún neitað og af þeim sökum hafi vitnið talið eða vonað að svo hafi ekki verið. Þegar vitnið hafði lokið við að ræða við telpuna kveðst hún hafa farið aftur upp og séð að foreldrar mannsins voru ekki komnir þangað. Hafi sér flogið í hug að rétt væri að láta þau vita og því hafi hún farið niður í matsalinn og náð í föður ákærða, beðið hann að koma til að ræða við þær og skýrt honum í stórum dráttum frá því hvað þær teldu að gerst hefði. Að því búnu hafi faðir ákærða farið upp og skömmu síðar hafi hún einnig farið upp aftur. Út á svölum hafi hún hitt ákærða og foreldra hans að máli til að segja þeim að þau hygðust ganga lengra í málinu. Í framhaldi af því kveðst vitnið hafa farið út í bíl og hringt í lækninn í Búðardal og í lögregluna á Patreksfirði. Síðan hafi þau haldið af stað til Reykjavíkur. Þegar vitnið kom inn í herbergið kveður hún ákærða hafa verið verið klæddan galla­buxum, berfættan og beran að ofan. Þetta hafi verið sami maðurinn og sá sem þurfti að hafa afskipti af í borðsalnum fyrr um nóttina. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því eftirtekt hvort skór voru í námunda við ákærða. Það hafi ekki verið fyrr en eftir á sem henni var sagt að skór hefðu fundist þar. Vitnið kveðst heldur ekki hafa séð neina flík af ákærða. Þegar hún kom út á svalir minni hana að ákærði hafi verið kominn í stuttermabol, hvítan að lit, en hún hafi engar flíkur séð í herberginu, heldur ekki þennan stuttermabol. Vitnið kveður svefnpoka hafa verið milli rúmanna í herberginu. Hún viti það vegna þess að búið hafi verið um telpuna þar um kvöldið. Vitnið og móðir þess hafi séð um að búa um börnin í herbergjunum tveimur sem voru hlið við hlið. Vitnið kveðst ekki muna hvernig ákærði var klæddur þegar hún sá hann í matsalnum. Hún kveðst hafa neytt áfengis. Vitnið og maðurinn hennar hafi verið með áfengisflösku sem þau deildu með sér. Hún telji þá áfengisneyslu ekki hafa skert athyglisgáfu sína. Vitnið kveðst ekki treysta sér til að hafa eftir þau orð sem fóru á milli hennar og ákærða. Hún hafi spurt hann hvað hann hafi verið að gera, en hún hafi svo til ekkert fengið upp úr honum af viti. Það sem hann sagði hafi verið í þeim dúr að hann hafi spurt hvað hún væri að skipta sér af því. Sama gilti þegar hún fór út á svalir og hitti ákærða og foreldra hans. Það hafi verið í sama dúr. Hann hafi reyndar verið mjög sérkennilegur til augnanna, eða dofinn til augnanna, en hann hafi alltaf staðið í fæturna og getað beitt tungunni. Þegar vitnið ræddi aftur við telpuna hafi hún verið bærilega róleg og vel getað lýst málavöxtum. Að mati vitnisins hafi telpan verið skýr í hugsun og ekki hafi verið nein „panikk“ á henni. Þegar þær mæðgurnar spurðu hana aftur út í atvikið, hafi þær spurt hana hvort hún myndi vilja kæra, því það hafi þær gert áður en þær ákváðu að hringja í lögregluna. Þá hafi telpan tekið þá ákvörðun, þótt viðurkenna beri að þær hafi verið leiðandi í því. Vitninu hafi því fundist telpan vera róleg allt kvöldið og sé það raunar mjög svo hennar einkenni. Telur vitnið að telpan hafi verið að lýsa raun­verulegum atburðum. Hún hafi verið yfirveguð og róleg og lýst þessu svo nákvæm­lega að annað hafi aldrei hvarflað að sér. Vitnið Þ, skýrði svo frá við meðferð málsins að hann hafi verið við gítarspil í borðsalnum. Þar hafi hann fyrst tekið eftir ákærða. Greinilegt var að einhverjir höfðu áhyggjur af honum, vegna þess hve órólegur hann var og báðu hann að setjast. Vitnið kveðst þó ekki hafa getað merkt að hann væri ofurölvi. Vitnið giskar á að um kl. 2 hafi tengdamóðir hans kallað á hann og hann hlaupið upp og þá hafi ákærði verið þarna uppi á gangi, þeim sama og vitnið hafði herbergi á. Kveður vitnið tengdamóðir sína hafi sagt sér hvað um væri að vera. Vitnið kveðst hafa reiðst og verið brugðið, en byrjað að ræða við ákærða og komið hafi til lítilsháttar stimpinga milli þeirra. Eftir þetta hafi verið haft samband við hjúkrunar­fræðing og lögreglu. Um morguninn hafi lögreglan svo komið. Vitnið kveðst hafa komið að ákærða fyrir framan herbergið sem hann hafði verið inni í. Hafi hann verið í buxum og skyrtu, sem hafi ekki verið hneppt nema e.t.v. að einhverju leyti. Hvernig buxurnar og skyrtan voru á litinn mundi vitnið ekki, enda hafi hann verið reiður og hrópað að ákærða, sem hafi svarað vitninu fullum hálsi. Vitnið kveðst hins vegar ekki hafa farið inn í herbergið sem ákærði átti að hafa verið inni í. Þá kvað vitnið ákærða hafa verið undir áhrifum áfengis, en hann hafi ekki verið ofurölvi. Sjálfur hafi hann verið búinn að drekka tvö glös af rauðvíni og ekki fundið til teljandi áfengisáhrifa. Vitnið kveður þá vitneskju sem hann hafði þegar hann fór upp hafa verið þá að maður væri inni í herbergi telpunnar og hafi reynt að hafa mök við hana og vitaskuld hafi hann reiðst við að heyra þetta. Hafi þetta orðið til þess að vitnið fór að tuskast við ákærða, en það hafi tekið fljótt af þar sem fleiri hafi komið þarna að. Hvaða orð ákærði notaði í orðaskiptum þeirra kveðst vitnið ekki muna, en hann hafi svarað vitninu fullum hálsi. Kveðst vitnið viðurkenna að hafa ráðist að ákærða og slegið hann högg í andlitið, en telur að það hafi hann gert eftir orðaskipti þeirra. Ákærði hafi haldið föstu taki í vitnið og það hafi verið þá sem vitnið sló ákærða þetta högg. Auk þessa komu fjögur vitni fyrir dóminn. Þykir rétt að gera stuttlega grein fyrir framburði þeirra. Vitnið Aðalbjörg Jóna Björnsdóttir, kveðst hafa setið til borðs með ákærða greint sinn. Kveður vitnið ákærða hafa drukkið mjög stíft og hann orðið mjög ölvaður. Þá bar vitnið að reynt hafi verið að halda víni frá ákærða. Vitnið kveðst hafa misst af ákærða í um 5 mínútur og eftir það hafi lætin upphafist. Ákærði hafi verið klæddur gallabuxum og bol. Vitnið Jón Hallgrímur Sigurðsson, kvað ákærða hafa verið dauðadrukkinn og erfitt hafi verið að ná sambandi við hann. Vitnið varð ekki vart við þegar ákærði fór úr salnum, en hann hafi verið klæddur bol og gallabuxum. Vitnið Maríanna Guðríður Einarsdóttir, kveðst hafa setið við sama borð og ákærði og hafi hann verið mjög drukkinn. Kveðst vitnið hafa tekið áfengi af honum. Vitnið kveðst hafa vitað þegar ákærði fór úr salnum, en hve lengi hann var í burtu vissi vitnið ekki. Það hafi þó verið frekar skammur tími. Vitnið kveðst ekki hafa séð hvert ákærði fór. Sambýliskona ákærða vitnið Hafdís Hrönn Björnsdóttir, kveðst hafa farið að sofa klukkan að verða eitt um nóttina. Þá hafi ákærði verið mjög ölvaður. Í vottorði Jóns Kristinssonar barnalæknis og Þóru Fischer kvensjúkdóma­læknis varðandi telpuna, dagsettu 4. júlí 1997, kemur fram að stúlkan var skoðuð af ofangreindum læknum á Landspítalanum um kl. 13:30 þann 29. júní s.á. Þar segir að við almenna líkamlega skoðun barnalæknis sé ekkert óeðlilegt að finna, engin ytri áverkamerki. Við skoðun á kvið sé ekkert athugavert, útlimir séu eðlilegir og ekki merki um áverka á ytri kynfærum. Við skoðun kvensjúkdómalæknis komi ekki fram nein merki um nýlega áverka. Er niðurstaða skoðunarinnar þessi: „Eðlileg skoðun og engin merki um nýlega áverka. Skoðun þessi afsannar þó hvorki né sannar, að telpan hafi orðið fyrir kynferðislegri misbeitingu.“ Niðurstaða. Ákærði hefur frá upphafi neitað sakargiftum og gefið þá skýringu að hann hafi í miklu ölvunarástandi, eftir að búið var að fela fyrir honum áfengi, ráfað um skóla­húsið í leit að áfengi. Þegar hann kom inn í herbergið á efstu hæð hússins, sem hann var inni í þegar móðir telpunnar kom þar að honum, hafi það verið mannlaust. Fullyrðir ákærði að hann hafi verið klæddur í þunnan stuttermabol og gallabuxur þegar móðir telpunnar kom inn í herbergið. Fullyrðing móðurinnar um að hann hafi verið ber að ofan og verið að hysja upp um sig buxurnar þegar hún kom að honum í herberginu sé beinlínis röng. Hann hafi hins vegar, eftir að hún var farin, fengið sér sæti á öðru rúminu og tekið af sér skóna þar sem hann hafi verið mjög þreyttur og ölvaður og ætlað að leggjast til hvíldar í herberginu. Af þessum sökum hafi hann verið skólaus þegar Z kom öðru sinni að honum í herberginu. Hann muni atburði sem upp úr standi þótt hann verði mjög ölvaður og því sé hann viss um að hann hafi ekkert gert á hlut telpunnar. Framburður kæranda hefur verið stöðugur um að hún hafi vaknað upp við að allsnakinn maður var inni í herberginu hjá henni og að maðurinn strauk getnaðarlim sínum við læri hennar og þegar hún varð þess áskynja að hún var ekki í nærbuxunum og náttkjóllinn var upp um hana hafi hún reynt að bera náttkjólinn fyrir kynfæri sín. Hafi maðurinn rifið hann frá og strokið eða þuklað ytri kynfæri hennar. Eftir lítils háttar stimpingar hljóp telpan síðan niður í matsal og sótti móður sína. Móðir telpunnar hefur borið að er hún kom í herbergið hafi ákærði verið þar fyrir, ber að ofan og skólaus að hysja upp um sig buxurnar. Hálfsystir telpunnar, sem kom skömmu síðar inn í herbergið sá ákærða sitja þar á rúmi, berfættan og beran að ofan. Eftir að hafa hlýtt á framburð telpunnar velkist dómurinn ekki í vafa um að hún var að lýsa raunverulegum atburði kynræns eðlis. Hefur framburður hennar verið skýr og greinargóður í öllum meginatriðum við rannsókn og meðferð málsins og hafi eitt­hvað út af brugðið er þar um smáatriði að ræða. Það er álit dómsins að framangreindur framburður kæranda og þessara tveggja vitna sé trúverðugur og að ákærði hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á ferðum sínum og veru í herberginu. Að framansögðu virtu er það álit dómsins að eigi sé varhugavert, þrátt fyrir staðfasta neitun ákærða, að telja sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Varðar atferli ákærða við 2. ml. 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992. Ákærði hefur níu sinnum gengist undir sátt og átta sinnum hlotið dóm á tíma­bilinu frá 1983 til 1997. Í mars 1983 hlaut ákærði sekt fyrir nytjastuld og umferðar­lagabrot og í maí s.á. hlaut hann sekt fyrir umferðarlagabrot. Í ágúst sama ár hlaut ákærði sekt fyrir umferðarlagabrot og í febrúar 1986 hlaut hann sekt fyrir líkams­meiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Í júlí 1987 hlaut ákærði sekt fyrir ölvun við akstur og var sviptur ökuleyfi í einn mánuð og í júní 1990 hlaut ákærði sekt fyrir ölvunarakstur og var sviptur ökuleyfi í tvö ár. Í desember 1990 hlaut ákærði sekt fyrir umferðarlagabrot og í mars 1991 hlaut hann sekt fyrir umferðarlagabrot. Loks hlaut ákærði í mars 1996 sekt fyrir umferðarlagabrot. Ákærði hlaut fyrsta dóminn í júní 1983, tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir skjalafals og þjófnað. Í júlí 1986 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðs­bundið í þrjú ár, auk sektar, fyrir þjófnað. Í febrúar 1987 var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir þjófnað. Dómurinn frá í júlí 1986 var dæmdur með. Í desember 1989 var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Skilorðshluti dómsins frá í febrúar 1987 var dæmdur með. Í janúar 1991 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir hilmingu og í mars s.á. var ákærði sak­felldur fyrir skjalafals og umferðarlagabrot, hegningarauka, en ekki gerð sérstök refs­ing. Í nóvember 1992 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ölvunar- og sviptingarakstur, en inn í refsinguna voru felldar eftirstöðvar reynslulausnar, 102 dagar, sem ákærða hafði verið veitt í apríl 1991. Loks var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi í apríl 1997 fyrir akstur sviptur ökurétti. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði hefur mótmælt bótakröfu þeirri sem höfð er uppi í málinu á hendur honum og gerð er grein fyrir í ákærunni. Sundurliðast krafan þannig: Þjáningarbætur skv. 3. gr. laga nr. 50/1993 150.000 krónur og miskabætur skv. 26. gr. sömu laga 2.350.000 krónur. Engin gögn hafa verið lögð fram til stuðnings kröfunni. Allt að einu þykja efni til að dæma kæranda miskabætur er þykja hæfilega ákveðnar 200.000 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Loks ber samkvæmt 1. tl. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Valdimar Júlíusson, sæti fangelsi 4 í mánuði. Ákærði greiði X 200.000 krónur ásamt vöxum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 29. júní 1997 til 6. júlí 1998, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 100.000 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar héraðs­dómslögmanns, 100.000 krónur.
Mál nr. 276/1998
Skaðabætur Líkamstjón Íþrótt Loforð
K varð fyrir slysi í íþróttahúsi Ó þegar hann rann til í knattleik og fótur hans lenti undir brún hlífðarplötu sem hékk á rimlum salarins 10-15 cm frá gólfi. Átti platan að nema við gólf og einfalt og auðvelt var að færa hana til. K krafði Ó um bætur fyrir miska og varanlega örorku. Talið var að þar sem K hefði ásamt fleirum tekið húsið á leigu til íþróttaiðkana á eigin vegum hafi honum og félögum hans borið að gæta þess að útbúnaður væri í réttu horfi og var ekki talið að sýnt hefði verið fram á að skylda til aðgæslu hafi hvílt á starfsmönnum Ó. Var Ó ekki talinn bera bótaábyrgð á slysi K. Ekki var talið að bréf frá bæjarstjóra Ó til tryggingafélagsins V, þar sem fram kom það álit að ófullnægjandi frágangur í íþróttasal hefði verið ástæða þess að K slasaðist, eða önnur gögn málsins, fælu í sér yfirlýsingu sem skuldbundið gæti Ó til greiðslu skaðabóta.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Haraldur Henrysson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. júlí 1998 og krefst þess að stefndi greiði sér skaðabætur að fjárhæð 3.687.258 krónur með 2% ársvöxtum frá 10. desember 1993 til 3. ágúst 1996, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti og sérstaklega, að gjafsóknarþóknun verði hækkuð frá því sem í héraðsdómi greinir. Stefndi krefst þess aðallega, að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjandi greiði sér málskostnað fyrir Hæstarétti, en til vara að sök verði skipt í málinu, kröfur áfrýjanda lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Áfrýjandi hefur stefnt Vátryggingafélagi Íslands hf. til réttargæslu fyrir Hæstarétti. Ágreiningslaust er að slys áfrýjanda varð af því að hann rann til í knattleik og fótur hans lenti undir brún hlífðarplötu úr krossvið, sem hékk á rimlum íþróttahússins 10 til 15 cm frá gólfi. Plata þessi, sem nefnd er batti í málinu, hefði að réttu lagi átt að hanga þannig á rimlunum að hún næmi við gólf þegar áfrýjandi og félagar hans voru í leiknum til þess að auðvelda leikinn og koma í veg fyrir slys. Er í ljós leitt að einfalt og auðvelt var að færa plötuna til. Áfrýjandi styður kröfur sínar meðal annars við það, að stefndi hafi viðurkennt skaðabótaskyldu sína vegna slyss þessa. Svo sem greinir í héraðsdómi skrifaði bæjarstjóri bréf til réttargæslustefnda 3. febrúar 1995, þar sem fram kemur sú skoðun bréfritara að ófullnægjandi frágangur í íþróttasal hafi verið ástæða þess að áfrýjandi slasaðist 10. desember 1993. Jafnframt er í bréfinu fullyrðing um álit bæjarstjórnar um bótaskyldu vegna slyssins, eins og orðrétt er rakið í héraðsdómi. Fyrir héraðsdómi var bæjarstjórinn spurður um efni bréfsins og afstöðu bæjarstjórnar til bótakröfu áfrýjanda, en skýr svör fengust ekki. Hvorki er að finna í bréfi þessu né öðrum gögnum málsins yfirlýsingu, sem skuldbundið gæti stefnda til greiðslu skaðabóta. Samkvæmt framansögðu er fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að stefndi verði ekki dæmdur til að greiða bætur á grundvelli þess að hann hafi viðurkennt bótaskyldu sína. Að þessu athuguðu verður héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans að öðru leyti. Eftir atvikum er rétt að hvor aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 3. apríl 1998. Ár 1998, föstudaginn 3. apríl, er af Frey Ófeigssyni, dómstjóra kveðinn upp svofelldur dómur í máli nr. E-199/1997: Klemenz Jónsson gegn Ólafsfjarðarbæ, Skíðadeild Leifturs og Vátryggingafélagi Íslands h.f. til réttargæslu. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 6. mars s.l., að undangengnum munnlegum málflutningi, hefur Klemenz Jónsson, kt. 100468-3879, Furugerði 9, Reykjavík, höfðað hér fyrir dómi, á hendur Ólafsfjarðarbæ, kt. 490269-2079, Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, og Skíðadeild Leifturs, kt. 491195-2079, Kirkjuvegi 4, Ólafsfirði, in solidum til greiðslu skaðabóta auk vaxta, og Vátryggingafélagi Íslands h.f., kt. 690689-2009, til réttargæslu. Málið er höfðað gegn öllum stefndu hinn 30. maí 1997, gegn stefnda Ólafsfjarðarbæ og réttargæslustefnda með áritun lögmanns samkvæmt b-lið 3. mgr. 83. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en með birtingu stefnu á hendur stefndu Skíðadeild Leifturs. Stefnandi krefst þess að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða stefnanda skaðabætur, aðallega að fjárhæð kr. 4.406.763, en til vara að fjárhæð kr. 3.687.975, í báðum tilvikum með 2% vöxtum frá 10. desember 1993 til 3. ágúst 1996, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá þ.d. til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndu verði dæmd til greiðslu málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál og að við ákvörðun hans verði tekið mið af því að stefnandi er ekki virðisauka­skattskyldur. Þá er gerð krafa um að áfallnir dráttarvextir leggist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 3. ágúst 1997. Stefndu krefjast þess aðallega að verða sýknuð af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins, en til vara að sök verði skipt í málinu, stefnukröfur lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda og það gerir engar kröfur af sinni hálfu. Málsatvik eru þau að þann 10. desember 1993, um kl. 19:00, var stefnandi í knattleik nefndum „bandí“, ásamt nokkrum félögum sínum, í íþróttasal barnaskóla Ólafsfjarðar. Höfðu þeir félagar leigt salinn af stefndu Skíðadeild Leifturs til leiks í eina klukkustund, en hún hafði salinn til afnota og ráðstöfunar eftir kl. 18:00 á daginn samkvæmt samningi við stefnda Ólafsfjarðarbæ. Í þessum leik er lítill knöttur sleginn með kylfum, og leika tvö lið, sitt að hvoru marki. Undir lok tímans var stefnandi á hlaupum eftir gólfi íþróttahússins, er hann rann með vinstri fót undir hlífðarplötu, svokallaðan „batta“, framan við íþróttarimlana á veggnum og hlaut við það nokkur meiðsli á fætinum af skörpu horni eða brún plötunnar. Var neðri brún plötunnar eða battans um 10-15 sm frá gólfi þegar óhappið varð. Meiðsli þau er stefnandi hlaut reyndust meiri en upphaflega var haldið og þurfti hann að gangast undir nokkrar læknisaðgerðir, allt fram á árið 1995 Hinn 11. maí 1996 mat örorkunefnd varanlega örorku stefnanda og miskastig að beiðni hans. Segir í niðurstöðu nefndarinnar að eftir standi varanleg skemmd á vinstri ökkla stefnanda, sem valdi annars vegar þreytuverkjum, sársauka og öðrum óþægindum, en einnig því sem alvarlegra sé, skerðingu á jafnvægistilfinningu og jafnvægisskyni ökklaliðarins, þannig að stefnandi sé nú mjög óöruggur á ósléttu eða hálu undirlagi. Telur örorkunefnd að eftir 1. mars 1995 hafi ekki verið að vænta frekari bata af afleiðingum slyssins. Metur hún varanlegan miska stefnanda 12% og varanlega örorku 15%. Stefnandi hefur höfðað mál þetta til heimtu bóta vegna þess tjóns er hann telur sig hafa orðið fyrir af framangreindu slysi. Hann kveðst byggja kröfur sínar á hendur báðum stefndu á því, að umbúnaður íþróttahússins hafi verið óforsvaranlegur með tilliti til þeirrar starfsemi sem rekin hafi verið í því. Sérstaklega kveðst hann benda á að battar þeir, sem settir hafi verið upp í íþróttahúsinu fyrir tilstilli stefnda Ólafsfjarðarbæjar, hafi verið stórhættulegir og haft í för með sér verulega slysahættu fyrir þá sem íþróttir hafi stundað í húsinu og hafi stefndu mátt vera það ljóst að búnaður þessi hafi verið ófullkominn og óforsvaranlegur. Vegna þessa hafi hvílt á stefndu rík aðgæslu- og leiðbeiningarskylda og að þessu hafi þau ekki gætt í greint sinn, þar sem einn battanna hafi verið u.þ.b. 12 sm frá gólfi salarins. Ábyrgð stefnda Ólafsfjarðarbæjar byggir stefnandi á því, að þar sem hann hafi átt og rekið íþróttahúsið beri hann ábyrgð á vanbúnaði og ófullnægjandi frágangi battanna. Stefndi hafi með uppsetningu battanna breytt innréttingum íþróttahússins og verði ekki séð að þessar breytingar hafi verið teknar út og samþykktar í samræmi við fyrirmæli laga. Hafi honum mátt vera kunnugt um vanbúnað íþróttahússins að þessu leyti, en vanrækt að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir hættu. Gera verði ríkar kröfur um aðgæslu til þeirra sem reki íþróttahús og beri þeim í því sambandi að gæta þess sérstaklega að allur umbúnaður innanhúss sé traustur og án slysahættu. Hafi stefnda mátt vera það ljóst að gerð battanna og frágangur hafi verið hættulegur, sérstaklega vegna þess hvernig festingum þeirra hafi verið háttað, enda hefði slysið ekki orðið ef festingarnar hefðu verið þannig að þeir hefðu aðeins annað hvort getað numið þéttingsfast við gólfið, eða verið í það mikilli hæð að slysahætta stafaði ekki af þeim. Sökum þessa hafi hvílt á stefnda rík aðgæslu- og leiðbeiningarskylda gagnvart umsjónarmönnum hússins, hvort sem það hafi verið starfsmenn stefnda sjálfs eða leigutakar, að þess væri gætt að battarnir væru rétt staðsettir áður en starfsemi í íþróttahúsinu hæfist. Komið hafi fram í lögregluskýrslum, sem teknar hafi verið vegna slyssins, að það hafi verið í verkahring húsvarðar að gæta að því að battarnir næmu við gólf íþróttahússins, áður en kennsla í húsinu hæfist eða það væri afhent leigutaka, meðstefndu, til útleigu á kvöldin. Upplýst sé í málinu að svo hafi ekki verið þegar slysið varð. Telur stefnandi ljóst að um vanrækslu starfsmanna, sem stefndi beri ábyrgð á, hafi verið að ræða í greint sinn. Samkvæmt ofangreindu beri stefndi bótaábyrgð á grundvelli almennu skaðabótareglunnar, reglna um húsbóndaábyrgð og sjónarmiða um víðtæka ábyrgð eigenda og umráðamanna fasteigna. Orsakatengsl séu á milli vanbúnaðar og skeytingarleysis stefnda og þess tjóns er stefnandi hafi orðið fyrir í greint sinn. Þá kveðst stefnandi byggja kröfur sínar á hendur stefnda öðrum þræði á því, að hann hafi, í bréfi dagsettu 3. febrúar 1995, viðurkennt bótaskyldu sína gagnvart stefnanda. Beri stefnda sam­kvæmt því að bæta tjón stefnanda að fullu. Kröfur sínar á hendur stefndu Skíðadeild Leifturs kveðst stefnandi byggja á því, að hún hafi, samkvæmt samningi við meðstefnda, séð um útleigu á sal íþróttahúss barnaskóla Ólafsfjarðarbæjar. Útleigan hafi verið með þeim hætti að einstaklingar eða hópar hafi getað leigt salinn eftir kl. 18:00 á kvöldin. Fyrir það hafi viðkomandi greitt stefndu gjald, sem miðað hafi verið við einn klukkutíma í senn. Hafi stefndu borið að ganga úr skugga um að íþróttasalurinn væri reiðubúinn til notkunar og án slysahættu, áður en útleiga hæfist í hvert sinn og sérstaklega að gæta þess að battarnir væru rétt staðsettir. Kveðst stefnandi byggja á því að forráðamenn stefndu, eða menn sem þeir beri ábyrgð á lögum samkvæmt, hafi vanrækt þessa skyldu sína og á þeirri vanrækslu beri stefnda ábyrgð samkvæmt almennu skaðabótareglunni, reglum um húsbóndaábyrgð og sjónarmiðum um víðtæka ábyrgð eigenda og umráðamanna fasteigna. Stefndi Ólafsfjarðarbær kveðst byggja sýknukröfu sína á því að hann beri ekki skaða­bótaábyrgð að lögum á óhappi stefnanda og tjóni hans er af því hafi leitt. Fari um bótaábyrgð eftir sakarreglunni. Sé það ekki rétt að stefndi hafi í bréfi 3. febrúar 1995 viðurkennt skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda. Sé bréf þetta stílað og sent til réttargæslustefnda en ekki stefnanda og í því aðeins verið að tjá réttargæslustefnda þá skoðun eða álit bæjarstjórnar stefnda að hann telji stefnda bótaskyldan gagnvart stefnanda, en ekki verið með því að tilkynna stefnanda eða viðurkenna við hann skaðabótaskyldu stefnda. Felist því engin bindandi viðurkenning gagnvart stefnanda á skaðabótaskyldu í bréfinu og verði bótaábyrgð stefnda því ekki á bréfinu byggð. Stefndi telur það ekki vera rétt að battarnir í íþróttasal skólans hafi verið hættulegir. Hafi hér verið um að ræða sléttar plötur með venjulega frágengnum brúnum og hornum, sem í sjálfu sér séu ekkert hættulegri en brúnir og horn á venjulegum hurðum, dyrakörmum, gluggakistum eða borðplötum og ekkert frábrugðin því sem tíðkast hafi annars staðar. Sama hafi gilt um fyrirkomulag festinga. Hafi því enginn vanbúnaður á böttunum verið til staðar. Uppsetning þeirra til hlífðar framan við rimlana hafi verið eðlileg varúðarráðstöfun af hálfu stefnda og verði bótaábyrgð hans ekki byggð á því að íþróttasalurinn eða búnaðurinn þar hafi verið háskalegur eða óforsvaranlegur. Ekki hafi hvílt á stefnda eða starfsmönnum hans nein skylda til að setja battana niður að gólfi áður en skíðadeildin hafi fengið íþróttasalinn til ráðstöfunar eftir skóla á daginn, eða notendahópar eftir skólatíma. Hafi engar fastar reglur gilt um niðurfærslu batta í íþróttasalnum áður en nýr notendahópur hafi tekið við honum. Hafi notendur salarins fært battana til eftir þörfum eftir því hvaða íþrótt hafi verið stunduð í salnum hverju sinni og hver hópur tekið við böttunum í þeirri stöðu sem næsti hópur á undan hefði skilið við þá. Telur stefndi það misskilning að það hafi verið í verkahring húsvarðar skólans að setja battana niður. Ef aðrir en notendur sjálfir hafi átt að gera það, hafi það staðið meðstefndu næst, sem annast hafi eftirlit og þrif í salnum þegar hún hafi haft salinn til afnota eftir kl. 18:00 á daginn. Samkvæmt samningi stefnda og meðstefndu hafi einnig verið svo fyrir mælt að hver hópur sem keypti tíma hjá meðstefndu skyldi tilnefna ábyrgðarmann, sem sæi um að farið væri eftir settum reglum og kæmi kvörtunum á framfæri. Hafi stefnda ekki borist kvartanir út af frágangi eða staðsetningu battanna áður en óhappið hafi orðið. Verði að framangreindu virtu ekki lögð bótaábyrgð á stefnda fyrir að hafa vanrækt að færa battana að gólfi þegar stefnandi hafi meiðst. Ekki hafi heldur hvílt á stefnda nein leiðbeiningarskylda gagnvart stefnanda eða meðstefndu um það að þess yrði gætt að battarnir væru rétt staðsettir áður en starfsemi í íþróttahúsinu hæfist. Hafi battarnir og staðsetning þeirra á rimlunum blasað við augum og mátt vera öllum ljós sem í íþróttasalinn kæmu, stefnanda og félögum hans sem öðrum. Leiðbeiningar af hálfu stefnda um staðsetningu þeirra hafi því verið óþarfar, en ef einhver skylda í því efni hafi verið til staðar, hafi hún hvílt á meðstefndu, sem hafi haft íþróttasalinn til ráðstöfunar og eftirlit með honum þegar stefnandi hafi orðið fyrir óhappinu. Stefnandi og félagar hafi ekki verið óvita börn. Stefnandi hafi verið 25 ára að aldri og húsasmiður að mennt og starfi, auk þess að vera skíðaþjálfari. Hafi honum og félögum hans átt að vera ljóst, að battinn sem stefnandi rann undir næmi ekki við gólf, enda hafi það blasað við. Stefnandi og félagar hans hafi hins vegar kosið að leika bandí í salnum án þess að færa þá batta niður að gólfi sem ofar voru í rimlunum og hafi því tekið á sig áhættuna af því. Hafi þeim verið í lófa lagið að færa battana niður á gólf í upphafi leiks. Eigi stefnandi þannig ekki við aðra að sakast en sjálfan sig og félaga sína um stöðu battans, sem hann meiddi sig á. Varakröfu sína byggir stefndi Ólafsfjarðarbær á því að tjón stefnanda megi að stærstum hluta rekja til eigin sakar hans sjálfs og óhappatilviljunar. Hafi verið gálaust af stefnanda og félögum að færa ekki battann að gólfi þegar þeir byrjuðu leikinn og óhappatilviljun að stefnandi rann undir battann og að langvarandi sýking komst í aðgerðarsárið, en til þess megi rekja stærstan hluta örorku stefnanda. Verði stefnandi því í öllu falli að bera stærstan hluta tjónsins sjálfur. Þá beri að stórlækka stefnukröfur, en um bótafjárhæð fari eftir skaðabótalögum nr. 50/1993. Stefnda Skíðadeild Leifturs rökstyður sýknukröfu sína með því að hún eigi ekki sök á tjóni stefnanda og eigi ekki að svara bótum fyrir það. Íþróttahús barnaskóla Ólafsfjarðar sé í eigu meðstefnda, sem og allur búnaður þar og frágangur húsnæðisins sé allur á ábyrgð eiganda þess. Íþróttasalurinn sé leigður að loknum skóladegi í þágu meðstefnda, sem greiði stefndu úr bæjarsjóði sem leigunni nemi. Þannig hafi stefnda ekki verið eiginlegur leigusali, þótt hún hefði umsjón með ráðstöfun salarins á umræddum tíma. Hlutverk hennar hafi einungis verið að bóka í salinn, innheimta leigugjald og loka íþróttahúsinu á kvöldin eftir að útleigu lokinni. Þá hafi íþróttasalurinn og/eða búnaður hans ekki verið háskalegur eða óforsvaranlegur. Ekki hafi hvílt skylda á stefndu eða starfsmönnum hennar að setja niður battana, heldur hafi notendur sjálfir átt að gera það, en ella hafi það staðið nær meðstefnda, fasteignareigandanum, sem hafi haft veg og vanda af frágangi íþróttasalar­ins, að setja reglur um framkvæmd þessa. Það sé hins vegar mat starfsmanns meðstefnda, húsvarðar barnaskólans, að það hafi verið í hans verkahring sem umsjónarmanns íþróttahússins að koma böttunum fyrir. Stefnandi, sem sé húsasmiður að mennt, hafi verið 25 ára að aldri þegar óhappið hafi orðið og jafnframt starfað sem skíðaþjálfari. Hefði hann átt að gera sér ljósa grein fyrir aðstæðum í íþróttasalnum þegar óhappið hafi orðið, enda hafi blasað við honum og félögum hans að battinn nam ekki við gólf og hafi stefnandi og félagar hans þar með tekið á sig fulla áhættu af hugsanlegum afleiðingum þess og stefnandi þar með af óhappi sínu. Varakröfu sína byggir stefnda á sömu málsástæðum og lagarökum og meðstefndi. Við meðferð málsins gáfu stefnandi og Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri stefnda Ólafsfjarðarbæjar, skýrslur fyrir dómi. Einnig gáfu skýrslur vitnin Valdimar Brynjólfsson og Björn Þór Ólafsson. Við munnlegan flutning málsins gerði lögmaður stefndu Skíðadeildar Leifturs athugasemdir varðandi aðildarhæfi hennar. Lögmaður stefnanda mótmælti þeim sem of seint fram komnum og vísaði einnig til þess að stefnda hefði eigin kennitölu og væri skráð í fyrirtækjaskrá og yrði ekki annað séð en að hún hefði sjálfstæðan fjárhag og gæti tekið á sig fjárhagslegar skuldbindingar. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 hafa dómstólar vald til að dæma mál allra þeirra sem geta verið aðilar, nema undantekningar séu gerðar í lögum eða samkvæmt þjóðarétti. Verður dómurinn að gæta þess sjálfkrafa að þeir sem gera kröfur fyrir dómi eða mál beinast að, geti verið aðilar að lögum og verður ekki undan þeirri aðgæsluskyldu vikist með vísan til þess að athugasemdir sem lúta að aðildarhæfi séu of seint fram komnar undir meðferð máls. Samkvæmt nefndri 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili dómsmáls hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun, sem getur átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Samkvæmt nafni sínu er stefnda Skíðadeild Leifturs deild í Leiftri, sem er íþróttafélag á Ólafsfirði. Ekki verður litið svo á með réttu að jafna megi deild í félagi til félags í skilningi 1. mgr. 16. gr., ef lög kveða ekki á um annað, og skiptir þá ekki máli þótt skipulag félags sé með þeim hætti að einstökum deildum þess sé falið að starfa sjálfstætt að tilteknum verkefnum eða á tilteknu sviði og að Hagstofa Íslands hafi af einhverjum ástæðum talið rétt að taka slíka félagsdeild á fyrirtækjaskrá, skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1969. Af þessum sökum þykir Skíðadeild Leifturs ekki geta verið aðildarhæf í skilningi 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, en af því leiðir að vísa verður kröfum stefnanda á hendur henni sjálfkrafa frá dómi. Hinn 3. febrúar 1995 ritaði bæjarstjóri stefnda Ólafsfjarðarbæjar bréf til réttargæslustefnda þar sem hann kveðst geta fullyrt að bæjarstjórn telji að „ við séum bótaskyld vegna þessa slyss sem KJ varð fyrir 10. desember 1993 og ennfremur að bæjarfélagið hafi keypt hjá yður svonefnda frjálsa ábyrgðartryggingu til að tryggja sig fyrir skakkaföllum eins og þessum og því sé komið að félaginu að greiða bætur sem samkomulag náist um.“ Bæjarstjórinn kynnti stefnanda efni þessa bréfs og er ljósrit þess lagt fram af stefnanda. Í skýrslu sinni hér fyrir dómi tók sami bæjarstjóri fram, að bæjarstjórn stefnda teldi stefnda bótaskyldan vegna tjóns stefnanda, en gat hins vegar ekki útskýrt nánar á hverju bótaskylda stefnda væri talin reist. Ofangreint bréf ritaði stefndi til réttargæslustefnda og sendi því, og þykir stefnandi ekki geta byggt bótakröfu sína á efni þess þótt það væri kynnt honum, þar sem því þykir ekki verða jafnað til skuldbindandi yfirlýsingar gagnvart stefnda. Yfirlýsingu bæjarstjórans fyrir dómi, þykir ekki heldur unnt að meta sem bindandi málflutningsyfirlýsingu af hálfu stefnda, sérstaklega með tilliti til þess að hún þykir ekki gefin af nægilegri þekkingu eða skilningi, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991. Með þetta í huga þykir stefndi Ólafsfjarðarbær ekki verða dæmdur til að greiða stefnanda bætur fyrir tjón sitt á grundvelli þess að hann hafi þegar viðurkennt bótaskyldu sína. Ekki mun hafa farið fram skoðun á böttunum og umbúnaði þeirra í tilefni af slysinu. Lögreglurannsókn fór fram á tildrögum þess, með þeim hætti að stefnandi gaf skýrslu fyrir lögreglu þann 1. febrúar 1994 og að ósk réttargæslustefnda voru síðar teknar skýrslur af formanni Skíðadeildar Leifturs, húsverði, hreingerningamanni og mönnum sem voru með stefnanda, er hann slasaðist. Lögreglan tók myndir í íþróttasalnum í apríl 1994 og liggja þær frammi í málinu. Samkvæmt þeim og því sem fram hefur komið í skýrslum aðila og vitna, voru battarnir úr hörðum krossviði, 12 mm þykkum. Aftan á þeim voru festingar eða krókar úr flatjárni sem var smokrað upp á rimlana í íþróttahúsinu, er battarnir voru settir upp. Horn battanna munu ekki hafa verið rúnnuð. Samkvæmt framburði stefnanda gátu þeir gengið til á rimlunum þannig að bil myndaðist milli þeirra og taldi hann slíkt bil hafa verið milli þeirra er hann slasaði sig. Samkvæmt framburði vitnisins Björns Þórs Ólafssonar, íþróttakennara, átti hann þátt í því á sínum tíma að battarnir yrðu smíðaðir, til að unnt væri að leika innanhússknattspyrnu og aðra boltaleiki, þ.á.m. bandí, í íþróttahúsinu, án þess að boltinn færi undir rimlana og festist þar og einnig til að draga úr slysahættu af rimlunum. Sagðist hann oft hafa fært battana ofar í rimlana til að unnt væri að skúra á bak við þá, en annars hefðu þeir átt að vera niðri ef þeir væru notaðir á annað borð, en allur gangur hefði verið á því hver færði þá niður hverju sinni eftir að þeir hefðu verið færðir upp. Sagði hann battana hafa verið notaða í nokkuð mörg ár áður en slysið varð. Battar þessir voru einfaldir að gerð og verður ekki fallist á það með stefnanda að þeir hafi verið stórhættulegir og haft í för með sér verulega slysahættu fyrir þá sem stunduðu íþróttir í húsinu. Þykir ekki sýnt að þeir hafi getað verið hættulegir í sjálfu sér eða að af þeim gæti stafað hætta ef þeir voru rétt settir upp, en uppsetning þeirra virðist hafa verið einföld. Líta ber svo á, og fær það stoð í framburði Valdimars Brynjólfssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, að battarnir hafi ekki verið hluti af fasteigninni sjálfri, eða varanlegar breytingar á búnaði salarins, heldur laus búnaður, samsvarandi alls konar algengum búnaði sem notaður er í íþróttahúsum og íþróttaiðkun tilheyrir. Stóð það næst þjálfara, íþróttakennara, eða öðrum slíkum, sem hafði umsjón með íþróttaiðkunum í húsinu hverju sinni, að gæta þess að útbúnaður væri í réttu horfi með tilliti til þeirrar íþróttar sem leika átti, þ.m.t. að battarnir væru fjarlægðir, ef nota átti rimla á vegg, en gæta þess að þeir væru í réttri stöðu niðri við gólf ef iðka átti boltaleiki, svo sem innanhússknattspyrnu eða bandí. Stefnandi tók ásamt fleirum húsið á leigu til íþróttaiðkana þar á eigin vegum. Bar honum því sjálfum og félögum hans að gæta þess að útbúnaður til þeirra, svo sem battarnir, væri í réttu horfi, og hefur ekki verið sýnt fram á að skylda til þeirrar aðgæslu hafi hvílt eða átt að hvíla á starfsmönnum stefnda. Í skýrslu húsvarðar fyrir lögreglu, taldi hann það hljóta að hafa verið í sínum verkahring að ganga frá böttunum, en ekki verður séð af skýrslunni á hverju þessi skoðun hans er reist, og hún fær ekki stoð í öðrum gögnum málsins. Húsvörðurinn kom ekki fyrir dóm við meðferð málsins. Þykir eftir þessu ekki verða á þessari skoðun hans byggt einni saman. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki á það fallist að stefndi Ólafsfjarðarbær beri bótaábyrgð á slysi stefnanda samkvæmt almennu skaðabótareglunni eða reglum um húsbóndaábyrgð og sjónarmiðum um víðtæka ábyrgð eigenda og umráðamanna fasteigna. Verður hann eftir þessu sýknaður af dómkröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn í málinu samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins frá 9. desember 1996 og greiðist gjafsóknarkostnaður úr ríkissjóði samkvæmt skilmálum bréfsins. Samkvæmt yfirliti, sem lögmaður stefnanda, Ólafur Haraldsson hdl., hefur lagt fyrir dóminn, nemur útlagður kostnaður hans kr. 11.105. Þóknun hans þykir hæfilega ákveðin kr. 300.000, og er virðisaukaskattur þar með talinn. Dóm þennan kveður upp Freyr Ófeigsson, dómstjóri. Dómsorð: Dómkröfum stefnanda, Klemenzar Jónssonar, í máli þessu, á hendur stefndu, Skíðadeild Leifturs, er vísað sjálfkrafa frá dómi. Stefndi, Ólafsfjarðarkaupstaður, á að vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 311.105, greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t þóknun lögmanns hans, Ólafs Haraldssonar hdl., kr. 300.000.
Mál nr. 47/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X var grunaður um brot gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga. Talið var að fullnægt væri skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að verða við kröfu um gæsluvarðhald.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febrúar 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. sama mánaðar kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst varnaraðili þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var bifreiðinni [...] ekið fram í sjó af stórgrýtiskanti 28. janúar sl. Einkahlutafélag í eigu varnaraðila er skráður eigandi bifreiðarinnar. Sóknaraðili kveðst gruna varnaraðila um tilraun til brots gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vegna rannsóknarhagsmuna sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi, þannig að hann fái ekki tækifæri til að spilla sakargögnum eða hafa samband við aðra, sem geti tengst málinu. Í ljósi framangreinds og þess, sem liggur að öðru leyti fyrir í málinu, þykir mega fallast á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.