Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
238
| Summary
stringlengths 73
7.23k
| Text
stringlengths 125
646k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 13/2024 | Kærumál Hæfi dómara Vanhæfi | Staðfestur var úrskurður Landsréttar þar sem hafnað var kröfu um að tveir landsréttardómarar vikju sæti í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. mars 2024 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 16. febrúar 2024 í máli nr. 636/2022 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir vikju sæti í málinu.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fyrrgreindir landsréttardómarar víki sæti í málinu. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila.4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða kærumálskostnað.5. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.6. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, A, greiði varnaraðila, B, 300.000 krónur í kærumálskostnað.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=125bc805-18a2-4ec8-b8c9-61578bce020a&verdictid=2b87ede8-47a3-486a-a56d-3e51fbe0f4f2 |
Mál nr. 27/2023 | Sifskaparbrot Börn Forsjá Heimfærsla Refsiheimild | X var ákærð fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir að hafa svipt A valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra með því að hafa farið með þau úr landi gegn vilja A og haldið þeim þar. Í dómi Hæstaréttar sagði að X og A hafi farið sameiginlega með forsjá barna sinna og átt sama lögheimili þegar hún fór með þau úr landi. Með vísan til umfjöllunar um refsinæmi og gildissvið 193. gr. almennra hegningarlaga, réttarþróunar í dönskum og norskum rétti, tilhögun hérlendrar löggjafar í forsjármálum og skýrleika refsiheimilda var það niðurstaða dómsins að sú háttsemi sem ákærðu var gefin að sök yrði ekki felld undir 193. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því var X sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 5. júní 2023 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að dómur Landsréttar verði staðfestur um sakfellingu ákærðu og að refsing hennar verði þyngd.3. Ákærða krefst aðallega sýknu en til vara að henni verði ekki gerð refsing. Verði ákærða sakfelld krefst hún þess til þrautavara að hún verði aðeins dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa.Ágreiningsefni4. Með ákæru héraðssaksóknara 3. júní 2021 var ákærðu gefið að sök sifskaparbrot með því að hafa frá […] 2019 til […] 2021 svipt A valdi og umsjá yfir börnum hans og ákærðu, B og C, með því að hafa farið með þau án leyfis A til […] og haldið þeim þar en ákærða og A fóru sameiginlega með forsjá barnanna sem voru skráð með sama lögheimili og A. Ætlað brot ákærðu var talið varða við 193. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.5. Meginágreiningur í málinu snýr að því hvort þá háttsemi sem ákærðu er gefin að sök megi heimfæra til 1. mgr. 193. gr. almennra hegningarlaga einkum með tilliti til þess að ákærða og brotaþoli fóru sameiginlega með forsjá barna sinna og áttu sama lögheimili þegar hún fór með börnin af landi brott.6. Með hinum áfrýjaða dómi 24. febrúar 2023 var staðfest niðurstaða héraðsdóms 9. febrúar 2022 um að sakfella ákærðu.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 31. maí 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-64, meðal annars á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um skýringu 193. gr. almennra hegningarlaga.Málsatvik8. Málavextir eru þeir að ákærða og brotaþoli kynntust hér á landi árið 2007. Ákærða er […] ríkisborgari en brotaþoli með […] ríkisborgararétt.9. Árið 2013 festu þau kaup á íbúð og fluttu í hana. Þau eignuðust drenginn B í […] árið 2015 og skráðu sig í sambúð síðar í sama mánuði. Þá eignuðust þau dótturina C í […] árið 2018. Börnin eru með […] ríkisborgararétt.0. Ákærða heldur því fram að brotaþoli hafi beitt hana ofbeldi á sambúðartímanum. Því til stuðnings hefur hún lagt fram afrit kæru sinnar á hendur honum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019. Brotaþoli neitar ásökunum af þeim toga. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 í máli aðila um forsjá barnanna kemur fram að engin gögn liggi fyrir um að brotaþoli hafi beitt ákærðu andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þar er jafnframt vísað til úrskurðar áfrýjunardómstóls í […] 8. desember 2020 en þar kemur fram að frásögn ákærðu um ofbeldi af hálfu brotaþola sé metin mjög „vafasöm og ósennileg“.1. Ákærða og brotaþoli höfðu sama lögheimili og fóru sameiginlega með forsjá barna sinna í […] 2019 þegar atburðarás sú hófst sem mál þetta hverfist um.2. Dagana […] og […] […] 2019 áttu faðir ákærðu og brotaþoli í samskiptum á samskiptamiðlinum Facebook Messenger um fyrirhugaða ferð hennar með börnin til […]. Í þeim kom fram að brotaþoli vildi ekki að börnin færu þangað. Um þrjúleytið […] 2019 sendi brotaþoli tölvupóst til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem fram kom að hann væri andvígur því að ákærða tæki börn þeirra með sér til […]. Í fyrirsögn vísaði hann til 28. gr. a barnalaga nr. 76/2003. Í framhaldinu áttu sér stað frekari tölvupóstsamskipti brotaþola og lögreglunnar þar.3. Brotaþoli ók ákærðu og börnum þeirra á Keflavíkurflugvöll […] 2019 en þaðan flaug hún með börnin til […]. Í héraðsdómi sem vísað er til í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms var talið sannað að brotaþoli hefði verið mótfallinn ferð þeirra og ákærðu verið kunnugt um þá afstöðu hans.4. Í skýrslu fyrir héraðsdómi kvaðst ákærða hafa tilkynnt brotaþola á flugvellinum að sambúð þeirra væri lokið. Í skýrslu sem hún gaf fyrir Landsrétti kvaðst hún hafa ákveðið „þremur, fjórum mánuðum“ eftir að hún fór til […] að koma ekki aftur til Íslands.5. Brotaþoli krafðist þess 30. september 2019 fyrir undirrétti í […] að börnin yrðu flutt aftur til Íslands, þar sem ákærða hefði numið þau á brott með ólögmætum hætti og flutt til […]. Kröfu hans var hafnað 9. júlí 2020. Skaut hann þeirri niðurstöðu til áfrýjunardómstóls í […] sem kvað upp úrskurð 8. desember 2020. Í honum var mælt fyrir um að börnin skyldu snúa aftur til Íslands innan 14 daga frá þeim degi sem úrskurðurinn yrði bindandi. Ákærða sótti um heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar […] en 21. janúar 2022 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki væru skilyrði til þess að fjalla frekar um áfrýjunarbeiðnina. Með því varð niðurstaða áfrýjunardómstólsins endanleg.6. Lögmaður brotaþola lagði 7. október 2019 fram kæru fyrir hans hönd hjá lögreglu á hendur ákærðu vegna brots gegn 193. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa […] 2019 svipt hann valdi og umsjón yfir börnum þeirra með því að fara með þau án hans leyfis til […].7. Brotaþoli höfðaði forsjármál gegn ákærðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 2. desember 2020. Með úrskurði dómsins 26. október 2021 var brotaþola falið til bráðabirgða að fara með forsjá barnanna þar til dómur gengi um forsjá þeirra til frambúðar. Með fyrrgreindum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 var brotaþola falin forsjá barnanna frá uppsögu dómsins til 18 ára aldurs þeirra. Ákærða skal hafa umgengnisrétt við þau í sex vikur á hverju sumri, um önnur hver jól og aðra hverja páska. Jafnframt skal ákærða greiða brotaþola einfalt meðlag með hvoru barni fyrir sig.8. Sem fyrr segir var ákærða með hinum áfrýjaða dómi sakfelld í samræmi við ákæru fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga. Hún mun enn dvelja í […] með börnin.Helstu röksemdir ákæruvalds og ákærðu9. Ákæruvaldið vísar til þess að hugtökin vald og umsjá í 193. gr. almennra hegningarlaga svari til hugtaksins forsjá í skilningi barnalaga og við beitingu þess verði að líta til dómaframkvæmdar um inntak sameiginlegrar forsjár í skilningi sömu laga. Ekkert standi í vegi fyrir því að ákvæðið geti átt við í því tilviki þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra sviptir hitt umsjá og valdi yfir barni þeirra.20. Ákærða telur háttsemi sína ekki refsinæma samkvæmt 193. gr. almennra hegningarlaga. Í fyrsta lagi í ljósi túlkunar ákvæðisins í dómi Hæstaréttar 18. nóvember 2021 í máli nr. 27/2021. Í öðru lagi í ljósi efnisþátta þess og ásetningsstigs sem þar er krafist og í þriðja lagi í ljósi krafna um skýrleika refsheimilda. Ákærða ber einnig fyrir sig að hún hafi ekki brotið gegn umræddu ákvæði með för sinni til […] þar sem hún hafi haldið sig þar vegna hættulegra aðstæðna og ofbeldisfullrar hegðunar brotaþola. Þá byggir ákærða á því að hún hafi hlotið samþykki hans fyrir ferð úr landi í […] 2019. Fari svo að talið verði yfir allan vafa hafið að ákærða hafi gerst sek um það brot sem henni er gefið að sök er gerð krafa um refsibrottfall á grundvelli neyðarréttar.Löggjöf og réttarframkvæmdForsaga 193. gr. almennra hegningarlaga og dómaframkvæmd21. Ákvæði 193. gr. má rekja til 215. gr. almennra hegningarlaga handa Íslandi frá 25. júní 1869 en þau voru að mestu leyti þýðing á dönsku hegningarlögunum frá 1866. Þar kom fram að „ef að nokkur með brögðum eða valdi sviptir foreldra eða aðra vandamenn barni, sem er yngra en 15 ára, eða heldur því fyrir þeim“ beri að refsa viðkomandi og geti refsing numið allt að átta ára hegningarvinnu ef sakir væru miklar „einkum ef það er gert í ábata skyni eða í ósiðlegum tilgangi”.22. Með gildandi hegningarlögum frá árinu 1940 var ákvæðið flutt úr þeim kafla laganna sem lýtur að brotum gegn frjálsræði manna í kaflann um sifskaparbrot. Þá var verknaðarlýsingin færð í núverandi horf í 193. gr. sem hljóðar svo:Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.23. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur fram að með því sé lögð refsing við broti sams konar því sem getið er um í 226. gr. Er með því vísað til almenna ákvæðisins um frelsissviptingu en það er enn óbreytt í tilvitnaðri grein. Þar er sú regla í 1. mgr. að hver sá sem sviptir annan mann frelsi sínu skuli sæta fangelsi allt að 4 árum en í 2. mgr. er mælt fyrir um nánar tilgreindar refsiþyngingarástæður. Í skýringum við 193. gr. kemur jafnframt fram að þar sem barn sé enn ekki sjálfrátt taki ákvæðið til réttar foreldris til umráða yfir því. Af þeim sökum sé því skipað í kafla sifskaparbrota.24. Í dómi Hæstaréttar 23. mars 2006 í máli nr. 206/2005 háttaði þannig til að móðir fór ein með forsjá barns til bráðabirgða auk þess sem lagt hafði verið bann við för þess af landi brott. Var faðir barnsins dæmdur fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa svipt móður valdi og umsjá yfir barninu með því fara með það til Frakklands og halda því þar. Með héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hvað það atriði varðar, var því slegið föstu að orðin vald og umsjá í 193. gr. almennra hegningarlaga svöruðu til forsjár í skilningi barnalaga.25. Við gildistöku eldri barnalaga nr. 9/1981 leysti hugtakið forsjá af hólmi hugtökin foreldravald og forræði sem notast hafði verið við fram að því í lögum nr. 85/1947 um lögræði. Inntak forsjár er skilgreint í 28. gr. barnalaga og samkvæmt 5. mgr. þeirrar greinar felur forsjá barns í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns, ákveða búsetustað þess sem og lögformlegt fyrirsvar.26. Sameiginleg forsjá foreldra sem ekki búa saman kom fyrst til sem úrræði við gildistöku barnalaga nr. 20/1992. Nú er mælt fyrir um inntak hennar í 1. mgr. 28. gr. a barnalaga en greinin er tilkomin með 5. gr. laga nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum. Greininni var breytt nokkuð með 1. gr. laga nr. 28/2021. Eins og greinin var á þeim tíma sem ákæra tekur til var mælt fyrir um í 1. mgr. 28. gr. a að þegar foreldrar færu sameiginlega með forsjá barns skyldu þeir sameiginlega taka allar meiri háttar ákvarðanir sem það varðaði. Byggju foreldrar ekki saman skyldi það foreldri sem það ætti lögheimili hjá hafa heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf þess, svo sem hvar barnið ætti lögheimili innan lands, velja fyrir það leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Í niðurlagi 1. mgr. 28. gr. a, nú 2. mgr. ákvæðisins, var þó áréttað að forsjárforeldrar skyldu ávallt leitast við að hafa samráð áður en framangreindum málefnum barns væri ráðið til lykta.27. Fram kemur í skýringum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 61/2012, þar sem reglum um inntak sameiginlegrar forsjár var með 5. gr. komið í framangreint horf, að nauðsynlegt þætti að afmarka frekar en gert væri í barnalögum hvenær annað foreldra gæti ráðið ákveðnum málefnum barns til lykta. Yrði í því sambandi að leggja til grundvallar þarfir barnsins fyrir öryggi, stöðugleika, þroskavænleg skilyrði og samfellu í umönnun. Rétt eins og þegar um forsjá væri að ræða hefði búseta barns tiltekin réttaráhrif. Væri réttarstaða foreldra ekki sú sama við þær aðstæður. Lögheimilisforeldri hefði þannig ríkari rétt til að taka ákvarðanir um málefni barns.28. Í 5. mgr. 28. gr. a barnalaga, áður 3. mgr. sömu greinar, er þá reglu að finna að fari foreldrar með sameiginlega forsjá barns sé öðru þeirra óheimilt að fara með það úr landi án samþykkis hins. Reglan var upphaflega lögfest með lögum nr. 23/1995 um breytingu á þágildandi barnalögum nr. 20/1992 í tengslum við fullgildingu Evrópuráðssamnings frá 20. maí 1980 um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna og Haagsamningsins frá 25. október sama ár um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl., sbr. lög nr. 160/1995. Einkaréttarlegt úrræði eru þannig til staðar fyrir foreldri sem telur á sér brotið með flutningi hins foreldrisins á barni þeirra milli landa.29. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 27/2021 háttaði svo til að móðir var ákærð fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa á tilgreindu tímabili svipt tvo barnsfeður sína valdi og umsjá barna þeirra með því að fara með þau úr landi án leyfis og vitundar þeirra. Lagt var til grundvallar að foreldrar barnanna hefðu farið sameiginlega með forsjá þeirra en að börnin hefðu átt lögheimili hjá konunni. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að málið væri ólíkt því sem dæmt var með dómi Hæstaréttar í máli nr. 206/2005 þar sem í því máli hefði móðirin ein haft forsjá barns en í því máli sem væri til úrlausnar færu foreldrar sameiginlega með forsjá barna sinna. Auk þess lægi fyrir að þrátt fyrir sameiginlega forsjá hefði móðirin verið aðalumönnunaraðili barnanna og þau átt lögheimili hjá henni eftir að upp úr slitnaði milli hennar og barnsfeðra. Enda þótt 1. mgr. 28. gr. a barnalaga mælti svo fyrir að foreldrar sem færu saman með forsjá barns skyldu ávallt leitast við að hafa samráð áður en þeim málum sem í ákvæðinu greinir væri ráðið til lykta taldi Hæstiréttur ljóst af ákvæðinu og lögskýringargögnum að það foreldri sem barn væri með lögheimili hjá hefði ríkari rétt til að taka ákvarðanir um málefni þess. Með vísan til refsinæmis 193. gr. almennra hegningarlaga, inntaks sameiginlegrar forsjár og skýrleika refsiheimilda var það niðurstaða réttarins að sýkna móðurina af broti gegn ákvæðinu.Um þróun í dönskum og norskum rétti30. Svo sem fram er komið hafa dönsk refsilög haft að geyma ákvæði hliðstætt 193. gr. almennra hegningarlaga frá árinu 1866. Gildandi dönsk hegningarlög eru að stofni til frá árinu 1930 en þeim hefur þó, eðli málsins samkvæmt, eins og íslensku hegningarlögunum frá árinu 1940, margoft verið breytt í tímans rás.31. Í 1. mgr. 215. gr. dönsku laganna er enn að finna ákvæði sem er efnislega samhljóða 193. gr. íslensku laganna. Af þarlendri réttarframkvæmd verður ráðið að ákvæði 1. mgr. 215. gr. hefur ekki verið talið ná, svo að vafalaust sé, yfir það tilvik þegar foreldri sem deilir sameiginlegri forsjá með hinu foreldrinu sviptir það valdi eða umsjón yfir barninu. Með lagabreytingu í Danmörku árið 1990 var nýrri málsgrein bætt við ákvæðið sem varð 2. mgr. 215. gr. dönsku hegningarlaganna. Þar er mælt fyrir um að með sama hætti og kveðið sé á um í 1. mgr. greinarinnar skuli sá sæta refsingu sem flytur barn ólöglega úr landi. Lögfesting 2. mgr. 215. gr. fól þannig í sér viðbrögð við þessari stöðu og er nú hafið yfir vafa að dönskum rétti að hverjum þeim sem ólöglega flytur barn úr landi, þar með talið foreldri sem deilir forsjá, verður refsað á grundvelli þessa ákvæðis.32. Forsaga og þróun refsiákvæðis um efnið í norskum refsilögum var áþekk því sem var í dönskum rétti. Þannig var 1. mgr. 216. gr. norsku hegningarlaganna frá árinu 1902 sambærileg framangreindu ákvæði íslensku og dönsku laganna. Árið 2012 var bætt sérákvæði við 216. gr. norsku laganna um að refsivert væri að flytja barn úr landi eða halda því þar með ólögmætum hætti frá þeim sem hefði forsjá eða umsjá þess. Síðar var sett mun ítarlegra refsiákvæði um háttsemina í 261. gr. gildandi hegningarlaga. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. greinarinnar nær refsinæmi nú meðal annars til aðstæðna þar sem foreldrar fara með sameiginlega forsjá og annað þeirra flytur barn ólöglega úr landi eða heldur því þar.Niðurstaða33. Svo sem fram hefur komið er ákærðu gefið að sök sifskaparbrot, sbr. 193. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa frá […] 2019 til […] 2021 svipt brotaþola valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra með því að hafa farið með þau án leyfis brotaþola til […] og haldið þeim þar. Óumdeilt er að við brottför ákærðu með börnin frá Íslandi […] 2019 fóru hún og brotaþoli með sameiginlega forsjá þeirra, sbr. 1. mgr. 29. gr. barnalaga og öll voru þau skráð með sama lögheimili. Ákærða og brotaþoli hafa ekki haldið sameiginlegt heimili frá þeim tíma en forsjá var sameiginleg allt þar til fyrrnefndur úrskurður til bráðabirgða gekk í héraði 26. október 2021.34. Hæstarétti er þröngur stakkur skorinn við endurskoðun á sönnunarmati Landsréttar að því leyti sem það byggist á heildarmati á sönnunargildi fram kominna sönnunargagna, þar á meðal munnlegs framburðar ákærðu og vitna fyrir dómi, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Að því gættu sætir sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms ekki endurskoðun að sannað teljist að brotaþoli hafi verið því mótfallinn að ákærða færi með börnin til […] 2019 og hún verið meðvituð um þá afstöðu hans. Sama máli gegnir um þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að staðhæfingar ákærðu þess efnis að brotaþoli hafi beitt hana ofbeldi á sambúðartímanum séu engum gögnum studdar. Koma þær og málatilbúnaður á þeim reistur því ekki til frekari skoðunar við úrlausn málsins. Liggur því næst fyrir réttinum að taka til þess afstöðu hvort sú háttsemi ákærðu að fara í óþökk brotaþola með börn þeirra til […] og halda þeim þar verði heimfærð undir 193. gr. almennra hegningarlaga.35. Hér að framan er gerð grein fyrir tveimur hæstaréttardómum sem sérstaka þýðingu hafa fyrir úrlausn máls þessa. Í dómi réttarins í máli nr. 206/2005 fór ákærði ekki með forsjá barns síns og var dæmdur fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga með því að svipta móður og forsjáraðila valdi og umsjá barns þeirra og fara með það til Frakklands og halda því þar. Leikur ekki vafi á að ákvæðið nær til þess tilviks þegar foreldri sem ekki fer með forsjá barns síns fer fram með þeim hætti sem lýst er refsivert samkvæmt ákvæðinu. Öndverð niðurstaða varð sem fyrr segir með dómi réttarins í máli nr. 27/2021 þegar móðir var sýknuð af broti gegn 193. gr. Sýnist niðurstaða um sýknu einkum hafa ráðist af því að hún fór sameiginlega með forsjá með feðrum barna sinna en auk þess áttu börnin lögheimili hjá henni og hún var talin hafa verið aðalumönnunaraðili þeirra. Í tilvitnuðum dómum er vissulega ekki uppi fyllilega sambærileg aðstaða og í þessu máli þar sem ákærða og brotaþoli deildu ekki aðeins forsjá heldur var lögheimili þeirra það sama á því tímamarki þegar konan fór með börnin til […] og eiginlegri sambúð lauk.36. Hér fyrr hefur verið rakin tilurð og saga 193. gr. almennra hegningarlaga síðan ákvæðið var fyrst leitt í lög árið 1869. Í því samhengi verður ekki fram hjá því litið að við lögfestingu refsiákvæðis af þessum toga í öndverðu var samfélags- og fjölskyldugerð með allt öðrum hætti en síðar varð og verndarhagsmunir um margt aðrir. Af lögskýringargögnum með 193. gr. almennra hegningarlaga frá árinu 1940 má sem fyrr segir ráða að ákvæðið taki til brota sams konar þeim sem almenna ákvæðið um frelsissviptingu í 226. gr. laganna varðar en á þrengra og afmarkaðra sviði svo sem fyrr er rakið. Við skýringu 193. gr. laganna er því ástæða til þess að líta jafnframt til efnis og gildissviðs ákvæðis 226. gr. Í lögskýringargögnum var hún skýrð á þann veg að átt væri við skerðingu á athafnafrelsi manna og frelsi til þess að ráða sjálfir verustað sínum eða dvalarstað. Á hinn bóginn er til þess að líta að reglur um sameiginlega forsjá voru fyrst lögfestar hérlendis meira en hálfri öld eftir gildistöku núgildandi hegningarlaga. Má af þessu ljóst vera að uppi er nokkur vafi um það hvort innan verknaðarlýsingar 193. gr. rúmist sú háttsemi foreldris að fara með barn sitt til útlanda þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá þess.37. Þá þykir jafnframt við mat á refsinæmi og gildissviði 193. gr. sem refsiheimildar við þessar aðstæður rétt að líta til danskrar og norskrar réttarþróunar, sbr. það sem fyrr er rakið um sameiginlegan uppruna lagareglna þeirra sem hér um ræðir. Til að mynda er ljóst að án þeirrar breytinga sem gerðar voru á sambærilegu ákvæði dansks réttar, með viðbótinni í 2. mgr. 215 gr. dönsku hegningarlaganna, hefði tilvik það sem hér um ræðir ekki verið talið falla undir óbreytt ákvæði 215. gr. þeirra.38. Við mat á inntaki refsiheimildar 193. gr. almennar hegningarlaga í núverandi horfi er jafnframt til þess að líta, þótt það orki ekki beinlínis á skýringu refsiheimildarinnar, að tilhögun hérlendrar löggjafar í forsjármálum og úrlausn deilna þar um er einkum ætlaður sá einkaréttarlegi farvegur sem mælt er fyrir um í ákvæðum barnalaga. Má í því sambandi árétta að ekki liggur refsing við broti gegn 5. mgr. 28. gr. a barnalaga þar sem mælt er fyrir um að fari foreldrar með sameiginlega forsjá sé öðru þeirra óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins. Má í þessu samhengi benda á að brotaþoli hefur nú þegar neytt ýmissa einkaréttarlegra úrræða. Annars vegar með því að afla sér dóms um forsjá yfir börnunum til 18 ára aldurs þeirra og hins vegar úrskurðar dómstóls í […] um skyldu ákærðu til þess að koma börnunum aftur til Íslands.39. Af tilvitnuðum dómi Hæstaréttar í máli nr. 27/2021 verður ráðið að ekki sé útilokað að ákvæði 193. gr. almennra hegningarlaga geti náð yfir tilvik þar sem sá brotlegi deilir forsjá með því foreldri sem brotið er þá talið beinast að. Hvað sem þeirri niðurstöðu líður og án þess að í þessu máli verði tekin endanleg afstaða til gildissviðs 193. gr. laganna í öllum tilvikum þegar foreldri fer með sameiginlega forsjá verður ekki talið að sá munur sé á sakarefni og aðstöðu í fyrrnefndu máli og þessu að það sé hafið yfir vafa að háttsemi ákærðu verði felld undir 193. gr. almennra hegningarlaga.40. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða megi fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Refsiheimild skal einnig vera svo skýr og ótvíræð að ljóst sé af lestri lagaákvæðis hvaða háttsemi sé refsiverð. Reglan um lögbundnar refsiheimildir er áréttuð í 1. gr. almennra hegningarlaga þar sem fram kemur að ekki skuli refsa manni nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem refsing er lögð við í lögum eða megi öldungis jafna til hegðunar sem þar er afbrot talin. Sambærilega reglu er jafnframt að finna í 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá ber sérstaklega að árétta að réttmætan vafa um skýringu refsiákvæða skal meta sakborningi í hag, sbr. í dæmaskyni dóma Hæstaréttar 14. desember 1995 sem birtur er á bls. 3149 í dómasafni réttarins það ár, 27. september 2018 í máli nr. 639/2017, fyrrgreindu máli nr. 27/2021 og 31. janúar 2024 í máli nr. 31/2023.41. Að öllu framangreindu virtu verður sú háttsemi sem ákærðu er gefin að sök ekki felld undir 193. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því verður hún sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.42. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði og fyrir Landsrétti greiðist allur úr ríkissjóði. Þá ber að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda fyrir Hæstarétti að virðisaukaskatti meðtöldum eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Ákærða, X, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins.Sakarkostnaður, eins og hann var ákveðinn í héraði og fyrir Landsrétti, greiðist allur úr ríkissjóði.Allur áfrýjunarkostnaður málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Magnúsar M. Norðdahl lögmanns, 1.240.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=6929f86e-435e-408d-81db-4a0f026e1490&verdictid=8ddfa90d-3152-4eb0-a6cd-2c5baa5131d3 |
Mál nr. 30/2023 | Almannatryggingar Félagsleg aðstoð Óvígð sambúð Stjórnsýsla Lögskýring Stjórnarskrá Kröfugerð Aðild | A höfðaði mál á hendur T og krafðist þess að ógiltur yrði úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun T um að synja henni um greiðslu heimilisuppbótar. Umsókn A um heimilisuppbót 9. mars 2020 hafði verið synjað með vísan til þess að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands væri A í skráðri sambúð og uppfyllti því ekki skilyrði 8. gr. laga nr. 99/2007 um að vera einhleyp og búa ein. Óumdeilt var í málinu að A og fyrrverandi sambýlismaður hennar höfðu slitið samvistir á fyrri hluta árs 2015. Þar sem þau höfðu ekki komið sér saman um forsjá og umgengni barna sinna voru þau hins vegar enn skráð í sambúð í þjóðskrá og með lögheimili á sama stað á því tímabili sem umsókn A um heimilisuppbót náði til. Varðandi aðild málsins komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að það hefði ekki verið á forræði T að leiðrétta skráningu á sambúðarstöðu A í þjóðskrá væri unnt að leysa úr dómkröfu A án aðildar Þjóðskrár Íslands. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að teknu tilliti til markmiðs með greiðslu heimilisuppbótar eins og það yrði skýrt í ljósi fyrirmæla 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, yrði að túlka 8. gr. laga nr. 99/2007 með þeim hætti að þar væri að finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyrisþega og hvort hann væri í reynd einn um heimilisrekstur. Þá taldi Hæstiréttur að meðferð á máli A hefði verið í andstöðu við 37. og 38. gr. laga nr. 100/2007 svo og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því stefndi og úrskurðarnefndin hefðu láta hjá líða að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi áfrýjanda og skoða stöðu hennar heildstætt. Taldi rétturinn að óheimilt hefði verið að hafna umsókn A um heimilisuppbót af þeirri ástæðu einni að hún væri enn skráð í sambúð í þjóðskrá. Var því fallist á kröfu A um ógildingu úrskurðar úrskurðarnefndar velferðarmála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Þorgeir Örlygsson fyrrverandi hæstaréttardómari.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. júní 2023. Hún krefst þess að ógiltur verði úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 16. september 2020 sem staðfesti ákvörðun stefnda 24. mars sama ár um að synja henni um greiðslu heimilisuppbótar. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar á öllum dómstigum án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort við ákvörðun um heimilisuppbót til áfrýjanda, samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, hafi borið að líta til raunverulegra aðstæðna hennar í stað skráningar á sambúðarstöðu í þjóðskrá við mat á hvort hún uppfyllti skilyrði ákvæðisins um að vera einhleyp. Í því sambandi deila aðilar um hvort skýring ákvæðisins hafi verið í andstöðu við rétt áfrýjanda til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. og jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.5. Stefndi var sýknaður af kröfum áfrýjanda með héraðsdómi 14. febrúar 2022. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 24. mars 2023 var sú niðurstaða staðfest.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 16. júní 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-60, meðal annars á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort leggja beri skráningu sambúðar til grundvallar úrlausn um réttindi einstaklinga samkvæmt lögum nr. 99/2007 og lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar óháð raunverulegri sambúðarstöðu.Málsatvik7. Áfrýjandi og fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir voru skráð í óvígða sambúð í þjóðskrá 1. janúar 2000. Þau eignuðust saman þrjú börn, fædd árin 2000, 2003 og 2009. Ágreiningslaust er með aðilum málsins að áfrýjandi og fyrrverandi sambýlismaður hennar slitu samvistir á fyrri hluta árs 2015. Eftir samvistarslitin tóku við deilur þeirra í milli um fjárslit og forsjá barna þeirra og hófst sáttameðferð hjá sýslumanni 11. desember 2015. Forsjárdeilu þeirra lauk 30. júlí 2020 þegar þau komust að samkomulagi fyrir sýslumanni um sameiginlega forsjá. Á árinu 2015 var ákveðið með úrskurði héraðsdóms að opinber skipti færu fram til fjárslita milli þeirra og er þeim ólokið.8. Áfrýjandi hefur frá árinu 2018 fengið greiddan örorkulífeyri frá stefnda samkvæmt lögum nr. 100/2007. Hún sótti 9. mars 2020 um heimilisuppbót frá honum á grundvelli 8. gr. laga nr. 99/2007 afturvirkt frá 10. mars 2018, sbr. þágildandi 4. mgr. 53. gr. laga nr. 100/2007. Í bréfi áfrýjanda sem fylgdi umsókninni kom fram að hún hefði slitið samvistir við barnsföður sinn 15. apríl 2015. Þar sem þau hefðu ekki komið sér saman um forsjá og umgengni barna sinna væru þau enn skráð í sambúð í þjóðskrá og með lögheimili á sama stað. Fram kom að áfrýjandi hefði ítrekað reynt að fá breytt skráningu á lögheimili hjá Þjóðskrá Íslands en verið synjað á þeim grundvelli að ganga þyrfti frá sambúðarslitum og forsjá barnanna hjá sýslumanni.9. Með ákvörðun 24. mars 2020 synjaði stefndi umsókn áfrýjanda um heimilisuppbót með vísan til þess að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands væri hún í skráðri sambúð og uppfyllti því ekki skilyrði 8. gr. laga nr. 99/2007 um að vera einhleyp og búa ein. Í frekari rökstuðningi stefnda 3. apríl 2020 kom fram að byggt væri á lögheimilis- og hjúskaparskráningu áfrýjanda hjá Þjóðskrá Íslands, sbr. lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur, við mat á umsóknum um heimilisuppbót. Samkvæmt þeim upplýsingum væru áfrýjandi og barnsfaðir hennar í skráðri sambúð, deildu sama lögheimili og hefðu gert það á því tímabili sem umsóknin varðaði. Þau gögn sem áfrýjandi hefði sent með umsókn sinni högguðu því ekki að hún væri skráð í sambúð hjá Þjóðskrá Íslands sem stefnda væri skylt að miða við.0. Áfrýjandi skaut þessari niðurstöðu til úrskurðarnefndar velferðarmála 16. apríl 2020. Með úrskurði 16. september sama ár staðfesti nefndin niðurstöðu stefnda. Vísað var til þess að áfrýjandi hefði ekki verið einhleyp í skilningi 8. gr. laga nr. 99/2007 þegar hin kærða ákvörðun var tekin og engin heimild væri til að víkja frá því skýra skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar.1. Samkomulag áfrýjanda og fyrrverandi sambýlismanns hennar um forsjá, lögheimili og meðlag vegna ólögráða barna þeirra var staðfest hjá sýslumanni 30. júlí 2020. Áfrýjandi sótti að nýju um heimilisuppbót sama dag og aftur 26. maí 2021 en var í bæði skiptin synjað af sömu ástæðum og fyrr. Loks sótti áfrýjandi um heimilisuppbót 3. ágúst 2021 afturvirkt frá og með 1. ágúst 2020. Skráningu á sambúðarstöðu áfrýjanda og fyrrverandi maka hennar var breytt í þjóðskrá 4. ágúst 2020 og tekið fram að óvígðri sambúð þeirra hefði verið slitið 30. júlí 2020. Stefndi samþykkti loks umsókn áfrýjanda um greiðslu heimilisuppbótar 25. október 2021 frá og með 1. ágúst 2020.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda 2. Áfrýjandi telur að með því að synja henni um heimilisuppbót, einvörðungu á grundvelli skráningar á sambúðarstöðu hennar í þjóðskrá, hafi stefndi og síðar úrskurðarnefnd velferðarmála brotið gegn rétti hennar til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Túlka verði skilyrði til greiðslu heimilisuppbótar samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 um að lífeyrisþegi sé einhleypur á þann veg að líta beri til raunverulegra aðstæðna hans.3. Ágreiningslaust sé að hún hafi ekki verið í sambúð með barnsföður sínum þegar hún sótti um heimilisuppbót og hafi haldið heimili ein með börnum þeirra frá samvistarslitum árið 2015. Stefndi hafi þrátt fyrir það byggt ákvörðun sína á formlegri skráningu óvígðrar sambúðar samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í stað þess að líta til efnislegrar merkingar sambúðarhugtaksins eins og skýra beri 7. tölulið 2. gr. og þágildandi 2. mgr. 49. gr. laga nr. 100/2007. Í þeim ákvæðum sé berum orðum byggt á efnislegu mati á sambúðarstöðu einstaklings án tillits til opinberrar skráningar. Ekki hafi farið fram slíkt mat á aðstæðum áfrýjanda eða staða hennar og réttindi metin heildstætt svo sem skylt hefði verið samkvæmt þágildandi 37. gr. laga nr. 100/2007, sbr. 14. gr. laga nr. 99/2007.4. Við beitingu lagaákvæða sem ætlað sé að útfæra stjórnarskrárverndaðan rétt einstaklinga til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar verði að líta til þess að takmarkanir á slíkum réttindum þurfa að vera skýrt orðaðar í lögum en ekki handahófskenndar og án sýnilegrar ástæðu. Umræddrar skýrleikakröfu hafi ekki verið gætt við ákvörðun í máli hennar.5. Áfrýjandi byggir á að henni hafi verið ókleift að leiðrétta skráningu á sambúðarstöðu sinni í þjóðskrá meðan ekki hafði náðst samkomulag um forsjá og lögheimili ólögráða barna. Eina leið hennar til að fá skráningunni breytt hefði verið að fallast á kröfur barnsföður síns sem hún hafði kært fyrir heimilisofbeldi. Ekki hafi því verið um raunverulegt val að ræða heldur hafi stjórnvöld sett hana í ómögulega stöðu þar sem hún hefði aðeins getað notið réttar síns til félagslegrar aðstoðar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar með því að gefa eftir réttindi sín og barna sinna til fjölskyldulífs samkvæmt 1. mgr. 71. gr. hennar.6. Loks telur áfrýjandi að skýring á ákvæðum laga nr. 99/2007 og 100/2007 í máli hennar, sem byggðist einungis á skráningu í þjóðskrá hafi falið í sér mismunandi meðferð á henni og öðrum einstaklingum í öldungis sömu stöðu andstætt jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar.Helstu málsástæður stefnda7. Stefndi telur að réttilega hafi verið komist að þeirri niðurstöðu í hinum áfrýjaða dómi að óheimilt hafi verið samkvæmt 1. mgr. 31. gr. barnalaga nr. 76/2003 að slíta skráðri sambúð áfrýjanda og barnsföður hennar fyrr en ágreiningi þeirra hafði verið ráðið til lykta með staðfestingu sýslumanns 30. júlí 2020. Reglan stefni að því að tryggja hagsmuni barns í samræmi við skyldu löggjafans samkvæmt 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til að börnum sé í lögum tryggð sú vernd sem velferð þeirra krefst. Foreldrar beri ábyrgð á að leiða til lykta slíkan ágreining í þágu hagsmuna barna og þannig annast börn sín á þann hátt sem best henti hag þeirra og þörfum, sbr. 2. mgr. 28. gr. barnalaga.8. Auk þess bendir stefndi á að það sé ekki á forræði hans að leiðrétta synjun Þjóðskrár Íslands um breytingu á sambúðarskráningu áfrýjanda eftir samvistarslit. Það veki spurningar um lögvarða hagsmuni hennar af úrlausn málsins og hvort vísa beri því frá dómi án kröfu.9. Synjun um að greiða áfrýjanda heimilisuppbót samkvæmt 1. mgr. 8 gr. laga nr. 99/2007 hafi byggst á að hún uppfyllti ekki skilyrði um að teljast einhleyp að lögum, enda hafi hún verið skráð í sambúð í þjóðskrá á þeim tíma sem umsóknin tók til. Stefndi hafnar því að vegið hafi verið að lágmarksréttindum áfrýjanda samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar en í löggjöf um almannatryggingar séu réttaráhrif víða bundin við hjúskaparstöðu fólks og sambúð, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017. Þá hafi áfrýjandi fengið sömu meðferð og aðrir umsækjendur í sömu stöðu sem skráðir væru í sambúð og því ekki verið brotið gegn rétti hennar samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar.20. Stefndi tekur fram að ákvörðun um heimilisuppbót samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 sé í eðli sínu ekki matskennd heldur byggist á fastmótuðum skilyrðum um sambúðarstöðu umsækjanda samkvæmt þjóðskrá og þau skilyrði séu bæði hlutlæg og reist á málefnalegum forsendum. Í 51. gr. laga nr. 100/2007 sé mælt fyrir um upplýsingaskyldu Þjóðskrár Íslands um þessi atriði. Lögformleg skráning einstaklinga í þjóðskrá, þar á meðal um hjúskaparstöðu, sé grundvöllur ýmissa réttaráhrifa samkvæmt löggjöf um almannatryggingar og félagslega aðstoð.21. Almannaskráning hafi það markmið að endurspegla raunverulega og rétta stöðu einstaklinga og stefndi hafi ekki heimild til að horfa fram hjá sambúðarskráningu í þjóðskrá. Þá hafi þágildandi 2. mgr. 49. gr. laga nr. 100/2007 ekki falið í sér heimild fyrir stefnda til að líta á skráð sambúðarfólk sem einhleypa heldur aðeins til að meta hvort einstaklingar sem ekki eru skráðir í sambúð samkvæmt þjóðskrá séu engu að síður í sambúð eftir ótvíræðum gögnum enda teljist þeir þá ekki einhleypir. Um markmið þeirrar reglu vísar stefndi til að brögð séu að því að sambýlisfólk virði ekki lögheimilislög og skrái sig annars staðar en það hafi fasta búsetu í því skyni að öðlast rétt til hærri vaxta- og barnabóta.LöggjöfÁkvæði almannatryggingarlöggjafar22. Meginágreiningsefni málsins lýtur að skýringu á skilyrðum til greiðslu heimilisuppbótar samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð en ákvæðið er svohljóðandi:Heimilt er að greiða heimilisuppbót til einhleyps lífeyrisþega sem býr einn og er einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað.23. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 99/2007 gilda ákvæði laga nr. 100/2007 um almannatryggingar um bætur félagslegrar aðstoðar eftir því sem við á.24. Í 7. tölulið 2. gr. laga nr. 100/2007 er sett fram eftirfarandi skilgreining á hugtakinu óvígð sambúð eins og það er notað í lögunum:Óvígð sambúð: Sambúð tveggja einstaklinga, sem skráð er í þjóðskrá, enda eigi þeir barn saman, eigi von á barni saman eða hafi verið í sambúð samfleytt lengur en eitt ár.25. Um réttarstöðu sambúðarfólks var að finna sérákvæði í 49. gr. laga nr. 100/2007 þegar atvik máls urðu, sbr. nú 37. gr. þeirra, sem hljóðaði svo:Einstaklingar sem eru í óvígðri sambúð, sbr. 7. tölul. 2. gr., njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og hjón samkvæmt lögum þessum. […]Sameiginlegt lögheimili eða sambúð eftir öðrum ótvíræðum gögnum lengur en eitt ár skal lagt að jöfnu við skráningu sambúðar í þjóðskrá.26. Í V. kafla laga nr. 100/2007 eru ákvæði um leiðbeiningar- og rannsóknarskyldu stefnda í tengslum við málsmeðferð við ákvörðun um bótarétt. Þegar atvik máls urðu voru 1. mgr. 37. gr. og 38. gr. laganna svohljóðandi, sbr. nú 45. og 46. gr. þeirra:[1. mgr. 37. gr.] Tryggingastofnun ríkisins skal kynna sér aðstæður umsækjenda og greiðsluþega og gera þeim grein fyrir rétti þeirra samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum er stofnunin starfar eftir, reglugerðum settum á grundvelli laganna og starfsreglum stofnunarinnar. Við meðferð máls skulu staða og réttindi umsækjanda eða greiðsluþega skoðuð heildstætt. Stofnunin skal leiðbeina umsækjanda um réttarstöðu hans, þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn og um framhald málsins.[38. gr.] Tryggingastofnun skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um bótarétt er tekin, þar á meðal að öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggi fyrir.27. Ákvæðum þessum var bætt í lög nr. 100/2007 með lögum nr. 8/2014 en í almennum athugasemdum með frumvarpinu sem varð að síðarnefndu lögunum kom fram að breytingarnar lytu að réttindum borgaranna og skyldum þeirra í samskiptum við stefnda og skýrar væri kveðið en áður á um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Þá var tekið fram í skýringum við 1. mgr. 37. gr. að 2. og 3. málsliður hennar væru nýmæli. Þar væri stefnda gert skylt að skoða stöðu og réttindi umsækjanda eða bótaþega í heild, meðal annars til að koma í veg fyrir að umsækjandi eða bótaþegi færi á mis við réttindi sem hann gæti átt tilkall til. Um ákvæði 38. gr. var vísað til að það væri í samræmi við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.Lagafyrirmæli um skráningu og slit sambúðar og lögheimili28. Í almennum athugasemdum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segir meðal annars:Meginmarkmið skráningar lögheimilis og aðseturs er að endurspegla raunverulega og rétta búsetu einstaklinga og þar með ákvarða réttarstöðu þeirra og skyldur gagnvart hinu opinbera. Margar opinberar stofnanir grundvalla ákvarðanir sínar að mestu á skráningu einstaklinga í þjóðskrá og því er nauðsynlegt að hún sé rétt. Ábyrgð á skráningu er fyrst og fremst hjá einstaklingnum sjálfum enda byggjast ýmis réttindi einstaklinga og skyldur einmitt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá, svo sem réttur til greiðslna úr almannatryggingakerfinu [...]29. Um skráningu sambúðar í þjóðskrá er svohljóðandi ákvæði í 3. mgr. 5. gr. laganna:Tveir einstaklingar sem eru í samvistum og uppfylla hjónavígsluskilyrði hjúskaparlaga geta skráð sambúð sína í þjóðskrá. Skulu þeir hafa sama lögheimili og skal upphaf sambúðar miðað við þann dag þegar beiðni er lögð fram um skráningu.30. Í skýringum á 5. gr. sem fylgdu frumvarpi sem varð að lögum nr. 80/2018 segir meðal annars um slit skráðrar sambúðar:Í barnalögum kemur fram að eigi einstaklingar í skráðri sambúð barn saman sé þeim ekki heimilt að slíta sambúðinni nema gengið hafi verið frá forsjá, umgengni og lögheimili barnsins hjá sýslumanni. 31. Þegar atvik máls urðu var fjallað um forsjá barna við samvistarslit foreldra í 1. mgr. 31. gr. barnalaga nr. 76/2003 og var ákvæðið svohljóðandi:Foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns síns eftir skilnað og slit sambúðar sem skráð hefur verið í þjóðskrá nema annað sé ákveðið. Foreldrar skulu ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði fasta búsetu. Sýslumaður skal tilkynna Þjóðskrá Íslands hjá hvoru foreldra barnið eigi lögheimili. [...]NiðurstaðaUm aðild og sakarefni 32. Stefndi hefur vísað til þeirra forsendna hins áfrýjaða dóms að Þjóðskrá Íslands hafi verið óheimilt vegna fyrirmæla barnalaga og laga nr. 80/2018 að breyta skráningu á sambúð áfrýjanda og barnsföður hennar. Áfrýjandi hafi unað þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að synja um skráningu á flutningi lögheimilis. Stefndi tekur fram að ekki sé á forræði hans að leiðrétta ákvörðun Þjóðskrár Íslands, en það geti hugsanlega leitt til frávísunar málsins frá dómi án kröfu að stofnunin eigi ekki aðild að málinu.33. Dómkrafa áfrýjanda beinist nú að því að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti synjun stefnda um greiðslu heimilisuppbótar en með hinum áfrýjaða dómi var dómkröfu hennar um að ákvörðun stefnda yrði einnig ógilt réttilega vísað frá héraðsdómi. Eins og rakið er í dómi Hæstaréttar 28. febrúar 2024 í máli nr. 24/2023 hefur skapast um það nokkur festa í dómaframkvæmd að sjálfstæðar stjórnsýslu- og úrskurðarnefndir á kærustigi eigi ekki aðild að dómsmálum sem rekin eru um gildi úrskurða þeirra. Hefur verið talið rétt að beina slíkum kröfum að því stjórnvaldi sem tók ákvörðun á lægra stjórnsýslustigi, sbr. dóm Hæstaréttar 17. febrúar 1997 í máli nr. 63/1997 sem birtur er á bls. 643 í dómasafni réttarins það ár og dóma réttarins 21. mars 2002 í máli nr. 378/2001 og 14. desember 2001 í máli nr. 431/2001. Þótt þessi dómaframkvæmd sé ekki án undantekninga verður ekki fundið að aðild stefnda sem lægra setts stjórnvalds að máli þessu.34. Við úrlausn málsins verður jafnframt lagt til grundvallar að áfrýjanda hafi samkvæmt framkvæmd Þjóðskrár Íslands á lögum nr. 80/2018 verið gert ókleift að fá breytt skráningu á sambúðarstöðu sinni í þjóðskrá til samræmis við raunverulegar heimilisaðstæður. Þótt það hafi þannig ekki verið á forræði stefnda að leiðrétta skráningu á sambúðarstöðu áfrýjanda í þjóðskrá er unnt að leysa úr dómkröfu áfrýjanda í máli þessu án aðildar Þjóðskrár Íslands.Um skýringu lagafyrirmæla um heimilisuppbót35. Í málatilbúnaði stefnda og úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála er lagt til grundvallar að við skýringu orðsins „einhleypur“ í 8. gr. laga nr. 99/2007 skuli líta til skilgreiningar þess í Íslenskri nútímamálsorðabók að um sé að ræða einstakling sem er hvorki í sambúð né hjónabandi. Með vísan til 14. gr. laganna beri að leggja skilgreiningu 7. töluliðar 2. gr. laga nr. 100/2007 til grundvallar um inntak hugtaksins óvígð sambúð og sé stefnda því ekki heimilt að horfa fram hjá sambúðarskráningu í þjóðskrá við ákvörðun um greiðslu heimilisuppbótar. Ekki sé því um matskennda ákvörðun að ræða.36. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Hæstiréttur hefur í allmörgum málum skýrt hvað er fólgið í þessu ákvæði og hvaða skyldur það leggur löggjafanum á herðar, sbr. meðal annars dóma réttarins 6. apríl 2022 í máli nr. 52/2021 og 25. október 2023 í máli nr. 9/2023, en í þeim báðum var skorið úr um rétt einstaklinga til félagslegrar aðstoðar samkvæmt lögum nr. 99/2007.37. Í dómum Hæstaréttar hefur verið vísað til þess að á grundvelli 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hafi með almennum lögum verið komið á fót velferðarkerfi til að styðja við þá sem standa höllum fæti fjárhagslega og félagslega. Þar er einkum til að taka lög nr. 100/2007 sem mæla fyrir um skýlausan rétt manna til ótímabundinna bótagreiðslna úr almannatryggingum fullnægi þeir ákveðnum skilyrðum. Lagafyrirmæli um félagslega aðstoð samkvæmt lögum nr. 99/2007, þar á meðal um heimilisuppbót sem hér er til umfjöllunar, fela á hinn bóginn í sér að heimilt er að veita lífeyrisþega slíka uppbót að ákveðnum skilyrðum uppfylltum samkvæmt 8. gr. laganna sem lúta að fjölskylduhögum og heimilisaðstæðum hvers og eins umsækjanda og er þörf hans fyrir aðstoð metin út frá því. Í máli þessu greinir aðila á um skýringu stefnda á hugtökum í framangreindum lögum og lagaskilyrðum fyrir greiðslu slíkrar heimilisuppbótar og þá hvort þörfin fyrir aðstoð skuli metin á grundvelli tilgreindra formskilyrða eða efnislegra aðstæðna.38. Til að heimilt sé að greiða heimilisuppbót samkvæmt 8. gr. laganna þarf að vera um að ræða einhleypan lífeyrisþega sem býr einn eða er einn um heimilisrekstur. Samkvæmt ákvæðinu telst lífeyrisþegi ekki þurfa slíka uppbót njóti hann fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað. Með þessu er ekki gerð krafa um tiltekin fjölskyldutengsl en meta á í hverju og einu tilviki hvort umsækjandi njóti góðs af því að aðrir leggi eitthvað til reksturs heimilis eða húsnæðis.39. Engin algild skilgreining er til á hugtakinu óvígð sambúð í íslenskum rétti og ekki er þar heldur að finna almennar reglur um stofnun og slit sambúðar. Því þarf ekki að uppfylla sérstök skilyrði til að tveir einstaklingar hefji sambúð, stofnunin er óformleg og hið sama gildir um slit hennar. Lagaákvæði sem veita sambúðarfólki tiltekin réttindi taka mið af ýmsum forsendum, til dæmis að sambúðarfólk eigi sama lögheimili, hafi átt saman barn eða sambúðin sé skráð í þjóðskrá. Til hliðsjónar má einnig nefna dóm Hæstaréttar 2. september 2011 í máli nr. 476/2011 þar sem niðurstaða um hvort stofnast hefði til óvígðrar sambúðar í skilningi 100. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. réðst af sönnun um hvort fjárhagur málsaðila væri nægilega samtvinnaður.40. Ríkir almannahagsmunir felast í því að réttindi og skyldur einstaklinga samkvæmt almannatryggingalöggjöf geti verið tengd opinberri skráningu og ákveðin festa þarf að ríkja í þeim efnum. Skylda ýmissa opinberra aðila samkvæmt fyrirmælum laganna til að láta stefnda í té upplýsingar um umsækjendur um heimilisuppbót, þar á meðal Þjóðskrár Íslands sem veitir upplýsingar um lögheimili og hjúskaparstöðu, er því mikilvæg til þess að stofnunin geti framfylgt lögunum og þar með sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Í samræmi við það má að öðru jöfnu ganga út frá því að einstaklingur sem er skráður í óvígða sambúð í þjóðskrá sé ekki einhleypur og einn um heimilisrekstur. Þess er þá að gæta að honum er að jafnaði unnt að breyta skráningu sé hún röng, enda byggja lagafyrirmæli um skráningu í þjóðskrá á þeirri forsendu að ábyrgð á henni hvíli fyrst og fremst á einstaklingnum sjálfum. Sé honum á hinn bóginn meinað að lögum að breyta skráningu af ástæðum sem ekki tengjast möguleikum hans til framfærslu, svo sem vegna reglna um lögheimilisskráningu barna, hlýtur það þó að kalla á mat á raunverulegum aðstæðum hans.41. Þótt í 14. gr. laga nr. 99/2007 sé vísað til þess að ákvæði laga nr. 100/2007 skuli gilda eftir því sem við á um bætur félagslegrar aðstoðar fær sú lögskýring ekki staðist að við túlkun orðsins „einhleypur“ í 8. gr. fyrrgreindu laganna ráði úrslitum hvort umsækjandi er formlega skráður í óvígða sambúð í þjóðskrá eða ekki, sbr. 7. tölulið 2. gr. laga nr. 100/2007. Er þá einnig að líta til þeirra fyrirmæla þágildandi 2. mgr. 49. gr. laga nr. 100/2007 að þótt sambúð sé ekki skráð í þjóðskrá megi leggja það að jöfnu að einstaklingar hafi átt sameiginlegt lögheimili eða sambúð eftir öðrum ótvíræðum gögnum lengur en eitt ár.42. Efnislegt mat á aðstæðum umsækjanda, án tillits til skráðrar sambúðarstöðu, getur samkvæmt framangreindu leitt til þess að hann verði ekki talinn einhleypur. Þótt markmið reglu 2. mgr. 49. gr. sé að fyrirbyggja, að einstaklingar sem í reynd búa saman séu skráðir hvor með sitt lögheimili til að fá hærri bætur sem einstæðir foreldrar, getur mat af þessum toga ekki verið eingöngu í aðra áttina þannig að ekki verði litið til raunverulegra aðstæðna sem leiddar verða í ljós með ótvíræðum gögnum vegna þess að sambúðin er skráð í þjóðskrá.43. Að framangreindu virtu og að teknu tilliti til markmiðs með greiðslu heimilisuppbótar eins og það verður skýrt í ljósi fyrirmæla 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar verður að túlka 8. gr. laga nr. 99/2007 með þeim hætti að þar sé að finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyrisþega og hvort hann er í reynd einn um heimilisrekstur.Málsmeðferð umsóknar áfrýjanda44. Fyrir liggur að við meðferð umsóknar sinnar um heimilisuppbót lagði áfrýjandi fram gögn um að fimm ár væru liðin frá samvistarslitum við barnsföður hennar og að þau hefðu ekki búið á sama stað eftir það. Þar á meðal var vottorð sýslumanns 1. febrúar 2016 um að sættir hefðu ekki tekist um forsjá og umgengni barna þeirra. Fram kom staðfesting Þjóðskrár Íslands um að áfrýjanda hefði verið neitað um að skrá breytingu á lögheimili þar sem ganga þyrfti frá sambúðarslitum og forsjá barnanna hjá sýslumanni.45. Stefndi hefur ekki á neinu stigi máls vefengt frásögn áfrýjanda um að samvistarslit hafi orðið árið 2015 og hún hafi verið ein um heimilisrekstur á því tímabili sem umsókn laut að. Stefndi og síðar úrskurðarnefnd velferðarmála létu á hinn bóginn hjá líða að taka tillit til gagna, kynna sér frekar aðstæður og hagi áfrýjanda eða skoða stöðu hennar heildstætt svo sem skylt var samkvæmt þágildandi 37. gr. laga nr. 100/2007 við mat á þörf hennar fyrir heimilisuppbót. Ber einnig að skoða þá skyldu í ljósi lögskýringargagna með þessu ákvæði þar sem tekið er fram að markmið þess sé einkum að fyrirbyggja að umsækjandi fari á mis við réttindi sem hann gæti átt tilkall til. Var meðferð á máli áfrýjanda af þessum ástæðum í andstöðu við þágildandi 37. og 38. gr. laga nr. 100/2007 svo og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.46. Með vísan til framangreindrar túlkunar á 8. gr. laga 99/2007 var stefnda og úrskurðarnefnd velferðarmála óheimilt að hafna umsókn áfrýjanda um heimilisuppbót af þeirri ástæðu einni að hún væri enn skráð í sambúð hjá Þjóðskrá Íslands. Þar sem leyst var úr umsókn áfrýjanda á röngum lagagrundvelli var slíkur efnislegur annmarki á ákvörðunum í máli hennar að taka ber til greina kröfu hennar um ógildingu úrskurðar úrskurðarnefndar velferðarmála. Gerist þá ekki þörf á að leysa frekar úr málsástæðum áfrýjanda um að fyrrgreind niðurstaða hafi falið í sér brot á jafnræði samkvæmt 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar.47. Um málskostnað á öllum dómstigum og gjafsókn fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir en ákvæði hins áfrýjaða dóms um ákvörðun gjafsóknarkostnaðar áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti verða staðfest.Dómsorð:Ógiltur er úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 16. september 2020 sem staðfesti ákvörðun stefnda, Tryggingastofnunar ríkisins, 24. mars 2020 um að synja áfrýjanda, A, um heimilisuppbót.Stefndi greiði samtals 3.400.000 krónur í málskostnað á öllum dómstigum sem renni í ríkissjóð.Ákvæði héraðsdóms og Landsréttar um gjafsóknarkostnað eru staðfest en allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 1.000.000 króna.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=e3d5b42e-bb20-4ea6-b83c-5f00d7de1b6a&verdictid=ac16df61-44cb-4cfa-86dc-c99cb9deb757 |
Mál nr. 24/2023 | Fæðingarorlof EES-samningurinn EFTA-dómstóllinn Ráðgefandi álit Tryggingagjald | A höfðaði mál á hendur Í og krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála, þar sem staðfest var niðurstaða fæðingarorlofssjóðs um útreikning greiðslna í fæðingarorlofi til A. Taldi A að úrskurðurinn færi í bága við EES-samninginn. A hafði verið búsett og starfandi í Danmörku á 12 mánaða viðmiðunartímabili sem lauk sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Þar sem að A hafði ekki haft neinar tekjur hér á landi á tímabilinu voru henni ákvarðaðar lágmarksgreiðslur samkvæmt þágildandi lögum um fæðingar og foreldraorlof. Undir rekstri málsins í héraði var leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins með spurningum um hvort áskilið væri samkvæmt nánar tilgreindum reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu að EES-ríki reikni greiðslur í fæðingarorlofi eftir viðmiðunartekjum út frá heildarlaunum á vinnumarkaði á öllu svæðinu. Jafnframt hvort það bryti í bága við reglur sem þar gilda að einungis væri tekið tillit til heildarlauna á innlendum vinnumarkaði. Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sagði að skylda til að koma í veg fyrir að farandlaunþegar yrðu verr settir við það að nýta sér rétt til frjálsrar farar fæli í sér að bætur til þeirra skyldu vera hinar sömu og þær hefðu verið ef launþegi hefði ekki neytt þess réttar. Þar af leiðandi bæri að reikna viðmiðunartekjur launþega, vegna starfstímabils í öðru EES-ríki, út frá áætluðum tekjum launþega í sambærilegri stöðu og með sambærilega starfsreynslu og hæfi og launþegi í því ríki þar sem sótt væri um bæturnar. Hæstiréttur tók fram að þótt að ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins væru ekki bindandi að íslenskum rétti hefðu þau í réttarframkvæmd verið lögð til grundvallar við skýringu á efni EES-reglna. Að baki því væri sú grundvallarregla EES-samningsins að stuðla að samkvæmni í skýringum á EES-reglum og þar með samræmdri framkvæmd EES-samningsins. Þrátt fyrir þetta yrði að fallast á það með héraðsdómi að Fæðingarorlofssjóður hefði ekki getað virt að vettugi skýr og afdráttarlaus fyrirmæli laga nr. 95/2000 við ákvörðun um greiðslu úr sjóðnum til A. Því var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna Í. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. maí 2023. Hún krefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 2. september 2020 þar sem staðfest var ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs 3. mars sama ár um áætlun greiðslna til áfrýjanda í fæðingarorlofi. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnda á báðum dómstigum.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Í málinu deila aðilar um útreikning bóta til áfrýjanda úr Fæðingarorlofssjóði í kjölfar þess að hún ól barn árið 2020. Telur hún ófullnægjandi að greiðslur úr sjóðnum hafi hvorki tekið tillit til tekna sem hún aflaði í Danmörku né að litið hafi verið til stöðu hennar á íslenskum vinnumarkaði. Heldur hún því fram að ákvörðun um að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafi verið í andstöðu við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn). Af þeim sökum beri að fella úr gildi fyrrgreindan úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála en með honum var staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs. Stefndi heldur því á hinn bóginn fram að lögum samkvæmt hafi áfrýjandi ekki átt rétt til frekari greiðslna.5. Í héraði gerði áfrýjandi þá kröfu að bæði ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs og úrskurður nefndarinnar yrðu felld úr gildi. Héraðsdómur vísaði frá dómi kröfu áfrýjanda um að ákvörðun sjóðsins yrði felld úr gildi en sýknaði stefnda af kröfu um að fella úr gildi úrskurðinn sem staðfesti ákvörðunina. Áfrýjandi kærði ekki ákvæði dómsins um frávísun og tekur kröfugerð hennar hér fyrir dómi mið af því.6. Leyfi til að áfrýja héraðsdómi í málinu beint til Hæstaréttar var veitt 5. maí 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-52, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Var jafnframt talið að ekki væru þær aðstæður fyrir hendi sem kæmu í veg fyrir að málinu yrði áfrýjað beint til Hæstaréttar, sbr. 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo sem þeim var breytt með lögum nr. 134/2022.Málsatvik7. Áfrýjandi flutti 1. september 2015 til Danmerkur þar sem hún stundaði sérfræðinám í læknisfræði auk þess að vera í fullu starfi sem læknir. Hún flutti aftur til Íslands 17. september 2019 og var þá barnshafandi. Í kjölfarið hóf hún fullt starf á Landspítalanum og var fyrsti starfsdagur hennar 30. september það ár.8. Áfrýjandi tilkynnti Fæðingarorlofssjóði 15. janúar 2020 um tilhögun væntanlegs fæðingarorlofs. Hún sótti síðan 22. sama mánaðar um greiðslur úr sjóðnum. Með umsókninni fylgdu launaseðlar hennar frá Landspítalanum vegna nóvember og desember 2019. Jafnframt lét hún í té staðfestingu um búsetu sína í Danmörku frá árinu 2015 auk upplýsinga um laun sem hún fékk greidd þar.9. Með bréfi 28. janúar 2020 staðfesti Fæðingarorlofssjóður móttöku á umsókn áfrýjanda og veitti henni upplýsingar um málsmeðferð og greiðslur úr sjóðnum. Umsóknin var samþykkt með ákvörðun 3. mars sama ár. Þar kom fram að mánaðarleg greiðsla næmi 80% af meðaltekjum samkvæmt skrám skattyfirvalda miðað við 12 mánaða samfellt tímabil sem lyki sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Þar sem áfrýjandi hefði ekki haft neinar tekjur hér á landi á því tímabili yrði mánaðarleg greiðsla til hennar 184.119 krónur á mánuði miðað við fullt fæðingarorlof. Um var að ræða lágmarksgreiðslur samkvæmt 7. mgr. 13. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof.0. Með bréfi 28. maí 2020 kærði áfrýjandi fyrrnefnda ákvörðun til úrskurðarnefndar velferðarmála. Með úrskurði nefndarinnar 2. september sama ár var ákvörðunin staðfest.1. Áfrýjandi fæddi barnið 26. mars 2020 og var í fæðingarorlofi til 29. september sama ár.2. Í málinu liggur fyrir að áfrýjandi fékk laun í Danmörku á tímabilinu frá september 2018 til ágúst 2020 eða þann tíma sem taldist viðmiðunartímabil tekna hennar samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000, svo sem því ákvæði var breytt með lögum nr. 74/2008. Jafnframt er óumdeilt að þau störf hefðu veitt áfrýjanda rétt til fæðingarorlofs eftir dönskum lögum ef hún hefði búið þar áfram.Ráðgefandi álit3. Undir rekstri málsins í héraði var að frumkvæði héraðsdóms með úrskurði 26. nóvember 2021 leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Lutu spurningar dómsins að því hvort áskilið væri samkvæmt nánar tilgreindum reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu að EES-ríki reikni greiðslur í fæðingarorlofi eftir viðmiðunartekjum út frá heildarlaunum á vinnumarkaði á öllu svæðinu. Jafnframt hvort það bryti í bága við reglur sem þar gilda að einungis væri tekið tillit til heildarlauna á innlendum vinnumarkaði. EFTA-dómstóllinn lét í té ráðgefandi álit sitt með dómi 29. júlí 2022 í máli nr. E-5/21.4. Í niðurstöðu sinni tók EFTA-dómstóllinn fram að meginregluna um söfnun starfstímabila við mat á bótarétti, í samræmi við a-lið 29. gr. EES-samningsins, væri að finna í 6. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa. Reglugerð þessi var tekin upp í EES-samninginn 1. júlí 2011 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011. Tók EFTA-dómstóllinn fram að 6. gr. reglugerðarinnar væri ætlað að tryggja að beiting réttar til frjálsrar farar leiddi ekki til þess að launþegar yrðu sviptir þeim hagsbótum almannatrygginga sem þeir hefðu notið ef þeir hefðu aðeins unnið í einu EES-ríki. Annað kynni að letja launþega á Evrópska efnahagssvæðinu til að nýta sér réttinn til frjálsrar farar og teldist hindrun á honum. Þetta lyti að bótarétti sem væri óumdeildur í tilviki áfrýjanda, en ekki útreikningi bóta.5. Um útreikning bóta vísaði EFTA-dómstóllinn til 21. gr. reglugerðarinnar og tók fram að hann tæki mið af tekjum greiddum á innlendum vinnumarkaði, sbr. dóm Evrópudómstólsins 15. desember 2011 í máli C-257/10. Því bæri ekki að miða við tekjur sem aflað væri í öðrum EES-ríkjum.6. Á hinn bóginn taldi EFTA-dómstóllinn það ekki samrýmast 21. gr. reglugerðarinnar, þegar tekna hefði verið aflað í öðru EES-ríki, að miða við að engra tekna hefði verið aflað í því EES-ríki þar sem sótt væri um bætur. Markmið reglugerðarinnar væri að samhæfa almannatryggingakerfi EES-ríkjanna til að tryggja að réttur fólks til frjálsrar farar væri virkur. Þar af leiðandi miðaði reglugerðin að því að koma í veg fyrir að launþegi sem hefði nýtt rétt sinn til frjálsrar farar og starfað í fleiri en einu EES-ríki, nyti lakari kjara en launþegi sem aðeins hefði starfað í einu EES-ríki nema hlutlæg rök væru fyrir því. Réttur fólks til frjálsrar farar væri skertur ef ríkisborgari EES-ríkis væri verr settur í heimaríki sínu fyrir það eitt að hafa nýtt sér þennan rétt, sbr. dóm Evrópudómstólsins 23. janúar 2020 í máli C-29/19. Túlka yrði 21. gr. reglugerðarinnar með hliðsjón af 29. gr. EES-samningsins en hún hefði verið sett vegna þess ákvæðis og til að styðja við frjálsa för launþega.7. Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sagði að skylda til að koma í veg fyrir að farandlaunþegar yrðu verr settir við það að nýta sér rétt til frjálsrar farar fæli aðeins í sér að bætur til þeirra skyldu vera hinar sömu og þær hefðu verið ef launþegi hefði ekki neytt þess réttar, sbr. dóm Evrópudómstólsins 9. nóvember 2006 í máli C-205/05. Þar af leiðandi bæri samkvæmt 21. gr. reglugerðarinnar, með hliðsjón af markmiðum 29. gr. EES-samningsins, að reikna viðmiðunartekjur launþega vegna starfstímabils í öðru EES-ríki út frá áætluðum tekjum launþega í sambærilegri stöðu og með sambærilega starfsreynslu og hæfi og launþegi í því ríki þar sem sótt væri um bæturnar. Þótt EFTA-dómstóllinn teldi það verkefni íslenskra dómstóla að meta viðmiðunartekjur benti hann á að þær tekjur sem áfrýjandi hefði aflað hér á landi sex mánuðum fyrir barnsburð kynnu líklega að veita vísbendingu um sambærilegar tekjur við beitingu 21. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt þessu var svar EFTA-dómstólsins við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hann eftirfarandi:6. gr. og 2. og 3. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa áskilja ekki að þar til bær stofnun EES-ríkis skuli reikna bótafjárhæð, í máli líkt og því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, með hliðsjón af markmiði 29. gr. EES-samningsins, skal þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda8. Áfrýjandi heldur því fram að niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála um að staðfesta ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um lágmarksgreiðslur til hennar í fæðingarorlofi fari í bága við EES-samninginn og þær reglur sem af honum leiða. Af þeim sökum beri að fella úrskurðinn úr gildi.9. Áfrýjandi telur það andstætt grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa fólksflutninga og frjálsa för launþega á Evrópska efnahagssvæðinu, sbr. 28. gr. samningsins, að taka hvorki tillit til þeirra launa sem hún aflaði í Danmörku á viðmiðunartímabili tekna hennar samkvæmt 2. mgr. 13. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 né stöðu hennar á íslenskum vinnumarkaði eftir að hún flutti til landsins. Einnig fari slík tilhögun í bága við 29. gr. samningsins en samkvæmt ákvæðinu beri á sviði almannatrygginga, í samræmi við VI. viðauka samningsins, að leggja saman öll tímabil sem taka ber til greina samkvæmt lögum hinna ýmsu landa til að öðlast og viðhalda bótarétti, svo og reikna fjárhæð bóta.20. Áfrýjandi vísar til þess að skýra beri lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Af því leiði að gefa verði lögum eftir fremsta megni þá merkingu sem rúmast innan marka þeirra og kemst næst því að svara til sameiginlegra reglna á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig sé þess að gæta að EES-samningurinn hafi lagagildi hér á landi, sbr. 2. gr. sömu laga. Auk þess hvíli sú þjóðréttarlega skuldbinding á Íslandi samkvæmt bókun 35 við samninginn að veita ákvæði sem EES-regla er innleidd með forgang gagnvart öðru lagaákvæði ef ósamræmi er þar á milli. Þá bendir áfrýjandi á að sérstaklega hafi verið áréttað í 34. gr. laga nr. 95/2000 að við framkvæmd þeirra skyldi taka tillit til milliríkjasamninga á sviði almannatrygginga og félagsmála sem Ísland eigi aðild að en EES-samningurinn sé af þeim toga.21. Áfrýjandi bendir á að í ljósi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu þurfi ekki að líta til tekna áfrýjanda í Danmörku heldur skuli miðað við laun fyrir sambærilegt starf á innlendum vinnumarkaði. Að þessu gættu telur hún að skýra megi samspil EES-reglna og íslenskra laga þannig að miða beri við laun í sambærilegu starfi og launþegi gegni hér á landi feli það í sér hærri bætur fyrir farandlaunþega en leiðir af 13. gr. laga nr. 95/2000. Annað færi í bága við EES-samninginn sem hafi lagagildi hér á landi.22. Verði ekki talið unnt að túlka 13. gr. laga nr. 95/2000 til samræmis við EES-samninginn telur áfrýjandi að sú niðurstaða sem samrýmist honum eigi að ganga framar lögunum. Í því sambandi leggur hún áherslu á rétt launþega til frjálsrar farar samkvæmt 28. gr. EES-samningsins en sá réttur verði í raun ekki tryggður ef launþegar fari á mis við réttindi með því að nýta sér hann. Til að tryggja þennan rétt sé í 29. gr. samningsins mælt fyrir um að réttur til bóta stofnist og bætur séu greiddar þrátt fyrir flutninga milli ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar reglur sem hafi lagagildi hér á landi beri að virða sem sérreglur og almennar reglur 13. gr. laga nr. 95/2000 víki fyrir þeim.Helstu málsástæður stefnda23. Stefndi bendir á að samkvæmt 2. mgr. 13. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 hafi mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanna numið 80% af heildarlaunum á tólf mánaða samfelldu tímabili sem hafi lokið sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Tekið hafi verið fram að einungis skyldi miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði sem foreldri hafi verið á innlendum vinnumarkaði á umræddu tímabili. Samkvæmt þessum ákvæðum telur stefndi vafalaust að áfrýjandi hafi aðeins átt rétt á lágmarksgreiðslum úr sjóðnum, sbr. 7. mgr. 13. gr. laganna. Þessi niðurstaða leiði beint af lögunum hvað sem líði reglum EES-samningsins.24. Stefndi vísar til þess að samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 95/2000 hafi Fæðingarorlofssjóður verið fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald nr. 113/1990, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Ekki hafi verið greitt tryggingagjald af þeim tekjum sem áfrýjandi hafi aflað í Danmörku á viðmiðunartíma samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000 og því hafi þær að réttu lagi ekki haft áhrif á greiðslur til hennar úr sjóðnum. Jafnframt hafi ekki staðið nein heimild að lögum til að taka tillit til stöðu hennar á íslenskum vinnumarkaði eftir að hún flutti til landsins.25. Stefndi tekur fram að áfrýjandi hafi í stefnu til héraðsdóms ekki byggt málatilbúnað sinn á því að miða ætti greiðslur í fæðingarorlofi við tekjur launþega hér á landi með sambærilega starfsreynslu, hæfi og í svipuðu starfi og hún. Þetta hefði þó verið henni í lófa lagið þar sem hún hafi í stefnu vísað til dómafordæma Evrópudómstólsins um svipuð álitaefni. Því hafi áfrýjanda verið kunnugt um niðurstöður þess dómstóls sem gefið hafi henni tilefni til að byggt yrði á þeirri málsástæðu í öndverðu. Þessari málsástæðu sé því mótmælt sem of seint fram kominni.Löggjöf og réttarframkvæmdLög um fæðingar- og foreldraorlof26. Í 13. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 var fjallað um rétt foreldra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Þegar áfrýjandi var í fæðingarorlofi hljóðuðu svo þau ákvæði greinarinnar í 1., 2., 4. og 7. mgr. sem reynir á við úrlausn málsins, eins og lögunum hafði verið breytt með lögum nr. 90/2004, 74/2008, 143/2012, 136/2011 og 140/2013:[1] Foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eftir að hafa verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns [...][2] Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns, sbr. 2. mgr. 7. gr., í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns [...] Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabili sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. a [...] Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna. [...][4] Þegar starfsmaður uppfyllir skilyrði 1. mgr. en hefur ekki starfað á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabili skv. 2. mgr. skal hann öðlast rétt til lágmarksgreiðslna skv. 7. mgr. í samræmi við starfshlutfall hans. [...][7] Greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris [...] í 50–100% starfi í hverjum mánuði skal aldrei vera lægri en sem nemur 135.525 kr. á mánuði. 27. Í 8. mgr. 13. gr. fyrrgreindra laga var heimild fyrir ráðherra til að hækka lágmarksgreiðslu eftir 7. mgr. með reglugerð. Samkvæmt 6. mgr. 3. gr. þágildandi reglugerðar nr. 1218/2008 um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, svo sem henni var breytt með reglugerð nr. 1238/2019, nam þessi fjárhæð 184.119 krónum á mánuði í fæðingarorlofi áfrýjanda.28. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að áðurnefndum lögum nr. 90/2004 og breyttu 13. gr. laga nr. 95/2000 sagði að lagt væri til að kveðið yrði skýrt á um að ekki skyldi taka tillit til tekna sem foreldri hefði unnið til „utan innlends vinnumarkaðar“. Ekki væri um að ræða efnisbreytingu heldur einungis verið að treysta framkvæmd laganna. Einnig kom fram í athugasemdunum, í samhengi við öflun réttar til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði, að foreldri þyrfti að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði þann tíma sem tæki að ávinna sér þann rétt. Í ljósi þess að Fæðingarorlofssjóður væri fjármagnaður með tryggingagjaldi væri eðlilegra að foreldri hefði unnið þann tíma á innlendum vinnumarkaði þannig að greitt hefði verið af tekjum þess tryggingagjald í tiltekinn lágmarkstíma.29. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að fyrrgreindum lögum nr. 74/2008, er einnig breyttu 13. gr. laga nr. 95/2000, kom fram að áfram væri gert ráð fyrir að miða skyldi við meðalheildarlaun foreldris fyrir það tímabil sem það hefði verið á „innlendum vinnumarkaði“ ef það hefði ekki verið á vinnumarkaði á öllu viðmiðunartímabilinu. Jafnframt sagði að áfram yrði tekið fram í lögunum að ekki skyldi taka tillit til tekna sem foreldrar hefðu unnið til „utan innlends vinnumarkaðar“.30. Um milliríkjasamninga var fjallað í 34. gr. laga nr. 95/2000 en ákvæðið var svohljóðandi:Við framkvæmd laga þessara skal tekið tillit til milliríkjasamninga á sviði almannatrygginga og félagsmála sem Ísland er aðili að.31. Í skýringum við þetta ákvæði í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 95/2000 kom fram að einkum væri vísað til EES-samningsins. Með ákvæðinu ætti að tryggja að framkvæmd laganna yrði í samræmi við gerðir á sviði almannatrygginga og félagsmála sem hefðu orðið eða yrðu hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.32. Með lögum nr. 74/2008 var gerð sú breyting á 13. gr. laga nr. 95/2000 að taka bæri tillit til starfstíma foreldris í öðru aðildarríki að EES-samningnum við mat á því hvort það ætti rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði, enda hefðu störf þess veitt því rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof. Í lögskýringargögnum kom fram að þessi breyting væri gerð til samræmis við EES-samninginn og þær gerðir sem felldar hefðu verið undir VI. viðauka við hann. Aftur á móti kom ekki fram í lögskýringargögnum hvernig þjóðréttarlegar skuldbindingar horfðu við með tilliti til útreikninga á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Jafnframt var með lögum nr. 136/2011 gerð breyting á 13. gr. laganna til að tryggja samræmi við EES-samninginn þannig að rýmkuð var heimild til að líta til starfa í öðru EES-ríki með tilliti til þess hvort réttur stofnaðist til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Í lögskýringargögnum vegna þeirrar lagasetningar kom fram að helsta tilefni breytinganna væru athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA sem lutu að samlagningu starfstímabila foreldra sem flyttust milli EES-ríkja en ekki var þar heldur vikið að útreikningi greiðslna úr sjóðnum með tilliti til EES-reglna.33. Lög nr. 95/2000 voru leyst af hólmi með gildandi lögum nr. 144/2020 um sama efni. Að því leyti sem hér hefur verið rakið eru þau óbreytt frá því sem var í tíð eldri laga.Lög um Evrópska efnahagssvæðið34. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 2/1993 hefur meginmál EES-samningsins, auk nánar tilgreindra gerða, lagagildi hér á landi. Í 3. gr. samningsins skuldbinda aðildarríki hans sig til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af honum leiða og varast ráðstafanir sem teflt geta í tvísýnu að markmiðum samningsins verði náð. Í 7. gr. hans kemur síðan fram að gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við hann eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar bindi samningsaðila séu þær eða verði teknar upp í landsrétt með nánar tilgreindum aðferðum.35. Samkvæmt 119. gr. EES-samningsins eru bókanir við samninginn óaðskiljanlegur hluti hans. Af því leiðir að þær hafa sama gildi og meginmál samningsins að þjóðarétti. Í bókun 35 er fjallað um framkvæmd EES-reglna en hún er svohljóðandi með formálsorðum:Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig;Stök greinVegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.36. Í því skyni að fullnægja þeim skuldbindingum sem felast í bókun 35 var svohljóðandi regla lögfest í 3. gr. laga nr. 2/1993:Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.37. Í skýringum við þetta ákvæði í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 2/1993 kom fram að innlend lög sem ættu sér stoð í EES-samningnum yrðu jafnan túlkuð sem sérreglur laga gagnvart ósamræmanlegum yngri lögum að því leyti að yngri lög vikju þeim ekki ef þau stönguðust á nema löggjafinn tæki það sérstaklega fram. Þetta væri nauðsynlegt til þess að tryggja samræmi í reglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í bókun 35 væri og skýrt tekið fram að þessi skýringarregla skyldi ekki hafa í för með sér framsal á löggjafarvaldi og væri 3. gr. við það miðuð.Um samspil EES-reglna og landsréttar38. Fyrrgreind regla í 3. gr. laga nr. 2/1993 um að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-reglur byggist á þeirri rótgrónu lögskýringarreglu norræns réttar að lög skuli túlka til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar. Að baki þessu býr að almennt verður að gera ráð fyrir að löggjafinn hafi metið gildandi lög í samræmi við slíkar skuldbindingar þegar undir þær var gengist og gætt hafi verið að þeim við síðari lagasetningu. Í nokkrum mæli hefur reynt á skýringu laga með tilliti til EES-reglna eins og hér verður nánar rakið.39. Í dómi Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010 reyndi á hlutlæga skaðabótaábyrgð dreifingaraðila á vöru vegna skaðsemistjóns samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Í málinu lá fyrir að slík ábyrgð dreifingaraðila var í ósamræmi við EES-reglur eins og þær höfðu verið túlkaðar í dómi Evrópudómstólsins 10. janúar 2006 í máli C-402/03. Hæstiréttur tók fram að lögskýring eftir 3. gr. laga nr. 2/1993 tæki eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum yrði svo sem framast væri unnt gefin merking sem rúmaðist innan þeirra og næst kæmist því að svara til sameiginlegra reglna sem giltu á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún gæti á hinn bóginn ekki leitt til þess að litið yrði fram hjá orðum íslenskra laga. Orð 10. gr. laga nr. 25/1991, eins og þau hljóðuðu á þessum tíma, um beina ábyrgð dreifingaraðila á skaðsemistjóni gagnvart tjónþola, hefðu ótvíræða merkingu og gæfu ekkert svigrúm til að hliðra þeirri ábyrgð með skýringu samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993. Þessi niðurstaða um að lögskýring gæti ekki leitt til þess að litið yrði fram hjá orðum íslenskra laga hefur síðan ítrekað verið staðfest, sbr. dóma réttarins 24. janúar 2013 í máli nr. 10/2013, 10. maí 2013 í máli nr. 306/2013, 2. október 2014 í máli nr. 92/2013 og 26. nóvember 2015 í máli nr. 243/2015. Einnig má vísa til dóma Hæstaréttar 24. maí 2006 í máli nr. 274/2006, 15. júlí 2014 í máli nr. 429/2014 og 5. maí 2015 í máli nr. 291/2015. Í síðastgreindum þremur málum var því hafnað að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um hvort sú refsiábyrgð sem reyndi á væri ósamrýmanleg reglum EES-samningsins. Um það sagði að hún færi eftir íslenskum lögum án þess að vísað væri sérstaklega til 3. gr. laga nr. 2/1993.40. Ef ókleift er að skýra íslensk lög til samræmis við EES-samninginn þannig að ósamræmi skapist annars vegar á milli lagareglu sem ætlað er að innleiða EES-reglu hér á landi og hins vegar annarrar lagareglu þarf að leysa úr því hvor reglan ráði niðurstöðu um það atriði sem er til úrlausnar. Hér reynir á forgangsreglur sem leysa úr slíkum árekstri til að koma í veg fyrir tvær eða fleiri niðurstöður um sama tilvik. Þessar forgangsreglur geta bæði verið skráðar og óskráðar. Sem dæmi um þær síðarnefndu má nefna regluna um að æðri reglur gangi fyrir lægra settum reglum (lex superior) en samkvæmt henni ganga stjórnlög framar almennum lögum og almenn lög framar almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Einnig gildir sú óskráða forgangsregla að sérregla gangi framar almennri reglu (lex specialis) en mjög matskennt getur verið hvenær regla telst almenn og hvenær sértæk. Þá er einnig óskráð forgangsregla að yngri lög gangi framar eldri lögum (lex posterior). Til viðbótar við þessar reglur gilda síðan skráðar forgangsreglur af ýmsu tagi. Má í dæmaskyni nefna 18. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningarréttar, 93. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og 210. gr. laga nr. 80/2022 um loftferðir en allar þessar reglur varða þjóðréttarsamninga.41. Í dómi Hæstaréttar 15. maí 2003 í máli nr. 477/2002 var, í ljósi 3. gr. laga nr. 2/1993 og lögskýringargagna um það ákvæði, komist að þeirri niðurstöðu að 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins um bann við skattlagningu, sem væri til þess fallin að vernda óbeint framleiðsluvörur eins samningsaðila gagnvart framleiðsluvörum annarra aðila samningsins, bæri að skýra sem sérreglu um skattalega meðferð á innflutningi frá öðrum EES-ríkjum er gengi framar eldra ákvæði í lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Eftir að EES-samningnum var veitt lagagildi með lögum nr. 2/1993 hefði því verið óheimilt að gera greinarmun á bókum á íslensku og öðrum tungumálum við álagningu virðisaukaskatts. Að frátöldum þessum dómi eru þess ekki dæmi að Hæstiréttur hafi talið löggjöf sem innleiddi EES-reglu ganga framar öðrum lögum. Þvert á móti má hér nefna dóm réttarins 6. apríl 2006 í máli nr. 220/2005 en þar vísaði Hæstiréttur til forsendna héraðsdóms þess efnis að beitt yrði tilteknum ákvæðum laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að þau færu í bága við 11. eða 36. gr. EES-samningsins. Hér má einnig benda á þá dóma réttarins sem áður er vikið að í 39. lið dómsins.42. Ef frá er talinn fyrrgreindur dómur Hæstaréttar í máli nr. 477/2002 hefur 3. gr. laga nr. 2/1993 í dómaframkvæmd réttarins aðeins verið talin fela í sér reglu við lögskýringu um túlkun laga til samræmis við EES-samninginn. Þannig hefur ekki verið lagt til grundvallar að það ákvæði feli í sér almenna forgangsreglu í samræmi við bókun 35 við samninginn.43. Ef einstaklingar eða lögaðilar fara á mis við að njóta réttinda sinna á grundvelli þjóðréttarlegra skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum getur reynt á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins að fullnægðum skilyrðum sem um hana gilda, sbr. dóm Hæstaréttar 16. desember 1999 í máli nr. 236/1999 og fleiri dóma þar sem reynt hefur á þá bótaábyrgð. Eftir atvikum getur þetta kallað á viðbrögð Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.NiðurstaðaAðild og málatilbúnaður44. Dómkröfur áfrýjanda fyrir Hæstarétti lúta að því að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 3. september 2020 og beinir hún þeirri kröfu að íslenska ríkinu. Í 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála segir að hún skuli úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt sé fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til hennar. Hún sé sjálfstæð og óháð í störfum sínum. Í 2. gr. laganna er kveðið á um skipan hennar. Þá segir í 1. mgr. 3. gr. að formaður nefndarinnar gegni jafnframt embætti forstöðumanns hennar, hafi yfirstjórn með höndum og beri ábyrgð á fjárhag og daglegum rekstri. Hann fari með fyrirsvar nefndarinnar út á við og ráði starfsfólk. Samkvæmt því fullnægir úrskurðarnefndin kröfum um að teljast aðildarhæf. Samkvæmt 4. mgr. 7. gr. fyrrnefndra laga eru úrskurðir nefndarinnar endanlegir á stjórnsýslustigi og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Hún starfar þannig sem æðra stjórnvald.45. Í dómi Hæstaréttar 30. mars 2000 í máli nr. 324/1999 sagði að ekki yrði talið að unnt væri með dómi að ógilda stjórnvaldsákvörðun nema því stjórnvaldi sem ákvörðun hefði tekið, væri stefnt til varnar í málinu. Vísað hefur verið til þessa dóms í síðari dómum réttarins. Þrátt fyrir það hefur skapast um það nokkur festa í dómaframkvæmd að sjálfstæðar stjórnsýslu- og úrskurðarnefndir á kærustigi eigi ekki aðild að dómsmálum sem rekin eru um úrskurði þeirra. Hefur verið talið rétt að beina kröfum um gildi þeirra að því stjórnvaldi sem tók ákvörðun á lægra stjórnsýslustigi, sbr. dóm Hæstaréttar 17. febrúar 1997 í máli nr. 63/1997 sem birtur er á bls. 643 í dómasafni réttarins það ár og dóma réttarins 21. mars 2002 í máli nr. 378/2001 og 14. desember 2001 í máli nr. 431/2001. Þessi dómaframkvæmd er hins vegar hvorki undantekningalaus né hafin yfir gagnrýni þar sem æðra stjórnvald hefur að jafnaði sjálfstæða rannsóknarskyldu og niðurstaða þess sem til úrlausnar er fyrir dómi kann að vera andstæð niðurstöðu þess lægra setta og byggð á öðrum gögnum og röksemdum. Aðild æðra setts stjórnvalds að dómsmáli í stað þess lægra setta getur því ekki aðeins haft formlega þýðingu heldur einnig efnislega.46. Í dómi Hæstaréttar 1. nóvember 2023 í máli nr. 16/2023 var sú staða uppi að lægra settu stjórnvaldi var stefnt þótt ákvörðun þess hefði verið endurskoðuð af innviðaráðherra sem æðra stjórnvaldi. Í dóminum sagði að þegar mál væru á forræði sjálfstæðra ríkisstofnana hefði dómaframkvæmd verið nokkuð á reiki um hvort beina skyldi málsókn að viðkomandi stofnun einni, einungis að ríkinu eða að báðum aðilum. Hæstiréttur taldi að réttara hefði verið í ljósi atvika máls og kröfugerðar að reka málið samhliða gegn íslenska ríkinu, meðal annars vegna þess að innviðaráðherra kvað upp endanlegan úrskurð í málinu. Ekki voru þó talin nægjanleg efni til þess að vísa því frá héraðsdómi.47. Í þessu máli er hvorki lægra né æðra setta stjórnvaldinu sem ákvörðun tóku á stjórnsýslustigi stefnt til að þola dóm um ógildingu úrskurðar úrskurðarnefndar velferðarmála heldur íslenska ríkinu. Um slíka aðild má vísa til dóms Hæstaréttar 14. apríl 2011 í máli nr. 500/2010 en í því var Póst- og fjarskiptastofnun stefnt fyrir hönd Jöfnunarsjóðs alþjónustu. Í dóminum kom fram að máli skyldi að meginreglu beint að íslenska ríkinu þótt það varðaði atriði sem heyrðu undir sérstaka stofnun þess eða sjóð, enda væri ekki mælt á annan veg í lögum eða viðkomandi stofnun eða sjóður lyti sjálfstæðri stjórn. Ekki var talið að þær undantekningar ættu við og var málinu vísað frá héraðsdómi vegna brests á aðildarhæfi sjóðsins.48. Við úrlausn um aðild í máli þessu má líta til þess að dómaframkvæmd um aðild stjórnvalda í málum sem lúta að gildi úrskurðar æðra setts stjórnvalds, sem endurskoðað hefur ákvörðun lægra stjórnvalds, hefur verið talsvert á reiki og almenn lagafyrirmæli skortir. Þá má líta til þess að í 3. gr. laga nr. 95/2000 sagði að ráðherra færi með yfirstjórn fæðingar- og foreldraorlofsmála samkvæmt lögunum svo og að í 1. og 2. mgr. 4. gr. var kveðið á um að Fæðingarorlofssjóður skyldi vera í vörslu Vinnumálastofnunar sem sæi um reikningshald og daglega afgreiðslu hans í umboði ráðherra. Ekki var mælt fyrir í lögunum að Fæðingarorlofssjóður hefði sérstakan fyrirsvarsmann eða lyti sérstakri stjórn. Sjóðurinn telst því ekki hafa aðildarhæfi. Vinnumálastofnun sem samkvæmt framansögðu hefur ákvörðunarvald yfir sjóðnum hefur aftur á móti forstöðumann og sérstaka stjórn samkvæmt 4. og 5. gr. laga nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og nýtur því aðildarhæfis. Þótt réttilega hefði átt að beina kröfum í máli þessu jafnframt að Vinnumálastofnun er með vísan til alls framangreinds og sérstaklega fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 16/2023 ekki næg ástæða til að vísa því frá dómi af sjálfsdáðum.49. Eins og áður greinir reisir áfrýjandi kröfu sína um að felldur verði úr gildi umræddur úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála á því að niðurstaða hans fari í bága við EES-samninginn og þær reglur sem af honum leiða. Til stuðnings þessu vísaði áfrýjandi í héraðsdómsstefnu til 28. gr. samningsins um frjálsa fólksflutninga og frjálsa för launþega á Evrópska efnahagssvæðinu. Jafnframt vísaði hún þar til 29. gr. samningsins sem ætlað væri að tryggja að launþegar sem nýttu sér rétt til frjálsrar farar væru ekki sviptir bótum sem þeir hefðu ella notið. Enn fremur nefndi hún fyrrgreinda reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 sem hefur að geyma nánari fyrirmæli til að samhæfa almannatryggingakerfi EES-ríkja svo að tryggt sé að réttur fólks til frjálsrar farar sé virkur. Eftir að aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins hefur áfrýjandi jafnframt haldið því fram að miða ætti bætur til hennar í fæðingarorlofi við tekjur launþega hér á landi með sambærilega starfsreynslu, hæfi og í svipuðu starfi og áfrýjandi.50. Að því leyti sem hér hefur verið rakið er málatilbúnaður áfrýjanda í samræmi við lögskýringu EFTA-dómstólsins á viðeigandi EES-reglum. Áfrýjandi breytti að þessu leyti áherslum í málatilbúnaði sínum jafnskjótt og tilefni var til en þær rúmast jafnframt innan þeirrar meginmálsástæðu hennar að með úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið farið á svig við EES-samninginn og þær reglur sem af honum leiða. Verður áfrýjandi því ekki talin hafa raskað grundvelli málsins þannig að það hafi gert stefnda erfitt fyrir að halda uppi vörnum í málinu. Er þá haft í huga að í lögum nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið er gert ráð fyrir að slíks álits sé aflað eftir að mál hefur verið höfðað. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á það með stefnda að málatilbúnaður áfrýjanda að þessu leyti fari í bága við 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991.Um greiðslur til áfrýjanda úr Fæðingarorlofssjóði51. Við úrlausn um beiðni áfrýjanda um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði var lagt til grundvallar í samræmi við 1. og 12. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000 að áfrýjandi hefði öðlast rétt til greiðslna úr sjóðnum. Eins og áður segir lýtur ágreiningur málsins að útreikningi greiðslna.52. Svo sem áður er rakið komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti sínu 29. júlí 2022 að samkvæmt 2. og 3. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, með hliðsjón af markmiði 29. gr. EES-samningsins, skyldi miða fjárhæð bóta, eins og þeirra sem mál þetta lýtur að, sem veittar væru farandlaunþega er aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki, á því tímabili sem miðað væri við eftir landslögum, við tekjur launþega með sambærilega stöðu á vinnumarkaði og í því EES-ríki þar sem sótt væri um bætur. Þær EES-reglur sem hér er vísað til hafa verið leiddar í íslenskan rétt með annars vegar 2. gr. laga nr. 2/1993 sem lögfesti meginmál EES-samningsins og hins vegar reglugerð nr. 442/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar, en þar var í 1. gr. mælt fyrir um að reglugerð (EB) nr. 883/2004 öðlaðist gildi hér á landi. Reglugerð nr. 442/2012 var meðal annars sett á grundvelli heimildar í 35. gr. laga nr. 95/2000.53. Þótt ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins séu ekki bindandi að íslenskum rétti hafa þau í réttarframkvæmd verið lögð til grundvallar við skýringu á efni EES-reglna. Að baki býr sú grundvallarregla EES-samningsins og laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið að stuðla beri að samkvæmni í skýringum á EES-reglum og þar með samræmdri framkvæmd EES-samningsins. Markmiðið með því er að mynda öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem grundvallast á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum eins og fram kemur í aðfaraorðum EES-samningsins. Að þessu gættu verður lagt til grundvallar að sú skuldbinding leiði af samningnum að fjárhæð greiðslna til foreldris í fæðingar- og foreldraorlofi eigi að ákveða með hliðsjón af tekjum launþega með sambærilega stöðu á innlendum vinnumarkaði.54. Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000 skyldi mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi nema 80% af meðaltali heildarlauna og bar þá að miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lyki sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Í ákvæðinu var tekið fram að einungis ætti að miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabilinu sem foreldri hefði verið á innlendum vinnumarkaði en aldrei skyldi miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna. Í 4. mgr. sömu greinar kom síðan fram að starfsmaður, sem öðlast hefði rétt til greiðslna úr sjóðnum en ekki starfað á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabilinu, skyldi öðlast rétt til lágmarksgreiðslna samkvæmt 7. mgr. greinarinnar í samræmi við starfshlutfall sitt. Eins og áður er rakið var sérstaklega áréttað í lögskýringargögnum að við greiðslu úr sjóðnum skyldi ekki tekið tillit til tekna sem foreldri aflaði erlendis heldur skyldi aðeins miðað við meðalheildarlaun þess á innlendum vinnumarkaði. Að baki þessu bjó að Fæðingarorlofssjóður var samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laganna fjármagnaður með tryggingagjaldi en slíkt gjald var ekki greitt af launum sem aflað var erlendis.55. Svo sem hér hefur verið rakið er beinlínis gert ráð fyrir því í lögum nr. 95/2000 að launþegi sem flytur til landsins frá öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu fái ekki notið greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði sem taki mið af launum hér á landi fyrir sambærilegt starf og hann gegndi á viðmiðunartímabili. Er hann þannig verr settur en launþegi sem starfað hefði hér á landi. Aftur á móti var gerð breyting á lögunum með lögum nr. 74/2008 og nr. 136/2011 til að tryggja að starfstímabil í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu teldist til ávinnslutímabils til að réttur skapaðist til greiðslu úr sjóðnum samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laganna. Með þessu var komið til móts við skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum að því er varðaði ávinnslu réttar til að fá greitt úr sjóðnum án þess þó að gerðar væru breytingar til samræmis við samninginn til að koma í veg fyrir að launþegi frá öðru EES-ríki yrði verr settur hvað fjárhæð greiðslna úr sjóðnum varðaði með flutningi til landsins. Að því leyti var sú skuldbinding ekki innleidd með því að haga lögum nr. 95/2000 til samræmis við hana. Verður heldur ekki talið að þessu verði hliðrað með skýringu til samræmis við EES-samninginn andstætt skýru og ótvíræðu orðalagi laga sem gefa ekkert svigrúm til þess, sbr. þá dóma sem raktir eru í 39. lið dómsins.56. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið verður fallist á það með héraðsdómi að Vinnumálastofnun sem fer með Fæðingarorlofssjóð hafi ekki getað virt að vettugi skýr og afdráttarlaus fyrirmæli laga nr. 95/2000 við ákvörðun um greiðslu úr sjóðnum til áfrýjanda. Er þá jafnframt haft í huga að lögin hafa að geyma sérreglur um sjóðinn og þau eru yngri en lög nr. 2/1993 sem veittu EES-samningnum lagagildi. Jafnframt var reglugerð (EB) nr. 883/2004, sem tekin var upp í samninginn, aðeins innleidd með almennum stjórnvaldsfyrirmælum án þess að gerðar væru samhliða breytingar á lögum nr. 95/2000 til samræmis við umrædda skuldbindingu til greiðslu úr sjóðnum sem leiðir af samningnum. Samkvæmt öllu framansögðu verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sýkna beri stefnda af kröfu áfrýjanda um að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 2. september 2020. Jafnframt verður staðfest ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og málskostnaður fyrir Hæstarétti felldur niður.Dómsorð:Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfu áfrýjanda, A, um að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála 2. september 2020 þar sem staðfest var ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs 3. mars sama ár um áætlun greiðslna til hennar úr sjóðnum í fæðingarorlofi.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=0bb1c562-240e-4f56-ad88-4c7e46029250 |
Mál nr. 33/2023 | Húsaleigusamningur Vanefnd Áhættuskipti Force majeure Túlkun samnings Brostnar forsendur Stjórnunarábyrgð Ógilding samnings | Með leigusamningi til 20 ára leigði Í ehf. til F ehf. fasteign undir hótelrekstur. Vegna aðstæðna sem rekja mátti til heimsfaraldurs Covid-19 lokaði F ehf. hótelinu í apríl 2020. Í málinu krafðist F ehf. að endurgjaldsákvæði leigusamnings aðila yrði breytt á tímabilinu apríl 2020 til mars 2021. Í ehf. krafðist hins vegar greiðslu leigu fyrir tímabilið apríl 2020 til september sama ár. Hæstiréttur féllst ekki á að sjónarmið um áhættuskipti, stjórnunarábyrgð, brostnar forsendur eða regla 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga skyldu leiða til breytinga á samningi eða skyldum til greiðslu leigu. Leigusamningurinn hafði að geyma sérstakt ákvæði um force majeure aðstæður sem áhrif gæti haft í tilviki greiðslufalls F ehf. Atvik þóttu vera með þeim hætti að skilyrði samningsákvæðisins voru talin uppfyllt þannig að greiðslufall F ehf. frá 1. apríl 2020 til 31. mars 2021 þóttu ekki hafa falið í sér vanefnd. Á hinn bóginn var fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að það leysi F ehf. ekki undan þeirri skyldu að greiða kröfuna eftir að því ástandi lauk. F ehf. var dæmt til að greiða Í ehf. leiguskuldina með dráttarvöxtum frá þeim tíma er efndahindrun samkvæmt samningsákvæðinu lauk. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. júní 2023. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og að ákvæði greinar 6.1 um leigufjárhæð í leigusamningi aðila 2. júlí 2013 verði tímabundið vikið til hliðar. Nánar tiltekið að fullu frá 1. apríl 2020 til og með 31. desember sama ár þannig að aðaláfrýjanda beri ekki skylda til að greiða leigu til gagnáfrýjanda á framangreindu tímabili en frá 1. janúar 2021 til 31. mars sama ár verði sér aðeins gert að greiða 20% leigufjárhæðar hvers mánaðar, að viðbættri verðtryggingu auk virðisaukaskatts, að fjárhæð 11.709.004 krónur vegna janúar, 11.732.935 krónur vegna febrúar og 11.725.755 krónur vegna mars 2021, eða samtals 35.167.694 krónur. Þá krefst hann þess að dráttarvextir verði fyrst dæmdir af leigufjárhæð einum mánuði eftir uppsögu dóms Hæstaréttar. Loks krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 21. ágúst 2023. Hann krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og að honum verði gert að greiða sér 419.889.800 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 56.726.332 krónum frá 1. apríl 2020 til 1. maí sama ár, af 113.584.281 krónu frá þeim degi til 1. júní 2020, af 189.654.851 krónu frá þeim degi til 1. júlí 2020, af 266.139.627 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2020, af 342.958.955 krónum frá þeim degi til 1. september 2020 og af 419.889.800 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum 15. apríl 2020 að fjárhæð 11.345.266 krónur og 9. apríl 2021 að fjárhæð 297.858.441 króna. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort aðstæður sem rekja má til COVID-19 heimsfaraldurs eigi að leiða til tímabundinna breytinga á greiðslu leigu samkvæmt leigusamningi 2. júlí 2013. Aðaláfrýjandi ber fyrir sig 3. mgr. greinar 11 í samningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik auk ólögfestrar reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik (force majeure), áhættuskipti og stjórnunarábyrgð sem og reglur samningaréttar um brostnar forsendur og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 11. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Gagnáfrýjandi krefst fyrir sitt leyti greiðslu áfallinnar leigu 1. apríl 2020 til 30. september sama ár, að frádregnum innborgunum með nánar tilgreindum vöxtum.5. Með héraðsdómi 16. mars 2021 var fallist á að víkja til hliðar leigusamningi aðila með þeim hætti að greiða skyldi helming leigu í hverjum mánuði frá 1. apríl 2020 til og með 31. mars 2021. Leyfi var veitt til beinnar áfrýjunar til Hæstaréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms og vísaði málinu til nýrrar meðferðar í héraði, sbr. dóm Hæstaréttar 28. október 2021 í máli nr. 19/2021. Með héraðsdómi 16. mars 2022 var fallist á að víkja tímabundið til hliðar leigusamningi aðila á þann hátt að aðaláfrýjandi greiddi gagnáfrýjanda tvo þriðju hluta leigu á öllu fyrrgreindu tímabili. Dráttarvextir skyldu reiknast mánuði eftir dómsuppsögu. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar var hins vegar ekki fallist á að víkja greiðslum samkvæmt samningnum til hliðar. Skyldu dráttarvextir greiðast frá 1. maí 2021.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 22. júní 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-62, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í viðvarandi samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.MálsatvikLeigusamningur aðila7. Aðilar gerðu með sér leigusamning 2. júlí 2013 þar sem aðaláfrýjandi tók á leigu fasteign gagnáfrýjanda til tuttugu ára í því skyni að reka þar hótel. Leigan hófst við afhendingu 1. júní 2015 og skyldi henni ljúka án uppsagnar 31. maí 2035. Leigð var öll byggingin S2 á Höfðatorgi í Reykjavík, nú Þórunnartúni 1, og var áætluð stærð hins leigða húsnæðis um 17.500 fermetrar. Við gerð leigusamningsins var húsnæðið í byggingu og gerði gagnáfrýjandi fyrirvara í 5. mgr. greinar 4.1 um afhendingu „ef ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik (force majeure)“ leiddu til „afhendingardráttar, svo sem vegna almennra verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hafnbanna, atburða á gjaldeyris- og fjármálamörkuðum eða annarra óviðráðanlegra orsaka“. Afhending fór fram á umsömdum degi.8. Í grein 6.1 leigusamningsins er fjallað um hvernig húsaleiga ákvarðast. Þar segir að aðaláfrýjanda beri að greiða leigu frá 1. júlí 2015 og skuli hún hækka þrepaskipt þannig að fyrstu 23 mánuði samningstímans yrði leiga 38.725.000 krónur á mánuði og næstu tvö ár frá 1. júní 2017 til 31. maí 2019 næmi hún 40.527.000 krónum. Frá 1. júní sama ár og til loka leigutíma skyldi leigan vera 45.030.000 krónur á mánuði. Um væri að ræða grunnverð sem tæki breytingum samkvæmt vísitölu að viðbættum virðisaukaskatti. Til viðbótar skyldi aðaláfrýjandi greiða nánar tiltekinn rekstrar- og viðhaldskostnað. Kæmi til vanefnda á leigugreiðslum og/eða öðrum samningsbundnum greiðslum skyldi aðaláfrýjandi greiða dráttarvexti frá gjalddaga. Greiðslutilhögun skyldi vera með þeim hætti að greidd yrði mánaðarleg leiga fyrir fram miðað við þá hlutfallsskiptingu innan ársins að 7,5% af ársleigu greiddist mánuðina janúar til maí og október til desember en 10% af ársleigu mánuðina júní til september.9. Aðaláfrýjanda bar samkvæmt leigusamningnum að leggja fram nánar tilteknar tryggingar. Hann setti með handveðsyfirlýsingu 12. maí 2015 að veði innstæðu á bankareikningi sínum hjá Íslandsbanka hf. Einnig gaf hann út ábyrgðaryfirlýsingu 6. júlí sama ár til gagnáfrýjanda fyrir samtals 225.794.908 krónum en sú fjárhæð nam fjögurra mánaða leigugreiðslu auk virðisaukaskatts.0. Í leigusamningnum er tekið fram að starfsemi aðaláfrýjanda felist í rekstri hótels ásamt skyldri starfsemi. Er honum einungis heimilt að reka þá starfsemi í hinu leigða og skyldi hann afla samþykkis gagnáfrýjanda kysi hann að breyta nokkru frá lýstri starfsemi. Þá er aðaláfrýjanda heimilt að framleigja hið leigða að fengnu skriflegu samþykki gagnáfrýjanda, en slíkt samþykki skyldi veita svo fremi sem starfsemi framleigutaka samrýmdist því sem fram kemur í samningnum um rekstur hótels og skylda starfsemi.1. Um vanefndir leigutaka og viðbrögð leigusala af því tilefni er fjallað í grein 11. Gætu þær leitt til þess að samningur yrði felldur úr gildi eða honum rift við nánar tilgreindar aðstæður. Í 3. mgr. greinarinnar kemur síðan fram að það teljist þó ekki til vanefnda ef „ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik (force majeure) gera aðilum samningsins ókleift að efna skyldur sínar, svo sem vegna almennra verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hafnbanna, atburða á gjaldeyris- og fjármagnsmörkuðum eða annarra óviðráðanlegra orsaka.“Heimsfaraldur COVID-19 og viðbrögð stjórnvalda á dómkröfutímabili2. Á þeim tíma sem máli skiptir fyrir úrlausn málsins er þess að geta að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi um allan heim 30. janúar 2020 vegna kórónaveiru sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Í lok febrúar það ár var fyrst greint innanlandssmit af völdum kórónuveiru og í kjölfarið var hættustig almannavarna virkjað. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna 6. mars 2020 og 11. sama mánaðar var því lýst yfir af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni að kórónuveira væri orðin að heimsfaraldri. Útbreiðsla sjúkdómsins varð hröð í kjölfarið og var brugðist við honum með ýmsum hætti á heimsvísu. Innanlands brugðust stjórnvöld meðal annars við með því að takmarka komur ferðamanna til landsins, sem og að setja á samkomubann. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hér á landi í þrígang á dómkröfutímabilinu, fyrst 6. mars 2020 til 25. maí sama ár, því næst 4. október 2020 til 12. febrúar 2021 og loks 24. mars 2021 til 12. maí sama ár.3. Hérlendis voru öll lönd skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. mars 2020. Reglur nr. 259/2020 um sóttkví og einangrun vegna COVID-19 tóku gildi 26. mars 2020 og var öllum íslenskum ríkisborgurum og fólki sem búsett var á Íslandi en kom til landsins eftir dvöl í löndum sem voru skilgreind sem hááhættusvæði gert að fara í 14 daga sóttkví frá komu til landsins, sbr. 3. gr. reglnanna. Nýjar reglur um sóttkví og einangrun tóku gildi í apríl sama ár og í kjölfarið voru allir sem komu til Íslands frá hááhættusvæðum skyldaðir til að fara í sóttkví. Samhliða var tekið upp tímabundið eftirlit á innri landamærum. Voru þær reglur endurnýjaðar með nokkrum minni háttar breytingum 15. maí sama ár. Reglugerð nr. 580/2020 tók gildi 15. júní 2020 þar sem gefinn var kostur á að fara í sýnatöku fremur en 14 daga sóttkví. Á dómkröfutímabilinu voru svo ýmsar reglur í gildi um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands sem allar miðuðu að því að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi.Áhrif heimsfaraldursins á hótelrekstur aðaláfrýjanda 4. Hótelstarfsemi aðaláfrýjanda gekk vel fram til þess tíma að áhrifa faraldursins tók að gæta hér á landi í byrjun árs 2020. Af gögnum málsins má ráða að hagnaður hans vegna rekstraráranna 2015 til 2018 hafi numið um 807 milljónum króna. Þess er þó að gæta að í ársreikningi fyrir árið 2019 tók aðaláfrýjandi upp svokallaðan IFRS 16-staðal við framsetningu ársreiknings og var hagnaður þess árs tæpar tuttugu milljónir, en um 142 milljónir væri fylgt fyrri framsetningu ársreikninga hans.5. Með bréfi aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda 19. mars 2020 óskaði hann eftir niðurfellingu leigugreiðslna í apríl og maí það ár. Taldi hann sig ekki skuldbundinn til greiðslu leigu og vísaði um grundvöll þess til 3. mgr. greinar 11 í leigusamningnum þar sem alger óvissa ríkti í rekstri hótelsins sem og annarra hótela vegna heimsfaraldursins og þeirra aðgerða stjórnvalda sem gripið hefði verið til vegna hans. Hefði nær allt farþegaflug lagst af og mætti ætla að því lyki með öllu um komandi mánaðamót. Þar sem hótelrekstur þrifist nær alfarið á því að ferðamenn kæmu til landsins gæti aðaláfrýjandi ekki haldið áfram starfsemi sinni og tilkynnti hann um fyrirhugaða lokun hótelsins. Af henni varð 1. apríl 2020 og sagði aðaláfrýjandi þá upp starfsfólki.6. Gagnáfrýjandi hafnaði fyrrgreindu erindi aðaláfrýjanda með bréfi 26. mars 2020. Þar var meðal annars vísað til þess að grein 11 leigusamningsins fjallaði um vanefndir og að 3. mgr. hennar næði ekki til þeirra aðstæðna að efndir féllu niður á grundvelli force majeure heldur einungis að það teldist ekki vanefnd ef samningurinn væri ekki efndur af þeim sökum. Sagði jafnframt að þótt erfiðir mánuðir yrðu í rekstri aðaláfrýjanda ætti það engu að breyta um greiðsluskyldu hans. Nýting hótelsins hefði jafnframt verið meiri en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun sem lá fyrir við gerð leigusamnings árið 2015.7. Hinn 15. apríl 2020, á eindaga reiknings vegna leigu í apríl 2020, greiddi aðaláfrýjandi 11.345.266 krónur eða sem nemur 20% af fjárhæð reiknings vegna þess mánaðar. Í kjölfarið áttu aðilar í viðræðum um hvort og þá hversu mikinn hluta leigunnar skyldi greiða. Með bréfi aðaláfrýjanda 18. maí 2020 hafnaði hann boði gagnáfrýjanda um greiðslu 30% leigu á því tímabili sem force majeure aðstæður ríktu sem rekja mætti til heimsfaraldurs COVID-19. Sagði þar að tillaga gagnáfrýjanda hefði ekki tekið til „eftirstöðva útistandandi leigugreiðslna“ eða falið í sér „vilyrði um niðurfellingu þeirra eða afslátt“. Vísaði aðaláfrýjandi þar jafnframt til 3. mgr. greinar 11 leigusamningsins um að hann teldist ekki vanefna samninginn meðan honum væri ókleift að efna hann. Kom fram við flutning málsins í Hæstarétti að aðaláfrýjanda hefði í fyrrgreindum viðræðum verið boðin frestun á greiðslu hluta leigunnar en hvorki niðurfelling í heild né að hluta.8. Með bréfi 18. maí 2020 beindi gagnáfrýjandi kröfu að Íslandsbanka hf. um greiðslu á grundvelli áðurnefndra trygginga sem aðaláfrýjandi hafði sett fyrir greiðslu leigunnar, nánar tiltekið bankaábyrgðar Íslandsbanka hf. og innstæðu veðsetts bankareiknings. Aðaláfrýjandi mótmælti þeirri kröfu með bréfi 22. sama mánaðar, meðal annars með vísan til 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi aðila. Lagði hann fram beiðni hjá sýslumanni 2. júní sama ár um að lögbann yrði lagt við því að Íslandsbanki hf. greiddi gagnáfrýjanda á grundvelli fyrrgreindrar bankaábyrgðar sem og að greitt yrði út af handveðsettum reikningi aðaláfrýjanda hjá Íslandsbanka hf. Sýslumaður féllst á kröfu aðaláfrýjanda og lagði á umbeðið lögbann 23. júní sama ár. Með fyrri héraðsdómi 16. mars 2021 var ekki fallist á staðfestingu lögbannsins og þeim hluta málsins ekki áfrýjað. Að gengnum þeim dómi héraðsdóms greiddi Íslandsbanki hf. gagnáfrýjanda samtals 297.858.441 krónu í apríl 2021.9. Með bréfi 19. febrúar 2021 var aðaláfrýjandi krafinn um ógreidda leigu frá 1. apríl 2020 til 1. febrúar 2021. Höfuðstóll kröfunnar var 711.932.889 krónur að viðbættum virðisaukaskatti, vöxtum og innheimtukostnaði að tilgreindri fjárhæð, allt að frádreginni innborgun 11.344.266 krónur. Þar var tekið fram að húsaleiga hefði ekki verið greidd í ellefu mánuði sem teldist veruleg vanefnd. Í samræmi við 2. mgr. greinar 11 í leigusamningi og 1. tölulið 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga yrði honum rift án fyrirvara ef ekki yrði orðið við áskorun um greiðslu kröfunnar að liðnum 30 dögum. Gagnáfrýjandi skoraði jafnframt á aðaláfrýjanda með bréfi sama dag að lýsa því yfir að félagið væri greiðslufært og efnahagur þess væri með þeim hætti að því yrði fært að greiða fyrrgreinda kröfu. Að öðrum kosti yrði þess krafist að bú aðaláfrýjanda yrði tekið til gjaldþrotaskipta á grundvelli 5. töluliðar 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Áskorunum þessum var svarað með bréfi aðaláfrýjanda 12. mars 2021 þar sem meðal annars var vísað til þess dómsmáls sem rekið var milli aðila. Þau andmæli voru áréttuð í bréfi 22. sama mánaðar og þar einnig vísað til niðurstöðu héraðsdóms 16. mars sama ár. Skoraði aðaláfrýjandi þar á gagnáfrýjanda að ganga til sáttaviðræðna og greiddi jafnframt 35.167.694 krónur 12. mars 2021. Það svarar til 20% af heildarkröfu samkvæmt útgefnum reikningum gagnáfrýjanda fyrir janúar, febrúar og mars 2021.20. Hinn 18. mars 2021 óskaði aðaláfrýjandi eftir heimild héraðsdóms til fjárhagslegrar endurskipulagningar samkvæmt lögum nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Var honum veitt sú heimild með úrskurði héraðsdóms 31. mars sama ár og gilti hún til 18. júní sama ár. Í þinghaldi þann dag mótmælti gagnáfrýjandi því að aðaláfrýjanda yrði veitt áframhaldandi heimild til þessa en allt að einu var aðaláfrýjanda með úrskurði héraðsdóms 26. nóvember 2021 veitt sú heimild til 18. desember það ár. Þann dag féll heimildin sjálfkrafa niður án þess að aðaláfrýjandi hefði leitað þeirra leiða sem kveðið er á um í 20. og 21. gr. laganna.21. Á tímabilinu 1. apríl til 30. september 2021 greiddi aðaláfrýjandi 50% af mánaðarlegum leigureikningi gagnáfrýjanda. Ágreiningslaust er að aðaláfrýjandi greiddi til viðbótar 21. júlí 2022 fjárhæð sem ætluð var sem fullnaðargreiðsla á leigu vegna fyrrgreinds tímabils samtals 249.969.495 krónur. Sú greiðsla var innt af hendi með fyrirvara um endurkröfu að fengnum málalyktum máls þessa fyrir Landsrétti. Þá hefur aðaláfrýjandi greitt mánaðarlega leigu í samræmi við efni leigusamningsins frá 1. október 2021.22. Hinn 12. apríl 2021 gerðu móðurfélag aðaláfrýjanda, Íslandshótel hf., og Sjúkratryggingar Íslands samning um „sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar skv. lögum nr. 19/1997 um sóttvarnir, sbr. rgl. 817/2012 og 161/2021 og lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar“. Áttu Íslandshótel hf. að veita þjónustu samkvæmt samningnum á Fosshóteli Reykjavík, Þórunnartúni 1. Í samningnum kom fram að hann væri undirritaður af Íslandshótelum hf. fyrir hönd aðaláfrýjanda til samþykkis þess að 300 hótelherbergi væru notuð til hótelstarfsemi í samræmi við ákvæði samningsins. Leiga fyrir þessi afnot nam 2.867.400 krónum á dag með virðisaukaskatti óháð nýtingu auk greiðslna fyrir fæði. Ekki hafa verið veittar nánari upplýsingar um hversu lengi samningurinn varði en samið var frá mánuði til mánaðar. Fyrir Hæstarétti kom fram að samningurinn mun að minnsta kosti hafa gilt út ágúst 2021.23. Aðaláfrýjandi hóf almennan hótelrekstur að nýju 1. október 2021.24. Í kjölfar þess að heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar féll niður í árslok 2021 krafðist gagnáfrýjandi þess með beiðni 14. janúar 2022 að bú aðaláfrýjanda yrði tekið til gjaldþrotaskipta á grundvelli 22. gr. laga nr. 57/2020 á grundvelli ætlaðrar fjárkröfu sinnar vegna vangreiddrar leigu. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdóms 5. apríl 2022 sem staðfestur var af Landsrétti 7. júní sama ár í máli nr. 214/2022 með vísan til þess að sjálfskuldarábyrgð Íslandshótela hf. sem veitt hafði verið 22. febrúar 2022, tryggði nægilega umrædda kröfu.25. Kröfugerð gagnáfrýjanda í málinu snýr að þeim hluta leigunnar sem ekki hefur verið greiddur vegna tímabilsins 1. apríl 2020 til 30. september sama ár. Með hinum áfrýjaða dómi voru fyrrgreindar greiðslur aðaláfrýjanda 15. apríl 2020 og 9. apríl 2021 látnar ganga að fullu til lækkunar á höfuðstól ógreiddrar leigu, en skylda til að greiða dráttarvexti látin hefjast að nýju 1. maí 2021 þegar efndahindrun lauk. Hins vegar var þar fallist á að fyrrgreindri greiðslu 12. mars 2021 að fjárhæð 35.167.694 krónur hefði verið ráðstafað inn á skuld leigu vegna janúar, febrúar og mars 2021 og því ekki tekið tillit hennar í dómsorði. Við flutning málsins í Hæstarétti voru af hálfu aðaláfrýjanda ekki gerðar athugasemdir við ráðstöfun þeirrar greiðslu.26. Málsástæður og lagarök aðila eru ítarlega reifuð í héraðsdómi og hinum áfrýjaða dómi.NiðurstaðaÁhættuskipti í kröfuréttarsambandi aðila27. Aðaláfrýjandi byggir á því að reglur kröfuréttar um áhættuskipti leiði til þess að greiðsla leigu vegna fyrrgreinds tímabils falli niður. Þess er þó að gæta að fyrir Hæstarétti hefur málatilbúnaður hans í því samhengi jafnframt lotið að stjórnunarábyrgð og ógildingarreglum samningaréttar sem fjallað verður um hér síðar.28. Aðaláfrýjandi byggir á að hið leigða húsnæði hafi ekki nýst til umsaminna nota vegna aðgerða stjórnvalda. Því er þó ekki haldið fram að áhrif aðgerða innlendra og erlendra stjórnvalda vegna COVID-19 sjúkdómsins eigi að leiða til þess að leigusamningurinn falli úr gildi í heild sinni heldur að leigugreiðslur eigi að falla niður að öllu leyti frá 1. apríl til og með 31. desember 2020 en að hluta frá 1. janúar 2021 til 31. mars sama ár.29. Samkvæmt meginreglu kröfuréttar um áhættuskipti að gagnkvæmum samningi ber hvor samningsaðila um sig að öllu jöfnu áhættu af ófyrirséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum við efndir sínar á samningi.30. Leigutaka ber aðeins að greiða fyrir hið leigða meðan hann hefur það til umráða. Sú meginregla gildir að leigusali ber áhættuna ef leiguhlutur skemmist, rýrnar eða ferst af tilviljun á leigutíma og sér hennar meðal annars stað í ákvæðum 15. gr., 3. mgr. 17. gr., 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr. og 3. og 4. tölulið 1. mgr. 60. gr. húsaleigulaga. Í þessu felst að verði leiguhúsnæði ónothæft til umsaminna nota vegna tilviljunarkenndra atvika fellur skylda leigutaka til að greiða leigusala umsamið endurgjald fyrir leigunotin niður frá og með því tímamarki er húsnæðið verður ónothæft, sbr. dóm Hæstaréttar 28. febrúar 2013 í máli nr. 587/2012. Þetta gildir bæði um tímabundna og ótímabundna leigusamninga. Þannig má líta á tjónsatburð sem vanefnd af hálfu leigusala er heimilar leigutaka viðeigandi vanefndaúrræði, svo sem afslátt eða riftun. Leigusali á ekki rétt á leigugjaldi fyrir þann tíma sem leigutaki hefur ekki haft not af hinu leigða af framangreindum sökum.31. Þegar metin eru áhættuskipti í samningssambandi aðila máls þessa verður að líta til þess að um var að ræða langtímasamning tveggja fyrirtækja um leigu húsnæðis sem var leigutaka til reiðu allt það tímabil sem um ræðir. Húsnæðið skemmdist hvorki né spilltist á leigutímabilinu og hvorki voru í leigusamningi ákvæði um tryggingar, skipta áhættu samningsaðila að einhverju leyti né um skiptingu hagnaðar með tilliti til veltu eða afkomu reksturs á þeim langa tíma sem samningurinn tók til.32. Fyrir liggur að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins fólu ekki í sér bann við nýtingu hins leigða húsnæðis. Þvert á móti hélt aðaláfrýjandi umráðum þess allan þann tíma sem dómkrafa hans tekur til og ákvað einhliða að hætta að greiða leigu. Nýtti hann húsnæðið bæði fyrir og eftir að ástandinu lauk. Jafnframt liggur fyrir að einhver hótel í félagasamstæðu þeirri sem aðaláfrýjandi er hluti af voru opin hluta tímabilsins. Verður því ekki fallist á að áhættuskiptareglur kröfuréttar eigi að hafa áhrif á leigu umrætt tímabil. Aðstæðum í máli þessu verður því að engu leyti jafnað til þeirra sem fjallað var um í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 587/2012.Óviðráðanleg ytri atvik (force majeure) í leigusamningi aðila 33. Aðaláfrýjandi byggir jafnframt á því að fyrir hendi hafi verið óviðráðanleg ytri atvik (force majeure) vegna heimsfaraldursins og viðbragða stjórnvalda hér á landi við honum. Hann hafi því ekki vanefnt leigusamninginn. Af því leiði að efndaskylda hans hafi fallið niður á meðan á faraldrinum stóð, sbr. 3. mgr. greinar 11 í leigusamningnum, auk hinnar almennu ólögfestu reglu kröfuréttar sama efnis.34. Efnislegt inntak reglunnar um force majeure er að ófyrirséð, óviðráðanleg ytri atvik sem eru sérstök í eðli sínu og valda því að ómögulegt, eða því sem næst, er að efna samningsskuldbindingu eigi að hafa áhrif á efndaskyldu eða það hvort eða hvaða vanefndaúrræðum má beita. Með óviðráðanlegum ytri atvikum er átt við atvik sem ekki varða skuldarann sjálfan og eiga það sameiginlegt að ekki mátti sjá þau fyrir eða forðast með venjulegum öryggisráðstöfunum. Þau þurfa jafnframt að hafa úrslitaáhrif fyrir möguleika skuldara á að efna skyldu sína. Þegar svo háttar til stöðvast skylda aðalskuldara til að efna samningsskuldbindingu eftir efni sínu (in natura) meðan hindrun stendur yfir.35. Nánari réttaráhrif reglunnar fara eftir atvikum hverju sinni, svo sem eðli efndahindrana, tegund samningsskyldna og jafnframt því hvaða afleiðingar hindranir hafa á efndir. Einnig skiptir máli hversu fyrirsjáanleg atvik eru þegar metið er hvort aðilar í gagnkvæmu samningssambandi hefðu getað gert ráð fyrir þeim í samningi sínum. Þá hefur áhrif sú löggjöf er lýtur að viðkomandi kröfuréttarsambandi, sbr. dóma Hæstaréttar 28. júní 2023 í málum nr. 2/2023, 3/2023 og 4/2023. Þess er þó sérstaklega að gæta að skuldari getur almennt ekki borið fyrir sig fjárskort til að koma sér undan greiðsluskyldu í peningum á þessum grundvelli og verður því þegar af þeirri ástæðu ekki fallist á málsástæður aðaláfrýjanda þar að lútandi, sbr. dóm Hæstaréttar sem kveðinn er upp í dag í máli nr. 29/2023.36. Af framansögðu leiðir að líta þarf sérstaklega til þess undir hvaða samningsskuldbindingu aðilar gengust með 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi aðila og hvort það ákvæði skapar aðaláfrýjanda rýmri rétt að þessu leyti en samkvæmt almennum reglum.37. Almennt er í samningum fjallað um meginskyldur hvors aðila um sig. Samningur telst allt að einu bindandi þótt ekki sé tekin sérstök afstaða til allra þeirra úrræða sem grípa má til í tilefni vanefnda eða ófyrirsjáanlegra atvika sem geta komið upp á meðan samningur er í gildi. Þar geta almennar reglur samninga- og kröfuréttar verið til fyllingar samningi hafi ekki verið samið á annan veg. Aftur á móti kunna samningsaðilar að hafa þörf fyrir önnur úrræði en leiðir af almennum frávíkjanlegum réttarreglum eða vilja skýra þær nánar til að mynda ef stuðla á að meiri fyrirsjáanleika í samningssambandi. Auk þess eru mörg þeirra sjónarmiða sem byggt er á í kröfu- og samningarétti matskennd en með samningi er unnt að víkja frá matskenndum reglum eða ákvarða inntak þeirra nánar.38. Leigusamningur sá sem til umfjöllunar er í máli þessu er milli jafnsettra aðila sem hvor um sig starfar við atvinnurekstur. Hann er til langs tíma og nutu aðilar sérfræðiaðstoðar við gerð hans. Verður að líta svo á að með fyrrgreindum samningsákvæðum hafi aðilar sérstaklega samið sín í milli um þýðingu óviðráðanlegra ytri atvika (force majeure) á samningssamband þeirra, bæði um inntak og réttaráhrif. Því ræðst úrlausn um þýðingu og réttaráhrif ákvæðanna af skýringu samningsins. Þar verður fyrst og fremst litið til orðalags þeirra.39. Í leigusamningnum var sérstaklega samið um þau tilvik þar sem force majeure reglan ætti við í samningssambandinu. Annars vegar samkvæmt 5. mgr. greinar 4.1 ef ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik (force majeure) leiddu til afhendingardráttar fasteignarinnar sem þá var í byggingu. Á það ákvæði reyndi ekki. Hins vegar taldist það ekki til vanefnda samkvæmt 3. mgr. greinar 11 ef slík atvik gerðu samningsaðilum ókleift að efna skyldur sínar, svo sem vegna almennra verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hafnbanna, atburða á gjaldeyris- og fjármagnsmörkuðum eða annarra óviðráðanlegra orsaka.40. Eins og áður greinir er 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi aðila gagnkvæm og tekur samkvæmt efni sínu meðal annars til skyldu aðaláfrýjanda til að greiða leigu. Greiði hann ekki leigu á réttum tíma þurfa þrjú skilyrði að vera fyrir hendi samkvæmt greininni til að það teljist ekki vanefnd. Í fyrsta lagi þurfa ófyrirséð eða ófyrirsjáanleg atvik að hafa orðið. Í öðru lagi þurfa þessi atvik að vera óviðráðanleg, sbr. niðurlag ákvæðisins. Í þriðja lagi verða þau að gera aðaláfrýjanda ókleift að efna samningsskyldu sína á gjalddaga.41. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er fallist á að þær aðstæður sem sköpuðust hér á landi vegna heimsfaraldursins og ráðstafana stjórnvalda á dómkröfutímabilinu teljist hafa verið ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg atvik í skilningi 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi aðila. Að þeirri niðurstöðu fenginni þarf að leysa úr því hvort aðaláfrýjanda hafi vegna þessa verið ókleift að greiða leigu í skilningi greinarinnar.42. Eins og fjallað er um í hinum áfrýjaða dómi brást aðaláfrýjandi við áhrifum heimsfaraldurs og hruni í eftirspurn eftir hótelrými með lokun hótelsins 1. apríl 2020 og uppsögn starfsfólks. Auk þess greip hann til annarra aðgerða í því skyni að lækka kostnað. Þá naut hann styrkja frá stjórnvöldum vegna þess ástands sem ríkti. Af hálfu gagnáfrýjanda hefur verið byggt á að aðaláfrýjandi hafi allan tímann haft fjárhagslega getu til að greiða húsaleigu. Um það vísar hann til þess að handbært fé aðaláfrýjanda hafi í lok árs 2019 numið um 760 milljónum króna auk þess sem hagnaður vegna rekstraráranna 2015 til 2018 hafi numið um 807 milljónum króna og hagnaður ársins 2019, ef fylgt væri fyrri framsetningu ársreikninga, verið um 142 milljónir króna. Aðaláfrýjandi hafi auk þess lánað tengdum félögum um 175 milljónir króna og greitt arð samtals að fjárhæð 240 milljónir króna vegna áranna 2017 og 2018. Því sé ekki uppfyllt það skilyrði fyrrgreinds ákvæðis leigusamningsins að aðaláfrýjanda hafi verið ókleift að efna skuldbindingar sínar.43. Með hinum áfrýjaða dómi var litið til þess að fyrir lá í mars og apríl 2020 að rekstrartekjur aðaláfrýjanda yrðu svo til engar meðan hótelið var lokað en að húsnæðiskostnaður hans árið 2020 hafi numið tæpum 652 milljónum króna eða um 59% af öllum rekstrarkostnaði félagsins. Af gögnum málsins má einnig ráða að aðaláfrýjandi bjó yfir sjóðum í upphafi árs 2020 sem hefðu dugað til greiðslu leigu til rúmlega eins árs yrði enginn annar kostnaður greiddur. Á sama tíma ríkti algjör óvissa um hve lengi ástandið vegna heimsfaraldursins myndi vara og jafnframt hvenær ferðaþjónusta kæmist aftur í fyrra horf. Það helgaðist bæði af aðgerðum stjórnvalda hér á landi sem og erlendra stjórnvalda sem aðaláfrýjandi hafði ekki stjórn á. Því ríkti alger óvissa um rekstur aðaláfrýjanda sem hann fyrir sitt leyti reyndi að lágmarka með þeim aðgerðum sem hann greip til og lýst hefur verið.44. Í grein 11 í leigusamningi aðila er fjallað með almennum hætti um hvað teljist vanefnd í hinu gagnkvæma samningssambandi og um viðbrögð aðila af því tilefni. Við skýringu á fyrrgreindu orðalagi 3. mgr. greinar 11 um að aðilum hafi verið ókleift að efna skuldbindingar sínar verður að líta til tilgangs greinarinnar og markmiða með henni. Greininni er samkvæmt efni sínu fyrst og fremst ætlað að vera úrræði fyrir aðaláfrýjanda enda er sem fyrr segir að finna sérstakt ákvæði vegna aðalskyldu gagnáfrýjanda um afhendingu fasteignarinnar í 5. mgr. greinar 4.1 í samningnum. Verður því að skýra fyrrgreint ákvæði leigusamningsins um að aðaláfrýjanda hafi verið „ókleift að efna samningsskuldbindingar“ þannig að það hafi raunverulega þýðingu í hinu gagnkvæma samningssambandi. Ekki verður lögð til grundvallar sú bókstaflega skýring á framangreindu orðalagi sem gagnáfrýjandi byggir á og að sönnu leiðir af beinni orðskýringu enda væri samningsákvæðið þá næsta þýðingarlaust. Verður þvert á móti að álykta að greininni hafi verið ætlað að hafa þau áhrif að þau ófyrirséðu og ófyrirsjáanlegu atvik sem þar er vísað til gætu í reynd haft áhrif á skyldu aðaláfrýjanda til að greiða leigu meðan það ástand ríkti sem lýst er í greininni.45. Verður því dregin sú ályktun af orðalagi greinarinnar og með hliðsjón af innra samhengi við önnur samningsákvæði að henni sé ætlað að koma í veg fyrir að litið verði á greiðslufall aðaláfrýjanda vegna nánar tiltekinna óviðráðanlegra ytri atvika sem vanefnd. Þótt ekki verði leitt af greininni að henni sé ætlað að leiða til þess að skyldur samkvæmt samningnum falli niður vegna fyrrgreindra ástæðna felst á hinn bóginn í henni svo skýrðri veigamikil undantekning frá þeirri almennu reglu kröfuréttar að fjárskortur leysi ekki skuldara undan skyldu sinni til að greiða peninga.46. Að framangreindu gættu verður fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að skilyrði 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi um að aðaláfrýjanda hafi verið ókleift að greiða leigu hafi einnig verið uppfyllt þannig að greiðslufall aðaláfrýjanda frá 1. apríl 2020 til 31. mars 2021 hafi ekki falið í sér vanefnd. Á hinn bóginn er jafnframt fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að það leysi ekki aðaláfrýjanda undan þeirri skyldu að greiða kröfuna eftir að því ástandi lauk.Stjórnunarábyrgð47. Að því er varðar málatilbúnað reistan á stjórnunarábyrgð byggir aðaláfrýjandi á því að samningsskyldur hans á fyrrgreindu tímabili takmarkist af reglu kröfuréttar þar að lútandi.48. Í stjórnunarábyrgð felst efnislega að samningsaðili ber ábyrgð á efndum samnings nema því aðeins að einhver sú hindrun standi þeim í vegi sem hann getur ekki yfirunnið. Reglan ræðst af atvikum hverju sinni og eru þannig gerðar mismunandi kröfur eftir því hvort um er að ræða seljanda eða kaupanda, sbr. til dæmis til hliðsjónar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup í tilviki seljanda og 1. mgr. 57. gr. laganna þegar um ræðir kaupanda. Samkvæmt síðargreinda ákvæðinu getur seljandi krafist skaðabóta fyrir tjón af völdum greiðsludráttar kaupanda en þó ekki meðan hann sýnir fram á að greiðsludráttur stafi af stöðvun almennra samgangna eða greiðslumiðlunar eða annarri hindrun sem hann hefur ekki stjórn á og ekki er með sanngirni hægt að ætlast til að hann hafi getað haft í huga við samningsgerðina, komist hjá afleiðingunum af eða yfirunnið.49. Skyldur aðaláfrýjanda eru um greiðslu leigu og ætlaðar skaðabætur vegna greiðsludráttar í formi dráttarvaxta. Verður því ekki fallist á málatilbúnað aðaláfrýjanda þess efnis að skylda til greiðslu leigu falli niður, hvorki í heild né hluta, á þessum grundvelli.Brostnar forsendur50. Aðaláfrýjandi byggir jafnframt á því að ólögfest meginregla samningaréttar um brostnar forsendur eigi að leiða til þess að skylda hans til að greiða leigu verði felld niður í heild eða að hluta á því tímabili sem dómkröfur hans ná til.51. Skilyrði reglunnar eru þau að um sé að ræða verulega forsendu fyrir gerð samnings sem brestur eftir samningsgerð. Báðum samningsaðilum verður að vera hún ljós auk þess sem líta verður til hagsmuna beggja samningsaðila þannig að hún leiði ekki til óréttlátrar réttarskerðingar fyrir annan þeirra.52. Við mat á því hvort unnt er að beita reglunni hér verður að líta til þess að þær aðstæður sem urðu vegna heimsfaraldursins voru ófyrirséðar og höfðu víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf. Ekki verður fallist á að einungis verði litið til þeirra áhrifa sem þær aðstæður höfðu á hagsmuni aðaláfrýjanda umfram gagnáfrýjanda. Að því marki sem unnt er að líta svo á að um brostna forsendu sé að ræða verður þvert á móti að telja að hún eigi jafnt við um samningsaðila. Samkvæmt því eru ekki efni til að fallast á með aðaláfrýjanda að ógilda samningsskuldbindingar í heild eða að hluta á þessum grundvelli.Ógildingarregla 36. gr. laga nr. 7/193653. Loks krefst aðaláfrýjandi þess að ákvæðum leigusamnings aðila um greiðslu leigu verði vikið til hliðar að fullu frá 1. apríl til og með 31. desember 2020 og að hluta frá 1. janúar 2021 til 31. mars sama ár. Byggir hann á því að ósanngjarnt sé að hann beri einn áhættuna af því að algjört tekjufall varð í rekstri hans vegna heimsfaraldurs.54. Í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 segir að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal við mat samkvæmt 1. mgr. líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð og atvika sem síðar koma til.55. Við mat á ósanngirni í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 11. gr. húsaleigulaga, verður í máli þessu fyrst og fremst litið til samnings aðila og þeirrar skiptingar rekstraráhættu sem þar er að finna. Er þá þess að gæta að aðilar sem starfa við atvinnurekstur eiga að vera best í stakk búnir að meta sjálfir hagsmuni sína og þá áhættu sem þeir kjósa að taka með gerð samnings. Þeir verða jafnframt að vera viðbúnir því að grípa til ráðstafana til tjónstakmörkunar við rekstraráföll. Ekki verður fallist á þá málsástæðu aðaláfrýjanda að fyrrgreind óviðráðanleg ytri atvik (force majeure) skuli vera hluti ósanngirnismatsins þótt litið verði til áhrifa þess ástands sem skapaðist við almennt mat samkvæmt ákvæðinu.56. Þegar metið er hvort sanngjarnt sé að hliðra samningsskyldum aðaláfrýjanda er til þess að líta að í tilviki langtímasamninga verður jafnan að meta aðstæður í heild sinni og þá með hliðsjón af samningstímanum öllum. Alla jafna þarf mikið að koma til eigi að hliðra samningsskyldu á hluta gildistíma gagnkvæms samnings sem ætlað er að gilda óbreyttur að öðru leyti um langan tíma. Hér gegnir öðru máli en þegar krafist er breytingar á endurgjaldi í gagnkvæmum langtímasamningum sem ætlað er að gilda svo breyttum framvegis, sbr. til hliðsjónar þær aðstæður sem uppi voru í dómi Hæstaréttar 8. nóvember 1990 og birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1437.57. Aðilar máls þessa búa að þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjarekstrar og nutu þeir jafnframt sérfræðiaðstoðar við gerð leigusamningsins. Tímabil það sem um ræðir í máli þessu nær aðeins yfir 12 mánuði af tuttugu ára leigutíma. Í leigusamningi aðila er ekki að finna ákvæði um endurskoðun leigu að öðru leyti en að þar er mælt fyrir um að hún sé bundin vísitölu auk þess sem greiddar eru hlutfallslega hærri leigugreiðslur í júní til september en aðra mánuði ársins. Fjárhæð leigunnar er því ekki tengd rekstri aðaláfrýjanda að öðru leyti en því að hún tók tvisvar breytingum til hækkunar á fyrstu fjórum árum leigutímans. Þannig tók aðaláfrýjandi á sig áhættu af því hvernig mál myndu skipast í framtíð þegar kom að rekstri hótelsins en aðilar sömdu um fast leiguverð óháð afkomu. Í samningnum var jafnframt samið um að óviðráðanlegar ytri aðstæður gætu haft áhrif við efndir með þeim hætti að greiðsludráttur teldist þá ekki vanefnd. Þá liggur fyrir að nýting hótelsins mun hafa verið meiri en upphaflegar áætlanir aðaláfrýjanda gerðu ráð fyrir sem og hagnaður af rekstri hans fyrstu ár leigutímans.58. Eins og rakið hefur verið hélt aðaláfrýjandi umráðum hótelsins allan þann tíma sem dómkröfur hans taka til en aðgerðir innlendra stjórnvalda vegna heimsfaraldursins fólu ekki í sér kröfu um lokun hótela. Þær höfðu aftur á móti mikla þýðingu fyrir rekstur aðaláfrýjanda þótt mismunandi strangar reglur hefðu verið í gildi á dómkröfutímabilinu. Þá brást aðaláfrýjandi við hruni í eftirspurn eftir hótelrými með lokun hótelsins 1. apríl 2020 og uppsögn starfsfólks auk þess sem hann greip til ýmissa aðgerða til lækkunar kostnaðar og naut meðal annars styrkja frá stjórnvöldum. Jafnframt nýtti hann sér úrræði laga nr. 57/2020 og var í greiðsluskjóli sem lauk 18. desember 2021 án þess þó að hann hefði leitað þeirra leiða sem kveðið er á um í 20. og 21. gr. laganna. Þá var húsnæðið nýtt til rekstrar sóttvarnarhótels samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands frá apríl 2021. Í framangreindum ákvörðunum aðaláfrýjanda fólust viðskiptaákvarðanir sem voru liður í tjónstakmörkun hans meðan hann hélt fullum umráðum húsnæðisins.59. Að þessu virtu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er ekki fallist á það með aðaláfrýjanda að eins og samningi aðila er háttað sem og með hliðsjón af atvikum öllum séu efni til að víkja endurgjaldsákvæði samningsins til hliðar með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Verður því ekki fallist á kröfu aðaláfrýjanda þess efnis.60. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar með niðurstaða hans um upphaf dráttarvaxta sem miðar við þann tíma er efndahindrun samkvæmt 3. mgr. greinar 11 í leigusamningi aðila lauk. Er þar tekið mið af samningi móðurfélags aðaláfrýjanda fyrir hans hönd við Sjúkratryggingar Íslands um notkun húsnæðisins til reksturs sóttvarnarhótels.61. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=d7fdf7c1-fa28-4870-9938-68d5dd809590&verdictid=4438d0a4-d2c2-4880-bec9-93c5b2ec199a |
Mál nr. 29/2023 | Húsaleigusamningur Vanefnd Áhættuskipti Force majeure Túlkun samnings Brostnar forsendur Stjórnunarábyrgð Ógilding samnings | Með leigusamningi til 20 ára leigði S ehf. til B hf. fasteignir undir hótelrekstur. Vegna aðstæðna sem rekja mátti til heimsfaraldurs Covid-19 lokaði B hf. hótelinu í mars 2020. Jafnframt greiddi B hf. 20% af umsaminni leigu á tímabilinu. Í málinu krafði S ehf. B hf. um vangoldnar leigu samkvæmt leigusamningnum, að frátöldum framangreindum innborgunum. Kröfu var jafnframt beint að I hf., sem með áritun á samninginn ábyrgðist greiðslu fjárhæðar sex mánaða leigu. Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að áhættuskipti að gagnkvæmum samningi ættu ekki að hafa áhrif á leigu umrætt tímabil. Skylda til greiðslu peninga hefði ekki fallið niður vegna reglunnar um force majeure. Þá ætti regla um stjórnunarábyrgð sem skuldari bar fyrir sig ekki við í málinu og heldur ekki reglur um brostnar forsendur. Jafnframt hafnaði Hæstiréttur því að efni væru til þess á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga að skilyrði væru til þess að víkja til hliðar endurgjaldsákvæði samningsins. Þó var upphafstími dráttarvaxta leiguskuldar miðaður við höfðun máls í héraði en ekki við umsamda gjalddaga. Þá var I hf. dæmdur greiðsluskyldur eftir ábyrgð sinni samkvæmt samningnum og var upphafstími dráttarvaxta dómkröfunnar á hendur honum hinn sami og hjá B hf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjendur skutu málinu upphaflega til Hæstaréttar 5. apríl 2023 en ekki varð af þingfestingu málsins og var áfrýjað að nýju 9. júní 2023. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda en til vara að kröfur hans verði lækkaðar verulega. Þá krefjast aðaláfrýjendur málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 16. ágúst 2023. Hann krefst þess að aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. verði með dómi gert að greiða sér 145.911.799 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 22.502.442 krónum frá 11. apríl 2020 til 11. maí sama ár, af 45.057.093 krónum frá þeim degi til 11. júní sama ár, af 67.720.911 krónum frá þeim degi til 11. júlí sama ár, af 90.508.134 krónum frá þeim degi til 11. ágúst sama ár, af 113.395.030 krónum frá þeim degi til 11. september sama ár, af 136.266.207 krónum frá þeim degi til 11. október sama ár, af 159.290.748 krónum frá þeim degi til 11. nóvember sama ár og af 182.360.829 krónum frá þeim degi til greiðsludags, að frádregnum innborgunum að fjárhæð 4.490.878 krónur 7. apríl 2020, 18.193.466 krónur 18. ágúst 2020, 4.574.235 krónur 8. september 2020, 4.577.379 krónur 5. október 2020 og 4.613.072 krónur 5. nóvember 2020. Þá krefst gagnáfrýjandi þess að aðaláfrýjandi Icelandair Group hf. verði dæmdur til að greiða sameiginlega með aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. 137.852.244 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 3. nóvember 2020 til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Mál þetta varðar ágreining um leigugreiðslur fyrir fasteignir að Hafnarstræti 17–19 í Reykjavík sem aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf., er áður bar heitið Flugleiðahótel hf., tók á leigu af gagnáfrýjanda undir rekstur hótels með samningi 10. október 2014. Ágreiningurinn reis í kjölfar þess að áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins tók að gæta á árinu 2020 og aðgerða stjórnvalda vegna hans. Dómkröfur gagnáfrýjanda taka til átta mánaða tímabils frá apríl 2020 til og með nóvember sama ár. Aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. greiddi 20% umsaminnar leigu á umræddu tímabili. Þá lækkun leigunnar styður hann við reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik (force majeure), reglu um stjórnunarábyrgð, reglu samningaréttar um brostnar forsendur og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 11. gr. húsleigulaga nr. 36/1994. Með leigusamningnum gekkst aðaláfrýjandi Icelandair Group hf. undir ábyrgð á efndum leigutaka sem nemur sex mánaða leigu auk virðisaukaskatts og er deilt um hvers eðlis sú ábyrgð er.5. Með héraðsdómi var fallist á kröfu gagnáfrýjanda um greiðsluskyldu aðaláfrýjenda. Í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar var talið að vegna force majeure hefði leigutaki losnað undan efndaskyldu á umræddu tímabili. Reiknuðust ekki dráttarvextir af leigu fyrr en frá 1. september 2021 og þá á alla kröfufjárhæðina en ekki sérstaklega frá hverjum gjalddaga svo sem kröfugerð gagnáfrýjanda miðar við. Málinu er gagnáfrýjað í því skyni að fá þeirri niðurstöðu hnekkt sem og niðurstöðu Landsréttar um að fella niður málskostnað í héraði og þar fyrir dómi.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 4. apríl 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-27, á þeim grunni að dómur í því gæti haft verulegt gildi um efndir og uppgjör í viðvarandi samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.MálsatvikLeigusamningur aðila7. Með tímabundnum leigusamningi 10. október 2014 tók aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf., sem rekur fjölda hótela hér á landi, á leigu af gagnáfrýjanda atvinnuhúsnæði að Hafnarstræti 17–19 í Reykjavík. Þar rekur aðaláfrýjandi Reykjavík Konsúlat hótel. Með samningnum skuldbatt gagnáfrýjandi sig til að útbúa hið leigða sem hótel- og þjónustuhúsnæði.8. Svo taka mætti hið leigða húsnæði í notkun undir rekstur hótels þurfti að ráðast í margvíslegar framkvæmdir svo það yrði í samræmi við skilalýsingu er fylgdi leigusamningi. Afhendingardagur átti að vera 1. maí 2016 og í grein 3.8 samningsins var sérstakt ákvæði þar sem sagði að kæmi til þess að afhending drægist fram yfir afhendingardag af óviðráðanlegum ástæðum sem leigusala yrði ekki kennt um gæti leigutaki ekki krafist tafabóta úr hendi leigusala. Tekið var fram að með óviðráðanlegum ástæðum væri átt við verulegar tafir á afgreiðslu stjórnvalda á útgáfu byggingarleyfis eða annarra framkvæmdaleyfa, tafir vegna óska leigutaka um verulegar breytingar á húsnæðinu frá því sem fram kæmi í viðfestri skilalýsingu eða aðrar óviðráðanlegar ástæður (force majeure).9. Í samningnum kom fram að hið leigða væri 70 herbergja hótel- og þjónustuhúsnæði, alls um 3.700 fermetrar að brúttóstærð. Leigutími hæfist 1. maí 2016 og stæði til 30. apríl 2036. Um leigufjárhæð voru ítarleg ákvæði í grein 4 í samningnum. Þar sagði meðal annars að leigutaki skyldi greiða leigusala 192.000.000 króna á ári með mánaðarlegum 16.000.000 króna afborgunum á gjalddaga 10. hvers mánaðar, að viðbættum virðisaukaskatti. Fjárhæð leigu tæki breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Yrði leigugreiðsla ekki innt af hendi á gjalddaga skyldu dráttarvextir falla á skuldina samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignarinnar skyldi ársleiga hækka í 196.320.000 krónur og mánaðarleiga nema þá 16.360.000 krónum.0. Í grein 4.10 samningsins sagði að aðaláfrýjandi Icelandair Group hf., móðurfélag leigutaka, ábyrgðist efndir á leigugreiðslum samkvæmt leigusamningi gagnvart gagnáfrýjanda eða þeim sem fyrir framsal hefðu öðlast réttindi samkvæmt honum að fjárhæð sem næmi sex mánaða leigu, auk virðisaukaskatts. Ábyrgðin yrði virk þegar frestur leigutaka til að bæta úr vanefndum væri liðinn samkvæmt grein 12.1 í samningi. Í niðurlagi samningsins sagði svo að um önnur atriði en þar kæmu fram skyldu ákvæði húsaleigulaga gilda.Heimsfaraldur COVID-19 og viðbrögð stjórnvalda á dómkröfutímabili1. Á þeim tíma sem máli skiptir fyrir úrlausn málsins er þess að geta að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi um allan heim 30. janúar 2020 vegna kórónaveiru sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Í lok febrúar það ár var fyrst greint innanlandssmit af völdum kórónuveiru og í kjölfarið var hættustig almannavarna virkjað. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna 6. mars 2020 og 11. sama mánaðar var því lýst yfir af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni að kórónuveira væri orðin að heimsfaraldri. Útbreiðsla sjúkdómsins varð hröð í kjölfarið og var brugðist við honum með ýmsum hætti á heimsvísu. Innanlands brugðust stjórnvöld meðal annars við með því að takmarka komur ferðamanna til landsins sem og að setja á samkomubann. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hér á landi í tvígang á dómkröfutímabilinu, fyrst 6. mars 2020 til 25. maí sama ár og því næst 4. október 2020 til 12. febrúar 2021.2. Hérlendis voru öll lönd skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. mars 2020. Reglur nr. 259/2020 um sóttkví og einangrun vegna COVID-19 tóku gildi 26. mars 2020 og var öllum íslenskum ríkisborgurum og fólki sem búsett var á Íslandi en kom til landsins eftir dvöl í löndum sem voru skilgreind sem hááhættusvæði gert að fara í 14 daga sóttkví frá komu til landsins, sbr. 3. gr. reglnanna. Nýjar reglur um sóttkví og einangrun tóku gildi í apríl sama ár og í kjölfarið voru allir sem komu til Íslands frá hááhættusvæðum skyldaðir til að fara í sóttkví. Samhliða var tekið upp tímabundið eftirlit á innri landamærum. Voru þær reglur endurnýjaðar með nokkrum minni háttar breytingum 15. maí sama ár. Reglugerð nr. 580/2020 tók gildi 15. júní 2020 þar sem gefinn var kostur á að fara í sýnatöku fremur en 14 daga sóttkví. Á dómkröfutímabilinu voru svo ýmsar reglur í gildi um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands sem allar miðuðu að því að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi.Áhrif heimsfaraldursins á hótelrekstur aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. 3. Þegar áhrifa heimsfaraldursins tók að gæta hér á landi á fyrri hluta árs 2020 kom upp ágreiningur með aðilum um hvort fyrir hendi væru óviðráðanlegar ytri aðstæður (force majeure) sem leiða ættu til niðurfellingar eða lækkunar á leigugreiðslum. Aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. lokaði Reykjavík Konsúlat hóteli 21. mars 2020 þar sem hann taldi kostnað við að halda því opnu mun meiri en þær tekjur sem unnt væri að hafa af rekstrinum. Óumdeilt er að hótelið var lokað allt dómkröfutímabilið. Það mun hafa verið opnað aftur um mánaðamótin júlí – ágúst 2021.4. Aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. hefur upplýst, meðal annars með ársreikningum, að hann stundi afar umfangsmikinn atvinnurekstur, reki tvær aðskildar hótelkeðjur og að auki þrjú hótel samkvæmt sérleyfissamningi við erlenda hótelkeðju. Voru viðskiptaákvarðanir um notkun fasteigna undir hótelrekstur teknar á grunni reksturs samstæðunnar í heild sinni. Fram er komið að sumar fasteigna sem aðaláfrýjandi hafði til umráða voru í notkun á umræddu tímabili en aðrar ekki.5. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. lagt fram ýmis gögn um verulega tekjurýrnun meðan á heimsfaraldrinum stóð. Hann hefur meðal annars vísað til þess að samkvæmt ársreikningum samstæðunnar hafi hagnaður af reglulegri starfsemi (EBITDA) árið 2019 verið um 2,7 milljarðar króna, en árið 2020 hafi tap af reglulegri starfsemi numið tæpum milljarði. Tap hafi verið á rekstri samstæðunnar í heild bæði árin og um fjórum milljörðum króna meira árið 2020 en 2019. Eftir rekstrarárið 2019 hafi eigið fé samstæðunnar verið jákvætt um tæplega 4,5 milljarða króna en eftir rekstrarárið 2020 hafi það verið neikvætt um 169 milljónir króna. Jafnframt er fram komið að aðaláfrýjandinn naut ýmissa tímabundinna úrræða stjórnvalda til að draga úr tjóni fyrirtækja í rekstri vegna heimsfaraldurs. Þá liggur fyrir að eftir að honum lauk færðist ferðaþjónusta hér á landi í fyrra horf.Samskipti málsaðila vegna vangoldinnar leigu6. Þótt greiðslur aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. á 20% leigu á umræddu tímabili hafi ekki verið inntar reglulega af hendi þá miða aðilar við að á kröfutímabilinu hafi hann greitt 20% af leigu hvers mánaðar. Þetta hafi verið gert samkvæmt einhliða ákvörðun hans og er ekki tölulegur ágreiningur með aðilum.7. Í byrjun júní 2020 funduðu aðilar vegna vangreiddrar leigu. Í framhaldi fundarins sendi aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. gagnáfrýjanda drög að samkomulagi um greiðslu leigu. Þar var gert ráð fyrir „greiðsluskjóli“ aðaláfrýjanda vegna leigugreiðslna á tímabilinu frá apríl 2020 til mars 2021 á þann hátt að greidd yrði 20% af fjárhæð leigu. Hvorki yrðu reiknaðir dráttarvextir né annar kostnaður af ógreiddri leigu og aðilar myndu í sameiningu vinna að lausn málsins eftir því sem aðstæður skýrðust. Gagnáfrýjandi hafnaði þessum tillögum sama dag og skoraði á aðaláfrýjanda að greiða ógreidda leigu sem fyrst. Á hinn bóginn tók hann fram að ábyrgð á húsaleigu yrði ekki „virkjuð“ á næstu tveimur mánuðum ef í það minnsta helmingur vangoldinnar leigu yrði greiddur fyrir lok þeirrar viku. Gagnáfrýjandi sendi svokallaða innheimtuaðvörun 3. júlí 2020 til aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. Var honum veittur sjö daga frestur til að greiða gjaldfallna húsaleigu eða semja um greiðslu hennar. Afrit bréfsins var sent aðaláfrýjanda Icelandair Group hf.8. Frekari tilraunir til að semja reyndust árangurslausar. Hinn 19. október 2020 sendi gagnáfrýjandi „Áskorun og viðvörun“ til beggja aðaláfrýjenda þar sem fram kom að húsaleiga að fjárhæð 127.454.790 krónur auk dráttarvaxta væri í vanskilum frá 11. apríl 2020. Vísað var til fyrrnefndrar greinar 12 í leigusamningi og veittur 15 daga frestur til að bæta úr vanefndum en tekið fram að ábyrgð aðaláfrýjanda Icelandair Group hf. yrði þá virk. Með bréfi aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. 22. sama mánaðar var „gjaldfellingu“ leiguskuldar mótmælt og vísað til þess að gagnáfrýjandi hefði væntanlega samið við viðskiptabanka sinn um greiðsluskjól vegna COVID-19. Þá kom fram í bréfinu að á meðan ástandið varði myndi aðaláfrýjandi bera fyrir sig varnir á grundvelli force majeure. Tilkynnti hann jafnframt að áfram yrðu greidd 20% af fjárhæð hvers reiknings í samræmi við fyrra tilboð og samninga aðaláfrýjanda við aðra leigusala sína.9. Mál þetta var höfðað 25. nóvember 2020. Eins og fyrr er rakið voru á þeim tíma í gildi ýmsar aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Með bókun í þinghaldi 31. maí 2021 lýsti gagnáfrýjandi því yfir að viðskiptabanki sinn hefði veitt sér frest á greiðslu langtímalána. Hefði greiðslufrestur eða frysting afborgana og vaxta af láni við bankann verið í gildi frá apríl 2020.20. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi hefur leiga verið að fullu greidd frá opnun hótelsins í byrjun ágúst 2021.Helstu málsástæður aðilaHelstu málsástæður aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. 21. Þessi aðaláfrýjandi vísar í fyrsta lagi til ólögfestrar reglu kröfuréttar um force majeure sem hafi það efnislega inntak að ófyrirséð ytri atvik, sem séu sérstök í eðli sínu og valdi því að ómögulegt eða því sem næst sé að efna samningsskuldbindingu, eigi að hafa þau áhrif að efndaskylda falli niður eða leysi skuldara undan vanefndaúrræðum sem kröfuhafi ætti ella. Gagnáfrýjandi sé aðalskuldari leigusamningsins og beri þá skyldu að útvega húsnæði sem unnt sé að nýta undir hótelrekstur og jafnframt áhættuna af því ef leiguhúsnæði verður ónothæft til umsaminna nota vegna tilviljunarkenndra atvika.22. Í öðru lagi telur aðaláfrýjandi að regla kröfuréttar um stjórnunarábyrgð leysi hann undan skaðabótaábyrgð sökum þess að hann hafi ekki getað efnt samninginn eftir aðalefni hans vegna hindrunar sem sannarlega teljist óvænt, ófyrirséð og óviðráðanleg. Reglan sé almenn í kröfurétti og taki því einnig til ólögfestra tilvika. Líta verði til áhættuskiptareglna kröfuréttar en í reglunni um stjórnunarábyrgð felist að samningsaðili losni undan skaðabótaábyrgð meðan hindrun sem hann hefur ekki stjórn á kemur í veg fyrir að hann geti greitt réttilega samkvæmt samningi. Leiði hindrunin til þess að kröfuhafi geti hvorki krafist efnda eftir efni samnings né heldur skaðabóta og dráttarvaxta.23. Í þriðja lagi heldur aðaláfrýjandi því fram að regla samningaréttar um brostnar forsendur leysi hann undan skuldbindingu sinni og taki hún mið af atvikum sem upp koma eftir samningsgerð. Þannig hafi forsenda fyrir rekstri hótelsins brostið algjörlega með lokun þess en báðum samningsaðilum hafi verið ljóst að hótelrekstur var ákvörðunarástæða fyrir gerð leigusamningsins. Þá leiði beiting reglunnar ekki til óréttlátrar réttindaskerðingar fyrir annan samningsaðilann en tilgangur hennar sé að létta skuldbindingum af samningsaðila þegar forsenda, sem var ákvörðunarástæða hans fyrir gerð samningsins og viðsemjanda hans var kunnugt um, breytist eða brestur.24. Í fjórða lagi telur aðaláfrýjandi leiða af 36. gr. laga nr. 7/1936 að leigusamningi skuli breytt eða vikið til hliðar vegna atvika sem komu til eftir samningsgerð. Heimsfaraldurinn hafi leitt til ómælds og óvænts tjóns leigutaka. Ekki geti talist sanngjarnt að leigutaki hótels skuli bera einn kostnaðinn af atvikum er leitt hafi til þess að koma ferðamanna til landsins stöðvaðist nær alveg meðan leigusali fái hins vegar allar sínar kröfur greiddar.Helstu málsástæður aðaláfrýjanda Icelandair Group hf.25. Þessi aðaláfrýjandi reisir aðal- og varakröfur sínar á sömu málsástæðum og lagarökum og aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. Að auki vísar hann til þess að hann hafi samkvæmt leigusamningnum einungis tekist á hendur einfalda ábyrgð á leigugreiðslum. Það sé meginregla kröfuréttar að ábyrgðarmaður verði ekki talinn hafa gengist undir aðra tegund ábyrgðar nema það leiði af ábyrgðaryfirlýsingu. Með vísan til þess beri gagnáfrýjanda að leita fyrst fullnustu hjá aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. Verði sú innheimta árangurslaus geti gagnáfrýjandi fyrst haft uppi kröfur á hendur honum.Helstu málsástæður gagnáfrýjanda 26. Gagnáfrýjandi reisir dómkröfur sínar á því að um sé að ræða ótvíræða samningsskuldbindingu um peningagreiðslu samkvæmt langtímasamningi um atvinnuhúsnæði. Samningurinn hafi ekki að geyma ákvæði um force majeure sem snúi að efndum leigugreiðslna. Áhætta vegna breyttra markaðsaðstæðna geti ekki legið hjá gagnáfrýjanda. Þá sé lagareglum um stjórnunarábyrgð ekki til að dreifa þegar komi að leigu á fasteign til rekstrar. Að virtum atvikum og efni samningsins geti ætluð óskráð regla þar að lútandi ekki leitt til brottfalls skilyrðislausar samningsskyldu til greiðslu peninga.27. Gagnáfrýjandi vísar til meginreglu samningaréttar um að samningsaðili beri sjálfur ábyrgð á þeim forsendum og væntingum sem liggi til grundvallar loforði hans eða samningi, nema viðsemjandi hafi ábyrgst annað. Sjónarmið um brostnar forsendur eða 36. gr. laga nr. 7/1936 eigi ekki við í málinu. Um sé að ræða reglur sem feli í sér undantekningu frá meginreglunni um að samningar skuli standa og beri að túlka þær þröngt. Aðilar langtímasamnings megi almennt gera ráð fyrir því að ýmislegt óvænt geti gerst á samningstíma. Í tvíhliða samningssambandi, þar sem báðir aðilar verða fyrir tjóni vegna farsóttar eða samkomubanns, verði samningsákvæðum ekki hliðrað til hagsbóta fyrir annan aðilann en til tjóns fyrir hinn.28. Gagnvart aðaláfrýjanda Icelandair Group hf. reisir gagnáfrýjandi kröfu sínar á grein 4.10 í samningi aðila. Með áritun sinni á samninginn hafi aðaláfrýjandi gengist í ábyrgð fyrir efndum leigutaka sem nemi sex mánaða leigu auk virðisaukaskatts og svari krafa á hendur honum til þess. Samkvæmt samningnum hafi ábyrgðin orðið virk 3. nóvember 2020 þegar 15 dagar voru liðnir frá áskorun um greiðslu. Því sé krafist dráttarvaxta frá þeim degi.NiðurstaðaUm kröfugerð gagnáfrýjanda29. Eins og að framan greinir miða aðilar við að leiga hafi einungis verið greidd að fimmtungi á tímabilinu frá apríl 2020 til og með nóvember sama ár, sem er kröfutímabil máls þessa. Gagnáfrýjandi hefur ekki fært síðari leigugreiðslur inn á eldri skuld vegna tímabilsins. Miðar hann fyrri lið kröfu sinnar, sem beinist að aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf., að ætlaðri skuld hans samkvæmt leigusamningi vegna vangreiddrar leigu í átta mánuði. Síðari liður dómkröfu hans, sem hann beinir að aðaláfrýjanda Icelandair Group hf., nemur fjárhæð ábyrgðar á leigugreiðslum í sex mánuði af þessu tímabili. Í þinghaldi í héraði gaf lögmaður gagnáfrýjanda þá skýringu að ekki bæri að skilja málatilbúnað hans svo að aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. sé til viðbótar krafinn um fjárhæðir samkvæmt síðari lið kröfugerðar hans heldur skuli lesa kröfuliðina í samhengi. Síðari kröfuliðurinn lúti einungis að greiðsluábyrgð aðaláfrýjanda Icelandair Group hf. en aðaláfrýjendur báðir beri sameiginlega ábyrgð samkvæmt þeim lið að svo miklu leyti sem dæmdar kröfur á hendur þeim falli saman.30. Heildarkrafa gagnáfrýjanda á hendur aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. er fundin út með þeim hætti að frá leigu í umrædda átta mánuði, samtals 182.360.829 krónur, dregur hann innborganir sem voru um 20% af leigu, samtals 36.449.030 krónur. Nemur vangoldin leiga samkvæmt fyrri lið kröfugerðar hans sem beinist að aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. 145.911.799 krónum sem gagnáfrýjandi tiltekur sem höfuðstól. Eigi að síður dregur hann aftur sömu innborganir frá þeim höfuðstól og áföllnum dráttarvöxtum. Augljóst er að gagnáfrýjanda urðu að þessu leyti á mistök við framsetningu kröfugerðar. Við þennan málatilbúnað sinn er hann bundinn og með honum hefur hann ráðstafað sakarefni málsins.31. Verður nú hér í framhaldinu vikið að þeim einstöku málsástæðum sem aðaláfrýjendur telja að leiða eigi til þess að fallist verði á kröfur þeirra í málinu.Áhættuskipti í kröfuréttarsambandi aðila32. Samkvæmt meginreglu kröfuréttar um áhættuskipti í gagnkvæmum samningi ber hvor samningsaðila um sig að öllu jöfnu áhættu af ófyrirséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum við efndir sínar á samningi.33. Leigutaka ber aðeins að greiða fyrir hið leigða meðan hann hefur það til umráða. Sú meginregla gildir um leigusamninga að leigusali ber áhættuna ef leiguhlutur skemmist, rýrnar eða ferst af tilviljun á leigutíma og sér hennar meðal annars stað í ákvæðum 15. gr., 3. mgr. 17. gr., 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr. og 3. og 4. tölulið 1. mgr. 60. gr. húsaleigulaga. Í þessu felst að verði leiguhúsnæði ónothæft til umsaminna nota vegna tilviljunarkenndra atvika fellur skylda leigutaka til að greiða leigusala umsamið endurgjald fyrir leigunotin niður frá og með því tímamarki er húsnæðið verður ónothæft, sbr. dóm Hæstaréttar 28. febrúar 2013 í máli nr. 587/2012. Þetta gildir bæði um tímabundna og ótímabundna leigusamninga. Þannig má líta á tjónsatburð sem vanefnd af hálfu leigusala er heimilar leigutaka viðeigandi vanefndaúrræði, svo sem afslátt eða riftun. Leigusali á ekki rétt á endurgjaldi fyrir þann tíma sem leigutaki hefur ekki haft not af hinu leigða af framangreindum sökum.34. Þegar metin eru áhættuskipti í samningssambandi aðila máls þessa verður að líta til þess að um var að ræða langtímasamning tveggja fyrirtækja um leigu húsnæðis sem var leigutaka til reiðu allt það tímabil sem um ræðir. Húsnæðið skemmdist hvorki né spilltist á leigutímabilinu og hvorki voru í leigusamningi ákvæði um tryggingar, skipta áhættu samningsaðila að einhverju leyti né um skiptingu hagnaðar með tilliti til veltu eða afkomu reksturs á þeim langa tíma sem samningurinn tók til.35. Fyrir liggur að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins fólu ekki í sér bann við nýtingu hins leigða húsnæðis. Þvert á móti hélt aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. umráðum þess allan þann tíma sem dómkrafa gagnáfrýjanda tekur til og ákvað einhliða að greiða einungis hluta leigunnar. Nýtti hann húsnæðið bæði fyrir og eftir að ástandinu lauk. Jafnframt liggur fyrir að einhver önnur hótel aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. voru opin hluta tímabilsins samkvæmt ákvörðun hans. Verður því ekki fallist á að áhættuskiptareglur kröfuréttar eigi að hafa áhrif á leigu umrætt tímabil. Aðstæðum í máli þessu verður því að engu leyti jafnað til þeirra sem fjallað var um í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 587/2012.Óviðráðanleg ytri atvik (force majeure)36. Efnislegt inntak reglunnar um force majeure er að ófyrirséð, óviðráðanleg ytri atvik sem eru sérstök í eðli sínu og valda því að ómögulegt, eða því sem næst, er að efna samningsskuldbindingu eiga að hafa áhrif á efndaskyldu eða það hvort eða hvaða vanefndaúrræðum má beita. Með óviðráðanlegum ytri atvikum er átt við atvik sem ekki varða skuldarann sjálfan og eiga það sameiginlegt að ekki mátti sjá þau fyrir eða forðast með venjulegum öryggisráðstöfunum. Þau þurfa jafnframt að hafa úrslitaáhrif fyrir möguleika skuldara á að efna skyldu sína. Þegar svo háttar til stöðvast skylda aðalskuldara til að efna samningsskuldbindingu eftir efni sínu (in natura) meðan hindrun stendur yfir.37. Nánari réttaráhrif reglunnar fara eftir atvikum hverju sinni, svo sem eðli efndahindrana, tegund samningsskyldna og jafnframt því hvaða afleiðingar hindranir hafa á efndir. Einnig skiptir máli hversu fyrirsjáanleg atvik eru þegar metið er hvort aðilar í gagnkvæmu samningssambandi hefðu getað gert ráð fyrir þeim í samningi sínum. Þá hefur áhrif sú löggjöf er lýtur að viðkomandi kröfuréttarsambandi, sbr. dóma Hæstaréttar 28. júní 2023 í málum nr. 2/2023, 3/2023 og 4/2023.38. Þess er þó sérstaklega að gæta að skuldari getur almennt ekki borið fyrir sig fjárskort til að koma sér undan greiðsluskyldu í peningum á þessum grundvelli. Dugar þá ekki að vísa til viðskiptasjónarmiða eða fjárhagsstöðu skuldara almennt. Annað gildir þó ef greiðslumiðlun liggur niðri, gjaldeyrishöft koma til eða aðrar hindranir í þá veru. Á hinn bóginn raknar skyldan til greiðslu peninga að öllu jöfnu við um leið og slíkt ástand varir ekki lengur.39. Í leigusamningi aðila er að finna sérstakt ákvæði um force majeure en það lýtur einungis að skilum gagnáfrýjanda á hinu leigða húsnæði sem sætti á þeim tíma er samningur var gerður lagfæringum svo nota mætti það undir hótelrekstur. Sambærilegt ákvæði er hins vegar ekki í samningnum um skyldu til greiðslu leigu. Hér gegnir því öðru máli en í dómi réttarins sem kveðinn er upp í dag í máli nr. 33/2023. Í því máli var beinlínis samið um áhrif ófyrirsjáanlegra atvika (force majeure) á skyldu leigutaka til greiðslu peninga.40. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á að skylda aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. til greiðslu peningaskuldar hafi á grundvelli reglunnar um force majeure fallið niður á þeim tíma sem um ræðir.Stjórnunarábyrgð41. Í stjórnunarábyrgð felst efnislega að samningsaðili ber ábyrgð á efndum samnings nema því aðeins að einhver sú hindrun standi þeim í vegi sem hann getur ekki yfirunnið. Reglan ræðst af atvikum hverju sinni og eru þannig gerðar mismunandi kröfur eftir því hvort um er að ræða seljanda eða kaupanda, sbr. til dæmis til hliðsjónar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup í tilviki seljanda og 1. mgr. 57. gr. laganna þegar um ræðir kaupanda. Samkvæmt síðargreinda ákvæðinu getur seljandi krafist skaðabóta fyrir tjón af völdum greiðsludráttar kaupanda en þó ekki meðan hann sýnir fram á að greiðsludráttur stafi af stöðvun almennra samgangna eða greiðslumiðlunar eða annarri hindrun sem hann hefur ekki stjórn á og ekki er með sanngirni hægt að ætlast til að hann hafi getað haft í huga við samningsgerðina, komist hjá afleiðingunum af eða yfirunnið.42. Skyldur aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. eru um greiðslu leigu og ætlaðar skaðabætur vegna greiðsludráttar í formi dráttarvaxta. Verður því ekki fallist á málatilbúnað aðaláfrýjenda þess efnis að skylda til greiðslu leigu falli niður, hvorki í heild né hluta, á þessum grunni.Brostnar forsendur43. Skilyrði reglunnar um brostnar forsendur eru þau að um sé að ræða verulega forsendu fyrir gerð samnings sem brestur eftir samningsgerð. Báðum aðilum verður að vera hún ljós auk þess sem líta verður til hagsmuna beggja samningsaðila þannig að hún leiði ekki til óréttlátrar réttarskerðingar fyrir annan þeirra.44. Við mat á því hvort unnt er að beita reglunni hér verður að líta til þess að þær aðstæður sem urðu vegna heimsfaraldursins voru ófyrirséðar og höfðu víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf. Ekki verður fallist á að einungis verði litið til þeirra áhrifa sem þær aðstæður höfðu á hagsmuni aðaláfrýjenda umfram gagnáfrýjanda. Að því marki sem unnt er að líta svo á að um brostna forsendu sé að ræða verður þvert á móti að telja að hún eigi jafnt við um samningsaðila. Samkvæmt því eru ekki efni til að fallast á með aðaláfrýjendum að ógilda samningsskuldbindingar í heild eða að hluta á þessum grundvelli.Ógildingarregla 36. gr. laga nr. 7/193645. Loks krefjast aðaláfrýjendur þess að ákvæðum leigusamnings aðila um greiðslu leigu verði vikið til hliðar vegna umrædds tímabils sökum þess að ósanngjarnt sé að leigutaki beri einn áhættuna af því að algjört tekjufall varð í rekstri Reykjavík Konsúlat hótels vegna heimsfaraldurs.46. Í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 segir að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal við mat samkvæmt 1. mgr. líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð og atvika sem síðar koma til.47. Við mat á ósanngirni í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 11. gr. húsaleigulaga, verður í máli þessu fyrst og fremst litið til samnings aðila og þeirrar skiptingar rekstraráhættu sem þar er að finna. Er þá þess að gæta að aðilar sem starfa við atvinnurekstur eiga að vera best í stakk búnir að meta sjálfir hagsmuni sína og þá áhættu sem þeir kjósa að taka með gerð samnings. Þeir verða jafnframt að vera viðbúnir því að grípa til ráðstafana til tjónstakmörkunar við rekstraráföll. Ekki verður fallist á þá málsástæðu aðaláfrýjenda að fyrrgreind óviðráðanleg ytri atvik (force majeure) skuli vera hluti ósanngirnismatsins þótt litið verði til áhrifa þess ástands sem skapaðist við almennt mat samkvæmt ákvæðinu.48. Þegar metið er hvort sanngjarnt sé að hliðra samningsskyldum aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. er til þess að líta að þegar um langtímasamning er að ræða verður að meta aðstæður í heild sinni og þá með hliðsjón af samningstímanum öllum. Alla jafna þarf mikið að koma til eigi að hliðra samningsskyldu á hluta gildistíma gagnkvæms samnings sem ætlað er að gilda óbreyttur að öðru leyti um langan tíma. Hér gegnir öðru máli en þegar krafist er breytingar á endurgjaldi í gagnkvæmum langtímasamningi sem ætlað er að gilda svo breyttum framvegis, sbr. til hliðsjónar þær aðstæður sem uppi voru í dómi Hæstaréttar 8. nóvember 1990 og birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1437.49. Aðilar máls þessa búa að þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjarekstrar og nutu jafnframt sérfræðiaðstoðar við gerð leigusamningsins. Tímabil það sem um ræðir í máli þessu nær aðeins yfir átta mánuði af tuttugu ára leigutíma. Í samningnum er ekki að finna ákvæði um endurskoðun leigu að öðru leyti en að þar er mælt fyrir um að hún sé bundin vísitölu. Fjárhæð leigu er því ekki tengd rekstri aðaláfrýjanda að öðru leyti en að hún var lægri á fyrstu fimm árum leigutímans. Þannig tók aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. á sig áhættu af því hvernig mál myndu skipast í framtíð þegar kom að rekstri hótelsins en aðilar sömdu um fast leiguverð óháð afkomu.50. Eins og rakið hefur verið hélt aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. umráðum hótelsins allan þann tíma sem dómkröfur hans taka til en aðgerðir innlendra stjórnvalda vegna heimsfaraldursins fólu ekki í sér kröfu um lokun hótela. Þær höfðu aftur á móti mikla þýðingu fyrir rekstur aðaláfrýjanda þótt mismunandi strangar reglur hefðu verið í gildi á því tímabili sem dómkröfur gagnáfrýjanda taka til.51. Samkvæmt málflutningi aðaláfrýjenda hér fyrir dómi var brugðist við þessum aðstæðum með ýmsum hætti, þar með talið lokun hótelsins 21. mars 2020. Fallist verður á þá ályktun Landsréttar að leggja verði til grundvallar að aðaláfrýjandi Berjaya Hotels Iceland hf. hafi, gagnstætt gagnáfrýjanda, notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Þannig hefur því verið lýst fyrir Hæstarétti að hann hafi ákveðið að nýta sér þau úrræði sem honum stóðu til boða af hálfu stjórnvalda. Í framangreindu fólust ákvarðanir aðaláfrýjanda sem voru liður í takmörkun á tjóni á sama tíma og hann hélt fullum umráðum húsnæðisins.52. Að þessu virtu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafa aðaláfrýjendur ekki sýnt fram á að skilyrði séu til þess að að víkja til hliðar endurgjaldsákvæði samningsins með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 þannig að leiga falli niður eða lækki vegna umrædds kröfutímabils. Þegar litið er litið til atvika allra er þó rétt, á þeim sama grundvelli, að miða upphaf dráttarvaxtakröfu gagnáfrýjanda á hendur aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. við málshöfðun í héraði 25. nóvember 2020.Ábyrgð aðaláfrýjanda Icelandair Group hf.53. Það er meginregla í kröfurétti að ábyrgð teljist einföld nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í henni felst að ekki er unnt að ganga að ábyrgðarmanni fyrr en leitt hefur verið í ljós að ekki fáist greiðsla hjá aðalskuldara. Í sjálfskuldarábyrgð felst hins vegar að unnt er að ganga að ábyrgðarmanni um leið og aðalskuldari hefur vanefnt kröfu án tillits til þess hvort kröfuhafi hafi reynt að fá hana greidda hjá aðalskuldara. Í grein 4.10 í umræddum leigusamningi er skýrt kveðið á um að ábyrgð aðaláfrýjanda Icelandair Group hf. á skyldu til greiðslu leigu skuli verða virk 15 dögum eftir að skorað er á aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. að bæta úr vanefnd að því gefnu að ekki hafi verið úr henni bætt. Samkvæmt þessu er um sjálfskuldarábyrgð aðaláfrýjandans að ræða á leigugreiðslum. Gagnáfrýjandi sendi áskorun í samræmi við þetta til aðaláfrýjenda 19. október 2020. Varð ábyrgðin því virk 3. nóvember það ár eins og kröfugerð gagnáfrýjanda miðar við. Verður aðaláfrýjandi því dæmdur til greiðslu sex mánaða leigu eins og ábyrgðin kveður á um en með dráttarvöxtum eins og áður greinir.Niðurstaða samkvæmt kröfugerð gagnáfrýjanda54. Þar sem ekki hefur verið fallist á kröfu gagnáfrýjanda um dráttarvexti fyrr en frá 25. nóvember 2020 og allar innborganir aðaláfrýjanda Berjaya Hotels Iceland hf. bárust fyrir þann tíma verður í ljósi kröfugerðar gagnáfrýjanda að líta svo á að innborganirnar komi beint til frádráttar höfuðstól kröfunnar sem þannig lækkar í 109.462.769 krónur eins og réttilega var komist að niðurstöðu um í hinum áfrýjaða dómi. Með vísan til þess verður fallist á þá niðurstöðu í hinum áfrýjaða dómi að aðaláfrýjandi Icelandic Group hf. greiði gagnáfrýjanda kröfu að höfuðstól 137.852.244 krónur samkvæmt síðari lið dómkrafna hans en af þeim höfuðstól skuli aðaláfrýjendur greiða sameiginlega 109.462.769 krónur.55. Samkvæmt öllu framanrituðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með þeim breytingum sem að framan greinir um upphafstíma dráttarvaxta. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Aðaláfrýjandi, Icelandair Group hf., greiði gagnáfrýjanda, Suðurhúsum ehf., 137.852.244 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2020 til greiðsludags.Þar af greiði aðaláfrýjandi, Berjaya Hotels Iceland hf., gagnáfrýjanda, sameiginlega með aðaláfrýjanda Icelandair Group hf., 109.462.769 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. nóvember 2020 til greiðsludags.Málskostnaður á öllum dómstigum fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=88a2e262-a818-47a8-afeb-c30f6fecefb4&verdictid=ee618b03-0310-4a1a-a82c-918d25e834d6 |
Mál nr. 43/2023 | Fíkniefnalagabrot Ávana- og fíkniefni Skipulögð brotastarfsemi Heimfærsla Samverknaður Hlutdeild Sönnunargögn Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu | Þau brot sem voru til meðferðar fyrir Hæstaréttar voru í fyrsta lagi aðild G og H að innflutningi á 53 lítrum af amfetamínvökva sem falinn hafði verið í saltdreifara sem fluttur var til landsins í byrjun árs 2020 og framleiðslu amfetamíns úr vökvanum í sölu- og dreifingarskyni sem jafnframt var felld undir ákvæði almennra hegningarlaga um starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Í öðru lagi aðild H að kannabisræktun og í þriðja lagi vörslur hans á kókaíni. G og H kröfðust báðir sýknu af fyrsta brotinu en H játaði síðari tvö brotin. H krafðist jafnframt ómerkingar hins áfrýjaða dóms. Í dómi Hæstaréttar kom fram að upphaf rannsóknar lögreglu á þeirri háttsemi sem G og H var gefin að sök hafi mátt rekja til rafrænna gagna sem bárust íslenskum löggæsluyfirvöldum í júlí 2020 frá Europol en um var að ræða rafræn samskipti milli notenda samskiptakerfisins Encrochat. Við úrlausn þess hvort heimilt hefði verið að leggja Encrochat-gögnin fram í málinu og líta til þeirra við sönnun vísaði Hæstiréttur til þess að ekki réði úrslitum hvort öflun þeirra hefði verið heimiluð af dómstólum hér á landi. Engu að síður þyrfti að taka til skoðunar hvort gagnanna hefði verið aflað með þeim hætti að þau teldust lögmæt sönnunargögn í sakamáli hér á landi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna yrði ekki talin fela í sér að brotið hefði verið gegn rétt G og H til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Varðandi áreiðanleika gagnanna vísaði Hæstiréttur til þess að enda þótt engin skrifleg fyrirmæli hefðu legið fyrir um hvernig gögnin yrðu rannsökuð og nýtt lægju fyrir upplýsingar um uppruna þeirra, tæknilegt eðli og greint frá mögulegum vafaatriðum. Þá hefðu engir annmarkar verið á aðferð við sönnunarmat í dómi Landsréttar hvað varðaði mat á áreiðanleika og nákvæmni þessara gagna og málsmeðferðin að þessu leyti verið réttlát. Hæstiréttur féllst ekki á að sakfelling G og H hefði eingöngu verið reist á Encrochat-gögnunum eða að þeim hefði verið gefið of mikið vægi við sönnunarmat. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna, notkun þeirra við mat á sönnun fyrir sekt G og H, aðferð við mat á sönnunargildi þeirra og það vægi sem þeim var gefið við heildarmat á því hvort sök teldist sönnuð hefði ekki brotið í bága við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Varðandi efnishlið málsins tók Hæstiréttur fram að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu hefði byggst á rökstuddu heildarmati á sönnunargildi munnlegs framburðar og fjölmargra rafrænna, skjallegra og tæknilegra sönnunargagna og hvernig þessi sönnunargögn samrýmdust innbyrðis. Með vísan til þess, meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu, svo og c-liðar 1. mgr. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008, yrði ekki hróflað við niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sakfellingu G og H fyrir brot gegn 173. a almennra hegningarlaga. Jafnframt var staðfest sú niðurstaða að með aðild þeirra að innflutningi saltdreifarans og framleiðslu amfetamíns hafi framkvæmd verknaðarins verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka og þeir því gerst sekir um brot gegn 175. gr. a almennra hegningarlaga. Var niðurstaða hins áfrýjaða dóms um ákvörðun refsingar og upptökukröfur staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. september 2023 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að ómerkingarkröfu ákærða Halldórs Margeirs Ólafssonar verði hafnað, að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru að undanskildum hluta af ákærulið I.2 og refsing þeirra verði þyngd.3. Ákærði Guðlaugur Agnar Guðmundsson krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara að sér verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og til frádráttar henni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann hefur sætt.4. Ákærði Halldór Margeir Ólafsson krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið I.1, að refsing hans verði milduð til muna og frá dragist gæsluvarðhald sem hann hefur sætt. Til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til þrautavara krefst hann þess að refsing hans verði milduð og frá dragist gæsluvarðhaldsvist hans. Þá krefst hann þess að synjað verði um upptöku á raftækjum sem tilgreind eru í ákæru.Málsatvik og ágreiningsefni 5. Þau ákæruefni sem eru til meðferðar fyrir Hæstarétti í þessu máli varða þá hluta ákæru héraðssaksóknara 11. ágúst 2022 sem snúa að aðild ákærðu að fíkniefnalagabrotum og starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Í fyrsta lagi aðild ákærðu að innflutningi á 53 lítrum af amfetamínvökva sem falinn var í saltdreifara sem fluttur var til landsins frá Hollandi í byrjun árs 2020 og framleiðslu amfetamíns úr vökvanum í sölu- og dreifingarskyni. Í öðru lagi aðild ákærða Halldórs Margeirs að kannabisræktun sem kom í ljós við húsleit 20. maí 2022 og í þriðja lagi að vörslum hans á kókaíni sem fannst við húsleit hjá honum sama dag. Tvö fyrri fíkniefnalagabrotin voru í ákæru talin stórfelld og framkvæmd þeirra liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka og talin varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni, og 175. gr. a almennra hegningarlaga. Þriðja brotið var talið varða meðal annars við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974.6. Upphaf rannsóknar lögreglu á þeirri háttsemi sem ákærðu er gefin að sök samkvæmt ákærulið I.1 má rekja til rafrænna gagna sem bárust íslenskum löggæsluyfirvöldum 15. júlí 2020 frá Europol sem er evrópsk löggæslustofnun sem Ísland hefur átt aðild að frá árinu 2001. Gögnin bárust um samskiptakerfi Europol sem nefnist Siena. Í upplýsingaskýrslum lögreglu sem liggja fyrir í málinu kemur fram að gagnanna hafi verið aflað í Frakklandi á grundvelli úrskurðar undirréttar í borginni Lille í lok janúar 2020 með þeim hætti að lögregla hafi fengið aðgang að netþjónum í Frakklandi sem þjónustuðu dulkóðuð, rafræn samskipti milli notenda samskiptakerfisins Encrochat. Einnig hafi verið komið þar fyrir búnaði sem gert hafi kleift að afkóða samskiptin og afrita þau. Heimildin hafi síðar verið framlengd. Samskiptakerfinu hafi verið ætlað að tryggja notendum leynd um samskipti sín og þeim staðið til boða að kaupa sérútbúna síma til hinna dulkóðuðu samskipta. Notendur hafi getað eytt gögnum sem fóru um kerfið. Löggæsluyfirvöld í Evrópu hafi lengi grunað að kerfið væri einkum notað til samskipta í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Sameiginlegt rannsóknarteymi frönsku og hollensku lögreglunnar (JIT) hafi verið myndað 10. apríl 2020 um þessar rannsóknaraðgerðir og starfað fyrir milligöngu Evrópustofnunar um löggæslusamvinnu, Eurojust, með stuðningi Europol. Rafrænum gögnum sem aflað hafi verið í þessum aðgerðum um samskipti milli notenda Encrochat hafi verið dreift til annarra evrópskra lögregluembætta í gegnum Europol og þau orðið grundvöllur lögreglurannsókna og sakfellinga víða í Evrópu. Óþekktur rekstraraðili Encrochat-kerfisins hafi lokað því 13. júní 2020 og jafnframt sent notendum orðsendingu um að ekki væri lengur unnt að tryggja öryggi gagna í kerfinu.7. Gögn sem bárust íslenskum löggæsluyfirvöldum voru í skrá sem geymdi meðal annars afrit rafrænna samskipta í samskiptakerfinu Encrochat milli notenda með nöfnunum Nuclearfork, Residentkiller, Sentientstream, Neptun og Beigepanda á tímabilinu mars til júní 2020. Samskiptin voru ýmist á íslensku, ensku eða hebresku. Þau vörðuðu meðal annars innflutning til Íslands á amfetamínvökva földum í „prófílum“ á saltdreifara sem fluttur hafði verið á tilgreindan sveitabæ, undirbúning, öflun búnaðar og leiðbeiningar um hvernig unnt væri að ná vökvanum úr saltdreifaranum og framleiða fíkniefni. Íslenskum löggæsluyfirvöldum bárust með sama hætti 7. október og 27. nóvember 2020 viðbótargögn úr sama kerfi, meðal annars um samskipti þessara sömu notenda. Umrædd gögn voru ljósmyndir, rituð samskipti, staðsetningar, upplýsingar um tengiliði, símtalaskrár og minnispunktar. Þau voru auðkennd sem EMMA95.8. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari sendu 15. mars 2021 réttarbeiðni til franskra yfirvalda á grundvelli samnings Evrópusambandsins um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum sem Ísland er aðili að. Þar var leitað formlegrar heimildar til að nota framangreind gögn í sakamálum sem sótt yrðu fyrir innlendum dómstólum á hendur öllum þeim sem kæmu við sögu í þeim. Í réttarbeiðninni var vísað til þess að gögnin hefðu verið notuð í þágu rannsóknar sem staðið hefði yfir í marga mánuði á hópi brotamanna sem hefðu flutt mikið magn fíkniefna til Evrópu og Íslands. Beiðni um heimild til að nota Encrochat-gögnin tæki meðal annars til notendanna Nuclearfork og Residentkiller.9. Í bréfi rannsóknardómara í Lille í Frakklandi 1. júní 2021 var vísað til fyrrnefndrar réttarbeiðni og lýst heimildum sem veittar voru til notkunar umræddra gagna. Þar var sérstaklega vísað til samskipta notendanna Nuclearfork og Residentkiller. Í bréfinu kemur fram að heimildin taki til notkunar gagna sem miðlað væri innan ramma réttarbeiðninnar til sérhverrar rannsóknar sem miðaði að dómsmeðferð, saksókn og rannsóknar- eða dómsúrskurði á vegum íslenskra yfirvalda. Upplýsingarnar væru aðgengilegar frá og með dagsetningu bréfsins í tengslum við málsmeðferð fyrir dómi.0. Í kjölfar móttöku gagnanna og á grundvelli upplýsinga sem þar komu fram hóf lögregla rannsókn sem leiddi til þess að grunur vaknaði um að saltdreifari hefði verið fluttur að bænum [...] í [...] og fíkniefni tekin úr honum þar. Saltdreifari sem svaraði til ljósmynda í gögnunum fannst þar í útihúsum 25. nóvember 2020 við leynilega húsleit sem heimiluð hafði verið af Héraðsdómi Reykjavíkur sama dag. Lögregla ákvað að bíða með frekari aðgerðir til að sjá hverjir kæmu til að sækja saltdreifarann og hvert hann yrði fluttur. Sýni voru þó tekin úr saltdreifaranum og málningarfötum í sömu útihúsum 20. september 2021 og 13. apríl 2022 við leynilegar húsleitir sem höfðu verið heimilaðar með dómsúrskurðum. Rannsókn á sýnunum staðfesti að í þeim voru leifar af amfetamíni.1. Viðamiklar rannsóknaraðgerðir og frekari greining gagnanna leiddu til þess að lögregla taldi víst að notandinn Residentkiller væri ákærði Halldór Margeir en notandinn Nuclearfork ákærði Guðlaugur Agnar. Lögregla lét til skarar skríða 20. maí 2022 með handtöku ákærðu, húsleitum og haldlagningu meðal annars saltdreifarans, fíkniefna og ýmissa muna sem taldir voru hafa sönnunargildi. Sama dag var við húsleit að [...] staðfest að þar hefði farið fram kannabisræktun sú sem ákæruliður I.2 lýtur að en lögregla hafði haft hana til rannsóknar frá því í febrúar sama ár.2. Með héraðsdómi 20. október 2022 voru ákærðu sakfelldir fyrir framangreind brot og ákærða Guðlaugi Agnari gert að sæta 10 ára fangelsi en ákærða Halldóri Margeiri 12 ára fangelsi.3. Ákærðu áfrýjuðu báðir, ásamt þremur öðrum dómfelldu, héraðsdómi til Landsréttar. Með dómi Landsréttar 23. júní 2023 var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærðu Guðlaugs Agnars og Halldórs Margeirs staðfest að öðru leyti en því að ekki var fallist á að í háttsemi Halldórs Margeirs og meðákærðu samkvæmt ákærulið I.2 hefði falist þátttaka í starfsemi skipulagðra brotasamtaka í skilningi 175. gr. a almennra hegningarlaga. Landsréttur taldi ekki óvarlegt að leggja til grundvallar að ákærðu hefðu framleitt að minnsta kosti 80,2 kg af amfetamíni úr amfetamínvökvanum en í ákæru var miðað við að þeir hefðu framleitt allt að 117,5 kg. Með dómi Landsréttar var ákærða Guðlaugi Agnari gert að sæta 8 ára fangelsi en ákærða Halldóri Margeiri 10 ára fangelsi. Aðrir ákærðu en Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir undu dómi Landsréttar.4. Ákærðu krefjast báðir sýknu af sakargiftum samkvæmt ákærulið I.1 og ákærði Halldór Margeir krefst þess jafnframt að dómur Landsréttar verði ómerktur. Þeir byggja dómkröfur sínar einkum á því að ósannað sé að þeir hafi verið notendur Encrochat-samskiptakerfisins undir notendanöfnunum Residentkiller og Nuclearfork og að sakfelling þeirra verði ekki byggð á framlögðum gögnum úr þessu samskiptakerfi vegna óvissu um uppruna þeirra, varðveislu og áreiðanleika. Þá telja þeir að sönnunarmati hafi verið áfátt í dómi Landsréttar.5. Ákærði Halldór Margeir hefur játað háttsemi þá sem hann var sakaður um og sakfelldur fyrir samkvæmt ákæruliðum I.2 og III. Hann krefst ekki endurskoðunar á þeim hluta hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en varðar ákvörðun refsingar.6. Ákæruvaldið telur hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi komið fram undir fyrrgreindum notendanöfnum í samskiptakerfinu Encrochat og að sönnunargildi gagnanna hafi verið metið með réttum hætti í heildstæðu mati á sönnun fyrir sekt ákærðu í dómi Landsréttar. Ákæruvaldið unir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en hvað varðar niðurstöðu um það magn fíkniefna sem framleitt hafi verið úr amfetamínvökva samkvæmt ákærulið I.1.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 6. september 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-102, á þeim grundvelli að telja yrði að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Tekið var fram að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu leyfisbeiðenda og önnur atriði að því leyti sem hún byggði á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar yrði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. sömu greinar.NiðurstaðaUm formhlið málsins8. Enda þótt báðir ákærðu krefjist aðallega sýknu og aðeins ákærði Halldór Margeir hafi gert varakröfu um að dómur Landsréttar verði ómerktur er rétt að taka til skoðunar hvort varnir beggja ákærðu sem varða ágalla á rannsókn og saksókn og aðferð Landsréttar við mat á sönnunargildi gagna úr Encrochat-samskiptakerfinu svo og refsilögsögu eigi að leiða til ómerkingar hins áfrýjaða dóms án kröfu.) Lok rannsóknar og grundvöllur fyrir útgáfu ákæru9. Af hálfu ákærða Halldórs Margeirs er krafa um ómerkingu hins áfrýjaða dóms meðal annars studd þeim rökum að rannsókn málsins hafi hvergi nærri verið lokið við útgáfu ákæru og hafi hún staðið yfir fram að meðferð þess fyrir Landsrétti. Hann telur andstætt meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð að rannsókn málsins eða einstaka þátta þess hafi staðið yfir samtímis dómsmeðferð í héraði og allt fram til aðalmeðferðar fyrir Landsrétti.20. Samkvæmt 145. gr. laga nr. 88/2008 athugar ákærandi þegar hann hefur fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið hvort sækja skuli sakborning til sakar eða ekki. Ef hann telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis lætur hann við svo búið standa en ella höfðar hann mál á hendur sakborningi samkvæmt 152. gr., sbr. þó 146. gr. laganna.21. Af rannsókn málsins og gangi hennar sem gerð er grein fyrir í dómi Landsréttar og héraðsdómi og ítarlegar upplýsingar liggja fyrir um í gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að gætt hafi verið fyrirmæla 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um að þeir sem rannsaki sakamál skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Þessi gögn bera jafnframt með sér að fylgt hafi verið fyrirmælum 1. mgr. 54. gr. laganna um það sem rannsaka skal. Á rannsókninni voru því ekki þeir ágallar að ákæranda hafi ekki með réttu verið fært að ákveða hvort sækja skyldi ákærðu til sakar og byggja á henni málatilbúnað fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 53. gr. sömu laga.22. Fyrir liggur að lögreglu tókst ekki að afla gagna úr tilteknum síma í eigu ákærða Guðlaugs Agnars fyrr en meðferð málsins í héraði var hafin en upplýsingaskýrsla um rannsókn á þeim gögnum var lögð fram fyrir upphaf aðalmeðferðar þess. Þá liggur fyrir að rannsókn á mögulegri þátttöku erlendra manna í þeirri brotastarfsemi sem ákæran lýtur að var ekki lokið þegar hún var gefin út og gögn um þær rannsóknaraðgerðir ekki lögð fram fyrir dómi fyrr en í Landsrétti. Upplýsingaskýrsla lögreglu um samanburð á staðsetningu notandans Nuclearfork og hnitsetningu ljósmynda úr farsíma ákærða Guðlaugs Agnars var heldur ekki lögð fram fyrr en í Landsrétti. Munnlegar skýrslur voru teknar fyrir Landsrétti af þeim lögreglumönnum sem stóðu að umræddum rannsóknaraðgerðum. Vörnum ákærða var þannig ekki áfátt þrátt fyrir síðbúna framlagningu umræddra gagna. Ekki var því brotið gegn meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð með því að byggt var á þessum gögnum við mat á sönnun um sekt ákærða.2) Helstu varnir ákærðu um Encrochat-gögnin og endurskoðunarheimildir Hæstaréttar23. Ákærðu telja að mikilvægustu sönnunargögnin sem lögð hafi verið til grundvallar sakfellingu þeirra í Landsrétti hafi verið rafræn sönnunargögn úr Encrochat-samskiptakerfinu en ranglega hafi verið talið að þeir hafi átt samskipti sín á milli í kerfinu sem notendurnir Residentkiller og Nuclearfork. Þeir telja að ekki hafi mátt leggja þessi sönnunargögn til grundvallar sakfellingu þeirra þar sem óvissa sé um hvernig þeirra var aflað, uppruna þeirra, varðveislu og áreiðanleika og að Landsréttur hafi auk þess ekki metið sönnunargildi þeirra með réttum hætti. Þannig hafi verið brotið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.24. Ákærðu vísa sérstaklega til þess að við engar reglur sé að styðjast hér á landi um rannsókn á slíkum gögnum, könnun á uppruna þeirra, meðferð og áreiðanleika, gagnstætt því sem meðal annars sé í Danmörku.25. Ákærði Guðlaugur Agnar byggir á því að dulkóðuð gögn geti aðeins að uppfylltum ströngum skilyrðum um meðferð og úrvinnslu verið sönnunargögn tæknilegs eðlis í sakamáli enda liggi fyrir upplýsingar um öflun og meðferð þeirra og lýsing á göllum og vafaatriðum þeim tengdum. Þá verði að liggja fyrir hugtakayfirlit, tækni- eða gagnavinnslulýsing og gæðaeftirlitsskýrsla.26. Ákærðu byggja báðir á því að engin gögn liggi fyrir um að hlutlæg greining eða mat hafi farið fram hjá lögreglu eða ákæruvaldi á gæðum gagnanna, atriðum sem beri að varast við notkun þeirra og hvernig þau geti haft áhrif á sönnunargildi þeirra. Þá séu skýrslur lögreglu um uppruna gagnanna og upphaf rannsóknar stuttar og efnisrýrar. Ekkert sé vitað um öflun þeirra og meðferð áður en þau komust í hendur íslenskra yfirvalda. Ekki hafi verið gerð glögg grein fyrir því hvernig aðgangsstýringu að gögnunum var háttað. Ekkert liggi heldur fyrir um öryggi þeirra, hérlendis eða erlendis, eða áreiðanleika þeirra að öðru leyti. Þau séu opin og auðvelt að breyta þeim og bæta við færslum. Þar af leiðandi sé ekki unnt að staðreyna falsleysi þeirra.27. Hæstarétti er þröngur stakkur skorinn við endurskoðun á sönnunarmati Landsréttar að því leyti sem það byggist á heildarmati á sönnunargildi fram kominna sönnunargagna, þar á meðal munnlegs framburðar ákærðu og vitna fyrir dómi, enda ekki heimilt að veita leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar til Hæstaréttar til endurskoðunar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008.28. Séu á hinn bóginn annmarkar á málsmeðferð, þar á meðal aðferð við sönnunarmat í áfrýjuðum dómi, sem teljast fallnir til að hafa áhrif á niðurstöðu þess geta þeir orðið til þess að leyfi til áfrýjunar skuli veita, sbr. d-lið 1. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Slíkir annmarkar geta eftir atvikum leitt til ómerkingar hins áfrýjaða dóms og heimvísunar máls, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 15. október 2020 í máli nr. 16/2020 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020. Verður hér á eftir lagt mat á hvort slíkir annmarkar hafi verið til staðar.3) Reglur um framlagningu sönnunargagna, sönnunarmat og sönnunarbyrði29. Í dómi Hæstaréttar 3. mars 2006 í máli nr. 97/2006 var því hafnað að ríkislögreglustjóra yrði bönnuð notkun tiltekinna gagna í þágu lögreglurannsóknar með þeim rökum að Fjármálaeftirlitið hefði aflað þeirra á grundvelli dómsúrskurðar sem ekki hefði verið hnekkt og væri ekki til endurskoðunar í málinu. Til áréttingar þeirri niðurstöðu sagði: „Er þá jafnframt haft í huga að ekki er fyrir að fara í íslenskum lögum reglu sem útilokar að lögregla styðjist við gögn, sem hún hefur undir höndum, þó þeirra kunni að hafa verið aflað án þess að fylgt hafi verið ákvæðum laga um öflun sönnunargagna í opinberum málum.“30. Samkvæmt 1. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008 aflar ákærandi sönnunargagna en ákærði getur einnig aflað þeirra telji hann ástæðu til. Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um hvernig dómari getur haft frumkvæði að því að ákærandi afli frekari sönnunargagna um tiltekin atriði og í 3. mgr. kemur fram að telji dómari bersýnilegt að atriði sem aðili vill sanna skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar geti hann meinað aðila um sönnunarfærslu. Um skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn er sérstaklega fjallað í XX. kafla laganna. Segir þar í 1. mgr. 134. gr. að aðilar leggi fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem þeir vilja að tekið verði tillit til við úrlausn máls. Í þessum ákvæðum felst sú grundvallarregla að aðilar sakamáls geti aflað þeirra sönnunargagna sem þeir óska og synjun um framlagningu gagna verði að hafa lagastoð eða styðjast við önnur gild rök.31. Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verður vefengd með skynsamlegum rökum, er fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafa, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sönnunargögn. Enn fremur metur dómari, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Sérstaklega er tekið fram í 137. gr. laganna að dómari meti sönnunargildi skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna með hliðsjón af atvikum hverju sinni.32. Framangreind ákvæði mæla fyrir um það sem nefnt hefur verið frjálst sönnunarmat dómara og er þá átt við að sönnunarmatið sé ekki lögbundið. Markmiðið með hinu frjálsa sönnunarmati dómara er að komast að réttri niðurstöðu í samræmi við þá meginreglu í sakamálaréttarfari að leiða skuli hið sanna í ljós en hún er nefnd sannleiksreglan. Þá reglu verður þó að skýra í ljósi meginreglunnar um að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008. Í samræmi við þetta er markmið rannsóknar sakamáls að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 53. gr. laganna. Til viðbótar því að ákæruvaldið þarf samkvæmt framansögðu að axla sönnunarbyrðina gildir áðurgreind regla eftir 1. mgr. 109. gr. laganna um að sanna beri sekt ákærða svo að ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum. Af því leiðir að vafa um sönnun sektar verður að skýra ákærða í hag. Samhliða gildir sú regla að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi eftir lögum nr. 62/1994.4) Framlagning sönnunargagna og sönnunarmat í ljósi réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi33. Við úrlausn um hvort heimilt sé að leggja fram tiltekið sönnunargagn og líta til þess við mat á sönnun um sekt sakbornings hafi það verið lagt fram, svo og við ákvörðun um hversu mikið vægi eigi að gefa því við sönnunarmat, hefur meðal annars verið horft til hvort þess hafi verið aflað með ólögmætum eða óvenjulegum hætti.34. Við endurskoðun hins áfrýjaða dóms þarf að taka afstöðu til þess hvort Encrochat- gagnanna hafi verið aflað með ólögmætum eða óhefðbundnum hætti. Ef leitt þykir í ljós að þeirra hafi verið aflað með slíkum hætti þarf að taka afstöðu til þess hvort framlagning þeirra hafi verið heimil. Einnig þarf að meta hvort slík óvissa sé um uppruna, meðferð og áreiðanleika gagnanna að framlagning þeirra og það vægi sem þeim hefur verið gefið við mat á sönnun um sekt ákærðu leiði til þess að ákærði teljist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og slíkir annmarkar teljist hafa verið á aðferð við sönnunarmat að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm.35. Ákvæðum 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu er ætlað að tryggja réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Nánar er fjallað um samspil þessara ákvæða í athugasemdum við 8. gr. frumvarps til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 sem varð að 70. gr. stjórnarskrárinnar.36. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið litið til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á hliðstæð ákvæði stjórnarskrárinnar, sbr. meðal annars ummæli í dómum Hæstaréttar 19. maí 2005 í máli nr. 520/2004 og síðast 21. júní 2023 í máli nr. 8/2023.37. Af framkvæmd mannréttindadómstólsins, svo sem dómi 12. júlí 1988 í máli nr. 10862/84, Schenk gegn Sviss, leiðir að dómstóllinn telur það almennt ekki hlutverk sitt heldur dómstóla í aðildarríkjum mannréttindasáttmálans að taka afstöðu til þess hvort tiltekið sönnunargagn verði lagt fram í dómsmáli og hvaða vægi það eigi að hafa við mat á því hvað teljist sannað. Frá þessu verði þó vikið ef innlendir dómstólar kunna að hafa brotið gegn réttindum sem vernduð eru af sáttmálanum eða niðurstöður þeirra geti talist handahófskenndar eða augljóslega ósanngjarnar. Þá þurfi jafnframt að meta hvort málsmeðferðin í heild hafi verið réttlát í skilningi 6. gr. sáttmálans að teknu tilliti til allra málsatvika, sbr. einnig dóm 27. október 2020 í málum nr. 29084/07 og 1191/08, Ayetullah Ay gegn Tyrklandi.38. Við ákvörðun um hvort málsmeðferð í heild sinni hafi verið réttlát í ljósi sönnunargagna sem lögð voru til grundvallar niðurstöðu hefur mannréttindadómstóllinn talið að skoða verði hvort réttur ákærða til að halda uppi vörnum hafi verið virtur. Sérstaklega verði að huga að því hvort ákærða hafi verið gefinn kostur á að vefengja áreiðanleika sönnunargagna og andmæla notkun þeirra. Að auki verði að taka afstöðu til gæða sönnunargagna, þar á meðal hvort aðferð eða aðstæður við öflun þeirra séu til þess fallnar að vekja réttmætan efa um áreiðanleika þeirra eða nákvæmni, sbr. dóm 25. apríl 2013 í máli nr. 51198/08, Erkapić gegn Króatíu, og fyrrnefndan dóm í máli Ayetullah Ay gegn Tyrklandi.39. Þá hefur mannréttindadómstóllinn talið geta skipt máli við mat á því hvort málsmeðferð í heild hafi verið réttlát hvort umdeilt sönnunargagn hafði afgerandi áhrif á niðurstöðu um sakfellingu. Því afdráttarlausari sem slík sönnunargögn eru og því minni efasemdir sem uppi eru um áreiðanleika þeirra þeim mun minni þörf er á að önnur sönnunargögn styðji þau. Um þetta má vísa til dóms 1. júní 2010 í máli nr. 22978/05, Gäfgen gegn Þýskalandi.40. Mannréttindadómstóllinn hefur einnig bent á að réttur til réttlátrar málsmeðferðar geti ekki talist virkur nema varnir og athugasemdir aðila séu teknar til raunverulegrar skoðunar af innlendum dómstólum og þeir megi ekki virða að vettugi afmarkaða, viðeigandi og þýðingarmikla mótbáru sem sakborningur hefur sett fram, sbr. til dæmis dóm 29. nóvember 2016 í máli nr. 24221/13, Carmel Saliba gegn Möltu. Þá hefur dómstóllinn lagt áherslu á að dómstólum beri að tilgreina nægilega þau rök sem þeir byggja niðurstöðu á. Krafa um rökstuðning ráðist af eðli dómsúrlausnar og atvikum máls. Í kröfunni felist að málsaðilar eigi rétt á að tekin sé skýr afstaða til röksemda sem ráði úrslitum um niðurstöðu máls en dómstólum beri hins vegar ekki skylda til að svara öllum röksemdum þeirra nákvæmlega, sbr. meðal annars dóm 9. desember 1994 í máli nr. 18390/91, Ruiz Torija gegn Spáni.41. Af framkvæmd mannréttindadómstólsins verður ráðið að við heildarmat á því hvort málsmeðferð teljist réttlát, þrátt fyrir að sakfelling hafi byggst á sönnunargagni sem aflað hefur verið með ólögmætum eða óvenjulegum hætti, skipti máli í hverju ólögmætið er fólgið. Þannig hefur dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að hafi sönnunargagns verið aflað með pyndingum eða annars konar ómannlegri eða vanvirðandi meðferð sem falið hefur í sér brot gegn 3. gr. sáttmálans geti það komið í veg fyrir að málsmeðferðin teljist réttlát, sbr. til dæmis dóm 11. júlí 2006 í máli nr. 54810/00, Jalloh gegn Þýskalandi. Brot gegn 3. gr. sáttmálans við öflun sönnunargagns hefur þó ekki sjálfkrafa verið talið fela í sér brot gegn 6. gr. hans ef sakfelling hefur jafnframt verið reist á öðrum sönnunargögnum, sbr. fyrrnefndan dóm í máli Gäfgen gegn Þýskalandi.42. Þá hefur mannréttindadómstóllinn ekki talið það fela í sér sjálfstætt brot gegn 6. gr. sáttmálans að byggja sakfellingu á sönnunargagni sem aflað hefur verið í andstöðu við rétt manna til friðhelgi einkalífs samkvæmt 8. gr. hans svo sem með símhlustun eða sambærilegri rannsóknaraðgerð sem ekki er framkvæmd í samræmi við heimildir í lögum, jafnvel þótt sakfellingin hafi ekki verið studd öðrum sönnunargögnum, sbr. dóm 12. maí 2000 í máli nr. 35394/97, Khan gegn Bretlandi.5) Lögmæti öflunar Encrochat-gagnanna og heimild til framlagningar þeirra43. Eins fram kemur í lið 30 að framan felst sú grundvallarregla í 110. og 134. gr. laga nr. 88/2008 að aðilar sakamáls geti aflað þeirra sönnunargagna sem þeir óska og synjun um framlagningu þeirra verði að hafa lagastoð eða styðjast við önnur gild rök. Hvorki eru í lögunum né öðrum lögum sérákvæði um öflun, framlagningu eða sönnunargildi gagna sem aflað er af erlendum yfirvöldum.44. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að taka lögmæti Encrochat-gagnanna til skoðunar og hvort framlagning þeirra í málinu teljist ein og sér hafa komið í veg fyrir að ákærðu hafi notið réttlátrar málsmeðferðar. Kemur þar einkum til skoðunar hvort gagnanna hafi verið aflað í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs, enda ljóst að dulkóðuð samskipti manna á milli eru almennt heimil og í öflun gagnanna fólst tilfinnanleg skerðing á friðhelgi einkalífs þeirra sem hlut áttu að máli. Strangar kröfur eru gerðar til takmarkana á slíkum réttindum.45. Ákvæði 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar svarar til 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í 2. mgr. 8. gr. er að finna almennt takmörkunarákvæði um að stjórnvöld skuli eigi ganga á rétt til friðhelgi einkalífs nema samkvæmt því sem lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra. Í 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er sértækt ákvæði um takmarkanir á tilgreindum einkalífsréttindum. Þar segir meðal annars að ekki megi gera rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manna nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Í athugasemdum við 9. gr. frumvarps til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, sem varð að 71. gr. stjórnarskrárinnar, er vísað til þess að takmörkunarheimildir þessar eigi einkum við um rannsóknaraðgerðir lögreglu sem séu ítarlega útfærðar í almennum lögum.46. Í athugasemdum við XI. kafla frumvarps sem varð að lögum nr. 88/2008, en kaflinn fjallar um símahlustun og sambærileg úrræði, er áréttað að setja verði rannsóknaraðgerðum lögreglu sem fela í sér takmarkanir á friðhelgi einkalífs þröngar skorður. Í 83. og 84. gr. laganna er meðal annars gerð krafa um að til slíkra aðgerða þurfi úrskurð dómara, rannsókn beinist að broti sem varðað geti að lögum sex ára fangelsi og ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þeirra.47. Við úrlausn þess hvort heimilt hafi verið að leggja Encrochat-gögnin fram í málinu og líta til þeirra við sönnun ræður ekki úrslitum hvort öflun slíkra gagna, með þeim hætti sem gert var í Frakklandi, hefði verið heimiluð af dómstólum hér á landi. Engu að síður þarf að taka til skoðunar hvort gagnanna hafi verið aflað með þeim hætti að þau teljist lögmæt sönnunargögn í sakamáli hér á landi.48. Enda þótt ákærðu telji ýmislegt óljóst um uppruna, meðferð og áreiðanleika þeirra gagna sem liggja fyrir í málinu um rafræn samskipti manna um innflutning á saltdreifara, losun efna úr honum til framleiðslu fíkniefna og um þá framleiðslu hefur ekki verið dregið í efa að frumgögnin eiga uppruna sinn í dulkóðaða samskiptakerfinu Encrochat. Þótt ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um hvernig staðið var að öflun þeirra liggur þó nægjanlega ljóst fyrir að þeirra var aflað af lögreglu í Frakklandi á árinu 2020 í kjölfar samstarfs evrópskra löggæsluyfirvalda á grundvelli dómsúrskurða í Frakklandi. Komið var fyrir á netþjónum rekstraraðila samskiptakerfisins í Frakklandi búnaði sem afkóðaði rafræn samskipti notenda þess. Gögnin voru síðan afrituð og vistuð í gagnasafni en lögregluyfirvöldum í ýmsum Evrópulöndum síðan afhent gögn sem talin voru geta tengst glæpastarfsemi í viðkomandi landi. Gögnin bárust íslenskum löggæsluyfirvöldum í þrennu lagi í júlí til nóvember 2020 fyrir milligöngu Europol.49. Ekki liggur fyrir í málinu hvort umræddra heimilda franskra dómstóla var aflað í þágu rannsóknar tiltekins eða tiltekinna refsiverðra verknaða en hins vegar er nægilega upplýst að samskiptakerfið var að stórum hluta notað í samskiptum glæpahópa.50. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til að gagnanna hafi verið aflað í andstöðu við frönsk lög. Úrskurðir franskra dómstóla sem öflun gagnanna grundvallaðist á sæta heldur ekki endurskoðun íslenskra dómstóla sem leiðir meðal annars af gagnkvæmum þjóðréttarskuldbindingum ríkjanna samkvæmt samningi um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum frá 29. maí 2000. Fyrirmæli samningsins um beiðnir til að afla sönnunargagna í öðru ríki voru innleidd í ákvæði IV. kafla laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum með síðari breytingum.51. Við mat á lögmæti gagnanna verður jafnframt að líta til þess að Frakkland er aðili að mannréttindasáttmála Evrópu. Enda þótt þær takmarkanir á friðhelgi einkalífs sem felast í hlustun, öflun samtala og rafrænna merkja í þágu rannsóknar alvarlegra sakamála séu útfærðar með mismunandi hætti í lögum aðildarríkja sáttmálans verður að ganga út frá að við öflun umræddra sönnunargagna á grundvelli úrskurða dómara í Frakklandi hafi verið gætt að því að þær rúmuðust innan þeirra marka sem 2. mgr. 8. gr. sáttmálans setur rannsóknaraðgerðum lögreglu. Þar með má gera ráð fyrir að öflun gagnanna samræmist þeim grunnsjónarmiðum um réttaröryggi sakaðra manna sem gengið er út frá í íslenskum rétti.52. Þá skiptir máli við mat á því hvort framlagning gagnanna í málinu var heimil að þeirra var ekki aflað að frumkvæði íslenskra löggæsluyfirvalda og því augljóslega ekki ætlunin að komast fram hjá ákvæðum íslenskra laga með rannsóknaraðgerðinni. Jafnframt skiptir máli við það mat að gögnin voru notuð hér á landi við rannsókn og málsmeðferð fyrir dómi vegna stórfellds fíkniefnalagabrots sem samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga getur varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. skilyrði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 88/2008 fyrir símhlustun og öðrum sambærilegum úrræðum.53. Líta má til þess að sambærileg gögn og hér eru til skoðunar hafa komið til umfjöllunar dómstóla annars staðar á Norðurlöndum. Í dómi Hæstaréttar Noregs 30. júní 2022, í máli nr. 2022-1314-A, var komist að þeirri niðurstöðu að gagna úr Encrochat-samskiptakerfinu hefði verið aflað með lögmætum hætti á grundvelli fyrrgreindra franskra úrskurða og ekki fallist á kröfu um útilokun þeirra í sakamáli sem rekið var fyrir norskum dómstólum. Í úrskurði Hæstaréttar Danmerkur 11. janúar 2023 í máli nr. 23/2022 var ekki fallist á kröfu um að gögnum sem aflað var á grundvelli sömu frönsku dómsúrskurða yrði hafnað sem sönnunargögnum í sakamáli sem rekið var fyrir dönskum dómstólum.54. Þegar allt framangreint er virt telst framlagning Encrochat-gagnanna í málinu ekki fela í sér að brotið hafi verið gegn rétti ákærðu til réttlátrar málsmeðferðar sem varinn er af 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans.6) Um áreiðanleika Encrochat-gagnanna og afstöðu til varna ákærðu þar að lútandi55. Fyrir liggur að í héraðsdómi og dómi Landsréttar var litið til Encrochat-gagnanna við mat á sönnun um sekt ákærðu. Eins og fyrr greinir hefur því verið haldið fram af hálfu ákærðu að vegna óvissu um meðferð gagnanna, áreiðanleika og nákvæmni hafi ekki verið unnt að byggja sakfellingu á þeim. Eins og áður er rakið hafa ákærðu meðal annars vísað til þess að hér á landi skorti á að settar hafi verið reglur um rannsókn á slíkum gögnum gagnstætt því sem sé raunin í Danmörku.56. Aðferð við öflun tiltekinna sönnunargagna og meðferð þeirra getur verið til þess fallin að vekja réttmætar efasemdir um áreiðanleika og nákvæmni þeirra. Þótt hér að framan hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að Encrochat-gagnanna hafi ekki verið aflað með ólögmætum hætti og framlagning þeirra í málinu heimil þarf engu að síður í ljósi eðlis þeirra og varna ákærðu að skoða hvernig mati á meðferð, áreiðanleika og nákvæmi þeirra var háttað í hinum áfrýjaða dómi. Jafnframt þarf að taka afstöðu til þess hvort brugðist hafi verið með fullnægjandi hætti við vörnum og athugasemdum ákærðu hvað þetta varðar við meðferð málsins og í hinum áfrýjaða dómi.57. Ríkissaksóknari Danmerkur gaf 28. júní 2023 út fyrirmæli um dulkóðuð samskipti. Í þeim er meðal annars að finna upplýsingar um Encrochat-samskiptakerfið og hvernig lögreglu í Frakklandi og Hollandi ásamt Europol tókst að ráða dulkóðunina í mars 2020, nálgast gögnin og byggja upp gagnagrunn um þau í Hollandi og Frakklandi. Þá er þar fjallað um og gefin fyrirmæli um meðferð slíkra gagna, rannsókn á þeim og notkun við lögreglurannsókn og í dómsmálum. Sérstök grein er gerð fyrir atriðum sem dregið geta úr sönnunargildi gagnanna. Í viðauka með fyrirmælunum fylgdi efnislýsing (d. varedeklaration) fyrir Encrochat-gögnin frá dönsku lögreglunni 30. ágúst 2021. Fyrirmæli ríkissaksóknarans höfðu ekki verið gefin út þegar Hæstiréttur Danmerkur úrskurðaði 11. janúar 2023 að upplýsingar af samskiptanetinu Encrochat sem aflað hefði verið af hálfu erlendra yfirvalda væri unnt að nota sem sönnunargögn í sakamáli. Engum sambærilegum fyrirmælum mun vera til að dreifa hér á landi.58. Encrochat-gögnin eru hluti af miklu safni sambærilegra gagna sem nýtt hafa verið við rannsókn og saksókn í fjölda Evrópulanda. Við mat á sönnunargildi þeirra verður að hafa í huga að þau hafa eingöngu farið um hendur innlendra og alþjóðlegra löggæslu- og réttarvörslustofnana. Gagnanna var ekki, svo sem fyrr segir, aflað að undirlagi íslenskra löggæsluyfirvalda heldur bárust þau í hendur þeirra fyrir milligöngu Europol og leiddu þannig til rannsóknar á ætluðu fíkniefnalagabroti samkvæmt ákærulið I.1 sem þá var löngu afstaðið. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sem ekki þykir ástæða til að draga í efa hefur tiltölulega fámennur og afmarkaður hópur lögreglumanna haft aðgang að frumgögnunum eftir að þau voru send hingað til lands fyrir milligöngu Europol.59. Í málsgögnum er skýrsla lögreglu um bakgrunn Encrochat-gagnanna, virkni og þjónustu síma sem tengdust samskiptakerfinu, afritun gagnanna og notkun þeirra við lögreglurannsóknir í Evrópu. Þá liggur fyrir fjöldi upplýsingaskýrslna lögreglu um notkun gagnanna við rannsókn málsins. Þar kemur meðal annars fram að rannsókn lögreglu var ekki einungis byggð á gögnum sem bárust frá Europol í júlí 2020 heldur var kallað eftir frekari gögnum um samskipti þeirra notenda Encrochat sem rannsóknin beindist að. Bárust viðbótargögn úr Encrochat-samskiptakerfinu 7. október og 27. nóvember 2020 um samskipti sömu notenda. Þá er í einni slíkri skýrslu tekið fram að á tímabilinu sem samskipti notenda Encrochat áttu sér stað hafi þeir verið á mismunandi tímabeltum í heiminum. Því hafi tímasetningar samskiptanna innan dags riðlast að einhverju marki.60. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi og héraðsdómi, sem þar er vísað til liggja fyrir ítarlegar upplýsingar í málinu um efni rafrænna samskipta notendanna Nuclearfork, Residentkiller og fleiri. Í þeim er meðal annars fjallað um hvernig ná skuli olíu, sem lögregla telur hafa verið amfetamínbasa, úr saltdreifaranum, hversu mikið af því efni hefði þar verið falið og hversu mikið af amfetamíni mætti framleiða úr því. Þá koma þar fram leiðbeiningar um hvernig skuli framleiða fíkniefni úr amfetamínbasanum svo og um efni og aðföng til framleiðslunnar. Einnig var fjallað um kostnað við innflutninginn, flutning á fjármunum milli landa, skiptingu á íslenskum krónum í evrur og dreifingu tilbúinna fíkniefna á Íslandi. Af gögnunum má greina hlutverk þeirra sem stóðu að baki notendanöfnunum og hvernig leiðbeiningar og upplýsingar voru sendar á milli þeirra. Meðal gagna voru ljósmyndir af saltdreifaranum, amfetamínbasanum og tilbúnum efnum. Af gögnunum verður ráðið hvenær samskiptin fóru fram.61. Að framangreindu verður ráðið að enda þótt skrifleg fyrirmæli hafi ekki legið fyrir um hvernig umrædd rafræn gögn yrðu rannsökuð og notuð við rannsóknina gætti lögregla að flestum sambærilegum atriðum og mælt er fyrir um í reglum danska ríkissaksóknarans. Þannig var upplýst um uppruna gagnanna, tæknilegt eðli þeirra, gengið úr skugga um hvort frekari samskiptagögnum væri til að dreifa og greint frá mögulegum vafaatriðum í gögnunum.62. Sem fyrr segir eru viðamiklar upplýsingar um efnislegt innihald Encrochat-gagnanna í þeim skjölum málsins sem hafa verið ákærðu aðgengileg frá því fyrir þingfestingu þess í héraði. Frumrit gagnanna er hins vegar á rafrænu formi. Óumdeilt er að gögnin á því formi voru ekki afhent ákærðu við þingfestingu málsins í héraði.63. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar hefur lögreglu ekki verið talið skylt á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 að afhenda sakborningum afrit rafrænna gagna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 21. september 2009 í máli nr. 495/2009. Hins vegar hefur verið talið skylt að veita sakborningum aðgang að slíkum gögnum á lögreglustöð. Í dómi Hæstaréttar 6. september 2012 í máli nr. 584/2012 var talið leiða af dómi réttarins 1. nóvember 2010 í máli nr. 614/2010, þar sem fjallað var um synjun lögreglu á afhendingu gagna samkvæmt 3. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, að sama gilti um aðgang verjanda sakaðs manns að upptökum eftir að mál hefði verið höfðað. Samkvæmt því verður að gera ráð fyrir að ákærðu hafi staðið til boða að fá aðgang að rafrænu afriti gagnanna á lögreglustöð við rannsókn málsins og meðferð þess í héraði, hefði verið leitað eftir því.64. Með ákvörðun Landsréttar 25. maí 2023 var ákæruvaldi gert skylt að afhenda verjendum þeirra ákærðu sem Encrochat-gögnin vörðuðu USB-lykil með afriti þeirra en slíkur lykill með afriti gagnanna hafði verið lagður fram í Landsrétti 10. sama mánaðar.65. Efnislegt innihald Encrochat-gagnanna er að finna í málsgögnum sem ákærðu hafa haft undir höndum frá upphafi málsmeðferðar í héraði, afrit hinna rafrænu frumgagna var þeim aðgengilegt fyrir þann tíma til skoðunar á lögreglustöð og þeir fengu rafrænt afrit gagnanna í hendur fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti. Að því virtu og með hliðsjón af málatilbúnaði ákærðu á öllum dómstigum verður ráðið að þeir hafi haft fullnægjandi grundvöll til að halda uppi vörnum um efni, form, áreiðanleika og önnur atriði sem varða gögnin. Vörnum ákærðu var því ekki áfátt að þessu leyti.66. Í hinum áfrýjaða dómi og héraðsdómi sem vísað er til í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms er fjallað um alla helstu þætti í vörnum ákærðu og brugðist við mikilvægustu athugasemdum þeirra. Þetta á meðal annars við um varnir ákærðu sem lutu að meðferð, áreiðanleika og nákvæmni Encrochat-gagnanna.67. Varnir ákærðu sem lúta að því að gögnin séu óáreiðanleg hafa að miklu leyti verið byggðar á því að þau hafi verið óvarin og einfalt hafi verið að breyta þeim. Fyrir Hæstarétti hafa ákærðu þannig bent á að í skjölum sem lögregla hafi unnið upp úr frumgögnunum hafi íslenskum texta verið breytt verulega. Þeir telja að þar sem mögulegt sé að breyta gögnunum sé fullkomin óvissa um áreiðanleika þeirra og nákvæmni. Af hálfu ákæruvaldsins hefur verið bent á að þessar breytingar feli aðeins í sér að textinn hafi verið færður yfir á íslenskt ritmál í framlögðum upplýsingaskjölum lögreglu og þannig gerður læsilegri. Íslenskir stafir hafi ekki verið notaðir í þeim samskiptum á íslensku sem komi fram í frumgögnunum. Engar efnislegar breytingar hafi hins vegar verið gerðar á efni skilaboðanna.68. Ákærðu hafa bent á atriði sem þeir telja benda til að átt hafi verið við gögnin eða að þau séu ónákvæm. Þau lúta að því að á tveimur stöðum komi íslenska orðið „og“ fyrir í enskum texta. Um er að ræða textabrotin „I will organize that my guy og to the farm...“ og „It came out 2310g“. Í fyrra tilvikinu virðist augljóslega hafa orðið stafavíxl hjá þeim sem ritaði textann þar sem átt hafi að standa „go“ í stað „og“, fremur en að átt hafi verið við textann síðar. Í síðara tilvikinu virðist augljóst að verið sé að ræða um „2310 g“ en ekki „231 og“. Benda þessi stuttu textabrot ekki til þess að átt hafi verið við gögnin.69. Af samanburði á efni samskipta notenda Encrochat-samskiptakerfisins í upplýsingaskýrslum lögreglu annars vegar og hins vegar í framlögðu afriti af frumriti rafrænna gagna sem íslenskum stjórnvöldum bárust frá Frakklandi verður ráðið að í skjölum sem lögregla útbjó við rannsóknina hafi samskiptunum verið raðað upp í tímaröð til að fá heildstæða mynd af þeim. Eins hafi íslenskur texti í þeim verið aðlagaður að íslensku ritmáli. Af þessum samanburði verður ekki ráðið að gerðar hafi verið efnislegar breytingar á samskiptunum frá hinum hráa frumtexta.70. Af hálfu ákærða Guðlaugs Agnars hafa verið gerðar athugasemdir við að í Landsrétti hafi sönnun um að hann hefði verið notandinn Nuclearfork meðal annars verið byggð á skýrslu lögreglu sem hafði að geyma upplýsingar um staðsetningar ákærða og Nuclearfork í Taílandi á grundvelli samanburðar á upplýsingum úr Encrochat-gögnunum og skoðunar á ljósmyndum úr síma ákærða. Ákærði telur ákæruvaldið ekki hafa skýrt hvernig þessi skýrsla samræmist þeim upplýsingum sem fram komi í gögnum málsins um að unnt hafi verið að leyna staðsetningu slíkra símtækja. Í annarri lögregluskýrslu um virkni Encrochat-kerfisins kemur fram að þjónustan hafi verið fáanleg fyrir símtæki þar sem GPS, myndavél og hljóðnemar hafi verið gerð óvirk til að tryggja næði og leynd. Síðar í skýrslunni kemur fram að tæki með Encrochat hafi mátt ræsa í tvenns konar stillingu og hafi önnur verið fyrir dulkóðað viðmót fyrir leynileg samskipti. Með vísan til þessa og þar sem fyrir liggur að haldlögð samskiptagögn frá notandanum Nuclearfork höfðu að geyma staðsetningar á símtækinu verður ekki talið að annmarkar hafi verið á ályktunum Landsréttur um þetta atriði.71. Þegar allt framangreint er metið verður ekki talið að uppruni Encrochat-gagnanna eða aðferð við öflun þeirra svo og meðferð þeirra af hálfu franskra, alþjóðlegra og innlendra löggæsluyfirvalda og aðstæður að öðru leyti gefi réttmætt tilefni til að draga áreiðanleika þeirra í efa. Er það í samræmi við mat Landsréttar á áreiðanleika gagnanna. Af dómi Landsréttar, þar sem meðal annars var vísað til héraðsdóms að þessu leyti, verður ekki annað ráðið en að brugðist hafi verið með fullnægjandi hætti við athugasemdum ákærðu varðandi uppruna, meðferð, áreiðanleika og nákvæmni gagnanna og mikilvægustu atriðum í vörnum þeirra þar að lútandi svarað með viðeigandi hætti. Engir annmarkar voru þannig á aðferð við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi hvað varðar mat á áreiðanleika og nákvæmni þessara gagna og málsmeðferðin að þessu leyti réttlát í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans.7) Um mat Landsréttar á vægi Encrochat-gagnanna við ákvörðun um sakfellingu ákærðu72. Þeirri spurningu er þá ósvarað hvort þeir ágallar hafi verið á sönnunarmati Landsréttar að Encrochat-gögnunum hafi verið gefið of mikið vægi við ákvörðun um sakfellingu ákærðu og með því hafi verið brotið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar með þeim afleiðingum að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm.73. Í hinu frjálsa sönnunarmati dómara felst að lagt er mat á sönnunargildi hvers sönnunargagns fyrir sig og þeirra allra í heild og komist að niðurstöðu um hvort fram sé komin sönnun um sekt ákærða sem hafin sé yfir skynsamlegan vafa.74. Eins og ráða má af hinum áfrýjaða dómi og héraðsdómi felst þungamiðja sönnunarmats í þessu máli í því hvort sönnun sé fram komin um að ákærðu hafi notað Encrochat-samskiptakerfið undir nöfnunum Nuclearfork og Residentkiller. Sönnunarmat Landsréttar um það atriði er aðeins að hluta til reist á framlögðum gögnum úr því kerfi en einnig á fjölmörgum öðrum sönnunargögnum sem tengja ákærðu við þessa notendur svo sem rafrænum gögnum sem aflað var úr farsímum og tölvum ákærðu og annarra.75. Að fenginni niðurstöðu um að fram væri komin sönnun um að ákærðu hefðu verið umræddir notendur var heildarmat Landsréttar á sönnun á þeirri háttsemi sem þeir voru sakfelldir fyrir samkvæmt ákærulið I.1 ekki aðeins reist á hinum umfangsmiklu gögnum úr Encrochat-samskiptakerfinu heldur jafnframt á ýmsum öðrum sönnunargögnum sem talin voru veita fyrrnefndu gögnunum mikinn stuðning. Þar er um að ræða ljósmyndir, gögn úr símtækjum ákærðu, rannsókn á staðsetningu símtækja, rannsókn á sýnishornum af efnum sem fundust í saltdreifaranum og öðrum munum sem fundust við húsleitir. Þá tekur heildarmatið jafnframt mið af munnlegum framburði. Samkvæmt því verður ekki fallist á þær varnir ákærðu að sakfelling þeirra hafi eingöngu verið reist á Encrochat-gögnunum eða að þeim hafi verið gefið of mikið vægi við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi.76. Samkvæmt öllu framangreindu og þegar meðferð málsins er virt heildstætt braut framlagning Encrochat-gagnanna, notkun þeirra við mat á sönnun fyrir sekt ákærðu, aðferð Landsréttar við mat á sönnunargildi þeirra svo og það vægi sem þeim var gefið við heildarmat á því hvort sök ákærðu teldist sönnuð, ekki í bága við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi sem verndaður er af 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.8) Um heimild til notkunar Encrochat-gagnanna í íslenskri refsilögsögu77. Ákærði Guðlaugur Agnar byggir varnir sínar á því að heimild sú sem frönsk yfirvöld veittu til notkunar á Encrochat-gögnunum hafi aðeins tekið til ætlaðrar refsiverðrar háttsemi í íslenskri refsilögsögu. Refsilögsaga íslenska ríkisins í málinu nái ekki til hans, sbr. 4., 5. og 6. gr. almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi búið í Taílandi þegar þau brot sem honum eru gefin að sök hafi verið framin. Hann hafi ekki getað komið að þeim brotum sem ákæruvaldið telji að hafi verið framin á Íslandi eftir að saltdreifarinn var kominn að [...]. Þá þurfi brot að vera saknæmt samkvæmt refsilöggjöf í Taílandi en ekkert liggi fyrir um það í málinu. Ákærði telur að ekkert hafi verið fjallað um þessar varnir fyrir Landsrétti.78. Í 7. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að sé refsing að einhverju leyti bundin að lögum við afleiðingar verknaðar skuli litið svo á að verkið sé einnig unnið þar sem þessar afleiðingar gerast eða er ætlað að koma fram. Í máli þessu er ákærðu ásamt einum meðákærða gefið að sök í ákærulið I.1 að hafa staðið saman að innflutningi verulegs magns fíkniefna til Íslands í félagi við þrjá ónafngreinda menn. Brotinu er lýst með þeim hætti að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Háttsemi þeirra ber að virða sem eina heild en í skilningi 173. gr. a almennra hegningarlaga var brotið fullframið þegar efnin voru flutt inn í landhelgi Íslands. Háttsemi ákærða Guðlaugs Agnars verður ekki skilin frá þætti annarra ákærðu í málinu. Af þeim sökum var hún liður í verknaði sem ætlað var að hafa afleiðingar hér á landi og nær því íslensk refsilögsaga til háttsemi hans samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði, sbr. einnig 1. tölulið 4. gr. sömu laga. Um þetta má vísa til dóma Hæstaréttar 3. desember 2009 í máli nr. 509/2009 og 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014.79. Engum vafa er undirorpið að heimild sú sem frönsk yfirvöld veittu íslenskum löggæsluyfirvöldum 1. júní 2021, samkvæmt því sem rakið var í lið 9 að framan, til að nota Encrochat-gögnin við rannsókn sakamála og meðferð þeirra fyrir dómi náði til þessa máls. Um þessar varnir ákærða var fjallað og tekin afstaða til þeirra í dómi héraðsdóms sem staðfestur var í Landsrétti um sakfellingu hans, meðal annars með vísan til forsendna.80. Samkvæmt öllu framangreindu eru engin efni til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm.Um efnishlið málsins) Um sönnun á háttsemi sem ákærðu er gefin að sök samkvæmt ákærulið I.1 og huglæga afstöðu þeirra81. Eins og að framan greinir eru heimildum Hæstaréttar til efnislegrar endurskoðunar á áfrýjuðum dómi í sakamáli takmörk sett að því leyti sem niðurstöður hans eru byggðar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Á þetta einkum við um endurskoðun á niðurstöðu áfrýjaðs dóms um sönnun fyrir sekt ákærða, hvort heldur sönnun um hlutræna þætti verknaðar eða huglæga afstöðu til hans.82. Samkvæmt því sem áður greinir eru ekki ágallar á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um háttsemi ákærðu og huglæga afstöðu þeirra til brota. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu ákærðu af sakarefnum samkvæmt ákærulið I.1 byggðist á rökstuddu heildarmati á sönnunargildi munnlegs framburðar og fjölmargra rafrænna, skjallegra og tæknilegra sönnunargagna, þar með talið gagna úr Encrochat-samskiptakerfinu, og hvernig þessi sönnunargögn samrýmdust innbyrðis. Með vísan til alls framangreinds, meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu, svo og c-liðar 1. mgr. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008, verður ekki hróflað við niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu samkvæmt þessum ákærulið.83. Í hinum áfrýjaða dómi er talið sannað að magn amfetamínvökva sem flutt hafi verið til landsins í saltdreifara hafi verið 53 lítrar eins og byggt var á í ákæru. Í ákæru kom fram að framleidd hefðu verið úr honum allt að 117,5 kg af amfetamíni í sölu- og dreifingarskyni. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að styrkleiki amfetamínvökvans hefði verið 57% og samkvæmt því hefði verið unnt að framleiða 189 til 324 kg af amfetamíni úr umræddum 53 lítrum miðað við 14% neyslustyrkleika. Þrátt fyrir þá niðurstöðu lagði Landsréttur til grundvallar að framleidd hefðu verið að minnsta kosti 80,2 kg af amfetamíni úr vökvanum. Þegar litið er til þess að umræddur amfetamínbasi var ekki haldlagður og útreikningar á magni sem framleiða mátti úr honum voru háðir ýmsum óvissuþáttum þykir mega fallast á með Landsrétti að ákærðu eigi að njóta vafans að þessu leyti.2) Um heimfærslu háttsemi samkvæmt ákærulið I.1 til refsiákvæða84. Ákærði Guðlaugur Agnar byggir á því að teljist sú háttsemi sem honum er gefin að sök sönnuð geti hún aðeins talist hlutdeildarbrot.85. Þess er að gæta að löng dómaframkvæmd liggur fyrir um að afmarkaður þáttur manns í skipulagningu og framkvæmd fíkniefnalagabrots sem fleiri en einn tekur þátt í og felst í því að útvega fíkniefni erlendis í því skyni að selja hér á landi, búa til flutnings, flytja til landsins, taka á móti þeim, afhenda til dreifingar, varðveita efnin, dreifa þeim og selja, telst verkskipt aðild að fíkniefnalagabrotinu í heild. Með vísan til þess sem Landsréttur taldi sannað um háttsemi ákærðu og huglæga afstöðu þeirra áttu ákærðu allir verkskipta aðild að fíkniefnalagabroti samkvæmt lið I.1 í ákæru. Verður því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að um samverknað þeirra allra hafi verið að ræða. Þáttur ákærða Guðlaugs Agnars í brotinu telst því ekki hlutdeild, samkvæmt 22. gr. almennra hegningarlaga, í broti annarra ákærðu gegn 173. gr. a sömu laga.86. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að ákærðu hafi gerst sekir um stórfellt fíkniefnalagabrot sem þeim er gefið að sök í ákærulið I.1 og heimfærslu þess til 173. gr. a almennra hegningarlaga.87. Ákærðu mótmæla því báðir að háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákærulið I.1 teljist hafa verið þátttaka í starfsemi skipulagðra brotasamtaka og verði hún því ekki heimfærð til 175. gr. a almennra hegningarlaga. Ákæruvaldið krefst hins vegar staðfestingar á þeirri niðurstöðu Landsréttar að heimfæra háttsemi þeirra til þess ákvæðis.88. Eins og gerð er grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi kom 175. gr. a inn í almenn hegningarlög með 5. gr. laga nr. 149/2009. Í athugasemdum við frumvarp sem varð að þeim lögum kom fram að með því væri með heildstæðum hætti leitast við að endurskoða gildandi ákvæði laganna um skipulagða brotastarfsemi til að unnt væri að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi (Palermósamninginn) frá 15. nóvember 2000. Samningurinn var fullgiltur hér á landi 13. maí 2010 og tók gildi gagnvart Íslandi 12. júní sama ár. Í athugasemdunum segir jafnframt að með samningnum sé tekið skref fram á við í baráttunni gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi. Með alþjóðavæðingu, framförum í upplýsingatækni, stórauknum alþjóðaviðskiptum, auðveldari samgöngum og breyttri landamæravörslu hafi starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka gjörbreyst. Í athugasemdum við 5. gr. kemur fram að um skilgreiningu á hugtakinu skipulögð brotasamtök í 2. mgr. 5. gr. sé meðal annars byggt á skilgreiningu a-liðar 2. gr. samningsins. Þar segir að „skipulögð glæpasamtök“ merki samhæfð samtök þriggja eða fleiri manna sem fyrirfinnast á ákveðnu tímabili og starfa í þeim tilgangi að fremja einn eða fleiri alvarlega glæpi eða brot, sem gerð eru refsiverð samkvæmt samningnum í því skyni að hagnast fjárhagslega eða efnislega með öðrum hætti á beinan eða óbeinan hátt. Hugtakið „samhæfð samtök“, í a-lið 2. gr., merkir samkvæmt c-lið sömu greinar samtök sem eru ekki mynduð með tilviljunarkenndum hætti til að fremja brot þegar í stað. Hins vegar þarf hlutverkaskipting meðlima slíkra samtaka ekki að vera formlega ákveðin eða þátttaka í þeim varanleg eða uppbygging þeirra fastmótuð.89. Undirbúningur og framkvæmd fíkniefnalagabrots sem ákærðu er gefið að sök samkvæmt ákærulið I.1 og Landsréttur taldi sannað að þeir hefðu tekið þátt í fór fram á löngu tímabili í mörgum löndum með aðkomu manna af ýmsu þjóðerni og var þannig liður í alþjóðlegri brotastarfsemi. Brotið var vandlega skipulagt meðal annars með aðstoð flókinnar alþjóðlegrar upplýsingatækni. Þótt ekki verði fullyrt að uppbygging og hlutverkaskipting þeirra samtaka manna sem stóðu að brotinu hafi verið fastmótuð liggur fyrir að þátttakan var ekki með tilviljunarkenndum hætti heldur var um þaulskipulagða verkaskiptingu að ræða þar sem þeir sammæltust um framkvæmd brotsins. Hverjum og einum sem annaðist einstaka þætti þess var ljóst að fleiri ættu hlut að máli. Sú háttsemi ákærðu sem Landsréttur taldi sannaða hafði þannig öll einkenni þess að vera liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka eins og þeim er lýst í 175. gr. a almennra hegningarlaga og Palermósamningnum.90. Með vísan til framangreinds og forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti ber að staðfesta þá niðurstöðu hans að með þátttöku ákærðu í fíkniefnalagabroti því sem þeim er gefin að sök samkvæmt ákærulið I.1 hafi þeir sammælst um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi og að framkvæmd hans hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Þeir hafa því gerst sekir um brot gegn 175. gr. a almennra hegningarlaga. Með vísan til þess tilgangs og þeirra sérstöku refsivörslusjónarmiða sem búa að baki ákvæðinu telst hvorugt þeirra brota sem ákærðu eru sakfelldir fyrir samkvæmt þessum ákærulið tæma sök gagnvart hinu.3) Ákæruliðir I.2 og III91. Í ákærulið I.2 er ákærða Halldóri Margeiri sem fyrr segir gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot sem lýst er nánar í ákæru og í ákærulið III gefnar að sök vörslur fíkniefna sem þar er nánar lýst. Ákærði hefur játað brotin og unir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu og heimfærslu þeirra til refsiákvæða. Kemur sakfelling hans ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti.4) Um ákvörðun refsingar, upptöku og sakarkostnað92. Við ákvörðun refsingar beggja ákærðu verður litið til 77. gr. almennra hegningarlaga um brotasamsteypu. Með þeirri athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verða ákvæði hans um refsingu ákærðu staðfest. Gæsluvarðhaldsvist ákærðu skal koma til frádráttar refsingu hvors þeirra um sig að fullri dagatölu eins og nánar greinir í dómsorði, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga.93. Ákærði Halldór Margeir krefst þess að synjað verði um upptöku á raftækjum hans sem gerð er krafa um í ákæru og byggir þá kröfu á sömu rökum og kröfu um sýknu af ákærulið I.1. Ákærði Guðlaugur Agnar krefst þess einnig að synjað verði um upptöku muna í hans eigu. Hann telur að Landsréttur hafi ranglega komist að þeirri niðurstöðu að í kröfu hans um sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins hafi ekki falist krafa um endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms um upptöku. Því hafi rétturinn ranglega talið að sú krafa hans í greinargerð væri of seint fram komin. Fyrir liggur að ákærði setti ekki fram eiginlega kröfugerð í tilkynningu sinni um áfrýjun á héraðsdómi og var hún þannig ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008. Hins vegar kom hann á framfæri við ríkissaksóknara eftir lok áfrýjunarfrests kröfu um sýknu af öllum kröfum ákæruvalds samkvæmt ákæru og kom slík krafa fram í áfrýjunarstefnu til Landsréttar. Fyrir Landsrétti hafði ákærði Guðlaugur Agnar einungis uppi efnislegar varnir gegn upptöku á Rolex-úri og taldi að upptökuheimild 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga yrði að skýra þröngt þannig að ekki væri heimilt að gera upptæka sérhverja persónulega muni sem dómfelldi ætti. Landsréttur féllst á upptökukröfur ákæruvaldsins án frekari umfjöllunar um varnir ákærða. Ákærði hefur hins vegar ekki fært fram efnislegan rökstuðning gegn upptökukröfunum fyrir Hæstarétti.94. Af ákæruvaldsins hálfu eru ekki gerðar athugasemdir við niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um upptöku. Þar sem niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu hefur verið staðfest og upptökukröfur sem fallist var á í dóminum voru réttilega heimfærðar til lagaákvæða í ákæru verða ákvæði dómsins um upptöku staðfest.95. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti verða staðfest. Ákærðu verður gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og segir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið tillit til þess að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður var skipaður verjandi ákærða Halldórs Margeirs fyrir Hæstarétti frá 12. til 20. september 2023 en var þá leystur frá verjandastörfum. Arnar Þór Stefánsson lögmaður var þá skipaður verjandi ákærða Halldórs Margeirs. Litið er til þess við ákvörðun málsvarnarlauna fyrir Hæstarétti að hann annaðist ekki varnir ákærða í héraði eða fyrir Landsrétti. Þá er tekið tillit til þess við ákvörðun málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða Guðlaugs Agnars að hann gegndi jafnframt verjendastörfum fyrir ákærða í héraði og fyrir LandsréttiDómsorð:Dómur Landsréttar skal vera óraskaður að öðru leyti en því að frá refsingu ákærða, Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, dregst gæsluvarðhald sem hann sætti frá 20. maí til 5. júlí 2022 og frá 20. október 2022 til uppkvaðningar dóms þessa og að frá refsingu ákærða, Halldórs Margeirs Ólafssonar, dregst gæsluvarðhald sem hann sætti, frá 20. maí 2022 til uppkvaðningar dóms þessa.Ákærði Guðlaugur Agnar greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, 3.546.400 krónur.Ákærði Halldór Margeir greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna fyrir Hæstarétti, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 322.400 krónur og Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 4.191.200 krónur.Ákærðu greiði óskipt annan áfrýjunarkostnað, 577.345 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=b0150677-e591-4326-b9ec-598c6a244962&verdictid=c14549e5-cf63-4a44-aeae-e445e03b2bc8 |
Mál nr. 31/2023 | Kynferðisbrot Nauðgun Börn Barnaverndarlagabrot Refsiheimild Heimfærsla Refsiákvörðun Miskabætur | Í þeim hluta málsins sem var til endurskoðunar fyrir Hæstarétti var B í þremur ákæruliðum ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa fengið brotaþola A til að stinga fingri í endaþarm, taka myndband af því og senda sér, með því að hafa fengið brotaþola A og C til að hafa kynferðismök sín á milli með gervilim, taka myndband af því og senda sér og fyrir að hafa fengið brotaþola D til að fróa sjálfri sér með kynlífshjálpartæki sem hann gaf henni, taka upp myndband af því og senda sér. Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi. Þrátt fyrir ótvíræða skyldu löggjafans til þess að vernda börn gegn hvers konar misnotkun, þar á meðal kynferðislegri, yrði ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. laganna endurspeglaði þá þróun og næði til þeirrar háttsemi að fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því. Hæstiréttur áréttaði að beiting refsiákvæða væri háð takmörkunum sem leiða mætti af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár og taldi að í ljósi reglunnar um lögbundnar refsiheimildir veitti orðalag 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga ekki það svigrúm til túlkunar að fella mætti háttsemi ákærða undir hugtakið önnur kynferðismök í 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Voru brot B felld undir 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Var niðurstaða Landsréttar um ákvörðun refsingar staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 21. júní 2023 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að dómur Landsréttar verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd.3. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af 3., 5. og 17. lið ákæru og refsing hans milduð. Þá er þess krafist að skaðabætur A, C og D verði lækkaðar.4. Af hálfu brotaþola D er þess aðallega krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur henni til handa verði staðfest.5. Af hálfu brotaþola C er þess aðallega krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur henni til handa verði staðfest.6. Af hálfu brotaþola A er þess aðallega krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 4.500.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur henni til handa verði staðfest.Ágreiningsefni7. Með ákæru héraðssaksóknara 31. janúar 2022 voru ákærða gefin að sök margvísleg kynferðisbrot gagnvart börnum, barnaverndarlagabrot og önnur sérrefsilagabrot í 17 ákæruliðum. Þar á meðal var ákært fyrir nauðganir gagnvart fjórum börnum. Verður nú vikið að þeim ákæruliðum sem eru til umfjöllunar hér fyrir dómi.8. Samkvæmt ákærulið 3 var ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa einu sinni á tímabilinu mars til 5. nóvember árið 2021 með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar og með því að lofa gjöfum: ýmsum kynlífshjálpartækjum, undirfötum, nikotínpúðum, rafrettum, áfyllingu í rafrettur og áfengi, fengið brotaþolann A til að stinga fingri í endaþarm hennar og taka myndband af því sem hún svo sendi ákærða.9. Samkvæmt ákærulið 5 var ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í mars eða apríl árið 2021 með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar og með því að lofa gjöfum sem fyrr var lýst afhent brotaþolanum A áfestanlegan gervilim og fengið hana og brotaþolann C til að nota hann þannig að C festi liminn á sig og hafði kynferðismök við A með gervilimnum og tók myndband af því sem þær svo sendu ákærða.0. Samkvæmt ákærulið 17 var ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í júlí 2020 með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar fengið brotaþolann D til að fróa sér með notkun kynlífshjálpartækis sem ákærði gaf henni og taka myndband af því sem hún svo sendi ákærða.1. Brot samkvæmt ofangreindum ákæruliðum voru í ákæru talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 210. gr. b laganna.2. Með héraðsdómi 19. maí 2022 var ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í öllum ákæruliðum að öðru leyti en því að hann var sýknaður af hluta þeirrar háttsemi sem honum var gefin að sök samkvæmt ákærulið 10. Háttsemi ákærða samkvæmt þeim þremur fyrrgreindu ákæruliðum sem áfrýjunarleyfið lýtur að var á hinn bóginn ekki heimfærð til refsiákvæða samkvæmt ákæru heldur til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með þeim rökum að ekkert annað hefði komið fram í málinu en að um rafræn samskipti hefði verið að ræða. Ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í sex ár, til upptöku eigna og greiðslu miskabóta til brotaþola.3. Með hinum áfrýjaða dómi 31. mars 2023 var niðurstöðu héraðsdóms um heimfærslu fyrrgreindrar háttsemi til refsiákvæða hrundið og þau talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Að öðru leyti var héraðsdómur staðfestur um sakfellingu ákærða. Minnihluti dómsins taldi að heimfæra ætti brot ákærða samkvæmt 3. og 17. ákærulið til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða var ákveðin fangelsi í sjö ár.4. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 16. júní 2023 með ákvörðun réttarins nr. 2023-68 á þeim grundvelli að úrlausn um heimfærslu háttsemi ákærða samkvæmt ákæruliðum 3, 5 og 17 til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Málsatvik5. Ákærði var handtekinn 8. nóvember 2021 eftir að grunur féll á hann um kynferðisbrot gagnvart brotaþolunum A og C. Í kjölfarið fór fram lögreglurannsókn sem meðal annars leiddi til þess að hald var lagt á tvo farsíma í eigu ákærða, fartölvu og annan búnað. Í símum og tölvu ákærða var að finna fjölda mynda og myndskeiða sem meðal annars sýndu ungmenni á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Í gögnum málsins er að finna gríðarmikil samskipti ákærða af kynferðislegum toga á samskiptamiðlum við stúlkur og konur í meira en áratug.6. Ákærði var með tvo aðganga á samskiptamiðlinum Snapchat sem hann nýtti til að eiga samskipti við brotaþola þar sem kynferðislegt tal var viðhaft og ljósmyndir og myndskeið sem sýndu kynferðislegt efni móttekið og sent. Ákærði gaf brotaþolum kynlífshjálpartæki en það kvaðst hann hafa gert í tengslum við svokallaðan „stigaleik“ þar sem stig voru gefin fyrir kynferðislegar athafnir og voru stigin fleiri eftir því sem hinar kynferðislegu athafnir urðu grófari. Brotaþolar munu þá hafa fengið stig í samræmi við grófleika þeirra mynda sem þær sendu ákærða.7. Með hinum áfrýjaða dómi var talið sannað samkvæmt ákærulið 3 að ákærði hefði beðið brotaþola, sem þá var 13 ára, að setja fingur í endaþarm sinn, taka upp á myndband og senda ákærða myndband af því. Fyrir þetta hafi brotaþoli fengið stig samkvæmt stigaleiknum. Þá taldi dómurinn sannað að ákærði hefði fengið brotaþola, sem þá voru 13 ára og tilgreindir eru í ákærulið 5, til að nota gervilim til að hafa kynmök hvor við aðra og taka myndband af því sem þær hefðu svo sent ákærða. Loks var talið sannað varðandi ákærulið 17 að ákærði hefði fengið brotaþola, sem þá var 14 ára, til þess að fróa sér með kynlífshjálpartæki sem ákærði gaf henni og að hún hefði tekið myndband af því sem hún hefði sent ákærða.Lagaumhverfi8. Eins og áður greinir er háttsemin sem ákærða er gefin að sök samkvæmt 3., 5 og 17. ákærulið felld undir nauðgun og aðallega talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Við flutning málsins hér fyrir dómi féll ákæruvaldið frá því að heimfæra framangreinda háttsemi til vara undir 1. mgr. 210. gr. b almennra hegningarlaga.9. Í 1. mgr. 194. almennra hegningarlaga segir að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við mann án hans samþykkis gerist sekur um nauðgun og skuli sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samþykki teljist liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en það teljist ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis teljist svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Í 1. mgr. 202. gr. laganna segir að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára skuli sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum.20. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 40/1992 um breyting á almennum hegningarlögum sagði að hugtakið önnur kynferðismök bæri að skýra frekar þröngt þannig að átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt. Um væri að ræða athafnir sem veittu geranda kynferðislega fullnægingu eða væru almennt til þess fallnar.21. Með lögum nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot) voru ákvæði 194. gr. um nauðgun, 195. gr. um annars konar ólögmæta nauðung og 196. gr. um kynferðislega misnotkun sameinuð í nýtt nauðgunarákvæði í 194. gr. laganna. Í athugasemdum með frumvarpinu sagði að Ísland hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989 og valfrjálsa bókun við hann um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám. Þá hefði Evrópuráðið einnig hvatt ríki til þess að löggjöf veitti næga vernd gegn kynferðisbrotum. Á þriðja evrópska ráðherrafundinum um jafnrétti kvenna og karla sem haldinn hefði verið í Róm í október 1993 hefði verið samþykkt yfirlýsing um aðferðir til að berjast gegn ofbeldi gegn konum í Evrópu og ályktun um nauðgun og kynferðislega misnotkun kvenna. Hvers konar kynferðisleg háttsemi gagnvart þeim sem háttseminni væri ekki samþykkur skyldi verða refsiverð, einnig þótt þolandinn berðist ekki á móti atlögunni. Áhersla væri lögð á að tryggja, svo sem framast væri unnt með löggjöf, að friðhelgi, sjálfsákvörðunarréttur og athafnafrelsi hvers einstaklings væri virt. Hagsmunir þeir sem ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga ættu að vernda væru margs konar. Sum þeirra ættu að vernda kynfrelsi fólks almennt en önnur beindust að því að vernda kynfrelsi þeirra sem væru minni máttar á einhvern hátt og þörfnuðust því sérstakrar verndar, til dæmis vegna ungs aldurs. Sameiginlegt meginmarkmið ákvæðanna væri að vernda kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs.22. Áréttað var í greinargerð með frumvarpinu að kynmök fullorðins manns við barn væru gróf misnotkun á yfirburðaaðstöðu hans gagnvart því og yrði að meta valdbeitingu hans með hliðsjón af því að þolandinn væri varnarlaust barn sem ætti erfitt með að verjast og skildi jafnvel ekki það sem fram færi. Í broti geranda fælist því ofbeldi og misneyting gagnvart barni og breytti engu þótt það berðist ekki á móti og gerandi þyrfti því ekki að yfirvinna neina mótstöðu til þess að koma fram vilja sínum. Kynferðisleg misnotkun skyldi einnig vera refsiverð, einkum fullorðins manns gagnvart barni.23. Jafnframt kom fram í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu að draga mætti þá ályktun að undir hugtakið önnur kynferðismök í íslenskum rétti féllu munnmök og endaþarmsmök. Sama gilti um þá háttsemi að setja hluti eða fingur í leggöng eða endaþarm og sleikja og sjúga kynfæri. Í samræmi við skilgreiningar fræðimanna, einkum norskra, væri einnig eðlilegt að undir önnur kynferðismök félli sú háttsemi geranda að láta þolanda fróa sér. Þá sagði þar að á undanförnum árum hefðu lagaákvæði um kynferðisbrot verið tekin til gagngerðrar endurskoðunar í ýmsum nágrannalöndum okkar. Markmiðið væri alls staðar það sama, að einfalda reglurnar og gera þær nútímalegri og að auka vernd barna og kvenna gegn kynferðisbrotum. Ákvæðin væru þó af ýmsu tagi og með ólíku sniði. Norðmenn hefðu breytt ákvæðum hegningarlaga sinna með lögum nr. 76/2000 og sænsku lögunum hefði verið breytt með lögum nr. 90/2005. Með hinum nýju lögum hefði löggjöf beggja þjóða um kynferðisbrot verið breytt verulega og meðal annars hefði nauðgunarhugtakið verið víkkað umtalsvert.24. Enn fremur var vísað til þess í athugasemdum með frumvarpinu að ákvæði norskra og sænskra hegningarlaga um kynferðisbrot hefðu verið höfð til hliðsjónar við samningu þess. Í nýjum kynferðisbrotakafla í sænsku hegningarlögunum væru kynferðisbrot gegn börnum greind frá kynferðisbrotum gagnvart fullorðnum. Refsivernd barna væri aukin með því að sett hefðu verið sérákvæði um nauðgun og aðrar kynferðislegar árásir gegn börnum. Greint væri milli nauðgunar og stórfelldrar nauðgunar. Þess væri ekki krafist að beitt væri ofbeldi, hótunum eða nauðung til þess að brot teldist nauðgun gegn barni. Mismunandi væri hvaða leiðir þjóðir hefðu valið til þess að taka á þess konar ofbeldi gegn ungum börnum. Samkvæmt norska nauðgunarákvæðinu skyldi tekið tillit til þess ef þolandi væri undir 14 ára aldri þegar metið væri hvort beitt hefði verið ofbeldi eða hótunum eða hvort þolandi hefði verið ófær um að sporna við verknaði. Í sænsku hegningarlögunum kæmi aftur á móti fram að samræði eða önnur sambærileg kynferðismök gagnvart barni yngra en 15 ára væru skilgreind sem nauðgun.25. Í frumvarpi til laga nr. 61/2007 var lagt til að verknaðarlýsing ákvæðis 1. mgr. 202. gr. yrði óbreytt en áhersla væri lögð á að ákært yrði bæði fyrir nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og kynferðisbrot gegn barni, sbr. 202. gr. laganna. Slík framkvæmd væri eðlileg og yrði til þess að styrkja réttarvernd barna gegn kynferðislegum árásum. Enn fremur var lagt til að refsihámark 1. mgr. 202. gr. yrði hækkað í 16 ára fangelsi og lögfest sérstakt refsilágmark, eins árs fangelsi. Með þessari breytingu yrðu refsimörk 1. mgr. 202. gr. hin sömu og refsimörk nauðgunarákvæðisins og með því lögð áhersla á hversu alvarleg þau kynferðisbrot væru sem beindust gegn börnum. Um aðra kynferðislega áreitni samkvæmt 2. mgr. 202. gr. var lagt til að refsihámark yrði hækkað í sex ár.26. Með lögum nr. 16/2018 um breyting á almennum hegningarlögum með síðari breytingum (kynferðisbrot) var 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga breytt á þann veg að samþykki var sett í forgrunn skilgreiningar á nauðgun. Þannig var horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun en þess í stað lögð aukin áhersla á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hefði verið fyrir hendi eða ekki. Í frumvarpi til laganna kom fram að lagt væri til að gerð yrði krafa um að samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hefði legið fyrir þannig að samræði og önnur kynferðismök án samþykkis manns myndu varða refsingu.27. Sænsk hegningarlög, sem vitnað var til í framangreindu frumvarpi til breytinga á almennum hegningarlögum er varð að lögum nr. 61/2007 og litið var til við samningu frumvarpsins hafa tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum. Í gildandi sænskum hegningarlögum (Brottsbalken), með þeim breytingum sem gerðar voru árið 2022, segir í 1. gr. 6. kafla, sem fjallar um kynferðisbrot, að hver sem hafi samræði um leggöng, endaþarm eða munn við annan sem ekki veiti samþykki sitt til kynferðismakanna, eða viðhafi kynferðislega háttsemi sem sé svo gróf eða alvarleg að jafna megi til samræðis, gerist sekur um nauðgun. Refsilágmark samkvæmt ákvæðinu er þriggja ára fangelsi en refsihámark sex ára fangelsi. Í 4. gr. sama kafla er samsvarandi lýsing og í 1. gr. á þeirri háttsemi sem fella má undir nauðgun gegn barni undir 15 ára aldri að öðru leyti en því að skortur á samþykki er ekki tilskilinn en refsimörk eru þau sömu. Lýsing á þeirri háttsemi sem felld verður undir nauðgun og nauðgun gegn börnum er þannig talsvert ítarlegri í sænskum hegningarlögum en í þeim íslensku.28. Í 299. gr. norsku hegningarlaganna sem fjallar um nauðgun gegn barni segir í a-lið að 10 ára fangelsi varði að hafa kynferðislegt samneyti við barn undir 14 ára aldri, í b-lið að sama refsing sé við því að fá barn undir 14 ára aldri til þess að viðhafa kynferðislega háttsemi gagnvart sjálfu sér og í c-lið að sömu refsingu varði að viðhafa ákveðna (n. kvalifisert) kynferðislega háttsemi gagnvart barni undir 14 ára aldri. Í lögskýringargögnum með c-lið kemur fram að þar sé átt við háttsemi sem feli í sér alvarlegustu kynferðisbrotin sem þó falli ekki undir samræði samkvæmt a-lið.NiðurstaðaRefsinæmi29. Af hálfu ákærða er því haldið fram að sú háttsemi sem honum er gefin að sök í 3., 5. og 17. ákærulið verði ekki heimfærð til 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi ekki verið staddur á sama stað og brotaþolar þegar hann fékk þær til að viðhafa þær athafnir sem ákært er fyrir og senda sér myndbönd af þeim. Þá telur ákærði að athafnir sem brotaþolar viðhöfðu gagnvart þeim sjálfum án beinnar aðkomu hans falli ekki undir nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga.30. Af hálfu ákæruvalds er á hinn bóginn lögð áhersla á að ekki hafi úrslitaþýðingu um að brot ákærða verði talin nauðgun að ákærði og brotaþolar hafi ekki verið á sama stað þegar þær athafnir sem ákærði fékk þær til að viðhafa áttu sér stað. Jafnframt kveður ákæruvaldið að ekki skipti máli um heimfærslu háttseminnar að ákærði hafi ekki haft nein líkamleg tengsl við brotaþola. Þá skipti í þessu sambandi heldur engu hver var notaður til þess að fremja verknaðinn, brotaþoli sjálfur eða einhver annar. Vísar ákæruvaldið um þessi atriði til dóms Hæstaréttar 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009. Þar hafi ákærði verið sakfelldur fyrir nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga í fjölda tilvika, meðal annars þar sem hann neyddi brotaþola til þess að hafa samræði við aðra karlmenn sem hann tók ekki þátt í sjálfur en var áhorfandi að.31. Alkunna er að netnotkun barna og ungmenna hefur aukist til muna á undanförnum árum og nýta þau sér samfélagsmiðla í miklum mæli til samskipta. Auðvelt er að nálgast þá sem nýta sér samfélagsmiðla og samskiptaforrit, villa þar á sér heimildir, misnota traust sem verður til í slíkum samskiptum og beita blekkingum til þess að viðhafa refsiverða kynferðislega háttsemi. Löggjafinn hefur átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd til handa börnum sem fyrir slíkri háttsemi verða og eru oft í viðkvæmri stöðu.32. Við endurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 var ákvæði bætt við stjórnarskrána í 3. mgr. 76. gr. þar sem segir að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Samkvæmt því ber að tryggja börnum refsivernd gegn kynferðislegri misnotkun, meðal annars þeim brotum sem unnt er að drýgja með atbeina samskiptamiðla.33. Þörf fyrir aukna refsivernd barna gegn kynferðislegri misnotkun verður einnig leidd af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989 sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 19/2013. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. hans er sú skylda lögð á aðildarríkin að gera allar viðeigandi ráðstafanir, meðal annars á sviði löggjafar, til að vernda börn gegn hvers konar líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð og kynferðislegri misnotkun meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða lögráðamanna eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinni. Þá segir í 34. gr. samningsins að aðildarríkin skuldbindi sig til að vernda börn gegn hvers kyns kynferðislegri notkun eða misnotkun í kynferðislegum tilgangi.34. Með hinum áfrýjaða dómi var talið sannað að ákærði hefði fengið brotaþola í öllum tilvikum til að viðhafa þá háttsemi sem tilgreind er í ákæruliðum 3, 5, og 17 og senda sér myndband af þeirri háttsemi. Nokkur tími leið frá því að ákærði fékk brotaþola til að viðhafa þá háttsemi sem tilgreind er í þessum ákæruliðum og þar til hann fékk myndskeiðin send. Hann gat samkvæmt framangreindu ekki stjórnað því hvenær eða með hvaða hætti hin kynferðislega háttsemi var viðhöfð. Ákærði gat því ekki knúið fram atburðarásina eða ráðið framvindu hennar á sama hátt og væri hann staddur í sama rými og brotaþoli eða jafnvel sæti fyrir framan vefmyndavél í rauntíma og stjórnaði atburðum með fyrirmælum. Háttsemi ákærða verður samkvæmt þessu ekki jafnað til þeirrar háttsemi sem felld var undir önnur kynferðismök samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 502/2009, þar sem ákærði í því máli var staddur í sama rými og brotaþoli og neyddi hana með hótunum og ofbeldi til kynmaka með öðrum.35. Eins og rakið hefur verið úr greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 61/2007 um breyting á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga er lögð rík áhersla á hversu alvarleg kynferðisbrot gegn ungum börnum eru og að tryggja beri eins og kostur er með löggjöf að friðhelgi, sjálfsákvörðunarréttur og athafnafrelsi hvers einstaklings sé virt.36. Sú þróun sem orðið hefur með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samskiptaforrita og samfélagsmiðla gerir þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt er að drýgja á þessum vettvangi. Þrátt fyrir þessa þróun og ótvíræða skyldu löggjafans til að vernda börn gegn hvers konar misnotkun, þar á meðal kynferðislegri, verður ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. þeirra endurspegli þá þróun og nái til þeirrar háttsemi að fjarstaddur gerandi fái annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér eða eiga kynferðismök við aðra og fái síðar myndskeið sent af því.37. Í þessu samhengi ber að árétta að beiting refsiákvæða er háð þeim takmörkunum sem leiða má af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár sem kveður á um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða megi fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Refsiheimild skal einnig vera svo skýr og ótvíræð að ljóst sé af lestri lagaákvæðis hvaða háttsemi sé refsiverð. Þessi regla um lögbundnar refsiheimildir er áréttuð í 1. gr. almennra hegningarlaga þar sem segir að eigi skuli refsa manni nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem refsing er lögð við í lögum eða megi öldungis jafna til hegðunar sem þar er afbrot talin. Vafa um hvort refsiákvæði taki til háttsemi ber að virða ákærða í hag, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 14. desember 1995 sem birtur er á bls. 3149 í dómasafni réttarins það ár og til hliðsjónar dóm réttarins 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021.38. Samkvæmt framangreindu og í ljósi reglu um lögbundnar refsiheimildir veitir orðalag 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga ekki það svigrúm til túlkunar að fella megi háttsemi þá sem ákært er fyrir í ákæruliðum 3, 5 og 17 undir önnur kynferðismök samkvæmt þessum ákvæðum. Um þetta má til samanburðar nefna að ákvæði sænskra og norskra hegningarlaga um nauðgun gegn barni veita mun rýmra svigrúm til túlkunar á háttsemi sem felld verður undir ákvæðin.39. Að þessu virtu verður háttsemi ákærða samkvæmt ákæruliðum 3, 5 og 17 ekki heimfærð til 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga heldur ber að heimfæra þá háttsemi hans til 2. mgr. 202. gr. sömu laga enda er ljóst af gögnum málsins að vörnum ákærða var ekki áfátt vegna þessa, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008.Refsing40. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um brot sem áhrif hefur við ákvörðun refsingar. Hann hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir brot samkvæmt öllum ákæruliðum, þar á meðal þrjár nauðganir í skilningi 1. mgr. 194. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. laganna og einnig mörg önnur kynferðisbrot auk sérrefsilagabrota. Brot hans beindust gegn mikilvægum verndarhagsmunum, ungum stúlkum á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði. Í samskiptum sínum við stúlkurnar misnotaði hann sér gróflega ungan aldur þeirra og þroskaleysi og skeytti engu um afleiðingar brotanna. Brot hans eru svívirðileg og á hann sér engar málsbætur.41. Samkvæmt framangreindu og með vísan til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 195. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga verður sú refsing sem ákærða var dæmd í hinum áfrýjaða dómi staðfest en til frádráttar refsivist hans kemur með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann hefur sætt óslitið frá 8. nóvember 2021, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga.Miskabætur42. Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 3, 5 og 17 voru til þess fallin að hafa djúpstæð áhrif á sálarlíf þeirra stúlkna sem fyrir þeim urðu og grafa undan sjálfsmynd þeirra á viðkvæmu þroskaskeiði. Af gögnum málsins er ljóst að brotin hafa valdið þeim langvarandi og miklum miska. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um miskabætur þeim til handa svo og um vexti af einkaréttarkröfum verða samkvæmt því staðfest. Dráttarvextir af einkaréttarkröfum brotaþola greiðast af tildæmdum fjárhæðum frá 16. mars 2022 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. og 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eins og kveðið var á um í héraðsdómi sem staðfestur var að þessu leyti með hinum áfrýjaða dómi.Sakarkostnaður43. Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 3, 5 og 17 hafa verið heimfærð til annars hegningarlagaákvæðis en krafist var í ákæru. Ákærði hefur engu að síður verið sakfelldur samkvæmt öllum ákæruliðum. Verður 1. mgr. 238. gr. laga nr. 88/2008 ekki beitt til skiptingar sakarkostnaðar fyrir Landsrétti og áfrýjunarkostnaðar. Samkvæmt því verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað staðfest og hann dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um refsingu ákærða, Brynjars Joensen Creed, upptöku eigna, einkaréttarkröfur og sakarkostnað.Til frádráttar refsingu ákærða kemur gæsluvarðhald sem hann hefur óslitið sætt frá 8. nóvember 2021.Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals, 3.204.815 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 1.860.000 krónur og útlagðan kostnað hans, 129.057 krónur svo og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þyríar Steingrímsdóttur, 967.200 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=5fb77223-df0e-4e85-96ba-3c9b5cdd9769&verdictid=f257aa23-0164-4898-bc39-4df08f2d9dc5 |
Mál nr. 25/2023 | Fasteign Forkaupsréttur Kaupsamningur Hjón Tómlæti Ógildi löggernings Stjórnarskrá Sératkvæði | Ágreiningur málsins laut að því hvort forkaupsréttur G og R ehf. á grundvelli skiptayfirlýsingar sem þinglýst var á fasteign málsaðila hefði orðið virkur við sölu B á eignarhluta sínum í fasteigninni til eiginkonu sinnar S. Með skiptayfirlýsingunni var fasteigninni skipt í tvo eignarhluta og kveðið á um gagnkvæman forkaupsrétt. Með dómi Hæstaréttar var ekki fallist á að forkaupsrétturinn hefði verið bundinn við persónu þess eiganda sem til hans stofnaði heldur ætlað varanlegt gildi. Þá féllst rétturinn ekki á þá málsástæðu að forkaupsrétturinn hefði ekki orðið virkur við ráðstöfun eignarinnar frá B til S þar sem ekki hefði verið um sölu að ræða í skilningi forkaupsréttar heldur yfirfærslu hjúskapareignar milli hjóna. Hæstiréttur taldi þvert á móti að skjalið hefði borið hefðbundin einkenni afsals og eignarhald fasteignarinnar formlega færst til S þegar því var þinglýst athugasemdalaust. Þá var ekki fallist á að um málamyndagerning hefði verið að ræða. Enn fremur var þeirri málsástæðu áfrýjenda hafnað að forkaupsrétturinn hefði í umrætt sinn fallið niður fyrir tómlæti stefndu. Loks taldi rétturinn beitingu 36. gr. samningalaga ekki koma til álita í málinu. Var dómur Landsréttar staðfestur um viðurkenningu á forkaupsrétti til handa G og R ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 10. maí 2023. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefndu en til vara krefst áfrýjandinn Björn Ingólfsson að kaupverð fasteignarinnar Laufbrekku 4 í Kópavogi, 72.000.000 króna, verði hækkað að álitum, að mati réttarins. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar á öllum dómstigum að mati réttarins.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Aðila málsins greinir á um hvort gagnkvæmur forkaupsréttur sem kveðið er á um í þinglýstri skiptayfirlýsingu frá 1988 fyrir fasteignirnar Laufbrekku 4 og Dalbrekku 56 í Kópavogi hafi orðið virkur á grundvelli kaupsamnings og afsals 30. júní 2020. Með umræddum gerningi seldi og afsalaði áfrýjandinn Björn Ingólfsson Laufbrekku 4 í Kópavogi, til eiginkonu sinnar Steinunnar Erlu Friðþjófsdóttur.5. Með héraðsdómi var forkaupsréttur stefndu viðurkenndur og áfrýjanda Birni gert að selja og afsala fasteigninni Laufbrekku 4 til stefndu, gegn þeim skilmálum sem í kaupsamningi og afsali greinir, Steinunni Erlu gert að þola útgáfu afsals frá áfrýjanda Birni til stefndu og að afsal hennar fyrir eigninni yrði afmáð úr þinglýsingabókum. Þá var einnig fallist á að uppfylltum skilmálum kaupsamnings og afsals um fasteignina og eftir útgáfu afsals til stefndu að afmá bæri úr þinglýsingabók fimm veðskuldabréf útgefin 11. ágúst 2020 til handhafa sem gefin voru út eftir kaupin af Steinunni Erlu. Hvíla þau bréf á 5. til 9. veðrétti fasteignarinnar og er hvert að nafnvirði 10.000.000 króna. Með hinum áfrýjaða dómi var niðurstaða héraðsdóms staðfest.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 9. maí 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-44, á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft almennt gildi um skilyrði þess að forkaupsréttur verði virkur við tilfærslu eigna milli hjóna.7. Áfrýjandinn Steinunn Erla Friðþjófsdóttir lést undir rekstri málsins og hefur dánarbú hennar tekið við aðild þess, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsatvik8. Forsaga málsins er að með skiptayfirlýsingu dagsettri 8. júlí 1988 ákvað þáverandi eigandi fasteignarinnar að Laufbrekku 4 í Kópavogi að skipta henni í tvo eignarhluta. Annars vegar iðnaðarhúsnæði á fyrstu hæð, 54,07% af húsinu, nú Dalbrekka 56. Hins vegar íbúðarhúsnæði á annarri og þriðju hæð, 45,93% af húsinu, Laufbrekku 4. Í skiptayfirlýsingunni kemur eftirfarandi fram: „Ekki er heimilt að skipta eigninni í fleiri en tvo eignarhluta og hefur hvor eignarhluti um sig gagnkvæman forkaupsrétt.“9. Með kaupsamningi 20. desember 1999 eignaðist móðir áfrýjandans Björns Laufbrekku 4. Stefndu keyptu hvor sinn 50% eignarhluta í Dalbrekku 56 með kaupsamningi 10. september 2002 en afsal var gefið út 15. ágúst 2003. Með áritun á kaupsamninginn hafnaði þáverandi eigandi, fyrrnefnd móðir áfrýjandans Björns, að neyta forkaupsréttar. Áfrýjandinn Björn var annar votta að þeirri yfirlýsingu. Stefndi Guðmundur Skúlason mun vera eini eigandi stefnda Raffags ehf.0. Móðir áfrýjandans Björns afsalaði 20. mars 2006 50% af eignarhluta sínum í Laufbrekku 4 til hans. Ekki kemur fram í því afsali að forkaupsréttur hafi verið boðinn. Eftir lát móður sinnar eignaðist Björn alla fasteignina Laufbrekku 4, annars vegar á grundvelli skiptayfirlýsingar (16,7%) og hins vegar afsals dánarbúsins (33,3%). Í þinglýstri „yfirlýsingu um forkaupsrétt“ 4. nóvember 2015, sem stefndi Guðmundur undirritaði fyrir hönd stefndu, kemur fram að áfrýjandi Björn hafi ekki greitt fyrir þann hluta sem hann keypti af dánarbúinu með öðrum hætti en yfirtöku áhvílandi veðskulda. Væru það allt veðskuldbindingar sem hann hefði sjálfur stofnað til og dánarbúinu óviðkomandi. Með yfirlýsingunni féllu stefndu jafnframt frá forkaupsrétti vegna afsalsins.1. Með kaupsamningi og afsali 30. júní 2020 seldi áfrýjandinn Björn 100% eignarhluta sinn í Laufbrekku 4 til Steinunnar Erlu heitinnar, eiginkonu sinnar. Umsamið kaupverð var 72.000.000 króna, sem greiða skyldi með yfirtöku á lánum áhvílandi á 1.-4. veðrétti eignarinnar og peningum. Í skjalinu kemur fram að kaupverðið hafi þegar verið greitt. Í kjölfarið gaf Steinunn Erla 11. ágúst 2020 út fimm handhafaskuldabréf hvert um sig að nafnverði 10.000.000 króna sem tryggð voru með veði í fasteigninni. Þau voru afhent til þinglýsingar 13. sama mánaðar.2. Óumdeilt er að stefndu var ekki boðinn forkaupsréttur við söluna. Í skýrslu áfrýjanda Björns fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði vitað af forkaupsréttarákvæðinu en ekki talið að það virkjaðist við þessa eignayfirfærslu milli hjóna. Í skýrslu Steinunnar Erlu við sama tilefni staðfesti hún að hafa haft vitneskju um forkaupsréttinn en hann hefði einfaldlega gleymst og hún ekki talið að hann ætti við af þessu tilefni. Í skýrslum beggja áfrýjenda fyrir dómi kom fram að tilgangur eignayfirfærslunnar hefði verið að bæta samningsstöðu áfrýjandans Björns gagnvart tilgreindri lánastofnun sem og mögulegum skuldheimtumönnum hans.3. Samskipti málsaðila sem nágranna munu ekki hafa verið góð og hefur verið lagt fram undir rekstri málsins nokkuð af skjölum sem varða þann ágreining. Þau hafa þó almennt ekki þýðingu fyrir sakarefni málsins. Hvað varðar forsendur fyrir tilvist og beitingu forkaupsréttar er þess þó að geta að með aðfararbeiðni 20. nóvember 2020 krafðist Steinunn Erla þess að hún yrði sett inn í aðgangsrétt að inntaki hitaveitu, vatnsveitu og rafmagns, sem staðsett er í eignarhluta stefndu. Mál það var tekið fyrir í héraðsdómi 14. desember 2020 og greinargerð stefndu lögð fram 8. janúar 2021. Þar kemur meðal annars fram að stefndu hefði við yfirferð gagna orðið ljós eignarheimild Steinunnar Erlu og að hún byggðist á kaupsamningi og afsali frá 30. júní 2020. Hafi stefndu ekki verið boðið að neyta forkaupsréttar við það tilefni og hefðu þeir til skoðunar að krefjast ógildingar eignarheimildarinnar. Við fyrirtöku aðfararmálsins 23. febrúar 2021 tókst sátt með aðilum en í henni kom fram sá áskilnaður stefndu að sáttin fæli ekki í sér viðurkenningu á eignarrétti Steinunnar Erlu á Laufbrekku 4 þar sem stefndu teldu að forkaupsréttur þeirra hefði virkjast við útgáfu kaupsamnings og afsals 30. júní 2020. Áskildu stefndu sér rétt til þess að höfða mál af því tilefni.4. Stefndu höfðuðu mál þetta gegn áfrýjanda Birni og Steinunni Erlu 19. mars 2021. Einnig var stefnan birt í Lögbirtingablaði 9. sama mánaðar vegna ætlaðra handhafa þeirra veðskuldabréfa sem hvíldu á fasteigninni. Við skýrslutöku í héraði upplýsti áfrýjandinn Björn að umrædd skuldabréf væru geymd í bankahólfi og hefðu ekki verið framseld.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjenda5. Áfrýjendur byggja á því að umræddur forkaupsréttur hafi ekki lengur verið í gildi þar sem hann hafi verið persónubundinn og fallið niður þegar Guðmundur Á. Kristjánsson, sem stofnaði til skiptayfirlýsingarinnar 8. júlí 1988, flutti úr húsinu. Til forkaupsréttarins hafi verið stofnað til að verja hagsmuni hans. Þann skilning styðji jafnframt stopul framkvæmd á grundvelli ákvæðisins við síðari sölur og þess að sýslumaður hafi þinglýst kaupsamningnum 30. júní 2020 athugasemdalaust.6. Þá byggja áfrýjendur á því að sé forkaupsréttarheimildin enn til staðar hafi rétturinn ekki orðið virkur í umrætt skipti, enda ekki um eiginlega sölu að ræða í skilningi laga nr. 40/2002 um fasteignakaup heldur yfirfærslu hjúskapareignar milli hjóna án kaupmála. Vísa áfrýjendur til þess að í forkaupsrétti felist takmörkun á friðhelgi eignarréttar sem varin sé af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í því felist að túlka verði þröngt skilyrði þess að forkaupsréttur virkist. Sér í lagi eigi það við þegar forkaupsréttur sé ekki umsaminn milli aðila heldur tilkominn fyrir tilstilli fyrri eigenda. Þá telja áfrýjendur að líta beri til 31. gr. jarðalaga nr. 81/2004 um sölu til nákominna við túlkun á forkaupsrétti þegar kemur að fasteignum og vísa til dóms Hæstaréttar 1. júní 1942 í máli nr. 10/1942 sem birtur er á blaðsíðu 153 í dómasafni réttarins það ár. Áfrýjendur benda á að þau hafi verið búin að vera í hjúskap í 50 ár þegar yfirfærsla fasteignarinnar fór fram sumarið 2020. Skjóti það skökku við að kaupmáli milli hjóna sem feli í sér að hjúskapareign annars sé gerð að séreign hins og feli þannig í sér endanlega eignayfirfærslu fasteignar leiði ekki til þess að forkaupsréttur verði virkur, en öðru máli gegni þegar hjúskapareign sé færð frá einu hjóna til annars án þess að hún sé gerð að séreign. Það skipti máli við mat á virkni forkaupsréttar að skoða efni gernings en ekki heiti. Sé efni samningsins skoðað sé ljóst að hann beri þess merki að ekki hafi verið um raunverulega sölu að ræða. Eini tilgangur eignayfirfærslunnar hafi verið að skapa áfrýjandanum Birni betri samningsstöðu gagnvart banka við endurfjármögnun láns á atvinnuhúsnæði í eigu hans. Ekki sé fyrir að fara dómafordæmum um sambærilega aðstöðu og í máli þessu en ljóst sé þó af dómaframkvæmd að liggja þurfi skýrt fyrir að um sölu sé að ræða eigi forkaupsréttur að virkjast. Vísa áfrýjendur í því sambandi meðal annars til dóma Hæstaréttar frá 24. júní 1948 í máli nr. 63/1948 sem birtur er á blaðsíðu 428 í dómasafni réttarins það ár og 6. maí 2010 í máli nr. 570/2009.7. Þá hafa áfrýjendur haldið því fram að umræddur kaupsamningur og afsal frá 30. júní 2020 sé málamyndagerningur, sbr. 34. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.8. Áfrýjendur byggja jafnframt á því að verði niðurstaðan sú að forkaupsréttur hafi verið fyrir hendi hafi réttur stefnda til nýtingar hans fallið niður vegna tómlætis, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2002 sem og óskráðra meginreglna eignaréttar. Ljóst sé að kaupsamningur sem stefndu telja að hafi virkjað meintan forkaupsrétt sinn 30. júní 2020 hafi verið innfærður í þinglýsingabók 31. júlí sama ár og stefndu hafi því mátt vera kunnugt um samninginn frá þeim tíma. Þá hafi fyrrnefnd innsetningarbeiðni 20. nóvember 2020 borið með sér að eigendaskipti hefðu orðið en málið var sem fyrr segir tekið fyrir 14. desember sama ár. Hvað sem öðru líður verði ekki miðað við síðara tímamark en 8. janúar 2021 en í greinargerð stefndu í umræddu aðfararmáli sé staðfest vitneskja þeirra um breytingu á eignarhaldi, söluverði og öðrum skilmálum kaupanna, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2002. Telja áfrýjendur því ljóst að ætlaður forkaupsréttur stefndu hafi verið fallinn niður fyrir tómlæti við málshöfðun.9. Loks byggja áfrýjendur á því að forkaupsréttarákvæðið sé ógilt þar sem ósanngjarnt sé að beita því í ljósi atvika sem urðu við og eftir samningsgerðina, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Vísa áfrýjendur þar til aðdraganda þess að stefna hafi verið gefin út, aldurs hjónanna, grandleysis þeirra um forkaupsréttarákvæðið, forsögu ákvæðisins, verulegra hækkana á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu og þess að þau ætluðu sér aldrei að flytja út af heimili sínu. Eignin hafi verið seld á undirverði og er vísað þar um til verðmats fasteignasala sem áfrýjendur öfluðu undir rekstri málsins í héraði.20. Varakrafa áfrýjenda er á því reist að verði ekki fallist á að ógilda forkaupsréttarákvæðið í heild sinni á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 verði allt að einu að ákvarða endurgjald miðað við núverandi markaðsvirði fasteignarinnar að teknu tilliti til vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og fyrrgreinds verðmats löggilts fasteignasala.Helstu málsástæður stefndu21. Stefndu telja að gögn málsins leiði afdráttarlaust í ljós að fyrir hendi sé viðvarandi forkaupsréttur að Laufbrekku 4. Verði hann virkur í hvert skipti sem eignin gangi kaupum og sölum. Þessi réttur komi skýrt fram í þinglýstri skiptayfirlýsingu 8. júlí 1988 og sem kvöð á veðbandayfirliti eignarinnar. Forkaupsrétturinn hafi orðið virkur við kaupsamning og afsal milli áfrýjandans Björns og Steinunnar Erlu 30. júní 2020. Stefndu hafi ekki verið boðið að neyta forkaupsréttarins eins og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2002 geri ráð fyrir.22. Stefndu hafna málatilbúnaði áfrýjenda um að forkaupsréttur hafi ekki virkjast í ljósi þess að um ráðstöfun milli hjóna hafi verið að ræða. Fasteignin hafi verið seld og henni afsalað með formlegum hætti og við þá ráðstöfun hafi eignaréttur og þinglýst eignarheimild flust frá áfrýjandanum Birni til Steinunnar Erlu eins og stefnt hafi verið að. Þess finnist hvergi staður í lögum að forkaupsréttur verði ekki virkur við sölu hjúskapareignar á milli hjóna.23. Enn fremur telja stefndu að þeir dómar sem áfrýjendur vísa til hafi ekki fordæmisgildi enda séu atvik þeirra mála í grundvallaratriðum ólík atvikum í þessu máli. Þá falli sakarefnið utan gildissviðs jarðalaga.24. Að lokum hafna stefndu varakröfu áfrýjenda um að verð fasteignarinnar verði hækkað að álitum með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Það sé ekki úrlausnarefni málsins hvort stefndu hafi auðgast með óréttmætum hætti með því að fallist sé á kröfu þeirra um forkaupsrétt. Þá hafi verðmat fasteignasala sem lagt hefur verið fram í málinu ekkert sönnunargildi.Niðurstaða25. Forkaupsréttur telst til óbeinna eignarréttinda og á sér ýmist stoð í lögum eða samningi. Með honum er átt við rétt aðila til að kaupa eign ákveði eigandinn af eigin hvötum að selja hana. Meginreglan er að forkaupsréttur verður ekki virkur við önnur aðilaskipti að eignarréttindum en sölu nema slíkt hafi verið áskilið sérstaklega í tilviki samningsbundins forkaupsréttar ellegar að til þess standi lagaheimild. Eðli máls samkvæmt er inngrip í eignarrétt meira þegar um er að ræða lögbundinn forkaupsrétt. Allt að einu eru samningsbundin forkaupsréttarákvæði jafnframt túlkuð með þeim hætti að þau leggi ekki aðrar hömlur á ráðstöfunarheimildir eiganda en ráðið verður með vissu af skýringu þeirra, sbr. til skýringar dóm Hæstaréttar 13. desember 2007 í máli nr. 210/2007. Þá verður forkaupsréttur almennt ekki virkur við gjafir, skipti, búskipti hjóna, nauðungarsölu, erfðir eða eignarnám.26. Frumskilyrði þess að forkaupsréttar verði neytt er að eigandi ákveði að selja þá eign sem rétturinn nær til en með því virkjast hann í formi heimildar forkaupsréttarhafa til að kaupa eignina og þá að jafnaði með sömu skilmálum og kjörum og eigandinn samdi um við sinn viðsemjanda. Við sölu eignar sem háð er forkaupsrétti er eiganda skylt að upplýsa forkaupsréttarhafa um kaupin og er lagt til grundvallar að réttur til að neyta forkaupsréttar verði virkur um leið og rétthafi fær tilkynningu frá eiganda með fyrirspurn um hvort hann vilji kaupa eignina með þeim skilmálum sem eigandinn hefur þegar samið um. Leiði ekki annað af samningi aðila eða öðrum lagafyrirmælum gildir um framkvæmd þessa 9. gr. laga nr. 40/2002.27. Fyrir liggur að 30. júní 2020 afsalaði áfrýjandinn Björn, á grundvelli skjals sem ber heitið ,,Kaupsamningur og afsal“, eiginkonu sinni Steinunni Erlu fasteigninni Laufbrekku 4, Kópavogi. Skjalið var móttekið til þinglýsingar 15. júlí sama ár og þinglýst athugasemdalaust. Ekki er um það deilt í málinu að til forkaupsréttarins hafi löglega verið stofnað í öndverðu með skiptayfirlýsingu 8. júlí 1988. Áfrýjendur byggja hins vegar á því að með hinni umdeildu ráðstöfun hjúskapareignar áfrýjandans Björns til eiginkonu sinnar hafi stefndu ekki öðlast heimild á grundvelli forkaupsréttar til að ganga inn í þau kaup. Byggja þeir á því að forkaupsréttur hafi ekki verið til staðar, hann ekki virkjast eða hann fallið niður. Verður nú nánar vikið að málsástæðum áfrýjenda þessa efnis og þá fyrst að þeirri sem lengst gengur og byggist á því að forkaupsréttur hafi ekki verið lengur til staðar þegar hin umdeilda ráðstöfun átti sér stað.28. Almennt hefur verið á því byggt að forkaupsréttur geti annað tveggja verið bundinn persónu eða tiltekinni eign. Þá getur forkaupsréttur verið til staðar við fyrstu sölu eignar, hann getur verið tímabundinn eða viðvarandi. Málatilbúnaður áfrýjenda verður skilinn á þann veg að þeir byggi á því að umþrætt forkaupsréttarákvæði í fyrrgreindri skiptayfirlýsingu hafi verið bundið við persónu þáverandi eiganda, Guðmundar Kristjánssonar, og forkaupsrétturinn því eðli málsins samkvæmt ekki verið viðvarandi. Guðmundur mun hafa verið látinn þegar umþrætt ráðstöfun átti sér stað 30. júní 2020. Á því hefur verið byggt í réttarframkvæmd, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 25. nóvember 1999 í máli nr. 224/1999, að undir kringumstæðum sem þessum sé forkaupsréttur varanlegur leiði ekki annað af þeim samningi eða yfirlýsingu sem hann byggist á. Ekkert hefur komið fram í málinu sem styður þann skilning að gagnkvæmur forkaupsréttur á grundvelli skiptayfirlýsingarinnar hafi átt að vera bundinn persónu þáverandi eiganda ellegar ætlað tímabundið gildi óháð gildistíma yfirlýsingarinnar. Er ákvæði hennar skýrt og fyrirvaralaust og þinglýst á eignirnar. Hafa ætluð vanhöld á því hvort forkaupsréttur hafi verið boðinn við einstaka sölu eignanna eftir að til hans var stofnað eða athugasemdalaus þinglýsing kaupsamningsins og afsalsins 30. júní 2020 enga þýðingu í því sambandi. Ber því að staðfesta þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að forkaupsréttur stefndu á grundvelli skiptayfirlýsingarinnar hafi verið til staðar á umþrættu tímamarki 30. júní 2020.29. Meginþungi málflutnings áfrýjenda hér fyrir rétti hefur lotið að þeirri málsástæðu að hafi forkaupsréttur verið fyrir hendi hafi hann ekki orðið virkur við umrædda ráðstöfun eignarinnar. Þetta byggja áfrýjendur á því að ekki hafi verið um að ræða eiginlega sölu í skilningi laga nr. 40/2002 heldur yfirfærslu hjúskapareignar milli hjóna. Svo sem ítrekað hefur komið fram afsalaði áfrýjandinn Björn fasteigninni nefndan dag til Steinunnar Erlu eiginkonu sinnar. Skjalið er knappt en ber einkenni hefðbundins afsals. Þar er mælt fyrir um kaupverð, afhendingu fasteignarinnar auk fyrirvaralausrar yfirlýsingar Steinunnar Erlu um yfirtöku lána á fyrsta til fjórða veðrétti. Samkvæmt því átti sér stað formleg yfirfærsla eignaréttar að fasteigninni. Skjalinu var þinglýst athugasemdalaust 15. júlí 2020 sem eignarheimild Steinunnar Erlu.30. Að því leyti sem forsendur hjónanna fyrir þessari ráðstöfun skipta máli, svo sem þær birtast í málatilbúnaði áfrýjenda og skýrslugjöf fyrir héraðsdómi, virðist framangreind ráðstöfun eignarinnar sem fyrr segir hafa átt að liðka fyrir samningsstöðu áfrýjandans Björns í lögskiptum við ákveðinn banka og hafa gildi gagnvart skuldheimtumönnum hans. Sýnast þau áform hafa gengið eftir hvort sem eignayfirfærslan hafði á endanum þýðingu fyrir þau áform eða ekki.31. Áfrýjendur hafa jafnframt borið því við að engar greiðslur hafi farið fram samkvæmt samningnum og lán ekki verið yfirtekin en staðhæfingum í þá veru er mótmælt af stefndu. Einu haldbæru sönnunargögnin sem byggt verður á í þessu sambandi er fyrirvaralaus yfirlýsing í kaupsamningi um yfirtöku Steinunnar Erlu á áhvílandi veðskuldum og greiðslu eftirstöðva kaupverðs með peningum. Þá er óumdeilt að hún gaf út fimm handhafaskuldabréf samtals að nafnvirði 50.000.000 króna sem öll hvíla á fasteigninni. Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi bar áfrýjandinn Björn að bréfin væru geymd í bankahólfi en engin skýring hefur komið fram á tilgangi með útgáfu umræddra skuldabréfa. Að þessu virtu er ljóst að umrædd ráðstöfun eignarinnar fór fram fyrir sölu og gekk í öllum atriðum eftir á þann hátt sem hjónin höfðu áformað og var ætlað að hafa gildi gagnvart grandlausum viðsemjendum. Samkvæmt þessu stóð ekkert því í vegi að stefndu gætu á grundvelli forkaupsréttar gengið óbreytt inn í þá skilmála sem lágu til grundvallar í kaupsamningi og afsali 30. júní 2020. Stendur þá eftir að taka til þess afstöðu hvort hjúskapur áfrýjandans Björns og Steinunnar Erlu hafi staðið því í vegi að forkaupsréttur virkjaðist.32. Ekki er að finna almenna lagareglu þess efnis að forkaupsréttur verði ekki virkur við sölu milli hjóna eða annarra nákominna, sbr. á hinn bóginn sérreglu þá sem nú er í 1. tölulið 1. mgr. 31. gr. jarðalaga og nær aðeins til lögbundins forkaupsréttar sem stofnað er til á grundvelli þeirra laga. Þá er fallist á það sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi að þeir dómar sem áfrýjendur hafa öðru fremur vísað til um þetta atriði, sbr. einkum tilvitnaðan hæstaréttardóm í máli nr. 63/1948, lúta ekki að virkni forkaupsréttar við sölu fasteignar milli hjóna heldur ráðstöfun fasteignar sem lið í opinberum skiptum. Standa ekki rök til þess að dómstólar geti án skýrrar lagaheimildar túlkað hina umþrættu forkaupsréttarheimild með þeim þrengjandi hætti sem áfrýjendur byggja á. Að þessu virtu verður ekki fallist á að forkaupsréttur að fasteigninni Laufbrekku 4 hafi ekki orðið virkur við gerð kaupsamnings og afsals 30. júní 2020 á þeim grundvelli að kaupsamningsaðilar voru í hjúskap.33. Áfrýjendur hafa jafnframt byggt á því að forkaupsréttur hafi ekki virkjast umrætt sinn þar sem kaupsamningurinn og afsalið frá 30. júní 2020 hafi verið málamyndagerningur. Enginn ágreiningur er um að ráðstöfunin hafði þau réttaráhrif sem að var stefnt og eignarheimild að fasteigninni Laufbrekku 4 færðist frá áfrýjandanum Birni til Steinunnar Erlu. Þeirri eignayfirfærslu var þinglýst og stendur hún enn. Að öðru framangreindu gættu geta mótbárur af því tagi ekki haft nein áhrif á rétt forkaupsréttarhafans. Er því hafnað að um málamyndagerning hafi verið að ræða sem ekki virkjaði forkaupsréttinn.34. Að framangreindum málsástæðum frágengnum byggja áfrýjendur á því að hafi forkaupsréttur stefndu virkjast við söluna og afsalið 30. júní 2020 hafi þeir glatað þeim rétti fyrir tómlæti. Í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2002, sem gilti um boð og beitingu forkaupsréttar í þessu tilviki, segir að eigi maður forkaupsrétt að fasteign sem kaupsamningur hefur verið gerður um skuli seljandi þegar bjóða honum skriflega að neyta þess réttar. Söluverð og aðrir skilmálar skuli tilgreindir á tæmandi hátt. Sé forkaupsréttur réttilega boðinn í samræmi við þessi fyrirmæli skal forkaupsréttarhafi, samkvæmt 2. mgr. sömu greinar, svara skriflega og afdráttarlaust tilboði seljanda innan 15 daga frá því að honum barst það. Að öðrum kosti glatar hann þeim rétti við þá sölu.35. Óumdeilt er í málinu að áfrýjandinn Björn bauð stefndu ekki að neyta forkaupsréttar með framangreindum hætti og á því frestur samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laganna ekki við í málinu heldur taka við almennar reglur við mat á því svigrúmi sem forkaupsréttarhafi hefur að þessu leyti. Ekki verður fullyrt hvenær stefndu öðluðust fyrst vitneskju um að breyting hefði orðið á eignarhaldi að Laufbrekku 4 en það hljóta þeir þó að hafa í síðasta lagi gert við fyrirtöku fyrrnefnds aðfararmáls Steinunnar Erlu á hendur þeim 14. desember 2020. Í greinargerð þeirra í því máli 8. janúar 2021 er sú vitneskja staðfest. Þar er bent á að þeim hafi ekki verið boðinn forkaupsréttur við söluna og hafi þeir til athugunar að krefjast ógildingar kaupanna og að eignin verði þeim afsöluð á grundvelli forkaupsréttarins. Mál þetta var sem fyrr segir höfðað 19. mars 2021 með birtingu stefnu á hendur áfrýjandanum Birni og Steinunni Erlu heitinni.36. Sú afstaða hefur mótast í réttarframkvæmd og á að sínu leyti bæði við í tilviki 9. gr. laga nr. 40/2002 sem og við beitingu forkaupsréttar ella að vanræki seljandi að upplýsa forkaupsréttarhafa um kaup og bjóði honum ekki með sannanlegum hætti og að settum fresti að ganga inn í kaupin hefur tómlæti forkaupsréttarhafans ekki þau áhrif að hann glati rétti sínum. Um þetta atriði má í dæmaskyni vísa til dóma Hæstaréttar 8. desember 1975 í máli nr. 63/1973 sem birtur er á bls. 973 í dómasafni réttarins það ár og 21. desember 1976 í máli nr. 169/1974 sem birtur er á bls. 1105 í dómasafni réttarins það ár. Öðlist forkaupsréttarhafi allt að einu fullnægjandi vitneskju um verð og skilmála kaupa má í þeim tilvikum ætlast til þess að hann aðhafist fljótlega þó svo ekki verði gerðar til hans sömu kröfur og þegar forkaupsréttur er réttilega boðinn, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 1. desember 1969 í máli nr. 128/1969 sem birtur er á bls. 1361 í dómasafni réttarins það ár.37. Áfrýjandinn Björn og Steinunn Erla aðhöfðust ekkert þrátt fyrir þann áskilnað sem stefndu höfðu uppi í nefndri greinargerð í aðfararmálinu 8. janúar 2021. Stefndu vöktu svo á ný athygli á þeirri stöðu sem uppi væri í tilvitnaðri dómsátt 23. febrúar 2021 án þess að til viðbragða kæmi. Mál þetta höfðuðu stefndu síðan tæpum mánuði síðar 19. mars 2021. Samkvæmt framangreindu voru þeir þá innan þeirra marka sem tómlætisreglur settu þeim og forkaupsréttur vegna sölunnar 30. júní árið á undan var því enn til staðar.38. Loks byggja áfrýjendur á því til stuðnings aðalkröfu sinni að meta beri forkaupsréttarákvæðið ógilt á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 í ljósi atvika sem urðu við og eftir samningsgerðina, meðal annars í ljósi aldurs hjónanna, grandleysis þeirra um forkaupsréttarákvæðið og forsögu þess, verulegra hækkana fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og þess að þau hafi aldrei ætlað sér að flytja út af heimili sínu. Þá hafi eignin verið seld of lágu verði í kaupsamningum og afsalinu 30. júní 2020 og hún hækkað verulega frá þeim tíma vegna fyrrnefndra aðstæðna á fasteignamarkaði.39. Hinn umdeildi forkaupsréttur varð einhliða til á grundvelli skiptayfirlýsingar þáverandi eiganda fasteignanna 8. júlí 1988. Með því stofnuðust óbein eignarréttindi til handa eigendum tveggja fyrrnefndra fasteigna og þeim sem leiða rétt sinn frá þeim um eignarhald. Lúta þau sem slík reglum hlutaréttar öndvert hliðstæðum reglum samninga- og kröfuréttar. Kemur því ekki til álita í máli þessu að beita ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um hið viðvarandi forkaupsréttarákvæði í skiptayfirlýsingunni frá 1988.40. Helst ber að skilja umræddar röksemdir áfrýjenda fyrir beitingu 36. gr. laga nr. 7/1936 þannig að hún beinist að skilmálum þess réttarsambands sem alla jafna verður til þegar neytt er forkaupsréttar. Í því sambandi er til þess að líta að með samningi og afsali áfrýjenda virkjaðist forkaupsréttur stefndu og veitti þeim beinan og fyrirvaralausan rétt til að ganga inn í samningssambandið með því að krefjast efnda gegn greiðslu umsamins endurgjalds. Þegar svo háttar til að þriðji maður gengur inn í upphaflegt réttarsamband tekur hann við þeim skyldum og réttindum sem því fylgja. Af því leiðir að hann verður að þola mótbárur loforðsgjafa meðal annars um að loforðið hafi ekki verið bindandi eða því vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936.41. Þegar litið er til samningsskilmála og þess endurgjalds sem um var samið í kaupsamningi og afsali 30. júní 2020 sem og þeirra skýringa sem fram hafa komið um tilgang að baki samningnum verður ekki fallist á að honum verði vikið til hliðar á grundvelli ósanngirni í skilningi 1., sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá liggur ekki nægjanlega fyrir hvert markaðsvirði fasteignarinnar sé eða hafi verið á þeim tíma sem salan fór fram, en gegn mótmælum stefndu verður ekki byggt á verðmati fasteignasala sem aflað var einhliða. Verður því hvorki fallist á aðal- né varakröfu áfrýjenda sem reistar eru á þeim grunni að kaupsamningi og afsali verði vikið til hliðar eða breytt á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936.42. Samkvæmt öllu framansögðu er hinn áfrýjaði dómur staðfestur.43. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 fellur málskostnaður niður á öllum dómstigum.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.Sératkvæði Bjargar Thorarensen og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Við erum ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda af eftirfarandi ástæðum.2. Svo sem rakið er í 25. lið í atkvæði meirihluta dómenda felur forkaupsréttur í sér óbein eignarréttindi rétthafa og nýtur sem slíkur verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Á hinn bóginn ber einnig að líta til þess að forkaupsréttur er íþyngjandi fyrir eiganda eignar og felur í sér takmarkanir á stjórnarskrárvörðum eignarrétti hans og samningsfrelsi. Á það einkum við um lögfestan forkaupsrétt, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 4. júní 2015 í máli nr. 475/2014.3. Í ljósi íþyngjandi eðlis forkaupsréttar hefur einnig verið staðfest í dómaframkvæmd að þótt hann hvíli á einkaréttarlegum gerningi, svo sem samningi eða skiptayfirlýsingu, skuli túlka slík ákvæði þröngt. Beri að skýra þau með því móti að þau leggi ekki aðrar hömlur á eignarráð eiganda en ráða megi með sæmilegri vissu af samningnum, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 13. desember 2007 í máli nr. 210/2007.4. Við úrlausn um hvort forkaupsréttur verði virkur ber jafnframt að meta hvert er eðli gernings sem felur í sér eignayfirfærslu á eign sem háð er forkaupsrétti, svo sem hvort um sölu er að ræða eða annars konar gerning á borð við breytingu á rekstrarformi eignar, sbr. dóm Hæstaréttar 6. maí 2010 í máli nr. 570/2009.5. Af framangreindu leiðir að þegar forkaupsréttarákvæði byggjast á því að réttur verði virkur við sölu eignar, svo sem er meginreglan, verður ekki lögð rúm merking í hugtakið sölu. Er eiganda forkaupsréttarandlags því almennt heimilt að ráðstafa eign sinni á hvaða hátt annan sem er.6. Ekki ræður úrslitum hvert er heiti gernings um yfirfærslu eignar þegar ráðstöfun er klædd í ákveðinn búning ef hún er í raun gerð í því skyni að sniðganga forkaupsrétt og þar með skerða hin óbeinu eignarréttindi forkaupsréttarhafans. Með sama hætti geta réttindi eiganda eignar sem háð er forkaupsrétti leitt til þess að ekki sé eingöngu horft til forms, svo sem heitis á gerningi, þegar komist er að því að forkaupsréttur hafi ekki orðið virkur heldur skiptir máli hvert er raunverulegt markmið hans og efnislegt inntak. Þegar vafi er uppi í því sambandi getur einnig haft þýðingu hversu íþyngjandi afleiðingar þess eru fyrir eiganda eignar að forkaupsréttur virkist. Af framangreindu verður ályktað að niðurstaða um hvort forkaupsréttur verður virkur ráðist ekki einvörðungu af túlkun á orðalagi samningsákvæðis þar um heldur einnig atvikum og aðstæðum í hverju máli og ákveðnu heildarmati, þar á meðal á hagsmunum forkaupsréttarhafa og eiganda eignar sem vegast á.7. Eins og rakið er í atkvæði meirihluta dómenda er orðalag ákvæðis skiptayfirlýsingar 8. júlí 1988 ótvírætt í því tilliti að það mælir fyrir um gagnkvæman forkaupsrétt milli eignarhluta stefndu og áfrýjenda og ágreiningslaust er að til réttarins hafi verið löglega stofnað8. Við erum sammála meirihluta dómenda um að forkaupsréttur stefndu á grundvelli skiptayfirlýsingarinnar hafi verið til staðar og fyrir liggur að áfrýjandinn Björn bauð stefndu ekki að neyta hans þegar hann ráðstafaði fasteigninni að Laufbrekku 4 til Steinunnar Erlu eiginkonu sinnar 30. júní 2020. Hér skiptir hins vegar máli að leysa úr um hvað í fólst í raun í þeirri eignayfirfærslu milli hjóna. Höfðu þau þá búið óslitið á fasteigninni frá árinu 2000, þar af fyrstu sex árin ásamt móður áfrýjandans Björns. Árið 2006 afsalaði móðir Björns 50% eignarhluta fasteignarinnar til hans og við andlát hennar eignaðist hann hin 50% fasteignarinnar með arfi og yfirtöku áhvílandi veðskulda á eigninni. Á hann enn heimili í fasteigninni en Steinunn Erla lést árið 2022 og situr hann í óskiptu búi.9. Til stuðnings málsástæðum sínum, sem raktar eru í atkvæði meirihluta dómenda, lögðu áfrýjendur fram nokkur ný gögn fyrir Hæstarétti. Þar kemur meðal annars fram að eiginkona áfrýjanda Björns hafi ekki tekið yfir áhvílandi veðskuldir eins og getið er um í samningnum frá 30. júní 2020. Þá hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að engar fjárhæðir voru greiddar frá Steinunni Erlu inn á reikninga áfrýjanda Björns árin 2020 og 2021. Á hinn bóginn liggur fyrir að hún hafi gefið út fimm handhafaskuldabréf til hans, samtals að nafnvirði 50.000.000 króna, 11. ágúst 2020 en jafnframt að bréfin hafi verið geymd í bankahólfi þeirra og ekki verið framseld.0. Umrætt skjal með yfirskriftinni „Kaupsamningur og afsal“ þar sem segir að áfrýjandi Björn afsali fasteigninni til eiginkonu sinnar 30. júní 2020 er afar knappt. Það ber þó með sér einkenni hefðbundins afsals að því leyti að fram kemur kaupverð og að greiðsla felist í yfirtöku á lánum á fyrsta til fjórða veðrétti fasteignarinnar. Jafnframt segir að kaupverð sé þegar greitt og afhendingardagur sé hinn sami og dagsetning samnings. Hins vegar er nægilega fram komið í málinu að eina markmiðið með breytingu á skráðu eignarhaldi fasteignarinnar hafi verið að liðka fyrir samningsstöðu áfrýjanda Björns í lögskiptum við tiltekinn banka vegna endurfjármögnunar lána Björns. Engin greiðsla fór fram hjónanna í milli og augljóslega engin afhending eignar heldur, enda áttu þau bæði eftir sem áður heimili þar og hugðust ekki flytja af fasteigninni sem hvergi var boðin til sölu á almennum markaði.1. Við teljum að þegar efnislegt inntak ráðstöfunar um yfirfærslu fasteignarinnar að Laufbrekku 4 frá áfrýjanda Birni til eiginkonu hans er skoðað í ljósi framangreindra atvika að ekki hafi verið um eiginlega sölu eignar að ræða sem virkjað hafi forkaupsrétt stefndu. Við það mat er einnig litið til fyrrgreindra sjónarmiða að þegar réttmætur vafi er uppi um hvort forkaupsréttur verði virkur þurfi grundvöllur hans að vera skýr til að svo verði talið. Þá er ótvírætt að sú niðurstaða yrði mun þungbærari með tilliti til réttinda áfrýjanda Björns heldur en réttinda stefndu í málinu, enda heldur forkaupsréttur stefndu áfram gildi sínu þótt hann hafi ekki virkjast við þá eignayfirfærslu sem varð í umrætt sinn. Áfrýjandinn Björn yrði hins vegar knúinn til að flytja út af heimili sínu til áratuga sem var aldrei fyrirætlun hans eða markmið þess gernings sem hann gerði við eiginkonu sína.2. Að öllu framangreindu virtu teljum við að sýkna beri áfrýjendur af kröfum stefndu í málinu en fella málskostnað niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=4ff40cb4-4293-45ce-9537-d9dde9f0f3b3&verdictid=3fdf5b63-6e14-43e0-ba9c-98d07826be31 |
Mál nr. 43/2022 | Dánarbú Erfðaskrá Dánargjöf Lífsgjöf | A höfðaði mál á hendur niðjum E, skammlífari maka hennar, til ógildingar á gerningi frá 3. desember 2018 um ráðstöfun nánar tilgreindra málverka til niðjanna og krafðist þess að viðurkennt yrði að málverkin teldust hluti óskipts bús þeirra. A lést undir rekstri málsins og tók dánarbú hennar við aðild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að við mat á hvort gerningur teljist dánargjöf eða lífsgjöf yrði einatt að horfa til aðstæðna hverju sinni enda gætu gjafir verið að margvíslegu formi og efni. Í dóminum var meðal annars litið til þess að E var 95 ára og andaðist tveimur mánuðum eftir undirritun gerningsins, A vissi ekki um gerninginn fyrr en að E látnum og ekki lá fyrir í málinu hvort allir gjafþegar hefðu vitað nákvæmt efni hans fyrr en eftir andlát E. Á þeim tíma þegar gerningurinn var gerður voru málverkin í vörslum A. Þá kvað gerningurinn á um að gjafþegar skyldu ekki fá málverkin í sínar vörslur fyrr en við dánarbússkipti beggja hjóna. Talið var að gjöfin hefði eftir efni sínu verið dánargjöf sem þyrfti að lúta reglum sem um erfðaskrár gilda. Samkvæmt því var fallist á kröfu dánarbús A og málverkin talin hluti dánarbúsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. A áfrýjaði málinu til Hæstaréttar 15. ágúst 2022. Í áfrýjunarstefnu er þess krafist að skjali 3. desember 2018 sem ber yfirskriftina „Um ráðstöfun málverka minna“ til stefndu á eftirtöldum málverkum: Botnssúlur eftir Gunnlaug Blöndal, Hekla eftir Jón Stefánsson, Hrafnabjörg eftir Þórarin B. Þorláksson, Nýársnótt eftir Jóhannes Kjarval, ónefnd mynd (sólarlag) eftir Ásgrím Jónsson, andlitsmynd eftir Jóhannes Kjarval, mósaík 1963 eftir Jóhannes Kjarval og ónefnt (sjómenn) eftir Svein Björnsson „verði rift“ og viðurkennt að málverkin teljist hluti óskipts bús A og skammlífari maka hennar, E sem lést 11. febrúar 2019. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að málverkin teljist til fyrirframgreidds arfs stefndu við arfskipti eftir báða arfláta. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu á öllum dómstigum.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti.4. A lést [...] 2023. Leyfi til einkaskipta á dánarbúi hennar var gefið út [...] 2023 og tók það við aðild að málinu fyrir Hæstarétti í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Ágreiningsefni5. Kjarni deilu aðila snýst um hvort ráðstöfun E á átta málverkum til dóttur sinnar og tveggja barnabarna hafi falið í sér lífsgjöf eða dánargjöf. Áfrýjandi telur að um hafi verið að ræða lífsgerning E sem beri að ógilda vegna þess að hann sé í ósamræmi við ákvæði sameiginlegrar erfðaskrár E og A frá 1. september 2016. Verði ekki á það fallist beri að líta svo á að ráðstöfunin sé ógild þar sem ekki hafi verið uppfyllt skilyrði um dánargjafir. Stefndu byggja hins vegar á því að afsal málverkanna hafi falið í sér lögmæta ráðstöfun E í lifanda lífi á hluta hjúskapareignar sinnar.6. Með hinum áfrýjaða dómi var staðfestur héraðsdómur um sýknu stefndu.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 15. ágúst 2022, með ákvörðun réttarins nr. 2022-89, þar sem dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um atriði sem um er deilt, meðal annars um túlkun 54. gr. erfðalaga nr. 8/1962.Málsatvik8. A og E gengu í hjónaband árið 1980. E var áður kvæntur F sem lést árið 1977. Eignaðist hann með henni þrjár dætur, stefndu B, G sem lést árið 2018 og H er lést á barnsaldri 1968. Stefndu C og D eru börn G. A var barnlaus þegar til hjónabands þeirra E var stofnað og þau áttu ekki börn saman.9. A og E gerðu sameiginlega erfðaskrá 5. júní 1997. Þar lýstu þau yfir vilja sínum þess efnis að því þeirra sem lengur lifði yrði heimilt að sitja í óskiptu búi eftir hitt. Í erfðaskránni var einnig kveðið á um að færi svo að E lifði A ættu dætur hans frá fyrra hjónabandi, þær stefnda B og G, að fá í sinn hlut [...]. Skyldi fyrirtækið og þær eignir því tilheyrandi, sem nánar voru tilgreindar í erfðaskránni, afhentar systrunum strax eftir andlát E og teljast hluti heildararfs eftir hann. Þá kom fram í 3. grein erfðaskrárinnar að yrði A veitt heimild til setu í óskiptu búi væri það sameiginlegur vilji hjónanna að ráðstafa eignum sínum jafnt til tilgreindra aðila að þeim báðum látnum. Var þar um að ræða I systur A, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, barnabörn og barnabarnabörn E og barnabörn I. Ef á hinn bóginn E lifði A þá skyldi 1/3 arfshluta hennar falla til erfingja sem tilgreindir voru í 3. grein erfðaskrárinnar auk þess sem þá bæri að ráðstafa 1/3 hluta af eignum E til hinna sömu aðila eftir hans dag.0. A og E gerðu með sér nýja erfðaskrá 1. september 2016. Í henni var lýst sameiginlegum vilja hjónanna þess efnis að hið langlífara fengi heimild til setu í óskiptu búi. Þá sagði að stefndu B og G hefðu þegar fengið í arf [...] í samræmi við fyrirmæli eldri erfðaskrár og teldist sá arfshluti hluti heildararfs. Þó kom fram að yrði skylduerfðahluti dætranna verðminni miðað við heildararfshluta þeirra skyldi þeim greiddur mismunurinn innan árs frá andláti E. Erfðaskráin hafði að geyma ítarleg fyrirmæli um ráðstöfun arfs. Í 3. grein kom meðal annars fram að „eftir setu A í óskiptu búi og lát hennar“ væri það sameiginlegur vilji hjónanna að ráðstafa eignum þeirra „jafnt til eftirtalinna aðila“ sem taldir voru upp í stafliðum a til o. Fyrst var tilgreint Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Þá voru í stafliðum b til f talin upp öll barnabörn E nema eitt, þar á meðal stefndu C og D. Síðan voru í stafliðum g til o tilgreind barnabörn I. Í framhaldi þeirrar upptalningar sagði að yrðu barnabörn hennar fleiri myndu þau taka jafnan arf á við aðra erfingja samkvæmt 3. grein. Einnig kom fram að tveir niðjar I hefðu fengið í sinn hlut tilgreindar fjárhæðir sem taka skyldi mið af við útgreiðslu arfs. Auk þess var kveðið á um hvernig fara skyldi með sjálfskuldarábyrgð A vegna námslána eins af niðjum systur hennar. Þá var tiltekið að arfshlutar í stafliðum a til o væru allir jafnir en gætu minnkað hlutfallslega yrðu erfingjar fleiri. Einnig var að finna ákvæði um að arfshlutar væru bundnir kvöðum til 18 ára aldurs erfingja. Í 4. grein erfðaskrárinnar voru fyrirmæli sem tóku til þeirrar stöðu ef E lifði A. Skyldi „1/3 hluti af arfshluta“ hennar falla til erfingja sem tilgreindir voru í 3. grein erfðaskrárinnar auk þess sem ráðstafa bæri 1/3 af eignum E til sömu aðila eftir hans dag.1. Hinn 3. desember 2018 undirritaði E skjal með yfirskriftinni „Um ráðstöfun málverka minna“. Skjalið er vottað af lögmanni stefndu og er það svohljóðandi:„Ég undirritaður, E [ ... ] á eftirgreind málverk: . Botnssúlur eftir Gunnlaug Blöndal2. Hekla eftir Jón Stefánsson3. Hrafnabjörg eftir Þórarin B. Þorláksson4. Nýársnótt eftir Kjarval5. Ónefnt (sólarlag) eftir Ásgrím Jónsson6. Andlitsmynd eftir Kjarval7. Mósaík 1963 eftir Kjarval8. Ónefnt (sjómenn) eftir Svein Björnsson.Ég afsala nú ofangreindum málverkum mínum sameiginlega til dóttur minnar B annars vegar og til barna G, sem er látin, hins vegar. B fái helming verkanna og börn G þau D og C fái hinn helminginn, samkvæmt samkomulagi milli þeirra þriggja. Skilyrði er að málverkin fái að vera á heimili okkar A, eiginkonu minnar, þangað til annað hvort gerist:Skipt verði eftir andlát mitt án þess að A fái leyfi til setu í óskiptu búi eða skipt verði eftir andlát þess okkar sem lengur lifir ef fengið verður leyfi til setu í óskiptu búi.“2. Við undirritun skjalsins var E fluttur af heimili þeirra hjóna og kominn á sjúkradeild dvalarheimilisins [...] en A bjó í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi tengdu við dvalarheimilið. Hann lést rétt rúmum tveimur mánuðum síðar og fékk A leyfi til setu í óskiptu búi.3. J lögmaður, sem tilgreindur hafði verið í erfðaskránni umsjónarmaður við skipti á dánarbúi þeirra hjóna, ritaði tölvubréf til lögmanns stefndu 30. apríl 2019 þar sem meðal annars var óskað nánari upplýsinga um ráðstöfun tiltekinna fjármuna. Í svörum lögmanns stefndu 7. maí sama ár voru skýrðar ráðstafanir þess fjár sem fyrirspurnin laut að. Þar kom fram að E hefði beðið lögmanninn um að kanna hvort einhver mistök hefðu átt sér stað við gerð erfðaskrárinnar árið 2016. Í kjölfarið hefði verið gengið frá formlegu framsali E á málverkunum í samræmi við vilja hans með því skilyrði að þau fengju að vera á heimili þeirra A þar til skipt yrði eftir andlát hennar. Jafnframt hefði erfðaskráin verið borin saman við eldri erfðaskrá og komið í ljós að láðst hefði að geta eins af barnabörnum E sem arfþega í nýju skránni en sá erfingi hefði verið í eldri erfðaskránni. Hefði E viljað lagfæra þetta atriði án þess að vefengja erfðaskrána að öðru leyti.4. Með bréfi lögmanns áfrýjanda til lögmanns stefndu 31. maí 2019 var meðal annars kallað eftir frekari upplýsingum um ráðstöfun E á málverkunum. Hinn 21. júní sama ár sendi lögmaður stefndu afrit af framangreindu skjali 3. desember 2018 um ráðstöfun málverkanna og ítrekaði að ástæða gerningsins hefði verið sú að E hefði viljað að niðjar sínir fengju málverkin en ekki erfingjar A.5. Erfðaskráin sætti leiðréttingu af hálfu A hjá lögbókanda 8. júlí 2019 á þann veg að við bættist sem erfingi fyrrgreint barnabarn E. Að öðru leyti kom fram að ákvæði skrárinnar skyldu haldast. A gaf jafnframt út yfirlýsingu 8. ágúst 2019 um að erfðaskráin yrði ekki afturkölluð og ítrekaði leiðréttingu hennar.6. Nokkur frekari bréfaskipti urðu milli lögmanna er lutu einkum að ágreiningi um málverkin sem og hvort afhenda ætti nánar tilgreinda fjármuni til hins óskipta bús. Með bréfi lögmanns áfrýjanda 8. ágúst 2019 var þess meðal annars farið á leit við stefndu að þau lýstu því yfir að andvirði málverkanna yrði tekið undir skiptin þegar til þeirra kæmi. Með bréfi 22. sama mánaðar upplýsti lögmaður stefndu að þau teldu hvorki eðlilegt né viðeigandi að taka ákvörðun um málverkin fyrr en við væntanleg skipti.7. A fól sérfræðingi að meta verðmæti málverkanna. Í mati hans 20. september 2019 kom fram að verðmæti þeirra næmi samtals 10.530.000 krónum. Þar var tekið fram að verðið „miðast við verð milli skyldra“ en hvorki við útsöluverð hjá miðlara auk tilheyrandi gjalda né útsöluverð að frádreginni söluþóknun.Málsástæður og lagarökHelstu málsástæður og lagarök áfrýjanda8. Áfrýjandi byggir á því að sameiginlegri erfðaskrá verði ekki breytt eða hún numin úr gildi í heild eða að hluta nema fyrir tilstuðlan beggja aðila. Með henni hafi heimild A og E til að ráðstafa eignum sínum verið takmörkuð. Framsal E á málverkunum sé því markleysa og tilheyri þau hinu óskipta búi. Hefði E viljað breyta erfðaskránni hefði honum borið að gæta sömu reglna og við gerð erfðaskrár, sbr. 48. gr. erfðalaga. Einnig hafi gerningur E raskað því jafnræði milli erfingja sem stefnt hefði verið að með erfðaskránni. Verði málverkunum haldið utan skipta sé grundvöllur hennar brostinn.9. Enn fremur verði að líta til þess að verðmæti málverkanna hafi í árslok 2018 numið ríflega 10% af heildarvirði eigna A og E og 20% af búshluta hans. Hafa verði hliðsjón af því að allar eigur þeirra hjóna, þar með talið innbú, hafi verið andlag erfðaskrárinnar og jafnræði hafi verið með þeim um eignir við gerð seinni erfðaskrárinnar. E hafi því verið óheimilt að ráðstafa svo stórum hlut eignanna án samráðs við A. Ekki verði heldur séð af umræddum gerningi hvort eða hvernig staðið hafi til að verðmæti málverkanna skyldi gert upp við skipti að A látinni.20. E hafi ekki nýtt heimild 2. mgr. 36. gr. laganna til að mæla svo fyrir um í erfðaskrá að skylduerfingi fengi í sinn hlut tiltekna muni úr hjúskapareign hans þótt honum hefði verið það í lófa lagið. Þá beri við úrlausn málsins að líta til grunnreglu 29. gr. erfðalaga um hvernig fara skal með fyrirframgreiddan arf, sem og sjónarmiða er fram komi í 35. gr. laganna um heimild til ráðstöfunar arfs með erfðaskrá.21. Jafnframt byggir áfrýjandi á að í skjalinu 3. desember 2018 hafi falist gjafaloforð E sem ekki skyldi koma til framkvæmda fyrr en að honum látnum. Í því hafi falist dánargjöf í skilningi 54. gr. erfðalaga sem ekki hefði uppfyllt formskilyrði 48. gr. sömu laga.22. Til stuðnings varakröfu sinni um að málverkin skuli teljast til fyrirframgreidds arfs vísar áfrýjandi einkum til þess að þá verði efni erfðaskrárinnar ekki raskað.Helstu málsástæður og lagarök stefndu23. Stefndu andmæla því að ráðstöfunin sem gerð var með skjalinu 3. desember 2018 hafi falið í sér grundvallarbreytingu á erfðaskrá A og E. Engin formleg breyting á skránni hafi átt sér stað með afsalinu og í erfðaskránni hafi hvorki falist fyrirheit né loforð um að tilteknar eignir yrðu til staðar við skipti dánarbúsins enda krefjist áfrýjandi hvorki breytinga né riftunar erfðaskrárinnar.24. Stefndu vísa til þess að við upphaf hjúskapar E og A hafi hann verið sterkefnaður og málverk þau sem um ræðir prýtt heimili hans og fyrri konu hans en síðar verið á heimili þeirra A og síðast á heimili A. E hafi haft ráðstöfunarrétt yfir eigum sínum í lifanda lífi. Umrætt afsal hafi verið endanlegt og í því falist lífsgjöf en ekki dánargjöf samkvæmt 54. gr. erfðalaga. Breyti engu í því sambandi þótt vilji E hafi staðið til þess að málverkin yrðu á heimili A fram að andláti hennar. Þá hafi verðmæti málverkanna ekki verið mikið miðað við verðmat á þeim. Því hafi verið um að ræða eðlilega gjöf frá föður og afa til dóttur og barnabarna.25. Um varakröfu áfrýjanda benda stefndu á að ekki hafi staðið til að gjöfin skyldi teljast fyrirframgreiddur arfur og eigi fullyrðing áfrýjanda í þá veru sér ekki lagastoð. Dætur E, G og B, hafi áður fengið fyrirframgreiddan arf og þá hafi verið gengið formlega frá honum með erfðafjárskýrslu og greiðslu erfðafjárskatts. Svo hafi hins vegar ekki verið raunin í þessu tilviki. Einnig hafi stefndu ekki gert samkomulag við E um að við móttöku gjafarinnar myndu þau fallast á að hún teldist fyrirframgreiddur arfur þegar að skiptum kæmi. Loks benda stefndu á að A hafi hvorki gert kröfu um breytingu á erfðaskránni né niðurfellingu hennar.Niðurstaða26. Eignarrétti fylgir heimild manna til að ráðstafa eignum í lifanda lífi nema lög eða samningur takmarki á einhvern hátt ráðstöfunarheimild þeirra. Gjöf er örlætisgerningur, að jafnaði án þess að endurgjald komi fyrir og sem stendur ekki í tengslum við efndir á lagaskyldu eða annarri skyldu sem hvílir á gefanda gagnvart gjafþega. Dánargjöf er sú gjöf sem ekki er ætlast til að komi til framkvæmda fyrr en að gefanda látnum. Samkvæmt 54. gr. erfðalaga skulu um slíkar gjafir gilda reglur um erfðaskrár, sbr. 34. til 53. gr. í VI. kafla þeirra.27. Við mat á því hvort gerningur teljist dánargjöf eða lífsgjöf verður einatt að horfa til aðstæðna hverju sinni enda geta gjafir verið að margvíslegu formi og efni. Skiptir þá ekki öllu hvað gerningurinn er nefndur heldur fyrst og fremst efndatími og fyrirætlun gefanda. Brjóta þarf til mergjar einstaka þætti gernings og líta til framvindu efnda hans svo sjá megi hvort og hvenær yfirfærsla eignarréttar hafi átt sér stað. Gjöf telst jafnan dánargjöf ef ekki stendur til að efna hana að neinu leyti fyrr en eftir fráfall gefanda. Hefur þá þýðingu hvort gefandi eigi þess kost að taka aftur gjöfina. Huga þarf að því hvaða rétt gjafþegi fær með gerningnum, að hverju marki hann skuldbindi gefandann og hvort hann geti tekið aftur gjöfina, sbr. dóm Hæstaréttar 11. maí 1964 í máli nr. 122/1963 sem birtur er á bls. 406 í dómasafni réttarins það ár. Við mat á því hvort um dánargjöf eða lífsgjöf er að ræða skiptir máli hvernig réttur gjafþegans er tryggður, til dæmis með þinglýsingu í tilviki fasteigna eða opinberri skráningu. Má um þetta vísa til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 122/1963 og dóms 11. desember 1980 í máli nr. 198/1980 sem birtur er á bls. 1955 í dómasafni réttarins það ár. Þegar um ræðir lausafé eins og hér á við gegna vörslur og vörsluskipti grundvallarmáli, sbr. dóm Hæstaréttar 19. nóvember 1957 í máli nr. 17/1956 sem birtur er á bls. 607 í dómasafni réttarins það ár. Jafnframt standa líkur almennt til þess að sá sem hefur lausafjármuni í vörslum sínum og hefur heimild til að fara með þá eins og þeir tilheyri sér, sé jafnframt réttur eigandi þeirra, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 9. nóvember 2017 í máli nr. 716/2016.28. E lést einungis rúmum tveimur mánuðum eftir að hann ritaði undir umþrættan gjafagerning þá 95 ára að aldri. A vissi ekki um gerninginn fyrr en að E látnum og ekki liggur fyrir í málinu hvort allir gjafþegar hafi vitað nákvæmt efni hans. Af því sem fram kom við flutning málsins hér fyrir dómi mun stefnda B hafa verið viðstödd gerð hans. Sú eina af stefndu sem gaf skýrslu í málinu fyrir héraðsdómi, C, kvaðst hafa vitað að E hefði haft áhyggjur af því að erfðaskrá hjónanna tryggði ekki nægilega rétt niðja hans til frekari arfs vegna þess fyrirframgreidda arfs sem dætrum hans hefði þegar verið greiddur. Hún sagðist jafnframt ekki hafa vitað nákvæmlega um efni hins umþrætta skjals fyrr en eftir andlát E þótt hún hafi vitað að hann hefði haft hug til að gefa niðjum sínum málverkin svo að þau færu ekki til annarra við skiptin. Hafi hann ráðfært sig þar um við lögmann stefndu.29. Á þeim tíma er gerningurinn var gerður voru málverkin í vörslum A en E var þá endanlega fluttur á sjúkradeild dvalarheimilis. Í gerningnum kvað E sérstaklega á um að gjafþegar skyldu ekki fá málverkin í sínar vörslur fyrr en við dánarbússkipti eftir að annað tveggja myndi gerast: „að skipt verði eftir andlát mitt án þess að A fái leyfi til setu í óskiptu búi“ eða að „skipt verði eftir andlát þess okkar sem lengur lifir ef fengið verður leyfi til setu í óskiptu búi“. Samkvæmt því hafði í raun ekki átt sér stað endanleg og formleg yfirfærsla eignarréttar yfir málverkunum er E andaðist og kom reyndar fram í bréfi lögmanns stefndu til lögmanns áfrýjanda 22. ágúst 2019 að stefndu þætti „hvorki eðlilegt né viðeigandi að taka ákvörðun um málverkin fyrr en við væntanleg skipti“. Er þá einnig til þess að líta að málverkin voru átta að tölu og ekki tilgreint sérstaklega hver gjafþega skyldi fá hvaða málverk og ekki heldur nefnt hvort málverkunum yrði skipt milli þeirra eftir verðmæti. Þess í stað sagði einungis að stefnda B, fengi „helming verkanna“ en börn G, stefndu D og C fengju „hinn helminginn, samkvæmt samkomulagi milli þeirra þriggja“.30. Að öllu framangreindu virtu verður talið að gjöf sú sem um ræðir hafi eftir efni sínu verið dánargjöf sem lúta þurfti reglum sem um erfðaskrár gilda, sbr. 54. gr. erfðalaga. Þeirra reglna var ekki gætt og er gerningurinn því ógildur. Samkvæmt því verður fallist á kröfu áfrýjanda og málverkin teljast hluti dánarbúsins.31. Eftir ákvæðum 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.Dómsorð:Ógild er ráðstöfun E á tilgreindum málverkum til stefndu B, C og D, 3. desember 2018 og viðurkennt að málverkin teljast hluti áfrýjanda, dánarbús A.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=de36e0c2-1c83-4836-a336-ce0823eb0b66&verdictid=f1e23350-1879-474b-bfa1-7bba829e2779 |
Mál nr. 6/2023 | Kynferðisbrot Endurupptaka Ákvörðun refsingar Miskabætur Sératkvæði | Með dómi Landsréttar í máli nr. 43/2018 var X sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í tvö skipti á tilgreindu tímabili káfað á kynfærum dóttur sinnar A. Refsing X var ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Með úrskurði endurupptökudóms 11. janúar 2022 var fallist á endurupptöku málsins fyrir Landsrétti að beiðni ákærða. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar í máli nr. 60/2022 var X sakfelldur á ný og refsing hans ákveðin 12 mánaða fangelsi en níu mánuðir bundnir skilorði í tvö ár. Með þeim dómi var X gerð þyngri refsing en hann hafði áður verið dæmdur til með fyrri dómi Landsréttar. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu en taldi ákvörðun refsingar hafa verið í beinni andstöðu við 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, um að hlutur ákærða megi aldrei verða lakari en hann var eftir hinum upphaflega dómi. Refsing var ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem brotaþoli hafði fengið greiddar miskabætur úr ríkissjóði eftir fyrri dóm Landsréttar var bótakröfu hennar í málinu vísað sjálfkrafa frá Landsrétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Björg Thorarensen og Sigurður Tómas Magnússon, Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari og Ólafur Ólafsson dómstjóri Héraðsdóms Austurlands.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 6. janúar 2023 og krefst þess að dómur Landsréttar verði staðfestur um sakfellingu ákærða en að refsing hans verði milduð til samræmis við dóm Landsréttar 14. desember 2018 í máli nr. 43/2018.3. Ákærði krefst þess aðallega að fyrsta lið ákæru verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann sýknu af þeirri háttsemi sem hann var sakfelldur fyrir í Landsrétti en til þrautavara að honum verði ekki gerð refsing. Að því frágengnu krefst hann þess að sér verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og að fangelsisrefsing verði að öllu leyti bundin skilorði. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu brotaþola verði vísað frá héraðsdómi en til vara að bætur verði lækkaðar.4. Brotaþoli krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða sér 1.500.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur.Ágreiningsefni5. Með héraðsdómi 10. nóvember 2017 var ákærði sakfelldur fyrir þrjú brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Honum var gert að sæta eins árs fangelsi og hann dæmdur til greiðslu miskabóta til brotaþola. Með dómi Landsréttar 14. desember 2018 í máli nr. 43/2018 var ákærði sakfelldur fyrir tvö brot gegn sama refsiákvæði. Honum var gert að sæta fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða af refsingunni frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur.6. Með úrskurði Endurupptökudóms 11. janúar 2022 í máli nr. 2/2021 var málið í heild sinni endurupptekið að beiðni ákærða með vísan til a-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála á þeim grunni að skipan Landsréttar í málinu hefði ekki verið rétt að lögum í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, einkum að virtum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember 2020 í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi.7. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli nr. 60/2022 var ákærði sakfelldur á ný fyrir tvö brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en sönnun talin fram komin um að annað brotið hefði verið alvarlegra en samkvæmt fyrri dómi réttarins. Refsing ákærða var ákveðin fangelsi í tólf mánuði og voru níu mánuðir af henni bundnir almennu skilorði í tvö ár.8. Með beiðni 2. desember 2022 leitaði ríkissaksóknari leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar með vísan til þess að hlutur ákærða samkvæmt síðari dómi Landsréttar hefði verið lakari en samkvæmt fyrri dómi réttarins í málinu en slíkt kynni að vera í andstöðu við ákvæði 5. mgr. 231. gr., sbr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 14. desember 2022, samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-156, með vísan til þess að ástæða væri til að ætla að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. mgr. 215. gr. laganna.Helstu málsatvik9. Ákærði er faðir brotaþola og var í hjúskap með móður hennar á þeim tíma er ákæra tekur til. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi sendi Barnavernd Reykjavíkur erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 4. júní 2015 þar sem óskað var rannsóknar á ætluðum kynferðisbrotum ákærða gagnvart dætrum sínum tveimur. Þar kom meðal annars fram að lögregla hefði í lok maí sama ár verið kvödd á heimili fjölskyldunnar og starfsmaður Rauða krossins tilkynnt barnaverndarnefnd 2. júní 2015 um sterkan grun um kynferðislegt ofbeldi ákærða gagnvart telpunum. Í kjölfar tilkynningarinnar fór fram rannsókn lögreglu og skýrslugjafir fyrir dómi í Barnahúsi. Leiddi sú rannsókn til ákæru héraðssaksóknara 12. júní 2017 þar sem ákærða voru gefin að sök kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum nr. 80/2002 gagnvart tveimur dætrum sínum, B, sem fædd er […], og A, sem fædd er […], á þáverandi heimili þeirra á tímabilinu frá janúar til júní 2015. Ákærði hefur neitað sök á öllum stigum máls.0. Ákæran var í þremur liðum. Í fyrsta lið hennar var ákærða gefið að sök að hafa „í fleiri skipti á ofangreindu tímabili káfað á kynfærum [A] innanklæða“. Var háttsemin heimfærð undir 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Í öðrum og þriðja lið ákæru voru ákærða auk þess gefin að sök brot gegn 1. mgr. 98. gr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Annars vegar með því að hafa margsinnis á ofangreindu tímabili horft á klámmyndir í viðurvist dætra sinna B og A. Hins vegar með því að hafa í eitt skipti á ofangreindu tímabili fróað sér í viðurvist A í stofu á heimili þeirra.1. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 2017 var ákærði sakfelldur samkvæmt fyrsta lið ákæru fyrir að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti káfað á kynfærum A utan klæða á tímabilinu frá febrúar til maí 2015. Ákærði var sýknaður af öðrum sakargiftum. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi og gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 23. nóvember 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun 20. sama mánaðar sem krafðist sýknu af kröfu ákæruvaldsins og frávísunar bótakröfu. Af hálfu ákæruvalds var unað niðurstöðu héraðsdóms um sýknu af öðrum og þriðja lið ákæru en þess krafist að refsing ákærða yrði þyngd vegna brota samkvæmt fyrsta lið ákæru. Málið var rekið fyrir Landsrétti frá 2. janúar 2018 samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017 er vörðuðu breytingar á ýmsum lögum vegna stofnunar millidómstigs.3. Með dómi Landsréttar 14. desember 2018 í máli nr. 43/2018 var ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa í tveimur tilvikum káfað utan klæða á kynfærum dóttur sinnar á tímabilinu frá 29. janúar til 1. maí 2015, annars vegar í stofu og hins vegar í svefnherbergi á heimili þeirra. Var refsing ákærða lækkuð frá því sem dæmt hafði verið í héraði og honum gert að sæta fangelsi í níu mánuði. Með vísan til þess að málsmeðferð hefði tafist að óþörfu og án skýringa var fullnustu sex mánaða refsingarinnar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um greiðslu miskabóta.4. Með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-78 frá 28. febrúar 2019 hafnaði rétturinn beiðni ákærða um áfrýjunarleyfi. Var það gert meðal annars með vísan til þess að ekki væru efni til að ætla að málsmeðferð væri stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur, sbr. 2. málslið 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008.5. Með beiðni 8. apríl 2019 fór ákærði fram á við Endurupptökunefnd að mál hans yrði endurupptekið á þeim grunni að skipan dóms Landsréttar hefði ekki verið rétt að lögum í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur við meðferð beiðninnar frá og með 1. desember 2020. Með úrskurði 11. janúar 2022 var endurupptaka heimiluð eins og áður segir.6. Við síðari meðferð málsins fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið sakfellingar samkvæmt fyrsta lið ákæru og staðfestingar héraðsdóms á ákvörðun refsingar en breytti ákæru þannig að hún laut að tímabilinu 29. janúar til 31. maí 2015. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar var ákærði síðan sakfelldur fyrir að hafa tvisvar á framangreindu tímabili káfað á kynfærum brotaþola, annars vegar utan klæða er þau voru stödd í stofu á heimili þeirra og hins vegar innan klæða í svefnherbergi hennar. Var háttsemin heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga og ákærði dæmdur í tólf mánaða fangelsi en vegna dráttar á meðferð málsins var fullnustu níu mánaða af refsingunni frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 1.000.000 króna í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum.Helstu röksemdir ákæruvalds og ákærða7. Meginágreiningur aðila stendur um hvort vísa eigi málinu frá héraðsdómi sökum þess að ákæra sé ekki nægilega vel úr garði gerð að virtum fyrirmælum 152. gr. laga nr. 88/2008 svo og um hvort sýkna skuli ákærða. Komi til sakfellingar krefjast báðir aðilar lækkunar á þeirri refsingu sem ákærða var gerð með hinum áfrýjaða dómi.8. Ákæruvaldið vísar til þess að um tíðkanlega ákæruhætti sé að ræða og vörn ákærða hafi ekki verið áfátt þótt ákæra hafi verið lagfærð lítillega við meðferð málsins í samræmi við ákvæði 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Hinn áfrýjaði dómur þarfnist í engu lagfæringar nema hvað varðar refsingu ákærða en ákvæði 5. mgr. 231. gr. laganna heimila ekki að hún verði ákvörðuð þyngri en í upphaflegum dómi Landsréttar í máli nr. 43/2018.9. Ákærði telur verknaðarlýsingu þess hluta ákærunnar sem undir er í málinu í andstöðu við c-lið 1. mgr. 152. gr., sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 og að því beri að vísa málinu frá héraðsdómi. Í fyrsta lagi sé þar komist sérkennilega að orði um að ákærði hafi „í fleiri skipti“ á ofangreindu tímabili káfað á kynfærum brotaþola. Af þessu sé ljóst að ákærði sé ekki ákærður fyrir fyrsta skiptið sem það eigi að hafa gerst. Í öðru lagi sé ákæra ónákvæm um á hvaða tímabili brotin eigi að hafa verið framin. Þegar hún var gefin út hafi legið fyrir að háttsemin gæti ekki hafa átt sér stað frá janúar til júní 2015 þar sem ákærði hafi ekki búið með dætrum sínum og þáverandi eiginkonu á heimili þeirra nema hluta þess tímabils líkt og héraðsdómur hafi komist að niðurstöðu um. Til viðbótar þessu hafi ákæruvaldið við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti breytt ákærunni að þessu leyti og raskað þannig grundvelli málsins og torveldað varnir ákærða.20. Ákærði reisir kröfu sína um sýknu á þeim grunni að hann hafi frá fyrstu stundu neitað sök. Þar sem hvorki sé til að dreifa trúverðugum framburði vitna né öðrum gögnum sem styðji sakfellingu beri að leggja trúverðugan framburð hans til grundvallar niðurstöðu í málinu, sbr. 108. gr. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Þá geti Landsréttur ekki að réttum lögum snúið sýknu héraðsdóms um káf á kynfærum brotaþola innan klæða í sakfellingu. Það sé í andstöðu við meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi og dómafordæmi Hæstaréttar. Vísar hann um þetta til þess að sakfelling sé að hluta reist á framburði móður brotaþola sem ekki hafi gefið skýrslu við síðari meðferð málsins fyrir Landsrétti. Vegna þessa annmarka beri að sýkna ákærða enda standi hagsmunir hans ekki til þess að málið sæti enn og aftur meðferð í Landsrétti komist Hæstiréttur ekki að þeirri niðurstöðu að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm af þessum sökum án sérstakrar kröfu ákærða þar um.Löggjöf21. Eins og fram hefur komið leitaði ríkissaksóknari leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar með vísan til þess að með hinum áfrýjaða dómi hefði verið brotið gegn rétti dómfellda samkvæmt 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, svohljóðandi:Nú hefur mál verið endurupptekið eftir beiðni dómfellda og má þá hlutur hans aldrei verða lakari en hann var eftir hinum upphaflega dómi.22. Nánast samhljóða ákvæði var áður í 3. mgr. 214. gr. laganna en þar áður í 190. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Teygir það rætur sínar allt til 197. gr. laga nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála þar sem það var orðað með sama hætti. Ekki er að finna sérstaka umfjöllun um ákvæðið í lögskýringargögnum með framangreindum lögum en í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 27/1951 var vísað til frumvarpa um sama efni sem lögð voru fram á Alþingi 1948 og 1949 en urðu ekki að lögum á þeim þingum. Í frumvarpinu frá 1948 kom fram að brýn þörf væri á að lögfesta ákvæði er tækju til endurupptöku opinberra mála þar sem ákvæði laga nr. 112/1935 um Hæstarétt miðuðust einkum við einkamál. Ákvæði 30. gr. þeirra laga var hið sama og í fyrri lögum um Hæstarétt nr. 22/1919 en í lögskýringargögnum með þeim kom fram að ákvæðið væri að mestu sniðið eftir réttarfarslögum Dana.23. Í núgildandi 984. gr. dönsku réttarfarslaganna er ákvæði efnislega hliðstætt 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. Þar kemur fram að þegar mál er endurupptekið eingöngu eftir beiðni dómfellda megi ekki víkja að neinu leyti frá upphaflegum dómi í málinu honum í óhag. Ákvæði þetta á rætur að rekja til réttarfarslaga frá 1899 en í lögskýringargögnum kom fram að í enduruppteknu máli skyldi dómfelldi ekki dæmdur til þyngri refsingar, sakfelldur fyrir meira brot eða dæmdur til greiðslu hærri skaðabóta en í fyrri dómi.Niðurstaða24. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hafnað kröfu ákærða um frávísun málsins frá héraðsdómi.25. Eins og að framan er rakið var að hluta til komist að annarri niðurstöðu í hinum áfrýjaða dómi en í fyrri dómi Landsréttar í málinu um hvaða háttsemi ákærða teldist sönnuð.26. Samkvæmt 2. mgr. 225. gr. laga nr. 88/2008 getur Hæstiréttur ekki endurmetið niðurstöðu áfrýjaðs dóms í sakamáli um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar. Á hinn bóginn kemur í hlut réttarins að meta hvort annmarki hafi verið á málsmeðferð og þá þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmat sem gæti hafa haft áhrif á úrlausn máls. Þannig beinist endurskoðun að því hvort sönnunarmat hafi verið í samræmi við lög án þess að tekin sé afstaða til þess hvað er sannað á grundvelli munnlegs framburðar. Um þetta verður vísað til dóma réttarins 22. febrúar 2022 í máli nr. 46/2022, 15. október 2020 í máli nr. 16/2020 og 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020.27. Ekki verður talið að 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 takmarki skyldu Landsréttar til málsmeðferðar og dómsálagningar að nýju með tilliti til sjálfstæðs sönnunarmats í máli að því marki sem endurupptakan nær til, sbr. framanritað og 4. og 5. mgr. 232. gr. laganna. Við meðferð málsins í héraði voru teknar skýrslur af ákærða og vitnum sem máli gátu skipt við mat á sönnun. Þá var hin síðari meðferð málsins fyrir Landsrétti í samræmi við ákvæði 205. og 206. gr. laganna. Þannig gaf ákærði skýrslu á ný sem og brotaþoli og systir hennar. Á hinn bóginn nýtti móðir þeirra þá rétt sinn samkvæmt a-lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 til að skorast undan skýrslugjöf. Einnig voru við þá málsmeðferð í samráði við sakflytjendur spilaðar í þinghaldi upptökur af tilgreindum hlutum framburðar ákærða og vitna fyrir héraðsdómi jafnframt því sem upptökurnar voru í heild sinni hluti af gögnum málsins. Þá var í forsendum hins áfrýjaða dóms rökstutt hvað sannað teldist í málinu, sbr. 3. og 4. mgr. 207. gr., sbr. f-lið 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008, en niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærða var einkum reist á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærða og vitna sem ekki verður endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 225 gr. laganna. Verður því hvorki fallist á með ákærða að slíkir ágallar hafi verið á málsmeðferð fyrir Landsrétti að leiða eigi til ómerkingar dómsins og heimvísunar til nýrrar meðferðar né hróflað verði við niðurstöðu dómsins um sakfellingu ákærða.28. Á hinn bóginn var ákvörðun refsingar ákærða í hinum áfrýjaða dómi í andstöðu við bein fyrirmæli í 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 um að hlutur ákærða megi aldrei verða lakari en hann var eftir hinum upphaflega dómi Landsréttar. Samkvæmt því, að virtum refsiforsendum hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. svo og 1. og 2. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga, verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í níu mánuði. Vegna alvarleika brota ákærðu eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans frekar en gert var í hinum upphaflega dómi.29. Að virtri forsögu og markmiði fyrirmæla 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, sem lýst var að framan, um hlut dómfellda þegar endurupptekið mál er dæmt á ný verður ákærði ekki heldur dæmdur til greiðslu hærri miskabóta en ákveðnar voru í dómi Landsréttar í máli 43/2018. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti upplýsti réttargæslumaður brotaþola að ríkissjóður hefði greitt brotaþola bætur á grundvelli laga nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota til samræmis við dóm Landsréttar í síðastgreindu máli. Í 1. mgr. 19. gr. þeirra laga segir að greiði ríkissjóður bætur samkvæmt lögunum eignist hann rétt tjónþola gagnvart tjónvaldi sem nemur fjárhæð bóta. Þá skuli Bótanefnd taka ákvörðun um hvort endurkrefja skuli tjónvald vegna bóta sem ríkissjóður hefur greitt. Samkvæmt þessu hefur brotaþoli ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfuna í þessu máli. Verður henni því vísað sjálfkrafa frá Landsrétti.30. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verða staðfest.31. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti verður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Ákærði, X, sæti fangelsi í níu mánuði. Fresta skal fullnustu sex mánaða af refsingunni og sá hluti hennar niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Einkaréttarkröfu brotaþola, A, er vísað frá Landsrétti.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skulu óröskuð.Allur sakarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 868.000 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns, 186.000 krónur. SératkvæðiÓlafs Barkar Þorvaldssonar hæstaréttardómara ogÓlafs Ólafssonar, dómstjóra Héraðsdóms Austurlands. Við erum sammála meirihluta dómenda að öðru leyti en hvað varðar fullnustu refsingar ákærða.2. Við ákvörðun refsingar ákærða í dómi Landsréttar í máli nr. 43/2018 var litið til þess að meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru hefði tafist að óþörfu og þær tafir hefðu ekki verið skýrðar. Af þeirri ástæðu hefði refsing ákærða verið skilorðsbundin að hluta. Nú eru um átta ár liðin frá brotum ákærða. Hinar margþættu tafir sem síðan hafa orðið á máli þessu, sbr. það sem rakið er í atkvæði meirihlutans og ákærða verður ekki kennt um, eru í andstöðu við 171. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og meginreglu 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í því ljósi er rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða að öllu leyti og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=08c5ce65-6e08-4ce0-bf0f-fd5959744f2d&verdictid=018e50a4-e53b-4803-a38f-26ea4a597c92 |
Mál nr. 10/2023 | Kærumál Fjárslit Óvígð sambúð Opinber skipti Gjafsókn | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem leyst var úr ágreiningi A og B í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna slita óvígðrar sambúðar. Landsréttur vísaði kröfu A um hlutdeild í innbúi frá héraðsdómi en hafnaði kröfum hennar um hlutdeild í öðrum eignum og réttindum sem skráð voru eign B. Fyrir Hæstarétti krafðist A að öllum eignum þeirra á viðmiðunardegi skipta yrði skipt að jöfnu milli þeirra án tillits til þess hvernig skráningu eignanna hefði verið háttað. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar um að vísa frá héraðsdómi kröfu A um hlutdeild í innbúi aðila með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar. Þá féllst Hæstiréttur hvorki á að kröfur A væru fyrndar né fallnar niður á grundvelli tómlætis. Í dómi Hæstaréttar var rakið að sambúð aðila hafi staðið yfir frá árinu 1999 til 2017, að undanskildu einhverra mánaða tímabili á árunum 2004 til 2005, og þau eignast þrjú börn saman. B hafi verið eignameiri en A í upphafi sambúðar og aflað tekna í meiri mæli en A á sambúðartímanum. Rekstur heimilis og uppeldi barna hefði aftur á móti í ríkara mæli hvílt á herðum A. Hæstiréttur taldi að slík fjárhagsleg samstaða hefði skapast með aðilum að hvað sem líði opinberri skráningu einstakra verðmæta sem deilt væri um í málinu væru allt að einu forsendur til þess að meta sérstaklega hlutdeild A í þeirri eignamyndun sem orðið hefði á sambúðartímanum. Hvað sem fjár- og vinnuframlagi B umfram A hafi liðið hefðu umrædd eignarréttindi meðal annars orðið til með framlagi A til þátta sem ekki fólust í beinum fjárframlögum. Hæstiréttur féllst því á kröfu A um hlutdeild í þeirri eignarmyndun sem varð í fasteign, sem var skráð eign B, á sambúðartímanum með þeim hætti að viðurkennd var að álitum 30% eignarhlutdeild hennar í fasteigninni á móti 70% eignarhlutdeild B. Þá var fallist á þá kröfu A að innistæða á tilteknum bankareikningi B á viðmiðunardegi kæmi til jafnra skipta milli aðila sem og sex nánar tilgreind ökutæki. Hvorki var hins vegar fallist á kröfu A um að til skipta kæmi hlutafé B í þremur einkahlutafélögum né óverulegar innistæður á nokkrum bankareikningum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. desember 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. janúar 2023. Kærður er úrskurður Landsréttar 13. desember 2022 í máli nr. 617/2022 þar sem kröfu sóknaraðila um hlutdeild í innbúi var vísað frá héraðsdómi en kröfum um hlutdeild í öðrum eignum og réttindum varnaraðila var hafnað.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að við opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila skuli öllum eignum fjárfélags þeirra skipt að jöfnu milli þeirra án tillits til þess hvernig skráningu þeirra er háttað þannig að viðurkennd verði helmingshlutdeild sóknaraðila í skírri eign búsins eins og þær voru á viðmiðunardegi skipta 1. júní 2017 og taldar eru upp í bréfi skiptastjóra 26. október 2021. Til vara krefst sóknaraðili annarrar lægri hlutdeildar en helmings af skírri eign búsins miðað við viðmiðunardag skipta samkvæmt mati dómsins. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila á öllum dómstigum eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila fyrir Hæstarétti. 5. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt munnlega 17. maí 2023.Ágreiningsefni6. Í málinu er deilt um uppgjör fjárskipta málsaðila við sambúðarslit þeirra árið 2017 en til sambúðarinnar stofnaðist árið 1999. Lýtur deilan fyrst og fremst að því hvort og þá í hvaða mæli konan, sóknaraðili, á tilkall til hlutdeildar í eignamyndun á sambúðartíma samkvæmt þeim réttarreglum sem dómstólar hafa mótað á þessu sviði, en umdeildar eignir voru á viðmiðunardegi skipta að stærstum hluta skráðar eign mannsins, varnaraðila.7. Með úrskurði héraðsdóms 28. september 2022 var fallist á kröfur sóknaraðila að hluta og viðurkennt að innbú og nánar tiltekin ökutæki skyldu skiptast til helminga milli aðila. Þá var viðurkennd 43,5% eignarhlutdeild sóknaraðila í fasteign að M, þinglýstri eign varnaraðila. Að öðru leyti var kröfum sóknaraðila um viðurkenningu á hlutdeild í eignum og lífeyrisréttindum skráðum á varnaraðila hafnað en málskostnaður felldur niður. Með úrskurði Landsréttar 13. desember 2022 var kröfu sóknaraðila um hlutdeild í innbúi vísað frá héraðsdómi en öðrum kröfum sóknaraðila hafnað og kærumálskostnaður felldur niður. 8. Að beiðni sóknaraðila var veitt leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar 9. febrúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-169, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um réttarstöðu sambúðarfólks við slit á óvígðri sambúð.9. Fyrir Hæstarétti féll sóknaraðili frá kröfu um viðurkenningu á hlutdeild í lífeyrisréttindum varnaraðila, bæði almennum og séreignarsparnaði, sem hann aflaði á sambúðartíma.Málsatvik0. Málsaðilar hófu samband sitt á seinni hluta ársins 1999. Þá var sóknaraðili 22 ára en varnaraðili er átta árum eldri. Bjuggu þau fyrst um sinn saman í foreldrahúsum varnaraðila en síðla árs 2000 fluttu þau inn á neðri hæð fasteignar að M sem varnaraðili var að byggja þegar málsaðilar kynntust. Þar bjuggu þau þar til sambúðinni var slitið í júní 2017, að frátöldu tímabili á árunum 2004 til 2005 þegar slitnaði tímabundið upp úr sambandinu. Þau voru í skráðri sambúð frá […] 2011 til […] 2019 en aldrei samsköttuð. Þá voru þau ekki með sameiginlega bankareikninga. Ágreiningslaust er að viðmiðunardagur skipta sé 1. júní 2017. Á meðan sambúð þeirra stóð eignuðust þau þrjú börn árin […], […] og […].1. Við upphaf sambúðar átti sóknaraðili bifreið en varnaraðili var skráður fyrir fasteigninni að M og átti einnig bifreið. Samkvæmt byggingarsögu fasteignarinnar var eignin komin á byggingarstig 3 á árinu 1999 sem telst fullreist burðarvirki.2. Málsaðilar stofnuðu saman árið 2003 félagið C ehf. sem rak [verslun]. Þau sátu þar saman í stjórn og voru skráð fyrir hlutafé, varnaraðili fyrir 70% og sóknaraðili 30%. Þá voru á sambúðartímanum stofnuð félögin D ehf., E ehf. og F ehf. en síðastgreinda félagið var stofnað […] 2000. Varnaraðili og faðir hans sátu í stjórn þess og voru skráðir fyrir hlutafé, varnaraðili fyrir 70% og faðir hans 30%. Frá árinu 2015 hefur varnaraðili einn verið skráður fyrir hlutafé félagsins. Umrætt félag stofnaði E ehf. árið 2008 og D ehf. árið 2011. Bú fyrrnefnda félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2021. Árið 2014 tók sóknaraðili sæti sem varamaður í stjórnum F ehf. og D ehf.3. Aðilar reistu á sambúðartímanum hús að N og var sóknaraðili þinglýstur eigandi þeirrar fasteignar. Eignin var seld á árinu 2016 og var meginþorri söluandvirðis lagður inn á bankareikning í eigu varnaraðila. Bifreið, sem einnig var hluti af söluandvirðinu, var skráð á nafn sóknaraðila.4. Á sambúðartímanum voru aðilar hvort um sig skráð eigendur nokkurra bifreiða. Sóknaraðili var auk þess skráð eigandi ferðavagns en varnaraðili eigandi bifhjóls, torfæruhjóla, tjaldvagns og vélsleða. Á viðmiðunardegi skipta var sóknaraðili skráð fyrir einni bifreið en varnaraðili fyrir tveimur bifreiðum, torfæruhjóli og tveimur vélsleðum.5. Sóknaraðili lauk á sambúðartímanum, í desember 2005, námi í […] við […]. Þá útskrifaðist hún sem […] haustið 2011 frá […]. Hún starfaði við færslu bókhalds hjá F ehf., í [verslun] sem aðilar ráku og saumaði […] og seldi á heimasíðu sinni.6. Á sambúðartímanum starfaði varnaraðili aðallega sem […] hjá fyrrnefndu félagi, F ehf.7. Skattframtöl sóknaraðila árin 2002 til 2016 liggja fyrir sem og skattframtöl varnaraðila vegna áranna 2000 og 2006 til 2017. Samkvæmt þeim voru tekjur þeirra sem hér segir: SóknaraðiliVarnaraðiliTekjuárGreiðandiFjárhæðTekjuárGreiðandiFjárhæð2000F ehf.2.878.3702001Leikskólinn […]38.624F ehf.91.322Atvinnuleysisbætur240.100Tryggingastofnun ríkisins343.1292002F ehf.944.137Atvinnuleysisbætur284.9112003F ehf.726.711C ehf.650.000Atvinnuleysisbætur42.4592004C ehf.598.000Atvinnuleysisbætur281.1502005Tryggingastofnun ríkisins712.090Atvinnuleysisbætur14.083Sveitarfélag336.980Sjúkradagpeningar428.9032006Tryggingastofnun ríkisins.357.9822006F ehf.4.914.7642007F ehf.2.071.6482007F ehf.2.941.414Fæðingarorlofssjóður31.697Fæðingarorlofssjóður.666.686Tryggingastofnun ríkisins21.887Atvinnuleysisbætur88.041Sveitarfélag318.3862008Atvinnuleysisbætur.890.3312008F ehf.5.916.0622009Fæðingarorlofssjóður.263.0362009F ehf.5.954.299Atvinnuleysisbætur943.1712010Atvinnuleysisbætur2.061.2032010F ehf.6.143.5802011F ehf.337.6502011F ehf.743.147Atvinnuleysisbætur811.217Slysabætur8.409.5172012F ehf.3.364.7602012F ehf.4.872.9302013F ehf.4.008.7952013F ehf.5.753.3202014F ehf.4.570.6712014F ehf.6.539.1492015F ehf.3.595.7522015F ehf.7.309.3442016F ehf.7.258.5882017F ehf.6.551.888Helstu málsástæður aðila8. Sóknaraðili byggir á því að fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum í sambúðinni. Þótt þau hafi hvorki talið saman til skatts né verið með sameiginlega bankareikninga hafi þau eignast þrjú börn og rekið saman heimili þar sem fjölskyldan hafi búið um langt skeið. Sóknaraðili kveðst alltaf hafa litið svo á að þau byggju við sameignarfyrirkomulag á sambúðartímanum þó svo að eignir væru að mestu skráðar á varnaraðila. Ökutæki fjölskyldunnar og ferðavagnar hafi til að mynda ýmist verið skráðir á varnaraðila eða hana. Þá hafi nær öll eignamyndun aðila orðið á sambúðartímanum enda hafi verið óverulegur munur á eignastöðu þeirra við upphaf sambúðar. Þótt varnaraðili hafi aflað tekna utan heimilis í ríkari mæli en sóknaraðili hafi hún haldið heimili fyrir þau bæði, auk þess að annast uppeldi og umönnun barna þeirra. Hún hafi einnig séð um að aðstoða þau við heimanám og tómstundir. Þá hafi hún menntað sig sérstaklega til þess að annast bókhald fyrir einkahlutafélög þeirra og ekki þegið laun fyrir þá vinnu í samræmi við vinnuframlag. Þetta framlag hennar til heimilis og fjölskyldu þurfi að meta til fullra tekna enda hafi varnaraðila með því verið gert kleift að starfa utan heimilis og afla tekna og lífeyrisréttinda. Það svigrúm hafi hann meðal annars nýtt til frekari verðmætaaukningar með því að ljúka við byggingu M, byggja fasteign að N og fjárfesta í þeim einkahlutafélögum, ökutækjum og fleiru sem nú sé deilt um hvort koma eigi til skipta. Þá segir sóknaraðili fjárhag aðila hafa verið samtvinnaðan. Kveðst hún hafa keypt inn til heimilis til jafns við varnaraðila og hafi tekjur hennar runnið til heimilis og þriggja barna þeirra. Sóknaraðili bendir auk annars á að fasteignin að M sem varnaraðili hóf byggingu á áður en til sambúðar stofnaðist hafi aðeins verið lokið að hluta við stofnun sambúðar og hún hafi unnið með honum að því að gera fasteignina íbúðarhæfa áður en þau fluttu inn í hana árið 2000. Fasteignina N hafi þau reist á sambúðartímanum og hún verið þinglýst eign hennar og hún greitt af henni fasteignagjöld.9. Varnaraðili byggir á því að allar kröfur sóknaraðila séu fyrndar en ella fallnar niður fyrir tómlæti. Við slit sambúðar beri að líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga sem fari hvort um sig með sínar eignir og ábyrgist sínar skuldir. Það sé viðurkennd meginregla að sá sambúðaraðila sem haldi því fram að eignarhald eigi ekki að miðast við opinbera skráningu og þinglýstar heimildir beri sönnunarbyrði fyrir því. Engin fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum og þau hvorki verið með sameiginlega bankareikninga né deilt útgjöldum heimilisins. Sóknaraðili hafi ekki lagt þeim til neina fjármuni, ekki tekið þátt í að greiða reikninga, hvorki þá er vörðuðu skráðar eignir hans né vegna uppeldis barna og hvorki lagt fram fjármuni né vinnu við byggingu umþrættra fasteigna. Þá hafi hún ekki komið að fjármögnun þeirra ökutækja sem deilt sé um eignarhald á. Þau hafi aldrei verið samsköttuð þrátt fyrir að hafa verið skráð í sambúð frá árinu 2011. Sóknaraðili hafi ekki nýtt séreignarsparnað sinn til að greiða inn á áhvílandi lán á fasteign varnaraðila að M og fasteignalánið hafi verið leiðrétt á grundvelli laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána líkt og um einstæðan mann væri að ræða. Varnaraðili byggir jafnframt á því að hann hafi átt fasteignina að M, helstu eign búsins, áður en hann kynntist sóknaraðila og ekki hafi orðið nein sameiginleg eignamyndun á sambúðartímanum. Engin eign hafi orðið til með framlagi sóknaraðila. Varnaraðili bendir á að sóknaraðili hafi enga aðkomu átt að stofnun eða rekstri F ehf. sem stofnuð hafi verið árið 2000 en í raun hafi verið um að ræða fjölskyldufyrirtæki sem afi varnaraðila hafi upphaflega stofnað og rekið. Sóknaraðili hafi fengið afar vel greitt og umfram tilefni fyrir að sinna bókhaldi félagsins. Þá hafi félögin D ehf. og E ehf. ekki verið í rekstri og sóknaraðili enga aðkomu átt að þeim aðra en setu sem varamaður í stjórn. Þá sé rangt að málsaðilar hafi á sínum tíma rekið saman [verslun] C ehf. Það hafi alfarið verið fyrirtæki sóknaraðila og varnaraðili aðeins komið að því með þeim hætti að hafa lánað sóknaraðila veð í fasteign sinni að M vegna skuldbindinga félagsins en hann hafi verið skráður eigandi 70% hlutafjár í því til að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína. Þá gefi innstæður á bankareikningum á viðmiðunardegi skipta ekki rétta mynd af peningaeign varnaraðila. Söluandvirði fasteignarinnar að N hafi verið greitt inn á reikning í hans eigu en þá hafi ekki verið búið að gera upp við verktaka og F ehf. vegna byggingar hennar. Þótt sóknaraðili hafi í nokkur skipti greitt fasteignagjöld vegna N hafi F ehf. lagt inn á reikning hennar á sama tíma vegna þeirra greiðslna og umfram laun hennar. Aðilar hafi einnig bæði annast börnin og sinnt innkaupum til heimilisins en hann í ríkari mæli en hún.Reglur um stofnun sérstakrar sameignar á sambúðartíma20. Þegar óvígðri sambúð er slitið gildir sú meginregla að hvor sambúðaraðili um sig taki með sér þær eignir sem hann átti við upphaf sambúðar eða hefur eignast meðan á henni stóð og beri þá jafnframt ábyrgð á skuldum sínum. Á sambúðartíma kann þó að hafa myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki eða eignir þeirra og framlög blandast saman. Hefur í dómaframkvæmd verið viðurkennt að með því geti stofnast til sameignar sambúðarfólks óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum til dæmis á grundvelli þinglýsingar, sbr. í dæmaskyni dóma Hæstaréttar 14. desember 2012 í máli nr. 704/2012, 25. janúar 2016 í máli nr. 811/2015, 26. ágúst 2016 í máli nr. 472/2016 og 5. apríl 2017 í máli nr. 152/2017. Er þá litið svo á að sameiginleg eignamyndun hafi orðið á sambúðartíma sem báðir aðilar eigi tilkall til hvað sem opinberri skráningu eigna líði og að sambúðarmaki geti átt tilkall til þeirra eigna sem að óbreyttu kæmu í hlut gagnaðilans eins.21. Slík skráning eignar veitir þó allt að einu líkindi fyrir því hvor aðila fari með umdeildan eignarrétt og sönnunarbyrði um að hún gefi ekki rétta mynd af innbyrðis eignastöðu og eignamyndun á sambúðartíma hvílir að meginreglu á þeim sambúðaraðila sem ekki er skráður eigandi. Það er þó ekki algilt og við mat þar að lútandi hefur meðal annars verið litið til eignastöðu aðila við upphaf sambúðar, fjárhagslegrar samstöðu á sambúðartíma, lengd sambúðar, fjölskylduhaga, þar með talið tilkomu sameiginlegra barna og fjölskyldustærðar, vinnuframlags aðila innan heimilis og utan, öflun menntunar á sambúðartíma og hvernig hún hefur nýst, tekjuöflunar, tilhögunar skattskila, sameiginlegra nota eigna auk fleiri atriða. Hvað sem líður fyrrnefndri meginreglu um sönnunarbyrði hefur áhrif á tilhögun hennar hversu mörg framangreindra atriða hafi verið fyrir hendi og í hversu ríkum mæli á sambúðartíma, sbr. til dæmis fyrrgreinda dóma Hæstaréttar í málum nr. 811/2015 og 152/2017 og einnig dóm Hæstaréttar 15. september 2016 í máli nr. 511/2016. Við þær aðstæður kann sönnunarbyrðin að færast yfir á þann sem heldur því fram að umræddir þættir hafi engin áhrif haft á forsendur eignamyndunar á sambúðartíma.Niðurstaða22. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest sú niðurstaða hans að vísa frá héraðsdómi kröfu sóknaraðila um hlutdeild í innbúi aðila.23. Varnaraðili hefur byggt á því að ætlaðar kröfur sóknaraðila í málinu séu fyrndar á grundvelli reglna laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þess er þá að gæta að kröfur sóknaraðila í málinu, verði á þær fallist, eru hlutaréttarlegs eðlis en ekki kröfuréttindi sem fyrnast eftir reglum tilvitnaðra laga. Þegar af þeirri ástæðu er málsástæðu varnaraðila þess efnis hafnað. Jafnframt er hafnað þeirri málsástæðu varnaraðila að ætlaðar kröfur sóknaraðila séu niður fallnar á grundvelli tómlætis vegna þess að liðið hafi liðlega þrjú ár frá sambúðarslitum þar til sóknaraðili krafðist opinberra skipta á búi málsaðila. Er til þess að líta að eignarréttindi sem slík falla ekki niður á grundvelli tómlætis en langvarandi tómlæti getur hins vegar haft áhrif á sönnunarbyrði um tilvist þeirra. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki fyrir hendi í þessu máli.24. Að framangreindu gættu verður næst tekin til þess afstaða hvort á sambúðartíma aðila hafi stofnast til sameignar þeirra um þær fasteignir og lausafé sem sóknaraðili gerir kröfu til þótt umræddar eignir hafi flestar verið skráðar í eigu varnaraðila. Verður hér á eftir fyrst tekið til skoðunar hvort slík fjárhagsleg samstaða hafi almennt skapast með aðilum á sambúðartímanum svo að til greina komi að slík sameign hafi stofnast.25. Aðila greinir á um flest þeirra atriða sem þýðingu hafa við mat á því hvort myndast hafi fjárhagsleg samstaða með þeim á sambúðartíma þannig að stofnast hafi til sameignar óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum. Þá er þetta mat þeim vandkvæðum háð að þau hafa að mjög takmörkuðu leyti aflað sér sönnunar með framlagningu gagna og skýrslutökum um framangreind atriði og hallar að því leyti talsvert á varnaraðila sem nær enga sönnun hefur fært fram fyrir fullyrðingum sínum. Verður hvort um sig að bera hallann af skorti á sönnun að þessu leyti hvað varðar eignir sem þau hafa verið skráð fyrir.26. Af gögnum málsins og því sem ekki sýnist umdeilt verður á því byggt að aðilar hafi tekið upp samband á seinni hluta ársins 1999. Þau bjuggu fyrst saman á heimili foreldra varnaraðila en fluttu inn á neðri hæð fasteignar hans að M skömmu áður en þeim fæddist barn í […]. Lagt verður til grundvallar að varnaraðili hafi verið eignameiri en sóknaraðili í upphafi sambúðar sem svaraði til eignarhluta hans í nefndri fasteign sem þá var í smíðum og nánar verður vikið að hér síðar. Sambúð þeirra stóð síðan til ársins 2017 þótt á henni yrði nokkurra mánaða rof á árunum 2004 til 2005. Á sambúðartímanum héldu aðilar heimili saman og eignuðust þrjú börn svo sem fyrr er getið. Þau öfluðu bæði tekna utan heimilis en varnaraðili þó í meiri mæli en sóknaraðili. Eins og fram hefur komið starfaði varnaraðili hjá F ehf. lengst af sambúðartímans og voru tekjur hans, að því marki sem upplýsingar þar að lútandi liggja fyrir, almennt á bilinu 5.000.000 til 7.000.000 króna á ári, eins og fram kemur í töflu í lið 17. Á sambúðartímanum aflaði sóknaraðili sér menntunar en starfaði auk þess við færslu bókhalds hjá F ehf. og í [verslun] aðila um skamma hríð. Tekjur sóknaraðila að því marki sem þær liggja fyrir námu framan af 1.000.000 til 2.000.000 króna á ári eða fram til ársins 2012. Eftir að hún lauk námi sem […] voru árlegar tekjur hennar hjá F ehf. um 3.500.000 til 4.500.000 krónur eins og fram kemur í töflu í lið 17. Þá komu þau saman með einum eða öðrum hætti að rekstri nokkurra félaga. Fyrst má þar telja C ehf. sem þau stofnuðu árið 2003 og nánari grein hefur verið gerð fyrir. Enn fremur voru sem fyrr segir stofnuð á sambúðartímanum einkahlutafélögin F ehf., D ehf. og E ehf. Var varnaraðili skráður fyrir eignarhlut í þeim en sóknaraðili sat á tímabili í varastjórn félaganna og er ágreiningslaust að um skeið sinnti hún bókhaldsstörfum fyrir fyrstnefnda félagið. Á meðan þau bjuggu saman átti sér jafnframt stað önnur eignamyndum og má í því sambandi benda á ökutæki og fasteignina N en hún var þinglýst eign sóknaraðila. Þá eign seldu þau raunar síðar og er óumdeilt að rúmur helmingur eftirstöðva söluverðs var á reikningi varnaraðila nr. […] á viðmiðunardegi skipta eða 22.016.152 krónur. Þótt óumdeilt sé að málsaðilar hafi hvorki verið samsköttuð né með sameiginlega bankareikninga benda framangreind atriði til þess að fjármál þeirra hafi samtvinnast nokkuð.27. Aðila greinir á um framlag hvors um sig til reksturs heimilis og uppeldis barna. Sóknaraðili kveðst yfirleitt hafa annast innkaup til heimilisins en varnaraðili hafi greitt annan kostnað. Hefur hún til stuðnings þessu lagt fram yfirlit greiðslukorts síns og bankareiknings. Á yfirliti bankareikningsins koma fram stakar innlagnir sem stafa frá varnaraðila auk innborgana frá F ehf. en ekki er með öllu ljóst hverjar þeirra eru launagreiðslur og hverjar þeirra kunni að eiga sér aðrar ástæður. Varnaraðili heldur því hins vegar því fram að hann hafi haldið heimili og annast uppeldi barna að minnsta kosti til jafns við sóknaraðila. Þá hafi hann alfarið fjármagnað rekstur heimilisins. Hann hefur hins vegar hvorki lagt fram yfirlit bankareikninga né greiðslukorta því til staðfestingar. Enginn ágreiningur er um að varnaraðili vann fulla vinnu utan heimilis auk þess sem hann vann að einstökum fjárfestingum eins og byggingu húss að N. Fær sú staðreynd illa samrýmst því að honum hafi á sama tíma verið kleift að reka sameiginlegt heimili þeirra sóknaraðila og sinna uppeldi þriggja barna þeirra til jafns við hana eða jafnvel í ríkari mæli eins og hann hefur haldið fram. Verður hann að bera sönnunarbyrði fyrir staðhæfingum sínum í þessa veru sem hann telst ekki hafa axlað. Verður því lagt til grundvallar að rekstur heimilis og uppeldi barna hafi í ríkari mæli hvílt á herðum sóknaraðila.28. Að virtum þeim málsatvikum sem hér hafa verið tíunduð og lögð verða til grundvallar og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru tilgreind að framan um stofnun sérstakrar sameignar í sambúð sambúðarfólks þykir sóknaraðili hafa sýnt nægilega fram á að framlög þeirra við öflun launatekna, eignamyndunar, uppeldis barna og heimilishalds verði að meta heildstætt. Þannig skapaðist á sambúðartímanum slík fjárhagsleg samstaða með þeim að hvað sem líður opinberri skráningu einstakra verðmæta sem deilt er um í málinu eru allt að einu forsendur til þess að meta sérstaklega hlutdeild sóknaraðila í þeirri eignamyndun sem varð á sambúðartímanum. Hvað sem fjár- og vinnuframlagi varnaraðila umfram sóknaraðila líður urðu umrædd eignarréttindi meðal annars til með framlagi sóknaraðila til þátta sem ekki fólust í beinum fjárframlögum. Af þeirri niðurstöðu leiðir þó ekki af sjálfu sér að eignarhlutföll í þeim eignum sem deilt er um séu þegar af þeirri ástæðu jöfn. Verður því tekin afstaða til þess, í hverju og einu tilviki, hvort stofnast hafi til sameignar þeirra verðmæta sem kröfugerð sóknaraðila tekur til.29. Aðilar deila um hversu langt bygging fasteignarinnar að M hafi verið komin í upphafi sambands þeirra en þar héldu þau lengst af heimili meðan sambúð þeirra stóð. Verður ekki byggt á einhliða frásögn aðila nema hún eigi sér stoð í gögnum málsins. Í gögnum frá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar um byggingarsögu hússins kemur fram að […] 1999 hafi umrædd fasteign verið komin á byggingarstig 3 sem felur í sér að burðarvirki hafi verið reist. Fasteignamat eignarinnar samkvæmt skattframtali varnaraðila árið 2000 vegna tekjuársins 1999 nam 8.328.000 krónum og áhvílandi lán 6.572.300 krónum. Verðmæti eignarinnar að frádregnum skuldum nam því um 21% af fasteignamatsverði. Því verður lagt til grundvallar að önnur eignamyndun í fasteigninni hafi orðið eftir að til sambúðar aðila stofnaðist. Að því virtu og að gættum þeim atriðum sem fyrr eru rakin um fjárhagslega samstöðu málsaðila verður fallist á kröfu sóknaraðila um hlutdeild í þeirri eignamyndun sem til varð í fasteigninni M á sambúðartímanum með þeim hætti að viðurkennd er að álitum 30% eignarhlutdeild hennar í fasteigninni á móti 70% eignarhlutdeild varnaraðila.30. Svo sem fram er komið deila aðilar jafnframt um eignarrétt að sex nánar tilgreindum bankareikningum sem allir voru skráðir á nafn varnaraðila. Á fimm reikninganna voru innstæður óverulegar, hæsta fjárhæðin nam 272.291 krónu, og er ekki fallist á það með sóknaraðila að í þeim tilvikum hafi hún öðlast hlutdeild í þeim fjármunum sem á þeim voru varðveittir. Öðru máli gegnir hins vegar um reikning nr. […] en innstæða hans nam á viðmiðunardegi skipta 22.016.152 krónum. Er ágreiningslaust með aðilum að um hefði verið að ræða eftirstöðvar söluverðs eignarinnar N. Við mat á því hvernig fara á með þessa innstæðu við skiptin og um sönnun fyrir hlut hvors um sig er haft í huga að fasteignin var þinglýst eign sóknaraðila. Hefur tilurð hennar verið lýst og falla þau verðmæti sem til urðu í henni að öllu leyti undir þá sameiginlegu eignamyndun sem varð á sambúðartíma. Getur samanburður á vinnuframlagi varnaraðila við byggingu hússins annars vegar og þáttur sóknaraðila í heimilishaldi og umönnun barna hins vegar ekki leitt til annarrar niðurstöðu. Þá eiga fullyrðingar varnaraðila um að bygging hússins hafi verið fjármögnuð að meira eða minna leyti af F ehf. ekki fullnægjandi stoð í gögnum málsins og ekki verður heldur óyggjandi ráðið af ársreikningi þess félags fyrir árið 2017 að það hafi talið til eignar kröfu vegna byggingar hússins að N, svo sem varnaraðili heldur fram. Að þessu virtu verður fallist á þá kröfu sóknaraðila að innstæða á nefndum reikningi á viðmiðunardegi komi til jafnra skipta milli aðila.31. Þá deila aðilar um eignarhald á sex nánar tilgreindum ökutækjum og voru fimm þeirra skráð eign varnaraðila en eitt eign sóknaraðila á viðmiðunardegi skipta. Til eignarhalds á umræddum ökutækjum stofnaðist á sambúðartíma aðila og hefur öðru ekki verið haldið fram en að þau hafi verið nýtt af fjölskyldunni. Þá verður ráðið af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram um skráningu eignarhalds ökutækja málsaðila að á sambúðartíma hafi þau bæði verið skráð fyrir einstökum ökutækjum án þess að á því hafi verið einhver föst regla. Í ljósi þeirrar fjárhagslegu samstöðu sem fallist er á að verið hafi með aðilum á sambúðartíma getur skráning eignarhalds á einstökum ökutækjum sem deilt er um ekki ráðið úrslitum um eignarrétt að þeim og er fallist á þá kröfu sóknaraðila að þau komi til jafnra skipta með aðilum.32. Loks hefur sóknaraðili gert tilkall til þess að eignarhlutur varnaraðila í einkahlutafélögunum F ehf., D ehf. og E ehf. komi til jafnra skipta með aðilum. Þess er þá fyrst að gæta að bú félagsins E ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta […] 2021. Lauk skiptum á búi félagsins í september sama ár og var það afskráð […] september 2021. Eins og fram hefur komið var F ehf. stofnuð á árinu 2000, skömmu eftir að sambúð aðila hófst. Hin tvö félögin voru stofnuð síðar um ákveðna þætti starfseminnar. F ehf. sýnist fyrst og fremst hafa verið stofnuð í því skyni að skapa varnaraðila vettvang til atvinnuþátttöku og tekjuöflunar í því fagi sem hann hafði menntað sig til. Aðkoma sóknaraðila að umræddu félagi eða eftir atvikum félögum fólst fyrst og fremst í setu í varastjórn þeirra á ákveðnu tímabili og vinnu við bókhald en ekki verður á öðru byggt en að fyrir það starf hafi hún fengið að fullu greitt. Enn fremur fæst ekki séð, miðað við ársreikning F ehf. vegna ársins 2017, að á sambúðartímanum hafi orðið veruleg eignamyndun í félaginu sem sóknaraðili geti þá hafa átt þátt í að skapa. Að þessum atriðum sérstaklega gættum eru ekki efni til að fallast á kröfu hennar um að til skipta komi hlutafé sóknaraðila í umræddum félögum.33. Að öllu framangreindu virtu er fallist á að við fjárskipti aðila skuli hrein eign í fasteigninni M á viðmiðunardegi skiptast þannig að 70% komi í hlut varnaraðila en 30% í hlut sóknaraðila. Þá skal innstæða á reikningi nr. […], sem á viðmiðunardegi skipta nam 22.016.152 krónum, skiptast að jöfnu milli aðila. Enn fremur er lagt til grundvallar að ökutæki, með skráningarnúmer […], […], […], […], […] og […], sem öll voru til staðar á viðmiðunardegi skipta, hafi verið í helmingseign hvors málsaðila um sig. Öðrum kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðila er hafnað.34. Eftir úrslitum málsins verður varnaraðili dæmdur til að greiða málskostnað fyrir héraðsdómi og kærumálskostnað fyrir Landsrétti sem og hér fyrir dómi sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir og rennur hann í ríkissjóð. Ákvæði hins kærða úrskurðar um gjafsóknarkostnað sóknaraðila í héraði og fyrir Landsrétti verða staðfest en um gjafsóknarkostnað hennar fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Staðfest er ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun frá héraðsdómi á kröfu sóknaraðila, A, um hlutdeild í innbúi.Við opinber skipti til fjárslita við lok óvígðrar sambúðar milli sóknaraðila og varnaraðila, B, telst hrein eign í fasteigninni M í […] á viðmiðunardegi skipta 1. júní 2017 vera að 70% hlut í eigu varnaraðila en 30% sóknaraðila. Innstæða á reikningi nr. […], sem á viðmiðunardegi skipta nam 22.016.152 krónum, telst hafa verið að jöfnu í eigu aðila. Ökutæki, með skráningarnúmer […], […], […], […], […] og […], teljast hafa verið í helmingseign hvors málsaðila um sig. Öðrum kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðila er hafnað.Varnaraðili greiði samtals 3.000.000 króna í málskostnað fyrir héraðsdómi og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Ákvæði hins kærða úrskurðar um gjafsóknarkostnað sóknaraðila í héraði og fyrir Landsrétti eru staðfest. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, 1.100.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=b2a75589-2743-469f-93e2-457bac0018e8&verdictid=6426b192-793f-42cb-b6a0-1bde64f8e976 |
Mál nr. 50/2022 | Fjarskipti Fjölmiðill Stjórnvaldsákvörðun Stjórnvaldssekt Ómerking dóms Landsréttar Ómerking héraðsdóms Heimvísun | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Landsréttar hefði ekki fullnægt þeim kröfum sem gera yrði til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt f-lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 3. og 4. mgr. 164. gr. sömu laga. Þá taldi rétturinn að meðferð málsins hefði farið úr skorðum fyrir héraðsdómi með því að í niðurstöðu dómsins hefði verið farið út fyrir þann grundvöll sem aðilar höfðu markað málinu og hún reist á málsástæðu sem aðilar hefðu ekki byggt á. Yrði að ætla að það hefði meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu á umhverfi fjarskipta í skilningi laga nr. 38/2011 og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Hefði héraðsdómara því borið að kveða til sérfróðan mann til dómstarfa samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 en þeim galla á meðferð málsins í héraði hafi ekki verið unnt að bæta úr fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar sem og dómur héraðsdóms voru því ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. október 2023. Hann krefst þess aðallega að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 10/2018 verði felld úr gildi í heild sinni, til vara að 6. töluliður ákvörðunarinnar um álagningu stjórnvaldssektar á áfrýjanda verði felldur úr gildi en til þrautavara að sektarfjárhæð verði lækkuð. Þá krefst hann óskipt málskostnaðar úr hendi stefndu, að Mílu hf. frátalinni, á öllum dómstigum.3. Stefnda Míla hf. tekur undir kröfur áfrýjanda um annað en málskostnað og krefst þess jafnframt að málskostnaður verði felldur niður milli sín og áfrýjanda.4. Stefndu Fjarskiptastofa, Sýn ehf. og Ljósleiðarinn ehf. krefjast hvert fyrir sig staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Ágreiningur málsins lýtur að ákvörðun stefndu Póst- og fjarskiptastofnunar, nú Fjarskiptastofu, nr. 10/2018 frá 3. júlí 2018. Með henni var áfrýjanda gerð 9.000.000 króna sekt vegna brots gegn 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Í ákvörðuninni segir að brot áfrýjanda hafi staðið yfir frá 1. október 2015 þegar ólínuleg myndmiðlun sjónvarpsefnis fjölmiðlaveitu hans varð einungis möguleg með því að tengjast IPTV-kerfi hans og jafnframt aðeins yfir fjarskiptanet stefndu Mílu hf. Fyrrnefndur þáttur málsins var þar nefndur Vodafone-þáttur og sá síðarnefndi GR-þáttur.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 10. október 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-105, á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um skýringu 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011.7. Með tölvubréfi 28. apríl 2023 mæltist rétturinn til þess að málflytjendur huguðu sérstaklega að því hvort dómur Landsréttar fullnægði kröfum f-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 3. og 4. mgr. 164. gr. sömu laga.Helstu málavextir8. Málavextir eru raktir í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram rekur áfrýjandi bæði fjölmiðlaveitu og fjarskiptastarfsemi. Fjölmiðlaveitan samanstendur af Sjónvarpi Símans (áður SkjárEinn) sem annars vegar sendir út sjónvarpsdagskrá eða línulega myndmiðlun og hins vegar efnisveitunni Sjónvarp Símans Premium eða ólínulegri myndmiðlun eða myndmiðlun eftir pöntun. Þá stundar áfrýjandi fjarskiptastarfsemi bæði á smásölu- og heildsölustigi og starfrækir IPTV-sjónvarpsdreifikerfi sem býður meðal annars upp á framangreinda þjónustuþætti Sjónvarps Símans. Áfrýjandi var jafnframt móðurfélag stefndu Mílu hf. sem starfrækir umfangsmestu fjarskiptanet á heildsölumarkaði hér á landi.9. Á þeim tíma sem um ræðir rak Fjarskipti hf., nú stefndi Sýn hf., fjölmiðlaveitu og fjarskiptastarfsemi undir heitinu Vodafone auk þess sem félagið rak ólínulegu efnisveituna Vodafone Play. Árið 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla ehf., þar með taldar sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, sem og ólínulegu efnisveituna Stöð 2 Maraþon Now. Auk þess starfrækir félagið einnig IPTV-sjónvarpsdreifikerfi í samkeppni við áfrýjanda.0. Stefndi Ljósleiðarinn ehf., áður Gagnaveita Reykjavíkur ehf., á og rekur stærsta ljósleiðarakerfið (FTTH) á höfuðborgarsvæðinu og á í samkeppni við stefndu Mílu hf. á sviði grunnneta fjarskipta.1. Með hinni umdeildu ákvörðun nr. 10/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi hefði brotið gegn 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011. Ágreiningi í Vodafone-þætti málsins var þar lýst þannig að frá og með hausti 2015 hefði viðskiptavinum sjónvarpsþjónustu Vodafone ekki staðið til boða ólínuleg myndmiðlun sjónvarpsefnis áfrýjanda eins og raunin var fyrir þann tíma. Þeir notendur sem hefðu kosið að kaupa aðgang að slíkri þjónustu hefðu því þurft að vera í viðskiptum við áfrýjanda. Í GR-þætti málsins fólst ætlað brot áfrýjanda í því að hafa ekki boðið upp á ólínulega myndmiðlun á kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., nú stefnda Ljósleiðarans ehf., heldur aðeins á kerfum dótturfélagsins stefndu Mílu hf. og nokkrum öðrum staðbundnum fjarskiptanetum á landsbyggðinni. Þeir notendur sem hefðu kosið að nýta sér ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., nú Ljósleiðarans ehf., á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á starfssvæði hennar hefðu því ekki átt kost á að nálgast umrædda ólínulega myndmiðlun nema þá með því að kaupa einnig aðgang að VDSL eða ljósleiðaratengingum stefndu Mílu hf.Úrlausn héraðsdóms og Landsréttar2. Áfrýjandi krafðist þess fyrir héraðsdómi að umdeild ákvörðun nr. 10/2018 yrði felld úr gildi. Með héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011 yrði ekki skýrt svo þröngt að það tæki einungis til ákvarðana fjölmiðlaveitu vegna línulegrar miðlunar efnis. Þá var hafnað þeirri málsástæðu að ákvæðið tæki ekki til þeirrar aðstöðu þegar fjölmiðlaveita beinir fjarskiptaviðskiptum á heildsölumarkaði að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Markmið ákvæðisins væri þó ekki að koma á óbeinni skyldu einnar fjölmiðlaveitu til að heimila annarri fjölmiðlaveitu ólínulega dreifingu eða sölu á efni sem fyrrnefnda fjölmiðlaveitan hefði tryggt sér rétt yfir. Ágreiningslaust væri að áfrýjandi og stefnda Sýn hf. væru hvort tveggja í senn fjölmiðlaveita og fjarskiptafyrirtæki í skilningi laga nr. 38/2011 og starfræktu bæði efnisveitur sem byðu upp á ólínulega miðlun sjónvarpsefnis. Þótt rekstur IPTV-kerfis í þeim tilgangi að dreifa myndefni teldist strangt til tekið til fjarskiptaþjónustu í skilningi nefndra laga væri engu að síður ljóst að rekstur slíks kerfis væri óaðskiljanlegur þáttur í rekstri þeirrar efnisveitu sem viðskiptamaður fengi aðgang að með því að kaupa áskrift og tengjast kerfinu. Þjónaði hlutaðeigandi kerfi þannig í reynd aðeins þeim tilgangi að gera aðgang viðskiptamanna að tiltekinni efnisveitu mögulegan.3. Í héraðsdómi var jafnframt lagt til grundvallar að sú fjarskiptaþjónusta sem látin væri viðskiptamanni í té með IPTV-kerfi áfrýjanda væri „óveruleg miðað við þá fjölmiðlaþjónustu sem áskrift eða kaup á aðgangi að efnisveitu hafa að meginmarkmiði“. Um Vodafone-þátt málsins vísaði héraðsdómur til þess að ekki yrði ráðið af lögum og lögskýringargögnum að það væri stefna löggjafans að fjölmiðlaveita ætti afleiddan rétt til heildsölukaupa á efni annarra fjölmiðlaveitna og ólínulegrar miðlunar þess í gegnum eigin IPTV-kerfi og notendaviðmót. Ákvæði 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011 yrði ekki skýrt svo rúmt að það næði yfir það tilvik. Hefði ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar því skort fullnægjandi heimild í lögum að því er varðaði þann þátt málsins. Hins vegar var fallist á niðurstöðu stjórnvaldsins í GR-þætti málsins. Í því ljósi var stjórnvaldssektin ákveðin 7.000.000 króna.4. Með dómi Landsréttar var sýknað af kröfu áfrýjanda um ógildingu á ákvörðun nr. 10/2018. Kom fram í dóminum að áfrýjandi hefði ,,fullframið brot gegn 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011“ með því að hafa sem fjölmiðlaveita í skilningi 14. töluliðar 2. gr. laganna beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa af honum aðgang að efnisveitunni „Sjónvarpi Símans Premium“ til tengds fjarskiptafyrirtækis, stefndu Mílu hf., enda hefði ekki verið unnt að kaupa fyrrgreint efni nema yfir fjarskiptanet félagsins. Brot áfrýjanda hefði verið ótvírætt og enn staðið yfir þegar ákvörðun nr. 10/2018 var tekin í júlí 2018. Á þeim tíma hefðu ekki tekist samningar um sanngjarnan og eðlilegan aðgang að fjarskiptaneti stefnda Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., nú Ljósleiðarans ehf., svo að fyrirtækið gæti miðlað efni úr efnisveitu áfrýjanda með sambærilegum hætti og á sambærilegum kjörum og stefndi Míla hf.5. Með vísan til framangreinds var í dómi Landsréttar fallist á forsendur og efnislega niðurstöðu ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 10/2018 að því er varðaði „bæði svonefndan „Vodafone-þátt“ og „GR þátt“ málsins.“ Því var ekki talið efni til að hrófla við mati stjórnvaldsins á fjárhæð sektarinnar.Niðurstaða6. Í áskilnaði f-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 felst að dómari skuli færa rök fyrir niðurstöðu sinni á grundvelli málatilbúnaðar aðila. Í 3. mgr. 164. gr. sömu laga segir meðal annars að dómar Landsréttar skuli vera rökstuddir. Þar skuli greina frá kröfum aðila eftir því sem þörf er á svo að niðurstaða verði skýr. Ef og að því leyti sem niðurstöðu héraðsdóms er breytt skuli það rökstutt í dómi Landsréttar en fallist Landsréttur á niðurstöðu héraðsdóms en ekki á röksemdir fyrir henni geti hann greint frá rökum sínum eftir því sem þurfa þyki. Í 4. mgr. 164. gr. laganna segir að um dóma Landsréttar gildi að öðru leyti ákvæði 114. gr. þeirra eftir því sem við geti átt.7. Eins og rakið er í héraðsdómi og hinum áfrýjaða dómi hefur áfrýjandi byggt kröfur sínar um ógildingu hinnar umdeildu ákvörðunar nr. 10/2018 á þeim grunni að 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011 taki einungis til flutningsréttar að sjónvarpsútsendingum (línulegri miðlun). Ákvæðið taki hins vegar ekki til aðgangs að sjónvarpsefni til myndmiðlunar sem fjölmiðlaveita bjóði, án tillits til þess viðtækis sem er notað til móttöku efnisins og án tillits til þess hvort greiða þurfi fyrir efnið þannig að notandi geti horft á dagskrárliði í heild eða að hluta þegar hann svo kjósi og að sérstakri beiðni hans á grundvelli efnisskrár fjölmiðlaveitu sem notandi geti sjálfur stýrt (ólínuleg miðlun). Ákvörðunin brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, hæfisreglur hafi verið brotnar við töku hennar sem og rannsóknarregla stjórnsýsluréttar auk þess sem áfrýjandi hafi haft réttmætar væntingar um að háttsemi hans væri lögum samkvæm meðal annars vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015. Í öllu falli hafi háttsemi áfrýjanda ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011 í því tilviki að ákvæðið verði skýrt með þeim hætti að það nái til ólínulegrar miðlunar efnis. Þá hafi skort heimild til að leggja á stjórnvaldssekt vegna ætlaðs brots gegn fyrrgreindu ákvæði þar sem sektarheimild 3. mgr. 54. gr. taki eingöngu til brots á flutningsrétti, sbr. einnig o-lið 1. mgr. 56. gr. laganna.8. Í hinum áfrýjaða dómi voru hvorki teknar til úrlausnar málsástæður áfrýjanda um ætlaðan ágalla á málsmeðferð við töku ákvörðunar nr. 10/2018 né vísað til forsendna héraðsdóms um hann. Þá laut rökstuðningur Landsréttar eingöngu að GR-þætti málsins en sem fyrr segir var fallist á þann hluta ákvörðunar nr. 10/2018 í dómi héraðsdóms. Í dómi Landsréttar var aftur á móti ekki að finna rökstuðning um Vodafone-þátt málsins sem þó var sérstök ástæða til þar sem með dómi Landsréttar var snúið niðurstöðu héraðsdóms að því leyti og laut áfrýjun jafnframt að honum. Er slík almenn tilvísun í dómi til forsendna og efnislegrar niðurstöðu stjórnsýsluákvörðunarinnar ófullnægjandi rökstuðningur fyrir niðurstöðu auk þess sem látið var hjá líða að gera sjálfstæða grein fyrir því að hvaða marki ekki var fallist á niðurstöðu héraðsdóms um síðastnefndan þátt málsins, sbr. 6. málslið 3. mgr. 164. gr. laga nr. 91/1991.9. Að öllu framangreindu gættu fullnægir dómur Landsréttar ekki þeim kröfum sem gerðar eru til rökstuðnings í dómi fyrir niðurstöðu um sönnunar- og lagaatriði samkvæmt f-lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 3. og 4. mgr. 164. gr. sömu laga. Vegna þessa væru efni til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu til Landsréttar til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný ef ekki kæmi annað til sem um ræðir hér á eftir.20. Sem fyrr segir var niðurstaða héraðsdóms um Vodafone-þátt málsins meðal annars á því reist að umfang fjarskiptaþjónustu áfrýjanda væri óverulegt miðað við þá þjónustu sem áskrift eða kaup á aðgangi hefðu að meginmarkmiði. Á þeirri málsástæðu hafði þó ekki verið byggt af hálfu áfrýjanda. Með því að héraðsdómari fór út fyrir þann grundvöll sem aðilar mörkuðu málinu upphaflega og reisti niðurstöðu sína á þessu atriði við úrlausn málsins var grundvelli þess raskað verulega.21. Til viðbótar er þess að gæta að aðalkrafa áfrýjanda lýtur að ógildingu ákvörðunar nr. 10/2018 um álagningu stjórnsýslusektar vegna ætlaðs brots gegn 5. mgr. 45. gr. laga nr. 38/2011. Byggir hann meðal annars á því að ákvæðið taki aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis. Þá er af hálfu stefndu Fjarskiptastofu byggt á að ástand það sem skapaðist með ætluðu broti áfrýjanda hafi staðið frá 1. október 2015 og því ekki lokið með samningum annars vegar við stefndu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., nú Ljósleiðarinn ehf., og hins vegar við stefndu Sýn hf. Mat á báðum þessum atriðum útheimtir öðrum þræði sérfræðilega þekkingu. Má hér einnig líta til þess að sú ákvörðun sem krafist er ógildingar á stafar frá sérfræðistjórnvaldi á sviði fjarskipta, sem ber við töku ákvarðana að leita álits annars sérfræðistjórnvalds, fjölmiðlanefndar, í samræmi við 2. mgr. 46. gr. laga nr. 38/2011.22. Eins og hér hefur verið rakið fór meðferð málsins úr skorðum fyrir héraðsdómi. Verður að ætla að það hafi meðal annars verið vegna skorts á sérfræðilegri þekkingu í dómi á umhverfi fjarskipta í skilningi laga nr. 38/2011 og samspili þeirra við reglur um fjölmiðlaveitur. Að virtu því sem að framan greinir var embættisdómara ekki fært að leiða til lykta öll ágreiningsatriði málsins á grunni almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar heldur var þvert á móti þörf sérkunnáttu í dómi til að leysa úr málinu. Héraðsdómara bar því að kveðja til sérfróðan mann til dómstarfa samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 til að leggja mat á gögn málsins. Er um að ræða galla á meðferð þess í héraði sem ekki var unnt að bæta úr með því að kveðja til setu sérfróðan mann í Landsrétti, sbr. 2. gr. a sömu laga.23. Að öllu framangreindu virtu verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm sem og héraðsdóm í málinu og vísa því heim í hérað til löglegrar meðferðar.24. Málskostnaður fyrir Hæstarétti verður ekki dæmdur.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur og héraðsdómur í máli þessu eru ómerktir og er því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=bcb2de93-92fa-40c4-88a6-3fe3a7e58640&verdictid=18632261-2653-4a05-99c8-f580dcf330bb |
Mál nr. 45/2022 | Eignarnám Eignarnámsbætur Eignarréttur Afnotaréttur Erfðaskrá Matsgerð | Árið 1938 hafði MEH þáverandi eigandi jarðarinnar V arfleitt SKLH að öllum eigum sínum, þar á meðal V, en með erfðaskránni voru margvíslegar kvaðir lagðar á arfinn varðandi ráðstöfun og nýtingu V. Dánarbú SKLH var tekið til opinberra skipta 1967 og er þeim ólokið. Erfingjar í dánarbúi SKLH höfðuðu á árinu 2014 mál á hendur K og kröfðust greiðslu bóta vegna eignarnáms K á jörðinni V í fjögur skipti á árunum 1992, 1998, 2000 og 2007. Deilt var um hvort dánarbúið ætti sem handhafi beins eignarréttar að V rétt til bótanna en þær höfðu verið greiddar ábúendum jarðarinnar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að rétturinn hefði í fyrri dómum slegið því föstu að beinn eignarréttur að V hefði í kjölfar andláts MEH færst til SKLH á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938 og væri nú á hendi dánarbús hans og að réttindi ábúenda V bæri að skilgreina sem óbein eignarréttindi. Þá hefði rétturinn og í fyrri dómi tekið fram að þar sem MEH hefði ekki látið eftir sig skylduerfingja yrði ekki séð að nokkuð annað hafi staðið því í vegi að hann ráðstafaði eignum sínum til SKLH með þeim hætti sem hann gerði. Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að kröfur sem dánarbúið kynni að hafa átt á hendur K vegna eignarnáms árin 1992, 1998 og 2000 væru fyrndar en að ófyrnd væri krafa vegna eignarnámsins 2007 og að áfrýjendur hefðu ekki sýnt af sér tómlæti við að halda fram rétti til hugsanlegra bóta vegna þess. Þá var og staðfest sú niðurstaða að K gæti ekki borið fyrir sig að ábúandi V hefði öðlast beinan eignarrétt að V fyrir hefð og að K hefði við eignarnámið 2007 mátt vita um hugsanlegan rétt dánarbúsins til bóta og gæti því ekki byggt kröfu sína um sýknu á 33. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Hvað varðaði þá málsástæðu K að sýkna bæri hann af kröfu dánarbúsins þar sem það hefði ekki orðið fyrir neinu fjártjóni við eignarnámið 2007 tók Hæstiréttur fram að niðurstaða þess réðist af efnislegu inntaki beinna og óbeinna eignarréttinda yfir V eins og þau hefðu verið mörkuð með erfðaskránni frá 1938 og grundvallarreglum íslenskrar réttarskipunar um form og inntak eignarréttinda eins og þær hefðu þróast í tímans rás. Með erfðaskránni frá 1938 hefði handhafi beins eignarréttar að V í reynd verið sviptur öllum þeim heimildum sem almennt felist í eignarrétti, svo sem umráða-, hagnýtingar-, ráðstöfunar-, skuldsetningar-, arfleiðslu- og verndarrétti eiganda. Þá væri og til þess að líta að þó svo að réttur handhafa óbeinna eignarréttinda að V félli niður eða þrengdist leiddi það ekki til þess að réttur handhafa beina eignarréttarins rýmkaðist að sama skapi. Því yrði að leggja til grundvallar að beinn eignarréttur yfir V sem SKLH hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938 hefði verið formlegs eðlis, án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem nú væri á höndum dánarbúsins yrði því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða og hefðu áfrýjendur því ekki orðið fyrir fjártjóni við eignarnámið 2007. Var K því sýknaður af kröfum áfrýjenda. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Sigurður Tómas Magnússon og Þorgeir Örlygsson fyrrverandi hæstaréttardómari.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 21. september 2022. Þeir krefjast þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds 74.811.389.954 krónur, auk vaxta samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. maí 2013 til 5. nóvember 2014 en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða dánarbúinu 47.558.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. janúar 2007 til 5. nóvember 2014 en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara að stefndi verði dæmdur til að greiða dánarbúinu ekki lægri fjárhæð en 28.516.710.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. desember 2018 til greiðsludags. Til þrautaþrautavara að stefndi verði dæmdur til að greiða dánarbúinu ekki lægri fjárhæð en 18.453.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. desember 2018 til greiðsludags. Til þrautaþrautaþrautavara að stefndi verði dæmdur til að greiða dánarbúinu hæfilegar bætur að álitum, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum með upphafsdegi að ákvörðun dómsins til greiðsludags. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar vegna reksturs málsins á öllum dómstigum, auk útlagðs matskostnaðar 30.000.000 króna, og að málskostnaður verði dæmdur gjafsóknarhöfum eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.3. Stefndi krefst aðallega frávísunar málsins frá héraðsdómi en til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Bú áfrýjandans Hansínu S. Gísladóttur var tekið til gjaldþrotaskipta 8. febrúar 2023 eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms og hefur þrotabúið tekið við aðild í málinu.Ágreiningsefni5. Í málinu er um það deilt hvort dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, sem tekið var til opinberra skipta í september 1967, eigi sem handhafi beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi rétt til eignarnámsbóta vegna eignarnáms stefnda á spildum úr landi jarðarinnar í fjögur skipti á árunum 1992, 1998, 2000 og 2007. Eignarnámsbætur voru á sínum tíma greiddar handhöfum óbeinna eignarréttinda að jörðinni. Áfrýjendur eru erfingjar í dánarbúinu og hafa höfðað mál þetta því til hagsbóta.6. Með héraðsdómi voru kröfur á hendur stefnda vegna eignarnáms á árunum 1992, 1998 og 2000 taldar fyrndar en fallist á kröfu vegna eignarnáms á árinu 2007. Var stefndi dæmdur til að greiða dánarbúinu 986.000.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta. Var sú niðurstaða reist á matsgerð sem liggur fyrir í málinu um að virði beins eignarréttar að jörðinni væri 10–15% af markaðsvirði hins eignarnumda lands. Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi sýknaður af kröfum áfrýjenda þar sem þeir hefðu ekki sannað að þeir hefðu orðið fyrir fjártjóni.7. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 14. september 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-93 á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um inntak og mörk beins og óbeins eignarréttar og í því sambandi bætur vegna eignarnáms. Jafnframt var talið að málið varðaði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda.Málsatvik8. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atvikum í máli þessu. Efnisskipan er með þeim hætti að fyrst verður rakið efni erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds frá 1938 og arftaka samkvæmt henni. Þá er umfjöllun um ábúð á Vatnsenda frá andláti Magnúsar til dagsins í dag. Því næst er fjallað um ráðstafanir að lögum varðandi jörðina Vatnsenda sem gerðar hafa verið af ábúendum hennar á hverjum tíma. Þar á eftir er greint frá ágreiningsmálum og málaferlum sem annars vegar tengjast skiptameðferð á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds og hins vegar dánarbúi Þorsteins Hjaltesteds.Erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds9. Með afsali 6. júní 1914 festi Magnús Einarsson Hjaltested úrsmiður í Reykjavík, sem fæddur var 1871, kaup á jörðinni Vatnsenda sem þá tilheyrði Seltjarnarneshreppi af bróður sínum, Georg Pétri Einarssyni Hjaltested. Magnús sem var ókvæntur og barnlaus átti þrjá bræður, Georg Pétur, Ólaf Zóphanías og Sigurð Kristján.0. Bræður Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds áttu ekki börn, ef frá er talinn Georg Pétur, sem fæddur var 1865, en hann átti meðal annarra barna soninn Lárus fæddan 1892. Lárus eignaðist sex börn og þar af þrjá syni, Sigurð Kristján, Georg Pétur og Jón Einar. Sigurður Kristján var þeirra elstur en hann var fæddur 1916. Magnús arfleiddi Sigurð Kristján, son Lárusar, að öllum eignum sínum föstum og lausum, þar með talinni jörðinni Vatnsenda, með erfðaskrá 4. janúar 1938. Erfðaskráin er svohljóðandi:Ég undirritaður Magnús Einarsson Hjaltested fyr úrsmiður í Reykjavík, en nú bóndi á Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, sem ekki á neitt afkvæmi, lýsi hér með yfir því, sem síðasta vilja mínum, að með eignir mínar lausar og fastar – allar undantekningarlaust – skal fara á þann hátt, er hér eftir segir, að mér látnum.. gr. Allar eignir mínar – fastar og lausar – skulu ganga að erfðum til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, með þeim nánari takmörkunum og skilyrðum er nú skal greinaa/- Hann má ekki selja fasteign þá er ég nú á – Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi – er hann fær að erfðum með þessari arfleiðsluskrá, né heldur veðsetja hana fyrir meiru en sem nemur 50% af fasteignamati jarðarinnar og þó aðeins til greiðslu erfðafjárskatts ef með þarf, eða nauðsynlegra, varanlegra endurbóta á húsum jarðarinnar eða henni sjálfri.b/- Hann skal búa á eigninni sjálfur sbr. þó það er síðar segir um föður hans undir tölulið 2.c/- Arftaki má selja á leigu lóðir undir hús, leikvelli eða annað, úr óræktuðu landi jarðarinnar, gegn árlegu afgjaldi er hæfilegt þykir á hverjum tíma, og skulu þær leigur goldnar á tilteknum gjalddaga til ábúenda hver sem hann verður, og má ekki veðsetja þær neinum fremur en jörðina, fyr en þær eru greiddar ábúenda.2. gr. Meðan Lárus Hjaltested faðir Sigurðar lifir, má hann búa endurgjaldslaust á fyrnefndri jarðeign, að öðru en því, að hann svarar til vaxta og afborgana af skuldum þeim, er á eigninni hvíla.Allar bætur fyrir landspjöll, sem þegar eru orðin eða kunna að verða á jörðinni, af annara völdum, og jörðinni ber, hefir Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi rétt, til að krefja um og semja um, með lögsókn ef með þarf, sem tilheirandi jörðinni að mér látnum, ef ekki hefir verið fullkomlega um það samið áður.Sömuleiðis hefir Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi allan rétt þann, er um ræðir í gr. 1. tölulið c/-.3. gr. Að Sigurði látnum gengur jarðeignin að erfðum til elsta sonar hans, og svo til hans niðja í beinan karllegg, og sé sá leggur útdauður, þá til næstelsta sonar Sigurðar og hans niðja í beinan karllegg o.s.fr. Koll af kolli, þannig að ávalt fær aðeins einn maður allan arfinn, sá elsti í þeim legg, er að réttu ber arfinn samkvæmt því er nú hefir sagt verið.Sé enginn erfingi réttborinn til arfs frá Sigurði á lífi samkvæmt framanskráðu, þá gengur arfurinn til Georgs Péturs Hjaltested næst elsta sonar Lárusar, og hans niðja í beinan karllegg, eftir sömu reglum.Sé enginn til í legg Péturs, sem uppfylli skilyrðin, þá skal arfurinn ganga til Jóns Einars Hjaltested sonar Lárusar og niðja hans í beinan karllegg, eftir sömu reglum og svona koll af kolli, meðan til er eitthvert afkvæmi í karllegg frá Lárusi Hjaltested, sem uppfylli erfðaskilyrði þau er margnefnd eru.4. gr. Skildi einhver erfingjanna hætta búskap á Vatnsenda, missir hann rétt sinn samkvæmt erfðaskrá þessari, og sá sem næstur er í röðinni tekur við.5. gr. Ef viðkomandi erfingi er ómyndugur skal fjárhaldsmaður hans ráðstafa ábúðinni þar til hann er myndugur.6. gr. Sérhver erfingi, sem fær erfðarétt samkvæmt þessum arfleiðslugjörningi, er skyldugur til þess, að halda öll þau skilyrði, sem Sigurði eru sett með honum og gæta þeirra takmarkana, er samningurinn hefir inni að halda.Vanrækji einhver það, varðar það tafarlaust réttinda missi fyrir hlutaðeigandi.7. gr. Ef afkvæmi Lárusar Hjaltested í karllegg deyr út, skal taka eignir þær er að framan getur og selja þær, og af andvirði stofna sjóð er beri nafnið: Styrktarsjóður Magnúsar Einarssonar Hjaltested á Vatnsenda. Sjóður þessi ávaxtist í ríkisskuldabréfum, bankavaxta bréfum – er beri það með sér, að þau tilheyri sjóðnum – eða sparisjóði Landsbankans. ¾ hlutar vaxta útborgist árlega, sem styrktarfé, en ¼ hluti leggist við sjóðinn honum til aukningar. Tilgangur sjóðsins skal vera sá, að styrkja ungmenni af ættlegg Lárusar Hjaltested til framhaldsmentunar hvenær sem er.Skipulagsskrá viðvíkjandi sjóði þessum, ef til kemur, fel ég Stjórnarráði Íslands að semja, með þessum skilyrðum er nú voru nefnd.Arfleiðslugjörningi þessum skal þinglýsa á varnarþingi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, og hann hvíla sem ævarandi kvöð á þeirri eign.Til staðfestu framanritaðri arfleiðsluskrá í öllum greinum, hefi ég undirritað hana í viðurvist tveggja sérstaklega tilkvadda vitundarvotta.1. Magnús Einarsson Hjaltested lést 31. október 1940 en tveimur dögum fyrir andlátið staðfesti hann erfðaskrána og arfleiðsluvilja sinn. Í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar tók Sigurður Kristján, sonur Lárusar bróðursonar Magnúsar, allan arf eftir Magnús. Erfðaskránni var þinglýst 9. janúar 1941 sem eignarheimild Sigurðar Kristjáns að Vatnsenda með því að nafn hans var fært í dálk fyrir „nöfn eigenda“ á blaði jarðarinnar í fasteignabók með þeirri skýringu að heimild hans væri komin til fyrir „erfðir“.Ábúð á Vatnsenda frá 19142. Magnús Einarsson Hjaltested sat Vatnsenda frá 1914 þar til hann lést 1940. Eftir andlát hans og til samræmis við ákvæði erfðaskrárinnar frá 1938 tók bróðursonur Magnúsar, Lárus Hjaltested, við ábúð jarðarinnar og sat hana þar til hann lést 1956. Tók þá við jörðinni ekkja Lárusar, Sigríður Jónsdóttir Hjaltested, og bjó hún á Vatnsenda til fardaga 1960.3. Þegar veru Sigríðar Jónsdóttur á Vatnsenda lauk 1960 tók við ábúðinni elsti sonur hennar og Lárusar Hjaltesteds, Sigurður Kristján, arftaki samkvæmt erfðaskránni frá 1938, og sat jörðina þar til hann lést í nóvember 1966. Sigurður Kristján var tvíkvæntur og var seinni kona hans Margrét Guðmundsdóttir Hjaltested. Að Sigurði Kristjáni látnum bjó Margrét áfram á Vatnsenda með börnum sínum þar til hún var borin út af jörðinni í júlí 1969, svo sem nánar greinir síðar. Margrét lést á árinu 2004 og mun skiptum á dánarbúi hennar hafa lokið á því ári sem eignalausu.4. Í árslok 1969, rúmum þremur árum eftir andlát Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds, tók elsti sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Sigurðsson Hjaltested sem fæddur var 1941, við ábúð á Vatnsenda. Magnús, sem var kvæntur Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur, lést 21. desember 1999.5. Að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested látnum tók elsti sonur hans og Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur, Þorsteinn Magnússon Hjaltested, sem fæddur var 1960, við ábúðinni á Vatnsenda, og sat jörðina þar til hann lést 12. desember 2018.6. Eftir andlát Þorsteins Hjaltesteds lýsti sonur hans, Magnús Pétur Hjaltested, kröfu í dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds um að dánarbúið afhenti honum sem arf samkvæmt erfðaskránni frá 1938 beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda með þeim skilyrðum og takmörkunum sem erfðaskráin geymdi. Héraðsdómur hafnaði kröfu Magnúsar Péturs og var sú niðurstaða staðfest með úrskurði Landsréttar 13. nóvember 2020 í máli nr. 421/2020 sem reisti þá niðurstöðu á dómum Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012, 5. mars 2015 í máli nr. 751/2014 og 12. mars 2015 í máli nr. 167/2015.7. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 17. maí 2021 var viðurkennt að skiptastjóra í dánarbúi Þorsteins Hjaltesteds bæri að afhenda Magnúsi Pétri Hjaltested jörðina Vatnsenda með öllu sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar, hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt fyrirmælum erfðaskrárinnar frá 1938. Með úrskurði Landsréttar 16. september 2021 í máli nr. 351/2021 var úrskurður héraðsdóms staðfestur.Ráðstafanir varðandi Vatnsenda í tíð Lárusar Hjaltesteds8. Frá þriðja áratug síðustu aldar hefur spildum úr landi Vatnsenda verið ráðstafað til ýmissa aðila, þeirra á meðal opinberra. Upphaflega mun hafa verið um frjálsa samninga að ræða en eftir gerð erfðaskrárinnar frá 1938 og andlát Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds 1940 framkvæmdu þessir aðilar eignarnám til þess að öðlast eignarréttindi að spildum úr landi jarðarinnar og landsréttindum tilheyrandi henni. Ábúendur á Vatnsenda höfðu tekjur af sölu veiðileyfa, leigðu út fjölda lóða úr landi jarðarinnar og höfðu af því leigutekjur. Einnig kröfðust þeir bóta og sömdu um þær vegna tapaðra tekna af landi sem fór undir vatn vegna framkvæmda annarra á jörðinni. Þá munu þeir hafa leitað lögbanns vegna þess sem þeir töldu óheimilar framkvæmdir annarra á jörðinni.9. Lárus Hjaltested sem sat Vatnsenda frá 1940 til 1956 leigði samkvæmt gögnum málsins út á ábúðartíma sínum að minnsta kosti 193 lóðir úr landi jarðarinnar, samtals að stærð 129 ha, og runnu leigutekjur óskiptar til hans.20. Tveir menn voru útnefndir 20. janúar 1943 af sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu til „að meta skemmdir er Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur orsakað á landi jarðarinnar Vatnsenda í sambandi við Elliðavatnsstífluna“. Í matsgerð 17. janúar 1944 mátu þeir bætur vegna slægjumissis við eyðingu engja og fyrir tekjumissi af sumarbústaðalöndum. Í matsgerðinni var tekið fram að Rafmagnsveitu Reykjavíkur bæri að koma í veg fyrir, með varnargarði eða á annan hátt, að framhald yrði á landbroti Vatnsendatúns vegna vatnshækkunar að undangenginni rannsókn.21. Þrír menn voru nefndir af Hæstarétti 17. mars 1944 til að meta yfirmati „bótakröfur af hendi fyrirsvarsmanns jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, Lárusar P. Hjaltested, á hendur Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna spjalla, er hann telur nefnda jörð hafa orðið fyrir vegna Elliðavatnsstíflu Rafmagnsveitunnar, sbr. 7. gr. laga nr. 61/1917 og 148. gr. laga nr. 15/1923.“ Í niðurstöðu yfirmatsgerðar segir að þegar „virt er, hversu ríflegar árgreiðslurnar voru og að enginn sannanlegur varnagli var sleginn af aðiljum, verður að miða matið við það, að með árgreiðslunum hafi átt að bæta öll spjöll, eins og þau urðu á þeim árum. Að athuguðum þessum atriðum, þykja bætur til fyrirsvarsmanna Vatnsenda hæfilega ákveðnar kr. 35000.00 [...] og eru þær miðaðar við að vatnshæð Elliðavatns verði ekki framvegis aukin af Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá því sem verið hefur undanfarin ár og að landspjöll aukist ekki til mjög mikilla muna frá því sem nú er.“22. Á árinu 1945 var 69,68 ha spilda úr landi Vatnsenda tekin eignarnámi fyrir starfsemi Landsíma Íslands. Afsal vegna eignarnámsins var gefið út 4. febrúar 1947 af Lárusi Hjaltested. Segir í því að samkvæmt „ofanskráðu hefir póst- og símamálastjóri greitt mér matsverð hins eignarnumda lands, með kr. 97.368.69 [...] og segi ég því Landsíma Íslands f.h. ríkissjóðs fullkominn eiganda hinnar eignarnumdu landsspildu í Vatnsendalandi.“23. Með lögum nr. 57/1942 var Reykjavíkurbæ veitt heimild til að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda til þess að auka við fyrirhugað friðland Reykjavíkur í Heiðmörk. Umrædd spilda mun hafa verið um 689 ha að stærð. Afsal vegna eignarnámsins var gefið út 7. júní 1951 af Lárusi Hjaltested. Segir þar að „undirritaður Lárus Hjaltested bóndi, að Vatnsenda í Kópavogshreppi, lýsi því hérmeð yfir, fyrir hönd eigenda þeirrar jarðar, að selt er og afsalað til Reykjavíkurkaupstaðar þeim hluta jarðarinnar, sem tekinn hefir verið eignarnámi, skv. lögum nr. 57/1942 og metinn eignarnámsmati [...] Er því lýst yfir, að Reykjavíkurkaupstaður er réttur og löglegur eigandi framangreinds jarðarhluta, sem hverfur þá jafnframt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, enda hefir Reykjavíkurbær gert mér full skil á eignarnámsverði landsins.“Ráðstafanir í tíð Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds24. Eins og fyrr segir var erfðaskránni frá 1938 þinglýst 9. janúar 1941 sem eignarheimild Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested að Vatnsenda. Var nafn hans fært í dálk fyrir „nöfn eigenda“ á blaði jarðarinnar í fasteignabók með þeirri skýringu að heimild hans væri komin til fyrir „erfðir“. Sigurður Kristján tók sem fyrr segir við ábúð á Vatnsenda 1960 og sat jörðina þar til hann lést 13. nóvember 1966. Á þeim tíma gerði hann eða endurnýjaði samkvæmt gögnum málsins að minnsta kosti 333 samninga um leigu lóða, samtals að stærð 149 ha, úr landi Vatnsenda og munu leigutekjur hafa runnið til hans. Dánarbú Sigurðar Kristjáns var tekið til opinberra skipta 25. febrúar 1967.Ráðstafanir í tíð Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds25. Til arfs eftir Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested stóðu eftirlifandi maki hans, Margrét Guðmundsdóttir Hjaltested sem hann kvæntist 1961, tveir sameiginlegir synir þeirra, áfrýjendurnir Sigurður Kristján og Karl Lárus, og þrjú börn Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds af fyrra hjónabandi, Magnús Sigurðsson Hjaltested og áfrýjendurnir Sigríður og Markús Ívar. Elstur þessara systkina var Magnús sem var fæddur 1941.26. Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested voru afhent umráð og afnot Vatnsenda á skiptafundi í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds 7. maí 1968 svo sem nánar verður rakið síðar. Magnús sat Vatnsenda frá því síðla árs 1969 og þar til hann lést 21. desember 1999. Hann mun eins og fyrri ábúendur hafa haft tekjur af sölu veiðileyfa og leigu lóða úr landi jarðarinnar.27. Með bréfi setuskiptaráðanda í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds 15. ágúst 1969 var svarað fyrirspurn skattstjóra og kröfu hans um skattframtal fyrir dánarbúið. Segir meðal annars í bréfi skiptaráðanda að dánarbúinu tilheyri „ákveðinn afnotaréttur jarðarinnar Vatnsenda, en hann féll til eins erfingja búsins samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested, dags. 4. janúar 1938. Skiptaráðandi afhenti áðurgreindum erfingja, Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested jörðina með ákvörðun skiptaréttar hinn 7. maí 1968. Þar með fylgdu að sjálfsögðu tekjur jarðarinnar svo sem leigugjöld og endurgjöld veiðileyfa [...] Landseti tók við greiðslu fyrir veiðileyfi seld á sumrinu 1968. Virðist nettófjárhæð þeirra hafa verið kr. 75.840.00. Deilt er um hvort sú fjárhæð á að renna til dánarbúsins eða til rétthafa jarðarinnar samkvæmt áðurnefndri erfðaskrá.“28. Dómi Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 var 25. febrúar 1971 þinglýst sem eignarheimild Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds að Vatnsenda. Var nafn hans fært í dálk fyrir „nöfn eigenda“ á blaði jarðarinnar í fasteignabók með þeirri skýringu að heimild hans væri komin til fyrir erfðir. Á veðbókarvottorði dagsettu 16. desember 1974 segir að samkvæmt „afsals- og veðmálabókum Kópavogskaupstaðar vottast eftirfarandi um fasteignina Vatnsendi: 1. Að þinglesinn eigandi er Magnús Sigurðsson Hjaltested samkvæmt heimildarbréfi 30.05.69.“29. Á árinu 1975 mun Magnús Sigurðsson Hjaltested hafa móttekið bætur frá Vatnsveitu Reykjavíkur vegna vatnslagnar í landi jarðarinnar. Þá fékk hann bætur frá Vegagerð ríkisins vegna lagningar Arnarnesvegar á árunum 1984 til 1986, sbr. úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta 14. mars 1986.30. Reykjavíkurborg og Magnús Sigurðsson Hjaltested undirrituðu 7. október 1987 samning um kaup borgarinnar á spildu úr landi Vatnsenda sem þá var talin 41 ha að stærð með ákveðinni óvissu þar um. Alþingi veitti með lögum nr. 22/1988 Reykjavíkurborg heimild til þess að taka spilduna eignarnámi og var afsali Magnúsar til borgarinnar þinglýst 5. júlí 1988 og hún þá tilgreind 46,3 ha. Í kjölfarið gerðu Reykjavíkurborg og stefndi samning um að 19,5 ha af spildunni skyldu koma í hlut stefnda.31. Magnús Sigurðsson Hjaltested og Reykjavíkurborg undirrituðu 5. janúar 1990 samning um yfirtöku borgarinnar á jörðinni Vatnsenda að undanskildu 40 til 45 ha landsvæði. Í tengslum við þessa samningsgerð komu upp álitaefni varðandi forkaupsrétt Kópavogskaupstaðar að jörðinni og af kaupum varð ekki.32. Stefndi tók á árinu 1992 eignarnámi úr landi Vatnsenda 20,5 ha spildu norðvestan við Elliðavatnsstíflu og greiddi á grundvelli sáttar 8. maí það ár 31.000.000 króna í eignarnámsbætur til Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds.33. Að fenginni heimild umhverfisráðherra 27. apríl 1998 tók stefndi eignarnámi 54,5 ha spildu úr landi Vatnsenda og greiddi á grundvelli sáttar 13. maí sama ár Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested 180.000.000 króna í eignarnámsbætur auk byggingarréttar á tilgreindum svæðum Magnúsi til handa. Með afsali 18. maí 1999 afsalaði Magnús spildunni til stefnda og var því þinglýst 22. október sama ár.34. Með stefnu 16. nóvember 1998 höfðaði Magnús Sigurðsson Hjaltested mál á hendur Landsíma Íslands til að þola „að fellt verði úr gildi með dómi eignarnám [...] til handa Landsíma Íslands á 69,68 ha landspildu úr landi [...] Vatnsenda [...] að undanskilinni 44.079 fermetra spildu.“ Með héraðsdómi 30. september 1999 var Landsíminn sýknaður af kröfu Magnúsar og var sú niðurstaða staðfest með dómi Hæstaréttar 8. mars 2001 í máli nr. 58/2000 en þá hafði Þorsteinn Hjaltested, sonur Magnúsar, tekið við aðild málsins eftir andlát föður síns.Búsetuleyfi Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur35. Sem fyrr segir lést Magnús Sigurðsson Hjaltested 21. desember 1999. Erfingjar eftir hann voru eftirlifandi eiginkona hans, Kristrún Ólöf Jónsdóttir, og fjögur börn þeirra, Þorsteinn, Vilborg, Marteinn og Sigurður Kristján, og var Þorsteinn þeirra elstur fæddur 1960. Kristrún Ólöf fékk leyfi til setu í óskiptu búi eftir Magnús 19. janúar 2000 og var búsetuleyfinu þinglýst sem eignarheimild hennar að Vatnsenda degi síðar.36. Erfingjar Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds gáfu út skiptayfirlýsingu 21. nóvember 2000. Þar sagði að með yfirlýsingunni væri jörðin Vatnsendi færð af nafni Magnúsar yfir á nafn Þorsteins Magnússonar Hjaltesteds á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938. Undanskilin væri sú 90,5 ha spilda sem Kópavogsbær hefði tekið eignarnámi samkvæmt samningi 24. nóvember 1999 en væri óþinglýst á jörðina. Efni erfðaskrárinnar var að hluta rakið í skiptayfirlýsingunni og í lok hennar sagði að þess væri jafnframt óskað að þinglýstu leyfi Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur til setu í óskiptu búi á jörðina Vatnsenda yrði aflýst.37. Skiptayfirlýsingunni 21. nóvember 2000 var þinglýst 12. desember það ár sem eignarheimild Þorsteins Hjaltesteds að Vatnsenda og búsetuleyfi Kristrúnar Ólafar jafnframt aflýst. Nýtt leyfi Kristrúnar Ólafar til setu í óskiptu búi var gefið út 7. desember 2000. Þorsteinn Hjaltested tók sem fyrr segir við ábúð á Vatnsenda í desember 1999 og sat jörðina þar til hann lést 12. desember 2018.Ráðstafanir í tíð Þorsteins Hjaltesteds38. Á grundvelli heimildar umhverfisráðherra 13. mars 2000 tók stefndi eins og áður er nefnt eignarnámi 90,5 ha spildu úr landi Vatnsenda. Undirrituð var 1. ágúst sama ár sátt milli stefnda og dánarbús Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested um að því skyldu greiddar bætur vegna eignarnámsins að fjárhæð 237.470.007 krónur, það er 290.000.000 króna að frádregnum yfirteknum skuldum að fjárhæð 52.529.993 krónur. Jafnframt skyldi stefndi skipuleggja og úthluta nánar tilgreindum lóðum til dánarbúsins án greiðslu gatnagerðargjalda. Undir sáttina var ritað fyrir hönd Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur samkvæmt umboði auk þess sem Þorsteinn Hjaltested ritaði undir hana. Afsal vegna spildunnar, undirritað af Þorsteini og af hálfu Kristrúnar Ólafar, var gefið út 3. maí 2004 og því þinglýst degi síðar. Í afsalinu segir að því skuli þinglýst „sem fullri eignarheimild Kópavogsbæjar að hinni eignarnumdu landspildu í samræmi við eignarnámssátt aðila frá 1. ágúst 2000“.39. Hæstiréttur kvað upp dóm 8. mars 2001 í máli nr. 58/2000, Þorsteinn Hjaltested gegn Landsíma Íslands hf., en málið hafði faðir hans, Magnús Sigurðsson Hjaltested upphaflega höfðað eins og áður er rakið til endurheimtu lands sem tekið hafði verið eignarnámi „úr landi [...] Vatnsenda [...] samkvæmt afsali Lárusar Hjaltested [...] 4. febrúar 1947“. Með dómi Hæstaréttar var Landsíminn sýknaður af dómkröfunni.40. Með afsali 8. október 2001 seldi og afsalaði dánarbú Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds 2,2 ha spildu úr landi Vatnsenda en landinu var afsalað á grundvelli fyrrgreindrar sáttar dánarbúsins og stefnda 1. ágúst 2000 fyrir matsnefnd eignarnámsbóta. Undir afsalið ritaði vegna dánarbúsins Kristrún Ólöf Jónsdóttir og sem samþykkur samkvæmt fyrirmælum erfðaskrárinnar frá 1938 Þorsteinn Hjaltested. Afsalinu var þinglýst 22. október 2001 með svofelldri athugasemd: „Aths. Skv. þingl.bók, sbr. skjal H-310/2000, er Þorsteinn Hjaltested [...] þingl. eigandi Vatnsenda og telst því afsalsgjafi skv. ofangreindu.“41. Landsvirkjun ákvað að leggja háspennulínu frá Hamranesi sunnan Hafnarfjarðar að stað skammt vestan Sandskeiðs og taka í því skyni eignarnámi spildu úr landi Vatnsenda í svonefndum Húsafellsbruna. Samkvæmt gögnum málsins mun stærð spildunnar samkvæmt matsgerð frá 28. júlí 2000 hafa verið talin 24,76 ha. Eignarnámsmáli af þessu tilefni lauk með sátt 5. október 2001 og greiddi Landsvirkjun alls 2.400.000 krónur í bætur til Þorsteins Hjaltesteds vegna hins eignarnumda. Í 1. gr. sáttarinnar segir að landið sé tekið undir háspennulínu til raforkuflutnings og sé ekki til neinna annarra nota eignarnema. Beinn eignarréttur fylgi ekki landinu og skuli því skilað til landeiganda þegar ekki verði þörf fyrir það lengur undir þessi tilteknu not eignarnema. Eignarnema sé heimilt að þinglýsa réttindum sínum samkvæmt sáttinni sem kvöð á jörðina Vatnsenda og var það gert 25. október 2001.42. Þorsteinn Hjaltested og Vatni ehf., félag í eigu Þorsteins, undirrituðu 17. apríl 2002 samning um leigu Vatna ehf. á spildu úr landi Vatnsenda sem „er [...] að lágmarki 30 ha og að hámarki 80 ha“. Samkvæmt samningnum var leigutaka heimilt að bora eftir köldu vatni á leigulandinu og selja stefnda. Með samningi 22. maí 2002 keypti stefndi einkahlutafélagið Vatna af Þorsteini og greiddi fyrir 29.300.000 krónur.43. Með auglýsingu í Lögbirtingablaði 3. mars 2004 skoraði Óbyggðanefnd á alla þá sem teldu til eignarréttinda á kröfusvæði íslenska ríkisins á Suðvesturlandi að lýsa kröfum sínum. Þorsteinn Hjaltested lýsti í framhaldinu kröfum vegna Vatnsenda.44. Þorsteinn Hjaltested var sóknaraðili fyrir Hæstarétti, sbr. dóm réttarins 9. desember 2004 í máli nr. 477/2004. Það varðaði þinglýsingu á yfirlýsingu um uppsögn leigusamnings frá júlí 1931, sem Magnús Einarsson Hjaltested hafði gert, um spildu úr landi Vatnsenda sem síðar hlaut nafnið Elliðahvammur.45. Í dómi Hæstaréttar 24. maí 2006 í máli nr. 210/2006 var talið að Þorsteinn Hjaltested hefði lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningi um hvar væru syðri mörk landsvæðis þess sem tekið var eignarnámi úr landi Vatnsenda í Heiðmörk en afsal vegna spildunnar var gefið út 7. júní 1951. Kröfu Reykjavíkurborgar um frávísun málsins var hafnað. Tekið var fram í dómi Hæstaréttar að í málinu reyndi ekki á aðild annarra samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.46. Stefndi og Þorsteinn Hjaltested undirrituðu minnisblað 15. nóvember 2006 sem á því stigi var trúnaðarmál. Þar kemur fram að Þorsteinn sem landeigandi og bæjarstjóri stefnda sem eignarnemi hafi náð samkomulagi komi til þess að stefndi „afli og neyti, á næstu vikum, heimildar til eignarnáms á landi úr jörðinni Vatnsenda“. Laut samkomulagið að afmörkun landsins og endurgjaldi fyrir það en landið var talið um það bil 863 ha. Þá segir í minnisblaðinu að hinu „eignarnumda landi fylgja öll eignarréttindi, þ.m.t. vatnsréttindi, og einnig allar kvaðir hverju nafni sem nefnast. Samkomulag er um að undanskilja Elliðavatn og hlunnindi því tengd, ásamt kraga í kring um vatnið eignarnámi, sem verður þannig áfram í eigu landeiganda.“47. Á grundvelli heimildar umhverfisráðherra 10. janúar 2007 tók stefndi 23. sama mánaðar eignarnámi 864 ha af landi jarðarinnar Vatnsenda.48. Með bréfi 19. janúar 2007 til matsnefndar eignarnámsbóta fór Sigmundur Hannesson lögmaður þess á leit fyrir hönd áfrýjendanna Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar að þeir yrðu skilgreindir sem eignarnámsþolar ásamt Þorsteini Hjaltested í matsmáli nr. 1/2007 vegna fyrirhugaðs eignarnáms á um það bil 864 ha spildu úr landi Vatnsenda. Í bókun frá fundi matsnefndarinnar 8. febrúar 2007 segir að af „hálfu Matsnefndar eignarnámsbóta er ekki tekin afstaða til röksemda umbj. Sigmundar Hannessonar hrl. og telur nefndin að úr þeim ágreiningi verði ekki leyst fyrir nefndinni heldur almennum dómstólum“.49. Með sátt 30. janúar 2007 sömdu stefndi og Þorsteinn Hjaltested um greiðslu bóta fyrir þá 864 ha spildu sem tekin var eignarnámi samkvæmt framansögðu. Skyldu 2.250.000.000 króna greiddar Þorsteini í peningum, auk byggingarréttar og hlutdeildar í skipulögðum lóðum. Peningagreiðslan var innt af hendi til Þorsteins á árinu 2007 en aðrar greiðslur samkvæmt sáttinni hafa ekki farið fram. Eignarnámssáttinni mun hafa verið þinglýst 30. mars 2007.50. Þorsteinn Hjaltested höfðaði í maí 2018 mál til heimtu ógreiddra eftirstöðva bóta vegna eignarnámsins 23. janúar 2007 og sáttargerðarinnar 30. sama mánaðar. Eftir andlát Þorsteins tók dánarbú hans við aðild málsins sem mun vera ólokið fyrir héraðsdómi.Ágreiningsmál tengd dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds51. Dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested var tekið til opinberra skipta í febrúar 1967 og reis þá ágreiningur um hvernig fara skyldi með réttindi yfir Vatnsenda. Var um það deilt hvort jörðin gengi til arfs eftir Sigurð Kristján samkvæmt fyrirmælum erfðaskrárinnar frá 1938 en kröfu um það gerði elsti sonur hans, Magnús Sigurðsson Hjaltested, eða eftir almennum reglum erfðalaga, svo sem síðari eiginkona Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds krafðist ásamt sonum þeirra, Sigurði Kristjáni og Karli Lárusi.52. Skiptadómur Kópavogs kvað 24. júlí 1967 upp úrskurð um hvernig fara skyldi með réttindi yfir Vatnsenda að Sigurði Kristjáni Lárussyni Hjaltested látnum. Var þar komist að þeirri niðurstöðu að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested væri eins og sagði í úrskurðarorði „áskilinn réttur eftir látinn föður sinn til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda [...] með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir eru í arfleiðsluskrá [...] 4. janúar 1938.“ Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar 5. apríl 1968 í máli nr. 110/1967.53. Að gengnum dómi Hæstaréttar í máli nr. 110/1967 voru Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested afhent umráð og afnot jarðarinnar á skiptafundi í dánarbúinu 7. maí 1968. Var ákvörðun um það staðfest með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968.54. Sama dag, 30. maí 1969, kvað Hæstiréttur upp dóm í máli nr. 117/1968 þar sem staðfestur var með skírskotun til forsendna úrskurður fógetaréttar þess efnis að eftirlifandi maki og seinni eiginkona Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds, Margrét Guðmundsdóttir Hjaltesteds, skyldi borin út af jörðinni. Var komist svo að orði í úrskurði fógetaréttar að seta Margrétar á jörðinni stæði í vegi fyrir rétti Magnúsar og væri ekkert fram komið um að takmarkanir og skilmálar í erfðaskránni frá 1938 hindruðu Magnús í því að taka rétt sinn.55. Dómi Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 var sem fyrr segir þinglýst sem eignarheimild Magnúsar Sigurðssonar Hjaltesteds að Vatnsenda 25. febrúar 1971 með því að nafn hans var fært í dálk fyrir „nöfn eigenda“ á blaði jarðarinnar í fasteignabók með þeirri skýringu að heimild hans væri komin til „fyrir erfðir“. Fyrir liggur að til samræmis við þessa færslu voru gefin út veðbókarvottorð þar sem fram kom að Magnús Sigurðsson Hjaltested væri „þinglesinn eigandi“ jarðarinnar Vatnsenda sem væri „eignarland“.56. Magnús Sigurðsson Hjaltested höfðaði sem fyrr segir á árinu 1998 mál á hendur Landsíma Íslands með kröfu um að eignarnám það á spildu úr landi Vatnsenda sem fram fór á árinu 1947 yrði fellt úr gildi. Dómur héraðsdóms var kveðinn upp 30. september 1999 og Landsíminn sýknaður af kröfu Magnúsar. Héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar á árinu 2000 og dómur þar kveðinn upp 8. mars 2001 í máli nr. 58/2000 en þá hafði Þorsteinn Hjaltested tekið við aðild málsins að föður sínum látnum. Í dómi Hæstaréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sýknu Landsímans sagði meðal annars að Þorsteinn hefði tekið við eignarumráðum og skyldum að Vatnsenda svo sem faðir hans hefði áður haft samkvæmt erfðaskránni frá 1938. Þorsteinn hefði því að lögum sömu aðild og arftakar á undan honum höfðu til að bera ágreining um gildi eignarnámsins undir dómstóla. Yrði því ekki fallist á að sýkna bæri Landsímann vegna aðildarskorts Þorsteins. Á hinn bóginn sagði í dómi Hæstaréttar að með eignarnáminu, eftirfarandi afsali og greiðslu eignarnámsbóta hefði farið fram skilyrðislaus eignaryfirfærsla á því landi sem hér um ræddi. Telja yrði að nægilega hefði verið sýnt fram á að landið hefði eftir það verið tekið til notkunar í eðlilegu samræmi við tilgang eignarnámsins. Eignarnámsþola yrði ekki veittur réttur til að endurheimta eignarnumið land nema á grundvelli sérstakrar lagaheimildar eða vegna sérstakra aðstæðna. Þar sem hvorugs nyti við í málinu væru ekki efni til að verða við kröfu Þorsteins um að Landsímanum yrði gert að afhenda og afsala honum spildunni.57. Áfrýjendurnir Sigurður Kristján og Karl Lárus höfðuðu mál á hendur Þorsteini Hjaltested í mars 2007 og kröfðust þess að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 1938 yrði „felld úr gildi þannig að eignum sem erfðaskráin kveður á um verði skipt eftir almennum skiptareglum erfðalaga.“ Því máli var vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 5. október 2007 sem staðfestur var með vísan til forsendna með dómi Hæstaréttar 6. nóvember sama ár í máli nr. 560/2007. Í úrskurði héraðsdóms sagði meðal annars að hin umdeilda erfðaskrá hefði þegar verið lögð til grundvallar við skipti í þremur dánarbúum. Andmælum gegn gildi hennar hefði verið hafnað við arftöku Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested fyrir 40 árum og engin andmæli hefðu komið fram við gildi erfðaskrárinnar við skipti á dánarbúi Magnúsar árið 2000. Jafnframt sagði að stefnendur „hafa í engu leitast við að gera fyrir því grein að þrátt fyrir allt framangreint standi til þess heimildir að lögum að ógilda erfðaskrána með þeim réttarverkunum sem í kröfugerð þeirra felast og að þær eignir sem hún tekur til eigi þannig að ganga til erfingja Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested eftir almennum reglum.“58. Áfrýjendurnir Sigurður Kristján og Karl Lárus ásamt áfrýjandanum Sigríði kröfðust þess 23. desember 2008 að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds yrði tekið til opinberra skipta. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 29. september 2009 var kröfunni hafnað á þeirri forsendu að skiptum á dánarbúinu væri lokið. Úrskurði héraðsdóms var skotið til Hæstaréttar sem í dómi 13. nóvember sama ár í máli nr. 599/2009 vísaði til þess að samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila væri þessi krafa reist á því að nánar tilgreindar athuganir þeirra hefðu ekki leitt til annarrar niðurstöðu en að dánarbúið hefði verið tekið til opinberra skipta en jafnframt að skiptum væri ekki lokið. Þá sagði í dómi Hæstaréttar að án „tillits til þess hvort þessi ályktun sóknaraðila geti talist á rökum reist er óhjákvæmilegt að gæta að því að sé rétt með farið að opinberum skiptum á dánarbúi Sigurðar hafi aldrei verið lokið leiðir af sjálfu að þau stæðu enn yfir, sbr. og 148. gr. laga nr. 20/1991. Við svo búið væri útilokað að taka dánarbúið með dómsúrlausn aftur til opinberra skipta. Þegar af þeirri ástæðu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest.“59. Þar sem opinberum skiptum á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds sem hófust á árinu 1967 var ekki lokið féllst Hæstiréttur með dómi 24. ágúst 2011 í máli nr. 375/2011 á kröfu hluta erfingja Sigurðar um að skipa skiptastjóra í búinu.60. Í framhaldi af skipun skiptastjóra kom upp ágreiningur um hvort jörðin Vatnsendi væri enn í eigu dánarbús Sigurðar Kristjáns og gæti því ekki talist háð beinum eignarrétti Þorsteins Hjaltested. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. nóvember 2012 var komist að þeirri niðurstöðu að jörðin „Vatnsendi [...] ásamt öllu því er eigninni fylgir og fylgja ber, skal vera meðal eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested“. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar sem með dómi 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 komst að þeirri niðurstöðu að beinn eignarréttur að Vatnsenda hefði í kjölfar andláts Magnúsar Einarssonar Hjaltested á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938 færst til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested og væri enn á hendi dánarbús hans. Í dómi Hæstaréttar sagði svo eftir að atvik málsins höfðu verið rakin: „Að þessu öllu gættu er ekki unnt að líta svo á að fyrirliggjandi gögn standi til þess að álykta að Magnús Sigurðsson Hjaltested hafi öðlast beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968, sem Hæstiréttur staðfesti í dómi 30. maí 1969. Því hefur ekki verið borið við í málinu að Magnús hafi á annan hátt tekið við slíkum rétti að jörðinni af dánarbúinu og verður því til samræmis að telja það enn hafa á sinni hendi þann rétt, sem ráðstafa verður til að ljúka skiptum lögum samkvæmt.“ Í dómsorði segir að „við opinber skipti á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested telst beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi enn vera á hendi dánarbúsins.“61. Sýslumaðurinn í Kópavogi hafnaði 21. júní 2013 þeirri beiðni skiptastjóra dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds að skrá búið sem þinglýstan eiganda jarðarinnar Vatnsenda. Ákvörðun sýslumanns kærðu erfingjar í búinu til Héraðsdóms Reykjaness sem með úrskurði 7. nóvember 2013 komst að þeirri niðurstöðu að skráning í þinglýsingabók að því er varðaði jörðina væri rétt og því hefði verið rétt af sýslumanni að hafna kröfunni. Með dómi Hæstaréttar 6. desember 2013 í máli nr. 740/2013 var til samræmis við dóm réttarins í máli nr. 701/2012 lagt fyrir sýslumann að færa nafn dánarbúsins í fasteignabók sem eiganda jarðarinnar og varð hann við því. Segir í dómsorði Hæstaréttar að sýslumanninum í Kópavogi beri „að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda á blað í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda í Kópavogi á grundvelli þinglýsingar á dómi Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012.“62. Með frumvarpi skiptastjóra 15. apríl 2014 til úthlutunar úr dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds var eign búsins, sem var beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda, úthlutað til Þorsteins Hjaltesteds. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 6. nóvember 2014 var frumvarpið staðfest. Úrskurði héraðsdóms var skotið til Hæstaréttar sem í dómi 5. mars 2015 í máli nr. 751/2014 sagði að ákvæði laga nr. 20/1991 stæðu „því í vegi að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested geti átt sér tilvist um ókominn tíma í því skyni að hafa á hendi bein eignarréttindi yfir jörðinni Vatnsenda. Með því að ekki er mælt fyrir í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested um afdrif þeirra réttinda verður að ráðstafa þeim til lögerfingja Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga. Þegar af þessari ástæðu verður að fella úr gildi frumvarp skiptastjóra [...] til úthlutunar úr dánarbúinu þannig að farið verði með það upp frá þessu út frá þessum forsendum og eftir þeim aðferðum, sem fyrr hefur verið getið, áður en frumvarp verður gert á ný til úthlutunar.“ Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að með dómi réttarins 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 hafi því verið slegið föstu að beinn eignarréttur að Vatnsenda væri enn á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Af því leiddi að varnaraðila „stoðar ekki að bera því nú við að Magnús Sigurðsson Hjaltesteds hafi fyrir hefð unnið beinan eignarrétt að jörðinni, enda var gefið tilefni til að halda slíkri málsástæðu fram í því máli og er hún þannig of seint fram komin í þessu máli.“63. Í dómi Hæstaréttar 16. júní 2016 í máli nr. 408/2016 var mælt fyrir um það í hvaða hlutföllum skyldi skipta eignum dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds milli tilgreindra lögerfingja.64. Með dómi Hæstaréttar 12. mars 2015 í máli nr. 167/2015 var hafnað kröfu tveggja erfingja í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds um að tilgreining jarðarinnar Vatnsenda í fasteignabók skyldi vera með nánar tilteknum hætti og að skiptayfirlýsingin frá 21. nóvember 2001 um réttindi Þorsteins Hjaltesteds yfir Vatnsenda yrði afmáð úr fasteignabók. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars um seinni kröfuna: „Að gengnum dómi Hæstaréttar 3. maí 2013 verður að líta svo á að sú skiptayfirlýsing hafi eingöngu fært í hendur varnaraðilans Þorsteins réttindi til umráða og afnota fasteignarinnar Vatnsenda, en ekki beinan eignarrétt að henni. Þau réttindi fela á hinn bóginn í sér afnotarétt að fasteign, sem háður er þinglýsingu samkvæmt gagnályktun frá 1. mgr. 31. gr. þinglýsingalaga. Eru því engin efni til að verða við kröfu sóknaraðila um að skiptayfirlýsingin [...] verði afmáð úr fasteignabók. Samkvæmt framansögðu verður hafnað þeim kröfum, sem sóknaraðilar hafa gert í málinu.“65. Með dómi Hæstaréttar 12. nóvember 2015 í máli nr. 706/2015 var felld úr gildi sú ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi að afmá úr þinglýsingabók sáttargerð 30. janúar 2007 sem gerð var í kjölfar þess að umhverfisráðherra veitti stefnda 10. janúar 2007 heimild til eignarnáms á 864 ha spildu úr landi Vatnsenda. Sagði í dómi Hæstaréttar að stefnda hefði verið rétt að þinglýsa sáttargerðinni enda væri vernd réttinda hans samkvæmt henni háð þinglýsingu og væru engin rök til að telja þörf á þeirri vernd liðna undir lok.66. Mál það sem hér er til úrlausnar var höfðað 28. apríl 2014. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness var því vísað frá dómi vegna vanreifunar. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem með dómi 16. mars 2016 í máli nr. 121/2016 felldi hann úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Í dómi Hæstaréttar sagði að það væri ekki sóknaraðilanna, sem stæðu að málsókninni í þágu dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds sem handhafa hins beina eignarréttar að jörðinni, að sýna fram á hvað fælist í þeim rétti, heldur réðist inntak hans af því hvert væri eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda yfir jörðinni Vatnsenda sem mælt væri fyrir um að koma skyldu í hlut Sigurðar Kristjáns og nánar greindra ættingja Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds í erfðaskrá hans frá 1938. Úrlausn þess réðist fyrst og fremst af skýringu á ákvæðum erfðaskrárinnar og síðan eftir atvikum af mati á því tjóni sem handhafar hinna óbeinu eignarréttinda hefðu orðið fyrir vegna umrædds eignarnáms.67. Þorsteinn Hjaltested þingfesti 26. apríl 2017 fyrir Héraðsdómi Reykjaness meðalgöngusök í máli því sem hér er til úrlausnar. Héraðsdómur vísaði meðalgöngusökinni frá með úrskurði 8. nóvember 2017. Með dómi Hæstaréttar 14. desember 2017 í máli nr. 711/2017 var úrskurðurinn staðfestur.68. Eftir andlát Þorsteins Hjaltesteds árið 2018 lýsti sonur hans, Magnús Pétur Hjaltested, 2. september 2019 eins og áður getur kröfu í dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds og krafðist á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938 að búið afhenti honum beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda með þeim skilyrðum og takmörkunum sem erfðaskráin geymdi. Ágreiningi þar að lútandi var vísað til héraðsdóms sem með úrskurði 24. júní 2020 hafnaði kröfunni. Þá niðurstöðu staðfesti Landsréttur með úrskurði 13. nóvember 2020 í máli nr. 421/2020 með þeim rökstuðningi að af dómaframkvæmd Hæstaréttar í tilgreindum málum leiddi að Magnús Pétur gæti ekki átt tilkall til beins eignarréttar að Vatnsenda á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938 en hann hefði hins vegar með henni öðlast rétt til umráða og afnota af jörðinni við andlát föður síns.Málaferli tengd dánarbúi Þorsteins Hjaltesteds69. Þorsteinn Hjaltested höfðaði í maí 2018 mál á hendur stefnda til heimtu ógreiddra eftirstöðva bóta samkvæmt eignarnáminu 23. janúar 2007 og sáttargerðinni 30. sama mánaðar. Eftir andlát Þorsteins tók dánarbú hans við aðild málsins og mun því ólokið fyrir héraðsdómi eins og áður segir.70. Þorsteinn Hjaltested lést 12. desember 2018. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 23. október 2019 var dánarbú hans tekið til opinberra skipta. Á skiptafundi í dánarbúinu 26. febrúar 2020 gerði skiptastjóri grein fyrir því að hann hefði tilkynnt Héraðsdómi Reykjaness þá ákvörðun sína að fara með búið samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 20/1991.71. Magnús Pétur Hjaltested lýsti 1. nóvember 2019 kröfu í dánarbú föður síns, Þorsteins Hjaltesteds, og krafðist þess á grundvelli erfðaskrárinnar frá 1938 að skiptastjóri afhenti honum jörðina Vatnsenda „með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar og hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt þeim réttindum sem honum væru áskilin sem erfingja samkvæmt erfðaskránni“. Jafnframt krafðist hann þess að ógreiddar bætur vegna eignarnáms stefnda á landi jarðarinnar árið 2007 teldust með umráða- og afnotarétti jarðar hans. Skiptastjóri samþykkti kröfu Magnúsar Péturs um afhendingu jarðarinnar en hafnaði því að réttur til bótanna félli þar undir. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 17. maí 2021 var viðurkennt að skiptastjóra dánarbúsins bæri að afhenda Magnúsi Pétri jörðina Vatnsenda til ábúðar, hagnýtingar, umráða og afnota í samræmi við fyrirmæli erfðaskrárinnar og var sú niðurstaða staðfest með úrskurði Landsréttar 16. september 2021 í máli nr. 351/2021 eins og áður er rakið.72. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 26. maí 2021 að viðurkennt væri að Magnúsi Pétri Hjaltested „tilheyri réttur til ógreiddra eftirstöðva eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. janúar 2007, að undanskildum lið 2.2.3 í sáttargerðinni sem viðurkennt er að tilheyri þrotabúi Þorsteins Hjaltested.“ Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem með úrskurði 11. október 2021 í máli nr. 383/2021 vísaði málinu frá héraðsdómi. Úrskurði Landsréttar var skotið til Hæstaréttar sem með dómi 24. nóvember 2021 í máli nr. 45/2021 felldi hann úr gildi og lagði fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. Með úrskurði 16. desember 2021 staðfesti Landsréttur fyrrgreinda niðurstöðu héraðsdóms frá 26. maí 2021. Með dómi Hæstaréttar 8. mars 2022 í máli nr. 9/2022 var niðurstaða Landsréttar staðfest.73. Með beiðni í nóvember 2021 fóru erfingjar í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds þess á leit við skipaða úttektarmenn samkvæmt 39. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 að þeir framkvæmdu úttekt á jörðinni Vatnsenda. Skiptastjóri í dánarbúi Þorsteins Hjaltesteds tók þá ákvörðun að synja úttektarmönnum og umboðsmönnum um aðgang að jörðinni. Ágreiningur um þetta var borinn undir Héraðsdóm Reykjaness sem með úrskurði 22. október 2021 hafnaði því að fella ákvörðun skiptastjóra úr gildi. Úrskurður héraðsdóms var borinn undir Landsrétt sem með úrskurði 17. desember 2021 í máli nr. 677/2021 vísaði málinu frá Landsrétti. Ástæða þess var sú að með úrskurði Landsréttar 16. september 2021 í máli nr. 351/2021 hefði endanlega verið skorið úr því að dánarbú Þorsteins Hjaltesteds skyldi afhenda Magnúsi Pétri Hjaltested jörðina á grundvelli sértökuréttar. Úrskurði Landsréttar var skotið til Hæstaréttar sem með dómi 20. janúar 2022 í máli nr. 1/2022 staðfesti hinn kærða úrskurð. Segir í dómi Hæstaréttar að þar sem varnaraðilinn, þrotabú Þorsteins Hjaltesteds, hafi ekki umráð Vatnsenda hafi sóknaraðilar ekki hagsmuni af því að fá endurskoðaðan úrskurð héraðsdóms um kröfu þeirra á hendur varnaraðila enda yrði slíkum úrskurði ekki framfylgt gagnvart þeim sem nú hafi umráðin. Sé þá þess að gæta að réttur til umráða jarðarinnar hafi aldrei fallið til varnaraðila og því verði aðild málsins ekki reist á þeirri meginreglu sem sé að finna í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 91/1991.Matsgerð um virði beinna og óbeinna eignarréttinda að Vatnsenda74. Í hinum áfrýjaða dómi er ítarlega gerð grein fyrir matsgerð þeirri sem aflað var undir rekstri málsins í héraði, forsendum hennar og niðurstöðum.NiðurstaðaAfmörkun á úrlausnarefni málsins75. Á grundvelli lagaheimilda sem ekki hafa verið bornar brigður á tók stefndi eignarnámi fjórar spildur úr landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi á árunum 1992, 1998, 2000 og 2007. Í framhaldi sáttargerða milli stefnda sem eignarnema og ábúenda Vatnsenda sem eignarnámsþola voru eignarnámsbætur umrædd fjögur skipti greiddar ábúendunum.76. Áfrýjendur, sem standa til arfs í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds, höfða mál þetta búinu til hagsbóta, sbr. 3. mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Telja þeir að stefndi hafi við eignarnám umræddra spildna, í heimildarleysi og gegn betri vitund greitt röngum aðilum bæturnar þar sem dánarbúinu sem handhafa beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda og því einu hafi borið þær allar.77. Málsókn áfrýjenda er aðallega á því reist að með greiðslu eignarnámsbóta til rangs aðila hafi stefndi ekki losnað undan greiðsluskyldu sinni til þeirra aðila sem að lögum báru bæturnar. Telja áfrýjendur dánarbúið samkvæmt því óbundið af samningum og sáttargerðum stefnda við ábúendur Vatnsenda um greiðslu bótanna. Til vara er á því byggt að dánarbúið eigi rétt til skaðabóta sömu fjárhæðar og eignarnámsbæturnar vegna þess tjóns sem stefndi hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti með greiðslu til rangs aðila.78. Því til stuðnings að stefndi hafi gegn betri vitund greitt eignarnámsbætur til rangs aðila vísa áfrýjendur í fyrsta lagi til þess að þinglýsingabækur og vottorð samkvæmt þeim hafi gefið til kynna að verulegur vafi léki á um rétt ábúenda Vatnsenda til bótanna. Hafi þetta fellt sérstaka varúðar- og rannsóknarskyldu á stefnda sem hann hafi ekki sinnt. Í annan stað hafi allt frá 1992 verið vísað til erfðaskrárinnar frá 1938 í samskiptum stefnda og ábúenda sem einnig hafi kallað á aukna varúðar- og rannsóknarskyldu stefnda. Í þriðja lagi hafi stefnda vegna þess vafa, sem upp kom á árinu 2007 um aðild að eignarnámsmáli því sem þá var rekið, borið að gæta sérstakrar varúðar við greiðslu eignarnámsbóta til ábúanda en það hafi hann ekki gert.79. Stefndi gerir aðallega þá dómkröfu að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu.80. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi á því reist að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni við eignarnám bæjarins. Samkvæmt erfðaskránni frá 1938 tilheyri bætur vegna eignarnáms á spildum úr landi Vatnsenda þeim sem á hverjum tíma fari með umráð og afnot jarðarinnar, það er handhafa óbeinna eignarréttinda. Þótt beinn eignarréttur að jörðinni hafi við andlát Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds færst til Sigurðar Kristjáns hafi ábúðar- og hagnýtingarrétturinn þá strax verið skilinn frá beina eignarréttinum. Sá réttur hafi að Magnúsi látnum fyrst komið í hlut Lárusar Hjaltesteds, að honum frágengnum færst til Sigurðar Kristjáns sem næsta ábúanda, því næst til Magnúsar sonar hans og svo áfram koll af kolli eftir þeirri röð sem erfðaskráin mælti fyrir um. Hinn beini eignarréttur dánarbúsins hafi því frá upphafi aðeins verið formlegs eðlis og án fjárgildis.81. Í annan stað vísar stefndi til þess að hann hafi í góðri trú greitt eignarnámsbætur til þess sem á hverjum tíma hafði þinglýsta eignarheimild að Vatnsenda. Af reglum um jákvæðan áreiðanleika þinglýsingabóka, sbr. 33. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, leiði að stefnda hafi verið rétt að ganga til samninga við þann sem á hverjum tíma var skráður eigandi jarðarinnar í þinglýsingabók. Í þriðja lagi er á því byggt að ábúandi jarðarinnar hafi hefðað bein eignarréttindi dánarbúsins yfir Vatnsenda, í fjórða lagi að kröfur vegna eignarnáms á árunum 1992, 1998 og 2000 séu fyrndar og í fimmta lagi að allar kröfur sem dánarbúið kynni að hafa átt rétt til úr hendi stefnda séu fallnar niður vegna tómlætis dánarbúsins um gæslu réttar síns.Frávísunarkrafa stefnda82. Mál þetta var sem fyrr segir höfðað 28. apríl 2014 af áfrýjendum aðallega á hendur Kópavogsbæ en til vara Þorsteini Hjaltested. Við andlát Þorsteins 12. desember 2018 tók dánarbú hans við aðild í málinu. Við upphaf aðalmeðferðar í héraði 1. desember 2020 féllu áfrýjendur, stefnendur í héraði, frá kröfum á hendur dánarbúi Þorsteins. Frávísunarkrafa stefnda byggir einkum á því að aðild dánarbúsins sé nauðsynleg þar sem það telji sig eiga rétt til hluta af þeim eignarnámsbótum sem um sé deilt. Í annan stað er á því byggt að málið sé vanreifað þar sem áfrýjendur hafi hvorki sett fram kröfugerð sem byggi á fyrirliggjandi matsgerð dómkvaddra manna né öðrum haldbærum sönnunargögnum.83. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða að hafna beri frávísunarkröfu stefnda.Niðurstaða um fyrningu, tómlæti, hefð og grandsemi84. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða að kröfur sem dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds kann að hafa átt á hendur stefnda vegna eignarnáms á spildum úr landi Vatnsenda á árunum 1992, 1998 og 2000 séu fyrndar og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna af þeim en að ófyrnd sé krafa sem dánarbúið kynni að eiga vegna eignarnámsins 2007.85. Einnig er með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest sú niðurstaða að áfrýjendur hafi ekki sýnt af sér tómlæti við að halda fram rétti dánarbúsins til hugsanlegra bóta vegna eignarnámsins 2007.86. Þá er með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest sú niðurstaða að stefndi geti ekki borið fyrir sig að ábúandi Vatnsenda hafi öðlast beinan eignarrétt að jörðinni á grundvelli hefðar enda hefur þegar verið skorið úr því með dómi Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyri dánarbúinu.87. Loks er með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest sú niðurstaða að stefndi hafi við eignarnámið 2007 mátt vita um hugsanlegan rétt dánarbúsins til eignarnámsbótanna og geti því ekki byggt kröfu um sýknu á 33. gr. þinglýsingalaga.Niðurstaða um inntak beinna og óbeinna eignarréttinda yfir Vatnsenda88. Að framangreindri niðurstöðu fenginni kemur næst til úrlausnar sú málsástæða stefnda að sýkna beri hann af dómkröfu áfrýjenda þar sem dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni við eignarnámið 2007. Eins og áður greinir er þessi málsástæða á því reist að beinn eignarréttur dánarbúsins yfir Vatnsenda sé einvörðungu formlegs eðlis og hafi ekki í sér fólgið neitt fjárgildi. Skorti því á það frumskilyrði fyrir greiðslu eignarnámsbóta að dánarbúið hafi beðið fjártjón við eignarnámið.89. Niðurstaða um framangreint ræðst af efnislegu inntaki beinna og óbeinna eignarréttinda yfir Vatnsenda svo sem þau voru mörkuð með erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds 1938. Við úrlausn þess hvaða eignarréttarlegu heimildir fylgja beinu eignarréttindunum yfir jörðinni andspænis þeim óbeinu ráða, auk fyrirmæla erfðaskrárinnar, öðru fremur grundvallarreglur íslenskrar réttarskipunar um form og inntak eignarréttinda svo sem þær hafa þróast í tímans rás. Þá er og til þess að líta að Hæstiréttur hefur í fjölmörgum dómum sínum allt frá árinu 1968, sem gerð er grein fyrir hér að framan, þegar tekið afstöðu til ýmissa atriða sem þýðingu hafa við úrlausn máls þessa og ekki verður hróflað við, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991.90. Í norrænum rétti og þar með töldum íslenskum hefur hugtakið eign verið skilgreint á þann veg að um sé að ræða hvers konar fjárhagsleg gæði sem njóta verndar réttarreglna og tilheyra ákveðnum aðila með þeim hætti að eðlilegt sé að telja þau eign hans. Gildir þá einu hvort þessi gæði hvíla á einkaréttarlegum grunni eða ákvæðum laga. Að sama skapi hefur hugtakið eignarréttur verið skilgreint sem hinn almenni og víðtæki réttur eiganda til ráðstöfunar og umráða yfir því verðmæti sem telst eign hans.91. Það er almennt einkenni eignarréttinda að þau hafa í sér fólgið fjárgildi og verða samkvæmt því metin til fjár á peningalegan mælikvarða. Þá er það og annað megineinkenni eignarréttinda að þau eru færanleg frá einum aðila til annars en í því felst að aðilaskipti geta orðið að þeim. Um eignarréttindi getur eigi að síður verið að ræða þótt þessi einkenni séu ekki til staðar, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar Danmerkur í málum þeim sem varða afhendingu íslensku handritanna og bótaskyldu af því tilefni og birtir eru í UfR 1967.22 og UfR 1971.299, og til athugunar dóma Hæstaréttar 21. febrúar 2008 í málum nr. 644/2006 og 645/2006.92. Lengi vel var hugtakið eignarréttur skilgreint í íslenskum rétti með jákvæðum hætti, það er með upptalningu þeirra heimilda sem í eignarrétti voru taldar felast. Í seinni tíð hefur áherslan í löggjöf, dómaframkvæmd og fræðikenningum fremur verið lögð á neikvæða skilgreiningu hugtaksins. Samkvæmt henni er eignarréttur skilgreindur sem réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstafana yfir verðmæti sem telst eign hans að svo miklu leyti sem því eru ekki settar sérstakar skorður í lögum eða vegna réttinda sem stofnað hefur verið til yfir eigninni með samningum, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 121/2016. Þar segir að í beinum eignarrétti felist „almenn heimild þess, er slíks réttar nýtur, til að hagnýta eignina og ráðstafa henni með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum og óbeinum eignarréttindum annarra.“93. Þótt neikvæð skilgreining eignarréttarhugtaksins sé samkvæmt framansögðu almennt lögð til grundvallar hér á landi er eigi að síður samstaða um hverjar séu mikilvægustu heimildirnar sem eignarrétti fylgja. Þær felast í umráða-, hagnýtingar-, ráðstöfunar-, skuldsetningar-, arfleiðslu- og verndarrétti eigandans.94. Eignarráð yfir tilteknu verðmæti skiptast oft á hendur fleiri aðila með þeim hætti að hver hefur yfir að ráða ákveðinni tegund eignarheimilda. Yfirleitt er þá um tvo aðila að ræða, annars vegar eiganda verðmætis sem handhafa beins eignarréttar og hins vegar rétthafa sem handhafa takmarkaðra heimilda yfir eigninni. Eru þær heimildir ýmist nefndar óbein eða takmörkuð eignarréttindi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 121/2016 en þar segir að í „lögum er handhafi beins eignarréttar oft sagður eigandi að eign, en handhafi óbeinna eignarréttinda nefndur rétthafi, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms“. Stundum er komist svo að orði að aðeins einn sé eigandi eignar nema um sameign sé að ræða en aðrir geti átt nánar tiltekin réttindi yfir eigninni og beri að skoða þá sem rétthafa. Sjá til dæmis 1. mgr. 40. gr. vegalaga nr. 80/2007 þar sem ræðir um landeiganda annars vegar og ábúanda og aðra rétthafa hins vegar.95. Handhafi beins eignarréttar nýtur almennt allra þeirra eignarréttarlegu heimilda yfir eign sem lög og samningar ekki takmarka. Það er á hinn bóginn almennt einkenni óbeinna eignarréttinda að þau veita einvörðungu afmarkaðar heimildir sem skilgreindar eru með jákvæðum hætti. Óbein eignarréttindi fela því að jafnaði í sér hlutdeild rétthafans í víðtækari heimildum eigandans og nýtur rétthafinn þá heimilda sinna fyrir milligöngu og í skjóli eigandans. Þá er það og almennt einkenni á innbyrðis sambandi beinna og óbeinna eignarréttinda að eftir því sem þau síðarnefndu þrengjast eða falla niður þá rýmkast að sama skapi heimildir þess sem fer með beina eignarréttinn.96. Þar sem til óbeinna eignarréttinda er að jafnaði stofnað í skjóli beinna er það almennt svo að óbeinu réttindin eru efnisminni en þau beinu. Þó getur í vissum tilvikum verið örðugt að draga á þeim grundvelli skýr mörk á milli beinna og óbeinna eignarréttinda vegna þess hve ríkra heimilda handhafar óbeinna eignarréttinda geta notið andspænis þeim beinu, sbr. dóma Hæstaréttar 5. mars 2009 í máli nr. 426/2008, 20. febrúar 2014 í máli nr. 99/2014 og 30. apríl 2014 í máli nr. 227/2014. Þá eru þess dæmi að handhafar óbeinna eignarréttinda njóti svo víðtækra heimilda yfir eign að beini eignarrétturinn verði í reynd í aukahlutverki, sbr. umfjöllun í dómi Hæstaréttar 12. júní 2019 í máli nr. 8/2019. Eins kann innbyrðis sambandi beinna og óbeinna eignarréttinda yfir tilteknu verðmæti að vera svo háttað að jafnvel þótt óbeinu eignarréttindin falli niður eða þrengist þá rýmkist ekki að sama skapi réttindi handhafa beina eignarréttarins heldur falli þau óbeinu í hlut annars aðila, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 751/2014.97. Í ráðstöfunarrétti eiganda felst heimild hans til þess að ráðstafa eign með löggerningi. Í skjóli þess réttar getur eigandinn ákveðið að framselja réttindi yfir eigninni í heild með sölu eða ráðstafa þeim að hluta með stofnun takmarkaðra eignarréttinda. Með sama hætti getur eigandinn í skjóli arfleiðsluréttar innan marka erfðalaga ráðstafað eign með erfðagerningi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 751/2014 en þar segir að erfðir séu að lögum „meðal þeirra atvika, sem leitt geti til þess að beinn eignarréttur færist milli manna, og er það jafnframt eitt helsta einkenni þeirra“.98. Þegar eigandi verðmætis ráðstafar því til annars hvort sem það gerist með yfirfærslugerningi í lifanda lífi eða erfðagerningi getur eigandinn svo gilt sé að lögum bundið yfirfærsluna ýmsum skilyrðum. Þau geta lotið að takmörkunum á ráðstöfunarrétti framsalshafans og fullnusturétti skuldheimtumanna, sbr. dóma Hæstaréttar 3. júní 1986 í málum nr. 79/1983 og 80/1983 sem birtir eru í dómasafni réttarins 1986 á bls. 958 og 962. Einnig geta skilyrðin lotið að fyrirkomulagi eignarhalds yfir verðmætinu. Að gættum lög- og samningsbundnum takmörkunum á heimild til ráðstöfunar stendur hvorki rökbundin nauðsyn til þess að það form eignarhalds sem valið er falli að hefðbundnum eignarformum né að til sé að dreifa settum lagareglum um það. Sjá til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. maí 2020 í máli nr. 8/2020.99. Með erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds 1938 voru eins og segir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 740/2013 lagðar margvíslegar kvaðir á arfinn sem hún færði Sigurði Kristjáni Lárussyni Hjaltested. Í meginatriðum fólust þær í banni við ráðstöfun Vatnsenda í lifanda lífi erfingjans og takmörkunum á heimild hans til að veðsetja jörðina, svo og skyldu hans til að hafa búsetu á henni og reka þar búskap. Þó mátti hann leigja út hluta landsins og hafa af því arð, jafnframt því sem hann skyldi eiga tilkall til bóta fyrir landspjöll. Auk þessa var arfurinn bundinn þeirri kvöð að erfinginn mætti ekki ráðstafa jörðinni að sér látnum með erfðagerningi. Þessar kvaðir áttu ekki einungis að gilda gagnvart Sigurði Kristjáni einum því að fyrirmæli voru um það hvert réttindi yfir jörðinni ættu að renna eftir hans dag og að kvaðir ættu að gilda gagnvart þeim sem í hans stað kæmu.00. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 751/2014 er tekið fram að af dómi réttarins 5. apríl 1968 í máli nr. 110/1967 leiði að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds ráði því svo langt sem hún nái hvernig farið verði með réttindi yfir Vatnsenda við skipti á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Í dóminum frá 1968 hafi verið leyst úr því að erfðaskráin 1938 sé gild, hún geti að lögum gilt við skipti eftir þann sem hlotið hafi arf eða önnur réttindi samkvæmt henni, engu breyti í því sambandi þótt sá láti eftir sig skylduerfingja og kvaðir á réttindum sem erfðaskráin tekur til hafi ekki fallið niður á grundvelli 3. mgr. 50. gr., sbr. 52. gr. erfðalaga nr. 8/1962 við andlát Sigurðar Kristjáns. Sama afstaða til gildis erfðaskrárinnar kemur einnig fram í dómi Hæstaréttar í máli nr. 560/2007.01. Af erfðaskránni 1938 verður skýrlega ráðið, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 751/2014, að vilji arfleifanda hafi staðið til þess að jörðin Vatnsendi yrði til afnota um ókominn tíma einum manni í senn af ætt arfleifanda fyrir búskap, sá maður hefði að öðru leyti arð af henni innan þeirra marka sem kvaðir samkvæmt erfðaskránni gæfu svigrúm til og að þessi réttindi færðust síðan mann fram af manni eftir reglum erfðaskrárinnar. Af þessum arfleiðsluvilja leiddi ekki óhjákvæmilega eins og segir í síðastgreindum dómi að beinn eignarréttur að jörðinni þyrfti á hverjum tíma að fara saman við handhöfn þessara réttinda.02. Fram kemur í dóminum í máli nr. 751/2014 að Magnús Einarsson Hjaltested hafi ekki látið „eftir sig skylduerfingja og verður ekki séð að nokkuð annað hafi verið því í vegi að hann ráðstafaði eignum sínum á þennan hátt til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested“.03. Í erfðaskránni 1938 var ekki aðeins kveðið á um hvernig fara ætti með réttindi yfir Vatnsenda að rétthafa látnum. Þar var einnig mælt fyrir um að rétthafi gæti af tilteknum ástæðum glatað þessum réttindum í lifanda lifi með þeim afleiðingum að þau myndu þá ganga til næsta manns í karllegg í erfðaröðinni á sama hátt og væri rétthafinn látinn. Segir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 751/2014 að gæta verði að því „að fyrirmæli erfðaskrárinnar um þennan réttindamissi skiptu verulega miklu við að tryggja að rétthafi á hverjum tíma virti kvaðir samkvæmt henni [...] Það er ekki aðeins meginregla í íslenskum erfðarétti að skýra verði erfðaskrá með tilliti til vilja arfleifanda [...] heldur einnig [...] þannig að hún geti haldið gildi sínu og verði framkvæmd eins og frekast er unnt. Eins og erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var úr garði gerð verða þessar meginreglur að leiða til þeirrar niðurstöðu að hún verði skýrð þannig að réttindi, sem hún veiti rétthöfum að Sigurði Kristjáni Lárussyni Hjaltested liðnum, séu bundin við þau, sem þar er berum orðum mælt fyrir um, og þau nái þar með ekki til beinna eignarréttinda yfir jörðinni Vatnsenda.“04. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 er því slegið föstu að beinn eignarréttur yfir jörðinni Vatnsenda hafi í kjölfar andláts Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds á árinu 1940 færst til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds á grundvelli erfðaskrár Magnúsar frá 1938 og sé nú á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns. Jafnframt hefur Hæstiréttur lagt til grundvallar, sbr. dóm í máli nr. 751/2014, að ákvæði laga nr. 20/1991 standi því í vegi að dánarbúið geti átt sér tilvist um ókominn tíma í því skyni að hafa á hendi bein eignarréttindi yfir jörðinni Vatnsenda. Þá hefur Hæstiréttur lagt til grundvallar að réttindi ábúenda jarðarinnar Vatnsenda beri að skilgreina sem óbein eignarréttindi, sbr. dóma réttarins í málum nr. 740/2013 og nr. 121/2016. Því til viðbótar segir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 167/2015 að úr því hafi verið leyst með dómi réttarins í máli nr. 751/2014 að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda „gangi ekki að erfðum við skipti á dánarbúi Sigurðar [Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds] eftir fyrirmælum erfðaskrár [...] frá 4. janúar 1938, heldur eftir lögerfðareglum. Af dómum réttarins 5. apríl 1968 og 30. maí 1969 leiðir á hinn bóginn að um „umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda“, sem svo voru nefnd, fari að Sigurði látnum eftir ákvæðum erfðaskrárinnar“.05. Ef litið er til inntaks þeirra eignarréttarlegu heimilda sem miðað er við í jákvæðri skilgreiningu eignarréttarhugtaksins og þær bornar saman við fyrirkomulagið samkvæmt erfðaskránni 1938 kemur í ljós að handhafi beina eignarréttarins er í reynd sviptur öllum þeim heimildum sem almennt felast í eignarrétti. Í fyrsta lagi er umráða- og hagnýtingarréttur yfir Vatnsenda samkvæmt erfðaskránni í höndum ábúanda jarðarinnar á hverjum tíma og fer ekki saman við handhöfn beina eignarréttarins. Til samræmis við það varð umráða- og hagnýtingarréttur Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltesteds yfir jörðinni ekki virkur fyrr en við andlát Lárusar föður hans sem fyrstur naut þessara sérstöku réttinda að Magnúsi Einarssyni Hjaltested látnum.06. Í öðru lagi er rétturinn til að ráðstafa Vatnsenda með löggerningi ekki í höndum þess sem fer með beina eignarréttinn yfir jörðinni heldur er sú eignarréttarlega heimild í höndum ábúenda jarðarinnar hverju sinni en sætir verulegum takmörkunum eins og áður er rakið. Í því sambandi er til þess að líta að við eignarnám það af hálfu Reykjavíkurbæjar á spildu úr landi Vatnsenda sem fram fór á grundvelli laga nr. 57/1942 var það ábúandi jarðarinnar, Lárus Hjaltested, sem árið 1951 afsalaði spildunni til eignarnema en ekki handhafi beina eignarréttarins, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested. Sama á við um afsal það sem út var gefið 1947 vegna eignarnáms Landsíma Íslands á spildu úr landi Vatnsenda.07. Í þriðja lagi er rétturinn til að skuldsetja jörðina ekki í höndum handhafa beina eignarréttarins að Vatnsenda heldur ábúanda jarðarinnar á hverjum tíma og sætir eins og áður er rakið verulegum takmörkunum varðandi eðli skulda og fjárhæðir þeirra.08. Í fjórða lagi mælir erfðaskráin 1938 svo fyrir að allar bætur fyrir landspjöll sem þegar eru orðin eða kunna að verða á jörðinni Vatnsenda skuli renna til ábúenda og hafi þeir rétt til að krefja og semja um með lögsókn ef með þurfi „sem tilheirandi jörðinni“. Með þessu var rétturinn til að leita til handhafa opinbers valds til verndar eigninni hvort heldur var vegna eiginlegra landspjalla eða eignarnáms færður í hendur ábúenda, sbr. og dóm Hæstaréttar 8. mars 2001 í máli nr. 58/2000.09. Í fimmta lagi er arfleiðslurétti að óbeinum eignarréttindum yfir jörðinni Vatnsenda þannig fyrir komið samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds að hann er hvorki í höndum handhafa beina eignarréttarins né handhafa óbeinu eignarréttindanna, heldur ræðst hann af fyrirmælum erfðaskrárinnar sjálfrar.10. Hvað varðar inntak beins eignarréttar yfir Vatnsenda í ljósi neikvæðrar skilgreiningar eignarréttarhugtaksins er til þess að líta að þó svo að réttur handhafa óbeinu eignarréttindanna yfir jörðinni falli niður eða þrengist leiðir það ekki til þess að réttur handhafa beina eignarréttarins yfir jörðinni rýmkist að sama skapi. Að þessu er sérstaklega vikið í dómi Hæstaréttar í máli nr. 751/2014. Þar er rakið að samkvæmt dómi réttarins 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 hafi dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested afhent Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested umráð og afnot Vatnsenda og hafi þessi réttindi upp frá því ekki verið á hendi dánarbúsins. Í framhaldinu segir í máli nr. 751/2014 að því verði „hvergi fundinn staður í [erfðaskránni] að útlagning þessara réttinda geti af nokkurri ástæðu gengið til baka og þau runnið aftur til dánarbúsins, hvort sem er vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested á árinu 1999 eða þess að Magnús eða [...] Þorsteinn [Hjaltested] á eftir honum hafi brotið gegn skilmálum erfðaskrárinnar þannig að varði missi réttinda samkvæmt ákvæðum hennar, en af erfðaskránni leiðir að síðastnefnd atvik gætu valdið því að réttindin gengju áfram til næsta rétthafa.“11. Þegar allt það er virt sem að framan er rakið verður að leggja til grundvallar að sá beini eignarréttur yfir jörðinni Vatnsenda sem Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested hlaut með erfðaskránni 1938 hafi verið formlegs eðlis, án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem síðar færðist til dánarbús Sigurðar Kristjáns verður því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða. Er í þessu ljósi fallist á með Landsrétti að tekjuöflunarvirði handhafa beina eignarréttarins að Vatnsenda sé ekkert og að sú forsenda dómkvaddra matsmanna að eigendur beina eignarréttarins kunni í framtíðinni að eiga einhvern framsalsrétt sem hafi falið í sér sérstakt virði við eignarnámið 2007 sé ekki í samræmi við vilja arfleifandans eins og hann birtist í erfðaskránni. Þá er þessi forsenda matsmanna eins og greinir í dómi Landsréttar heldur ekki í samræmi við þá meginreglu sem gildir við eignarnám að eignarnámsbætur skuli gera eignarnámsþola eins settan og hann var fyrir eignarnám.12. Samkvæmt öllu framansögðu verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að áfrýjendur hafi ekki orðið fyrir fjártjóni vegna eignarnámsins 23. janúar 2007. Verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum áfrýjenda í málinu.13. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað dánarbús Þorsteins Hjaltesteds í héraði og fyrir Landsrétti er ekki til endurskoðunar hér fyrir dómi.14. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að málsaðilar skuli sjálfir bera kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Með sömu rökum þykir rétt að aðilarnir beri sjálfir kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Um gjafsóknarkostnað áfrýjenda fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um sýknu stefnda, Kópavogsbæjar, af dómkröfum áfrýjenda, dánarbús Finnborgar Bettýjar Gísladóttur, þrotabús Hansínu Sesselju Gísladóttur, Elísu Finnsdóttur, Gísla Finnssonar, Guðmundar Gíslasonar, Margrétar Margrétardóttur, Karls Lárusar Hjaltesteds, Sigurðar Kristjáns Hjaltesteds, Markúsar Ívars Hjaltesteds og Sigríðar Hjaltesteds.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað milli áfrýjenda og stefnda í héraði og fyrir Landsrétti og ákvæði dómsins um gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð.Málskostnaður milli áfrýjenda og stefnda fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Elísu Finnsdóttur fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Sigurðar Jónssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Gísla Finnssonar fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Sigurðar Jónssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Guðmundar Gíslasonar fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðjóns Ólafs Jónssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Margrétar Margrétardóttur fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Guðjóns Ólafs Jónssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Markúsar Ívars Hjaltested fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Valgeirs Kristinssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans Sigríðar Hjaltested fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Valgeirs Kristinssonar lögmanns, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.https://landsrettur.is/search?Text=&CaseNumber=36%2F2021&LawCitations=&Parties=&FromDate=&ToDate= |
Mál nr. 47/2022 | Skaðabætur Viðurkenningarkrafa Kröfuréttur Verksamningur Lagaskil Fyrningarfrestur Málflutningsyfirlýsing | Í málinu krafðist Í hf. viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta úr hendi H ohf. og S ehf. á þeim grundvelli að þeir síðarnefndu hefðu ekki gætt að því við framsal á byggingarreitum á lóðinni að Austurbakka 2 í Reykjavík í apríl og ágúst 2013 að kaupendur þeirra skuldbyndu sig beint gagnvart Í hf. til að virða rétt hans til verktöku samkvæmt rammasamningi 9. mars 2006. Hafi þetta leitt til þess að réttur Í hf. til verktöku var ekki virtur við byggingu bílastæðakjallarans. Dómurinn vísaði til þess að samkvæmt dómi Hæstaréttar 30. október 2019 í máli nr. 18/2019 fælust í rétti Í hf. til verktöku, samkvæmt rammasamningnum, kröfuréttindi í gagnkvæmu skuldarsambandi. Þá var talið að S ehf. hefði í því dómsmáli sem lauk með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar viðurkennt að hafa tekist á herðar skuldbindingu gagnvart Í hf. til að virða rétt hans til verktökunnar og að sú viðurkenning byndi hann einnig í þessu máli, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hæstiréttur taldi að um fyrningu kröfunnar færi eftir lögum nr. 150/2007 en ekki eldri lögum um sama efni. Þegar málið var höfðað hefði fjögurra ára fyrningarfrestur verið liðinn. Hins vegar var talið að fyrningu hefði verið slitið þegar Í hf. stefndi H ohf. og S ehf. til réttargæslu í áðurnefndu máli nr. 18/2019. Krafa Í hf. á hendur H ohf. og S ehf. var því ófyrnd þegar málið var höfðað. Var hinn áfrýjaði dómur um viðurkenningu á skaðabótaskyldu H ohf. og S ehf. því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 19. og 22. september 2022. Þeir krefjast sýknu af dómkröfu stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ágreiningsefni4. Í málinu leitar stefndi eftir viðurkenningu á rétti sínum til skaðabóta úr hendi áfrýjenda þar sem réttur hans til verktöku eftir rammasamningi 9. mars 2006 hafi ekki verið virtur við byggingu bílastæðakjallara á byggingarreitum nr. 1 og 2 að Austurbakka 2 í Reykjavík. Á þeirri lóð stendur Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús. Krafan er reist á því að við sölu byggingarreitanna 24. apríl og 22. ágúst 2013 hefðu áfrýjendur ekki gætt að því að kaupendur þeirra yrðu með samþykki stefnda settir í sinn stað sem skuldarar þannig að nýir skuldarar yrðu beint skuldbundnir gagnvart stefnda. Réttur stefnda til verktökunnar hafi síðan ekki verið virtur þegar bílastæðakjallarinn var byggður. Áfrýjendur telja sig ekki bera bótaábyrgð á tjóni stefnda af þessum sökum. Verði slík ábyrgð allt að einu talin vera fyrir hendi byggja áfrýjendur á því að bótakröfur á hendur þeim hafi fallið niður fyrir fyrningu.5. Sömu lögskipti voru til úrlausnar í dómi Hæstaréttar 30. október 2019 í máli nr. 18/2019. Í því máli sem einnig var höfðað af stefnda var Reykjavík Development ehf. stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu en áfrýjendum þessa máls ásamt þriðja aðila stefnt til réttargæslu. Reykjavík Development ehf. var sýknað í því máli en síðan stefnt til réttargæslu við höfðun þessa máls í héraði og fyrir Landsrétti.6. Með héraðsdómi þessa máls 4. mars 2021 voru áfrýjendur sýknaðir af kröfu stefnda. Aftur á móti var krafan tekin til greina með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 3. júní 2022.7. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 19. september 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-92, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um fyrningu skaðabótakrafna innan samninga og um lagaskil yngri og eldri laga um fyrningu kröfuréttinda.Málsatvik8. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Einnig eru þau rakin í dómi Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 18/2019. Hér á eftir verður gerð grein fyrir atvikum málsins að því marki sem nauðsynlegt er fyrir úrlausn þess.9. Í apríl 2003 stofnuðu íslenska ríkið og Reykjavíkurborg félagið Austurhöfn-TR ehf. til að vinna að undirbúningi byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss á austurbakka Reykjavíkurhafnar en það hlaut síðar nafnið Harpa. Útboð vegna byggingar hússins og fleiri mannvirkja á lóðinni Austurbakka 2, sem kallað var Austurhafnarverkefnið, fór fram með svokallaðri einkaframkvæmd. Í því fólst að sá sem yrði fyrir valinu myndi annast hönnun, byggingu og fjármögnun ásamt því að eiga húsnæðið og annast rekstur í því. Stefndi, Nýsir hf. og Landsafl hf. tóku á grundvelli samstarfssamnings 9. júní 2004 þátt í útboðinu undir heitinu Portus-hópurinn og varð hann hlutskarpastur.0. Á þeim tíma sem samningaviðræður fóru fram á milli Portus-hópsins og Austurhafnar-TR ehf. ákváðu þeir sem stóðu að fyrrnefnda hópnum að stefndi yrði ekki einn af eigendum við framkvæmdina þar sem ætlunin var að hann yrði verktaki við uppbygginguna. Af þeirri ástæðu gerðu félögin sem stóðu að Portus-hópnum með sér fyrrgreindan rammasamning 9. mars 2006 og kom hann í stað samstarfssamningsins 9. júní 2004.1. Með nefndum rammasamningi var ákveðið að stefndi drægi sig út úr Portus-hópnum og að Austurhafnarverkefnið færi fram á vegum Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. sem Nýsir hf. og Landsafl hf. höfðu þá nýlega stofnað. Samningurinn var einnig undirritaður af hálfu Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. Það félag samdi sama dag og rammasamningurinn var gerður við Austurhöfn-TR ehf. um verkefnið. Í rammasamningnum kom fram að Nýsir hf. og Landsafl hf. hefðu jafnframt stofnað önnur félög tengd verkefninu, en þeirra á meðal var áfrýjandinn Situs ehf. sem stofnað var 3. mars 2006 vegna uppbyggingar bílastæðahúss og Totus ehf. sem tengt var byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins. Með rammasamningnum seldi stefndi hlut sinn í verkefninu fyrir tiltekið endurgjald en samhliða var ákveðið að hann sem verktaki myndi byggja eða hafa umsjón með byggingu þeirra mannvirkja sem samningurinn tæki til, þar á meðal bílastæðakjallara. Fram kom að gagnaðili stefnda við þá verktöku yrði Eignarhaldsfélagið Portus ehf. en verkefnið skyldi fara fram á vegum þess eins og áður greinir.2. Í rammasamningnum var lýst formi verktöku stefnda en þar á meðal var svokölluð stýriverktaka sem mál þetta lýtur að. Í henni fólst að Eignarhaldsfélagið Portus ehf. stýrði hönnun verksins en stefndi framkvæmdi það samkvæmt fyrirmælum verkkaupa. Þóknun næmi þá byggingarkostnaði að meðtöldum kostnaði við aðstöðu og stjórnun að viðbættri 11% álagningu. Í samningnum voru nánari ákvæði um byggingu bílastæðakjallara sem ætti að vera sameiginlegur fyrir alla hluta Austurhafnarverkefnisins. Auk þess var tekið fram að gerður yrði sérstakur samningur um byggingu bílastæðakjallarans.3. Framkvæmdir við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss hófust vorið 2006 og steypuframkvæmdir í upphafi árs 2007.4. Við efnahagshrunið haustið 2008 komust Eignarhaldsfélagið Portus ehf. og tengd félög ásamt eigendum þeirra í mikla fjárhagsörðugleika sem leiddu til þess að verkið stöðvaðist í lok þess árs. Til að halda verkefninu áfram var ákveðið að Austurhöfn-TR ehf., sem var eins og fyrr segir í eigu ríkis og borgar, tæki það yfir í heild sinni og upphaflegir eigendur þess gæfu það eftir. Þetta var gert með því að Austurhöfn-TR ehf. yfirtók Eignarhaldsfélagið Portus ehf. og áfrýjandann Situs ehf. ásamt dótturfélögum, þar á meðal Totus ehf.5. Vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust á þessum tíma ákvað stefndi að skipta rekstri sínum milli tveggja félaga, annars vegar stefnda sem fór áfram með verktakastarfsemi, og hins vegar systurfélags stefnda, Ármannsfells ehf., sem halda skyldi utan um eignir. Til þess félags var því fært eignarhald á lóðum og framkvæmdir sem stefndi hafði staðið fyrir á eigin vegum.6. Vegna uppgjörs á virðisaukaskatti var af hálfu Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og áfrýjandans Situsar ehf. ritað undir yfirlýsingu 9. október 2008 vegna byggingar bílastæðahúss að Austurbakka 2. Þar sagði að þann dag hefði áfrýjandinn Situs ehf. yfirtekið allar framkvæmdir og fyrirliggjandi undirbúningsgögn vegna fasteignarinnar Austurbakka 2, matshluta 2. Einnig var tekið fram að fasteignin hefði verið afhent áfrýjandanum Situsi ehf. til umráða 1. júlí 2008.7. Með svonefndu skilmálablaði 31. mars 2009 milli stefnda, Ármannsfells ehf. og Landsbanka Íslands hf., um réttindi tengd rammasamningnum 9. mars 2006 féll stefndi frá öllum réttindum á hendur Landsafli hf. og Nýsi hf. Í endurgjald fyrir réttindi sín samkvæmt samningnum fékk stefndi fyrir systurfélag sitt, Ármannsfell ehf., forkaupsrétt að tiltekinni fasteign og kauprétt á byggingarreit nr. 2 á lóðinni Austurbakka 2. Tekið var fram í skilmálablaðinu að Ármannsfell ehf. gerði ekki athugasemd við að Landsbanki Íslands hf. framseldi rétt sinn til byggingarreits nr. 2 til Austurhafnar-TR ehf., að því gefnu að kauprétturinn héldist. Sama dag og skilmálablaðið var gert, 31. mars 2009, gerðu stefndi og Austurhöfn-TR ehf. með sér samkomulag vegna yfirtöku Austurhafnar-TR ehf. á Eignarhaldsfélaginu Portusi ehf. og áfrýjandanum Situsi ehf. ásamt dótturfélögum vegna Austurhafnarverkefnisins. Samkomulaginu var ætlað að vera grundvöllur viðaukasamnings við verksamning milli stefnda og Totusar ehf. vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins og verksamnings stefnda við áfrýjandann Situs ehf. um bílastæði og fleira. Samkomulagið varð að viðauka 7 við verksamning milli stefnda og Totusar ehf.8. Í grein 22 í umræddu samkomulagi 31. mars 2009 lýsti stefndi því yfir að kröfur sem hann kynni að eiga á grundvelli rammasamningsins 9. mars 2006 beindust ekki að neinu leyti að Austurhöfn-TR ehf. eða Eignarhaldsfélaginu Portusi ehf. eða áfrýjandanum Situsi ehf. eftir að fyrstnefnda félagið hefði eignast hlutafé síðargreindu félaganna og lóðarréttindi að hluta eða öllu leyti. Í framhaldi af því sagði svo:Sú undantekning er á þessu ákvæði að ÍAV [stefndi] hefur þann sama rétt á verktöku, stýriverktöku eða marksamningi á byggingu bílakjallara á þeim byggingarreitum sem Portus/Situs eða Austurhöfn hafa yfirráð yfir eða veita öðrum yfirráð yfir, og um var samið í nefndum rammasamningi.9. Með samningi 12. janúar 2010 keypti áfrýjandinn Situs ehf. byggingarreiti nr. 1 og 2 af Landsbankanum fasteignafélagi ehf. og Landsbanka Íslands ehf. Í samningnum kom fram að kaupandi myndi efna skuldbindingu samkvæmt fyrrgreindu skilmálablaði 31. mars 2009 um kauprétt Ármannsfells ehf. að byggingarreit nr. 2. Afsal fyrir reitunum til áfrýjandans Situsar ehf. var síðan gefið út 12. febrúar sama ár.20. Með samningi 19. janúar 2010 var breytt fyrrgreindum samningi 9. mars 2006 milli Austurhafnar-TR ehf. og eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. um Austurhafnarverkefnið. Að samningnum voru þá komnir fleiri aðilar en meðal þeirra var áfrýjandinn Situs ehf. Í þessum samningi kom fram að Reykjavíkurborg hefði selt byggingarrétt á byggingarreitum nr. 1 og 2 til Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. sem í kjölfarið hefði selt réttinn til Landsbanka Íslands hf. Í tengslum við yfirtöku Austurhafnar-TR ehf. hefði hins vegar orðið að samkomulagi að áfrýjandinn Situs ehf. skyldi eignast byggingarreitina. Þáttur í því samkomulagi hefði verið að Ármannsfell ehf. ætti kauprétt að byggingarreit nr. 2. Eins og fram er komið hafði Landsbanki Íslands hf. þegar ráðstafað byggingarreitunum til áfrýjandans Situsar ehf. skömmu áður en þessi samningur var gerður.21. Áfrýjandinn Situs ehf. og Ármannsfell ehf. gerðu með sér samning 16. mars 2010 um kauprétt síðarnefnda félagsins á byggingarreit nr. 2 á lóðinni Austurbakka 2. Tók sú ráðstöfun mið af skuldbindingu þess efnis í skilmálablaðinu 31. mars 2009 og fyrrgreindum kaupsamningi um byggingarreitina 12. janúar 2010. Þegar samningurinn var gerður mun Ármannsfell ehf. hafa verið undir stjórn og í eigu Arion banka hf.22. Stefndi og Totus ehf. gerðu 30. desember 2010 með sér viðaukasamning nr. 31 við verksamning um byggingu Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, en hann var bundinn fyrirvara um samþykki stjórnar Austurhafnar-TR ehf. Í samningnum var vísað til samkomulagsins 31. mars 2009, fyrrnefnds viðauka 7 og eftirfarandi tekið fram:Í VIÐAUKA 7 lýsir verktaki því yfir að kröfur sem fyrirtækið kann að eiga á grundvelli rammasamnings frá 9. mars 2006 [...] við fyrri eigendur Portusar beinist ekki að neinu leyti að Austurhöfn-TR, né heldur Portusi eða Situsi. Sú undantekning er á þessu ákvæði að verktaki hefur þann sama rétt á verktöku, stýriverktöku, partneringssamningi eða marksamningi á byggingu bílahúss á þeim byggingarreitum sem Portus/Situs eða Austurhöfn hafa yfirráð yfir eða veita öðrum yfirráð yfir eða framselja, og um var samið í nefndum rammasamningi.23. Eins og áður greinir komst Ármannsfell ehf. í eigu Arion banka hf. og mun það hafa gerst á árinu 2009. Ármannsfell ehf. var 1. maí 2011 sameinað dótturfélagi bankans undir heiti sínu en því var síðan breytt í Landey ehf. Dótturfélag þess félags var Landbakki ehf.24. Með samningi 24. apríl 2013 seldi áfrýjandinn Situs ehf. byggingarreit nr. 2 á lóðinni Austurbakka 2 til Landbakka ehf. Tekið var fram að með kaupunum væri nýttur kaupréttur sem Ármannsfell ehf. ætti á grundvelli fyrrnefnds samnings 16. mars 2010 við áfrýjandann Situs ehf. Jafnframt var þess getið að Ármannsfell ehf. hefði sameinast móðurfélagi kaupandans. Þá kom fram að meðal þeirra gagna sem legið hefðu frammi við samningsgerðina væri fyrrnefndur viðaukasamningur nr. 31 frá 30. desember 2010 við verksamning um byggingu Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Afsal til Landbakka ehf. vegna kaupanna var gefið út 15. júlí 2014.25. Áfrýjandinn Situs ehf. seldi 22. ágúst 2013 Stólpa III ehf. byggingarreit nr. 1 á lóðinni Austurbakka 2. Í samningnum kom fram að við samningsgerðina hefði legið frammi og kaupandi kynnt sér samantekt ákvæða samninga er vörðuðu rétt stefnda „til verktöku og annars vegna byggingar bílakjallara“. Einnig var í samningnum tekið fram að kaupandi skuldbyndi sig til yfirtöku á þeim ákvæðum samninga við stefnda sem mæltu fyrir um rétt hans „til verktöku, stýriverktöku, partneringssamningi eða marksamningi á byggingu bílastæðakjallara á lóðinni.“ Afsal til Stólpa III ehf. vegna kaupanna var gefið út 20. febrúar 2014.26. Með kaupsamningi 15. apríl 2014 og afsali 18. júlí sama ár seldi Stólpi III ehf. byggingarreit nr. 1 á lóðinni Austurbakka 2 til Landstólpa þróunarfélags ehf. Það félag fékk síðar nafnið Reykjavík Development ehf. og átti sem fyrr segir aðild að máli þessu til réttargæslu í héraði og fyrir Landsrétti. Jafnframt seldi Landbakki ehf. umræddu félagi með kaupsamningi og afsali 18. júlí 2014 byggingarreit nr. 2 á sömu lóð. Í þessum gögnum um sölu á byggingarreitunum var ekki vikið að rétti stefnda til verktöku og fram kom í bréfi 30. apríl 2015 til stefnda að kaupandinn teldi sig ekki skuldbundinn til að ganga til samninga við hann um byggingu bílastæðakjallarans sem í kjölfarið var hafist handa við að reisa á árinu 2015 án aðkomu hans. Af þessu tilefni höfðaði stefndi mál á hendur Reykjavík Development ehf. sem lauk með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 18/2019. Með dóminum var félagið sýknað af kröfu stefnda um viðurkenningu á því að það bæri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna þess að ekki hefði verið virtur réttur hans til verktökunnar. 27. Um þá fasteign sem málið lýtur að er þess að geta að með samningi 22. mars 2007 tóku áfrýjandinn Situs ehf., Eignarhaldsfélagið Portus ehf., Totus ehf., Hospes ehf., Landsbanki Íslands hf. og Nýsir hf. á leigu af Reykjavíkurborg lóðina að Austurbakka 2. Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu 11. október 2010 fyrir lóðina skiptist hún í tvo matshluta og stendur tónlistar- og ráðstefnuhúsið á matshluta 1 en matshluti 2 skiptist í tíu byggingarreiti, þar með talinn byggingarreit vegna bílageymslu fyrir allan matshlutann. Með eignaskiptayfirlýsingu 22. apríl 2016 var matshlutum fjölgað og bílageymsla færð undir matshluta 8 á byggingarreitum nr. 1 og 2 og gerð að sjálfstæðu húsi í skilningi laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Í yfirlýsingunni var tekið fram að eign þessi með fastanúmer 236-0172 væri ný eign sem stofnuð væri úr eignum með fastanúmerum 230-1297 og 230-9715. Fyrra númerið tilheyrir byggingarreit nr. 1 og síðara númerið byggingarreit nr. 2 og voru þau bæði tilgreind í fyrrnefndum kaupsamningum og afsölum við ráðstöfun þeirra. Á þessum reitum var reist það bílastæðahús sem kröfugerð stefnda tekur til en hún er bundin við húsið sjálft og tekur því ekki til annarra rýma með öðrum fastanúmerum sem falla undir byggingarreiti nr. 1 og 2 og tilheyra matshluta 8.28. Um þau félög sem koma við sögu skal tekið fram að Rekstrarfélagið Ago ehf., Totus ehf. og Eignarhaldsfélagið Portus ehf. sameinuðust á árinu 2012 undir kennitölu síðastgreinda félagsins og var nafni þess samhliða breytt í Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ehf. Árið 2013 sameinaðist Austurhöfn-TR ehf. síðan því félagi og var félagsformi þess breytt úr einkahlutafélagi í opinbert hlutafélag.NiðurstaðaUm skyldu áfrýjenda til að virða rétt stefnda til verktöku29. Af hálfu áfrýjandans Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. hefur því verið haldið fram fyrir Hæstarétti að kaupréttur Ármannsfells ehf. að byggingarreit nr. 2 á lóðinni Austurbakka 2 samkvæmt fyrrnefndu skilmálablaði 31. mars 2009 hafi verið veittur að kröfu stefnda. Þannig hafi stefndi í raun átt kaupréttinn en ákveðið að ráðstafa honum til systurfélags síns og þá væntanlega gegn greiðslu eða kröfu á hendur því. Jafnframt er á því byggt að skilmálar kaupréttarins hafi verið umsamdir af hálfu stefnda en systurfélagið hafi síðan hafnað að virða rétt hans til verktöku. Þessu var hvorki hreyft í héraði né fyrir Landsrétti og því kemst þessi nýja málsástæða ekki að hér fyrir dómi enda standa ekki til þess lagaskilyrði 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.30. Í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 18/2019 var komist að þeirri niðurstöðu að í rétti stefnda til verktöku við framkvæmdir á lóðinni Austurbakka 2 samkvæmt rammasamningnum 9. mars 2006 fælust ekki hlutbundin réttindi að fasteigninni Austurbakka 2 heldur væri um að ræða kröfuréttindi í gagnkvæmu skuldarsambandi. Um það vísaði rétturinn til þeirrar meginreglu kröfuréttar að skuldari gæti venjulega ekki sett annan skuldara í sinn stað nema með samþykki kröfuhafa. Væri þá forsenda skuldskeytingar að kröfuhafi samþykkti skuldaraskiptin og nýr skuldari skuldbyndi sig með bindandi hætti gagnvart kröfuhafa. Að því sögðu tók rétturinn fram að með rammasamningnum hefðu viðsemjendur stefnda tekist á herðar þá skyldu að ganga til samninga við hann um verktöku við fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni. Í því skuldarsambandi hefði stefndi, hvað rétt sinn til verktökunnar varðaði, stöðu kröfuhafa samkvæmt óefndum gagnkvæmum samningi en viðsemjendurnir í því tilliti stöðu skuldara. Þótt viðsemjendurnir sem handhafar lóðarréttindanna hefðu getað framselt þriðja manni þau réttindi sín hefðu þeir ekki getað losnað undan skyldum sínum gagnvart stefnda samkvæmt rammasamningnum með því að setja annan skuldara í sinn stað nema til kæmi samþykki stefnda og þá með þeim hætti að nýr skuldari skuldbyndi sig beint gagnvart honum sem kröfuhafa. Þessi dómur hefur sönnunargildi í málinu samkvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 og þýðingu sem fordæmi við úrlausn þess.31. Með fyrrgreindu samkomulagi 31. mars 2009, milli stefnda og Austurhafnar-TR ehf. í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku síðarnefnda félagsins á Eignarhaldsfélaginu Portusi ehf. og áfrýjandanum Situsi ehf., var því lýst yfir gagnvart stefnda að hann ætti sama rétt á verktöku vegna byggingar bílakjallara á þeim byggingarreitum sem Austurhöfn-TR ehf., Eignarhaldsfélagið Portus ehf. eða áfrýjandinn Situs ehf. hefðu yfirráð yfir eða veittu öðrum yfirráð yfir og um var samið í rammasamningnum 9. mars 2006. Þetta var síðan áréttað í samningi 30. desember 2010 milli stefnda og Totusar ehf. en sá samningur varð að viðauka nr. 31 við verksamning um byggingu Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Eins og áður er rakið hefur áfrýjandinn Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. við samruna yfirtekið skyldur Austurhafnar-TR ehf., Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og Totusar ehf.32. Að því gættu sem hér hefur verið rakið og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu að á áfrýjandanum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. hafi eftir þessum samningum hvílt skylda gagnvart stefnda til að virða rétt hans við byggingu bílakjallara á byggingarreitum nr. 1 og 2 á lóðinni Austurbakka 2 þegar kæmi til þeirrar framkvæmdar. Með því að byggingarreitunum var ráðstafað fyrst af áfrýjandanum Situsi ehf. með samningum 24. apríl og 22. ágúst 2013 og aftur af síðari eigendum þeirra 15. apríl og 18. júlí 2014 án þess að nýir eigendur reitanna öfluðu samþykkis stefnda og gengjust beint undir skuldbindingu gagnvart honum féll skaðabótaskylda á áfrýjandann Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. þegar réttur stefnda til verktökunnar var ekki virtur með því fela öðrum verkið.33. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu að áfrýjandinn Situs ehf. hafi viðurkennt í því dómsmáli sem lauk með fyrrgreindum dómi réttarins í máli nr. 18/2019 að hafa tekist á herðar þá skuldbindingu gagnvart stefnda að virða rétt hans til verktökunnar og að sú viðurkenning bindi hann einnig í þessu máli, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991. Er þá jafnframt haft í huga að sú ráðstöfun lá beint við í ljósi atvika málsins þar sem áfrýjandinn Situs ehf. var í samstæðu fyrirtækja sem sameiginlega tóku þátt í uppbyggingunni á Austurhöfn og fylgdust að í þeim efnum. Verður því einnig talið að skaðabótaskylda hafi fallið á áfrýjandann Situs ehf.Um fyrningu34. Af hálfu áfrýjenda er teflt fram þeirri málsástæðu að krafa stefnda á hendur þeim um greiðslu skaðabóta sé fyrnd. Af því leiði að sýkna beri þá af kröfu um viðurkenningu á rétti stefnda til skaðabóta úr hendi þeirra. Með aðilum er ágreiningur um hvort skaðabótakrafa stefnda sæti fyrningu eftir eldri lögum um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905 eða eftir gildandi lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.35. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 150/2007 gilda lögin einvörðungu um þær kröfur sem stofnast eftir gildistöku þeirra 1. janúar 2008. Í lögskýringargögnum er ekki að finna nánari skýringar við þetta ákvæði um lagaskil yngri og eldri laga. Slíkum ákvæðum er þó almennt ætlað að koma í veg fyrir réttaróvissu við lagabreytingar með glöggum skilum og raska ekki ástandi sem skapast hefur í gildistíð eldri laga svo að lög hafi ekki afturvirk áhrif. Ber að hafa þetta í huga við skýringu á nefndri lagaskilareglu.36. Krafa stefnda um skaðabætur vegna þess að réttur hans til verktöku við að reisa bílastæðakjallara á lóðinni Austurbakka 2 var ekki virtur á rót sína að rekja til rammasamningsins 9. mars 2006 milli hans, Nýsis hf., Landsafls hf. og Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. Önnur félög sem tóku þátt í uppbyggingunni við Austurbakka gengust síðar undir þessa skuldbindingu gagnvart stefnda eins og hér hefur verið rakið. Til að stefndi öðlaðist skaðabótakröfu á þessum grundvelli þurfti annað og meira að koma til en gerð umrædds samnings. Þannig þurfti jafnframt réttur hans til verktökunnar að vera sniðgenginn. Krafan stofnaðist því ekki fyrr en skuldbindingin hafði verið vanefnd með því að synja stefnda endanlega á árinu 2015 um verktökuna og fela öðrum verkið. Vanefndirnar voru því eftirfarandi og höfðu þau áhrif að skaðabótakrafan stofnaðist og kom í stað þeirra efnda sem aðilar áttu rétt á eftir aðalefni samnings. Í samræmi við þetta stofnaðist skaðabótakrafa stefnda eftir að lög nr. 150/2007 tóku gildi og fer því um fyrningu hennar eftir þeim lögum. Þessi niðurstaða um hvenær krafa telst stofnast í skilningi 1. mgr. 28. gr. laganna á sér einnig stoð í samræmisskýringu við 2. mgr. 2. gr. þeirra þar sem mælt er fyrir um stofnun kröfu vegna vanefndar.37. Kröfur um skaðabætur innan samninga fyrnast á fjórum árum samkvæmt meginreglu 3. gr. laga nr. 150/2007. Reiknast fyrningarfrestur slíkra krafna sem stofnast vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningurinn var vanefndur, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Eins og áður greinir var því hafnað með bréfi 30. apríl 2015 að stefndi ætti rétt til verktöku á hendur eiganda byggingarreita nr. 1 og 2 á lóðinni Austurbakka 2 vegna byggingar bílastæðakjallarans sem í kjölfarið á árinu 2015 var hafist handa við að reisa af Reykjavík Development ehf. án aðkomu stefnda. Með því var samningsbundinn réttur stefnda til verktökunnar vanefndur og þá tók að líða fyrningarfrestur skaðabótakröfu hans á hendur áfrýjendum vegna vanefnda á samningsbundnum rétti hans til verktökunnar. Fjögurra ára fyrningarfrestur var því liðinn þegar stefndi höfðaði mál þetta 24. apríl 2020.38. Stefndi heldur því fram að fyrningu kröfunnar hafi verið slitið með því að áfrýjendum var stefnt 9. febrúar 2017 til réttargæslu í áðurnefndu máli nr. 18/2019. Í stefnunni var tekið fram að yrði niðurstaðan sú að réttindi stefnda hefðu fallið niður við framsal byggingarreitanna væri ljóst að áfrýjendur þessa máls hefðu ekki virt réttindi stefnda og bæru eftir atvikum skaðabótaábyrgð. Það væri því ljóst að niðurstaðan gæti skipt áfrýjendur máli að lögum, sbr. 21. gr. laga nr. 91/1991. Til stuðnings því að fyrningu hefði verið slitið með þessu móti vísar stefndi til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 150/2007 sem hljóðar svo:Nú er fyrningu slitið gegn einum af fleiri skuldurum með málssókn í samræmi við 15. gr. og fyrnist þá krafan ekki á hendur öðrum skuldara ef honum er stefnt til réttargæslu í málinu áður en krafan fyrnist gagnvart honum. Í kjölfarið verður kröfuhafi að fylgja kröfunni eftir gagnvart þeim skuldara innan eins árs eftir að málinu lauk með sátt, dómi eða með öðrum hætti.39. Í skýringum við þetta ákvæði í athugasemdum með frumvarpi til laganna sagði að með því gæti kröfuhafi, sem byrjað hefði lögsókn fyrir dómi gegn einum eða fleiri skuldurum, komið í veg fyrir að krafa á hendur öðrum skuldara fyrndist með því að stefna honum í málinu til réttargæslu, sbr. 21. gr. laga nr. 91/1991, áður en krafan fyrndist gagnvart viðkomandi skuldara. Einnig var tekið fram að ákvæðið gæti átt við í þeim tilvikum þegar fleiri menn ábyrgjast skuld saman, til dæmis aðalskuldari og ábyrgðarmaður eða fleiri samskuldarar. Kröfuhafi gæti því sótt aðalskuldara um greiðslu skuldar en þá gæti hann jafnframt stefnt ábyrgðarmanni til réttargæslu í stað þess að þurfa að höfða mál á hendur honum.40. Umrædd heimild í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 150/2007 til að slíta fyrningu með réttargæslustefnu felur í sér úrræði til að rjúfa fyrningu kröfu gegn öðrum en þeim sem málsóknin beinist að. Á það verður ekki fallist með áfrýjendum að úrræðið eigi aðeins við ef fleiri skuldarar bera óskipta (in solidum) ábyrgð á greiðslu kröfu enda er heimildin ekki takmörkuð á þann veg í texta ákvæðisins. Þótt það tilvik sé nefnt í lögskýringargögnum er það aðeins gert í dæmaskyni um hvenær reglan getur átt við. Þannig nær heimildin til kröfu á hendur fleiri skuldurum sem á rót sína í sömu lögskiptum þótt grundvöllur kröfu á hendur þeim sé ekki sá sami. Með þessu er kröfuhafa gert kleift að rjúfa fyrningu án þess að þurfa að höfða mál í einu lagi eða samhliða gegn öllum þeim sem krafa getur hugsanlega beinst að. Er þess þá að gæta að úrslit máls á hendur einum, sem kröfu er beint að, geta síðar haft þýðingu þegar kröfu er í öðru máli beint að öðrum sem skyldan getur eftir atvikum hvílt á.41. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið verður umrætt ákvæði laganna ekki skilið á þann veg að krafa á hendur skuldara í fyrra máli þurfi að hafa verið tekin til greina svo fyrningu hafi verið slitið með því að stefna öðrum aðila til réttargæslu. Þvert á móti kann að vera að sú niðurstaða útiloki að kröfu verði beint að öðrum og má í því sambandi nefna í dæmaskyni að kröfu verður ekki beint að umboðsmanni vegna milligöngu ef krafan á hendur umbjóðandanum hefur verið tekin til greina á grundvelli umdeilds umboðs. Eins getur verið að óþarft sé að höfða nýtt mál á hendur þeim sem upphaflega var stefnt til réttargæslu hafi krafan verið efnd í kjölfar málsóknar. Þannig verður í tilvikum sem þessum komist hjá málssókn á hendur viðkomandi en í því er fólgið það hagræði sem stefnt er að með því að slíta fyrningu á grundvelli 19. gr. laga nr. 150/2007. Í því felst ekki aðeins hagræði fyrir kröfuhafann heldur einnig þann sem málssóknin hefði að öðrum kosti beinst að.42. Samkvæmt framansögðu var fyrningu kröfu stefnda á hendur áfrýjendum slitið þegar þeim var stefnt til réttargæslu 9. febrúar 2017 en því máli lauk 30. október 2019. Eins og áður greinir var mál þetta síðan höfðað 24. apríl 2020 eða innan þess ársfrests sem greinir í síðari málslið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 150/2007. Krafa stefnda á hendur áfrýjendum var því ófyrnd þegar málið var höfðað.43. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.44. Áfrýjendum verður gert óskipt að greiða stefnda málskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. og Situs ehf., greiði óskipt stefnda, Íslenskum aðalverktökum hf., 3.000.000 króna í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=aa27b203-658e-4f2d-b13e-e3c13f79abaf&verdictid=132aa91d-9c70-4d2a-b128-507a9b5c05db |
Mál nr. 52/2022 | Manndráp af gáleysi Hlutdeild Vinnuslys Fyrning Refsiákvörðun Skilorð | B og S voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi samkvæmt 215. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk brota gegn ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðum nr. 367/2006 um notkun tækja og nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, annars vegar sem framkvæmdastjóri og hins vegar sem verksmiðjustjóri með því að hafa samþykkt að C, undirmaður þeirra hjá […] ehf., gerði óvirkan öryggisbúnað á frauðpressuvél, sem leiddi til þess að annar starfsmaður beið bana í vinnu við vélina. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri komið fram í málinu sem hnekkti mati Landsréttar um að B hefði sem framkvæmdastjóri borið ábyrgð atvinnurekanda í skilningi laga nr. 46/1980 á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt. Ákærði S bar því meðal annars við að hann hefði verið í orlofi þegar hann var upplýstur um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengur og gæti því ekki borið refsiábyrgð í málinu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þegar borin væru saman ákvæði laga nr. 30/1987 um orlof og laga nr. 46/1980 yrði talið að verkstjóri í orlofi losnaði ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum samkvæmt lögum nr. 46/1980 sem tilkomin var áður en hann fór í orlof. Hefði S brugðist þeirri athafnaskyldu sem á honum hvíldi til að gera það sem honum var með góðu móti unnt að gera til að afstýra þeirri yfirvofandi slysahættu sem hafði skapast. Var niðurstaða Landsréttar um sakfellingu B og S fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerða nr. 367/2006 og 920/2006 staðfest. Hæstiréttur staðfesti jafnframt niðurstöðu Landsréttar um að sakfella B og S fyrir manndráp af gáleysi. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ákærðu hafi borið að bregðast við þeim upplýsingum sem þeir fengu frá C um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur með því að banna notkun vélarinnar eða sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Yrði þetta athafnaleysi þeirra lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem dómfelldi C var sakfelldur fyrir með dómi héraðsdóms. Hæstiréttur þyngdi refsingu beggja ákærðu. Refsing B var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og refsing S fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsinganna frestað skilorðsbundið í tvö ár. Litið var til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru hefði dregist úr hófi án þess að B og S yrði kennt um. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 25. október 2022 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og að refsing þeirra verði þyngd. 3. Ákærðu krefjast báðir sýknu en til vara að refsing þeirra verði látin niður falla.Ágreiningsefni og málsatvik4. Ágreiningsefni málsins lúta einkum að því hvort ákærðu hafi, annars vegar sem framkvæmdastjóri og hins vegar sem verksmiðjustjóri, gerst sekir um hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot á vinnuverndarlöggjöf með því að hafa samþykkt að undirmaður þeirra í […] gerði óvirkan öryggisbúnað á frauðpressuvél sem leiddi til þess að annar starfsmaður beið bana í vinnu við vélina.5. Með ákæru 22. október 2020 var C í ákærulið I gefið að sök manndráp af gáleysi og brot gegn lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum með því að hafa 21. júlí 2017 í vinnslusal […] gert öryggisbúnað nánar tilgreindrar frauðpressuvélar óvirkan vitandi vits að starfsmenn fóru reglulega inn í vélina til að hreinsa hana og síðan gangsett vélina án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í henni með þeim afleiðingum að brotaþoli sem þar var klemmdist á milli móta og lést í framhaldi af áverkum sem af því hlutust. Í ákæru var brot hans heimfært til 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og nánar tilgreindra ákvæða laga nr. 46/1980 og reglugerða settra með stoð í þeim, nr. 367/2006 um notkun tækja og nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Með dómi héraðsdóms var hann sakfelldur fyrir brot gegn 215. gr. almennra hegningarlaga en sýknaður af öðrum brotum. Var honum gert að sæta fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingar frestað skilorðsbundið. Ákæruvaldið og ákærði undu þeim dómi.6. Með sömu ákæru var ákærðu í máli þessu Birni Herberti í ákærulið II og Skúla í ákærulið III gefin að sök hlutdeild í manndrápi af gáleysi ásamt brotum gegn ýmsum ákvæðum laga nr. 46/1980 og fyrrgreindum reglugerðum settum samkvæmt þeim.7. Ákærða Birni Herberti var sem eiganda, framkvæmdastjóra og atvinnurekanda […] gefið að sök að hafa samþykkt að undirmaður sinn, dómfelldi C, gerði öryggisbúnað frauðpressuvélarinnar óvirkan vitandi vits að starfsmenn fyrirtækisins færu reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og fyrir að hafa 21. júlí 2017 gefið honum fyrirmæli um að gangsetja allar vélar í vinnslusal fyrirtækisins en hann hefði ekki upplýst starfsmenn þess um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Honum var einnig gefið að sök að hafa látið hjá líða að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat, áætlun um heilsuvernd og fyrir að hafa látið hjá líða að koma á fót vinnuverndarstarfi hjá fyrirtækinu.8. Ákærða Skúla var nánar tiltekið gefið að sök að hafa sem verkstjóri, starfsmaður, eigandi og daglegur stjórnandi samþykkt að undirmaður sinn, dómfelldi C, gerði öryggisbúnað frauðpressuvélarinnar óvirkan vitandi vits að starfsmenn fyrirtækisins færu reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana en hann hefði ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur.9. Með hinum áfrýjaða dómi var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sakfella ákærðu Björn Herbert og Skúla fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi samkvæmt 215. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Þeir voru jafnframt sakfelldir fyrir brot gegn lögum nr. 46/1980 og tilgreindum ákvæðum fyrrnefndra reglugerða en þeir höfðu verið sýknaðir af þeim hluta ákæruefna í héraði þar sem þau brot voru talin fyrnd. Með hinum áfrýjaða dómi var staðfest niðurstaða héraðsdóms um refsingu þeirra en hvorum um sig hafði verið gert að sæta fangelsi í 30 daga og fullnustu refsingar frestað skilorðsbundið.0. Í héraði hafði ákærði Skúli verið sýknaður af þeirri háttsemi að hafa „ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður“ þar sem hann hefði verið í sumarleyfi og fjarri vinnustað þegar dómfelldi C hefði upplýst hann um að hann hefði aftengt öryggisbúnaðinn. Í hinum áfrýjaða dómi var ekki fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms og ákærði Skúli sakfelldur fyrir þessa háttsemi.1. Landsréttur féllst hins vegar ekki á með héraðsdómi að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að ákærði Björn Herbert hefði gefið dómfellda C fyrirmæli um að gangsetja allar vélar í vinnslusal fyrirtækisins umræddan dag og taldi ekki unnt að sakfella hann fyrir þá háttsemi. Þá féllst Landsréttur ekki á að greinar 2.1., 2.3. og 2.8. í I. viðauka reglugerðar nr. 367/2006 næðu til háttsemi ákærðu eins og henni væri lýst í ákæru. Að öðru leyti taldi Landsréttur að brot ákærðu hefðu verið réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru.2. Beiðnir beggja ákærðu um áfrýjunarleyfi voru byggðar á því að málið hefði verulega almenna þýðingu um skýringar á réttarreglum um hlutdeild. Í beiðni ákærða Björns Herberts var vísað til þess að takmörkuð dómaframkvæmd væri fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja og að dómur Landsréttar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar um skiptingu ábyrgðar eftir starfssviðum. Þá var í beiðni ákærða Skúla um áfrýjunarleyfi vísað til þess að ekki hefði áður reynt fyrir Hæstarétti á refsiábyrgð starfsmanns í lögbundnu orlofi.3. Áfrýjunarleyfi var veitt 21. október 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-116, á þeim grunni að telja yrði að úrlausn málsins, meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðendur byggðu á, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Röksemdir ákæruvalds og ákærðuHelstu röksemdir ákæruvalds4. Ákæruvaldið telur að forsendur hins áfrýjaða dóms verði skildar svo að báðir ákærðu hafi verið sakfelldir fyrir þá háttsemi að hafa ekki upplýst starfsmenn […] um að öryggisbúnaður frauðpressuvélarinnar hefði verið aftengdur. Hér fyrir rétti er þess jafnframt krafist að sakfelling ákærða Björns Herberts verði látin ná til þess ákæruatriðis að hann hafi umrætt sinn gefið fyrirmæli um að vélin yrði gangsett. 5. Byggt er á því að öll sú háttsemi ákærða Björns Herberts sem lýst er í ákærulið II hafi verið þáttur í broti gegn 215. gr. almennra hegningarlaga, þar á meðal að hafa látið hjá líða að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat, áætlun um heilsuvernd og að koma á fót vinnuverndarstarfi hjá fyrirtækinu.6. Óumdeilt sé að ákærði Björn Herbert hafi verið skráður framkvæmdastjóri […] á þeim tíma sem ákæran taki til og því atvinnurekandi í merkingu 3. mgr. 12. gr. laga nr. 46/1980. Því hlutverki hafi fylgt ríkar skyldur til að tryggja öryggi og góðan aðbúnað á vinnustaðnum, meðal annars í tengslum við framkvæmd vinnu og umgjörð véla og búnaðar. Þær lagaskyldur hafi hvílt á honum óháð því hvernig verkaskiptingu hafi að öðru leyti verið háttað í fyrirtækinu.7. Ákærða Skúla hafi vegna stöðu sinnar sem verkstjóri og þess hlutverks að sjá um að vélar og tæki fyrirtækisins væru í lagi borið skylda samkvæmt 21. og 23. gr. laga nr. 46/1980 til að tryggja aðbúnað og öryggi. Yrði hann áskynja um atriði sem gætu leitt til hættu á slysum hefði honum jafnframt á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laganna borið skylda til að tryggja að henni yrði afstýrt eða eftir atvikum gera vinnuveitanda viðvart. Þar sem ákærði hafi vegna stöðu sinnar og starfs verið upplýstur um aftengingu öryggisrofa og um að vélin yrði þrátt fyrir það áfram í notkun hafi honum borið að bregðast við þeirri augljósu hættu sem hafi verið fyrir hendi þrátt fyrir að vera í sumarleyfi. Með því að aðhafast ekkert eftir að hafa fengið þær upplýsingar hafi hann í raun samþykkt ráðstöfunina.8. Ákæruvaldið byggir á því að með þeirri háttsemi sem ákærðu hvorum um sig er gefin að sök og lýst er í ákæruliðum II og III hafi þeir stuðlað að manndrápi af gáleysi sem lýst er í ákærulið I og þannig átt þátt í því broti sem hlutdeildarmenn. Sama háttsemi feli jafnframt í sér vanrækslu á skyldum ákærðu samkvæmt tilvísuðum ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerðum settum með stoð í þeim.Helstu röksemdir ákærða Björns Herberts9. Ákærði Björn Herbert byggir á því að hann hafi annast rekstrarhlið fyrirtækisins, það er fjármál og sölumál. Verksmiðjustjóri og aðstoðarverksmiðjustjóri hafi borið ábyrgð á vélum og öðru sem tengdist verksmiðju. Hann geti aðeins borið refsiábyrgð á brotum innan síns ábyrgðarsviðs. 20. Ákærði telur ósannað að hann hafi vitað á hvaða vél öryggisrofi hafi verið aftengdur eða hvaða afleiðingar það gæti haft. Ekkert liggi fyrir um að ákærði hafi samþykkt aftengingu öryggisrofans.21. Af hálfu ákærða er jafnframt byggt á því að hugtaksskilyrðum fyrir hlutdeild í afbroti samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga sé ekki fullnægt. Hann hafi ekki veitt dómfellda C liðsinni við gáleysisbrot hans, hvorki í orði né verki, ekki hvatt til þess eða átt þátt í að það var framið.Helstu röksemdir ákærða Skúla22. Ákærði Skúli byggir kröfu um sýknu einkum á því að hann hafi dvalið í sumarbústað í lögbundnu orlofi þegar slysið varð og þá verið búinn að vera að minnsta kosti eina viku í sumarleyfi. Hann vísar meðal annars til 2. mgr. 2. gr. laga nr. 30/1987 um orlof og 52. gr. laga nr. 46/1980. Hann telur leiða af síðargreinda ákvæðinu að skyldur vinnuverndarlöggjafar hvíli ekki á starfsmanni á hvíldartíma. Ákærði hafi þar af leiðandi ekki verið við störf þegar atvik málsins áttu sér stað og engum skyldum sinnt á vinnustað.23. Ákærði vísar til þess að dómfelldi C hafi verið staðgengill hans þegar slysið varð. Skyldum ákærða hafi verið aflétt meðan hann var í orlofi og þær færðar yfir á staðgengil. Hann verði ekki talinn hafa verið yfirmaður dómfellda C eða annarra starfsmanna meðan á orlofinu stóð og geti ekki borið refsiábyrgð á því sem þá gerðist. Ekki verði heldur lögð refsiábyrgð á hann á þeim grundvelli að hann hafi verið einn af eigendum fyrirtækisins og auk þess teljist hann ekki hafa verið atvinnurekandi í skilningi laga nr. 46/1980. 24. Jafnframt telur ákærði Skúli að verulegt ósamræmi hafi verið milli framburðar hans og dómfellda C um hvað hafi farið þeirra á milli í aðdraganda slyssins og sé ósannað að hann hafi samþykkt að dómfelldi gerði öryggisbúnað vélarinnar óvirkan.25. Loks byggir ákærði á því að þegar dómfelldi C hafi hringt í hann í orlofinu hafi dómfelldi þegar verið búinn að aftengja öryggisbúnaðinn. Hann hefði þá ekki haft boðvald yfir dómfellda og ekki getað skipað honum að tengja búnaðinn aftur. Ákærði telur það ekki geta talist hlutdeild í afbroti að upplýsa ekki aðra starfsmenn fyrirtækisins um aftengingu öryggisbúnaðar. Hann telur að sú háttsemi sem honum sé gefin að sök í ákæru lýsi ekki liðsinni í orði eða verki. Það að koma ekki í veg fyrir afbrot feli ekki í sér hlutdeild.Löggjöf26. Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu sem fyrr segir sakfelldir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi samkvæmt 215. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði 215. gr. laganna hljóðar svo: „Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum.” Þrjár fyrstu málsgreinar 22. gr. laganna hljóða svo: Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.Ef hlutdeild einhvers þátttakanda í brotinu er smávægileg, eða er í því fólgin að styrkja áform annars manns, sem áður er til orðið, svo og þegar brot er ekki fullframið eða fyrirhuguð þátttaka hefur misheppnast, má dæma hann í vægari refsingu en þá, sem lögmælt er við brotinu.Þegar svo stendur á, sem í annarri málsgrein segir, og sömuleiðis, ef manni hefur orðið á af gáleysi að taka þátt í broti, má láta refsingu falla niður, ef brotið á undir hegningarákvæði, þar sem ekki er sett þyngri refsing en fangelsi allt að 1 ári.27. Háttsemi beggja ákærðu er í ákæru heimfærð til eftirfarandi ákvæða laga nr. 46/1980:37. gr. Vinnu skal haga og framkvæma þannig, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. [...]46. gr. Vélar, vélahlutar, ílát, geymar, katlar, áhöld, tæki, virki hvers konar og húshlutar, samstæður og annar búnaður skal þannig úr garði gerður, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. [...]99. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. [...]28. Ákærða Birni Herberti eru jafnframt gefin að sök brot gegn eftirfarandi ákvæðum laga nr. 46/1980:3. gr. Atvinnurekandi skal tryggja, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Sérstaklega er vísað til:a. V. kafla um framkvæmd vinnu,b. VI. kafla um vinnustaði,c. VII. kafla um vélar, tækjabúnað og fleira,d. VIII. kafla um hættuleg efni og vörur,e. XI. kafla um áhættumat, heilsuvernd og heilsufarsskoðanir.4. gr. Atvinnurekandi skal gera starfsmönnum sínum ljósa slysa- og sjúkdómshættu, sem kann að vera bundin við starf þeirra. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um, að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á þann hátt, að ekki stafi hætta af. [...]65. gr. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal meðal annars fela í sér mat á áhættu, sbr. 65. gr. a, og áætlun um heilsuvernd, sbr. 66. gr. Hafa skal samráð við fulltrúa starfsmanna, sbr. II. kafla.Vinnueftirlit ríkisins skal hafa eftirlit með að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Skal áætlunin vera aðgengileg hjá atvinnurekanda fyrir stjórnendur þess, starfsmenn og Vinnueftirlit ríkisins.Endurskoða skal áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað þegar breytingar á vinnuumhverfi breyta forsendum hennar. [...]65. gr. a. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skal áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Við gerð áhættumatsins skal sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinna þeim sé meiri hætta búin en öðrum starfsmönnum.Þegar áhættumat á vinnustað gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna er hætta búin skal atvinnurekandi grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættuna eða, þar sem þess er ekki kostur, draga úr henni eins og frekast er unnt. [...]66. gr. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd sem byggð er á áhættumati, sbr. 65. gr. a, þar sem meðal annars kemur fram áætlun um forvarnir, þar á meðal um aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum.Markmið heilsuverndar er að:a. stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum,b. stuðla að því að vinnu sé hagað þannig að starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögun þeirra að starfsumhverfi,c. draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsmanna á vinnustað,d. stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna.Í áætlun um forvarnir skal koma fram lýsing á hvernig hættum og þeirri áhættu sem þeim fylgir samkvæmt áhættumati skuli mætt, svo sem með skipulagi vinnunnar, fræðslu, þjálfun, vali á tækjum, efnum eða efnablöndum, notkun öryggis- eða hlífðarbúnaðar, innréttingum á vinnustað eða öðrum forvörnum. Skal leggja áherslu á almennar ráðstafanir áður en gerðar eru ráðstafanir til verndar einstökum starfsmönnum. [...]Í öllum framangreindum lagaákvæðum er kveðið á um heimild ráðherra til að setja reglur um framkvæmd ákvæðanna að fenginni umsögn Vinnueftirlits ríkisins.29. Ákærða Skúla eru jafnframt gefin að sök brot gegn eftirfarandi ákvæðum laga nr. 46/1980:21. gr. Verkstjóri er fulltrúi atvinnurekanda og sér um, að búnaður allur sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi á þeim vinnustöðum, sem hann hefur umsjón með.23. gr. Verkstjóri skal beita sér fyrir, að starfsskilyrði innan þess starfssviðs, sem hann stjórnar, séu fullnægjandi að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Hann skal sjá um, að þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til þess að auka öryggi og bæta aðbúnað og hollustuhætti, sé framfylgt.Verði verkstjóri var við einhver þau atriði, sem leitt geta til hættu á slysum eða sjúkdómum, skal hann tryggja að hættunni sé afstýrt. Sé ekki hægt að afstýra hættunni með því, sem tiltækt er á staðnum, skal hann umsvifalaust gera vinnuveitanda viðvart. Verkstjóra ber jafnframt að gæta þeirrar skyldu, sem kveðið er á um í 86. gr. laga þessara.26. gr. Starfsmenn skulu stuðla að því, að starfsskilyrði innan verksviðs þeirra séu fullnægjandi að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi, og einnig að því, að þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til þess að auka öryggi og bæta aðbúnað og hollustuhætti, samkvæmt lögum þessum, sé framfylgt.Starfsmaður, sem verður var við ágalla eða vanbúnað, sem leitt gæti til skerts öryggis eða lakari aðbúnaðar eða hollustuhátta, sem hann getur ekki sjálfur bætt úr, skal umsvifalaust tilkynna það öryggisverði, öryggistrúnaðarmanni, verkstjóra eða atvinnurekanda.30. Ákærðu eru báðum gefin að sök brot gegn ákvæðum reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum sem sett var með stoð í lögum nr. 46/1980. Ákærða Birni Herberti eru gefin að sök brot gegn 21., 25., 26., 27. og 28., sbr. 37. gr. reglugerðarinnar en ákærða Skúla gegn 23., sbr. 37. gr. hennar. Í 21. gr. reglugerðarinnar eru útfærðar skyldur atvinnurekanda, meðal annars um að tryggja samstarf um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs. Í 23. gr. er fjallað um skyldur starfsmanna og kveðið á um að þeir skuli stuðla að því að vinnuaðstæður innan verksviðs þeirra séu fullnægjandi þar á meðal um öryggi. Sérstaklega er tilgreint að þeim beri skylda til, í samræmi við þá fræðslu og þjálfun sem þeir hafi fengið, að nota vélar, tæki og fleira á réttan hátt og taka ekki úr sambandi, né heldur breyta eða fjarlægja að geðþótta uppsettan öryggisbúnað, svo sem við vélar og tæki. Einnig að upplýsa atvinnurekanda og aðra nánar tilgreinda án tafar um allar aðstæður við vinnu þar sem ljóst má telja að öryggi og heilbrigði sé bráð hætta búin. Í 25. gr. eru útfærðar skyldur atvinnurekanda um þjálfun starfsmanna að því er varðar aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustað. Í 26. gr. er fjallað um ábyrgð atvinnurekanda á gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal tryggja að vinnuverndarstarf fyrirtækis verði markvisst og meðal annars fela í sér sérstakt áhættumat sem og áætlun um heilsuvernd, þar á meðal áætlun um forvarnir sem byggð er á áhættumati. Í 27. gr. er fjallað um áhættumat og í 28. gr. um áætlun um heilsuvernd og framkvæmd hennar. Í 37. gr. segir síðan að brot á ákvæðum hennar geti varðað við ákvæði 99. gr. laga nr. 46/1980.31. Ákærða Birni Herberti eru einnig gefin að sök brot gegn 4., 5. og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja sem sett var með stoð í lögum nr. 46/1980. Í 4. gr. hennar er mælt fyrir um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé áhættumat á vinnustað, sbr. 65. gr. a laga nr. 46/1980 og í því skuli hafa sérstaka hliðsjón af störfum innan fyrirtækis þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi starfsmanna sem sinna þeim sé meiri hætta búin en öðrum vegna notkunar tækja. Í 5. gr. er fjallað um skyldu atvinnurekanda til að viðhafa forvarnir vegna notkunar tækja. Sérstaklega er þar mælt fyrir um að þegar ekki er að fullu unnt að tryggja að starfsmenn geti notað tæki án þess að öryggi og heilsu þeirra sé hætta búin skuli atvinnurekandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr áhættunni eins og kostur er. Í 7. gr. er mælt fyrir um að atvinnurekandi eigi í forvarnarskyni að gera nauðsynlegar ráðstafanir þegar líkur eru á að notkun tækis hafi í för með sér sérstaka áhættu fyrir öryggi og heilsu starfsmanna.NiðurstaðaUm skýrleika ákæru32. Ákærðu er báðum gefin að sök hlutdeild í manndrápi af gáleysi og um verknaðarlýsingu hvað frumbrotið varðar er vísað til I. kafla ákæru hvað varðar dómfellda C. Þar er hinni ætluðu refsiverðu háttsemi hvors um sig lýst í samfellu í einu lagi og hún heimfærð í heild sinni, án nánari sundurgreiningar, til þeirra refsiákvæða sem rakin eru hér að framan.33. Ákæruefnin tengjast öll banaslysi sem varð 21. júlí 2017 í verksmiðju þar sem ákærðu gegndu stjórnendastörfum. Í ákæru er eingöngu vísað til þeirrar tímasetningar enda þótt fram sé komið að dómfelldi C hafi aftengt öryggisbúnað vélarinnar viku fyrir slysið og upplýst ákærðu um það í kjölfarið. 34. Ekki verður séð að sá háttur sem hafður er á í ákæru um lýsingu á ætlaðri refsiverðri háttsemi og heimfærslu til refsiákvæða og ónákvæmni um tímasetningar hafi komið niður á vörnum ákærðu í málinu og telst ákæran uppfylla kröfur 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um skýrleika.Um sönnunarmat Landsréttar og endurskoðun þess35. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sönnun sem einkum er reist á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu og vitna verður ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Ef annmarkar eru hins vegar á aðferð við sönnunarmat í dómi sem áfrýjað er til réttarins og þeir teljast fallnir til að hafa áhrif á niðurstöðu málsins geta þeir leitt til ómerkingar dómsins, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 15. október 2020 í máli nr. 16/2020. Engir slíkir annmarkar eru á aðferð við sönnunarmat Landsréttar sem leitt geta til ómerkingar hins áfrýjaða dóms.36. Landsréttur taldi fullnægjandi sönnun ekki liggja fyrir í málinu um það ákæruefni að ákærði Björn Herbert hefði gefið dómfellda C fyrirmæli um að gangsetja allar vélar í vinnslusal fyrirtækisins daginn sem banaslysið varð og var hann ekki sakfelldur fyrir þá háttsemi.37. Landsréttur taldi hins vegar sannað að dómfelldi C hefði tilkynnt báðum ákærðu að hann hefði aftengt öryggisbúnað vélarinnar. Með því hefði hann komið á framfæri við þá ábendingu um aðstæður sem kynnu að setja starfsmenn fyrirtækisins í bráða hættu enda hefði öryggisbúnaðurinn sem gerður var óvirkur haft þann tilgang að koma í veg fyrir að hægt væri að fara inn í vélina á meðan hún væri í gangi en slys af þeim toga leiddi til dauða brotaþola. Landsréttur taldi einnig sannað að ákærðu hefðu vitað að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið reglulega inn í vélina til að hreinsa hana.38. Landsréttur taldi að í ákvörðun um að aftengja öryggisbúnaðinn en halda engu að síður áfram að nota vélina hefði falist alvarlegt brot gegn ákvæðum laga nr. 46/1980. Líta yrði svo á að báðum ákærðu hefði við þessar aðstæður borið skylda til að gefa dómfellda fyrirmæli um að hætta notkun vélarinnar eða tengja öryggisbúnaðinn á ný. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot gegn þeim skyldum sem á þeim hvíldu samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 sem vísað er til í ákæru. Með því hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi.39. Landsréttur lagði til grundvallar að ákærða Birni Herberti hefði ekki verið kunnugt um hvaða vél væri að ræða eða eftir atvikum hvaða öryggisbúnað en taldi að honum hefði við þær aðstæður verið skylt að kalla þegar eftir upplýsingum um þau atriði. Þá lagði Landsréttur til grundvallar að enga þýðingu hefði haft þótt ákærði Skúli hefði verið í orlofi á þeim tíma sem öryggisbúnaðurinn var aftengdur. Landsréttur féllst á það sönnunarmat héraðsdóms að ákærðu hefðu með aðgerðarleysi sínu samþykkt að öryggisbúnaður vélarinnar væri aftengdur þrátt fyrir vitneskju þeirra um að starfsmenn fyrirtækisins færu reglulega inn í vélina til að hreinsa hana. Með því hefðu þeir í orði eða verki eða á annan hátt átt hlutdeild í manndrápi af gáleysi samkvæmt 215. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 22. gr. sömu laga. Þá gæti það ekki haft áhrif á refsiábyrgð ákærðu þótt ætla mætti að athyglisgáfa brotaþola og árvekni hefði að einhverju leyti verið skert.40. Þá féllst Landsréttur ekki á þá niðurstöðu héraðsdóms að sýkna bæri ákærða Skúla af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið gerður óvirkur. Þar sem héraðsdómur taldi að fyrir lægi lögfull sönnun um að háttsemi hvers ákærða væri að öðru leyti rétt lýst í ákæru bæri að líta svo á að vanræksla Björns Herberts á að upplýsa starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið gerður óvirkur hefði verið hluti af þeirri háttsemi sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Dómur Landsréttar verður ekki skilinn með öðrum hætti en að niðurstaða héraðsdóms sé að því leyti staðfest. Sú niðurstaða Landsréttar að umrædd vanræksla væri liður í gáleysislegri hlutdeild í manndrápi af gáleysi tók samkvæmt því til beggja ákærðu.41. Að lokum taldi Landsréttur sannað að ákærði Björn Herbert hefði látið hjá líða að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat, áætlun um heilsuvernd og koma á fót vinnuverndarstarfi hjá fyrirtækinu. Tók sakfelling hans jafnframt til þeirrar háttsemi.42. Framangreindar niðurstöður Landsréttar um sönnun sem að stærstum hluta eru byggðar á mati á sönnunargildi framburða ákærðu, dómfellda C og vitna verða samkvæmt framansögðu ekki endurskoðaðar fyrir Hæstarétti og verða þær lagðar til grundvallar við úrlausn málsins. Þegar af þeirri ástæðu koma ekki til skoðunar þær röksemdir ákæruvalds og ákærðu sem lúta að sönnun.Almennt um heimfærslu háttsemi ákærðu til refsiákvæða43. Ákærðu er báðum gefin að sök gáleysisleg hlutdeild í manndrápi af gáleysi sem dómfelldi C hefur þegar verið sakfelldur fyrir í héraði en hann unir sem fyrr segir þeim dómi. Manndráp af gáleysi er í refsirétti skilgreint sem tjónsbrot. Hlutdeild ákærðu í þessu tjónsbroti er lýst þannig í ákæru að þeir hafi, þrátt fyrir vitneskju um að starfsmenn færu reglulega inn í vélina til að hreinsa hana, samþykkt að öryggisbúnaður vélarinnar væri gerður óvirkur og vanrækt að upplýsa þá um að búnaðurinn hefði verið gerður óvirkur. Í ákæru er á því byggt að ákærðu hafi vanrækt athafnaskyldu sem á þeim hafi hvílt stöðu þeirra vegna á grundvelli ákvæða laga og reglugerða um vinnuvernd og jafnframt vegna upplýsinga sem þeir fengu um aftengingu öryggisrofa og vitneskju sem þeir höfðu um umgengni starfsmanna við vélina.44. Sama háttsemi ákærðu er í ákæru jafnframt heimfærð til refsiákvæða í lögum og reglugerðum um vinnuvernd. Umrædd refsiákvæði lúta að brotum á varúðarreglum með beinu athafnaleysi og eru skilgreind í refsirétti sem samhverf brot þar sem ekki er skilyrði að um tjón hafi verið að ræða heldur felst refsinæmið í vanrækslu á að uppfylla tilteknar skyldur.45. Sem fyrr segir er í ákæru er einnig vísað til þess að ákærðu hafi báðir verið eigendur […]. Eins og hér háttar til verður refsiábyrgð þeirra ekki sérstaklega byggð á því að þeir hafi verið eigendur fyrirtækisins.46. Næst verður fjallað um heimfærslu háttsemi ákærðu til refsiákvæða um vinnuvernd og í því sambandi um þær stöður sem þeir gegndu hjá […] en þar á eftir um ætlaða refsiverða hlutdeild þeirra í manndrápi af gáleysi.Brot gegn ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerða settra á grundvelli þeirra laga47. Ákærða Birni Herberti eru sem fyrr segir gefin að sök ætluð refsiverð brot gegn áður tilgreindum vinnuverndarákvæðum sem eiganda, framkvæmdastjóra og atvinnurekanda í […] þar sem banaslysið átti sér stað.48. Í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 46/1980 segir að atvinnurekandi merki í lögunum hvern þann sem reki atvinnustarfsemi, sbr. 90. gr. laganna. Þá segir í 3. mgr. 12. gr. að framkvæmdastjóri fyrirtækis teljist atvinnurekandi í merkingu laganna. Ákærði telur að vegna verkaskiptingar stjórnenda verksmiðjunnar geti hann ekki borið refsiábyrgð á banaslysinu. Hann hefur vísað til 2. mgr. greinarinnar þar sem fram kemur að sé starfsemi sem lögin nái til rekin af tveimur mönnum eða fleiri í sameiningu teljist aðeins einn þeirra atvinnurekandi samkvæmt lögunum en hinn eða hinir teljist starfsmenn enda vinni hann eða þeir við fyrirtækið. Skuli Vinnueftirliti ríkisins tilkynnt hver sé talinn atvinnurekandi.49. Í málinu hafa verið lögð fram drög að gæðahandbók fyrir […] sem munu hafa verið gerð fyrir um áratug. Ekkert er fram komið annað en að um ófullgerð drög hafi verið að ræða sem ekki hafi verið tekin í notkun. Engar ályktanir verða heldur dregnar af drögunum um þá verkaskiptingu stjórnenda og takmörkun á ábyrgð ákærða Björns Herberts sem hann hefur vísað til. Í framlagðri skráningu Vinnueftirlitsins um […] er ákærði Skúli nefndur tengiliður en ekki vísað til hans sem framkvæmdastjóra. Ekkert er þannig fram komið sem hnekkir því mati hins áfrýjaða dóms að ákærði Björn Herbert hafi sem framkvæmdastjóri borið ábyrgð atvinnurekanda í skilningi laga nr. 46/1980 á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt innan fyrirtækisins.50. Þau brot gegn refsiákvæðum laga og reglugerða um vinnuvernd sem ákærði Björn Herbert var sakfelldur fyrir í Landsrétti fólust öll í vanrækslu á skyldum hans sem atvinnurekanda. Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Björns Herberts fyrir brot gegn þar tilgreindum ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerða nr. 367/2006 og 920/2006.51. Ákærða Skúla er í ákæru gefin að sök tilgreind háttsemi sem verkstjóri, starfsmaður, eigandi og daglegur stjórnandi […]. Í hinum áfrýjaða dómi þótti sannað að hann hefði verið verksmiðjustjóri fyrirtækisins. Hann hafi sem verkstjóri verið fulltrúi atvinnurekanda og átt að sjá um að allur búnaður í verksmiðjunni væri góður og að öruggt skipulag væri við lýði, sbr. 21. gr. laga nr. 46/1980. Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að hann hefði verið í sumarleyfi þegar dómfelldi C aftengdi öryggisbúnað vélarinnar og einnig þegar hann tilkynnti ákærða Skúla um það. Ákærði var enn í sumarleyfi þegar banaslysið varð.52. Samkvæmt 20. gr. laga nr. 46/1980 merkir verkstjóri í lögunum hvern þann sem á vegum atvinnurekanda hefur með höndum verkstjórn og eftirlit með starfsemi í fyrirtæki eða hluta þess. Þær varúðarreglur laganna sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn með refsiverðum hætti lúta ýmist að skyldum hans sem verkstjóra, sbr. 21. og 23. gr. eða skyldum hans sem starfsmanns innan verksviðs síns, sbr. 26. gr., hvað varðar framkvæmd vinnu samkvæmt 37. gr. og öryggi véla, sbr. 46. gr. laganna.53. Eins og áður greinir telur ákærði Skúli sig ekki bera refsiábyrgð þar sem hann hafi verið í orlofi þegar hann fékk upplýsingar um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur. Því hafi hann engar starfsskyldur haft hjá fyrirtækinu og ekki boðvald yfir dómfellda […] sem hafi sem aðstoðarverksmiðjustjóri verið staðgengill hans.54. Ákærði Skúli vísar meðal annars til þess að samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 30/1987 falli allar vinnuskyldur starfsmanns niður þegar hann er í orlofi. Þá telur hann leiða af 52. gr. laga nr. 46/1980 að starfsmaður beri aðeins skyldur samkvæmt vinnuverndarákvæðum á vinnutíma.55. Lögum nr. 30/1987 er ætlað að tryggja öllum sem starfa í þjónustu annarra gegn launum tiltekinn lágmarksrétt til orlofs og launa í orlofi. Verndarhagsmunir laga nr. 46/1980 eru af öðrum toga en með þeim er samkvæmt 1. gr. leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun og tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál. Skilgreining á vinnutíma í 1. tölulið 1. mgr. 52. gr. síðargreindu laganna, sem tekur eingöngu til IX. kafla þeirra sem fjallar um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma, verður ekki túlkuð þannig að hún útiloki að verkstjóri verði talinn bera refsiábyrgð vegna vinnuslyss sem verður þegar hann er ekki við störf og stafar af ófullnægjandi öryggisbúnaði vélar á hans starfssviði. Það er hins vegar atviksbundið hvort verkstjóri ber refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum í vinnuverndarlöggjöf vegna hættulegra aðstæðna og atvika sem verða meðan hann er í orlofi.56. Þegar borin eru saman ákvæði laga nr. 30/1987 og laga nr. 46/1980, einkum með tilliti til framangreindra verndarhagsmuna, verður talið að verkstjóri í orlofi losni almennt ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum samkvæmt lögum nr. 46/1980 sem tilkomin var áður en hann fór í orlof. Jafnframt kann hann að bera refsiábyrgð samkvæmt lögunum á því að gera ekki það sem honum er með góðu móti unnt að gera til að afstýra aðsteðjandi hættu sem hann fær upplýsingar um að hafi skapast á starfssviði hans þótt hann sé í orlofi.57. Ákærða Skúla hlaut að vera ljóst hversu mikil hætta gat stafað af umræddri frauðpressuvél og að notkun hennar án öryggisbúnaðar gæti stefnt lífi og limum starfsmanna fyrirtækisins í verulega hættu, sérstaklega í ljósi vitneskju hans um hvernig starfsmenn umgengust vélina. Upplýsingar sem hann fékk vegna stöðu sinnar sem verksmiðjustjóri og verkstjóri frá staðgengli sínum meðan hann var í orlofi um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur lögðu því á hann þá skyldu að gera það sem honum var með góðu móti unnt að gera til að afstýra þeirri yfirvofandi slysahættu sem skapast hafði. Sú athafnaskylda ákærða var ekki viðurhlutamikil í ljósi þeirra hagsmuna sem voru í húfi en hann brást henni engu að síður.58. Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða Skúla fyrir brot gegn þar tilgreindum ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerðar nr. 920/2006. Hlutdeild í manndrápi af gáleysi59. Í refsirétti hefur verið talið að hlutdeildarákvæði 22. gr. almennra hegningarlaga feli í sér rýmkaða refsiábyrgð þannig að sú háttsemi sem falli undir hlutdeild geti náð út fyrir verknaðarlýsingu þess refsiákvæðis sem frumbrotið er heimfært undir svo og til þeirra sem standa utan við þá atburðarás sem sú verknaðarlýsing tekur til. Af orðalaginu „eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið“ í 1. mgr. 22. gr. er ljóst að ákvæðið hefur ekki að geyma tæmandi talningu á háttsemi sem getur falið í sér refsiverða hlutdeild í broti.60. Samkvæmt framansögðu er lýsing 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga víðtæk um þá háttsemi sem fallið getur undir ákvæðið. Þannig er hlutdeild hvorki skilgreind né bundin þátttöku í undirbúningi brots eða skipulagningu þess og getur hún jafnvel falist í þátttöku sem ekki er skaðleg eða hættuleg í sjálfu sér en tengist refsinæmum aðalverknaði og verður refsiábyrgð fyrir hlutdeild ákvörðuð sjálfstætt. Hlutdeildarbrot þarf ekki að vera afgerandi þáttur í því hvort refsiverður verknaður er framinn heldur getur nægt að hlutdeildarmaður styrki áform annars manns sem áður eru til orðin, sbr. 2. mgr. 22. gr. Um þetta má meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar 4. febrúar 1993 í máli nr. 422/1992, sem birtur er í dómasafni réttarins árið 1993 á blaðsíðu 198, 12. desember 2002 í máli nr. 328/2002, 24. janúar 2008 í máli nr. 354/2007 og 1. október 2020 í máli nr. 15/2020.61. Eðli málsins samkvæmt felst hlutdeild alla jafna í athöfn í verki eða orði en getur einnig falist í athafnaleysi. Hvað hlutdeildarverknað varðar má leggja óbeint athafnaleysi að jöfnu við athöfn. Refsinæmi slíks óbeins athafnaleysis ræðst þá af því hvort sérstök tengsl hafi verið milli ætlaðs hlutdeildarmanns og hinnar skaðvænu aðstöðu eða við þá hagsmuni sem í hættu voru. Þessi ábyrgðartengsl geta til dæmis falist í undanfarandi skaðvænni athöfn hlutdeildarmanns eða eftirlits- eða starfsskyldum hans.62. Hér að framan hefur verið fjallað um þær skyldur sem á ákærðu hvíldu sem framkvæmdastjóra og verkstjóra samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra laga og refsiverð brot ákærðu gegn þessum verndarákvæðum.63. Það athafnaleysi ákærða Björns Herberts að láta hjá líða að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat, áætlun um heilsuvernd og að hafa látið hjá líða að koma á vinnuverndarstarfi í […] fól samkvæmt framansögðu í sér refsiverð brot á varúðarreglum. Megintilgangur þeirra er að koma í veg fyrir tjón á lífi og heilsu starfsmanna. Með hliðsjón af því sem talið hefur verið sannað í málinu má ætla að með gerð öryggisáætlunar, áhættumats, áætlunar um heilsuvernd og með vinnuverndarstarfi hefði mátt draga úr líkum á umræddu banaslysi og jafnvel koma í veg fyrir það. Brot ákærða gegn skyldum á sviði vinnuverndar sem fylgdu starfi hans sem framkvæmdastjóra voru þannig meðvirkandi þáttur í banaslysinu.64. Sýnu alvarlegra var þó að ákærðu brugðust ekki við upplýsingum sem þeir fengu frá dómfellda C um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur. Hlutverk öryggisbúnaðarins var að tryggja að ekki væri unnt að gangsetja vélina ef öryggishlið hennar væri opið. Ákærðu bar að bregðast við þessum upplýsingum með því að banna notkun vélarinnar eða í það minnsta sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Hvað ákærða Skúla varðar braut hann að þessu leyti gegn varúðarreglu 2. mgr. 23. gr. laga nr. 46/1980 með því að tryggja ekki að hættu á slysi yrði afstýrt. Fallist er á þær forsendur hins áfrýjaða dóms að með þessu athafnaleysi hafi þeir í ljósi þeirrar stöðu sem þeir gegndu hjá […] og ábyrgðar sem þeir báru á grundvelli laga nr. 46/1980 í raun samþykkt að þessi hættulega vél yrði áfram í notkun án öryggisbúnaðar en ljóst er að virkur öryggisbúnaður á vélinni hefði komið í veg fyrir það banaslys sem varð. Þetta athafnaleysi þeirra verður lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem dómfelldi C hefur verið sakfelldur fyrir.65. Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu fyrir hlutdeild af gáleysi í manndrápi af gáleysi og heimfærslu þess brots til refsiákvæða.Ákvörðun refsingar og sakarkostnaður66. Ákærðu Björn Herbert og Skúli hafa gerst sekir um brot gegn ákvæðum laga og reglugerða um vinnuvernd og hlutdeild af gáleysi í manndrápi af gáleysi. Ákærðu gegndu stjórnunarstöðum í fyrirtækinu þar sem banaslysið varð og höfðu jafnframt sem eigendur þess fjárhagslega hagsmuni af starfsemi þess. Við ákvörðun refsingar þeirra er óhjákvæmilegt að líta til þess að með vanrækslu á skyldum sínum á sviði öryggismála og vinnuverndar í fyrirtækinu og með því að bregðast ekki við þegar þeir fengu vitneskju um aftengingu á öryggisbúnaði hættulegrar vélar brutu þeir gegn grunntilgangi vinnuverndarlöggjafarinnar og áttu þátt í að maður beið bana við notkun vélarinnar. 67. Hvorugur ákærðu hefur áður sætt refsingu. Með vísan til þess hversu alvarlegt skeytingarleysi þeir sýndu um velferð starfsmanna sinna og hversu alvarlegar afleiðingarnar urðu, svo og 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga og annars framangreinds, verður refsing ákærða Björns Herberts ákveðin þriggja mánaða fangelsi en refsing ákærða Skúla tveggja mánaða fangelsi. Er þá tekið tillit til ríkari ábyrgðar ákærða Björns Herberts en Skúla á vinnuverndarstarfi og öryggismálum í fyrirtækinu. Rétt þykir að refsing beggja verði skilorðsbundin svo sem nánar greinir í dómsorði og er þá meðal annars litið til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að ákærðu verði um það kennt.68. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verða staðfest.69. Ákærðu verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti svo sem nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Ákærði, Björn Herbert Guðbjörnsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Ákærði, Skúli Magnússon, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað eru staðfest.Ákærðu greiði áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, sem nemur samtals 3.093.731 krónu sem hér segir: Ákærði Björn Herbert 1.506.600 krónur sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Hildar Ýrar Viðarsdóttur lögmanns, og ákærði Skúli 1.506.600 krónur sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gríms Sigurðssonar lögmanns. Annan áfrýjunarkostnað, 80.531 krónu, greiði ákærðu óskipt. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=32b798b5-8da2-41b3-8f80-f68e94c9cf1a&verdictid=2a08f034-b797-4432-aa77-4ec86fdc87fd |
Mál nr. 44/2022 | Fiskveiðistjórn Aflaheimild Aflahlutdeild Aflamark Stjórnarskrá Jafnræðisregla Atvinnuréttindi Viðurkenningarmál Kröfugerð Lögspurning Frávísun frá héraðsdómi að hluta Aðfinnslur | Með lögum nr. 46/2019 var fest í lög aflamarksstjórn við veiðar á makríl og því skyni gerðar breytingar á lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. FM höfðaði mál á hendur Í og krafðist viðurkenningar á að óheimilt hafi verið með lögum nr. 46/2019 að takmarka veiðiheimildir félagsmanna hans til veiða á makríl með því að úthluta aflaheimildum á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008 til 2018 að báðum árum meðtöldum. Til vara krafðist FM þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið með lögum nr. 46/2019 að takmarka heimildir félagsmanna hans til ráðstöfunar á aflaheimildum skipa í B-flokki. Taldi FM að umrædd lagasetning skerti atvinnuréttindi félagsmanna og færi í bága við jafnræðisreglu 65. gr., eignaréttarákvæði 72. gr. og atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi aðalkröfu FM þannig úr garði gerða að í henni fælist krafa um að dómurinn tæki afstöðu til þess hagsmunamats sem lægi að baki lögum nr. 46/2019 án þess að niðurstaðan hefði raunhæfa þýðingu fyrir réttarstöðu félagsmanna FM þannig að skorið væri úr um tilvist og efni réttinda þeirra, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Slík kröfugerð væri ekki tæk og fullnægði ekki því skilyrði að FM hefði lögvarða hagsmuni af úrlausn um kröfuna. Þar með væru ekki uppfyllt skilyrði 1. og 2. mgr. 25 gr. sömu laga og var aðalkröfu FM vísað frá dómi. Hæstiréttur taldi varakröfuna þannig úr garði gerða að unnt væri að leysa úr efni hennar enda liti hún að takmörkun á heimildum félagsmanna til að ráðstafa aflahlutdeild og aflamarki þeirra í makríl. Ekki var fallist á með FM að með takmörkunum á heimildum félagsmanna til ráðstöfunar á aflaheimildum hefði löggjafinn gengið svo langt að það fæli í sér mismunun milli skipa í A- og B-flokki sem bryti í bága við atvinnuréttindi þeirra. Löggjafinn hefði aukið svigrúm til takmörkunar slíkra réttinda þegar kæmi að skipulagi í sjávarútvegi og hvaða leiðir væru valdar til að ná markmiðum um skynsamlega nýtingu auðlinda og vernd umhverfis. Hæstiréttur tók fram að sérreglur um veiðar smærri skipa og mismunandi reglur um meðferð aflaheimilda hafi lengi verið þáttur í fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða og stefndu að því að viðhalda útgerð smærri skipa í veiðum nærri ströndum. Var talið að hlutlægar og málefnalegar ástæður lægju að baki þeim greinarmun sem gerður væri á skipum eftir veiðarfærum í þessu sambandi og ekki gengið of langt í mismunun gagnvart skipum félagsmanna áfrýjanda til að ná því markmiði, þannig að brotið væri gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Í var því sýknað af varakröfu FM. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. september 2023. Hann krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna hans til veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum með því að úthluta til einstakra skipa aflahlutdeild á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008 til 2018, að báðum árum meðtöldum, samkvæmt ákvæði III til bráðabirgða við lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019.3. Til vara krefst áfrýjandi þess að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna hans til ráðstöfunar á aflaheimildum í B-flokki Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofnsins, samkvæmt 2. málslið 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sbr. 4. gr. laga nr. 46/2019 og 4. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sbr. a-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 46/2019. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.4. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Ágreiningur aðila lýtur að stjórnskipulegu gildi laga nr. 46/2019 um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum um stjórn fiskveiða, nánar tiltekið hvort þau fara í bága við réttindi félagsmanna samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr., eignarréttarákvæði 72. gr. og atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Deilt er um hvort löggjafanum hafi verið heimilt að mæla fyrir um úthlutun aflahlutdeildar í makríl til einstakra skipa á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008 til 2018 með þeirri afleiðingu að skip félagsmanna áfrýjanda hafi fengið minni hlutdeild í stofninum en ef miðað hefði verið við þrjú bestu veiðitímabil undangenginna sex veiðitímabila samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996. Einnig deila aðilar um hvort takmarkanir á ráðstöfun aflaheimilda skipa félagsmanna áfrýjanda í makríl séu andstæðar fyrrgreindum stjórnarskrárákvæðum.6. Með héraðsdómi 27. janúar 2021 var stefndi sýknaður af öllum kröfum áfrýjanda og var sú niðurstaða staðfest með hinum áfrýjaða dómi 16. júní 2022.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 5. september 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-103, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um þau réttindi sem á reyndi í málinu.Málsatvik8. Félag makrílveiðimanna, áfrýjandi í máli þessu, var stofnað 11. febrúar 2017. Markmið félagsins samkvæmt samþykktum þess er að gæta hagsmuna útgerðarmanna sem stunda makrílveiðar með krókum gagnvart stjórnvöldum og eftir atvikum öðrum félagasamtökum útgerðarmanna sem hafa aðra hagsmuni. Skilyrði félagsaðildar er að eiga bát sem hefur yfir að ráða meira en tíu tonnum af úthlutuðu aflamarki í makríl sem veiða á með krókum. Aðildin er skráð á bát og er farið með eitt atkvæði fyrir hvern þeirra. Þegar mál þetta var höfðað voru félagsmenn 41 talsins.9. Félagsmenn áfrýjanda eru eigendur skipa sem fá úthlutað aflahlutdeild í makríl í svokölluðum B-flokki, eftir setningu laga nr. 46/2019, þar sem úthlutun byggist á veiðireynslu skipa með línu og handfærum. Þeir voru handhafar 83,7% þeirra aflaheimilda sem úthlutað var í makríl til báta með línu- og handfærum árið 2018 en fengu um 76% af aflaheimildum sem var úthlutað til báta í B-flokki eftir gildistöku framangreindra laga. Landsamband smábátaeigenda er félag annarra útgerða sem stundað hafa makrílveiðar með línu og handfærum.Aðdragandi setningar laga nr. 46/20190. Makríll er flökkufiskur sem veiddist framan af lítt í íslenskri fiskveiðilögsögu. Útbreiðsla fiskstofnsins á Norðaustur-Atlantshafi og í íslenskri lögsögu jókst verulega á árunum eftir 2005 og makrílafli íslenskra skipa sömuleiðis á skömmum tíma. Þannig veiddu íslensk skip 360 lestir af makríl árið 2005, einkum sem meðafla með síld, árið 2006 veiddu þau 4.222 lestir og árið 2008 var heildarafli þeirra orðinn 112.353 lestir, að nær öllu leyti í íslenskri lögsögu. Veiðar á makríl voru frjálsar íslenskum skipum með veiðileyfi fram til ársins 2008.1. Makríll hefur verið skilgreindur sem deilistofn en í því felst að stofninn veiðist bæði innan og utan lögsögu Íslands. Frá því að reglusetning hófst um stjórn veiðanna hefur hún því sótt stoð í fyrirmæli laga nr. 151/1996 sem fjalla um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, þar á meðal reglur um veiðireynslu, hlutdeildarsetningu og fleira af þeim toga, sbr. 2. til 9. mgr. 5. gr. þeirra laga. Í 1. mgr. 5. gr. laganna er tekið fram að um veiðar utan lögsögu Íslands úr stofnum sem veiðast bæði innan og utan hennar, íslenskum deilistofnum, gildi ákvæði laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 eftir því sem við getur átt.2. Árið 2008 voru makrílveiðar í fyrsta sinn gerðar leyfisskyldar þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti reglugerð nr. 863/2008 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa utan lögsögu fyrir það ár. Þar var einungis ákveðinn heildarafli en honum ekki skipt niður á tiltekna flokka skipa heldur var veiðunum hagað þannig að þau skip sem stunduðu veiðar kepptust um að veiða sem mestan afla þar til leyfðu heildarhámarki var náð. Jafnframt var íslenskum fiskiskipum á grundvelli 4. gr. laga nr. 151/1996 bannað að stunda makrílveiðar utan lögsögu Íslands án leyfis Fiskistofu. Þá var ákveðið að takmarka heildarafla úr makrílstofninum á alþjóðlegu hafsvæði við 20.000 lestir. Sama skipulag var haft á stjórn makrílveiða árið 2009.3. Með reglugerð nr. 285/2010 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa það ár var tekið næsta skref í stjórnun veiðanna þegar byrjað var að skipta aflanum niður á þrjá flokka skipa. Í fyrsta lagi á skip sem veitt höfðu makríl í flottroll og nót á árunum 2007, 2008 og 2009 (112.000 lestir). Í öðru lagi á skip sem stunduðu veiðar á línu og handfæri, netaveiðar og veiðar í gildru (3.000 lestir) og í þriðja lagi til skipa sem ekki féllu undir fyrri tvo flokkana (15.000 lestir). Með reglugerð nr. 753/2010 var hlutur þeirra sem féllu í fyrsta flokkinn aukinn í 115.600 lestir, sem svaraði til 86,5% leyfilegs heildarafla. Um aflaheimildir þeirra skipa sagði að þeim skyldi skipt hlutfallslega miðað við aflareynslu á árunum 2007, 2008 og til og með 11. júlí 2009, miðað við landaðan afla, að undanskildum heimildum til veiða í lögsögu Færeyja.4. Í mars 2011 setti ráðherra reglugerð nr. 233/2011 um stjórn makrílveiða fyrir það ár. Í henni var auk ákvörðunar um heildarafla í makríl, eins og í reglugerðinni frá 2010, mælt fyrir um ráðstöfun heildaraflans til einstakra skipa til veiða í fiskistofninum það ár. Leyfilegum hámarksafla var þá skipt á fjóra flokka skipa. Í fyrsta lagi skip sem stunduðu makrílveiðar með línu eða handfærum (2.000 lestir), í öðru lagi skip sem ekki frystu afla um borð (6.000 lestir), í þriðja lagi vinnsluskip (34.825 lestir) og í fjórða lagi skip sem veitt höfðu makríl í flottroll og nót árin 2007, 2008 og 2009 (112.000 lestir). Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar var skipum í fyrsta flokknum, það er þeim sem stunduðu makrílveiðar með línu eða handfærum, óheimilt að framselja aflaheimildir sínar. Í tilkynningu sem ráðuneytið gaf út samhliða setningu reglugerðarinnar kom fram að við úthlutun aflaheimilda hefði verið litið til þess að auka þann hluta makrílaflans sem færi til vinnslu og manneldis. Jafnframt var tekið fram að veiðarnar sköpuðu ekki grunn að veiðirétti eða veiðifyrirkomulagi í framtíðinni og ekki lægi fyrir samfelld veiðireynsla í skilningi laga. Eftir það voru reglugerðir með svipuðu sniði og reglugerð nr. 233/2011 og fengu útgerðir heimild til veiða eitt ár í senn.5. Með lögum nr. 56/2015 var bætt ákvæði nr. VIII til bráðabirgða við lög nr. 116/2006 um heimild ráðherra til að ráðstafa 2.000 lestum af viðbótaraflaheimildum í makríl til smábáta sem leyfi hefðu til veiða í atvinnuskyni, gegn tilteknu gjaldi. Óheimilt var að framselja aflaheimildir sem úthlutað var samkvæmt þessu ákvæði.6. Samkvæmt dómum Hæstaréttar 6. desember 2018 í málum nr. 508 og 509/2017 var veiðireynsla íslenskra skipa í makríl orðin samfelld árið 2011 í skilningi 2. málsliðar 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996. Fyrrgreindar reglugerðir byggðu því ekki á þeim lagafyrirmælum að aflahlutdeild einstakra skipa skyldi ákveðin á grundvelli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu veiðitímabil þeirra á undangengnum sex tímabilum. Leiddi þetta til þess að um fjórðungi aflaheimilda í makríl var úthlutað til annarra skipa en þeirra sem áttu samkvæmt tilvitnaðri reglu laga nr. 151/1996 rétt á úthlutun aflahlutdeildar á grundvelli veiðireynslu.7. Tvö útgerðarfélög höfðuðu mál á hendur ríkinu árið 2015 og kröfðust viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna framangreindrar tilhögunar á úthlutun aflaheimilda. Í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar í málum nr. 508 og 509/2017 varð niðurstaðan sú að með ákvörðunum Fiskistofu, teknum á grundvelli fyrrgreindra reglugerða sem ekki voru taldar standast lög, hefði útgerðarfélögunum tveimur verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt skýru ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996. Var því fallist á að ríkið bæri ábyrgð á því fjártjóni sem félögin kynnu að hafa beðið.8. Í kjölfar dóma Hæstaréttar voru með lögum nr. 46/2019 settar sérreglur um úthlutun aflahlutdeildar í makríl til skipa sem stundað hafa makrílveiðar, svo sem gerð verður nánari grein fyrir hér í framhaldinu.Efni og markmið laga nr. 46/20199. Lög nr. 46/2019 um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum um stjórn fiskveiða voru sett til þess að festa í lög aflamarksstjórn við veiðar á makríl. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kom fram að með þeim væri jafnframt brugðist við niðurstöðu framangreindra dóma Hæstaréttar um ólögmæti reglugerða um makrílveiðar. Þá var vísað til tillagna starfshóps sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði skipað til að veita ráð um ákvarðanir sem þyrfti að taka í kjölfar dómanna. Jafnframt var í greinargerðinni vísað til ítarlegs mats sem fram kæmi í áliti starfshópsins um hvernig tillögur hans samrýmdust ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra skuldbindinga um mannréttindi.20. Þegar frumvarpið var lagt fram á Alþingi geymdi það eitt efnisákvæði í 1. gr. sem mælti fyrir um að við lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands bættist nýtt ákvæði til bráðabirgða. Samkvæmt því skyldi Fiskistofa, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 5. gr. laganna, úthluta einstökum skipum aflahlutdeild í Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum á grundvelli tíu bestu aflareynsluára á árunum 2008 til 2018, að báðum árum meðtöldum. Í skýringum með þessari tillögu kom fram að yrði gefin út reglugerð vegna veiða á árinu 2019 sem miðaði við veiðireynslu undangenginna sex ára, 2013 til 2018, samkvæmt gildandi lögum væri líklegt að úthlutun á grundvelli hennar myndi skapa ríkinu áframhaldandi skaðabótaábyrgð gagnvart þeim sem fengu minna úthlutað en þeir áttu rétt til á grundvelli veiðireynslu á árunum fyrir 2011. Slík reglugerð væri þannig byggð á formlega fullnægjandi lagastoð en mundi hins vegar efnislega viðhalda ólögmætu ástandi. Því væri Alþingi rétt að veita ráðherra valdheimildir sem kæmu í veg fyrir að áfram yrðu gefnar út reglugerðir sem bökuðu ríkinu bótaábyrgð. Bent var á dæmi þess að sérstakar ráðstafanir hefðu áður verið gerðar tengdar úthlutun aflahlutdeilda í ákveðnum fiskistofnum. Með lögum nr. 50/2002 hefði einstökum skipum verið úthlutað aflahlutdeild í samræmi við veiðireynslu í norsk-íslenska síldarstofninum á átta ára tímabili, árin 1994 til 2001. Í dómi Hæstaréttar 18. nóvember 2004 í máli nr. 221/2004 hefði verið talið að slík sérregla fæli ekki í sér ómálefnalega mismunun sem færi í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar.21. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðförum Alþingis. Í stað þess að skipta veiðiskipum í makríl í flokka á grundvelli þess hvort þau hefðu veiðileyfi með aflamarki eða krókaaflamarki, en það síðarnefnda gildir um báta styttri en 15 metrar og minni en 30 brúttótonn, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, var tekin upp ný flokkun skipa sem miðast við veiðarfæri. Við 1. gr. frumvarpsins bættist ný málsgrein þess efnis að aflahlutdeild í makríl skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Samkvæmt henni skal úthluta aflahlutdeild í A-flokki á skip sem stunduðu makrílveiðar á viðmiðunartímabilinu með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Aflahlutdeild í B-flokki skal úthluta á skip sem stunduðu makrílveiðar á viðmiðunartímabilinu með línu og handfærum. Félagsmenn áfrýjanda eru í B-flokki sem fyrr greinir og samkvæmt því sem fram kom í skýrslu fyrirsvarsmanns áfrýjanda fyrir héraðsdómi eru rúmlega 70% þeirra í krókaaflamarkskerfinu.22. Þá bættist nýr kafli við frumvarpið um breytingar á lögum nr. 116/2006. Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins bættist við 8. gr. þeirra laga hliðstæð regla um flokkun skipa í A- og B-flokk. Þá kom með 3. gr. frumvarpsins nýtt ákvæði í 10. gr. b laganna um að ráðherra væri heimilt að ráðstafa allt að 4.000 lestum af makríl til skipa í B-flokki. Hvert skip ætti kost á að fá úthlutað aflaheimildum í makríl gegn gjaldi sem á hverjum tíma skyldi nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir makríl. Eftir 15. september ár hvert væri ráðherra heimilt að ráðstafa því sem eftir er til fiskiskipa í A-flokki gegn sama gjaldi.23. Önnur viðbót við frumvarpið sem varð að lögum nr. 46/2019 laut að takmörkunum á ráðstöfun aflaheimilda, annars vegar á aflahlutdeild og hins vegar aflamarki. Þannig kom í 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 nýr málsliður um að óheimilt væri að framselja aflahlutdeild skips í makríl úr B-flokki. Einnig var nýju ákvæði bætt í 4. mgr. 15. gr. laganna þess efnis að óheimilt væri að flytja aflamark skips í makríl úr B-flokki nema í jöfnum skiptum í þorskígildum talið fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Ráðherra væri heimilt að flytja ónýtt aflamark í makríl úr B-flokki yfir í A-flokk eftir 15. september ár hvert, að teknu tilliti til tegundartilfærslna og flutningsréttar milli veiðitímabila, sem ráðstafað skyldi jafnt á skip með aflamark í A-flokki.24. Í nefndaráliti um framangreindar breytingar á frumvarpinu kom fram að með þeim hefði verið brugðist við gagnrýni á að staða skipa væri mismunandi eftir veiðarfærum og mikill munur á reynslu smærri og stærri útgerða sem miða ætti við með hinu nýja fyrirkomulagi. Bent hefði verið á að mjög myndi halla á smærri báta og þá sem frumkvæði höfðu að makrílveiðum. Hefðu ýmsar tillögur verið ræddar til að rétta af þann halla. Stefnt væri að því að koma á einu skýru og fyrirsjáanlegu kerfi sem styddi við fjölbreytileika í útgerð jafnt í veiðum sem vinnslu á makríl, bæði við strendur landsins og á úthafsmiðum. Nauðsynlegt væri að lögfesta fyrirkomulag sem tryggði sem best jafnræði og mismunandi útgerðarmynstur og rekstrargrundvöll báta sem veitt hefðu makríl með línu og handfærum innan sama kerfis.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda25. Áfrýjandi byggir aðalkröfu sína á því að ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019 um að úthluta aflahlutdeild í makríl á grundvelli tíu bestu aflaára á ellefu ára tímabili, 2008 til 2018, feli í sér ólögmæta mismunun gagnvart félagsmönnum hans og skerðingu á atvinnu- og eignarréttindum þeirra sem brjóti gegn 1. mgr. 65. gr., 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrirmæli laga nr. 46/2019 hafi valdið þeim tjóni sem birtist þannig að hlutur línu- og handfærabáta í heimildum til veiða á makríl hafi lækkað úr 4,46% af heildarafla árið 2018 í 2,27% árið 2019. Því hafi áfrýjandi lögvarða hagsmuni af málsókninni.26. Áfrýjandi bendir á að löggjafinn hafi byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum tengdum mögulegri bótaábyrgð ríkisins vegna fyrrgreindra dóma Hæstaréttar frá 2018 og fyrirætlun útgerða uppsjávarskipa um að sækja skaðabætur til ríkisins. Alþingi hafi því vikið frá meginreglu laga nr. 151/1996 um að leggja til grundvallar veiðireynslu þriggja ára af síðustu sex árum til að hygla uppsjávarskipum. Hafi ráðherra falið Fiskistofu sérstaklega að reikna út hversu ívilnandi útfærsla frumvarpsins væri fyrir þessar útgerðir. Félagsmenn áfrýjanda séu þannig í reynd látnir bera það tjón sem ólögmætar reglugerðir ráðherra hefðu skapað.27. Áfrýjandi tekur fram að allir sem höfðu veiðar á makríl að atvinnu á þeim tíma sem gripið var til takmörkunar eigi að njóta jafnræðis og þeir eigi stjórnarskrárvarinn rétt til að ekki sé gengið lengra við takmörkun á atvinnuréttindum einstakra útgerða en nauðsyn krefur.28. Meginregla laga nr. 151/1996 um að byggja úthlutun aflahlutdeildar á aflareynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex byggist á viðurkenndri viðmiðun og sé ætlað að tryggja jafnræði. Útgerðir eigi að geta treyst því við kvótasetningu nýrra tegunda að byggt sé á henni enda tryggi það festu og fyrirsjáanleika þeirra sem hyggist stunda útgerð og veiðar og leggi út í fjárfestingar þeim tengdar. Félagsmenn áfrýjanda hafi lagt í slíkar fjárfestingar við breytingar á skipum til veiða á makríl.29. Röksemdir Alþingis fyrir því að víkja frá meginreglunni séu ófullnægjandi og grundvallarmunur sé á aðstæðum sem lágu að baki slíku fráviki í lögum nr. 50/2002 um úthlutun aflaheimilda í norsk-íslenska síldarstofninum. Loks hafi stefndi ekki axlað sönnunarbyrði sína um að sú mismunun sem birtist í lögum nr. 46/2019 hafi verið nauðsynleg til að ná markmiðum löggjafar um úthafsveiðar um takmörkun á veiðum.30. Varakrafa áfrýjanda byggist á því að fyrirmæli 4. og 5. gr. laga nr. 46/2019 um sérstakar takmarkanir sem félagsmenn hans verði að sæta til að nýta og framselja aflahlutdeild og aflamark og heimild til upptöku á ónýttu aflamarki í B-flokki 15. september ár hvert leiði til ólögmætrar mismununar, enda séu engar slíkar takmarkanir í A-flokki. Í þessu felist brot á ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði, friðhelgi eignarréttar og vernd atvinnuréttinda. Þá hafi helstu stoð aflamarkskerfisins, sem felist í sveigjanleika við nýtingu aflaheimilda, verið kastað fyrir róða.31. Þessar umfangsmiklu takmarkanir taki jafnt til félagsmanna áfrýjanda sem fái úthlutað aflahlutdeild á grundvelli veiðireynslu og minni báta sem fái eingöngu úthlutað aflaheimildum úr 4.000 lesta potti án veiðireynslu. Mikill munur sé hins vegar á aðstæðum þeirra skipa sem séu í A- og B-flokki. Veiðisvæði skipa í B-flokki sem veiði með krókum sé afar takmarkað og nálægt landi. Skip sem veiði makríl á króka eigi því takmarkaða möguleika á að veiða úthlutaða aflahlutdeild þegar breyting verður á göngumynstri makríls og verður hún því verðlaus. Við þær aðstæður geti fiskiskip í A-flokki framselt aflahlutdeild til annarra skipa í sama flokki sem geti þá stundað veiðarnar með arðbærari hætti.32. Röksemdir löggjafans um að þessar takmarkanir á ráðstöfun aflaheimilda félagsmanna áfrýjanda stefni að því að treysta veiðar krókabáta standist ekki enda hafi þær þveröfug áhrif. Alþingi hafi hér lagt til grundvallar sjónarmið hagsmunasamtaka smábátaeigenda sem ekki fái úthlutað aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu. Engin úttekt liggi fyrir um áhrif reglunnar eða um nauðsyn hennar til að ná ákveðnum lögmætum markmiðum. Hlutur skipa félagsmanna áfrýjanda í B-flokki sé aðeins 2,3% af úthlutaðri aflahlutdeild á grundvelli veiðireynslu í makríl en hlutdeild skipa í A-flokki 97,7%. Almannahagsmunir búi því ekki að baki hinum umfangsmiklu takmörkunum á meðferð og ráðstöfun aflaheimilda félagsmanna.Helstu málsástæður stefnda33. Stefndi bendir á að ekki verði ráðið af málatilbúnaði áfrýjanda í hverju skerðing laga nr. 46/2019 gagnvart félagsmönnum sé fólgin í reynd og hvers vegna áfrýjandi telji hagsmuni þeirra ekki nægilega varða með því að höfða skaðabótamál vegna tjóns sem þeir telja að lögin baki þeim. Ljóst sé að staða félagsmanna áfrýjanda sé mjög mismunandi innbyrðis og ekki verði ráðið af málatilbúnaði hans hvort eða hvaða áhrif lagasetningin hafi haft á réttindi þeirra.34. Af kröfugerð áfrýjanda um að óska viðurkenningar á að löggjafanum hafi verið óheimilt að binda úthlutun aflaheimilda í makríl tilteknum skilyrðum um veiðireynslu verði ráðið að dómstólum sé ætlað að taka afstöðu til þess hagsmunamats sem lá lögunum til grundvallar, en það geti gefið tilefni til frávísunar málsins. Í því sambandi bendir stefndi á að ef fallist yrði á dómkröfu áfrýjanda um að ákvæði laga nr. 46/2019 verði metin stjórnskipulega ógild myndi það ekki leiða til neinnar skýrrar niðurstöðu um réttindi félagsmanna áfrýjanda.35. Stefndi byggir á því að umræddar lagabreytingar hafi verið innan þeirra valdheimilda sem löggjafinn almennt hafi við setningu laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun Alþingis um að setja reglu þess efnis að aflahlutdeild í makríl sé úthlutað á grundvelli tíu bestu aflaára 2008 til 2018, hafi verið reist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér ólögmæta mismunun gagnvart félagsmönnum áfrýjanda eða skerðingu á atvinnu- og eignarréttindum þeirra.36. Stefndi telur að ljóst hafi verið við setningu laga nr. 46/2019 að fyrirkomulag við stjórn makrílveiða eftir árið 2011 hafði ekki viðhlítandi stoð í lögum og nauðsynlegt að renna lagastoð undir það. Líta þurfti til margháttaðra hagsmuna þar á meðal þeirra útgerða sem fyrstar komu að veiðunum, smábátaeigenda svo og einstakra byggðarlaga og þjóðfélagsins alls af veiðunum. Staða útgerða sem hófu makrílveiðar fyrir árið 2011 hafi ekki verið sambærileg stöðu félagsmanna í áfrýjanda sem þá höfðu ekki hafið makrílveiðar, enda hefðu fyrrnefndu útgerðirnar átt lögbundinn rétt til úthlutunar aflahlutdeildar á grundvelli veiðireynslu svo sem staðfest hefði verið í dómum Hæstaréttar.37. Stefndi bendir á að staða félagsmanna áfrýjanda hafi orðið betri með lögum nr. 46/2019 heldur en ef ráðstöfun aflaheimilda í makríl hefði áfram hvílt á reglugerðum ráðherra sem settar voru frá ári til árs og var ekki ætlað að marka stefnu til framtíðar um veiðistjórn í makríl.38. Þess utan væri ljóst að sá hluti heildarafla makríls sem gengi til línu- og handfærabáta á grundvelli veiðireynslu samkvæmt lögum nr. 46/2019, eða um 2,3%, væri mjög nálægt því heildaraflamagni sem þeir fengu úthlutað á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerða og einnig þess aflamagns sem þessir bátar veiddu árin 2017 og 2018. Að meðtöldum 4.000 lesta potti sem lögin hefðu komið á fái skip í B-flokki, sem félagsmenn áfrýjanda tilheyrðu, um 5,4% af árlegum heildarafla í makríl.39. Stefndi hafnar þeirri málsástæðu sem varakrafa áfrýjanda hvílir á að takmarkanir laga nr. 46/2019 á heimildum félagsmanna hans til að ráðstafa aflaheimildum í B-flokki brjóti gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Fyrir þeim lagafyrirmælum séu málefnaleg rök sem hafi komið skýrt fram í lögskýringargögnum um breytingar á frumvarpinu. Rík áhersla hafi verið lögð á að útgerðir línu- og handfærabáta sem veiddu með krókum við strendur landsins framseldu ekki heimildir sínar til útgerða stærri skipa. Einnig bendir stefndi á að samkvæmt reglugerðum sem settar voru á árunum 2011 til 2014 hafi framsal einnig að meginstefnu verið óheimilt nema með þröngum undantekningum. Þótt rýmkað hefði verið um framsal frá árinu 2015 hefði sú regla áfram gilt að óheimilt væri að flytja afla línu- og handfærabáta yfir á skip í öðrum flokkum. Geti mat löggjafans á því hvort takmarka eigi ráðstöfun aflaheimilda ráðist af öðru en hreinum hagkvæmnissjónarmiðum, svo sem atvinnu- og byggðasjónarmiðum eins og hér eigi við.Niðurstaða Um aðalkröfu áfrýjanda40. Sem fyrr greinir byggist aðalkrafa áfrýjanda á því að Alþingi hafi verið óheimilt að takmarka stjórnarskrárvarinn rétt félagsmanna hans til aflahlutdeildar í makríl með fyrirmælum laga nr. 46/2019 um að úthluta skuli einstökum skipum aflahlutdeild í makríl á grundvelli tíu bestu aflareynsluára skipanna á árunum 2008 til 2018.41. Hæstiréttur hefur í allmörgum málum á síðustu áratugum tekið afstöðu til stjórnskipulegs gildis lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnunar, svo sem um útgáfu veiðileyfa, úthlutun aflahlutdeildar og fyrirmæli um veiðireynslu. Þar hefur meðal annars verið leyst úr dómkröfum um að stjórnvaldsákvarðanir byggðar á tilteknum lögum verði dæmdar ógildar, sbr. til hliðsjónar dóma 3. desember 1998 í máli nr. 145/1998, sem birtur er á bls. 4076 í dómasafni réttarins það ár, og 18. nóvember 2004 í máli nr. 221/2004. Einnig hefur verið leyst úr kröfum um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna ætlaðs fjártjóns sem leitt hafi af úthlutun aflaheimilda á grundvelli lagasetningar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 3. desember 2009 í máli nr. 121/2009. Þannig hafa þeir sem telja stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi sín skert með lögum notið réttar til aðgangs að dómstólum samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og fengið þar úrlausn um réttindi sín.42. Áfrýjandi höfðaði mál þetta í eigin nafni til að afla viðurkenningar um réttindi félagsmanna sinna, útgerðarmanna sem stunda makrílveiðar með krókum, og fá þannig úrlausn um tiltekna lögvarða hagsmuni þeirra á grundvelli sérreglu 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Til stuðnings því að um lögvarða hagsmuni félagsmanna hans sé að ræða hefur áfrýjandi einkum vísað til dóms Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000. Í því máli var til úrlausnar dómkrafa Öryrkjabandalags Íslands á hendur Tryggingastofnun ríkisins til viðurkenningar á að stofnuninni hefði verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap á grundvelli lagaákvæðis sem lækkaði lífeyrisgreiðslur til þessa hóps lífeyrisþega vegna tekna maka. Þar sem skerðingarákvæðið var í dóminum talið fara í bága við réttindi örorkulífeyrisþega samkvæmt 65. gr. og 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar voru þeir taldir eiga kröfu á að fá tekjutryggingu greidda eins og hún var í lögum fyrir lagabreytinguna. Nutu þau kröfuréttindi eignaréttarverndar 72. gr. stjórnarskrár, sbr. dóm Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002.43. Veiðar skipa sem stunduðu makrílveiðar með línu eða handfærum, þar á meðal með krókum, samkvæmt árlegum úthlutunum veiðiheimilda byggðum á reglugerðum ráðherra eftir 2011 sem fóru í bága við lög gátu ekki skapað stjórnarskrárverndað tilkall útgerða þeirra til sambærilegrar aflahlutdeildar í makríl þannig að löggjafanum væri óheimilt að setja sérstök fyrirmæli um veiðireynslu í makrílstofninum sem úthlutun aflahlutdeildar tæki mið af.44. Í gögnum málsins kemur fram að staða einstakra félagsmanna í áfrýjanda hafi verið ólík innbyrðis og áhrif lagasetningarinnar á þá mismunandi, enda um ólík skip að ræða með mismikla veiðireynslu í makríl. Vandséð er að úthlutun aflahlutdeildar í makríl til félagsmanna áfrýjanda hafi í reynd lækkað svo að einhverju nemi hlutfallslega miðað við það sem raunin var á grundvelli reglugerðar 2018. Líta verður til þess að árið 2018 fengu línu- og handfæraskip, sem eru í B-flokki eftir gildistöku laga nr. 46/2019, úthlutað 4,46% heildaraflans í makríl, en afli þeirra það ár varð aðeins 2,89% af heildarafla. Jafnframt er til þess að líta að samkvæmt fyrirmælum 3. gr. laga nr. 46/2019 eiga félagsmenn áfrýjanda kost á að sækja um úthlutun úr sérstökum 4.000 lesta potti með viðbótaraflaheimildum í makríl.45. Við setningu laga nr. 46/2019 var litið til veiðireynslu þeirra sem komu fyrst að makrílveiðum á árunum 2008 til 2011, eins og hefði borið að gera við hlutdeildarsetningu heildaraflans árið 2011. Fyrir liggur að þá höfðu einkum uppsjávarskip aflað sér veiðireynslu. Jafnframt brást löggjafinn við því ástandi sem umræddar reglugerðir höfðu skapað með því að láta félagsmenn áfrýjanda njóta veiðireynslu sinnar á þeim árum sem reglugerðirnar voru settar. Þannig var leitast við að taka hæfilegt tillit til hagsmuna ólíkra hópa veiðiskipa með mislanga veiðireynslu og á ólíkum grundvelli með því að miða úthlutað aflamark við tíu bestu aflareynsluár hvers skips undanfarandi ellefu ár. Einnig þurfti að líta til margvíslegra hagsmuna sem ekki fóru endilega saman, svo sem fleiri félagasamtaka útgerðarmanna, smábáta sem gætu komið nýir að veiðunum og byggðasjónarmiða.46. Sem fyrr segir veitir 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 félagi heimild til að reka í eigin nafni mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna. Slík viðurkenningarkrafa er þó aðeins tæk til efnislegrar meðferðar að uppfylltu því skilyrði 2. mgr. sömu greinar að félagsmenn hafi lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Samkvæmt langri dómaframkvæmd um nauðsyn lögvarinna hagsmuna í dómsmáli er viðurkenningarkrafa því aðeins tæk til efnislegrar meðferðar að sakarefni máls sé þannig vaxið að úrlausn um það hafi raunhæfa þýðingu fyrir réttarstöðu aðila. Þegar viðurkenningarkrafa er rekin í nafni félags vegna réttinda félagsmanna þarf félagið að sýna fram á hvaða þýðingu úrlausn um hana hefur fyrir félagsmenn eða einstaka hópa þeirra.47. Í málatilbúnaði að baki aðalkröfu áfrýjanda felst fyrst og fremst að dómurinn taki afstöðu til þess hagmunamats sem liggur að baki lögum nr. 46/2019. Á hinn bóginn hefur áfrýjandi ekki gert skýra grein fyrir hver hin tilteknu réttindi félagsmanna hans eru sem búa að baki dómkröfunni eða hvaða hagsmuni einstaka félagsmenn eða hópar þeirra hafi af því að leyst verði úr henni. Með þeirri niðurstöðu sem dómkrafa áfrýjanda miðar að, það er að löggjafanum hafi verið óheimilt að setja fyrrgreint ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019, myndi rakna við sú óvissa réttarstaða sem félagsmenn áfrýjanda höfðu fyrir setningu laganna. Niðurstaðan yrði þannig ekki til þess að skorið yrði úr um hagsmuni þeirra eða ráðið til lykta raunverulegum ágreiningi aðila máls og hefði hún þannig ekki raunhæfa þýðingu fyrir réttarstöðu félagsmanna áfrýjanda. Kröfugerð í máli þessu miðar þannig ekki að því að fá viðurkenningu á tilteknum réttindum félagsmanna, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 eins og raunin var í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 125/2000.48. Aðalkrafa áfrýjanda felur jafnframt í sér lögspurningu sem fullnægir ekki áskilnaði 1. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þannig eru ekki uppfyllt það skilyrði að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 9. mars 2011 í máli nr. 52/2011 og 31. mars 2020 í máli nr. 1/2020. Að þessu virtu ber að vísa aðalkröfunni frá héraðsdómi.49. Með framangreindri niðurstöðu um frávísun aðalkröfu áfrýjanda er engu slegið föstu um að fyrirkomulag um veiðireynslu í makríl samkvæmt lögum nr. 46/2019 hafi ekki haft sérstakar afleiðingar fyrir einhverja í hópi félagsmanna umfram aðra eða leitt til fjárhagslegs tjóns þeirra. Geta einstakir félagsmenn, sem telja svo ástatt um sig, eftir sem áður leitað úrlausnar um þau réttindi sín fyrir dómstólum.Um varakröfu áfrýjanda50. Varakrafa áfrýjanda lýtur að því að löggjafanum hafi verið óheimilt, með þeim hætti sem gert var með lögum nr. 46/2019, að takmarka heimildir félagsmanna hans í B-flokki til ráðstöfunar á aflaheimildum í makríl. Tilvísun til aflaheimilda í kröfugerð áfrýjanda verður að skilja svo að átt sé við aflahlutdeild og aflamark eins og þau hugtök eru skilgreind í 8. gr. laga nr. 116/2006. Með því sæti félagsmenn hans mismunun í andstöðu við 65. gr., sbr. einnig 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar þar sem skip í A-flokki þurfi ekki að sæta sömu takmörkun á ráðstöfun aflaheimilda.51. Varakrafa áfrýjanda beinist annars vegar að 2. málslið 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 eins og henni var breytt með lögum nr. 46/2019. Samkvæmt því er óheimilt að framselja aflahlutdeild skips í makríl úr B-flokki en með því telur áfrýjandi að vikið sé frá almennri reglu 6. mgr. 12. gr. laganna um að heimilt sé að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar lýtur varakrafan að 4. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, sbr. a-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 46/2019, sem mælir fyrir um að óheimilt sé að flytja aflamark skips í makríl úr B-flokki nema í jöfnum skiptum, í þorskígildum talið, fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít.52. Áfrýjandi hefur til stuðnings kröfu sinni í þessu tilliti jöfnum höndum vísað til atvinnufrelsis og eignarréttinda félagsmanna sinna samkvæmt 75. og 72. gr. stjórnarskrárinnar án þess að leitast við að skýra hvernig þessi ákvæði taki til þeirra hagsmuna sem hann telur skerta og með hvað hætti ákvæðunum verði beitt samhliða. Í annan stað gerir áfrýjandi í málatilbúnaði sínum ekki marktækan greinarmun á þeim mismunandi sjónarmiðum sem eftir atvikum kunna að eiga við um bann á framsali aflahlutdeildar í makríl, sbr. 2. málslið 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 og takmörkunum á framsali aflamarks, sbr. 4. mgr. 15. gr. sömu laga.53. Samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar er öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa en jafnframt er tekið fram að þessu frelsi megi þó setja skorður með lögum enda krefjist almannahagsmunir þess. Almennt hefur verið litið svo á í dómaframkvæmd að menn verði að þola bótalaust skerðingu á atvinnufrelsi sínu í víðtækum skilningi eða frelsinu til að ákveða lífsstarf sitt. Öðruvísi horfi við ef skerðingin kemur niður á heimildum manna til að stunda áfram þau störf sem þeir hafa þegar tekið upp eða hafa fengið sérstakt leyfi stjórnvalda til að stunda. Er þá um að ræða atvinnuréttindi sem einnig eru þáttur í atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 2. mars 2017 í máli nr. 387/2016 þar sem leyst var úr kröfu um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar um að úthluta ekki aflahlutdeild í tilteknum fiskistofni.54. Þegar atvinnuréttindi verða metin til fjárhagslegra gæða og takmarkanir sem þeim eru settar geta leitt til tjóns geta réttindin einnig notið verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig er ljóst að menn byggja fjárhagslega afkomu sína í margvíslegum atriðum á slíkum atvinnuréttindum og í því sambandi geta þeir sett fjármuni í sérhæfð atvinnutæki og lagt efnahagslegt öryggi sitt undir. Þá kann atvinna sem stunduð er samkvæmt opinberu leyfi að skapa réttmætar væntingar leyfishafa til að hann haldi áfram leyfi til atvinnustarfseminnar meðan hann uppfyllir þau skilyrði sem því eru sett.55. Í heimildum félagsmanna áfrýjanda til makrílveiða, sem byggjast á opinberum leyfum og heimildum og útfærðar eru með lögum, eru fólgin atvinnuréttindi þeirra sem njóta verndar með framangreindum hætti samkvæmt 1. mgr. 75. gr. og 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Félagsmenn áfrýjanda fá úthlutað aflahlutdeild í makríl í B-flokki og verða að sæta framangreindum skorðum sem lög nr. 46/2019 settu við heimildum til að ráðstafa aflahlutdeild og aflamarki sínu í makríl. Þeir hafa því samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um réttmæti umræddrar takmörkunar á réttindum sínum að þessu leyti og verður áfrýjandi talinn réttur aðili að slíku máli, sbr. 3. mgr. 25. gr. sömu laga.56. Svo sem fyrr segir er með lögum nr. 46/2019 gerður greinarmunur á heimildum útgerða skipa til að ráðstafa aflahlutdeild í makríl eftir því hvort þau eru í A- eða B-flokki en sú skipan byggist á veiðarfærum skipa sem fyrr var lýst og um leið á veiðisvæðum þeirra. Til að skera úr um hvort sá greinarmunur felur í sér mismunun gagnvart félagsmönnum áfrýjanda sem kunni að fara í bága við jafnræðisreglu 65. gr. og vernd 75. gr. stjórnarskrárinnar á atvinnuréttindum sem einnig geta notið verndar 72. gr. hennar er litið til þess hvort hann hvílir á málefnalegum sjónarmiðum og hvort takmörkun gengur of langt með hliðsjón af fyrirliggjandi markmiði.57. Í því sambandi verður þó að játa löggjafanum aukið svigrúm til að mæla fyrir um almennar takmarkanir á atvinnuréttindum, hvort heldur sem litið er á þau sem verndarandlag samkvæmt 75. gr. eða 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta á einkum við þegar um ræðir skipulag atvinnugreina, þar á meðal í sjávarútvegi og hvaða leiðir eru valdar til að ná markmiðum um skynsamlega nýtingu auðlinda og vernd umhverfis. Jafnframt er viðurkennt að vernd atvinnuréttinda sé takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. febrúar 1997 í máli nr. 177/1996 sem birtur er á bls. 617 í dómasafni réttarins það ár.58. Þegar ráðherra ákvað árið 2011 að ráðstafa heildarafla í makríl til fjögurra flokka skipa, var 2.000 lestum ráðstafað til þeirra skipa sem stunduðu makrílveiðar með línu eða handfærum án tillits til veiðireynslu. Tilgangurinn með því mun einkum hafa verið að auka þann hluta makrílaflans sem færi til vinnslu og manneldis. Með þessu móti var einnig stefnt að því að styrkja makrílveiðar við strendur landsins á minni skipum. Var skipum sem veiddu makríl með línu eða handfærum jafnframt óheimilt að framselja aflaheimildir sínar. Reglugerðir um veiðistjórnun á makríl byggðust næstu ár á þessum sjónarmiðum. Einnig liggur fyrir að áfrýjandi mótmælti við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið takmörkunum á ráðstöfun aflaheimilda línu- og handfæraskipa í makrílveiðum eftir setningu reglugerðar nr. 351/2018. Einnig má líta til þess sem fyrr er nefnt að þegar lögum nr. 116/2006 var breytt með lögum nr. 56/2015 sem veittu ráðherra heimild til að ráðstafa 2.000 lestum af viðbótaraflaheimildum í makríl til smábáta var tekið fram að óheimilt væri að framselja aflaheimildir sem þannig væri úthlutað. Lög nr. 46/2019 fólu þannig ekki í sér sérstök nýmæli um að takmarka heimildir línu- og handfæraskipa til að ráðstafa aflaheimildum skips í makríl.59. Í lögskýringargögnum með umræddum fyrirmælum laga nr. 46/2019 er fjallað um rök fyrir skiptingu skipa í A- og B-flokk og ólíkum reglum sem gilda um flokkana þar sem meðal annars er litið til veiðigetu skipa og veiðisvæða. Þá kemur fram að útgerðir ólíkra skipaflokka höfðu við meðferð frumvarpsins viðrað mismunandi sjónarmið og hagsmuni tengda veiðistjórn í makríl.60. Í ræðu formanns atvinnuveganefndar Alþingis sem gerði grein fyrir breytingartillögum nefndarinnar við 2. umræðu frumvarpsins kom fram að þær stefndu einkum að því fyrirbyggja að aflaheimildir línu- og handfærabáta í makríl yrðu framseldar til stærri útgerða á úthafsveiðum. Með óheftu framsali gæti sú staða skapast að ekkert yrði eftir af aflaheimildum fyrir línu- og handfærabáta þannig að útgerðir hefðu ekki heimildir til að veiða við strendur landsins þar sem stærri skip gætu ekki veitt og með því myndu tapast mikil verðmæti. Þótt þannig væri girt fyrir framsal á makríl frá B-flokki skipa á línu og handfærum til A-flokks stærri skipa yrði hægt innan sama árs að vera með tegundartilfærslu. Skip í A-flokki gætu þá fengið makríl og skip í B-flokki fengju þá í staðinn til sín eitthvað af þeim fjórum bolfiskstegundum sem væru í boði, það er þorsk, ýsu, ufsa eða steinbít.61. Af reglum sem gilda um skip í B-flokki sem stunda makrílveiðar með línu og handfærum svo og gögnum málsins um þróun veiðistjórnunar í makríl verður ráðið að sérreglur um veiðar smærri skipa og takmarkanir á flutningi aflaheimilda til stærri skipa hafi lengi verið grunnþáttur við stjórn makrílveiða og þjóni skýrum tilgangi en takmarkalaust framsal myndi grafa undan slíkum veiðum.62. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 116/2006 sem eru meginlöggjöf um fiskveiðistjórnun í landinu er markmið þeirra að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Við val á leiðum til að ná því markmiði við úthlutun takmarkaðra gæða á borð við veiðar úr fiskstofnum sem bundnar eru ákvörðunum um heildarafla þarf löggjafinn að líta til fjölmargra hagsmuna. Þar fara ekki alltaf saman hagsmunir ólíkra flokka skipa og útgerða sem tengst geta atvinnu og fjárfestingum, auk þess sem líta getur þurft til byggðasjónarmiða eða annarra samfélagslegra markmiða. Verður sem fyrr segir fallist á að löggjafinn hafi svigrúm til mats á því hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum 1. gr. laganna þótt dómstólar leysi úr því hvort lög sem eru reist á slíku vali samrýmist mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000 og 18. nóvember 2004 í máli nr. 221/2004.63. Sú leið sem löggjafinn kaus að fara við setningu laga nr. 46/2019 og felur annars vegar í sér bann við framsali aflahlutdeildar í makríl, sbr. 2. málslið 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, og hins vegar takmarkanir á framsali aflamarks, sbr. 4. mgr. 15. gr. sömu laga, stefnir að því lögmæta markmiði að tryggja áfram veiðar á makríl við strendur landsins.64. Árétta verður að sérreglur um veiðar smærri skipa og mismunandi reglur um meðferð krókaaflamarks hafa samkvæmt gögnum málsins lengi verið þáttur í fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða og í samræmi við áralanga stefnu um að viðhalda skuli útgerð smærri skipa í veiðum nærri ströndum. Félagsmenn áfrýjanda gátu því ekki haft sérstakar væntingar við ákvarðanir um fjárfestingar í skipum og veiðarfærum um að engar takmarkanir yrðu settar við ráðstöfun aflaheimilda í lagasetningu um stjórnun makrílveiða.65. Að öllu framangreindu gættu búa hlutlægar og málefnalegar ástæður að baki þeim greinarmun sem gerður er á skipum eftir veiðarfærum í þessu sambandi og ekki er gengið of langt í mismunun gagnvart skipum félagsmanna áfrýjanda til að ná því markmiði svo að í bága fari við 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 75. gr. og 72. gr. hennar um stöðu og vernd atvinnuréttinda. Þá eru ekki efni til þess eins og málatilbúnaði áfrýjanda er háttað að gera neinn greinarmun í þessu sambandi á banni við framsali aflahlutadeildar og takmörkunum á framsali aflamarks. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda af varakröfu áfrýjanda er því staðfest.66. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eru staðfest.67. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.68. Það athugast að við meðferð málsins fyrir héraðsdómi voru leiddir til skýrslugjafar sem vitni alþingismenn til að bera um tilurð lagasetningar. Til þessa stóð engin heimild enda verða vitni aðeins leidd fyrir dóm til að svara spurningum um málsatvik sem þau geta borið um af eigin raun, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991.Dómsorð:Aðalkröfu áfrýjanda, Félags makrílveiðimanna, um að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna hans til veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum með því að úthluta til einstakra skipa aflahlutdeild á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008 til 2018, að báðum árum meðtöldum, samkvæmt ákvæði III til bráðabirgða við lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019 er vísað frá héraðsdómi.Hinn áfrýjaði dómur skal að öðru leyti vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=7ef99337-3364-4273-9218-7cf179212d48&verdictid=a347ea01-dda5-41f4-a27d-061fa0e1aaee |
Mál nr. 49/2022 | Ábyrgðaryfirlýsing Skaðabótaskylda Sýkna að svo stöddu Ómerking dóms Landsréttar að hluta | K, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar S, höfðaði mál á hendur LE ehf., L ehf. LV ehf. og G vegna kröfu um greiðslu skuldar vegna tónlistarflutnings hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni SS sumarið 2018. K byggði kröfu sína á hendur LE ehf. á því að framkvæmdastjóri félagsins hefði í viðtali við fjölmiðla gefið ábyrgðaryfirlýsingu fyrir hönd félagsins vegna skulda SP ehf. við flytjendur sem fram komu á umræddri tónlistarhátíð. K byggði kröfu sína á hendur L ehf. LV ehf. og G á því að þeir hefðu verið nátengdir SP ehf. og nýtt þá stöðu sína til þess að koma eignum þess félags undan kröfuhöfum og með því valdið K skaðabótaskyldu tjóni, meðal annars á grundvelli reglna um samsömun. Héraðsdómur féllst á kröfu K en með dómi Landsréttar voru L ehf., LV ehf. og G sýknuð að svo stöddu af kröfu K um greiðslu skaðabóta á þeim grundvelli að fyrir lægi dómur þess efnis að F, fyrrverandi fyrirsvarsmaður SP ehf., skyldi greiða K fjárkröfuna sem um ræðir og ekki væri fullreynt hvort krafan fengist greidd úr hendi F. Voru stefndu að öðru leyti sýknaðir af kröfu K. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að framkvæmdastjóri LE ehf. hefði haft heimild til þess að gefa yfirlýsingu þess efnis sem K byggði á í málinu. Var LE ehf. því sýknað af kröfu K. Af þeim sökum kom ekki til frekari skoðunar ábyrgð annarra stefndu á ætlaðri skuldbindingu LE ehf. þar sem til hennar hafði aldrei stofnast. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Landsréttur hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort gögn sem stefndu lögðu fram undir rekstri málsins í Landsrétti kæmust að við mat á hugsanlegri skaðabótaábyrgð L ehf., LV ehf. og G. Þá hafi Landsrétti borið að taka efnislega afstöðu til ætlaðrar skaðabótaskyldu þeirra og ekki staðið lagaskilyrði til þess að sýkna þá að svo stöddu. Vísaði Hæstiréttur til þess að óskipt ábyrgð fleiri en eins skuldara á kröfu kæmi ekki í veg fyrir að aflað yrði aðfararhæfs dóms gagnvart þeim öllum í einu dómsmáli eða fleirum meðan einhver hluti kröfunnar væri enn ógreiddur. Þar sem ætluð skaðabótakrafa K hefði verið orðin gjaldfær fyrir dómtöku málsins í héraði hafi engin efni verið til að sýkna L ehf., LV ehf. og G að svo stöddu með vísan til 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný um kröfu K á hendur L ehf., LV ehf. og G á grundvelli ætlaðrar skaðabótaskyldu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. september 2022. Hann krefst þess að stefndu verði gert að greiða sér óskipt 133.273,45 bandaríkjadali með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. júlí 2018 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 29. september 2022 að fjárhæð 120.573,90 bandaríkjadalir. Þá krefst hann málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu á öllum dómstigum.3. Stefndi Live events ehf. krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Stefndu Lifandi viðburðir ehf., L Events ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg krefjast hver um sig sýknu af kröfum áfrýjanda. Þá krefjast þeir þess hver um sig að ákvörðun Landsréttar um málskostnað verði staðfest og að áfrýjanda verði gert að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Áfrýjandi höfðaði upphaflega mál þetta gegn stefnda Live events ehf. 14. mars 2019 en sakaukastefndi öðrum stefndu inn í málið 12. desember sama ár. Málið á rætur að rekja til kröfu hljómsveitarinnar Slayer á hendur Solstice Productions ehf. vegna tónleika hennar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sumarið 2018. Óumdeilt er að hljómsveitin fékk ekki umsamið endurgjald fyrir tónleikahaldið greitt að fullu. Nam krafa áfrýjanda í dómsmálinu upphaflega 133.273,45 bandaríkjadölum.6. Áður en til málsóknar þessarar kom hafði áfrýjandi höfðað mál af sama tilefni á hendur Solstice Productions ehf. og fyrrverandi fyrirsvarsmanni þess, Friðriki Ólafssyni. Bú félagsins var síðar tekið til gjaldþrotaskipta og við skiptin fékkst ekkert greitt upp í framangreinda kröfu. Með dómi Landsréttar 12. nóvember 2021 í máli nr. 396/2020 var fallist á kröfu áfrýjanda á hendur Friðriki.7. Áfrýjandi byggir kröfu sína gagnvart Live events ehf. á þeim grundvelli að framkvæmdastjóri félagsins hafi í viðtali við fjölmiðla 6. febrúar 2019 gefið ábyrgðaryfirlýsingu fyrir hönd þess vegna skulda Solstice Productions ehf. við flytjendur sem fram komu á umræddri tónlistarhátíð sumarið 2018. Þeim málatilbúnaði hafnar stefndi Live events ehf. þar sem framkvæmdastjórinn hafi hvorki gefið slíka yfirlýsingu né haft til þess umboð félagsins.8. Í tilviki annarra stefndu byggir áfrýjandi á því að þeir hafi verið nátengdir Solstice Productions ehf. og nýtt þá stöðu sína til þess að koma eignum þess félags undan kröfuhöfum og með því valdið áfrýjanda skaðabótaskyldu tjóni, meðal annars á grundvelli reglna um samsömun. Stefndu hafna því að þeir verði gerðir ábyrgir á þeim grundvelli og bera meðal annars við aðildarskorti. Þeir hafi ekki verið nátengdir fyrri rekstraraðilum í framangreindum skilningi og verði því ekki samsamaðir þeim.9. Með héraðsdómi 23. febrúar 2021 var fallist á dómkröfur áfrýjanda en með dómi Landsréttar 27. maí 2022 voru stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðir ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg sýknuð að svo stöddu af kröfu áfrýjanda um greiðslu skaðabóta en stefndu að öðru leyti sýknaðir af kröfum áfrýjanda.0. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 20. september 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-91, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu í tilviki fleiri skuldara.1. Eftir að leyfi hafði verið veitt til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar gerðu áfrýjandi og framangreindur Friðrik Ólafsson samkomulag 30. september 2022 um „stöðvun á innheimtu og niðurfellingu ábyrgðar“. Fól það samkomulag í sér að Friðrik greiddi áfrýjanda 19.500.000 krónur. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi lækkað kröfu sína með hliðsjón af þeirri greiðslu.Málsatvik2. Áfrýjandi er umboðsfyrirtæki sem eignast hefur fyrir framsal umþrætta kröfu bandarísku hljómsveitarinnar Slayer sem kom fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice 23. júní 2018. Félagið Solstice Productions ehf. samdi við hljómsveitina. Samkvæmt samkomulaginu átti félagið að greiða hljómsveitinni 250.000 bandaríkjadali í þóknun og 6.000 bandaríkjadali vegna flutningskostnaðar. Þá átti það að endurgreiða ferðakostnað hljómsveitarinnar og starfsmanna hennar sem samtals nam 73.273,45 bandaríkjadölum. Solstice Productions ehf. greiddi aðeins hluta samningsfjárhæðarinnar þannig að eftir stóðu 60.000 bandaríkjadalir af umsaminni þóknun ásamt fyrrnefndum ferðakostnaði. Eftirstöðvarnar námu því 133.273,45 bandaríkjadölum sem voru á gjalddaga 4. júlí 2018.3. Í fyrirsvari fyrir félagið Solstice Productions ehf. voru systkinin Friðrik og Katrín Ólafsson og sátu þau bæði í stjórn þess en Friðrik var jafnframt framkvæmdastjóri. Samstarfsmaður þeirra var Jón Bjarni Steinsson, eiginmaður Katrínar. 4. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra var tilkynnt 20. ágúst 2018 um að nafni félagsins Bláskór ehf. hefði verið breytt í Show ehf. auk þess sem tilgangi félagsins hefði verið breytt. Í sömu tilkynningu kom fram að Guðmundur Hreiðarsson Viborg væri stjórnarmaður en Jón Bjarni Steinsson varamaður í stjórn. Framkvæmdastjóri væri Katrín Ólafsson og hefði hún heimild til að skuldbinda félagið ásamt Jóni Bjarna Steinssyni. Heiti þess var síðar breytt í Lifandi viðburðir ehf.5. 15. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra var tilkynnt 12. september 2018 að nafni félagsins Sögufell ehf. hefði verið breytt í Show Live ehf. Fram kom að í nýrri stjórn félagsins sætu Katrín Ólafsson formaður og Jón Bjarni Steinsson meðstjórnandi. Heiti þessa félags var síðar breytt í Live events ehf. 6. Þegar tónlistarhátíðinni Secret Solstice var lokið sumarið 2018 hófu Friðrik og Katrín, í samvinnu við Reykjavíkurborg, undirbúning næstu Secret Solstice tónlistarhátíðar sem halda átti sumarið 2019. Í tölvupóstsamskiptum Katrínar við starfsmann Reykjavíkurborgar 4. desember 2018 kom fram að stefndi Live events ehf. myndi sjá um að halda hátíðina en félagið væri í eigu stefnda Lifandi viðburða ehf. Bæði félögin væru í eigu stefnda Guðmundar.7. Í frétt Stundarinnar 11. desember 2018 kom fram að nýr aðili, stefndi Live events ehf., hefði tekið við rekstri Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar. Þar kom einnig fram að fyrra rekstrarfélag hátíðarinnar væri ógjaldfært og margir listamenn og starfsmenn hefðu enn ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá sagði þar að aðstandendur „nýju kennitölunnar“ væru mikið til þeir sömu og hjá þeirri fyrri og að stefndi Guðmundur væri stjórnarformaður nýs rekstraraðila hátíðarinnar. 8. Í frétt sem birtist á fréttavefnum vísir.is 6. febrúar 2019 var haft eftir Víkingi Heiðari Arnórssyni framkvæmdastjóra stefnda Live events ehf. að gert yrði upp við alla listamenn sem hefðu ekki fengið greitt fyrir að koma fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sumarið 2018. Einnig kom fram í fréttinni að stefndi Live events ehf. væri nýtt félag sem myndi halda hátíðina næsta sumar. Þar kom einnig fram að Víkingur Heiðar segðist „ætla að borga öllum listamönnum sem Solstice Production náði ekki að gera upp við frá síðustu hátíð“. Í frétt á mbl.is sama dag stóð einnig að framkvæmdastjórinn fullyrti að gert yrði upp við alla listamenn sem hefðu ekki fengið greitt fyrir að koma fram á síðustu hátíð.9. Stefndi Guðmundur stofnaði stefnda L Events ehf. 20. mars 2019. Í tölvupósti Víkings Heiðars til starfsmanns Reykjavíkurborgar 18. maí 2019 kom fram að stefndi Lifandi viðburðir ehf. væri leyfishafi á leigusamningi um Laugardalinn en einnig „móðurfélagið yfir Live events og L Events.“ Stefndi Live events ehf. væri rekstrarfélagið og færu „allir reikningar með vsk á þetta félag, eins og uppbygging svæðisins og verktakar.“ Stefndi L Events ehf. væri „hitt dótturfélagið sem [myndi] taka á móti greiðslum fyrir miðum og greiða út tónlistarmanna laun“. Þetta félag væri „með allt sem er enginn vsk af.“ 20. Á fundi borgarráðs 16. maí 2019 voru samþykkt drög að samningi Reykjavíkurborgar við stefnda Lifandi viðburði ehf. vegna Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar í júní sama ár. Samningur stefnda Lifandi viðburða ehf. og Reykjavíkurborgar var undirritaður 31. maí 2019. Í honum var ákvæði þess efnis að félagið skyldi gera upp eftirstöðvar skulda fyrri rekstraraðila, Solstice Productions ehf., við borgina vegna hátíðarinnar árið áður.21. Sem fyrr segir hafði áfrýjandi einnig höfðað mál á hendur Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, fyrrverandi fyrirsvarsmanni þess, til heimtu skuldarinnar. Útivist varð af hálfu beggja aðila og var stefna árituð um aðfararhæfi 11. júní 2019. Málið var endurupptekið að beiðni Friðriks að því er hann varðaði en Solstice Productions ehf. óskaði ekki eftir endurupptöku. Eins og áður greinir var félagið síðar tekið til gjaldþrotaskipta og lauk þeim án þess að krafan fengist greidd. Með héraðsdómi 29. apríl 2020 var krafa stefnda á hendur Friðriki tekin til greina og með fyrrgreindum dómi Landsréttar 12. nóvember 2021 í máli nr. 396/2020 var honum gert að greiða stefnda fjárkröfuna sem um ræðir á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar hans.22. Áfrýjandi höfðaði mál þetta gegn stefnda Live events ehf. 14. mars 2019 en sakaukastefndi öðrum stefndu 12. desember sama ár. Í sakaukastefnu skoraði áfrýjandi á sakaukastefndu að leggja fram gögn um framsal á rekstri og eignum Solstice Productions ehf. til þeirra. Ekki var orðið við þeirri áskorun undir rekstri málsins í héraði. 23. Í Landsrétti lögðu stefndu hins vegar fram lánssamning 12. júní 2018 milli WWhite ehf. og Solstice Productions ehf. ásamt tryggingarbréfum og handveðssamningi. Samkvæmt honum tók Solstice Productions ehf. lán hjá WWhite ehf. að fjárhæð 130.000.000 króna og skuldbatt sig til að ráðstafa fyrstu 80.000.000 króna af tekjum af miðasölu á tónlistarhátíðina sem bærust eftir undirritun samnings til endurgreiðslu lánsins. Auk þess lögðu stefndu fram kaupsamning 27. júní 2018 þar sem WWhite ehf. framseldi fyrrnefndan lánssamning til stefnda Guðmundar. Þá lögðu stefndu fram annnan samning 5. september 2018 um uppgjör milli Solstice Productions ehf. og Show ehf. (nú Lifandi viðburðir ehf.). Samkvæmt honum leysti stefndi Lifandi viðburðir ehf. til sín allar veðsettar eignir Solstice Productions ehf. þar sem félagið hefði ekki staðið í skilum vegna endurgreiðslu á fyrrnefndu láni sem stefndi Lifandi viðburðir ehf. hefði yfirtekið.24. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti mótmælti áfrýjandi því að litið yrði til fyrrnefndra gagna við meðferð málsins og byggði á að ekki væri hægt að byggja á málsástæðum leiddum af gögnunum sem stefndu að réttu hefðu átt að leggja fram við meðferð málsins í héraði. 25. 25. Friðrik Ólafsson gerði samkomulag við áfrýjanda 30. september 2022 um „stöðvun á innheimtu og niðurfellingu ábyrgðar.“ Samkvæmt samkomulaginu greiddi Friðrik áfrýjanda 19.500.000 krónur sem fullnaðargreiðslu vegna ábyrgðar hans. Niðurstaða26. Fyrir Hæstarétti krefjast stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðir ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg sýknu af kröfum áfrýjanda. Þessir stefndu hafa hins vegar ekki gagnáfrýjað dómi Landsréttar fyrir sitt leyti og kemur sú krafa þeirra því ekki til álita. Ber að líta svo á að þeir krefjist staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sýknu að svo stöddu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 9. júní 2005 í máli nr. 39/2005.27. Af greinargerð stefndu til Hæstaréttar verður ráðið að þeir byggi öðrum þræði á því að ætluð fjárkrafa áfrýjanda vegna flutnings hljómsveitarinnar Slayer á Secret Solstice sumarið 2018 sé nú greidd að fullu og hún því liðin undir lok. Þetta hafi gerst annars vegar með greiðslum frá Solstice Productions ehf. og hins vegar með fyrrnefndu uppgjöri við Friðrik Ólafsson 30. september 2022 en með því hafi áfrýjandi gefið eftir af ýtrustu kröfum sínum á hendur Friðriki. Gegn andmælum áfrýjanda verður ekki fallist á þennan málatilbúnað stefndu enda hefur áfrýjandi samkvæmt gögnum málsins móttekið og ráðstafað þeim fjármunum sem samið var um að Friðrik greiddi sem innborgun á eftirstöðvar ætlaðrar upphaflegrar kröfu sinnar á hendur Solstice Productions ehf. án þess að falla frá eftirstöðvum kröfu á hendur öðrum hugsanlegum skuldurum.28. Svo sem fyrr er rakið er krafa áfrýjanda í upphaflegri frumsök málsins gegn stefnda Live events ehf. byggð á því að framkvæmdastjóri þess félags hafi í viðtali við fjölmiðla 6. febrúar 2019 gefið út ábyrgðaryfirlýsingu fyrir hönd félagsins vegna skulda Solstice Productions ehf. við flytjendur sem fram komu á umræddri tónlistarhátíð sumarið 2018. Gagnvart öðrum stefndu, upphaflega sakaukastefndu, byggir áfrýjandi á því að þeir hafi verið nátengdir Solstice Productions ehf. og nýtt þá stöðu sína til þess að koma eignum þess félags undan kröfuhöfum og með því valdið áfrýjanda tjóni sem stefndu beri að bæta honum á grundvelli reglna hlutafélagaréttar um skaðabætur og samsömun. Verði ekki fallist á að þessir stefndu beri ábyrgð þess efnis er á því byggt að þeir beri í öllu falli, og þá á sama grundvelli, ábyrgð á skuldbindingu þeirri sem felist í ábyrgðaryfirlýsingu framkvæmdastjóra stefnda Live events ehf.29. Samkvæmt dómsorði hins áfrýjaða dóms voru stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðir ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg sýknaðir að svo stöddu af kröfu áfrýjanda um greiðslu skaðabóta. Að öðru leyti voru allir stefndu sýknaðir af kröfum áfrýjanda. Þess er hins vegar að gæta að í málinu hefur áfrýjandi uppi eina dómkröfu um greiðslu nánar tilgreindrar fjárhæðar í bandaríkjadölum með vöxtum. Dómsorðið er þannig ekki í samræmi við áskilnað 2. mgr. 114. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skilja verður þessa niðurstöðu Landsréttar á þann veg að stefndi Live events ehf. sé sýknaður að öllu leyti af dómkröfum áfrýjanda en í tilviki annarra stefndu feli sýkna að svo stöddu í sér að ekki sé tekin afstaða til þeirrar málsástæðu að baki dómkröfum á hendur stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg að þeir hafi verið nátengdir Solstice Productions ehf. og nýtt þá stöðu sína til þess að koma eignum þess félags undan kröfuhöfum og með því valdið áfrýjanda tjóni. Sú krafa er reist á grundvelli skaðabótaábyrgðar, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og almennu skaðabótareglunni auk reglna um samsömun. 30. Við úrlausn málsins verður því fyrst tekin afstaða til þess hvort fallast beri á þá málsástæðu áfrýjanda að framkvæmdastjóri stefnda Live events ehf. hafi gefið skuldbindandi yfirlýsingu fyrir hönd þess félags í viðtali við fjölmiðla 6. febrúar 2019. Síðan verður fjallað um ætlaða skaðabótaskyldu stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborgs.Ætluð ábyrgðaryfirlýsing31. Svo sem fram hefur komið byggir áfrýjandi á því að Víkingur Heiðar framkvæmdastjóri stefnda Live events ehf. hafi fyrir hönd félagsins gefið skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis að það myndi greiða þá kröfu sem deilt er um í máli þessu og á rætur að rekja til umræddra vanskila Solstice Productions ehf. við hljómsveitina Slayer. Í því sambandi vísar áfrýjandi til þeirra ummæla sem nánar eru rakin hér að framan og höfð voru eftir framkvæmdastjóranum en þau birtust 6. febrúar 2019 á netmiðlunum vísir.is og mbl.is. Voru þau þess efnis að gert yrði upp við alla listamenn sem ekki hefðu fengið greitt fyrir að koma fram á umræddri tónlistarhátíð. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað áfrýjanda enda hefði í ummælunum falist bindandi loforð stefnda Live events ehf. sem framkvæmdastjórinn hefði haft stöðuumboð til að gefa. Með hinum áfrýjaða dómi var þessi stefndi hins vegar sýknaður af kröfu áfrýjanda á þeim grundvelli að í ummælunum sem eftir framkvæmdastjóranum voru höfð hefði ekki falist skuldbindandi yfirlýsing um að félagið myndi greiða fjárkröfu áfrýjanda.32. Til þess að fallist verði á að stofnað hafi verið til umræddrar skuldbindingar fyrir hönd stefnda Live events ehf. þarf annars vegar að liggja fyrir að framkvæmdastjórinn hafi haft umboð til að gefa skuldbindandi yfirlýsingu þessa efnis og hins vegar að í þeim tilvitnuðu ummælum sem eftir honum voru höfð í fjölmiðlum hafi falist skuldbindandi yfirlýsing en um síðarnefnda atriðið komust héraðsdómur og Landsréttur að öndverðri niðurstöðu. Fyrst verður tekin afstaða til þess hvort framkvæmdastjórinn hafi stöðu sinnar vegna eða á öðrum grundvelli haft umboð til þess að gefa fyrir hönd stefnda Live events ehf. slíka yfirlýsingu.33. Í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga er fjallað um stöðuumboð en þar segir: Sé maður, samkvæmt samningi við annan mann, í stöðu, er eftir lögum eða venju felur í sér heimild til þess að reka erindi hins innan vissra takmarka, þá telst hann hafa umboð til þess að gera þá löggerninga, sem innan þeirra takmarka eru.Í 1. mgr. 52. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög segir:Ef sá sem kemur fram fyrir hönd félags samkvæmt ákvæðum 49.–50. gr. gerir löggerning fyrir hönd þess bindur sá gerningur félagið nema:. hann hafi farið út fyrir þær takmarkanir á heimild sinni sem ákveðnar eru í lögum þessum;2. hann hafi farið út fyrir takmarkanir á heimild sinni á annan hátt enda hafi viðsemjandi vitað eða mátt vita um heimildarskortinn og telja verði ósanngjarnt að viðsemjandinn haldi fram rétti sínum. Í 2. mgr. 44. gr. sömu laga er nánari grein gerð fyrir umboði framkvæmdastjóra einkahlutafélags sem er útlistað með svofelldum hætti:Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá félagsstjórn nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana félagsstjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Í slíkum tilvikum skal félagsstjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.34. Komi ekki annað til telst sú ráðstöfun lögaðila að takast á hendur ábyrgð á skuldbindingum annars lögaðila gagnvart þriðja manni óvenjuleg en eftir atvikum getur hún jafnframt verið mikils háttar. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 fellur ráðstöfun utan umboðs framkvæmdastjóra ef hún er annað tveggja óvenjuleg eða mikils háttar en á hinn bóginn getur hann gert slíka ráðstöfun hafi hann til þess sérstaka heimild félagsstjórnar eða ekki er unnt að bíða ákvörðunar um hana án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Að þessu virtu er það áfrýjanda að sýna fram á að framkvæmdastjóri stefnda Live events ehf. hafi haft heimild til þess að gefa yfirlýsingu þess efnis sem áfrýjandi byggir á í málinu. 35. Samkvæmt útprentun úr hlutafélagaskrá 27. maí 2019 átti ætluð heimild framkvæmdastjórans til ráðstafana af framangreindum toga sér ekki stoð í skráðum tilgangi stefnda Live events ehf. en af sama skjali verður ráðið að framkvæmdastjórinn fór ekki með prókúruumboð fyrir hönd félagsins á umræddum tíma. Af gögnum málsins verður heldur ekki ráðið að yfirlýsing framkvæmdastjórans hafi stuðst við sérstaka heimild félagsstjórnar eða að ekki hefði verið unnt að bíða ákvörðunar hennar þar um. Framburður Jóns Bjarna Steinssonar fyrir héraðsdómi, sem sat í stjórn stefnda Live events ehf. þegar ummælin voru höfð eftir framkvæmdastjóranum, staðfesta einungis að áform hafi verið uppi um það á vettvangi félagsins að gera upp við íslenska flytjendur tónlistar sem fram höfðu komið á hátíðinni 2018 í því skyni að greiða fyrir því að sömu aðilar fengjust til að spila á hátíð þeirri sem áformuð var sumarið 2019. Þegar af þessari ástæðu verður stefndi Live events ehf. sýknaður af dómkröfu áfrýjanda, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. maí 2012 í máli nr. 285/2012.36. Samkvæmt framansögðu kemur ekki til frekari skoðunar ábyrgð annarra stefndu á ætlaðri skuldbindingu stefnda Live events ehf. þar sem því hefur verið hafnað að til hennar hafi stofnast. Ætluð skaðabótaskylda stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborg37. Að framangreindri niðurstöðu fenginni stendur eftir að taka til þess afstöðu hvort aðrir stefndu en Live events ehf. kunni á grundvelli skaðabótaskyldu og fyrir samsömun að bera ábyrgð á greiðslu dómkröfu áfrýjanda. 38. Með hinum áfrýjaða dómi voru stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðir ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg sem fyrr segir sýknaðir að svo stöddu af dómkröfu áfrýjanda á grundvelli skaðabótaábyrgðar. Í 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að sýkna skuli stefnda að svo stöddu ef krafist er dóms um skyldu sem mætti fullnægja með aðför og hún reynist hvíla eða geta hvílt á stefnda en efndartími hennar ókominn þegar mál er dómtekið. Slík niðurstaða felur ekki í sér afstöðu til réttinda eða skyldna aðila en með því að sýkna að svo stöddu er komist hjá því að sýkna stefnda fyrirvaralaust sem fæli í sér bindandi og endanlega úrlausn um að ætluð skylda hvíli ekki á honum. Svara réttaráhrif sýknu að svo stöddu því í reynd til áhrifa af frávísun máls frá dómi. Ekki verður þó leyst úr kröfu um sýknu að svo stöddu fyrr en mál hefur verið flutt til fullnaðar um efnishlið þess. Þá á ekki að ljúka máli með sýknu að svo stöddu ef sýnt er fram á að skylda hvíli ekki á stefnda heldur eingöngu ef það er hugsanlegt eða víst. Þegar þannig háttar til er óhjákvæmilegt að dómari taki að nokkru marki afstöðu til efnisatriða máls áður en hann sýknar að svo stöddu.39. Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti lögðu stefndu fram ný gögn, svo sem rakið er í lið 23 hér að framan, en þau vörðuðu meðal annars gjaldþrotaskipti á búi Solstice Productions ehf., lántöku þess félags og veðsetningu eigna, kaup stefnda Guðmundar Hreiðarssonar Viborgs á kröfu á það félag svo og framsal á eignum og rekstri félagsins. Fyrir Landsrétti vísaði áfrýjandi til þess að undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi hefði hann með vísan til 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 skorað á stefndu að leggja fram kaupsamning um rekstur og vörumerki hins gjaldþrota félags ásamt upplýsingum um greiðslur vegna slíks kaupsamnings. Við þessari áskorun hefðu stefndu ekki brugðist og ekki lagt grundvöll að vörn sinni í málinu í samræmi við 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991. Úr þessu yrði ekki bætt með síðbúinni gagnaframlagningu fyrir Landsrétti og málsástæður byggðar á þeim gögnum of seint fram komnar, sbr. 2. mgr. 163. gr. laganna.40. Í hinum áfrýjaða dómi er í engu að því vikið hvort og þá hvaða þýðingu umrædd gögn geti haft við mat á ætlaðri skaðabótaskyldu stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborgs og fyrir niðurstöðu um að sýkna viðkomandi aðila að svo stöddu. Var þó fullt tilefni til þess, hvað sem leið niðurstöðu um sýknu að svo stöddu, enda varða þau beinlínis þau lögskipti sem eru kjarninn í réttarágreiningi aðila hvað ætlaða skaðabótaskyldu varðar.41. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu að svo stöddu var nánar tiltekið á því reist að fyrir lægi dómur á fyrrnefndan Friðrik Ólafsson sem verið væri að fullnusta og því ekki ljóst hvort krafan fengist greidd að verulegu eða öllu leyti með þeim hætti. Segir síðan í dómi Landsréttar: ,,Samkvæmt framangreindu er ekki fullreynt hvort fjárkrafa stefnda fæst greidd úr hendi Friðriks Ólafssonar og því ókominn sá tími sem áfrýjendurnir L Events ehf., Lifandi Viðburðir ehf. og Guðmundur Hreiðarsson Viborg verða krafðir um efndir hennar.” Bæri því að sýkna þá að svo stöddu með vísan til 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991. 42. Hér að framan eru í lið 38 rakin lagaskilyrði þess að sýknað verði að svo stöddu á grundvelli 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991. Svo sem fram er komið byggir áfrýjandi skaðabótakröfu sína á hendur stefndu L Events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg á því að þeir hafi með saknæmum og ólögmætum hætti komið eignum félagsins Solstice Productions ehf. undan kröfuhöfum þess félags og með því valdið sér tjóni. Bú þess félags var tekið til gjaldþrotaskipta 27. maí 2020. Áfrýjandi reisir rétt sinn til skaðabóta úr hendi stefndu þannig á atvikum sem voru að baki þegar málið var höfðað en skaðabótakrafa stofnast við hinn ætlaða skaðabótaskylda verknað, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. júní 2010 í máli nr. 266/2010. 43. Þótt ætluð skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefndu væri til komin vegna sömu kröfu og hann freistaði að innheimta á hendur Friðriki Ólafssyni á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar hans voru engin efni til þess að líta svo á að efndatími skaðabótakröfunnar væri háður árangri af þeirri innheimtu. Þannig báru stefndu og Friðrik óskipta ábyrgð gagnvart áfrýjanda ef komist hefði verið að þeirri efnislegu niðurstöðu að krafa í þessu máli um greiðslu skaðabóta ætti sér lagastoð. Er þetta jafnframt í samræmi við þá grundvallarreglu kröfuréttar að fleiri skuldarar sömu kröfu beri óskipta ábyrgð nema annað leiði af lögum eða samningi. Skiptir þá venjulega ekki máli þótt grundvöllur kröfu á hendur fleiri skuldurum sé ekki sá sami, svo sem ef hún á sér stoð í samningi á hendur einum en eftir reglum skaðabótaréttar utan samninga á hendur öðrum. Óskipt ábyrgð fleiri en eins skuldara á kröfu kemur ekki í veg fyrir að fenginn verði aðfararhæfur dómur gagnvart þeim öllum í einu dómsmáli eða fleirum meðan einhver hluti kröfu er enn ógreiddur. Þegar af þeirri ástæðu að ætluð skaðabótakrafa áfrýjanda var samkvæmt framansögðu orðin gjaldkræf fyrir dómtöku málsins í héraði voru engin efni til að sýkna stefndu að svo stöddu á grundvelli 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991.44. Svo sem hér hefur verið rakið eru þeir ágallar á hinum áfrýjaða dómi að þar er í fyrsta lagi ekki tekin nein afstaða til þess hvort gögn þau sem stefndu lögðu fram undir rekstri málsins í Landsrétti fengju komist að við mat á hugsanlegri skaðabótaábyrgð stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborg. Í öðru lagi bar Landsrétti að taka efnislega afstöðu til ætlaðrar skaðabótaskyldu sömu stefndu og voru ekki lagaskilyrði til þess að sýkna þá að svo stöddu í málinu. Á dóminum eru því hvað þessa stefndu varðar þeir annmarkar að óhjákvæmilegt er að ómerkja hann að því leyti og vísa málinu til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný um kröfu áfrýjanda á hendur þeim á grundvelli ætlaðrar skaðabótaskyldu.45. Að öllu framangreindu gættu verður stefndi Live events ehf. sýknaður af kröfu áfrýjanda. Hvað aðra stefndu varðar verður málinu vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.46. Áfrýjanda verður eftir þessum úrslitum gert að greiða stefnda Live events ehf. málskostnað á öllum dómstigum sem ákveðinn er í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Rétt er að málskostnaður milli áfrýjanda og stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborg fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Stefndi, Live events ehf., er sýkn af kröfum áfrýjanda, K2 Agency Limited.Áfrýjandi greiði stefnda, Live events ehf., samtals 1.500.000 krónur í málskostnað á öllum dómstigum.Niðurstaða Landsréttar um sýknu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborg að svo stöddu er ómerkt og þeim þætti málsins vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.Málskostnaður milli áfrýjanda og stefndu L Events ehf., Lifandi viðburða ehf. og Guðmundar Hreiðarssonar Viborgs fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=e381f323-1100-4eb7-9883-e28f7bf1e3bf&verdictid=5904aa4e-9bda-49fe-90cb-65d3c85815b2 |
Mál nr. 48/2022 | Skaðabætur Miskabætur Gæsluvarðhald Framsal sakamanns Stjórnarskrá | A höfðaði mál á hendur Í og krafðist skaðabóta vegna gæslu hans á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017 á meðan hann beið framsals hingað til lands og vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti hér á landi frá 17. ágúst 2017 til 10. janúar 2018 í tengslum við rannsókn lögreglu og meðferð sakamáls. A var ákærður fyrir peningaþvætti samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Með dómi héraðsdóms var A sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi samkvæmt 4. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og var sú niðurstaða staðfest af Landsrétti. Krafðist A bóta úr hendi Í á þeim grundvelli að hann hafi verið sviptur frelsi að ósekju í skilningi 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar vegna 269 daga frelsissviptingar hans umfram dæmda refsingu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að við frelsissviptingu A hefði ekki verið gætt meðalhófs og hann sætt gæsluvarðhaldi langt umfram nauðsyn andstætt 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar ekki væru í almennum lögum fyrirmæli um bótarétt manns sem borinn hefði verið sökum í aðstæðum líkt og í tilviki A yrði að líta til markmiðs og eðlis 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar. Var talið að Í bæri hlutlæga bótaábyrgð á grundvelli hennar á frelsissviptingu A. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki stæðu málefnaleg rök til þess að greina á milli ábyrgðar Í á frelsissviptingu A hér á landi og á Ítalíu. Varðandi ákvörðun bóta vísaði Hæstiréttur til þess að A hefði hlotið refsidóm vegna þeirra atvika sem lögreglurannsókn beindist að og ákvörðun um gæsluvarðhald hvíldi á. Hins vegar hefði ekkert komið fram um að A hefði sjálfur átt sök á að frelsissvipting varð svo löng sem raun bar vitni þannig að lækka bæri bætur til hans af þeirri ástæðu. Voru miskabætur til A ákveðnar 6.000.000 krónur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen, Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómari og Guðmundur Sigurðsson prófessor.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. september 2022. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum. Til vara er þess krafist að krafa stefnda verði lækkuð verulega og málskostnaður felldur niður.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að skaðabótaskyldu áfrýjanda vegna gæsluvarðhalds stefnda frá 17. ágúst 2017 til 10. janúar 2018 í tengslum við rannsókn lögreglu á peningaþvætti og meðferð sakamáls. Einnig er deilt um bótaskyldu áfrýjanda vegna frelsissviptingar stefnda á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017 meðan hann beið framsals hingað til lands. Stefndi var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar en til frádráttar refsingunni kom fyrrgreint gæsluvarðhald sem hann sætti hér á landi. Stefndi byggir bótakröfu sína fyrir Hæstarétti á að hann hafi verið sviptur frelsi að ósekju í skilningi 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 vegna 269 daga frelsissviptingar hans umfram dæmda refsingu.5. Með héraðsdómi 17. mars 2021 var áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 4.500.000 krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti hér á landi en kröfu vegna ætlaðs fjártjóns var vísað frá dómi. Í hinum áfrýjaða dómi 10. júní 2022 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um skaðabótaskyldu áfrýjanda vegna gæsluvarðhalds stefnda hér á landi og einnig vegna gæslu hans á Ítalíu og voru miskabætur til stefnda ákveðnar 19.000.000 króna, en hvorki var fallist á kröfu hans um miskabætur vegna farbanns né vegna þess að stjórnvöld hefðu hindrað för hans úr landi að refsidómi gengnum.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 20. september 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-99, á þeim grunni að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um skaðabótaskyldu ríkisins vegna þvingunaraðgerða við rannsókn sakamáls.Málsatvik7. Stefndi er […] ríkisborgari fæddur árið 1985. Þegar atvik máls urðu hafði hann ótímabundið dvalarleyfi á Ítalíu og hafði verið búsettur þar í landi frá 2004. Hann kom fyrst til Íslands 2. febrúar 2016 og yfirgaf landið 10. sama mánaðar. Síðar í þeim mánuði hóf héraðssaksóknari rannsókn á ætluðu peningaþvættisbroti stefnda auk þriggja annarra manna hér á landi.8. Vegna rannsóknarinnar gaf héraðsdómur út handtökuskipun á hendur stefnda að kröfu héraðssaksóknara 30. mars 2016 á þeim grundvelli að rökstuddur grunur væri um að hann kynni að vera viðriðinn brot á tilteknum ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 155. gr. um skjalafals, 248. gr. um fjársvik og 264. gr. um peningaþvætti. Stefndi var handtekinn á Ítalíu 13. febrúar 2017. Á grundvelli Evrópusamnings um framsal sakamanna frá 13. desember 1957 sendi innanríkisráðuneytið ítölskum stjórnvöldum beiðni um framsal stefnda til Íslands 16. febrúar 2017 ásamt gögnum þar um og sendi ráðuneytið frekari gögn 16. mars 2017. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sendi 19. maí 2017 fyrirspurn til ítalskra yfirvalda um stöðu málsins sem var svarað 24. sama mánaðar á þann veg að því væri ekki lokið þar og að tilkynnt yrði þegar það lægi fyrir. Alþjóðadeildin sendi á ný fyrirspurn 14. júní 2017 um hvort stefndi væri enn í varðhaldi á Ítalíu. Ekkert svar barst við henni.9. Dómsmálaráðuneyti Ítalíu samþykkti framsal stefnda til Íslands 3. júlí 2017 og var sú ákvörðun staðfest af dómstól í […] 10. sama mánaðar. Erindi barst til íslenskra yfirvalda 17. júlí þar sem tilkynnt var að framsalið hefði verið samþykkt og að íslensk yfirvöld þyrftu að sækja stefnda ekki seinna en 19. júlí 2017. Sama dag sendi ráðuneytið tilkynningu til ítalskra yfirvalda um að því hefði ekki borist formlegt samþykki fyrir framsalinu. Þess var óskað að framsali yrði frestað til 24. júlí 2017 og var það ítrekað tveimur dögum síðar. Ítölsk yfirvöld svöruðu 3. ágúst 2017 og óskuðu eftir áætlun um flutning stefnda. Ráðuneytið áréttaði 4. ágúst að engin formleg gögn hefðu borist því en ferðaáætlun yrði send að þeim mótteknum. Vegna gagnaöflunar var varðhald stefnda á Ítalíu og frestur til að flytja stefnda úr landi framlengdur 4. ágúst til 18. sama mánaðar.0. Dómsmálaráðuneytið hér á landi fól ríkislögreglustjóra 8. ágúst að annast flutning stefnda til Íslands fyrir 18. sama mánaðar. Stefndi var fluttur til landsins 17. ágúst. Sama dag var hann í héraðsdómi úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna samkvæmt a-lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til 24. sama mánaðar.1. Eftir að fyrsta gæsluvarðhald stefnda rann út var hann fimm sinnum til viðbótar úrskurðaður í varðhald til fjögurra vikna í senn á grundvelli b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Vísað var til þess að brot þau sem stefndi væri grunaður um gætu varðað allt að átta ára fangelsi. Byggðu úrskurðirnir á að stefndi væri erlendur ríkisborgari með engin tengsl við Ísland en ætti eiginkonu í […] og son í […]. Var því talin hætta á að hann myndi reyna að komast úr landi eða koma sér undan málsókn með öðrum hætti og ekki talið að nærvera hans yrði tryggð með öðrum og vægari úrræðum. Stefndi kærði alla fimm úrskurðina til Hæstaréttar sem staðfesti þá með vísan til forsendna.2. Meðan á gæsluvarðhaldi stóð var ákæra gefin út á hendur stefnda 20. september 2017 og var hann einn fjögurra ákærðra í málinu. Stefnda var gefið að sök peningaþvætti samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa skipulagt og gefið meðákærðu fyrirmæli um peningaþvættið eftir að hann kom til landsins í febrúar 2016 gagngert í þeim tilgangi að sjá til þess að fjármunir yrðu sendir tilteknum erlendum aðilum og að brotin hefðu verið framin að hans undirlagi auk nánari tilgreiningar á háttsemi hans sem getið var í ákæru.3. Með úrskurði Landsréttar 10. janúar 2018 var úrskurður héraðsdóms frá 8. sama mánaðar um að stefndi skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi felldur úr gildi og honum í staðinn gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr., sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Með úrskurði Landsréttar 7. mars 2018 var stefnda gert að sæta áfram farbanni þar til dómur félli í sakamálinu á hendur honum í héraðsdómi, þó eigi lengur en til 12. mars 2018.4. Aðalmeðferð í sakamálinu fór fram dagana 7. og 11. desember 2017 og var málið þá dómtekið. Vegna tafa á að kveða upp dóm var málið endurflutt 23. febrúar 2018 og dómur kveðinn upp 8. mars sama ár. Þar var stefndi sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi samkvæmt 4. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Refsing hans var ákveðin fangelsi í tvo mánuði og kom gæsluvarðhald sem hann sætti til frádráttar refsingunni. Með dómi Landsréttar […] maí 2019 í máli nr. […] var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu og refsingu stefnda staðfest.5. Þegar héraðsdómur gekk í refsimálinu 8. mars 2018 var ljóst að stefndi hafði afplánað dæmdan refsitíma að fullu vegna þess gæsluvarðhalds sem hann hafði sætt við rannsókn og meðferð málsins. Stoðdeild ríkislögreglustjóra flutti stefnda til Amsterdam 23. mars 2018 þaðan sem hann fór sjálfur til […] á Ítalíu.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda6. Áfrýjandi mótmælir þeirri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að íslenska ríkið beri bótaábyrgð vegna gæslu stefnda á Ítalíu eftir að hann var handtekinn þar að beiðni íslenskra stjórnvalda um framsal hans í tengslum við lögreglurannsókn. Eðlilega hafi verið staðið að beiðninni og engri sök fyrir að fara við málsmeðferð hér á landi. Hvorki séu uppfyllt skilyrði 246. gr. laga nr. 88/2008 né almennra skaðabótareglna. Áfrýjandi geti ekki borið ábyrgð á atvikum á Ítalíu og byggir á aðildarskorti um kröfur sem því tengjast. Hann geti aðeins borið ábyrgð á ákvörðunum eigin starfsmanna og innan marka íslenska ríkisins. 7. Um bótakröfu vegna gæsluvarðhalds hér á landi byggir áfrýjandi á að stefndi hafi ekki verið sýknaður í sakamálinu heldur sakfelldur fyrir þann verknað sem honum var gefinn að sök í ákæru, peningaþvætti, þótt háttsemi hans væri virt sem gáleysisbrot samkvæmt 4. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Því eigi stefndi ekki rétt til bóta samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008. Ekki sé heldur fullnægt skilyrðum almennra skaðabótareglna í málinu um grundvöll skaðabótaábyrgðar. Þá hafi stefndi sjálfur átt mikla og afgerandi sök á þeim þvingunarráðstöfunum sem hann var beittur.8. Ekki sé unnt að skýra 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar með þeim hætti að hún skapi bótarétt við þessar aðstæður eins og gert sé í hinum áfrýjaða dómi. Stefndi hafi ekki verið sviptur frelsi að ósekju og hvorki sé til að dreifa saknæmri háttsemi áfrýjanda né að lögmæt skilyrði hafi skort fyrir þvingunarráðstöfunum. Í stjórnarskrárákvæðinu felist lagaáskilnaðarregla en ekki sjálfstæð bótaregla. Þá verði slík regla ekki leidd af mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og ekki sé hægt að leiða skaðabótaskyldu af 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.9. Til stuðnings varakröfu bendir áfrýjandi á að hin tildæmda fjárhæð sé alltof há og sérstaklega mótmælt að líta megi til sjónarmiða sem reifuð séu í frumvarpi til laga nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Lögin hafi verið sett vegna sérstakra tilvika og mál þetta sé auk þess ekki samanburðarhæft við málin sem lögin taka til.Helstu málsástæður stefnda20. Stefndi byggir á því að öll gæsluvarðhaldsvist hans umfram dæmda refsingu hafi verið að ósekju í skilningi 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og bendir því til stuðnings á ummæli í greinargerð með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995.21. Hann byggir jafnframt á því að áfrýjandi beri ábyrgð á gæslu sem honum var gert að sæta á Ítalíu. Af fyrirmælum 35. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar sé ljóst að líta beri á frelsissviptingu hans í báðum löndum sem eina heild. Stefndi hafi verið í haldi á Ítalíu fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda og því beri áfrýjandi ábyrgð á miska sem sú frelsissvipting kunni að valda.22. Þá bendir stefndi á að hann hafi enga sök borið á gæsluvarðhaldi umfram dæmda refsingu og hvorki valdið né stuðlað að þvingunaraðgerðum. 23. Stefndi vísar að auki til þess að bótaskylda áfrýjanda hafi stofnast þegar fyrir lá samkvæmt endanlegum dómi að hann hefði setið lengur í gæsluvarðhaldi en sú refsing sem honum var gert að sæta í sakamálinu. Í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 felist bann við því að sakborningur sæti gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Þá beri að líta til 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um að maður skuli aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en þörf krefur. Af þessu sé ljóst að 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar sé grundvöllur bótaábyrgðar í ólögfestum tilvikum eða þegar lög samrýmast ekki þeim grundvallarrétti sem ákvæðið áskilji.24. Um fjárhæð miskabóta tekur stefndi fram að við ákvörðun þeirra fyrir gæsluvarðhald að ósekju beri, eins og gert var í hinum áfrýjaða dómi, að hafa hliðsjón af athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 128/2019 sem og dómvenju. Séu miskabætur til stefnda samkvæmt hinum áfrýjaða dómi síst of háar og ættu í reynd að miðast við 130.000 krónur á dag eða samanlagt um 35.000.000 króna sé litið til dóms Landsréttar 17. desember 2021 í máli nr. 638/2020.Löggjöf25. Í 67. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um persónufrelsi. Áskilið er í 1 mgr. að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Ákvæði 3. og 5. mgr. greinarinnar hafa einkum þýðingu fyrir sakarefni þessa máls, en þau eru svohljóðandi:3. mgr.[...] Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.5. mgr.Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.26. Efni 67. gr. var fært í núverandi mynd með 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 sem bættu meðal annars 5. mgr. við greinina og efni 3. mgr. um rétt handtekins manns og skilyrði gæsluvarðhalds var einnig gert mun ítarlegra en áður. Í greinargerð með 5. gr. frumvarps til fyrrgreindra laga kom fram að meðal helstu markmiða breytinganna væri að færa efni ákvæðisins til samræmis við hliðstætt ákvæði 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.27. Í greinargerðinni var einnig tekið fram að þótt ákvæði um réttindi sakaðs manns í 3. mgr. væru þegar tryggð að mestu í löggjöf um meðferð sakamála væri engu að síður þörf á að stjórnarskrárbinda þau með afdráttarlausum hætti, enda væri með frelsissviptingu gengið á ein mikilvægustu grundvallarmannréttindi einstaklinga. Því yrðu heimildir til þess að vera sérstaklega skýrar. Um fyrirmæli 3. mgr. að maður skuli aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en þörf krefur sagði að sett væri fram viss leiðbeiningar¬regla sem væri í samræmi við dómvenju um beitingu lagaheimilda til gæsluvarðhalds. 28. Um nýmæli 5. mgr. 67. gr. um bótarétt vegna frelsissviptingar sagði meðal annars í greinargerð:Mikilvægasta skýringaratriðið í reglunni lýtur væntanlega að því að mælt er fyrir um bótarétt þess sem hefur verið sviptur frelsi að ósekju. Í síðastnefndu orðin er unnt að leggja þann almenna skilning að þau vísa til þess að maður hafi verið sviptur frelsi saklaus eða að ástæðulausu. Með orðalagi ákvæðisins er ætlunin að mönnum verði tryggður bótaréttur ef þeim hefur verið gert að sæta frelsissviptingu án þess að hafa til þess unnið. Ræðst þá bótarétturinn af því sem komið er fram þegar unnt er orðið að meta öll atvik máls. Bótaréttur getur þó fallið brott ef maður telst sjálfur hafa átt sök á því að gripið hafi verið til sviptingar frelsis hans eða frelsissvipting hafi orðið svo löng sem raun ber vitni. Í 5. mgr. 5. gr. frumvarpsins er ætlast til að nánari reglur um bótarétt manns vegna frelsissviptingar komi fram í almennum lögum, en þar yrði að taka öllu nánari afstöðu til atriða varðandi m.a. skilyrði fyrir bótaréttinum. Slíkar reglur yrðu þó að sjálf¬sögðu að samrýmast grunnreglunum sem tillögur eru gerðar um í 5. mgr. 5. gr. frumvarpsins.29. Í 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eru fyrirmæli um skilyrði gæsluvarðhalds og er 3. mgr. ákvæðisins svohljóðandi:Ekki er heimilt að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sýnt þykir að brot, sem hann er sakaður um, muni aðeins hafa í för með sér sektir eða skilorðsbundna fangelsisrefsingu miðað við aðstæður. Enn fremur skal eftir föngum gæta þess að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þykir að fangelsisrefsing verði dæmd.30. Í athugasemdum um 95. gr. í frumvarpi sem varð að lögum nr. 88/2008 segir að um skilyrði gæsluvarðhalds sé höfð hliðsjón af 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og c-lið 1. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Um skýringu á 3. mgr. 95. gr. laganna segir meðal annars:Í eðli sínu er gæsluvarðhald fólgið í því að sakaður maður er sviptur frelsi í þágu rannsóknar eða meðferðar sakamáls. Þótt gæsluvarðhaldi verði ekki jafnað til fangelsisrefsingar fyrir brot, sem maður hefur verið sakfelldur fyrir af dómstóli, hefur það engu að síður verið viðhorf löggjafans að gæsluvarðhaldsvist skuli dregin frá fangelsisvist að einhverju eða öllu leyti þegar dómur er upp kveðinn, nema hegðun sakbornings sé um að kenna, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Má draga þá ályktun af þessu að forðast beri að svipta mann frelsi til langframa í kjölfar brots, sem hann er talinn hafa framið, nema líklegt sé að hann verði dæmdur til fangelsisrefsingar, þ.e. frelsissviptingar, verði hann á annað borð sakfelldur, vegna þess að annars hefði hann í raun og veru tekið út þyngri refsingu fyrir brotið en lög og lagaframkvæmd segja fyrir um. Samkvæmt meðalhófsreglunni á gæsluvarðhald heldur ekki að standa lengur en þörf krefur.[...] Með orðalaginu „ef sýnt þykir“ er átt við að verulegar líkur séu á því þegar úrskurður er upp kveðinn að sakborningur verði ekki dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi. Sé svo ekki, t.d. ef rannsókn er nýhafin og málsatvik eru óljós, ber dómara hins vegar að taka afstöðu til kröfu um gæsluvarðhald, óháð þessu ákvæði.Í samræmi við þau sjónarmið, sem reifuð eru hér að framan, er tekið fram í síðari málslið 3. mgr. að gæta skuli þess eftir föngum að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þykir að fangelsisrefsing verði dæmd, að teknu tilliti til eðlis brotsins og annarra atriða sem áhrif hafa á refsihæðina. Við mat á því ber m.a. að líta til þess hver verði líkleg fangelsisrefsing miðað við dómaframkvæmd.31. Í 246. gr. laga nr. 88/2008 er fjallað um bótarétt þess sem borinn hefur verið sökum í sakamáli og eru 1. og 2. mgr. svohljóðandi:Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta skv. 2. mgr. ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur.Dæma skal bætur vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.32. Í skýringum um þessi ákvæði kemur fram að markmiðið hafi verið að rýmka skilyrði fyrir bótum vegna sakamáls og meðal annars hafi þar verið tekið mið af samsvarandi ákvæðum í 1018. gr. a–1018. gr. d dönsku réttarfarslaganna. Ákvæðunum sé ætlað að taka af allan vafa um að aðrir sakborningar en þeir sem 1. mgr. tekur til eigi ekki rétt til bóta samkvæmt reglum kaflans þótt þeir geti öðlast skaðabótakröfu á grundvelli sakarreglunnar hafi þeir beðið tjón vegna ásetnings eða gáleysis þeirra sem því hafa valdið.33. Þegar óskað var framsals stefnda frá Ítalíu giltu lög nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum um framsalsbeiðnir milli ríkjanna. Þau voru sett meðal annars í tengslum við fullgildingu Íslands á samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna frá 13. desember 1957. Samningurinn skapaði gagnkvæmar þjóðréttarskyldur í þessum efnum milli Íslands og Ítalíu sem aðildarríkja að samningnum og er 1. gr. hans svohljóðandi: Framsalsskylda.Samningsaðilar skuldbinda sig til að afhenda hver öðrum í samræmi við ákvæði og skilyrði þau sem sett eru í samningi þessum alla þá menn sem þar til bær yfirvöld þess aðila sem framsals beiðist hafa uppi saksókn gegn fyrir afbrot eða eru eftirlýstir af þeim yfirvöldum vegna fullnustu refsidóms eða ákvörðunar um öryggisráðstöfun.34. Lög nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar tóku gildi að því er varðar evrópska handtökutilskipun 1. nóvember 2019 og um framsalsbeiðnir milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins fer nú eftir fyrirmælum hennar. Er 35. gr. laganna svohljóðandi:Frádráttur gæsluvarðhalds við fullnustu refsingar.Nú er eftirlýstur maður sendur hingað til lands vegna fullnustu á refsingu hér á landi og skal þá draga frá refsingunni þann tíma sem hann var sviptur frjálsræði vegna meðferðar beiðninnar um afhendingu í því ríki sem tók á móti handtökuskipuninni. Sama gildir þegar eftirlýstur maður er afhentur vegna málsmeðferðar verði hann dæmdur í fangelsisrefsingu hér á landi vegna þess verknaðar sem tilgreindur er í handtökuskipuninni.Niðurstaða35. Þar sem stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms verður hér fyrir réttinum ekki leyst úr kröfum hans í stefnu í héraði um bætur fyrir farbann og ætlaðar hindranir við að hann kæmist úr landi eftir að refsidómur gekk í máli hans. Var kröfum stefnda þar um hafnað í hinum áfrýjaða dómi og hefur hann ekki gagnáfrýjað þessum þáttum málsins. Þá var kröfu um bætur fyrir fjártjón vísað frá héraðsdómi. Einskorðast úrlausn málsins því við kröfu um miskabætur vegna frelsissviptingar, annars vegar vegna gæslu á Ítalíu frá 14. febrúar 2017 allt þar til hann var fluttur til Íslands 17. ágúst það ár og hins vegar vegna gæsluvarðhalds hér á landi frá þeim degi til 10. janúar 2018.36. Áfrýjandi hefur mótmælt ýmsum málsástæðum sem stefndi hefur uppi fyrir Hæstarétti sem ekki sé að finna í stefnu hans í héraði en þær hafi fyrst komið fram fyrir Landsrétti. Þótt fallast megi á að greinargerð stefnda til Landsréttar hafi verið úr hófi löng, leikur ekki vafi á að megin málstæðum hans sem lúta að bótagrundvelli og fjárhæð bóta hefur frá upphafi verið haldið fram af hans hálfu til stuðnings dómkröfum hans. Þær koma því til úrlausnar í málinu.Um bótagrundvöll37. Kjarni ágreinings aðila lýtur að bótagrundvelli fyrir kröfu stefnda vegna þeirrar frelsissviptingar sem hann sætti umfram tveggja mánaða fangelsisrefsingu sem hann hlaut í refsimáli. Nam frelsissvipting hans umfram það tæplega níu mánuðum eða 182 dögum á Ítalíu og 87 dögum hér á landi, samanlagt 269 dögum. Meginröksemdir áfrýjanda eru að þar sem stefndi hafi hvorki verið sýknaður í refsimálinu né mál hans fellt niður geti bótaregla 246. gr. laga nr. 88/2008 ekki átt við um tilvik stefnda. Engin önnur lagaheimild sé tæk sem grundvöllur bótaskyldu né heldur verði hún leidd af sakarreglunni.38. Þau ákvæði laga nr. 88/2008 sem fjalla um réttindi handtekinna manna og skilyrði gæsluvarðhalds ber að skýra í ljósi fyrirmæla 67. gr. stjórnarskrárinnar um persónufrelsi og er ítrekað vísað til þessa stjórnarskrárákvæðis í skýringum með ákvæðum laganna.39. Sem fyrr greinir var yfirlýst markmið stjórnarskrárgjafans 1995 að stjórnarskrárbinda rétt sakaðra manna með skýrari hætti en fyrr enda væri með frelsissviptingu gengið á ein mikilvægustu grundvallarréttindi manna. Í fyrirmælum 3. mgr. 67. gr. um að maður skuli aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur er því lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að meðalhófs sé gætt. Það lýtur ekki aðeins að þeim tíma þegar úrskurðir eru kveðnir upp heldur einnig þegar áætlað er hver endanleg fangelsisrefsing kunni að verða þótt engu verði þar slegið föstu eðli máls samkvæmt. Er þetta útfært þannig í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að þess skuli gæta eftir föngum að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd.40. Fyrir liggur að við rannsókn málsins beindist rökstuddur grunur að peningaþvættisbroti stefnda sem gat varðað allt að sex ára fangelsi. Þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir honum voru kveðnir upp voru þannig forsendur til að ætla að fangelsisrefsing hans yrði að lágmarki sá tími sem gæsluvarðhald stóð, en á þeim tíma var þó ókleift að meta með óyggjandi hætti hvort sönnun myndi takast sem nægði til sakfellis eða um ásetning hans til brots.41. Á hinn bóginn varð ekki ljóst fyrr en að gengnum refsidómi þegar unnt var að meta öll atvik máls, að frelsissvipting stefnda vegna rannsóknar og meðferðar málsins hafði staðið meira en fjórfalt lengur en tildæmd refsing og hafði hann því í reynd tekið út mun þyngri refsingu fyrir brot sitt en lög og lagaframkvæmd segja fyrir um. Verður samkvæmt framangreindu ótvírætt að líta svo á að við frelsissviptingu stefnda hafi ekki verið gætt meðalhófs og hann sætt gæsluvarðhaldi langt umfram nauðsyn andstætt fyrrgreindum fyrirmælum 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar.42. Úr framkvæmd dómstóla fyrir stjórnarskrárbreytingarnar 1995 eru dæmi þess að frelsissvipting manns sem byggðist á heimild í lögum hafi verið talin andstæð stjórnarskrá og með því hafi skapast réttur hans til miskabóta úr ríkissjóði, sbr. dóm Hæstaréttar 29. mars 1994 í máli nr. 300/1991 sem birtur er á bls. 748 í dómasafni réttarins það ár. Eftir breytingarnar á 67. gr. stjórnarskrárinnar eru sett fram bein fyrirmæli um bótarétt þess sem hefur verið sviptur frelsi og á þeim grunni byggist frekari útfærsla í bótareglum laga nr. 88/2008.43. Sem fyrr segir einskorðast bótaréttur manns sem hefur verið borinn sökum í sakamáli, sbr. 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, við að mál hans hafi verið fellt niður eða hann hafi verið sýknaður með endanlegum dómi og er hér um hlutlæga ábyrgð ríkisins að ræða. Hvorugt á við í þessu máli. 44. Fyrir liggur að stefndi hlaut ekki sýknudóm heldur var hann dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir peningaþvætti af gáleysi sem var minna brot en honum var gefið að sök í ákæru. Af skýrum orðum 1. mgr. 246. gr., sem var ætlað að taka af vafa um að aðrir en þeir sem þar greinir ættu ekki rétt til bóta, leiðir að ekki er hægt að leggja til grundvallar að stefndi hafi verið sýknaður af þeim sökum sem hann var borinn. Verður sú ályktun einnig leidd af lögskýringargögnum um 246. gr. sem lýst var að framan um fyrirmynd ákvæðisins, en hliðstæðu hennar er að finna í 1. mgr. 1018. gr. a í dönsku réttarfarslögunum.45. Í 2. mgr. hinnar dönsku fyrirmyndar sem vísað er til skýringum með 246. gr. er auk þess að finna sérreglu sem ekki er í lögum nr. 88/2008. Þar kemur fram að þótt skilyrði 1. mgr. séu ekki uppfyllt um sýknu eða niðurfellingu máls skuli einnig greiða bætur hafi frelsissvipting meðan á málsmeðferð stóð ekki reynst í sanngjörnu hlutfalli við dæmda fangelsisrefsingu eða af öðrum ástæðum ekki verið sanngjörn. Til að bótaréttur stofnist samkvæmt þessu ákvæði hefur verið litið til þess hvort verulega mikill munur er á lengd gæsluvarðhalds og dæmdrar refsingar.46. Samkvæmt framangreindu verða atvik máls og bótaréttur stefnda ekki felld undir hlutlæga bótareglu 246. gr. laga nr. 88/2008. Þar sem stefnda hefur ekki tekist að sýna fram á að miski hans vegna frelsissviptingarinnar hafi orðið vegna ásetnings eða gáleysis áfrýjanda eða starfsmanna hans verður ekki heldur fallist á að hann hafi öðlast skaðabótakröfu á hendur áfrýjanda á grundvelli sakarreglunnar þannig að til álita komi að beita heimild b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um miskabætur.47. Þar sem tómarúm er í almennum lögum um bótarétt manns sem borinn hefur verið sökum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu ber, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, að líta til markmiðs 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og eðlis þeirrar reglu sem þar kemur fram um rétt manns til skaðabóta vegna frelsissviptingar að ósekju.48. Eins og fyrr var lýst kemur fram sú afstaða stjórnarskrárgjafans í greinargerð að þessi orð beri að skilja svo að „maður hafi verið sviptur frelsi saklaus eða að ástæðulausu“. Þá er lýst þeirri ætlun að mönnum sé tryggður bótaréttur hafi þeim verið gert að sæta frelsissviptingu „án þess að hafa til þess unnið“ og tekið fram að bótarétturinn ráðist af því sem „komið er fram þegar unnt er orðið að meta öll atvik máls“.49. Fyrir liggur að unnt var orðið að meta öll atvik þessa máls þegar endanlegur dómur í refsimálinu á hendur stefnda var kveðinn upp. Varð þá ljóst að hann hafði sætt gæsluvarðhaldi langt umfram nauðsyn, andstætt því sem áskilið er í 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt stefndi hafi í ljósi sakfellingardómsins ekki verið sviptur frelsi saklaus hafði hann ekki unnið til svo langrar frelsissviptingar en með því hafði hann í reynd tekið út mun þyngri refsingu fyrir brotið en hann var dæmdur til. Var stefndi í þessum skilningi því sviptur frelsi að ósekju.50. Áfrýjandi byggir á að 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um bótarétt sé ekki sjálfstæð bótaregla heldur lagaáskilnaðarregla og vísar því til stuðnings til dóms Hæstaréttar 12. október 2000 í máli nr. 175/2000. Lagaáskilnaðarreglur hafa þýðingu þegar þörf er á að takmarka eða skerða mannréttindi og er ætlað að tryggja réttaröryggi. Í þeim felst að takmarkanir sem settar eru réttindum manna og frelsi skuli ávallt vera lögmæltar og eiga skýra stoð í lögum. Ekki verður hins vegar fallist á að það sé forsenda þess að maður njóti réttinda sem lýst er í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála Evrópu að þau hafi verið fest í almenn lög og að það leysi áfrýjanda undan skyldum sínum hafi slík lög ekki verið sett. 51. Af tilvitnuðum dómi Hæstaréttar í máli nr. 175/2000 verður ekki annað ályktað en að nánari útfærsla á bótareglu 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar í þágildandi lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála hafi verið innan ramma stjórnarskrárákvæðisins, þar á meðal um eigin sök sakbornings eins og niðurstaða dómsins byggðist á. Í skýringum með 5. mgr. er sem fyrr greinir settur sá fyrirvari að bótaréttur geti fallið brott hafi maður sjálfur átt sök á því að gripið hafi verið til frelsissviptingar eða hún orðið svo löng sem raun ber vitni.52. Að öllu framangreindu virtu ber áfrýjandi hlutlæga bótaábyrgð á frelsissviptingu sem stefndi sætti í gæsluvarðhaldi umfram dæmda fangelsisrefsingu. Þá verður ekki séð að stefndi hafi sjálfur átt sök á því að frelsissvipting hafi orðið svo löng sem raun bar vitni þannig að bótaréttur hans hafi fallið brott, andstætt því sem var raunin í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 175/2000.Um gæslu stefnda á Ítalíu53. Sérstakt úrlausnarefni er krafa stefnda um bætur fyrir frelsissviptingu sem hann sætti í sex mánuði í haldi ítalskra stjórnvalda meðan hann beið framsals hingað til lands. Í málinu liggur fyrir staðfesting frá dómsmálaráðuneyti Ítalíu um að stefndi hafi verið í haldi í tilgreindu fangelsi þar í landi umræddan tíma. Áfrýjandi byggir á að hann geti aðeins borið ábyrgð á meðferð málsins sem beinlínis hafi verið háð ákvörðunum manna sem störfuðu á hans vegum innan íslenska ríkisins en ekki á atvikum sem hafi gerst á Ítalíu.54. Til þess er að líta að frumkvæði að og ákvörðun um handtökuskipun og beiðni um framsal stefnda frá Ítalíu var á hendi íslenskra stjórnvalda. Fór um málsmeðferð framsalsbeiðninnar og skilyrði framsals eftir fyrirmælum samnings milli ríkjanna um framsal sakamanna, en af honum leiddi einnig að meðan leyst var úr beiðninni var stefndi í haldi ítalskra stjórnvalda.55. Samkvæmt 1. gr. samnings um framsal sakamanna frá 13. desember 1957, sem áður er getið, voru ítölsk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að handtaka stefnda og afhenda íslenskum stjórnvöldum vegna gruns um tiltekin afbrot án þess að þar yrði lagt efnislegt mat á forsendur beiðninnar. Þannig fól gæsla stefnda á Ítalíu í sér þvingunarráðstöfun í aðdraganda málsóknar á hendur honum á Íslandi sem var viðhaldið með ítrekuðum gæsluvarðhaldsúrskurðum eftir að hann var framseldur hingað til lands. 56. Þegar þessi atvik eru metin er óhjákvæmilegt að líta á frelsissviptingu stefnda í báðum ríkjum sem eina heild. Til stuðnings þeirri skýringu má einnig líta til 35. gr. núgildandi laga nr. 51/2016 sem gerir ráð fyrir því að þegar eftirlýstur maður er framseldur hingað til lands vegna málsmeðferðar sakamáls skuli draga frá refsingunni þann tíma sem hann var sviptur frelsi vegna meðferðar beiðni um afhendingu hans í erlendu ríki. Þetta viðhorf löggjafans endurspeglast einnig í 76. gr. almennra hegningarlaga um að gæsluvarðhaldsvist skuli dregin frá fangelsisvist að einhverju eða öllu leyti þegar dómur er upp kveðinn nema hegðun sakbornings sé um að kenna.57. Samkvæmt framansögðu standa ekki málefnaleg rök til þess að greina á milli ábyrgðar áfrýjanda á frelsissviptingu stefnda hér á landi og á Ítalíu. Ekki hafa verið bornar brigður á lögmæti framsals stefnda eða að skilyrði þess hafi verið fyrir hendi og engin rök verið færð fram af áfrýjanda fyrir því að stefndi geti átt sjálfstæðan rétt til bóta vegna miska síns gagnvart ítölskum stjórnvöldum. Ber áfrýjandi því hlutlæga bótaábyrgð vegna miska stefnda af því að sæta gæslu á Ítalíu í aðdraganda framsals hans hingað til lands með sama hætti og gildir um gæsluvarðhald hans hér á landi umfram þá tvo mánuði í fangelsi sem hann var dæmdur í.Um bótafjárhæð58. Samkvæmt 5. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 skal bæta fjártjón og miska og verður hið sama talið gilda þegar stofnast til bótaábyrgðar áfrýjanda vegna atvika í þessu máli sem fyrr var lýst. Krafa stefnda sem hér er til úrlausnar lýtur einvörðungu að bótum vegna miska. 59. Engar reglur hafa verið settar hér á landi um staðlaðar fjárhæðir miskabóta vegna þvingunarráðstafana á borð við gæsluvarðhald miðað við hvern dag í varðhaldi eins og má finna í nágrannalöndum. Í dómaframkvæmd hafa ekki heldur mótast viðmið um fastar fjárhæðir í þessum efnum.60. Til hliðsjónar um mat á umfangi miska við aðrar aðstæður má benda á fyrirmæli 4. gr. skaðabótalaga um fjárhæð bóta fyrir varanlegan miska vegna líkamstjóns. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. skal meðal annars litið til eðlis og afleiðinga tjóns frá læknisfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það veldur í lífi tjónþola. Verður mesti miski vegna tjóns metinn til 100 stiga og eru bætur samkvæmt því 4.000.000 króna, sbr. 2. mgr., en ákveða má þær allt að 50% hærri þegar sérstaklega stendur á, sbr. 3. mgr. Hafa hæstu mögulegu bætur samkvæmt ákvæðinu verið dæmdar þegar tjónþoli hefur hlotið örkuml og þannig verið varanlega sviptur flestum lífsgæðum og háður öðrum um aðstoð við allar helstu athafnir daglegs lífs, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. október 2012 í máli nr. 6/2012. Framreiknaðar miskabætur samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga gætu þá mest numið rúmlega 20.000.000 krónum.61. Einnig má um mat á umfangi miska og miskabætur hafa hliðsjón af a- og b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga um að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Í ákvæðinu er ekki mælt fyrir um tilteknar fjárhæðir miskabóta enda er markmið þess að ákvarða beri þær eftir því sem sanngjarnt þykir. Sjónarmið um eðli bótanna sem sanngirnisbóta koma fram í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 37/1999 sem færðu ákvæðin í núverandi horf og höfðu meðal annars það markmið að bæta réttarstöðu þolenda afbrota. Þar var tekið fram að við ákvörðun bóta ætti að líta til umfangs tjóns, sakar tjónvalds og fjárhagsstöðu hans en einnig var vísað til alvarlegra afleiðinga þegar um væri að ræða börn sem væru fórnarlömb kynferðisbrota.62. Nefna má til hliðsjónar tvo dóma Hæstaréttar sem dæmi um miskabætur á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga þar sem fallist var á að um mjög mikinn og langvarandi, jafnvel ævilangan, miska hafi verið að ræða. Annars vegar fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 6/2012 en þar voru dæmdar 5.000.000 króna í miskabætur á grundvelli a-liðar 1. mgr. 26. gr. og hins vegar dóm Hæstaréttar 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021 en þar voru dæmdar 2.000.000 króna í miskabætur á grundvelli b-liðar 1. mgr. 26. gr.63. Löggjafinn hefur ekki tekið afstöðu til þess hvaða sjónarmið ber að leggja til grundvallar ákvörðun um umfang miska og fjárhæð bóta þegar maður er sviptur frelsi með gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn ber til eins og hér á við eða þegar skilyrði 246. gr. laga nr. 88/2008 eru uppfyllt. Þannig hafa fjárhæðir miskabóta samkvæmt 246. gr. byggst á matskenndri ákvörðun dómara og verið ákveðnar heildstætt í einu lagi. Þegar litið er til dómaframkvæmdar um miskabætur fyrir gæsluvarðhald sést að ákvarðanir eru stundum lítt eða ekki rökstuddar og þá eru niðurstöður um fjárhæðir sundurleitar. Ekki liggur fyrir skýr dómvenja um hvað skal lagt til grundvallar þegar raunverulegt umfang miska er metið og hvert sé inntak hans þótt ákveðin atriði hafi þar að jafnaði nokkra þýðingu.64. Í hinum áfrýjaða dómi er um ákvörðun bótafjárhæðar til stefnda höfð hliðsjón af athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 128/2019 auk þess sem vísað er til dómvenju. Í þessu sambandi skal tekið fram að umrædd lagasetning laut að sértækri heimild ráðherra til að greiða bætur vegna atvika í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sem eru í grundvallaratriðum ólík atvikum í máli þessu. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að sýknudómur Hæstaréttar hafi verið einstæður atburður í réttarsögu Íslands. Umfjöllun um dómaframkvæmd í greinargerðinni takmarkast við mál þar sem menn hafa saklausir hlotið þunga refsidóma, mál hafa verið felld niður eða menn sýknaðir af sakargiftum, auk harðneskjulegrar meðferðar sem þeir hafi sætt í varðhaldi. Þar birtist loks sú ályktun að dagleg fjárhæð miskabóta vegna frelsissviptingar að ósekju sé á bilinu 150.000–200.000 krónur sem virðist lækka eftir því sem vistin er lengri.65. Við heildarmat og ákvörðun bóta í máli þessu verður að líta til nokkurra þátta. Fyrst til þess að ólíkt þeim aðstæðum sem taldar eru í 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 þá hlaut stefndi í reynd refsidóm vegna þeirra atvika sem lögreglurannsókn beindist að og ákvörðun um gæsluvarðhald hvíldi á þótt varðhaldið hefði síðar reynst mun lengra en hin dæmda fangelsisrefsing. Þetta hefur veigamikla þýðingu við mat á miska stefnda og umfangi hans, sem myndi teljast meira hefði stefndi saklaus verið sviptur frelsi. Er reyndar ekki að finna fordæmi úr dómaframkvæmd þar sem miskabætur hafa verið dæmdar til dómfelldra manna vegna gæsluvarðhalds sem þeir sættu við rannsókn máls.66. Við mat á raunverulegu umfangi miska stefnda að öðru leyti ber einnig að hafa í huga að hann hefur ekki fært fram sérfræðileg gögn til að færa sönnur á miska sinn vegna frelsissviptingar, svo sem um afleiðingar hennar, þar á meðal hvort um langvarandi áhrif kunni að vera að ræða. Verður því að styðjast við ýmis hlutræn atriði til ákvörðunar þar um. 67. Fyrst ber að nefna að lengd frelsissviptingar stefnda var langt umfram dæmda refsingu hans eða 269 dagar en dæmd fangelsisrefsing var 61 dagur. Hefur þeim dagafjölda ekki verið mótmælt af hálfu áfrýjanda. 68. Þá skal litið til þess að stefndi sætti ekki einangrun samkvæmt b-lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 þótt settar væru takmarkanir við heimsóknum til hans og fjarskiptanotkun fyrstu vikuna í gæsluvarðhaldi hér á landi frá 17. til 24. ágúst 2017 vegna rannsóknarhagsmuna. Hefur einangrun verið talin gæsluvarðhaldsföngum sérstaklega þungbær, andlega og líkamlega, og til þess fallin að auka miska svo sem ítrekað hefur verið staðfest í dómaframkvæmd. 69. Stefndi hefur ekki getað fært sönnur á staðhæfingar sínar um að hann hafi orðið fyrir persónulegu aðkasti í fangelsi hér á landi þótt hann hafi verið ósáttur við að vera fluttur milli fangelsa. Er ekkert komið fram í málinu annað en að stefndi hafi í gæsluvarðhaldi hér á landi fengið þá meðferð sem honum er tryggð samkvæmt 99. gr. laga nr. 88/2008 en engar upplýsingar liggja fyrir um aðstæður hans í haldi á Ítalíu annað en staðfesting ítalskra stjórnvalda um að hann hafi verið í haldi þar í fangelsi. Önnur atriði sem litið hefur verið til í dómaframkvæmd og geta verið til þess fallin að auka miska þeirra sem sæta varðhaldi, svo sem ungur aldur, sérstaklega viðkvæm staða eða aðrar þungbærar aðstæður eiga ekki við í máli stefnda.70. Stefndi hlaut refsidóm fyrir peningaþvætti og þannig gaf háttsemi hans réttmætt tilefni til handtöku og frelsissviptingar í þágu rannsóknar málsins. Hins vegar er ekkert komið fram um að stefndi hafi sjálfur átt sök á að frelsissviptingin varð svo löng sem raun bar vitni þannig að lækka beri bætur til hans af þeirri ástæðu. Lengst af var stefndi í haldi ítalskra stjórnvalda á meðan framsalsbeiðni var til meðferðar þar. Að loknu gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarhagsmuna var ekkert í framgöngu stefnda sem gaf tilefni til áframhaldandi varðhalds. Var frelsissvipting hans þaðan í frá studd þeim rökum að hann væri útlendingur sem ekki hefði tengsl við landið og talið líklegt af þeirri ástæðu einni að hann myndi reyna að komast undan málsókn. 71. Að öllu framangreindu virtu verða miskabætur til stefnda ákveðnar 6.000.000 króna með vöxtum í samræmi við kröfugerð stefnda eins og í dómsorði greinir.72. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti eru staðfest. 73. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Um gjafsóknarkostnað stefnda fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, A, 6.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. mars 2018 til 17. mars 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti skulu vera óröskuð.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Kristins Hallgrímssonar, 1.200.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=e0707259-2805-4469-b511-71a2dd1e6dff&verdictid=64f93532-1b96-4ddf-a807-87fd97877423 |
Mál nr. 40/2022 | Hæfi dómara Vanhæfi Ómerking dóms Landsréttar | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að einn dómari málsins í Landsrétti hefði verið vanhæfur til að fara með málið og dæma í því á grundvelli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar var því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 29. júní 2022. Þeir krefjast þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara er krafist sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og til þrautavara lækkunar á dómkröfum hans. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 20. september 2022. Hann krefst þess að aðaláfrýjendum verði óskipt gert að greiða sér 405.280.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. janúar 2017 til 13. nóvember 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar á öllum dómstigum.4. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt 8. febrúar 2023 um formhlið þess.Ágreiningsefni5. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta til greiðslu skaðabóta vegna ætlaðrar saknæmrar háttsemi aðaláfrýjenda við gerð sérfræðiskýrslu á grundvelli 6. gr., sbr. 37. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Skýrslan laut að verðmæti hlutafjár í tengslum við hlutafjárhækkun í Sameinuðu Sílikoni hf.6. Með héraðsdómi 25. febrúar 2021 voru aðaláfrýjendur sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda. Með hinum áfrýjaða dómi 8. apríl 2022 var þeirri niðurstöðu hrundið og aðaláfrýjendum gert að greiða gagnáfrýjanda 114.280.000 krónur auk tilgreindra vaxta. Sérfróður meðdómandi í Landsrétti skilaði sératkvæði og vildi staðfesta hinn áfrýjaða dóm.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 29. júní 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-68, á þeim grunni að dómur í því kynni að hafa fordæmisgildi um túlkun 6. gr. laga nr. 2/1995 og um sérfræðiábyrgð á sviði endurskoðunar. Í beiðni um áfrýjunarleyfi héldu leyfisbeiðendur því fram að einn dómara málsins í Landsrétti, Jóhannes Sigurðsson, hefði verið vanhæfur. Flutningur málsins fyrir Hæstarétti um formhlið þess laut að því.Málsatvik8. Á hluthafafundi Sameinaðs Sílikons hf. 3. nóvember 2016 var samþykkt að auka hlutafé í félaginu. Hollenska félaginu USI Holding B.V. var heimilað að skrá sig fyrir 405.280.000 hlutum gegn greiðslu á öllu hlutafé í einkahlutafélaginu Geysi Capital. Af þessu tilefni var gerður kaupsamningur 1. desember 2016 og áskriftarsamningur 6. sama mánaðar.9. Aðaláfrýjendur unnu sérfræðiskýrslu, sem dagsett er 29. desember 2016, í tengslum við fyrrgreindar ráðstafanir sem meðal annars var reist á svonefndri ,,samantekt vegna skoðunar á virðismati Geysis Capital ehf.“ 10. október 2016 sem Guðjón Norðfjörð starfsmaður aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. gerði. Í skýrslunni kom fram að virði Geysis Capitals ehf. hefði verið metið af ráðgjafarsviði Ernst & Young ehf. á grundvelli leigusamnings um útleigu lóðar Geysis Capitals ehf. að Stakksbraut 9 í Reykjanesbæ að teknu tilliti til áætlaðs rekstrarkostnaðar, skatta og hæfilegrar ávöxtunarkröfu. Samkvæmt því væri heildarvirði félagsins metið á bilinu 4,7 til 5,2 milljónir evra. Miðað við gengi evru 6. desember 2016 væru það 437,6 til 495,8 milljónir króna að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda. Væri því eðlilegt að meta og bókfæra allan eignarhlut í Geysi Capital ehf. að nafnverði 25.500.000 krónur á 405.280.000 krónur við fyrrnefnda hlutafjáraukningu. Verðmætin sem lægju þessu til grundvallar svöruðu því að minnsta kosti til þeirrar fjárhæðar sem hlutafjáraukningunni næmi.0. Á stjórnarfundi Sameinaðs Sílikons hf. 20. nóvember 2017 var tekin endanleg ákvörðun um sameiningu félagsins og Geysis Capitals ehf. á grundvelli samrunaáætlunar 27. júní 2017. Samruninn var samþykktur af stjórnum beggja félaganna og tilkynning um hann birt í Lögbirtingablaði 25. ágúst 2017. Í samræmi við 128. gr. laga nr. 2/1995 var hlutafélagaskrá send tilkynning 20. nóvember 2017 um sameiningu og yfirtöku Sameinaðs Sílikons hf. á Geysi Capital ehf.1. Bú Sameinaðs Sílikons hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 22. janúar 2018. Í minnisblaði KPMG ehf. til skiptastjóra búsins 17. júlí 2018 um ,,skoðun á virðismati á Geysi Capital í tengslum við sérfræðiskýrslu um hlutafjárhækkun“ sagði að miðað við heildarvirðið 4,7 til 5,2 milljónir evra hefði virði eigin fjár í félaginu átt að nema 8 til 67 milljónum króna. Undir rekstri máls þessa í héraði öfluðu aðaláfrýjendur matsgerðar dómkvadds manns um verðmæti allra hluta Geysis Capitals ehf. 29. desember 2016. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að virði og eðlilegt kaupverð hlutafjár í Geysi Capital ehf. hefði á fyrrgreindu tímamarki numið 205 til 291 milljón króna.2. Fyrir Landsrétti er nú jafnframt rekið mál gagnáfrýjanda á hendur aðaláfrýjendum nr. 457/2021 til greiðslu skaðabóta samtals að fjárhæð 672.975.000 krónur vegna tveggja hlutafjárhækkana í félaginu Stakksbraut 9 ehf. og samruna þess félags við Sameinað Sílikon hf. í september 2014. Í því máli kom fram krafa um að landsréttardómarinn Jóhannes Sigurðsson viki sæti þar sem hann væri vanhæfur til að fara með það af sömu ástæðum og byggt er á í máli þessu. Með úrskurði Landsréttar 19. maí 2022 var þeirri kröfu hafnað.Málatilbúnaður aðila um formhlið málsRöksemdir aðaláfrýjenda3. Aðaláfrýjendur reisa kröfu sína um ómerkingu dóms Landsréttar á því að landsréttardómarinn Jóhannes Sigurðsson hafi með vísan til g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verið vanhæfur til að fara með málið. Dómarinn hafi á árunum 2006 til 2009 verið aðstoðarforstjóri Milestone ehf. Um stöðu hans innan félagsins vísa aðaláfrýjendur til skýrslu fyrrverandi eigenda félagsins sem gerð er grein fyrir í dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015. Þar komi fram að Jóhannes hefði verið einn af þremur stjórnendum félagsins sem hefðu tekið allar stærri ákvarðanir þess ásamt eigendum.4. Á vegum aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. hafi verið gerðar tvær skýrslur um Milestone ehf. Annars vegar skýrsla 1. september 2009 í tengslum við nauðasamningsumleitanir Milestone ehf. á fyrri hluta árs 2009 og hins vegar rannsóknarskýrsla 12. mars 2010 sem gerð var að beiðni skiptastjóra félagsins. Vinnu við skýrslurnar hafi verið stýrt af Guðjóni Norðfjörð starfsmanni Ernst & Young ehf. sem einnig hafi gert verðmat á Geysi Capital ehf. sem hafi verið meðal grundvallargagna málsins.5. Í fyrrnefndri skýrslu aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. 1. september 2009 hafi verið bent á að viðskipti með eignir félagsins hafi átt sér stað í gegnum keðju félaga sem Milestone ehf. réð yfir og að eignirnar hefðu verið færðar úr félaginu án raunverulegs endurgjalds. Hafi umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum tekið undir það í skýrslu sinni til kröfuhafa félagsins.6. Síðari skýrslan 12. mars 2010 hafi falið í sér ítarlega rannsókn á bókhaldi og fjárreiðum Milestone ehf. og tengdra félaga. Þar hafi verið bent á margvíslegar ráðstafanir sem hafi leitt til höfðunar riftunarmála og sakamáls gegn fyrrverandi samstarfsmönnum dómarans. Jafnframt hafi þar verið lýst ,,brotalömum í fjárreiðum Milestone ehf.“. Þá hafi jafnframt verið fundið að bréfi Jóhannesar til Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2008 vegna fyrirspurnar þess um áhrif erfiðleika á hlutabréfamarkaði á fjárhag félagsins og ráðstafanir sem gripið hefði verið til. Til viðbótar hafi verið bent á að félag í eigu Jóhannesar Sigurðssonar hafi 4. júní 2007 fengið lán frá Milestone ehf., að því er virðist án trygginga, vegna kaupa annars félags í eigu hans á hlutabréfum í félaginu Askar Capital ehf. Lánið hafi svo verið fært yfir til enn annars félags í eigu hans í febrúar 2008. Skiptastjóri hafi sent tilkynningu til sérstaks saksóknara 20. desember 2010 meðal annars byggða á fyrrgreindri skýrslu þar sem fram hefði komið að hann hefði höfðað riftunar- og skaðabótamál meðal annars á hendur fyrrverandi stjórnendum og eigendum félagsins á grundvelli hennar.7. Aðaláfrýjendur byggja á að ætla megi að dómarinn hafi haft réttarstöðu sakbornings við rannsókn lögreglu á málefnum Milestone ehf. Þá hafi hann þurft að þola húsleit vegna hennar. Þótt skýrsla aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. 12. mars 2010 hafi ekki leitt til ákæru á hendur Jóhannesi Sigurðssyni hafi hún hlotið að vera honum afar þungbær og valdið honum álitshnekki. Það sé ásökunin sem slík sem skipti máli um hæfi dómarans en ekki hvort skýrslan hafi í reynd haft afleiðingar fyrir hann. Atvik málsins og aðstæður séu því í heild til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómarans í efa í skilningi g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991.Röksemdir gagnáfrýjanda8. Af hálfu gagnáfrýjanda er því haldið fram að málsástæða byggð á vanhæfi dómarans sé of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Ljóst hafi verið fyrir flutning málsins í Landsrétti hvaða dómarar skipuðu dóminn og hefði aðaláfrýjendum borið þá þegar að tefla fram sjónarmiðum um ætlað vanhæfi dómarans.9. Gagnáfrýjandi mótmælir því sem röngu að Jóhannes Sigurðsson hafi haft stöðu sakbornings við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Milestone ehf. Í bréfi skiptastjóra félagsins til aðaláfrýjenda 5. maí 2022 segi að ekkert þeirra atriða sem tilkynnt var til embættisins hafi lotið að mögulegri refsiverðri háttsemi hans sem fyrrverandi aðstoðarforstjóra félagsins. Þá hafi hann einungis haft stöðu vitnis við meðferð máls þess sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Þau atvik sem vísað sé til af hálfu aðaláfrýjenda hafi auk þess átt sér stað fyrir um 13 árum og geti dómarinn ekki talist vanhæfur til að dæma í máli svo löngu eftir að þau atvik urðu sem valda eigi ætluðu vanhæfi.20. Bent er á að dómarinn hafi tekið sæti í einkamálum sem skiptastjóri þrotabús Milestone ehf. hafi rekið sem lögmaður fyrir Landsrétti sem og sakamáli sem héraðssaksóknari hafi rekið þar. Því sé langsótt að telja dómarann vanhæfan til að dæma í máli aðaláfrýjenda og það styðji jafnframt dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu. Skýrsla aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. 12. mars 2010 skipti engu í þessu sambandi enda hafi ákvarðanir um kærur og höfðun riftunarmála verið á borði skiptastjóra en ekki aðaláfrýjenda. Auk þess hafi skýrslan einungis verið eitt þeirra fylgigagna sem skiptastjóri sendi með tilkynningu til sérstaks saksóknara. Tíu mál hafi verið kærð til embættisins á grundvelli fyrrgreindrar skýrslu en einungis eitt þeirra leitt til refsidóms, sbr. fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Í þeim dómi komi jafnframt fram að það tiltekna mál hafi átt rætur sínar að rekja til kæru Fjármálaeftirlitsins 25. mars 2009 þótt þar komi fram að rannsóknin hafi jafnframt tekið mið af tilkynningu skiptastjóra í desember 2010. Þá hafi Milestone ehf. ekki verið ógjaldfært fyrr en eftir 7. október 2008 eins og fram komi í dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 578/2015 öndvert við niðurstöðu fyrrgreindrar skýrslu aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. Engin dómsmál hafi verið rekin gegn dómaranum í kjölfar gjaldþrots Milestone ehf. og það ekki haft fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir hann. Engin atvik eða aðstæður séu því fyrir hendi að öðru leyti sem eru til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómarans með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991.Lagareglur um sérstakt hæfi dómara21. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að síðarnefndum lögum segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti en ákvæðið sæki fyrirmynd sína í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þar segir að þegar kveða skuli á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti skuli hann eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.22. Fyrirmæli um sérstakt hæfi dómara til að fara með og dæma einkamál eru í 5. gr. laga nr. 91/1991. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í liðum a til f. Þegar þeim liðum sleppir segir síðan í g-lið greinarinnar að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.23. Þegar lagt er mat á hæfi dómara til að fara með mál er þess að gæta að tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum er ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál ef hann telst hlutdrægur gagnvart aðilum máls eða sakarefni, heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að dómari standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Í slíkum tilvikum er óhjákvæmilegt að dómari víki sæti í máli, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 9. desember 2020 í máli nr. 31/2020, 1. júní 2017 í máli nr. 90/2016 og 22. apríl 2015 í máli nr. 511/2014.24. Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur við úrlausn þess hvort dómari telst óvilhallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans verið greint á milli athugunar er miðar að því að ganga úr skugga um hvaða viðhorf hafa ráðið hjá dómara í tilteknu máli (huglægur mælikvarði) og hvort fyrir hendi eru hlutlæg atriði sem gefa réttmætt tilefni til að draga í efa að dómari sé óvilhallur (hlutlægur mælikvarði). Um þetta má meðal annars vísa til dóma 23. apríl 2015 í máli nr. 29369/10, Morice gegn Frakklandi (sjá 73. til 78. lið dómsins) og 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn Íslandi (sjá 37. lið dómsins). Þessi viðmið hafa verið lögð til grundvallar íslenskri réttarframkvæmd eins og ráðið verður af fyrrgreindum dómum Hæstaréttar.25. Í máli þessu reynir á mat á hæfi dómara samkvæmt fyrrnefndum g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Það mat ræðst af því hvort fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa þannig að traust til réttarins bíði hnekki. Meðal þeirra aðstæðna sem valdið geta þessu eru tengsl dómara og lögmanns sem gætir hagsmuna aðila, annarra sem gætu haft hagsmuna að gæta af máli eða afskipti dómara af sakarefni eða málsaðilum á fyrri stigum. Þá eru gerðar strangari kröfur við mat á óhlutdrægni dómara þegar um er að ræða tengsl hans við málsaðila eða þann sem á hagsmuna að gæta af máli, sbr. til hliðsjónar fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 31/2020. Hafa verið gerðar ríkari kröfur að þessu leyti á síðari áratugum og því hafa eldri úrlausnir minna vægi við það mat nú.Niðurstaða26. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991 gætir dómari að hæfi sínu af sjálfsdáðum og gildir sú regla á öllum dómstigum, sbr. 166. og 190. gr. laganna. Af því leiðir að dómara ber að víkja sæti ef hann er vanhæfur þótt málsaðili hafi ekki uppi kröfu um það. Í þessu ljósi ber að árétta að mat á hæfi dómara er ekki að öllu leyti háð gagnaframlagningu aðila máls enda standa til þess ríkir hagsmunir samkvæmt framansögðu að vanhæfur dómari dæmi ekki mál og getur hann að öllu jöfnu sjálfur upplýst um þau atvik sem aðili ber fyrir sig um ætlað vanhæfi hans. Jafnframt verður dómur undirréttar ómerktur ef vanhæfur dómari hefur dæmt mál og gildir þá alla jafna einu þótt aðili máls hafi vitað eða mátt vita að vanhæfur dómari sat í því, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 16. nóvember 2022 í máli nr. 32/2022, 2. nóvember 2022 í máli nr. 22/2022 og 21. febrúar 2013 í máli nr. 444/2012. Af þessu leiðir að engu breytir þótt aðaláfrýjendur hafi í máli þessu ekki haft uppi málsástæðu byggða á vanhæfi landsréttardómarans fyrr en í greinargerð sinni til Hæstaréttar.27. Dómari verður ekki vanhæfur eingöngu vegna einhliða ummæla eða huglægrar afstöðu sem aðrir kunna að hafa til hans og skiptir þá venjulega ekki máli þótt ummæli eða afstaða aðila geti verið til þess fallin að vekja neikvæð hughrif hjá dómara gagnvart þeim sem þau stafa frá. Það færi í bága við þá grundvallarreglu, sem er einn þáttur í réttarríki, að aðilar velji sér ekki dómara og dómarar velji sér ekki þau mál sem þeir dæma, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 31/2020.28. Í málinu er ekkert komið fram um að dómarinn hafi einhver þau viðhorf til málsaðila eða sakarefnisins að hæfi hans til að dæma málið verði með réttu dregið í efa út frá hinum huglæga mælikvarða. Ræðst hæfi hans þess vegna af því hvort ytri atvik gefi réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni hans þannig að traust til réttarins bíði hnekki.29. Í skýrslu aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. 12. mars 2010 var að finna margþætta gagnrýni á starfsemi Milestone ehf. þar sem Jóhannes Sigurðsson gegndi starfi aðstoðarforstjóra. Meðal annars kom þar fram að sterkar vísbendingar hefðu verið um að eignir félagsins hefðu verið ofmetnar í ársreikningi 2007 og félagið verið ógjaldfært síðla árs 2007. Í því samhengi var í skýrslunni vísað til fyrrnefnds bréfs hans til Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2008. Þá var í skýrslunni fjallað um kaup félags í eigu hans á hlutabréfum og lánveitingu frá Milestone ehf. í tengslum við þau kaup. Framangreint ræður ekki úrslitum eitt og sér um hæfi dómarans enda til fleiri atriða að líta.30. Eins og fyrr greinir hafa aðaláfrýjendur vísað til skýrslugjafar eins af fyrrverandi eigendum félagsins í hæstaréttarmálinu nr. 74/2015 þess efnis að Jóhannes Sigurðsson hefði verið einn af þremur stjórnendum sem hefðu tekið allar stærri ákvarðanir félagsins ásamt eigendum. Í kjölfar tilkynningar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2009 til embættis sérstaks saksóknara hófst rannsókn á nánar tilteknum ákvörðunum sem teknar voru í félaginu. Leiddi hún til útgáfu ákæru 5. júlí 2013 meðal annars á hendur forstjóra og eigendum félagsins en ekki á hendur Jóhannesi. Lauk sakamálinu með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Þar kemur fram að rannsókn lögreglu hafi einnig tekið mið af tilkynningu skiptastjóra 20. desember 2010 sem samkvæmt framansögðu byggði á skýrslu aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf. 12. mars sama ár. Af hálfu aðaláfrýjenda hefur verið byggt á að Jóhannes hafi haft stöðu sakbornings við þá rannsókn. Þótt úrskurður Landsréttar í máli nr. 457/2021 taki ekki af tvímæli um það liggur þó fyrir að húsleit mun hafa verið gerð hjá honum árið 2009 í tengslum við rannsóknina.31. Þótt ekki sé fyrir að fara beinu samhengi milli sakarefnis máls þessa og starfa Jóhannesar Sigurðssonar hjá Milestone ehf., sem og þeirra atvika sem fyrr er lýst og urðu í kjölfar þess að nauðasamningi félagsins var hafnað, fer um hæfi dómarans eftir heildarmati allra þeirra þátta sem að framan eru raktir. Er þá horft til efnis skýrslna aðaláfrýjandans Ernst & Young ehf., sem eins og áður er rakið fjölluðu bæði um Milestone ehf. á því tímabili er hann gegndi starfi aðstoðarforstjóra sem og um lánveitingar til félaga í hans eigu. Þá er einnig litið til aðkomu Guðjóns Norðfjörð að báðum skýrslum aðaláfrýjenda og samantektar vegna skoðunar á virðismati á Geysi Capital ehf. sem er til umfjöllunar í þessu máli. Hér hefur einnig þýðingu rannsókn lögreglu á málefnum Milestone ehf. og rannsóknaraðgerðir hennar sem eins og fyrr getur munu meðal annars hafa beinst að Jóhannesi. Við þetta mat verður ekki skilið milli efnis framangreindra skýrslna og einstakra þátta atburðarásarinnar sem fylgdi í kjölfarið sem með réttu eða röngu hafði í för með sér álitshnekki fyrir fyrrverandi stjórnendur Milestone ehf. Verður jafnframt ekki fallist á að þeir atburðir sem varða félagið Milestone ehf. séu svo fjarlægir í tíma að áhrifa þeirra gæti ekki lengur enda má ætla að efnahagshrunið 2008 marki enn djúp spor í íslensku samfélagi.32. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á að dómur í máli þessu þar sem Jóhannes Sigurðsson tók sæti hafi yfir sér það yfirbragð hlutleysis sem gera verður kröfu um svo að dómstólar skapi sér það traust sem nauðsynlegt er að þeir njóti í lýðræðisþjóðfélagi. Var landsréttardómarinn því vanhæfur til að fara með málið og dæma í því, sbr. g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Hinn áfrýjaði dómur verður því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti.33. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=ecc8438d-89d8-4f4f-87a4-6c76ec545b08&verdictid=9b7ef1ff-5f1d-46bb-9bcd-13e5e42f14c9 |
Mál nr. 39/2023 | Laun Dómarar Opinberir starfsmenn Embættismenn Stjórnarskrá Stjórnsýsla Endurgreiðsla ofgreidds fjár Lögskýring Viðurkenningarkrafa Ógildingarkrafa | Í málinu var deilt um ákvarðanir Í sem vörðuðu laun A og tilkynntar voru með bréfi Fjársýslu ríkisins 29. júní 2022. Í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um að breyta viðmiði við árlega uppfærslu launa A, í öðru lagi um að endurkrefja hana um hluta greiddra launa og í þriðja lagi um að lækka laun hennar fyrir júní 2022. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, skyldu laun dómara taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Hins vegar lægi fyrir að allt frá gildistöku 9. gr. laga nr. 79/2019 til 1. júlí 2022 hefði Í lagt til grundvallar launavísitölu ríkisstarfsmanna við framkvæmd árlegra breytinga á launum dómara. Hæstiréttur vísaði til þess að stjórnvöld gætu almennt ekki breytt túlkun sinni á lagaákvæði sem lægi til grundvallar stjórnsýsluframkvæmd, borgurunum í óhag, nema hún hafi reynst röng. Meginreglur stjórnsýsluréttar um breytta stjórnsýsluframkvæmd hefðu jafnframt aukið vægi í þessu máli þar sem í því reyndi á breytingar á framkvæmd samkvæmt löggjafarfyrirkomulagi sem byggði á þeirri grunnforsendu að tryggja yrði sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar kæmi að ákvörðun um laun dómenda. Taldi rétturinn að ekki hefði verið heimilt að víkja frá fyrri framkvæmd nema sýnt hefði verið fram á að hún hefði verið bersýnilega í ósamræmi við gildandi lög. Hæstiréttur taldi það val Í í upphafi að miða við launavísatölu ríkisstarfsmanna ekki vera í bersýnilegu ósamræmi við texta 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019 eða lögskýringargögn, enda væri orðalag ákvæðisins um það viðmið sem lagt skyldi til grundvallar ekki skýrt. Hefði umrædd breyting á stjórnsýsluframkvæmd því ekki verið heimil að óbreyttum lögum samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að breyta því viðmiði sem lá til grundvallar árlegum útreikningi hlutfallslegrar breytingar á launum dómara væri ólögmæt. Þá væri ljóst að ákvarðanir Í um að A skyldi endurgreiða hluta greiddra launa og um lækkun á launum hennar fyrir júní 2022 sæktu efni sitt og forsendur til lögmætis ákvörðunar á Í um að breyta viðmiði til grundvallar árlegri uppfærslu launa. Komst rétturinn því að þeirri niðurstöðu að þær væru einnig ólögmætar. Þá væri ákvörðun um að krefja A um endurgreiðslu greiddra launa í ósamræmi við meginreglur kröfuréttar. Með dómi Hæstaréttar var viðurkennt að þær þrjár ákvarðanir Í sem málshöfðun A beindist að væru ólögmætar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. júlí 2023. Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefndu og málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.3. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að ákvörðunum áfrýjanda sem vörðuðu laun stefndu og tilkynntar voru henni með bréfi 29. júní 2022. Í fyrsta lagi er um að ræða ákvörðun um að breyta viðmiði við árlega uppfærslu launa stefndu samkvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla, sbr. lög nr. 79/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum (launafyrirkomulag), í öðru lagi um að endurkrefja hana um hluta greiddra launa, samtals að fjárhæð 551.120 krónur, og í þriðja lagi um að lækka laun hennar fyrir júní 2022 sem leiddi til þess að laun hennar fyrir júní 2022 voru lækkuð úr 1.646.286 krónum í 1.612.112 krónur.5. Með héraðsdómi 15. maí 2023 var fallist á aðalkröfur stefndu um ógildingu ákvarðana áfrýjanda.6. Áfrýjunarleyfi í málinu til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar var veitt 10. júlí 2023 með ákvörðun réttarins nr. 2023-73 á þeim grundvelli að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti.7. Með bréfi til dómsmálaráðuneytisins 11. júlí 2023 viku allir dómarar Hæstaréttar sæti í málinu. Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2016 setur ráðherra dómara í Hæstarétt að fenginni tillögu nefndar sem starfar samkvæmt III. kafla laganna, ef allir hæstaréttardómarar eru vanhæfir. Að fengnum tillögum nefndarinnar voru varadómarar settir 20. júlí 2023 til að taka sæti í málinu.Atvik máls og sakarefni8. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi og er ekki um þau deilt á meðal málsaðila.9. Líkt og fram kemur í héraðsdómi er stefnda skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness. Fjársýsla ríkisins sendi stefndu bréf 29. júní 2022 um launabreytingar samkvæmt lögum nr. 79/2019 og leiðréttingu á ofgreiddum launum. Í bréfinu var tilkynnt að í lögum nr. 79/2019 væri kveðið á um að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna ríkisins skyldu taka breytingum 1. júlí ár hvert samkvæmt hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár sem Hagstofa Íslands reikni og birti fyrir 1. júlí ár hvert. Í ljós hefði komið að allt frá gildistöku laga nr. 79/2019 hefði viðmið við framkvæmd launahækkana samkvæmt lögunum verið launavísitala ríkisstarfsmanna í stað meðaltals reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár, eins og tilgreint væri í lögunum að miða skyldi við. Hefði þessi framkvæmd leitt til þess að laun stefndu hefðu hækkað umfram það viðmið sem tilgreint væri í lögunum. Í bréfinu voru launahækkanir frá gildistöku laganna raktar og hversu mikið laun hefðu átt að hækka. Þannig hefðu laun stefndu frá 1. maí 2019 hækkað um 6,3% en átt að hækka um 5,9%, frá 1. janúar 2020 um 6,3% en átt að hækka um 5,9%, frá 1. janúar 2021 um 3,4% en átt að hækka um 2,7% og frá 1. júlí 2021 um 6,2% en átt að hækka um 5,1%. Þá kom fram að þann 1. júlí 2022 og hér eftir myndu laun verða greidd samkvæmt réttum launataxta og taka breytingum í samræmi við það viðmið sem fram kæmi í lögum nr. 79/2019. Þeir sem væru á fyrirframgreiddum launum myndu fá hækkun 1. júlí 2022 í samræmi við það. Eftirágreidd laun 1. júlí 2022 yrðu einnig greidd í samræmi við rétt viðmið 1. júlí 2022, þannig að laun fyrir júnímánuð yrðu lægri en laun fyrir maímánuð. Enn fremur var tilkynnt að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ákveðið að leiðrétta laun þeirra sem þessi framkvæmd ætti við um og falið Fjársýslu ríkisins að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum launum frá gildistöku laganna. Loks kom fram að ofgreidd laun stefndu hefðu verið 551.120 krónur og yrðu dregin af launum stefndu í jöfnum hlutum í 12 mánuði nema fram kæmi ósk um annað endurgreiðslutímabil.0. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi dómstólasýslunni jafnframt bréf 29. júní 2022 og upplýsti um að komið hefði í ljós að frá gildistöku laga nr. 79/2019 hefði launavísitala ríkisstarfsmanna verið notuð við framkvæmd launabreytinga en ekki það viðmið sem tilgreint væri í lögunum. Þætti ráðherra rétt að upplýsa dómstólasýsluna um þessa framkvæmd og viðbrögð ráðherra til að leiðrétta hana.1. Dómarafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins 1. júlí 2022 og mótmælti ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra. Vísað var meðal annars til þess að hún væri í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni væri vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.2. Sama dag sendi dómstólasýslan bréf til Fjársýslu ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem mikilvægi sjálfstæðis dómstólanna var áréttað ásamt því að spurningum var beint til stofnananna. Bréfinu var svarað af hálfu Hagstofu Íslands 8. júlí 2022 en þar kemur fram að Hagstofan gefi mánaðarlega út launavísitölu samkvæmt lögum nr. 89/1989 um launavísitölu og birti í niðurbroti fyrir helstu hópa launafólks og launagreiðenda á grundvelli mánaðarlegra breytinga. Enn fremur birti Hagstofan einu sinni á ári meðaltal launa á ársgrundvelli fyrir helstu hópa launafólks og launagreiðenda auk þess að miðla upplýsingum um laun í einstökum störfum. Í því talnaefni séu einnig upplýsingar um meðaltal reglulegra launa ríkisstarfsmanna. Hagstofan birti ekki hlutfallslega breytingu á meðallaunum heldur einungis launastigið sjálft. Þá kemur fram að árleg útgáfa meðallauna sé bráðabirgðaútgáfa sem feli í sér að áður birtar tölur séu endurskoðaðar og reynslan hafi sýnt að endurskoðun skili oftast einungis lítils háttar breytingum. Í ljósi þess að ekki væri um að ræða lögbundna eða samningsbundna tölfræði hefði forgangsröðun verkefna ítrekað leitt til seinkunar á útgáfu. Í bréfinu kemur jafnframt meðal annars fram að það sé ekki hlutverk Hagstofunnar að velja viðmið sem tengist framkvæmd stjórnvaldsákvarðana, sbr. útreikninga Fjársýslunnar á launabreytingum tiltekinna hópa samkvæmt lögum nr. 79/2019. Þá vísaði Hagstofan til samskipta stofnunarinnar við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Fjársýsluna í maí 2022 þar sem spurst var fyrir um opinbert talnaefni um breytingar á reglulegum launum ríkisstarfsmanna vegna laga nr. 79/2019. Í kjölfarið hefði átt sér stað samskipti þessara aðila um hagnýtingu opinbers talnaefnis Hagstofunnar en ekki sérvinnslu. Þar hefði komið fram sá skilningur Hagstofunnar að miða ætti við meðaltal reglulegra launa hjá starfsfólki ríkisins. Ekki kæmi fram í lagatexta hvort miða ætti við laun allra sem vinni hjá ríkinu eða einungis fullvinnandi starfsfólks. Hagstofan hefði mælt með því síðara þar sem líta mætti á að þar færi kjarni starfsmannahópsins hverju sinni og breytileiki sé því minni á milli ára í þeim hópi. Spurt hafi verið um áhrif vinnutímabreytinga hjá ríkisstarfsmönnum á mælingar á launatölfræðinni og Hagstofan bent á að meðallaun yrðu ekki fyrir áhrifum af styttingu vinnuvikunnar öfugt við launavísitölu sem endurspegli vinnutímastyttingu að hluta. Enn fremur hafi verið rætt um að koma upp nýju verklagi sem fæli í sér formlega fyrirspurn til Hagstofunnar um meðaltal reglulegra launa. Hagstofan hafi því ekki komið að ákvörðun útreikninga.3. Fjársýslan svaraði erindi dómstólasýslunnar 11. júlí 2022. Í svarbréfinu kemur fram að mistök hafi komið í ljós við undirbúning launabreytinga ársins 2022. Framkvæmd þeirra sé á ábyrgð Fjársýslu ríkisins en útfærsla og túlkun sé sameiginlegt verkefni Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Fjársýslunnar. Ekki hafi átt að notast við launavísitölu ríkisstarfsmanna líkt og gert hafi verið heldur meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Þá kemur fram að samkvæmt ráðleggingu Hagstofunnar hafi verið metið að meðaltal reglulegra launa fullvinnandi ríkisstarfsmanna endurspeglaði þennan hóp best.4. Stjórn Dómarafélagsins sendi fjármála- og efnahagsráðherra bréf 5. júlí 2022 og mótmælti ákvörðun ráðuneytisins um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Skorað var á ráðherra að draga ákvörðunina til baka en að öðrum kosti yrði félagsmönnum nauðugur sá kostur að leita réttar síns fyrir dómstólum.5. Níu héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjaness, þar með talin stefnda, sendu bréf til Fjársýslu ríkisins 11. júlí 2022 þar sem fram kom að þau teldu ákvörðun um að krefjast endurgreiðslu launa ólögmæta enda hefðu þau tekið við þeim í góðri trú. Launagreiðandi gæti heldur ekki lækkað laun afturvirkt eins og gert hefði verið frá 1. júní 2022. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð málsins sem hefði ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög nr. 37/1993, enda hefði ekki verið gætt andmælaréttar samkvæmt 13. gr. laganna.6. Stefnda höfðaði í kjölfarið mál þetta 31. ágúst 2022.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda7. Áfrýjandi vísar til þess að ljóst sé af orðalagi 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, sem og af lögskýringargögnum, að það viðmið sem nota skuli við árlega launauppfærslu dómara og þar á meðal stefndu sé hlutfallsleg breyting á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Áfrýjandi telur einsýnt að hvorki texti lagaákvæðisins sjálfs né fyrirliggjandi lögskýringargögn gefi svigrúm til mats á því hvert viðmiðið skuli vera.8. Áfrýjandi byggir jafnframt á því að sú ákvörðun að leiðrétta fyrri útreikningsaðferð varðandi árlega launauppfærslu stefndu með því að fylgja 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun. Vísar áfrýjandi til þess að ákvörðunin hafi að öllu leyti verið samræmd og tekið til ótilgreinds fjölda einstaklinga sem falli undir það launafyrirkomulag sem fram kemur í ákvæðum laga nr. 79/2019. Með leiðréttingunni hafi þannig ekki verið kveðið einhliða á um rétt eða skyldu tiltekins aðila í ákveðnu máli og við slíka framkvæmd geti launþegar tæplega talist aðilar máls í skilningi stjórnsýslulaga. Áfrýjanda hafi borið skylda til að leiðrétta fyrri framkvæmd. Annað hefði verið andstætt skýrum lagafyrirmælum. Málefnalegar og lögmætar ástæður hafi þannig legið að baki ákvörðun áfrýjanda. Stjórnvöld taki margvíslegar ákvarðanir sem ekki teljist til stjórnvaldsákvarðana, þar á meðal stjórnvaldsfyrirmæli og ákvarðanir sem þau taki í málefnum starfsmanna sinna á grundvelli þeirra stjórnunarheimilda sem þau hafi. Þá geti það ekki á nokkurn hátt talist íþyngjandi í garð stefndu né annarra sem tilheyrðu þessum hópi að þurfa að sæta þeirri leiðréttingu að uppfærsla launa þeirra verði lögum samkvæmt. Réttmætar væntingar þessa hóps til launa geti aldrei staðið til annars en að fá greidd laun í samræmi við það sem kveðið var á um í 44. gr. laga nr. 50/2016.9. Verði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að um stjórnvaldsákvörðun hafi verið að ræða telur áfrýjandi engu að síður að ekki beri að ógilda ákvörðunina. Almennt hafi verið talið að þó að annmarkar kunni að vera á málsmeðferð við töku stjórnvaldsákvörðunar leiði það ekki sjálfkrafa til ógildingar hennar því að veigamikil sjónarmið kunni að vera fyrir hendi sem mæli gegn ógildingu. Eigi það við í þessu máli auk þess sem ákvörðunin snúi eingöngu að leiðréttingu í samræmi við ákvæði laga. Þá verði ekki séð að það hefði haft raunverulega þýðingu fyrir stefndu að njóta þeirra réttinda sem stjórnsýslulögin kveða á um í ljósi aðstæðna og atvika máls.20. Þá vísar áfrýjandi til þess að verði talið að sú ákvörðun að leiðrétta viðmið við uppfærslu launa hafi falið í sér breytingu á stjórnsýsluframkvæmd sé ljóst að sú breyting sem hafi verið gerð við uppfærslu launa 1. júlí 2022 hafi verið innan ramma laganna og í alla staði málefnaleg.21. Um þá ákvörðun að endurkrefja alla þá sem fengið höfðu ofgreidd laun vísar áfrýjandi til þess að það sé viðurkennd meginregla í íslenskum rétti að þeir sem fyrir mistök fái greidda fjármuni sem þeir eiga ekki rétt á lögum samkvæmt skuli endurgreiða þá. Þrátt fyrir að frá þeirri meginreglu séu ákveðnar undantekningar sé ekki óeðlilegt í ljósi aðstæðna og stöðu þess hóps sem um ræðir í málinu að gerðar séu ríkar kröfur til hans þegar kemur að réttindum og skyldum að þessu leyti. Krafa um endurgreiðslu hafi grundvallast á leiðréttingu á rangri framkvæmd þannig að laun stefndu og annarra sem eins var ástatt um yrðu rétt í samræmi við ákvæði laga.22. Hvað varðar ákvörðun um leiðréttingu á útborgun launa 1. júlí 2022 fyrir júní 2022 bendir áfrýjandi á að réttur stefndu til launa fyrir júní 2022 hafi eðli máls samkvæmt átt að vera í samræmi við ákvæði 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019. Jafnræðis hafi því verið gætt við töku ákvörðunarinnar.Helstu málsástæður stefndu23. Stefnda byggir á því að ákvarðanir áfrýjanda sem deilt er um í málinu teljist til stjórnvaldsákvarðana sem haldnar séu nánar tilgreindum ógildingarannmörkum, bæði um form og efni. Jafnframt að jafnvel þótt ákvarðanirnar teldust ekki til eiginlegra stjórnvaldsákvarðana væru þær af sama toga og lytu óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Þá vísar stefnda til þess að hafi stjórnsýsluframkvæmd lengi tíðkast geti stjórnvald ekki breytt henni svo að íþyngjandi sé gagnvart stefndu á þeim grunni einum að málefnalegar ástæður búi þar að baki heldur verði að taka slíka ákvörðun á formlegan hátt og kynna hana þannig að þeir sem breytingin varðar geti gætt hagsmuna sinna. Þá mótmælir stefnda því að umræddar ákvarðanir áfrýjanda falli í flokk almennra stjórnunarheimilda stjórnvalda.24. Stefnda segist hvorki hafa notið stöðu aðila við málsmeðferð þess né hafi lögbundinni aðferðafræði verið fylgt við töku þeirra ákvarðana sem deilt er um. Þá mótmælir stefnda því að engin ástæða sé til ógildingar þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð og mótmælir því að það hefði ekki haft raunverulega þýðingu fyrir hana að koma að sínum sjónarmiðum. Stefnda mótmælir því enn fremur að ákvörðun um breytt viðmið við uppfærslu launa hennar hafi eingöngu snúið að leiðréttingu fyrri ákvörðunar í samræmi við ákvæði laga. Vísar stefnda til þess að í ljósi stjórnarskrárvarins sjálfstæðis dómstóla verði að gera þær kröfur til stjórnvalda, komi til álita að taka ákvarðanir sem hafi áhrif á launakjör dómara, að þær séu ekki teknar nema í kjölfar gagnsærrar, vandaðrar og tryggilegrar málsmeðferðar. Brot á mikilvægum málsmeðferðarreglum á borð við andmælareglu leiði að meginstefnu almennt til ógildingar nema augljóst megi telja að brotið hafi enga þýðingu getað haft en svo hátti ljóslega ekki til í tilviki stefndu. Stefnda vísar jafnframt til þess að ákvarðanirnar séu ólögmætar, án tillits til þess hvort þær teljist stjórnvaldsákvarðanir.25. Stefnda telur það viðmið sem stuðst hafi verið við fram að síðustu launahækkun hennar samþýðanlegt efnislegu inntaki 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019, og rúmist innan greinarinnar. Þannig mæli mánaðarleg launavísitala, þar með talin launavísitala ríkisstarfsmanna, að sönnu breytingar á launum yfir tíma. Sá mælikvarði sem stuðst hafi verið við sé því ekki ósamþýðanlegur efni 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 enda mæli hann breytingar á reglulegum launum starfsmanna ríkisins, út frá tímakaupi, fyrir næstliðið almanaksár. Því sé um að ræða lögmætan og málefnalegan mælikvarða sem rúmist innan lagaákvæðisins. Horfa verði til þess að á sviði stjórnsýsluréttar kunni sá skilningur sem mótast hafi í stjórnsýsluframkvæmd að hafa þýðingu við túlkun lagaákvæðis, einkum þegar stjórnsýsluframkvæmd er til hagsbóta fyrir borgarana. Hafi stjórnvöld túlkað lagaákvæði í samræmi við orðalag þess og lögskýringargögn geti þau almennt ekki breytt túlkun sinni síðar nema hún hafi reynst röng, til dæmis þegar henni hefur verið hnekkt af æðra stjórnvaldi eða dómstólum. Að öðrum kosti verði túlkun almennt ekki breytt nema á grundvelli laga. Stefnda mótmælir því að einsýnt sé að hvorki texti 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 né fyrirliggjandi lögskýringargögn gefi svigrúm til mats á því hvert viðmiðið skuli vera.26. Stefnda vísar jafnframt til þess að gæta verði að mikilvægi sjálfstæðis dómara í dómarastörfum, sbr. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/2016, sem endurspegli fyrirmæli 61. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. einnig ákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómi.27. Stefnda byggir á því að reglur kröfuréttar standi endurheimtukröfu áfrýjanda í vegi enda atvik og aðstæður að baki kröfunni bersýnilega með þeim hætti að lög standi ekki til þess að henni verði komið við eftir reglum fjármunaréttar. Áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að stefndu hafi mátt vera ljóst að hún hafi fengið of háar greiðslur. Stefnda byggir jafnframt á því að áfrýjandi hafi sýnt af sér tómlæti. Þá standist ekki að sérsjónarmið gildi gagnvart stefndu sem dómara í þessu tilliti.28. Varðandi ákvörðun áfrýjanda um að lækka laun stefndu fyrir júní 2022 með afturvirkum hætti vísar stefnda til sjónarmiða um óheimila afturvirka skerðingu sem brjóti gegn eignarrétti hennar og að lögin sjálf miði við að breytingar taki gildi 1. júlí 2022. Hins vegar fellst stefnda á að ekki hafi verið brotið gegn jafnræði þeirra sem fengu laun greidd eftir á gagnvart þeim sem fengu laun greidd fyrir fram.Löggjöf29. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 greinist ríkisvaldið í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Dómendur fara með dómsvaldið og fjallað er um það í V. kafla stjórnarskrárinnar. Samkvæmt 59. gr. verður skipan dómsvaldsins ekki ákveðin nema með lögum. Í 60. gr. er kveðið á um að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Samkvæmt 61. gr. skulu dómendur í embættisverkum sínum einungis fara eftir lögum og verður þeim ekki vikið úr embætti nema með dómi.30. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 segir að í ákvæðinu sé mælt fyrir um að dómstólar skuli vera óháðir og óhlutdrægir en þetta sé einn mikilvægasti áskilnaðurinn í ákvæðinu og undirstaða þess að maður geti talist njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstóli. Þegar tekið sé fram að dómstólar skuli vera óháðir væri einkanlega skírskotað til þess að dómstólar eigi að vera sjálfstæðir og ekki háðir öðrum þáttum ríkisvaldsins. Væri sjálfstæði þeirra gagnvart framkvæmdarvaldinu sérstaklega mikilvægt, bæði hvað varðaði skipunarvald framkvæmdarvaldsins yfir þeim, kjör sem dómendum væru tryggð og að dómendum verði ekki vikið úr starfi með stjórnvaldsákvörðun. Þá segir að sérstakur kafli stjórnarskrárinnar, V. kafli, fjalli um skipan dómsvaldsins og sé honum ætlað að tryggja sjálfstæði dómstólanna auk almennu reglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins í 2. gr. Þótt sjálfstæði dómstólanna birtist þannig í öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar þætti rétt að árétta þetta frumskilyrði í þessu ákvæði.31. Ríkisstjórnin ákvað í janúar 2018 að skipa starfshóp um málefni kjararáðs. Í skýrslu hans 1. febrúar 2018 var áréttað að almennt væri viðurkennt að ákvörðun launa dómara og nokkurra annarra starfsgreina nyti sérstöðu vegna þess að tryggja þyrfti starfskjör og sjálfstæði þeirra gagnvart öðrum greinum ríkisvaldsins. Ein af helstu niðurstöðum starfshópsins var að leggja til að kjör dómara yrðu ákveðin í lögum með fastri fjárhæð. Hvað varðar uppfærslu launa var lagt til að miðað yrði við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og það birtist í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár. Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji að sá mælikvarði við endurskoðun launa sem best eigi við sé launaþróun ríkisstarfsmanna og þá að notað sé launahugtakið regluleg laun samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands. Heildarlaun séu því marki brennd að þau feli í sér yfirvinnugreiðslur, sem séu útbreiddar á Íslandi og geti sveiflast á milli ára, án þess að laun þróist með almennum hætti að sama skapi. Grunnlaun séu einnig óheppilegur mælikvarði sökum þess að viðbótargreiðslur séu almennar og séu regluleg laun því besta kjaraviðmiðið af framangreindum þremur launahugtökum.32. Með lögum nr. 60/2018 um brottfall laga um kjararáð, nr. 130/2016 með síðari breytingum, var kjararáð aflagt frá og með 1. júlí 2018. Í 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 60/2018 sagði að þrátt fyrir gildistöku þeirra skyldu allir þeir sem féllu undir úrskurðarvald kjararáðs halda fyrri launum þar til ný ákvörðun hefði verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Ef það hefði ekki verið gert fyrir 1. maí 2019 skyldu laun þessara aðila taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár.33. Með lögum nr. 79/2019 var fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem höfðu fallið undir úrskurðarvald kjararáðs breytt. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kom fram að með þeim yrðu laun dómara, saksóknara, ráðherra, ráðuneytisstjóra, ríkissáttasemjara, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra framvegis ákvörðuð í lögum með fastri krónutölufjárhæð. Þau yrðu síðan endurákvörðuð 1. júlí ár hvert miðað við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins.34. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að nokkrum aðilum, meðal annars Dómarafélagi Íslands, hafi verið boðið að gera athugasemdir við frumvarpið. Dómarafélag Íslands skilaði umsögn um það til fjármála- og efnahagsráðuneytisins 20. júlí 2018, þar sem meðal annars var gerð athugasemd við það viðmið sem launabreytingar skyldu taka mið af. Bent var á að ekki væri vikið að því í lögskýringargögnum hvað nánar fælist í útreikningi þessa viðmiðs. Hvorki í lögum nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagsýslugerð né í lögum nr. 89/1989 væri að finna nánari upplýsingar um útreikning þessa viðmiðs og rökstuðning fyrir því af hverju talið væri rökrétt að miða við það. Nauðsynlegt væri að skýra það nánar og jafnframt vísa til þess hvort forsendur útreikningsins gætu breyst og hvaða áhrif það hefði á launaákvarðanir þeirra hópa sem tengdir yrðu við þessa vísitölu. Dómarafélag Íslands áréttaði sjónarmið sín í umsögn um frumvarpið sem barst Alþingi 12. mars 2019.35. Frumvarp til laga nr. 79/2019 var einnig birt í samráðsgátt stjórnvalda og skilaði Hagstofa Íslands umsögn 18. júlí 2018 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar kemur fram að Hagstofu Íslands þyki rétt að benda á að enginn lagalegur grundvöllur sé fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur séu þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarði hverju sinni og þær geti breyst vegna betrumbóta á aðferðum eða gögnum. Jafnframt kemur fram að til þess að launabreytingar geti tekið gildi 1. maí verði Hagstofan að birta meðaltal næstliðins árs í tæka tíð. Sé horft til birtinga síðustu fimm ára hafi árleg meðallaun einungis tvisvar verið birt fyrir 1. maí.36. Lög nr. 79/2019 voru samþykkt 18. júní 2019 og tóku þegar gildi. Með 9. gr. laganna voru gerðar breytingar á 44. gr. laga nr. 50/2016 sem fjallar um laun dómara. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því er varð að fyrrnefndu lögunum var vísað til 2. gr. stjórnarskrárinnar um að dómendur færu með dómsvaldið. Þá var vísað til þess að dómstólar ættu að vera sjálfstæðir enda hefðu þeir eftirlit með framkvæmdar- og löggjafarvaldinu, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar. Auk þess væri sjálfstæði dómara að nokkru leyti tryggt í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Jafnframt var áréttað að sjálfstæði dómstóla væri grundvallaratriði í réttarríki og kjör dómara þyrftu að vera nægilega góð til að tryggt yrði að þeir verði ekki öðrum háðir. Fram kom að sú framkvæmd að ákvarða kjör dómara í lögum með fastri krónutölufjárhæð væri lögð til þar sem ekki væri æskilegt að framkvæmdarvaldið kæmi að ákvörðun launa og starfskjara dómara vegna sjónarmiða um sjálfstæði þeirra. Lögð væri sú skylda á launagreiðanda að endurákvarða launin 1. júlí ár hvert til samræmis við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins og einnig gæti ráðherra starfsmannamála ákveðið að launin hækki 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna sem Hagstofan birti fyrir 1. júní ár hvert. Í 4. málslið 3. mgr. greinarinnar er kveðið á um að laun annarra héraðsdómara en dómstjóra og varadómstjóra nemi 1.410.328 krónum á mánuði og þar af skuli greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgi nema 315.876 krónum.Niðurstaða37. Í hinum áfrýjaða dómi var fallist á aðalkröfur stefndu um ógildingu á ákvörðunum áfrýjanda, sem tilkynntar voru stefndu með bréfi Fjársýslu ríkisins 29. júní 2022, um að breyta viðmiði við árlega uppfærslu launa hennar, um að endurkrefja hana um ofgreidd laun og um að lækka laun hennar fyrir júní 2022. Fyrir héraðsdómi hafði stefnda uppi varakröfur um að viðurkennt yrði að allar framangreindar ákvarðanir væru ólögmætar. Í ljósi málatilbúnaðar aðila fyrir Hæstarétti og eðlis þeirra ákvarðana áfrýjanda sem kröfugerð hennar beinist að verður að líta svo á að krafa stefndu um að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur girði ekki fyrir að undir áfrýjun sé Hæstarétti fært að taka afstöðu til kröfugerðar stefndu fyrir héraðsdómi í heild sinni.38. Þegar litið er til kröfugerðar og málatilbúnaðar stefndu snýst ágreiningur máls þessa í grundvallaratriðum um hvort fjármála- og efnahagsráðherra hafi að lögum verið heimilt að breyta viðmiði við uppfærslu árlegra launa hennar. Þá var stefnda á sama grundvelli krafin um endurgreiðslu ofgreiddra launa.39. Mælt er fyrir um fasta krónutölufjárhæð launa dómara í 1.–3. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, eins og því ákvæði var breytt með 9. gr. laga nr. 79/2019. Í samræmi við þá löggjafarstefnu sem var mörkuð með þeim lögum, og rakin er að framan, hefur löggjafinn ákveðið að framkvæmdarvaldið skuli ekki koma að ákvörðun launa dómara í ljósi grundvallarreglna stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómstóla. Launakjör dómara ráðast því beint af lögum. Á hinn bóginn mælir 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, fyrir um tiltekið efnislegt viðmið við útreikning árlegra breytinga á fastri krónutölufjárhæð launa dómara á grundvelli ákvæðisins, en það hljóðar svo:Laun skv. 1.–3. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.40. Allt frá gildistöku 9. gr. laga nr. 79/2019 lagði áfrýjandi til grundvallar launavísitölu ríkisstarfsmanna við framkvæmd árlegrar breytingar á launum dómara. Með áðurnefndu bréfi Fjársýslu ríkisins til stefndu 29. júní 2022 var henni tilkynnt að uppfærsla á fjárhæð launa hefði frá gildistöku laga nr. 79/2019 byggst á röngu viðmiði. Frá 1. júlí 2022 yrðu launin „greidd samkvæmt réttum launataxta og taka breytingum í samræmi við það viðmið sem fram kemur í lögum nr. 79/2019“. Eftirágreidd laun 1. júlí 2022 yrðu einnig greidd í samræmi við rétt viðmið. Þá hefði fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveðið að krefja alla þá sem hefðu fengið ofgreidd laun um endurgreiðslu á því sem hafði verið ofgreitt.41. Fallist er á það með stefndu að breyting á þeirri stjórnsýsluframkvæmd sem mörkuð var af hálfu áfrýjanda við gildistöku laga nr. 79/2019 varð að samrýmast meginreglum stjórnsýsluréttar um heimildir stjórnvalda til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd sem eru íþyngjandi fyrir borgarana. Þá hefur það verulega þýðingu að stjórnsýsluframkvæmdin sneri að árlegum útreikningi til breytinga á launakjörum dómara. Eins og leiðir af athugasemdum við 8. gr. greinargerðar með frumvarpi til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, er varð að 70. gr. stjórnarskrárinnar, eru kjör sem dómendum skulu tryggð einn af efnisþáttum í mati á því hvort dómstólar teljist sjálfstæðir í störfum sínum í samræmi við kröfur stjórnarskrárinnar, sbr. dóm Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 278/1999.42. Samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar geta stjórnvöld almennt ekki breytt túlkun sinni á lagaákvæði sem liggur til grundvallar stjórnsýsluframkvæmd borgurunum í óhag nema hún hafi reynst röng, til dæmis þegar henni hefur verið hnekkt af æðra stjórnvaldi eða dómstólum. Í því sambandi er almennt viðurkennt að þegar stjórnvöld taka afstöðu til þess hvaða breytingar unnt er að gera á efni stjórnsýsluframkvæmdar verði þau meðal annars að líta til réttmætra væntinga málsaðila og taka tilhlýðilegt tillit til þeirra. Þá kann sá skilningur, sem mótast hefur í stjórnsýsluframkvæmd, að hafa þýðingu við túlkun lagaákvæðis. Þetta á einkum við þegar stjórnsýsluframkvæmd hefur verið til hagsbóta fyrir borgarana, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 5. febrúar 1998 í máli nr. 224/1997 sem birtur er á bls. 536 í dómasafni réttarins 1998. Er þá horft til sjónarmiða um þrígreiningu ríkisvaldsins og þá einkum um stöðu framkvæmdarvaldsins gagnvart dómstólum. Framangreindar meginreglur stjórnsýsluréttar hafa jafnframt aukið vægi í máli þessu þar sem reynir á heimildir áfrýjanda til að gera breytingar á framkvæmd á útreikningi árlegra breytinga á launum dómara samkvæmt löggjafarfyrirkomulagi sem byggist á þeirri grunnforsendu að tryggja verður eins og kostur er sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar kemur að ákvörðunum um launakjör dómenda.43. Af framangreindu leiðir að áfrýjanda var ekki heimilt að víkja frá fyrri framkvæmd nema að sýnt hefði verið fram á að hún hefði bersýnilega verið í ósamræmi við gildandi lög.44. Kemur þá næst til skoðunar hvort sú framkvæmd sem upphaflega var mörkuð við útreikning árlegrar breytingar á launum dómara hafi verið í bersýnilegu ósamræmi við 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019 eins og það ber að túlka í ljósi orðalags ákvæðisins, athugasemda greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögum nr. 79/2019, og einnig að teknu tilliti til þeirra meginreglna stjórnsýsluréttar og sjónarmiða um sjálfstæði dómstóla sem að framan eru rakin.45. Samkvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, skulu laun dómara taka breytingum í samræmi við „hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár“. Óumdeilt er að frá gildistöku laga nr. 79/2019 og allt til 1. júlí 2022 höfðu laun stefndu og annarra dómenda tekið breytingum árlega á grundvelli launavísitölu ríkisstarfsmanna.46. Fyrir liggur bréf Fjársýslu ríkisins 14. júní 2022 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem greint var frá því að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Fjársýsla ríkisins hefðu „rýnt það verklag sem viðhaft [hafi] verið og framkvæmd laganna“. Vísað er til þess að fram til þessa hafi verið byggt á „vísitölu launa opinberra starfsmanna, ríkisstarfsmanna, meðaltali ársins og prósentubreytingum frá fyrra ári“. Í ljós hafi komið að um mistök hafi verið að ræða. Rétt hefði verið að miða við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár sem Hagstofan reikni og birti. Í bréfinu er síðan rakið upphaf þess verklags að miða við launavísitölu ríkisstarfsmanna sem rekja megi allt aftur til ársins 2019. Er þar vísað til fundargerðar af fundi Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og launasviðs Fjársýslunnar frá 27. júní 2019 þar sem segi að „[laun] þeirra sem heyra undir lög nr. 130/2016 [taki] breytingum 1. júlí ár hvert, samkvæmt mati Hagstofu Íslands á breytingum launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Samkvæmt mati Hagstofunnar [hækki] laun þessi um 6,3% frá 01.07.2019.“ Þá segir í bréfi Fjársýslunnar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins að „[hér] sé vísað í breytingu á mánaðarlegri launavísitölu helstu launþegahópa frá árinu 2015, þ.e. prósentuhækkun á milli áranna 2018 og 2019“. Síðan segir svo í bréfinu: „Í lögunum er ekki að finna nákvæma leiðsögn um nákvæmlega hvaða kvarða skuli miða við þegar launin taki breytingum. Hagstofan leggur til við Fjársýsluna að horft verði til meðaltals reglulegra launa fyrir fullvinnandi starfsfólk ríkisins.“47. Samkvæmt þessu liggur fyrir að af hálfu áfrýjanda var í upphafi talið að við framkvæmd 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, hafi verið fært að miða við launavísitölu ríkisstarfsmanna. Á vormánuðum ársins 2022 hafi hins vegar sú afstaða breyst og Fjársýsla ríkisins þá talið að fyrra viðmið samræmdist ekki orðalagi lagaákvæðisins. Í bréfi Fjársýslunnar 14. júní 2022 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins er þó jafnhliða viðurkennt að lögin væru ekki alls kostar skýr um þau viðmið sem miða skyldi við þegar árlegar breytingar væru reiknaðar. Í bréfinu er raunar að finna tillögu um að framvegis beri að miða við meðaltal reglulegra launa fyrir „fullvinnandi starfsfólk ríkisins“, án þess að séð verði að það viðmið eigi sér stoð í texta ákvæðisins frekar en að miða skuli við heildarhóp ríkisstarfsmanna.48. Dómurinn fellst á það með stefndu að orðalag 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, útiloki ekki þá túlkun að við árlegan útreikning á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið ár sé fært að miða við launavísitölu ríkisstarfsmanna. Af gögnum málsins má ráða að áfrýjandi hefur viðurkennt að orðalag ákvæðisins gefi nokkurt svigrúm til að velja á milli mismunandi túlkunarkosta. Af hálfu áfrýjanda hefur í þessu máli einnig verið viðurkennt að launavísitala ríkisstarfsmanna geti talist málefnalegur mælikvarði í þessu sambandi og því sé ekkert efnislega því til fyrirstöðu að árlegar breytingar á launum stefndu og annarra dómenda taki mið af því viðmiði eins og raunin var frá 1. júlí 2019 til 1. júlí 2022. Af þessari ástæðu er ekki fallist á það með áfrýjanda að það geti talist skýrt af orðalagi 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, að sú framkvæmd sem lögð hafði verið til grundvallar af hálfu stjórnvalda frá gildistöku síðarnefndu laganna og allt til 1. júlí 2022 hafi verið bersýnilega í ósamræmi við lög.49. Þá verður heldur ekki ráðið af athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögum nr. 79/2019 né þingmeðferð þess að löggjafinn hafi tekið sérstaka afstöðu til þess hvort heimilt væri að líta til launavísitölu ríkisstarfsmanna, sem Hagstofan ákveður á grundvelli laga nr. 89/1989, við mat á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Í því sambandi skiptir og máli að fyrir liggur að Hagstofan vakti sérstaka athygli fjármála- og efnahagsráðherra á því í aðdraganda setningar laga nr. 79/2019 að „enginn lagalegur grundvöllur [væri] fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur [væru] þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni“. Bendir það og til þess að eins og útfærslu 9. gr. laga nr. 79/2019 er háttað hafi það verið afstaða Hagstofu Íslands að sá mælikvarði sem orðaður er í ákvæðinu eigi sér ekki beina skírskotun í gildandi lögum, en hafa ber í huga að stofnuninni er aftur á móti sérstaklega falið með 1. gr. fyrrgreindra laga nr. 89/1989 að reikna og birta mánaðarlega sérstaka launavísitölu.50. Í ljósi þeirra sjónarmiða sem að framan eru rakin verður því ekki á það fallist að það val áfrýjanda í upphafi, að miða við launavísitölu ríkisstarfsmanna geti talist í bersýnilegu ósamræmi við texta laganna eða lögskýringargögn, enda er orðalag ákvæðisins um það viðmið sem lagt skal til grundvallar ekki skýrt. Í þessu sambandi skiptir og máli að upphafleg túlkun áfrýjanda á inntaki 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sbr. 9. gr. laga nr. 79/2019, var liður í þeirri stefnu og framkvæmd stjórnvalda að gera árlegar breytingar á launum dómara, sem sjálfstæðra handhafa ríkisvalds, með þeim hætti að tryggt yrði að sú breyting væri lögbundin en ekki háð mati framkvæmdarvaldsins. Umrædd breyting á stjórnsýsluframkvæmd var því ekki heimil að óbreyttum lögum samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. Það er verkefni löggjafans að taka skýra afstöðu til þess hvort tilefni sé til að víkja frá því viðmiði til framtíðar, um launavísitölu ríkisstarfsmanna, sem lagt hafði verið til grundvallar allt frá gildistöku laga nr. 79/2019 til 1. júlí 2022.51. Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun áfrýjanda frá 29. júní 2022 að breyta því viðmiði sem lá til grundvallar árlegum útreikningi hlutfallslegrar breytingar á launum dómara hafi verið ólögmæt.52. Hvað varðar kröfur stefndu er lúta að ákvörðunum áfrýjanda um endurgreiðslu hluta greiddra launa og um lækkun á launum stefndu fyrir júní 2022 er ljóst að þær sækja efni sitt og forsendur til lögmætis upphaflegrar ákvörðunar áfrýjanda um að breyta því viðmiði um árlega uppfærslu launa sem að framan hefur verið dæmd ólögmæt.53. Hvað varðar sérstaklega ákvörðun áfrýjanda um að krefja stefndu um endurgreiðslu hluta launa frá gildistöku laga nr. 79/2019 fram að ákvörðun áfrýjanda er við það að bæta að fallist er á það með stefndu að við mat á lögmæti þeirrar ákvörðunar verði jafnframt að horfa til meginreglna kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Eins og leiðir af dómi Hæstaréttar frá 13. september 2007 í máli nr. 32/2007 gildir sú meginregla í íslenskum rétti að þeir sem fá fyrir mistök greidda peninga sem þeir eiga ekki rétt til skuli endurgreiða þá. Frá þessari reglu eru þó gerðar undantekningar eftir því hver atvik eru að ofgreiðslunni og endurkröfu hennar. Ber þá að horfa til þess hvort móttakandi greiðslu vissi eða mátti vita að greitt hefði verið án eða umfram skyldu, hvort greiðandi hafi gefið móttakanda ástæðu til að ætla að greiðslan væri endanleg, hvort greiðandi eða móttakandi verði frekar talinn bera ábyrgð á þeim mistökum sem leiddu til greiðslunnar og hvers eðlis krafan er sem um ræðir. Þegar um laun eða aðrar kröfur sem ætlaðar eru móttakanda til framfærslu er að ræða þarf jafnan meira til en endranær svo að fallist verði á endurgreiðslu.54. Þegar litið er til framangreindra sjónarmiða kröfuréttar, að virtum atvikum máls þessa, verður talið ótvírætt að ekki hafi verið heimilt að krefja stefndu um endurgreiðslu launa ef á annað borð hefði verið talið að sú breyting á viðmiði við árlega uppfærslu launa hefði verið lögmæt. Í fyrsta lagi var um að ræða launagreiðslur sem nýttust stefndu til framfærslu og því ríkari kröfur en endranær gerðar til þess að lögmæt endurgreiðslukrafa gæti orðið virk. Í öðru lagi liggur fyrir að lög nr. 79/2019 tóku gildi 18. júní 2019 en það var ekki fyrr en í júní 2022, eða um þremur árum síðar, sem áfrýjandi komst að þeirri niðurstöðu að beita skyldi öðru viðmiði við uppfærslu launa en gert hafði verið frá gildistöku laganna. Af öllu því sem rakið hefur verið um fyrri framkvæmd stjórnvalda við breytingar á launum stefndu gat stefnda ekki hafa vitað eða mátt vita að áfrýjandi myndi telja að laun hennar hefðu ekki tekið breytingum samkvæmt lögmæltu viðmiði 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016. Í þriðja lagi var um að ræða launagreiðslu til dómara sem byggð var á föstu lögmæltu viðmiði er jafnframt var reist á löggjafarstefnu um að girða fyrir aðkomu framkvæmdarvaldsins að ákvörðunum um laun dómara. Er því ekki vafa undirorpið að stefnda hafi mátt líta svo á að þær greiðslur sem henni höfðu borist væru endanlegar. Af öllu framangreindu leiðir að ákvörðun áfrýjanda um að krefja stefndu um endurgreiðslu launa var bæði ólögmæt að efni til, þar sem hin undirliggjandi ákvörðun sem hún var reist á um að breyta umræddu viðmiði um árlega uppfærslu launa stefndu var sem slík ólögmæt, og jafnframt í andstöðu við meginreglur kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár.55. Samkvæmt því sem að framan er rakið er fallist á kröfur stefndu um að viðurkennt verði að þær ákvarðanir áfrýjanda, sem málatilbúnaður stefndu beinist að séu ólögmætar. Að þessu virtu og þar sem ákvarðanirnar eru haldnar skýrum annmörkum að efni til sem snúa að lögmæti þeirra er ekki þörf á því að fjalla sérstaklega um kröfur stefndu um ógildingu sömu ákvarðana, eins og eðli þeirra og atvikum er háttað. Af sömu ástæðu er jafnframt ekki þörf á að leysa úr málatilbúnaði stefndu er beinist að ætluðum formannmörkum á töku þessara ákvarðana.56. Eftir úrslitum máls þessa verður áfrýjanda gert að greiða málskostnað stefndu fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Viðurkennt er að sú breyting áfrýjanda, íslenska ríkisins, á útreikningsaðferð við breytingu launa stefndu, Ástríðar Grímsdóttur, samkvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016, sem stefndu var tilkynnt með bréfi Fjársýslu ríkisins 29. júní 2022, hafi verið ólögmæt.Viðurkennt er að áfrýjanda hafi verið óheimilt að endurkrefja stefndu um hluta greiddra launa, samtals að fjárhæð 551.120 krónur, í samræmi við tilkynningu Fjársýslu ríkisins til hennar 29. júní 2022.Viðurkennt er að lækkun launa stefndu fyrir júní 2022, með þeim hætti sem henni var tilkynnt með bréfi Fjársýslu ríkisins 29. júní 2022, sem leiddi til þess að laun stefndu fyrir júní 2022 lækkuðu úr 1.646.286 krónum í 1.612.112 krónur, hafi verið ólögmæt.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest.Áfrýjandi greiði stefndu 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=33199be7-ae2a-4092-9f79-1a1eb5918359 |
Mál nr. 18/2023 | Fyrning Fyrningarfrestur Skaðabætur Skipting sakarefnis | Sakarefni málsins var skipt í héraði og laut ágreiningurinn aðeins að því hvort ætlaðar kröfur A slhf. um skaðabætur á hendur AV hf., J og S hf. væru fyrndar og hvort um þær færi eftir reglum um skaðabætur innan eða utan samninga. Ætluð krafa A slhf. á hendur AV hf. var reist á því að AV hf. hefði vanefnt þær skuldbindingar sem leiddu beint af samningi um söluráðgjöf annars vegar og samningi um eignastýringu hins vegar. Fór því um skaðabótakröfu á hendur félaginu eftir reglum um fyrningu skaðabótakrafna innan samninga, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 150/2007 og var hún talin fyrnd. Ætluð krafa A slhf. á hendur J sem byggðist á vanrækslu á skyldum hans sem stjórnarmaður A slhf. eða þeirri persónulegu ábyrgð sem hann bar á störfum sínum sem sérfræðingur var talin fara eftir reglum um skaðabætur utan samninga, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007, og var hún einnig talin fyrnd. Af því leiddi að ætlaðar kröfur á hendur S hf. voru jafnframt taldar fyrndar, sbr. 2. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. apríl 2023. Hann krefst þess að staðfest verði að ófyrnd sé krafa áfrýjanda um skaðabætur úr hendi stefndu vegna tjóns sem varð við fjárfestingu í fjárfestingasjóðnum Kcaj Limited Liability Partnership. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu fyrir Landsrétti og Hæstarétti.3. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Áfrýjandi höfðaði mál þetta til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á fjárfestingasjóðnum Kcaj Limited Liability Partnership skráðum í Bretlandi. Sá sjóður átti að fullu eignarhaldsfélagið Duchamp Holdings Limited en það félag átti rekstrarfélagið Duchamp Limited sem hannaði og seldi karlmannsföt í heildsölu og smásölu. Við kaupin naut áfrýjandi ráðgjafar stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. á grundvelli samnings 20. febrúar 2014 um söluráðgjöf. Jafnframt gerðu sömu aðilar með sér samning 28. mars sama ár um eignastýringu. Stefndi Jón var í gegnum félög sín eigandi stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. ásamt því að starfa hjá fyrirtækinu og kom hann fram gagnvart áfrýjanda sem ráðgjafi við fyrrgreind kaup. Krafa áfrýjanda á hendur þessum tveimur stefndu er reist á reglunni um ábyrgð á sérfræðiráðgjöf á grundvelli fyrrgreindra samninga um söluráðgjöf og eignastýringu og á reglunni um vinnuveitendaábyrgð. Auk þess er því haldið fram að stefndi Jón hafi vanrækt skyldur sínar sem stjórnarmaður áfrýjanda. Krafa áfrýjanda á hendur stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. er byggð á ábyrgðartryggingu sem tekin var hjá félaginu.5. Með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála tók héraðsdómur þá ákvörðun að skipta sakarefni málsins þannig að fyrst yrði dæmt um þær málsástæður stefndu að ætlaðar kröfur á hendur þeim væru fyrndar. Er sá ágreiningur til úrlausnar hér. Deila aðilar um hvort ætluð krafa áfrýjanda á hendur stefndu Arev verðbréfafyrirtæki hf. og Jóni sé skaðabótakrafa innan samninga, þannig að fyrningarfrestur fari eftir 2. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, eða hvort um sé að ræða skaðabótakröfu utan samninga, þannig að um fyrningarfrest fari eftir 1. mgr. 9. gr. laganna. Verði talið að síðargreinda ákvæðið eigi við deila aðilar um hvenær fyrningafrestur hafi tekið að líða.6. Með héraðsdómi var því hafnað að ætluð skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefndu væri fyrnd en ákvörðun málskostnaðar látin bíða endanlegs dóms í málinu. Niðurstaða héraðsdóms um fyrningu var staðfest með dómi Landsréttar 11. febrúar 2022 í máli nr. 510/2022. Með dómi Hæstaréttar 2. nóvember 2022 í máli nr. 22/2022 var sá dómur ómerktur vegna vanhæfis tveggja dómara og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. Í kjölfarið gekk svo hinn áfrýjaði dómur en með honum var fallist á með stefndu að ætluð krafa á hendur þeim væri fyrnd.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 21. apríl 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-33, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um skýringu laga nr. 150/2007 þegar um sérfræðiábyrgð væri að ræða.Málsatvik8. Málavextir eru skilmerkilega raktir í hinum áfrýjaða dómi og vísast til þeirrar lýsingar í heild sinni. Til viðbótar verða hér nefnd atriði sem horfa til frekari skýringar á sakarefni málsins.9. Stefndi Arev verðbréfafyrirtæki hf. fékk útgefið starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu 10. mars 2010 sem verðbréfafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þegar þeir samningar sem mál þetta tekur til voru gerðir á árunum 2014 og 2015 var félagið í eigu annars vegar Eignarhaldsfélagsins Arev hf. að 99,94% hlut og hins vegar stefnda Jóns að 0,06% hlut. Fyrrnefndi eigandinn mun hafa verið í eigu stefnda Jóns í gegnum félag hans, JST Holding ehf., en það mun samkvæmt gögnum málsins hafa átt keðju félaga sem fóru með eignarhald á stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. Jafnframt mun stefndi Jón hafa í gegnum félög í sinni eigu átt 15,43% eignarhlut í Kcaj Limited Liability Partnership en honum var ráðstafað til áfrýjanda án raunverulegs endurgjalds annars vegar með samningi 8. júlí 2014 og hins vegar ódagsettum samningi sem mun hafa verið gerður 2. mars 2015. Þá mun stefndi Jón hafa verið eigandi að félaginu Arev Brands Ltd. UK í gegnum keðju fyrirtækja en það fyrirtæki og fyrrgreint félag, Eignarhaldsfélagið Arev hf., skráði sig fyrir hlutafé í áfrýjanda sem vanhöld urðu á að greiða eins og rakið er í 28. lið hins áfrýjaða dóms. Enn fremur mun stefndi Jón í gegnum félög sín hafa átt Eignarhaldsfélagið LAGPNII ehf., sem síðar fékk heitið Eignarhaldsfélagið ANIIGP ehf., en það félag var annar stofnandi áfrýjanda og ábyrgðaraðili hans og fór með hlutverk stjórnar í samræmi við samþykktir þess félags. Jafnframt mun stefndi Jón í gegnum félög sín hafa verið eigandi að Arev H2 ehf. sem var hinn stofnandi áfrýjanda. Loks mun stefndi Jón hafa verið eigandi félagsins Arev Management Limited í gegnum keðju félaga en það félag veitti Duchamp Limited lán og fékk greitt af því eins og vikið er að í 40. lið hins áfrýjaða dóms.0. Í samþykktum áfrýjanda frá öndverðu og þar til þeim var breytt 26. maí 2016 var mælt fyrir um að innan félagsins skyldi starfa sérstakt fjárfestingarráð. Þar var í grein 4.4 mælt fyrir um skipan þess og auk þess tekið fram að starfsheimildir ráðsins væru takmarkaðar við fjárfestingaákvarðanir félagsins. Einnig sagði að því væri ekki heimilt að fjárfesta í öðrum félögum nema eignastýringaraðilinn, sem var stefndi Arev verðbréfafyrirtæki hf., hefði gert tillögu um viðkomandi fjárfestingu við fjárfestingarráðið.NiðurstaðaUm sakarskiptingu1. Svo sem áður greinir var sakarefni málsins skipt á grundvelli 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 þannig að fyrst yrði dæmt um málsástæður stefndu sem lúta að því hvort ætlaðar kröfur áfrýjanda á hendur þeim væru fyrndar. Eins og greinir í héraðsdómi vefengdi áfrýjandi við flutning málsins þar að forsendur væru til að skipta sakarefninu með því móti. Þessu var hins vegar hvorki hreyft fyrir Landsrétti né hér fyrir dómi. Þess er þó að gæta að um er að ræða atriði sem rétturinn leysir úr af sjálfsdáðum ef efni eru til.2. Í dómum Hæstaréttar 4. júní 2019 í málum nr. 5/2019 og 6/2019 var fjallað um heimild til sakarskiptingar þannig að fyrst yrði dæmt um hvort skaðabótakröfur væru fyrndar áður en skorið væri úr um tilvist þeirra. Í dómunum var tekið fram að sök yrði ekki skipt með því móti nema fyrir lægi hvenær og á hvaða grundvelli krafa yrði talin hafa stofnast. Í þessum málum var málatilbúnaður um ætlaðar kröfur reistur á því að þær gætu hafa stofnast á mismunandi tímum sem spönnuðu gildissvið eldri laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda og gildandi laga nr. 150/2007 en fyrningarfestur eftir eldri og yngri lögum var ekki sá sami. Eins og mál þessi lágu fyrir var ekki talið unnt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðra skaðabótakrafna nema fyrst hefði verið leyst úr því hvort þær hefðu orðið til, á hvaða grunni það hefði gerst og hvenær. Að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi sem ekki hefði verið staðreynt hvort orðið hefðu til væru fallin niður fyrir fyrningu. Af þessum ástæðum var talið að skilyrði hefði með öllu brostið til að skipta sakarefninu með þessu móti á grundvelli 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991. Því voru dómarnir ómerktir og málunum vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.3. Í þessu máli er á því byggt að skaðabótaábyrgð stefndu Arev verðbréfafyrirtækis hf. og Jóns verði reist á þjónustu sem áfrýjanda var látin í té á grundvelli samninga fyrrnefnda aðilans við áfrýjanda auk þess sem vísað er til reglu um ábyrgð sérfræðinga og vinnuveitendaábyrgð. Að því er varðar stefnda Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er byggt á ábyrgðartryggingu sem tekin var hjá félaginu. Öndvert við það sem átti við í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar er þessi grundvöllur krafna áfrýjanda um skaðabætur á hendur stefndu nægjanlega ljós og afmarkaður. Því var heimilt í máli þessu að skipta sakarefninu þannig að fyrst yrði fjallað um fyrningu áður en það yrði dæmt að öðru leyti. Skiptir þá ekki máli hvort skaðabótaábyrgð vegna þeirra atvika sem áfrýjandi byggir á verður reist á reglum um bótaábyrgð innan eða utan samninga. Úr málinu verður því leyst á þeim grundvelli sem ákveðinn var af héraðsdómi með sakarskiptingunni en hún á sér jafnframt stoð í réttarframkvæmd sem miðar að skilvirkni og hagræði við rekstur dómsmála.Lagafyrirmæli um fyrningu skaðabótakrafna4. Mismunandi reglur gilda samkvæmt lögum nr. 150/2007 um upphaf fyrningarfrests skaðabótakrafna eftir því hvort um er að ræða skaðabætur innan eða utan samninga. Eins og áður greinir deila aðilar um hvort ætlaðar kröfur áfrýjanda á hendur stefndu Arev verðbréfafyrirtæki hf. og Jóni fari eftir reglum um skaðabætur innan eða utan samninga.5. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Krafa um skaðabætur vegna líkamstjóns fyrnist þó á tíu árum. Krafa fyrnist þó í síðasta lagi 20 árum eftir að tjónsatburði eða öðru atviki sem liggur til grundvallar ábyrgðinni lauk, þó með tilgreindum undantekningum er varða líkamstjón, sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt 3. mgr. gildir ákvæðið ekki um kröfur sem eiga rót að rekja til samnings nema þær varði líkamstjón. Þetta var áréttað í skýringum við greinina í athugasemdum með frumvarpi til laganna en þar var tekið fram að 9. gr. tæki til skaðabótakrafna utan samninga en ætti ekki við um kröfur sem rót ættu að rekja til samninga, sbr. 3. mgr.6. Fyrningarfrestur kröfu eftir samningi reiknast frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007. Fyrningarfrestur krafna, sem stofnast vegna vanefnda, reiknast frá þeim degi þegar samningur er vanefndur, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, og því fyrnast skaðabótakröfur á grundvelli samnings frá þeim tíma. Um þetta gildir almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda sem er fjögur ár samkvæmt 3. gr. laganna.7. Reglur um skaðabætur innan og utan samninga byggjast á ólíkum grundvelli. Þannig taka reglur um skaðabætur innan samninga mið af réttarstöðu aðila vegna vanefnda á samningi og hvernig áhættu verður skipt milli þeirra. Reglur um skaðabætur utan samninga gilda hins vegar um hegðun sem valdið hefur öðrum tjóni. Bæði innan og utan samninga gildir sú meginregla að tjón verði rakið til sakar en strangari ábyrgð getur þó átt við á sumum réttarsviðum. Þessi ólíki grundvöllur skaðabótakrafna innan og utan samninga býr að baki því að mismunandi reglur geta átt við, eins og gildir um fyrningu, svo sem hér hefur verið rakið. Um önnur skilyrði bótaábyrgðar kunna hliðstæðar eða svipaðar reglur að gilda og má þá í dæmaskyni nefna áskilnað um orsakatengsl og sennilega afleiðingu milli tjóns og þeirrar ástæðu sem liggur til grundvallar ábyrgðinni.8. Eins og fram kemur í lögskýringargögnum voru norsk lög um fyrningu kröfuréttinda höfð til hliðsjónar við setningu laga nr. 150/2007. Það sama átti við um eldri lög nr. 14/1905. Sem endranær verður í réttarframkvæmd á sviði fjármunaréttar litið til norrænna fræðikenninga og með hliðsjón af þessari forsögu laga um fyrningu hafa norskar fræðiheimildir nokkuð leiðsagnargildi við skýringu þeirra.Fyrning skaðabótakröfu á hendur stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf.9. Samkvæmt samþykktum áfrýjanda, eins og þær hljóðuðu frá öndverðu og þar til þeim var breytt 26. maí 2016, gegndi ábyrgðaraðili hlutverki stjórnar og bar honum með samningi við verðbréfafyrirtæki um eignastýringu að tryggja að það gegndi hlutverki framkvæmdastjóra fyrir hönd félagsins. Í samræmi við þetta gerði áfrýjandi samning við stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. 28. mars 2014 sem bar yfirskriftina „Investment Management Agreement“. Í samningnum sagði meðal annars að stefndi skyldi stýra fjárfestingum áfrýjanda með því að skoða og meta öll fjárfestingartækifæri, annast greiningu á fjárfestingum og eignum áfrýjanda, auk þess að undirbúa sölu og ráðstöfun á fjárfestingum í samráði við fjárfestingarráð áfrýjanda.20. Skömmu áður en umræddur samningur um eignastýringu var gerður hafði áfrýjandi gert samning 20. febrúar 2014 við stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. um söluráðgjöf. Samkvæmt honum skyldi þessi stefndi sjá um að koma á samningi milli áfrýjanda og Glitnis hf. „vegna sölu á öllu hlutafé Glitnis hf. [...] í félaginu Duchamp Limited“ sem væri að stærstum hluta í eigu Glitnis hf. Einnig sagði að tilgangur samningsins væri að stefndi tæki að sér samningsgerð við Glitni hf. um sölu á hlutum í Duchamp Limited fyrir hönd áfrýjanda þannig að hann eignaðist hina seldu hluti. Um skyldur stefnda gagnvart áfrýjanda sagði meðal annars í samningnum að stefndi myndi verðmeta hið selda, gæta hagsmuna áfrýjanda við kaupin, stýra söluferli og leiða samninga um söluna ásamt því að veita ráðgjöf. Þá var tekið fram að þjónusta stefnda teldist fullnægjandi þegar bindandi kaupsamningur hefði komist á. Þar var einnig að finna skaðleysisyfirlýsingu þar sem fram kom að stefndi ábyrgðist ekki að þær forsendur sem verkefnið yrði byggt á væru efnislega réttar og bæri enga ábyrgð á tjóni sem kynni að verða reyndust þær rangar. Jafnframt sagði að ábyrgð stefnda væri bundin við tjón sem áfrýjandi kynni að verða fyrir vegna „stórkostlegs gáleysis starfsmanna Arev eða eftir atvikum ásetnings“.21. Krafa áfrýjanda á hendur stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. er reist á því að félagið hafi vanefnt þær skuldbindingar sem hér hafa verið raktar en þær leiðir beint af umræddum samningum. Auk þess var grundvöllur skaðabótaábyrgðar stefnda umsaminn í samningnum 20. febrúar 2014 þannig að bótaábyrgðin var takmörkuð og þrengri en gildir eftir almennum reglum. Af þessu leiðir að skaðabótakrafa á þessum grunni á rót að rekja til samnings, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Því fer um fyrningu kröfunnar eftir reglum sem gilda um fyrningu skaðabótakrafna innan samninga, sbr. 2. og 3. gr. laganna, en ekki reglum um fyrningu skaðabótakrafna utan samninga samkvæmt 1. mgr. 9. gr. þeirra. Um þetta má til hliðsjónar benda á að sama hefur verið talið gilda í norskum rétti um skaðabótaábyrgð vegna fjármálaþjónustu, sbr. dóma Hæstaréttar Noregs sem birtir eru í Rt. 2000, bls. 679, Rt. 2002, bls. 286 og Rt. 2007, bls. 220.22. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að ætlaðar vanefndir stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. í skilningi 2. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 hafi í síðasta lagi orðið annars vegar við kaup áfrýjanda á fjárfestingasjóðnum Kcaj Limited Liability Partnership 4. júlí 2014, að því er varðaði samninginn 20. febrúar sama ár, og hins vegar við lánveitingar hans til Duchamp Holding Limited 28. maí og 10. nóvember 2015, að því er varðaði samninginn 28. mars 2014. Skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefnda var því fyrnd 14. desember 2019 þegar málið var höfðað á hendur honum.Fyrning skaðabótakröfu á hendur stefnda Jóni23. Svo sem áður greinir var stefndi Jón eigandi stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. og mun hafa komið fram gagnvart áfrýjanda fyrir hönd þess félags. Aftur á móti átti hann sjálfur ekki aðild að fyrrgreindum samningum stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. og áfrýjanda, annars vegar samningi 20. febrúar 2014 um söluráðgjöf og hins vegar samningi 28. mars sama ár um eignastýringu.24. Áfrýjandi er samlagshlutafélag. Samkvæmt 2. mgr. 160. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er með slíku félagi átt við þá tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli hlutafjárframlags síns. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Í 1. mgr. 161. gr. laganna segir að í samþykktum samlagshlutafélaga, sem stundi fjárfestingarstarfsemi, megi víkja frá ákvæðum laganna eins og nánar er kveðið á um í greininni. Samkvæmt 2. mgr. felur þetta í sér heimild til að fela ábyrgðaraðila að gegna hlutverki stjórnar sé hún ekki kosin, svo og starfi framkvæmdastjóra eða fela öðrum það og rita firma félagsins. Ef ábyrgðaraðili félags er lögaðili kemur tiltekinn einstaklingur fram fyrir hönd þess. Áfrýjandi stundar fjárfestingarstarfsemi og var þessi heimild nýtt fyrir hann svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi.25. Ábyrgðaraðili stefnda Arev verðbréfafyrirtækis hf. var Eignarhaldsfélagið LAGPNII ehf. sem síðar fékk nafnið Eignarhaldsfélagið ANIIGP ehf. Svo sem áður er getið var stefndi Jón eigandi þess félags og verður ráðið af gögnum málsins að hann hafi á vegum þess komið fram sem stjórnarmaður áfrýjanda. Á þeim grundvelli hefði hann getað fellt á sig skaðabótaskyldu gagnvart áfrýjanda með því að vanrækja þær skyldur sem á honum hvíldu. Eins getur sérfræðingur í því starfi sem stefndi Jón gegndi hjá stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. bakað sér persónulega skaðabótaábyrgð gagnvart viðsemjanda fyrirtækisins vegna ráðgjafar sinnar eða ófullnægjandi þjónustu. Í hvorugu tilvikinu er hins vegar um að ræða skaðabótaábyrgð sem á rót að rekja til samnings í skilningi 3. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007, enda átti stefndi ekki, eins og áður greinir, aðild að samningunum 20. febrúar og 28. mars 2014. Af því leiðir að um fyrningu ætlaðrar kröfu áfrýjanda á hendur stefnda Jóni fer eftir 1. mgr. sömu greinar. Samkvæmt því fyrnist slík krafa á fjórum árum frá þeim degi er áfrýjandi fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð bar á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.26. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu að vitneskja sem fjárfestingarráð áfrýjanda bjó yfir á fundi þess 30. september 2015 verði samsömuð vitneskju hans. Jafnframt verður fallist á að upplýsingarnar hafi verið þess eðlis að áfrýjanda hafi borið að afla sér frekari vitneskju um tjónið og þann sem ábyrgð bar á því, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Frá þeim tíma tók að líða fyrningarfrestur kröfunnar hvort sem hún er byggð á því að stefndi Jón hafi vanrækt skyldur sínar sem stjórnarmaður áfrýjanda eða þeirri persónulegu ábyrgð sem hann bar á störfum sínum sem sérfræðingur. Skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefnda var því fyrnd þegar málið á hendur honum var höfðað 14. desember 2019.Fyrning skaðabótakröfu á hendur stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf.27. Þar sem kröfur áfrýjanda á hendur stefnda Arev verðbréfafyrirtæki hf. og Jóni eru fyrndar gildir það sama um kröfu á hendur stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sbr. 2. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.28. Samkvæmt framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu stefndu. Eftir atvikum er rétt að málskostnaður falli niður á öllum dómstigum.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um sýknu stefndu, Arev verðbréfafyrirtækis hf., Jóns Schevings Thorsteinssons og Sjóvá-Almennra trygginga hf., af kröfum áfrýjanda Arev NII slhf.Málskostnaður á öllum dómstigum fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=d093fb64-703b-4dfd-80cc-b9a00f6a2232&verdictid=21e7c579-ebe7-435f-80ef-a2e3e46cbcd1 |
Mál nr. 19/2023 | Skaðabætur Stjórnarskrá Líkamstjón Umferðarslys Varanleg örorka | A varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi árið 2011 en hún var þá á 22. aldursári. Hún fékk greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækis hjá T hf. og var við útreikning bóta notast við margföldunarstuðul 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga. Eins og málið lá fyrir Hæstarétti gerði A kröfu um að notast yrði við hærri stuðul en þar er mælt er fyrir um. A taldi að með mati dómskvadds manns hefði verið sýnt fram á að stuðullinn tryggði ekki fullar bætur og bryti þannig í bága við 65. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að við setningu laga nr. 37/1999, þar sem 6. gr. skaðabótalaga var breytt í núverandi horf, hafi verið stuðst við málefnaleg sjónarmið sem höfðu það að markmiði að staðla bætur til tjónþola miðað við nánar tilgreindar forsendur. Fælist því í ákvæðinu skýrt og ótvírætt heildarmat löggjafans sem í megindráttum væri í samræmi við almenna mælikvarða. Fram hjá því yrði þó ekki litið að þær forsendur sem stuðullinn byggir á breytist að einhverju marki í tímans rás. Af því leiði að einstaka forsendur hans þurfi að endurmeta og uppfæra miðað við þróun þeirra þátta sem til grundvallar honum liggja til að markmiðið um fullar bætur náist sem best. Allt að einu hefði í þessu máli ekki verið sýnt fram á að stuðullinn væri í slíku ósamræmi við meginreglu um fullar bætur til tjónþola að honum yrði vikið til hliðar með atbeina dómstóla með þeim hætti sem krafist var af áfrýjanda. Var T hf. sýknað af kröfum A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. maí 2023 og krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 9.378.976 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 28. mars 2014 til 28. apríl 2018 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags en til vara aðra lægri fjárhæð með sömu vöxtum. Til þrautavara krefst hún þess að við uppgjör bóta vegna líkamstjóns vegna umferðarslyss […] 2011 skuli miðað við margfeldisstuðulinn 24,118 stig en að því frágengnu aðra lægri tölu. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnda á öllum dómstigum án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt og að gjafsóknarlaun fyrir héraðsdómi og Landsrétti verði hækkuð.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Aðilar deila um hvaða margfeldisstuðul skuli nota við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku áfrýjanda vegna umferðarslyss sem hún varð fyrir árið 2011. Við útreikning og greiðslu bóta hennar miðaði stefndi við gildandi stuðul 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Áfrýjandi telur að sá stuðull tryggi henni ekki fullar bætur og mismuni jafnframt tjónþolum. Að því leyti samrýmist þessi fyrirmæli skaðabótalaga ekki ákvæðum 65. og 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.5. Héraðsdómur féllst ekki á að miða við annan stuðul en þann sem fram kemur í 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga. Var þar meðal annars vísað til þess að það væri hlutverk löggjafans að setja almennar reglur um hvernig ákvarða eigi bætur þegar aflahæfi manna er skert. Með hinum áfrýjaða dómi var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 4. maí 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-30, á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft fordæmisgildi meðal annars um hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Málsatvik7. Áfrýjandi lenti í umferðarslysi […] 2011 þegar hún missti stjórn á bifreið sem hún ók með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og hafnaði utan vegar. Áfrýjandi var þá á 22. aldursári. Afleiðingar slyssins voru metnar af lækni og lögfræðingi 27. mars 2014 en þar sem áfrýjandi taldi afleiðingar slyssins vanmetnar aflaði hún matsgerðar tveggja dómkvaddra manna, lögmanns og bæklunarskurðlæknis, 16. mars 2015. Þar segir að eftir 28. ágúst 2012 hafi ekki verið að vænta frekari bata og að varanlegur miski af völdum slyssins væri 23 stig og varanleg örorka 23%. Um þessi atvik, niðurstöðu matsgerðar og bótaábyrgð stefnda er ekki ágreiningur milli aðila.8. Með bréfi til stefnda 1. apríl 2015 var af hálfu áfrýjanda krafist 29.433.171 krónu bóta fyrir varanlega örorku auk annarra bótaliða, vaxta og kostnaðar. Með bréfi stefnda 16. júní sama ár voru áfrýjanda boðnar bætur samtals 14.048.823 krónur til viðbótar áður greiddum 3.200.000 krónum. Tekið var við þessari greiðslu af hálfu áfrýjanda með fyrirvara um réttmæti tjónsútreiknings, viðmiðunarlauna og örorkumats. Eftir að áfrýjunarleyfi var veitt gerðu aðilar með sér samkomulag um greiðslu frekari bóta þar sem miðað var við breyttar árstekjur áfrýjanda, reiknaðar á grundvelli 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga í stað lágmarksárslauna samkvæmt 3. mgr. greinarinnar. Er nú einungis deilt um við hvaða stuðul miða skuli uppgjör vegna varanlegrar örorku, en áfrýjandi telur það brjóta gegn 65. og 72. stjórnarskrár að miða uppgjörið við gildandi stuðul 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga.9. Við fyrrgreint bótauppgjör var miðað við stuðulinn 16,509 samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga, eins og þeim var breytt með lögum nr. 37/1999, með hliðsjón af aldri áfrýjanda við upphaf varanlegrar örorku 28. ágúst 2012. Áfrýjandi telur hins vegar að með mötum dómkvadds manns, sem aflað hafi verið í tengslum við meðferð málsins, hafi verið sýnt fram á að stuðullinn tryggi ekki fullar bætur fyrir skert aflahæfi tjónþola í skilningi stjórnarskrár og að jafnræði tjónþola sé ekki tryggt.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda0. Áfrýjandi byggir á því að hún eigi að fá fullar bætur. Skyldur löggjafans til að mæla fyrir um fullar bætur vegna ákvæða 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar megi ráða af dómi Hæstaréttar 22. maí 1998 í máli nr. 311/1997 sem birtur er á bls. 1976 í dómasafni réttarins það ár. Löggjafinn hafi ekki frjálsar hendur í þeim efnum. Þannig verði lög að leiða til greiðslu fullra bóta að gættu jafnræði tjónþola. Löggjafinn hafi visst svigrúm innan þessara marka til þess að setja almennar og staðlaðar reglur. Ef á hinn bóginn sé sýnt fram á að reglur laga þjóni ekki þessu markmiði geti dómstólar mælt fyrir um fullar bætur.1. Áfrýjandi telur að þessu markmiði sé ekki lengur náð og skaðabótalögin séu ekki lengur í samræmi við þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar við setningu þeirra. Mæli þau nú í reynd fyrir um lægri bætur en löggjafinn hafi metið fullnægjandi á sínum tíma. Annars vegar varðandi ávöxtunarprósentu og hins vegar vegna áhrifa fjármagnstekjuskatts í stuðli 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga. Stuðullinn leiði til greiðslu lægri bóta en þeirra sem löggjafinn hafi talið þurfa við gildistöku laga nr. 37/1999. Frá þeim tíma hafi almennir vextir lækkað verulega og fjármagnstekjuskattur hækkað auk þess sem hann sé nú greiddur af vöxtum og verðbótum. Afleiðingin sé sú að tjónþoli geti ekki ávaxtað eingreiddar bætur með sama árangri og löggjafinn hafi á sínum tíma metið nauðsynlegt til að fullar bætur væru tryggðar. Þá þurfi tjónþolar að greiða hærri hluta vaxtanna í fjármagnstekjuskatt en löggjafinn hafi gert ráð fyrir.2. Krafa áfrýjanda um bætur fyrir varanlega örorku er reiknuð sem margfeldi fjárhæðar viðmiðunarlauna, 23% örorkustigs og stuðulsins 24,118. Um forsendur þess stuðuls vísar áfrýjandi til fyrrnefndra matsgerða dómkvadds manns og kveður hann fundinn út miðað við þær forsendur að raunvextir séu 2,5% og fjármagnstekjuskattur af vöxtum 20%.Helstu málsástæður stefnda3. Stefndi byggir á að lögmæltri aðferð við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku verði ekki breytt nema með lögum. Við lögfestingu stuðuls 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga hafi verið lagt mat á hvernig stuðullinn skyldi byggður upp og að hann tæki breytingum með hliðsjón af aldri tjónþola á því tímamarki þegar bætur væru ákveðnar. Í því sambandi hafi verið horft til ýmissa þátta af hálfu löggjafans, svo sem skattfrelsis bótanna, eingreiðsluhagræðis að teknu tilliti til möguleika á ávöxtun þeirra til framtíðar, dánar-, örorku- og starfslíkinda svo og óvissu um framtíðartekjur ungra tjónþola. Því hafi verið litið til ýmissa matskenndra atriða við lögfestingu stuðuls 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga.4. Þá byggir stefndi á því að jafnvel þótt einhverjir þættir sem horft hafi verið til við uppbyggingu stuðulsins hafi breyst frá lögfestingu hans sé fjarri lagi að unnt sé að líta svo á að bótaréttur áfrýjanda hafi skerst svo að í bága fari við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Skipti ekki máli í því sambandi hvort litið er til breytinga á fjármagnstekjuskatti eða möguleika á ávöxtun bótanna í framtíðinni. Ekki geti staðist að taka tvo tiltekna þætti úr heildarmati og ætlast til að þeim verði breytt við útreikning stuðulsins án tillits til annarra þátta sem hann byggist á. Þá eigi hann við um alla sem rétt eigi til bóta fyrir varanlega örorku og verði með engu móti séð að hann mismuni tjónþolum, hvorki innbyrðis né gagnvart öðrum, þannig að brotið sé gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar.Lagaumhverfi5. Í 6. gr. skaðabótalaga segir að bætur fyrir varanlegra örorku skuli meta til fjárhæðar á grundvelli þriggja þátta. Í fyrsta lagi er miðað við örorkustig tjónþola, sbr. 5. gr. laganna, í öðru lagi árslaun sem ákveðin eru samkvæmt fyrirmælum 7. gr. þeirra og í þriðja lagi umþrættan stuðul sem er að finna í 1. mgr. 6. gr. laganna. Í síðastnefndu greininni er stuðullinn gefinn upp í töflu en um er að ræða mismunandi töluleg gildi eftir aldri tjónþola að teknu tilliti til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.6. Forsendum að baki stuðlinum er lýst í lögskýringargögnum með lögum nr. 37/1999 um breyting á skaðabótalögum nr. 50/1993. Þar segir að hann sé settur fram sem samfelldur margfeldisstuðull fyrir alla starfsævina sem lækki með hækkandi aldri. Byggist stuðullinn á sjö nánar tilteknum þáttum. Í fyrsta lagi sé stuðst við tryggingafræðilega stuðla sem sýni hversu mikið árstekjur margfaldist ef bættar eru tapaðar vinnutekjur til 75 ára aldurs. Miðað sé við íslenskar dánarlíkur áranna 1991 til 1995, danskar örorkulíkur og starfslíkindi reiknuð út frá tölum um atvinnuþátttöku í vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands í apríl 1998. Í öðru lagi sé miðað við 4,5% ársafvöxtunarforsendu frá átján ára aldri tjónþola og tekið fram að það teldist samrýmast ávöxtunarmöguleikum á þeim tíma í þjóðfélaginu miðað við áhættulitla fjárfestingu. Þá sé í þriðja lagi miðað við að bætur til barna ávaxtist um 3% á ári til átján ára aldurs en 4,5% eftir það. Í fjórða lagi sé miðað við 33,3% skerðingu vegna tekjuskattshagræðis og eingreiðslu. Þá hafi í fimmta lagi verið reiknað inn í stuðulinn álag til að mæta áhrifum 10% fjármagnstekjuskatts á vexti. Í sjötta lagi sé tekið tillit til þess að launatekjur dreifist misjafnlega yfir starfsævina og að tekjur séu mestar um miðbik hennar en lækki svo nokkuð fram til starfsloka. Loks sé í sjöunda lagi notaður sami stuðull fyrir bæði kyn.Niðurstaða7. Sem fyrr segir krefst áfrýjandi þess að við uppgjör bóta vegna varanlegrar örorku verði ekki stuðst við stuðul 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga í núverandi mynd. Hefur hún aflað tveggja matsgerða þar sem endurreiknaðir eru tveir af sjö þáttum sem saman mynda stuðulinn. Nánar tiltekið er stuðullinn endurreiknaður í matsgerð dómkvadds manns 21. apríl 2021 með þeim breytingum að annars vegar er gert ráð fyrir 2 til 3,5% ársafvöxtunarkröfu í stað 4,5%. Hins vegar er þar gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur af vöxtum sé 20% eða 22% í stað 10% eins og miðað var við árið 1999 þegar stuðullinn var leiddur í lög. Við framsetningu kröfu áfrýjanda er jafnframt miðað við fyrrgreindar niðurstöður og byggt á breyttum stuðli þar sem valið er að miða við 2,5% ársafvöxtunarkröfu og 20% fjármagnstekjuskatt á vöxtum. Með þessu telur áfrýjandi sig hafa sýnt fram á að fyrirmæli löggjafans um uppgjör bóta með þeim stuðli sem fram komi í 1. mgr. 6. gr. laganna tryggi henni ekki fullar bætur og því sé vernd aflahæfis hennar ekki tryggð. Auk þess sé ekki gætt jafnræðis þar sem tjónþolar sem nálgist starfslok beri í reynd meira úr býtum en yngri tjónþolar líkt og við eigi um áfrýjanda.8. Með aflahæfi er átt við starfsgetu einstaklinga sem er undirstaða lífsafkomu þeirra. Fjárhagsleg þýðing aflahæfis birtist með ýmsu móti en fyrst og fremst í því að einstaklingar geta fénýtt starfsgetu sína með því að áskilja sér endurgjald fyrir hana. Á stjórnskipulega vernd aflahæfis hefur meðal annars reynt þegar metin er til fjár skerðing eða missir þess til frambúðar vegna slyss eða annarra ástæðna. Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að í aflahæfi felist eignarréttindi sem njóti verndar ákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 311/1997. Í sama dómi er þó jafnframt áréttað að löggjafinn hafi heimildir til þess að setja staðlaðar reglur í lög um hvernig skert aflahæfi skuli bæta svo framarlega sem stefnt sé að því með slíkri reglusetningu að tryggja markmiðið um fullar bætur. Verði að ætla löggjafanum nokkurt svigrúm þar að lútandi. Þá hefur jafnframt verið tekið fram, sbr. dóm Hæstaréttar 15. mars 2001 í máli nr. 395/2000, að tæpast sé unnt að meta aflahæfi einstaklinga sem fasta og óumbreytanlega stærð sem styðji þá afstöðu að löggjafinn hafi umrætt svigrúm við almenna reglusetningu af þessum toga. Sem endranær verði slík tilhögun að styðjast við almennar efnislegar ástæður auk þess sem gæta þurfi jafnræðis.9. Eins og segir í framanröktum dómi Hæstaréttar í máli nr. 311/1997 var með stöðluðum reglum skaðabótalaga bætt úr brýnni þörf fyrir lögfestar reglur á þessu sviði þar sem aðferðum við útreikning tjóns vegna varanlegrar örorku var breytt í verulegum atriðum og leitast við að setja skýrari og einfaldari reglur um ákvörðun bótafjárhæða. Þar er að finna fyrrgreindan stuðul í 1. mgr. 6. gr. laganna og er hann settur saman af sjö breytum miðað við nánar tilteknar forsendur. Eðli máls samkvæmt hljóta þær að vera breytingum háðar og ekki þess eðlis að unnt sé að reikna þær út í eitt skipti fyrir öll. Eins og áfrýjandi hefur sýnt fram á með mötum dómkvadds manns hafa breytingar á forsendu um ársafvöxtun bóta og fjármagnstekjuskatt einar og sér töluverð áhrif á stuðulinn til hækkunar. Eins og bent er á í héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómanda og staðfestur með hinum áfrýjaða dómi, er sá stuðull sem áfrýjandi krefst að byggt sé á við útreikning bóta áfrýjanda byggður á sömu forsendum og lögbundinn stuðull 1. mgr. 6. gr. laganna að frátöldum fyrrgreindum tveimur breytum. Engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um hvort og þá hvernig aðrar forsendur sem lágu til grundvallar þegar stuðullinn var lögfestur hafa breyst eða hvaða áhrif slíkar breytingar hefðu á útreikninga matsmanns. Því er óvarlegt að breyta ákveðnum forsendum sem notaðar voru við útreikninginn en ekki öðrum. Í því samhengi er ekki fullnægjandi að taka tvo tiltekna þætti út úr heildarmatinu.20. Ekki verður annað séð en að við setningu laga nr. 37/1999, þar sem 6. gr. skaðabótalaga var breytt í núverandi horf, hafi verið stuðst við málefnaleg sjónarmið sem höfðu það að markmiði að staðla bætur til tjónþola miðað við nánar tilgreindar forsendur. Felst því í ákvæðinu skýrt og ótvírætt heildarmat löggjafans sem í megindráttum er í samræmi við almenna mælikvarða. Fram hjá því verður þó ekki litið að þær forsendur sem stuðullinn byggir á breytast að einhverju marki í tímans rás. Af því leiðir að einstaka forsendur hans þarf að endurmeta og uppfæra miðað við þróun þeirra þátta sem til grundvallar honum liggja til að markmið um fullar bætur náist sem best, en nú byggir hann á löggjöf frá árinu 1999 sem að hluta til byggðist á enn eldri forsendum. Allt að einu hefur í þessu máli ekki verið sýnt fram á að stuðullinn sé í slíku ósamræmi við meginregluna um fullar bætur til tjónþola þannig að honum verði vikið til hliðar með atbeina dómstóla með þeim hætti sem krafist er af áfrýjanda.21. Samkvæmt öllu framansögðu verður stefndi sýknaður af kröfum áfrýjanda og hinn áfrýjaði dómur staðfestur um ákvörðun gjafsóknarkostnaðar.22. Rétt er að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.23. Það athugist að framlagning gagna af hálfu áfrýjanda er ekki í samræmi við reglur nr. 434/2018 sem settar eru samkvæmt heimild í 4. mgr. 180 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 29. gr. laga nr. 49/2016.Dómsorð:Stefndi, TM tryggingar hf., er sýkn af kröfum áfrýjanda, A.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 900.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=c75fb06d-8642-461a-974f-d8b180ea3f8c&verdictid=07933fad-13f7-4e2b-b2d7-971a95fe4950 |
Mál nr. 55/2023 | Kærumál Meiðyrði Málsgögn Leiðbeiningarskylda Frávísun Landsréttar felld úr gildi | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem máli A gegn M var vísað frá Landsrétti á þeim grundvelli að málatilbúnaður A væri ekki í samræmi við meginreglur einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning og skýran og ljósan málatilbúnað og frágangur málsgagna í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Hæstiréttur taldi að ekki væru næg efni til að vísa málinu frá þrátt fyrir annmarka á málatilbúnaði A við rekstur málsins fyrir Landsrétti. Var úrskurður Landsréttar því felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. desember 2023 en kærumálsgögn bárust réttinum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 17. nóvember 2023 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá Landsrétti. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og Landsrétti gert að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.4. Sóknaraðili höfðaði mál á hendur varnaraðila til ómerkingar á tilgreindum ummælum varnaraðila og greiðslu miskabóta svo og greiðslu til að kosta birtingu forsendna og dóms á tveimur vefmiðlum. Með héraðsdómi 26. apríl 2022 var varnaraðili sýknaður af kröfum sóknaraðila.5. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði fór lögmaður með málið af hálfu sóknaraðila fyrir héraðsdómi. Sóknaraðili fór hins vegar sjálfur með mál sitt fyrir Landsrétti sem vísaði málinu frá réttinum með hinum kærða úrskurði. Var sú niðurstaða reist á því að greinargerð sóknaraðila til Landsréttar stríddi gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Einnig væri málatilbúnaður sóknaraðila til þess fallinn að koma niður á vörnum í málinu og væri í andstöðu við meginregluna um skýran og ljósan málatilbúnað og áskilnað b-liðar 2. mgr. 156. gr. laga nr. 91/1991. Enn fremur væri frágangur málsgagna sóknaraðaðila í verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar nr. 2/2018 um málsgögn í einkamálum. Hefðu þau ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þar væri heldur ekki að finna fjölda skjala sem þar hefðu verið lögð fram. Aftur á móti væri í málsgögnum sóknaraðila fjöldi nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengdust sakarefni málsins. Þá væri ekki í þeim efnisskrá, tímaskrá, hlutlæg greining og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm, eins og áskilið væri í 3. gr. fyrrgreindra reglna nr. 2/2018.6. Í 2. mgr. 156. gr. laga nr. 91/1991 er rakið hvað skuli koma fram í greinargerð áfrýjanda fyrir Landsrétti. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði skulu þar koma fram málsástæður sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Skal lýsing þeirra vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Fallist er á það með Landsrétti að greinargerð áfrýjanda hafi ekki fullnægt þessum áskilnaði. Til þess er þó að líta að um er að ræða meiðyrðamál vegna þrennra ummæla sem koma fram í kröfugerð áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti ásamt tilgreiningu á því hvar og hvenær þau voru viðhöfð. Bregðast mátti við þessum annmarka á málatilbúnaðinum með því að beina til sóknaraðila að afhenda stutt yfirlit um málsástæður sínar og tilvísanir til réttarreglna, sbr. 4. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991. Er þá jafnframt haft í huga að sóknaraðili, sem er ólöglærður, fór sjálfur með mál sitt fyrir Landsrétti og verða því gerðar vægari kröfur að þessu leyti en þegar lögmaður gætir hagsmuna málsaðila. Að þessu gættu hefur þessi annmarki á málatilbúnaði sóknaraðila ekki áhrif á hvort málinu verður vísað frá Landsrétti enda verður hann ekki talinn gera varnaraðila, sem naut lögmannsaðstoðar, erfitt um vik að taka til varna í málinu.7. Einnig verður fallist á það með Landsrétti að frágangur málsgagna sóknaraðila hafi í ýmsum atriðum verið í ósamræmi við reglur réttarins nr. 2/2018, sem settar voru samkvæmt heimild í 4. mgr. 156. gr. laga nr. 91/1991. Þess er þó að gæta að í málsgögnunum var að finna stefnu til héraðsdóms, greinargerð varnaraðila í héraði auk nokkurra skjala sem þar voru lögð fram og sóknaraðili taldi hafa þýðingu. Jafnframt liggur fyrir að sóknaraðili hafði í samræmi við 1. mgr. 2. gr. fyrrgreindra reglna sent lögmanni varnaraðila tölvubréf 4. október 2022 og óskað eftir upplýsingum frá honum um hvaða gögn hann teldi eiga erindi inn í málið en þessu bréfi mun ekki hafa verið svarað. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti lagði varnaraðili ekki fram önnur gögn en greinargerð, en það hefði honum verið í lófa lagið ef hann taldi gagnaframlagningu sóknaraðila áfátt. Að öllu þessu virtu gegnir hér öðru máli en í dómi Hæstaréttar 3. desember 2015 í máli nr. 94/2015 þar sem reyndi á hliðstæðar reglur nr. 601/2014 um málsgögn í einkamálum. Því máli var vísað frá Hæstarétti en þar höfðu málsgögn ekki að geyma stefnu, greinargerð stefnda og fjölda gagna sem lögð höfðu verið fram í héraði. Sama á við um dóm Hæstaréttar 28. júní 2023 í máli nr. 28/2023 auk þess sem aðili naut þar lögmannsaðstoðar. Í öðrum tilvikum hafa annmarkar af þessu tagi aðeins sætt aðfinnslum, sbr. dóma réttarins 15. október 2015 í máli nr. 111/2015, 10. mars 2016 í máli nr. 436/2015 og 28. apríl 2016 í máli nr. 419/2015. Um þetta má í dæmaskyni úr gildistíð eldri reglna nr. 463/1994 benda á dóma réttarins 24. janúar 2002 í máli nr. 331/2001 og 14. janúar 2010 í máli nr. 137/2009.8. Í málsgögnum sóknaraðila var ekki að finna efnisskrá í samræmi við 3. gr. fyrrgreindra reglna nr. 2/2018. Þar var hins vegar efnisyfirlit og skrá yfir ný gögn sem sóknaraðili lagði fyrir Landsrétt. Einnig vantaði skrá með tilgreiningu á meginatriðum málsatvika í tímaröð og hlutlæga greiningu málsins með lýsingu á ágreiningsefnum fyrir Landsrétti. Það kemur heldur ekki að sök í máli þessu þegar haft er í huga að hvoru tveggja verður ráðið beint af kröfugerð sóknaraðila. Enn fremur kom fram í endurriti úr þingbók í héraði, sem sóknaraðili hafði sent Landsrétti með tölvubréfi 6. október 2022, að málsaðilar auk tveggja vitna gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Þá lagði sóknaraðili fram endurrit af framburði aðila og vitna áður en málið var flutt í Landsrétti um formhlið þess. Eins og hér stóð á breytir því engu þótt ekki hafi komið fram í málsgögnum skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm.9. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið voru ekki næg efni til að vísa málinu frá Landsrétti þrátt fyrir umrædda annmarka á málatilbúnaði sóknaraðila við rekstur málsins þar fyrir dómi. Er þá haft í huga að Landsréttur gat lagt fyrir sóknaraðila, áður en málinu yrði vísað frá dómi, að bæta úr þeim annmörkum sem voru á málsgögnum hans, sbr. 10. gr. áðurgreindra reglna nr. 2/2018. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.0. Kærumálskostnaður verður felldur niður.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.Kærumálskostnaður fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=fb449d47-9d11-4bdc-b2be-02f441c0e5f7&verdictid=efa7a16f-c97c-42f1-9b26-4804dc2a7229 |
Mál nr. 40/2023 | Kærumál Dánarbú Erfðaskrá Arfleiðsluheimild | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem leyst var úr ágreiningi um gildi og túlkun erfðaskrár I þar sem hann ráðstafaði eignarhlut sínum í jörðinni P til sjö barnabarna sinna. Fyrir lá að verðmæti eignarinnar fór fram úr arfleiðsluheimild samkvæmt 35. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Þar sem fyrirmæli erfðaskrárinnar yrðu ekki framkvæmd samkvæmt efni sínu laut kjarni ágreinings aðila að því hverjar yrðu afleiðingar þess og hvort vilja arfleifanda yrði náð með öðru móti. Hæstiréttur vísaði til þess að við mat á erfðaráðstöfuninni yrði byggt á þeirri meginreglu íslensks erfðaréttar að skýra bæri erfðaskrá þannig að náð yrði vilja arfleifanda. Í niðurstöðu réttarins kemur fram að þegar orðalag erfðaskrárinnar, vitnisburður og önnur gögn málsins væru metin teldist sannað að markmið erfðaráðstöfunarinnar og meginforsendan fyrir gerð hennar hafi verið að stuðla að því að eignarhluti arfleifanda í jörðinni myndi áfram vera í eigu fjölskyldunnar. Hæstiréttur taldi að ekki yrði ályktað að það hafi verið skýr forsenda erfðaráðstöfunarinnar að barnabörn arfleifanda myndu erfa eignarhlutann sem eina heild en ella ekki. Í því sambandi var einnig talið skipta máli að yrði erfðaskráin aðeins framkvæmd að því marki sem heimilt væri innan arfleiðsluheimildar 35. gr. erfðalaga og jörðin dreifast á hendur bréferfingjanna sjö auk fjögurra barna arfleifanda yrði ekki séð að það græfi undan því markmiði hans að eignin héldist innan fjölskyldunnar. Aðalkröfu A um ógildingu erfðaskrárinnar var því hafnað. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um að erfðaskráin yrði metin gild að því marki að barnabörn arfleifanda myndu erfa að jöfnu eignarhluta í jörðinni sem samsvarar 1/3 hluta eigna búsins og hann mátti ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júlí 2023 sem barst réttinum 13. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust 19. þess mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 28. júní 2023 þar sem fallist var á þrautavarakröfu sóknaraðila um að erfðaskrá I 16. desember 2013 um ráðstöfun á eignarhluta hans í jörðinni P í […], ásamt öllu því sem fylgir og fylgja ber, þar með talin veiðiréttindi og íbúðarhús, til barnabarna hans skyldi lögð til grundvallar við dánarbússkipti hans að því er varðaði 1/3 hluta eigna sem hann mátti ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga nr. 8/1962.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að erfðaskráin verði metin ógild og ekki lögð til grundvallar við skipti eigna í dánarbúinu. Til vara að hún verði einungis metin gild að því er varðar 1/3 hluta jarðarinnar P óskiptrar ásamt öllu er jörðinni tilheyrir. Til þrautavara að erfðaskráin verði einungis metin gild að því er varðar 1/3 hluta eigna sem hinn látni mátti ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar á öllum dómstigum úr hendi varnaraðilanna B, C og D.4. Varnaraðilarnir B, C og D krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Aðrir varnaraðila hafa ekki látið málið til sín taka.Ágreiningsefni5. Málsaðilar deila um gildi og skýringu erfðaskrár I sem mælir fyrir um að barnabörn arfleifanda skuli taka að arfi eignarhluta hans í jörðinni P. Þar sem verðmæti eignarinnar fer fram úr því sem heimilt er að ráðstafa með erfðaskrá með tilliti til skylduerfingja, sbr. 35. gr. erfðalaga, lýtur ágreiningur aðila að því hvort erfðaskráin verði metin ógild og því ekki lögð til grundvallar við skipti eigna í dánarbúinu eða hún verði tekin til greina að hluta.6. Með úrskurði héraðsdóms var hafnað kröfu sóknaraðila um að erfðaskráin skyldi metin ógild en fallist á að hún skyldi lögð til grundvallar þannig að bréferfingjar skyldu erfa að jöfnu 1/3 hluta heildareigna arfleifanda á formi eignarhlutar hans í jörðinni. Í hinum kærða úrskurði Landsréttar 28. júní 2023 var sú niðurstaða staðfest að efni til.7. Að beiðni sóknaraðila var veitt leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar 24. ágúst 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-94, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun og gildi erfðaskráa meðal annars með hliðsjón af 35. gr. erfðalaga.Málsatvik8. I fæddist […] 1933 og lést […] febrúar 2020. Hann átti fjögur börn, J, L, K og A sem er sóknaraðili málsins. I átti sjö barnabörn og eru þau varnaraðilar málsins. Þrjú þeirra, B, C og D sem eru börn L, taka sem fyrr segir til varna en hin hafa ekki látið málið til sín taka. Sóknaraðili er barnlaus.9. I lét eftir sig erfðaskrá sem hann ritaði undir í viðurvist lögbókanda 16. desember 2013. Efni hennar er eftirfarandi:Barnabörn mín skulu erfa að jöfnu eignarhluta minn í jörðinni P í […] með öllu sem fylgir og fylgja ber og er ekkert undanskilið. Um er að ræða land, veiðiréttindi og íbúðarhús. Vilji minn stendur til þess að arfshluti barnabarna minna verði séreign þeirra ef til hjúskapar kemur. 0. Jörðin P er um 650 hektarar og á land að […]. Á henni stendur gamalt íbúðarhús. Jörðin var áður í eigu M, föður I, og hóf hann þar skógrækt. Var stofnað félag um skógrækt á jörðinni með samningi 15. september 1950 milli föður I, hans og alsystkina hans N og R. Við það tímamark var faðir I eigandi að 5/8 hluta jarðarinnar en hvert barna hans þriggja að 1/8 hluta. Í samningnum var meðal annars kveðið á um gerð kaupmála til að tryggja séreignarréttindi eigenda jarðarinnar gengju þeir í hjónaband, innbyrðis forkaupsrétt og innlausnarrétt við nánar tilgreindar aðstæður. Með samningi 2. maí 1968 ákváðu systkinin I, N og R sem þá höfðu erft eignarhluta föður síns að slíta sameign sinni og skipta jörðinni milli sín. Í gerðardómi frá 29. október sama ár svo og landskiptagerð frá 11. apríl 1969 var nánar lýst skiptingu og skilmálum hennar. Samkvæmt þessum gerningum varð eignarhlutur I 3/5 hlutar jarðarinnar og systkina hans tveggja 2/5 hlutar.1. Að beiðni K, sonar arfleifanda, var 8. júní 2020 aflað verðmats lögmanns og fasteignasala á eignarhlut I í P og nam það 80.000.000 króna.2. Dánarbú I var tekið til opinberra skipta 14. október 2020 að kröfu sona hans. Sóknaraðili og J bróðir hans rituðu bréf til skiptastjóra 29. sama mánaðar. Þar kröfðust þeir ógildingar á erfðaskrá föður síns þar sem hún færi fram úr arfleiðsluheimild 35. gr. erfðalaga enda væri verðmæti fasteignarinnar sem ráðstafað var til annarra en skylduerfingja umfram 1/3 hluta eigna búsins.3. Á fyrsta skiptafund 30. október 2020 mættu tveir lögmenn fyrir hönd allra erfingja. Þar var bókað að fundarmenn teldu líklegt að eignin sem tilgreind væri í erfðaskrá færi fram úr arfleiðsluheimild en það ætti eftir að koma í ljós miðað við verðmat og aðrar kröfur sem kynnu að vera í búinu. Þá var tekið fram að fundarmenn væru sammála um að álitaefni í tengslum við jörðina yrðu sett í bið.4. Hinn 16. desember 2021 var gert kauptilboð í eignarhluta dánarbúsins í P að fjárhæð 265.000.000 króna en skiptastjóri hafnaði því. Í verðmati fasteignasala á jörðinni 31. janúar 2022 var líklegt söluverð hennar talið vera 325.000.000 króna.5. Skiptastjóri boðaði til skiptafundar 20. maí 2022 til að ræða kröfu sóknaraðila um ógildingu erfðaskrárinnar. Var þar bókað um mótmæli þeirra þriggja varnaraðila sem nú hafa tekið til varna í málinu vegna þeirrar kröfu og jafnframt mótmælt hversu seint hún kæmi fram. Þá kom fram að samningaviðræður hefðu átt sér stað milli erfingja vegna þessa, auk þess sem tvö dómsmál hefðu verið rekin milli hluta lögerfingjanna sem myndu varpa ljósi á hverjir hagsmunir kynnu að vera fyrir erfingja búsins.6. Í fundargerð skiptafundar 30. maí 2022 með fulltrúum allra lögerfingja kom fram að skiptastjóri teldi að ekki myndi takast að jafna ágreining aðila um erfðaskrána og að hann myndi vísa ágreiningnum til héraðsdóms. Það gerði hann með bréfi 1. júní 2022.7. Svo sem fram kemur í úrskurði héraðsdóms sammæltust málsaðilar undir rekstri málsins um að eignarhlutur dánarbúsins í jörðinni P væri 300.000.000 króna virði. Aðrar helstu eignir búsins munu vera söluandvirði fasteignarinnar […] í Reykjavík að fjárhæð 59.431.301 króna eftir frádrátt áhvílandi lána og kostnaðar. Auk þess á dánarbúið kröfur á hendur dóttur I, L og syni hennar, varnaraðila C, samtals að fjárhæð ríflega 30.000.000 króna auk vaxta. Er ágreiningslaust með aðilum að verðmæti heildareigna dánarbúsins sé ríflega 387.000.000 króna en samkvæmt því nemur framangreint verðmæti jarðarinnar P 77,45% af því.Helstu málsástæður aðila8. Sóknaraðili byggir kröfu um ógildingu erfðaskrárinnar á því að arfleifandi hafi farið langt fram úr heimildum til að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá. Með henni hafi hann ráðstafað tæpum 78% af hreinni heildareign búsins en arfleiðsluheimild hans samkvæmt 35. gr. erfðalaga takmarkist við þriðjung eigna. Því skuli ekki byggt á erfðaskránni að neinu leyti við dánarbússkipti enda ekki unnt að framkvæma vilja arfleifanda í samræmi við hana. Það hafi verið forsenda við gerð erfðaskrárinnar að eignarhlutur hans í jörðinni P skyldi að öllu leyti verða eign barnabarna hans. Það sjáist meðal annars af þeim fyrirmælum að arfshluti barnabarnanna yrði séreign þeirra kæmi til hjúskapar en þannig hefði arfleifandi viljað tryggja eins og kostur væri að jörðin héldist í fjölskyldunni. Af vitnisburði J, bróður sóknaraðila, fyrir héraðsdómi sé ljóst að arfleifandi hafi haft áhyggjur af slæmri fjárhagsstöðu L dóttur sinnar og hafi óttast að stór hluti jarðarinnar kynni að renna til skuldheimtumanna hennar eftir hans dag. Þá hafi framburður L fyrir héraðsdómi um samskipti við föður sinn um erfðaskrána, leitt skýrlega í ljós vilja hans til að öll jörðin færi til barnabarnanna en ekki einungis hluti hennar. Erfðaskráin hafi því ekki haft þann tilgang að styðja þau fjárhagslega. Loks mótmælir sóknaraðili þeim forsendum hins kærða úrskurðar að sönnunarbyrði hvíli á honum um að vilji arfleifanda hefði staðið til annars en ráðstöfunar arfs til barnabarnanna hefði hann vitað að hann gæti ekki ráðstafað öllum eignarhlutanum til þeirra. Þvert á móti hljóti sönnunarbyrði um að byggja eigi á erfðaskránni með svo mjög breyttu efni að hvíla á varnaraðilum.9. Varnaraðilarnir B, C og D taka fram að þótt andmæli sóknaraðila við erfðaskránni hafi komið fram á fyrsta skiptafundi hafi hann að ástæðulausu dregið of lengi að fara í þetta ágreiningsmál í andstöðu við 47. gr. erfðalaga með miklum tilkostnaði fyrir aðra erfingja. Þau byggja á því að arfleifandi hafi við gerð erfðaskrárinnar viljað umbuna barnabörnum sínum og hann hafi talið að verðmæti eignarhluta hans í jörðinni væri innan heimildar 35. gr. erfðalaga. Þau mótmæla fullyrðingum sóknaraðila um að ekki sé hægt að framkvæma vilja arfleifanda með öðrum hætti en þeim að ógilda erfðaskrána í heild sinni. Niðurstaða hins kærða úrskurðar sé hin eina sanngjarna og eðlilega í málinu. Með því sé vilji afa þeirra virtur að því marki sem unnt sé og ekkert því til fyrirstöðu að barnabörnin, foreldrar þeirra og sóknaraðili eigi jörðina saman. Þá sé í dómaframkvæmd tilhneiging til að túlka erfðaskrár þar sem farið er fram úr arfleiðsluheimild með þeim hætti að færa hlutdeildina niður að leyfilegu marki. Þessir varnaraðilar mótmæla jafnframt ályktunum sóknaraðila af framburði L móður þeirra fyrir dómi en ekkert sem hún hafi sagt sé í andstöðu við skýrt orðalag erfðaskrárinnar. Þá hafna þeir vangaveltum sóknaraðila um að eina ástæðan fyrir gerð hennar hafi verið fjárhagsstaða móður þeirra.Niðurstaða20. Varnaraðilarnir B, C og D halda því fram að sóknaraðili hafi dregið úr hófi að setja fram kröfu um vefengingu erfðaskrárinnar fyrir dómi eftir að andmæli hans komu fram á skiptafundi og fyrirmæla 47. gr. erfðalaga hafi því ekki verið gætt. Af hálfu lögmanns þeirra kom fram við flutning málsins fyrir Hæstarétti að í málinu væri þó ekki byggt á tilgreindum lögfylgjum af þessu tilefni, svo sem að kröfur sóknaraðila væru fallnar niður. Koma athugasemdir þessar því ekki til frekari umfjöllunar.21. Í erfðalögum er ekki getið um hverjir geti átt aðild að vefengingu á erfðaskrá. Ljóst er að þeir sem standa til lögarfs hafa hagsmuni af niðurstöðu slíks máls. Í þessu sambandi nægir að einn lögerfingja setji fram slíka kröfu en teljist erfðaskrá ógild tapar hún gildi sínu engu að síður gagnvart öllum lögerfingjum. Þá ber að beina vefengingarkröfu að bréferfingjum, enda hafa þeir beinna hagsmuna að gæta af gildi hennar.22. Þegar fram kom á skiptafundi með fulltrúum allra lögerfingja 30. maí 2022 að sóknaraðili, einn fjögurra skylduerfingja I, hygðist vísa ágreiningi um gildi erfðaskrárinnar til dómstóla kusu systkini hans, sem jafnframt eru foreldrar varnaraðila, að standa ekki að þeirri kröfu með honum. Þá tóku þau ekki til varna í málinu til stuðnings bréferfingjum. Þótt úrslit málsins hafi þýðingu fyrir aðra skylduerfingja en sóknaraðila verður í ljósi þessa aðdraganda ekki talin þörf á aðild þeirra að málinu.23. Ágreiningslaust er að ráðstöfun eigna samkvæmt erfðaskrá I frá 16. desember 2013 er langt umfram arfleiðsluheimild hans vegna réttinda skylduerfingja og í andstöðu við 35. gr. erfðalaga um að óheimilt sé að ráðstafa meira en 1/3 hluta eigna með erfðaskrá. Verða fyrirmæli hennar því ekki framkvæmd samkvæmt efni sínu en kjarni ágreinings aðila lýtur að því hverjar verði afleiðingar þess og hvort vilja arfleifanda verði náð með öðru móti.24. Erfðalögin veita ekki svör við því hvernig leysa skuli úr ef ómögulegt reynist við dánarbúskipti að fullnægja fyrirmælum arfleifanda um að tiltekinni eign búsins skuli ráðstafa til bréferfingja. Þá vaknar sú spurning hvort allt að einu sé hægt að laga skiptin með einhverjum hætti að fyrirmælum erfðaskrárinnar, svo sem hvort réttur erfingja geti yfirfærst til jafngildis slíkrar eignar í peningum eða eftir atvikum hvort efna eigi arfleiðslu að því marki sem unnt er.25. Hafi arfleifandi ráðstafað hærri peningafjárhæð til bréferfingja en arfleiðslumörk heimila hefur verið litið svo á að fjárhæðin verði færð niður í þriðjung heildareigna sem heimilt er að ráðstafa. Sé um einstaklega ákveðna eign að ræða hefur fyllingarregla erfðaréttar almennt verið talin fela í sér að ákvæði erfðaskrár komi ekki til framkvæmda, til dæmis á þann veg að bréferfingi geti fengið eignina gegn greiðslu á því sem verðmæti fer fram úr heimilli ráðstöfun eða hann fái greitt andvirði eignar sé ekki unnt að afhenda hana samkvæmt fyrirmælum erfðaskrár. Má um það til hliðsjónar vísa til dóms Hæstaréttar 9. desember 1986 í máli nr. 180/1985 sem birtur er á bls. 1626 í dómasafni réttarins það ár. Þetta er þó ekki einhlítt en niðurstaðan ræðst fyrst og fremst af mati á þeirri erfðaráðstöfun sem fyrir liggur í hverju máli og atvikum öllum.26. Við það mat verður byggt á þeirri meginreglu íslensks erfðaréttar að skýra beri erfðaskrá þannig að náð verði þeim vilja arfleifanda sem þar kemur fram eða sannað þykir að fyrir honum hafi vakað við erfðaráðstöfun. Verður jafnframt að meta hver viðbrögð hans við breyttum aðstæðum hefðu orðið hefðu þau atvik verið þekkt við gerð erfðaskrárinnar. Birtist þessi meginregla meðal annars í 2. mgr. 67. gr. erfðalaga sem lýtur að mistökum við erfðaskrárgerð en við þær aðstæður skal framkvæma ákvæði erfðaskrár í samræmi við það sem raunverulega vakti fyrir arfleifanda verði auðið að staðreyna arfleiðsluviljann.27. Til að staðreyna vilja arfleifanda verður fyrst að líta til beinna orða erfðaskrár og leitast við að ráða af þeim hvað vakti fyrir honum. Verði vilji hans ekki ráðinn eða fengin skýr vísbending þar um ber að líta til annarra gagna og upplýsinga, svo sem samtala hans við lögmann eða aðra um efni erfðaskrárinnar, skjalfestra heimilda þar um eða eldri erfðaskráa hans sem að einhverju leyti hafa geymt sömu ráðstöfun.28. Orðalag erfðaskrárinnar er skýrt að því leyti að hún tekur til eignarhluta I í jörðinni P í […] með öllu sem henni fylgir, landi, veiðiréttindum og íbúðarhúsi. Þá leikur enginn vafi á því við hverja er átt með vísun erfðaskrárinnar til barnabarna arfleifanda sem eru sjö talsins og jafnframt að þau skyldu erfa þann hluta að jöfnu. Loks er lýst þeim vilja hans að þessi arfshluti barnabarna hans verði séreign þeirra komi til hjúskapar.29. Þar sem ekkert verður ráðið af þessum orðum um frekari vilja I að baki erfðaskránni eða afstöðu hans hefði hann vitað að hún yrði ekki framkvæmd samkvæmt efni sínu ber að kanna hvort önnur gögn málsins varpi ljósi á þann vilja og hvernig verði komist sem næst honum. Fyrir héraðsdómi gáfu tvö börn I skýrslu. Annars vegar bar J sonur hans að honum hefði ekki verið kunnugt um erfðaskrána. Hann lýsti samskiptum við föður sinn árin 2012 og 2013 og áhyggjum sem I hefði þá haft af fjárhagsvandræðum L dóttur sinnar, einkum að hún kynni að verða gjaldþrota og bankarnir myndu taka eignarhlut hennar í P upp í skuldir að honum látnum. Á þeim tíma hefði faðir hans nýlega gengist undir stóra hjartaaðgerð og vissi ekki hvort hann ætti langt eftir. Honum hefði verið mikið í mun að P héldist í ættinni þegar hann félli frá og velt fyrir sér ýmsum úrræðum, svo sem hvort gera mætti hana að ættaróðali eða setja í einhvers konar félag.30. Í framburði L dóttur I fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði sagt henni frá erfðaskránni um það leyti sem hún var gerð árið 2013 og þau rætt ástæður hennar. Faðir hennar hefði sagt að hann vildi halda jörðinni innan fjölskyldunnar en þættist viss um að bræður hennar myndu vilja selja sinn hlut í henni. Með því að arfleiða barnabörnin „algjörlega“ að P væri hægt að klippa út ættlið hennar og bræðranna í eignarhaldi jarðarinnar vegna líklegs ágreinings þeirra um verðmæti, skiptingu og mögulega sölu á eigninni.31. Skoða verður vitnisburð tveggja barna I, þeirra L og J, sem gáfu skýrslur við meðferð málsins fyrir héraðsdómi í því ljósi að þau eiga sem skylduerfingjar hans bæði hagsmuna að gæta af niðurstöðu um gildi erfðaskrárinnar og greinir á af hvaða ástæðum faðir þeirra gerði hana. Engu að síður er sá samhljómur í framburði þeirra að með erfðaskránni hafi I viljað tryggja að P yrði ekki seld eða tekin upp í skuldir heldur héldist áfram í eigu fjölskyldunnar. Verður sá vilji hans studdur öðrum gögnum málsins, svo sem tölvupóstum milli feðganna I og J á árunum 2012 og 2013. Þar komu meðal annars fram áhyggjur I af skuldastöðu dóttur sinnar, rætt var um möguleika á fyrir fram greiddum arfi til barna hans og mikilvægi þess að halda jörðinni í ættinni. Í tölvupósti frá J til föður síns frá 18. ágúst 2013 var rætt um afleiðingar þess fyrir fjórðung eignarhlutar L í P sem bankinn gæti gengið að ef bú hennar yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá var þar vikið að ráðgjöf sem I hefði fengið frá tilgreindum lögfræðimenntuðum mági sínum varðandi arfshluta L kæmi til fyrir fram greiðslu arfs til hennar.32. Þegar metið er orðalag erfðaskrárinnar, vitnisburður og önnur gögn málsins svo og forsaga um ráðstafanir arfleifanda til að tryggja eignarhald jarðarinnar í fjölskyldu hans telst sannað að markmið erfðaráðstöfunarinnar og meginforsendan fyrir gerð hennar hafi verið að stuðla að því að eignarhluti hans í jörðinni P yrði áfram í eigu fjölskyldunnar. Að fenginni niðurstöðu um hvað vakti fyrir arfleifanda ber að kanna hvort unnt sé að ná því markmiði með því að framkvæma fyrirmæli erfðaskrárinnar að því leyti sem heimilt er lögum samkvæmt. Verður þar fyrst að leita fanga um hvort finna megi skýra vísbendingu um þann vilja hans að forsenda fyrir erfðaráðstöfuninni væri að barnabörnin sjö myndu erfa jörðina sem eina heild, eins og sóknaraðili heldur fram. Jafnframt þarf að meta hvaða afleiðingar það hefði fyrir tilgang erfðaskrárinnar að jörðin erfðist bæði til skylduerfingja og barnabarna.33. Af því sem lýst er að framan verður ekki ályktað að það hafi verið skýr forsenda erfðaráðstöfunar I að barnabörn hans erfðu eignarhluta hans í jörðinni P sem eina heild en ella ekki. Í þessu sambandi skiptir einnig máli að verði erfðaskráin aðeins framkvæmd að því marki sem heimilt er innan arfleiðsluheimildar 35. gr. erfðalaga og jörðin P dreifist þannig á hendur bréferfingjanna sjö auk fjögurra barna I verður ekki séð að það grafi undan því markmiði arfleifanda að eignin haldist innan fjölskyldunnar. Þá fyrirbyggir áskilnaður I um að arfshluti barnabarnanna í jörðinni verði séreign þeirra komi til hjúskapar aðeins að arfshluti þeirra færist á annarra hendur í tengslum við hjúskaparslit en breytir ekki forræði þeirra á eignarhlutdeild sinni í sameigninni og ráðstöfunarrétti með sölu.34. Loks ber að líta til þess að í erfðaskránni eru engin fyrirmæli um hvort eða hvernig bréferfingjar skuli nýta jörðina og hvorki lagðar á kvaðir né önnur skilyrði sett fyrir því að þeir taki hana að arfi sem ekki yrði unnt að fullnægja nema eignin erfðist til þeirra sem heild. Að þessu leyti greinir mál þetta sig í grundvallaratriðum frá atvikum máls sem sóknaraðili hefur bent á til stuðnings aðalkröfu sinni, sbr. dóm Hæstaréttar 22. febrúar 1983 í máli nr. 121/1980 sem birtur er á bls. 381 í dómasafni réttarins það ár. Í því máli kom fram skýr forsenda í erfðaskrá að eign skyldi erfast sem heild til tiltekins bréferfingja í ákveðnu markmiði en ella renna til annars bréferfingja. Þá má einnig vísa til dóms Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 180/1985 en þar var tilkall bréferfingja til lands sem þeim var ánafnað í erfðaskrá háð skilyrðum um nýtingu þess í ákveðnum tilgangi.35. Að öllu þessu virtu verður hafnað aðalkröfu sóknaraðila um ógildingu erfðaskrár I. Við úrlausn um hvernig komist verði sem næst vilja hans ber að leitast við að efna arfleiðslufyrirmælin að því marki sem aðstæður leyfa. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi ber þá að líta til þess hámarks sem arfleifandi mátti ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga sem er þriðjungur af eignum búsins, en ekki aðeins þriðjungur af eigninni sem erfðaskráin tekur til svo sem varakrafa sóknaraðila byggist á. Er varakröfu sóknaraðila því jafnframt hafnað.36. Því verður fallist á þrautavarakröfu sóknaraðila um að erfðaskráin verði metin gild að því marki að barnabörn I erfi að jöfnu eignarhluta í jörðinni sem samsvarar 1/3 hluta eigna búsins og hinn látni mátti ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga. Samkvæmt þessu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest á þann hátt sem í dómsorði greinir.37. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilunum B, C og D kærumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir.Dómsorð:Erfðaskrá I 16. desember 2013 um ráðstöfun á eignarhluta hans í jörðinni P í […], ásamt öllu sem henni fylgir og fylgja ber, til barnabarna hans skal lögð til grundvallar við skipti eigna í dánarbúi hans að því marki sem samsvarar 1/3 hluta eigna búsins.Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og kærumálskostnað eru staðfest.Sóknaraðili, A, greiði varnaraðilunum B, C og D hverju fyrir sig 300.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=82baf954-3dbb-4391-acb8-0da4b901fef6&verdictid=48f5789b-e74c-48ca-b4fa-49f8f2b163a1 |
Mál nr. 12/2023 | Vátrygging Slysatrygging Kjarasamningur Fyrning | A krafðist greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega frá V hf., vegna tjóns sem leiddi af atviki [...] desember 2013 þegar hann var við störf sem lögreglumaður. Í kjölfar þessa atburðar glímdi A við áfallastreituröskun. Hæstiréttur féllst ekki á það með A að trygging sú sem um væri deilt væri höfuðstólstrygging sem um gilti 10 ára fyrningarfrestur samkvæmt 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004 heldur væri um að ræða slysatryggingu. Fyrningarfrestur slíkrar kröfu væri fjögur ár frá þeim tíma er sá sem á kröfuna fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem krafa hans er reist á, sbr. 2. málslið 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004. Hæstiréttur taldi gögn málsins bera með sér að A hefði fundið fyrir umtalsverðum einkennum áfallastreituröskunar sumarið 2014. Af því sem fram kom í málinu væru ástæður þess að meðferð dróst á langinn raktar til þess að A lét hjá líða að leita sér aðstoðar þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að vátryggingaratburðurinn hefði haft þær afleiðingar sem vörðuðu bótaskyldu. Í ljósi lýsinga A sjálfs á líðan sinni og sérfræðigagna í málinu var fallist á það með V hf. að A hafi hlotið að vera ljóst á árinu 2014 að atvikið hefði haft töluverðar andlegar afleiðingar í för með sér. Krafa hans var samkvæmt þessu talin fyrnd þegar málið var höfðað 24. mars 2021, sbr. 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. mars 2023. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 2.435.071 krónu með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.181.071 krónu frá 1. júlí til 30. október 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningsefni málsins lýtur að því hvort áfrýjandi á rétt til greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega hjá stefnda vegna tjóns sem leiddi af atviki [...] desember 2013 þegar hann var við störf sem lögreglumaður. Aðilar deila um hvort tryggingin sé höfuðstólstrygging í skilningi laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og þá hvort fyrningarfrestur kröfu áfrýjanda sé tíu ár eða fjögur samkvæmt 1. mgr. 125. gr. laganna. Þá er deilt um upphafstímamark frestsins svo og hvort krafa áfrýjanda hafi fallið niður vegna athafnaleysis hans við að halda henni til haga.5. Með héraðsdómi 13. október 2021 var stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda bætur meðal annars á þeim grundvelli að vátrygging sú sem um ræðir væri höfuðstólstrygging. Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi á hinn bóginn sýknaður þar sem um væri að ræða slysatryggingu með fjögurra ára fyrningarfresti. Áfrýjanda hefði mátt vera ljóst þegar á árinu 2014 að atvikið hefði afleiðingar fyrir hann og því hafi fyrningarfrestur byrjað að líða í lok þess árs. Í öllu falli hefði fyrningartími kröfu áfrýjanda tekið að líða í síðasta lagi í lok árs 2016 en málið hefði ekki verið höfðað fyrr en fyrningarfresturinn var liðinn.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 13. mars 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-10, á þeirri forsendu að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga.Málsatvik7. Áfrýjandi er lögreglumaður sem aðfaranótt [...] desember 2013 var sendur ásamt öðrum lögreglumönnum að fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna tilkynningar um hávaða frá íbúð og mögulegan skothvell. Þegar á vettvang var komið ákváðu þeir að kalla eftir aðstoð sérsveitarmanna. Ráðist var til inngöngu í íbúðina en þar var maður sem hleypti af skoti að lögreglumönnunum. Áfrýjandi náði að leita skjóls ásamt öðrum lögreglumönnum og lauk aðgerðum lögreglu með því að sérsveitarmenn skutu byssumanninn til bana. Í lögregluskýrslu sagði að lögreglumönnunum hefði verið mjög brugðið og þeir óttast um líf sitt. Upplifun þeirra var að skotmaðurinn hefði ætlað sér að vinna þeim mein, ef ekki drepa.8. Áfrýjandi og aðrir lögreglumenn leituðu til sálfræðings í hópviðtal næsta dag og síðar fór áfrýjandi í stuðningsviðtal hjá C sálfræðingi.9. Hinn 7. september 2016 tilkynnti áfrýjandi stefnda um atvikið með tjónstilkynningu. Þar kom meðal annars fram að hann hefði fundið fyrir andlegum áhrifum eftir umrætt atvik. Hann hefði reynt að hrista þau af sér án árangurs en einkennin hins vegar ágerst mánuðina áður en tilkynningin var send. Hinn 15. sama mánaðar sendi áfrýjandi tilkynningu til Sjúkratrygginga Íslands með upplýsingum um atvikið. Stefndi staðfesti skráningu atburðarins 27. þess mánaðar.0. Hinn 25. nóvember 2016 lá fyrir örorkumat D, sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, vegna annars vinnuslyss áfrýjanda 2. júlí 2015 en það mat tók í engu til atviksins sem um ræðir í þessu máli.1. Hinn 28. nóvember 2016 ritaði lögmaður áfrýjanda tölvubréf til C sálfræðings þar sem hún var innt eftir því hvort hún gæti bent á sérfræðing sem gæti aðstoðað áfrýjanda og var einnig spurð hvort hún gæti einhverju svarað um ástand hans. Í svari C kom fram að hún ætti erfitt með svör þar sem áfrýjandi hefði einungis komið í svokallað stuðningsviðtal vegna atviksins fyrir þremur árum og hún gæti ekki metið ástand hans eftir á. Hún taldi rétt að vísa honum til B sálfræðings er sinnti sérhæfðri meðferð við áföllum, svokallaðri EMDR-meðferð.2. Með tölvubréfi 8. desember 2016 var stefnda tilkynnt að áfrýjandi væri kominn í sérhæfða sálræna meðferð. Í svarbréfum stefnda 13. og 15. sama mánaðar sagði að honum hefðu ekki borist sjúkragögn vegna þessa máls og var gerð athugasemd við að ekkert hefði komið fram um atvikið í áðurnefndu mati D bæklunarlæknis þótt rétt hefði verið að meta tjónsatvik í báðum tilvikum í einu og sama mati.3. Hinn 10. janúar 2017 skilaði fyrrnefnd B greinargerð um viðtöl hennar við áfrýjanda. Þar sagði að áfrýjandi uppfyllti greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun og væri með miðlungseinkenni slíkrar röskunar eða 17 af 35 stigum. Ekki væri unnt að verða við beiðni um upplýsingar um meðferð og stöðu áfrýjanda og framtíðarhorfur því að sálfræðingurinn hefði aðeins hitt hann í tvö skipti en á þeim tíma væri einungis hægt að leggja grunn að og áætla meðferð. Af henni hefði hins vegar ekki orðið og ætti áfrýjandi ekki bókaðan tíma.4. Lögmaður áfrýjanda sendi stefnda matsbeiðni 19. apríl 2017 og eftir nokkur bréfaskipti samþykkti stefndi 18. maí sama ár að standa að sameiginlegu mati með fyrirvara um að frekari læknisfræðileg gögn myndu fylgja beiðni til matsmanna. E geðlæknir og F lögmaður framkvæmdu matið og boðuðu þeir til matsfundar er fór fram 26. júní 2017. Í kjölfarið barst lögmanni áfrýjanda tölvubréf annars matsmannsins þess efnis að matsmenn teldu að fullreyna þyrfti sálfræðimeðferð vegna atviksins áður en endanleg niðurstaða um varanleg einkenni gæti fengist. Því þyrfti að fresta matinu þar til áfrýjandi hefði lokið slíkri meðferð og ný greinargerð meðferðaraðila lægi fyrir. Stefndi mun ekki hafa fengið sendar upplýsingar um þessa frestun.5. Hinn 4. desember 2017 sendi lögmaður áfrýjanda stefnda tölvubréf þar sem fram kom að lögmaðurinn hefði verið í samskiptum við stefnda vegna vinnuslyss áfrýjanda [...] desember 2013 og að málið væri enn í vinnslu. Þá var stefndi beðinn um að staðfesta að fyrningu yrði ekki borið við um komandi áramót. Stefndi sendi svofellt svarbréf: „Vátryggingafélag Íslands mun ekki bera fyrir sig fyrningu nk. áramót, 2017/2018, í máli ofangreinds A vegna kröfu í slysatryggingu vegna atviks þann 2.12.2013, með þeim fyrirvara þó að krafan sé þá þegar ekki fyrnd, þ.e. hafi fyrnst áramótin 2016/2017 eða fyrr og að málið verði gert upp á næsta ári, þ.e. árið 2018. Yfirlýsingin nær ekki til vaxta og fyrnast þeir skv. lögum og reglum sem um þá gilda.“6. Að loknum tíu meðferðarviðtölum á tímabilinu 4. september 2019 til 18. febrúar 2020 sendi G sálfræðingur lögmanni áfrýjanda greinargerð 1. júní 2020. Hinn 4. og 5. sama mánaðar sendi lögmaður áfrýjanda afrit af greinargerðinni til matsmanna og stefnda. Þar var lýst einkennum og sálrænum skaða áfrýjanda vegna vátryggingaratburðarins auk meðferðar sem hann sætti. Sagði þar meðal annars að áfrýjandi fyndi enn fyrir vanlíðan tæpum sex árum eftir atburð og var hann greindur með áfallastreituröskun. Einkennin hefðu valdið áfrýjanda verulegri þjáningu og gert honum erfiðara fyrir að sinna starfi sínu og persónulega lífi. Reglubundin meðferð hjá sálfræðingnum hefði dregið verulega úr þessum einkennum. Í lok greinargerðarinnar sagði að þau einkenni og sálrænn skaði sem áfrýjandi hefði upplifað í tæp sex ár og upplifði sum enn væru bein afleiðing af því alvarlega atviki og þeirri miklu hættu sem hann stóð berskjaldaður frammi fyrir í starfi sínu í umrætt sinn. Ylli þetta honum enn töluverðri þjáningu og gerði honum erfiðara fyrir í starfi. Ekki væri unnt að segja til um hvort frekari bati næðist í framtíðinni. Rannsóknir sýndu að meira en þriðjungur þeirra sem greindist með áfallastreituröskun næði sér aldrei að fullu.7. Nýr matsfundur var haldinn 10. ágúst 2020 en stefndi kveðst ekki hafa fengið boðun á hann. Matsgerð lá fyrir 14. október 2020. Þar kom fram sú lýsing áfrýjanda að sumarið 2014 hefði hann fundið atburðinn leita meira og meira á sig. Hann hefði nokkrum árum seinna leitað til G sálfræðings og það gert töluvert gagn. Þá kom fram í matsgerðinni að þetta form síðkominnar áfallastreitu fæli í sér að einkenni gerðu ekki vart við sig fyrr en mánuðum og árum eftir atburð. Af gögnum málsins var dregin sú ályktun að batahvörf hefðu orðið 18. febrúar 2020 en tiltekið að það tímamark mætti rekja til tafa sem orðið hefðu af ýmsum ástæðum í meðferð áfrýjanda. Hefði meðferð á hinn bóginn verið tímanleg mætti ætla að batahvörf hefðu orðið einu ári eftir vátryggingaratburð eða 2. desember 2014. Varanlegur miski áfrýjanda var metinn 10 stig.8. Með tölvubréfi 16. október 2020 óskaði áfrýjandi eftir uppgjörstillögu frá stefnda vegna slysatryggingar launþega. Í svari stefnda 22. sama mánaðar kom fram að félagið hefði „hafnað greiðsluskyldu vegna fyrningar og 3 ára matsreglu.“ Í tölvubréfi lögmanns áfrýjanda 30. sama mánaðar var vísað til þess að stefndi hefði ekki sent „höfnunarbréf“. Þá var þar einnig tekið fram að kröfur á grundvelli höfuðstólstryggingar fyrntust á tíu árum en ekki fjórum, sbr. 125. gr. laga nr. 30/2004. Enn fremur hefði heldur ekki borist tilkynning frá stefnda um að félagið bæri fyrir sig þriggja ára matsreglu, sbr. grein 13.2.5 í skilmálum vátryggingarinnar. Slík tilkynning hefði þurft að berast áður en matsfrestur rann út hefði stefndi ætlað að bera hann fyrir sig en auk þess hefðu einkenni áfrýjanda verið að koma fram að liðnum matsfresti.9. Með tölvubréfi 25. nóvember 2020 tilkynnti stefndi áfrýjanda að greiðsluskyldu úr slysatryggingu launþega væri hafnað. Vísað var til þess að krafa áfrýjanda væri fyrnd þar sem ekki væri um höfuðstólstryggingu að ræða auk þess sem frestur til mats á læknisfræðilegri örorku áfrýjanda samkvæmt skilmálum vátryggingarinnar væri liðinn. Í samræmi við lokamálslið 2. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 kom fram í niðurlagi tilkynningarinnar að ákvörðuninni mætti skjóta til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum eða stefna málinu innan árs frá móttöku tilkynningarinnar fyrir dómstóla. Frekari samskipti urðu í kjölfarið milli aðila þar sem meðal annars kom fram að stefndi myndi ekki hlíta úrskurði úrskurðarnefndarinnar yrði ágreiningnum skotið þangað. Tilkynnti lögmaður áfrýjanda með tölvubréfi 27. nóvember 2020 að gera mætti ráð fyrir því að ágreiningnum yrði skotið beint til dómstóla og var mál þetta síðan höfðað 24. mars 2021.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda20. Áfrýjandi heldur því fram að slysatryggingin sem hann reisir kröfu sína á sé höfuðstólstrygging samkvæmt 8. tölulið 2. gr. laga nr. 30/2004, enda sé höfuðstóll hennar sérstaklega afmarkaður í vátryggingarskírteini og kjarasamningi. Slík trygging sé einnig stundum nefnd summutrygging. Eins og í öðrum slysatryggingum sé í henni tiltekinn ákveðinn höfuðstóll tengdur vísitölu sem greiddur skuli út í samræmi við metna læknisfræðilega örorku. Vísar áfrýjandi til þess að úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafi komist að þeirri niðurstöðu að slysatrygging launþega teljist til höfuðstólstrygginga samkvæmt 125. gr. laga nr. 30/2004 og gildi um þær tíu ára fyrningarfrestur. Óheimilt sé, nema annað sé tekið þar fram, að víkja frá ákvæðum laganna með samningi, leiði það til lakari stöðu tjónþola, sbr. 3. gr. laganna.21. Þótt talið yrði að krafa áfrýjanda lyti fjögurra ára fyrningarfresti telur áfrýjandi að hún sé eigi að síður ófyrnd þar sem hann hafi ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem krafan er reist á fyrr en eftir að skýrsla sálfræðings um varanleg einkenni hans hafi legið fyrir á árinu 2020. Jafnframt sé til þess að líta að samkvæmt matsgerð teljist stöðugleikapunktur vegna slyssins vera 18. febrúar það ár og geti fyrningarfrestur samkvæmt 125. gr. laga nr. 30/2004 ekki hafa farið að líða fyrr en í fyrsta lagi við það tímamark.22. Áfrýjandi vísar til þess að matsfrestur samkvæmt skilmálum félagsins, sbr. grein 13.2.5, hafi átt að renna út 2. desember 2016 að liðnum þremur árum frá slysdegi. Af samskiptum málsaðila sé hins vegar ljóst að stefndi hafi með bindandi hætti samþykkt að standa sameiginlega að mati þrátt fyrir að matsfresturinn væri þegar liðinn og í raun fallið frá því að bera frestinn fyrir sig. Til viðbótar þessu hvíli skylda til að framkvæma örorkumat innan þess frests sem tiltekinn sé í skilmálunum jafnt á tryggingafélagi sem tjónþola. Auk þess sé tryggingafélögum skylt að tilkynna án ástæðulauss dráttar ætli þau að bera fyrir sig rétt til takmörkunar á ábyrgð, sbr. 94. gr. laga nr. 30/2004. Sömu sjónarmið eigi við um tilkynningu um að bótaréttur sé niður fallinn vegna þriggja ára matsfrests að virtri andskýringarreglu samningaréttar. Stefndi hafi hins vegar ekki hafnað bótaskyldu fyrr en 25. nóvember 2020, tæpum sjö árum eftir slysið og tæpum fjórum árum eftir að matsfresturinn rann út. Auk þess sé hvergi tekið fram í skilmálum stefnda að það hafi í för með sér brottfall bótaskyldu að meta ekki örorku innan þessa frests.23. Loks vísar áfrýjandi sérstaklega til þess hér fyrir dómi að málið hafi verið höfðað innan þess árs frests fyrningar sem tiltekinn var í höfnunarbréfi stefnda 25. nóvember 2020, sbr.2. mgr. 51. gr. og 2. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004.Helstu málsástæður stefnda24. Stefndi telur kröfu áfrýjanda byggjast á slysatryggingu en ekki höfuðstólstryggingu. Krafa hans fyrnist því á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs þegar áfrýjandi fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem krafan er reist á, sbr. 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004. Bætur úr slysatryggingu séu aldrei fyrirfram ákveðnar heldur greiðist á grundvelli síðar tilkominna forsendna þegar fyrir liggi hvaða afleiðingar slys hafi haft samkvæmt matsgerð. Enn fremur geti fjárhæðir breyst með tilliti til aldurs tjónþola. Samkvæmt þessu sé ekki um höfuðstólstryggingu að ræða þegar vátryggingarfjárhæð er fyrirfram ákveðin og oftast tilgreind í vátryggingarskírteini.25. Stefndi telur að af málsgögnum megi ráða að áfrýjandi hafi strax sumarið 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem væru grundvöllur kröfu hans. Hins vegar hafi hann ekki tilkynnt stefnda tjón sitt fyrr en 7. september 2016. Í kjölfarið hafi stefnda verið send greinargerð sálfræðings frá 28. nóvember sama ár þess efnis að áfrýjandi hafi sótt tvo viðtalstíma og sé með miðlungseinkenni áfallastreituröskunar. Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að andleg líðan áfrýjanda hafi breyst síðar til hins verra. Matsbeiðni hafi ekki verið send stefnda til samþykktar fyrr en 19. apríl 2017 og samþykkt af stefnda með fyrirvara um að nauðsynleg gögn yrðu send matsmönnum. Á hinn bóginn hafi matsmenn látið lögmann áfrýjanda vita að mati væri frestað í því skyni að fullreyna sálfræðimeðferð svo að endanleg niðurstaða um varanleg einkenni áfrýjanda fengist. Um þessi samskipti hafi stefndi ekkert verið upplýstur. Stefndi hafi einnig fallist á beiðni áfrýjanda um að bera ekki fyrir sig fyrningu miðað við áramótin 2017/2018 með tilliti til þess hvenær matsbeiðni yrði skilað. Því samþykki hafi fylgt hvatning um að ljúka meðferð málsins sem fyrst og þeir fyrirvarar gerðir að krafan sé ekki þá þegar fyrnd og að málið verði gert upp á árinu 2018. Ekkert hafi orðið af því enda hafi áfrýjandi ekki sinnt því að sækja nauðsynleg meðferðarviðtöl fyrr en um tveimur árum síðar eða á tímabilinu frá 4. september 2019 til 18. febrúar 2020. Áfrýjandi hafi einnig látið hjá líða að óska eftir auknum fresti eða upplýsa stefnda um stöðu mála. Ekki hafi legið fyrir vilyrði stefnda um að bera ekki fyrir sig matsfrestinn þegar matsgerð barst loks þremur árum eftir að stefndi heimilaði að mat á afleiðingum slyssins færi fram. Hér sé því um að ræða augljóst tómlæti af hálfu áfrýjanda óháð því hvort ákvæði tryggingarskilmálanna verði talin eiga við eða ekki.26. Loks kveður stefndi röksemdir áfrýjanda fyrir Hæstarétti um að fyrningarfrestur kröfu áfrýjanda hafi á grundvelli 124. gr. laga nr. 30/2004 ekki tekið að líða fyrr en ári eftir að stefndi hafnaði kröfu hans 25. nóvember 2020 fela í sér málsástæðu sem sé of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 2. mgr. 187. gr. sömu laga.Löggjöf, kjarasamningur og vátryggingarskilmálarÁkvæði laga nr. 30/2004 um skilgreiningar trygginga og fyrningarfrest27. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 30/2004 gilda þau um samninga um skaða- og persónutryggingar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir. Á þeim tíma er vátryggingaratburður varð var persónutrygging skilgreind svo í 2. mgr. 61. gr. laganna að átt væri við líftryggingu, slysatryggingu og sjúkratryggingu. Skilgreining á persónutryggingu var með 1. gr. laga nr. 61/2019 um breytingu á lögum nr. 30/2004 færð í 3. mgr. 1. gr. laganna með þeim orðum að með persónutryggingu væri í lögunum átt við líf- og heilsutryggingar.28. Höfuðstólstrygging er annar tveggja meginflokka sem falla undir líftryggingar. Hinn flokkurinn er lífeyristrygging þar sem félagið á að greiða fjárhæð fyrir tiltekið tímabil svo lengi sem tilgreindur maður lifir eða þar til hann nær ákveðnum aldri, sbr. 9. tölulið 2. gr. laga nr. 30/2004. Höfuðstólstrygging er skilgreind í 8. tölulið 2. gr. laganna með þeim hætti að um sé að ræða vátryggingu þar sem félagið skuli greiða tiltekna fjárhæð sem þó getur verið skipt á fleiri gjalddaga.29. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 30/2004 er lýst því einkenni höfuðstólstryggingar að tiltekin vátryggingarfjárhæð greiðist í einu lagi við andlát vátryggðs eða á öðru umsömdu tímamarki, til dæmis við tiltekinn aldur. Engu skipti hvort greiðslur eigi að fara fram á einum gjalddaga eða fleirum, þótt hið fyrrnefnda sé venjulegast. Í öðrum tilvikum greiðist hin tiltekna fjárhæð á ákveðnu tímabili. Þær tryggingar séu vissulega um margt líkar lífeyristryggingum en sé fjárhæð sú sem félagið á að greiða í heild sinni fyrirfram ákveðin verði að telja að um höfuðstólstryggingu sé að ræða.30. Þá kemur fram í 107. gr. laga nr. 30/2004 að höfuðstólstryggingu megi veðsetja. Í athugasemdum frumvarps til laganna um þetta ákvæði kemur meðal annars fram að veðrétturinn heimili veðhafa að fá vátryggingarfjárhæð greidda þegar hún fellur til og einnig rétt til þess að fá endurkaupsverð vátryggingarinnar, en til að öðlast þann rétt þurfi vátryggingaratburður ekki að hafa orðið.31. Framangreind flokkun vátrygginga og sérstaða höfuðstólstrygginga hvílir á gömlum merg. III. kafli eldri laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954 fjallaði um líftryggingar og í honum var að finna sérstakan undirkafla um höfuðstólstryggingu. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 20/1954 sagði að höfuðstólstryggingar, sem þar væru nefndar, væru allar þær líftryggingar þar sem greiða skyldi líftryggingarfjárhæðina út í einu lagi, er vátryggingaratburðurinn yrði. Lífeyristryggingar væru á hinn bóginn þær tryggingar þar sem vátryggingarféð væri greitt smátt og smátt.32. Í 125. gr. laga nr. 30/2004 eru ákvæði um fyrningu krafna samkvæmt lögunum. Þar segir í 1. mgr. að krafa um vátryggingarfjárhæð í höfuðstólstryggingum fyrnist á tíu árum og aðrar kröfur um bætur á fjórum árum. Fresturinn hefjist við lok þess almanaksárs þegar sá er á kröfuna fékk nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem hún er reist á. Þá kemur meðal annars fram í 4. málslið að hafi félagið vegna vátrygginga sem tilgreindar eru í 1. mgr. 124. gr. laganna sent tilkynningu samkvæmt 2. mgr. sömu greinar fyrnist krafan fyrst þegar sá frestur líður sem þar er tilgreindur. Í 124. gr. er nánar mælt fyrir um fresti til að tilkynna um vátryggingaratburð í slysa-, sjúkra- eða heilsutryggingum og grípa til lögfræðilegra úrræða. Í 2. mgr. greinarinnar, eins og hún hljóðaði þegar málið var höfðað, sagði að hafnaði félagið kröfu um bætur í heild eða hluta glataði sá sem rétt ætti til bóta þeim rétti hefði hann ekki höfðað mál eða krafist meðferðar þess fyrir úrskurðarnefnd samkvæmt 141. gr. laga nr. 30/2004 innan árs frá því að hann fékk sannanlega tilkynningu um höfnunina. Í tilkynningu félagsins yrði að koma fram hver lengd frestsins væri og hvernig honum yrði slitið og lögfylgjur þess að það yrði ekki gert. Ákvæði kjarasamnings33. Þegar vátryggingaratburður varð var í gildi kjarasamningur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna frá 1. maí 2005 með síðari breytingum. Í samræmi við samninginn tók ríkið slysatryggingu hjá stefnda. Í samningnum sagði í grein 7.1.3 að bætur vegna læknisfræðilegrar örorku greiddust í hlutfalli við tryggingarfjárhæð 11.309.000 krónur, þó þannig að hvert læknisfræðilegt örorkustig 26–50% vægi tvöfalt og hvert læknisfræðilegt örorkustig 51–100% þrefalt. Í grein 7.1.4 var síðan mælt fyrir um að fjárhæðir trygginga skyldu endurskoðaðar tvisvar á ári og tækju breytingum eftir vísitölu neysluverðs.Ákvæði vátryggingarskilmála34. Í grein 12.1 í skilmálum stefnda um slysatryggingu launþega segir að hámarks vátryggingarfjárhæðir vegna dánarbóta, örorkubóta og dagpeninga komi fram í vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun og fari eftir ákvæðum kjarasamnings þess sem taki til vátryggðs. Í grein 12.5 er kveðið á um að bótafjárhæðir reiknist á grundvelli vátryggingarfjárhæða á slysdegi og breytist í hlutfalli við breytingu á vísitölu frá slysdegi til uppgjörsdags tjóns í samræmi við ákvæði kjarasamnings sem tekur til vátryggðs.35. Í grein 7 segir að krafa um bætur fyrnist á fjórum árum. Frestur hefjist við lok þess almanaksárs þegar sá er kröfuna á fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem hún er reist á. Krafan fyrnist þó í síðasta lagi tíu árum eftir lok þess almanaksárs sem vátryggingaratburður varð.36. Í grein 13.2.5 segir enn fremur að örorka skuli að jafnaði metin einu ári eftir slys, annars þegar læknir telur að varanlegar afleiðingar þess hafi komið í ljós en þó ekki síðar en þremur árum eftir slysdag.Niðurstaða37. Óumdeilt er að vátryggingaratburður sá sem varð [...] desember 2013 fellur undir gildissvið slysatryggingar launþega sem vinnuslys samkvæmt skilmálum stefnda og vátryggingarskírteini, sbr. ákvæði fyrrgreinds kjarasamnings.38. Árétta ber að einkenni slysatrygginga, eins og annarra persónutrygginga, er að tjón sem undir slíka tryggingu fellur er ekki metið eftir almennum fjárhagslegum mælikvarða heldur semja vátryggingafélag og vátryggingartaki um það fyrirfram hvernig tjón skuli metið eftir stöðluðum ákvæðum tryggingarinnar.39. Þótt í skilmálum slysatrygginga sé stundum tilgreint að læknisfræðilegt mat skuli fara fram áður en bætur greiðast úr tryggingu, eins og við á í tilviki áfrýjanda, breytir það ekki því að um er að ræða bætur sem vátryggingarsamningur kveður á um án þess að tjónþoli þurfi að færa frekari sönnur á raunverulegt tjón sitt. Slysatrygging launþega hefur einnig verið nefnd summutrygging þar sem tiltekin fjárhæð kemur til greiðslu ef vátryggingaratburður verður, óháð raunverulegu fjárhagslegu tjóni. Ekki verður hins vegar fallist á með áfrýjanda að af þessu verði dregin sú ályktun að sú trygging sem hann reisir kröfu sína á sé jafnframt höfuðstólstrygging.40. Höfuðstólstrygging er einnig persónutrygging en á hinn bóginn undirflokkur líftrygginga, svo sem fyrr var lýst, og þá til aðgreiningar frá lífeyristryggingum sem skylda vátryggingafélög til þess að inna af hendi greiðslur með reglubundnum hætti á meðan vátryggður lifir eða þar til hann nær tilgreindum aldri. Er þannig greinarmunur á höfuðstólstryggingu og slysatryggingu. Þannig er höfuðstólstrygging afmörkuð í lögum á þann veg að við tilgreind atvik, svo sem andlát hins vátryggða eða við það tímamark er hann nær ákveðnum aldri, greiðir félagið fyrirfram ákveðna fjárhæð, vátryggingarfjárhæð, venjulega í heild sinni í eitt skipti fyrir öll. Þegar skilgreining á höfuðstólstryggingu í 8. tölulið 2. gr. laga nr. 30/2004 er metin í samhengi við önnur ákvæði laganna, lögskýringargögn og forsögu lagaákvæða um slíka tryggingu er ljóst að hún verður aðgreind frá slysatryggingu hvar bótafjárhæð er reiknuð út í samræmi við ákvæði vátryggingarskilmála um útreikning bóta eftir tjónsatburð og greidd út samkvæmt þeim útreikningum.41. Samkvæmt framansögðu fellur krafa áfrýjanda um bætur ekki undir höfuðstólstryggingu heldur er um að ræða slysatryggingu. Fyrningarfrestur slíkrar kröfu er fjögur ár frá þeim tíma er áfrýjandi fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem krafa hans er reist á, sbr. 2. málslið 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004. Kemur því til skoðunar hvort áfrýjandi hafi haldið kröfu sinni fram nægilega snemma í ljósi þessara ákvæða.42. Eins og rakið hefur verið bera gögn málsins með sér að áfrýjandi fann fyrir umtalsverðum einkennum áfallastreituröskunar sumarið 2014. Meðal annars kemur fram í niðurstöðu greinargerðar sálfræðings sem áfrýjandi leitaði til á árinu 2019 að hann hefði verið með áfallastreituröskun þegar á árinu 2014. Þá lýsti áfrýjandi því á matsfundi að sumarið 2014 hefðu einkennin versnað til muna. Einnig kom fram í matsgerð að hefði meðferð farið fram fyrr mætti ætla að stöðugleika hefði verið náð þegar í árslok 2014. Jafnframt segir þar að eftir meðferð áfrýjanda hjá sálfræðingi telji matsmenn að áfrýjandi ætti ekki að þurfa að gangast undir frekari meðferð en batahvörf séu miðuð við 18. febrúar 2020 sökum tafa sem urðu af ýmsum ástæðum á meðferð áfrýjanda.43. Af því sem fram er komið í málinu verða ástæður þess að meðferð dróst á langinn raktar til þess að áfrýjandi lét hjá líða að leita sér aðstoðar þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að vátryggingaratburðurinn hefði haft þær afleiðingar sem um ræðir. Í ljósi lýsinga áfrýjanda sjálfs á líðan sinni og sérfræðigagna í málinu verður að fallast á með stefnda að áfrýjanda hafi eins og áður segir hlotið að vera ljóst á árinu 2014 að slysið hafi haft töluverðar andlegar afleiðingar í för með sér. Krafa hans var samkvæmt þessu fyrnd þegar málið var höfðað 24. mars 2021, sbr. 1. mgr. 125. gr. laga nr. 30/2004.44. Að öllu framangreindu virtu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.45. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=310e4615-9916-4f96-a1e0-da363e219363&verdictid=d0c30f78-3bdc-40d0-93a2-a7b8547090c9 |
Mál nr. 53/2023 | Kærumál Kröfugerð Málsforræði | Kærð var dómsathöfn Landsréttar um að vísa frá héraðsdómi kröfu A að fjárhæð 1.747.350 krónur vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum í tilefni af niðurlagningu stöðu. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að kröfugerð í einkamálum væri í meginatriðum háð vilja aðila máls og með henni væri sakarefni þess ráðstafað. Hvað sem málatilbúnaði og málsástæðum A leið að öðru leyti var krafa hans um fjártjón sundurliðuð með nákvæmum hætti í stefnu til héraðsdóms með útreikningi á mánaðarlaunum til tuttugu og fjögurra mánaða auk kröfu um miskabætur. Þótt A hafi vísað til þess í stefnu að hann kynni að verða fyrir tjóni vegna búferlaflutninga var þar ekki að finna fjárkröfu sem svaraði til slíks tjóns. Fjárkrafa A sem fyrst var reifuð tölulega í bókun sem lögð var fram í þinghaldi 13. desember 2021, að fjárhæð 1.747.360 krónum, var reist á ætluðum kostnaði sóknaraðila vegna búferlaflutninga en samhliða lækkaði A kröfu um bætur vegna fjárhagslegs atvinnutjóns. Um flutningskostnaðinn var í bókuninni vísað til gagna sem lögð höfðu verið fram og vörðuðu kostnað sem til hafði verið stofnað eftir málshöfðun. Þannig var krafan reist á öðrum atvikum en upphafleg krafa vegna fjárhagslegs atvinnutjóns sem byggðist eingöngu á missi launatekna. Að öllu framangreindu virtu var staðfest ákvæði hins kærða dóms um frávísun kröfunnar frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. nóvember 2023 sem barst réttinum 17. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust réttinum 22. þess mánaðar. Kærð er dómsathöfn Landsréttar 3. nóvember 2023 í máli nr. 459/2022 um að vísa frá héraðsdómi kröfu sóknaraðila að fjárhæð 1.747.350 krónur vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði dóms Landsréttar um frávísun málsins að hluta verði fellt úr gildi og lagt fyrir réttinn að taka þann þátt málsins til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst þess að staðfest verði niðurstaða Landsréttar í frávísunarþætti málsins og kærumálskostnaður dæmdur fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur aðila að því hvort krafa sóknaraðila að fjárhæð 1.747.350 krónur vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum, sem fram kom í breyttri kröfugerð sóknaraðila og bókað var um í þinghaldi undir rekstri málsins í héraði 13. desember 2021, rúmist innan upphaflegrar kröfugerðar í stefnu til héraðsdóms.6. Hið kærða ákvæði dóms Landsréttar byggðist á því að umþrætta kröfu hafi ekki verið að finna í stefnu málsins. Gegn mótmælum varnaraðila kæmist hún því ekki að í málinu og var vísað frá héraðsdómi. Málsatvik7. Í stefnu til héraðsdóms krafðist sóknaraðili þess að varnaraðila yrði gert að greiða sér 23.149.824 krónur í bætur fyrir fjártjón og miska auk nánar tilgreindra vaxta vegna uppsagnar hans úr starfi hjá B.8. Málsgrundvelli fjártjónskröfunnar var meðal annars lýst svo í stefnu að bætur fyrir uppsögn samhliða ólögmætri niðurlagningu starfs ætti ekki að ákveða með sama hætti og bætur fyrir missi launa í uppsagnarfresti heldur bæri að ákveða þær að álitum. Uppsögn sóknaraðila hefði leitt til mikils fjárhagslegs tjóns samhliða tekjutapi. Honum myndi reynast erfitt að fá annað starf við hæfi og hann sæi fram á að þurfa að flytjast búferlum frá Akureyri þar sem hann hefði starfað hjá stofnuninni til að geta fengið nýtt starf við hæfi. Enn fremur vísaði sóknaraðili til dómaframkvæmdar um að fjártjónsbætur að álitum væru ákveðnar mun hærri í slíkum tilvikum. Þá voru í stefnu reifuð sjónarmið að baki miskabótakröfu.9. Kröfufjárhæð var í stefnu sundurliðuð sem fjártjóns- og miskabótakrafa. Um fjártjónskröfuna sagði að hún tæki mið af launum sóknaraðila síðastliðna mánuði áður en honum var sagt upp störfum. Enn fremur að gerð væri krafa um greiðslu fébóta vegna ólögmætrar niðurlagningar á starfi og samhliða uppsögn í 24 mánuði umfram það tímabil sem launagreiðslur varnaraðila til sóknaraðila náðu til. Þá sagði að heildarfjártjónskrafa næmi því „24 x 839.576 kr. = 20.149.824“. Krafa um miskabætur næmi 3.000.000 króna.0. Sem fyrr segir breytti sóknaraðili kröfugerð sinni, með bókun sem hann lagði fram í þinghaldi 13. desember 2021, á þann veg að hann krefðist þess að varnaraðila yrði gert að greiða sér 6.786.512 krónur auk nánar tilgreindra vaxta. Fram kom að sóknaraðili hefði notið greiðslna úr atvinnuleysistryggingasjóði í júní, júlí og ágúst 2021 auk þess sem hann hefði byrjað í nýju starfi í Reykjavík 1. september sama ár. ,,Fjártjónstímabil“ bótakröfu hans styttist þannig úr 24 mánuðum í fjóra mánuði auk þeirrar lækkunar sem kom til vegna greiðslna úr atvinnuleysistryggingasjóði. Að teknu tilliti til þessa næmu eftirstöðvar ,,fjárhagslegs atvinnutjóns“ sóknaraðila 2.039.162 krónum.1. Í bókuninni kom einnig fram sundurliðuð krafa vegna kostnaðar við flutninga sóknaraðila frá Akureyri til Reykjavíkur árið 2021, að samtölu 1.747.350 krónur. Í rökstuðningi fyrir henni vísaði sóknaraðili til þess að fjártjónsbætur að álitum væru ákveðnar hærri í tilvikum þar sem fallist hefði verið á bætur vegna kostnaðar sem leitt hefði af flutningum. Krafa sóknaraðila um miskabætur var óbreytt.2. Í þinghaldinu 13. desember 2021 var bókað um mótmæli varnaraðila við kröfu sóknaraðila um kostnað vegna flutninga sem nýrri og of seint fram kominni. Væri þeirrar kröfu ekki getið í stefnu þar sem sundurliðaður væri útreikningur krafna sóknaraðila.3. Með héraðsdómi var fallist á allar kröfur sóknaraðila. Um andmæli varnaraðila við breyttri kröfugerð segir í héraðsdómi að ekki yrði fallist á andmælin þar sem ítarlega væri fjallað um forsendur nefndrar kröfugerðar í stefnu.4. Með dómi Landsréttar var kröfu vegna tjóns af búferlaflutningum vísað frá héraðsdómi en varnaraðili að öðru leyti sýknaður af kröfum sóknaraðila.Niðurstaða5. Kröfugerð í einkamálum er í meginatriðum háð vilja aðila máls og með henni er sakarefni þess ráðstafað. Aðilar hafa forræði á því hvort mál verður höfðað, úr hvaða kröfum er leyst og á hvaða röksemdum, sönnunargögnum og staðreyndum úrslit máls velta. Það leiðir svo af 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 að dómari má almennt ekki fara út fyrir kröfur aðila í dómi nema með samþykki þeirra. Á hinn bóginn geta aðilar einhliða fallið frá kröfum eða dregið úr þeim. Þá leiðir það af 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 að dómari megi ekki byggja niðurstöðu sína á öðrum málsástæðum en þeim sem aðilar halda berum orðum fram.6. Hvað sem málatilbúnaði og málsástæðum sóknaraðila leið að öðru leyti var krafa hans um fjártjón í málinu sundurliðuð með nákvæmum hætti í stefnu með útreikningi á mánaðarlaunum til tuttugu og fjögurra mánaða. Engan fyrirvara er þar að finna þess efnis að innan þeirrar kröfufjárhæðar hafi átt að rúmast annað fjártjón sem sóknaraðili taldi sig hafa orðið fyrir. Því til viðbótar krafðist hann miskabóta ákveðinnar fjárhæðar. Með umræddri bókun 13. desember 2021 var krafa um bætur vegna fjártjóns lækkuð vegna þess að sóknaraðili hafði tekið við nýju starfi í september 2021 og notið greiðslna úr atvinnuleysistryggingasjóði frá júní til júlí 2021.7. Fjárkrafa sóknaraðila sem fyrst var reifuð tölulega í tilvitnaðri bókun og lögð var fram í þinghaldi 13. desember 2021, að fjárhæð 1.747.360 krónum, er reist á ætluðum kostnaði sóknaraðila vegna búferlaflutninga. Um flutningskostnaðinn var í bókuninni vísað til gagna sem lögð höfðu verið fram við síðustu fyrirtöku í málinu 18. október sama ár og vörðuðu kostnað sem til hafði verið stofnað eftir málshöfðun. Þannig er þessi krafa reist á öðrum atvikum en upphafleg krafa vegna fjárhagslegs atvinnutjóns sem byggðist eingöngu á missi launatekna.8. Þótt sóknaraðili hafi vísað til þess í stefnu að hann kynni að verða fyrir tjóni vegna búferlaflutninga er þar ekki að finna fjárkröfu sem svarar til slíks tjóns. Er sú krafa, sem fyrr segir, skýrlega afmörkuð við beint ætlað launatap sóknaraðila og brestur samkvæmt því samhengi málsástæðna og hinnar tölulegu kröfugerðar sem fram kom í stefnu. Sóknaraðila var í lófa lagið að reisa með skýrari hætti fjárkröfu á tjóni vegna búferlaflutninga í öndverðu en kaus þess í stað að vísa til þess að slíkt tjón kynni að verða.9. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 skal vísa frá dómi kröfu sem ekki kemur fram í stefnu nema stefndi hafi samþykkt að hún kæmist að án þess. Í sama þinghaldi og bókunin var lögð fram, 13. desember 2021, óskaði varnaraðili eftir því að bókað yrði að kröfugerð sóknaraðila væri mótmælt sem nýrri og of seint fram kominni.20. Að öllu framangreindu virtu er staðfest ákvæði hins kærða dóms um frávísun kröfunnar frá héraðsdómi.21. Rétt er að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Staðfest er niðurstaða hinnar kærðu dómsathafnar um að vísa frá héraðsdómi kröfu sóknaraðila, A, að fjárhæð 1.747.350 krónur vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum.Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=ff445d1d-6dd7-4ed3-82d6-b2050d037977&verdictid=0721b482-fbcc-4ee3-9263-158f026aaea5 |
Mál nr. 49/2023 | Kærumál Hæfi dómara Vanhæfi Úrskurður Landsréttar felldur úr gildi | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem úrskurður héraðsdóms um að héraðsdómari í málinu viki sæti var staðfestur. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að seta héraðsdómarans í öðru máli um ágreining S ehf. við annan aðila leiddi ekki til þess að hann hefði verið vanhæfur til að fara með mál S ehf. á hendur L slf. á grundvelli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var úrskurður Landsréttar því felldur úr gildi og mælt fyrir um að héraðsdómarinn skyldi ekki víkja sæti í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómari.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. september 2023 en kærumálsgögn bárust réttinum 3. október sama ár. Kærður er úrskurður Landsréttar 13. september 2023 þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að héraðsdómarinn Þorsteinn Magnússon viki sæti í máli varnaraðila gegn sóknaraðila. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður og úrskurður héraðsdóms verði felldir úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.3. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila í þessum þætti málsins lýtur að hæfi dómara. Deilt er um hvort héraðsdómari skuli víkja sæti þar sem hann hafi dæmt í öðru máli um ágreining varnaraðila við annan aðila og hvort dómarinn hafi þar tekið afstöðu til hluta sakarefnis máls þessa á hendur sóknaraðila.5. Með úrskurði 24. maí 2023 vék héraðsdómarinn Þorsteinn Magnússon sæti með vísan til þess að fyrir hendi væru aðstæður sem væru til þess fallnar að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa í skilningi g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu með vísan til forsendna úrskurðarins.6. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar var veitt 23. október 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-106, á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hæfi dómara vegna setu í öðrum málum.Málsatvik7. Varnaraðili höfðaði mál á hendur KPMG ehf. aðallega og sóknaraðila til vara 16. júlí 2021. Kröfum hans á hendur sóknaraðila í því máli var vísað frá héraðsdómi með úrskurði 12. apríl 2022 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar 9. júní sama ár. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að kröfur gegn aðalstefnda og varastefnda væru byggðar á ólíkum grundvelli þótt krafist væri bóta og viðurkenningar á bótaskyldu vegna sama tjóns. Annars vegar hafi verið byggt á bótaábyrgð KPMG ehf. vegna atvika árið 2014 sem tengdust vinnu félagsins við ráðstöfun fasteignar úr tilteknu hlutafélagi til varnaraðila sem framkvæmd var með skiptingu fyrrnefnda félagsins. Hins vegar væri byggt á bótaábyrgð sóknaraðila vegna alls kostar annarra atvika sem hefðu átt sér stað að minnsta kosti tveimur árum síðar og varnaraðili teldi að hefðu átt að koma í veg fyrir tjón hans. Var því talið að atvik og aðstaða að baki kröfunum væru mismunandi og kröfur varnaraðila á hendur KPMG ehf. og sóknaraðila væru ekki samrættar í skilningi 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Skilyrðum 2. mgr., sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna, til varaaðildar var því ekki talið fullnægt.8. Þorsteinn Magnússon tók sæti sem meðdómandi í héraðsdómi í fyrrgreindu máli varnaraðila gegn KPMG ehf. við upphaf aðalmeðferðar eftir að kröfum á hendur sóknaraðila var vísað frá héraðsdómi. Með héraðsdómi 10. mars 2023 var KPMG ehf. sýknað af kröfum varnaraðila um greiðslu nánar tilgreindrar fjárhæðar og viðurkenningu á skaðabótaábyrgð. Málinu var áfrýjað til Landsréttar 31. sama mánaðar.9. Varnaraðili höfðaði mál þetta á hendur sóknaraðila 11. október 2022. Í stefnu til héraðsdóms er farið fram á að því verði frestað þar til niðurstaða liggi fyrir í fyrrgreindu máli varnaraðila á hendur KPMG ehf. þar sem málshöfðun á hendur sóknaraðila byggist á þeirri forsendu að KPMG ehf. verði sýknað að öllu leyti eða að hluta í því máli, sbr. 2. málslið 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991.0. Málinu var úthlutað til Þorsteins Magnússonar héraðsdómara. Varnaraðili krafðist að hann viki sæti með vísan til þess að hann hefði dæmt í fyrrgreindu máli varnaraðila á hendur KPMG ehf. um ágreining sem ætti rætur að rekja til sömu atvika og ágreiningur þessa máls. Byggði varnaraðili á því að dómarinn hefði þar hafnað málsástæðum varnaraðila þess efnis að KPMG ehf. hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Í þessu máli varnaraðila á hendur sóknaraðila væri einnig byggt á því að sóknaraðili hefði sýnt af sér saknæma vanrækslu. Þar sem dómarinn hefði í málinu á hendur KPMG ehf. þegar tekið afstöðu til hluta sakarefnis þessa máls væri hann vanhæfur til að fara með það samkvæmt g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðili taldi hins vegar að vanhæfi væri ekki fyrir hendi enda um að ræða annað sakarefni sem hefði ekkert með ætlaða saknæma háttsemi KPMG ehf. að gera.1. Líkt og áður greinir vék héraðsdómari í málinu sæti með úrskurði 24. maí 2023 sem staðfestur var með hinum kærða úrskurði. Í forsendum úrskurðar héraðsdóms var vísað til þess að við mat á því hvort sóknaraðila hefði borið að gæta að fyrningu þeirrar kröfu sem varnaraðili byggði á að hann hefði átt á hendur KPMG ehf. þyrfti meðal annars að líta til þess hvort sóknaraðili hefði mátt ætla að sú krafa væri til, á grundvelli saknæmrar háttsemi starfsmanna KPMG ehf. Mat um það atriði tengdist þannig mati á því hvort starfsmenn KPMG ehf. hefðu sýnt af sér saknæma háttsemi í tengslum við umrædd atvik. Þar sem tekin hefði verið afstaða til þess í dómi í máli varnaraðila gegn KPMG ehf., sem héraðsdómarinn hefði setið í, var fallist á að dómarinn væri vanhæfur í þessu máli á grundvelli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991.Niðurstaða2. Í 5. gr. laga nr. 91/1991 eru taldar upp í sjö stafliðum þær ástæður sem valda því að dómari telst vanhæfur til að fara með mál sem rekið er eftir lögunum. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í liðum a til f. Auk þess segir í g-lið greinarinnar að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Eins og öðrum vanhæfisákvæðum er því ætlað að stuðla að trausti aðila og almennings til hlutleysis dómstóla, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 þar sem öllum er áskilinn réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir óhlutdrægum dómstóli. Sambærilega reglu er að finna í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.3. Hafi dómari í einkamáli áður dæmt um sakarefni í einu máli leiðir það eitt ekki til vanhæfis hans í öðru máli í skilningi g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 að málsaðili sé þar hinn sami og atvik að einhverju leyti hin sömu, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 10. júní 2009 í máli nr. 263/2009 og 30. ágúst 2000 í máli nr. 305/2000. Þá veldur seta dómara í máli sem hann hefur áður dæmt ekki vanhæfi hans í málum um hliðstætt sakarefni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. desember 2020 í máli nr. 20/2020. Það sama gildir þegar niðurstaða fyrra máls sem dómari hefur setið í kann að hafa einhverja þýðingu í síðara máli, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 11. febrúar 2004 í máli nr. 6/2004.4. Í máli því sem hér er til meðferðar verður við mat á hæfi héraðsdómarans byggt á framangreindu. Þannig er til þess að líta að um er að ræða atvik og aðstæður sem einungis tengjast fyrri dómstörfum hans en ekki öðrum atvikum, eins og fyrir lá í dómi Hæstaréttar 1. mars 2023 í máli nr. 40/2022 sem varnaraðili hefur vísað til.5. Því verður ekki fundinn staður að héraðsdómarinn hafi í hinu fyrra máli varnaraðila á hendur KPMG ehf. lýst einhverjum þeim viðhorfum til varnaraðila að draga megi óhlutdrægni hans í þessu máli með réttu í efa. Er aðstaðan að þessu leyti ólík þeirri sem leiddi til vanhæfis dómara í dómi Hæstaréttar 17. desember 1998 í máli nr. 488/1998 sem birtur er á bls. 4512 í dómasafni réttarins það ár og varnaraðili hefur vísað til.6. Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu fallnar til þess að draga megi óhlutdrægni dómarans í efa í skilningi g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991.7. Hinn kærði úrskurður er því felldur úr gildi og skal Þorsteinn Magnússon héraðsdómari ekki víkja sæti í málinu.8. Sóknaraðili hafði ekki uppi kröfu um málskostnað í héraði í þessum þætti málsins og kemur sú krafa hans því ekki til úrlausnar hér fyrir dómi.9. Rétt þykir að kærumálskostnaður fyrir Landsrétti og Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og skal Þorsteinn Magnússon héraðsdómari ekki víkja sæti í málinu.Kærumálskostnaður fyrir Landsrétti og Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=73c347ce-c55c-47d9-be2a-a0900feb2113&verdictid=8597088b-6b44-4239-80cb-b00eaa2bcaed |
Mál nr. 13/2023 | Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn | Mál R gegn A var fellt niður að ósk R. R lagði ákvörðun um málskostnað í mat Hæstaréttar og A gerði kröfu um málskostnað án tillits til gjafsóknar. Með dómi Hæstaréttar var R gert að greiða A málskostnað sem skyldi renna í ríkissjóð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar 29. mars 2023. Með tölvubréfi til réttarins 24. október sama ár óskaði áfrýjandi eftir því að málið yrði fellt niður og lagði ákvörðun um málskostnað í mat réttarins.3. Stefnda krefst málskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt.4. Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 190. gr. og 166. gr. laganna, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.5. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði sem renni í ríkissjóð, sbr. 4. mgr. 128. gr. laga nr. 91/1991.6. Um gjafsóknarkostnað stefndu fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Mál þetta er fellt niður.Áfrýjandi, Reykjavíkurborg, greiði stefndu, A, 900.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 900.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/$Verdict/Download/?docId=78dbd1cc-1ed4-4f32-a88b-c31146d74e61&pageitemid=bc17135c-20a8-11e9-85de-94b86df896cb |
Mál nr. 16/2023 | Stjórnsýsla Rannsóknarregla Sönnun Skip Skipaskrá Aðild Kröfugerð Frávísun frá héraðsdómi að hluta Aðfinnslur | Skipið Amelia Rose var skráð í íslenska skipaskrá árið 2014 með smíðaárið 2003. S ehf. óskaði eftir því við S í júlí 2021 að skráningu skipsins yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt, þar sem kjölur þess hefði verið lagður fyrir 1. janúar 2001 og teldist skipið því gamalt í skilningi 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Erindi S ehf. var synjað og var ákvörðun S staðfest af innviðaráðherra. Höfðaði S ehf. þá mál þetta og krafðist þess að ákvörðun S, sem „staðfest var með úrskurði innviðaráðherra“, yrði hrundið og lagt yrði fyrir S að skrá skipið sem gamalt skip í skipaskrá. Hæstiréttur taldi að réttara hefði verið að stefna íslenska ríkinu samhliða S þó brestur á því varðaði ekki frávísun málsins frá héraðsdómi. Þá taldi Hæstiréttur að framsetning fyrri hluta dómkröfu S væri ekki í samræmi við dómaframkvæmd en skilja yrði hana á þann veg að krafist væri ógildingar á endanlegri niðurstöðu málsins á stjórnsýslustigi. Síðari hluta dómkröfu S ehf. var hins vegar vísað frá héraðsdómi þar sem dómstólar hefðu ekki vald til að taka kröfuna til greina þar sem hún væri augljóslega þess efnis að hún kynni að vera háð sjálfstæðu mati stjórnvalds. Hæstiréttur taldi að taka yrði mið af því að S ehf. krafðist breytinga á gildandi skráningu skipsins frá 2014. Þá bæri ekkert þeirra gagna sem S ehf. byggði kröfu sína á með sér svo óyggjandi væri að kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir umþrætt tímamark og skráning þess árið 2014 hefði verið reist á röngum forsendum. Þá voru upplýsingar frá mexíkóskum yfirvöldum taldar hafa það sönnunargildi sem kveðið er á um í 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991. Að þessu gættu hafi ekki verið ástæða til að leggja ríkari rannsóknarskyldu á S en raun bar vitni og raunar óljóst í hverju hún gat falist. Að endingu bar vitnisburður A framkvæmdastjóra AB ekki með sér nægilega afdráttarlausa afstöðu til þess hvort og þá hvenær kjölur skipsins var lagður í Mexíkó. Að öllu framangreindu virtu var S sýknað af kröfu S ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 13. apríl 2023. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 13. júní 2023. Í aðalsök er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í gagnsök krefst gagnáfrýjandi þess að stjórnvaldsákvörðun aðaláfrýjanda 30. júlí 2021, sem staðfest var með úrskurði innviðaráðherra 5. maí 2022, verði felld úr gildi og lagt fyrir aðaláfrýjanda að skrá skipið Amelia Rose, skipaskrárnúmer 2856, sem gamalt skip í skipaskrá á grundvelli 9. töluliðar, sbr. 8. tölulið, 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort skrá skuli skipið Amelia Rose sem gamalt eða nýtt skip í skipaskrá í skilningi 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001. Aðila greinir á um hvert er inntak rannsóknarskyldu aðaláfrýjanda og hvort upplýst hafi verið nægilega að kjölur skipsins hafi verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Niðurstaða þar um ræður því hvort skipið telst gamalt eða nýtt í skipaskrá. Teljist skip gamalt í skilningi reglnanna gilda aðrar og vægari kröfur til öryggisbúnaðar og annars búnaðar þess.5. Með stjórnvaldsákvörðun aðaláfrýjanda 30. júlí 2021 var kröfu gagnáfrýjanda um skráningu Amelia Rose sem gamals skips synjað. Gagnáfrýjandi kærði þá ákvörðun til innviðaráðherra sem staðfesti hana með úrskurði 5. maí 2022.6. Með héraðsdómi var aðaláfrýjandi sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda en með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 17. febrúar 2023 var úrskurður innviðaráðherra 5. maí 2022 felldur úr gildi. Aðaláfrýjandi var hins vegar sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda að öðru leyti.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 13. apríl 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-32, á þeirri forsendu að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin væri reist á en jafnframt að á hinum áfrýjaða dómi kynnu að vera ágallar hvað varðar aðild málsins og kröfugerð.Málsatvik8. Skipið Amelia Rose var skráð í íslenska skipaskrá í apríl árið 2014. Við skráningu var smíðaár skipsins sagt vera 2003 í samræmi við þjóðernisskírteini þess. Það var skráð sem nýtt skip í skilningi reglugerðar nr. 666/2001, en í því felst að kjölur skips hafi verið lagður eða það verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Engar athugasemdir sýnast hafa verið gerðar við skráninguna af þáverandi eiganda þess.9. Aðilum ber saman um að gagnáfrýjandi hafi eignast skipið á nauðungarsölu haustið 2016. Í framhaldi eigendaskipta hófust umleitanir gagnáfrýjanda til að fá það skráð sem gamalt skip í skipaskrá. Munu samskipti um það hafa átt sér stað á árinu 2017 en formleg beiðni um breytingu á skráningu skipsins í skipaskrá komið fram í febrúar 2019.0. Aðaláfrýjandi ákvað 21. febrúar 2019 að skilgreina Amelia Rose sem gamalt skip í flokki C í skilningi reglugerðar nr. 666/2001 í tvo mánuði og segir það hafa verið gert til að veita gagnáfrýjanda færi á að afla frekari gagna um hvenær kjölur skipsins var lagður. Hann mun hafa gert bráðabirgðaskoðun á skipinu í samræmi við hina nýju flokkun og sent samantekt á frávikum frá kröfum reglugerðarinnar og viðauka við hana til gagnáfrýjanda. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að neitt frekar hafi gerst í kjölfar þessarar ákvörðunar og skipið var því fært aftur í flokk nýrra skipa.1. Með erindi í janúar 2020 krafðist gagnáfrýjandi þess að skipið yrði skráð sem gamalt skip. Erindinu fylgdi skipasmíðaskírteini frá skipasmíðastöðinni Astilleros Bellot S.A. undirritað af Antonio Bellot. Í skírteininu var tilgreint að skipið hefði verið smíðað á árunum 1999 til 2003. Aðaláfrýjandi hafnaði allt að einu 21. febrúar 2020 að skrá skipið sem gamalt meðal annars með vísan til annmarka á skírteininu. Það var ódagsett, án staðfestingar frá opinberum aðila og bar ekki með sér að vera frá þeim tíma sem skipið var smíðað miðað við skráningu þess. Gagnáfrýjandi kærði ekki þá ákvörðun til æðra stjórnvalds.2. Á fundi aðila 2. júní 2021 afhenti gagnáfrýjandi aðra útgáfu skipasmíðaskírteinisins sem var dagsett 16. janúar 2020. Upplýsingar um sölu skipsins á Íslandi voru ekki í þessari útgáfu skjalsins og fram kom að það væri staðfest í bænum Puerto Penasco í Mexíkó. Að öðru leyti var það eins og fyrra skírteinið. Aðaláfrýjandi hafði í kjölfarið samband við sendiráð Mexíkó í London 23. júní 2021 til að afla nánari upplýsinga um hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður eða hvenær smíði þess hefði hafist, en sendiráðið sinnir samskiptum fyrir Mexíkó við Alþjóðasiglingamálastofnunina. Hinn 5. júlí 2021 barst tölvubréf frá starfsmanni sendiráðsins þar sem fullyrt var að smíði skipsins hefði hafist 1. júní 2003. Gagnáfrýjanda var kynnt innihald bréfsins á fundi aðila 20. júlí 2021.3. Með erindi til aðaláfrýjanda 22. júlí 2021 krafðist gagnáfrýjandi þess að nýju að skipið yrði skráð sem gamalt skip í skipaskrá en til vara að það yrði skráð gamalt þar til gögn um annað kæmu fram.4. Daginn eftir sendi aðaláfrýjandi tölvubréf til skráningaryfirvalda í Mexíkó. Í bréfinu sagði meðal annars að fyrra svar frá sendiráðinu í Mexíkó hefði vakið frekari spurningar um smíði skipsins og í ljósi þeirra dagsetninga sem þar birtust teldi aðaláfrýjandi að þýðingarvilla kynni að hafa verið í fyrra erindi. Því óskaði hann eftir frekari upplýsingum um hvenær smíði skipsins hefði hafist og hvenær kjölur þess hefði verið lagður auk upplýsinga, ef til væru, um gögn sem gætu staðfest „á hvaða degi þessu stigi var náð samkvæmt mexíkóskum lögum og venjum eða hvort það sé ómögulegt að staðfesta slíka dagsetningu hvað snertir þetta skip?“5. Þrátt fyrir að svör hefðu ekki borist frá skráningaryfirvöldum í Mexíkó tók aðaláfrýjandi umþrætta stjórnvaldsákvörðun 30. júlí 2021 og synjaði erindi gagnáfrýjanda. Auk framangreindra gagna lágu á þessu stigi fyrir skjöl sem bárust aðaláfrýjanda við innflutning skipsins, þar á meðal skjal frá mexíkóskum yfirvöldum þar sem veitt var samþykki fyrir smíði þess og greiðslukvittun dagsett 14. maí 2001 vegna gjalds sem greiða átti vegna skipsins. Í stjórnvaldsákvörðuninni kemur fram að berist ný gögn eða frekari svör frá mexíkóskum yfirvöldum kunni ákvörðunin að verða tekin aftur upp.6. Með tölvubréfi 19. ágúst 2021 barst leiðrétting frá skráningaryfirvöldum í Mexíkó til aðaláfrýjanda. Þar var staðfest að orðið hefði minniháttar þýðingarvilla hjá mexíkóskum yfirvöldum varðandi fyrirspurnina en að kjölur skipsins og þar með smíði þess hefði hafist 1. janúar 2003. Aðaláfrýjandi greindi gagnáfrýjanda frá leiðréttingu mexíkóskra yfirvalda með tölvubréfi 1. september 2021 og jafnframt að ekki væri ástæða til að taka fyrri ákvörðun upp.7. Gagnáfrýjandi kærði ákvörðun aðaláfrýjanda 22. september 2021 til innviðaráðherra. Var þess krafist að ákvörðun aðaláfrýjanda yrði felld úr gildi og skipið flokkað og skráð sem gamalt skip. Til vara krafðist gagnáfrýjandi þess að skipið yrði skráð sem gamalt skip þar til aðaláfrýjandi hefði með fullnægjandi rannsókn fært sönnur á að smíði þess hefði hafist eftir 1. janúar 2001. Gagnáfrýjandi vísaði einkum til skipasmíðaskírteinisins 16. janúar 2020, skjals frá mexíkóskum yfirvöldum 2. mars 2000 þar sem veitt var samþykki fyrir smíði skipsins, þjóðernisskírteinis 27. júní 2003 og reiknings 30. apríl 2003 vegna kaupa bandarísks aðila á skipinu. Með úrskurði innviðaráðherra 5. maí 2022 var ákvörðun aðaláfrýjanda staðfest meðal annars með vísan til fyrrgreinds tölvubréfs 19. ágúst 2021 frá skráningaryfirvöldum í Mexíkó.8. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta 24. maí 2022. Við þingfestingu þess lagði hann fram frekari skjöl í því skyni að sanna hvenær kjölur skipsins var lagður þar á meðal ljósrit af kaupsamningi Ice Boats ehf. og þáverandi eiganda um skipið frá 3. janúar 2014, ódagsett bréf verkfræðistofunnar Skipasýnar ehf. um hvenær kjölur að skipinu kynni að hafa verið lagður ásamt ljósmyndum teknum af veraldarvefnum af skipi í smíðum.9. Við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi lagði gagnáfrýjandi til viðbótar fram ljósmyndir af skipinu og bókaði að hann byggði ekki lengur á skjali frá mexíkóskum yfirvöldum 2. mars 2000 heldur á sambærilegu skjali 2. mars 2001. Þá gaf Antonio Bellot, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Bellot, skýrslu sem vitni.20. Í héraðsdómi sagði að gagnáfrýjandi hefði ekki fært sönnur á að kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir 1. janúar 2001 eða að rannsókn aðaláfrýjanda hefði verið áfátt og var hann því sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda. Landsréttur taldi á hinn bóginn slíka annmarka á rannsókn aðaláfrýjanda og innviðaráðherra að felldur var úr gildi úrskurður ráðherra 5. maí 2022. Hins vegar taldi Landsréttur að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður og því væru ekki efni til að leggja þá skyldu á aðaláfrýjanda að breyta skráningu skipsins í samræmi við dómkröfu gagnáfrýjanda.Málsástæður Helstu málsástæður aðaláfrýjanda21. Aðaláfrýjandi mótmælir kröfugerð gagnáfrýjanda í gagnsök þar sem í henni felist að dómstólnum beri að taka efnislega ákvörðun fyrir viðkomandi stjórnvald.22. Þá vísar hann til þess að réttara hefði verið að stefna íslenska ríkinu en ekki aðaláfrýjanda þar sem málið hefði verið kært til innviðaráðherra sem er æðra stjórnvald en ekki sjálfstæð kærunefnd. Meðal annars hafi gagnaöflun í málinu ekki verið lokið fyrr en það var komið til kasta innviðaráðuneytis.23. Hvað efnisþátt málsins varðar byggir aðaláfrýjandi á því að með framkomnum upplýsingum hafi málið verið nægilega upplýst þannig að skilyrðum 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 væri fullnægt. Niðurstaða aðaláfrýjanda byggist á upplýsingum frá opinberum skráningaryfirvöldum í Mexíkó og upphaflegu þjóðernisskírteini skipsins. Nauðsynlegt sé fyrir skráningaraðila að geta treyst á upplýsingar frá erlendum stjórnvöldum. Þá hafi sendiráð Mexíkó í London staðfest stöðu og heimildir þeirra mexíkósku embættismanna sem öfluðu upplýsinga sem úrskurður innviðaráðherra og ákvörðun aðaláfrýjanda byggist á. Aðaláfrýjandi telur að ekki sé mögulegt að byggja á þeim skjölum sem gagnáfrýjandi hefur lagt fram um skipið. Ekkert í gögnum sem aðaláfrýjandi hafi lagt fram í málinu hnekki þeim opinberu gögnum sem liggi til grundvallar niðurstöðu aðaláfrýjanda.24. Þá telur aðaláfrýjandi að líta verði til þess að skipið var skráð á Íslandi árið 2014 sem nýtt í samræmi við þjóðernisskírteini frá mexíkóskum yfirvöldum og án andmæla þáverandi eiganda skipsins. Sönnun um hvenær kjölur þess var lagður hvíli á gagnáfrýjanda sem geri í reynd kröfu um að hnekkja ákvörðun aðaláfrýjanda frá árinu 2014. Gagnáfrýjanda hafi ekki tekist að sýna fram á að upphafleg skráning og niðurstaða aðaláfrýjanda sé röng.25. Einnig verði að taka tillit til reglna um málshraða, sbr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Þegar stjórnvald hafi aflað þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar séu til að taka efnislega rétta ákvörðun í máli eigi ekki jafnframt að ráðast í sérstakar rannsóknaraðgerðir sem tefji meðferð þess. Aðaláfrýjandi hafi þegar tekið ákvörðun í málinu árið 2014 og ekkert hafi komið fram síðar sem sýni að sú ákvörðun hafi verið röng.26. Enn fremur telur aðaláfrýjandi að engin sönnun liggi fyrir um að kjölur skipsins hafi verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Vitnaskýrsla Antonio Bellot segi ekkert um hvenær kjölur skipsins var lagður enda framburður vitnisins ekki svo staðfastur og sannfærandi að hann nægi til að sýna fram á lagningu kjalar fyrir 1. janúar 2001.Helstu málsástæður gagnáfrýjanda27. Gagnáfrýjandi telur að innviðaráðherra hafi ekki lögvarða hagsmuni í málinu og því hafi verið óþarfi að stefna honum. Hann telur jafnframt að sá annmarki sé á dómi Landsréttar að þar sé ógilt ákvörðun ráðherra en ekki aðaláfrýjanda. Enn fremur telur gagnáfrýjandi að Hæstiréttur geti ekki án kröfu tekið afstöðu til þess hvort réttu stjórnvaldi hafi verið stefnt og hafnar nýrri málsástæðu aðaláfrýjanda um að svo hafi verið.28. Í stefnu málsins byggði gagnáfrýjandi dómkröfur sínar á því að rannsókn málsins hefði verið áfátt af stjórnvaldsins hálfu og með því brotið í bága við 10. gr. stjórnsýslulaga. Jafnframt byggði hann á því að fram væri komin fullnægjandi sönnun fyrir því að kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Þessar málsástæður áréttaði gagnáfrýjandi hér fyrir rétti og vísar auk þess til framangreindrar skýrslu sem tekin var af vitninu Antonio Bellot fyrir héraðsdómi en með vísan til hennar sé nægilega sannað að kjölur skipsins Amelia Rose hafi verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Þegar af þeirri ástæðu beri að fallast á kröfur hans í málinu. Brot aðaláfrýjanda gegn rannsóknarreglu hafi því ekki úrslitaáhrif í málinu þar sem gagnáfrýjandi hafi í reynd axlað sönnunarbyrði um lagningu kjalar skipsins.29. Þá telur gagnáfrýjandi rangt að kjölur hafi verið lagður að skipinu 1. janúar 2003 og smíði þess hafist þá. Hann tekur undir með dómi Landsréttar að upplýsingar í tölvupóstsamskiptum aðaláfrýjanda við mexíkósk yfirvöld hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá vísar hann jafnframt til þess að upplýsingar frá mexíkóskum yfirvöldum hafi verið rýrar og ótrúverðugar og ekki studdar neinum gögnum. Auk þess hafi þau aðeins svarað spurningum íslenskra stjórnvalda að takmörkuðu leyti. Þá sýni ýmis gögn málsins að smíði skipsins hafi verið það langt á veg komin árið 2003 að útilokað sé að kjölur geti hafa verið lagður að skipinu sama ár.NiðurstaðaUm formhlið málsins30. Í málinu reynir á aðild og kröfugerð fyrir dómi þar sem deilt er um gildi ákvarðana í stjórnsýslumáli sem ráðið hefur verið til lykta á tveimur stjórnsýslustigum.31. Þegar ákvörðun lægra setts stjórnvalds hefur verið skotið til æðra stjórnvalds sem tekið hefur nýja stjórnvaldsákvörðun verður hin endanlega ákvörðun innan stjórnsýslunnar borin undir dómstóla. Staðfesti æðra stjórnvald niðurstöðu hins lægra setta hafa dómstólar talið óþarft að bera jafnframt undir dómstóla ákvörðun hins lægra setta stjórnvalds og vísað kröfu þar um frá dómi, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar í máli nr. 63/1997, sem birtur er í dómasafni réttarins árið 1997, bls. 643, og 23. febrúar 2012 í máli nr. 72/2011. Hafi niðurstöðu hins lægra setta stjórnvalds verið snúið hefur í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið fallist á að unnt sé að krefjast ógildingar á hinni endanlegu stjórnvaldsákvörðun en staðfestingar á ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 30. nóvember 2006 í máli nr. 260/2006 og 16. júní 2005 í máli nr. 46/2005. Þá hafa dómstólar fallist á að efni ákvörðunar lægra setts stjórnvalds sem staðfest hafi verið af æðra settu stjórnvaldi sé fléttað inn í kröfugerð með þeim hætti að krafist sé ógildingar á tilgreindri ákvörðun æðra setts stjórnvalds þar sem staðfest hafi verið tilgreind ákvörðun þess lægra setta, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 23. maí 2001 í máli nr. 113/2001.32. Fyrri hluta dómkröfu gagnáfrýjanda í þessu máli virðist við fyrstu sýn beint fyrst og fremst að ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins, Samgöngustofu, með því að hún er orðuð með þeim hætti að stjórnvaldsákvörðun aðaláfrýjanda 30. júlí 2021, sem staðfest hafi verið með úrskurði innviðaráðherra 5. maí 2022, verði felld úr gildi. Þessi framsetning dómkröfu er ekki í samræmi við framangreinda dómaframkvæmd. Þar sem niðurstaða stjórnsýslumálsins var sú sama á báðum stjórnsýslustigum og gagnáfrýjandi vísar jafnframt til niðurstöðu æðra setta stjórnvaldsins í dómkröfunni þykir ekki alveg næg ástæða til þess að vísa þessum hluta dómkröfu gagnáfrýjanda frá héraðsdómi heldur er lagt til grundvallar að skilja verði hana á þann veg að krafist sé ógildingar á þeirri endanlegu niðurstöðu málsins á stjórnsýslustigi sem fólst í tilvitnuðum úrskurði innviðaráðherra.33. Um aðild og aðildarhæfi í málum þar sem reynir á gildi stjórnvaldsákvarðana segir það eitt í 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 að aðili dómsmáls geti hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun sem geti átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Um fyrirsvar þegar ríki eða sveitarfélag á aðild að máli, stofnun eða fyrirtæki þess eða einstök stjórnvöld er mælt fyrir í 5. mgr. 17. gr. laganna. Þar sem skráðar réttarreglur um aðild og aðildarhæfi ríkisins og stofnana þess eru af skornum skammti verður í máli þessu fyrst og fremst byggt á dómaframkvæmd.34. Eins og fram kemur í 1. gr. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, er hún sérstök ríkisstofnun. Á valdsviði hennar er stjórnsýsla samgöngumála samkvæmt lögunum og öðrum lögum og annast hún meðal annars stjórnsýslu og eftirlit er lýtur að siglingamálum. Aðaláfrýjandi heyrir undir innviðaráðherra og verða ákvarðanir stofnunarinnar kærðar til hans, sbr. 18. gr. laganna, svo sem raunin var í þessu máli. Gagnáfrýjandi beinir málsókn þessari að Samgöngustofu einni en ekki að innviðaráðherra sem kvað upp endanlegan úrskurð í málinu á stjórnsýslustigi.35. Nokkur festa hefur skapast um það í dómaframkvæmd að sjálfstæðar stjórnsýslu- og úrskurðarnefndir á kærustigi eigi ekki aðild að dómsmálum sem rekin eru um úrskurði þeirra og hefur verið talið rétt að beina kröfum um gildi þeirra að því stjórnvaldi sem tók ákvörðun á lægra stjórnsýslustigi, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 63/1997 og dóma réttarins 21. mars 2002 í máli nr. 378/2001 og 14. desember 2012 í máli nr. 431/2001. Þegar mál eru á forræði sjálfstæðra ríkisstofnana eins og hér háttar til hefur dómaframkvæmd hins vegar verið nokkuð á reiki um hvort beina skuli málsókn að viðkomandi stofnun einni, einungis að ríkinu eða að báðum aðilum. Réttara hefði verið í ljósi atvika máls og kröfugerðar gagnáfrýjanda að reka mál þetta samhliða gegn íslenska ríkinu, meðal annars þegar litið er til þess að aðaláfrýjandi lýtur ekki sérstakri stjórn heldur heyrir sem lægra sett stjórnvald beint undir innviðaráðherra sem auk þess kvað upp endanlegan úrskurð í málinu. Engu að síður eru ekki í ljósi þeirrar dómaframkvæmdar, sem að framan er lýst, nægjanleg efni til þess að vísa kröfu gagnáfrýjanda frá héraðsdómi.36. Síðari hluti dómkröfu gagnáfrýjanda lýtur að því að „lagt verði fyrir gagnstefnda að skrá skipið Amelia Rose, skipaskrárnúmer 2856, sem gamalt skip í skipaskrá á grundvelli [9. töluliðar, sbr. 8. tölulið], 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum.“ Þó svo dómstólar séu almennt til þess bærir á grundvelli 60. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 að taka afstöðu til kröfu um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar er að jafnaði ekki á valdi þeirra að taka ákvörðun sem undir stjórnvald heyrir samkvæmt lögum, svo sem leiðir af fyrirmælum 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þó eru þau fyrirmæli því ekki til fyrirstöðu að dómstólar geti kveðið á um athafnaskyldu stjórnvalds, svo sem skyldu til að inna af hendi greiðslu, að því tilskildu að stjórnvaldinu hafi verið falið að taka slíka ákvörðun á grundvelli laga þar sem ýmist er ekki svigrúm til mats eða óumdeilt er að ákvæði þeirra hafi verið skýrð á tiltekinn hátt í framkvæmd, sbr. dóm Hæstaréttar 2. júní 2016 í máli nr. 595/2015. Ekki verður fallist á að ákvörðun stjórnvalds um það hvort skip teljist nýtt skip eða gamalt, sbr. 8. eða 9. töluliður 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001, sé þess eðlis, þar sem ákvörðunin kann augljóslega að vera háð sjálfstæðu mati stjórnvalds. Því verður þessum hluta dómkröfu gagnáfrýjanda vísað frá héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991.Um efnishlið málsins37. Sakarefni málsins lýtur að grundvelli skráningar skips gagnáfrýjanda Amelia Rose í skipaskrá. Fer um þá skráningu eftir fyrirmælum reglugerðar nr. 666/2001 sem upphaflega var sett með stoð í lögum nr. 35/1993 um eftirlit með skipum en sækir nú stoð í skipalög nr. 66/2021.38. Meginreglan við skráningu skipa í skipaskrá er að þau séu skráð ný og í samræmi við gildandi viðmið og öryggiskröfur. Frá því hafa þó verið gerðar undantekningar um nokkra hríð, sbr. nú 39. gr. laga nr. 66/2021, þar sem segir að ráðherra geti að nánar tilgreindum skilyrðum gættum ákveðið að nýjar reglugerðir nái ekki til gamalla skipa og skipa sem kjölur hafi verið lagður að eða þau séu á hliðstæðu smíðastigi.39. Í reglugerð nr. 666/2001, sbr. 3. gr. hennar, eru gerðar mismunandi kröfur til nýrra og gamalla skipa. Til grundvallar þeirri aðgreiningu liggja skilgreiningar í 2. gr. sömu reglugerðar. Samkvæmt 8. tölulið 2. gr. teljast ný skip þau skip þar sem „kjölurinn hefur verið lagður eða er á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar“ en í 9. tölulið segir að gamalt skip sé „skip sem er ekki nýtt“.40. Skráning skips sem gamals eða nýs á grundvelli framangreindra fyrirmæla 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001 hlýtur alltaf að taka ríkt mið af þeim tilgangi reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. hennar, að koma á „samræmdu öryggisstigi með tilliti til mannslífa og eigna á nýjum og gömlum farþegaskipum og háhraðafarþegaförum þegar skip úr þessum flokkum eru í innanlandssiglingum“. Þar á móti vega þau sjónarmið að væru nýjustu kröfur látnar taka fortakslaust til allra skipa yrði að jafnaði að gera svo veigamiklar breytingar á þeim sem eldri eru að rekstur þeirra yrði vart hagkvæmur.41. Umrætt skip, Amelia Rose, var skráð í skipaskrá hér á landi árið 2014 og smíðaár þess tilgreint árið 2003 samkvæmt þeim gögnum sem bárust við innflutning þess til landsins, þar með töldu þjóðernisskírteini sem segir skipið smíðað það ár. Skipið féll því undir skilgreiningu nýs skips, sbr. 8. tölulið 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001. Engar athugasemdir voru gerðar við þá skráningu af hálfu þáverandi eiganda. Þá hefur ekkert annað komið fram í málinu en að þannig hafi skipið verið skráð þegar gagnáfrýjandi keypti það á nauðungarsölu 2016.42. Af gögnum málsins verður ráðið að málaleitan gagnáfrýjanda í þá veru að fá skráningu skipsins breytt í skráningu gamals skips, sbr. 9. tölulið 2. gr. reglugerðarinnar, hófst á árinu 2017. Mál það sem er nú fyrir dómstólum má rekja til erindis gagnáfrýjanda til aðaláfrýjanda 22. júlí 2021 sem lauk með uppkvaðningu úrskurðar innviðaráðherra 5. maí 2022 þar sem því var hafnað að taka upp skráningu skipsins með þeim hætti sem gagnáfrýjandi krafðist. Í stefnu málsins byggði gagnáfrýjandi kröfu sína um að fella tilvitnaðan úrskurð ráðherra úr gildi á þeim grundvelli, fyrst og fremst, að rannsókn málsins hefði verið áfátt af stjórnvaldsins hálfu og með því brotið í bága við 10. gr. stjórnsýslulaga.43. Fyrir dómi hefur gagnáfrýjandi í meginatriðum byggt málatilbúnað sinn á sömu sönnunargögnum og fyrir lágu við meðferð málsins á stjórnsýslustigi en þó þannig að undir rekstri þess í héraði gaf vitnaskýrslu áðurnefndur framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvar þeirrar sem á sínum tíma smíðaði skipið Amelia Rose. Fyrir Hæstarétti byggir gagnáfrýjandi kröfu sína öðru fremur á framburði vitnisins og telur að á grundvelli hans og þess stuðnings sem hann eigi í skjallegum gögnum málsins beri að fallast á kröfu hans um ógildingu enda hafi hann með því, hvað sem niðurstöðu stjórnvaldsins líður og ætluðu broti á rannsóknarreglu, sannað að kjölur skipsins hafi verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Þetta er honum heimilt enda eru aðilar að rekstri dómsmáls í meginatriðum óbundnir af þeim málsástæðum og gögnum sem fram komu undir rekstri máls fyrir stjórnvöldum og er heimilt að byggja málatilbúnað sinn um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar á nýjum gögnum og upplýsingum.44. Í forsendum hins áfrýjaða dóms er rakið að hvorki í lögum né reglugerðum sé skilgreint hvað felist í að leggja kjöl að skipi. Tekið er undir þá ályktun sem þar kemur fram að ætla verði að með því sé vísað til fyrstu skrefa við smíði skips áður en skrokkur þess er settur saman utan um og ofan við kjölinn. Allt að einu liggur ekki fyrir hvort sama skilgreining er lögð því til grundvallar samkvæmt íslenskum rétti annars vegar og mexíkóskum hins vegar.45. Samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, hvíldi sú skylda á þeim stjórnvöldum sem hér áttu hlut að máli að sjá til þess að málið væri nægilega upplýst áður en ákvörðun var tekin. Undir þeim kringumstæðum sem fyrir hendi voru tók sú skylda stjórnvaldsins mið af því að gagnáfrýjandi krafðist breytinga á gildandi skráningu skipsins frá 2014. Við þær aðstæður hvílir á aðilanum sjálfum nokkuð ríkari skylda en ella til að afla upplýsinga og leggja fram gögn í því skyni að nýr efnislegur grundvöllur verði lagður að málinu. Á hinn bóginn getur stjórnvald ekki komist hjá því að rannsaka mál á viðhlítandi hátt.46. Hér að framan hefur verið gerð ítarleg grein fyrir þeim skjallegu gögnum sem lágu fyrir við meðferð málsins á stjórnsýslustigi. Svo sem þar kemur fram og rakið er í hinum áfrýjaða dómi gætti þar bæði innbyrðis ósamræmis auk þess sem fleiri en eitt af skjölunum reyndust til í fleiri en einni útgáfu. Ekkert umræddra skjala ber það með sér, svo að óyggjandi sé, að kjölur skipsins hafi verið lagður fyrir umrætt tímamark og að skráning þess sem nýs skips árið 2014 hafi því verið reist á röngum forsendum.47. Eins og rakið hefur verið freistaði aðaláfrýjandi þess jafnframt undir rekstri málsins á stjórnsýslustigi að afla um það frekari upplýsinga frá mexíkóskum yfirvöldum hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður. Beindi hann því erindi 23. júní 2021 til sendiráðs Mexíkós í London. Hinn 5. júlí sama ár barst upphaflegt svar í tölvubréfi frá starfsmanni sendiráðsins þar sem fram kom að smíði skipsins hefði hafist 1. júní 2003. Aðaláfrýjandi óskaði sem fyrr segir frekari skýringa með tölvubréfi 23. júlí 2021 og með tölvubréfi 19. ágúst sama ár barst leiðrétting frá skráningaryfirvöldum í Mexíkó þess efnis að kjölur skipsins hefði verið lagður 1. janúar 2003 og smíði þess hafist þann dag.48. Í hinum áfrýjaða dómi er sönnunargildi framangreindra yfirlýsinga mexíkóskra yfirvalda hafnað á þeirri forsendu að þeim hafi ekki fylgt gögn og af efni þeirra hafi ekki verið unnt að átta sig á því á hverju þau byggðust. Á þessar forsendur verður ekki fallist þar sem sýnt hefur verið fram á með fullnægjandi hætti að þær upplýsingar sem fram koma í tilvitnuðum tölvubréfum stafa frá til þess bærum yfirvöldum í Mexíkó og verða þau talin hafa það sönnunargildi sem kveðið er á um í 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. og 2. mgr. sömu greinar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. september 2018 í máli nr. 160/2017.49. Að virtri þýðingu þeirra gagna sem hér um ræðir frá mexíkóskum yfirvöldum er fallist á með aðaláfrýjanda að ekki hafi verið tilefni til að efna til frekari rannsóknar af hálfu þeirra stjórnvalda sem með málið fóru. Árétta ber að um var ræða kröfu um breytingu á fyrri skráningu skipsins og þau gögn sem gagnáfrýjandi aflaði í því skyni voru misvísandi og tóku ekki af skarið um það ágreiningsefni hvort kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir 1. janúar 2001. Þá lágu sem fyrr segir fyrir staðfestar upplýsingar yfirvalda í því landi þar sem skipið var smíðað þess efnis að gerð kjalar hefði hafist eftir greint tímamark. Loks hefur áhrif að rannsókn aðaláfrýjanda varðaði atvik sem urðu tveimur áratugum fyrr. Undir þessum kringumstæðum varð ekki lögð ríkari rannsóknarskylda á aðaláfrýjanda en raun bar vitni og raunar óljóst í hverju hún gat falist.50. Eftir stendur þá að taka til þess afstöðu hvort framburður framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir héraðsdómi hafi þýðingu fyrir kröfu gagnáfrýjanda um að úrskurður innviðaráðherra 5. maí 2022 verði felldur úr gildi. Vitnið kom fyrir héraðsdóm og upplýsti að verkefni við byggingu skipsins hefði hafist í júní árið 1999. Hann bar um aldur á ódagsettum ljósmyndum og lýsti framkvæmdum við smíði þess. Þá upplýsti hann að teikningar að því hefðu fyrst verið lagðar fram til þarlendra yfirvalda í febrúar 2001 og að skipið hefði verið í þróun frá júní árið 1999 til febrúar árið 2001. Aðspurður um það hvað fælist í að leggja kjöl að skipi svaraði vitnið því til að það fæli í sér „að hefja bygging- smíðaáætlun sem tekur- sem getur tekið eitt eða tvö ár“. Vitnið kannaðist jafnframt við undirritun sína á tveimur skipasmíðaskírteinum skipsins, öðru dagsettu 2020 en hinu ódagsettu og sagði að tíðkast hefði í rekstri skipasmíðastöðvarinnar að gefa út ódagsett afrit skipasmíðaskírteina. Vitnið taldi að upplýsingum um útgáfustað og dagsetningu skipasmíðaskírteinis hefði verið bætt við það án hans aðkomu.51. Héraðsdómur mat framburð vitnisins svo að hann ætti sér hvorki stoð í gögnum málsins né væri svo staðfastur og sannfærandi að á honum yrði byggt um að kjölur hefði verið lagður fyrir umrætt tímamark. Landsréttur taldi hins vegar ekkert komið fram í málinu sem drægi trúverðugleika vitnisins í efa en dró síðan nokkuð í land með eftirfarandi ályktun í niðurlagi dómsins „Í ljósi fyrirliggjandi svara mexíkóskra yfirvalda verður að byggja á því að enn sé ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins Amelíu Rose var lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi.“ Sýnist þessi ályktun ekki samræmast fyrri ályktunum réttarins annars vegar um að umrædd skjöl frá mexíkóskum yfirvöldum hefðu ekki sönnunargildi í málinu og hins vegar því að ekkert hefði komið fram sem drægi í efa trúverðugleika framburðar vitnisins.52. Um framburð vitnisins er þess að gæta að hann ber ekki með sér nægilega afdráttarlausa afstöðu til þess hvort og þá hvenær kjölur skipsins var lagður í Mexíkó í skilningi 8. töluliðar 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001 eða hvað vitnið taldi nánar tiltekið felast í því að leggja kjöl að skipi. Samkvæmt framangreindu hefur ekki verið hnekkt þeim gögnum og upplýsingum sem aðaláfrýjandi lagði til grundvallar og byggði á við skráningu skipsins í skipaskrá árið 2014 og voru efnislega staðfestar með upplýsingum mexíkóskra yfirvalda sumarið 2021.53. Að öllu framangreindu virtu verður aðaláfrýjandi sýknaður af kröfu gagnáfrýjanda um að felldur verði úr gildi úrskurður innviðaráðherra 5. maí 2022.54. Eftir þessum úrslitum verður gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað á öllum dómstigum sem ákveðinn er í einu lagi eins og greinir í dómsorði.55. Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991 skal skjölum á erlendu máli að jafnaði fylgja þýðing á íslensku að því leyti sem byggt er á efni þeirra. Aðilar málsins hafa lagt fram ýmis skjöl án þess að fullnægjandi þýðing hafi fylgt þeim í öllum tilvikum. Þá skortir verulega á í málinu að lögð hafi verið fram skjöl sem vísað er til í ákvörðun aðaláfrýjanda og úrskurði innviðaráðherra og varpað hefðu getað skýrara ljósi á samskipti aðila. Er þetta aðfinnsluvert.Dómsorð:Vísað er frá héraðsdómi kröfu gagnáfrýjanda, Seatrips ehf., um að lagt verði fyrir aðaláfrýjanda, Samgöngustofu, að skrá skipið Amelia Rose, skipaskrárnúmer 2856, sem gamalt skip í skipaskrá á grundvelli 9. töluliðar, sbr. 8. tölulið, 2. gr. reglugerðar nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum.Aðaláfrýjandi er sýkn af öðrum kröfum gagnáfrýjanda.Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 2.500.000 krónur í málskostnað á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=d49c78e5-4844-4f75-8648-85833638fc1f&verdictid=5595b570-eca3-43f5-af56-5e862068283a |
Mál nr. 37/2023 | Kærumál Frávísun Málskostnaður | Staðfest var niðurstaða Landsréttar um að vísa kröfum frá Landsrétti og héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. júní 2023 sem barst réttinum sama dag en kærumálsgögn bárust 10. og 18. júlí sama ár. Kærður er dómur Landsréttar 16. júní 2023 í máli nr. 117/2022 þar sem málinu var að hluta vísað frá Landsrétti en að öðru leyti vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka kröfur hans til efnismeðferðar. Til vara krefst hann þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og málinu „vísað heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar“. Jafnframt krefst sóknaraðili þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og Landsrétti gert að taka málið til efnismeðferðar, eftir að hafa fyrst heimilað sóknaraðila að leiða nánar tilgreind vitni fyrir Landsrétt ásamt því að dómkvaddur verði matsmaður eftir beiðni sóknaraðila. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila vegna flutnings málsins í héraði og fyrir Landsrétti auk kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að málskostnaður á öllum dómstigum verði felldur niður.4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar.5. Sóknaraðili hefur óskað eftir því við Hæstarétt að málinu verði frestað þar til tekin hefur verið afstaða til beiðni hans um skýrslutökur af vitnum og um dómkvaðningu matsmanns. Engin efni eru til að verða við þeirri beiðni. Að þessu gættu og með vísan til forsendna hins kærða dóms verður hann staðfestur.6. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði dómur er staðfestur.Sóknaraðili, Hýsir ehf., greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 500.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=33514111-5f83-46e8-a707-272fdd2d5c8a&verdictid=a88590e4-e7ba-4123-8691-321542e63057 |
Mál nr. 38/2023 | Kærumál Kaupsamningur Kröfugerð Viðurkenningarkrafa Lögvarðir hagsmunir | Kært var ákvæði í dómi Landsréttar þar sem viðurkenningarkröfu N ehf. var vísað frá héraðsdómi í heild sinni. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að kröfugerð N ehf. fyrir héraðsdómi um viðurkenningu á skaðabótaskyldu hefði verið svo skýr og ákveðin að unnt hefði verið að taka hana óbreytta upp í dómsorð. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að á málatilbúnaði N ehf. hefðu ekki verið neinir þeir annmarkar sem gátu hamlað H ehf. að taka til varna. Þá taldist N ehf. hafa leitt nægar líkur að því að félagið hefði orðið fyrir beinu tjóni vegna hugsanlegra vanefnda H ehf. til að teljast hafa lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um viðurkenningarkröfuna. Var því fellt úr gildi ákvæði í dómi Landsréttar um frávísun viðurkenningarkröfu N ehf. frá héraðsdómi og lagt fyrir Landsrétt að taka kröfuna til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. júní 2023 sem barst réttinum 3. júlí sama ár en kærumálsgögn bárust 6. þess mánaðar. Kært er ákvæði í dómi Landsréttar 23. júní 2023 í máli nr. 121/2022 um frávísun á hluta dómkrafna sóknaraðila frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði dómsins um frávísun verði fellt úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka til efnismeðferðar kröfu sóknaraðila um að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda varnaraðila vegna beins tjóns sem sóknaraðili telur sig hafa orðið fyrir vegna vanefnda varnaraðila á kaupsamningi þeirra 28. apríl 2018. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila.4. Varnaraðili krefst þess að staðfest verði ákvæði dóms Landsréttar um frávísun á kröfu sóknaraðila. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.Ágreiningsefni5. Sóknaraðili höfðaði málið á hendur varnaraðila með tvíþættri kröfugerð. Krafðist hann þess annars vegar að viðurkennd yrði skaðabótaskylda varnaraðila vegna beins tjóns sem sóknaraðili taldi sig hafa orðið fyrir vegna vanefnda varnaraðila á kaupsamningi aðila 28. apríl 2018 og hins vegar að varnaraðila yrði gert að endurgreiða sóknaraðila tilgreinda fjárhæð sem hann taldi sig hafa ofgreitt vegna viðskiptanna en til vara lægri fjárhæð.6. Með héraðsdómi 26. nóvember 2021 var fallist á viðurkenningarkröfu sóknaraðila að hluta til með því að viðurkennd var skaðabótaskylda varnaraðila vegna afhendingardráttar en hann sýknaður af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna galla. Jafnframt var varakrafa sóknaraðila um endurgreiðslu tekin til greina.7. Eins og áður segir var viðurkenningarkröfu sóknaraðila vísað frá héraðsdómi í heild sinni með dómi Landsréttar. Niðurstaða héraðsdóms um fjárkröfu sóknaraðila var hins vegar staðfest. Málsatvik8. Málsatvik eru þau að sóknaraðili, sem er verktaki, tók að sér með samningi 28. mars 2018 að reisa netaverkstæði í Neskaupstað fyrir Fasteignafélagið Miðhús ehf. Nánar tiltekið fólst verkið í því að reisa hús fyrir veiðarfæri, verkstæði, skrifstofur og starfsmannaaðstöðu. Um var að ræða stálgrindarhús með risþaki á steyptum grunni. Í verkáætlun var gert ráð fyrir því að verkið hæfist 17. júlí 2018 með því að grind yrði reist en framkvæmdum yrði að fullu lokið 1. mars 2019. Verklaun samkvæmt samningnum námu 685.070.565 krónum.9. Í aðdraganda þess að sóknaraðili tók að sér verkið óskaði hann með tölvubréfi 13. nóvember 2017 eftir tilboði frá varnaraðila í efni í einangrað stálgrindarhús auk annars efnis fyrir bygginguna sem nánar var tilgreint. Varnaraðili sendi sóknaraðila tilboð sitt með tölvubréfi 13. desember sama ár og hljóðaði það samtals upp á 150.467.894 krónur. Nokkur samskipti urðu með aðilum í kjölfarið en þeir gerðu síðan með sér kaupsamning um efnið 28. apríl 2018. Í samningnum kom fram að varnaraðili ætti að afhenda stálgrindina og svokallaðar samlokueiningar 16 til 18 vikum eftir að borist hefði greiðsla á 25% af kaupverði til staðfestingar á pöntun en sú greiðsla hafði þegar verið innt af hendi áður en samningurinn var gerður. Lokaafhending á efninu mun hafa farið fram dagana 7. og 8. október 2019.0. Milli aðila reis ágreiningur um inntak kaupsamningsins og deildu þeir meðal annars um hvort tilboð varnaraðila hefði falið í sér allt stál sem þurft hafi í bygginguna, þar með talið svokallað „secondary“-stál, og hvort kaupverðið ætti að ráðast af því efnismagni sem var afhent. Þá deildu þeir um hver bæri ábyrgð á afhendingardrætti og hvort umframþyngd stáls sem var afhent fæli í sér galla. Loks var ágreiningur með aðilum um uppgjörið en sóknaraðili taldi sig hafa ofgreitt fyrir hið selda eins og áður getur.Niðurstaða1. Svo sem rakið hefur verið gerði sóknaraðili þá kröfu á hendur varnaraðila að viðurkennd yrði skaðabótaskylda varnaraðila vegna beins tjóns sem sóknaraðili hefði beðið af vanefndum varnaraðila á kaupsamningi 28. apríl 2018. Í stefnunni var þessi krafa reist á afhendingardrætti á hinu selda auk þess sem greiðslan hefði verið gölluð. Héraðsdómur féllst á að varnaraðili bæri ábyrgð á afhendingardrættinum en taldi að ekki hefði verið um galla að ræða. Tók dómsorðið mið af þessu þannig að skaðabótaskylda var viðurkennd vegna vanefndar sem fólst í afhendingardrætti en sýknað var af kröfu vegna galla. Varnaraðili áfrýjaði dóminum og sóknaraðili einnig fyrir sitt leyti. Með gagnáfrýjun hafði hann uppi sömu viðurkenningarkröfu og í héraði. Byggði hann sem fyrr á því að vanefndir af hálfu varnaraðila hefðu bæði falist í afhendingardrætti og galla.2. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið verði úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið skýrður svo að sá sem höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, gera grein fyrir því í hverju það hafi falist og hver tengsl þess séu við þau atvik sem bótaábyrgð er reist á. Um þetta má meðal annars vísa til 20. liðar í dómi réttarins 19. desember 2022 í máli nr. 55/2022.3. Algengt er að mál sé höfðað eftir heimild 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Á það einkum við um skaðabætur utan samninga, svo sem vegna líkamstjóns, en þekkist einnig þegar krafist er skaðabóta vegna vanefnda á samningum. Með þessu móti er unnt að fá leyst úr ágreiningi um bótaskyldu án þess að afla þurfi gagna til að afmarka fjárkröfu. Verði ekki fallist á að skylda sé fyrir hendi hafa aðilar sparað sér kostnað sem leitt getur af slíkri gagnaöflun. Fyrir því er venja að látið sé við það sitja að gera kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu utan samninga án þess að tekið sé fram í dómkröfunni sjálfri á hvaða bótagrundvelli hún sé gerð og án þess að því sé lýst nánar í hverju tjónið felst. Þessum þáttum sakarefnis þarf síðan að gera grein fyrir með lýsingu á þeim málsástæðum sem krafan er reist á. Með sama hætti er ekki nauðsynlegt vegna kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu innan samninga að tilgreina í kröfunni sjálfri þá vanefnd sem samningsaðili telur sig hafa þolað en gera verður grein fyrir henni í stefnu málsins.4. Samkvæmt d-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má dómkröfur stefnanda og er þá meðal annars nefnd í dæmaskyni viðurkenning „á tilteknum réttindum“. Þessi fyrirmæli hafa í dómaframkvæmd verið skilin þannig að kröfugerð þurfi að vera svo ákveðin og ljós að unnt sé að taka hana óbreytta upp sem ályktunarorð í dómsniðurstöðu. Kröfugerð stefnanda hefur því að geyma þá mynd sem hann sjálfur óskar eftir að verði niðurstaða málsins. Jafnframt gildir sú regla samkvæmt e-lið sömu málsgreinar að koma skuli fram í stefnu málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Skal þessi lýsing vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Þessi fyrirmæli leiða af reglum réttarfars um skýran og afdráttarlausan málatilbúnað og þjóna meðal annars þeim tilgangi að stefndi geti greiðlega tekið til varna.5. Kröfugerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var svo skýr og ákveðin að hana hefði verið unnt að taka upp óbreytta í dómsorð ef á hana hefði verið fallist. Þá var unnt með dómi að ganga skemur en krafan hljóðaði með því að takmarka viðurkenningu á skaðabótaskyldu við afhendingardrátt ef ekki var talið að greiðslan væri gölluð, eins og gert var í héraðsdómi. Á þá niðurstöðu gat sóknaraðili síðan látið reyna með því að hafa uppi kröfu sína óbreytta undir áfrýjun til Landsréttar, svo sem hann gerði með gagnáfrýjun sinni þar fyrir dómi. Á þessum málatilbúnaði sóknaraðila sem skilmerkilega var lýst í stefnu voru engir þeir annmarkar sem hamlað gátu varnaraðila að taka til varna í málinu.6. Eins og áður greinir átti verki því sem sóknaraðili tók að sér að vera lokið 1. mars 2019 en hann mun ekki hafa fengið efni til verksins frá varnaraðila fyrr en í október sama ár. Sóknaraðili heldur því fram að dráttur á verkinu hafi valdið honum auknum launakostnaði vegna þeirra starfsmanna sem ráðnir voru til verksins en þeir hafi verið án verkefna umræddan tíma þar sem stál vantaði til framkvæmda. Þá hafi verkið orðið erfiðara en ella vegna veðurs þar sem það dróst fram eftir vetri í stað þess að vera unnið að sumarlagi. Samhliða þessu hafi fallið til aukinn stjórnunarkostnaður vegna samskipta við varnaraðila og framleiðanda stálsins, auk fundarsetu og eftirreksturs gagnvart varnaraðila. Enn fremur hafi kostnaður fallið til við að halda uppi aðstöðu og tækjum á verkstað lengur en gert hafi verið ráð fyrir. Að því er varðar tjón vegna galla bendir sóknaraðili á að hann hafi þurft að greiða fyrir meira magn af stáli en tilgreint hafði verið í samningi aðila að þyrfti til verksins. Að öllu þessu virtu hefur sóknaraðili leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir beinu tjóni vegna hugsanlegra vanefnda varnaraðila til að hann teljist hafa lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um viðurkenningarkröfuna.7. Samkvæmt framansögðu verður ákvæði í dómi Landsréttar um frávísun viðurkenningarkröfu sóknaraðila frá héraðsdómi fellt úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka þá kröfu til efnismeðferðar.8. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Fellt er úr gildi ákvæði í dómi Landsréttar um frávísun frá héraðsdómi á kröfu sóknaraðila, Nestaks ehf., um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila, Húsasmiðjunnar ehf., vegna beins tjóns sóknaraðila vegna ætlaðra vanefnda varnaraðila á kaupsamningi þeirra 28. apríl 2018.Varnaraðili greiði sóknaraðila 500.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=daf8250b-61e3-4131-b6a8-7d15191a36f5&verdictid=77fe896e-9b8c-4fa2-9c3a-66e8145cd63c |
Mál nr. 35/2023 | Kærumál Endurupptaka Stefna Málatilbúnaður Útivist í héraði | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem fallist var á beiðni H um endurupptöku málsins fyrir héraðsdómi á grundvelli b-liðar 2. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en útivist hafði orðið af hálfu H í héraði. Hæstiréttur vísaði til þess að tímafrestur til endurupptöku samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 hefði verið liðinn þegar endurupptökubeiðni barst. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að engir þeir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði þrotabús A ehf. sem hefðu átt að varða frávísun málsins frá héraðsdómi. Hefði skilyrðum 1. mgr. 113. gr., sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 til að dæma málið sem útivistarmál eftir kröfum og málatilbúnaði þrotabús A ehf. verið fullnægt. Skilyrðum b- og c-liða 2. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 til endurupptöku málsins var því ekki fullnægt. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og kröfu H um endurupptöku málsins hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. maí 2023 en kærumálsgögn bárust réttinum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 9. maí 2023 í máli nr. 251/2023 þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um endurupptöku málsins fyrir héraðsdómi. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um endurupptöku verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Ágreiningsefni4. Aðila greinir á um hvort heimila eigi endurupptöku máls sem sóknaraðili höfðaði fyrir héraðsdómi á hendur varnaraðila með birtingu stefnu 26. ágúst 2021 og lauk með áritun hennar 22. október sama ár eftir að útivist hafði orðið af hálfu varnaraðila við þingfestingu málsins 14. sama mánaðar.5. Varnaraðili krafðist endurupptöku málsins 9. september 2022 en sóknaraðili mótmælti þeirri kröfu. Héraðsdómur hafnaði beiðninni með úrskurði 17. mars 2023. Varnaraðili kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem féllst á endurupptöku með hinum kærða úrskurði.6. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar var veitt 23. júní 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-67, á þeim grundvelli að ágallar kynnu að vera á úrskurðinum.Málsatvik7. Í stefnu krafðist sóknaraðili þess að varnaraðila yrði gert að greiða sér 8.920.127 krónur auk nánar tilgreindra vaxta. Í stefnunni var gerð grein fyrir aðild að málinu með þeim hætti að bú ACE Handling ehf. hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms 13. desember 2018 og skiptastjóri skipaður. ACE Handling ehf. hefði verið stofnað í febrúar 2012 af varnaraðila og öðrum einstaklingi í gegnum félögin Arwen Establishment og GX Holding.8. Kröfufjárhæðinni var lýst sem samtölu nánar tilgreindra færslna af bankareikningum ACE Handling ehf. inn á tilgreinda reikninga varnaraðila á ákveðnu tímabili, að frádregnum innborgunum varnaraðila á reikninga félagsins á sama tímabili. Greint var frá fjölda færslna og samtölu greiðslna inn á hvern reikning.9. Málsgrundvellinum var lýst svo í stefnu að í öllum tilvikum hefði verið um að ræða óheimilar lánveitingar í andstöðu við reglur XII. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög sem varnaraðila bæri að endurgreiða ásamt dráttarvöxtum með vísan til 4. mgr. 79. gr. laganna. Það ákvæði fæli í sér bann við hvers kyns lánveitingum til hluthafa, stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra að undanskildum venjulegum viðskiptalánum.0. Í stefnu var einnig gerð grein fyrir aðdraganda málshöfðunar og meðal annars vísað til skýrslu varnaraðila hjá skiptastjóra 25. febrúar 2019. Þá voru færð nánari rök fyrir kröfunni. Þar sagði meðal annars að ekki væri að sjá að nokkur samningur hefði verið í gildi milli ACE Handling ehf. og varnaraðila um lánveitingar hans til félagsins og ekkert um slíkan samning bókað í bókhaldi félagsins. Ekki væri heldur neinu til að dreifa um verktöku varnaraðila fyrir félagið eða reikningsgerð. Ekkert hefði heldur verið lagt fram um mögulegt lán Arwen Establishment til félagsins eða um framsal á því láni til varnaraðila.1. Við þingfestingu málsins lagði sóknaraðili fram stefnu með birtingarvottorði og skrá yfir framlögð skjöl. Jafnframt lagði hann fram önnur gögn svo sem hreyfingalista og færsluyfirlit af reikningum ACE Handling ehf. vegna varnaraðila, yfirlit yfir greiðslur frá félaginu til hans, samanburðarskýrslu Creditinfo um ACE Handling ehf., þar sem meðal annars kemur fram að varnaraðili hafi 19. júlí 2016 verið stjórnarmaður félagsins og annast framkvæmdastjórn, bréf skiptastjóra til varnaraðila og endurrit úr gerðabók skiptastjóra vegna skýrslutöku af varnaraðila.Niðurstaða2. Í 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er að finna skilyrðislausa heimild fyrir stefnda til endurupptöku máls í héraði innan þriggja mánaða frá því að dómur gekk eða stefna var árituð þar sem stefndi hefur ekki sótt þing eða þingsókn hans hefur fallið niður. Eftir það tímamark getur stefndi samkvæmt 2. mgr. 137. gr. laganna aðeins fengið útivistarmál endurupptekið ef hann sýnir fram á að fullnægt sé einhverju þeirra skilyrða sem talin eru upp í a–d liðum málsgreinarinnar sem eru svohljóðandi:a. að stefna hafi hvorki verið birt honum né öðrum sem mátti birta fyrir,b. að átt hefði að vísa kröfum á hendur honum sjálfkrafa frá dómi að einhverju leyti eða öllu,c. að átt hefði að sýkna hann án kröfu að einhverju leyti eða öllu,d. að stefnandi sé samþykkur endurupptöku.3. Þar sem meira en 10 mánuðir voru liðnir frá áritun stefnu í málinu þegar endurupptökubeiðni varnaraðila barst héraðsdómi verður endurupptaka ekki heimiluð á grundvelli 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991. Koma þá til skoðunar skilyrði 2. mgr. 137. gr. laganna fyrir endurupptöku.4. Af hálfu varnaraðila hefur verið byggt á að skilyrðum a-, b- og c-liða 2. mgr. 137. gr. laganna fyrir endurupptöku málsins sé fullnægt. Landsréttur féllst á endurupptökubeiðnina af þeirri ástæðu að kröfugerð og málatilbúnaður sóknaraðila væri svo vanreifaður að héraðsdómi hefði verið rétt að vísa málinu frá dómi, sbr. b-liður 2. mgr. 137. gr. þeirra.5. Í málinu liggur fyrir birtingarvottorð stefnuvotts 26. ágúst 2021 þar sem fram kemur að stefna hafi verið birt fyrir varnaraðila sjálfum en hann hafi neitað að taka við henni og undirrita birtingarvottorð. Þar sem efni þessa vottorðs hefur ekki verið hnekkt telst það rétt samkvæmt 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991. Skilyrði a-liðar 2. mgr. 137. gr. laganna fyrir endurupptöku er því ekki fullnægt.6. Einkamál verður því aðeins tekið til efnismeðferðar að fullnægt sé málshöfðunarskilyrðum sem ýmist eru leidd af formkröfum í lögum eða dómaframkvæmd. Í þessu máli reynir fyrst og fremst á hvort stefna hafi fullnægt formkröfum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og hvort málatilbúnaður sóknaraðila í stefnu og framlögðum skjölum við þingfestingu málsins hafi verið með þeim hætti að rétt hafi verið að fallast á dómkröfur sóknaraðila.7. Í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 er að finna upptalningu á því sem greina skal frá í stefnu. Samkvæmt e-lið ákvæðisins skal greina þar svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Samkvæmt f-lið skal stefna jafnframt hafa að geyma tilvísun til helstu lagaákvæða eða réttarreglna sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á.8. Í 1. mgr. 113. gr. laga nr. 91/1991 er fjallað um áritun stefnu í útivistarmáli en um kröfur til málatilbúnaðar stefnanda er þar vísað til 1. mgr. 96. gr. sömu laga sem fjallar um meðferð útivistarmáls í héraði. Í síðarnefnda ákvæðinu segir að slíkt mál verði dæmt eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti sem samrýmanlegt er framkomnum gögnum nema gallar séu á málinu sem varði frávísun þess án kröfu.9. Að baki þeim kröfum til málatilbúnaðar stefnanda sem fram koma í framangreindum ákvæðum laga nr. 91/1991 liggja meðal annars þau sjónarmið að stefna þurfi að vera þannig úr garði gerð að stefndi geti af henni einni gert sér grein fyrir hvort tilefni sé fyrir hann að taka til varna. Jafnframt verður málatilbúnaður stefnanda að vera svo greinargóður að stefndi geti á grundvelli stefnu og þeirra gagna sem lögð eru fram með henni við þingfestingu varist málatilbúnaði stefnanda með fullnægjandi hætti. Jafnframt verður reifun kröfugerðar, málsatvika, málsástæðna og lagaraka í stefnu að nægja til að dómari geti fallist á kröfu stefnanda á grundvelli röksemda í henni ef útivist verður af hálfu stefnda.20. Í hinum kærða úrskurði er vísað til þriggja atriða sem Landsréttur taldi vanreifuð í málatilbúnaði sóknaraðila. Í fyrsta lagi taldi Landsréttur að ekki væri í stefnu gerð fullnægjandi grein fyrir stöðu varnaraðila innan ACE Handling ehf. Í öðru lagi væri ekki útskýrt nema að litlu leyti hvernig einstaka greiðslur ættu undir ákvæði XII. kafla laga nr. 138/1994 og bæri að endurgreiða samkvæmt þeim. Í þriðja lagi yrði að skilja málatilbúnað sóknaraðila þannig að hann liti á kröfuna sem skaðabótakröfu en í stefnu væri slíkt ekki útskýrt að öðru leyti en því að vísað væri til almennra reglna skaðabótaréttar.21. Hvað fyrsta atriðið varðar er í stefnu vísað til þess að varnaraðili hafi verið annar af stofnendum ACE Handling ehf. í gegnum tvö nafngreind erlend félög. Af tilvísun til lagaákvæða í stefnu verður jafnframt dregin sú ályktun að sóknaraðili telji varnaraðila falla undir að hafa verið hluthafi, stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri í félaginu. Málatilbúnaður sóknaraðila í stefnu er ekki fyllilega nákvæmur að þessu leyti. Samkvæmt þeim gögnum sem lögð voru fram við þingfestingu málsins var varnaraðili skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hins gjaldþrota félags og vísað til hans sem slíks í endurriti úr gerðabók skiptastjóra. Þegar litið er heildstætt á málatilbúnað sóknaraðila að þessu leyti og eigin vitneskju varnaraðila um stöðu sína hefði honum mátt vera ljóst af stefnu á hvaða grunni kröfum var beint að honum. Þá gat dómari málsins af stefnu og þeim gögnum sem lögð voru fram við þingfestingu og að framan er lýst gert sér nægilega glögga mynd af stöðu varnaraðila gagnvart félaginu. Engir þeir annmarkar voru því á málatilbúnaði sóknaraðila að þessu leyti sem varða hefðu átt frávísun málsins frá dómi án kröfu.22. Hvað annað atriðið varðar er í stefnu gerð almenn grein fyrir þeim lögskiptum varnaraðila og félagsins sem dómkröfur eru reistar á. Þeim var lýst sem peningafærslum frá félaginu inn á reikninga varnaraðila sem sóknaraðili telur að hafi falið í sér óheimilar lánveitingar félagsins til hans. Gerð er grein fyrir fjölda færslna og þær sundurliðaðar eftir fjárhæðum eftir því inn á hvaða reikninga varnaraðila greiðslurnar runnu. Þá er í stefnu til viðbótar hafnað þeim skýringum sem fram komu af hálfu varnaraðila í fyrrnefndri skýrslu af honum hjá skiptastjóra. Jafnframt er þar vísað til 77. og 79. gr. laga nr. 138/1994 og verður að líta svo á að byggt sé á því að allar færslurnar feli í sér lánveitingar til varnaraðila í andstöðu við 79. gr. laganna. Við mat á því hvort málatilbúnaður sóknaraðila sé að þessu leyti nægilega glöggur verður að hafa í huga að samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 á aðeins í stefnu að gera grein fyrir málsatvikum, málsástæðum og lagarökum í meginatriðum en nánari útlistun á þeim getur beðið munnlegs málflutnings. Auk þess getur stefnandi á síðari stigum máls brugðist við málatilbúnaði gagnaðila með frekari gagnaöflun af sinni hálfu til stuðnings málsástæðum sínum. Ekki er þannig þörf á að stefnandi bregðist í stefnu við mögulegum vörnum stefnda sem ekki eru fram komnar. Samkvæmt framansögðu var nægilega glögg grein gerð í stefnu fyrir hvernig málsástæður sóknaraðila vörðuðu einstakar greiðslur til varnaraðila. Hefði varnaraðili tekið við stefnu við birtingu hennar hefði honum þannig mátt vera ljóst á hvaða grunni kröfum var beint að honum og hefði á grundvelli stefnu og þeirra gagna sem lögð voru fram með henni við þingfestingu verið í lófa lagið að taka til fullnægjandi varna í málinu. Þá var reifun á málatilbúnaði sóknaraðila í stefnu nægilega glögg til að dómari gæti á grundvelli rökstuðnings í henni og framlagðra gagna fallist á kröfu sóknaraðila.23. Þriðja atriðið sem Landsréttur vísar til lýtur að málsgrundvellinum. Í aðfaraorðum stefnu er ekki gerð grein fyrir honum svo sem telja verður æskilegt þótt í lögum nr. 91/1991 sé ekki áskilið að honum sé lýst berum orðum í stefnu. Af stefnunni verður hins vegar skýrlega ráðið að málið sé höfðað af þrotabúi til endurgreiðslu á ólögmætu láni einkahlutafélags til tengds aðila á grundvelli 79. gr. laga nr. 138/1994. Þótt í almennum kafla um lagarök í stefnu sé auk þess meðal annars vísað til almennra reglna kröfu- og skaðabótaréttar fór ekki á milli mála að um endurgreiðslukröfu var að ræða. Engin vandkvæði voru því fyrir varnaraðila eða dómara málsins að átta sig á því hvaða grundvöll sóknaraðili markaði málatilbúnaði sínum í stefnu.24. Samkvæmt öllu framangreindu voru engir þeir annmarkar á málatilbúnaði sóknaraðila sem varða áttu frávísun þessa útivistarmáls frá héraðsdómi. Þá var málatilbúnaður hans þannig úr garði gerður að skilyrðum 1. mgr. 113. gr., sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 til að dæma málið sem útivistarmál eftir kröfum og málatilbúnaði sóknaraðila var fullnægt. Skilyrðum b- og c-liða 2. mgr. 137. gr. laganna til að fallast á endurupptöku málsins er því ekki fullnægt.25. Samkvæmt öllu framansögðu er fallist á kröfu sóknaraðila um að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og hafna kröfu varnaraðila um endurupptöku máls nr. E-4845/2021.26. Varnaraðili greiði sóknaraðila, vegna kröfu um endurupptöku málsins, málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og kröfu varnaraðila, Hilmars Ágústs Hilmarssonar, um endurupptöku máls nr. E-4845/2021 hafnað.Varnaraðili greiði sóknaraðila, þrotabúi ACE Handling ehf., málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti, samtals 500.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=3dbd4725-63fe-4fa0-950c-eabb6681cd7c&verdictid=4719a0e6-f3f4-4d3f-b035-b8cb3238d6e4 |
Mál nr. 4/2023 | Neytendakaup Pakkaferðir Afpöntun Force majeure Endurgreiðsla | S höfðaði mál á hendur F ehf. og krafðist endurgreiðslu vegna ferðar sem hann hafði bókað hjá F og greitt að fullu til Norður-Ítalíu en afpantað daginn fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs. Hæstiréttur taldi ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hefðu aðstæður á ákvörðunarstað verið bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar og haft veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar S í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ekki var talið hafa úrslitaþýðingu hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu á þeim degi sem ferðin var afpöntuð heldur væri nægilegt að vissar líkur væru á áhættu fyrir heilbrigði S og fjölskyldu hans vegna farsóttar. Þá var ekki fallist á að lagafyrirmæli um rétt S til endurgreiðslu og beiting hennar við þessar aðstæður væru óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi F í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefndu að. Var því talið að skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 til að afpanta ferðina með rétti til fullrar endurgreiðslu væru uppfyllt og að F bæri áhættuna af því að ferð væri afpöntuð af þessum ástæðum. Var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um rétt S til fullrar endurgreiðslu ásamt dráttarvöxtum frá því að 14 dagar voru liðnir frá afpöntun ferðarinnar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. janúar 2023. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Í málinu er deilt um hvort stefndi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi áfrýjanda vegna ferðar til Norður-Ítalíu 29. febrúar til 7. mars 2020 sem hann hafði greitt fyrir að fullu en afpantaði kvöldið fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs þar í landi. Aðilar deila um hvernig beri að skýra fyrirmæli laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um að ferðamaður geti afpantað pakkaferð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna og fengið heildarverð hennar endurgreitt við þær aðstæður.5. Með héraðsdómi 27. janúar 2021 var fallist á kröfur stefnda um að áfrýjandi skyldi endurgreiða honum heildarverð pakkaferðarinnar og var sú niðurstaða staðfest 11. nóvember 2022 með hinum áfrýjaða dómi.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 10. janúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-141, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar.Málsatvik7. Tildrög málsins eru að 19. nóvember 2019 pantaði stefndi skíðaferð hjá áfrýjanda fyrir sig, eiginkonu og barn til Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu vikuna 29. febrúar til 7. mars 2020. Bókunin var hluti stærri ferðabókunar þar sem foreldrar og tvö systkini stefnda ásamt fjölskyldum voru einnig með í för, alls þrettán manns. Bókað var flug með Icelandair frá Keflavík til Verona á Ítalíu og til baka, rútuferðir frá Verona og Madonna di Campiglio og til baka og hótelgisting. Heildarverð bókunar stefnda nam 860.077 krónum og var það greitt áfrýjanda að fullu 16. janúar 2020.8. Laust fyrir miðnætti 28. febrúar 2020 sendi stefndi tölvubréf til áfrýjanda þar sem hann tilkynnti að í ljósi frétta dagsins, mikillar fjölgunar COVID-19 smita á Ítalíu og þar sem flest smit sem borist hefðu um Evrópu mætti rekja þangað hefði verið tekin ákvörðun um að fjölskyldan færi ekki næsta morgun í fyrirhugaða ferð til Madonna. Áfrýjandi staðfesti með tölvubréfi 2. mars móttöku tilkynningar um afpöntun en tók fram að samkvæmt skilmálum yrði ekki um neina endurgreiðslu að ræða af hans hálfu.9. Bróðir stefnda sendi áfrýjanda bréf 10. mars 2020 fyrir hönd allra fjölskyldumeðlima sem bókaðir voru í ferðina og krafðist endurgreiðslu. Vísað var til þess að fyrsta tilfelli COVID-19 hefði greinst á Íslandi 28. febrúar en sá einstaklingur hefði verið á skíðum í bænum Andalo í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu. Hefði landlæknisembættið áður mælt gegn ónauðsynlegum ferðum til Norður-Ítalíu og ráðlagt þeim sem kæmu frá þessum svæðum að fara í 14 daga sóttkví. Frá 29. febrúar hefði embætti landlæknis skilgreint Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu auk þess sem öllum sem komu með flugi Icelandair frá Verona 29. febrúar og 7. mars hefði verið skipað í sóttkví. Ljóst væri að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu verið uppi í skilningi laga nr. 95/2018 sem yfirgnæfandi líkur hefðu verið á að myndu hafa afgerandi áhrif á ferðalög til Ítalíu. Af þessum ástæðum og með vísan til 5. mgr. 15. gr. laganna var farið fram á að áfrýjandi endurgreiddi stefnda það sem hann hafði greitt fyrir ferðina.0. Áfrýjandi hafnaði kröfu stefnda og fjölskyldu hans með bréfi 13. mars 2020. Þar var tekið fram að á brottfarardegi 29. febrúar hefði embætti landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio. Lög nr. 95/2018 gerðu ekki ráð fyrir að hægt væri að afpanta ferð með nokkurra klukkustunda fyrirvara enda væri við slíkar aðstæður ekki hægt að reka ferðaskrifstofu. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum eða mælt eindregið gegn því að farið yrði í ferðalög til ákveðinna svæða en þær aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi þegar ferðin var afpöntuð að kvöldi 28. febrúar 2020.1. Í málum nr. 2 og 3/2023 sem flutt eru samhliða þessu máli er leyst úr hliðstæðum kröfum á hendur áfrýjanda vegna ferðabókana annarra fjölskyldumeðlima stefnda.Löggjöf2. Lög nr. 95/2018 fjalla um tilhögun pakkaferða, þar á meðal um afpöntun og aflýsingu slíkrar ferðar fyrir brottför og hvenær ferðamenn öðlast rétt til endurgreiðslu við afpöntun. Með lögunum var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Hún leysti af hólmi Evróputilskipun 90/314/EBE um ferðapakka, orlofspakka og skoðunarferðapakka sem hafði verið innleidd hér á landi með lögum nr. 80/1994 um alferðir.3. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 95/2018 er markmið þeirra að tryggja neytendavernd við kynningu, gerð og efndir samninga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Í skýringum við ákvæðið í greinargerð frumvarps sem varð að lögunum og umfjöllun um markmið þess er vísað til tilskipunar (ESB) 2015/2302 sem ætlað hafi verið að færa reglur um pakkaferðir til samræmis við aðrar nýlegar tilskipanir á sviði neytendaréttar. Réttindum ferðamanna sé lýst með ítarlegri og skýrari hætti en í eldri tilskipun og lögum, þar á meðal hvenær ferðamaður eigi rétt á að afpanta ferð.4. Í 4. gr. laganna eru skýringar á ýmsum hugtökum og í 11. tölulið eru óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður skilgreindar svo:Aðstæður sem eru ekki á valdi þess aðila sem ber þær fyrir sig og ekki hefði verið hægt að komast hjá jafnvel þótt gripið hefði verið til réttmætra ráðstafana.5. Í greinargerð frumvarpsins um þessa grein er tekið fram til frekari skýringar að í eldri tilskipun hafi beinlínis verið vísað til „force majeure“ aðstæðna og sé rétt að túlka ákvæðið með það hugtak í huga.6. Í 15. gr. laganna er fjallað um afpöntun pakkaferðar og er greinin svohljóðandi:Ferðamaður getur afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Í samningi um pakkaferð er heimilt að tilgreina sanngjarna þóknun fyrir afpöntun ferðar sem tekur mið af því hversu löngu fyrir upphaf ferðarinnar afpantað er og áætluðum tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Sé ekki kveðið á um staðlaða þóknun vegna afpöntunar í samningi um pakkaferð skal þóknunin samsvara tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Skipuleggjandi eða smásali á ekki rétt á greiðslu þóknunar af hendi ferðamanns ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar, eða verðhækkunar umfram 8%, sbr. 12. gr.Ferðamaður á ekki rétt til frekari skaðabóta við aðstæður skv. 3. mgr.Skipuleggjandi eða smásali skal endurgreiða ferðamanni greiðslur sem honum ber skv. 1.–3. mgr. innan 14 daga frá afpöntun.7. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir í skýringum við 15. gr. að með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum í 3. mgr. geti til dæmis verið átt við stríðsástand, útbreiðslu farsótta eða sjúkdóma, hryðjuverk, pólitískan óstöðugleika eða aðrar aðstæður sem hafi afgerandi áhrif á ferðalög til viðkomandi staða.8. Ákvæði 15. gr. laganna er ætlað að innleiða 12. gr. fyrrgreindrar tilskipunar (ESB) 2015/2302 en 2. mgr. hennar, sem svarar til 3. mgr. 15. gr. laganna, er svohljóðandi:Þrátt fyrir 1. mgr. skal ferðamaður hafa rétt til að rifta pakkaferðarsamningi áður en pakkaferðin hefst án þess að greiða riftunargjald, ef upp koma óhjákvæmilegar og óvenjulegar aðstæður á ákvörðunarstað eða í næsta nágrenni, sem hafa veruleg áhrif á pakkaferðina eða hafa veruleg áhrif á farþegaflutning til ákvörðunarstaðar. Ef pakkaferðarsamningi er rift samkvæmt þessari málsgrein skal ferðamaðurinn eiga rétt á að fá fulla endurgreiðslu allra greiðslna sem hann hefur innt af hendi fyrir pakkaferðina, en skal ekki eiga rétt á frekari skaðabótum.9. Í 31. lið formálsorða tilskipunarinnar er varpað frekara ljósi á inntak réttar ferðamanna til að falla frá samningi við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 12. gr. Tekið er fram að þær geti meðal annars náð yfir hernað, önnur alvarleg öryggisvandamál, svo sem hryðjuverk, umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðar eða náttúruhamfarir á borð við flóð, jarðskjálfta eða veðurskilyrði sem geri það að verkum að ekki sé hægt að ferðast með öruggum hætti til ákvörðunarstaðar eins og umsamið var í pakkaferðarsamningi.20. Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 95/2018 er fjallað um samræmi þess við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Áréttað er að því sé ætlað að hafa í för með sér aukna neytendavernd. Þá segir að efni frumvarpsins gefi ekki sérstaka ástæðu til að ætla að það fari gegn ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í því samhengi er tekið fram að markmið og þær aðferðir sem tillögur eru gerðar um í frumvarpinu séu innan þess ramma sem Alþingi hafi til að setja reglur um atvinnustarfsemi.Niðurstaða21. Sem fyrr segir greinir aðila á um hvernig skýra beri framangreind ákvæði laga nr. 95/2018. Áfrýjandi byggir á því að 3. mgr. 15. gr. eigi ekki við um atvik málsins. Umrætt ákvæði sé hefðbundið force majeure ákvæði eins og var að finna í eldri Evróputilskipun um pakkaferðir og lögum nr. 80/1994. Það feli í sér að ófyrirséð, óviðráðanleg ytri atvik sem séu sérstök í eðli sínu og valdi því að ómögulegt eða því sem næst sé að efna samningsskuldbindingu eigi að hafa áhrif á efndaskyldu.22. Áfrýjandi heldur því fram að engar óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna hafi verið komnar upp þegar stefndi afpantaði ferðina að kvöldi 28. febrúar 2020, liðlega sjö klukkustundum fyrir brottför. Enn fremur hafi engin áhrif aðstæðna verið komin fram á framkvæmd ferðarinnar sem hafi verið farin samkvæmt áætlun 29. febrúar. Á þeim tíma hafi aðeins verið í gildi tilmæli embættis landlæknis frá 25. sama mánaðar sem mæltu gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Ítalíu en ferð stefnda hafi ekki verið áformuð til þeirra. Huglæg afstaða ferðamanns til hættu eða ástands geti ekki ráðið för við beitingu ákvæðisins þannig að hann geti hvenær sem er afpantað ferð og öll áhætta af því lendi á veitanda ferðaþjónustu.23. Við skýringu 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 ber að líta til lögskýringargagna sem rakin eru að framan um markmið laganna og tilskipunar (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Verða málsatvik einnig metin í því ljósi að þau áttu sér stað við upphaf COVID-19 farsóttarinnar í Evrópu árið 2020. Við útbreiðslu hennar sköpuðust fordæmalausar aðstæður í Evrópu og heiminum öllum sem höfðu veruleg áhrif á ferðaþjónustu og efndaskyldu á samningsskuldbindingum bæði ferðaþjónustuaðila og ferðamanna.24. Sem fyrr var lýst er í greinargerð með lögum nr. 95/2018 vísað til orða hliðstæðs ákvæðis eldri tilskipunar 90/314/EBE um rétt ferðamanns til afpöntunar vegna force majeure aðstæðna og tekið fram að túlka beri orðin óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður með það hugtak í huga. Í þessari eldri tilskipun eru force majeure aðstæður skilgreindar sem óvenjulegar og ófyrirsjáanlegar aðstæður sem sá sem ber þær fyrir sig fái engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra þótt öll aðgát hefði verið viðhöfð.25. Samkvæmt framansögðu verður að skýra almenn sjónarmið sem fólgin eru í force majeure hugtaki kröfuréttar í samræmi við þær aðstæður sem falla undir lög nr. 95/2018. Við það ber að líta til markmiða að baki reglum um afpöntun ferðapakka vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018. Einnig ber að líta til sérstakra réttaráhrifa sem force majeure regla kann að hafa á réttarsviði um neytendavernd sem birtist í því að efndaskylda kunni að falla varanlega niður neytanda að vítalausu en leiði ekki aðeins til tímabundins brottfalls hennar. Um mismunandi áhrif force majeure reglunnar eftir samhengi og þýðingu hennar á sviði löggjafar um pakkaferðir má til hliðsjónar benda á dóm Evrópudómstólsins 8. júní 2023 í máli C-407/21 þar sem fjallað var um skýringu hugtaka í hliðstæðri grein 2. mgr. 12. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2302.26. Við afmörkun á efnislegu inntaki almennrar force majeure reglu hefur verið litið til þriggja þátta. Í fyrsta lagi þurfa ákveðin atvik að vera fyrir hendi. Í öðru lagi þarf að meta orsakatengsl, það er hvernig atvikin hafi áhrif á möguleika skuldara til að efna samningsskuldbindingu. Í þriðja lagi er litið til fyrirsjáanleika, það er hvort þýðingu hafi að skuldari hefði mátt sjá slík atvik fyrir við samningsgerð. Réttaráhrif reglunnar eru almennt þau að efndaskylda frestast á meðan fyrrgreint ástand varir. Af því leiðir að skuldari verður ekki talinn vanefna samningsskyldur sínar á því tímabili.27. Atvik sem falla undir regluna verða ekki tæmandi talin. Þar hefur einkum verið vísað til náttúruhamfara og stríðsátaka en einnig hafa farsóttir verið taldar falla þar undir. Í máli þessu er ótvírætt, einnig þegar litið er til lögskýringargagna að baki 3. mgr. 15. gr., að útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma eru aðstæður sem geta fallið undir ákvæðið.28. Stefndi byggir á því að í upphafi COVID-19 faraldursins, dagana fyrir afpöntun hans á ferðinni 28. febrúar, hafi legið fyrir aðgengilegar upplýsingar um að smit á Ítalíu væru í veldisvexti og neyðarástand í uppsiglingu á ítölskum sjúkrahúsum. Fyrsta COVID-19 smitið hefði greinst á Íslandi sama dag hjá ferðamanni sem kom frá Norður-Ítalíu og hafði dvalið á stað utan skilgreinds hættusvæðis. Enn fremur sé ljóst að fyrsti áfangastaður ferðarinnar hafi verið Verona í Veneto-héraði, einu þeirra fjögurra héraða sem embætti landlæknis hafði frá 25. febrúar varað við ferðum til.29. Samkvæmt framangreindum lagafyrirmælum, skýringargögnum og fyrirliggjandi gögnum í málinu er ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafði farsótt breiðst út á ákvörðunarstað og aðstæður því bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna.30. Við mat á orsakatengslum verður ekki gerð sú krafa að stefnda hafi með öllu verið ómögulegt í bókstaflegri merkingu að fara í ferðina að morgni 29. febrúar eða ferðin hafi fallið niður. Væri slíkt skilyrði þess að vernd 3. mgr. 15. gr. ætti við myndi ákvæðið missa marks enda væri þá engin þörf á að ferðamaður félli frá ferðasamningi, sbr. hins vegar fyrirmæli 16. gr. laganna um þá aðstöðu þegar skipuleggjandi eða smásali aflýsir pakkaferð.31. Við skýringu á orðunum „veruleg áhrif“ aðstæðna á „framkvæmd pakkaferðar“ í 3. mgr. 15. gr. verður enn leitað fanga í greinargerð með ákvæðinu og formálsorðum tilskipunar (ESB) 2015/2302. Segir þar að réttur ferðamanna til að falla frá pakkaferðarsamningi án þess að greiða þóknun verði virkur hafi ferðin umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðarinnar sem leiði til þess að ekki sé hægt að ferðast þangað með öruggum hætti eins og samið var um.32. Eins og aðstæður voru 28. febrúar 2020 með ört fjölgandi COVID-19 smitum á Norður-Ítalíu er ljóst að fyrirhuguð ferð þangað fól í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans. Sú áhætta var staðfest enn frekar degi síðar, á áætluðum brottfarardegi, þegar embætti landlæknis skilgreindi Ítalíu alla sem svæði með mikla smitáhættu. Sem fyrr segir var fyrsti áfangastaður ferðar stefnda Verona á Ítalíu sem embætti landlæknis hafði 25. febrúar mælt gegn ferðum til. Auk þess reyndust margir Íslendingar sem komu með flugi frá Verona 29. febrúar og 7. mars eftir skíðaferð til Norður-Ítalíu smitaðir og var farþegum sem komu þaðan til landsins 7. mars skipað í 14 daga sóttkví. Hefðu stefndi og fjölskylda hans sannanlega verið í þeim hópi. Er samkvæmt öllu framangreindu vafalaust að aðstæður á ákvörðunarstað við afpöntun höfðu veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar stefnda í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018.33. Í málinu er deilt um hvort sérstaka þýðingu hafi að íslensk stjórnvöld höfðu ekki formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu þegar stefndi afpantaði ferðina 28. febrúar. Í því sambandi bendir áfrýjandi á að útbreiðsla COVID-19 sjúkdómsins hafi fyrst orðið óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi laga nr. 95/2018 eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti sóttina heimsfaraldur 11. mars 2020 og íslensk stjórnvöld gerðu bindandi ráðstafanir um ferðalög til og frá landinu 19. sama mánaðar.34. Ekki verður fallist á að slík formskilyrði ráði úrslitum um hvort réttur ferðamanns samkvæmt 3. mgr. 15. gr. geti orðið virkur og ekkert sem styður þá staðhæfingu áfrýjanda að skýra beri ákvæðið með þeim hætti. Verða ekki gerðar mjög strangar kröfur til ferðamanna um sönnun á raunverulegum aðstæðum á ferðasvæði en nægilegt er að vissar líkur séu á áhættu fyrir heilbrigði þeirra vegna farsóttar. Rétt stefnda til að afpanta ferðina á grundvelli 15. gr. laga nr. 95/2018 verður þannig að meta á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda á þeim tíma sem afpöntun var gerð, þar á meðal þeirra mögulegu afleiðinga við heimkomu að þurfa að sæta sóttkví. Á það ótvírætt við í máli þessu um aðstæður á Ítalíu svo sem lýst hefur verið að framan.35. Þegar litið er til hins stutta fyrirvara á afpöntun stefnda á ferðinni, liðlega sjö klukkustundum fyrir upphaf hennar, sem miðast við brottför flugs Icelandair til Verona að morgni 29. febrúar 2020, verður einnig að hafa í huga að ferðamaður getur samkvæmt 1. mgr. 15. gr. afpantað ferð allt þar til hún hefst án þess að getið sé neinna tímamarka og gildir það sama um afpöntun samkvæmt 3. mgr. greinarinnar. Auk þess höfðu aðstæður breyst svo ört bæði á Norður-Ítalíu og hér á landi daginn fyrir brottför að tæplega var fyrr hægt að slá föstu að ferðin hefði umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans vegna aðsteðjandi ógnar af COVID-19 á ákvörðunarstað.36. Hin ófyrirséða og hraða þróun COVID-19 sjúkdómsins á síðustu dögum febrúarmánaðar 2020 undirstrikar jafnframt að þegar stefndi bókaði pakkaferð til Madonna di Campiglio í nóvember 2019 og greiddi að fullu 16. janúar 2020 gat hvorki hann né nokkur annar séð fyrir að atvik yrðu með þeim hætti sem raunin varð fyrirhugaðan brottfarardag 29. febrúar 2020. Má jafnframt slá því föstu að hefði ástandið á Norður-Ítalíu þá verið fyrirsjáanlegt hefði það haft afgerandi áhrif á ákvörðun stefnda um að bóka ferðina og greiða heildarverð hennar til áfrýjanda.37. Áfrýjandi hefur loks byggt á því að túlka verði undartekningarákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 þröngt í ljósi þess að það skerði kröfuréttindi hans á hendur farþegum samkvæmt gildum samningi sem verndar njóti samkvæmt eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Löggjafanum séu settar þröngar skorður við því að veita öðrum aðila samningssambands rétt til að losna undan skuldbindingum sínum bótalaust.38. Markmið laga nr. 95/2018 er að auka vernd neytenda, þar á meðal með skýrari heimild ferðamanns til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Svo sem fram kemur í lögskýringargögnum mat löggjafinn leiðir að þessu markmiði út frá kröfum stjórnarskrár og þeim ramma sem hann hefur til að setja reglur um atvinnustarfsemi. Verður ekki fallist á að umrædd lagaregla eða beiting hennar við þessar aðstæður séu óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi áfrýjanda sem fyrirtækis í ferðaþjónustu í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefna að.39. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið voru uppfyllt skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 fyrir því að stefndi afpantaði 28. febrúar 2020 pakkaferð til Madonna di Campiglio sem fyrirhuguð var 29. febrúar til 7. mars sama ár með rétti til fullrar endurgreiðslu. Áfrýjandi ber áhættu af því þegar ferð er afpöntuð af þessum ástæðum og á ekki rétt til greiðslu þóknunar samkvæmt skýrum fyrirmælum 3. mgr. greinarinnar. Bar áfrýjanda því samkvæmt 5. mgr. að endurgreiða stefnda ferðina að fullu innan fjórtán daga frá afpöntun hennar.40. Að öllu framangreindu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður niðurstaða Landsréttar staðfest.41. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og fram kemur í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess samhliða því eru flutt tvö mál sem eiga rætur að rekja til sömu málsatvika.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Ferðaskrifstofa Íslands ehf., greiði stefnda, Steinari Þór Ólafssyni, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=b17259ac-f453-4fab-ab20-a894389bf0fa&verdictid=b5a57b0a-d2dc-4d95-bd9b-a9d250bf330b |
Mál nr. 5/2023 | Ráðningarsamningur Uppsögn Kjarasamningur Túlkun samnings Veikindaforföll Veikindalaun Stjórnarskrá | A krafðist greiðslu launa úr hendi B ehf. í veikindaforföllum. Deila aðila sneri helst að því hvort aðgerð sem A gekkst undir og tilefni hennar félli undir sjúkdómshugtak vinnuréttar og kjarasamnings sem var í gildi þegar hún fór fram eða hvort setning laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði hefði leitt til réttindamissis áfrýjanda í þessu tilliti. Dómurinn vísaði til þess að markmið laga nr. 80/2019 hefði verið að mæla fyrir um rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og þannig tryggja einkalífsréttindi þeirra sem njóta stjórnarskrárverndar. Þannig hefði með lögunum engin afstaða verið tekin til þess hvort kynmisræmi gæti talist veikindi og ekkert í lögunum eða greinargerð með þeim sem benti til að ætlunin hafi verið að skerða réttindi þeirra sem lögin taka til. Í málinu hafði A aflað tveggja læknisvottorða um óvinnufærni sína og í vætti annars læknisins fyrir dómi kom fram að aðgerðin hefði verið aðkallandi til að koma í veg fyrir óvinnufærni A. Þegar B ehf. bárust þessi vottorð kallaði hann hvorki eftir frekari skýringum né freistaði þess að fá þeim hnekkt. Að þessu gættu var talið að A hefði sannað að hann ætti á grundvelli kjarasamnings rétt til launa í veikindaforföllum. Krafa A var því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. janúar 2023. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 479.368 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 217.558 krónum frá 1. mars til 1. apríl 2020 og af 479.368 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum3. Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður á öllum dómstigum. Til vara krefst hann þess að stefnukrafan verði lækkuð og stefnda gert að greiða málskostnað að skaðlausu eða hann felldur niður á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Í málinu er deilt um hvort áfrýjandi eigi rétt til greiðslu launa í veikindaforföllum vegna aðgerðar sem hann gekkst undir sem lið í meðferð vegna kynmisræmis. Nánar tiltekið er ágreiningur um hvort aðgerðin og tilefni hennar falli undir sjúkdómshugtak vinnuréttar og kjarasamning sem var í gildi þegar hún fór fram eða hvort setning laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði hafi leitt til réttindamissis áfrýjanda í þessu tilliti.5. Með héraðsdómi 10. maí 2021 var krafa áfrýjanda á hendur stefnda tekin til greina. Aftur á móti var stefndi sýknaður af kröfunni með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 4. nóvember 2022.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 18. janúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-153, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um skýringu og túlkun laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði að því er varðar hvort kynmisræmi skuli skilgreint sem sjúkdómur með tilliti til réttar til greiðslu launa í veikindaforföllum.Málsatvik7. Áfrýjandi er transmaður og hefur frá 2017 notið meðferðar hjá transteymi Landspítala. Hann var ráðinn til afgreiðslustarfa í verslun stefnda í ágúst 2015 og starfaði þar í hlutastarfi til loka janúar 2020. Um miðjan þann mánuð óskaði áfrýjandi eftir leyfi frá störfum í tvo mánuði frá 1. febrúar vegna brjóstnáms en hann gekkst undir þá aðgerð 4. þess mánaðar.8. Stefndi sagði áfrýjanda upp störfum með bréfi 30. janúar 2020. Tekið var fram að uppsögnin tæki gildi 1. febrúar það ár og uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir eða til loka apríl. Þess var óskað að áfrýjandi ynni uppsagnarfrestinn. Í bréfinu voru tilgreindar tvær ástæður fyrir uppsögninni. Annars vegar verulegur samdráttur í verslun ferðamanna og að horfur væru á að hann héldi áfram og að kostnaður, sérstaklega launakostnaður, ykist mikið. Því væri nauðsynlegt að hagræða. Hins vegar hefði áfrýjandi ekki staðið sig í starfi og mun lakar en þorri annarra starfsmanna en honum hafði verið veitt áminning með bréfi 17. janúar 2020. Í uppsagnarbréfinu kom einnig fram að áfrýjandi hefði um miðjan þann sama mánuð beðið yfirmann sinn um leyfi í febrúar og mars það ár. Það leyfi hefði verið veitt á þeirri forsendu að um væri að ræða orlof sem áfrýjanda hefði þegar verið greitt fyrir en að öðru leyti yrði leyfið launalaust. Í niðurlagi bréfsins kom fram að gert væri ráð fyrir því að áfrýjandi mætti til vinnu í byrjun apríl og ynni út þann mánuð sem yrði hans síðasti hjá fyrirtækinu. Áfrýjandi sneri ekki aftur til starfa hjá stefnda.9. Með bréfi VR 10. júní 2020 var þess krafist að stefndi greiddi áfrýjanda laun í tvo mánuði í veikindaforföllum með orlofi í samræmi við ákvæði kjarasamnings og á grundvelli læknisvottorðs 10. febrúar 2020 sem nánar verður vikið að hér síðar. Í bréfinu var krafan sundurliðuð og svarar höfuðstóll hennar til þeirrar kröfu sem áfrýjandi hefur uppi í málinu. Með bréfi 23. júní 2020 ítrekaði lögmaður áfrýjanda kröfuna. Þessum erindum var ekki svarað af hálfu stefnda og höfðaði áfrýjandi málið 22. september sama ár.Álit lækna0. Áfrýjandi aflaði fyrrgreinds vottorðs 10. febrúar 2020 sem ritað er af C lýtalækni. Þar sagði að áfrýjandi hefði verið óvinnufær vegna sjúkdóms frá 4. febrúar til 4. apríl 2020. Tekið var fram að ef óskað væri nánari upplýsinga um sjúkdóm áfrýjanda skyldi trúnaðarlæknir snúa sér til vottorðsgjafa. 1. Í vætti lýtalæknisins fyrir héraðsdómi kom fram að allar rannsóknir bentu til að brjóstnám væri mikilvægur liður í meðferð transmanna. Tók læknirinn fram að til þess að einstaklingur hlyti læknismeðferð þyrfti að vera fyrir hendi sjúkdómsgreining og við það væri miðað. Þeim sem nytu meðferðar liði betur, sjálfsvígstíðni lækkaði og andleg líðan batnaði. Aftur á móti væri aðgerðin valkvæð en ekki bráðaaðgerð.2. Undir rekstri málsins í héraði aflaði áfrýjandi vottorðs D geðlæknis. Þar kom fram að áfrýjandi hefði verið skjólstæðingur læknisins frá árinu 2017. Áfrýjandi væri fædd kona en hefði í fyrsta viðtali við lækninn greint frá því að upplifa sig, allt frá kynþroskaaldri, í röngum líkama. Áfrýjandi hefði fundið fyrir miklum kynama og leitað sér aðstoðar hjá transteymi Landspítalans. Hann hefði verið greindur á geðsviði spítalans og fengið hormónameðferð. Því næst hefði hann farið í brjóstnám en vegna vandamála sem fylgt hefðu aðgerðinni hefði hann þurft að fara í nánar tilgreinda uppbyggingu og verið frá vinnu um nokkurt skeið. Tekið var fram að meðferð áfrýjanda væri að mestu greidd af sjúkratryggingum enda um staðfestan sjúkdóm að ræða sem félli undir greiningarviðmið og hefði sjúkdómsnúmerið F64.0 í greiningarkerfum.3. Í vitnisburði geðlæknisins fyrir héraðsdómi kom fram að misræmi milli fæðingarkyns og kynvitundar leiddi til kynama sem ylli vanlíðan með kyneinkenni. Taldi læknirinn að enginn vafi léki á því að þetta teldist sjúkdómur eftir greiningarbókum sem unnið væri með í geðlæknisfræði. Meðferð færi fram á Landspítalanum og fælist fyrst í stað í greiningu sem tæki sex til átta mánuði. Að því loknu tæki við hormónagjöf og svo skurðmeðferð sem í þessu tilviki hefði verið brjóstnám. Spurður hvort það gæti leitt til óvinnufærni ef brjóstnám færi ekki fram sagði læknirinn svo tvímælalaust vera enda ylli það mikilli vanlíðan fyrir karlmann að vera með stór brjóst. Slík aðgerð væri því aðkallandi til að koma í veg fyrir félagsfælni og kvíða sem áfrýjandi hefði verið greindur með.Helstu málsástæður aðila4. Áfrýjandi byggir á því að hann hafi verið greindur með kynama árið 2017 og fengið læknisfræðilega meðferð vegna hans hjá transteymi sérfræðinga á Landspítalanum. Áfrýjandi hafi tilkynnt stefnda um aðgerðina sem hann gekkst undir 4. febrúar 2020 og telur sig eiga rétt til launa í veikindaforföllum á grundvelli kjarasamnings. Þetta reisir áfrýjandi á fyrrgreindum læknisvottorðum sem ekki hafi verið hnekkt.5. Til stuðnings því að um hafi verið að ræða sjúkdóm vísar áfrýjandi til alþjóðlegs greiningarkerfis sjúkdóma þar sem kynami og trans séu skilgreind sem sjúkdómur sem þarfnist læknisfræðilegrar meðhöndlunar en stuðst sé við þessa flokkun af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi. Áfrýjandi andmælir því að breyting hafi orðið að þessu leyti með lögum nr. 80/2019 eins og lagt hafi verið til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi. Lögin hafi að geyma heimild til að skrá kyn sitt í opinberri skrá í samræmi við kynvitund og án þess að fá læknisfræðilega greiningu. Þessi heimild breyti hins vegar engu um læknisfræðilegt mat á kynama og þá heilbrigðisþjónustu sem veita beri þeim sem fái slíka greiningu.6. Stefndi tekur undir þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að kynmisræmi geti ekki talist sjúkdómur í kjölfar setningar laga nr. 80/2019. Í því tilliti breyti engu þótt transfólki standi eftir sem áður til boða heilbrigðisþjónusta. Einnig heldur stefndi því fram að brjóstnámið sem áfrýjandi gekkst undir hafi verið lýtaaðgerð en slíkar aðgerðir séu valkvæðar og geti ekki skapað skyldu fyrir vinnuveitanda til að greiða laun í veikindaforföllum. Þá hafi aðgerðin ekki verið aðkallandi eða nauðsynleg til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt var að leiddi til óvinnufærni. Varakrafa stefnda er reist á því að við uppgjörið beri að taka tillit til þess að áfrýjandi hafi virt að vettugi gagnkvæman uppsagnarfrest frá 5. apríl 2020 til loka þess mánaðar. Hann hafi því gerst sekur um brotthlaup og sé bótaskyldur vegna þess samkvæmt lögjöfnun frá 1. mgr. 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928. Jafnframt telur stefndi ósannað að áfrýjandi hefði ekki getað takmarkað tjón sitt með greiðslu úr sjúkrasjóði stéttarfélags síns eða opinberum sjúkratryggingum. Löggjöf, kjarasamningur og alþjóðlegar samþykktirVinnulöggjöf og kjarasamningur7. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla skal allt fastráðið verkafólk, sem ráðið hefur verið hjá sama atvinnurekanda í eitt ár samfellt, er það forfallast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, í einn mánuð. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal slíkt starfsfólk, hafi það verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfellt, að auki halda daglaunum sínum í einn mánuð. Í skýringum við þetta ákvæði í athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að réttur til launa í veikindaforföllum væri fyrir hendi þótt veikindi væru óviðkomandi þeirri vinnu sem launþeginn stundaði. Af 10. gr. laganna leiðir að ákvæði í samningi milli atvinnurekanda og launþega sem mæla fyrir um rýrari rétt launþega en leiðir af lögum eru ógild.8. Í kjarasamningi milli VR og Samtaka atvinnulífsins sem var í gildi frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 sagði í grein 8.2.2 að laun í veikinda- og slysaforföllum þeirra starfsmanna sem unnið hafa hjá sama vinnuveitanda í eitt ár eða meira væru tveir mánuðir á hverjum 12 mánuðum en sá réttur yrði síðan rýmri eftir fimm ára starf. Í ákvæðinu var vísað til bókunar 2000 við kjarasamninginn um óvinnufærni vegna veikinda sem hljóðar svo:Aðilar eru sammála um að auk veikinda og slysatilvika verði veikindaréttur skv. samningi þessum virkur þurfi starfsmaður að gangast undir aðkallandi og nauðsynlega læknisaðgerð til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt er að leiði til óvinnufærni.Ofangreind skilgreining felur ekki í sér breytingu á sjúkdómshugtaki vinnuréttar eins og það hefur verið túlkað af dómstólum. [...]Lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði og forsaga þeirra9. Hinn 27. júní 2012 tóku gildi lög nr. 57/2012 um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. Samkvæmt 1. gr. var markmið laganna að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu að lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi. Með kynáttunarvanda var átt við upplifun einstaklings frá unga aldri um að hann teldi sig hafa fæðst í röngu kyni og óskaði eftir að tilheyra hinu kyninu, sbr. 1. tölulið 3. gr. laganna.20. Í 4. gr. laga nr. 57/2012 var mælt fyrir um að teymi sérfræðinga um kynáttunarvanda skyldi starfa á Landspítalanum og með 5. gr. þeirra var komið á fót sérfræðinganefnd um kynáttunarvanda. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna gat sá sem hlotið hefði greiningu og viðurkennda meðferð hjá teyminu óskað staðfestingar hjá sérfræðinganefndinni um að hann tilheyrði gagnstæðu kyni. Með slíkri umsókn þurfti að fylgja greinargerð teymisins þar sem meðal annars skyldi koma fram að umsækjandi hefði verið undir eftirliti þess í að minnsta kosti 18 mánuði og verið í gagnstæðu kynhlutverki í að minnsta kosti eitt ár. Að fullnægðum þessum skilyrðum og öðrum sem tilgreind voru í lögunum staðfesti sérfræðinganefndin að umsækjandi tilheyrði gagnstæðu kyni og einnig, ef við átti, hvort umsækjandi væri hæfur til kynleiðréttandi aðgerðar, sbr. 3. mgr. 6. gr. laganna. Nefndinni bar síðan að tilkynna umsækjanda um niðurstöðu ákvörðunar og jafnframt senda Þjóðskrá Íslands tilkynningu um að kyn umsækjanda hefði verið leiðrétt samkvæmt lögunum, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Umsækjandi sem hlaut staðfestingu um að hann tilheyrði gagnstæðu kyni naut allra þeirra réttinda að lögum sem skráð kyn bar með sér, sbr. 7. gr. laganna.21. Lög nr. 57/2012 voru leyst af hólmi með fyrrgreindum lögum nr. 80/2019. Samkvæmt 1. gr. þeirra kveða lögin á um rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Í 4. tölulið 2. gr. laganna segir að með kynvitund sé átt við upplifun einstaklings af eigin kyni og skilgreining hans á því.22. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 80/2019 nýtur sérhver einstaklingur, í samræmi við aldur og þroska, óskoraðs réttar til að skilgreina kyn sitt; viðurkenningar á kyni sínu, kynvitund og kyntjáningu; að þroska persónuleika sinn í samræmi við eigin kynvitund og líkamlegrar friðhelgi og sjálfræðis um breytingar á kyneinkennum. Jafnframt á einstaklingur, sem náð hefur 15 ára aldri, rétt til að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. Beiðni um slíka breytingu skal beint til Þjóðskrár Íslands og samhliða breyttri skráningu kyns á umsækjandi rétt á að breyta nafni sínu, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í skýringum við 3. gr. í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði að þótt í ákvæðinu væri vísað til sjálfræðis um breytingar á kyneinkennum fælist ekki í þessu að einstaklingur gæti gert kröfu um að tilteknar aðgerðir yrðu framkvæmdar á tilteknum tíma. Þetta yrði að vera ákveðið með samráði hans og þess heilbrigðisstarfsfólks sem veitti þjónustuna. Enn væri gert ráð fyrir því að greining kynmisræmis lægi til grundvallar ákvörðun um meðferð.23. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kom fram að markmið þess væri að bæta réttarstöðu trans og intersex fólks og færa hana til nútímahorfs. Með því væri komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðlað að réttarbótum trans og intersex einstaklinga með því að heimila þeim sem væru 15 ára og eldri að skilgreina kyn sitt á eigin forsendum og ráða skráningu þess enda væru aðrir ekki betur til þess bærir. Þannig væri breytt því fyrirkomulagi laga að einstaklingar á viðkvæmum stað í lífi sínu væru settir í þá stöðu að bíða samþykkis sérfræðinefndar fyrir slíkri opinberri skráningu, en draga mætti í efa að það samrýmdist grunnsjónarmiðum að baki 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 um friðhelgi einkalífs.24. Um kynvitund trans fólks sagði í greinargerðinni að hún væri að einhverju eða öllu leyti á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu og kynnu trans einstaklingar að þjást af vanlíðan gagnvart eigin kyneinkennum og kyngervi sem viðkomandi teldi vera í andstöðu við persónuleika sinn. Einnig sagði að ljóst væri að langtum meiri fjölbreytni ríkti um kyn og kynvitund en hin hefðbundna tvískipting í karlkyn og kvenkyn gæfi til kynna. Tvískiptingin næði alls ekki yfir öll tilbrigði kyns og kynvitundar, eins og tilvist trans og intersex fólks sýndi, og væri þannig ónothæf sem grundvöllur skilnings á þessum mannlegu eiginleikum. Enn fremur væri löggjöf sem byggðist á hinni hefðbundnu tvískiptingu einni ekki til þess fallin að tryggja friðhelgi, einstaklingsfrelsi og önnur mannréttindi þeirra sem hún næði ekki yfir. Því næst sagði svo í greinargerðinni:Frumvarpið felur í sér viðbrögð við þessu og er með því fylgt eftir þróun sem hefur átt sér stað víða um lönd í þá veru að horfið er frá því að skilgreina trans og intersex fólk sem sjúklinga er þurfi atbeina heilbrigðisstarfsfólks til að ráða fram úr kynvitund sinni og fólki látið eftir að skilgreina kyn sitt sjálft og stýra því hvernig það er skráð opinberlega.Alþjóðlegt greiningarkerfi sjúkdóma25. Á Íslandi eins og víðast hvar í Evrópu er á vettvangi heilbrigðisþjónustu notast við greiningarkerfi sem ber heitið Alþjóðleg flokkun sjúkdóma (International Classification of Diseases eða ICD). Þessi greining er gerð af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem er ein stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í henni er sett fram kóðunarkerfi sem notað er við skráningu á sjúkdómum og skyldum heilbrigðisvanda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi í samræmi við fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga í heilbrigðisþjónustu.26. Í 10. útgáfu ICD er í kafla um geðsjúkdóma undir liðnum kynáttunarvandi (gender identity disorder) að finna lið F64.0 Transsexualism og því lýst sem vilja til að lifa og vera viðurkenndur af gagnstæðu kyni, venjulega með ama af eigin kyneinkennum og ósk um að gangast undir skurðaðgerð og hormónameðferð til að laga líkama að kynvitund. Þessi útgáfa er frá árinu 1994 en um árabil hefur verið unnið að endurskoðun hennar. Lokadrög 11. útgáfu ICD voru gefin út 18. júní 2018 og samþykkt 25. maí 2019 á 72. heimsþingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þessi útgáfa tók svo gildi 1. janúar 2022. Í henni hefur heiti kynáttunarvanda verið breytt í kynmisræmi (gender incongruence) og fært úr kafla um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (conditions related to sexual health). Fram hefur komið, meðal annars í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 80/2019, að talsvert hefði verið rætt um hvort fjarlægja ætti kynmisræmi eða kynama að fullu úr greiningarkerfinu og undirstrika þannig að trans einstaklingar séu ekki haldnir sjúkdómi. Niðurstaðan hafi þó verið að halda þessu innan greiningarkerfisins, einkum til að tryggja aðgengi trans fólks að heilbrigðisþjónustu, meðal annars í tengslum við kynleiðréttingu. 27. Umrætt greiningarkerfi felur ekki í sér bindandi reglur fyrir aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er til leiðbeiningar og samræmingar. Þótt 11. útgáfa ICD hafi tekið gildi munu ríki vera mislangt á vegi stödd með innleiðingu hennar. Samkvæmt tölvubréfi frá embætti landlæknis 27. október 2022 til lögmanns áfrýjanda, sem sent var þegar málið var til meðferðar í Landsrétti, er hér á landi enn notuð 10. útgáfa ICD. Tekið var fram í bréfinu að nýja útgáfan kallaði á mjög umfangsmiklar breytingar á greiningarkerfinu sem myndu taka sinn tíma. Fyrirhugað væri að sú innleiðing færi fram hér á landi árið 2025 en þangað til yrði stuðst við eldri útgáfuna.Niðurstaða28. Í málinu deila aðilar um hvort áfrýjandi eigi á grundvelli kjarasamnings rétt til launa í veikindaforföllum úr hendi stefnda vegna aðgerðar sem hann gekkst undir. Verði slíkur réttur talinn vera fyrir hendi er ágreiningslaust með aðilum að hann taki til launa í tvo mánuði vegna febrúar og mars 2020 auk þess sem þeir deila ekki um tölulegan útreikning kröfunnar. 29. Eins og áður er rakið var markmið laga nr. 80/2019 að mæla fyrir um rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og þannig tryggja einkalífsréttindi þeirra sem njóta stjórnarskrárverndar. Með lögunum er einstaklingum sem náð hafa 15 ára aldri veitt kynrænt sjálfræði og draga lögin nafn sitt af því. Í þessu ljósi verður að skilja þau ummæli sem tekin eru orðrétt upp hér áður í 24. lið dómsins um þá þróun víða um lönd að hverfa frá því að skilgreina trans og intersex fólk sem sjúklinga er þurfi atbeina heilbrigðisstarfsfólks til að ráða fram úr kynvitund sinni og láta fólki þess í stað eftir að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig var með lögunum engin afstaða tekin til þess hvort kynmisræmi gæti talist veikindi. Verður því ekki fallist á það með Landsrétti að lögin hafi leitt til þess að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í íslenskum rétti. Hér er þess einnig að gæta að hvorki í lögunum né lögskýringargögnum kemur neitt það fram sem bendir til að ætlunin hafi verið að skerða réttindi þeirra sem lögin taka til, svo sem með því að raska réttindum og skyldum á vinnumarkaði sem ráðast af kjarasamningum.30. Svo sem fyrr greinir hefur sú breyting verið gerð í nýrri útgáfu ICD að kynmisræmi er ekki í kafla um geðsjúkdóma heldur í kafla um kynheilsu. Í þessum nýju alþjóðlegu viðmiðum, sem ekki hafa verið innleidd hér á landi, er kynmisræmi sem slíkt ekki skilgreint meðal geðsjúkdóma eins og áður var miðað við. Aftur á móti liggur fyrir að kynmisræmi getur valdið kynama en hann kann eftir læknisfræðilegum gögnum málsins að hafa í för með sér mikla vanlíðan sem leitt getur til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar og er þekkt að slíkur vandi getur orsakað sjálfsvíg. Þegar afleiðingar kynmisræmis eru í þá veru getur ástand viðkomandi falið í sér sjúkdóm þannig að bregðast þurfi við, svo sem með því að viðkomandi gangist undir læknisfræðilega meðferð til að staðfesta kyn sitt og koma í veg fyrir óvinnufærni.31. Samkvæmt bókun 2000 við kjarasamning VR og Samtaka atvinnulífsins, sem var í gildi á þessum tíma, verður veikindaréttur virkur ef starfsmaður þarf að gangast undir aðkallandi og nauðsynlega læknisaðgerð til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlega mun leiða til óvinnufærni. Áfrýjandi hefur aflað fyrrgreindra læknisvottorða og í vætti þess læknis sem stundað hefur áfrýjanda um árabil kom fram að aðgerðin hefði verið aðkallandi til að koma í veg fyrir óvinnufærni hans. Þegar stefnda bárust þessi vottorð kallaði hann hvorki eftir frekari skýringum né freistaði þess að fá þeim hnekkt. Að því gættu hefur áfrýjandi sannað að hann eigi á grundvelli kjarasamnings rétt til launa í veikindaforföllum úr hendi stefnda.32. Í aðilaskýrslu áfrýjanda fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði án athugasemda af hálfu stefnda fengið samstarfsmenn til að taka vaktir sínar í apríl 2020 eftir að veikindatímabili lauk og þar til uppsagnarfrestur rann út í lok þess mánaðar. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var þessu ekki andmælt. Þá staðfesti fyrirsvarsmaður stefnda í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að ekki hefði verið skorað á áfrýjanda að mæta til vinnu. Að þessu gættu eru ekki efni til að taka til greina þá málsástæðu stefnda að áfrýjandi hafi ekki virt gagnkvæman uppsagnarfrest í lögskiptum aðila þannig að lækka beri fjárkröfu áfrýjanda. Ekki verður heldur tekin til greina sú málsástæða stefnda að áfrýjandi hefði getað takmarkað tjón sitt með greiðslum úr sjúkrasjóði eða opinberum sjúkratryggingum enda krefst hann efnda eftir samningi en ekki skaðabóta. Krafa áfrýjanda á hendur stefnda verður því að fullu tekin til greina en útreikningur hennar er óumdeildur eins og áður getur.33. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað á öllum dómstigum sem ákveðinn er í einu lagi eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Stefndi, B ehf., greiði áfrýjanda, A, 479.368 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 217.558 krónum frá 1. mars til 1. apríl 2020 og af 479.368 krónum frá þeim degi til greiðsludags.Stefndi greiði áfrýjanda samtals 3.000.000 króna í málskostnað á öllum dómstigum. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=b4f5e257-f0c3-4461-b474-4362cecb64da&verdictid=e27777dc-26a7-47ef-89de-2fd9f743ff16 |
Mál nr. 3/2023 | Neytendakaup Pakkaferðir Afpöntun Force majeure Endurgreiðsla | Ó höfðaði mál á hendur F ehf. og krafðist endurgreiðslu vegna ferðar sem hann hafði bókað hjá F og greitt að fullu til Norður-Ítalíu en afpantað daginn fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs. Hæstiréttur taldi ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hefðu aðstæður á ákvörðunarstað verið bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar og haft veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar Ó í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ekki var talið hafa úrslitaþýðingu hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu á þeim degi sem ferðin var afpöntuð heldur væri nægilegt að vissar líkur væru á áhættu fyrir heilbrigði Ó og fjölskyldu hans vegna farsóttar. Þá var ekki fallist á að lagafyrirmæli um rétt Ó til endurgreiðslu og beiting hennar við þessar aðstæður væru óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi F í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefndu að. Var því talið að skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 til að afpanta ferðina með rétti til fullrar endurgreiðslu væru uppfyllt og að F bæri áhættuna af því að ferð væri afpöntuð af þessum ástæðum. Var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um rétt Ó til fullrar endurgreiðslu ásamt dráttarvöxtum frá því að 14 dagar voru liðnir frá afpöntun ferðarinnar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. janúar 2023. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Í málinu er deilt um hvort stefndi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi áfrýjanda vegna ferðar til Norður-Ítalíu 29. febrúar til 7. mars 2020 sem hann hafði greitt fyrir að fullu en afpantaði kvöldið fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs þar í landi. Aðilar deila um hvernig beri að skýra fyrirmæli laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um að ferðamaður geti afpantað pakkaferð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna og fengið heildarverð hennar endurgreitt við þær aðstæður.5. Með héraðsdómi 27. janúar 2021 var fallist á kröfur stefnda um að áfrýjandi skyldi endurgreiða honum heildarverð pakkaferðarinnar og var sú niðurstaða staðfest 11. nóvember 2022 með hinum áfrýjaða dómi.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 10. janúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-141, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar.Málsatvik7. Tildrög málsins eru að 19. nóvember 2019 pantaði stefndi skíðaferð fyrir sig og eiginkonu sína hjá áfrýjanda til Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu vikuna 29. febrúar til 7. mars 2020. Bókunin var hluti stærri ferðabókunar þar sem þrjú uppkomin börn stefnda ásamt fjölskyldum voru einnig með í för, alls þrettán manns. Bókað var flug með Icelandair frá Keflavík til Verona á Ítalíu og til baka, rútuferðir frá Verona til Madonna di Campiglio og til baka og hótelgisting. Heildarverð bókunar stefnda nam 677.824 krónum og var það greitt áfrýjanda að fullu 17. janúar 2020.8. Laust fyrir miðnætti 28. febrúar 2020 sendi sonur stefnda tölvubréf til áfrýjanda þar sem hann tilkynnti að í ljósi frétta dagsins, mikillar fjölgunar COVID-19 smita á Ítalíu og þar sem flest smit sem borist hefðu um Evrópu mætti rekja þangað hefði verið tekin ákvörðun um að fjölskyldan færi ekki næsta morgun í fyrirhugaða ferð til Madonna. Áfrýjandi staðfesti með tölvubréfi 2. mars móttöku tilkynningar um afpöntun en tók fram að samkvæmt skilmálum yrði ekki um neina endurgreiðslu að ræða af hans hálfu.9. Sonur stefnda sendi áfrýjanda bréf 10. mars 2020 fyrir hönd allra fjölskyldumeðlima sem bókaðir voru í ferðina og krafðist endurgreiðslu. Vísað var til þess að fyrsta tilfelli COVID-19 hefði greinst á Íslandi 28. febrúar en sá einstaklingur hefði verið á skíðum í bænum Andalo í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu. Hefði landlæknisembættið áður mælt gegn ónauðsynlegum ferðum til Norður-Ítalíu og ráðlagt þeim sem kæmu frá þessum svæðum að fara í 14 daga sóttkví. Frá 29. febrúar hefði embætti landlæknis skilgreint Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu auk þess sem öllum sem komu með flugi Icelandair frá Verona 29. febrúar og 7. mars hefði verið skipað í sóttkví. Ljóst væri að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu verið uppi í skilningi laga nr. 95/2018 sem yfirgnæfandi líkur hefðu verið á að myndu hafa afgerandi áhrif á ferðalög til Ítalíu. Af þessum ástæðum og með vísan til 5. mgr. 15. gr. laganna var farið fram á að áfrýjandi endurgreiddi stefnda það sem hann hafði greitt fyrir ferðina.0. Áfrýjandi hafnaði kröfu stefnda og fjölskyldu hans með bréfi 13. mars 2020. Þar var tekið fram að á brottfarardegi 29. febrúar hefði embætti landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio. Lög nr. 95/2018 gerðu ekki ráð fyrir að hægt væri að afpanta ferð með nokkurra klukkustunda fyrirvara enda væri við slíkar aðstæður ekki hægt að reka ferðaskrifstofu. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum eða mælt eindregið gegn því að farið yrði í ferðalög til ákveðinna svæða en þær aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi þegar ferðin var afpöntuð að kvöldi 28. febrúar 2020.1. Í málum nr. 2 og 4/2023 sem flutt eru samhliða þessu máli er leyst úr hliðstæðum kröfum á hendur áfrýjanda vegna ferðabókana annarra fjölskyldumeðlima stefnda.Löggjöf2. Lög nr. 95/2018 fjalla um tilhögun pakkaferða, þar á meðal um afpöntun og aflýsingu slíkrar ferðar fyrir brottför og hvenær ferðamenn öðlast rétt til endurgreiðslu við afpöntun. Með lögunum var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Hún leysti af hólmi Evróputilskipun 90/314/EBE um ferðapakka, orlofspakka og skoðunarferðapakka sem hafði verið innleidd hér á landi með lögum nr. 80/1994 um alferðir.3. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 95/2018 er markmið þeirra að tryggja neytendavernd við kynningu, gerð og efndir samninga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Í skýringum við ákvæðið í greinargerð frumvarps sem varð að lögunum og umfjöllun um markmið þess er vísað til tilskipunar (ESB) 2015/2302 sem ætlað hafi verið að færa reglur um pakkaferðir til samræmis við aðrar nýlegar tilskipanir á sviði neytendaréttar. Réttindum ferðamanna sé lýst með ítarlegri og skýrari hætti en í eldri tilskipun og lögum, þar á meðal hvenær ferðamaður eigi rétt á að afpanta ferð.4. Í 4. gr. laganna eru skýringar á ýmsum hugtökum og í 11. tölulið eru óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður skilgreindar svo:Aðstæður sem eru ekki á valdi þess aðila sem ber þær fyrir sig og ekki hefði verið hægt að komast hjá jafnvel þótt gripið hefði verið til réttmætra ráðstafana.5. Í greinargerð frumvarpsins um þessa grein er tekið fram til frekari skýringar að í eldri tilskipun hafi beinlínis verið vísað til „force majeure“ aðstæðna og sé rétt að túlka ákvæðið með það hugtak í huga.6. Í 15. gr. laganna er fjallað um afpöntun pakkaferðar og er greinin svohljóðandi:Ferðamaður getur afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Í samningi um pakkaferð er heimilt að tilgreina sanngjarna þóknun fyrir afpöntun ferðar sem tekur mið af því hversu löngu fyrir upphaf ferðarinnar afpantað er og áætluðum tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Sé ekki kveðið á um staðlaða þóknun vegna afpöntunar í samningi um pakkaferð skal þóknunin samsvara tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Skipuleggjandi eða smásali á ekki rétt á greiðslu þóknunar af hendi ferðamanns ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar, eða verðhækkunar umfram 8%, sbr. 12. gr.Ferðamaður á ekki rétt til frekari skaðabóta við aðstæður skv. 3. mgr.Skipuleggjandi eða smásali skal endurgreiða ferðamanni greiðslur sem honum ber skv. 1.–3. mgr. innan 14 daga frá afpöntun.7. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir í skýringum við 15. gr. að með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum í 3. mgr. geti til dæmis verið átt við stríðsástand, útbreiðslu farsótta eða sjúkdóma, hryðjuverk, pólitískan óstöðugleika eða aðrar aðstæður sem hafi afgerandi áhrif á ferðalög til viðkomandi staða.8. Ákvæði 15. gr. laganna er ætlað að innleiða 12. gr. fyrrgreindrar tilskipunar (ESB) 2015/2302 en 2. mgr. hennar, sem svarar til 3. mgr. 15. gr. laganna, er svohljóðandi:Þrátt fyrir 1. mgr. skal ferðamaður hafa rétt til að rifta pakkaferðarsamningi áður en pakkaferðin hefst án þess að greiða riftunargjald, ef upp koma óhjákvæmilegar og óvenjulegar aðstæður á ákvörðunarstað eða í næsta nágrenni, sem hafa veruleg áhrif á pakkaferðina eða hafa veruleg áhrif á farþegaflutning til ákvörðunarstaðar. Ef pakkaferðarsamningi er rift samkvæmt þessari málsgrein skal ferðamaðurinn eiga rétt á að fá fulla endurgreiðslu allra greiðslna sem hann hefur innt af hendi fyrir pakkaferðina, en skal ekki eiga rétt á frekari skaðabótum.9. Í 31. lið formálsorða tilskipunarinnar er varpað frekara ljósi á inntak réttar ferðamanna til að falla frá samningi við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 12. gr. Tekið er fram að þær geti meðal annars náð yfir hernað, önnur alvarleg öryggisvandamál, svo sem hryðjuverk, umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðar eða náttúruhamfarir á borð við flóð, jarðskjálfta eða veðurskilyrði sem geri það að verkum að ekki sé hægt að ferðast með öruggum hætti til ákvörðunarstaðar eins og umsamið var í pakkaferðarsamningi.20. Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 95/2018 er fjallað um samræmi þess við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Áréttað er að því sé ætlað að hafa í för með sér aukna neytendavernd. Þá segir að efni frumvarpsins gefi ekki sérstaka ástæðu til að ætla að það fari gegn ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í því samhengi er tekið fram að markmið og þær aðferðir sem tillögur eru gerðar um í frumvarpinu séu innan þess ramma sem Alþingi hafi til að setja reglur um atvinnustarfsemi.Niðurstaða21. Sem fyrr segir greinir aðila á um hvernig skýra beri framangreind ákvæði laga nr. 95/2018. Áfrýjandi byggir á því að 3. mgr. 15. gr. eigi ekki við um atvik málsins. Umrætt ákvæði sé hefðbundið force majeure ákvæði eins og var að finna í eldri Evróputilskipun um pakkaferðir og lögum nr. 80/1994. Það feli í sér að ófyrirséð, óviðráðanleg ytri atvik sem séu sérstök í eðli sínu og valdi því að ómögulegt eða því sem næst sé að efna samningsskuldbindingu eigi að hafa áhrif á efndaskyldu.22. Áfrýjandi heldur því fram að engar óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna hafi verið komnar upp þegar stefndi afpantaði ferðina að kvöldi 28. febrúar 2020, liðlega sjö klukkustundum fyrir brottför. Enn fremur hafi engin áhrif aðstæðna verið komin fram á framkvæmd ferðarinnar sem hafi verið farin samkvæmt áætlun 29. febrúar. Á þeim tíma hafi aðeins verið í gildi tilmæli embættis landlæknis frá 25. sama mánaðar sem mæltu gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Ítalíu en ferð stefnda hafi ekki verið áformuð til þeirra. Huglæg afstaða ferðamanns til hættu eða ástands geti ekki ráðið för við beitingu ákvæðisins þannig að hann geti hvenær sem er afpantað ferð og öll áhætta af því lendi á veitanda ferðaþjónustu.23. Við skýringu 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 ber að líta til lögskýringargagna sem rakin eru að framan um markmið laganna og tilskipunar (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Verða málsatvik einnig metin í því ljósi að þau áttu sér stað við upphaf COVID-19 farsóttarinnar í Evrópu árið 2020. Við útbreiðslu hennar sköpuðust fordæmalausar aðstæður í Evrópu og heiminum öllum sem höfðu veruleg áhrif á ferðaþjónustu og efndaskyldu á samningsskuldbindingum bæði ferðaþjónustuaðila og ferðamanna.24. Sem fyrr var lýst er í greinargerð með lögum nr. 95/2018 vísað til orða hliðstæðs ákvæðis eldri tilskipunar 90/314/EBE um rétt ferðamanns til afpöntunar vegna force majeure aðstæðna og tekið fram að túlka beri orðin óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður með það hugtak í huga. Í þessari eldri tilskipun eru force majeure aðstæður skilgreindar sem óvenjulegar og ófyrirsjáanlegar aðstæður sem sá sem ber þær fyrir sig fái engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra þótt öll aðgát hefði verið viðhöfð.25. Samkvæmt framansögðu verður að skýra almenn sjónarmið sem fólgin eru í force majeure hugtaki kröfuréttar í samræmi við þær aðstæður sem falla undir lög nr. 95/2018. Við það ber að líta til markmiða að baki reglum um afpöntun ferðapakka vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018. Einnig ber að líta til sérstakra réttaráhrifa sem force majeure regla kann að hafa á réttarsviði um neytendavernd sem birtist í því að efndaskylda kunni að falla varanlega niður neytanda að vítalausu en leiði ekki aðeins til tímabundins brottfalls hennar. Um mismunandi áhrif force majeure reglunnar eftir samhengi og þýðingu hennar á sviði löggjafar um pakkaferðir má til hliðsjónar benda á dóm Evrópudómstólsins 8. júní 2023 í máli C-407/21 þar sem fjallað var um skýringu hugtaka í hliðstæðri grein 2. mgr. 12. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2302.26. Við afmörkun á efnislegu inntaki almennrar force majeure reglu hefur verið litið til þriggja þátta. Í fyrsta lagi þurfa ákveðin atvik að vera fyrir hendi. Í öðru lagi þarf að meta orsakatengsl, það er hvernig atvikin hafi áhrif á möguleika skuldara til að efna samningsskuldbindingu. Í þriðja lagi er litið til fyrirsjáanleika, það er hvort þýðingu hafi að skuldari hefði mátt sjá slík atvik fyrir við samningsgerð. Réttaráhrif reglunnar eru almennt þau að efndaskylda frestast á meðan fyrrgreint ástand varir. Af því leiðir að skuldari verður ekki talinn vanefna samningsskyldur sínar á því tímabili.27. Atvik sem falla undir regluna verða ekki tæmandi talin. Þar hefur einkum verið vísað til náttúruhamfara og stríðsátaka en einnig hafa farsóttir verið taldar falla þar undir. Í máli þessu er ótvírætt, einnig þegar litið er til lögskýringargagna að baki 3. mgr. 15. gr., að útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma eru aðstæður sem geta fallið undir ákvæðið.28. Stefndi byggir á því að í upphafi COVID-19 faraldursins, dagana fyrir afpöntun hans á ferðinni 28. febrúar, hafi legið fyrir aðgengilegar upplýsingar um að smit á Ítalíu væru í veldisvexti og neyðarástand í uppsiglingu á ítölskum sjúkrahúsum. Fyrsta COVID-19 smitið hefði greinst á Íslandi sama dag hjá ferðamanni sem kom frá Norður-Ítalíu og hafði dvalið á stað utan skilgreinds hættusvæðis. Enn fremur sé ljóst að fyrsti áfangastaður ferðarinnar hafi verið Verona í Veneto-héraði, einu þeirra fjögurra héraða sem embætti landlæknis hafði frá 25. febrúar varað við ferðum til.29. Samkvæmt framangreindum lagafyrirmælum, skýringargögnum og fyrirliggjandi gögnum í málinu er ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafði farsótt breiðst út á ákvörðunarstað og aðstæður því bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna.30. Við mat á orsakatengslum verður ekki gerð sú krafa að stefnda hafi með öllu verið ómögulegt í bókstaflegri merkingu að fara í ferðina að morgni 29. febrúar eða ferðin hafi fallið niður. Væri slíkt skilyrði þess að vernd 3. mgr. 15. gr. ætti við myndi ákvæðið missa marks enda væri þá engin þörf á að ferðamaður félli frá ferðasamningi, sbr. hins vegar fyrirmæli 16. gr. laganna um þá aðstöðu þegar skipuleggjandi eða smásali aflýsir pakkaferð.31. Við skýringu á orðunum „veruleg áhrif“ aðstæðna á „framkvæmd pakkaferðar“ í 3. mgr. 15. gr. verður enn leitað fanga í greinargerð með ákvæðinu og formálsorðum tilskipunar (ESB) 2015/2302. Segir þar að réttur ferðamanna til að falla frá pakkaferðarsamningi án þess að greiða þóknun verði virkur hafi ferðin umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðarinnar sem leiði til þess að ekki sé hægt að ferðast þangað með öruggum hætti eins og samið var um.32. Eins og aðstæður voru 28. febrúar 2020 með ört fjölgandi COVID-19 smitum á Norður-Ítalíu er ljóst að fyrirhuguð ferð þangað fól í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans. Sú áhætta var staðfest enn frekar degi síðar, á áætluðum brottfarardegi, þegar embætti landlæknis skilgreindi Ítalíu alla sem svæði með mikla smitáhættu. Sem fyrr segir var fyrsti áfangastaður ferðar stefnda Verona á Ítalíu sem embætti landlæknis hafði 25. febrúar mælt gegn ferðum til. Auk þess reyndust margir Íslendingar sem komu með flugi frá Verona 29. febrúar og 7. mars eftir skíðaferð til Norður-Ítalíu smitaðir og var farþegum sem komu þaðan til landsins 7. mars skipað í 14 daga sóttkví. Hefðu stefndi og fjölskylda hans sannanlega verið í þeim hópi. Er samkvæmt öllu framangreindu vafalaust að aðstæður á ákvörðunarstað við afpöntun höfðu veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar stefnda í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018.33. Í málinu er deilt um hvort sérstaka þýðingu hafi að íslensk stjórnvöld höfðu ekki formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu þegar stefndi afpantaði ferðina 28. febrúar. Í því sambandi bendir áfrýjandi á að útbreiðsla COVID-19 sjúkdómsins hafi fyrst orðið óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi laga nr. 95/2018 eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti sóttina heimsfaraldur 11. mars 2020 og íslensk stjórnvöld gerðu bindandi ráðstafanir um ferðalög til og frá landinu 19. sama mánaðar.34. Ekki verður fallist á að slík formskilyrði ráði úrslitum um hvort réttur ferðamanns samkvæmt 3. mgr. 15. gr. geti orðið virkur og ekkert sem styður þá staðhæfingu áfrýjanda að skýra beri ákvæðið með þeim hætti. Verða ekki gerðar mjög strangar kröfur til ferðamanna um sönnun á raunverulegum aðstæðum á ferðasvæði en nægilegt er að vissar líkur séu á áhættu fyrir heilbrigði þeirra vegna farsóttar. Rétt stefnda til að afpanta ferðina á grundvelli 15. gr. laga nr. 95/2018 verður þannig að meta á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda á þeim tíma sem afpöntun var gerð, þar á meðal þeirra mögulegu afleiðinga við heimkomu að þurfa að sæta sóttkví. Á það ótvírætt við í máli þessu um aðstæður á Ítalíu svo sem lýst hefur verið að framan.35. Þegar litið er til hins stutta fyrirvara á afpöntun stefnda á ferðinni, liðlega sjö klukkustundum fyrir upphaf hennar, sem miðast við brottför flugs Icelandair til Verona að morgni 29. febrúar 2020, verður einnig að hafa í huga að ferðamaður getur samkvæmt 1. mgr. 15. gr. afpantað ferð allt þar til hún hefst án þess að getið sé neinna tímamarka og gildir það sama um afpöntun samkvæmt 3. mgr. greinarinnar. Auk þess höfðu aðstæður breyst svo ört bæði á Norður-Ítalíu og hér á landi daginn fyrir brottför að tæplega var fyrr hægt að slá föstu að ferðin hefði umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans vegna aðsteðjandi ógnar af COVID-19 á ákvörðunarstað.36. Hin ófyrirséða og hraða þróun COVID-19 sjúkdómsins á síðustu dögum febrúarmánaðar 2020 undirstrikar jafnframt að þegar stefndi bókaði pakkaferð til Madonna di Campiglio í nóvember 2019 og greiddi að fullu 17. janúar 2020 gat hvorki hann né nokkur annar séð fyrir að atvik yrðu með þeim hætti sem raunin varð fyrirhugaðan brottfarardag 29. febrúar 2020. Má jafnframt slá því föstu að hefði ástandið á Norður-Ítalíu þá verið fyrirsjáanlegt hefði það haft afgerandi áhrif á ákvörðun stefnda um að bóka ferðina og greiða heildarverð hennar til áfrýjanda.37. Áfrýjandi hefur loks byggt á því að túlka verði undartekningarákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 þröngt í ljósi þess að það skerði kröfuréttindi hans á hendur farþegum samkvæmt gildum samningi sem verndar njóti samkvæmt eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Löggjafanum séu settar þröngar skorður við því að veita öðrum aðila samningssambands rétt til að losna undan skuldbindingum sínum bótalaust.38. Markmið laga nr. 95/2018 er að auka vernd neytenda, þar á meðal með skýrari heimild ferðamanns til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Svo sem fram kemur í lögskýringargögnum mat löggjafinn leiðir að þessu markmiði út frá kröfum stjórnarskrár og þeim ramma sem hann hefur til að setja reglur um atvinnustarfsemi. Verður ekki fallist á að umrædd lagaregla eða beiting hennar við þessar aðstæður séu óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi áfrýjanda sem fyrirtækis í ferðaþjónustu í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefna að.39. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið voru uppfyllt skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 fyrir því að stefndi afpantaði 28. febrúar 2020 pakkaferð til Madonna di Campiglio sem fyrirhuguð var 29. febrúar til 7. mars sama ár með rétti til fullrar endurgreiðslu. Áfrýjandi ber áhættu af því þegar ferð er afpöntuð af þessum ástæðum og á ekki rétt til greiðslu þóknunar samkvæmt skýrum fyrirmælum 3. mgr. greinarinnar. Bar áfrýjanda því samkvæmt 5. mgr. að endurgreiða stefnda ferðina að fullu innan fjórtán daga frá afpöntun hennar.40. Að öllu framangreindu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður niðurstaða Landsréttar staðfest.41. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og fram kemur í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess að stefndi flutti mál sitt sjálfur, svo og að samhliða því eru flutt tvö mál sem eiga rætur að rekja til sömu málsatvika og flutti stefndi sem er lögmaður annað þeirra mála.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Ferðaskrifstofa Íslands ehf., greiði stefnda, Ólafi G. Gústafssyni, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=766dbe8c-c338-4db5-bf74-40de2f16c4b2&verdictid=d55c392d-a6b3-4f8c-b386-58cc69f7e0e7 |
Mál nr. 26/2023 | Kærumál Nauðungarsala Sérstök sameign Slit | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem hafnað var kröfu B um ógildingu á nauðungarsölu á hesthúsi sem farið hafði fram að beiðni H til slita á sameign. Í dómi Hæstaréttar voru skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu rakin. Fram kom að óumdeilt væri að H reisti beiðni sína á þinglýstum kaupsamningi fyrir helmingi fasteignarinnar og hafði sá samningur verið að fullu efndur. Gæti hún því krafist nauðungarsölu í skjóli 2. mgr. 8. gr. laganna sem eigandi helmings fasteignarinnar í skilningi ákvæðisins og sameigandi B þrátt fyrir að afsal hefði ekki verið gefið út. Þá væri fasteignin í sérstakri sameign aðila. Aftur á móti lægi ekkert fyrir um kostnað eða tjón af skiptingu hússins annað en yfirlýsingar aðila. Af þeim sökum hefði sönnunarkröfum 2. mgr. 8. gr. í ljósi aðstæðna ekki verið mætt. Því taldi Hæstiréttur að á skorti að skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 hefðu verið uppfyllt af hálfu H fyrir nauðungarsölu til slita sameignar. Var því fallist á kröfu B og nauðungarsalan felld úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. mars 2023 en kærumálsgögn bárust réttinum 5. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Landsréttar 14. mars 2023 í máli nr. 30/2023 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi nauðungarsala á eigninni […] í Húnaþingi vestra. 3. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi nauðungarsala sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem fram fór 8. september 2022 á eigninni […]. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 5. Samkvæmt ákvörðun réttarins var málið flutt munnlega 19. júní 2023.Ágreiningsefni6. Mál þetta lýtur að því hvort skilyrði eru fyrir nauðungarsölu á hesthúsi við […] til slita á sameign eftir 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu.7. Með úrskurði héraðsdóms 27. desember 2022 var hafnað kröfu sóknaraðila um að fella úr gildi nauðungarsölu á fasteigninni og var sú niðurstaða staðfest með hinum kærða úrskurði. 8. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar var veitt 23. maí 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-48, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi.Málsatvik9. Tildrög málsins eru þau að aðilar gerðu með sér samning 24. desember 2016 sem ber yfirskriftina kaupsamningur. Með honum seldi sóknaraðili varnaraðila 50% eignarhluta í hesthúsi að […] í Húnaþingi vestra. Kaupverðið var 4.000.000 króna og það sagt að fullu greitt. Í samningum var tekið fram að húsið rúmaði tólf hesta, þrjár tveggja hesta stíur og sex eins hests stíur. Síðan segir eftirfarandi: ,,Eignarhluti á þessum stíum á milli kaupanda og seljanda verða svohljóðandi; Í eigu kaupanda verða þrjár tveggja hesta stíur. Í eigu seljanda verða sex eins hests stíur.“ Þá skyldi varnaraðili greiða helming alls rekstrarkostnaðar hesthússins frá undirritun samnings, meðal annars fasteignagjöld, rafmagn og annan almennan viðhaldskostnað. Óumdeilt er að allur kostnaður var uppgerður við gerð samningsins en síðar reis ágreiningur milli aðila um skiptingu sameiginlegs kostnaðar sem féll til eftir undirritun hans. Í kjölfar þess var samningurinn afhentur til þinglýsingar 26. maí 2021. 0. Með bréfi lögmanns varnaraðila 1. júlí 2021 var þess farið á leit við sóknaraðila að hún gæfi út afsal fyrir eignarhluta varnaraðila. Í bréfinu bauðst varnaraðili jafnframt til að kaupa eignarhluta sóknaraðila á 5.000.000 króna. Sagði þar að samstarf aðila hefði ekki verið með þeim hætti sem æskilegt væri en varnaraðili hefði ávallt verið reiðubúin til greiðslu sameiginlegs kostnaðar enda væri um eðlilegan kostnað að ræða sem gerð hefði verið grein fyrir með fullnægjandi hætti svo sem með framvísun reikninga. Taldi hún sig hafa greitt allan slíkan kostnað. Sóknaraðili synjaði um útgáfu afsals meðal annars vegna vanskila varnaraðila á greiðslu sameiginlegs kostnaðar auk þess sem varnaraðili hefði þinglýst samningnum í andstöðu við það sem um hefði samist milli þeirra.1. Í tölvubréfi lögmanns sóknaraðila 10. september 2021 sagði að sóknaraðili væri ekki tilbúin til að selja eignarhluta sinn en hún byðist til að kaupa hlut varnaraðila á því verði sem hún hafði boðið í hlut sóknaraðila. Því var hafnað í tölvubréfi lögmanns varnaraðila 16. sama mánaðar en þar var kauptilboð varnaraðila ítrekað og fyrra boð hækkað í 6.000.000 króna. Þar var einnig varpað fram þeirri hugmynd hvort hægt væri að skipta hesthúsinu í tvo aðskilda hluta. Síðar hækkaði varnaraðili fyrrgreint boð sitt í 6.500.000 krónur. Í tölvubréfi lögmanns varnaraðila 2. nóvember sama ár var ítrekað boð um kaup á hluta sóknaraðila í húsinu. Ef það gengi ekki eftir væri þess óskað að eigninni yrði skipt enda væri það mat varnaraðila að auðvelt væri að skipta húsinu í tvær eignir. Í tölvubréfi lögmanns sóknaraðila 10. sama mánaðar sagði að hún teldi ,,ógjörlegt“ að skipta húsinu í tvær eignir enda væri einungis ein kaffistofa, hnakkageymsla og hlaða í húsinu. Því var svarað af hálfu varnaraðila 12. nóvember þar sem fram kom að fyrrgreind atriði ættu ekki að vera því til fyrirstöðu að húsinu yrði skipt. Með tölvubréfi lögmanns sóknaraðila 25. nóvember 2021 var því hafnað að skipta húsinu. 2. Varnaraðili sendi sóknaraðila áskorun 1. desember 2021, í samræmi við 10. gr. laga nr. 90/1991, um að ganga til samninga um slit á sameign þeirra. Áskoruninni mun ekki hafa verið svarað af hálfu sóknaraðila. 3. Beiðni um nauðungarsölu til slita sameignar á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 var send sýslumanni 12. janúar 2022. Fyrsta fyrirtaka hennar fór fram 6. apríl sama ár. Þar var mætt af hálfu aðila og bókað að lögmenn ynnu að sáttum. Einnig var bókað að sóknaraðili teldi skorta skilyrði til nauðungarsölu til slita á sameign þar sem eignin væri skiptanleg. Við fyrirtökuna var ákveðið að uppboð á eigninni myndi hefjast 13. júlí sama ár. 4. Í apríl 2022 sendi lögmaður varnaraðila tillögu að skiptingu hússins þar sem meðal annars var lagt til að dregin yrði lína frá ,,eystri enda stóru hurðarinnar í beina línu þvert yfir húsið sbr. meðfylgjandi mynd [...]. Innkeyrslu og aðkomu yrði að haga þannig að sá sem fær eystri hlutann hafi beinan akveg að sínum hluta frá götu. Lóð yrði einnig skipt þannig að ekkert væri í sameign. Þá yrði allur verðmunur jafnaður þ.m.t. vegna nauðsynlegra breytinga og aðgangur að öllum nauðsynlegum lögnum tryggður fyrir báða hlutana. Gerði yrði fjarlægt að því leyti sem það væri fyrir þeim hluta sem [varnaraðili] fengi [...]. [Sóknaraðili] má velja hvorn hlutann hún tekur.“ 5. Við fyrirtöku sýslumanns 13. júlí 2022 var ákveðið að fresta byrjun uppboðs til 17. ágúst sama ár. Við það tilefni bókaði lögmaður sóknaraðila að hann áskildi sér rétt til að leita til héraðsdóms um gildi nauðungarsölunnar þar sem hann drægi í efa lögmæti þess að selja eignina nauðungarsölu á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Ekki hefði verið sýnt fram á að ekki væri unnt að skipta eigninni án verulegs kostnaðar, afsal hefði ekki verið gefið út fyrir eignarhluta varnaraðila og ákvæði kaupsamnings þar sem kveðið væri á um séreign aðila hvors um sig á ákveðunum stíum kynnu að koma í veg fyrir rétt varnaraðila til að leita nauðungarsölu til slita sameignar. Þá hefði sóknaraðili sett upp gerði við húsið og framkvæmt þar ýmislegt án kostnaðarþátttöku varnaraðila en þær viðbætur hlytu að vera séreign sóknaraðila. Sýslumaður féllst ekki á mótmæli sóknaraðila. Eftir að boð kom í eignina var ákveðið að halda nauðungarsölunni áfram á eigninni sjálfri 8. september 2022. Það gekk eftir nefndan dag og átti varnaraðili hæsta boð í eignina 21.000.000 króna sem sýslumaður samþykkti með þeim fyrirvara að greiðsla bærist 29. september sama ár. Helstu málsástæður aðila6. Sóknaraðili telur ekki vera skilyrði til nauðungarsölu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Það sé ófrávíkjanlegt skilyrði að sýnt sé að eign verði ekki skipt án verulegs tjóns eða kostnaðar. Sönnunarbyrði um það hvíli á þeim sem krefjist nauðungarsölu. Ekkert liggi fyrir í málinu um hvort svo hátti til að frátöldum yfirlýsingum varnaraðila um að auðvelt sé að skipta húsinu í tvær eignir og að ekkert sé slíkri skiptingu til fyrirstöðu. Sönnunarbyrði um það verði ekki snúið og felld á sóknaraðila. Yfirlýsingu sóknaraðila í aðdraganda nauðungarsölunnar og framburð hennar fyrir dómi um að hún teldi mikinn kostnað fólginn í að skipta eigninni yrði að skoða í því ljósi að hún hefði enga sérþekkingu á sviði bygginga og engar forsendur til að leggja mat á mögulegan kostnað við skiptingu.7. Þá hafi samningi 24. desember 2016 verið ætlað að vera á milli aðila málsins og honum því ekki verið þinglýst í upphafi. Eftir að ágreiningur kom upp milli aðila um skiptingu kostnaðar hefði varnaraðili þinglýst honum í andstöðu við forsendur aðila. Við þinglýsinguna hefðu vanefndir varnaraðila á greiðslu hluta hennar í rekstrarkostnaði verið verulegar en í janúar 2021 hefði skuldin numið 695.664 krónum. Þá byggir sóknaraðili á að þar sem varnaraðili sé ekki afsalshafi eignarhlutans geti hún aldrei talist annað en skilyrtur eigandi. Hún geti því ekki ráðstafað eignarhlutanum, svo sem með sölu á honum, án tillits til réttinda sóknaraðila auk þess sem skjalið uppfylli ekki kröfur 22. gr. þinglýsingalaga nr. 38/1978.8. Sóknaraðili byggir enn fremur á því að ekki sé uppfyllt það skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 að eign sé í óskiptri sameign. Í þeirri réttarstöðu felist að hver sameigandi sé meðeigandi að allri sameign og enginn einn eigi út af fyrir sig afmarkaðan hluta hennar. Ef fallist verði á að samningur aðila 24. desember 2016 sé bindandi kaupsamningur þá kveði hann á um skiptingu eignarinnar milli aðila. Í samningnum sé nánar tilteknum stíum ráðstafað milli þeirra og því sé varnaraðili eigandi tiltekinna eignarhluta í eigninni og sóknaraðili annarra.9. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að samningur aðila frá 24. desember 2016 sé að fullu efndur og engin skilyrði eða réttindi sóknaraðili standi því í vegi að varnaraðili fari með eignarráð helmings eignarinnar. Um sé að ræða fullgildan samning sem hafi að geyma yfirlýsingu sóknaraðila um að kaupverð sé að fullu greitt og engin önnur skilyrði sé að finna í honum um efndir. Varnaraðili hafi ávallt greitt þann kostnað sem hún hafi verið krafin um, réttilega hafi verið til stofnað, gerð hafi verið grein fyrir og henni borið að greiða. Eignarréttur hafi því yfirfærst til hennar við undirritun samningsins og skipti þinglýsingarreglur engu máli í því samhengi. 20. Á því er jafnframt byggt að öll skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 fyrir nauðungarsölu séu fyrir hendi. Í ákvæðinu sé rætt um eign og það skilyrði sé uppfyllt með kaupum varnaraðila á helmingi eignarinnar með kaupsamningnum 24. desember 2016 sem sé að fullu efndur. Þótt fjallað hafi verið um tilteknar stíur í samningnum væri þar ekki um að ræða sjálfstæðar eignir sem ráðstafað hafi verið sérstaklega. Þá hafi ekki verið gerður eignaskiptasamningur um eignina. Ákvæði samningsins um að frá undirritun hans greiði aðilar helming alls rekstrarkostnaðar séu hefðbundin ákvæði í fasteignakaupum um skil milli kaupanda og seljanda við afhendingu eignar. Varnaraðili hafi auk þess skorað á sóknaraðila að efna skyldu sína til að gefa út afsal en því hafi verið synjað. Geti sóknaraðili ekki byggt rétt á eigin vanefnd um útgáfu afsals. 21. Þá byggir varnaraðili á því að eigninni verði ekki skipt án verulegs tjóns eða kostnaðar. Af hálfu sóknaraðila hafi því verið lýst yfir að ógjörlegt væri að skipta húsinu í tvær eignir auk þess sem sóknaraðili hafi jafnframt lýst því yfir fyrir dómi að eigninni yrði ekki skipt nema með verulegum kostnaði. Sýslumaður hafi talið þetta hafa legið svo ljóst fyrir við framkvæmd gerðarinnar að ekki hafi verið þörf á að sanna það sérstaklega. Um hafi verið að ræða augljósa staðreynd sem dómari hafi sjálfur getað lagt mat á samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða22. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 má beita ákvæðum þeirra eftir því sem við getur átt til að ráðstafa eign sem er í óskiptri sameign ef þess er krafist af einum eða fleiri eigendum að henni en þó ekki þeim öllum. Skilyrði þess er að sýnt hafi verið fram á að eigninni verði ekki skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi hvorki fyrirmæli annarra laga né samnings í vegi fyrir að slík krafa nái fram að ganga. Með óskiptri sameign er hér átt við sérstaka sameign eins og það hugtak er jafnan nefnt í eignarétti. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laganna fer nauðungarsala fram án undangengins dóms en í 3. mgr. segir að ákvæðum laganna verði beitt eftir því sem við eigi eftir dómi þar sem réttur dómhafans er viðurkenndur til að krefjast slita á óskiptri sameign með nauðungarsölu. Samkvæmt 10. gr. laganna verður gerðarbeiðandi að beina áskorun til gerðarþola með minnst eins mánaðar fyrirvara um að ganga til samninga við sig um slit á sameign áður en nauðungarsölu verður krafist á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laganna. Skal tekið fram í áskoruninni að nauðungarsölu verði krafist á eigninni að liðnum þessum fresti ef samningar hafi þá ekki tekist um sameignarslit.23. Úrræði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 verður því aðeins beitt að sá sem krefst þess að eign verði ráðstafað sé eigandi hennar. Verður hann að sýna fram á þau réttindi sín þegar hann ber fram við sýslumann beiðni um nauðungarsölu til slita óskiptrar sameignar. Um það er meðal annars að breyttu breytanda horft til þess hver telst eigandi hlutar og þar með gerðarþoli við nauðungarsölu samkvæmt 2. tölulið 2. gr. laganna. Almennum reglum eignaréttar verður beitt til að leysa úr álitaefnum um hver nýtur eignarréttar yfir viðkomandi eign. Ef leitað er nauðungarsölu á fasteign eftir 2. mgr. 8. gr. laganna leiðir af 29. gr. þinglýsingalaga að þinglýstur eigandi eignar verður talinn gerðarþoli. Með þinglýstum eiganda er átt við þann sem nýtur eignarréttar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi, afsali eða annarri eignarheimild, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 6. desember 1988 í máli nr. 384/1987 sem birtur er á bls. 1475 í dómasafni réttarins það ár og dóm réttarins 19. júní 1997 í máli nr. 240/1997 sem birtur er á bls. 2058 í dómasafni réttarins það ár. Við nauðungarsölu á fasteign telst því gerðarþoli vera sá sem hverju sinni er þinglýstur eigandi hennar og má um það vísa til dóms Hæstaréttar 27. mars 1998 í máli nr. 138/1998 sem birtur er á bls. 1331 í dómasafni réttarins það ár.24. Óumdeilt er að varnaraðili reisir beiðni sína um nauðungarsölu á þinglýstum kaupsamningi um helming fasteignarinnar. Hefur hún greitt umsamið kaupverð, tekið við umráðum hins selda og uppfyllt öll önnur skilyrði samningsins fyrir sitt leyti. Þótt almennt sé réttur kaupanda yfir fasteign á grundvelli kaupsamnings skilyrtur þar til afsal hefur verið gefið út, meðal annars um að kaupverð verði greitt og uppgjör milli kaupanda og seljanda fari fram, verður ekki fram hjá því litið að kaupin voru að fullu efnd við undirritun samningsins. Deila aðila stendur einungis um uppgjör sameiginlegs kostnaðar sem féll til eftir kaupin og tengist á engan hátt uppgjöri þeirra. Hinar efnislegu heimildir eignarréttar hafa því færst til varnaraðila hvað sem líður skorti á hinu formlega eignaskilríki, það er afsalinu, sem hér hefur þá þýðingu eina að staðfesta lok lögskipta aðila. Getur varnaraðili því krafist nauðungarsölu í skjóli 2. mgr. 8. gr. laganna sem eigandi helmings fasteignarinnar í fyrrgreindum skilningi og sameigandi sóknaraðila. Að þeirri niðurstöðu fenginni verður næst fjallað um þann málatilbúnað sóknaraðila að eignin hafi ekki verið í sérstakri sameign.25. Til þess er að líta að í sérstakri sameign hefur verið talið felast að þær heimildir sem eignarrétti fylgja skiptist á hendur sameigenda með þeim hætti að hver og einn nýtur allra þeirra heimilda sem um er að ræða yfir eigninni í heild en með þeim takmörkum sem gera verður vegna hagsmuna annarra sameigenda. Af því leiðir að ekki er um sérstaka sameign að ræða ef réttur hvers eiganda nær aðeins til afmarkaðs hluta eignar en ekki hennar í heild. Þá er það forsenda þess að um sérstaka sameign sé að ræða að eignarréttur hvers og eins taki til sama eignaforms og má í dæmaskyni nefna að það fellur ekki undir sérstaka sameign ef einn aðili á beinan eignarrétt að fasteign en annar óbein eignarréttindi að sömu eign. Um slíkt réttarsamband gilda aðrar reglur.26. Ef neyta á heimildar 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 til að slíta óskiptri sameign um fasteign með nauðungarsölu verður að liggja fyrir að hún sé í raun í sérstakri sameign aðila. Má um það vísa til dóms Hæstaréttar 17. desember 1988 í máli nr. 494/1998 sem birtur er á bls. 4524 í dómasafni réttarins það ár þar sem kröfu um nauðungarsölu á tveimur jörðum á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laganna var hafnað.27. Sem fyrr segir gerðu aðilar með sér samning 24. desember 2016 þar sem sóknaraðili seldi varnaraðila helming eignarhluta í hesthúsi. Þótt tekið hefði verið fram í samningnum hvernig stíur í hesthúsinu skyldu skiptast milli aðila verður þegar litið er til efnis samningsins í heild og þess hvernig hann hefur verið framkvæmdur að fallast á með varnaraðila að um hafi verið að ræða kaupsamning um helming alls hins selda. Í ljósi fyrirvaralausrar yfirlýsingar í upphafi samningsins um sölu á helmingi eignarinnar verður sú skipting sem aðilar komu sér saman um í samningnum ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hún hafi falið í sér áform þeirra um innbyrðis afnot hins selda og geta þau ekki haft aðra þýðingu að lögum. Eru því skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 einnig uppfyllt að þessu leyti. 28. Skilyrði þess að krefjast megi slita á sameign eftir 2. mgr. 8. gr. laganna eru jafnframt þau að sýnt verði að eigninni verði ekki skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi hvorki fyrirmæli annarra laga né samnings í vegi fyrir að slík krafa nái fram að ganga. Er þar vísað til þess að nauðungarsölu verður ekki komið fram til slita á sameign nema í tilvikum þar sem annaðhvort er útilokað að skipta viðkomandi eign í smærri einingar þannig að hver eigandi fái sína hlutdeild í henni eða slík skipting eignarinnar myndi hafa í för með sér verulegan kostnað eða verðmætarýrnun. Eðli máls samkvæmt getur það mat verið mismunandi eftir því hvaða verðmæti er krafist nauðungarsölu til slita á. Í einstaka tilvikum kann það að vera augljóst eða leiða af eðli máls. Í öðrum tilvikum kunna aðilar að sammælast um að eign sé óskiptanleg í þessum skilningi. Í vafatilvikum þarf að sýna fram á það með hefðbundinni sönnunarfærslu að skilyrði greinarinnar séu uppfyllt um þetta atriði.29. Af gögnum málsins má ráða að sóknaraðili féllst ekki á tillögur varnaraðila um skiptingu hesthússins í viðræðum sem stóðu yfir fram eftir árinu 2021. Hafnaði hún í reynd öllum áformum um slíka skiptingu. Þá lýsti lögmaður hennar því sem fyrr segir yfir að ógjörlegt væri að skipta eigninni og var meðal annars vísað til þess í beiðni varnaraðila um nauðungarsölu. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að sóknaraðili hafi brugðist sérstaklega við áskorun varnaraðila 1. desember 2021 sem send var samkvæmt fyrirmælum 10. gr. laga nr. 90/1991. Við fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar 6. apríl 2022 var hins vegar bókað af hálfu sóknaraðila að hún teldi ekki skilyrði til nauðungarsölu til slita á sameign þar sem eignin væri skiptanleg. Í kjölfarið fóru fram viðræður um mögulega skiptingu hesthússins. Liggur meðal annars fyrir eins og áður greinir tillaga varnaraðila um skiptingu þess með nánar tilteknum hætti en henni fylgdi engin áætlun um kostnað eða aðrar upplýsingar um hvort sú skipting myndi leiða til verulegs tjóns eða kostnaðar í skilningi 2. mgr. 8. gr. laganna.30. Fyrir dómi bar sóknaraðili að hún teldi eignina skiptanlega en hins vegar væri ekki kominn fram ,,neinn útreikningur á því hversu mikill kostnaður það er“. Aðspurð af lögmanni varnaraðila hvort í því fælist verulegur kostnaður að skipta fasteigninni í tvennt svaraði hún svo: ,,Ja ég tel að það sé verulegur kostnaður og ég yrði að sjá það áður.“ 31. Það skal enn áréttað að það hvílir á þeim sem krefst nauðungarsölu til slita sameignar að sýna fram á að eign verði ekki skipt án verulegs kostnaðar eða tjóns. Sem fyrr greinir hafa aðilar samið um nánar tiltekin afnot hússins og virðist sem þeim hafi verið fylgt. Eins og hér háttar til verður ekki talið að með yfirlýsingum af hálfu sóknaraðila hafi hagsmunum hennar verið ráðstafað með bindandi hætti enda voru þær gefnar á því stigi máls að sóknaraðila var ekki unnt að taka afstöðu til kostnaðar eða hugsanlegs tjóns sem leiddi af tillögum varnaraðila um skiptingu eignarinnar. Þá hefur hún frá fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar 6. apríl 2022 borið því við að húsið væri skiptanlegt en að upplýsingar skorti um kostnað þar að lútandi. Þar sem ekkert liggur fyrir um kostnað eða tjón af skiptingu hússins annað en yfirlýsingar aðila hefur fyrrgreindum sönnunarkröfum 2. mgr. 8. gr. laganna í ljósi aðstæðna ekki verið mætt, sbr. dóm Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 136/2014. 32. Að öllu framangreindu gættu skortir á að skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 hafi verið uppfyllt af hálfu varnaraðila fyrir nauðungarsölu til slita sameignar. Verður af þeim sökum fallist á kröfu sóknaraðila um að fella úr gildi nauðungarsölu sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem fram fór 8. september 2022 á eigninni […] í Húnaþingi vestra. 33. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 er rétt að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu á öllum dómstigum en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Felld er úr gildi nauðungarsala sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem fram fór 8. september 2022 á eigninni […] í Húnaþingi vestra, fastanúmer […].Málskostnaður fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaður fyrir Landsrétti og Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, Báru Garðarsdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Jóhannesar Karls Sveinssonar, 900.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=6ce36c80-9f04-477a-bf73-e52aded607af&verdictid=d050f82f-45cf-4867-8c95-e01a45a21a9c |
Mál nr. 2/2023 | Neytendakaup Pakkaferðir Afpöntun Force majeure Endurgreiðsla | G höfðaði mál á hendur F ehf. og krafðist endurgreiðslu vegna ferðar sem hann hafði bókað hjá F og greitt að fullu til Norður-Ítalíu en afpantað daginn fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs. Hæstiréttur taldi ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hefðu aðstæður á ákvörðunarstað verið bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar og haft veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar G í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ekki var talið hafa úrslitaþýðingu hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu á þeim degi sem ferðin var afpöntuð heldur væri nægilegt að vissar líkur væru á áhættu fyrir heilbrigði G og fjölskyldu hans vegna farsóttar. Þá var ekki fallist á að lagafyrirmæli um rétt G til endurgreiðslu og beiting hennar við þessar aðstæður væru óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi F í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefndu að. Var því talið að skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 til að afpanta ferðina með rétti til fullrar endurgreiðslu væru uppfyllt og að F bæri áhættuna af því að ferð væri afpöntuð af þessum ástæðum. Var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um rétt G til fullrar endurgreiðslu ásamt dráttarvöxtum frá því að 14 dagar voru liðnir frá afpöntun ferðarinnar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. janúar 2023. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Í málinu er deilt um hvort stefndi eigi rétt til endurgreiðslu úr hendi áfrýjanda vegna ferðar til Norður-Ítalíu 29. febrúar til 7. mars 2020 sem hann hafði greitt fyrir að fullu en afpantaði kvöldið fyrir brottför vegna útbreiðslu COVID-19 faraldurs þar í landi. Aðilar deila um hvernig beri að skýra fyrirmæli laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um að ferðamaður geti afpantað pakkaferð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna og fengið heildarverð hennar endurgreitt við þær aðstæður.5. Með héraðsdómi 27. janúar 2021 var fallist á kröfur stefnda um að áfrýjandi skyldi endurgreiða honum heildarverð pakkaferðarinnar og var sú niðurstaða staðfest 11. nóvember 2022 með hinum áfrýjaða dómi.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 10. janúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-141, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar.Málsatvik7. Tildrög málsins eru að 19. nóvember 2019 pantaði stefndi skíðaferð hjá áfrýjanda fyrir sig, eiginkonu og tvö börn til Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu vikuna 29. febrúar til 7. mars 2020. Bókunin var hluti stærri ferðabókunar þar sem foreldrar og tvö systkini stefnda ásamt fjölskyldum voru einnig með í för, alls þrettán manns. Bókað var flug með Icelandair frá Keflavík til Verona á Ítalíu og til baka, rútuferðir frá Verona til Madonna di Campiglio og til baka og hótelgisting. Heildarverð bókunar stefnda nam 1.125.131 krónu og var það greitt áfrýjanda að fullu 13. janúar.8. Laust fyrir miðnætti 28. febrúar 2020 sendi bróðir stefnda tölvubréf til áfrýjanda þar sem hann tilkynnti að í ljósi frétta dagsins, mikillar fjölgunar COVID-19 smita á Ítalíu og þar sem flest smit sem borist hefðu um Evrópu mætti rekja þangað hefði verið tekin ákvörðun um að fjölskyldan færi ekki næsta morgun í fyrirhugaða ferð til Madonna. Áfrýjandi staðfesti með tölvubréfi 2. mars móttöku tilkynningar um afpöntun en tók fram að samkvæmt skilmálum yrði ekki um neina endurgreiðslu að ræða af hans hálfu.9. Stefndi sendi áfrýjanda bréf 10. mars 2020 fyrir hönd allra fjölskyldumeðlima sem bókaðir voru í ferðina og krafðist endurgreiðslu. Vísað var til þess að fyrsta tilfelli COVID-19 hefði greinst á Íslandi 28. febrúar en sá einstaklingur hefði verið á skíðum í bænum Andalo í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu. Hefði landlæknisembættið áður mælt gegn ónauðsynlegum ferðum til Norður-Ítalíu og ráðlagt þeim sem kæmu frá þessum svæðum að fara í 14 daga sóttkví. Frá 29. febrúar hefði embætti landlæknis skilgreint Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu auk þess sem öllum sem komu með flugi Icelandair frá Verona 29. febrúar og 7. mars hefði verið skipað í sóttkví. Ljóst væri að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu verið uppi í skilningi laga nr. 95/2018 sem yfirgnæfandi líkur hefðu verið á að myndu hafa afgerandi áhrif á ferðalög til Ítalíu. Af þessum ástæðum og með vísan til 5. mgr. 15. gr. laganna var farið fram á að áfrýjandi endurgreiddi stefnda það sem hann hafði greitt fyrir ferðina.0. Áfrýjandi hafnaði kröfu stefnda og fjölskyldu hans með bréfi 13. mars 2020. Þar var tekið fram að á brottfarardegi 29. febrúar hefði embætti landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio. Lög nr. 95/2018 gerðu ekki ráð fyrir að hægt væri að afpanta ferð með nokkurra klukkustunda fyrirvara enda væri við slíkar aðstæður ekki hægt að reka ferðaskrifstofu. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum eða mælt eindregið gegn því að farið yrði í ferðalög til ákveðinna svæða en þær aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi þegar ferðin var afpöntuð að kvöldi 28. febrúar 2020.1. Í málum nr. 3 og 4/2023 sem flutt eru samhliða þessu máli er leyst úr hliðstæðum kröfum á hendur áfrýjanda vegna ferðabókana annarra fjölskyldumeðlima stefnda. Löggjöf2. Lög nr. 95/2018 fjalla um tilhögun pakkaferða, þar á meðal um afpöntun og aflýsingu slíkrar ferðar fyrir brottför og hvenær ferðamenn öðlast rétt til endurgreiðslu við afpöntun. Með lögunum var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Hún leysti af hólmi Evróputilskipun 90/314/EBE um ferðapakka, orlofspakka og skoðunarferðapakka sem hafði verið innleidd hér á landi með lögum nr. 80/1994 um alferðir.3. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 95/2018 er markmið þeirra að tryggja neytendavernd við kynningu, gerð og efndir samninga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Í skýringum við ákvæðið í greinargerð frumvarps sem varð að lögunum og umfjöllun um markmið þess er vísað til tilskipunar (ESB) 2015/2302 sem ætlað hafi verið að færa reglur um pakkaferðir til samræmis við aðrar nýlegar tilskipanir á sviði neytendaréttar. Réttindum ferðamanna sé lýst með ítarlegri og skýrari hætti en í eldri tilskipun og lögum, þar á meðal hvenær ferðamaður eigi rétt á að afpanta ferð.4. Í 4. gr. laganna eru skýringar á ýmsum hugtökum og í 11. tölulið eru óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður skilgreindar svo:Aðstæður sem eru ekki á valdi þess aðila sem ber þær fyrir sig og ekki hefði verið hægt að komast hjá jafnvel þótt gripið hefði verið til réttmætra ráðstafana.5. Í greinargerð frumvarpsins um þessa grein er tekið fram til frekari skýringar að í eldri tilskipun hafi beinlínis verið vísað til „force majeure“ aðstæðna og sé rétt að túlka ákvæðið með það hugtak í huga.6. Í 15. gr. laganna er fjallað um afpöntun pakkaferðar og er greinin svohljóðandi: Ferðamaður getur afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Í samningi um pakkaferð er heimilt að tilgreina sanngjarna þóknun fyrir afpöntun ferðar sem tekur mið af því hversu löngu fyrir upphaf ferðarinnar afpantað er og áætluðum tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Sé ekki kveðið á um staðlaða þóknun vegna afpöntunar í samningi um pakkaferð skal þóknunin samsvara tekjumissi skipuleggjanda eða smásala.Skipuleggjandi eða smásali á ekki rétt á greiðslu þóknunar af hendi ferðamanns ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar, eða verðhækkunar umfram 8%, sbr. 12. gr.Ferðamaður á ekki rétt til frekari skaðabóta við aðstæður skv. 3. mgr. Skipuleggjandi eða smásali skal endurgreiða ferðamanni greiðslur sem honum ber skv. 1.–3. mgr. innan 14 daga frá afpöntun.7. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir í skýringum við 15. gr. að með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum í 3. mgr. geti til dæmis verið átt við stríðsástand, útbreiðslu farsótta eða sjúkdóma, hryðjuverk, pólitískan óstöðugleika eða aðrar aðstæður sem hafi afgerandi áhrif á ferðalög til viðkomandi staða. 8. Ákvæði 15. gr. laganna er ætlað að innleiða 12. gr. fyrrgreindrar tilskipunar (ESB) 2015/2302 en 2. mgr. hennar, sem svarar til 3. mgr. 15. gr. laganna, er svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. mgr. skal ferðamaður hafa rétt til að rifta pakkaferðarsamningi áður en pakkaferðin hefst án þess að greiða riftunargjald, ef upp koma óhjákvæmilegar og óvenjulegar aðstæður á ákvörðunarstað eða í næsta nágrenni, sem hafa veruleg áhrif á pakkaferðina eða hafa veruleg áhrif á farþegaflutning til ákvörðunarstaðar. Ef pakkaferðarsamningi er rift samkvæmt þessari málsgrein skal ferðamaðurinn eiga rétt á að fá fulla endurgreiðslu allra greiðslna sem hann hefur innt af hendi fyrir pakkaferðina, en skal ekki eiga rétt á frekari skaðabótum.9. Í 31. lið formálsorða tilskipunarinnar er varpað frekara ljósi á inntak réttar ferðamanna til að falla frá samningi við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 12. gr. Tekið er fram að þær geti meðal annars náð yfir hernað, önnur alvarleg öryggisvandamál, svo sem hryðjuverk, umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðar eða náttúruhamfarir á borð við flóð, jarðskjálfta eða veðurskilyrði sem geri það að verkum að ekki sé hægt að ferðast með öruggum hætti til ákvörðunarstaðar eins og umsamið var í pakkaferðarsamningi.20. Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 95/2018 er fjallað um samræmi þess við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Áréttað er að því sé ætlað að hafa í för með sér aukna neytendavernd. Þá segir að efni frumvarpsins gefi ekki sérstaka ástæðu til að ætla að það fari gegn ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í því samhengi er tekið fram að markmið og þær aðferðir sem tillögur eru gerðar um í frumvarpinu séu innan þess ramma sem Alþingi hafi til að setja reglur um atvinnustarfsemi.Niðurstaða21. Sem fyrr segir greinir aðila á um hvernig skýra beri framangreind ákvæði laga nr. 95/2018. Áfrýjandi byggir á því að 3. mgr. 15. gr. eigi ekki við um atvik málsins. Umrætt ákvæði sé hefðbundið force majeure ákvæði eins og var að finna í eldri Evróputilskipun um pakkaferðir og lögum nr. 80/1994. Það feli í sér að ófyrirséð, óviðráðanleg ytri atvik sem séu sérstök í eðli sínu og valdi því að ómögulegt eða því sem næst sé að efna samningsskuldbindingu eigi að hafa áhrif á efndaskyldu. 22. Áfrýjandi heldur því fram að engar óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna hafi verið komnar upp þegar stefndi afpantaði ferðina að kvöldi 28. febrúar 2020, liðlega sjö klukkustundum fyrir brottför. Enn fremur hafi engin áhrif aðstæðna verið komin fram á framkvæmd ferðarinnar sem hafi verið farin samkvæmt áætlun 29. febrúar. Á þeim tíma hafi aðeins verið í gildi tilmæli embættis landlæknis frá 25. sama mánaðar sem mæltu gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Ítalíu en ferð stefnda hafi ekki verið áformuð til þeirra. Huglæg afstaða ferðamanns til hættu eða ástands geti ekki ráðið för við beitingu ákvæðisins þannig að hann geti hvenær sem er afpantað ferð og öll áhætta af því lendi á veitanda ferðaþjónustu. 23. Við skýringu 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 ber að líta til lögskýringargagna sem rakin eru að framan um markmið laganna og tilskipunar (ESB) 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Verða málsatvik einnig metin í því ljósi að þau áttu sér stað við upphaf COVID-19 farsóttarinnar í Evrópu árið 2020. Við útbreiðslu hennar sköpuðust fordæmalausar aðstæður í Evrópu og heiminum öllum sem höfðu veruleg áhrif á ferðaþjónustu og efndaskyldu á samningsskuldbindingum bæði ferðaþjónustuaðila og ferðamanna.24. Sem fyrr var lýst er í greinargerð með lögum nr. 95/2018 vísað til orða hliðstæðs ákvæðis eldri tilskipunar 90/314/EBE um rétt ferðamanns til afpöntunar vegna force majeure aðstæðna og tekið fram að túlka beri orðin óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður með það hugtak í huga. Í þessari eldri tilskipun eru force majeure aðstæður skilgreindar sem óvenjulegar og ófyrirsjáanlegar aðstæður sem sá sem ber þær fyrir sig fái engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra þótt öll aðgát hefði verið viðhöfð.25. Samkvæmt framansögðu verður að skýra almenn sjónarmið sem fólgin eru í force majeure hugtaki kröfuréttar í samræmi við þær aðstæður sem falla undir lög nr. 95/2018. Við það ber að líta til markmiða að baki reglum um afpöntun ferðapakka vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018. Einnig ber að líta til sérstakra réttaráhrifa sem force majeure regla kann að hafa á réttarsviði um neytendavernd sem birtist í því að efndaskylda kunni að falla varanlega niður neytanda að vítalausu en leiði ekki aðeins til tímabundins brottfalls hennar. Um mismunandi áhrif force majeure reglunnar eftir samhengi og þýðingu hennar á sviði löggjafar um pakkaferðir má til hliðsjónar benda á dóm Evrópudómstólsins 8. júní 2023 í máli C-407/21 þar sem fjallað var um skýringu hugtaka í hliðstæðri grein 2. mgr. 12. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2302.26. Við afmörkun á efnislegu inntaki almennrar force majeure reglu hefur verið litið til þriggja þátta. Í fyrsta lagi þurfa ákveðin atvik að vera fyrir hendi. Í öðru lagi þarf að meta orsakatengsl, það er hvernig atvikin hafi áhrif á möguleika skuldara til að efna samningsskuldbindingu. Í þriðja lagi er litið til fyrirsjáanleika, það er hvort þýðingu hafi að skuldari hefði mátt sjá slík atvik fyrir við samningsgerð. Réttaráhrif reglunnar eru almennt þau að efndaskylda frestast á meðan fyrrgreint ástand varir. Af því leiðir að skuldari verður ekki talinn vanefna samningsskyldur sínar á því tímabili.27. Atvik sem falla undir regluna verða ekki tæmandi talin. Þar hefur einkum verið vísað til náttúruhamfara og stríðsátaka en einnig hafa farsóttir verið taldar falla þar undir. Í máli þessu er ótvírætt, einnig þegar litið er til lögskýringargagna að baki 3. mgr. 15. gr., að útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma eru aðstæður sem geta fallið undir ákvæðið.28. Stefndi byggir á því að í upphafi COVID-19 faraldursins, dagana fyrir afpöntun hans á ferðinni 28. febrúar, hafi legið fyrir aðgengilegar upplýsingar um að smit á Ítalíu væru í veldisvexti og neyðarástand í uppsiglingu á ítölskum sjúkrahúsum. Fyrsta COVID-19 smitið hefði greinst á Íslandi sama dag hjá ferðamanni sem kom frá Norður-Ítalíu og hafði dvalið á stað utan skilgreinds hættusvæðis. Enn fremur sé ljóst að fyrsti áfangastaður ferðarinnar hafi verið Verona í Veneto-héraði, einu þeirra fjögurra héraða sem embætti landlæknis hafði frá 25. febrúar varað við ferðum til. 29. Samkvæmt framangreindum lagafyrirmælum, skýringargögnum og fyrirliggjandi gögnum í málinu er ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafði farsótt breiðst út á ákvörðunarstað og aðstæður því bæði óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi 3. mgr. 15. gr. laganna. 30. Við mat á orsakatengslum verður ekki gerð sú krafa að stefnda hafi með öllu verið ómögulegt í bókstaflegri merkingu að fara í ferðina að morgni 29. febrúar eða ferðin hafi fallið niður. Væri slíkt skilyrði þess að vernd 3. mgr. 15. gr. ætti við myndi ákvæðið missa marks enda væri þá engin þörf á að ferðamaður félli frá ferðasamningi, sbr. hins vegar fyrirmæli 16. gr. laganna um þá aðstöðu þegar skipuleggjandi eða smásali aflýsir pakkaferð.31. Við skýringu á orðunum „veruleg áhrif“ aðstæðna á „framkvæmd pakkaferðar“ í 3. mgr. 15. gr. verður enn leitað fanga í greinargerð með ákvæðinu og formálsorðum tilskipunar (ESB) 2015/2302. Segir þar að réttur ferðamanna til að falla frá pakkaferðarsamningi án þess að greiða þóknun verði virkur hafi ferðin umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði manna á borð við uppkomu alvarlegs sjúkdóms á ákvörðunarstað ferðarinnar sem leiði til þess að ekki sé hægt að ferðast þangað með öruggum hætti eins og samið var um. 32. Eins og aðstæður voru 28. febrúar 2020 með ört fjölgandi COVID-19 smitum á Norður-Ítalíu er ljóst að fyrirhuguð ferð þangað fól í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans. Sú áhætta var staðfest enn frekar degi síðar, á áætluðum brottfarardegi, þegar embætti landlæknis skilgreindi Ítalíu alla sem svæði með mikla smitáhættu. Sem fyrr segir var fyrsti áfangastaður ferðar stefnda Verona á Ítalíu sem embætti landlæknis hafði 25. febrúar mælt gegn ferðum til. Auk þess reyndust margir Íslendingar sem komu með flugi frá Verona 29. febrúar og 7. mars eftir skíðaferð til Norður-Ítalíu smitaðir og var farþegum sem komu þaðan til landsins 7. mars skipað í 14 daga sóttkví. Hefðu stefndi og fjölskylda hans sannanlega verið í þeim hópi. Er samkvæmt öllu framangreindu vafalaust að aðstæður á ákvörðunarstað við afpöntun höfðu veruleg áhrif á framkvæmd fyrirhugaðrar ferðar stefnda í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018.33. Í málinu er deilt um hvort sérstaka þýðingu hafi að íslensk stjórnvöld höfðu ekki formlega skilgreint alla Ítalíu sem svæði með mikla smitáhættu þegar stefndi afpantaði ferðina 28. febrúar. Í því sambandi bendir áfrýjandi á að útbreiðsla COVID-19 sjúkdómsins hafi fyrst orðið óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi laga nr. 95/2018 eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti sóttina heimsfaraldur 11. mars 2020 og íslensk stjórnvöld gerðu bindandi ráðstafanir um ferðalög til og frá landinu 19. sama mánaðar. 34. Ekki verður fallist á að slík formskilyrði ráði úrslitum um hvort réttur ferðamanns samkvæmt 3. mgr. 15. gr. geti orðið virkur og ekkert sem styður þá staðhæfingu áfrýjanda að skýra beri ákvæðið með þeim hætti. Verða ekki gerðar mjög strangar kröfur til ferðamanna um sönnun á raunverulegum aðstæðum á ferðasvæði en nægilegt er að vissar líkur séu á áhættu fyrir heilbrigði þeirra vegna farsóttar. Rétt stefnda til að afpanta ferðina á grundvelli 15. gr. laga nr. 95/2018 verður þannig að meta á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda á þeim tíma sem afpöntun var gerð, þar á meðal þeirra mögulegu afleiðinga við heimkomu að þurfa að sæta sóttkví. Á það ótvírætt við í máli þessu um aðstæður á Ítalíu svo sem lýst hefur verið að framan.35. Þegar litið er til hins stutta fyrirvara á afpöntun stefnda á ferðinni, liðlega sjö klukkustundum fyrir upphaf hennar, sem miðast við brottför flugs Icelandair til Verona að morgni 29. febrúar 2020, verður einnig að hafa í huga að ferðamaður getur samkvæmt 1. mgr. 15. gr. afpantað ferð allt þar til hún hefst án þess að getið sé neinna tímamarka og gildir það sama um afpöntun samkvæmt 3. mgr. greinarinnar. Auk þess höfðu aðstæður breyst svo ört bæði á Norður-Ítalíu og hér á landi daginn fyrir brottför að tæplega var fyrr hægt að slá föstu að ferðin hefði umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði stefnda og fjölskyldu hans vegna aðsteðjandi ógnar af COVID-19 á ákvörðunarstað. 36. Hin ófyrirséða og hraða þróun COVID-19 sjúkdómsins á síðustu dögum febrúarmánaðar 2020 undirstrikar jafnframt að þegar stefndi bókaði pakkaferð til Madonna di Campiglio í nóvember 2019 og greiddi að fullu 13. janúar 2020 gat hvorki hann né nokkur annar séð fyrir að atvik yrðu með þeim hætti sem raunin varð fyrirhugaðan brottfarardag 29. febrúar 2020. Má jafnframt slá því föstu að hefði ástandið á Norður-Ítalíu þá verið fyrirsjáanlegt hefði það haft afgerandi áhrif á ákvörðun stefnda um að bóka ferðina og greiða heildarverð hennar til áfrýjanda.37. Áfrýjandi hefur loks byggt á því að túlka verði undartekningarákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 95/2018 þröngt í ljósi þess að það skerði kröfuréttindi hans á hendur farþegum samkvæmt gildum samningi sem verndar njóti samkvæmt eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Löggjafanum séu settar þröngar skorður við því að veita öðrum aðila samningssambands rétt til að losna undan skuldbindingum sínum bótalaust.38. Markmið laga nr. 95/2018 er að auka vernd neytenda, þar á meðal með skýrari heimild ferðamanns til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Svo sem fram kemur í lögskýringargögnum mat löggjafinn leiðir að þessu markmiði út frá kröfum stjórnarskrár og þeim ramma sem hann hefur til að setja reglur um atvinnustarfsemi. Verður ekki fallist á að umrædd lagaregla eða beiting hennar við þessar aðstæður séu óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi áfrýjanda sem fyrirtækis í ferðaþjónustu í ljósi þeirrar neytendaverndar sem lögin stefna að.39. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið voru uppfyllt skilyrði 15. gr. laga nr. 95/2018 fyrir því að stefndi afpantaði 28. febrúar 2020 pakkaferð til Madonna di Campiglio sem fyrirhuguð var 29. febrúar til 7. mars sama ár með rétti til fullrar endurgreiðslu. Áfrýjandi ber áhættu af því þegar ferð er afpöntuð af þessum ástæðum og á ekki rétt til greiðslu þóknunar samkvæmt skýrum fyrirmælum 3. mgr. greinarinnar. Bar áfrýjanda því samkvæmt 5. mgr. að endurgreiða stefnda ferðina að fullu innan fjórtán daga frá afpöntun hennar.40. Að öllu framangreindu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður niðurstaða Landsréttar staðfest.41. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og fram kemur í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess að stefndi flutti mál sitt sjálfur, svo og að samhliða því eru flutt tvö mál sem eiga rætur að rekja til sömu málsatvika. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Ferðaskrifstofa Íslands ehf., greiði stefnda, Grétari Má Ólafssyni, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=a2fcd2c1-3835-42c9-968d-0f1d58cc1196&verdictid=4a0b6671-3468-487d-93f1-0b59a3da3491 |
Mál nr. 28/2023 | Kærumál Málskostnaður Frávísun Málsgögn | Staðfestur var úrskurður Landsréttar þar sem vísað var frá réttinum máli vegna ágalla á gerð kærumálsgagna. Hæstiréttur taldi að ekki yrði véfengt það mat Landsréttar að málatilbúnaður sóknaraðila hefði verið svo ófullkominn að vísa hefði mátt málinu frá samkvæmt 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júní 2023 sem barst réttinum sama dag en kærumálsgögn bárust réttinum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 23. maí 2023 í máli nr. 268/2023 þar sem málinu var vísað frá Landsrétti. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. 4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Ágreiningsefni5. Í máli þessu er deilt um hvort ágallar á gerð kærumálsgagna sóknaraðila í máli sem kært var til Landsréttar hafi verið svo verulegir að rétt hafi verið að vísa málinu þaðan frá dómi eða hvort Landsrétti hafi borið að veita lögmanni sóknaraðila frekari leiðbeiningar en gert var um gerð kærumálsgagna og leggja svo efnisúrskurð á málið.Málsatvik og meðferð máls6. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu í Hæstarétti höfðaði sóknaraðili mál 10. maí 2021 á hendur varnaraðila. Krafðist hún þess að lögheimili sonar þeirra yrði hjá henni. Þá krafðist hún þess að kveðið yrði á um inntak umgengni varnaraðila við barnið og að varnaraðili skyldi greiða einfalt meðlag með því. 7. Málið var þingfest 19. maí 2021 og fjórum sinnum tekið fyrir á reglulegu dómþingi. Eftir úthlutun þess var það sex sinnum tekið fyrir uns aðalmeðferð fór fram 27. febrúar 2023. Samkvæmt endurriti úr þingbók var að loknum skýrslutökum lögð fram dómsátt málsaðila. Sú sátt er ekki í þeim gögnum sem send hafa verið Hæstarétti en með henni mun hafa verið fallist á stærstan hluta dómkrafna varnaraðila. 8. Aðilar náðu hins vegar ekki samkomulagi um málskostnað. Að loknum málflutningi þar um kvað héraðsdómur upp úrskurð 22. mars 2023 með þeirri niðurstöðu að gjafsóknarkostnaður sóknaraðila skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna hennar Söru Pálsdóttur, 1.725.358 krónur og Lilju Margrétar Olsen 1.325.808 krónur. Á hinn bóginn var sóknaraðila gert að greiða varnaraðila 3.300.000 krónur í málskostnað. Úrskurðurinn er ekki meðal gagna málsins í Hæstarétti heldur aðeins endurrit þingbókar með úrskurðarorðum.9. Sóknaraðili kærði úrskurðinn til Landsréttar 5. apríl 2023 og krafðist þess að málskostnaður í héraði milli aðila félli niður en gjafsóknarkostnaður í héraði yrði ákveðinn 3.444.022 krónur. Sóknaraðili afhenti Landsrétti greinargerð ásamt gögnum sem kæran var studd við 19. þess mánaðar. Varnaraðili gerði á hinn bóginn aðallega þá kröfu að málinu yrði vísað frá Landsrétti sökum þess að sóknaraðili hefði við gerð kærumálsgagna brotið gegn 3. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991 og reglum Landsréttar nr. 1/2018 um kærumálsgögn í einkamálum, sbr. 6. mgr. 147. gr. laganna. 0. Í gögnum málsins liggur fyrir tölvubréf þáverandi lögmanns sóknaraðila til Landsréttar 21. apríl 2023 þar sem fram kemur að lögmaðurinn hafi mætt á skrifstofu Landsréttar 19. þess mánaðar en verið „send til baka“ þar sem hún hefði aðeins haft eitt eintak af úrskurði og endurriti héraðsdóms en greinargerð og fylgiskjöl hafi að öðru leyti verið í fjórum eintökum. Þess hefði verið óskað að hún lagfærði þetta og sendi í „gáttina“ fyrir miðnætti. Í sama tölvubréfi var vísað til þess að með fylgdi tölvubréf til lögmanns gagnaðila sem hefði fengið greinargerð og gögn málsins innan frests. Loks var í fyrrnefnda tölvubréfinu óskað staðfestingar Landsréttar á því að þessi gögn hefðu verið móttekin miðvikudaginn 19. apríl þegar lögmaðurinn hefði sannarlega komið með þau. 1. Í tölvubréfi skrifstofustjóra Landsréttar 21. apríl 2023 sagði að eins og málið væri vaxið yrði fallist á að gögnum hefði í reynd verið skilað til Landsréttar 19. apríl en athugasemd komið fram af hálfu réttarins um úrbætur. Í bréfinu var áréttað að athugasemdir hefðu lotið að því að nægilegur fjöldi eintaka af úrskurði héraðsdóms og þingbók hefði ekki verið lagður fram. Frestur til að skila umræddum gögnum var ákveðinn til loka dags 24. þess mánaðar.2. Í gögnum málsins er hvorki að finna framangreint tölvubréf lögmanns sóknaraðila til lögmanns varnaraðila né verður með vafalausum hætti ráðið að lögmaður sóknaraðila hafi átt frekari samskipti við Landsrétt um skil gagna. Þá verður ekki séð hvort framangreind tölvubréf 21. apríl 2023 hafi legið fyrir við úrlausn málsins en ekki er vísað til þeirra í hinum kærða úrskurði. 3. Með hinum kærða úrskurði vísaði Landsréttar málinu frá sér. Þar var rakið hvaða gögn sóknaraðili lagði fyrir réttinn og hvað á skorti svo að fylgt hefði verið lögum nr. 91/1991 og reglum Landsréttar nr. 1/2018. Fram kom að þótt sóknaraðili hefði við meðferð málsins nokkuð bætt úr framlagningu málskjala hefði hann enn ekki lagt fram stefnu málsins í héraði, greinargerð varnaraðila í héraði né hlutlæga greiningu á ágreiningsefni málsins, sbr. 4. og 8. tölulið 5. gr. reglnanna. Þá væru kærumálsgögnin ekki í bindi með blaðsíðutali, sbr. 7. gr. reglnanna og þeim fylgdi ekki efnisyfirlit eins og áskilið væri í 4. gr. þeirra. Samkvæmt því væru kærumálsgögnin enn í verulegu ósamræmi við reglur nr. 1/2018 og málatilbúnaður sóknaraðila ófullkominn í skilningi 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. Skipti þá ekki máli þótt varnaraðili hefði fyrir sitt leyti lagt fram kærumálsgögn, þar með talið stefnu málsins og greinargerð sína í héraði. Loks segir í úrskurðinum að sóknaraðili hefði ekki bætt úr því sem ábótavant væri innan þess frests sem henni var gefinn. Því bæri að vísa málinu frá Landsrétti.Helstu málsástæður aðila4. Málatilbúnaður sóknaraðila fyrir Hæstarétti er á því reistur að Landsréttur hafi brugðið út af venju og ekki bent lögmanni sóknaraðila á að bæta úr þeim annmörkum sem Landsréttur nefnir í úrskurði sínum og ekki sé dregið í efa að til staðar hafi verið. Hlutverk dómstóla sé á hinn bóginn að leysa úr ágreiningsefnum og að mál skuli ekki ónýtt nema óhjákvæmilegt sé. Ágallar þeir sem um ræðir hafi í engu truflað varnir varnaraðila auk þess sem í 10. gr. reglna nr. 1/2018 sé gert ráð fyrir því verklagi að gefa lögmönnum kost á að bæta úr gerð kærumálsgagna. Einfalt hefði verið að bæta úr hefði Landsréttur veitt frekari leiðbeiningar þar um. Af orðalagi hins kærða úrskurðar virðist á hinn bóginn sem dómendur hafi talið að búið hafi verið að benda á annmarkana sem um ræðir áður en úrskurður var kveðinn upp. Svo hafi á hinn bóginn ekki verið. 5. Varnaraðili vísar til forsendna hins kærða úrskurðar um röksemdir fyrir kröfum sínum hér fyrir dómi. Tiltekur hann sérstaklega að sami lögmaður hafi annast rekstur málsins fyrir sóknaraðila, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. Þá hafi lögmaður varnaraðila ekki fengið eintök af gögnum líkt og lög og reglur bjóði. Niðurstaða6. Í 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 eru fyrirmæli um hvað skuli greina frá í kæru til Landsréttar. Í 3. mgr. 147. gr. laganna segir að sá sem kæri úrskurð eða dómsathöfn skuli senda Landsrétti, innan tveggja vikna frá því að kæra hans barst héraðsdómi, þau gögn máls sem hann telji sérstaklega þörf á til úrlausnar um kæruefni og í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveði. Hann skuli þá einnig, ef hann kýs, afhenda Landsrétti skriflega greinargerð sem geymi kröfur hans og málsástæður sem byggt sé á. Hann skuli samtímis afhenda gagnaðila eitt eintak kærumálsgagna og greinargerðar. Gögnum skuli fylgja skrá um þau og skuli þau vera í því horfi sem Landsréttur mæli fyrir um. Í 6. mgr. 147. gr. er mælt fyrir um að Landsréttur setji nánari reglur um frágang málsgagna í kærumálum. Þá er í 2. mgr. 149. gr. laganna kveðið á um að ef kæra sé ekki gerð þannig úr garði sem segi í 1. mgr. 145. gr. eða málatilbúnaður annars ófullkominn, geti Landsréttur lagt fyrir kæranda að bæta úr því sem sé ábótavant innan tiltekins frests. Verði kærandi ekki við því geti Landsréttur vísað kærumálinu frá sér.7. Reglur Landsréttar nr. 1/2018 eru settar á grundvelli fyrirmæla 6. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991 en í 1. gr. reglnanna er jafnframt vísað til 3. mgr. 147. gr. laganna. Í 2. gr. reglnanna kemur fram að sóknaraðili beri ábyrgð á að kærumálsgögn séu í þeim búningi sem mælt sé fyrir um í reglunum.8. Fyrrnefnd fyrirmæli 147. gr. laga nr. 91/1991 og reglna Landsréttar nr. 1/2018 hafa þann augljósa tilgang að stuðla að vandaðri framsetningu gagna í kærumálum með það að leiðarljósi að gera málatilbúnað kæranda skýran og aðgengilegan fyrir gagnaðila og Landsrétt og málsmeðferð í kærumálum greiða og skilvirka. Reglur Landsréttar eru jafnframt ítarlegar og einfalt fyrir löglærða að fylgja þeim. Þá hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á vikið hafi verið frá venjubundnu ferli við meðferð kærunnar í Landsrétti.9. Samkvæmt því sem að framan er rakið bar sóknaraðili ábyrgð á því að kærumálsgögn væru í þeim búningi sem mælt er fyrir um í lögum nr. 91/1991 og reglum nr. 1/2018. Í tilvitnaðri 10. gr. reglnanna segir að sé gerð kærumálsgagna í verulegu ósamræmi við fyrirmæli þeirra, án þess að 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991 eigi við, geti Landsréttur mælt fyrir um að bætt skuli úr innan tilgreinds frests. Sé fyrirmælum um úrbætur ekki sinnt geti rétturinn frestað máli þar til úr hefur verið bætt. Líkt og í 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991 er hér að finna heimild en ekki skyldu til handa Landsrétti. Þá er tiltekið að reglan taki til ágalla sem eru ekki þess eðlis að 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991 eigi við.20. Eins og að framan er rakið taldi Landsréttur ágalla á kærumálsgögnum svo verulega að málatilbúnaður sóknaraðila væri ófullkominn í skilningi 2. mgr. 149. gr. laganna þannig að ekki yrði lagður efnisúrskurður á málið. Til þess er einnig að líta að í greinargerð varnaraðila til Landsréttar var krafist frávísunar málsins frá réttinum sökum tilgreindra annmarka á kærumálsgögnum sóknaraðila. Gaf það sóknaraðila enn frekar tilefni til að sinna lögboðinni skyldu sinni og koma málatilbúnaði sínum í fullnægjandi horf.21. Samkvæmt framanrituðu verður ekki vefengt það mat Landsréttar að málatilbúnaður sóknaraðila hafi verið svo ófullkominn að vísa mátti málinu frá samkvæmt 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, A, greiði varnaraðila, B, 300.000 krónur í kærumálskostnað.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=28f19bc1-43b6-43cb-8b24-fedc950d9461&verdictid=6bf515fc-a9c3-4e34-b02e-1093830644c0 |
Mál nr. 8/2023 | Manndráp Samverknaður Hlutdeild Refsiákvörðun Milliliðalaus sönnunarfærsla Heimfærsla Sönnunarmat Ásetningur Miskabætur Skaðabætur Réttargæslumaður | AS, CS, MS og SQ voru ákærð fyrir manndráp samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í félagi staðið saman að því að svipta A lífi. Héraðsdómur sakfelldi AS samkvæmt ákæru en sýknaði CS, MS og SQ af öllum sakargiftum. Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að þau hefðu öll átt verkskipta aðild að því að A var ráðinn af dögum og að um samverknað allra ákærðu hefði verið að ræða. Voru þau öll sakfelld fyrir manndráp. AS var dæmdur í 20 ára fangelsi en refsing annarra ákveðin 14 ára fangelsi. Fyrir Hæstarétti kröfðust CS og SQ ómerkingar hins áfrýjaða dóms og AS og MS bentu á ýmsa ágalla á meðferð málsins fyrir Landsrétti sem þeir töldu að gætu leitt til ómerkingar dómsins og heimvísunar málsins án kröfu. Hæstiréttur taldi að rannsókn málsins hjá lögreglu, málsmeðferðin fyrir Landsrétti og aðferð við sönnunarmat í dómi Landsréttar hefði verið í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og ekki hefði verið brotið gegn rétti ákærðu til milliliðalausrar sönnunarfærslu. Ekki væri því tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar um að AS, CS, MS og SQ hefðu viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru að öðru leyti en því að ósannað þótti hver hefði gefið CS fyrirmæli um að senda skilaboð í síma SQ þegar brotaþoli legði af stað heim umrætt kvöld. Hæstiréttur staðfesti jafnframt þá niðurstöðu Landsréttar að ásetningur AS til að svipta A lífi hefði verið einbeittur og að CS, MS og SQ hefði hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að AS hygðist ráða A af dögum. Hæstiréttur taldi aftur á móti að sú þátttaka CS, MS og SQ sem lýst var í ákæru og það sem Landsréttur taldi sannað um þátt þeirra í skipulagningu og öðrum undirbúningi að því að AS gæti hitt A einan fyrir utan heimili hans fullnægði ekki þeim kröfum sem gera yrði til þess að þau teldust hlutrænt séð hafa verið aðalmenn í manndrápi á grundvelli verkskiptrar þátttöku. Þátttaka þeirra þriggja teldist hlutrænt séð vera hlutdeild í manndrápi og var því slegið föstu að ásetningur þeirra hefði staðið til hlutdeildar í manndrápi. Voru þau öll dæmd til fangelsisrefsingar, AS í 16 ár, CS í þrjú ár, MS í fjögur ár og SQ í 10 ár. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma AS til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um í 211. gr. almennra hegningarlaga. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan til 2. mgr. 70. gr. sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar þeirra CS, MS og SQ var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur CS og MS í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón af 2. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Loks var AS gert að greiða einkaréttarkröfuhöfum bætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 25. janúar 2023 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að dómur Landsréttar verði staðfestur.3. Ákærði Angjelin Sterkaj krefst þess að refsing hans verði milduð. Hann krefst lækkunar á fjárhæð miskabóta til B og sýknu af bótakröfu hennar vegna missis framfæranda en til vara að krafan verði lækkuð. Hann krefst lækkunar á miskabótakröfu B fyrir hönd C og að miskabótakröfu hennar fyrir hönd D verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð. Hann krefst lækkunar á kröfum E og F.4. Ákærða Claudia Sofia Cohelo Carvalho krefst aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms, til vara sýknu og til þrautavara að refsing sín verði milduð og henni gerð vægasta refsing sem lög heimila.5. Ákærði Murat Selivrada krefst aðallega sýknu en til vara að sér verði ákveðin vægustu viðurlög sem lög heimila og að refsing hans verði skilorðsbundin.6. Ákærði Shpetim Qerimi krefst aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms, til vara sýknu en til þrautavara að sér verði ákveðin vægustu viðurlög sem lög heimila.7. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa, B, er þess aðallega krafist að ákærða Angjelin verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum, að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta henni til handa vegna missis framfæranda og að honum verði gert að greiða henni 568.523 krónur vegna útfararkostnaðar, allt ásamt nánar tilgreindum vöxtum. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skaða- og miskabætur henni til handa verði staðfest.8. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa, B, fyrir hönd ólögráða sonar hennar C, er þess aðallega krafist að ákærða Angjelin verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum og að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta honum til handa vegna missis framfæranda. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skaða- og miskabætur honum til handa verði staðfest.9. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa, B, fyrir hönd ólögráða dóttur hennar D, er þess aðallega krafist að ákærða Angjelin verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum og honum verði gert að greiða henni 7.958.520 krónur með nánar tilgreindum vöxtum í skaðabætur vegna missis framfæranda. Til vara er þess krafist að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skaða- og miskabætur henni til handa verði staðfest.0. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa, E og F, er þess aðallega krafist að ákærða Angjelin verði gert að greiða hvoru þeirra fyrir sig miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum en til vara að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur þeim til handa verði staðfest.Málsatvik og ágreiningsefni1. A var ráðinn af dögum laugardaginn 13. febrúar 2021 þegar ráðist var að honum fyrir utan heimili hans að Rauðagerði […] í Reykjavík með skammbyssu með hljóðdeyfi. Var hann hæfður níu skotum í búk og höfuð.2. Með ákæru Héraðssaksóknara 11. maí 2021 var ákærðu Angjelin, Claudiu, Murat og Shpetim gefið að sök að hafa í félagi staðið saman að því að svipta brotaþola lífi.3. Þætti ákærða Angjelin er lýst þannig í ákæru að hann hafi ekið ásamt ákærða Shpetim að Rauðagerði. Hann hafi farið úr bifreiðinni utan við hús brotaþola, falið sig við bílskúr og þegar brotaþoli hafi komið út úr bílskúrnum eftir að hafa lagt þar bifreið sinni hafi ákærði skotið hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22 kalibera Sig Sauer skammbyssu, með þeim afleiðingum að brotaþoli lést af skotáverkum sem hann hlaut á heila og brjósti. Í kjölfarið hafi ákærði Angjelin hlaupið út Rauðagerði, gefið ákærða Shpetim sem þar beið merki og farið aftur í bílinn við Borgargerði. Þeir hafi svo ekið út úr bænum og að Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði hafi losað sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn.4. Þætti ákærðu Claudiu er þannig lýst í ákæru að hún hafi að beiðni ákærða Murat fylgst með tveimur bifreiðum sem tilheyrt hafi brotaþola og lagt hafi verið í porti við Rauðarárstíg […] í Reykjavík og sent fyrir fram ákveðin skilaboð í gegnum samskiptaforritið Messenger til ákærða Shpetim þegar brotaþoli hafi ekið frá Rauðarárstíg á annarri bifreiðinni.5. Þætti ákærða Murat er þannig lýst í ákæru að hann hafi sýnt ákærðu Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrt hafi brotaþola og lagt hafi verið í porti við Rauðarárstíg […] og gefið henni fyrirmæli um að fylgjast með þeim og jafnframt að senda nánar tiltekin skilaboð í gegnum samskiptaforritið Messenger til ákærða Shpetim þegar hreyfing yrði á annarri hvorri bifreiðinni.6. Þætti ákærða Shpetim er lýst í ákæru með þeim hætti að hann hafi ekið ásamt ákærða Angjelin að Rauðagerði rétt fyrir miðnætti og stöðvað bifreiðina nálægt horni Rauðagerðis og Borgargerðis. Þegar bifreið brotaþola hafi verið ekið að heimili hans að Rauðagerði […] hafi ákærði Shpetim ekið í humátt á eftir honum, hleypt ákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. […] og ekið svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann hafi snúið bifreiðinni við og beðið þar til ákærði Angjelin hefði gefið honum merki um að sækja sig. Þá hafi ákærði Shpetim ekið austur Rauðagerði og tekið ákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði. Þeir hafi svo ekið út úr bænum og að Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði Angjelin hafi losað sig við skammbyssu með því að henda henni í sjóinn.7. Ákærði Angjelin játaði við yfirheyrslu hjá lögreglu og við skýrslutöku í héraði að hafa banað brotaþola. Önnur ákærðu hafa frá upphafi neitað sök.8. Ákærði Angjelin var sakfelldur í héraði 21. október 2021 og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og greiðslu skaðabóta. Aðrir ákærðu voru sýknaðir en einkaréttarkröfum á hendur þeim vísað frá dómi og komu þær því ekki til umfjöllunar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.9. Ákæruvaldið áfrýjaði héraðsdómi til Landsréttar og krafðist þess að öll ákærðu yrðu sakfelld og þeim gerð refsing en að refsing ákærða Angjelin yrði þyngd. Ákærði Angjelin krafðist aðallega að refsing sín yrði milduð. Önnur ákærðu kröfðust sýknu en til vara vægustu refsingar. Landsréttur sakfelldi öll ákærðu og taldi að ákærðu Claudia, Murat og Shpetim hefðu með þátttöku í skipulagningu og öðrum undirbúningi þess að ákærði Angjelin gæti hitt brotaþola einan fyrir utan heimili hans átt verkskipta aðild að því að brotaþoli var ráðinn af dögum og að um samverknað allra ákærðu hefði verið að ræða. Refsing ákærða Angjelin var ákveðin 20 ára fangelsi en annarra ákærðu 14 ára fangelsi.20. Áfrýjunarleyfi var veitt 23. janúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-161, á þeim grunni að telja yrði að úrlausn málsins, meðal annars um skilyrði samverknaðar og eftir atvikum um ákvörðun refsingar, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Væri þá jafnframt haft í huga að þrjú ákærðu hefðu verið sýknuð af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelld fyrir Landsrétti, sbr. lokamálslið 4. mgr. 215. gr. sömu laga.NiðurstaðaNiðurstaða um formhlið málsins21. Af hálfu ákærðu Claudiu og Shpetim er krafist ómerkingar hins áfrýjaða dóms en af hálfu ákærðu Angjelin og Murat er bent á ýmsa ágalla á meðferð málsins fyrir Landsrétti sem þeir telja að geti leitt til ómerkingar dómsins og heimvísunar málsins án kröfu. Í fyrsta lagi telja ákærðu að skýrsla lögreglu um rannsókn málsins samkvæmt 56. gr. laga nr. 88/2008 sýni að lögregla hafi brotið gegn hlutlægnisskyldu sinni við rannsóknina. Í öðru lagi hafi verjendum ákærðu ekki verið gefinn kostur á að vera viðstaddir skýrslugjöf vitna sem fram hafi farið fyrir dómi á rannsóknarstigi. Í þriðja lagi hafi Landsréttur brotið gegn meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð, annars vegar með því að endurmeta sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu fyrir héraðsdómi án þess að þau gæfu raunverulega munnlega skýrslu fyrir Landsrétti og hins vegar með því að leggja eingöngu lögregluskýrslur til grundvallar niðurstöðu um sönnun tiltekinna þátta málsins. Í fjórða lagi hafi Landsréttur tekið upp hjá sér af sjálfsdáðum að endurmeta röksemdir héraðsdóms um atriði sem ekki hafi verið byggt á af hálfu ákæruvalds. Í fimmta lagi hafi verið ágallar á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um sekt ákærðu. Verður nú fjallað um hvert þessara atriða og hvort þau fela í sér réttarfarsannmarka sem leiða til ómerkingar hins áfrýjaða dóms.) Um skýrslu lögreglu um rannsókn málsins22. Skýrsla lögreglu um rannsókn málsins sem unnin var á grundvelli 56. gr. laga nr. 88/2008 fylgdi rannsóknargögnum til ákæruvalds eftir að rannsókn lauk í samræmi við ákvæði 1. mgr. 57. gr. laganna. Slík skýrsla telst ekki til rannsóknargagna máls og niðurstaða sakamáls verður ekki á henni byggð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hvorki talið að efni skýrslunnar fari í bága við ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 88/2008 né að ályktanir í henni bendi til þess að ekki hafi verið gætt nauðsynlegrar hlutlægni við rannsókn málsins þannig að áhrif geti haft við úrlausn þess fyrir dómi.2) Um skýrslutökur fyrir dómi á rannsóknarstigi23. Af hálfu ákærða Angjelin hefur verið bent á að verjendur hafi ekki verið boðaðir til skýrslutöku vitna sem fram fór fyrir dómi meðan málið var enn á rannsóknarstigi. Ákærði telur að í því hafi falist brot gegn 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Meðal rannsóknargagna eru endurrit af skýrslum af þremur sakborningum sem lögregla hlutaðist til um að væru teknar fyrir dómi á rannsóknarstigi á grundvelli b-liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 til að upplýsa málið áður en verjendur fengju aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum málsins. Þessir sakborningar sem ekki eru á meðal ákærðu í málinu mættu með verjendum sínum en verjendur ákærðu voru ekki boðaðir. Umræddir einstaklingar komu allir fyrir dóm og gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins og höfðu þá stöðu vitna. Um skýrslutökur fyrir dómi á rannsóknarstigi gildir sú meginregla samkvæmt 2. mgr. 104. gr. laganna að tilkynna skal sakborningi og verjanda um skýrslutöku af sakborningi, brotaþola eða öðru vitni á grundvelli 59. gr. sömu laga nema dómari fallist á að taka kröfuna fyrir á dómþingi án þess að kveðja þangað sakborning eða þann sem hún beinist að, sbr. 1. mgr. 104. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 er dómara heimilt að taka til greina sem sönnunargögn skýrslur sem ákærði, brotaþoli eða önnur vitni hafa gefið fyrir dómi áður en mál var höfðað, sbr. 59. og 106. gr. laganna, en þó skulu skýrslugjafar koma á ný fyrir dóm við meðferð málsins ef þess er kostur og annar hvor málsaðila krefst eða dómari telur annars ástæðu til.24. Sem fyrr segir komu umræddir þrír skýrslugjafar fyrir dóm sem vitni við aðalmeðferð málsins. Ekkert er fram komið í málinu um að þær skýrslur fyrir dómi á rannsóknarstigi sem um ræðir hafi haft þýðingu fyrir niðurstöðu málsins í héraði eða Landsrétti. Ekki verður talið að brotið hafi verið gegn rétti ákærða til réttlátrar málsmeðferðar af þessum sökum.3) Um milliliðalausa sönnunarfærslu25. Af hálfu ákærðu Angjelin, Murat og Shpetim er því sem fyrr segir haldið fram að Landsréttur hafi ekki látið fara fram sjálfstæða munnlega sönnunarfærslu fyrir réttinum.26. Fyrirmæli 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi hafa verið skýrð svo að þáttur í henni sé að sönnunarfærsla í sakamálum skuli vera milliliðalaus, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 29. nóvember 2012 í máli nr. 429/2012. Nánari útfærslu á meginreglunni er að finna í d-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans sem mælir fyrir um að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Sjá skuli til þess að vitni sem beri honum í vil komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem leidd séu gegn honum. Í athugasemdum við 8. gr. frumvarps til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, sem varð að 70. gr. stjórnarskrárinnar, er meðal annars vísað til 6. gr. mannréttindasáttmálans og sagt að ekki þætti ástæða til að telja upp í greininni öll atriði sem tryggð væru í alþjóðasamningum um mannréttindi varðandi málsmeðferð fyrir dómstólum en að leiðarljósi væri haft að „taka þar aðeins upp grundvallarreglur og sleppa útfærsluatriðum sem eiga við þessar aðstæður eðli sínu samkvæmt aðeins heima í rétt¬arfarslöggjöf“. Samkvæmt því er litið svo á að þau réttindi sakbornings sem njóta verndar d-liðar 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans séu liður í réttlátri málsmeðferð samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar.27. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið litið til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af íslenskum landsrétti, sbr. ummæli í dómi Hæstaréttar 19. maí 2005 í máli nr. 520/2004 þar sem vísað var til túlkunar mannréttindadómstólsins á d-lið 3. mgr. 6. gr. sáttmálans, svo og dóma Hæstaréttar 22. september 2010 í máli nr. 371/2010, 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020.28. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til milliliðalausrar sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi sem þáttar í að tryggja réttláta málsmeðferð við endurskoðun dóms undirréttar í sakamáli, sbr. til dæmis dóma réttarins 19. febrúar 1996 í máli nr. 16206/90, Botten gegn Noregi, 15. júlí 2003 í máli nr. 44671/98, Sigurþór Arnarsson gegn Íslandi, og 5. júlí 2011 í máli nr. 8999/07, Dan gegn Moldóvu. Í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins hefur verið talið sérstaklega mikilvægt að ákærði eigi þess kost að gefa munnlega skýrslu við meðferð sakamáls á áfrýjunarstigi ef hann hefur verið sýknaður á fyrsta dómstigi.29. Réttur ákærða til milliliðalausrar sönnunarfærslu er ekki aðeins tryggður í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar heldur kemur þessi meginregla sakamálaréttarfars jafnframt fram í 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 þar sem segir að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi.30. Heimilt er að leita endurskoðunar Landsréttar á öllum þáttum héraðsdóms, þar á meðal niðurstöðu sem byggð er á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar samkvæmt c-lið 1. mgr. 196. gr. laga nr. 88/2008.31. Í athugasemdum við 59. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 49/2016, um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála, segir svo:Ekki er gert ráð fyrir að sú sönnunarfærsla sem fram fór fyrir héraðsdómi verði endurtekin fyrir Landsrétti, enda mæla sterk rök gegn því að sakborningar, brotaþolar, málsaðilar eða vitni séu yfirheyrð ítrekað fyrir dómi um sömu atriði eins og nánar er rakið í almennum athugasemdum með frumvarpinu. Á þetta sérstaklega við í sakamálum þar sem ætla má að upprifjun brotaþola og vitna á erfiðri lífsreynslu geti verið sársaukafull og af þeirri ástæðu varhugavert að endurtaka skýrslugjöf að nauðsynjalausu. Hins vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir að málsaðilum gefist kostur á að leiða ný vitni og taka viðbótarskýrslur af ákærðu og vitnum sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Þá verði allar skýrslur í héraði teknar upp í hljóði og mynd og afrit af þessum upptökum send Landsrétti sem hluti af gögnum máls. Myndupptökurnar verði þannig aðgengilegar dómurum sakamáls í Landsrétti en að auki verði unnt að fara fram á að einstakar skýrslur eða hluti af þeim verði spilaðar við aðalmeðferð máls ef þörf þykir vegna endurmats á sönnunargildi munnlegs framburðar. Eftir sem áður er þó gert ráð fyrir að við sönnunarfærslu fyrir Landsrétti verði að miklu leyti stuðst við endurrit af framburði ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi, enda er mikið hagræði í því fólgið fyrir málsaðila og dómendur og málsmeðferðin til muna skilvirkari með því móti. Sá möguleiki að leiða ný vitni og taka viðbótarskýrslur, svo og að spila upptökur af skýrslum sem teknar voru í héraði, er til þess fallinn að Landsréttur geti endurskoðað sönnunargildi munnlegs framburðar og skorið úr um sekt eða sýknu á grundvelli heildarmats á öllum sönnunargögnum, þ.m.t. munnlegum framburði.32. Í e-lið 2. mgr. 203. gr., 2. mgr. 205. gr. og 1. mgr. 206. gr. laga nr. 88/2008 er gert ráð fyrir að ákæruvald og ákærði geti í greinargerð til Landsréttar óskað eftir að munnlegar viðbótarskýrslur séu teknar af ákærða og vitnum við aðalmeðferð sakamáls fyrir Landsrétti og einnig munnlegar skýrslur af nýjum vitnum. Það er hins vegar lagt í hendur Landsréttar að ákveða hvort þörf þykir á því en í þeim efnum skal þó tekið fram að ákærði á ávallt rétt á að gefa munnlega skýrslu við meðferð máls fyrir Landsrétti.33. Í greinargerð ákæruvalds til Landsréttar var þess krafist að öll ákærðu kæmu fyrir réttinn til að gefa viðbótarskýrslu og að framburður þeirra í héraði yrði spilaður í hljóði og mynd. Í undirbúningsþinghaldi 12. september 2022 kom fram að verjandi ákærða Angjelin hefði greint frá því að hann óskaði ekki eftir að koma fyrir dóminn til viðbótarskýrslugjafar og mótmælti þeirri kröfu ákæruvaldsins. Verjendur annarra ákærðu greindu þar frá því að þau óskuðu ekki eftir að gefa viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti en yrðu á hinn bóginn viðstödd aðalmeðferð. Verjandi ákærða Murat greindi frá því að skjólstæðingur hans myndi gefa skýrslu fyrir Landsrétti ef rétturinn tæki ákvörðun um það. Landsréttur tók þá ákvörðun í þinghaldi 14. september 2022 að við aðalmeðferð málsins kæmu ákærðu Claudia, Murat og Shpetim fyrir dóm til viðbótarskýrslugjafar og að áður en skýrsla væri tekin af þeim skyldi spiluð upptaka af framburði þeirra í héraði í heild sinni. Jafnframt skyldi spila upptöku af framburði ákærða Angjelin í héraði.34. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti 28. til 30. september 2022 komu ákærðu Claudia, Murat og Shpetim fyrir dóm og var gefinn kostur á að skýra frekar frá atvikum málsins. Þau báru að þau hefðu engu við fyrri framburð sinn að bæta og sækjandi og verjandi kváðust engar frekari spurningar hafa til þeirra. Ákærði Angjelin kom hins vegar ekki fyrir dóm í Landsrétti og ítrekaði verjandinn þá afstöðu hans að gefa ekki skýrslu. Upptökur af munnlegum skýrslum allra ákærðu í héraði í hljóði og mynd voru spilaðar í heild sinni við aðalmeðferð í Landsrétti auk þess sem endurrit framburðar þeirra lá fyrir.35. Ákærðu var samkvæmt framansögðu gefinn kostur á að tjá sig um sakarefni málsins fyrir Landsrétti en nýttu ekki þann rétt sinn að öðru leyti en að framan greinir. Það kom ekki í veg fyrir að Landsréttur gæti endurskoðað sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu, meðal annars á grundvelli spilunar á framburði þeirra fyrir héraðsdómi. Var sönnunarfærsla þar fyrir dómi því í samræmi við fyrirmæli laga nr. 88/2008 um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi.36. Af hálfu ákærðu Angjelin, Murat og Shpetim er því eins og fyrr segir jafnframt haldið fram að sakfelling þeirra í Landsrétti hafi í ýmsum efnum verið byggð á lögregluskýrslum en með því hafi verið brotið gegn meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi.37. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er sökuðum manni tryggður réttur til að vera talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð, sbr. einnig 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 108. gr. laga nr. 88/2008. Sú meginregla sem birtist í framangreindum ákvæðum um að sönnunarbyrði í sakamálum hvíli á ákæruvaldi felur í sér að ríkar sönnunarkröfur eru gerðar til þess. Í 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 segir að dómari meti hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varði sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn.38. Samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari við úrlausn máls sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans, en við það mat skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn. Í greinargerð með frumvarpi er varð að lögunum segir meðal annars um 115. gr. að það geti gert framburð ákærða ótrúverðugan ef hann reynist óstöðugur, til dæmis ef hann ber allt annað fyrir dómi en hann hefur áður gert hjá lögreglu án þess að viðhlítandi skýring komi fram á því.39. Skýrslutökur af ákærðu hjá lögreglu eru liður í rannsókn máls og meðal þeirra sönnunargagna sem heimilt er að leggja fram í dómsmáli, sbr. dóm Hæstaréttar 22. október 1992 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1639, en sá dómur hefur fordæmisgildi þótt hann snúi að túlkun á ákvæðum eldri laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sönnunargildi framburðar sem ákærði eða vitni hefur gefið hjá lögreglu verður ekki lagt að jöfnu við sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn er með milliliðalausum hætti fyrir dómi nema að því leyti sem viðkomandi hefur staðfest hann fyrir dómi. Löng dómaframkvæmd er hins vegar um að dómara sé rétt að taka tillit til þess við mat á trúverðugleika framburðar ákærða fyrir dómi ef ósamræmi reynist um atriði sem talin eru skipta máli milli framburðar fyrir dómi og skýrslu sem viðkomandi gaf hjá lögreglu og hann hefur ekki gefið sennilega skýringu á því ósamræmi. Sjá um þetta til dæmis dóma Hæstaréttar 17. desember 2015 í máli nr. 311/2015, 15. desember 2016 í máli nr. 440/2016, 1. júní 2017 í máli nr. 129/2017 og fyrrgreindan dóm í máli nr. 30/2020. Þýðing skýrslu ákærða hjá lögreglu við þetta mat á trúverðugleika framburðar hans fyrir dómi getur þó jafnframt ráðist af því hvort hann naut liðsinnis verjanda við skýrslutöku hjá lögreglu og hvort þar var að öðru leyti fylgt lagafyrirmælum um réttindi hans.40. Af framangreindu leiðir að dómari verður að meta annars vegar innra samræmi framburðar ákærða með tilliti til þess hvort mótsagna gætir í frásögn og skýringum hans og á það jafnt við um innra samræmi í einstökum framburði og samræmi milli skýrslu annars vegar hjá lögreglu og hins vegar framburðar fyrir dómi. Á sama hátt verður að meta ytra samræmi um hvernig framburður ákærða samræmist framburði vitna og eftir atvikum annarra ákærðu svo og öðrum þeim sönnunargögnum og upplýsingum sem komið hafa fram við málsmeðferð. Á þessum grunni verður metið hversu trúverðugur framburður ákærða eða eftir atvikum hvers ákærða um sig er um einstök atriði sem áhrif geta haft við sakarmat og hvaða áhrif niðurstaða þess mats hefur með tilliti til annarra beinna og óbeinna sönnunargagna sem fyrir liggja í málinu, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 30/2020 og dóm réttarins 22. febrúar 2023 í máli nr. 46/2022.41. Ákærðu gáfu skýrslu hjá lögreglu að viðstöddum verjendum sínum og eru upptökur af skýrslunum í hljóði og mynd meðal gagna málsins svo og endurrit þeirra. Ekki eru í ljós leiddir neinir annmarkar á framkvæmd skýrslutöku af ákærðu hjá lögreglu.42. Samkvæmt framansögðu var það hluti af lögboðnu mati héraðsdóms og síðar Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærðu fyrir dómi um einstök atriði sem máli skiptu við sakarmatið að ganga úr skugga um hvort samræmi væri í framburði hvers þeirra um sig hjá lögreglu og fyrir dómi um slík atriði.43. Niðurstöður Landsréttar um að ákærðu hefðu gerst sek um þátttöku í manndrápi voru byggðar á heildstæðu mati á ýmsum sýnilegum sönnunargögnum sem fjallað er um í hinum áfrýjaða dómi svo og framburði ákærðu í héraði. Í hinum áfrýjaða dómi er lagt mat á trúverðugleika framburðar ákærðu með því að bera hann saman við skýrslur þeirra sjálfra hjá lögreglu og litið til breytinga sem skýrslur þeirra tóku eftir því sem rannsókn miðaði. Framburður hvers ákærðu fyrir héraðsdómi var jafnframt í einstökum atriðum borinn saman við framburð annarra ákærðu í héraði og skýrslur þeirra hjá lögreglu.44. Tilvísun í hinum áfrýjaða dómi til skýrslna sem ákærðu gáfu hjá lögreglu var samkvæmt framansögðu liður í mati á trúverðugleika framburðar þeirra fyrir dómi og aðeins hluti af því heildstæða sönnunarmati sem lá til grundvallar niðurstöðu um sekt þeirra. Tilvísun í hinum áfrýjaða dómi til skýrslna ákærðu hjá lögreglu fór samkvæmt því ekki í bága við rétt þeirra til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi.4) Um endurmat Landsréttar að eigin frumkvæði á niðurstöðum héraðsdóms45. Af hálfu ákærða Shpetim er á því byggt að á hinum áfrýjaða dómi séu þeir ágallar að Landsréttur hafi tekið upp hjá sér af sjálfsdáðum að endurmeta röksemdir héraðsdóms um atriði sem ekki hafi verið byggt á af hálfu ákæruvalds. Af hálfu þess hafi í greinargerð til Landsréttar ekki verið gerður um það ágreiningur að í dómi héraðsdóms hafi fyrst og fremst verið byggt á því að ekkert ákærðu hafi borið um að hafa rætt um manndrápið fyrir fram og engir vitnisburðir liggi fyrir um að þau þrjú sem neitað hafi sök hafi vitað eða mátt vita um að ákærði Angjelin myndi svipta brotaþola lífi.46. Fyrir liggur að ákæruvaldið vísaði í þessu samhengi til þess að héraðsdómur hefði nánast algerlega litið fram hjá öðrum sönnunargögnum að þessu leyti og benti á að ákærðu breyttu öll framburði sínum töluvert eftir því sem rannsókn lögreglu vatt fram.47. Landsréttur hefur heimild til að endurskoða niðurstöður héraðsdóms um alla efnisþætti sakamáls, þar á meðal um hvað telst sannað um hlutræna þætti verknaðar og huglæga afstöðu ákærða til brots. Slíkt sönnunarmat byggist á heildstæðu mati á öllum fyrirliggjandi sönnunargögnum og sönnunargildi þeirra, jafnt munnlegum framburði ákærðu og vitna og sýnilegum sönnunargögnum. Ekki verður annað séð en að Landsréttur hafi við endurskoðun á sönnunarmati héraðsdóms um það atriði sem áður greinir tekið tillit til annarra sönnunargagna en munnlegs framburðar ákærðu og vitna, í samræmi við það sem ákæruvaldið benti á í greinargerð til Landsréttar. Engir ágallar voru því á málsmeðferð Landsréttar að þessu leyti.5) Um ætlaða ágalla á aðferð Landsréttar við sönnunarmat48. Mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu og vitna fyrir dómi verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, enda ekki heimilt að veita leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar til Hæstaréttar til endurskoðunar á slíku mati, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Á þetta jafnt við um endurskoðun á slíku mati að því er varðar hlutræna þætti verknaðar og huglæga afstöðu ákærðu en niðurstaða slíks mats getur eftir atvikum bæði haft þýðingu um sakfellingu og heimfærslu til refsiákvæða. Hæstiréttur getur á hinn bóginn endurmetið til hvaða refsiákvæðis heimfæra skal þá háttsemi ákærðu sem Landsréttur hefur talið sannaða, sbr. b-lið 1. mgr. 215. gr. laganna að því leyti sem sú endurskoðun lýtur ekki að mati á sönnunargildi munnlegs framburðar heldur öðrum þáttum svo sem mati á sönnunargildi annarra sönnunargagna eða túlkun refsiákvæða. Á þetta meðal annars við um mat á því hvort sönnuð þátttaka ákærðu í refsiverðri háttsemi telst fullnægja hlutrænum og huglægum skilyrðum þess að teljast samverknaður eða hlutdeild.49. Ef annmarkar eru á hinn bóginn á málsmeðferð, þar á meðal aðferð við sönnunarmat í dómi, sem teljast fallnir til að hafa áhrif á niðurstöðu máls geta þeir orðið til þess að leyfi til áfrýjunar skuli veita, sbr. d-lið 1. mgr. 215. gr. sömu laga, sem leitt getur eftir atvikum til ómerkingar hins áfrýjaða dóms og heimvísunar máls, sbr. dóm Hæstaréttar 15. október 2020 í máli nr. 16/2020, fyrrgreindan dóm í máli nr. 30/2020 og dóm 11. október 2022 í máli nr. 31/2022.50. Ákærðu Claudia, Murat og Shpetim telja að ýmsir ágallar hafi verið á aðferð við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi og telja þau Claudia og Shpetim að þeir eigi að leiða til ómerkingar dómsins en ákærði Murat telur þá geta leitt til sýknu eða heimvísunar. Verður nú vikið að helstu þáttum sem ákærðu telja að hafi verið áfátt í sönnunarmati Landsréttar.51. Hvað þátt ákærða Murat varðar telur hann að sakfelling sín hafi samkvæmt dómi Landsréttar verið byggð á því að hann hafi farið með ákærðu Claudiu að Rauðarárstíg […] að kvöldi 13. febrúar 2021 til að leiðbeina henni um hvaða bifreiðum hún ætti að fylgjast með. Sú niðurstaða stangist á við framburð ákærðu Angjelin og Claudiu í héraði um að ákærði Angjelin hafi síðar um kvöldið gefið ákærðu Claudiu fyrirmæli um að fylgjast einnig með Volvo-bifreið brotaþola og þá staðreynd að bifreiðin hafi ekki verið í porti við Rauðarárstíg […] þegar þau Claudia komu þangað. Sendiferðabifreiðin sem ákærðu Angjelin og Claudia hafi borið um að ákærði Angjelin hafi beðið ákærða Murat um að benda ákærðu Claudiu á hafi hvorki verið í umráðum brotaþola né hafi hann ekið þeirri bifreið heim til sín umrætt kvöld. Bifreiðin standi því ekki í neinu orsakasambandi eða hafi þýðingu fyrir verknað ákærða Angjelin.52. Í hinum áfrýjaða dómi segir að ákærðu Murat og Claudia hafi að kvöldi 13. febrúar 2021 farið að Rauðarárstíg og að ferðin og sú staðreynd að ákærða Claudia fór síðar þangað til að fylgjast með bifreiðum sem tengdust brotaþola veiti sterka vísbendingu um að ákærði Murat hafi farið með ákærðu Claudiu til að leiðbeina henni um hvaða bifreiðum hún ætti að fylgjast með. Þá segir í dóminum að ákærði Murat hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að staðsetja brotaþola og fylgjast með ferðum hans í því skyni að ákærði Angjelin hitti hann fyrir. Af dóminum verður ráðið að Landsréttur hafi talið sannað að ákærði Murat hafi að boði ákærða Angjelin gefið ákærðu Claudiu fyrirmæli um að fylgjast með tveimur bifreiðum brotaþola umrætt kvöld en sú háttsemi er liður í lýsingu á þætti ákærða Murat í ákæru. Ekki er hins vegar í dóminum tekin bein afstaða til þess hvort ákærði Murat hafi sýnt ákærðu bifreiðarnar eins og honum er gefið að sök í ákæru. Þá er ekki heldur talið sannað að ákærði Murat hafi gefið ákærðu Claudiu fyrirmæli um að senda ákærða Angjelin skilaboð um hvenær hreyfing yrði á annarri hvorri bifreiðinni og var sakfelling hans ekki byggð á þeim þætti verknaðarlýsingar ákæru.53. Við mat á því hvort ágallar hafi verið á aðferð Landsréttar við sönnunarmat verður að líta til þess að í síðustu yfirheyrslu yfir ákærða Angjelin hjá lögreglu 21. mars 2021 kvaðst hann hafa verið búinn að biðja ákærða Murat um að sýna ákærðu Claudiu hvaða bifreiðar brotaþoli ætti, hún skyldi fylgjast með þeim og láta vita þegar brotaþoli færi heim. Hann hafi jafnframt sagt ákærðu Claudiu að fara með ákærða Murat sem myndi sýna henni hvaða bifreið þetta væri. Þegar hún yrði þess vör að bifreiðin hreyfðist ætti hún að senda ákærða Angjelin skilaboð. Í skýrslu ákærða Angjelin í héraði greindi hann hins vegar svo frá að hann hefði beðið ákærða Murat um að sýna ákærðu Claudiu hvaða bifreið væri um að ræða svo að hún gæti áttað sig á hvaða bifreið brotaþoli væri á. Þá bar ákærði Angjelin einnig að hann hefði í símtali við Claudiu um kvöldið beðið hana um að fylgjast líka með grárri Volvo-bifreið.54. Í dómi Landsréttar er gerð ítarleg grein fyrir upptökum úr öryggismyndavélum sem meðal annars sýna fjölmargar ferðir ákærða Murat um Rauðarárstíg umrætt kvöld, meðal annars í fylgd annars vegar ákærða Shpetim og hins vegar ákærðu Claudiu. Þá er gerð grein fyrir rúmlega tveggja mínútna símtali ákærðu Murat og Claudiu klukkan 23.32 um kvöldið, skömmu eftir að ákærði Murat hafði ekið um Rauðarárstíg og um hálfri klukkustundu eftir að brotaþoli ók inn í umrætt port á Volvo-bifreiðinni. Þá er í dómi Landsréttar gerð ítarleg grein fyrir framburði allra ákærðu hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi, meðal annars um umræddan þátt ákærða Murat. Landsréttur lýsir því að framburður þeirra hafi breyst mjög mikið eftir því sem rannsókn lögreglu vatt fram. Þá hafi framburður þeirra fyrir dómi ekki verið í fullu samræmi við fyrri skýrslur þeirra hjá lögreglu. Landsréttur telur það einkenna framburð ákærðu að þau hafi breytt honum hjá lögreglu eftir því sem borin voru undir þau frekari rannsóknargögn, svo sem myndir úr eftirlitsmyndavélum og símagögn. Þannig hafi þau í ríkum mæli leitast við að laga framburð sinn að nýjum gögnum lögreglu. Þá hafi verið verulegt innra ósamræmi í framburði ákærðu. Enn fremur taldi Landsréttur framburð ákærðu hafa verið reikulan og að þau væru öll ótrúverðug. Framangreind niðurstaða Landsréttar um að ákærði Murat hefði leiðbeint ákærðu Claudiu um hvaða bifreiðum sem tengdust brotaþola hún ætti að fylgjast með og um hlutverk hans við að staðsetja brotaþola og fylgjast með ferðum hans er augljóslega byggð á mati á sönnunargildi framburðar þeirra þriggja svo og upptökum úr eftirlitsmyndavélum, meðal annars við Rauðarárstíg, frá umræddu kvöldi og fyrrgreindum símagögnum. Niðurstaða Landsréttar er því ekki eingöngu byggð á framburði ákærða Angjelin fyrir dómi eins og ákærði Murat heldur fram, öndvert við það sem um var að ræða í dómi Hæstaréttar 17. febrúar 2005 í máli nr. 345/2004. Niðurstaða Landsréttar hvað varðar þátt ákærða Murat er samkvæmt framansögðu byggð á heildarmati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu í héraði og samanburði við sýnileg sönnunargögn sem gerð er grein fyrir í dóminum. Engir ágallar eru að þessu leyti á aðferð við sönnunarmat Landsréttar um þá háttsemi ákærða Murat sem lýst er í ákæru og rétturinn taldi sannaða.55. Um þátt ákærðu Claudiu er í lið 39 í hinum áfrýjaða dómi vísað til þess að á myndskeiði úr eftirlitsmyndavél við Brautarholt í Reykjavík sjáist hún fara út af heimili ákærða Angjelin klukkan 00.25 aðfaranótt 14. febrúar 2021 og inn í Suzuki-bifreið sína. Hún hafi beðið þar um stund en síðan farið aftur inn á heimili ákærða Angjelin. Í lið 40 er jafnframt vísað til þess að samkvæmt símagögnum sem lögregla hafi fengið hjá ákærðu Claudiu hafi henni borist textaskilaboð frá ákærða Murat klukkan 1.30 sömu nótt með skilaboðunum „wait a bit“. Síðar í dóminum í lið 111 kemur fram að til þess sé að líta að samkvæmt myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum í Brautarholti og Stórholti virðist sem ákærða Claudia, sem hafi beðið ein á heimili ákærða Angjelin vel fram yfir miðnætti, hafi ætlað að leggja af stað þaðan klukkan 1.30 um nóttina en í þann mund fengið skilaboð frá ákærða Murat með fyrirmælum um að bíða um stund. Skömmu síðar hafi verið hringt í hana úr síma ákærða Shpetim og hún þá haldið af stað norður. Þá sé þess að gæta að ákærði Shpetim hafi um svipað leyti hringt í ákærða Murat og tjáð honum að hann væri á leið úr bænum.56. Samkvæmt rannsóknargögnum fékk ákærða Claudia umrædd textaskilaboð frá ákærða Murat klukkan 00.33 en ekki klukkan 1.30 eins og ranghermt er í liðum 40 og 111 í hinum áfrýjaða dómi. Þar sem eftirlitsmyndavélar sýna hins vegar að ákærða hafi sest upp í bifreið sína klukkan 00.25 og beið þar um stund, eins og réttilega er greint frá í lið 39 í dóminum en ranglega í lið 111, er ályktun Landsréttar í síðari liðnum rétt þótt rangt sé farið með tímasetningu. Þessi ágalli á aðferð Landsréttar við sönnunarmat var þannig ekki til þess fallinn að hafa áhrif á niðurstöðu málsins.57. Í lið 108 í hinum áfrýjað dómi er fjallað um sönnun um þátttöku ákærða Shpetim í að veita brotaþola fyrirsát. Meðal annars er vísað til þess að ákærði Angjelin hafi haft skammbyssu sína meðferðis að Rauðagerði […] ásamt hljóðdeyfi en þannig hafi byssan verið ríflega 40 cm að lengd. Þar segir jafnframt að framburður ákærða Shpetim um að hann hafi ekki orðið vopnsins var þrátt fyrir að ákærði Angjelin legði byssuna með áföstum hljóðdeyfi á gólfið við fætur sínar í bifreiðinni sé afar ótrúverðugur. Samkvæmt framburði ákærða Angjelin fyrir héraðsdómi og í skýrslu hjá lögreglu var hann með byssuna í hliðartösku þegar hann ók að heimili brotaþola við Rauðagerði og steig út úr bifreiðinni. Fyrir utan heimili brotaþola hefði hann skrúfað hljóðdeyfinn á byssuna en lagt hana á gólf bifreiðarinnar við fætur sér eftir að hafa banað brotaþola. Fyrir dómi kvaðst ákærði Shpetim hafa sótt umrædda tösku í Borgarnes að kvöldi 12. febrúar ásamt ákærðu Claudiu, geymt hana um nóttina að beiðni ákærða Angjelin og afhent honum kvöldið eftir. Hann kvaðst oft hafa séð ákærða Angjelin með byssuna í hendi. Hann kvaðst ekki hafa séð töskuna á leiðinni að Rauðagerði um kvöldið en ákærði Angjelin hefði alltaf verið með hana undir úlpunni. Ákærði Shpetim bar í skýrslu hjá lögreglu 20. febrúar 2021 að ákærði Angjelin hefði tekið umrædda tösku að kvöldi 13. febrúar og sett hana í bifreiðina. Hann hefði séð töskuna en ekki byssuna. Ákærða Claudia bar fyrir dómi að ákærði Angjelin hefði yfirleitt verið með skammbyssuna í hliðartöskunni og stundum hefði hún séð hann með byssuna heima hjá honum. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvað hefði verið í hliðartöskunni þegar þau Shpetim tóku hana með sér til Reykjavíkur en hún hefði fundið að innihaldi hennar var hart viðkomu og svolítið þungt. Í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hún í það sinn hafa gripið um eitthvað kringlótt í töskunni sem gæti hafa verið hljóðdeyfir. Af framburði ákærðu Angjelin, Claudiu og Shpetim fyrir dómi og hjá lögreglu verður ekki annað ráðið en að umrædd ályktun Landsréttar um ótrúverðugan framburð ákærða Shpetim hafi verið byggð á traustum grunni enda þótt lagt sé til grundvallar að ákærði Angjelin hafi ekki lagt byssuna á gólfið í bifreiðinni fyrr en eftir verknaðinn. Engir ágallar eru á aðferð Landsréttar við sönnunarmat að þessu leyti.58. Í lið 103 í hinum áfrýjaða dómi er vísað til þess að í þriðju skýrslu ákærða Shpetim hjá lögreglu hafi hann greint frá því að „meðákærði, Angjelin, hafi ætlað að hitta á [brotaþola] á laugardagskvöldinu til að reyna að sættast við hann“. Í skýrslunni var haft eftir ákærða Shpetim um atburði í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar 2021: „[Ég] hélt að Angjelin fór bara að hitta hann sko, þess vegna ég fór eftir bílnum þegar ég sá ljósið, ég hélt að Angjelin væri að hitta hann sko.“ Augljóst er af samhenginu að hann átti við brotaþola. Tilvísun í framburð ákærða Shpetim í dóminum er rétt hvað það varðar að hann bar um vitneskju sína um að ákærði Angjelin ætlaði að hitta brotaþola en er að öðru leyti ónákvæm. Í skýrslutöku í héraði kvaðst hann ekki hafa vitað hvers vegna ákærði Angjelin vildi fara að Rauðagerði en hann hafi sagst vera að hitta félaga sinn. Hann kvaðst ekki hafa þekkt hús brotaþola í Rauðagerði. Í lið 108 í hinum áfrýjaða dómi er að finna niðurstöður Landsréttar meðal annars um hvað teldist sannað um vitneskju ákærða Shpetim um tilgang ferðar hans og ákærða Angjelin að heimili brotaþola umrætt kvöld. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfing Shpetim um að hann hafi ekki vitað að hann væri nærri heimili brotaþola fengi ekki staðist þar sem hann hefði í það minnsta í tvígang áður komið að heimili hans. Í framhaldinu segir að ákærði Angjelin hafi borið fyrir dómi að ákærði Shpetim „hafi vitað að hann ætlaði að hitta á [A] einan í Rauðagerði þetta kvöld“. Þarna virðist Landsréttur vera að vísa til eftirfarandi orða í skýrslu ákærða Angjelin fyrir héraðsdómi þegar borið var undir hann efni síðustu skýrslu hans hjá lögreglu: „Sheptim vissi að ég ætlaði að hitta [A] hérna þegar ég fór þarna í Rauðagerði og við vorum að skipta um sæti en hérna ég hélt að þegar búnir að biðja Murat um að sýna Claudiu bílinn hans [A] ég hélt að hann myndi skilja það líka.“ Auk þess kvaðst hann hafa sagt ákærðu Shpetim og Murat að hann myndi vilja hitta brotaþola og reyna að sættast við hann. Landsréttur virðist hafa dregið þá ályktun af samhengi í framburðinum að ákærði Angjelin hafi sagt þeim að hann ætlaði að hitta brotaþola um kvöldið áður en hann færi norður í Skagafjörð. Þessi tilvitnun í hinum áfrýjaða dómi til framburðar ákærða Angjelin er í aðalatriðum í samræmi við framburð hans fyrir héraðsdómi en þó ekki fyllilega nákvæm. Sönnunarmat Landsréttar í þessum þætti málsins byggist samkvæmt framansögðu bæði á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi og samanburði við fyrri skýrslur tveggja ákærðu hjá lögreglu og sýnileg sönnunargögn. Ekki eru þeir ágallar á sönnunarmatinu að þessu leyti sem máli geta skipt við hið heildstæða sönnunarmat sem niðurstaða Landsréttar er reist á.59. Samkvæmt öllu framansögðu er ekkert fram komið í málinu um að þeir annmarkar séu á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um háttsemi ákærðu og huglæga afstöðu þeirra að leitt geti til ómerkingar hins áfrýjaða dóms.6) Um ómerkingu hins áfrýjaða dóms60. Samkvæmt öllu framansögðu var rannsókn málsins hjá lögreglu, málsmeðferðin fyrir Landsrétti og aðferð við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008 og ekki var brotið gegn rétti ákærðu til milliliðalausrar sönnunarfærslu sem er þáttur í réttinum til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. og d-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki er því tilefni til ómerkingar hins áfrýjaða dómsNiðurstaða um efnishlið málsins61. Hér á eftir verður í fyrsta lagi fjallað almennt um heimildir Hæstaréttar til endurskoðunar á efnishlið sakamáls. Þá verður rakið í stuttu máli með hvaða hætti háttsemi ákærðu hvers fyrir sig, eins og henni er lýst í ákæru, var talin sönnuð í hinum áfrýjaða dómi og hvort það sönnunarmat verði endurskoðað fyrir Hæstarétti. Þar á eftir verður fjallað um hvernig ásetningur ákærðu til að svipta í sameiningu brotaþola lífi var talinn sannaður í hinum áfrýjaða dómi. Að því loknu verður komist að niðurstöðu um með hvaða hætti sönnuð háttsemi ákærðu verði heimfærð til refsiákvæða með hliðsjón af því hvað telst sannað um hlutræna og hugræna þætti. Loks verður fjallað um ákvörðun refsingar, einkaréttarkröfur og sakarkostnað.) Um heimild Hæstaréttar til endurskoðunar á efnisatriðum sakamáls62. Eins og að framan greinir eru heimild Hæstaréttar til efnislegrar endurskoðunar á áfrýjuðum dómi í sakamáli takmörk sett að því leyti sem niðurstöður dómsins eru byggðar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Á þetta einkum við um endurskoðun á niðurstöðu áfrýjaðs dóms um sönnun um sekt ákærða, hvort heldur sönnun um hlutræna þætti verknaðar eða huglæga afstöðu hans. Það sama á eftir atvikum við um niðurstöðu um heimfærslu háttsemi ákærða til refsiákvæða og ákvörðun refsingar að því leyti sem slíkar niðurstöður eru byggðar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Á hinn bóginn geta niðurstöður um heimfærslu brots til refsiákvæða og ákvörðun refsingar sætt endurskoðun Hæstaréttar vegna annarrar túlkunar réttarins á lögum og dómaframkvæmd. Undir heimfærslu til refsiákvæða í þessum skilningi fellur að ákvarða hvort fleiri en einn maður sem voru þátttakendur í sannaðri refsiverðri háttsemi teljist hafa framið brotið í sameiningu sem aðalmenn eða hvort einhverjir þeirra teljist hafa verið hlutdeildarmenn í skilningi 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.2) Um sönnun á þeirri háttsemi sem ákærðu er gefin að sök í ákæru63. Ákæra í máli þessu er þannig byggð upp að ákærðu er öllum gefið að sök að hafa í félagi staðið saman að því að svipta brotaþola lífi. Þætti hvers og eins í brotinu er í aðalatriðum lýst aðgreint en lýsingin fléttast þó nokkuð saman einkum hvað varðar þætti ákærðu Claudiu og Murat annars vegar og ákærðu Angjelin og Shpetim hins vegar. Ákærði Angjelin hefur að þessu leyti þá sérstöðu að þætti hans eins er lýst sem fullfrömdu manndrápi og hefur hann viðurkennt þann verknað. Önnur ákærðu hafa viðurkennt tiltekna þætti í lýsingu á háttsemi þeirra samkvæmt ákæru en neitað öðrum. Þau hafa öll neitað því að hafa haft vitneskju um að hugur Angjelin stæði til þess að ráða brotaþola af dögum.64. Ákærðu verða ekki sakfelld fyrir aðra háttsemi en þeim er gefin að sök í ákæru og aðeins fyrir þá þætti í lýsingu á verknaði þeirra sem teljast sannaðir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Í hinum áfrýjaða dómi segir meðal annars að öll ákærðu verði sakfelld samkvæmt ákæru og að háttsemi þeirra hafi þar verið rétt færð til refsiákvæða. Aðrar forsendur dómsins gefa þó tilefni til að skoða hvaða háttsemi ákærðu sem lýst er í ákæru Landsréttur taldi nánar tiltekið sannaða.65. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur ákærði Angjelin viðurkennt að hafa svipt brotaþola lífi með þeim hætti sem greinir í ákæru og er sú háttsemi hans talin sönnuð í dóminum.66. Sem fyrr segir er ákærðu Claudiu í ákæru gefið að sök að hafa að beiðni ákærða Murat fylgst með tveimur bifreiðum sem tilheyrðu brotaþola og lagt var í porti við Rauðarárstíg […] og sent fyrir fram ákveðin skilaboð í gegnum samskiptaforritið Messenger til ákærða Shpetim þegar brotaþoli æki þaðan á annarri hvorri bifreiðinni. Í hinum áfrýjaða dómi er talið sannað að ákærða Claudia hafi farið að Rauðarárstíg […] til að fylgjast með bifreiðum sem tengdust brotaþola og að hún hafi sent skilaboð í síma ákærða Shpetim þegar bifreið brotaþola var ekið af stað þaðan um kvöldið. Hins vegar var ekki talið ljóst hvort það var ákærði Angjelin eða Murat sem gaf henni fyrirmæli um að senda skilaboðin. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að ákærða Claudia hafi verið sakfelld í Landsrétti fyrir þá háttsemi hennar sjálfrar sem lýst er í ákæru.67. Ákærða Murat er í ákæru gefið að sök að hafa sýnt ákærðu Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrðu brotaþola og lagt var í porti við Rauðarárstíg […] í Reykjavík og gefið henni fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda nánar tiltekin skilaboð til ákærða Shpetim þegar hreyfing yrði á annarri hvorri bifreiðinni. Í hinum áfrýjaða dómi er talið óljóst hvort ákærði Angjelin eða ákærði Murat hafi gefið henni fyrirmæli um að senda umrædd skilaboð. Verður að líta svo á að sök ákærða Murat sé að því leyti ósönnuð enda þótt fyrir liggi að ákærða Claudia sendi Angjelin slík skilaboð í síma ákærða Shpetim þegar brotaþoli ók á brott úr portinu skömmu áður en hann var sviptur lífi. Í hinum áfrýjaða dómi er komist að þeirri niðurstöðu að ákærði Murat hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að staðsetja brotaþola og fylgjast með ferðum hans í því skyni að ákærði Angjelin næði fundi hans. Er sú ályktun meðal annars dregin af því að ákærðu Claudia og Murat hafi farið saman að Rauðarárstíg […] umrætt kvöld og þeirri staðreynd að ákærða Claudia fór síðar á staðinn til að fylgjast með bifreiðum sem tengdust brotaþola. Veiti það sterka vísbendingu um að ákærði Murat hafi farið með ákærðu Claudiu til að leiðbeina henni um hvaða bifreiðum hún ætti að fylgjast með. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst skýrslum ákærðu Angjelin, Claudiu og Murat hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi um samskipti milli þeirra um vöktun bifreiða brotaþola í umræddu porti og hvernig sá framburður breyttist. Landsréttur lagði meðal annars mat á trúverðugleika framburðar þeirra í ljósi annarra sönnunargagna, innra ósamræmis í framburði hvers og eins og ósamræmis þeirra á milli. Sá lítils háttar orðalagsmunur sem er á lýsingu á háttsemi ákærða Murat í ákæru, þar sem notuð eru orðin „sýna“, „gefa fyrirmæli“ og „tilheyra“, og í dómi Landsréttar, þar sem notuð eru orðin „leiðbeina“ og „tengdust“, gefur ekki tilefni til að álykta að ákærði hafi verið sakfelldur fyrir aðra háttsemi en honum var gefin að sök í ákæru að öðru leyti en hvað varðar fyrirmæli til ákærðu Claudiu um sendingu skilaboða.68. Áður hefur verið gerð grein fyrir hvernig háttsemi ákærða Shpetim er lýst í ákæru. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur hann í aðalatriðum viðurkennt þær athafnir sem þar er lýst og var hann sakfelldur í Landsrétti samkvæmt ákæru.69. Samkvæmt því sem áður greinir eru ekki þeir ágallar á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um háttsemi ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim að áhrif hafi á niðurstöðu málsins. Með vísan til alls framangreinds, meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu, svo og c-liðar 1. mgr. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008, verður ekki hróflað við þeirri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að ákærðu Claudia, Murat og Shpetim hafi viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru að öðru leyti en því að ósannað þótti hver gaf ákærðu Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboð í síma ákærða Shpetim þegar brotaþoli legði af stað frá Rauðarárstíg […].3) Um sönnun fyrir huglægri afstöðu ákærðu Angjelin, Claudiu, Murat og Shpetim til þátttöku í manndrápi70. Ákvæði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 áskilja ekki að í ákæru sé lýst huglægri afstöðu ákærða til þess verknaðar sem ákært er fyrir og slík krafa hefur heldur ekki verið gerð í dómaframkvæmd, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 28. apríl 2005 í máli nr. 347/2004. Við úrlausn dómstóla um hvort fram sé komin sönnun um ásetning ákærða til tiltekins brots reynir ekki aðeins á mat á þeirri háttsemi sem tilgreind er í ákæru heldur einnig hvaða ályktanir megi draga um huglæga afstöðu af háttsemi hans og annarra í aðdraganda brots. Er þar meðal annars litið til þátttöku í að skipuleggja og undirbúa brot eða upplýsinga sem hann fékk frá öðrum þar um en jafnframt til vitneskju hans um fyrirætlanir annarra um framkvæmd brots, svo og til háttsemi ákærða og annarra eftir brot. Sönnunarbyrði um huglæga afstöðu ákærða eins og um önnur atriði er varða sekt hans hvílir á ákæruvaldinu samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008. Sjá til dæmis um þetta fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 31/2022.71. Ákærði Angjelin heldur því sem fyrr segir fram að ásetningur hans til að verða brotaþola að bana hafi ekki vaknað fyrr en á verknaðarstundu. Hann hefur meðal annars borið því við að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Ákærði kveðst nánar tiltekið hafa óttast um líf sitt vegna líflátshótana sem gengið hefðu á milli hans og brotaþola. Að auki hafi hann á verknaðarstað horft inn um glugga á bílskúr brotaþola og séð hann taka haglabyssu úr farangursgeymslu bifreiðar sinnar og setja upp í hillu. Því hafi ákærði tekið upp byssu sína og sett á hana hljóðdeyfi. Fyrir Hæstarétti hefur af hálfu ákærða verið vísað til þess að vegna atburða í aðdraganda skotárásarinnar hafi hann haft réttmæta ástæðu til að óttast um líf sitt. Manndrápið hafi verið örþrifaráð einstaklings sem kominn hafi verið með bakið upp við vegg vegna ógnana manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.72. Í hinum áfrýjaða dómi er því lýst að ekki verði annað ráðið en að ákærði Angjelin hafi komið sér rakleiðis að verki og skotið brotaþola svo til umsvifalaust eftir að hann kom út úr bílskúrnum. Atlagan hafi verið þaulskipulögð en ákærði hafi gengið að brotaþola og skotið hann viðstöðulaust af stuttu færi níu skotum í brjóst og höfuð. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ásetningur ákærða Angjelin til drápsins hafi verið einbeittur og ekki getað helgast af neyðarvörn. Í hinum áfrýjaða dómi er samkvæmt framansögðu talið sannað að ásetningur ákærða Angjelin til að svipta brotaþola lífi hafi verið einbeittur og af forsendum dómsins er ljóst að Landsréttur taldi sannað að ásetningurinn hefði vaknað eigi síðar en fyrr um kvöldið. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður sú niðurstaða staðfest.73. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi staðhæfa ákærðu Claudia, Murat og Shpetim öll að þau hafi ekki haft vitneskju um að ákærði Angjelin hafi áformað að hitta brotaþola þetta kvöld, hvað þá að hann hafi ætlað að svipta hann lífi. Meta verður huglæga afstöðu þessara ákærðu hvers um sig til manndrápsins sjálfstætt.74. Í dóminum er vísað til þess að för ákærðu Angjelin og Shpetim að Rauðagerði rétt fyrir miðnætti, þegar þeir voru undir það búnir að ákærða Claudia léti þá vita hvenær brotaþoli færi frá Rauðarárstíg og áleiðis heim, sé ótvíræð vísbending um að þeir hafi ætlað að veita honum fyrirsát en hætta væri á að hann kæmist inn á heimili sitt áður en ákærði Angjelin næði til hans. Ákærði Angjelin hafi skilið síma sinn og snjallúr eftir norður í landi sem sé skýr vísbending um að hann hafi viljað komast hjá því að síðar yrði unnt að rekja ferðir hans út frá þeim tækjum. Staðhæfing ákærða Shpetim um að hann hafi ekki vitað að hann væri nærri heimili Angjelin fái ekki staðist þar sem hann hafi í það minnsta í tvígang áður komið á heimili hans. Í dóminum er vísað til framburðar ákærða Angjelin fyrir héraðsdómi um að ákærði Shpetim hafi vitað að hann ætlaði að hitta á A einan í Rauðagerði þetta kvöld. Ákærði Angjelin hafi verið með skammbyssu sína meðferðis ásamt hljóðdeyfi. Þá er vísað til þess að miðað við atvik málsins hafi flóttaleið ákærðu norður í Skagafjörð verið fyrir fram ákveðin.75. Í hinum áfrýjaða dómi er komist að þeirri niðurstöðu um huglæga afstöðu ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim að þeim hafi að virtum gögnum málsins hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að ákærði Angjelin hygðist ráða brotaþola af dögum. Þessi ályktun er dregin af fjölmörgum atvikum sem talin eru sönnuð í aðdraganda og kjölfar manndrápsins. Í dóminum er talið sannað að þau hafi öll haft fulla vitneskju um illdeilur ákærða Angjelin og brotaþola sem hafi hafist í lok árs 2020. Jafnframt að þau hafi öll vitað af tilvist skammbyssu sem ákærði Angjelin hafi útvegað sér í janúar 2021 og ekki farið leynt með. Vísað er til upptaka úr öryggismyndavélum sem sýna margvísleg samskipti allra ákærðu kvöldið sem brotaþoli var ráðinn af dögum og er talið sannað að þau hafi varið umtalsverðum tíma saman á heimili ákærða Angjelin það kvöld.76. Þá var í dóminum talið hafið yfir vafa að ákærðu Murat og Shpetim hefðu farið að Rauðagerði […] fyrr um kvöldið til að kanna hvort brotaþoli væri heima og haft viðkomu á Rauðarárstíg […] til að athuga hvort brotaþoli væri þar staddur. Þá var talið að ákærðu Claudiu hefði ekki getað dulist að tilgangurinn með varðstöðu hennar við Rauðarárstíg […] væri að láta ákærða Angjelin vita hvenær brotaþoli færi af staðnum. Hvað varðar huglæga afstöðu ákærða Murat sérstaklega var talið sannað að honum hefði verið kunnugt um að ákærði Angjelin hefði í hyggju að nálgast brotaþola einan vegna hótana hans í garð ákærða Angjelin og einnig um að mikilvægt væri að vinir brotaþola væru ekki með honum í för þar sem þá kynni að fara illa. Þannig var talið sannað að ákærðu Claudia og Murat hefðu fylgst með ferðum brotaþola til að unnt væri að láta ákærða Angjelin vita hvenær brotaþola væri að vænta í Rauðagerði. Þeim hafi báðum verið kunnugt um líflátshótanir brotaþola í garð ákærða Angjelin og fjölskyldu hans og að ákærði óttaðist um líf sitt og sonar síns. Einnig hafi þeim verið þeim kunnugt um að ákærði Angjelin hafði, í kjölfar þess að honum fóru að berast hótanir frá brotaþola og félögum, útvegað sér skammbyssu með hljóðdeyfi sem hann hefði haft með sér í hliðartösku laugardagskvöldið 13. febrúar 2021. Vísað er til þess að ákærðu Claudia og Shpetim hafi daginn áður tekið við töskunni í Borgarnesi, flutt hana að beiðni ákærða Angjelin til Reykjavíkur þar sem þau hafi afhent honum töskuna nokkru áður en hann lét til skarar skríða. Loks er vísað til þess að ákærða Claudia hafi beðið ein á heimili ákærða Angjelin fram yfir miðnætti og ákærði Murat hafi sent henni skilaboð og beðið hana að bíða. Eftir að hringt hafi verið í hana úr síma Shpetim hafi hún haldið af stað norður í land. Þá er í dóminum gerð grein fyrir ferðum ákærðu Angjelin, Claudiu og Shpetim norður í land í kjölfar manndrápsins svo og þætti ákærðu Claudiu og Murat í að skila bifreiðinni sem ákærðu Angjelin og Shpetim óku til og frá brotavettvangi.77. Jafnframt var litið til þess í hinum áfrýjaða dómi að ákærðu hefðu breytt frásögnum sínum hjá lögreglu eftir því sem frekari rannsóknargögn sem þóttu fara gegn fyrri framburði þeirra voru borin undir þau. Þannig hafi ákærðu í ríkum mæli leitast við að laga framburð að nýjum gögnum lögreglu. Þá hafi verulegt innra ósamræmi verið í framburði þeirra. Vegna reikuls framburðar ákærðu þóttu þau öll ótrúverðug.78. Samkvæmt framansögðu er niðurstaða Landsréttar um huglæga afstöðu ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim til manndrápsins reist á niðurstöðum réttarins um hvað teldist sannað um fjölmarga þætti í háttsemi hvers þeirra um sig í aðdraganda og kjölfar þess að brotaþola var ráðinn bani og ályktunum sem dregnar voru af þessum atvikum. Þetta sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi er að stórum hluta byggt á mati á sönnunargildi framburðar ákærðu. Með vísan til alls framangreinds, meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu, svo og c-liðar 1. mgr. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008, verður ekki hróflað við þeirri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um þá huglægu afstöðu þessara ákærðu að þeim hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að ákærði Angjelin hygðist ráða brotaþola af dögum.4) Um heimfærslu háttsemi ákærðu til refsiákvæða79. Að því leyti sem sú háttsemi ákærðu sem lýst er í ákæru telst sönnuð samkvæmt framansögðu þarf að taka afstöðu til þess hvort hún uppfyllir hlutrænt séð skilyrði þess að verða heimfærð undir það refsiákvæði sem ákært er vegna eða mögulega önnur refsiákvæði.80. Samkvæmt framansögðu svipti ákærði Angjelin brotaþola lífi og varðar brotið við 211. gr. almennra hegningarlaga81. Niðurstaða Landsréttar var að þátttaka ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim í skipulagningu og undirbúningi manndrápsins og huglæg afstaða þeirra hefði verið slík að þau hefðu átt verkskipta aðild að því að brotaþoli var ráðinn af dögum og um samverknað þeirra og ákærða Angjelin hefði verið að ræða.82. Efni eru til að taka afstöðu til þess, innan þeirra heimilda sem rétturinn hefur til endurskoðunar á heimfærslu brots ákærðu til refsiákvæða, hvort sú háttsemi ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim sem Landsréttur taldi sannaða teljist fela í sér verkskipta aðild þeirra að brotinu og þar með samverknað þeirra og ákærða Angjelin eins og komist var að í hinum áfrýjaða dómi. Leiði slík endurskoðun til þess að skilyrði samverknaðar teljist ekki fyrir hendi þarf jafnframt að taka afstöðu til þess hvort sönnuð háttsemi ákærðu sé slík þátttaka í manndrápi að uppfylli skilyrði hlutdeildar. Kemur þá einnig til athugunar hvort unnt sé að leggja niðurstöðu Landsréttar um sönnun fyrir huglægri afstöðu þessara ákærðu til samverknaðar til grundvallar niðurstöðu um huglæga afstöðu þeirra til hlutdeildar í manndrápi.83. Af hálfu ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim hefur því verið mótmælt að unnt sé að sakfella þau fyrir hlutdeildarbrot þar sem ákæra í málinu hafi ekki lotið að hlutdeild og slík heimfærsla komi ekki til álita við meðferð málsins fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008.84. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt í greinargerð til Hæstaréttar að hafni rétturinn því að skilyrði samverknaðar séu fyrir hendi sé allt að einu unnt að sakfella ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim fyrir hlutdeild í manndrápi þótt þess hafi ekki verið krafist sérstaklega í ákæru. Því er auk þess haldið fram að af hálfu ákæruvaldsins hafi bæði við málflutning í héraði og fyrir Landsrétti verið fjallað um að sakfella bæri þau fyrir hlutdeild yrði ekki fallist á að um samverknað hefði verið að ræða.85. Hvorki er bókað um það í þingbók héraðsdóms né Landsréttar að málið hafi verið reifað þar með tilliti til hlutdeildar. Í greinargerð ákærða Shpetim kemur á hinn bóginn fram að við flutning málsins í Landsrétti hafi það verið reifað stuttlega af ákæruvaldsins hálfu með tilliti til hlutdeildar en ekki fyrir héraðsdómi. Er því lagt til grundvallar að málið hafi verið flutt af hálfu ákæruvaldsins fyrir Landsrétti með tilliti til hlutdeildar.86. Verjendum ákærðu var tilkynnt í aðdraganda munnlegs flutnings málsins fyrir Hæstarétti að þeim yrði gefið færi á að tjá sig um heimfærslu á ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærðu samkvæmt ákæru til refsiákvæða. Væri þá sérstaklega haft í huga það álitaefni hvort ætluð háttsemi ákærðu yrði felld undir samverknað þeirra allra eða hvort þáttur Claudiu, Murat og Shpetim teldist hlutdeildarbrot. Var málið flutt fyrir Hæstarétti með tilliti til hlutdeildar.87. Í almennum hegningarlögum er ekki að finna skilgreiningu á samverknaði. Í 2. mgr. 70. gr. laganna er hins vegar mælt fyrir um að hafi fleiri menn en einn unnið verk í sameiningu skuli að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni. Þá eru dæmi þess í lögunum að kveðið sé á um hærri lágmarksrefsingu við broti ef það er framið af mörgum í sameiningu, svo sem við þjófnaði samkvæmt 2. mgr. 244. gr. laganna. Það hefur verið talinn samverknaður um refsiverða háttsemi þegar tveir eða fleiri hafa komið sér saman um og skipulagt eða framkvæmt verknað í félagi. Að jafnaði er gengið út frá því að þeir þurfi að standa nokkurn veginn jafnt að vígi um ákvörðun og framkvæmd verknaðarins. Ekki hefur verið talið skilyrði að samverkamenn taki allir þátt í sjálfri framkvæmd verknaðarins eða öllum þáttum hans og getur sá talist aðalmaður sem leggur á ráðin um verknað en felur öðrum að framkvæma hann að hluta eða öllu leyti. Þá getur verkskipt þátttaka fleiri en eins í broti talist samverknaður þótt einhverjir þeirra hafi ekki komið að skipulagningu eða undirbúningi.88. Til þess að um samverknað í formi verkskiptrar þátttöku í refsiverðri háttsemi sé að ræða þarf þátttaka hvers samverkamanns um sig annaðhvort að felast í afmörkuðum þætti við framkvæmd brots eins og því er lýst í verknaðarlýsingu refsiákvæðis eða skipulagningu þess. svo sem að leggja á ráðin um brotið eða gefa fyrirmæli til annarra um framkvæmd þess. Um þetta vitna fjölmargir dómar Hæstaréttar um innflutning manna á fíkniefnum í sameiningu þar sem hver og einn gegnir afmörkuðu hlutverki í að skipuleggja innflutning, kaupa fíkniefni, flytja þau til landsins og taka á móti þeim.89. Af dómaframkvæmd verður einnig ráðið að íslenskir dómstólar hafa gert talsvert strangar kröfur til þess að aðrir en þeir sem beinlínis taka þátt í sjálfri framkvæmd refsiverðs verknaðar eins og honum er lýst í refsiákvæði teljist aðalmenn í broti og þar með samverkamenn. Sjá um þetta til dæmis dóma Hæstaréttar 15. febrúar 1985, sem birtur var í dómasafni réttarins árið 1985 á bls. 150, og 2. apríl 1998, sem birtur var í dómasafni réttarins árið 1998 á bls. 1503, en í því máli voru tveir menn ákærðir meðal annars fyrir manndráp í félagi, annar þeirra dæmdur sem aðalmaður en hinn sem hlutdeildarmaður í því broti. Þó er ljóst samkvæmt framansögðu að sá sem skipuleggur brot eða leggur á ráðin um það einn eða ásamt fleirum en felur öðrum framkvæmd þess getur talist aðalmaður í broti.90. Samkvæmt því sem Landsréttur taldi sannað gegndu ákærðu Claudia og Murat hvort um sig því tiltekna, afmarkaða hlutverki í aðdraganda manndrápsins sem nánar er lýst í ákæru, að sjá til þess að ákærði Angjelin fengi upplýsingar um hvenær brotaþoli legði af stað heim til sín að kvöldi 13. febrúar 2021 en ákærði Angjelin hafði þá í hyggju að sitja fyrir brotaþola þegar hann kæmi þangað einn síns liðs. Ákærði Shpetim gegndi aftur á móti því hlutverki í aðdraganda manndrápsins, sem lýst er nánar í ákæru, að aka með ákærða Angjelin að heimili brotaþola, taka þar við akstri bifreiðar og bíða eftir honum í grenndinni meðan hann svipti brotaþola lífi.91. Ákærðu er sem fyrr segir öllum gefið að sök að hafa staðið saman að því að svipta brotaþola lífi. Þátttöku þeirra Claudiu, Murat og Shpetim er hins vegar ekki lýst sérstaklega á þann hátt í ákæru að þau hafi í sameiningu skipulagt verknaðinn eða lagt á ráðin um hann. Samkvæmt framansögðu voru ákærðu Claudia, Murat og Shpetim engu að síður þátttakendur í afmörkuðum þáttum atburðarásar sem lyktaði með því að ákærði Angjelin svipti brotaþola lífi. Þessi þátttaka þeirra tók eingöngu til undirbúningsathafna en ekki verknaðarins sjálfs.92. Í dómi Landsréttar segir að með þátttöku í skipulagningu og öðrum undirbúningi þess að ákærði Angjelin gæti hitt brotaþola einan fyrir utan heimili hans sé „samkvæmt öllu framansögðu talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi átt verkskipta aðild að því að [brotaþoli] var ráðinn af dögum og um samverknað allra ákærðu hafi verið að ræða“. Í dóminum er vísað til sönnunargagna sem sýna með óyggjandi hætti margháttuð samskipti allra ákærðu umrætt kvöld. Það sem í dóminum er talið sannað um aðdraganda manndrápsins lýtur þó fyrst og fremst að undirbúningsathöfnum ákærða Angjelin sem fólust í að útvega sér byssu með hljóðdeyfi og fela öðrum ákærðu að fylgjast með ferðum brotaþola.93. Af því sem Landsréttur taldi sannað um þessi samskipti, þar á meðal á grundvelli mats á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu, verður lagt til grundvallar að ákærði Angjelin hafi í aðalatriðum skipulagt og undirbúið verknaðinn en falið ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim þær afmörkuðu undirbúningsathafnir og þá liðveislu sem hann taldi sig þurfa á að halda. Af dómi Landsréttar verður ekki ráðið að ákærðu Claudia, Murat og Shpetim annars vegar og ákærði Angjelin hins vegar hafi staðið jafnt að vígi þegar litið er heildstætt á skipulagningu og framkvæmd manndrápsins.94. Við mat á því hvort ákærðu hafi með þætti sínum í undirbúningi manndrápsins gerst sek um að vera aðalmenn í brotinu ber jafnframt að líta til þess að sönnunarbyrði um það eins og önnur atriði sem eru ákærða í óhag hvílir á ákæruvaldinu samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 og skynsamlegan vafa þar um ber að skýra ákærða í hag, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga.95. Sú þátttaka ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim í manndrápi sem lýst er í ákæru og það sem Landsréttur taldi sannað um þátt þeirra í skipulagningu og öðrum undirbúningi að því að ákærði Angjelin gæti hitt brotaþola einan fyrir utan heimili hans fullnægir ekki þeim kröfum sem samkvæmt framansögðu verður að gera til þess að þau teljist hlutrænt séð hafa verið aðalmenn í manndrápi á grundvelli verkskiptrar þátttöku.96. Eins og fyrr segir var málið flutt fyrir Landsrétti og Hæstarétti með hliðsjón af því að háttsemi ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim gæti talist hlutdeild í broti gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Enda þótt háttsemi þeirra hafi í ákæru ekki verið heimfærð til 211. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga, er með vísan til 1. mgr. 180. gr., sbr. 227. gr. laga nr. 88/2008, unnt að dæma eftir ákvæðinu um hlutdeild í málinu fyrir Hæstarétti um þá háttsemi þeirra sem lýst er í ákæru. Sjá til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar 2. apríl 1998, sem birtur var í dómasafni réttarins 1998 á bls. 1503, og dóm 25. nóvember 1999 í máli nr. 292/1999.97. Í 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga er almennt ákvæði um hlutdeild í brotum samkvæmt ákvæðum laganna, öðrum en þeim sem hafa að geyma sérstakar hlutdeildarheimildir. Samkvæmt ákvæðinu verður sá talinn hlutdeildarmaður sem „með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið”. Í 2. mgr. sömu greinar er að finna frjálsar heimildir til refsilækkunar hlutdeildarmanns gefi aðstæður eða atvik tilefni til, svo sem ef þátttaka hans í broti er smávægileg eða fólgin í því að styrkja áform annars manns sem áður er til orðið eða fyrirhuguð þátttaka hefur misheppnast.98. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að almennum hegningarlögum segir að í 1. mgr. 22. gr. sé gert ráð fyrir sem almennri reglu að þegar fleiri en einn maður vinni saman að framkvæmd brots skuli sök hvers um sig metin sjálfstætt eftir afstöðu hvers um sig til brotsins eða tilraunar til þess. Þá geti refsing hvers þátttakanda um sig orðið misjöfn eftir atvikum.99. Eins og að framan greinir er hlutdeild samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga fólgin í þátttöku manns í afbroti sem lýst er annars staðar í þeim lögum og ræðst hún eðli málsins samkvæmt talsvert af verknaðarlýsingu þess afbrots og fullframningarstigi. Hlutdeildarbrot er sjálfstætt brot þótt ekki sé tilgreint með tæmandi hætti í 1. mgr. 22. gr. hvaða háttsemi beri að fella undir ákvæðið heldur eru þess í stað nefnd nokkur dæmi um hana. Þá kunna atvik að vera með þeim hætti að sakfellt verði fyrir hlutdeildarverknað óháð refsiábyrgð aðalmanns en ásetningur til hlutdeildar verður að öllu jöfnu að standa til þess að brotið verði fullframið þrátt fyrir að atbeini hlutdeildarmanns lúti einungis að undirbúningi þess.00. Hlutdeildarákvæði 22. gr. almennra hegningarlaga fela í sér rýmkaða refsiábyrgð þannig að háttsemi sem fellur undir hlutdeild getur náð út fyrir verknaðarlýsingu þess refsiákvæðis sem frumbrotið er heimfært undir svo og til þeirra sem standa utan við þá atburðarás sem sú verknaðarlýsing tekur til. Af orðalaginu „eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið“ í 1. mgr. greinarinnar er ljóst að ákvæðið hefur ekki að geyma tæmandi talningu á háttsemi sem getur falið í sér refsiverða hlutdeild í broti. Hlutdeild getur jafnvel falist í þátttöku sem ekki er skaðleg eða hættuleg í sjálfu sér en tengist refsinæmum aðalverknaði og verður refsiábyrgð fyrir hlutdeild ákvörðuð sjálfstætt. Hlutdeildarbrot þarf heldur ekki að vera afgerandi þáttur í því að refsiverður verknaður er framinn heldur getur nægt að hlutdeildarmaður styrki áform annars manns sem áður eru til orðin, sbr. 2. mgr. 22. gr. Af orðalagi 22. gr. almennra hegningarlaga er ljóst að jafnvel lítils háttar þátttaka í skipulagningu brots eða liðveisla við undirbúning þess getur uppfyllt hlutræn skilyrði þess að teljast hlutdeild í brotin. Ekki er hins vegar skilyrði að þátttakan hafi ráðið úrslitum um eða haft áhrif á að brotið var framið. Þannig er lýsing 1. mgr. 22. gr. víðtæk um þá háttsemi sem fallið getur undir ákvæðið. Má um þetta vísa til dóma Hæstaréttar 12. desember 2002 í máli nr. 328/2002, 24. janúar 2008 í máli nr. 354/2007 og 1. október 2020 í máli nr. 15/2020.01. Hafa ber sérstaklega í huga að hlutdeildarreglur hafa meðal annars verið taldar gegna því hlutverki að treysta varnaðaráhrif refsiákvæða og refsivörslukerfisins í heild og á þetta sérstaklega við um þátttöku manna í alvarlegri refsiverðri háttsemi.02. Við mat á því hvort þáttur hvers ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim um sig í undirbúningi þess að brotaþoli var ráðinn af dögum uppfylli hlutrænt séð skilyrði um að teljast hlutdeild í manndrápi er óhjákvæmilegt að byggja á því sem samkvæmt framansögðu var talið sannað um háttsemi þeirra í hinum áfrýjaða dómi en það sönnunarmat sætir sem fyrr segir ekki endurskoðun fyrir Hæstarétti.03. Þáttur ákærðu Claudiu í undirbúningi þess að ákærði Angjelin réði brotaþola bana var talinn felast í því að taka við fyrirmælum frá öðrum ákærðu um að standa vörð um bifreiðar sem tilheyrðu brotaþola og láta ákærða Angjelin vita þegar brotaþoli legði af stað heim til sín á annarri hvorri bifreiðinni. Sannað þótti að tilgangurinn með varðstöðu ákærðu Claudiu og skilaboðum sem hún sendi ákærða Angjelin hafi verið að tryggja að fyrirsát hans fyrir utan heimili brotaþola heppnaðist. Þótt þessi þáttur ákærðu Claudiu í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að brotaþoli var ráðinn af dögum hafi ekki verið stór í samanburði við þátt ákærða Angjelin var hann liður í að ráðagerð hans næði fram að ganga. Í þessum þætti ákærðu Claudiu fólst þannig aðstoð við undirbúning verknaðarins sem telst hlutrænt séð vera hlutdeild í manndrápi.04. Þáttur ákærða Murat í undirbúningi þess að ákærði Angjelin réði brotaþola bana var í hinum áfrýjaða dómi talinn felast í að hann hefði, með þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru og laut að því að leiðbeina ákærðu Claudiu um hvaða bifreiðum hún ætti að fylgjast með gegnt mikilvægu hlutverki í að staðsetja brotaþola og fylgjast með ferðum hans í því skyni að ákærði Angjelin næði fundi hans. Þótt þessi þáttur ákærða Murat í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að brotaþoli var ráðinn af dögum hafi ekki verið stór í samanburði við þátt ákærða Angjelin var hann liður í að ráðagerð ákærða næði fram að ganga. Í þætti ákærða Murat fólst þannig þátttaka í skipulagningu á undirbúningi verknaðarins og jafnframt aðstoð við þann undirbúning. Þátttaka ákærða Murat telst þannig hlutrænt séð vera hlutdeild í manndrápi.05. Þáttur ákærða Shpetim í undirbúningi þess að ákærði Angjelin réði brotaþola bana var í hinum áfrýjaða dómi talinn felast í því að aka með honum á vettvang manndrápsins, taka þar við stjórn bifreiðarinnar og bíða eftir ákærða Angjelin nærri vettvangi meðan hann sat fyrir og svipti brotaþola lífi. Eftir það tók ákærði Shpetim ákærða Angjelin upp í bifreiðina og ók með honum norður í land. Í þessari aðstoð ákærða Shpetim við ákærða Angjelin í aðdraganda manndrápsins og meðan á því stóð fólst umtalsverð þátttaka í undirbúningi verknaðarins sem telst hlutrænt séð vera hlutdeild í manndrápi.06. Skilyrði þess að maður verði dæmdur fyrir hlutdeild í broti þar sem ásetnings er krafist er að ásetningur hans standi til allra efnisþátta verknaðar eins og honum er lýst fullfrömdum í verknaðarlýsingu refsiákvæðis enda þótt þátttaka hans einskorðist við tiltekna þætti í skipulagningu eða öðrum undirbúningi. Öll stig ásetnings koma þar til álita.07. Samkvæmt framansögðu komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ákærðu Claudia, Murat og Shpetim hefði hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að ákærði Angjelin hygðist ráða brotaþola af dögum. Sú niðurstaða var reist á því sem rétturinn taldi sannað um fjölmarga þætti í háttsemi hvers þeirra um sig í aðdraganda og kjölfar þess að brotaþola var ráðinn bani og ályktunum sem dregnar voru af þessum atvikum. Þessi niðurstaða um huglæga afstöðu ákærðu er að stórum hluta byggð á mati á sönnunargildi framburðar þeirra fyrir dómi. Landsréttur taldi þannig sannað að ásetningur þessara ákærðu hefði staðið til þess að brotaþoli yrði sviptur lífi. Með vísan til alls framangreinds, meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu svo og c-liðar 1. mgr. og 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 verður ekki hróflað við þeirri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að þessi ákærðu hafi haft ásetning til fullframins manndráps. Samkvæmt því og með hliðsjón af eðli hlutdeildarbrots og þeirra krafna sem gerðar verða um sönnun fyrir ásetningi til hlutdeildar verður lagt til grundvallar að ásetningur þeirra hafi staðið til hlutdeildar í manndrápi.5) Um ákvörðun refsingar og upptöku08. Refsing ákærða Angjelin var í hinum áfrýjaða dómi ákveðin 20 ára fangelsi. Í 1. mgr. 34. gr. almennra hegningarlaga segir að í fangelsi megi dæma menn ævilangt eða í tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. Í 79. gr. almennra hegningarlaga segir að heimili lög aukna refsingu við broti skuli takmörk þau sem sett eru í 34. gr. ekki vera því til fyrirstöðu að dæma megi í fangelsi allt að 20 árum. Ákvæðið hefur verið skýrt þannig að orðin „Nú heimila lög aukna refsingu við broti“ eigi aðeins við um lagaákvæði sem heimila refsingu umfram almenn refsimörk og eftir atvikum sérrefsimörk einstakra hegningarlagaákvæða. Sem dæmi um slíkar refsihækkunarheimildir í almennum hegningarlögum má nefna 73. gr. um tiltekin brot fanga, 77. gr. um brotasamsteypu, 94. gr. um tiltekna verknaði sem beint er að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi og 101. gr. um verknaði sem hafðir eru í frammi við forsetann eða þann sem hefur forsetavald á hendi. Í málinu reynir ekki á beitingu slíkra heimilda. Þótt mögulegt sé samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga og nokkrum öðrum ákvæðum laganna að dæma mann til ævilangrar fangelsisrefsingar fyrir einstakt brot verða slík refsifyrirmæli ekki ein og sér talin fela í sér heimild til að ákveða þyngri tímabundna refsingu en 16 ára fangelsi.09. Samkvæmt framansögðu ber að túlka 1. mgr. 34. gr. og 79. gr. almennra hegningarlaga þannig saman að komi ekki til sérstök refsihækkunarheimild í lögum heimili 79. gr. ekki að tímabundin refsing fyrir manndráp sé ákveðin þyngri en 16 ára fangelsi. Þeim ákvæðum 70. gr. laganna sem vísað var til í hinum áfrýjaða dómi verður samkvæmt því eingöngu beitt til þyngingar refsingar innan almennra refsimarka sem broti eru sett eða eftir atvikum sérrefsimarka en ákvæðin teljast ekki til þeirra heimilda sem vísað er til í 79. gr. þeirra.10. Þar sem ákærði Angjelin er í máli þessu sakfelldur fyrir eitt manndráp og ekki önnur brot skortir að lögum heimild til að dæma hann til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um í 211. gr. almennra hegningarlaga. Þá eru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan til 2. mgr. 70. gr. laganna þar sem brot annarra ákærðu voru hlutdeildarbrot.11. Fyrir Hæstarétti hefur ákærði Angjelin vísað til þess að í 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga sé kveðið á um að ef farið er út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar af þeirri ástæðu að maður hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann hafi ekki getað fullkomlega gætt sín skuli honum ekki refsað. Ákærði telur að sjónarmið að baki þessari refsibrottfallsástæðu eigi við um háttsemi hans en réttara sé þó að beita refsilækkunarheimild 4. töluliðar 1. mgr. 74. gr. laganna. Með vísan til þess sem samkvæmt framansögðu var lagt til grundvallar um háttsemi ákærða Angjelin og ásetning hans til manndrápsins í hinum áfrýjaða dómi er ekkert fram komið sem styður þessa lýsingu. Verður ekki fallist á að refsing hans eigi að falla brott eða lækka af slíkum ástæðum.12. Með hliðsjón af framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms um ákvörðun refsingar verður refsing ákærða Angjelin ákveðin 16 ára fangelsi.13. Refsing ákærðu Claudiu, Murat og Shpetim var í hinum áfrýjaða dómi ákveðin 14 ára fangelsi. Þau eru sakfelld fyrir hlutdeild í manndrápi. Samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga skal sá sem fremur manndráp sæta fangelsi ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna skal hlutdeildarmaður í broti sæta þeirri refsingu sem við því er lögð. Við ákvörðun refsingar ákærðu sem hlutdeildarmanna kemur ekki til greina að beita refsiþyngingarástæðu 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga um samverknað.14. Með vísan til þess sem að framan er rakið telst hlutdeild ákærðu Claudiu í því að brotaþoli var ráðinn af dögum hafa verið smávægileg. Á grundvelli heimildar í 2. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga er því rétt að dæma hana til vægari refsingar en lögmælt er sem lágmarksrefsing við broti gegn 211. gr. laganna. Enda þótt þáttur hennar í undirbúningi manndrápsins hafi verið smávægilegur verður að líta til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti var að ræða. Samkvæmt framansögðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms um refsiákvörðun verður refsing ákærðu Claudiu ákveðin þriggja ára fangelsi.15. Þáttur ákærða Murat í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að brotaþoli var sviptur lífi fólst samkvæmt framansögðu fyrst og fremst í undirbúningsathöfnum sem höfðu þann tilgang að ráðagerð ákærða Angjelin gengi eftir. Hlutdeild hans telst ekki hafa verið meiri en svo að telja verður hana smávægilega. Á grundvelli heimildar í 2. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga er því rétt að dæma hann til vægari refsingar en lögmælt er sem lágmarksrefsing við broti gegn 211. gr. laganna. Enda þótt þáttur hans í undirbúningi manndrápsins hafi verið tiltölulega smávægilegur verður að líta til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti var að ræða. Samkvæmt framansögðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms um refsiákvörðun verður refsing ákærða Murat ákveðin fjögurra ára fangelsi.16. Samkvæmt framansögðu fólst þátttaka ákærða Shpetim í undirbúningi þess að brotaþoli var ráðinn af dögum í því að aka með ákærða Angjelin á vettvang manndrápsins, taka þar við stjórn bifreiðarinnar og bíða eftir honum nærri vettvangi meðan hann sat fyrir brotaþola og svipti hann lífi. Eftir það tók ákærði Shpetim ákærða Angjelin upp í bifreiðina og ók með honum norður í land. Þátttaka ákærða Shpetim í undirbúningi verknaðarins og fyrirsátinni var þannig í mun nánari tengslum við sjálft manndrápið og talsvert annars eðlis en þátttaka ákærðu Claudiu og Murat. Kemur því ekki til álita að beita 2. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga hvað hann varðar. Þrátt fyrir að í 1. mgr. 22. gr. laganna sé kveðið á um að hlutdeildarmaður í broti skuli sæta þeirri refsingu sem við því er lögð er refsing fyrir hlutdeildarbrot að jafnaði ákveðin talsverð lægri en refsing aðalmanns. Að framangreindu athuguðu og jafnframt með hliðsjón af því að brotið var mjög alvarlegt en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms um refsiákvörðun er refsing ákærða Shpetim ákveðin 10 ára fangelsi.17. Gæsluvarðhaldsvist ákærðu skal koma til frádráttar refsingu hvers þeirra um sig að fullri dagatölu eins og nánar greinir í dómsorði, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga.18. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku á skammbyssu af gerðinni Sig Sauer 1911-22 verður staðfest.6) Um einkaréttarkröfur19. Af hálfu ákærða Angjelin hefur bótakröfu B, eiginkonu brotaþola, verið mótmælt. Ákærði telur miskabótakröfuna of háa og kröfur um bætur fyrir missi framfæranda sömuleiðis þar sem ósannað sé að hún hafi verið á framfæri brotaþola. Ætla má að við fráfall brotaþola hafi tekjur heimilis brotaþola og hennar minnkað og því ekki þörf á að hún sýni sérstaklega fram á að hún hafi verið á framfæri hans, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. janúar 2018 í máli nr. 347/2016. Með þeirri athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður staðfest niðurstaða Landsréttar um greiðslu ákærða Angjelin á bótum til handa henni.20. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður staðfest niðurstaða Landsréttar um greiðslu ákærða Angjelin á bótum til handa C.21. Af hálfu ákærða Angjelin hefur bótakröfu D verið mótmælt og þess krafist að henni verði vísað frá héraðsdómi. D var ófædd þegar ákærði Angjelin varð föður hennar að bana. Ófæddu barni er samkvæmt óskráðum reglum persónuréttar geymdur réttur til að krefjast bóta vegna missis framfærenda ef það fæðist lifandi og getur eftir atvikum krafist bóta vegna þess miska að alast upp án annars foreldris. Í forsendum hins áfrýjaða dóms er vísað til forsendna héraðsdóms um miskabætur og bætur vegna missis framfæranda til handa D. Í héraði voru henni dæmdar 7.958.520 krónur úr hendi ákærða Angjelin vegna missis framfæranda í samræmi við kröfu hennar en samkvæmt dómsorði í dómi Landsréttar voru henni hins vegar dæmdar sömu bætur og bróður hennar eða 7.376.266 krónur. Mismunur á bótakröfum systkinanna vegna missis framfæranda ræðst af aldursmun þeirra. Með framangreindum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem vísað er til forsendna héraðsdóms, verður ákærði Angjelin dæmdur til að greiða D 3.000.000 króna í miskabætur og 7.958.520 krónur vegna missis framfæranda eða samtals 10.958.520 krónur með sömu vöxtum og í hinum áfrýjaða dómi.22. Foreldrar brotaþola, E og F, krefjast hvort um sig miskabóta úr hendi ákærða Angjelin. Hann hefur viðurkennt bótaskyldu gagnvart þeim en krafist lækkunar á kröfum þeirra. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um bótaskyldu ákærða gagnvart E og F en fjárhæð miskabóta verður að virtum aðstæðum ákveðin 2.000.000 króna til hvors um sig. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um vexti af miskabótakröfunum verða staðfest.23. Gjafsóknarkostnaður allra einkaréttarkröfuhafa fyrir Hæstarétti skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Björgvins Jónssonar, eins og greinir í dómsorði. Við ákvörðun gjafsóknarkostnaðar er ekki tekið tillit til virðisaukaskatts af þóknun lögmanns.7) Um sakarkostnað24. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málsvarnarlaun verjenda ákærðu í héraði og fyrir Landsrétti og um útlagðan kostnað þeirra verða staðfest.25. Fyrir héraðsdómi og Landsrétti voru nafngreindir lögmenn skipaðir réttargæslumenn maka, barna og foreldra brotaþola sem hafa uppi bótakröfur á hendur ákærða Angjelin í málinu. Skilyrðum 41. og 42. gr. laga nr. 88/2008 fyrir skipun réttargæslumanna í héraði og fyrir Landsrétti var hins vegar ekki fullnægt. Þess vegna var heldur ekki fullnægt skilyrði a-liðar 1. mgr. 233. gr. sömu laga til þess að dæma ákærða Angjelin til greiðslu þóknunar lögmannanna með öðrum sakarkostnaði, svo sem gert var í héraðsdómi og í hinum áfrýjaða dómi. Verður því ekki komist hjá því að fella þennan hluta sakarkostnaðar á ríkissjóð, sbr. dóm Hæstaréttar 9. desember 2004 í máli nr. 326/2004. Að öðru leyti verða ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti staðfest.26. Ákærðu áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í ljósi þess að refsing allra ákærðu hefur verið milduð fyrir Hæstarétti verður ákærðu Angjelin og Shpetim, í samræmi við 1. mgr. 238. gr. laga nr. 88/2008, gert að greiða ¾ hluta en ákærðu Claudiu og Murat helming málsvarnarlauna skipaðra verjenda sinna fyrir Hæstarétti sem ákveðast að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna verjenda er tekið mið af því hvort þeir hafi jafnframt annast varnir ákærðu á fyrri dómstigum og þess að einn ákærðu játaði brot sitt þegar fyrir héraðsdómi. Ekki er fallist á að til sakarkostnaðar teljist útlagður kostnaður verjanda ákærða Murat við þýðingar á hliðsjónargögnum. Þá greiði ákærðu sameiginlega 5/8 hluta annars áfrýjunarkostnaðar málsins. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði.Dómsorð:Ákærði, Angjelin Sterkaj, sæti fangelsi í 16 ár en til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. febrúar 2021 að telja.Ákærða, Claudia Sofia Cohelo Carvalho, sæti fangelsi í 3 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald hennar frá 17. febrúar 2021 til og með 24. mars sama ár og frá 28. október 2022 til dómsuppsögudags.Ákærði, Murat Selivrada, sæti fangelsi í 4 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald hans frá 17. febrúar 2021 og til og með 24. mars sama ár og frá 28. október 2022 til dómsuppsögudags.Ákærði, Shpetim Qerimi, sæti fangelsi í 10 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald hans frá 20. febrúar 2021 til og með 5. mars sama ár og frá 28. október 2022 til dómsuppsögudags.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku á skammbyssu af gerðinni Sig Sauer 1911-22 skal vera óraskað.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu ákærða Angjelin á einkaréttarkröfu B skal vera óraskað.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu ákærða Angjelin á einkaréttarkröfu C skal vera óraskað.Ákærði Angjelin greiði D 10.958.520 krónur með vöxtum eins og í hinum áfrýjaða dómi.Ákærði Angjelin greiði E og F hvoru um sig 2.000.000 króna með vöxtum eins og í hinum áfrýjaða dómi.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð að öðru leyti en því að þóknun réttargæslumanns í héraði, 4.164.230 krónur, og réttargæslumanns fyrir Landsrétti, 1.674.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.Ákærði Angjelin greiði ¾ hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 1.500.000 krónur.Ákærða Claudia greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns, 3.000.000 króna.Ákærði Murat greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Geirs Gestssonar lögmanns, 2.000.000 króna.Ákærði Shpetim greiði ¾ hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Guðmundssonar lögmanns, 2.500.000 krónur. Ákærðu greiði óskipt 5/8 hluta af öðrum áfrýjunarkostnaði eða 656.687 krónur af samtals 1.050.699 krónum. Áfrýjunarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.Gjafsóknarkostnaður einkaréttarkröfuhafa, B, C, D, E og F, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Björgvins Jónssonar, samtals 1.200.000 krónur.Ákærði Angjelin greiði 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=f582f896-4dca-458d-b016-989d8cc75e47&verdictid=be9fa91f-edce-47c3-a718-24577699d1de |
Mál nr. 29/2022 | Náttúruvernd Refsiheimild Refsiábyrgð Stjórnarskrá Auglýsing Sekt Refsiábyrgð lögaðila Sératkvæði | R ehf., nú V ehf.og F var gefið að sök brot gegn lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd og auglýsingu nr. 161/2019 um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum með því að hafa staðið fyrir, skipulagt og selt útsýnisflug með tveimur þyrlum um friðlandið og lendingu þar og G og S fyrir að hafa flogið þyrlunum og lent þeim í friðlandinu án leyfis Umhverfisstofnunar. Ákærðu viðurkenndu þá háttsemi sem í ákæru greindi en kröfðust sýknu meðal annars á grunni þess að hvergi í lögum nr. 60/2013 kæmi fram að bannað væri að lenda þyrlum í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að efnislegu inntaki refsiverðrar háttsemi sem ákærðu væru bornir sökum um væri nægilega lýst í settum lögum nr. 60/2013 í samræmi við áskilnað 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig væri ákvæði 9. gr. auglýsingar nr. 161/2019 sett með viðhlítandi stoð í lögum og tæki í eðlilegu samhengi upp þráðinn þar sem fyrirmæli í settum lögum þraut. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sakfellingu og ákvörðun refsingar, með þeirri breytingu að refsing sú sem ákveðin var á grundvelli 4. mgr. 90. gr. laga nr. 60/2013 var lögð á V ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 3. maí 2022 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að staðfest verði niðurstaða Landsréttar um sakfellingu ákærðu og refsing þeirra þyngd.3. Ákærðu krefjast aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar. Ágreiningsefni4. Með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. desember 2020 voru ákærðu gefin að sök eftirfarandi brot:[…] gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum, Ísafjarðarbæ, með því að hafa, ákærði Friðgeir, sem framkvæmdastjóri Reykjavík Helicopters ehf., staðið fyrir, skipulagt og selt útsýnisflug með tveimur þyrlum um friðlandið á Hornströndum og lendingu þar, nánar til tekið í Fljótavík, mánudaginn 13. júlí 2020, og ákærðu Gabríel Alexander og Sigtryggur Leví, sem flugstjórar þyrlnanna OY-HIT og OY-HIS, flogið vélunum og lent þeim í Fljótavík, án þess að hafa leyfi Umhverfisstofnunar til lendingar.5. Háttsemi þeirra var í ákæru talin varða við 9. gr. auglýsingar um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum, Ísafjarðarbæ nr. 161/2019, sbr. 2. mgr. 81. og 1. og 4. mgr. 90. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Samkvæmt a-lið 1. mgr. síðastgreinds ákvæðis varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef maður framkvæmir eða aðhefst í heimildarleysi nokkuð það sem leyfis eða undanþágu er krafist til samkvæmt lögunum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra, en 4. mgr. lýtur að refsiábyrgð lögaðila.6. Með héraðsdómi voru ákærðu sýknaðir af framangreindum sakargiftum þar sem ekki var talið að 9. gr. auglýsingar nr. 161/2019 fullnægði áskilnaði 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sakfelldi ákærðu fyrir framangreinda háttsemi sem réttilega var talin heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða BlueWest ehf., áður Reykjavík Helicopters ehf., var gert að greiða 150.000 króna sekt en ákærðu Friðgeiri, Gabríel Alexander og Sigtryggi Leví hverjum um sig gert að greiða 75.000 króna sekt að viðlagðri vararefsingu.7. Leyfi til að áfrýja málinu var veitt 3. maí 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-41. Til grundvallar því lá að úrlausn málsins kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Einnig var ákvörðunin reist á því að ákærðu voru sakfelldir í Landsrétti en þeir höfðu verið sýknaðir í héraði.8. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti var upplýst að hið ákærða félag, BlueWest ehf., áður Reykjavík Helicopters ehf., hefði verið fellt brott úr Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra með sameiningu við Vesturflug ehf. sem tekið hefði yfir öll réttindi og skyldur BlueWest ehf. Beinist refsikrafa ákæruvaldsins því réttilega að Vesturflugi ehf.Niðurstaða9. Atvik málsins eru óumdeild. Ákærðu eru bornir sökum um að hafa brotið gegn lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og auglýsingu um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum nr. 161/2019 en samkvæmt 9. gr. auglýsingarinnar er óheimilt að lenda þyrlum innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar.0. Ákærðu hafa allir viðurkennt þá háttsemi sem í ákæru greinir. Á hinn bóginn er til þess að líta að ákvæði 9. gr. auglýsingar nr. 161/2019 kveður einungis á um bann við að lenda þyrlum innan friðlandsins á Hornströndum en tekur ekki til þyrluflugs yfir friðlandinu. Verður ákærði Friðgeir því ekki sakfelldur fyrir að hafa staðið fyrir, skipulagt og selt útsýnisflug yfir svæðið. Aftur á móti er ljóst að hann stóð einnig að og skipulagði lendingu umræddra þyrlna innan friðlandsins svo sem greinir í ákæru.1. Krafa ákærðu um sýknu byggist á því að hvergi í lögum nr. 60/2013 komi fram að bannað sé að lenda þyrlum í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laga nr. 60/2013 geti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Auk þess geti bannregla 9. gr. auglýsingarinnar ekki sótt fullnægjandi stoð í 2. mgr. 81. gr. laganna. Þá verði að gera þá kröfu að í settum lögum sé tekið fram berum orðum hvaða umferð má takmarka til að stjórnvaldsfyrirmæli geti talist gild refsiheimild. Þar sem bannregla 9. gr. eigi sér ekki viðhlítandi stoð í settum lögum geti hún ekki talist gild refsiheimild eins og áskilið sé í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Auk þess hafi stjórnunar- og verndaráætlun, sem staðfest er með auglýsingunni, ekki verið birt opinberlega samkvæmt fyrirmælum laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og 27. gr. stjórnarskrárinnar.2. Hornstrandir eru friðlýst svæði samkvæmt VII. kafla laga nr. 60/2013 en nánari reglur um svæðið voru settar í auglýsingu nr. 332/1985. Þau stjórnvaldsfyrirmæli hvíla á 2. mgr. 40. gr. laganna þar sem tekið er fram að ráðherra geti í auglýsingu um friðlýsingu kveðið nánar á um takmarkanir sem leiðir af friðlýsingunni, meðal annars á umferðarrétti, notkun veiðiréttar og framkvæmdum. Jafnframt er ráðherra heimilt að ákveða að afla skuli leyfis Umhverfisstofnunar til athafna og framkvæmda sem áhrif geti haft á verndargildi viðkomandi svæðis og um heimild stofnunarinnar til að setja skilyrði fyrir slíkum leyfum ef það er nauðsynlegt til að tryggja að markmið verndarinnar náist. Auk þess er tekið fram að ráðherra geti falið Umhverfisstofnun að setja reglur um umferðarrétt manna í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði, sbr. 81. gr. laganna.3. Í fyrrgreindri auglýsingu nr. 332/1985 voru settar reglur um friðland á Hornströndum og athafnir þar sem leyfi Umhverfisstofnunar er áskilið, svo sem vegna umferðar vélknúinna farartækja utan vega og mannvirkjagerð. Verður að líta svo á að þær reglur sem birtar eru í auglýsingu ráðherra nr. 161/2019, sem áskilja meðal annars að leyfi stofnunarinnar þurfi við tilteknar aðstæður til að lenda þyrlum og flugvélum í friðlandinu, séu settar þeim til viðbótar og sæki þannig bæði stoð í 2. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 81 gr. laga nr. 60/2013. Samhliða því fjallar auglýsingin um að ráðherra hafi staðfest stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið samkvæmt 3. mgr. 81. gr. laganna en í áætluninni koma fram nánari reglur um umferð og dvöl á svæðinu. Þótt ekki sé einnig vísað til 2. mgr. 40. gr. laganna í ákæru hefur það ekki komið niður á vörnum ákærðu í málinu.4. Í 2. mgr. 46. gr. laga nr. 60/2013 er fjallað um það markmið friðlýsingar óbyggðra víðerna að varðveita einkenni svæðisins, svo og að tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja. Eru fyrirmæli 2. mgr. 40. gr. um heimild ráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja megi leyfi Umhverfisstofnunar fyrir tilteknum athöfnum í friðlandi í beinu samhengi við þessi markmið friðlýsingar. Ekkert rökrétt tilefni er til að ætla að lendingar þyrlna séu undanskildar þeim takmörkunum sem gera má á umferð í þessu tilliti enda eru slíkar athafnir ótvírætt fallnar til að valda þeirri truflun í friðlandi sem verndarákvæðum laganna er ætlað að reisa skorður við. Þá verður ekki fallist á það með ákærðu að einhverju skipti þótt mismunandi reglur eftir auglýsingu nr. 161/2019 gildi um lendingu þyrlna og flugvéla enda eru loftför þessi ólík með tilliti til þeirrar truflunar sem þau valda.5. Samkvæmt framansögðu er efnislegu inntaki refsiverðrar háttsemi sem ákærðu eru bornir sökum um nægilega lýst í settum lögum nr. 60/2013 í samræmi við áskilnað 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig er ákvæði 9. gr. auglýsingar nr. 161/2019 sett með viðhlítandi stoð í lögum og tekur í eðlilegu samhengi upp þráðinn þar sem fyrirmæli í settum lögum þrýtur eins og lagt er til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi, sbr. einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 8. febrúar 2001 í máli nr. 432/2000 og 3. júní 2010 í máli nr. 14/2010. Þá var auglýsing ráðherra birt í B-deild Stjórnartíðinda og þannig gætt reglna um birtingu stjórnvaldsfyrirmæla, sbr. 3. gr. laga nr. 15/2005. Hefur enga þýðingu þótt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðland á Hornströndum hafi ekki verið birt með sama hætti.6. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu og ákvörðun refsingar, með þeirri breytingu að refsing sú sem ákveðin er á grundvelli 4. mgr. 90. gr. laga nr. 60/2013 verður lögð á Vesturflug ehf.7. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verða staðfest, þó þannig að í stað BlueWest ehf. greiði Vesturflug ehf. sinn hluta sakarkostnaðar óskipt með öðrum ákærðu.8. Ákærðu og Vesturflugi ehf. verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur með þeirri breytingu að í stað BlueWest ehf. verður refsingin lögð á Vesturflug ehf.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð, þó þannig að í stað BlueWest ehf. greiði Vesturflug ehf. sinn hluta sakarkostnaðar óskipt með öðrum ákærðu.Ákærðu og Vesturflug ehf. greiði óskipt allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra fyrir Hæstarétti, Ásgeirs Þórs Árnasonar lögmanns, 868.000 krónur.SératkvæðiÓlafs Barkar Þorvaldssonar. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Af ákvæðinu hafa verið leiddar þrjár grundvallarreglur. Í fyrsta lagi regluna um lögbundnar refsiheimildir sem felur í sér að löggjafinn kveði á um þá háttsemi sem varða skal refsingu. Þessi regla kemur einnig fram í 1. mgr. 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hún girðir þó ekki fyrir að Alþingi geti með lögum heimilað stjórnvöldum að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum um hvaða háttsemi er refsiverð. Kemur það einkum til greina ef nauðsynlegt er að refsiákvæði laga sæki að einhverju marki frekari útfærslu eða fyllingu til stjórnvaldsfyrirmæla. Í öðru lagi regluna um bann við afturvirkni refsilaga. Loks í þriðja lagi verða sett refsiákvæði að vera nægjanlega skýr og glögg til að dómur verði á þeim reistur. Leiki vafi á um hvort háttsemi telst refsiverð eða hvort heimfæra ber háttsemina undir lagaákvæði ber að túlka þann vafa sakborningi í hag.2. Af reglunni um lögbundnar refsiheimildir leiðir annars vegar að skýrt þarf að koma fram í settum lögum að ráðherra hafi heimild fyrir því að mæla fyrir um í stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt refsiákvæðum viðkomandi laga. Hins vegar leiðir af áskilnaði um að sett lög liggi til grundvallar refsingu að löggjafinn verður í meginatriðum að lýsa því í lögum hvað varðað getur refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 31. mars 2015 í máli nr. 563/2014, 28. maí 2014 í máli nr. 735/2013, 16. september 2010 í máli nr. 380/2010 og að sínu leyti 8. febrúar 2001 í máli nr. 432/2000. 3. Samkvæmt þessu er það vilji löggjafans sem ráða á úrslitum um efnisskilyrði refsiábyrgðar hverju sinni en ekki afstaða framkvæmdavaldsins. Þá getur ráðherra enn síður falið undirstofnunum vald að ákveða hvaða háttsemi varðar refsingu og hefur staðfesting ráðherra á slíkum reglum heldur ekki verið jafnað til þess að hann setti þær sjálfur, sbr. dóm Hæstaréttar 18. nóvember 2004 í máli nr. 236/2004. 4. Háttsemi ákærðu var í ákæru talin varða við 9. gr. auglýsingar um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum, Ísafjarðarbæ nr. 161/2019, sbr. 2. mgr. 81. og 1. og 4. mgr. 90. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.5. Auglýsing nr. 161/2019 ber eins og áður segir heitið um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins á Hornstöndum, Ísafjarðarbæ. Í upphafi auglýsingarinnar segir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi staðfest slíka áætlun fyrir friðlandið samkvæmt 3. mgr. 81. gr. laganna en einnig staðfest eftirfarandi reglur um dvöl og umferð sem settar hafi verið fram í áætluninni í samræmi við 2. mgr. 81. gr. laganna. 6. Stjórnunar- og verndaráætlunin var samkvæmt fyrirmælum laganna gerð af Umhverfisstofnun og er hún í samræmi við framanritað ekki grundvöllur refsingar fyrir háttsemi sem um ræðir í málinu, enda ekki ákært á þann veg. Á hinn bóginn eru í auglýsingu nr. 161/2019 sérstaklega teknar upp í 15 greinum reglur úr áætluninni. Meðal þeirra er í 9. gr. regla þess efnis að óheimilt sé að lenda þyrlum innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar og er í greininni sérstaklega vísað um það til kafla 3.12 í stjórnunar- og verndaráætluninni en þar er sú regla orðuð á sama veg. Ekki kemur fram í auglýsingunni að brot gegn reglunum varði refsingu samkvæmt lögum nr. 60/2013.7. Ákvæði 81. gr. laga nr. 60/2013 ber heitið stjórnunar- og verndaráætlun. Í 1., 3. og 4. mgr. greinarinnar er fjallað um hvernig skal haga undirbúningi og vinnu við gerð slíkrar áætlunar og endurskoðun hennar. Tekið er fram að hún skuli háð samþykki ráðherra og að hana skuli birta í B-deild stjórnartíðinda. Í 2. mgr. greinarinnar eru síðan ákvæði um til hvaða atriða áætlunin skal taka.8. Ákvæði 2. mgr. 81. gr., sem grundvöllur saksóknarinnar er reistur á, felur á hinn bóginn ekki í sér tilvísun til takmörkunar á flugumferð og þá heldur ekki ramma um hugsanlegar reglur sem gilda ættu í slíkum tilvikum sem útfæra skuli með sérstökum reglum settum af ráðherra. Ákvæðin hljóða svo:Í stjórnunar- og verndaráætlun skal m.a. fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Ef ekki hafa verið settar sérstakar reglur um umferð manna og dvöl á viðkomandi svæði í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að setja slíkar reglur í stjórnunar- og verndaráætlun svo og reglur um önnur atriði er greinir í IV. kafla.9. Samkvæmt 2. málslið málsgreinarinnar, sem helst kemur til skoðunar í máli þessu, er þar einungis að finna skilyrta heimild til að setja reglur í stjórnunar- og verndaráætlun hafi ekki þegar verið settar slíkar reglur í auglýsingu um friðlýsingu. Þó liggur fyrir að slíkar reglur voru settar í eldri auglýsingu um friðlandið nr. 332/1985.0. Það sem mestu varðar er að hvergi kemur fram í lagaákvæðinu með skýrum hætti regla um að ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna né er þar lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Verður þannig ekki talið að ákvæði 9. gr. auglýsingar nr. 161/2019 hafi tekið í eðlilegu samhengi upp þráðinn þar sem fyrirmæli í 2. mgr. 81. gr. laga nr. 60/2013 þraut. Samhliða framangreindu má við úrlausn máls þessa einnig hafa í huga framangreinda grundvallarreglu refsiréttar að leiki vafi á um hvort háttsemi telst refsiverð eða heimfæra skuli háttsemi undir refsiákvæði ber að túlka þann vafa sakborningi í hag.1. Að virtu öllu því sem að framan er rakið verður það ekki talið breyta niðurstöðu málsins um refsiábyrgð ákærðu þótt finna megi opna og almenna heimild í 2. mgr. 40. gr. laganna um að ráðherra geti sett reglur um nánari takmörkun sem leiði af friðlýsingunni, meðal annars á umferðarrétti á landinu, notkun veiðiréttar og framkvæmdum á friðlöndum. Er enda ekki vísað til hennar í ákæru sem stoð fyrir sakfellingu ákærðu, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og verður heldur ekki séð af athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 60/2013 að hún ætti að geyma heimild um setningu reglna vegna flugs yfir friðlandið eða lendingar loftfara þar. 2. Samkvæmt öllu framangreindu er varhugavert að telja að nægileg lagastoð sé fram komin fyrir því að ákærðu hafi unnið sér til refsingar með háttsemi sinni. Því verður að sýkna ákærðu af sakargiftum og fella sakarkostnað á öllum dómstigum á ríkissjóð. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=f9b81980-1791-4b67-beb5-4d8793d6128b&verdictid=d7b22a30-f146-4d35-a7af-94654ee4ad56 |
Mál nr. 33/2022 | Eignarréttur Hefð Traustfang Jörð Þinglýsing Gjafsókn Sérstök sameign | Ágreiningur málsaðila laut að eignarrétti að jörðinni Bjarnastöðum í sveitarfélaginu Norðurþingi. V krafðist þess að viðurkennt yrði að hún sem eigandi Sigtúna væri eigandi helmings alls lands Bjarnastaða. Byggði hún á því að helmingshlutur jarðarinnar hafi fylgt afsali fyrir Sigtúnum. H og E reistu sýknukröfu sína á því að þau hefðu fyrir traustfang öðlast eignarrétt að allri jörðinni, auk þess sem þau hefðu fyrir hefð öðlast þann eignarrétt, sbr. lög nr. 46/1905 um hefð. Í dómi Hæstaréttar var ekki fallist á að H og E hefðu eignast Bjarnastaði alla á grundvelli traustfangs. Vísað var til þess að réttindi samkvæmt þinglýstri skiptayfirlýsingu 16. júní 1939 sem V byggði rétt sinn á gengi framar rétti sem H og E fengu síðar með afsali til þeirra 14. júní 1981 er afhent var til þinglýsingar 19. sama mánaðar. Því næst var tekið til skoðunar hvort H og E hefðu öðlast eignarétt að allri jörðinni á grundvelli hefðar en V vefengdi að eigandi eignar í sameign gæti unnið hefð á hluta sameiganda síns. Í dómi Hæstaréttar kom fram að engin almenn regla stæði í vegi hefðar við þær aðstæður en annað gæti leitt af sérreglum um tiltekin réttindi. Þá hefði í fyrri úrlausnum Hæstaréttar verið fallist á hefð þótt eign hefði verið í sérstakri sameign. Vísað var til þess að ef sameigandi ætti að geta unnið hefð á fasteign yrði nýting hans að vera umfram það sem leiddi af almennum reglum um sérstaka sameign og því yrðu gerðar enn ríkari kröfur en ella svo fullnægt yrði skilyrðum hefðar um eignir í slíku eignarhaldi. Að teknu tilliti til nánar tilgreindra vitnaskýrslna í héraði og fyrir Landsrétti var talið ósannað að H og E hefðu verið í vondri trú um rétt sinn til allrar jarðarinnar og voru þau því talin uppfylla huglæg skilyrði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905. Auk þess var talið að hagnýting þeirra á jörðinni og ráðstafanir varðandi hana hafi verið með öllu átölulausar og án nokkurrar aðkomu af hálfu fyrri eiganda Sigtúna. H og E voru talin hafa haft Bjarnastaði alla í óslitnu eignarhaldi í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 í meira en 20 ár frá afhendingu jarðarinnar 20. júní 1981 þar til eignarhald þeirra var vefengt í árslok 2009. Voru H og E því talin hafa unnið hefð á jörðinni í heild sinni. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur og H og E sýknuð af kröfu V um að viðurkennt yrði að hún væri eigandi helmings jarðarinnar Bjarnastaða. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. maí 2022. Hún krefst þess að viðurkennt verði að hún sem eigandi Sigtúna, með landnúmer 154209, sé eigandi helmings alls lands Bjarnastaða, með landnúmer 154141, til jafns við stefndu. Þá krefst hún þess að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað á öllum dómstigum.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem þeim hefur verið veitt.Ágreiningsefni4. Í málinu deila aðilar um eignarrétt að jörðinni Bjarnastöðum í sveitarfélaginu Norðurþingi. Áfrýjandi reisir málatilbúnað sinn á því að með afsali fyrir Sigtúnum hafi fylgt helmingshlutur í fyrrnefndu jörðinni. Stefndu byggja aftur á móti á því í fyrsta lagi að þau hafi fyrir traustfang eftir þinglýsingareglum öðlast eignarrétt að allri jörðinni. Verði hins vegar talið að áfrýjandi eigi rétt til hálfrar jarðarinnar telja þau í öðru lagi að sá réttur skuli víkja fyrir rétti þeirra samkvæmt þinglýstu afsali fyrir henni, sbr. 18. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Í þriðja lagi reisa stefndu kröfu sína á að þau hafi fyrir hefð öðlast eignarrétt að jörðinni allri, sbr. lög nr. 46/1905 um hefð.5. Með héraðsdómi var fallist á með stefndu að þau hefðu á grundvelli hefðar öðlast eignarrétt að allri jörðinni og var sú niðurstaða staðfest með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar.6. Leyfi til að áfrýja málinu var veitt 27. maí 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-58. Til grundvallar því lá meðal annars að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þinglýsingareglur og hefð.Málsatvik7. Með bréfi 24. febrúar 1936 sótti Baldur Öxdal um lán og styrk frá Nýbýlasjóði til að stofna nýbýli í landi jarðarinnar Austaralands í Öxarfjarðarhreppi. Tók hann fram í erindinu að hann hefði nokkur undanfarin ár búið sem leiguliði á hálfri jörðinni. Með bréfi 28. september sama ár var Baldri tilkynnt að Nýbýlastjórn ríkisins hefði ákveðið að veita honum framlag úr Nýbýlasjóði til að reisa nýbýlið. Í tilefni af umsókn Baldurs var Nýbýlastjórn sent degi síðar afsal sem hann hafði fengið fyrir landi jarðarinnar. Væntanlega var hér um að ræða afsal 1. september 1936 þar sem Margrét Pálsdóttir afsalar Baldri 1/6 hluta Austaralands. Með samningi Baldurs við Nýbýlastjórn 2. nóvember 1936 var nýbýlið stofnað í landi jarðarinnar Austaralands og á hálfri eyðijörðinni Bjarnastöðum. Nýbýlinu var hvorki þá né síðar afmarkað sérstakt land eða þinglýst gögnum um stofnun þess sem sjálfstæðrar fasteignar. Með bréfi Nýbýlastjórnar 23. júní 1937 var samþykkt að nýbýlið fengi nafnið Sigtún.8. Með yfirlýsingu 16. júní 1939 vegna skipta á dánarbúi Páls Jóhannessonar lýstu erfingjar hans því yfir að samkvæmt skiptagerð þeirra og eldri eignarheimildum skyldu jarðirnar Austaraland og Bjarnastaðir skiptast milli erfingja þannig:Margrét Pálsdóttir á 1/2 Austaraland. Kristjana Pálsdóttir á 1/6 Austaraland. Baldur Öxdal á 1/3 Austaraland og 1/2 Bjarnastaði. Bjarni Benediktsson Austaralandi á 1/2 Bjarnastaði.9. Með bréfi 19. september 1953 sótti Bjarni Benediktsson um að stofna nýbýli. Í beiðninni var ekki tilgreint hvert skyldi vera land nýbýlisins en þó tók hann fram að hann ætti hálft landið. Af samhenginu er ljóst að átt var við jörðina Bjarnastaði. Þá sagði í bréfinu að landskipti hefðu ekki farið fram og tilgreindi Bjarni að hann teldi þau óþörf vegna eignarhalds síns á jörðinni. Meðal málsgagna er einnig ódagsett umsókn Bjarna á eyðublaði frá Nýbýlastjórn ríkisins þar sem óskað var eftir samþykki til stofnunar nýbýlis úr landi jarðarinnar Bjarnastaða. Þar kom fram að því fylgdi 3,3 hektara tún og hálf jörðin. Ekki verður séð að gögnum um stofnun nýbýlisins hafi verið þinglýst.0. Á skattframtali ársins 1953 tók Bjarni fram að hann ætti hálfa jörðina Bjarnastaði. Aftur á móti veðsetti hann alla jörðina með veðskuldabréfi 3. desember 1955 vegna láns frá Ræktunarsjóði Íslands. Undir bréfið ritar Baldur Öxdal eftir umboði en á því kom ekki fram samþykki hans fyrir veðsetningunni sem annars eiganda jarðarinnar.1. Hinn 10. desember 1960 afsalaði Baldur Öxdal Sigtúnum „ásamt eignarhluta [...] í Austara-Landi“ til Páls Sigtryggssonar. Afsalið var móttekið 3. febrúar 1961 til innfærslu í veðmálabók og þinglýsingar á manntalsþingi Öxarfjarðarhrepps 1961.2. Aftur veðsetti Bjarni alla jörðina Bjarnastaði með veðskuldabréfi 16. janúar 1961 fyrir láni frá Byggingarsjóði. Undir bréfið ritar eins og við fyrri veðsetningu Baldur Öxdal eftir umboði. Á bréfinu var ekki gert ráð fyrir undirritun eins og jörðin væri í sérstakri sameign en þegar hér var komið sögu hafði Baldur selt Sigtún eins og rakið hefur verið.3. Páll Sigtryggsson afsalaði Sigtúnum 12. nóvember 1973 til sonar síns, Sigtryggs Pálssonar, „með öllum gögnum og gæðum“. Afsalið var móttekið 20. sama mánaðar til innfærslu í veðmálabók og þinglýsingar á manntalsþingi Öxarfjarðarhrepps 1974.4. Hinn 14. júní 1981 afsöluðu Bjarni Benediktsson og eiginkona hans Magnea K. Bjarnadóttir jörðinni Bjarnastöðum til stefndu. Eins og hér hefur verið rakið hafði Magneu ekki verið getið í eldri eignarheimildum um jörðina. Tekið var fram að jörðin væri seld og afsöluð „með öllum mannvirkjum svo sem húsum, ræktun, girðingum og gögnum og gæðum, sem jörðinni fylgja og eiga að fylgja“. Einnig kom fram að seljendur lýstu stefndu „rétta og löglega eigendur jarðarinnar“. Þá sagði að kaupandi hefði kynnt sér landamerkin eins og þeim væri lýst í landamerkjaskrá og væru þau ágreiningslaus. Enn fremur var tekið fram að afhending eignarinnar miðaðist við 20. júní 1981. Afsalið var móttekið til þinglýsingar og fært í þinglýsingabók 19. júní 1981 með athugasemd um að ekki væri í því getið tveggja veðskulda. Sama dag og afsalið var gefið út var gerður samhljóða kaupsamningur um jörðina en þar kom fram að kaupverðið væri 130.000 krónur. Einnig sagði að kaupandi tæki við jörðinni 20. júní 1981 og lýsti því yfir „að hann tæki hana til fullrar ábúðar og nytja frá þeim tíma“. Annar votta á afsalinu og kaupsamningnum var fyrrgreindur Sigtryggur Pálsson sem þá var eigandi Sigtúna eins og rakið hefur verið.5. Í skattframtali stefndu árið 1982 kom fram að þau hefðu á árinu 1981 keypt „býlið Bjarnastaði“ í Öxarfirði af Bjarna og Magneu.6. Að ósk stefnda Halldórs útnefndi sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu 18. júní 1981 tvo óvilhalla og hæfa menn til að meta til peningaverðs jörðina Bjarnastaði. Hinn 10. júlí sama ár gáfu stefndu út veðskuldabréf að fjárhæð 100.000 krónur og kom fram að lánveitingin væri til jarðarkaupa. Til tryggingar láninu var jörðin sett að veði. Veðskuldabréfinu var þinglýst á jörðina 28. sama mánaðar.7. Með bréfi 29. mars 1983 var stefnda Halldóri tilkynnt að Stofnlánadeild landbúnaðarins hefði fallist á umsókn hans um lán til byggingar votheys- og þurrheyshlöðu. Í niðurlagi bréfsins var tekið fram að með umsókninni hefði vantað veðleyfi meðeiganda jarðarinnar. Meðal málsgagna er umboð stefnda Halldórs 9. september 1982 á stöðluðu eyðublaði til nafngreinds manns til að taka fyrir sína hönd við „hámarksláni á votheys- og þurrheyshlöðu“ með veði í Bjarnastöðum. Stefndi Halldór ritaði á umboðið á línu fyrir útgefanda en þar fyrir neðan hefur stefnda Elín ritað nafn sitt. Stefndu gáfu síðan út veðskuldabréf til Stofnlánadeildarinnar 16. nóvember 1983 fyrir láninu sem tryggt var með 1. veðrétti í jörðinni samhliða öðru láni frá sama lánveitanda. Í bréfinu var tekið fram að Bjarni Benediktsson og Kaupfélag Norður-Þingeyinga hefðu veitt veðleyfi og var það gert til að hleypa láninu fram fyrir kröfur þeirra í veðröð. Veðskuldabréfinu og umboðinu var þinglýst á jörðina 23. desember 1983 án athugasemda og áskilnaðar um að veðsetningin yrði samþykkt af þáverandi eiganda Sigtúna. Að þessu gættu verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að ábending lánveitanda um að veðleyfi meðeiganda vantaði hafi beinst að því að stefndi Halldór stóð einn að lánsumsókninni þótt stefnda Elín væri sameigandi en þau hafi síðan bæði tekið lánið.8. Eftir að Sigtryggur Pálsson keypti Sigtún af föður sínum árið 1973 mun hann hafa ræktað upp fjögurra hektara tún í landi Bjarnastaða. Stefndu kannast við að hafa verið upplýst um að samkomulag væri um þessa hagnýtingu hans við kaup þeirra á jörðinni árið 1981. Við skýrslutöku fyrir Landsrétti greindi Sigtryggur frá því að hann hefði nýtt túnið fyrstu árin eftir kaup stefndu en hætt því þegar hann brá búi árið 1985. Eftir það munu stefndu hafa nýtt þessa ræktun.9. Með ódagsettu skjali afsalaði Sigtryggur Pálsson eignarrétti sínum að Sigtúnum til Öxarfjarðarhrepps. Tekið var fram í afsalinu að Sigtún væru nýbýli frá árinu 1939 gerð úr þriðjungi af óskiptu landi Austaralands og hálfri jörðinni Bjarnastöðum. Einnig sagði að landamerki væru ágreiningslaus eftir landamerkjabók og kaupandi tæki við Sigtúnum 1. janúar 1988 en væntanlega mun hafa verið átt við 1. janúar 1989. Afsalið var móttekið til þinglýsingar og fært í þinglýsingabók 22. febrúar 1989.20. Með samningi 30. mars 1989 seldi Öxarfjarðarhreppur Sigtún til Silfurstjörnunnar hf. Tekið var fram að jörðin væri nýbýli frá árinu 1939 og henni tilheyrði þriðjungur af óskiptu landi Austaralands og helmingur af óskiptu landi Bjarnastaða. Þá var í samningnum lýst landamerkjum beggja jarðanna. Einnig sagði þar að kaupandi hirti allan arð af eigninni frá 1. janúar 1989 og bæri frá sama tíma allar skyldur af henni. Kaupsamningurinn var móttekinn til þinglýsingar og færður í þinglýsingabók 14. september 1989. Hinn 30. apríl 1989 gaf seljandi út afsal til kaupanda á grundvelli samningsins en þar var samhljóða ákvæði um að jörðin væri nýbýli frá árinu 1939 mynduð úr þriðjungi af óskiptu landi Austaralands og helmingi af óskiptu landi Bjarnastaða. Afsalið var móttekið til þinglýsingar og fært í þinglýsingabók 2. febrúar 1990.21. Með bréfi byggingarfulltrúa Þingeyinga 17. október 2003 var stefnda Halldóri tilkynnt að byggingarnefnd hefði 18. september sama ár samþykkt umsókn hans um að byggja litla virkjun í Vaðkotsá á landsvæði sem tilheyrir jörðinni Bjarnastöðum. Einnig var tekið fram í erindinu að sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps hefði á fundi 24. sama mánaðar samþykkt afgreiðslu byggingarnefndar. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að aflað hafi verið samþykkis eiganda Sigtúna fyrir framkvæmdunum en þegar ráðist var í þær var Silfurstjarnan hf. eigandi þeirra, eins og áður er rakið. Með kaupsamningi og afsali 20. desember 2005 seldu stefndu 2/3 hluta virkjunarinnar til Gunnars Andrésar Jóhannssonar, eiginmanns áfrýjanda, og annars manns en Gunnar keypti Sigtún nokkrum árum síðar. Í samningnum var tekið fram að virkjunin væri stöðvarhús með vélbúnaði, stíflu og aðrennslis- og dreifilögn. Samningnum var þinglýst 30. janúar 2006.22. Hinn 16. desember 2006 afsalaði Silfurstjarnan hf. Sigtúnum „ásamt öllu því sem fylgir og fylgja ber“ til Landsár ehf. Afsalinu mun hafa verið þinglýst en ekki kemur fram í gögnum málsins hvenær það var gert.23. Landsá ehf. afsalaði síðan Sigtúnum 31. desember 2009 til fyrrnefnds Gunnars. Í afsalinu var tekið fram að eigninni væri afsalað ásamt húseignum og „öllu því sem jörðinni fylgir og fylgja ber og þ.m.t. hlunnindum“. Þá var tekið fram að eignin væri afhent sama dag og afsalið var gefið út en frá þeim tíma greiddi Gunnar skatta og önnur gjöld af eigninni og hirti af henni arð. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 19. febrúar 2010 og fært í þinglýsingabók 22. sama mánaðar.24. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings ritaði stefnda Halldóri bréf 18. mars 2015 í tilefni af umsókn hans um byggingarleyfi vegna svonefndrar óleyfisbyggingar til ferðaþjónustu sem reist hafði verið í landi Bjarnastaða. Í erindinu kom fram að stefndu hefðu mótmælt með bréfi 23. janúar sama ár að þeim yrði gert að skila inn uppáskrifuðu samþykki sameiganda vegna umsóknar um leyfið. Um afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar segir síðan að nefndin teldi að ekki yrði annað ráðið af þinglýstum gögnum en að Bjarnastaðir væru óskiptir í skilningi laga og ekki hefðu verið lögð fram gögn sem sönnuðu annað. Af þeirri ástæðu yrði ekki fallist á að veita byggingarleyfi á óskiptu landi nema til kæmi formlegt samþykki sameiganda. Af þessu tilefni ritaði umræddur Gunnar svohljóðandi bréf 27. maí 2015 til byggingarfulltrúa:Ég undirritaður Gunnar Jóhannsson [...] eigandi jarðarinnar Sigtún í Öxarfirði sem er í óskiptu landi 1/3 úr Austaralandi og 1/2 Bjarnastaðir staðfesti hér með að ég samþykki að meðeigendur mínir af Bjarnastöðum þau Elín Maríusdóttir og Halldór Olgeirsson hafa samþykki mitt fyrir byggingu þeirri sem þegar hefur verið sett niður og er í óskiptu landi okkar að Bjarnastöðum og er gistiálma úr gámaeiningum. Það hefur orðið að samkomulagi hjá okkur að við munum ganga til skipta á jörðinni og komi land það sem húsið stendur á í minn hlut þá hafa þau leyfi til 30 ára fyrir húsinu án endurgjalds.Jafnframt ritaði Gunnar samhljóða yfirlýsingu á teikningar 2. júní 2015 af byggingunni. Þær teikningar fékk stefndi Halldór með tölvubréfi samdægurs og samkvæmt gögnum málsins voru þær framsendar til Gunnars með tölvubréfi 4. þess mánaðar án athugasemda.25. Með bréfi 29. maí 2018 fór Gunnar þess á leit við sýslumanninn á Norðurlandi eystra að skipaðir yrðu landskiptamenn á grundvelli landskiptalaga nr. 46/1941 til að skipta með eigendum öllu sameiginlegu landi jarðarinnar Bjarnastaða. Tekið var fram í bréfinu að jörðin væri að jöfnum hlutum í eigu Gunnars annars vegar og stefndu hins vegar. Þessari beiðni andmæltu stefndu með bréfi 11. september 2018, meðal annars á þeim grundvelli að þau ættu alla jörðina.26. Gunnar Andrés Jóhannsson höfðaði mál þetta í héraði en hann lést 10. september 2019. Eins og áður greinir var áfrýjandi eiginkona hans og fékk hún leyfi til að sitja í óskiptu búi 28. október sama ár. Tók hún því við aðild málsins.Þinglýsingabækur27. Þann tíma sem þinglýst gögn málsins spanna hafa þinglýsingabækur verið þrenns konar. Fyrst voru þinglýst gögn færð í innbundna bók og mun hún hafa verið notuð fram á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var tekin upp lausblaðabók með síðum fyrir hverja eign. Loks urðu þinglýsingabækur rafrænar í kjölfar breytinga á þinglýsingalögum með lögum nr. 45/2000.28. Í elstu gerð þinglýsingabókar var fyrsti eigandi Bjarnastaða tilgreindur Páll Jóhannesson á grundvelli skjals 16. apríl 1888. Næsta eignarheimild var fyrrgreind yfirlýsing 16. júní 1939 vegna skipta á dánarbúi hans. Í því skjali sagði að Bjarni Benediktsson og Baldur Öxdal hefðu erft jörðina hvor að hálfu leyti en partur Baldurs væri nú Sigtún og vísað til blaðsíðutals í bókinni um þá eign. Jafnframt var skiptayfirlýsingin tilgreind með færslum um jörðina Austaraland. Um eignarhluta Baldurs í henni sagði að sá partur jarðarinnar væri nú nýbýlið Sigtún og vísað til viðeigandi blaðsíðu í bókinni. Þar var ekki tilgreind eignarheimild Sigtúna heldur vísað til færslna um Austaraland og Bjarnastaði en hins vegar voru þar tilgreindar þrjár veðsetningar Sigtúna 13. desember 1939 fyrir lánum frá Nýbýlasjóði, Ræktunarsjóði og Kreppulánasjóði.29. Í lausblaðabókinni var Bjarni Benediktsson fyrst tilgreindur sem eigandi Bjarnastaða á grundvelli skiptayfirlýsingarinnar 16. júní 1939. Í athugasemd við þá færslu sagði „1/2 Bjarnastaða að fornu 1/2 nú Sigtún“. Við þessa færslu var svigi án tilgreiningar um hvenær hann var settur. Því næst var tilgreind sem eignarheimild afsalið til stefndu 14. júní 1981. Í bókinni var blað um Sigtún þótt eigninni tilheyrði ekki afmarkað land heldur hlutar óskipts lands jarðanna Bjarnastaða og Austaralands, auk þess sem engum gögnum hafði verið þinglýst um stofnun nýbýlisins. Fyrsti eigandi var tilgreindur Baldur Öxdal samkvæmt skiptayfirlýsingunni 16. júní 1939. Í athugasemd við færsluna var skráð: „1/3 Austaraland 1/2 Bjarnastaðir“. Því næst voru tilgreind afsalið 10. desember 1960 til Páls Sigtryggssonar, afsalið 12. nóvember 1973 til Sigtryggs Pálssonar, ódagsetta afsalið til Öxarfjarðarhrepps og loks kaupsamningurinn 30. mars 1989 og afsalið 30. apríl sama ár til Silfurstjörnunnar hf.30. Meðal málsgagna eru veðbandayfirlit vegna jarðarinnar Bjarnastaða 15. nóvember 2007 og 12. júní 2012 úr rafrænni þinglýsingabók. Þar voru stefndu tilgreind sem eigendur samkvæmt afsalinu til þeirra 14. júní 1981. Aftur á móti var í engu getið um rétt eiganda Sigtúna til jarðarinnar. Á veðbókarvottorði 18. desember 2018 úr sama gagnagrunni er á hinn bóginn tilgreind undir liðnum „efnisatriði“ skiptayfirlýsingin frá 16. júní 1939 og efni hennar rakið. Einnig er eftirfarandi tekið fram um skjalið:Skráning eignarhlutfalla í þinglýsingakerfið er ekki rétt – Fyrri skráning í efnisatriði og skjalið sjálft er rétt.Þrátt fyrir þessa breytingu í þinglýsingabók, sem ekki liggur fyrir hvenær var gerð, eru stefndu eftir sem áður tilgreind einu eigendur jarðarinnar á grundvelli afsalsins 14. júní 1981. Samkvæmt veðbókarvottorði 18. desember 2018 er skiptayfirlýsingarinnar frá 16. júní 1939 jafnframt getið í þinglýsingabók um Sigtún og efni hennar rakið.31. Samkvæmt gögnum málsins hafa stefndu frá því að þau keyptu jörðina Bjarnastaði 14. júní 1981 veðsett hana sautján sinnum, síðast 19. desember 2017. Þar af eru meðal málsgagna veðskuldabréf 10. júlí 1981, 16. nóvember 1983 og 19. desember 2017 en samkvæmt þeim var öll jörðin veðsett. Af öðrum gögnum verður ekki ráðið hvort aðrar veðsetningar hafa náð til jarðarinnar í heild eða verið bundnar við helming hennar. Auk þess kemur þar ekkert fram um að við þinglýsingu hafi verið gerð athugasemd um að skort hafi heimild sameiganda stefndu til veðsetninga. Þá liggur ekki fyrir að Gunnar Andrés Jóhannesson eða fyrri eigendur Sigtúna hafi vefengt þessar ráðstafanir á þeim grundvelli að þeir ættu helming Bjarnastaða.NiðurstaðaUm eignarhald jarðarinnar Bjarnastaða32. Samkvæmt þinglýstri skiptayfirlýsingu 16. júní 1939 komu Bjarnastaðir að jöfnu í hlut Baldurs Öxdals og Bjarna Benediktssonar við dánarbússkipti fyrri eiganda jarðarinnar. Þótt Bjarni hafi ekki undirritað yfirlýsinguna verður lagt til grundvallar að hún sé í samræmi við það sem ákveðið var við skiptin enda hefur það hvorki verið vefengt né neitt það komið fram sem bendir til annars. Jafnframt er til þess að líta að Bjarni taldi fram á skattframtali sínu árið 1953 að hann ætti hálfa jörðina og sótti um 19. september sama ár að stofna nýbýli á hálfri jörðinni.33. Áfrýjandi leiðir rétt sinn frá Baldri en stefndu frá Bjarna, svo sem rakið hefur verið. Jafnframt er þess að gæta, eins og fyrr greinir, að Bjarni átti aðeins helmingshlut í jörðinni í sameign með öðrum og gat því að réttu lagi aðeins ráðstafað þeim hluta hennar. Kemur þá til skoðunar hvort stefndu hafa á öðrum grundvelli öðlast eignarrétt að allri jörðinni eftir þeim málsástæðum sem þau hafa teflt fram til stuðnings sýknukröfu sinni.Þinglýsing34. Stefndu halda því fram að þau hafi fyrir traustfang öðlast eignarrétt að allri jörðinni. Þinglýsingalög hafa að geyma traustfangsreglur um þau réttindi yfir fasteignum sem háð eru þinglýsingu eftir því sem nánar er lýst í lögunum. Af þeim leiðir að viðsemjandi í góðri trú, sem þinglýst hefur réttindum sínum, getur öðlast rétt í samræmi við samninginn þótt sá réttur fari í bága við eldri óþinglýst réttindi þriðja manns. Þetta helgast af þeim áreiðanleika sem þinglýsingabækur hafa að lögum.35. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga hefur sá þinglýsta eignarheimild sem þinglýsingabók nefnir eiganda á hverjum tíma. Af þessu leiðir að þriðja manni er yfirleitt óhætt að eiga skipti við þinglýstan eiganda vegna eignar og má í þeim efnum meðal annars vísa til 34. gr. laganna um heimild til að taka við greiðslum. Jafnframt þarf grandlaus viðsemjandi þinglýsts eiganda venjulega ekki að sæta þeirri mótbáru að heimildarbréf fyrirrennara hans sé ógilt, sbr. 33. gr. laganna. Í samræmi við þetta verður skjal ekki fært í fasteignabók ef útgefanda þess brestur þinglýsta heimild til að ráðstafa eign á þann veg er í því greinir eða hann skortir skriflegt samþykki þess er slíkrar heimildar nýtur, sbr. 1. mgr. 24. gr. laganna. Það sem hér er rakið hefur verið nefnt áreiðanleiki þinglýsingabóka á jákvæða vísu.36. Í þinglýsingareglum felst einnig að ganga má út frá því að þinglýsingabók greini frá tilvist allra réttinda yfir eign og því þurfi grandlaus þriðji maður ekki að virða réttindi sem ekki koma fram í bókinni. Þetta má leiða af 1. mgr. 29. gr. laganna en þar segir að réttindum yfir fasteign skuli þinglýsa svo að þau haldi gildi gegn þeim sem reisa rétt sinn á samningum um eignina og gegn skuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign. Hefur þetta verið nefnt áreiðanleiki þinglýsingabóka á neikvæða vísu.37. Áreiðanleiki þinglýsingabóka sætir ákveðnum takmörkum og má meðal annars leiða þær af reglum 15. gr. þinglýsingalaga um forgangsáhrif þinglýsinga. Þau áhrif teljast frá þeirri tímasetningu þegar skjal er afhent til þinglýsingar, enda sé það tækt til þinglýsingar. Hliðstæð regla var áður í 8. gr. eldri laga nr. 30/1928 um þinglýsing skjala og aflýsing. Hér eru áhrifin miðuð við afhendingu skjals til þinglýsingar en ekki færslu þess í þinglýsingabók. Af því leiðir að þinglýsingargildi skjals helst þótt það sé ekki fært í þinglýsingabók og gengur það framar ósamrýmanlegu skjali sem síðar var afhent og var á þeim tíma í samræmi við þinglýsingabók.38. Með þinglýsingu skiptayfirlýsingarinnar 16. júní 1939 var ráðstöfun á jörðinni Bjarnastöðum aflað réttarverndar. Í ráðstöfuninni fólst, eins og rakið hefur verið, að Baldur Öxdal fékk þriðjungshlut í Austaralandi og helmingshlut í Bjarnastöðum. Áður hafði hann gert samning 2. nóvember 1936 við Nýbýlastjórn ríkisins um stofnun nýbýlis á þessum jarðarhlutum en það hafði fengið nafnið Sigtún. Áfrýjandi leiðir rétt sinn frá þessari eignarheimild með óslitinni röð þinglýstra afsala frá Baldri til Gunnars Andrésar Jóhannssonar, eiginmanns áfrýjanda. Á því leikur enginn vafi að með þessum ráðstöfunum á Sigtúnum, sem hér hafa verið raktar, var ætlunin sú að ráðstafa á hverjum tíma óskiptum eignarhlutum afsalsgjafa í jörðunum Austaralandi og Bjarnastöðum.39. Skiptayfirlýsingin 16. júní 1939 var upphaflega færð á viðeigandi stað í þinglýsingabók með upplýsingum um jarðirnar Austaraland og Bjarnastaði. Þegar síðar var tekin upp lausblaðabók fengu Sigtún sérblað þótt þeim hefði ekki verið afmarkað sérstakt land og því ekki um sjálfstæða fasteign að ræða. Í stað þess hefði að réttu lagi áfram átt að færa upplýsingar um eignarhald býlisins og ráðstafanir á því á blöð jarðanna Austaralands og Bjarnastaða. Að því er varðaði Bjarnastaði var Bjarni Benediktsson einn tilgreindur eigandi á blaði fyrir þá eign og ekkert getið sameiganda hans á hverjum tíma eftir því sem Sigtúnum hafði verið ráðstafað. Í þeim efnum var ófullnægjandi eftirfarandi skráning í dálki fyrir athugasemdir: „1/2 Bjarnastaða að fornu 1/2 nú Sigtún“. Í þeirri skráningu gat hvorki falist að jörðinni hefði verið skipt né að hún væri í sérstakri sameign Bjarna og eiganda Sigtúna. Þessi skráning hafði heldur engin áhrif við síðari þinglýsingar eins og rakið hefur verið.40. Umræddur annmarki við þinglýsingu á hálfri jörðinni Bjarnastöðum, sem var upphaflega í eigu Baldurs Öxdals, breytir engu um þá réttarvernd sem aflað hafði verið fyrir þeim hlut í jörðinni með þinglýsingu skiptayfirlýsingarinnar 16. júní 1939. Forgangsáhrifin miðast við afhendingu skjalsins til þinglýsingar en af því leiðir að þau réttindi ganga framar rétti sem stefndu fengu síðar með afsali til þeirra 14. júní 1981 er afhent var til þinglýsingar 19. sama mánaðar, sbr. 15. gr. og 1. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga. Um þetta má til hliðsjónar benda á dóm Hæstaréttar 4. febrúar 2010 í máli nr. 237/2009. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þá málsástæðu þeirra að þau hafi fyrir traustfang öðlast eignarrétt að allri jörðinni.Hefð41. Stefndu reisa kröfu sína um sýknu einnig á því að þau hafi öðlast eignarrétt að allri jörðinni á grundvelli hefðar, sbr. lög nr. 46/1905. Halda þau því fram að þegar málið var höfðað í héraði 12. ágúst 2019 hafi verið liðinn fullur hefðartími með meira en 20 ára óslitnu eignarhaldi þeirra á jörðinni.42. Áfrýjandi hefur vefengt að eigandi eignar í sérstakri sameign geti unnið hefð á hluta sameiganda síns. Fyrir hendi er engin almenn lagaregla sem stendur í vegi hefðar við þær aðstæður en annað getur leitt af sérreglum um tiltekin réttindi, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Jafnframt hefur Hæstiréttur fallist á hefð þótt eign hafi verið í sérstakri sameign, sbr. dóm réttarins 9. nóvember 2006 í máli nr. 386/2006. Einnig var í dómi réttarins 13. desember 2007 í máli nr. 152/2007 talið að þetta atriði stæði ekki í vegi hefðar en henni var hins vegar hafnað af öðrum ástæðum. Þótt ekki sé útilokað samkvæmt þessu að eigandi eignar í sérstakri sameign geti unnið hefð á hlut meðeiganda síns er þess að gæta að yfirleitt geta not eins eiganda á sameign ekki skapað honum eignarrétt á grundvelli hefðar og samhliða rutt rétti sameiganda úr vegi. Er þá til þess að líta að hverjum sameiganda eru heimilar tilteknar ráðstafanir og nýting sameignar án þess að þurfa að ráðfæra sig við sameigendur sína eða afla samþykkis þeirra, meirihluta eða allra. Skiptir þar mestu nýting og ráðstafanir sem fram geta farið sameigendum að bagalausu. Eigi sameigandi þannig að geta unnið hefð á fasteign, eins og reynir á í þessu máli, verður nýting hans að vera umfram það sem leiðir af almennum reglum um sérstaka sameign og því verða gerðar enn ríkari kröfur en ella svo að fullnægt verði skilyrðum hefðar um eignir í slíku eignarhaldi.43. Að framangreindum sjónarmiðum gættum um þá sérstöku stöðu sem uppi var vegna sameignarhalds Bjarnastaða árið 1981, þegar stefndu var afsöluð jörðin, ber þessu næst að víkja að skilyrðum hefðar í 2. gr. laga nr. 46/1905. Með hliðsjón af atvikum málsins verður fyrst fjallað um huglæga afstöðu stefndu, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, en síðan um hlutlægan áskilnað, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra.44. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram að stefndu hafi ekki getað unnið hefð að helmingi jarðarinnar vegna vitneskju þeirra um rétt eiganda Sigtúna. Af þeirri ástæðu sé ekki fullnægt huglægum skilyrðum hefðar. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 verður hefð ekki unnin ef maður hefur náð umráðum eignar með glæp eða óráðvandlegu atferli. Þessi áskilnaður hefur í síðari dómaframkvæmd verið túlkaður á þann veg að bein vitneskja um réttmætt eignartilkall annars manns standi hefð í vegi en óverulegt gáleysi geri það ekki. Um þetta má meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar 11. desember 1987 í máli nr. 83/1986 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1656, 11. október 2001 í máli nr. 80/2001 og fyrrgreindan dóm í máli nr. 152/2007.45. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið var Bjarni Benediktsson einn tilgreindur eigandi Bjarnastaða í þinglýsingabókum þegar stefndu festu kaup á jörðinni 14. júní 1981. Jafnframt var hún öll seld með kaupsamningi og afsali þann dag og afsalinu þinglýst 19. sama mánaðar án athugasemda um að seljanda skorti heimild til að ráðstafa hálfri jörðinni. Við meðferð málsins í héraði gaf skýrslu Stefán Vignir Skaftason, sem samdi umrædd skjöl, en hann var um árabil formaður Jarðanefndar Suður-Þingeyjarsýslu og mun oft hafa komið í hans hlut að annast slíka skjalagerð. Fyrir dómi staðhæfði hann að ekkert hefði komið fram við kaupin um réttindi eiganda Sigtúna til Bjarnastaða enda hefði þá ekki verið gengið frá kaupunum með þessu móti. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti gaf síðan skýrslu Sigtryggur Pálsson, sem var eigandi Sigtúna þegar stefndu keyptu Bjarnastaði, en hann ritaði bæði undir kaupsamninginn og afsalið sem vitundarvottur. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvort til tals hefði komið við kaupin að Bjarnastaðir væru að hálfu leyti í hans eigu. Hann hafði þó beint tilefni til að vekja máls á því þegar hann var viðstaddur samningsgerðina og vottaði skjöl sem báru skýrlega með sér að allri jörðinni væri ráðstafað.46. Að því virtu sem hér hefur verið rakið er ósannað að stefndu hafi verið í vondri trú um rétt sinn til allrar jarðarinnar þegar þau festu kaup á henni og fengu hana afhenta 20. júní 1981. Í því tilliti breytir engu þótt stefndu kannist við að hafa við kaupin fengið upplýsingar um að Sigtryggur hefði ræktað upp og nýtt spildu á jörðinni, enda gat sú hagnýting í ljósi atvika við samningsgerðina ekki gefið tilefni til að ætla eða kanna nánar hvort hann ætti bein eignarréttindi að jörðinni. Þvert á móti rennir þetta stoðum undir að stefndu hafi fremur verið í góðri trú um rétt sinn til allrar jarðarinnar, enda hefði ella ekki verið ástæða til að upplýsa þau um tilgreinda hagnýtingu hluta hennar. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að stefndu hafi eftir þetta tímamark og fram til þess tíma þegar Gunnar Andrés Jóhannsson eignast jörðina á árinu 2009 fengið vitneskju um að eignarhald þeirra kynni að sæta slíkri takmörkun. Verða stefndu því talin uppfylla huglæg skilyrði hefðar, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905, en sönnunarbyrði um að þeim sé ekki fullnægt hvílir á þeim sem vefengir hefð.47. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 er skilyrði fyrir hefð á fasteign 20 ára eignarhald. Í því felst að sá sem hefðar eign hafi haft svo víðtæk umráð fasteignar að þau bendi til beins eignarréttar. Jafnframt þarf hann að hafa útilokað aðra frá því að ráða yfir eigninni. Frá því stefndu fengu Bjarnastaði afhenta 20. júní 1981 hafa þau setið jörðina og stundað þar búskap. Jafnframt hafa þau frá sama tíma talið eignina fram til skatts og greitt af henni gjöld. Einnig hafa þau staðið í framkvæmdum á jörðinni og reistu á henni virkjun á árunum eftir síðustu aldamót. Enn fremur hafa þau margsinnis veðsett jörðina án athugasemda um að skort hafi samþykki sameiganda að jörðinni. Þá hefur áfrýjandi ekki rennt neinum stoðum undir að ólíku gegni um mismunandi svæði jarðarinnar með tilliti til umráða þannig að stefndu hafi ekki haft þau að hluta hennar eða útilokað aðra frá þeim. Þvert á móti sýnist jörðin hafa verið nýtt með þeim hætti sem unnt hefur verið á hverjum tíma, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 80/2001 og dóm réttarins 14. október 2004 í máli nr. 193/2004.48. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að umrædd hagnýting jarðarinnar og ráðstafanir varðandi hana hafi með öllu verið átölulausar og án nokkurrar aðkomu af hálfu fyrri eigenda Sigtúna sem Gunnar leiddi rétt sinn frá þegar hann eignaðist Sigtún með afsali 31. desember 2009. Búskap lauk í Sigtúnum 1985 og af hálfu áfrýjanda hefur ekki annað verið nefnt til sögunnar um möguleg afnot eigenda þeirra af landi Bjarnastaða eftir þann tíma en útivist og rjúpnaveiði. Ekkert liggur hins vegar fyrir um umfang eða tilhögun þess. Jafnframt hefur með engu móti verið gert sennilegt að fyrri eigendur Sigtúna hafi í nokkru tilliti komið fram gagnvart stefndu vegna jarðarinnar og hagnýtingar hennar í krafti sameignar að jörðinni og verður því að leggja til grundvallar að umráð stefndu og nýting hafi verið rýmri en leiðir af rétti þeirra til nýtingar eignar í sérstakri sameign.49. Samkvæmt öllu þessu höfðu stefndu haft Bjarnastaði alla í óslitnu eignarhaldi í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 í meira en 20 ár frá afhendingu jarðarinnar 20. júní 1981 þar til Gunnar vefengdi eignarhald þeirra eftir að hann fékk afsal fyrir Sigtúnum í árslok 2009.50. Af hálfu áfrýjanda hefur því verið hreyft að hefð verði ekki unnin á fasteign ef 18. gr. þinglýsingalaga eigi við þannig að réttindi eftir fyrr þinglýstu skjali þurfi að víkja fyrir síðar þinglýstum réttindum. Á þetta verður ekki fallist enda er slíkan fyrirvara hvergi að finna í lögum. Eftir framansögðu verður því fallist á með stefndu að þau hafi unnið hefð á jörðinni í heild sinni en af því leiðir að ekki þarf að fjalla um varnir þeirra á grundvelli 18. gr. þinglýsingalaga.51. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um að sýkna stefndu af kröfu áfrýjanda um að hún eigi helming alls lands Bjarnastaða á móti stefndu. Einnig verða staðfest ákvæði dómsins um málskostnað og gjafsókn.52. Áfrýjanda verður gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Um gjafsókn fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Vigdís Þórarinsdóttir, greiði 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem rennur í ríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, Halldórs Svans Olgeirssonar og Elínar Maríusdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málflutningsþóknun lögmanns þeirra 1.200.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=0bf5cf18-1812-495c-9c1c-d00cb521b493&verdictid=2aa4e681-d060-4fc2-9c28-a0cfe55920b6 |
Mál nr. 55/2022 | Kærumál Viðurkenningarkrafa Lögmaður Skaðabætur Lögvarðir hagsmunir Vanreifun Frávísunardómur staðfestur | Kærður var dómur Landsréttar þar sem máli A ehf. á hendur H og S hf. var vísað frá héraðsdómi. Ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti laut að því hvort A ehf. hefði lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm í máli um viðurkenningu á óskiptri bótaskyldu H og S hf. vegna lögmannsstarfa H fyrir A ehf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þar sem málatilbúnaður A ehf. um ætlaða lögvarða hagsmuni hans í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 væri ekki í samræmi við áskilnað e-liðar 1. mgr. 80. gr. laganna yrði niðurstaða hins kærða dóms staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Sigurður Tómas Magnússon og Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. nóvember 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er dómur Landsréttar 28. október 2022 þar sem máli sóknaraðila var vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og að Landsrétti verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi beggja varnaraðila fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur aðila að því hvort sóknaraðili hefur lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm í máli um viðurkenningu á óskiptri bótaskyldu beggja varnaraðila vegna lögmannsstarfa varnaraðilans Hróbjarts Jónatanssonar fyrir sóknaraðila. Á því er byggt að til bótaskyldu lögmannsins hafi stofnast þar sem hann hafi ekki lýst kröfu sóknaraðila um ógreidda leigu og sameiginlegan kostnað samkvæmt leigusamningum til slitastjórnar LBI hf. án ástæðulausra tafa. Leiddi það til þess að kröfunni var hafnað vegna vanlýsingar með dómi Hæstaréttar 14. júní 2016 í máli nr. 341/2016.6. Niðurstaða hins kærða dóms byggðist á því að sóknaraðili væri ekki talinn hafa leitt nægar líkur að því að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna vanlýsingarinnar. Þar með hefði hann ekki sýnt fram á að skilyrðum 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni væri fullnægt og var málinu vísað frá héraðsdómi af þeim sökum.Málsatvik7. Hinn 16. september 2009 var undirritaður samningur milli sóknaraðila sem leigusala og Landsbanka Íslands hf. sem leigutaka um leigu á 3., 4. og 5. hæð fasteignarinnar Austurstrætis 16 í Reykjavík. Samkvæmt grein 2.1 skyldi leigutími hefjast 1. október 2009 og væri alls 36 mánuðir. Um fjárhæð leigu kom fram í grein 4.1 að hún væri 2.000 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra. Hið leigða væri alls 1.260 fermetrar og leiga á mánuði því 2.520.000 krónur. Sú fjárhæð væri verðtryggð og skyldi fylgja „neysluvöruvísitölu“ með nánar tilgreindum hætti. Í samningnum kom jafnframt fram í grein 4.3 að frá 1. október 2010 væri leigusala og leigutaka heimilt að óska endurskoðunar á leigufjárhæð til hækkunar. Enn fremur var tiltekið í grein 6 að leigutaki skyldi annast tilgreindan kostnað við viðhald og í grein 7 að leigutaki skyldi greiða nánar tilgreindan rekstrarkostnað.8. Degi síðar, 17. september 2009, var undirritaður annar samningur milli sömu aðila um leigu Landsbanka Íslands hf. á 2. hæð í sama húsi. Samkvæmt grein 2.1 var leigutíminn 12 mánuðir frá 1. október 2009 og skyldi ljúka 30. september 2010 án sérstakrar uppsagnar. Um leigufjárhæð kom fram í grein 4.1 að hún væri 2.000 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra. Hið leigða væri alls 420 fermetrar og leiga á mánuði því 840.000 krónur. Að öðru leyti var þessi samningur efnislega hliðstæður samningnum frá 16. september 2009 um réttindi og skyldur leigusala og leigutaka.9. Með framangreindum samningum tók Landsbanki Íslands hf. því á leigu 2. til 5. hæð fasteignarinnar að Austurstræti 16. Heildarstærð hins leigða var tilgreind 1.680 fermetrar og mánaðarleg leiga alls 3.360.000 krónur sem skyldi hækka með fyrrgreindum hætti.0. Samkvæmt gögnum málsins varð verulegur ágreiningur milli sóknaraðila og Landsbanka Íslands hf. um réttar efndir fyrrgreindra leigusamninga. Í tölvubréfi 17. desember 2010 frá starfsmanni bankans til þáverandi fyrirsvarsmanns sóknaraðila sagði að komið hefði í ljós að stærð hins leigða samkvæmt fasteignamati væri alls 1.610 fermetrar en ekki 1.680 fermetrar eins og samningarnir kváðu á um. Þá var því haldið fram að félagið hefði ofgreitt hússjóðsgjöld með nánar tilgreindum hætti. Í tölvubréfinu var krafist endurgreiðslu á hluta þegar greiddrar húsaleigu og á hússjóðsgjöldum sem sóknaraðili varð ekki við. 1. Af gögnum málsins verður ráðið að í kjölfar þessara samskipta hafi orðið hlé á greiðslum frá Landsbanka Íslands hf. á grundvelli leigusamninganna. Með tölvubréfi 8. mars 2011 frá fyrrgreindum starfsmanni bankans til þáverandi fyrirsvarsmanns sóknaraðila var tilkynnt að bankinn myndi frá 1. janúar 2011 greiða leigu sem tæki mið af þeirri forsendu að stærð hins leigða væri 1.610 fermetrar.2. Með greiðsluáskorun 16. ágúst 2011 gerði Jón Þór Ólason, lögmaður á lögmannsstofunni Jónatansson & Co, kröfu fyrir hönd sóknaraðila um greiðslu gjaldfallinnar leigu samkvæmt leigusamningunum. Auk þess kom þar fram það mat sóknaraðila að stærð hins leigða væri allt að 141 fermetra umfram það sem samningarnir kváðu á um. Þessari kröfu hafnaði Landsbanki Íslands hf. með bréfi 22. sama mánaðar. 3. Með tölvubréfi starfsmanns Landsbanka Íslands hf. 10. október 2011 til fyrrnefnds lögmanns var gerð grein fyrir útreikningum Eignamyndunar ehf. þess efnis að hið leigða húsnæði væri minna en leigusamningarnir kváðu á um eða alls 1.577,4 fermetrar. Með bréfi 13. sama mánaðar tilkynnti Landsbanki Íslands hf. umræddum lögmanni að meðan ágreiningur væri um stærð hins leigða myndi bankinn greiða sóknaraðila húsaleigu miðað við þá mælingu.4. Með tölvubréfi 13. mars 2012 staðfesti lögmaðurinn Jón Þór Ólason, fyrir hönd sóknaraðila, að frá og með 1. janúar 2012 skyldu greiðslur samkvæmt leigusamningunum berast til Frjálsa fjárfestingabankans hf. Fram kom að sóknaraðili myndi semja um ágreining við Landsbanka Íslands hf. vegna eldri leigugreiðslna.5. Hinu leigða húsnæði var skilað 2. október 2012. Með innheimtubréfi 8. desember sama ár krafðist sóknaraðili vangoldinna leigugreiðslna miðað við leigusamninga aðila, auk dráttarvaxta og innheimtuþóknunar, og áskildi sér að auki rétt til að krefjast hærra leigugjalds þar sem hið leigða hefði í raun verið stærra en samningar aðila kváðu á um. Í svarbréfi Landsbanka Íslands hf. 14. sama mánaðar var innheimtunni mótmælt með vísan til ágreinings um stærð hins leigða. Jafnframt hefði bankinn greitt ýmis gjöld og viðhaldskostnað umfram skyldu og teldi sóknaraðila vera í skuld við sig af þeirri ástæðu. Ekki varð af frekari samskiptum milli aðila um uppgjör vegna samninganna.6. Sóknaraðili beindi 13. febrúar 2015 kröfulýsingu til slitastjórnar Landsbanka Íslands hf., sem þá bar heitið LBI hf., vegna ógreiddrar kröfu að höfuðstól 21.522.478 krónur sem hann taldi leiða af húsaleigusamningum þeirra. Kröfulýsingin var undirrituð af Eiríki Guðlaugssyni, lögmanni og fulltrúa á lögmannsstofunni Jónatansson & Co, og kemur þar fram að hún væri send „v/ Hróbjarts Jónatanssonar hrl.“. Með bréfi til sóknaraðila 23. sama mánaðar tilkynnti slitastjórn LBI hf. að hún hefði ákveðið að hafna kröfunni með öllu. Vísað var til þess að hún væri vanreifuð og fullnægði ekki skilyrðum 2. og 3. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki fengist séð á hvaða forsendum mætti byggja meinta greiðsluskyldu LBI hf. eða önnur grundvallaratriði í mati á réttmæti kröfunnar eins og hún væri sett fram og rökstudd. Auk þess lægi ekki fyrir að grunnskilyrði 5. töluliðar 118. gr. laganna væru uppfyllt.7. Með því að ekki tókst að jafna ágreining aðila var honum beint til héraðsdóms. Með dómi Hæstaréttar 14. júní 2016 í máli nr. 341/2016 var því hafnað að krafan kæmist að við slit LBI hf. þar sem sóknaraðili hefði ekki sýnt fram á að henni hefði verið lýst án ástæðulausra tafa í samræmi við áskilnað 5. töluliðar 118. gr. laga nr. 21/1991.8. Með bréfi lögmanns sóknaraðila 21. maí 2019 til lögmannsstofunnar Jónatansson & Co var því lýst yfir að sú háttsemi að lýsa fyrrgreindri kröfu ekki án ástæðulausra tafa hefði falið í sér skaðabótaskylda háttsemi. Sóknaraðili ætti því kröfu á hendur varnaraðilanum Hróbjarti vegna þessa. Þá gerði sóknaraðili með bréfi 15. júlí 2019 einnig kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu varnaraðilans Sjóvár-Almennra trygginga hf. vegna starfsábyrgðartryggingar varnaraðilans Hróbjarts. Báðir varnaraðilar höfnuðu kröfunum. Í kjölfarið áttu sér stað frekari samskipti milli aðila um réttmæti kröfunnar. Sóknaraðili höfðaði síðan mál þetta á hendur varnaraðilum 29. apríl 2020.Niðurstaða9. Mál þetta er höfðað til viðurkenningar á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna tjóns sem sóknaraðili telur sig hafa orðið fyrir vegna þess athafnaleysis varnaraðilans Hróbjarts Jónatanssonar lögmanns að lýsa ekki kröfu um ógreidda leigu og sameiginlegan kostnað fyrir hönd sóknaraðila til slitastjórnar LBI hf. án ástæðulausra tafa.20. Í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um heimild til að leita dóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, án tillits til þess hvort unnt væri að leita dóms sem mætti fullnægja með aðför. Þessi heimild er þó háð því skilyrði að sá sem höfðar mál hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í dómum Hæstaréttar verið skýrður svo að sá sem höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af nánar tilgreindu tilefni, geri grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við atvik máls.21. Samkvæmt e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 skal í stefnu til héraðsdóms greina svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er.22. Fyrir liggur að slitastjórn LBI hf. hafnaði kröfu sóknaraðila að öllu leyti vegna vanreifunar með vísan til að þar hefði skort tilgreiningu á forsendum meintrar greiðsluskyldu LBI hf. og önnur grundvallaratriði um mat á réttmæti kröfunnar. Sem fyrr segir kom ágreiningur aðila um hana ekki til efnislegrar úrlausnar dómstóla vegna vanlýsingar.23. Sóknaraðila er eins og áður greinir heimilt samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 að leita viðurkenningardóms um skaðabótaskyldu. Í því felst þó ekki að vikið verði frá áskilnaði 1. mgr. 80. gr. laganna um tilgreiningu á kröfum og málsástæðum í stefnu og skýrleika málatilbúnaðar að öðru leyti þegar sóknaraðili markar málinu grundvöll og leiðir líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni. Má um það til hliðsjónar vísa til dóms Hæstaréttar 25. nóvember 2009 í máli nr. 600/2009.24. Í héraðsdómsstefnu er hvergi leitast við að setja fram með skýrum hætti í hverju hið ætlaða tjón felist. Í kafla um málsástæður er einungis vísað til þess almennum orðum að höfuðstóll kröfu sóknaraðila nemi „að minnsta kosti fjárhæð kröfunnar um leiguna að frádregnum innborgunum, eins og lýst er í dómi Hæstaréttar frá 14. júní 2016 í máli nr. 341/2016, en auk dráttarvaxta frá því að kröfu hans var hafnað af dómstólum.“ Af þeim dómi verður þó ráðið að krafan sem þar er lýst sé margþætt og lúti bæði að ógreiddri leigu og ógreiddri hlutdeild LBI hf. í sameiginlegum kostnaði vegna hússins sem einnig var deilt um í málinu. Auk þess er óljóst hvort í stefnu er vísað til kröfu um leigu sem byggist á einhliða ákvörðun sóknaraðila um að leiguhúsnæðið hafi verið stærra en fram kom í leigusamningum eða hvort byggt er á þeim fermetrafjölda sem tilgreindur var í þeim samningum, en þar ber verulega á milli.25. Þá liggur fyrir í málinu að sóknaraðili framseldi Dróma hf. / Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. rétt til að taka við öllum leigugreiðslum frá LBI hf. frá 1. janúar 2012. Samkomulag þar um er ekki meðal gagna málsins og því óljóst hvaða réttindi samkvæmt leigusamningunum sóknaraðili framseldi. Í málsgögnum kemur þó fram að sóknaraðili hygðist semja við LBI hf. um ágreining vegna eldri greiðslna. Samkvæmt dómkröfu sóknaraðila í máli því sem var til úrlausnar í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar krafðist hann engu að síður leigu og hlutdeildar í sameiginlegum kostnaði vegna hússins til 1. september 2012 að frádregnum innborgunum.26. Enn fremur skortir á að sóknaraðili hafi í stefnu gert skýra grein fyrir forsendum að baki því ætlaða tjóni sem hann telur varnaraðilann Hróbjart hafa valdið sér með fyrrgreindu athafnaleysi. Hefði enn frekar verið ástæða til þess þar sem fyrir liggja umfangsmikil gögn um samskipti milli aðila vegna ágreinings þeirra um réttar efndir leigusamninganna. Þar má nefna að sóknaraðili gerði þrívegis sundurliðaða fjárkröfu á hendur Landsbanka Íslands hf. vegna húsaleigu og sameiginlegs kostnaðar: í greiðsluáskorun vegna ógreiddrar leigu 16. ágúst 2011, í innheimtubréfi 8. desember 2012 og í kröfulýsingu til LBI hf. 13. febrúar 2015.27. Vegna þeirrar vanreifunar sem hér hefur verið lýst gengur málatilbúnaður sóknaraðila í berhögg við fyrrgreind lagafyrirmæli um gerð stefnu. Úr þeim annmörkum verður ekki bætt undir rekstri máls enda miðast varnir í héraði við málið eins og það var við þingfestingu þess. Þar sem málatilbúnaður sóknaraðila um ætlaða lögvarða hagsmuni hans í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er ekki í samræmi við áskilnað e-liðar 1. mgr. 80. gr. laganna verður niðurstaða hins kærða dóms staðfest.28. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði dómur er staðfestur.Sóknaraðili, A16 fasteignafélag ehf., greiði varnaraðilum, Hróbjarti Jónatanssyni og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., hvorum fyrir sig, 250.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=05d1259c-3a43-4888-90c6-99949b19296a&verdictid=dadf7d99-b6ad-4f59-9484-daf02a6da14b |
Mál nr. 27/2022 | Skaðabætur Líkamstjón Örorka Miski Uppgjör Fyrirvari Endurupptaka bótaákvörðunar Matsgerð Fyrning Gjafsókn | B slasaðist í umferðarslysi árið 2009 og fékk greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðar A hjá V hf. árið 2011 á grundvelli matsgerðar um varanlegan miska og varanlega örorku hans. Í kvittun lögmanns B um móttöku bóta þar sem kom fram að fullar og endanlegar bætur væru greiddar vegna slyssins var jafnframt ritað „Með fyrirvara um varanlegar afleiðingar slyssins“. B fór fram á endurupptöku málsins árið 2016 og voru dómkvaddir tveir matsmenn árið 2017 til að endurmeta afleiðingar slyssins. Í matsgerðum þeirra frá 2017 og 2018 kom fram að heilsa B hefði tekið ófyrirséðum breytingum til hins verra frá árinu 2011. B höfðaði mál þetta á árinu 2019. Hæstiréttur féllst á að fyrirvari B við upphaflegt bótauppgjör hefði gildi milli aðila og skapaði honum ríkari rétt en leiði af fyrirmælum 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ætti B því rétt á endurupptöku bótaákvörðunar að því tilskildu að ófyrirsjáanlegar breytingar hefðu orðið á heilsufari hans sem yllu því að varanlegur miski hans eða varanleg örorka af völdum slyss yrði talin meiri en lá fyrrgreindri bótaákvörðun til grundvallar. Fallist var á þá niðurstöðu héraðsdóms sem staðfest var með hinum áfrýjaða dómi að ófyrirsjáanlegar breytingar hefðu orðið á heilsufari B til hins verra vegna afleiðinga slyssins árið 2009 og að þær hefðu verið réttilega metnar í matsgerðum dómkvaddra matsmanna. Féllst Hæstiréttur því á að B ætti á grundvelli fyrirvara síns við bótauppgjör rétt á að fá ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku tekna upp að nýju. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að B hefði fengið vitneskju um breytingar á heilsu sinni á árinu 2015 og upphaf fyrningarfrests samkvæmt 99. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 því miðað við áramótin 2015/2016. Hefði málið því verið höfðað innan fyrningarfrests með birtingu stefnu í desember 2019. Var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að fallast á kröfur B á hendur V hf. og A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 29. apríl 2022 og krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.Ágreiningsefni4. Aðilar deila um hvort stefndi á rétt til endurupptöku bótaákvörðunar og frekari skaðabóta eftir fullnaðaruppgjör áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. 17. maí 2011 vegna líkamstjóns sem stefndi varð fyrir í umferðarslysi […] 2009. Í málinu er deilt um gildi og túlkun fyrirvara sem hann gerði við bótauppgjörið svo og hvort breyting á ástandi hans eftir það hafi verið ófyrirsjáanleg. Þá er ágreiningur um hvort krafa stefnda er fyrnd. 5. Með héraðsdómi 13. október 2020 var fallist á kröfu stefnda um greiðslu bóta frá áfrýjandanum Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna hækkunar á miska- og örorkustigi frá því að uppgjör milli aðila fór fram. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 18. febrúar 2022 var sú niðurstaða staðfest með vísan til forsendna héraðsdóms.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 29. apríl 2022 með ákvörðun nr. 2022-37 á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um þýðingu fyrirvara við bótauppgjör.Málsatvik7. Stefndi lenti í umferðarslysi […] 2009 þegar pallbifreið var ekið harkalega á jeppabifreið sem hann ók. Stefndi leitaði á slysadeild Landspítalans 14. sama mánaðar og var greindur með tognun á hálshrygg. Vegna verkja og stífleika í hálsi og baki leitaði hann til heimilislæknis viku síðar, […]. Í samantekt vottorðs 8. júlí 2010 um ástand stefnda sagði svo: „Tognun á hálshrygg og brjósthrygg og auk þess grunur um vægt samfallsbrot á 8. hryggjarlið brjósthryggjar. Þá hefur sjúklingur fengið aukna verki í lendhrygginn eftir slysið og auk þess af og til verkjaleiðni niður í hægri fótlegginn.“ Haustið 2010 leitaði stefndi til bæklunarskurðlæknis vegna afleiðinga slyssins. Í samantekt hans 14. október sama ár kom fram að einkenni sem stefndi kvartaði undan í mjóbaki og hálshrygg samrýmdust tognunaráverka. Um fremur vægan tognunaráverka væri að ræða sem valdið hafi skertri starfsorku. Þá taldi hann að hluti einkenna kæmi til með að vera varanlegur en jafnframt taldi hann litla hættu á að þau myndu versna.8. Stefndi er […] að mennt en á árunum 1999 til 2016 rak hann eigið fyrirtæki í […] ásamt öðrum manni og starfaði jafnframt við fyrirtækið. 9. Stefndi og áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. óskuðu eftir mati C bæklunarskurðlæknis og D lögmanns á afleiðingum slyssins. Í matsgerð þeirra móttekinni 14. mars 2011 var um afleiðingar slyssins meðal annars vísað til fyrrgreinds vottorðs um ástand stefnda. Í henni var rakin lýsing stefnda á einkennum sínum á fundi með matsmönnum 10. desember 2010 þar sem læknisskoðun fór einnig fram. Stefndi lýsti þar verkjum í höfði og baki og að versti verkurinn væri frá baki neðan herðablaða. Vegna þeirra vaknaði hann um nætur og tæki verkjalyf og bólgueyðandi lyf. Höfuðverkinn sagði hann liggja eins og hjálm yfir höfðinu. Hann sagðist ekki lengur vera hjá sjúkraþjálfara og frekari þjálfun væri ekki ráðgerð. Stefndi sagðist ekki geta unnið langt fram á kvöld við […] í fyrirtæki sínu eins og áður og ætti einnig erfitt með að vinna upp fyrir sig, svo sem við uppsetningu á […] og stærri […]. 0. Í niðurstöðu matsmanna kom fram að ólíklegt væri að einkenni sem rakin yrðu til slyssins og væru forsenda miskamats myndu minnka úr því sem komið væri. Þá töldu matsmenn að það varanlega líkamstjón sem slysið hefði valdið myndi leiða til þess að stefndi þyrfti að „slá af“ í störfum sínum í framtíðinni og því myndi að öllum líkindum fylgja tekjutap. Einnig væri vinnugeta hans og starfsorka til að vinna sem […] skert vegna afleiðinga slyssins. Niðurstaða matsgerðarinnar varð að varanlegur miski stefnda vegna slyssins væri 7 stig og varanlega örorka 10%. 1. Tjónið var gert upp við stefnda úr ábyrgðartryggingu ökutækisins […] hjá áfrýjandanum Vátryggingafélagi Íslands hf. 17. maí 2011. Í kvittun um móttöku bótanna kemur fram að fullar og endanlegar bætur séu greiddar vegna slyssins en jafnframt var að kröfu lögmanns stefnda ritað á kvittunina „með fyrirvara um varanlegar afleiðingar slyssins“. 2. Stefndi fór fram á endurupptöku málsins við áfrýjandann Vátryggingafélag Íslands hf. með tölvubréfi 10. ágúst 2016. Var sú beiðni studd þeim rökum að ófyrirsjáanlegar breytingar hefðu orðið á heilsu hans síðastliðin ár. Beiðninni fylgdi meðal annars vottorð heimilislæknis 23. júní sama ár um að ástand stefnda hefði versnað frá því að matsgerðin lá fyrir. Lýst var ítrekuðum komum hans á heilsugæslu frá 2011 til 2016 vegna verkja og stífleika í hálsi og baki. Hann hefði endurtekið verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara og verið ávísað bólgueyðandi lyfjum og verkjalyfjum. Á síðustu mánuðum hefði hann ekki lengur treyst sér til vinnu við […] vegna bakverkja og var hann talinn óvinnufær til erfiðisvinnu. Áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. hafnaði beiðni stefnda 1. september 2016.3. Stefndi óskaði 17. maí 2017 eftir því að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir menn til að endurmeta afleiðingar slyssins. Dómkvaddir voru E bæklunarskurðlæknir og F lögmaður og dósent. Í matsgerð þeirra 15. október 2017 kom meðal annars fram að stefndi væri óvinnufær, með stöðuga verki milli herðablaða sem leiddu um allt bak og versnuðu við alla áreynslu. Hann upplifði dofa í fingurgómum og niður í vinstri ganglim. Hann væri oft með höfuðverk og andleg líðan hans oft slæm, einkum vegna þess að hann hefði árið 2016 þurft að selja fyrirtækið sem hann stofnaði og rak í mörg ár. Svefn hans væri truflaður vegna verkja, hann tæki verkjatöflur að staðaldri og sjúkraþjálfun gæfi ekki neinn varanlegan bata. Niðurstaða mats þeirra var að varanlegur miski samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna slyssins væri nú hæfilega metinn 10 stig og varanleg örorka samkvæmt 5. gr. sömu laga væri 15%. Stefndi sendi áfrýjandanum Vátryggingafélagi Íslands hf. bótakröfu 9. nóvember 2017 vegna þeirrar hækkunar sem metin hafði verið í fyrrgreindri matsgerð.4. Með tölvubréfi áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. 10. janúar 2018 til stefnda var greiðslu bóta hafnað. Af hálfu félagsins var vísað til þess að engin gögn lægju fyrir um hvernig ætti að skýra fyrrgreindan fyrirvara sem stefndi gerði við bótauppgjör árið 2011 um varanlegar afleiðingar slyssins en gera yrði kröfu um að slíkir fyrirvarar væru skýrir og ótvíræðir. Um það hvernig bæri að skýra fyrirvarann var síðan bent á eftirfarandi ummæli í dómi Hæstaréttar 20. febrúar 2014 í máli nr. 576/2013 þar sem hefði reynt á þýðingu sambærilegs fyrirvara við bótauppgjör:Verður fyrirvarinn skýrður svo að áfrýjandi hafi með honum áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða varanleg örorka yrði meiri en talið var í áliti þeirra [...] vegna síðari breytinga. Eðli máls samkvæmt verður fyrirvarinn á hinn bóginn ekki skýrður svo að áfrýjandi hafi áskilið sér rétt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið, sem hún var reist á, kynni að vera rangt.5. Sagði síðan í svari félagsins að í samræmi við niðurstöðu framangreinds dóms yrði fyrirvari stefnda skýrður á þá leið að hann hefði „áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða örorka yrði meiri en í fyrra mati vegna síðari breytinga“. 6. Enn fremur hafnaði áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. frekari bótagreiðslum á grundvelli 11. gr. skaðabótalaga enda væru tvíþætt skilyrði þeirrar lagaheimildar ekki uppfyllt. Ekki hefði tekist með matsgerðinni 15. október 2017 að sýna fram á og sanna ófyrirsjáanlegar breytingar á heilsufari stefnda og auk þess væru hvorki miskastig né örorkustig í nýrri matsgerð verulega hærra eins og 11. gr. áskilji7. Með matsbeiðni 13. júní 2018 lagði stefndi eftirfarandi viðbótarspurningu fyrir hina dómkvöddu matsmenn: „Eru síðari breytingar á heilsufari matsbeiðanda orsök hærra mats á varanlegum miska og/eða varanlegri örorku en gengið var út frá í matsgerð C læknis og D lögmanns, dags. 14. mars 2011.“ Í matsgerð dómkvöddu matsmannanna 5. desember 2018 kom meðal annars fram að eftir 2014 hefði stefndi aftur farið að leita til heilsugæslulækna vegna versnandi bakverkja, sama eðlis og árin 2010 og 2011, og síðasta árið hefði ástandið versnað. Töldu matsmenn að verkir stefnda í baki og útlimum væru til komnir vegna þess að þeir verkir sem komu í kjölfar slyssins […] 2009 hefðu versnað og vegna fyrirsjáanlegrar öldrunar. Verkirnir hefðu verið nokkurn veginn þeir sömu allan tímann með dofatilfinningu í útlimi sem viðbót. Ekki hefði verið gert ráð fyrir þessari þróun í matsgerðinni frá 2011. Varð niðurstaðan því að síðari breytingar á heilsufari stefnda væru orsök hærra mats á varanlegum miska og varanlegri örorku en gengið var út frá í matsgerðinni 14. mars 2011.8. Stefndi sendi þessa nýju matsgerð til áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. 13. desember 2018 og ítrekaði kröfu sína frá 9. nóvember 2017. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að félagið hafi brugðist sérstaklega við þeirri áréttingu. Mál þetta höfðaði stefndi síðan 2. desember 2019.Niðurstaða9. Ágreiningur í máli þessu er þríþættur. Í fyrsta lagi lýtur hann að því hvernig beri að skýra fyrirvara sem stefndi gerði við fyrrnefnt bótauppgjör 2011 sem byggðist á matsgerð um varanlegan miska og varanlega örorku og hvort ákvörðun um bætur skuli endurupptekin á grundvelli fyrirvarans. Í öðru lagi hvort sannað sé að heilsa stefnda hafi tekið ófyrirsjáanlegum breytingum til hins verra frá því að fyrrgreind matsgerð lá fyrir. Í þriðja lagi er deilt um hvort krafa stefnda sé fyrnd.Um skýringu og gildi fyrirvara stefnda20. Sú meginregla gildir í skaðabótarétti að hafi tjónþoli ekki gert fyrirvara við uppgjör skaðabóta geti hann almennt ekki krafist endurupptöku á bótaákvörðun nema að uppfylltum tvíþættum skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga. Er þar áskilið annars vegar að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola og hins vegar að þær leiði til þess að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur þó verið litið svo á að þessi skilyrði girði ekki fyrir að tjónþoli geti gert fyrirvara við bótauppgjör þannig að hann njóti rýmri réttar til endurupptöku bótaákvörðunar en leiðir af 11. gr. laganna að því tilskildu að slíkir fyrirvarar séu skýrir og ótvíræðir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 11. nóvember 2021 í máli nr. 21/2021. 21. Í nokkrum dómum réttarins hefur verið fjallað um réttaráhrif þess að tjónþoli geri almennan fyrirvara við mat á miska eða varanlegri örorku við uppgjör skaðabóta. Á það reyndi meðal annars í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 576/2013. Var slíkur fyrirvari skýrður svo að áfrýjandi í málinu hefði með honum áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða varanleg örorka yrði meiri en talið var í matsgerð sem lá bótauppgjöri til grundvallar vegna síðari breytinga. Eðli máls samkvæmt yrði fyrirvarinn ekki skýrður svo að áfrýjandi hefði áskilið sér rétt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið, sem hún var reist á, kynni að vera rangt. Til þessa dóms var vísað af hálfu áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. um hvernig bæri að skýra fyrirvara stefnda svo sem lýst var í lið 14 að framan. 22. Í síðari dómum Hæstaréttar hafa sambærilegir fyrirvarar af almennum toga verið skýrðir svo að tjónþoli hafi áskilið sér rétt til að krefjast frekari bóta ef síðar yrðu ófyrirséðar breytingar á heilsufari hans sem yllu því að varanlegur miski hans eða varanleg örorka af völdum slyss yrði talin meiri en lagt var til grundvallar í uppgjöri skaðabóta. Má um það meðal annars vísa til dóms 18. febrúar 2016 í máli nr. 391/2015 þar sem hafði verið gengið frá bótauppgjöri með „fyrirvara um mat á varanlegum afleiðingum“, svo og dóms 11. nóvember 2021 í máli nr. 21/2021 þar sem gerður hafði verið fyrirvari um rétt til frekari bóta yrði „varanleg örorka og/eða miski síðar metinn hærri en skv. álitsgerð örorkunefndar“. Í engum fyrrnefndra dóma var fyrirvari skýrður svo að ófyrirséðar breytingar þyrftu að leiða til þess að miskastig eða örorkustig yrði verulega hærra en áður var talið.23. Áfrýjendur hafa í málatilbúnaði sínum vísað til þess að fyrirvari stefnda sé bæði óljós og almenns eðlis. Um einhliða yfirlýsingu sé að ræða sem túlka beri þröngt og er mótmælt þeirri fullyrðingu sem fram kemur í héraðsdómi að um samningsbundinn fyrirvara sé að ræða. Áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. hafi þó talið sér óheimilt að hafna honum vegna leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2002 um rétt tjónþola til bótagreiðslu með fyrirvara.24. Óumdeilt er að áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. gerði ekki athugasemdir við fyrirvara stefnda við bótauppgjör. Hafa ber í huga að í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2002, sem félagið vísar til, er lýst því markmiði að tjónþoli fái greinargóðar upplýsingar um bótarétt sinn og í 1. gr. þeirra um upplýsingaskyldu er tekið fram að vátryggjandi skuli sjá til þess að tjónþolar fái fullnægjandi upplýsingar um bótarétt við gerð bótauppgjörs. Bar áfrýjandanum Vátryggingafélagi Íslands hf. samkvæmt þessu ekki aðeins að taka við fyrirvaranum heldur einnig að upplýsa stefnda þegar bótauppgjör fór fram um framangreinda afstöðu sína.25. Enn fremur er vert að líta til þess að í samskiptum við stefnda 10. janúar 2018 skýrði áfrýjandinn Vátryggingafélag Íslands hf. fyrirvarann með þeim hætti að stefndi hefði áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða örorka yrði meiri en í fyrra mati vegna síðari breytinga með vísan til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 576/2013. Í þeim dómi er þó ekki tekið fram að breytingar þurfi að vera ófyrirsjáanlegar. 26. Stefndi hefur byggt á því frá upphafi að áfrýjandinn, Vátryggingafélag Íslands hf., sé bundinn af þessari afstöðu sinni þannig að ekki verði gerð krafa um það að metinn viðbótarmiski hans og varanleg örorka hafi verið ófyrirsjáanleg. Þótt áfrýjendur hafi ekki mótmælt framangreindri staðhæfingu stefnda sérstaklega fyrr en við málflutning fyrir Hæstarétti hafa þeir frá upphafi máls þessa fyrir dómi byggt meðal annars á því að fyrirvarann verði að skýra þannig að metnar breytingar til hins verra vegna afleiðinga slyssins verði að vera ófyrirsjáanlegar. Verður ekki talið að áfrýjendur séu bundnir af fyrrgreindu svari um skýringu fyrirvarans sem fram kom í tölvubréfi áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. til stefnda 10. janúar 2018 á þann hátt að þeir hafi ráðstafað sakarefninu með bindandi hætti. Í fyrrgreindu tölvubréfi var einnig tekið fram að félagið áskildi sér rétt til að hafa uppi allar þær málsástæður og lagarök sem því stæði til boða til viðbótar eða í stað þeirra sem kæmu fram í bréfinu.27. Að öllu framangreindu virtu verður fallist á að fyrirvarinn sem stefndi gerði við bótauppgjörið 17. maí 2011 hafi gildi milli aðila og skapi honum ríkari rétt en leiðir af fyrirmælum 11. gr. skaðabótalaga. Á stefndi því rétt á endurupptöku bótaákvörðunar að því tilskildu að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsufari hans sem valda því að varanlegur miski hans eða varanleg örorka af völdum slyssins verður talin meiri en lá fyrrgreindri bótaákvörðun til grundvallar. Um sönnun á ófyrirsjáanlegum breytingum á heilsufari stefnda28. Áfrýjendur vísa til þess að bótauppgjör við stefnda hafi verið gert á grundvelli matsgerðar 14. mars 2011 sem aðilar hafi aflað sameiginlega. Engin ný einkenni hafi verið til staðar hjá stefnda samkvæmt síðari matsgerðum heldur hafi einkenni sem áður voru komin fram verið talin há stefnda meira en talið var þegar bótauppgjör fór fram 17. maí 2011, enda um hægfara þróun þeirra að ræða. Auk þess hafi ekki komið fram í síðari matsgerðum hvort hin meintu versnandi einkenni hafi verið ófyrirsjáanleg.29. Í fyrri matsgerð dómkvaddra manna 15. október 2017, E og F, sem stefndi óskaði eftir til stuðnings kröfu sinni um endurupptöku bótaákvörðunar fór fram nýtt heildarmat á varanlegum afleiðingum líkamstjóns hans með þeirri niðurstöðu að varanlegar afleiðingar slyssins væru meiri en komið hefði fram í matsgerðinni frá 2011. Varanlegur miski var metinn 10 stig í stað 7 stiga áður og varanleg örorka 15% í stað 10% áður. Hins vegar skorti á að fram færi afmarkað mat á þeim breytingum sem orðið hefðu á miska og örorku stefnda frá matsgerðinni sem bótauppgjör var reist á, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 6. apríl 2017 í máli nr. 462/2016.30. Í nýrri matsbeiðni, í kjölfar svars áfrýjandans Vátryggingafélags Íslands hf. 10. janúar 2018, setti stefndi fram þá viðbótarspurningu eina hvort síðari breytingar á heilsufari hans væru orsök hærra mats á varanlegum miska og/eða varanlegri örorku. Ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu félagsins við efni þeirrar spurningar, svo sem fullt tilefni hefði verið til í ljósi síðari málatilbúnaðar þess fyrir dómstólum. Í matsgerðinni 5. desember 2018 komust sömu matsmenn að þeirri niðurstöðu að síðari breytingar á heilsufari stefnda væru orsök hærra mats á varanlegum miska og varanlegri örorku en gengið var út frá í matsgerðinni 14. mars 2011 og einnig tekið fram að „versnun á ástandi“ stefnda hefði ekki verið fyrirséð í matsgerðinni 2011.31. Við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi, þar sem einn þriggja dómenda var bæklunarskurðlæknir, komu hinir dómkvöddu menn til skýrslugjafar, staðfestu þar matsgerðir sínar og greindu nánar frá einstökum atriðum tengdum matinu, þar með talið hvort síðari breytingar á heilsu stefnda til hins verra hefðu verið ófyrirséðar við gerð fyrstu matsgerðarinnar frá árinu 2011. Í héraðsdómi kom fram að skilja yrði niðurstöðu matsmannanna þannig að breytingar sem hefðu orðið á heilsu stefnda og leiddu til þess að miskastig og örorkustig væri talið hærra en í því mati sem varð grundvöllur bótauppgjörsins 2011 hefðu þá verið ófyrirsjáanlegar. Þá var talið sannað að orsakasamband væri milli slyss stefnanda […] 2009 og þeirra versnandi einkenna sem greind væru í matsgerðinni 15. október 2017. Enn fremur var vísað til matsgerðarinnar 5. desember 2018 um að síðari breytingar á heilsufari stefnda væru orsök hærra mats á varanlegum miska og varanlegri örorku en gengið var út frá í matsgerðinni 2011. Var því fallist á kröfur stefnda.32. Í hinum áfrýjaða dómi, þar sem einn dómenda var einnig sérfróður á sviði bæklunarskurðlækninga, var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Fyrir Hæstarétti hefur ekkert komið fram sem hnekkt getur því sönnunarmati sem byggt var á í héraðsdómi. Er því fallist á þá niðurstöðu sem þar er lögð til grundvallar að orðið hafi ófyrirsjáanlegar breytingar á heilsufari stefnda til hins verra vegna afleiðinga slyssins […] 2009 og að þær auknu afleiðingar séu réttilega metnar í fyrrnefndum matsgerðum 15. október 2017 og 5. desember 2018. 33. Samkvæmt framangreindu á stefndi á grundvelli fyrirvara síns við bótauppgjör rétt á að fá ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku tekna upp að nýju. Um fyrningu34. Áfrýjendur byggja sýknukröfu sína einnig á því að krafa stefnda sé fallin niður fyrir fyrningu enda beri matsgerðum saman um að batahvörf hans hafi verið 11. júní 2010 og fjögurra ára fyrningarfrestur því hafist um áramótin 2010/2011. 35. Krafa stefnda sætir fyrningu samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sem giltu á slysdegi. Samkvæmt því fyrnast kröfur á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar en þó í síðasta lagi tíu árum frá tjónsatburði36. Í skýrslu dómkvadds manns fyrir héraðsdómi kom fram að á árinu 2015 hafi versnandi heilsufar stefnda verið orðið augljóst og hann hætt að vinna af þeim sökum á árinu 2016. Þá var staðfest með læknisvottorði 26. júní 2016 að heilsa stefnda hefði versnað verulega síðustu mánuði og hann orðið óvinnufær til fyrri starfa í maí sama ár.37. Samkvæmt framangreindu hafði stefndi fengið vitneskju um breytingar á heilsu sinni á árinu 2015 og átti þess þá fyrst kost að leita fullnustu kröfu um frekari bætur. Upphaf fyrningarfrests samkvæmt 99. gr. umferðarlaga miðast af þeirri ástæðu við áramótin 2015/2016. Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 2. desember 2019. Það var áður en tíu ár voru liðin frá tjónsatburði og innan fjögurra ára frá lokum þess árs sem stefnda mátti fyrst vera ljóst að hann ætti viðbótarkröfu, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 13. júní 2013 í máli nr. 9/2013 og 21. júní 2018 í máli nr. 598/2017. 38. Að framangreindu gættu verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að krafa stefnda, sem hann hefur uppi í máli þessu, hafi verið ófyrnd þegar málið var höfðað. Jafnframt er staðfest sú niðurstaða að krafa hans um vexti sem voru eldri en fjögurra ára þegar málið var höfðað sé fyrnd.39. Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að framan er öllum málsástæðum áfrýjenda hafnað og hinn áfrýjaði dómur staðfestur. 40. Eftir úrslitum málsins verður áfrýjendum gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti sem rennur í ríkissjóð. Um þann kostnað og gjafsóknarkostnað stefnda fer eins og greinir í dómsorði.DómsorðHinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Vátryggingafélag Íslands hf. og A, greiði óskipt 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, B, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns hans, Agnars Þórs Guðmundssonar, 1.000.000 króna.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=c9d73985-fa7b-4e09-a028-b38605f02ba3&verdictid=3b53af45-270e-41d7-b88e-b272b5ba847b |
Mál nr. 35/2022 | Persónuvernd Persónuupplýsingar Fjölmiðill Friðhelgi einkalífs Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Málsástæða Málskostnaður Gjafsókn | Málið átti rætur að rekja til sýningar á sjónvarpsþætti en í honum voru meðal annars sýnd viðtöl við B sem tekin höfðu verið upp sumarið áður. Ágreiningur aðila laut að kröfu B um greiðslu miskabóta úr hendi A meðal annars á þeim grundvelli að í þættinum hefðu komið fram viðkvæmar persónuupplýsingar án samþykkis hennar. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umfjöllun í þættinum teldist hafa verið framlag til mikilvægar þjóðfélagsumræðu og að nauðsynlegt teldist til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs B og tjáningarfrelsis A í þágu fjölmiðlunar að víkja frá ákvæðum laga nr. 77/2000 við úrlausn málsins. Þar sem persónuupplýsingar um B í þættinum teldust eingöngu hafa verið unnar í þágu fréttamennsku í skilningi 5. gr. laganna yrði ákvæðum þeirra, þar á meðal um samþykki og afturköllun þess ekki beitt, sbr. þó niðurlag síðara málsliðs þeirrar greinar. Þá var ekki talið að umfjöllunin, sem að stærstum hluta fólst í birtingu viðtala við B, hefði verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Talið var að meta yrði á grundvelli almennra sönnunarreglna hvort A hefði verið í góðri trú um að samþykki B fyrir sýningu viðtalanna lægi fyrir. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að samþykki B í orði og verki hefði legið fyrir og A hefði mátt líta svo að það samþykki stæði óhaggað. Enn fremur komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að A teldist í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður ekki hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs B með þeim hætti að skylda til greiðslu miskabóta hafi skapast á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Var A sýknaður af öllum kröfum B í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. júní 2022. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og „málskostnaðar að mati Hæstaréttar“ án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 23. ágúst 2022. Hann krefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 2.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. mars 2018 til 11. október 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar á öllum dómstigum án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. 4. B lést […] 2022. Í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hefur dánarbú hennar tekið við aðild að málinu fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Mál þetta á rætur að rekja til sýningar á sjónvarpsþættinum […] 4. mars 2018 en í honum voru meðal annars sýnd viðtöl við B sem tekin höfðu verið upp sumarið áður. Ágreiningur aðila lýtur að kröfu hennar um greiðslu miskabóta úr hendi aðaláfrýjanda, meðal annars á þeim grundvelli að með birtingu viðtalanna hefðu komið fram viðkvæmar persónuupplýsingar án samþykkis hennar.6. Málið var upphaflega höfðað af B gegn aðaláfrýjanda, C og D á grundvelli samlagsaðildar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 og þau öll krafin óskipt um greiðslu miskabóta að fjárhæð 4.000.000 króna auk nánar tilgreindra vaxta. 7. Með dómi héraðsdóms voru stefndu sýknaðir af öllum kröfum B. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 8. apríl 2022 var aðaláfrýjandi hins vegar dæmdur til að greiða henni 800.000 krónur í miskabætur ásamt nánar tilgreindum vöxtum en meðstefndu sýknaðir. Þá var kröfu á hendur D vegna birtingar auglýsinga og kynningarefnis vísað frá héraðsdómi.8. Aðaláfrýjandi óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar fyrir sitt leyti innan áfrýjunarfrests. Hann reisti beiðni sína á því að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir frjálsa fjölmiðlun. Ekki hefði farið fram mat á því í Landsrétti hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðlamanna, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmálans. Þá byggði leyfisbeiðandi á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur um túlkun á 5. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur féllst á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðni væri reist á og veitti 2. júní 2022 leyfi til áfrýjunar með ákvörðun nr. 2022-62. Áfrýjunarstefna var gefin út sama dag. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu á hendur aðaláfrýjanda með gagnáfrýjunarstefnu 23. ágúst 2022.9. Með beiðni 3. júní 2022 leitaði gagnáfrýjandi leyfis Hæstaréttar til að áfrýja fyrrgreindum dómi Landsréttar 8. apríl 2022 hvað varðaði D. Beiðni um áfrýjunarleyfi var hafnað 21. júní sama ár með ákvörðun nr. 2022-79. Sú synjun var á því reist að þær skýringar sem leyfisbeiðandi hefði gefið á því að ekki var sótt um áfrýjunarleyfi innan tímamarka 1. mgr. 177. gr. laga nr. 91/1991 fullnægðu ekki þeim áskilnaði sem tilgreindur væri í 2. mgr. 177. gr. laganna.Málsatvik0. Hinn 4. mars 2018 var sýndur í D þáttur í sjónvarpsþáttaröðinni […] þar sem birt voru viðtöl sem aðaláfrýjandi hafði tekið í ágúst 2017 við B. Áður mun kynningarstikla um þáttinn hafa verið sýnd í D og stutt kynning um hann birt á vef þess. Aðaláfrýjandi og C önnuðust dagskrárgerð þáttarins og aðaláfrýjandi samdi handrit og hafði umsjón með gerð hans, allt á grundvelli verktakasamninga sem þeir munu hafa gert við D. Í þáttaröðinni voru meðal annars sýnd viðtöl aðaláfrýjanda við fanga og einstaklinga með vímuefnavanda.1. Af hálfu aðaláfrýjanda er því haldið fram að þeir D hafi fyrst hitt B í fangelsinu á […] þar sem þeir hafi verið að vinna að umræddri þáttaröð. Þeir hafi kannast við hana frá fyrri tíð þar sem þau hefðu öll unnið saman á sjónvarpsstöð. Meðal annars hafi verið rætt við hana um að koma í viðtal og hún sagst ætla að hugsa málið. 2. Dagana 6. og 7. ágúst 2017 voru aðaláfrýjandi og B í tölvupóstsamskiptum. Í þeim fór aðaláfrýjandi þess á leit að fá að taka viðtal við hana en hún greindi honum meðal annars frá áformum sínum um að standa fyrir tónleikum með íslenskum tónlistarmönnum í […]. Í tölvupósti 7. ágúst ritaði aðaláfrýjandi: „Sæl […] mín, ég er að tala um að fá þig í […] þar sem við gætum rætt um hvað þú ert að gera og um þetta merkilega verkefni þitt sem vel gæti orðið að stórum hlutum. Um leið gæti ég líka spurt þig út í þessa fyrstu daga utan fangelsisins og lífið og tilveruna. Verkefnið gæti þó fengið gott pláss og orðið því til góða. Því meiri umfjöllun, því betra.“ Þessum pósti svaraði hún samdægurs með skilaboðunum: „já, já eigum við ekki bara að negla það niður.“ Hann svaraði: „Verð í bandi þegar við erum klárir“. 3. Síðar í sama mánuði hitti aðaláfrýjandi B við lögreglustöðina við […] í Reykjavík þar sem hún hafði gist fangageymslu um nóttina. Í kjölfarið tók hann upp að minnsta kosti þrjú viðtöl við hana, það er fyrir framan lögreglustöðina, í fjörunni á […] og heima hjá móður hennar. Auk þess tók hann upp viðtal við móður hennar. Í þessum viðtölum var einkum fjallað um reynslu B af áfengisneyslu, samskiptum við yfirvöld og dvöl í fangelsi en einnig um skólagöngu og lífshlaup hennar almennt. Ágreiningur er með aðilum í hvaða röð viðtölin voru tekin og hvort þau voru öll tekin sama dag eða á þremur dögum. 4. Svohljóðandi tölvupóstur B barst aðaláfrýjanda 5. febrúar 2018: „Fínn þátturinn í gær. Mamma sagði mér að það væri eitthvað notað af því sem ég sagði í þáttunum og fjölskyldan mín er fokvond út í mig fyrir að koma fram í þáttunum. Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?” 5. Barnsfaðir B og eiginkona hans rituðu D tölvupóst 28. febrúar 2018 þar sem þau fóru fram á að sjá viðtalið við hana áður en þátturinn yrði sýndur í því skyni að þau gætu búið sig undir að svara spurningum barna sinna þegar þau horfðu á þáttinn. Í tölvupóstinum var ekki vikið að því hvort B hefði samþykkt birtingu viðtalanna eða afturkallað slíkt samþykki. Með tölvupósti 2. mars sama ár kom C á framfæri við þau því svari aðaláfrýjanda að efnið hefði verið unnið í fullkomnu samkomulagi við B og móður hennar. Aðaláfrýjandi kvaðst aldrei hafa veitt neinum aðgang að sjónvarpsefni fyrir sýningu þess og neitaði beiðninni. Eins og áður segir var þátturinn svo sýndur í sjónvarpi 4. mars 2018.Löggjöf6. Í málinu reynir meðal annars á 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs en hún er svohljóðandi:Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. [...]Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.7. Rétturinn til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu nýtur einnig verndar 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en hún er svohljóðandi: . Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. [...]8. Jafnframt reynir í málinu á 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi sem hljóðar svo:Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.9. Tjáningarfrelsið nýtur einnig verndar 10. gr. mannréttindasáttmálans en þar segir: . Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.20. Þegar atvik málsins gerðust voru í gildi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga en eftirfarandi ákvæði laganna hafa þýðingu við úrlausn málsins:2. gr. Skilgreiningar.Merking orða og hugtaka í lögum þessum er sem hér segir:1. Persónuupplýsingar: Sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.2. Vinnsla: Sérhver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort heldur sem vinnslan er handvirk eða rafræn. [...]7. Samþykki: Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o.s.frv. [...]8. Viðkvæmar persónuupplýsingar: [...]b. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.c. Upplýsingar um heilsuhagi, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun. [...]5. gr. Tengsl við tjáningarfrelsi.Að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningarfrelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta. Þegar persónuupplýsingar eru einvörðungu unnar í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi gilda aðeins ákvæði 4. gr., 1. og 4. tölul. 7. gr., 11.–13. gr. og 24., 28., 42. og 43. gr. laganna. [...]7. gr. Meginreglur um gæði gagna og vinnslu.Við meðferð persónuupplýsinga skal allra eftirfarandi þátta gætt:1. Að þær séu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. [...]4. að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum, persónuupplýsingar sem eru óáreiðanlegar eða ófullkomnar, miðað við tilgang vinnslu þeirra, skal afmá eða leiðrétta;5. að þær séu varðveittar í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á skráða aðila lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. [...]8. gr. Almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga.Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir hendi:1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr. [...]9. gr. Sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. og enn fremur eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:1. hinn skráði samþykki vinnsluna; [...]Niðurstaða21. Áður en tekin verður afstaða til efnislegs ágreinings málsaðila verður leyst úr því hvort tvær tilgreindar málsástæður aðaláfrýjanda komast að í málinu. Að því búnu verður fjallað um að hvaða marki ákvæðum laga nr. 77/2000 verður beitt við úrlausn málsins. Að fenginni niðurstöðu um það álitaefni verður tekin afstaða til þess hvort aðaláfrýjandi hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs B með þeim hætti að hún hafi öðlast rétt til miskabóta úr hendi hans.Um málsástæður22. Af hálfu gagnáfrýjanda er byggt á því að sú málsástæða aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti að ákvæði laga nr. 77/2000 um samþykki og afturköllun þess eigi ekki við vegna undanþáguákvæðis 5. gr. laganna sé of seint fram komin og að ekki verði á henni byggt við úrlausn málsins. 23. Ekki er vikið að 5. gr. laganna í greinargerð aðaláfrýjanda í héraði en í greinargerð meðstefnda í héraði, D, var sérstaklega vísað til þess að gæta yrði að 5. gr. laga nr. 77/2000 og málatilbúnaði B byggðum á þeim lögum mótmælt. Í héraðsdómi var fyrst og fremst tekin afstaða til þess hvort B hefði samþykkt birtingu viðtalanna og hvort hún hefði afturkallað slíkt samþykki. Ekki var í niðurstöðukafla dómsins sérstaklega vikið að 5. gr. eða öðrum ákvæðum laganna. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að enginn stefndu hefði með birtingu viðtalanna brotið gegn ákvæðum 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ákvæðum laga nr. 77/2000, 71. gr. stjórnarskrárinnar eða 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki birting viðtalanna né kynningarefnis var talinn geta verið grundvöllur miskabóta. 24. Í greinargerð B til Landsréttar var mótmælt þeirri málsástæðu D. að undanþáguákvæði 5. gr. laga nr. 77/2000 ætti við í málinu. Af hálfu aðaláfrýjanda var ekki vikið sérstaklega að þessu atriði í greinargerð til Landsréttar. Í dómi Landsréttar var fjallað um undanþáguákvæðið og komist að þeirri niðurstöðu að í ljósi efnistaka yrði ekki talið að þátturinn hefði eingöngu verið unninn í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Að virtum þeim viðkvæmu persónuupplýsingum um einkamálefni B sem fram kæmu í þættinum taldi Landsréttur að ekki yrði vikið frá kröfum um samþykki samkvæmt 8. og 9. gr., sbr. 7. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 77/2000.25. Í greinargerð beggja málsaðila til Hæstaréttar var fjallað um þýðingu 5. gr. laga nr. 77/2000 fyrir úrlausn málsins en því haldið fram af hálfu gagnáfrýjanda eins og fyrr segir að málsástæða aðaláfrýjanda þar að lútandi væri of seint fram komin. 26. Málsástæða hefur verið talin staðhæfing aðila um atvik eða staðreyndir sem hann telur að leiði til þess samkvæmt lögum að krafa hans verði tekin til greina. Málsástæður og lagarök geta tvinnast svo saman að örðugt er að gera greinarmun þar á. 27. Mál þetta var upphaflega höfðað gegn aðaláfrýjanda og tveimur öðrum til greiðslu miskabóta og var kröfunni beint að þeim óskipt á grundvelli samlagsaðildar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Um málsforræði og ábyrgð hvers samlagsaðila til varnar á málatilbúnaði sínum gildir sú regla að honum er almennt ekkert hald í málsástæðu sem meðstefndi en ekki hann sjálfur teflir fram. Um tvö eða fleiri sjálfstæð sakarefni er þar að ræða sem dómara ber að fjalla um með aðskildum hætti á grundvelli þeirra málsástæðna sem aðilar að hverju sakarefni um sig tefla fram. 28. Í 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 er orðuð svokölluð útilokunarregla sem er ein af meginreglum einkamálaréttarfars. Ákvæðið er þess efnis að málsástæður og mótmæli skuli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti megi ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki eða aðili hafi þarfnast leiðbeininga dómara en ekki fengið þær. Málsástæður eru samkvæmt 2. mgr. 111. gr. sömu laga á forræði málsaðila og má dómari ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðu eða mótmælum sem hefðu mátt koma fram en gerðu það ekki við meðferð máls. Öðru máli gegnir hins vegar um lagarök en dómara er rétt að byggja niðurstöðu máls á þeim lagarökum sem hann telur að eigi við hverju sinni án tillits til þess hvort þeim hafi verið teflt fram.29. Meginmálsástæða B og síðar gagnáfrýjanda hefur frá upphafi verið að aðaláfrýjandi og meðstefndu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið henni miska með birtingu sjónvarpsþáttar með viðtölum við hana þar sem fram hafi komið viðkvæmar persónulegar upplýsingar. Hún hefði ekki samþykkt að viðtölin yrðu sýnd og í öllu falli afturkallað slíkt samþykki. Þessi málsástæða er studd ýmsum lagarökum og meðal annars vísað til 7. töluliðar 1. mgr. 2. gr. og 1. töluliðar 1. mgr. 9. gr. laga nr. 77/2000. Þessari málsástæðu hefur aðaláfrýjandi frá upphafi mótmælt meðal annars með þeim rökum að hann hefði hvorki unnið né skráð persónuupplýsingar hennar í skilningi laga nr. 77/2000 og að tilvísanir til laganna um samþykki og afturköllun ættu ekki við. Því yrði miskabótakrafa á hendur honum ekki reist á þeim.30. Í ljósi þess að aðaláfrýjandi hafði þegar byggt mótmæli sín á því að tilvísanir til lagaákvæða um samþykki og afturköllun í lögum nr. 77/2000 ættu ekki við í málinu er rétt að líta á síðbúna tilvísun hans til 5. gr. laganna sem lagaatriði en ekki nýja málsástæðu. Við úrlausn málsins fyrir Hæstarétti verður því, eins og gert var fyrir Landsrétti, tekin afstaða til þess hvort víkja skuli frá fyrirmælum laga nr. 77/2000 vegna undanþáguákvæðis 5. gr. laganna.31. Í greinargerð aðaláfrýjanda í héraði er því jafnframt haldið fram að ef fallist yrði á málatilbúnað gagnáfrýjanda væri tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna settar slíkar skorður að ekki stæðist tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar. Þessari málsástæðu hefur þannig verið haldið fram af hálfu aðaláfrýjanda frá upphafi.Persónuverndarlöggjöf32. Þegar atvik máls þessa gerðust voru sem fyrr segir í gildi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.33. Þær upplýsingar um B sem fram komu í fyrrnefndum viðtölum við hana lutu meðal annars að fíkn hennar, refsiverðri háttsemi, fangelsisvist og auðmýkjandi aðstæðum og atvikum í lífi hennar. Sama máli gegnir um upplýsingar sem aðaláfrýjandi kom á framfæri um hana í þættinum og upplýsingar í kynningarefni um þáttinn. Óumdeilt er að um var að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 8. töluliðar 2. gr. laga nr. 77/2000. Þá fól upptaka á viðtölum við B, vinnsla þeirra fyrir þáttinn […] og sýning þáttarins, án þess að upplýsingar um hana væru gerðar ópersónugreinanlegar, í sér vinnslu persónuupplýsinga í skilningi 2. töluliðar 2. gr. laganna. 34. Í málinu reynir á hvort umrædd vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga falli undir undanþáguákvæði 5. gr. laga nr. 77/2000. Í greininni er annars vegar kveðið á um með almennum hætti að heimilt sé að víkja frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar, lista og bókmennta og hins vegar mælt fyrir um þá undanþágureglu að þegar persónuupplýsingar séu einvörðungu unnar í þágu fréttamennsku, bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi skuli aðeins tiltekin ákvæði laganna gilda. Til þess að skera úr um þetta þarf annars vegar að taka afstöðu til þess hvaða skilning eigi að leggja í orðin fjölmiðlun og fréttamennsku í 5. gr. laganna og hvort á þeim sé efnislegur munur. Hins vegar þarf að meta hvort nauðsynlegt sé að víkja frá ákvæðum laganna í máli þessu með hliðsjón af því sanngjarna jafnvægi sem leita verður eftir þegar tjáningarfrelsi fjölmiðla rekst á við friðhelgi einkalífs. 35. Í 5. gr. laga nr. 77/2000 felst viðurkenning á mikilvægi fjölmiðlunar í nútímalýðræðisríki og því hlutverki fjölmiðla að miðla upplýsingum og skoðunum um þjóðfélagsleg málefni. Í 13. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla er fjölmiðill skilgreindur sem hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljist meðal annars dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar.36. Ákvæði 5. gr. er efnislega hliðstætt 6. gr. núgildandi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 77/2000 sagði um 5. gr. að ákvæðið væri byggt á 9. gr. tilskipunar 95/46/EB sem fjallar um að hvaða marki mæla þurfi fyrir um undanþágur varðandi meðferð persónuupplýsinga hjá fjölmiðlum eða í tengslum við listræna og bókmenntalega tjáningu. Í athugasemdunum er hins vegar ekki að finna skýringar á því hvers vegna orðin „í þágu fjölmiðlunar“ og „í þágu fréttamennsku“ eru notuð jöfnum höndum í 5. gr. laganna. Umrætt ákvæði 9. gr. tilskipunarinnar var þannig í íslenskri þýðingu:Aðildarríkin skulu því aðeins kveða á um undanþágur eða frávik frá ákvæðum þessa kafla, IV. kafla og VI. kafla vegna vinnslu persónuupplýsinga sem fer einungis fram vegna fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, að það sé nauðsynlegt til að samræma réttinn til friðhelgi einkalífs og reglur um tjáningarfrelsi.Í íslenskri útgáfu tilskipunarinnar er þannig notað orðið fréttamennska þótt í enskri útgáfu hennar sé notað orðasambandið „journalistic purposes” sem almennt mun vera þýtt á íslensku sem í þágu blaðamennsku.37. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við miðlun persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga leysti af hólmi fyrrgreinda tilskipun 95/46/EB. Reglugerðin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018 en 6. gr. þeirra laga er sem fyrr segir efnislega hliðstæð 5. gr. laga nr. 77/2000. Í 153. lið formála reglugerðarinnar segir meðal annars að vinnsla persónuupplýsinga, sem fari einungis fram í þágu fréttamennsku eða fræðimennsku eða listrænnar eða bókmenntalegrar tjáningar, „ætti að vera háð undanþágum eða frávikum frá tilteknum ákvæðum“ reglugerðarinnar ef það væri nauðsynlegt til að samræma réttinn til verndar persónuupplýsingum og til tjáningar- og upplýsingafrelsis sem tryggður væri með 11. gr. sáttmálans um grundvallarréttindi. Í niðurlagi segir síðan að með tilliti til mikilvægis réttarins til tjáningarfrelsis í hverju lýðræðisþjóðfélagi væri nauðsynlegt að túlka hugtök vítt í tengslum við það frelsi, svo sem fréttamennsku.38. Í forúrskurði Evrópudómstólsins 16. desember 2008 í máli nr. C-73/07, Persónuverndarstofnun Finnlands gegn Satakunnan Markkinapörssi Oy og Satamedia Oy var leyst úr spurningum frá æðsta stjórnsýsludómstóli Finnlands vegna máls sem sprottið var af birtingu upplýsinga um tekjur 1,2 milljóna Finna meðal annars í fjölmiðlum. Fyrir dómstólnum lá að skera úr um hvort um óheimila vinnslu persónuupplýsinga hefði verið að ræða. Í forúrskurðinum kom fram að slík starfsemi teldist til fjölmiðlunar (journalistic activities) ef markmiðið væri að miðla til almennings upplýsingum, skoðunum eða viðhorfum, óháð tegund miðils sem notuð væri til að miðla þeim og jafnframt óháð því hver stæði að miðluninni og hvort hún væri í hagnaðarskyni. Þá var 9. gr. tilskipunar 95/46/EB túlkuð með þeim hætti að undanþágunni yrði aðeins beitt ef það væri augljóslega nauðsynlegt til þess að ná jafnvægi milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Komist var að þeirri niðurstöðu að leggja þyrfti til grundvallar að sú starfsemi sem fólst í birtingu skattaupplýsinga teldist vinnsla persónuupplýsinga eingöngu í þágu fréttamennsku, í skilningi tilskipunarinnar, ef eina markmið þeirrar starfsemi væri að veita almenningi aðgang að upplýsingum, skoðunum eða hugmyndum. Hlutverk landsdómstólsins væri að skera úr því. 39. Sú ályktun verður dregin af öllu framangreindu að ekki séu efni til að leggja mismunandi skilning í orðin fjölmiðlun og fréttamennsku í 5. gr. laga nr. 77/2000 og að í báðum tilvikum sé átt við þá starfsemi fjölmiðla að miðla til almennings upplýsingum, skoðunum og hugmyndum. Þá beri að skýra orðin fjölmiðlun og fréttamennsku í greininni rúmt. Jafnframt liggur fyrir að 5. gr. laga nr. 77/2000 tekur ekki aðeins til fjölmiðlanna sjálfra heldur einnig þeirra sem stunda fjölmiðlun og leggja þeim til efni hvort sem þeir eru starfsmenn eða verktakar eins og aðaláfrýjandi var. Af orðalagi 5. gr. laga nr. 77/2000 og að öllu framangreindu gættu er ljóst að markmið greinarinnar er að leita sanngjarns jafnvægis milli tvenns konar stjórnarskrárvarinna mannréttinda, annars vegar tjáningarfrelsis sem varið er af 73. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar friðhelgi einkalífs sem varið er af 71. gr. hennar. 40. Að framangreindri niðurstöðu fenginni liggur fyrir að meta á grundvelli 5. gr. laga nr. 77/2000 hvort og þá að hvaða marki þeim lögum verði beitt við úrlausn málsins.41. Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er sem fyrr segir kveðið á um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu en í 3. mgr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. megi með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar á sér samsvörun í fyrrgreindri 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.42. Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið talið að vernd persónuupplýsinga hafi grundvallarþýðingu fyrir einstakling svo að hann geti notið réttar til einkalífs og fjölskyldulífs sem verndaður sé af 8. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. dóm 4. desember 2008 í sameinuðum málum nr. 30562/04 og 30566/04, S. og Marper gegn Bretlandi og 27. júní 2017 í máli nr. 931/13, Satakunnan Markkinapörssi OY og Satamedia OY gegn Finnlandi. 43. Tjáningarfrelsi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar og má því aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum, sbr. 3. mgr. 73. gr.44. Það hlutverk fjölmiðla að hlúa að rétti almennings til að taka á móti og miðla upplýsingum og hugmyndum hefur verið viðurkennt í fjölda dóma Hæstaréttar Íslands, þar á meðal dómum 24. nóvember 2011 í máli nr. 100/2011 og 15. nóvember 2012 í máli nr. 69/2012. Talið hefur verið að í lýðræðisþjóðfélagi þurfi sérstaklega ríkar ástæður til að nauðsynlegt geti talist að skerða frelsi fjölmiðla til að birta tilteknar upplýsingar.45. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar á sér samsvörun í fyrrgreindri 10. gr. mannréttindasáttmálans. Í dómum mannréttindadómstólsins hefur ítrekað verið lögð áhersla á að tjáningarfrelsi sé einn mikilvægasti grundvöllur lýðræðislegs samfélags og að undantekningar frá greininni verði að túlka þröngt. Þörfin fyrir sérhverja takmörkun á því verði að vera rökstudd með sannfærandi hætti, sbr. til dæmis fyrrnefndan dóm í máli Satakunnan Markkinapörssi OY og Satamedia OY gegn Finnlandi.46. Þá hafa sjónarmið um ríkt tjáningarfrelsi fjölmiðla komið fram í fjölda dóma mannréttindadómstólsins svo sem í dómum 29. mars 2001 í máli nr. 38432/97, Thoma gegn Lúxemborg og 8. nóvember 2016 í máli nr. 18030/11, Magyar Helsinki Bizottság gegn Ungverjalandi. 47. Við mat á því hvort vega eigi þyngra tjáningarfrelsi aðaláfrýjanda eða friðhelgi einkalífs B þegar komist er að niðurstöðu um hvort beita eigi undanþáguákvæði 5. gr. laga nr. 77/2000 er rétt að líta til þeirra meginreglna og viðmiða sem mannréttindadómstóllinn hefur mótað í dómum sínum. Um það vísast í dæmaskyni til tveggja dóma 7. febrúar 2012, í máli nr. 39954/08, Axel Springer AG gegn Þýskalandi og í sameinuðum málum nr. 40660/08 og 60641/08, Von Hannover gegn Þýskalandi (NR. 2), dóms 10. nóvember 2015 í máli nr. 40454/07, Couderc og Hachette Filipacchi Associés gegn Frakklandi og fyrrgreinds dóms í máli Satakunnan Markkinapörssi OY og Satamedia OY gegn Finnlandi.48. Jafnframt hefur verið byggt á þessum meginreglum og viðmiðum í dómum Hæstaréttar, sbr. meðal annars 22. mars 2019 í máli nr. 29/2018 og 9. febrúar 2022 í máli nr. 38/2021.49. Heimildir til að takmarka tjáningarfrelsi samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans ber að túlka þröngt og þær þurfa að grundvallast á nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi. Þá ber að gæta meðalhófs við úrlausn þess hvort skorður við því frelsi teljist þjóðfélagsleg nauðsyn. Í samræmi við framangreint nýtur umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál aukinnar verndar tjáningarfrelsis. Eru almennt líkur til þess að umræða um slík mál teljist framlag sem eigi erindi við almenning og hefur heimild til slíkrar umfjöllunar verið túlkuð rúmt. Um þetta vísast til langrar dómaframkvæmdar Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu og má nefna dóma Hæstaréttar 28. maí 2009 í máli nr. 575/2008 og fyrrgreindan dóm í máli nr. 100/2011, svo og dóma mannréttindadómstólsins 4. maí 2017 í máli nr. 44081/13, Reynir Traustason o.fl. gegn Íslandi og 10. júlí 2012 í máli nr. 46443/09, Björk Eiðsdóttir gegn Íslandi.50. Í þættinum […], þar sem rætt var við B, voru sýnd viðtöl við fanga og þeim gefinn kostur á að segja frá lífshlaupi sínu, fíkn, brotum, fangavist og afleiðingum hennar. Í engu tilviki var nafni leynt eða viðmælendur gerðir óþekkjanlegir. Aðstæður fanga voru þannig dregnar fram í dagsljósið frá þeirra eigin sjónarhorni á mjög persónulegan hátt. Hafið er yfir vafa að málefni fanga og aðbúnaður í fangelsum er efni sem hefur mikla samfélagslega þýðingu og að sjónvarpsþátturinn […] hafði að geyma framlag til mikilvægrar umræðu í þjóðfélaginu um það málefni. 51. Þótt komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að umfjöllun um B hafi verið framlag til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu þarf að skoða hvort sú vinnsla persónuupplýsinga um hana sem fram fór með viðtölum við hana, vinnslu þáttarins og sýningu hafi eingöngu verið í þágu fjölmiðlunar eða fréttamennsku samkvæmt 5. gr. laga nr. 77/2000 eins og hún hefur verið skýrð samkvæmt framansögðu. Í því sambandi þarf að huga að því að birting upplýsinga um persónuleg málefni einstaklings má ekki hafa þann eina tilgang að svala forvitni almennings eða vekja sterkar tilfinningar. Sú aðferð sem notuð var í þættinum við að miðla til áhorfenda upplýsingum um stöðu og aðbúnað fanga fól sem fyrr segir í sér að B og fleiri fangar sem ekki geta talist þjóðþekktir komu fram undir nafni og sögðu sína sögu. Þegar litið er til þess að B var ekki þjóðþekktur einstaklingur og í viðtölunum var ekki verið að svipta hulu af leyndarmálum er ekki unnt að líta svo á að markmiðið með sýningu þeirra hafi verið að svala forvitni almennings. Þótt frásögnin hafi um margt verið átakanleg var uppbygging þáttarins og framsetning efnis ekki með þeim hætti að höfðað hafi verið sérstaklega til tilfinningasemi áhorfenda. Af efni sjónvarpsþáttarins má ráða að viðtöl sem tekin voru við B og móður hennar og annað myndefni var ekki birt óunnið heldur raðað saman með þeim hætti að hæfði efnistökum þáttarins og því markmiði að miðla upplýsingum um bakgrunn, aðstæður og skoðanir fanga.52. Af hálfu gagnáfrýjanda er ekki á því byggt að upplýsingar um B sem komu fram í sjónvarpsþættinum og kynningarefni með honum hefðu verið rangar eða í þeim hefðu falist ærumeiðingar. Þá er ekki byggt á því að upplýsinganna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Fyrir liggur að uppistaðan í umfjöllun um hana var birting viðtala við hana og móður hennar. Þær viðbótarupplýsingar um hana sem aðaláfrýjandi setti fram í sjónvarpsþættinum og fram komu í kynningarefni lutu einkum að því að hún hefði verið samtals […] í fangelsi og fyrir hvaða brot. Slíkar upplýsingar komu þó fram með óbeinum hætti í hinum birtu viðtölum við hana og höfðu auk þess komið fram í tímaritsgreinum sem ekki hefur verið andmælt af hálfu gagnáfrýjanda að hún hafi ritað. 53. Að öllu framangreindu gættu telst nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs B og tjáningarfrelsis aðaláfrýjanda í þágu fjölmiðlunar að víkja frá ákvæðum laga nr. 77/2000 við úrlausn þessa máls. Þar sem persónuupplýsingar um B í sjónarvarpsþættinum […] teljast eingöngu hafa verið unnar í þágu fréttamennsku í skilningi 5. gr. laganna verður ákvæðum þeirra, þar á meðal um samþykki og afturköllun þess ekki beitt, sbr. þó niðurlag síðara málsliðs þeirrar greinar.54. Samkvæmt framansögðu gilda þó, sbr. síðari málslið 5. gr. laga nr. 77/2000, meginreglur sem fram koma í 1. og 4. tölulið 7. gr. laganna um vinnslu persónuupplýsinga um B. Þær kveða svo á um að við meðferð persónuupplýsinga skuli þess gætt að þær séu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti, öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga og að þær séu áreiðanlegar. Með vísan til alls framangreinds verður ekki talið að umfjöllunin, sem að stærstum hluta fólst í birtingu viðtala við B, hafi verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þá hefur ekki af hálfu gagnáfrýjanda verið haldið fram að upplýsinga um hana hafi verið aflað með ólögmætum hætti eða bornar brigður á að þær hafi verið áreiðanlegar. Friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi55. Enda þótt komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga um B í tengslum við vinnslu og birtingu sjónvarpsþáttarins […] hafi eingöngu verið í þágu fréttamennsku og fjölmiðlunar þarf að skera úr um það ágreiningsefni aðila hvort friðhelgi einkalífs hennar hafi allt að einu verið skert meira en nauðsynlegt var í þágu þess tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóta þannig að skapast hafi skilyrði til greiðslu miskabóta. Við úrlausn þess reynir með svipuðum hætti og rakið er hér að framan á samspil réttarins til að njóta friðhelgi einkalífs og réttar til tjáningarfrelsis.56. Af hálfu gagnáfrýjanda er því haldið fram að með birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga um hana hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs B sem njóti meðal annars verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar. Brotið hafi falist í því að ekki hafi legið fyrir samþykki hennar fyrir birtingu allra viðtalanna. Hún hafi auk þess fyrir sýningu sjónvarpsþáttarins afturkallað það samþykki sem hún hafði gefið og því hafi ekkert samþykki verið til staðar þegar þátturinn var sýndur. Hana hafi auk þess skort hæfi til að veita samþykki sitt vegna þess ástands sem hún var í þegar viðtölin voru tekin en hún var þá nýlega laus úr næturlangri vist í fangaklefa. Af hálfu aðaláfrýjanda er því sem fyrr segir haldið fram að samþykki hennar hafi legið fyrir í orði og verki og því andmælt að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hennar. 57. Við mat á því hvort tjáningarfrelsi aðaláfrýjanda eigi að vega þyngra en friðhelgi einkalífs B er, eins og rakið er að framan, nauðsynlegt að líta til þeirra meginreglna og viðmiða sem Hæstiréttur hefur byggt á þegar þessum tvenns konar réttindum lýstur saman. Hefur í þeim efnum verið litið til fyrrgreindrar dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu. Heimildir til að takmarka tjáningarfrelsið ber að túlka þröngt og þurfa þær að grundvallast á nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi. Þá ber að gæta meðalhófs við úrlausn þess hvort skorður á því frelsi teljast þjóðfélagsleg nauðsyn. Í samræmi við framangreint nýtur umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál aukinnar verndar tjáningarfrelsis.58. Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að hafið væri yfir vafa að málefni fanga og aðbúnaður í fangelsum sé efni sem hefur mikla samfélagslega þýðingu og að sjónvarpsþátturinn […] hafi haft að geyma framlag til mikilvægrar þjóðfélagslegrar umræðu um það málefni. Þá hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að markmið með sýningu viðtalanna við B hafi ekki verið að svala forvitni almennings eða höfða til tilfinningasemi áhorfenda. Þá ber að líta til þess að af hálfu gagnáfrýjanda hefur ekki verið á því byggt að upplýsingar um hana í sjónvarpsþættinum og kynningarefni með honum hafi verið rangar eða í þeim hefðu falist ærumeiðingar. Þá hefði heldur ekki verið byggt á því að upplýsinganna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Eins og áður hefur verið komist að niðurstöðu um telst umfjöllunin hvorki hafa verið ómálefnaleg né ósanngjörn í hennar garð.59. Eins og áður er rakið var það mikilvægur þáttur í framsetningu þess efnis sem sýnt var í þættinum að viðmælendur aðaláfrýjanda, sem allir höfðu dvalið í fangelsi, komu fram undir nafni, án þess að andlit þeirra væru hulin og sögðu þannig sögu sína. Ekki er byggt á því af hálfu gagnáfrýjanda að B hafi gert kröfu um að við birtingu viðtalanna yrði hún gerð óþekkjanleg eða að það hafi verið forsenda þess að þau væru birt.60. Við mat á því hvort nauðsynlegt hafi verið, í þágu þess víðtæka tjáningarfrelsis sem aðaláfrýjandi naut samkvæmt framansögðu, að birta viðtölin við B í þættinum án þess að hún væri gerð ópersónugreinanleg verður sem fyrr segir að horfa til réttar hennar til friðhelgi einkalífs og þess að gæta verði meðalhófs. Niðurstaða þess mats er sú að þar sem hún telst ekki hafa verið þjóðþekktur einstaklingur hafi tjáningarfrelsi aðaláfrýjanda ekki getað réttlætt birtingu svo viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga um hana nema samþykki hennar lægi fyrir. Við þessar kringumstæður veltur niðurstaða málsins á því hvort samþykki hennar fyrir birtingu viðtalanna hafi legið fyrir þegar sjónvarpsþátturinn var sýndur og hvort hún telst hafa verið hæf til að veita slíkt samþykki. Verður nú nánar vikið að því atriði.61. Af hálfu aðaláfrýjanda hefur því ekki verið andmælt að samþykki B fyrir töku viðtala við hana hafi verið forsenda þess að birta þau í sjónvarpsþættinum. Því er hins vegar haldið fram að hún hafi samþykkt fyrirvaralaust að viðtölin yrðu tekin og verið ljóst að til stæði að sýna þau í sjónvarpi. Þá lýsti lögmaður hans yfir við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti að þátturinn hefði ekki verið sýndur ef hún hefði afturkallað samþykki sitt. 62. Þar sem ákvæðum laga nr. 77/2000 um samþykki verður ekki beitt í málinu verður samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af málatilbúnaði aðila að meta á grundvelli almennra sönnunarreglna hvort aðaláfrýjandi hafi verið í góðri trú um að fyrir lægi samþykki B sem ekki hafi verið afturkallað og að hún hafi verið hæf til að veita slíkt samþykki. 63. Aðaláfrýjandi og B áttu í tölvupóstsamskiptum dagana 6. og 7. ágúst 2017 og eru þau rakin hér að framan. Af þessum samskiptum er ljóst að hún þekkti til þáttanna […], efnis þeirra og efnistaka. Þá er ljóst af þessum samskiptum að hún samþykkti að veita viðtal sem birt yrði í slíkum þætti en tímasetning þess hefði ekki verið ákveðin. 64. Óumdeilt er að aðaláfrýjandi hitti B að morgni 15. ágúst 2017 fyrir framan lögreglustöðina við […] þar sem hún hafði gist fangageymslu nóttina áður. Af hálfu gagnáfrýjanda er því haldið fram að fyrsta viðtalið við hana hafi verið tekið fyrir utan lögreglustöðina og án hennar samþykkis. Í stefnu til héraðsdóms var því haldið fram að B hefði eftir það farið heim til móður sinnar þar sem annað viðtalið hefði verið tekið en það þriðja tekið sama dag við fjöruborðið á […]. Í greinargerð hennar til Landsréttar er því aftur á móti haldið fram að annað viðtalið hafi farið fram í fjörunni á […] en eftir það hafi þau aðaláfrýjandi farið á heimili móður hennar þar sem hún hafi farið í sturtu og skipt um föt. 65. Af hálfu aðaláfrýjanda er því hins vegar haldið fram að eftir að þau B hittust við lögreglustöðina hafi þau farið á kaffihús og spjallað saman. Eftir það hafi þau mælt sér mót í fjörunni við […] og þar hafi fyrsta viðtalið farið fram. Þau hafi síðan farið aftur að lögreglustöðinni við […] þar sem sett hafi verið á svið að hún hefði skömmu áður losnað úr fangaklefa. Síðari viðtölin hafi farið fram á heimili móður hennar og fyrir utan heimili föður næstu tvo daga. 66. Ráðið verður af upptöku af viðtali við B og myndskeiðum fyrir utan lögreglustöðina við […] að viðtalið hafi verið sviðsett eins og aðaláfrýjandi heldur fram. Þannig var hún klædd sömu fötum í viðtalinu í fjörunni við […] og við lögreglustöðina en öðruvísi klædd í hinum tveimur viðtölunum. Misvísandi fullyrðingar hafa jafnframt komið fram af hálfu gagnáfrýjanda um röð viðtalanna. Mun líklegra er því að viðtölin hafi farið fram í þeirri röð sem aðaláfrýjandi heldur fram en gagnáfrýjandi telur svo sem héraðsdómur lagði til grundvallar sönnunarmati sínu. 67. Samkvæmt framangreindu er rétt að leggja til grundvallar að B hafi samþykkt fyrirfram að koma fram í þættinum og síðan í verki veitt samþykki sitt fyrir öllum viðtölunum. Ekkert liggur fyrir í málinu um að þetta samþykki hennar hafi verið bundið fyrirvara um sérstakt samþykki fyrir birtingu viðtalanna eða að hún fengi að sjá þáttinn fyrir sýningu hans. Ljóst má vera af fyrrnefndum tölvupóstsamskiptum að aðaláfrýjandi stóð ekki við fyrirheit sem hann gaf B um að hún gæti komið á framfæri í þættinum upplýsingum um fyrirhugaða tónleika á hennar vegum í […] með íslenskum tónlistarmönnum. Ekki er þó unnt að líta svo á að kynning á því verkefni í þættinum væri skilyrði af hennar hálfu fyrir birtingu viðtalanna enda lá ljóst fyrir að aðaláfrýjandi hafði fyrst og fremst í huga að ræða við hana um fangelsisdvöl hennar og lífið og tilveruna fyrstu dagana utan fangelsis.68. Enda þótt ráða megi af viðtölum þessum við B að hún hafi ekki verið vel fyrir kölluð er ekki unnt að draga þá ályktun að vegna ástands hennar og aðstæðna hafi hana skort hæfi til að veita samþykki sitt fyrir viðtölunum eða að aðaláfrýjandi hefði með réttu mátt draga hæfi hennar til þess í efa. Er þá jafnframt til þess að líta að hún hafði áður í tölvupósti samþykkt viðtal við aðaláfrýjanda vegna sjónvarpsþáttarins.69. Ekkert liggur fyrir í málinu um að B hafi verið í samskiptum við aðaláfrýjanda frá því að viðtölin fóru fram í ágúst 2017 og þar til honum barst tölvupóstur frá henni 5. febrúar 2018. Allan þann tíma mátti hann því vera í góðri trú um samþykki hennar fyrir birtingu viðtalanna í sjónvarpsþættinum. Þar hrósaði B fyrri þætti um […] en greindi frá óánægju fjölskyldu hennar með að hún kæmi fram í þáttunum. Þá varpaði hún fram eftirfarandi spurningum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Skýra verður efni tölvupóstsins samkvæmt orðanna hljóðan með þeim hætti að B væri að velta fyrir sér möguleikum á að afturkalla samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna fremur en að ráðið verði af efninu að hún hafi gert upp hug sinn um það. Þótt því sé haldið fram af hálfu gagnáfrýjanda að hún hafi fylgt tölvupósti sínum eftir með því að reyna að ná sambandi símleiðis við aðaláfrýjanda liggja engar sannanir fyrir um slíkt. Ljóst er hins vegar að hún lét ekki reyna frekar á þá samskiptaleið sem þau höfðu áður notað. Samkvæmt framangreindu verður það ekki metið aðaláfrýjanda til sakar að hafa ekki litið á tölvupóstinn sem afturköllun á samþykki eða að hafa ekki haft samband við hana til að ganga úr skugga um afstöðu hennar fyrir sýningu þáttarins. Aðaláfrýjandi mátti því líta svo á að fyrra samþykki hennar í orði og verki stæði óhaggað.70. Af hálfu gagnáfrýjanda er krafa um miskabætur enn fremur byggð á því að framganga aðaláfrýjanda hafi ekki verið í samræmi við 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands frá árinu 1991. Þannig hafi hann aflað gagna og upplýsinga án tilskilinna leyfa frá B meðal annars um að hún hafi verið vistuð í fangaklefa nóttina áður en viðtölin við hana voru tekin og um ástæður þeirrar vistar. Í umræddri grein siðareglnanna segir að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðist allt sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.71. Þegar litið er heildstætt á þær upplýsingar sem B veitti í viðtölunum, meðal annars um brot sín, ítrekaða fangelsisvist og áfengisneyslu, verður ekki talið að þær upplýsingar sem aðaláfrýjandi kom fram með í sjónvarpsþáttunum hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því er ekki tilefni til þess að álykta að vinnubrögð hans hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. 72. Samkvæmt framansögðu telst aðaláfrýjandi í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður ekki hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs B með þeim hætti að skylda til greiðslu miskabóta hafi skapast á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.73. Samkvæmt öllu framangreindu verður aðaláfrýjandi sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. 74. Með hliðsjón af því að vinnsla og birting viðkvæmra persónulegra upplýsinga um B var til þess fallin að vekja efasemdir um það hvort farið hafi verið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsis, sem aðaláfrýjandi nýtur samkvæmt framansögðu, þykir rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu á öllum dómstigum.75. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti eru staðfest. Um gjafsóknarkostnað aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir. 76. Það athugast að á hinum áfrýjaða dómi eru þeir ágallar að fyrir fórst að leysa úr málskostnaðarkröfu B á hendur C og D og úr málskostnaðarkröfum hinna síðarnefndu á hendur henni. Þar sem C og D eru ekki aðilar að málinu fyrir Hæstarétti er sá þáttur málsins ekki til endurskoðunar fyrir réttinum og kemur þessi ágalli ekki til frekari skoðunar.Dómsorð:Aðaláfrýjandi, A, er sýkn af öllum kröfum gagnáfrýjanda, dánarbús B. Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti skulu óröskuð. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 1.500.000 krónur.Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 1.500.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=0cbfe6bc-d5ef-43c4-9e4c-2e7d67cebdf2&verdictid=9a21a8c5-0e98-41c5-af78-87e0729891f0 |
Mál nr. 54/2022 | Kærumál Áfrýjunarstefna Aðild Ómerking | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem máli A á hendur B hf. var vísað frá Landsrétti. Undir rekstri málsins í héraði höfðu orðið þau mistök að ranglega var skipt um nafn stefnda. Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri við neinar skráðar lagareglur eða fordæmi að styðjast við úrlausn þess hvaða réttarfarslegar afleiðingar þessi augljósu mistök við rekstur málsins í héraði ættu að hafa. Við þessar aðstæður væri rétt að velja þá leið við úrlausn um þennan réttarfarsannmarka sem líklegust væri til að stuðla að því að efnislega rétt niðurstaða fengist. Í dómi Hæstaréttar kom fram að enda þótt útilokað hefði verið að leggja efnisdóm á málið í Landsrétti eftir að framangreind mistök við meðferð málsins voru komin í ljós yrði að líta svo á að þar sem A hefði augljóslega verið réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og ekki getað áfrýjað málinu gegn öðru félagi en því sem sýknað var í héraði hefði Landsrétti borið að ómerkja dóm héraðsdóms og málsmeðferðina í héraði frá og með að nafni stefnda var ranglega breytt í B hf. Samkvæmt því voru hinn kærði úrskurður Landsréttar og dómur héraðsdóms ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með þinghaldi 17. desember 2020 og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. nóvember 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 21. október 2022 þar sem máli sóknaraðila var vísað frá Landsrétti. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að Landsrétti verði gert að taka málið til meðferðar á ný. Til vara krefst hann þess að dómur héraðsdóms og öll meðferð málsins frá og með þinghaldi 17. desember 2020 verði ómerkt og málinu vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða honum kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá Landsrétti með þeim rökum að sóknaraðili hefði stefnt röngum aðila fyrir réttinn en fyrir slíkri breytingu á aðild væri engin lagastoð og yrði aðild málsins, gegn mótmælum varnaraðila, ekki leiðrétt með bókun í þingbók. Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að ómerkja bæri héraðsdóm og málsmeðferð í héraði frá og með 17. desember 2020 og vísa málinu aftur til héraðsdóms.6. Ágreiningur málsaðila fyrir Hæstarétti lýtur að því hvaða afleiðingar það skuli hafa að ranglega var skipt um nafn á stefnda undir rekstri málsins í héraði. Málsatvik7. Sóknaraðili höfðaði mál þetta 4. júní 2020 á hendur Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf., kt. 410998-2629, Fiskislóð 14, Reykjavík, til greiðslu kröfu um óskert staðgengilslaun vegna óvinnufærni af völdum vinnuslyss í júní 2016. Fyrirsvarsmaður félagsins var sagður Magnús Helgi Árnason, formaður stjórnar þess. Þegar slysið varð bar hlutafélagið sem hann vann hjá nafnið Brim en nafni þess mun hafa verið breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með tilkynningu til fyrirtækjaskrár 14. september 2018. Sóknaraðili beindi málsókn sinni af þeirri ástæðu að því félagi. 8. Félagið HB Grandi hf. mun hafa tilkynnt fyrirtækjaskrá 15. ágúst 2019 að nafni þess hefði verið breytt í Brim hf. Það félag hefur kennitöluna 541185-0389.9. Við fyrstu fyrirtöku málsins í héraðsdómi 17. desember 2020, eftir að stefndi hafði skilað greinargerð, færði héraðsdómari sem þá fór með málið til bókar í þingbók: „Lögmenn upplýsa að nafni stefnda hafi verið breytt og heiti nú Brim hf. og er heiti málsins breytt í samræmi við það.“ Þá var bókað að af hálfu stefnanda hefði sótt þing Jónas Þór Jónasson lögmaður en af hálfu stefnda Diljá Catherine Þiðriksdóttir lögmaður vegna Jóhannesar Bjarna Björnssonar lögmanns.0. Þegar málið var næst tekið fyrir í héraðsdómi 22. janúar 2021 hafði því verið úthlutað til annars dómara sem fór með málið eftir það. Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður sótti þá sjálfur þing í málinu af hálfu stefnda og annaðist síðar munnlegan flutning þess í héraði. Í þingbók málsins í héraði er nafn stefnda sagt vera Brim hf. allt frá þingfestingu þess. Þá er í héraðsdómi vísað til þess að nafni stefnda hafi verið breytt í Brim hf. og í dómsorði kemur fram að Brim hf. sé sýknað af kröfu stefnanda.1. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar 13. júlí 2021 og beindi áfrýjuninni að Brimi hf., kt. 541185-0389, Norðurgarði 1, Reykjavík. Fyrirsvarsmaður félagsins fyrir Landsrétti var sagður Kristján Þórarinn Davíðsson, formaður stjórnar þess. Lögmaður sá sem áður gætti hagsmuna stefnda í héraði gætti hagsmuna varnaraðila fyrir Landsrétti.Niðurstaða2. Óumdeilt er að nafni Brims hf., kt. 410998-2629, hafði verið breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. þegar málið var höfðað. Í stefnu beindi sóknaraðili því kröfu sinni réttilega að félaginu og óumdeilt er að kennitala, heimilisfang og fyrirsvar þess var þar tilgreint með réttum hætti. Þær breytingar sem síðar voru gerðar á heiti stefnda í héraði voru hins vegar gerðar fyrir mistök.3. Enda þótt ráða megi af endurriti úr þingbók að nafn stefnda í málaskrá hafi frá upphafi verið Brim hf. verður að leggja til grundvallar að hið rétta sé það sem héraðsdómari færði til bókar í þingbók 17. desember 2020, það er að lögmenn hafi upplýst að nafni stefnda hafi verið breytt í Brim hf. og að heiti málsins hafi þá verið breytt í samræmi við það. Af þessari bókun og síðari aðkomu lögmanns stefnda, sem jafnframt hefur farið með málið af hálfu varnaraðila fyrir Landsrétti og Hæstarétti, verður ráðið að lögmenn beggja málsaðila hafi dregið þá röngu ályktun af breytingu á nafni HB Granda hf. í Brim hf. að það félag væri hið sama og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem áður hafði heitið Brim hf. Það athugast að lögmaður stefnda í héraði gerði ekki athugasemdir við að málið væri eftir þessa röngu nafnabreytingu rekið á hendur öðru félagi en hann hafði tekið til varna fyrir. 4. Við mat á því hvaða afleiðingar framangreind mistök sem gerð voru í þinghaldi 17. desember 2020 eigi að hafa í réttarfarslegu tilliti er ljóst að í stað þess að héraðsdómur leysti úr kröfu á hendur stefnda málsins, Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf., var leyst úr kröfunni á hendur öðrum lögaðila, félaginu Brimi hf., sem ekki hafði verið stefnt í málinu. Framangreind mistök sem ekki voru leiðrétt undir rekstri málsins í héraði fólu þannig ekki eingöngu í sér að stefndi gengi eftir það undir röngu nafni heldur var málið eftir það rekið varnarmegin í nafni annars félags og það sýknað af kröfum sóknaraðila. Með hliðsjón af þessum afleiðingum verður að líta svo á að málið hafi frá 17. desember 2020 verið rekið á hendur röngum aðila í héraði.5. Ekki er við neinar skráðar lagareglur eða fordæmi að styðjast við úrlausn þess hvaða réttarfarslegar afleiðingar þessi augljósu mistök við rekstur málsins í héraði sem komu í ljós við áfrýjun þess til Landréttar eigi að hafa. Við þessar aðstæður er rétt að velja þá leið við úrlausn um þennan réttarfarsannmarka sem líklegust er til að stuðla að því að efnislega rétt niðurstaða fáist í málinu.6. Ljóst er að sóknaraðili var réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og að hann áfrýjaði málinu á hendur Brimi hf. í samræmi við það að hlutafélag með því nafni var sýknað af kröfum hans í héraði. Þau mistök sem gerð voru við meðferð málsins í héraði urðu enn bersýnilegri eftir áfrýjun málsins þar sem tilgreining á kennitölu, heimili og fyrirsvarsmanni varnaraðila var önnur í áfrýjunarstefnu en í stefnu til héraðsdóms. Enda þótt útilokað hafi verið að leggja efnisdóm á málið í Landsrétti eftir að framangreind mistök við meðferð málsins í héraði voru komin í ljós verður að líta svo á að þar sem sóknaraðili var augljóslega réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og gat ekki áfrýjað málinu gegn öðru félagi en því sem var sýknað í héraði hafi ekki verið rétt að vísa málinu frá Landsrétti. Þess í stað bar Landsrétti að ómerkja hinn áfrýjaða héraðsdóm og málsmeðferðina í héraði frá og með 17. desember 2020 til þess að unnt væri að ná fram niðurstöðu í málinu á hendur réttum aðila.7. Samkvæmt framansögðu er óhjákvæmilegt að ómerkja hinn kærða úrskurð og héraðsdóm í málinu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með 17. desember 2020 og dómsálagningar þar að nýju. Um slíkar lyktir vísast til dóms Hæstaréttar 4. júní 2019 í máli nr. 5/2019.8. Rétt er að kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður Landsréttar og dómur héraðsdóms eru ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með þinghaldi 17. desember 2020 og dómsálagningar að nýju.Kærumálskostnaður í Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=f1a9ac54-538f-4654-a661-70c67f530e73&verdictid=b9c52262-04aa-4635-8a40-4da429b23ef3 |
Mál nr. 53/2022 | Kærumál Hjón Fjárskipti Frávísun frá héraðsdómi | Kærður var úrskurður Landsréttar sem felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi aðila við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna hjónaskilnaðar. Ágreiningur aðila laut að skiptum á margvíslegum eignum; töluverðum fjölda fasteigna, miklum fjölda bifreiða og tækja, hluta í einkahlutafélögum og samlagsfélagi. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá héraðsdómi án kröfu sökum þess að ekki hefði verið lagður fullnægjandi grunnur að því svo unnt væri að komast að efnislegri niðurstöðu. Var meðal annars vísað til þess að ekki hefði legið fyrir upplýsingar um verðmæti eignanna og talið að eins og atvikum væri háttað yrði að gera þá lágmarkskröfu til skiptastjóra að verðmæti allra eigna sem aðilar deildu um væri nokkuð vel þekkt eða að samkomulag væri milli aðila um verðmæti þeirra, sbr. 1. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., svo unnt væri að leggja dóm á ágreining aðila. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að ef ágreiningur er með hjónum um verðmæti eigna verði mat á því að liggja fyrir svo að helmingaskipti geti farið fram og sé jafnframt eitt af þeim atriðum sem skipt geta máli við úrlausn um hvort og þá með hvaða hætti megi víkja frá helmingaskiptareglu við opinber skipti til fjárslita milli hjóna með vísan til 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Eins og atvikum sé háttað verði ekki talið að fullnægjandi grundvöllur hafi verið lagður að málatilbúnaði sóknaraðila um að víkja ætti frá meginreglu 104. gr. hjúskaparlaga um helmingaskipti og eftir atvikum með hvaða hætti. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur og málinu vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. október 2022 sem barst réttinum 31. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust 7. nóvember sama ár. Kærður er úrskurður Landsréttar 17. október 2022 í máli nr. 479/2022 þar sem málinu var vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl.3. Endanlegar dómkröfur sóknaraðila eru að málinu verði vísað aftur til Landsréttar til efnislegrar meðferðar og úrskurðar að nýju. Þá krefst hann kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti. 4. Varnaraðili skaut málinu fyrir sitt leyti til Hæstaréttar með kæru 31. október 2022 sem barst réttinum 1. nóvember sama ár en kærumálsgögn bárust 9. þess mánaðar. Hún krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur um annað en málskostnað. Þá krefst hún þess að sóknaraðila verði gert að greiða sér málskostnað að skaðlausu fyrir héraðsdómi og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti. 5. Sóknaraðili krefst frávísunar á kröfu varnaraðila um málskostnað fyrir Landsrétti.Ágreiningsefni6. Aðilar deila um hvort við skipti vegna skilnaðar þeirra að borði og sæng skal beita meginreglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 um helmingaskipti eða hvort víkja skal frá henni á grundvelli heimildar 104. gr. sömu laga. Skiptastjóri skaut ágreiningnum til héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu að til sóknaraðila skyldu falla eignir sem hann átti við upphaf hjúskapar en eignir sem hefðu orðið til á hjúskapartíma skyldu koma til helmingaskipta. 7. Með hinum kærða úrskurði Landsréttar var málinu vísað frá héraðsdómi á þeim grundvelli að ekki lægi nægilega fyrir verðmæti allra þeirra eigna sem málsaðilar deila um hvernig skipta skal. Hefði því ekki verið lagður fullnægjandi grunnur að rekstri málsins er skiptastjóri vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.8. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur aðila í fyrsta lagi að því hvort dómkrafa sóknaraðila um heimvísun máls til Landsréttar til efnislegrar málsmeðferðar og úrskurðar að nýju er nægilega skýr. Verði svo talið deila aðilar í annan stað um það hvort staðfesta skal niðurstöðu Landsréttar um frávísun málsins frá héraðsdómi án kröfu sökum þess að upplýsingar skorti um verðmæti eigna eða hvort vísa á málinu aftur til Landsréttar til efnislegrar meðferðar þar sem varnaraðili hafi teflt of seint fram kröfu um frávísun þess en hún kom fyrst fram fyrir Landsrétti.Helstu málsatvik9. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hófu aðilar sambúð […] 2014 og gengu í hjúskap […] ári síðar. Þau áttu bæði börn fyrir en engin saman. Þau munu hafa slitið samvistir í mars 2020 og óskaði varnaraðili eftir skilnaði að borði og sæng 22. september það ár. Leyfi til skilnaðar var veitt 18. maí árið eftir. Með úrskurði héraðsdóms 8. apríl 2021 var kveðið á um að opinber skipti skyldu fara fram milli þeirra.0. Fram kom á fyrsta skiptafundi 19. apríl 2021 að skiptastjóri teldi ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um markaðsverð þeirra eigna sem hugsanlega ættu undir skiptin. Lýstu aðilar sig sammála því. Var þá fjallað um hvernig staðið skyldi að mati þar um og hverjir gætu framkvæmt það. Af hálfu varnaraðila var tekið undir sjónarmið skiptastjóra í þessu tilliti en af hálfu sóknaraðila var hvorki tekin til þess afstaða að svo stöddu hvort mat skyldi fram fara né hverjir skyldu meta. Á næsta skiptafundi 11. nóvember 2021 voru lagðar fram frekari upplýsingar um eignir. Af hálfu varnaraðila var þá óskað eftir að þær yrðu metnar til líklegs söluverðs eftir reglum 17. til 23. gr. laga nr. 20/1991 en lögmenn sóknaraðila mótmæltu því og vísuðu til þess að kröfur sóknaraðila fælu í sér að allar eignir kæmu í hans hlut. Í kjölfarið var meðal annars bókað: „Skiptastjóri telur sér ekki fært að ráðast í matið að svo stöddu, þar sem það hefur augljóslega í för með sér mjög verulegan kostnað, en fjármunir til að greiða þann kostnað eru ekki handbærir í búinu.“ Á þriðja skiptafundi 15. nóvember 2021 var bent á af hálfu varnaraðila að ágreiningsmál um tilhögun skipta gæti sætt frávísun fyrir dómi sökum þess að ekki lægi fyrir verðmat á eignum. Af hálfu sóknaraðila var því andmælt. Skiptastjóri óskaði hvorki eftir því að slíkt mat færi fram né skaut hann ágreiningi aðila um hvort eignir yrðu verðmetnar til héraðsdóms. Þess í stað bókaði hann að grundvallarágreiningur væri milli aðila um hvernig skipta bæri eignum sem hann hefði árangurslaust leitast við að jafna. Væri þeim ágreiningi því beint til héraðsdóms til úrlausnar, sbr. 112. og 122. gr. laga nr. 20/1991.1. Með bréfi skiptastjóra 15. nóvember 2021 var ágreiningnum beint til héraðsdóms til úrlausnar. Var úrskurður í málinu kveðinn upp 13. júlí 2022. Samkvæmt honum komu fasteignir, vélsleði, hjólhýsi, torfæruhjól og hlutir sóknaraðila í nánar tilgreindum félögum óskipt í hans hlut. Öðrum eignum skyldi skipta samkvæmt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga. Þá var vísað frá dómi kröfum varnaraðila um viðurkenningu á rétti hennar til helmings hlutdeildar í tekjum og arði af hjúskapareignum frá samvistarslitum sem og kröfu hennar um viðurkenningu á skyldu sóknaraðila til að greiða henni leigu vegna þeirra eigna sem hann hefði haft í sinni umsjá frá samvistarslitum. Loks var málskostnaður felldur niður.2. Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 25. júlí 2022. Gerði hún þær kröfur að hinn kærði úrskurður yrði ómerktur, málinu vísað frá héraðsdómi og henni dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Til vara krafðist hún þess að öllum kröfum sóknaraðila um frávik frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga við skipti til fjárslita milli þeirra yrði hafnað og að skiptin færu að öllu leyti fram á grundvelli þeirrar lagareglu. Til þrautavara krafðist hún þess að frávik frá helmingaskiptareglu yrðu ekki látin ná til annarra eigna en hlutafjár í C ehf. og D ehf. Til þrautaþrautavara krafðist hún þess að frávik frá helmingaskiptareglu um aðrar eignir en greindi í þrautavarakröfu yrðu ákveðin að nánar greindri tiltölu af verðmæti eigna sem ekki yrði hærri en 25 af hundraði. Að því frágengnu krafðist hún staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað. Loks krafðist hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krafðist staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.3. Með úrskurði Landsréttar 17. október 2022 var málinu vísað frá héraðsdómi með þeim rökum að ekki lægi nægilega fyrir verðmæti allra þeirra eigna sem málsaðilar deildu um hvernig skipta skyldi. Hefði því ekki verið lagður fullnægjandi grunnur að rekstri málsins er skiptastjóri vísaði ágreiningi aðila til héraðsdóms.Málsástæður aðila4. Sóknaraðili vísar einkum til þess að samkvæmt meginreglu 111. gr. laga nr. 91/1991 sé málsforræði hjá aðilum. Þeir hafi verið sammála um að málið yrði lagt í úrskurð héraðsdóms á þeim grunni sem gert var. Krafa varnaraðila um frávísun hafi fyrst komið fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti og sé því of seint fram komin. Þá vísar sóknaraðili því á bug að nauðsynlegt sé að verðmeta hlutafé hans í þremur félögum hans líkt og Landsréttur leggi til grundvallar niðurstöðu sinni enda séu þau verðmæti sem felist í félögunum til komin vegna vinnu sóknaraðila og þeim beri að halda utan skipta samkvæmt 102. gr. hjúskaparlaga. Bendir sóknaraðili á að við meðferð málsins í héraði hafi varnaraðili gert kröfu um hefðbundin helmingaskipti á grundvelli 103. gr. hjúskaparlaga sem ekki hafi útheimt verðmat af þeim toga sem nú sé deilt um. Krafa um verðmat sé til komin vegna breyttrar kröfugerðar varnaraðila fyrir Landsrétti þar sem hún gerði varakröfur um frávik frá reglum um helmingaskipti að tiltölu. Landsréttur hafi ekki mátt fallast á þær breytingar á grundvelli málsins sem af þessari breyttu kröfugerð leiddi. Beri því að fallast á dómkröfur sóknaraðila. Um kröfu sína um frávísun frá Hæstarétti á kröfu varnaraðila um endurskoðun málskostnaðar fyrir Landsrétti vísar sóknaraðili til þess að slík krafa falli ekki undir kæruheimild 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991.5. Aðalkröfu sína um frávísun málsins frá Hæstarétti styður varnaraðili þeim rökum að krafa sóknaraðila sé ekki nægjanlega skýr til þess að unnt sé að leggja dóm á hana. Í því sambandi bendir hún á að ekki sé gerð krafa um breytingu á hinni kærðu dómsathöfn eða að hún verði felld úr gildi. Uppfylli hún því ekki skilyrði c-liðar 1. mgr. 169. gr. laga nr. 91/1991. Þá vísar varnaraðili til þess að verulega skorti á nauðsynlegar upplýsingar um eignir aðila. Ráða megi af fundargerðum vegna skiptafunda að aðilar hafi verið ósammála um hvort meta ætti verðmæti eigna, þar á meðal umræddra félaga. Vegna eindreginnar afstöðu sóknaraðila hafi skiptastjóri ákveðið að hætta við áform sín um að láta mat fara fram þvert á óskir varnaraðila. Við slíkt mat hefði komið í ljós hversu fráleit krafa sóknaraðila er að virtum heildarhagsmunum aðila. Þá rúmist kröfugerð varnaraðila fyrir Landsrétti innan aðalkröfu hennar í héraði um helmingaskipti.Niðurstaða6. Upphaflega krafðist sóknaraðili þess aðallega fyrir Hæstarétti að úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur en til vara heimvísunar málsins til Landsréttar til efnislegrar meðferðar og úrskurðar að nýju. Sóknaraðili féll síðar frá aðalkröfu sinni. Krafa sóknaraðila sem eftir stendur er nægilega skýr til þess að lagður verði á hana dómur. Verður ekki fallist á með varnaraðila að vísa beri málinu frá Hæstarétti á þeim grunni að hún sé ekki dómtæk og uppfylli ekki skilyrði c-liðar 1. mgr. 169. gr. laga nr. 91/1991.7. Þá verður ekki fallist á með sóknaraðila að ákvæði 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 leiði til þess að kröfu varnaraðila í gagnkæru um endurskoðun ákvörðunar Landsréttar um málskostnað skuli vísað frá Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 174. gr. laganna.8. Eins og áður segir reisti varnaraðili efnisvarnir sínar í héraði meðal annars á því að óljóst væri um verðmæti þeirra eigna sem ættu að koma til skipta. Það var á hinn bóginn ekki fyrr en í kæru til Landsréttar að hún hafði aðallega uppi kröfu um frávísun málsins frá héraðsdómi á þeim grunni. Fallist er á með sóknaraðila að krafa varnaraðila um frávísun málsins var of seint fram komin til þess að hún yrði tekin til meðferðar, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 og 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991. Á hinn bóginn vísaði Landsréttur málinu frá héraðsdómi án kröfu og lýtur ágreiningur aðila hér fyrir dómi að því hvort staðfesta skal þá úrlausn. Skiptir því ekki máli þó að krafa þar að lútandi hafi fyrst komið fram af hálfu varnaraðila undir rekstri málsins fyrir Landsrétti.9. Þá verður að líta til þess við úrlausn málsins að aðrar kröfur varnaraðila til vara sem fyrst voru reifaðar fyrir Landsrétti rúmast innan upphaflegrar kröfu hennar í héraði um helmingaskipti.20. Í 103. gr. hjúskaparlaga kemur fram sú meginregla að hvor maki um sig eigi tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins nema annað leiði af ákvæðum laga. Þó segir í 1. mgr. 104. gr. laganna að víkja megi frá reglum um helmingaskipti ef þau yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Ýmsir þættir koma til skoðunar við þetta mat en í greininni segir að þetta eigi einkum við þegar tekið er tillit til fjárhags hjóna og lengdar hjúskapar, svo og ef annað þeirra hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun eða hefur síðar erft fé eða fengið það að gjöf frá öðrum en maka sínum. Þá segir í 2. mgr. 104. gr. að frávik frá helmingaskiptum samkvæmt greininni geti enn fremur átt sér stað þegar annað hjóna hefur með vinnu, framlögum til framfærslu fjölskyldunnar eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign sem falla ætti hinu hjóna í skaut eða hefur átt hlut að því að bæta fjáreign hins að öðru leyti. 21. Við opinber skipti til fjárslita milli hjóna koma til skipta samkvæmt 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991, ef ekki verða sammæli um annað, þær eignir og þau réttindi þeirra sem ekki verða taldar séreignir annars þeirra og tilheyrðu þeim á viðmiðunardegi skiptanna. Að auki skulu koma til skipta arður, vextir og annars konar tekjur sem hafa fengist síðar af þeim eignum og réttindum. Með sama hætti skal við skiptin aðeins tekið tillit til þeirra skulda aðila sem höfðu stofnast en voru ekki greiddar á því tímamarki. Svo fljótt sem verða má eftir skipun skiptastjóra skal hann boða aðila eða þá sem gæta hagsmuna þeirra til skiptafundar til að leita vitneskju um hverjar eignir geta komið til skipta, hvorum aðilanum þær tilheyra, hvert verðmæti þeirra er, hvar þær er að finna, hver fari með umráð þeirra og hvort séreignir séu fyrir hendi og þá hverjar, sbr. 1. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1991. Verði ekki sammæli um verðmat eigna og liggi ekki þá þegar fyrir að þeim verði komið í verð við skiptin getur hvor aðilinn sem er krafist þess eftir 3. mgr. sömu greinar að skiptastjóri æski mats á þeim samkvæmt reglum 17. til 23. gr. laganna og njóta þá báðir aðilar þeirrar stöðu sem erfingjum er veitt í þeim ákvæðum. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. sömu laga skal skiptastjóri á skiptafundum sem haldnir eru samkvæmt 105. gr. enn fremur afla upplýsinga um þær skuldir aðila sem koma til álita eftir 1. mgr. 104. gr. Að öðru leyti leitar hann ekki sjálfur vitneskju um skuldir, nema annar aðilinn eða þeir báðir krefjist þess og honum verði talið kleift að verða við því.22. Eins og að framan er rakið fékk skiptastjóri ekki þá vitneskju sem hann taldi nauðsynlega um verðmæti þeirra eigna sem gætu komið til skipta og um er deilt í málinu, sbr. 1. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1991, en ekki voru sammæli um verðmat eignanna. Jafnframt kom fram á skiptafundum krafa varnaraðila um að eignir yrðu metnar í samræmi við ákvæði 17. til 23. gr. laganna. Af því sem bókað var á skiptafundum verður ráðið að ágreiningur um hvort og hvaða eignir aðila skyldi meta til verðs hafi ekki verið jafnaður. Samkvæmt gögnum málsins liggur heldur ekki fyrir verðmat á þeim eignum sem héraðsdómur úrskurðaði að skyldu sæta helmingaskiptum. Samkvæmt 3. mgr. 105. gr. laga nr. 20/1991 og eftir atvikum að virtri 2. mgr. 23. gr. laganna var rétt að skiptastjóri æskti þess að slíkt mat færi fram. Hefði sóknaraðili enn andmælt slíkri ákvörðun skiptastjóra var þess kostur að skjóta þeim ágreiningi sjálfstætt til úrlausnar dómstóla, sbr. 112. og 122. gr. laganna.23. Ef ágreiningur er með hjónum um verðmæti eigna verður mat á þeim að liggja fyrir svo helmingaskipti geti farið fram og er það jafnframt eitt af þeim atriðum sem skipt geta máli við úrlausn um hvort og þá með hvaða hætti víkja má frá helmingaskiptareglu við skipti til fjárslita milli hjóna með vísan til 104. gr. hjúskaparlaga, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 3. maí 2016 í máli nr. 195/2016. Eins og atvikum er hér háttað verður ekki talið að fullnægjandi grundvöllur hafi verið lagður að málatilbúnaði sóknaraðila um að víkja eigi frá meginreglu 104. gr. hjúskaparlaga um helmingaskipti og þá með hvaða hætti, þar með talið að teknu tilliti til varakrafna varnaraðila. Að öllu þessu virtu var málið í þessum búningi svo vanreifað að ekki verður lagður dómur á kröfur aðila.24. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á þá niðurstöðu að ekki hafi verið lagður fullnægjandi grunnur að rekstri málsins er skiptastjóri vísaði ágreiningi aðila til héraðsdóms. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur, þar með talið um málskostnað. 25. Eftir þessum úrslitum og að virtum atvikum máls er rétt að sóknaraðili greiði kærumálskostnað sem ákveðinn verður eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili greiði varnaraðila 600.000 krónur í kærumálskostnað.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=11966468-edbf-42cc-b480-bf5bbeb3634e&verdictid=8632265a-db58-49fd-8fb0-30ccde3aa57b |
Mál nr. 28/2022 | Endurupptaka Endurupptökudómur Réttlát málsmeðferð Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Dómari Dómstóll Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Akstur sviptur ökurétti Reynslulausn Skilorðsrof Ómerking dóms Landsréttar | Með dómi Landsréttar 23. mars 2018 í máli nr. 6/2018 var X sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Með dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 var dómur Landsréttar staðfestur. Fyrir Hæstarétti krafðist X aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins á þeim grundvelli að skipun eins dómara sem sat í dómi í málinu fyrir Landsrétti hefði ekki verið í samræmi við lög, svo sem áskilið væri í 59. gr. stjórnarskrárinnar og 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hefði þetta leitt til þess að fyrir Landsrétti hefði X ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, eins og honum væri tryggður réttur til í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að X hefði, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum. Endurupptökudómur féllst á beiðni ákærða um endurupptöku málsins. Vísað var til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði 1. desember 2020 komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans að því er varðaði rétt X til málsmeðferðar fyrir dómstóli sem skipaður væri að lögum. Ákærði og ákæruvaldið kröfðust þess aðallega að dómur Landsréttar yrði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til réttrar og löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Í ljósi framangreinds var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. 2. Með úrskurði Endurupptökudóms 31. mars 2022 í máli nr. 3/2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 10/2018 sem dæmt var 24. maí 2018.3. Ákæruvaldið krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur Landsréttar 23. mars 2018 í máli nr. 6/2018 verði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til réttrar og löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara er þess krafist að staðfest verði niðurstaða um sakfellingu ákærða, ákvörðun refsingar og sviptingu ökuréttar.4. Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar til réttrar og löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara er þess krafist að ákærða verði ekki gerð refsing en að því frágengnu að hún verði milduð og alfarið bundin skilorði.5. Málið var dómtekið 9. nóvember 2022 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik6. Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 31. janúar 2017 var ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti undir áhrifum ávana- og fíkniefna í veg fyrir aðra bifreið með þeim afleiðingum að árekstur varð með bifreiðunum. Hann játaði skýlaust brot þau sem honum voru gefin að sök og í samræmi við það var farið með málið upp frá því eftir 164. gr. laga nr. 88/2008. Með héraðsdómi 23. mars 2017 var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur í fangelsi í sautján mánuði og sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar 6. apríl 2017 en þar sem málið var ekki flutt fyrir réttinum fyrir lok þess árs færðist frekari meðferð þess til Landsréttar, sbr. 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016, svo sem ákvæðinu var breytt með 4. gr. laga nr. 53/2017. 7. Í tilkynningu Landsréttar til sakflytjenda 29. janúar 2018 kom fram að ákveðinn hefði verið munnlegur málflutningur tilgreindan dag og hverjir sætu í dóminum. Í bréfi til Landsréttar 2. febrúar sama ár var af hálfu ákærða lýst þeirri skoðun að nánar tilgreindir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð við skipan fjögurra af fimmtán dómurum við réttinn og væri því unnt að líta svo á að þeir hefðu ekki verið skipaðir í samræmi við lög. Einn þeirra væri meðal dómara sem tilkynnt hefði verið um að tekið hefðu sæti í dómi í málinu. Ákærði krafðist þess því að sá dómari viki sæti. Úrskurður Landsréttar um þá kröfu gekk 22. febrúar 2018 þar sem kröfunni var hafnað. Ákærði kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem með dómi 8. mars 2018 í máli nr. 5/2018 vísaði kærumálinu frá réttinum. Mál ákærða var því flutt að efni til fyrir Landsrétti 13. mars 2018. Landsréttur staðfesti héraðsdóm með dómi sínum 23. sama mánaðar og gerði ákærða að greiða áfrýjunarkostnað málsins.8. Að fengnu áfrýjunarleyfi 17. apríl 2018 var dómi Landsréttar áfrýjað til Hæstaréttar. Við áfrýjun málsins krafðist ákærði þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Að því frágengnu var þess krafist að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar dóms Landsréttar. Aðalkrafa ákærða var meðal annars á því reist að málsmeðferð við skipun eins dómara sem dæmt hefði málið í Landsrétti hefði brotið gegn ákvæðum laga nr. 50/2016 um dómstóla og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skipunin hefði því ekki verið í samræmi við lög svo sem gert sé að fortakslausu skilyrði í 59. gr. stjórnarskrárinnar og í 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Að auki hefði þetta leitt til þess að ákærði hefði fyrir Landsrétti ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli eins og honum væri tryggður réttur til í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans.9. Í dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 kom fram að þegar metið væri hvort ákærði hefði vegna eins þeirra dómara sem dæmdi málið í Landsrétti ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, yrði að gæta að því að í dómum Hæstaréttar 19. desember 2017 í málum nr. 591/2017 og 592/2017 hefði því verið slegið föstu að slíkir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar landsréttardómaranna fimmtán að skaðabótaskyldu hefði varðað af hálfu íslenska ríkisins og hefði því mati ekki verið hnekkt. Við skipun dómaranna hefði á hinn bóginn verið fylgt formreglum III. kafla laga nr. 50/2016 svo og ákvæðum IV. til bráðabirgða við þau lög en þó að því frátöldu að við meðferð Alþingis á tillögum dómsmálaráðherra um skipun dómaranna hefði ekki verið farið að fyrirmælum 2. mgr. bráðabirgðaákvæðisins að því leyti að nauðsyn hefði borið til að greiða atkvæði um skipun hvers dómara fyrir sig en ekki þá alla í senn svo sem gert var. Um það atriði hefði hins vegar þegar verið fjallað í áðurnefndum dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 og komist þar að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um að ræða annmarka á málsmeðferð sem vægi hefði. Þegar afstaða væri á hinn bóginn tekin til afleiðinga annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra yrði að líta til þess að ótímabundin skipun allra dómaranna fimmtán við Landsrétt, sem í engu hefði verið ógilt með dómi, hefði orðið að veruleika við undirritun skipunarbréfa þeirra 8. júní 2017. Þau hefðu öll fullnægt skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016 til þess að hljóta skipun í þessi embætti þar á meðal skilyrði 8. töluliðar þeirrar málsgreinar að teljast hæf til að gegna þeim í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar. Frá þeim tíma hefðu þessir dómarar notið þeirrar stöðu samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar að þeim yrði ekki vikið úr embætti nema með dómi. Frá því að skipun þeirra hefði tekið gildi hefðu þeir samkvæmt sama ákvæði stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 43. gr. laga 50/2016, jafnframt borið þá höfuðskyldu að fara í embættisverkum sínum einungis eftir lögum. Þeim hefði einnig verið áskilið með síðastnefndu lagaákvæði sjálfstæði í dómstörfum en jafnframt lagt þar á herðar að leysa þau á eigin ábyrgð og lúta í þeim efnum aldrei boðvaldi annarra. Að þessu öllu virtu væri ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hefði, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum. Samkvæmt þessu var aðalkröfu ákærða hafnað og dómur Landsréttar staðfestur en allur kostnaður af áfrýjun málsins til Hæstaréttar lagður á ríkissjóð.0. Ákærði kærði meðferð málsins til Mannréttindadómstóls Evrópu 31. maí 2018. Með dómi hans 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18 var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu við skipun eins þeirra dómara sem dæmdu mál ákærða í Landsrétti. Hefði skipan dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar mannréttindadómstólsins sem staðfesti brot íslenska ríkisins með dómi 1. desember 2020. Yfirdeildin byggði á þriggja þrepa prófi sem í fyrsta lagi fólst í því að kanna hvort um hefði verið að ræða augljóst brot gegn landslögum við málsmeðferðina þegar skipaðir voru dómarar við Landsrétt. Um það þrep prófsins sagði í dóminum að Hæstiréttur Íslands hefði komist að því í fyrrgreindum dómum í málum nr. 591/2017 og 592/2017 og í dómi réttarins í máli ákærða að ekki hefði verið farið að lögum að tvennu leyti við málsmeðferðina þegar skipaðir voru dómarar við Landsrétt. Dómstóllinn tók fram að ekkert tilefni væri til þess að vefengja túlkun Hæstaréttar á innlendum lögum að þessu leyti. Því væri fyrsta skilyrði prófsins uppfyllt, sbr. 254. lið dómsins. Í öðru lagi yrði að skera úr um hvort brot á innlendum lögum hefðu varðað grundvallarreglu um málsmeðferð við skipun í embætti dómara í þeim skilningi að þau hafi verið svo alvarleg að skaðað hafi lögmæti skipunarferlisins og grafið undan sjálfum kjarna réttarins til málsmeðferðar fyrir „dómstóli sem skipaður væri að lögum“. Taldi dómstóllinn að þegar litið væri til brota dómsmálaráðherra og þeirra aðstæðna sem brotin voru framin við væri ekki unnt að afgreiða þau einungis sem tæknilega eða formlega annmarka heldur hefði verið um að ræða alvarlega annmarka sem vörðuðu kjarna réttarins til málsmeðferðar fyrir „dómstóli sem skipaður er að lögum“, sbr. 267. lið dómsins. Þá tók dómstóllinn til skoðunar misfellur á málsmeðferð Alþingis og taldi að þingið hefði ekki rækt þá skyldu sína að tryggja lögmæti skipunarferlisins að því er varðaði dómarana fjóra sem dómsmálaráðherra gerði tillögu um, sbr. 271. lið dómsins. Þriðja þrep prófsins fólst í að kanna hvort um ásakanir varðandi réttinn til málsmeðferðar fyrir ,,dómstóli sem skipaður er að lögum“ hafi verið fjallað með ítarlegum hætti og úrræði veitt af hinum innlendu dómstólum. Um það þrep prófsins sagði dómstóllinn að hann gæti ,,ekki fallist á rannsókn Hæstaréttar í máli kæranda“, þar sem enginn gaumur hafi verið gefinn að álitamálinu hvort tilganginum með þeirri vörn sem felst í hugmyndinni um ,,skipun að lögum“ hafi verið náð, sbr. 286. lið dómsins.1. Niðurstaða dómstólsins var að ákærða hefði verið synjað um rétt sinn til málsmeðferðar fyrir dómstóli sem skipaður væri að lögum vegna aðkomu dómara að máli hans sem skipaður hefði verið eftir málsmeðferð sem hefði verið spillt með alvarlegum annmörkum sem skert hefðu sjálfan kjarna réttarins sem deilt var um. Brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans að þessu leyti, sbr. 289. og 290. lið dómsins.2. Ákærði kvartaði jafnframt undan því að honum hefði verið synjað um rétt til málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstóli, eins og kveðið væri á um í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, þegar litið væri til setu dómarans í málinu, sem dæmdi mál ákærða, þrátt fyrir annmarka á skipun dómarans. Að mati mannréttindadómstólsins stafaði kæran sem vísaði til réttarins til málsmeðferðar fyrir „dómstóli sem skipaður er að lögum“ og „sjálfstæðis og óhlutdrægni“ af sama undirliggjandi vanda, það er annmörkum á skipun þess dómara sem dæmdi mál ákærða. Eins og dómstóllinn hefði komist að niðurstöðu um hefðu annmarkarnir verið svo alvarlegir að þeir „grófu undan sjálfum kjarna réttarins til málsmeðferðar fyrir dómstóli sem skipaður er að lögum“. Að fenginni þeirri niðurstöðu taldi dómstóllinn að það álitamál sem eftir stæði, það er hvort sömu annmarkar hefðu jafnframt sett í uppnám sjálfstæði og óhlutdrægni sama dómstóls þyrfti ekki frekari athugunar við.3. Dómurinn komst samkvæmt framangreindu samhljóða að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans að því er varðaði réttinn til málsmeðferðar fyrir dómstóli sem skipaður er að lögum, en með tólf atkvæðum gegn fimm að ekki væri þörf á að fjalla um þá kæruliði sem eftir stæðu varðandi 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Þá var það niðurstaða dómstólsins með þrettán atkvæðum gegn fjórum að niðurstaða um brot teldist ein og sér fullnægjandi sanngjarnar bætur fyrir þann miska sem ákærði hefði orðið fyrir. Enn fremur var íslenska ríkið dæmt til að greiða ákærða 20.000 evrur vegna kostnaðar og útgjalda hans.4. Með beiðni til Endurupptökudóms fór ákærði fram á endurupptöku á fyrrgreindu hæstaréttarmáli nr. 10/2018 á grundvelli a- og d-liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Fallist var á beiðni hans með úrskurði Endurupptökudóms 31. mars 2022. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 4. apríl sama ár sem birt var ákærða 20. sama mánaðar. Niðurstaða5. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um ómerkingu dóms Landsréttar í máli nr. 6/2018. Styðja sakflytjendur þá kröfu sína þeim rökum að dómur í hinu áfrýjaða máli hafi ekki verið skipaður að lögum og vísa um það til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember 2020 í máli nr. 26374/18. Beri því að vísa málinu til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju í Landsrétti. 6. Eins og rakið hefur verið kom fram í dómi Hæstaréttar í máli nr. 10/2018, sem endurupptekið var með úrskurði Endurupptökudóms, að þegar metið væri hvort ákærði hefði notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, skyldi gæta að því að í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar nr. 591/2017 og 592/2017 hefði verið slegið föstu að slíkir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar landsréttardómaranna fimmtán að skaðabótaskyldu hefði varðað af hálfu íslenska ríkisins og hefði því mati ekki verið hnekkt. Á hinn bóginn taldi Hæstiréttur að ekki væri næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.7. Enda þótt úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti, sbr. 2. gr. laga nr. 62/1994, hefur í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið litið til úrlausna dómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af íslenskum landsrétti, sbr. dóma Hæstaréttar 19. maí 2005 í máli nr. 520/2004, 22. september 2010 í máli nr. 371/2010, 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020. 8. Í ljósi alls ofangreinds, meðal annars þeirra annmarka sem Hæstiréttur taldi hafa verið á málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar þess dómara sem sat í dómi Landsréttar og dæmdi mál ákærða og með hliðsjón af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli ákærða verður miðað við að hann hafi ekki notið þeirra réttinda sem sökuðum manni eru áskilin í 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt framansögðu ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar þar að nýju. 9. Ákvörðun um sakarkostnað vegna fyrri málsmeðferðar fyrir Landsrétti og nýrrar málsmeðferðar þar bíður nýs dóms í málinu en eins og rakið hefur verið var í dómi Hæstaréttar í máli nr. 10/2018 kveðið svo á um að allur áfrýjunarkostnaður vegna þess sem lauk með þeim dómi yrði lagður á ríkissjóð.20. Allur áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.Allur áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 600.000 krónur. |
Mál nr. 30/2022 | Fasteignakaup Riftun Haldsréttur Uppgjör Sératkvæði | Ágreiningur málsaðila laut að uppgjöri í kjölfar riftunar G á kaupsamningi milli aðila um fasteign. Krafðist M þess að G yrði gert að greiða sér leigu fyrir afnot af fasteigninni fyrir þann tíma er hún hefði haft umráð hennar. Í dómi Hæstaréttar var rakið að hafi samningur verið efndur í heild eða að hluta þegar honum er rift þurfi að fara fram uppgjör sem miði að því að gera aðila eins setta og engar efndir hefðu farið fram. Eitt þeirra atriða sem horfa þurfi til í því tilliti væri það hagræði sem kaupandi hafi haft af því að hafa notað hið selda meðan hann hafi haft það í umráðum sínum. Þetta verði að meta í hverju tilviki fyrir sig þar sem eðli kaupa og önnur atvik geti skipt máli. Sé þá litið til þess að niðurstaðan verði sú að seljandi sem taki aftur við eign hafi haft af henni afrakstur sem svari til þess hagræðis sem kaupandi hafi notið, svo riftunin færi honum ekki auðgun sem því nemi. Við slíkt uppgjör skipti ekki máli hvort seljandi eða kaupandi riftir samningnum. Þá breyti engu þótt kaupandi njóti haldsréttar í eign en þau óbeinu eignarréttindi skapi honum ekki sjálfkrafa rétt til endurgjaldslausra afnota eignar. Samkvæmt því var fallist á með M að G yrði gert að greiða fyrir afnot fasteignarinnar á tímabilinu frá afhendingu 16. febrúar 2016 þar til hún var borin út úr eigninni 12. ágúst 2019. Að álitum var G gert að greiða M 3.500.000 krónur auk vaxta. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. maí 2022. Hann krefst þess að stefndu verði gert að greiða sér 15.995.882 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 12.682.507 krónum frá 1. nóvember 2018 til 30. sama mánaðar, af 13.074.936 krónum frá 1. desember 2018 til 31. sama mánaðar, af 13.467.365 krónum frá 1. janúar 2019 til 31. sama mánaðar, af 13.863.244 krónum frá 1. febrúar 2019 til 28. sama mánaðar, af 14.259.123 krónum frá 1. mars 2019 til 31. sama mánaðar, af 14.655.022 krónum frá 1. apríl 2019 til 30. sama mánaðar, af 15.050.881 krónu frá 1. maí 2019 til 31. sama mánaðar, af 15.446.760 krónum frá 1. júní 2019 til 30. sama mánaðar, af 15.842.639 krónum frá 1. júlí 2019 til 31. sama mánaðar og af 15.995.882 krónum frá 1. ágúst 2019 til greiðsludags. Þá krefst hann þess að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti.3. Stefnda krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hún þess að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila á rætur að rekja til riftunar stefndu á kaupsamningi um fasteignina að Vatnsendabletti 510 í Kópavogi. Nánar tiltekið deila aðilar í þessu máli um hvort við uppgjör vegna riftunarinnar eigi að taka tillit til þess hagræðis sem stefnda hafði af því að hafa afnot eignarinnar meðan hún var í umráðum hennar frá afhendingu 16. febrúar 2016 til 12. ágúst 2019 þegar hún var borin út úr eigninni. 5. Með héraðsdómi var krafa á hendur stefndu að hluta tekin til greina og henni gert að greiða 5.937.750 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Landsréttur sýknaði hins vegar stefndu af kröfunni.6. Leyfi til að áfrýja málinu var veitt 10. maí 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-40 á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um uppgjör við riftun í fasteignakaupum.Málsatvik7. Með samningi 25. nóvember 2015 keypti stefnda einbýlishúsið að Vatnsendabletti 510 í Kópavogi, ásamt leigulóðarréttindum, af Magnúsi Þór Indriðasyni. Umsamið kaupverð var 65.000.000 króna sem greiða átti með 20.000.000 krónum við undirritun kaupsamnings, 20.000.000 krónum við afhendingu eignarinnar 16. febrúar 2016, yfirtöku áhvílandi veðlána að fjárhæð 5.975.898 krónur og loks með greiðslu að fjárhæð 19.024.102 krónur við útgáfu afsals 20. október 2016.8. Stefnda fékk heimild Magnúsar Þórs 3. mars 2016 til að veðsetja fasteignina fyrir láni frá Íbúðalánasjóði og mun hún um það leyti hafa greitt upp þau veðlán sem hún yfirtók við kaupin. Stefnda stóð í skilum með kaupverðið allt þar til kom að lokagreiðslu, en þá bar hún fyrir sig að í ljós væri komið að samningur um lóðarleigu væri tímabundinn til 3. ágúst 2025 og uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara. Af þeirri ástæðu lýsti stefnda síðan yfir riftun á kaupunum 22. desember 2016. 9. Í kjölfar riftunar samningsins höfðaði Magnús Þór mál á hendur stefndu til heimtu eftirstöðva kaupverðs. Stefnda höfðaði jafnframt mál á hendur Magnúsi Þór og krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur hennar til að rifta kaupunum auk þess sem honum yrði gert að endurgreiða þær 40.000.000 króna af kaupverðinu sem hún hafði innt af hendi með greiðslum til hans. Málin voru sameinuð og með héraðsdómi 16. janúar 2018 var krafa stefndu um riftun tekin til greina og Magnúsi Þór gert að greiða henni 40.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 af 20.000.000 krónum frá 25. nóvember 2015 til 15. febrúar 2016 og af 40.000.000 krónum frá þeim degi til 10. apríl 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Þessi niðurstaða var staðfest með dómi Landsréttar 12. október 2018 í máli nr. 105/2018.0. Að gengnum dómi Landsréttar lagði lögmaður Magnúsar Þórs til að við uppgjör vegna riftunarinnar yrði hluti af kröfu stefndu um endurgreiðslu kaupverðsins greiddur með skuldajöfnuði við gagnkröfu hans vegna þess hagræðis sem hún hefði haft af því að búa á eigninni. Taldi hann kröfu vegna afnota stefndu nema 22.500.000 krónum og væri þá miðað við að mánaðarleg leiga fyrir eign af þessu tagi næmi 500.000 krónum. Á tímabilinu 13. til 23. október 2018 áttu sér stað tölvupóstsamskipti milli lögmanna aðila um uppgjörið. Þeim lauk með því að stefnda hafnaði öllum fjárkröfum Magnúsar Þórs. 1. Vegna ágreinings aðila í kjölfar riftunar kaupanna hefur fjöldi dómsmála verið rekinn án þess að efni séu til að rekja þau hér til hlítar. Eins og áður greinir er í þessu máli eingöngu til úrlausnar hvort stefndu beri við uppgjör vegna riftunarinnar að greiða fyrir afnot eignarinnar frá því að hún fékk hana afhenta 16. febrúar 2016 fram til þess tíma að hún var borin út úr eigninni 12. ágúst 2019 á grundvelli úrskurðar héraðsdóms 20. júní sama ár. Þeim úrskurði var skotið til Landsréttar sem vísaði málinu frá dómi með úrskurði 3. september 2019 í máli nr. 461/2019 þar sem aðförin hafði þá þegar farið fram.2. Bú Magnúsar Þórs var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms 25. maí 2021 sem staðfestur var í Landsrétti 22. júní sama ár í máli nr. 355/2021. Tók þrotabú hans því við aðild málsins, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 30. nóvember 2021 í máli nr. E-752/2019 var áfrýjanda gert að greiða stefndu 6.496.317 krónur, auk nánar tilgreindra vaxta. Sú fjárhæð svaraði annars vegar til þeirra lána sem hún yfirtók við kaupin og hins vegar til fasteignagjalda, þinglýsingargjalda og lóðargjalda sem hún hafði innt af hendi. Þess utan hafði verið tekið tillit til kröfu vegna tjóns á eigninni. 4. Undir rekstri þessa máls í héraði aflaði Magnús Þór matsgerðar sem skilað var í maí 2019 um hæfilegt endurgjald fyrir umráð og afnot stefndu af eigninni. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að slíkt endurgjald stefndu fyrir hvern mánuð næmi 395.850 krónum miðað við verðlag í apríl 2019. Fyrir tímabilið frá 16. febrúar 2016 til 30. apríl 2019 næmi það því samtals 14.655.002 krónum. Stefnda aflaði yfirmatsgerðar 25. júní 2020 um hæfilegt endurgjald vegna afnota tímabilið 16. febrúar 2016 til loka janúar 2019. Töldu yfirmatsmenn að það næmi samtals 12.650.000 krónum eða um 350.000 krónum á mánuði.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda5. Áfrýjandi reisir fjárkröfu sína á hendur stefndu á því að réttaráhrif riftunar séu þau að skyldur samningsaðila til efnda falli brott, sbr. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Af því leiði að báðir aðilar eigi að vera eins settir og enginn samningur hefði verið gerður. Stefndu beri því að greiða áfrýjanda hæfilegt endurgjald fyrir afnot hennar af fasteigninni frá afhendingu 16. febrúar 2016 til 12. ágúst 2019 þegar hún var borin út úr eigninni. Án slíks endurgjalds verði aðilar ekki eins settir og efndir hefðu ekki farið fram heldur auðgist stefnda á kostnað áfrýjanda.6. Áfrýjandi byggir á því að til samræmis við reglur fasteignakauparéttar eigi hann að endurgreiða stefndu þegar greitt kaupverð með vöxtum og kostnaði, að frádreginni greiðslu fyrir afnot fasteignarinnar frá afhendingu þar til henni var skilað. Á sama tíma eigi stefnda að skila eigninni án veðbanda í sama ástandi og hún var við sölu. Við uppgjör beri áfrýjanda jafnframt að endurgreiða stefndu fasteignagjöld, lóðarleigu og brunatryggingu mannvirkja í samræmi við fyrrgreindan héraðsdóm. Stefnda telji sér hins vegar með öllu óskylt að greiða fyrir afnot fasteignarinnar á tilgreindu tímabili þótt hún hafi búið þar og er það sakarefni málsins.7. Áfrýjandi heldur því fram að haldsréttur stefndu á eigninni hafi ekki haft þau réttaráhrif að hún hafi mátt hagnýta sér eignina endurgjaldslaust, eins og ranglega hafi verið lagt til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi. Slíkt leiði hvorki af eðli né inntaki haldsréttar.Helstu málsástæður stefndu8. Fyrir Hæstarétti hefur stefnda fallið frá kröfu um sýknu vegna aðildarskorts. Hún byggir á því að Magnús Þór beri sjálfur ábyrgð á því að hafa ekki getað notið eignar sinnar. Ef hann hefði sinnt þeirri skyldu sinni í kjölfar riftunar að veita eigninni viðtöku gegn endurgreiðslu kaupverðs sem stefnda innti af hendi hefði hann getað notið eignarinnar allt frá þeim degi. Þess í stað hafi hann kosið að viðhalda ólögmætu ástandi og beri áfrýjandi ábyrgð á því að stefnda hafi þá ekki átt í önnur hús að venda. Því hafi stefnda í reynd takmarkað tjón áfrýjanda með að dvelja á eigninni í stað þess að flytja úr henni og stofna til húsnæðiskostnaðar sem hefði fallið á áfrýjanda. Þá hafi hún ekki getað keypt aðra eign þar sem kaupverð hafi ekki verið endurgreitt í kjölfar riftunar.9. Stefnda tekur fram að samkvæmt 33. gr. laga nr. 40/2002 falli skyldur samningsaðila til efnda niður við riftun. Hafi samningur verið efndur í heild eða að hluta þegar rift er á hvor aðili rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af hendi og njóti haldsréttar í móttekinni greiðslu þar til gagnaðili skili því sem hann fékk. Í lögunum sé aftur á móti ekki mælt fyrir um að kaupandi sem réttilega hefur rift samningi eigi að greiða fyrir afnot eignar auk þess sem þeim sem njóti haldsréttar í eign verði ekki gert að greiða fyrir afnot hennar, enda sé annað í ósamræmi við eðli og inntak haldsréttar.20. Stefnda andmælir því að sér verði gert að greiða endurgjald sem nemi leigu af eign af þessu tagi verði slík greiðsluskylda á annað borð talin vera fyrir hendi. Endurspegli markaðsverð húsaleigu í engu það verð sem eðlilegt geti talist fyrir afnotin. Þannig sé ekki tekið mið af því að hún hafi borið allan kostnað af eigninni sem ella félli á húseiganda auk þess sem hún hafi engra réttinda notið sem leigutaki á grundvelli húsaleigulaga nr. 36/1994. Löggjöf21. Ef seljandi vanefnir verulega samningsskyldur sína í fasteignakaupum getur kaupandi rift þeim, sbr. 32. og 42. gr. laga nr. 40/2002. Sama rétt hefur seljandi vegna verulegra vanefnda kaupanda, sbr. 51. gr. laganna. Um réttaráhrif riftunar segir svo í 1. og 2. mgr. 33. gr. þeirra: Nú er kaupsamningi rift og falla þá brott skyldur samningsaðila til efnda. Nú hefur samningur verið efndur í heild eða að hluta þegar honum er rift og á þá hvor um sig rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af hendi. Rétt er þeim er tekið hefur við greiðslu að halda henni þar til viðsemjandi hans afhendir þá greiðslu sem hann fékk. Sama á við þegar gerð er réttmæt krafa um skaðabætur eða vexti og ekki hefur verið sett fullnægjandi trygging fyrir þeirri kröfu. 22. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögunum segir svo um þetta ákvæði:Í þessari grein eru reglur um réttaráhrif riftunar, sem gilt hafa í réttarframkvæmd og gilda í lausafjárkaupum, sbr. 64. gr. laga nr. 50/2000 um það efni. Í 1. mgr. er sett fram grundvallarreglan um réttaráhrif riftunar, þ.e. að skyldur samningsaðila til að efna, bæði aðalskyldur og aukaskyldur, falla brott. Í 2. mgr. er kveðið á um uppgjör þegar samningsaðilar hafa innt af hendi greiðslur sínar eða hluta þeirra við riftun. Slík uppgjör geta verið flókin. Meginreglan er að hvor samningsaðila eigi að greiða það til baka sem hann hefur fengið úr hendi hins. Í 2. málsl. er hvorum um sig heimilað að halda eftir því sem hann hefur fengið þar til hinn afhendir. Hér er mælt fyrir um haldsrétt (retentionsret) hvors um sig í eignum sem hinn á til tryggingar greiðslum. Þetta úrræði er ekki hið sama og í 35. gr., þ.e. stöðvunarréttur (detentionsret), sem felur í sér rétt til að halda eigin greiðslu, m.a. til tryggingar því að hinn efni réttilega af sinni hálfu. Haldsrétturinn á einnig við skv. 3. málsl., þ.e. þegar samningsaðili á réttmætar kröfur um skaðabætur eða vexti, sem hann hefur ekki aðrar fullnægjandi tryggingar fyrir. Hvor aðili um sig er skyldur til að bjóða greiðslur af sinni hálfu þegar riftun hefur farið fram. Þeir geta ekki beðið eftir að hinn geri það. Það er almennt sá sem skila á peningagreiðslu, sem frumkvæðið á að hafa, en slíkt kann þó að ráðast af atvikum.23. Haldsréttur er ein tegund óbeinna eignarréttinda og njóta verndar 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Getur hann ýmist byggst á réttarreglu eða löggerningi og náð hvort sem er til lausafjár eða fasteigna. Haldsréttur fellur í flokk svokallaðra tryggingarréttinda og gegnir því hlutverki, eins og heitið bendir til, að tryggja að greiðsla fari fram. Umráðamaður sem hefur eign bundna haldsrétti þarf ekki að láta umráðin af hendi uns greidd er sú krafa er haldsrétturinn tryggir. Eftir atvikum getur umráðamaður leitað fullnustu í eigninni, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Um þetta má meðal annars benda á dóm Hæstaréttar 22. mars 2013 í máli nr. 136/2013. Haldsrétti fylgir venjulega ekki heimild til notkunar á eign og eftir atvikum getur umráðamaður þurft að greiða endurgjald fyrir slíka hagnýtingu hennar. 24. Um réttaráhrif riftunar í fasteignakaupum var fyrir setningu laga nr. 40/2002 höfð hliðsjón af lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup og þar áður eldri lögum nr. 39/1922 um sama efni auk þess sem hér áttu einnig við almennar og óskráðar meginreglur kröfuréttar um riftun. Um réttaráhrif riftunar í lausafjárkaupum fer eftir 64. gr. laga nr. 50/2000 en þar eru hliðstæð ákvæði og í 33. gr. laga nr. 40/2002. Í 1. og 2. mgr. 65. gr. fyrrgreindu laganna er síðan mælt fyrir um afrakstur og vexti þegar greiðslum er skilað í kjölfar riftunar við lausafjárkaup en þar segir svo: Þegar kaupum er rift skal kaupandi færa seljanda þann afrakstur til tekna sem hann hefur haft af hlutnum og greiða hæfilegt endurgjald fyrir veruleg not sem hann hefur að öðru leyti haft af honum.Ef seljandi á að endurgreiða kaupverðið ber honum að greiða vexti í samræmi við ákvæði 71. gr. frá þeim degi er hann tók við greiðslunni.25. Eins og fram kemur í skýringum við þetta ákvæði í frumvarpi til laganna svarar það til 84. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um sölu á vöru milli ríkja frá árinu 1980, en lögum nr. 50/2000 var meðal annars ætlað að laga íslenskan rétt að samningnum.Niðurstaða26. Eins og rakið hefur verið deila aðilar um hvort við uppgjör vegna riftunar stefndu á kaupsamningi um fasteignina að Vatnsendabletti 510 í Kópavogi eigi að taka tillit til þess hagræðis sem hún hafði af því að hafa afnot eignarinnar frá afhendingu hennar 16. febrúar 2016 til 12. ágúst 2019. Leyst hefur verið úr ágreiningi aðila tengdum réttaráhrifum riftunarinnar í tveimur öðrum dómsmálum þar sem annars vegar var fallist á kröfu stefndu um endurgreiðslu kaupsamningsgreiðslna og hins vegar endurgreiðslu lána sem stefnda yfirtók við kaupin, fasteignagjalda, þinglýsingargjalda og lóðargjalda að frádregnu metnu tjóni á fasteigninni. 27. Svo sem áður er rakið felur riftun á gagnkvæmu samningssambandi í sér að skyldur aðila til að efna samninginn falla brott. Á það bæði við um aðalskyldur og aukaskyldur. Ef engar greiðslur hafa verið inntar af hendi eftir samningi er riftunin einfaldlega framkvæmd þannig að hvorugur samningsaðila lætur af hendi sína greiðslu. Þetta þýðir þó ekki að samningurinn sé þar með í heild sinni fallinn niður enda getur hann haft önnur réttaráhrif eins og að þeim sem vanefnt hefur samninginn verði gert að greiða efndabætur ef skaðabótaábyrgð er fyrir hendi. Hafi samningur á hinn bóginn verið efndur í heild eða að hluta þegar honum er rift þarf að fara fram uppgjör sem miðar að því að gera aðila eins setta og ef engar efndir hefðu farið fram.28. Eitt þeirra atriða sem þarf að horfa til við uppgjör í kjölfar riftunar á kaupum, svo aðilar verði eins settir og engar efndir hafi farið fram, er það hagræði sem kaupandi hefur haft af því að hafa notað hið selda meðan hann hafði það í umráðum sínum. Þetta verður að meta í hverju tilviki fyrir sig. Er þá litið til þess að niðurstaðan verði sú að seljandi sem tekur aftur við eign hafi af henni afrakstur sem svarar til þess hagræðis sem kaupandi hefur notið svo að riftunin færi honum ekki auðgun sem því nemur. Að öðrum kosti skilar uppgjörið ekki niðurstöðu í samræmi við fyrrgreind réttaráhrif riftunar. Þetta mat fer eftir aðstæðum hverju sinni og getur hér skipt máli eðli kaupa og önnur atvik. Skammvinn afnot hafa til að mynda síður áhrif í þessu tilliti en nýting um lengri tíma. 29. Þegar uppgjör fer fram í kjölfar riftunar, í samræmi við það sem hér hefur verið rakið, skiptir ekki máli hvort seljandi eða kaupandi riftir samningi, enda er um að ræða atriði er leiðir beint af riftun sem vanefndaúrræðis í gagnkvæmu samningssambandi. Hér breytir heldur engu þótt kaupandi njóti haldsréttar í eign en þau óbeinu eignarréttindi skapa honum ekki sjálfkrafa rétt til endurgjaldslausra afnota hennar. Loks skal áréttað að sá sem riftir getur jafnframt átt skaðabótakröfu á hendur gagnaðila sínum til að fá bætt það tjón sem vanefnd hefur valdið honum standi til þess heimild eftir bótareglum innan samninga.30. Svo sem áður greinir var reglum um lausafjárkaup beitt í fasteignakaupum fyrir setningu laga nr. 40/2002 og þá ýmist með lögjöfnun eða að þær voru hafðar til hliðsjónar samhliða því að beitt var óskráðum reglum fjármunaréttar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 15. febrúar 1996 í máli nr. 23/1995 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 489. Með setningu laga nr. 40/2002 var ekki vikið til hliðar þeim réttarreglum sem gilda um uppgjör vegna riftunar í fasteignakaupum og hvíla á rótgrónum reglum kröfuréttar. Því breytir engu í þessu tillit þótt ekki sé að finna í lögum nr. 40/2002 hliðstæða reglu og í 65. gr. laga nr. 50/2000 með nánari fyrirmælum um uppgjör þegar rift er lausafjárkaupum. Skiptir ekki máli þótt það ákvæði hafi verið lögfest vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um sölu vöru á milli ríkja, enda hefur það að geyma fyrirmæli sem leiddu áður í meginatriðum af almennum reglum kröfuréttar um réttaráhrif riftunar. Fól lagaákvæðið því ekki í sér nýmæli í þessu tilliti.31. Samkvæmt framansögðu verður fallist á með áfrýjanda að stefndu verði gert að greiða fyrir afnot fasteignarinnar á tímabilinu frá afhendingu 16. febrúar 2016 þar til hún var borin út úr eigninni 12. ágúst 2019.32. Þegar virt er það hagræði sem kaupandi í fasteignakaupum hefur haft af umráðum eignar, þar til henni er skilað í kjölfar riftunar, verður ekki litið til endurgjalds fyrir slíkt húsnæði í almennri útleigu á markaði eins og áfrýjandi hefur lagt til grundvallar í málatilbúnaði sínum. Í því tilliti er þess að gæta að kaupandi hefði eftir atvikum getað ráðstafað hagsmunum sínum með öðru og hagfelldara móti. Eftir sem áður verður að reikna með því að einhver húsnæðiskostnaður hefði fallið til hjá honum og í samræmi við það sem hér hefur verið rakið verður að álitum að taka tillit til þess sparnaðar við uppgjörið. Að öllu virtu verður stefndu gert að greiða áfrýjanda 3.500.000 krónur fyrir þau afnot sem hún hafði af fasteigninni á fyrrgreindu tímabili. Eftir atvikum er rétt að sú fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá því að málið var höfðað í héraði, sbr. 4. mgr. 5. gr. laganna.33. Það athugist að málinu var ekki gagnáfrýjað og kemst því ekki að krafa stefndu um málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.34. Með hliðsjón af því hvernig aðilar hafa gætt hagsmuna sinna í lögskiptum vegna riftunarinnar og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður þeim gert að bera sinn kostnað af meðferð málsins. Dómsorð:Stefnda, Gerður Garðarsdóttir, greiði áfrýjanda, þrotabúi Magnúsar Þórs Indriðasonar, 3.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. desember 2018 til greiðsludags.Málskostnaður milli aðila á öllum dómstigum fellur niður.SératkvæðiÓlafs Barkar Þorvaldssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar. Riftun gengur lengst vanefndaúrræða við kaup og sölu en við hana falla brott skyldur samningsaðila til efnda, sbr. 1. mgr. 33. gr. og 5. mgr. 51. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup sem og 1. mgr. 64. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Yfirlýsing um riftun felur þannig í sér loforð þess sem riftir um að hann falli frá rétti sínum til efnda en er jafnframt ákvöð hans um að hann felli niður rétt gagnaðila til efnda. Slík yfirlýsing þarf ekki staðfestingu dóms til að hafa réttaráhrif samkvæmt efni sínu en á lögmæti hennar getur reynt fyrir dómstólum.2. Þegar greiðslur hafa verið inntar af hendi í heild eða að hluta, til að mynda þegar afhending fasteignar hefur farið fram, veldur riftun einatt röskun og getur komið til flókins uppgjörs í kjölfarið. Eins og að nokkru er rakið í atkvæði meirihluta dómenda hefur uppgjör vegna riftunar á fasteign þeirri sem um ræðir í málinu ekki gengið þrautalaust og fjöldi mála verið rekinn fyrir dómstólum vegna fasteignaviðskiptanna. Í þessu máli er til úrlausnar sá ágreiningur við uppgjörið er lýtur að því hvort og þá hversu mikið stefnda skal greiða fyrir þau afnot sem hún hafði af fasteigninni meðan hún bjó í henni.3. Ákvæði 1. málsliðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 40/2002 hefur að geyma meginreglu um afleiðingar riftunar í fasteignakaupum. Reglan er afturvirk að því leyti að við uppgjör vegna riftunar á kaupsamningi um fasteign sem þegar hefur verið efndur að hluta skulu samningsaðilar skila aftur þeim greiðslum sem þeir hafa tekið á móti. Eins og fram kemur í athugasemdum með greininni í frumvarpi að lögunum getur samningsaðili ekki beðið eftir að hinn aðilinn skili greiðslum fyrst og er það almennt sá sem skila á peningagreiðslu sem frumkvæðið á að hafa þótt slíkt kunni að ráðast af atvikum. Þannig á réttarstaðan að vera eins og enginn samningur hafi átt sér stað og miða ber réttaráhrif riftunar við daginn er samningur var gerður. Eðli málsins samkvæmt felur uppgjörsregla 1. málsliðar 2. mgr. 33. gr. laganna í sér að kaupanda fasteignar ber að skila fasteigninni án rýrnunar og getur þurft að greiða gagngjald fyrir þau not sem hann hefur haft af henni samhliða því að seljandi endurgreiðir kaupverðið auk vaxta. Í þessu sambandi verður að líta til þess að rekstrarkostnaður eignar fellur almennt á seljanda á afnotatímabili, sbr. framangreindan dóm héraðsdóms Reykjaness 30. nóvember 2021 í máli nr. E-752/2019 sem lýst er í atkvæði meirihluta dómenda.4. Við erum sammála meirihluta dómenda um að með setningu laga nr. 40/2002 hafi ekki verið vikið til hliðar þeim réttarreglum sem gilda um uppgjör vegna riftunar í fasteignakaupum og hvíla á rótgrónum reglum kröfuréttar. Jafnframt erum við sammála því að sú uppgjörsregla vegna riftunar sem fram kemur í 65. gr. laga nr. 50/2000 geymi fyrirmæli sem áður leiddu í meginatriðum af almennum reglum kröfuréttar um réttaráhrif riftunar og að lagaákvæðið hafi því ekki falið í sér nýmæli í þessu tilliti. Í ákvæðinu kemur fram sú meginregla að þegar kaupum er rift skuli kaupandi færa seljanda þann afrakstur sem hann hefur haft af hlutnum og greiða hæfilegt endurgjald fyrir venjuleg not sem hann hefur að öðru leyti haft af honum.5. Við teljum að af þessu leiði að við úrlausn málsins megi líta til athugasemda við 65. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2000. Í þeim segir að hugtakið hæfilegt endurgjald beri að meta í hverju einstöku tilviki út frá tegund hlutarins, kaupverði og aðstæðum að öðru leyti. Leggja beri til grundvallar þau not sem kaupandinn hefur haft af hlutnum að frádregnum þeim kostnaði sem hann hefur borið. Þá segir að hugtakið hæfilegt endurgjald beri að skilja þannig að það geti venjulega ekki orðið hærra en sú verðmætarýrnun sem not kaupanda hafi leitt af sér. Einnig segir þar að ef kaupandi riftir kaupum verði að taka sérstaka afstöðu til þess hvort hann eigi að greiða bætur fyrir not sem hann hafði af hlutnum eftir að galli kom í ljós, til dæmis meðan deilt var um hvort riftunarréttur væri til staðar. 6. Þrátt fyrir þann mun sem er á lausafé og fasteignum teljum við rétt að líta til framangreindra athugasemda að því leyti sem þar er fjallað um sjónarmið sem leggja ber til grundvallar við ákvörðun um hvort seljandi geti átt rétt á endurgjaldi fyrir not kaupanda á söluhlut. 7. Þá teljum við að líta verði til almennra athugasemda með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2002. Þar var vísað til gagnrýni sem komið hafði fram um réttaróvissu varðandi beitingu laga um lausafjárkaup við úrlausn mála um fasteignakaup. Meðal annars var á það bent að ekki væru nægilega skýr úrræði fyrir samningsaðila vegna vanefnda viðsemjanda hans. Kæmi riftun kaupanda, sem ef til vill hefði þegar selt fasteign sem hann bjó í, þá oft að litlu haldi og gæti jafnvel fært seljanda hagnað en kaupanda tap og fyrirsjáanleg vandræði við öflun annars íbúðarhúsnæðis. 8. Af þessum athugasemdum verður ráðið að við uppgjör vegna riftunar sökum vanefnda seljanda þurfi að gæta sérstaklega að því að kaupandi beri ekki skarðan hlut frá borði. Með hliðsjón af framangreindu teljum við að fleiri atriði í samskiptum málsaðila komi til skoðunar við úrlausn málsins en meirihlutinn hefur litið til. 9. Í 2. málslið 2. mgr. 33. gr. laga nr. 40/2002 er sérstaklega mælt fyrir um haldsrétt hvors samningsaðila um sig á greiðslum uns uppgjör fer fram í samræmi við framangreint. Samkvæmt meginreglum sem um haldsrétt gilda fylgir slíkum rétti hvorki réttur til nýtingar á fasteign til hagsbóta haldsréttarhafa án endurgjalds né sérstök skylda hans til að koma fasteign í útleigu meðan hún er í haldi. Þótt kaupanda fasteignar geti borið að greiða hæfilegt endurgjald fyrir afnot af fasteign meðan hann nýtur haldsréttar vegna riftunar er til þess að líta að sá sem vanefnir kaupsamning á með engu móti að hagnast á vanefndum sínum né töfum við uppgjör vegna riftunarinnar. Þannig leiða slík afnot kaupanda, er verður fyrir verulegum vanefndum af hálfu seljanda fasteignar, ekki sjálfkrafa til þess að skylda til endurgjalds skapist við það eitt að hann býr í fasteign sem er háð haldsrétti í stað þess að verða sér úti um annan dvalarstað með tilheyrandi kostnaði áður en uppgjör er til lykta leitt. Verður í þeim efnum að meta aðstæður hverju sinni þannig að uppgjörið sé hagað með þeim hætti að sá sem fyrir vanefndum verður sitji ekki uppi með skertan hlut. Ber þá meðal annars að hafa í huga að haldsréttur er tryggingarúrræði til þess að hvetja seljanda fasteignar til að gera skil og leysa þannig eign sína úr haldi og að réttinum er ekki ætlað að vera íþyngjandi fyrir þann sem fyrir vanefndum verður heldur þvert á móti. Þannig hefur seljandi fasteignar ekki rétt til nýtingar hennar meðan hún er í haldi kaupanda. 0. Fyrir liggur af atvikum máls að stefnda hafði þegar við riftun bæði vilja og getu til að ganga til uppgjörs. Á hinn bóginn hafnaði seljandi fasteignarinnar réttmætri riftun stefndu og höfðaði þess í stað dómsmál á hendur henni til heimtu eftirstöðva kaupverðs. Stefnda var því knúin til að höfða annað dómsmál til að fá riftun staðfesta en þessi tvö mál voru síðan sameinuð. Hvorki var með dómi héraðsdóms né Landsréttar fallist á kröfur seljanda heldur þvert á móti staðfest riftun stefndu á kaupunum. Að gengnum endanlegum dómi bar seljanda í síðasta lagi að bjóða fram peningagreiðslu svo að stefndu væri unnt að afhenda fasteignina til baka. Frumkvæði áfrýjanda að raunhæfu uppgjöri var forsenda þess að stefnda afhenti honum eignina og léti frá sér þann tryggingarrétt sem fólst í haldsrétti hennar. 1. Af samskiptum seljanda við stefndu er á hinn bóginn ljóst að hann var í raun aldrei í stakk búinn til að skila til baka þeim greiðslum sem stefnda hafði innt af hendi. Hafði seljandinn þess í stað uppi óaðgengilegar kröfur á hendur stefndu um leigugreiðslur allt að 22.250.000 krónur. Auk þess gerði hann kröfu um bætur fyrir kostnað við að koma húsinu í samt horf eftir verulegar endurbætur sem stefnda hafði gert á því en samkvæmt matsgerð sem hann aflaði var sá kostnaður 12.270.000 krónur. Þessum kröfum vildi hann skuldajafna á móti dæmdum kröfum stefndu að höfuðstól 40.000.000 króna sem hún hafði innt af hendi við kaupin. Þessar óbilgjörnu kröfur, sem áfrýjandi hefur þó lækkað nokkuð, voru meginástæða þess að ekki hefur tekist að ljúka uppgjörinu.2. Í framangreindu máli nr. E-752/2019 var fallist á kröfu stefndu vegna greiðslu á áhvílandi láni sem hún yfirtók við kaupin og ýmsum kostnaði sem hún hafði innt af hendi vegna fasteignarinnar. Til skuldajafnaðar kom hluti af skaðabótakröfu áfrýjanda vegna tjóns á fasteigninni sem stefnda var talin bera ábyrgð á. Áfrýjandi hefur því þegar látið reyna fyrir dómi á kröfur á hendur stefndu vegna verðrýrnunar á eigninni og þær verið teknar til greina að hluta. Í þessu máli er ekki af hálfu áfrýjanda byggt á því að frekari verðrýrnun hafi orðið á fasteigninni á þeim tíma sem stefnda hafði afnot hennar.3. Eins og hér háttar til samkvæmt framansögðu og vegna þeirrar óvissu sem framganga áfrýjanda í tengslum við uppgjörið skapaði stefndu var sú ákvörðun hennar að dvelja áfram í eigninni, í stað þess að flytja heimili sitt á annan stað með tilheyrandi kostnaði og skaðabótaskyldu seljanda, réttmæt og sanngjörn og til þess fallin að draga úr tjóni beggja. Með vísan til alls framangreinds á áfrýjandi ekki rétt á endurgjaldi úr hendi stefndu fyrir afnot hennar af fasteigninni. 4. Að þessu gættu viljum við staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms og fella málskostnað á áfrýjanda vegna reksturs málsins fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=45e69c0f-7618-4f77-91ee-44432ded028f&verdictid=996e67c8-3851-4553-b5c7-e2f985856a7e |
Mál nr. 32/2022 | Hæfi dómara Vanhæfi Ómerking dóms Landsréttar | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að einn dómari málsins í Landsrétti hefði verið vanhæfur til að fara með málið og dæma í því á grundvelli b-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar var því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. maí 2022. Hún krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. Til vara krefst hún þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 3.327.715 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. desember 2018 til 19. janúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 18. júlí 2019 að fjárhæð 1.261.312 krónur. Áfrýjandi krefst í báðum tilvikum málskostnaðar á öllum dómstigum án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og greiðslu málskostnaðar.4. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt 9. nóvember 2022 um formhlið þess.Ágreiningsefni5. Áfrýjandi höfðaði mál þetta til heimtu skaðabóta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir 2. september 2016 við leikskóla stefnda þar sem áfrýjandi starfaði sem leikskólakennari. Ágreiningur málsins lýtur einvörðungu að því hvort áfrýjandi hafi orðið fyrir slysi í starfi eða utan starfs og þá hvort bætur til hennar verða gerðar upp á grundvelli reglna stefnda nr. 1/90 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi eða hvort um bætur til hennar fari eftir reglum stefnda nr. 2/90 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 27. maí 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-56. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til af þeirri ástæðu að einn dómara málsins, Kristbjörg Stephensen, hefði verið vanhæf með vísan til b- og g-liða 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að dæma málið þar sem hún hefði verið borgarlögmaður þegar slys áfrýjanda var tilkynnt til embættisins.7. Fyrir Hæstarétti var krafist ómerkingar hins áfrýjaða dóms og á því byggt að fyrrgreindur landsréttardómari hefði verið vanhæf til að dæma málið. Flutningur um formhlið málsins laut að því.Málsatvik8. Slys það sem málið er sprottið af átti sér stað er starfsmenn leikskóla stefnda tóku þátt í tilteknum leik sem starfsmannafélag leikskólans skipulagði sem þátt í hópefli við lok starfsdags er haldinn var í leikskólanum. Varð það með þeim hætti að samstarfsmaður áfrýjanda hljóp á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa og hlaut áverka á vinstra hné og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Reyndist áfrýjandi hafa slitið krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné og auk þess hlotið skemmd í liðþófa. Hún mun hafa verið óvinnufær með öllu í átta vikur eftir slysið og aftur í átta vikur eftir að aðgerð var gerð á hnénu. Slysið var tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands 20. september 2016 og til Vinnueftirlits ríkisins 21. september sama ár.9. Af hálfu lögmannsstofunnar Fulltingis slf. var embætti borgarlögmanns sent tölvubréf 14. nóvember 2016 þar sem tilkynnt var um slysið og óskað eftir því að málið yrði skráð hjá stefnda og tilkynnt um fyrirhugaða gagnaöflun. Jafnframt var óskað eftir því að send yrði staðfesting á bótaskyldu sem fyrst. 0. Í svarbréfi 16. sama mánaðar til Fulltingis slf., sem undirritað var fyrir hönd borgarlögmanns af tilgreindum lögmanni, kom fram að slysið hefði verið skráð hjá embættinu. Jafnframt sagði í bréfinu að áfrýjandi hefði sem starfsmaður stefnda verið slysatryggð allan sólarhringinn og að um uppgjör bóta færi samkvæmt þeirri tryggingu sem um viðkomandi starfsmann gilti. Á slysdegi hefði hún þegið laun samkvæmt kjarasamningi KÍ vegna Félags leikskólakennara og að samkvæmt 7. kafla samningsins giltu um skilmála tryggingarinnar reglur sem samþykktar voru í borgarráði 5. júní 1990 um skilmála slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar nr. 1/90 (slys í starfi) og nr. 2/90 (slys utan starfs/frítímaslys). Vísað var til þess að í tilvitnuðu tölvubréfi starfsmanns Fulltingis slf. hefði komið fram að slys áfrýjanda hefði átt sér stað á vinnutíma. Því giltu fyrrgreindar reglur nr. 1/90 með þeim fyrirvörum um uppgjör bóta sem þar kæmu fram. Jafnframt sagði í bréfinu að engin afstaða væri tekin til hugsanlegrar bótaskyldu stefnda enda ekki unnt að leggja mat á hana fyrr en öll gögn og upplýsingar lægju fyrir. Í þessu samhengi væri einnig bent á þá fyrirvara sem tilgreindir væru í tilvitnuðum reglum og kynnu að eiga við í tilviki áfrýjanda.1. Læknisfræðileg örorka hennar var metin 15% með matsgerð læknis 23. nóvember 2018 og er enginn ágreiningur um afleiðingar slyssins og bótaskyldu stefnda. Með bréfi áfrýjanda 19. desember 2018 var þess farið á leit að bætur yrðu greiddar í samræmi við matsgerð auk útlagðs kostnaðar.2. Með tölvubréfi stefnda 25. janúar 2019 var lögð fram tillaga að bótauppgjöri og í tölvubréfi 30. sama mánaðar kom fram sú afstaða stefnda að um frítímaslys hefði verið að ræða.3. Endanleg niðurstaða stefnda um að slysið teldist frítímaslys var áréttuð í tölvubréfi til áfrýjanda 4. júní 2019. Áfrýjandi tilkynnti í kjölfarið með tölvubréfi 8. júlí 2019 að hún hefði ákveðið að ganga til uppgjörs með fyrirvara um að bætur samkvæmt reglum nr. 1/90 yrðu sóttar fyrir dómi þar sem af hennar hálfu væri litið svo á að slysið hefði verið vinnuslys.4. Tjón áfrýjanda var gert upp 11. júlí 2019 á grundvelli reglna nr. 2/90 en áfrýjandi gerði fyrirvara við mat á læknisfræðilegri örorku og réttmæti niðurstöðu fyrirliggjandi matsgerðar. Þá var áskilinn réttur til að endurmeta afleiðingar slyssins og krefja stefnda um frekari bætur vegna þess. Jafnframt var gerður fyrirvari við ákvörðun borgarlögmanns um að gera upp bæturnar með vísan til reglna nr. 2/90 í stað reglna nr. 1/90 og áskilinn réttur til að sækja frekari bætur á grundvelli þeirra reglna.5. Kristbjörg Stephensen var ráðin borgarlögmaður 1. júlí 2007 og lét af því starfi 30. september 2017. Hún var skipuð dómari við Landsrétt í júní 2017 og tók við embætti 1. janúar 2018. Hún gegndi því stöðu borgarlögmanns þegar svarbréf stefnda vegna slyssins sem málið er sprottið af var sent áfrýjanda 16. nóvember 2016.Málatilbúnaður aðila um formhlið máls6. Áfrýjandi reisir kröfu sína um ómerkingu dóms Landsréttar á því að fyrrgreindur landsréttardómari hafi verið vanhæf á grundvelli b-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 til að dæma málið þar sem hún hefði gegnt starfi borgarlögmanns er slys áfrýjanda var tilkynnt þangað og hafi því komið að hagsmunagæslu fyrir stefnda í tengslum við sakarefni málsins. Jafnframt séu atvik málsins og aðstæður til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómarans í efa í skilningi g-lið 5. gr. laganna. 7. Af hálfu stefnda er því haldið fram að málsástæða byggð á vanhæfi dómarans sé of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi vísar til þess að það hafi verið ljóst nokkru fyrir flutning málsins í Landsrétti hvaða dómarar skipuðu dóminn og verði að telja að áfrýjanda hafi borið þá þegar að tefla fram málsástæðu um vanhæfi dómarans. Þá mótmælir stefndi því að nefndur dómari hafi komið að hagsmunagæslu fyrir stefnda varðandi sakarefnið eða veitt áfrýjanda ólögskyldar leiðbeiningar um málið í skilningi b-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Þótt dómarinn hafi verið borgarlögmaður þegar tilkynning um slys áfrýjanda barst og þegar lögmaður á skrifstofu hennar sendi áfrýjanda móttökubréf vegna tilkynningarinnar hafi dómarinn hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá stefnda vegna slyss áfrýjanda né á hvaða grundvelli. Dómarinn hafi því hvorki gætt réttar stefnda vegna málsins né veitt leiðbeiningar um það í skilningi b-liðar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Málið hafi hvorki komið til efnislegrar meðferðar hjá stefnda né ákvörðun verið tekin í því af hálfu hans þegar dómarinn var borgarlögmaður. Engin atvik eða aðstæður séu því fyrir hendi að öðru leyti sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómarans með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991.Niðurstaða8. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að fyrrnefndum lögum segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og aðilar njóti jafnræðis að því leyti en ákvæðið sæki fyrirmynd sína í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þar segir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti skuli hann eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.9. Fyrirmæli um sérstakt hæfi dómara til að fara með og dæma einkamál eru í 5. gr. laga nr. 91/1991. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í liðum a til f. Þegar þeim liðum sleppir segir síðan í g-lið greinarinnar að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.20. Þegar lagt er mat á hæfi dómara til að fara með mál er þess að gæta að tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum er ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál ef hann er hlutdrægur gagnvart aðilum máls eða sakarefni, heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að dómari standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Sé slíkur vafi um óhlutdrægni dómara er óhjákvæmilegt að hann víki sæti.21. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991 gætir dómari að hæfi sínu af sjálfsdáðum og gildir sú regla á öllum dómstigum, sbr. 166. og 190. gr. laganna. Af því leiðir að dómara ber að víkja sæti ef vanhæfisástæða er fyrir hendi þótt málsaðili hafi ekki uppi kröfu um það. Að sama skapi verður dómur undirréttar ómerktur ef vanhæfur dómari hefur dæmt mál og gildir þá alla jafna einu þótt aðili máls hafi vitað eða mátt vita að vanhæfur dómari sat í því, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 21. febrúar 2013 í máli nr. 444/2012. Samkvæmt þessu breytir engu þótt áfrýjandi hafi ekki haft uppi málsástæðu byggða á vanhæfi landsréttardómarans fyrr en í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti. Hvað varðar skyldu dómara til að gæta sjálfur að hæfi sínu hefur ekki þýðingu hvort ástæða vanhæfis eru þau atriði sem rakin eru í liðum a til f í 5. gr. eða þau atvik eða aðstæður sem tilgreind eru í g-lið sömu greinar enda standa til þess ríkir hagsmunir samkvæmt framansögðu að vanhæfur dómari dæmi ekki mál.22. Samkvæmt b-lið 5. gr. laga nr. 91/1991 er dómari vanhæfur til að fara með og dæma mál ef hann hefur gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt honum ólögskyldar leiðbeiningar um það. Verður því sá sem gætt hefur hagsmuna aðila vegna sakarefnisins vanhæfur og skiptir þá engu hvort hagsmunagæslan var umfangsmikil eða óveruleg, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 5. október 1987 í máli nr. 190/1987 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1189 og dóm réttarins 13. mars 1995 í máli nr. 59/1995 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 692.23. Eins og rakið hefur verið gegndi Kristbjörg Stephensen starfi borgarlögmanns þegar bréf var sent áfrýjanda 16. nóvember 2016, undirritað fyrir hennar hönd, þar sem fram kom að um slys áfrýjanda færi eftir reglum stefnda nr. 1/90 um slys í starfi. Þótt ekki hafi með bréfinu verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu stefnda er ljóst samkvæmt framangreindu að landsréttardómarinn kom á því stigi málsins að hagsmunagæslu fyrir hann og breytir engu eins og áður segir hvort sú hagsmunagæsla var umfangsmikil eða óveruleg. Var dómarinn því vanhæfur til að dæma málið, sbr. b-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Hinn áfrýjaði dómur verður því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar á ný fyrir Landsrétti.24. Rétt er að hvor aðili greiði sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 600.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=28f24c3d-f733-4adc-adca-124ae99c1d04&verdictid=976f54fd-dc4b-4c6d-b6b2-ceb4231659a1 |
Mál nr. 7/2022 | Endurupptaka Endurupptökudómur Réttlát málsmeðferð Milliliðalaus sönnunarfærsla Mannréttindasáttmáli Evrópu Frávísun frá Hæstarétti | Með dómi Hæstaréttar 31. október 2013 í máli nr. 135/2013 hafði X verið sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Endurupptökudómur féllst á beiðni X um endurupptöku málsins. Í dómi Hæstaréttar var rakið að munnleg sönnunarfærsla gæti ekki farið fram fyrir réttinum eftir gildistöku laga nr. 47/2020. Endurupptökudómi hefði því að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefur eftir síðari málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að ákveða að vísa því til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Jafnframt hefði Endurupptökudómi borið að gæta að þessu af sjálfsdáðum. Þá vísaði rétturinn til þess að í því ljósi að málið hefði verið endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu yrði ekki úr því bætt nema með því að leiða X og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Réttinum væri ókleift að bæta úr þessu og hefði hann heldur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti, enda þjónaði meðferð þess fyrir réttinum fyrirsjáanlega engum tilgangi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Ása Ólafsdóttir og Helgi I. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorgeir Örlygsson fyrrverandi hæstaréttardómarar.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 26/2021 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 135/2013 sem dæmt var 31. október 2013. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 12. janúar 2022 sem birt var ákærða 18. sama mánaðar.3. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar.4. Ákærði krefst þess aðallega að málið verði fellt niður en til vara að því verði vísað frá Hæstarétti.5. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt munnlega 21. september 2022 um formhlið þess.Málsatvik6. Með ákæru sérstaks saksóknara 25. júní 2010 voru Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs sparisjóðs, og Ragnari Zophoníasi Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra sama sjóðs, gefin að sök umboðssvik. Þau voru meðal annars talin felast í því að þeir hefðu í október 2008 misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans í stórfellda hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga er þeir í sameiningu veittu Tæknisetrinu Arkea ehf., sem síðar fékk nafnið Exeter Holdings ehf., yfirdráttarlán að fjárhæð 800 milljónir króna til að fjármagna að fullu kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum sjálfum. Lánið hefði verið veitt án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu þess en það hefði brotið í bága við starfsreglur sjóðsins, auk þess sem ekki hefði á nokkurn hátt verið metin greiðslugeta og eignastaða lánþegans í samræmi við útlánareglur sjóðsins. Í ákærunni var tekið fram að stofnfjárbréfin í sparisjóðnum hefðu meðal annars verið í eigu Jóns Þorsteins og Húnahorns ehf. sem var að hluta í eigu Ragnars Zophoníasar. Því hefðu þeir verið vanhæfir til að taka ákvörðun um lánveitinguna. Þá sagði í ákærunni að MP banki hf., sem lánað hafði Jóni Þorsteini og Ragnari Zophoníasi og tilteknum öðrum starfsmönnum sparisjóðsins vegna kaupa þeirra á bréfunum, hefði hótað að gjaldfella lánin og ganga að stofnfjárbréfunum þar sem tryggingar væru ekki nægar. Þessi háttsemi var talin varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.7. Ákærða var í sama máli gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars Zophoníasar en ákærði var á þessum tíma framkvæmdastjóri MP banka hf. Því broti var lýst þannig að ákærði hefði ásamt Jóni Þorsteini og Ragnari Zophoníasi lagt á ráðin um að fjármunirnir yrðu greiddir úr Byr sparisjóði til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum með þeim hætti sem nánar var lýst í ákærunni. Með þessu hefði tjónsáhættu MP banka hf. vegna lánanna verið komið yfir á sparisjóðinn en ákærða hefði ekki getað dulist, í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Byrs sparisjóðs með ólögmætum hætti. Ákærða var einnig gefið að sök peningaþvætti með því að hafa sem framkvæmdastjóri MP banka hf. tekið við fjármunum, sem aflað hefði verið með umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars Zophoníasar, þótt ákærða hefði mátt vera ljóst, í ljósi allra aðstæðna, að lán það sem þeir útveguðu frá Byr sparisjóði til viðskiptanna hefði verið veitt með ólögmætum hætti. Þessi háttsemi ákærða var talin varða við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 264. gr. sömu laga.8. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2011 voru Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías sýknaðir af fyrrgreindum umboðssvikum með þeim rökum að lánveitingin hefði verið innan heimildar þess síðarnefnda eftir lánareglum Byrs sparisjóðs og hefði lánveiting sem þessi áður tíðkast hjá sjóðnum. Þá taldi héraðsdómur að við mat á veðhæfni stofnfjárbréfanna yrðu þau ekki lögð að jöfnu við óskráð hlutabréf heldur hefðu starfsmenn sjóðsins haft nægar upplýsingar til að meta verðmæti þeirra sérstaklega. Vísaði dómurinn til þess að eiginfjárstaða sparisjóðsins hefði samkvæmt efnahagsreikningi í september 2008 verið jákvæð um rúma 48 milljarða króna eftir að hafa rýrnað um 16,1% frá áramótum en aukist á ný um þrjá milljarða króna frá 30. júní 2008. Einnig þótti leika verulegur vafi á því hvort stofnfjárbréfin hefðu verið ófullnægjandi trygging fyrir láninu á þeim tíma sem það var veitt. Að fenginni þessari niðurstöðu taldi héraðsdómur leiða af sjálfu sér að sýkna bæri ákærða af sakargiftum.9. Með dómi Hæstaréttar 7. júní 2012 í máli nr. 442/2011 voru Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías á hinn bóginn sakfelldir fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningalaga og báðum gert að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Var sú niðurstaða meðal annars reist á því að hvorugur þeirra hefði gætt að því að lánið hefði verið veitt án þess að áður hefði verið könnuð greiðslugeta og eignastaða lántakanda. Hvorki var talið að gögn málsins stæðu til þess að heimilt hefði verið að leggja verðmæti stofnfjárbréfanna og veðhæfni að jöfnu við skráð hlutabréf á markaði né að ætluð eiginfjárstaða sparisjóðsins hefði átt að hafa þá þýðingu sem héraðsdómur lagði til grundvallar. Ekki var heldur fallist á að við mat á refsinæmi verknaðarins ætti að líta til formlegs umboðs Ragnars Zophoníasar til að skuldbinda sparisjóðinn eða að samþykki stjórnar hans fyrir lánveitingunni gegn lánareglum leiddi til þess að Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías gætu ekki hafa farið út fyrir umboð sitt gagnvart sjóðnum í skilningi 249. gr. almennra hegningarlaga. Þá voru gögn málsins ekki talin einhlít um fyrri lánveitingar vegna viðskipta með stofnfjárbréf í sjóðnum. Með aðgerðum sínum voru Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías taldir hafa komið málum þannig fyrir að áhættu af tjóni vegna stofnfjárbréfanna var velt yfir á Byr sparisjóð án þess að kanna sérstaklega stöðu lántakanda og án viðhlítandi upplýsinga um raunverulegt verðgildi bréfanna sem hefðu ein staðið til tryggingar láninu. Auk alls þessa hefðu Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías verið vanhæfir samkvæmt reglum sjóðsins til að taka ákvörðun um lánveitinguna.0. Eins og áður greinir hafði ákærði verið sýknaður í héraði með þeim rökum einum að Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías hefðu ekki framið það brot sem ákærða var gefin að sök hlutdeild í. Í dómi Hæstaréttar í umræddu máli nr. 442/2011 var vísað til þess að héraðsdómur hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort og þá eftir atvikum með hvaða hætti meta þyrfti framburð fyrir dómi um ætluð brot ákærða. Að gættum ákvæðum 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og með hliðsjón af 2. mgr. 169. gr., sbr. 210. gr. laganna, eins og þau hljóðuðu á þessum tíma, var héraðsdómur ómerktur hvað ákærða varðaði og málinu vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.1. Málið var aftur dæmt í héraði 31. janúar 2013 og ákærði á ný sýknaður af sakargiftum. Í niðurstöðu dómsins sagði meðal annars að alkunna hefði verið haustið 2008 að mikill lausafjárskortur hefði hrjáð stóru íslensku bankanna og orðið til þess að þeir féllu. Ákærða og vitnum hefði borið saman um að lausafjárstaða Byrs sparisjóðs hefði verið góð og fengi það stoð í gögnum málsins. Óhjákvæmilegt væri að hafa þetta í huga þegar metin væri sú ákvörðun ákærða að leita eftir fjármögnun hjá Byr sparisjóði til kaupa á stofnfjárbréfum í sjóðnum. Það væri hins vegar augljóst mál að lánveitandi bæri ákveðna áhættu af því að lána fé og með því að sparisjóðurinn lánaði fyrir bréfunum í stað MP banka hf. hefði sú áhætta færst til sjóðsins. Vísaði dómurinn til þess að ákærði hefði staðfastlega neitað vitneskju um hvernig staðið hefði verið að málum við lánveitinguna hjá Byr sparisjóði. Var sú frásögn hans talin trúverðug og fengi stoð í framburði vitna. Þá tók héraðsdómur fram að ákærði hefði kannast við að hafa lagt til að sölugengi stofnfjárbréfanna miðaðist við að bankinn fengi lán sitt greitt. Í ljósi stöðu ákærða hjá bankanum hefði ekki verið óeðlilegt að gæta hagsmuna hans við samningsgerðina. Ákærði hefði aftur á móti ekki verið í stöðu til að ákveða hvernig staðið yrði að lánveitingunni af hálfu sparisjóðsins. Taldi dómurinn að ekki hefði verið sýnt fram á að ákærða hefði ekki getað dulist hvernig Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías stóðu með ólögmætum hætti að lánveitingunni. Samkvæmt þessu var talið ósannað að ákærði hefði gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum eða að hafa framið peningaþvætti.2. Með dómi Hæstaréttar 31. október 2013 í máli nr. 135/2013 var ákærði aftur á móti sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars Zophoníasar og gert að sæta fangelsi í eitt ár. Hæstiréttur taldi ekkert því til fyrirstöðu að litið yrði til sönnunargagna málsins við úrlausn þess að því leyti sem þau vörðuðu annað en hvernig staðið var að lánveitingunni af hálfu Byrs sparisjóðs. Eins og áður greinir hafði frásögn ákærða þar að lútandi verið metin trúverðug af héraðsdómi og kom hún ekki til endurmats fyrir Hæstarétti. Með vísan til þess sem fram hefði komið í málinu þótti liggja fyrir að kaupverðið, sem ákærði gerði tillögu um og var lagt til grundvallar í viðskiptunum, hefði ekki tekið mið af raunverulegu verðgildi bréfanna á þessum tíma. Jafnframt var ákærði ekki talin hafa haft ástæðu til að ætla að sparisjóðurinn myndi krefjast frekari trygginga fyrir láninu en handveðs í stofnfjárbréfunum. Einnig var talið að ákærða hefði verið kunnugt um bága fjárhagsstöðu lántakanda og kaupanda bréfanna. Samkvæmt þessu hefði ákærði ekki síður en Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías tekið þátt í því að leggja á ráðin um hvernig staðið skyldi að lánveitingunni frá Byr sparisjóði til að fjármagna kaup á bréfunum. Með þeim viðskiptum hefði málum verið komið þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna bréfanna, sem áður hafði hvílt á MP banka hf. þar sem ákærði var framkvæmdastjóri, verið velt yfir á sparisjóðinn. Að virtri þeirri vitneskju sem ákærði bjó yfir, menntun hans og þekkingu á starfsemi lánastofnana var talið að honum hefði ekki getað dulist að lánveiting Byrs sparisjóðs vegna kaupa á bréfunum hefði verið ólögmæt og til þess fallin að valda sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu, enda væri féð sem lánað var glatað sparisjóðnum. Með þessu hefði ákærði gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars Zophoníasar. Brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga var á hinn bóginn talið tæma sök gagnvart peningaþvætti samkvæmt 264. gr. laganna, eins og það ákvæði hljóðaði þegar ákærði framdi brotið.Endurupptaka málsins3. Ákærði vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem í dómi 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14 komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti ákærða til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta helgaðist af því að málsmeðferðin hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi.4. Með bréfi 16. júní 2021 fór ákærði þess á leit við Endurupptökudóm að mál hans yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að nefndur dómur Mannréttindadómstólsins teldist „ný gögn eða upplýsingar“ í skilningi a-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Einnig var því haldið fram að verulegir gallar hefðu verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti þannig að áhrif hefði haft á niðurstöðu þess, sbr. d-lið sömu málsgreinar. Eins og áður greinir tók Endurupptökudómur beiðnina til greina með úrskurði 30. desember 2021 og var sú niðurstaða reist á 1. mgr. 232. gr., sbr. d-lið. 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, svo sem þeim var breytt með lögum nr. 47/2020. Fyrir þessari niðurstöðu voru færð eftirfarandi rök í liðum 19 til 24 í úrskurðinum:9. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð feli í sér verulegan galla á meðferð sakamáls í skilningi d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökudómur telur rétt að líta til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hvort telja megi að verulegur galli hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti svo efni séu til að verða við beiðni hans um endurupptöku málsins.20. Eins og fyrr hefur verið rakið var það niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda að brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og þar með gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Var vísað til þess að endurupptökubeiðandi myndi eiga kost á að óska eftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 135/2013.21. Tók dómstóllinn meðal annars fram í niðurstöðu sinni að þegar Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að endurupptökubeiðanda „hafi ekki getað dulist“ að lánið hefði verið veitt með ólögmætum hætti hefði rétturinn beitt rýmri aðferð en héraðsdómur til þess hvaða þættir skiptu máli fyrir matið út frá lagalegu sjónarhorni. Hefði aðferð Hæstaréttar óhjákvæmilega haft í för með sér að rétturinn hefði orðið að leggja nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins. Ráða mætti af dómi réttarins að hann hefði byggt þetta nýja mat á gögnum málsins, þar með talið endurritum af framburði endurupptökubeiðanda og vitna fyrir héraðsdómi, umfram það sem fram hefði komið í dómi héraðsdóms.22. Þá tók dómstóllinn fram að framangreint mat á því hvað endurupptökubeiðanda hefði ekki getað dulist, út frá þeirri vitneskju sem hann bjó yfir á þessum tíma, því sem hann gat ráðið í og bjó yfir hæfni til að skilja, að lánveitingin væri ólögmæt, hefði falið í sér huglæga þætti þar sem skynjun og viðhorf endurupptökubeiðanda, og þeirra sem beina aðkomu hefðu átt að málinu, og þar með framburður þeirra, hefði haft vægi.23. Að lokum tók dómstóllinn fram í niðurstöðu sinni að þegar litið væri til málsmeðferðarinnar í heild fyrir hinum íslensku dómstólum, til hlutverks Hæstaréttar á þeim tíma sem um ræddi og til eðlis þeirra álitaefna sem dæma átti um að engum sérstökum atriðum hefði verið til að dreifa í málinu er réttlættu að Hæstiréttur léti undir höfuð leggjast að kalla til endurupptökubeiðanda og vitni, sem máli skiptu, til þess að hlýða milliliðalaust á framburð þeirra áður en dómur yrði kveðinn upp.24. Í ljósi alls framangreinds verður hér lagt til grundvallar að verulegur galli hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 135/2013. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, verður jafnframt lagt til grundvallar að þessir gallar hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að mál hans verði endurupptekið fyrir Hæstarétti á grundvelli d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008.Málsmeðferð fyrir Hæstarétti5. Eins og áður greinir var ákærða birt fyrirkall 18. janúar 2022 vegna endurupptöku málsins. Fyrirkallið barst Hæstarétti 27. sama mánaðar og þann dag var ákærða skipaður verjandi. Málsgögn voru afhent Hæstarétti 5. júlí sama ár og í kjölfarið var frestur til að skila greinargerð ákveðinn 17. ágúst það ár fyrir ákæruvaldið og 31. sama mánaðar fyrir ákærða.6. Ákæruvaldið lagði ekki fram greinargerð á tilsettum tíma. Aftur á móti barst réttinum greinargerð ákærða 18. ágúst 2022 og laut hún aðeins að formhlið málsins með fyrrgreindum kröfum hans. Réttinum barst tölvubréf ákæruvaldsins degi síðar þar sem þessum kröfum ákærða var mótmælt. Einnig var tekið fram að mistök við dagbókarfærslu hefðu valdið því að greinargerð ákæruvaldsins var ekki skilað á réttum tíma og var óskað eftir viðbótarfresti til að skila greinargerð til 7. september 2022. Þeirri beiðni var hafnað með tölvubréfi réttarins 22. ágúst og degi síðar lagði ákæruvaldið fram greinargerð. Við svo búið tók rétturinn fyrrgreinda ákvörðun um að málið yrði flutt um formhlið þess.NiðurstaðaAðalkrafa um að málið verði fellt niður7. Þegar Endurupptökudómur hefur fallist á kröfu um endurupptöku máls fyrir Hæstarétti, annaðhvort að öllu leyti eða hluta, skal upp frá því fara með það eftir almennum reglum XXXIII. kafla laga nr. 88/2008, eftir því sem við á, eins og áfrýjunarstefna hefði verið gefin út á þeim tíma þegar endurupptaka var ráðin, sbr. 4. mgr. 232. laganna. Í samræmi við 219. gr. þeirra skal ríkissaksóknari þegar áfrýjun er ráðin afla dómsgerða, búa til málsgögn í samráði við verjanda ákærða og afhenda þau Hæstarétti ásamt dómsgerðum. Í 1. mgr. 220. gr. laganna segir síðan að þegar málsgögn hafi verið afhent skuli Hæstiréttur veita þeim aðila sem áfrýjað hefur tiltekinn frest til að skila greinargerð og gögnum sem hann kann enn að telja vanta og hann hyggst byggja mál sitt á. Þegar greinargerð og gögn hafa borist skal gagnaðila svo veittur frestur til að skila greinargerð og gögnum af sinni hálfu.8. Í lögum nr. 88/2008 er ekki mælt fyrir um hvaða afleiðingar það hefur ef sá sem áfrýjað hefur dómi lætur hjá líða að skila greinargerð innan tilskilins frests. Hæstiréttur hefur lagt til grundvallar að þessa stöðu megi leggja að jöfnu við að útivist verði af hálfu ákæruvaldsins í þinghaldi í máli, sbr. dóma réttarins 8. maí 2008 í máli nr. 644/2007 og 13. október 2016 í máli nr. 207/2015. Samkvæmt 160. gr. laga nr. 88/2008 skal dómari, ef útivist verður af hálfu ákæruvaldsins, ákveða nýtt þinghald og tilkynna ákæranda um það. Verði heldur ekki sótt þing af hálfu ákæruvaldsins í það sinn skal mál fellt niður. Við beitingu þessarar reglu, þegar ákæruvaldið hefur ekki skilað greinargerð til Hæstaréttar innan tilskilins frests, verður í samræmi við nefnda dóma réttarins að setja það skilyrði að ekki hafi orðið ítrekuð eða óréttlætt vanræksla af hálfu ákæruvaldsins um skil á greinargerð.9. Af hálfu ákæruvaldsins hefur í málinu ekki orðið ítrekuð vanræksla á því að skila greinargerð og kemur því aðeins til skoðunar hvort hún hafi verið óréttlætt. Eins og áður greinir skilaði ákæruvaldið ekki greinargerð á tilsettum tíma 17. ágúst 2022 en degi síðar óskaði það eftir viðbótarfresti í því skyni. Þegar þeirri beiðni var hafnað 22. þess mánaðar skilaði ákæruvaldið greinargerð sinni degi síðar eða sex dögum eftir að frestur rann út. Ákæruvaldið hefur gefið þá skýringu á þessu að mistök hafði orðið við færslu í dagbók og verður hún talin réttlæta þann skamma drátt sem varð á þessu þar sem ákæruvaldið brást skjótt við eftir að mistökin komu í ljós. Aðstæður í máli þessu eru því ekkert í líkingu við þær sem um ræðir í fyrrnefndu máli réttarins nr. 207/2015 og leiddu til niðurfellingar þess.20. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið eru ekki efni til að fallast á kröfu ákærða um niðurfellingu málsins.Varakrafa um að málinu verði vísað frá Hæstarétti21. Að frumkvæði Hæstaréttar var við munnlegan flutning málsins um formhlið þess reifað af hálfu sakflytjenda hvort réttinum væri kleift að bæta úr þeim annmörkum á fyrri meðferð málsins sem ollu því að málið var endurupptekið.22. Með lögum nr. 50/2016 um dómstóla var gerð sú breyting á dómstólaskipan landsins að stofnað var millidómstig með því að Landsrétti var komið á fót. Tilgangurinn með því var einkum að koma við endurskoðun á áfrýjunarstigi á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi í sakamálum í samræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu. Eftir þá breytingu, sem kom til framkvæmda við gildistöku laganna 1. janúar 2018, er Hæstiréttur þriðja dómstigið og dæmir fyrst og fremst í fordæmisgefandi málum að fengnu leyfi réttarins til málskots. Í samræmi við þetta var frá sama tíma með l-lið 68. gr. laga nr. 49/2016 felld brott heimild í 3. mgr. 205. gr. laga nr. 88/2008 fyrir Hæstarétt til að ákveða að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir réttinum. Um þessa breytingu sagði í greinargerð með frumvarpi til laganna að vegna tilkomu Landsréttar væri ekki gert ráð fyrir að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir Hæstarétti. 23. Endurupptökudómur var stofnaður með lögum nr. 47/2020 sem tóku gildi 1. desember 2020. Hann tók við hlutverki endurupptökunefndar sem starfaði samkvæmt IX. kafla laga nr. 50/2016, eins og þau hljóðuðu fyrir setningu fyrrgreindu laganna. Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 50/2016 er Endurupptökudómur sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skal endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Af 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 leiðir að mál sem er endurupptekið í Landsrétti eða Hæstarétti kemur í kjölfarið til meðferðar á sama dómstigi. Þó segir í síðari málslið þeirrar málsgreinar að Endurupptökudómur geti ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Í skýringum við umrætt ákvæði í frumvarpi til laganna sagði að þetta ætti við þegar ljóst væri „að efna þyrfti til munnlegrar sönnunarfærslu fyrir dómi svo unnt yrði að fella dóm á málið að nýju, en með þessu móti yrði það tekið fyrir af áfrýjunardómstóli sem hefði það umfram Hæstarétt að geta tekið sjálfur skýrslur af ákærða og vitnum og þar með leyst úr málinu á nýjan leik á grundvelli milliliðalausrar sönnunarfærslu.“ Einnig var tekið fram að dómur Landsréttar yrði þó ekki endanlegur því að skjóta mætti honum til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunarleyfi. Loks sagði að sjálfgefið væri að um meðferð mála, sem dæmd hefðu verið fyrir Hæstarétti og tekin yrðu þar upp að nýju, skyldi fara eftir XXXIII. kafla laga nr. 88/2008.24. Að því gættu að með lögum nr. 49/2016 var felld úr gildi heimild fyrir Hæstarétt til að ákveða að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir réttinum og þegar litið er til þess að með lögum nr. 47/2020 var lögfest heimild fyrir Endurupptökudóm til að ákveða að máli sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti verður því slegið föstu að Hæstarétt skortir að gildandi lögum heimild til að láta slíka sönnunarfærslu fara fram fyrir réttinum. Verður þetta einnig ráðið af fyrrgreindum lögskýringargögnum þar sem beinlínis kemur fram að slík heimild sé ekki fyrir hendi. Jafnframt hefur um langa hríð verið í lögum mælt fyrir um munnlega sönnunarfærslu fyrir dómi og er það í samræmi við 59. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, þar sem segir að skipan dómsvaldsins skuli ákveðin með lögum. Tekur það ekki aðeins til þess að stofnunum þessum sé komið á fót með lögum heldur einnig að þar sé mælt fyrir um málsmeðferðina.25. Við úrlausn þessa máls hefur ekki þýðingu þótt munnleg sönnunarfærsla hafi farið fram fyrir réttinum í málum nr. 34/2019 og 35/2019, sem lauk með dómum 12. mars 2021, og máli nr. 35/2020 sem lauk með dómi 22. júní 2022. Þar var um að ræða mál þar sem endurupptökunefnd hafði fallist á beiðni um endurupptöku fyrir Hæstarétti en á þeim tíma, fyrir setningu laga nr. 47/2020, var ekki fyrir hendi heimild í lögum til að mál sem dæmt hafði verið í Hæstarétti yrði í kjölfar endurupptöku tekið til meðferðar í Landsrétti. Jafnframt var í þessum málum um að ræða munnlega sönnunarfærslu sakborningum til hagsbóta sem ekki sætti andmælum ákæruvaldsins og var hún í samræmi við grundvallarregluna um réttláta málsmeðferð fyrir dómi að því gættu að önnur úrræði voru ekki tiltæk við meðferð þeirra mála.26. Samkvæmt framansögðu getur munnleg sönnunarfærsla ekki farið fram fyrir réttinum eftir gildistöku laga nr. 47/2020. Bar Endurupptökudómi því að réttu lagi, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefur eftir síðari málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að ákveða að vísa því til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Jafnframt bar Endurupptökudómi að gæta að þessu af sjálfsdáðum enda veltur úrlausn um þetta atriði á þeim grundvelli sem dómurinn markar endurupptökunni og mati á því hvaða meðferð málið þyrfti að sæta í kjölfar hennar. Af þeirri ástæðu getur þetta ekki oltið á því hvort höfð sé uppi krafa um þetta fyrir dóminum eins og hreyft var af hálfu ákærða við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti.27. Í því ljósi að málið var endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu verður ekki úr því bætt nema með því að leiða ákærða og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Eins og hér hefur verið rakið er réttinum ókleift að bæta úr þessu og hefur hann heldur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti, enda þjónar meðferð þess fyrir réttinum fyrirsjáanlega engum tilgangi. Af þessu leiðir að héraðsdómur 31. janúar 2013 um sýknu ákærða stendur óhaggaður.28. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 135/2013, samtals 1.909.094 krónur, að öllu leyti úr ríkissjóði.29. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Allur sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, samtals 1.909.094 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X, Ragnars Halldórs Hall, lögmanns, 1.255.000 krónur. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Ragnars Halldórs Hall lögmanns, 744.000 krónur. |
Mál nr. 24/2022 | Gjaldþrotaskipti Þrotabú Greiðsla Riftun Áfrýjunarleyfi Gagnáfrýjun | Þrotabú D höfðaði mál á hendur Í og krafðist riftunar á tveimur greiðslum sem inntar voru af hendi af þriðja aðila til Í vegna skulda D og námu samtals 125.946.684 krónum. Var annars vegar um að ræða greiðslu að fjárhæð 85.000.000 krónur en hins vegar að fjárhæð 40.946.684 krónur. Beiðni D um áfrýjunarleyfi var afmörkuð við úrlausn um riftun greiðslunnar að fjárhæð 85.000.000 krónur og var leyfið veitt um þau atriði sem leyfisbeiðnin var reist á. Í áfrýjunarstefnu og gagnáfrýjunarstefna var sakarefnið aftur á móti ekki afmarkað með þeim hætti heldur tók til beggja krafnanna. Með vísan til 3. mgr. 177. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var heimild Í til gagnáfrýjunar ekki talin sæta takmörkunum hvað sem leið mögulegri afmörkun áfrýjunar í aðalsök á grundvelli áfrýjunarleyfis. Voru því kröfur vegna beggja greiðslnanna teknar til efnismeðferðar. Í málinu byggði þrotabúið á því að umræddar greiðslur hefðu rýrt greiðslugetu D verulega og væru því riftanlegar á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá var byggt á því að greiðslurnar hefðu á ótilhlýðilegan hátt verið Í til hagsbóta á kostnað annarra og leitt til þess að eignir D voru ekki til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa og því jafnframt riftanlegar á grundvelli 141. gr. sömu laga. Fram kom í dómi Hæstaréttar að við mat á skilyrðum riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 yrði fyrst og fremst tekið mið af því hvort og þá að hvaða marki ráðstöfun hefði haft áhrif á fjárhag þrotamanns og þar með hagsmuni og jafnræði kröfuhafa hans. Þá yrði að sýna fram á að þau verðmæti sem ráðstöfun lyti að hefðu ella runnið til skuldara. Sönnunarbyrðin um að framangreindar aðstæður væru fyrir hendi hvíldi á þrotabúi D. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að greiðsla að fjárhæð 85.000.000 krónur hefði fallið utan utan tímamarka 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og því kæmi riftun á greiðslunni á grundvelli þeirrar lagagreinar ekki til álita. Hvað varðaði riftun greiðslunnar á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 kom fram í dóminum að D hefði hvorki sannað að umrædd greiðsla, sem fjármögnuð var af auknu hlutafé í P, hefði borist D né verið félaginu á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að greiðslan eða andvirði hennar hefði runnið til D hefði ekki komið til ráðstöfunar hennar með umræddum hætti. Væri því ekki unnt að leggja til grundvallar að um ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða sem hefði leitt til þess að eignir D hefðu ekki verið til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa félagsins eða leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, sbr. áskilnað 141. gr. Hvað varðaði greiðsluna að fjárhæð 40.946.684 krónur var óumdeilt að hún hefði borist Í af bankareikningi P, þáverandi móðurfélags D, og í kjölfarið færð sem skuld D við P í bókhaldi þess síðarnefnda. Nokkrum dögum síðar hefðu svo tvær greiðslur borist af bankareikningi D inn á bankareikning móðurfélagsins, samtals að fjárhæð 40.339.542 krónur. Var lagt til grundvallar, hvað sem leið tilhögun greiðslunnar, að P hefði lánað D upphæðina og D hefði endurgreitt stærstan hluta þess láns. Greiðsla skuldarinnar hefði því haft í för með sér að handbært fé D hefði rýrnað um sömu fjárhæð með tilheyrandi áhrifum á greiðslugetu þess en óumdeilt var að greiðslan hefði farið fram þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var staðfest sú niðurstaða hans að uppfyllt væru skilyrði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 til þess að greiðslunni yrði rift. Þá var jafnframt staðfest sú niðurstaða að Í yrði á grundvelli 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 gert að endurgreiða þrotabúi D fé sem samsvaraði greiðslu D til P eða 40.339.542 krónum enda ekki runnið hærri fjárhæð frá D. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. apríl 2022. Í aðalsök er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um að rift sé greiðslu 8. september 2017 á skuld DV ehf. við gagnáfrýjanda að fjárhæð 40.946.684 krónur og honum verði gert að greiða aðaláfrýjanda 40.946.684 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. október 2018 til greiðsludags. Auk þess er krafist að rift verði með dómi greiðslu inn á skuld DV ehf. við gagnáfrýjanda að fjárhæð 85.000.000 króna sem greidd var gagnáfrýjanda 13. janúar 2017 en bókuð sem greiðsla á skuldum DV ehf. hjá gagnáfrýjanda 18. maí 2017. Þá er þess krafist að gagnáfrýjanda verði gert að greiða aðaláfrýjanda 85.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 13. janúar 2017 til 21. október 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í gagnsök krefst aðaláfrýjandi þess að dómkröfum gagnáfrýjanda verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 13. júní 2022. Hann krefst aðallega sýknu af framangreindum kröfum aðaláfrýjanda auk málskostnaðar á öllum dómstigum en til vara lækkunar á kröfunum og að málskostnaður verði felldur niður.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort aðaláfrýjandi fær á grundvelli 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. rift tveimur greiðslum til gagnáfrýjanda sem áttu sér stað á árinu 2017 en bú DV ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 7. mars 2018. Jafnframt deila aðilar um kröfu aðaláfrýjanda um bætur á grundvelli 142. gr. laga nr. 21/1991, nái riftun fram að ganga.5. Annars vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna sem innt var af hendi af lögmannsstofunni Lögviti ehf. 13. janúar 2017 en endanlega ráðstafað til greiðslu nánar tilgreindra skulda 18. maí það ár. Hins vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 40.946.684 krónur sem greidd var gagnáfrýjanda 8. september 2017.6. Héraðsdómur féllst á að rifta greiðslu að fjárhæð 40.946.684 krónur á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og dæmdi gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda bætur samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laganna. Hins vegar sýknaði héraðsdómur gagnáfrýjanda af riftun greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna. Þá var gagnáfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Landsréttur staðfesti framangreindar niðurstöður héraðsdóms en felldi niður málskostnað fyrir réttinum.7. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 7. apríl 2022 með ákvörðun nr. 2022-33 á þeirri forsendu að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin væri reist á, einkum um almenn skilyrði riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991.8. Samhliða máli þessu hefur á grundvelli áfrýjunarleyfis samkvæmt ákvörðun nr. 2022-1 verið rekið fyrir Hæstarétti mál nr. 14/2022: Þrotabú Pressunnar ehf. gegn íslenska ríkinu og gagnsök þar sem krafist er riftunar tveggja nánar tilgreindra greiðslna Pressunnar ehf., þá móðurfélags DV ehf., til gagnáfrýjanda fyrir gjaldþrot félagsins. Sakarefni þessara tveggja mála tengjast. Málsatvik9. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2018 var bú DV ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og er frestdagur við skiptin 13. nóvember 2017. Lýstar kröfur í búið námu samtals 241.756.998 krónum, þar af voru forgangskröfur 51.411.454 krónur. Aðaláfrýjandi kveður að við úrskurð um gjaldþrotaskipti hafi eignir búsins verið óverulegar. Innstæða á bankareikningum hafi samtals numið um 74.000 krónum. Búið hafi átt útistandandi kröfur en af þeim höfðu innheimst um 74.000 krónur þegar skiptafundur var haldinn 21. júní 2018. 0. DV ehf. rak margvíslega útgáfustarfsemi, vefmiðla og dagblöð. Rekstur félagsins hafði gengið illa í nokkur ár og það verið í vanskilum bæði við opinbera aðila og einkaaðila. Í árslok 2016 höfðu safnast upp veruleg vanskil þess gagnvart gagnáfrýjanda vegna opinberra gjalda fyrri ára og héldu þau áfram árið 2017. Í gögnum málsins kemur fram að gerð hafi verið fimm árangurslaus fjárnám hjá félaginu á tímabilinu 21. nóvember 2016 til 17. ágúst 2017. Þá liggur fyrir að settar voru fram 39 kröfur um gjaldþrotaskipti á búi DV ehf. á árunum 2016 og 2017, þar á meðal lagði Tollstjóri fram þrjár þeirra en afturkallaði þær allar. Nánar tiltekið krafðist embættið gjaldþrotaskipta í fyrsta sinn 17. mars 2016 en afturkallaði beiðnina 18. maí sama ár, í annað sinn 24. október 2016 en afturkallaði beiðnina 13. janúar 2017 og í þriðja sinn 17. maí 2017 en afturkallaði beiðnina 14. september sama ár. 1. Á árinu 2016 komu nýir fjárfestar að Pressunni ehf. sem lögðu því til fé í gegnum félag sitt Fjárfestingafélagið Dalinn ehf. Í samráði við fjárfestana keypti Pressan ehf. Birting útgáfufélag ehf., með kaupsamningi 18. nóvember 2016 en kaupin gengu endanlega í gegn 20. febrúar 2017.2. Í janúar 2017 fór fram hlutafjárhækkun í Pressunni ehf. þar sem Fjárfestingafélagið Dalurinn greiddi 150.000.000 króna fyrir kaup á 75.000.000 hluta í félaginu, auk þess sem hluthafar breyttu skuldum við þá í hlutafé. Greiðslan var innt af hendi af Aztiq fjárfestingum ehf., fyrir hönd Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. inn á reikning lögmannsstofunnar Lögvits ehf. sem síðan ráðstafaði þessum fjármunum inn á skuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga. Þar af var umræddum 85.000.000 króna ráðstafað til greiðslu skulda DV ehf. við gagnáfrýjanda.3. Svo sem nánar er rakið í dómi réttarins 28. september 2022 í máli nr. 14/2022, sem kveðinn er upp samhliða dómi í máli þessu, kom fljótlega í ljós að frekara fjármagns væri þörf ætti að reynast unnt að leysa úr fjárhagsvandræðum Pressunnar ehf. og tengdra félaga. Þau áform gengu hins vegar ekki eftir og samningi 18. nóvember 2016 um kaup Pressunnar ehf. á öllum hlutum í Birtingi útgáfufélagi ehf. var rift 10. maí 2017. Í samkomulagi um riftunina sagði meðal annars að komið hefði í ljós að fjárhagsstaða Pressunnar ehf. hefði verið verri en ætlað var og fyrirsjáanlegt að félagið myndi ekki geta staðið við greiðslu eftirstöðva kaupsamningsins með þeim hætti sem ráðgert var. Þann sama dag gáfu bæði DV ehf. og Vefpressan ehf. út tryggingarbréf að fjárhæð 200.000.000 króna þar sem sett voru að veði útgáfuréttindi, vörumerki, vefmiðlar og lén félaganna til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum Pressunnar ehf. við Fjárfestingafélagið Dalinn ehf.4. Stærstur hluti eigna DV ehf. var seldur Frjálsri fjölmiðlun ehf. 5. september 2017 fyrir 200.000.000 króna. Seld voru útgáfuréttindi dagblaðsins DV, ásamt vörumerki, vefmiðli og léni með sama nafni og tengdum réttindum. Kaupin voru meðal annars háð þeim fyrirvara af hálfu kaupanda að tryggingarbréfum, útgefnum af DV ehf. og Vefpressunni ehf. 10. maí 2017 til Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., yrði aflétt og þau skráð úr lausafjárbók. Með samningi sama dag seldi Pressan ehf., Frjálsri fjölmiðlun ehf. stærstan hluta eigna Pressunnar ehf. 5. Með vísan til síðarnefnds samnings var gerður kaupsamningur 6. september 2017 milli Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. Með honum keypti Frjáls fjölmiðlun ehf. og yfirtók kröfu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. á hendur Pressunni ehf., að fjárhæð 45.000.000 króna. Enn fremur var kveðið á um að samhliða undirritun samningsins væru framangreind tryggingarbréf útgefin af DV ehf. og Vefpressunni ehf. framseld Frjálsri fjölmiðlun ehf. til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu kröfunnar. Um efni og skuldbindingargildi þess samnings varð ágreiningur sem leyst var úr með dómi Landsréttar 27. mars 2020 í máli nr. 395/2019. Nánari grein er gerð fyrir þeim ágreiningi í fyrrgreindum dómi réttarins í máli nr. 14/2022.6. Hinn 7. september 2017 gerði DV ehf. samning með áætlun um greiðslu á skuldum sínum við gagnáfrýjanda, gegn því að hann krefðist ekki gjaldþrotaskipta eða gripi til annarra vanefndaúrræða. Uppsafnaðar skuldir DV ehf. námu þá samtals 161.209.853 krónum. Samkvæmt samkomulaginu skyldi félagið greiða rúmlega 29 milljónir króna við gerð þess og 12 milljónir króna mánaðarlega upp frá því til 1. febrúar 2018 en greiðslan þann dag skyldi nema 83.903.647 krónum. Hinn 8. september 2017 greiddi Pressan ehf. 40.946.684 krónur inn á skuldir DV ehf. hjá gagnáfrýjanda.7. Með bréfi skiptastjóra 21. september 2018 lýsti aðaláfrýjandi yfir riftun á ellefu greiðslum opinberra gjalda DV ehf. til gagnáfrýjanda frá og með 15. maí 2017 til 6. desember sama ár, samtals að fjárhæð 188.067.115 krónur. Í bréfi gagnáfrýjanda 8. október 2018 var fallist á að rifta níu greiðslum, samtals að fjárhæð 62.120.431 króna. Í sama bréfi var hins vegar hafnað riftun þeirra tveggja greiðslna sem ágreiningur máls þessa lýtur að og kom fram að gagnáfrýjandi teldi þær ekki riftanlegar þar sem þær hefðu verið greiddar af þriðja aðila og almennir kröfuhafar því ekki orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Væru því ekki lagaskilyrði til að rifta þeim.8. Þær greiðslur sem gagnáfrýjandi hafnaði að rifta voru, svo sem fyrr greinir, annars vegar greiðsla fyrrnefndrar skuldar að fjárhæð 85.000.000 króna sem var hluti af greiðslu sem lögmannsstofan Lögvit ehf. tók við frá Aztiq fjárfestingum ehf. 13. janúar 2017 vegna fyrrnefndrar hlutafjárhækkunar hjá þáverandi móðurfélagi DV ehf., Pressunni ehf. Lögmannsstofan hafði meðal annars það verkefni að ráðstafa fjárhæðinni til greiðslu skulda DV ehf., Pressunnar ehf. og tengdra félaga, þar á meðal við gagnáfrýjanda. Með bréfi þáverandi lögmanns DV ehf. 18. apríl 2017 til gagnáfrýjanda óskaði hann eftir því að umþrættri fjárhæð yrði endurráðstafað inn á nánar tilgreindar skattskuldir félagsins. Greiðslunni var ráðstafað 18. maí sama ár til innborgunar á þessum skuldum en samkvæmt greiðslukvittun var svokallaður gildisdagur þeirrar greiðslu 13. janúar 2017.9. Hins vegar er í málinu deilt um áðurnefnda greiðslu vegna vangreiddra opinberra gjalda DV ehf. sem var innt af hendi af Pressunni ehf. til gagnáfrýjanda 8. september 2017 að fjárhæð 40.946.684 krónur. Greiðslan var færð sem skuld DV ehf. við félagið í bókhaldi Pressunnar ehf. Bárust Pressunni ehf. 14. september 2017 tvær greiðslur frá DV ehf., samtals að fjárhæð 40.339.542 krónur, en í skýringum með færslum þeirra í bókhaldi Pressunnar ehf. kom fram að um hafi verið að ræða „endurgr. v/Tollstjóra“. Þessar sömu greiðslur voru jafnframt færðar til lækkunar á skuld DV ehf. við Pressuna ehf. í bókhaldi DV ehf.20. Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta með birtingu stefnu 20. nóvember 2018. Tók kröfugerð hans talsverðum breytingum undir rekstri málsins í héraði en í lokabúningi tók hún til riftunar framangreindra tveggja greiðslna auk kröfu um endurgreiðslu og bætur á grundvelli 1. og 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Niðurstaða héraðsdóms var að sýkna gagnáfrýjanda af fyrri kröfu aðaláfrýjanda en fallist var á að seinni greiðslan væri riftanleg samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og var gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda bætur að fjárhæð 40.946.684 krónur samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laganna og 1.100.000 krónur í málskostnað.21. Með hinum áfrýjaða dómi var staðfest niðurstaða héraðsdóms en málskostnaður fyrir Landsrétti látinn falla niður. Um hærri greiðsluna vísaði Landsréttur meðal annars til þess að hún hefði verið innt af hendi af hálfu þriðja aðila og aldrei borist félaginu eða verið því á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar. Greiðslan hefði því ekki skert greiðslugetu félagsins verulega samkvæmt 134. gr. laga nr. 21/1991. Af sömu ástæðu væri ekki unnt að leggja til grundvallar að um ótilhlýðilega ráðstöfun hefði verið að ræða í skilningi 141. gr. sömu laga.MálsástæðurHelstu málsástæður aðaláfrýjanda22. Aðaláfrýjandi byggir riftunarkröfur sínar á því að umræddar greiðslur hafi skert greiðslugetu DV ehf. verulega og að þær séu því riftanlegar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Í þeim efnum vísar hann til þess að miðað við eignir félagsins fari fjárhæð þeirra krafna sem krafist sé riftunar á yfir það hlutfall samkvæmt dómaframkvæmd sem teljist skerða fjárhag félags verulega. Aðaláfrýjandi telur enn fremur að miða beri við að greiðsla að fjárhæð 85.000.000 króna hafi átt sér stað þegar hún var bókuð inn á skuldir DV ehf. hjá gagnáfrýjanda en ekki þegar hún barst honum. Samkvæmt því skipti ekki máli þótt gagnáfrýjandi hafi móttekið greiðsluna 13. janúar 2017 heldur beri að miða við endanlega ráðstöfun hennar inn á tiltekna skuld sem ekki hafi átt sér stað fyrr en 18. maí 2017 og hafi því farið fram innan tímamarka 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá byggir aðaláfrýjandi á því að greiðslurnar geti ekki talist venjulegar eftir atvikum enda liggi fyrir að um margra mánaða uppsöfnuð vanskil hafi verið að ræða.23. Aðaláfrýjandi byggir jafnframt á því að greiðslurnar séu riftanlegar samkvæmt 141. gr. sömu laga. Þær hafi á ótilhlýðilegan hátt verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra og leitt til þess að eignir DV ehf. voru ekki til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa. Enn fremur hefðu verið gerðar upp skuldir sem höfðu gjaldfallið mörgum mánuðum eða árum fyrr. Fyrir liggi að DV ehf. hafi þá verið ógjaldfært og gagnáfrýjanda verið kunnugt um erfiða fjárhagsstöðu félagsins þegar greiðslurnar voru inntar af hendi þar sem fyrr hefðu verið gerð árangurslaus fjárnám hjá félaginu auk þess sem honum hafi verið kunnugt um að það væri eigna- og tekjulítið. Enn fremur byggir aðaláfrýjandi á því að fyrri greiðslan hafi verið hluti af rekstrarfé DV ehf. þar sem hún hafi verið greidd með láni frá móðurfélagi þess til greiðslu tiltekinna skulda. Telji hann því að það fái ekki staðist skoðun að greiðslan verði metin þannig að hún hafi aldrei borist inn á bankareikninga DV ehf. og aldrei verið félaginu aðgengileg eða til ráðstöfunar og greiðslugeta þess því ekki skerst af þeim sökum.24. Aðaláfrýjandi byggir einnig á því að með yfirlýsingu um samþykki riftunar í bréfi 8. október 2018 og endurgreiðslu á hluta þeirra greiðslna sem inntar voru af hendi á tímabilinu 15. maí til 6. desember 2017 hafi gagnáfrýjandi viðurkennt að riftunarskilyrði samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum hafi að öðru leyti verið uppfyllt á umræddu tímabili.25. Aðaláfrýjandi mótmælir því að sú staðreynd að greiðsla á skuldum DV ehf. hafi verið innt af hendi af öðrum aðila fyrir hönd félagsins skipti máli varðandi riftanleika greiðslna samkvæmt framangreindum ákvæðum. Þá sé því mótmælt að á honum hvíli sönnunarbyrði, umfram sönnun á sjálfum greiðslunum, um að umræddir fjármunir hefðu annars staðið honum til boða til greiðslu annarra skulda eða hefðu verið lagðir inn á reikninga félagsins ef hinar umdeildu skuldir hefðu ekki verið greiddar. Allt að einu telji hann sannað að greiðslurnar hafi tilheyrt félaginu og verið hluti af rekstrarfé þess. Þá telur hann sannað að umræddar greiðslur hafi rýrt greiðslugetu félagsins verulega.26. Verði fallist á riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 byggir aðaláfrýjandi kröfu sína á 1. mgr. 142. gr. sömu laga en verði niðurstaðan að greiðslurnar séu riftanlegar samkvæmt 141. gr. laganna sé krafa um bætur byggð á 3. mgr. 142. gr. þeirra. Þá miðist vaxtakrafa samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 við greiðsludag.Helstu málsástæður gagnáfrýjanda27. Gagnáfrýjandi byggir á því að umdeildar kröfur hafi ekki verið greiddar af DV ehf. heldur þriðju aðilum, Lögviti ehf. og Pressunni ehf., sem hvor um sig sé sjálfstæður lögaðili. Þar af leiðandi hafi greiðslurnar ekki haft áhrif á fjárhag DV ehf. eða möguleika félagsins til að standa skil á kröfum annarra kröfuhafa og jafnræði kröfuhafanna hafi í engu raskast. Gagnáfrýjandi telur að fjármunir þriðja aðila geti aldrei orðið riftanleg eign þrotabúsins og ætlað tjón aðaláfrýjanda verði ekki rakið til slíkra greiðslna. Greiðslurnar hafi verið inntar af hendi með peningum eftir að gjalddagi skulda var liðinn og hafi ekki verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Þannig séu ekki uppfyllt skilyrði riftunar á grundvelli 134. eða 141. gr. laga nr. 21/1991.28. Gagnáfrýjandi mótmælir þeirri málsástæðu aðaláfrýjanda að greiðsla að fjárhæð 85.000.000 króna hafi verið lán frá Pressunni ehf. Hann telur að hér sé um að ræða nýja málsástæðu sem sé of seint fram komin enda ekki verið á henni byggt fyrr en í greinargerð til Landsréttar.29. Þá andmælir gagnáfrýjandi því að greiðslurnar hafi verið ótilhlýðilegar og falið í sér mismunun kröfuhafa. Reynt hafi verið að bjarga rekstri DV ehf. með fjárhagslegri endurskipulagningu, meðal annars með því að útvega fjármuni sem verja skyldi til greiðslu skattskulda. Hann byggir á því að greiðsla að fjárhæð 85.000.000 króna hafi verið í samræmi við tilgang áður framkvæmdrar hlutfjárhækkunar um að greiða skuldir DV ehf. við gagnáfrýjanda.30. Framangreindu til viðbótar byggir gagnáfrýjandi á því að greiðsla að fjárhæð 85.000.000 króna hafi verið innt af hendi 13. janúar 2017 og falli því utan tímafrests 134. gr. laga nr. 21/1991. 31. Þá andmælir gagnáfrýjandi jafnframt kröfum aðaláfrýjanda um vexti og upphafstíma þeirra. Ekki séu lagaskilyrði til að taka til greina endurgreiðslu- eða skaðabótakröfu aðaláfrýjanda. Varðandi varakröfu sína í gagnsök vísar hann til þess að endurgreiðsla lánsins af hálfu DV ehf. til Pressunnar ehf. hafi verið 607.142 krónum lægri en sjálft lánið og taka þurfi tillit til þess ef fallist verður á riftunar- og endurgreiðslukröfur. Að lokum mótmælir hann því að í bréfi sínu 8. október 2018 hafi falist viðurkenning á að riftunarskilyrðum væri fullnægt líkt og aðaláfrýjandi haldi fram.Löggjöf32. Svo sem ráðið verður af lögskýringargögnum með lögum nr. 21/1991 og fjallað er um í eldri dómum Hæstaréttar, meðal annars í dómi réttarins 29. október 2020 í máli nr. 19/2020, eru gjaldþrotaskipti sameiginleg fullnustugerð allra þeirra sem eiga kröfur á hendur skuldara við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti og lýsa kröfum sínum með réttum hætti í þrotabú eða eiga af öðrum ástæðum rétt til greiðslu við úthlutun. Riftunarreglur XX. kafla laganna gera þrotabúi kleift að ónýta með afturvirkum hætti tilteknar ráðstafanir þrotamanns í þeim tilgangi meðal annars að draga fleiri eignir undir skiptin til hagsbóta fyrir kröfuhafa búsins. Markmið reglnanna er að unnt sé að rifta þeim ráðstöfunum þrotamanns sem áhrif hafa haft á möguleika kröfuhafa til að fá efndir af fjármunum bús og eru því einskorðaðar við riftun ráðstafana og endurheimt þeirra verðmæta sem þrotabú hefur orðið af vegna þeirra. Á hinn bóginn hafa lögin ekki að geyma upptalningu á þeim tegundum löggerninga sem nýttir eru til slíkra ráðstafana.33. Aðaláfrýjandi byggir riftunarkröfur sínar í fyrsta lagi á heimild 134. gr. laga nr. 21/1991 til riftunar þeirra ráðstafana sem kallaðar hafa verið óvenjulegar greiðslur en 1. mgr. 134. gr. er svohljóðandi: „Krefjast má riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.“ Eins og fram hefur komið er þá fyrst og fremst undir í málinu það skilyrði greinarinnar hvort greidd hafi verið fjárhæð sem skert hafi greiðslugetu þrotamannsins verulega og við hvaða tímamark beri að miða sex mánaða frest ákvæðisins.34. Í öðru lagi byggir aðaláfrýjandi riftunarkröfur sínar á 141. gr. laga nr. 21/1991 en sú heimild til riftunar hefur verið nefnd almenna riftunarreglan. Skilyrði riftunar er að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg. Það getur lotið að því að ráðstöfun hafi verið kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiði til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiði til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Í öllum þremur tilvikunum er áskilið að skuldari hafi verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar svo og að sá sem hafði hag af henni hafi verið grandsamur um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg.35. Auk mats á skilyrðum framangreindra reglna XX. kafla laga nr. 21/1991 reynir sérstaklega á það í þessu máli hverju það varði að greiðsla umræddra skulda þrotamanns var ekki innt af hendi af honum sjálfum heldur þriðja aðila en varnir gagnáfrýjanda lúta öðru fremur að þeim þætti málsins.NiðurstaðaUm formhlið málsins36. Beiðni aðaláfrýjanda, 15. mars 2022, um leyfi til áfrýjunar, var afmörkuð við úrlausn um riftun greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna. Er þess þá að gæta að í 2. málslið 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að takmarka megi leyfi við tiltekin atriði máls. Í ákvörðun Hæstaréttar segir um forsendur leyfis til áfrýjunar: „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin er reist á, einkum um almenn skilyrði riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991.” Í áfrýjunarstefnu sem gefin var út á grundvelli leyfisins sama dag tók kröfugerð og málatilbúnaður aðaláfrýjanda hins vegar til beggja þeirra greiðslna sem tekist var á um í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar, þar með talið greiðslu að fjárhæð 40.946.684 krónur. Með gagnáfrýjunarstefnu, útgefinni 13. júní 2022, var krafist sýknu af kröfum um riftun beggja greiðslnanna.37. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti breytti aðaláfrýjandi kröfugerð sinni á þann veg að krafist var staðfestingar hins áfrýjaða dóms um riftun fyrri greiðslunnar að fjárhæð 40.946.684 krónur og greiðslu bóta sömu fjárhæðar en að rift yrði með dómi seinni greiðslunni að fjárhæð 85.000.000 króna og gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda sömu fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum.38. Hvað sem líður ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um að takmarka megi áfrýjunarleyfi við tiltekin atriði máls er ekki að finna frekari fyrirmæli í XXVII. kafla laganna um það hvernig haga skuli áfrýjun að öðru leyti undir slíkum kringumstæðum. Í þessu samhengi skiptir þá einkum máli að heimild til gagnáfrýjunar, samkvæmt 3. mgr. 177. gr. laganna, sýnist óbreytt frá þeim reglum sem giltu samkvæmt eldri dómstólaskipan, sbr. lög nr. 49/2016, og er hún hliðstæð heimild til gagnáfrýjunar til Landsréttar, sbr. 3. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991. Að því gættu og með vísan til dóms Hæstaréttar 21. janúar 1999 í máli nr. 411/1997 sætir heimild gagnáfrýjanda til gagnáfrýjunar ekki takmörkunum hvað sem líður heimild til að takmarka áfrýjun í aðalsök við tiltekna þætti máls.Um efnishlið málsins39. Við efnislega úrlausn málsins verður fyrst fjallað um fyrri greiðsluna að fjárhæð 85.000.000 króna og að því búnu um hina síðari að fjárhæð 40.946.684 krónur. Í báðum tilvikum reynir á þýðingu þess að greiðsla barst gagnáfrýjanda frá þriðja manni en aðaláfrýjandi byggir, svo sem ítrekað hefur komið fram, kröfur um riftun beggja greiðslna á 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991. Enn fremur telur aðaláfrýjandi það hafa þýðingu, við mat á sex mánaða frestinum til riftunar, samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, hvenær hærri greiðslan var bókuð inn á tilteknar skuldir hjá gagnáfrýjanda en ekki eigi að miða við það tímamark þegar hún barst honum.40. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar verður ráðið að riftanlegar ráðstafanir geta farið fram með margvíslegum og flóknum löggerningum á sviði fjármunaréttar eða öðrum réttarsviðum. Við mat á því hvort riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 verður beitt þarf þannig að líta fram hjá tegund og formi löggerninganna en beina þess í stað sjónum að þeim afleiðingum sem ráðstöfunin hefur haft á fjárhag skuldara og þar með hagsmuni kröfuhafa. Í því sambandi skiptir almennt ekki máli þótt þriðji maður komi við sögu ef skilyrði riftunar eru að öðru leyti uppfyllt enda takmarkast riftunarreglur XX. kafla laganna ekki við ráðstafanir sem þrotamaður framkvæmir. Lög nr. 21/1991 geyma ekki sérstakar leiðbeiningar um það hvort og þá með hvaða hætti riftunarreglum XX. kafla verður beitt þegar að greiðsla berst ekki milliliðalaust frá þrotamanni. Hlýtur þá sem endranær að þurfa að taka mið af því hvort og þá að hvaða marki ráðstöfunin hefur haft áhrif á fjárhag þrotamanns og þar með hagsmuni og jafnræði kröfuhafa. Þá verður að sýna fram á að þau verðmæti sem ráðstöfun lýtur að hefðu ella runnið til skuldara og því til greiðslu skulda hans. Sönnunarbyrði um að framangreindar aðstæður séu fyrir hendi hvílir á aðaláfrýjanda sem rifta vill greiðslunum.Krafa að fjárhæð 85.000.000 króna41. Svo sem rakið er í forsendum hins áfrýjaða dóms telst greiðsla peningakröfu alla jafna hafa farið fram þegar hún er komin til kröfuhafa. Eftir að gagnáfrýjandi móttók greiðsluna að fjárhæð 85.000.000 króna 13. janúar 2017 var hún ekki endurkræf greiðanda hvað sem leið endanlegri ráðstöfun inn á tiltekna skuld 18. maí þá um vorið. Verður því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að ekki standi til þess lagaskilyrði að umræddri greiðslu verði rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.42. Liggur því næst fyrir að taka afstöðu til þess hvort framangreindri greiðslu verður rift á grundvelli almennrar riftunarreglu í 141. gr. laga nr. 21/1991. Verður þá fyrst lagt mat á hvort um hafi verið að ræða ráðstöfun skuldara í skilningi 141. gr., svo sem aðaláfrýjandi byggir á, eða þriðja manns og þá þrotabúinu óviðkomandi eins og sýknukrafa gagnáfrýjanda er byggð á.43. Hér að framan hefur verið gerð ítarleg grein fyrir tilgangi umræddrar greiðslu en ekki er ágreiningur um að umþrættir fjármunir áttu rætur að rekja til hlutafjárhækkunar í Pressunni ehf. í janúar 2017 sem fram fór á grundvelli V. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Greiðslan var innt af hendi 13. janúar 2017 af Aztiq fjárfestingum ehf., fyrir hönd Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., til lögmannsstofunnar Lögvits ehf. sem síðan ráðstafaði fjármununum til að greiða skattskuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga eins og nánar er rakið í gögnum málsins, þar með talið umræddum 85.000.000 króna vegna DV ehf. Enginn ágreiningur sýnist í sjálfu sér vera um að samkomulag hafi verið um ráðstöfun hlutafjárhækkunarinnar milli þeirra aðila sem þá komu að málum.44. Til þess að umrædd ráðstöfun geti verið riftanleg á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 þarf hún, svo sem fyrr greinir, að hafa á ótilhlýðilegan hátt verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra, leitt til þess að eignir DV ehf. hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Þá þarf að liggja fyrir að fjármunirnir hefðu að öðrum kosti verið skuldara til frjálsrar ráðstöfunar. Þannig er ekki hægt að heimta verðmæti í eigu þriðja manns til þrotabús á grundvelli riftunarreglna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 27. júní 1944 í máli nr. 53/1944. Lykilatriði við mat á því hvort þrotabú getur rift greiðslu sem er greidd af þriðja manni er hvort verðmæti hafa runnið úr því vegna slíkrar ráðstöfunar eða hún leitt til skuldaaukningar og því haft áhrif á stöðu þess. Þá er þess jafnframt að gæta að hvað sem leið ætlaðri samþættingu í rekstri og ráðstöfunum umræddra félaga sem tengdust Pressunni ehf., þar á meðal DV ehf., meðal annars vegna þeirra tengsla sem á milli þeirra voru, sbr. 2. gr. laga nr. 138/1994, verður eftir sem áður að meta þær ráðstafanir sem staðið var að í nafni hvers félags um sig með hliðsjón af því að um sjálfstæða lögaðila var að ræða og þeir og fyrirsvarsmenn þeirra báru ábyrgð á þeim grundvelli.45. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið er unnt að fullyrða að greiðsla að fjárhæð 150.000.000 króna vegna umræddrar hlutafjárhækkunar tilheyrði að lögum Pressunni ehf. Svo sem fyrr segir hefur öðru ekki verið borið við en að ráðstöfun þeirra fjármuna til greiðslu skulda hafi átt sér stað með samþykki þeirra sem þá fóru með lögmælt fyrirsvar þess félags. Á það meðal annars við um umþrætta greiðslu skulda DV ehf. að fjárhæð 85.000.000 króna.46. Gagnáfrýjandi mótmælir sem of seint fram kominni þeirri málsástæðu aðaláfrýjanda að umrædd greiðsla hafi falið í sér lánveitingu Pressunnar ehf. til DV ehf. Á þessari málsástæðu byggði aðaláfrýjandi ekki skýrlega fyrr en í greinargerð til Landsréttar en með hliðsjón af því sem fyrst kom fram í vörnum málsins í héraði var þá fyrst tilefni til þess að tefla henni fram og telst hún því ekki of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr., 2. mgr. 163. gr. og 187. gr. laga nr. 91/1991.47. Ekki verður fyllilega ráðið af málatilbúnaði aðaláfrýjanda hvort ætlaður lánveitandi hafi verið móðurfélagið Pressan ehf. eða Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. Hafi raunin verið annað tveggja fæst þess hvorki séð skýrlega staður í gögnum málsins né framburði vitna. Verða takmarkaðar upplýsingar sóttar í bókhald viðkomandi félaga að öðru leyti en því að umrædd greiðsla mun í bókum DV ehf. hafa verið færð sem skuld við Fjárfestingafélagið Dalinn ehf. Sú færsla fær hins vegar ekki samræmst því að umræddir fjármunir voru sannarlega hluti óumdeildrar hlutafjárhækkunar síðarnefnda félagsins í Pressunni ehf. Þá var engum kröfum lýst vegna þessa í búið, hvorki af hálfu Pressunnar ehf. né Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf.48. Ekki hefur verið hnekkt því sem fram kom í hinum áfrýjaða dómi að umrædd greiðsla hafi aldrei borist inn á bankareikninga DV ehf. eða verið félaginu á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar. Af því leiðir að ekki hefur verið sýnt fram á að hún hafi beint eða óbeint rýrt eignir DV ehf. á umræddum tíma. Þvert á móti virðist ráðstöfunin í reynd hafa leitt til lækkunar skulda DV ehf. þar sem ekki verður séð að kröfu hafi verið beint að DV ehf. í stað þeirrar kröfu sem var greidd með ráðstöfuninni. Af því leiðir einnig að greiðslan var ekki gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra.49. Loks verður ekki fallist á það með aðaláfrýjanda að gagnáfrýjandi hafi viðurkennt að riftunarskilyrðum væri fullnægt hvað þessar greiðslu varðar með bréfi sínu 8. október 2018. Sú málsástæða er haldlaus enda er í nefndu bréfi beinlínis hafnað að rifta þeim greiðslum sem deilt er um í máli þessu.50. Að öllu framangreindu virtu telst aðaláfrýjandi ekki hafa sannað að um ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991.51. Er því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að hafna riftun greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna og bótakröfu vegna hennar.Krafa að fjárhæð 40.946.684 krónur52. Hér fyrr hefur því verið lýst að lægri greiðslan til gagnáfrýjanda sem aðaláfrýjandi krefst riftunar á var að fjárhæð 40.946.684 krónur og innt af hendi 8. september 2017. Um var að ræða hluta af 110.000.000 króna greiðslu Pressunnar ehf. til DV ehf. sem hafði farið fram sama dag. Þá liggur fyrir að í bókhaldi Pressunnar ehf. var greiðslan færð sem skuld DV ehf. við félagið og að 14. sama mánaðar bárust tvær greiðslur af bankareikningi DV ehf. inn á reikninga Pressunnar ehf., samtals að fjárhæð 40.339.542 krónur. Í bókhaldi Pressunnar ehf. er þetta skýrt sem „endurgr. v/Tollstjóra“ og í bókhaldi DV ehf. voru sömu greiðslur færðar til lækkunar á skuld félagsins við Pressuna ehf.53. Meginvörn gagnáfrýjanda felst sem fyrr segir í því að umræddri ráðstöfun verði hvorki rift á grundvelli 134. né 141. gr. laga nr. 21/1991 enda hafi hún stafað frá þriðja manni og engin áhrif haft á stöðu aðaláfrýjanda og kröfuhafa hans. Verður fyrst tekin afstaða til þeirrar málsástæðu.54. Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að Pressan ehf. hafi lánað DV ehf. 40.946.684 krónur 8. september 2017 til greiðslu á nánar tilgreindum opinberum gjöldum og að DV ehf. hafi endurgreitt stærstan hluta þess láns 14. sama mánaðar með greiðslum samtals að fjárhæð 40.339.542 krónur. Eins og atvikum háttar hér til getur engu máli skipt, svo sem gagnáfrýjandi sýnist byggja á, skammtímafjármögnun móðurfélagsins Pressunnar ehf. og sú tilhögun að greiðslan barst upphaflega af reikningi þess félags. Verður alfarið litið fram hjá þeim aðdraganda við mat þess hvort fallist verður á riftun. Við endurgreiðsluna sex dögum síðar, 14. september 2017, rýrnaði handbært fé DV ehf. um þá fjárhæð sem þá var greidd með tilheyrandi áhrifum á greiðslugetu þess og jafnræði kröfuhafa. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða hans að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 til þess að greiðslunni verði rift. Þá er jafnframt staðfest sú niðurstaða að gagnáfrýjanda verði á grundvelli 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 gert að endurgreiða aðaláfrýjanda „fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamannsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins”. Sú fjárhæð getur eðli málsins samkvæmt ekki numið hærri fjárhæð en þeirri sem DV ehf. endurgreiddi Pressunni ehf. 14. september 2017 eða 40.339.542 krónum enda rann ekki hærri fjárhæð frá DV ehf. Loks er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að ekki séu skilyrði til greiðslu vaxta af endurgreiðslukröfunni á grundvelli 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 sem og um upphafstíma dráttarvaxta.55. Niðurstaða málsins verður því á þann veg að hinn áfrýjaði dómur verður staðfestur um sýknu gagnáfrýjanda af greiðslu að fjárhæð 85.000.000 króna sem innt var af hendi 13. janúar 2017 en að rift sé greiðslu 8. september 2017 á skuld aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda að fjárhæð 40.946.684 krónur. Á hinn bóginn verður gagnáfrýjanda ekki gert að greiða þá fjárhæð heldur 40.339.542 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. október 2018 til greiðsludags.56. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað verða staðfest. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Rift er greiðslu 8. september 2017 á skuld DV ehf. við gagnáfrýjanda, íslenska ríkið, að fjárhæð 40.946.684 krónur.Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda, þrotabúi DV ehf., 40.339.542 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. október 2018 til greiðsludags.Að öðru leyti skal hinn áfrýjaði dómur vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=39ae6f15-419a-4624-9a57-93cdde2e41e8&verdictid=af22411c-06ad-4ab0-9817-caed929220c3 |
Mál nr. 14/2022 | Gjaldþrotaskipti Þrotabú Greiðsla Riftun Áfrýjunarleyfi Gagnáfrýjun | Þrotabú P höfðaði mál á hendur Í og krafðist riftunar á tveimur greiðslum sem inntar voru af hendi af þriðja aðila til Í vegna skulda P og námu samtals 70.787.549 krónum. Var annars vegar um að ræða greiðslu að fjárhæð 1.599.049 krónur en hins vegar að fjárhæð 69.188.500 krónur. Beiðni P um áfrýjunarleyfi var afmörkuð við úrlausn um riftun greiðslunnar að fjárhæð 69.188.500 krónur og var leyfið veitt um þau atriði sem leyfisbeiðnin var reist á. Í áfrýjunarstefnu og gagnáfrýjunarstefna var sakarefnið aftur á móti ekki afmarkað með þeim hætti heldur tók til beggja krafnanna. Með vísan til 3. mgr. 177. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var heimild Í til gagnáfrýjunar ekki talin sæta takmörkunum hvað sem leið mögulegri afmörkun áfrýjunar í aðalsök á grundvelli áfrýjunarleyfis. Voru því kröfur vegna beggja greiðslnanna teknar til efnismeðferðar. Í málinu byggði þrotabúið á því að umræddar greiðslur hefðu rýrt greiðslugetu P verulega og væru því riftanlegar á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá var byggt á því að greiðslurnar hefðu á ótilhlýðilegan hátt verið Í til hagsbóta á kostnað annarra og leitt til þess að eignir P voru ekki til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa og því jafnframt riftanlegar á grundvelli 141. gr. sömu laga. Fram kom í dómi Hæstaréttar að við mat á skilyrðum riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 yrði fyrst og fremst tekið mið af því hvort og þá að hvaða marki ráðstöfun hefði haft áhrif á fjárhag þrotamanns og þar með hagsmuni og jafnræði kröfuhafa hans. Þá yrði að sýna fram á að þau verðmæti sem ráðstöfun lyti að hefðu ella runnið til skuldara. Sönnunarbyrðin um að framangreindar aðstæður væru fyrir hendi hvíldi á þrotabúi P. Vegna tímamarka 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 varð greiðslunni að fjárhæð 1.599.049 ekki rift á þeim grundvelli en Hæstiréttur komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að þeir fjármunir sem um ræddi hefðu, hvað sem leið tilhögun greiðslunnar, tilheyrt P og verið ráðstafað með samþykki fyrirsvarsmanna þess félags. Var því staðfest niðurstaða Landsréttar um riftun greiðslunnar á grundvelli 141. gr. laganna. Var Í jafnframt dæmt til að greiða þrotabúi P sömu fjárhæð í bætur á grundvelli 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Á hinn bóginn var staðfest sú niðurstaða Landsréttar að hafna riftun greiðslunnar að fjárhæð 69.188.500 krónur. Í dómi Hæstaréttar kom fram P hefði hvorki sannað að umrædd greiðsla hefði borist P né verið félaginu á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að greiðslan eða andvirði hennar hefði runnið til P hefði ekki komið til ráðstöfunar hennar með umræddum hætti. Væri því ekki unnt að leggja til grundvallar að hún hefði skert greiðslugetu P verulega samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 eða að um ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða sem hefði leitt til þess að eignir P hefðu ekki verið til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa félagsins eða leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, sbr. 141. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. mars 2022. Í aðalsök er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um að rift sé greiðslu 13. janúar 2017 á skuld Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda að fjárhæð 1.599.049 krónur og honum verði gert að greiða aðaláfrýjanda 1.599.049 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. janúar 2017 til 5. júlí 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist að rift verði með dómi greiðslu inn á skuld Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda að fjárhæð 69.188.500 krónur sem greidd var gagnáfrýjanda 18. apríl 2017 en bókuð inn á skuld félagsins 18. maí 2017. Þá er þess krafist að gagnáfrýjanda verði gert að greiða aðaláfrýjanda 69.188.500 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 18. apríl 2017 til 5. júlí 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í gagnsök krefst aðaláfrýjandi þess að dómkröfum gagnáfrýjanda verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 27. maí 2022 og krefst aðallega sýknu af framangreindum kröfum aðaláfrýjanda auk málskostnaðar á öllum dómstigum en til vara lækkunar á kröfunum og að málskostnaður verði felldur niður.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort aðaláfrýjandi fær á grundvelli 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. rift tveimur greiðslum til gagnáfrýjanda sem áttu sér stað á árinu 2017 en bú Pressunnar ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 13. desember það ár. Jafnframt deila aðilar um kröfu aðaláfrýjanda um bætur á grundvelli 142. gr. laga nr. 21/1991, nái riftun fram að ganga.5. Annars vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 1.599.049 krónur sem innt var af hendi af lögmannsstofunni Lögviti ehf. 13. janúar 2017 en endanlega ráðstafað til greiðslu nánar tilgreindra virðisaukaskattskulda 18. maí það ár. Hins vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 69.188.500 krónur sem dótturfélag aðaláfrýjanda, Birtingur útgáfufélag ehf., innti af hendi 18. apríl 2017. Þeirri fjárhæð var að hluta til ráðstafað til ákveðinna skuldaskila Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda þann dag en að öðru leyti 18. maí það sama vor. 6. Héraðsdómur sýknaði gagnáfrýjanda af kröfum aðaláfrýjanda en með hinum áfrýjaða dómi var fyrri greiðslunni að fjárhæð 1.599.049 krónur, rift á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 og gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda bætur samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laganna. Gagnáfrýjandi var hins vegar sýknaður af kröfu um riftun seinni greiðslunnar að fjárhæð 69.188.500 krónur. Málskostnaður var felldur niður á báðum dómstigum. 7. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 4. mars 2022 með ákvörðun nr. 2022-1 á þeirri forsendu að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin væri reist á, einkum um almenn skilyrði riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991.8. Samhliða máli þessu hefur á grundvelli áfrýjunarleyfis samkvæmt ákvörðun nr. 2022-33 verið rekið fyrir Hæstarétti mál nr. 24/2022: Þrotabú DV ehf. gegn íslenska ríkinu og gagnsök þar sem krafist er riftunar tveggja nánar tilgreindra greiðslna DV ehf., þá dótturfélags Pressunnar ehf., til gagnáfrýjanda fyrir gjaldþrot fyrrnefnda félagsins. Sakarefni þessara tveggja mála tengjast. Málsatvik9. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 13. desember 2017 var bú Pressunnar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og er frestdagur við skiptin 19. september sama ár. Lýstar kröfur í búið námu samtals 315.696.702 krónum, þar af voru forgangskröfur 38.807.197 krónur. Á skiptafundi 20. mars 2018 var andvirði seldra eigna búsins, innstæður á bankareikningum og innheimtar útistandandi kröfur, talið nema um 17.500.000 krónum. 0. Pressan ehf. rak margvíslega útgáfustarfsemi, vefmiðla og staðarblöð, auk þess sem félagið átti hlut í öðrum félögum sem einnig voru í fjölmiðlarekstri. Rekstur félagsins hafði gengið illa í nokkur ár fyrir gjaldþrotið og það verið í vanskilum bæði við opinbera aðila og einkaaðila. Í ársbyrjun 2017 höfðu safnast upp veruleg vanskil félagsins gagnvart gagnáfrýjanda vegna opinberra gjalda fyrri ára og héldu þau áfram árið 2017. Í gögnum málsins liggja fyrir endurrit úr gerðabók sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að gerð hafi verið sex árangurslaus fjárnám hjá félaginu á tímabilinu 8. júní 2016 til 17. ágúst 2017. Þá liggur fyrir að fram komu 18 kröfur um gjaldþrotaskipti á búi félagsins á árunum 2016 og 2017, þar af lagði Tollstjóri fram þrjár þeirra en afturkallaði þær allar. Nánar tiltekið gerði embættið kröfu um gjaldþrotaskipti í fyrsta sinn 17. mars 2016 en afturkallaði beiðnina 18. maí 2016, í annað sinn 24. október 2016 en afturkallaði beiðnina 9. febrúar 2017 og í þriðja sinn 17. maí 2017 en afturkallaði beiðnina 14. september sama ár. 1. Á árinu 2016 komu nýir fjárfestar að Pressunni ehf. sem lögðu félaginu til fé í gegnum félag sitt Fjárfestingafélagið Dalinn ehf. Í samráði við fjárfestana keypti Pressan ehf. Birting útgáfufélag ehf., með kaupsamningi 18. nóvember 2016 en kaupin gengu endanlega í gegn 20. febrúar 2017. 2. Í janúar 2017 fór fram hlutafjárhækkun í Pressunni ehf. þar sem Fjárfestingafélagið Dalurinn greiddi 150.000.000 króna fyrir kaup á 75.000.000 hluta í félaginu auk þess sem hluthafar breyttu skuldum við þá í hlutafé. Greiðslan var innt af hendi af Aztiq fjárfestingum ehf., fyrir hönd Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., inn á reikning lögmannsstofunnar Lögvits ehf., sem síðan ráðstafaði þessum fjármunum inn á skattskuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga. 3. Ljóst þótti að frekari fjárframlög þyrfti til þess að leysa rekstrarvanda Pressunnar ehf. og því stefnt að því að ráðast í frekari hlutafjárhækkun. Úr hafi orðið að fyrirsvarsmaður Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. hafði milligöngu um greiðslu 100.000.000 króna af því tilefni en þar af var 80.000.000 króna ráðstafað inn á skuld félagsins við gagnáfrýjanda. Nánar tiltekið var sú fjárhæð millifærð frá Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. til Birtings útgáfufélags ehf. 18. apríl 2017 sem síðan ráðstafaði umræddum fjármunum til gagnáfrýjanda. Aðila greinir á um hvort greiðslan frá Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. hafi falið í sér fyrirframgreitt hlutafé eða lán til Pressunnar ehf. Í maí 2017 hafi orðið ljóst að ekki næðist að ljúka umræddri hlutafjárhækkun vegna ónógrar fjármögnunar og hafi hún þar með verið úr sögunni.4. Samningi frá 18. nóvember 2016 um kaup Pressunnar ehf. á öllum hlutum í Birtingi útgáfufélagi ehf. var rift 10. maí 2017. Í samkomulagi um riftunina kom meðal annars fram að að fjárhagsstaða Pressunnar ehf. hefði verið verri en ætlað var og fyrirsjáanlegt að félagið myndi ekki geta staðið við greiðslu eftirstöðva kaupsamningsins með þeim hætti sem ráðgert var. Þann sama dag gáfu bæði DV ehf. og Vefpressan ehf. út tvö tryggingarbréf til Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., hvort um sig að fjárhæð 200.000.000 króna, þar sem sett voru að veði útgáfuréttindi, vörumerki, vefmiðlar og lén félaganna til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum Pressunnar ehf. við Fjárfestingafélagið Dalinn ehf.5. Stærstur hluti eigna Pressunnar ehf. var seldur Frjálsri fjölmiðlun ehf. 5. september 2017 fyrir 276.000.000 króna. Meðal þess sem var selt voru ýmis firmanöfn, vörumerki, lén og vefmiðlar, öll hlutabréf í ÍNN ehf., eignarhlutur í Netdoktor og útgáfuréttur tímaritsins Birtu. Kaupin voru meðal annars háð þeim fyrirvara af hálfu kaupanda að tryggingarbréfum, útgefnum af DV ehf. og Vefpressunni ehf. 10. maí 2017 til Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., yrði aflétt og þau skráð úr lausafjárbók. 6. Með samningi 6. september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun ehf. kröfu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. á hendur Pressunni ehf. að fjárhæð 45.000.000 króna. Greiðslutilhögun var þannig að kaupverðið skyldi greitt með tveimur 15.000.000 króna peningagreiðslum 1. september 2018 og 1. september 2019 en auk þess skyldu 15.000.000 króna greiddar með auglýsingainneign. Þá var kveðið á um það í samningnum að tryggingarbréfin frá 10. maí 2017, skyldu framseld Frjálsri fjölmiðlun ehf. Þegar á reyndi synjaði Frjáls fjölmiðlun ehf. hins vegar greiðslu og bar fyrir sig að Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. hefði enga fjárkröfu átt á Pressuna ehf. heldur hefðu þeir fjármunir sem það lagði fram og gert er grein fyrir að framan falið í sér endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Pressunni ehf. Höfðaði Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. þá mál til heimtu fyrstu kaupsamningsgreiðslunnar og gekk dómur Landsréttar 27. mars 2020 í máli nr. 395/2019. Í dóminum var lagt til grundvallar að krafan hefði verið til komin á þann hátt að Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. hefði í apríl 2017 greitt 100.000.000 króna upp í hlutafjárloforð sitt til Pressunnar ehf. og að sú fjárhæð hefði verið nýtt til að greiða ýmsar skuldir fyrir Pressuna ehf. og tengd félög. Niðurstaða Landsréttar varð sú að Frjáls fjölmiðlun ehf. hefði ekki sýnt fram á að fyrirhuguð hlutafjárhækkun hefði gengið eftir og var þeirri málsástæðu félagsins því hafnað að Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. hefði ekki átt kröfu á hendur Pressunni ehf. til að selja. Var Frjálsri fjölmiðlun ehf. því gert að greiða Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. umkrafða kaupsamningsgreiðslu. Eftir því sem fram kemur í 19. lið í tilvitnuðum dómi Landsréttar mun sama dag hafa verið gerður samningur þess efnis að Frjáls fjölmiðlun ehf. yfirtæki kröfu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. á hendur DV ehf. að fjárhæð 39.400.000 krónur og skyldi hún greidd með auglýsingainneign að fjárhæð 20.000.000 króna hjá miðlum sem Pressan ehf. og DV ehf. áttu og ráku. 7. Með bréfum skiptastjóra 25. júní og 23. júlí 2018 lýsti aðaláfrýjandi yfir riftun á öllum greiðslum sem inntar voru af hendi til gagnáfrýjanda eftir 18. apríl 2017, samtals að fjárhæð 255.029.426 krónur. Í bréfi gagnáfrýjanda 24. ágúst 2018 var fallist á að rifta greiðslum að fjárhæð 137.761.670 krónur. Í sama bréfi var hins vegar hafnað riftun þeirra tveggja greiðslna sem ágreiningur máls þessa lýtur að og kom fram að gagnáfrýjandi teldi þær ekki riftanlegar þar sem þær hefðu verið inntar af hendi af þriðja aðila og almennir kröfuhafar því ekki orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Væru því ekki lagaskilyrði til að rifta þeim.8. Þær greiðslur sem gagnáfrýjandi hafnaði að rifta voru, svo sem fyrr greinir, annars vegar greiðsla skuldar að fjárhæð 1.599.049 krónur sem var hluti af greiðslu sem lögmannsstofan Lögvit ehf. tók við frá Aztiq fjárfestingum ehf. 13. janúar 2017 vegna fyrrnefndrar hlutafjárhækkunar hjá Pressunni ehf. Lögmannsstofan hafði meðal annars það verkefni að ráðstafa fjárhæðinni til greiðslu skulda Pressunnar ehf. og tengdra félaga, þar á meðal við gagnáfrýjanda. Með bréfi þáverandi lögmanns Pressunnar ehf. 18. apríl 2017 til gagnáfrýjanda var óskað eftir því að umþrættri fjárhæð yrði endurráðstafað inn á nánar tilgreindar skattskuldir. Greiðslunni var ráðstafað 18. maí sama ár til innborgunar á skuld Pressunnar ehf. á virðisaukaskatti frá árinu 2015 en samkvæmt greiðslukvittun var svokallaður gildisdagur þeirrar greiðslu 13. janúar 2017. 9. Hins vegar er í málinu deilt um greiðslu fyrrgreindrar skuldar Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda að fjárhæð 69.188.500 krónur sem upphaflega var innt af hendi af Birtingi útgáfufélagi ehf. 18. apríl 2017 en greiðslan stafaði upphaflega frá Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. líkt og áður greinir og nam samtals 100.000.000 króna. Þar af var voru gagnáfrýjanda greiddar 80.000.000 króna en 19. maí sama ár voru 10.811.500 krónur bakfærðar. Eftir stóð þá greiðsla til gagnáfrýjanda að fjárhæð 69.188.500 krónur vegna skulda Pressunnar ehf. sem riftunarkrafan beinist að. Af þeirri fjárhæð liggur fyrir að 18. apríl 2017 var 35.668.653 krónum ráðstafað inn á skuldir þess félags en 33.519.847 krónum inn á skuldir sama aðila 18. maí sama ár.20. Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta með birtingu stefnu 27. ágúst 2018. Tók kröfugerð hans talsverðum breytingum undir rekstri málsins í héraði en í lokabúningi tók hún til riftunar framangreindra tveggja greiðslna auk kröfu um endurgreiðslu og bætur á grundvelli 1. og 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Niðurstaða héraðsdóms var sú að riftunarkröfunum var hafnað og aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjanda 2.200.000 krónur í málskostnað.21. Með hinum áfrýjaða dómi var fallist á að rifta fyrri greiðslunni, að fjárhæð 1.599.049 krónur, á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 og gagnáfrýjanda gert að greiða bætur sömu fjárhæðar, samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Um seinni greiðsluna vísaði Landsréttur meðal annars til þess að hún hefði verið innt af hendi af hálfu þriðja aðila og aldrei borist Pressunni ehf. eða verið félaginu á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar. Greiðslan hefði því ekki skert greiðslugetu félagsins verulega samkvæmt 134. gr. laga nr. 21/1991. Af sömu ástæðu væri ekki unnt að leggja til grundvallar að um ótilhlýðilega ráðstöfun hefði verið að ræða í skilningi 141. gr. sömu laga. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna gagnáfrýjanda af þeirri kröfu aðaláfrýjanda. Málskostnaður á báðum dómstigum var felldur niður.MálsástæðurHelstu málsástæður aðaláfrýjanda22. Aðaláfrýjandi byggir riftunarkröfur sínar á því að umræddar greiðslur hafi skert greiðslugetu Pressunnar ehf. verulega og að þær séu því riftanlegar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Í þeim efnum vísar hann til þess að miðað við eignir félagsins fari fjárhæð þeirra krafna sem krafist sé riftunar á yfir það hlutfall samkvæmt dómaframkvæmd sem teljist skerða fjárhag félags verulega. Aðaláfrýjandi telur enn fremur að miða beri við að greiðsla að fjárhæð 1.599.049 krónur hafi átt sér stað þegar hún var bókuð inn á skuldir Pressunnar ehf. hjá gagnáfrýjanda en ekki þegar hún barst honum. Samkvæmt því skipti ekki máli þótt gagnáfrýjandi hafi móttekið greiðsluna 13. janúar 2017 heldur beri að miða við endanlega ráðstöfun hennar inn á tiltekna skuld sem ekki hafi átt sér stað fyrr en 18. maí 2017. Því hafi greiðslan farið fram innan tímamarka 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá byggir aðaláfrýjandi á því að greiðslurnar geti ekki talist venjulegar eftir atvikum enda liggi fyrir að um margra mánaða uppsöfnuð vanskil hafi verið að ræða.23. Aðaláfrýjandi byggir jafnframt á því að greiðslurnar séu riftanlegar samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991. Þær hafi á ótilhlýðilegan hátt verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra og leitt til þess að eignir Pressunnar ehf. voru ekki til reiðu til fullnustu krafna kröfuhafa. Enn fremur hefðu verið gerðar upp skuldir sem höfðu gjaldfallið mörgum mánuðum eða árum fyrr. Fyrir liggi að Pressan ehf. hafi þá verið ógjaldfært og gagnáfrýjanda verið kunnugt um erfiða fjárhagsstöðu félagsins þegar greiðslurnar voru inntar af hendi þar sem hann hefði ítrekað lagt fram beiðnir um gjaldþrotaskipti auk þess sem honum hafi verið kunnugt um að félagið væri eigna- og tekjulítið. Greiðslurnar hafi ekki verið hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Pressunnar ehf. heldur inntar af hendi til að tryggja hagsmuni gagnáfrýjanda og fyrirsvarsmanna félagsins sem borið hafi persónulega ábyrgð á því að staðið væri í skilum við gagnáfrýjanda. Enn fremur byggir aðaláfrýjandi á því að síðari greiðslan hafi verið hluti af rekstrarfé Pressunnar ehf. þar sem hún hafi verið greidd með láni frá hluthöfum félagsins sem látið hafi verið „renna í gegnum“ dótturfélag þess.24. Aðaláfrýjandi byggir einnig á því að með yfirlýsingu um samþykki riftunar í bréfi 24. ágúst 2018 og endurgreiðslu á hluta þeirra greiðslna sem inntar voru af hendi á tímabilinu 18. apríl til 16. október 2017 hafi gagnáfrýjandi viðurkennt að riftunarskilyrði samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum hafi að öðru leyti verið uppfyllt á umræddu tímabili.25. Aðaláfrýjandi mótmælir því að sú staðreynd að greiðsla á skuldum Pressunnar ehf. hafi verið innt af hendi af öðrum aðila fyrir hönd félagsins skipti máli varðandi riftanleika greiðslna samkvæmt framangreindum ákvæðum. Þá sé því mótmælt að á honum hvíli sönnunarbyrði, umfram sönnun á sjálfum greiðslunum, um að umræddir fjármunir hefðu annars staðið Pressunni ehf. til boða til greiðslu annarra skulda eða hefðu verið lagðir inn á reikninga félagsins ef hinar umdeildu skuldir hefðu ekki verið greiddar. Allt að einu telji hann sannað að greiðslurnar hafi tilheyrt félaginu og verið hluti af rekstrarfé þess. Þá telji hann sannað að umræddar greiðslur hafi rýrt greiðslugetu félagsins verulega.26. Verði fallist á riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 byggir aðaláfrýjandi kröfu sína á 1. mgr. 142. gr. sömu laga en verði niðurstaðan að greiðslurnar séu riftanlegar samkvæmt 141. gr. laganna sé bótakrafan byggð á 3. mgr. 142. gr. þeirra. Enn fremur telur aðaláfrýjandi að öll skilyrði séu uppfyllt fyrir því að dæma gagnáfrýjanda til endurgreiðslu auðgunar samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laganna. Þá miðast vaxtakrafa samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 við greiðsludag.Helstu málsástæður gagnáfrýjanda27. Gagnáfrýjandi byggir á því að umþrættar kröfur hafi ekki verið greiddar af Pressunni ehf. heldur þriðju aðilum, Lögviti ehf. og Birtingi útgáfufélagi ehf., sem hvor um sig sé sjálfstæður lögaðili. Þar af leiðandi hafi greiðslurnar ekki haft áhrif á fjárhag Pressunnar ehf. eða möguleika félagsins á að standa skil á kröfum annarra kröfuhafa og jafnræði kröfuhafanna hafi því í engu raskast. Gagnáfrýjandi telur að fjármunir þriðja aðila geti aldrei orðið riftanleg eign þrotabúsins og ætlað tjón þess verði ekki rakið til slíkra greiðslna. Greiðslurnar hafi verið inntar af hendi með peningum eftir að gjalddagi skulda var liðinn og hafi ekki verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Þannig séu ekki uppfyllt skilyrði riftunar á grundvelli 134. eða 141. gr. laga nr. 21/1991.28. Gagnáfrýjandi mótmælir þeirri málsástæðu aðaláfrýjanda að greiðsla hærri fjárhæðarinnar hafi verið lán frá hluthöfum félagsins. Hann telur að um sé að ræða nýja málsástæðu sem sé of seint fram komin enda ekki verið á henni byggt fyrr en í greinargerð til Landsréttar.29. Þá andmælir gagnáfrýjandi því að greiðslurnar hafi verið ótilhlýðilegar og falið í sér mismunun kröfuhafa. Reynt hafi verið að bjarga rekstri Pressunnar ehf. með fjárhagslegri endurskipulagningu, meðal annars með því að útvega fjármuni sem verja skyldi til greiðslu skattskulda. Greiðsla að fjárhæð 1.599.049 krónur hafi verið í samræmi við tilgang áður framkvæmdrar hlutafjárhækkunar um að greiða skuldir Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda. Auk þess hafi þeir fjármunir ekki tilheyrt félaginu og hafi þar enga þýðingu að þeir hafi verið á reikningi lögmannsstofu. 30. Framangreindu til viðbótar byggir gagnáfrýjandi á því að greiðsla að fjárhæð 1.599.049 krónur hafi verið innt af hendi 13. janúar 2017 og falli því utan tímafrests 134. gr. laga nr. 21/1991. 31. Þá andmælir gagnáfrýjandi jafnframt kröfum aðaláfrýjanda um vexti og upphafstíma þeirra. Ekki séu lagaskilyrði til að taka til greina endurgreiðslu- eða skaðabótakröfu aðaláfrýjanda. Að lokum mótmælir hann því að í bréfi sínu 24. ágúst 2018 hafi falist viðurkenning á að riftunarskilyrðum væri fullnægt líkt og aðaláfrýjandi haldi fram.Löggjöf32. Svo sem ráðið verður af lögskýringargögnum með lögum nr. 21/1991 og fjallað er um í eldri dómum Hæstaréttar, meðal annars í dómi réttarins 29. október 2020 í máli nr. 19/2020, eru gjaldþrotaskipti sameiginleg fullnustugerð allra þeirra sem eiga kröfur á hendur skuldara við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti og lýsa kröfum sínum með réttum hætti í þrotabú eða eiga af öðrum ástæðum rétt til greiðslu við úthlutun. Riftunarreglur XX. kafla laganna gera þrotabúi kleift að ónýta með afturvirkum hætti tilteknar ráðstafanir þrotamanns í þeim tilgangi meðal annars að draga fleiri eignir undir skiptin til hagsbóta fyrir kröfuhafa búsins. Markmið reglnanna er að unnt sé að rifta þeim ráðstöfunum þrotamanns sem áhrif hafa haft á möguleika kröfuhafa til að fá efndir af fjármunum bús og eru því einskorðaðar við riftun ráðstafana og endurheimt þeirra verðmæta sem þrotabú hefur orðið af vegna þeirra. Á hinn bóginn hafa lögin ekki að geyma upptalningu á þeim tegundum löggerninga sem nýttir eru til slíkra ráðstafana.33. Aðaláfrýjandi byggir riftunarkröfur sínar í fyrsta lagi á heimild 134. gr. laga nr. 21/1991 til riftunar þeirra ráðstafana sem nefndar hafa verið óvenjulegar greiðslur en 1. mgr. 134. gr. er svohljóðandi: „Krefjast má riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.“ Eins og fram hefur komið er þá fyrst og fremst undir í málinu það skilyrði greinarinnar hvort greidd hafi verið fjárhæð sem skert hafi greiðslugetu þrotamannsins verulega og við hvaða tímamark beri að miða sex mánaða frest ákvæðisins. 34. Í öðru lagi byggir aðaláfrýjandi riftunarkröfur sínar á 141. gr. laga nr. 21/1991 en sú heimild til riftunar hefur verið nefnd almenna riftunarreglan. Skilyrði riftunar er að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg. Það getur lotið að því að ráðstöfun hafi verið kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiði til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiði til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Í öllum þremur tilvikunum er áskilið að skuldari hafi verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar svo og að sá sem hafði hag af henni hafi verið grandsamur um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg.35. Auk mats á skilyrðum framangreindra reglna XX. kafla laga nr. 21/1991 reynir sérstaklega á það í máli þessu hverju það varði að greiðsla umræddra skulda þrotamanns var ekki innt af hendi af honum sjálfum heldur þriðja aðila en varnir gagnáfrýjanda lúta öðru fremur að þeim þætti málsins.NiðurstaðaUm formhlið málsins36. Beiðni aðaláfrýjanda, 6. janúar 2022, um leyfi til áfrýjunar var afmörkuð við úrlausn um riftun greiðslu að fjárhæð 69.188.500 krónur. Er þess þá að gæta að í 2. málslið 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að takmarka megi leyfi við tiltekin atriði máls. Í ákvörðun Hæstaréttar segir um forsendur leyfis til áfrýjunar: „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin er reist á, einkum um almenn skilyrði riftunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991.” Í áfrýjunarstefnu sem gefin var út á grundvelli leyfisins sama dag tók kröfugerð og málatilbúnaður aðaláfrýjanda hins vegar til beggja þeirra greiðslna sem tekist var á um í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar, þar með talið greiðslu að fjárhæð 1.599.049 krónur. Með gagnáfrýjunarstefnu, útgefinni 27. maí 2022, var krafist sýknu af kröfum um riftun beggja greiðslnanna. 37. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti breytti aðaláfrýjandi kröfugerð sinni á þann veg að krafist var staðfestingar hins áfrýjaða dóms um riftun fyrri greiðslunnar að fjárhæð 1.599.049 krónur og greiðslu bóta sömu fjárhæðar en að rift yrði með dómi seinni greiðslunni að fjárhæð 69.188.500 krónur og gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda sömu fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum.38. Hvað sem líður ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um að takmarka megi áfrýjunarleyfi við tiltekin atriði máls er ekki að finna frekari fyrirmæli í XXVII. kafla laganna um það hvernig haga skuli áfrýjun að öðru leyti undir slíkum kringumstæðum. Í þessu samhengi skiptir þá einkum máli að heimild til gagnáfrýjunar, samkvæmt 3. mgr. 177. gr. laganna, sýnist óbreytt frá þeim reglum sem giltu samkvæmt eldri dómstólaskipan, sbr. lög nr. 49/2016, og er hún hliðstæð heimild til gagnáfrýjunar til Landsréttar, sbr. 3. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991. Að því gættu og með vísan til dóms Hæstaréttar 21. janúar 1999 í máli nr. 411/1997 sætir heimild gagnáfrýjanda til gagnáfrýjunar ekki takmörkunum hvað sem líður heimild til að takmarka áfrýjun í aðalsök við tiltekna þætti máls.Um efnishlið málsins39. Við efnislega úrlausn málsins verður fyrst fjallað um fyrri greiðsluna að fjárhæð 1.599.049 krónur og að því búnu um þá síðari að fjárhæð 69.188.500 krónur. Í báðum tilvikum reynir á þýðingu þess að greiðsla barst gagnáfrýjanda frá þriðja manni en aðaláfrýjandi byggir, svo sem ítrekað hefur komið fram, kröfur um riftun beggja greiðslna á 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991. Enn fremur telur aðaláfrýjandi það hafa þýðingu, við mat á sex mánaða frestinum til riftunar, samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, hvenær greiðslurnar voru bókaðar inn á tilteknar skuldir hjá gagnáfrýjanda en ekki eigi að miða við það tímamark þegar þær bárust honum. Þetta hefur þó eingöngu þýðingu varðandi lægri greiðsluna enda óumdeilt að hærri greiðslan barst gagnáfrýjanda 18. apríl 2017 og var því innan sex mánaða riftunarfrestsins.40. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar verður ráðið að riftanlegar ráðstafanir geti farið fram með margvíslegum og flóknum löggerningum á sviði fjármunaréttar eða öðrum réttarsviðum. Við mat á því hvort riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 verður beitt þarf þannig að líta fram hjá tegund og formi löggerninganna en beina þess í stað sjónum að þeim afleiðingum sem ráðstöfunin hefur haft á fjárhag skuldara og þar með hagsmuni kröfuhafa. Í því sambandi skiptir almennt ekki máli þótt þriðji maður komi við sögu ef skilyrði riftunar eru að öðru leyti uppfyllt enda takmarkast riftunarreglur XX. kafla laganna ekki við ráðstafanir sem þrotamaður framkvæmir. Lög nr. 21/1991 geyma ekki sérstakar leiðbeiningar um það hvort og þá með hvaða hætti riftunarreglum XX. kafla verður beitt þegar að greiðsla berst ekki milliliðalaust frá þrotamanni. Hlýtur þá sem endranær að þurfa að taka mið af því hvort og þá að hvaða marki ráðstöfunin hefur haft áhrif á fjárhag þrotamanns og þar með hagsmuni og jafnræði kröfuhafa. Þá verður að sýna fram á að þau verðmæti sem ráðstöfun lýtur að hefðu ella runnið til skuldara og því til greiðslu skulda hans. Sönnunarbyrði um að framangreindar aðstæður séu fyrir hendi hvílir á aðaláfrýjanda sem rifta vill greiðslunum. Krafa að fjárhæð 1.599.049 krónur41. Svo sem rakið er í forsendum hins áfrýjaða dóms telst greiðsla peningakröfu alla jafna hafa farið fram þegar hún er komin til kröfuhafa. Eftir að gagnáfrýjandi móttók greiðsluna að fjárhæð 1.599.049 krónur 13. janúar 2017 var hún ekki endurkræf greiðanda hvað sem leið endanlegri ráðstöfun inn á tiltekna skuld 18. maí þá um vorið. Verður því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að ekki standi til þess lagaskilyrði að umræddri greiðslu verði rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.42. Liggur því næst fyrir að taka afstöðu til þess hvort framangreindri greiðslu verður rift á grundvelli almennrar riftunarreglu í 141. gr. laga nr. 21/1991. Verður þá fyrst lagt mat á hvort um hafi verið að ræða ráðstöfun skuldara í skilningi 141. gr., svo sem aðaláfrýjandi byggir á, eða þriðja manns og þá þrotabúinu óviðkomandi eins og sýknukrafa gagnáfrýjanda er byggð á. 43. Hér að framan hefur verið gerð ítarleg grein fyrir uppruna umræddrar greiðslu en ekki er ágreiningur um að umþrættir fjármunir áttu rætur að rekja til hlutafjárhækkunar í Pressunni ehf. í janúar 2017 sem fram fór á grundvelli V. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Greiðslan var innt af hendi 13. janúar 2017 af Aztiq fjárfestingum ehf., fyrir hönd Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf., til lögmannsstofunnar Lögvits ehf. sem síðan ráðstafaði fjármununum til að greiða skattskuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga eins og nánar er rakið í gögnum málsins. Enginn ágreiningur sýnist í sjálfu sér vera um að samkomulag hafi verið þar um milli þeirra aðila sem þá komu að málum. 44. Til þess að umrædd ráðstöfun geti verið riftanleg á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 þarf hún, svo sem fyrr greinir, að hafa á ótilhlýðilegan hátt verið gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra, leitt til þess að eignir Pressunnar ehf. hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Þá þarf að liggja fyrir að fjármunirnir hefðu að öðrum kosti verið skuldara til frjálsrar ráðstöfunar. Þannig er ekki unnt að heimta verðmæti í eigu þriðja manns til þrotabús á grundvelli riftunarreglna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 27. júní 1944 í máli nr. 53/1944. Lykilatriði við mat á því hvort þrotabú getur rift greiðslu sem er greidd af þriðja manni er hvort verðmæti hafa runnið úr því vegna slíkrar ráðstöfunar eða hún leitt til skuldaukningar og því haft áhrif á stöðu þess. Þá er þess jafnframt að gæta að hvað sem leið ætlaðri samþættingu í rekstri og ráðstöfunum umræddra félaga sem tengdust Pressunni ehf., meðal annars vegna þeirra tengsla sem á milli þeirra voru, sbr. 2. gr. laga nr. 138/1994, verður eftir sem áður að meta þær ráðstafanir sem staðið var að í nafni hvers félags um sig með hliðsjón af því að um sjálfstæða lögaðila var að ræða og þeir og fyrirsvarsmenn þeirra báru ábyrgð á þeim grundvelli.45. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið er unnt að fullyrða að greiðsla að fjárhæð 150.000.000 króna vegna umræddrar hlutafjárhækkunar tilheyrði að lögum Pressunni ehf. Hvað sem líður framangreindri tilhögun og ráðstöfun þeirra fjármuna hefur öðru ekki verið borið við en að greiðslur skulda hafi átt sér stað með samþykki þeirra sem þá fóru með lögmælt fyrirsvar þess félags. Á það meðal annars við um umþrætta greiðslu að fjárhæð 1.599.049 krónur. Það er því nægilega sýnt fram á að umrædd ráðstöfun var gagnáfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og leiddi auk þess til þess að þeir fjármunir sem greitt var með og tilheyrðu Pressunni ehf. voru ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum, sbr. áskilnað 141. gr. laga nr. 21/1991.46. Loks verður ekki fallist á það með aðaláfrýjanda að gagnáfrýjandi hafi viðurkennt að riftunarskilyrðum væri fullnægt hvað þessa greiðslu varðar með bréfi sínu 24. ágúst 2018. Sú málsástæða er haldlaus enda er í nefndu bréfi beinlínis hafnað að rifta þeim greiðslum sem deilt er um í máli þessu.47. Að öðru leyti er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um heimfærslu ráðstöfunarinnar undir riftunarreglu 141. gr. laga nr. 21/1991, þar með talið um ógjaldfærni og grandsemi, staðfest með vísan til forsendna dómsins. Með sama hætti er fallist á að gagnáfrýjandi skuli greiða bætur á grundvelli 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991.Krafa að fjárhæð 69.188.500 krónur48. Um síðari greiðsluna að fjárhæð 69.188.500 krónur skal áréttað að 18. apríl 2017 barst gagnáfrýjanda greiðsla að fjárhæð 80.000.000 króna frá Birtingi útgáfufélagi ehf. sem þá var í eigu Pressunnar ehf. Sú fjárhæð var hluti 100.000.000 króna greiðslu sem Birtingur útgáfufélag ehf. fékk frá Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. sama dag. Af hálfu gagnáfrýjanda var 80.000.000 króna greiðslunni ráðstafað inn á skuldir nánar tilgreindra félaga við gagnáfrýjanda. Þannig skyldu 35.668.653 krónur greiddar inn á skuld Pressunnar ehf., 10.811.500 krónur inn á skuld Birtings útgáfufélags ehf., 27.967.101 króna inn á skuld DV ehf., 2.702.674 krónur inn á skuld Vefpressunnar ehf. og 2.850.071 króna inn á skuld ÍNN ehf. Þessi áform gengu þó aðeins eftir varðandi Pressuna ehf. Varð niðurstaðan sú að 10.811.500 krónur voru bakfærðar til Birtings útgáfufélags ehf. 19. maí 2017 en 33.519.847 krónum til viðbótar ráðstafað inn á vanskil Pressunnar ehf. 18. maí 2017. Nam greiðslan sem varið var til uppgjörs vanskila opinberra gjalda Pressunnar ehf. hjá gagnáfrýjanda því endanlega 69.188.500 krónum sem er fjárhæð þeirrar greiðslu sem aðaláfrýjandi krefst samtals riftunar á.49. Meginvörn gagnáfrýjanda felst sem fyrr segir í því að umræddri ráðstöfun verði hvorki rift á grundvelli 134. né 141. gr. laga nr. 21/1991 enda hafi hún stafað frá þriðja manni og engin áhrif haft á stöðu aðaláfrýjanda og kröfuhafa hans. Verður fyrst tekin afstaða til þeirrar málsástæðu.50. Af gögnum málsins verður ekki ljóslega ráðinn tilgangur framangreindrar greiðslu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. til Birtings útgáfufélags í apríl 2017. Þó liggur fyrir að hvað sem leið fyrrnefndri hlutafjárhækkun í janúar það ár var talin þörf á frekara fjármagni til að koma rekstri Pressunnar ehf. og tengdra félaga á réttan kjöl. Um það báru vitnin Þorvarður Gunnarsson endurskoðandi, Arnar Ægisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pressunnar ehf., og Matthías Björnsson, fyrrverandi fjármálastjóri Birtings útgáfufélags ehf., fyrir héraðsdómi. Sama ályktun verður dregin af tölvupóstsamskiptum Árna Harðarsonar fyrirsvarsmanns Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. við starfsmann Tollstjóra 8. febrúar og 10. apríl 2017. Af framburði fyrrgreindra manna fyrir dómi og gögnum málsins verður jafnframt ráðið að frekari hlutafjárhækkun hafi verið áformuð og umrædd greiðsla Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. til Birtings útgáfufélags ehf. hafi, hvað sem öðru líður, verið hugsuð sem fyrsti áfangi þeirrar hlutafjárhækkunar. Þá kemur fram að áður en kom til greiðslu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. hefði verið gert samkomulag við Tollstjóra um ráðstöfun fyrrnefndra 80.000.000 króna. Á hinn bóginn kemur eftirfarandi fram í framburði fyrrnefnds Matthíasar: „Þetta var útfært sem lán á þessum tíma, það stóð til að þetta yrði hlutafjáraukning ... Það kemur í ljós í byrjun maí að það voru þarna skuldbindingar sem hafði ekki verið upplýst um og þá brast þessi hlutafjáraukning ... “.51. Gagnáfrýjandi mótmælir sem of seint fram kominni þeirri málsástæðu aðaláfrýjanda að umrædd greiðsla hafi falið í sér lánveitingu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. til Pressunnar ehf. í gegnum Birting útgáfufélag ehf. Á þessari málsástæðu byggði aðaláfrýjandi ekki skýrlega fyrr en í greinargerð til Landsréttar en með hliðsjón af því sem fyrst kom fram í vörnum málsins í héraði var þá fyrst tilefni til þess að tefla henni fram eftir það tímamark og telst hún því ekki of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr., 2. mgr. 163. gr. og 187. gr. laga nr. 91/1991. 52. Engin skjalleg gögn liggja fyrir í málinu sem taka af skarið um hvort um hafi verið að ræða fyrirframgreiðslu hlutafjár, lán eða annars konar fjárhagslega fyrirgreiðslu. Fyrirliggjandi bókhaldsgögn skera heldur ekki úr um það en fyrir liggur að fyrrgreind greiðsla Birtings útgáfufélags ehf. til gagnáfrýjanda 18. apríl 2017 að fjárhæð 35.668.653 krónur var í bókhaldi Pressunnar ehf. færð sem skuld við Birting útgáfufélag ehf. en annarra greiðslna í engu getið. Þá upplýsti vitnið Matthías Björnsson að umrædd greiðsla hefði ekki verið færð í bókhald Birtings útgáfufélags ehf. sem lán til Pressunnar ehf. heldur eingöngu skuld þess félags við Fjárfestingafélagið Dalinn ehf. Þá var kröfu vegna greiðslunnar ekki lýst í búið, hvorki af hálfu Birtings útgáfufélags ehf. né annarra.53. Hvort sem líta ber á umrædda greiðslu til handa Birtingi útgáfufélagi ehf. sem fyrirframgreitt hlutafé í Pressunni ehf. eða lán þá liggur allt að einu fyrir að áður en greiðslan var innt af hendi hafði náðst samkomulag við gagnáfrýjanda um að ráðstafa henni til greiðslu nánar tilgreindra skulda á opinberum gjöldum nokkurra félaga. Hér að framan í 33. lið, er gerð grein fyrir skilyrðum þess að greiðslu verði rift á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991 og í 34. lið er fjallað um sambærilegan áskilnað í tilviki 141. gr. laganna.54. Þess er hins vegar að gæta að í málatilbúnaði sínum hefur aðaláfrýjandi vísað til samnings þess sem gerður var á milli Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. 6. september 2017 en nánari grein er gerð fyrir tilurð og efni hans í 16. lið hér að framan þar sem rakin er niðurstaða Landsréttar í máli nr. 395/2019, þar sem fjallað var um skuldbindingargildi samningsins. Dómurinn hefur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til hið gagnstæða er sannað, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Þar er lagt til grundvallar um ráðstöfun þeirra fjármuna sem Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. afhenti Birtingi útgáfufélagi ehf. 18. apríl 2017 að: „... af framangreindum 100.000.000 króna hafi í það minnsta 43.768.653 (35.668.653 + 8.100.000) krónum verið ráðstafað í þágu Pressunnar ehf. og í það minnsta 50.040.810 (43.768.653 + 2.702.674 + 2.850.071 + 719.412) krónum í þágu Pressunnar ehf., Vefpressunnar ehf. og ÍNN Íslands nýjasta nýtt ehf. samanlagt.” Hvað sem líður þessum forsendum Landsréttar er þess á hinn bóginn að gæta að sú tölulega útlistun sem þar kemur fram stangast í nokkru á við töluleg gögn og útlistun þeirra í þessu máli. Ekkert liggur nánar fyrir um forsendur samningsins 6. september 2017 og því síður hvort og þá með hvaða hætti ætluð skuld Pressunnar ehf. og eftir atvikum tengdra félaga hafði áhrif á það kaupverð sem Frjáls fjölmiðlun ehf. greiddi fyrir útgáfuréttindi Pressunnar ehf. og DV ehf. á grundvelli kaupsamninganna 5. september 2017. Þvert á móti hefur ekki verið hnekkt þeim forsendum sem fram koma í hinum áfrýjaða dómi þess efnis að umrædd greiðsla hafi aldrei borist inn á bankareikninga Pressunnar ehf., verið félaginu á annan hátt aðgengileg eða til ráðstöfunar.55. Þegar hefur verið lýst þeirri óvissu sem uppi er um inntak þeirrar skuldbindingar sem stofnaðist til með greiðslu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. til Birtings útgáfufélags ehf. og áframhaldandi ráðstöfun þess félags á 80.000.000 króna til gagnáfrýjanda 18. apríl 2017. Svo sem fram hefur komið verða takmarkaðar upplýsingar sóttar í bókhald viðkomandi félaga og óumdeilt að engum kröfum var lýst vegna þessa í búið. Að því virtu fæst ekki séð að framangreind ráðstöfun sem fólst í greiðslu þriðja manns á skuld Pressunnar ehf. við gagnáfrýjanda hafi leitt til þess að verðmæti hafi beint eða óbeint runnið frá Pressunni ehf. og greiðslan þannig rýrt eignir félagsins eða haft í för með sér aukningu skulda þess. Þvert á móti virðist ráðstöfunin í reynd hafa leitt til lækkunar skulda Pressunnar ehf. sem nam kröfu gagnáfrýjanda sem greidd var. Af því leiðir að ráðstöfunin telst ekki hafa leitt til þess að eignir Pressunnar ehf. yrðu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða hafa leitt til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Jafnframt var ráðstöfunin gagnáfrýjanda ekki til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa.56. Loks verður á sömu forsendum og greinir í 46. lið ekki fallist á það með aðaláfrýjanda að gagnáfrýjandi hafi viðurkennt að riftunarskilyrðum væri fullnægt hvað þessa greiðslu varðar með bréfi sínu 24. ágúst 2018. 57. Samkvæmt framansögðu telst aðaláfrýjandi hvorki hafa sannað að greiðsla þriðja manns til gagnáfrýjanda hafi skert greiðslugetu Pressunnar ehf. verulega samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 né að um ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða í skilningi 141. gr. laganna. Er því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að hafna riftun greiðslu að fjárhæð 69.188.500 krónur og bótakröfu vegna hennar.58. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur, þar á meðal um málskostnað. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=11691e6e-2c32-4c53-b0fc-0d18327f4b54&verdictid=08de7050-3ac9-4b34-84f9-a0bd8edbf39d |
Mál nr. 39/2022 | Kærumál Jörð Fasteign Samlagsaðild Kröfugerð Viðurkenningarkrafa Frávísunarúrskurður Landsréttar staðfestur | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem máli AJ á hendur K, K ehf., M, R og AB var vísað frá héraðsdómi. Ágreiningur málsins laut einkum að afmörkun jarðarinnar Dalbæjar 1, sem er í eigu AJ, gagnvart jörðunum Dalbær 2 og Dalbær 3 og nýtingu jarðarinnar. Með fyrri kröfu sinni krafðist AJ viðurkenningar á því að Dalbæ 2 og Dalbæ 3 tilheyrði leiguland úr Dalbæ 1 innan nánar tilgreindra merkja og beindi kröfunni að öllum varnaraðilum. Með seinni viðurkenningarkröfu AJ á hendur sömu aðilum var þess krafist að nánar tiltekið landsvæði tilheyrði Dalbæ 1 en að Dalbær 2 og Dalbær 3 ættu þar óskiptan beitarrétt að einum þriðja á móti Dalbæ 1, í samræmi við byggingarbréf 12. desember 1950. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem krafa AJ á hendur hverjum varnaraðila væri samhljóða hafi verið ástæðulaust að tiltaka sérstaklega hvers væri krafist með endurtekningu sömu orða fyrir hvern varnaraðila um sig. Var því ekki fallist á að 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála leiddi til frávísunar kröfunnar á þeim grundvelli. Hins vegar var talið að kröfugerð AJ uppfyllti ekki áskilnað d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um ákveðna og skýra kröfugerð. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. júní 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. júlí 2022. Kærður er úrskurður Landsréttar 10. júní 2022 þar sem kröfum sóknaraðila var vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka kröfur hennar til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum hverjum fyrir sig kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Ágreiningur málsins lýtur einkum að afmörkun jarðarinnar Dalbæjar 1 gagnvart jörðunum Dalbær 2 og Dalbær 3 og nýtingu jarðarinnar en sóknaraðili er þinglýstur eigandi Dalbæjar 1. Fyrir Hæstarétti krefst sóknaraðili þess að felldur verði úr gildi úrskurður Landsréttar þar sem viðurkenningarkröfum hennar var vísað frá héraðsdómi. Annars vegar var þar vísað frá kröfu hennar um að Dalbæ 2 og Dalbæ 3 tilheyrði leiguland úr jörðinni Dalbæ 1 innan tiltekinna merkja á þeim grundvelli að ekki væru uppfyllt skilyrði samlagsaðildar eftir 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Hins vegar kröfu hennar um að Dalbæ 1 tilheyrði nánar tiltekið landsvæði og að Dalbær 2 og Dalbær 3 ættu þar óskiptan beitarrétt að einum þriðja á móti Dalbæ 1 í samræmi við efni byggingarbréfs 12. desember 1950. Þeirri kröfu var vísað frá héraðsdómi þar sem hún þótti ekki fullnægja áskilnaði d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991.Málsatvik6. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var jörðin Dalbær upphaflega ein Miðfellsjarða í Hrunamannahreppi. Sameiginlegt landamerkjabréf var gert fyrir jarðirnar 3. júní 1885 og þinglesið 10. sama mánaðar. Með landskiptagerð fyrir Miðfellsjarðir árið 1914 fékk Dalbær í sinn hlut austasta hluta landsins innan nánar tiltekinna merkja.7. Magnús Guðmundsson fékk afsal fyrir Dalbæ frá föður sínum, Guðmundi Guðmundssyni, 17. desember 1930. Þar var Guðmundi og Páli, syni hans og bróður Magnúsar, áskilin ábúð hvor á sínum helmingi jarðarinnar. Eftir andlát Guðmundar árið 1938 bjó Páll áfram á jörðinni. Magnús byggði síðar Brynjólfi Geir, syni Páls, fjórðung jarðarinnar með byggingarbréfi 12. desember 1950. Þar sagði að fjórðungur jarðarinnar væri byggður honum til löglegrar erfðaábúðar til stofnunar nýbýlis. Merkjum var þar lýst auk þess sem nýbýlið skyldi hafa beitiland á nánar tilteknu landi. Ekki munu hafa farið fram formleg landskipti af þessu tilefni. Árið 1951 samþykkti ráðherra að nýbýlið fengi nafnið Dalbær 2. 8. Með yfirlýsingu 2. apríl 1957 var jörðin Dalbær 1 gerð að ættaróðali. Þar sagði að Magnús legði óðalinu til allt land jarðarinnar og það sem hann ætti í íbúðarhúsinu en að Páll legði til íbúðarhúsið að öðru leyti og öll önnur hús og mannvirki jarðarinnar. Jafnframt kom þar fram að yfirlýsingin tæki „að sjálfsögðu að engu leyti til býlisins Dalbær II“. Skyldi Páll vera fyrsti óðalseigandi jarðarinnar. Páll lést árið 1966. Jóhann, sonur Páls, fékk óðalsafsal 14. desember 1969 fyrir Dalbæ 1 en hann hafði búið ásamt Magnúsi og Páli á jörðinni og tekið við búrekstri árið 1964. Jóhann lést árið 1987 og tóku fjögur barna hans, þeirra á meðal sóknaraðili, við jörðinni sem síðar var leyst úr óðalsböndum 28. nóvember 1989. Sóknaraðili keypti jörðina af systkinum sínum árið 1997 og er þinglýstur eigandi hennar.9. Magnús Guðmundsson lést árið 1974. Hann var þinglýstur eigandi Dalbæjar 2 allt fram til þess að Brynjólfur Geir fékk eignardóm fyrir Dalbæ 2 með dómi Héraðsdóms Suðurlands 4. maí 1994. Brynjólfur Geir lést árið 2003 og situr ekkja hans, varnaraðilinn Kristjana, í óskiptu búi eftir eiginmann sinn. Hún er þinglýstur eigandi Dalbæjar 2 á grundvelli búsetuleyfis 27. október 2003.0. Af gögnum málsins verður jafnframt ráðið að Brynjólfur Geir hafi afsalað syni sínum, varnaraðilanum Magnúsi Páli, 7.500 fermetra lóð úr landi jarðarinnar Dalbæjar 2 til byggingar íbúðarhúss með samningi 21. ágúst 1980, en hann hafði tekið við ábúð á hluta hennar sama ár. Með kaupsamningi og afsali 1. október 1993 seldi Brynjólfur Geir Dalbæ 2 til varnaraðilans Magnúsar Páls að undanskildum nánar tilteknum spildum og húsum. Varnaraðilanum Magnúsi Páli var auk þess veitt leyfi ráðherra 3. desember 1993 til að stofna nýbýlið Dalbær 3 úr hluta af landi Dalbæjar 2. Með afsali 15. desember 2003 afsalaði varnaraðilinn Kristjana til varnaraðilans Magnúsar Páls eignarhlutum sem voru undanskildir í fyrrgreindum kaupsamningi og voru þeir í kjölfarið sameinaðir Dalbæ 3. 1. Brynjólfur Geir afsalaði 14. nóvember 1999 1,3 hektara frístundabyggð úr landi Dalbæjar 2 til varnaraðilans Önnu Brynjólfsdóttur og var deiliskipulag vegna svæðisins samþykkt 5. maí 2000 af sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Sama ár var frístundabyggðinni skipt út úr landi Dalbæjar 2 með samþykki ráðherra. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti einnig deiliskipulag 20,3 hektara frístundabyggðar á spildu úr landi Dalbæjar 3 árið 2007, svonefnda Markaflöt. Frístundabyggðinni var skipt út úr landi Dalbæjar 3 með samþykki ráðherra 8. febrúar 2016. Þinglýstur eigandi hennar er varnaraðilinn Klettholt ehf. sem er að öllu leyti í eigu varnaraðilans Magnúsar Páls. Þá afsöluðu varnaraðilarnir Magnús Páll og Rut 26. maí 2004 hluta af Dalbæ 3 til varnaraðilans Klettholts ehf., en félagið afsalaði þeim 14. maí 2006 íbúðarhúsi sem það hafði fengið með fyrrgreindu afsali. Árið 2014 var svo 2.400 fermetra spildu, Ketilhólum 2, skipt úr Dalbæ 2 og er varnaraðili Kristjana þinglýstur eigandi hennar.NiðurstaðaUm samlagsaðild2. Með fyrri kröfu sinni krefst sóknaraðili viðurkenningar á því að Dalbæ 2 og Dalbæ 3 tilheyri leiguland úr Dalbæ 1 innan nánar tilgreindra merkja. Viðurkenningarkröfunni er beint að öllum varnaraðilum. Með seinni viðurkenningarkröfu sóknaraðila á hendur sömu aðilum er þess krafist að nánar tiltekið landsvæði tilheyri Dalbæ 1 en að Dalbær 2 og Dalbær 3 eigi þar óskiptan beitarrétt að einum þriðja á móti Dalbæ 1, í samræmi við byggingarbréf 12. desember 1950.3. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að beina kröfu að fleiri en einum ef dómkröfur eiga rót að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Með því er veitt ákveðið réttarfarshagræði sem fæst af því að þurfa ekki að reka mörg mál og endurtaka í lítt breyttri mynd lýsingu málsatvika og málsástæðna sem reist eru á sömu eða líkum sönnunargögnum.4. Af því sem rakið hefur verið er ljóst að málatilbúnaður sóknaraðila á hendur varnaraðilum er reistur á fyrrgreindu byggingarbréfi 12. desember 1950 og að varnaraðilar leiði allir rétt sinn frá því. Var sóknaraðila því heimilt að beina dómkröfum sínum að þeim öllum á grundvelli 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 enda grundvallast málatilbúnaður sóknaraðila á að dómkröfur á hendur varnaraðilum verði raktar til sama löggernings í skilningi ákvæðisins og verður ekki séð að vörnum hafi verið áfátt af þeim sökum.5. Af orðalagi 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 má ráða að þegar þessarar heimildar er neytt verður að beina sérstakri kröfu að hverjum og einum varnaraðila. Varðar það frávísun máls af sjálfsdáðum sé þess ekki gætt og má um það vísa til dóms Hæstaréttar 20. nóvember 2012 í máli nr. 644/2012. Hér er þess þó að gæta að krafa sóknaraðila á hendur hverjum varnaraðila um sig var samhljóða. Af þeim sökum var ástæðulaust að tiltaka sérstaklega hvers krafist væri af hendi sóknaraðila með endurtekningu sömu orða fyrir hvern varnaraðila um sig. Nægði í þeim efnum að þetta væri gert í eitt skipti fyrir alla varnaraðila, sbr. dóm Hæstaréttar 29. apríl 2014 í máli nr. 240/2014. Verður því ekki fallist á að ágalli sé á kröfugerð sóknaraðila að þessu leyti sem varðað geti frávísun málsins.Um kröfugerð sóknaraðila6. Meginskilyrði þess að dómstólar leysi úr sakarefni er að það skipti máli fyrir stöðu aðila að lögum að fá dóm um það. Þannig verður sá sem höfðar mál að hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfu sína og verður úrlausn um það að hafa raunhæft gildi fyrir réttarstöðu hans. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Af d-lið 1. mgr. 80. gr. laganna leiðir að kröfugerð í slíkri málsókn verður að taka til viðurkenningar á tilteknum réttindum. 7. Sóknaraðili hefur hagað kröfugerð sinni með þeim hætti að í fyrri viðurkenningarkröfu felst krafa um viðurkenningu „leigulands“ á jörð hennar Dalbæ 1 varnaraðilum til handa án þess að lýsa með nokkru móti inntaki þess réttar sem byggt er á af hálfu sóknaraðila að hvíli á erfðafestu samkvæmt byggingabréfi 12. desember 1950. Með seinni viðurkenningarkröfu sinni krefst sóknaraðili þess að jarðirnar Dalbær 2 og Dalbær 3 eigi óskiptan beitarrétt að einum þriðja hluta á móti Dalbæ 1 á nánar tilteknum hluta jarðarinnar, sem að öðru leyti „tilheyri“ Dalbæ 1, án þess að nánari grein sé gerð fyrir hvaða eignarréttarlegu réttindi felist í því og jafnframt samhengi þeirrar kröfu við fyrri viðurkenningarkröfu sóknaraðila. 8. Kröfugerð sóknaraðila í þessu horfi uppfyllir ekki áskilnað d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um ákveðna og skýra kröfugerð. Verður því fallist á kröfu varnaraðila um að vísa málinu í heild frá héraðsdómi á þeim grundvelli.9. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði segir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili greiði varnaraðilum, Kristjönu Sigmundsdóttur, Klettholti ehf., Magnúsi Páli Brynjólfssyni, Rut Sigurðardóttur og Önnu Brynjólfsdóttur, hverju fyrir sig 50.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=bb2da3ab-0354-4efb-86da-e660154cc884&verdictid=968bdf53-0c13-4405-9518-5a17e11b63f8 |
Mál nr. 21/2022 | Endurupptaka Skattalög Fjármagnstekjuskattur Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá héraðsdómi | Með dómi Hæstaréttar 15. maí 2014 í máli nr. 465/2013 hafði X verið sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 var fallist á beiðni X um endurupptöku málsins. Ákæruvaldið tók undir kröfu X um að vísa málinu frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Samkvæmt því og í ljósi málsatvika féllst Hæstiréttur á kröfu ákæruvaldsins um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen og Árni Kolbeinsson og Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómarar.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 465/2013 sem dæmt var 15. maí 2014.3. Ákæruvaldið krefst þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi.4. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann þess að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar. Til þrautavara krefst hann sýknu.5. Málið var dómtekið 24. ágúst 2022 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik6. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum ákærða vegna tekjuáranna 2003 til og með 2008 hófst 30. júlí 2009 og var honum afhent tilkynning um hana 4. ágúst sama ár. Rannsókninni lauk 5. ágúst 2010 með skýrslu skattrannsóknarstjóra en umfang hennar hafði þá verið afmarkað við skattframtöl og skattskil ákærða vegna tekjuáranna 2006 til og með 2008.7. Með úrskurði […] 2012 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld ákærða gjaldárin 2007 til 2009 með því að hækka stofn fjármagnstekjuskatts um samtals 204.872.948 krónur. Að viðbættu 25% álagi á vantalinn skattstofn samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt nam stofninn samtals 561.067.991 krónu. Við þetta hækkaði fjármagnstekjuskattur ákærða samtals um 25.249.258 krónur. Ákærði mun hafa innt af hendi greiðslu í samræmi við úrskurðinn og skaut honum ekki til yfirskattanefndar á grundvelli laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd. Úrskurðurinn varð því endanlegur á stjórnsýslustigi að liðnum þriggja mánaða kærufresti samkvæmt 1. mgr. 5. gr. þeirra laga.8. Skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til rannsóknar lögreglu 1. mars 2012. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur ákærða 17. desember 2012 þar sem honum voru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007 til 2009 vegna tekjuáranna 2006 til 2008. Með því hefði ákærði látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 204.872.949 krónur sem honum hefði borið að greiða fjármagnstekjuskatt af, samtals 20.487.295 krónur. Brotin voru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.9. Með héraðsdómi 28. júní 2013 var ákærði dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 35.850.000 krónur. Hæstiréttur staðfesti sakfellingu ákærða og fjárhæð sektar með fyrrgreindum dómi 15. maí 2014 í máli nr. 465/2013 en þyngdi fangelsisrefsingu hans í átta mánuði skilorðsbundið.0. Með kæru 11. nóvember 2014 leitaði ákærði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem í dómi 16. apríl 2019 í máli nr. 72098/14 komst að þeirri niðurstöðu að fyrrgreind saksókn á hendur ákærða og refsing hefði farið í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Refsað hefði verið fyrir sama brot, skattamálið og refsimálið hefðu haft sama tilgang, afleiðingarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar og tekið hefði verið tillit til skattaálaga við ákvörðun refsingar. Hins vegar hefði háttsemi ákærða og ábyrgð hans verið til rannsóknar hjá mismunandi yfirvöldum í málum sem hefðu að mestu leyti verið óháð hvort öðru. Samanlagður tími málsmeðferðar beggja málanna hefði verið um fjögur ár og tíu mánuðir. Á þeim tíma hefðu málin í raun aðeins verið rekin samhliða í rétt rúma fimm mánuði. Þá hefði ákæra verið gefin út sjö mánuðum eftir lokaákvörðun ríkisskattstjóra og um fjórum mánuðum eftir að hún tók gildi að lögum. Því hefðu ekki verið nægjanlega náin tengsl í efni og tíma milli skattamálsins og sakamálsins. Ákærði hefði þannig sætt lögsókn og refsingu fyrir sömu eða efnislega sömu háttsemi af hálfu mismunandi yfirvalda í tveimur mismunandi málum þar sem nauðsynlega tengingu skorti. Með því hefði verið brotið gegn 4. gr. 7. samningsviðaukans. Þá voru ákærða dæmdar 5.000 evrur í miskabætur og 29.800 evrur í málskostnað vegna málsmeðferðar bæði fyrir Mannréttindadómstólnum og dómstólum hér á landi.1. Með beiðni til Endurupptökudóms 1. desember 2020 fór ákærði fram á endurupptöku á umræddu hæstaréttarmáli nr. 465/2013 á grundvelli a- og d-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Fallist var á þá beiðni hans með úrskurði dómsins 21. janúar 2022 í máli nr. 10/2021. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 21. mars 2022 vegna endurupptöku málsins sem birt var ákærða 24. sama mánaðar.Niðurstaða2. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Ákæruvaldið vísar meðal annars til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu og dóms Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Samkvæmt þessu og í ljósi fyrrgreindra málsatvika verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að málinu verði vísað frá héraðsdómi, sbr. einnig dóma Hæstaréttar 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021 og 22. júní 2022 í máli nr. 11/2022.3. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 465/2013 að öllu leyti úr ríkissjóði.4. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, X, Garðars Valdimarssonar lögmanns, 2.691.113 krónur.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Geirs Þórissonar lögmanns, 500.000 krónur. |
Mál nr. 41/2022 | Kærumál Dánarbú Skiptastjóri Þóknun Málskostnaður | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem leyst var úr ágreiningi A og B annars vegar og C hins vegar um þóknun C sem skiptastjóra í dánarbúi D. Í dómi Hæstaréttar var fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar að miða bæri þóknun C við 25.900 krónur fyrir hverja unna vinnustund. Þá var talið að A og B hefðu glatað rétti til að andmæla þóknun C frá upphafi skipta þar til loka október 2018 en þau voru talin geta haft uppi andmæli við þóknun hans frá þeim tíma. Um ágreining um fjölda vinnustunda C við skiptin komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að tímaskráning hans hefði verið úr hófi fram. Var þóknun hans því lækkuð vegna tímabilsins og var hún í heild sinni hæfilega metin að álitum. Þá var C gert að greiða A og B málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti en kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti var ekki dæmdur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 5. júní 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 24. maí 2022 þar sem þóknun varnaraðila sem skiptastjóra í dánarbúi D var lækkuð úr 13.869.090 krónum í 10.000.000 króna, í báðum tilvikum með virðisaukaskatti. 3. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að þóknun varnaraðila sem skiptastjóra dánarbúsins verði lækkuð úr 13.869.090 krónum í 5.146.589 krónur með virðisaukaskatti en til vara að þóknun varnaraðila verði lækkuð að mati dómsins. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.5. Í kæru sinni til Hæstaréttar gerðu sóknaraðilar ekki kröfu um kærumálskostnað fyrir réttinum heldur kom sú krafa fyrst fram í greinargerð þeirra. Með því að krafan var ekki höfð uppi í kærunni kemur hún ekki til álita í málinu.Ágreiningsefni6. Ágreiningur málsins lýtur að þóknun varnaraðila sem skiptastjóra dánarbús D. Í fyrsta lagi deila aðilar um hvort varnaraðila hafi verið heimilt að hækka tímagjald sitt í samræmi við breytingu á gjaldskrá sinni sem tók gildi 1. janúar 2019. Í öðru lagi er ágreiningur um fjölda vinnustunda varnaraðila við skiptin. Í þriðja lagi er deilt um hvort sóknaraðilar hafi glatað rétti til að andmæla þóknun varnaraðila.7. Með úrskurði héraðsdóms 24. mars 2022 var þóknun varnaraðila lækkuð úr 13.869.090 krónum í 9.963.989 krónur, í báðum tilvikum með virðisaukaskatti. Jafnframt var varnaraðila gert að greiða sóknaraðilum 496.000 krónur í málskostnað. Eins og áður greinir var þóknunin ákveðin 10.000.000 króna með hinum kærða úrskurði Landsréttar en málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður felldur niður.8. Með ákvörðun Hæstaréttar 29. júní 2022 var veitt leyfi til að kæra úrskurðinn til réttarins af þeirri ástæðu að niðurstaða Landsréttar kynni að vera bersýnilega röng að því er varðaði úrlausn um málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Kæruheimild er í 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl.Málsatvik9. Með úrskurði héraðsdóms […] 2018 var bú D, sem andaðist […] 2017, tekið til opinberra skipta. Varnaraðili var skipaður skiptastjóri búsins. Sóknaraðilinn B var eiginkona hins látna og sóknaraðilinn A sonur þeirra. Aðrir erfingjar hins látna eru þrjú börn hans með fyrri eiginkonu en þau hafa ekki látið sig varða þann ágreining sem hér er til úrlausnar.0. Á skiptafundi 26. febrúar 2018, þar sem mætt var af hálfu allra erfingja, var fært í fundargerð að varnaraðili hefði veitt upplýsingar um skiptakostnað. Þóknun hans væri lágmarksgjald samkvæmt gjaldskrá og næmi 25.900 krónum auk virðisaukaskatts fyrir hverja vinnustund. Einnig var skráð í fundargerð að varnaraðili áskildi sér rétt til að taka greiðslu af fé búsins upp í áfallna þóknun meðan á skiptum stæði, sbr. 2. mgr. 48. gr. laga nr. 20/1991. Eins og áður greinir tók ný gjaldskrá varnaraðila gildi 1. janúar 2019 en samkvæmt henni hækkaði lágmarksgjald hans í 29.000 krónur auk virðisaukaskatts fyrir hverja vinnustund. Frá þeim tíma hefur varnaraðili reiknað sér þá þóknun við skiptin.1. Í úrskurði héraðsdóms er rakinn framgangur skipta dánarbúsins. Á skiptafundi 9. ágúst 2018 lagði varnaraðili fram yfirlit yfir vinnu sína frá upphafi skipta til þess tíma. Á því eru vinnustundir sundurliðaðar eftir mánaðardögum og tilgreint hvaða verk hafi verið innt af hendi hvern dag. Samtals voru vinnustundir 103,75 á tímabilinu. Á skiptafundi 8. nóvember 2018 lagði varnaraðili fram yfirlit sama efnis frá 9. ágúst til október 2018. Samkvæmt því voru vinnustundir samtals 68,25 á tímabilinu. Loks lagði varnaraðili fram á skiptafundi 8. mars 2021 yfirlit yfir vinnu sína frá nóvember 2018 til loka nóvember 2020 en samkvæmt því voru vinnustundir hans samtals 157,75. Af hálfu erfingja mættu lögmenn þeirra á alla þessa fundi. 2. Varnaraðili færði fundargerð 7. apríl 2021 vegna skiptafundar sem hann sat einn. Færði varnaraðili til bókar atriði um skiptin sem snerta ekki þann ágreining sem hér er til úrlausnar. Því næst boðaði varnaraðili til skiptafundar 25. maí sama ár til að fjalla um frumvarp til úthlutunar úr búinu, sbr. 78. gr. laga nr. 20/1991. Í því kom fram að þóknun varnaraðila næmi samtals 13.869.090 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Að höfðu samráði við lögmenn erfingja var fundinum frestað til 1. júní það ár og aftur var honum frestað til 8. sama mánaðar þegar hann var haldinn að viðstöddum lögmönnum erfingja. Á fundinum lögðu sóknaraðilar fram bókun þar sem þóknun varnaraðila var mótmælt. Andmælin tóku bæði til tímagjalds og fjölda vinnustunda. Á næsta skiptafundi 24. ágúst 2021 var árangurslaust reynt að jafna þennan ágreining og því vísaði varnaraðili honum til úrlausnar héraðsdóms með bréfi 25. sama mánaðar.Löggjöf3. Samkvæmt 2. mgr. 48. gr. laga nr. 20/1991 er skiptastjóra heimilt að taka sér greiðslu af fé dánarbús upp í áfallna þóknun sína meðan á skiptum stendur, enda kynni hann ákvörðun sína um það á skiptafundi og það teljist tryggt að hann gangi ekki með þessu á hlut þeirra sem eiga rétthærri kröfur á hendur búinu. Í skýringum við ákvæðið í athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að með þessum áskilnaði væri ætlast til þess að tryggt yrði að erfingjar eða skuldheimtumenn fengju tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar um ráðagerð skiptastjóra og að þeir gætu þá mótmælt henni og eftir atvikum fengið úrlausn héraðsdóms um hana, sbr. 47. og 122. gr. laganna. Einnig sagði að skiptastjóra væri almennt ekki þörf á að kynna ákvörðun sína um greiðslu hverju sinni sem hún stæði fyrir dyrum heldur væri honum eftir atvikum nægjanlegt að gera skiptafundi til dæmis grein fyrir því að hann hefði í hyggju að fá greiðslu með reglubundnu millibili sem yrði ákveðin með nánar tilteknum hætti. Þeir sem hefðu hagsmuni af skiptunum gætu síðan fylgst með að ekki hefði verið farið fram úr því sem skiptastjóri kynnti þeim með könnun yfirlita um efnahag og rekstur búsins, sbr. 49. gr. laganna.4. Um gildi ákvarðana skiptafundar leiðir af 2. mgr. 71. gr. laga nr. 20/1991 að erfingi sem ekki mætir til skiptafundar, sem hann hefur sannanlega verið boðaður til, glatar rétti til að hafa uppi mótmæli eða kröfur vegna ákvarðana og ráðstafana sem hafa verið teknar þar eða kynntar. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar getur erfingi, sem á atkvæði um málefni búsins og telur ákvörðun eða ráðstöfun skiptastjóra ólögmæta, mótmælt henni þegar á þeim fundi sem hún er kynnt en ella á næsta fundi sem hann er boðaður til hafi hann ekki glatað rétti til þess samkvæmt 2. mgr. sömu greinar. Komi slík mótmæli fram skal skiptastjóri leitast við að jafna ágreininginn en takist það ekki beina málefninu til héraðsdóms eftir 122. gr. laganna.5. Um efni frumvarps til úthlutunar úr dánarbúi fer eftir 77. gr. laga nr. 20/1991 en fjalla skal um það á skiptafundi sem boðað er til samkvæmt 78. gr. þeirra. Um mótmæli gegn frumvarpi fer eftir 79. gr. enda varði þau andmæli önnur atriði en þau sem hlutaðeigandi hefur glatað rétti til að mótmæla, sbr. 2. mgr. 71. gr. laganna. Í skýringum við þetta ákvæði í athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að þetta skilyrði hefði verulega þýðingu því að þegar skiptin væru komin á þetta stig væri almennt þá þegar endanlega útkljáð hverjir ættu rétt til arfs, hverjar kröfur á hendur búinu hefðu verið viðurkenndar og hvernig hagsmunum búsins yrði ráðstafað, sbr. 2. og 3. mgr. 71. gr. laganna. Mætti þannig segja að hverfandi líkur væru á því að mótmæli gætu komið fram gegn efni frumvarps sem ekki yrði þegar vísað á bug vegna þessa skilyrðis. Niðurstaða6. Svo sem áður er rakið kynnti varnaraðili á skiptafundi 26. febrúar 2018 að þóknun hans næmi 25.900 krónum auk virðisaukaskatts fyrir hverja vinnustund í samræmi við gjaldskrá. Enginn áskilnaður var gerður af hans hálfu um að gjaldið tæki breytingum í samræmi við breytingar á gjaldskrá og jafnframt kynnti varnaraðili ekki erfingjum dánarbúsins um hækkun tímagjaldsins í 29.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti samkvæmt gjaldskrá sem tók gildi 1. janúar 2019. Samkvæmt þessu verður fallist á þá niðurstöðu hins kærða úrskurðar að miða beri þóknun varnaraðila við lægra tímagjaldið.7. Í yfirliti yfir vinnu varnaraðila við skiptin sem lögð var fyrir skiptafund 9. ágúst 2018 er að finna ítarlega sundurliðun eftir dögum með tilgreiningu á þeim verkefnum sem sinnt var og fjölda vinnustunda hvern dag. Þegar haft er í huga að varnaraðili hafði á skiptafundi 26. febrúar sama ár kynnt tímagjald sitt og gert áskilnað um að taka sér greiðslu af fjármunum búsins upp í áfallna þóknun, eftir því sem skiptunum yndi fram, verður talið að sóknaraðilum hafi með fullnægjandi hætti verið gerð grein fyrir þeirri ráðstöfun. Það sama á við um yfirlit yfir vinnu varnaraðila sem lögð var fram á skiptafundi 8. nóvember sama ár. Hér skiptir engu þótt á þessum yfirlitum varnaraðila hafi ekki verið að finna samtölu unninna tíma og varnaraðili hafi ekki lagt fram á skiptafundi reikninga sem hann gaf út á hendur dánarbúinu. Þar sem sóknaraðilar hreyfðu hvorki andmælum gegn þessum ráðstöfunum á fyrrgreindum skiptafundum né á næstu fundum þar á eftir 19. september 2018 og 3. janúar 2019 verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að varnaraðili hafi glatað rétti til að andmæla þóknun varnaraðila frá upphafi skipta til loka október 2018.8. Eins og áður er rakið lagði varnaraðili fram á skiptafundi 8. mars 2021 yfirlit yfir vinnu sína á tímabilinu frá nóvember 2018 til loka nóvember 2020. Sóknaraðilar mótmæltu síðan þóknun varnaraðila á skiptafundi 8. júní 2021 þar sem fjallað var um frumvarp til úthlutunargerðar úr búinu. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að sóknaraðilar hafi ekki glatað rétti til að andmæla þóknun varnaraðila vegna umrædds tímabils, enda voru þau sett fram á næsta skiptafundi eftir að varnaraðili hafði lagt fram yfirlit yfir vinnu sína, sbr. 3. mgr. 71. gr. laga nr. 20/1991. Í því tilliti breytir engu þótt varnaraðili hafi fært fundargerð vegna skiptafundar 7. apríl 2021 þar sem enginn var mættur af hálfu erfingja, en varnaraðili hefur ekki borið því við að sóknaraðilar hafi ekki haft lögmæt forföll. Samkvæmt þessu kemur til úrlausnar þóknun varnaraðila frá nóvember 2018 allt til skiptaloka.9. Að virtum gögnum málsins er tímaskráning varnaraðila á því tímabili sem til úrlausnar er í málinu úr hófi fram. Verður þóknun hans því lækkuð vegna tímabilsins og er hún í heild sinni að meðtöldum virðisaukaskatti hæfilega metin að álitum með þeirri fjárhæð sem ákveðin var í úrskurði héraðsdóms.20. Af þessari niðurstöðu leiðir að þóknun varnaraðila hefur sætt umtalsverðri lækkun. Verður honum því gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti sem ákveðinn er í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti verður ekki dæmdur.Dómsorð:Þóknun varnaraðila, C, fyrir störf sem skiptastjóri við opinber skipti á dánarbúi D, er lækkuð úr 13.869.090 krónum í 9.963.989 krónur, í báðum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti.Varnaraðili greiði sóknaraðilum, A og B, samtals 600.000 krónur, hvoru um sig, í málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti.Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti verður ekki dæmdur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=5baa48d9-804e-40d8-b56f-11ef233589e2&verdictid=407a7200-248a-49a9-9e89-be58d8fc2c6a |
Mál nr. 4/2022 | Vátryggingarsamningur Vátryggingarskilmálar Vátrygging Brunatrygging Uppgjör Virðisaukaskattur Viðurkenningarkrafa | Ágreiningur aðila fyrir Hæstarétti laut að bótarétti Þ ehf. úr brunatryggingu tilgreindrar fasteignar hjá S hf. sem brann árið 2017 og þýðingu skilmála í vátryggingarsamningi milli aðila um að bætur skyldu lækka ef vátryggður gæti nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar. Í dómi Hæstaréttar var rakið að málatilbúnað S hf. yrði að skilja á þann veg að Þ ehf. hefði borið að gera ráðstafanir hvort heldur fyrir eða eftir tjónsatburðinn til að uppfylla lagaskilyrði til að nýta og viðhalda innskattsfrádrætti vegna endurbyggingar hússins. Þannig hefði hvílt sú skylda á Þ ehf. að draga úr tjóni sínu með því að afla sér frjálsrar skráningar vegna leigu fasteignarinnar, áður en ráðist yrði í endurbyggingu hennar. Í dóminum kom fram að við mat á skilmálunum bæri fyrst að líta til reglu 1. mgr. 35. gr. laga nr. 30/2004 um að vátryggður eigi rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt sé ekki um annað samið. Þá bæri að líta til þess að um einhliða staðlaða skilmála væri að ræða sem S hf. samdi. Samkvæmt svokallaðri andskýringarreglu bæri að jafnaði að skýra umdeilanleg ákvæði í vátryggingarskilmálum þeim í óhag sem samdi þau. Umrædd grein skilmálans yrði ekki skilin með svo afdráttarlausum hætti að á Þ ehf. hefði hvílt sérstök athafnaskylda til að gangast undir þær kvaðir sem frjáls skráning hefði í för með sér áður en endurbygging hófst. Hefði það verið markmið S hf. að leggja slíka skyldu á Þ ehf. í skilmálum samningsins hefði S hf. borið að orða hana með skýrum hættum. S hf. yrði að bera hallann af óljósu orðalagi greinarinnar um þetta atriði, enda ekki sýnt fram á að óvissu um merkingu þess hafi verið eytt gagnvart Þ ehf. með fullnægjandi hætti. Var því fallist á kröfu Þ ehf. um að ekki skyldi tekið tillit til lögbundins afreiknings vegna virðisaukaskatts við ákvörðun um vátryggingarbætur til félagsins vegna brunatjóns á fasteigninni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. janúar 2022. Hann krefst þess að viðurkennd verði skylda stefnda til að greiða sér 202.852.875 krónur í vátryggingarbætur hlutfallslega í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignar að Goðanesi 12 á Akureyri á grundvelli brunatryggingar eignarinnar vegna brunatjóns 31. maí 2017. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila fyrir Hæstarétti lýtur að bótarétti áfrýjanda úr brunatryggingu fasteignarinnar að Goðanesi 12 á Akureyri sem brann 31. maí 2017 og þýðingu skilmála í vátryggingarsamningi milli aðila um að bætur skuli lækka ef vátryggður getur nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar. 5. Þegar málið var höfðað tók ágreiningur aðila einnig til þess hver skyldi vera grundvöllur uppgjörs vátryggingarbóta til áfrýjanda og hvort stefnda væri heimilt að skerða bætur til hans á grundvelli 26. og 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Í hinum áfrýjaða dómi var staðfest niðurstaða héraðsdóms um grundvöll bótaákvörðunar og 25% skerðingu bóta til áfrýjanda vegna brots á varúðarreglu í 26. gr. laga nr. 30/2004 svo og um lækkun bóta sem næmi lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts. 6. Áfrýjunarleyfi var veitt 14. janúar 2022 á þeim grundvelli að úrlausn um þann þátt málsins sem lýtur að lækkun vátryggingarbóta vegna frádráttar virðisaukaskatts geti haft fordæmisgildi. Var áfrýjun málsins samþykkt að því er varðaði þetta atriði og einskorðast ágreiningsefni þess fyrir Hæstarétti samkvæmt framansögðu við það.Málsatvik7. Áfrýjandi er einkahlutafélag sem hefur meðal annars haft með höndum rekstur útgerðar og fiskvinnslu. Hann var eigandi iðnaðarhúsnæðis að Goðanesi 12 á Akureyri sem hann leigði út frá árinu 2013 og þar var starfrækt bátasmiðja. Eldur kom upp í húsinu 31. maí 2017 og brann það til grunna. Fasteignin að Goðanesi 12 var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda. 8. Í samræmi við skilmála tryggingarsamnings aðila lét stefndi fara fram tjónamat og tilkynnti áfrýjanda um niðurstöðu þess 3. október 2017. Samkvæmt því var tjónið talið nema 183.922.783 krónum án virðisaukaskatts. Þá tilkynnti stefndi áfrýjanda að félagið myndi skerða bæturnar um 50% með vísan til þess að umbúnaður fasteignarinnar á tjónsdegi hefði ekki verið í samræmi við gildandi reglur um brunavarnir. Loks var tekið fram að gæti vátryggður nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar, svo sem vegna innskatts eða réttar til endurgreiðslu virðisaukaskatts á hinu vátryggða, myndu bætur lækka sem því næmi, sbr. 9. grein gildandi vátryggingarskilmála stefnda fyrir brunatryggingar húseigna.9. Áfrýjandi, sem hugðist endurreisa húsið, vildi ekki una ákvörðun stefnda og höfðaði því mál þetta 25. maí 2018. Dómkrafa áfrýjanda var að viðurkennd yrði með dómi skylda stefnda til að greiða honum 295.426.104 krónur í vátryggingarbætur hlutfallslega í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Hann krafðist þess að vátryggingarbætur væru ákveðnar á grundvelli brunabótamats eignarinnar á tjónsdegi, að frádregnu verðmæti þeirra hluta hússins sem ekki eyðilögðust við brunann en að teknu tilliti til kostnaðar við nauðsynlegar lagfæringar. Þá mótmælti hann því að hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þannig að bótafjárhæð yrði skert. Framangreind fjárhæð í stefnu miðaðist ekki við að bætur lækkuðu sem næmi afreikningi vegna virðisaukaskatts.0. Á meðan málið var rekið í héraði gerði áfrýjandi samning 3. september 2018 við félagið Festingu ehf. um kaup þess á fasteigninni Goðanesi 12 og var kaupverðið 90.000.000 króna. Í kaupsamningnum kemur fram að atvinnuhúsnæði sem stóð á lóðinni hafi eyðilagst í eldi og eftir standi gólfplata hússins. Tekið er fram að hinu selda fylgi ekki réttindi áfrýjanda til vátryggingarbóta úr hendi stefnda vegna brunans en um brunatjónið skuli gert sérstakt samkomulag sem teljist hluti samningsins. Í því segir meðal annars að þar sem skylda til greiðslu brunabóta sé háð því að húsnæði verði endurbyggt og með tilliti til hagsmuna seljanda af innheimtu brunabótanna takist kaupandi á hendur tilgreindar skyldur í því sambandi. Á sama hátt væri það forsenda af hálfu seljanda að kaupandi reisi hús á hinu selda. Samkvæmt gögnum málsins gerði Festing ehf. samning við Tréverk ehf. í ágúst 2021 um byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar Samskipa að Goðanesi 12 á Akureyri og voru verklok áætluð í júní 2022.1. Niðurstaða héraðsdóms var að áfrýjandi ætti tilkall til brunabóta óháð því hver hefði endurbyggingu húseignarinnar með höndum. Samkvæmt dómsorði var stefnda „skylt að greiða ... Þríforki ehf. 163.591.028 krónur í vátryggingarbætur vegna brunatjóns 31. maí 2017 hlutfallslega í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar að Goðanesi 12.“ Við ákvörðun bótafjárhæðar var lagt til grundvallar brunabótamat eignarinnar daginn sem hún brann en til lækkunar kom afskrifað endurstofnverð samkvæmt matsgerð. Hlutfall skerðingar bóta vegna ófullnægjandi brunavarna var ákveðið 25%. Þá var áfrýjanda gert að sæta frádrætti sem næmi lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts. Um það var vísað til ákvæðis 9. greinar vátryggingarskilmála stefnda sem talin voru alveg skýr um skyldu vátryggðs til að sæta frádrætti vegna innskatts og ekki léki vafi á að fasteignin að Goðanesi 12 væri hrein atvinnueign eða eign ætluð til afnota við atvinnurekstur.2. Með hinum áfrýjaða dómi var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Um lækkun bóta vegna frádráttar virðisaukaskatts var tekið fram að engin efni væru til að víkja frá ákvæði 9. greinar vátryggingarskilmála brunatryggingar stefnda og því skyldu bætur til áfrýjanda sæta lækkun sem næmi lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda3. Áfrýjandi byggir á því að vátryggingarvernd hans eigi að svara til fjárhæðar iðgjalda hans til stefnda og sömu reikniaðferðum skuli beitt þegar fjárhæð iðgjalds er reiknuð og þegar reiknuð er fjárhæð brunabóta. Hefði ætlun og skilningur stefnda verið sá að halda virðisaukaskatti utan vátryggingarverndar hefði honum borið að tilgreina það í vátryggingarskírteini þar sem vátryggingarfjárhæð kemur fram. 4. Þá vísar áfrýjandi til þess að fyrir brunann 31. maí 2017 hafi ekki hvílt virðisaukaskattskvöð á fasteigninni. Húsnæðið hafi verið leigt út og leiguverðið án viðbætts virðisaukaskatts, enda sé fasteignaleiga undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt 8. tölulið 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Í 7. gr. reglugerðar nr. 192/1993 um innskatt sé mælt fyrir um að húsbyggjandi geti talið til innskatts virðisaukaskatt af kostnaði við nýbyggingu eða endurbyggingu á fasteign sem ætluð er til nota fyrir skráða starfsemi sem hefur í för með sér rétt til frádráttar á innskatti. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar teljist húsnæði sem sé leigt út hins vegar ekki notað fyrir skattskyldan rekstur nema leigusali hafi skráð sig frjálsri skráningu samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 50/1988.5. Það sé alls ekki sjálfsagt að eigandi fasteignar sem leigi hana út nýti þessa heimild við endurbyggingu, enda leiði nýting hennar til þess að 20 ára innskattskvöð myndist á eigninni, sbr. 12. og 14. gr. reglugerðarinnar eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1237/2015. Í framkvæmd þýði slík innskattskvöð að ríkissjóður greiði byggingaraðila til baka fjárhæð sem jafngildi greiddum virðisaukaskatti af kostnaði við byggingarframkvæmd. Endurgreiðslan sé í reynd í formi láns, enda sé byggingaraðili skuldbundinn í 20 ár til að endurgreiða ríkissjóði fjárhæðina að teknu tilliti til 5% árlegra afskrifta ef forsendubrestur verður. Áfrýjandi hafi valið þann kost að sækja ekki um frjálsa skráningu eins og heimilt væri sem fyrr greinir samkvæmt 6. gr. laga nr. 50/1988.6. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms leiði til þess að vátryggður sitji uppi með verulega íþyngjandi kvöð á fasteigninni til 20 ára og hluta tjóns síns ef forsendur hans í rekstri breytast. Þá fari niðurstaðan gegn dómi Hæstaréttar 23. mars 2000 í máli nr. 490/1999 um að vátryggður verði ekki knúinn til að taka á sig jafn íþyngjandi kvöð og innskattskvöð til að takmarka tjón sitt eða sækja um frjálsa skráningu samkvæmt reglum um innskatt.7. Áfrýjandi telur að skilja verði ákvæði 9. greinar skilmála stefnda um að vátryggður geti nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar þannig að vísað sé til aðstæðna vátryggðs á tjónsdegi en ekki að hann verði knúinn til að taka á sig kvaðir stefnda til hagsbóta. Inntak samningsskilmála 9. greinar eigi sér ekki stoð í lögum nr. 30/2004 eða lögum nr. 48/1994 um brunatryggingar og fari auk þess þvert gegn 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.Helstu málsástæður stefnda8. Stefndi mótmælir málsástæðum áfrýjanda sem lúta að fjárhæð iðgjalda sem of seint fram komnum en á þeim hafi ekki verið byggt fyrr. Auk þess er þeim hafnað sem röngum enda komi skýrlega fram í 8. til 10. grein skilmála vátryggingarinnar hvernig tjón skal metið og bótafjárhæð reiknuð út. Einnig er mótmælt staðhæfingum áfrýjanda um að öll gögn frá stefnda geri ráð fyrir því að virðisaukaskattur sé hluti vátryggingarbóta. 9. Geti vátryggður nýtt sér kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar, svo sem vegna innskatts eða réttar til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á hinu vátryggða, skuli lækka bætur sem því nemi eins og skýrlega komi fram í 9. grein vátryggingarskilmála stefnda. Á öllum vátryggingarskírteinum sem gefin hafi verið út vegna brunatryggingar áfrýjanda hafi hann verið sérstaklega hvattur til að kynna sér efni skilmála vátryggingarinnar.20. Stefndi telur að efni 9. greinar vátryggingarskilmálanna um að lækka skuli bætur sem nemi virðisaukaskatti sé bæði skýrt og fyrirsjáanlegt og samræmist lögum nr. 30/2004 og 48/1994. Það sé auk þess í samræmi við þær grundvallarreglur skaðabóta- og vátryggingaréttar að tjónþoli fái raunverulegt tjón sitt bætt en skuli ekki hagnast á því og honum beri jafnframt að takmarka tjón sitt. Áfrýjandi hafi samkvæmt því undirgengist skyldu til að nýta og viðhalda innskattsfrádrætti vegna endurbyggingar. Atvik sem áfrýjandi vísi til í dómi Hæstaréttar í máli nr. 490/1999 séu ekki sambærileg atvikum máls þessa enda hafi þar ekki verið tekist á um gildi vátryggingarskilmála. Líta beri til dóms Hæstaréttar 28. apríl 2005 í máli nr. 34/2005 sem staðfesti að réttur til að lækka bætur sem nemi mögulegum innskatti verði að styðjast við settan rétt eða samningsákvæði, en í þessu máli sé einmitt slíku ákvæði til að dreifa.21. Stefndi heldur því fram að áfrýjandi hafi stundað atvinnurekstur í fasteigninni og keypt vátrygginguna sem slíkur. Hann geti samkvæmt 3. gr., sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, talið virðisaukaskatt til innskatts hjá sér að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sem virðisaukaskattskyldur aðili er verði fyrir tjóni á rekstrarfjármunum geti hann talið virðisaukaskatt vegna endurnýjunar, viðgerðar og fleira til innskatts eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Af þeirri ástæðu skuli bótafjárhæð miðast við kostnað vátryggðs án virðisaukaskatts. Þá eigi sala áfrýjanda á fasteigninni með þeim skilmálum að hann héldi eftir rétti til vátryggingarbóta ekki að hafa nein áhrif á rétt hans á hendur stefnda.Niðurstaða22. Ágreiningslaust er milli aðila að í kröfugerð áfrýjanda felist að hann leiti viðurkenningar á inntaki réttar til vátryggingarbóta úr hendi stefnda í samræmi við framvindu endurbyggingar á fasteigninni að Goðanesi 12. Krafa hans, sem er sett fram með stoð í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, feli þannig í sér að við uppgjör bóta til hans beri að leggja til grundvallar að bætur nemi tilgreindri fjárhæð og þær verði inntar af hendi eftir því sem endurbyggingu vindur fram svo sem skilmálar vátryggingarinnar kveða á um, sbr. einnig ákvæði 48. gr. laga nr. 30/2004. 23. Sem fyrr segir lýtur úrlausn málsins fyrir Hæstarétti aðeins að þeim þætti þess sem varðar lækkun vátryggingarbóta til áfrýjanda sem byggist á lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts, en sú fjárhæð nemur 39.261.847 krónum. 24. Sú málsástæða áfrýjanda að iðgjöld sem hann greiddi stefnda hafi tekið mið af vátryggingarfjárhæð sem tilgreind er á vátryggingarskírteini með virðisaukaskatti og því skuli beita sömu reikniaðferð við ákvörðun um fjárhæð brunabóta, kom fyrst fram í greinargerð hans fyrir Hæstarétti en ekki var á henni byggt við meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Ekki eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 til að hún fái komist að fyrir Hæstarétti og verður því ekki byggt á henni við úrlausn málsins. 25. Samkvæmt ákvæðum k-liðar 2. gr. og 10. gr. laga nr. 30/2004 sem giltu á tjónsdegi, sbr. nú hliðstæð ákvæði í 18. tölulið 2. gr. og 12. gr. c laganna, er vátryggingarskírteini staðfesting vátryggingafélags á því að vátryggingarsamningur hafi verið gerður þar sem fram koma meðal annars upplýsingar um hvaða tryggingu sé að ræða, vátryggingartaka og vátryggðan. Þar skal vísa til skilmála samnings og jafnframt afhenda þá vátryggingartaka. Jafnframt skal þar koma fram sérstök árétting til vátryggingartaka um að hann kynni sér ákvæði skilmála vátryggingarinnar. Í vátryggingarskírteinum sem stefndi gaf út um brunatryggingu fasteignarinnar að Goðanesi 12 var lagafyrirmælum um efni slíkra skírteina fylgt. Þótt þar sé getið vátryggingarfjárhæðar hins vátryggða verður við ákvörðun bóta litið til skilmála tryggingarinnar sem vísað er til í skírteininu enda eru þeir hluti af samningi milli aðila og meðfylgjandi honum. Verður því ekki fallist á þá málsástæðu áfrýjanda að tilgreining vátryggingarfjárhæðar á vátryggingarskírteini ráði úrslitum um bótafjárhæð og víki til hliðar fyrirmælum um takmörkun ábyrgðar eða öðru sem fram kemur í skilmálunum. Þá er ekki fallist á með áfrýjanda að önnur gögn frá stefnda hafi borið með sér að virðisaukaskattur ætti að vera hluti vátryggingarbóta, enda er í þeim gögnum víða að finna tilvísun til bóta „án vsk“.26. Fyrir liggur í málinu að áður en húsið varð eldi að bráð leigði áfrýjandi það út til einkahlutafélagsins Seiglu sem rak þar bátasmiðju. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram að Seigla og áfrýjandi eru félög í eigu sama aðila. Það veitir þó ekki hald þeirri staðhæfingu stefnda að áfrýjandi hafi sjálfur stundað virðisaukaskattskyldan atvinnurekstur í húsnæðinu og keypt vátrygginguna sem slíkur og fær það heldur ekki stoð í gögnum málsins.27. Samkvæmt 8. tölulið 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 er fasteignaleiga undanþegin virðisaukaskatti. Áfrýjandi leigði fasteignina út sem fyrr segir og án þess að virðisaukaskattur væri hluti af leiguverði. Hann nýtti þannig ekki heimild samkvæmt 6. gr. sömu laga til að sækja um frjálsa skráningu vegna fasteignaleigunnar, en samkvæmt 2. mgr. þeirrar greinar skal fyrirtæki sem skráð er samkvæmt heimild í 1. mgr. greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til og samkvæmt 3. mgr. getur frjáls skráning aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára. Á grundvelli 6. gr. laganna hefur fjármálaráðherra sett reglugerð nr. 577/1989 um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign. Í 4. gr. reglugerðarinnar, eins og henni hefur verið breytt með reglugerð nr. 697/1997, segir að sá sem í atvinnuskyni leigir fasteign eða hluta hennar til skattskylds aðila samkvæmt virðisaukaskattslögum geti sótt um frjálsa skráningu til skattstjóra og skuli fylgja umsókninni skriflegur leigusamningur, samþykki leigutaka fyrir frjálsri skráningu leigusala og vottorð um að leigusamningi hafi verið þinglýst. Frjáls skráning hefur í för með sér samkvæmt 7. gr. reglugerðarinnar að leigusali fasteignar getur talið til innskatts þann virðisaukaskatt sem fellur eftir skráninguna á kaup hans á vörum og þjónustu vegna nýbyggingar, endurbóta og viðhalds þeirrar fasteignar sem frjáls skráning tekur til. Slíkum aðstæðum var ekki til að dreifa í tilviki áfrýjanda sem fyrr segir, hvorki þegar tjónsatburður varð né síðar. 28. Kemur þá til skoðunar hvernig túlka beri inntak og efni 9. greinar skilmála vátryggingarsamnings stefnda og áfrýjanda en 5. málsliður hennar hljóðar svo: Ef vátryggður getur nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar, svo sem vegna innskatts eða réttar til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á hinu vátryggða í kjölfar tjóns skulu bætur lækka sem því nemur.29. Málatilbúnað stefnda um skýringu á þessu ákvæði vátryggingarskilmálanna verður að skilja á þann veg að áfrýjanda hafi borið að gera ráðstafanir hvort heldur fyrir eða eftir tjónsatburðinn til að uppfylla lagaskilyrði fyrir því að nýta og viðhalda innskattsfrádrætti vegna endurbyggingar hússins. Þannig hafi hvílt sú skylda á áfrýjanda að draga úr tjóni sínu með því að afla sér frjálsrar skráningar vegna leigu fasteignarinnar áður en ráðist yrði í endurbyggingu hennar. 30. Við mat á skilmálum vátryggingarsamnings milli aðila málsins ber fyrst að líta til þeirrar reglu sem fram kemur í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 30/2004 að vátryggður eigi rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt sé ekki um annað samið. Þannig er aðilum vátryggingarsamnings frjálst að semja um efni hans, þar á meðal hvort uppgjöri tjóns skuli hagað með mismunandi hætti eftir því hvort hinn vátryggði rekur virðisaukaskattskylda starfsemi eða ekki, sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar 28. apríl 2005 í máli nr. 34/2005. 31. Í annan stað ber að líta til þess að um einhliða staðlaða skilmála var að ræða sem stefndi samdi. Kjarni ágreinings aðila hverfist um túlkun 9. greinar að þessu leyti en orðalag hennar er ekki skýrt og fyrirsjáanlegt eins og stefndi heldur fram. Samkvæmt svokallaðri andskýringarreglu ber að jafnaði að skýra umdeilanleg ákvæði í vátryggingarskilmálum þeim í óhag sem samdi þau. Í reglunni felst jafnframt að sá sem hefði átt að tjá sig skýrar verður að bera hallann af því að hafa ekki gert það, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 3. júní 2021 í máli nr. 5/2021. 32. Þá koma önnur atriði til skoðunar við skýringu 9. greinar skilmála stefnda. Þar ber einkum að líta til þess að ýmsar íþyngjandi lagaskyldur fylgja frjálsri skráningu á grundvelli 6. gr. laga nr. 50/1988 sem fyrr var lýst og ekki sjálfgefið að vátryggingartaki sem ekki er virðisaukaskattskyldur nýti þessa heimild til innskatts við endurbyggingu, sbr. til hliðsjónar fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 490/1999. Skráningin leiðir meðal annars til þess að svokölluð innskattskvöð myndast á eigninni samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 192/1993 um innskatt, sbr. breytingar með reglugerð nr. 1237/2015, og fyrnist slík kvöð með jöfnum hætti á tuttugu árum frá því að innskattur var nýttur. Í IV. kafla reglugerðarinnar er þeim skyldum frekar lýst, meðal annars áhrifum þess að forsendur breytist en þá stofnast svokölluð leiðréttingarkvöð sem lýtur að skyldu skattaðila til að leiðrétta innskatt. Einnig ber að hafa í huga að þegar fasteignareigandi velur að sækja um frjálsa skráningu myndi það að jafnaði leiða til hærra leiguverðs á fasteigninni þar sem hann þarf þá að leggja virðisaukaskatt ofan á leiguverð en það getur þrengt möguleika hans til útleigu. Fasteignareigandi þarf því að vega og meta hvort sá kostur er honum hagfelldari en að sækja ekki um slíka skráningu.33. Ætla verður að áfrýjandi hafi kosið að nýta sér ekki frjálsa skráningu í tengslum við leigu fasteignarinnar þar sem hann hafi talið sér það fjárhagslega hagkvæmt. Ákvæði 9. greinar vátryggingarskilmála stefnda um að bætur lækki, geti hinn vátryggði nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar, verða ekki skilin með svo afdráttarlausum hætti að á áfrýjanda hafi hvílt sérstök athafnaskylda til að gangast undir þær kvaðir sem frjáls skráning hefur í för með sér áður en endurbygging hófst. Slík skylda væri þá fyrst og fremst stefnda til hagsbóta vegna lækkunar á bótafjárhæð sem hann þyrfti að greiða áfrýjanda en að sama skapi íþyngjandi fyrir áfrýjanda. Hafi það verið markmið stefnda að leggja slíka skyldu á áfrýjanda í skilmálum samningsins hefði honum borið að orða hana með skýrum hættum. Sem fyrr greinir verður stefndi að bera hallann af óljósu orðalagi 9. greinar um þetta atriði, enda ekki sýnt fram á að óvissu um merkingu þess hafi verið eytt gagnvart áfrýjanda með fullnægjandi hætti, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. mars 2010 í máli nr. 442/2009. Þá veita reglur laga um skattskil til ríkisins stefnda enga sjálfstæða heimild í þessu tilliti.34. Stefndi hefur auk fyrrgreinds skilmála vísað til þeirrar grundvallarreglu skaðabóta- og vátryggingaréttar hvað skaðatryggingar varðar að tjónþola beri að takmarka tjón sitt og því hafi áfrýjanda borið að nýta og viðhalda innskattsfrádrætti vegna endurbyggingar. Með hliðsjón af þeim íþyngjandi lagaskyldum sem fylgja frjálsri skráningu gat stefndi ekki einhliða gert þá kröfu til áfrýjanda að hann aflaði sér frjálsrar skráningar hjá skattyfirvöldum vegna enduruppbyggingar á lóðinni. Verður samkvæmt framansögðu heldur ekki ályktað af 93. gr. laga nr. 30/2004 varðandi ráðstafanir hins vátryggða til að takmarka tjón sitt eða öðrum grundvallarreglum skaðabóta- og vátryggingaréttar að lækka beri vátryggingarbætur til áfrýjanda um fjárhæð sem nemi reiknuðum virðisaukaskatti af tjónsfjárhæð. Er til hliðsjónar vísað til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 490/1999.35. Stefndi hefur ekki fært sönnur á staðhæfingar sínar um að greiðsla bótafjárhæðar að virðisaukaskatti meðtöldum leiði til þess að áfrýjandi muni hagnast á tjóninu enda liggur fyrir að hann er ekki með virðisaukaskattskylda starfsemi tengda fasteigninni og getur því ekki nýtt sér kostnað til skattafrádráttar. Verður ekki fallist á með stefnda að fái áfrýjandi brunatjónið bætt að fullu muni hann hagnast á kostnað ríkisins um fjárhæð sem nemi virðisaukaskatti af byggingarkostnaði.36. Að öllu framangreindu virtu verður fallist á kröfu áfrýjanda um að ekki skuli tekið tillit til lögbundins afreiknings vegna virðisaukaskatts við ákvörðun um vátryggingarbætur til hans vegna brunatjóns á fasteigninni að Goðanesi 12. 37. Sem fyrr segir leitar áfrýjandi viðurkenningardóms á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 en ekki aðfararhæfs dóms. Með vísan til þess er viðurkennd krafa áfrýjanda að við uppgjör bóta til hans beri að leggja til grundvallar að bætur nemi 202.852.875 krónum, að meðtöldum virðisaukaskatti 39.261.847 krónum, og að þær verði inntar af hendi hlutfallslega í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar.38. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Viðurkennd er krafa áfrýjanda, Þríforks ehf., um að við uppgjör vátryggingarbóta frá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., beri að leggja til grundvallar að bætur nemi 202.852.875 krónum, sem verði inntar af hendi hlutfallslega í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignar að Goðanesi 12 á Akureyri. Stefndi greiði áfrýjanda 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=8a284153-471d-45b4-a2ed-430c0acf704c&verdictid=34f9f754-a81c-49b1-b82b-c2bed821668f |
Mál nr. 35/2020 | Endurupptaka Umboðssvik Fjármálafyrirtæki Hæfi dómara Frávísun frá Hæstarétti | Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 478/2014 var M sakfelldur fyrir umboðssvik í starfsemi G hf., sbr. 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 2 ár. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni M um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við G hf. um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Því væri samkvæmt 1. mgr. 232. gr. laganna fullnægt skilyrðum fyrir endurupptöku málsins og var sú krafa tekin til greina. Í dómi Hæstaréttar var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem dómarinn hafði í eignastýringu hefði numið 14,78% við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Þá vísaði rétturinn til þess að í dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2019 og 35/2019, þar sem fallist var á að skilyrðum endurupptöku hefði verið fullnægt, hefði verið beint samhengi milli sakargifta og þeirra fjárhagslegu hagsmuna dómara sem fóru forgörðum en því væri ekki fyrir að fara í þessu máli. Enn fremur hefði dómari í því máli orðið fyrir tjóni þegar hlutabréf hans í bankanum urðu með öllu verðlaus en í þessu tilviki væri um að ræða lækkun á mun hærri höfuðstól á afmörkuðu tímabili þegar eignaverð náði lágmarki sem viðbúið var að gengi til baka þegar jafnvægi væri náð eftir að kreppa gekk yfir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli g-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Karl Axelsson og Kristinn Halldórsson dómstjóri og Ragnheiður Harðardóttir landsréttardómari.2. Með úrskurði endurupptökunefndar 23. október 2020 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmáli nr. 478/2014 sem dæmt var 3. desember 2015. 3. Ákæruvaldið krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða samkvæmt I. kafla ákæru og honum gert að sæta fangelsi í 2 ár.4. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.Ágreiningsefni5. Hinn 28. júní 2013 gaf sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr. 135/2008 út ákæru á hendur ákærða og þremur öðrum mönnum. Í I. kafla ákærunnar voru ákærða gefin að sök umboðssvik 12. nóvember 2007 í starfsemi Glitnis banka hf., sbr. 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig var Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni gefið að sök þetta brot en allir voru þeir starfsmenn bankans. Í ákærunni er þessum sakargiftum á hendur nefndum mönnum lýst þannig:[...] með því að hafa í sameiningu í fyrrgreindum störfum sínum fyrir Glitni banka hf. misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu er þeir fóru út fyrir heimildir sínar til lánveitinga með því að láta bankann veita félaginu BK-44 ehf. [...] sem var metið í áhættuflokki 6 og var í eigu ákærða Birkis Kristinssonar, 3.791.340.000 króna peningamarkaðslán án samþykkis lánanefndar eða áhættunefndar bankans, án þess að endurgreiðsla lánsins væri tryggð með fullnægjandi hætti og án þess að láta kanna með fullnægjandi hætti greiðslugetu lántakanda en allt þetta var í andstöðu við reglur bankans um lánveitingar.Peningamarkaðslánið var veitt án þess að lántaki væri skuldbundinn til að endurgreiða það með undirritun lánsskjals. Lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup BK-44 ehf. á 150.000.000 hlutum í Glitni banka hf., sem fram fóru 7. nóvember 2007, og þóknun vegna þeirra kaupa. Ekki var gengið frá tryggingum fyrir endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar með formlegum hætti. 6. Í ákærunni kom fram að peningamarkaðslánið hefði verið með gjalddaga 12. desember 2007 og verið framlengt tíu sinnum með sömu skilmálum að öðru leyti en því að vextir tóku breytingum og hefðu þeir verið lagðir við höfuðstól hverju sinni við framlengingu lánsins. Þessar breytingar á skilmálum þess hefðu farið fram á tímabilinu frá 21. desember 2007 til 22. júlí 2008 en þann dag hefði lánið síðast verið á gjalddaga. Um verkaskiptingu við framningu brotsins sagði svo í ákærunni:Þáttur ákærðu Jóhannesar og Elmars í hinni refsiverðu háttsemi var nánar tiltekið sá að leggja á ráðin um hlutabréfaviðskiptin og lánveitinguna, bjóða meðákærða Birki hlutabréfin til kaups fyrir hönd BK-44 ehf., setja fram tilboð um fjölda hluta og lánveitingu frá Glitni banka hf. til handa BK-44 ehf. til að fjármagna kaupin að fullu. Þáttur ákærða Magnúsar Arnars var sá að láta skrá á félagið BK-44 ehf. lánamörk fyrir allt að 4.000.000.000 króna í 6 mánuði án þess að hafa heimild til að samþykkja svo háa lánveitingu sem framkvæmdastjóri í bankanum og án samþykkis lánanefndar eða áhættunefndar. Ákærði Elmar hafði síðan milligöngu um lánveitinguna til BK-44 ehf. og annaðist framlengingar á láninu í alls 10 skipti uns lánið var greitt upp 22. júlí 2008 með þeim hætti sem lýst er í II. kafla ákærunnar. Skráning á lánamörkunum gerði ákærða Elmari fært að annast kaup á hlutabréfunum fyrir hönd BK-44 ehf. fyrir andvirði peningamarkaðslánsins. Ákærði Jóhannes samþykkti framkvæmd viðskiptanna og gaf starfsmönnum bankans fyrirmæli um framkvæmd þeirra.7. Með héraðsdómi 23. júní 2014 var ákærði sakfelldur fyrir það brot sem honum var gefið að sök og dæmdur til að sæta fangelsi í 4 ár. Jafnframt voru aðrir þeir sem ákæran tók til sakfelldir fyrir þetta brot og brot samkvæmt öðrum köflum ákærunnar sem lutu ekki að ákærða.8. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar og með fyrrgreindum dómi réttarins í máli nr. 478/2014 var ákærði sakfelldur og gert að sæta fangelsi í 2 ár. Sakfelling annarra sem ákæran tók til var einnig staðfest og þeim gert að sæta refsingu.9. Með bréfi til endurupptökunefndar 19. júní 2017 leitaði ákærði eftir því að málið sem lauk með umræddum dómi Hæstaréttar yrði endurupptekið á grundvelli 215. gr., sbr. 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og þessi ákvæði hljóðuðu fyrir setningu laga nr. 49/2016 og 47/2020. Svo sem áður sagði var beiðnin samþykkt með úrskurði nefndarinnar 23. október 2020 en aðrir en ákærði leituðu ekki endurupptöku. Í kjölfarið gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 27. sama mánaðar vegna endurupptöku málsins sem birt var fyrir ákærða 29. þess mánaðar. MálsatvikUm einkahlutafélagið BK-440. Í upphafi árs 2000 stofnuðu bræðurnir Birkir og B félagið MK-44 ehf. Á hluthafafundi 8. júní 2007 var nafni félagsins breytt í BK-44 auk þess sem gerðar voru breytingar á samþykktum þess. Eftir þeim var tilgangur félagsins kaup og sala verðbréfa, svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Samkvæmt ársreikningi 2007 voru hluthafar í félaginu tveir, annars vegar Birkir og hins vegar félagið sjálft, hvor með helmingshlut. Helsta eign samkvæmt efnahagsreikningi var dótturfélag þess, BK-44 II ehf., en í eigu þess mun hafa verið 28% hlutur í Gnúpi fjárfestingafélagi hf. Birkir mun hafa á tímabili sem spannar frá árinu 2003 og fram yfir þá atburði sem málið tekur til starfað í einkabankaþjónustu Íslandsbanka hf. sem síðar fékk heitið Glitnir banki hf. og enn síðar Glitnir hf.1. Með yfirlýsingu 25. apríl 2006 setti umrætt einkahlutafélag, sem eins og áður greinir hét þá MK-44, að handveði öll verðbréf á vörslureikningi nr. 40784 í Íslandsbanka hf. til tryggingar á öllum skuldbindingum þess við bankann. Jafnframt var tekið fram að veðsetningin tæki til hvers konar arðs af hinu veðsetta og skuldbatt félagið sig til að ráðstafa honum inn á nánar tilgreindan reikning sem einnig var veðsettur bankanum. Samkvæmt skráningu hjá bankanum var fyrrgreindum vörslureikningi skipt út 12. nóvember 2007 fyrir annan slíkan reikning nr. 70548. Af gögnum málsins verður ráðið að fram hafi farið ítarleg leit að skjölum um veðsetningu þessa reiknings en þau fundust ekki.Kaup BK-44 ehf. á hlutum í Glitni banka hf. í nóvember 20072. Um haustið 2007 stóð Gnúpur fjárfestingarfélag hf. höllum fæti og var útséð með að félagið gæti efnt framvirka samninga sem það hafði gert við Glitni banka hf. um kaup á verulegu hlutafé í bankanum. Þar á meðal mun hafa verið samningur um kaup á 150.000.000 hluta 8. nóvember 2007 á genginu 30,6813. Þegar hér var komið sögu var bankinn kominn yfir þau lögbundnu 10% mörk sem fjármálafyrirtækjum var heimilt að eiga eða taka að veði í eigin hlutabréfum án samþykkis Fjármálaeftirlitsins, sbr. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, eins og ákvæðið hljóðaði þá, sbr. og 1. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Meðal gagna málsins er endurrit af símtali síðdegis 5. nóvember 2007 milli fyrrgreinds Elmars Svavarssonar verðbréfamiðlara markaðsviðskipta bankans annars vegar og starfsmanns Gnúps fjárfestingafélags hf. hins vegar. Kvaðst Elmar vera „með áhugasaman kaupanda að þessum Glitnisbréfum ykkar“ og spurði „voru þetta ekki ... 207 í heildina?“. Leiðrétti viðmælandinn hann með því að svara „150“ en þá sagði Elmar „Já, 150 já. Ok. Heyrðu, all right. Má ég ekki koma á þau verði?“ Eftir jákvætt svar viðmælandans kvaðst Elmar ætla að selja „sennilega nálægt bara lokaverðinu í dag“ en hafa samband síðar. Nokkrum mínútum síðar hringdi Elmar í miðlara í eigin viðskiptum Glitnis banka hf. og lét vita að hann „ætti að geta lokað því“ sem laut að kaupum á „150 ... í bankanum“ á „26,6“. Í kjölfarið hringdi Elmar í fyrrgreindan starfsmann Gnúps fjárfestingafélags hf. og sagði „150 á 26,6 þú selur“ og bundust þeir fastmælum um þetta. Samkvæmt yfirliti frá Kauphöllinni um viðskipti eiginbókar Glitnis banka hf. voru um þetta leyti skráð viðskipti með 150.000.000 hluta í bankanum á genginu 26,6. 4. Elmar Svavarsson sendi tölvubréf 7. nóvember 2007 klukkan 12.51 til C, sem þá gegndi starfi regluvarðar Glitnis banka hf., þar sem óskað var eftir heimild út vikuna til að eiga viðskipti við BK-44 ehf. með allt að 150.000.000 hluta í bankanum. Þar sagði að eini eigandi félagsins væri Birkir Kristinsson, starfsmaður bankans, og að heimildin þyrfti „að lifa í dag og á morgun“. Samrit af bréfinu var sent Birki og tekið fram að erindið væri afar áríðandi. Regluvörðurinn svaraði með tölvubréfi sama dag klukkan 12.58 og tók fram að heimildin væri veitt þann dag en eingöngu mætti veita slíka heimild til eins dags í senn.5. Samkvæmt kaupnótu 7. nóvember 2007 keypti BK-44 ehf. klukkan 15.50 þann dag 150.000.000 hluta í Glitni banka hf. á genginu 25,2. Kaupverðið nam 3.780.000.000 króna að viðbættri söluþóknun að fjárhæð 11.340.000 krónur eða samtals 3.791.340.000 krónur. Á kaupnótunni var tekið fram að sölumaður væri Elmar og að viðskiptin væru skráð á vörslureikning nr. 210971 og að greitt hefði verið með „PM láni ... Kvittun á birki kristins“. Samkvæmt yfirliti frá Kauphöll um viðskipti eiginbókar Glitnis banka hf. voru þessi viðskipti skráð þar klukkan 16.50. Með þeim eignaðist BK-44 ehf. 1,0143% af heildarhlutafé bankans og varð samkvæmt upplýsingum Kauphallar 16. stærsti hluthafi í honum.Peningamarkaðslán til BK-44 ehf. fyrir kaupum á hlutum í Glitni banka hf.6. Ákærði sendi tölvubréf 7. nóvember 2007 klukkan 17.08 til Elmars Svavarssonar og D, starfsmanns í markaðsviðskiptum bankans. Samrit var sent E, forstöðumanni hjá áhættustýringu bankans, en hann var jafnframt ritari áhættunefndar. Enn fremur fékk Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, samrit þess. Í því sagði svo: Ég er kominn með samþykki fyrir PM mörkum á BK-44 ehf., kt. 620200-2120, upp á 4ma. kr. í 6 mánuði.Sama dag klukkan 17.27 framsendi Elmar þetta tölvubréf til Birkis með svohljóðandi orðsendingu:Bréfin voru keypt áðan, þú færð pm lán fyrir þessum kaupum, value á mánudaginn. 150m nom GLB á 25,20.7. Samkvæmt endurriti af símtali hringdi Elmar í F, starfsmann bakvinnslu bankans, 8. nóvember 2008 klukkan 16.57 og spurði „Heyrðu, money market lánið ... Ertu búinn að græja þetta?“ Viðmælandi bað þá um frekari skýringu og svaraði Elmar „Peningurinn. Peningurinn. Eru þeir búnir að borga bréfin? Þetta Gnúpur þarna.“ Við þetta hváði viðmælandi en þá sagði Elmar „Nei, tapið segi ég. Tapið.“ Þessu svaraði viðmælandinn „Nei, ég var að bíða eftir bara að hann myndi láta mig vita þarna“. Þessu næst sagði Elmar viðmælanda að taka féð af tilteknum reikningi og yrði hann „kominn þarna inn bara“. Í endurritinu kemur fram að Jóhannes Baldursson hafi verið viðstaddur og heyrist segja við Elmar „Bara þegar G er búin að leggja hann inn.“ Í framhaldinu endurtók Elmar að þetta ætti að gera þegar G væri búin að leggja hann inn. Eftir þetta samtal hringdi Jóhannes í umrædda G klukkan 16.59 og sagði „Sko, ég var að gera money market lán fyrir Gnúp“ og að F í bakvinnslu væri „að bíða eftir þessum peningum ... inn á þennan reikning“. Þessu svaraði G „Ég skal dúndra þessu í gegn bara“ og því samsinnti Jóhannes. 8. Starfsmaður Glitnis banka hf. sendi tölvubréf 12. nóvember 2007 klukkan 11.39 til Elmars þar sem sagði: „Sæll á eftir að setja inn PM lánið v/BK-44.“ Þessu erindi svaraði Elmar með tölvubréfi sama dag klukkan 14.21 og sagði „þetta á að fara á vs reikning 70548, […] gengur frá pm láni fyrir hann.“ Mínútu síðar hringdi Elmar í umræddan starfsmann, sem mun hafa verið H, og var það samtal svohljóðandi samkvæmt endurriti:H Hvað ... viltu segja mér eitthvað hverjum ég er að lána og hvað mikið og hvað lengi og ... ?ES Jaaaá. Þessa upphæð sem er þarna.H (Hlær) ha?ES Var ekki ... nei, það var ekki nóta með.H Það var bara 70548. Ég held að það sé reikningsnúmer frekar en upphæð.ES Já. Svona. Nú sendi ég þér nótuna. Þá sérðu töluna og nafnið og Maggi Arngríms, hann var búinn að samþykkja mörk á þetta. Á ég að senda þér það?H Já, takk. Og D líka.ES Eee ...H Má það ekki?ES Jú, jú. Má það ekki?H Já.ES Ég geri ekki bara drulludíla.H (Hlær) Nei, nei.ES Stundum er þetta í lagi.H Já. Það er nú það sko.Það er nú akkúrat það.ES Það er nú nefnilega það (flautar). Svona. Láttu þér þetta nægja, drengstauli.H (Hlær) Heyrðu, fyrirtak.ES Fyrirtæki. Heyrðu, takk.H Heyrðu, hvað er ég að fara að lána honum? Þessa ...ES Þessa upphæð þarna í 6 mánuði en ég meina getum við ekki samt haft þetta bara rúllandi á mánuði eða ... ?H Jú, ég bara rúlla þessu í mánuð.ES Já.H Á ég að senda þér „quote“ eða bara „done-a“ dílinn?ES „Quote-aðu“ bara sjálfan þig.H Ok. Og hvaða álag ertu að hugsa um?ES Ég veit það ekki. Á ég að velja það?H Ber ég ábyrgð á því?ES Hver hérna ... hvað er eðlilegt á þetta?H Hmm ... er þetta ... er þetta drulludíll eða ... ?ES (Síminn hringir) Nettur. Heyrðu, ég verð að taka þetta.H Ok, bæ.ES Bæ.9. Eins og fram kom í því símtali sem hér hefur verið rakið sendi Elmar tölvubréf til H meðan á samtalinu stóð en því fylgdi bráðabirgðakvittun með yfirskriftinni „Pöntun fyrir keyptum hlutabréfum af eigin bókum bankans“. Þar kom fram að um væri að ræða 150.000.000 hluta í bankanum á genginu 25,2 fyrir 3.780.000.000 króna. Að viðbættri þóknun að fjárhæð 11.340.000 krónur væri heildarverðið 3.791.340.000 krónur. Greiðslan væri skuldfærð samkvæmt beiðni af tilgreindum reikningi BK-44 ehf. en tekið fram að greitt væri með „PM láni ... Kvittun á birki kristins.“ Jafnframt framsendi Elmar til H og fyrrgreinds D, starfsmanns í markaðsviðskiptum bankans, tölvubréf 7. nóvember 2007 þar sem ákærði tilkynnti að hann væri kominn með samþykki „fyrir PM mörkum á BK-44 ehf. ... upp á 4ma kr. í 6 mánuði“. Þessu svaraði H með tölvubréfi sama dag og símtalið fór fram klukkan 14.43 og hljóðaði það þannig:FYIDönn,Lánaði BK-44 isk 3.791.340.000 @ 14,55 Reibor og 210bp álagi í 1 mánuð frá 12.nóv – 12.des.Uppgjör á peningamarkaðsláninu til BK-44 ehf.20. Svo sem hér hefur verið rakið var peningamarkaðslánið til BK-44 ehf. að fjárhæð 3.791.340.000 krónur vegna kaupa á hlutum í Glitni banka hf. á gjalddaga 12. desember 2007 en með áföllnum vöxtum nam skuldin 3.843.944.843 krónum. Þann dag var vöxtunum bætt við höfuðstól lánsins og það framlengt til 11. janúar 2008. Aftur var vöxtum bætt við höfuðstól og lánið framlengt til 3. mars, síðan til 3. apríl og þá 5. maí sama ár. Síðastnefndur gjalddagi var færður fram til 30. apríl sama ár en þá nam skuldin 4.110.042.710 krónum.21. Áður en kom að gjalddaga lánsins 30. apríl 2008 hafði Glitnir banki hf. í viðskiptum 25. sama mánaðar leyst til sín 30.000.000 hluta í bankanum frá BK-44 ehf. á genginu 16,85. Andvirði hlutanna að fjárhæð 503.983.500 krónur að teknu tilliti til þóknunar að fjárhæð 1.516.500 krónur kom til frádráttar láninu á uppgjörsdegi viðskiptanna sem var á sama degi og lánið var á gjalddaga. Þann dag voru eftirstöðvarnar að fjárhæð 3.606.059.210 krónur framlengdar til 5. maí sama ár. Enn var lánið framlengt til 19. maí, 19. júní og 21. júlí sama ár og áföllnum vöxtum ávallt bætt við höfuðstól. Loks var lánið framlengt um einn dag til 22. júlí en þann dag nam skuldin í heild sinni 3.777.242.206 krónum. 22. Á síðastgreindum gjalddaga lánsins 22. júlí 2008 var það gert upp með því að Glitnir banki hf. leysti til sín 120.000.000 hluta BK-44 ehf. í bankanum. Fór það þannig fram að fyrst keypti bankinn hlutina á genginu 14,95 fyrir 1.794.000.000 króna en til frádráttar kom söluþóknun að fjárhæð 5.382.618 krónur. BK-44 ehf. keypti síðan hlutina aftur af bankanum á sama gengi. Söluverð hlutanna í þessum viðskiptum mun hafa verið nærri skráðu gengi hlutabréfa í bankanum í Kauphöll á þessum tíma. Loks keypti svo bankinn hlutina á ný af BK-44 ehf. en í þetta sinn á genginu 31,82 eða fyrir 3.818.400.000 krónur og án söluþóknunar. Þegar lánið hafði verið gert upp voru eftirstöðvar söluandvirðisins að fjárhæð 35.775.794 krónur lagðar inn á reikningi BK-44 ehf. í bankanum.23. Samkvæmt gögnum málsins voru umrædd viðskipti til athugunar innan bankans í september 2008. Meðal málsgagna er tölvubréf 19. þess mánaðar sent innan bankans af C sem eins og áður greinir var regluvörður bankans á þessum tíma. Þar kom fram að um hefði verið að ræða uppgjör á sölurétti sem „eigin viðskipti“ höfðu samþykkt. Í ljós hefði komið að farist hefði fyrir að ganga skriflega frá þeim rétti. Tók regluvörðurinn fram að hann hefði verið hafður með í ráðum við að ganga frá málinu en hann hefði gert starfsmönnum grein fyrir að vanhöld af þessu tagi gætu haft alvarlegar afleiðingar. 24. Á því tímabili sem hlutabréfin í Glitni banka hf. voru í eigu BK-44 ehf. voru þau ekki varðveitt á vörslureikningi nr. 40784, sem eins og áður greinir hafði verið settur bankanum að handveði, heldur á vörslureikningi nr. 70548 sem engin gögn liggja fyrir um að bankinn hafi haft að veði. Á umræddu tímabili var greiddur arður 13. mars 2008 að fjárhæð 49.949.999 krónur og hann lagður inn á innlánsreikning BK-44 ehf. í bankanum. Fall Glitnis banka hf. og málsatvik í kjölfar þess25. Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildar samkvæmt 100. gr. a laga nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Glitni banka hf., leysa félagið frá störfum og setja yfir það skilanefnd.26. Með bréfi 10. nóvember 2011 beindi Fjármálaeftirlitið kæru til sérstaks saksóknara vegna nánar tilgreindra brota í starfsemi Glitnis banka hf. Meðal þess sem kæran tók til var lán sem veitt var BK-44 ehf. er fjármagnaði fyrrgreind kaup félagsins á hlutum í bankanum 7. nóvember 2007 án þess að settar hefðu verið fullnægjandi tryggingar fyrir endurgreiðslu þess. Jafnframt var því haldið fram að lánveitingin hefði verið í ósamræmi við útlánareglur bankans.27. Hinn 1. október 2012 sendi slitastjórn Glitnis hf., eins og félagið hét þá, tilkynningu til sérstaks saksóknara um rökstuddan grun um refsivert athæfi í starfsemi bankans. Tilkynningin tók meðal annars til uppgjörs á peningamarkaðsláninu til BK-44 ehf. en laut ekki að lánveitingunni og þætti ákærða í henni.28. Eins og áður greinir gaf sérstakur saksóknari út ákæru 28. júní 2013 á hendur ákærða og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans. Aðeins I. kafli hennar tók til ákærða og eingöngu sá þáttur málsins er til úrlausnar hér. Um formhlið málsinsBeiðni ákærða um endurupptöku málsins29. Svo sem áður greinir fór ákærði þess á leit með bréfi 19. júní 2017 að hæstaréttarmál nr. 478/2014, sem lauk með dómi 3. desember 2015, yrði endurupptekið. Beiðni þessari var beint að endurupptökunefnd í samræmi við 215. gr., sbr. 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008, eins og þessi ákvæði hljóðuðu fyrir setningu laga nr. 49/2016 og 47/2020.30. Beiðni ákærða um endurupptöku málsins var meðal annars reist á því að einn af dómurum þess í Hæstarétti, Markús Sigurbjörnsson, hefði verið vanhæfur til að dæma málið vegna hlutabréfaeignar sinnar og annarra fjárhagsumsvifa. Til stuðnings þessu var því haldið fram að um væri að ræða ný gögn í skilningi a-liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008, eins og ákvæðið hljóðaði á þessum tíma, auk þess sem þetta hefði valdið því að verulegir gallar hefðu verið á meðferð málsins sem áhrif hefðu haft á niðurstöðu þess, sbr. d-lið sömu málsgreinar. Jafnframt var því haldið fram að fyrir hendi væru upplýsingar sem bentu til að dómarinn hefði ekki með fullnægjandi hætti gert nefnd um dómarastörf grein fyrir þessum umsvifum sínum en það væri til þess fallið að auka á vafa um hæfi hans til að dæma málið. Til stuðnings því að dómarinn hefði verið vanhæfur var meðal annars vísað til g-liðar 6. gr. laga nr. 88/2008.31. Með beiðni um endurupptöku málsins fylgdi afrit af sameiginlegu bréfi ákærðu, Elmars Svavarssonar og Birkis Kristinssonar, 2. janúar 2017 til nefndar um dómarastörf þar sem meðal annars var óskað upplýsinga um eignarhluti og hagsmunatengsl fyrrgreinds dómara á árunum 2004 til 2016. Til stuðnings beiðninni var vísað til 9. gr. þágildandi reglna nr. 463/2000 um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Nánar tiltekið var þess farið á leit að upplýst yrði hvort dómarinn hefði tilkynnt nefndinni um eignarhald eða leitað eftir heimild til að eiga hluti í félögum eða hlutdeildarskírteini í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðum. 32. Nefnd um dómarastörf svaraði erindinu með bréfi 23. janúar 2017. Þar kom fram að engin tilkynning hefði borist frá Markúsi Sigurbjörnssyni um eignarhlut í félögum eða atvinnufyrirtækjum eða að hann hefði leitað eftir heimild til að eiga slíkan hlut frá árinu 2004 eða síðar. Með bréfi 28. febrúar 2007 hefði hann tilkynnt um sölu hlutabréfa í Glitni banka hf. og að hann ætti ekki lengur hlut í félagi. Í bréfi nefndarinnar kom jafnframt fram að hún hefði á fundi sínum 15. desember 2016 tekið til umfjöllunar hvort eign í hlutabréfasjóði eða hliðstæðum sjóðum félli undir tilkynningaskyldu dómara til nefndarinnar eftir reglum nr. 463/2000. Niðurstaðan hefði verið að slík eign væri ekki tilkynningarskyld því að hún væri eðlisólík hlutabréfaeign að því leyti að hlutabréfum fylgdi ákvörðunarvald í málefnum félags en það ætti ekki við um hlutdeild í slíkum sjóðum. Þegar fé væri lagt í þá fengi greiðandi staðfestingu með hlutdeildarskírteini um eignina og væri þessi meðferð fjár hliðstæð því að féð væri lagt inn á innlánsreikning.33. Beiðni um endurupptöku málsins fylgdi jafnframt afrit sameiginlegs bréfs ákærðu, Elmars og Birkis, 2. janúar 2017 til Hæstaréttar þar sem meðal annars var óskað eftir upplýsingum miðað við árin 2004 til 2016 um hvort dómarar málsins hefðu átt stofnfé eða eignarhluti í félögum, hlutdeildarskírteini eða önnur réttindi í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var óskað eftir sömu upplýsingum um þá sem dómararnir teldu sjálfir vera sér nákomna, svo sem maka eða börn. Enn fremur var óskað eftir upplýsingum um hvort tap hefði orðið hjá þeim eða einhverjum sem þeir teldu sér nákomna í viðskiptum með eignarhluti í félögum eða sjóðum við hrun íslenska fjármálakerfisins. Nánar tiltekið var óskað eftir upplýsingum um mismun á annars vegar hæstu eignastöðu í eignasafni á árunum 2007 til 2008 og hins vegar stöðu eignasafns við sölu þess í heild eða að hluta eða í kjölfar efnahagshrunsins eftir því hvort hefði orðið fyrr. Enn fremur var óskað eftir upplýsingum um hvort dómarnir hefðu gert eignastýringarsamninga við félög sem beiðnin tók til. 34. Umræddu erindi svaraði skrifstofustjóri Hæstaréttar með bréfi 31. janúar 2017 en þar kom fram að þeir dómarar sem beiðnin tók til hefðu verið beðnir að fylla út spurningablað sem tekið var saman í tilefni af fyrirspurninni. Tekið var fram að spurningarnar miðuðu við stöðu samkvæmt skattframtölum á árunum 2004 til 2008 þar sem sakarefni máls við réttinn nr. 478/2014 einskorðaðist við tiltekna þætti í starfsemi Glitnis banka hf. á árunum 2007 og 2008. Einnig var vísað til þess að þar sem 26. gr. þágildandi laga nr. 15/1998 um dómstóla og reglur nr. 463/2000 tækju ekki til eigna í verðbréfasjóðum, eins og nefnd um dómarastörf hefði tekið af skarið um á fundi 15. desember 2016, hefðu svörin ekki að geyma upplýsingar þar að lútandi. Þá var tekið fram að ekki yrðu veittar upplýsingar um fjárhagsmálefni maka dómara eða annarra nákominna, enda ekki á færi dómaranna að veita upp á sitt eindæmi slíkar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. 35. Svör Markúsar Sigurbjörnssonar sem fylgdu umræddu bréfi skrifstofustjóra réttarins hljóðuðu svo að því er varðaði sakarefni þessa máls:. Átti dómarinn eignarhluti í Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf. eða Glitni banka hf. einhvern tíma á árunum 2004 til 2008?Í lok árs 2003 átti ég 1.739.518 hluti í Íslandsbanka hf., sem síðar fékk heitið Glitnir banki hf. Eins var í lok áranna 2004, 2005 og 2006. Í árslok 2007 átti ég 13.832 hluti í sama félagi og það sama í lok árs 2008.2. Hafi dómarinn átt eignarhluti í Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf. eða Glitni banka hf. á árunum 2004 til 2008, varð tap af þeim viðskiptum og þá hvert?Ég mun hafa eignast áðurnefnda 13.832 hluti í Glitni banka hf. 14. mars 2007 sem greiðslu á hluta af arði af hlutabréfum í sama félagi, sem ég hafði þegar selt, 343.034 krónum. Með því að ég átti enn þessa hluti 7. október 2008, þegar þeir urðu verðlausir, nam tap mitt þessari fjárhæð.[...]5. Var dómarinn einhvern tíma á árunum 2004 til 2008 með samning um eignastýringu við Kaupþing banka hf., Landsbanka Íslands hf. eða Glitni banka hf.?Ég gerði samning við Glitni banka hf. 5. janúar 2007 um eignastýringu, sem stóð yfir þar til það félag lét af slíkri starfsemi fyrri hluta október 2008. Spurning þessi [...] lýtur ekki að því hver útkoma hafi orðið af ráðstöfunum á grundvelli þessa samnings. Þótt hvorki telji ég mér það skylt né að slíkt geti hafa haft áhrif á hæfi mitt til að sitja í dómi í hæstaréttarmáli nr. 478/2014, vil ég láta þess getið að samkvæmt gögnum, sem mér eru tiltæk, lét ég af hendi í janúar og febrúar 2008 um 61.450.000 krónur til eignastýringar samkvæmt samningnum. Því fé virðist á fyrrgreindu tímabili hafa verið varið til viðskipta með hlutdeild í innlendum og erlendum verðbréfasjóðum, en einnig verið haft að hluta á innlánsreikningum. Þær ráðstafanir voru gerðar án minna afskipta. Eftir því, sem ég fæ best séð, tók ég á árinu 2007 samtals um 6.165.000 krónur út úr eignastýringu og síðan um 3.800.000 krónur á árinu 2008. Hefðu þannig átt að standa eftir af upphaflegum höfuðstól um 51.485.000 krónur í árslok 2008. Verðmæti eigna, sem höfðu verið í eignastýringu, var á þeim tíma um 43.878.000 krónur. Verðrýrnun eigna í eignastýringunni á þessu tímabili varð samkvæmt þessu um 7.607.000 krónur eða sem svarar 14.78% af upphaflegum höfuðstól að teknu tilliti til úttekta af honum.Gagnaöflun endurupptökunefndar 36. Með bréfi endurupptökunefndar 17. apríl 2018 var þess farið á leit við ríkissaksóknara að hann hlutaðist til um rannsókn á því hvort dómarar sem dæmdu hæstaréttarmál nr. 478/2014 og makar þeirra hafi á árunum 2007 til 2008 átt eignarhluti í Glitni banka hf., hlutdeildarskírteini í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem áttu eignarhluti í bankanum eða eignarhluti í félögum sem áttu eignarhluti í bankanum. Til stuðnings þessari beiðni var vísað til 4. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008, eins og ákvæðið hljóðaði þá. Ríkissaksóknari svaraði erindinu með bréfi 15. maí 2018 þar sem fram kom að hann teldi að beiðni endurupptökunefndar, sem beindist að dómurum og mökum þeirra, yrði ekki framkvæmd á grundvelli þeirra laga og því yrði nefndin sjálf að hlutast til um að upplýsa málið.37. Í kjölfarið fór endurupptökunefnd þess á leit við Hæstarétt með bréfi 5. júní 2018 að henni yrðu veittar fyrrgreindar upplýsingar og jafnframt hvort tjón hefði hlotist af viðskiptunum. Þessu erindi svaraði skrifstofustjóri Hæstaréttar með bréfi 27. sama mánaðar þar sem vísað var til fyrrgreinds bréfs 31. janúar 2018 til ákærða. Ekki yrðu veittar upplýsingar um eignarhald dómara í félögum sem kynnu að hafa átt hluti í Glitni banka hf., svo og um hlutdeildarskírteini þeirra í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem kynnu að hafa átt eignarhlut í bankanum. Þessi synjun var byggð á því að endurupptökunefnd hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá slíkar upplýsingar auk þess sem eign í hlutabréfasjóðum eða hliðstæðum sjóðum væri eðlisólík hlutabréfaeign að því leyti að hlutabréfum fylgdi ákvörðunarvald í málefnum félags en það gerði ekki hlutdeild í slíkum sjóðum. Einnig var tekið fram að hlutdeildarsjóðshafar hefðu ekki ákvörðunarvald um það í hvaða verðbréfum væri fjárfest hverju sinni. Þá var vísað til þess að 26. gr. þágildandi laga nr. 15/1998 og reglur nr. 463/2000 tækju ekki til eigna í verðbréfasjóðum, eins og nefnd um dómarastörf hefði tekið af skarið um á fundi sínum 15. desember 2016. Enn fremur var vísað til dóms Hæstaréttar 14. nóvember 2017 í máli nr. 705/2017 sem fordæmi um þau atriði sem fyrirspurn endurupptökunefndar laut að. Loks var bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði nýlega borið upp spurningar við íslenska ríkið vegna kvörtunar af sama tilefni en þær hefðu meðal annars lotið að því hvort dómarar málsins hefðu átt eignarhluti í Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf. eða Landsbanka Íslands hf. Þessar spurningar hefðu hins vegar hvorki lotið að eignarhlutum í öðrum félögum en þessum fjármálafyrirtækjum né hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum. Af því mætti draga þá ályktun að mannréttindadómstóllinn teldi atriði sem þessi ekki skipta máli. Þóttu því ekki efni til að veita frekari svör um þetta.38. Með bréfi skrifstofustjórans 27. júní 2018 fylgdu nánari svör Markúsar Sigurbjörnssonar. Í svari hans var áréttað að í upphafi árs 2007 hefði hann átt 1.739.518 hluti í Glitni banka hf. sem hann hefði selt að fullu í janúar og febrúar það ár. Ekki hefði orðið nokkurt tjón af þeirri sölu enda hefði hann fengið bréfin að arfi. Í mars 2007 taldi hann sig hafa fengið greiddan hluta af arði af þessum hlutum, sem hann hefði þó þegar selt, með 13.832 hlutum í Glitni banka hf. en þeir munu hafa verið taldir í því sambandi að andvirði 343.034 krónur. Þessa hluti hefði hann átt þegar þeir urðu verðlausir 7. október 2008. Að frátöldu þessu hefði hann ekki átt neina hluti í Glitni banka hf. á árunum 2007 til 2008 og heldur ekki eiginkona hans, sem fyrir sitt leyti hefði veitt honum heimild til að veita upplýsingar um persónuleg málefni sín.Úrlausn endurupptökunefndar39. Í úrskurði endurupptökunefndar 23. október 2020 vísaði nefndin til þess að Markús Sigurbjörnsson hefði átt 13.832 hluti í Glitni banka hf. í árslok 2007 eða um það leyti sem refsiverð háttsemi ákærða var talin hafa átt sér stað. Einnig vísaði nefndin til þess að dómarinn teldi sig hafa fengið þessa hluti sem þátt í arðgreiðslu á því ári en í þeim lögskiptum hefði andvirði þeirra verið talið nema 343.034 krónum. Umrædda hluti hefði hann átt þar til þeir urðu verðlausir 7. október 2008. Í ljósi gengisþróunar hlutabréfa í bankanum mætti ætla að verðmæti hlutbréfanna hefði rýrnað töluvert á árinu 2008 og því hefði tjón dómarans numið lægri fjárhæð þegar bréfin urðu verðlaus. Með hliðsjón af þessu taldi endurupptökunefnd að umfang hlutbréfaeignar dómarans hefði ekki verið slíkt að það hefði haft áhrif á hæfi hans til að taka sæti í sakamáli á hendur ákærða. Að sama skapi hefði umfang tjóns dómarans vegna þess að hlutabréfin fóru forgörðum ekki verið slíkt að verulegur galli hefði verið á málsmeðferð í skilningi d-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 40. Í úrskurði nefndarinnar var því næst fjallað um fjármál Markúsar á grundvelli samnings 5. janúar 2007 um eignastýringu. Um það sagði svo í úrskurði endurupptökunefndar:Eins og að framan greinir þá tóku þágildandi reglur nr. 463/2000 ekki til eigna í hlutabréfasjóðum eða hliðstæðum sjóðum en nefnd um dómarastörf tók af skarið um þetta á fundi sínum þann 15. desember 2016. Niðurstaða nefndarinnar var sú að slíkar eignir væru ekki tilkynningarskyldar. Þær væru eðlisólíkar hlutabréfaeign að því leyti að hlutabréfum fylgir ákvörðunarvald í málefnum félags sem hlutdeild í slíkum sjóðum gerir ekki. Væri eign í slíkum sjóðum hliðstætt því að fé væri lagt inn á innlánsreikninga, eins og fram kemur í bréfi nefndarinnar, dags. 23. janúar 2017.Það eitt að nefnd um dómarastörf hafi ekki talið þörf á því að dómarar upplýstu um eignir sínar í hlutabréfasjóðum eða hliðstæðum sjóðum breytir því ekki að fjárhagslegt tap dómara getur leitt til þess að draga megi hlutleysi hans í efa í skilningi g-liðar 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála, vegna hlutdeildar hans í slíkum sjóðum eins og endranær.Samkvæmt upplýsingum frá dómaranum lét hann af hendi í janúar og febrúar 2008 um 61.450.000 kr. til eignastýringar samkvæmt samningnum. Samkvæmt dómaranum virðist því fé á fyrrgreindu tímabili hafa verið varið til viðskipta með hlutdeild í innlendum og erlendum verðbréfasjóðum en einnig verið haft að hluta til á innlendum innlánsreikningum. Samkvæmt upplýsingum frá dómaranum voru þær ráðstafanir gerðar án hans afskipta. Telur dómarinn að fjárhagslegt tap hans hafi numið 7.607.000 kr. eða 14,78 prósentum af upphaflegum höfuðstól að teknu tilliti til tveggja úttekta af honum að fjárhæð 6.150.000 kr. og 3.800.000 kr. Að meðtöldu tjóni dómarans vegna áðurnefndrar hlutabréfaeignar hans í Glitni banka hf. liggur því fyrir að fjárhagslegt tjón hans við fall bankans nam samtals tæpum átta milljónum króna. Fjárhæð tjóns dómarans nemur margföldum mánaðarlaunum hans og nánast þrefaldri þeirri fjárhæð sem lögð var til grundvallar í þágildandi reglum nr. 463/2000.Eins og áður segir þá snýr sakamál endurupptökubeiðanda að umboðssvikum hans gagnvart Glitni banka hf. og því tjóni sem háttsemin olli bankanum. Ekki hafa komið fram gögn í málinu um að tjón dómarans vegna eignastýringarinnar megi rekja til þeirrar háttsemi. Hvorki liggja fyrir frekari upplýsingar í málinu, en að framan greinir, um það með hvaða hætti fjármunum dómarans, sem voru í eignastýringu hjá Glitni banka hf., var ráðstafað, svo sem hvort þeim hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutafé í félögum eða sjóðum sem áttu hlut í bankanum, né að þessir fjármunir í eignastýringu hafi legið í verðmætum sem tengdust hlutabréfum í Glitni banka hf. Fjártjónið gat því hafa komið til vegna annarra ástæðna en tjóns bankans.Að mati endurupptökunefndar getur það ekki ráðið úrslitum við mat á hlutleysi dómarans hvort fjárhagstjónið hafi verið vegna hlutabréfaeignar hans í bankanum eða eignar hans í hlutabréfasjóðum sem voru í stýringu hjá bankanum. Hinir fjárhagslegu hagsmunir eru þeir sömu og það varðar dómarann sama áfallinu að tapa fénu, á hvorn veginn sem er. Er þá til þess að líta að tilgangur hæfisreglna, þar á meðal samkvæmt g-lið 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála, er ekki einungis að tryggja að dómari sitji ekki í máli nema hann sé óhlutdrægur gagnvart bæði aðilum þess og efni, heldur einnig að tryggja traust aðilanna jafnt sem almennings til dómstóla með því að koma í veg fyrir að dómari standi að úrlausn máls í tilviki, þar sem réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni hans.Dómarinn var viðskiptavinur Glitnis banka hf. á þeim tíma sem hin refsiverða háttsemi átti sér stað og tapaði verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Endurupptökubeiðandi og aðrir dómfelldu voru ákærðir fyrir háttsemi sem varðaði gríðarlegar fjárhæðir og var til þess fallin að valda Glitni banka hf. stórfelldu tjóni. Endurupptökubeiðandi var einn af stjórnendum bankans og í ljósi þeirra fjármuna sem fóru forgörðum hjá dómaranum voru atvik og aðstæður með þeim hætti að endurupptökubeiðandi mátti hafa ástæðu til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu. 41. Á þessum grundvelli taldi endurupptökunefnd að Markús hefði verið vanhæfur til að dæma hæstaréttarmál nr. 478/2014. Af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Væri því samkvæmt 1. mgr. 232. gr. laganna fullnægt skilyrðum fyrir endurupptöku málsins og var sú krafa tekin til greina. Aftur á móti var öðrum ástæðum sem ákærði tefldi fram til stuðnings beiðni sinni um endurupptöku hafnað en hér eru ekki efni til að rekja þau atriði nánar. Er þess þá að gæta að úrlausn nefndarinnar þar að lútandi kemur ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti, enda ekki á valdi réttarins að taka ákvörðun um endurupptöku í stað nefndarinnar af öðrum ástæðum en hún lagði til grundvallar úrlausn sinni, sbr. 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.Málatilbúnaður aðila um formhlið málsinsRöksemdir ákæruvaldsins42. Af hálfu ákæruvaldsins er því haldið fram að endurupptökunefnd hafi ranglega metið hæfi Markúsar Sigurbjörnssonar til að dæma hæstaréttarmál nr. 478/2014. Þess verði að gæta að dómarinn hafi átt fé í eignastýringu hjá Glitni banka hf. án þess að hafa tekið ákvarðanir um fjárfestingar eða haft yfirsýn yfir hvernig þeim var háttað. Hér gegni allt öðru máli en þegar dómari hafi átt hlutabréf í þeim banka þar sem ákærðu störfuðu og sakargiftir á hendur þeim hafi snert gengi hlutabréfa í bankanum sem dómari hafi átt hluti í á sama tíma, sbr. til hliðsjónar ákvarðanir Hæstaréttar 27. maí 2020 sem raktar eru í dómum réttarins 12. mars 2021 í málum nr. 34/2019 og 35/2019.43. Ákæruvaldið bendir einnig á að viðskiptabankarnir hér á landi hafi fallið haustið 2008 eða tæplega ári eftir þau atvik sem eru grundvöllur sakargifta á hendur ákærða en tjón dómarans hafi á engan hátt verið tengt þeim athöfnum sem ákært er fyrir. Því sé fráleitt að halda því fram að málið hafi ekki verið dæmt af óhlutdrægum dómstóli enda séu engin tengsl að efni eða í tíma milli háttsemi ákærða og tjóns dómarans önnur en að ákærði starfaði í bankanum. 44. Enn fremur vísar ákæruvaldið til þess að flestallir hér á landi hafi á einn eða annan hátt tapað fjármunum við efnahagshrunið 2008, svo sem vegna atvinnumissis, hækkandi verðbólgu, tapaðs sparifjár eða lífeyris og hækkunar lána. Þótt ákærði hafi verið starfsmaður Glitnis banka hf. í aðdraganda hrunsins og sjóðir sem bankinn fjárfesti í fyrir dómarann hafi tapað fé til tjóns fyrir hann hafi ákærði ekkert komið að því og tjón dómarans án vafa verið vegna gjaldþrota og vanskila langt út fyrir starfsemi bankans. Auk þess hafi allir sem lögðu fé í slíkar fjárfestingar mátt gera ráð fyrir að brugðið gæti til beggja vona með þær. Tjón dómarans hafi ekki numið nema tæpum 15% af höfuðstól en ekki verið altjón eins og reyndi á í fyrrgreindum málum Hæstaréttar nr. 34/2019 og 35/2019.45. Því telur ákæruvaldið að niðurstaða endurupptökunefndar fái ekki staðist og af þeim sökum beri að vísa málinu frá Hæstarétti.Röksemdir ákærða46. Ákærði vísar til þess að fram hafi komið ný gögn um hlutabréfaeign og fjármálaumsvif dómara eftir að dómur Hæstaréttar féll í máli nr. 478/2014, þar á meðal dómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Hafi hann bæði átt hlutabréf í Glitni banka hf. og gert samning við bankann um eignastýringu en vegna hans hafi hann tapað 7.607.000 krónum. Á grundvelli þessara gagna hafi endurupptökunefnd með réttu komist að þeirri niðurstöðu að endurupptaka beri málið vegna vanhæfis dómarans. Því séu engin efni til að hnekkja þeirri niðurstöðu og vísa málinu frá Hæstarétti. 47. Ákærði telur ekki skipta máli við mat á hæfi dómara í hverju hann hafi fjárfest. Einnig beri að líta til þess að sú fjárhæð sem dómarinn tapaði sé sambærileg þeirri sem um ræddi í dómum réttarins 12. mars 2021 í málum nr. 34/2019 og 35/2019. Ákærði byggir jafnframt á því að dómarinn hafi treyst starfsmönnum bankans fyrir sparnaði sínum og síðan dæmt mál á hendur þeim eftir að hafa þurft að þola verulegt tjón vegna meðferðar bankans á fjármunum sínum. Í málinu sé því uppi réttmætur vafi um hæfi dómarans. Við mat á því verði sérstaklega að huga að ytri ásýnd dómstóla og því trausti sem verði að ríkja til þeirra. Með réttu verði því dregið í efa að dómarinn hafi verið óhlutdrægur við meðferð málsins og því hafi honum borið að víkja sæti. Við mat á kröfu ákærða um endurupptöku málsins verði enn fremur að líta til þess að heimild til hennar sé liður í réttlátri málsmeðferð fyrir dómi.48. Af framangreindum ástæðum telur ákærði að hrinda beri kröfu ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti.Niðurstaða um formhlið málsinsSkilyrði endurupptöku49. Í 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 segir að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis fyrir ákærða, ákæruvaldið og aðra um þau atriði sem þar eru dæmd að efni til. Jafnframt leiðir af 2. mgr. greinarinnar að krafa sem dæmd hefur verið verður ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en leiðir af lögunum. Þá segir í 3. mgr. að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp. Loks leiðir af 4. mgr. að dómur hefur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað. Í þessum ákvæðum laganna kemur fram grunnregla réttarfars um bindandi gildi dóma (res judicata) en hún felur í sér að dómur er endir þrætu og því verður sama sakarefni venjulega ekki dæmt aftur. Að baki þessum réttaráhrifum dóma býr sá áskilnaður sem gera verður í réttarríki um það sem nefnt hefur verið réttarvissa (principle of legal certainty) og miðar meðal annars að því að tryggja festu í starfsemi dómstóla sem er forsenda þess að þeir njóti trausts þegnanna, sbr. meðal annars dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember 2020 í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi (sjá 238. lið dómsins). Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að lagareglum um endurupptöku dæmdra mála verður ekki markað rýmra gildissvið en leiðir af bókstaflegum skilningi þeirra. 50. Samkvæmt 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, eins og ákvæðið hljóðaði fyrir setningu laga nr. 47/2020, gat endurupptökunefnd samkvæmt lögum um dómstóla leyft að mál sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt væri þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. laganna. Samkvæmt d-lið 1. mgr. þeirrar greinar er heimilt að verða við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið, um að mál verði endurupptekið ef verulegir gallar hafa verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðuna. Í skýringum við þetta ákvæði í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði að undir það gæti meðal annars átt tilvik þar sem leiddir væru í ljós annmarkar á hæfi dómara sem með málið fór og ekki hefðu áður verið um þá kunnugt. Þætti eðlilegt að taka upp reglu af þessum toga til að tryggja rétta meðferð máls.51. Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla, eins og þau hljóðuðu fyrir setningu laga nr. 47/2020, var endurupptökunefnd sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem tók ákvörðun um hvort heimila ætti endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefði verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Um skilyrði endurupptöku var í 2. mgr. greinarinnar vísað til laga um meðferð sakamála og laga um meðferð einkamála. Nánari ákvæði um skipun nefndarinnar, hæfi og störf var að finna í 3. til 6. mgr. sömu greinar. Í 7. mgr. sagði síðan að ákvörðun nefndarinnar um að synja beiðni um endurupptöku máls væri endanleg og yrði ekki skotið til dómstóla.52. Eins og hér hefur verið rakið var endurupptökunefnd sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem féll undir framkvæmdavald ríkisins. Til hennar var í öndverðu stofnað með lögum nr. 15/2013 sem fólu í sér breytingar á þágildandi lögum nr. 15/1998 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með fyrstnefndu lögunum voru nefndinni fengin viðfangsefni sem lutu að meðferð dómsmála og höfðu áður verið í verkahring Hæstaréttar. Vegna meginreglu fyrri málsliðar 60. gr. stjórnarskrárinnar eiga dómstólar eftir sem áður úrskurðarvald um ákvarðanir sem nefndin hefur tekið. Á þeim grunni ber að taka afstöðu til þess hvort lög hafa með réttu staðið til þeirrar niðurstöðu sem endurupptökunefnd komst að í úrskurði sínum 23. október 2020 um endurupptöku þessa máls, sbr. dóma Hæstaréttar 25. febrúar 2016 í máli nr. 628/2015, 27. september 2018 í máli nr. 521/2017, 20. febrúar 2019 í máli nr. 601/2015 og 12. mars 2021 í málum nr. 34/2019 og 35/2019. Um þetta gegnir hins vegar öðru máli eftir að endurupptökunefnd var lögð niður og Endurupptökudómur stofnaður með lögum nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Samkvæmt 54. gr. laga nr. 50/2016 er Endurupptökudómur sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skal endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Niðurstaða hans um endurupptöku máls er endanleg og verður ekki skotið til annars dómstóls, sbr. 2. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 og 3. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Um sérstakt hæfi dómara53. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði stjórnarskrárinnar segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti. Ákvæðið sækir fyrirmynd sína í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en þar segir að sá sem borinn er sökum um refsivert brot skuli eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.54. Nánari fyrirmæli um hæfi dómara til að fara með og dæma sakamál eru í 6. gr. laga nr. 88/2008. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í a- til f-liðum 1. mgr. sem ekki reynir á í máli þessu. Í g-lið segir svo að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.55. Þegar lagt er mat á hæfi dómara til að fara með mál er þess að gæta að tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum er ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál ef hann er hlutdrægur gagnvart aðilum máls eða sakarefni heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að hann standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Við þessar aðstæður ber dómara að víkja sæti eins og ítrekað hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar og má hér í dæmaskyni benda á dóma réttarins 22. apríl 2015 í máli nr. 511/2014, 1. júní 2017 í máli nr. 90/2016 og 9. desember 2020 í málum nr. 31/2020 og 32/2020.56. Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur við úrlausn þess hvort dómari telst óvilhallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans verið greint á milli athugunar er miðar að því að ganga úr skugga um hvaða viðhorf hafa ráðið hjá dómara í tilteknu máli (huglægur mælikvarði) og hvort fyrir hendi eru hlutlæg atriði sem gefa réttmætt tilefni til að draga í efa að dómari sé óvilhallur (hlutlægur mælikvarði). Um þetta má meðal annars vísa til dóma 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn Íslandi (sjá 37. lið dómsins) og 23. apríl 2015 í máli nr. 29369/10, Morice gegn Frakklandi (sjá 73. til 78. lið dómsins). Þessi viðmið hafa verið lögð til grundvallar í íslenskri réttarframkvæmd eins og ráðið verður af fyrrgreindum dómum Hæstaréttar.57. Fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hefur reynt á hæfi dómara til að fara með mál vegna eignarhalds þeirra á hlutabréfum. Í dómi 25. febrúar 2020 í máli nr. 41382/17, Sigríður Elín Sigfúsdóttir gegn Íslandi, laut kvörtun meðal annars að því að hún hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti í máli nr. 456/2014, sem dæmt var 8. október 2015, vegna þess að dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson hefðu ekki verið óvilhallir. Að því er varðaði hæfi Markúsar til að dæma málið vísaði Mannréttindadómstóllinn til þess að hann hefði ekki átt nein hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. en málið laut að ætluðum brotum í starfsemi þess banka. Í því tilliti gæti engu breytt þótt dómarinn hefði átt hlutabréf í Glitni banka hf. og tapað fjármunum vegna annarra fjárfestinga. Jafnframt var vísað til þess að ekkert lægi fyrir um að náin skyldmenni dómarans hefðu orðið fyrir tjóni við fall Landsbanka Íslands hf. haustið 2008 (sjá 53. lið dómsins). Um hæfi Eiríks var vísað til þess að hann hefði átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. að andvirði 1.738.922 krónur þegar bankinn féll og þau orðið verðlaus. Að því gættu að sá eignarhluti var undir 3.000.000 króna mörkum í 2. mgr. 7. gr. fyrrgreindra reglna nr. 463/2000 um tilkynningarskyldu til nefndar um dómarastörf um eignarhlut dómara í félagi var ekki talið að þetta tjón hefði verið að því umfangi að með réttu yrði dregin í efa óhlutdrægni dómarans. Var heldur ekki talið skipta máli þótt hann hefði orðið fyrir tjóni vegna hlutabréfa sem hann átti í Glitni banka hf. Aftur á móti var ekki talið unnt að leggja til grundvallar að Viðar Már hefði verið óvilhallur þar sem hann hefði tapað með öllu eignarhluta að virði um 9.000.000 króna vegna hlutabréfa sem hann átti í Landsbanka Íslands hf. en þau urðu verðlaus við fall bankans. Það tjón hefði numið nærri þrefaldri þeirri fjárhæð á eignarhlut í félagi sem dómari þyrfti að afla heimildar til að eiga frá nefnd um dómarastörf. Einnig var talið að tjónið hefði verið verulegt miðað við árstekjur hans sem lagaprófessors á árunum 2008 og 2009. Enn fremur yrði að taka mið af því að mál kæranda varðaði með beinum hætti háttsemi stjórnenda bankans rétt fyrir fall hans haustið 2008, en í húfi hefðu verið hagsmunir sem gáfu kæranda réttmæta ástæðu til að ætla að þeir hefðu verulega þýðingu fyrir hluthafa bankans, þar með talið dómarann. Af þessum sökum taldi dómstóllinn að málsmeðferðin fyrir Hæstarétti hefði verið hlutdræg og því falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. sáttmálans (sjá 56. og 57. lið dómsins). 58. Á sama tíma og umrætt mál var til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu leitaði Sigríður Elín eftir því að mál hennar yrði endurupptekið. Með úrskurði endurupptökunefndar 12. maí 2019 var fallist á þá beiðni á grundvelli 1. mgr. 232. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, vegna vanhæfis Viðars Más. Jafnframt var með úrskurði nefndarinnar sama dag fallist á kröfu Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar á sama grundvelli en hann hafði verið sakfelldur með dómum Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 456/2014 og 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014. Með fyrrgreindum ákvörðunum Hæstaréttar 27. maí 2020, sem raktar eru í dómum réttarins í málum nr. 34/2019 og 35/2019, var staðfest sú niðurstaða endurupptökunefndar að fullnægt hefði verið skilyrðum til endurupptöku og hrundið kröfum ákæruvaldsins um frávísun málanna frá réttinum.59. Einnig reyndi á hæfi dómara vegna eignarhalds þeirra á hlutabréfum í dómi Mannréttindadómstólsins 15. mars 2022 í máli nr. 30965/17, Bjarki H. Diego gegn Íslandi. Í málinu laut kvörtunin meðal annars að því að Bjarki hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti í máli nr. 498/2015, sem dæmt var 6. október 2016, sökum þess að dómarinn Viðar Már Matthíasson hefði ekki verið óvilhallur. Til stuðnings því var vísað til þess að hann hefði átt fyrrgreind hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. og jafnframt hlutabréf í Kaupþingi banka hf. en málið laut að brotum í starfsemi þess banka. Í dóminum vísaði Mannréttindadómstóllinn til þess að í fyrrgreindum dómi í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur gegn Íslandi hefði verið talið að óhlutdrægni dómara yrði dregin í efa ef fjárhagslegir hagsmunir hans hefðu bein tengsl við sakarefni málsins. Af þeirri ástæðu hefði tjón dómarans við fall Landsbanka Íslands hf. haft áhrif á hæfi hans til að fara með mál á hendur stjórnendum þess banka en óhlutdrægni annarra dómara yrði ekki dregin í efa vegna hlutabréfa sem þeir áttu í öðrum bönkum. Að þessu gættu var ekki talið að óhlutdrægni Viðars Más yrði dregin í efa vegna eignarhalds á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. í því máli sem laut að Kaupþingi banka hf. (sjá 30. lið dómsins). Þá var ekki talið að hlutabréfaeign hans í þeim banka að andvirði tæplega 24.000 krónur við fall hans skipti hér máli enda hefði það tjón verið óverulegt og langt undir 3.000.000 króna mörkum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. þágildandi reglna nr. 463/2000 (sjá 31. lið dómsins). Var því ekki talið að meðferð málsins hefði að þessu leyti brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Um sérstakt hæfi dómarans Markúsar Sigurbjörnssonar við meðferð málsins60. Að því er varðar persónulega afstöðu dómara til málsaðila eða sakarefnis eða það sem í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið kallað huglægur mælikvarði verður almennt að ganga út frá því að dómari sé hæfur til að fara með mál nema leiddar séu líkur að hinu gagnstæða. Eins og ráða má af úrskurði endurupptökunefndar hefur ekkert komið fram sem bendir til að Markús Sigurbjörnsson hafi við meðferð hæstaréttarmáls nr. 478/2014 haft einhverja þá persónulegu afstöðu að hæfi hans verði dregið í efa enda ekki á því byggt í úrskurði nefndarinnar. Að því gættu er álitaefnið bundið við það hvort fyrir hendi eru ytri atvik eða aðstæður sem gefa réttmætt tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa eða hinn svokallaði hlutlægi mælikvarði.61. Svo sem áður greinir hefur Markús Sigurbjörnsson upplýst að hann hafi í mars 2007 eignast 13.832 hluti í Glitni banka hf., sem þá voru að andvirði 343.034 krónur, og átt þá allt þar til bankinn féll haustið 2008 er þeir urðu verðlausir. Einnig hefur hann greint frá því að hann hafi gert við bankann samning 5. janúar 2007 um eignastýringu sem hafi staðið þar til bankinn féll. Á grundvelli þess samnings hafi hann í janúar og febrúar 2008 afhent 61.450.000 krónur til eignastýringar. Því fé taldi hann hafa verið varið til viðskipta með hlutdeild í innlendum og erlendum verðbréfasjóðum og einnig að hluta á innlánsreikningum en þær ráðstafanir hafi verið gerðar án afskipta hans. Þegar litið væri til stöðu safnsins við fall bankans hefði það rýrnað um 7.607.000 krónur eða 14,78% þegar tekið hefði verið tillit til þess að 9.965.000 krónur höfðu áður verið teknar úr eignastýringu. Engin efni eru til að vefengja þessar upplýsingar eða að gera ráð fyrir því að þær séu ekki tæmandi en þeim var teflt fram fyrir endurupptökunefnd þegar málið var þar til meðferðar og voru hvorki þar né hér fyrir dómi dregnar í efa.62. Eins og rakið hefur verið komst endurupptökunefnd að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign Markúsar í Glitni banka hf. og tjón hans þegar bréfin urðu verðlaus hefði ekki verið slíkt að það gæti hafa haft áhrif á hæfi hans til að dæma í málinu. Þetta atriði kemur ekki til endurskoðunar við úrlausn málsins af þeim ástæðum sem fram koma í 41. lið dóms þessa en þess skal þó getið að hún er í efnislegu samræmi við fyrrgreindan dóm réttarins í máli nr. 705/2017 og úrlausn um hliðstæð atriði í fyrrgreindum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur gegn Íslandi og Bjarka H. Diego gegn Íslandi. 63. Kemur þá til skoðunar hvort Markús hafi verið vanhæfur til að dæma málið vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna samningsins við bankann um eignastýringu.64. Svo sem rakið hefur verið voru ákærði og tveir aðrir þáverandi starfsmenn Glitnis banka hf. ákærðir fyrir umboðssvik í málinu með því að misnota aðstöðu sína og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita félaginu BK-44 ehf. peningamarkaðslán að fjárhæð 3.791.340.000 krónur án þess að endurgreiðsla lánsins væri tryggð með fullnægjandi hætti og án þess að láta kanna með fullnægjandi hætti greiðslugetu lántakanda. Þessi ráðstöfun gat hvorki haft bein né veruleg áhrif á þær ákvarðanir sem teknar voru á grundvelli samnings Markúsar um eignastýringu. Ekki var fjárfest beint í viðskiptabönkunum heldur þvert á móti í innlendum og erlendum verðbréfasjóðum, auk þess sem fjármunir munu að einhverju marki hafa verið varðveittir á innlánsreikningum. Þá liggur fyrir að eignir verðbréfasjóða eru venjulega mjög dreifðar í þeim skilningi að fjárfest er í ótilgreindum fjölda félaga og sjóða, innlendum eða erlendum. Þá er það eðli slíkra fjárfestinga að þær geta tekið breytingum, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar, eftir því hversu mikla áhættu viðskiptavinur semur um að undirgangast.65. Í því tilviki sem hér er til skoðunar nam lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu 14,78% við fall bankans. Átti þetta sér stað á því skeiði í síðari tíma sögu þjóðarinnar sem á sér enga hliðstæðu hvað varðar verðfall eigna er ýmist lækkuðu eða urðu með öllu verðlausar. Verður þessi lækkun ekki talin veruleg sé horft til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings þurfti að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Þá getur fyrrgreind rýrnun heldur ekki talist veruleg virt í íslensku samhengi og þegar litið er til þess óstöðugleika í efnahagsmálum sem gætt hefur hér á landi á liðnum áratugum í samanburði við nágrannalönd. Um slík almenn áhrif með tilliti til hæfis dómara til að fara með mál má til hliðsjónar benda á dóm Hæstaréttar 30. apríl 2014 í máli nr. 266/2014. 66. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið gegnir öðru í þessu máli en átti við um það tilvik sem reyndi á í fyrrgreindum dómi Mannrétttindadómstóls Evrópu í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur gegn Íslandi og í dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2019 og 35/2019. Þar var stjórnendum Landsbanka Íslands hf. meðal annars gefin að sök markaðsmisnotkun til að hafa áhrif á verðmæti hluta í bankanum en dómari sem dæmdi í því máli hafði átt hlutabréf í honum og þau orðið verðlaus við fall hans. Þannig var beint samhengi milli sakargifta og þeirra fjárhagslegu hagsmuna dómarans sem fóru forgörðum en því er ekki fyrir að fara í þessu máli eins og rakið hefur verið. Þá varð dómari í því máli fyrir tjóni þegar hlutabréf hans í bankanum urðu með öllu verðlaus en í þessu tilviki er um að ræða lækkun á mun hærri höfuðstól á afmörkuðu tímabili þegar eignaverð náði lágmarki sem viðbúið var að gengi til baka þegar jafnvægi væri náð eftir að kreppa gekk yfir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Í því efni verður ekki eingöngu horft til taps eða rýrnunar verðbréfasafns á ákveðnu tímamarki án tillits til atvika í heild sinni, en ekki liggur fyrir að fyrrgreind rýrnun á verðmæti eignasafns Markúsar hafi orðið vegna athafna eða athafnaleysis starfsmanna Glitnis banka hf. heldur einkum vegna alþjóðlegs efnahagshruns. 67. Að því virtu sem hér hefur verið rakið er ekkert komið fram í málinu sem leitt getur til þess að talið verði að umrædd atvik eða aðstæður séu með því móti að óhlutdrægni dómarans verði með réttu dregin í efa. Samkvæmt þessu verður ekki talið að dómarinn hafi á grundvelli g-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu var ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins eftir 1. mgr. 232. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 228. gr. laganna, eins og ákvæðin hljóðuðu fyrir setningu laga nr. 47/2020. Samkvæmt þessu verður tekin til greina aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti og stendur því óhaggaður gagnvart ákærða dómur réttarins 3. desember 2015 í máli nr. 478/2014.68. Allur sakarkostnaður málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 232. gr., sbr. 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Allur sakarkostnaður málsins vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Páls Rúnars M. Kristjánssonar lögmanns, 4.960.000 krónur. |
Mál nr. 11/2022 | Endurupptaka Skattalög Fjármagnstekjuskattur Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá héraðsdómi | Með dómi Hæstaréttar 22. maí 2014 í máli nr. 416/2013 hafði X verið sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 var fallist á beiðni X um endurupptöku málsins. Ákæruvaldið tók undir kröfu X um að vísa málinu frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis og vísaði meðal annars til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli X. Samkvæmt því og í ljósi málsatvika féllst Hæstiréttur á kröfu ákæruvaldsins um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 416/2013 sem dæmt var 22. maí 2014. 3. Ákæruvaldið krefst þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi.4. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann þess að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar málsmeðferðar. Til þrautavara krefst hann sýknu en að því frágengnu að refsing hans verði lækkuð eða felld niður.5. Málið var dómtekið 30. maí 2022 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik6. Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins 21. október 2010 var ákærða tilkynnt að hafin væri rannsókn á skattskilum hans vegna ársins 2006 en það ár hafði ákærði gert 18 framvirka samninga sem nefndir voru skiptasamningar. Með úrskurði ríkisskattstjóra […] 2011 var stofn fjármagnstekjuskatts ákærða hækkaður þar sem hann hafði vanrækt að gera grein fyrir 120.026.444 króna hagnaði af uppgjöri tveggja skiptasamninga árið 2006 auk þess sem 25% álagi var bætt á vantalinn skattstofn hans. Fjármagnstekjuskattur ákærða var því hækkaður um 15.003.306 krónur. Ákærði mun hafa greitt þá fjárhæð og skaut úrskurðinum ekki til yfirskattanefndar innan þriggja mánaða frests sem mælt er fyrir um í 5. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd. 7. Skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til rannsóknar lögreglu 28. mars 2012. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur ákærða 10. október 2012 þar sem honum voru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum gjaldaárið 2007 vegna tekjuársins 2006 með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 120.026.444 krónur sem voru tekjur ákærða af uppgjöri tveggja framvirkra skiptasamninga við MP Fjárfestingarbanka hf. sem skattskyldar voru samkvæmt 3. tölulið c-liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og að hafa með því komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts samtals að fjárhæð 12.002.644 króna. Brotin voru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003. Með dómi héraðsdóms var ákærði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 24.006.000 króna sektar. Með dómi Hæstaréttar 22. maí 2014 í máli nr. 416/2013 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um fangelsisrefsingu ákærða og hann jafnframt dæmdur til að greiða 21.000.000 krónur í sekt. 8. Með kæru 9. júlí 2014 leitaði ákærði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem í dómi 12. febrúar 2019 í máli nr. 52623/14 komst að þeirri niðurstöðu að fyrrgreind saksókn á hendur ákærða og refsing hefði farið í bága við 4. mgr. 7. gr. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Um hefði verið að ræða refsingu fyrir sama brot, skattamálið og refsimálið hefðu haft sameiginlegan tilgang, afleiðingarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar og tekið hefði verið tillit til skattaálaga við ákvörðun refsingar. Hins vegar hefði háttsemi ákærða og ábyrgð hans verið til rannsóknar hjá mismunandi yfirvöldum sem verið hafi að mestu leyti óháð hvort öðru. Samanlagður tími málsmeðferðar beggja málanna hefði verið þrjú og hálft ár en þau aldrei rekin samhliða, ákæra hefði verið gefin út ellefu mánuðum eftir lokaákvörðun ríkisskattstjóra og átta mánuðum eftir að hún tók gildi að lögum. Því hefðu ekki verið nægjanlega náin tengsl í efni og tíma milli skattamálsins og sakamálsins. Ákærði hefði þannig sætt lögsókn og refsingu fyrir sömu eða efnislega sömu háttsemi af hálfu mismunandi yfirvalda í tveimur mismunandi málum þar sem nauðsynlega tengingu skorti. 9. Með beiðni til Endurupptökudóms 2. desember 2020 fór ákærði fram á endurupptöku á fyrrgreindu hæstaréttarmáli nr. 416/2013 á grundvelli a- og d-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Fallist var á beiðni hans um endurupptöku með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 í máli nr. 11/2021. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 26. janúar 2022 vegna endurupptöku málsins sem birt var ákærða 31. janúar 2022. Niðurstaða0. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Ákæruvaldið vísar meðal annars til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu og dóms Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Samkvæmt þessu og í ljósi fyrrgreindra málsatvika verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að málinu verði vísað frá héraðsdómi, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021.1. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 416/2013 að öllu leyti úr ríkissjóði.2. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærða, X, Jóns Elvars Guðmundssonar lögmanns, 878.500 krónur og Heiðars Ásbergs Atlasonar lögmanns, 1.255.000 krónur.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Heiðars Ásbergs Atlasonar lögmanns, 500.000 krónur. |
Mál nr. 3/2022 | Sveitarfélög Lóðarleigusamningur Endurgreiðslukrafa Gjaldtaka Stjórnarskrá | Ágreiningur aðila átti rætur að rekja til samkomulags frá 22. janúar 2016 milli R annars vegar og H ehf. og V ehf. hins vegar sem þáverandi lóðarhafa á nánar tilgreindu svæði í Reykjavík. Með samkomulaginu gengust lóðarhafar undir þá skyldu að greiða innviðagjald sem ætlað var að standa straum af uppbyggingu svæðisins til íbúðabyggðar. Við kaup S ehf. á nánar tilgreindri lóð á svæðinu af V ehf. tók S ehf. yfir skyldur lóðarhafa og greiddi R tilgreinda fjárhæð. Í kjölfarið gaf R út byggingarleyfi á lóðinni. Í málinu krafðist S ehf. endurgreiðslu fjárhæðarinnar þar sem félagið taldi greiðsluna fela í sér ólögmæta gjaldtöku. Í dómi Hæstaréttar kom fram að um væri að ræða samning af einkaréttarlegum toga þar sem lóðarhafar skuldbundu sig til að greiða tiltekið endurgjald fyrir þá hagsmuni sem samkomulagið færði þeim. Ekkert væri komið fram í málinu sem benti til annars en að lóðarleiguhafar hefðu gengið til samkomulagsins á viðskiptalegum grundvelli og án þvingunar. Var því talið að málsástæður S ehf. um aðstöðumun samningsaðila, þvingaða stöðu viðsemjenda R og einhliða ákvörðun um fjárhæð kostnaðarþátttöku þeirra ættu ekki við rök að styðjast. Þá taldi Hæstiréttur að með 78. gr. stjórnarskrárinnar hefðu sveitarfélög sjálfstætt vald, innan ramma laga, til að taka ákvarðanir um nýtingu og ráðstöfun tekna og yrði að játa þeim svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Að virtum aðdraganda samkomulagsins 22. janúar 2016 og efni þess yrði að líta svo á að endurgjald fyrir hinn aukna byggingarrétt hefði verið ákvarðað á markaðslegum forsendum þótt það hefði ekki orðið til á grundvelli útboðs enda hefðu lóðarleiguhafar séð sér hag í að inna það af hendi sem endurgjald fyrir verðmætari lóðarleigusamning. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu R af öllum kröfum S ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. janúar 2022. Hann krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 120.101.383 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. október 2018 til 11. september 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að viðurkennt verði með dómi að innviðagjald sem stefndi innheimti vegna lóðarinnar Kuggavogs 5 í Reykjavík sé ólögmætt að því leyti sem gjaldinu var ráðstafað til lögbundinna verkefna stefnda og/eða verkefna sem eiga að vera fullfjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum stefnda. Til þrautavara krefst hann þess að viðurkennt verði með dómi að innviðagjald sem stefndi innheimti vegna lóðarinnar Kuggavogs 5 sé ólögmætt að því leyti sem gjaldinu var ráðstafað til lögbundinna verkefna. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Aðila greinir á um hvort innheimta stefnda á hluta af kostnaði við uppbyggingu innviða á svæði 2 í Vogabyggð í Reykjavík á grundvelli samkomulags 22. janúar 2016 við þáverandi lóðarleiguhafa hafi verið lögmæt. Jafnframt hvort heimilt hafi verið að ráðstafa þeim fjármunum til lögbundinna verkefna stefnda eða verkefna sem eigi að vera fjármögnuð að fullu með mörkuðum tekjustofnum.5. Stefndi var sýknaður af öllum kröfum áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti.6. Beiðni um áfrýjunarleyfi var einkum byggð á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um heimildir sveitarfélaga til tekjuöflunar á einkaréttarlegum grundvelli. Áfrýjunarleyfi var veitt 19. janúar 2022 á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggði á þannig að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsatvik7. Stefndi er eigandi lóðarinnar Kuggavogs 9 í Reykjavík sem mál þetta snýst um en lóðin er 2.888 fermetra íbúðarhúsalóð á svokölluðu svæði 2 í Vogabyggð. Lóðin var áður nr. 5 við Kuggavog og að hluta til stofnuð úr lóðinni Súðarvogi 3. Stefndi gerði 16. október 1985 lóðarleigusamning um lóðina Súðarvog 3 til 5 til 50 ára frá 1. júní 1985 að telja. Lóðin var þá leigð til að reisa á henni iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Með þeim samningi voru eldri leigusamningar felldir úr gildi. Hömlur ehf. og dótturfélag þess Vogabyggð ehf. höfðu eignast réttindi samkvæmt umræddum leigusamningi um lóðina Súðarvog 3 þegar félögin gerðu samkomulag við stefnda 22. janúar 2016 um uppbyggingu og þróun á svæði 2 í Vogabyggð.8. Efni umrædds samkomulags er rakið í hinum áfrýjaða dómi en það átti sér talsverðan aðdraganda. Þannig efndu stefndi og Hömlur ehf., í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, í október 2013 til hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar. Tillögum var skilað í janúar 2014 og úrslit kynnt 23. sama mánaðar. Tvær tillögur hlutu verðlaun og var höfundum þeirra falið 30. sama mánaðar að gera drög að rammaskipulagi Vogabyggðar út frá verðlaunatillögunum í samvinnu við stefnda og Hömlur ehf. fyrir hönd lóðarhafa á svæðinu.9. Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030 var staðfest af Skipulagsstofnun 11. febrúar 2014 og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 28. sama mánaðar. Það leysti af hólmi eldra aðalskipulag Reykjavíkur 2001–2024. Markmið þess var meðal annars að skapa heildstæðari byggð með áherslu á betri landnotkun og nýtingu á innviðum borgarinnar. Nýja aðalskipulagið gerði ráð fyrir íbúðabyggð og blandaðri byggð á svæði 2 í Vogabyggð. Með breytingu á aðalskipulagi sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember 2016 var fyrirhuguðum íbúðum á svæði 2 í Vogabyggð fjölgað úr 400 í 1300. Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. mars 2017. Það var unnið meðal annars á grundvelli framangreindra verðlaunatillagna og rammaskipulags. 0. Gögn málsins frá árunum 2015 og 2016 sýna að í viðræðum stefnda og lóðarhafa í Vogabyggð um uppbyggingu hverfisins var frá upphafi gengið út frá því að breyting á deiliskipulagi myndi hafa í för með sér breytta nýtingu lóða þar sem heimilt yrði að reisa íbúðir á flestum lóðum í stað atvinnuhúsnæðis eingöngu samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá yrði gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðum. Eins og gögn sem kynnt voru á fundi stefnda með lóðarhöfum í lok júní 2015 sýna var frá upphafi gert ráð fyrir að gerðir yrðu einkaréttarlegir samningar við lóðarhafa um að þeir tækju þátt í kostnaði vegna nýrra innviða og enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá þegar lá fyrir hvaða framkvæmdir stefndi myndi ráðast í og hver voru markmið hans með samningum við lóðarhafa um þátttöku í kostnaði við þær. Áform stefnda voru bundin þeim forsendum að samningar næðust við tiltekið hlutfall lóðarhafa og nýtt deiliskipulag yrði staðfest fyrir tiltekinn tíma. Þessar fyrirætlanir gengu eftir meðal annars með framangreindu samkomulagi stefnda við Hömlur ehf. og Vogabyggð ehf. 22. janúar 2016 um uppbyggingu og þróun á svæði 2 í Vogabyggð sem færði viðsemjendum stefnda verulega aukinn byggingarrétt. 1. Á grundvelli samkomulagsins og yfirlýsingar 12. febrúar sama ár um kvaðir á lóðum á svæði 2 í Vogabyggð gerðu sömu aðilar með sér samning 7. september 2017 um að stefndi leigði Vogabyggð ehf. lóðina sem nú er Kuggavogur 9 fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Í samningnum var vísað til þeirra samningsskilmála og kvaða sem fram komu í fyrrnefndu samkomulagi og yfirlýsingu. Lóðarleigusamningurinn var til 75 ára frá 1. september 2017 að telja. Jafnframt voru eldri lóðarleigusamningar 16. október 1985 um lóðina Súðarvog 3 til 5 og 8. apríl 1988 um lóðina Súðarvog 6 felldir úr gildi. Í samræmi við fyrrnefnt samkomulag og hinn nýja lóðarleigusamning gaf Vogabyggð ehf. út veðskuldabréf 7. september 2017 til stefnda að fjárhæð 112.734.251 króna með gjalddaga við útgáfu fyrsta byggingarleyfis.2. Með kaupsamningi 29. nóvember 2017 keypti áfrýjandi réttindi yfir umræddri lóð af Vogabyggð ehf. Þar kom meðal annars fram að hann hefði kynnt sér deiliskipulag svæðisins, þar með talið breytingar, og sætti sig við það að fullu. Taldar voru upp kvaðir og önnur veð- og eignarbönd og vísað til þess að áfrýjanda væri kunnugt um efni samkomulags milli Vogabyggðar ehf., Hamla ehf. og stefnda 22. janúar 2016, þar með talið kvaðir um kostnaðarþátttöku. Þá var gerð nánari grein fyrir forsendum þátttöku lóðarhafa í kostnaði vegna uppbyggingar Vogabyggðar í samræmi við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi og eftir hvaða aðferðum greiðsluþátttakan væri reiknuð. Þar kom einnig fram að áfrýjandi yfirtæki öll réttindi og skyldur samkvæmt fyrrnefndu veðskuldabréfi við stefnda. Með kaupsamningnum eignaðist áfrýjandi réttindi Vogabyggðar ehf. yfir lóðinni samkvæmt lóðarleigusamningi félagsins við stefnda 7. september 2017 og yfirtók öll réttindi og skyldur milli stefnda og Vogabyggðar ehf. 3. Stefndi samþykkti áfrýjanda sem skuldara samkvæmt fyrrnefndu veðskuldabréfi og gengið var frá formlegri skuldskeytingu 29. nóvember 2017. Áfrýjandi greiddi stefnda skuld samkvæmt skuldabréfinu 23. október 2018 og stóð þar með skil á fyrrnefndu gjaldi sem nefnt hefur verið innviðagjald.4. Byggingafulltrúinn í Reykjavík gaf 24. október 2018 út byggingarleyfi til áfrýjanda og Vogabyggðar ehf. til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 47 íbúðum og bílageymslum ásamt rýmum fyrir verslun, veitingarekstur og þjónustu á lóðinni sem nú er nr. 9 við Kuggavog. 5. Með bréfi áfrýjanda 11. september 2019 krafði hann stefnda um endurgreiðslu innviðagjaldsins með þeim rökum að álagning þess hefði verið ólögmæt. Stefndi hafnaði kröfunni með bréfi 30. sama mánaðar. Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda6. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi lagt áherslu á að frumkvæði að breyttu skipulagi í Vogabyggð hafi komið frá stefnda og jafnframt hugmyndir um gerð einkaréttarlegra samninga til að fjármagna kostnað við innviði. Augljós aðstöðumunur hafi verið milli stefnda og lóðarhafa þar sem hallað hafi á þá síðarnefndu. Þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en að samþykkja fyrirætlanir stefnda því að ella hefðu þeir átt á hættu að hann leysti lóðir til sín eða framlengdi ekki gildandi lóðarleigusamninga þegar þeir rynnu sitt skeið. Stefndi hafi einhliða ákveðið fjárhæð og forsendur gjaldsins svo og alla skilmála samkomulagsins án þess að lóðarhafar hefðu nokkuð um það að segja.7. Áfrýjandi telur fyrrgreint samkomulag 22. janúar 2016 ekki hafa falið í sér sölu eða ráðstöfun eignarréttinda. Engin breyting hafi orðið á eignarréttarlegri stöðu aðila við undirritun þess þar sem Vogabyggð ehf. hafi eftir sem áður verið lóðarleiguhafi og eignarréttur lóðarinnar áfram í höndum stefnda. Eina breytingin hafi snúið að skipulagi lóðarinnar. Í stað þess að hún væri ætluð fyrir atvinnustarfsemi væri hún nú ætluð fyrir íbúðabyggð og blandaða byggð. 8. Það sé grundvallaratriði við úrlausn málsins að innviðagjaldinu hafi að stórum hluta verið ætlað að mæta kostnaði við verkefni sem stefnda sé samkvæmt lögum skylt að annast svo sem lagningu gatna, gerð annarra umferðarmannvirkja og byggingu leik- og grunnskóla. Sveitarfélög geti aðeins í undantekningartilvikum aflað sér tekna á einkaréttarlegum grundvelli en tekjuöflun sem telst falla að lögbundnum verkefnum sveitarfélaga verði almennt ekki byggð á þeim grunni.9. Áfrýjandi byggir á því að stjórnvaldsathöfnin sem mál þetta lýtur að hafi verið breyting á deiliskipulagi sem sé lögbundið verkefni sveitarfélaga samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Af deiliskipulaginu hafi síðan leitt útgjöld vegna annarra lögbundinna verkefna sem fjármögnuð eigi að vera samkvæmt öðrum lögum. Ákvæði 2. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sem mæli fyrir um að sveitarfélag hafi meðal annars tekjur af eignum sínum, feli ekki í sér sjálfstæða heimild þess til að afla skatta eða þjónustugjalda heldur ráðist þær heimildir af öðrum lagaákvæðum eins og mælt sé fyrir um í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. laganna. Engar slíkar lagaheimildir til innheimtu innviðagjalds hafi verið fyrir hendi. Innheimta gjalds á grundvelli samkomulagsins 22. janúar 2016 hafi því verið ólögmæt enda ekki gert ráð fyrir því í lögum að einkaaðilar greiði viðbótargjald til sveitarfélags fyrir að sinna lögbundnum verkefnum á sviði skipulagsmála eða að þeir greiði fyrir mögulega verðmætaaukningu sem verði á lóð þeirra eða landi í kjölfar slíkra breytinga.Helstu málsástæður stefnda20. Af hálfu stefnda er mótmælt sem of seint fram komnum, röngum og þýðingarlausum þeim málsástæðum áfrýjanda að frumkvæði að breyttu deiliskipulagi og hugmyndir um greiðslu lóðarhafa fyrir þau réttindi sem þeir öðluðust hafi verið frá honum komnar. Málsástæðum áfrýjanda um að lóðarhafar hafi ekki gengið til samninga við stefnda af fúsum og frjálsum vilja er mótmælt á sama grundvelli. 21. Stefndi bendir á að sveitarfélagi sé heimilt að taka að sér hvert það verkefni sem varði íbúa þess og teljist til sameiginlegra velferðarmála þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar samkvæmt lögum og vísar þar um til ákvæða 2. og 3. mgr. 7. gr. laga nr. 138/2011. Slík verkefni hafi verið nefnd ólögbundin verkefni sveitarfélaga og til þeirra hafi verið talin hvers kyns ráðstöfun lóða tengd lóðarleiguréttindum og sölu byggingarréttar. Þá þurfi ekki sérstaka lagaheimild til að sveitarfélag geti gengið til einkaréttarlegra samninga við lóðarhafa um samstarf við uppbyggingu hverfa, til að mynda þar sem landnotkun er breytt og byggð þétt. 22. Stefndi vísar til þess að í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sé gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi tekjur af eignum sínum. Þá sé í a-lið 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald gert ráð fyrir að byggingarréttur á lóðum sveitarfélaga sé seldur sérstaklega. Á grundvelli þess sjálfstæðis sem sveitarfélögum sé tryggt samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 hafi þeim verið játað svigrúm við útfærslu ólögbundinna verkefna sinna. Stefndi telur að á grundvelli framangreinds hafi honum verið heimilt að lögum að gera samkomulag við Vogabyggð ehf. og Hömlur ehf. 22. janúar 2016 um uppbyggingu og þróun á svæði 2 í Vogabyggð. Áfrýjandi hafi síðan fyrirvaralaust samþykkt að gangast undir þær skuldbindingar sem samkomulagið fól í sér. 23. Stefndi byggir á því að sala byggingarréttar þurfi ekki að fara fram samhliða úthlutun lóðar heldur geti hún átt sér stað í tengslum við endurskoðun og gerð nýs lóðarleigusamnings. Samningur um sölu byggingarréttar og ný lóðarréttindi fyrir lóðina Kuggavog 9 hafi í eðli sínu verið einkaréttarlegur gerningur og stefnda verið heimilt að krefjast greiðslu á einkaréttarlegum grundvelli samkvæmt þeim samningi.24. Samkomulagið 22. janúar 2016 hafi fært þáverandi lóðarleiguhöfum aukinn og breyttan byggingarrétt og verðmætari lóðarleiguréttindi sem meðal annars heimili áfrýjanda, sem núverandi lóðarleiguhafa, uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni gegn greiðslu sem samsvari hlutdeild í kostnaði við uppbyggingu innviða hverfisins. Í eðli sínu hafi verið um að ræða sölu byggingarréttar og lóðarleiguréttinda gegn greiðslu fjárhæðar sem tekið hafi mið af kostnaði stefnda við að byggja upp innviði í hverfinu sem lóðin er í. Af efni samkomulagsins sé ljóst að með því hafi stefndi verið að selja og ráðstafa eignarréttindum til þess lóðarleiguhafa sem áfrýjandi sæki rétt sinn frá. Þessi nýju réttindi hafi fært áfrýjanda verulegan fjárhagslegan ábata. 25. Stefndi hafnar því að með samkomulaginu 22. janúar 2016 hafi hann krafist greiðslu fyrir stjórnvaldsathöfn þá sem fólst í breytingu á deiliskipulagi. Tengsl byggingarréttarins við deiliskipulag leiði ekki til þess að óheimilt hafi verið að krefjast greiðslu fyrir hann. Skipulagsvaldi sveitarfélags fylgi ekki skylda til að samþykkja umsókn um nýtt eða breytt deiliskipulag. 26. Stefndi bendir á að hvergi í lögum sé mælt fyrir um að lögbundin verkefni sveitarfélaga skuli fullfjármögnuð með tekjustofnum eða öðrum tekjum sveitarfélaga sem ætluð eru viðkomandi verkefnum. Þvert á móti sé það á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags að leggja verkefni sem ekki er fullfjármagnað með lögbundnum tekjustofnum til fjármuni af öðrum tekjum. Sveitarfélög hafi ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, ráðstöfun eigna og framkvæmd verkefna þeirra og sé heimilt að verja tekjum af ólögbundnum verkefnum til að rækja þau verkefni sem lög mæli fyrir um að sveitarfélögum beri að sinna.Niðurstaða27. Sveitarfélögum er samkvæmt 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 falið að gera skipulagsáætlanir og ber að fylgja viðeigandi lagaákvæðum við stjórnvaldsákvarðanir sem tengjast þeim. Hinu sama gegnir um útgáfu byggingarleyfa sem byggingafulltrúar sveitarfélaga annast samkvæmt III. kafla laga nr. 160/2010 um mannvirki. Sveitarfélögum er í lögum heimiluð ýmiss konar gjaldtaka í formi skatta og þjónustugjalda sem tengist skipulagi og mannvirkjagerð, svo sem innheimta skipulagsgjalds, byggingarleyfisgjalds og gatnagerðargjalds. Sveitarfélagi sem jafnframt er eigandi lands er auk þess heimilt að ráðstafa og hafa tekjur af landi sínu á grundvelli einkaréttarlegra samninga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/1995, en slíkar ráðstafanir hafa verið taldar til ólögbundinna verkefna sveitarfélaga. Við ákvarðanir sveitarfélags sem tengjast ráðstöfun á eignum þess og fjárhagslegri nýtingu þeirra á markaðslegum forsendum ber því samt sem áður sem stjórnvaldi að fara að meginreglum stjórnsýsluréttar svo sem jafnræðisreglu og meðalhófsreglu.28. Við ákvarðanir sveitarfélags um endurskipulagningu hverfa og þá uppbyggingu innviða og ráðstöfun aukinna lóðarréttinda og byggingarréttar á lóðum í eigu þess sem tengist henni skarast þessi tvenns konar hlutverk sveitarfélaga. Mikilvægt er að gætt sé að meðalhófi, jafnræði og samkeppnissjónarmiðum við töku ákvarðana sveitarfélags er lúta að ráðstöfun slíkra réttinda.29. Skipulagsvald sveitarfélags sem jafnframt er eigandi lands sem skipulagt er veitir því þá stöðu að það getur með ákvörðunum sínum um aðal- og deiliskipulag haft áhrif á verðmæti lóðarleiguréttinda og þar með á möguleika þess til að hafa tekjur af eignarlandi sínu. Á þetta sérstaklega við um tekjur af landi í eigu sveitarfélags sem er skipulagt undir mannvirki þar sem engin slík hafa áður staðið. Þegar um er að ræða land sveitarfélags þar sem lóðarleigusamningar hafa þegar verið gerðir geta breytingar á skipulagi sem gera ráð fyrir breyttri nýtingu og auknu byggingarmagni á lóðum einnig leitt til aukins verðmætis lóðarleiguréttar.30. Hafa verður í huga að sveitarfélög geta ekki einhliða skapað sér auknar tekjur af landi sínu með breytingum á deiliskipulagi heldur þurfa markaðslegar forsendur að standa til þess að svo geti orðið með því að nýir eða eldri lóðaréttarhafar kjósi að nýta sér þær breyttu og auknu heimildir sem felast í nýju skipulagi. Breyttri nýtingu og auknu byggingarmagni getur fylgt umtalsverður kostnaður fyrir sveitarfélag vegna uppbyggingar nýrra innviða. Það á sérstaklega við þegar um jafn gagngerar breytingar á borgarhverfi er að ræða og fólust í breyttu deiliskipulagi fyrir Vogabyggð. Sveitarfélag þarf að sjá sér hag í því að hrinda slíkum breytingum á deiliskipulagi í framkvæmd og tryggja fjármögnun á þeirri uppbyggingu innviða sem breyttri nýtingu og auknu byggingarmagni fylgja.31. Samkomulag það sem stefndi gerði 22. janúar 2016, meðal annars við Vogabyggð ehf. sem áfrýjandi leiðir rétt sinn frá, tók til lóðar áfrýjanda sem nú er Kuggavogur 9. Samkomulagið byggðist á því að hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi sem gerðu ráð fyrir breyttri nýtingu lóða og auknu byggingarmagni gengju eftir. Af hálfu stefnda var það meðal annars bundið þeim fyrirvara að hann hæfi ekki undirbúning framkvæmda á svæði 2 í Vogabyggð eða afgreiddi nýja deiliskipulagsáætlun fyrr en lóðarhafar sem réðu yfir 70% af heimiluðu byggingarmagni á því svæði hefðu skuldbundið sig til þess að ráðast í uppbyggingu á lóðum sínum með undirskrift samkomulags. Þá var kveðið á um það í samkomulaginu að það félli úr gildi ef nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefði ekki verið staðfest fyrir árslok 2019.32. Samkomulagið lagði þær skyldur á stefnda að ráðast í uppbyggingu nánar tilgreindra innviða á svæðinu og gera nýja lóðarleigusamninga við lóðarhafa, samhliða því að eldri lóðarleigusamningar yrðu felldir niður. Meginskylda Vogabyggðar ehf. var hins vegar að greiða hluta kostnaðar við fyrirhugaðar framkvæmdir við innviði. Forsendur greiðsluþátttöku lóðarhafa voru nákvæmlega skilgreindar og tóku í stórum dráttum mið af byggingarmagni nýbygginga og viðbygginga á hverri lóð og tegund bygginga. Greiðslan skyldi koma til viðbótar gatnagerðargjaldi og öðrum lögákveðnum sköttum og gjöldum. Ekki er ágreiningur um að stefndi hafi staðið við sinn hluta samkomulagsins.33. Áfrýjandi hefur frá upphafi byggt á því að um einhliða gjaldtöku hafi verið að ræða af hálfu stefnda og að viðsemjendur hans hafi ekki átt annarra kosta völ en að fallast á hana. Þá hafi áfrýjandi ekki átt kost á öðru en að yfirtaka skuldabréf sem gefið hafi verið út til greiðslu innviðagjaldsins ef hann vildi á annað borð eignast lóðarréttindin. Líta verður svo á röksemdir áfrýjanda fyrir Hæstarétti um að ekki hafi verið jafnræði með stefnda og lóðarréttarhöfum og þeir hafi verið í þvingaðri stöðu rúmist innan framangreindra málsástæðna hans. 34. Enda þótt þátttaka lóðarleiguhafa á svæði 2 í Vogabyggð í kostnaði við uppbyggingu innviða á svæðinu sé í ýmsum gögnum málsins nefnt innviðagjald er í raun um að ræða samning af einkaréttarlegum toga þar sem lóðarleiguhafar skuldbundu sig til að greiða tiltekið endurgjald fyrir þá hagsmuni sem samkomulagið færði þeim. Ekkert er komið fram í málinu sem bendir til annars en að lóðarleiguhafar hafi gengið til þessa samkomulags á viðskiptalegum grundvelli og án þvingunar, enda færði það þeim nýja lóðarleigusamninga til lengri tíma með auknum byggingarrétti og þar með verðmætari lóðarleiguréttindi sem að auki voru framseljanleg. Vogabyggð ehf. átti jafnframt þann kost að ganga ekki til samninga við stefnda og byggja áfram rétt á skilmálum fyrri lóðarleigusamnings sem gilda átti til ársins 2035. Málsástæður áfrýjanda sem byggjast á aðstöðumun samningsaðila, þvingaðri stöðu viðsemjenda stefnda og einhliða ákvörðun um fjárhæð kostnaðarþátttöku þeirra eiga samkvæmt framangreindu ekki við rök að styðjast og er þeim hafnað. Sama gildir um málsástæðu áfrýjanda um þvingaða stöðu hans sjálfs en hann keypti umrædd leigulóðarréttindi af Vogabyggð ehf. og gekkst undir þær kvaðir sem hvíldu á lóðinni og greiðsluskuldbindingar samkvæmt umræddu samkomulagi sem hann tók yfir með skuldskeytingu. Ekki liggur annað fyrir en að sú ákvörðun hafi verið tekin á viðskiptalegum forsendum og án nokkurrar þvingunar.35. Í dómum Hæstaréttar 31. maí 2012 í máli nr. 404/2011 og 18. apríl 2013 í málum nr. 614/2012, 615/2012 og 616/2012 var leiddur til lykta ágreiningur sem laut að réttmæti endurkrafna á greiðslu fyrir byggingarrétt á lóðum sem lóðarleiguhafar vildu skila til sveitarfélags og um gildi samnings um greiðslu fyrir byggingarrétt umfram greiðslu gatnagerðargjalds. Í öllum tilvikum var um að ræða kaup á byggingarrétti á nýjum lóðum í eigu sveitarfélags á grundvelli útboðs. Lögbundið gatnagerðargjald var þar hluti af endurgjaldi fyrir byggingarréttinn. Samkomulagið sem mál þetta lýtur að var talsvert margþættara en þeir samningar um sölu á byggingarrétti sem fjallað var um í nefndum dómum og sá munur auk þess á að það varðaði lóð sem eldri lóðarleigusamningur gilti um. Þannig fól það í sér að sá samningur yrði felldur niður en í stað hans gerður nýr lóðarleigusamningur á grundvelli nýs deiliskipulags með verðmætari lóðarleiguréttindum. Það sem samkomulagið og umrædd sala byggingarréttar í útboði eiga hins vegar sameiginlegt er að í báðum tilvikum var sveitarfélag, sem fer með stjórnsýslu í skipulags- og mannvirkjamálum en er jafnframt eigandi lóðar, að afla sér tekna af fasteign sinni með einkaréttarlegum samningi við lóðarleiguhafa til viðbótar tekjum af lögbundnum sköttum og gjöldum í þeim tilgangi að standa straum af kostnaði við uppbyggingu innviða. Samkomulagið færði lóðarleiguhöfum lengri lóðarleigusamning og rétt til breyttrar nýtingar og aukins byggingarmagns á grundvelli nýs deiliskipulags, samhliða hraðari uppbyggingu en ráð var fyrir gert í aðalskipulagi stefnda. Þótt samkomulagið hafi ekki beinlínis verið orðað sem sala á byggingarrétti fól það efnislega í sér sölu stefnda á auknum og verðmætari byggingarrétti og áskilnað um greiðslu lóðarleiguhafa fyrir þann aukna byggingarrétt. Framangreindir dómar hafa því fordæmisgildi við úrlausn þessa máls.36. Samkvæmt lögum nr. 4/1995 eru sveitarfélögum markaðir tekjustofnar sem ýmist eru almennir skattar og gjöld eða sem tengjast lögbundnum verkefnum þeirra auk þess sem þau hafa tekjur af eignum sínum. Ákvæði 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar standa því í vegi að hærri skattar eða gjöld en lög heimila verði lögð á og innheimt. Í reynd getur kostnaður við ýmis lögbundin verkefni sveitarfélaga verið umfram þær tekjur sem þau hafa af þeim sköttum og gjöldum sem til verkefnanna eiga að renna. Þá er haft í huga að gatnagerðargjald sem lagt er á samkvæmt lögum nr. 153/2006 tekur ekki mið af raunkostnaði eða áætluðum kostnaði við tilteknar gatnaframkvæmdir og álagning þess og innheimta skapar sveitarfélagi ekki skyldu til að láta af hendi sérgreint endurgjald í formi tiltekinnar gatnagerðar.37. Í fyrirmælum 78. gr. stjórnarskrárinnar felst að sveitarfélög hafa sjálfstjórn í þeim málum sem löggjafinn hefur falið þeim og fara jafnframt sjálf með forræði eigin tekjustofna. Þannig hafa sveitarfélög sjálfstætt vald, innan ramma laga, til að taka ákvarðanir um nýtingu og ráðstöfun tekna, sbr. 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, og verður að játa þeim svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum renni að einhverju marki til lögbundinna verkefna.38. Þrátt fyrir að stefndi fari með stjórnsýslu á sviði skipulagsmála bar honum engin skylda til að ráðast í breytingar á deiliskipulagi með þeim kostnaði við uppbyggingu innviða sem því óhjákvæmilega fylgdi. Breytir þar engu þótt lögbundin gjöld, svo sem gatnagerðargjöld, mættu þeim kostnaði að einhverju leyti. Enda þótt hið nýja deiliskipulag fyrir svæði 2 í Vogabyggð hafi verið forsenda samkomulagsins sem stefndi gerði við lóðarleiguhafa verður endurgjaldi fyrir verðmætari lóðarleiguréttindi ekki jafnað til þess að um ólögmætt viðbótargjald hafi verið að ræða til sveitarfélags fyrir að sinna lögbundnum verkefnum á sviði skipulagsmála eða við gatnagerð. 39. Að virtum aðdraganda samkomulagsins 22. janúar 2016 og efni þess verður að líta svo á að endurgjald fyrir hinn aukna byggingarrétt hafi verið ákvarðað á markaðslegum forsendum þótt það hafi ekki orðið til á grundvelli útboðs enda sáu lóðarleiguhafar sér hag í að inna það af hendi sem endurgjald fyrir verðmætari lóðarleigusamning. 40. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki talið að með samkomulaginu hafi verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf.41. Áfrýjandi krefst þess til vara að viðurkennt verði með dómi að innviðagjaldið sem hann krefst aðallega endurgreiðslu á sé ólögmætt að því leyti sem því hafi verið ráðstafað til lögbundinna verkefna stefnda eða verkefna sem eigi að vera fjármögnuð að fullu með mörkuðum tekjustofnum hans. Þrautavarakrafa áfrýjanda er viðurkenningarkrafa sem lýtur aðeins að ráðstöfun innviðagjalds til lögbundinna verkefna og rúmast því innan varakröfunnar. Í stefnu til héraðsdóms eru ekki færðar fram sjálfstæðar málsástæður til stuðnings þessum varakröfum heldur vísað til málsástæðna til stuðnings aðalkröfu. Fallist er á með Landsrétti að varakröfurnar séu almennar og óskýrar. Í vara- og þrautavarakröfu áfrýjanda felast í raun aðeins málsástæður til stuðnings fjárkröfu hans og komu þær því aðeins til skoðunar sem slíkar við úrlausn málsins, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. mars 2016 í máli nr. 436/2015. 42. Að öllu framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 43. Eftir úrslitum málsins verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Sérverk ehf., greiði stefnda, Reykjavíkurborg, 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=597d2b89-344d-4483-9920-9b48251b3341&verdictid=5f9eeb22-7329-4979-808f-1290df924533 |
Mál nr. 10/2022 | Endurupptaka Endurupptökudómur Réttlát málsmeðferð Mannréttindasáttmáli Evrópu Skattsvik Staðgreiðsla opinberra gjalda Fjármagnstekjuskattur Málshraði Dráttur á máli Tafir á meðferð máls Frávísun frá héraðsdómi Refsiákvörðun Málskostnaður | Með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013 í máli nr. 74/2012 voru J og T sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, sem þeir frömdu í eigin nafni og sem stjórnendur B hf. Endurupptökudómur féllst á beiðni J og T um endurupptöku málsins. Vísað var til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði 18. maí 2017 komist að þeirri niðurstöðu að með framangreindum dómi Hæstaréttar hefði verið brotið gegn rétti J og T samkvæmt 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Ákærðu og ákæruvaldið kröfðust þess að vísað yrði frá dómi sakargiftum samkvæmt I. og II. kafla ákæru, en ágreiningur aðila laut að ákvörðun refsingar vegna 1. og 2. tölul. III. kafla ákæru. Í dómi Hæstaréttar kom fram að í ljósi málsatvika og með hliðsjón af dómum Hæstaréttar væri málinu vísað frá héraðsdómi er varðaði sakargiftir samkvæmt I. og II. kafla ákæru. Þá kom fram að með hliðsjón af brotum J samkvæmt III. kafla ákæru og að teknu tilliti til dómaframkvæmdar væru brot hans talin meiri háttar og heimfærð til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. T var talinn hafa brotið gegn 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Að teknu tilliti til þess verulega dráttar sem orðið hafði á rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi á fyrri stigum og með hliðsjón af þeim sektargreiðslum sem J og T höfðu þegar innt af hendi var þeim ekki gerð sérstök refsing í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari, Árni Kolbeinsson, Eiríkur Tómasson og Hjördís Hákonardóttir fyrrverandi hæstaréttardómarar og Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 var fallist á beiðni ákærðu um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 74/2012 sem dæmt var 7. febrúar 2013. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 26. janúar 2022 sem birt var ákærðu 11. febrúar sama ár.3. Ákæruvaldið krefst þess að sakargiftum samkvæmt I. og II. kafla ákæru verði vísað frá dómi en að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærðu að öðru leyti og að ákærðu verði gerð refsing lögum samkvæmt. 4. Ákærði Jón Ásgeir krefst þess að I. kafla ákæru verði vísað frá dómi og að honum verði ekki gerð refsing vegna 1. töluliðar III. kafla hennar. Ákærði Tryggvi krefst þess að II. kafla ákæru verði vísað frá dómi og að honum verði ekki gerð refsing vegna 2. töluliðar III. kafla hennar.MálsatvikUpphaflegar sakargiftir á hendur ákærðu5. Með ákæru 18. desember 2008 höfðaði settur ríkislögreglustjóri sakamál á hendur ákærðu ásamt öðrum að lokinni rannsókn skattyfirvalda og lögreglu. Verður hér gerð grein fyrir þeim ákæruefnum sem varða ákærðu.6. Í I. kafla ákæru voru ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum vegna eigin skattskila með því að hafa skilað röngum skattframtölum árin 1999 til 2003, þar sem hann hafi vantalið skattskyldar tekjur sínar öll árin og fjármagnstekjur árin 1999, 2002 og 2003 og þannig komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts samtals 14.975.863 króna og fjármagnstekjuskatts samtals 14.927.490 króna.7. Samkvæmt 1. tölulið III. kafla ákæru var ákærði Jón Ásgeir sakaður sem framkvæmdastjóri Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) um meiri háttar brot gegn skattalögum á tímabilinu 2. júlí 1998 til 30. maí 2002. Var honum gefið að sök að hafa á árunum 1998 til 2002 skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið, þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla hafi verið vantalin og látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í samræmi við lög nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, vegna launagreiðslna, afhendingar á bifreið og húsgögnum auk greiðslna félagsins á líftryggingariðgjaldi í þágu ákærða og þriggja annarra stjórnenda og starfsmanna félagsins. Samtals voru hin vantöldu laun sögð nema 27.631.277 krónum og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda samtals 10.633.204 krónum.8. Ákærða Jóni Ásgeiri voru samkvæmt 1. tölulið IV. kafla ákæru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa sem starfandi framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. til 27. ágúst 1999 og stjórnarmaður þess skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið á árinu 1999 þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla voru vantalin og látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launagreiðslna og bifreiðahlunninda til starfsmanns félagsins. Samtals voru hin vantöldu laun sögð nema 1.038.875 krónum og vangoldin staðgreiðsla samtals 398.305 krónum.9. Loks voru ákærða Jóni Ásgeiri í V. kafla ákæru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa sem starfandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Gaums ehf. látið undir höfuð leggjast að skila skattframtali fyrir félagið vegna fyrstu sex mánaða ársins 1998 og vantalið tekjur félagsins með þeim hætti er nánar var lýst í ákæru og þannig komið því undan greiðslu tekjuskatts samtals 200.555.830 króna.0. Í II. kafla ákæru voru ákærða Tryggva gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum vegna eigin skattskila með því að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999 til 2003 og með því að hafa vantalið skattskyldar tekjur sínar og þar með komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts umrædd ár samtals 13.277.400 króna.1. Samkvæmt 2. tölulið III. kafla ákæru voru ákærða Tryggva gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árinu 2002 sem framkvæmdastjóri Baugs Group hf. skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla hafi verið vantalin og látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í samræmi við lög nr. 45/1987 vegna launagreiðslna og greiðslna félagsins á líftryggingariðgjöldum vegna ákærða og tveggja annarra stjórnenda og starfsmanna þess. Samtals voru hin vantöldu laun sögð hafa numið 8.400.620 krónum og vangoldin staðgreiðsla samtals 3.237.598 krónum.2. Í VI. kafla ákæru voru brot ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. áður 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981, 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995 og 1. gr. laga nr. 134/2005, svo sem nánar var rakið í ákærunni.Rannsókn málsins og meðferð þess hjá skattyfirvöldum3. Upphaf málsins verður rakið til húsleitar sem gerð var hjá Baugi Group hf. 28. ágúst 2002. Hinn 17. september 2003 sendi saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra bréf til skattrannsóknarstjóra ríkisins vegna gruns um brot fyrirsvarsmanna félagsins á skattalögum sem og lögum um bókhald og ársreikninga. Rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum ákærða Jóns Ásgeirs og bókhaldi og skattskilum félaganna Baugs Group hf. og Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. hófst 17. nóvember 2003. Rannsóknin beindist jafnframt að nánar tilteknu félagi sem og öðrum einstaklingum sem tengdust fyrrgreindum félögum, þar á meðal ákærða Tryggva. Hann gegndi starfi aðstoðarforstjóra Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) allt frá stofnun félagsins fram til 30. maí 2002 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri þess. Mun ákærði Tryggvi hafa gegnt þeirri stöðu allt þar til hann lét af störfum hjá félaginu 1. nóvember 2002. Skattrannsóknarstjóri hóf jafnframt rannsókn á skattskilum ákærða Tryggva 22. júní 2005 vegna tekjuáranna 1999 til 2002. 4. Í framhaldi af skýrslu skattrannsóknarstjóra árið 2004 voru mál ákærðu send ríkisskattstjóra til meðferðar á grundvelli 6. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. Með úrskurði ríkisskattstjóra 30. desember 2004 voru opinber gjöld ákærða Jóns Ásgeirs endurákvörðuð að viðbættu 25% álagi vegna gjaldársins 1999. Með úrskurði 30. desember 2005 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld ákærða Jóns Ásgeirs vegna gjaldáranna 2000 til 2003 að viðbættu 25% álagi. Með úrskurði 29. desember 2005 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld ákærða Tryggva vegna gjaldáranna 2000 til 2003 að viðbættu 25% álagi.5. Með kærum 29. mars 2005 og 29. mars 2006 skaut ákærði Jón Ásgeir til yfirskattanefndar úrskurðum ríkisskattstjóra 30. desember 2004 vegna gjaldársins 1999 og 30. desember 2005 vegna gjaldáranna 2000 til 2003. Með tveimur úrskurðum yfirskattanefndar 26. september 2007 var lítill hluti af fyrrgreindum úrskurðum ríkisskattstjóra felldur úr gildi en að öðru leyti tók nefndin ekki til greina kröfur ákærða. 6. Með kæru 28. mars 2006 skaut ákærði Tryggvi úrskurði ríkisskattstjóra frá 29. desember 2005 til yfirskattanefndar vegna gjaldáranna 2000 til 2003. Með úrskurði 29. ágúst 2007 féllst yfirskattanefnd á að fella niður álag vegna tiltekinnar tekjufærslu hlunninda í skattframtali ákærða árið 2000 en að öðru leyti var kröfum hans hafnað.Málsmeðferð fyrir dómi7. Með bréfi 12. nóvember 2004 vísaði skattrannsóknarstjóri máli ákærðu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Sem fyrr segir var ákæra gefin út 18. desember 2008 og málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. febrúar 2009. Á árinu 2006 hafði auk þess verið gefin út ákæra á hendur ákærðu vegna sakargifta sem tengdust rekstri Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.). Því máli lauk með dómi Hæstaréttar 5. júní 2008 í máli nr. 385/2007 þar sem ákærðu voru dæmdir til refsingar.8. Af hálfu ákærðu var þess krafist að málinu yrði vísað frá dómi þar sem brotið hefði verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar þar sem þeir hefðu meðal annars ekki notið skilvirkrar málsmeðferðar og þess að teljast saklausir uns sekt væri sönnuð samkvæmt 1. og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá hefði meðferð málsins brotið í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann um bann við endurtekinni málsmeðferð og refsingu í sakamálum þar sem með úrskurðum ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar um skattálag hefði þeim verið refsað í skilningi nefnds ákvæðis. Með úrskurði héraðsdóms 20. maí 2009 var kröfum ákærðu um frávísun málsins hafnað.9. Með bókun í héraðsdómi 1. desember 2009 vísuðu ákærðu til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 10. febrúar 2009 í máli nr. 14939/03, Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi, um túlkun á 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Var þar jafnframt vísað til 3. mgr. 159. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála um heimild til að gera kröfu um frávísun á nýjan leik. Í kjölfarið lögðu ákærðu fram greinargerðir 15. mars 2010 þar sem krafist var á ný frávísunar málsins í heild frá dómi. Héraðsdómur kvað 1. júní 2010 upp úrskurð vegna frávísunarkrafna ákærðu þar sem fallist var á frávísun málsins frá dómi að því er varðaði I. og II. kafla ákærunnar með þeim rökum að málsmeðferð skattyfirvalda teldist hafa tekið til sömu atvika eða brota og ákærðu væru gefin að sök í umræddum köflum ákærunnar. Því væri málshöfðunin á hendur þeim andstæð 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann.20. Ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem kvað upp dóm 22. september 2010 í máli nr. 371/2010. Þar var meðal annars vísað til þess að óvissu gætti um skýringu á bæði gildissviði og inntaki 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann, enda hefði ekki verið samræmi í skýringu á honum í dómum mannréttindadómstólsins. Svo til greina kæmi að slá því föstu að þessi skipan skattamála hér á landi fengi ekki staðist vegna ákvæða mannréttindasáttmálans yrði að minnsta kosti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög færu í bága við þau, eftir atvikum í ljósi dóma mannréttindadómstólsins. Með því að svo hagaði ekki til í málinu var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.21. Við áframhaldandi meðferð málsins í héraði voru á ný gerðar kröfur um frávísun hluta ákærunnar en með úrskurði héraðsdóms 9. maí 2011 hafnaði héraðsdómur þeim kröfum og var efnisdómur kveðinn upp 9. desember sama ár. Þar var ákærði Jón Ásgeir sakfelldur fyrir ýmis brot vegna eigin skattskila samkvæmt I. kafla ákæru. Jafnframt var hann á grundvelli 1. töluliðar III. kafla ákæru sakfelldur fyrir að hafa sem fyrirsvarsmaður Baugs hf. staðið skil á röngum skilagreinum vegna greiðslu til ákærða Tryggva í desember 1998, greiðslu til Aí júní 1999, greiðslu til B í desember 1999 með afhendingu á bifreið og húsgögnum og greiðslu til ákærða Tryggva í mars 2000. Á hinn bóginn var hann sýknaður af þeim sakargiftum að hafa staðið skil á röngum skilagreinum vegna iðgjaldagreiðslna fyrir sig sjálfan og fleiri á árunum 1998 til 2002 svo og fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu af þeim fjármunum. Þá var ákærði Jón Ásgeir sakfelldur samkvæmt 1. tölulið IV. kafla ákæru sem fyrirsvarsmaður Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. fyrir að hafa staðið skil á röngum skilagreinum vegna launa starfsmanns þess á árinu 1999 en sýknaður af sakargiftum um að hafa staðið skil á röngum skilagreinum vegna bifreiðahlunninda sama starfsmanns. Loks var ákærði sýknaður af sakargiftum samkvæmt V. kafla ákæru.22. Ákærði Tryggvi var sakfelldur með fyrrgreindum héraðsdómi fyrir brot samkvæmt flestum ákæruatriðum II. kafla vegna eigin skattskila. Hann var jafnframt sakfelldur samkvæmt 2. tölulið III. kafla ákæru fyrir að hafa sem fyrirsvarsmaður Baugs Group hf. ekki gert skilagrein og staðið skil á staðgreiðslu vegna greiðslu til A í júní 2002. Á hinn bóginn var ákærði Tryggvi sýknaður af sakargiftum um að hafa staðið skil á röngum skilagreinum vegna iðgjaldagreiðslna fyrir sig sjálfan og fleiri á árinu 2002.23. Héraðsdómur heimfærði brot ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva eftir I. og II. kafla ákæru til 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, sbr. áður 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærðu samkvæmt III. kafla ákæru og 1. tölulið IV. kafla ákæru hvað ákærða Jón Ásgeir varðar voru heimfærð til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Við ákvörðun refsingar ákærðu var meðal annars vísað til aðdraganda málsins og þess tíma sem rannsókn þess tók. Hefði ákæruvaldið ekki réttlætt þann drátt sem orðið hefði á rannsókninni og því hefðu ákærðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í skilningi 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Með vísan til þessa var ákvörðun refsingar ákærðu frestað skilorðsbundið í eitt ár frá uppsögu héraðsdóms.24. Hinn 6. janúar 2012 áfrýjaði ríkissaksóknari dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem kvað upp dóm 7. febrúar 2013 í máli nr. 74/2012. Þar var ákærði Jón Ásgeir sakfelldur samkvæmt tilteknum liðum I. kafla ákærunnar vegna eigin skattskila, sem samtals námu 172.074.912 krónum, og fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum, samtals 25.278.690 krónum. Þá var hann sakfelldur samkvæmt 1. tölulið III. kafla ákæru fyrir tilgreind brot í starfsemi Baugs hf. árin 1998, 1999 og 2000, samtals 19.400.000 krónur, og að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þeirra, samtals 7.473.460 krónum. Á hinn bóginn var hann sýknaður af broti samkvæmt 1. tölulið IV. kafla ákæru. Ákærði Tryggvi var sakfelldur samkvæmt tilteknum liðum í II. kafla ákæru vegna eigin skattskila, sem samtals námu 28.800.000 krónum, og fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þeirra, samtals 13.087.700 krónum. Þá var hann sakfelldur samkvæmt 2. tölulið III. kafla ákæru fyrir að hafa í starfsemi Baugs Group hf. skilað rangri skilagrein til staðgreiðslu opinberra gjalda og vantalið launagreiðslu til A í júní 2002 að fjárhæð 8.000.000 króna og ekki haldið eftir og staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals 3.083.200 krónum.25. Hæstiréttur taldi ákærðu hafa gerst seka um meiri háttar brot á skattalögum og var refsing þeirra ákveðin samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981, nú 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995, og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af þeim verulega drætti sem orðið hafði á málsmeðferðinni og því álagi á skattstofna sem fellt hafði verið á ákærðu. Refsing þeirra var jafnframt ákveðin eftir 78. gr., sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Var ákærða Jóni Ásgeiri gert að sæta fangelsi í 12 mánuði og honum jafnframt gert að greiða 62.000.000 króna sekt. Ákærða Tryggva var gert að sæta fangelsi í 18 mánuði og einnig að greiða 32.000.000 króna sekt. Fangelsisrefsing beggja ákærðu var bundin almennu skilorði 57. gr. almennra hegningarlaga í tvö ár frá uppsögu dómsins.Endurupptaka26. Ákærðu lögðu fram kvörtun til Mannréttindadómstóls Evrópu 21. mars 2011 á þeim grundvelli að þeir hefðu tvívegis sætt saksókn og refsingu fyrir sama brot með beitingu álags á stjórnsýslustigi og síðar í sakamáli fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Í dómi 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri gegn Íslandi, var komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rétti ákærðu með því að þeir hafi verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum sem hafi ekki tengst með fullnægjandi hætti, sbr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða ákærðu nánar tilgreindar miskabætur og málskostnað fyrir dómstólnum en ekki var fallist á kröfu um bætur vegna þeirra sekta sem þeim hafði verið gert að greiða með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012. Þá var hafnað kröfu um endurgreiðslu kostnaðar og útgjalda sem til hafði stofnast við málarekstur hér á landi.27. Ákærðu fóru þess á leit við endurupptökunefnd 9. júní 2017 að hæstaréttarmálið nr. 74/2012 yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti með vísan til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Þótt dómurinn hafi eingöngu tekið til atvika varðandi I. og II. kafla ákæru var þess krafist að málið yrði endurupptekið í heild svo að unnt yrði að endurskoða ákvörðun viðurlaga. Með bréfum ríkissaksóknara til endurupptökunefndar 28. júlí 2017 og 22. febrúar 2018 var að mestu tekið undir sjónarmið ákærðu um réttmæti endurupptöku málsins. Féllst endurupptökunefnd með úrskurði 12. apríl 2018 á að taka upp málið „í heild að því er varðar endurupptökubeiðendur“ á grundvelli d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 4. maí 2018 vegna endurupptöku málsins sem birt var ákærðu 14. sama mánaðar. 28. Með dómi Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 var endurupptöku málsins hafnað og því vísað frá Hæstarétti. Fyrir lægi að óhlutdrægur og óháður dómstóll hefði komist að niðurstöðu í málinu í samræmi við ákvæði 61. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki væri að finna heimild í íslenskum lögum til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi væru í málinu.29. Með lögum nr. 47/2020 sem tóku gildi 1. desember 2020 voru gerðar breytingar á lögum nr. 50/2016 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lögum nr. 88/2008. Endurupptökudómi var komið á fót og gerðar breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku bæði einkamála og sakamála. Sú breyting var gerð á a-lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að bætt var við orðinu „upplýsingar“ og voru skilyrði fyrir endurupptöku sakamála eftir breytingarnar þar með rýmkuð. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 kom meðal annars fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem fram kæmu í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hefði orðalag a-liðar verið samræmt þeim breytingum sem gerðar væru á skilyrðum endurupptöku eftir lögum nr. 91/1991. Áréttað var að skýra bæri orðalagið „ný gögn eða upplýsingar“ svo rúmt að það tæki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Var um þetta vísað til skýringa við það ákvæði sem breytti lögum nr. 91/1991 að þessu leyti. Þar sagði meðal annars að með nýjum gögnum eða upplýsingum í umræddum skilningi væri átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum. Þar á meðal gætu verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu.30. Með beiðni 24. mars 2021 fóru ákærðu þess á leit við Endurupptökudóm að hæstaréttarmál nr. 74/2012 yrði endurupptekið hvað þá varðaði og tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að dómur mannréttindadómstólsins í máli þeirra teldist „ný gögn eða upplýsingar“ í skilningi a-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Einnig hefðu verulegir gallar verið á meðferð málsins þannig að áhrif hefði haft á niðurstöðu þess, sbr. d-lið sömu málsgreinar.31. Endurupptökudómur tók beiðni ákærðu til greina með úrskurði 21. janúar 2022. Sagði meðal annars í úrskurðinum að í fyrrgreindum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hefði eingöngu verið fjallað um atvik sem vörðuðu I. og II. kafla ákæru og leyst hefði verið úr með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012. Í dóminum hefði einnig verið leyst úr fleiri ákæruliðum og báðir ákærðu ,,sakfelldir fyrir fleiri atriði en vegna brota samkvæmt I. og II. kafla ákærunnar“. Þar sem refsing hefði verið ákvörðuð í einu lagi þótti ekki annað unnt en að endurupptaka dóminn í heild sinni hvað ákærðu varðaði.Málatilbúnaður aðilaHelstu röksemdir ákæruvaldsins32. Í greinargerð ákæruvaldsins kemur fram að krafist sé frávísunar á I. kafla ákæru hvað ákærða Jón Ásgeir varðar og II. kafla ákæru hvað ákærða Tryggva varðar. Þá unir ákæruvaldið sýknu héraðsdóms vegna V. kafla ákærunnar vegna ákærða Jóns Ásgeirs, auk þess sem vísað er til þess að hann hafi verið sýknaður af sakargiftum samkvæmt 1. tölulið IV. kafla ákæru í hæstaréttarmáli nr. 74/2012 og komi það sakarefni því ekki til skoðunar í málinu á grundvelli fyrirmæla 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. 33. Þótt dómur Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri gegn Íslandi, sé að mati ákæruvaldsins nokkuð óskýr verði að telja að þar falli eingöngu undir sakargiftir samkvæmt I. og II. kafla ákæru þar sem lýst sé brotum ákærðu tengdum persónulegum skattskilum þeirra sjálfra. Forsenda brota gegn 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu sé að ákærðu hafi, áður en ákæra var gefin út, verið refsað í formi álags sem lagt hafi verið á vegna sömu vantalinna skattstofna af skattyfirvöldum. Slíku sé ekki til að dreifa vegna starfa ákærðu sem fyrirsvarsmanna Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) samkvæmt III. kafla ákæru.34. Með dómi héraðsdóms hafi ákærðu verið sakfelldir fyrir hluta sakargifta samkvæmt III. kafla ákæru vegna starfa þeirra sem framkvæmdastjórar Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) árin 1998 til 2002. Ákærði Jón Ásgeir hafi verið sakfelldur samkvæmt 1. tölulið III. kafla ákæru fyrir að hafa vantalið og látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda. Samanlagt hafi vantaldar greiðslur numið 19.400.000 krónum og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda 7.473.460 krónum. Ákærði Tryggvi hafi verið sakfelldur samkvæmt 2. tölulið III. kafla ákæru fyrir að hafa vantalið og látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda. Samanlagt hafi vantalin greiðsla numið 8.000.000 króna og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda vegna hennar 3.083.200 krónum. Að öðru leyti sæti sakarefni III. kafla ákæru ekki áfrýjun.Helstu röksemdir ákærðu35. Af hálfu ákærðu er vísað til þess að upphaf málsins megi rekja til húsleitar hjá Baugi Group hf. 28. ágúst 2002. Skattrannsóknarstjóri hafi tekið skattskil ákærða Jóns Ásgeirs til rannsóknar á grundvelli tilkynningar ríkislögreglustjóra til embættisins 17. september 2003. Skattrannsóknarstjóri hafi síðar sent málið til meðferðar ríkisskattstjóra með bréfi 27. október 2004. Gjöld ákærða Jóns Ásgeirs hafi verið endurákvörðuð og við þau bætt 25% álagi með tveimur úrskurðum yfirskattanefndar 26. september 2007 vegna gjaldársins 1999 og gjaldáranna 2000 til 2003. Opinber gjöld ákærða Tryggva vegna gjaldáranna 2000 til 2003 hafi verið endurákvörðuð að viðbættu 25% álagi með úrskurði yfirskattanefndar 29. ágúst 2007. Í kjölfarið hafi ákærðu greitt að fullu alla skatta, vexti og álög sem á þá voru felld af skattyfirvöldum. Hinu sama hafi gegnt um Baug hf. (síðar Baug Group hf.).36. Af hálfu ákærðu er tekið undir kröfu ákæruvaldsins um frávísun I. og II. kafla ákærunnar frá héraðsdómi. Þá er byggt á því að óheimilt sé að gera þeim refsingu í málinu. 37. Með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013 máli nr. 74/2012 hafi ákærða Jóni Ásgeiri verið gert að sæta fangelsi í 12 mánuði en fullnustu refsingar hans frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá hafi hann verið dæmdur til greiðslu 62.000.000 króna sektar. Fullnustu refsingar hafi lokið 7. febrúar 2015 enda hélt ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga auk þess sem hann greiddi 39.300.000 króna sekt og sakarkostnað að fullu. Ákærða Tryggva hafi verið gert að sæta fangelsi í 18 mánuði en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Auk þess hafi hann verið dæmdur til greiðslu 32.000.000 króna sektar. Fullnustu refsingar hafi lokið 7. febrúar 2015 enda hélt ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá hafi hann greitt 8.900.000 krónur í sekt og sakarkostnað að fullu. Miðað við þær sakargiftir sem eftir stæðu samkvæmt 1. og 2. tölulið III. kafla ákæru hafi ákæruvaldið áætlað í greinargerð við meðferð hæstaréttarmálsins nr. 12/2018 að sekt ákærða Jóns Ásgeirs hefði numið 15.000.000 króna og ákærða Tryggva 6.200.000 krónum. Þar með hefðu ákærðu ofgreitt sektir og af þeim sökum væri ekki unnt að refsa þeim með sektarákvörðun í dómsorði, sbr. dóm Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 34/2019. 38. Brot ákærðu yrðu auk þess ekki heimfærð til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í ákæru hafi ákærða Jóni Ásgeiri verið gefið að sök að hafa vanframtalið ýmist persónulega eða vegna nánar tiltekinna félaga 879.414.921 krónu og vangreitt 241.490.692 krónur og ákærða Tryggva að hafa vanframtalið 37.617.466 krónur og vangreitt 16.514.998 krónur. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012 hafi ákærði Jón Ásgeir verið sakfelldur fyrir að hafa vanframtalið 191.474.912 krónur og vangreitt 32.752.150 krónur og ákærði Tryggvi fyrir að hafa vanframtalið 36.800.000 krónur og vangreitt 16.170.900 krónur. Yrði sakargiftum vegna I. og II. kafla ákæru vísað frá dómi stæðu eftir ákæruefni vegna ákærða Jóns Ásgeirs samtals að fjárhæð 19.400.000 krónur vegna vanframtalinna tekna og þar með vangreiðsla samtals 7.473.460 krónur. Vegna ákærða Tryggva stæði eftir ákæruefni samtals að fjárhæð 8.000.000 króna og vangreiðsla samtals 3.083.200 krónur. Þá verði einnig að líta til þess að fyrrgreindar tekjur tengdust rekstri Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) sem velti tugum milljarða króna á þeim árum sem ákæran nær til. 39. Við ákvörðun refsingar verði einnig að líta til þeirra óhóflegu tafa sem hefðu orðið á meðferð málsins og yrði ákærðu ekki kennt um þær. Þeir hefðu jafnframt átt kröfu til og mátt ætla að öll mál gegn þeim yrðu útkljáð með dómi um ákæru sem gefin var út 31. mars 2006 og lauk með dómi Hæstaréttar 5. júní 2008 í máli nr. 385/2007.40. Þá sé ekki unnt að ákveða ákærðu refsingu í þessu máli á grundvelli 78. gr. almennra hegningarlaga þegar svo langt sé liðið frá fyrri dómi. Til viðbótar hafi ákærðu þurft að sæta ólögmætri endurtekinni málsmeðferð fyrir dómstólum og augljósri mismunun í meðferð ákæruvalds. Þá hafi verið gerðar breytingar á lögum um rannsókn og saksókn skattalagabrota með lögum nr. 29/2021 og fyrirmælum ríkissaksóknara nr. 6/2021, settum með stoð í þeim lögum. Ákveða eigi ákærðu refsingu með hliðsjón af því, sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Niðurstaða41. Með lögum nr. 47/2020 var gerð sú breyting á dómstólaskipan landsins að stofnaður var Endurupptökudómur. Hlutverk hans er að skera úr um hvort heimila á endurupptöku mála sem meðal annars hafa verið dæmd af Hæstarétti. Í XXXV. kafla laga nr. 88/2008 er fjallað um endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti eða Hæstarétti. Í 3. mgr. 232. gr. laganna segir að Endurupptökudómur taki ákvörðun um hvort mál verði endurupptekið og gildi ákvæði 1. mgr. 231. gr. um þá ákvörðun. Í 4. mgr. kemur jafnframt fram að hafi endurupptaka máls verið heimiluð, annaðhvort að öllu leyti eða að hluta, skuli upp frá því fara með málið að því marki, sem heimildin nær, eftir almennum reglum XXXI. kafla laganna eins og áfrýjunarstefna hefði verið gefin út á þeim tíma þegar endurupptaka var ráðin og XXXIII. kafla eftir því sem á við. Eins og að framan greinir kvað Endurupptökudómur 21. janúar 2022 upp úrskurð um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 74/2012 sem dæmt var í Hæstarétti 7. febrúar 2013 að því er varðar sakargiftir í heild á hendur ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva. 42. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði Jón Ásgeir sakfelldur fyrir brot samkvæmt I. kafla, 1. tölulið III. kafla og 1. tölulið IV. kafla ákæru. Eins og áður greinir var hann sýknaður af broti gegn 1. tölulið IV. kafla ákærunnar með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012. Í 5. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, segir að sé mál endurupptekið eftir beiðni dómfellda megi hlutur hans aldrei verða lakari en hann var eftir hinum upphaflega dómi. Með vísan til fyrrgreinds ákvæðis var því lýst yfir af hálfu ákæruvaldsins við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti að fallið væri frá sakargiftum samkvæmt 1. tölulið IV. kafla ákæru hvað ákærða Jón Ásgeir varðar. Kemur sá liður ákæru því ekki til frekari skoðunar í málinu.43. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti var jafnframt af hálfu ákæruvaldsins áréttuð yfirlýsing þess sem gefin var við meðferð hæstaréttarmáls nr. 74/2012 um að fallið væri frá þeim þætti 1. töluliðar III. kafla ákæru sem lýtur að staðgreiðslu vegna greiðslu til ákærða Jóns Ásgeirs í október 2000 að fjárhæð 4.000.000 króna, en ekki var tekin afstaða til þess ákæruliðar í hinum áfrýjaða dómi. Verður að telja að um óverulegan annmarka sé að ræða á samningu dómsins þegar hliðsjón er höfð af umfangi málsins, sem leiði ekki til ómerkingar hans, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 14. janúar 1999 í máli nr. 425/1998 og 30. maí 2002 í máli nr. 96/2002.44. Ákæruvaldið hefur eins og að framan greinir tekið undir kröfu ákærðu um að vísað verði frá dómi I. kafla ákæru hvað ákærða Jón Ásgeir varðar og II. kafla hvað ákærða Tryggva varðar. Er byggt á því að efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis, sbr. lög nr. 62/1994. Þessu til stuðnings vísar ákæruvaldið meðal annars til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri gegn Íslandi, og til þess að þar falli eingöngu undir sakargiftir samkvæmt I. og II. kafla ákæru þar sem lýst er persónulegum skattskilum ákærðu. Jafnframt vísar ákæruvaldið til dóma Hæstaréttar 22. júní 2022 í máli nr. 11/2022 og 14. september 2022 í máli nr. 21/2022. Samkvæmt þessu og í ljósi fyrrgreindra málsatvika verður I. og II. kafla ákæru vísað frá héraðsdómi, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021.45. Ákærðu voru með III. kafla ákæru gefin að sök brot vegna starfa þeirra sem framkvæmdastjórar Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) sem að lögum var sjálfstæður lögaðili og jafnframt sjálfstæður skattaðili. Í ljósi stöðu hlutafélagsins sem sérstaks lögaðila verða ákærðu ekki samsamaðir því. Af því leiðir að álag sem lagt var á félagið á grundvelli laga nr. 45/1987 felur ekki í sér refsingu á hendur ákærðu persónulega. Af framangreindu leiðir að ekki verður talið að saksókn í máli þessu á hendur ákærðu samkvæmt 1. og 2. tölulið III. kafla ákæru brjóti í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis, sbr. og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. apríl 2022, í máli nr. 35/2021.46. Samkvæmt 1. tölulið III. kafla ákæru er ákærði Jón Ásgeir í fyrsta lagi sakaður um að hafa skilað rangri skilagrein og vantalið launagreiðslu til ákærða Tryggva árið 1998, að fjárhæð 5.000.000 króna og að halda ekki eftir og skila staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 1.951.000 krónum. Í öðru lagi er honum gefið að sök að hafa skilað rangri skilagrein og vantalið launagreiðslu til A árið 1999, að fjárhæð 5.100.000 krónur, og að halda ekki eftir og skila staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 1.955.340 krónum. Í þriðja lagi er hann sakaður um að hafa skilað rangri skilagrein og vantalið sem launagreiðslu til B árið 1999 afhendingu á bifreið og sófasetti samtals að fjárhæð 4.300.000 krónur og ekki haldið eftir og skilað staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 1.648.620 krónum. Í fjórða lagi að hafa skilað rangri skilagrein og vantalið launagreiðslu til ákærða Tryggva árið 2000 að fjárhæð 5.000.000 króna og ekki haldið eftir og skilað staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 1.918.500 krónum. Í 2. tölulið III. kafla ákæru er ákærða Tryggva gefið að sök að hafa í starfsemi Baugs Group hf. skilað rangri skilagrein og vantalið launagreiðslu til A árið 2002 að fjárhæð 8.000.000 króna og ekki haldið eftir og skilað staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 3.083.200 krónum. 47. Hvorki kemur fram í þeim skjölum sem liggja frammi í málinu né í framburði ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva fyrir héraðsdómi að sá fyrrnefndi hafi átt þátt í að semja um greiðslu til þess síðarnefnda sem innt var af hendi á árinu 1998 að fjárhæð 5.000.000 króna. Þá voru samkvæmt yfirliti, sem lagt hefur verið fram í málinu, tekin út hlutabréf í Baugi Group hf. að nafnverði 800.000 krónur af reikningi félagsins í Kaupþingi banka í Lúxemborg 14. júní 2002 og hefur A borið fyrir héraðsdómi að hafa tekið við greiðslu að fjárhæð 8.000.000 króna frá félaginu þann dag. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sú niðurstaða að sakfella ákærðu Jón Ásgeir og Tryggva fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök og lýst er í málsgreininni hér að framan.48. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði Jón Ásgeir gerst sekur um að vantelja í starfsemi Baugs hf. (síðar Baugs Group hf.) launatekjur að fjárhæð 19.400.000 krónur og standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þeirra, samtals 7.473.460 krónum. Einnig hefur ákærði Tryggvi gerst sekur um að vantelja í starfsemi sama félags greiðslu að fjárhæð 8.000.000 króna og standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna hennar, samtals 3.083.200 krónum.49. Samkvæmt öllu því sem að framan greinir hefur ákærði Jón Ásgeir gerst sekur um meiri háttar brot á skattalögum. Að teknu tilliti til dómaframkvæmdar, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 19. október 2006 í máli nr. 77/2006 og 2. nóvember 2017 í máli nr. 439/2016, verða brot hans heimfærð til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Þá er staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að ákærði Tryggvi hafi með stórkostlegu hirðuleysi brotið gegn 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, en eins og atvikum er háttað verður sú háttsemi hans ekki heimfærð til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Tilvísun beggja ákærðu til laga nr. 29/2021 hefur ekki þýðingu í þessu tilliti enda hróflaði sú lagasetning ekki við refsinæmi brotanna eða lögbundnum viðurlögum við þeim, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 35/2021.50. Við ákvörðun refsingar ákærðu með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012 var tekinn upp skilorðsdómur Hæstaréttar 5. júní 2008 í máli nr. 385/2007 samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga og refsing þeirra ákveðin í einu lagi sem hegningarauki í samræmi við 78. gr. sömu laga. Með vísan til 4. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 verður við ákvörðun refsingar að þessu sinni, í framhaldi af endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 74/2012, ekki litið til fyrrgreindra ákvæða almennra hegningarlaga enda telst refsing ákærðu sem þeim var gerð með dómi Hæstaréttar í máli nr. 385/2007 nú fyrnd samkvæmt 1. tölulið 1. mgr., sbr. 3. mgr. 83. gr. laganna. 51. Verulegur dráttur hefur orðið á rannsókn máls þessa sem og meðferð þess fyrir dómi á fyrri stigum, sbr. nú 3. mgr. 18. gr., 2. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Jafnframt hefur langur tími liðið frá því að ákærði Jón Ásgeir framdi þau brot sem hann hefur gerst sekur um og verður honum aðeins að takmörkuðu leyti kennt um að dregist hefur úr hömlu að ljúka málinu endanlega fyrir dómi. Samkvæmt þessu verður ákærða Jóni Ásgeiri ekki gerð refsing vegna brots hans gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.52. Samkvæmt 2. mgr. ¬30. gr. laga nr. 45/1987 varða brot beggja ákærðu sektum. Eftir þeirri málsgrein skal aldrei dæma lægri fésekt en sem nemur tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem ekki var staðið skil á. Að teknu tilliti til þessa og með hliðsjón af þeim sektargreiðslum sem ákærðu hafa innt af hendi er ljóst að ákvörðun sekta nú næmi lægri fjárhæðum en þeim sem þeir hafa greitt. Samkvæmt því verður hvorugum ákærða gert að greiða sekt.53. Eftir þessum málsúrslitum verður allur kostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2012 felldur á ríkissjóð, með vísan til 1. mgr. 235. gr. og 1. mgr. 238. gr. laga nr. 88/2008.54. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærðu sem ákveðin eru í einu lagi með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar sakargiftir samkvæmt I. og II. kafla ákæru.Ákærða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er ekki gerð sérstök refsing.Ákærða Tryggva Jónssyni er ekki gerð sérstök refsing.Allur kostnaður af rekstri málsins í héraði sem varðaði þátt ákærðu, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar lögmanns, 7.781.000 krónur, og verjanda ákærða Tryggva, Jakobs R. Möller lögmanns, 5.013.725 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Allur kostnaður af rekstri hæstaréttarmáls nr. 74/2012 sem varðaði þátt ákærðu með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru með dómi réttarins 7. febrúar 2013, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar lögmanns, 1.757.000 krónur, og verjanda ákærða Tryggva, Jakobs R. Möller lögmanns, 1.400.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Allur kostnaður af rekstri máls þessa fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Ásgeirs og Tryggva, Gests Jónssonar lögmanns, 2.500.000 krónur. |
Mál nr. 8/2022 | Endurupptaka Endurupptökudómur Réttlát málsmeðferð Milliliðalaus sönnunarfærsla Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá Hæstarétti | Með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015 höfðu X, Y og Z verið sakfelld fyrir ýmsa háttsemi í starfsemi A ehf. Með úrskurðum Endurupptökudóms 30. desember 2021 var fallist á beiðni þeirra um endurupptöku málsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ákæruvaldið tæki undir kröfu X, Y og Z um að vísa málinu frá Hæstarétti. Að gættri þeirri kröfugerð yrði í ljósi málsatvika og dóms Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 að vísa málinu frá réttinum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorgeir Örlygsson fyrrverandi hæstaréttardómarar og Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari.2. Með úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021, öllum uppkveðnum 30. desember 2021, var fallist á beiðni ákærðu um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 74/2015, sem dæmt var 28. apríl 2016, að því er ákærðu varðar.3. Ákæruvaldið krefst þess að málinu verði vísað frá Hæstarétti.4. Ákærðu krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að héraðsdómur um sýknu þeirra verði staðfestur.5. Málið var dómtekið 18. október 2022 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Málsatvik6. Með ákæru sérstaks saksóknara 5. júlí 2013 var sex einstaklingum gefin að sök tilgreind refsiverð háttsemi í tengslum við rekstur A ehf. Ákærða X, fyrrverandi stjórnarformanni A ehf., og tveimur fyrrverandi stjórnendum félagsins voru gefin að sök umboðssvik. Þau voru meðal annars talin felast í því að hafa í sameiningu í fyrrgreindum störfum sínum misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegri fjártjónshættu er þeir létu félagið fjármagna efndir á samningum sem voru því óviðkomandi með nánar tilgreindum hætti. Þessi háttsemi var talin varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig voru ákærða X gefin að sök meiri háttar brot gegn lögum um bókhald nr. 145/1994 og lögum um ársreikninga nr. 3/2006 með nánar tilgreindum hætti.7. Í sömu ákæru voru ákærðu Y, sem fyrrverandi endurskoðanda ársreikninga A ehf., og ákærða Z, fyrrverandi kjörnum endurskoðanda félagsins, gefin að sök meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga nr. 3/2006 og þágildandi lögum um endurskoðendur nr. 18/1997 í störfum sínum við endurskoðun ársreikninga A ehf. og samstæðureikninga félagsins fyrir árin 2006 og 2007 með því að haga störfum sínum í ósamræmi við góða endurskoðunarvenju með nánar tilgreindum hætti. Jafnframt voru þeim ásamt B, löggiltum endurskoðanda hjá KPMG ehf., gefin að sök brot gegn þágildandi lögum um endurskoðendur nr. 18/1997 með því að rækja ekki endurskoðendastörf sín fyrir A ehf. í samræmi við góða endurskoðunarvenju.8. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2014 voru ákærðu ásamt fyrrgreindum þremur öðrum sakborningum málsins öll sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 9. Með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærðu B. Aðrir sakborningar voru á hinn bóginn sakfelldir og gert að sæta refsingu. Ákærða X var gert að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Ákærðu Y og Z voru dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvort um sig svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa í sex mánuði frá uppsögu dómsins.0. Ákærðu leituðu hvert fyrir sig til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingum íslenska ríkisins, sem lagðar voru fyrir þann dómstól, var viðurkennt að brotið hefði verið á rétti ákærðu til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Var um það vísað til dóms mannréttindadómstólsins 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14, C gegn Íslandi, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Á grundvelli sameiginlegra yfirlýsinga ákærðu og íslenska ríkisins um sættir sem bárust dómstólnum 11. og 18. september 2020 og 27. nóvember sama ár felldi mannréttindadómstóllinn mál þeirra niður 4. mars 2021 með vísan til framangreindra sátta.1. Með bréfi 14. apríl 2021 fór ákærði X þess á leit við Endurupptökudóm að hæstaréttarmálið nr. 74/2015 yrði endurupptekið að því er hann varðaði og tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju fyrir Hæstarétti. Með bréfi 16. júní sama ár fóru ákærðu Y og Z fram á að málið yrði endurupptekið að því er þau varðaði og tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Til stuðnings beiðnunum var vísað til fyrrgreindra sátta ákærðu og íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Svo sem áður er fram komið tók Endurupptökudómur beiðnirnar til greina með úrskurðum í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021, öllum uppkveðnum 30. desember 2021. Var sú niðurstaða reist á d-lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Fyrir þessari niðurstöðu voru færð eftirfarandi rök í liðum 17 og 18 í úrskurði nr. 20/2021, en samhljóða niðurstöðu er að finna í úrskurðum nr. 29/2021 og nr. 30/2021:7. Eins og fyrr hefur verið rakið hefur íslenska ríkið viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að brotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í sáttinni er vísað sérstaklega til máls […] gegn [Íslandi] þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð. Er þar jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016. Þá telur ríkissaksóknari, sem fer með lögbundið fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sakamála samkvæmt XXXV. kafla laga nr. 88/2008, sterk rök mæla með endurupptöku málsins. 8. Í ljósi framangreinds verður að líta svo á að ágreiningslaust sé að sömu sjónarmið og lágu til grundvallar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli […] um brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans eigi við um meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Í því felst meðal annars að leggja verður til grundvallar að óumdeilt sé að Hæstiréttur hafi í máli hans lagt nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins, meðal annars á grundvelli endurrita munnlegra skýrslna sem gefnar voru fyrir héraðsdómi. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti, hvað hann varðar, á grundvelli d-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008.Niðurstaða2. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfur ákærðu um að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Því til stuðnings er meðal annars vísað til dóms Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022. Í því máli hafði Endurupptökudómur heimilað endurupptöku máls, meðal annars með vísan til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og þar með rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í dómi Hæstaréttar er rakið að munnleg sönnunarfærsla geti ekki farið fram fyrir réttinum eftir gildistöku laga nr. 49/2016 og þegar litið væri til þess að með lögum nr. 47/2020 hafi verið lögfest heimild fyrir Endurupptökudóm til að ákveða að máli sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti yrði því slegið föstu að Hæstarétt skorti að gildandi lögum heimild til að láta slíka sönnunarfærslu fara fram fyrir réttinum. Því hafi Endurupptökudómi að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefur eftir síðari málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að vísa því til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Endurupptökudómi hafi borið að gæta að þessu af sjálfsdáðum. 3. Í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar kemur einnig fram að í ljósi þess að málið sé endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hafi verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu verði ekki úr því bætt nema með því að leiða ákærða og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Sé réttinum ókleift að bæta úr því og þá hafi hann heldur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Enn fremur er þar vísað til 59. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 um að skipan dómsvaldsins skuli ákveðin með lögum. Taki það ekki aðeins til þess að stofnunum þessum sé komið á fót með lögum heldur einnig að þar sé mælt fyrir um málsmeðferðina. Væri því óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti.4. Ákæruvaldið reisir sem fyrr segir kröfu um frávísun málsins frá Hæstarétti á þeim grunni að endurupptaka þess hvíli á sömu sjónarmiðum og lögð eru til grundvallar í framangreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022. Því verði ekki hjá því komist að krefjast frávísunar málsins.5. Til grundvallar endurupptöku máls þess sem síðar var leitt til lykta með dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 lá dómur Mannréttindadómstóls Evrópu 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14, C gegn Íslandi. Í þessu máli liggja fyrir sáttir milli ákærðu og íslenska ríkisins sem gerðar voru með vísan til fyrrgreinds dóms mannréttindadómstólsins. Að gættri kröfugerð ákæruvaldsins hér fyrir dómi verður í ljósi málsatvika og dóms Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 að vísa málinu frá Hæstarétti. 6. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015, að öllu leyti úr ríkissjóði.7. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjenda ákærðu sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu Y, Gests Jónssonar lögmanns, 10.592.947 krónur, ákærða X, Ólafs Eiríkssonar lögmanns, 16.172.080 krónur, og ákærða Z, Ragnars Halldórs Hall lögmanns, 10.272.295 krónur. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu Y, Gests Jónssonar lögmanns, 700.000 krónur, ákærða X, Ólafs Eiríkssonar lögmanns, 700.000 krónur, og ákærða Z, Ragnars Halldórs Hall lögmanns, 700.000 krónur. |
Mál nr. 18/2022 | Aðild Málskostnaður Frávísun frá héraðsdómi | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að K, sem deild innan Í, uppfyllti ekki þann áskilnað 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. mars 2022. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda en til vara að kröfur hans verði lækkaðar verulega. Þá krefst áfrýjandi í báðum tilvikum málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt 26. október 2022 um formhlið þess.Ágreiningsefni5. Ágreiningur aðila á rætur að rekja til samnings og viðauka við hann sem þeir gerðu árið 2019 um að stefndi myndi æfa og leika körfuknattleik hjá áfrýjanda. Skömmu eftir að samið var slasaðist stefndi á hægra hné og lýtur ágreiningur aðila að rétti hans til greiðslna á grundvelli samninganna á tímabilinu frá desember 2019 til 18. mars 2020 en þá lauk leiktímabilinu vegna COVID-19-heimsfaraldursins. 6. Í héraðsdómi og Landsrétti var fallist á kröfu stefnda um að áfrýjandi skyldi greiða honum 1.866.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum vegna framangreinds tímabils.7. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 21. mars 2022 með ákvörðun nr. 2022-22 á þeirri forsendu að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin væri reist á.8. Í greinargerð áfrýjanda til Hæstaréttar var því hreyft að með hliðsjón af stöðu hans sem deildar innan Íþróttafélags Reykjavíkur léki verulegur vafi á því hvort hann gæti notið aðildarhæfis fyrir dómstólum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Brugðist var við þeim sjónarmiðum í greinargerð stefnda til Hæstaréttar og því hafnað að aðildarhæfi áfrýjanda væri ekki fyrir hendi. Við framangreindan flutning um formhlið málsins var fjallað um þetta atriði.Málsatvik9. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi og dómi Landsréttar. Eins og þar greinir undirrituðu áfrýjandi og stefndi samning 23. október 2019. Í 1. grein hans var gerð grein fyrir skyldum stefnda sem leikmanns. Þar kemur meðal annars fram að hann skuldbindi sig til að æfa og leika körfuknattleik fyrir áfrýjanda á samningstímanum, samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins, og taka þátt í sameiginlegum verkefnum leikmanna þess í samráði við stjórn. Sama dag var gerður viðauki við samninginn og tilgreint í yfirskrift hans að um verktakasamning væri að ræða.0. Hinn 25. október 2019, tveimur dögum eftir undirritun framangreinds samnings og viðauka, tók stefndi þátt í sínum fyrsta kappleik fyrir áfrýjanda. Í leiknum slasaðist hann á hægra hné. Er ágreiningslaust með aðilum að ljóst hafi verið þegar á þeim tímapunkti að stefndi myndi vegna þeirra meiðsla hvorki æfa né leika körfuknattleik meira með áfrýjanda keppnistímabilið 2019 til 2020. Í kjölfar slyssins áttu sér stað viðræður milli aðila um áhrif þess á samningssamband þeirra. Stefndi fékk greitt samkvæmt samningi fyrir október og nóvember.1. Í gögnum málsins liggja fyrir óundirrituð drög 16. desember 2019, svonefndur viðauki 2 við samning aðila. Skjal þetta ber með sér að hafa átt að koma í stað fyrrgreinds viðauka frá 23. október 2019. Í skjalinu er gert ráð fyrir breyttum skyldum stefnda og greiðslum áfrýjanda sem eigi að nema […] krónum á mánuði. Íþróttafélag Reykjavíkur greiddi stefnda […] krónur 19. desember sama ár og […] krónur 20. sama mánaðar. Ekki kom til frekari greiðslna til stefnda.2. Sáttaumleitanir aðila skiluðu ekki tilætluðum árangri. Með bréfi 27. janúar 2020 gerði stefndi kröfu um greiðslu fyrir desember 2019 samkvæmt samningi aðila, að frádregnum þeim greiðslum sem inntar höfðu verið af hendi í desember, en þeirri kröfu var hafnað með bréfi áfrýjanda 30. janúar 2020. Stefndi höfðaði mál þetta á hendur áfrýjanda 26. maí 2020.3. Í gögnum málsins liggja fyrir lög Íþróttafélags Reykjavíkur sem samþykkt voru á aðalfundi félagsins 23. maí 2018. Í þeim er bæði fjallað um skipulag og starfsemi félagsins sem og einstakra deilda þess, þar á meðal áfrýjanda. Munu áfrýjanda ekki hafa verið settar sérstakar samþykktir. Að lögum félagsins verður nánar vikið hér síðar.4. Í gögnum málsins er jafnframt að finna ársreikninga Íþróttafélags Reykjavíkur fyrir árin 2020 og 2021. Í áritun endurskoðanda á þá kemur fram að ársreikningur „hefur að geyma sameinaðan rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi félagsins, ásamt ársreikningum allra deilda.“ Í ársreikningunum er að finna bæði rekstrar- og efnahagsreikning fyrir einstakar deildir félagsins en einnig sams konar yfirlit um starfsemi félagsins í heild sinni. Samkvæmt ársreikningunum voru einu eignir áfrýjanda umrædd ár viðskiptakröfur og handbært fé. Í efnahagsreikningum Íþróttafélags Reykjavíkur voru hins vegar skráðar eignir af ýmsum toga, meðal annars fasteignir auk áhalda og tækja.Málatilbúnaður aðila um formhlið málsinsRöksemdir áfrýjanda5. Svo sem fyrr greinir var því hreyft í greinargerð áfrýjanda til Hæstaréttar að verulegur vafi léki á því hvort hann gæti notið aðildarhæfis fyrir dómstólum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Áréttað var við flutning málsins fyrir Hæstarétti að áfrýjandi gerði enga kröfu að þessu leyti en hann teldi óhjákvæmilegt að vekja athygli á framangreindu.6. Áfrýjandi vísar meðal annars til þess að hann sé deild sem sé hluti af Íþróttafélagi Reykjavíkur. Sem slík hafi hann engar sérstakar samþykktir eða lög en starfi samkvæmt fyrrgreindum lögum félagsins. Samkvæmt þeim fari aðalstjórn með boðvald yfir félagsmönnum og geti meðal annars vikið þeim úr félaginu, sbr. 5. og 10. grein laganna. Þá vísar áfrýjandi til 1. mgr. 10. greinar þess efnis að aðalstjórn félagsins hafi umráð yfir eignum þess og ráði starfsemi þess í stórum dráttum í samráði við deildarstjórnir. Enn fremur leiði af 16. grein að gert sé ráð fyrir því að hver deild fyrir sig sé með eigin kennitölu og bankareikning enda séu þær reknar sem sjálfstæðar einingar með sjálfstæðan fjárhag. Þó sé ljóst af 10., 12. og 16. grein laganna að aðalstjórn félagsins geti gripið inn í fjárhag deilda og ráðstafað hagsmunum þeirra með bindandi hætti. Aðalstjórn hafi þannig boðvald yfir stjórnum deildanna, meðal annars að því er varðar fjárhag þeirra. Röksemdir stefnda7. Stefndi telur málsástæðu þess efnis að áfrýjandi njóti ekki aðildarhæfis of seint fram komna og komist hún því ekki að í málinu. Þá vísar hann til þess að áfrýjandi sé sjálfstætt skráður í firmaskrá Ríkisskattstjóra og að ekki verði séð að sú skráning sé sérstök undirskráning frá Íþróttafélagi Reykjavíkur.8. Stefndi telur að af fyrrgreindum lögum Íþróttafélags Reykjavíkur verði ráðið að einstaka deildir njóti fulls sjálfstæðis gagnvart félaginu. Því til stuðnings vísar hann meðal annars til 16. greinar þeirra þar sem fram komi að deildir njóti sjálfstæðis. Í því felist að áfrýjandi geti sjálfstætt stofnað til skuldbindinga sem hann sé bundinn af og notið tiltekinna réttinda óháð félaginu. Þá vísar stefndi til þess að af lögunum verði ekki ráðið að aðalstjórn félagsins hafi beint boðvald yfir stjórnum einstakra deilda þótt vissulega hafi aðalstjórn tilgreindar eftirlitsskyldur með deildum þess. Telur stefndi að fullnægt sé skilyrðum þess að áfrýjandi njóti aðildarhæfis í málinu.Löggjöf og dómaframkvæmd um aðildarhæfi félaga9. Í fyrri málslið 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um skilyrði aðildarhæfis en þar segir að aðili dómsmáls geti hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun, sem getur átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Í eldri dómaframkvæmd Hæstaréttar eru þess dæmi að afmarkaðar einingar eða deildir innan félaga, stofnana eða fyrirtækja hafi notið aðildarhæfis, sbr. meðal annars dóma réttarins 14. desember 1962 í máli nr. 34/1962 sem birtur er á bls. 875 í dómasafni réttarins það ár og 2. nóvember 1982 í máli nr. 147/1980 sem birtur er á bls. 1466 í dómasafni réttarins það ár.20. Af yngri dómaframkvæmd og fræðikenningum verður hins vegar ráðið að almennt hafi verið tekið fyrir aðild slíkra eininga eða deilda að dómsmáli þar sem fyrrgreindum skilyrðum 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 hefur ekki verið talið fullnægt. Um þetta vísast meðal annars til dóma Hæstaréttar 11. maí 1995 í máli nr. 349/1993 sem birtur er á bls. 1299 í dómasafni réttarins það ár, 6. mars 1997 í máli nr. 91/1997 sem birtur er á bls. 862 í dómasafni réttarins það ár, 20. janúar 2000 í máli nr. 339/1999, 28. febrúar 2001 í máli nr. 50/2001, 28. nóvember 2002 í máli nr. 228/2002, 30. september 2004 í máli nr. 358/2004 og 21. janúar 2016 í máli nr. 317/2015.21. Á hinn bóginn var engin athugasemd gerð við aðildarhæfi Knattspyrnudeildar U.M.F.G í dómi Hæstaréttar 30. október 2014 í máli nr. 232/2014.Niðurstaða22. Stefndi hefur svo sem fyrr segir byggt á því að sjónarmið um að áfrýjanda bresti aðildarhæfi feli í sér nýja málsástæðu sem sé of seint fram komin og fái því ekki komist að í málinu. Úrlausn um aðildarhæfi samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 lýtur ekki málsforræði aðila heldur varðar skortur á því frávísun máls frá dómi án kröfu. Er málatilbúnaði stefnda í þá veru þegar af þeirri ástæðu hafnað. Til þess er hins vegar að líta að aðilar höfðu svigrúm til að láta reyna á breytta aðild hér fyrir dómi og þá með þeim hætti að Íþróttafélag Reykjavíkur tæki stöðu áfrýjanda í stað körfuknattleiksdeildar félagsins. Á það virðast aðilar ekki hafa látið reyna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 18. febrúar 2011 í máli nr. 83/2011. 23. Ágreiningslaust er í málinu að Íþróttafélag Reykjavíkur er svokallað almennt félag eða félagasamtök eins og þetta félagaform er jafnframt kallað. Með því er vísað til skipulagsbundinna félaga sem starfa í ófjárhagslegum tilgangi og félagsmenn bera ekki fjárhagslega ábyrgð á skuldbindingum þess umfram framlög sín til félagsins og njóta ekki arðs af starfsemi þess. Almenn félög hafa verið talin verða til sem lögaðilar við stofnun og opinber skráning þeirra er ekki skilyrði slíks. Í dómaframkvæmd hefur verið talið að hafi slíkt félag verið formlega stofnað og um starfsemi þess gildi að minnsta kosti lágmarks reglusetning njóti það að óbreyttu aðildarhæfis, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. desember 2005 í máli nr. 514/2005. Spurningar hafa fremur vaknað um stöðu einstakra eininga innan þeirra, sbr. dóma Hæstaréttar hér að framan. Um almenn félög hafa ekki verið sett lög og réttarstaða einstakra félaga af þessum toga ræðst því annars vegar af meginreglum félagaréttar og hins vegar samþykktum viðkomandi félags. Við mat á innbyrðis stöðu áfrýjanda og Íþróttafélags Reykjavíkur og aðildarhæfi fyrrnefnda aðilans er því nauðsynlegt að víkja nú nánar að einstökum ákvæðum laga Íþróttafélags Reykjavíkur.24. Samkvæmt 3. mgr. 2. greinar laga Íþróttafélags Reykjavíkur hyggst félagið ná tilgangi sínum og markmiðum með stofnun og starfrækslu íþróttadeilda, einni í hverri grein, eftir því sem félagsmenn kunni að óska, undir sameiginlegri aðalstjórn félagsins. Samkvæmt 5. grein teljast allir skráðir iðkendur íþrótta hjá félaginu vera félagsmenn. Þá kemur þar fram að iðkendur og stjórnarmenn deilda teljist vera félagar í viðkomandi deild. Þó sé heimilt að gerast félagi án þess að vera skráður í sérstaka deild. Samkvæmt 1. mgr. 6. greinar skulu innheimt félagsgjöld renna til þeirrar deildar sem viðkomandi er skráður í en ella aðalsjóðs félagsins. Í II. kafla laganna, 7. til 9. grein, eru ákvæði um aðalfund félagsins. Í 1. mgr. 10. greinar, sem stendur í III. kafla um stjórn félagsins, kemur fram að aðalstjórn þess fari með æðsta vald milli aðalfunda. Hún hafi umráð yfir eignum félagsins og ráði starfsemi þess í stórum dráttum í samráði við deildarstjórnir. Í 6. mgr. sömu greinar segir að aðalstjórn einni sé heimilt að víkja mönnum úr félaginu að fullnægðum nánar tilgreindum skilyrðum. Samkvæmt 1. mgr. 12. greinar laganna er aðalstjórn skylt að hafa eftirlit með fjárreiðum deilda og er heimilt að krefja stjórnir deilda um rekstraryfirlit og greiðslustöðu þegar ástæða þyki til. Þá hafi aðalstjórn á hverjum tíma rétt til að skoða bókhald og fjárreiður deilda. Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að allar mikils háttar og verulegar fjárhagsskuldbindingar og samninga ásamt fjárhagsáætlunum skuli bera undir samþykki aðalstjórnar. Verði misbrestur á þessu firri félagið sig allri ábyrgð á skuldbindingunni og séu þá þeir einstaklingar sem hana framkvæmdu persónulega skuldbundnir. Enn fremur segir að aðalstjórn áskilji sér rétt til þess að hafa afskipti af stjórnun viðkomandi deildar. 25. Í IV. kafla laganna er fjallað um aðalfundi deilda. Um það segir í 1. mgr. 15. greinar að vanræki deild að halda aðalfund eða takist ekki af einhverjum öðrum ástæðum að halda hann fyrir tilskilinn tíma, sbr. 13. grein, skuli aðalstjórn félagsins boða til fundarins. Þá er í 2. mgr. sömu greinar vikið að heimild aðalstjórnar til að boða til aukaaðalfundar við tilteknar aðstæður. Enn fremur kemur fram í 1. málslið 3. mgr. 15. greinar að séu viðamiklir annmarkar á stjórnun deildar að mati aðalstjórnar, svo sem ef fjármálastjórn er verulega ábótavant eða stjórn deildarinnar starfar ekki í samræmi við lög eða stefnu félagsins, sé aðalstjórn heimilt að víkja stjórn viðkomandi deildar frá störfum.26. Nánar er fjallað um stjórnir deilda í V. kafla laganna. Þannig segir eftirfarandi í 1. og 2. mgr. 16. greinar:Stjórnir deilda hafa hver um sig sérstakan fjárhag, ráða íþróttakennara, þjálfara og starfsmenn og ákveða laun þeirra, annast daglegan rekstur deildanna, sjá um íþróttamót, er hverri grein heyra til, svo og þátttöku félaga í deildinni í mótum þeim, er ákveðin er þátttaka í. Deildir eru þannig sjálfstæðar, með þeim takmörkunum sem fram koma í öðrum ákvæðum laga þessara, svo sem 12. og 18. gr., og hafa tekjur af félagsgjöldum sínum, mótum þeim er þær halda, svo og eftir öðrum fjáröflunarleiðum, er deildarstjórnir ákveða í samráði við aðalstjórn félagsins.Skrá skal upplýsingar um ársstarfið, fundi, keppnir og annað sem deildin tekur sér fyrir hendur. Skila skal starfsskýrslu deildar fyrir liðið almanaksár ásamt reikningum fyrir sama tímabil til stjórnar félagsins í mars ár hvert til birtingar í ársskýrslu félagsins.27. Þá segir í 3. mgr. 18. greinar að aðalstjórn skuli setja deildum nánari reglur um fjárreiður, þar með talið um fjárhagsáætlanir, bókhald og uppgjör, og að stjórnum deilda sé skylt að fylgja þeim reglum. Um aðkomu aðalstjórnar að stjórnun einstakra deilda vísist að öðru leyti til 12. greinar. 28. Loks er í VI. kafla laganna að finna önnur ákvæði þeirra. Þar segir í 21. grein að deildir verði ekki lagðar niður eða sameinaðar öðrum íþróttafélögum nema með samþykki aðalfundar félagsins eða sérstaks aukaaðalfundar, sbr. 5. mgr. 8. greinar. Hætti íþróttadeild störfum skuli afhenda eignir og skjöl hennar aðalstjórninni.29. Við mat á stöðu áfrýjanda á grundvelli 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 verður, auk þeirra ákvæða laga Íþróttafélags Reykjavíkur sem hér hefur verið gerð grein fyrir, litið til þeirra dóma sem fyrr eru tilgreindir og tekið hafa til sambærilegra álitaefna. Sérstök ástæða er þá til þess að líta til þeirra dóma sem fjallað hafa um aðildarhæfi deilda í íþróttafélögum sem falla eins og Íþróttafélag Reykjavíkur undir framangreinda afmörkun á almennu félagi eða félagasamtökum. Verður fyrst staðnæmst við fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 91/1997 en í málinu var höfð uppi krafa um gjaldþrotaskipti á búi handknattleiksdeildar Fylkis. Með úrskurði héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna, var kröfunni hafnað með eftirfarandi rökstuðningi:Heitið Handknattleiksdeild Fylkis bendir til, að um sé að ræða deild innan Fylkis, sem að fyrra bragði verður því að ætla, að sé háð boðvaldi stjórnar Fylkis og hafi ekki sjálfstæðan fjárhag. Með hliðsjón af 1., 4., 5. og 7. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. verður að telja það grundvallarskilyrði þess, að tiltekin eind verði tekin sjálfstætt til gjaldþrotaskipta, að hún njóti rétthæfis sem félag eða stofnun og að félagsmenn, ef um félag er að ræða, beri ekki ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þess. Skiptabeiðandi hefur ekki sýnt fram á, að krafist sé skipta á félagi eða stofnun, sem geti sjálfstætt borið réttindi og skyldur, en skráning Handknattleiksdeildar Fylkis samkvæmt lögum nr. 62/1969 um fyrirtækjaskrá sem „félagasamtök“ með eigin kennitölu gefur ekki vísbendingu um fyrrgreind atriði. Samkvæmt framangreindu verður að hafna kröfu tollstjórans í Reykjavík um, að bú Handknattleiksdeildar Fylkis verði tekið til gjaldþrotaskipta. 30. Í dómi réttarins í máli nr. 50/2001 var á grundvelli sambærilegs rökstuðnings komist að niðurstöðu um skort á aðildarhæfi knattspyrnudeildar Fimleikafélags Hafnafjarðar en þar var fjallað um fjárnám á hendur félaginu vegna skuldbindinga knattspyrnudeildar þess. Sambærileg nálgun liggur til grundvallar mati réttarins á aðildarhæfi í fyrrgreindum dómum í málum nr. 339/1999, 228/2002 og 358/2004, þó að ekki hafi verið um almenn félög að ræða í þeim tilvikum heldur einstakar einingar innan stofnana. Á hinn bóginn ber þó að árétta að í dómi réttarins í máli nr. 232/2014 var engin athugasemd gerð við aðildarhæfi knattspyrnudeildar Ungmennafélags Grindavíkur í máli sem fyrrverandi þjálfari höfðaði gegn deildinni en ekki félaginu. Enga umfjöllun er að finna í dóminum um álitaefni tengd aðildarhæfi knattspyrnudeildarinnar og því ekki tilefni til þess að draga af honum ályktanir í þá veru að ætlunin hafi verið sú að hverfa frá þeirri kröfu til aðildarhæfis sem mótuð hafði verið með fyrrnefndum dómum. Því til viðbótar gekk síðar, eða 21. janúar 2016, dómur í máli nr. 317/2015 þar sem deild innan fyrirtækis var ekki talin nægilega sjálfstæð til þess að njóta aðildarhæfis samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991.31. Þær ályktanir verða því dregnar af tilvitnuðum dómum að dómaframkvæmd hafi þróast á þann veg að deildir og einingar innan félaga, stofnana og fyrirtækja njóti almennt ekki aðildarhæfis heldur sé það á hendi þess lögaðila sem þær eru hluti af. Sá lögaðili þarf þannig að eiga aðild að dómsmáli um hagsmuni sem snúa að tiltekinni deild eða einingu innan hans. Á sú afstaða því almennt við um deildir innan íþróttafélaga sem starfa sem almenn félög eða félagasamtök eins og raunin er í tilviki Íþróttafélags Reykjavíkur. Á hinn bóginn er til þess að líta, hvað sem framangreindum ályktunum líður, að ekki verður hjá því komist að meta allt að einu hvert og eitt tilvik með atviksbundnum hætti enda setur 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 aðildarhæfi þær takmarkanir einar að viðkomandi aðili geti átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Þannig kunna þau tilvik að finnast þar sem skipulag, starfsemi og sjálfstæði deilda eða eininga innan félaga, stofnana eða fyrirtækja er með þeim hætti að þær teljist njóta aðildarhæfis í dómsmáli.32. Hér að framan hafa verið rakin þau ákvæði laga Íþróttafélags Reykjavíkur sem helst verða talin hafa þýðingu við mat á aðildarhæfi áfrýjanda, körfuknattleiksdeildar félagsins. Af þeim verður ekki ráðið hvenær deildin var stofnuð og með hvaða hætti en ágreiningslaust er að starfsemi hennar hafa ekki verið settar sérstakar samþykktir. Af lögum Íþróttafélags Reykjavíkur verður ráðið að áfrýjandi hefur ákveðið rekstrarlegt sjálfstæði. Það sætir hins vegar margvíslegum takmörkunum er leiða til þess að áfrýjandi hefur í raun ekki sjálfstæðan fjárhag aðskilinn fjárhag Íþróttafélags Reykjavíkur. Þetta má jafnframt ráða af því að áfrýjandi skilar ekki sjálfstæðum ársreikningi heldur eru ársreikningsskil hans hluti af ársreikningi íþróttafélagsins. Hvað fjárhagslegt sjálfstæði áfrýjanda varðar þá er þess jafnframt að gæta að samkvæmt tilvitnuðum lögum félagsins lýtur starfsemi hans með margvíslegum hætti boðvaldi aðalstjórnar Íþróttafélags Reykjavíkur og má í dæmaskyni nefna 12. og 18. grein laganna. Enn fremur hefur hér þýðingu, eins og fyrr er rakið, að allar eignir, að frátöldum viðskiptakröfum og handbæru fé á hverjum tíma, eru á hendi Íþróttafélags Reykjavíkur og gætu því ekki staðið til fullnustu kröfum á hendur einstaka deildum þess. Þá sætir starfsemi áfrýjanda margþættu boðvaldi aðalstjórnar félagsins af öðrum toga, sbr. í dæmaskyni lokamálslið 5. greinar, 1. og 4. mgr. 10. greinar, 1. og 3. mgr. 15. greinar og 1. mgr. 21. greinar. Enn fremur verður 2. mgr. 12. greinar skilin á þann veg að endanleg ábyrgð á skuldbindingum áfrýjanda hvíli á Íþróttafélagi Reykjavíkur. Loks verður ekki talið skipta máli fyrir niðurstöðu um aðildarhæfi að áfrýjandi hefur verið skráður með sérstaka kennitölu.33. Að öllu framangreindu gættu verður ekki talið að áfrýjandi uppfylli þann áskilnað 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Málskostnaður verður ekki dæmdur áfrýjanda enda skortir hann eftir framansögðu hæfi til að eignast slík réttindi.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=8bb79007-2efa-43ff-81be-41363ff5cf1b&verdictid=8ba48b74-ba54-4a15-88d6-abe9827b1731 |
Mál nr. 17/2022 | Viðurkenningarkrafa Almannatryggingar Ellilífeyrir Heimilisuppbót Lífeyrisréttindi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Eignarréttur Meðalhóf Jafnræðisregla Gjafsókn | B höfðaði mál á hendur T og Í og krafðist viðurkenningar á að T hefði á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri til hennar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og heimilisuppbót samkvæmt lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð vegna greiðslna sem B naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að lækka samanlagðan ellilífeyri og heimilisuppbót um 56,9% af greiðslum til B úr slíkum sjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007. Ágreiningur aðila laut að stjórnskipulegu gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 sem breyttu ákvæðum framangreindra laga þar á meðal um bótaflokka og skerðingu ellilífeyrisgreiðslna og heimilisuppbótar vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. B taldi að með lagabreytingunum hefðu verið skert bæði réttindi hennar í lífeyrissjóðum og réttur til ellilífeyris auk heimilisuppbótar og þannig brotið gegn eignarréttindum hennar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá taldi hún að lagasetningin væri andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að lög nr. 116/2016 og 9/2017 hefðu í engu tilliti skert greiðslur til B úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hún hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda. Um lækkun ellilífeyris og heimilisuppbótar B vegna tekna úr lífeyrissjóðum var tekið fram að slíkar tekjur hefðu ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum B í almannatryggingakerfinu, sem byggðist á því að aðstoða þá sem lægstar tekjur hefðu. Þá kom fram að þrátt fyrir að tekjur B úr lífeyrissjóðum leiddu til lækkunar á ellilífeyri og heimilisuppbótar hennar hefðu lög nr. 116/2016 og 9/2017 í reynd hækkað slíkar greiðslur til B frá T. Ekki var fallist á að réttmætar væntingar B hefðu stofnast um að fá óskertan ellilífeyri og heimilisuppbót sem verndar nytu samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, eins og hún væri skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindamála Evrópu. Með setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017 var löggjafinn ekki talinn hafa farið út fyrir það svigrúm sem hann hefði í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris og heimilisuppbót hvíli á. Loks var ekki fallist á þá málsástæðu B að brotið hefði verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar vegna sérreglna sem giltu um séreignarsparnað og hærra frítekjumark vegna atvinnutekna. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna stefndu af kröfum B. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. mars 2022. Hún krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri hennar samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar og heimilisuppbót samkvæmt lögum nr. 99/2009 um félagslega aðstoð vegna greiðslna sem hún naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að skerða samanlagðan ellilífeyri og heimilisuppbót áfrýjanda um 56,9% af greiðslum til áfrýjanda úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefndu fyrir héraði og Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið heimilt að lækka ellilífeyri og heimilisuppbót til áfrýjanda samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 23. gr. laga, sbr. 16. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, á tilgreindu tímabili vegna greiðslna sem hún fékk á sama tíma úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áfrýjandi telur að lækkun ellilífeyris og heimilisuppbótar hafi skert eignarréttindi hennar sem njóti verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og falið í sér mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. sáttmálans. 5. Stefndu voru sýknuð af öllum kröfum áfrýjanda í héraði.6. Leyfi til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var veitt 4. mars 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-11. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grunni að málið hefði þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til ellilífeyris og varðaði mikla hagsmuni þeirra og ríkissjóðs. Þá var talið brýnt að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti, en málið væri fordæmisgefandi og hefði almenna þýðingu fyrir stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 um breytingar á lögum nr. 100/2007. Þá lægi fyrir að ekki væri þörf á að leiða vitni í málinu og skýrslur hefðu ekki verið gefnar við meðferð þess þannig að ekki reyndi á mat á sönnunargildi munnlegs framburðar í héraði.Málsatvik7. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að greiðslu ellilífeyris og heimilisuppbótar á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020. Samhengis vegna hefur þýðingu að varpa ljósi á hvernig reglum um bótagreiðslur til hennar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hefur verið háttað frá því að öðlaðist rétt til ellilífeyris og áhrif breytingalaga nr. 116/2016 og 9/2017 á þann rétt. Þessi lög komu til framkvæmda 1. mars 2017.8. Áfrýjandi varð 67 ára 24. mars 2014. Hún öðlaðist þá rétt til ellilífeyris úr almannatryggingum á grundvelli laga nr. 100/2007. Á þeim tíma var um að ræða annars vegar greiðslu ellilífeyris (grunnellilífeyris) samkvæmt 17. gr. og hins vegar tekjutryggingar samkvæmt 22. gr. laganna. Auk þess öðlaðist hún þá rétt til heimilisuppbótar samkvæmt lögum nr. 99/2007 sem greidd var til einhleyps lífeyrisþega sem var einn um heimilisrekstur.9. Á árunum 1970 til 2014 greiddi áfrýjandi iðgjöld í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði af launum sínum í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamninga og laga á hverjum tíma. Var aðild hennar að lífeyrissjóðum í fyrstu byggð á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 1969 um stofnun atvinnutengdra lífeyrissjóða með skylduaðild og sjóðssöfnun. Frá setningu laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega hefur verið mælt fyrir um skylduaðild áfrýjanda að lífeyrissjóði með lögum en um það gilda nú lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áfrýjandi öðlaðist á starfsævi sinni lífeyrisréttindi í sex lífeyrissjóðum, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði Verslunarmanna, SL lífeyrissjóði, Birtu lífeyrissjóði, Gildi lífeyrissjóði og Brú lífeyrissjóði og hefur notið greiðslna úr þeim frá árinu 2014.0. Þegar áfrýjandi öðlaðist rétt til ellilífeyris og heimilisuppbótar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins vorið 2014 byggðist ellilífeyristryggingakerfi almannatrygginga upp af nokkrum bótaflokkum: grunnellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum nr. 100/2007, svo og heimilisuppbót og sérstakri uppbót vegna framfærslu samkvæmt 8. og 9. gr. laga nr. 99/2007. Áfrýjandi naut sem fyrr segir greiðslna úr báðum fyrrnefndum bótaflokkum laga nr. 100/2007. Þá var fullur grunnellilífeyrir 423.348 krónur á ári samkvæmt 1. mgr. 17. gr. fyrrgreindu laganna en tekjutrygging var 1.335.960 krónur á ári samkvæmt 1. mgr. 22. gr. til viðbótar ellilífeyri. Fjárhæð heimilisuppbótar sem áfrýjandi naut samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 var 393.708 krónur á ári.1. Regla um tengingu greiðslna úr almannatryggingum við tekjur, þar með taldar lífeyrissjóðstekjur, hafði ávallt gilt um tekjutryggingu eða allt frá árinu 1972 þegar sá bótaflokkur bættist við lög um almannatryggingar nr. 67/1971. Tekjutengingarhlutfall í þeim flokki var upphaflega 50% en hafði lækkað í áföngum og var 38,35% þegar greiðslur hófust til áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/2007. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum undir 120.000 krónum á ári skertu þó ekki tekjutryggingu.2. Um grunnellilífeyri gilti sú regla samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laganna að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum töldust ekki til tekna sem lækkuðu hann. Hafði slík tekjutenging grunnellilífeyris tímabundið verið við lýði árin 2009 til 2013 í gildistíð laga nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem voru sett til að mæta tekjufalli og útgjaldaauka sem ríkissjóður hafði orðið fyrir vegna efnahagshrunsins 2008. Samkvæmt þeim skyldu tekjur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum, sem voru hærri en 2.056.404 krónur á ári, lækka grunnellilífeyri um 25% þeirra tekna sem umfram væru uns hann félli niður. Hafði sú skipan verið felld niður með lögum nr. 86/2013 þegar áfrýjandi öðlaðist rétt til ellilífeyris vorið 2014.3. Um heimilisuppbót sem áfrýjandi naut gilti sú regla samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 að hún var lækkuð eftir sömu reglum og giltu um lækkun tekjutryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.4. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda en þau höfðu í för með sér margvíslegar breytingar á lögum nr. 100/2007 og lögum nr. 99/2007. Í breytingarlögunum fólst meðal annars heildarendurskoðun á bótaflokkum, tekjutengingu og frítekjumarki og jafnframt almenn hækkun á fjárhæðum greiðslna til ellilífeyrisþega. Þannig voru bótaflokkarnir grunnellilífeyrir og tekjutrygging sameinaðir í einn flokk undir heitinu ellilífeyrir og leitast við að samræma frítekjumark. Ákvæði um heimilisuppbót stóð áfram í 8. gr. laga nr. 99/2007.5. Eftir breytingarnar teljast tekjur áfrýjanda úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrisjóðum til tekna samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 sem skerða ellilífeyri, sbr. 2. málslið 1. mgr. 23. gr. Samkvæmt reiknireglunni lækkar ellilífeyrir áfrýjanda um fjárhæð sem nemur 45% af tekjum hennar úr lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði uns hann fellur niður. Í 4. mgr. 16. gr. laganna er áfram ívilnandi ákvæði um að tilteknar tekjur séu undanþegnar meginreglu 1. mgr., þar á meðal eru greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd. Hvað varðar tekjutengingu heimilisuppbótar áfrýjanda bættist regla í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 um að hún skuli lækka um 11,9% af tekjum áfrýjanda uns hún fellur niður.6. Eftir breytingarnar nam fullur ellilífeyrir til áfrýjanda samkvæmt 23. og 69. gr. laganna svo og reglugerð settri á grundvelli þeirra 2.744.808 krónum á ári en jafnframt var sett almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris sem er 300.000 krónur á ári (25.000 krónur á mánuði). Síðar var, með lögum nr. 96/2017, bætt nýrri reglu, 4. málslið, við 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega allt að 1.200.000 krónum á ári (100.000 krónur á mánuði). Enn fremur hækkaði fjárhæð heimilisuppbótar til áfrýjanda nokkuð með breytingunum. Hún var 444.852 krónur á ári 2016 en hækkaði í 627.792 krónur árið 2017.7. Lög nr. 9/2017 sem voru samþykkt 27. febrúar 2017 voru sett til að leiðrétta mistök í undirbúningi að setningu laga nr. 116/2016 sem höfðu þær afleiðingar að greiðslur til einstaklinga úr atvinnutengdum skyldubundnum lífeyrissjóðum voru undanskildar tengingu við ellilífeyri andstætt því sem löggjafinn ætlaði. Samkvæmt lögum nr. 9/2017 skyldi leiðréttingin gilda afturvirkt og miðast við 1. janúar 2017. 8. Með dómi Landsréttar 31. maí 2019 í máli nr. 466/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi þess máls hefði átt kröfu til að fá ellilífeyri greiddan án skerðingar vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum allt fram til 1. mars 2017. Þessi kröfuréttindi nytu verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem þau hefðu verið gjaldfallin þegar lög nr. 9/2017 voru samþykkt og því óheimilt að skerða þau með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Af þessari ástæðu komu breytingarlögin og reikniregla 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. um lækkun ellilífeyris áfrýjanda til framkvæmda 1. mars 2017 og miðast upphafstími viðurkenningarkröfu hennar við þann tíma. 9. Áfrýjandi hefur ekki lagt fram gögn í málinu um upphafsdag greiðslna almannatrygginga árið 2014 eða hver var fjárhæð þeirra greiðslna sem hún fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóðum fyrir breytingarnar sem voru gerðar með lögum nr. 116/2016 og 9/2017. Slíkar upplýsingar liggja þannig eingöngu fyrir frá tímabilinu sem dómkrafa áfrýjanda lýtur að. 20. Samkvæmt skattframtölum áfrýjanda eftir lagabreytingarnar, tekjuárin 2017 til 2020, fékk hún eftirtaldar greiðslur frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins og samhliða greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þeim árum sem dómkrafa hennar tekur til. Í eftirfarandi töflu kemur fram fjárhæð fulls ellilífeyris samkvæmt 1. mgr. 23. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007 og fjárhæð fullrar heimilisuppbótar samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 sömu ár, sbr. reglugerð hvers árs um fjárhæðir bóta, sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007 og hverjar voru ellilífeyrisgreiðslur og greiðslur heimilisuppbótar til áfrýjanda á sama tíma. ÁrFullur ellilífeyrir, sbr. 23. og 69. gr. laga nr. 100/2007Heimilisuppbót, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007Heildargreiðslur frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins til áfrýjandaTekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum20172.744.808 krónur627.792 krónur2.277.239 krónur2.270.619 krónur20182.873.808 krónur726.192 krónur2.458.397 krónur2.320.974 krónur20192.977.260 krónur752.340 krónur2.576.851 króna2.395.482 krónur20203.081.468 krónur778.668 krónur2.681.197 krónur 2.458.816 krónur21. Auk breytinga á bótaflokkum með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 varð greiðsla fulls ellilífeyris hærri en samanlagðar greiðslur úr þeim tveimur bótaflokkum sem áfrýjandi þáði greiðslur úr samkvæmt eldri lögum. Árið 2016 nam fjárhæð grunnellilífeyris 39.862 krónum á mánuði og óskertrar tekjutryggingar 125.793 krónum á mánuði eða samanlagt 165.655 krónum. Þannig nam árleg heildarfjárhæð 1.987.860 krónum. Eftir lagabreytingarnar varð fjárhæð óskertrar greiðslu úr hinum nýja sameinaða bótaflokki ellilífeyris 228.734 krónur á mánuði eða 2.744.808 krónur á ári. Þá hækkaði fjárhæð heimilisuppbótar einnig með breytingunum. Árið 2016 var hún 37.071 króna á mánuði eða 444.852 krónur á ári en hækkaði í 52.316 krónur á mánuði eða 627.792 krónur árið 2017. 22. Þrátt fyrir að tekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum leiði til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna eins og fyrr er lýst eftir 1. mars 2017 kemur fram í gögnum málsins að samanlagðar greiðslur ellilífeyris og heimilisuppbótar til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu engu að síður frá því sem áður var að meðaltali í kringum 500.000 krónur árlega (um 48.338 krónur á mánuði árið 2017, um 48.239 krónur á mánuði árið 2018, um 38.652 kr. á mánuði ári 2019 og 39.933 krónur á mánuði árið 2020). Er þá miðað við það sem orðið hefði að teknu tilliti til uppfærðra greiðslna í óbreyttu lagaumhverfi. 23. Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að réttindi áfrýjanda í lífeyrissjóðum svo og réttur hennar til ellilífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 og heimilisuppbótar samkvæmt lögum nr. 99/2007 nytu stjórnskipulegrar eignarréttarverndar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar fælu breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 ekki í sér að brotið væri gegn þessum ákvæðum og stjórnskipulegri meðalhófsreglu. Þá var ekki fallist á að sá greinarmunur sem lögin gerðu á tekjum úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og öðrum tilgreindum tekjum byggðist á ómálefnalegum sjónarmiðum sem væru andstæð jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndu voru því sýknuð af kröfum áfrýjanda.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda24. Áfrýjandi telur að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 eftir breytingu með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, sem höfðu í för með sér lækkun ellilífeyris og heimilisuppbótar til hennar vegna greiðslna sem hún nýtur á sama tíma úr lífeyrissjóðum, brjóti gegn eignarrétti hennar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Þau eignarréttindi sem fyrrgreint ákvæði laga nr. 100/2007 skerði séu tvíþætt. 25. Annars vegar sé skertur eignarréttur sem fólginn sé í lífeyrisréttindum sem áfrýjandi aflaði sér með iðgjöldum í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði á árunum 1970 til 2014. Þótt greiðslur úr lífeyrissjóðum sæti ekki sem slíkar tölulegri skerðingu komi þær til frádráttar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins. Áfrýjandi kveðst hafa haft réttmætar væntingar um að greiðslur úr lífeyrissjóðum leiddu ekki til lækkunar á greiðslum úr lögbundnum almannatryggingum þegar hún kæmist á eftirlaunaaldur. Þær væntingar ættu sér einkum stoð í þeim forsendum kjarasamninga 1969 að skyldulífeyrissparnaður launþega kæmi til viðbótar greiðslum almannatrygginga.26. Hins vegar skerði ákvæðið eignarréttindi sem felist í rétti áfrýjanda til fulls ellilífeyris úr almannatryggingum og heimilisuppbótar sem hún hafi öðlast 24. mars 2014 á grundvelli 17. gr. laga nr. 100/2007 og 8. gr. laga nr. 99/2007 þegar hún varð 67 ára eftir meira en 40 ára búsetu á landinu. Þeim lagalega áskilnaði verði jafnað til framlaga í lífeyrissjóð. Þótt skerðingin leiði af því markmiði að endurskipuleggja almannatryggingakerfið uppfylli það ekki kröfur um meðalhóf í ljósi þess að réttindin séu grundvöllur framfærslu hennar.27. Áfrýjandi vísar til þess að sú grunnhugsun hafi ávallt búið að baki lífeyriskerfinu að ellilífeyrir úr almannatryggingum kæmi til viðbótar skyldulífeyrissparnaði þótt finna megi tímabundnar undantekningar frá því. Í lögum nr. 116/2016 og 9/2017 felist skerðing á virkum rétti hennar til ellilífeyris og heimilisuppbótar sem hún hafi haft réttmætar væntingar til að yrði grundvöllur framfærslu hennar til framtíðar. Slík réttindi njóti eignarréttarverndar enda sé breytingin afturvirk í eðli sínu.28. Af hálfu áfrýjanda kom fram við flutning málsins fyrir Hæstarétti að engu máli skipti í þessu samhengi þótt lagabreytingarnar hafi leitt til þess að greiðslur ellilífeyris og heimilisuppbótar til hennar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi hækkað eftir 1. mars 2017 frá því sem þær voru á árinu 2016. Sú hækkun hafi verið almenn og náð til allra ellilífeyrisþega. Greiðslur til hennar hefðu hins vegar hækkað mun meira ef ekki hefðu komið til áhrif hinnar nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 eftir setningu laga nr. 9/2017. Áfrýjandi heldur því fram að hefði engin skerðing orðið á ellilífeyri og heimilisuppbót til hennar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum eftir 1. mars 2017 hefðu greiðslur til hennar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkað umtalsvert meira en þær gerðu eða um 1.141.490 krónur til viðbótar árið 2017, 1.190.080 krónur árið 2018, 1.236.448 krónur árið 2019 og 1.272.283 krónur árið 2020. 29. Til stuðnings því að réttindi njóti í báðum framangreindum tilvikum verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar vísar áfrýjandi meðal annars til dóma Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999 og 16. október 2003 í máli nr. 549/2002. Skýra beri 72. gr. með hliðsjón af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, einkum ákvörðunar dómstólsins 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dóms 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.30. Áfrýjandi byggir enn fremur á því að framangreindar lagabreytingar feli í sér ólögmæta mismunun sem fari í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Lækkun bóta vegna tekna sé ekki framkvæmd með sama hætti gagnvart öllum ellilífeyrisþegum og ráðist mismunurinn af því hvaðan tekjurnar koma. Ellilífeyrir hennar skerðist um 45% og heimilisuppbót um 11,9% til viðbótar um vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði. Hefði áfrýjandi á hinn bóginn notið samsvarandi tekna af atvinnu á sama tíma hefðu bótagreiðslur sætt minni skerðingu vegna hærra frítekjumarks, 100.000 króna á mánuði. 31. Einnig eigi sér stað mismunun milli þeirra sem greitt hafa til skyldubundinna atvinnutengdra lífeyrissjóða og þeirra sem fá greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd en síðarnefndu tekjurnar hafi ekki áhrif til lækkunar ellilífeyris.Helstu málsástæður stefndu32. Stefndu benda á að dómkrafa áfrýjanda lúti að ákvörðun ellilífeyris og heimilisuppbótar á tilgreindu tímabili en ekki að réttindum hennar til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Því er auk þess mótmælt að 2. málsliður 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 skerði lífeyrisréttindi hennar. Engin réttindi eða greiðslur til áfrýjanda úr lífeyrissjóði hafi verið skert. Þá sé ávinningur áfrýjanda af því að hafa lagt fyrir í lífeyrissjóð ekki minni en hún mátti ætla með réttu þegar sparnaðurinn myndaðist. Slíkar væntingar geti ekki sótt stoð í samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1969. Það hafi ávallt verið undirstaða í samspili lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfanna, eftir að skylduaðild að lífeyrissjóðum komst á, að því síðarnefnda sé ætlað að grípa þá einstaklinga sem ekki hafa safnað nægilegum lífeyri í lífeyrissjóðakerfinu. 33. Lífeyriskerfið sé þannig byggt upp að almannatryggingar séu fyrsta stoð þess, skyldubundnir atvinnutengdir lífeyrissjóðir önnur stoð og séreignarsparnaður þriðja stoðin. Meginmunurinn á þeim sé að önnur og þriðja stoðin séu fullfjármagnaðar með framlagi launþega og launagreiðanda en fyrsta stoðin, sem feli í sér almennan grunnlífeyri byggðan á þörf einstaklinga og endurskoðaður er reglulega, sé fjármögnuð með skatttekjum á hverjum tíma. Réttindi áfrýjanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 hafi skapast í tímans rás eingöngu á grundvelli búsetu hennar og þau kveði á um ákveðna hámarksfjárhæð ellilífeyris. 34. Stefndu taka fram að hinn nýi bótaflokkur, ellilífeyrir eftir 1. mars 2017, sé þáttur í gerbreyttri löggjöf þar sem bótaflokkar laga nr. 100/2007 og uppbætur samkvæmt lögum nr. 99/2007 hafi verið endurskoðuð og kerfið einfaldað á margan hátt. Hinn nýi sameinaði ellilífeyrir laga nr. 100/2007 sé engan veginn tækur til samanburðar við grunnellilífeyri í kerfinu fyrir breytingarnar sem hafi aðeins numið litlum hluta þeirra greiðslna sem áfrýjandi naut. Þannig hafi grunnellilífeyrir og tekjutrygging, svo og sérstök uppbót til framfærslu samkvæmt lögum nr. 99/2007, verið sameinaðir í einn bótaflokk í nýrri 17. gr. laga nr. 100/2007 sem nefndur er ellilífeyrir. Stærsti hluti greiðslna stefndu Tryggingastofnunar ríkisins til áfrýjanda frá 2014 hafi verið úr tekjutryggingu sem sætti ávallt lækkun vegna lífeyrissjóðstekna hennar. Einnig hafi allar skattskyldar tekjur umfram frítekjumark skert heimilisuppbót um 11,30% samkvæmt lögum nr. 99/2007. Áfrýjandi hafi því aldrei átt rétt til bóta frá stefnda Tryggingastofnun án tengingar við tekjur úr lífeyrissjóðum að frátöldum janúar og febrúar 2017 vegna mistaka við setningu laga nr. 116/2016.35. Stefndu byggja á að ófenginn ellilífeyrir úr almannatryggingum falli utan gildissviðs 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, enda ekki um eign að ræða í skilningi þessara ákvæða. Þau eigi aðeins við hafi réttmætt tilkall að lögum stofnast og krafa fallið í gjalddaga. Umræddar breytingar hafi ekki falið í sér neina skerðingu á bótum eða inngrip í réttindi áfrýjanda. Greiðslur til hennar úr almannatryggingum hafi þvert á móti hækkað eftir lagabreytingarnar.36. Kjarni málsins lúti að því hvernig löggjafinn ákveður aðstoð samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til þeirra sem hana þurfa. Þetta hafi ávallt verið markmið almannatryggingalöggjafar eins og fram komi í 1. gr. laga nr. 100/2007. Þar ráði úrslitum sú raunverulega aðstoð sem einstaklingum sé veitt til framfærslu og fjárhæðir greiðslna en ekki hvort skipulag eða heiti bótaflokka breytist. Hafi löggjafinn ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga og bótategunda.37. Verði engu að síður talið að réttur til ófenginna bóta úr almannatryggingum njóti eignarréttarverndar sé tekjutenging ellilífeyris í lögum nr. 100/2007 og heimilisuppbótar í lögum nr. 99/2007 við lífeyrissjóðsgreiðslur, sbr. lög nr. 116/2016 og 9/2017 ekki andstæð 72. gr. stjórnarskrárinnar enda sé staða áfrýjanda betri en fyrir setningu laganna. Þá hvíli fyrirkomulag um lækkun ellilífeyris og heimilisuppbótar vegna tekna úr lífeyrissjóði á skýrri lagaheimild sem styðjist við málefnaleg rök og meðalhófs gætt. 38. Loks telja stefndu að ekki hafi verið brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að hún njóti lakari réttinda en aðrir í sambærilegri stöðu. Þótt greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði komi ekki til frádráttar ellilífeyri og heimilisuppbót sé reglan almenn í eðli sínu og geri engan ómálefnalegan greinarmun. Mismunandi frítekjumark eftir því hvort um tekjur úr skyldulífeyrissjóðum eða atvinnutekjur er að ræða hvíli á því sjónarmiði löggjafans að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri sé náð auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.Niðurstaða39. Með dómkröfu áfrýjanda er leitað viðurkenningar á því að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri hennar samkvæmt lögum nr. 100/2007 og heimilisuppbót samkvæmt lögum nr. 99/2007 á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir breytingar á 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 9/2007 vegna greiðslna sem hún naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Lögmaður áfrýjanda skýrði kröfugerð sína frekar við munnlegan flutning fyrir Hæstarétti þannig að vísað væri heildstætt til breytingarlaga nr. 116/2016 og 9/2017 eins og þau komu til framkvæmda 1. mars 2017, en áður kom fram að síðari lögin voru sett til að leiðrétta mistök sem urðu við undirbúning löggjafans að setningu þeirra fyrrgreindu.40. Þótt dómkrafa áfrýjanda lúti ekki berum orðum að því að óheimilt hafi verið að skerða áunnin réttindi hennar í lífeyrissjóðum stendur þessi málsástæða í nánum tengslum við úrlausn um markmið almannatryggingalöggjafar og fyrrgreindra breytingarlaga. Kemst sú málsástæða því að í málinu. 41. Við úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 verður að leggja mat á hvernig réttindum áfrýjanda innan almannatryggingakerfisins var háttað fyrir þessar lagabreytingar og hver voru áhrif þeirra á réttindi hennar. Þannig þarf ekki aðeins að líta til forsögu breytinganna og markmiðs, heldur einnig þróunar löggjafar og reglna um lífeyriskerfið á þeim tíma sem áfrýjandi greiddi iðgjöld til lífeyrissjóða og ávann sér þar réttindi.42. Í því sambandi verður í fyrsta lagi leyst úr málsástæðum áfrýjanda um að eignarréttindi hennar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið skert, annars vegar réttindi í lífeyrissjóðum og hins vegar réttur til ellilífeyris úr almannatryggingum. Í öðru lagi verður tekin afstaða til þeirra varna stefndu að málið snúist í raun um hvort stefndi íslenska ríkið hafi uppfyllt skyldu sína samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja með lögum rétt til aðstoðar vegna elli. Verður þar lagt mat á svigrúm löggjafans, sem leiðir af fjárstjórnarvaldi hans, til að veita og skilgreina lífeyri samkvæmt almannatryggingakerfinu og gera breytingar á því. Loks verður í þriðja lagi skorið úr um þá málsástæðu áfrýjanda hvort löggjafinn hafi við þær breytingar uppfyllt kröfur um jafnræði samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar.Vernd eignarréttinda samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu) Áhrif tekjutengingar á réttindi í lífeyrissjóðum43. Ekki er ágreiningur um að lífeyrisréttindi áfrýjanda hafi verið ákvörðuð með réttum hætti í samræmi við iðgjaldagreiðslur hennar til áðurgreindra lífeyrissjóða á árunum 1970 til 2014 og samþykktir hlutaðeigandi sjóða á hverjum tíma. Hafa greiðslur til hennar úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum frá 2014 verið í fullu samræmi við þau réttindi. Áfrýjandi byggir hins vegar á því að með því að tengja íþyngjandi réttaráhrif við tekjur hennar úr lífeyrissjóðum þannig að þær leiði til lækkunar bóta úr almannatryggingum hafi löggjafinn í reynd skert virk lífeyrisréttindi hennar bótalaust.44. Hæstiréttur hefur í fyrri úrlausnum sínum komist að þeirri niðurstöðu að áunnin lífeyrisréttindi launþega samkvæmt lögum njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þó hefur verið talið að setja megi þeim eignarrétti takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svo sem að þær hvíli á skýlausri lagaheimild, málefnalegar forsendur búi að baki og þær séu almennar og taki á sambærilegan hátt til allra sem þeirra njóta, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999. Enn fremur verður ályktað af dómaframkvæmd réttarins að löggjafinn hafi þrengri heimild til að skerða virk lífeyrisréttindi en þau sem einungis eru væntanleg þegar skerðing öðlast gildi, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins 23. mars 2000 í máli nr. 340/1999. Verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar að þessu leyti einnig skýrð með hliðsjón af túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á inntaki 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal í dómi 12. október 2004 í máli nr. 60669/00, Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi.45. Hvað varðar hugsanlegar væntingar áfrýjanda um að greiðslur úr lífeyrissjóðum kæmu til viðbótar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins þegar eftirlaunaaldri væri náð verður ekki séð að samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá árinu 1969 hafi falið í sér slíka skuldbindingu sem bindi hendur löggjafans um alla framtíð við mótun löggjafar um almannatryggingar. Hafa ber í huga að lög og reglur um tekjutengingu bótaflokka og frítekjumark tóku margvíslegum breytingum á meðan áfrýjandi og vinnuveitendur hennar greiddu iðgjöld í sjóðina á árunum 1970 til 2014. Stærsti hluti bótagreiðslna sem áfrýjandi fékk upphaflega frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins var úr tekjutryggingu en sá bótaflokkur hafði ávallt sætt lækkun vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.46. Víða í löggjöfinni er gert ráð fyrir því að tekjur einstaklings geti haft þýðingu fyrir réttarstöðu hans án þess að slíkar reglur teljist jafngildi tekjuskerðingar. Um sjónarmið af þessum toga er meðal annars fjallað í athugasemdum um efni jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með frumvarpi því sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Þar er tekið fram að skilyrðið um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum án tillits til efnahags komi ekki í veg fyrir að til séu skattleysismörk einkum þeim til hagsbóta sem lakast eru settir fjárhagslega og skattar geti síðan verið stighækk¬andi eftir því sem tekjur manna eru hærri. Af sama meiði er regla sem byggist á þeirri forsendu að þeir sem meiri tekjur hafi sér til framfærslu fái minni aðstoð frá ríkinu en þeir sem litlar eða engar tekjur hafa. 47. Samkvæmt framansögðu er ekki fallist á með áfrýjanda að slíkar réttmætar væntingar hafi skapast um að lífeyrissjóðsgreiðslur kæmu til viðbótar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins að þeir hagsmunir njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er ljóst að lög nr. 116/2016 og 9/2017 breyttu í engu tilliti greiðslum til áfrýjanda úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hún hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda.48. Samkvæmt framangreindu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að með fyrirmælum 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007 hafi lífeyrisréttindi hennar sem verndar njóta samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar verið skert eða takmörkuð. Verður því málsástæðu hennar þar um hafnað.2) Lækkun ellilífeyris vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum49. Hin meginröksemd áfrýjanda um að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri og heimilisuppbót samkvæmt lögum nr. 116/2016 og 9/2017 byggist á að réttur hennar til fulls ellilífeyris og heimilisuppbótar úr almannatryggingum teljist til eignarréttinda sem njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og að þau hafi verið skert með lögunum. Hún hafi áunnið sér réttindi til fulls ellilífeyris svo og heimilisuppbótar við 67 ára aldur með búsetu sinni hér á landi í að minnsta kosti 40 ár, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 100/2007. Jafna verði slíkum réttindum á grundvelli búsetu til þeirra réttinda sem stofnast hafi með iðgjöldum hennar til lífeyrissjóða. Þá verði að skoða heildstætt réttindi hennar í almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðum, enda sé um að ræða tvær stoðir sama kerfis, þar sem réttindin séu orðin virk. Báðar lúti þær að grundvelli framfærslu hennar. 50. Hæstiréttur hefur í nokkrum dómum fjallað um hvort kröfur af félagslegum toga sem teljist allsherjarréttarlegs eðlis njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi 1. júní 2017 í máli nr. 501/2016 laut álitaefnið að skerðingu á rétti einstaklings til atvinnuleysisbóta þegar stytt var með lögum tímabil atvinnuleysisbóta sem hann átti rétt til, úr 36 mánuðum í 30, eftir að réttur hans til bóta varð virkur. Var til þess vísað að starf launamanns í þágu launagreiðanda væri grundvöllur þess að hann öðlaðist rétt til atvinnuleysisbóta. Krafan væri um greiðslur sem kæmu í stað launa og væri því undirstaða afkomu þeirra sem öðlast höfðu rétt til bótanna. Í ljósi þessa eðlis kröfunnar og að hún hefði stofnast fyrir tilverknað launamanns nyti hún verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var talið að löggjafinn hefði ekki gætt meðalhófs við takmörkun réttinda gagnvart stefnanda málsins sem þegar naut bóta og missti þann rétt með skömmum fyrirvara sem hún hefði ella notið í 36 mánuði.51. Eins hefur því verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að kröfur um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 sem orðnar eru gjaldkræfar verði ekki skertar eða felldar niður aftur í tímann. Þannig hafi örorkulífeyrisþegi öðlast kröfuréttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verði þau ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002.52. Þær aðstæður sem voru til umfjöllunar í framangreindum dómum eru ekki sambærilegar atvikum þessa máls. Þannig lýtur krafa áfrýjanda að rétti hennar til bóta til framtíðar eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda.53. Allir sem eru búsettir hér á landi með löglegum hætti ávinna sér rétt til ellilífeyris samkvæmt 4. gr. laga nr. 100/2007 svo og heimilisuppbótar samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 og ekki er gerð krafa um gagngjald af neinum toga svo sem í formi skatta, iðgjaldagreiðslna eða framlags frá vinnuveitanda. Að þessu leyti eru forsendur réttindaávinnslu sem byggjast á búsetu eðlisólíkar þeim sem byggjast á framlagi einstaklings og vinnuveitenda í formi iðgjalda, svo sem lýst er að framan í þeim dómum sem fjalla um vernd lífeyrisréttinda og atvinnuleysisbóta. Hámarksfjárhæð ellilífeyris og heimilisuppbótar er ákveðin með lögum á hverjum tíma og tekur hækkunum í samræmi við fjárlög. Réttur til ellilífeyris skapast þannig ekki á grundvelli tekna heldur byggist á forsendum sem geta breyst með þróun á skipulagi tryggingakerfisins. Verður því ekki fallist á þá málstæðu áfrýjanda að ellilífeyrir sé áunninn réttur í sama skilningi og greiðslur úr lífeyrissjóði.54. Áfrýjandi byggir enn fremur á því í þessu sambandi að réttindi hennar innan almannatryggingakerfisins, sem séu fjármögnuð með skattfé úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera, njóti eignarréttarverndar af þeirri ástæðu að þau myndi grundvöll framfærslu hennar sem óheimilt sé að skerða nema að þeim skilyrðum uppfylltum sem almennt verða leidd af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Því til stuðnings vísar hún meðal annars til ákvörðunar Mannréttindadómstóls Evrópu um skýringu á eignarréttarákvæði 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu í ákvörðun 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dómi 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.55. Sem fyrr segir verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar í þessu tilliti skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarskuldbindingum sem leiddar verða af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttinda. Verður þá jafnframt litið til þeirrar framkvæmdar sem mótuð hefur verið af Mannréttindadómstól Evrópu um gildissvið þess ákvæðis gagnvart bótum úr almannatryggingum.56. Af eldri úrlausnum mannréttindadómstólsins varð lengi vel ráðið að greinarmunur væri gerður á lífeyrisréttindum eftir því hvort þau væru til komin vegna eigin framlaga einstaklinga eða vinnuveitanda sem féllu þá undir eignarhugtak 1. gr. 1. viðauka sáttmálans eða hvort um væri að ræða bætur úr almannatryggingakerfinu, fjármagnaðar með skattfé, sem féllu þá utan þess. Af dómaframkvæmd dómstólsins varð þó ekki skýrlega ráðið hvaða viðmið lágu til grundvallar þessari aðgreiningu.57. Í ákvörðun mannréttindadómstólsins í fyrrgreindu máli Stec o.fl. frá árinu 2005 komu fram stefnumarkandi ummæli þess efnis að ekki væri lengur ástæða til að gera slíkan greinarmun. Vísað var til þess að í nútímalýðræðisríki væru margir einstaklingar sem hluta ævi sinnar eða ævilangt væru að öllu leyti háðir almannatryggingum og félagslegri aðstoð um framfærslu. Í landsrétti margra ríkja sé viðurkennt að við þær aðstæður beri að veita einstaklingum ákveðið öryggi og vissu um að bætur verði greiddar, að því tilskildu að skilyrði bótaréttar að lögum séu uppfyllt. Þar sem einstaklingur hafi viðurkenndan rétt samkvæmt landslögum til bóta úr almannatryggingum ætti mikilvægi þeirra hagsmuna einnig að birtast í því að fella þá undir gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 51. lið ákvörðunar dómstólsins.58. Þótt mannréttindadómstóllinn geri þannig ekki lengur sama greinarmun og áður um hvenær réttur til bóta eða lífeyris fellur undir eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka sáttmálans verður ekki ályktað af þeim almennu ummælum sem lýst er að framan og síðari dómum dómstólsins að hvers kyns réttindi innan almannatryggingakerfa falli þar með sjálfkrafa undir hugtakið eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka án frekari afmörkunar. 59. Í dómi í máli Béláné Nagy gegn Ungverjalandi frá 2016 skýrði mannréttindadómstóllinn frekar gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans í þessu tilliti. Þar er tekið fram að aðildarríki þurfi að geta breytt almannatryggingalöggjöf til að bregðast við samfélagsbreytingum og í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og þarfir mismunandi hópa sem þarfnist félagslegrar aðstoðar, sbr. 88. lið dómsins. Atvik máls geti þó verið þannig vaxin að skapast hafi réttmætar væntingar hjá einstaklingi sem háður er stuðningi frá ríkinu sér til framfærslu um að hann muni áfram njóta bóta ef hann á annað borð uppfyllir eftir sem áður þau lagaskilyrði sem giltu þegar bótaréttur stofnaðist, sbr. 94. lið dómsins.60. Enn fremur kemur fram í dóminum að við mat á áhrifum lagabreytinga þurfi að gaumgæfa aðstæður hvers einstaklings, einkum eðli og áhrif breytinga á skilyrðum bótaréttar hans, til að skera úr um hvort nægilega staðfestir, efnislegir eignarréttarhagsmunir eru fyrir hendi samkvæmt landslögum, sbr. 89. lið. dómsins. Í umræddu máli var talið að sú aðstaða að kærandi sem notið hafði greiðslu örorkulífeyris lögum samkvæmt um árabil en var síðan svipt rétti til bóta að öllu leyti vegna nýrra lagaskilyrða nægði til að réttindi hennar væru metin á grundvelli 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 109. og 110. lið dómsins.61. Af framangreindu verður ályktað að því þungbærari sem lagabreytingar sem skerða bætur úr almannatryggingum eru fyrir þann sem bótaréttar hefur notið, þeim mun líklegri séu þær til að fara gegn réttmætum væntingum hans til að njóta áfram ákveðins stöðugleika og fyrirsjáanleika um þær tekjur sem hann muni hafa sér til framfærslu til framtíðar. Slíkar réttmætar væntingar geta þannig eftir atvikum verið verndarandlag 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún verður skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki er mögulegt að setja nákvæm eða tæmandi viðmið um hvar mörkin liggja í þessum efnum og verður að skoða afleiðingar lagabreytinga í hverju tilviki. Ætla má að umtalsverð lækkun bóta eða svipting bótaréttar með öllu geti leitt til þess að réttmætar væntingar einstaklings til áframhaldandi bóta hafi brostið.62. Þegar staða áfrýjanda er skoðuð í ljósi framangreindra sjónarmiða og metin eru áhrif laga nr. 116/2016 og 9/2017 á réttindi hennar innan almannatryggingakerfisins liggur fyrir að lögin fólu hvorki í sér sviptingu né skerðingu á fjárhæðum greiðslna sem hún fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins. Þvert á móti hækkuðu greiðslur úr almannatryggingakerfinu til hennar talsvert eða í kringum 500.000 krónur árlega á þeim árum sem dómkrafan tekur til, enda hækkuðu lögbundnar fjárhæðir ellilífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 og heimilisuppbótar samkvæmt lögum nr. 99/2007 samhliða setningu nýrra reiknireglna um lækkun bóta vegna tekna. Er það í samræmi við það markmið sem lýst er í lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 að hækka ellilífeyri, einkum þeirra sem lægstar tekjur höfðu, og bæta þannig kjör aldraðra. 63. Ekki verður því fallist á með áfrýjanda að með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 hafi verið höggvið að réttmætum væntingum hennar um stöðugleika og fyrirsjáanleika greiðslna úr almannatryggingum sem hún hefði sér til lífsviðurværis eða að möguleikar hennar til framfærslu hafi verið skertir. Kerfisbreytingarnar í heild bættu stöðu hennar. Hefur áfrýjandi ekki rennt stoðum undir þá staðhæfingu að skapast hafi réttmætar væntingar um að greiðslur til hennar ættu að koma til viðbótar greiðslum úr lífeyrissjóðum og því átt að hækka enn meira en þær gerðu í raun. 64. Þegar allt framangreint er virt er hafnað þeirri málsástæðu áfrýjanda að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007, svo sem þeim var breytt með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, hafi skert réttindi hennar sem verndar njóti samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Kemur því ekki til frekari skoðunar í tilviki áfrýjanda hvort við setningu laganna hafi verið uppfyllt skilyrði fyrir takmörkun á eignarréttindum sem leidd verði af stjórnarskrá. Stjórnarskrárbundinn réttur til framfærsluaðstoðar65. Að fenginni framangreindri niðurstöðu um að réttindi áfrýjanda falli ekki undir 1. mgr. 72. stjórnarskrárinnar verður tekið undir með stefndu að kjarni máls þessa lúti að því hvernig löggjafinn ákveður þá aðstoð sem 1. mgr. 76. gr. hennar mælir fyrir um. Stendur þá eftir að skera úr um hvort með umræddri lagasetningu hafi verið brotið í bága við stjórnarskrárbundinn rétt áfrýjanda til aðstoðar í samræmi við 1. mgr. 76. gr. 66. Samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Reynt hefur á beitingu 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og umfang þeirra skyldna sem ákvæðið leggur löggjafanum á herðar í nokkrum úrlausnum Hæstaréttar eftir að það komst í núverandi horf með 14. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Greinin hefur verið skýrð með hliðsjón af lögskýringargögnum með fyrrgreindum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum um vernd félagslegra réttinda sem þar er getið. Samkvæmt því er hún talin fela í sér að skylt sé með lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Hafi almenni löggjafinn vald um það hvernig því skipulagi skal háttað. Má til hliðsjónar meðal annars vísa til dóma réttarins 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017.67. Samkvæmt framangreindu er það verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skal þeirri opinberu aðstoð sem ellilífeyrisþegum er látin í té og hefur hann sinnt þeirri skyldu sinni meðal annars með setningu laga nr. 100/2007 og 99/2007. Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt löggjafinn hafi samkvæmt framangreindu ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga, þar á meðal tegundir bótaflokka, fjárhæð bóta og frítekjumark, eru honum engu að síður sett ákveðin mörk í þeim efnum. Þannig eru dómstólar bærir til að meta hvort lagasetning um þau málefni samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar, svo sem hvort skerðing á rétti til aðstoðar sem þegar er veittur með lögum hvíli á málefnalegum sjónarmiðum og hvort jafnræðis og meðalhófs hafi verið gætt. 68. Ein af meginforsendum 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um skyldu löggjafans er að aðstoð skuli veitt þeim sem hana þurfi vegna atvika sem þar eru talin, þar á meðal vegna elli. Þessi forsenda endurspeglast í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 100/2007 um að markmið laganna sé að tryggja bætur og aðrar greiðslur til þeirra sem þess þurfa vegna elli, örorku og framfærslu barna. Enn fremur er tekið fram í 2. mgr. sömu greinar að með bótum og greiðslum skuli stuðlað að því að þeir sem lögin taki til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi. Á sömu sjónarmiðum byggjast heimildarákvæði laga nr. 99/2007 um heimilisuppbót til einhleyps lífeyrisþega sem er einn um heimilisrekstur.69. Skýra verður samspil almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfis í ljósi þeirra markmiða sem rakin eru að framan. Almannatryggingakerfið hefur frá öndverðu hvílt á þeim grundvelli að vera fyrst og fremst ætlað þeim sem þarf að aðstoða við framfærslu vegna þess að þeir hafa ekki aðrar tekjur. Hafi ellilífeyrisþegi skattskyldar tekjur, þar með taldar tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, birtist þetta fyrirkomulag þannig í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að þegar náð er 300.000 króna almennu frítekjumarki á ári lækki ellilífeyrir um 45% uns ellilífeyrir fellur niður. Þá lækkar heimilisuppbót til ellilífeyrisþega um 11,9% af tekjum lífeyrisþegans uns hún fellur niður.70. Af gögnum málsins verður ráðið að á þeim tíma sem mál þetta var höfðað leiddi af hinni nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna að þegar einstaklingur næði 595.642 króna tekjum úr lífeyrissjóði á mánuði myndu greiðslur ellilífeyris falla alveg niður. Þannig var það mat löggjafans að lífeyrisþegi með slíkar greiðslur sér til framfærslu úr lífeyrissjóðum hefði ekki þörf fyrir frekari stuðning af hálfu ríkisins til að tryggja framfærslu vegna elli, en aðrir sem hefðu engar eða lágar tekjur væru í meiri þörf fyrir aðstoð. 71. Gagnvart áfrýjanda birtist breytingin þannig að eftir 1. mars 2017 fékk hún greiðslur úr einum bótaflokki almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 100/2007, ellilífeyri, í stað þess að fá greiddan grunnellilífeyri og tekjutryggingu. Þrátt fyrir að hin nýja reikniregla nái nú til allra greiðslna til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga nr. 100/2007 eins og fram er komið, en hafi ekki náð til grunnellilífeyris áður, hækkaði engu að síður heildarfjárhæð ellilífeyris sem áfrýjandi nýtur nú samanborið við þær greiðslur sem hún áður naut. Þá sætti heimilisuppbót til áfrýjanda á grundvelli laga nr. 99/2007 fyrir breytingarnar 2017 lækkun eftir sömu reglum og giltu um tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.72. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 kemur fram að löggjafinn hafi metið það svo að frumvarpið væri í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Til stuðnings þeirri afstöðu segir að breytingunum sé ætlað að einfalda, skýra og auka réttindi þeirra sem áunnið hafa sér rétt til ellilífeyris samkvæmt lögunum, bæta samspil réttinda hjá báðum lögbundnu lífeyrisréttindakerfunum og auka sveigjanleika.73. Þegar skoðað er þetta markmið lagabreytinganna og afleiðingar þeirra fyrir réttarstöðu áfrýjanda, í ljósi þeirra skyldna sem leiðir af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, verður fallist á þá málsástæðu stefndu að lagasetningin hafi hvílt á málefnalegum sjónarmiðum. Er þar einnig haft í huga að með breytingum sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 voru fjárhæðir ellilífeyris og heimilisuppbótar ekki aðeins hækkaðar heldur einnig leitast við að tryggja sérstaklega í bráðabirgðaákvæði nr. 22 með lögunum að nýjar forsendur bótaflokka og reiknireglur um tekjutengingu myndu í engu tilviki leiða til lækkunar greiðslna til þeirra ellilífeyrisþega sem þegar fengu greiddan ellilífeyri við gildistöku laganna eða höfðu þá frestað töku lífeyris. Þannig var gætt meðalhófs og hugað að því að áhrif lagabreytinganna yrðu ekki sérlega íþyngjandi fyrir einhvern hóp ellilífeyrisþega umfram annan. Í því sambandi er ekki fallist á að það hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir áfrýjanda að greiðslur til hennar hafi ekki hækkað meira, eins og þær hefðu gert hefði reikniregla um lækkun ellilífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum ekki verið sett í 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 og um heimilisuppbót í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007. Sem fyrr segir hafa slíkar tekjur ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum áfrýjanda í almannatryggingakerfinu. 74. Samkvæmt framangreindu fór löggjafinn, við setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017, ekki út fyrir það svigrúm sem hann hefur í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris hvílir á.Samræmi lagabreytinga við jafnræðisreglu stjórnarskrár75. Loks stendur eftir að skera úr um þá málsástæðu áfrýjanda að löggjafinn hafi við framangreindar breytingar brotið í bága við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði.76. Sú krafa hefur verið leidd af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að þótt löggjafinn hafi svigrúm til að ákveða skipulag almannatryggingakerfis með þeim hætti sem fyrr er lýst beri að uppfylla áskilnað jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar fyrrgreinda dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og 795/2017.77. Í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 koma fram nokkrar ívilnandi undanþágur um tilgreindar tekjur sem hafa ekki áhrif til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna, sbr. einnig 2. mgr. 8. gr. laga nr. 99/2007. Þar á meðal eru taldar greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd, en það fyrirkomulag er óbreytt frá því fyrir setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017. Þá var með lögum nr. 96/2017 gerð frekari breyting á 1. mgr. 23. gr. og nýr 4. málsliður kom inn í greinina. Samkvæmt því skyldi ellilífeyrisþegi hafa 100.000 króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna en 25.000 króna almennt frítekjumark gilti um aðrar tekjur. Telur áfrýjandi að sú mismunun sem felist í þessum sérreglum sé andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar.78. Við skýringu 65. gr. stjórnarskrárinnar um hvort um ólögmæta mismunun sé að ræða verður að leggja mat á hvort hlutlægar og málefnalegar ástæður séu að baki mismunandi meðferð á tveimur sambærilegum tilvikum sem stefni að lögmætu markmiði. Þá verður að líta til þess hvort eðlilegt samræmi er á milli þess markmiðs sem mismununin stefnir að og þeirra aðferða sem notaðar eru til að ná því, þannig að meðalhófs sé gætt.79. Hvað varðar reglur um mismunandi áhrif tekna til lækkunar ellilífeyris ber fyrst að hafa í huga að allir ellilífeyrisþegar eru jafnsettir gagnvart þeirri reglu að tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum komi til lækkunar ellilífeyri. Réttindi í slíkum sjóðum hafa stofnast á grundvelli lagaskyldu um framlög einstaklinga og vinnuveitenda í formi iðgjalda. Hvort einstaklingar verja eignum sínum til að skapa séreignarlífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd er síðan komið undir hverjum og einum. Því er ekki ómálefnalegt að löggjafinn ákveði að undanskilja þær tekjur, með sama hætti og hann myndi undanskilja aðra fjármuni sem hafa skapast með sparnaði einstaklings.80. Um markmið þeirrar sérreglu 4. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að setja hærra frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra en vegna annarra tekna er fjallað í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 96/2017. Þar kemur meðal annars fram að í reglunni felist ákveðin hvatning til eldra fólks til áframhaldandi atvinnuþátttöku á vinnumarkaði eftir upphaf lífeyristöku. Það auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafi tekjurnar. Enn fremur er vísað til rannsókna sem sýni fram á að vinna og virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dragi úr einangrun og hafi almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Loks er tekið fram að með þessu sé komið til móts við kröfur hagsmunasamtaka aldraðra um að taka upp að nýju sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna til viðbótar við almenna frítekjumarkið í 3. málslið sömu greinar. Verður þannig ráðið að reglan samræmist því markmiði breytingarlaga nr. 116/2016 að stuðla að meiri sveigjanleika í starfslokum einstaklinga er þeir komast á ellilífeyrisaldur. 81. Þegar þessi markmið sérreglna um útreikning ellilífeyris og heimilisuppbótar eru virt verður ekki annað séð en að þær hvíli á málefnalegum sjónarmiðum, séu almennar og geri ekki slíkan greinarmun á einstaklingum að þær feli í sér ólögmæta mismunun andstætt fyrirmælum 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Með þeim er stefnt að því að tryggja ákveðna heildarhagsmuni aldraðra og bæta kjör þeirra og við val á leiðum til að ná þeim markmiðum hefur ekki verið gengið of nærri réttindum áfrýjanda. Er því ekki fallist á þá málsástæðu hennar að brotið hafi verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar.82. Samkvæmt því sem rakið hefur verið að framan er öllum málsástæðum áfrýjanda hafnað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna stefndu Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið af kröfum hennar er því staðfest. 83. Eftir atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður. Áfrýjandi nýtur gjafsóknar fyrir Hæstarétti og greiðist allur málskostnaður hennar úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar sem telst hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Við ákvörðun þeirrar fjárhæðar er litið til þess að tvö önnur sambærileg mál hafa verið flutt samhliða þessu máli.DómsorðHinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fellur niður.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, B, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daníels Isebarn Ágústssonar 600.000 krónur. https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=4846bc00-da44-4477-bf35-da02ab6e837d |
Mál nr. 15/2022 | Viðurkenningarkrafa Almannatryggingar Ellilífeyrir Lífeyrisréttindi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Eignarréttur Meðalhóf Jafnræðisregla Gjafsókn | A höfðaði mál á hendur T og Í og krafðist viðurkenningar á að T hefði á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri til hans samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 vegna greiðslna sem A naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að lækka ellilífeyrinn um 45% af greiðslum til A úr slíkum sjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007. Ágreiningur aðila laut að stjórnskipulegu gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 sem breyttu ákvæðum laga nr. 100/2007 þar á meðal um bótaflokka og skerðingu ellilífeyrisgreiðslna vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. A taldi að með lagabreytingunum hefðu verið skert bæði réttindi hans í lífeyrissjóðum og réttur til ellilífeyris og þannig brotið gegn eignarréttindum hans samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá taldi hann að lagasetningin væri andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að lög nr. 116/2016 og 9/2017 hefðu í engu tilliti skert greiðslur til A úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hann hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda. Um lækkun ellilífeyris A vegna tekna úr lífeyrissjóðum var tekið fram að slíkar tekjur hefðu ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum A í almannatryggingakerfinu, sem byggðist á því að aðstoða þá sem lægstar tekjur hefðu. Þá kom fram að þrátt fyrir að tekjur A úr lífeyrissjóðum leiddu til lækkunar á ellilífeyri hans hefðu lög nr. 116/2016 og 9/2017 í reynd hækkað ellilífeyrisgreiðslur til A frá T. Ekki var fallist á að réttmætar væntingar A hefðu stofnast um að fá óskertan ellilífeyri sem verndar nytu samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, eins og hún væri skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindamála Evrópu. Með setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017 var löggjafinn ekki talinn hafa farið út fyrir það svigrúm sem hann hefði í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris hvíli á. Loks var ekki fallist á þá málsástæðu A að brotið hefði verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar vegna sérreglna sem giltu um séreignarsparnað og hærra frítekjumark vegna atvinnutekna. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna stefndu af kröfum A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. mars 2022. Hann krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri hans samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar vegna greiðslna sem hann naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að skerða ellilífeyrinn um 45% af greiðslum til hans úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið heimilt að lækka ellilífeyri til áfrýjanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar á tilgreindu tímabili samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 23. gr., sbr. 16. gr. laganna, vegna greiðslna sem hann fékk á sama tíma úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áfrýjandi telur að lækkun ellilífeyris hafi skert eignarréttindi hans sem njóti verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og falið í sér mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. sáttmálans.5. Stefndu voru sýknuð af öllum kröfum áfrýjanda í héraði. 6. Leyfi til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var veitt 4. mars 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-9. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grunni að málið hefði þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til ellilífeyris og varðaði mikla hagsmuni þeirra og ríkissjóðs. Þá var talið brýnt að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti, en málið væri fordæmisgefandi og hefði almenna þýðingu fyrir stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 um breytingar á lögum nr. 100/2007. Þá lægi fyrir að ekki væri þörf á að leiða vitni í málinu og skýrslur hefðu ekki verið gefnar við meðferð þess þannig að ekki reyndi á mat á sönnunargildi munnlegs framburðar í héraði.Málsatvik7. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að greiðslu ellilífeyris á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020. Samhengis vegna hefur þýðingu að varpa ljósi á hvernig reglum um bótagreiðslur til hans frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hefur verið háttað frá því að hann öðlaðist rétt til greiðslna frá henni og áhrif breytingarlaga nr. 116/2016 og 9/2017 á þann rétt. Þessi lög komu til framkvæmda 1. mars 2017.8. Áfrýjandi varð 67 ára 2. október 2009 og öðlaðist þá rétt til ellilífeyris úr almannatryggingum á grundvelli laga nr. 100/2007. Á þeim tíma var um að ræða annars vegar greiðslu ellilífeyris (grunnellilífeyris) samkvæmt 17. gr. og hins vegar tekjutryggingar samkvæmt 22. gr. laganna. 9. Á árunum 1970 til 2009 greiddi áfrýjandi iðgjöld í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði af launum sínum í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamninga og laga á hverjum tíma. Var aðild hans að lífeyrissjóðum í fyrstu byggð á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 1969 um stofnun atvinnutengdra lífeyrissjóða með skylduaðild og sjóðssöfnun. Frá setningu laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega hefur verið mælt fyrir um skylduaðild áfrýjanda að lífeyrissjóði með lögum en um það gilda nú lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áfrýjandi öðlaðist á starfsævi sinni lífeyrisréttindi í fjórum lífeyrissjóðum Lífeyrissjóði verslunarmanna, SL lífeyrissjóði, Birtu lífeyrissjóði og Brú lífeyrissjóði og hefur notið greiðslna úr þeim frá árinu 2009.0. Þegar áfrýjandi öðlaðist rétt til greiðslna frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins haustið 2009 byggðist ellilífeyristryggingakerfi almannatrygginga upp af nokkrum bótaflokkum: grunnellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum nr. 100/2007, svo og heimilisuppbót og sérstakri uppbót vegna framfærslu samkvæmt 8. og 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Áfrýjandi fékk sem fyrr segir greiðslur úr fyrstu tveimur bótaflokkunum. Þá var fullur grunnellilífeyrir 297.972 krónur á ári samkvæmt 1. mgr. 17. gr. fyrrgreindu laganna en tekjutrygging nam 942.504 krónum á ári samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna sem greiddist til viðbótar ellilífeyri.1. Regla um tengingu greiðslna úr almannatryggingum við tekjur, þar með taldar lífeyrissjóðstekjur, hafði ávallt gilt um tekjutryggingu eða allt frá árinu 1972 þegar sá bótaflokkur bættist við lög um almannatryggingar nr. 67/1971. Tekjutengingarhlutfall í þeim flokki var upphaflega 50% en hafði lækkað í áföngum og var 38,35% þegar greiðslur hófust til áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/2007. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum undir 120.000 krónum á ári skertu þó ekki tekjutryggingu.2. Þegar greiðslur stefndu Tryggingastofnunar ríkisins til áfrýjanda hófust 2009 gilti sú meginregla í lögum nr. 100/2007 að allar skattskyldar tekjur, einnig greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, höfðu áhrif á útreikning bóta úr almannatryggingum, bæði grunnellilífeyri og tekjutryggingu. Örfáar ívilnandi undanþágur frá því voru í 3. mgr. 16. gr. laganna, þar á meðal um séreignarlífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd. Tekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum leiddu til lækkunar greiðslna úr báðum flokkum en mismunandi tekjutengingarhlutfall gilti um hvorn flokk um sig. Um grunnellilífeyri gilti að tekjur áfrýjanda, þar með taldar tekjur úr lífeyrissjóðum sem voru hærri en 2.056.404 krónur á ári skyldu lækka lífeyrinn um 25% þeirra tekna sem umfram væru uns hann félli niður. Ákvæði um að undanþiggja tekjur úr lífeyrissjóðum til lækkunar grunnellilífeyris hafði verið fellt úr 3. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 með lögum nr. 70/2009 sem tóku gildi 1. júlí 2009. Sú lagasetning var liður í aðgerðum á sviði ríkisfjármála til að mæta tekjufalli og útgjaldaauka ríkissjóðs vegna efnahagshrunsins 2008. Þeirri skipan var síðar breytt með lögum nr. 86/2013 þannig að í 3. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 var á ný bætt ákvæði um að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum teldust ekki til tekna sem áhrif hefðu á útreikning grunnellilífeyris. 3. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda en þau höfðu í för með sér margvíslegar breytingar á lögum nr. 100/2007. Í breytingarlögunum fólst meðal annars heildarendurskoðun á bótaflokkum, tekjutengingu og frítekjumarki og jafnframt almenn hækkun á fjárhæðum greiðslna til ellilífeyrisþega. Þannig voru bótaflokkarnir grunnellilífeyrir og tekjutrygging sameinaðir í einn flokk undir heitinu ellilífeyrir og leitast við að samræma frítekjumark.4. Eftir breytingarnar teljast tekjur áfrýjanda úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrisjóðum til tekna samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 sem skerða ellilífeyri, sbr. 2. málslið 1. mgr. 23. gr. Samkvæmt reiknireglunni lækkar ellilífeyrir áfrýjanda um fjárhæð sem nemur 45% af tekjum hans úr lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði uns hann fellur niður. Í 4. mgr. 16. gr. laganna er áfram ívilnandi ákvæði um að tilteknar tekjur séu undanþegnar meginreglu 1. mgr., þar á meðal eru greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd. 5. Eftir breytingarnar nam fullur ellilífeyrir til áfrýjanda samkvæmt 23. og 69. gr. laganna svo og reglugerð settri á grundvelli þeirra 2.744.808 krónum á ári en jafnframt var sett almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris sem er 300.000 krónur á ári (25.000 krónur á mánuði). Síðar var, með lögum nr. 96/2017, bætt nýrri reglu, 4. málslið, við 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega allt að 1.200.000 krónum á ári (100.000 krónur á mánuði).6. Lög nr. 9/2017 sem voru samþykkt 27. febrúar 2017 voru sett til að leiðrétta mistök í undirbúningi að setningu laga nr. 116/2016 sem höfðu þær afleiðingar að greiðslur til einstaklinga úr atvinnutengdum skyldubundnum lífeyrissjóðum voru undanskildar tengingu við ellilífeyri andstætt því sem löggjafinn ætlaði. Samkvæmt lögum nr. 9/2017 skyldi leiðréttingin gilda afturvirkt og miðast við 1. janúar 2017.7. Með dómi Landsréttar 31. maí 2019 í máli nr. 466/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi þess máls hefði átt kröfu til að fá ellilífeyri greiddan án skerðingar vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum allt fram til 1. mars 2017. Þessi kröfuréttindi nytu verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem þau hefðu verið gjaldfallin þegar lög nr. 9/2017 voru samþykkt og því óheimilt að skerða þau með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Af þessari ástæðu komu breytingarlögin og reikniregla 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. um lækkun ellilífeyris áfrýjanda til framkvæmda 1. mars 2017 og miðast upphafstími viðurkenningarkröfu hans við þann tíma.8. Áfrýjandi hefur ekki lagt fram gögn í málinu um upphafsdag greiðslna á grundvelli almannatrygginga eða hver var fjárhæð þeirra greiðslna sem hann fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóðum fyrir breytingarnar sem voru gerðar með lögum nr. 116/2016 og 9/2017. Slíkar upplýsingar liggja þannig eingöngu fyrir frá tímabilinu sem dómkrafa áfrýjanda lýtur að. 9. Samkvæmt skattframtölum áfrýjanda eftir lagabreytingarnar, tekjuárin 2017 til 2020, fékk hann eftirtaldar greiðslur frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins og samhliða greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þeim árum sem dómkrafa hans tekur til. Í eftirfarandi töflu kemur fram fjárhæð fulls ellilífeyris samkvæmt 1. mgr. 23. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007 og reglugerðum um bótafjárhæðir sömu ár, sbr. 70. gr. svo og hverjar voru ellilífeyrisgreiðslur til áfrýjanda á sama tíma. ÁrFullur ellilífeyrir, sbr. 23. og 69. gr. laga nr. 100/2007Greiðslur frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins til áfrýjandaTekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum20172.744.808 krónur.921.510 krónur2.637.197 krónur20182.873.808 krónur2.112.888 krónur2.700.443 krónur20192.977.260 krónur2.097.981 krónur2.787.128 krónur20203.081.468 krónur2.242.669 krónur2.860.824 krónur20. Auk breytinga á bótaflokkum með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 varð greiðsla fulls ellilífeyris hærri en samanlagðar greiðslur úr þeim tveimur bótaflokkum sem áfrýjandi þáði greiðslur úr samkvæmt eldri lögum. Árið 2016 nam fjárhæð grunnellilífeyris 39.862 krónum á mánuði og óskertrar tekjutryggingar 125.793 krónum á mánuði eða samanlagt 165.655 krónum. Þannig nam árleg heildarfjárhæð 1.987.860 krónum. Eftir lagabreytingarnar varð fjárhæð óskertrar greiðslu úr hinum nýja sameinaða bótaflokki ellilífeyris 228.734 krónur á mánuði eða 2.744.808 krónur á ári. 21. Þrátt fyrir að tekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum leiði til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna sem fyrr er lýst eftir 1. mars 2017 kemur fram í gögnum málsins að ellilífeyrisgreiðslur til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu engu að síður að meðaltali í kringum 500.000 krónur árlega (um 40.707 krónur á mánuði árið 2017, um 40.346 krónur á mánuði árið 2018, um 42.017 krónur á mánuði árið 2019 og um 43.716 krónur á mánuði árið 2020). Er þá miðað við það sem orðið hefði að teknu tilliti til uppfærðra greiðslna í óbreyttu lagaumhverfi.22. Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að réttindi áfrýjanda í lífeyrissjóðum svo og réttur hans til ellilífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 nytu stjórnskipulegrar eignarréttarverndar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar fælu breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 ekki í sér að brotið væri gegn þessum ákvæðum og stjórnskipulegri meðalhófsreglu. Þá var ekki fallist á að sá greinarmunur sem lögin gerðu á tekjum úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og öðrum tilgreindum tekjum byggðist á ómálefnalegum sjónarmiðum sem væru andstæð jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndu voru því sýknuð af kröfum áfrýjanda.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda23. Áfrýjandi telur að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 eftir breytingu með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, sem höfðu í för með sér lækkun ellilífeyris til hans vegna greiðslna sem hann nýtur á sama tíma úr lífeyrissjóðum, brjóti gegn eignarrétti hans sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Þau eignarréttindi sem fyrrgreint ákvæði laga nr. 100/2007 skerði séu tvíþætt. 24. Annars vegar sé skertur eignarréttur sem fólginn sé í lífeyrisréttindum sem áfrýjandi aflaði sér með iðgjöldum í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði á árunum 1970 til 2009. Þótt greiðslur úr lífeyrissjóðum sæti ekki sem slíkar tölulegri skerðingu komi þær til frádráttar réttindum hans innan almannatryggingakerfisins. Áfrýjandi kveðst hafa haft réttmætar væntingar um að greiðslur úr lífeyrissjóðum leiddu ekki til lækkunar á greiðslum úr lögbundnum almannatryggingum þegar hann kæmist á eftirlaunaaldur árið 2009. Þær væntingar ættu sér einkum stoð í þeim forsendum kjarasamninga 1969 að skyldulífeyrissparnaður launþega kæmi til viðbótar greiðslum almannatrygginga. 25. Hins vegar skerði ákvæðið eignarréttindi sem felist í rétti áfrýjanda til fulls ellilífeyris úr almannatryggingum sem hann hafi öðlast 2. október 2009 á grundvelli 17. gr. laga nr. 100/2007. Sá réttur hafi orðið virkur þegar hann varð 67 ára eftir meira en 40 ára búsetu á landinu. Þeim lagalega áskilnaði verði jafnað til framlaga í lífeyrissjóð. Þótt skerðingin leiði af því markmiði að endurskipuleggja almannatryggingakerfið uppfylli það ekki kröfur um meðalhóf í ljósi þess að réttindin séu grundvöllur framfærslu hans. 26. Áfrýjandi vísar til þess að sú grunnhugsun hafi ávallt búið að baki lífeyriskerfinu að ellilífeyrir úr almannatryggingum kæmi til viðbótar skyldulífeyrissparnaði þótt finna megi tímabundnar undantekningar frá því. Í lögum nr. 116/2016 og 9/2017 felist skerðing á virkum rétti hans til ellilífeyris sem hann hafi haft réttmætar væntingar til að yrði grundvöllur framfærslu hans til framtíðar. Slík réttindi njóti eignarréttarverndar enda sé breytingin afturvirk í eðli sínu.27. Af hálfu áfrýjanda kom fram við flutning málsins fyrir Hæstarétti að engu máli skipti í þessu samhengi þótt lagabreytingarnar hafi leitt til þess að ellilífeyrisgreiðslur til hans hafi hækkað eftir 1. mars 2017 frá því sem þær voru á árinu 2016. Sú hækkun hafi verið almenn og náð til allra ellilífeyrisþega. Greiðslur til hans hefðu hins vegar hækkað mun meira ef ekki hefðu komið til áhrif hinnar nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna eftir setningu laga nr. 9/2017. Áfrýjandi heldur því fram að hefði engin skerðing átt sér stað á ellilífeyri hans vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum eftir 1. mars 2017 hefðu greiðslur til hans frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkað umtalsvert meira en þær gerðu eða um 779.340 krónur til viðbótar árið 2017, 898.110 krónur árið 2018, 926.675 krónur árið 2019 og 954.187 krónur árið 2020.28. Til stuðnings því að réttindi njóti í báðum framangreindum tilvikum verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar vísar áfrýjandi meðal annars til dóma Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999 og 16. október 2003 í máli nr. 549/2002. Skýra beri 72. gr. með hliðsjón af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, einkum ákvörðunar dómstólsins 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dóms 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.29. Áfrýjandi byggir enn fremur á því að framangreindar lagabreytingar feli í sér ólögmæta mismunun sem fari í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Lækkun bóta vegna tekna sé ekki framkvæmd með sama hætti gagnvart öllum ellilífeyrisþegum og ráðist mismunurinn af því hvaðan tekjurnar koma. Réttindi hans skerðist um 45% vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði. Hefði áfrýjandi á hinn bóginn notið samsvarandi tekna af atvinnu á sama tíma hefðu bótagreiðslur sætt minni skerðingu vegna hærra frítekjumarks, 100.000 króna á mánuði. 30. Einnig eigi sér stað mismunun milli þeirra sem greitt hafa til skyldubundinna atvinnutengdra lífeyrissjóða og þeirra sem fá greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd en síðarnefndu tekjurnar hafi ekki áhrif til lækkunar ellilífeyris.Helstu málsástæður stefndu31. Stefndu benda á að dómkrafa áfrýjanda lúti að ákvörðun ellilífeyris á tilgreindu tímabili en ekki að réttindum hans til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Því er auk þess mótmælt að 2. málsliður 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 skerði lífeyrisréttindi hans. Engin réttindi eða greiðslur til áfrýjanda úr lífeyrissjóði hafi verið skert. Þá sé ávinningur áfrýjanda af því að hafa lagt fyrir í lífeyrissjóð ekki minni en hann mátti ætla með réttu þegar sparnaðurinn myndaðist. Slíkar væntingar geti ekki sótt stoð í samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1969. Það hafi ávallt verið undirstaða í samspili lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfanna, eftir að skylduaðild að lífeyrissjóðum komst á, að því síðarnefnda sé ætlað að grípa þá einstaklinga sem ekki hafa safnað nægilegum lífeyri í lífeyrissjóðakerfinu. 32. Lífeyriskerfið sé þannig byggt upp að almannatryggingar séu fyrsta stoð þess, skyldubundnir atvinnutengdir lífeyrissjóðir önnur stoð og séreignarsparnaður þriðja stoðin. Meginmunurinn á þeim sé að önnur og þriðja stoðin séu fullfjármagnaðar með framlagi launþega og launagreiðanda en fyrsta stoðin, sem feli í sér almennan grunnlífeyri byggðan á þörf einstaklinga og endurskoðaður er reglulega, sé fjármögnuð með skatttekjum á hverjum tíma. Réttindi áfrýjanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 hafi skapast í tímans rás eingöngu á grundvelli búsetu hans og þau kveði á um ákveðna hámarksfjárhæð ellilífeyris. 33. Stefndu taka fram að hinn nýi bótaflokkur, ellilífeyrir eftir 1. mars 2017, sé þáttur í gerbreyttri löggjöf þar sem bótaflokkar laga nr. 100/2007 hafi verið sameinaðir og endurskipulagðir og kerfið einfaldað á margan hátt. Hinn nýi sameinaði bótaflokkur sé engan veginn tækur til samanburðar við grunnellilífeyri í kerfinu fyrir breytingarnar sem hafi aðeins numið litlum hluta þeirra greiðslna sem áfrýjandi naut. Stærsti hluti greiðslna stefndu Tryggingastofnunar ríkisins til áfrýjanda frá 2009 hafi verið úr tekjutryggingu sem sætti ávallt lækkun vegna lífeyrissjóðstekna hans og grunnellilífeyrir einnig á tímabilum. Áfrýjandi hafi því aldrei átt rétt til bóta frá stefnda Tryggingastofnun án tengingar við tekjur úr lífeyrissjóðum að frátöldum janúar og febrúar 2017 vegna mistaka við setningu laga nr. 116/2016.34. Stefndu byggja á að ófenginn ellilífeyrir úr almannatryggingum falli utan gildissviðs 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, enda ekki um eign að ræða í skilningi þessara ákvæða. Þau eigi aðeins við hafi réttmætt tilkall að lögum stofnast og krafa fallið í gjalddaga. Umræddar breytingar hafi ekki falið í sér neina skerðingu á bótum eða inngrip í réttindi áfrýjanda. Greiðslur til hans úr almannatryggingum hafi þvert á móti hækkað eftir lagabreytingarnar.35. Kjarni málsins lúti að því hvernig löggjafinn ákveður aðstoð samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til þeirra sem hana þurfa. Þetta hafi ávallt verið markmið almannatryggingalöggjafar eins og fram komi í 1. gr. laga nr. 100/2007. Þar ráði úrslitum sú raunverulega aðstoð sem einstaklingum sé veitt til framfærslu og fjárhæðir greiðslna en ekki hvort skipulag eða heiti bótaflokka breytist. Hafi löggjafinn ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga og bótategunda.36. Verði engu að síður talið að réttur til ófenginna bóta úr almannatryggingum njóti eignarréttarverndar sé tekjutenging ellilífeyris í lögum nr. 100/2007 við lífeyrissjóðsgreiðslur, sbr. lög nr. 116/2016 og 9/2017, ekki andstæð 72. gr. stjórnarskrárinnar enda sé staða áfrýjanda betri en fyrir setningu laganna. Þá hvíli fyrirkomulag um lækkun ellilífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóði á skýrri lagaheimild sem styðjist við málefnaleg rök og meðalhófs gætt. 37. Loks telja stefndu að ekki hafi verið brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að hann njóti lakari réttinda en aðrir í sambærilegri stöðu. Þótt greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði komi ekki til frádráttar ellilífeyri sé reglan almenn í eðli sínu og geri engan ómálefnalegan greinarmun. Mismunandi frítekjumark eftir því hvort um tekjur úr skyldulífeyrissjóðum eða atvinnutekjur er að ræða hvíli á því sjónarmiði löggjafans að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri sé náð auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.Niðurstaða38. Með dómkröfu áfrýjanda er leitað viðurkenningar á því að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri hans á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir breytingar á 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 vegna greiðslna sem hann naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Lögmaður áfrýjanda skýrði kröfugerð sína frekar við munnlegan flutning fyrir Hæstarétti þannig að vísað væri heildstætt til breytingarlaga nr. 116/2016 og 9/2017 eins og þau komu til framkvæmda 1. mars 2017, en áður kom fram að síðari lögin voru sett til að leiðrétta mistök sem urðu við undirbúning löggjafans að setningu þeirra fyrrgreindu.39. Þótt dómkrafa áfrýjanda lúti ekki berum orðum að því að óheimilt hafi verið að skerða áunnin réttindi hans í lífeyrissjóðum stendur þessi málsástæða í nánum tengslum við úrlausn um markmið almannatryggingalöggjafar og fyrrgreindra breytingarlaga. Kemst sú málsástæða því að í málinu. 40. Við úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 verður að leggja mat á hvernig réttindum áfrýjanda innan almannatryggingakerfisins var háttað fyrir þessar lagabreytingar og hver voru áhrif þeirra á réttindi hans. Þannig þarf ekki aðeins að líta til forsögu breytinganna og markmiðs, heldur einnig þróunar löggjafar og reglna um lífeyriskerfið á þeim tíma sem áfrýjandi greiddi iðgjöld til lífeyrissjóða og ávann sér þar réttindi.41. Í því sambandi verður í fyrsta lagi leyst úr málsástæðum áfrýjanda um að eignarréttindi hans samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið skert, annars vegar réttindi í lífeyrissjóðum og hins vegar réttur til ellilífeyris úr almannatryggingum. Í öðru lagi verður tekin afstaða til þeirra varna stefndu að málið snúist í raun um hvort stefndi íslenska ríkið hafi uppfyllt skyldu sína samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja með lögum rétt til aðstoðar vegna elli. Verður þar lagt mat á svigrúm löggjafans, sem leiðir af fjárstjórnarvaldi hans, til að veita og skilgreina lífeyri samkvæmt almannatryggingakerfinu og gera breytingar á því. Loks verður í þriðja lagi skorið úr um þá málsástæðu áfrýjanda hvort löggjafinn hafi við þær breytingar uppfyllt kröfur um jafnræði samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar.Vernd eignarréttinda samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu) Áhrif tekjutengingar á réttindi í lífeyrissjóðum42. Ekki er ágreiningur um að lífeyrisréttindi áfrýjanda hafi verið ákvörðuð með réttum hætti í samræmi við iðgjaldagreiðslur hans til áðurgreindra lífeyrissjóða á árunum 1970 til 2009 og samþykktir hlutaðeigandi sjóða á hverjum tíma. Hafa greiðslur til hans úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum frá 2009 verið í fullu samræmi við þau réttindi. Áfrýjandi byggir hins vegar á því að með því að tengja íþyngjandi réttaráhrif við tekjur hans úr lífeyrissjóðum þannig að þær leiði til lækkunar bóta úr almannatryggingum hafi löggjafinn í reynd skert virk lífeyrisréttindi hans bótalaust.43. Hæstiréttur hefur í fyrri úrlausnum sínum komist að þeirri niðurstöðu að áunnin lífeyrisréttindi launþega samkvæmt lögum njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þó hefur verið talið að setja megi þeim eignarrétti takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svo sem að þær hvíli á skýlausri lagaheimild, málefnalegar forsendur búi að baki og þær séu almennar og taki á sambærilegan hátt til allra sem þeirra njóta, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999. Enn fremur verður ályktað af dómaframkvæmd réttarins að löggjafinn hafi þrengri heimild til að skerða virk lífeyrisréttindi en þau sem einungis eru væntanleg þegar skerðing öðlast gildi, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins 23. mars 2000 í máli nr. 340/1999. Verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar að þessu leyti einnig skýrð með hliðsjón af túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á inntaki 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal í dómi 12. október 2004 í máli nr. 60669/00, Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi.44. Hvað varðar hugsanlegar væntingar áfrýjanda um að greiðslur úr lífeyrissjóðum kæmu til viðbótar réttindum hans innan almannatryggingakerfisins þegar eftirlaunaaldri væri náð verður ekki séð að samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá árinu 1969 hafi falið í sér slíka skuldbindingu sem bindi hendur löggjafans um alla framtíð við mótun löggjafar um almannatryggingar. Hafa ber í huga að lög og reglur um tekjutengingu bótaflokka og frítekjumark tóku margvíslegum breytingum á meðan áfrýjandi og vinnuveitendur hans greiddu iðgjöld í sjóðina á árunum 1970 til 2009. Stærsti hluti bótagreiðslna sem áfrýjandi fékk upphaflega frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins var úr tekjutryggingu en sá bótaflokkur hafði ávallt sætt lækkun vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.45. Víða í löggjöfinni er gert ráð fyrir því að tekjur einstaklings geti haft þýðingu fyrir réttarstöðu hans án þess að slíkar reglur teljist jafngildi tekjuskerðingar. Um sjónarmið af þessum toga er meðal annars fjallað í athugasemdum um efni jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með frumvarpi því sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Þar er tekið fram að skilyrðið um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum án tillits til efnahags komi ekki í veg fyrir að til séu skattleysismörk einkum þeim til hagsbóta sem lakast eru settir fjárhagslega og skattar geti síðan verið stighækk¬andi eftir því sem tekjur manna eru hærri. Af sama meiði er regla sem byggist á þeirri forsendu að þeir sem meiri tekjur hafi sér til framfærslu fái minni aðstoð frá ríkinu en þeir sem litlar eða engar tekjur hafa.46. Samkvæmt framansögðu er ekki fallist á með áfrýjanda að slíkar réttmætar væntingar hafi skapast um að lífeyrissjóðsgreiðslur kæmu til viðbótar réttindum hans innan almannatryggingakerfisins að þeir hagsmunir njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er ljóst að lög nr. 116/2016 og 9/2017 breyttu í engu tilliti greiðslum til áfrýjanda úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hann hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda.47. Samkvæmt framangreindu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að með fyrirmælum 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 hafi lífeyrisréttindi hans sem verndar njóta samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar verið skert eða takmörkuð. Verður því málsástæðu hans þar um hafnað.2) Lækkun ellilífeyris vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum48. Hin meginröksemd áfrýjanda um að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri samkvæmt lögum nr. 116/2016 og 9/2017 byggist á að réttur hans til fulls ellilífeyris úr almannatryggingum teljist til eignarréttinda sem njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og að þau hafi verið skert með lögunum. Hann hafi áunnið sér réttindi til fulls ellilífeyris við 67 ára aldur með búsetu sinni hér á landi í að minnsta kosti 40 ár, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 100/2007. Jafna verði slíkum réttindum á grundvelli búsetu til þeirra réttinda sem stofnast hafi með iðgjöldum hans til lífeyrissjóða. Þá verði að skoða heildstætt réttindi hans í almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðum, enda sé um að ræða tvær stoðir sama kerfis, þar sem réttindin séu orðin virk. Báðar lúti þær að grundvelli framfærslu hans. 49. Hæstiréttur hefur í nokkrum dómum fjallað um hvort kröfur af félagslegum toga sem teljist allsherjarréttarlegs eðlis njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi 1. júní 2017 í máli nr. 501/2016 laut álitaefnið að skerðingu á rétti einstaklings til atvinnuleysisbóta þegar stytt var með lögum tímabil atvinnuleysisbóta sem hann átti rétt til, úr 36 mánuðum í 30, eftir að réttur hans til bóta varð virkur. Var til þess vísað að starf launamanns í þágu launagreiðanda væri grundvöllur þess að hann öðlaðist rétt til atvinnuleysisbóta. Krafan væri um greiðslur sem kæmu í stað launa og væri því undirstaða afkomu þeirra sem öðlast höfðu rétt til bótanna. Í ljósi þessa eðlis kröfunnar og að hún hefði stofnast fyrir tilverknað launamanns nyti hún verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var talið að löggjafinn hefði ekki gætt meðalhófs við takmörkun réttinda gagnvart stefnanda málsins sem þegar naut bóta og missti þann rétt með skömmum fyrirvara sem hann hefði ella notið í 36 mánuði.50. Eins hefur því verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að kröfur um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 sem orðnar eru gjaldkræfar verði ekki skertar eða felldar niður aftur í tímann. Þannig hafi örorkulífeyrisþegi öðlast kröfuréttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verði þau ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002.51. Þær aðstæður sem voru til umfjöllunar í framangreindum dómum eru ekki sambærilegar atvikum þessa máls. Þannig lýtur krafa áfrýjanda að rétti hans til bóta til framtíðar eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda. 52. Allir sem eru búsettir hér á landi með löglegum hætti ávinna sér rétt til ellilífeyris samkvæmt 4. gr. laga nr. 100/2007 og ekki er gerð krafa um gagngjald af neinum toga svo sem í formi skatta, iðgjaldagreiðslna eða framlags frá vinnuveitanda. Að þessu leyti eru forsendur réttindaávinnslu sem byggjast á búsetu eðlisólíkar þeim sem byggjast á framlagi einstaklings og vinnuveitenda í formi iðgjalda, svo sem lýst er að framan í þeim dómum sem fjalla um vernd lífeyrisréttinda og atvinnuleysisbóta. Hámarksfjárhæð ellilífeyris er ákveðin með lögum á hverjum tíma samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laganna og tekur hækkunum í samræmi við fjárlög. Réttur til ellilífeyris skapast þannig ekki á grundvelli tekna heldur byggist á forsendum sem geta breyst með þróun á skipulagi tryggingakerfisins. Verður því ekki fallist á þá málstæðu áfrýjanda að ellilífeyrir sé áunninn réttur í sama skilningi og greiðslur úr lífeyrissjóði.53. Áfrýjandi byggir enn fremur á því í þessu sambandi að réttindi hans innan almannatryggingakerfisins, sem séu fjármögnuð með skattfé úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera, njóti eignarréttarverndar af þeirri ástæðu að þau myndi grundvöll framfærslu hans sem óheimilt sé að skerða nema að þeim skilyrðum uppfylltum sem almennt verða leidd af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Því til stuðnings vísar hann meðal annars til ákvörðunar Mannréttindadómstóls Evrópu um skýringu á eignarréttarákvæði 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu í ákvörðun 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dómi 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.54. Sem fyrr segir verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar í þessu tilliti skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarskuldbindingum sem leiddar verða af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttinda. Verður þá jafnframt litið til þeirrar framkvæmdar sem mótuð hefur verið af Mannréttindadómstól Evrópu um gildissvið þess ákvæðis gagnvart bótum úr almannatryggingum.55. Af eldri úrlausnum mannréttindadómstólsins varð lengi vel ráðið að greinarmunur væri gerður á lífeyrisréttindum eftir því hvort þau væru til komin vegna eigin framlaga einstaklinga eða vinnuveitanda sem féllu þá undir eignarhugtak 1. gr. 1. viðauka sáttmálans eða hvort um væri að ræða bætur úr almannatryggingakerfinu, fjármagnaðar með skattfé, sem féllu þá utan þess. Af dómaframkvæmd dómstólsins varð þó ekki skýrlega ráðið hvaða viðmið lágu til grundvallar þessari aðgreiningu.56. Í ákvörðun mannréttindadómstólsins í fyrrgreindu máli Stec o.fl. frá árinu 2005 komu fram stefnumarkandi ummæli þess efnis að ekki væri lengur ástæða til að gera slíkan greinarmun. Vísað var til þess að í nútímalýðræðisríki væru margir einstaklingar sem hluta ævi sinnar eða ævilangt væru að öllu leyti háðir almannatryggingum og félagslegri aðstoð um framfærslu. Í landsrétti margra ríkja sé viðurkennt að við þær aðstæður beri að veita einstaklingum ákveðið öryggi og vissu um að bætur verði greiddar, að því tilskildu að skilyrði bótaréttar að lögum séu uppfyllt. Þar sem einstaklingur hafi viðurkenndan rétt samkvæmt landslögum til bóta úr almannatryggingum ætti mikilvægi þeirra hagsmuna einnig að birtast í því að fella þá undir gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 51. lið ákvörðunar dómstólsins.57. Þótt mannréttindadómstóllinn geri þannig ekki lengur sama greinarmun og áður um hvenær réttur til bóta eða lífeyris fellur undir eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka sáttmálans verður ekki ályktað af þeim almennu ummælum sem lýst er að framan og síðari dómum dómstólsins að hvers kyns réttindi innan almannatryggingakerfa falli þar með sjálfkrafa undir hugtakið eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka án frekari afmörkunar. 58. Í dómi í máli Béláné Nagy gegn Ungverjalandi frá 2016 skýrði mannréttindadómstóllinn frekar gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans í þessu tilliti. Þar er tekið fram að aðildarríki þurfi að geta breytt almannatryggingalöggjöf til að bregðast við samfélagsbreytingum og í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og þarfir mismunandi hópa sem þarfnist félagslegrar aðstoðar, sbr. 88. lið dómsins. Atvik máls geti þó verið þannig vaxin að skapast hafi réttmætar væntingar hjá einstaklingi sem háður er stuðningi frá ríkinu sér til framfærslu um að hann muni áfram njóta bóta ef hann á annað borð uppfyllir eftir sem áður þau lagaskilyrði sem giltu þegar bótaréttur stofnaðist, sbr. 94. lið dómsins. 59. Enn fremur kemur fram í dóminum að við mat á áhrifum lagabreytinga þurfi að gaumgæfa aðstæður hvers einstaklings, einkum eðli og áhrif breytinga á skilyrðum bótaréttar hans, til að skera úr um hvort nægilega staðfestir, efnislegir eignarréttarhagsmunir eru fyrir hendi samkvæmt landslögum, sbr. 89. lið. dómsins. Í umræddu máli var talið að sú aðstaða að kærandi sem notið hafði greiðslu örorkulífeyris lögum samkvæmt um árabil en var síðan svipt rétti til bóta að öllu leyti vegna nýrra lagaskilyrða nægði til að réttindi hennar væru metin á grundvelli 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 109. og 110. lið dómsins.60. Af framangreindu verður ályktað að því þungbærari sem lagabreytingar sem skerða bætur úr almannatryggingum eru fyrir þann sem bótaréttar hefur notið, þeim mun líklegri séu þær til að fara gegn réttmætum væntingum hans til að njóta áfram ákveðins stöðugleika og fyrirsjáanleika um þær tekjur sem hann muni hafa sér til framfærslu til framtíðar. Slíkar réttmætar væntingar geta þannig eftir atvikum verið verndarandlag 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún verður skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki er mögulegt að setja nákvæm eða tæmandi viðmið um hvar mörkin liggja í þessum efnum og verður að skoða afleiðingar lagabreytinga í hverju tilviki. Ætla má að umtalsverð lækkun bóta eða svipting bótaréttar með öllu geti leitt til þess að réttmætar væntingar einstaklings til áframhaldandi bóta hafi brostið. 61. Þegar staða áfrýjanda er skoðuð í ljósi framangreindra sjónarmiða og metin eru áhrif laga nr. 116/2016 og 9/2017 á réttindi hans innan almannatryggingakerfisins liggur fyrir að lögin fólu hvorki í sér sviptingu né skerðingu á fjárhæðum greiðslna sem hann fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins. Þvert á móti hækkuðu greiðslur úr almannatryggingakerfinu til hans talsvert eða í kringum 500.000 krónur árlega á þeim árum sem dómkrafan tekur til. Er það í samræmi við það markmið sem lýst er í lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 að hækka ellilífeyri, einkum þeirra sem lægstar tekjur höfðu, og bæta þannig kjör aldraðra.62. Ekki verður því fallist á með áfrýjanda að með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 hafi verið höggvið að réttmætum væntingum hans um stöðugleika og fyrirsjáanleika greiðslna úr almannatryggingum sem hann hefði sér til lífsviðurværis eða að möguleikar hans til framfærslu hafi verið skertir. Kerfisbreytingarnar í heild bættu stöðu hans. Hefur áfrýjandi ekki rennt stoðum undir þá staðhæfingu að skapast hafi réttmætar væntingar um að greiðslur til hans ættu að koma til viðbótar greiðslum úr lífeyrissjóðum og því átt að hækka enn meira en þær gerðu í raun. 63. Þegar allt framangreint er virt er hafnað þeirri málsástæðu áfrýjanda að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, svo sem þeim var breytt með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, hafi skert réttindi hans sem verndar njóti samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Kemur því ekki til frekari skoðunar í tilviki áfrýjanda hvort við setningu laganna hafi verið uppfyllt skilyrði fyrir takmörkun á eignarréttindum sem leidd verði af stjórnarskrá. Stjórnarskrárbundinn réttur til framfærsluaðstoðar64. Að fenginni framangreindri niðurstöðu um að réttindi áfrýjanda falli ekki undir 1. mgr. 72. stjórnarskrárinnar verður tekið undir með stefndu að kjarni máls þessa lúti að því hvernig löggjafinn ákveður þá aðstoð sem 1. mgr. 76. gr. hennar mælir fyrir um. Stendur þá eftir að skera úr um hvort með umræddri lagasetningu hafi verið brotið í bága við stjórnarskrárbundinn rétt áfrýjanda til aðstoðar í samræmi við 1. mgr. 76. gr. 65. Samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Reynt hefur á beitingu 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og umfang þeirra skyldna sem ákvæðið leggur löggjafanum á herðar í nokkrum úrlausnum Hæstaréttar eftir að það komst í núverandi horf með 14. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Greinin hefur verið skýrð með hliðsjón af lögskýringargögnum með fyrrgreindum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum um vernd félagslegra réttinda sem þar er getið. Samkvæmt því er hún talin fela í sér að skylt sé með lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Hafi almenni löggjafinn vald um það hvernig því skipulagi skal háttað. Má til hliðsjónar meðal annars vísa til dóma réttarins 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017.66. Samkvæmt framangreindu er það verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skal þeirri opinberu aðstoð sem ellilífeyrisþegum er látin í té og hefur hann sinnt þeirri skyldu sinni meðal annars með setningu laga nr. 100/2007. Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt löggjafinn hafi samkvæmt framangreindu ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga, þar á meðal tegundir bótaflokka, fjárhæð bóta og frítekjumark, eru honum engu að síður sett ákveðin mörk í þeim efnum. Þannig eru dómstólar bærir til að meta hvort lagasetning um þau málefni samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar, svo sem hvort skerðing á rétti til aðstoðar sem þegar er veittur með lögum hvíli á málefnalegum sjónarmiðum og hvort jafnræðis og meðalhófs hafi verið gætt. 67. Ein af meginforsendum 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um skyldu löggjafans er að aðstoð skuli veitt þeim sem hana þurfi vegna atvika sem þar eru talin, þar á meðal vegna elli. Þessi forsenda endurspeglast í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 100/2007 um að markmið laganna sé að tryggja bætur og aðrar greiðslur til þeirra sem þess þurfa vegna elli, örorku og framfærslu barna. Enn fremur er tekið fram í 2. mgr. sömu greinar að með bótum og greiðslum skuli stuðlað að því að þeir sem lögin taki til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi.68. Skýra verður samspil almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfis í ljósi þeirra markmiða sem rakin eru að framan. Almannatryggingakerfið hefur frá öndverðu hvílt á þeim grundvelli að vera fyrst og fremst ætlað þeim sem þarf að aðstoða við framfærslu vegna þess að þeir hafa ekki aðrar tekjur. Hafi ellilífeyrisþegi skattskyldar tekjur, þar með taldar tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, birtist þetta fyrirkomulag þannig í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að þegar náð er 300.000 króna almennu frítekjumarki á ári lækki bætur almannatrygginga um 45% uns ellilífeyrir fellur niður.69. Af gögnum málsins verður ráðið að á þeim tíma sem mál þetta var höfðað leiddi af hinni nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna að þegar einstaklingur næði 595.642 króna tekjum úr lífeyrissjóði á mánuði myndu greiðslur ellilífeyris falla alveg niður. Þannig var það mat löggjafans að lífeyrisþegi með slíkar greiðslur sér til framfærslu úr lífeyrissjóðum hefði ekki þörf fyrir frekari stuðning af hálfu ríkisins til að tryggja framfærslu vegna elli, en aðrir sem hefðu engar eða lágar tekjur væru í meiri þörf fyrir aðstoð. 70. Gagnvart áfrýjanda birtist breytingin þannig að eftir 1. mars 2017 fékk hann greiðslur úr einum bótaflokki almannatrygginga, ellilífeyri, í stað þess að fá greiddan grunnellilífeyri og tekjutryggingu. Þrátt fyrir að hin nýja reikniregla nái nú til allra greiðslna til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins eins og fram er komið, en hafi ekki náð til grunnellilífeyris áður, hækkaði engu að síður heildarfjárhæð ellilífeyris sem áfrýjandi nýtur nú samanborið við þær greiðslur sem hann áður naut.71. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 kemur fram að löggjafinn hafi metið það svo að frumvarpið væri í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Til stuðnings þeirri afstöðu segir að breytingunum sé ætlað að einfalda, skýra og auka réttindi þeirra sem áunnið hafa sér rétt til ellilífeyris samkvæmt lögunum, bæta samspil réttinda hjá báðum lögbundnu lífeyrisréttindakerfunum og auka sveigjanleika.72. Þegar skoðað er þetta markmið lagabreytinganna og afleiðingar þeirra fyrir réttarstöðu áfrýjanda, í ljósi þeirra skyldna sem leiðir af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, verður fallist á þá málsástæðu stefndu að lagasetningin hafi hvílt á málefnalegum sjónarmiðum. Er þar einnig haft í huga að með breytingum sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 voru fjárhæðir ellilífeyris ekki aðeins hækkaðar heldur einnig leitast við að tryggja sérstaklega í bráðabirgðaákvæði nr. 22 með lögunum að nýjar forsendur bótaflokka og reiknireglur um tekjutengingu myndu í engu tilviki leiða til lækkunar greiðslna til þeirra ellilífeyrisþega sem þegar fengu greiddan ellilífeyri við gildistöku laganna eða höfðu þá frestað töku lífeyris. Þannig var gætt meðalhófs og hugað að því að áhrif lagabreytinganna yrðu ekki sérlega íþyngjandi fyrir einhvern hóp ellilífeyrisþega umfram annan. Í því sambandi er ekki fallist á að það hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir áfrýjanda að greiðslur til hans hafi ekki hækkað meira, eins og þær hefðu gert hefði reikniregla um lækkun ellilífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum ekki verið sett í 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007. Sem fyrr segir hafa slíkar tekjur ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum áfrýjanda í almannatryggingakerfinu. 73. Samkvæmt framangreindu fór löggjafinn, við setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017, ekki út fyrir það svigrúm sem hann hefur í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris hvílir á.Samræmi lagabreytinga við jafnræðisreglu stjórnarskrár74. Loks stendur eftir að skera úr um þá málsástæðu áfrýjanda að löggjafinn hafi við framangreindar breytingar brotið í bága við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði.75. Sú krafa hefur verið leidd af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að þótt löggjafinn hafi svigrúm til að ákveða skipulag almannatryggingakerfis með þeim hætti sem fyrr er lýst beri að uppfylla áskilnað jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar fyrrgreinda dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og 795/2017.76. Í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 koma fram nokkrar ívilnandi undanþágur um tilgreindar tekjur sem hafa ekki áhrif til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna. Þar á meðal eru taldar greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd, en það fyrirkomulag er óbreytt frá því fyrir setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017. Þá var með lögum nr. 96/2017 gerð frekari breyting á 1. mgr. 23. gr. og nýr 4. málsliður kom inn í greinina. Samkvæmt því skyldi ellilífeyrisþegi hafa 100.000 króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna en 25.000 króna almennt frítekjumark gilti um aðrar tekjur. Telur áfrýjandi að sú mismunun sem felist í þessum sérreglum sé andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar.77. Við skýringu 65. gr. stjórnarskrárinnar um hvort um ólögmæta mismunun sé að ræða verður að leggja mat á hvort hlutlægar og málefnalegar ástæður séu að baki mismunandi meðferð á tveimur sambærilegum tilvikum sem stefni að lögmætu markmiði. Þá verður að líta til þess hvort eðlilegt samræmi er á milli þess markmiðs sem mismununin stefnir að og þeirra aðferða sem notaðar eru til að ná því, þannig að meðalhófs sé gætt.78. Hvað varðar reglur um mismunandi áhrif tekna til lækkunar ellilífeyris ber fyrst að hafa í huga að allir ellilífeyrisþegar eru jafnsettir gagnvart þeirri reglu að tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum komi til lækkunar ellilífeyri. Réttindi í slíkum sjóðum hafa stofnast á grundvelli lagaskyldu um framlög einstaklinga og vinnuveitenda í formi iðgjalda. Hvort einstaklingar verja eignum sínum til að skapa séreignarlífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd er síðan komið undir hverjum og einum. Því er ekki ómálefnalegt að löggjafinn ákveði að undanskilja þær tekjur, með sama hætti og hann myndi undanskilja aðra fjármuni sem hafa skapast með sparnaði einstaklings.79. Um markmið þeirrar sérreglu 4. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að setja hærra frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra en vegna annarra tekna er fjallað í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 96/2017. Þar kemur meðal annars fram að í reglunni felist ákveðin hvatning til eldra fólks til áframhaldandi atvinnuþátttöku á vinnumarkaði eftir upphaf lífeyristöku. Það auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafi tekjurnar. Enn fremur er vísað til rannsókna sem sýni fram á að vinna og virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dragi úr einangrun og hafi almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Loks er tekið fram að með þessu sé komið til móts við kröfur hagsmunasamtaka aldraðra um að taka upp að nýju sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna til viðbótar við almenna frítekjumarkið í 3. málslið sömu greinar. Verður þannig ráðið að reglan samræmist því markmiði breytingarlaga nr. 116/2016 að stuðla að meiri sveigjanleika í starfslokum einstaklinga er þeir komast á ellilífeyrisaldur. 80. Þegar þessi markmið sérreglna um útreikning ellilífeyris eru virt verður ekki annað séð en að þær hvíli á málefnalegum sjónarmiðum, séu almennar og geri ekki slíkan greinarmun á einstaklingum að þær feli í sér ólögmæta mismunun andstætt fyrirmælum 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Með þeim er stefnt að því að tryggja ákveðna heildarhagsmuni aldraðra og bæta kjör þeirra og við val á leiðum til að ná þeim markmiðum hefur ekki verið gengið of nærri réttindum áfrýjanda. Er því ekki fallist á þá málsástæðu hans að brotið hafi verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar.81. Samkvæmt því sem rakið hefur verið að framan er öllum málsástæðum áfrýjanda hafnað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna stefndu Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið af kröfum hans er því staðfest. 82. Eftir atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður. Áfrýjandi nýtur gjafsóknar fyrir Hæstarétti og greiðist allur málskostnaður hans úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans sem telst hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Við ákvörðun þeirrar fjárhæðar er litið til þess að tvö önnur sambærileg mál hafa verið flutt samhliða þessu máli.DómsorðHinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fellur niður.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Daníels Isebarn Ágústssonar 600.000 krónur. https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=8b689471-5316-498f-972e-de512e46074e |
Mál nr. 16/2022 | Viðurkenningarkrafa Almannatryggingar Ellilífeyrir Lífeyrisréttindi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Eignarréttur Meðalhóf Jafnræðisregla Gjafsókn | C höfðaði mál á hendur T og Í og krafðist viðurkenningar á að T hefði á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri til hennar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 vegna greiðslna sem C naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að lækka ellilífeyrinn um 45% af greiðslum til C úr slíkum sjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007. Ágreiningur aðila laut að stjórnskipulegu gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 sem breyttu ákvæðum laga nr. 100/2007 þar á meðal um bótaflokka og skerðingu ellilífeyrisgreiðslna vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. C taldi að með lagabreytingunum hefðu verið skert bæði réttindi hennar í lífeyrissjóðum og réttur til ellilífeyris og þannig brotið gegn eignarréttindum hennar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá taldi hún að lagasetningin væri andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að lög nr. 116/2016 og 9/2017 hefðu í engu tilliti skert greiðslur til C úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hún hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda. Um lækkun ellilífeyris C vegna tekna úr lífeyrissjóðum var tekið fram að slíkar tekjur hefðu ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum C í almannatryggingakerfinu, sem byggðist á því að aðstoða þá sem lægstar tekjur hefðu. Þá kom fram að þrátt fyrir að tekjur C úr lífeyrissjóðum leiddu til lækkunar á ellilífeyri hennar hefðu lög nr. 116/2016 og 9/2017 í reynd hækkað ellilífeyrisgreiðslur til C frá T. Ekki var fallist á að réttmætar væntingar C hefðu stofnast um að fá óskertan ellilífeyri sem verndar nytu samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, eins og hún væri skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindamála Evrópu. Með setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017 var löggjafinn ekki talinn hafa farið út fyrir það svigrúm sem hann hefði í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris hvíli á. Loks var ekki fallist á þá málsástæðu C að brotið hefði verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar vegna sérreglna sem giltu um séreignarsparnað og hærra frítekjumark vegna atvinnutekna. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna stefndu af kröfum C. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. mars 2022. Hún krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 verið óheimilt að skerða ellilífeyri hennar samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar vegna greiðslna sem hún naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á þann hátt að skerða ellilífeyrinn um 45% af greiðslum til hennar úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.3. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið heimilt að lækka ellilífeyri til áfrýjanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar á tilgreindu tímabili samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 23. gr., sbr. 16. gr. laganna, vegna greiðslna sem hún fékk á sama tíma úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áfrýjandi telur að lækkun ellilífeyris hafi skert eignarréttindi hennar sem njóti verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og falið í sér mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. sáttmálans.5. Stefndu voru sýknuð af öllum kröfum áfrýjanda í héraði.6. Leyfi til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var veitt 4. mars 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-10. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grunni að málið hefði þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til ellilífeyris og varðaði mikla hagsmuni þeirra og ríkissjóðs. Þá var talið brýnt að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti, en málið væri fordæmisgefandi og hefði almenna þýðingu fyrir stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 um breytingar á lögum nr. 100/2007. Þá lægi fyrir að ekki væri þörf á að leiða vitni í málinu og skýrslur hefðu ekki verið gefnar við meðferð þess þannig að ekki reyndi á mat á sönnunargildi munnlegs framburðar í héraði.Málsatvik7. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að greiðslu ellilífeyris á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020. Samhengis vegna hefur þýðingu að varpa ljósi á hvernig reglum um bótagreiðslur til hennar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hefur verið háttað frá því að hún öðlaðist rétt til greiðslna frá henni og áhrif breytingarlaga nr. 116/2016 og 9/2017 á þann rétt. Þessi lög komu til framkvæmda 1. mars 2017.8. Áfrýjandi varð 67 ára 19. október 2009. Hún öðlaðist þá rétt til ellilífeyris úr almannatryggingum á grundvelli 17. gr. laga nr. 100/2007 og hóf töku lífeyris á árinu 2011. Á þeim tíma var um að ræða annars vegar greiðslu ellilífeyris (grunnellilífeyris) samkvæmt 17. gr. og hins vegar tekjutryggingar samkvæmt 22. gr. laganna. 9. Á árunum 1970 til 2011 greiddi áfrýjandi iðgjöld í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði af launum sínum í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamninga og laga á hverjum tíma. Var aðild hennar að lífeyrissjóðum í fyrstu byggð á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 1969 um stofnun atvinnutengdra lífeyrissjóða með skylduaðild og sjóðssöfnun. Frá setningu laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega hefur verið mælt fyrir um skylduaðild áfrýjanda að lífeyrissjóði með lögum en um það gilda nú lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áfrýjandi öðlaðist á starfsævi sinni lífeyrisréttindi í þremur lífeyrissjóðum, Birtu lífeyrissjóði, Festu lífeyrissjóði og Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og hefur notið greiðslna úr þeim frá árinu 2011. 0. Þegar áfrýjandi öðlaðist rétt til ellilífeyris frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins haustið 2009 byggðist ellilífeyristryggingakerfi almannatrygginga upp af nokkrum bótaflokkum: grunnellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum nr. 100/2007, svo og heimilisuppbót og sérstakri uppbót vegna framfærslu samkvæmt 8. og 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Áfrýjandi fékk sem fyrr segir greiðslur úr fyrstu tveimur bótaflokkunum. Þá var fullur grunnellilífeyrir 297.972 krónur á ári samkvæmt 1. mgr. 17. gr. fyrrgreindu laganna en tekjutrygging nam 942.504 krónum á ári samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna sem greiddist til viðbótar ellilífeyri.1. Regla um tengingu greiðslna úr almannatryggingum við tekjur, þar með taldar lífeyrissjóðstekjur, hafði ávallt gilt um tekjutryggingu eða allt frá árinu 1972 þegar sá bótaflokkur bættist við lög um almannatryggingar nr. 67/1971. Tekjutengingarhlutfall í þeim flokki var upphaflega 50% en hafði lækkað í áföngum og var 38,35% þegar greiðslur hófust til áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/2007. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum undir 120.000 krónum á ári skertu þó ekki tekjutryggingu.2. Þegar greiðslur stefndu Tryggingastofnunar ríkisins til áfrýjanda hófust 2011 gilti sú meginregla í lögum nr. 100/2007 að allar skattskyldar tekjur, einnig greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, höfðu áhrif á útreikning bóta úr almannatryggingum, bæði grunnellilífeyri og tekjutryggingu. Örfáar ívilnandi undanþágur frá því voru í 3. mgr. 16. gr. laganna, þar á meðal um séreignarlífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd. Tekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum leiddu til lækkunar greiðslna úr báðum flokkum en mismunandi tekjutengingarhlutfall gilti um hvorn flokk um sig. Um grunnellilífeyri gilti að tekjur áfrýjanda, þar með taldar tekjur úr lífeyrissjóðum sem voru hærri en 2.056.404 krónur á ári skyldu lækka lífeyrinn um 25% þeirra tekna sem umfram væru uns hann félli niður. Ákvæði um að undanþiggja tekjur úr lífeyrissjóðum til lækkunar grunnellilífeyris hafði verið fellt úr 3. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 með lögum nr. 70/2009 sem tóku gildi 1. júlí 2009. Sú lagasetning var liður í aðgerðum á sviði ríkisfjármála til að mæta tekjufalli og útgjaldaauka ríkissjóðs vegna efnahagshrunsins 2008. Þeirri skipan var síðar breytt með lögum nr. 86/2013 þannig að í 3. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 var á ný bætt ákvæði um að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum teldust ekki til tekna sem áhrif hefðu á útreikning grunnellilífeyris.3. Dómkrafa áfrýjanda lýtur að tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda en þau höfðu í för með sér margvíslegar breytingar á lögum nr. 100/2007. Í breytingarlögunum fólst meðal annars heildarendurskoðun á bótaflokkum, tekjutengingu og frítekjumarki og jafnframt almenn hækkun á fjárhæðum greiðslna til ellilífeyrisþega. Þannig voru bótaflokkarnir grunnellilífeyrir og tekjutrygging sameinaðir í einn flokk undir heitinu ellilífeyrir og leitast við að samræma frítekjumark.4. Eftir breytingarnar teljast tekjur áfrýjanda úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrisjóðum til tekna samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 sem skerða ellilífeyri, sbr. 2. málslið 1. mgr. 23. gr. Samkvæmt reiknireglunni lækkar ellilífeyrir áfrýjanda um fjárhæð sem nemur 45% af tekjum hennar úr lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði uns hann fellur niður. Í 4. mgr. 16. gr. laganna er áfram ívilnandi ákvæði um að tilteknar tekjur séu undanþegnar meginreglu 1. mgr., þar á meðal eru greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd. 5. Eftir breytingarnar nam fullur ellilífeyrir til áfrýjanda samkvæmt 23. og 69. gr. laganna svo og reglugerð settri á grundvelli þeirra 2.744.808 krónum á ári en jafnframt var sett almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris sem er 300.000 krónur á ári (25.000 krónur á mánuði). Síðar var, með lögum nr. 96/2017, bætt nýrri reglu, 4. málslið, við 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega allt að 1.200.000 krónum á ári (100.000 krónur á mánuði).6. Lög nr. 9/2017 sem voru samþykkt 27. febrúar 2017 voru sett til að leiðrétta mistök í undirbúningi að setningu laga nr. 116/2016 sem höfðu þær afleiðingar að greiðslur til einstaklinga úr atvinnutengdum skyldubundnum lífeyrissjóðum voru undanskildar tengingu við ellilífeyri andstætt því sem löggjafinn ætlaði. Samkvæmt lögum nr. 9/2017 skyldi leiðréttingin gilda afturvirkt og miðast við 1. janúar 2017. 7. Með dómi Landsréttar 31. maí 2019 í máli nr. 466/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi þess máls hefði átt kröfu til að fá ellilífeyri greiddan án skerðingar vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum allt fram til 1. mars 2017. Þessi kröfuréttindi nytu verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem þau hefðu verið gjaldfallin þegar lög nr. 9/2017 voru samþykkt og því óheimilt að skerða þau með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Af þessari ástæðu komu breytingarlögin og reikniregla 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. um lækkun ellilífeyris áfrýjanda til framkvæmda 1. mars 2017 og miðast upphafstími viðurkenningarkröfu hennar við þann tíma. 8. Áfrýjandi hefur ekki lagt fram gögn í málinu um upphafsdag greiðslna árið 2011 á grundvelli almannatrygginga eða hver var fjárhæð þeirra greiðslna sem hún fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóðum fyrir breytingarnar sem voru gerðar með lögum nr. 116/2016 og 9/2017. Þó liggur fyrir í málinu skattframtal hennar um tekjur á árinu 2016, fyrir breytingar sem voru gerðar með fyrrgreindum lögum, svo og skattframtöl eftir breytingarnar fyrir árin 2017 til 2020 en dómkrafa hennar tekur til þeirra ára.9. Samkvæmt skattframtölum áfrýjanda fyrir tekjuárin 2016 til 2020 fékk hún eftirtaldar árlegar greiðslur frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins og samhliða greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Í eftirfarandi töflu kemur fram fjárhæð grunnellilífeyris og tekjutryggingar árið 2016 svo og fjárhæð fulls ellilífeyris árin 2017 til 2020 samkvæmt 1. mgr. 23. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007 og reglugerðum um bótafjárhæðir sömu ár, sbr. 70. gr. eftir að breytingar voru gerðar svo og hverjar voru ellilífeyrisgreiðslur til áfrýjanda á sama tíma. ÁrFullur ellilífeyrir, sbr. 23. og 69. gr. laga nr. 100/2007Greiðslur frá stefnda Tryggingastofnun ríkisins til áfrýjandaTekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum2016 (tveir bótaflokkar skv. eldra kerfi)Grunnellilífeyrir 478.344 krónur Tekjutrygging 1.509.516 krónur Alls: 1.987.860 krónur.824.953 krónur.268.627 krónur20172.744.808 krónur2.564.116 krónur.296.827 krónur20182.873.808 krónur2.688.268 krónur.327.924 krónur20192.977.260 krónur2.778.746 krónur.370.554 krónur2020 3.081.468 krónur2.889.101 króna.406.791 króna20. Auk breytinga á bótaflokkum með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 varð greiðsla fulls ellilífeyris hærri en samanlagðar greiðslur úr þeim tveimur bótaflokkum sem áfrýjandi þáði greiðslur úr samkvæmt eldri lögum. Árið 2016 nam fjárhæð grunnellilífeyris 39.862 krónum á mánuði og óskertrar tekjutryggingar 125.793 krónum á mánuði eða samanlagt 165.655 krónum. Þannig nam árleg heildarfjárhæð 1.987.860 krónum. Eftir lagabreytingarnar varð fjárhæð óskertrar greiðslu úr hinum nýja sameinaða bótaflokki ellilífeyris 228.734 krónur á mánuði eða 2.744.808 krónur á ári. 21. Þrátt fyrir að tekjur áfrýjanda úr lífeyrissjóðum leiði til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna sem fyrr er lýst eftir 1. mars 2017 kemur fram í gögnum málsins að ellilífeyrisgreiðslur til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu engu að síður frá því sem áður var að meðaltali í kringum 600.000 krónur árlega (um 47.307 krónur á mánuði árið 2017, um 49.279 krónur á mánuði árið 2018, um 50.824 krónur á mánuði árið 2019 og um 52.930 krónur á mánuði árið 2020). Er þá miðað við það sem orðið hefði að teknu tilliti til uppfærðra greiðslna í óbreyttu lagaumhverfi.22. Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að réttindi áfrýjanda í lífeyrissjóðum svo og réttur hennar til ellilífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 nytu stjórnskipulegrar eignarréttarverndar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar fælu breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 ekki í sér að brotið væri gegn þessum ákvæðum og stjórnskipulegri meðalhófsreglu. Þá var ekki fallist á að sá greinarmunur sem lögin gerðu á tekjum úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og öðrum tilgreindum tekjum byggðist á ómálefnalegum sjónarmiðum sem væru andstæð jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndu voru því sýknuð af kröfum áfrýjanda.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda23. Áfrýjandi telur að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 eftir breytingu með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, sem höfðu í för með sér lækkun ellilífeyris til hennar vegna greiðslna sem hún nýtur á sama tíma úr lífeyrissjóðum, brjóti gegn eignarrétti hennar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Þau eignarréttindi sem fyrrgreint ákvæði laga nr. 100/2007 skerði séu tvíþætt. 24. Annars vegar sé skertur eignarréttur sem fólginn sé í lífeyrisréttindum sem áfrýjandi aflaði sér með iðgjöldum í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði á árunum 1970 til 2011. Þótt greiðslur úr lífeyrissjóðum sæti ekki sem slíkar tölulegri skerðingu komi þær til frádráttar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins. Áfrýjandi kveðst hafa haft réttmætar væntingar um að greiðslur úr lífeyrissjóðum leiddu ekki til lækkunar á greiðslum úr lögbundnum almannatryggingum þegar hún kæmist á eftirlaunaaldur. Þær væntingar ættu sér einkum stoð í þeim forsendum kjarasamninga 1969 að skyldulífeyrissparnaður launþega kæmi til viðbótar greiðslum almannatrygginga. 25. Hins vegar skerði ákvæðið eignarréttindi sem felist í rétti áfrýjanda til fulls ellilífeyris úr almannatryggingum sem hún hafi öðlast 19. október 2009 á grundvelli 17. gr. laga nr. 100/2007. Sá réttur hafi orðið virkur þegar hún varð 67 ára eftir meira en 40 ára búsetu á landinu en hún hóf töku ellilífeyris á árinu 2011. Þeim lagalega áskilnaði verði jafnað til framlaga í lífeyrissjóð. Þótt skerðingin leiði af því markmiði að endurskipuleggja almannatryggingakerfið uppfylli það ekki kröfur um meðalhóf í ljósi þess að réttindin séu grundvöllur framfærslu hennar. 26. Áfrýjandi vísar til þess að sú grunnhugsun hafi ávallt búið að baki lífeyriskerfinu að ellilífeyrir úr almannatryggingum kæmi til viðbótar skyldulífeyrissparnaði þótt finna megi tímabundnar undantekningar frá því. Í lögum nr. 116/2016 og 9/2017 felist skerðing á virkum rétti hennar til ellilífeyris sem hún hafi haft réttmætar væntingar til að yrði grundvöllur framfærslu hennar til framtíðar. Slík réttindi njóti eignarréttarverndar enda sé breytingin afturvirk í eðli sínu.27. Af hálfu áfrýjanda kom fram við flutning málsins fyrir Hæstarétti að engu máli skipti í þessu samhengi þótt lagabreytingarnar hafi leitt til þess að ellilífeyrisgreiðslur til hennar hafi hækkað eftir 1. mars 2017 frá því sem þær voru á árinu 2016. Sú hækkun hafi verið almenn og náð til allra ellilífeyrisþega. Greiðslur til hennar hefðu hins vegar hækkað mun meira ef ekki hefðu komið til áhrif hinnar nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna eftir setningu laga nr. 9/2017. Áfrýjandi heldur því fram að hefði engin skerðing átt sér stað á ellilífeyri hennar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum eftir 1. mars 2017 hefðu greiðslur til hennar frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins hækkað umtalsvert meira en þær gerðu eða um 252.504 krónur til viðbótar árið 2017, 261.354 krónur árið 2018, 276.299 krónur árið 2019 og 285.139 krónur árið 2020. 28. Til stuðnings því að réttindi njóti í báðum framangreindum tilvikum verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar vísar áfrýjandi meðal annars til dóma Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999 og 16. október 2003 í máli nr. 549/2002. Skýra beri 72. gr. með hliðsjón af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, einkum ákvörðunar dómstólsins 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dóms 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.29. Áfrýjandi byggir enn fremur á því að framangreindar lagabreytingar feli í sér ólögmæta mismunun sem fari í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans. Lækkun bóta vegna tekna sé ekki framkvæmd með sama hætti gagnvart öllum ellilífeyrisþegum og ráðist mismunurinn af því hvaðan tekjurnar koma. Réttindi hennar skerðist um 45% vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum umfram 25.000 krónur á mánuði. Hefði áfrýjandi á hinn bóginn notið samsvarandi tekna af atvinnu á sama tíma hefðu bótagreiðslur sætt minni skerðingu vegna hærra frítekjumarks, 100.000 króna á mánuði. 30. Einnig eigi sér stað mismunun milli þeirra sem greitt hafa til skyldubundinna atvinnutengdra lífeyrissjóða og þeirra sem fá greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd en síðarnefndu tekjurnar hafi ekki áhrif til lækkunar ellilífeyris.Helstu málsástæður stefndu31. Stefndu benda á að dómkrafa áfrýjanda lúti að ákvörðun ellilífeyris á tilgreindu tímabili en ekki að réttindum hennar til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Því er auk þess mótmælt að 2. málsliður 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 skerði lífeyrisréttindi hennar. Engin réttindi eða greiðslur til áfrýjanda úr lífeyrissjóði hafi verið skert. Þá sé ávinningur áfrýjanda af því að hafa lagt fyrir í lífeyrissjóð ekki minni en hún mátti ætla með réttu þegar sparnaðurinn myndaðist. Slíkar væntingar geti ekki sótt stoð í samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1969. Það hafi ávallt verið undirstaða í samspili lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfanna, eftir að skylduaðild að lífeyrissjóðum komst á, að því síðarnefnda sé ætlað að grípa þá einstaklinga sem ekki hafa safnað nægilegum lífeyri í lífeyrissjóðakerfinu. 32. Lífeyriskerfið sé þannig byggt upp að almannatryggingar séu fyrsta stoð þess, skyldubundnir atvinnutengdir lífeyrissjóðir önnur stoð og séreignarsparnaður þriðja stoðin. Meginmunurinn á þeim sé að önnur og þriðja stoðin séu fullfjármagnaðar með framlagi launþega og launagreiðanda en fyrsta stoðin, sem feli í sér almennan grunnlífeyri byggðan á þörf einstaklinga og endurskoðaður er reglulega, sé fjármögnuð með skatttekjum á hverjum tíma. Réttindi áfrýjanda samkvæmt lögum nr. 100/2007 hafi skapast í tímans rás eingöngu á grundvelli búsetu hennar og þau kveði á um ákveðna hámarksfjárhæð ellilífeyris. 33. Stefndu taka fram að hinn nýi bótaflokkur, ellilífeyrir eftir 1. mars 2017, sé þáttur í gerbreyttri löggjöf þar sem bótaflokkar laga nr. 100/2007 hafi verið sameinaðir og endurskipulagðir og kerfið einfaldað á margan hátt. Hinn nýi sameinaði bótaflokkur sé engan veginn tækur til samanburðar við grunnellilífeyri í kerfinu fyrir breytingarnar sem hafi aðeins numið litlum hluta þeirra greiðslna sem áfrýjandi naut. Stærsti hluti greiðslna stefndu Tryggingastofnunar ríkisins til áfrýjanda frá 2011 hafi verið úr tekjutryggingu sem sætti ávallt lækkun vegna lífeyrissjóðstekna hennar og grunnellilífeyrir einnig á tímabilum. Áfrýjandi hafi því aldrei átt rétt til bóta frá stefnda Tryggingastofnun án tengingar við tekjur úr lífeyrissjóðum að frátöldum janúar og febrúar 2017 vegna mistaka við setningu laga nr. 116/2016.34. Stefndu byggja á að ófenginn ellilífeyrir úr almannatryggingum falli utan gildissviðs 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, enda ekki um eign að ræða í skilningi þessara ákvæða. Þau eigi aðeins við hafi réttmætt tilkall að lögum stofnast og krafa fallið í gjalddaga. Umræddar breytingar hafi ekki falið í sér neina skerðingu á bótum eða inngrip í réttindi áfrýjanda. Greiðslur til hennar úr almannatryggingum hafi þvert á móti hækkað eftir lagabreytingarnar.35. Kjarni málsins lúti að því hvernig löggjafinn ákveður aðstoð samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til þeirra sem hana þurfa. Þetta hafi ávallt verið markmið almannatryggingalöggjafar eins og fram komi í 1. gr. laga nr. 100/2007. Þar ráði úrslitum sú raunverulega aðstoð sem einstaklingum sé veitt til framfærslu og fjárhæðir greiðslna en ekki hvort skipulag eða heiti bótaflokka breytist. Hafi löggjafinn ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga og bótategunda.36. Verði engu að síður talið að réttur til ófenginna bóta úr almannatryggingum njóti eignarréttarverndar sé tekjutenging ellilífeyris í lögum nr. 100/2007 við lífeyrissjóðsgreiðslur, sbr. lög nr. 116/2016 og 9/2017, ekki andstæð 72. gr. stjórnarskrárinnar enda sé staða áfrýjanda betri en fyrir setningu laganna. Þá hvíli fyrirkomulag um lækkun ellilífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóði á skýrri lagaheimild sem styðjist við málefnaleg rök og meðalhófs gætt. 37. Loks telja stefndu að ekki hafi verið brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að hún njóti lakari réttinda en aðrir í sambærilegri stöðu. Þótt greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði komi ekki til frádráttar ellilífeyri sé reglan almenn í eðli sínu og geri engan ómálefnalegan greinarmun. Mismunandi frítekjumark eftir því hvort um tekjur úr skyldulífeyrissjóðum eða atvinnutekjur er að ræða hvíli á því sjónarmiði löggjafans að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri sé náð auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.Niðurstaða38. Með dómkröfu áfrýjanda er leitað viðurkenningar á því að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri hennar á tímabilinu 1. mars 2017 til 1. apríl 2020 eftir breytingar á 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 vegna greiðslna sem hún naut á sama tímabili úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Lögmaður áfrýjanda skýrði kröfugerð sína frekar við munnlegan flutning fyrir Hæstarétti þannig að vísað væri heildstætt til breytingarlaga nr. 116/2016 og 9/2017 eins og þau komu til framkvæmda 1. mars 2017, en áður kom fram að síðari lögin voru sett til að leiðrétta mistök sem urðu við undirbúning löggjafans að setningu þeirra fyrrgreindu.39. Þótt dómkrafa áfrýjanda lúti ekki berum orðum að því að óheimilt hafi verið að skerða áunnin réttindi hennar í lífeyrissjóðum stendur þessi málsástæða í nánum tengslum við úrlausn um markmið almannatryggingalöggjafar og fyrrgreindra breytingarlaga. Kemst sú málsástæða því að í málinu. 40. Við úrlausn um stjórnskipulegt gildi laga nr. 116/2016 og 9/2017 verður að leggja mat á hvernig réttindum áfrýjanda innan almannatryggingakerfisins var háttað fyrir þessar lagabreytingar og hver voru áhrif þeirra á réttindi hennar. Þannig þarf ekki aðeins að líta til forsögu breytinganna og markmiðs, heldur einnig þróunar löggjafar og reglna um lífeyriskerfið á þeim tíma sem áfrýjandi greiddi iðgjöld til lífeyrissjóða og ávann sér þar réttindi.41. Í því sambandi verður í fyrsta lagi leyst úr málsástæðum áfrýjanda um að eignarréttindi hennar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið skert, annars vegar réttindi í lífeyrissjóðum og hins vegar réttur til ellilífeyris úr almannatryggingum. Í öðru lagi verður tekin afstaða til þeirra varna stefndu að málið snúist í raun um hvort stefndi íslenska ríkið hafi uppfyllt skyldu sína samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja með lögum rétt til aðstoðar vegna elli. Verður þar lagt mat á svigrúm löggjafans, sem leiðir af fjárstjórnarvaldi hans, til að veita og skilgreina lífeyri samkvæmt almannatryggingakerfinu og gera breytingar á því. Loks verður í þriðja lagi skorið úr um þá málsástæðu áfrýjanda hvort löggjafinn hafi við þær breytingar uppfyllt kröfur um jafnræði samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar.Vernd eignarréttinda samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu) Áhrif tekjutengingar á réttindi í lífeyrissjóðum42. Ekki er ágreiningur um að lífeyrisréttindi áfrýjanda hafi verið ákvörðuð með réttum hætti í samræmi við iðgjaldagreiðslur hennar til áðurgreindra lífeyrissjóða á árunum 1970 til 2011 og samþykktir hlutaðeigandi sjóða á hverjum tíma. Hafa greiðslur til hennar úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum frá 2011 verið í fullu samræmi við þau réttindi. Áfrýjandi byggir hins vegar á því að með því að tengja íþyngjandi réttaráhrif við tekjur hennar úr lífeyrissjóðum þannig að þær leiði til lækkunar bóta úr almannatryggingum hafi löggjafinn í reynd skert virk lífeyrisréttindi hennar bótalaust.43. Hæstiréttur hefur í fyrri úrlausnum sínum komist að þeirri niðurstöðu að áunnin lífeyrisréttindi launþega samkvæmt lögum njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þó hefur verið talið að setja megi þeim eignarrétti takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svo sem að þær hvíli á skýlausri lagaheimild, málefnalegar forsendur búi að baki og þær séu almennar og taki á sambærilegan hátt til allra sem þeirra njóta, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999. Enn fremur verður ályktað af dómaframkvæmd réttarins að löggjafinn hafi þrengri heimild til að skerða virk lífeyrisréttindi en þau sem einungis eru væntanleg þegar skerðing öðlast gildi, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins 23. mars 2000 í máli nr. 340/1999. Verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar að þessu leyti einnig skýrð með hliðsjón af túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á inntaki 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal í dómi 12. október 2004 í máli nr. 60669/00, Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi.44. Hvað varðar hugsanlegar væntingar áfrýjanda um að greiðslur úr lífeyrissjóðum kæmu til viðbótar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins þegar eftirlaunaaldri væri náð verður ekki séð að samkomulag aðila vinnumarkaðarins frá árinu 1969 hafi falið í sér slíka skuldbindingu sem bindi hendur löggjafans um alla framtíð við mótun löggjafar um almannatryggingar. Hafa ber í huga að lög og reglur um tekjutengingu bótaflokka og frítekjumark tóku margvíslegum breytingum á meðan áfrýjandi og vinnuveitendur hennar greiddu iðgjöld í sjóðina á árunum 1970 til 2011. Stærsti hluti bótagreiðslna sem áfrýjandi fékk upphaflega frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins var úr tekjutryggingu en sá bótaflokkur hafði ávallt sætt lækkun vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.45. Víða í löggjöfinni er gert ráð fyrir því að tekjur einstaklings geti haft þýðingu fyrir réttarstöðu hans án þess að slíkar reglur teljist jafngildi tekjuskerðingar. Um sjónarmið af þessum toga er meðal annars fjallað í athugasemdum um efni jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með frumvarpi því sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Þar er tekið fram að skilyrðið um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum án tillits til efnahags komi ekki í veg fyrir að til séu skattleysismörk einkum þeim til hagsbóta sem lakast eru settir fjárhagslega og skattar geti síðan verið stighækk¬andi eftir því sem tekjur manna eru hærri. Af sama meiði er regla sem byggist á þeirri forsendu að þeir sem meiri tekjur hafi sér til framfærslu fái minni aðstoð frá ríkinu en þeir sem litlar eða engar tekjur hafa. 46. Samkvæmt framansögðu er ekki fallist á með áfrýjanda að slíkar réttmætar væntingar hafi skapast um að lífeyrissjóðsgreiðslur kæmu til viðbótar réttindum hennar innan almannatryggingakerfisins að þeir hagsmunir njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er ljóst að lög nr. 116/2016 og 9/2017 breyttu í engu tilliti greiðslum til áfrýjanda úr lífeyrissjóðum samkvæmt réttindum sem hún hafði áunnið sér á grundvelli iðgjalda. 47. Samkvæmt framangreindu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að með fyrirmælum 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 hafi lífeyrisréttindi hennar sem verndar njóta samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar verið skert eða takmörkuð. Verður því málsástæðu hennar þar um hafnað.2) Lækkun ellilífeyris vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum48. Hin meginröksemd áfrýjanda um að stefndu Tryggingastofnun ríkisins hafi verið óheimilt að skerða ellilífeyri samkvæmt lögum nr. 116/2016 og 9/2017 byggist á að réttur hennar til fulls ellilífeyris úr almannatryggingum teljist til eignarréttinda sem njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og að þau hafi verið skert með lögunum. Hún hafi áunnið sér réttindi til fulls ellilífeyris við 67 ára aldur með búsetu sinni hér á landi í að minnsta kosti 40 ár, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 100/2007. Jafna verði slíkum réttindum á grundvelli búsetu til þeirra réttinda sem stofnast hafi með iðgjöldum hennar til lífeyrissjóða. Þá verði að skoða heildstætt réttindi hennar í almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðum, enda sé um að ræða tvær stoðir sama kerfis, þar sem réttindin séu orðin virk. Báðar lúti þær að grundvelli framfærslu hennar. 49. Hæstiréttur hefur í nokkrum dómum fjallað um hvort kröfur af félagslegum toga sem teljist allsherjarréttarlegs eðlis njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi 1. júní 2017 í máli nr. 501/2016 laut álitaefnið að skerðingu á rétti einstaklings til atvinnuleysisbóta þegar stytt var með lögum tímabil atvinnuleysisbóta sem hann átti rétt til, úr 36 mánuðum í 30, eftir að réttur hans til bóta varð virkur. Var til þess vísað að starf launamanns í þágu launagreiðanda væri grundvöllur þess að hann öðlaðist rétt til atvinnuleysisbóta. Krafan væri um greiðslur sem kæmu í stað launa og væri því undirstaða afkomu þeirra sem öðlast höfðu rétt til bótanna. Í ljósi þessa eðlis kröfunnar og að hún hefði stofnast fyrir tilverknað launamanns nyti hún verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var talið að löggjafinn hefði ekki gætt meðalhófs við takmörkun réttinda gagnvart stefnanda málsins sem þegar naut bóta og missti þann rétt með skömmum fyrirvara sem hún hefði ella notið í 36 mánuði.50. Eins hefur því verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að kröfur um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt lögum nr. 100/2007 sem orðnar eru gjaldkræfar verði ekki skertar eða felldar niður aftur í tímann. Þannig hafi örorkulífeyrisþegi öðlast kröfuréttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verði þau ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002.51. Þær aðstæður sem voru til umfjöllunar í framangreindum dómum eru ekki sambærilegar atvikum þessa máls. Þannig lýtur krafa áfrýjanda að rétti hennar til bóta til framtíðar eftir að lög nr. 116/2016 og 9/2017 komu til framkvæmda. 52. Allir sem eru búsettir hér á landi með löglegum hætti ávinna sér rétt til ellilífeyris samkvæmt 4. gr. laga nr. 100/2007 og ekki er gerð krafa um gagngjald af neinum toga svo sem í formi skatta, iðgjaldagreiðslna eða framlags frá vinnuveitanda. Að þessu leyti eru forsendur réttindaávinnslu sem byggjast á búsetu eðlisólíkar þeim sem byggjast á framlagi einstaklings og vinnuveitenda í formi iðgjalda, svo sem lýst er að framan í þeim dómum sem fjalla um vernd lífeyrisréttinda og atvinnuleysisbóta. Hámarksfjárhæð ellilífeyris er ákveðin með lögum á hverjum tíma samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laganna og tekur hækkunum í samræmi við fjárlög. Réttur til ellilífeyris skapast þannig ekki á grundvelli tekna heldur byggist á forsendum sem geta breyst með þróun á skipulagi tryggingakerfisins. Verður því ekki fallist á þá málstæðu áfrýjanda að ellilífeyrir sé áunninn réttur í sama skilningi og greiðslur úr lífeyrissjóði.53. Áfrýjandi byggir enn fremur á því í þessu sambandi að réttindi hennar innan almannatryggingakerfisins, sem séu fjármögnuð með skattfé úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera, njóti eignarréttarverndar af þeirri ástæðu að þau myndi grundvöll framfærslu hennar sem óheimilt sé að skerða nema að þeim skilyrðum uppfylltum sem almennt verða leidd af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Því til stuðnings vísar hún meðal annars til ákvörðunar Mannréttindadómstóls Evrópu um skýringu á eignarréttarákvæði 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu í ákvörðun 6. júlí 2005 í máli nr. 65731/01, Stec o.fl. gegn Bretlandi, og dómi 13. desember 2016 í máli nr. 53080/13, Béláné Nagy gegn Ungverjalandi.54. Sem fyrr segir verður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar í þessu tilliti skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarskuldbindingum sem leiddar verða af 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttinda. Verður þá jafnframt litið til þeirrar framkvæmdar sem mótuð hefur verið af Mannréttindadómstól Evrópu um gildissvið þess ákvæðis gagnvart bótum úr almannatryggingum.55. Af eldri úrlausnum mannréttindadómstólsins varð lengi vel ráðið að greinarmunur væri gerður á lífeyrisréttindum eftir því hvort þau væru til komin vegna eigin framlaga einstaklinga eða vinnuveitanda sem féllu þá undir eignarhugtak 1. gr. 1. viðauka sáttmálans eða hvort um væri að ræða bætur úr almannatryggingakerfinu, fjármagnaðar með skattfé, sem féllu þá utan þess. Af dómaframkvæmd dómstólsins varð þó ekki skýrlega ráðið hvaða viðmið lágu til grundvallar þessari aðgreiningu.56. Í ákvörðun mannréttindadómstólsins í fyrrgreindu máli Stec o.fl. frá árinu 2005 komu fram stefnumarkandi ummæli þess efnis að ekki væri lengur ástæða til að gera slíkan greinarmun. Vísað var til þess að í nútímalýðræðisríki væru margir einstaklingar sem hluta ævi sinnar eða ævilangt væru að öllu leyti háðir almannatryggingum og félagslegri aðstoð um framfærslu. Í landsrétti margra ríkja sé viðurkennt að við þær aðstæður beri að veita einstaklingum ákveðið öryggi og vissu um að bætur verði greiddar, að því tilskildu að skilyrði bótaréttar að lögum séu uppfyllt. Þar sem einstaklingur hafi viðurkenndan rétt samkvæmt landslögum til bóta úr almannatryggingum ætti mikilvægi þeirra hagsmuna einnig að birtast í því að fella þá undir gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 51. lið ákvörðunar dómstólsins.57. Þótt mannréttindadómstóllinn geri þannig ekki lengur sama greinarmun og áður um hvenær réttur til bóta eða lífeyris fellur undir eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka sáttmálans verður ekki ályktað af þeim almennu ummælum sem lýst er að framan og síðari dómum dómstólsins að hvers kyns réttindi innan almannatryggingakerfa falli þar með sjálfkrafa undir hugtakið eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka án frekari afmörkunar. 58. Í dómi í máli Béláné Nagy gegn Ungverjalandi frá 2016 skýrði mannréttindadómstóllinn frekar gildissvið 1. gr. 1. viðauka sáttmálans í þessu tilliti. Þar er tekið fram að aðildarríki þurfi að geta breytt almannatryggingalöggjöf til að bregðast við samfélagsbreytingum og í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og þarfir mismunandi hópa sem þarfnist félagslegrar aðstoðar, sbr. 88. lið dómsins. Atvik máls geti þó verið þannig vaxin að skapast hafi réttmætar væntingar hjá einstaklingi sem háður er stuðningi frá ríkinu sér til framfærslu um að hann muni áfram njóta bóta ef hann á annað borð uppfyllir eftir sem áður þau lagaskilyrði sem giltu þegar bótaréttur stofnaðist, sbr. 94. lið dómsins. 59. Enn fremur kemur fram í dóminum að við mat á áhrifum lagabreytinga þurfi að gaumgæfa aðstæður hvers einstaklings, einkum eðli og áhrif breytinga á skilyrðum bótaréttar hans, til að skera úr um hvort nægilega staðfestir, efnislegir eignarréttarhagsmunir eru fyrir hendi samkvæmt landslögum, sbr. 89. lið. dómsins. Í umræddu máli var talið að sú aðstaða að kærandi sem notið hafði greiðslu örorkulífeyris lögum samkvæmt um árabil en var síðan svipt rétti til bóta að öllu leyti vegna nýrra lagaskilyrða nægði til að réttindi hennar væru metin á grundvelli 1. gr. 1. viðauka sáttmálans, sbr. 109. og 110. lið dómsins.60. Af framangreindu verður ályktað að því þungbærari sem lagabreytingar sem skerða bætur úr almannatryggingum eru fyrir þann sem bótaréttar hefur notið, þeim mun líklegri séu þær til að fara gegn réttmætum væntingum hans til að njóta áfram ákveðins stöðugleika og fyrirsjáanleika um þær tekjur sem hann muni hafa sér til framfærslu til framtíðar. Slíkar réttmætar væntingar geta þannig eftir atvikum verið verndarandlag 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún verður skýrð í ljósi 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki er mögulegt að setja nákvæm eða tæmandi viðmið um hvar mörkin liggja í þessum efnum og verður að skoða afleiðingar lagabreytinga í hverju tilviki. Ætla má að umtalsverð lækkun bóta eða svipting bótaréttar með öllu geti leitt til þess að réttmætar væntingar einstaklings til áframhaldandi bóta hafi brostið. 61. Þegar staða áfrýjanda er skoðuð í ljósi framangreindra sjónarmiða og metin eru áhrif laga nr. 116/2016 og 9/2017 á réttindi hennar innan almannatryggingakerfisins liggur fyrir að lögin fólu hvorki í sér sviptingu né skerðingu á fjárhæðum greiðslna sem hún fékk frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins. Þvert á móti hækkuðu greiðslur úr almannatryggingakerfinu til hennar talsvert eða í kringum 600.000 krónur árlega á þeim árum sem dómkrafan tekur til. Er það í samræmi við það markmið sem lýst er í lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 að hækka ellilífeyri, einkum þeirra sem lægstar tekjur höfðu, og bæta þannig kjör aldraðra. 62. Ekki verður því fallist á með áfrýjanda að með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 hafi verið höggvið að réttmætum væntingum hennar um stöðugleika og fyrirsjáanleika greiðslna úr almannatryggingum sem hún hefði sér til lífsviðurværis eða að möguleikar hennar til framfærslu hafi verið skertir. Kerfisbreytingarnar í heild bættu stöðu hennar. Hefur áfrýjandi ekki rennt stoðum undir þá staðhæfingu að skapast hafi réttmætar væntingar um að greiðslur til hennar ættu að koma til viðbótar greiðslum úr lífeyrissjóðum og því átt að hækka enn meira en þær gerðu í raun. 63. Þegar allt framangreint er virt er hafnað þeirri málsástæðu áfrýjanda að fyrirmæli 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, svo sem þeim var breytt með lögum nr. 116/2016 og 9/2017, hafi skert réttindi hennar sem verndar njóti samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Kemur því ekki til frekari skoðunar í tilviki áfrýjanda hvort við setningu laganna hafi verið uppfyllt skilyrði fyrir takmörkun á eignarréttindum sem leidd verði af stjórnarskrá.Stjórnarskrárbundinn réttur til framfærsluaðstoðar64. Að fenginni framangreindri niðurstöðu um að réttindi áfrýjanda falli ekki undir 1. mgr. 72. stjórnarskrárinnar verður tekið undir með stefndu að kjarni máls þessa lúti að því hvernig löggjafinn ákveður þá aðstoð sem 1. mgr. 76. gr. hennar mælir fyrir um. Stendur þá eftir að skera úr um hvort með umræddri lagasetningu hafi verið brotið í bága við stjórnarskrárbundinn rétt áfrýjanda til aðstoðar í samræmi við 1. mgr. 76. gr. 65. Samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Reynt hefur á beitingu 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og umfang þeirra skyldna sem ákvæðið leggur löggjafanum á herðar í nokkrum úrlausnum Hæstaréttar eftir að það komst í núverandi horf með 14. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Greinin hefur verið skýrð með hliðsjón af lögskýringargögnum með fyrrgreindum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum um vernd félagslegra réttinda sem þar er getið. Samkvæmt því er hún talin fela í sér að skylt sé með lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Hafi almenni löggjafinn vald um það hvernig því skipulagi skal háttað. Má til hliðsjónar meðal annars vísa til dóma réttarins 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017.66. Samkvæmt framangreindu er það verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skal þeirri opinberu aðstoð sem ellilífeyrisþegum er látin í té og hefur hann sinnt þeirri skyldu sinni meðal annars með setningu laga nr. 100/2007. Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt löggjafinn hafi samkvæmt framangreindu ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga, þar á meðal tegundir bótaflokka, fjárhæð bóta og frítekjumark, eru honum engu að síður sett ákveðin mörk í þeim efnum. Þannig eru dómstólar bærir til að meta hvort lagasetning um þau málefni samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar, svo sem hvort skerðing á rétti til aðstoðar sem þegar er veittur með lögum hvíli á málefnalegum sjónarmiðum og hvort jafnræðis og meðalhófs hafi verið gætt. 67. Ein af meginforsendum 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um skyldu löggjafans er að aðstoð skuli veitt þeim sem hana þurfi vegna atvika sem þar eru talin, þar á meðal vegna elli. Þessi forsenda endurspeglast í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 100/2007 um að markmið laganna sé að tryggja bætur og aðrar greiðslur til þeirra sem þess þurfa vegna elli, örorku og framfærslu barna. Enn fremur er tekið fram í 2. mgr. sömu greinar að með bótum og greiðslum skuli stuðlað að því að þeir sem lögin taki til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi.68. Skýra verður samspil almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfis í ljósi þeirra markmiða sem rakin eru að framan. Almannatryggingakerfið hefur frá öndverðu hvílt á þeim grundvelli að vera fyrst og fremst ætlað þeim sem þarf að aðstoða við framfærslu vegna þess að þeir hafa ekki aðrar tekjur. Hafi ellilífeyrisþegi skattskyldar tekjur, þar með taldar tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, birtist þetta fyrirkomulag þannig í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að þegar náð er 300.000 króna almennu frítekjumarki á ári lækki bætur almannatrygginga um 45% uns ellilífeyrir fellur niður. 69. Af gögnum málsins verður ráðið að á þeim tíma sem mál þetta var höfðað leiddi af hinni nýju reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna að þegar einstaklingur næði 595.642 króna tekjum úr lífeyrissjóði á mánuði myndu greiðslur ellilífeyris falla alveg niður. Þannig var það mat löggjafans að lífeyrisþegi með slíkar greiðslur sér til framfærslu úr lífeyrissjóðum hefði ekki þörf fyrir frekari stuðning af hálfu ríkisins til að tryggja framfærslu vegna elli, en aðrir sem hefðu engar eða lágar tekjur væru í meiri þörf fyrir aðstoð. 70. Gagnvart áfrýjanda birtist breytingin þannig að eftir 1. mars 2017 fékk hún greiðslur úr einum bótaflokki almannatrygginga, ellilífeyri, í stað þess að fá greiddan grunnellilífeyri og tekjutryggingu. Þrátt fyrir að hin nýja reikniregla nái nú til allra greiðslna til áfrýjanda frá stefndu Tryggingastofnun ríkisins eins og fram er komið, en hafi ekki náð til grunnellilífeyris áður, hækkaði engu að síður heildarfjárhæð ellilífeyris sem áfrýjandi nýtur nú samanborið við þær greiðslur sem hún áður naut. 71. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 116/2016 kemur fram að löggjafinn hafi metið það svo að frumvarpið væri í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Til stuðnings þeirri afstöðu segir að breytingunum sé ætlað að einfalda, skýra og auka réttindi þeirra sem áunnið hafa sér rétt til ellilífeyris samkvæmt lögunum, bæta samspil réttinda hjá báðum lögbundnu lífeyrisréttindakerfunum og auka sveigjanleika.72. Þegar skoðað er þetta markmið lagabreytinganna og afleiðingar þeirra fyrir réttarstöðu áfrýjanda, í ljósi þeirra skyldna sem leiðir af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, verður fallist á þá málsástæðu stefndu að lagasetningin hafi hvílt á málefnalegum sjónarmiðum. Er þar einnig haft í huga að með breytingum sem gerðar voru með lögum nr. 116/2016 og 9/2017 voru fjárhæðir ellilífeyris ekki aðeins hækkaðar heldur einnig leitast við að tryggja sérstaklega í bráðabirgðaákvæði nr. 22 með lögunum að nýjar forsendur bótaflokka og reiknireglur um tekjutengingu myndu í engu tilviki leiða til lækkunar greiðslna til þeirra ellilífeyrisþega sem þegar fengu greiddan ellilífeyri við gildistöku laganna eða höfðu þá frestað töku lífeyris. Þannig var gætt meðalhófs og hugað að því að áhrif lagabreytinganna yrðu ekki sérlega íþyngjandi fyrir einhvern hóp ellilífeyrisþega umfram annan. Í því sambandi er ekki fallist á að það hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir áfrýjanda að greiðslur til hennar hafi ekki hækkað meira, eins og þær hefðu gert hefði reikniregla um lækkun ellilífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum ekki verið sett í 2. málslið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007. Sem fyrr segir hafa slíkar tekjur ávallt komið að einhverju marki til frádráttar réttindum áfrýjanda í almannatryggingakerfinu. 73. Samkvæmt framangreindu fór löggjafinn, við setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017, ekki út fyrir það svigrúm sem hann hefur í krafti fjárstjórnarvalds síns til að skipuleggja fyrirkomulag framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ákveða þær forsendur sem fjárhæð ellilífeyris hvílir á.Samræmi lagabreytinga við jafnræðisreglu stjórnarskrár74. Loks stendur eftir að skera úr um þá málsástæðu áfrýjanda að löggjafinn hafi við framangreindar breytingar brotið í bága við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði.75. Sú krafa hefur verið leidd af 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að þótt löggjafinn hafi svigrúm til að ákveða skipulag almannatryggingakerfis með þeim hætti sem fyrr er lýst beri að uppfylla áskilnað jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar fyrrgreinda dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og 795/2017.76. Í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007 koma fram nokkrar ívilnandi undanþágur um tilgreindar tekjur sem hafa ekki áhrif til lækkunar á ellilífeyri samkvæmt reiknireglu 2. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laganna. Þar á meðal eru taldar greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd, en það fyrirkomulag er óbreytt frá því fyrir setningu laga nr. 116/2016 og 9/2017. Þá var með lögum nr. 96/2017 gerð frekari breyting á 1. mgr. 23. gr. og nýr 4. málsliður kom inn í greinina. Samkvæmt því skyldi ellilífeyrisþegi hafa 100.000 króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna en 25.000 króna almennt frítekjumark gilti um aðrar tekjur. Telur áfrýjandi að sú mismunun sem felist í þessum sérreglum sé andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar.77. Við skýringu 65. gr. stjórnarskrárinnar um hvort um ólögmæta mismunun sé að ræða verður að leggja mat á hvort hlutlægar og málefnalegar ástæður séu að baki mismunandi meðferð á tveimur sambærilegum tilvikum sem stefni að lögmætu markmiði. Þá verður að líta til þess hvort eðlilegt samræmi er á milli þess markmiðs sem mismununin stefnir að og þeirra aðferða sem notaðar eru til að ná því, þannig að meðalhófs sé gætt.78. Hvað varðar reglur um mismunandi áhrif tekna til lækkunar ellilífeyris ber fyrst að hafa í huga að allir ellilífeyrisþegar eru jafnsettir gagnvart þeirri reglu að tekjur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum komi til lækkunar ellilífeyri. Réttindi í slíkum sjóðum hafa stofnast á grundvelli lagaskyldu um framlög einstaklinga og vinnuveitenda í formi iðgjalda. Hvort einstaklingar verja eignum sínum til að skapa séreignarlífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd er síðan komið undir hverjum og einum. Því er ekki ómálefnalegt að löggjafinn ákveði að undanskilja þær tekjur, með sama hætti og hann myndi undanskilja aðra fjármuni sem hafa skapast með sparnaði einstaklings.79. Um markmið þeirrar sérreglu 4. málsliðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 að setja hærra frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra en vegna annarra tekna er fjallað í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 96/2017. Þar kemur meðal annars fram að í reglunni felist ákveðin hvatning til eldra fólks til áframhaldandi atvinnuþátttöku á vinnumarkaði eftir upphaf lífeyristöku. Það auki möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafi tekjurnar. Enn fremur er vísað til rannsókna sem sýni fram á að vinna og virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dragi úr einangrun og hafi almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Loks er tekið fram að með þessu sé komið til móts við kröfur hagsmunasamtaka aldraðra um að taka upp að nýju sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna til viðbótar við almenna frítekjumarkið í 3. málslið sömu greinar. Verður þannig ráðið að reglan samræmist því markmiði breytingarlaga nr. 116/2016 að stuðla að meiri sveigjanleika í starfslokum einstaklinga er þeir komast á ellilífeyrisaldur. 80. Þegar þessi markmið sérreglna um útreikning ellilífeyris eru virt verður ekki annað séð en að þær hvíli á málefnalegum sjónarmiðum, séu almennar og geri ekki slíkan greinarmun á einstaklingum að þær feli í sér ólögmæta mismunun andstætt fyrirmælum 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Með þeim er stefnt að því að tryggja ákveðna heildarhagsmuni aldraðra og bæta kjör þeirra og við val á leiðum til að ná þeim markmiðum hefur ekki verið gengið of nærri réttindum áfrýjanda. Er því ekki fallist á þá málsástæðu hennar að brotið hafi verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar.81. Samkvæmt því sem rakið hefur verið að framan er öllum málsástæðum áfrýjanda hafnað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna stefndu Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið af kröfum hennar er því staðfest. 82. Eftir atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður. Áfrýjandi nýtur gjafsóknar fyrir Hæstarétti og greiðist allur málskostnaður hennar úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar sem telst hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Við ákvörðun þeirrar fjárhæðar er litið til þess að tvö önnur sambærileg mál hafa verið flutt samhliða þessu máli.DómsorðHinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fellur niður.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, C, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daníels Isebarn Ágústssonar 600.000 krónur. https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=0293d312-9b26-410d-973c-7e17726c0bf1 |
Mál nr. 22/2022 | Hæfi dómara Vanhæfi Ómerking dóms Landsréttar | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tveir dómara málsins í Landsrétti hefðu verið vanhæfir til að fara með málið og dæma í því á grundvelli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar var því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 1. apríl 2022. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað sem falli niður í héraði og fyrir Landsrétti. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt 11. október 2022 um formhlið þess.Ágreiningsefni5. Stefndi höfðaði mál þetta til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á fjárfestingasjóðnum Kcaj Limited Liability Partnership sem skráður var í Bretlandi. Sá sjóður átti að fullu eignarhaldsfélagið Duchamp Holding Limited en það félag átti rekstrarfélagið Duchamp Limited sem hannaði og seldi karlmannsföt í heildsölu og smásölu. Við þau kaup naut stefndi ráðgjafar áfrýjandans Arev verðbréfafyrirtækis hf. á grundvelli samnings 20. febrúar 2014 um söluráðgjöf. Jafnframt gerðu sömu aðilar með sér eignastýringarsamning 28. mars sama ár. Áfrýjandinn Jón var starfsmaður og einn eigenda áfrýjandans Arev verðbréfafyrirtækis hf. og kom fram gagnvart stefnda sem ráðgjafi við kaupin. Krafa stefnda á hendur þessum áfrýjendum er reist á reglunni um ábyrgð á sérfræðiráðgjöf á grundvelli fyrrgreindra samninga um söluráðgjöf og eignastýringu og á grundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Krafa stefnda á hendur áfrýjandanum Sjóvá-Almennum tryggingum hf. er byggð á ábyrgðartryggingu sem tekin var hjá félaginu.6. Með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála tók héraðsdómur þá ákvörðun að skipta sakarefni málsins þannig að fyrst yrði dæmt um þær málsástæður áfrýjenda að ætlaðar kröfur á hendur þeim væru fyrndar. Með héraðsdómi 6. júlí 2021 var þessum málsástæðum hafnað en ákvörðun málskostnaðar látin bíða endanlegs dóms í málinu. Niðurstaða héraðsdóms um fyrningu var staðfest með hinum áfrýjaða dómi 11. febrúar 2022 en áfrýjendum gert að greiða stefnda óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 1. apríl 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-26 á þeim grunni að ástæða væri til að ætla að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur um ákvörðun málskostnaðar, sbr. 4. málslið 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þetta var reist á því að tekin var til greina krafa stefnda um málskostnað í héraði þótt félagið hefði ekki áfrýjað héraðsdómi til að fá þann þátt málsins endurskoðaðan fyrir Landsrétti.8. Með úrskurði forseta Landsréttar 5. nóvember 2021 viku allir dómarar réttarins sæti í málinu og voru því settir þrír dómarar til að fara með það. Í beiðni áfrýjendanna Arev verðbréfafyrirtækis hf. og Jóns 10. mars 2022 um leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar var því hreyft að tveir þessara dómara kynnu að hafa verið vanhæfir til að dæma málið. Einnig var vikið að þessu í greinargerð þessara áfrýjenda til Hæstaréttar. Við flutning um formhlið málsins var fjallað um þetta atriði.Málsatvik9. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Eins og þar greinir starfaði sérstakt ráðgjafaráð á vegum stefnda en hlutverk þess var eftir samþykktum félagsins að veita ráðgjöf um hugsanlega hagsmunaárekstra, ákvarða framlengingu á líftíma sjóðsins og fjalla um og samþykkja ráðgjafarþóknanir til tengdra aðila. Í ráðinu áttu sæti þrír fulltrúar valdir með beinni kosningu á hluthafafundi félagsins.0. Ráðgjafaráðið fundaði 4. maí 2016 á lögmannsstofunni Landslögum slf. og var tilefni fundarins meðal annars vanskil hluthafa á hlutafjárloforðum og fyrirhuguð innheimta þeirra, ýmis vanskil stefnda og hagsmunaárekstrar einstakra hluthafa og félagsins. Í fundargerðinni voru raktar tillögur sem miðuðu að því að færa rekstur Duchamp Limited ásamt helstu verðmætum í nýtt félag. Einnig tóku tillögurnar til skuldaskila og gerðu meðal annars ráð fyrir að hluthafalán frá stefnda yrði eftir í eldra félaginu. Fært var í fundargerðina að Björg Kjartansdóttir, fjárfestingarstjóri stefnda, hefði þegar eftir að hún hefði fengið þessar tillögur byrjað að leita leiða til þess að upplýsa um framferði sem hún teldi fela í sér algeran forsendu- og trúnaðarbrest gagnvart hluthöfum stefnda. Hefði hún í framhaldi af þessu hafið leit að lögmanni og endað á því að leita til Hlyns Halldórssonar hjá lögmannsstofunni Landslögum slf. sem jafnframt ritaði fundargerðina.1. Ráðgjafaráðið fundaði aftur 9. maí 2016 á skrifstofu Almenna lífeyrissjóðsins eða fimm dögum eftir fyrrgreindan fund þess. Tilefnið var meðal annars að afla skýringa frá áfrýjandanum Jóni, sem sótti fundinn, um vanefnd á hlutafjárloforðum Arev Brands Limited og Eignarhaldsfélagsins Arev hf. gagnvart stefnda en þau félög munu bæði hafa verið í eigu hans. Auk ráðgjafaráðsins sátu fundinn Björn Jóhannesson, framkvæmdastjóri áfrýjandans Arev verðbréfafyrirtækis hf., og fyrrgreindur lögmaður Hlynur Halldórsson sem einnig færði fundargerð. Þar var fært til bókar að ekki hefðu komið fram skýringar á greiðsludrætti hlutafjár nefndra félaga í stefnda. Einnig kom fram að á fundinum hefði verið borin undir fyrirsvarsmann áfrýjandans Arev verðbréfafyrirtækis hf. og áfrýjandann Jón tilkynning undirrituð af þeim síðarnefnda til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra 5. nóvember 2015 þar sem tilkynnt var að innborgað hlutafé til stefnda næmi 659.575.580 krónum. Tekið var fram í fundargerðinni að engar skýringar hefðu verið gefnar á því hvers vegna tilkynningin var send þótt umrædd félög hefðu verið í verulegum vanskilum með greiðslu hlutafjár. Jafnframt var bókað að áfrýjandinn Jón hefði ekki útskýrt ástæðu þess að hann hefði fyrir hönd stefnda undirritað hlutaskrá félagsins 30. desember 2015 um að innborgað hlutafé 7. sama mánaðar næmi nefndri fjárhæð þótt honum hefði verið kunnugt um vanskilin. Í niðurlagi fundargerðarinnar sagði að fyrirsvarsmanni áfrýjandans Arev verðbréfafyrirtækis hf. og áfrýjandanum Jóni hefði verið greint frá því að málið væri þess eðlis að boða þyrfti til fundar með hluthöfum stefnda en þar mætti gera ráð fyrir að tekin yrði ákvörðun um að segja upp eignastýringarsamningi stefnda við áfrýjandann Arev verðbréfafyrirtæki hf. auk þess sem breytingar yrðu gerðar á samþykktum félagsins.2. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Hlynur Halldórsson lögmaður hafi gætt hagsmuna stefnda eftir fund ráðgjafaráðsins 9. maí 2016.Lagareglur um sérstakt hæfi3. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti. Ákvæðið sækir fyrirmynd sína einkum til 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en þar segir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti skuli hann eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.4. Fyrirmæli um sérstakt hæfi dómara til að fara með og dæma einkamál eru í 5. gr. laga nr. 91/1991. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í liðum a til f. Þegar þeim liðum sleppir segir síðan í g-lið greinarinnar að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.5. Þegar lagt er mat á hæfi dómara til að fara með mál er þess að gæta að tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum er ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál, ef hann er hlutdrægur gagnvart aðilum máls eða sakarefninu, heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að dómari standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Við þessar aðstæður ber dómara að víkja sæti eins og ítrekað hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar. Um það má má í dæmaskyni nefna dóma réttarins 22. júní 2020 í máli nr. 35/2020, 1. júní 2017 í máli nr. 90/2016 og 22. apríl 2015 í máli nr. 511/2014.6. Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur við úrlausn þess hvort dómari telst óvilhallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans verið greint á milli athugunar sem miðar annars vegar að því að ganga úr skugga um hvaða viðhorf hafa ráðið hjá dómara í tilteknu máli (huglægur mælikvarði) og hins vegar hvort fyrir hendi eru hlutlæg atriði sem gefa réttmætt tilefni til að draga í efa að dómari sé óvilhallur (hlutlægur mælikvarði). Um þetta má meðal annars vísa til dóma 23. apríl 2015 í máli nr. 29369/10, Morice gegn Frakklandi (sjá 73. til 78. lið dómsins) og 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn Íslandi (sjá 37. lið dómsins). Þessi viðmið hafa verið lögð til grundvallar við skýringu 70. gr. stjórnarskrárinnar og lagaákvæða um sérstakt hæfi dómara eins og ráðið verður af fyrrgreindum dómum Hæstaréttar.7. Eftir huglægum mælikvarða um hæfi dómara, sem lýtur að viðhorfi hans til aðila máls eða sakarefnis, verður að gera ráð fyrir að hann sé hæfur til meðferðar þess nema leiddar séu líkur að hinu gagnstæða. Að því er varðar hlutlægan mælikvarða ber að meta hvort ytri sýnileg atvik eða aðstæður gefa tilefni til að draga með réttu óhlutdrægni dómara í efa. Þetta getur meðal annars lotið að tengslum hans við sakarefni, aðila máls, fyrirsvarsmenn þeirra, vitni eða málflytjendur. Ekki er nægjanlegt að dómari sjálfur telji sig óhlutdrægan heldur verður ásýnd dómsins að vera sú að réttmætur vafi rísi ekki um hvort svo sé.8. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991 gætir dómari að hæfi sínu af sjálfsdáðum og gildir sú regla á öllum dómstigum, sbr. 166. gr. og 190. gr. laganna. Af því leiðir að dómara ber að víkja sæti ef vanhæfisástæða er fyrir hendi þótt málsaðili hafi ekki uppi kröfu um það. Að sama skapi verður dómur undirréttar ómerktur ef vanhæfur dómari hefur dæmt mál og gildir þá alla jafna einu þótt aðili máls hafi vitað eða mátt vita að vanhæfur dómari sat í því. Hér má til hliðsjónar benda á dóma Hæstaréttar 7. júní 2007 í máli nr. 400/2006 og 10. nóvember 2011 í máli nr. 291/2010 þar sem um var að ræða mál sem bæði voru endurupptekin fyrir Hæstarétti af þeirri ástæðu að sami hæstaréttardómari hafði setið í dómi vanhæfur vegna fyrri aðkomu að málunum sem lögmaður. Einnig má nefna dóm Hæstaréttar 21. febrúar 2013 í máli nr. 444/2012. Um þessa skyldu dómara til að gæta sjálfur að hæfi sínu skiptir engu hvort ástæða vanhæfis eru þau atriði sem rakin eru í liðum a til f í 5. gr. eða þau atvik eða aðstæður sem getur í g-lið sömu greinar enda standa til þess ríkir hagsmunir samkvæmt framansögðu að vanhæfur dómari dæmi ekki mál. Niðurstaða9. Af hálfu áfrýjendanna Arev verðbréfafyrirtækis hf. og Jóns hefur verið vakin athygli á því að Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson og Jóna Björk Helgadóttir, sem dæmdu málið í Landsrétti, hafi á þeim tíma sem Hlynur Halldórsson lögmaður gætti hagsmuna stefnda bæði starfað með honum á lögmannsstofunni Landslögum slf. auk þess sem Jóna Björk sé enn meðeigandi Hlyns að stofunni. Af þessari ástæðu kunni nefndir dómarar að hafa verið vanhæf til að fara með málið og því beri að ómerkja hinn áfrýjaða dóm án kröfu.20. Stefndi hefur aftur á móti bent á að Hlynur hafi haft afar takmarkaða aðkomu að málinu og einna helst virst hafa komið að því sem óháður ráðgjafi til að koma upplýsingum á framfæri við ráðgjafaráð stefnda án þess að hafa gætt hagsmuna hans á fyrri stigum. Verði því ekki talið að Hlynur geti haft einhverra hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins, hvorki fjárhagslega né annars konar, svo sem tengda orðspori. Því séu ekki fyrir hendi atvik eða aðstæður sem valdi því að draga megi með réttu í efa óhlutdrægni framangreindra dómara sem fyrrverandi og núverandi samstarfsmanna Hlyns á þeim grunni að hann hafi ríflega fimm árum fyrir áfrýjun málsins til Landsréttar ritað fundargerðir þær sem lagðar voru fram í málinu.21. Í málinu hefur ekkert komið fram um að umræddir dómarar málsins í Landsrétti, þau Vilhjálmur Hans og Jóna Björk, hafi haft einhver þau viðhorf til málsaðila eða sakarefnisins að hæfi þeirra til að fara með og dæma málið verði með réttu dregið í efa. Ræðst hæfi þeirra þess vegna af því hvort ytri atvik gefi réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni þeirra þannig að traust til réttarins bíði hnekki. Í því sambandi er þess að gæta að fyrrnefndur lögmaður á lögmannsstofunni Landslögum slf. gætti án nokkurs vafa hagsmuna stefnda í maí 2016, eins og hér hefur verið rakið, en umræddir dómarar hafa fyrrgreind tengsl við þá lögmannsstofu. 22. Samkvæmt b-lið 5. gr. laga nr. 91/1991 er dómari vanhæfur til að fara með og dæma mál ef hann hefur gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt aðila ólögskyldar leiðbeiningar um það. Af þessu leiðir að sá sem hefur veitt aðila lögmannsþjónustu vegna sakarefnisins er vanhæfur og skiptir þá engu hvort hagsmunagæslan hefur verið veitt fyrir eða eftir málshöfðun eða hvort hún var umfangsmikil eða óveruleg. Utan ákvæðisins falla hins vegar þau tilvik þegar hagsmunagæslan varðar annað sakarefni en það sem dómari hefur til úrlausnar, sbr. það sem reyndi á í dómum Hæstaréttar 26. mars 2019 í máli nr. 14/2019 og 10. desember 2020 í máli nr. 20/2020, og þegar starfstengsl eru eða hafa verið milli dómara og lögmanns aðila. Eftir atvikum getur sú aðstaða þó valdið því að dómari teljist vanhæfur á grundvelli g-liðar 5. gr. laganna.23. Fyrir liggur að umræddir tveir dómarar málsins í Landsrétti voru í maí 2016 eigendur að lögmannsstofunni Landslögum slf. ásamt umræddum lögmanni sem gætti hagsmuna stefnda. Einnig liggur fyrir að eigendur stofunnar stóðu í sameiningu að rekstri hennar. Höfðu dómararnir því á þeim tíma hagsmuna að gæta af málinu sem var til meðferðar á lögmannsstofu þeirra, auk þess sem annar dómaranna er enn meðeigandi Hlyns Halldórssonar að lögmannsstofunni. Af þessum sökum verður talið að dómur þar sem þessir tveir dómarar tóku sæti hafi ekki yfir sér það yfirbragð hlutleysis sem gera verður kröfu um svo að dómstólar skapi sér það traust sem nauðsynlegt er að þeir njóti í lýðræðisþjóðfélagi. Af þeirri ástæðu voru dómararnir vanhæfir til að fara með málið og dæma í því, sbr. g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Hinn áfrýjaði dómur verður því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti.24. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=522fedf2-ef91-4d30-b530-b79301292e71&verdictid=b80ec326-4931-4fb2-a340-418af3eeda1f |
Mál nr. 20/2022 | Lax- og silungsveiði Félagafrelsi Eignarréttur Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Sameign Viðurkenningarkrafa Málsástæða Málskostnaður Sératkvæði | Ágreiningur aðila laut að því hvort V væri heimilt á grundvelli e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 að selja veiðihús félagsins að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögunum í ljósi fyrirmæla 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar um neikvætt félagafrelsi. Í dómi Hæstaréttar var rakið að við mat á því hvort leiga á veiðihúsi V til almenns gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils teldist nýting og ráðstöfun eigna veiðifélags til skyldrar starfsemi í skilningi e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 væri til þess að líta að þótt sá rekstur sem færi fram í veiðihúsi á veiðitímabili teldist samrýmast markmiðum 1. gr. laga nr. 61/2006 og almennur gisti- og veitingarekstur utan veiðitímabils væri skyldur slíkum rekstri yrði ekki sjálfkrafa dregin sú ályktun þar af að slík starfsemi utan veiðitímabils samrýmdist markmiðum laganna. Að virtum sjónarmiðum um meðalhóf og kröfum sem gera yrði til skýrleika og vandaðs undirbúnings lagaheimilda sem kunni að takmarka stjórnarskrárvarin mannréttindi og því að í e-lið 1. mgr. 37. gr. væri mælt fyrir um hlutverk félags með skylduaðild og heimildir þess til ráðstöfunar á eignum bæri að skýra ákvæðið og beita því með þeim hætti að með skyldri starfsemi væri vísað til verkefna sem samrýmist þeim markmiðum sem skylduaðild að félaginu væri grundvölluð á samkvæmt 1. gr. laganna. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að V hefði ekki sýnt fram á að útleiga veiðihússins utan skilgreinds veiðitímabils til almenns gisti- og veitingarekstrar fæli í sér nýtingu og ráðstöfun á eignum félagsins með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn og að hún teldist nauðsynleg til þess að félagið gæti náð þeim markmiðum sem skylduaðild að því er ætlað að tryggja. V yrði því ekki á grundvelli e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 talin slík ráðstöfun heimil nema með samþykki allra félagsmanna sinna. Var því fallist á viðurkenningarkröfu áfrýjandans I með nánar tilgreindum hætti. Hins vegar var staðfest niðurstaða Landsréttar um sýknu V af kröfum F ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 22. mars 2022. Þau krefjast þess hvort um sig að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé óheimilt að selja veiðihús félagsins að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ágreiningsefni4. Aðila greinir á um hvort stefnda sé heimilt á grundvelli e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 að selja veiðihús félagsins að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögunum í ljósi fyrirmæla 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 um neikvætt félagafrelsi.5. Aðalkrafa áfrýjenda í málinu í héraði var upphaflega að höfnun stefnda 1. október 2018 á kröfu áfrýjandans Ingibjargar um úrsögn úr veiðifélaginu yrði dæmd ógild. Áfrýjandinn Fossatún ehf. féll frá kröfunni undir rekstri málsins í héraði en þessari aðalkröfu áfrýjandans Ingibjargar var vísað frá héraðsdómi með úrskurði 8. nóvember 2019. Stendur þá eftir í málinu framangreind viðurkenningarkrafa beggja áfrýjenda sem upphaflega var varakrafa þeirra.6. Í héraðsdómi og Landsrétti var stefndi sýknaður af kröfum áfrýjenda.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 22. mars 2022, með ákvörðun nr. 2022-19, á þeim grunni að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi meðal annars um félagafrelsi og takmarkanir sem gerðar verði á því.Málsatvik8. Áfrýjandinn Ingibjörg er eigandi jarðarinnar Fossatúns í Borgarbyggð og eigandi áfrýjandans Fossatúns ehf. sem rekur þar ferðaþjónustu. Jörðinni Fossatúni fylgir veiðiréttur í Grímsá. Áfrýjandinn Ingibjörg er því félagsmaður í stefnda á grundvelli skylduaðildar að veiðifélagi sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006.9. Hið stefnda veiðifélag var stofnað af veiðiréttarhöfum Grímsár og Tunguár 1. maí 1971. Það reisti veiðihús á Fossási við Grímsá árið 1973 en á árunum 2002 og 2003 voru gerðar á því gagngerar endurbætur og viðbætur. Setustofu starfsfólks mun þá hafa verið breytt í fundarsal, komið á þráðlausu sambandi við allt að 50 ferðatölvur, sjónvarpi komið fyrir í öllum herbergjum og verönd smíðuð ármegin við húsið með tveimur heitum pottum. Í veiðihúsinu munu vera um 25 herbergi. Af þessum herbergjum munu um sex til átta vera notuð fyrir starfsfólk veiðihússins og veiðileiðsögumenn. Umbætur á húsinu munu hafa komið til vegna þess að viðhald hafði verið vanrækt um árabil, vegna aukinna krafna frá veiðimönnum og vegna áhuga veitingamanns sem þá starfaði hjá veiðifélaginu á að taka veiðihúsið á leigu yfir veturinn í eigin nafni. Veitt mun á tíu stangir að hámarki í Grímsá og algengast mun að tveir veiðimenn séu saman um hverja stöng.0. Með samningi 23. september 2002 var húsið selt Stórlaxi ehf. á leigu til 10 ára, frá og með 1. apríl 2003, til að reka það sem veiðihús á veiðitímabili og til gisti- og veitingarekstrar utan þess. Því samningssambandi mun hafa lokið á árinu 2009 en þá gerði stefndi samning við leigjanda veiðiréttar, Veiðifélagið Hreggnasa ehf., um leigu á veiðihúsinu til loka veiðitímabils árið 2012.1. Áfrýjandinn Ingibjörg fékk með dómi Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 676/2013 viðurkennt að stefnda væri óheimilt án samþykkis allra félagsmanna að leigja út veiðihús félagsins til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006.2. Á árinu 2014 var gerður nýr samningur við Veiðifélagið Hreggnasa ehf. um leigu á veiðihúsinu frá 1. apríl 2015 til 31. október 2020 og tekið fram að leigutaka væri einungis heimilt að nýta húsið á veiðitímabili eins og það væri skilgreint í lögum nr. 61/2006.3. Með lögum nr. 50/2015 um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 var bætt inn í 1. mgr. 37. gr. síðarnefndu laganna nýjum e-lið þar sem kveðið er á um að hlutverk veiðifélags sé að nýta eignir þess og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn og að því sé heimilt að ráðstafa eign félags utan veiðitímabils til skyldrar starfsemi.4. Samþykktir stefnda voru staðfestar af Landbúnaðarstofnun 3. desember 2007 og birtar í B-deild stjórnartíðinda 16. janúar 2008. Verkefni veiðifélagsins eru tilgreind í 4. gr. samþykktanna en þau eru að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og hafa umsjón með og ráðstafa veiði. Þá ber félaginu að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og er heimilt að stunda fiskrækt. Samþykktunum mun ekki hafa verið breytt í kjölfar setningar framangreindra breytingalaga nr. 50/2015 en í þeim er ekki vikið að rekstri veiðihúss.5. Á aðalfundi stefnda 19. mars 2016 var samþykkt með 23 atkvæðum gegn atkvæði áfrýjandans Ingibjargar tillaga um að stjórn félagsins væri heimilt að ráðstafa veiðihúsi þess að Fossási á þeim tíma sem ekki væri starfsemi í húsinu vegna þjónustu við veiðimenn. Heimilt yrði að ráðstafa því hvort sem væri til lengri eða skemmri tíma. Í hvívetna yrði farið eftir ákvæði e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 þannig að húsið yrði einungis leigt til skyldrar starfsemi. Yrði húsið leigt til lengri tíma þyrfti að bera slíkt undir félagsfund.6. Áfrýjandinn Ingibjörg tilkynnti úrsögn sína úr stefnda með bréfi 29. maí 2018 en erindinu var hafnað af stefnda með bréfi 1. október sama ár. Var meðal annars vísað til þess að veiðifélögum væri óheimilt að veita veiðiréttarhöfum undanþágu frá hinni ófrávíkjanlegu skylduaðild að slíkum félögum samkvæmt lögum nr. 61/2006.7. Stefndi gerði 20. júní 2021 samning við Veiðifélagið Hreggnasa ehf. um leigu á veiðihúsinu frá 15. október það ár til 31. desember 2031. Um leigutíma sagði meðal annars að leigutaka væri heimilt að nýta húsið allt árið en hann myndi virða væntanlega niðurstöðu dómstóla um starfsemi í veiðihúsum utan veiðitímabils. Samningurinn héldi gildi sínu hver sem niðurstaða dómstóla yrði í því máli. MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjenda8. Áfrýjendur byggja einkum á því að útleiga veiðihúss stefnda til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils sé stefnda óheimil sem skylduaðildarfélagi vegna fyrirmæla 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.9. Auk þess að vísa til þeirra málsástæðna sem raktar eru í hinum áfrýjaða dómi eru af hálfu áfrýjenda gerðar ýmsar athugasemdir við forsendur dómsins. Þau telja meðal annars að þar sé óútskýrt hvernig veitingarekstur í veiðihúsi utan veiðitímabils teljist skyld starfsemi í ljósi markmiða laga nr. 61/2006. Ekki nægi að vísa til athugasemda með frumvarpi sem varð að lögum nr. 50/2015 heldur verði að gera þá kröfu að sjálfur texti laganna sé skýr þar sem um takmörkun á stjórnarskrárvörðum réttindum sé að ræða. 20. Þá vísa áfrýjendur til þess að í samþykktum stefnda sé ekki að finna heimild til ferðaþjónustu, veitingarekstrar eða gistiþjónustu heldur miði þær eingöngu að hefðbundinni starfsemi veiðifélags. Þar sé ekki að finna heimild til gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils eða til skyldrar starfsemi. Heimildir meirihluta í veiðifélagi til ráðstafana sem mæti andstöðu minnihluta verði að meta eftir ströngum mælikvarða og verði sannanlega að rúmast innan þess þrönga valdsviðs sem veiðifélagi sé ætlað að lögum og samþykktum sínum.21. Áfrýjendur mótmæla þeirri forsendu Landsréttar að útleiga veiðihúss til gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils feli í sér hagkvæma og arðbæra nýtingu eigna veiðifélags. Þeir telja að uppbygging veiðihússins hafi ekki þjónað þeim tilgangi sem mælt sé fyrir um í 1. gr. laga nr. 61/2006 heldur hafi markmið með endurbótum og viðbyggingu verið að leigja það út utan veiðitímabils. Áfrýjendur eru ósammála því að íburðarmikil uppbygging veiðihússins og útleiga þess hafi verið hagkvæm eða arðbær fyrir stefnda eða félagsmenn hans. Þeir vísa til þess að nær samfelldur taprekstur hafi verið á rekstri þess á undanförnum árum. Þótt þessi uppbygging hafi verið fjárhagslegur baggi á veiðifélaginu og rýrt arðsemi af sölu veiðiréttar ryðji það ekki burt hefðbundnum skilyrðum stjórnarskrárinnar um takmarkanir á eignarrétti og félagafrelsi. Áfrýjendur telja að ákvörðun stefnda um leigu veiðihússins utan laxveiðitímabils feli í sér þátttöku í frjálsum og áhættusömum samkeppnisrekstri utan háannatíma og óvissa ríki um hvort slík ákvörðun leiði til aukinnar arðsemi fyrir félagsmenn. 22. Áfrýjendur gagnrýna að í hinum áfrýjaða dómi sé ekki minnst á áhrif ákvörðunar stefnda um leigu veiðihússins til almenns gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils á eignarréttindi þeirra félagsmanna sem ekki vilja ráðstafa sameign sinni með þessum hætti. Þeir telja að meirihluti félagsmanna geti ekki þvingað andmælendur sína til samstarfs í slíkum rekstri sem hér um ræðir í skjóli skylduaðildar að veiðifélagi sem ætlað sé annað hlutverk.23. Áfrýjendur telja að niðurstaða málsins eigi að velta á því hvort knýjandi samfélagslegar þarfir eru á að takmarka félagafrelsi þeirra með útleigu á veiðihúsi stefnda utan veiðitímabils í andstöðu við félagsmann. Löggjafinn hafi auk þess enga afstöðu tekið til stjórnskipulegs gildis laga nr. 50/2015 við setningu þeirra þótt fyrrnefndur dómur Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 hafi gefið fullt tilefni til þess.Helstu málsástæður stefnda24. Stefndi telur að viðurkenningarkrafa áfrýjenda hafi í upphafi ekki verið studd þeim rökum að útleiga veiðihúss félagsins til gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils væri andstæð 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Þeirri málsástæðu hafi aðeins verið teflt fram til stuðnings upphaflegri kröfu sem laut að höfnun stefnda á úrsögn áfrýjandans Ingibjargar úr veiðifélaginu yrði dæmd ógild. Þeirri kröfu áfrýjandans Ingibjargar hafi verið vísað frá héraðsdómi og Fossatún ehf. hafi fallið frá henni. Þar sem málsástæðunni hafi fyrst verið hreyft til stuðnings viðurkenningarkröfunni í greinargerð til Landsréttar hafi hún verið of seint fram komin og komist því ekki að í málinu.25. Stefndi telur liggja í augum uppi að gisti- og veitingarekstur í veiðihúsi utan veiðitímabils sé skyldur þeirri starfsemi sem rekin sé í veiðihúsi á veiðitímabili og vísar auk þess til athugasemda í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2015 þar sem þetta sé sérstaklega tilgreint.26. Enga þýðingu hafi þótt heimild til útleigu á veiðihúsi utan veiðitímabils komi ekki fram í samþykktum stefnda enda um lögbundna heimild veiðifélags að ræða. Þá skipti engu varðandi niðurstöðu málsins þótt gisti- og veitingarekstur utan veiðitímabils hafi einkenni starfsemi á vettvangi einkaréttar. Ekki skipti heldur máli þótt rekstur veiðihússins hafi skilað tapi eða hagnaði á árunum 2000 til 2009 þar sem markmið með útleigunni sé að skapa arð fyrir veiðiréttarhafa og fá inn einhverjar tekjur á móti óhjákvæmilegum rekstrarkostnaði sem falli til allt árið.27. Stefndi vísar til þess að með tilkomu e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 hafi orðið sú breyting að ekki þurfi lengur samþykki allra félagsmanna veiðifélags til ráðstöfunar veiðihúss veiðifélags utan veiðitímabils í samræmi við ólögfestar reglur um sérstaka sameign heldur nægi að einfaldur meirihluti félagsmanna samþykki slíka ráðstöfun á löglega boðuðum fundi, sbr. meginreglu 12. mgr. 40. gr. laga nr. 61/2006 þar sem kveðið sé á um að afl atkvæða ráði úrslitum.28. Loks telur stefndi að með skylduaðild að veiðifélagi sé stefnt að því að gæta hagsmuna allra félagsmanna. Útleiga veiðihúss til gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils feli í sér arðbæra og hagkvæma nýtingu eigna veiðifélags og stuðli að því að félagsmenn geti notið arðs af veiðinni og eignum sem henni tengjast.Löggjöf29. Af hálfu áfrýjenda er byggt á 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Í 1. mgr. greinarinnar er mælt fyrir um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi en í 2. mgr. greinarinnar er ákvæði um svonefnt neikvætt félagafrelsi og hljóðar það svo:Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.30. Í 2. málslið 2. mgr. felst undantekning frá þeirri meginreglu sem kemur fram í 1. málslið að rétturinn til að standa utan félaga sé verndaður. Ákvæði þetta kom inn í stjórnarskrá með 12. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Í athugasemdum með umræddri 12. gr. í frumvarpi sem varð að þeim lögum voru færð þau rök fyrir skylduaðild vegna réttinda annarra að við ákveðnar aðstæður gætu tengsl á milli hagsmuna manna orðið svo náin að nauðsynlegt þætti að leggja þá skyldu á þá að virða hagsmuni hvors eða hvers annars með því að standa að sameiginlegu félagi í því skyni. Veiðifélög voru tekin sem dæmi um þessa aðstöðu og tekið fram að í slíkum félögum sé eigendum veiðiréttar gert að standa að sameiginlegu félagi vegna þeirra nánu tengsla sem eru á milli hagsmuna þeirra.31. Ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi á sér hliðstæðu í 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en greinin fjallar um funda- og félagafrelsi og hljóðar svo: . Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum.2. Eigi skal réttur þessi háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjórnarstarfsmenn beiti þessum rétti.32. Ákvæði um skilyrðislausa skyldu manna til að mynda með sér félagsskap um skipulag veiði í hverju fiskihverfi kom fyrst inn í lög um lax- og silungsveiði með 1. mgr. 44. gr. laga nr. 38/1970 um breyting á lögum nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði. Samkvæmt 64. gr. fyrrnefndu laganna voru þau felld inn í meginmál þeirra síðargreindu og gefin út sem lög nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Í almennum athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 38/1970 sagði meðal annars um þessa tilhögun:Er fyrirhugað að breyta þeirri tilhögun, sem nú er, þ.e. að veiðifélög starfi við sum fiskihverfi og eigi við önnur, enda er stjórn og rekstur veiðimála í góðu lagi, þar sem veiðifélögin starfa, til mikils gagns og hagsbóta fyrir veiðibændur. En þar sem veiðifélög eru eigi starfandi, er skipulagsleysi ríkjandi og fiskrækt vart hugsanleg vegna skorts á samstarfi. Er slíkt ástand til vandræða fyrir menn almennt við einstök fiskihverfi, þó að einstakir veiðibændur kunni að koma ár sinni vel fyrir borð vegna skipulagsleysis.33. Í málinu reynir á ákvæði laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði en samkvæmt 1. gr. laganna er markmið þeirra að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskstofna í ferskvatni og verndun þeirra. Í 1. mgr. 37. gr. laganna, með síðari breytingum, er mælt fyrir um skylduaðild að veiðifélagi og hlutverk þess en þar segir:Í því skyni að markmiðum laga þessara skv. 1. gr. verði náð er mönnum skylt að hafa með sér félagsskap um skipulag veiði í hverju fiskihverfi. Hlutverk slíks félags er m.a. eftirfarandi:a. að sjá til þess að reglum laga þessara og samþykktum viðkomandi félags um veiðistjórnun og veiðiaðferðir sé framfylgt á félagssvæðinu,b. að stunda fiskrækt á félagssvæðinu, eftir því sem þörf krefur, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra,c. að skipta veiði eða arði af veiði milli félagsmanna í samræmi við rétt þeirra,d. að ráðstafa rétti til stangveiði í fiskihverfi í heild eða að hluta með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi, en þó þannig að gætt sé markmiða laganna um sjálfbæra nýtingu,e. að nýta eignir veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn; heimilt er veiðifélagi að ráðstafa eign félagsins utan veiðitíma og þá til skyldrar starfsemi,f. að hafa að öðru leyti með höndum verkefni þau sem því eru falin í lögunum og varða framkvæmd þeirra.34. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 61/2006 var fjallað ítarlega um skylduaðild að veiðifélögum. Þar sagði meðal annars að heimildir löggjafans til að mæla fyrir um skylduaðild að veiðifélögum samkvæmt VI. kafla frumvarpsins helguðust af 2. málslið 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og þeim sjónarmiðum sem það ákvæði væri byggt á. Þar var einnig vísað til 1. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu 30. júní 1993 í máli nr. 16130/90, Sigurður Sigurjónsson gegn Íslandi, og 29. apríl 1999 í máli nr. 25088/94, Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi. Komist var að þeirri niðurstöðu í athugasemdum með frumvarpinu að í langflestum tilvikum stæðist það fyrirkomulag sem hér væri við lýði um skylduaðild veiðiréttarhafa að veiðifélögum 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Með frumvarpinu væri ætlunin að auka enn frekar réttaröryggi einstakra félagsmanna í veiðifélögum. Væri það meðal annars gert með því að fjölga þeim atriðum sem veiðifélögum væri gert skylt að taka upp í samþykktir sínar með það að markmiði að gera rekstur og ákvarðanatöku á vettvangi veiðifélaga skýrari og skilvirkari.35. Í 2. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 er mælt fyrir um að félagsmenn veiðifélags séu allir skráðir veiðiréttarhafar á félagssvæðinu samkvæmt 12. gr. laganna en um atkvæðisrétt þeirra fari samkvæmt 40. gr. þeirra. Með 2. gr. laga nr. 14/2014 var bætt við 2. mgr. 37. gr. nýjum málslið þess efnis að félagsmenn beri ekki persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum veiðifélags. Ekki var þó hreyft við 1. mgr. 42. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að kostnað af starfsemi veiðifélags skuli félagsmenn greiða í því hlutfalli sem þeir taki arð. Í 40. gr. laga nr. 61/2006 er fjallað um atkvæðisrétt í veiðifélagi og töku ákvarðana þar á meðal um hvenær aukins meirihluta atkvæða er krafist við ákvarðanir á félagsfundi. Þar eru ekki sérstök fyrirmæli um töku ákvarðana um nýtingu eða ráðstöfun eigna veiðifélags en í 12. mgr. greinarinnar segir að um málefni sem ekki sé sérstaklega kveðið á um í lögum eða samþykktum félags ráði afl atkvæða. 36. Eins og fyrr greinir kom ákvæði e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 inn í lögin með 1. gr. laga nr. 50/2015. Áður höfðu ekki verið í lögunum ákvæði um nýtingu og ráðstöfun á eignum veiðifélags. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að umræddum lögum sagði að tilefni þess væri meðal annars dómur Hæstaréttar Íslands 13. mars 2014 í máli nr. 676/2013 þar sem reynt hefði á reglur um heimildir veiðifélags til meðferðar og ráðstöfunar eigna þess. Var hluti af forsendum dómsins rakinn í athugasemdunum. Um meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga væru engin ákvæði í gildandi lögum og með hliðsjón af dóminum og lögfræðilegri álitsgerð sem Landssamband veiðifélaga hefði aflað væri brýnt að bæta þar úr. Í athugasemdunum sagði síðan:Því þótti rétt að bæta við lögin nýju, almennu ákvæði um meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga. Einnig var talið rétt að bæta við lögin sérstöku ákvæði um heimild veiðifélags til að ráðstafa eign þess utan veiðitíma og þá til skyldrar starfsemi. Með því er ætlunin að tryggja að veiðifélög geti nýtt eignir til arðberandi starfsemi utan veiðitíma en þó þannig að þær séu nýttar til skyldrar starfsemi eins og gerist um veiðitíma. Ákvæðið hefur þá þýðingu að löglega boðaður fundur í veiðifélagi geti tekið slíka ákvörðun með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi, í stað þess að afla þurfi samþykkis allra veiðiréttarhafa félagsins eins og nú háttar til. Frumvarpið byggist á þeim rökum m.a. að veiðifélög eru sjálfstæðir lögaðilar og eru fjárhagslegs eðlis og fara á grundvelli skylduaðildar veiðiréttarhafa að félaginu með ráðstöfun fjárhagslegra eigna þess. Því ber stjórnum veiðifélaga að leitast við að hámarka þann arð sem veiðiréttarhafar geti fengið af arðberandi eign sinni í veiðifélaginu líkt og á við um ráðstöfun veiðiréttar á félagssvæðinu.37. Í nefndaráliti atvinnuveganefndar um frumvarpið sagði meðal annars svo:Það fellur undir hlutverk veiðifélags að eiga eignir og telur nefndin eðlilegt að veiðifélag geti einnig ráðstafað eignum svo fremi að slík ráðstöfun sé í samræmi við markmið laganna. Nefndin áréttar að í 1. gr. frumvarpsins er heimild veiðifélags til að ráðstafa eign utan veiðitíma bundin því skilyrði að um skylda starfsemi sé að ræða og verður umrædd starfsemi því að falla undir markmið laganna.Niðurstaða38. Í máli þessu deila aðilar um hvort stefnda er heimilt að selja veiðihús félagsins að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006. Kröfugerð áfrýjenda er sambærileg viðurkenningarkröfu þeirra sem fallist var á í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 að því marki að viðurkennt var að stefnda væri óheimilt án samþykkis allra félagsmanna að selja veiðihúsið að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006. Við munnlegan flutning þessa máls fyrir Hæstarétti var af hálfu áfrýjenda áréttað að sú þrenging sem gerð var á viðurkenningarkröfunni í fyrrgreindum dómi rúmaðist einnig innan viðurkenningarkröfu þeirra í þessu máli. Ekki er ágreiningur með aðilum um hvað felist í afmörkuninni almennum gisti- og veitingarekstri í kröfugerð áfrýjenda.39. Sem fyrr segir heldur stefndi því fram að sú málsástæða áfrýjenda í stefnu til héraðsdóms að útleiga veiðihúss stefnda til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils sé stefnda óheimil sem skylduaðildarfélagi vegna 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar hafi aðeins verið sett fram til stuðnings upphaflegri aðalkröfu en ekki viðurkenningarkröfunni. Þar sem aðalkrafan sé ekki lengur til umfjöllunar í málinu hafi þessari málsástæðu verið of seint hreyft til stuðnings viðurkenningarkröfunni og eigi hún ekki að komast að í málinu.40. Í stefnu áfrýjenda til héraðsdóms er fjallað um málsástæður og lagarök fyrir báðum kröfum þeirra í sex tölusettum köflum. Eiga fyrstu þrír kaflarnir við um báðar kröfur beggja áfrýjenda. Í upphafi fyrsta kafla segir að í hnotskurn snúist málið um hvort veiðifélag getur staðið að gisti- og veitingarekstri í veiðihúsi utan veiðitímabils, það er hvort slíkur rekstur, sem hafi þá engin bein tengsl við sölu veiðileyfa í ánni, sé innan þess ramma sem skylduaðildarfélagi sé heimilt að sinna. Þá sé deilt um hvort hin lögbundna skylduaðild að stefnda samræmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og eignarrétt. Í fimmta kafla stefnu er fjallað sérstaklega um þá málsástæðu að veiðifélögum sé óheimilt að viðhafa aðra starfsemi en tilgreind sé í lögum nr. 61/2006, einkum 37. gr. þeirra. Vísað er til þess að vegna 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar þurfi að tilgreina skylduaðild í lögum svo og þau lögbundnu hlutverk sem viðkomandi félagi sé ætlað að sinna. Sérstaklega er tilgreint að stjórnarskráin heimili ekki félagsskyldu til aðkomu eða þátttöku í rekstri sem sé utan lögbundins hlutverks félags. Almennur gisti- og veitingarekstur í veiðihúsi stefnda standi ekki í nánum tengslum við lögbundið hlutverk veiðifélagsins og samrýmist hvorki hlutverki né markmiðum veiðifélaga.41. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar er fjallað um viðurkenningarkröfu áfrýjenda í tengslum við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framansögðu leikur ekki vafi á að umræddri málsástæðu hefur frá upphafi verið haldið fram af hálfu áfrýjenda til stuðnings báðum upphaflegum kröfum þeirra og kemst hún því að í málinu. Hins vegar verður engan veginn séð hvernig þessi málsástæða getur stutt viðurkenningarkröfu áfrýjandans Fossatúns ehf. sem ekki á félagsaðild að stefnda.42. Réttur manna samkvæmt 1. málslið 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár til að standa utan félaga takmarkast sem fyrr segir af ákvæði 2. málsliðar sömu málsgreinar sem mælir fyrir um að með lögum megi þó ákveða skyldu til aðildar að félagi ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.43. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar um neikvætt félagafrelsi hefur reynt á hvort lagaákvæði um skylduaðild að félagi helguðust af almannahagsmunum eða réttindum annarra. Jafnframt hefur komið til úrlausnar hvort innheimta félagsgjalda eða tilteknar ráðstafanir og starfsemi í skylduaðildarfélagi sem lagaákvæði eða samþykktir þess heimila samræmast því hlutverki félags sem skylduaðild réttlætist af. Þannig var í dómi Hæstaréttar 19. febrúar 1998 í máli nr. 259/1997, sem er að finna á bls. 718 í dómasafni réttarins það ár, tekið undir með héraðsdómi að skylduaðild stefnda að Lögmannafélagi Íslands heimilaði ekki stjórn þess að krefja félagsmenn um önnur gjöld en þau sem þyrfti til að sinna því stjórnsýslu- og úrskurðarhlutverki sem því væri ætlað samkvæmt lögum nr. 61/1942 um málflytjendur. Sá tilgangur félagsins samkvæmt 1. gr. samþykkta þess að gæta hagsmuna félagsmanna væri víðtækari en því hlutverki næmi. Í dómi Hæstaréttar 6. mars 2014 í máli nr. 144/2014 var fjallað um skylduaðild að Félagi fasteignasala samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa og hvort hún samrýmdist skilyrði 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að við mat á nauðsyn slíkrar skyldu væri ekki unnt að horfa til annarra atriða varðandi hlutverk félagsins en þeirra sem mælt væri fyrir um í lögum. Við það mat yrði þó ekki aðeins litið til þess eins sem mælt væri fyrir um í lögunum heldur yrði vegna meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um meðalhóf að gæta jafnframt að því hvort lagaboð íþyngdi mönnum að óþörfu og unnt yrði að ná sama markmiði með öðru og vægara móti. Niðurstaðan var sú að skylduaðild væri ekki nauðsynleg til þess að félagið gæti sinnt því hlutverki sem því væri falið með lögum.44. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 sagði orðrétt:Í lögum nr. 61/2006 er réttarstaða veiðifélaga ekki skilgreind með skýrum hætti. Þó er tekið fram í 6. mgr. 37. gr. laganna að sjálfstæðar eignir veiðifélags tilheyri þeim fasteignum á félagssvæðinu sem veiðirétt eiga og í arðskrárhlutfalli. Var þetta skýrt svo í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 61/2006 að með þessu væri áréttuð sú eignarréttarstaða í skiptum veiðifélags og félagsmanna að félagið sjálft væri ekki handhafi neins konar eignarréttarheimilda heldur teldust sjálfstæðar eignir félags tilheyra einstökum félagsmönnum og veiðiréttarhöfum í samræmi við hlutdeild þeirra í félaginu á grundvelli arðskrár. Þá er í 5. mgr. sömu lagagreinar sú regla um skuldskeytingu að taki nýr aðili við veiðirétti samkvæmt II. kafla laganna fyrir afsal eða á grundvelli ábúðarsamnings sé honum skylt að gerast félagi í veiðifélagi og taka á sig skuldbindingar fráfarandi félagsmanns. Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laganna skulu félagsmenn greiða kostnað af starfsemi veiðifélags í því hlutfalli sem þeir taka arð og sagði um þá skipan mála í athugasemdum með síðastgreindu frumvarpi að hún væri í góðu samræmi við meginreglur íslensks réttar um óskipta sameign. Þótt réttarstaða veiðifélaga sé ekki skilgreind berum orðum í lögum nr. 61/2006 er af framansögðu ljóst að skipan mála innan þeirra og í skiptum út á við er með sama hætti og þegar eignarréttindi að tilteknu verðmæti eru í sérstakri sameign. Af því leiðir að þegar reglum laga nr. 61/2006 sleppir, þar á meðal hvað varðar heimildir félagsmanna til ákvörðunar um nýtingu og ráðstöfun eigna á forræði veiðifélags með eða án löggernings, gilda almennar reglur eignarréttar um sérstaka sameign. Auk þess má eftir því sem við á hafa nokkra hliðsjón af lagaákvæðum um afmarkaða flokka sérstakrar sameignar eins og reglum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.45. Í dóminum sagði jafnframt að samkvæmt almennum reglum eignaréttar gilti sú meginregla um sérstaka sameign að samþykki allra sameigenda þyrfti til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem væru meiri háttar þótt venjulegar gætu talist. Samkvæmt 41. gr. laga nr. 26/1994 giltu sérstakar reglur við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum og væri þar greint á milli ferns konar tilvika. Í fyrsta lagi þyrfti til þeirra ákvarðana sem greinir í A-lið ákvæðisins samþykki allra eigenda. Meðal þeirra tilvika væri ráðstöfun á verulegum hluta sameignar, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Í því ákvæði segði að sameign fjöleignarhúss yrði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur væru því samþykkir og gilti hið sama um verulegar breytingar á sameign eða hagnýtingu hennar.46. Í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar nr. 676/2013 var komist að þeirri niðurstöðu að í skylduaðild að veiðifélagi fælist undantekning frá þeirri meginreglu fyrri málsliðar 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar að engan mætti skylda til aðildar að félagi en í þeirri skipan væri jafnframt fólgin takmörkun á eignarráðum fasteignareiganda hvað eignarrétt að veiði varðaði. Í dóminum segir enn fremur:Af þessu leiðir að viðfangsefni veiðifélaga takmarkast á hverjum tíma af þeim verkefnum sem löggjafinn gagngert felur þeim og ótvírætt þarf að vera að þau séu í nánu samhengi við tilgang laganna og þau markmið sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja. Í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 kemur fram að tilvist veiðifélaga og skylduaðild að þeim er ætlað að tryggja að markmiðum laganna samkvæmt 1. gr. verði náð, en markmið laganna samkvæmt þeirri grein er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskstofna þar og verndun þeirra. Í þessu felst meðal annars að ákvörðun veiðifélags um ráðstöfun stangveiði á félagssvæði sínu og samhliða henni ákvörðun um gisti- og veitingarekstur í veiðihúsi, sem reist hefur verið, á skilgreindum veiðitíma samkvæmt lögum nr. 61/2006 fellur tvímælalaust innan þeirra marka sem lög setja starfsemi veiðifélaga, sbr. c. og d. liði 1. mgr. 37. gr. laganna. Við töku ákvörðunar um slík málefni gildir sú regla 8. mgr. 40. gr. þeirra að afl atkvæða ræður ef ekki er á annan veg mælt í lögum eða samþykktum veiðifélags. Á hinn bóginn er ákvörðun veiðifélags um að selja öðrum veiðihús á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar í veiðihúsi utan skilgreinds veiðitíma meiriháttar ákvörðun í skilningi óskráðra reglna eignarréttarins um sérstaka sameign og gildir þá einu hvort hún telst venjuleg eða óvenjuleg. Af þessu leiðir að til slíkrar ákvörðunar þarf samkvæmt þeim reglum samþykki allra félagsmanna.47. Í 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu er sem fyrr segir að finna ákvæði um félagafrelsi. Þótt sáttmálinn hafi ekki að geyma sjálfstætt ákvæði um neikvætt félagafrelsi hefur verið talið í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu að rétturinn til að standa utan félaga njóti verndar 1. mgr. 11. gr. hans með þeim takmörkunum sem leiði af 2. mgr. greinarinnar.48. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 13. ágúst 1981 í málum nr. 7601/76 og 7806/77, Young, James og Webster gegn Bretlandi, var talið að orðið nauðsyn í skilningi 2. mgr. 11. gr. sáttmálans yrði ekki skýrt svo rúmt að nægjanlegt væri að lagaákvæði væri gagnlegt eða ákjósanlegt. Þá var lögð áhersla á meðalhóf með því að takmarkanir á félagafrelsi mættu ekki vera víðtækari en nauðsynlegt væri til að ná því lögmæta markmiði sem stefnt væri að með löggjöf. Var þetta sjónarmið ítrekað í dómi í fyrrgreindu máli Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi sem laut að skylduaðild að veiðifélagi. Í síðari dómum mannréttindadómstólsins hefur verið talið að við mat á því hvort meðalhófs hafi verið gætt í löggjöf væri mikilvægt að líta til þess hvort og þá hversu vandað mat á nauðsyn lagasetningar hafi farið fram af hálfu löggjafarvaldsins, sbr. til dæmis dóm réttarins 22. apríl 2013 í máli nr. 48876/08, Animal Defenders International gegn Bretlandi.49. Sem fyrr segir er markmið laga nr. 61/2006 samkvæmt 1. gr. þeirra að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskstofna í ferskvatni og verndun þeirra. Þessi markmið lúta í senn að mikilvægum almannahagsmunum og hagsmunum annarra. Ekki er um það deilt í málinu að skylduaðild að veiðifélagi, sem er lögbundin samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 í þeim tilgangi að markmiðum 1. gr. laganna verði náð, telst nauðsynleg til að veiðifélag geti sinnt lögmæltu hlutverki sínu bæði vegna almannahagsmuna og réttinda annarra í skilningi 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.50. Samkvæmt framangreindri dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands og Mannréttindadómstóls Evrópu er ljóst að þar sem lögboðin skylduaðild að veiðifélagi felur í sér takmörkun á þeirri vernd sem 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að veita rétti manna til að standa utan félaga verða heimildir slíks félags í lögum til ráðstöfunar og ákvarðanatöku um eignarréttindi félagsmanns gegn vilja hans að vera skýrar og afdráttarlausar og mega ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að félag geti náð þeim markmiðum sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja.51. Við skýringu á ákvæði e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 og þeim heimildum sem ákvæðið veitir veiðifélagi til að nýta eignir félagsins og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn, þar á meðal til að ráðstafa eign þess utan veiðitímabils og þá til skyldrar starfsemi, verður að líta til þess að með lögum nr. 50/2015 var ekki hróflað við ákvæði 6. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006. Þar er mælt fyrir um að sjálfstæðar eignir veiðifélags tilheyri þeim fasteignum á félagssvæðinu sem veiðirétt eigi og í arðskrárhlutfalli. Þetta ákvæði var í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 61/2006 skýrt þannig að með því væri áréttuð sú eignarréttarstaða í skiptum veiðifélags og félagsmanna að félagið sjálft væri ekki handhafi neins konar eignarréttarheimilda heldur teldust sjálfstæðar eignir félagsins tilheyra einstökum félagsmönnum og veiðiréttarhöfum í samræmi við hlutdeild þeirra í félaginu á grundvelli arðskrár. Við þessu ákvæði var heldur ekki hróflað þegar bætt var nýjum málslið við 2. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 með lögum nr. 14/2014 þess efnis að félagsmenn í veiðifélagi beri ekki persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum veiðifélags. Síðastnefnda breytingin á lögunum fær ekki með góðu móti samrýmst 1. mgr. 42. gr. þeirra sem mælir fyrir um að kostnað af starfsemi veiðifélags skuli félagsmenn greiða í því hlutfalli sem þeir taki arð.52. Samkvæmt framangreindu eru ákvæði þau sem komu inn í lög nr. 61/2006 með lögum nr. 14/2014 og 50/2015 í nokkru ósamræmi við hugtakanotkun í öðrum ákvæðum laganna og þá grundvallarhugsun sem samkvæmt framansögðu lá að baki setningu laga nr. 61/2006 um eignaréttarstöðu og eignarheimildir veiðifélags og félagsmanna og ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum sem stofnað var til í rekstri veiðifélaga. Eftir sem áður verður að líta svo á að eignir veiðifélaga séu í sérstakri sameign veiðiréttarhafa og að taka ákvarðana í félagi um ráðstöfun þeirra eigna sem verða til í starfsemi þess lúti óskráðum reglum um ákvarðanatöku varðandi sérstaka sameign að því leyti sem skýr ákvæði laganna leiða ekki til annarrar niðurstöðu.53. Af ársreikningum stefnda og skýringum með þeim er ljóst að tekjur af leigu veiðiréttar renna ekki óskipt til veiðiréttareigenda sem arður af veiðiréttindum heldur er hluta af þeim varið til að standa straum af kostnaði sem til fellur í rekstri veiðifélagsins. Fyrir liggur að stefndi hefur gert samninga um leigu á veiðirétti á félagssvæði sínu og um leigu á veiðihúsinu að Fossási. Hafa verður í huga að ekki er loku fyrir það skotið að tekjur stefnda af leigu veiðiréttar séu hærri en ella væri vegna þeirrar fjárfestingar sem félagið hefur ráðist í með byggingu veglegs veiðihúss en um það liggur þó ekkert fyrir. Hvað sem því líður er ljóst að lengst af hefur kostnaður félagsins vegna veiðihússins verið umfram tekjur af leigu þess. Enda þótt almennt megi ætla að leiga veiðihússins til almenns gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006 sé til þess fallin að skila veiðifélagi tekjum umfram viðbótarkostnað sem félagið kann að hafa af slíkri útleigu hefur stefndi ekki sýnt fram á í málinu að það eigi við um útleigu á veiðihúsi hans. Við úrlausn málsins verður að líta til þess að áfrýjandinn Ingibjörg ber sem félagsmaður í stefnda ábyrgð á kostnaði af starfsemi félagsins í því hlutfalli sem hún tekur arð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. laga nr. 61/2006 og verður að minnsta kosti að sæta því að kostnaður umfram tekjur af veiðihúsinu dragist frá veiðiarði hennar. Þá má ætla að meiri fjárhagsleg áhætta sé af því að leigja veiðihúsið út utan skilgreinds veiðitímabils en innan. 54. Þær takmarkanir sem settar eru heimildum skylduaðildarfélaga til ráðstafana og þær kröfur sem gerðar hafa verið til ákvarðana sem varða réttindi félagsmanna hafa verið leiddar af stjórnarskrárvörðum mannréttindum einstakra manna til að standa utan félaga. Við mat á því hvort lagaheimild til tiltekinnar ráðstöfunar sem er í andstöðu við vilja félagsmanns sé nægilega skýr og jafnframt nauðsynleg til þess að ná þeim markmiðum sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja verður að líta til þess hvort hagsmunir einstakra félagsmanna séu fyrir borð bornir eða stefnt í óvissu að óþörfu.55. Ljóst er af athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2015 að fyrrnefndur dómur Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 var megintilefni lagasetningarinnar. Frumvarpið var samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samvinnu við Landssamband veiðifélaga. Af athugasemdum með því verður ráðið að fyrir frumvarpshöfundum hafi vakað að tryggja að veiðifélög gætu án samþykkis allra félagsmanna nýtt eignir félags til arðberandi starfsemi utan veiðitímabils en þó þannig að þær væru nýttar til skyldrar starfsemi eins og gerist á veiðitímabili. Í nefndaráliti atvinnuveganefndar kveður við nokkuð annan tón en þar segir að nefndin árétti að í 1. gr. frumvarpsins sé heimild veiðifélags til að ráðstafa eign utan veiðitímabils bundin því skilyrði að um skylda starfsemi sé að ræða og verði umrædd starfsemi því að falla undir markmið laganna. 56. Þá er þess að gæta að í niðurlagi almennra athugasemda í frumvarpinu er að finna kafla með heitinu „Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar“. Þar er tekið fram að frumvarpið hafi ekki þótt gefa tilefni til að skoðað yrði sérstaklega samræmi við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar. Af þessu verður ráðið að löggjafinn hafi látið hjá líða að meta hvort lagasetningin kynni að hafa áhrif á réttindi manna sem skyldugir væru til aðildar að veiðifélögum og hvort uppfyllt væru þau skilyrði 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar að verkefni sem félagi væru falin væru nauðsynleg til að það gæti rækt lögmælt hlutverk sitt. Við undirbúning að setningu laga nr. 50/2015 virðist því ekki hafa verið litið til þýðingar 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að þessu leyti þótt ríkt tilefni væri til, ekki síst vegna fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 sem laut að skýringu þessa stjórnarskrárákvæðis og var tilefni lagasetningarinnar. Enn fremur ber að líta til þess að í almennum athugasemdum frumvarpsins sem varð að lögum nr. 61/2006 er að finna vandað mat á því hvernig lagafyrirmæli um skylduaðild að veiðifélögum stæðust áskilnað 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um neikvætt félagafrelsi. Við breytingar á verkefnum veiðifélaga með lögum nr. 50/2015 sinnti löggjafinn því ekki stjórnskipulegri skyldu sinni til að meta hvort lagasetning rúmaðist innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur.57. Sé löggjöf til þess fallin að takmarka mannréttindi ber dómstólum að meta hvort löggjafinn hafi gætt sjónarmiða um meðalhóf, jafnræði og skýrleika lagaheimilda. Jafnframt er það hlutverk dómstóla að skýra löggjöf og beita henni í tilteknu tilviki með þeim hætti sem best samrýmist ákvæðum stjórnarskrár og eftir atvikum alþjóðlegum skuldbindingum.58. Við mat á því hvort leiga á veiðihúsi stefnda til almenns gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils teljist nýting og ráðstöfun eigna veiðifélags til skyldrar starfsemi í skilningi e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 er til þess að líta að þótt sá rekstur sem fer fram í veiðihúsi á veiðitímabils teljist samrýmast markmiðum 1. gr. laga nr. 61/2006 og almennur gisti- og veitingarekstur utan veiðitímabils sé skyldur slíkum rekstri verður ekki sjálfkrafa dregin sú ályktun þar af að slík starfsemi utan veiðitímabils samrýmist markmiðum laganna.59. Að virtum sjónarmiðum um meðalhóf og kröfum sem gera verður til skýrleika og vandaðs undirbúnings lagaheimilda sem kunna að takmarka stjórnarskrárvarin mannréttindi og því að í e-lið 1. mgr. 37. gr. er mælt fyrir um hlutverk félags með skylduaðild og heimildir þess til ráðstöfunar á eignum ber að skýra ákvæðið og beita því með þeim hætti að með skyldri starfsemi sé vísað til verkefna sem samrýmist þeim markmiðum sem skylduaðild að félaginu er grundvölluð á samkvæmt 1. gr. laganna. Að öðrum kosti fælist í ákvæðinu að veiðifélagi væru fengnar heimildir umfram það sem því eru nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja þannig að í bága færi við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.60. Samkvæmt framangreindu hefur stefndi ekki sýnt fram á að útleiga veiðihússins að Fossási utan skilgreinds veiðitímabils til almenns gisti- og veitingarekstrar feli í sér nýtingu og ráðstöfun á eignum félagsins með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn og að hún teljist nauðsynleg til þess að félagið geti náð þeim markmiðum sem skylduaðild að því er ætlað að tryggja. Stefnda verður því ekki á grundvelli e-liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 talin slík ráðstöfun heimil nema með samþykki allra félagsmanna sinna. Verður því fallist á viðurkenningarkröfu áfrýjandans Ingibjargar með þeirri afmörkun sem fram kemur í dómsorði.61. Áfrýjandinn Fossatún ehf. á ekki veiðirétt í Grímsá og er ekki aðili að stefnda. Fær viðurkenningarkrafa þessa áfrýjanda því ekki stoð í málatilbúnaði áfrýjandans Ingibjargar sem fallist hefur verið á samkvæmt framansögðu. Að þessu gættu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sýknu stefnda af kröfum áfrýjandans Fossatúns ehf.62. Eftir framangreindum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjandanum Ingibjörgu málskostnað á öllum dómstigum eins og nánar greinir í dómsorði. Jafnframt verður áfrýjandinn Fossatún ehf. eftir úrslitum málsins dæmdur til að greiða stefnda málskostnað á öllum dómstigum eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið nokkurt tillit til þess að áfrýjendur hafa haft sama lögmann við rekstur málsins og að stefndi hefur að hluta til orðið að verjast sjálfstæðum málatilbúnaði áfrýjandans Fossatúns ehf. sem byggist einkum á samkeppnissjónarmiðum.Dómsorð:Fallist er á kröfu áfrýjandans Ingibjargar Pálsdóttur um viðurkenningu á að stefnda, Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, sé óheimilt án samþykkis allra félagsmanna sinna að selja veiðihúsið að Fossási í Borgarbyggð á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils samkvæmt lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um sýknu stefnda af viðurkenningarkröfu áfrýjandans Fossatúns ehf. Stefndi greiði áfrýjandanum Ingibjörgu Pálsdóttur samtals 4.000.000 króna í málskostnað á öllum dómstigum. Áfrýjandinn Fossatún ehf. greiði stefnda samtals 1.000.000 króna í málskostnað á öllum dómstigum. Sératkvæði Benedikts Bogasonar. Ég er sammála niðurstöðu meirihluta dómenda um að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sýknu stefnda af viðurkenningarkröfu áfrýjandans Fossatúns ehf. Ég er hins vegar ósammála meirihlutanum um úrlausn á sömu kröfu áfrýjandans Ingibjargar og tel að einnig eigi að sýkna stefnda af henni af eftirfarandi ástæðum:2. Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar má engan skylda til aðildar að félagi. Þó má með lögum kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.3. Í 1. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði segir að markmið þeirra sé að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskstofna í ferskvatni og verndun þeirra. Til að ná þessum markmiðum laganna er veiðiréttarhöfum skylt eftir 1. mgr. 37. gr. þeirra að hafa með sér félagsskap um skipulag veiði í hverju fiskihverfi. Um hlutverk slíks félags eru nánari fyrirmæli í a- til f-liðum þeirrar málsgreinar. Að þessu gættu á lögboðin skylduaðild að veiðifélögum sér viðhlítandi stoð í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar bæði vegna almannahagsmuna og réttinda annarra.4. Í dómi Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 676/2013 var lagt til grundvallar að viðfangsefni veiðifélaga takmörkuðust á hverjum tíma af þeim verkefnum sem löggjafinn gagngert fæli þeim og ótvírætt þyrfti að vera að þau væru í nánu samhengi við tilgang laganna og þau markmið sem skylduaðildinni væri ætlað að tryggja. Einnig var tekið fram í dóminum að ákvörðun veiðifélags um ráðstöfun stangveiði á félagssvæði sínu og samhliða henni ákvörðun um gisti- og veitingarekstur í veiðihúsi á skilgreindum veiðitíma eftir lögunum félli tvímælalaust innan þeirra marka sem lög settu starfsemi veiðifélaga, sbr. c- og d-lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006. Að þessu gættu leikur ekki vafi á því að eignarhald og rekstur veiðihúss verður talinn eðlilegur liður í starfsemi veiðifélags með hliðsjón af fyrrgreindum tilgangi laganna og markmiðum skylduaðildarinnar. Vegna hennar er þó fjárfestingum og starfsemi af því tagi sett takmörk eðli máls samkvæmt. Áfrýjandinn Ingibjörg hefur ekki vefengt heimild stefnda til að eiga veiðihús af því tagi sem málið lýtur að til afnota fyrir veiðimenn á veiðitíma, en hún krefst viðurkenningar á því að stefnda sé óheimilt að leigja það til almenns gisti- og veitingarekstrar utan lögbundins veiðitímabils.5. Samkvæmt e-lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006, eins og þeim var breytt með lögum nr. 50/2015, er hlutverk veiðifélags að nýta eignir þess og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn. Einnig segir að veiðifélagi sé heimilt að ráðstafa eign félags utan veiðitíma og þá til skyldrar starfsemi. Í ljósi lögskýringargagna og þegar haft er í huga að tilefni lagasetningarinnar var fyrrgreindur dómur Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 leikur enginn vafi á því að lagaákvæði þetta tekur til útleigu veiðihúss til almenns gisti- og veitingarekstrar utan veiðitímabils. Ég er ósammála meirihluta dómenda um að ekki liggi fyrir að útleiga veiðihússins geti verið arðbær fyrir stefnda og hún felur varla í sér aðra áhættu en hvort leigutakinn muni standa í skilum með greiðslu leigu. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms fyrir niðurstöðu hans um að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfu áfrýjandans Ingibjargar tel ég að einnig eigi að staðfesta dóminn að því leyti og fella málskostnað á áfrýjendur á öllum dómstigum. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=0e1652d6-9574-4cfa-93dc-0d786391f5fe&verdictid=f4fab57d-aa90-4d19-bfd1-c8f2578ed506 |
Mál nr. 2/2022 | Ákæra Umboðssvik Mútur Peningaþvætti Hlutdeild Lögskýring Skilorð Upptaka Einkaréttarkrafa Skaðabætur Frávísun frá héraðsdómi að hluta | G var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga, mútugreiðslur samkvæmt 1. mgr. 264. gr. a laganna og peningaþvætti samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna og R fyrir umboðssvik, mútuþægni samkvæmt 2. mgr. 264. gr. a laganna og peningaþvætti. Hæstiréttur vísaði til þess að í dómi Landsréttar segði um þá háttsemi sem ákærðu var gefin að sök samkvæmt I kafla ákæru að sannað þætti svo ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum að ákærðu hefðu, að frumkvæði R, haft samráð um að hann myndi í krafti stöðu sinnar hjá I ohf. sjá til þess að félagið keypti aðgangsmiða í bílastæðahlið af félagi G, B ehf., í júní 2015 og mars 2016 á miklu hærra verði en eðlilegt gat talist. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu Landsréttar að sakfella R fyrir brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga og G fyrir brot gegn sama ákvæði, sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 22. gr. sömu laga. Með dómi Landsréttar var R sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga en G sýknaður af broti gegn 1. mgr. ákvæðisins með vísan til þess að sönnun lægi fyrir um að það hefði verið R en ekki G sem hafi átt frumkvæði að samráði þeirra. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þeirri skýringu ákvæðis 1. mgr. 264. gr. a sem lögð var til grundvallar í dómi Landsréttar, að máli skipti hvor ákærðu hafi átt frumkvæði að samráði þeirra, yrði hvorki fundin stoð í orðalagi 1. mgr. 264. gr. a né lögskýringargögnum. Var því staðfest niðurstaða Landsréttar um sakfellingu R fyrir brot gegn 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga en G sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. ákvæðisins. Ákærðu var jafnframt gefið að sök peningaþvætti samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá þeim hluta ákærukaflans er laut að nýtingu ávinnings. Eftir stóð að G var þannig einungis gefið að sök að hafa aflað sér ávinnings af brotum sínum og R. Hæstiréttur vísað til þess að í ákæru væri ekki að finna nánari lýsingu á því í hverju sú öflun fjárvinnings fólst umfram það sem fólst í auðgunarbroti ákærða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ágallar á ákæru fyrir peningaþvætti að því er varðaði G væru svo verulegir að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim kafla frá héraðsdómi, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Varðandi R vísaði Hæstiréttur til þess að í ákæru væri gerð grein fyrir því í hverju viðbótarathafnir hans við öflun ávinnings fólust eftir fullframningu frumbrotanna. Var því staðfest niðurstaða Landsréttar um sakfellingu R fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Refsing G var ákveðin 15 mánaða fangelsi en fullnustu 12 mánaða hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár en refsing R ákveðin 18 mánaða fangelsi en fullnustu 15 mánaða hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá voru R og G dæmdir til að greiða I ohf. óskipt skaðabætur og nánar tilgreindar eignir þeirra gerðar upptækar með vísan til 69. gr. almennra hegningarlaga og skyldi andvirði upptækra verðmæta verða varið til greiðslu skaðabótakröfu I ohf., sbr. 2. mgr. 69. gr. e laganna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 20. desember 2021. Ákæruvaldið krefst þess að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og að refsing þeirra verði þyngd. Jafnframt er þess krafist að niðurstaða Landsréttar um upptöku eigna verði staðfest. Við aðalmeðferð málsins fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá þeirri lýsingu á háttsemi í ákærukafla II er varðar peningaþvætti að ákærðu hafi nýtt sér ávinning að tiltekinni fjárhæð.3. Ákærði Guðberg krefst aðallega frávísunar á ákærukafla II A er varðar peningaþvætti en til vara sýknu. Hann krefst sýknu af ákærukafla I. Verði ekki fallist á frávísunar- og sýknukröfur krefst hann þess að sér verði ákveðin vægasta refsing sem lög leyfa. Jafnframt krefst hann þess að upptökukröfum ákæruvaldsins verði hafnað. Þá krefst hann frávísunar á einkaréttarkröfu Isavia ohf. Til vara krefst hann sýknu af kröfunni og til þrautavara að hún verði lækkuð um þá fjárhæð sem hann hefur þegar greitt til Isavia ohf. Ef fallist verður á upptökukröfu ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu Isavia ohf. er þess krafist að upptækir fjármunir verði nýttir til greiðslu á kröfu Isavia ohf., sbr. 1. mgr. 69. gr. e almennra hegningarlaga nr. 19/1940.4. Ákærði Rúnar krefst aðallega frávísunar á ákærukafla II B er varðar peningaþvætti en til vara sýknu. Hann krefst sýknu af ákærukafla I. Verði ekki fallist á frávísunar- og sýknukröfur krefst hann þess að sér verði ákveðin vægasta refsing sem lög leyfa. Jafnframt krefst hann þess að upptökukröfum ákæruvaldsins verði hafnað. Þá krefst hann frávísunar á einkaréttarkröfu Isavia ohf. Til vara krefst hann sýknu af kröfunni og til þrautavara að hún verði lækkuð. Ef fallist verður á upptökukröfu ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu Isavia ohf. er þess krafist að upptækir fjármunir verði nýttir til greiðslu á kröfu Isavia ohf., sbr. 1. mgr. 69. gr. e almennra hegningarlaga.5. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa, Isavia ohf., er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um einkaréttarkröfu. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni6. Með ákæru héraðssaksóknara 10. október 2019 voru ákærðu gefin að sök mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti á árunum 2015 og 2016.7. Í kafla I í ákæru voru ákærða Guðberg gefnar að sök mútugreiðslur og hlutdeild í umboðssvikum í störfum sínum sem eiganda, stjórnarmanns og framkvæmdastjóra hjá Boðtækni ehf. Ákærða Rúnari var gefin að sök mútuþægni og umboðssvik í starfi sínu sem þjónustustjóri hjá Isavia ohf. Þetta hafi verið gert á þann hátt að ákærði Guðberg borgaði eða lét borga ákærða Rúnari, án réttmæts tilkalls hans, samtals 3.485.250 krónur í formi þriggja greiðslna frá Boðtækni ehf. til félags ákærða Rúnars, Unique Chillfresh Iceland ehf. Fékk ákærði Guðberg þannig ákærða Rúnar í tvö skipti til að koma því til leiðar, í bága við starfsskyldur hans, að Isavia ohf. greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gæti talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem félagið keypti af Boðtækni ehf., annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. 8. Í ákæru segir að í aðdraganda fyrri viðskiptanna hefðu ákærðu haft samráð um að ákærði Rúnar myndi í krafti stöðu sinnar hjá Isavia ohf. sjá til þess að félagið keypti aðgangsmiðana á hinu óeðlilega háa verði og skyldi ávinningur af því skiptast jafnt milli ákærða Rúnars og Boðtækni ehf. Ákærði Rúnar samþykkti síðar innan Isavia ohf., í báðum neðangreindum viðskiptum, reikninga Boðtækni ehf. til Isavia ohf. vegna miðakaupanna.9. Í viðskiptum í júní 2015 hafi Isavia ohf. keypt samtals 760.000 aðgangsmiða af Boðtækni ehf. og greitt fyrir hvern miða annars vegar 5,5 krónur (45.000 miðar) og hins vegar 8,1 krónu (715.000 miðar). Miðana hafi Boðtækni ehf. keypt af þýskum framleiðanda þeirra á 6,1 evru fyrir hverja 1000 miða eða um 0,91 krónu fyrir hvern miða á þáverandi gengi. Í sama mánuði hafi Unique Chillfresh Iceland ehf. gefið út tvo reikninga til Boðtækni ehf., 16. og 30. júní 2015, þann fyrri að fjárhæð 1.000.000 króna auk virðisaukaskatts en hinn að fjárhæð 885.250 krónur auk virðisaukaskatts. Báðir reikningarnir hafi verið áritaðir um að vera fyrir „ráðgjöf“. Boðtækni ehf. greiddi þá með bankamillifærslum 6. og 14. júlí 2015. 0. Í viðskiptum í mars 2016 hafi Isavia ohf. keypt á ný samtals 760.000 aðgangsmiða af Boðtækni ehf. og greitt fyrir hvern þeirra 8,3 krónur. Miðana hafi Boðtækni ehf. keypt af þýskum framleiðanda þeirra á 5,9 evrur fyrir hverja 1000 miða eða um 0,83 krónur fyrir hvern miða á þáverandi gengi. Unique Chillfresh Iceland ehf. hafi svo gefið út reikning til Boðtækni ehf. 4. apríl sama ár, að fjárhæð 1.600.000 krónur auk virðisaukaskatts. Reikningurinn hafi verið áritaður um að vera fyrir „ráðgjöf“. Boðtækni ehf. hafi greitt hann samdægurs með bankamillifærslu.1. Þá segir í ákæru að fyrrgreindir þrír reikningar Unique Chillfresh Iceland ehf. til Boðtækni ehf. hafi ekki byggst á raunverulegum lögmætum viðskiptum milli félaganna heldur hafi þeir einungis verið yfirvarp fyrir mútugreiðslur til ákærða Rúnars að áðurnefndri fjárhæð, 3.485.250 krónur. Eftirstöðvar ávinnings af brotum ákærðu megi samanlagt áætla að minnsta kosti um 4.546.790 krónur sem hafi orðið eftir hjá Boðtækni ehf.2. Framangreind brot ákærða Guðbergs voru talin varða við 1. mgr. 264. gr. a og 249. gr., sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga, og brot ákærða Rúnars talin varða við 249. gr. og 2. mgr. 264. gr. a sömu laga.3. Í kafla II A var ákærða Guðberg gefið að sök peningaþvætti með því að hafa aflað félagi sínu Boðtækni ehf. ávinnings af brotum sínum og ákærða Rúnars samkvæmt ákærukafla I og nýtt þann ávinning, sem megi áætla að minnsta kosti um 4.546.790 krónur, í rekstri félagsins.4. Í kafla II B var ákærða Rúnari gefið að sök peningaþvætti með því að hafa í gegnum félag sitt Unique Chillfresh Iceland ehf., með þeim hætti sem lýst var í ákærukafla I, aflað og nýtt sér ávinning að fjárhæð 3.485.250 krónur af brotum samkvæmt ákærukafla I. Þessi brot ákærðu voru samkvæmt ákæru talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga.5. 15. Í ákæru var þess krafist að ákærðu yrðu dæmdir til refsingar og upptöku á eignum þeirra eftir ákvæðum VII. kafla A almennra hegningarlaga, sbr. einkum 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b, þannig að ákærði Guðberg sætti upptöku á 4.546.790 krónum sem teljast hluti af andvirði eignarhluta hans í fasteigninni […] og ákærði Rúnar sætti upptöku á 3.485.250 krónum sem teljast hluti af andvirði eignarhluta hans í fasteigninni […].6. Jafnframt gerir Isavia ohf. bótakröfu í málinu en hún hefur tekið breytingum undir rekstri málsins svo sem síðar verður rakið. 7. Ákærði Guðberg var með héraðsdómi 23. júlí 2020 sakfelldur fyrir peningaþvætti og hlutdeild í umboðssvikum en sýknaður af mútubroti, sbr. 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga. Refsing hans var ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu hennar frestað í tvö ár. Ákærði Rúnar var með sama dómi sakfelldur fyrir umboðssvik og peningaþvætti en sýknaður af mútubroti, sbr. 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga. Refsing hans var ákveðin fangelsi í tólf mánuði en níu mánuðum refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærðu gert að greiða óskipt einkaréttarkröfu Isavia ohf. að fjárhæð 8.868.500 krónur auk vaxta og dráttarvaxta, en hún hafði verði lögð fram í breyttri mynd við aðalmeðferð málsins. Þá féllst héraðsdómur á upptökukröfu vegna ávinnings brotanna. 8. Með hinum áfrýjaða dómi var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna ákærða Guðberg af broti gegn 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga en ákærði Rúnar sakfelldur fyrir mútuþægni, samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Að öðru leyti staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu ákærðu fyrir þau hegningarlagabrot sem þeim eru gefin að sök. Einkaréttarkrafa Isavia ohf. var lækkuð í 8.032.040 krónur eða sem nam virðisaukaskatti sem lagður hafði verið á reikninga Unique Chillfresh Iceland ehf. til Boðtækni ehf. Þá staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um upptökukröfu en rétt þótti að andvirði upptækra verðmæta yrði varið til greiðslu einkaréttarkröfu, sbr. 1. mgr. 69. gr. e almennra hegningarlaga. Staðfest var ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Guðbergs en refsing ákærða Rúnars þyngd og honum gert að sæta fangelsi í 15 mánuði og fullnustu 12 mánaða af refsingunni frestað skilorðsbundið. 9. Með ákvörðun Hæstaréttar 10. desember 2021, nr. 2021-277, var veitt leyfi til að áfrýja málinu til réttarins. Í ákvörðuninni sagði að úrlausn þess, meðal annars um beitingu 264. gr. a almennra hegningarlaga og um ákvörðun viðurlaga, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.20. Ágreiningur málsins lýtur að heimfærslu á háttsemi ákærðu til refsiákvæða, meðal annars um túlkun á 264. gr. a almennra hegningarlaga um mútubrot og ákvæðum 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna um sjálfsþvætti sem og um ákvörðun viðurlaga þegar sakfellt er samhliða fyrir frumbrot og peningaþvættisbrot.Málsatvik21. Samkvæmt gögnum málsins stofnuðu ákærði Guðberg og eiginkona hans einkahlutafélagið Boðtækni í febrúar 2002. 22. Ákærði Rúnar hóf störf sem þjónustustjóri hjá Isavia ohf. 11. mars 2014 en var sagt upp störfum 19. apríl 2016 af ástæðum ótengdum málinu. Hann stofnaði einkahlutafélagið Unique Chillfresh Iceland 8. apríl 2014 og hefur frá stofnun félagsins verið stjórnarmaður og framkvæmdastjóri þess.23. A, starfsmaður Boðtækni ehf., sendi 2. febrúar 2015 tölvupóst til ákærða Rúnars og innti hann eftir hvort hann mætti fyrir hönd Boðtækni ehf. gera honum tilboð í miða í aðgangshlið að bílastæðum Isavia ohf. við Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið áttu sér stað samskipti þeirra á milli og með tölvupósti 23. mars 2015 sendi fyrrnefndur A ákærða Rúnari tilboð þar sem boðið var verð frá 2,19 til 2,59 krónur fyrir hvern miða. Með tölvupósti 7. apríl 2015 pantaði ákærði Rúnar fyrir hönd Isavia ohf. 60.000 einfalda hvíta miða hjá Boðtækni ehf. sem höfðu verið keyptir af fyrirtæki í Tékklandi. Hver miði var seldur Isavia ohf. á 2,69 krónur auk virðisaukaskatts en miðarnir reyndust ekki henta. Samkvæmt gögnum málsins hóf A þá að leita fyrir sér með kaup á miðum frá öðrum framleiðanda og fór svo að Boðtækni ehf. keypti 760.000 miða frá þýskum framleiðanda á 90 aura hvern miða. Boðtækni ehf. seldi Isavia ohf. miðana, annars vegar 45.000 miða á 5,50 krónur hvern miða og hins vegar 715.000 miða á 8,10 krónur stykkið, eins og fram kemur í reikningi Boðtækni ehf. til Isavia ohf. 30. júní 2015. Síðar seldi Boðtækni ehf. Isavia ohf. á ný samtals 760.000 miða en á 8,30 krónur hvern miða eins og greinir í reikningi 30. mars 2016. Miðana hafði Boðtækni ehf. keypt af sama framleiðanda og áður á um 83 aura miðann.24. Í gögnum málsins er að finna tölvubréf frá Isavia ohf. þar sem lýst er leiðbeiningum til handa þeim sem þurfa að samþykkja reikninga til félagsins. Þar segir að svokallaður ábyrgðaraðili „í línu“ staðfesti með samþykki sínu að kostnaður samkvæmt reikningi skuli borinn af viðkomandi deild eða verkefni, að varan eða þjónustan hafi verið móttekin, að rétt magn sé á reikningi, að einingaverð sé rétt og greining kostnaðar rétt skráð.25. Í minnisblaði frá fjármálasviði Isavia ohf. um samþykki reikninga og ábyrgð uppáskriftaraðila kemur fram að uppáskriftarkerfi félagsins sé á tiltekinni vefslóð og hafi hver uppáskriftaraðili sitt notendanafn og aðgangsorð. Almenna reglan sé að tveir aðilar skrifi upp á hvern reikning, annar „í línu“ og hinn „í haus“. Sá sem kaupi inn, verkefnisstjóri ákveðinna verkefna eða deildarstjóri þeirrar deildar sem innkaupin tilheyri, samþykki línur. Framkvæmdastjóri þess sviðs sem kostnaðinn beri eða sá starfsmaður sem hann feli umsjón og ábyrgð á samþykki kostnaðar samþykki reikningana í heild sinni „í haus“. Með því staðfesti ábyrgðaraðili að rétt hafi verið staðið að innkaupum, þau séu innan rekstraráætlunar og fjárheimild sé til staðar.26. Í framburði ákærða Rúnars fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði haft mannaforráð í starfi sínu. Hann kvaðst hafa samþykkt reikninga vegna framangreindra kaupa Isavia ohf. á miðunum „í línu“ í kerfum Isavia ohf. Hann kvað svokallaðan ábyrgðaraðila, sem var yfirmaður hans, B, einnig hafa þurft að samþykkja reikningana „í haus“ í kerfum Isavia ohf. til að þess að þeir yrðu greiddir.27. Í framburði fyrrgreindrar B fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði ekki getað samþykkt þá reikninga sem málið varðar í kerfum Isavia ohf. fyrr en ákærði Rúnar hefði verið búinn að samþykkja þá „í línu“. Hún kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þeim reikningum sem málið varðaði. Gríðarlega mikið magn af reikningum hefði farið um hendur hennar og upphæð umræddra reikninga ekki verið þannig að hún skæri sig úr.28. Í bréfi A, til Isavia ohf. 29. júní 2017 bar hann fram ásakanir á hendur Boðtækni ehf. og ákærða Rúnari í tengslum við kaup Isavia ohf. á miðum í umrædd aðgangshlið að bílastæðum. Leiddi það til þess að Isavia ohf. kærði ákærða Rúnar og „ótilgreinda forsvarsmenn Boðtækni ehf.“ með bréfi til héraðssaksóknara 25. júlí 2017.29. Samkvæmt framburði A fyrir héraðsdómi voru miðar þýska félagsins ekki dýrari í innkaupum en þeir miðar sem Boðtækni ehf. hafði fengið áður frá hinu tékkneska félagi. Um ástæðu þess að verðið til Isavia ohf. fyrir þýsku miðana hefði þrátt fyrir það verið miklu hærra en það sem félagið hefði áður borgað fyrir tékknesku miðana sagði hann að eftir að hann hefði upplýst ákærða Rúnar um að Boðtækni ehf. gæti boðið nýju miðana á sama verði og þá fyrri hefði ákærði Rúnar hringt í sig. Þar hefði Rúnar reifað tillögu um að hann myndi fyrir hönd Isavia ohf. samþykkja mun hærra verð en A legði til fyrir hönd Boðtækni ehf. gegn því að ákærði Rúnar fengi hluta af því verði sem Isavia ohf. myndi greiða. Vitnið A kvaðst hafa bent ákærða Rúnari á að ræða þetta við ákærða Guðberg. Ákærðu hefðu síðan hist á fundi þar sem þetta hafi verið reifað og það komið fram hjá ákærða Rúnari að hann gæti réttlætt vissa álagningu í krónum talið. Jafnframt hefðu á fundinum verið ræddar hugmyndir um hvernig skipta skyldi ágóða af mismuni á innkaupsverði miðanna og söluverði þeirra til Isavia ohf. Þar hefði einnig verið lagt til að vitnið A fengi 500.000 krónur í sinn hlut en hann kvaðst aldrei hafa farið fram á slíka greiðslu og ekki þegið hana. Ákærðu hafa báðir hafnað þessum framburði vitnisins A en framburður þeirra allra er rakinn ítarlega í héraðsdómi.30. Við húsleit héraðssaksóknara í húsakynnum Boðtækni ehf. 27. ágúst 2018 fannst í möppu merktri Isavia, undir möppu merktri viðskiptamenn í tölvukerfi fyrirtækisins, Excel-skjal sem bar yfirskriftina verð.xlsx. Það var stofnað 16. júní 2015 og síðast vistað og prentað 14. júlí sama ár. Í skjalinu er að finna útreikninga. Fyrst útreikninga þar sem talan 2,25 er lögð til grundvallar og niðurstaðan er 1.687.500 krónur. Síðan koma útreikningar miðað við 5,5 krónur margfaldaðar með 45.000 og 8,1 krónu margfaldaða með 705.000. Þá er tilgreind skipting þessara upphæða á milli Boðtækni ehf. (1.885.250 krónur), Rúnars (1.885.250 krónur) og að síðustu A (500.000 krónur).31. Eins og fyrr segir gaf félag ákærða Rúnars, Unique Chillfresh Iceland ehf., út reikning að fjárhæð 1.000.000 króna auk virðisaukaskatts til Boðtækni ehf. 16. júní 2015, reikning að fjárhæð 885.250 krónur auk virðisaukaskatts 30. sama mánaðar og loks reikning að fjárhæð 1.600.000 krónur auk virðisaukaskatts 4. apríl 2016. Reikningarnir voru samkvæmt efni sínu vegna ráðgjafar.32. Landsréttur lagði mat á trúverðugleika framburðar vitnisins A og beggja ákærðu og taldi framburð vitnisins trúverðugan um atvik málsins auk þess sem hann ætti sér stoð í gögnum málsins. Á hinn bóginn mat Landsréttur framburð ákærðu beggja ótrúverðugan um þau atvik er ákæruefni lýtur að.33. Um umboðssvik ákærða Rúnars og hlutdeild ákærða Guðbergs í þeim brotum sagði í dómi Landsréttar að samkvæmt framburði fyrrgreinds vitnis B hefði ákærði Rúnar haft heimild til að kaupa miða í aðgangshliðin. Hún hefði samþykkt umrædda reikninga í kjölfar þess að ákærði Rúnar hefði samþykkt þá. Af framburði hennar mætti ráða að það hefði gerst án þess að ákærði hefði verið í einhverjum sérstökum samskiptum við hana vegna þeirra. Landsréttur taldi að það lægi því fyrir að ákærði Rúnar hefði, óháð innanhússreglum Isavia ohf. um samþykki reikninga, í reynd verið í aðstöðu til að skuldbinda félagið til kaupa á miðunum. Samþykki hans á reikningunum hefði leitt til þess að Isavia ohf. hefði orðið skuldbundið til að kaupa miðana. Með þessari háttsemi hefði hann misnotað aðstöðu sína hjá félaginu. Var því fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að háttsemin væri réttilega heimfærð undir 249. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr., sbr. 4. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðaði hlutdeild ákærða Guðbergs. 34. Í niðurstöðu Landsréttar um mútubrot ákærðu var fallist á að sönnun lægi fyrir um að það hefði verið ákærði Rúnar en ekki ákærði Guðberg sem hefði átt frumkvæði að samráði þeirra á milli. Samkvæmt því yrði ekki fallist á að það hefði verið ákærði Guðberg sem hefði „fengið“ ákærða Rúnar „til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert“ með þeim hætti sem lýst væri í 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga. Var því niðurstaða héraðsdóms um sýknu hans af því broti staðfest. Um brot ákærða Rúnars gegn 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga sagði hins vegar að hann hefði misnotað aðstöðu sína hjá Isavia ohf. til að koma því til leiðar að hann öðlaðist ólögmætan ávinning í gegnum félag sitt Unique Chillfresh Iceland ehf. Yrði að líta svo á að með þessari háttsemi hefði hann heimtað, tekið við eða látið lofa sér eða öðrum ávinningi sem hann hefði ekki átt tilkall til og með því gert eitthvað sem falið hafi í sér brot gegn starfsskyldum hans hjá Isavia ohf. Samkvæmt því yrði háttsemi hans heimfærð undir verknaðarlýsingu 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga og hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðinu. 35. Af hálfu einkaréttarkröfuhafa hefur verið lögð fram greiðslukvittun frá ákærða Guðberg, um að hann hafi 2. nóvember 2021 greitt 6.216.043 krónur sem hann kvað vera „sinn hluta“ í einkaréttarkröfu Isavia ohf.Málatilbúnaður aðilaHelstu röksemdir ákæruvalds36. Ákæruvaldið kveður sakfellingu ákærðu samkvæmt ákæruköflum I og II ekki koma til endurskoðunar fyrir Hæstarétti þar sem rétturinn geti ekki endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu og vitna sem sakfelling byggi að miklu leyti á. Sýkna Landsréttar af broti ákærða Guðbergs gegn 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga byggist einvörðungu á túlkun réttarins á umræddu ákvæði og refsiskilyrðum þess sem ákæruvaldið leiti eftir að fá hnekkt með áfrýjun málsins. Þá freisti það þess að fá þyngda refsingu þá sem ákveðin var með hinum áfrýjaða dómi. 37. Þá telur ákæruvaldið rökstuðning hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða Guðbergs ekki standast. Af rökstuðningi dómsins megi ráða þann skilning að í tilvikum eins og þessum geti annaðhvort sá sem býður mútur eða sá sem óskar eftir þeim talist hafa framið brot gegn 264. gr. a laganna en ekki þeir báðir. Það sé ekki rétt túlkun á ákvæðinu en ljóst sé að það eigi að taka til brota beggja, annars vegar þess sem greiðir mútur og hins vegar þess sem taki við þeim. Ákæruvaldið vísar til þess að brotið sé tjónsbrot með fullframningarstig fært fram. Í samkomulagi ákærðu hljóti að felast gagnkvæmt loforð um að gera eitthvað eða inna eitthvað af hendi en ekki skipti máli hver eigi frumkvæði að slíku samkomulagi.38. Ákæruvaldið tekur fram að fá fordæmi séu um túlkun spillingarákvæða almennra hegningarlaga og ekki hafi áður reynt á túlkun 264. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 125/2003 um mútubrot og breytingarlög við það ákvæði. Þá sé nauðsynlegt að kveðið sé á um í dómi Hæstaréttar hver skuli vera hæfileg refsing fyrir frumbrot og peningaþvættisbrot þegar sakfellt sé fyrir bæði brotin.Helstu röksemdir ákærða Guðbergs39. Ákærði Guðberg gerir ýmsar athugasemdir við mat Landsréttar á trúverðugleika munnlegs framburðar vitna og ákærðu. Einkum eru gerðar athugasemdir við mat Landsréttar á trúverðugleika munnlegs framburðar vitnisins A og ákærðu. Ákærði bendir á að ekkert tengi hann við þá háttsemi sem hann er borinn sökum um nema frásögn vitnisins A.40. Þá hafnar ákærði því að hafa gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum þar sem ákærði Rúnar hafi ekki verið í aðstöðu til að skuldbinda Isavia ohf. og ákærði Guðberg ekki með réttu getað litið svo á að ákærði Rúnar hefði vald til að skuldbinda félagið. Það hafi einungis verið framkvæmdastjórn Isavia ohf. sem hafi átt að samþykkja eða synja um greiðslu umþrættra reikninga frá Boðtækni ehf., eins og skráðar samþykkisreglur Isavia ohf. beri skýrlega með sér.41. Varðandi mútubrot ákærða tekur hann undir röksemdir Landsréttar um sýknu af því broti. Ef talið verði að ákærði hafi gerst sekur um umboðssvik er á því byggt að ákvæði 1. mgr. 249. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart 264. gr. a laganna. Jafnframt krefst ákærði þess að ákæru um peningaþvætti verði vísað frá héraðsdómi þar sem ekkert liggi fyrir um hvaða athafnir hans hafi komið til eftir ætluð frumbrot hans. Um frávísun á þessum kafla ákærunnar vísar hann einkum til dóms Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021.42. Ákærði byggir á að einkaréttarkrafa Isavia ohf. sé vanreifuð og hafi tekið margvíslegum breytingum undir rekstri málsins. Upphafleg krafa hafi verið verulega vanreifuð og breytingar á henni fyrir héraðsdómi einnig. Ekki hafi verið sýnt fram á tjón enda liggi ekki fyrir hvort verð miðanna hafi verið óeðlilegt eða hvað skyldi teljast eðlilegt verð. Ekki sé unnt að gera vægari kröfur til sönnunar á tjóni þegar hafðar séu uppi skaðabótakröfur í sakamáli en þegar slíkar kröfur séu hafðar uppi í einkamáli.Helstu röksemdir ákærða Rúnars43. Ákærði Rúnar byggir á að háttsemi sín falli ekki að verknaðarlýsingu 249. gr. almennra hegningarlaga þar sem hann hafi ekki verið í aðstöðu eða með umboð til að binda Isavia ohf. til að greiða óeðlilega hátt verð í viðskiptum. Ákærði telur niðurstöðu Landsréttar að þessu leyti ranga bæði með hliðsjón af innri reglum Isavia ohf. og í ljósi munnlegs framburðar í málinu. 44. Um sakfellingu fyrir brot gegn 2. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga vísar ákærði Rúnar til þess að bæði héraðsdómur og Landsréttur hafi talið sannað að ákærði Guðberg hefði ekki átt frumkvæði að þeirri háttsemi sem ákært er fyrir, líkt og byggt er á í ákæru. Þannig hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ákærði Guðberg hafi ekki boðið honum mútur og leiði það óhjákvæmilega til þess að hann hafi ekki þegið þær. Ekki gangi upp að ætlaður mútugjafi sé sýknaður en mútuþegi sakfelldur. Því sé háttsemi ákærða Rúnars ekki réttilega heimfærð til 2. mgr. 264. gr. a laganna.45. Þá krefst ákærði þess að ákærukafla II um peningaþvætti samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga verði vísað frá dómi þar sem ekki sé með neinum hætti gerð grein fyrir því í ákæru í hvaða athöfnum ákærða meint peningaþvætti hafi falist. Þetta standist ekki kröfur c-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig 180. gr. laganna og vísar ákærði jafnframt til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 46/2021.LöggjöfMútugreiðslur og mútuþægni46. Með 4. gr. laga nr. 125/2003 um breytingar á almennum hegningarlögum og lögum um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka var nýju ákvæði bætt við almenn hegningarlög. Það er í 264. gr. a og var 1. mgr. svohljóðandi á þeim tíma sem sú háttsemi sem lýst er í ákæru átti sér stað:Hver sem gefur, lofar eða býður manni, sem stjórnar fyrirtæki í atvinnurekstri, þar á meðal fyrirtæki að hluta eða í heild í opinberri eigu, eða innir af hendi störf á vegum þess, gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert í bága við starfsskyldur hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.Í 2. mgr. greinarinnar sagði:Ef maður, sem stjórnar fyrirtæki í atvinnurekstri, þar á meðal fyrirtæki að hluta eða í heild í opinberri eigu, eða innir af hendi störf á vegum þess, heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, og gerir með því eitthvað eða lætur eitthvað ógert í bága við starfsskyldur sínar, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.47. Með 2. gr. laga nr. 66/2018 var ákvæðinu meðal annars breytt á þann veg að refsing samkvæmt 1. mgr. 264. gr. a var hækkuð í allt að fimm ár en samkvæmt 2. mgr. í allt að sex ár. Þessi eða aðrar breytingar á ákvæðinu hafa ekki þýðingu fyrir sakarefni máls þessa. 48. Með fyrrgreindum lögum nr. 125/2003 var ráðist í breytingar á almennum hegningarlögum í því skyni að unnt yrði að fullgilda samning á sviði refsiréttar um spillingu, svonefndan spillingarsamning sem samþykktur var í Strassborg 27. janúar 1999. Fram að gildistöku laganna höfðu almenn hegningarlög ekki að geyma almennt refsiákvæði um mútur. 49. Í almennum athugasemdum við frumvarpið sem varð að lögum nr. 125/2003 segir að í kjölfar samnings um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum, sem samþykktur var í París 17. desember 1997, hafi verið gerð breyting á 109. gr. almennra hegningarlaga. Hún hafi meðal annars falið í sér að mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna og starfsmanna alþjóðastofnana hafi verið gerðar refsiverðar. Þá kemur fram í athugasemdunum að spillingarsamningurinn sé víðtækari en fyrrgreindur mútusamningur, einkum að því leyti að sá fyrrnefndi fjalli bæði um refsiábyrgð mútugjafa og mútuþega í tengslum við innlenda og erlenda starfsemi, í öðru lagi kveði hann á um að mútubrot í tengslum við starfsemi einkaaðila í viðskiptalífi skuli lýst refsiverð og í þriðja lagi felist í honum skuldbinding um að lýsa refsiverða háttsemi sem tengist mönnum sem haft geti áhrif á ákvarðanatöku opinberra starfsmanna. Nauðsynlegt sé að gera breytingar á íslenskri refsilöggjöf vegna þeirra skuldbindinga sem felist í samningnum. Meðal þeirra breytinga sem talin var þörf á að gera var að kveðið yrði á um í almennum hegningarlögum að mútugreiðslur og mútuþægni í starfsemi einkaaðila í viðskiptalífi væru refsiverðar. 50. Í 7. gr. spillingarsamningsins, sem ber yfirskriftina mútuboð innan einkageirans, er kveðið svo á um að samningsaðilar skuli setja lagaákvæði um að það teljist refsiverð háttsemi samkvæmt landslögum að lofa, bjóða eða veita, með beinum eða óbeinum hætti, einstaklingi sem stýrir fyrirtæki innan einkageirans eða gegnir hvaða stöðu sem er innan þess, óviðeigandi ávinning, honum eða einhverjum öðrum til handa, í því skyni að hann hafi uppi tiltekna háttsemi eða láti eitthvað ógert, hvort tveggja í bága við skyldustörf sín.51. Í 8. gr. spillingarsamningsins, sem ber heitið mútuþága innan einkageirans, segir að samningsaðilar skuli setja lagaákvæði um að það teljist refsiverð háttsemi samkvæmt landslögum þegar einstaklingur sem stýrir fyrirtæki innan einkageirans eða gegnir hvaða stöðu sem er innan þess sækist eftir eða þiggi, með beinum eða óbeinum hætti, óviðeigandi ávinning, honum eða einverjum öðrum til handa, eða þiggi boð um slíkan ávinning eða loforð um hann í því skyni að hann hafi uppi tiltekna háttsemi eða láti eitthvað ógert, hvort tveggja í bága við skyldustörf sín.52. Í athugasemdum við 4. gr. frumvarpsins kemur fram að með því sé lagt til að lögfest verði almennt refsiákvæði í XXVII. kafla almennra hegningarlaga um mútugreiðslur og mútuþægni í tengslum við starfsemi einkaaðila í viðskiptalífi og væri ákvæðinu ætlað að fullnægja skuldbindingum samkvæmt 7. og 8. gr. spillingarsamningsins. Í fyrri málsgrein ákvæðisins sé kveðið á um mútugreiðslur og um mútuþægni í þeirri síðari.53. Í athugasemdum við 4. gr. kemur jafnframt fram að gerður sé áskilnaður um að óréttmæt ívilnun miði að því að viðkomandi stjórnandi eða starfsmaður geri eitthvað eða láti eitthvað ógert í bága við starfsskyldur sínar. Þessi áskilnaður um brot á starfsskyldum tengist þeim hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, það er þeim almenna trúnaði og heiðarleika sem viðkomandi beri að sýna í störfum sínum gagnvart fyrirtækinu. Þá er tekið fram að brot á starfsskyldum sé ekki bundið við brot á ákvæðum í ráðningarsamningi eða skráðum starfsreglum og geti því einnig náð til brota á óskráðum en viðteknum viðhorfum um heiðarleika í samskiptum og trúnað í starfi. Þannig fari móttaka óréttmæts ávinnings oft fram með leynd og án samþykkis yfirmanns og sé því til þess fallin að brjóta trúnað og fara í bága við hagsmuni fyrirtækis.Umboðssvik54. Í 249. gr. almennra hegningarlaga segir að ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað sem annar maður verður bundinn við eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína varði það fangelsi allt að tveimur árum. Ef sakir eru mjög miklar megi þyngja refsingu í allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kemur meðal annars fram að ákvæðið um misnotkun aðstöðu, til að gera eitthvað sem annar maður verður bundinn við, eigi ekki einungis við um umboð heldur og aðra raunverulega aðstöðu til þess að gera eitthvað er bindur annan mann.Peningaþvætti55. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Þá segir í 2. mgr., sem fjallar um svokallað sjálfsþvætti, að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir og ákvæði 77. gr. laganna gildi þá eftir því sem við eigi.56. Gildissvið 264. gr. almennra hegningarlaga var fært til núverandi horfs með lögum nr. 149/2009 og tekur það til ávinnings af öllum refsiverðum brotum. Um tilurð og skýringu ákvæðisins í þeirri mynd, sbr. 7. gr. laga nr. 149/2009, hefur ítarlega verið fjallað í dómum Hæstaréttar, meðal annars dómi 25. mars 2021 í máli nr. 29/2020 og fyrrgreindum dómi réttarins í máli nr. 46/2021 en að auki í dómum réttarins 13. apríl 2022 í málum nr. 33–35/2021. Við túlkun einstakra verknaðarþátta verði að horfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem lýtur að því að fela uppruna og eiganda fjár sem er ávinningur af brotastarfsemi. Meginmarkmiðið sé að gera háttsemina refsiverða og höggva að rótum afbrota með því að uppræta aðalhvata þeirra, þann ávinning sem af þeim kann að leiða.Upptaka eigna57. Í 69. gr. almennra hegningarlaga segir að gera megi upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svari til hans í heild eða að hluta. Sama gildi um muni sem keyptir eru fyrir ávinning eða komið hafi í stað hans. Þegar ekki sé unnt að færa fullar sönnur á fjárhæð ávinnings sé heimilt að áætla fjárhæðina. Í 1. mgr. 69. gr. b kemur fram að gera megi upptæk verðmæti að hluta eða í heild sem tilheyri einstaklingi sem gerst hafi sekur um brot þegar brotið er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og það getur varðað að minnsta kosti sex ára fangelsi.58. Í 1. mgr. 69. gr. e laganna er kveðið svo á um að hafi einhver beðið tjón við brot megi ákveða að nýta andvirði upptækra verðmæta til greiðslu á skaðabótakröfu viðkomandi og í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið svo á um að hafi dómfelldi greitt skaðabætur til brotaþola í slíkum tilvikum eftir uppkvaðningu dóms skuli lækka þá fjárhæð sem gerð er upptæk í sama hlutfalli.Niðurstaða59. Í hinum áfrýjaða dómi sagði um þá háttsemi sem ákærðu er gefin að sök samkvæmt I. kafla ákæru að sannað þætti svo að ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum að ákærðu hefðu, að frumkvæði ákærða Rúnars, haft samráð um að hann myndi í krafti stöðu sinnar hjá Isavia ohf. sjá til þess að félagið keypti aðgangsmiða í bílastæðahlið af Boðtækni ehf. í júní 2015 og mars 2016 á miklu hærra verði en eðlilegt gat talist. Þá hefðu þeir náð samkomulagi um að skipta með sér þeim ávinningi sem næðist á þann hátt svo sem nánar væri tilgreint í ákæru. Teldist jafnframt hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hefðu gert þetta í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. almennra hegningarlaga. 60. Að því gættu að mat hins áfrýjaða dóms á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu og vitna verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 225. gr. laga nr. 88/2008, kemur þessu næst til skoðunar heimfærsla umræddrar háttsemi til þeirra ákvæða almennra hegningarlaga sem tilgreind eru í ákæru. Verður þá fyrst tekin afstaða til þess hvort brot ákærða Rúnars verði heimfært til 249. gr. almennra hegningarlaga og brot ákærða Guðbergs til 249. gr. sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 22. gr. laganna.Umboðssvik og hlutdeild í þeim61. Umboðssvik fela í sér einhliða og ólögmæta misnotkun aðstöðu eða trúnaðar til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem annar maður eða lögaðili verður bundinn við, enda sé verkið unnið af ásetningi og í auðgunarskyni. Einkennandi fyrir umboðssvikabrot er að með þeim er brugðist trausti og trúnaði þess aðila sem veitt hefur geranda umboð, heimild eða aðra aðstöðu til einstakra fjárhagsráðstafana eða fjárhagsskuldbindinga í þágu aðilans. Brotið felur í sér þrjú efnisatriði. Í fyrsta lagi að gerandi hafi verið í aðstöðu til að skuldbinda annan aðila, í öðru lagi að hann hafi misnotað aðstöðu sína og í þriðja lagi að ráðstöfunin hafi valdið tjóni eða í öllu falli haft í för með sér verulega fjártjónshættu.62. Niðurstaða Landsréttar um hvort háttsemi ákærðu fellur að verknaðarlýsingu 249. gr. almennra hegningarlaga og 243. gr. laganna um auðgunarásetning er jöfnum höndum byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærðu og vitna svo og þeim sýnilegu sönnunargögnum sem fyrir liggja. Í máli þessu er þetta sönnunarmat samþætt og verður því ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 225. gr. laga nr. 88/2008.63. Ákærði Rúnar verður samkvæmt framangreindu sakfelldur fyrir brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga en ákærði Guðberg fyrir brot gegn sama refsiákvæði, sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 22. gr. sömu laga.Mútugreiðslur og mútuþægni64. Í ákæru eru fyrrgreind brot ákærðu jafnframt heimfærð undir 264. gr. a almennra hegningarlaga. Brot ákærða Guðbergs er heimfært undir 1. mgr. þeirrar lagagreinar en brot ákærða Rúnars undir 2. mgr. 65. Í niðurstöðu Landsréttar um mútubrot ákærðu sagði að fallist væri á að sönnun lægi fyrir um að það hefði verið ákærði Rúnar en ekki ákærði Guðberg sem hafi átt frumkvæði að samráði þeirra. Samkvæmt því yrði ekki fallist á að það hefði verið ákærði Guðberg sem hefði „fengið“ ákærða Rúnar „til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert“ með þeim hætti sem lýst væri í 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga. Var því niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærða Guðbergs af því broti staðfest. Jafnframt sagði að sannað væri að ákærðu hefðu að frumkvæði ákærða Rúnars haft samráð um að hann myndi í krafti stöðu sinnar hjá Isavia ohf. sjá til þess að félagið keypti aðgangsmiða af Boðtækni ehf. í júní 2015 og mars 2016 á miklu hærra verði en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið félagsins og þeir hafi náð samkomulagi um að skipta með sér þeim ávinningi sem náðist á þann hátt sem nánar væri tilgreint í ákæru. Eins og rakið hefur verið sætir þetta sönnunarmat hins áfrýjaða dóms ekki endurskoðun fyrir Hæstarétti.66. Með því að talið var sannað samkvæmt hinum áfrýjaða dómi að ákærðu hefðu haft samráð um að ákærði Rúnar myndi koma því til leiðar að Isavia ohf. keypti tilgreinda aðgangsmiða af félagi ákærða Guðbergs, Boðtækni ehf., á miklu hærra verði en eðlilegt gat talist og að þeir hafi samið um að skipta með sér ávinningi af þeirri háttsemi liggur fyrir að ákærði Guðberg lofaði ákærða Rúnari ávinningi sem hann átti ekki réttmætt tilkall til með það að markmiði að fá ákærða Rúnar til að aðhafast í bága við starfsskyldur sínar. Í samningi þeirra fólst gagnkvæmt loforð um að ákærði Rúnar samþykkti reikninga Boðtækni ehf. og ákærði Guðberg greiddi ákærða Rúnari þann ávinning sem hann áskildi sér og greinir í ákæru. Brot ákærðu var fullframið jafnskjótt og hið gagnkvæma samkomulag þeirra komst á.67. Ákvæði 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga verður samkvæmt framangreindu skýrt með hliðsjón af markmiðum spillingarsamningsins og orðalagi 7. gr. hans, sem haft var til hliðsjónar við setningu ákvæðisins, að refsivert sé að lofa, bjóða eða veita einstaklingi sem stýrir fyrirtæki innan einkageirans, eða gegnir hvaða stöðu sem er innan þess, óviðeigandi ávinning, honum eða einhverjum öðrum til handa ,,í því skyni að hann hafi uppi tiltekna háttsemi eða láti eitthvað ógert”, í bága við skyldustörf sín. Að því virtu verður þeirri skýringu ákvæðisins sem lögð er til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi, að máli skipti hvor ákærðu hafi átt frumkvæði að samráði þeirra, hvorki fundin stoð í orðalagi 1. mgr. 264. gr. a né í lögskýringargögnum.68. Samkvæmt framangreindu verður háttsemi ákærða Guðbergs heimfærð til 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga og hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðinu og jafnframt staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um heimfærslu brots ákærða Rúnars til 2. mgr. 264. gr. a laganna og sakfellingu hans samkvæmt því.Peningaþvætti69. Í II. kafla ákæru er ákærðu gefið að sök peningaþvætti. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá þeim hluta ákærukaflans er lýtur að nýtingu ávinnings. Eftir þá breytingu stendur að ákærði Guðberg sé ákærður „fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félagi sínu Boðtækni ehf. ávinnings af brotum sínum og ákærða Rúnars samkvæmt ákærukafla I ... sem má áætla að minnsta kosti 4.546.790 krónur“.70. Eftir samsvarandi breytingu á kröfugerð ákæruvalds varðandi ákærða Rúnar er honum gefið að sök peningaþvætti „með því að hafa í gegnum félag sitt Unique Chillfresh Iceland ehf., með þeim hætti sem lýst er í ákærukafla I, aflað ... sér ávinnings að fjárhæð 3.485.250 krónur af brotum samkvæmt ákærukafla I“. Um háttsemina er þannig vísað til I. kafla ákæru og hún heimfærð undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga.71. Ákvæði 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem leggur refsingu við því þegar maður þvættar ávinning af eigin broti, hefur ekki að geyma sjálfstæða verknaðarlýsingu heldur vísar bæði um lýsingu á verknaði og refsimörk til hins almenna peningaþvættisákvæðis 1. mgr. greinarinnar. Þar er talin upp ýmis sú háttsemi sem felld er undir peningaþvætti, þar á meðal að taka við, nýta eða afla sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum. Samkvæmt því getur það meðal annars varðað refsingu sem sjálfsþvætti að afla sér ávinnings eða nýta ávinning af eigin broti.72. Eins og rakið er í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 33/2021, sem fjallaði um ákæru vegna auðgunarbrota og peningaþvættis, reynir á samspil frumbrots og peningaþvættisbrots þegar sjálfsþvætti er talið felast í að nýta eða afla sér ávinnings af eigin broti og frumbrotið er auðgunarbrot. Sameiginlegum verknaðarþætti allra auðgunarbrota er lýst í 243. gr. almennra hegningarlaga en þar segir að fyrir slík brot skuli því aðeins refsa að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. 73. Í dóminum var sú háttsemi að hafa nýtt sér ávinning af auðgunarbrotum talin fela í sér sjálfstætt brot samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga „sem ekki gat komið til fyrr en eftir fullframningu auðgunarbrotanna“. Var í dóminum ekki fallist á að þau brot gegn 1. mgr. 247. gr. og 249. gr. almennra hegningarlaga sem þar voru til umfjöllunar tæmdu sök gagnvart 264. gr. laganna. 74. Sú háttsemi sem ákærða Guðberg er gefin að sök í II. kafla A ákærunnar felur í sér sjálfstætt brot sem ekki gat komið til fyrr en eftir fullframningu auðgunar- og mútubrota hans og þá með tilgreindri háttsemi sem bar að lýsa í ákæru, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Þegar ákæra er á því byggð að ákærði hafi gerst sekur um auðgunarbrot og eftirfarandi háttsemi sem falist hafi í að afla sér ávinnings af auðgunarbroti þannig að um brotasamsteypu teljist vera að ræða er nauðsynlegt að tilgreina í ákæru svo nákvæmlega sem unnt er í hverju sú háttsemi var fólgin eftir fullframningu auðgunarbrots sem talin er fela í sér peningaþvætti. Í II. kafla A ákæru er ákærða Guðberg einungis gefið að sök, eftir þá breytingu sem gerð hefur verið á þessum ákærukafla, að hafa aflað sér ávinnings af brotum sínum og ákærða Rúnars samkvæmt ákærukafla I. Þar er hins vegar ekki að finna nánari lýsingu á því í hverju sú öflun fjárvinnings fólst umfram það sem fólst í auðgunarbroti ákærða og þar með engin lýsing á frekari athöfnum hans sem fallið gætu undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt þessu var í ákæru aðeins lýst öflun þeirra fjármuna sem auðgunarbrot ákærða laut að sem lið í lýsingu þess brots en ekki lýst nánar öflun fjárvinnings í peningaþvættisbroti ákærða. Að þessu virtu eru ágallar á II. kafla A ákæru svo verulegir að óhjákvæmilegt er að vísa þeim kafla frá héraðsdómi, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008.75. Ákærða Rúnari er gefið að sök í II. kafla B ákæru að hafa aflað sér ávinnings að tilgreindri fjárhæð í gegnum félag sitt Unique Chillfresh Iceland ehf., með þeim hætti sem lýst er í ákærukafla I, sem samkvæmt framansögðu verður að líta á sem hluta af lýsingu á peningaþvættisbrotinu. Þar er gerð grein fyrir því í hverju viðbótarathafnir ákærða við öflun ávinnings fólust eftir fullframningu frumbrotanna. Viðbótarathöfnum ákærða Rúnars sem tengdust fyrrnefndu félagi að því er varðaði öflun ávinnings var þannig lýst með fullnægjandi hætti í ákæru. Verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu hans vegna brots á 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga.Ákvörðun refsingar76. Ákærði Guðberg hefur samkvæmt framangreindu verið sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot og ákærði Rúnar fyrir umboðssvik, peningaþvætti og mútubrot. Við ákvörðun refsingar þeirra verður horft til þess að hvorugur hefur áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Jafnframt verður litið til þess hvernig ákvæði 264. gr. a almennra hegningarlaga hljóðaði fyrir gildistöku laga nr. 66/2018 en auk þess ber að líta til þeirra mikilvægu hagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þess hversu styrkur og einbeittur vilji beggja ákærðu bjó að baki háttsemi þeirra, sbr. 6. tölulið sömu málsgreinar. Þá verður refsing ákærðu ákveðin með hliðsjón af 77. gr. laganna en þau refsiákvæði sem ákærðu hafa gerst brotlegir gegn tæma ekki sök hvert gagnvart öðru.77. Í ljósi framangreinds er refsing ákærða Guðbergs ákveðin 15 mánaða fangelsi en fullnustu 12 mánaða hennar frestað skilorðsbundið og hún felld niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.78. Refsing ákærða Rúnars er ákveðin 18 mánaða fangelsi en fullnustu 15 mánaða hennar frestað skilorðsbundið og hún felld niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Upptökukröfur79. Ákæruvaldið hefur krafist þess að tilgreindar eignir ákærðu verði gerðar upptækar, einkum með vísan til 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga. 80. Við ákvörðun um hvort orðið skal við þeirri kröfu er þess að gæta að ákveðin skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að unnt sé að fallast á hana. Hina almennu heimild til upptöku er að finna í 69. gr. almennra hegningarlaga en samhliða henni má beita 69. gr. b laganna þar sem fram kemur að gera megi upptæk verðmæti að hluta eða í heild sem tilheyri einstaklingi sem gerst hafi sekur um brot. Skilyrði er annars vegar að brotið sé til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og hins vegar að það varði að minnsta kosti sex ára fangelsi. 81. Ákærði Rúnar hefur verið sakfelldur fyrir umboðssvik, peningaþvætti og mútubrot og ákærði Guðberg hefur verið fundinn sekur um hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða hluta en hið síðarnefnda hefur verið nefnt jafnvirðisupptaka. Samkvæmt því er skilyrðum 69. gr. laganna til þess að heimilt sé að fallast á upptökukröfu ákæruvalds fullnægt. Er því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að tilgreindar fjárhæðir sem teljast hluti af andvirði eignarhluta ákærðu í fasteignum þeirra verði gerðar upptækar sem nemur fjárhæð ávinnings ákærðu af brotunum en að andvirði upptækra verðmæta verði varið til greiðslu skaðabótakröfu Isavia ohf., sbr. 1. mgr. 69. gr. e almennra hegningarlaga, en ákærðu bera óskipta ábyrgð á greiðslu kröfunnar. Til lækkunar þeirrar fjárhæðar sem gerð er upptæk kemur þó sú fjárhæð sem ákærði Guðberg greiddi inn á kröfuna 2. nóvember 2021, sbr. 2. mgr. 69. gr. e laganna.Einkaréttarkrafa82. Með upphaflegri einkaréttarkröfu Isavia ohf. 18. mars 2019 var þess krafist að ákærðu yrðu óskipt dæmdir til greiðslu skaðabóta samtals að fjárhæð 12.521.800 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu „af kr. 3.994.600 frá tjónsdegi 30. júní 2015, af kr. 4.263.600 frá tjónsdegi 30. mars 2016 og af kr. 4.263.600 frá tjónsdegi 23. mars 2017 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar”. Þá var krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæðinni samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.83. Í þingbók héraðsdóms 16. júní 2020 var bókað að við upphaf málflutnings hafi lögmaður einkaréttarkröfuhafa lagt fram breytta kröfugerð félagsins. Þar var þess krafist að ákærðu yrðu dæmdir óskipt til að greiða Isavia ohf. skaðabætur að fjárhæð 8.868.500 krónur „auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 4.270.500 frá tjónsdegi 30. júní 2015 og af kr. 4.598.000 frá tjónsdegi 30. mars 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar.” Dráttarvaxtakrafa var óbreytt frá upphaflegri kröfugerð.84. Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu dæmdir til greiða Isavia ohf. óskipt skaðabætur að fjárhæð 8.032.040 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.270.500 krónum frá 30. júní 2015 til 30. mars 2016 en af 8.032.040 krónum frá þeim degi til 5. maí 2019 en dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Fyrir Hæstarétti krefst Isavia ohf. staðfestingar þessarar niðurstöðu Landsréttar.85. Ákærðu krefjast báðir frávísunar á skaðabótakröfunni en til vara sýknu af henni.86. Samkvæmt nýju skjali sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt hefur ákærði Guðberg greitt 6.216.043 krónur sem hann kveður vera helming kröfunnar miðað við 2. nóvember 2021. Kröfur hans um frávísun skaðabótakröfunnar frá héraðsdómi og til vara sýknu af henni samrýmast ekki fyrirvaralausri greiðslu hans á hluta kröfunnar.87. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða að ákærðu hafi með þeirri háttsemi sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir bakað sér óskipta skaðabótaábyrgð á 8.032.040 króna tjóni Isavia ohf. Á hinn bóginn breytti einkaréttarkröfuhafi vaxtahluta kröfunnar til hækkunar frá upphaflegri kröfugerð og er hann að auki ekki settur fram með nægilega skýrum hætti. Verður kröfu um vexti eftir 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 því sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Dráttarvextir verða hins vegar dæmdir af höfuðstól kröfunnar frá 5. maí 2019 til greiðsludags eins og gerð er krafa um. Til frádráttar kemur innborgun ákærða Guðbergs eins og nánar greinir í dómsorði.88. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað til handa einkaréttarkröfuhafa er staðfest. Ákærðu greiði honum óskipt málskostnað við að halda kröfu sinni fram fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.Sakarkostnaður og áfrýjunarkostnaður89. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað.90. Ákærðu greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Vísað er frá héraðsdómi II. kafla A ákæru.Ákærði, Guðberg Þórhallsson, sæti fangelsi í 15 mánuði en fresta skal fullnustu 12 mánaða af refsingu hans og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Ákærði, Rúnar Már Sigurvinsson, sæti fangelsi í 18 mánuði en fresta skal fullnustu 15 mánaða af refsingu hans og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Ákærðu greiði Isavia ohf. óskipt 8.032.040 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá 5. maí 2019 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun á kröfuna 2. nóvember 2021 að fjárhæð 6.216.043 krónur. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað einkaréttarkröfuhafa skal vera óraskað. Ákærðu greiði Isavia ohf. óskipt 400.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Ákærði Rúnar sæti upptöku á 3.485.250 krónum sem teljast hluti af andvirði eignarhluta hans í fasteigninni […] að því marki sem nægir til greiðslu eftirstöðva skaðabótakröfu Isavia ohf. Ákærði Guðberg sæti upptöku á 4.546.790 krónum sem teljast hluti af andvirði eignarhluta hans í fasteigninni […] að því marki sem nægir til greiðslu eftirstöðva skaðabótakröfu Isavia ohf. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað.Ákærði Rúnar greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Þóris Júlíussonar lögmanns, 1.240.000 krónur.Ákærði Guðberg greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Vilhjálms Þ. Á. Vilhjálmssonar lögmanns, 1.240.000 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan áfrýjunarkostnað, samtals 206.388 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=78b6d913-2373-4de1-8037-b31ef36558f9&verdictid=f1362064-4bd7-4a99-8975-b41032942fb7 |
Mál nr. 31/2022 | Líkamsárás Brot í nánu sambandi Manndráp Tilraun Heimfærsla Ásetningur Gáleysi Sönnun Viðurkenningarkrafa Miskabætur Skaðabætur Sakarkostnaður Frávísun frá héraðsdómi að hluta | Ágreiningsefni málsins um heimfærslu háttsemi X til refsiákvæða laut að því hvort hún skyldi heimfærð til 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga eða til. 2. mgr. 218. gr. sömu laga en ágreiningslaust var hins vegar að háttsemi X mætti færa undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b laganna. Í Landsrétti var háttsemin heimfærð undir 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Í dómi Hæstaréttar var rakið að í málinu lægi ekki fyrir játning X um ásetning til manndráps og ekkert yrði ráðið af framburði hans um huglæga afstöðu til afleiðinga atlögunnar að brotaþola. Þá væri öðrum vitnum um verknaðinn ekki til að dreifa. Yrði því að ráða hina huglæga afstöðu X, þar á meðal um hvað hann hlaut að gera sér grein fyrir um afleiðingar líkamsárásarinnar, af því sem taldist sannað í dómi Landsréttar um sjálfan verknaðinn. Hæstiréttur vísaði til þess að árás með skotvopni eða hníf sem beinist að viðkvæmum stöðum á líkama svo sem höfði, hálsi, brjóstkassa og kviði hefði oftar leitt til þess að ásetningur telst sannaður þegar ákært hefur verið fyrir tilraun til manndráps en þegar um aðrar verknaðaraðferðir hefur verið að ræða. Þá vísaði rétturinn til þess að í þeim dómum sem Landsréttur skírskotaði sérstaklega til í niðurstöðu sinni hefði slíkum vopnum og verknaðaraðferðum verið beitt en svo háttaði ekki til í þessu máli þótt lagt væri til grundvallar að árásin hefði verið ofsafengin og beinst að viðkvæmum líkamshlutum. Þá yrðu heldur ekki dregnar haldbærar ályktanir um ásetning X til manndráps af háttalagi hans daginn og nóttina fyrir árásina eða í framhaldi af henni. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að varhugavert væri að telja fram komna fulla sönnun þess að X hefði á verknaðarstundu haft ásetning til að bana brotaþola heldur yrði að miða við að um hefði verið að ræða stórfellt gáleysi X til afleiðinga verknaðarins. Yrði brot X því ekki fært undir 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga heldur 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. Refsing X var ákveðin fangelsi í fjögur ár og honum gert að greiða brotaþola 3.000.000 króna í miskabætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 16. maí 2022 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans þyngd.3. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum ákæruvaldsins um tilraun til manndráps og að háttsemi hans verði þess í stað virt til viðurlaga eftir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða 2. mgr. 218. gr. b sömu laga og að refsing hans verði milduð auk þess sem gæsluvarðhaldsvist frá 31. janúar 2021 komi til frádráttar tildæmdri refsivist. Loks krefst ákærði þess að krafa brotaþola um miskabætur verði lækkuð.4. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða sér 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum en til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í báðum tilvikum er krafist staðfestingar á niðurstöðu dómsins um viðurkenningu á skaðabótaskyldu ákærða vegna líkamstjóns sem brotaþoli varð fyrir.Ágreiningsefni5. Með ákæru héraðssaksóknara 20. apríl 2021 var ákærða gefin að sök tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 31. janúar 2021, á hótelherbergi á […] við […] í Reykjavík, veist að eiginkonu sinni og ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut ,,mörg rifbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu.“ Háttsemi þessi var talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga.6. Ágreiningsefni málsins um heimfærslu háttsemi ákærða til refsiákvæða lýtur að því hvort hún skal heimfærð til 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga eða til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Ágreiningslaust er hins vegar að háttsemi hans megi færa undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b laganna. Þá er jafnframt deilt um ákvörðun viðurlaga sem og um fjárhæð einkaréttarkröfu brotaþola.7. Með héraðsdómi 25. maí 2021 var talið sannað að ákærði hefði stappað ítrekað á hægri hlið líkama brotaþola með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. Hins vegar væri ósannað gegn neitun ákærða að fyrir honum hefði vakað að deyða brotaþola. Ákærði var því sýknaður af tilraun til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga en brot hans talið meiri háttar líkamsárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. laganna og brot í nánu sambandi samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b þeirra. Var ákærði dæmdur í fangelsi í tvö ár og sex mánuði og honum gert að greiða brotaþola 2.000.000 króna í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum, jafnframt því sem viðurkennd var skaðabótaskylda hans gagnvart brotaþola.8. Með dómi Landsréttar 25. febrúar 2022 var með vísan til forsendna héraðsdóms staðfest sú niðurstaða að ákærði hefði veist að brotaþola með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar með þeim afleiðingum sem í ákæru greindi. Á hinn bóginn var ákærði talinn hafa gerst sekur um tilraun til manndráps og háttsemi hans felld undir þau refsiákvæði sem í ákæru greinir. Refsing ákærða var ákveðin fangelsi í sex ár og honum gert að greiða brotaþola 2.500.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum, auk þess sem ákvæði héraðsdóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var staðfest.9. Með ákvörðun Hæstaréttar 4. maí 2022, nr. 2022-48, var fallist á beiðni ákærða um áfrýjunarleyfi á þeim grunni að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu háttsemi hans til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Tekið var fram að jafnframt væri haft í huga að ákærði var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði.Málsatvik0. Neyðarlínunni barst símtal úr síma ákærða klukkan fjórar mínútur yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins 31. janúar 2021 en í gögnum málsins er upplýsingaskýrsla lögreglu um símtalið auk hljóðupptöku af því. Í símtalinu óskaði ákærði eftir sjúkrabifreið að […] en brotaþoli og ákærði voru þar næturgestir. Sagði ákærði brotaþola finna til verkja í baki. Í símtalinu spurði starfsmaður Neyðarlínunnar ákærða hvort brotaþoli væri með sögu um bakverki. Ákærði bar spurninguna undir brotaþola sem sagði svo ekki vera en bætti við: „Nei en þú varst að berja mig.“ 1. Svo sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi var það árla morguns nefndan sunnudag að sérfræðilæknir á slysa- og bráðadeild Landspítala tilkynnti lögreglu um komu brotaþola á deildina um klukkan hálftvö þá um nóttina. Bæri brotaþoli alvarlega áverka sem að hennar sögn væru af völdum ákærða. Í frumskýrslu lögreglu þennan dag er haft eftir sjúkraflutningamönnum sem fluttu brotaþola á sjúkrahús að hún hefði sagt ákærða hafa „lamið sig eða sparkað í brjóstkassann hægra megin.“ Þá kemur fram í skýrslunni að brotaþoli hefði sagt hjúkrunarfræðingi og lækni á sjúkrahúsinu að „maðurinn hennar hafi bara skyndilega misst sig, ráðist á hana og sparkað í bakið á henni.“ 2. Ákærði var handtekinn laust fyrir klukkan 9 þá um morguninn í fyrrnefndu hótelherbergi og færður í fangageymslu. Hann gaf skýrslu hjá lögreglu laust fyrir miðnætti þann dag. Þá og við síðari skýrslutökur við meðferð málsins fyrir dómi hefur hann neitað sök og sagst ekkert muna eftir málsatvikum.3. Brotaþoli gaf skýrslu fyrir lögreglu á slysadeild að morgni 31. janúar 2021. Kvaðst hún ekki muna vel eftir atvikum en sagði þó aðspurð um hvað hefði gerst um nóttina að það hefði verið „stappað ofan á“ sér. Þá sagði hún orðrétt: „Ég man bara eftir að ég bað hann að hætta að stappa, að stappa á mér.“ Þá svaraði hún játandi spurningu lögreglu um það hvort hún hefði verið liggjandi á gólfinu þegar ákærði hefði stappað ítrekað á hægri hlið hennar. Spurð um hvort þeirra hefði hringt á Neyðarlínuna kvaðst hún halda að hún hefði gert það sjálf. Brotaþoli gaf ekki aðra skýrslu við rannsókn eða meðferð málsins fyrir dómi en hún er eiginkona ákærða og hefur nýtt sér lögbundinn rétt til að tjá sig ekki um málið, sbr. 2. mgr. 65. gr. og a-lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008. Hún dvaldi á sjúkrahúsi í níu daga en síðan á sjúkrahóteli um hríð.4. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um árás þá sem ákærða er gefin að sök en skýrslum annarra er ítarlega lýst í héraðsdómi og dómi Landsréttar sem og ýmsum læknisfræðilegum gögnum um áverka brotaþola.Löggjöf5. Í XXIII. kafla almennra hegningarlaga er að finna refsiákvæði um manndráp og líkamsmeiðingar. Í 211. gr. laganna segir að hver sá sem sviptir annan mann lífi skuli sæta fangelsi, ekki skemur en fimm ár, eða ævilangt.6. Í 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga segir:Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.7. Í 2. mgr. 218. gr. b segir:Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda.8. Ákvæði 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga hefur að geyma efnisinntak tilraunar til brots samkvæmt lögunum en það er svohljóðandi: Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.9. Í 2. mgr. 20. gr. laganna er síðan veitt heimild til að dæma lægri refsingu fyrir tilraun til brots en mælt er fyrir um fullframin brot. Skal það einkum gert þegar af tilrauninni má ráða að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þá kemur fram í 3. mgr. að sé hagsmunum þeim sem verknaður beinist að eða verknaðinum sjálfum svo háttað að tilraunin hefði ekki getað leitt til fullframins brots megi ákveða að refsing skuli falla niður.20. Ákvæði 218. gr. almennra hegningarlaga tekur til alvarlegri líkamsárása en greinir í 217. gr. laganna og hefur auk þess að geyma þá sérstöku reglu að gáleysi nægir með tilliti til afleiðingar ásetningsverknaðar en 1. mgr. 218. gr. laganna hljóðar svo: Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru. 21. Þá segir í 2. mgr. greinarinnar:Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.22. Ákvæði 211. gr. og 20. gr. almennra hegningarlaga hafa ekki tekið breytingum frá setningu laganna en ákvæði 218. gr. sættu síðast efnislegum breytingum með 11. gr. laga nr. 20/1981 á þá lund að felld var niður heimild til að dæma til ævilangrar fangelsisvistar fyrir brot gegn greininni, jafnframt því sem efni hennar var skipt niður í tvær málsgreinar með mismunandi refsimörkum. Á hinn bóginn hafa frá setningu almennra hegningarlaga bæst við XXIII. kafla þeirra ýmis sértækari ákvæði er taka til líkamsárása, svo sem framangreind ákvæði 218. gr. b, sbr. 4. gr. laga nr. 23/2016.23. Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 23/2016 segir meðal annars að afstaða löggjafans til sérrefsiákvæða um ofbeldi í nánum samböndum og heimilisofbeldi hafi breyst og sterk refsipólitísk og samfélagsleg rök standi nú til þess að setja sérstakt ákvæði um efnið. Mikilvægt er talið að löggjafinn viðurkenni sérstöðu slíkra brota og að heimilisofbeldi sé ekki einkamál fjölskyldna heldur varði samfélagið allt. Tryggja þurfi þeim sem búa við alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna meiri og beinskeyttari réttarvernd. Líta beri til tengsla þolanda og geranda og þess rofs á trúnaðarsambandi og trausti þeirra á milli sem í háttseminni felist. Með 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins sem varð að 218. gr. b sé lögð áhersla á að ofbeldi í nánum samböndum feli ekki einungis í sér samansafn einstakra tilvika heldur megi virða slíka háttsemi sem eina heild. Meginmarkmið ákvæðisins sé að ná til endurtekinnar eða alvarlegrar háttsemi. Ekki sé þó útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið nái það tilteknu alvarleikastigi. Minni háttar brot sem ekki nái því stigi gætu eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði, svo sem 1. mgr. 217. gr. laganna. Refsinæmi sé ekki bundið við verknað sem þegar geti falið í sér refsiverða háttsemi samkvæmt almennum hegningarlögum heldur taki það jafnframt til þess ef lífi, heilsu eða velferð þolanda er ógnað á annan hátt sem ekki feli í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt gildandi lögum.24. Í almennum athugasemdum með fyrrgreindu lagafrumvarpi er einnig lýst atriðum sem leiða eiga til þess að brot samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga teljist stórfellt þannig að það falli undir 2. mgr. greinarinnar en það skuli ráðast af grófleika brots. Tekið er fram að við mat þar að lútandi skuli sérstaklega litið til þess hvort stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hefur hlotist af. Loks er í athugasemdum ráðgert að ákvæði 218. gr. b verði að meginstefnu beitt einu og sér en ekki samhliða öðrum refsiákvæðum almennra hegningarlaga, svo sem þeim er fjalla um líkamsmeiðingar (217. og 218. gr.), nauðung (225. gr.), frelsissviptingu (226. gr.) og hótanir (233. gr.). Þó væri hægt að beita ákvæðinu samhliða öðrum refsiákvæðum sem hafi hærri refsimörk eða taki til kynferðisbrota, svo sem 194. gr., enda innihaldi slík ákvæði jafnan efnisþætti sem hið nýja ákvæði nái ekki fyllilega utan um þótt efnislegt inntak þeirra skarist að nokkru leyti.Niðurstaða25. Eins og áður greinir veitti Hæstiréttur áfrýjunarleyfi á þeim grunni að telja yrði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu háttsemi ákærða til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Var þá einnig haft í huga að ákærði var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Lýtur ágreiningur í máli þessu þannig einkum að því hvort meta skal sannaða háttsemi ákærða sem tilraun til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, eins og Landsréttur taldi, eða meiri háttar líkamsárás sem fella beri eftir atvikum undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eins og lagt var til grundvallar í héraði.26. Af 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og sönnunarreglum laga nr. 88/2008 leiðir að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal teljast saklaus uns sekt hans hefur verið sönnuð, sbr. einnig meðal annars dóm Hæstaréttar 15. október 2020 í máli nr. 16/2020. Svo að verknaður ákærða verði talinn tilraun til manndráps þarf ákæruvaldið að sýna fram á að ásetningur ákærða á verknaðarstundu hafi ekki einungis náð til ofbeldisverksins sem slíks heldur einnig til þeirrar afleiðingar sem að er stefnt, sem er dauði brotaþola. Mat á því lýtur meginreglum 109. gr. laga nr. 88/2008 um að nægileg sönnun sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum sé fram komin um hvert það atriði sem máli skiptir um sekt ákærða. Við það mat verður litið til þess að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laganna.27. Þegar niðurstaða áfrýjaðs dóms er einkum reist á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærða og vitna fyrir dómi verður það mat ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, enda er ekki heimilt að veita leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar til Hæstaréttar til endurskoðunar á slíku mati, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Ef á hinn bóginn annmarkar eru á málsmeðferð, þar á meðal aðferð við sönnunarmat í dómi, sem teljast fallnir til að hafa áhrif á niðurstöðu máls, geta þeir orðið til þess að leyfi til áfrýjunar skuli veita, sbr. d-lið 1. mgr. 215. gr. sömu laga, sem leitt getur eftir atvikum til ómerkingar dóms og heimvísunar máls, sbr. dóm Hæstaréttar 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 og fyrrgreindan dóm í máli nr. 16/2020. Hins vegar endurmetur Hæstiréttur undir hvaða refsiákvæði heimfæra skal sannaða háttsemi, sbr. b-lið 1. mgr. 215. gr. laganna. Koma þá eftir atvikum til skoðunar önnur sönnunargögn en munnlegur framburður fyrir dómi, sbr. c-lið 1. mgr. greinarinnar, en slík gögn geta verið hvað eina sem líta ber til við niðurstöðu máls. Getur mál verið þannig vaxið að við heimfærslu verknaðar til refsiákvæða reyni á hvað telst sannað um huglæga afstöðu ákærða gagnvart þeim brotum sem til greina kemur að hann hafi gerst sekur um. Við mat á sönnun um huglæga afstöðu getur þannig reynt á sönnunargildi munnlegs framburðar um atvik og afleiðingar brots en jafnframt önnur sönnunargögn, sbr. dóm Hæstaréttar 13. maí 2020 í máli nr. 11/2020. Í samræmi við það sem áður sagði getur Hæstiréttur þá þurft að reisa niðurstöðu sína um heimfærslu til refsiákvæða á mati Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. 28. Framburður ákærða í héraði og fyrir Landsrétti var á sömu lund en ekki gáfu skýrslu fyrir Landsrétti að nýju þau vitni sem það höfðu gert í héraði. Á hinn bóginn voru myndupptökur af framburði þriggja vitna í héraði spilaðar við meðferð málsins í Landsrétti. Þá gaf eitt nýtt vitni skýrslu fyrir Landsrétti en hvorki var vísað til hennar í röksemdum réttarins fyrir niðurstöðum um sönnun á atvikum né við heimfærslu til refsiákvæða. 29. Í dómi Landsréttar var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms, með vísan til forsendna hans, að ákærði hefði gerst sekur um að hafa stappað ítrekað á hægri hlið líkama brotaþola með þeim afleiðingum sem greint væri frá í ákæru. Þó var tiltekið að ekki yrði fallist á með héraðsdómi að brotaþoli hefði ekki verið hæf til að gefa þá skýrslu er hún gaf fyrir lögreglu á sjúkrahúsi daginn eftir atvik og spiluð var í hljóði og mynd fyrir dómendur Landsréttar. Ekkert er fram komið í málinu um að slíkir annmarkar séu á aðferð Landsréttar við sönnunarmat að áhrif geti haft á sönnun um atvik og verður niðurstaða hans um þá háttsemi sem ákærði hefur gerst sekur um því lögð til grundvallar. 30. Á hinn bóginn komust héraðsdómur og Landsréttur að mismunandi niðurstöðu um sönnun á huglægri afstöðu ákærða til afleiðinga árásarinnar enda þótt niðurstöður um sönnun þar um hafi á báðum dómstigum að verulegum hluta verið reistar á mati á framburði sérfræðilæknis og réttarmeinafræðings og skjallegum læknisfræðilegum gögnum sem frá þeim og öðrum stafa.31. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir sýknu af tilraun til manndráps sagði að ekkert lægi fyrir um hvað ákærða gekk til með árásinni. Brotaþoli hefði skorast undan vitnisburði og gegn neitun ákærða yrði engu slegið föstu um að hann hefði ætlað að deyða hana. Af læknisfræðilegum gögnum og framburði lækna um þau, einkum framburði framangreindra tveggja lækna, væru áverkarnir ekki slíkir að unnt væri að slá því föstu að vakað hefði fyrir ákærða að deyða brotaþola.32. Í dómi Landsréttar sagði á hinn bóginn að dómstólar hefðu fellt undir tilraun til manndráps árás sem ekki hefði verið lífshættuleg en getað orðið það ef atlagan, í ljósi þeirra líffæra er voru í hættu, hefði á einhvern hátt verið lítils háttar öðruvísi. Um það var vísað til dóms Landsréttar 1. október 2021 í máli nr. 685/2020 og dóms Hæstaréttar 30. maí 2013 í máli nr. 197/2013. Þá hefði í dómaframkvæmd verið litið til þess ofsa sem í árás hefði falist og huglægrar afstöðu árásarmannsins í því efni, sbr. dóm Landsréttar 3. maí 2019 í máli nr. 783/2018. Eins og í héraðsdómi vísaði Landsréttur sérstaklega til framburðar framangreindra tveggja lækna en sagði að samkvæmt framburði þeirra yrði við það að miða að atlaga ákærða hefði beinst að viðkvæmu svæði á líkama brotaþola þar sem væru viðkvæm líffæri, svo sem lungu og lifur. Ákærði hefði brotið mörg rifbein ofan þessara líffæra. Af framburði læknanna yrði ráðið að hending ein hefði ráðið því að árásin varð ekki lífshættuleg eins og á stóð þar sem brotin rifbein hefðu getað stungist í lungu brotaþola sem hefðu við það getað fallið meira saman og valdið lífshættulegri öndunarbilun. Eins hefði lifrarhýðið getað rofnað með tilheyrandi blæðingu úr lifur inn í frían kvið. Yrði því slegið föstu, með vísan til framburða læknanna, að atlaga ákærða hefði verið ofsafengin en vitnin hefðu lýst þeim krafti sem beita hefði þurft til að valda áverkum af því tagi sem brotaþoli hlaut. Þá væri einnig til þess að líta að árásin hefði falið í sér síendurtekin högg. Þegar þessi atriði væru virt yrði lagt til grundvallar að ákærða „hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að brotaþola.“ 33. Eftir þeim meginreglum sem að framan eru raktar hvílir á ákæruvaldinu sönnunarbyrði um ásetning ákærðs manns til brots. Þarf tilraun til brots að vera svo löguð að áskilnaði reglunnar um að ásetningur taki til allra efnisþátta verknaðar sé fullnægt þótt verkið sé ekki fullframið og því ekki allir verknaðarþættir komnir fram í samræmi við verknaðarlýsingu refsiákvæðis. Verða dómstólar einatt að meta hvort beinn ásetningur, líkindaásetningur eða eftir atvikum lægsta stig ásetnings sem nefnt er dolus eventualis teljist sannaður. Líkindaásetningur til tilraunar til tjónsbrots telst fyrir hendi þegar sannað þykir að ákærði hafi álitið langlíklegast að afleiðingar af fullfrömdu broti kæmu fram. Lægsta stig ásetnings til tjónsbrots telst hins vegar geta verið til staðar þegar sannað er að ákærði hafi hlotið að vita eða ekki getað dulist að afleiðingar af fullfrömdu broti gætu komið fram en hann látið sér þær í léttu rúmi liggja eða sannað þykir að hann hefði engu að síður framið verknað þótt honum væru afleiðingar hans ljósar. Um stórfellt gáleysi er á hinn bóginn að ræða ef verknaður er framinn þrátt fyrir vitneskju um hættu á afleiðingum en í trausti þess að þær komi ekki fram.34. Nokkuð skortir á rökstuðning í dómi Landsréttar um ásetningsstig ákærða til afleiðinga verknaðar hans. Mögulega má þó ráða að byggt sé á því að sannað sé lægsta stig ásetnings ákærða til manndráps, eins og þessum ásetningsstigum er lýst hér áður. Þess er þó ekki getið með glöggum hætti að fram væri komin sönnun um að ákærði hefði látið sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja eða að hann hefði engu að síður framið verknaðinn þótt hann teldi afleiðingar ljósar á verknaðarstundu. 35. Ekki liggur fyrir í málinu játning ákærða um ásetning til manndráps og ekkert verður ráðið af framburði hans um huglæga afstöðu hans til afleiðinga atlögunnar að brotaþola. Þá er öðrum vitnum um verknaðinn ekki til að dreifa. Verður því að ráða hina huglæga afstöðu ákærða, þar á meðal um hvað hann hlaut að gera sér grein fyrir um afleiðingar líkamsárásarinnar, af því sem telst sannað í dómi Landsréttar um sjálfan verknaðinn, svo sem um verknaðaraðferð, þá hættu sem skapaðist, hvernig afleiðingar verknaðar birtust og eftirfarandi háttsemi ákærða. Við það mat reynir annars vegar á hvað telst sannað um framangreind atriði, þar á meðal með sýnilegum sönnunargögnum, sérfræðigögnum og munnlegum framburði þeirra sem borið geta um afleiðingar verknaðarins. Svo sem að framan greinir er þessi hluti sönnunarmatsins í hinum áfrýjaða dómi að verulegu leyti byggður á mati á framburði tveggja sérfræðilækna fyrir héraðsdómi og verður það ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Við mat á sönnun á huglægri afstöðu ákærða reynir hins vegar á fleiri atriði, svo sem ályktanir sem almennt verða dregnar um hættueiginleika þeirrar verknaðaraðferðar sem um ræðir. Samkvæmt dómaframkvæmd hefur þýðingu við það mat hvort vopnum, svo sem skot-, stungu- eða eggvopnum eða þungum bareflum, var beitt svo og á hvaða líkamshluta brotaþola var ráðist. Þannig hefur árás með til að mynda skotvopni eða hníf sem beinist að viðkvæmum stöðum á líkama, svo sem höfði, hálsi, brjóstkassa og kviði, oftar leitt til þess að ásetningur telst sannaður þegar ákært hefur verið fyrir tilraun til manndráps en þegar um aðrar verknaðaraðferðir hefur verið að ræða. Í þessum þætti sönnunarmatsins reynir í engu á mat á sönnunargildi munnlegs framburðar og kemur þetta atriði rökstuðnings fyrir heimfærslu til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Í framangreindum dómum sem Landsréttur vísaði sérstaklega til í niðurstöðu sinni var slíkum vopnum og verknaðaraðferðum beitt en svo háttar ekki til í þessu máli þótt lagt sé til grundvallar að árásin hafi verið ofsafengin og beinst að viðkvæmum líkamshlutum. Þá verða heldur ekki dregnar haldbærar ályktanir um ásetning ákærða til manndráps af háttalagi hans daginn og nóttina fyrir árásina eða í framhaldi af henni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 24. maí 2006 í máli nr. 551/2005. Er um hið síðastgreinda einkum til þess að líta að fram er komið að ákærði hafði samband við Neyðarlínuna strax eftir árásina og kallaði eftir aðstoð brotaþola til handa. 36. Þegar allt framangreint er metið heildstætt, og að virtri meginreglu 108. gr. laga nr. 88/2008, er varhugavert að telja fram komna fulla sönnun þess að ákærði hafi á verknaðarstundu haft ásetning til að bana brotaþola heldur verður að miða við að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi ákærða til afleiðinga verknaðarins. Verður brot ákærða því ekki fært undir 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga.37. Ákvæði 218. gr. b almennra hegningarlaga lýtur að broti þar sem tilgreind tengsl eru eða hafa verið milli geranda og brotaþola og getur ákvæðið átt við margvíslega háttsemi. Þó er gert að skilyrði að háttsemin sé með þeim hætti að ógni lífi, heilsu eða velferð þess sem fyrir verður. Á hinn bóginn þarf brotaþoli ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo að heimfæra megi háttsemi til 1. mgr. greinarinnar. Slíkt getur þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots og heimfærslu, einkum að því er varðar 2. mgr. hennar. Skal þá meðal annars sérstaklega líta til þess hvort brotaþoli hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af og enn fremur hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, eins og hér háttar til. Samkvæmt þessu fellur sú háttsemi sem ákærði er fundinn sekur um beint að lýsingu á broti samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b laganna. 38. Eins og áður segir er í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 23/2016 ráðgert að 218. gr. b almennra hegningarlaga verði að meginstefnu beitt einni og sér en ekki samhliða öðrum refsiákvæðum laganna. Jafnframt er þó tiltekið að beita megi greininni með öðrum refsiákvæðum sem hafa hærri refsimörk. Eins og greinir hér að framan er það ekki skilyrði að afleiðingar brota séu verulegar eða varanlegar til að ákvæði 2. mgr. 218. gr. b taki til þeirra heldur nægir að verknaður feli í sér ógn svo ákvæðið eigi við. Þá nær ákvæðið, svo sem ákvæði 2. mgr. 218. gr. laganna, samkvæmt orðum sínum einnig til líkamsárásar sem eftir atvikum getur leitt til dauða þess sem fyrir verður og er refsihámark beggja ákvæða 16 ára fangelsi. Þótt ákvæði 218. gr. b séu sérákvæði um margvísleg brot í nánu sambandi og geti falið í sér efnisþætti sem 2. mgr. 218. gr. tekur til verður á hinn bóginn ekki talið að greinin nái í öllum tilvikum fyllilega utan um efnislegt inntak 2. mgr. 218. gr. þannig að hún tæmi sök gagnvart hinni síðari. Eiga báðar greinarnar því við um verknað ákærða. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af lokamálslið 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði því einnig sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. 39. Ákærði hefur unnið sér til refsingar. Við ákvörðun hennar verður horft til refsimarka þeirra ákvæða sem hann hefur brotið gegn en í árás ákærða fólst alvarlegt brot gegn báðum greinunum. Hann á sér engar málsbætur. Einnig verður við refsiákvörðun litið sérstaklega til 1., 2. og 3. töluliða 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af 2. mgr. 218. gr. b sem ákærði er sakfelldur fyrir eru ekki efni til að líta hér sérstaklega til 3. mgr. 70. gr. við ákvörðun refsingar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. mars 2022 í máli nr. 47/2021. Verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í fjögur ár.40. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga kemur til frádráttar refsingunni gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt óslitið frá 31. janúar 2021. 41. Að virtum atvikum öllum og þeim gögnum sem liggja fyrir um miska brotaþola verður ákærða gert að greiða henni 3.000.000 króna í miskabætur eftir 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 með vöxtum eins og ákveðnir voru í Landsrétti. Ekki er hins vegar að fullu ljóst að hvaða tjóni viðurkenningarkrafa brotaþola lýtur og skýrðist það ekki við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti. Sú krafa er því vanreifuð og verður af þeim sökum vísað frá héraðsdómi.42. Ákvæði Landsréttar um sakarkostnað verða staðfest. 43. Eftir þessum úrslitum og samkvæmt 1. mgr. 238. gr., sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar málsins fyrir Hæstarétti, þar með talið helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns og þóknunar réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og greinir í dómsorði. Hinn hluti sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti fellur á ríkissjóð. Dómsorð:Ákærði, X, sæti fangelsi í fjögur ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist frá 31. janúar 2021.Ákærði greiði A 3.000.000 króna með vöxtum eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi.Kröfu brotaþola um viðurkenningu á skaðabótaskyldu ákærða er vísað frá héraðsdómi.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð.Ákærði greiði helming sakarkostnaðar málsins fyrir Hæstarétti, þar með talinn helming af 1.240.000 króna málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, svo og helming 372.000 króna þóknunar réttargæslumanns brotaþola, Þorbjargar I. Jónsdóttur lögmanns. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=aec15993-a2f0-449a-b83a-8c473cfc762a&verdictid=ad268858-434f-45df-8812-14cd4136d58f |
Mál nr. 17/2023 | Skaðabætur Líkamstjón Umferðarslys Árslaun Viðmiðunartekjur Varanleg örorka | A varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi árið 2014 en hún var þá nýlega orðin 18 ára og barnshafandi. Hún fékk greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækis hjá T hf. og var við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku miðað við lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Í málinu gerði A kröfu um að meta skyldi árslaun sérstaklega samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þegar litið væri til fyrra skilyrðis 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um að fyrir hendi væru óvenjulegar aðstæður yrði að horfa til aðstæðna A á slysdegi. Hæstiréttur vísaði til þess að A hefði þá hafið fulla þátttöku á vinnumarkaði og ekki haft önnur áform um nám en þau sem hún gæti sinnt meðfram starfi. Var því fallist á að aðstæður hennar hefðu verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Túlkun síðara skilyrðis 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um að annar mælikvarði væri réttari á líklegar framtíðartekjur en sá sem fram kemur í 3. mgr. greinarinnar yrði að ráðast af aðstæðum og stöðu A á slysdegi. Hún hefði unnið ýmis störf, fyrst og fremst við þjónustu og verslun, og hefði engin áform um annað en að halda þeim áfram. Var því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að við uppgjör bóta til A yrði farið eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og að meðallaun starfsfólk í afgreiðslu- og sölustörfum gæfu réttari mynd af líklegum framtíðartekjum hennar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. apríl 2023 og krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.3. Stefnda krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hún þess að áfrýjanda verði gert að greiða sér 8.046.736 krónur með 4,5% vöxtum frá 16. september 2014 til 10. ágúst 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, að frádregnum innborgunum 5. júlí 2016 að fjárhæð 706.623 krónur, 20. sama mánaðar að fjárhæð 3.742.753 krónur og 20. júlí 2020 að fjárhæð 1.112.033 krónur. Þá krefst hún málskostnaðar á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Aðilar deila um uppgjör bóta fyrir varanlega örorku stefndu vegna umferðarslyss sem hún varð fyrir árið 2014. Ágreiningur er um hvort við útreikning bóta skuli miða við lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eða hvort meta skuli árslaun sérstaklega samkvæmt 2. mgr. sömu greinar.5. Með héraðsdómi 25. október 2021 var fallist á að stefnda hefði sýnt fram á að aðstæður hennar væru óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Hins vegar hefði hún ekki sýnt fram á að fyrir lægi annar réttari mælikvarði um viðmiðunartekjur hennar en sá sem fram kæmi í 3. mgr. og var áfrýjandi því sýknaður af kröfu hennar. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 27. janúar 2023 var fallist á kröfu stefndu um að við uppgjör bóta yrði farið eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Aðstæður hennar teldust óvenjulegar og réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur yrði sóttur í meðaltal heildarlauna starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 14. apríl 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2023-24, á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft almennt gildi um ákvörðun viðmiðs árslauna þegar dæmdar eru bætur fyrir varanlega örorku.Málsatvik7. Stefnda lenti í umferðarslysi […] 2014 þegar fólksbifreið var ekið á bifreið sem hún ók. Hún var þá nýlega orðin 18 ára og barnshafandi. Í kjölfar slyssins fór stefnda á heilsugæslustöð í […] og til skoðunar á kvennadeild LSH. Vegna viðvarandi einkenna í hálsi, baki og herðum leitaði hún til heilsugæslulæknis í lok júní sama ár. Þegar slysið varð starfaði stefnda á kaffihúsi.8. Stefnda var óvinnufær fyrstu mánuðina eftir slysið. Í […] 2014 ól hún barn og var í fæðingarorlofi fram í [...] 2015. Eftir það var hún atvinnulaus og þáði atvinnuleysisbætur þar til hún hóf störf á ný sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla og flokkstjóri í vinnuskóla vorið 2016. Þeim störfum gegndi hún um tveggja ára skeið þar til hún hóf störf við flugvallarþjónustu í [...] árið 2018. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi bar hún um að það starf hefði reynst henni ofviða vegna afleiðinga slyssins. Lét hún af störfum og fór á atvinnuleysisbætur í kjölfarið. Árið 2019 hóf hún störf hjá E og hóf einnig nám í […] þaðan sem hún lauk ígildi stúdentsprófs í janúar 2020. Hún stundar nú sálfræðinám á háskólastigi.9. Vegna afleiðinga slyssins var aflað mats bæklunarskurðlæknis og lögmanns. Í matsgerð þeirra 4. júní 2016 var tekið fram að meta þyrfti ætlaða atvinnuþátttöku stefndu til framtíðar hefði hún ekki orðið fyrir líkamstjóni. Hún var 18 ára þegar slysið varð og hefði þá þegar stundað nám í tveimur framhaldsskólum. Hún hefði verið í fríi frá námi þegar slysið varð og þá starfað á kaffihúsi. Hugur hennar hefði staðið til þess að fara í flugþjónanám […]. Í matinu segir svo: „Matsmenn telja því ekkert hafa bent til annars en að hún hefði haft fulla atvinnuþátttöku út starfsævina hefði hún ekki lent í slysinu […] 2014. Vegna ungs aldurs hennar er hins vegar ekkert hægt að fullyrða eitthvað um hennar framtíðarstarfsvettvang.“ Matsmenn mátu varanlegan miska stefndu 8 stig og varanlega örorku 8%.0. Með beiðni lögmanns stefndu 30. desember 2019 var óskað álits örorkunefndar á miskastigi og varanlegri örorku hennar. Í áliti nefndarinnar 3. júní 2020 kemur fram að stefnda hafi skýrt svo frá að hún hafi látið af því starfi sem hún gegndi á slysdegi vegna afleiðinga þess. Hún hafi síðar farið í fæðingarorlof, enn síðar unnið sem stuðningsfulltrúi og svo við flugvallarþjónustu á […] en hefði gefist upp á því starfi vegna afleiðinga slyssins. Þegar matið fór fram var hún í fullu starfi við umönnun. Hún hafi lokið stúdentsprófi, ekki tekið ákvörðun um háskólanám en horfði nokkuð til náms í sálfræði. Í álitinu segir svo: „Örorkunefnd telur að tjónþoli geti sinnt þeim störfum sem hún er nú við og þeim störfum sem leiða af frekari námi, en líkamlega erfiðum störfum geti hún ekki sinnt vegna afleiðinga slyssins.“ Varanlegur miski stefndu var metinn 10 stig en varanleg örorka 10% og tekið fram að stöðugleikapunkti hafi verið náð þremur mánuðum eftir slys.1. Tjónið var gert upp við stefndu úr ábyrgðartryggingu ökutækis hjá áfrýjanda 20. júlí 2016 og er bótaskylda óumdeild. Við uppgjör var miðað við matsgerð 4. júní sama ár og greiðslan móttekin með fyrirvara meðal annars um árslaunaviðmið. Með greiðslu 17. júlí 2020 var gert upp við stefndu miðað við álit örorkunefndar 3. júní sama ár. Við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku var miðað við lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Í kvittun um móttöku bótanna kemur fram að um lokagreiðslu vegna tjónsins sé að ræða og að allar kröfur vegna málsins séu að fullu greiddar. Í fyrirvara lögmanns stefndu á kvittuninni segir meðal annars að tekið sé við bótum með fyrirvara um fjárhæð árslaunaviðmiðs.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda2. Áfrýjandi vísar til þess að í 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga komi fram meginregla laganna um bætur fyrir varanlega örorku. Stefnda hafi þegar hún slasaðist verið ung og í námi samhliða tilfallandi störfum með hléum. Í matsgerð komi ítrekað fram að hún hafi hugað á frekara nám sem hún hefði fylgt eftir árið 2019. Hún hafi nú lokið ígildi stúdentsprófs og stundi sálfræðinám. Hvorugt skilyrða 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé fyrir hendi en fyrir þeim beri stefnda sönnunarbyrði. Hún hafi einungis verið í föstu starfi á kaffihúsi um skamma hríð áður en slysið varð og hefði því ekki endanlega hafið störf á almennum vinnumarkaði á slysdegi, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 28. september 2006 í máli nr. 26/2006 og 24. nóvember 2011 í máli nr. 136/2011.3. Áfrýjandi telur að líta beri til þess hvort tjónþoli hafi haft frekari fyrirætlanir um nám eða hafi endanlega hætt námi. Á slysdegi hefði stefnda lokið nokkrum önnum í framhaldsskólum með hléum, verið skráð í nám á vorönn 2014 og stefnt á frekara nám. Hún hefði ekki sýnt fram á að annar mælikvarði væri réttari um líklegar framtíðartekjur hennar en sá sem fram kemur í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Landsréttur hafi ranglega miðað við heildarlaun við afgreiðslu- og sölustörf en launatekjur stefndu árin 2017 til 2019 hefðu einungis verið 50 til 78% af launum þeirrar starfsstéttar. Þá beri gögn málsins ekki með sér að stefnda hafi þegið laun samkvæmt kjarasamningi verslunar- og afgreiðslufólks þau ár. Vísar hann meðal annars í þeim efnum til dóma Hæstaréttar 13. júní 2002 í máli nr. 51/2002, 13. febrúar 2003 í máli nr. 375/2002 og 10. mars 2004 í máli nr. 393/2003.4. Þá mótmælir áfrýjandi þeim forsendum Landsréttar að í ljósi ungs aldurs stefndu á tjónsdegi stæðu líkur til að laun hennar myndu hækka með auknum starfsaldri. Borin séu saman meðallaun starfsstéttar 2014 við laun stefndu síðari ár og ekki tekið tillit til launaþróunar og hækkandi launavísitölu milli ára. Þá hafi ekki verið litið til þess að sérstakt aldursálag sé reiknað inn í margföldunarstuðul 6. gr. skaðabótalaga sem taki mið af því að laun fari hækkandi fram að ákveðnu aldursbili en stefnda hafi verið nálægt hæsta stuðli greinarinnar á slysdegi. Dómaframkvæmd leiði jafnframt til þeirrar niðurstöðu að þegar ungir tjónþolar eigi í hlut og bætur miðist við 2. mgr. 7. gr. laganna sé um að ræða samfellda atvinnuþátttöku skömmu fyrir eða eftir slys. Dómar Hæstaréttar sem um þetta fjalli eigi það sammerkt að þar hafi tjónþolar ekki hugað að frekara námi. Í engum þeirra dóma hafi tekjuviðmið verið sótt í laun þremur árum eftir slys. Um það vísar áfrýjandi meðal annars til dóma Hæstaréttar 10. mars 2005 í máli nr. 386/2004, 27. október 2011 í máli nr. 60/2011 og 20. desember 2011 í máli nr. 265/2011.Helstu málsástæður stefndu5. Stefnda byggir á því að fyrir hendi hafi verið óvenjulegar aðstæður og annar mælikvarði en lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé réttari á framtíðartekjur hennar. Því eigi að meta árslaun stefndu samkvæmt 2. mgr. greinarinnar. Tjón hennar vegna varanlegrar örorku verði ekki að fullu bætt með greiðslum samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laganna. Það sé í engu samræmi við stöðu hennar og líklegar framtíðartekjur á slysdegi. Launatekjur hennar síðustu þrjú almanaksár fyrir slysið gefi ekki rétta mynd af líklegum framtíðartekjum. Hún hafi verið hætt námi og búin að hasla sér slíkan völl á vinnumarkaði að skilyrði 2. mgr. 7. gr. um óvenjulegar aðstæður hefðu verið fyrir hendi. Hún hafi þá ekki hugað á frekara nám og einungis haft lausleg áform um námskeið sem hægt væri að sinna meðfram vinnu. Hún hafi verið í framhaldsskólanámi veturinn 2012 til 2013 og lokið samtals 16 námseiningum. Síðar hafi hún flosnað upp úr námi þar sem hún hefði þurft að vinna fyrir sér og verið á vinnumarkaði árin 2013 til 2019. Fyrst eftir fæðingu barns hennar hafi hún unnið önnur störf sem hún réð betur við meðan hún freistaði þess að ná sér nægilega af afleiðingum slyssins. Þegar ljóst varð að hún gæti ekki sinnt störfum við flugþjónustu vegna þeirra hefði hún snúið aftur í nám gagngert með það fyrir augum að takmarka tjón sitt.6. Stefnda vísar til þess að fjölmörg dæmi séu um að fallist hafi verið á að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi þegar í hlut eigi ungir tjónþolar með stutta tekjusögu, sbr. dóm Hæstaréttar 20. desember 2011 í máli nr. 265/2011. Mat á hvað gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum tjónþola í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga byggist á stöðu og aðstæðum tjónþola á slysdegi. Á slysdegi hafi stefnda engin áform haft um annað en að halda áfram starfi sínu á kaffihúsinu en orðið óvinnufær fram að barnsburði. Að loknu fæðingarorlofi hafi hún verið atvinnulaus og tekið að því búnu að sér þau störf sem fyrst buðust þótt launin hafi verið lægri en í því starfi sem hún gegndi á slysdegi. Í þeim tilvikum þar sem horft hafi verið til launa eftir slys hafi það verið þegar tjónþolar héldu áfram í sama starfi með sambærilegar tekjur þrátt fyrir slys, sbr. fyrrgreinda dóma Hæstaréttar í máli nr. 26/2006 og í máli nr. 60/2011. Valdi slys breytingu á högum tjónþola að þessu leyti sé ekki unnt að horfa til atvinnuþátttöku eða tekna eftir slys.7. Stefnda reisir aðalkröfu sína á að réttari mælikvarði á framtíðartekjur hennar séu meðallaun starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf. Hún hafi unnið á þeim vettvangi á slysdegi og framtíðaráform hennar verið að halda slíkum störfum áfram. Áfrýjandi hafi hins vegar ekki bent á nein sérstök atriði sem gæfu til kynna að tekjuöflunarhæfi stefndu til framtíðar væri svo skert af öðrum ástæðum en slysinu að líkur væru til annars en að hún hefði getað aflað meðallauna í þeirri starfsstétt sem hún tilheyrði á slysdegi sem sé meðal þeirra tekjulægstu á Íslandi. Varakrafan miði við að árslaun við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku verði hvað sem öðru líður ekki miðuð við lægri fjárhæð en þær launatekjur sem stefnda hafði sannarlega á slysdegi.Niðurstaða8. Ágreiningur í máli þessu lýtur að því hvort ákvarða beri stefndu bætur vegna varanlegrar örorku eftir 2. eða 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Til að fallist verði á að 2. mgr. 7. gr. laganna eigi við þurfa tvö skilyrði að vera uppfyllt. Annars vegar að fyrir hendi séu óvenjulegar aðstæður og hins vegar að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur en sá sem fjallað er um í 3. mgr. greinarinnar. Sönnunarbyrði fyrir því að báðum skilyrðum sé mætt hvílir á stefndu, sbr. dóma Hæstaréttar 22. febrúar 2018 í málum nr. 70/2017 og 71/2017.9. Þegar litið er til fyrra skilyrðisins verður fyrst og fremst horft til aðstæðna stefndu á slysdegi. Á þeim tíma var hún barnshafandi og bjó í leiguhúsnæði. Hún hafði lokið grunnskólanámi árið 2012 og 11 námseiningum í framhaldsskóla þá um haustið. Þótt hún væri skráð til náms vor- og haustönn 2013 og vorönn 2014 lauk hún einungis fimm námseiningum á vorönn 2013. Þá um haustið hóf hún störf við liðveislu hjá sveitarfélagi og sinnti því fram yfir áramót en í ársbyrjun 2014 var hún í hlutastarfi í blómaverslun. Í mars sama ár hóf hún störf á kaffihúsi og hafði gegnt því í þrjá mánuði þegar slysið varð. Áform hennar þá voru að fara í flugliðanám meðfram vinnu og stefndi hún á að hasla sér starfsvettvang í flugtengdri þjónustu.20. Í matsgerð 4. júní 2016 kom fram að ekkert benti til annars en að stefnda gæti sinnt fullu starfi út starfsævina hefði hún ekki lent í slysinu. Vegna ungs aldurs væri þó ekkert hægt að fullyrða um framtíðarstarfsvettvang hennar. Þá sagði í áliti örorkunefndar 3. júní 2020 að stefnda gæti sinnt þeim störfum sem hún ynni þá við og þeim sem leiddu af frekara námi. Líkamlega erfiðum störfum gæti hún ekki sinnt vegna afleiðinga slyssins.21. Stefnda hafði samkvæmt framansögðu hafið fulla þátttöku á vinnumarkaði á slysdegi og hafði ekki önnur áform um nám en þau sem hún gæti sinnt meðfram starfi. Verður fallist á að aðstæður hennar hafi verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sbr. til hliðsjónar fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 386/2004 og dóm 9. október 2014 í máli nr. 149/2014. Þótt stefnda hafi síðar hafið nám, rúmum fimm árum eftir slysið, verður ekki talið það hafa verið til marks um að hún hafi stefnt á frekara nám á slysdegi eða verið í tímabundnu hléi frá því. Þvert á móti liggur ekkert annað fyrir en að afleiðingar slyssins hafi meðal annars leitt til þess að hún hóf nám að nýju þegar fullreynt var að sá starfsvettvangur sem hún hafði stefnt á reyndist henni ofviða.22. Verður því næst að meta hvort annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur stefndu en sá sem fram kemur í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga en sem fyrr segir hvílir sönnunarbyrði um það á stefndu. Í ljósi sjónarmiða um þýðingu framreiknaðs lágmarkslaunaviðmiðs 3. mgr. 7. gr. laganna með lánskjaravísitölu, sbr. 15. gr. þeirra, er tekið fram að í máli þessu er ekki til úrlausnar hvort tilvitnað ákvæði 3. mgr. 7. gr. tryggi tjónþolum almennt fullar bætur með tilliti til verðlagsþróunar frá árinu 1999 þegar fjárhæð lágmarksárslauna var ákveðin með gildistöku laga nr. 37/1999. Sú þróun hefur á hinn bóginn þau áhrif í máli þessu að minni kröfur eru gerðar til stefndu um sönnun þess að annar tekjugrundvöllur en sá sem um ræðir í 3. mgr. 7. gr. teljist réttari við mat á líklegum framtíðartekjum hennar.23. Þegar litið er til stuttrar tekjusögu stefndu eru tekjur hennar þrjú síðustu ár fyrir slysið ekki tækur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur enda var hún í skóla verulegan hluta þess tíma og með stopula atvinnuþátttöku. Þá hafa þau laun sem stefnda hafði í starfi sínu á slysdegi ekki úrslitaáhrif í þessu tilliti enda ólíklegt að þau endurspegli þær tekjur sem gera má ráð fyrir að hún hefði haft á starfsævi sinni. Þvert á móti er líklegt að laun hennar hefðu hækkað samhliða aukinni starfsreynslu og lengri starfsaldri. Þá verður heldur ekki miðað við tekjur hennar næstu ár eftir slysið enda hefði hún í hluta þess tíma verið í fæðingarorlofi og fengið atvinnuleysisbætur. Auk þess hefði hún ítrekað þurft að skipta um starfsvettvang vegna afleiðinga slyssins.24. Túlkun þessa skilyrðis 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga ræðst því af framangreindum aðstæðum og stöðu stefndu á slysdegi. Þá var hún ung að árum og hafði ekki lagt grunn að sérstökum starfsréttindum. Hún hafði unnið ýmis störf, fyrst og fremst við þjónustu og verslun, og hafði engin áform um annað en að halda þeim áfram. Hún hafði því haslað sér þann völl á vinnumarkaði á tjónsdegi að telja verður að meðallaun starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum hennar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Loks verður ekki fallist á með áfrýjanda að lagastoð sé fyrir því að við ákvörðun árslauna samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga verði tekið tillit til áhrifa aldurs í stuðli samkvæmt 6. gr. laganna, sbr. dóm Hæstaréttar 16. október 2013 í máli nr. 110/2003 og fyrrgreindan dóm í máli nr. 149/2014.25. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.26. Eftir úrslitum málsins verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, TM Tryggingar hf., greiði stefndu, A, 900.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=65e5d738-d97c-4100-8e3a-3ac458700a0f&verdictid=1487954b-8d2b-4627-b7af-e451e767af82 |
Mál nr. 9/2023 | Félagsleg aðstoð Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Jafnræðisregla Eignarréttur Kröfugerð Lögvarðir hagsmunir Viðurkenningarkrafa Frávísun frá héraðsdómi að hluta | A og Ö höfðuðu mál á hendur T vegna setningar laga nr. 116/2016 sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. A og Ö töldu að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn jafnræðisreglu 65. gr., rétti til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og eignarrétti samkvæmt 72. gr. hennar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Mismununin hefði falist í því að T hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris í 1. mgr. 23. gr. nr. 100/2007. A krafðist greiðslu vangreiddra bóta og Ö viðurkenningar á greiðsluskyldu T fyrir árin 2017 og 2018, en til vara krafðist A viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá kröfðust A og Ö viðurkenningar á að T hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum A og Ö vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar. Varakröfu A um viðurkenningu á skaðabótaskyldu T var vísað frá vegna vanreifunar. Við úrlausn um hvort T hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til A og Ö var litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris. Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða var ekki talið að lög nr. 116/2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var ekki talið að réttur A og Ö samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar eða eignarréttindi samkvæmt 72. gr. hennar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu hefðu verið skert. Var því staðfest niðurstaða Landsréttar um að sýkna stefnda af kröfum A og Ö. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 9. febrúar 2023. Áfrýjandi A krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 402.462 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. október 2019 til greiðsludags. Til vara krefst hún þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart henni vegna skerðingar stefnda á greiðslu sérstakrar uppbótar til hennar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 vegna tekna áfrýjanda umfram 45% af tekjum hennar samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Til þrautavara krefst hún þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til hennar vegna tekna samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Áfrýjandi Öryrkjabandalag Íslands krefst þess aðallega að viðurkennt verði í fyrsta lagi að stefnda sé skylt að greiða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem uppfylltu skilyrði til greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 vangreiddar bætur fyrir það tímabil sem nemur annars vegar mismun greiðslna sérstakrar uppbótar til hlutaðeigandi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og hins vegar fjárhæðar samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009 eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1252/2016 að frádregnum 45% tekna hlutaðeigandi lífeyrisþega samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 25.000 krónur á mánuði. Í öðru lagi að stefnda sé skylt að greiða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem uppfylltu skilyrði til greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 á tímabilinu 1. janúar 2018 til 31. desember 2018 vangreiddar bætur fyrir það tímabil sem nemi annars vegar mismun greiðslna sérstakrar uppbótar til hlutaðeigandi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og hins vegar fjárhæðar samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1052/2009, eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1191/2017, að frádregnum 45% tekna hlutaðeigandi lífeyrisþega samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 25.000 krónur á mánuði. Í þriðja lagi að stefnda sé skylt að greiða vangreiddar bætur samkvæmt framangreindum kröfuliðum í aðalkröfu áfrýjanda með 5,5% ársvöxtum frá þeim degi sem skilyrði til bótanna voru uppfyllt til 4. október 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi Öryrkjabandalag Íslands þess að viðurkennt verði að stefnda hafi verið óheimilt á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar á öllum dómstigum úr hendi stefnda.4. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Ágreiningur aðila snýst um hvort með lögum nr. 116/2016, sem breyttu bótakerfi ellilífeyrisþega og settu nýja reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, hafi komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Áfrýjendur telja að löggjafanum hafi borið að setja sömu reglu um áhrif tekna á greiðslu sérstakrar framfærsluuppbótar á lífeyri til síðargreinda hópsins, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Með því að láta hjá líða að tryggja þeim sama rétt og ellilífeyrisþegum hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. og rétti til framfærsluaðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Einnig telja áfrýjendur brotið gegn eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.6. Stefndi var sýknaður af kröfum áfrýjenda með héraðsdómi 12. apríl 2022. Með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 2. desember 2022 var sú niðurstaða staðfest.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 9. febrúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-172, á þeim grunni að dómur gæti haft fordæmisgildi um þær bætur sem reynir á í málinu. Málsatvik8. Áfrýjendur eru annars vegar einstaklingur sem var örorkulífeyrisþegi þau ár sem dómkröfurnar taka til og hins vegar Öryrkjabandalag Íslands sem kemur fram fyrir hönd ótilgreinds hóps örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á grundvelli 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.9. Dómkröfur áfrýjenda lúta að greiðslum á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 eftir gildistöku laga nr. 116/2016 1. janúar 2017. Síðarnefndu lögin fólu í sér heildarendurskoðun á bótakerfi ellilífeyrisþega. Meðal annars var umrædd framfærsluuppbót, sem bæði ellilífeyrisþegar og örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar gátu áður fengið, sameinuð bótaflokkunum grunnellilífeyri og tekjutryggingu í einn bótaflokk almannatrygginga, ellilífeyri. Fyrirmæli um fjárhæð ellilífeyris voru sett í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 en samkvæmt ákvæðinu skal lífeyrir lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans uns hann fellur niður. Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 25.000 króna almennt frítekjumark á mánuði við útreikning ellilífeyris. Með lögum nr. 18/2023 færðist ákvæðið efnislega í 21. gr. og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/2007.0. Lög nr. 116/2016 höfðu ekki í för með sér breytingu á fyrirkomulagi bótaflokka eða félagslegri aðstoð gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 er eftir sem áður heimilt að greiða örorkulífeyrisþega og endurhæfingarlífeyrisþega sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu ef sýnt þykir að hann geti ekki framfleytt sér. Þar er jafnframt tilgreint framfærsluviðmið í krónutölu, sem endurskoðað er árlega í reglugerð, og skulu heildartekjur bótaþega vera undir þeirri fjárhæð á mánuði svo að heimilt sé að greiða honum sérstaka uppbót vegna framfærslu. Um uppruna og þróun þessa ákvæðis er ítarlega fjallað í héraðsdómi. 1. Frumvarpið sem varð að lögum nr. 116/2016 var byggt á tillögum nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar sem fram komu í skýrslu hennar frá febrúar 2016. Um markmið breytinganna sagði svo í almennum athugasemdum frumvarpsins:Efni frumvarpsins er í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku, einfalda almannatryggingakerfið og bæta samspil þess við lífeyrissjóðakerfið ásamt því að auka stuðning við þann hóp aldraðra sem hefur mjög lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygginga. Þannig verði bótaflokkar sameinaðir og þeim þar með fækkað, svokölluð frítekjumörk verði afnumin og útreikningar einfaldaðir. Með því verða kjör þeirra ellilífeyrisþega sem hafa áunnið sér lítinn eða engan rétt í lögbundna atvinnutengda lífeyrissjóðakerfinu vegna lítillar atvinnuþátttöku á vinnualdri og þurfa því í ríkum mæli að reiða sig á almannatryggingakerfið til framfærslu á efri árum bætt verulega. Felur frumvarpið þannig í sér breyttan stuðning við aldraða með áherslu á meiri sveigjanleika og einfaldara regluverk á sviði almannatrygginga.2. Í athugasemdum við frumvarpið um hinn nýja bótaflokk, ellilífeyri, í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 var meðal annars tekið fram að í honum væri sérstök uppbót til framfærslu samkvæmt lögum um félagslega aðstoð sameinuð ellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar. Með reglunni um að 45% af öðrum tekjum ellilífeyrisþega hefðu áhrif til lækkunar á fjárhæð ellilífeyrisins mætti koma í veg fyrir að þeir misstu uppbótina eða að hún lækkaði „krónu á móti krónu“ sem talið var að myndi bæta hag þess hóps og um leið vera til þess fallið að lífeyristryggingakerfi almannatrygginga yrði einfaldara og gegnsærra.3. Einnig kom fram í athugasemdum við frumvarpið að almenn samstaða hefði verið í fyrrgreindri nefnd um endurskoðun almannatrygginga sem vörðuðu málefni ellilífeyrisþega. Ekki hefði hins vegar náðst samstaða í nefndinni um tillögur sem sneru að bótakerfi öryrkja og um innleiðingu starfsgetumats í stað örorkumats, en gert væri ráð fyrir því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp sem lyti að breytingum á örorkulífeyri, starfsgetumati og starfsendurhæfingu.4. Í áliti velferðarnefndar Alþingis um frumvarpið var litið til þess að kerfisbreytingin sem það stefndi að um skipulag ellilífeyris tæki ekki til almannatryggingakerfis um örorku og örorkubætur. Þá var tekið fram að sanngirnissjónarmið stæðu til þess að láta öryrkja einnig njóta bótahækkana meðan ekki væri lokið við gerð frumvarps um breytingar á almannatryggingakerfinu, hvað varðaði bætur vegna örorku. Sagði síðan í áliti nefndarinnar:Vegna sameiningar bótaflokka í einn bótaflokk, nýjan ellilífeyri, greiðist sérstök uppbót til framfærslu eingöngu til örorkulífeyrisþega eftir gildistöku laganna. Leggur meiri hlutinn því til að markmiðinu hvað varðar örorkulífeyri verði náð með því að hækka það viðmið sem greiðsla sérstakrar uppbótar til framfærslu skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð miðast við. Þannig hækki allar bætur um 7,1% í samræmi við 69. gr. frá 2017 en að framfærsluviðmið þeirra sem halda heimili einir verði hækkað umfram það og verði 280.000 kr. á mánuði. Enn fremur hækki bætur í samræmi við 69. gr. almannatryggingalaga 1. janúar 2018 en þá verði einnig tryggt að framfærsluviðmið þeirra sem halda einir heimili verði 300.000 kr. á mánuði.5. Áfrýjandi A var örorkulífeyrisþegi árin 2017 og 2018. Samkvæmt gögnum málsins fékk hún árið 2017 greiddan grunnörorkulífeyri, tekjutryggingu og aldurstengda uppbót samkvæmt lögum nr. 100/2007, heimilisuppbót og uppbót vegna reksturs bifreiðar samkvæmt lögum nr. 99/2007, svo og orlofs- og desemberuppbætur. Námu þessar greiðslur samtals 2.689.265 krónum. Að viðbættum lífeyrissjóðstekjum hennar og fjármagnstekjum voru heildartekjur hennar 3.937.603 krónur á árinu 2017 eða 328.133 krónur á mánuði. Árið 2018 fékk áfrýjandi A greiðslur úr sömu bótaflokkum og námu þær 2.836.727 krónum. Að viðbættum lífeyrissjóðstekjum og fjármagnstekjum sama ár voru heildartekjur hennar 4.222.215 krónur eða 351.851 króna á mánuði. 6. Í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, eftir breytingar með lögum nr. 116/2016, var miðað við að heildartekjur örorkulífeyrisþega væru undir 280.000 krónum á mánuði árið 2017 og 300.000 krónum á mánuði árið 2018. Vegna tekna áfrýjanda A uppfyllti hún ekki skilyrði ákvæðisins til að fá greidda sérstaka uppbót á lífeyri samkvæmt því umrædd ár. Sumarið 2019 varð áfrýjandi A 67 ára og öðlaðist þá rétt til ellilífeyris samkvæmt 17. og 23. gr. laga nr. 100/2007.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjenda7. Áfrýjendur byggja á því að réttur til sérstakrar uppbótar til framfærslu samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 sé þáttur í rétti til aðstoðar í skilningi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Af 65. gr. hennar leiði jafnframt að löggjafanum sé skylt að tryggja öllum þann rétt jafnt. Sé greinarmunur gerður á mönnum í sambærilegri stöðu til að njóta stjórnarskrárvarins réttar til aðstoðar vegna örorku eða elli verði hann að byggjast á hlutlægum og málefnalegum ástæðum. Þá verði eðlilegt samræmi að vera milli markmiðs sem mismunun stefnir að og þeirra aðferða sem eru notaðar til að ná því.8. Áfrýjendur telja kjarna málsins snúast um aðstoð úr almannatryggingum til þeirra sem eru verst settir fjárhagslega í hópi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Heimilt sé að greiða þessum hópi sérstaka uppbót til viðbótar lífeyri þegar bætur dugi þeim ekki til framfærslu. Hins vegar hafi aðrar tekjur bótaþega, svo sem atvinnutekjur, þau áhrif á útreikning framfærsluuppbótar að hún lækkar um krónu á móti hverri krónu og því hafi bótaþegi engan ávinning af þeim. 9. Fyrir gildistöku laga nr. 116/2016 hafi áfrýjendur og ellilífeyrisþegar verið í sömu stöðu hvað þetta varðar, þar sem 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 hafi gilt um alla bótaþega. Hin sérstaka uppbót hafi myndað stóran þátt til viðbótar þeim greiðslum sem bæði ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar nutu, sem í tilviki þeirra síðarnefndu hafi þó verið mishá eftir fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar.20. Áfrýjendur halda því fram að með setningu laga nr. 116/2016 hafi skapast ólögmæt og óheimil mismunun þar sem þau hafi mælt fyrir um ólíka meðferð sambærilegra tilvika, það er betri meðferð ellilífeyrisþega, sem fram að því sættu sömu meðferð um rétt til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar án þessi að skilyrði 65. gr. væru uppfyllt.21. Einnig byggja áfrýjendur á því að réttur til greiðslu sérstakrar framfærsluuppbótar sé eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem hafi verið skert með ólögmætum hætti. Um það vísa þeir meðal annars til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 13. desember 2016 í máli Béláné Nagy gegn Ungverjalandi, nr. 53080/13. Þá vísa þeir einnig til þess að skerðing slíkra réttinda þurfi að uppfylla kröfur 14. gr. sáttmálans um bann við mismunun, sbr. dóm 11. október 2022 í máli Beeler gegn Sviss, nr. 78630/12.22. Með endurskoðun á reglum um bætur til ellilífeyrisþega samkvæmt lögum nr. 116/2016 og sameiningu bótaflokka í einn bótaflokk hafi verið sett ný regla um 45% skerðingu á ellilífeyri umfram 25.000 króna frítekjumark á mánuði í stað 100% skerðingar sem ellilífeyrisþegar hafi áður búið við um áhrif tekna á greiðslu sérstakrar uppbótar. Áfrýjendur halda því fram að hefði sömu reglu verið beitt um áhrif tekna á greiðslu sérstakrar uppbótar til framfærslu til áfrýjanda A árin 2017 og 2018 hefði fjárhæð uppbótar numið samtals stefnukröfu málsins 402.462 krónum.23. Áfrýjendur vísa til þess að stjórnarskráin geri engan greinarmun á réttindum þeirra sem hafi þörf fyrir aðstoð í skilningi ákvæðisins vegna elli annars vegar og örorku hins vegar. Um sambærileg tilvik sé þar að ræða, enda sé þörf lífeyrisþega fyrir sérstaka uppbót, þegar bætur dugi ekki til framfærslu, eðli máls samkvæmt óháð því hvort hún eigi rætur að rekja til elli eða örorku. Það leiði af öðrum þáttum jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að skýra beri skilyrði um sambærileg tilvik rúmt frekar en þröngt. Þá beri að meta hverju sinni í ljósi markmiðs hlutaðeigandi ráðstöfunar löggjafans hvort einstaklingar sem þarfnist aðstoðar annars vegar vegna örorku og hins vegar elli séu í sambærilegri stöðu.24. Áfrýjendur benda á að í skýrslu nefndarinnar frá árinu 2016 hafi verið lagt til að einfalda bótakerfi bæði elli- og örorkulífeyrisþega, breyta uppbótinni úr því að vera félagslegur stuðningur í áunnin réttindi og koma í veg fyrir krónu á móti krónu lækkun. Löggjafinn hafi hins vegar ákveðið að bæta aðeins hlut ellilífeyrisþega. Umfjöllun í lögskýringargögnum um að ekki hafi verið samstaða um breytingar á starfsgetumati öryrkja hafi ekkert að gera með möguleika á að bæta hlut örorkulífeyrisþega sem svarar áhrifum tekna á bótagreiðslur.25. Framangreind sjónarmið sem hafi legið til grundvallar ákvörðun löggjafans um þessa mismunandi meðferð hópa bótaþega í lögum nr. 116/2016 hafi ekki verið hlutlæg eða málefnaleg. Þá geti áform um að breyta síðar ákvæðum laga um bótakerfi öryrkja ekki talist málefnalegar eða hlutlægar ástæður.26. Loks benda áfrýjendur á að ekki sé samræmi milli markmiðs löggjafans sem að var stefnt með mismununinni sem fólst í lögum nr. 116/2016 og aðferða sem voru notaðar til að ná því og af þeim sökum hafi ekki verið gætt meðalhófs. Þeir mótmæla ummælum í hinum áfrýjaða dómi um að almenni löggjafinn hafi gripið til mótvægisaðgerða til að bæta örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum upp þann mun sem var á stöðu þeirra eftir gildistöku laganna og árétta að þær aðgerðir nái ekki til áranna 2017 og 2018.Helstu málsástæður stefnda27. Stefndi bendir á að þótt sérstök uppbót til framfærslu sé liður í þeirri aðstoð sem löggjafinn mæli fyrir um vegna örorku, sbr. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar séu lækkunar- og skerðingarhlutföll sem dómkröfur áfrýjenda byggjast á ekki tæk við útreikning sérstakrar uppbótar árin 2017 og 2018 samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007. Sérstök uppbót til framfærslu sé ekki fyrir fram ákveðin eða áunnin fjárhæð sem skerðist vegna annarra tekna heldur uppbót ef tekjur eru undir tilgreindum framfærsluviðmiðum.28. Sú tilhögun að heimild til að greiða sérstaka uppbót á lífeyri miðist við tekjur feli þannig ekki í sér skerðingu réttinda samkvæmt 1. mgr. 76. gr. heldur skilyrði fyrir því að slík uppbót verði greidd til viðbótar örorkulífeyri. 29. Áfrýjendur byggi ekki á því að réttindi þeirra hafi versnað við gildistöku laga nr. 116/2016 heldur að þau hafi ekki batnað til samræmis við breytt kjör ellilífeyrisþega eftir að heildarendurskoðun fór fram á reglum um bótaflokka, tekjutengingu og frítekjumörk bótagreiðslna til ellilífeyrisþega. Eftir það sé sérstök uppbót til framfærslu aðeins greidd örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegum og sé þar um ræða félagslegan viðbótarstuðning til að bæta afkomu þeirra verst settu sem lægstar hafi tekjur. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hafi staða þeirra auk þess verið bætt með hækkun framfærsluviðmiðs sem greiðsla uppbótar miðaðist við. Áfrýjandi A hafi hvorki fyrir né eftir 1. janúar 2017 fengið sérstaka uppbót til framfærslu, jafnvel þótt framfærsluviðmiðið hafi verið hækkað. Hins vegar geti staða einhvers annars örorkulífeyrisþega með tekjur undir því viðmiði hafa batnað. 30. Stefndi tekur fram að jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar áskilji að við lagasetningu og framkvæmd laga sé farið með sambærilegum hætti með sambærileg tilvik. Hafi ellilífeyrisþegar og örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar aldrei verið í sambærilegri stöðu að öllu leyti með tilliti til bóta úr almannatryggingum. Þótt nokkur samsvörun hafi verið í löggjöf um skipulag almannatrygginga og félagslega aðstoð til þessara hópa lífeyrisþega séu bótaréttindi byggð á ólíkum forsendum. Réttur til ellilífeyris sé bundinn við aldur og að jafnaði hafi lífeyrisþegar greitt iðgjöld í atvinnutengda lífeyrissjóði um langt skeið. Mismunandi skilyrði og reiknireglur hafi ávallt gilt um einstaka bótaflokka elli- og örorkulífeyris, svo og tekjuviðmið, frítekjumörk og skerðingarhlutfall. Þá hafi mismunandi þarfir á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga.31. Enn fremur geti staða einstaklinga innan hvors hóps verið mjög misjöfn, svo sem staðfest hafi verið í dómi Hæstaréttar 3. júní 2004 í máli nr. 27/2004 um rétt öryrkja til greiðslu barnalífeyris sem tók meðal annars mið af örorkustigi. Í dóminum var ekki fallist á að brotið hefði verið gegn jafnræði og meðalhófi með synjun á greiðslu barnalífeyris í ljósi þess að þeir tryggingaflokkar sem á þeim tíma voru í almannatryggingalögum væru reistir á ólíkum forsendum, fjármögnun bóta væri ólík og stuðst væri við ólíka grunna við mat á örorku.32. Bótakerfi almannatrygginga sé endurskoðað reglulega og vísar stefndi þar til framlagðra gagna um tillögur nefnda á vegum stjórnvalda sem fjallað hafa um málefnið og undirbúning og fjármögnun breytinga. Eftir að nefnd um endurskoðun á almannatryggingalögum skilaði tillögum sínum árið 2016 sé áfram unnið að breytingum á greiðslu bóta til öryrkja, þar á meðal forsendum um upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Þá hafi með lögum nr. 97/2019 verið breytt útreikningi sérstakrar uppbótar sem miðist nú við 65% af viðmiðunartekjum og í lögum nr. 18/2023 hafi verið endurskoðuð skilyrði fyrir örorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri.33. Verði staða framangreindra hópa lífeyrisþega metin sambærileg telur stefndi að breytingar með lögum nr. 116/2016 hafi samkvæmt framangreindu byggst á málefnalegum og hlutlægum forsendum. Þær hafi hvorki verið ómálefnalegar né óhóflegar gagnvart áfrýjendum og í engu skert rétt þeirra til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þá fellst stefndi ekki á að löggjafanum hafi borið á grundvelli 65. og 76. gr. stjórnarskrárinnar að láta sömu breytingar ná til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega enda um ólíka hópa að ræða með ólíkar forsendur bótagreiðslna.34. Loks hafnar stefndi því að umræddir hagsmunir áfrýjenda njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar enda geti þeir ekki haft væntingar um að réttindi ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega fylgist að í öllum tilvikum.NiðurstaðaUm formhlið málsins35. Dómkröfur áfrýjenda eru settar fram í nokkrum liðum. Málatilbúnaður þeirra er reistur á því að við setningu laga nr. 116/2016 um breytingar á bótakerfi ellilífeyrisþega hafi skapast mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Hún hafi birst í því að staða þeirra sem áður hafi verið sambærileg stöðu ellilífeyrisþega um rétt til sérstakrar framfærsluuppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 hafi ekki verið bætt með sama hætti og gert var í ákvæði um nýjan bótaflokk, ellilífeyri, samkvæmt 23. gr. laga nr. 100/2007.36. Þessi málsgrundvöllur og kröfugerð er í mörgu tilliti óskýr. Í málinu eru kröfur ekki reistar á því að réttindi bótaþega hafi verið skert með lögum svo að draga megi stjórnskipulegt gildi laganna í efa og dómstólum beri að víkja þeim til hliðar. Kjarni ágreinings í málinu lýtur á hinn bóginn að því að það athafnaleysi löggjafans að gera ekki hlut örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega jafnan hlut ellilífeyrisþega um áhrif tekna á tilteknar greiðslur frá stefnda hafi brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. og rétti til aðstoðar samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. 37. Stefndi áréttaði við munnlegan málflutning að stefnukröfur áfrýjenda væru ekki dómtækar, málatilbúnaður í stefnu væri vanreifaður og samhengi málsástæðna óljóst. Verður hér á eftir lagt mat á málatilbúnað áfrýjenda út frá þeim kröfum sem almennt verður að gera til skýrleika málatilbúnaðar, lögvarinna hagsmuna af úrlausn máls og hvort sakarefnið eigi undir dómstóla.) Aðalkröfur áfrýjenda38. Aðalkrafa áfrýjanda A er fjárkrafa sem reist er á því að stefndi hafi vangreitt henni bætur árin 2017 og 2018, sbr. 55. gr. laga 100/2007 og 2. málslið 13. gr. laga nr. 99/2007. Samkvæmt því sem áfrýjandi heldur fram nemur fjárhæð kröfunnar þeim mismun sem hún hefði fengið greiddan hefði hinni nýju reiknireglu í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um áhrif tekna á ellilífeyri verið beitt við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar til hennar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007.39. Aðalkrafa áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands felur í sér að viðurkennt verði með sömu rökum að stefnda sé skylt að greiða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum, sem uppfylltu skilyrði til greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri árin 2017 og 2018, fjárhæð sem svarar til vangreiddra bóta. 40. Í málinu liggur ekki fyrir stjórnvaldsákvörðun um kröfu áfrýjanda A um framangreinda fjárhæð enda fór hún ekki fram á greiðslu þeirra bóta. Ekki er því krafist ógildingar á neinni ákvörðun stefnda þar um sem dómstólar eru bærir til að fjalla um á grundvelli 60. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 13. júní 2013 í máli nr. 61/2013 og 10. mars 2016 í máli nr. 436/2015. Þá byggir krafa hennar hvorki á því að lagastoð hafi skort fyrir útreikningi stefnda á sérstakri framfærsluuppbót, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 6. apríl 2022 í máli nr. 52/2021, né að stefndi hefði ekki farið að lögum, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins í fyrrgreindu máli nr. 27/2004.41. Sú grundvallarregla er leidd af 2. gr. stjórnarskrárinnar að stjórnsýslan er lögbundin. Í því felst að ákvarðanir stjórnvalda geta ekki vikið til hliðar ákvörðunum löggjafans um rétt manna til bóta úr ríkissjóði né heldur er stjórnvaldi heimilt að greiða bætur umfram það sem lög heimila. Stefnda getur því ekki borið skylda til að greiða bætur til bótaþega umfram það sem lög standa til á hverjum tíma. 42. Þess er að gæta að stjórnvöld eru við lagaframkvæmd bundin af stjórnarskránni eins og aðrir handhafar ríkisvalds. Skapist sú aðstaða að tiltekið lagaákvæði sé bersýnilega í andstöðu við stjórnarskrá eða skýrt dómafordæmi liggi fyrir um það verður að játa stjórnvaldi heimild til að láta hjá líða að beita lögunum. Ber þó að gera afar ríkar kröfur til þess að ósamræmi laga við stjórnarskrá sé bersýnilegt og slík niðurstaða hvorki háð vafa né flókinni lagatúlkun. 43. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið og dómendur með dómsvaldið. Enn fremur ber að líta til þess að Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Það er því verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skuli þeirri opinberu aðstoð sem öryrkjum er látin í té. Hefur hann sinnt þeirri skyldu sinni meðal annars með því að koma á fót almannatryggingakerfi og félagslegri aðstoð, sbr. lög nr. 100/2007 og 99/2007.44. Eins og fjárkröfunni er háttað leitast áfrýjandi A í reynd við að fá dómstóla til að ákveða fjárhæð þeirrar aðstoðar sem hún telur sig eiga rétt til úr hendi stefnda vegna örorku sinnar. Í kröfunni felst með öðrum orðum að dómstólar taki ákvörðun um málefni sem heyrir undir handhafa löggjafarvalds samkvæmt fyrrgreindum stjórnarskrárákvæðum og ákveði fjárhæðir félagslegrar aðstoðar umfram það sem löggjafinn hefur ákveðið. Slíkt gengur í berhögg við 2. gr. stjórnarskrárinnar. Af þeim sökum verður aðalkröfu áfrýjanda vísað frá héraðsdómi með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 9. febrúar 2017 í máli nr. 223/2016. Með sömu rökum er viðurkenningarkröfu áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands um greiðsluskyldu stefnda gagnvart hverjum og einum félagsmanni innan aðildarfélaga hans vísað frá héraðsdómi.2) Varakrafa áfrýjanda A45. Til vara krefst áfrýjandi A þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart henni vegna skerðingar á greiðslu sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007. Er krafa þessi byggð á almennri tilvísun til sakarreglunnar og að brot stefnda á stjórnarskrárvernduðum réttindum hennar hafi falið í sér ólögmæta meingerð sem stefndi beri miskabótaábyrgð á samkvæmt b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.46. Engar frekari skýringar eða rökstuðning er að finna um hina meintu saknæmu háttsemi stefnda eða starfsmanns á hans vegum né heldur um orsakasamhengi milli ætlaðs brots og tjóns áfrýjanda sem leiða skuli til skaðabótaskyldu. Eru krafa um viðurkenningu skaðabótaskyldu að þessu leyti og málsástæður að baki henni svo óljósar og vanreifaðar af hálfu áfrýjanda A að ekki verður komist hjá að vísa henni frá héraðsdómi, sbr. d- og e-liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991.47. Þá er þess að gæta að þegar gerð er krafa um greiðslu skaðabóta utan samninga sem ríkissjóður ber ábyrgð á ber að beina málsókn að íslenska ríkinu en ekki viðkomandi ríkisstofnun, svo sem ítrekað hefur verið staðfest í dómaframkvæmd, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 15. nóvember 2012 í máli nr. 185/2012.3) Þrautavarakrafa áfrýjanda A og varakrafa áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands48. Þrautavarakrafa áfrýjanda A og varakrafa áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands lúta að því að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 að skerða greiðslur samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 til áfrýjanda A vegna tekna samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007 umfram 45% af þeim tekjum sem voru umfram 25.000 krónur á mánuði og skerða greiðslur sérstakrar uppbótar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem uppfylltu skilyrði til greiðslu með sama hætti.49. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Í dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 var tekið af skarið um það að þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til að meta hvernig lágmarksréttindi samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skuli ákvörðuð falli það í hlut dómstóla að meta hvort ákvarðanir hans í þeim efnum samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar, þar með talið hvort jafnræðisreglu 65. gr. hennar hafi verið gætt. Þar stefndi Öryrkjabandalag Íslands, eins og í þessu máli, aðeins Tryggingastofnun ríkisins til viðurkenningar á því að stofnuninni hefði verið óheimilt að skerða tekjutryggingu til örorkulífeyrisþega á grundvelli tilgreindra laga. Í því máli var einnig deilt um hvort lagastoð hafi skort fyrir útreikningi stefnda á tekjutryggingu til öryrkja í hjúskap. Ekki voru gerðar athugasemdir við aðild til varnar í framangreindu máli. 50. Ágreiningur í máli því sem hér er til úrlausnar lýtur í reynd að öllu leyti að athafnaleysi löggjafans en ekki í neinu tilliti að ákvörðunum stefnda við framkvæmd laga um atriði sem hann hafði forræði á. Þá er ekki krafist úrlausnar um stjórnskipulegt gildi tiltekinna laga heldur viðurkenningu á að tiltekið fyrirkomulag um samspil laga feli í sér mismunun.51. Nokkurt misræmi er í dómaframkvæmd um hvort beina skuli málsókn að íslenska ríkinu einu eða samhliða viðkomandi stjórnvaldi eða stjórnvaldinu einu þegar deilt hefur verið um löggjöf um stjórnarskrárvernduð réttindi. Má í því sambandi til hliðsjónar benda á annars vegar dóm Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 501/2016 og hins vegar dóma 2. nóvember 2022 í málum nr. 15, 16 og 17/2022. Auk þess hefur niðurstaða í þeim efnum ráðist af kröfugerð aðila hverju sinni. Vegna málsgrundvallar og kröfugerðar áfrýjenda í þessu máli hefði með réttu átt að stefna ríkinu til varnar, eftir atvikum samhliða stefnda. Eins og málið er vaxið verður þó ekki talið að þessi annmarki á aðild leiði til þess að því verði nú vísað frá héraðsdómi án kröfu.52. Með þrautavarakröfu áfrýjanda A og varakröfu Öryrkjabandalags Íslands leita áfrýjendur með hliðstæðum hætti og í máli nr. 125/2000 viðurkenningar dómstóla á að löggjafinn hafi farið á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar með því að gera hlut ellilífeyrisþega betri en hlut öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega hvað varðar áhrif tekna til skerðingar á bótagreiðslum. Þannig hafi verið skert stjórnarskrárvarin réttindi áfrýjenda og því beri að viðurkenna að skerðing greiðslna hafi verið óheimil.53. Hefur áfrýjandi A að þessu leyti afmarkað nægjanlega hvaða réttinda hún telur sig njóta á grundvelli 76. og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði krafa áfrýjanda tekin til greina fæli sú niðurstaða í sér að ráðið hefði verið til lykta ágreiningi um þau réttindi. Bæri löggjafanum að bregðast við slíkri niðurstöðu með úrbótum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002 þar sem fjallað var um lagasetningu í kjölfar dóms réttarins í máli nr. 125/2000. Fullnægir kröfugerð hennar samkvæmt þessu áskilnaði d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um ákveðna kröfugerð til viðurkenningar á tilteknum réttindum, sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 223/2016. Þá gildir það sama um varakröfu áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands að þessu leyti, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 125/2000.Um efnishlið málsins) Um rétt til aðstoðar og jafnræðisreglu samkvæmt stjórnarskrá54. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Samkvæmt 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.55. Eftir að ákvæði 1. mgr. 76. gr. komst í núverandi horf með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 hefur reynt á umfang þeirra skyldna sem ákvæðið leggur löggjafanum á herðar. Hafa þessar skyldur meðal annars verið virtar með hliðsjón af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar í nokkrum dómum Hæstaréttar. Hafa ákvæðin jafnframt verið skýrð í ljósi lögskýringargagna og alþjóðlegra skuldbindinga um vernd félagslegra réttinda sem þar er getið. Samkvæmt því er 1. mgr. 76. gr. talin fela í sér að skylt sé með lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarksframfærslu eftir fyrir fram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Það skipulag verður að fullnægja þeim lágmarksréttindum sem felast í ákvæðinu og þá verður skerðing á rétti til aðstoðar að hvíla á málefnalegum sjónarmiðum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 125/2000 og nr. 15, 16 og 17/2022.56. Þótt Alþingi hafi, í krafti fjárstjórnarvalds síns samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar, ríkt svigrúm til að skipuleggja fyrirkomulag almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, þar á meðal um forsendur bótagreiðslna til aðgreindra hópa bótaþega, tegundir bótaflokka, fjárhæð bóta og áhrif tekna lífeyrisþega, eru því engu að síður sett þau mörk sem lýst er að framan sem dómstólar skera úr um.57. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 125/2000 var fjallað um samspil réttar einstaklinga til aðstoðar vegna örorku og jafnræðisreglu. Deilt var um stjórnskipulegt gildi laga sem skertu tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka sem leiddi til þess að tekjutrygging öryrkja í hjúskap gat fallið niður með öllu þannig að hann fengi aðeins greiddan lágan grunnörorkulífeyri. Með vísun til þeirra lágmarksréttinda sem hver einstaklingur skyldi njóta samkvæmt 1. mgr. 76. gr. var talið að þessi skerðing á tekjutryggingu leiddi til að örorkulífeyrisþegi í hjúskap nyti ekki jafnræðis við aðra öryrkja, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Var umrætt skerðingarákvæði því ekki talið samrýmast þessum stjórnarskrárákvæðum.58. Ólíkt framangreindu máli lýtur ágreiningur aðila í máli þessu hvorki að skerðingu greiðslna sem örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fengu frá stefnda áður en lög nr. 116/2016 komu til sögunnar né heldur að því hvort lágmarksréttindi þeirra samkvæmt 1. mgr. 76. gr. séu tryggð.59. Við skýringu á 65. gr. stjórnarskrárinnar verður fyrst að líta til þess að í greininni eru talin upp atriði sem óheimilt er að byggja mismunun á en auk þess er vísað til stöðu að öðru leyti. Hefur ákvæðið verið túlkað rúmt í þessu tilliti og ljóst að undir það fellur staða þeirra sem þiggja örorkulífeyri. Við úrlausn um hvort ólögmæt mismunun sé fyrir hendi verður að leggja mat á hvort hlutlægar og málefnalegar ástæður búi að baki mismunandi meðferð á tveimur sambærilegum tilvikum sem stefni að lögmætu markmiði. Þá hefur verið litið til þess hvort meðalhófs sé gætt, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 61/2013.60. Forsenda þess að jafnræðisreglan komi til álita er að tilvik sem borin eru saman séu sambærileg þannig að sýna megi fram á að mismunun hafi átt sér stað, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. október 2007 í máli nr. 109/2007. Ef þau eru ósambærileg er almennt ekki þörf frekari rannsóknar á því hvort málefnaleg rök séu fyrir hendi. Þó geta röksemdir fyrir því að tilvik séu ósambærileg í reynd fallið saman við málefnaleg rök fyrir því að þau fái ekki sömu meðferð, sbr. til hliðsjónar ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu, 18. september 2012 í máli Ásatrúarfélagsins gegn Íslandi, nr. 22897/08 og síðastnefndan dóm Hæstaréttar.61. Ljóst er að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar annars vegar og ellilífeyrisþegar hins vegar eru tveir hópar bótaþega sem rétt eiga til aðstoðar á grundvelli 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar eftir því sem löggjafinn hefur meðal annars mælt nánar fyrir um í lögum nr. 99/2007 og 100/2007. Þótt nokkur samsvörun hafi verið á tilhögun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar til ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega og um þau fjallað í sömu löggjöf hafa bótaréttindi þessara hópa aldrei verið byggð á sömu forsendum, hvorki fyrir né eftir kerfisbreytingarnar sem urðu á bótakerfi ellilífeyris með lögum nr. 116/2016. 62. Þannig er sá meginmunur á þessum hópum að réttur til ellilífeyris er bundinn við tiltekinn aldur en jafnframt hafa ellilífeyrisþegar að jafnaði greitt iðgjöld í skyldubundna atvinnutengda lífeyrissjóði stærstan hluta eða alla starfsævi sína. Er tekið tillit til þess við útreikning ellilífeyris. Ákvörðun um hvenær réttur til örorkulífeyris stofnast er háð matskenndari viðmiðum og getur auk þess verið breytingum háð. Þá er staða öryrkja frábrugðin stöðu ellilífeyrisþega að því leyti að margir þeirra greiða ekki í sama mæli í lífeyrissjóð og geta því ekki öðlast sams konar réttindi úr lífeyrissjóðakerfinu. Enn fremur hafa öryrkjar átt rétt til greiðslna úr bótaflokkum sem ellilífeyrisþegar fá ekki greiðslur úr, svo sem barnalífeyri og aldurstengdri örorkuuppbót. Þá er ljóst að eftir gildistöku laga nr. 116/2016 eiga ellilífeyrisþegar ekki lengur rétt á sérstakri uppbót til framfærslu samkvæmt lögum nr. 99/2007.63. Vegna ólíkra forsendna sem réttur þessara hópa hvílir á verður ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa sé ekki eins í öllu tilliti. Þannig hafa mismunandi skilyrði og reiknireglur ávallt gilt um einstaka bótaflokka, svo sem grunnlífeyri og tekjutryggingu, þar á meðal um tekjuviðmið, frítekjumörk og skerðingarhlutfall. Einnig hafa mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga í gegnum tíðina. 64. Í skjali sem stefndi hefur lagt fram með yfirliti yfir margvíslegar lagabreytingar á elli- og örorkulífeyri almannatrygginga og tengdra greiðslna frá árinu 1996 sést glöggt hvernig skerðingarhlutfall og frítekjumörk einstakra bótaflokka innan örorkulífeyris hafa þróast síðustu áratugi og eru háð stöðugri endurskoðun. Þar kemur meðal annars fram að frítekjumörk í bótaflokkum örorkulífeyrisþega, grunnlífeyri og tekjutryggingu, hafi á stundum verið hærri en í hliðstæðum bótaflokkum ellilífeyrisþega og þá hafi skerðingarhlutföll vegna tekna ellilífeyrisþega einnig verið hærri en örorkulífeyrisþega.65. Markmið laga nr. 116/2016 var að einfalda, skýra og auka réttindi ellilífeyrisþega, bæta samspil greiðslna úr almannatrygginga¬- og lífeyrissjóðskerfinu og auka sveigjanleika við starfslok. Þannig voru allir bótaflokkar sem ellilífeyrisþegar fengu áður greitt úr sameinaðir í einn bótaflokk, ellilífeyri. Í lögskýringargögnum er rökstutt sérstaklega markmið þess að líta heildstætt á allar tekjur ellilífeyrisþega, burtséð frá því um hvers konar tekjur er að ræða, og að skerðingarhlutfall vegna tekna skyldi vera 45% en auk þess sett 25.000 króna almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris fyrir hvern mánuð.66. Þótt ekki færi fram heildarendurskoðun á bótakerfi öryrkja samhliða breytingu sem gerð var með lögum nr. 116/2016 á bótakerfi ellilífeyrisþega hefur löggjafinn svigrúm til ákvörðunar um endurskipulagningu aðgreindra þátta almannatryggingakerfisins í áföngum að því tilskildu sem áður er lýst að ekki sé gerður mismunur á þeim bótaþegum sem eru í sömu stöðu og njóta áunnins bótaréttar á sömu forsendum. Í lögskýringargögnum er vísað til þess að breytingar á reglum um örorkulífeyri séu í undirbúningi og við meðferð frumvarpsins á Alþingi var jafnframt ákveðið að bæta stöðu öryrkja með því að hækka framfærsluviðmið sem greiðsla uppbótar miðaðist við. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar síðan á lagaákvæðum um örorkulífeyri. Af því verður með öðru ráðið að stefnumótun á sviði almannatryggingakerfisins sé í stöðugri þróun og endurskoðun þess sé ekki lokið.67. Þegar litið er sérstaklega til stöðu áfrýjanda A og metið hvort ólögmæt mismunun hefur átt sér stað varðandi rétt hennar til aðstoðar verður fyrst að taka mið af þeirri ólíku stöðu sem lýst er að framan um forsendur sem bótaflokkar örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega byggjast á.68. Enn fremur er til þess að líta að heimild til greiðslu sérstakrar framfærsluuppbótar, samkvæmt lögum nr. 99/2007, er ekki fyrir fram áunnin fjárhæð sem skerðist vegna annarra tekna heldur kemur hún aðeins til greiðslu ef tekjur eru undir greindum framfærsluviðmiðum. Í tilviki áfrýjanda A breyttu lög nr. 116/2016 engu um stöðu hennar, þar sem heildartekjur hennar voru áður yfir framfærsluviðmiði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2009, og naut hún því ekki sérstakrar framfærsluuppbótar. Þrátt fyrir hækkun á framfærsluviðmiði fyrir árin 2017 og 2018 voru heildartekjur áfrýjanda A umrædd ár enn yfir þeim viðmiðum.69. Loks ber að líta til þess að bótaflokkar sem áfrýjandi A fékk greitt úr árin 2017 og 2018 samkvæmt lögum nr. 100/2007 voru grunnörorkulífeyrir og tekjutrygging en eftir breytinguna 2016 var þar í báðum tilvikum kveðið á um umtalsvert lægra skerðingarhlutfall vegna tekna, annars vegar 25% og hins vegar 38,35%, heldur en í hinum nýja sameinaða bótaflokki, ellilífeyri.70. Að öllu þessu virtu verður að fallast á með stefnda að lækkunar- og skerðingarhlutföll ellilífeyris í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 sem áfrýjandi A krefst að beitt verði við útreikning sérstakrar uppbótar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007 séu ekki tæk þar sem verið er að bera saman ósambærilega hluti. Efni þessara ákvæða er frábrugðið, tilgangurinn ólíkur og þau taka til mismunandi hópa lífeyrisþega sem ekki eru að öllu leyti í sömu stöðu. 71. Samkvæmt framangreindu var ekki um neina skerðingu að ræða á rétti áfrýjanda A til aðstoðar vegna örorku samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Markmið með setningu laga nr. 116/2016 hvíldi á málefnalegum sjónarmiðum sem fyrr var lýst og lögin tryggðu jafna meðferð lífeyrisþega sem eins var ástatt um að því er varðar áhrif tekna á greiðslur bóta úr almannatryggingum, sbr. einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 15, 16 og 17/2022 þar sem fjallað var um stjórnskipulegt gildi laganna gagnvart ellilífeyrisþegum. Þá fól fyrirkomulag um rétt til sérstakrar framfærsluuppbótar samkvæmt lögum nr. 99/2007 ekki í sér ólögmæta mismunun gagnvart áfrýjanda A þannig að brotið væri gegn fyrirmælum 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar.72. Með sömu rökum verður leyst úr varakröfu áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands. Samkvæmt framangreindu leiddi setning laga nr. 116/2016 ekki til ólögmætrar mismununar gagnvart félagsmönnum í aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands og þar með brots á 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar.2) Um vernd eignarréttinda samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu73. Auk framangreindra stjórnarskrárákvæða vísa áfrýjendur til þess að fyrirkomulag um rétt til sérstakrar framfærsluuppbótar hafi skert eignarréttindi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. einnig 14. gr. sáttmálans um bann við mismunun.74. Árétta verður að málsgrundvöllur áfrýjenda byggist í reynd á því að löggjafanum hafi borið að breyta lagafyrirmælum um áhrif tekna á greiðslur sérstakrar framfærsluuppbótar en ekki að skertur hafi verið réttur sem þegar hafi verið áunninn lögum samkvæmt. Hafa framangreind ákvæði um eignarrétt ekki verið skýrð svo í framkvæmd að þau verndi rétt manna til að öðlast tiltekin gæði eða leggi skyldur á löggjafann til að tryggja hærri greiðslur úr almannatryggingum en þegar eru veitt lögum samkvæmt.75. Þá verður ekki litið svo á að slíkar réttmætar væntingar hafi skapast um tilkall til framfærsluuppbótar að til álita komi að þeir hagsmunir falli undir eignarréttindi áfrýjanda A eða einstakra félagsmanna innan aðildarfélaga áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eða 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 15, 16 og 17/2022 og dóm mannréttindadómstólsins í máli Béláné Nagy gegn Ungverjalandi, nr. 53080/13.76. Samkvæmt því sem rakið hefur verið að framan er öllum málsástæðum áfrýjenda hafnað. Því verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna stefnda af kröfum þeirra í málinu.77. Málskostnaður fyrir Hæstarétti verður felldur niður.Dómsorð:Aðalkröfum áfrýjenda, A og Öryrkjabandalags Íslands, og varakröfu áfrýjanda, A, er vísað frá héraðsdómi.Stefndi, Tryggingastofnun ríkisins, er sýkn af þrautavarakröfu áfrýjanda A og varakröfu áfrýjanda Öryrkjabandalags Íslands.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=78c44d73-2fdd-4eb1-96ef-ca22b131e940&verdictid=2bfa7466-f47f-448b-bfb7-d644879d6b17 |
Mál nr. 46/2023 | Kærumál Frávísun frá Hæstarétti Málskostnaður | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem úrskurður héraðsdóms um þóknun vegna vinnu varnaraðila sem skipaðs verjanda var felldur úr gildi. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að í 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála væri ekki fyrir hendi heimild til þess að kæra til Hæstaréttar fyrrgreindan ágreining. Var málinu því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 2023 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 3. október 2023 í máli nr. 673/2023 þar sem úrskurður héraðsdóms um þóknun vegna vinnu varnaraðila sem skipaðs verjanda við rannsókn sakamáls var felldur úr gildi. Þess er krafist að lagt verði fyrir Landsrétt að kveða upp efnisúrskurð í málinu og að sóknaraðila verði gert að greiða sér kærumálskostnað fyrir Hæstarétti. Um kæruheimild vísar varnaraðili til a-liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.3. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.4. Í úrskurði Landsréttar kom fram að ekki væri tímabært að kveða á um þóknun sóknaraðila eins og gert var í úrskurði héraðsdóms enda væri málinu ekki lokið, sbr. 1. málslið 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008. Var um það vísað til dóms Hæstaréttar 5. maí 2008 í máli nr. 219/2008.5. Heimildir til að kæra úrskurði Landsréttar í sakamálum til Hæstaréttar eru tæmandi taldar í 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 og verða þær skýrðar eftir orðanna hljóðan, sbr. meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. maí 2018 í máli nr. 14/2018. Sú dómsúrlausn sem kæra varnaraðila lýtur að er úrskurður Landsréttar um að hafna því að honum verði ákveðin þóknun vegna starfa sem skipaður verjandi sakbornings áður en máli er lokið á grundvelli 3. málsliðar 2. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurð um slíkan ágreining er ekki heimilt að kæra til Hæstaréttar á grundvelli 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Af þeirri ástæðu verður málinu vísað frá Hæstarétti.6. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=4225ff19-1c6c-43d3-9c33-7a0c82f45d30&verdictid=28786d4c-8707-4efc-b571-c463631b087b |
Mál nr. 7/2023 | Hæfi dómara Vanhæfi Ómerking dóms Landsréttar | Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sérfróður meðdómandi í málinu í Landsrétti hefði verið vanhæfur til að fara með málið og dæma í því á grundvelli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar var því ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. janúar 2023. Hann krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda. Áfrýjandi krefst málskostnaðar á öllum dómstigum verði fallist á kröfur hans en að öðrum kosti verði hann látinn niður falla.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt 10. október 2023 um formhlið þess.Ágreiningsefni og málsatvik5. Stefndi höfðaði mál þetta til heimtu eftirstöðva samningsfjárhæðar samkvæmt verksamningi 8. september 2017 milli aðila, auk greiðslna fyrir aukaverk en stefndi er þrotabú verktakafyrirtækis sem tók að sér að hanna og reisa stálgrindarhús fyrir áfrýjanda. Byggir hann á því að áfrýjanda beri að greiða honum eftirstöðvar svokallaðs fastverðs samkvæmt verksamningi auk greiðslna fyrir tiltekin viðbótar- og aukaverk. Áfrýjandi byggir á hinn bóginn á því að stefndi eigi ekki kröfu til greiðslu eftirstöðva fastverðs þar sem hann hafi ekki lokið verkinu, að ósönnuð sé rétt fjárhæð slíkrar kröfu og að hann eigi í öllu falli rétt til að skuldajafna kröfu sinni um útlagðan kostnað og tafabætur við kröfu stefnda. Þá hafnar áfrýjandi því að stefndi eigi rétt til greiðslna fyrir viðbótar- og aukaverk. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar sem og héraðsdómi.6. Stefndi höfðaði málið á hendur áfrýjanda 20. maí 2019 en bú Fashion Group ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 9. janúar 2020 og tók þrotabúið þá við aðild málsins. Með héraðsdómi var áfrýjanda gert að greiða stefnda 16.368.603 krónur ásamt nánar tilgreindum vöxtum en með dómi Landsréttar var sú fjárhæð lækkuð og áfrýjanda gert að greiða 13.961.451 krónu með nánar tilgreindum vöxtum.7. Áfrýjunarleyfi var veitt 25. janúar 2023 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-162. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til af þeirri ástæðu að sérfróður meðdómandi í málinu, Ásmundur Ingvarsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu með vísan til 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.8. Fyrir Hæstarétti er krafist ómerkingar hins áfrýjaða dóms og var málið flutt sérstaklega um formhlið þess.Málatilbúnaður aðila um formhlið máls9. Áfrýjandi reisir kröfu sína um ómerkingu dóms Landsréttar á því annars vegar að fyrrgreindur meðdómsmaður hafi verið vanhæfur á grundvelli 5. gr. laga nr. 91/1991 til að dæma málið og hins vegar því að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið farið út fyrir kröfugerð aðila í andstöðu við málsforræðisreglu einkamálaréttarfars.0. Um ætlað vanhæfi meðdómsmanns vísar áfrýjandi til þess að hann hafi á verktíma tekið að sér gegn þóknun að yfirfara burðarþolsútreikninga, teikningu af festingu þakplatna og álagsforsendur fyrir stefnda. Fyrir liggi tölvupóstsamskipti milli fyrirsvarsmanns stefnda og meðdómsmannsins þar sem hann staðfesti að hafa unnið þennan þátt verksins fyrir stefnda. Það sé því ljóst að stefndi hafi verið í viðskiptasambandi við meðdómanda og greitt honum fyrir veitta þjónustu vegna sama verks og mál þetta lýtur að. Atvik málsins og aðstæður séu þannig til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni dómarans í efa og geti hann því ekki talist uppfylla kröfur um hæfi, sbr. b- og g-liði 5. gr. laga nr. 91/1991.1. Af hálfu stefnda er því haldið fram að við mat á vanhæfi þurfi að horfa til þess hver sé ágreiningur málsins fyrir dómi. Þannig leiði sérhver aðkoma viðkomandi dómara að tilteknu máli ekki sjálfkrafa til vanhæfis heldur þurfi afskiptin að hafa verið beinlínis tengd því álitaefni sem deilt sé um. Aðkoma meðdómsmannsins að þeim framkvæmdum sem um ræði hafi verið mjög afmörkuð og eingöngu snúið að því að staðfesta og yfirfara tilteknar álagsforsendur tengdar burðarþoli og þakplötum. Afskipti hans af málinu hafi að engu leyti snúið að því sem deilt sé um og hann hvorki gætt réttar stefnda né veitt honum ólögskyldar leiðbeiningar um álitaefni málsins í skilningi b-liðar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Að mati stefnda hafi meðdómsmaðurinn því ekki verið vanhæfur og hafna beri því kröfu áfrýjanda um ómerkingu dómsins, hvort sem hún sé reist á b- eða g- liðum 5. gr. laganna.2. Hvað varðar kröfugerð stefnda og niðurstöðu Landsréttar byggir áfrýjandi á því að dómkröfur stefnda séu verulega vanreifaðar og að það hefði með réttu borið að vísa málinu frá héraðsdómi. Fjárhæðir krafna séu hvergi sundurliðaðar og ekki sé miðað við gengi evru á degi lokaúttektar óháð því hvenær innborganir bárust. Þá byggi Landsréttur niðurstöðu sína ranglega á því að fjárhæð kröfu um ógreiddar eftirstöðvar samkvæmt verksamningi hafi verið viðurkennd af hálfu áfrýjanda í bréfi 21. mars 2019. Á því hafi ekki verið byggt af hálfu stefnda í málinu. Með þessu hafi Landsréttur farið út fyrir kröfugerð aðila.3. Stefndi hafnar því að málatilbúnaður um grundvöll samningsfjárhæðar hafi verið svo vanreifaður að varða hafi átt frávísun. Þá mótmælir stefndi því að Landsréttur hafi í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð stefnda. Þvert á móti hafi Landsréttur byggt á málsástæðum stefnda sem og þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu.Niðurstaða4. Við úrlausn á kröfu um ómerkingu hins áfrýjaða dóms verður fyrst tekin afstaða til ætlaðs vanhæfis meðdómsmannsins Ásmundar Ingvarssonar. Verði hann talinn hafa verið hæfur til að leggja dóm á málið kemur til skoðunar sú málsástæða að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið farið út fyrir kröfugerð aðila.5. Svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að fyrrnefndum lögum segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og aðilar njóti jafnræðis að því leyti en ákvæðið sæki fyrirmynd sína í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þar segir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti skuli hann eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.6. Við mat á hæfi dómara til að fara með mál er til þess að líta að tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum er ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál ef hann er hlutdrægur gagnvart aðilum þess eða sakarefni, heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að dómari standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Sé slíkur vafi er óhjákvæmilegt að dómari víki sæti, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 1. mars 2023 í máli nr. 40/2022.7. Fyrirmæli um sérstakt hæfi dómara til að fara með og dæma einkamál eru í 5. gr. laga nr. 91/1991. Þar er lýst nánar tilgreindum atvikum eða aðstæðum í liðum a til f. Þegar þeim liðum sleppir segir síðan í g-lið greinarinnar að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.8. Dómari gætir hæfis síns og meðdómsmanna af sjálfsdáðum, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991. Gildir sú regla á öllum dómstigum, sbr. 166. og 190. gr. laganna. Af því leiðir að dómara ber að víkja sæti ef vanhæfisástæða er fyrir hendi þótt málsaðili hafi ekki uppi kröfu um það. Hvað varðar skyldu dómara til að gæta sjálfur að hæfi sínu hefur ekki þýðingu hvort ástæða vanhæfis eru þau atriði sem rakin eru í liðum a til f í 5. gr. eða þau atvik eða aðstæður sem tilgreind eru í g-lið sömu greinar enda standa til þess ríkir hagsmunir samkvæmt framansögðu að vanhæfur dómari dæmi ekki mál.9. Samkvæmt b-lið 5. gr. laga nr. 91/1991 er dómari vanhæfur til að fara með og dæma mál hafi hann „gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt aðila ólögskyldar leiðbeiningar um það”. Við túlkun þess hluta ákvæðisins sem til álita kemur í þessu samhengi, að dómari hafi gætt réttar aðila varðandi sakarefni, er ástæða til þess að staldra við ummæli í skýringum með 5. gr. laganna í frumvarpi til þeirra. Þar segir að reglu b-liðar 5. gr. væri ætlað að svara til ákvæðis 5. töluliðar 36. gr. eldri laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, eins og það ákvæði hefði mótast í réttarframkvæmd. Var sú regla efnislega á þá leið að dómara bæri að víkja sæti hefði hann flutt mál eða leiðbeint aðila í því. Hafa umrædd fyrirmæli b-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 til samræmis við þetta verið skýrð á þann veg að hagsmunagæsla dómara verði að hafa varðað beinlínis það sakarefni sem á reynir í viðkomandi dómsmáli. Dæmigert tilvik þess efnis fælist í því að dómari hefði komið að máli á fyrri stigum sem lögmaður eða lögfræðilegur ráðgjafi, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 16. nóvember 2022 í máli nr. 32/2022, en utan ákvæðisins falla hins vegar þau tilvik þegar hagsmunagæsla varðar annað sakarefni en það sem dómari hefur til úrlausnar, sbr. dóma Hæstaréttar 26. mars 2019 í máli nr. 14/2019 og 10. desember 2020 í máli nr. 20/2020. Ákvæðið verður þó ekki skýrt svo fortakslaust að það taki einungis til lögfræðilegrar ráðgjafar. Allt að einu má ljóst vera að sú sérfræðilega þjónusta sem meðdómsmaðurinn veitti stefnda á verktímanum og fyrr er rakin fellur ekki undir b-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Verður niðurstaða um vanhæfi hans því ekki reist á þeirri lagareglu.20. Fyrr eru rakin þau fyrirmæli g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 að dómari sé vanhæfur til þess að fara með mál séu fyrir hendi „önnur atvik eða aðstæður“ sem séu til þess fallnar að draga „óhlutdrægni hans með réttu í efa“. Því hefur ekki verið mótmælt að meðdómandinn hafi þegið greiðslu fyrir tiltekna verkfræðilega útreikninga sem hann kom að fyrir stefnda á verktímanum. Þótt vinna meðdómsmannsins hafi ekki snúið beinlínis að þeim þáttum verksins sem deilt er um í málinu verður sakarefni þess ekki aðgreint frá þeim starfa með þeim hætti sem lagt er upp með af hálfu stefnda. Er þessi aðstaða til þess fallin að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa og stendur því í vegi að dómur sem hann situr í hafi yfir sér það yfirbragð hlutleysis sem gerð verður krafa um eigi dómstólar að skapa sér það traust sem nauðsynlegt er að þeir njóti í lýðræðisþjóðfélagi. Var dómarinn við þessar aðstæður því vanhæfur til að dæma málið, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Hinn áfrýjaði dómur verður af þessum sökum ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar á ný fyrir Landsrétti.21. Rétt er að hvor aðili greiði sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=71630eee-c012-4fdb-8cb7-a497486c1d01&verdictid=67b3e328-c80d-4b0e-9cac-70d5901d088b |
Mál nr. 45/2023 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti Aðfinnslur Sérálit | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem Landsréttur hafði staðfest úrskurð héraðsdóms en vísað frá dómi kröfum A gegn varnaraðilunum F, G, V hf. og H ehf. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að úrskurður Landsréttar gæti sætt kæru til Hæstaréttar ef ekki hefðu verið staðfest ákvæði í dómi héraðsdóms um frávísun. Brast því heimild til að kæra úrskurð Landsréttar í málinu og var því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. september 2023 sem barst réttinum 26. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust 28. þess mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 12. september 2023 í máli nr. 544/2023 þar sem úrskurður héraðsdóms um að málinu væri vísað frá dómi var staðfestur en einnig var vísað frá Landsrétti kröfum á hendur varnaraðilunum F, G, Verði tryggingum hf. og H fasteignasölu ehf. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til a-liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar verði felldir úr gildi og héraðsdómi verði gert að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.4. Varnaraðilarnir F og G krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar en til þrautavara að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefjast þau kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.5. Varnaraðilarnir Fasteignasalan C ehf., D, E og Vörður tryggingar hf. krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.6. Varnaraðilinn H fasteignasala ehf. krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að úrskurður Landsréttar verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar, auk álags og jafnframt að lögmanni sóknaraðila verði, sameiginlega með sóknaraðila, gert að greiða kærumálskostnað auk álags.Málsatvik7. Með úrskurði héraðsdóms 4. júlí 2023 var máli sóknaraðila gegn öllum varnaraðilum vísað frá héraðsdómi. 8. Sóknaraðili kærði úrskurðinn til Landsréttar með kæru 11. júlí 2023 og kom fram í kærunni að varnaraðilar væru Fasteignasalan C ehf., D og E. Í greinargerð sóknaraðila til Landsréttar var hins vegar ekki tiltekið hverjir væru varnaraðilar. Þeir sem staðið höfðu til varnar í héraðsdómi skiluðu allir greinargerð til Landsréttar af sinni hálfu. Kröfðust varnaraðilar F og G þess aðallega fyrir Landsrétti að máli þeirra yrði vísað frá réttinum hvað þau varðaði en til vara kröfðust þau staðfestingar á úrskurði héraðsdóms. Aðrir varnaraðilar, þar á meðal réttargæslustefndu í héraði, kröfðust staðfestingar á úrskurði héraðsdóms.9. Með hinum kærða úrskurði var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur en málinu vísað frá Landsrétti varðandi varnaraðilana F, G, Vörð Tryggingar hf. og H fasteignasölu ehf., þar sem „kæru málsins [var] ekki beint að varnaraðilunum F, G, Verði Tryggingum hf. og H fasteignasölu ehf“. Þá var sóknaraðila gert að greiða öllum varnaraðilum kærumálskostnað fyrir Landsrétti.Niðurstaða0. Sóknaraðili hefur um kæruheimild vísað til a-liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar bendir hann meðal annars á að frávísun Landsréttar hvað varði varnaraðilana F, G, Vörð Tryggingar hf. og H fasteignasölu ehf. standist ekki þar sem þau hafi ekki verið málsaðilar að kærumálinu fyrir Landsrétti. Engu að síður hefur hann, í stað þess að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins sem varðaði frávísun málsins frá Landsrétti varðandi þá varnaraðila og kærumálskostnað sem honum var gert að greiða þeim, kosið að haga kröfugerð sinni hér fyrir dómi með þeim hætti að krefjast þess að „úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar verði felldir úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar“. Þessi kröfugerð verður ekki skilin á annan veg en að krafist sé endurskoðunar á þeirri niðurstöðu Landsréttar að staðfesta frávísunarúrskurð héraðsdóms.1. Í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið á um að dómsathafnir Landsréttar sæti kæru til Hæstaréttar ef um er að ræða frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti eða niðurfellingu máls að hluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti ef ekki er um að ræða staðfestingu á slíkri dómsathöfn héraðsdóms. Að öðru leyti eru kæruheimildir til Hæstaréttar tæmandi taldar í stafliðum b til e í 1. mgr. 167. gr. laganna en engin þeirra á við í máli þessu. Með hinum kærða úrskurði var staðfest niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins frá héraðsdómi og brast sóknaraðila samkvæmt framangreindu kæruheimild til Hæstaréttar. Kröfum hans verður því vísað frá Hæstarétti.2. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði, en ekki eru efni til að fallast á kröfu varnaraðila, H fasteignasölu ehf., um álag á kærumálskostnað eða til að dæma umboðsmann sóknaraðila til að greiða málskostnað sameiginlega með honum. Einn dómenda, Karl Axelsson, telur rétt að taka til greina kröfu um álag á kærumálskostnað samkvæmt 4. mgr. 131. gr., sbr. 2. mgr. 174. gr. laga nr. 91/1991.3. Það athugast að sóknaraðili afhenti réttinum málsgögn sem eru í verulegu ósamræmi við reglur Hæstaréttar nr. 140/2018 um kærumálsgögn í einkamálum sem settar eru samkvæmt 4. mgr. 171. gr. laga nr. 91/1991. Skortir mjög á að hann hafi lagt fyrir Hæstarétt þau skjöl sem greinir í 5. gr. fyrrgreindra reglna. Er þetta aðfinnsluvert. Þá athugast jafnframt að kröfur sem réttargæslustefndu hafa gert fyrir Landsrétti og hér fyrir dómi samrýmast ekki 2. mgr. 21. gr. laga nr. 91/1991.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Sóknaraðili, A, greiði varnaraðilum, Fasteignasölunni C ehf., D, E, F, G og Verði tryggingum hf. hverjum fyrir sig 200.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.Sóknaraðili greiði varnaraðila, H fasteignasölu ehf., 300.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=49a43fe3-b5c3-4ab4-83fa-792e96eff6ff&verdictid=07a9a4ab-ee3b-4c35-9826-fc6a77f40ea7 |
Mál nr. 32/2023 | Kærumál Börn Faðerni Vefengingarmál Mannerfðafræðileg rannsókn Friðhelgi einkalífs Stjórnarskrá | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem kröfu A og B um mannerfðafræðilega rannsókn á grundvelli 15. gr. barnalaga var hafnað. Laut krafan að því að rannsókn skyldi fara fram á því hvort að sonur C væri sonur látins föður A og B en þau höfðu höfðað mál til vefengingar á því. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að drengurinn hefði verið feðraður samkvæmt 2. mgr. 2. gr. barnalaga þar sem foreldrar hans voru í hjúskap þegar hann fæddist. Þá tók rétturinn fram að þeir persónulegu hagir sem fólgnir væru í faðerni barns allt frá fæðingu væru þáttur í einkalífi þess sem varið væri af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í ljósi þess að ekki lægi annað fyrir í málinu en einhliða staðhæfingar A og B yrði lagt til grundvallar að hagsmunir sonar C af því að þurfa ekki að þola inngrip með mannerfðafræðilegri rannsókn vægu þyngra en hagsmunir A og B af því að slík rannsókn færi fram. Yrði jafnframt að hafa í huga grunnreglu barnaréttar um að það sem væri barni fyrir bestu skyldi ávallt hafa forgang þegar teknar væru ákvarðanir um málefni barna. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru sem barst Landsrétti 8. júní 2023. Kærumálsgögn bárust Hæstarétti 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 26. maí 2023 í máli nr. 282/2023 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um mannerfðafræðilega rannsókn á grundvelli 15. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðilar krefjast þess að slík rannsókn fari fram á lífsýnum úr E, D og að auki sóknaraðilum ef þörf krefur. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar.3. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á því hvort E, sem varnaraðili ól […] 2011, sé sonur D, föður sóknaraðila, en þau höfðuðu mál til vefengingar á því að barnið væri sonur föður þeirra. Aðila greinir á um hvaða sönnunarkröfur séu gerðar í vefengingarmálum samkvæmt 21. gr. barnalaga, svo og þýðingu 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 um friðhelgi einkalífs fyrir það sakarefni sem hér er til úrlausnar.5. Með úrskurði héraðsdóms 4. apríl 2023 var fallist á kröfu sóknaraðila um að rannsóknin færi fram. Eins og áður greinir var þeirri kröfu hafnað með hinum kærða úrskurði.6. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar var veitt 22. júní 2023, með ákvörðun réttarins nr. 2023-75, á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um skýringu síðari málsliðar 1. mgr. 21. gr. barnalaga í ljósi 71. gr. stjórnarskrárinnar. Því var talið að fullnægt væri skilyrðum til málskots, sbr. 2. mgr. 167. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og 1. mgr. 15. gr. barnalaga.Málsatvik7. Varnaraðili og D munu hafa kynnst árið 2004. D átti þá tvö uppkomin börn og eru þau sóknaraðilar málsins. Eftir að varnaraðili og D hófu samband sitt munu þau um miðjan mars 2005 hafa flutt í húsnæði sem D lét reisa á […]. Þar gengu þau síðan í hjónaband […] júní 2005. Fram kemur í gögnum málsins að þau hafi dvalið til skiptis á Íslandi og […].8. Eftir liðlega fimm ára hjúskap þeirra varð varnaraðili þunguð og eignaðist hún soninn E […] 2011, eins og áður getur. Hann fékk upphaflega kenninafnið […] en með nafnabreytingu 6. september 2011 var því breytt í […]. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. barnalaga telst D faðir barnsins og kemur faðernið fram á persónuvottorði Þjóðskrár 1. janúar 2023. Jafnframt kemur faðernið fram á fæðingarvottorði […] október[…] 2011 sem gefið var út í […].9. D lést […] 2022 og er varnaraðili ekkja hans. Í kjölfarið fóru sóknaraðilar þess á leit við hana að fram færi mannerfðafræðileg rannsókn á því hvort D væri faðir E en því hafnaði hún. Af þeim sökum höfðuðu sóknaraðilar málið 28. nóvember 2022 til vefengingar á faðerninu. Þau krefjast þess á grundvelli 15. gr. barnalaga, svo sem fyrr greinir, að gerð verði mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum úr látnum föður þeirra, E og þeim sjálfum ef þörf krefur vegna sönnunarfærslu í málinu.Málsástæður0. Sóknaraðilar halda því fram að faðir þeirra hafi fyrir fæðingu E ítrekað sakað varnaraðila um hjúskaparbrot og eftir fæðingu drengsins staðhæft við sóknaraðila að útilokað væri að hann væri faðir hans. Af þessum sökum telja sóknaraðilar vafa leika á faðerninu og því hvort drengurinn er hálfbróðir þeirra. Þau hafi þannig lögvarða hagsmuni af því að fá úr þessu skorið bæði vegna hugsanlegra ættartengsla og vegna þeirra áhrifa sem þetta hafi við skipti á dánarbúi föður sóknaraðila.1. Sóknaraðilar vísa til þess að þau hafi heimild til að höfða mál til vefengingar á faðerni á grundvelli síðari málsliðar 1. mgr. 21. gr. barnalaga. Því geti þau krafist þess að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn samkvæmt 15. gr. laganna til að leiða í ljós hvort D hafi verið faðir drengsins. Þau halda því fram að 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs hindri ekki að rannsókn af því tagi fari fram. Þvert á móti hafi þau stjórnarskrárbundnu réttindi barnsins verið takmörkuð með lögum í þágu brýnna hagsmuna annarra, sbr. 3. mgr. sömu greinar, svo að kleift sé að leiða í ljós eða hnekkja faðerni þess. Þannig hafi löggjafinn metið það svo að brýn nauðsyn væri til að játa erfingjum látins manns rétt til að vefengja faðerni systkina sinna og standist sú lagasetning í öllu tilliti.2. Varnaraðili bendir á að sóknaraðilar hafi ekki lagt fram nein gögn til stuðnings þeirri staðhæfingu sinni að D hafi dregið í efa að hann væri faðir E. Jafnframt telur varnaraðili að sóknaraðilar hafi ekki leitt neinar líkur að því að ástæða hefði verið fyrir D að vefengja faðernið.3. Varnaraðili heldur því fram að syni hennar verði ekki gegn vilja sínum gert að þola mannerfðafræðilega rannsókn nema það samrýmist 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í því sambandi vísar hún til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að brýn nauðsyn standi til þeirrar skerðingar á réttindum barnsins eða að þeir hagsmunir sem búi þar að baki vegi þyngra en að barnið njóti friðhelgi um einkalíf sitt. Þannig sé ekki fullnægt áskilnaði 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar til að þau réttindi barnsins verði takmörkuð.Löggjöf4. Það sakarefni sem hér er til úrlausnar snertir einkalíf og fjölskyldu málsaðila og sonar varnaraðila. Þeir hagsmunir njóta verndar stjórnarskrár en þar segir í 1. mgr. 71. gr. að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þó er heimilt samkvæmt 3. mgr. þeirrar greinar að takmarka með sérstakri lagaheimild friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Hliðstæð ákvæði eru í 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, og hefur stjórnarskrárákvæðið verið skýrt í ljósi þess ákvæðis sáttmálans og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu þar um.5. Enn fremur koma hér til álita fyrirmæli 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í greinargerð með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, en með þeim var umræddu ákvæði bætt inn í stjórnarskrá, kemur fram að ákvæðið sæki fyrirmynd til 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989, sbr. lög nr. 19/2013. Þar kemur meðal annars fram að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.6. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. barnalaga telst eiginmaður móður barns faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hér er um að ræða svokallaða pater est-reglu barnaréttar. Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna getur eiginmaður móður barns höfðað mál til vefengingar á faðerni þess en að honum látnum geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál. Þessi heimild fyrir erfingja eiginmanns hefur lengi verið í lögum, sbr. 1. mgr. 52. gr. barnalaga nr. 20/1992, 1. mgr. 4. gr. barnalaga nr. 9/1981 og 2. gr. laga nr. 57/1921 um afstöðu foreldra til skilgetinna barna. Mál til vefengingar á faðerni barns sem faðir höfðar, eða sá sem í stað hans kemur, skal höfðað á hendur móður barnsins, sbr. 3. mgr. 21. gr. barnalaga7. Samkvæmt 22. gr. barnalaga fer um mannerfðafræðilega rannsókn vegna vefengingarmáls eftir 15. gr. laganna en 1. til 3. málsliður 1. mgr. ákvæðisins hljóða svo:Dómari getur, samkvæmt kröfu, ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn verði gerð á aðilum máls og barninu og enn fremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Eru þeir sem í hlut eiga skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræðilegra kannana. Dómari getur með sama hætti ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á foreldrum og eftir atvikum systkinum aðilanna, svo og á öðrum börnum þeirra.Niðurstaða8. Svo sem hér hefur verið rakið voru varnaraðili og D í hjúskap þegar E fæddist. D telst því faðir drengsins samkvæmt 2. mgr. 2. gr. barnalaga. Þeir persónulegu hagir sem fólgnir eru í faðerni barns allt frá fæðingu eru þáttur í einkalífi þess sem varið er af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í því felst réttur drengsins til að njóta friðar um þá hagsmuni. Á hinn bóginn er þess að gæta að réttur sóknaraðila til að vita hvort líffræðilegur skyldleiki sé milli þeirra og drengsins er einnig þáttur í einkahögum þeirra sem getur að sínu leyti jafnframt notið stjórnarskrárverndar. Bæði sóknaraðilar og E hafa síðan fjárhagslega hagsmuni af því hvort faðerninu verði hnekkt vegna töku arfs eftir D en arfshluti sóknaraðila yrði meiri sem nemur hlut E ef hann tekur ekki arf eftir D.9. Í dómum Hæstaréttar 28. janúar 2014 í máli nr. 800/2013 og 18. janúar 2017 í máli nr. 866/2016 komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að í friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar fælist réttur sérhvers manns til að þekkja uppruna sinn, þar á meðal faðerni sitt, svo og réttur til að aðrir röskuðu ekki þessari friðhelgi nema brýna nauðsyn bæri til, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Að teknu tilliti til þessara þátta voru ákvæði 1. og 2. mgr. 10. gr. barnalaga skýrð þannig að skilyrði þess að faðernismál yrði höfðað væri að færðar hefðu verið líkur fyrir því að maður, sem talinn væri faðir barns, hefði haft samfarir við móður þess. Eðli máls samkvæmt gildir það sama um vefengingarmál og verður því að leiða einhver líkindi að því að barn sé ranglega feðrað, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins 25. apríl 2007 í máli nr. 204/2007. Í þeim efnum verður þó að gæta þess að jafnan er erfitt að afla gagna eða upplýsinga um málefni af þessum toga og á það bæði við um vefengingarmál og faðernismál. Eftir atvikum getur það haft áhrif á kröfur sem gerðar eru til sönnunar en vægari kröfur verða gerðar í þeim efnum til barns sem sjálft leitast við að leiða í ljós uppruna sinn en ættmenna sem reyna að fá faðerni þess hnekkt. Í þessu máli liggur ekkert annað fyrir um að barnið kunni að vera ranglega feðrað en einhliða staðhæfingar sóknaraðila.20. Með 1. mgr. 21. gr. barnalaga, svo og fyrirmælum 15. gr. um skyldu til að gangast undir mannerfðafræðilega rannsókn, hefur löggjafinn veitt lagaheimild til að friðhelgi einkalífs barns geti sætt takmörkunum vegna hagsmuna erfingja föður sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum. Er því fullnægt áskilnaði 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar um að með sérstakri lagaheimild megi takmarka friðhelgi einkalífs vegna réttinda annarra. Að því gættu kemur til skoðunar hvort brýna nauðsyn beri til, í samræmi við niðurlag sömu málsgreinar, að takmarka einkalífsvernd barnsins vegna fyrrgreindra réttinda sóknaraðila. Hér vegast því á þeir hagsmunir barns að njóta friðar um einkahagi sína og þeirra hagsmuna sem erfingjar látins manns hafa af því fá upplýsingar um líffræðilegan skyldleika sinn við barnið.21. Svo sem áður er rakið fæddist E í hjúskap varnaraðila og D árið 2011. Þegar D andaðist var drengurinn 11 ára. Sóknaraðilar reisa málatilbúnað sinn á því að faðir þeirra hafi fyrir fæðingu drengsins ítrekað sakað varnaraðila um hjúskaparbrot og eftir fæðinguna staðhæft við sóknaraðila að útilokað væri að hann væri faðir drengsins. Ekkert hefur komið fram um að D hafi gert neinn reka að því að fá skorið úr um hvort hann væri faðir drengsins. Þvert á móti liggur ekki annað fyrir en að hann hafi ásamt varnaraðila annast drenginn og alið hann upp sem sinn. Þótt sóknaraðilar, sem eiga sjálfstæða aðild að máli til vefengingar á faðerni, séu ekki bundnir af þessu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. nóvember 2007 í máli nr. 583/2007, hefur þetta áhrif við mat á hagsmunum drengsins með tilliti til þeirra kröfu sem sóknaraðilar hafa uppi í málinu. Í þeim efnum ber að líta til þess að drengurinn var frá fæðingu til 11 ára aldurs í sameiginlegri umsjá varnaraðila og D þegar hann lést.22. Í ljósi þess að ekki liggur annað fyrir í málinu en einhliða staðhæfingar sóknaraðila til stuðnings því að drengurinn sé ranglega feðraður verður lagt til grundvallar, eins og mál þetta er vaxið, að hagsmunir hans af því að þurfa ekki að þola inngrip með mannerfðafræðilegri rannsókn vegi þyngra en þeir hagsmunir sóknaraðila að slík rannsókn fari fram. Ber þá einnig að hafa í huga þá grunnreglu barnaréttar að ávallt skuli hafa forgang það sem barni er fyrir bestu þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess, sbr. 2. mgr. 1. gr. barnalaga. Þessi regla á sér einnig stoð í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar en um vægi hennar má til hliðsjónar benda á dóm Hæstaréttar 10. mars 2020 í máli nr. 58/2019. Þá ber að skýra fyrrgreind ákvæði með hliðsjón af 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Loks geta fjárhagslegir hagsmunir sóknaraðila af því að girða fyrir að drengurinn taki arf eftir föður sinn ekki skipt hér máli þegar litið er til ríkra hagsmuna hans af því að einkalíf hans verði verndað. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur.23. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðilum gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðilar, A og B, greiði óskipt varnaraðila, C, 900.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=212c5e51-0e16-42a7-9650-14a0eccd7dbf&verdictid=0e80f779-11d8-464a-8ccc-3e6d04219e94 |
Mál nr. 56/2022 | Endurupptaka Markaðsmisnotkun Fjármálafyrirtæki | Með úrskurði endurupptökudóms í máli nr. 15/2022 var fallist á beiðni ÍG um endurupptöku á máli nr. 842/2014, sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016 hvað hann varðar. Í málinu var ÍG, sem forstöðumaður eigin fjárfestinga L hf., ákærður fyrir markaðsmisnotkun sem lýst var í 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að starfshættir deildar eigin fjárfestingar L hf. hefðu gefið eða verið líklegir til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í L hf. ranglega eða misvísandi til kynna, sbr. 3. tölulið 2. mgr. 17. gr. laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sbr. 15. gr. og i-lið a-liðar 1. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014, sbr. áður a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Tekið var fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella ÍG fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í hinum áfrýjaða dómi, það er 29. september til 3. október 2008. Var talið sannað að starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu ekki framkvæmt hin umfangsmiklu kaup á eigin bréfum á fyrrnefndu tímabili án vitundar og samþykkis ÍG og að viðskiptin sem um ræddi hefðu verið að undirlagi hans. Var því niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ÍG staðfest. Tekið var fram að honum var ekki gerð sérstök refsing í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson og landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Þorgeir Ingi Njálsson.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 31. október 2022 í máli nr. 15/2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 842/2014, hvað hann varðar, sem dæmt var 4. febrúar 2016. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 2. nóvember 2022 sem birt var ákærða 10. sama mánaðar.3. Ákæruvaldið krefst þess að staðfestur verði dómur héraðsdóms um sakfellingu ákærða en að honum verði ekki gerð sérstök refsing. Þá krefst ákæruvaldið þess að ákvörðun héraðsdóms um sakarkostnað verði staðfest. Jafnframt er þess krafist að allur kostnaður vegna hæstaréttarmálsins nr. 842/2014 og allur kostnaður fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku málsins verði greiddur úr ríkissjóði.4. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en til vara að honum verði ekki gerð sérstök refsing. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði.Ágreiningsefni5. Með bréfi 19. október 2010 beindi Fjármálaeftirlitið kæru til sérstaks saksóknara vegna ætlaðrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu frá maí 2003 til október 2008. Í kærunni kom meðal annars fram að Kauphöll Íslands hf. hefði í október 2008 vakið athygli Fjármálaeftirlitsins á grunsamlegum viðskiptum í aðdraganda falls viðskiptabankanna þriggja og sent minnisblað til stofnunarinnar í janúar 2009 þar sem viðskiptin voru nánar rakin. Í kæru Fjármálaeftirlitsins voru 18 fyrrverandi starfsmenn Landsbanka Íslands hf., þar á meðal ákærði, sakaðir um brot á lögum nr. 108/2007, sem þá hétu lög um verðbréfaviðskipti, vegna framangreindrar háttsemi. Lögin heita nú lög um yfirtökur en helstu efnisatriði um markaðssvik er nú að finna í lögum nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum sem innleiddu reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins [ESB] nr. 596/2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004/72/EB.6. Embætti sérstaks saksóknara gaf út ákæru 15. mars 2013 á hendur ákærða auk fimm annarra fyrrverandi starfsmanna Landsbanka Íslands hf. Í I. kafla ákærunnar var fjallað um ætlað brot ákærða. Þar var honum sem forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf., ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, gefin að sök „markaðsmisnotkun í sameiningu í störfum sínum fyrir bankann í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf. [...] á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna“. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð framkvæmd af tveimur starfsmönnum bankans að undirlagi ákærða og bankastjóra Landsbanka Íslands hf. með nánar tilgreindum hætti. Var háttsemin talin varða við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007.7. Með héraðsdómi 19. nóvember 2014 var ákærði sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun dagana 29. september til 3. október 2008 vegna viðskipta eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. með hlutabréf í bankanum sjálfum á fyrrgreindum dögum. Eins og þar greinir nánar þótti sannað að ákærði hefði komið að viðskiptum starfsmanns bankans, dómfellda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, síðustu starfsdaga bankans og að þau hefðu verið að hans undirlagi, svo sem í ákæru greindi. Með viðskiptunum hefði verið tryggt óeðlilegt verð og búið til verð á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. og jafnframt gefið eða verið líklegt til að gefa framboð, eftirspurn eða verð bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna. Hins vegar var sýknað af sakargiftum sem tóku til viðskipta sem annar starfsmaður bankans, X, annaðist. Brot ákærða var talið varða við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007. Refsing hans var ákveðin fangelsi í níu mánuði en fullnustu sex mánaða hennar frestað skilorðsbundið til tveggja ára héldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.8. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 var ákærði sakfelldur fyrir að hafa gefið dómfellda Júlíusi og X fyrirmæli um hvernig þeir hefðu almennt átt að standa að viðskiptum með hluti Landsbanka Íslands hf. í kauphöll á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga og að hafa fylgst náið með þeim. Þótti ekki leika neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða sem dómfelldi og X gerðu og þau umfangsmiklu viðskipti sem þeir áttu þátt í að koma á hefðu gefið eða verið í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega og misvísandi til kynna. Þótti sannað að ákærði hefði af ásettu ráði gerst sekur um brot gegn a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Var refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár.Endurupptaka málsins9. Ákærði vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem hann taldi að brotið hefði verið gegn rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Undir rekstri málsins fyrir dómstólnum náðist sátt í október 2020. Fól hún meðal annars í sér að íslenska ríkið gekkst við því að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. sáttmálans við málsmeðferðina. Var þar sérstaklega vísað til dóms mannréttindadómstólsins 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14, Z gegn Íslandi. Í sáttinni var jafnframt tekið fram að ákærði ætti þess kost að óska eftir endurupptöku málsins samkvæmt heimild í XXXV. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var þar sérstaklega vísað til laga nr. 47/2020 sem taka áttu gildi 1. desember 2020. Í kjölfarið tók Mannréttindadómstóll Evrópu ákvörðun 2. febrúar 2021 um að fella málið niður, enda hefði sáttin falið í sér fullnægjandi lyktir málsins fyrir dómstólnum. Þar var jafnframt vikið að því að ákærði ætti samkvæmt yfirlýsingu íslenska ríkisins kost á að leita endurupptöku málsins.0. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. júlí 2022 fór ákærði þess á leit að mál sitt yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að nefndur dómur Mannréttindadómstólsins teldist ný gögn eða upplýsingar í skilningi a-liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Einnig var því haldið fram að verulegir gallar hefðu verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti þannig að áhrif hefði haft á niðurstöðu þess, sbr. d-lið sömu málsgreinar. Byggði ákærði í fyrsta lagi á því að einn dómara málsins í Hæstarétti hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna hlutabréfaeignar hans í Landsbanka Íslands hf. og í öðru lagi á því að brotið hefði verið gegn rétti hans til milliliðalausrar málsmeðferðar sem þætti í réttlátri málsmeðferð í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.1. Með úrskurði Endurupptökudóms var beiðni ákærða tekin til greina. Niðurstaðan var reist á 1. mgr. 232. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo sem þeim var breytt með lögum nr. 47/2020, á þeim grundvelli að meðferð máls ákærða sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 hefði verið haldin verulegum göllum í skilningi d-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 vegna vanhæfis eins dómara þess. Yrði að leggja til grundvallar að slíkur annmarki teldist þess eðlis að geta haft áhrif á niðurstöðu máls. Þegar af þeirri ástæðu var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku málsins hvað hann varðaði.2. Að því er varðaði aðra dómfelldu í máli nr. 842/2014 var í kjölfar endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti dæmt að nýju um þátt dómfellda Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar með dómi réttarins 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019. Var þar lagt til grundvallar að starfshættir deildar eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. hefðu gefið eða verið líklegir til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í bankanum ranglega eða misvísandi til kynna, sbr. a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007. Eins og málið lá fyrir réttinum og að gættum fyrirmælum 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu dómfellda fyrir brot á tímabilinu 29. september til 3. október 2008.3. Jafnframt var með úrskurði Endurupptökudóms 19. maí 2022 í máli nr. 9/2022 fallist á beiðni X, sem einnig var dómfelldur í máli nr. 842/2014, um endurupptöku málsins að því er hann varðaði. Með dómi Hæstaréttar 1. mars 2023 í máli nr. 38/2022 var fallist á kröfu málsaðila um að vísa málinu frá Hæstarétti. Er því endanleg niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu hans.Um málatilbúnað aðila4. Í máli þessu er einungis til endurskoðunar sá hluti I. kafla ákæru þar sem fjallað er um ætlað brot ákærða og afmarkast hún jafnframt af kröfugerð ákæruvaldsins í málinu. Af hálfu ákæruvaldsins hefur sem fyrr segir verið krafist staðfestingar á héraðsdómi hvað ákærða varðar og að hann verði sakfelldur fyrir brot það tímabil sem um getur í hinum áfrýjaða dómi, það er 29. september til 3. október 2008. Hefur því verið fallið frá I. kafla ákæru að því er varðar þá háttsemi ákærða sem þar er lýst og lýtur að tímabilinu fram til 29. september 2008.5. Varnir ákærða hafa einkum lotið að því að hann hafi ekki haft yfirsýn yfir einstök viðskipti deildar eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. og að hann hafi ekki haft aðkomu að einstökum viðskiptum sem fjallað er um í I. kafla ákæru á því tímabili sem er til umfjöllunar. Þá verði refsiábyrgð ekki reist á stöðu hans innan Landsbanka Íslands hf. auk þess sem hann hafi verið í villu um ólögmæti viðskipta með eigin hluti í bankanum. Einnig byggir ákærði á því að málatilbúnaði ákæruvaldsins sé áfátt í ljósi lagaskilareglna enda hafi löggjöf á fjármálamarkaði breyst verulega eftir að ákæra var gefin út, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Þá byggir ákærði málsvörn sína á því að það sé í andstöðu við meginregluna um skýrleika refsiheimilda að grundvalla sakfellingu í refsimáli á gagnályktun frá undantekningarreglu, svo sem Hæstiréttur hafi gert við afmörkun á gildissviði 117. gr. laga nr. 108/2007, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 35/2019.Niðurstaða6. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrðin á ákæruvaldinu og í 1. mgr. 109. gr. laganna segir að dómari meti hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafa, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Með lögum nr. 49/2016 var felld úr gildi heimild fyrir Hæstarétt til að ákveða að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir réttinum, sbr. lög nr. 47/2020 og dóm Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022, sbr. nú lög nr. 15/2023. Í þessu samhengi er til þess að líta að ákærði óskaði ekki eftir því að fram færi munnleg sönnunarfærsla heldur krafðist þess fyrir Endurupptökudómi að málið yrði rekið fyrir Hæstarétti, en eins og fram kemur í úrskurði dómsins var málið endurupptekið af þeirri ástæðu að einn dómenda hefði verið vanhæfur til setu í dómi. Eins og mál þetta liggur nú fyrir dómi og í ljósi kröfugerðar ákæruvaldsins kemur einungis til skoðunar hvort fallist verði á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða, en að öðru leyti fellur kröfugerð málsaðila saman um hvort ákvörðuð skuli refsing og um atriði varðandi sakarkostnað.7. Í ljósi málatilbúnaðar aðila hér fyrir dómi er rétt að gera í meginatriðum grein fyrir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Samkvæmt honum var ákærði sakfelldur ásamt dómfelldu Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Júlíusi Steinari Heiðarssyni fyrir markaðsmisnotkun 29. september til 3. október 2008 en X sýknaður. Á grundvelli mats á munnlegum framburði var í héraðsdómi ekki talið unnt að sakfella fyrir viðskipti nema vegna fyrrgreinds tímabils en í tilviki X var hann sýknaður á grundvell mats á framburði hans. Þótt skýringar dómfellda Júlíusar á viðskiptahegðun sinni hefðu verið almennari en X ætti hið sama við um þá báða þar til kæmi að framburði Júlíusar vegna tímabilsins 29. september til 31. október 2008. Þá var með dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2019 slegið föstu að viðskiptin sem málið lýtur að hafi gefið eða verið líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna, sbr. a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Í máli þessu er til úrlausnar hvort aðkoma ákærða að viðskiptunum hafi verið með þeim hætti að hann verði sakfelldur samkvæmt I. kafla ákæru.8. Fram kom í hinum áfrýjaða dómi að dómfelldi Júlíus og X hefðu borið um að þeir hefðu fylgt þeirri óskráðu reglu að leita heimildar ákærða til að eiga viðskipti, ýmist einstök eða innan dags, sem námu 100 milljónum króna eða meira þótt ákærði hefði neitað því fyrir dómi. Auk þess báru dómfelldi Júlíus og X um að þeim hefði vel verið kunnugt um heimildir sínar samkvæmt áhættureglum bankans. Hefðu þeir ávallt hagað störfum sínum í samræmi við heimildir og þau fyrirmæli sem þeir fengu frá ákærða, yfirmanni sínum. Þá hefði það verið í samræmi við starfsskyldur ákærða sem forstöðumanns deildarinnar að hafa eftirlit með störfum undirmanna sinna eins og fram kæmi í áhættureglum bankans. Því var lagt til grundvallar að ákærði hefði gefið dómfellda Júlíusi og X fyrirmæli og haft samráð við þá um framkvæmd þeirrar háttsemi sem ákæran laut að. Var þar einnig litið til þess að ákærði, dómfelldi Júlíus og X störfuðu saman í opnu rými og að sætaskipan þeirra hefði verið með þeim hætti að ákærða hefði ekki getað dulist hvað dómfelldi Júlíus og X aðhöfðust í störfum sínum. Í samræmi við niðurstöðu dómsins um sönnun að því er varðaði háttsemi annarra sem hlut ættu að máli kæmi eingöngu til skoðunar hvort ákærði hefði átt þátt í markaðsmisnotkun á tímabilinu 29. september til 3. október 2008 en að sýkna bæri ákærða af ákærunni að öðru leyti.9. Þá var einnig rakið að fram hefði komið hjá dómfellda Júlíusi og X að ákærði hefði haft bein afskipti af störfum þeirra þessa síðustu viðskiptadaga og þeir hagað viðskiptum með bréf í bankanum í samræmi við fyrirmæli hans. Nánar tiltekin utanþingsviðskipti hefðu þá átt sér stað og þeir talið að unnt yrði að selja bréfin aftur á hærra verði. Jafnframt hefði ákærði kannast við að hafa fylgst með viðskiptum dómfellda Júlíusar og X í kjölfar þess að tilkynnt var um utanþingsviðskiptin og hefðu þeir ráðfært sig við ákærða í því sambandi. Þá væri til þess að líta að eigin fjárfestingar Landsbanka Íslands hf. hefðu átt gríðarlega umfangsmikil viðskipti með bréf í bankanum þessa daga, einkum dómfelldi Júlíus. Væri útilokað að telja að dómfelldi Júlíus hefði tekið ákvörðun um slík viðskipti án heimildar frá yfirmanni sínum. Samkvæmt framansögðu þótti sýnt fram á að ákærði hefði komið að viðskiptum dómfellda Júlíusar síðustu daga bankans og að þau hefðu verið að undirlagi ákærða svo sem í ákæru greinir.20. Í hinum áfrýjaða dómi var jafnframt fjallað um þær skýringar ákærða, dómfellda Júlíusar og X að viðskipti eigin fjárfestinga bankans hefðu verið gerð í því skyni að mynda markað fyrir bréfin og að um stöðutöku hefði verið að ræða. Fram hefði komið hjá þeim að þeir hefðu séð mikil kauptækifæri í bréfum bankans og talið að unnt yrði að selja þau bréf sem keypt voru síðar á hærra verði. Á þetta var þó ekki fallist í hinum áfrýjaða dómi að því virtu að þessa daga hefðu bréf verið seld úr eigin bók bankans í fjórum umfangsmiklum utanþingsviðskiptum á lægra gengi en þau höfðu verið keypt með tilheyrandi tapi. Þá væru atvik í lok dags 3. október 2008 enn fremur til marks um að viðskiptaleg sjónarmið hefðu ekki búið að baki viðskiptum en þá hefði dómfelldi Júlíus að undirlagi ákærða Ívars keypt hlutabréf á síhækkandi gengi. Þann dag hefðu dómfelldi Júlíus og ákærði jafnframt leitað heimildar regluvarðar til að selja sín eigin hlutabréf í bankanum sem að mati héraðsdóms samrýmdist illa staðhæfingum þeirra um trú þeirra á bréfunum sem fjárfestingarkosti. Auk þess hefðu þeir verið algjörlega ráðandi í viðskiptum með bréf bankans í tilboðsbók Kauphallarinnar á þessum tíma. Það var því niðurstaða dómsins að umfangsmikil kaup á bréfunum hefði verið liður í að hafa áhrif á gengi þeirra og þótti sýnt að ákærðu hefðu hagað kauptilboðum þannig að þeir hefðu hægt á verðlækkun þeirra. Þar var einnig rakið hvers vegna það samrýmdist ekki ákvæðum laga nr. 108/2007 að útgefandi fjármálagernings væri viðskiptavaki í eigin hlutabréfum og að viðskiptahættir eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. með bréf bankans hefðu ekki fallið undir lögmælt hlutverk viðskiptavaka. Þá hefðu þau ekki verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd.21. Til viðbótar framanröktu eru á meðal málsgagna tölvubréf sem meðal annars dómfelldi Júlíus, X og ákærði ýmist sendu eða fengu á tímabilinu 29. september til 3. október 2008 sem og afrit símtala. Þau varða með einum eða öðrum hætti kaup eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutum í bankanum og mögulega skyldu til flöggunar vegna þeirra viðskipta á grundvelli svonefndrar 5% reglu sem þá var að finna í 93. gr. laga nr. 108/2007. Þá liggja fyrir fundargerðir funda fjármálanefndar Landsbanka Íslands hf. sem haldnir voru frá því í lok október 2007 og fram í byrjun október árið eftir. Þar mun ákærði 24 sinnum hafa dreift skýrslum sem teknar höfðu verið saman af deild eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. og báru titilinn „Report 4:15/Prop Trading Total/Prop Trading“. Í þeim komu fram breytingar á eign eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. í einstökum verðbréfaflokkum undanfarinnar viku eða frá því að síðasti fundur fjármálanefndar hafði verið haldinn, miðað við nafnverð og markaðsverð verðbréfanna, svo og hagnaður eða tap vegna viðskipta með bréfin. Um fyrrgreint sem og efni áhættureglna Landsbanka Íslands hf. vísast meðal annars til dóms Hæstaréttar í máli nr. 35/2019 sem hefur samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 sönnunargildi um málsatvik sem í honum greinir.22. Einnig liggur fyrir í gögnum málsins að á þessum fimm síðustu viðskiptadögum með bréf bankans var deild eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. kaupandi allt að 79% bréfa bankans í Kauphöllinni eða 686.059.427 hluta, á gengi á bilinu 19,1 til 21,5 króna á hlut. Um var að ræða óvenjuleg og stórfelld viðskipti deildarinnar sem höfðu augljósa þýðingu fyrir hagsmuni bankans á viðsjárverðum tímum eins og rakið er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2019.23. Með vísan til fyrrgreindra forsendna héraðsdóms sem meðal annars eru reistar á mati á munnlegum framburði sem og þeim skjölum sem fyrir liggja í málinu því til stuðnings er staðfest niðurstaða hans um að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi sem lýst var í a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 að því er tekur til tímabilsins 29. september til 3. október 2008.24. Í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er mælt fyrir um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða megi fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Í þessu ákvæði felst grunnregla íslensks réttar um skýrleika refsiheimilda sem á sér hliðstæðu í 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í henni felst áskilnaður um að refsiheimild sé lögbundin og svo skýr og ótvíræð að ljóst sé af lestri lagaákvæðis hvaða háttsemi sé refsiverð. Vafa um hvort refsiákvæði taki til háttsemi ber að virða ákærða í hag. Hins vegar túlka dómstólar og skýra inntak refsiákvæða eins og annarra lagaákvæða, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2019 var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði skort á skýrleika refsiheimildar 1. mgr. 117. mgr. laga nr. 108/2008 og verður það lagt til grundvallar dómi í málinu.25. Samkvæmt öllu framansögðu og að gættri 2. gr. almennra hegningarlaga verður brot ákærða heimfært til 3. töluliðar 2. mgr. 17. gr. laga nr. 60/2021, sbr. 15. gr. og i-lið a-liðar 1. mgr. 12. gr. framangreindrar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins [ESB] nr. 596/2014, sbr. áður a-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007.26. Svo sem fram er komið gerir ákæruvaldið þá kröfu að ákærða verði ekki gerð refsing. Helgast hún af því að ákærði hefur á grundvelli dóms Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 afplánað tveggja ára fangelsisrefsingu. Að þessu gættu verður ákærða ekki gerð sérstök refsing í málinu.27. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað hvað ákærða varðar verður staðfest. Allur sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir Hæstarétti hvað ákærða varðar sem lauk með dómi réttarins í máli nr. 842/2014 greiðist að öllu leyti úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, 7.440.000 krónur. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 232. gr., sbr. 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. Um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða hér fyrir dómi, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Ákærða, Ívari Guðjónssyni, er ekki gerð sérstök refsing.Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað.Allur sakarkostnaður vegna hæstaréttarmáls nr. 842/2014 hvað ákærða varðar greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem þar voru ákveðnar.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Óttars Pálssonar lögmanns, 9.920.000 krónur. |
Mál nr. 14/2023 | Endurupptaka Skattalög Fjármagnstekjuskattur Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá héraðsdómi | Með dómi Hæstaréttar 11. júní 2015 í máli nr. 550/2014 hafði X verið sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og 262. gr. almennra hegningarlaga. Með úrskurði Endurupptökudóms 28. febrúar 2023 var fallist á beiðni X um endurupptöku málsins hvað hann varðaði. Ákæruvaldið tók undir kröfu X um að vísa málinu frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Samkvæmt því og í ljósi málsatvika féllst Hæstiréttur á kröfu ákæruvaldsins um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir og landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Harðardóttir.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 28. febrúar 2023 í máli nr. 26/2022 var fallist á beiðni A, eftirlifandi maka ákærða, X, um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 550/2014 sem dæmt var 11. júní 2015 að því er hann varðar. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 6. mars sama ár sem birt var 8. sama mánaðar.3. Ákæruvaldið og ákærði krefjast þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi.4. Málið var dómtekið 11. september 2023 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Málsatvik5. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum ákærða vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008 hófst 18. nóvember 2010. Með bréfi 30. desember 2011 var ákærða tilkynnt að rannsókninni væri lokið og niðurstöður hennar hefðu verið teknar saman í skýrslu skattrannsóknarstjóra 30. desember 2011. Í henni kom fram að ákærði hefði skilað efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008. Í bréfinu sagði jafnframt að á grundvelli fyrirliggjandi gagna málsins hefði það verið sent embætti ríkisskattstjóra sem myndi taka ákvörðun um hugsanlega endurálagningu. Um leið kom fram það mat skattrannsóknarstjóra að ákærði kynni að hafa skapað sér refsiábyrgð vegna þeirra brota sem upplýst hefðu verið við rannsókn embættisins. Ákærða var gefinn kostur á að tjá sig áður en tekin yrði ákvörðun um refsimeðferð málsins.6. Skattrannsóknarstjóri ríkisins tilkynnti ákærða með bréfi 14. september 2012 að málinu yrði vísað til rannsóknar lögreglu og yrði það sent embætti sérstaks saksóknara. Kom þar fram að forræði málsins og allar ákvarðanir um áframhaldandi refsimeðferð yrðu þar eftir í höndum sérstaks saksóknara.7. Með úrskurði 11. september 2012 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld ákærða gjaldárin 2007, 2008 og 2009. Þannig var stofn ákærða til fjármagnstekjuskatts hækkaður um 81.072.888 krónur gjaldárið 2007, 97.981.874 krónur gjaldárið 2008 og 40.376.601 krónu gjaldárið 2009. Ríkisskattstjóri nýtti jafnframt heimild 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt til að bæta 25% álagi við vanframtalinn stofn til fjármagnstekjuskatts umrædd gjaldár. Ákærði kærði úrskurðinn til yfirskattanefndar 10. desember 2012 og krafðist þess aðallega að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi, til vara að álagsbeiting ríkisskattstjóra yrði felld niður og til þrautavara að álagsbeiting vegna gjaldáranna 2008 og 2009 yrði felld niður. Með úrskurði yfirskattanefndar 30. desember 2013 í máli nr. 382/2013 var öllum kröfum hans hafnað.8. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru í málinu 3. september 2013 þar sem ákærða voru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008. Kom fram að ákærði hefði látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 219.431.363 krónur sem voru tekjur hans af uppgjöri á 42 framvirkum samningum við Kaupþing banka hf. sem skiptust í 26 framvirka samninga með undirliggjandi hlutabréf, 13 framvirka gjaldmiðlasamninga og þrjá framvirka samninga með undirliggjandi íbúðabréf, sem skattskyldar væru samkvæmt 3. tölulið C. liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003. Brot ákærða voru í ákæru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995 og 139. gr. laga nr. 82/1998, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.9. Með héraðsdómi 11. júlí 2014 var ákærði dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 38.100.000 krónur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um fangelsisrefsingu ákærða með fyrrgreindum dómi í máli nr. 550/2014 en sekt sem honum var gerð var þar lækkuð í 36.000.000 króna. Frávísunarkröfu ákærða á þeim grundvelli að saksóknin færi í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 var hafnað með þeim rökum að samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði ekki verið talið fara í bága við bann við endurtekinni málsmeðferð að stjórnvöld hefðu gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni hefði síðan í öðru máli verið gerð viðurlög vegna sama brots.0. Ákærði lést […] 2019. Með beiðni til Endurupptökudóms 10. nóvember 2022 fór A, eftirlifandi maki hans, fram á endurupptöku á umræddu hæstaréttarmáli nr. 550/2014 á grundvelli a- og d-liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 232. gr. laganna. Eins og áður greinir var fallist á þá beiðni með úrskurði dómsins 28. febrúar 2023 í máli nr. 26/2022.1. Endurupptökudómur vísaði til þess í niðurstöðu sinni að væri miðað við að meðferð skattyfirvalda hefði lokið með úrskurði ríkisskattstjóra 11. september 2012 en ekki úrskurði yfirskattanefndar 30. desember 2013, í samræmi við þá túlkun sem fram kom í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 31. ágúst 2021 í máli nr. 12951/18, Bragi Guðmundur Kristjánsson gegn Íslandi, og hefði verið staðfest í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, lægi fyrir að mál ákærða hefði aldrei verið rekið samhliða hjá skattyfirvöldum annars vegar og hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar. Rannsókn sérstaks saksóknara hefði hafist með skýrslutöku af ákærða 14. desember 2012 og ákæra verið gefin út 3. september 2013 eða tæpu ári eftir að máli hans hefði lokið hjá skattyfirvöldum. Yrði því að líta svo á að sú túlkun sem fram kæmi í fyrrgreindum dómi mannréttindadómstólsins teldist vera ný gögn eða upplýsingar sem ætla mætti að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.Niðurstaða2. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling bryti í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Ákæruvaldið vísar meðal annars til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi og dóma Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021, 22. júní 2022 í máli nr. 11/2022 og 14. september 2022 í máli nr. 21/2022. Samkvæmt þessu og í ljósi fyrrgreindra málsatvika verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að málinu verði vísað frá héraðsdómi, sbr. meðal annars fyrrgreinda dóma Hæstaréttar og einnig dóm réttarins 8. febrúar 2023 í máli nr. 42/2022.3. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Halldórs Jónssonar lögmanns 3.113.000 krónur úr ríkissjóði. Allur kostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir Hæstarétti sem lauk með dómi réttarins í máli nr. 550/2014 greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Halldórs Jónssonar lögmanns, 992.000 krónur.4. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, X, Halldórs Jónssonar lögmanns, 4.105.000 krónur.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Halldórs Jónssonar lögmanns, 500.000 krónur. |
Mál nr. 11/2023 | Skaðabætur Slysatrygging Líkamstjón Kjarasamningur Gjafsókn Sératkvæði | A varð fyrir líkamstjóni á árinu 2018 þegar ekið var á hann á gangbraut við Ánanaust. A var á slysdegi starfsmaður R. Aðilar höfðu gert með sér samgöngusamning sem fól í sér að A gekkst undir að notast við vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Fyrir lá að A kaus að ganga til vinnu en hlaupa frá vinnustað til heimilis. Ágreiningslaust var að A var vanur að hlaupa rúmlega níu kílómetra langa leið heim sem lá frá vinnustað hans í Laugardal að göngustíg á Sæbraut, meðfram Sæbraut, Geirsgötu og Mýrargötu, út á Eiðsgranda að Eiðistorgi og þaðan að heimili sínu við Hagamel. Deildu aðilar um hvort R bæri að greiða A bætur á grundvelli reglna sem gilda um slys starfsmanna R utan starfs eða reglna sem gilda um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi og þá hvort A hefði verið á eðlilegri leið milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð í skilningi reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi. Í dómi Hæstaréttar kom fram að gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta, enda yrði þeim áskilnaði ekki fundinn staður í reglum um slys sem starfsmenn R verða fyrir í starfi að velja beri stystu eða beinustu leið. Því svigrúmi væru þó sett ákveðin mörk. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þegar leið A væri metin hafi hún ekki verið úr hófi löng, þegar tekið væri mið af því að hann hafi kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Ekkert rof hafi orðið á ferð hans og hann færst svo nálægt heimili sínu þegar slysið varð að hann hafi átt hlutfallslega stutta veglengd eftir. Hafi sú leið sem A hljóp þegar hann varð fyrir slysinu því talist til eðlilegrar leiðar í skilningi reglnanna, óháð því hvort sá hluti leiðar sem hann átti eftir ófarinn rúmaðist allur innan þess. Var því fallist á kröfur A á hendur R. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. febrúar 2023 og krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.Ágreiningsefni4. Stefndi varð fyrir varanlegu líkamstjóni vegna slyss 15. október 2018 þegar ekið var á hann á gangbraut við Ánanaust í Reykjavík. Hann var starfsmaður áfrýjanda á slysdegi og sem slíkur var hann slysatryggður allan sólarhringinn á grundvelli kjarasamningsbundinna slysatrygginga. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort greiða beri honum bætur á grundvelli reglna sem gilda um slys borgarstarfsmanna utan starfs eða reglna sem gilda um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi. Nánar tiltekið er deilt um hvort stefndi hafi verið á eðlilegri leið milli vinnustaðar og heimilis í skilningi síðargreindu reglnanna þegar hann slasaðist.5. Með héraðsdómi var áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda. Aftur á móti var krafa stefnda tekin til greina með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 11. nóvember 2022 og áfrýjandi dæmdur til að greiða honum 5.699.867 krónur með nánar tilgreindum vöxtum.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 13. febrúar 2023, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-159, á þeim grundvelli að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teldist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis.Málsatvik7. Á slysdegi var stefndi í fullu starfi sem deildarstjóri á […] sem er í Laugardal í Reykjavík en heimili hans var að Hagamel […] í vesturbæ Reykjavíkur.8. Aðilar höfðu 13. september 2018 undirritað samgöngusamning þar sem sagði í 1. grein að starfsmaður gengist undir að ferðast ekki með einkabíl eða vélknúnu farartæki til og frá vinnu en skyldi þess í stað notast við vistvænan samgöngumáta að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku miðað við 100% starf. Með vistvænum samgöngum væri átt við allan ferðamáta annan en að ferðast með einkabíl eða vélknúnum farartækjum, svo sem að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Samningurinn gilti í eitt ár frá 1. september 2018 og var uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila.9. Stefndi kaus að jafnaði að ganga til vinnu en hlaupa frá vinnustað að heimili sínu. Ágreiningslaust er að leiðin sem stefndi kaus að hlaupa er rúmlega níu kílómetra löng og liggur frá […] við Gullteig að göngustíg á Sæbraut. Þaðan hljóp hann meðfram Sæbraut, Geirsgötu og Mýrargötu, út á Eiðsgranda að Eiðistorgi og að því búnu í vesturbæ að heimili sínu við Hagamel. Slysið varð á leið stefnda til norðurs yfir gangbraut við Ánanaust er hann fór yfir götuna á grænu gönguljósi. Hann var þá að koma af Mýrargötu en þangað hafði hann hlaupið venju samkvæmt frá Sæbraut.0. Stefndi var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið og greindist þar með fjöláverka. Samkvæmt matsgerð 19. febrúar 2020 sem aflað var til að meta afleiðingar slyssins var miski talinn vera 33 stig og varanleg örorka 20%. Með tölvubréfi 25. febrúar 2020 fór stefndi fram á bætur frá áfrýjanda á grundvelli reglna nr. sl-1/90 um skilmála slysatryggingar starfsmanna áfrýjanda samkvæmt kjarasamningum samkvæmt lögum nr. 94/1986 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi. Með bréfi 2. mars 2020 hafnaði áfrýjandi því að bætur yrðu gerðar upp á grundvelli reglna nr. sl-1/90. Að mati áfrýjanda væri um að ræða slys í frítíma sem gera bæri upp á grundvelli reglna nr. sl-2/90 um skilmála slysatryggingar starfsmanna áfrýjanda vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs. Stefndi hefði verið kominn alllangt frá heimili sínu er hann lenti í slysinu við Ánanaust og samkvæmt skjáskoti úr síma hans hefði hann enn átt töluverða leið ófarna að heimili sínu, meðal annars með viðkomu í öðru sveitarfélagi. Því hafnaði stefndi í tölvubréfi 12. mars sama ár þar sem hann benti á að slysið hefði átt sér stað á leið hans frá vinnustað að heimili og á þeirri leið væri hann tryggður fyrir slysum eins og um slys sem starfsmaður verður fyrir í starfi væri að ræða.1. Stefnda voru greiddar bætur á grundvelli reglna nr. sl-2/90 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs 19. mars 2020 en hann tók við þeim með þeim fyrirvara að hann hefði sannanlega verið á eðlilegri leið frá vinnustað að heimili þegar slysið varð. Hann teldi sig því eiga rétt á bótum samkvæmt reglum nr. sl-1/90 og áskildi sér rétt til að bera ágreininginn undir dómstóla. Stefndi höfðaði í kjölfarið mál þetta 9. nóvember 2020.Kjarasamningur og reglur nr. sl-1/90 og sl-2/90.2. Á slysdegi gilti kjarasamningur áfrýjanda og starfsmannafélags Reykjavíkur 1. maí 2015 til 31. mars 2019 um kaup og kjör stefnda. Samkvæmt grein 8.1 samningsins skulu starfsmenn slysatryggðir allan sólarhringinn fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku. Um trygginguna gildi mismunandi bótafjárhæðir og skilmálar eftir því hvort starfsmaður verður fyrir slysi í starfi eða utan starfs. Um skilmála trygginganna gilda fyrrgreindar reglur nr. sl-1/90 og sl-2/90 samþykktar af borgarráði 5. júní 1990.3. Í 1. grein reglna nr. sl-1/90 segir að skilmálar slysatryggingar borgarstarfsmanna samkvæmt kjarasamningum og öðrum hliðstæðum kjaraákvörðunum sem teknar séu lögum samkvæmt séu tvenns konar. Annars vegar viðkomandi skilmálar sem gildi um slys sem starfsmaður verði fyrir í starfi sínu í skilningi 4. greinar reglnanna. Hins vegar skilmálar sem gildi um slys sem starfsmaður verði fyrir utan starfsins, sbr. reglur sl-2/90, sem settar séu samhliða reglunum, um skilmála slysatryggingar borgarstarfsmanna samkvæmt kjarasamningum vegna slysa sem starfsmenn verði fyrir utan starfs.4. Í 4. grein reglna nr. sl-1/90 sem fjallar um gildissvið þeirra segir að trygging samkvæmt reglunum taki til slysa sem sá sem tryggður er verði fyrir í starfi sínu eða á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar síns og frá vinnustað til heimilis.5. Í 4. grein reglna nr. sl-2/90 segir meðal annars að trygging samkvæmt reglunum taki til slysa sem sá sem er tryggður verði fyrir utan starfs síns, þar með talið á útkallsvakt, í veikindafjarvistum og í orlofi. Þá segir í 2. tölulið 7. gr. reglnanna að tryggingin nái til slysa er verði við almennar íþróttaiðkanir, með ákveðnum takmörkunum sem þar eru tilgreindar.6. Tryggingarfjárhæð fyrir varanlega örorku vegna slyss utan starfs námu á slysdegi að hámarki 7.664.162 krónum en vegna slyss í starfi voru hámarksbætur 20.220.343 krónur samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.Helstu málsástæður aðilaMálsástæður áfrýjanda7. Áfrýjandi bendir á að stefndi hafi sett fram nýja málsástæðu fyrir Landsrétti þess efnis að verði ekki fallist á að heimleið hans hafi verið eðlileg leið frá vinnustað til heimilis hafi stefndi í öllu falli enn verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis er slysið varð. Þessari málsástæðu hafi áfrýjandi hafnað í greinargerð til Landsréttar auk þess sem henni hafi verið mótmælt við munnlegan flutning málsins þar með vísan til 5. mgr. 101. og 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjandi telur að í þessari málsástæðu hljóti að felast að í raun skipti ekki máli á hvaða leið stefndi var þegar slys varð, svo fremi að hann hafi þá enn verið á eðlilegri leið frá vinnu og heim til sín. Í þessu felist að hluti leiðar milli vinnu og heimilis geti talist eðlilegur þótt leiðin í heild sinni sé það ekki. Áfrýjandi byggir á því að slík túlkun fái ekki staðist þar sem ráðið verði af orðalagi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 að leiðin sem um ræði hverju sinni þurfi að vera eðlileg í heild sinni. Með hinni nýju málsástæðu sé grundvelli málsins raskað þar sem málatilbúnaður stefnda hafi þar til hin nýja málsástæða var sett fram miðast við að tæplega 10 kílómetra löng hlaupaleið hans milli vinnu og heimilis teldist eðlileg milli þessara tveggja staða í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90.8. Verði fallist á að umrædd málsástæða komist að er á því byggt að þegar slysið varð hafi stefndi verið á leið norður yfir götuna Ánanaust og að fjarlægjast heimili sitt enda að fara í átt frá því. Til þess að leið frá vinnu að heimili geti talist eðlileg þurfi að miða við það sem almennt geti talist vera eðlileg leið. Þar sem um sé að ræða reglur sem gildi um skilmála slysatrygginga sem séu hluti kjarasamningsbundinna réttinda starfsfólks þurfi að byggja á almennum hlutlægum mælikvarða við túlkun á hugtakinu eðlileg leið. Jafnvel þótt ekki þurfi að vera um að ræða beina eða stystu leið sé ljóst að hún þurfi að vera nauðsynlegur liður í för starfsmanns milli vinnustaðar og heimilis. Megintilgangur slysatryggingar samkvæmt reglum nr. sl-1/90 sé að tryggja starfsfólk áfrýjanda fyrir þeim hættum sem bundnar séu við framkvæmd vinnu og við eðlilega leið milli vinnustaðar og heimilis þar sem slíkar ferðir séu nauðsynlegur þáttur í rækslu starfans. Sú hlaupaleið sem stefndi hafi farið frá vinnustað sínum hafi ekki verið liður í nauðsynlegri ferð hans milli vinnustaðar og heimilis. Þvert á móti hafi falist í henni heilsurækt eða persónulegt val hans á leið.9. Áfrýjandi segir að ekki sé á valdi stefnda að ákveða að sú leið sem hann valdi teljist vera eðlileg í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 einungis af þeirri ástæðu að hún hafi verið venjubundin fyrir hann. Stefndi hafi ekki farið yfir Ánanaust til að komast nær heimili sínu heldur þvert á móti til þess að halda áfram heilsurækt sinni enn fjær frá heimili sínu en hann var þá þegar kominn. Þegar af þeirri ástæðu geti stefndi ekki hafa verið á eðlilegri leið frá vinnustað að heimili og þaðan af síður enn verið á eðlilegri leið milli umræddra tveggja staða er slysið varð.20. Jafnframt bendir áfrýjandi á að tilvitnaðar reglur um slysatryggingar starfsmanna áfrýjanda hafi ekki verið settar einhliða enda séu þær háðar samþykki beggja aðila. Þá séu reglur nr. sl-1/90 og sl-2/90 hluti af kjarasamningsbundnum réttindum. Því beri að túlka reglurnar eins og hvert annað ákvæði kjarasamnings.Málsástæður stefnda21. Stefndi kveður áfrýjanda ekki hafa mótmælt þeirri málsástæðu að stefndi hafi í það minnsta enn verið á eðlilegri leið er hann hóf för sína yfir Ánanaust fyrr en við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti. Í hinum áfrýjaða dómi hafi þess verið getið að mótmæli áfrýjanda við hinni ætluðu nýju málsástæðu hafi ekki verið að finna í greinargerð hans til Landsréttar.22. Stefndi bendir á að ágreiningur málsins hafi frá upphafi snúist um hvort slysið hafi orðið á eðlilegri leið hans frá vinnu til heimilis. Í 4. grein reglna nr. sl-1/90 sé ekki gerð frekari grein fyrir því hvað orðasambandið feli í sér í skilningi fyrrgreindra reglna. Með túlkun sinni á ákvæðinu hafi áfrýjandi búið til íþyngjandi skilyrði sem þó sé ekki kveðið á um í því og þannig gert tilraun til þess að þrengja túlkun hins matskennda orðalags. Þá hafnar stefndi því að grundvelli málsins sé raskað með þeirri röksemdafærslu að sá hluti leiðar þar sem slysið varð hafi í það minnsta verið eðlilegur. Grundvöllur málsins sé enn sá sami, málið snúist um túlkun á því hvað sé eðlileg leið til og frá vinnu. Ekki sé unnt að fallast á með áfrýjanda að eðlileg leið þurfi hverju sinni að vera liður í nauðsynlegri ferð starfsmanns milli vinnustaðar og heimilis. Ekkert í ákvæði 4. greinar áskilji nauðsynlega ferð sem skilgreiningaratriði í hugtakinu eðlileg leið.23. Stefndi bendir á að val á hlaupaleið hans eftir stígum hafi miðast við hækkun leiðar, þrengsli hennar, umferð og umferðarhávaða auk svifryksmengunar seinni part dags. Til þess að halda áfram ferð sinni hlaupandi heim hafi honum verið nauðsynlegt og eðlilegt að fara yfir á gönguljósum yfir Ánanaust til þess að komast á göngustíg sem liggi meðfram sjónum í áttina að hringtorgi þar sem Hringbraut, Eiðsgrandi og Ánanaust mætist. Þegar slysið varð hafi stefndi því einmitt verið að færast nær heimili sínu og hafi því uppfyllt það skilyrði sem áfrýjandi nefni meginmarkmið þeirrar leiðar sem starfsmenn velji, að starfsmaður sé að færast nær heimili sínu en ekki fjær því.24. Stefndi kveður að túlka beri reglur nr. sl-1/90 sér í vil hvað sem líður íþyngjandi túlkunarreglum áfrýjanda. Í því sambandi bendir hann á að þær hafi verið settar einhliða af hálfu áfrýjanda. Hann bendir einnig á að niðurstaða hins áfrýjaða dóms feli ekki í sér að stefndi njóti ótakmarkaðrar tryggingarverndar á grundvelli reglnanna enda megi draga þá ályktun af forsendum dómsins að niðurstaðan hefði orðið önnur ef stefndi hefði slasast þegar hann var farinn að fjarlægjast heimili sitt. Stefndi hafi slasast á þeim hluta leiðarinnar er hann var að færast nær heimili sínu. Þá telur hann ekki skipta máli hvert hann hafi ætlað að hlaupa umrætt sinn heldur ráði úrslitum að hann slasaðist á leið sinni yfir Ánanaust á eðlilegri leið heim til sín.25. Enn fremur bendir stefndi á að það sé rangt sem fram komi hjá áfrýjanda að stefndi hefði getað haldið sig sunnan megin götunnar. Rétt sé að hluta þeirrar leiðar sem var sunnan megin hafi verið gangstétt en óslitinn göngustígur hafi ekki verið sunnan megin við Ánanaust á slysdegi. Hann telur því ósannað að á þeim degi er slysið varð hafi gönguleið verið sunnan megin við Ánanaust.Niðurstaða26. Af hálfu áfrýjanda hefur verið á því byggt að stefndi hafi sett fram nýja málsástæðu fyrir Landsrétti um að hann hafi í öllu falli enn verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis er slysið varð. Landsréttur hafnaði því í hinum áfrýjaða dómi að um nýja málsástæðu væri að ræða.27. Í stefnu málsins má finna þessari málsástæðu stað þar sem því er mótmælt að þýðingu eigi að hafa að stefndi hafi enn átt „eftir að hlaupa nokkurn spöl að heimili sínu þegar slysið átti sér stað“ og að ekki verði séð af 4. grein reglna nr. sl-1/90 að þýðingu hafi hvort stutt sé eftir af leiðinni eða ekki þegar slys verði. Málsástæðan sem sett var fram í greinargerð stefnda til Landsréttar að „þegar slysið átti sér stað hafði hann ekki hafið þann hluta leiðarinnar sem héraðsdómur taldi til óeðlilegrar, heldur var hann enn á eðlilegri leið á þeim tímapunkti“ og að ekki hefði úrslitaþýðingu í málinu hvert hann ætlaði sér að fara næst rúmaðist fyllilega innan þeirrar málsástæðu sem sett var fram í stefnu með framangreindum hætti. Þá er fallist á með Landsrétti að árétting málsástæðunnar í greinargerð stefnda til réttarins um að hann hafi „í það minnsta enn verið á eðlilegri leið“ þegar slysið varð sé í eðlilegu samhengi við þá málsástæðu hans í öndverðu að slysið hafi orðið á eðlilegri leið heim frá vinnu og henni hafi verið teflt fram sem andsvari við áherslum í héraðsdómi. Samkvæmt þessu var ekki um að ræða nýja málsástæðu stefnda í málinu sem ekki fékk komist að í Landsrétti.28. Ekki er ágreiningur um að stefndi eigi rétt til slysabóta úr hendi áfrýjanda og hafa honum þegar verið greiddar bætur að fjárhæð 3.479.139 krónur á grundvelli reglna nr. sl-2/90 sem gilda um slys borgarstarfsmanna utan starfs. Stefndi telur á hinn bóginn að honum beri að fá slysabætur á grundvelli reglna nr. sl-1/90. Eins og fyrr hefur verið rakið segir í 4. grein þeirra að tryggingin taki til slysa sem sá sem tryggður er verður fyrir í starfi sínu eða á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar síns og frá vinnustað til heimilis. Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans að túlka beri ákvæði skilmálanna eins og um ákvæði kjarasamnings sé að ræða þar sem fyrst skuli leitast við að beita eðlilegri orðskýringu áður en hugað verði að öðrum skýringarleiðum.29. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram að sú leið sem stefndi hljóp hafi „ekki getað talist vera eðlileg leið frá vinnustað að heimili hans hvort sem er í heild eða að hluta“. Hún hafi ekki talist vera nauðsynlegur liður í för stefnda á fyrrgreindri leið hans.30. Liggur þá fyrir dóminum að skýra hvað teljist „eðlileg leið“ milli heimilis og vinnustaðar í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90. Við þá skýringu þarf að líta til ýmissa þátta svo sem að eðlileg leið ökumanns milli vinnustaðar og heimilis getur verið ólík þeirri sem eðlileg getur talist fyrir gangandi vegfaranda og að sama skapi getur eðlileg leið hlaupandi eða hjólandi manns verið ólík þeirri sem eðlileg getur talist fyrir þann sem er gangandi. Þá getur skýring orðasambandsins eðlileg leið einnig verið háð því hvort hindranir eru á þeim leiðum sem starfsmaður ekur, hleypur, gengur eða hjólar um. Veður og færð geta einnig skipt máli þegar metið er hvort starfsmaður sé á eðlilegri leið milli vinnustaðar og heimilis.31. Verður í orðasambandinu bein leið eða eðlileg leið ekki talin felast skylda fyrir starfsmann til þess að velja stystu leið milli heimilis og vinnustaðar. Má um það vísa til dóms Hæstaréttar 4. október 2018 í máli nr. 434/2017 þar sem starfsmaður hafði valið að aka um tvöfalt lengri leið en þá sem styst var milli vinnustaðar og heimilis en deilt var um hvort starfsmaðurinn hefði ekið beina leið. Samkvæmt dómi réttarins var hann talinn njóta verndar tryggingar á grundvelli ákvæðis kjarasamnings um slysatryggingu starfsmanna „af völdum slyss við vinnu eða á beinni leið til og frá vinnu“. Í dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2017 í máli nr. 388/2017 kom jafnframt til skoðunar hvort slíkt rof hefði orðið á leið starfsmanns frá vinnustað til heimilis að ekki yrði talið að hann hefði verið á eðlilegri leið í skilningi 4. gr. reglna nr. 30/1990 um skilmála slysatryggingar ríkisstarfsmanna samkvæmt kjarasamningum vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi. Í málinu hafði því verið haldið fram að tilgangur þessarar tryggingar væri ekki að veita starfsmanni vernd þegar hann sinnti einkaerindum, svo sem að taka eldsneyti, fara í banka eða verslun. Í dómi réttarins kom fram að það væri nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í akstri bifreiðar frá vinnustað að heimili að kaupa eldsneyti og ætti starfsmaðurinn því rétt á bótum úr slysatryggingunni eins og krafa hennar laut að.32. Af framangreindum tveimur dómum Hæstaréttar má ráða að máli getur skipt við skýringu orðasambandsins eðlileg leið í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 hvort rof hefur orðið á leið starfsmanns milli vinnustaðar og heimilis og ef svo er hvað hefur valdið því rofi. Jafnframt má ráða af þessum dómum að við skýringu orðasambandsins geti skipt máli hversu langur tími hefur liðið frá því að starfsmaður yfirgefur vinnustað þar til slys verður og að gefa megi starfsmanni ákveðið svigrúm við val á leið með tilliti til aðstæðna, sbr. fyrrgreindan dóm réttarins í máli nr. 434/2017. 33. Sem fyrr greinir höfðu málsaðilar 13. september 2018 gert með sér samgöngusamning þar sem stefndi gekkst undir að notast við vistvænan samgöngumáta til og frá vinnu að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku, svo sem að ganga, hjóla eða notast við almenningssamgöngur. Þá er jafnframt óumdeilt að sú leið sem stefndi var vanur að hlaupa var rúmlega níu kílómetra löng, en af gögnum málsins má ráða að stysta leið milli vinnustaðar og heimilis stefnda var um helmingi styttri. Samkvæmt hlaupaforriti hans tók það hann 40 til 45 mínútur að hlaupa þessa leið að heimili sínu. Á slysdegi hafði stefndi hlaupið frá vinnustað sínum við Gullteig um Sæbraut, meðfram henni á göngu- og hjólastíg fram hjá Hörpu og áfram vestur, fram hjá hafnarsvæðinu og niður að Ánanaustum. Þar ætlaði hann sér yfir götuna á göngu- og hlaupastíg norðan megin við Ánanaust þegar ekið var á hann. Af gögnum málsins verður ráðið að sunnan megin við Ánanaust hafi ekki verið óslitinn göngu- eða hlaupastígur þegar slys átti sér stað.34. Gefa verður þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem hentar þeim ferðamáta enda verður þeim áskilnaði sem fyrr segir ekki fundinn staður í slysatryggingum samkvæmt reglum nr. sl-1/90 að velja beri stystu eða beinustu leið milli þessara tveggja staða. Það svigrúm er þó ekki takmarkalaust.35. Þegar leiðin sem stefndi hljóp á slysdegi milli vinnustaðar og heimilis er metin var hún ekki úr hófi löng, þegar tekið er mið af því að hann kaus að hlaupa fremur á göngu- og hlaupastígum en gangstéttum umferðargatna. Hann hafði hlaupið sleitulaust frá vinnustað sínum og ætlaði sér heim án þess að fyrirhugað væri nokkurt rof þar á. Þá hafði stefndi færst svo nálægt heimili sínu þegar slysið varð að hann átti hlutfallslega stutta vegalengd eftir þangað, sé miðað við heildarlengd leiðarinnar frá vinnustað að heimili hans. Samkvæmt öllu framangreindu féll sú leið sem stefndi hljóp á slysdegi innan þess sem talist getur „eðlileg leið“ í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 þegar ekið var á hann, óháð því hvort sá hluti leiðar sem hann átti eftir ófarinn og hann hugðist hlaupa er slys varð, rúmist allur innan þess sem talist getur eðlileg leið í skilningi 4. greinar reglnanna. Að þessu virtu verður slys stefnda fellt undir 4. grein reglna nr. sl-1/90 og hinn áfrýjaði dómur staðfestur um kröfu stefnda. Þá verða staðfest ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað stefnda.36. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði sem renni í ríkissjóð, sbr. 4. mgr. 128. gr. laga nr. 91/1991.37. Um gjafsóknarkostnað stefnda fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Reykjavíkurborg, greiði stefnda, A, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 1.000.000 króna.Sératkvæði Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Við erum sammála niðurstöðu meirihluta dómenda um að ekki hafi falist ný málsástæða í þeim málatilbúnaði stefnda fyrir Landsrétti að hann hafi í öllu falli enn verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis er slys það varð hvers afleiðingar deilt er um í málinu. Þá erum við sammála meirihlutanum um það að 4. grein reglna nr. sl-1/90 um skilmála slysatryggingar starfsmanna áfrýjanda vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi skuli túlka eins og um ákvæði kjarasamnings sé að ræða en ekki einhliða skilmála samda af áfrýjanda. Við erum hins vegar ósammála þeirri niðurstöðu meirihlutans að þegar stefndi varð fyrir umræddu slysi 15. október 2018 hafi hann verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis og því beri að gera upp bætur vegna slyssins á grundvelli reglna nr. sl-1/90.2. Í málinu er ágreiningslaust að stefndi sameinaði heimferð sína úr vinnu líkamsrækt sem fram fór með þeim hætti að hann hljóp frá […] í Laugardal og niður á Sæbraut. Samkvæmt gögnum málsins hljóp hann því næst meðfram Sæbraut, Geirsgötu og Mýrargötu, út á Eiðsgranda inn í sveitafélagið Seltjarnarnes, að Eiðistorgi og þaðan aftur til baka inn í vesturbæ Reykjavíkur að heimili sínu við Hagamel. Þá er ekki umdeilt að þessi leið er helmingi lengri en stysta göngu- eða hlaupaleið á milli vinnustaðar og heimilis stefnda.3. Ef litið er til tilgangs 4. greinar reglna nr. sl-1/90 verður lagt til grundvallar að tryggingarvernd, samkvæmt reglunni, sé ætlað að tryggja starfsmann á leið hans frá heimili til vinnu, meðan á vinnu stendur og síðan á leið úr vinnu til heimilis. Felur reglan því í sér rýmkun frá því sem alla jafnan fellur undir vinnuslys í hefðbundinni merkingu þess hugtaks. Helgast það af því að ferð starfsmanns til og frá vinnu er nauðsynleg forsenda þess að starf verði yfirhöfuð innt af hendi. Hins vegar er ekki tilefni til þess að túlka umrædda reglu rýmra en leiðir af þessum skilningi og er þess þá jafnframt að gæta að þegar vernd samkvæmt reglum nr. sl-1/90 sleppir tekur við slysatrygging á grundvelli reglna nr. sl-2/90 um skilmála slysatryggingar starfsmanna áfrýjanda vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs.4. Við mat á því hvað teljist eðlileg leið í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 verður að meginstefnu lagður til grundvallar almennur og hlutlægur mælikvarði. Ætlaðar venjur viðkomandi starfsmanns við val á leið geta því ekki ráðið úrslitum þó svo að slíkt geti ásamt öðru haft þýðingu við atvikabundið mat. Þá er þess að gæta að í málinu liggur ekki annað fyrir um val stefnda á ákjósanlegustu hlaupaleið milli umræddra staða en framburður hans sjálfs þar um. Er þá jafnframt til þess að líta að starfsmaður sem að vinnudegi loknum kýs að reka önnur erindi áður en haldið er heim, til dæmis með viðkomu á líkamsræktarstöð, er ekki slysatryggður á grundvelli reglna nr. sl-1/90 heldur reglna nr. sl-2/90, í þessu samhengi 2. töluliðar 7. greinar þeirra þar sem fram kemur að tryggingin taki til slysa starfsmanns sem verði við almennar íþróttaiðkanir.5. Komi ekki annað til telst eðlileg leið í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90 því greiðfærasta leiðin til að komast á milli umræddra staða sem jafnframt má alla jafnan ekki rjúfa í öðrum tilgangi. Má hér benda á dóm Hæstaréttar 4. október 2018 í máli nr. 434/2017. Í því máli var akandi starfsmanni ætlað nokkuð mat við val á leið, meðal annars vegna umferðarþunga, og hann talinn njóta verndar tryggingar á grundvelli ákvæðis kjarasamnings um slysatryggingu starfsmanna „af völdum slyss við vinnu eða á beinni leið til eða frá vinnu“, þó að beinasta leið hefði í reynd ekki verið farin. Í dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2017 í máli nr. 388/2016 var starfsmaður talinn vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis í skilningi reglna nr. 30/1990 um skilmála slysatryggingar ríkisstarfsmanna samkvæmt kjarasamningum vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi, þótt hann ryfi för til þess að kaupa eldsneyti enda lagt til grundvallar í dóminum að bifreiðin hefði verið eldsneytislítil. Á sama tíma og tilvitnaðir dómar ætla hinum slysatryggða starfsmanni málefnalegt svigrúm til þess að víkja frá beinustu leið milli vinnustaðar og heimilis er jafn ljóst að það svigrúm er hvorki án takmarkana né valkvætt.6. Við mat á eðlilegri leið á milli vinnustaðar stefnda í […] í Laugardal og heimilis hans að Hagamel […] er til þess að líta að óumdeilt er að beinasta leið fyrir gangandi eða hlaupandi vegfaranda víkur talsvert frá þeirri leið sem stefndi valdi sér. Slík leið lægi í gegnum miðbæ Reykjavíkur og er nokkurra kosta völ við útfærslu hennar. Má í því sambandi líta til þeirrar leiðar sem stefndi kaus að fara á leið sinni til vinnu að morgni sem hann fór gangandi og var að vegalengd um helmingur heimleiðarinnar. Þó svo stefnda væri ætlað svigrúm af fyrrnefndum toga má ljóst vera að eftir að hafa hlaupið Sæbraut og Geirsgötu var hann kominn nokkuð úr beinustu leið til heimilis síns. Allt að einu kaus hann ekki að fara upp Ægisgötu þegar að henni kom og síðan Hofsvallagötu heim, en sú leið sýnist þá hafa legið beint við, heldur hljóp áfram Mýrargötu norður að Ánanaustum. Á þeim kafla var hann í öllu falli ekki að nálgast heimili sitt. Þegar hann síðan verður fyrir slysinu er hann á leið norður yfir umferðagötuna Ánanaust og var þá sannarlega að fjarlægjast heimili sitt. Liggur jafnframt fyrir að ástæða þess að stefndi kaus að fara yfir Ánanaust var sá tilgangur hans að halda áfram hlaupum með því að hlaupa út á Seltjarnarnes áður en hann hlypi heim á leið. Þá samræmast áform hans um að fara yfir tvær af mestu umferðargötum í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarness, Ánanaust og Eiðisgranda, ekki þeirri staðhæfingu hans að val á heimleið hafi meðal annars tekið mið af því að fara yfir sem fæstar umferðargötur.7. Ljóst er að val stefnda á leið heim umræddan dag tók fyrst og fremst mið af þeim persónulegu áformum hans að stunda líkamsrækt í frítíma sínum með því að hlaupa rúmlega níu kílómetra. Verður jafnframt ráðið af gögnum málsins að stefndi hugðist þvera Ánanaust í norðurátt í þeim tilgangi að halda áfram þeirri líkamsrækt. Því verður fallist á það með áfrýjanda að með því að fara lengri leið en nauðsynlegt var og fjarlægast þannig heimili sitt hafi stefndi verið að sinna einkaerindum. Sú leið sem hann kaus að fara var því ekki nauðsynlegur liður í ferð hans á milli vinnustaðar og heimilis. Að því gættu en þó þegar af þeirri ástæðu hvar slysið varð var stefndi á umræddum stað kominn af eðlilegri leið á milli vinnustaðar síns og heimilis í skilningi 4. greinar reglna nr. sl-1/90. Hafa bætur til stefnda vegna slyss hans því réttilega verið gerðar upp á grundvelli reglna nr. sl-2/90.8. Að öllu framangreindu virtu teljum við að sýkna beri áfrýjanda af kröfum stefnda í málinu en að fella beri málskostnað niður á öllum dómsstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=850bc109-13dc-4586-b4da-f32293c854d6&verdictid=1021ed35-9483-49eb-aa9d-5aa4786475ee |
Mál nr. 57/2022 | Kærumál Niðurfelling máls Kærumálskostnaður Gjafsókn | Mál A gegn dánarbúi B var fellt niður að ósk A. A gerði kröfu um kærumálskostnað án tillits til gjafsóknar og B um kærumálskostnað fyrir Hæstarétti. Rétt þótti að kærumálskostnaður félli niður fyrir Hæstarétti en gjafsóknarkostnaður A var felldur á ríkissjóð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. október 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. nóvember sama ár. Kærður er úrskurður Landsréttar 13. október 2022 þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að fallast á kröfu B um að viðurkennt yrði að kaupmáli milli hans og sóknaraðila frá 14. ágúst 2017 yrði lagður til grundvallar við fjárskipti þeirra þannig að fasteignin að […] í […] teldist séreign B.3. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar var veitt 28. nóvember 2022, með ákvörðun réttarins nr. 2022-126, á þeim grundvelli að kæruefnið gæti haft fordæmisgildi um skýringu á 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.4. B lést […] 2023. Í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hefur dánarbú hans tekið við aðild að málinu fyrir Hæstarétti.5. Með bréfi 23. ágúst 2023 lýsti sóknaraðili því yfir að hún óskaði eftir að málið yrði fellt niður en gerði allt að einu kröfu um kærumálskostnað án tillits til gjafsóknar sem henni hefði verið veitt. Af hálfu varnaraðila er gerð krafa um kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.6. Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 5. mgr. 174. gr., 190. gr. og 166. gr. laganna er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.7. Rétt er að kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.8. Um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fer eftir því sem segir í dómsorði.Dómsorð:Mál þetta er fellt niður.Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 450.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=174a15b5-5414-4e16-94b6-9c53ee174858&verdictid=2f0faff4-6cb0-4825-a983-c869789a7102 |
Mál nr. 38/2022 | Endurupptaka Fjármálafyrirtæki Markaðsmisnotkun Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá Hæstarétti | Með dómi Hæstaréttar 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014 hafði X verið sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun. Með úrskurði Endurupptökudóms 19. maí 2022 var fallist á beiðni X um endurupptöku málsins að því er hann varðaði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ákæruvaldið krefðist þess að málinu yrði vísað frá réttinum. Að gættri þeirri kröfugerð, sem X hefði tekið undir, og í ljósi málsatvika og dóma Hæstaréttar í málum nr. 7/2022 og nr. 8/2022 var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari og Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 19. maí 2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 842/2014 sem dæmt var 4. febrúar 2016, að því er hann varðaði.3. Ákæruvaldið og ákærði krefjast þess að málinu verði vísað frá Hæstarétti. 4. Málið var dómtekið 13. febrúar 2023 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik5. Með bréfi 19. október 2010 beindi Fjármálaeftirlitið kæru til sérstaks saksóknara vegna ætlaðrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu frá maí 2003 til október 2008. Í kærunni kom meðal annars fram að Kauphöll Íslands hf. hefði í október 2008 vakið athygli Fjármálaeftirlitsins á grunsamlegum viðskiptum í aðdraganda falls viðskiptabankanna þriggja og sent síðan minnisblað til stofnunarinnar í janúar 2009 þar sem viðskiptin voru nánar útlistuð. Í kæru Fjármálaeftirlitsins voru 18 fyrrverandi starfsmenn Landsbanka Íslands hf., þar á meðal ákærði, sakaðir um brot á lögum nr. 108/2007, sem þá hétu lög um verðbréfaviðskipti, vegna framangreindrar háttsemi.6. Embætti sérstaks saksóknara gaf út ákæru 15. mars 2013 á hendur ákærða auk fimm annarra fyrrverandi starfsmanna Landsbanka Íslands hf. Í I. kafla ákærunnar var ákærða ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans gefin að sök „markaðsmisnotkun í sameiningu í störfum sínum fyrir bankann í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf. ... á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.“ Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð framkvæmd af ákærða og öðrum starfsmanni bankans að undirlagi tveggja annarra starfsmanna hans með nánar tilgreindum hætti. Var háttsemin talin varða við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007.7. Með héraðsdómi 19. nóvember 2014 var ákærði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ákæruvaldið áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar sem kvað upp dóm 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014. Með honum var ákærði sakfelldur og gert að sæta fangelsi í níu mánuði.8. Með kærum 20. júlí 2016 og 2. maí 2017 leitaði ákærði til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu íslenska ríkisins 8. desember 2020 til dómstólsins var viðurkennt að brotið hefði verið á rétti ákærða til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til stuðnings því var vísað til þess hvernig sýknu ákærða hefði verið snúið í sakfellingu með hliðsjón af reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt var vísað til dóms mannréttindadómstólsins 25. febrúar 2020 í máli nr. 41382/17, Sigríður Elín Sigfúsdóttir gegn Íslandi, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að leggja til grundvallar að einn dómenda fyrir Hæstarétti hefði verið óvilhallur og málsmeðferð fyrir réttinum hefði því falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Á grundvelli umræddrar yfirlýsingar felldi dómstóllinn kæruna af málaskrá sinni með ákvörðun 18. nóvember 2021 samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. mannréttindasáttmálans.9. Með beiðni til Endurupptökudóms 24. mars 2022 fór ákærði fram á endurupptöku á umræddu hæstaréttarmáli nr. 842/2014 meðal annars á grundvelli d-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Eins og áður greinir var fallist á þá beiðni hans með úrskurði dómsins 19. maí 2022 í máli nr. 9/2022. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall 24. sama mánaðar vegna endurupptöku málsins sem birt var ákærða 1. júní sama ár. Niðurstaða0. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Því til stuðnings er meðal annars vísað til dóms Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022. Í því máli hafði Endurupptökudómur heimilað endurupptöku máls, meðal annars með vísan til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og þar með rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.1. Í umræddum dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að Hæstarétt skorti að gildandi lögum heimild til að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram fyrir réttinum eftir að slík heimild hafði verið felld úr gildi með lögum nr. 49/2016 og lögfest heimild með lögum nr. 47/2020 fyrir Endurupptökudóm til að ákveða að mál sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti, sbr. síðari málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Því hefði Endurupptökudómi að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild til að vísa því af sjálfsdáðum til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Í dóminum sagði einnig að í ljósi þess að málið væri endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu yrði ekki úr því bætt nema með því að leiða ákærða og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Réttinum væri ókleift að bæta úr því og þá hefði hann heldur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti.2. Ákæruvaldið reisir sem fyrr segir kröfu um frávísun málsins frá Hæstarétti meðal annars á þeim grunni að endurupptaka þess hvíli að hluta á sömu sjónarmiðum og lögð eru til grundvallar í framangreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022. Því verði ekki hjá því komist að krefjast frávísunar málsins. Að gættri þeirri kröfugerð, sem ákærði hefur tekið undir, og í ljósi málsatvika og dóma Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 og 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022 verður að vísa málinu frá Hæstarétti.3. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, sem lauk með dómi réttarins í máli nr. 842/2014, að öllu leyti úr ríkissjóði að því er ákærða varðar.4. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti að því er varðar ákærða, X, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans, Reimars Péturssonar lögmanns, 21.952.820 krónur, og verjenda ákærða á rannsóknarstigi málsins, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 140.560 krónur, og Einars Þórs Sverrissonar lögmanns, 175.700 krónur.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Reimars Péturssonar lögmanns, 500.000 krónur. |
Mál nr. 46/2022 | Kynferðisbrot Nauðgun Sönnun Ómerkingarkröfu hafnað | X var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi samkvæmt 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis. Héraðsdómur sýknaði X af öllum sakargiftum en með dómi Landsréttar var X sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Landsréttur sýknaði X hins vegar af broti gegn 218. gr. b laganna og var sú niðurstaða ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið slíkur annmarki á þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi að efni væru til að ómerkja hann. Um efnishlið málsins vísaði Hæstiréttur til þess að í hinum áfrýjaða dómi hefði verið talið sannað með framburði X og brotaþola að hann hefði meðan á kynmökunum stóð beitt hana ofbeldi. Jafnframt þótti sannað með trúverðugum framburði brotaþola, sem ljósmyndir af áverkunum renndu stoðum undir, að X hefði í umrætt sinn beitt hana miklu ofbeldi. Þá hefði X fyrir dómi gengist við því að hafa ekki leitað eftir samþykki brotaþola áður en hann beitti hana ofbeldi við kynmökin. Hæstiréttur tók fram að refsinæmi nauðgunar samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga fælist í því að hafa kynferðismök við mann án samþykkis hans en samþykkið þyrfti að vera tjáð af frjálsum vilja. Að því gættu hafi X þurft að fá ótvírætt samþykki brotaþola fyrir þeim ofbeldisfullu kynmökum sem ákæra laut að og gat hann ekki gefið sér að það væri sjálfkrafa fyrir hendi. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 21. september 2022 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að dómur Landsréttar verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd.3. Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað á ný til löglegrar meðferðar í Landsrétti. Til vara krefst ákærði sýknu en til þrautavara að refsing hans verði milduð.Ágreiningsefni4. Með ákæru héraðssaksóknara 2. júlí 2020 var ákærða gefin að sök nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 17. apríl 2019 ráðist að fyrrverandi kærustu sinni á heimili hennar með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis. Nánar tiltekið var ákærða gefið að sök að hafa þvingað hana til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en ákærði var sagður hafa klipið hana, slegið ítrekað í andlit og líkama, bitið, rifið í hár hennar og tekið hana kverkataki þannig að hún hefði átt erfitt með andardrátt. Ákærði hefði loks látið af háttsemi sinni eftir að brotaþoli hefði ítrekað beðið hann um að hætta. Með þessari atlögu hefði lífi, heilsu og velferð hennar verið ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Um afleiðingar sagði að brotaþoli hefði hlotið roða, mar, bit- og klórför, þar á meðal á baki, bringu, handleggjum, rassi, lærum, hálsi og andliti. Háttsemin var í ákæru talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940.5. Með héraðsdómi 31. mars 2021 var ákærði sýknaður af sakargiftum. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með hinum áfrýjaða dómi 13. júní 2022 og sakfelldi ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn var ákærði sýknaður af þeirri háttsemi að hafa gerst sekur um brot í nánu sambandi með þeim rökum að tengsl ákærða og brotaþola væru ekki slík að þau féllu undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 19. september 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-115, á þeim grunni að ákærði hefði verið sýknaður í héraði en sakfelldur fyrir Landsrétti. Þegar þannig stæði á bæri að verða við ósk ákærða um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur teldi ljóst að áfrýjun myndi ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar, sbr. niðurlag 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar sem því yrði ekki slegið föstu, auk þess sem talið var að úrlausn málsins um beitingu 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eftir breytingar sem gerðar voru á ákvæðinu með lögum nr. 16/2018, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 var beiðnin samþykkt. 7. Fyrir Hæstarétti leitar ákæruvaldið ekki endurskoðunar á þeirri niðurstöðu Landsréttar að heimfæra brot ákærða ekki undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Þá féll ákæruvaldið frá eftirfarandi verknaðarlýsingu í ákæru: ,,en ákærði lét loks af háttsemi sinni eftir að [brotaþoli] hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með þessari atlögu var lífi, heilsu og velferð [brotaþola] ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt.“Málsatvik og meðferð máls8. Eins og fram kemur í dómi Landsréttar og héraðsdómi eru helstu málsatvik þau að ákærði og brotaþoli kynntust í desember 2018. Fram hefur komið hjá þeim báðum að samskipti þeirra hafi verið nokkur og meðal annars kynferðisleg.9. Ákærða og brotaþola ber saman um að þau hafi rætt saman í síma 16. apríl 2019 og þá hafi meðal annars borið á góma að ákærði vildi slíta sambandinu. Einnig hafi þau ákveðið að hittast þá um kvöldið. Um nóttina hafi ákærði svo hringt í brotaþola og hún hleypt honum inn á heimili sitt. Þeim ber ekki saman um hvað klukkan hafi verið þegar ákærði kom til brotaþola. Hann telur það hafa verið milli klukkan 2 og 2.30 um nóttina en hún að það hafi verið um klukkan 4. Eins og greinir í héraðsdómi aflaði lögregla ekki upplýsinga um símnotkun ákærða og brotaþola þá um nóttina til að upplýsa hvenær þau ræddu saman stuttu áður en hún hleypti honum inn. Undir áfrýjun málsins til Landsréttar freistaði ákæruvaldið þess að afla þessara upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum en í ljós kom að þeim hafði verið eytt. Um atvik á heimili brotaþola um nóttina ber henni og ákærða ekki að öllu leyti saman, eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi og héraðsdómi, en sakargiftir á hendur honum snúa að þeim atvikum.0. Snemma morguns 17. apríl 2019 kom brotaþoli á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í fylgd vinkonu sinnar, B, og greindi frá því að ákærði hefði brotið gegn sér á heimili hennar fyrr um nóttina. Lögreglu var tilkynnt um atvikið laust eftir klukkan 8 um morguninn og ræddu lögreglumenn við brotaþola á spítalanum þar sem hún greindi frá samskiptum sínum við ákærða. Fram kom að hún hefði kallað eftir hjálp B undir morgun, þegar ákærði var sofnaður, og hefði B komið til hennar og farið með henni á spítalann. Brotaþoli afhenti lögreglu lykil að íbúð sinni og fóru lögreglumenn þangað og handtóku ákærða laust eftir klukkan 9 um morguninn þar sem hann lá sofandi í rúmi hennar. Í kjölfarið var vettvangur rannsakaður, auk þess sem bæði ákærði og brotaþoli gengust undir réttarlæknisfræðilega skoðun.1. Við skoðun á ákærða í kjölfar handtöku að morgni 17. apríl 2019 gaf hann þvagsýni klukkan 9.55 og blóðsýni var dregið úr honum klukkan 10.43 sama dag. Í kjölfar þess að héraðsdómur gekk fól ríkissaksóknari lögreglu með bréfi 4. maí 2021 að láta fara fram rannsókn á vímuefnum í blóð- og þvagsýnum úr ákærða. Samkvæmt bréfi rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði 28. maí 2021 mældist etanól í blóðsýninu 0,70‰ og í þvagsýninu 1,78‰. Í matsgerð rannsóknarstofunnar 8. júní sama ár kom fram að magn etanóls í blóði benti til að ákærði hefði verið undir áhrifum áfengis þegar sýnið var tekið. Einnig benti hlutfall áfengis í þvagi og blóði til að nokkur tími hefði þá verið liðinn frá því að áfengisneyslu lauk. Þá sagði í matsgerðinni að lyf eða ólögleg ávana- og fíkniefni hefðu ekki verið í mælanlegu magni í sýnunum.2. Fyrir Hæstarétt hefur ákæruvaldið lagt fram vottorð bráðalæknis á Landspítalanum 3. júní 2022 vegna skoðunar á brotaþola 17. apríl 2019 sem barst því eftir að málið var dæmt í Landsrétti og er það til viðbótar öðrum læknisfræðilegum gögnum sem höfðu verið lögð fram fyrir héraðsdómi um áverka brotaþola. Í vottorðinu kemur fram að á aftanverðum hnakka brotaþola hafi verið kúla og eymsli þar yfir. Vinstra megin á neðri vör hafi verið lítið sár og mar. Á kjálka vinstra megin, rétt framan við kjálkahorn, hafi verið mar sem gæti samrýmst því að vera eftir fingur. Hægra megin á hálsi, rétt aftan við kjálkahorn, hafi einnig verið mar sem samrýmdist þrýstingi eftir fingur. Eymsli hafi verið yfir höfuðvendivöðva beggja vegna og hafi brotaþoli lýst verk við að snúa höfði. Þá segir að brotaþoli hafi lýst eymslum í hálsi við að kyngja, auk þess sem hún fyndi til í kjálka vinstra megin við að opna munninn sem hún hefði þó getað að fullu. Á bringu brotaþola hafi verið marblettir og rispur á húð sem samrýmdust klóri. Einnig hafi verið marblettir á brjóstum sem samrýmdust bitum. Á utanverðum vinstri upphandlegg hafi verið marblettur sem samrýmdist biti og á utanverðum hægri upphandlegg verið marblettur. Þá hafi aftanvert á hægri framhandlegg verið marblettur sem gæti samrýmst eldra mari. Loks segir að á baki hafi verið fimm marblettir sem samrýmdust biti, á hægra læri ofarlega framanvert hafi verið dreifðir marblettir og mar á hægri rasskinn. Í vottorðinu er síðan að finna svohljóðandi samantekt og álit:[Brotaþoli] var með útbreidda áverka sem allir samrýmast mjög vel lýsingu hennar á atburðum. Sérstaklega samrýmast marblettir á hálsi hennar því að hún hafi verið tekin kverkataki. Einnig samrýmast marblettir á brjóstum, vinstri upphandlegg og baki því að vera eftir bit.[...]Aðrir áverkar [brotaþola] virtust hafa verið minni háttar, mar sem líklegast er að hafi valdið lýtum og ónotum í nokkrar vikur en góðar líkur eru á að hafi jafnað sig að fullu. Engin merki fundust um áverka sem klárlega hafi valdið varanlegu lýti, verkjum eða færniskerðingu.3. Vegna áverka á hálsi og eymsla við að kyngja var brotaþoli skoðuð á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans þegar hún var til rannsóknar þar eftir framangreinda atburði. Í vottorði sérfræðilæknis 10. febrúar 2022 kemur fram að brotaþoli hafi við skoðun verið með eymsli í hálsi og átt erfitt með að kyngja og sýnilega verið með marbletti framanvert á hálsi sem vel geti hafa komið til við að gripið hafi verið um háls hennar og hert að. Jafnframt segir að áverkinn hafi orsakað mar og blæðingu í húð og valdið þessum eymslum en ekki broti eða neinum varanlegum skaða.Formhlið málsRöksemdir ákærða4. Krafa ákærða um ómerkingu hins áfrýjaða dóms er reist á því að ekki hafi með réttum hætti verið tekin afstaða til stöðugleika í skýrslum brotaþola og þýðingu þess að framburður hennar hafi stangast í veigamiklum atriðum á við sönnunargögn sem aflað var við rannsókn lögreglu. Jafnframt hafi skort á að tekin væri afstaða til þess að lögregla aflaði ekki símagagna sem skorið hefðu úr um hvort ákærði eða brotaþoli greindi rétt frá hvenær um nóttina hann hringdi til hennar rétt áður en hún hleypti honum inn á heimili sitt. Þá hafi í engu verið vikið að mati á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola í ljósi rannsóknar á magni áfengis sem mældist í blóði og þvagi ákærða en þær niðurstöður séu í andstöðu við fullyrðingu brotaþola um að hann hafi „dáið áfengisdauða“ um klukkan 6.30 eða þremur til fjórum klukkustundum áður en sýni voru tekin.5. Ákærði vísar til þess að hann hafi verið sýknaður í héraði á þeim grundvelli að heildstætt mat á sönnunargögnum samkvæmt 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að framburður brotaþola hefði ekki fengið slíka stoð í framburði vitna og gögnum málsins að sakfelling yrði reist á honum gegn eindreginni neitun ákærða. Þótt héraðsdómur hafi metið framburð brotaþola greinargóðan og stöðugan hafi verið litið til þess að atriði í honum hefði ekki fengið stoð í öðrum gögnum, svo sem að brotaþoli hafi bitið ákærða fast í hálsinn eða ákærði slegið höfði hennar utan í vegg. Einnig hafi héraðsdómur vísað í sakarmati sínu til framburðar brotaþola um að hún hafi vitað að ákærði væri fyrir harkalegt kynlíf og hún sjálf gæti hafa nefnt að hún væri því ekki með öllu fráhverf. 6. Á þessum grundvelli hafi Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu í 18. lið hins áfrýjaða dóms að ekki væru forsendur til að hrófla við heildstæðu mati héraðsdóms á sönnunargildi framburðar ákærða og brotaþola þótt ekki yrði alfarið vísað á bug málflutningi sækjanda og verjanda um misræmi við mat á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Í þeim efnum hafi fyrir Landsrétti verið bent á ýmis atriði sem stönguðust á eða fengju ekki stoð í gögnum málsins. Samkvæmt þessu hafi Landsréttur talið að ekki yrði fullyrt að atvik hafi verið þau að brotaþoli hafi grátið og beðið ákærða að hætta kynferðismökum áður en hann gerði það en að hans sögn hafi þeim lokið strax í kjölfar þess að hann sá hana fella tár og hún sagði honum að hætta. Þrátt fyrir þetta hafi ákærði verið sakfelldur en það hafi verið gert án þess að fram kæmi í dóminum hvað það væri í málatilbúnaði sem Landsréttur teldi ekki unnt að vísa alfarið á bug um misræmi í framburði. Jafnframt hafi ekki komið fram hvort misræmið tæki bæði til þess sem byggt var á af hálfu sækjanda og verjanda eða aðeins annars þeirra og þá um hvað. 7. Samkvæmt framansögðu telur ákærði að Landsréttur hafi við úrlausn málsins ekki metið með fullnægjandi hætti sönnunargildi framburðar ákærða og brotaþola, þar á meðal trúverðugleika þeirra, sbr. 115. gr. og 126. gr. laga nr. 88/2008.Röksemdir ákæruvaldsins8. Af hálfu ákæruvaldsins er byggt á því að sönnunarmati hins áfrýjaða dóms hafi ekki verið áfátt og því séu engin efni til að verða við kröfu ákærða um ómerkingu dómsins.9. Ákæruvaldið andmælir því að niðurstöður rannsóknar um magn áfengis í blóði og þvagi ákærða fari í bága við framburð brotaþola. Af niðurstöðum þeirrar rannsóknar verði dregin sú ályktun að ákærði hafi verið undir allnokkrum áhrifum áfengis þegar hann hafi sofnað á heimili brotaþola strax eftir að kynmökum lauk en áfengisáhrifin hafi verið til þess fallin að hann festi fljótt svefn. Jafnframt telur ákæruvaldið engu breyta um mat á sönnunargildi framburðar brotaþola þótt hún hafi sagst hafa bitið ákærða í hálsinn en áverkar ekki fundist á honum fimm klukkustundum síðar. Í því sambandi bendir ákæruvaldið á að skeggvöxtur hans geti hafa hulið áverka. Loks bendir ákæruvaldið á að framburður brotaþola um að ákærði hefði slegið höfði hennar utan í vegg fái stoð í fyrrgreindu læknisvottorði 3. júní 2022 sem lagt hafi verið fram fyrir Hæstarétti og því sé ekki fyrir hendi misræmi að þessu leyti eins og héraðsdómur hafi lagt til grundvallar.Niðurstaða um formhlið máls20. Samkvæmt 2. mgr. 225. gr. laga nr. 88/2008 getur Hæstiréttur ekki endurmetið niðurstöðu áfrýjaðs dóms í sakamáli um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar. Á hinn bóginn kemur í hlut Hæstaréttar að meta hvort annmarki hafi verið á þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmatið sem gæti hafa haft áhrif á úrlausn máls. Þannig beinist endurskoðunin að því að kanna hvort sönnunarmatið hafi verið í samræmi við lög án þess að tekin sé afstaða til þess hvað telst sannað á grundvelli munnlegs framburðar. Um þetta verður vísað til dóma réttarins 15. október 2020 í máli nr. 16/2020 og 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020.21. Í samræmi við þetta verður ekki veitt leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar til endurskoðunar á mati réttarins á sönnunargildi munnlegs framburðar, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Aftur á móti verður veitt leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til að fá ómerkingu á héraðsdómi og landsréttardómi og heimvísun máls, sbr. d-lið 1. mgr. sömu greinar. Annmarki á aðferð við sönnunarmatið getur varðað ómerkingu dóms og heimvísun.22. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi gáfu ákærði og brotaþoli viðbótarskýrslur við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Jafnframt voru spilaðar hljóð- og myndbandsupptökur af skýrslum þeirra og vitnisins B í héraði. Þá lágu fyrir endurrit af munnlegum skýrslum fyrir héraðsdómi.23. Samkvæmt 115. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans. Jafnframt metur dómari sönnunargildi vitnisburðar við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að afstöðu vitnis til ákærða, hagsmunum þess af málsúrslitum, þroska þess, áreiðanleika skynjunar þess á atvikum, minni, ástandi og hegðun þess við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrleika í svörum og samræmi í frásögn, sbr. 126. gr. laganna. Þessi ákvæði gilda um meðferð máls fyrir Landsrétti, sbr. 210. gr. þeirra.24. Þegar metinn er framburður ákærða eða brotaþola, að gættum þessum lagaákvæðum, verður að huga að innra samræmi framburðar, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, með tilliti til þess hvort mótsagna gæti í frásögn þeirra. Samhliða verður að kanna ytra samræmi framburðar sem beinist að því að virða hann í ljósi annarra upplýsinga sem komið hafa fram við málsmeðferð, þar með talið framburð annarra. Á þessum grunni er metið á lægri dómstigum hvort framburður er trúverðugur og hvaða áhrif það hefur með tilliti til annarra sönnunargagna. Um þetta vísast til fyrrgreinds dóms í máli nr. 16/2020 og einnig dóms réttarins 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020.25. Svo sem áður er rakið er krafa ákærða um ómerkingu hins áfrýjaða dóms reist á því að annmarki hafi verið á aðferð Landsréttar við mat á sönnunargildi framburðar brotaþola þar sem bæði mat á innra og ytra samræmi vættisins hafi verið ófullnægjandi. Landsréttur hafi ekki vísað alfarið á bug þeim atriðum sem teflt var fram og fólu í sér misræmi hjá brotaþola eða fengu ekki stoð í gögnum málsins án þess þó að taka rökstudda afstöðu til þeirra. Þau atriði sem hér er vísað til komu fram í greinargerðum fyrir Landsrétti og við flutning málsins hér fyrir dómi. Verður nú nánar vikið að þeim.26. Í fyrsta lagi er vísað til þess að lögreglu hefði verið kleift að afla símagagna til að leiða í ljós hvenær ákærði hringdi í brotaþola rétt í aðdraganda þess að hún hleypti honum inn til sín. Eins og áður er rakið ber þeim ekki saman um hvenær þetta var um nóttina en með því að afla þessara upplýsinga hefði verið hægt að leiða í ljós hvort þeirra greindi réttar frá að þessu leyti. Um annað í aðdraganda atvika ber þeim hins vegar að mestu leyti saman.27. Í öðru lagi er bent á að í hinum áfrýjaða dómi hafi í engu verið vikið að því hvernig framburður ákærða og brotaþola horfði við í ljósi rannsóknar á því magni áfengis sem mældist í blóði og þvagi hans. Telur ákærði að niðurstöður rannsóknarinnar séu í andstöðu við að hann hafi „dáið áfengisdauða“ í kjölfar kynmaka þeirra. Hér er þess að gæta að engar einhlítar ályktanir verða dregnar af mælingum á áfengi í blóði og þvagi ákærða nokkrum klukkustundum eftir atburði um hvort ákærði hafi misst meðvitund vegna áfengisneyslu, eins og brotaþoli hefur borið, eða sofnað fljótt eins og hann sjálfur hefur sagt. Þessar mælingar á áfengismagni gátu þannig ekki haft þýðingu við mat á trúverðugleika framburðar ákærða eða brotaþola. 28. Í þriðja lagi hefur verið vísað til þess að brotaþoli hafi sagt bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að ákærði hafi skellt höfði hennar utan í vegg. Þetta sé hins vegar í andstöðu við rannsóknargögn en þar sé ekki greint frá áverkum á brotaþola sem renni stoðum undir þetta. Þótt þetta komi ekki fram í rannsóknargögnum er þess að gæta, eins og áður er rakið, að fyrir Hæstarétt hefur verið lagt læknisvottorð 3. júní 2022, ritað af þeim bráðalækni sem skoðaði brotaþola eftir komu á neyðarmóttöku, þar sem fram kemur að hún hafi verið með kúlu á aftanverðum hnakka og eymsli þar yfir. Um þetta tiltekna atriði verður vottorðið ekki vefengt og skiptir þá ekki máli að því leyti þótt afla hefði átt þess undir rannsókn málsins hjá lögreglu í samræmi við 1. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 54. gr. laga nr. 88/2008.29. Í fjórða lagi er bent á að brotaþoli hafi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi greint frá því að þegar ákærði hafi legið á henni hafi hún bitið hann mjög fast í hálsinn til að verja sig. Við réttarlæknisfræðilega skoðun á honum hafi hins vegar ekki fundist áverkar sem rennt gætu stoðum undir þessa frásögn hennar.30. Þau atriði sem hér hafa verið rakin komu öll til umfjöllunar við meðferð málsins fyrir Landsrétti og ljóst að litið var til þeirra við sönnunarmat réttarins þótt ekki hafi sérstaklega verið vikið að þeim í hinum áfrýjaða dómi. Þó að dómurinn hefði að réttu lagi mátt vera ítarlegar rökstuddur að þessu leyti er þess að gæta að ekki bar nauðsyn til að víkja að öllum sönnunaratriðum og mátti að skaðlausu sleppa þeim sem engu eða litlu hefðu breytt um sönnunarmatið. Að þessu gættu verður ekki fallist á það með ákærða að slíkur annmarki hafi verið á þeirri aðferð sem beitt var við sönnunarmat í hinum áfrýjaða dómi að efni séu til að ómerkja hann. Þeirri kröfu ákærða verður því hafnað.Efnishlið málsinsRöksemdir ákærða31. Af hálfu ákærða er vísað til þess að Hæstiréttur verði að leggja mat á hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna sakargiftir svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, enda þótt rétturinn endurmeti ekki sönnunargildi munnlegs framburðar. Við þetta mat verði Hæstiréttur að leggja til grundvallar að frásögn ákærða hafi verið metin stöðug og greinargóð bæði af Landsrétti og héraðsdómi. Andspænis frásögn ákærða standi hins vegar framburður brotaþola um að atvik umrædda nótt hafi verið á allt annan veg. Til að framburður hennar verði lagður til grundvallar þurfi hann að fá fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Af hálfu ákærða er því haldið fram að svo sé ekki.32. Ákærði telur að sönnunar- og sakarmat Landsréttar sé haldið þeim verulega annmarka að með öllu sé horft fram hjá því að brotaþoli hafi viðurkennt að hún og ákærði hafi áður átt í kynferðislegum samskiptum þar sem hörku hafi verið beitt. Jafnframt að brotaþoli hafi sagt að hún „fílaði smá“ kynlíf af því tagi og meðal annars sagt vinkonu sinni, fyrrgreindri B, frá því. Ekkert annað liggi fyrir en framburður brotaþola um að kynferðislegar athafnir ákærða umrædda nótt hafi verið harkalegri en áður en því hafi ákærði staðfastlega neitað. Einnig sé óumdeilt að brotaþoli vissi fyrir umrædda nótt að ákærði hneigðist til kynlífs þar sem háttsemi af því tagi sem lýst er í ákæru kemur við sögu.33. Um það að brotaþoli hafi orðið fyrir slæmri lífsreynslu í umrætt sinn er af hálfu ákærða tekið fram í fyrsta lagi að það hafi enga þýðingu við mat á huglægri afstöðu hans á verknaðarstundu. Í öðru lagi sé lítt skiljanlegt hvað Landsréttur eigi við þegar staðhæft sé í 26. lið dómsins að brotaþoli hafi lýst upplifun sinni með einkar trúverðugum hætti, enda skorti bæði á innra og ytra samræmi í framburði hennar.34. Í ljósi þess sem Landsréttur hafi talið sannað um atvik umrædda nótt hafi ekki verið sýnt fram á að ákærði hafi af ásetningi þvingað brotaþola til munnmaka og samræðis með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Jafnframt fái ekki staðist niðurstaða hins áfrýjaða dóms um þýðingu þess efnisþáttar nauðgunar sem lýtur að samþykki og að lagabreytingar á 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga hafi þau áhrif sem rétturinn leggi til grundvallar í úrlausn sinni. Röksemdir ákæruvalds35. Ákæruvaldið tekur undir með Landsrétti að samþykki brotaþola hafi ekki staðið til kynmaka í umrætt sinn og að ákærða hafi verið það ljóst meðan á þeim stóð. Ákærði hafi því gerst sekur um það brot sem honum er gefið að sök.36. Ákæruvaldið telur liggja fyrir að ákærði hafi ekki á neinn hátt leitað eftir samþykki brotaþola fyrir þeim kynferðismökum sem lýst er í ákæru. Þar sem samþykki hafi ekki legið fyrir sé ljóst að ákærði hafi þvingað brotaþola til þeirra með því ofbeldi sem hann kannist við að hafa beitt. Jafnframt sé þess að gæta að Landsréttur hafi metið lýsingar brotaþola á ofbeldinu trúverðugar, eins og fram komi í 26. lið dómsins.Löggjöf37. Í 194. gr. almennra hegningarlaga er mælt fyrir um refsinæmi nauðgunar en ákvæðið hefur tekið nokkrum breytingum í tímans rás. Með hliðsjón af sakarefni málsins er ástæða til að víkja að því hvernig ákvæðinu var breytt með lögum nr. 61/2007 og 16/2018.38. Með lögum nr. 61/2007 sætti kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga heildstæðri endurskoðun. Eftir þá lagasetningu hljóðaði 1. mgr. 194. gr. laganna þannig:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.39. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi sem varð að lögum nr. 61/2007 kom fram að við samningu þess hefði verið lögð áhersla á að reyna að tryggja, svo sem framast væri unnt með löggjöf, að friðhelgi, sjálfsákvörðunarréttur, kynfrelsi og athafnafrelsi hvers einstaklings væri virt. Aðalatriði kynferðisbrots væri að það bryti gegn þessum réttindum og væri alvarlegast fyrir þolendur þeirra. Í samræmi við þetta væri lagt til að lögð yrði minni áhersla á verknaðaraðferðir heldur yrði megináherslan lögð á að með brotunum væru höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans væri fyrir hendi og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. Nokkru síðar í athugasemdunum voru færð rök gegn því að byggja nauðgunarhugtakið eingöngu á því að samþykki skorti til kynmakanna, enda kallaði það á ítarlegri útlistun á því hvernig skilgreina ætti samþykki. Í því sambandi var nefnt að skortur á samþykki væri atriði sem væri fólgið í nauðgunarhugtakinu því að það væri einmitt sá skortur sem gerði háttsemina að nauðgun og þar með refsiverða. Í stað þess að miða hugtakið eingöngu við skort á samþykki væri vænlegra til árangurs að fella brott úr refsiákvæðinu að brotaþoli hefði verið þvingaður til kynferðismaka og leggja meiri áherslu á orsakatengslin milli ofbeldis og hótunar annars vegar og kynmakanna hins vegar. Ef sannað væri að beitt hefði verið ofbeldi eða hótunum til þess að hafa kynmök hlyti að mega gera ráð fyrir að þolandi hefði verið þvingaður til þeirra. Ella hefði ekki þurft að beita þessum aðferðum til þess að ná þeim fram.40. Með lögum nr. 16/2018 var samþykki gert að þungamiðju nauðgunarhugtaksins og inntaki þess lýst. Eftir þá breytingu hljóðar 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga þannig:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.41. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi er varð að lögum nr. 16/2018 kom fram um markmið lagasetningarinnar að nauðsynlegt væri að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt væri að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Tekið var fram að þessi skilgreining á nauðgun breytti því ekki að sönnunarstaða í kynferðisbrotamálum yrði alltaf þung en á hinn bóginn kynni hún að verða auðveldari í einhverjum tilvikum. Þá myndi áhersla á samþykki aukast við rannsókn og saksókn nauðgunarbrota. Með því að útfæra hvað felst í samþykki væri einnig mætt kröfum um skýrleika refsiheimilda samkvæmt 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Með hliðsjón af þessu var lagt til að 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferðina. Þetta hefði í för með sér almenn varnaðaráhrif sem fælust í því að einstaklingar yrðu líklegri til að vera meðvitaðir um mikilvægi samþykkis fyrir þátttöku í kynferðislegri athöfn. Nánar var lagabreytingu þessari lýst þannig að refsingu varðaði að hafa samræði eða kynferðismök við mann án samþykkis hans. Aðaláherslan væri lögð á hvort samræði eða kynferðismök hefðu farið fram með vilja og samþykki þátttakenda. Til þess að ákvæðið fullnægði kröfum sem gerðar væru um skýrleika refsiheimilda væri jafnframt að finna nánari skilgreiningu á hvenær samþykki telst liggja fyrir og hvenær ekki. Samþykki teldist liggja fyrir ef það væri tjáð af frjálsum vilja. Samþykki teldist hins vegar ekki liggja fyrir ef það væri fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Í nánari skýringum við ákvæðið segir síðan svo:Hvað varðar hugtakið samþykki [...] er ljóst að samþykki til þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum verður að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýðir að gefa þarf samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki verður gerð krafa um að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn. Þá getur algert athafnaleysi ekki verið túlkað sem vilji til þátttöku.Samþykki fyrir þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum afmarkast við það tiltekna tilvik og við þær kynferðislegu athafnir sem samþykkið nær til. Af kynfrelsi leiðir að eðlilegt er að þátttakandi í kynferðislegri athöfn geti hvenær sem er skipt um skoðun um þátttöku sína. Slík skoðanaskipti verður að tjá með orðum eða annarri tjáningu þannig að annar eða aðrir þátttakendur verði þess áskynja.Ekki er talið æskilegt að skilgreina of nákvæmlega með hvaða hætti samþykki skuli tjáð. Hætta er á að löggjöf sem setur nákvæm skilyrði fyrir því hvernig einstaklingar skuli tjá sig verði ekki í samræmi við hvernig mannleg samskipti eru í raun. 42. Af 18. gr. almennra hegningarlaga leiðir að nauðgun er ekki saknæm nema hún hafi verið framin af ásetningi. Í því felst að ásetningur verður að ná til allra efnisþátta verknaðarins eins og honum er lýst í 1. mgr. 194. gr. laganna. Samkvæmt þessu þarf ásetningur að taka til þess að hafa kynmök við manneskju þótt ekki sé fyrir hendi samþykki hennar til þeirra.Niðurstaða um efnishlið máls43. Eins og fyrr greinir er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa ráðist með nánar tilgreindu ofbeldi að brotaþola á heimili hennar 17. apríl 2019 og haft við hana samræði og önnur kynferðismök án samþykkis hennar. Við þetta hefði brotaþoli hlotið margvíslega áverka sem nánar eru raktir í ákæru.44. Samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga tekur refsinæmi nauðgunar til þess að hafa samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans en samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst hins vegar ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung til þess að ná fram kynmökum. Við túlkun ákvæðisins verður litið til lögskýringargagna með fyrrgreindum lögum nr. 16/2018, en um þýðingu lögskýringargagna í refsimálum má til hliðsjónar vísa til dóma Hæstaréttar 6. apríl 2006 í máli nr. 472/2005, 22. mars 2007 í máli nr. 331/2006 og fyrrgreinds dóms í máli nr. 30/2020. Þess er þó að gæta að mat á skýrleika refsiákvæðis hlýtur ávallt fyrst og fremst að ráðast af texta þess í samræmi við grundvallarregluna um skýrleika refsiheimilda samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Hér verður að hafa í huga að í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga er beinlínis áskilið að samþykki liggi fyrir þegar það er „tjáð af frjálsum vilja“ en í því orðalagi ákvæðisins felst að samþykkið sé látið í té með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu.45. Í hinum áfrýjaða dómi var talið sannað með framburði ákærða og brotaþola að hann hefði meðan á kynmökum stóð beitt hana ofbeldi. Jafnframt þótti sannað með trúverðugum framburði brotaþola, sem ljósmyndir af áverkum hennar renndu stoðum undir, að ákærði hefði í umrætt sinn beitt hana miklu ofbeldi. Þannig hefði ofbeldið verið þáttur í kynferðismökunum og félli háttsemin hlutlægt séð að lýsingu á refsinæmri háttsemi í 1. mgr. 194. gr. laganna. Þessi niðurstaða, sem reist var á munnlegum framburði, kemur ekki til endurskoðunar og verður lögð til grundvallar hér fyrir dómi.46. Fyrir dómi hefur ákærði gengist við því að hafa ekki leitað eftir samþykki brotaþola áður en hann beitti hana ofbeldi við kynferðismökin. Þess í stað hafi hann gengið út frá því að samþykki hennar væri fyrir hendi í ljósi þess að hann hafi áður gengið fram gagnvart henni með þessu móti og jafnvel af enn meiri hörku. Þá hafi brotaþoli ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að hún væri mótfallin kynferðismökunum meðan á þeim stóð.47. Eins og áður greinir felst refsinæmi nauðgunar eftir 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga í því að hafa kynferðismök við mann án samþykkis hans en samþykkið þarf samkvæmt framansögðu að vera tjáð af frjálsum vilja. Að því gættu þurfti ákærði að fá ótvírætt samþykki brotaþola fyrir þeim ofbeldisfullu kynferðismökum sem ákæra lýtur að og gat hann ekki gefið sér að það væri sjálfkrafa fyrir hendi. Í því tilliti gat engu breytt frásögn hans um fyrri kynferðismök hans við brotaþola, eins og lagt var til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi. Er þess þá að gæta að því ríkari kröfur verður að gera til þess að ótvírætt undanfarandi samþykki sé tjáð þegar gengið er fram með þeim líkamsmeiðingum sem ákærði beitti í umrætt sinn. Hér verður einnig byggt á þeirri niðurstöðu Landsréttar að ákærði hefði ekki haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk þeim ofbeldisfullu kynferðismökum sem hann hafði við hana, en sú niðurstaða var öðru fremur reist á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi og sætir því ekki endurskoðun Hæstaréttar. Samkvæmt öllu þessu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sakfella ákærða fyrir nauðgun en brotið varðar við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 48. Með vísan til þess sem greinir í hinum áfrýjaða dómi um ákvörðun refsingar er hún hæfileg og verður dómurinn því staðfestur, þar á meðal um sakarkostnað.49. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Ákærði, X, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, 1.914.203 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns Kristins Bjarnasonar lögmanns, 1.785.600 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=c993283c-c3f2-42eb-be17-1b32d9e843d3&verdictid=a31415ac-6c64-476f-937e-86ff2ab0e99f |
Mál nr. 37/2022 | Skuldamál Neytendalán Samningur Skuldabréf Ógilding samnings EES-samningurinn Málsástæða | Í málinu var deilt um heimild Í til að krefja Ó og M um þóknun við uppgreiðslu á húsnæðisláni sem þau höfðu tekið í júlí 2008 hjá Í. Ágreiningurinn laut einkum að afleiðingum þess að í skilmálum lánssamnings aðila skorti ákvæði um útreikning þóknunarinnar þrátt fyrir lagaskyldu þar um og hvort Ó og M ættu af þeirri ástæðu rétt á endurgreiðslu hennar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að uppgreiðslugjaldinu yrði ekki jafnað til vaxta eða annars lántökukostnaðar sem lánveitanda var skylt að veita neytanda upplýsingar um þegar lán var veitt í skilningi 1. mgr. 14. gr. laga nr. 121/1994. Fengi krafa Ó og M um endurgreiðslu þóknunar vegna uppgreiðslu því ekki stoð í ákvæðinu eða meginreglu þess. Þá kom fram í dóminum að við heildarmat á efni veðbréfsins, stöðu aðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til yrði ekki fallist á með Ó og M að það teldist ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að Í bæri fyrir sig skilmála veðbréfsins um uppgreiðsluþóknun. Því væru ekki efni til að víkja 5. tölulið skilmála veðbréfsins og samkomulagi aðila um greiðslu uppgreiðsluþóknunar til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu Í af kröfu Ó og M um endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunar að öllu leyti eða að hluta og um málskostnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 16. júní 2022. Þau krefjast þess að stefnda verði gert að greiða þeim 2.744.856 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. desember 2019 til greiðsludags. Þá krefjast þau málskostnaðar úr hendi stefnda á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Í málinu er deilt um heimild stefnda til að krefja áfrýjendur um þóknun við uppgreiðslu á húsnæðisláni í nóvember 2019 en lánið tóku þau hjá stefnda í júlí 2008. Ágreiningurinn lýtur einkum að afleiðingum þess að í skilmálum lánssamnings aðila skorti ákvæði um útreikning þóknunarinnar þrátt fyrir lagaskyldu þar um og hvort áfrýjendur eigi af þeirri ástæðu rétt á endurgreiðslu hennar.5. Með héraðsdómi 22. september 2021 var stefndi sýknaður af kröfu áfrýjenda og var sú niðurstaða staðfest með hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 8. apríl 2022.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 16. júní 2022, með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-72, á þeim grunni að dómur í því gæti haft fordæmisgildi.Málsatvik7. Áfrýjendur tóku lán hjá stefnda, sem þá hét Íbúðalánasjóður, 1. júlí 2008 með útgáfu ÍLS-veðbréfs að fjárhæð 20.000.000 króna. Í fyrirsögn veðbréfsins kom fram að það væri án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun. Um var að ræða jafngreiðslulán, verðtryggt samkvæmt vísitölu neysluverðs. Skuldin var tryggð með 1. veðrétti í fasteigninni Norðurbakka 25C í Hafnarfirði og bar fasta 5,05% ársvexti.8. Í 5. tölulið skilmála veðbréfsins kom fram að skuldari afsalaði sér með undirritun sinni heimild til að greiða aukaafborganir af „skuldabréfum sínum“ eða endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun. Á hinn bóginn kom hvorki fram í skilmálunum hvernig uppgreiðslugjaldið skyldi reiknað út né hvenær slíkur kostnaður félli á.9. Áfrýjendur greiddu afborganir af láninu án athugasemda frá útgáfu veðbréfsins og allt fram til þess að þau greiddu það upp 5. nóvember 2019. Við uppgreiðsluna krafði stefndi þau um sérstaka þóknun á grundvelli 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, sbr. 4. mgr. 15. gr. þágildandi reglugerðar nr. 522/2004 um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf. Þegar áfrýjendur greiddu upp lánið voru vextir nýrra lána hjá áfrýjanda 4,2% eða 0,85% lægri en vextir af láni þeirra. Samkvæmt því krafði stefndi áfrýjendur um uppgreiðslugjald að fjárhæð 2.744.856 krónur sem nam 10,06% af eftirstöðvum lánsins. Við uppgreiðsluna gerðu áfrýjendur fyrirvara um réttmæti gjaldsins.0. Áfrýjendur höfðuðu mál þetta 21. apríl 2020. Með héraðsdómi 17. desember sama ár var fallist á kröfu þeirra um endurgreiðslu á uppgreiðslugjaldinu. Stefndi fékk leyfi til að áfrýja dóminum beint til Hæstaréttar. Með dómi réttarins 27. maí 2021 í máli nr. 4/2021 var héraðsdómurinn ómerktur vegna ýmissa ágalla og málinu vísað heim í hérað til löglegrar málsmeðferðar og dómsálagningar á ný. Sama dag var í Hæstarétti kveðinn upp dómur í samkynja máli nr. 3/2021 þar sem stefndi var sýknaður af kröfu annars lántakanda um endurgreiðslu uppgreiðslugjalds.Löggjöf1. Við gildistöku laga nr. 137/2019 um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 31. desember 2019 var nafni Íbúðalánasjóðs breytt í ÍL-sjóð, sbr. 4. mgr. 18. gr. laganna. Samhliða átti sér stað breyting á starfssviði sjóðsins.2. Þegar áfrýjendur tóku lánið starfaði Íbúðalánasjóður á grundvelli þágildandi laga um húsnæðismál nr. 44/1998 eins og þeim hafði verið breytt meðal annars með lögum nr. 57/2004, 120/2004 og 137/2005.3. Með lögum nr. 120/2004, sem tóku gildi 2. desember 2004, var 3. mgr. bætt við 23. gr. laga nr. 44/1998. Samkvæmt ákvæðinu var Íbúðalánasjóði heimilt að bjóða lántakendum ÍLS-veðbréfa að afsala sér rétti til þess að greiða upp lán án þóknunar gegn lægri vöxtum. Ef til uppgreiðslu kæmi mætti slík þóknun á hinn bóginn ekki vera hærri fjárhæð en sem næmi kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns.4. Með reglugerð nr. 1017/2005, sem sett var með heimild í 3. mgr. 23. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998 og tók gildi 21. nóvember 2005, var tveimur nýjum málsgreinum bætt við 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004 og urðu þær 3. og 4. málsgrein. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. var Íbúðalánasjóði heimilt að bjóða þeim lán með lægra vaxtaálagi sem undirrituðu yfirlýsingu um að þeir afsöluðu sér heimild til að greiða aukaafborganir af skuldabréfum sínum eða endurgreiða skuld að fullu fyrir gjalddaga láns. Væri vaxtaálagið þá lægra sem næmi þeim hluta þess sem ætlað var að mæta vaxtaáhættu sjóðsins. Í 4. mgr. 15. gr. var tekið fram að lántaki sem tekið hefði lán með lægra vaxtaálagi og óskaði eftir því að greiða af því aukaafborganir eða greiða skuldabréfið upp að fullu fyrir lok lánstímans skyldi greiða sérstaka þóknun til Íbúðalánasjóðs samkvæmt gjaldskrá sjóðsins. Þá var einnig bætt við 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 522/2004 heimild þess efnis að sjóðurinn gæti að fenginni ákvörðun ráðherra, samkvæmt 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998, boðið þeim lántakendum sem undirrituðu yfirlýsingu um að þeir afsöluðu sér heimild til að greiða aukaafborganir af skuldabréfum sínum eða endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna, lægra vaxtaálag sem næmi allt að þeim hluta álagsins sem ætlað var að mæta vaxtaáhættu sjóðsins.5. Samhliða framangreindri reglugerð var sett reglugerð nr. 1016/2005 um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs. Í 7. gr. hennar segir að þóknun vegna uppgreiðslu lána og aukaafborgana reiknist af mismun á vaxtastigi láns sem greitt er og markaðsvöxtum sambærilegra nýrra lána hjá Íbúðalánasjóði ef þeir eru lægri, miðað við uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins, núvirt frá uppgreiðsludegi til lokagjalddaga eða miðað við innborgaða fjárhæð ef um aukaafborgun væri að ræða.6. Eftir framangreindar breytingar á lögum og reglugerðum um starfsemi Íbúðalánasjóðs bauð sjóðurinn upp á tvenns konar lán. Annars vegar lán sem báru lægri vexti og voru án heimildar til uppgreiðslu nema gegn greiðslu sérstakrar þóknunar til sjóðsins. Hins vegar stóðu til boða lán sem heimilt var að greiða upp án þóknunar en voru með hærri vöxtum. Samkvæmt 3. mgr. 21. gr. þágildandi laga nr. 44/1998 skyldi stjórn Íbúðalánasjóðs ákveða vexti ÍLS-veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána samkvæmt 23. gr. laganna að viðbættu vaxtaálagi, sbr. 28. gr. þeirra. Í 28. gr. laganna kom jafnframt fram að Íbúðalánasjóði væri heimilt að áskilja sér vaxtaálag til að mæta rekstrarkostnaði, áætluðum útlánatöpum og vaxtaáhættu sjóðsins. Ráðherra skyldi ákveða vaxtaálag að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins. Þá skyldu vextir vera óbreytanlegir allan lánstímann, sbr. 4. mgr. 21. gr. laganna.7. Þegar áfrýjendur tóku lánið voru í gildi lög um neytendalán nr. 121/1994. Í 1. mgr. 6. gr. þeirra voru talin upp þau atriði sem lánveitandi skyldi veita neytanda upplýsingar um við gerð lánssamnings en meðal þeirra voru heildarlántökukostnaður í krónum og árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 4. og 5. tölulið ákvæðisins. Þóknun vegna uppgreiðslu var ekki meðal þessara atriða. Í 7. gr. laganna var fjallað um heildarlántökukostnað sem samkvæmt 1. mgr. fól í sér allan kostnað af láni, þar með talda vexti og önnur gjöld sem neytandi skyldi greiða. Í 2. mgr. greinarinnar voru taldir upp þeir kostnaðarliðir sem taka skyldi tillit til þegar reiknuð væri út árleg hlutfallstala kostnaðar en þóknun vegna uppgreiðslu eða uppgreiðslugjald var ekki meðal þeirra. Í 9. gr. laganna var mælt fyrir um að þegar aðilar semdu um að vextir skyldu að nokkru eða öllu leyti vera breytilegir skyldi greint frá þeim eins og þeir væru á þeim tíma sem upplýsingarnar væru gefnar, tilgreint skyldi með hvaða hætti þeir væru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breyttust. Í 11. gr. laganna sagði að árleg hlutfallstala kostnaðar skyldi reiknuð út á þeim tíma sem lánssamningur væri gerður. Við útreikning hennar skyldi gengið út frá að lánssamningur gilti umsaminn tíma og að lánveitandi og neytandi stæðu við skuldbindingar sínar samkvæmt skilmálum hans. Í 1. mgr. 14. gr. laganna sagði að væru vextir eða annar lántökukostnaður ekki tilgreindur í lánssamningi væri lánveitanda ekki heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra. Þá sagði í 2. mgr. greinarinnar að lánveitanda væri ekki heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur væri í samningi samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 6. gr. laganna. Þessi ákvæði voru öll í II. kafla laganna sem fjallaði um upplýsingaskyldu lánveitanda.8. Með lögum nr. 63/2008 var ákvæði 16. gr. a um uppgreiðslugjald bætt við lög nr. 121/1994 og tók breytingin gildi 12. júní 2008. Var lagagreinin svohljóðandi:Lánveitanda er óheimilt að krefjast greiðslu uppgreiðslugjalds af láni í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir þann tíma sem umsaminn er, ef upphaflegur höfuðstóll lánsins er að jafnvirði 50 millj. kr. eða minna.Lánveitandi getur ekki krafist uppgreiðslugjalds ef ástæða uppgreiðslu er gjaldfelling láns af hans hálfu.Í þeim tilvikum sem heimilt er að semja um uppgreiðslugjald skal kveðið á um slíkt í lánssamningi. Tilgreina skal upplýsingar um hvernig uppgreiðslugjald er reiknað út og hvenær slíkur kostnaður fellur á.Í þeim tilvikum sem heimilt er að semja um uppgreiðslugjald má fjárhæð gjaldsins að hámarki vera það tjón sem lánveitandi verður fyrir vegna uppgreiðslunnar fyrir þann tíma sem umsaminn er. Ef kveðið er á um heimild til endurskoðunar vaxta í lánssamningi með föstum vöxtum skal miða útreikning uppgreiðslugjalds við tímann fram að næsta endurskoðunardegi vaxta. Ráðherra skal setja nánari reglur um útreikning á tjóni vegna uppgreiðslu.9. Lög nr. 33/2013 um neytendalán leystu af hólmi lög nr. 121/1994.NiðurstaðaMálatilbúnaður áfrýjenda í ljósi fyrri dóma Hæstaréttar20. Sem fyrr segir var sama dag og fyrri héraðsdómur í máli þessu var ómerktur í Hæstarétti kveðinn upp dómur í máli nr. 3/2021 þar sem stefndi þessa máls var sýknaður af kröfu annars aðila um endurgreiðslu á uppgreiðslugjaldi vegna ÍLS-veðbréfs.21. Þótt margt sé líkt með sakarefnum beggja málanna eru þau frábrugðin í nokkrum atriðum. ÍLS-veðbréfið sem til umfjöllunar var í máli nr. 3/2021 var gefið út 10. apríl 2008 fyrir lögfestingu 16. gr. a í lögum 121/1994 öndvert við veðbréfið sem til umfjöllunar er í þessu máli sem gefið var út eftir lögfestingu greinarinnar. Í öðru lagi var í 6. tölulið skilmála ÍLS-veðbréfsins sem til umfjöllunar var í máli nr. 3/2021 regla um fjárhæð þóknunar vegna uppgreiðslu þess sem var samhljóða 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í skilmálum ÍLS-veðbréfsins sem til umfjöllunar er í máli þessu. Í þriðja lagi var því hafnað með dómi í máli nr. 3/2021 að 2. gr. reglugerðar nr. 1017/2005, sem breytti 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004 og 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005, ættu sér ekki fullnægjandi lagastoð. Í þessu máli er ekki byggt á þeirri málsástæðu. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 hefur þar af leiðandi aðeins fordæmisgildi um þau atriði sem eru sambærileg hvað varðar lagagrundvöll, samningsskilmála og málatilbúnað aðila.Þýðing fyrirmæla laga nr. 121/1994 fyrir uppgreiðslugjald22. Af hálfu áfrýjenda er á því byggt að skilmálar í ÍLS-veðbréfinu hafi ekki verið í samræmi við áskilnað þágildandi laga um neytendalán nr. 121/1994, eins og Hæstiréttur hafi slegið föstu í dómi í máli nr. 4/2021, og af þeim sökum hafi stefnda verið óheimilt að krefja þau um uppgreiðslugjald, sbr. meginreglu 14. gr. laganna.23. Áfrýjendur telja að á stefnda hafi hvílt skylda til að upplýsa þau áður en lánið var veitt um það á hvern hátt vextir væru breytilegir, við hvaða aðstæður þeir breyttust og hvaða áhrif slíkt gæti haft á heildarlántökukostnað þeirra, þar með talið við uppgreiðslu, sbr. 6., 7. og 9. gr. laga nr. 121/1994. Sérstaklega hafi þetta verið brýnt þar sem uppgreiðsluákvæði hafi verið tiltölulega ný af nálinni þegar áfrýjendur tóku lánið og stefndi nýlega byrjaður að veita lán með slíku ákvæði. Ákvæðið hafi einnig verið óvenjulegt þar sem gjaldið hafi verið útfært á annan hátt en hjá viðskiptabönkunum sem hafi miðað uppgreiðslugjald við fasta vaxtaprósentu.24. Þá byggja áfrýjendur á því að stefnda hafi borið að taka skýrt fram í lánaskilmálum hvernig uppgreiðslugjald yrði reiknað út og við hvaða aðstæður það yrði innheimt, sbr. 16. gr. a laga nr. 121/1994. Stefndi hafi brugðist þessum skyldum og uppgreiðslugjaldsins einungis verið getið með almennum hætti í 5. tölulið skilmála veðbréfsins. Áfrýjendur telja að í þóknun vegna uppgreiðslu hafi í raun falist viðbótarvaxtaálag sem reiknað hafi verið frá uppgreiðsludegi til lokagjalddaga og því hafi í raun verið um lántökukostnað að ræða í skilningi ákvæða II. kafla laganna.25. Fyrir Landsrétti og Hæstarétti hafa áfrýjendur sérstaklega vísað til þess að lánssamningurinn hafi hvorki haft að geyma upplýsingar um heildarlántökukostnað í krónum né í formi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar en um það séu gerðar kröfur í 5. og 6. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1994.26. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 4/2021, þar sem fyrri héraðsdómur í máli þessu var ómerktur, var tekið fram að í ÍLS-veðbréfinu hefði ekki verið gætt fyrirmæla 3. mgr. 16. gr. a laga nr. 121/1994. Í dóminum var jafnframt tekið fram að í ákvæðinu hefði ekki verið mælt fyrir um afleiðingar væri þessa ekki gætt. Þá sagði í dóminum að þótt slíkur ágalli á skilmálum kynni að brjóta í bága við tiltekna lagareglu leiddi slíkt ekki þegar af þeirri ástæðu til þess að viðkomandi ráðstöfun væri ógild milli aðila heldur væri slíkt þvert á móti athugunarefni hverju sinni.27. Fyrir liggur að áfrýjendur völdu þann kost að taka lán hjá stefnda með 5,05% föstum ársvöxtum og skuldbundu sig til að greiða sérstaka þóknun tækju þau síðar ákvörðun um að greiða upp lánið fyrir lokagjalddaga. Áfrýjendum stóð til boða að taka lán með 0,5% hærri ársvöxtum og eiga þess þá kost að greiða upp lánið fyrir lokagjalddaga án þess að inna af hendi þóknun vegna uppgreiðslu. Til greiðslu uppgreiðsluþóknunar gat ekki komið nema vegna þess að áfrýjendur völdu þann kost að greiða lánið upp fyrir gjalddaga. Þar sem í 11. gr. laga nr. 121/1994 var skýrt tekið fram að við útreikning á hlutfallstölu kostnaðar skyldi meðal annars gengið út frá því að lánssamningur gilti umsaminn tíma stóðu engin rök til þess að taka tillit til uppgreiðsluþóknunar í þeim útreikningi. Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1994 voru talin upp atriði sem lánveitandi skyldi gefa neytanda upplýsingar um en þar var ekki vikið sérstaklega að þóknun vegna uppgreiðslu. Slík þóknun taldist samkvæmt því ekki til heildarlántökukostnaðar í krónum í skilningi 4. töluliðar málgreinarinnar eins og sá kostnaður verður skýrður með hliðsjón af 7. og 11. gr. laganna. Því verður ekki fallist á með áfrýjendum að stefnda hafi á grundvelli 6., 7. eða 9. gr. laganna verið skylt að upplýsa þau um áhrif uppgreiðsluþóknunar á heildarskuldbindingar þeirra vegna lánsins ef til uppgreiðslu kæmi.28. Fyrir liggur að stefndi hafði veitt lán af því tagi sem áfrýjendur völdu um nokkurra ára skeið og ekki verður fallist á með þeim að lánskjör hafi verið óvenjuleg. Þá verður uppgreiðslugjaldinu ekki jafnað til breytilegra vaxta eða vaxtaafleiðu.29. Með vísan til framangreinds verður uppgreiðslugjaldinu ekki jafnað til vaxta eða annars lántökukostnaðar sem lánveitanda var skylt að veita neytanda upplýsingar um þegar lán var veitt í skilningi 1. mgr. 14. gr. laga nr. 121/1994 og fær krafa áfrýjenda á hendur stefnda um endurgreiðslu þóknunar vegna uppgreiðslu því ekki stoð í ákvæðinu eða meginreglu þess. Þar sem ekki verða heldur dregnar ályktanir af öðrum ákvæðum laganna um hvaða afleiðingar það geti haft ef brotið er gegn fyrirmælum 2. málsliðar 3. mgr. 16. gr. a þeirra fær endurgreiðslukrafan ekki stoð í þeim lögum einum og sér.30. Að fenginni þessari niðurstöðu verður tekin afstaða til þess hvort málsástæða áfrýjenda um að skilmálar veðbréfsins um uppgreiðslugjald séu óskuldbindandi gagnvart þeim eigi stoð í ógildingarreglum laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða eftir atvikum lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.Þýðing ógildingarreglna laga nr. 7/193631. Áfrýjendur byggja á því að lánaskilmálar stefnda hafi verið ósanngjarnir og ekki í samræmi við góða og heilbrigða viðskiptahætti enda geti skilmálar sem ekki uppfylli lögbundin skilyrði um efni, þar með talið mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur, ekki talist vera sanngjarnir eða samræmast góðum viðskiptaháttum. Stefndi hafi brugðist lögbundinni skyldu til að veita áfrýjendum nauðsynlegar upplýsingar og ráðgjöf. Þessi skortur á lögbundnum upplýsingum, meðal annars um framkvæmd útreiknings uppgreiðsluþóknunar, hafi gert umfang skuldbindinga áfrýjenda óljóst og leitt til þess að stefndi hafi í raun haft sjálfdæmi um útreikning þóknunarinnar. Stefndi hafi þannig getað skammtað sér óeðlilega hagstæð kjör á kostnað áfrýjenda og látið þau bera ótakmarkaða áhættu af vaxtaþróun á fjármálamarkaði. Þá hafi verulegur aðstöðumunur verið milli aðila og ekki fyrir hendi sanngjarnar forsendur fyrir skuldbindingum áfrýjenda sem hafi átt að standa í áratugi. Áfrýjendur telja jafnframt að viðskiptahættir stefnda hafi verið óréttmætir og villandi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005.32. Áfrýjendur telja að hvert og eitt þeirra atriða sem farið hafi úrskeiðis við lánveitingu stefnda, og þau jafnframt metin heildstætt, leiði til þess að uppgreiðsluþóknun samkvæmt samkomulagi aðila hafi verið ósanngjörn og andstætt góðri viðskiptavenju að bera hana fyrir sig. Því beri að víkja samkomulaginu til hliðar á grundvelli 36. gr. og 36. gr. a-c laga nr. 7/1936.33. Svo sem rakið er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 og hinum áfrýjaða dómi eiga ákvæði 36. gr. a-c laga nr. 7/1936 rætur að rekja til breytinga sem gerðar voru með lögum nr. 14/1995 en þau voru sett til að innleiða hér á landi ákvæði tilskipunar ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Í 1. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna um ósanngjarna skilmála í samningum milli atvinnurekenda og neytenda. Fram kemur í 1. og 2. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar að ákvæðum hennar sé ætlað að taka til skilmála í slíkum samningum sem ekki hafi sérstaklega verið samið um. Slíkir skilmálar teljist ósanngjarnir ef þeir stríða gegn góðum viðskiptaháttum og raska til muna jafnvægi milli samningsskyldna aðilanna, neytanda í óhag. Í 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar er hins vegar tekið fram að hún taki ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög og bindandi stjórnsýslufyrirmæli. Eins og fyrr segir voru framangreind ákvæði laga nr. 7/1936 lögfest í því skyni að innleiða í landsrétt efnisreglur tilskipunarinnar. Þótt ekki hafi verið settur í þau fyrirvari sem svarar til fyrirmæla 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar leiðir af framangreindu að ákvæðunum verður ekki beitt um samningsskilmála sem eiga sér samsvörun í ófrávíkjanlegri lagareglu, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 13. maí 2015 í máli nr. 160/2015.34. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi á 5. töluliður skilmála fyrrnefnds veðbréfs, sem mælti fyrir um að áfrýjendur afsöluðu sér heimild til að endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun, stoð í fyrirmælum 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 eins og var nánar útfært í áður tilgreindum ákvæðum reglugerða nr. 522/2004 og 1016/2005. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 var komist að þeirri niðurstöðu að þessi reglugerðarákvæði ættu sér fullnægjandi lagastoð. Í 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 var kveðið á um hvernig reikna skyldi þóknun vegna uppgreiðslu. Eins og fyrr greinir var ákvæði reglugerðarinnar ekki tekið upp í skilmála veðbréfsins sem mál þetta lýtur að og engar upplýsingar þar að finna um hvernig reikna skyldi þóknun vegna uppgreiðslu en það var sem fyrr segir í andstöðu við fyrirmæli 2. málsliðar 3. mgr. 16. gr. a laga nr. 121/1994. Til þess er hins vegar að líta að óumdeilt er í málinu að stefndi stóð að útreikningi þóknunarinnar í samræmi við fyrirmæli 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005. Fór því um lögskipti málsaðila hvað uppgreiðslugjaldið varðaði með nákvæmlega sama hætti og ef reglugerðarákvæðið hefði verið tekið upp í skilmála veðbréfsins. Framkvæmd stefnda gagnvart áfrýjendum endurspeglaði þannig gild stjórnvaldsfyrirmæli. Því getur ekki komið til álita að víkja skilmálum veðbréfsins um greiðslu uppgreiðsluþóknunar til hliðar á grundvelli 36. gr. a-c. laga nr. 7/1936.35. Áfrýjendur byggja jafnframt á því að víkja skuli 5. tölulið skilmála veðbréfsins til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um heimild til að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skal við mat á því líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Niðurstaða um hvort samningi verði vikið til hliðar á grundvelli ákvæðisins verður samkvæmt því byggð á heildarmati á þessum atriðum.36. Við slíkt heildarmat er til þess að líta að við undirritun veðbréfsins tóku áfrýjendur með skýrum og ótvíræðum hætti á sig skyldu til að greiða sérstaka þóknun ef til uppgreiðslu lánsins kæmi að þeirra frumkvæði fyrir gjalddaga en nutu á móti 0,5% lægri ársvaxta en þeir sem völdu að halda rétti til uppgreiðslu án þóknunar. Þessi valkvæða samningsskylda kom ekki aðeins fram í 5. tölulið skilmála veðbréfsins heldur var hún einnig áréttuð í fyrirsögn þess með orðunum „Án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun“.37. Á hinn bóginn var sem fyrr segir sá ágalli á veðbréfinu að þar var ekki að finna upplýsingar um aðferð við útreikning þóknunar vegna uppgreiðslu sem var í andstöðu við fyrirmæli 3. mgr. 16. gr. a laga nr. 121/1994. Við mat á því hvaða afleiðingar þessi ágalli á að hafa við framangreint sanngirnismat skiptir sem fyrr segir máli að aðferð sú sem stefndi beitti við að reikna uppgreiðslugjaldið var í samræmi við ákvæði 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005.38. Þá er til þess að líta að áfrýjendur fóru tvívegis í gegnum rafrænt greiðslumat áður en veðbréfið var undirritað. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er í ljós leitt að þau áttu þess ítrekað kost í því rafræna ferli að kynna sér hvernig uppgreiðslugjaldið væri reiknað þótt endanleg fjárhæð þess væri háð þróun vaxta á sambærilegum lánum stefnda.39. Sem fyrr segir kom eingöngu til þess að lagt var á uppgreiðslugjald vegna þess að áfrýjendur ákváðu að greiða lánið upp fyrir gjalddaga. Óumdeilt er að sú ákvörðun var til komin vegna lækkandi vaxta á lánum til fasteignakaupa á lánamarkaði sem gerði það að verkum að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið næmi 10,06% af eftirstöðvum lánsins töldu þau sig hafa hag af endurfjármögnun. Vegna þess munar sem var á vaxtabyrði af því láni sem áfrýjendur tóku og láni með heimild til uppgreiðslu án uppgreiðsluþóknunar mátti þeim vera ljóst að þóknunin gæti orðið veruleg ef vaxtalækkanir gerðu uppgreiðslu fýsilega. Í málinu liggja fyrir útreikningar sem sýna að þegar lánið var greitt upp eftir 11 ár af 40 ára lánstíma var samtala eftirstöðva þess og greiddra afborgana 2.292.790 krónum lægri en ef þau hefðu valið að taka lán án uppgreiðslugjalds. Uppgreiðslugjaldið var þannig aðeins 452.206 krónum hærra en sem nam sparnaði áfrýjenda á fyrstu 11 árum lánstímans af því að velja lán með lægri vöxtum og uppgreiðslugjaldi í stað þess að velja lán með hærri vöxtum án uppgreiðslugjalds.40. Undir rekstri málsins í héraði lögðu áfrýjendur fram skjal þar sem fram komu útreikningar á ætluðum kostnaði stefnda vegna uppgreiðslu láns áfrýjenda. Þar kom fram sú ályktun að þegar tekið væri tillit til þeirra álagsþátta sem féllu brott við uppgreiðslu væri ljóst að stefndi hefði ekki haft kostnað af uppgreiðslu lánsins. Stefndi lagði fram bókun þar sem hann taldi umrædda ályktun fela í sér nýja málsástæðu sem væri of seint fram komin og kæmist ekki að í málinu. Jafnframt voru færð fram töluleg mótmæli við ályktun áfrýjenda. Fyrir Landsrétti var af hálfu áfrýjenda vísað til þessara útreikninga og því haldið fram að fjárhæð uppgreiðslugjaldsins hefði verið umfram raunverulegan kostnað stefnda vegna uppgreiðslunnar og því ekki í samræmi við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Landsréttur taldi að málsástæðan væri of seint fram komin og að hún kæmist ekki að í málinu.41. Í 1. málslið 4. mgr. 16. gr. a laga nr. 121/1994 var mælt fyrir um að fjárhæð uppgreiðslugjalds mætti að hámarki vera það tjón sem lánveitandi yrði fyrir vegna uppgreiðslu fyrir þann tíma sem umsaminn væri og var ákvæðið efnislega samhljóða lokamálslið 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Til framangreindra lagaákvæða var ekki vísað í stefnu til héraðsdóms og heldur ekki til þeirra efnisreglna sem ákvæðin hafa að geyma.42. Með hliðsjón af fyrrgreindum málatilbúnaði áfrýjenda og vörnum stefnda kemur efni framangreindra lagareglna aðeins til skoðunar að því leyti sem á þær reynir við úrlausn um þá málsástæðu áfrýjenda að vegna skorts á skýru samningsákvæði um útreikning uppgreiðsluþóknunar hafi stefndi í raun haft sjálfdæmi um útreikning á þóknuninni og þannig skammtað sér óeðlilega hagstæð kjör á kostnað áfrýjenda. Þeir útreikningar sem áfrýjendur hafa lagt fram um ætlaðan kostnað stefnda af uppgreiðslu lánsins koma jafnframt eingöngu til skoðunar í tengslum við umfjöllun um þessa málsástæðu þeirra.43. Samkvæmt 3. mgr. 21. gr. laga nr. 44/1998, eins og lögin voru þegar áfrýjendur tóku lánið, skyldi stjórn Íbúðalánasjóðs ákveða vexti ÍLS-veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána samkvæmt 23. gr. laganna að viðbættu vaxtaálagi samkvæmt 28. gr. þeirra. Í síðastnefnda lagaákvæðinu kom fram að Íbúðalánasjóði væri heimilt að áskilja sér vaxtaálag til að mæta rekstrarkostnaði, áætluðum útlánatöpum og vaxtaáhættu sjóðsins. Jafnframt var þar kveðið á um að félagsmálaráðherra ákvæði þetta vaxtaálag að fengnum tillögum stjórnar Íbúðalánasjóðs. Ekkert liggur annað fyrir í málinu en að vextir Íbúðarlánasjóðs hafi verið ákveðnir í samræmi við þessi lagafyrirmæli.44. Við útreikning á uppgreiðsluþóknun samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 skyldi samkvæmt framansögðu taka mið af mismuninum á vaxtastigi láns sem greitt væri og markaðsvöxtum sambærilegra nýrra lána hjá Íbúðalánasjóði ef þeir væru lægri. Engin rök standa til annars en að þeir útreikningar tækju, bæði um vexti af láni sem greitt var og vexti af nýjum sambærilegum lánum, mið af vöxtum að viðbættu vaxtaálagi, þar með talið vegna rekstraráhættu og útlánaáhættu, samkvæmt 28. gr. laga nr. 44/1998. 45. Í þeirri niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 að umrætt reglugerðarákvæði hefði fullnægjandi lagastoð fólst jafnframt að sú reikningsaðferð sem þar var kveðið á um og óumdeilt er að útreikningar stefnda á uppgreiðslugjaldi áfrýjenda byggðust á hefði staðist kröfur niðurlagsákvæðis 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 og þar með einnig áskilnað 1. málsliðar 4. mgr. 16. gr. a laga nr. 121/1994. Af hálfu stefnda hafa verið færðir fram trúverðugir útreikningar um að uppgreiðslugjaldið hafi ekki bætt nema að hluta rauntjón hans vegna uppgreiðslu og þeim útreikningum hefur ekki verið hnekkt af hálfu áfrýjenda. Með vísan til framangreinds er hafnað þeirri málsástæðu áfrýjenda að stefndi hafi haft sjálfdæmi um útreikning á uppgreiðsluþóknun og með því skammtað sér óeðlilega hagstæð kjör á kostnað þeirra.46. Þegar litið er til framangreindra atriða og heildarmats í hinum áfrýjaða dómi á efni veðbréfsins, stöðu aðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til verður ekki fallist á með áfrýjendum að það teljist ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi beri fyrir sig skilmála veðbréfsins um uppgreiðsluþóknun. Því eru ekki efni til að víkja 5. tölulið skilmála veðbréfsins og samkomulagi aðila um greiðslu uppgreiðsluþóknunar til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936.47. Með vísan til alls framangreinds en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sýknu stefnda af kröfu áfrýjenda um endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunar að öllu leyti eða að hluta og um málskostnað.48. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=aed30725-5e13-4124-a133-b04984c39266&verdictid=73228649-7696-4889-b6d6-2075191249ad |
Mál nr. 36/2022 | Slysatrygging Líkamstjón Miski Stjórnarskrá Vátryggingarsamningur Uppgjör Fyrirvari Endurupptaka bótaákvörðunar Sjómaður | A slasaðist á árinu 2014 við störf á frystitogara og var vinnuveitandi hans með áhöfn skipsins vátryggða hjá S hf. í samræmi við fyrirmæli 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. A fékk greiddar bætur úr slysatryggingunni 2016 og gerði fyrirvara við bótauppgjörið um rétt til frekari bóta yrði varanleg örorka og/eða miski síðar metin hærri. A krafði S hf. árið 2019 um viðbótargreiðslu úr vátryggingunni á grundvelli álits örorkunefndar þar sem varanlegur miski og varanleg örorka hans var metin hærri en samkvæmt fyrri matsgerð. S hf. hafnaði þeirri kröfu með vísan til skilmála slysatryggingarinnar um að undantekningarlaust skuli framkvæma örorkumat sem liggur til grundvallar bótaákvörðun í síðasta lagi þremur árum eftir slys. A höfðaði í kjölfarið mál á hendur S hf. til heimtu frekari bóta. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingarfélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti sem tjónþolar hefðu til að afla sér sönnunar um varanlegar afleiðingar slyss í skilmálum slysatrygginga og hafi þriggja ára frestur ekki verið talinn óeðlilegur. Þá var talið að skilmálinn gilti án tillits til þess að bótafjárhæð ákvarðaðist á grundvelli skaðabótalaga samkvæmt ákvæði kjarasamnings. Þegar litið væri til efnis og skýrs orðalags ákvæðis skilmálanna auk tilvísunar til þeirra í kjarasamningi yrði ekki fallist það með A að óljóst hafi verið að ákvæðið hafi gilt í tilviki hans. Varðandi áhrif fyrirvara þess sem A gerði við bótauppgjörið vísaði Hæstiréttur til þess að fyrirvarinn hafi í engu tilliti lotið að skilmála slysastryggingarinnar um að undantekningarlaust skyldi framkvæma nýtt örorkumat innan þriggja ára frá slysdegi. Þá var talið að ekki væri í málinu komin fram nein sönnun fyrir samkomulagi milli aðila um að víkja frá skilmálum slysatryggingarinnar. Var því hafnað að fyrirvari sem A gerði við bótauppgjör hefði vikið til hliðar skilmálum slysatryggingarinnar. S hf. var því sýknað af öllum kröfum A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. júní 2022. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Aðilar deila um greiðsluskyldu úr slysatryggingu samkvæmt svokallaðri áhafnatryggingu fiskimanna hjá áfrýjanda vegna líkamstjóns sem stefndi varð fyrir í störfum sínum 1. mars 2014. Ágreiningur er um gildi þess skilmála slysatryggingarinnar að tjónþola beri að afla matsgerðar um varanlegar afleiðingar slyss innan þriggja ára frá slysdegi en auk þess hvort fyrirvari sem stefndi gerði við bótauppgjörið skapi rétt hans til frekari bóta.5. Í héraðsdómi 15. febrúar 2021 var fallist á kröfu stefnda þar sem ekki var talið fært að byggja á umræddum skilmála slysatryggingar áfrýjanda, meðal annars með vísan til 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar 8. apríl 2022 var einnig fallist á kröfu stefnda en einkum á þeim grunni að fyrirvari hans við upphaflegt bótauppgjör hefði vikið skilmálanum til hliðar.6. Áfrýjunarleyfi í málinu var veitt 16. júní 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-66 á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör.Málsatvik7. Stefndi slasaðist 1. mars 2014 við störf um borð í frystitogaranum […] og hlaut áverka á vinstra hné. D hf., sem gerði skipið út, var með áhöfn þess tryggða með vátryggingu hjá áfrýjanda í samræmi við fyrirmæli 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Læknisrannsókn á stefnda eftir slysið leiddi í ljós rifu á liðþófa í vinstra hné og gekkst hann undir aðgerð á því 9. apríl 2014. Vegna frekari einkenna fór stefndi í aðra hnéaðgerð 1. júlí 2015 án þess að bata væri náð en í apríl sama ár hafði hann hætt störfum á sjó.8. Aðilar óskuðu sameiginlega 25. janúar 2016 eftir mati B læknis og C lögmanns á afleiðingum slyssins í samræmi við ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993. Varð niðurstaða matsgerðar þeirra frá 18. apríl 2016 að varanlegur miski stefnda samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga væri 5 stig og varanleg örorka samkvæmt 5. gr. laganna 10%. 9. Stefndi og áfrýjandi gerðu samkomulag 8. júní 2016 um uppgjör bóta úr vátryggingunni til stefnda á grundvelli matsgerðarinnar. Á tjónskvittun var handritaður svohljóðandi fyrirvari lögmanns stefnda.[...] með fyrirvara um árslaunaviðmiðið við útreikning bóta f. varanlega örorku og með fyrirvara um rétt Jóns til frekari bóta verði varanleg örorka og/eða miski síðar metin hærri en skv. matsgerð [C] og [B].0. Einkenni stefnda versnuðu seinni hluta ársins 2016 og leitaði hann til læknis 2. febrúar 2017. Gekkst hann á ný undir aðgerð 15. mars 2017 og komu þá í ljós frekari skemmdir á hnélið. Eftir það versnuðu einkenni hans enn frekar. Í árslok 2018 óskaði stefndi álits örorkunefndar á afleiðingum slyssins á grundvelli 10. gr. skaðabótalaga. Niðurstaða nefndarinnar 13. mars 2019 var að varanlegur miski stefnda væri 15 stig og varanleg örorka 25%. 1. Á grundvelli hins nýja mats sendi stefndi 18. júní 2019 áfrýjanda kröfu um viðbótargreiðslu úr vátryggingunni. Áfrýjandi hafnaði þeirri kröfu 27. júní sama ár með vísan til c-liðar 4. mgr. 6. gr. skilmála slysatryggingar sjómanna þar sem fram kemur að undantekningarlaust skuli framkvæma örorkumat sem liggur til grundvallar bótaákvörðun í síðasta lagi þremur árum eftir slys.2. Í svari áfrýjanda til stefnda var jafnframt vísað til þess að ákvæði um þriggja ára frest til að framkvæma örorkumat væri í samræmi við það hvernig skilmálar slysatryggingar launþega hjá áfrýjanda og öðrum tryggingafélögum hér á landi hefðu verið um árabil. Var einnig tekið fram í tilefni af fyrirspurn stefnda að framangreindu ákvæði hefði yfirleitt ekki verið beitt með þessum hætti þar til fyrir nokkrum árum. Löggjöf, kjarasamningur og vátryggingarskilmálar3. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. siglingalaga ber útgerðarmaður ábyrgð á kröfum vegna líkamstjóns þeirra sem eru ráðnir í skiprúm hjá honum hafi slys borið að höndum þegar hlutaðeigandi var staddur á skipi enda þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra öryggisráðstafana né heldur yfirsjónar þeirra er starfa í þágu skips. 4. Í 2. mgr. 172. gr. er mælt fyrir um skyldu útgerðarmanns til að kaupa tryggingu fyrir slysabótum sem á hann kunna að falla. Nánari fyrirmæli um ákvörðun örorkubóta á grundvelli slysatryggingar koma fram í 2. tölulið 2. mgr. greinarinnar en samkvæmt því skal greidd lögákveðin fjárhæð vegna hvers örorkustigs. 5. Í samræmi við fyrirmæli siglingalaga hefur slysatrygging verið þáttur í kjörum sjómanna um áratuga skeið og útgerðarmenn keypt slíkar tryggingar hjá vátryggingafélögum fyrir áhafnir fiskiskipa. Fram til ársins 2001 voru afleiðingar vinnuslysa sjómanna metnar og tryggingarbætur greiddar til samræmis við lögákveðnar fjárhæðir 2. töluliðar 2. mgr. 172. gr. laganna sem áður er lýst.6. Með úrskurði gerðardóms 30. júní 2001, sem settur var á fót vegna kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna, var gerð breyting á ákvæðum þágildandi kjarasamnings um slysatryggingu, sbr. 172. gr. siglingalaga. Í samninginn komu svohljóðandi ákvæði í 2. og 5. mgr. greinar 1.22:Bætur úr vátryggingu þessari skulu ákvarðast á grundvelli reglna skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. laga nr. 34/1985. [...]Um vátryggingu þessa skulu að öðru leyti gilda almennir skilmálar fyrir slysatryggingu sjómanna. 7. Breyting þessi tók til allra sjómanna sem ráðnir voru á fiskiskip, 12 rúmlestir eða stærri, svo og á ákveðin kaupskip. Í öðrum tilvikum gildir enn ákvæði 2. mgr. 172. gr. siglingalaga um ákvörðun bóta vegna slysa sjómanna.8. Á slysdegi var í gildi kjarasamningur 17. desember 2008 milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands fyrir hönd nánar tiltekinna sjómanna- og verkalýðsfélaga og var framangreind ákvæði sem bætt hafði verið við kjarasamninginn 2001 þar að finna í 2. og 5. mgr. greinar 1.23. 9. Á slysdegi gilti milli útgerðar sem stefndi starfaði hjá og áfrýjanda áhafnatrygging fiskimanna. Í B-hluta vátryggingarskilmála voru ákvæði um slysatryggingu sjómanna og var þar í 6. grein fjallað um bætur fyrir varanlegt líkamstjón. Í 2. og 3. mgr. hennar var nánar fjallað um reikningsaðferðir við útreikning bóta sem miðast við lögákveðnar fjárhæðir hvers örorkustigs, sbr. b-lið 2. töluliðar 2. mgr. 172. gr. siglingalaga sem áður var lýst. Í 4. mgr. 6. greinar skilmálanna eru frekari reglur sem lúta að ákvörðun örorkubóta. Er þar að finna í c-lið fyrirmæli um frest til að framkvæma örorkumat eftir slys sem er svohljóðandi: Þótt gera megi ráð fyrir, að ástand hins slasaða kunni að breytast, skal undantekningarlaust framkvæma örorkumat í síðasta lagi þremur árum eftir slysið. Í þessu tilfelli ber að ákveða örorkuna eins og gera má ráð fyrir, að hún verði endanleg. Ef líkur eru til að ástand hins slasaða megi bæta með læknismeðferð eða þjálfun, og hann veigrar sér við án gildra ástæðna að gangast undir slíka meðferð, ber samt sem áður við ákvörðun örorkustigs að taka tillit til hugsanlegs bata, sem slík meðferð kynni að hafa í för með sér.20. Í viðauka við B-hluta vátryggingarskilmálanna voru sérákvæði um sjómenn sem féllu undir fyrrgreindan úrskurð gerðardómsins 30. júní 2001. Í 3. grein viðaukans segir að um ákvörðun bóta við þær aðstæður fari eftir ákvæðum skaðabótalaga. Þá ber 5. grein viðaukans yfirskriftina „Vátryggingarskilmáli“ og þar segir: „Að öðru leyti en því sem í viðaukanum greinir gilda ákvæði skilmála félagsins um slysatryggingu sjómanna.“Niðurstaða 21. Við úrlausn málsins verður fyrst tekin afstaða til þess hvort vátryggingarskilmáli áfrýjanda um að framkvæma beri örorkumat innan þriggja ára eftir slysdag hafi gilt gagnvart stefnda. Að því búnu verður lagt mat á réttaráhrif fyrirvarans sem stefndi gerði við bótauppgjörið.Gildi skilmála í slysatryggingu sjómanna um frest til að framkvæma örorkumat22. Í 1. mgr. 172. gr. siglingalaga er sem fyrr segir mælt fyrir um hlutlæga bótaábyrgð útgerðarmanns vegna líkamstjóns starfsmanns sem verður fyrir slysi um borð í skipi og ber útgerðarmanni jafnframt að kaupa tryggingu fyrir slysabótum sem kunna að falla á hann, sbr. 2. mgr. sömu greinar.23. Fáist líkamstjón sjómanns ekki bætt úr slíkri slysatryggingu vegna skilmála vátryggingarinnar á tjónþoli þess kost að beina kröfu sinni beint að útgerðarmanni á grundvelli framangreindrar lögbundinnar bótaábyrgðar hans, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. september 2019 í máli nr. 23/2019. Stefndi hefur hins vegar í máli þessu kosið að beina kröfu sinni einvörðungu að áfrýjanda, vátryggingafélagi útgerðarmannsins. Ábyrgð félagsins getur þó aðeins byggst á þeirri slysatryggingu sem er í gildi milli útgerðarmanns og áfrýjanda.24. Fyrir liggur að ákvæði um frest af þeim toga sem kemur fram í skilmálum áfrýjanda um áhafnatryggingu fiskimanna til að láta fara fram örorkumat innan þriggja ára frá slysdegi tíðkast í skilmálum vátryggingafélaga um slysatryggingar, þar með talið slysatryggingum launþega sem byggjast á kjarasamningum og lögum. Slíkar tryggingar fela að jafnaði í sér, eins og raunin er í siglingalögum, víðtæka ábyrgð vegna tjóns sem launþegi verður fyrir vegna slyss í starfi og í vátryggingarskilmálum er að finna frekari afmörkun á inntaki réttar launþega. 25. Í dómum Hæstaréttar hefur verið leyst úr ágreiningi um gildi slíkra ákvæða í slysatryggingu, þar á meðal í dómi réttarins 27. maí 2004 í máli nr. 22/2004. Þar var deilt um gildi skilmála samhljóða þeim sem hér er til umfjöllunar í reglum sem vinnuveitandi hafði sett á grundvelli kjarasamnings starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Reykjavíkurborg. Í forsendum dómsins var litið til þess að tjónþola hefði verið í lófa lagið að kynna sér skilmála slysatryggingarinnar, sem mörkuðu nánar inntak þess réttar sem var veittur á grundvelli kjarasamnings. Þá var umrætt ákvæði skilmálanna hvorki talið óeðlilegt né óvenjulegt á sínu sviði. Í dómi Hæstaréttar 7. júní 2018 í máli nr. 604/2017 komu fram áþekk ummæli um slíkan skilmála í slysatryggingu vátryggingafélags og var ekki talið að vátryggingartaki hefði fært haldbær rök fyrir því að hann væri óbundinn af þeim. 26. Af framangreindu er ljóst að viðurkennt hefur verið að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla í skilmálum slysatrygginga fyrir um tímafresti sem tjónþolar hafa til að afla sér sönnunar um varanlegar afleiðingar slyss og er þriggja ára frestur þar ekki talinn óeðlilegur.27. Í fyrrgreindum málum voru atvik sambærileg þessu máli að því leyti að bótaréttur tjónþola var byggður á vátryggingarsamningi eða reglum vinnuveitanda um slysatryggingu með stoð í kjarasamningi. Þótt útreikningur bótafjárhæðar stefnda í máli þessu sem lá til grundvallar uppgjöri hans við áfrýjanda hafi byggst á fyrirmælum skaðabótalaga en ekki lögákveðnum fjárhæðum 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, eftir að kjarasamningi var breytt í því tilliti með úrskurði gerðardómsins 2001, er ótvírætt að ábyrgð áfrýjanda var eftir sem áður reist á vátryggingu sem vinnuveitandi stefnda keypti hjá félaginu. Varð engin slík eðlisbreyting á lög- og kjarasamningsbundinni slysatryggingu að c-liður 4. mgr. 6. greinar skilmála áfrýjanda teljist þar með hafa fallið niður eins og stefndi heldur fram.28. Enn fremur verður til þess að líta að þótt vátryggingunni sé ætlað sé að bæta rauntjón tjónþola með því að fjárhæð bóta ákvarðist á grundvelli reglna skaðabótalaga, breytir skilmáli c-liðar 4. mgr. 6. greinar engu um að slíkt rauntjón verði bætt en mælir aðeins fyrir um að mat til að staðreyna tjónið skuli fara fram innan tiltekins tíma. Þannig lýtur skilmálinn ekki að brottfalli eða takmörkun kröfuréttar heldur tímafresti við mat á líkamstjóni.29. Þegar metin er tilvísun hins áfrýjaða dóms til eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og dóms Hæstaréttar 22. maí 1998 í máli nr. 311/1997, sem birtur er á bls. 1047 í dómasafni réttarins það ár, skal áréttað að í máli þessu er leitað úrlausnar um þýðingu skilmála vátryggingarsamnings sem gerður er á grundvelli laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Í tilvitnuðum dómi og síðari dómum réttarins um þýðingu eignarréttarákvæðis 72. gr. fyrir rétt manns til skaðabóta fyrir líkamstjón voru aðstæður hins vegar öldungis frábrugðnar þeim sem hér eru til skoðunar. Í þeim var til úrlausnar stjórnskipulegt gildi tiltekinna lagaákvæða sem lutu meðal annars að hámarki bótafjárhæða fyrir líkamstjón, viðmiðunartekjum og lágmarksmiskastigi. Var þar lagt mat á að hvaða marki löggjafanum er heimilt að setja almennar reglur um ákvörðun skaðabóta og takmarka rétt manna til bóta fyrir skert aflahæfi og um jafnræði og málefnaleg sjónarmið sem þurfa að búa að baki slíkum lagareglum.30. Stefndi hefur hins vegar ekki rökstutt að stjórnarskráin setji því sérstakar skorður að samið sé um fresti til að framkvæma örorkumat í skilmálum vátryggingarsamnings um slysatryggingu eins og hér háttar til. Má í því sambandi hafa í huga að samningsfrelsi ríkir um það hvernig ábyrgð er takmörkuð samkvæmt vátryggingarsamningi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 1. mars 2001 í máli nr. 397/2000.31. Stefndi hefur jafnframt vísað til þess að sú viðskiptavenja hafi skapast hjá áfrýjanda að bera ekki fyrir sig skilmála um þriggja ára frest til að framkvæma örorkumat í slysatryggingarmálum sjómanna og byggir þar á ummælum í tölvubréfi starfsmanns áfrýjanda um að framangreindu ákvæði „var yfirleitt ekki beitt með þessum hætti fyrr en fyrir nokkrum árum.“ Af hálfu stefnda hefur ekkert frekar verið lagt fram í málinu til að færa sönnur á staðhæfingu hans í þessu tilliti en fyrir tilvist ætlaðrar venju ber hann sönnunarbyrði. Tilvitnuð ummæli í tölvubréfi renna ekki ein og sér nægri stoð undir tilvist slíkrar viðskiptavenju. Koma ákvæði 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga í þessu samhengi því ekki til álita í málinu og er hafnað þeirri málsástæðu stefnda.32. Þegar litið er til efnis og skýrs orðalags hins umþrætta skilmála c-liðar 4. mgr. 6. greinar í vátryggingarskilmálum, svo og tilvísunar 5. greinar viðauka við trygginguna þess efnis að vátryggingarskilmálar gildi um slysatrygginguna auk ákvæða kjarasamnings sjómanna, verður ekki fallist þá málsástæðu stefnda að óljóst hafi verið að skilmáli um þriggja ára reglu til að framkvæma örorkumat hafi gilt í tilviki hans. Ljóst er að stefndi er ekki sjálfur vátryggingartaki samkvæmt umræddri slysatryggingu heldur vinnuveitandi hans, D hf., sem er ekki aðili að máli þessu. Kemur því ekki til álita hvort áfrýjandi hafi uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 30/2004 gagnvart stefnda. Þótt stefndi sé ekki aðili að vátryggingarsamningnum var honum í lófa lagið, ekki síst eftir að slysið varð, að kynna sér skilmála slysatryggingarinnar sem mörkuðu nánar inntak réttar sem hann átti samkvæmt tryggingunni. Má um það vísa til dóms Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 22/2004. 33. Að öllu framangreindu virtu hafa ekki verið færð fram haldbær rök fyrir því að ákvæði skilmála í slysatryggingu áfrýjanda gildi ekki gagnvart stefnda. Um skýringu og réttaráhrif fyrirvara við bótauppgjör34. Sú meginregla gildir í skaðabótarétti að hafi tjónþoli ekki gert fyrirvara við uppgjör skaðabóta geti hann almennt ekki krafist endurupptöku á bótaákvörðun nema að uppfylltum skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur þó verið litið svo á að þessi skilyrði girði ekki fyrir að tjónþoli geti gert fyrirvara við bótauppgjör þannig að hann njóti rýmri réttar til endurupptöku bótaákvörðunar en leiðir af 11. gr. skaðabótalaga að því tilskildu að slíkir fyrirvarar séu skýrir og ótvíræðir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. desember 2022 í máli nr. 27/2022.35. Bótauppgjör stefnda við áfrýjanda 8. júní 2016 fór fram tæpum níu mánuðum áður en þriggja ára frestur til að framkvæma örorkumat var liðinn. Fyrirvari stefnda tók til nánar tilgreindra atriða en það voru árslaunaviðmið við útreikning bóta fyrir varanlega örorku og frekari bætur yrði varanleg örorka og/eða miski síðar metin hærri en í matsgerð 8. apríl 2016. Á uppgjörsdegi lá fyrir að stefndi hafði gengist undir tvær aðgerðir á hnélið en tæpt ár var liðið frá síðari aðgerðinni sem ekki hafði skilað frekari bata. Þá hafði stefndi látið af störfum á sjó vegna meiðslanna.36. Þótt fyrirvarinn kunni að hafa verið skýr um þau atriði sem hann tók til, þar á meðal að örorka stefnda og miski kynni síðar að vera metinn hærri, laut hann í engu tilliti að skilmála slysatryggingarinnar um að undantekningarlaust skyldi framkvæma nýtt örorkumat innan þriggja ára frá slysdegi. Stefnda hefði auk þess verið unnt að leita slíks mats þegar ástand hnéliðar versnaði enn á síðari hluta ársins 2016. 37. Ekki verður fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að í fyrirvaranum hafi falist nýtt tilboð stefnda, í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1936, um að víkja skyldi frá skýrum vátryggingarskilmála um frest til að framkvæma nýtt örorkumat. Ótvírætt er að fyrirvarinn laut ekki að umræddum skilmála og jafnframt að frestur til að láta fara fram nýtt mat var ekki liðinn þegar bótauppgjör fór fram. Liggur ekkert fyrir um að áfrýjandi hafi við þetta tækifæri samþykkt að víkja frá skilmálum slysatryggingarinnar og fallist á að stefndi gæti byggt bótarétt á matsgerð sem aflað yrði að liðnum þeim fresti sem þar er getið. Er því í málinu ekki komin fram sönnun fyrir samkomulagi milli aðila um að víkja frá skilmálum þeirrar slysatryggingar sem stefndi byggir rétt sinn á. 38. Verður að öllu þessu virtu hafnað þeirri málsástæðu stefnda að fyrirvari sem hann gerði við uppgjör skaðabóta við áfrýjanda hafi vikið til hliðar ákvæði c-liðar 4. mgr. 6. greinar skilmála áhafnatryggingar fiskimanna.39. Samkvæmt framansögðu verður áfrýjandi sýknaður af öllum kröfum stefnda.40. Eftir atvikum málsins verður málskostnaður á öllum dómstigum felldur niður.Dómsorð:Áfrýjandi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., er sýkn af kröfum stefnda, A.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=365cfeb1-e34c-4fa0-8104-f9130ee17aed&verdictid=3ce07615-c2e6-46ce-bd79-7fb50a962b4a |
Mál nr. 42/2022 | Endurupptaka Skattalög Fjármagnstekjuskattur Mannréttindasáttmáli Evrópu Skriflegur málflutningur Frávísun frá héraðsdómi | Með dómi Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 hafði X verið sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Með úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 var fallist á beiðni X um endurupptöku málsins. Ákæruvaldið tók undir kröfu X um að vísa málinu frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndi brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Samkvæmt því og í ljósi málsatvika féllst Hæstiréttur á kröfu ákæruvaldsins um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómarar.2. Með úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 var fallist á beiðni ákærða um endurupptöku á hæstaréttarmálinu nr. 283/2016 sem dæmt var 21. september 2017.3. Ákæruvaldið og ákærði krefjast þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi.4. Málið var dómtekið 18. janúar 2023 að fenginni yfirlýsingu málflytjenda um að ekki væri þörf munnlegs málflutnings í því, sbr. 3. málslið 1. mgr. 222. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Málsatvik5. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum ákærða vegna tekjuáranna 2007 og 2008 hófst 3. maí 2011. Með bréfi 30. desember sama ár var ákærða tilkynnt að rannsókninni væri lokið og niðurstöður hennar hefðu verið teknar saman í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins sem fylgdi umræddu bréfi. Í skýrslunni kom fram að ákærði hefði skilað efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2007 og 2008 og meðal annars vantalið fjármagnstekjur sínar umrædd ár. Í fyrrgreindu bréfi kom fram að á grundvelli fyrirliggjandi gagna málsins hefði málið verið sent embætti ríkisskattstjóra sem tæki ákvörðun um hugsanlega endurálagningu. Um leið kom fram það mat skattrannsóknarstjóra ríkisins að ákærði kynni að hafa skapað sér refsiábyrgð vegna þeirra brota sem rakin væru í skýrslunni. Ákærða var gefið færi á að tjá sig um fyrirhugaða ákvörðun um refsimeðferð.6. Með bréfi 12. nóvember 2012 tilkynnti skattrannsóknarstjóri ríkisins ákærða um að málinu yrði vísað til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Kom þar fram að forræði málsins og allar ákvarðanir um áframhaldandi refsimeðferð yrði þar eftir í höndum sérstaks saksóknara.7. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld ákærða gjaldárin 2008 og 2009 með úrskurði 30. nóvember 2012. Þannig var stofn ákærða til fjármagnstekjuskatts hækkaður um 43.843.930 krónur gjaldárið 2008 og 48.542.671 krónu gjaldárið 2009. Þá bætti ríkisskattstjóri 25% álagi við vanframtalinn stofn til fjármagnstekjuskatts umrædd gjaldár með vísan til 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Ákærði kærði úrskurðinn til yfirskattanefndar með bréfi 28. febrúar 2013 og krafðist þess aðallega að úrskurður ríkisskattstjóra yrði felldur úr gildi en til vara að álag yrði fellt niður. Með úrskurði 12. mars 2014 í máli nr. 97/2013 staðfesti yfirskattanefnd úrskurð ríkisskattstjóra að því frátöldu að hún lækkaði stofn fjármagnstekjuskatts ákærða um 3.252.718 krónur vegna gjaldársins 2008 og 3.612.593 krónur vegna gjaldársins 2009 frá því sem kveðið var á um í úrskurði ríkisskattstjóra. Að öðru leyti var kröfum ákærða hafnað.8. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur ákærða 21. maí 2014 þar sem honum voru gefin að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Sagði í ákæru að ákærði hefði látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 87.007.094 krónur, sem hafi annars vegar verið hagnaður ákærða af sölu hlutabréfa sem skattskyldur væri samkvæmt 8. tölulið C. liðar 7. gr., sbr. 18. gr., laga nr. 90/2003 og hins vegar tekjur ákærða af uppgjöri á samtals 58 framvirkum skiptasamningum sem skattskyldar væru samkvæmt 3. tölulið C. liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. sömu laga. Hefði ákærði með því komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts samtals að fjárhæð 8.700.709 krónur. Brot ákærða voru í ákæru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.9. Með héraðsdómi 15. mars 2016 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 13.800.000 krónur. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu með fyrrgreindum dómi 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 og taldi að skilyrðum um nauðsynlega samþættingu í efni og tíma væri fullnægt.0. Með kæru 12. mars 2018 leitaði ákærði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem í dómi 31. ágúst 2021 í máli nr. 12951/18 komst að þeirri niðurstöðu að fyrrgreind saksókn á hendur ákærða og refsing hefði farið í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Refsað hefði verið fyrir sama brot, skattamálið og refsimálið hefðu haft sameiginlegan tilgang, afleiðingarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar og tekið hefði verið tillit til skattaálaga við ákvörðun refsingar. Hins vegar hefði háttsemi ákærða og ábyrgð hans verið til rannsóknar hjá mismunandi yfirvöldum í málum sem hefðu að mestu leyti verið rekin óháð hvort öðru. Samanlagður tími málsmeðferðar beggja málanna hefði verið um sex ár og fjórir mánuðir. Á þeim tíma hefðu málin í raun aðeins verið rekin samhliða í 11 mánuði. Þá hefði ákæra verið gefin út tveimur mánuðum eftir úrskurð yfirskattanefndar. Því hefðu hvorki verið nægjanlega náin tengsl í efni né tíma milli skattamálsins og sakamálsins. Ákærði hefði þannig sætt lögsókn og refsingu fyrir sömu eða efnislega sömu háttsemi af hálfu mismunandi yfirvalda í tveimur mismunandi málum þar sem nauðsynlega tengingu skorti. Með því hefði verið brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðaukans. Þá voru ákærða dæmdar 91.250 evrur í skaðabætur og 16.800 evrur í málskostnað.1. Með beiðni til Endurupptökudóms 15. febrúar 2022 fór ákærði fram á endurupptöku á umræddu hæstaréttarmáli nr. 283/2016 á grundvelli a-liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Eins og áður greinir var fallist á þá beiðni hans með úrskurði dómsins 15. júní 2022 í máli nr. 5/2022. Af því tilefni gaf ríkissaksóknari út fyrirkall sama dag vegna endurupptöku málsins sem birt var ákærða 22. sama mánaðar.Niðurstaða2. Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling bryti í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Ákæruvaldið vísar meðal annars til fyrrgreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu og dóma Hæstaréttar 9. nóvember 2022 í máli nr. 10/2022, 22. júní 2022 í máli nr. 11/2022 og 14. september 2022 í máli nr. 21/2022. Samkvæmt þessu og í ljósi fyrrgreindra málsatvika verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að málinu verði vísað frá héraðsdómi, sbr. meðal annars fyrrgreinda dóma Hæstaréttar og einnig dóm réttarins 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022.3. Eftir þessum málsúrslitum greiðist sakarkostnaður vegna fyrri málsmeðferðar fyrir Hæstarétti sem lauk með dómi réttarins í máli nr. 283/2016 að öllu leyti úr ríkissjóði.4. Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Allur sakarkostnaður málsins vegna fyrri málsmeðferðar fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, X, Ragnars Halldórs Hall lögmanns, 1.736.000 krónur.Allur kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku þess greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Ragnars Halldórs Hall lögmanns, 500.000 krónur. |
Mál nr. 1/2023 | Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá Landsrétti staðfest Frávísun frá Hæstarétti að hluta | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem aðalkröfu S ehf. um frávísun þess máls sem S ehf. hafði höfðað á hendur R frá héraðsdómi var vísað frá Landsrétti og varakröfu hans um ómerkingu héraðsdóms var hafnað. Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun á þeirri kröfu S ehf. að málinu yrði vísað frá héraðsdómi. Þar sem sóknaraðila brast að öðru leyti heimild til kæru til Hæstaréttar var öðrum kröfum hans vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 2022 sem barst réttinum 2. janúar 2023 en kærumálsgögn bárust réttinum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 16. desember 2022 í máli nr. 550/2021 þar sem aðalkröfu sóknaraðila, um að máli hans yrði vísað frá héraðsdómi var vísað frá Landsrétti. Jafnframt var hafnað varakröfu sóknaraðila um ómerkingu héraðsdóms og heimvísun málsins til meðferðar fyrir héraðsdómi að nýju.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður Landsréttar og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu verði ómerktir og málinu vísað frá héraðsdómi. Í fyrstu varakröfu er þess krafist að hinn kærði úrskurður og héraðsdómur verði ómerktir og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Í annarri varakröfu er þess krafist að hinn kærði úrskurður Landsréttar verði ómerktur og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til löglegrar efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar fyrir Landsrétti og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi varnaraðila.4. Varnaraðili krefst þess aðallega að aðalkröfu sóknaraðila og fyrstu varakröfu hans verði vísað frá Hæstarétti. Þá krefst varnaraðili þess að annarri varakröfu sóknaraðila verði hafnað og hinn kærði frávísunarúrskurður Landsréttar staðfestur. Til vara krefst varnaraðili þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá er þess krafist að sóknaraðila verði í öllum tilvikum gert að greiða varnaraðila málskostnað fyrir Hæstarétti að mati réttarins.Niðurstaða5. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði krafðist sóknaraðili ekki efnislegrar endurskoðunar héraðsdóms fyrir Landsrétti heldur kaus að haga kröfugerð sinni á þann hátt að aðeins var krafist frávísunar máls þess sem hann hafði höfðað fyrir héraðsdómi en til vara heimvísunar þess.6. Með hinum kærða úrskurði var kröfu sóknaraðila um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi vísað frá Landsrétti en hafnað varakröfu hans um ómerkingu héraðsdóms og heimvísun málsins til meðferðar fyrir héraðsdómi að nýju.7. Sóknaraðili hefur um kæruheimild vísað til a-liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en þar er kveðið svo á um að dómsathafnir Landsréttar sæti kæru til Hæstaréttar ef um er að ræða frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti eða niðurfellingu máls að hluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti ef ekki er um að ræða staðfestingu á slíkri dómsathöfn héraðsdóms. Að öðru leyti eru kæruheimildir til Hæstaréttar tæmandi taldar í stafliðum b til e í 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 en enginn þeirra á við í máli þessu. Þá á heimild 2. mgr. 167. gr. laganna til að sækja um kæruleyfi til Hæstaréttar í tilteknum málum ekki við í máli þessu.8. Samkvæmt framangreindu nær heimild sóknaraðila til að kæra úrskurð Landsréttar einungis til þess hluta úrskurðarins er lýtur að frávísun frá Landsrétti á þeirri kröfu hans að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, sbr. a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður niðurstaða Landsréttar um þá kröfu staðfest. Þar sem sóknaraðila brestur að öðru leyti heimild til kæru til Hæstaréttar verður öðrum kröfum hans vísað frá Hæstarétti.9. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Staðfest er niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísað verði frá Landsrétti kröfu sóknaraðila, Sýrfells ehf., um að máli hans verði vísað frá héraðsdómi.Öðrum kröfum sóknaraðila er vísað frá Hæstarétti.Sóknaraðili greiði varnaraðila, Reykjavíkurborg, 300.000 krónur í kærumálskostnað.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=a0364220-db41-47df-8264-7d0ecf908410&verdictid=99cd53bc-df60-48b4-b1ab-4e0fac0d5803 |
Mál nr. 58/2022 | Kærumál Börn Innsetningargerð Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Haagsamningurinn Gjafsókn Ómerking úrskurðar Landsréttar | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem fallist var á kröfu B um að honum væri heimilt að liðnum þremur mánuðum frá uppsögu úrskurðarins að fá barnið C tekið úr umráðum A og afhent sér með beinni aðfarargerð, hefði A ekki áður farið með barnið til búseturíkis þeirra. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þótt mál aðila hefði verið rekið eftir ákvæðum Haagsamningsins og í niðurstöðu þess fælist ekki efnisleg úrlausn um álitamál varðandi forsjá barnsins gæti Landsréttur ekki komið sér hjá því að meta, á grundvelli viðhlítandi gagna, hvort afhending barnsins gæti haft í för með sér andlegan eða líkamlegan skaða ef A væri ekki fært að fylgja því eftir til búseturíkis og viðhalda þar tengslum við það. Landsrétti hefði því borið að hlutast til um að afla mats um tengsl aðila við barn sitt og hver áhrif það kynni að hafa á andlega og líkamlega líðan þess og hvort því yrði á annan hátt komið í óbærilega stöðu ef fallist yrði á kröfur B og A væri ekki fært að fylgja barninu til búseturíkis. Þar sem dómurinn hlutaðist ekki til um þessa gagnaöflun væri ekki unnt að leggja dóm á málið að svo komnu máli, sbr. 2. mgr. 42. gr. barnalaga. Því væri ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og var málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. nóvember 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 25. október 2022 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sonur aðila, C, yrði tekinn úr umráðum sóknaraðila með beinni aðfarargerð og afhentur varnaraðila.3. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hún málskostnaðar vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi og Landsrétti og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt.4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi og Landsrétti og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.Ágreiningsefni5. Ágreiningur málsins snýst um hvort uppfyllt eru skilyrði til afhendingar barns aðila á grundvelli 11. gr. laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. eða hvort beita skuli undantekningarákvæði 2. og 4. töluliðar 12. gr. laganna og synja um afhendingu barnsins.6. Með úrskurði héraðsdóms var kröfu varnaraðila um afhendingu barnsins hafnað en með hinum kærða úrskurði var fallist á kröfu hans.7. Kæruleyfi var veitt í málinu á þeim grundvelli að í ljósi atvika gæti dómur í því haft fordæmisgildi um skilyrði þess að barn verði afhent samkvæmt lögum nr. 160/1995.Málsatvik8. Aðilar munu hafa kynnst árið […] eða […] og ýmist dvalist á Íslandi eða í […]. Þeim fæddist sonur í […] 2021. Sóknaraðili bjó með varnaraðila í […] frá október 2020 í leiguíbúð fram til þess tíma er hún fór til Íslands 17. janúar 2022 með son þeirra. Ekki er ágreiningur um að þau hafi farið saman með forsjá barnsins.9. Áður en sóknaraðili fór með barnið til Íslands undirritaði varnaraðili samþykki sitt fyrir ferðinni án tilgreiningar á því hvenær þau kæmu til baka. Drengurinn hefur dvalist hér á landi síðan með sóknaraðila. […] stjórnvöld sendu erindi til dómsmálaráðuneytisins 2. maí 2022 ásamt beiðni varnaraðila 23. mars sama ár um afhendingu barnsins á grundvelli alþjóðasamnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa sem gerður var í Haag 25. október 1980 og nefndur hefur verið Haagsamningurinn. Dómsmálaráðuneytið upplýsti sóknaraðila um erindi varnaraðila með bréfi 18. maí 2022. Beiðni um aðför var móttekin af héraðsdómi 28. júní 2022 og krafan var tekin fyrir á dómþingi 7. júlí sama ár en með úrskurði 9. september það ár var henni hafnað.0. Í framburði sóknaraðila fyrir héraðsdómi kom fram að fjárhagsstuðningur foreldra varnaraðila hefði skipt miklu máli um það að þau gátu framfleytt sér en varnaraðili hefði verið í láglaunavinnu. Hún kvaðst ekki hafa haft í hyggju að snúa ekki aftur til […] með barnið þegar hún fór með það til Íslands. Kvaðst hún telja að það yrði barninu erfitt að skiljast við sig, þar sem hún væri í raun eina manneskjan sem það hefði tengst. Spurð um hvort hún gæti fylgt barninu eftir til […] ef niðurstaða aðfararmálsins yrði á þann veg að það færi aftur þangað kvað hún ekki líklegt að laun sín þar í landi dygðu fyrir leigu og framfærslu þeirra mæðgina að öðru leyti. Þá ætti hún ekkert bakland í […] hjá fjölskyldu varnaraðila.1. Varnaraðili bar um að þau hefðu notið fjárhagsstuðnings foreldra hans sem hafi meðal annars falist í greiðslu þeirra á hluta húsaleigu vegna íbúðar sem hann byggi í. Hann sagði jafnframt að hann hefði íbúðina á leigu til ársbyrjunar 2023 en þá hygðist hann flytja heim til foreldra sinna. Spurður um hverjir væru möguleikar sóknaraðila á því að búa í […] og framfleyta sér þar ef fallist yrði á kröfu um afhendingu barnsins kvaðst hann ekki geta svarað því.2. Í gögnum málsins eru rafræn samskipti milli móður varnaraðila og móður sóknaraðila þar sem fram kemur að móðir varnaraðila hafi veitt sóknaraðila fjárhagsaðstoð, með því meðal annars að lána henni bifreið til afnota, greiða tryggingar og viðhald vegna bifreiðarinnar, greiða fyrir hana ferðalög, helming húsaleigu og ákveðna fjárhæð vikulega vegna matarkostnaðar.3. Í þingbók héraðsdóms 2. ágúst 2022 er bókað að lögmaður sóknaraðila hafi óskað eftir að faglegt mat yrði lagt á aðstæður barns aðila hér á landi og mögulegum skaða sem flutningur þess til […] gæti valdið því. Af hálfu varnaraðila var því mótmælt og hafnaði héraðsdómur þeirri beiðni í þinghaldi 16. sama mánaðar.Helstu málsástæður sóknaraðila4. Sóknaraðili bendir á að tilgangur Haagsamningsins sé að tryggja að börn séu send sem fyrst aftur til landsins þaðan sem þau voru numin á brott. Því lengri tími sem líði frá brottnámi barns, því minna vægi hafi megintilgangur samningsins, en að sama skapi verði þá að leggja meiri áherslu á velferð barnsins. Dómur verði að byggja ákvörðun um hvort orðið verður við kröfu um afhendingu á mati á velferð barns fremur en tilgangi samningsins einum saman.5. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti féll sóknaraðili frá þeirri málsástæðu að aðilar færu ekki saman með forsjá barnsins og að af þeim sökum gæti varnaraðili ekki krafist afhendingar þess á grundvelli 11. gr. laga nr. 160/1995. Sóknaraðili byggir á því að hafna beri afhendingu barnsins með vísan til 2. og 4. töluliða 12. gr. sömu laga. Ef fallist yrði á kröfur varnaraðila um afhendingu myndu þær breytingar sem yrðu á högum barnsins í kjölfarið vera því afar skaðlegar, bæði andlega og líkamlega. Barnið sé mjög ungt og enn á brjósti og því algjörlega háð sóknaraðila. Enn fremur vísar sóknaraðili til þess að gerð hafi verið krafa fyrir héraðsdómi um að kvaddur yrði til sérfræðingur til að meta aðstæður barnsins og afleiðingar þess ef fallist yrði á kröfu varnaraðila.6. Þá sé afhending barnsins andstæð meginreglum barnalaga nr. 76/2003 og grundvallarreglum um verndun mannréttinda, sbr. 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sem verði að túlka með tilliti til 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 með sama heiti. Jafnframt vísar sóknaraðili til 24. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þá byggir sóknaraðili á rétti barnsins til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 6. júlí 2010 í máli nr. 41615/07, Neulinger og Shuruk gegn Sviss. Nauðsyn beri til að túlka ákvæði 2. og 4. töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995 í samræmi við ákvæði 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og þá meginreglu íslensks barnaréttar að ávallt beri að setja í forgang það sem barni er fyrir bestu þegar teknar séu ákvarðanir er varða hagsmuni þess. Til stuðnings kröfu sinni vísar sóknaraðili jafnframt til dóms Hæstaréttar 7. febrúar 2011 í máli nr. 20/2011 og að sínu leyti einnig til dóms réttarins 16. júní 2021 í máli nr. 8/2021.7. Sóknaraðili byggir á því að hún hafi ekki fjárhagslega burði til að dvelja í […] ef fallist yrði á afhendingu barnsins þangað, á meðan leyst yrði úr máli um forsjá þess. Þar eigi hún sér engan samastað, enga fjölskyldu og ekkert bakland. Hún yrði því fjárhagslega upp á varnaraðila og fjölskyldu hans komin.Helstu málsástæður varnaraðila8. Varnaraðili kveður skilyrði 11. gr. laga nr. 160/1995 vera uppfyllt þar sem aðilar málsins hafi búið saman í […] og haft þar fasta búsetu við brottnám barnsins í skilningi laganna. Barnið hafi verið búsett þar með foreldrum sínum og sé óumdeilt að aðilar málsins hafi farið saman með forsjá þess og varnaraðili hafi ekki veitt samþykki fyrir því að barnið myndi flytjast til Íslands.9. Varnaraðili kveður engin undanþáguákvæði 12. gr. laga nr. 160/1995 eiga við í málinu. Verði 2. tölulið 12. gr. aðeins beitt þegar aðstæður í búsetulandi séu mjög alvarlegar, hafi verið sannaðar og ekki sé með neinum úrræðum hægt að koma í veg fyrir að barnið líði fyrir þær þegar þangað sé komið. Ekki séu uppi þær aðstæður í máli þessu sem jafnað verði til aðstæðna sem fyrrgreindur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Neulinger og Shuruk gegn Sviss hafi fjallað um. Þannig verði barninu ekki stefnt í alvarlega hættu eða óbærilega stöðu eins og þau orð hafi verið skýrð í lögskýringargögnum.20. Jafnframt kveður varnaraðili rangt að barnið hafi engin tengsl myndað við sig. Drengurinn hafi notið umönnunar beggja foreldra sinna meðan hann bjó í […] áður en hið ólögmæta hald hans hófst á Íslandi og hafi varnaraðili verið í miklum samskiptum við sóknaraðila um drenginn eftir það og meðal annars heimsótt hann nokkrum sinnum. Varnaraðili leggur áherslu á að varnir sem snúi að tengslum barns við foreldra og félagslega stöðu foreldra eigi ekki heima í aðfararmálum á grundvelli Haagsamningsins. Um það vísar varnaraðili til dóma Hæstaréttar 7. mars 2011 í máli nr. 109/2011 og 27. október 2014 í máli nr. 666/2014 og úrskurðar Landsréttar 12. ágúst 2021 í máli nr. 511/2021.Löggjöf21. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995, sem ber yfirskriftina afhending á grundvelli Haagsamningsins, skal barn sem flutt er hingað til lands með ólögmætum hætti eða er haldið hér á ólögmætan hátt afhent samkvæmt beiðni þeim sem rétt hefur til þess ef barnið var búsett í ríki sem er aðili að Haagsamningnum rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Samkvæmt 1. tölulið 2. mgr. 11. gr. er ólögmætt að flytja barn eða halda því ef sú háttsemi brýtur í bága við rétt forsjáraðila eða annars aðila, án tillits til hvort hann fer einn með réttinn eða með öðrum, til að annast barnið samkvæmt lögum þess ríkis þar sem barnið var búsett rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Samkvæmt lögskýringargögnum með 11. gr. laga nr. 160/1995 skal héraðsdómur ekki meta efnislega hver er réttmætur forsjáraðili og ákvörðun um afhendingu ber ekki að skoða sem ákvörðun um forsjá, sbr. 19. gr. Haagsamningsins. Það er meðal annars markmið samningsins sem IV. kafli laga nr. 160/1995 varðar að stuðla að því að barn sem foreldri nemur brott frá því ríki þar sem það er búsett og flytur með sér til annars lands verði fært til baka til búseturíkisins í því skyni að leyst verði eftir lögum þess úr ágreiningi um forsjá barnsins. Þannig verði komið í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umráð barns í eigin hendur með búferlaflutningum milli landa.22. Í 1.-4. tölulið 12. gr. laganna eru tilgreindar heimildir til að synja um afhendingu barns. Í 2. tölulið segir að heimilt sé að synja um afhendingu ef alvarleg hætta er á því að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu og í 4. tölulið segir að heimilt sé að synja um afhendingu ef hún er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna kemur fram um 2. tölulið 12. gr. laganna að meta skuli hlutlægt hvort hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega og þurfi mikið til að koma svo að unnt sé að beita þessu ákvæði. Í athugasemdum með 4. tölulið 12. gr. segir að ákvæðið beri að túlka þröngt. Með því sé fyrst og fremst átt við að afhending sé ekki heimil samkvæmt alþjóðasamningum um mannréttindi sem Ísland er aðili að.23. Í 13. gr. laganna er kveðið á um málsmeðferð. Þar er meðal annars mælt fyrir um að farið skuli með beiðni um afhendingu barns samkvæmt Haagsamningnum eftir lögum um aðför nr. 90/1989, en þó þannig að beiðni um aðfarargerð sæti alltaf í byrjun meðferð fyrir dómi samkvæmt ákvæðum 13. kafla þeirra laga. Þá segir meðal annars í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 160/1995 að ákvæði barnalaga um þinghöld og 45. gr. sömu laga um framkvæmd forsjárákvarðana eigi við um málsmeðferð samkvæmt lögunum þegar afhending fer fram samkvæmt Haagsamningnum. Jafnframt kemur fram í 16. gr. laga nr. 160/1995 að meðferð mála til fullnustu ákvörðunar samkvæmt Evrópusamningnum og til afhendingar samkvæmt Haagsamningnum skuli hraða svo sem kostur er. Þá kemur fram í 17. gr. laganna að áður en héraðsdómari tekur ákvörðun, meðal annars um afhendingu samkvæmt Haagsamningnum, skuli hann kanna afstöðu barns sem náð hafi þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess. Ákvæði 43. gr. barnalaga eigi við þegar afstaða barns sé könnuð.24. Samkvæmt 45. gr. barnalaga, sem vísað er til í fyrrgreindri 2. mgr. 13. gr. laga nr. 160/1995 um málsmeðferð, skal dómari gæta ákvæða 43. gr. laganna við meðferð máls og getur hafnað aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga með tilliti til hagsmuna barns. Í 43. gr. barnalaga, sem fjallar um rétt barns til að tjá sig um mál, segir að gefa skuli því kost á að tjá sig um mál og taka skuli tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Dómari geti falið sérfróðum manni að kynna sér viðhorf barnsins og gefa skýrslu um það samkvæmt ákvæðum 42. gr. laganna. Ákvæði þeirrar greinar fjallar um gagnaöflun og í 2. mgr. 42. gr. kemur fram að dómari geti lagt fyrir aðila að afla tilgreindra gagna sem varði aðstæður málsaðila eða barna þeirra. Verði aðili ekki við tilmælum dómara eða sé það ókleift geti hann sjálfur aflað gagna sem hann telji nauðsynleg til að leggja megi dóm á mál. Þá getur dómari samkvæmt 3. mgr. 41. gr. lagt fyrir aðila að afla sérfræðilegrar álitsgerðar ef hann telur hennar þörf og getur að eigin frumkvæði bætt matsatriðum við dómkvaðningu.25. Samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skulu allir njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og samkvæmt 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.26. Í 2. mgr. 1. gr. barnalaga og 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, segir að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Þá segir í 2. mgr. 3. gr. samningsins að með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem beri ábyrgð að lögum á börnum, skuldbindi aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefjist og skuli þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.Niðurstaða27. Þegar sóknaraðili fór með son aðila til Íslands fóru þau bæði með forsjá hans. Þá liggur fyrir að sóknaraðili hafði leyfi varnaraðila til að fara með drenginn hingað til lands. Á hinn bóginn er staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að áframhaldandi dvöl sonar aðila á Íslandi sé án samþykkis varnaraðila og að sóknaraðili haldi syni þeirra hér á landi með ólögmætum hætti í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995.28. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað tekið til skoðunar ákvarðanir dómstóla aðildarríkja um afhendingu barna á grundvelli Haagsamningsins, sbr. til dæmis fyrrgreindan dóm dómstólsins 6. júlí 2010 í máli nr. 41615/07, Neulinger og Shuruk gegn Sviss og dóma dómstólsins 26. nóvember 2013 í máli nr. 27853/09, X gegn Lettlandi og 12. maí 2022 í máli nr. 64886/19, X gegn Tékklandi.29. Í fyrstnefnda dóminum kom fram að þegar hagsmunir aðila í málinu væru vegnir og metnir yrði fyrst og fremst að leggja áherslu á hagsmuni barnsins. Það væri ekki hlutverk mannréttindadómstólsins að meta hvort barn aðila ætti á hættu að verða fyrir tjóni ef það sneri til þess lands sem það var numið á brott frá heldur fremur að meta hvort dómstólar aðildarríkis hefðu virt réttindi 8. gr. mannréttindasáttmálans og þá sérstaklega hvort tekið hefði verið tillit til þess hvað væri barninu fyrir bestu. Það væri andstætt 8. gr. að fallast sjálfkrafa á og án nokkurs heildstæðs mats á aðstæðum aðila að brottnumið barn yrði sent til upprunalands síns á grundvelli Haagsamningsins. Tryggja bæri að niðurstöður dómstóla aðildarríkjanna væru byggðar á heildarmati á fjölskylduaðstæðum, þar á meðal efnislegum og sálrænum þáttum, sbr. 138. og 139. lið dómsins. Niðurstaða dómstólsins var að brotið yrði gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans með því að fullnægja ákvörðun dómstóls um að senda barnið aftur til landsins sem það var numið frá.30. Í dómi dómstólsins í máli nr. 27853/09, X gegn Lettlandi, kom fram að innlendum dómstólum hefði borið að taka til skoðunar skýrslu sálfræðings sem lögð hafði verið fram í málinu og benti til þess að líklegt væri að aðskilnaður barnsins og kæranda myndi leiða til andlegs skaða fyrir það. Ekki bæri að horfa fram hjá slíku gagni og breytti engu í því sambandi þótt málið væri rekið á grundvelli Haagsamningsins en ekki sem mál sem varðaði ágreining um forsjá. Dómstóllinn taldi að líta hefði átt til skýrslunnar og til þess hvort mögulegt hefði verið fyrir kæranda að flytja til heimalands barnsins á ný og halda þar sambandi við það. Gætu málsmeðferðarreglur Haagsamningsins um málshraða ekki leyst lettneska dómstóla undan þeirri skyldu að taka afstöðu til framangreindra þátta, sbr. nánar 116. og 117. lið dómsins. Dómstóllinn taldi að lettneska ríkið hefði með framangreindri málsmeðferð brotið gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans.31. Loks var tekið fram í dómi í máli nr. 64886/19, X gegn Tékklandi, að innlendir dómstólar hefðu lagt nægjanlegt mat á hvort barn yrði fyrir andlegum eða líkamlegum skaða ef það færi aftur til þess lands sem það var numið frá eða sett þar í óbærilegar aðstæður. Þá hefðu innlendir dómstólar lagt fyrir föður barnsins að sjá kæranda fyrir hentugu húsnæði þar sem kærandi og barnið gætu haldið tengslum sín á milli, sbr. 57. lið dómsins. Þá sagði í niðurstöðum dómsins að í málum sem rekin væru samkvæmt Haagsamningnum hefðu hagsmunir barns úrslitavægi þótt ekki yrði litið fram hjá því að í því fælist jafnframt réttur barns til þess að vera ekki numið á brott frá öðru foreldra sinna og haldið á ólögmætan hátt frá hinu, sbr. 60. lið dómsins. Í þessu máli var talið að ákvörðun um afhendingu barns hefði ekki falið í sér brot gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans enda hefði rannsókn á kæruefni og málsmeðferð innlendra dómstóla fullnægt þeim skyldum sem 8. gr. legði ríkjum á herðar.32. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið litið til úrlausna mannréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020.33. Eins og fyrr er rakið hafnaði héraðsdómur því að lagt yrði faglegt mat á aðstæður barns aðila hér á landi og mögulegan skaða sem flutningur þess til […] kynni að valda því. Af þeim sökum liggja ekki fyrir í málinu gögn sem varpað gætu ljósi á hvort undanþáguákvæði 2. eða 4. töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995 geti hér komið til álita. Ráða má af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, meðal annars af þeim dómum sem raktir hafa verið, að nauðsyn beri til í málum sem rekin eru á grundvelli Haagsamningsins að lögð séu fram gögn sem geri innlendum dómstólum kleift að meta heildstætt hvort undanþáguákvæði 12. gr. laga nr. 160/1995 leiði til þess að hafna beri kröfu um afhendingu barns samkvæmt samningnum.34. Samkvæmt framangreindu byggðist hinn kærði úrskurður ekki á viðhlítandi gögnum sem rennt gætu stoðum undir niðurstöðu hans. Heildstætt mat, grundvallað á þeim gögnum, þar sem litið var til hagsmuna barns aðila, meðal annars í ljósi þeirra réttinda sem því eru tryggð samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, svo og 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, fór því ekki fram áður en ákvörðun var tekin um kæruefnið. Í þeim dómum Hæstaréttar þar sem fjallað hefur verið um hvort skilyrði séu til afhendingar barns á grundvelli Haagsamningsins hafa legið fyrir gögn sem unnt var að byggja slíkt mat á við ákvörðun um hvort orðið skyldi við afhendingu á grundvelli 11. gr. laga nr. 160/1995 eða henni hafnað á grundvelli undanþáguákvæða 12. gr. laganna, sbr. dóma réttarins 7. febrúar 2011 í máli nr. 20/2011 og 27. október 2014 í máli nr. 666/2014.35. Þótt mál aðila sé rekið eftir ákvæðum Haagsamningsins og í niðurstöðu þess felist ekki efnisleg úrlausn um álitamál varðandi forsjá barnsins gat Landsréttur ekki komið sér hjá því að meta, á grundvelli viðhlítandi gagna, hvort afhending barnsins gæti haft í för með sér andlegan eða líkamlegan skaða ef sóknaraðila væri ekki fært að fylgja því eftir til […] og viðhalda þar tengslum við það. Landsrétti bar því á grundvelli 2. mgr. 13. gr. laga nr. 160/1995, sbr. og 45. gr. barnalaga, 43. gr. og 2. mgr. 42. gr. laganna, að hlutast til um að afla mats um tengsl aðila við barn sitt og hver áhrif það kynni að hafa á andlega og líkamlega líðan þess og hvort því yrði á annan hátt komið í óbærilega stöðu ef fallist yrði á kröfur varnaraðila og sóknaraðila væri ekki fært að fylgja barninu til […]. Þar sem dómurinn hlutaðist ekki til um þessa gagnaöflun var ekki unnt að leggja dóm á málið að svo komnu máli, sbr. 2. mgr. 42. gr. barnalaga.36. Verður því ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð án kröfu og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar og mats á framangreindum atriðum.37. Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður en um gjafsóknarkostnað aðila fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.400.000 krónur.Gjafsóknarkostnaður varnaraðila, B, fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.400.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=81bb4509-fb4a-4cdf-8384-8c9c51478d7f&verdictid=dfaee986-7ceb-4388-a9dc-db3f6bb09bf7 |
Mál nr. 51/2022 | Kærumál Dánarbú Opinber skipti Faðerni Erfð Aðild | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem hafnað var kröfum A og B um að viðurkennt yrði að þær væru erfingjar J. A og B reistu kröfur sínar á því að sýnt hefði verið fram á með mannerfðafræðilegri rannsókn að faðir þeirra, K sem lést 2006, hefði í raun verið sonur J. Þær væru því niðjar J og bæri arfur eftir hann á grundvelli 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með hliðsjón af skýrum texta 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga, lögskýringargögnum og lögbundnum skilyrðum um feðrun barna samkvæmt 1. mgr. 3. gr. barnalaga leiddi að niðurstaða mannerfðafræðilegra rannsókna nægi ekki ein og sér til viðurkenningar erfðatilkalls. Ekki var því talið tækt, hvað sem liði sönnunargildi og tölfræðilegum líkindum fyrirliggjandi mannerfðafræðilegrar rannsóknar, að leggja hana til grundvallar erfðarétti A og B. Var hinn kærði úrskurður staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 8. september 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 5. september 2022 þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að hafna kröfum sóknaraðila um að viðurkennt verði að þær séu erfingjar J.3. Sóknaraðilar krefjast þess að framangreind krafa þeirra verði tekin til greina. Þá krefjast þær þess að varnaraðilum verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti.4. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar.5. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið munnlega flutt 10. janúar 2023.Ágreiningsefni6. Ágreiningur málsins lýtur að kröfu sóknaraðila um að viðurkennt verði að þær séu erfingjar J sem lést í apríl 2017. Dánarbú hans var tekið til opinberra skipta í byrjun árs 2018 og hafa allir varnaraðilar stöðu lögerfingja í dánarbúinu.7. Með úrskurði Landsréttar 5. september 2022 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu sóknaraðila.8. Kæruleyfi í málinu var veitt 26. október 2022 með ákvörðun nr. 2022-117 á þeirri forsendu að dómur í því gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin væri reist á, einkum hvort tilkall til arfs á grundvelli 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962 sé fortakslaust háð því að fyrir liggi staðfest faðerni að barnalögum.Málsatvik9. Með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands 7. febrúar 2018 var dánarbú J, sem lést 22. apríl 2017, tekið til opinberra skipta.0. Sóknaraðilar eru börn K sem lést árið 2006. Málatilbúnaður þeirra grundvallast á því að K hafi verið rangfeðraður og hann hafi í raun verið sonur fyrrgreinds J. Á þeim grunni beri þeim arfur úr dánarbúi J. Jafnframt skuli falla niður arfstilkall annarra núverandi lögerfingja hans á grundvelli lögerfðareglna. Varnaraðilar eru hluti lögerfingja J, tvö systkini hans og fimm bræðrabörn.1. Framangreindu til staðfestingar vísa sóknaraðilar til þess að amma þeirra, L, höfðaði árið 2016 mál til vefengingar á faðerni sonar síns, fyrrgreinds K. Með dómi Héraðsdóms Vesturlands 11. apríl 2017 var viðurkennt að M hefði ekki verið faðir K. Var sú niðurstaða reist á álitsgerð rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði 7. febrúar 2017 þess efnis að líkurnar á því að J hefði verið faðir K væru meiri en 99%.2. L höfðaði í kjölfarið, 28. apríl 2017, faðernismál gegn lögerfingjum J til viðurkenningar á því að hann hefði verið faðir sonar síns, K. L lést tveimur dögum eftir málshöfðunina. Í úrskurði héraðsdóms í því máli 31. október 2017 var ekki fallist á að lagaskilyrði væru til þess að dánarbú L gæti tekið við aðild málsins til sóknar og var því vísað frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð með dómi 7. desember sama ár í máli nr. 722/2017.3. Sóknaraðilar höfðuðu á fyrri hluta árs 2018 mál gegn lögerfingjum J og kröfðust þess að viðurkennt yrði með dómi að hann hefði verið faðir K. Með dómi Hæstaréttar 6. október 2021 í máli nr. 17/2021 var málinu vísað frá héraðsdómi þar sem sóknaraðilar fullnægðu ekki áskilnaði 1. mgr. 10. gr. barnalaga nr. 76/2003 um að geta átt aðild til sóknar í því. Í dóminum segir í lið 21:Af gögnum málsins verður ráðið að einu hagsmunir áfrýjenda af því að fá viðurkenningu á faðerni látins föður síns séu að þær hyggist reisa tilkall til arfs úr dánarbúi [J] á dómi þar um. Arfstilkall er ekki þáttur í þeim réttindum barns sem lýst er í barnalögum þótt faðernisviðurkenning samkvæmt lögunum renni stoðum undir kröfu um arf samkvæmt ákvæðum erfðalaga nr. 8/1962. Þótt þessir hagsmunir búi að baki kröfu um faðernisviðurkenningu verður í ljósi framangreindra sjónarmiða um markmið aðildarreglna barnalaga í faðernismálum, sem löggjafinn hefur tekið skýra afstöðu til, ekki fallist á að slíkir hagsmunir leiði til þess að víkja beri til hliðar ákvæði 1. mgr. 10. gr. barnalaga vegna fyrirmæla 70. gr. stjórnarskrárinnar.4. Að fenginni þeirri niðurstöðu var haldinn skiptafundur í dánarbúi J 19. nóvember 2021. Á fundinum kom fram ágreiningur um arfstilkall sóknaraðila. Með bréfi 30. sama mánaðar vísaði skiptastjóri búsins ágreiningnum til héraðsdóms á grundvelli 122. gr., sbr. 3. mgr. 53. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl.Löggjöf5. Í 1. gr. erfðalaga er mælt fyrir um hverjir teljast til lögerfingja. Samkvæmt 1. tölulið greinarinnar eru þeirra á meðal eftirfarandi:Börn arfleifanda og aðrir niðjar. Óskilgetið barn erfir föður og föðurfrændur og þeir það, ef það er feðrað með þeim hætti, sem segir í löggjöf um óskilgetin börn. Um erfðarétt kjörbarns og arf eftir það fer samkvæmt 5. gr.6. Í athugasemdum með 1. tölulið 1. gr. frumvarps til erfðalaga kom eftirfarandi fram:Í 1. tölulið 1. gr. er áskilið, að börn séu feðruð með þeim hætti, sem fyrir ermælt í löggjöf um óskilgetin börn. Með þessu ákvæði er tekið af skarið um það,að viðurkenning á faðerni barns þurfi að verða með þeim formhætti, sem áskiliðer í þessari löggjöf á hverjum tíma, sbr. nú 3. og 18. gr. laga nr. 87/1947. Annarskonar viðurkenning á faðerni barns skapar því ekki erfðatengsl milli barns og föðurþess og föðurfrænda. Er þetta ákvæði skýrara en í gildandi erfðalögum.7. Í 2. gr. laganna er nánar mælt fyrir um erfðarétt afkomenda en þar kemur fram í 1. mgr. að maki erfi 1/3 hluta eigna, þegar börn eru á lífi, en 2/3 hluta erfi börnin að jöfnu. Sé maka ekki til að dreifa, taka börn og aðrir niðjar allan arf. Í 2. mgr. segir að hafi barn andast á undan arfleifanda þá erfi börn þess þann hluta sem því hefði borið. Firnari niðjar taki arf með sama hætti.8. Í 2. gr. barnalaga er að finna reglur um börn hjóna og foreldra í skráðri sambúð. Þá fjallar 3. gr. laganna um það hvernig faðerni barns skal ákvarðast eigi reglur 2. gr. ekki við, sbr. 1. mgr. 3. gr.:Ef feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við verður barn feðrað með faðernisviðurkenningu manns, sbr. 4. gr., samþykki skv. 6. gr. eða dómsúrlausn, sbr. II. kafla.9. Ekki eru efni til að fjalla hér nánar um ákvæði barnalaga en svo sem fyrr segir var því hafnað með dómi Hæstaréttar í máli nr. 17/2021 að sóknaraðilar gætu átt aðild að dómsmáli til feðrunar K.Niðurstaða20. Í greinargerð sinni til réttarins samkvæmt 172. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála voru ekki hafðar uppi dómkröfur í málinu af hálfu varnaraðila. Við munnlegan flutning þess lýsti lögmaður þeirra því yfir að krafist væri staðfestingar hins kærða úrskurðar. Standa ákvæði laga nr. 91/1991 því ekki í vegi að sú krafa komist að í málinu.21. Sóknaraðilar byggja á því að ekki fái staðist að reglur barnalaga um málsaðild í faðernismálum skuli alfarið ráða túlkun á 1. tölulið 1. gr. erfðalaga, sbr. forsendur hins kærða úrskurðar, og útiloki með því sóknaraðila frá því að vera taldir niðjar föðurafa síns með þeim afleiðingum að varnaraðilar, sem hafi stöðu útarfa, njóti arfs eftir hann en ekki raunverulegir niðjar. Af framangreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 17/2021 sé ekki hægt að álykta að sóknaraðilar geti ekki tekið arf eftir J og að Landsréttur mistúlki dóm réttarins að þessu leyti. Jafnframt telja sóknaraðilar að þröng túlkun Landsréttar á ákvæði 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga, sem sett hafi verið áður en unnt var að staðreyna faðerni með mannerfðafræðilegum rannsóknum, geti ekki staðist með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hafi á vettvangi slíkra rannsókna. Frá því að erfðalögin hafi verið sett árið 1962 hafi slíkar rannsóknir komið til og á grundvelli þeirra sé unnt að staðreyna faðerni með allt annarri og meiri vissu en hægt hafi verið við setningu laganna. Sú staða sé uppi í þessu máli og beri að líta svo á að K hafi vegna þess verið feðraður og J sé faðir hans. Ákvæði erfðalaga verði að túlka í samræmi við þann ríka löggjafarvilja sem fram hafi komið við setningu laganna um að tryggja erfðarétt afkomenda arfláta. Enn fremur byggja sóknaraðilar á því að dómaframkvæmd og fræðikenningar styðji þá niðurstöðu að unnt sé að gera erfðatilkall á grundvelli erfðalaga án þess að áður hafi verið leyst úr faðerni með formlegum hætti.22. Varnaraðilar hafna því að sóknaraðilar geti átt tilkall til arfs eftir J enda hafi ekki verið fallist á kröfu þeirra um viðurkenningu á að J væri faðir K og vísa þar um til dóms Hæstaréttar í máli nr. 17/2021. Af þeirri niðurstöðu leiði að ekki sé á valdi sóknaraðila að koma á lögerfðatengslum við J. Tilkoma mannerfðafræðilegra rannsókna fái ekki breytt gildandi fyrirmælum laga um feðrun og erfðarétt.23. Núgildandi reglur erfðalaga, sem lögfestar voru 14. mars 1962, voru afrakstur norrænnar samvinnu. Um svipað leyti voru sett erfðalög á öðrum Norðurlöndum sem byggðust á sama grundvelli þótt sérreglur hafi verið settar um tiltekin atriði í einstökum ríkjum. Á þeim rúmlega sextíu árum sem liðin eru hefur hvorki farið fram heildarendurskoðun á íslenskum erfðalögum né grundvallarbreytingar verið gerðar á 1. gr. erfðalaga, en hins vegar hafa verið sett ný lög um erfðarétt í Danmörku og Noregi.24. Svo sem að framan getur hafa þegar verið rekin nokkur dómsmál sem tengjast faðerni K. Með fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 11. apríl 2017 var viðurkennt að M hefði ekki verið faðir K en með dómi Hæstaréttar í máli nr. 17/2021 var því sem fyrr segir hafnað að sóknaraðilar gætu, vegna fyrirmæla 10. gr. barnalaga, átt aðild að máli þar sem höfð var uppi krafa um að J hefði verið faðir K. Í máli þessu hafa sóknaraðilar síðan kosið að láta reyna á það með sjálfstæðum hætti hvort þeir njóti allt að einu erfðaréttar eftir J á grundvelli 1. mgr. 1. gr. erfðalaga. 25. Hér fyrr eru rakin þau fyrirmæli 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga að barn taki arf hafi það verið feðrað með þeim hætti sem segir í löggjöf um óskilgetin börn. Það verður, samkvæmt 1. mgr. 3. gr. barnalaga, gert með þrennum hætti. Á grundvelli faðernisviðurkenningar, samþykkis eða dóms. Þessi lögbundnu skilyrði eru formlegs eðlis og eru þau tæmandi talin í ákvæðinu. Af því leiðir að sönnun um erfðatilkall á grundvelli feðrunar getur ekki lotið að öðru en því að einhverju þessara skilyrða sé fullnægt.26. Hvað varðar tilvísun sóknaraðila til dóma og fræðikenninga leiddra af þeim þess efnis að fallist hafi verið á að unnt sé að skera úr um faðerni í málum sem lúta að kröfu um erfðatilkall, sbr. tilvitnaða dóma Hæstaréttar 22. nóvember 1976 í máli nr. 46/1975 sem birtur er á bls. 955 í dómasafni réttarins það ár, 28. nóvember 1977 í máli nr. 9/1976 sem birtur er á bls. 1201 í dómasafni réttarins það ár og 28. febrúar 1983 í máli nr. 182/1982 sem birtur er á bls. 415 í dómasafni réttarins það ár, er til þess að líta að í öllum þeim málum var erfðatilkalli viðkomandi aðila hafnað vegna þess að lögformleg faðernisviðurkenning lá ekki fyrir. Önnur ályktun verður heldur ekki dregin af dómi Hæstaréttar 8. maí 2009 í máli nr. 160/2009. Dómarnir staðfesta það eitt að málshöfðun við þær kringumstæður var talin heimil þótt ekki lægi fyrir formleg staðfesting faðernis en af þeim verður ekki dregin sú ályktun að heimilt sé að túlka 1. tölulið 1. gr. erfðalaga með öðrum hætti en leiðir af orðunum „ef það er feðrað með þeim hætti, sem segir í löggjöf um óskilgetin börn“, sbr. nú 1. mgr. 3. gr. barnalaga.27. Með hliðsjón af skýrum texta 1. töluliðar 1. gr. erfðalaga, lögskýringargögnum og lögbundnum skilyrðum um feðrun barna samkvæmt 1. mgr. 3. gr. barnalaga leiðir að niðurstaða mannerfðafræðilegra rannsókna nægir ekki ein og sér til viðurkenningar erfðatilkalls þó svo að slíkar niðurstöður geti legið til grundvallar faðernisviðurkenningu eða dómi í faðernismáli. Er jafnframt til þess að líta að miklu máli skiptir að lagagrundvöllur erfðatilkalls sé traustur og fyrir fram afmarkaður. Það er hins vegar verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og efnisskilyrði slíks réttar. Að framangreindu virtu er því ekki tækt, hvað sem líður sönnunargildi og tölfræðilegum líkindum fyrirliggjandi mannerfðafræðilegrar rannsóknar, að leggja hana til grundvallar erfðarétti sóknaraðila.28. Af öllu framangreindu leiðir að hinn kærði úrskurður verður staðfestur. Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti verður ekki dæmdur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=57034511-1fd3-4a33-bd53-186c23015961&verdictid=7a998282-effb-490e-b753-0388187b593a |
Mál nr. 59/2022 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem vísað var frá réttinum máli vegna ágreinings undir rekstri málsins í héraði um hvort aflað yrði matsgerðar dómkvadds matsmanns. Um kæruheimild vísaði sóknaraðili til a-liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Hæstiréttur taldi að skýra yrði kæruheimildina þannig að hún væri bundin við dómsathöfn sem fæli í sér endanlegar lyktir dómsmáls en tæki ekki til ágreinings um málsmeðferð undir rekstri máls. Málinu var því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 2022 sem barst réttinum 12. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 25. nóvember 2022 í máli nr. 676/2022 þar sem málinu var vísað frá Landsrétti. Um kæruheimild er vísað til a-liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 3. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. Til vara er þess krafist að dómkvaddur verði einn hæfur og óvilhallur matsmaður til að leggja sérfræðilegt mat á forsjárhæfni hennar. Þá krefst hún þess að kærumálskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði eins og ekki væri um gjafsóknarmál að ræða.4. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur en til vara að varakröfu sóknaraðila verði vísað frá Hæstarétti. Málsatvik5. Varnaraðili höfðaði mál á hendur sóknaraðila 31. ágúst 2022 til sviptingar forsjár tveggja dætra hennar, sbr. a- og d-lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Í þinghaldi 12. september sama ár lagði sóknaraðili fram matsbeiðni þess efnis að dómkvaddur yrði einn hæfur og óvilhallur matsmaður til að leggja mat á forsjárhæfni hennar með vísan til IX. kafla laga nr. 91/1991, einkum 61. gr. laganna, sbr. og 3. mgr. 42. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá krafðist hún þess að ríkissjóður stæði straum af kostnaði við matið með vísan til 42. gr. barnalaga.6. Með úrskurði héraðsdóms var kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns hafnað. Vísað var til þess að fyrir lægju tvö möt sálfræðinga á forsjárhæfni sóknaraðila. Taldi dómurinn að ekki væru annmarkar á þeim þannig að þörf væri á að endurtaka matið. Því væri sú gagnaöflun tilgangslaus til sönnunar, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 og til þess fallin að tefja málsmeðferð í andstöðu við 53. gr. b barnaverndarlaga.7. Sóknaraðili skaut úrskurði héraðsdóms til Landsréttar með kæru 2. nóvember 2022 og krafðist þess að matsmaður yrði dómkvaddur. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá Landsrétti þar sem kæruheimild væri ekki fyrir hendi.Niðurstaða8. Samkvæmt 3. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga sæta úrskurðir Landsréttar í málum sem rekin eru eftir XI. kafla laganna kæru til Hæstaréttar ef til þess stendur heimild í 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Þar segir í a-lið að dómsathafnir Landsréttar um frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti sæti kæru til Hæstaréttar ef ekki er um að ræða staðfestingu á slíkri dómsathöfn héraðsdóms.9. Með hinum kærða úrskurði var vísað frá Landsrétti máli vegna ágreinings undir rekstri málsins í héraði um hvort aflað yrði matsgerðar dómkvadds manns. Slík dómsathöfn sætir ekki kæru til Hæstaréttar enda verður að skýra kæruheimildina í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 þannig að hún sé bundin við dómsathöfn sem felur í sér endanlegar lyktir dómsmáls, svo sem frávísun á málinu sjálfu frá dómi í heild sinni eða að hluta til, en taki ekki til ágreinings um málsmeðferð undir rekstri máls. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Hæstarétti.0. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Leifs Runólfssonar, 250.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=b1563dd6-db5d-4a74-903a-2f685e6dbacc&verdictid=c56e2672-5b58-4468-9b20-cf4a7cfa1718 |
Mál nr. 34/2022 | Lánssamningur Ábyrgð Lögskýring | Ágreiningur aðila laut að ábyrgð K á námsláni sem stofnað hafði verið til með útgáfu skuldabréfs í september 2005. Við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 26. júní 2020 voru í vanskilum tvær afborganir af skuldabréfinu. Bréfið var gjaldfellt 21. júlí 2020. K byggði á því að ábyrgð hans tæki aðeins til þess hluta lánsins sem hefði verið gjaldfallinn við gildistöku laga nr. 60/2020 með vísan til 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögunum sem kveður á um að ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga falli niður við gildistöku laganna enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Í dómi Hæstaréttar var vísaði til þess að við skýringu 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 yrði fyrst og fremst litið til orðalags þess að gættum lögskýringargögnum. Í ákvæðinu væri sett það skilyrði fyrir niðurfellingu ábyrgðar að lán væri í skilum við gildistöku laganna. Óumdeilt væri að ógreiddar hafi verið tvær afborganir og lánþegi því ekki í skilum með greiðslur námslánsins auk þess sem það hafi verið í verulegum vanskilum samkvæmt skilmálum þess. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í lögskýringargögnum um 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 styddi þá túlkun sem K byggði á. Það fengi ekki haggað þeirri niðurstöðu þótt samhljóða orðalag í 2. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 væri skýrt á annan veg í lögskýringargögnum. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að fallast á kröfur M á hendur K. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2022. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann greiðslu málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Aðilar deila um ábyrgð áfrýjanda á námsláni sem stofnað var til með útgáfu skuldabréfs í september 2005. Ágreiningur þeirra lýtur að skýringu á þeim fyrirmælum 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða við lög um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 að ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga skuli falla niður við gildistöku laganna enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Við gildistöku laganna voru tvær afborganir af fyrrgreindu láni í vanskilum.5. Í héraðsdómi var áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda en Landsréttur tók kröfu stefnda til greina.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 1. júní 2022 með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2022-61 á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um réttarstöðu ábyrgðarmanna samkvæmt lögum nr. 60/2020.Málsatvik7. Lánþeginn A tók tvö námslán, svonefnd R-bréf, í gildistíð þágildandi laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Samkvæmt sérstakri heimild í lögum nr. 140/2004 um breytingu á lögum nr. 21/1992 var bréfunum skipt að ósk lánþega í tvö svonefnd G-bréf 20. september 2005, nr. G-004543 og G-060141. Gekkst áfrýjandi á sama tíma í sjálfskuldarábyrgð fyrir greiðslu þeirra í stað fyrri ábyrgðarmanns. Í báðum bréfunum var ákvæði um að heimilt væri að fella alla skuldina í gjalddaga fyrirvaralaust og án sérstakrar uppsagnar ef vanskil væru veruleg en með verulegum vanskilum væri átt við 15 daga vanskil eða meiri.8. Við gildistöku laga nr. 60/2020 26. júní 2020 beið bréf nr. G-060141 innheimtu og taldist því vera í skilum. Samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða við lögin féll ábyrgð áfrýjanda niður á því láni og var honum tilkynnt um eftirgjöf réttar stefnda af þeim sökum með bréfi 25. september 2020. Á sama tíma voru í vanskilum tvær afborganir af skuldabréfi nr. G-004543 sem var upphaflega að fjárhæð 3.379.868 krónur, annars vegar með gjalddaga 1. september 2019 og hins vegar 1. mars 2020. Hafði áfrýjanda verið send innheimtuviðvörun 16. október 2019 og innheimtubréf vegna fyrrgreindra gjalddaga 14. febrúar 2020 og 13. mars sama ár. Skuldabréfið var gjaldfellt 21. júlí 2020.9. Mál stefnda á hendur áfrýjanda til innheimtu skuldarinnar var þingfest 20. október 2020 og þess krafist að lánþega og áfrýjanda yrði gert að greiða stefnda óskipt gjaldfelldar eftirstöðvar lánsins, samtals 6.887.253 krónur, að viðbættum þeim tveimur afborgunum sem voru í vanskilum við gjaldfellingu þess, annars vegar 84.469 krónur og hins vegar 140.133 krónur, ásamt nánar tilgreindum vöxtum. Samtals nam því krafa stefnda 7.111.855 krónum. Lánþeginn lét málið ekki til sín taka í héraði og var dæmd til greiðslu skuldarinnar.0. Áfrýjandi greiddi stefnda 325.000 krónur 9. desember 2020 og taldi sig með því hafa gert upp fyrrgreindar afborganir vegna gjalddaga 1. september 2019 og 1. mars 2020 ásamt vöxtum. Þessari greiðslu ráðstafaði stefndi hins vegar inn á gjaldfelldar eftirstöðvar lánsins að viðbættum vöxtum og kostnaði.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður áfrýjanda1. Áfrýjandi byggir á því að ábyrgð hans taki aðeins til þess hluta lánsins sem hafi verið gjaldfallinn við gildistöku laga nr. 60/2020. Í lögunum sé vísað til þess á þremur stöðum að ábyrgðir falli niður sé lánþegi „í skilum“. Skýrt sé af athugasemdum við 5. mgr. 11. gr. laganna að með því orðalagi sé átt við þann hluta láns sem er gjaldfallinn og að ábyrgð falli því niður á þeim hluta þess sem ekki er gjaldfallinn. Af athugasemdum í greinargerð við 2. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða við lögin megi skýrt ráða að ábyrgðir sem ekki voru fallnar í gjalddaga féllu niður. Því standist ekki niðurstaða Landsréttar um það skilyrði 1. mgr. ákvæðisins að vera „í skilum“ feli í sér að lánþegi hafi greitt af láninu „í samræmi við skilmála skuldabréfsins“. Með því sé horft fram hjá því að lánþegi geti bæði verið í skilum og vanskilum á sama láni. Þá verði að líta til þess hvernig sama orðalag í öðrum ákvæðum laganna er túlkað og hvernig stefndi sjálfur hafi beitt þeim ákvæðum.2. Áfrýjandi byggir jafnframt á því að framsetning í almennum athugasemdum með frumvarpinu sem og í skýringum með 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 sé ekki óskýr eins og segi í hinum áfrýjaða dómi. Eðlilega beri að túlka sama skilyrði í sömu lögum og í sama lagaákvæði með sama hætti, í samræmi við vilja löggjafans og með innri samræmisskýringu. Þá hafi markmið laganna verið að tryggja að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána og taki það eðli máls samkvæmt bæði til þegar veittra lána sem og nýrra lána. Jafnframt megi líta svo á að í ákvæðinu felist bæði meginregla og undantekning. Meginreglan sé sú að ábyrgðir skuli falla niður með þeirri undantekningu þegar lánþegi sé ekki í skilum en þá falli ekki niður sá hluti ábyrgðarinnar.Helstu málsástæður stefnda3. Stefndi byggir á því að fyrirmæli laga nr. 60/2020 feli í sér skilorðsbundna eftirgjöf réttar samkvæmt ábyrgðarloforði sem gefið var fyrir gildistöku laganna 26. júní 2020. Þessi fyrirmæli lúti að ólíkri aðstöðu en þeirri sem fjallað er um í lagaákvæðum sem mæla fyrir um ábyrgð við andlát ábyrgðarmanns eða greiðsluskyldu lánþega við sömu aðstæður. Ætlun löggjafans hafi verið sú að gefa eftir rétt samkvæmt ábyrgðarloforði til ógjaldfallinna eftirstöðva við andlát ábyrgðarmanns. Sú regla ætti ekki við um áhrif gildistöku laganna á eldri ábyrgðarloforð væri vanskilum til að dreifa. Stefndi vísar einnig til þess að í aðdraganda að setningu laganna hafi verið að finna ráðagerð um að væri láni sem er í vanskilum við gildistöku laganna komið í skil eftir gildistöku þeirra gætu bæði lánþegi og ábyrgðarmaður sótt um niðurfellingu ábyrgðar á ógjaldföllnum eftirstöðvum. Sú tillaga hafi hins vegar ekki ratað inn frumvarpið, en þetta styðji jafnframt þá skýringu ákvæðisins sem stefndi byggi á.4. Stefndi bendir einnig á að ef málatilbúnaður áfrýjanda stæðist leiddi það til þess að 2. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögunum tæki ekki til nokkurs tilviks. Ef krafa til ógjaldfallinna eftirstöðva lána í vanskilum teldist hafa verið gefin eftir við gildistöku laganna yrði sú sama krafa ekki gefin eftir öðru sinni við andlát ábyrgðarmanns. Þá sé ákvæðum 1. og 2. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða skipað saman sökum þess að 2. mgr. sé einvörðungu ætlað að taka til og geti einungis tekið til þeirra ábyrgðarloforða sem ekki teljast gefin eftir við gildistöku laganna vegna skilyrðisins um skil þeirra í 1. mgr.LöggjöfFyrirkomulag laga nr. 60/2020 um ábyrgðir5. Lög nr. 60/2020 leystu af hólmi lög nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Með lögunum var breytt fyrirkomulagi námslána og nafni stofnunarinnar breytt í Menntasjóð námsmanna. Í 1. gr. laga nr. 60/2020 segir að markmið þeirra sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.6. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna skulu námsmenn sem fá námslán undirrita skuldabréf við lántöku teljist þeir tryggir lánþegar samkvæmt úthlutunarreglum. Teljist þeir ekki tryggir lánþegar segir í 3. mgr. að þeir geti lagt fram ábyrgðir sem Menntasjóðurinn telur viðunandi. Ábyrgðir geti meðal annars verið yfirlýsing ábyrgðarmanns um sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu námsláns með sömu skilmálum og lán lánþega er með, allt að tiltekinni fjárhæð. Í 5. mgr. 11. gr. segir að sjóðstjórn ákveði hvaða skilyrðum ábyrgðarmenn skuli fullnægja. Þá geti ábyrgð ábyrgðarmanns fallið niður enda setji námsmaður aðra tryggingu sem stjórn sjóðsins meti fullnægjandi.7. Í 5. mgr. 11. gr. er fjallað um afdrif ábyrgðar ábyrgðarmanns við andlát hans. Þar segir að hún falli þá niður enda sé lánþegi í skilum við Menntasjóðinn. Í greinargerð frumvarpsins sem varð að lögum nr. 60/2020 sagði nánar um 11. gr.:Lög um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, gilda áfram um ábyrgðarmenn námslána. Til viðbótar má finna nýmæli um að ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum falli niður við andlát hans enda sé lánþegi í skilum við Menntasjóðinn. Miðað er við að lánþegi sé í skilum við Menntasjóðinn á því náms¬láni sem ábyrgðarmaðurinn er í ábyrgð fyrir við dánardag ábyrgðarmanns. Sé lánþegi ekki í skilum við andlát ábyrgðarmanns erfist ábyrgð á þeim hluta námsláns sem er gjaldfallinn við andlátið. Námslán lánþega fellur ekki niður við andlát ábyrgðarmanns. Með þessu er útfærð nánar sú framkvæmd að hver lánþegi sé sjálfur ábyrgur fyrir endurgreiðslum á eigin námslánum, að uppfylltum skilyrðum sjóðstjórnar.8. Í VI. kafla laganna er fjallað um lánakjör, endurgreiðslur námslána, vanskil og fyrningarfrest. Þar er meðal annars fjallað um það tilvik þegar lánþegi andast en í 2. mgr. 16. gr. laganna segir að þá falli sjálfkrafa niður endurgreiðslur sem falla í gjalddaga eftir andlát lánþega. Um það segir í greinargerð með frumvarpi til laganna að með ákvæðinu sé áfram gert ráð fyrir að námslán sem eru í skilum falli niður við andlát lánþega en sá hluti námsláns sem er gjaldfallinn við andlát lánþega falli á dánarbú hans.Fyrirmæli um afdrif eldri ábyrgða9. Í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 60/2020 kom fram að ábyrgðir ábyrgðarmanna á námslánum sem tekin voru í tíð eldri laga féllu niður við gildistöku laganna enda væri lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna og ekki á van¬skila¬skrá, sbr. áskilnað þar að lútandi í 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með frumvarpinu. Síðastgreinda skilyrðið var fellt úr frumvarpinu við þinglega meðferð þess. Þá kom þar einnig fram að ábyrgð ábyrgðarmanns félli niður við andlát hans enda væri lánþegi í skilum. Þetta var nánar útfært í ákvæði II til bráðabirgða en 1. og 2. mgr. þess eru svohljóðandi:. Ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga skal falla niður við gildistöku laga þessara, enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sama gildir um ábyrgðir á námslánum sem eru í óskiptum dánarbúum og ábyrgðaryfirlýsingar fjármálafyrirtækja.2. Ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga fellur niður við andlát hans enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna.20. Í greinargerð frumvarpsins um ákvæðið sagði meðal annars um 1. mgr.:Í ákvæðinu er útfærð nánar sú framkvæmd að hver lánþegi sé sjálfur ábyrgur fyrir endur¬greiðslum á eigin námslánum, að uppfylltum skilyrðum sjóðstjórnar. Ábyrgð ábyrgðar¬manns á námslán¬um, teknum í tíð eldri laga, fellur niður við gildistöku frumvarps þessa enda sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna og ekki á vanskilaskrá. Miðað er við að lánþegi sé í skilum við Lánasjóðinn á því námsláni sem ábyrgðarmaðurinn er í ábyrgð fyrir við gildistöku laganna. Hafi ábyrgð fallið á ábyrgðarmann fellur ábyrgð hans ekki niður samkvæmt þessu ákvæði.21. Um 2. mgr. sagði svo í frumvarpinu:Ákvæði 2. mgr. er í samræmi við meginreglu laganna um að hver lánþegi skuli vera ábyrgur á sínum lánum þannig að ef lánþegi er í skilum við sjóðinn á dánardegi ábyrgðarmanns skal ábyrgðin falla niður. Með ákvæðinu er átt við að ábyrgðir ábyrgðarmanna sem ekki eru fallnar í gjalddaga skuli falla niður við andlát ábyrgðarmanns. Þessi regla er í samræmi við reglu sem lengi hefur gilt um lánþegann sjálfan, þ.e. að skuld hans falli niður við andlát en erfist ekki. Þegar svo stendur á þarf lánþegi ekki að fá annan ábyrgðarmann enda er ekki lengur gerð krafa um ábyrgðarmenn námslána nema í undantekningartilfellum.Niðurstaða22. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 skal ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga falla niður við gildistöku laganna enda sé lánþegi „í skilum“ við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Áfrýjandi byggir sem fyrr segir á að í þessu felist að við gildistöku laganna hafi ábyrgð hans fallið niður á þeim afborgunum skuldabréfs nr. G-004543 sem ekki voru komnar í gjalddaga. Þá hafi hann með greiðslu á 325.000 krónum gert upp þau vanskil sem fyrir hendi voru við gildistöku laganna. Þar með hafi ábyrgð hans fallið niður á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis. Stefndi telur þvert á móti að ábyrgð áfrýjanda hafi ekki að neinu leyti fallið niður vegna vanskila lánþega við gildistöku laganna.23. Við skýringu 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 verður fyrst og fremst litið til orðalags þess að gættum lögskýringargögnum. 24. Í ákvæðinu er sett það skilyrði fyrir niðurfellingu ábyrgðar að lán sé í skilum við gildistöku laganna. Óumdeilt er að þá voru ógreiddar tvær afborganir samkvæmt láni því sem ábyrgð áfrýjanda tók til og lánþegi var því ekki í skilum með greiðslur námslánsins auk þess sem það var í verulegum vanskilum samkvæmt skilmálum þess.25. Í greinargerð með ákvæði II til bráðabirgða segir að með því sé útfærð sú framkvæmd nýju laganna að hver lánþegi er sjálfur ábyrgur fyrir endur¬greiðslu eigin námslána að uppfylltum skilyrðum sjóðstjórnar. Væri þar miðað við að lánþegi væri í skilum á því námsláni sem ábyrgðarmaður væri í ábyrgð fyrir við gildistöku laganna. Hefði ábyrgð þá fallið á ábyrgðarmann félli hún hins vegar ekki niður. Í því samhengi er áréttað að með lögunum var ekki fallið með öllu frá því að leita eftir ábyrgðum ábyrgðarmanna, sbr. 3. mgr. 11. gr. laganna, sem á við um þau tilvik þegar lánþegar teljast ekki tryggir. Það var því ekki markmið við setningu laganna að fella niður ábyrgðir námslána með öllu. Af framangreindu verður ráðið að ekkert í lögskýringargögnum um 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða styður þá túlkun sem áfrýjandi byggir á. Auk þess verður ákvæðið, sem telst ívilnandi í garð ábyrgðarmanna, ekki skýrt með rýmkandi hætti andspænis skýru orðalagi þess og er þá jafnframt höfð hliðsjón af meginreglum kröfuréttar um ábyrgðir, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 5. nóvember 2015 í máli nr. 229/2015. 26. Í lögum nr. 21/1992 var að finna þá reglu í 4. mgr. 9. gr. að við andlát lánþega féllu sjálfkrafa niður endurgreiðslur lána sem féllu í gjalddaga eftir andlát hans, sbr. nú sömu reglu í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 60/2020. Við setningu laganna virðist sem ætlun löggjafans hafi verið að setja samsvarandi reglu sem gilda ætti við andlát ábyrgðarmanns, sbr. 5. mgr. 11. gr. og 2. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða vegna ábyrgða námslána sem tekin voru í tíð eldri laga. Í síðarnefndu ákvæðunum tveimur er þó notast við sama orðalag og í 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða um að lánþegi sé „í skilum“. Það fær hins vegar með engu haggað framangreindri niðurstöðu um skýringu 1. mgr. ákvæðisins þótt samhljóða orðalag í 2. mgr. sé skýrt á annan veg í lögskýringargögnum og framkvæmd stefnda hafi verið í samræmi við þá skýringu.27. Að öllu framangreindu virtu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.28. Rétt þykir með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 að aðilar beri hvor sinn kostnað af meðferð málsins fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=e8c5b9a1-759b-4199-9723-8a6e25174957&verdictid=53f5f236-37d1-4b82-b9d1-9207686f7173 |
Mál nr. 53/2021 | Tryggingarbréf Veðréttur Ábyrgð Tilkynning Stjórnarskrá Sératkvæði | L hf., sem hafði tekið við réttindum LÍ hf., höfðaði mál gegn A og krafðist þess að honum yrði gert að þola að fjárnám vegna skuldar Þ ehf. á grundvelli skuldabréfs frá 6. desember 2007 inn í veðrétt samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 21. mars 2007 áhvílandi á fasteign A. Þ ehf. hafði gefið tryggingabréfið út til LÍ hf. til tryggingar öllum skuldum sínum við bankann en þáverandi fyrirsvarsmaður Þ ehf. er tengdafaðir A. Skuldabréfið fór í vanskil frá og með 1. desember 2008. Bú Þ ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á árinu 2010 og lauk skiptum á árinu 2013 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Hæstiréttur féllst ekki á málsástæður A um að krafan hafi fallið niður í kjölfar gjaldþrotaskipta á búi Þ ehf., hefði þegar verið greidd, væri fallin niður fyrir fyrningu eða tómlæti eða víkja bæri ábyrgð samkvæmt tryggingarbréfinu til hliðar í heild eða að hluta á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Um varnir stefnda byggðar á 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn tók Hæstiréttur fram að fyrir lægi að L hf. hefði sent tvær tilkynningar um stöðu skuldar samkvæmt skuldabréfinu á veðandlagið þar sem A var áður til heimilis en lögheimili hans var þá skráð á Nýja-Sjálandi. Með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 7. gr. gætu eignarréttindi L hf. sem stofnast hefði til í formi veðtryggingarinnar ekki fallið niður á grunni þess lagaboðs nema A leiddi í ljós að L hf. hafi við beitingu réttinda sinna valdið honum öðrum og meiri skaða en tekið hefði verið tillit til í uppgjöri gagnvart honum. Hæstiréttur taldi að A hefði ekki sýnt fram á það þannig að telja skyldi að vanræksla L hf. væri svo veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. að ábyrgð A skyldi að öllu leyti falla niður. Á hinn bóginn taldi Hæstiréttur að vanræksla L hf. hefði leitt til þess að ætla yrði að A hefði orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Var A gert að þola fjárnám vegna fjárhæðar sem nam höfuðstól kröfunnar miðað við 1. desember 2008 en dráttarvextir yrðu þó aðeins reiknaðir frá uppsögu dóms Hæstaréttar til að tryggja skaðleysi hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. nóvember 2021. Hann krefst þess að stefnda verði með dómi gert að þola að fjárnám verði gert vegna skuldar Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda, að fjárhæð 22.070.088 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. febrúar 2017 til greiðsludags, inn í veðrétt samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 21. mars 2007, upphaflega að fjárhæð 14.000.000 króna með grunnvísitölu 268 stig sem breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs, áhvílandi á íbúð stefnda að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda á öllum dómstigum.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort áfrýjandi getur samkvæmt skuldabréfi sem Þróunarfélagið Land ehf. gaf út til Landsbanka Íslands hf. 6. desember 2007 leitað fullnustu í fasteign stefnda á grundvelli tryggingarbréfs sem félagið gaf út til bankans 21. mars 2007 og þinglýst var á fasteign stefnda með hans samþykki. Deilt er um hvort krafa samkvæmt skuldabréfinu hafi fallið niður í kjölfar gjaldþrotaskipta á búi Þróunarfélagsins Lands ehf., hvort hún hafi þegar verið greidd eða sé fyrnd. Einnig er um það deilt hvort víkja beri ábyrgð stefnda samkvæmt tryggingarbréfinu til hliðar í heild eða að hluta á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Loks er ágreiningur um hvort áfrýjandi hafi sýnt af sér verulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn þannig að ábyrgð stefnda sem veðþola hafi fallið niður. 5. Áfrýjunarleyfi var veitt 25. nóvember 2021 með vísan til þess að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi meðal annars um túlkun 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009.Málsatvik6. Samkvæmt gögnum málsins átti Þróunarfélagið Land ehf. um árabil í umtalsverðum viðskiptum við Landsbanka Íslands hf., síðar áfrýjanda. Fyrirsvarsmaður félagsins var Kristjón Benediktsson en hann er tengdafaðir stefnda. Hinn 9. júní 2006 keypti félagið eignarhluta í Kringlunni 4 til 12 í Reykjavík og 29. sama mánaðar veðsetti það bankanum á fyrsta veðrétti eignarhlutinn til tryggingar skuld allt að 12.000.000 króna sem bundin var vísitölu neysluverðs miðað við tiltekna grunnvísitölu. 7. Hinn 21. mars 2007 gaf Þróunarfélagið Land ehf. út tryggingarbréf með allsherjarveði til tryggingar greiðslu skulda við bankann allt að fjárhæð 14.000.000 króna og skyldi hún bundin vísitölu neysluverðs miðað við tiltekna grunnvísitölu. Í bréfinu sagði að það væri til „tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum mínum/okkar við Landsbanka Íslands hf. […], nú eða síðar, hvort sem þær eru samkvæmt víxlum, lánssamningum, skuldabréfum, yfirdrætti á tékkareikningi, hvers konar ábyrgðum og ábyrgðarskuldbindingum (þar með töldum ábyrgðum, er bankinn hefir tekist eða kann að takast á hendur mín/okkar vegna) eða í hvaða öðru formi sem er, á hvaða tíma sem er og í hvaða gjaldmiðli sem er, allt að fjárhæð kr. 14.000.000 auk dráttarvaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar af fjárnámsgerð og frekari fullnustugerðum, annars kostnaðar sem af vanskilum kann að leiða, og aukagreiðslna svo sem útlagðra tryggingariðgjalda vegna hins veðsetta.“ 8. Með tryggingarbréfinu var bankanum sett að veði íbúð stefnda að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði. Undir bréfið ritaði stefndi sem þinglýstur eigandi hinnar veðsettu eignar og eiginkona hans sem maki þinglýsts eiganda. Í 4. tölulið skilmála tryggingarbréfsins var jafnframt kveðið á um að yrðu vanskil á skuld sem bréfinu væri ætlað að tryggja eða bú útgefanda yrði tekið til gjaldþrotaskipta væri bankanum „sem kröfuhafa og veðhafa heimilt að gjaldfella og eindaga allar slíkar skuldir þá þegar, fyrirvaralaust og án uppsagnar“. Þá var tekið fram í 10. tölulið skilmálanna að með undirritun sinni á bréfið staðfesti veðsali, sem ekki væri útgefandi, að hafa kynnt sér efni upplýsingabæklings Landsbanka Íslands hf. um persónuábyrgðir og veðtryggingar þriðja aðila, en Landsbankinn væri aðili að samkomulagi fjármálafyrirtækja, stjórnvalda og Neytendasamtakanna um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Samkvæmt gögnum málsins bjuggu stefndi og eiginkona hans í íbúðinni á Selvogsgötu 8 til ársins 2009 er þau fluttust til Nýja-Sjálands. Þar er jafnframt að finna vottorð Þjóðskrár Íslands um búsetu stefnda frá 1. janúar 2008 til 10. janúar 2020. Í því segir að hann hafi búið á Íslandi frá 1. janúar 2008 til 23. júní 2009 en frá þeim degi á Nýja-Sjálandi.9. Þróunarfélagið Land ehf. gaf út skuldabréf 6. desember 2007 til Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð 20.000.000 króna sem greiðast skyldu á 20 árum með afborgunum fyrsta hvers mánaðar og skyldi fyrsti greiðsludagur vera í febrúar 2008. Í fyrirsögn bréfsins kom fram að það væri án tryggingar. Það var bundið vísitölu neysluverðs og af láninu skyldu greiðast breytilegir ársvextir eins og þeir væru ákveðnir af bankanum. Í bréfinu sagði að bankanum væri heimilt að gjaldfella skuldina fyrirvaralaust og án uppsagnar yrði dráttur á greiðslu afborgana, vaxta og/eða vísitöluálags af skuldabréfinu. Greiddir voru tíu fyrstu gjalddagar skuldabréfsins en vanskil urðu frá og með 1. desember 2008 og var ekki frekar greitt af því.0. Þróunarfélagið Land ehf. seldi Fasteignafélaginu Stoðum ehf. eignarhluta sinn í Kringlunni 4 til 12 hinn 17. september 2007. Landsbanki Íslands hf. mun hafa fengið greitt söluandvirði eignarhlutans. 1. Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildar samkvæmt 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf., leysa stjórn félagsins frá störfum og setja yfir það skilanefnd. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. sama mánaðar var ýmsum réttindum og skyldum þess banka ráðstafað til stefnda og óumdeilt er að meðal þeirra hafi verið framangreindar kröfur á hendur Þróunarfélaginu Landi ehf.2. Bú Þróunarfélagsins Lands ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 8. september 2010. Áfrýjandi lýsti nokkrum kröfum í þrotabúið 22. september sama ár samtals að fjárhæð 78.090.842 krónur þar með talinni kröfu vegna umrædds skuldabréfs frá 6. desember 2007. Uppgreiðsluverðmæti hennar miðað við úrskurðardag var 31.499.447 krónur. Áfrýjandi mun hafa útbúið tilkynningu til stefnda um gjaldþrotaskiptin 14. september 2010 þar sem tilgreint var að hann væri búsettur á Nýja-Sjálandi án þess að fram kæmi heimilisfang. Skjalið var ekki sent stefnda. Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum á því 21. janúar 2013 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu 119.850.079 krónum. 3. Áfrýjandi leysti Kringluna 4 til 12 úr veðböndum 20. janúar 2011 og var framangreindu tryggingarbréfi frá 29. júní 2006 aflýst. Fasteignin Blikanes 22 var seld áfrýjanda nauðungarsölu 24. nóvember 2011 fyrir 18.000.000 króna en áfrýjandi hafði lýst kröfu í söluandvirði fasteignarinnar að fjárhæð 84.422.760 krónur vegna tryggingarbréfs að fjárhæð 45.000.000 króna sem tryggt var með veði í fasteigninni. Áfrýjandi seldi fasteignina frjálsri sölu 18. maí 2012 fyrir 42.000.000 króna. Jörðin Efri-Þverá var einnig seld áfrýjanda nauðungarsölu 7. ágúst 2012 fyrir 50.000.000 króna en hún hafði verið sett að veði til tryggingar skuld Kristjóns Benediktssonar og Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda samkvæmt viðauka við tryggingarbréf 7. nóvember 2007. Jörðina seldi áfrýjandi frjálsri sölu 27. febrúar 2014 og var söluverð hennar 42.500.000 krónur. Báðar þessar eignir höfðu verið í eigu Kristjóns Benediktssonar.4. Stefndi og áfrýjandi voru í tölvupóstsamskiptum í nóvember 2010 og desember 2012 vegna beiðni stefnda um endurnýjun á greiðslukortum hans hjá bankanum. Í þeim samskiptum gaf stefndi upp heimilisföng sín á Nýja-Sjálandi og sendi áfrýjandi honum kortin þangað. Þá sendi áfrýjandi 1. janúar 2011 tilkynningu á fasteign stefnda að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði um ábyrgð hans á skuld Þróunarfélagsins Lands ehf. við bankann að fjárhæð 19.093.284 krónur. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða yfirlit tekið saman á grundvelli laga nr. 32/2009 og var óskað eftir athugasemdum stefnda við yfirlitið. Áfrýjandi sendi sams konar tilkynningu á sama heimilisfang ári síðar með uppreiknaðri ábyrgðarfjárhæð 20.091.045 krónur. Jafnframt mun áfrýjandi hafa útbúið árlega 2013 til 2019 yfirlit af þessu tagi. Þau voru ekki send út en tilgreint var í þeim að stefndi byggi á Nýja-Sjálandi. 5. Áfrýjandi sendi stefnda innheimtubréf 18. janúar 2017 á heimili hans á Nýja-Sjálandi þar sem vísað var til fyrrgreinds skuldabréfs 6. desember 2007 og tilgreint að vanskil með vöxtum og kostnaði næmu alls 65.571.264 krónum en til tryggingar skuldinni stæði fasteign stefnda samkvæmt framangreindu tryggingarbréfi. Stefndi mun ekki hafa svarað þessu bréfi. 6. Áfrýjandi höfðaði mál á hendur stefnda 12. september 2017 á grundvelli tryggingarbréfsins 21. mars 2007 og skuldabréfsins 6. desember 2007. Hann felldi málið niður 14. desember 2017 þar sem í dómkröfu hafði ekki verið með skýrum hætti tilgreint fyrir hvaða fjárkröfu hann krefðist að sér yrði heimilað að gera fjárnám í fasteign stefnda samkvæmt tryggingarbréfinu. Mál þetta var síðan höfðað 9. febrúar 2019. Dómur gekk í héraði 26. maí 2020 þar sem fallist var á dómkröfu áfrýjanda. Með dómi Landsréttar var stefndi á hinn bóginn sýknaður á þeim grunni að vanræksla áfrýjanda við að gæta tilkynningarskyldu samkvæmt 7. gr. laga nr. 32/2009 hefði verið svo veruleg að ábyrgð skyldi falla niður, með vísan til annars málsliðar 2. mgr. greinarinnar.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda7. Áfrýjandi byggir á því að kröfur sínar á hendur Þróunarfélaginu Landi ehf. hafi notið veðréttar í fasteign stefnda að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði á grundvelli tryggingarbréfsins 21. mars 2007, sem verið hafi til tryggingar öllum fjárskuldbindingum félagsins við Landsbanka Íslands hf. Skuld Þróunarfélagsins Lands ehf. samkvæmt skuldabréfinu sem mál þetta varðar hafi ekki liðið undir lok þegar skiptum á búi félagsins lauk 21. janúar 2013 og sé skuldin ógreidd. Um sé að ræða peningalán sem fyrnist á tíu árum, sbr. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. nú 2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Fyrstu vanskil af láninu hafi orðið í desember 2008 og hafi fyrningu kröfunnar verið slitið við kröfulýsingu stefnda í þrotabú Þróunarfélagsins Lands ehf. 22. september 2010. Þá sé veðrétturinn að baki kröfunni ekki háður fyrningu, sbr. 27. gr. laga nr. 150/2007.8. Áfrýjandi byggir á því að hann hafi að öllu leyti sinnt góðum viðskiptaháttum í samskiptum sínum við stefnda. Þá hafi hann ekki vanrækt skyldur sínar í skilningi 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Verði engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að einhverju hafi verið ábótavant í tilkynningum hans til stefnda sé ekki um verulega vanrækslu að ræða í skilningi 2. mgr. sömu greinar þannig að ábyrgðin skuli falla niður. Líta verði til þess að krafa sú sem um ræðir sé reist á tryggingarbréfi og með því hafi stofnast veðréttur í eign stefnda sem feli í sér eignarréttindi varin af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þau réttindi geti ekki á grundvelli lagaboðs 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 fallið niður að hluta til eða að öllu leyti nema stefndi leiði í ljós að áfrýjandi hafi við beitingu réttinda sinna valdið öðrum eða meiri skaða en tekið hafi verið tillit til í uppgjöri gagnvart stefnda. Þá hafi stefndi enga tilraun gert til að sýna fram á að hann hefði brugðist öðruvísi við ef hann hefði fengið þær tilkynningar sem ekki komust til skila. Enn fremur hafi honum verið fullkunnugt um veðtrygginguna sem og um gjaldþrotaskipti Þróunarfélagsins Lands ehf. enda tengdafaðir hans fyrirsvarsmaður félagsins. Áfrýjandi telur ljóst að engin þau atvik séu fyrir hendi sem réttlætt geti beitingu 36. gr. laga nr. 7/1936 til að fella niður eða breyta kröfu áfrýjanda. Þá hafi hann ekki sýnt af sér einhvers konar tómlæti sem líta megi til við úrlausn málsins. Helstu málsástæður stefnda9. Sýknukröfu sína reisir stefndi einkum á því að skuld sú sem leitað er fullnustu fyrir í fasteign hans samkvæmt skuldabréfinu 6. desember 2007 hafi liðið undir lok þegar gjaldþrotaskiptum á búi Þróunarfélagsins Lands ehf. lauk árið 2013. Þá vísar hann til þess að krafa áfrýjanda samkvæmt skuldabréfinu sé fyrnd þar sem henni hafi ekki verið haldið við gagnvart félaginu eftir lok skipta á grundvelli 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ábyrgð hans hafi fyrnst fjórum árum eftir að krafan var gjaldkræf, sbr. 4. tölulið 3. gr. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 en hún hafi orðið gjaldkræf við vanskil skuldabréfsins. Auk þess byggir stefndi á því að krafa samkvæmt skuldabréfinu hafi þegar verið greidd. Vísar hann til þess að áfrýjandi hafi fengið fullnustu krafna sinna á hendur Þróunarfélaginu Landi ehf. með því að fá söluandvirði Kringlunnar 4 til 12 á árinu 2007 og með nauðungarsölu fasteignanna Blikaness 22 í Garðabæ og Efri-Þverár í Rangárþingi eystra. Það sé áfrýjanda að sanna að hann hafi ekki fengið fullnustu allra krafna sinna á hendur Þróunarfélaginu Landi ehf. með þessum hætti en það hafi hann ekki gert, sbr. 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu.20. Til viðbótar þessu telur stefndi að ábyrgð sín á skuldum Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda með veðsetningu fasteignarinnar að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði sé fallin niður á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 þar sem áfrýjandi hafi í engu gætt fyrirmæla 1. mgr. 7. gr. laganna. Á áfrýjanda hafi hvílt skylda samkvæmt c-lið 1. mgr. 7. gr. laganna að tilkynna stefnda um gjaldþrot félagsins. Einnig hafi honum borið að senda stefnda tilkynningu eftir hver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stefnda stæði fyrir og yfirlit um ábyrgð, sbr. d-lið greinarinnar. Engar slíkar tilkynningar hafi verið sendar þótt áfrýjandi hefði haft upplýsingar um hvar stefndi bjó og hvert netfang hans var, enda átti stefndi meðal annars í samskiptum við áfrýjanda á árunum 2010 og 2012 vegna endurnýjunar greiðslukorts. Jafnframt verði að líta til þess að samskipti áfrýjanda við stefnda hafi ekki verið í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á fjármálamarkaði, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002.21. Enn fremur byggir stefndi á því að sanngirnissjónarmið eigi að leiða til þess að víkja beri veðsetningunni til hliðar í heild sinni eða að hluta, sbr. einkum 36. gr. laga nr. 7/1936. Ljóst sé að áfrýjandi hafi á engan hátt hagað sér í samræmi við góða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Stefnda hafi verið með öllu ókunnugt um skuldabréfið frá 6. desember 2007. Þá hafi áfrýjandi og sérfræðingar hans samið ákvæði skuldabréfsins og samkvæmt ótvíræðu orðalagi þess sé það án tryggingar. Jafnframt hafi lánveitingin með skuldabréfinu ekki verið sérstaklega kynnt fyrir stefnda en hann hafi talið tryggingarbréfið vera til tryggingar efnda á lánum vegna kaupa á Kringlunni 4 til 12. Bankinn hafi vitað þegar skuldabréfið var gefið út 6. desember 2007 að lán til kaupa á Kringlunni 4 til 12 voru uppgerð og því hafi hvílt á bankanum skylda til að aflýsa tryggingum vegna þeirra bæði af þeirri fasteign og Selvogsgötu 8. Það hafi hann hins vegar ekki gert en aflétt 20. janúar 2011 veði af Kringlunni 4 til 12. Þá hafi áfrýjanda borið að aflétta jafnframt veði af Selvogsgötu 8. Loks byggir stefndi á því að tómlæti við innheimtu kröfunnar skuli leiða til sýknu. Löggjöf um ábyrgðarmenn22. Þegar stefndi veitti allsherjarveð í eign sinni fyrir skuldum Þróunarfélagsins Lands ehf. í mars 2007 giltu um málefnið óskráðar reglur fjármunaréttar. Eftir að veðið hafði verið veitt tóku gildi 4. apríl 2009 lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Í 1. gr. þeirra kemur fram það markmið laganna að setja reglur um ábyrgðir einstaklinga, draga úr vægi ábyrgða og stuðla að því að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. gilda þau um lánveitingar stofnana og fyrirtækja þar sem maður gengst í ábyrgð til tryggingar efndum lántaka. Þá segir í 2. mgr. 2. gr. að með ábyrgðarmanni sé átt við einstakling sem gengst persónulega í ábyrgð eða veðsetur tilgreinda eign sína til tryggingar efndum lántaka enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar eða ábyrgðarmanns eða í þágu fjárhagslegs ávinnings hans. Með II. kafla laganna voru settar reglur um stofnun, efni og form ábyrgðarsamninga. Í 7. gr. laganna er jafnframt að finna reglur um tilkynningar lánveitanda til ábyrgðarmanns eftir að ábyrgð hefur verið veitt og er greinin svohljóðandi: Lánveitandi skal senda ábyrgðarmanni tilkynningu skriflega svo fljótt sem kostur er:a. um vanefndir lántaka,b. ef veð eða aðrar tryggingar eru ekki lengur tiltækar,c. um andlát lántaka eða að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta,d. eftir hver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stendur fyrir og yfirliti yfir ábyrgðir.Ábyrgðarmaður skal vera skaðlaus af vanrækslu lánveitanda á tilkynningarskyldu skv. 1. mgr. og ef vanræksla er veruleg skal ábyrgð falla niður.Ábyrgðarmaður verður ekki krafinn um greiðslur á dráttarvöxtum eða öðrum innheimtukostnaði lántaka sem fellur til eftir gjalddaga nema liðnar séu tvær vikur frá því að ábyrgðarmanni var sannanlega gefinn kostur á að greiða gjaldfallna afborgun.Lánveitandi getur ekki þannig að gildi hafi gagnvart ábyrgðarmanni gjaldfellt lán í heild sinni nema ábyrgðarmanni hafi áður verið gefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir lánsins.23. Í 12. gr. laga nr. 32/2009 er mælt fyrir um að lögin taki til ábyrgða sem stofnað hefur verið til fyrir gildistöku þeirra, að frátöldum reglum 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 8. gr. 24. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 32/2009 sagði svo um 7. gr.: Í greininni er fjallað um tilkynningarskyldu lánveitanda og afleiðingar þess að henni er ekki sinnt. Er kveðið á um að lánveitanda beri skylda til að tilkynna ábyrgðarmanni svo fljótt sem unnt er við nánar greindar aðstæður, eins og vanskil lántaka, brottfall trygginga, andlát lántaka og gjaldþrotaskipti á búi hans. Meginsjónarmiðið er að lánveitandi tilkynni ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem áhrif geta haft á forsendur ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag.Lánveitanda ber einnig að tilkynna ábyrgðarmanni um hver áramót um stöðu láns sem hann er í ábyrgðum fyrir, þ.m.t. um vanskil og hversu mikil þau séu. Eins og fram kemur telja flutningsmenn nauðsynlegt vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur hér á landi að ábyrgðarmenn fái a.m.k. einu sinni á ári yfirlit yfir ábyrgðir sem þeir hafa gengist í.Forsenda þess að lánveitandi geti innheimt dráttarvexti og annan vanskilakostnað er að hann hafi tilkynnt ábyrgðarmanni með hæfilegum fyrirvara um vanefndir lántaka. Hugsunin er sú að ábyrgðarmaður eigi þess ávallt kost að grípa inn í og greiða gjaldfallna afborgun eins og hún stendur á gjalddaga. Sams konar hugsun kemur fram í lokamálsgrein greinarinnar en þar er mælt fyrir um réttarstöðu ábyrgðarmanns við gjaldfellingu láns. Lánveitandi ber sönnunarbyrðina um að tilkynningarskyldu hafi verið gætt enda stendur honum það nær en ábyrgðarmanni.25. Ákvæði 7. gr. frumvarpsins tóku ýmsum breytingum í meðförum Alþingis. Meðal þeirra var að framangreindri 2. mgr. 7. gr. var bætt við frumvarpið. Ekki var að finna sérstakar athugasemdir í lögskýringargögnum af því tilefni að öðru leyti en því að í framsöguræðu um álit viðskiptanefndar kom fram að tilgangur ákvæðisins væri að halda ábyrgðarmönnum skaðlausum ef lánveitandi vanrækti fyrrgreinda tilkynningarskyldu.26. Jafnframt var sú viðbót gerð við gildistökuákvæði í 12. gr. laganna að í stað þess að kveðið væri á um að lögin öðluðust þegar gildi voru sett inn framangreind sérákvæði um lagaskil. Niðurstaða27. Eins og rakið hefur verið byggir stefndi á því að krafa áfrýjanda sé greidd þar sem áfrýjandi hafi fengið fullnustu krafna sinna á hendur Þróunarfélaginu Landi ehf., annars vegar með söluandvirði Kringlunnar 4 til 12 árið 2007 og hins vegar með nauðungarsölu fasteignanna Blikaness 22 í Garðabæ og Efri-Þverár í Rangárþingi eystra en tvær síðarnefndu eignirnar voru í eigu Kristjóns Benediktssonar. Áfrýjandi var hæstbjóðandi við nauðungarsölur 24. nóvember 2011 á fasteigninni Blikanesi 22 og 7. ágúst 2012 á jörðinni Efri-Þverá og fékk í kjölfarið útgefið afsal sér til handa vegna beggja eignanna. Í báðum tilvikum var um að ræða fullnustu á kröfum áfrýjanda á hendur eiganda eignanna vegna annarra skulda en um ræðir í máli þessu. Af gögnum málsins verður einnig ráðið að skuldir Þróunarfélagsins Lands ehf. hafi verið langt umfram markaðsverðmæti fyrrgreindra eigna. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þessar varnir stefnda.28. Gjaldþrotaskiptum á búi Þróunarfélagsins Lands ehf. lauk 21. janúar 2013 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Þótt tilvist félagsins hafi lokið við skiptin og því útséð um greiðslur frá því fellur skuldbinding á hendur þeim sem veitt hefur veð til tryggingar fullnustu kröfu samkvæmt tryggingarbréfi ekki jafnframt niður, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 15. desember 2016 í máli nr. 306/2016. 29. Í samræmi við reglur kröfuréttar stofnaðist krafa áfrýjanda samkvæmt skuldabréfinu 6. desember 2007 við útgáfu þess. Lög nr. 150/2007 öðluðust gildi 1. janúar 2008 og gilda þau einvörðungu um þær kröfur sem stofnuðust eftir gildistöku þeirra, sbr. 28. gr. laganna. Sérregla 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, um tveggja ára fyrningarfrest í kjölfar gjaldþrotaskipta getur aðeins tekið til skulda einstaklinga, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 306/2016 og jafnframt dóm réttarins 9. febrúar 2017 í máli nr. 381/2016. Samkvæmt framansögðu fer um fyrningu kröfu áfrýjanda eftir lögum nr. 14/1905. Í 1. tölulið 4. gr. þeirra kom fram að kröfur samkvæmt skuldabréfi skyldu fyrnast á tíu árum og samkvæmt 1. mgr. 5. gr. þeirra var meginreglan að fyrningarfrestur teldist frá þeim degi er krafa varð gjaldkræf. Af lögum leiðir að skuldabréfið féll í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti á þrotabúi Þróunarfélagsins Lands ehf. 8. september 2010 og var fyrningu kröfunnar slitið með því að lýsa henni við skipti þrotabúsins, sbr. 13. gr. laga nr. 14/1905. Höfuðstóll kröfunnar var því ófyrndur er áfrýjandi höfðaði mál þetta 9. febrúar 2019. 30. Tryggingarbréfið 21. mars 2007 veitti með skýrum hætti allsherjarveð í fasteign stefnda til tryggingar öllum skuldum Þróunarfélagsins Lands ehf. við Landsbanka Íslands hf. Ekkert er fram komið annað en að við gerð þess hafi verið farið að þágildandi reglum, þar á meðal um kynningu gagnvart stefnda á þýðingu veðsetningarinnar. Tryggingarbréfið var samkvæmt efni sínu skýrt um að það tæki til núverandi sem og síðari skulda sem Þróunarfélagið Land ehf. kynni að stofna til við Landsbanka Íslands hf. Verður heldur ekki annað ráðið en að áfrýjandi hafi með réttum hætti leitast við að tryggja innheimtu kröfu þeirrar sem liggur að baki tryggingarbréfinu hjá Þróunarfélaginu Landi ehf. Þá er ekkert í efni bréfsins sem gefur til kynna að því hafi einvörðungu verið ætlað að standa til tryggingar réttum efndum lána vegna kaupa á Kringlunni 4 til 12 og því hafi borið að aflétta veðinu á sama tíma og tryggingarbréfi með veði í þeirri eign var aflétt. Er jafnframt ekki fallist á að 2. mgr. 10. gr. laga nr. 32/2009 leiði til þess að stefndi sé ekki lengur bundinn af efni tryggingarbréfsins. Samkvæmt þessu verður jafnframt ekki fallist á með stefnda að víkja skuli til hliðar í heild eða að hluta ákvæðum bréfsins um ábyrgð hans á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Loks er ekki fallist á að áfrýjandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að það leiði til þess að krafa hans sé fallin niður. 31. Hugtakið ábyrgðarmaður í skilningi laga nr. 32/2009 nær til einstaklings sem veðsett hefur tiltekna eign sína til tryggingar efndum lántaka, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eins og á við um stefnda í máli þessu. Af 1. mgr. 7. gr. þeirra leiðir að lánveitanda ber að senda slíkum veðþola skriflega tilkynningu, svo fljótt sem kostur er, meðal annars um vanefndir lántaka, ef bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og eftir hver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem fellur undir veðið. Þessar skyldur sem hvíla á lánveitanda eftir lögunum taka til skuldbindinga sem stofnað var til fyrir gildistöku þeirra, sbr. 12. gr. laganna, sem var eins og áður segir 4. apríl 2009 og hvíldu þær því á áfrýjanda gagnvart stefnda.32. Fyrir liggur í málinu að áfrýjandi sendi tvær tilkynningar með yfirliti um stöðu skuldar samkvæmt umræddu skuldabréfi á fyrra heimili hans á Selvogsgötu 8, annars vegar í byrjun árs 2011 og hins vegar ári síðar. Að öðru leyti uppfyllti áfrýjandi ekki skyldu sína eftir 7. gr. laga nr. 32/2009. 33. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 32/2009 sagði um 7. gr. að samkvæmt henni bæri lánveitanda skylda til að tilkynna ábyrgðarmanni skriflega eins fljótt og unnt væri um nánar greindar aðstæður, svo sem um vanskil lántaka, brottfall trygginga, andlát lántaka og gjaldþrotaskipti á búi hans. Meginsjónarmiðið væri að lánveitandi tilkynnti ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem gætu haft áhrif á forsendur ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag. Svo sem lýst var að framan um 2. mgr. 7. gr. laganna er ekki að finna í lögskýringargögnum umfjöllun um sérstaka afstöðu löggjafans til þeirra breytinga sem þar voru gerðar um að ábyrgð gæti að fullu fallið niður aðrar en að tilgangur ákvæðisins væri að halda ábyrgðarmönnum skaðlausum ef ábyrgðaraðili vanrækti tilkynningarskyldu. 34. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið fjallað um afleiðingar þess að lánveitandi vanræki tilkynningarskyldu samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Í dómi Hæstaréttar 5. nóvember 2015 í máli nr. 229/2015 var fallist á að tilkynningarskylda samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 hefði verið vanrækt. Hins vegar var ekki talið að um verulega vanrækslu á tilkynningarskyldu hefði verið að ræða. Þar sagði að með sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns hefði verið stofnað til tryggingarréttinda í formi persónulegrar skuldbindingar hans og væri um að ræða eignarréttindi varin af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Áfrýjendur voru erfingjar ábyrgðarmanns og kom fram í dóminum að þeim hefði mátt vera kunnugt um tilvist sjálfskuldarábyrgðarinnar. Var vanrækslan ekki talin veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna og þar litið til þess að eignarréttindi lánveitandans gætu ekki fallið niður eftir ákvæðinu nema sýnt væri fram á að lánveitandi hefði við beitingu réttinda sinna valdið ábyrgðarmanni öðrum og meiri skaða en bættur yrði með úrræðum 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna. 35. Í dómi Hæstaréttar 20. apríl 2018 í máli nr. 23/2017 var fallist á að tilkynningarskylda samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 hefði verið vanrækt. Þar var vísað til þess að með tryggingarbréfi ábyrgðarmanna hefði stofnast veðréttur í eign þeirra. Þar væri um að ræða stjórnarskrárvarin eignarréttindi lánveitanda. Að því gættu og með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 væri ljóst að eignarréttindi lánveitanda gætu ekki á grunni þess lagaboðs fallið niður að hluta til eða öllu leyti nema ábyrgðarmenn leiddu í ljós að lánveitandi hefði við beitingu réttinda sinna valdið þeim öðrum og meiri skaða en tekið hefði verið tillit til í uppgjöri gagnvart þeim. Það hefðu þeir ekki gert og taldi Hæstiréttur því að lánveitandi hefði ekki sýnt af sér verulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. 36. Með útgáfu tryggingarbréfsins 21. mars 2007 stofnaðist til tryggingaréttinda áfrýjanda til handa í formi veðtryggingar og er þar um að ræða eignarréttindi sem varin eru af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verður horft til þess við skýringu 7. gr. laga nr. 32/2009 við mat á afleiðingum vanrækslu á tilkynningarskyldu eftir 2., 3. og 4. mgr. hennar, þar með talið hvort ábyrgð falli niður á grundvelli 2. málsliðar 2. mgr. Að framangreindu gættu verður við mat þess hvort vanræksla lánveitanda telst veruleg með þeim afleiðingum að eignarréttur falli niður að líta til þess að með 1. mgr. 7. gr. laganna er lögð sú skylda á hendur lánveitanda að senda tilkynningar við nánar tilteknar aðstæður. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi til laganna er þar fyrst og fremst um að ræða skyldu til að upplýsa ábyrgðarmann um atvik sem gætu breytt forsendum hans fyrir ábyrgð og möguleikum á að tryggja skaðleysi sitt komi til greiðslufalls aðalskuldara. Af framangreindum dómum Hæstaréttar verður einnig ráðið að við mat á því hvort vanræksla telst veruleg megi líta til þess hvort ábyrgðarmaður kann að búa yfir slíkri vitneskju sjálfur, eftir atvikum vegna nánar tiltekinna tengsla við aðalskuldara. 37. Fram er komið í málinu að stefndi flutti lögheimili sitt árið 2009. Samkvæmt vottorði Þjóðskrár Íslands var lögheimili hans þá skráð Nýja-Sjáland án nánari tilgreiningar á heimilisfangi. Bú Þróunarfélagsins Lands ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 8. september 2010 og lauk skiptum 21. janúar 2013 sem eignalausu en fyrirsvarsmaður þess er tengdafaðir stefnda. Jafnframt liggur fyrir að áfrýjandi sendi yfirlit um ábyrgðir stefnda 1. janúar 2011 og 1. janúar 2012 á hina veðsettu eign stefnda þar sem hann var áður til heimilis. Stefndi fékk hins vegar ekki frekari tilkynningar um ábyrgðina fyrr en honum var sent innheimtubréf á þáverandi heimili hans á Nýja-Sjálandi 18. janúar 2017. Að því gættu og með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 geta eignarréttindi áfrýjanda ekki fallið niður á grunni þess lagaboðs, hvorki að hluta til né að öllu leyti, nema stefndi leiði í ljós að áfrýjandi hafi við beitingu réttinda sinna valdið honum öðrum og meiri skaða en tekið hefur verið tillit til í uppgjöri gagnvart honum, sbr. dóma Hæstaréttar í máli nr. 229/2015 og máli nr. 23/2017. Það hefur stefndi ekki gert þannig að telja skuli að vanræksla áfrýjanda sé svo veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. að ábyrgð stefnda skuli að öllu leyti falla niður. 38. Á hinn bóginn leiddi vanræksla áfrýjanda til þess að ætla verður að stefndi hafi orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Er þá litið til þess að áfrýjandi fylgdi ekki fyrirmælum 4. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 29. október 2015 í máli nr. 196/2015, auk þess sem innheimtubréf var sem fyrr segir ekki sent ábyrgðarmanni fyrr en 18. janúar 2017 en á þeim tíma hafði lán það sem krafist er greiðslu á verið í vanskilum frá 1. desember 2008, sbr. og 3. mgr. 7. gr. laganna. Verður stefndi því dæmdur til að þola fjárnám vegna skuldar Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda að fjárhæð 22.070.088 krónur, sem nemur höfuðstól kröfunnar miðað við 1. desember 2008 en dráttarvextir af kröfunni verða þó eins og hér stendur á aðeins reiknaðir frá uppsögu dómsins til að tryggja skaðleysi stefnda, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, allt vegna veðréttar samkvæmt 14.000.000 króna tryggingarbréfi 21. mars 2007 auk verðbóta, eins og nánar greinir í dómsorði. 39. Að öllu framangreindu virtu er rétt að málskostnaður falli niður milli aðila á öllum dómstigum. Dómsorð:Stefnda, Arana George Kuru, er gert að þola fjárnám vegna skuldar Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda, Landsbankann hf., að fjárhæð 22.070.088 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2022 til greiðsludags vegna veðréttar samkvæmt 14.000.000 króna tryggingarbréfi útgefnu 21. mars 2007, bundið vísitölu neysluverðs, miðað við grunnvísitöluna 268, áhvílandi á fasteign stefnda að Selvogsgötu 8 í Hafnarfirði.Málskostnaður milli aðila fellur niður á öllum dómstigum.SératkvæðiÓlafs Barkar Þorvaldssonar. Ég er ekki samþykkur aðleiðslu við skýringu meirihluta dómenda á 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn og til hvers hún á að leiða að virtum atvikum í þessu máli. Þess skal getið að ég er heldur ekki samþykkur öllu því sem fram kemur í lið 30 í atkvæði meirihlutans um að allra reglna hafi verið gætt er stefndi tókst á hendur ábyrgð samkvæmt tryggingarbréfi 21. mars 2007. Við úrlausn mína er á hinn bóginn haft í huga að meginástæða fyrir leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins lýtur að túlkun á framangreindri lagagrein, sem auk þess liggur til grundvallar niðurstöðu Landsréttar um sýknu stefnda.2. Eins og nánar er rakið í atkvæði meirihlutans átti Þróunarfélagið Land ehf. um árabil í umtalsverðum viðskiptum við Landsbanka Íslands hf. Einn af þeim löggerningum sem um ræðir var framangreint tryggingarbréf sem félagið gaf út með allsherjarveði til tryggingar greiðslu allra skulda þess við bankann, allt að 14.000.000 króna, bundið vísitölu neysluverðs. Var í bréfinu ákvæði um heimild bankans til fyrirvaralausrar gjaldfellingar allra skulda félagsins kæmi til vanskila á einhverjum þeim skuldum sem stofnast kynnu milli þeirra. Til tryggingar öllu þessu setti stefndi að veði fasteign sína, sem hann bjó í ásamt fjölskyldu sinni, með samþykki eiginkonu sinnar sem er dóttir þáverandi fyrirsvarsmanns Þróunarfélagsins Lands ehf. 3. Eftir þetta áttu sér stað margvísleg viðskipti Þróunarfélagsins Lands ehf. við Landsbanka Íslands hf., síðar áfrýjanda. Gaf félagið meðal annars út 6. desember 2007 skuldabréf það sem áfrýjandi leitar nú eftir að fullnusta í fasteign stefnda á grundvelli framangreinds tryggingarbréfs. Skuldabréfið var að fjárhæð 20.000.000 króna til 20 ára og skyldi það greiðast með mánaðarlegum afborgunum. Í bréfinu sagði að skuldin væri án trygginga, bundin vístölu neysluverðs og skyldu greiðast breytilegir vextir í samræmi við ákvarðanir bankans. Jafnframt var í bréfinu kveðið á um heimild bankans til fyrirvaralausrar gjaldfellingar kæmi til dráttar á greiðslu einhverrar af hinum mánaðarlegu afborgunum, vöxtum eða vísitöluálagi. Einungis voru greiddar 10 afborganir af bréfinu áður en það fór í vanskil 1. desember 2008.4. Tveimur árum eftir að stefndi veitti ábyrgð sína samkvæmt framangreindu tryggingarbréfi tóku lög nr. 32/2009 gildi. Í 1. gr. laganna segir að þau hafi það að markmiði að setja reglur um ábyrgðir einstaklinga, draga úr vægi ábyrgða og stuðla að því að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. Lögin taka til ábyrgða sem stofnað hafði verið til fyrir gildistöku þeirra, eins og um ræðir í þessu máli, sbr. 12. gr. þeirra, að frátöldum tilgreindum ákvæðum sem lúta að stofnun, efni og formi ábyrgðarsamninga og ákvæðum um bann við aðför í fasteign er ábyrgðarmaður býr í og gjaldþrotaskiptum vegna persónulegrar ábyrgðar ábyrgðarmanns.5. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna gilda þau um lánveitingar stofnana og fyrirtækja sem stunda útlánastarfsemi þegar veitt er lán eða önnur lánafyrirgreiðsla með því skilyrði að lántaki útvegi ábyrgðarmann til tryggingar efndum. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan að með ábyrgðarmanni sé átt við einstakling sem gengst persónulega í ábyrgð eða veðsetur tiltekna eign sína til tryggingar efndum lántaka, enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar eða fjárhagslegs ávinnings hans. Samkvæmt þessu er áfrýjandi lánveitandi í skilningi laganna og stefndi ábyrgðarmaður en jafnframt er ljóst við lestur þeirra að ekki verður lengur að lögum stofnað til veðsetningar með þeim hætti eins og um ræðir í þessu máli.6. Í 1. mgr. 7. gr. laganna er með almennum hætti kveðið á um skyldur lánastofnana til að senda ábyrgðarmanni skriflega tilkynningar svo fljótt sem kostur er í eftirtöldum tilvikum: a. Þegar um er að ræða vanefndir lántaka. b. Þegar veð eða aðrar tryggingar eru ekki lengur tiltæk. c. Við andlát lántaka eða að bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. d. Loks skal lánastofnun einnig senda ábyrgðarmanni skriflega tilkynningu um hver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stendur fyrir og yfirliti yfir ábyrgðir. 7. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan: „Ábyrgðarmaður skal vera skaðlaus af vanrækslu lánveitanda á tilkynningarskyldu skv. 1. mgr. og ef vanræksla er veruleg skal ábyrgð falla niður.“8. Eins og nánar er rakið í atkvæði meirihlutans eru í 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna að finna ákvæði sem fela í sér takmarkanir á heimild lánveitanda til gjaldfellingar láns, innheimtu dráttarvaxta og vanskilakostnaðar hjá ábyrgðarmanni hafi honum ekki verið sendar viðeigandi tilkynningar og gefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir. Óháð ákvæðum 1. og 2. mgr. 7. gr., sem ágreiningur málsins lýtur einkum að, verður stefndi samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum einum og sér ekki dæmdur til að þola fjárnám vegna meiri skuldar Þróunarfélagsins Lands ehf. við áfrýjanda en sem nemur höfuðstól kröfunnar er krafan fór í vanskil 1. desember 2008. Jafnframt mætti, eftir atvikum með vísan til 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, ákveða annan upphafstíma vaxta en áfrýjandi krefst, sbr. til að mynda dóma Hæstaréttar 26. maí 2005 í máli nr. 501/2004 og 31. janúar 2008 í máli 158/2007.9. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 32/2009 segir um 7. gr., eins og hún var áður en henni var breytt í meðförum þingsins, að í henni sé fjallað um tilkynningaskyldu lánveitanda og afleiðingar þess að henni sé ekki sinnt. Þar sé kveðið á um að lánveitanda beri skylda til að tilkynna ábyrgðarmanni svo fljótt sem unnt er við nánar greindar aðstæður, eins og vanskil lántaka, brottfall trygginga, andlát lántaka og gjaldþrotaskipti á búi hans. Meginsjónarmiðið sé að lánveitandi tilkynni ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem gætu haft áhrif á forsendur ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag. Þá beri lánveitandi sönnunarbyrði um að tilkynningarskyldu hafi verið gætt enda standi það honum nær en ábyrgðarmanni. 0. Eins greinir í atkvæði meirihlutans sættu meðal annars ákvæði 7. gr. og gildistökuákvæði 12. gr. frumvarpsins breytingum við meðferð málsins á Alþingi. Þannig kom framangreind 2. mgr. 7. gr. inn sem ný málsgrein. Takmarkaða umfjöllun er að finna í lögskýringargögnum um tilefni eða inntak þessara breytinga. Í framsögu formanns viðskiptanefndar kemur þó fram að með breytingunni væri „vísað til þess að ef lánveitandi ekki uppfyllir þær kröfur sem 7. gr. laganna gerir til hans um mat á greiðslugetu viðkomandi og tilkynningarskyldu til ábyrgðarmanns, um breytta stöðu lántaka, þannig að um vanrækslu sé að ræða, verði ábyrgðarmaður skaðlaus“. Þá séu breytingar á 12. gr. frumvarpsins samkvæmt þessu til komnar að gættum sjónarmiðum um afturvirkni laga og friðhelgi eignarréttar. 1. Ákvæði um lagaskil samkvæmt 12. gr. eru í samræmi við þá meginreglu að lögum verður beitt um lögskipti sem undir þau falla þótt til þeirra hafi verið stofnað fyrir gildistöku laganna, enda ræðst réttarstaða manna af lögum eins og þau eru hverju sinni. Þannig er tiltekið með hvaða hætti þau taka til ábyrgða sem stofnað hefur verið til fyrir gildistöku þeirra og hefur 2. mgr. 7. gr. að geyma almenn en fortakslaus fyrirmæli um skyldur lánastofnana til að gæta að réttindum sínum sem til eru komin vegna ábyrgða þriðja manns. 2. Eins og að framan greinir eru lögskýringargögn takmörkuð en ekki verður hjá því litið að löggjafinn hefur ákveðið að orða reglur 2. mgr. 7. gr. með þeim hætti sem að framan greinir. Þótt líta beri til stjórnarskrár við skýringu málsgreinarinnar, líkt og við skýringu á öðrum lögum, verður að horfa til þess að efni reglunnar er skýrt samkvæmt orðanna hljóðan. Þannig eru ákvæði 2. mgr. 7. gr. skýr um að eignarréttindi sem lögin taka til, hvort sem um er að ræða kröfuréttindi eða óbein eignarréttindi sem felast í veðrétti fyrir skuldum þriðja manns, sem bæði njóta verndar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, skuli sæta takmörkunum vegna vanrækslu þess sem réttarins nýtur við að gæta að réttindum sínum. Regla sem þessi er ekki í ósamræmi við þá almennu meginreglu að baki maður öðrum tjón með því að sinna ekki lögboðnum skyldum sínum kann hann að bera ábyrgð á því tjóni sem sannast að orðið hafi af þeim sökum og eru þetta ekki einu ákvæðin í lögum er mæla fyrir um að réttindi sem ella eru varin af ákvæðum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár kunni að rýrna eða falla niður vegna vanrækslu við að halda þeim við eða nýta. Þá leiðir af dómum Hæstaréttar, sem vísað er til í atkvæði meirihlutans, að ekki eru gerðar athugasemdir við stjórnskipunarlegt gildi 2. mgr. 7. gr. laganna, eins og hún var skýrð, heldur ræðst niðurstaða ágreinings af túlkun á þeim áskilnaði um hvað telst veruleg vanræksla samkvæmt málsgreininni.3. Fyrri málsliður 2. mgr. 7. gr. verður lesinn svo að eignarréttindi, eins og þau sem hér um ræðir, geti ekki á grundvelli lagaboðs fallið niður að hluta nema ábyrgðarmaður leiði í ljós að kröfu- eða veðhafi hafi við beitingu réttinda sinna valdið öðrum og meiri skaða en tekið hafi verið tillit til í uppgjöri gagnvart ábyrgðarmanni, sbr. til að mynda samkvæmt fyrirmælum framangreindra 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna. Sönnun um umfang slíks tjóns vegna beitingar réttinda kröfu- eða veðhafa er þó eðli málsins samkvæmt einatt vandkvæðum bundin. Má ætla að eftir því sem vanrækslan sé meiri að virtum atvikum í hverju tilviki veiti það auknar líkur fyrir tjóni ábyrgðarmanns sem kunni að létta á sönnunarbyrði hans við mat á ætluðu tjóni vegna vanrækslunnar. 4. Á hinn bóginn segir berum orðum í öðrum málslið 2. mgr. 7. gr. að „ef vanræksla er veruleg skal ábyrgð falla niður“. Felur þessi málsliður þannig í sér þá reglu að sé vanrækslan á tilkynningarskyldunni mjög mikil eða algjör og vari í langan tíma þá skal ábyrgð falla niður. Leiðir af orðum ákvæðisins að þegar svo háttar sérstaklega til að vanræksla teljist veruleg þurfi ekki að koma til frekari sönnun tjóns vegna hennar, ella væri þessi málsliður ákvæðisins í raun óþarfur.5. Eins og áður segir ber lánveitandi sönnunarbyrði um að tilkynningarskyldu hafi verið gætt enda stendur það honum nær en ábyrgðarmanni. Áfrýjandi vísar til þess að hafa í almennum pósti úr kerfum sínum sent tvær tilkynningar á veðandlagið í janúar 2011 og 2012, vitandi á hinn bóginn að stefndi bjó þar ekki lengur, auk þess sem tilkynningar þessar höfðu ekki að geyma upplýsingar sem honum bar að veita um að Þróunarfélagið Land ehf. hafði þá þegar verið tekið til gjaldþrotaskipta. Við mat á því hvort áfrýjandi hafi sýnt af sér verulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna skiptir enn síður máli sú fullyrðing áfrýjanda að hann hafi prentað úr kerfum sínum sams konar tilkynningar sem ekki var gerð tilraun til að senda stefnda. Þá hafa ekki þýðingu við úrlausn málsins fullyrðingar áfrýjanda, sem stefndi hefur eindregið andmælt, um að stefndi hafi vitað að til staðar væri skuld samkvæmt skuldabréfinu og einnig um fjárhagsstöðu Þróunarfélagsins Lands ehf. Ekki hefur heldur þýðingu við þetta mat hvort áfrýjandi heldur fram ítrasta rétti við uppgjör gagnvart stefnda og engu skiptir búsetutímavottorð Þjóðskrár Íslands gefið út eftir að málið var höfðað. 6. Um málavexti verður að ganga út frá því að áfrýjandi hafi þann tíma sem skiptir máli haft upplýsingar í gagnagrunni sínum um heimilisföng stefnda. Þannig liggur meðal annars fyrir að stefndi og áfrýjandi voru í tölvupóstsamskiptum í nóvember 2010 og desember 2012 vegna óska stefnda um debetkort sín yrðu endurnýjuð og send sér. Í þeim samskiptum gaf stefndi meðal annars upp heimilisföng sín á Nýja-Sjálandi og voru honum send kortin þangað. Þá var því ekki andmælt af hálfu áfrýjanda að mánaðarlegar leigutekjur stefnda af fasteigninni að Selvogsgötu 8 fóru í gegnum kerfi áfrýjanda. Af flutningi málsins fyrir Hæstarétti verður einnig að miða við að ekki hafi verið vandkvæðum bundið fyrir áfrýjanda að senda stefnda innheimtubréf 18. janúar 2017 á heimili hans á Nýja-Sjálandi, birta honum stefnu í hinu fyrra dómsmáli til innheimtu skuldarinnar sem áfrýjandi felldi niður vegna ágalla í málatilbúnaði og loks að birta honum stefnu í máli því sem hér er til meðferðar. Verður af öllu þessu að miða við að áfrýjandi hafi í raun ekki gert tilraun til að kanna hvert væri heimilisfang stefnda fyrr en innheimtuaðgerðir hófust gagnvart honum með innheimtubréfinu 18. janúar 2017 og þá með tilgreiningu skuldar sem næmi rúmum 60 milljónum króna.7. Samkvæmt framansögðu sinnti áfrýjandi, sem er fjármálafyrirtæki, á engan hátt fortakslausum skyldum sínum gagnvart stefnda um að upplýsa hann um að skuld hefði stofnast samkvæmt skuldabréfi því sem Þróunarfélagið Land ehf. gaf út 6. desember 2007 og fór í vanskil 1. desember 2008 fyrr en áfrýjandi sendi honum innheimtubréf á heimili hans á Nýja-Sjálandi réttum níu árum síðar, þrátt fyrir að áfrýjandi hafi bæði haft upplýsingar um hvar stefndi bjó á hverjum tíma og um netföng hans. 8. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna Landsréttar verður talið að vanræksla áfrýjanda við að sinna skyldum sínum hafi verið veruleg samkvæmt orðum síðari málsliðar 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Því ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og fella á áfrýjanda málskostnað hér fyrir rétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=bb492a28-fd4d-465f-be61-96fe486051a5&verdictid=de135947-7a59-4b19-bfea-525a046edb96 |
Mál nr. 26/2022 | Kærumál Eignarréttur Sameign Stjórnvald Stjórnsýsla Skaðabætur Lögvarðir hagsmunir Viðurkenningarkrafa Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi | I ehf. kærði ákvæði í dómi Landsréttar um að vísa frá héraðsdómi tilgreindum kröfum félagsins á hendur sveitarfélaginu H. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með viðurkenningarkröfu sinni leitaðist I ehf. við að fá dóm um skaðabótaskyldu H vegna ætlaðs tjóns félagsins vegna tilgreindra ákvarðana H en frávísun Landsréttar á kröfu hans vegna ákvörðunar 20. maí 2010 var reist á því að lögvarðir hagsmunir væru ekki fyrir hendi vegna fyrningar. Hæstiréttur rakti að það væri meginregla samkvæmt 24. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda að þegar krafa fyrnist falli hún niður og kröfuhafi glati rétti sínum til efnda. Væri þar um að ræða efnisástæðu sem leiddi til sýknu og gilti einu hvort um væri að ræða fjárkröfu eða viðurkenningarkröfu um tilvist kröfuréttinda. Því til samræmis hefði í dómum Hæstaréttar verið sýknað af kröfu um viðurkenningu bótaskyldu þegar fallist væri á að krafa teldist fyrnd. Var hið kærða ákvæði í dómi Landsréttar um frávísun frá héraðsdómi á viðurkenningarkröfu I ehf. vegna ákvörðunar H 20. maí 2010 fellt úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka hana til úrlausnar. Þá voru engin efni talin til að vísa frá dómi sem sjálfstæðri kröfu þeim hluta viðurkenningarkröfu félagsins sem laut að ætlaðri bótaskyldu H vegna ólögmætra aðgerða sveitarfélagsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. apríl 2022 sem barst réttinum 19. sama mánaðar. Kærumálsgögn bárust réttinum 26. sama mánaðar. Kærð eru ákvæði í dómi Landsréttar 1. apríl 2022 um að vísa frá héraðsdómi tilgreindum kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði dómsins um að vísa kröfum hans á hendur varnaraðila frá dómi verði felld úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar dóms að nýju. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar.4. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að dómur Landsréttar verði staðfestur um frávísun frá héraðsdómi á kröfum sóknaraðila. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Ágreiningsefni5. Kjarni ágreinings málsaðila lýtur að því hvort varnaraðili hefur með saknæmum og ólögmætum hætti bakað sér bótaskyldu vegna ákvarðana 20. maí 2010, 27. janúar og 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015 um að synja sóknaraðila um stöðuleyfi vegna ferðaþjónustu. 6. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur málsins að tveimur ákvæðum í dómi Landsréttar um að vísa hluta krafna sóknaraðila frá héraðsdómi. Annars vegar var vísað frá kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna ákvörðunar 20. maí 2010 þar sem undirliggjandi fjárkröfur sóknaraðila vegna ætlaðs tjóns sem leiddi af þeirri ákvörðun væru fyrndar og sóknaraðili hefði því ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Hins vegar var vísað frá kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna ólögmætra aðgerða hans sem byggst hafi á fyrrgreindum ákvörðunum, með vísan til þess að þeim ætluðu ólögmætu aðgerðum væri ekki frekar lýst í dómkröfum hans.Málsatvik7. Sóknaraðili er fyrirtæki sem hefur rekið ferðaþjónustu við Jökulsárlón með siglingu ferðamanna um lónið. Frá sumri 2011 fór starfsemin fram í þjóðlendu á vesturbakka lónsins. Sumarið 2014 hóf sóknaraðili starfsemi í landi jarðarinnar Fells við austurbakka lónsins á grundvelli leigusamnings við Sameigendafélag Fells 20. apríl 2012. Á þeim tíma var jörðin í óskiptri sameign 32 eigenda í félaginu en tveir þeirra sem fóru með tæplega 24% eignarhlut voru ekki í félaginu og stóðu ekki að gerð leigusamningsins.8. Sóknaraðili sótti um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á austurbakka lónsins 17. maí 2010 samkvæmt gr. 71.1 byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Umsóknin var samþykkt á fundi bæjarráðs varnaraðila 20. maí sama ár með fyrirvara um samþykki allra landeigenda. 9. Með umsókn 10. janúar 2014 sótti sóknaraðili á ný um stöðuleyfi við austurbakka lónsins og var þar vísað til fyrrgreinds leigusamnings við sameigendafélagið. Óskað var eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi, húskerru, bíl og hugsanlega fyrir færanlega salernisaðstöðu, sbr. gr. 2.6.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar varnaraðila 21. janúar 2014 var bókað um jákvæða afstöðu nefndarinnar en óskað var eftir frekari gögnum um staðsetningu atvinnustarfseminnar auk þess sem fram kom að samþykki landeigenda þyrfti að liggja fyrir. Sóknaraðila var tilkynnt um fyrrgreinda afgreiðslu nefndarinnar með tölvubréfi 24. febrúar 2014. Þá var bókað á fundi bæjarráðs 27. janúar 2014 að ekki yrðu veitt ný leyfi fyrir öðru en því sem samræmdist deiliskipulagi við Jökulsárlón. 0. Í bréfi varnaraðila 22. júlí 2014 var sóknaraðila tilkynnt að gripið yrði til viðhlítandi úrræða vegna starfsemi sóknaraðila á austurbakka lónsins sem færi þar fram í óleyfi og án heimildar. Í bréfi til sóknaraðila 15. ágúst sama ár sagði jafnframt að umhverfis- og skipulagsnefnd varnaraðila hefði á fundi sínum 13. ágúst fjallað um umsókn hans um stöðuleyfi. Ekki hefði verið fallist á hana þar sem samþykki allra eigenda jarðarinnar Fells hefði ekki legið fyrir. Í ljósi allra aðstæðna hefði varnaraðili ákveðið að veita sóknaraðila lokafrest til 21. ágúst sama ár til að bregðast við erindi sveitarfélagsins um að láta af starfsemi þar og fjarlægja lausafjármuni sem væru án stöðuleyfis á austurbakka lónsins. Yrði ekki orðið við því myndi sveitarfélagið beita viðeigandi úrræðum, sbr. X. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og X. kafla laga nr. 160/2010 um mannvirki, svo sem með því að stöðva starfsemi á svæðinu og/eða kveða á um álagningu dagsekta, sbr. 1. mgr. 54. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 56. gr. laga um mannvirki. 1. Sóknaraðili sótti um stöðuleyfi fyrir yfirbyggða kerru í landi Fells 4. febrúar 2015, sbr. gr. 2.6.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í bréfi varnaraðila 10. mars 2015 sagði að til þess að unnt væri að gefa út stöðuleyfi þyrfti samþykki landeigenda. Þau gögn sem vísað hefði verið til í umsókn og síðar í tölvupósti lögmanns sóknaraðila gæfu hins vegar ekki ,,óafvíkjandi svör“ um að landið yrði leigt út með samþykki allra eigenda og var honum því synjað um veitingu leyfisins. 2. Með dómi Hæstaréttar 17. nóvember 2016 í máli nr. 44/2016, sem rekið var milli sóknaraðila og Sameigendafélags Fells annars vegar og tveggja eigenda jarðarinnar Fells hins vegar sem stóðu utan félagsins, um gildi leigusamningsins frá 20. apríl 2012 var komist að þeirri niðurstöðu að hvorki yrði talið að leigusamningurinn hefði falið í sér óvenjulega ráðstöfun né að hún hefði verið svo meiri háttar að þurft hefði samþykki allra eigenda jarðarinnar fyrir henni. Ákvörðun um ráðstöfunina hefði því verið tekin af tilskildum meirihluta eigenda jarðarinnar. 3. Með bréfi sóknaraðila 9. febrúar 2017 var krafist viðurkenningar á bótaskyldu varnaraðila vegna tjóns sem sóknaraðili hefði orðið fyrir vegna ólögmæts skilyrðis um samþykki allra eigenda jarðarinnar Fells fyrir útgáfu stöðuleyfis og ólögmætra aðgerða varnaraðila af þeirri ástæðu. Með bréfi 8. mars sama ár hafnaði varnaraðili bótaskyldu. 4. Með dómi Héraðsdóms Austurlands 27. apríl 2017 var ógilt fyrrgreind ákvörðun varnaraðila 10. mars 2015 um að synja um útgáfu stöðuleyfis þar sem ákvörðun byggingafulltrúa væri haldin efnisannmarka sem varðað gæti ógildingu hennar. Var talið að ekki væri unnt að túlka ákvæði gr. 2.6.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012 á þann veg að samþykki allra eigenda jarðarinnar hefði þurft til að varnaraðila væri heimilt að veita sóknaraðila stöðuleyfi. Ekki fékkst leyfi til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar.5. Í bréfi sóknaraðila 2. maí 2017 kom fram að skýrt lægi fyrir að aðgerðir varnaraðila væru ólögmætar og að þær hefðu valdið honum tjóni. Ætti hann engan annan kost en að óska eftir dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á umfang tjónsins. Með bréfi sóknaraðila 5. febrúar 2018 var óskað eftir afstöðu varnaraðila til greiðslu skaðabóta og fylgdi bréfinu minnisblað endurskoðunarskrifstofu 25. janúar sama ár um mat á tjóni sóknaraðila. Varnaraðili hafnaði bótaskyldu með bréfi 27. febrúar sama ár. Mál þetta var höfðað í kjölfarið 28. maí 2018.Niðurstaða6. Skilja verður kröfugerð sóknaraðila með þeim hætti að hann krefjist viðurkenningar á bótaskyldu varnaraðila vegna fjögurra ákvarðana hans árin 2010, 2014 og 2015 og þar með vegna fjögurra ætlaðra tjónstilvika.7. Í hinum kærða dómi var kröfu um viðurkenningu bótaskyldu vegna ákvörðunar varnaraðila 20. maí 2010 vísað frá héraðsdómi en varnaraðili sýknaður af viðurkenningarkröfu vegna ákvarðana hans 27. janúar og 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015. Þá var jafnframt vísað frá dómi kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna ólögmætra aðgerða hans sem byggst hafi á ákvörðunum 20. maí 2010, 27. janúar og 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015. Krefst sóknaraðili þess að fyrrgreindar frávísanir verði felldar úr gildi og að lagt verði fyrir Landsrétt að taka málið til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar dóms að nýju. 8. Meginskilyrði þess að dómstólar leysi úr sakarefni er að það skipti máli fyrir stöðu aðila að lögum að fá dóm um það. Þannig verður sá sem höfðar mál að hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfu sína og verður úrlausn um það að hafa raunhæft gildi fyrir réttarstöðu hans. Þá er samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 heimilt að leita dóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu og gildir það án tillits til þess hvort unnt væri að leita dóms sem mætti fullnægja með aðför. Þessi heimild er þó háð því að sá sem höfðar mál hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallar að beiting þessarar heimildar sé háð þeim skilyrðum að sá sem höfðar mál leiði nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af nánar tilteknu tilefni og geri grein fyrir því í hverju tjónið felist og hver tengsl þess séu við atvik máls, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 12. apríl 2011 í málum nr. 188 og 189/2011.9. Með viðurkenningarkröfu sinni leitast sóknaraðili við að fá dóm um skaðabótaskyldu varnaraðila vegna ætlaðs tjóns hans vegna fyrrgreindra ákvarðana varnaraðila en frávísun á kröfu hans vegna ákvörðunar 20. maí 2010 var sem fyrr segir reist á að lögvarðir hagsmunir væru ekki fyrir hendi vegna fyrningar. 20. Ef réttinda er ekki gætt um tiltekinn tíma og ekki gerðar aðrar ráðstafanir um þau sem að lögum gætu varnað því að þau fyrnist falla þau niður fyrir fyrningu. Því til samræmis er það meginregla samkvæmt 24. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda að þegar krafa fyrnist falli hún niður og kröfuhafi glati rétti sínum til efnda. Er þar um að ræða efnisástæðu sem leiðir til sýknu og gildir einu hvort um er að ræða fjárkröfu eða viðurkenningarkröfu um tilvist kröfuréttinda. Í dómum Hæstaréttar hefur þessu til samræmis verið sýknað af kröfu um viðurkenningu bótaskyldu þegar fallist er á að krafa teljist fyrnd. Má um það vísa til dóma Hæstaréttar 18. mars 2008 í máli nr. 449/2007, 7. febrúar 2013 í máli nr. 445/2012 og 22. mars 2016 í máli nr. 519/2015. Öðru máli kann að gegna ef grundvöllur hennar telst vera vanreifaður, sbr. dóm Hæstaréttar 31. maí 2018 í máli nr. 344/2017, eða málið er af öðrum ástæðum vanreifað, sbr. dóm Hæstaréttar 27. mars 2018 í máli nr. 305/2017. 21. Af framangreindum ástæðum verður hið kærða ákvæði í dómi Landsréttar um frávísun frá héraðsdómi á viðurkenningarkröfu sóknaraðila vegna ákvörðunar varnaraðila 20. maí 2010 fellt úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka hana til úrlausnar.22. Frávísun Landsréttar á hluta viðurkenningarkröfu sóknaraðila um ætlaða bótaskyldu varnaraðila vegna ólögmætra aðgerða hans var reist á d-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Af málatilbúnaði sóknaraðila verður ekki annað ráðið en að um hafi verið að ræða lið í viðurkenningarkröfu hans en ekki sjálfstæða kröfu til viðurkenningar bótaskyldu óháða hinum umþrættu ákvörðunum. Voru því engin efni til að vísa þessum hluta viðurkenningarkröfunnar frá héraðsdómi sem um sjálfstæða kröfu hefði verið að ræða. 23. Rétt er að kærumálskostnaður milli aðila falli niður.Dómsorð:Fellt er úr gildi ákvæði dóms Landsréttar um frávísun frá héraðsdómi á viðurkenningarkröfu sóknaraðila, Ice Lagoon ehf., á skaðabótaskyldu varnaraðila, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, vegna ætlaðs tjóns í rekstri sóknaraðila vegna ákvörðunar varnaraðila 20. maí 2010 og sá þáttur málsins lagður fyrir Landsrétt til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju.Kærumálskostnaður fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=1f3ec2e7-4f3d-484d-be45-b0b9c5d03bc2&verdictid=b9e98ad9-0c23-417b-b6a1-a7e2ba36cf3d |
Mál nr. 5/2022 | Börn Umgengni Dómur Ómerking dóms Landsréttar að hluta Gjafsókn | A og B höfðu deilt um forsjá tveggja barna sinna, meðlag með þeim, lögheimili og umgengni. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að A og B skyldu fara sameiginlega með forsjá barna sinna, lögheimili dóttur málsaðila skyldi vera hjá A en lögheimili sonarins hjá B. Í dómsorði Landsréttar sagði um umgengniskröfur A og B að aðilar skyldu vinna að því að koma á reglulegri umgengni barnanna við það foreldri sem þau byggju ekki hjá. Hæstiréttur tók fram að þótt dómur gæti ákveðið að engin umgengni skyldi fara fram milli foreldra og barns og jafnframt hafnað því að ákveða inntak umgengni, sbr. 5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. 1. og 2. mgr. 47. gr. þeirra, yrðu forsendur og dómsorð að vera með þeim hætti að ekki orkaði tvímælis hvort fallist væri á ákveðna umgengi eða henni hafnað. Hæstiréttur vísaði til þess að í málinu væri gerð krafa um að dómur tæki ákvörðun um hvernig umgengni barna aðila við þau skyldi vera háttað en hvorki yrði ráðið af forsendum hins áfrýjaða dóms né dómsorði að leyst hafi verið úr þeirri kröfu með ótvíræðum og skýrum hætti. Þá endurspeglaði dómsorð hins áfrýjaða dóms á engan hátt forsendur dómsins að þessu leyti. Þar sem áfrýjun málsins var einvörðungu samþykkt að því er varðaði niðurstöðu um umgengni og málið varðaði ríka hagsmuni barnanna sem brýnt væri að leysa úr með skjótum hætti var einungis sá hluti dómsins er varðaði niðurstöðu um umgengni ómerktur og vísað aftur til Landsréttar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. janúar 2022. Hún krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að ákveðið verði með dómi hvernig umgengni sonar aðila, C, verði háttað við hana. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað vegna reksturs málsins fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. 3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Til vara krefst hann þess að hinum áfrýjaða dómi verði breytt á þá leið að kveðið verði á um inntak umgengni sonar aðila við áfrýjanda og dóttur þeirra, D, við sig en umgengni sonar aðila við áfrýjanda hefjist fyrst sex mánuðum eftir að hann flytji til stefnda. Þá krefst stefndi málskostnaðar vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.Ágreiningsefni4. Málsaðilar voru gift í tólf ár en höfðu áður búið saman í tvö ár. Þau slitu samvistir árið 2020. Frá þeim tíma hefur þau greint á um forsjá tveggja barna þeirra, meðlag með þeim, lögheimili og umgengni. 5. Áfrýjunarleyfi var veitt 21. janúar 2022 á þeim grundvelli að á dómi Landsréttar, að því er varðaði niðurstöðu um umgengni barnanna við aðila málsins, kynnu að vera þeir ágallar að rétt væri að samþykkja beiðni um áfrýjun. Var áfrýjun málsins samþykkt að því er varðaði þetta atriði málsins.6. Ágreiningsefni málsins fyrir Hæstarétti einskorðast samkvæmt framansögðu við kröfur aðila er lúta að umgengni barnanna við það foreldri sem hvort barn um sig hefur ekki lögheimili hjá.Málsatvik7. Með stefnu 4. maí 2020 höfðaði áfrýjandi mál á hendur stefnda fyrir héraðsdómi og krafðist meðal annars fullrar forsjár yfir börnum sínum og að lögheimili þeirra yrði hjá sér, auk þess sem krafist var meðlags með börnum aðila og að ákveðið yrði hvernig umgengni skyldi háttað við það foreldri sem ekki færi með forsjá eða hefði lögheimili barns hjá sér. Þá var þess meðal annars krafist að úrskurðað yrði til bráðabirgða að lögheimili barna málsaðila yrði hjá áfrýjanda og jafnframt að ákveðin yrði umgengni þeirra við þann sem börnin hefðu ekki lögheimili hjá. 8. Héraðsdómur fól sálfræðingi að afla skýrslu á grundvelli 43. gr. barnalaga nr. 76/2003 og kanna afstöðu barnanna til umgengni við stefnda á meðan forsjármálið væri rekið fyrir dómi. Í skýrslu sálfræðingsins […] kom meðal annars fram að börnin hefðu ekki farið varhluta af erfiðum samskiptum foreldranna. Þau hefðu bæði greint frá neikvæðri afstöðu til stefnda en síðan getað rifjað upp góðar minningar um samveru með honum. Þá hefðu þau bæði sagt að þau söknuðu samveru við hann og komið með tillögur um hvernig þau gætu hugsað sér að hitta hann. Með úrskurði héraðsdóms […] var kveðið á um tiltekna umgengni til bráðabirgða og að lögheimili barnanna yrði hjá áfrýjanda. Stefndi skaut úrskurðinum til Landsréttar og krafðist rýmri umgengni en kveðið hafði verið á um. Með úrskurði Landsréttar […] var fallist á rýmri umgengni barnanna við stefnda. 9. Sálfræðingur var dómkvaddur í héraði meðal annars til að skoða og leggja mat á forsjárhæfni aðila og tengsl barnanna við foreldra sína. Í umfjöllun um umgengni sagði matsmaðurinn að stúlkan væri afar andsnúin allri umgengni við stefnda. Áleit hann að það gæti reynst torsótt að breyta afstöðu hennar og að vilja hennar bæri að virða. Hins vegar yrði hún að fá hjálp til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum sínum til stefnda með það fyrir augum að hún gæti með einhverjum hætti átt samskipti við hann. Matsmaður taldi að neikvæð afstaða áfrýjanda til umgengni við stefnda hefði haft mótandi áhrif á viðhorf barnanna til hans og föðurforeldra sinna. Sonur málsaðila hefði ekki verið ákveðinn í afstöðu sinni um að vilja ekki hitta föður sinn heldur tvístígandi. Ekki léki vafi á að neikvæð afstaða áfrýjanda til umgengni réði þar mestu um. Áhorfsathugun hefði leitt í ljós að hlý og náin samskipti hefðu átt sér stað milli stefnda og drengsins. Taldi matsmaður mjög mikilvægt að eðlileg umgengni stefnda og sonar málsaðila kæmist á sem fyrst.0. Dómendur héraðsdóms ræddu við börnin til að kynna sér viðhorf þeirra, meðal annars til kröfu um umgengni. Í héraðsdómi 8. júlí 2021, þar sem kveðið var á um að áfrýjandi færi með forsjá barna aðila, er rakið að komið hefði fram í samtölum við börnin að dóttir málsaðila væri andsnúin allri umgengni við stefnda og að það bæri að taka tillit til skoðana hennar í þeim efnum. Taldi dómurinn því varhugavert að koma á umgengni þeirra feðgina. Á hinn bóginn væri mikilvægt að auðvelda syni málsaðila að halda sambandi við föður sinn og þróa samskipti þeirra í milli svo að ekki kæmi til þess að umgengni legðist af með tengslarofi. Var því niðurstaða dómsins að sonurinn skyldi njóta umgengni við stefnda aðra hverja helgi og þar á milli á einum virkum degi en ekki gista hjá honum að svo komnu máli, þótt að því skyldi stefnt þegar hann lýsti sig reiðubúinn til þess. Einn dómenda taldi á hinn bóginn rétt að forsjá barnanna yrði sameiginleg, lögheimili sonar aðila yrði hjá stefnda en lögheimili dóttur þeirra hjá áfrýjanda. 1. Stefndi áfrýjaði dóminum til Landsréttar 27. júlí 2021 og krafðist þess meðal annars að forsjá barnanna yrði sameiginleg en lögheimili þeirra hjá honum. Þá gerði hann kröfu um að dómurinn kvæði á um inntak umgengni hvors barns um sig við það foreldri sem ekki færi með forsjá þess eða það hefði ekki lögheimili hjá. Áfrýjandi krafðist þess að öllum kröfum stefnda yrði hafnað.2. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 19. nóvember 2021 og var niðurstaða hans að málsaðilar skyldu fara sameiginlega með forsjá barna sinna, lögheimili dóttur málsaðila skyldi vera hjá áfrýjanda en lögheimili sonar þeirra hjá stefnda. 3. Í dómsorði hins áfrýjaða dóms sagði um umgengni að „aðilar skulu vinna að því að koma á reglulegri umgengni barnanna við það foreldri sem þau búa ekki hjá“. Í forsendum dómsins um umgengni kom fram að stúlkan hefði lýst því afdráttarlaust yfir að hún væri andsnúin allri umgengni við stefnda. Væri fallist á með héraðsdómi að torsótt væri að svo komnu máli að breyta viðhorfum hennar í þeim efnum og að varhugavert væri gegn eindregnum vilja hennar að kveða á um reglulega umgengni hennar við stefnda að svo stöddu. Þá þætti heldur ekki rétt að kveða að svo stöddu á um reglulega umgengni drengsins við áfrýjanda. Í dóminum kom fram að „vegna hagsmuna barnanna er brýnt að aðilar komi sér saman um umgengni þeirra við börnin sem fyrst og þau leiti sér aðstoðar fagaðila í þeim efnum eftir þörfum. Einnig þykir nauðsynlegt að stúlkan fái aðstoð fagaðila til að vinna úr erfiðum tilfinningum sínum gagnvart föður með það að markmiði að hún geti átt við hann samskipti. Systkinin eru náin og er mikilvægt að þau fái að hittast. Vegna þeirrar hatrömmu deilu sem verið hefur á milli aðila þykir rétt að systkinin hittist til að byrja með á hlutlausum stað í stutta stund. Í framhaldinu er rétt að þau hittist saman í stutta stund eða hluta úr degi til skiptis hjá hvoru foreldri um sig þar til af reglulegri umgengni barnanna við báða foreldra getur orðið.“ 4. Fyrir liggur að sonur málsaðila hefur dvalið hjá áfrýjanda frá uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms þrátt fyrir þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að lögheimili drengsins yrði hjá stefnda. Krafa stefnda um að sonur hans yrði tekinn úr umráðum áfrýjanda og afhentur sér með beinni aðfarargerð barst héraðsdómi […]. Í úrskurði […] kom fram að dómurinn hefði leitað til sálfræðings til að fá kannað viðhorf drengsins til kröfu áfrýjanda. Í skýrslu sálfræðingsins […] kom fram að sonur málsaðila hefði nær engin samskipti haft við föður sinn í tæplega tvö ár. Hann væri mjög ákveðinn í þeirri afstöðu sinni að vilja engin samskipti hafa við hann eða föðurforeldra sína. Hann virtist ekki óttast föður sinn og í lok skýrslunnar kom fram það mat sálfræðingsins að afar neikvæð afstaða drengsins gagnvart stefnda byggðist ekki eingöngu á sjálfstæðri reynslu hans heldur hefði umræða og afstaða annarra litað álit hans ásamt langri fjarveru frá föður sínum. Hins vegar væri ljóst að drengurinn hefði verið alfarið í umsjá móður sinnar í tvö ár og það yrðu honum viðbrigði að fara frá henni.5. Í forsendum úrskurðarins kom fram að niðurstaða sálfræðings sem kannað hefði afstöðu drengsins til kröfu stefnda yrði ekki skilin á annan veg en þann að ekki teldist varhugavert að gerðin næði fram að ganga með tilliti til hagsmuna drengsins þótt það yrðu honum viðbrigði. Þá lægi ekkert fyrir í málinu um að stefndi væri ófær um að sinna drengnum. Endanleg niðurstaða lægi fyrir um að lögheimili drengsins ætti að vera hjá stefnda. Héraðsdómur féllst því á að stefnda væri heimilt að fá son sinn tekinn úr umráðum áfrýjanda og afhentan sér með beinni aðfarargerð.6. Samkvæmt endurriti úr gerðabók sýslumanns […] var tekin fyrir beiðni stefnda um að drengurinn yrði afhentur sér með innsetningargerð samkvæmt síðastgreindum úrskurði héraðsdóms. Í gerðinni var bókað að gerðarþoli, áfrýjandi þessa máls, væri ekki mætt og einnig að lögmaður gerðarþola segði að ekki væri unnt að afhenda drenginn vegna andstöðu hans sjálfs. Af hálfu gerðarþola var þess krafist að gerðin yrði stöðvuð vegna hagsmuna barnsins. Lögmaður gerðarbeiðanda krafðist þess að gerðin næði fram að ganga. Gerðinni var frestað […] til eiginlegrar innsetningar. Samkvæmt því sem fram kom í málflutningi lögmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti 9. maí 2022 hefur áfrýjandi ekki viljað afhenda drenginn og leynt dvalarstað þeirra í því skyni að hindra að innsetning næði fram að ganga.Löggjöf7. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. barnalaga á barn rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti. Þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á þeim báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur.8. Í 5. mgr. 34. gr. barnalaga segir að dómara beri að kröfu annars foreldris eða beggja að kveða á um meðlag í dómi sem og um inntak umgengnisréttar barns og foreldra og kostnað vegna umgengni, hafi sátt ekki tekist um þessi efni, enda hafi krafa um það verið gerð í stefnu eða greinargerð stefnda. Um ákvörðun dómara um umgengni gilda ákvæði 1. til 4. mgr. 47. gr. laganna sem kveða á um úrskurð sýslumanns um umgengni og inntak þess úrskurðar og 47. gr. b þeirra sem kveður á um úrskurð sýslumanns vegna kostnaðar við umgengni.9. Í 1. mgr. 47. gr. laganna er kveðið svo á um að ákvörðun um umgengni skuli ávallt tekin eftir því sem barni er fyrir bestu. Sýslumaður líti meðal annars til tengsla barns við báða foreldra, aldurs barns, stöðugleika í lífi barns, búsetu foreldra og vilja barns að teknu tilliti til aldurs þess og þroska. Þá beri sýslumanni að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og líta sérstaklega til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Ef sýslumaður telji að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess geti hann kveðið svo á um að umgengnisréttar njóti ekki við.20. Samkvæmt 2. mgr. 47. gr. laganna skal sýslumaður úrskurða um inntak umgengnisréttar, skilyrði hans og hversu honum verði beitt. Sýslumaður getur einnig hafnað því að ákveða inntak umgengnisréttar ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu.21. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að barnalögum sagði að þegar leyst væri úr kröfum aðila um forsjá fyrir dómstólum færi yfirleitt fram ítarleg rannsókn á högum barna og foreldra. Nauðsynlegar upplýsingar lægju því fyrir í málinu til þess að einnig mætti taka afstöðu til krafna um umgengni og meðlagsgreiðslur enda væru öll þessi atriði efnislega samofin. Það þætti því augljóst hagræði fyrir foreldra að geta fengið skorið úr um umgengni og meðlag í sama máli og tekin væri afstaða til forsjár barns. 22. Í athugasemdunum sagði einnig að þeirri heimild að hafna því að ákvarða inntak umgengnisréttar yrði einkum beitt í þeim tilvikum þegar úrskurðar væri krafist um umgengni við stálpað barn sem væri mótfallið því að umgengni yrði bundin nákvæmum tímamörkum og vildi sjálft vera með í ráðum um hvenær hún færi fram. Enn fremur gæti höfnun komið til álita í þeim tilvikum þegar krafist væri umgengni við mjög ung börn sem ekki hefðu áður haft tengsl við það foreldra sem krefðist úrskurðar um umgengni. Bann við umgengni þegar sérstök atvik valdi því að umgengni barns og foreldris væri andstæð hag og þörfum barns kæmi til dæmis til greina ef það foreldri sem krefðist umgengni hefði hlotið dóm eða viðurkennt ofbeldi gagnvart barninu eða öðrum börnum. Um væri að ræða frávik frá grundvallarreglunni um rétt barns og foreldris til umgengni og ljóst væri að sterk rök þyrftu að liggja til grundvallar slíkri niðurstöðu. Niðurstaða23. Mál þetta var meðal annars höfðað til úrlausnar um kröfu aðila um að dómur tæki ákvörðun um umgengni hvors barns um sig við það foreldri sem ekki færi með forsjá þess eða það hefði ekki lögheimili hjá, sbr. 5. mgr. 34. gr. barnalaga.24. Í dómsorði hins áfrýjaða dóms er hvorki kveðið á um með skýrum hætti að umgengnisréttar hvors barns um sig gagnvart því foreldri sem það hafi ekki lögheimili hjá njóti ekki við né að hafnað sé að ákveða inntak umgengnisréttar. Þess í stað er kveðið á um að aðilar skuli vinna að því að koma á reglulegri umgengni barnanna við það foreldri sem þau búi ekki hjá. Með engum hætti var þó kveðið á um hvernig þeirri umgengni skyldi nánar háttað. Af forsendum dómsins verður á hinn bóginn ráðið að ekki sé rétt að ákveða umgengni fyrst um sinn, heldur síðar og þá í tilteknum áföngum. 25. Samkvæmt framangreindu gætir misræmis í afstöðu dómsins til ákvörðunar um umgengni í forsendum hans og dómsorði. Þá er ekki að finna rökstuðning í dóminum fyrir þeirri niðurstöðu að sonur aðila skyldi enga umgengni hafa við áfrýjanda „að svo stöddu“. Síðar í forsendum dómsins komi þó fram að vegna þess hversu systkinin væru náin væri rétt að þau fengju að hittast, fyrst á „hlutlausum stað“, en í framhaldinu í stutta stund eða hluta úr degi til skiptis hjá hvoru foreldri um sig þar til af reglulegri umgengni gæti orðið.26. Þótt dómur geti ákveðið að engin umgengni skuli fara fram milli foreldra og barns ef hún er talin andstæð hagsmunum barns og einnig hafnað því að ákveða inntak hennar, sbr. 5. mgr. 34. gr. barnalaga, sbr. 1. og 2. mgr. 47. gr. þeirra, verða forsendur og dómsorð að vera með þeim hætti að ekki orki tvímælis hvort fallist er á ákveðna umgengni eða henni hafnað. Hafni dómur því að kveða á um umgengni eða telji rétt að ákveða ekki inntak hennar ber samkvæmt f-lið 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. og 1. mgr. 38. gr. barnalaga, að rökstyðja þá niðurstöðu og draga hana saman í dómsorði, sbr. 2. mgr. 114. gr. og 4. mgr. 164. gr. laganna. Fallist dómurinn á hinn bóginn á að ákveða umgengni og inntak hennar ber að rökstyðja þá niðurstöðu í forsendum dóms og draga saman í dómsorði hvernig tilhögun umgengni skuli vera, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. júní 2021 í máli nr. 8/2021. 27. Í máli þessu var gerð krafa um að dómur tæki ákvörðun um hvernig umgengni skyldi háttað við það foreldri sem barn byggi ekki hjá en eins og rakið hefur verið verður hvorki ráðið af forsendum hins áfrýjaða dóms né dómsorði að leyst hafi verið úr þeirri kröfu með ótvíræðum og skýrum hætti og endurspeglar dómsorð hins áfrýjaða dóms á engan hátt forsendur dómsins um umgengni hvors barns um sig við það foreldri sem það býr ekki hjá. Hér er þess að gæta að dómstólar geta ekki komið sér hjá því að leysa úr því sakarefni sem réttilega er undir þá borið og eftirlátið málsaðilum að leysa úr því sjálfum eins og gert var með hinum áfrýjaða dómi að því er varðaði umgengni barnanna við foreldra sína.28. Áfrýjunarleyfi í máli þessu var veitt á þeim grundvelli að á dómi Landsréttar, að því er varðaði niðurstöðu um umgengni barnanna við aðila máls, kynnu að vera ágallar og áfrýjun þess samþykkt einvörðungu um það atriði, sbr. lokamálslið 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem áfrýjun málsins var leyfð á framangreindum grundvelli og það varðar ríka hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga sem brýnt er að leysa úr með skjótum hætti verður í ljósi framangreindra annmarka á dóminum einungis sá hluti hans ómerktur og þeim hluta málsins vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju.29. Rétt er að hvor aðili greiði sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti en um gjafsóknarkostnað fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Sá hluti hins áfrýjaða dóms er varðar úrlausn um tilhögun umgengni barna málsaðila við það foreldri sem barn býr ekki hjá er ómerktur og þeim þætti málsins vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 700.000 krónur.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, B, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 700.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=aae967dd-b4c7-4ea3-8e72-61370e3271d6&verdictid=acfcbcc2-75ce-4987-9479-5758242c8582 |
Mál nr. 25/2022 | Kærumál Útlendingur Lögvarðir hagsmunir Persónuvernd Stjórnarskrá Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi | A kærði dóm Landsréttar þar sem máli hennar á hendur Í var vísað frá héraðsdómi. Ágreiningur málsins laut að því hvort A hefði lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm um ógildingu úrskurðar kærunefndar útlendingarmála 25. september 2018 þar sem staðfest var synjun Útlendingastofnunar um að veita A vegabréfsáritun til Íslands sumarið 2018. Í dómi Hæstaréttar kom fram að fyrirmæli 60. og 70. gr. stjórnarskrárinnar hefðu verið skýrð þannig að sérhverjum sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta beri réttur til að fá skorið úr ágreiningi um lögmæti ákvarðana og athafna stjórnvalda. Tiltekin réttaráhrif væru enn bundin við ákvörðunina frá 2018 um að synja A um vegabréfsáritun. Þannig væri mælt fyrir um skráningu ákvörðunarinnar og ástæður að baki henni í miðlægt upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir á Schengen-svæðinu. Eina úrræði A til þess að fá eytt þeim persónuupplýsingum, sem skráðar væru um hana í kerfið og hún telur óáreiðanlegar eða rangar, væri að leita til dómstóla hér á landi til að fá ógilta stjórnvaldsákvörðun um synjun vegabréfsáritunar. Þegar þetta væri virt hefði A lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni um ógildingu á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Var hinn kærði dómur felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. apríl 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er dómur Landsréttar 25. mars 2022 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar en til vara að hann verði látinn niður falla.4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar en til vara að kærumálskostnaður verði látinn niður falla.Ágreiningsefni5. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur málsins að því hvort sóknaraðili hefur lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm um ógildingu úrskurðar kærunefndar útlendingamála 25. september 2018 þar sem staðfest var synjun Útlendingastofnunar um að veita sóknaraðila vegabréfsáritun til Íslands sumarið 2018. Byggðist niðurstaða hins kærða dóms um frávísun málsins frá héraðsdómi á því að lögvarðir hagsmunir væru ekki fyrir hendi þar sem tímabilið sem sóknaraðili sótti um vegabréfsáritun fyrir væri liðið og ekkert lægi fyrir um að hún hefði sótt um vegabréfsáritun á ný.Málsatvik og meðferð máls6. Sóknaraðili, sem er kínverskur ríkisborgari, sótti um vegabréfsáritun til Íslands hjá sendiráði Íslands í Peking í Kína 15. maí 2018. Í umsókn hennar kom fram að hún hygðist koma á Schengen-svæðið 16. júlí 2018 og yfirgefa það 15. ágúst sama ár. Útlendingastofnun synjaði umsókn sóknaraðila 20. júní 2018 á þeim forsendum að upplýsingar sem hún veitti um tilgang dvalar sinnar þættu ótrúverðugar auk þess sem talin var hætta á að hún dveldi lengur á svæðinu en heimilt væri samkvæmt vegabréfsáritun. Því væru ekki uppfyllt skilyrði vegabréfsáritunar samkvæmt 20. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og 32. gr. reglugerðar nr. 1160/2010 um vegabréfsáritanir og tekið fram að sóknaraðili væri metin sem „innflytjendaáhætta“ (immigration risk) á Schengen-svæðinu. Sóknaraðili skaut ákvörðuninni til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti hana með úrskurði 25. september 2018.7. Sóknaraðili höfðaði mál þetta 27. september 2019 og krafðist þess að úrskurður kærunefndarinnar yrði ógiltur og ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja henni um vegabréfsáritun yrði felld úr gildi. Byggðist krafa hennar á því að málsmeðferð Útlendingastofnunar og síðar kærunefndar útlendingamála hefði brotið í bága við ýmis ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt var á því byggt að mati á hvort hún uppfyllti skilyrði fyrir vegabréfsáritun samkvæmt 20. gr. laga nr. 80/2016 hefði verið verulega ábótavant. 8. Með héraðsdómi 7. janúar 2021 var lagt mat á lögvarða hagsmuni sóknaraðila af úrlausn málsins í ljósi þess að krafa hennar lyti að vegabréfsáritun vegna ferðar sem hún hugðist fara sumarið 2018. Vísað var til þess að þótt tímabilið væri liðið yrði ekki fullyrt að það hefði ekkert raunhæft gildi fyrir hana að fá leyst efnislega úr máli sínu. Í dóminum var talið að brotið hefði verið gegn andmælarétti sóknaraðila samkvæmt 12. gr. laga nr. 80/2016 og 13. gr. laga nr. 37/1993 við meðferð Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála á máli hennar. Þrátt fyrir þann annmarka á málsmeðferð hefði varnaraðili leitt nægar líkur að því að niðurstaða kærunefndarinnar hefði orðið sú sama þótt andmælaréttur sóknaraðila hefði verið virtur. Varnaraðili var því sýknaður af öllum kröfum sóknaraðila.9. Sóknaraðili áfrýjaði dóminum til Landsréttar. Í hinum kærða dómi var talið að sóknaraðili hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um sakarefnið, enda væri tímabilið sem hún sótti um vegabréfsáritun fyrir löngu liðið og ekkert lægi fyrir um hvort hún hefði sótt um vegabréfsáritun á ný. Auk þess myndi synjun um áritun ekki sjálfkrafa leiða til þess að nýrri umsókn þar um yrði synjað en hún yrði metin á grundvelli allra fyrirliggjandi upplýsinga. Málinu var af þessari ástæðu vísað frá héraðsdómi án kröfu.Málsástæður aðila0. Sóknaraðili telur að hún hafi ríka lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins og bendir því til stuðnings einkum á að varnaraðili hafi skráð synjun um vegabréfsráritun til hennar og ástæður fyrir henni í sameiginlegt upplýsingakerfi Schengen-ríkjanna, svo sem mælt sé fyrir um í 5. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 1160/2010. Um sé að ræða skuldbindingu Íslands samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2008 frá 9. júlí 2008 um upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir (VIS) og skipti á gögnum milli aðildarríkja um vegabréfsáritanir til stuttrar dvalar. Eitt helsta markmið upplýsingakerfisins sé að draga úr misnotkun á vegabréfsáritunum og koma í veg fyrir að einstaklingur fái vegabréfsáritun samþykkta þegar annað Schengen-ríki hefur áður synjað um vegabréfsáritun, aðstoða við að bera kennsl á þá sem ekki uppfylla skilyrði fyrir komu á Schengen-svæðið og koma í veg fyrir ógnir við innra öryggi.1. Sóknaraðili heldur því fram að skráning á synjun vegabréfsáritunar og ástæðum hennar í upplýsingakerfið sé verulega íþyngjandi fyrir hana. Kerfið byggist á því að lögregluyfirvöld og stofnanir sem annist vegabréfsáritanir og landamæraeftirlit allra aðildarríkja á Schengen-svæðinu hafi aðgang að þessum upplýsingum þegar meta þurfi síðari umsóknir hennar um vegabréfsáritun til að ferðast inn á svæðið. 2. Sóknaraðili leggur áherslu á mikilvægi þess að þær rangfærslur sem komi fram í ákvörðunum stjórnvalda um synjun á umsókn hennar og skráningu þeirra í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir séu leiðréttar. Þá bendir hún á að persónuupplýsingar um hana sem þar séu varði meðal annars fjölskylduhagi hennar og séu þáttur í friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Eina leiðin til þess að fá þessum upplýsingum eytt og þar með áhrifum skráningarinnar á ferðafrelsi hennar sé að dómstóll ógildi ákvörðun um að synja henni um vegabréfsáritun. Vísar hún um það til 3. mgr. 25. gr. fyrrgreindrar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2008 sem mæli fyrir um að aðildarríki skuli tafarlaust eyða gögnum um synjun um vegabréfsáritun úr kerfinu þegar endanlegur dómur um ógildingu ákvörðunar liggur fyrir.3. Varnaraðili telur það nýja málsástæðu af hálfu sóknaraðila að hún hafi sérstaka hagsmuni af því að synjun um vegabréfsáritun sé ekki skráð í miðlægt upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir enda hafi hvorki verið byggt á henni í héraði né fyrir Landsrétti. Þótt synjunin sé vissulega skráð í upplýsingakerfið samkvæmt fyrrgreindum reglugerðum hafi málatilbúnaður sóknaraðila fram að þessu ekkert lotið að umræddri skráningu heldur aðeins fjallað um þær ástæður sem leiddu til synjunar og málsmeðferð hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála.4. Þá bendir varnaraðili á að verði dómkrafa sóknaraðila um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar tekin til greina þyrfti sóknaraðili engu að síður að sækja um vegabréfsáritun að nýju, sbr. 5. mgr. 20. gr. laga nr. 80/2016, enda gildi slík áritun að hámarki 90 daga á nánar tilgreindu tímabili. Það tímabil sé löngu liðið eins og fram hafi komið í hinum kærða dómi. Sóknaraðili hafi því enga lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr dómkröfu sinni enda hafi úrlausn um sakarefnið ekkert raunhæft gildi fyrir réttarstöðu hennar. Með vísan til 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 beri því að staðfesta hinn kærða dóm.Niðurstaða5. Dómstólar eiga almennt úrskurðarvald um gildi stjórnvaldsákvarðana en sú meginregla hefur verið leidd af 60. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sem mælir fyrir um að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Í greininni er í senn fólginn stjórnskipulegur grundvöllur fyrir eftirliti dómstóla með framkvæmdarvaldinu og réttur til að fá skorið úr ágreiningi um lögmæti ákvarðana og athafna stjórnvalda. Var sú skipan styrkt frekar þegar fest var almenn regla í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. stjórnarskipunarlög nr. 97/1995, um að öllum beri réttur til að fá úrlausn dómstóls um réttindi sín og skyldur. 6. Af þessum ákvæðum leiðir að borgararnir eiga stjórnarskrárvarinn rétt til að fá efnisúrlausn dómstóla í máli um lögmæti stjórnvaldsákvarðana að tilteknum skilyrðum uppfylltum, sbr. einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 26. mars 2013 í máli nr. 652/2012 og 31. júlí 2017 í máli nr. 452/2017. Þannig segir í greinargerð með frumvarpi að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 að það teljist ekki andstætt rétti til aðgangs að dómstólum samkvæmt 1. mgr. 70. gr. að reglur séu settar í réttarfarslöggjöf um að maður þurfi sjálfur að hafa hagsmuni af því að fá leyst úr máli til að geta lagt það fyrir dómstóla.7. Sú vernd sem framangreind ákvæði veita rétti manns til að fá úrlausn dómstóla um lögmæti stjórnvaldsákvörðunar er því meðal annars háð grunnreglu einkamálaréttarfars um lögvarða hagsmuni og 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 sem mælir fyrir um að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 12. júní 2002 í máli nr. 231/2002. Því verður úrlausn máls að hafa raunhæft gildi eða þýðingu fyrir hagsmuni aðila máls og þeir hagsmunir teljast lögvarðir ef þeir tengjast þeim réttarreglum eða réttindum og skyldum sem eru hluti af sakarefninu. Ástæða er til að beita grunnreglunni um nauðsyn lögvarinna hagsmuna ekki með ströngum hætti enda kann með því að verða gengið of nærri hinum stjórnarskrárvarða rétti til aðgangs að dómstólum. 8. Reglan um lögvarða hagsmuni í einkamáli lýtur að formhlið máls sem dómara ber að gæta af sjálfsdáðum þótt krafa um frávísun komi ekki fram, sbr. til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 231/2002. Af þeirri ástæðu verður ekki ætlast til að sá sem höfðar mál færi fram með tæmandi hætti málsástæður til stuðnings því að hann eigi lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn um sakarefni, sbr. einnig 1. mgr. 111. gr. laganna. Verður því ekki fallist á þær röksemdir varnaraðila að þær málsástæður sem sóknaraðili teflir fram hér fyrir réttinum, um afleiðingar af skráningu ákvörðunar í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir fyrir réttindi hennar, séu svo vanreifaðar í greinargerð fyrir Landsrétti að um nýja málsástæðu sé að ræða sem beri að hafna. Að auki er þess að gæta að í greinargerð sóknaraðila til Landsréttar er sérstaklega fjallað um lögvarða hagsmuni hennar af ógildingu synjunar um vegabréfsáritun vegna áhrifa ákvörðunarinnar á ferðafrelsi hennar til allra ríkja á Schengen-svæðinu. Kom sú málsástæða því fram þegar tilefni varð fyrst til, sbr. einnig 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 og er það jafnframt kjarni málatilbúnaðar hennar fyrir Hæstarétti.9. Í málinu er óumdeilt að tímabilið sem sóknaraðili sótti um vegabréfsáritun fyrir miðaðist við 16. júlí til 15. ágúst 2018. Eru réttaráhrif synjunar að því er varðar útgáfu áritunarinnar sem slíkrar því ótvírætt liðin undir lok. Eins og fram kemur í hinum kærða dómi myndi ógilding ákvörðunarinnar þannig ekki hafa neitt raunhæft gildi í því tilliti fyrir sóknaraðila og yrði hún að sækja á ný um áritun ef hún hefði áform um að koma hingað til lands í framtíðinni.20. Á hinn bóginn er ljóst að önnur tiltekin réttaráhrif eru enn bundin við ákvörðunina frá 2018 um að synja sóknaraðila um vegabréfsáritun. Svo sem fyrr greinir er mælt fyrir um skráningu ákvörðunarinnar og ástæður fyrir henni í miðlægt upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir á Schengen-svæðinu, sbr. fyrirmæli í 5. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 1160/2010 sem er sett með stoð í 20. gr. laga nr. 80/2016. Í 8. mgr. 20. gr. laganna er tekið fram að heimilt sé að taka tillit til reynslu og framkvæmdar annarra Schengen-ríkja við mat á umsókn um vegabréfsáritun. Þá er tekið fram í lokamálsgrein 21. gr. fyrrgreindrar reglugerðar að þótt áður hafi verið synjað um vegabréfsáritun skuli það ekki leiða til þess að nýrri umsókn verði synjað sjálfkrafa en ný umsókn skuli metin á grundvelli allra fyrirliggjandi upplýsinga.21. Vafalaust er samkvæmt framangreindu að fyrri ákvörðun um að synja sóknaraðila um vegabréfsáritun á grundvelli innflytjendaáhættu sumarið 2018 og aðrar upplýsingar um ástæður synjunar sem skráðar eru í upplýsingakerfið verða hluti af fyrirliggjandi gögnum sem þýðingu geta haft og gætu reynst íþyngjandi við afgreiðslu síðari umsóknar hennar. Er þá einkum horft til þess markmiðs kerfisins að fyrirbyggja að einstaklingur fái vegabréfsáritun samþykkta þegar annað ríki á Schengen-svæðinu hefur áður synjað um vegabréfsáritun.22. Upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir hér á landi er hluti af umfangsmiklu rafrænu gagnasafni sem tengist sameiginlegu upplýsingakerfi allra ríkja á Schengen-svæðinu samkvæmt 20. gr. laga nr. 80/2016 og nánari fyrirmælum laga nr. 51/2021 um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi. Sóknaraðili nýtur réttar samkvæmt 20. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 15. gr. laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi til að fá leiðréttar óáreiðanlegar upplýsingar um sig og að fá röngum upplýsingum eytt. Sem fyrr greinir koma nánari skilyrði fyrir eyðingu gagna sem tengjast synjun um vegabréfsáritun í upplýsingakerfið fram í 3. mgr. 25. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2008, sbr. einnig reglugerð nr. 1275/2021 um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir, en annars er meginreglan samkvæmt 23. gr. fyrrgreindrar reglugerðar að varðveislutími upplýsinga um umsóknir sé að hámarki fimm ár.23. Ljóst er því að eina úrræði sóknaraðila til þess að fá eytt þeim persónuupplýsingum, sem skráðar eru um hana í kerfið og hún telur óáreiðanlegar eða rangar, er að leita til dómstóla hér á landi til að fá ógilta stjórnvaldsákvörðun um synjun vegabréfsáritunar. Þegar þetta er virt hefur sóknaraðili lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni um ógildingu á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Má um það einnig til hliðsjónar vísa til dóms Hæstaréttar 7. maí 2003 í máli nr. 150/2003. Standa hvorki ákvæði 25. gr. laga nr. 91/1991 né grunnreglur einkamálaréttarfars um lögvarða hagsmuni því í vegi að efnisdómur verði lagður á kröfuna sem sóknaraðili hefur uppi í málinu.24. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn kærði dómur felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.25. Það athugist að sóknaraðili þurfti ekki að krefjast þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði felld úr gildi samhliða kröfu um ógildingu á úrskurði kærunefndar útlendingamála.26. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði dómur er felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.Varnaraðili, íslenska ríkið, greiði sóknaraðila, A, 500.000 krónur í kærumálskostnað.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=172af3b8-73ec-4e03-9cd0-095e262d49ac&verdictid=99911fda-5f10-4c7d-a021-509ba646ef5e |
Mál nr. 55/2021 | Málskostnaður Samning dóms Frávísun gagnsakar Ómerking dóms Landsréttar Heimvísun | Í málinu deildu aðilar um skylduaðild E ehf. og G að Á samkvæmt 17. gr. laga nr. 75/2008 og jafnframt skyldu þeirra til að greiða árgjald til þess fyrir árin 2016 til 2018. Í dómi Hæstaréttar var rakið að áfrýjun Á beindist að E ehf. sem neytti heimildar 3. mgr. 177. gr. laga nr. 91/1991 til að gagnáfrýja dóminum. Málskot félagsins til Hæstaréttar varðaði á hinn bóginn ekki G og veitti honum því ekki sjálfstæðan rétt til gagnáfrýjunar á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis laga nr. 91/1991. Var málinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti að því er G varðaði. Þá var rakið í dómi Hæstaréttar að niðurstöðu héraðsdóms hefði verið breytt með hinum áfrýjaða dómi að því leyti að E ehf. var aðeins gert að greiða Á árgjald vegna ársins 2016 svo og 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Í dóminum hefði hins vegar engin afstaða tekin til þess hvernig fara skyldi með málskostnað milli þessara aðila í héraði. Það færi í bága við fyrirmæli h-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um atriði sem tilgreina bæri í dómi. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þetta væri slíkur annmarki á hinum áfrýjaða dómi að óhjákvæmilegt væri að ómerkja hann og vísa málinu til Landsréttar til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. desember 2021 og beinist áfrýjun hans að gagnáfrýjandanum Einum á móti X ehf. Hann krefst aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms og að málinu verði vísað til Landsréttar til löglegrar meðferðar, auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að gagnáfrýjanda Einum á móti X ehf. verði gert að greiða sér 45.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 30.000 krónum frá 21. desember 2017 til 22. nóvember 2018 og af 45.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags, svo og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til þrautavara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda Eins á móti X ehf. á öllum dómstigum. Hann gerir ekki kröfu um málskostnað úr hendi Gunnars Briem.3. Gagnáfrýjendur skutu málinu fyrir sitt leyti til Hæstaréttar 16. febrúar 2022. Gagnáfrýjandi Einn á móti X ehf. krefst sýknu af kröfu aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans á öllum dómstigum. Gagnáfrýjandi Gunnar Briem krefst þess að hinn áfrýjaði dómur um sýknu hans verði staðfestur og aðaláfrýjanda gert að greiða sér málskostnað á öllum dómstigum.Ágreiningsefni4. Aðaláfrýjandi er félag eigenda frístundalóða í Ásum frístundabyggð, í landi jarðarinnar Fells í Bláskógabyggð, og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Gagnáfrýjendur eru annars vegar félag sem er eigandi lóðar innan frístundabyggðarinnar og hins vegar leigutaki lóðarinnar og umráðamaður hennar í skilningi laganna en hann er einnig stjórnarformaður félagsins. Ágreiningur málsins lýtur að skylduaðild gagnáfrýjenda að umræddu félagi samkvæmt 17. gr. laga nr. 75/2008 og jafnframt skyldu þeirra til að greiða árgjald til þess fyrir árin 2016 til 2018.5. Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta fyrir héraðsdómi til heimtu árgjaldanna. Héraðsdómur féllst á kröfu hans gagnvart gagnáfrýjandanum Einum á móti X ehf. en sýknaði gagnáfrýjandann Gunnar Briem. Jafnframt var Einum á móti X ehf. gert að greiða aðaláfrýjanda 1.000.000 krónur í málskostnað. 6. Samkvæmt hinum áfrýjaða dómi var Einum á móti X ehf. aðeins gert að greiða árgjald fyrir árið 2016, þar sem félagið hefði ekki verið umráðamaður lóðarinnar árin 2017 og 2018 í skilningi laga nr. 75/2008 heldur leigutaki hennar, Gunnar Briem, en málinu hafði ekki veriðáfrýjað til Landsréttar gagnvart honum. Með dómi Landsréttar var Einum á móti X ehf. gert að greiða aðaláfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti en ekki var tekin afstaða til málskostnaðar í héraði þeirra í milli.7. Beiðni aðaláfrýjanda um áfrýjunarleyfi var studd þeim rökum að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmarka þar sem hvorki í forsendum hans né dómsorði væri tekin afstaða til málskostnaðar í héraði. Var leyfi til áfrýjunar veitt 10. desember 2021 á þeim grunni að á dómi Landsréttar kynnu að vera þeir ágallar að rétt væri að samþykkja beiðni um áfrýjun, sbr. 4. málslið 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Niðurstaða8. Svo sem fyrr greinir beinist áfrýjun aðaláfrýjanda á dómi Landsréttar að gagnáfrýjandanum Einum á móti X ehf. sem neytti heimildar 3. mgr. 177. gr. laga nr. 91/1991 til að gagnáfrýja dóminum. Málskot aðaláfrýjanda til Hæstaréttar varðaði á hinn bóginn ekki Gunnar Briem og veitti honum því ekki sjálfstæðan rétt til gagnáfrýjunar á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis laga nr. 91/1991. Hefði honum borið að leita leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar samkvæmt 1. mgr. 176. gr. hefði hann viljað koma fram breytingum á hinum áfrýjaða dómi gagnvart sér en það gerði hann ekki. Ber því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti að því er gagnáfrýjandann Gunnar Briem varðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 26. mars 2009 í máli nr. 263/2008. 9. Eins og fyrr er rakið var niðurstöðu héraðsdóms breytt með hinum áfrýjaða dómi að því leyti að gagnáfrýjanda Einum á móti X ehf. var aðeins gert að greiða aðaláfrýjanda árgjald vegna ársins 2016 svo og 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Í dóminum var hins vegar engin afstaða tekin til þess, hvorki í forsendum né dómsorði, hvernig fara skyldi með málskostnað milli þessara aðila í héraði, svo sem hvort ákvörðun héraðsdóms um málskostnað skyldi óröskuð, staðfest eða einhver breyting gerð á henni. Fer það í bága við fyrirmæli h-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um atriði sem tilgreina ber í dómi. Er þetta slíkur annmarki á hinum áfrýjaða dómi að óhjákvæmilegt er að ómerkja hann og vísa málinu til Landsréttar til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 9. febrúar 2012 í máli nr. 405/2011 og 2. júní 2016 í máli nr. 479/2015.0. Rétt er að málskostnaður milli allra aðila fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti að því er varðar áfrýjun gagnáfrýjanda, Gunnars Briem, á hendur aðaláfrýjanda Ásum frístundabyggð. Málskostnaður þeirra í milli fyrir Hæstarétti fellur niður.Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað til Landsréttar til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju.Málskostnaður milli aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda, Eins á móti X ehf., fyrir Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=48efdf4a-7e82-411f-a666-a98309f62cf7&verdictid=6ff41726-948c-4cb7-a315-585d028bd493 |
Mál nr. 50/2021 | Málefni fatlaðs fólks Sveitarfélög Lögvarðir hagsmunir Skaðabætur Miskabætur Frávísun frá héraðsdómi að hluta Gjafsókn | A höfðaði mál gegn M og krafðist annars vegar greiðslu miskabóta og hins vegar viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna meðferðar og afgreiðslu M á umsókn hans um notendastýrða persónulega aðstoð samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. A hafði sótt um notendastýrða persónulega aðstoð hjá M 4. október 2018 en þjónusta samkvæmt einstaklingssamningi við A hófst í febrúar 2021. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri niðurstöðu að A hefði ekki leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem orsakast hefði af skaðabótaskyldum verknaði M þannig að hann hefði lögvarða hagsmuni í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfu sinni fyrir dómi. Var kröfunni því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Hins vegar var fallist á miskabótakröfu A með vísan til þess að takmarkaðar skýringar hefðu komið fram um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar hans fram til þess að samningur hans var sendur til ráðuneytis 16. apríl 2020. Við mat á þýðingu tafanna yrði að hafa í huga að allt frá því að umsókn A barst M hafi hann verið í brýnni þörf fyrir skjóta afgreiðslu og M mátti vera það ljóst. Því hefði meðferð umsóknarinnar farið verulega úr skorðum og var M gert að greiða A 700.000 krónur í miskabætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. nóvember 2021. Hann krefst þess annars vegar að stefnda verði gert að greiða sér 700.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. desember 2020 til greiðsludags. Hins vegar krefst hann þess að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð stefnda gagnvart sér vegna fjártjóns af völdum meðferðar og afgreiðslu stefnda á umsókn sinni 4. október 2018 um notendastýrða persónulega aðstoð samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum án tillits til gjafsóknar sem honum hafi verið veitt.3. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að meðferð og afgreiðslu stefnda á umsókn áfrýjanda 4. október 2018 um notendastýrða persónulega aðstoð samkvæmt lögum nr. 38/2018. Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi sýknaður af kröfum áfrýjanda en héraðsdómur hafði dæmt stefnda til greiðslu miskabóta og viðurkennt að hann bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni áfrýjanda. 5. Áfrýjandi krafðist þess upphaflega að ógilt yrði með dómi ákvæði í samþykkt fjölskyldunefndar stefnda 5. nóvember 2019 um að notendastýrð persónuleg aðstoð yrði háð samþykki félagsmálaráðuneytisins fyrir hlutdeild ríkisins í samningnum. Hann féll frá þeirri kröfu við upphaf aðalmeðferðar í héraði.6. Áfrýjunarleyfi var veitt 18. nóvember 2021 á þeim grundvelli að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um beitingu ákvæðis I til bráðabirgða í lögum nr. 38/2018 að því er varðar heimildir sveitarfélags til þess að synja einstaklingi um þjónustu á þeim grundvelli að ríkið hafi ekki veitt fjármagn til málaflokks og um vernd sem þeir hagsmunir sem málið varða eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá.Málsatvik og málsmeðferð7. Áfrýjandi býr við verulega færniskerðingu sem rekja má til […] sem hann varð fyrir árið 2001 og […] sem hann greindist með á árinu 2008. Vegna þessa þarf hann aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hann er búsettur í Mosfellsbæ og hefur fengið þar þjónustu. 8. Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis IV í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks gerði stefndi samning við áfrýjanda 1. október 2012 um notendastýrða persónulega aðstoð. Stefndi sagði samningnum upp í maí 2016 en sú ákvörðun var felld úr gildi af úrskurðarnefnd velferðarmála vegna ágalla á þeirri málsmeðferð. Nýr samningur um notendastýrða persónulega aðstoð mun hafa verið gerður í kjölfarið og var hann í gildi fram til ársins 2017 þegar áfrýjandi fór til dvalar á hjúkrunarheimili. 9. Hinn 1. október 2018 tóku gildi lög nr. 38/2018. Áfrýjandi sótti 4. sama mánaðar um notendastýrða persónulega aðstoð á grundvelli 11. gr. laganna. Umsókninni var svarað með tölvubréfi 9. október 2018 og tekið fram að málið færi í vinnslu á fjölskyldusviði stefnda. Ekki liggja fyrir gögn um samskipti aðila í kjölfarið en 1. október 2019 kærði áfrýjandi drátt á afgreiðslu umsóknarinnar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Í úrskurði nefndarinnar 14. janúar 2020 kom fram að áfrýjandi hefði ítrekað óskað eftir afgreiðslu máls síns en í bréfi stefnda 30. september 2019 hefði verið boðaður frekari dráttur á meðferð umsóknarinnar þar sem enn væri unnið að því að móta og afgreiða nýjar reglur sveitarfélagsins um þjónustuna. Þá væri áætlað að taka umsóknina fyrir á trúnaðarmálafundi fjölskyldusviðs stefnda 31. október 2019. Í úrskurði nefndarinnar sagði jafnframt að stefndi hefði ekki gefið skýringu á þeirri töf sem orðið hefði á afgreiðslu umsóknarinnar og því teldist málið hafa dregist óhæfilega í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 0. Fjölskyldunefnd stefnda tók umsókn áfrýjanda til afgreiðslu 5. nóvember 2019 og samþykkti hana. Var fjölskyldusviði stefnda í kjölfarið falið að ná samkomulagi við áfrýjanda um vinnustundir. Í bréfi nefndarinnar sagði að samningurinn tæki ekki gildi fyrr en reglur stefnda um notendastýrða persónulega aðstoð byggðar á lögum nr. 38/2018 hefðu verið settar. Þá þyrfti samþykki félagsmálaráðuneytisins fyrir „hlutdeild ríkis í samningi“ og væri samningurinn jafnframt háður því skilyrði að fjármagn lægi fyrir hjá fjölskyldusviði stefnda.1. Á fundi vegna mats á stuðningsþörf áfrýjanda 17. janúar 2020 var bókað eftir áfrýjanda að hann hefði búið á hjúkrunarheimili frá desember 2017 og væri óánægður með dvöl sína þar. Hann vildi búa á heimili sínu og fá þar notendastýrða persónulega aðstoð. Í tölvubréfi áfrýjanda 29. janúar 2020 spurðist hann fyrir um tafir á samningnum og óskaði eftir aðstoð við að flytja á heimili sitt. Í svari stefnda sama dag kom fram að fundað hefði verið um málefni áfrýjanda. Hann gæti ekki fengið samning strax en unnið væri í málinu. 2. Aðilar funduðu um samkomulag um úthlutun vinnustunda 12. febrúar 2020 þar sem farið var yfir drög að samkomulagi og þær reglur sem giltu um þjónustuna. Bókað var að samþykki fyrir þjónustunni væri háð samþykki ráðuneytis fyrir hlutdeild þess í samningnum. Væri nú „frysting frá ráðuneytinu vegna fjármagnsskorts“ en fjölskyldusvið stefnda myndi „þrýsta á ráðuneytið til þess að notandi geti sem fyrst hafið þá þjónustu sem hann óskar eftir“. Sama dag sendi áfrýjandi tölvubréf til stefnda þar sem hann óskaði eftir að samningurinn kæmi til framkvæmda 28. þess mánaðar. 3. Samkomulag um úthlutun vinnustunda var undirritað 20. febrúar 2020. Í því sagði meðal annars að áfrýjandi fengi úthlutað 731 vinnustund að meðaltali á mánuði til að mæta stuðningsþörf sinni og tæki fyrst um sinn til tímabilsins 1. mars til 31. maí 2020. Yrði samkomulagið útfært nánar í einstaklingssamningi sem gerður yrði á grundvelli reglugerðar nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. 4. Í samskiptum aðila í kjölfarið krafðist áfrýjandi þess ítrekað að notendastýrð persónuleg aðstoð hæfist á grundvelli samþykktrar umsóknar og samkomulags um vinnustundir. Í tölvubréfi áfrýjanda 17. mars 2020 sagði að hann væri enn að bíða eftir að samningur sinn yrði virkur. Í tölvubréfi stefnda sama dag kom fram að kannað yrði hver staðan á samningnum væri. Síðar sama dag sendi stefndi tölvubréf til áfrýjanda og var honum tilkynnt að skrifstofa stefnda væri í samskiptum við ráðuneytið vegna samningsins. Enn væri frysting hjá ráðuneyti á slíkum samningum. Auglýst yrði eftir nýjum umsóknum þegar samningar yrðu opnaðir aftur og yrði að fylgjast með því. 5. Enn spurðist áfrýjandi fyrir um stöðu samningsins í tölvubréfi 23. mars 2020. Í svari stefnda 25. sama mánaðar sagði að sennilega yrði samningur áfrýjanda „ekki tekinn fyrir af ráðuneytinu fyrr en í haust í fyrsta lagi“. Því væri rétt að kanna aðra möguleika á þjónustu fyrir áfrýjanda á heimili hans og hann beðinn um að upplýsa um þarfir sínar fyrir þjónustu.6. Með tölvubréfi réttindagæslumanns áfrýjanda 26. mars 2020 til stefnda var óskað eftir afriti allra samskipta við ráðuneytið vegna umsóknar áfrýjanda og eftir upplýsingum um þá möguleika sem hann hefði á þjónustu frá stefnda. Erindinu var svarað með tölvubréfi stefnda 14. apríl sama ár þar sem því var lýst að samningur áfrýjanda hefði verið samþykktur með fyrirvara um mótframlag frá ráðuneytinu en af hálfu þess hefðu allir nýir samningar um notendastýrða persónulega aðstoð verið frystir. Þá hefði einnig verið fyrirvari um fjárframlag frá stefnda og lægi það ekki heldur fyrir. Jafnframt gæti stefndi hvorki boðið áfrýjanda sólarhringsþjónustu á heimili hans né samfellda þjónustu.7. Réttindagæslumaður áfrýjanda sendi tölvubréf til félagsmálaráðuneytisins 14. apríl 2020 og óskaði upplýsinga um afgreiðslu á samningi hans. Í svari ráðuneytisins 22. sama mánaðar kom fram að gögn vegna umsóknar áfrýjanda hefðu borist því 16. þess mánaðar. Þar sagði jafnframt að umsóknir sveitarfélaga um ríkisframlag vegna samninga um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir árið 2019 hefðu verið afgreiddar í desember 2019 og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu upplýst með óformlegum hætti um að unnið væri að fjármögnun 25% framlags ríkisins fyrir þá samninga sem gerðir voru árið 2019 vegna ársins 2020. Meðan sú fjármögnun væri ekki tryggð yrði ekki gengið frá ríkisframlagi vegna nýrra samninga fyrir árið 2020. Þá var vakin athygli á að sveitarfélögum væri heimilt að afgreiða samninga um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir sitt leyti þótt ekki kæmi til framlag ríkisins til þeirra samninga.8. Með tölvubréfi réttindagæslumanns áfrýjanda 13. maí 2020 var óskað skýringa stefnda um ástæður þess að samningurinn barst ekki ráðuneytinu fyrr en tveimur mánuðum eftir undirritun og sex vikum eftir að hann átti að taka gildi. Yrði ekki betur séð en að upplýsingar sem sveitarfélagið hefði fengið með óformlegum hætti um fjármögnun ríkisins hefðu verið felldar inn í samkomulag við áfrýjanda en þrátt fyrir það hefði verið gengið frá þriggja mánaða reynslusamningi við hann 20. febrúar 2020. Hefði stefndi því fyrir löngu átt að tryggja að áfrýjandi fengi heildstæða einstaklingsmiðaða stoðþjónustu heim til sín óháð meðferð og vinnslu samnings um notendastýrða persónulega aðstoð. Í tölvubréfi stefnda 2. júní 2020 sagði að unnið hefði verið að því að finna leiðir til að mæta þjónustuþörf áfrýjanda á heimili hans. Áfrýjanda hefði verið kynnt að hann gæti fengið hefðbundna þjónustu frá stefnda ef hann ákvæði að fara heim til sín en hún yrði ekki samfelld. Þá ætti það fjármagn sem ráðuneytið hefði þegar veitt samþykki fyrir vegna samninga um notendastýrða persónulega aðstoð ekki við um þá viðbótarsamninga sem væru á bið hjá sveitarfélögum. Á meðan svo væri myndi stefndi ekki setja af stað nýja samninga. 9. Með tölvubréfi 13. júlí 2020 ítrekaði áfrýjandi erindi sitt og í svari stefnda daginn eftir kom fram að enn væri ekki ljóst hvenær samningurinn kæmi til framkvæmda, meðal annars vegna fyrirvara um hlutdeild ríkisins. Þegar sú hlutdeild lægi fyrir þyrfti að liggja fyrir fjármagn frá stefnda. Ekki væri búið að samþykkja fjármagn í neina nýja samninga og ekki væri von á svörum fyrr en í fyrsta lagi á komandi hausti. 20. Í bréfi lögmanns áfrýjanda 2. nóvember 2020 var þess krafist að gerður yrði einstaklingssamningur við áfrýjanda um veitingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og að hún hæfist þá þegar. Því var svarað með bréfi stefnda 18. sama mánaðar þar sem sagði að ekki hefði borist svar við umsókn sem send hefði verið ráðuneytinu 16. apríl 2020. Ráðuneytið hefði kallað eftir umsóknum sveitarfélaga 1. október 2020 um framlag ríkissjóðs í þá samninga sem voru í gildi árið 2019. Enn hefði ekki verið kallað eftir umsóknum vegna nýrra samninga. Ítrekað var það sem fram kom í samþykkt fjölskyldunefndar stefnda 5. nóvember 2019 um að þjónustan væri háð framlagi ríkisins. Hins vegar hefði stefndi gert ráð fyrir fjármögnun síns hluta samningsins í fjárhagsáætlun næsta árs. Þá var bent á að áfrýjandi byggi á hjúkrunarheimili þar sem hann nyti sólarhringsþjónustu. Því til viðbótar hefði áfrýjandi samþykki fyrir liðveislu frá stefnda og akstursþjónustu meðan hann byggi þar og þá þjónustu hefði hann nýtt sér. Þá hefði áfrýjandi verið upplýstur um að kysi hann að fara heim gæti stefndi veitt áfrýjanda lögbundna þjónustu meðan hann biði eftir að samningurinn kæmi til framkvæmda. Sú þjónusta væri stuðningsþjónusta í formi félagslegrar heimaþjónustu og áframhaldandi liðveislu og aksturs. Hún yrði aftur á móti ekki veitt að næturlagi eða sem samfelld þjónusta að degi til. Tekið var fram að áfrýjandi hefði ekki látið stefnda vita hvort hann vildi nýta sér þá þjónustu. Til viðbótar hefði áfrýjanda verið bent á að hann ætti einnig rétt á að sækja um heimahjúkrun hjá heilsugæslu.21. Áfrýjandi flutti á heimili sitt í desember 2020 og naut þar umsjár eiginkonu sinnar. Hann gerði svo nýtt samkomulag um úthlutun vinnustunda á grundvelli umsóknar um notendastýrða persónulega aðstoð 7. janúar 2021. Einstaklingssamningur var gerður við áfrýjanda um þjónustuna 14. sama mánaðar og hófst hún í febrúar 2021.LöggjöfStjórnarskrá, almenn lög og alþjóðlegir samningar22. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 skal öllum þeim sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Til samræmis við þennan áskilnað hafa verið lögfest ýmis ákvæði um málefni fatlaðs fólks svo sem lög nr. 38/2018 og lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Áður voru í gildi lög nr. 59/1992 og með lögum nr. 152/2010 voru gerðar breytingar á þeim lögum og málaflokkurinn færður frá ríki til sveitarfélaga. 23. Í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga segir að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti og samkvæmt 2. mgr. er óheimilt að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. Þá er í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar mælt fyrir um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.24. Um sveitarfélög er fjallað í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fram kemur að þau skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveði. Það mat sem sveitarstjórnum er falið í lögum nr. 38/2018 tekur mið af sjálfsákvörðunarrétti þeirra en í því felst meðal annars heimild til þess að setja reglur um framkvæmd og útfærslu tiltekinna verkefna innan marka laga.25. Í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 38/2018 segir að við framkvæmd þeirra skuli framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af hálfu Íslands var sá samningur undirritaður 30. mars 2007 og fullgiltur 23. september 2016. Samkvæmt 1. gr. samningsins er markmið hans að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess. Í 19. gr. samningsins er fjallað um réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu. Í a-lið greinarinnar segir að ríkin skuli tryggja fötluðu fólki rétt til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi. Í b-lið er kveðið á um að tryggja skuli að fatlað fólk hafi aðgang að ýmiss konar þjónustu, svo sem heimaþjónustu, búsetuþjónustu og annarri samfélagslegri stuðningsþjónustu, þar á meðal persónulegri aðstoð, sem nauðsynleg er til stuðnings lífi án aðgreiningar í samfélaginu og til að koma í veg fyrir einangrun og aðgreiningu frá því. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38/2018 sagði meðal annars að hugmyndafræði um notendastýrða persónulega aðstoð ætti sér ríka stoð í nefndri 19. gr. samningsins.Um notendastýrða persónulega aðstoð26. Með lögum nr. 152/2010, sem breyttu þágildandi lögum nr. 59/1992, sagði í bráðabirgðaákvæði IV að komið yrði á sérstöku samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Markmið þess væri að þróa leiðir til að taka upp slíka aðstoð við fatlað fólk með markvissum og árangursríkum hætti. Á miðju ári 2012 voru samþykktir fyrstu tilraunasamningarnir um notendastýrða persónulega aðstoð. 27. Lög nr. 38/2018 tóku gildi 1. október 2018 og leystu af hólmi lög nr. 59/1992. Með 5. gr. laganna er sveitarfélögum falin ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og kostnaði vegna hennar. Fylgja skal almennum reglum stjórnsýsluréttar við alla málsmeðferð nema ríkari kröfur séu gerðar í lögunum, sbr. 30. gr. þeirra, og í 34. gr. kemur fram að taka skuli ákvörðun um að veita þjónustu svo fljótt sem kostur er. Ef ekki er unnt að hefja þjónustu strax og umsókn er samþykkt skal tilkynna umsækjanda um ástæður þess, hvenær hún skuli veitt og þau úrræði sem umsækjandi hefur á biðtíma. Í 11. gr. laganna er fjallað um notendastýrða persónulega aðstoð. Þar segir að einstaklingur eigi rétt á henni hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnu. Sveitarfélög bera ábyrgð á veitingu hennar, sbr. 5. mgr. 11. gr. Samkvæmt 4. mgr. skal ráðherra gefa út reglugerð og handbók um framkvæmd slíkrar aðstoðar, meðal annars um hlutverk og ábyrgð, skipulag og útfærslu, þar með talið viðmið um umfang þjónustu og lágmarksstuðningsþarfir, eftirlit og kostnaðarhlutdeild aðila í samráði við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks.28. Í 1. mgr. ákvæðis I til bráðabirgða í lögum nr. 38/2018 segir að til að auka val fatlaðs fólks um þjónustu og fyrirkomulag stuðnings skuli sveitarfélög vinna að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar á árunum 2018 til 2022. Í 2. mgr. ákvæðisins kemur fram að á innleiðingartímabili veiti ríkissjóður framlag til tiltekins fjölda samninga sem skuli ráðstafað í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hlutdeild af fjárhæð samninga á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum. Á árinu 2018 verði veitt fjármagn vegna allt að 80 samninga, á árinu 2019 vegna allt að 103 samninga, á árinu 2020 vegna allt að 125 samninga, allt að 150 samninga á árinu 2021 og allt að 172 samninga á árinu 2022. Samkvæmt 3. mgr. skal endurskoða bráðabirgðaákvæðið innan þriggja ára frá gildistöku laganna í ljósi fenginnar reynslu. 29. Reglugerð nr. 1250/2018 var sett á grundvelli laga nr. 38/2018 og tók gildi 28. desember 2018. Í 1. mgr. 5. gr. hennar segir að þegar mat á stuðningsþörf liggi fyrir samkvæmt reglum hlutaðeigandi sveitarfélags geri notandi og sveitarfélag með sér skriflegt samkomulag um samningsfjárhæð og fjölda vinnustunda sem séu til ráðstöfunar. Heimilt sé að setja í samkomulagið fyrirvara um samþykki fyrir hlutdeild ríkisins í samningsfjárhæð væntanlegs einstaklingssamnings. Á grundvelli samkomulags um vinnustundir getur notandi valið þann umsýsluaðila sem hann kjósi eða séð sjálfur um umsýsluna, sbr. 6. gr. Þá segir í 12. gr. að sveitarfélag og umsýsluaðili, sé hann ekki sjálfur notandi, skuli gera með sér samstarfssamning um samskipti og framkvæmd þjónustunnar. Enn fremur segir í 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar að gera skuli samning milli sveitarfélags, notanda og umsýsluaðila, sé hann ekki sjálfur umsýsluaðili, sem taki til samskipta og samstarfs milli sveitarfélags og notanda um framkvæmd þjónustunnar. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skal liggja fyrir samkomulag um vinnustundir eftir 5. gr., einstaklingssamningur um þjónustuna og samstarfssamningur um umsýslu milli sveitarfélags og umsýsluaðila áður en notendastýrð persónuleg aðstoð hefst.30. Vinna hófst af hálfu stefnda við setningu reglna um framkvæmd aðstoðarinnar í kjölfar gildistöku reglugerðar nr. 1250/2018. Fyrstu drög þeirra voru lögð fram í fjölskyldunefnd stefnda 22. maí 2019 og í notendaráði fatlaðs fólks 5. júlí sama ár. Endanlegar reglur voru samþykktar af fjölskyldunefnd stefnda 17. desember 2019 og bæjarstjórn 22. janúar 2020.NiðurstaðaViðurkenningarkrafa um skaðabætur vegna fjártjóns31. Áfrýjandi hefur krafist viðurkenningar á skaðabótaábyrgð stefnda vegna fyrrgreindrar málsmeðferðar við afgreiðslu á umsókn hans 4. október 2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi hefði ekki sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir fjártjóni vegna málsmeðferðar stefnda og var hann sýknaður af viðurkenningarkröfunni.32. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er heimilt að leita dóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Gildir það án tillits til þess hvort unnt væri að leita dóms sem mætti fullnægja með aðför. Þessi heimild er þó háð því að sá sem höfðar mál hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfu sinni. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur um það verið lagt til grundvallar að beiting þessarar heimildar sé háð þeim skilyrðum að sá sem höfðar mál leiði nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af nánar tilteknu tilefni og geri grein fyrir því í hverju tjónið felist og hver tengsl þess séu við atvik máls, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 12. apríl 2011 í máli nr. 189/2011 og 18. október 2018 í máli nr. 835/2017.33. Áfrýjandi byggir viðurkenningarkröfu sína á því að skilyrði sakarreglunnar um saknæmi og ólögmæti séu uppfyllt. Hann hafi dvalið á hjúkrunarheimili sem lögum samkvæmt hafi haft í för með sér beinan dvalarkostnað sem hann sem heimilismaður hafi þurft að bera að hluta samkvæmt 22. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra og réttindamissi samkvæmt 2. mgr. 21. gr. sömu laga og 5. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þá byggir áfrýjandi jafnframt á því að fyrir liggi að stefndi hafi gert sérfræðilegt mat á stuðningsþörf sem nemi nánar tilteknum vinnustundum á mánuði. Það standi því stefnda nær að sýna fram á að sá stuðningur sem áfrýjanda stóð til boða, meðan hann beið notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, hafi getað komið til móts við stuðningsþarfir hans. Í reynd hafi sá stuðningur sem áfrýjanda stóð til boða ekki verið nægur til þess að hann gæti búið heima hjá sér. Að öllu þessu gættu hafi dvöl áfrýjanda á hjúkrunarheimili með tilheyrandi kostnaði og missi fjárhagslegra réttinda verið bein og fyrirsjáanleg afleiðing þess að honum stóð ekki til boða persónuleg notendastýrð aðstoð. 34. Eins og rakið hefur verið bjó áfrýjandi á heimili sínu allt fram til ársins 2017 þegar hann fór á hjúkrunarheimili. Þangað fór hann að eigin ósk en ágreiningur er meðal aðila um hvort sú dvöl hafi verið ætluð til stuttrar hvíldar eða lengri dvalar. Ekkert liggur fyrir um hvaða aðstoð áfrýjanda hefði boðist í reynd hefði hann farið fyrr á heimili sitt en af gögnum málsins verður ráðið að stefndi bauð ítrekað fram nánar tiltekna þjónustu sem nýst gæti áfrýjanda á heimili hans kysi hann að flytjast þangað. Af því varð ekki og reyndi því ekki á hvort áfrýjanda væri ókleift að búa á heimili sínu með fyrrgreindri aðstoð af hálfu stefnda. 35. Samkvæmt framanröktu hefur áfrýjandi ekki leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem orsakast hafi af skaðabótaskyldum verknaði stefnda þannig að hann hafi lögvarða hagsmuni í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfu sinni fyrir dómi. Verður kröfunni því sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi.Miskabótakrafa36. Áfrýjandi sótti 4. október 2018 um notendastýrða persónulega aðstoð á grundvelli laga nr. 38/2018 sem tóku gildi 1. sama mánaðar. Umsókninni var svarað með tölvubréfi 9. sama mánaðar þar sem sagt var að hún færi í vinnslu. Engra gagna nýtur við um aðgerðir starfsmanna stefnda við meðferð umsóknarinnar frá þeim tíma fram til október 2019 að því frátöldu að 30. september það ár mun fyrirspurn áfrýjanda um stöðu umsóknar hans hafa verið svarað þannig að frekari dráttur yrði á afgreiðslu hennar þar sem enn væri verið að móta og afgreiða nýjar reglur stefnda um þjónustuna. Þá var það niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála 14. janúar 2020 að árs bið eftir afgreiðslu umsóknar gæti ekki talist eðlilegur afgreiðslutími. Engar skýringar hefðu komið fram um töfina og því hefði málið dregist óhæfilega í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga.37. Reglur stefnda um notendastýrða persónulega aðstoð voru samþykktar af bæjarstjórn 22. janúar 2020. Áður hafði umsókn áfrýjanda verið samþykkt 5. nóvember 2019 með þremur skilyrðum. Tvö þeirra lutu að stefnda, annars vegar með skilyrði um fjármagn sveitarfélagsins og hins vegar um gildistöku reglna um þjónustuna. Auk þess var sett skilyrði um samþykki ráðuneytis fyrir hlutdeild í samningnum. 38. Í kjölfarið hófust viðræður aðila um stuðningsþörf áfrýjanda og 17. janúar 2020 lá fyrir grunnmat á stuðningsþörf hans. Á fundi með áfrýjanda 12. febrúar sama ár var bókað að fjölskyldusvið stefnda myndi „þrýsta á ráðuneytið“ svo áfrýjandi gæti sem fyrst „hafið þá þjónustu sem hann óskar eftir“. Í tölvubréfi stefnda til áfrýjanda 14. sama mánaðar sagði jafnframt að mikilvægt væri að funda í fyrri hluta komandi viku svo að stefndi gæti sent samkomulag um úthlutun vinnustunda sem fyrst til ráðuneytis. Samkomulag um úthlutun vinnustunda var svo undirritað 20. febrúar 2020. Í því var gert ráð fyrir að þjónusta við áfrýjanda yrði fyrst um sinn veitt á tímabilinu 1. mars til 31. maí 2020 og að endurmat færi fram eigi síðar en 3. maí sama ár. Af gögnum málsins má jafnframt ráða að fyrirspurnum áfrýjanda um tafir á meðferð umsóknarinnar eftir síðastgreint tímamark hafi verið svarað af hálfu stefnda á þá leið að ástæða þeirra væri sú að ráðuneytið tæki ekki við nýjum umsóknum, auk þess sem vísað var til þess fyrirvara sem gerður var við samþykkt umsóknar áfrýjanda 5. nóvember 2019. Það var hins vegar ekki fyrr en með svari ráðuneytisins 22. apríl 2020 við fyrirspurn réttindagæslumanns áfrýjanda 14. sama mánaðar að honum varð ljóst að umsókn hans hafði ekki verið send ráðuneytinu fyrr en 16. þess mánaðar. Engra gagna nýtur við um samskipti stefnda við ráðuneytið um umsóknina eða ástæður þess að hún var ekki send ráðuneytinu fyrr en langt var liðið á þann reynslutíma sem um hafði verið samið í fyrrgreindu samkomulagi um úthlutun vinnustunda 20. febrúar 2020.39. Takmarkaðar skýringar hafa komið fram um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar áfrýjanda fram til þess að samningur var sendur ráðuneytinu 16. apríl 2020, sbr. til hliðsjónar 34. gr. laga nr. 38/2018. Þegar lagt er mat á þýðingu þeirra verður haft í huga að allt frá því að umsókn áfrýjanda barst stefnda 4. október 2018 var hann í brýnni þörf fyrir skjóta afgreiðslu erindis síns og mátti stefnda vera það ljóst. Þá var vafalaust að áfrýjandi uppfyllti skilyrði þess að fá þjónustuna. Heildstætt mat á meðferð umsóknarinnar hjá stefnda, samskiptum aðila og þeim væntingum sem áfrýjandi mátti hafa til meðferðar umsóknar sinnar leiðir til þeirrar niðurstöðu að meðferð hennar telst hafa farið verulega úr skorðum. Þá liggur heldur ekkert fyrir um hverjar lyktir umsóknarinnar hefðu orðið hefði verið gengið frá samkomulagi við áfrýjanda árið 2019 sem fengið hefði eðlilegan framgang. Verður stefndi, eins og hér háttar til, að bera hallann af því. 40. Að öllu framangreindu virtu verður fallist á að í meðferð og vinnslu stefnda á umsókn áfrýjanda hafi falist meingerð gegn persónu hans sem sé á ábyrgð stefnda og á áfrýjandi því rétt til bóta vegna ófjárhagslegs tjóns samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 18. júní 2015 í máli nr. 822/2014. Þegar af þessari ástæðu verður fallist á kröfu áfrýjanda um greiðslu miskabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 700.000 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir, sem svara til þeirrar fjárkröfu sem höfð er uppi í málinu. Þarf þá ekki að taka afstöðu til þess hvort fyrrgreint skilyrði 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1250/2018 eigi sér lagastoð eða annarra þeirra málsástæðna sem áfrýjandi hefur teflt fram til stuðnings kröfu sinni.41. Staðfest verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um ákvörðun gjafsóknarkostnaðar áfrýjanda fyrir Landsrétti en hann hafði ekki gjafsókn í héraði. Um málskostnað á öllum dómstigum og gjafsókn fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Vísað er frá héraðsdómi kröfu áfrýjanda, A, um að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð stefnda, Mosfellsbæjar, á fjártjóni hans.Stefndi greiði áfrýjanda 700.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. desember 2020 til greiðsludags.Stefndi greiði áfrýjanda 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og samtals 1.900.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti sem renna í ríkissjóð.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fyrir Landsrétti er staðfest en allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 900.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=c2cc695e-7841-4894-9f68-2922a2100781&verdictid=50b5e608-7160-4b50-8cf6-9c38df76c1e3 |
Mál nr. 23/2022 | Kærumál Áfrýjun Áfrýjunarheimild Birting Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Frávísunarúrskurður Landsréttar felldur úr gildi | X kærði úrskurð Landsréttar þar sem áfrýjun hans á dómi héraðsdóms 11. mars 2021 þar sem hann var sakfelldur fyrir líkamsárás var vísað frá dómi á þeim grunni að X hefði fallið frá áfrýjun með bindandi hætti þegar honum var birtur dómurinn. Skipaður verjandi X var viðstaddur dómsuppsögu í héraði en ekki X sjálfur og var lögreglu falið að birta honum dóminn. Lögregla hafði í kjölfarið samband við X símleiðis 25. mars 2021 og var bókað í dagbók lögreglu sama dag að hringt hefði verið í X sem hafi kvaðst ætla að áfrýja dómnum en honum hafi verið bent á að hann þyrfti samt sem áður að undirrita og móttaka dóminn. Daginn eftir mætti X á lögreglustöð og var bókað í dagbók lögreglu að hann hefði komið og undirritað dóm sem hann kveddist ætla að una. Strikað hafði verið undir orðin „Ég uni dómi“ í texta sem færður var með stimpli á endurrit dómsins og bar með sér að X hefði undirritað ásamt lögreglumanni. X lýsti yfir áfrýjun dómsins til Landsréttar með bréfi til ríkissaksóknara 30. mars 2021. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þeirrar meginreglu að dómfelldir menn í sakamáli eigi að jafnaði kost á endurskoðun dómsúrlausnar. Hæstiréttur tók fram að réttur X til áfrýjunar dóms héraðsdóms hefði engum takmörkunum sætt að lögum öðrum en að honum hafi borið að lýsa yfir áfrýjun innan frests, sbr. 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008. Þá væri hvergi í lögum að finna ákvæði um að yfirlýsing sakfellds manns um að hann uni dómi teldist bindandi og yrði ekki dregin til baka með yfirlýsingu um áfrýjun fyrir lok áfrýjunarfrests eða með öðru móti. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að lög hefðu ekki staðið því í vegi að X fengi lýst yfir áfrýjun málsins innan lögboðins áfrýjunarfrests og var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka mál X til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. apríl 2022 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. og 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 1. apríl 2022 í máli nr. 531/2021 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá Landsrétti. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.3. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað til Landsréttar til úrskurðar að nýju en til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málið tekið til löglegrar efnismeðferðar í Landsrétti. Þá krefst hann málskostnaðar vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti.Ágreiningsefni5. Ágreiningur máls þessa lýtur annars vegar að því hvort varnaraðili hafi við birtingu héraðsdóms, þar sem hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, lýst yfir að hann hygðist ekki áfrýja dóminum til Landsréttar. Hins vegar er deilt um hvort varnaraðili hafi með slíkri yfirlýsingu afsalað sér með bindandi hætti rétti til að áfrýja dóminum innan áfrýjunarfrests. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá Landsrétti á þeim grunni að varnaraðili hefði fallið frá áfrýjun með bindandi hætti er honum var birtur dómurinn.Málsatvik6. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 2021 var varnaraðili dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var honum gert að greiða brotaþola miskabætur með tilgreindum vöxtum og málskostnað. Varnaraðili var ekki viðstaddur dómsuppsögu og var lögreglu falið að birta honum dóminn. Skipaður verjandi varnaraðila fyrir héraðsdómi var á hinn bóginn viðstaddur dómsuppsögu og mun hann hafa tilkynnt varnaraðila samdægurs um niðurstöðu dómsins. Lögregla hafði í kjölfarið samband við varnaraðila símleiðis 25. mars 2021. Um þau samskipti var bókað með svofelldum hætti í dagbók lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu: „25.03.2021 12:52 Hringt í Ágúst sem kveðst ætla að áfrýja dómnum. Honum bent á að hann þurfi samt sem áður að undirrita og móttaka dóminn. Ætlar að koma við á næstu dögum á L4.“ Daginn eftir mætti varnaraðili á lögreglustöð og bókað var um þau samskipti í dagbók: „26.03.2021 14:57 Ágúst kom á L4 og undirritaði dóm sem hann kvaðst ætla að una.“ 7. Við birtinguna var eftirfarandi texti, sem bar með sér að varnaraðili hafi undirritað ásamt lögreglumanni, færður með stimpli á endurrit dómsins: „Framanskráður dómur er birtur mér í dag. Ég hef tekið við leiðbeiningum um rétt til áfrýjunar og áfrýjunarfrest og verið kynnt rækilega skilyrði frestunar refsingar og afleiðingar skilorðsrofa. Ég uni dómi / tek áfrýjunarfrest.“ Strikað var undir fyrri þrjú orðin í lokamálslið þessa texta og yfir tvö síðustu orðin. Undir textann var ritað nafn varnaraðila og upphafsstafir og númer þess lögreglumanns sem annaðist birtinguna. Af hálfu ríkissaksóknara var sama endurrit dómsins áritað 27. maí 2021 um að dóminum yrði ekki áfrýjað af ákæruvaldsins hálfu. 8. Með bréfi varnaraðila til ríkissaksóknara 30. mars 2021 lýsti hann yfir áfrýjun dómsins til Landsréttar. Gerði hann þær kröfur aðallega að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, til vara að því yrði vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar en að því frágengnu að hann yrði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Hann óskaði jafnframt eftir því að tilgreindur lögmaður yrði tilnefndur verjandi sinn við meðferð málsins fyrir Landsrétti. Ríkissaksóknari svaraði með bréfi 14. apríl 2021 til þess lögmanns sem hafði verið verjandi varnaraðila við meðferð málsins í héraði og vísaði til þess að varnaraðili hefði við birtingu dómsins afsalað sér með bindandi hætti rétti til áfrýjunar. Áfrýjunarstefna yrði því ekki gefin út. Þessu var eindregið andmælt bréflega af hálfu varnaraðila og í kjölfar frekari bréfaskipta milli verjenda varnaraðila og ríkissaksóknara gaf sá síðastnefndi út áfrýjunarstefnu 7. júlí 2021. Var hún birt varnaraðila 9. sama mánaðar.9. Við þingfestingu málsins 28. mars 2022 gerði sóknaraðili aðallega kröfu um frávísun málsins frá Landsrétti en til vara að staðfest yrði niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu varnaraðila og refsing hans þyngd. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti kom fram ósk af hálfu varnaraðila um að hann fengi að gefa skýrslu þar fyrir dómi og að lögreglumaður sá sem annaðist birtingu yrði einnig kallaður til skýrslugjafar. Því var hafnað með vísan til þess að ekki væri gert ráð fyrir skýrslutökum við flutning um formhlið málsins. Málið var tekið til úrskurðar að loknum málflutningi um frávísunarkröfu sóknaraðila. Með hinum kærða úrskurði var því vísað frá Landsrétti á þeim grundvelli að með þeim texta sem færður var á endurrit héraðsdóms með stimpli og nafnritun varnaraðila þar undir hefði hann lýst því yfir að hann yndi niðurstöðu dómsins. Landsréttur vísaði jafnframt til þess að 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ætti við með lögjöfnun og teldist efni birtingarvottorðs því rétt þar til hið gagnstæða sannaðist. Landsréttur taldi að varnaraðili hefði engar sönnur fært fram sem hnekktu því sem fram kæmi í vottorðinu. Í samræmi við dóma Hæstaréttar 29. mars 2007 í málinu nr. 615/2006, 18. desember 2008 í málinu nr. 138/2008 og 4. júní 2015 í málinu nr. 260/2014 yrði litið svo á að varnaraðili hefði fallið frá áfrýjun dómsins með bindandi hætti og síðari yfirlýsing hans um áfrýjun væri ósamþýðanleg henni.Málatilbúnaður aðila0. Varnaraðili kveður að við birtingu dómsins hafi hann ekki fengið afrit birtingarvottorðs, endurrit dómsins með undirskrift sinni eða leiðbeiningar um áfrýjun dóms sem vísað er til í texta vottorðsins. Vilji hans hafi staðið til þess að áfrýja dóminum eins og fram hafi komið í símtali hans við lögreglumann degi fyrir birtingu dómsins 26. mars 2021 en sú afstaða hafi verið skráð í dagbók lögreglu. Varnaraðili hefur einkum reist kröfur sínar hér fyrir dómi á að hann hafi ekki lýst yfir við birtingu dómsins að hann myndi una honum. Hafi stimplun framangreinds texta á endurrit dómsins og undir- og yfirstrikun í þann texta komið til án hans vitundar eftir að birting hafi átt sér stað. Þá hafi synjun Landsréttar á því að taka munnlegar skýrslur þar fyrir dómi, sem hefðu getað leitt í ljós hvort vottorð um birtingu á dómi héraðsdóms hafi verið falsað, falið í sér brot á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar, sbr. einkum d-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.1. Varnaraðili byggir ennfremur á því að yfirlýsing hans um áfrýjun 30. mars 2021 hafi komið fram innan lögbundins frests. Lög geri eingöngu ráð fyrir því að réttinum til að áfrýja sé fyrirgert verði ekki tilkynnt um áfrýjun innan áfrýjunarfrests, sbr. 1. málslið 5. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008. Hvergi í lögum sé mælt fyrir um að lögregla eða aðrir sem birta dóma í sakamálum geti krafið dómfelldan mann við birtingu dóms um afstöðu til þess hvort hann hyggist áfrýja eða ekki. Jafnframt verði takmörkun á áfrýjunarrétti í sakamáli að byggjast á ótvíræðri lagaheimild, sbr. 2. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu.2. Eins og áður greinir hefur sóknaraðili ekki látið málið til sín taka hér fyrir dómi.Löggjöf og réttarframkvæmd3. Í 3. mgr. 185. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að sé dómur ekki birtur ákærða á dómþingi og honum þar gerð önnur eða þyngri viðurlög en sekt eða upptaka eigna sem svarar til áfrýjunarfjárhæðar í einkamáli skuli ákærandi birta honum dóminn eftir því sem segir í 156. gr. laganna, er fjallar um birtingu ákæru. Í 2. mgr. 156. gr. kemur meðal annars fram að birting ákæru af einum lögreglumanni teljist fullgild og skuli sá sem birtingu annast votta hana með áritun á ákæru eða á sérstöku vottorði og þeim sem ákæra er birt skuli fengið afrit af henni. Þá segir í 1. mgr. 199. gr. laganna að þegar ákærði er staddur við uppkvaðningu héraðsdóms skuli dómari kynna honum rétt til áfrýjunar og frest til að lýsa henni yfir. Sé annars þörf á að birta ákærða dóm samkvæmt 3. mgr. 185. gr. skuli sá sem birtir honum dóminn kynna honum þetta og geta skuli þess í birtingarvottorði að þessa hafi verið gætt. 4. Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 skal ákærði lýsa yfir áfrýjun héraðsdóms með bréflegri tilkynningu sem berast verður ríkissaksóknara innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, hafi birtingar verið þörf samkvæmt 3. mgr. 185. gr., en ella innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu hans. Í tilkynningunni skal tekið nákvæmlega fram í hvaða skyni sé áfrýjað, hverjar séu dómkröfur og hvern ákærði vilji fá skipaðan verjanda fyrir Landsrétti eða hvort hann óski þess að flytja mál sitt sjálfur. Þegar tilkynning hefur borist frá ákærða innan framangreinds frests telst héraðsdómi áfrýjað af hans hálfu. Þá segir í 5. mgr. 199. gr. að hafi hvorki ákærði né ríkissaksóknari áfrýjað innan þeirra fresta sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. greinarinnar skuli litið svo á að héraðsdómi sé unað af beggja hálfu.5. Í framangreindum dómum Hæstaréttar í máli nr. 615/2006 og 260/2014 voru atvik á sömu lund og í máli því sem hér er til meðferðar. Hin dómfelldu voru ekki viðstödd dómsuppsögu og við birtingu dóma yfir þeim síðar undirrituðu þau texta, samhljóða þeim sem færður var á endurrit dóms yfir varnaraðila. Var á sama hátt annars vegar strikað undir fyrri þrjú orðin í lokamálslið textans og hins vegar yfir tvö síðustu orðin. Jafnframt var þar að finna undirritun dómfelldu og birtingarmanna. Í fyrrnefnda málinu bar hin dómfellda því við að hún hefði enga slíka yfirlýsingu gefið en í síðara málinu hélt dómfelldi því fram að fyrir mistök hefði verið strikað undir röng orð í birtingarvottorði. Í forsendum Hæstaréttar fyrir niðurstöðum segir svo í báðum málunum: „Samkvæmt 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem á hér við með lögjöfnun, telst efni þessa birtingarvottorðs rétt þar til það gagnstæða sannast. Ákærða hefur engar sönnur fært til að hnekkja því, sem fram kemur í vottorðinu. Verður af þessum sökum að leggja til grundvallar að hún hafi gefið þá yfirlýsingu, sem þar er greint frá, og með því afsalað sér rétti til málskots svo að bindandi sé.“ Þá segir í báðum dómunum að áfrýjun, sem síðar var lýst yfir, hafi verið þessu ósamþýðanleg. Báðum þessum málum var af þeim sökum vísað frá Hæstarétti. Í þriðja málinu, nr. 138/2008, sem vísað er til í niðurstöðu hins kærða úrskurðar, voru málavextir nokkuð á aðra lund og snerust meðal annars um gildi yfirlýsingar dómfellds manns við dómsuppsögu, að viðstöddum verjanda, um að hann yndi dómi. 6. Meginreglan er sú að dómfelldir menn í sakamáli eiga að jafnaði kost á endurskoðun dómsúrlausnar. Samkvæmt 1. mgr. 198. gr. laga nr. 88/2008 getur ákærður maður ætíð áfrýjað áfellisdómi hafi hann verið dæmdur í fangelsi ellegar til að greiða sekt eða sæta upptöku eigna sem nær áfrýjunarfjárhæð. Þessi réttur telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt 2. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 1. mgr. 2. gr. samningsviðaukans kemur fram að sérhver sá, sem dómstóll finnur sekan um afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Um beitingu þessa réttar skuli gilda löggjöf. Samkvæmt 2. mgr. getur réttur þessi verið háður undantekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál viðkomandi manns á frumstigi af æðsta dómi, eða hann var sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi. Þá er í 5. mgr. 14. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem fullgiltur var af Íslands hálfu 22. ágúst 1979 kveðið á um að hver sá sem sakfelldur hefur verið fyrir glæp skuli eiga rétt á að sakfelling hans og dómur séu endurskoðuð af æðra dómi samkvæmt lögum.7. Framangreind skipan hefur náin tengsl við rétt manna til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir dómstóli sem nýtur verndar 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu skýrt 2. gr. 7. samningsviðauka með þeim hætti að allar takmarkanir sem settar eru rétti til áfrýjunar sakamáls skuli, líkt og gildir um rétt manna til aðgangs að dómstólum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, stefna að lögmætu markmiði og ekki skerða kjarna réttarins. Má um það meðal annars vísa til dóms hans 25. júlí 2017 í máli nr. 2728/16, Rostovtsev gegn Úkraínu og ákvörðunar 10. apríl 2007 í máli nr. 24945/04, Jóhann Sigurður Kristjánsson og Bóas Kristinn Bóasson gegn Íslandi.Niðurstaða8. Eins og rakið hefur verið hér að framan getur réttur til áfrýjunar sakamáls sætt takmörkunum að lögum en auk þess verður að gera þá kröfu að slíkar takmarkanir séu skýrar og ótvíræðar, þær stefni að lögmætu markmiði og skerði ekki kjarna þess réttar. Þótt 2. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu standi því ekki í vegi að maður afsali sér rétti til að áfrýja sakamáli, verður ályktað af framangreindu að slíkt bindandi afsal réttinda verði að byggjast á ótvíræðum og gagnsæjum reglum og afsalið orðað með þeim hætti að ekki fari á milli mála til hvers vilji ákærða stendur. 9. Um rétt til áfrýjunar dóms í sakamáli til Landsréttar og takmarkanir á slíkum rétti er að finna ítarleg ákvæði í XXXI. kafla laga nr. 88/2008. Í ákvæðum laganna er svo sem fyrr greinir hvergi getið um að sakfelldur maður geti afsalað sér rétti til áfrýjunar með bindandi hætti og því ekki um skilyrði þess að hvernig það verði gert. Slíkt er þó sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að yfirlýsing um að falla frá rétti til áfrýjunar með óafturkræfum hætti lýtur að því að takmarka þann rétt sem 2. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu er ætlað að standa vörð um.20. Varnaraðili hlaut eins og áður segir 30 daga fangelsisrefsingu, skilorðsbundið í tvö ár, með dómi héraðsdóms 11. mars 2021. Í ljósi alls þess sem að framan hefur verið rakið sætti réttur varnaraðila til áfrýjunar dómsins til Landsréttar engum takmörkunum að lögum öðrum en að honum bar að lýsa yfir áfrýjun innan framangreinds fjögurra vikna frests frá birtingu dóms. Þá er samkvæmt framansögðu hvergi í lögum að finna ákvæði um að yfirlýsing dómfellds manns um að hann uni dómi teljist bindandi og verði ekki dregin til baka með yfirlýsingu um áfrýjun fyrir lok áfrýjunarfrests eða með öðru móti. 21. Stóðu lög því ekki í vegi að varnaraðili fengi lýst yfir áfrýjun málsins innan lögboðins áfrýjunarfrests líkt og hann gerði í framangreindri tilkynningu sinni til ríkissaksóknara 30. mars 2021.22. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka mál varnaraðila til efnismeðferðar.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=7bee058d-2852-45e6-a2e8-a09062c1e2cb&verdictid=64213afd-cfc1-4b5c-8a49-48dcb5cdce37 |
Mál nr. 51/2021 | Vátryggingarsamningur Rekstrarstöðvunartrygging Fyrning Fyrningarfrestur Lögskýring Sönnun Skipting sakarefnis | Í málinu deildu aðilar um það hvort krafa P ehf. á hendur V hf., til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna tjóns 6. júlí 2014 við bruna í húsnæði verslunarinnar G, hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í júní 2019. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga fyrndist krafa um bætur á fjórum árum og hæfist fresturinn við lok þess almanaksárs er vátryggður fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem væru grundvöllur kröfu hans. Orðalag ákvæðisins yrði ekki skilið með þeim hætti að endanleg kröfugerð vátryggðs þyrfti að liggja fyrir eða öll atvik sem gætu haft áhrif á endanlega bótafjárhæð. Af vátryggingarskilmálum V hf. væri ljóst að lengd raunverulegs bótatímabils væri einn þeirra þátta sem gæti haft hvað mest áhrif á fjárhæð bóta og þar með á grundvöll bótakröfu vátryggðs. Bótatímabilið hefði verið hálfnað í árslok 2014 þegar P ehf. sendi V hf. kröfubréf sem miðaði við 12 mánaða rekstrarstöðvun með þeim fyrirvara að ákvörðun hefði ekki verið tekin um að hefja rekstur G að nýju. Í svarbréfi V hf. hefði kröfum P ehf. verið hafnað sem ótímabærum á þeim grunni að gerð væri krafa um bætur fram í tímann og tjónið ekki fram komið. Af gögnum málsins yrði ekki ráðið að V hf. hefði leitað frekar eftir upplýsingum um hvort til stæði að endurreisa rekstur G eða knúið á um að P ehf. tæki slíka ákvörðun. Var V hf. látið bera hallann af því að ósannað væri að P ehf. hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem skipt gátu sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004. Hinn áfrýjaði dómur var því staðfestur og viðurkennt að umrædd krafa hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. nóvember 2021. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Mál þetta lýtur að uppgjöri bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu stefnda hjá áfrýjanda vegna tjóns 6. júlí 2014 við bruna á leiguhúsnæði verslunarinnar Griffils, Skeifunni 11 í Reykjavík. Undir rekstri málsins ákvað héraðsdómur að skipta sakarefninu þannig að fyrst yrði dæmt um varnir áfrýjanda um fyrningu og er sá ágreiningur einn til úrlausnar í þessum þætti málsins. Nánar tiltekið greinir aðila á um hvenær fyrningarfrestur á ætlaðri kröfu stefnda hafi tekið að líða.5. Með héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að kröfur stefnda hefðu verið fyrndar þegar málið var höfðað 12. júní 2019 og var áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda. Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og féllst á viðurkenningarkröfu stefnda um að krafa sú sem hann kynni að eiga á hendur áfrýjanda hefði ekki verið fyrnd við málshöfðun.6. Í sýknukröfu áfrýjanda felst í þessum þætti að viðurkennt verði að sú krafa sem stefndi kunni að eiga á hendur honum um bætur úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna tjónsins sé fyrnd. 7. Áfrýjunarleyfi var veitt 26. nóvember 2021 á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um upphafstíma fyrningarfrests skaðatrygginga, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsatvik8. Stefndi átti og rak á árinu 2014 verslunina Griffil í leiguhúsnæði í Skeifunni 11. Áfrýjandi gaf út vátryggingarskírteini til stefnda fyrir rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna, vatns og innbrots í verslunarhúsnæðinu og gilti hún fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2014. Í vátryggingarskírteininu var vísað til skilmála áfrýjanda númer ER20 um rekstrarstöðvunartryggingar. Óumdeilt er að tryggingin skyldi bæta tjón vegna rekstrarstöðvunar í allt að tólf mánuði. 9. Eldur kom upp í verslunarhúsnæði Griffils 6. júlí 2014 og gjöreyðilagðist fasteignin í brunanum.0. Í samráði við áfrýjanda rak stefndi skólabókamarkað í Laugardalshöll frá 29. júlí 2014 og fram í september sama ár í þeim tilgangi að draga úr tjóni sínu. Uppgjör á framlegð vegna þess reksturs lá fyrir í nóvember 2014.1. Í desember 2014 fól hvor málsaðili um sig sínum endurskoðanda að áætla framlegð stefnda eins og hún hefði orðið miðað við ótruflaðan rekstur á vátryggingartímabilinu og komust þeir að svipaðri niðurstöðu um ætlaða framlegð.2. Stefndi sendi áfrýjanda bréf 31. desember 2014 þar sem krafist var 104.840.962 króna bóta vegna áætlaðrar tapaðrar framlegðar verslunarinnar Griffils vegna brunans fyrir tímabilið 6. júlí 2014 til júní 2015, auk viðbótarkostnaðar vegna takmörkunar tjóns. Í bréfinu kom meðal annars fram að rekstur Griffils hefði ekki hafist að nýju utan tímabundins verslunarreksturs í Laugardalshöll og að stefndi hefði ekki tekið ákvörðun um hvort verslunin yrði sett upp að nýju.3. Áfrýjandi svaraði bréfinu 12. janúar 2015 og mótmælti þeim forsendum sem bótakrafa stefnda var reist á með þeim rökum að þar væri ekki tekið tillit til þess fasta kostnaðar sem stefndi þyrfti ekki að greiða vegna þess að húsnæðið brann til grunna, svo sem húsaleigu. Áfrýjandi óskaði eftir upplýsingum frá stefnda um þann kostnað og hafnaði því að ganga til uppgjörs fyrr en þær lægju fyrir. Þá var vísað til þess að í fyrrgreindu bréfi stefnda væri krafist bóta fram í tímann og væri þeim hafnað í heild sinni sem ótímabærum enda tjónið ekki fram komið. Loks var óskað eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað væri að setja upp nýja starfsstöð fyrir reksturinn og um ástæður þess ef svo væri ekki.4. Stefndi veitti áfrýjanda þær upplýsingar sem óskað var eftir um fastan kostnað sem hefði sparast vegna brunans en ekki náðist samkomulag með aðilum um forsendur uppgjörs. Eftir bréfaskipti milli málsaðila í janúar og maí 2015 sendi áfrýjandi stefnda bréf 23. júlí sama ár sem fól í sér einhliða uppgjör bóta úr rekstrarstöðvunartryggingunni. Uppgjörið var byggt á forsendum áfrýjanda um uppgjörsaðferðir og greiddi hann stefnda bætur í samræmi við það. Stefndi hafnaði uppgjörinu 27. ágúst 2015 og krafðist þess að áfrýjandi endurskoðaði ákvörðun sína. Með bréfi 5. október 2015 kvaðst áfrýjandi hafa tekið málið til skoðunar á ný en ítrekaði fyrri afstöðu sína.5. Stefndi höfðaði mál á hendur áfrýjanda 23. febrúar 2016 til heimtu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingunni. Áfrýjandi var sýknaður með dómi héraðsdóms 13. október 2017 af endanlegri dómkröfu stefnda í því máli. Með dómi Hæstaréttar 21. júní 2018 í máli nr. 747/2017 var því máli vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar á bótakröfu. Mál þetta var höfðað 12. júní 2019.MálsástæðurHelstu málsástæður áfrýjanda6. Áfrýjandi byggir á því að krafa stefnda sé fallin niður fyrir fyrningu samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og 16. grein í vátryggingarskilmálum áfrýjanda. Í báðum ákvæðum segi að krafa um bætur fyrnist á fjórum árum og fyrningarfresturinn hefjist við lok þess almanaksárs er vátryggður fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem eru grundvöllur kröfu hans. Af orðalagi ákvæðanna megi ráða að ekki eigi að miða við það tímamark þegar vátryggður sé með tæmandi upplýsingar um þessi atvik þannig að fjárhæð kröfunnar liggi endanlega fyrir heldur nægi að hann sé með nauðsynlegar upplýsingar. Af athugasemdum með 1. mgr. 52. gr. í frumvarpi sem varð að lögum nr. 30/2004 og samanburði við eldra ákvæði um fyrningu megi ráða að ekki eigi að miða við það tímamark þegar unnt sé að meta endanlegt umfang tjónsins og þannig leita fullnustu kröfunnar heldur nægi að vátryggður hafi nægilega nákvæmar upplýsingar og útreikninga til þess að geta áttað sig á helstu afleiðingum þess. Allir liðir viðkomandi bótakröfu þurfi því ekki að vera endanlega komnir fram við upphaf fyrningarfrests. 7. Af hálfu áfrýjanda er vísað til þess að samkvæmt vátryggingarskilmálum sé bótakrafa úr rekstrarstöðvunartryggingu samsett úr þremur liðum, eftir því sem eigi við hverju sinni. Í fyrsta lagi reiknaðri framlegð eins og hún hefði orðið miðað við ótruflaðan rekstur, sbr. grein 13.2. Í öðru lagi raunverulegri framlegð vegna þess að rekstri sé haldið áfram að einhverju leyti á bótatímabilinu en hún komi til frádráttar, sbr. grein 13.2. Í þriðja lagi rekstrarkostnaði sem féll niður við brunann og sparaðist samkvæmt því en hann komi til frádráttar, sbr. grein 13.3. Þessir þrír liðir séu grundvöllur kröfu um bætur fyrir rekstrarstöðvunartjón.8. Áfrýjandi byggir á því að endurskoðandi stefnda hafi áætlað framlegð Griffils eins og hún hefði orðið miðað við ótruflaðan rekstur og afhent stefnda í desember 2014. Hafi áætlunin gert ráð fyrir tiltekinni tapaðri framlegð sem stefndi hafi lagt til grundvallar í kröfubréfi sínu 31. desember 2014. Þessi áætlun um helstu afleiðingar tjónsins hafi verið megingrundvöllur kröfunnar. Þá hafi raunveruleg framlegð stefnda á fyrstu sex mánuðum bótatímabilsins legið fyrir í lok árs 2014. Hann byggir á því að stefndi hafi í árslok 2014 talið sig vera með nægilega nákvæmar upplýsingar um raunverulega framlegð á bótatímabilinu sem draga bæri frá til þess að hann gæti gert kröfu um fullar bætur fyrir allt bótatímabilið. Það hafi hann gert, án nokkurs fyrirvara, þótt enn væru sex mánuðir eftir af því og hann ekki búinn að taka ákvörðun um frekari rekstur Griffils. Því verði að miða við að þær upplýsingar sem stefndi bjó yfir um þennan lið kröfunnar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 til að fyrningarfrestur hefjist, enda sé gert ráð fyrir að hann geti hafist áður en endanlega er unnt að meta umfang tjóns. Hið sama eigi við um rekstrarkostnað sem féll niður við brunann og sparaðist á bótatímabilinu en þær upplýsingar hafi legið fyrir áður en bruninn varð.9. Áfrýjandi telur niðurstöðu Landsréttar ranga þar sem upphaf fyrningarfrests er miðað við árslok 2015 á þeim grundvelli að í janúar það ár hafi enn verið til skoðunar að hefja aftur rekstur Griffils. Upphaf fyrningarfrests geti ekki miðast við tímamark sem stefndi afmarki einhliða sjálfur. Verði fallist á að fyrningarfrestur hefjist í fyrsta lagi þegar í ljós kemur hvort hefja á rekstur á ný á vátryggingartímabilinu verði að gera kröfu til þess að vátryggður sanni að hann hafi haft það raunverulega til skoðunar. Áfrýjandi telur að stefndi hafi ekki leitt þetta í ljós. Helstu málsástæður stefnda20. Stefndi vísar til þess að í málinu reyni á fyrningu krafna innan vátryggingarsamninga og beri að leysa úr því á grundvelli ákvæða laga nr. 30/2004, einkum 48. og 52. gr., en þau lög séu sérlög gagnvart ákvæðum laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. 21. Stefndi telur bréf sitt 31. desember 2014 ekki eiga að ráða úrslitum um upphaf fyrningarfrests. Ótímabært hafi verið að senda kröfu á þeim tíma enda hafi þá ekki legið fyrir ákvörðun um hvort verslun Griffils yrði sett upp að nýju. Með bréfi áfrýjanda 12. janúar 2015 hafi þeim kröfum verið hafnað í heild sinni sem ótímabærum þar sem tjónið væri ekki komið fram. Auk þess hafi áfrýjandi kallað eftir frekari gögnum í því bréfi og aftur í maí 2015 og augljóslega talið að mikil óvissa væri um tjón stefnda.22. Stefndi kveðst hafa haft mikinn hug á að hefja rekstur að nýju og verið vongóður um að það gæti gengið eftir. Reksturinn hafi hins vegar verið mjög háður staðsetningu verslunarinnar. Ekki hafi orðið ljóst fyrr en undir lok bótatímabilsins að ekki tækist að finna henni hentugt húsnæði. Rekstrarstöðvunartryggingin veiti vátryggðum eins árs svigrúm til þess að koma rekstri á fót að nýju og vátryggingafélag geti ekki gert kröfu um að slíkt sé ákveðið löngu áður en bótatímabili ljúki. Vátryggður verði ekki krafinn um sönnun þess að hann sé að leita sér að húsnæði undir rekstur sem stöðvast hafi og geti einhliða ákveðið að hefja rekstur á ný.23. Stefndi vísar til þess að samkvæmt 48. gr. laga nr. 30/2004 megi krefja vátryggingafélag um greiðslu bóta 14 dögum eftir að félagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga sem þörf var á til þess að meta vátryggingaratburð og ákveða fjárhæð bóta. Þá fyrst falli krafan í gjalddaga. Fyrningarfrestur geti því í þessu tilviki ekki hafa byrjað að líða fyrr en 13. janúar 2015 þegar fjórtán dagar voru liðnir frá því að kröfubréf var sent. Þá sé ekki unnt að leggja til grundvallar sömu sjónarmið um fyrningu innan vátryggingarsamninga og í almennum kröfurétti. Stefndi vísar jafnframt til þeirrar túlkunarreglu í vátryggingarétti að túlka skuli allan vafa í máli vátryggðum í hag. Löggjöf og vátryggingarskilmálar24. Um uppgjör vátryggingarbóta, fyrningu og fleira er fjallað í VIII. kafla laga nr. 30/2004. Í 1. mgr. 47. gr. laganna segir að við uppgjör bóta skuli vátryggður veita félaginu þær upplýsingar og þau gögn sem hann hefur undir höndum og félagið þarf til þess að meta ábyrgð sína og greiða bætur. Um fyrningu kröfu um vátryggingarbætur er fjallað í 52. gr. laganna. Í 1. mgr. greinarinnar er svohljóðandi regla um fyrningu krafna um aðrar bætur en á grundvelli ábyrgðartrygginga: Krafa um bætur fyrnist á fjórum árum. Fresturinn hefst við lok þess almanaksárs er vátryggður fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem eru grundvöllur kröfu hans. Krafan fyrnist þó í síðasta lagi á tíu árum frá lokum þess almanaksárs er vátryggingaratburður varð. Hafi félagið sent vátryggðum tilkynningu sem greinir í 2. mgr. 51. gr. fyrnist krafan fyrst þegar sá frestur líður sem þar er tilgreindur.25. Í grein 16 í vátryggingarskilmálum áfrýjanda nr. ER20 um rekstrarstöðvunartryggingar er samhljóða ákvæði um fyrningu og í fyrstu tveimur málsliðum 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004.26. Í 13. kafla vátryggingarskilmálanna er fjallað um ákvörðun bóta, þar á meðal í grein 13.1 um bótatímabil. Í grein 13.2 segir að tjónið nemi mismun á reiknaðri framlegð eins og hún hefði orðið miðað við ótruflaðan rekstur annars vegar og hins vegar raunverulegri framlegð á bótatímabili. Í grein 13.3 kemur þó fram að bætur séu aðeins greiddar fyrir raunverulegt tjón á bótatímabili sem tryggingin nái til og aðeins fyrir þann hluta af því sem eingöngu hafi orsakast af stöðvun þeirri eða samdrætti á rekstrinum sem átt hafi sér stað. Í grein 13.4 segir að sé ekki fyrirhugað að hefja starfsemi vátryggðs að nýju miðist bótafjárhæð við þann tíma sem eðlilegt megi telja að liðið hefði þar til rekstur gæti hafist að nýju en þó aldrei lengur en umsamið bótatímabil. Loks segir í grein 13.5 að hafi rekstur stöðvast varanlega af orsökum sem vátryggður ráði ekki við greiðist bætur samkvæmt grein 13.2 þó aldrei í lengri tíma en eðlilegt hefði mátt telja að liðið hefði þar til rekstur gæti hafist að nýju og aldrei lengur en umsamið bótatímabil. Niðurstaða27. Um fyrningu kröfu um bætur á grundvelli skaðatryggingar gildir sem fyrr segir 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004. Í ákvæðinu felst sérregla um lengd og upphaf fyrningarfrests en samkvæmt 3. mgr. greinarinnar gilda ákvæði laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda að öðru leyti um fyrningu slíkra krafna, sbr. nú ákvæði laga nr. 150/2007. Samkvæmt þessu miðast upphaf fyrningarfrests kröfu stefnda við lok þess almanaksárs þegar hann fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem eru grundvöllur kröfu hans. 28. Ekki liggur fyrir dómaframkvæmd um túlkun 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 miðast upphaf fyrningarfrests kröfu um skaðabætur við þann dag er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Í 3. mgr. sömu greinar kemur skýrt fram að hún gildi ekki um kröfur sem eiga rót að rekja til samnings nema kröfur varðandi líkamstjón. Ljóst er samkvæmt framansögðu að 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 tekur til upphafs fyrningarfrests kröfu stefnda á hendur áfrýjanda vegna rekstrarstöðvunartjóns sem sprottin er af vátryggingarsamningi. Þar sem talsverður munur er á orðalagi þess ákvæðis og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 veitir dómaframkvæmd um síðarnefnda ákvæðið takmarkaðar vísbendingar um túlkun þess fyrrnefnda. 29. Í 29. gr. eldri laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga, sem leyst var af hólmi með 52. gr. gildandi laga, miðaðist upphaf fyrningarfrests kröfu samkvæmt vátryggingarsamningi við lok þess almanaksárs þegar kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Í athugasemdum við 52. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 30/2004 er ekki að finna vísbendingar um hvernig túlka beri orðalag 1. mgr. greinarinnar en gerð eftirfarandi grein fyrir ætluðum áhrifum breytinga frá eldra ákvæði:Reglan er svipuð og regla 29. gr. VSL og mundi í flestum tilvikum leiða til sömu niðurstöðu. Hún leggur þó væntanlega stundum meiri skyldur á vátryggðan þar sem orðalagið gæti í einstaka tilvikum leitt til þess að fresturinn byrjaði að líða fyrr samkvæmt frumvarpsgreininni en samkvæmt tilvitnuðu ákvæði gildandi laga. Regla sú sem hér er gerð tillaga um er skýrari þar sem hún miðast einungis við eitt tímamark en gerir ekki jafnframt áskilnað um að vátryggður þurfi að eiga þess kost að leita fullnustu kröfu sinnar.30. Enda þótt fram komi í athugasemdunum að regla 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 sé svipuð og regla 29. gr. eldri laga og myndi í flestum tilvikum leiða til sömu niðurstöðu er til þess að líta að dómar Hæstaréttar um eldri lagaregluna lúta fyrst og fremst að túlkun á orðalaginu „átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar“ en litið var svo á að í því fælist hlutlægur mælikvarði um upphaf fyrningarfrests. Með hliðsjón af framangreindum breytingum á ákvæðinu er ekki unnt að byggja á eldri dómaframkvæmd að þessu leyti.31. Fyrirmæli 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004 um upphaf fyrningarfrests verður fyrst og fremst að túlka eftir orðanna hljóðan. Orðalag ákvæðisins verður þó ekki skilið með þeim hætti að endanleg kröfugerð vátryggðs þurfi að liggja fyrir eða öll atvik sem áhrif geta haft á endanlega bótafjárhæð. 32. Til þess að fyrningarfrestur kröfu stefnda hefði getað byrjað að líða í árslok 2014 þurfti hann að hafa á því ári nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem voru grundvöllur kröfu hans um bætur fyrir tjón vegna rekstrarstöðvunar. Við afmörkun á því hver þau atvik voru sem stefndi þurfti að hafa nauðsynlegar upplýsingar um verður að líta til vátryggingarskírteinis, vátryggingarskilmála áfrýjanda og eðlis tryggingarinnar.33. Ágreiningslaust er að eftirfarandi þrjú atriði teljast til atvika sem voru grundvöllur að kröfu stefnda um bætur úr rekstrarstöðvunartryggingunni og að hann hafi ekki síðar en í árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um þau atriði:a. Áætluð framlegð verslunarinnar Griffils eins og hún hefði orðið á bótatímabilinu miðað við ótruflaðan rekstur, sbr. grein 13.2 í vátryggingarskilmálum.b. Raunveruleg framlegð vegna tímabundins reksturs skólabókamarkaðar í Laugardalshöll haustið 2014 en hún kemur til frádráttar lið a, sbr. grein 13.2 í vátryggingarskilmálum.c. Rekstrarkostnaður sem féll niður við brunann og sparaðist samkvæmt því við tjónið en hann kemur til frádráttar lið a, sbr. grein 13.3 í vátryggingarskilmálum.34. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram að frekari upplýsingar hafi ekki verið nauðsynlegar fyrir stefnda til þess að leggja grundvöll að kröfu sinni, enda hafi hann sett fram bótakröfu með bréfi 31. desember 2014 sem tekið hafi til alls bótatímabilsins. Atvik sem varði bótatímabil geti ekki haft áhrif á grundvöll kröfu þótt þau gætu haft áhrif á endanlegan útreikning bóta. Stefndi telur aftur á móti að líta verði svo á að atriði sem hafi veruleg áhrif á lengd raunverulegs bótatímabils teljist meðal atvika sem séu grundvöllur kröfu hans. Þar með hafi þurft að liggja fyrir hvort verslun Griffils yrði sett upp að nýju til þess að fyrningarfrestur gæti hafist. 35. Um vægi raunverulegs bótatímabils sem grundvöll bótakröfu vísast til þess að í kafla 13 í vátryggingarskilmálum áfrýjanda sem gildir um ákvörðun bóta er meðal annars fjallað um bótatímabil og afmörkun þess við ákvörðun þeirra. Af því er ljóst að lengd raunverulegs bótatímabils er einn þeirra þátta sem getur haft hvað mest áhrif á fjárhæð bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu og þar með á grundvöll bótakröfu vátryggðs. Atriði sem skipt geta sköpum um lengd raunverulegs bótatímabils hljóta því að vera meðal þeirra atvika sem vátryggður þarf að fá upplýsingar um til að geta lagt grundvöll að bótakröfu sinni.36. Fái vátryggður nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem eru grundvöllur kröfu um bætur fyrir rekstrarstöðvunartjón, þar með talið framtíðartjón, áður en umsamið bótatímabil er á enda runnið er ekkert því til fyrirstöðu að fyrningarfrestur hefjist fyrir það tímamark. Dæmi um slíkt er þegar vátryggður fær, áður en bótatímabili lýkur, upplýsingar um að atvik séu með þeim hætti að starfsemi muni eða muni ekki hefjast að nýju fyrir lok umsamins bótatímabils. Hinu sama gegnir þegar ákvörðun hefur verið tekin um að hefja starfsemi að nýju en ljóst er að húsnæði undir rekstur verði ekki tilbúið á tímabilinu.37. Í greinum 13.4 og 13.5 í vátryggingarskilmálum er beinlínis gert ráð fyrir því að raunverulegt bótatímabil geti orðið styttra en umsamið hámarksbótatímabil af ástæðum sem þar eru nefndar. Ljóst er af umræddum ákvæðum vátryggingarskilmála að vátryggðum er ekki ætlað sjálfdæmi um lengd raunverulegs bótatímabils. Með vísan til þessara samningsskilmála getur vátryggður heldur ekki einhliða með athöfnum sínum eða athafnaleysi fært upphaf fyrningarfrests aftur til loka umsamins bótatímabils.38. Óumdeilt er að rekstrarstöðvunartrygging sú sem stefndi keypti hjá áfrýjanda tók að hámarki til rekstrarstöðvunar í 12 mánuði frá tjónsdegi. Þar sem húsnæði Griffils brann 6. júlí 2014 var bótatímabilið tæplega hálfnað í árslok 2014.39. Í bréfi stefnda 31. desember 2014 til áfrýjanda kom fram að stefndi hefði ekki tekið ákvörðun um hvort verslunin yrði sett upp að nýju en kostnaður vegna þess væri innifalinn í vátryggingabótum vegna rekstrarstöðvunartryggingarinnar. Þá var tiltekið í bréfinu að ekki hefði náðst samkomulag við áfrýjanda um uppgjör á tjóninu. Enda þótt þar væri sett fram krafa sem miðaðist við 12 mánaða rekstrarstöðvun verður, með vísan til þeirra fyrirvara sem gerðir voru um að ákvörðun hefði ekki verið tekin um að hefja rekstur Griffils að nýju, ekki litið á bréfið sem sönnun þess að í árslok 2014 hafi stefndi haft nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem voru grundvöllur kröfu hans í skilningi 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004.40. Í svarbréfi áfrýjanda 12. janúar 2015 var ekki fallist á allar forsendur stefnda um uppgjör tjónsins og sagt þar orðrétt: „Í kröfubréfinu er gerð krafa um bætur fram í tímann og er þeim kröfum hafnað í heild sinni sem ótímabærum, enda tjónið ekki fram komið.“ Þá var vísað til þess að miðað við tölur um áætlaða framlegð og álagningu á vörum Griffils mætti ætla að mikill hagur hefði verið af því að finna nýtt atvinnuhúsnæði undir reksturinn. Óskað var eftir upplýsingum frá stefnda um hvort fyrirhugað væri að setja upp nýja starfsstöð til sölu á varningi verslunarinnar og skýringum á því ef svo væri ekki. Slíkar upplýsingar voru taldar geta skipt máli varðandi greiðslu á tjóni úr vátryggingunni og um það vísað til greina 13.4 og 13.5 í vátryggingarskilmálum.41. Fyrir liggur að málsaðilar höfðu verið í samskiptum um afmörkun tjónsins og takmörkun á því haustið 2014. Ekki liggur þó fyrir að áfrýjandi hafi fyrr en í þessu svarbréfi gert reka að því að afla upplýsinga um hvort til stæði að hefja rekstur Griffils að nýju eða vikið að þýðingu greina 13.4 og 13.5 í vátryggingarskilmálum. 42. Í bréfi stefnda 23. janúar 2015 til áfrýjanda var greint frá því að stefndi hefði í hyggju að hefja rekstur Griffils að nýju. Slíkt þyrfti þó að skoða vandlega og skipti staðsetning miklu máli. Ekki hefði enn fundist hentugt húsnæði fyrir reksturinn. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að áfrýjandi hafi leitað frekar eftir upplýsingum um hvort til stæði að endurreisa rekstur Griffils. Þá verður ekki séð að áfrýjandi hafi knúið á um að stefndi tæki slíka ákvörðun. Í bréfi áfrýjanda 23. júlí 2015, þar sem uppgjör bóta úr rekstrarstöðvunartryggingunni var kynnt, var ekki byggt á styttingu bótatímabils og tjónið gert upp á forsendum áfrýjanda miðað við 12 mánaða rekstrarstöðvun.43. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir sönnun um hvort stefndi hafi í lok árs 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu haft afgerandi áhrif á lengd raunverulegs bótatímabils. Við mat á því hvor málsaðila skuli bera sönnunarbyrði um hvort svo hafi verið er rétt að líta til þess að umsamið bótatímabil var tæplega hálfnað í lok desember 2014. Þá verður litið til þess að í framangreindum bréfaskiptum málsaðila árið 2015 var fjallað um fyrirætlanir stefnda um að hefja rekstur Griffils að nýju og þær hvorki dregnar í efa af hálfu áfrýjanda né knúið á um ákvörðun stefnda þar um. Ekkert liggur fyrir um að áfrýjandi hafi fyrir árslok 2014 komið því á framfæri við stefnda að tímabært væri að taka slíka ákvörðun. Þá verður sérstaklega litið til ummæla í svarbréfi áfrýjanda 12. janúar 2015 þess efnis að öllum kröfum stefnda væri hafnað þar sem þær væru ótímabærar og tjónið ekki fram komið. Með hliðsjón af þessu verður áfrýjandi að bera hallann af því að ósannað er að stefndi hafi fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem skipt gátu sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi 1. mgr. 52. gr. laga nr. 30/2004. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur. 44. Eftir úrslitum málsins er rétt að dæma áfrýjanda til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Vátryggingafélag Íslands hf., greiði stefnda, Pennanum ehf., 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Hæstarétti.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=4957b91a-ca6a-4de8-9184-ee49cb1bda14&verdictid=6e7f0929-beaa-47b4-81df-9fe83ab3b6c1 |
Mál nr. 35/2021 | Ákæra Skattalög Virðisaukaskattur Staðgreiðsla opinberra gjalda Peningaþvætti Lögskýring Sekt Frávísun frá héraðsdómi að hluta | G var ákærður fyrir annars vegar meiri háttar brot gegn skattalögum sem daglegum stjórnanda og stjórnarmanni samlagsfélagsins F og hins vegar fyrir peningaþvætti. Í dómi Hæstaréttar var ekki talið að saksókn í málinu bryti í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Varðandi 3. ákærulið fyrir peningaþvætti vísaði rétturinn til þess að sú háttsemi sem G væri gefin að sök fæli í sér sjálfstætt brot samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga sem ekki hefði getað komið til fyrr en eftir fullframningu skattalagabrotanna og þá með tilgreindri háttsemi sem bar að lýsa í ákæru, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Í ákærunni væri í engu lýst í hverju þær athafnir G til viðbótar brotum samkvæmt 1. og 2. ákærulið fólust. Ætlað brot G samkvæmt 3. ákærulið væri ekki afmarkað í tíma með neinum hætti, hvorki um upphafstíma þess né hvenær því lauk og ekki að finna neina sundurliðun þess fjár sem G átti að hafa nýtt með þessum hætti í þágu félagsins. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að meta þyrfti eftir atvikum hversu nákvæm slík lýsing í ákæru þyrfti að vera til þess að skilyrðum c-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 væri fullnægt. Á slíkt mat reyndi hins vegar ekki í málinu þar sem engin tilraun var gerð til þess að lýsa nýtingu ætlaðs ávinnings af skattalagabrotum samkvæmt 1. og 2. ákærulið. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ágallar á 3. tölulið ákæru væru svo verulegir að óhjákvæmilegt væri að vísa honum frá héraðsdómi, sbr. c–lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Varðandi ákvörðun sektar var ekki talið koma til greina að beita tilgreindum heimildum laga til að fara niður úr fésektarlágmarki. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu G samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, refsingu hans og sakarkostnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 29. júlí 2021. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans þyngd. 3. Ákærði krefst þess aðallega að refsing hans verði milduð en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en 3. ákærulið, sem hann krefst að verði vísað frá dómi. Til vara krefst ákærði staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Ágreiningsefni og málsatvik4. Í málinu er meðal annars ákært vegna nánar tiltekinna skattalagabrota ákærða sem daglegs stjórnanda og stjórnarmanns samlagsfélagsins Fínt. 5. Samkvæmt tilkynningu til firmaskrár 13. október 2010 breyttu ákærði og annar félagsmaður í nefndu félagi lögheimili, eigendaskrá og ábyrgðaraðilum þess. Í tilkynningunni kom fram að nýir eigendur og ábyrgðaraðilar væru ákærði, sem bæri ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins, og fyrrgreindur félagsmaður sem bæri takmarkaða ábyrgð að fjárhæð 50.000 krónur. Félagið var tilgreint sem sjálfstæður skattaðili í tilkynningunni og var stjórn þess skipuð framangreindum mönnum. Þá var í félagssamningi getið eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár, svo og hvernig félagsslitum skyldi háttað. 6. Með bréfi 20. mars 2018 var ákærða tilkynnt um að hafin væri rannsókn skattrannsóknarstjóra á skilum Fínt slf. á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda vegna tímabilanna júní til og með desember 2016, janúar til og með desember 2017 og janúar og febrúar 2018 og innheimtum virðisaukaskatti vegna tímabilanna nóvember og desember 2016 og janúar til og með október 2017. Ákærði gaf skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra 13. apríl 2018 og hafði þar réttarstöðu sakbornings. Með skýrslu 27. ágúst 2018 lauk rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra. Niðurstöður hennar voru þær að ákærði hefði ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda innan lögboðins frests fyrir tímabilin júní til og með desember 2016, janúar til og með desember 2017 og janúar og febrúar 2018. Þá hefði hann ekki staðið skil á virðisaukaskatti innan lögboðins frests til ríkissjóðs fyrir tímabilin nóvember og desember 2016 og janúar til og með október 2017. Staðgreiðsluskilagreinum fyrir tímabilin júní til og með nóvember 2016, janúar til og með október 2017, desember 2017 og janúar 2018 og virðisaukaskattskýrslum fyrir tímabilin sem hér um ræðir hefði ekki verið skilað á lögmæltum tíma. 7. Með bréfum skattrannsóknarstjóra ríkisins 5. september 2018 var skattaðila, Fínt slf., og ákærða tilkynnt um fyrirhugaða ákvörðun um refsimeðferð í málinu og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana áður en til hennar kæmi. Með bréfi 27. september 2018 óskaði Fínt slf. eftir því að fá að ljúka málinu með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra. Með bréfum 16. maí 2019 vísaði skattrannsóknarstjóri máli Fínt slf. og ákærða til héraðssaksóknara á grundvelli meðal annars 4. mgr. 41. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 4. mgr. 31. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda.8. Með ákæru héraðssaksóknara 13. febrúar 2020 voru ákærða gefin að sök, sem daglegum stjórnanda og stjórnarmanni samlagsfélagsins Fínt, meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti með því að hafa:. Eigi staðið skil á skilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma vegna greiðslutímabilanna júní til og með nóvember rekstrarárið 2016, janúar til og með október og desember rekstrarárið 2017 og janúar rekstrarárið 2018, og eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna greiðslutímabilanna júní rekstrarárið 2016 til og með febrúar rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð kr. 31.008.683, sem sundurliðast sem hér greinir: [...]2. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins á lögmæltum tíma fyrir uppgjörstímabilin nóvember og desember rekstrarárið 2016, og janúar til og með október rekstrarárið 2017, og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimta bar í starfseminni framangreind uppgjörstímabil, sem bar að standa ríkissjóði skil á, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 22.928.548, sem sundurliðast sem hér greinir: [...]3. Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. og 2. tölulið ákæru, samtals kr. 53.937.231, í þágu samlagsfélagsins [...]Háttsemi ákærða samkvæmt 1. ákærulið var talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Háttsemi samkvæmt 2. ákærulið var talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, og samkvæmt 3. ákærulið við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. 9. Við þingfestingu málsins í héraði 3. apríl 2020 játaði ákærði sakargiftir samkvæmt 1. og 2. ákærulið en neitaði sök samkvæmt 3. ákærulið. Með héraðsdómi 29. apríl 2020 var ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt 1. og 2. ákærulið. Um 3. ákæruliðinn taldi héraðsdómur að brot ákærða gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt 1. og 2. ákærulið tæmdu sök gagnvart broti gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna. Refsing ákærða var ákveðin fangelsi í 12 mánuði en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var honum gert að greiða 107.400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs að viðlagðri vararefsingu.0. Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar og krafðist þess að ákærði yrði sakfelldur í samræmi við ákæru og refsing hans þyngd. Ágreiningur málsins fyrir Landsrétti laut einkum að því hvort brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga tæmdi sök gagnvart broti gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. sömu laga. Með hinum áfrýjaða dómi 4. júní 2021 var talið að í þeim tilvikum þegar brot gagnvart 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga félli saman við frumbrot og ekkert lægi fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærða yrði að telja að frumbrotið tæmdi sök gagnvart broti gegn 264. gr. laganna. Þar sem sú væri raunin í málinu var talið að brot gegn 1. mgr. 262. gr. laganna tæmdi sök gagnvart broti gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. þeirra. Landsréttur staðfesti héraðsdóm um fangelsisrefsingu ákærða en lækkaði fésekt hans.1. Áfrýjunarleyfi var veitt 27. júlí 2021 á þeim grunni að úrlausn í málinu, meðal annars um beitingu 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málatilbúnaður aðila2. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti voru reifuð sjónarmið af hálfu ákæruvaldsins um 1. og 2. lið ákæru er lutu að því hvort ákærða yrði refsað fyrir þau brot er þar greindi, þar sem fyrir lægi að samlagsfélagi því er hann væri stjórnarmaður í hefði verið gert að greiða álag á grundvelli laga nr. 50/1988 og laga nr. 45/1987 og hvort efnismeðferð og sakfelling í þessu máli myndi þannig brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu.3. Um 3. lið ákæru var af hálfu ákæruvaldsins vísað til þess að með lögum nr. 149/2009 hafi verið gerðar grundvallarbreytingar á löggjöf á sviði peningaþvættis og efnahagsbrota. Byggir ákæruvaldið á því að orðalag 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga sé skýrt. Við mat á því hvort sakfellt verður fyrir peningaþvætti beri ekki einungis að líta til þess hvort í háttseminni hafi falist að fela uppruna og eiganda fjár sem er ávinningur brotastarfsemi, eins og gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi, heldur beri að skoða skýrt orðalag ákvæðisins sjálfs. 4. Þá taldi ákæruvaldið niðurstöðu hins áfrýjaða dóms vera ranga um að frumbrotin og brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga tæmdu sök gagnvart broti gegn 264. gr. laganna. Of mikið væri gert úr orðalaginu „eftir því sem við á“ í tilvísun 2. mgr. 264. gr. til þess að brotasamsteypa samkvæmt 77. gr. laganna gildi um frumbrot og peningaþvætti. Þótt ákærði hefði ekki viðurkennt að hafa gerst sekur um peningaþvætti samkvæmt 3. tölulið ákæru hefði ágreiningur málsins í héraði aðeins lotið að því hvort sú háttsemi sem ákærði játaði að ,,hafa nýtt ávinninginn samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru [...] í þágu samlagsfélagsins“ félli undir 264. gr. almennra hegningarlaga, en fyrir lægi að ákærði hefði játað að hafa nýtt ávinning af brotum sínum samkvæmt 1. og 2. lið ákæru.5. Jafnframt var á því byggt af hálfu ákæruvaldsins að fleira þyrfti að koma til eftir fullframningu frumbrots til að unnt væri að ákæra og refsa fyrir peningaþvættisbrot, til dæmis að maður geymdi eða nýtti ávinning. Um þyrfti að vera að ræða einhverja þá háttsemi sem félli að verknaðarlýsingu 264. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn yrði sú krafa ekki gerð til ákæruvaldsins að leitt yrði í ljós, að undangenginni játningu ákærða, hvernig hann hefði nýtt ávinning af skattalagabrotum sínum í þágu samlagsfélagsins. Ekki væri skilyrði samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga að ávinningur væri nýttur á einhvern sérstakan hátt umfram annan. Með játningu ákærða teldist sannað að hann hefði nýtt ávinning af brotum sínum í skilningi 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Ógerningur væri að leiða í ljós ráðstöfun þess hluta fjármuna félagsins sem teldist hluti af heildarveltu þess og enginn gæti aðgreint hvað af þeim fjármunum sem lægju inni á bankareikningum eða hefðu farið í rekstur félagsins væri ávinningur af brotum ákærða.6. Ákærði taldi að ekki bæri að gera greinarmun á því þegar maður sætti ákæru vegna brota gegn lögum nr. 45/1987 eða lögum nr. 50/1988 vegna eigin atvinnustarfsemi þegar fyrir lægi að á hann hefði verið lagt álag samkvæmt 27. gr. laga nr. 50/1988 eða 28. gr. laga nr. 45/1987 og því þegar maður væri ákærður sem stjórnarmaður í samlagsfélagi þar sem hann bæri ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félags og því hefði verið gert að sæta álagi. Í báðum tilvikum væri um að ræða brot gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis.7. Jafnframt vísaði hann til breytinga sem gerðar voru með lögum nr. 29/2021 um rannsókn og saksókn í skattalagabrotum og fólu meðal annars í sér tilteknar breytingar á lögum nr. 45/1987 og lögum nr. 50/1988, einkum um málsmeðferð. Taldi ákærði, með hliðsjón af tilgangi þessara lagabreytinga, að mál hans hefði ekki verið svo alvarlegt og ákærufjárhæð ekki svo há að leitt hefði til ákæru í málinu hefði verið tekið mið af þeim sjónarmiðum sem voru tilefni lagabreytinganna. 8. Um 3. lið ákæru vísaði hann til dóms Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, þar sem ákæru vegna peningaþvættis var vísað frá héraðsdómi. Hann taldi ákæru í því máli hafa verið samhljóða ákæru í þessu máli og væri hún því háð sömu ágöllum og fjallað var um í fyrrnefndum dómi. Því bæri að vísa þessum ákærulið frá héraðsdómi á grundvelli c-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008.9. Ákærði benti á, til stuðnings því að refsing hans yrði milduð, að greiddar hefðu verið rúmlega 14.000.000 króna inn á gjaldatímabil sem ákæra tæki til í þeirri trú að það hefði áhrif á ákvörðun refsingar. Lagaumhverfi Um samlagsfélög 20. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt hvílir skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum á þeim lögaðilum sem taldir eru í 1. til 5. tölulið 1. mgr. 2. gr. laganna. Í 3. tölulið 1. mgr. 2. gr. er tilgreint að samlagsfélögum með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila sé skylt að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, enda sé félagið skráð í firmaskrá hér á landi, þess óskað við skráningu að það sé sjálfstæður skattaðili og við skráningu afhentur félagssamningur þar sem getið sé eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. 21. Í a-lið 33. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð segir að samlagsfélag sé það félag talið, sem í eru einn eða fleiri félagsmenn, er ábyrgjast með öllum eigum sínum einn fyrir alla og allir fyrir einn skuldir félagsins (félagsmenn með ótakmarkaðri ábyrgð) og einn eða fleiri félagsmenn, er eigi ábyrgjast skuldir félagsins fram yfir það, er tillög þeirra ná eða hlutafé það, sem tilkynnt hefur verið í verslanaskrána, að þeir hafi lagt í atvinnuna.Um peningaþvætti22. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Þá segir í 2. mgr. sem fjallar um svokallað sjálfsþvætti, að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir og ákvæði 77. gr. laganna gildi þá eftir því sem við eigi. 23. Gildissvið 264. gr. almennra hegningarlaga var fært til núverandi horfs með lögum nr. 149/2009 og tekur það til ávinnings af öllum refsiverðum brotum. Um tilurð og skýringu ákvæðisins í þeirri mynd, sbr. 7. gr. laga nr. 149/2009, hefur ítarlega verið fjallað í dómum Hæstaréttar, meðal annars dómi 25. mars 2021 í máli nr. 29/2020 og fyrrgreindum dómi í máli nr. 46/2021. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 sagði að við breytingar á ákvæðinu væri horft til 6. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi 15. nóvember 2000, svonefnds Palermo-samnings, og athugasemda í skýrslu FATF (Financial Action Task Force) 13. október 2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti á Íslandi. Með breytingunni væri gildissvið peningaþvættisbrotsins samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga rýmkað þannig að það tæki ekki einungis til frumbrota á þeim lögum, heldur einnig til refsiverðra frumbrota á öðrum lögum sem fullnægðu að öðru leyti hlutrænum og huglægum efnisskilyrðum ákvæðisins. Jafnframt væri markmið lagabreytingarinnar að gera ákvæðið skýrara með því að orða í lokamálslið 1. mgr. greinarinnar sérstaklega þær verknaðaraðferðir sem slíkt brot tæki til, með hliðsjón af 1. og 2. mgr. 6. gr. Palermo-samningsins. Við túlkun einstakra verknaðarþátta yrði sem fyrr að horfa til þess að peningaþvætti væri í megindráttum hver sú starfsemi sem lyti að því að fela uppruna og eiganda fjár sem væri ávinningur af brotastarfsemi. Meginmarkmiðið væri að gera háttsemina refsiverða og höggva að rótum afbrota með því að uppræta aðalhvata þeirra, þann ávinning sem af þeim kynni að leiða.24. Með fyrrgreindum lögum nr. 149/2009 var lögfest ákvæði um sjálfsþvætti í 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga sem felur í sér að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt peningaþvættisbrot samkvæmt 1. mgr. sömu greinar skuli sæta sömu refsingu og þar greini. Fram kom í athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu að með málsgreininni væri horft til athugasemda í skýrslu FATF-nefndarinnar um að óljóst væri hvort gildandi lagareglur tækju til sjálfsþvættis. Enn fremur sagði að þar sem frumbrot og síðar tilkomið sjálfsþvætti á ávinningi sem af því stafaði yrðu þannig tvö sjálfstæð brot væri áréttað að 77. gr. almennra hegningarlaga um brotasamsteypu gilti eftir því sem við ætti. Niðurstaða25. Ákærði var stjórnarmaður í samlagsfélaginu Fínt sem að lögum er vísað til sem sjálfstæðs lögaðila, sbr. 2. gr. laga nr. 90/2003. Félagið var skráð í firmaskrá hér á landi og þess var óskað við þá skráningu að félagið yrði sjálfstæður skattaðili. Þá var við skráninguna afhentur félagssamningur þar sem getið var eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár, svo og hvernig félagsslitum skyldi háttað. Enda þótt ákærði hafi borið ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ábyrgð hans á þeim svipi því mjög til þeirrar ábyrgðar er menn bera á atvinnustarfsemi sem þeir reka í eigin nafni verður hann í ljósi framangreindrar stöðu samlagsfélagsins sem sérstaks lögaðila ekki samsamaður því. Af því leiðir að álag sem lagt var á samlagsfélagið á grundvelli 27. gr. laga nr. 50/1988 og 28. gr. laga nr. 45/1987 felur ekki í sér refsingu á hendur honum persónulega. Þá verður gagnstæð niðurstaða ekki ráðin af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Af framangreindu leiðir að ekki verður talið að saksókn í máli þessu brjóti í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis, sbr. lög nr. 62/1994.26. Ákærði var með hinum áfrýjaða dómi sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 og jafnframt brot gegn 1. mgr. 262. gr., sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988. Ekki var sakfellt í hinum áfrýjaða dómi fyrir 3. ákærulið er lýtur að peningaþvætti þar sem talið var að skattalagabrotin tæmdu sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Þar er háttsemi ákærða lýst svo að honum sé gefið að sök að hafa ,,nýtt ávinning af brotum skv. 1. og 2. tölulið ákæru, samtals kr. 53.937.231, í þágu samlagsfélagsins.“27. Við mat á því hvort skattalagabrot samkvæmt 1. og 2. ákærulið tæmi sök gagnvart broti gegn 264. gr. laganna ber að líta til þess að í 2. mgr. 264. gr. laganna er tiltekið að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greini. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 sagði að þar sem frumbrot og síðar tilkomið sjálfsþvætti á ávinningi sem af því stafaði yrðu þannig tvö sjálfstæð brot væri áréttað að 77. gr. almennra hegningarlaga um brotasamsteypu gilti eftir því sem við ætti. Framangreind tilvísun í athugasemdunum til tveggja sjálfstæðra brota, frumbrots og síðar tilkomins sjálfsþvættis, sem og tilvísun ákvæðisins til brotasamsteypu mælir að öllu jöfnu gegn því að litið verði svo á að annað brotanna tæmi sök gagnvart hinu.28. Af hálfu ákæruvaldsins var vísað til þess við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti að hið ætlaða sjálfsþvættisbrot sem ákært væri fyrir fæli í sér sjálfstætt og eftirfarandi brot gagnvart þeim brotum sem ákært væri fyrir í 1. og 2. ákærulið og fullframning skattalagabrotanna væri skilyrði þess að unnt væri að koma fram refsingu fyrir peningaþvætti. Það væri jafnframt útilokað við þessar aðstæður að lýsa broti ákærða með nákvæmari hætti eða greina í einstökum atriðum hvernig ávinningi af skattalagabrotum þeim sem 1. og 2. liður ákæru taki til hefði verið varið. 29. Sú háttsemi sem ákærða er gefin að sök í 3. ákærulið, að hafa nýtt ávinning af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru í þágu samlagsfélagsins, felur í sér sjálfstætt brot samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga sem ekki gat komið til fyrr en eftir fullframningu skattalagabrotanna og þá með tilgreindri háttsemi sem bar að lýsa í ákæru, sbr. c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa fyrirmæli þessa ákvæðis verið skýrð svo að lýsing á háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst brotlegur við. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Að þessu leyti verður ákæra að vera svo skýr að dómara sé kleift af henni einni að gera sér grein fyrir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi verður talin refsiverð. Ákæra verður því að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókn svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru enda verður ákærði ekki sakfelldur fyrir aðra hegðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Það veltur síðan á atvikum máls og eðli brots hvaða nánari kröfur verða gerðar samkvæmt framansögðu til skýrleika ákæru. Getur þá reynst nauðsynlegt að nýta heimild d-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 til að setja fram í ákæru röksemdir sem málsókn er byggð á með svo skýrum hætti að ekki fari á milli mála hverjar sakargiftirnar eru.30. Ákvæði 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga sem leggur refsingu við því þegar maður þvættar ávinning af eigin broti hefur ekki að geyma sjálfstæða verknaðarlýsingu heldur vísar bæði um lýsingu á verknaði og refsimörk til hins almenna peningaþvættisákvæðis í 1. mgr. greinarinnar. Í 1. mgr. er talin upp ýmis sú háttsemi sem felld er undir peningaþvætti þar á meðal að taka við, nýta, eða afla sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum. Samkvæmt því getur það varðað refsingu sem sjálfsþvætti að nýta eða afla sér ávinnings af eigin broti.31. Ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærða á grundvelli 3. ákæruliðar er lýst á þann hátt að hann hafi nýtt ávinning af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals að tilgreindri fjárhæð í þágu samlagsfélagsins. Í ákæru er í engu lýst í hverju þær athafnir ákærða til viðbótar brotum samkvæmt 1. og 2. ákærulið fólust. Ætlað brot ákærða samkvæmt 3. ákærulið er ekki afmarkað í tíma með neinum hætti, hvorki um upphafstíma þess né hvenær því lauk og ekki að finna neina sundurliðun þess fjár sem ákærði á að hafa nýtt með þessum hætti í þágu félagsins. Þá hefur ákæran ekki að geyma sértækar upplýsingar um fjárhagslegar ráðstafanir ákærða, svo sem nýtingu bankareikninga eða sambærileg gögn, sem stutt gætu sönnun um brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu skortir með öllu á að lýst sé nýtingu ávinnings sem sérstaks verknaðarþáttar í peningaþvættisbrotinu. 32. Meta þarf eftir atvikum hversu nákvæm slík lýsing í ákæru þurfi að vera til þess að skilyrðum c-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Á slíkt mat reynir hins vegar ekki í þessu máli þar sem engin tilraun var gerð til þess að lýsa nýtingu ætlaðs ávinnings af skattalagabrotum samkvæmt 1. og 2. ákærulið. Hafi sá ómöguleiki á nánari tilgreiningu brotsins verið fyrir hendi, sem ákæruvaldið ber við í málinu, hlaut samkvæmt framansögðu að koma til álita hvort yfirhöfuð væri við slíkar aðstæður tækt að ákæra á grundvelli 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 46/2021.33. Samkvæmt þessu eru framangreindir ágallar á 3. tölulið ákæru svo verulegir að óhjákvæmilegt er að vísa honum frá héraðsdómi, sbr. c–lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. 34. Af hálfu ákærða er á því byggt að hann hafi greitt verulegar fjárhæðir inn á vanskil vegna staðgreiðslu vegna tímabilanna júní 2016, september til desember 2016, janúar 2017 og mars til október 2017 og vegna allra virðisaukaskattstímabilanna sem tilgreind séu í ákæru. 35. Í hinum áfrýjaða dómi er rakið að virðisaukaskattsskýrslu vegna júlí og ágúst 2017 og september og október sama ár hafi verið skilað á lögmæltum tíma. Tók því sektarrefsing ákærða mið af því, ákærða til hagsbóta svo sem lög leyfa, auk þess sem staðfest var niðurstaða héraðsdóms um ákvörðun sektar vegna brota gegn 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Þegar litið er til þess að ekki voru staðin skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskattskýrslna á lögmæltum tíma vegna annarra tímabila en tekið var tillit til í hinum áfrýjaða dómi kemur ekki til greina að beita ákvæðum 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 til að fara niður úr fésektarlágmarki vegna þeirra tímabila, sbr. dóm Hæstaréttar 3. mars 2011 í máli nr. 71/2010. Tilvísun ákærða við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti til laga nr. 29/2021 hefur ekki þýðingu í þessu tilliti enda breytti sú lagasetning engu um refsinæmi þessara brota eða lögbundin viðurlög við þeim.36. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, refsingu hans og sakarkostnað.37. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Vísað er frá héraðsdómi 3. tölulið ákæru en hinn áfrýjaði dómur skal að öðru leyti vera óraskaður. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gísla Rúnars Sævarssonar, Hilmars Gunnarssonar lögmanns, 744.000 krónur.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=37d86a6c-9357-4b3c-88a1-5f398b7975ef&verdictid=e059783f-115c-4318-a395-6a330ac8d8e7 |
Mál nr. 39/2021 | Landamerki Leigusamningur Afsal Jörð Kröfugerð Gagnsök | Ó höfðaði mál gegn M og S sem eigendum jarðarinnar B sem þau keyptu árið 1991. Ó sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn sem tók árið 1983 á leigu spildu úr landi B og keypti árið 1989. Ágreiningur aðila laut að merkjum spildunnar og jarðarinnar. Um formhlið málsins komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Landsrétti hefði verið unnt að taka afstöðu til varakröfu Ó við úrlausn málsins. Þá væru ekki tilefni til að vísa málinu frá dómi án kröfu. Um efnishlið málsins vísaði Hæstiréttur til þess að verulegt og óútskýrt ósamræmi væri milli ákvæða leigusamnings og afsals um lýsingu á merkjum annars vegar og hins vegar afmörkunar spildunnar á loftmynd. Sama máli gegndi um stærð þeirrar spildu sem merkjalýsingin svaraði til og áætlaðrar stærðar hennar í leigusamningi og afsali. Væri þetta ósamræmi svo verulegt að ekki yrði byggt á hinni skriflegu lýsingu á merkjunum og því ekki fallist á aðalkröfu Ó. Jafnframt var talið að Ó hefði ekki rennt nægum stoðum undir að kröfulínur samkvæmt varakröfu ættu að réttu lagi að ráða merkjum og var því heldur ekki fallist á varakröfu Ó. Rétturinn vísaði til þess að girðing sem leigutaki spildunnar hefði reist að stórum hluta eftir að hann tók hana á leigu afmarkaði lítillega stærra land en áætlað var í leigusamningi og væri ekki fjarri útlínum uppdráttar á loftmynd sem fylgdi með leigusamningi og afsali. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að með staðsetningu girðingarinnar, án athugasemda af hálfu leigusala, hefði leigutakinn í verki staðfest skilning sinn á því hver merki spildunnar væru. Var því fallist á dómkröfur M og S um merki jarðar þeirra og spildu Ó. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 7. september 2021. Í aðalsök krefjast þau þess að viðurkennt verði með dómi að rétt landamerki spildu í eigu gagnáfrýjanda með landnúmer 167220 gagnvart jörðinni Brú með landnúmer 167070 séu afmörkuð samkvæmt línu sem liggur úr punkti 100 (a-hnit: 439103,056 / n-hnit: 423603,743) í punkt 101 (a-hnit: 439205,625 / n-hnit: 423485,549), þaðan í punkt 102 (a-hnit: 439151,992 / n-hnit: 423388,479), þaðan í punkt 103 (a-hnit: 439014,398 / n-hnit: 423323,654), þaðan í punkt 104 (a-hnit: 439032,487 / n-hnit: 423436,910), þaðan í punkt 105 (a-hnit: 439019,416 / n-hnit: 423511,884) og þaðan aftur í punkt 100. Í gagnsök krefjast þau sýknu af dómkröfum gagnáfrýjanda. Þá krefjast þau málskostnaðar á öllum dómstigum.3. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 17. nóvember 2021. Hún krefst sýknu af kröfu aðaláfrýjenda í aðalsök. Í gagnsök krefst hún þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að mörk spildu með landnúmer 167220 afmarkist samkvæmt línu: að vestan úr punkti sem er hornmark við Gýgjarhól 1 og 2, úr punkti 100 (hnit x438919.95 og y423231.07) í austur með farvegi lækjar um punkt 101 (hnit x438939.72 og y423228.99), um punkt 102 (hnit x438974.23 og y423235.71), um punkt 103 (hnit x439011.56 og y423249.85), um punkt 104 (hnit x439034.26 og y423268.00), um punkt 105 (hnit x439051.31 og y423284.53), um punkt 106 (hnit x439064.84 og y423306.67), um punkt 107 (hnit x439074.00 og y423317.60), um punkt 108 (hnit x439092.06 og y423322.94), um punkt 109 (hnit x439122.09 og y423325.58), um punkt 110 (hnit x439150.17 og y423331.68), um punkt 111 (hnit x439176.61 og y423351.20), um punkt 112 (hnit x439198.99 og y423360.96), um punkt 113 (hnit x439223.59 og y423365.72), um punkt 114 (hnit x439248.28 og y423369.79), um punkt 115 (hnit x439271.19 og y423377.67) í punkt 116 sem er hornpunktur (hnit x439283.11 og y423396.22), þaðan í norður um línu sem afmarkar land spildunnar við Brú um punkt 117 (hnit x439205.80 og y423485.43), um punkt 118 (hnit x439179.22 og y423516.10), um punkt 119 (hnit x439103.17 og y423603.88) í punkt 120 (hnit x439006.20 og y423727.76), þaðan í punkt 121 sem er hornmark (hnit x438921.52 og y423758.16). Úr þeim punkti í suður meðfram landi Brúarhvamms og Gýgjarhóls 2 í punkt 122 (hnit x438959.27 og y423602.95), áfram í punkt 123 (hnit x438940.34 og y423415.39), í punkt 124 (hnit x438932.19 og y423347.58) og aftur í upphafspunkt 100. Til vara krefst hún þess að viðurkennt verði að mörk spildunnar skuli vera samkvæmt línu sem afmarkast þannig á hnitsettri loftmynd sem fylgdi áfrýjunarstefnu til Landsréttar; að vestan úr punkti 1 rangsælis um punkta 2–31 í punkt 32, þaðan til austurs um punkta 33–54 í punkt 55 og loks þaðan til norðvesturs um punkta 56–72 þar til línan endar í upphafspunkti 1, eins og í upphafi var lýst. Að lokum krefst hún þess að aðaláfrýjendum verði gert að greiða sér málskostnað á öllum dómstigum.4. Dómendur fóru á vettvang 11. febrúar 2022.Ágreiningsefni5. Aðaláfrýjendur eru eigendur jarðarinnar Brúar í Bláskógabyggð sem þau keyptu árið 1991. Gagnáfrýjandi situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn sem tók árið 1983 á leigu spildu úr landi Brúar og keypti árið 1989. Málsaðilar deila um stærð og landamerki spildunnar en þau eru ósammála um hvernig á að túlka lýsingu á merkjum hennar í leigusamningi þeim sem vísað var til í afsali. Þá deila þau um hvaða þýðingu tilgreining á stærð spildunnar í leigusamningi og afsali á að hafa.6. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta fyrir héraðsdómi og hafði uppi kröfu þá sem er aðalkrafa hennar fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjendur höfðuðu gagnsök og gerðu kröfu þá sem þau hafa uppi fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur féllst á kröfu aðaláfrýjenda og sýknaði þau af kröfu gagnáfrýjanda.7. Gagnáfrýjandi áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar og hafði þar uppi sömu kröfu og í héraði en að auki varakröfu þá sem hún gerir fyrir Hæstarétti. Landsréttur taldi að varakrafan væri of seint fram komin og tók hana ekki til skoðunar. Landsréttur sýknaði aðaláfrýjendur af aðalkröfu gagnáfrýjanda og jafnframt gagnáfrýjanda af kröfu aðaláfrýjenda. 8. Allar framangreindar viðurkenningarkröfur um afmörkun spildunnar eru hnitsettar og allar kröfulínur hafa verið teiknaðar inn á framlagðar loftmyndir. Ekki er deilt um þá hnitsetningu.9. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grunni að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi en jafnframt var talið að á dómi Landsréttar kynnu að vera þeir ágallar að rétt væri að samþykkja beiðni um áfrýjun á grundvelli 4. málsliðar 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsatvik0. Með leigusamningi 4. júní 1983 leigði Guðmundur H. Óskarsson, þáverandi eigandi jarðarinnar Brúar í Bláskógabyggð, Kristni S. Jónssyni spildu úr landi jarðar sinnar til 25 ára. Spildunni var þannig lýst í 1. grein leigusamningsins:Spilda þessi er nálægt 2,5 (tveir og hálfur) hektari að stærð og takmarkast að austan af farvegi lækjar, sem liggur á mörkum Brúar og Gýgjarhóls, að vestan af gömlum farvegi Tungufljóts á mörkum Brúar og Bryggju, en að sunnan þar sem farvegir þessir koma saman. Norðurmörk ráðast af girðingu, sem þar er nú. Þá verða mörk þessi færð inn á loftmynd af svæðinu og skoðast mynd sú sem hluti samnings þessa. 1. Í 5. grein leigusamningsins sagði: „Vilji leigutaki girða hið leigða land skal honum það heimilt á sinn kostnað.“ Eftir gerð leigusamningsins reisti Kristinn girðinguna sem aðilar deila um hvort er á merkjum spildunnar. 2. Á spildunni reisti Kristinn sumarhús en Guðmundar afsalaði henni til hans 10. ágúst 1989. Hinu selda var lýst sem 2,5 ha spildu en um legu vísað til viðfests ljósrits af loftmynd og um merki til þinglýsts leigusamnings 4. júní 1983.3. Guðmundur seldi aðaláfrýjendum jörðina Brú með kaupsamningi og afsali 1. apríl 1991. Í samningnum kom fram að jörðin væri seld ásamt tilheyrandi, um það bil 550 ha, eignarlandi samkvæmt meðfylgjandi loftmynd frá Landmælingum Íslands að frátöldum jarðarskika sem væri í suðausturhorni svokallaðrar Svörtumýrar sem afmörkuð væri með rauðri punktalínu á loftmyndinni. Að öðru leyti var um merki vísað til landamerkjabréfs jarðarinnar 5. júní 1885 og tekið fram að kaupendur gerðu sér fulla grein fyrir þeim jarðarspildum sem ýmist hefðu verið seldar eða leigðar úr jörðinni undir sumarbústaði. Guðmundur var faðir aðaláfrýjandans Sigríðar Jóhönnu og tengdafaðir aðaláfrýjandans Margeirs.4. Í hinu tilvitnaða landamerkjabréfi jarðarinnar Brúar sem þáverandi ábúendur og eigendur nágrannajarða undirrituðu ásamt eiganda Brúar var merkjum hennar þannig lýst:Brúarlækur ræður framan frá Fljóti að sunnanverðu allt að upptökum hans hjá Vörðu efst í Skammakeldu, og þaðan beint að Vörðu í Lágumýri, og þaðan beint vestur í Markagilsbotn; svo ræður Markagil vestur að Fljóti og Fljótið fram að Brúarlæk.Tungufljót er í landamerkjabréfinu nefnt Fljótið en það breytti um farveg í miklu flóði árið 1929 án þess að það hefði áhrif á landamerki Brúar að vestan. Hinn forni farvegur Tungufljóts sem þá þornaði upp er talsvert breiður.5. Gagnáfrýjandi fékk leyfi 19. desember 2016 til setu í óskiptu búi eftir maka sinn Kristin en hann lést 25. nóvember sama ár.Málsástæður aðilaHelstu málsástæður aðaláfrýjenda6. Aðaláfrýjendur túlka leigusamning um spilduna sem vísað var til í afsali um hana á þann veg að spildan hafi að vestan, sunnan og austan átt að ráðast af „innri mörkum“ farvega Tungufljóts og Brúarlækjar og vísa þau þar til þess að spildan hafi átt að ná að farvegunum en ekki í þá miðja. Að norðan hafi merkin átt að ráðast af girðingu sem þar hafi verið þegar samningurinn var gerður. Samkvæmt landamerkjabréfi jarðarinnar ráðist merki hennar að austan og vestan af línum sem liggja um miðju þeirra straumvatna sem við gerð þess runnu á mörkum umræddra jarða í samræmi við 1. mgr. 3. gr. vatnalaga nr. 15/1923 en lýsing á merkjum spildunnar í leigusamningnum hafi hins vegar verið með allt öðrum hætti. Ekki verði ráðið af orðalagi leigusamningsins að spildan hafi átt að markast af miðju þessara farvega eða af mörkum Brúar við aðliggjandi jarðir enda ekki vísað í landamerkjabréf varðandi afmörkun spildunnar. Við sölu á spildum úr landi jarðar sé aðilum fullkomlega frjálst að afmarka þær með þeim hætti sem þeir kjósi. Framangreind regla vatnalaga um miðlínu farvegar eigi því ekki við um afmörkun spildunnar heldur fari um merki hennar eftir því sem samist hafi um milli aðila. 7. Af hálfu aðaláfrýjenda er jafnframt byggt á því að ráða megi með skýrum hætti af þeim uppdrætti á loftmynd sem hafi verið hluti af leigusamningi og afsali um spilduna að ekki hafi verið ætlunin að miða við miðja farvegi heldur hafi hún átt að takmarkast af farvegunum. Spildan sé þannig að öllu leyti innan jarðarinnar Brúar og eigi ekki mörk við aðrar jarðir. Þá samræmist uppdrátturinn mun betur kröfugerð aðaláfrýjenda en gagnáfrýjanda.8. Aðaláfrýjendur byggja einnig á því að leigutaki og síðar eigandi spildunnar hafi sjálfur afmarkað hana með merkjagirðingu samkvæmt heimild í leigusamningi og afsali og miða þau kröfugerð sína við það girðingarstæði. Þau telja jafnframt að kröfugerð sín samræmist þeirri afmörkun á spildunni sem leigusamningurinn og afsalið byggðist á. Lögun spildunnar, eins og útlínur hennar hafi verið dregnar á loftmynd sem fylgt hafi leigusamningi og afsali, falli vel að kröfulínum þeirra.9. Aðaláfrýjendur telja það enn fremur styðja kröfu sína að í leigusamningi og afsali hafi spildan verið talin nálægt 2,5 ha að stærð. Þannig sé hún skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár og hafi gagnáfrýjandi borið skatta og skyldur af henni í samræmi við þá stærð. Spilda sú sem kröfugerð aðaláfrýjenda afmarki sé 3,07 ha og því nokkru stærri en áætlað hafi verið við sölu hennar. Kröfugerð gagnáfrýjanda miðist hins vegar við að spildan sé 9,5 ha sem samræmist engan veginn leigusamningi eða afsali. 20. Aðaláfrýjendur telja að uppdráttur sem fylgt hafi kaupsamningi þeirra um jörðina Brú árið 1991 hafi enga þýðingu í málinu. Honum hafi einkum verið ætlað að afmarka þá spildu sem seljandi hélt eftir við kaup þeirra á jörðinni. Gagnáfrýjandi hafi ekki verið aðili að þessum samningi og ónákvæmni í afmörkun á hinni keyptu jörð á þeim uppdrætti geti ekki skapað henni rétt til stærri spildu en heimildarskjöl hafi tilgreint.21. Af hálfu aðaláfrýjenda er byggt á því að niðurstaða Landsréttar gangi gegn hlutverki dómstóla en með henni séu aðilar málsins skildir eftir á byrjunarreit. Slík niðurstaða í landamerkjamáli geti leitt til þess að ágreiningur um landamerki þurfi að fara margítrekað fyrir dóm með tilheyrandi kostnaði þar til aðilum tekst að afmarka kröfulínur sem séu dómstólum þóknanlegar. Í málinu sé deilt um landamerki og hvorir aðila um sig hafi sett fram viðurkenningarkröfu í aðalsök og gagnsök í héraði sem afmarki ágreining þeirra. Rétt hefði verið að dómurinn kæmist að niðurstöðu innan þess svigrúms sem kröfur málsaðila heimiluðu. Með þeim hætti teldist dómurinn ekki fara út fyrir kröfur málsaðila, sbr. dóm Hæstaréttar 11. maí 2006 í máli nr. 345/2005.Helstu málsástæður gagnáfrýjanda22. Gagnáfrýjandi kveðst byggja aðalkröfu sína á áðurnefndum leigusamningi, afsali og uppdrætti sem þessum löggerningum fylgdu. Hún telur að túlka beri lýsingu á merkjum spildunnar í leigusamningi á þann veg að merki hennar að vestan og austan fylgi miðlínu farvega þeirra straumvatna sem vísað sé til. Spildan liggi því að landamerkjum þeirra nágrannajarða sem tilgreindar séu í leigusamningnum. Þótt orðalagið í honum sé örlítið frábrugðið því sem er í landamerkjabréfi jarðarinnar Brúar hafi merking orðanna verið sú sama. Því verði að líta svo á að miðlína farveganna hafi átt að ráða merkjum. Spildan og jörðin Brú eigi því aðeins merki saman að norðanverðu. Gagnáfrýjandi hafi lagt fram yfirlýsingu þinglýstra eigenda aðliggjandi jarða annarra en Brúar um að spildan eigi mörk að jörðunum um farvegi og uppdráttur hafi fylgt þeirri yfirlýsingu. Þar sem landamerki við aðliggjandi jarðir séu samkvæmt því óumdeild hafi ekki borið nauðsyn til að stefna eigendum þeirra.23. Rétt skýring á orðalagi leigusamningsins um merki spildunnar og jarðarinnar Brúar sé í samræmi við þá meginreglu sem gildi í íslenskum rétti að þar sem fallvatn skilji að landareignir teljist merkin um miðjan farveg þess nema önnur lögmæt skipan hafi verið gerð á. Reglu þessa hafi upphaflega verið að finna í 56. kafla landsleigubálks Jónsbókar og sé nú í 1. mgr. 3. gr. vatnalaga. Af dómaframkvæmd megi ráða að eigi að víkja frá henni þurfi heimildir um önnur landamerki að vera skýrar og afdráttarlausar. 24. Gagnáfrýjandi telur að merki spildunnar séu í samræmi við þann uppdrátt sem hafi verið hluti af afsali og kaupsamningi aðaláfrýjenda þegar þau keyptu jörðina árið 1991. Þar hafi landamerki Brúar og spildunnar að norðanverðu verið færð inn á loftmynd í beina línu í miðjan Brúarlæk og Tungufljót og ekki gert ráð fyrir að jörðinni tilheyrði neitt land vestan eða austan við spilduna. 25. Gagnáfrýjandi byggir jafnframt á því að sú skipan merkja sem felist í kröfugerð aðaláfrýjenda myndi fela í sér að þau teldust eiga mjóar landræmur meðfram farvegum beggja vegna spildunnar milli hennar og nágrannajarða. Sú niðurstaða væri í andstöðu við meginreglur skipulags- og umhverfisréttar og órökrétt bæði að formi og efni. Sveitarstjórn og jarðanefnd hefði tæplega verið heimilt að staðfesta samninginn þannig skýrðan. Þá vísar gagnáfrýjandi til 1. mgr. 10. gr. landskiptalaga nr. 46/1941 en samkvæmt ákvæðinu skuli skipta landi þannig að land hverrar jarðar eða jarðarparts verði sem mest í samhengi og sem skipulegast.26. Gagnáfrýjandi mótmælir því að það hafi þýðingu við úrlausn málsins að girt hafi verið á spildunni. Einungis girðingu á norðurhlið spildunnar hafi verið ætlað það hlutverk að vera landamerkjagirðing. Öðrum girðingum hafi verið ætlað að afmarka skógræktarsvæði innan spildunnar til að verja það ágangi búfjár sem þá hafi gengið laust um sveitir og síðar fyrir hrossabeit. Ákvæði í leigusamningi um girðingu hafi einungis verið heimildarákvæði en ekki kvöð um að afmarka spilduna með landamerkjagirðingu enda engin þörf á því nema að norðanverðu þar sem árfarvegir hafi að öðru leyti skilið hana frá löndum annarra.27. Gagnáfrýjandi telur að sú niðurstaða Landsréttar að varakrafa hennar kæmist ekki að í málinu hafi verið röng þar sem hún hafi rúmast innan aðalkröfu. Í öllu falli hefði Landsréttur getað komist að þeirri niðurstöðu sem í varakröfunni fólst með sömu rökum og lágu henni til grundvallar.NiðurstaðaNiðurstaða um formhlið28. Fyrir Landsrétti hafði gagnáfrýjandi sem fyrr segir uppi þá varakröfu að merki spildu hennar yrðu miðuð við nýja hnitsetta kröfulínu og byggði á því að sú afmörkun væri í samræmi við útlínur spildunnar á loftmynd þeirri sem var hluti af leigusamningi og afsali um hana. Varakrafan var ekki höfð uppi í héraði og komu hnit hennar ekki fram í kröfugerðinni en þau var að finna á nýjum uppdrætti sem lagður var fram fyrir Landsrétti. Á uppdrættinum kom fram að hann væri unninn af Loftmyndum ehf. og að flatarmál spildunnar næmi 4,4 ha. Spildan sem þessi kröfulína afmarkar fellur að öllu leyti innan þeirrar spildu sem aðalkrafa gagnáfrýjanda miðast við. Varakrafan er jafnframt studd fyrirliggjandi sönnunargögnum.29. Þegar aðilar landamerkjamáls gera hvor um sig í aðalsök og gagnsök kröfu um tiltekin merki milli landareigna þeirra hefur í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið talið að ekkert sé því til fyrirstöðu að dómstóll ákveði mörk þeirra innan krafna málsaðila þótt hvorugur þeirra hafi staðsett kröfulínu með þeim hætti. Um þetta vísast til dæmis til dóma Hæstaréttar 23. september 1999 í máli nr. 17/1999 og 16. mars 2015 í máli nr. 174/2015. Í síðarnefnda málinu höfðu málsaðilar gert sjálfstæðar kröfur hvor fyrir sitt leyti um landamerki jarða sinna en jafnframt lýst þeirri afstöðu að dómara væri heimilt innan marka dómkrafna þeirra að ákveða landamerkin með öðrum hætti en þar væri gert ef það þætti fært á grundvelli framlagðra gagna. Héraðsdómari vísaði kröfum aðalstefnenda í héraði frá dómi en sýknaði þá af kröfum gagnstefnanda. Í dómi Hæstaréttar í kærumáli vegna frávísunarinnar sagði meðal annars að ekki yrði séð að aðilarnir hefðu látið hjá líða að afla tiltækra gagna um merki milli „jarða“ þeirra. Við svo búið gætu dómstólar ekki vikist undan að fella efnisdóm á málið, eftir atvikum að því undangengnu að dómari gæfi aðilunum kost á að leggja fyrir hnitasetningu eða aðrar nauðsynlegar upplýsingar til að unnt væri að afmarka merkin nægilega í dómi. 30. Eins og málatilbúnaði aðila var háttað samkvæmt framansögðu var Landsrétti unnt að taka afstöðu til varakröfunnar við úrlausn málsins. Jafnframt hefði rétturinn getað komast að þeirri niðurstöðu um merki spildunnar og jarðarinnar Brúar sem varakrafan fól í sér þótt engin slík krafa hefði komið fram. Á sama hátt er Hæstarétti í samræmi við fyrrnefnda dómaframkvæmd sína unnt að ákvarða landamerkin innan þess svigrúms sem kröfugerðir beggja málsaðila veita með hliðsjón af þeim málsástæðum og sönnunargögnum sem varakrafan byggist á. 31. Gagnáfrýjandi kveðst miða aðalkröfu sínu við að merki spildunnar að austan og vestan séu miðlína farvega vatnsfalla og spildan liggi þar með að merkjum grannjarða. Gagnáfrýjandi hefur lagt fram ódagsetta yfirlýsingu sína og eigenda aðliggjandi jarða, Gýgjarhóls 1 og 2 og jarðarinnar Brúarhvamms, þar sem þeir staðfesta að ekki sé ágreiningur um staðfest landamerki jarða þeirra samkvæmt hnitsettum landamerkjapunktum. Aðaláfrýjendur hafa ekki undirritað þessa yfirlýsingu. Í henni er vísað til hnitsetts uppdráttar af spildunni 17. maí 2018 sem áritaður er af sömu aðilum. Hnitsett kröfulína samkvæmt aðalkröfu gagnáfrýjanda er í samræmi við þennan uppdrátt.32. Eins og dómkröfur og málatilbúnaður aðila eru úr garði gerð og þar sem ágreiningslaust virðist samkvæmt framansögðu hvar landamerki grannjarða gagnvart þrætusvæðinu liggja bar ekki nauðsyn til að stefna eigendum þeirra. Er þar til þess að líta að dómur í máli bindur að jafnaði aðeins þá sem eiga aðild að því, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Ekki er því tilefni til að vísa málinu frá dómi án kröfu.Niðurstaða um efnishlið33. Kröfulínur aðaláfrýjenda miðast að norðan við girðingu sem var á þeirri hlið hinnar umþrættu spildu þegar leigusamningurinn var gerður árið 1983. Að austan miðast hún að hluta við girðingarbút sem þar var þegar spildan var leigð en að öðru leyti að austan og vestan, þar til kröfulínur koma saman í suðri, við girðingu sem leigutaki girti eftir að hann tók spilduna á leigu en áður en hann varð eigandi hennar árið 1989. Óumdeilt er að kröfulínur aðaláfrýjenda miðast þannig við hnitpunkta sem fylgja girðingu sem afmarkar 3,07 ha spildu.34. Kröfulínur samkvæmt aðalkröfu gagnáfrýjanda miðast að norðan við fyrrnefnda girðingu sem kröfulína gagnaðila miðar við en áfram í beina línu til austurs í Brúarlæk og í beina línu til vesturs í miðjan fornan farveg Tungufljóts. Að austan fylgja kröfulínur miðjum farvegi Brúarlækjar og að vestan miðjum fornum farvegi Tungufljóts þar til þessir farvegir mætast í suðri. Kröfulínur gagnáfrýjanda að vestan taka nánar tiltekið mið af merkjalínu sem aðaláfrýjendur, sem eigendur Brúar, og eigandi Víkurmýrar sem nú er hluti jarðarinnar Gýgjarhóls 2 og óumdeilt er í máli þessu að fylgi miðlínu hins forna farvegar Tungufljóts. Kröfulínur gagnáfrýjanda samkvæmt aðalkröfu afmarka um það bil 9,5 ha spildu. 35. Kröfulínur samkvæmt varakröfu gagnáfrýjanda eru dregnar á uppdrætti í gegnum hnitsetta punkta og er ætlað að endurspegla uppdrátt á loftmynd þeirri sem fylgdi fyrrnefndum leigusamningi sem vísað var til í afsali um spilduna frá árinu 1989. Sá uppdráttur sýnist í stórum dráttum hafa átt að fylgja jaðri eða mörkum umræddra farvega þannig að sú landspilda sem hann afmarkar virðist hafa verið gróið holt eða tangi sem Brúarlækur og Tungufljót hafa ekki spillt. Kröfulínurnar fylgja aftur á móti ekki miðlínu umræddra farvega og munar þar mjög miklu, sérstaklega að vestan. Stærð spildunnar er um 4,4 ha.36. Í leigusamningi um spildu gagnáfrýjanda var henni lýst á þann veg að hún takmarkist „að austan af farvegi lækjar, sem liggur á mörkum Brúar og Gýgjarhóls, að vestan af gömlum farvegi Tungufljóts á mörkum Brúar og Bryggju, en að sunnan þar sem farvegir þessir koma saman”. Þar sagði enn fremur að spildan væri nálægt 2,5 ha að stærð. Sama tilgreining á stærð spildunnar kom fram í afsalsbréfi sem þáverandi eigandi Brúar gaf út til eiginmanns gagnáfrýjanda en hann hafði fengið spilduna á leigu sex árum áður svo sem fyrr er lýst. 37. Í 1. mgr. 3. gr. vatnalaga segir um merki landareigna í lækjum og ám að ef á eða lækur skilji landareignir eigi hvort land í miðjan farveg, miðað við að ekki sé vöxtur í vatni, nema önnur lögmæt skipun sé þar á gerð. Í 2. mgr. greinarinnar segir að merki breytist eigi þótt farvegur breytist. Almennt er litið svo á að sá sem heldur því fram að víkja skuli frá miðlínureglunni beri sönnunarbyrði fyrir því og að heimildir um annað þurfi að vera skýrar og afdráttarlausar, sbr. dóma Hæstaréttar 21. janúar 2010 í máli 224/2009 og 12. júní 2014 í máli nr. 609/2013. 38. Þótt afmörkun spildunnar í leigusamningnum sé ekki í fullkomnu samræmi við lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Brúar og aðliggjandi jarða í landamerkjabréfi frá árinu 1885 og þar sé heldur ekki vísað til þess að miðjir farvegir ráði merkjum verður tilvísunin um að þau takmarkist að austan „af farvegi lækjar, sem liggur á mörkum Brúar og Gýgjarhóls“ og að vestan „af gömlum farvegi Tungufljóts á mörkum Brúar og Bryggju“ að öðru jöfnu skilin með þeim hætti að spildan nái að landamerkjum Brúar og þessara tveggja jarða í miðjum umræddum farvegum komi ekki fleira til. Í því sambandi er til þess að líta að framangreind túlkun á merkjum samkvæmt leigusamningi er í engu samræmi við útlínur spildunnar samkvæmt uppdrætti á þeirri loftmynd sem fylgdi leigusamningi og afsali og skeikar þar miklu. Jafnframt er stærð spildunnar samkvæmt aðalkröfu gagnáfrýjanda margfalt stærri en áætlað var í leigusamningi og afsali. 39. Þess eru ýmis dæmi í dómaframkvæmd að tilgreining á landstærð í samningi ráði ekki ein og sér úrslitum um merki eigi hún sér ekki næga stoð í öðrum sönnunargögnum, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 21. maí 2015 í máli nr. 579/2014. Þótt málsaðilar séu sammála um að stærð spildunnar hafi ekki verið nákvæmlega tilgreind í leigusamningi og afsali verður ekki fram hjá þeirri staðreynd litið að kröfulína gagnáfrýjanda afmarkar nærri fjórfalt stærri spildu en tilgreind var í þessum löggerningum. Í því sambandi er einnig rétt að líta til þess að afsalshafi spildunnar hafði haft hana á leigu í sex ár þegar afsalið var gefið út og hefði því verið í lófa lagið að lagfæra tilgreiningu á stærð spildunnar í afsalinu ef hann taldi hana stærri en 2,5 ha. 40. Við ákvörðun um landamerki spildunnar og jarðarinnar Brúar verður að túlka ákvæði um merki og stærð spildunnar í afsali um hana frá árinu 1989 og leigusamningi frá árinu 1983 og meta gildi þess uppdráttar sem var hluti af þessum löggerningum. Þessa löggerninga verður að meta heildstætt með hliðsjón af lagafyrirmælum og öðrum fyrirliggjandi sönnunargögnum sem varpað geta ljósi á þann skilning sem rétt er að leggja í þá.41. Það sem einkum styður grundvöll aðalkröfu gagnáfrýjanda til viðbótar skriflegri lýsingu á merkjum í leigusamningi er að á uppdrætti á loftmynd sem vísað var til í kaupsamningi og afsali um jörðina Brú frá árinu 1991 voru merki hennar og spildunnar dregin með svipuðum hætti og kröfulína gagnáfrýjanda. Til þess ber að líta að merki spildu gagnáfrýjanda höfðu verið ákveðin áður en aðaláfrýjendur keyptu jörðina. Á uppdrættinum eru útlínur hinnar keyptu jarðar augljóslega dregnar með grófum línum til norðurs og suðurs, þar á meðal að þrætusvæði þessa máls. Þá var í þessum samningi fyrst og fremst vísað um merki til landamerkjabréfs. Tilgangur uppdráttarins virðist meðal annars hafa verið að afmarka jarðarskika sem seljandi hélt eftir við sölu jarðarinnar. Þessi uppdráttur gefur því ekki glögga vísbendingu um afstöðu seljanda jarðarinnar til merkja spildu gagnáfrýjanda.42. Þá liggur fyrir yfirlýsing eigenda nágrannajarðanna Brúarhvamms og Gýgjarhóls 1 og 2 frá árinu 2018 þar sem þau „staðfesta landamerki milli jarða“ sinna. Þar er vísað til loftmyndar þar sem kröfulína gagnáfrýjanda virðist dregin upp. Enn fremur liggur fyrir bréf eiganda Gýgjarhóls 2 frá 15. nóvember 2021 en þar vísar hann meðal annars til samtals við eiginmann gagnáfrýjanda um að seljandi spildunnar hafi tjáð honum að „hann skyldi hafa allt að mörkum á móti Víkurmýri eins og í afsalinu stæði“. Yfirlýsingin og efni bréfsins eru hins vegar í andstöðu við yfirlýsingu sem aðaláfrýjendur voru fengin til að undirrita um merki í tengslum við kaup sama manns í október 2003 á svokallaðri Víkurmýri sem liggur að merkjum jarðarinnar Brúar um fyrrnefnda miðlínu í farvegi Tungufljóts. Með yfirlýsingunni samþykktu þau að öllu leyti landamerkjalýsingu Víkurmýrar. Eigandi hinnar umdeildu spildu var ekki fenginn til að undirrita yfirlýsinguna, svo sem fyrr var lýst, og samrýmist það vart síðari yfirlýsingum eiganda Gýgjarhóls 2 og dregur verulega úr sönnunargildi þeirra. 43. Gagnáfrýjandi hefur ekki rennt haldbærum stoðum undir þá málsástæðu sína að tilgreining á stærð spildunnar í leigusamningi og afsali og afmörkun hennar á loftmynd hafi verið til komin vegna misskilnings um merki jarðarinnar Brúar til vesturs. Þessari málsástæðu verður hafnað þegar af þeirri ástæðu að kaupandi spildunnar hafði haft hana á leigu í um sex ár áður en hann fékk henni afsalað.44. Samkvæmt framansögðu er verulegt og óútskýrt ósamræmi milli ákvæða leigusamnings og afsals um lýsingu á merkjum annars vegar og hins vegar afmörkunar spildunnar á loftmynd. Sama máli gegnir um stærð þeirrar spildu sem merkjalýsingin svarar til og áætlaðrar stærðar hennar í leigusamningi og afsali. Er þetta ósamræmi svo verulegt að ekki verður byggt á hinni skriflegu lýsingu á merkjunum. Verður því ekki fallist á aðalkröfu gagnáfrýjanda.45. Kröfulínum samkvæmt varakröfu gagnáfrýjanda er sem fyrr segir ætlað að endurspegla uppdrátt á loftmynd sem fylgdi leigusamningi og afsali um spilduna. Af hálfu aðaláfrýjenda er ekki fallist á að kröfulínurnar endurspegli þann uppdrátt. Eins og aðaláfrýjendur hafa bent á er stærð spildu þeirrar sem kröfulínur í varakröfunni afmarka 4,4 ha sem er talsvert stærra land en þeir 2,5 ha sem stærð spildunnar var áætluð í leigusamningi. Samkvæmt framansögðu samrýmist varakrafan heldur ekki lýsingu á merkjum spildunnar í leigusamningi og ber þar talsvert mikið á milli. Gagnáfrýjandi hefur því ekki rennt nægum stoðum undir að kröfulínur samkvæmt varakröfu eigi að réttu lagi að ráða merkjum. Verður því heldur ekki fallist á varakröfu gagnáfrýjanda.46. Kröfulínur aðaláfrýjenda byggjast sem fyrr segir á því að merki spildunnar eigi að ákvarðast af girðingu þeirri sem var á norður- og hluta af austurmörkum spildunnar þegar leigutaki tók hana á leigu og þeirri girðingu sem hann girti til viðbótar umhverfis spilduna eftir að hann tók hana á leigu en áður en hann fékk henni afsalað. 47. Aðaláfrýjendur vísa til þess að í leigusamningnum hafi verið sérstök heimild til að girða hið leigða land og að spildan hafi verið girt í samræmi við ákvæði samningsins. Dómkrafa þeirra miði að mestu leyti við ytri mörk þeirra farvega sem vísað sé til í leigusamningi og afsali. Þá telja þau að afmörkun spildunnar samkvæmt uppdrætti á loftmynd sem var hluti af leigusamningi og afsali sé í augljósu samræmi við kröfulínur þeirra. Loks vísa þau til þess að stærð þeirrar spildu sem kröfulínur þeirra afmarki svari best til þeirrar áætluðu stærðar spildunnar sem fram hafi komið í leigusamningi og afsali um hana.48. Gagnáfrýjandi mótmælir því að umrædd girðing hafi verið reist á mörkum spildunnar, sbr. 5. grein leigusamningsins. Um hafi verið að ræða heimildarákvæði og hafi girðingin verið reist á spildunni til þess að friða ræktun á henni fyrir ágangi búfjár.49. Framangreint ákvæði 5. greinar leigusamningsins er orðað með þeim hætti að: „Vilji leigutaki girða hið leigða land skal honum það heimilt á eigin kostnað.“ Orðalagið verður ekki skilið með öðrum hætti en þeim að leigutaka væri heimilt á eigin kostnað að girða af það land sem hann tók á leigu. Sem fyrr segir var fyrir girðing á norðurmörkum spildunnar og girðingarspotti út í læk á hluta að austanverðu. Verður ekki önnur ályktun dregin af þeirri girðingu sem leigutaki reisti til viðbótar þeirri sem fyrir var en að hann hafi með því nýtt sér heimild í leigusamningi til að girða land sitt af. Ekki virðast hafa verið gerðar athugasemdir við þetta girðingarstæði af hálfu eiganda Brúar. Í afsali um spilduna 10. ágúst 1989 var um merki spildunnar einungis vísað til leigusamningsins auk þess sem tilgreint var að spildan væri „c.a 2,5 ha“ að stærð. Þegar spildunni var afsalað hafði kaupandi þegar haft hana á leigu í sex ár og var vísað til þess í afsali. Hann var því í sömu aðstöðu og eigandi Brúar til að átta sig á stærð spildunnar og merkjum hennar.50. Sú málsástæða gagnáfrýjanda að tilgangur með girðingunni hafi fyrst og fremst verið að verja ræktun á spildunni fyrir ágangi búfjár hefur ekki þýðingu við úrlausn málsins enda hefði þeim tilgangi einnig verið náð með því að girða af stærri spildu. Í ljósi framangreinds getur hentugt girðingarstæði heldur ekki skýrt með viðhlítandi hætti staðsetningu hennar.51. Fullyrðingar málsaðila um landnýtingu utan girðingar eru ekki samþýðanlegar og önnur sönnunargögn varpa ekki skýru ljósi á hana. Því er ekki fram komin í málinu sönnun um að notkunin hafi verið með þeim hætti að áhrif geti haft á niðurstöðu málsins.52. Með vísan til alls framangreinds og að teknu tilliti til þess að umrædd girðing sem leigutaki spildunnar reisti að stórum hluta eftir að hann tók hana á leigu umlykur um 3 ha spildu eða lítillega stærra land en áætlað var í leigusamningi og girðingin ekki fjarri útlínum uppdráttar á loftmynd sem fylgdi með leigusamningi og afsali verður komist að þeirri niðurstöðu að með staðsetningu girðingarinnar, án athugasemda af hálfu leigusala, hafi leigutakinn í verki staðfest skilning sinn á því hver væru merki spildunnar. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á dómkröfur aðaláfrýjenda um merki jarðar þeirra og spildu gagnáfrýjanda.53. Þar sem veruleg vafaatriði eru í málinu er rétt með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 að málskostnaður á öllum dómstigum falli niður. Dómsorð:Viðurkennt er að merki jarðarinnar Brúar í Bláskógabyggð, í eigu aðaláfrýjenda, Margeirs Ingólfssonar og Sigríðar Jóhönnu Guðmundsdóttur, gagnvart spildu gagnáfrýjanda, Ólafar Hansínu Friðriksdóttur, með landnúmerið 167220, afmarkist samkvæmt línu sem liggur úr punkti 100 (a-hnit: 439103,056 / n-hnit: 423603,743) í punkt 101 (a-hnit: 439205,625 / n-hnit: 423485,549), þaðan í punkt 102 (a-hnit: 439151,992 / n-hnit: 423388,479), þaðan í punkt 103 (a-hnit: 439014,398 / n-hnit: 423323,654), þaðan í punkt 104 (a-hnit: 439032,487 / n-hnit: 423436,910), þaðan í punkt 105 (a-hnit: 439019,416 / n-hnit: 423511,884) og loks aftur í punkt 100.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=828e651a-b08f-47eb-a3fb-cfde46da7e0e&verdictid=dea95b87-a321-434a-9c11-bb0490ccde77 |