text
stringlengths
0
993k
Búsetudeild er hluti af félagsþjónustu Akureyrarbæjar og veitir íbúum bæjarins ýmiss konar búsetuþjónustu . Ennfremur sinnir deildin þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi . Með búsetuþjónustu er átt við þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og / eða skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri , fötlun eða veikindum . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Meginverkefni hagþjónustunnar eru umsjón með starfsáætlana - og fjárhagsáætlanagerð sviða , deilda og stofnana bæjarins og eftirfylgni með áætlunum . Deildin annast spár um íbúa - og hagþróun í bænum , ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda , stjórnunarúttektir á starfseiningum og útgáfa tölulegra upplýsinga sem varða bæjarfélagið . Þá annast deildin innkaupastjórn og rekstur tölvukerfa bæjarskrifstofanna og tengingar þeirra við stofnanir bæjarins . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Samþykkt fyrir hverfisnefndir á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar telur mikilvægt að íbúar bæjarins hafi sem mest áhrif á ákvarðanir sem snerta líf þeirra og afkomu , m.a. með þátttöku í frjálsum samtökum íbúa í hverfum bæjarins . Í þeim tilgangi að greiða fyrir starfsemi slíkra samtaka beitir bæjarstjórn sér fyrir stofnun hverfisnefnda sem skulu kosnar af íbúum hverfanna og starfa í umboði þeirra . Með hverfi er hér átt við svæði sem er skýrt afmarkað t.d. skólahverfi en getur í sumum tilvikum verið skilgreint á annan hátt . Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt . Sem dæmi um starfsemi hverfisnefndar má nefna : Hverfisnefnd getur staðið fyrir skemmtisamkomum íbúanna . Hverfisnefnd getur staðið fyrir og auglýst fundi og boðið til þeirra kjörnum fulltrúum , embættismönnum og / eða öðrum aðilum sem mál varðar hverju sinni . Hverfisnefnd getur beitt sér fyrir bættri umgengni , umhirðu og fegrun í hverfinu . Hverfisnefnd getur komið með ábendingar um umferðarmál t.d. um umferðarhraða í hverfinu Hverfisnefnd getur fjallað um skipulagstillögur varðandi hverfið sem eru í vinnslu hjá bænum og gert athugasemdir í tengslum við grenndarkynningar eða auglýstar breytingar á skipulagi . Hverfisnefnd getur haft samráð við foreldrafélag grunn - og leikskóla í hverfinu um málefni barna og unglinga . Hverfisnefndir hafa upplýsingasíðu á heimasíðu Akureyrarbæjar og bera þær ábyrgð á að koma réttum upplýsingum á framfæri við tengilið Akureyrarbæjar . Kosning nefndar : Á stofnfundi hverfisnefndar sem íbúar hverfis eru boðaðir á eru 5 fulltrúar kosnir í nefndina og 2 til vara . Fulltrúar í hverfisnefnd eru kosnir til tveggja ára í senn . Hverfisnefndir setja sér sjálfar starfsreglur sem samþykktar skulu á aðalfundum íbúa hverfanna en um starfshætti nefndanna gilda almenn ákvæði um frjáls félög og fundarsköp . Ef hverfisnefnd segir öll af sér ber formanni að boða til aukaaðalfundar þar sem kosin er ný nefnd . Þjónusta Akureyrarbæjar við hverfisnefndir : Til að greiða fyrir starfsemi hverfisnefnda beinir Akureyrarbær þeim tilmælum til stofnana bæjarins að þær veiti hverfisnefndum aðstöðu til fundahalds án endurgjalds . Bæjarráð ákveður ár hvert fjárframlag til hverfisnefndanna sem ætlað er til að greiða t.d. pappír , póstburðargjöld , veitingar og fleira í samræmi við hlutverk þeirra . Skrifstofustjóri Ráðhúss er tengiliður Akureyrarbæjar við hverfisnefndirnar og aðstoðar þær við upplýsingaöflun úr bæjarkerfinu ásamt því að birta fundargerðir nefndanna á vefnum . Fundargerðir hverfisnefnda eru birtar á vef Akureyrarbæjar íbúum hverfisins til upplýsingar . Fundargerðirnar eru teknar fyrir á fundum bæjarráðs sem vísar erindum sem fram koma í fundargerðum nefndanna áfram til viðkomandi deilda / nefnda í bæjarkerfinu eftir því sem tilefni er til . Erindunum ber að svara með bréfi eða tölvupósti . Skipulagsdeild tilkynnir viðkomandi hverfisnefnd um þær skipulagstillögur sem eru til auglýsingar og varða hverfið . Æskilegt er að samráð og samvinna sé á milli hverfisnefndanna eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni . Árlega boðar bæjarráð fulltrúa allra hverfisnefnda á fund ráðsins þar sem farið er yfir störf nefndanna , hlutverk þeirra og framtíðarsýn . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Bæjarráð er kosið til eins árs í senn . Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmda - og fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin . Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins , undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar , semur drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs , stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga . Þá sér bæjarráð um að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu . Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans , enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu . Í bæjarráði sitja þriðja ár kjörtímabilsins 2010 - 2014 : * Logi Már Einarsson ( S ) tók sæti varamanns í stað Sigrúnar Stefánsdóttur 21/12/2010 . * Hermann Jón Tómasson ( S ) var aðalmaður til 5/6/2012 . * Ólafur Jónsson ( D ) var aðalmaður til 5/6/2012 . * Oddur Helgi Halldórsson ( L ) var formaður til 5/6/2012 . * Geir Kristinn Aðalsteinsson ( L ) var varaformaður til 5/6/2012 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Meginverkefni skipulagsnefndar Akureyrarbæjar eru skipulags - og byggingamál , umhverfisskipulag , lóðaúthlutanir , umferðarmál og landupplýsingakerfi Akureyrar ( LUKA ) . Nefndin hefur hlutverk skipulags - og byggingarnefndar í skilningi 6. gr. skipulags - og byggingarlaga nr. 73 / 1997 m.s.b. , sbr. einnig heimild í 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 . Skipulagsnefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í skipulags - og byggingarmálum og tekur ákvarðanir á grundvelli skipulags - og byggingarlaga . Hún hefur eftirlit með stefnumörkun og samþykktum í málaflokkum sem undir það heyra , hefur frumkvæði að gerð skipulagstillagna og skipulagsskilmála og gerir tillögur til bæjarstjórnar um skipulagsáætlanir og breytingar á þeim . Nefndin gerir tillögur til bæjarráðs um gjaldtöku vegna gjaldskyldrar starfsemi sem heyrir undir verksvið hennar . Kjörtímabilið 2010 - 2014 er skipulagsnefnd þannig skipuð : Auður Jónasdóttir ( V ) var aðalmaður til 20. desember 2011 . Sóley Björk Stefánsdóttir ( V ) var aðalmaður frá 20. desember 2011 til 2. ágúst 2012 . Haraldur Sveinbjörn Helgason ( L ) var varaformaður til 28. júní 2012 . Varamenn í skipulagsnefnd : Inda Björk Gunnarsdóttir ( L ) Vigdís Lovísa Rafnsdóttir ( L ) Brynjar Davíðsson ( L ) frá 28. júní 2012 Pálmi Gunnarsson ( A ) Andrea Sigrún Hjálmsdóttir ( V ) frá 2. ágúst 2012 Árni Páll Jóhannsson ( L ) var varamaður til 28. júní 2012 . Edward H. Huijbens ( V ) var varamaður til 2. ágúst 2012 . Áheyrnarfulltrúar frá 17. janúar 2012 : Tryggvi Már Ingvarsson ( B ) og Jóhannes Gunnar Bjarnason varaáheyrnarfulltrúi . Svava Þ. Hjaltalín ( D ) og Stefán Friðrik Stefánsson varaáheyrnarfulltrúi . Ragnar Sverrisson ( S ) og Guðgeir Hallur Heimisson varaáheyrnarfulltrúi . Pétur Maack Þorsteinsson ( S ) varaáheyrnarfulltrúi frá 2/10/2012 . Guðgeir Hallur Heimisson ( S ) varaáheyrnarfulltrúi til 2/10/2012 . Viðar Valdimarsson ( B ) varaáheyrnarfulltrúi frá 20/2/2013 . Jóhannes Gunnar Bjarnason ( B ) varaáheyrnarfulltrúi til 20/2/2013 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Skólanefnd fer með málefni leikskólanna og grunnskólanna á Akureyri samkvæmt lögum og reglugerðum um þá , sveitarstjórnarlögum og því sem bæjarstjórn felur henni að öðru leyti . Skólanefnd fer einnig með málefni Tónlistarskólans á Akureyri samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar . Skólanefnd skal sjá um að öll börn á Akureyri njóti lögboðinnar fræðslu . Í störfum sínum ber skólanefnd einnig að sjá um að allir nemendur á skyldunámsstigi hljóti sem besta aðstöðu og jöfnust tækifæri til náms og að skólinn veiti sérhverjum nemanda fræðslu eftir aldri sínum og þroska og í samræmi við gildandi námsskrá á hverjum tíma . Skólanefnd hefur yfirumsjón með þeirri þjónustu skólanna og því skólatengdu starfi sem veitt er í skólunum utan skólatíma svo sem skólavistun . Skólanefnd fylgist með og stuðlar að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir . Skólanefnd skal sjá um að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar útbúnaður . Skólanefnd gerir tillögu til bæjarstjórnar um skiptingu bæjarins í skólahverfi . Í skólanefnd sitja kjörtímabilið 2010 - 2014 : Herdís R. Arnórsdóttir var aðalmaður í skólanefnd til 22/7/2010 . Sigrún Björk Sigurðardóttir ( L ) var aðalmaður í skólanefnd frá 22/7/2010 til 22/11/2011 . Sigurveig S. Bergsteinsdóttir ( L ) var formaður skólanefndar til 8/2/2012 . Preben Jón Pétursson ( L ) var varaformaður skólanefndar til 8/2/2012 . Logi Már Einarsson ( S ) var aðalmaður til 1/10/2012 . Varamenn í skólanefnd : Tryggvi Þór Gunnarsson ( L ) Silja Dögg Baldursdóttir ( L ) Þorvaldur Sigurðsson ( L ) Gísli Aðalsteinsson ( A ) til 7/6/2011 . Jóhann Gunnar Sigmarsson ( A ) frá 7/6/2011 . Sædís Gunnarsdóttir ( S ) til 1/10/2012 . Valdís Anna Jónsdóttir ( S ) frá 1/10/2012 . Áheyrnarfulltrúar : Gerður Jónsdóttir ( B ) og Erlingur Kristjánsson varaáheyrnarfulltrúi frá 17/1/2012 . Hjörtur Narfason ( D ) og Sigrún Birna Óladóttir varaáheyrnarfulltrúi frá 17/1/2012 . Ingibjörg Salóme Egilsdóttir ( V ) og Valur Sæmundsson varaáheyrnarfulltrúi frá 7/2/2012 til 29/10/2012 . Kristín Sigfúsdóttir ( V ) og Valur Sæmundsson varaáheyrnarfulltrúi frá 29/10/2012 . Gerður Jónsdóttir ( B ) áheyrnarfulltrúi til 20/2/2013 . Áslaug Magnúsdóttir ( B ) áheyrnarfulltrúi frá 20/2/2013 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Norræn vinabæjakeðja : Akureyri , Álasund , Lahti , Randers og Västerås . Samstarf þessarar vinabæjakeðju má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953 . Samstarfið hefur verið stöðugt og mikið og grundvallast bæði á föstum árlegum fundum og mótum sem gerð er áætlun um en einnig á óformlegri og tímabundnum samskiptum félaga og hópa innan bæjanna . Skrifað var undir viljayfirlýsingu í ferð fulltrúa Akureyrarbæjar til Vágs árið 2002 . Sú heimsókn og leit að vinabæ í Færeyjum var að frumkvæði Akureyrar . Fulltrúar Vágs komu í heimsókn til Akureyrar árið eftir . Ákveðið var að reyna að stuðla að samskiptum t.d. á sviði menningar , íþrótta og skólamála . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Tekinn hefur verið í notkun gagnvirkur vefur fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar þar sem nálgast má upplýsingar sem skráðar eru um viðkomandi í SAP mannauðskerfi bæjarins . Á vefnum getur starfsfólk m.a. skoðað launaseðla sína , fengið upplýsingar um stöðu orlofs og sent inn beiðni til viðkomandi yfirmanns um töku orlofs . Vefurinn býður upp á marga möguleika t.a.m. getur starfsfólk skráð náms - og starfsferil sinn á vefinn sem og uppfært persónuupplýsingar , s.s. breytingar á aðsetri , símanúmeri , bankaupplýsingum o.fl . Einnig er hægt að skoða reikninga sem gefnir eru út af Akureyrarbæ á viðkomandi starfsmann s.s. leikskólagjöld og fasteignagjöld . Á forsíðu vefsins birtist daglega listi yfir þá starfsmenn sem eiga afmæli ásamt lista yfir nýtt starfsfólk hjá Akureyarbæ . Auk þess birtast á forsíðunni fréttir af starfsmannahandbókinni á heimasíðu Akureyrarbæjar . Á vefnum má finna starfsmannalista fyrir alla vinnustaði á vegum Akureyrarbæjar . Hafi starfsmaður ekki aðgang að heimabanka getur viðkomandi nálgast lykilorðið hjá Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar . Fyrirspurnum um aðgang að starfsmannavefnum svarar Starfsmannaþjónustan með tölvupósti : umsokn@akureyri.isog í síma 460 1060 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Hér að neðan er hægt að skoða og sækja um störf í boði hjá Akueyrarbæ . Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum . Þegar umsókn hefur verið send fær umsækjandi tilkynningu á skjáinn ásamt tölvupósti um að umsókn hafi borist . Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið . Hér að neðan má senda inn umsókn um tímabundið afleysingastarf . Athugið að þessar umsóknir eru ekki teknar með við úrvinnslu á auglýstum störfum heldur einungis skoðaðar ef um tímabundin afleysingastörf er að ræða en þó aldrei lengur en til sex mánaða . Þessar umsóknir gilda í þrjá mánuði og er ekki svarað sérstaklega nema ef um ráðningu er að ræða . Þessar umsóknir gilda ekki um sumarstörf eða atvinnuátak . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Akureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu . Sérstök áhersla er lögð á góða leik - og grunnskóla , sem eru meðal þeirra bestu á landinu , að næg tækifæri séu til að stunda hvers konar íþrótta - og tómstundastarfsemi og að á Akureyri þrífist frjótt og öflugt lista - og menningarlíf . Síðast en ekki síst er horft til þess að öflug heilbrigðis - og félagsþjónusta standi íbúum til boða og að þeir sem komnir eru á efri ár geta búið við innihaldsríkt ævikvöld . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Akureyrarkaupstaður veitir íbúum sínum margvíslega þjónustu sem er yfirleitt ekki auglýst . Helst eru auglýst laus störf , lausar byggingarlóðir og skipulagsbreytingar þegar leitað er álits íbúanna á þeim . Mörg umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vefnum . Flest eru óvirk pdf-skjöl sem umsækjandi getur prentað út og sent á pappír til viðkomandi stofnunar sveitarfélagsins . Nokkur er hægt að fylla út á vefnum og senda í tölvupósti . Starfsumsóknir eru fylltar út á vefnum og þær skila sér inn í mannauðskerfi þar sem þær eru meðhöndlaðar rafrænt . Stefnan er að sem flestar umsóknir verði þannig . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Akureyri er mikilvæg þjónustumiðstöð landsbyggðarinnar allrar á sviði heilbrigðismála . Þar er starfrækt eina aðalvarasjúkrahús landsins , Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ( FSA ) og rekin öflug heilsugæslustöð sem þjónustar átta sveitarfélög í Eyjafirði og Fnjóskadal . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar skal stuðla að heilbrigðum lífsvenjum barna og ungs fólks í samræmi við stefnumörkun bæjarfélagsins í forvarnamálum . Starf forvarnafulltrúa felur í sér utanumhald forvarnaverkefna og framkvæmd þeirra ásamt umsjón með framkvæmd forvarnastefnu . Víðtækt samráð er um forvarnastarfið og fjölmargir sem gegna hlutverki í forvarnavinnunni . Samstarf er m.a. við grunnskóla , framhaldsskóla , félagsmiðstöðvar , Ungmenna - Hús , lögreglu , heilsugæslu og fjölskyldudeild . Nánari verkaskiptingu má sjá í aðgerðaáætlun hér fyrir neðan . Fyrirlestur - Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem vinna með börnum og unglingum og einnig foreldrum og öðrum sem bera ábyrgð á börnum . Rætt er um forvarnarverkefnið Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum . Svarað verður spurningum eins og : Hver eru merkin ? Hvert á að leita hjálpar ? Af hverju börnin segja ekki frá ? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin ? Fyrirlesturinn ásamt umræðum tekur 1 - 2 klst . Þátttakendur fá bók um efnið á kostnaðarverði . Verndarar barnaForvarnafulltrúi stendur fyrir námskeiðunum Verndarar barna . Námskeiðin eru ætluð öllum sem koma að starfi með börnum og unglingum hvort sem er hjá stofnunum , fyrirtækjum eða félagasamtökum . Námskeiðið stendur foreldrum einnig til boða . Sjá upplýsingar hér . Hafið samband við Grétu forvarnafulltrúa ef óskað er eftir námskeiði . Bella Forvarnafulltrúi ásamt fulltrúum frá Blátt áfram bauð nýlega starfsfólki bæjarins upp á Bella námskeið með það að markmiði að vinna að eflingu sjálfsstyrks hjá stúlkum á grunnskólaaldri . Upplýsingar um Bella má finna hér . Einnig veitir Gréta forvarnafulltrúi frekari upplýsingar .
Á grunni Menntasmiðju kvenna sem rekin var frá árinu 1994 er starfrækt kvennasmiðja . Smiðjan er rekin af Starfsendurhæfingu Norðurlands samkvæmt samningi við Akureyrarbæ . Í ágúst 2008 gerði Akureyrarbær samning við Starfsendurhæfingu Norðurlands ehf. um rekstur og umsjón með Menntasmiðju kvenna . Meginmarkmið samningsins er að tryggja öfluga starfsemi Menntasmiðju kvenna og tengsl við önnur tilboð á vegum Starfsendurhæfingar Norðurlands . Samningurinn hefur nú verið endurnýjaður og sú breyting gerð á heiti námsleiðarinnar að hún kallast nú kvennasmiðja . Menntasmiðja kvenna hófst sem þróunarverkefni haustið 1994 með það að markmiði að skapa skóla með innihaldi og andrúmslofti sem gæfi konum án atvinnu nýjan grunn að byggja á í lífi og starfi . Hugmyndafræði Menntasmiðju kvenna var sótt til kvennadagháskóla á Norðurlöndunum , en þeir byggja á sömu hugmyndafræði og lýðháskólar þar sem kennd er lífshæfni . Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands í síma 420-1020 www.stn.is
Alþjóðastofan á Akureyri , hefur aðsetur í Ráðhúsinu við Geislagötu og er með skrifstofu á fyrstu hæð hússins . Aðsetursskiptin eru liður í framkvæmd fjölmenningarstefnu Akureyrarbæjar þar sem lögð er áhersla á að innflytjendum sé veitt ráðgjöf í Ráðhúsi . Alþjóðastofan ( Akureyri Intercultural Center ) er málsvari útlendinga og vettvangur málefna þeirra . Starfsemi Alþjóðastofu byggir á upplýsingaþjónustu , ráðgjöf og fræðslu við útlendinga , miðlun túlka og almennri fræðslu um útlendingamál í fyrirtækjum , skólum og stofnunum . Starfsfólk Alþjóðastofu er Zane Brikovska og Eva María Ingvadóttir .
Punkturinn var stofnaður árið 1994 og starfaði í fyrstu sem tómstundamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit , en fljótlega var ákveðið að Punkturinn skyldi vera almenn handverks - og tómstundamiðstöð , opin öllum almenningi . Aðalmarkmið Punktsins er að gera fólki kleift að sækja námskeið hjá fag - eða listafólki og fá undirstöðuatriði í þekkingu á hverskonar handverki sem verið er að bjóða uppá ásamt því að bjóða upp á opna vinnuaðstöðu til handverksiðkunar . Eftir að námskeiði lýkur er auðveldara fyrir einstaklinginn að sækja opið starf á Punktinum á opnunartíma , að nýta sér aðstöðuna og hefja sjálfstæð vinnubrögð en hann mun að sjálfsögðu áfram geta fengið leiðsögn og hverskonar aðstoð hjá starfsfólki Punktsins . Umsjónarmaður handverksmiðstöðvarinnarPunktsins er Elín Björg Ingólfsdóttir sími 460-1244 , elinbjorg@akureyri.is Leiðbeinendur tómstundastarfs eru : Halla Birgisdóttir handverkskona , leiðbeinir í gleri . Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður , leiðbeinir með sauma , prjón , hekl og gler . Sigríður Ágústsdóttir leirkerasmiður , leiðbeinir í leirstofu . Dínos , myndlistamaður , leiðbeinir í smíðastofu . Á föstudögum starfa á Punktinum þær Eygló Antonsdóttir myndlistamaður og Díana Bryndís handverkskona sem annars eru leiðbeinendur á tómstundanámskeiðum barna og unglinga .
Að breyta fötum , opinn tími Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður . Tími : alla mánudaga frá kl. 14:00 – 16:00 Verð : 1000. - skiptið . Lýsing : þrengja , víkka , síkka , skeyta , breyta og bæta ; ) ... eiga ekki allir nóg af fötum sem gaman væri að breyta !! Að þora í sögina , örstutt dagnámskeið . Kennari : Konstantinos Tinto , umsjónarmaður smíðastofu . Tími : Í boði alla daga frá 13:00 -15 : 00 í október , þarf að skrá sig . Verð : 1500. - fyrir 1,5 klst . Lýsing : Stutt námskeið þar sem farið er yfir þær vélar og tæki sem eru til afnota á smíðastofu Punktsins . Einnig er sýnt hvernig rennibekkurinn virkar . Viðkomandi á svo auðveldara með að koma og vinna sjálfstætt á Punktinum en þó alltaf undir eftirliti starfsmanns . Bókagerð , kvöldnámskeið . Kennari : Eiríkur Arnar Magnússon myndlistamaður . Tími : 15. og 22. október , mánudagskvöld frá kl. 18.15 – 21.45 . 2 skipti . Verð : 10.000 . - Allt efni innifalið . Lýsing : Gerðar eru tvær bækur . Kennt er að búa til aðra bókina alveg frá grunni og svo verður gamalli bók breytt á einstakan hátt í fallega skyssubók . Aðferðin heitir Koptískt bókband og var fundin upp og þróuð af Koptum sem voru uppi á 2. öld e.kr. og var aðferðin notuð allt til 11. öld . Hugtakið , þ.e. koptískt bókband er einig notað yfir nútíma bókbandsaðferð í sama stíl . Brjóstsykur , kvöldnámskeið . Kennari : Eygló Antonsdóttir myndlistamaður . Tími : 3. desember , mánudagskvöld , kl. 19:15 – 20:45 . 1 skipti . Verð : 3500. - Allt efni innifalið . Lýsing : Þú lærir að gera brjóstsykur og prófa hinar ýmsu bragðtegundir . Fatasaumur , byrjendur og framhald , kvöldnámskeið . Kennarar : Kristín Þöll Þórsdóttir klæðskeri og Soffía Hafþórsdóttir fatahönnuður . Tími : 3. , 10. , 17. og 24. október , miðvikudagskvöld kl. 18:30 – 21:30 . 4 skipti . Verð : 18.000 . - Lýsing : Nemendur koma með sína eigin saumavél og helst bókina sem fylgir . Farið er yfir öll helstu atriði saumaskapar , kennd öll spor , að gera hnappagat og ýmislegt fleira . Tekið mál , snið tekin upp úr blöðum og flík saumuð . Glermótun , dag og kvöldnámskeið Kennarar : Halla Birgisdóttir handverkskona og Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður . Tími : 27. september , 4. og 11. október , fimmtudagsmorgnar kl. 9:30 – 11:30 . 1. , 8. og 15. október , mánudagskvöld kl. 18:00 – 20:00 . 3 skipti . Verð : 13.000 . - Efni í 4 hluti og brennsla innifalið . Lýsing : Kennt er frá grunni hvernig fallegir hlutir eru unnir úr gleri . Glerskreytingar fyrir vana , stutt dagnámskeið . Kennari : Kristín í Glit . Tími : Þriðjudagurinn 6. nóvember . Þrjú stutt námskeið í boði yfir daginn . 10:00 – 12:00 , 13:00 – 15:00 og 15:30 – 17:30 . 1 skipti . Verð : 4900. - Lýsing : Kennt er allt það nýjast við að skreyta gler . Þátttakendur fá bæði sýnikennslu og að prófa sjálfir . Haustkransar . Unnið með náttúrulegt efni . Kennari : Kristín Björk Gunnarsdóttir garðyrkjumaður og kennari . Tími : 24. september , mánudagskvöld kl. 18:00 – 21:00 . 1 skipti . Verð : 3000. - Lýsing . Gerður er fallegur haustkrans . Vír og tangir á staðnum og eitthvað af greinum , reyniberjum og fleira efni . Best er þó að þátttakendur komi með sem mest af efni sjálfir . Heklað af hjartans list , opinn tími fyrir byrjendur . Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður . Tími : opinn tími alla fimmtudag frá 4. október kl. 14:00 -16 : 00 Verð : 1000. - skiptið . Lýsing : Lærir grunninn í hekli og gerir ýmsar prufur . Garn og heklunálar á staðnum . Hekluð snjókorn , kvöldnámskeið Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður . Tími : 29. október og 5. nóvember , mánudagskvöld kl. 17:15 – 19:15 . 2 skipti . Verð : 5.500 . - Lýsing : Innifalið ; kennsla , garn og uppskriftir að snjókornum . Kennt er að stífa . Heklunálar á staðnum . Námskeiðið er ekki fyrir byrjendur í hekli . Japönsk bókagerð og pappírsbrot , kvöldnámskeið Kennari : Karín M. Sveinbjörnsdóttir textílhönnuður . Tími : 16. 23 og 30. október , þriðjudagskvöld kl. 17:15 – 20:15 . 3 skipti . Verð : 12.500 . - Allt efni innifalið . Lýsing : Búnar verða til 3 – 4 mismunandi bækur þar sem bókakápan er skreytt á ýmsa vegu s.s. máluð eða þrykkt á munstur . Kennd eru mismunandi brot og frágangur á bókunum að innan . Jólakúlur úr birkigreinum , kvöldnámskeið . Kennari : Kristín Björk Gunnarsdóttir Tími : 19. nóvember , mánudagskvöld , kl. 18:00 – 21:00 . Verð : 3000. - Lýsing : skýrist þegar nær dregur jólum , hó hó hó .... Konur og kollar kvöldnámskeið Kennari : Sigtryggur Gíslason handverksmaður . Tími : 17 , 24 og 31. október frá kl. 18:00 – 21:00 3 skipti . Verð 9500. - Efni innifalið . Lýsing : Smíðaður verður einfaldur kollur úr tré og í leiðinni læra konur á smíðastofuna , hina ýmsu verkfæri og vélar Leirmótun , kvöldnámskeið Kennari : Sigríður Ágústsdóttir leirkerasmiður . Tími : 24. september , 1. 8. og 15. október , þriðjudagskvöld kl. 18:30 – 21:00 . 4 skipti . og 30. október , 6. , 13. , 27. nóvember , þriðjudagskvöld kl. 18:30 – 21:00 . 4 skipti . Verð : 17.000 . - Allt efni og brennsla innifalið . Lýsing : Kennd eru undirstöðuatriði í leirmótun . Skreytingar og litanotkun . Leirmótun á rennibekk , kvöldnámskeið Kennari : Jenný Valdimarsdóttir leirlistakona . Tími : 12. , 15. , 19. , 22. , 26. , og 29. nóvember , mánudags og fimmtudagskvöld . 6 skipti . Hópur 1 : frá 17:30 – 19:00 . Hópur 2 : frá 19:30 – 21:00 . Aðeins þrír á námskeiði í einu . Verð : 17.000 . - Kennsla , allt efni , leir og litir , og brennsla innifalin . Lýsing : Kennd verða undirstöðuatriðin við að renna leir bæði á rafmagns - og fótstiginn rennibekk . Prjón , opinn tími Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistamaður . Tími : eftir hádegi alla þriðjudaga frá 14:00 -16 : 00 Verð : 6500. - Lýsing : Hægt er að koma og fá kennslu í að læra að prjóna . Gott er að koma sjálfur með prjóna t.d. nr. 4 en einnig er hægt að fá lánað á Puntinum . Nóg er til af garni til að gera prufur . Rugguhestasmíði , kvöldnámskeið Kennari : Sigtryggur Gíslason handverksmaður . Tími : 24. sept. , 1. 8. 15. okt. , mánudagskvöld kl. 18:00 – 21:00 . 4 skipti . Verð : 12.000 . - Efni í hestinn innifalið . Þátttakendur kaupa sjálfir málningu . Lýsing : Smíðaður er ákv. gerð af rugguhesti og svo geta þátttakendur málað hann og skreytt eftir eigin höfði . Skartgripir , kvöldnámskeið . Kennari : Inga Björk Harðardóttir myndlistamaður og gullsmiður . Tími : 18. og 25. október , fimmtudagskvöld kl. 18:30 – 21:30 . 2 skipti . Verð : 11.000 . - Lýsing : Þú lærir réttu handtökin , býrð til festar og eða lokka . Notaðar eru perlur og steinar , vírar , leðurólar , girni , bling og fleira . Einnig hægt að saga út úr málmum . Allt efni innifalið . Tauþrykk , byrjendur , kvöldnámskeið . Kennari : Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður . Tími : 25. október og 1. nóvember , fimmtudagskvöld frá kl. 18:40 – 21:40 . 2 skipti . Verð : 12.500 . - Lýsing : Þú lærir að nota textíllitina , að búa til munstur og yfirfæra á ramma . Þrykktar eru prufur og í seinna skiptið er þrykkt á bol og tösku . ATH . það er gott að vera aðeins búin að velta fyrir sér hvernig munstur þig langar að gera , jafnvel koma með hugmyndir á blaði eða úr blaði . Litir , bolur , taska og prufuefnin , innifalið í verðinu . Þæfðir fylgihlutir , kvöldnámskeið . Kennari : Margrét Steingrímsdóttir handverkskona . Tími : 22. og 29. október , mánudagskvöld frá 19:00 – 22:00 . 2 skipti . Verð : 9500. - Allt efni innifalið . Lýsing : Þú lærir að nota ullina og hvernig hún virkar . Hægt er að velja um að þæfa inniskó , vettlinga , húfu , handstúkur eða kraga . Gerðir eru 2 -3 hlutir . Þæft jólaskraut , kvöldnámskeið . Kennari : Margrét Steingrímsdóttir handverkskona . Tími : 12. og 19. nóvember , mánudagskvöld kl. 18:30 – 21:30 . 2 skipti . Verð : 9500. - Allt efni innifalið . Lýsing : þæft er ýmiskonar jólatengt skraut , bjöllur , hjörtu , utan um vínflösku , jólaseríur og fl . Að breyta fötum , dagnámskeið . Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistakona . Tími : 13. , 20. og 27. mars , þriðjudagar , frá kl. 13 -15. 3 skipti . Verð : 5000. - Lýsing : þrengja , víkka , síkka , skeyta , breyta og bæta ; ) ... eiga ekki allir nóg af fötum sem gaman væri að breyta !! Að þora í sögina , örstutt dagnámskeið . Kennari : Sigtryggur Gíslason , umsjónarmaður smíðastofu . Tími : Í boði alla daga í febrúar nema miðvikudaga , tími ákv. í samráði við kennara . Verð : 1500. - fyrir 2 klst . Lýsing : Stutt námskeið þar sem farið er yfir þær vélar og tæki sem eru til afnota á smíðastofu Punktsins . Einnig er sýnt hvernig rennibekkurinn virkar . Viðkomandi á svo auðveldara með að koma og vinna sjálfstætt á Punktinum en þó alltaf undir eftirliti starfsmanns . Bókagerð , kvöldnámskeið . Kennari : Eiríkur Arnar Magnússon myndlistamaður . Tími : 5. og 12. mars , mánudagskvöld frá kl. 18.30 – 21.30 . 2 skipti . Verð : 9500. - Lýsing : Gerðar eru tvær bækur . Kennt er að búa til aðra bókina alveg frá grunni og svo verður gamalli bók breytt í skyssubók . Aðferðin heitir Koptískt bókband og var fundin upp og þróuð af Koptum sem voru uppi á 2. öld e.kr. og var aðferðin notuð allt til 11. öld . Hugtakið , þ.e. koptískt bókband er einig notað yfir nútíma bókbandsaðferð í sama stíl . Allt efni innifalið . Brjóstsykur , kvöldnámskeið . Kennari : Eygló Antonsdóttir myndlistakona . Tími : 26. mars , mánudagskvöld , kl. 20 – 21.30 . 1 skipti . Verð : 3500. - Lýsing : Þú lærir að gera brjóstsykur og prófa hinar ýmsu bragðtegundir . Drottinn blessi heimilið , útsaumuð mynd . Kennari : Margrét Baldursdóttir handverkskona . Tími : 26. mars , 4. apríl og 11. apríl , mánudags og miðvikudagskvöld kl. 17.15 – 20.15 . 3 skipti . Verð : 15.000 . - Lýsing : Gömlu útsaumsmyndirnar „ Drottinn blessi heimilið “ hafa verið eftirsóttar undanfarin ár . En langar þig ekki að sauma út þína eigin mynd og læra í leiðinni ýmislegt í útsaumi ? Efni , munstur og garn innifalið . Fluguhnýtingar , kvöldnámskeið . Kennari : Rúnar Þór Björnsson ljósmyndari og áhugamaður um stangveiði . Tími : 16. , 23. og 30. apríl , mánudagskvöld , kl. 19 - 21. 3 skipti . Verð : 9500. - Lýsing : Þú lærir fyrstu handtökin í fluguhnýtingum . Gerðar eru einfaldar en veiðilegar flugur sem hægt verður að nota í vor . Allt efni innifalið . Fuglar , unnið með ull , vír , greinar og grjót . Kennari : Eygló Antonsdóttir myndlistakona . Tími : 13. og 20. mars , þriðjudagskvöld kl. 19 – 22. 2 skipti . Verð : 7500. - Lýsing : Fuglarnir eru þæfðir úr ull og notað með ýmiss efni s.s. tálgað tré , steinar , vírar og fleira . Margir möguleikar á útfærslu . Frjáls útsaumur á saumavélina þína . Kennari : Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður . Tími : 6. febrúar , mánudagskvöld kl. 18 - 22. 1 skipti . Verð : 7500. - Lýsing : Viltu ná meiru út úr saumavélinni þinni ? Lærðu einfaldan útsaum á “ venjulega ” saumavél . Farið verður yfir grunnaðferðir í frjálsum útsaumi og gerðar tæknipufur sem nýtast til áframhaldandi vinnu . Þetta námskeið er fyrir þá sem eru vanir að sauma og vantar og langar í meiri tækni . Fatasaumur , byrjendur . Kennari : Halldóra Sævarsdóttir textílkennari . Tími : 13. , 20. , 27. feb. og 5. mars , mánudagskvöld kl. 18 – 22. 4 skipti . Verð : 18.000 . - Lýsing : Grunnnámskeið í saumum . Nemendur koma með sína eigin saumavél og bókina sem fylgir . Farið er yfir öll helstu atriði saumaskapar , kennd öll spor , að gera hnappagat og ýmislegt fleira . Tekið mál , snið tekin upp úr blöðum og flík saumuð . Fatasaumur , framhald . Kennari : Halldóra Sævarsdóttir textílkennari . Tími : 16. , 23. , 30. apríl og 7. maí , mánudagskvöld kl. 18 – 22. 4 skipti . Verð : 18.000 . - Lýsing : Saumaðar eru flóknari flíkur eftir sniðum sem tekin eru upp úr blöðum . Glermótun , dag og kvöldnámskeið NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR . Við skrifum niður á biðlista . Þeir sem þegar voru á lista fyrir áramótin ganga fyrir . Haldið í hefðirnar , ýmsar útsaumsaðferðir . Kennari : Margrét Baldursdóttir handverkskona . Tími : 12. , 14. , 19. og 21. mars , mánudaga og miðvikudaga kl. 17.15 – 20.15 . 4 skipti . Verð : 15.000 . - Lýsing : Þú lærir og útbýrð prufur af harðangurs og klaustursaumi , venesískum saumi , enskum og frönskum ásamt refilsaumi . Allt efni innifalið . Heklað af hjartans list , dagnámskeið . Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistakona . Tími : alltaf á fimmtudögum frá kl. 13 - 15 . Gott að skrá sig áður . Verð : 800. - Borgað fyrir hvert skipti . Lýsing : Lærir grunninn í hekli og gerir ýmsar prufur . Garn og heklunálar á staðnum . Körfugerð , unnið með tágar , dag og kvöldnámskeiðKennari : Margrét Baldursdóttir handverkskona . Tími : 21. og 28. febrúar , þriðjudagsmorgnar frá kl. 9.30 – 12.30 . 2 skipti . eða 18. og 25. apríl , miðvikudagskvöld frá kl. 17.15 – 20.15 . 2 skipti . Verð : 10.500 . - Lýsing : Gerðar eru tvær ( jafnvel þrjár ) körfur . Notaðar flatar tágar og tveir hringir og í ívaf er notað m.a. litaðar tágar , snæri og garn , allt eftir smekk hvers og eins . Allt efni innifalið . Kransagerð , unnið m.a. með vír og perlur . Kennari : Sirrý Örvarsdóttir textílhönnuður . Tími : 2. apríl , mánudagskvöld frá kl. 18 – 22. 1 skipti . Verð : 10.000 Lýsing : Útbúnir fallegir kransar úr vír sem hægt er að skreyta á ýmsa vegu . Tilvalið að skreyta þennan með páskaskrauti og breyta svo yfir í sumarlegan krans og svo koll af kolli .... A Efni í grunnkransinn , vír og perlur innifalið . Hægt að kaupa fjaðrir og fleira páskaskraut á staðnum eða tilvalið að koma með eigið skraut . Leirmótun , dag og kvöldnámskeiðKennari : Sigríður Ágústsdóttir leirkerasmiður . Tími : 7. 14. 21. og 28. febrúar þriðjudagsmorgnar frá kl. 10 – 12.30 4 skipti . eða 27. febrúar , 5. 12. 19. mars , mánudagskvöld frá kl. 17 – 19.30 4 skipti . Verð : 17.000 . - Lýsing : Kennd eru undirstöðuatriði í leirmótun . Skreytingar og litanotkun . Efni og brennsla innifalið . Perludýr , fylgihlutir , dag og kvöldnámskeið . Kennari : Marta Kusinska myndlistakona . Tími : 9. 16. og 23. mars , föstudagsmorgnar kl. 11.30 - 13.30 . 3 skipti . eða 13. og 20. mars , þriðjudagskvöld frá kl. 19 – 22. 3 skipti . Verð : 6500 á dagnámskeið . , 7500 á kvöldnámskeið . Lýsing : Fyrst gera allir sama perludýrið og læra aðferðina . Síðan frjálst 1 -2 dýr í viðbót . Litlar fígúrur sem nota má sem skraut á síma , lyklakippu , jafnvel hægt að gera eyrnalokka eða hálsmen . Allt efni innifalið . Perluofin armbönd með roði . Kennari : Marta Kusinska myndlistakona . Tími : 10. og 17. apríl , þriðjudagskvöld frá kl. 19 22. 2 skipti . Verð : 7500. - Lýsing : Búin eru til einstaklega falleg armbönd þar sem munstur er ofið með perlum og svo fest á roð . Allt efni innifalið . Rugguhestasmíði , kvöldnámskeiðKennari : Sigtryggur Gíslason handverksmaður . Tími : 30. jan. 6. 13. og 20. febrúar , mánudagskvöld frá kl. 18 – 21. 4 skipti . Verð : 10.000 . - Lýsing : Smíðaður er ákv. gerð af rugguhesti og svo geta þátttakendur málað hann og skreytt eftir eigin höfði . Efni í hestinn innifalið . Þátttakendur kaupa sjálfir málningu . Skartgripagerð , ýmsar aðferðir . Kennari : Inga Björk Harðardóttir myndlistakona og gullsmiður . Tími : 14. og 21. mars , miðvikudaga frá kl. 17.15 – 20.15 . 2 skipti . Verð : 10.500 . - Lýsing : Þú lærir réttu handtökin , býrð til festar og eða lokka . Notaðar eru perlur og steinar , vírar , leðurólar , girni , bling og fleira . Einnig hægt að saga út úr málmum . Allt efni innifalið . Tauþrykk , byrjendur , kvöldnámskeið . Kennari : Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður . Tími : 19. og 26. mars , mánudagskvöld frá kl. 18.30 – 21. 30. 2 skipti . Verð : 12.500 . - Lýsing : Þú lærir á notkun litanna , að finna og skera út munstur og yfirfæra á ramma . Þrykktar eru prufur og í seinna skiptið er þrykkt á bol og tösku . ATH . það er gott að vera aðeins búin að velta fyrir sér hvernig munstur þig langar að gera , jafnvel koma með hugmyndir á blaði eða úr blaði . Litir , bolur , taska og prufuefnin innifalið í verðinu . Tálgun , byrjendur , kvöldnámskeið . Kennari : Ómar Þór Guðmundsson smíðakennari . Tími : 19. , 26. , 28. mars , mánudags og miðvikudagskvöld kl. 17.30 - 19.30 . Verð : 6500. - Efni og lán á hnífum innifalið . Vettlinga og sokkaprjón , dagnámskeið . Kennari : Ragney Guðbjartsdóttir myndlistakona . Tími : 7. 14. 21. 28. febrúar , þriðjudagar frá kl. 13 – 15. 4 skipti . Verð : 6500. - Lýsing : Koma með prjóna nr. 3.5 eða 4.0 og garn sem passar við . Þú velur að prjóna annaðhvort vettlinga eða sokka eða bæði ef vel gengur ; ) Þæfðir fylgihlutir , kvöldnámskeið . Kennari : Margrét Steingrímsdóttir handverkskona . Tími : 27. febrúar og 5. mars , mánudagskvöld frá 19 – 22. 2 skipti . Verð : 9500. - Lýsing : Þú lærir að nota ullina og hvernig hún virkar . Hægt er að velja um að þæfa inniskó , vettlinga , húfu , handstúkur eða kraga . Gerðir eru 2 -3 hlutir . Allt efni innifalið .
Starfstengdu námi er ætlað að koma til móts við þarfir og áhuga grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk sem af einhverjum ástæðum laga sig ekki að hefðbundnu námsframboði grunnskólanna . Þessir nemendur eiga oft erfitt með bóknám en samkvæmt grunnskólalögum má atvinnuþátttaka koma í stað valfaga í stundaskrá . Á þessari lagagrein byggir verkefnið . Verkefnastjóri í Ungmenna-Húsi útvegar nemendunum vinnu í samræmi við áhuga þeirra og sér um að þeir fái greidd laun og að þeir séu tryggðir . Lagt er mat á frammistöðu nemenda og í lok skólaárs fá þeir sameiginlegt vinnumat frá verkefnastjóra og vinnustað .
Hlutverk samfélags - og mannréttindadeildar er umsjón og rekstur félags - , tómstunda - og íþróttamiðstöðva á vegum bæjarins og samskipti við félög sem starfa á því sviði , forvarnamál , málefni nýbúa , umsjón fjölskyldustefnu , jafnréttismál og önnur mannréttindamál sem ekki eru sérstaklega falin öðrum deildum bæjarins . Framkvæmdastjóri deildarinnar er Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Breyting á deiliskipulagi , Naustahverfi 1. áfangi , Hamratún 22 - 24 . Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. október 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123 / 2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga , Hamratún 22 - 24 . Breytingin felur í sér að einni lóð undir 2ja hæða fjölbýlishús er skipt upp í tvær lóðir . Núverandi hámarksíbúðafjöldi á óskiptri lóð er 8 íbúðir og verður 4 íbúðir á hvorri lóð , ( samtals 8 íbúðir á báðum lóðum ) . Núverandi byggingarreit , stærð 12 x 52 , er skipt upp og verður 12 x 18 á hvorri lóð . Leyfð hámarksstærð húss á núverandi lóð er 1.244 m² og verður 622 m² á hvorri lóð . Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi .
Foreldrar sem eru að leita að dagforeldri fyrir komandi sumar eða vetur er því bent á að hafa samband við dagforeldrana til að skrá börn sín á biðlista hjá þeim . Einnig eru skráð börn á biðlista á skóladeildinni . Sá biðlisti er einkum ætlaður nýjum dagforeldrum og einnig leita dagforeldrar í þann lista ef þeir hafa engin börn á eigin biðlista . Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barn sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þá þjónustu sem í boði er , allar aðstæður á heimili dagforeldra sem nýttar eru til daggæslunnar þ.m.t. leikaðstöðu , bæði úti og inni , hvíldaraðstöðu og leikfangakost . Mælt er með því að foreldrar kynni sér starfsemi og aðstöðu hjá fleiru en einu dagforeldri og velji síðan þann sem best hentar kröfum þeirra og aðstæðum . Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra . Mikilvægt er að hafa samband við dagforeldri með góðum fyrirvara til að setja sig á biðlista hjá þeim . Hvert dagforeldri heldur utan um sinn biðlista . Í þeim tilvikum þar sem öll rými hjá dagforeldrum fyllast er einnig skráð á biðlista á skóladeildinni í síma 460-1455 . Dagforeldrar á Brekkunni , Eyrinni og í Naustahverfi Sumarfrí frá 24. júní til og með 16. ágúst Tvö laus pláss í ágúst Nánari upplýsingar um dagforeldra Nafn : Agnes Mutongoi MaluklFæðingardagur : 4. maí 1974 Heimilisfang : Klettatún 4 Sími : 849-9629 Vinnutími : 8:00 - 16:00 Hústegund : FjölbýliFjöldi heimilismeðlima : 2 fullorðnirFyrst útgefið leyfi : janúar 2012 Síðast endurnýjað : Leyfi fyrir hversu mörgum börnum : Leyfið gildir fyrir fjögur börnGæludýr á heimilinu : NeiFyrri atvinna : Leikskóli í ReykjavíkÁhugamál dagforeldris : Sund , leikfimi , golf og jógaMenntun / námskeið : Dagforeldranámskeið , MBA í alþjóðaviðskiptumAnnað : Hefur mjög gaman af börnum Nöfn : Bylgja Steingrímsdóttir og Auðunn Víglundsson Fæðingardagar : Bylgja er fædd 29.08.67 og Auðunn 16.05.63 Heimilisfang : Akurgerði 3a Símar : 461-3852 / 690-3852 / 699-4375 Vinnutími : 7:45 - 16:15 Húsnæðistegund : Raðhús Fæðingarár eigin barna : 1990 , 1996 , 1998 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og þrjú börn Fyrst útgefið leyfi : Bylgja fékk fyrsta leyfi á Akureyri í janúar 2001 en Auðunn fékk leyfi í október 2007 Síðast endurnýjað : Bylgja 01.01.12 gildistími leyfis er fjögur ár - Auðunn 01.10.12 gildistími leyfis er fjögur ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : saman með tíu börn Gæludýr á heimilinu : Nei Fyrri atvinna : Bylgja hefur starfað við fiskvinnslu og öldrunarhjúkrun og Auðunn hefur starfað við almenn verkamannastörf . Menntun / námskeið : Námskeið fyrir daggæsluaðila , slysavarnarnámskeið hjá Rauða krossi Íslands og hjá Herdísi Storgard , námskeið í meðhöndlun slökkvibúnaðar . Annað : Bylgja starfaði einnig sem dagforeldri á Ísafirði 1991 - 1994 . Reyklaust heimili : Já Nafn : Alda Ósk Hauksdóttir Fæðingardagur : 26.12.1976 Heimilisfang : Vanabyggð 19 Sími : 849-1882 Húsnæðistegund : Tvíbýli Vinnutími : 7:45 - 16:00 Fæðingarár eigin barna : 1996 , 1998 , 2001 , 2010 Fyrst útgefið leyfi : Starfaði sem dagforeldri í Eyjafjarðarsveit frá 2002 - 2003 Gildistími leyfis : 2012 - 2016 Fyrri atvinna : Dagforeldranámskeið 2012 , skólaliði , aðstoðarmaður í mötuneyti . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : fimm börn Nafn : Helena Guðmundsdóttir Fæðingardagur : 22. nóvember 1974 Símar : 698-1683 Húsnæðistegund : Starfar á húsnæði gæsluvallarins á Lundavelli Vinnutími : 7:45 - 16:15 Fæðingarár eigin barna : 1995 - 2001 - 2005 Fyrst útgefið leyfi : Vorið 2002 Síðast endurnýjað : Leyfi síðast endurnýjað 2006 . Hætti störfum 2008 og byrjar aftur um áramót 2010 - 2011 . Fyrri atvinna : Launafulltrúi hjá Akureyrarbæ , dagforeldri , gjaldkeri hjá Pósti og Síma Menntun / námskeið : Skrifstofu - og ritaraskóli , viðskipta - og tölvuskóli . Námskeið fyrir verðandi dagforeldra , Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Áhugamál : Útivist og hreyfing , vinna með börnum , prjónaskapur og allskonar föndur . Nafn : Kolbrún Sif Jónsdóttir Fæðingardagur : 2. október 1981 Sími : 691-6920 Vinnutími : 8:00 - 16:00 Húsnæðistegund : Starfar í húsnæði gæsluvallarins á Lundavelli Fæðingarár eigin barna : 2007 og 2010 Fyrst útgefið leyfi : Í janúar 2011 Fjöldi barna sem leyfið gildi fyrir : leyfið gildir fyrir 5 börn Fyrri atvinna : Verslunarstörf Áhugamál : Börnin mín , ferðalög , hestar og útivera Menntun / námskeið : Námskeið fyrir verðandi dagforeldra , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið hjá Herdísi Storgaard Nafn : Guðrún Ólafsdóttir Fæðingardagur : 25. ágúst 1956 Heimilisfang : Brekkugötu 32 Símar : 466-2846 og gsm 821-4457 Húsnæðistegund : Einbýli Vinnutími : 7:45 - 15:15 Fæðingarár eigin barna : 1977 , 1980 , 1982 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa á heimilinu : Tveir fullorðnir og eitt barn Fyrst útgefið leyfi : Janúar 2011 Fjöldi barna sem leyfið gildir fyrir : Fjögur börn Gæludýr á heimili : engin Fyrri atvinna : Hefur unnið í Heilsuhúsinu í 8 ár . Menntun / námskeið : Iðnskólamenntun , námskeið fyrir verðandi dagforeldra , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið hjá Herdísi Storgaard , PMT námskeið , námskeið fyrir ADHD foreldra . Reyklaust heimili : Já Nafn : Hilmar Trausti Harðarson , Hjördís Vala ÞórsdóttirFæðingardagur : Hilmar Trausti 9. september 1970 , Hjördís Vala 29. ágúst 1974 Heimilisfang : Sólvellir 3 Símar : 462 5281 og 892 5281 Vinnutími : 7:45 - 16:15 Húsnæðistegund : tvíbýli , jarðhæðFæðingarár eigin barna dagforeldris : 2009 og 2011 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : tveir fullorðnir og tvö börnFyrst útgefið leyfi : Hilmar Trausti júlí 2012 og Hjördís Vala desember 2007 Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : leyfið gildir fyrir fimm börnGæludýr á heimilinu : tveir hundarFyrri atvinna : Hilmar Trausti leikskólakennari , þjálfari og Hjördís Vala dagforeldriÁhugamál : náttúran , ljósmyndun , tónlist , myndlist og fleira . Menntun / námskeið : leikskólakennari , ÍSÍ þjálfunarréttindi , skyndihjálpÝmsar upplýsingar : Fæðisgjald er kr. 10.000 . - Nafn : Hrafnhildur P. Brynjarsdóttir Fæðingardagur : 11. september 1981 Heimilisfang : Hríseyjargata 10 Símar : 461-2909 og 868-3777 Vinnutími : 7:45 - 16.15 Húsnæðistegund : Einbýli Fæðingarár eigin barna : 2006 og 2007 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og tvö börn Fyrst útgefið leyfi : 1. janúar 2007 Síðast endurnýjað : 01.10.12 leyfið gildir í 4 ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : 5 börn Gæludýr á heimilinu : Fiskar og Hundur sem er ekki innan um börnin Fyrri atvinna : Ýmiss störf s.s. fiskvinnsla , mötuneytisvinna , verslunarstörf of.l. Áhugamál : Lestur , hafa það rólegt með fjölskyldunni . Karmelsystur Samkvæmt bréfi frá Félagsmálaráðaneytinu dags. 22. september 2005 er Karmelsystrum Brálundi 1 á Akureyri veitt undanþága á 1. gr. 3. mgr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsi nr. 198 / 1992 sem gerir ráð fyrir að einungis sé hægt að veita tveimur einstaklingum leyfi í sama húsnæði til daggæslu í heimahúsi . Í bréfinu segir m.a. : " Ráðuneytið telur að í tilfelli Karmelsystra sé hægt að færa fyrir því rök að undanþága verði veitt , á grundvelli trúarlífs þeirra , til að þrjár dagmæður megi annast 10 börn í heimahúsi " . Karmelsystur fluttu starfsemi sína í Álfabyggð 4 frá janúar 2010 . Nafn : S. Marselína De Almeda LaraFæðingardagur : 11. september 1963 Fyrst útgefið leyfi : Árið 2005 - fyrsta daggæsluleyfi gildir til eins árs Endurnýjað leyfi : 15.04.08 leyfið gildir í fjögur ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Menntun / námskeið : Leikskólakennari , menntun frá Braselíu , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi Íslands . Nafn : S. Mónika de Oliveira Fæðingardagur : 07. maí 1971 Fyrst útgefið leyfi : Árið 2004 Endurnýjað leyfi : 1. janúar 2010 - leyfið gildir í fjögur ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Leyfið gildir fyrir fimm börn Menntun / námskeið : Leikskólakennari , menntun frá Braselíu . Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi ÍslandNafn : Maria Guiomar De Queiroz ( Rafaela ) Fæðingardagur : 12. ágúst 1968 Fyrst útgefið leyfi : Árið 2005 Síðast endurnýjað : 1. janúar 2010 Leyfið gildir til fjögurra ára Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Menntun / námskeið : Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi Íslands . Nafn : Magdalena Bogumila Þórarinsson Fæðingardagur : 2. október 1976 Heimilisfang : Fossatún 1 Húsnæðistegund : Einbýlishús Sími : 841-9030 Vinnutími : 7:45 - 15:15 Fyrst útgefið leyfi : 1. september 2011 Síðast endurnýjað : 01.09.2012 Fjöldi barna sem daggæsluleyfið heimilar : Fimm börn Gæludýr : Engin Áhugamál : Gaman að læra tungumál , hlusta á tónlist og njóta þess að vera með börnum Menntun : Dagforeldranámskeiði lokið 2012 , BA próf í Ecconomics ; Ma próf í Transport . Búin að ljúka íslenskunámskeiðum . Fyrri störf : Starfaði á skrifstofu tollgæslu í Póllandi . Afgreiðsla í Hagkaup á Akureyri . Ýmsar upplýsingar : Talar pólsku , ensku og íslenskuHeimasíða : Nafn : Marzena María Kempisty Fæðingardagur : 6. apríl 1978 Heimilisfang : Snægil 7 íb. 202 Húsnæðistegund : Fjórbýli sími : 894-9377 Vinnutími : 7:45 - 15:15 Fyrst útgefið leyfi : 1. september 2011 Síðast endurnýjað : 01.09.2012 , leyfið gildir í fjögur ár Fjöldi barna sem daggælsluleyfið heimilar : Fimm börn Áhugamál : Útivera og íþróttir , heimilið . Nýtur þess að vera innan um börn . Menntun : Dagforeldranámskeið , Háskólapróf í viðskiptafræðum . Búin að ljúka íslenskunámskeiðum . Fyrri atvinna : Bankastarfsmaður í Póllandi . Starfsmaður á Bláu Könnunni á Akureyri . Nafn : Margrét Dóra Eðvarðsdóttir Fæðingardagur : 03.02.1963 Heimilisfang : Kotárgerði 8 Símar : 461-1118 / 660-2952 Vinnutími : 7:45 - 14:15 Húsnæðistegund : Einbýlishús Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heim : Tveir fullorðnir Fyrst útgefið leyfi : Árið 2001 Síðast endurnýjað : janúar 2009 - leyfi gildir til fjögurra ára í senn Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Gæludýr á heimilinu : Hundur Fyrri atvinna : Prjónastofan Glófi ehf frá árinu 1990 - 2001 Áhugamál : Leirlist , glerbræðsla , saumaskapur , útivera s.s. skíði og hjólreiðar Menntun / námskeið : Grunnskólamenntun ásamt nokkrum áföngum í VMA . Námskeið fyrir daggæsluaðila , slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi Íslands og námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Annað : Er með vel girtan garð , stóran sólpall og sandkassa . Reyklaust heimili : Já Nafn : Ragnheiður SigurðardóttirFæðingardagur : 19. nóvember 1966 Heimilisfang : Heiðarlundur 7 bSímar : 462-6924 og 892-6924 Vinnutími : Frá kl. 7:45 til 14:15 Húsnæðistegund : RaðhúsabúðFæðingarár eigin barna : 1985 , 1989 , 1997 , 1999 , 2001 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og fjögur börnFyrst útgefið leyfi : Árið 1987 Síðast endurnýjað : Í janúar 2007 , daggæsluleyfi gildir til fjögurra ára í senn . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börnGæludýr á heimilinu : KötturÁhugamál : Útivera og hestamennska Menntun / námskeið : Gagnfræðapróf , námskeið fyrir dagforeldra , Slysavarnarnámskeið hjá Rauða krossi Íslands og námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , starfsnám í matvælaiðnaði . Nafn : Ráðhildur Stefánsdóttir Fæðingardagur : 17.11.1948 Heimilisfang : Akurgerði 3a Sími : 462-7499 Vinnutími : 8:00 - 14:00 eða 16:00 . Húsnæðistegund : Endaíbúð í raðhúsi Fæðingarár eigin barna : 1971 til 1982 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir til fjórir fullorðnir Fyrst útgefið leyfi : Árið 2000 Síðast endurnýjað : Í september 2011 - leyfi gildir til fjögurra ára í senn Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Gæludýr á heimilinu : Engin Fyrri atvinna : Leikskólakennari Áhugamál : Útivist , fjölskyldan og börn Menntun / námskeið : Leikskólakennari . Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið hjá Rauða krossi Íslands . Annað : Áherslur í starfinu : Umhyggja , hreyfing og málörvun . Reyklaust heimili : Já Nafn : Rósa Knútsdóttir Fæðingardagur : 20. júní 1959 Heimilisfang : Dalsgerði 6d Sími : 462-7573 gsm 662-4706 Vinnutími : 7:45 - 16:15 Húsnæðistegund : Endaíbúð í raðhúsi Fæðingarár eigin barna : 1976 , 1979 , 1983 , 1990 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir Fyrst útgefið leyfi : 15. ágúst 2011 Síðast endurnýjað : Fyrsta leyfi gildir í eitt ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Leyfið gildir fyrir 5 börn Gæludýr á heimilinu : Já , hundur Fyrri atvinna : Sjúkraliði á Öldrunarheimilinu Hlíð Áhugamál : Fjölskyldan , útivist , ferðalög , golf , prjónaskapur og margt fleira Menntun / námskeið : Sjúkraliði . Stúdentspróf . Hef einnig tekið mörg námskeið sem tengjast sjúkraliðanáminu , að auki valgreinanámskeið og slysavarnarnámskeið , dagforeldranámskeiði lokið 2012 . Annað : Legg áherslu á hollt fæði , gott skipulag með reglulegri útiveru . Söngur og knús . Hafa góð og hreinskilin samskipti við foreldra með traust og virðingu í fyrirrúmi . Reyklaust heimili : Já Nafn : Ýr ÁrnadóttirFæðingardagur : 29. júlí 1985 Heimilisfang : Furulundi 2 cSímar : 462-6548 848-1893 Vinnutími : 7:45 - 15:00 Húsnæðistegund : RaðhúsFæðingarár eigin barna dagforeldris : 2006 og 2011 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og 2 börnFyrst útgefið leyfi : 3. september 2012 Leyfi fyrir hversu mörgum börnum : FjórumGæludýr á heimilinu : NeiFyrri atvinna : Umönnun á elliheimili , leiðbeinandi á leikskólaÁhugamál dagmóður : Börn , heilsa , hreyfing og ferðalögMenntun / námskeið : Sjúkraliði frá VMA 2009 , dagforeldranámskeiði lokið 2012 Annað : Mun leggja áherslu á daglega útiveru , hollt og gott fæði . Góða rútínu . Traust og góð samskipti við foreldra skipta miklu máli . Nafn : Aldís EinarsdóttirFæðingardagur : 7. október 1975 Heimilisfang : Einholt 22 Símar : 462-5772 861-6843 Vinnutími : 7:45 - 15:15 Húsnæðistegund : EinbýlishúsFæðingarár eigin barna : 1998 , 2002,2008 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og þrjú börnFyrst útgefið leyfi : Árið 2000 Síðast endurnýjað : 01.03.12 leyfið gildir í fjögur árFjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börnGæludýr á heimilinu : KötturFyrri atvinna : Sá um rekstur MyndbandahallarinnarÁhugamál : Vera með börnunum mínum og manni , fara í sund og stunda útiveruMenntun / námskeið : Stúdentspróf frá VMA 1996 , hef lokið 5 námskeiðum hjá SOVÍ , námskeið fyrir daggæsluaðila . Nafn : Amphong Bangsong og Kristinn Björnsson Fæðingardagur : Amphon 11. mars 1965 og Kristinn 1. des. 1948 Símar : 453-5356 892-9256 892-9276 Vinnutími : Amphon 7.45 - 16.15 og Kristinn 7.45 - 16.15 Húsnæðistegund : Raðhúsaíbúð Fæðingarár eigin barna : 1994 , 1999 , 2002 Fyrst útgefið leyfi : Amphon útgefið í janúar 2006 og Kristinn útgefið 1. júní 2007 Síðast endurnýjað : Amphon í desember 2012 og Kristinn í desember 2012 , leyfið gildir til fjögurra ára . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Saman með leyfi fyrir 10 börnum . Gæludýr á heimilinu : Nei Fyrri atvinna : Amphon - Leikskólastarf í eldhúsi , barnagæsla í Kambódíu og Kristinn - Bifreiðastjóri hjá FSA . Áhugamál : Aphon - Hannyrðir og allt sem viðkemur heimili og börnum . Kristinn - fjölskyldan og að ferðast með þeim um heiminn . Menntun / námskeið : Amphon - Grunnskólapróf , stöðupróf í íslensku , námskeið fyrir dagforeldra , námskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Kristinn - Vélstjóranám frá Vélstjórnarskóla Íslands , námskeið fyrir dagforeldra , námskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Ýmsar upplýsingar : Fæðisgjald er það sama og gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar Nafn : Berglind Ása Pedersen Fæðingardagur : 28. apríl 1983 Heimilisfang : Snægil 23 íb. 101 Símar : 466-1169 og 846-7566 Vinnutími : 08:00 - 16:00 Húsnæðistegund : Raðhúsaíbúð Fæðingarár eigin barna : 2007 og 2008 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og tvö börn Fyrst útgefið leyfi : Í febrúar 2008 Síðast endurnýjað : 1. okt. 2009 leyfið gildir til fjögurra ára . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Gæludýr á heimilinu : Engin Reyklaust heimili : Já Fyrri atvinna : Ýmiss störf er tengjast þjónustu og afgreiðslu Áhugamál : Eyða tíma með fjölskyldunni Menntun / námskeið : Grunnskólamenntun og tvö ár á félagsfræðibraut í VMA . 70 stunda grunnnámskeið fyrir dagforeldra . Nafn : Thelma Björk Bogadóttir Fæðingardagur : 6. Júlí 1987 Sími : 695-9162 Vinnutími : 8:00 – 15:00 Húsnæðistegund : Starfar frá 1. sept. 2010 í húsnæði gæsluvallarhúsnæðinu við Bugðusíðu Fæðingarár eigin barna : Tvö börn fædd 2009 og 2011 Fyrsta útgefið leyfi : 1. sept. 2010 Síðast endurnýjað : september 2011 , leyfið gildir til fjögurra ára Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : 5 börn Gæludýr : NeiFyrri atvinna : Leikskólastarfsmaður Áhugamál : Útivera og hestamennska Menntun / námskeið : Daggæslunámskeið , Slysavarnarnámskeið , Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Annað : Við leggjum áherslu á hollt fæði , sykursnautt og að það henti hverju barni eftir þroska og getu . Einnig höfum við reynslu í fæði fyrir börn með fæðuofnæmi og teljum það afar mikilvægt að börn með fæðuofnæmi hafi aðgang að fjölbreyttu fæði þrátt fyrir höft . Gott skipulag og góð rútína með reglulegri útiveru og örvandi leik er grunnurinn í okkar gæslu . Örvun sem inniheldur söng , leik en þó aðallega knús og kram . Góð og hreinskilin samskipti milli dagforeldris og foreldris eru okkur afar mikilvæg . Leyfið gildir til fjögurra ára Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Leyfið gildir fyrir 5 börn Gæludýr á heimilinu : Engin Fyrri atvinna : Leikskóli , verlsun o.fl . Áhugamál dagforeldri : Útivist og samvera með fjölskyldunni Menntun / námskeið : Tölvunám og 4 annir á sjúkraliðabraut . Námskeið fyrir verðandi dagforeldra 2010 , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , slysavarnarnámskeið hjá Herdísi Storgaard . Nafn : Guðbjörg Anna Björnsdóttir Fæðingardagur : 15.12.1978 Heimilisfang : Snægil 7 - 102 Símar : 461 5226 / 849 5226 Vinnutími : 7:45 - 14:15 Húsnæðistegund : Fjórbýli , neðri hæð Fæðingarár eigin barna : 2003 , 2006 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og tvö börn Fyrst útgefið leyfi : Í febrúar 2004 . Síðast endurnýjað : Í febrúar 2012 . Leyfið gildir til fjögurra ára . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Gæludýr á heimilinu : Köttur sem ekki er í daglegum samskiptum við börnin . Fyrri atvinna : Afgreiðsla á Subway Akureyri , gjaldkerastörf Áhugamál : Ferðalög , útivera og prjónaskapur Menntun / námskeið : Almennt skrifstofunám og þrjú ár á matvælabraut VMA . Skyndihjálparnámskeið . 70 stunda grunnnámskeið fyrir dagforeldra . Nafn : Helga R. Kristjánsdóttir Fæðingardagur : 13. apríl 1962 Heimilisfang : Sunnuhlíð 15 Símar : 897-0213 Vinnutími : 7.45 - 16.15 ( samningsatriði ) Húsnæðistegund : Einbýlishús Fæðingarár eigin barna : 1988 og 1993 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Einn fullorðinn og tveir unglingar Fyrst útgefið leyfi : Var með leyfi sem dagmóðir árið 1990 - 1991 . Aftur veitt leyfi í mars 2006 . Síðast endurnýjað : 01.05.11 leyfið gildir í fjögur ár Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : fimm börn Gæludýr á heimilinu : Nei Fyrri atvinna : Starfaði í leikskólanum Álfasteini , dagmóðir , við afgreiðslustörf og margt fleira . Áhugamál : Garðyrkja , myndlist , útivera og ferðalög . Menntun / námskeið : Námskeið fyrir dagforeldra , Slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi Íslands , Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , Myndlistarskólinn - grunnteiknun , módelteiknun 1 og 2 og málun . Nafn : Helga Margrét SigurðardóttirFæðingardagur : 9. janúar 1967 Heimilisfang : Dvergagili 7 Símar : 462-4266 og 861-2228 Vinnutími : 8:00 - 15:00 Húsnæðistegund : Einbýli Fæðingarár eigin barna : 1995 - 1997 - 2001 Fjöldi heimilismeðlima : 2 fullorðnir og 3 börnFyrst útgefið leyfi : janúar 2013 Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : fjögur börnGæludýr á heimilinu : neiFyrri atvinna : Heimaþjónusta AkureyrarbæjarÁhugamál : Útivera og börnMenntun / námskeið : Hárgreiðslumeistari , dagforeldranámskeið-slysavarnarnámskeið-eldvarnarnámskeið 2012 , ýmis námskeið varðandi umönnun . Nafn : Helga Þ. Sverrisdóttir Fæðingardagur : 08. júní 1962 Heimilisfang : Fagrasíða 15 d Símar : 462-1567 og 897-3235 Vinnutími : 7:00 - 16:15 Húsnæðistegund : Raðhúsaíbúð Fæðingarár eigin barna : 1980 , 1986 , 1991 , 1997 Fjöldi heimilismeðlima , fullorðnir og börn sem búa heima : Þrír fullorðnir og tvö börn Fyrst útgefið leyfi : Í nóvember 1998 Síðast endurnýjað : Í mars 2010 . Leyfið gildir til fjögurra ára . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Leyfi fyrir 5 börnum Gæludýr á heimilinu : Smáhundar . Fyrri atvinna : Verslunarstörf , umönnunarstörf ofl . Áhugamál : Uppeldi barna og dýr . Menntun / námskeið : Kjarna - og valgreinanámskeið Einingar , námskeið fyrir dagforeldra , námskeið í slysavörnum hjá Rauða krossi Íslands , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Nafn : Herdís Regína ArnórsdóttirFæðingardagur : 14. desember 1969 Heimilisfang : Starfar í húsnæði gæsluvallarins Eyrarvallar v . Eiðsvöll Símar : 462-5065 692-0295 Vinnutími : 7:00 - 14:15 Fæðingarár eigin barna : 1986 , 1991 , 1997 Fyrst útgefið leyfi : Árið 1992 Síðast endurnýjað : 2011 , leyfi gildir til fjögurra ára . Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Leyfi gildir fyrir 5 börn Gæludýr á heimilinu : Nei Fyrri atvinna : Afgreiðslustörf Áhugamál : Allskonar föndur , handmennt og málörvun barna Menntun / námskeið : Kjarnanámskeið Einingar og Valgreinanámskeið Einingar , skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossi Íslands , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Allskonar föndurnámskeið . Námskeið fyrir dagforeldra . Slysavarnarnámskeið frá Rauða krossi Íslands . Námskeið í meðferð slökkvibúnaðar . Nafn : Jana Rut Friðriksdóttir Fæðingardagur : 25. febrúar 1984 Heimilisfang : Vættagil 15 , parhús á einni hæðSímí : 866-3402 Vinnutími : 8 - 14 Fæðingarár eigin barna : 2006 , 2008 Fyrst útgefið leyfi : Janúar 2012 Síðast endurnýjað : Febrúar 2013 Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : 4 börnGæludýr á heimilinu : NeiFyrri atvinna : HársnyrtirÁhugamál : Stórfjölskyldan , útivera , ferðalög og að sjálfsögðu börnMenntun / námskeið : Sveinspróf í hársnyrtingu , dagforeldranámskeið haust 2012 og skyndihjálparnámskeið 2012 Reyklaust heimili : Já Nafn : Kolbrún Jónsdóttir Fæðingardagur : 19.02.1947 Heimilisfang : Móasíða 6a Símar : 462-2009 / 893-6971 Vinnutími : 7.45 - 16.15 / 17.00 Húsnæðistegund : Raðhús Fæðingarár eigin barna : 1965 , 1968 , 1973 , 1976 Fjöldi heimilismeðlima - fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir , Kolbrún og Thorleif Fyrst útgefið leyfi : Árið 1979 Síðast endurnýjað : 15. maí 2011 - daggæsluleyfið gildir til fjögurra ára í senn Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : Fimm börn Gæludýr á heimilinu : Engin Menntun / námskeið : Grunnskólamenntun . Valgreina - og kjarnanámskeið Einingar , slysavarnarnámskeið hjá Rauða krossi Íslands , námskeið í meðferð slökkvibúnaðar , endurmenntunarnámskeið fyrir daggæsluaðila . Nafn : Madusu Thoronka Fæðingardagur : 8. febrúar 1980 Heimilsfang : Urðargil 25 Símar : 445-0507 / 866-9428 Vinnutími : 7:45 - 16:15 Húsnæðistegund : Parhús Fæðingarár eigin barna : 2009 og 2011 Fjöldi heimilismeðlima - fullorðnir og börn sem búa heima : Tveir fullorðnir og tvö börn Fyrst útgefið leyfi : Mars 2012 Fjöldi barna sem daggæsluleyfið gildir fyrir : 4 börn Gæludýr á heimilinu : Nei Fyrri atvinna : Umönnun Áhugamál : Lesa , eldamennska , dansa , inni og útivera . Menntun : Framhaldsskóli og eitt ár í hjúkrunarfræðum , dagforeldranámskeið haust 2012 Nafn : Sólveig Klara JóhannsdóttirFæðingardagur : 1978 Heimilisfang : Brekkusíða 6 Símar : 462-6178 / 847-0720 Vinnutími : 08:00 -16 : 00 Húsnæðistegund : EinbýlishúsFæðingarár eigin barna dagforeldris : 1998 , 2000 og 2001 Fjöldi heimilismeðlima-fullorðnir og börn sem búa heima : 2 fullorðnir og 3 börnFyrst útgefið leyfi : janúar 2013 Síðast endurnýjað : Leyfi fyrir hversu mörgum börnum : Leyfið gildir fyrir fjögur börnGæludýr á heimilinu : Hundur Fyrri atvinna : Ræsting , stuðningsfulltrúi í skóla og umönnun á elliheimili Áhugamál dagforeldris : Samvera með fjölskyldunni , ýmis útivera Menntun / námskeið : Stúdentspróf frá VMA 1998 , ýmis námskeið Annað : Reyklaust heimili Nafn : Steingerður Berglind Kristjánsdóttir Fæðingardagur : 15. apríl 1974 Húsnæðistegund : Starfar í gæsluvallarhúsnæðinu við Bugðusíðu Heimasími : 464-4147 og gsm 824-7451 Vinnutími : 8:00 - 15:00 Fæðingarár eigin barna : 1993 , 1998 , 2000 , 2005 og 2010 Fyrst útgefið leyfi : 15. maí 2011 Síðast endurnýjar : 15. maí 2012 gildir til 15. maí 2016 Leyfi fyrir hversu mörgum börnum : Leyfið gidlir fyrir 5 börn Fyrri atvinna : Leiðbeinandi í leikskóla , stuðningsaðili í leikskóla , liðveisla með fatlaða , heimaþjónusta og barnagæsla á líkamsræktarstöð Áhugamál dagforeldri : Börn , ferðalög , líkamsrækt og mataræði ásamt ýmsu öðru . Menntun / námskeið : Kjarnanámskeið í umönnun barna . Námskeið um einhverfu og aðrar raskanir á einhverfurófi og skipulögð kennsla ( TEECH ) á vegum greiningar - og ráðgjafarstöðvar ríkisins .
sjálfur afmælisdagurinn er 29. ágúst næstkomandi . Æfingar hafa staðið yfir í skólunum í nokkurn tíma og skiluðu þær ljúfum og fallegum tónum sem ómuðu um allan miðbæinn í rúmlega hálftíma . Lögin sem nemendur sungu voru , Akureyri og norðrið fagra ( Stefán Vilhjálmsson ) Snert hörpu mína ( Davíð Stefánsson ) og Krummi svaf í klettagjá ( íslensk þjóðvísa eftir Jón Thoroddsen ) . Valgerður Hannesdóttir , leikskólastjóri á Hlíðabóli , stýrði nemendum í upphafi og raðaði þeim í brekkuna neðst í Skátagilinu og náði hópurinn fram í göngugötuna . Söngnum stýrði svo Ásta Magnúsdóttir , tónmenntakennari í Giljaskóla og undirspilari á rafmagnsorgel var Elínborg Loftsdóttir , tónmenntakennari í Lundarskóla . Margir skólar nýttu tækifærið og gengu til og frá miðbæ enda veður einstaklega stillt og fallegt . Sérleyfisbílar Akureyrar styrktu þetta verkefni með því að bjóða ferðir fyrir yngstu nemendurna til og frá miðbænum . Einnig voru Strætisvagnar Akureyrar með aukavagn tilbúinn til að ferja nemendur heim eftir söngstundina . Göngugatan var lokuð á meðan á söngstundinni stóð en margir gestir lögðu leið sína í bæinn til að hlusta á æsku Akureyrar syngja . Leik - og grunnskólunum er skipt niður á tvo föstudaga í mars og voru það nemendur í Brekkuskóla , Glerárskóla , Hlíðabóli , Iðavöllum , Kiðagili , Lundarskóla , Naustatjörn , Oddeyrarskóla og Tröllaborgum sem nú mættu til leiks en söngurinn verður endurtekinn á næsta föstudag , 23. mars , með nemendum úr skólunum tíu sem ekki komu fram í dag . Tengiliðir þessa skemmtilega verkefnis eru leik - og grunnskólakennararnir Valgerður Hannesdóttir , Sigríður Jónasdóttir og Ásta Magnúsdóttir .
isStjórnendahandbók AkureyrarbæjarAkureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu . Sérstök áhersla er lögð á góða leik - og grunnskóla , fjölbreytta íþrótta - og tómstundastarfsemi og að á Akureyri þrífist frjótt og öflugt lista - og menningarlíf .
Tekin verða fyrir helstu grundvallaratriði við notkun Excel við alls konar útreikninga og úrvinnslu talna ásamt allri útlitsmótun skjala . Námskeiðið verður haldið í fundarherbergi á 2. hæð í ráðhúsinu og þurfa þátttakendur að koma með fartölvur sínar með sér Þátttakendur munu læra : að búa til töflureiknisskjal ( vinnubók ) og rita inn tölur og texta að opna töflureiknisskjal og breyta / eyða gögnum aðferðir við að velja reit eða svæði að flytja til eða afrita innihald reita að búa til formúlur með reikniaðgerðunum fjórum , samlagningu , frádrætti , margföldun og deilingu að setja upp eigin reikningsdæmi byggt á aðgerðunum hér á undan að nota nokkur innbyggð reikniföll ( AutoSum , Average , Max , Min og If ) að forsníða reit eða reiti , t.d. fjölda aukastafa , gjaldmiðilsmerki ofl. aðgerðir í „ Format / Cells “ að vinna með jöfnun og stillingar texta innan reita að útlitsmóta töflur , s.s. rammar og litir að nota sjálfvirka útlitsmótun taflna að bæta inn línum og dálkum að bæta inn og eyða vinnublöðum að raða gögnum vinnuskjals í stafrófsröð og eftir stærð ( Sort ) að nota fastar og afstæðar tilvísanir í reiti að afrita formúlur í reitum að setja inn myndir og teikningar í vinnublað að prenta út skjal eða hluta úr skjali og nota „ Print Preview “ að búa til og breyta myndriti Leiðbeinandi : Dóróthea Jónsdóttir , verkefnastjóri auglýsinga - og fræðslumála Þátttakendur : Allir á póstlistanum Fræðsla Dagar og tími : Þriðjudagur 26. apríl frá kl. 10.00 - 12.00 Fimmtudagur 2. maí frá kl. 10.00 - 12.00 Miðvikudagur 8. maí frá kl. 10.00 - 12.00 Lengd : 6 klukkustundir Staðsetning : Námskeiðið verður haldið í fundarherbergi á 2. hæð Ráðhúss og þurfa þátttakendur að koma með fartölvur með sér .
Fjallað er um áherslumun við stefnumótun samsteypu , málaflokks og stofnunar . Skoðaðar eru mismunandi aðferðir við mótun slíkra stefna . Metið er mikilvægi áhrifagreiningar hagsmunaaðilahópa og jákvæðni starfmanna fyrir árangur af innleiðingu og framkvæmd slíkrar stefnu . Kynnt er aðferð til að virkja lykilstjórnendur í stofnunum til greiningar lykilþátta árangurs við endurmat framtíðarsýnar stofnunarinnar . Milli námskeiðsdaganna vinna þátttakendur með lykilstjórnendum sínum drög að stefnu fyrir stofnunina og málaflokkinn . Þær niðurstöður nota þátttakendur sem innlegg við hópvinnu seinni námskeiðsdaginn .
Með hugtakinu innkaup er átt við kaup á hvers kyns aðföngum , þ.e. kaup á þjónustu , vörum og verklegum framkvæmdum . Við innkaup Akureyrarbæjar skulu eftirfarandi innkaupaaðferðir notaðar : Útboð , opið eða lokað , og samningur / pöntun í kjölfarið . Fyrirspurn og samningur / pöntun í kjölfarið . Samningur eða pöntun án undangengins útboðs eða fyrirspurnar . Meginreglan er sú að beitt skuli útboðum við innkaup . Þegar áætluð samningsfjárhæð verklegrar framkvæmdar er yfir 16 mkr. skal útboð viðhaft . Ef áætluð fjárhæð kaupa á þjónustu fer yfir 8 mkr. eða yfir 4 mkr. vegna vörukaupa skal sömuleiðis viðhafa útboð . Fyrirspurn er framkvæmd , þar sem útboð er ekki talið eiga við , til að afla tilboða frá tilteknum aðilum sem taldir eru geta útvegað vöru , veitt þjónustu eða framkvæmt verk , sem óskað er eftir hverju sinni . Skylt er að fyrirspurn sé undanfari viðskipta þegar áætluð fjárhæð innkaupa vegna verklegrar framkvæmdar er yfir 5 mkr. , yfir 2.5 mkr. þegar um þjónustu er að ræða , en yfir 1 mkr. þegar um vörukaup er að ræða . Akureyrarbær er aðili að Rammasamningum Ríkiskaupa . Þegar keypt er inn skv. Rammasamningi er litið svo á að útboðsskyldu sé fullnægt . Þó ætti að gera fyrirspurn hjá þeim birgjum sem aðilar eru að viðkomandi rammasamningi , sérstaklega við stærri innkaup . Verkefnastjóri Hagþjónustusér um framkvæmd fyrirspurna og útboða á vegum bæjarfélagsins og hefur yfirumsjón með öllu forvali , útboðum og fyrirspurnum sem og samningskaupum . Verkefnastjóri hagþjónustu veitir einnig ráðgjöf varðandi innkaupamál og aðstoðar við útboð og verðfyrirspurnir . Ábyrgð á innkaupum er í höndum viðkomandi stjórnenda .
Katrín Björg Ríkarðsdóttir , framkvæmdastjóri samfélags - og mannréttindadeildar , gegnir starfi jafnréttisráðgjafa . Jafnréttisráðgjafi sér um framkvæmd og eftirfylgni jafnréttisstefnu í samvinnu við samfélags - og mannréttindaráð og bæjaryfirvöld . Hlutverk ráðgjafans er að veita stofnunum og starfsfólki bæjarins fræðslu og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir jafnréttismál kynjanna , m.a. samþættingu jafnréttisstarfs við starfsemi bæjarins . Jafnréttisráðgjafi hefur einnig umsjón með úttektum og rannsóknum á stöðu og kjörum kynjanna í bæjarkerfinu .
Fræðslunefnd hefur þá sérstöðu meðal fastanefnda bæjarins að hún er skipuð starfsmönnum bæjarins . Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja fræðslu , endurmenntun og símenntun starfsmanna Akureyrarbæjar auk þess sem hún annast vörslu Námsstyrkjasjóðs . Um störf fræðslunefndar gildir Samþykkt fyrir fræðslunefnd Akureyrarbæjar . Fundargerðir fræðslunefndar má nálgast hér .
Markmið Mannauðssjóðs Kjalar er að stofna og reka sameiginlegan starfsmenntunarsjóð á grundvelli kjarasamnings KJALAR stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga , sbr. gr. 13.4.2 í kjarasamningi frá 29. maí 2005 . Sjóðurinn starfar einnig á grundvelli sambærilegra ákvæða í öðrum kjarasamningum KJALAR . Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til : a ) sveitarfélaga , stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn , c ) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að . Vinnustaðir Akureyrarbæjar geta þannig sótt um styrki til Mannauðssjóðs Kjalar til námskeiðahalds eða annarrar símenntunar fyrir starfsfólk sitt sem jafnframt er í stéttarfélaginu KJÖLUR . Umsóknir skal senda til stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til , skipulagi þess , efnisinntaki , áætlaðri framkvæmd , kostnaði , öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda . Mannauðssjóður KJALAR hefur gert samkomulag um aðgegni félagsmanna KJALAR sem starfa hjá sveitarfélögum og sjálfseignastofnunum að námskeiðum sem Starfsmennt heldur . Mannauðssjóður Kjalar mun greiða fyrir þátttakendur og verða þá námskeiðin þeim að kostnaðarlausu .
Stutt kynning á Gegnir.is og Timarit.is – Amtsbókasafnið Lýsing : Á kynningunni er farið yfir " Mínar síður " í bókasafnskerfinu Gegni . Sýnt hvernig notendur geta skráð sig og skoðað hvaða gögn þeir eru með í láni , hvernig hægt er að endurnýja lán á netinu og sjá hvað er til á Amtsbókasafninu og hvernig millisafnalán eru pöntuð . Einnig farið stuttlega í leit í kerfinu . Á timarit.is verður sýnt hvernig hægt er að leita að greinum í gömlum dagblöðum , bæði eftir efni og dagsetningum .
Í starfsáætlunum fastanefnda eru markmið bæjarstjórnarmeirihlutans útfærð fyrir kjörtímabilið . Áhersluverkefni í stefnu meirihlutans eru sett fram sem markmið til að vinna að en síðan eru skilgreindar aðgerðir á hverju ári sem nauðsynlegar eru taldar til að ná þessum markmiðum . Gerð er kostnaðaráætlun fyrir hverja aðgerð , sundurliðuð niður á ár til loka kjörtímabils . Loks eru skilgreindir árangursmælikvarðar fyrir hvert markmið og gerð grein fyrir hvernig mælingar skuli fara fram og hvaða árangur sé áætlaður á hverju ári . Fyrir starfsáætlanir fastanefnda er notað þetta form . Starfsáætlanir deilda og stofnana vinnur hver stjórnandi eftir eigin hentisemi .
Akureyrarbær greiðir í Starfsendurhæfingarsjóð vegna flestra starfsmanna sinna . Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku , með aukinni virkni , eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum . Meginverkefni Starfsendurhæfingarsjóðs eru að : Skipuleggja og hafa umsjón með störfum ráðgjafa sem starfa aðallega á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og munu aðstoða einstaklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda . Starfsendurhæfingarsjóður greiðir kostnaðinn af störfum ráðgjafanna ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með starfi þeirra og veita þeim faglegan stuðning . Sérstök áhersla er lögð á snemmbært inngrip með starfsendurhæfingarúrræðum í samstarfi við sjúkrasjóði og atvinnurekendur . Greiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila um mótun sérstakrar einstaklingsbundinnar endurhæfingaráætlunar , s.s. lækna , sálfræðinga , iðjuþjálfa , sjúkraþjálfa , félagsráðgjafa , náms - og starfsráðgjafa o.s.frv . Greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu með áherslu á að auka vinnugetuna , til viðbótar því sem þegar er veitt af hinni almennu heilbrigðisþjónustu í landinu . Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að fá á heimasíðunni www.virk.is
Starfsmannaþjónusta sér um launavinnslu og launagreiðslur til starfsmanna Akureyrarbæjar . Einnig hefur starfsmannaþjónusta umsjón með starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar , túlkun kjarasamninga , kjaraþróun , starfsmati og fræðslumálum starfsmanna . Nánari upplýsingar um starfsmannaþjónustu má finna hér .
Hjá Akureyrarbæ starfa yfir 100 stjórnendur og markmið stjórnendahandbókarinnar er að auðvelda þeim aðgang að ýmsum upplýsingum sem þeir þurfa á að halda í sínu starfi . Stjórnun í nútímasamfélagi er flókið verkefni sem gerir miklar kröfur til þeirra sem gegna stjórnunarstörfum . Í hlutverki stjórnanda fellst áskorun sem krefst hæfni og vilja til að árangur náist . Jafnframt er ljóst að starf stjórnandans hefur mikil áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem bærinn veitir íbúum sínum . Á valstikunni hér til vinstri er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir stjórnendur s.s. um stjórnvaldsákvarðanir , SAP skrifborð stjórnandans og um hlutverk stjórnenda hjá Akureyrarbæ .
Markmið tölvuþjónustu Akureyrarbæjar er að reka heildstætt og skilvirkt upplýsingakerfi fyrir allar deildir og stofnanir bæjarins . Fyrirkomulag tölvuþjónustunnar er þannig í grófum dráttum : Rekstur netkerfa Akureyrarbæjar var fyrst boðinn út árið 2000 . Nett / ANZA rak kerfin fyrsta árið en á árunum 2002 til 2009 var reksturinn í höndum Skyggnis . Frá 1. apríl 2009 hefur Þekking annast reksturinn . Umsjónarmaður samningsins við Þekkingu er Gunnar Frímannsson , sími 460 1154 , netfang gunnarf@akureyri.is .
Málverkasýning Hjördísar Frímann SPOR Í ÁTTINA – áfangastaður ókunnur Málverkasýning Hjördísar Frímann opnar í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 18. maí kl. 15 . Sýninguna nefnir Hjördís „ Spor í áttina – áfangastaður ókunnur “ , en leiðangrar hennar um listheima hafa víða legið . Eftir viðkomu í ljósmyndun féll hún marflöt fyrir málverkinu fyrir tæpum 30 árum og hefur haldið sig við þann ... Opnun í Deiglunni laugardaginn 18. maí kl. 15 - PING-PANG-PÚFF Laugardaginn 18. maí verður opnuð í sýningarsalnum Deiglunni , í Listagilinu á Akureyri , sýning á verkum eftir Maríu Ósk Jónsdóttur ( f. 1987 ) . Þetta er önnur einkasýning Maríu en hún útskrifaðist 2012 frá Designskolen Kolding í Danmörku . Hér sýnir hún mestmegnis fígúratíf verk en í náminu lagði María áherslu á málverk og teikningar . Nokkurs ...
strokum . Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn . Hún strýkur hendinni yfir gróðurinn . Finnur blóm springa út undir fingurgómunum . Sóleyjar og baldursbrár . Hún leggur kambinn frá sér . Fer út í garðinn og krýpur . Kippir upp kartöflugrösum . Rótar og grefur með berum höndum . Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og safaríkar appelsínur . Hlutverk garðsins er margþætt . Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum , fallegar , harðgerar , erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar . Garðurinn er rómaður fyrir fegurð og mikinn fjölda tegunda .
Í yfirlýsingu sem N3 plötusnúðar sendu frá sér nú í kvöld kemur fram að Dynheimaballið um næstu verslunarmannahelgi sé í uppnámi vegna samstarfsörðugleika N3 plötusnúða við Hólmar Svansson og Þórhall Jónsson en saman hafa þeir staðið fyrir hinum vinsælu Dynheimaböllum í Sjallanum . N3 plötusnúðar eru félagarnir Davíð Rúnar Gunnarsson , Sigurður Rúnar ... Lesa » Í dag var birtur listi yfir þá tíu staði í Evrópu sem ferðahandbókaútgefandinn Lonely Planet mælir með . Þar var Norðurland í þriðja sæti á eftir borginni Búdapest í Ungverjalandi og borginni Porto ásamt Douro dal í Portúgal . Sagt er frá vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna en þar sem Lonely Planet reynir iðulega að benda sínum lesendum á áhugaverða ... Lesa » Kynjajafnrétti er eitt af grundvallaratriðum Evrópusamrunans og þarf að samþætta það inn í öll stefnumarkmið ESB og hefur Evrópusambandið haft töluverð áhrif á þróun jafnréttismála innan aðildarríkja sinna . Agnès Hubert , sérfræðingur um jafnréttismál innan ESB , ... Lesa » Tjaldapar hefur sl. 15 ár haldið til á þaki Háskólans á Akureyri og nú spókar parið sig ásamt ungum sínum í grasinu við skólann . Á vef Háskólans er eftirfarandi frásögn og myndir : Að venju gleður tjaldurinn starfsfólk Háskólans á Akureyri . Árleg heimsókn og ... Lesa » Nú finnst mér alveg kominn tími á að færa mig yfir Gleránna en Þorpið hefur e.t.v. orðið dálítið útundan hjá mér . Í Glerárþorpi er fjöldi gamalla og sögufrægra bygginga ekkert síður en sunnan ár . Nú eru það nokkur eldri hús við Höfðahlíð . Hátún Fyrsta húsið ... Lesa » Þessa dagana eru margar hendur á lofti við undirbúning á stórviðburði í menningarlífi Akureyringa en það er opnun á tíu listsýningum í sjö sýningarrýmum í og við Listagilið á Akureyri . Stóri dagurinn verður laugardaginn 22. júní en það er listamaðurinn Aðalheiður ... Lesa » Nú er einni af stærstu ferðamannahelgunum á Akureyri lokið en mikið af gestum sóttu bæinn heim bæði í tengslum við Bíladaga sem haldnir eru á vegum Bílaklúbbs Akureyrar og Shell en ekki síður í tengslum við útskrift í Menntaskólanum á Akureyri en hefð er fyrir því að ... Lesa » Nú á 85 ára afmælisári Léttis verður mikið um að vera og þessa dagana er í gangi mótaröð sem nefnist afmælismót Léttis . Keppt var í tölti 13. júní sl og þann 25. júní verður 100 metra skeið og gæðingaskeið og svo verður keppt í fjórgangi þann 27. júní . Mótaröðin ... Lesa » Akureyringurinn Jóna Berta Jónsdóttir , fyrrverandi matráðskona , var meðal þeirra níu sem Forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag . Hlaut Jóna Berta riddarakross fyrir störf sín að mannúðarmálum . Á ... Lesa » Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru vinir . Í fljótu bragði man ég ekki til þess að hafa fundist sautjándi júní neitt sérstaklega skemmtilegur dagur , þegar ég lít til baka finnst mér eins og það hafi oftast rignt eða a.m.k. verið ansi kalt í veðri , gott ef það snjóaði ... Lesa » Í tilefni kvenréttindadagsins , miðvikudaginn 19. júní , verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina . Saga kvenna á eyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar ... Lesa » Stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit hefur ákveðið að loka alveg svæðinu við Leirhnjúk , norðvestur af Kröflu , fyrir ferðamönnum frá og með morgundeginum , 17. júní , um óákveðinn tíma . Áberandi skilti um lokun verða sett upp svo ekkert fari á milli mála . Í ... Lesa » Ég hef eytt mörgum tímum fyrir framan tölvuskjáinn , bæði á internetinu og í tölvuleikjum og eyðilagt smá fyrir sjálfum mér . Tölvur geta komið sér vel en svo getur þú gleymt þér alveg tímunum saman í einhverjum byssuleik og ekki farið út úr húsi heillengi . Krakkar sem ... Lesa » Heyrst hefur að blíðviðrið á Akureyri síðustu daga hafi haft þau áhrif að von sé á metfjölda til bæjarins um sautjánda júní helgina sem nú fer í hönd . Margir munu leggja leið sína ti bæjarins vegna hinna svokölluðu Bíladaga og sýnist sitt hverjum um hávaðann og ... Lesa » Síðasti sýningardagur málverkasýningar Hjördísar Frímann í Ketilhúsinu er sunnudagurinn 16. júní . Drífið ykkur . Hjördís er í flokki bestu málara landsins og sýningin er fjölbreytt , frumleg og djörf . Nei , hér eru engar píkur , en Hjördís sýnir það áræði að kanna ... Lesa » Nú um helgina er fyrsti opnunardagur kaffihússins Uglunnar sem staðsett er í Gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal en það er Agnes Þórunn Guðbergsdóttir sem rekur kaffihúsið í sumar en Agnes er kennari og skógarbóndi og rekur einnig ásamt manni sínum tjaldsvæðið í ... Lesa » Þorgeirskirkja er svokölluð Vegkirkja á sumrin en hún verður frá og með í gær opin alla daga frá 15. júní - 15. ágúst kl. 10 - 16 . Lokað verður þó mánudaginn 17. júní . Kirkjuvörður í sumar verður Jarþrúður Árnadóttir guðfræðinemi og gefur hún upplýsingar um ... Lesa » Dagana 15. til 29. júní tekur Háskólinn á Akureyri á móti góðum gestum , bæði nemendum og kennurum úr Háskólunum í Reading á Englandi , Pamplona á Spáni og Medellín í Kólumbíu . Með þeim verður haldið við út í óblíða náttúruna á miðhálendi Íslands í leit að ... Lesa » Í dag voru 289 kandídatar brautskráðir á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri . Háskólaárið 2012 - 2013 stunduðu um 1600 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri . 132 útskriftarnemar höfðu verið í staðarnámi en 101 í fjarnámi og 56 í ... Lesa » Þetta sýróp er dásamlegt út í ískalt vatn með fullt af klaka og myntu , eða sítrónusneið . Þú getur líka notað það minna þynnt út og búið til frostpinna eða sorbet . Það kemur líka skemmtilega á óvart með gini og sódavatni og nokkrum frosnum hindberjum . Uppskriftin er um ... Lesa » Eftir langan , skemmtilegan og snjóríkan skíðavetur í Hlíðarfjalli ætlar Skíðafélag Akureyrar að halda " skíðagöngumót " á 17. júní . Þetta er engin keppni , heldur ætlar fólk að hittast og kveðja veturinn . Lögð verður 7 - 8 km göngubraut frá skíðagönguhúsinu , upp á ... Lesa » 17. júní hátíðarhöldin á Akureyri verða fjölbreytt að venju . Frá klukkan 12.45 – 13.30 verður hátíðardagskrá í Lystigarðinum , þar sem Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar , Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri flytur hátíðarávarp , ... Lesa »
Samfélags - og mannréttindaráð hefur falið framkvæmdastjóra að óska eftir tilboði í gerð launaúttektar hjá bænum . Í úttekt sem gerð var árið 2007 mældist ekki marktækur munur á launum kynja að teknu tilliti til starfs , starfssviðs , aldurs , starfsaldurs og vinnutíma en ráðið telur mikilvægt að fylgjast vel með svo sá góði árangur sem náðst hefur í að jafna launamun kynjanna hjá sveitarfélaginu haldist . Guðrún Þórsdóttir , V-lista og Regína Helgadóttir , B-lista létu á síðasta fundi ráðsins bóka sérstaklega um mikilvægi nýrrar úttektar . „ Ég tel mjög mikilvægt að launamunur kynjanna sé skoðaður til þess að hægt verði að leiðrétta ef um misrétti sé að ræða . Akureyrarbær getur ekki verið þekktur fyrir að borga ekki sömu laun fyrir sömu vinnu , “ segir Guðrún Þórsdóttir . „ Í ljósi umræðu um neikvæða þróun á launamun kynjanna einkum hjá opinberum aðilum , tel ég brýnt að vinnu við úttekt á launum starfsfólks Akureyrarbæjar verði hraðað . Bendi ég á í því sambandi að í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að úttektina eigi að gera vorið 2012 , “ segir Regína Helgadóttir B-lista .
Í nýjasta tölublaði Skólaakurs , vefriti um skólamál Akureyrarbæjar kemur fram að stefnt sé að því að ráða mannauðsstjóra sem sinna mun ráðgjöf til stjórnenda í skólum vegna starfsmannamála ásamt því að veita starfsfólki skólanna ráðgjöf . Í viðtalsrannsókn við skólastjóra leik - og grunnskóla sem kynnt var á vormánuðum 2011 kom m.a. fram að álag vegna starfsmannamála er mjög mikið og stendur faglegu starfi skólastjóra fyrir þrifum . Einnig hefur verið ákveðið að skólastjórum leik - og grunnskóla verði veitt ráðgjöf til að efla faglega / kennslufræðilega forystu í skólunum , skerpa á stjórnunarfyrirkomulagi skólanna og skilgreina ábyrgðarhlutverk , starfsskyldur og vinnubrögð , umsjónarkennara , deildarstjóra , aðstoðarskólastjóra og fleiri hópa .
Grenndarstöðin fyrir endurvinnsluefni sem verið hefur á bílastæðinu við Kaupang við Mýrarveg hefur verið fjarlægð að ósk húsfélags Kaupangs . Stöðin var með bráðabirgðastöðuleyfi sem ekki hefur fengist endurnýjað og nú er leitað að nýjum stað fyrir hana . Íbúum er bent á að nota grenndarstöðvar við Hrísalund , Strax Byggðavegi og við Glerártorg . Í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar tillögu að deiliskipulagi Innbæjar en í þeirri tillögu er ekki gert ráð fyrir að grenndarstöð fyrir endurvinnsluefni sé staðsett í hverfinu . Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði til að skipulagstillögunni yrði vísað aftur til skipulagsnefndar sem skyldi þá gera tillögu um staðsetningu grenndarstöðvar og sagði núverandi tillögu ekki vera í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um sorphirðu bæjarins . Tillaga Guðmundar var felld með 7 atkvæðum gegn 3 .
Helgi Snæbjarnarson formaður skipulagsnefndar Óeining er meðal nefndarmanna skipulagsnefndar á Akureyri eftir að meirihlutinn ákvað að þétta byggð í Naustahverfi í trássi við athugasemdir íbúa . Tugir íbúa við Sómatún , Sporatún og Sokkatún höfðu gert athugasemdir sem á fundi skipulagsnefndar 13. júní sl. var brugðist við og samþykkti þá skipulagsnefnd samhljóða að breyta skipulagstillögunni þannig að í Sómatúni fjölgaði íbúðum úr 5 í 8 en ekki í 10 eins og upphaflega tillagan gekk út á . Í fundargerð frá fundi Skipulagsnefndar í síðustu viku kemur fram að frá lóðarhafa hafi borist andsvör frá lóðarhafa auk leiðréttinga á „ rangfærslum “ og þess óskað að skipulagsnefnd endurskoðaði fyrri bókun . Skipulagsnefnd samþykkti að fella fyrri bókun úr gildi og leyfa fjölgun íbúða í 10 . Sigurður Guðmundsson , A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir , V-lista greiddu atkvæði gegn þessari afgreiðslu . Sigurður segir í samtali við Akureyri vikublað að þetta hverfi taki sífelldum breytingum sem sé saga út af fyrir sig en hann telji að vilji ibúanna hefði átt að ráða fremur en vilji verktaka og arkitekts . „ Við vorum á fyrri fundinum öll sammála um að fara að vilja íbúanna og ég er ekki sáttur við svona vinnubrögð . Þessar meintu rangfærslur eins og þær eru kallaðar í fundargerð eru hreinn tittlingaskítur , “ segir Sigurður .
Skólastjórar ráðnir í Oddeyrarskóla og Kiðagil Skólastjórar ráðnir í Oddeyrarskóla og Kiðagil Kristín Jóhannesdóttir verður ráðin skólastjóri Oddeyrarskóla og Inda Björk Gunnarsdóttir verður ráðin skólastjóri leikskólans Kiðagils . Skólanefnd Akureyrarbæjar staðfesti ráðningarnar á fundi sínum í gær , mánudaginn 13. ágúst . Fulltrúar L-listans í skólanefnd lýstu sig vanhæfa í báðum málunum . Um stöðu skólastjóra Oddeyrarskóla voru fimm umsækjendur og voru fjórir af þeim boðaðir í viðtal sem fræðslustjóri sat ásamt tveimur fulltrúum minnihluta skólanefndar en fulltrúar L-listans í nefndinni lýstu sig vanhæfa vegna eins umsækjandans og komu því ekki að málinu . Kristín hefur kennt við Lundarskóla undanfarin ár og verið deildarstjóri s.l. tvö ár . Hún mun ljúka meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu í haust . Vegna ráðningar skólastjóra Kiðagils voru tveir umsækjendur sem báðir voru boðaðir í viðtal sem fræðslustjóri sat ásamt tveimur starfsmönnum skóladeildar . Fræðslustjóri kynnti málið fyrir fulltrúum minnihlutans í nefndinni en fulltrúar L-listans lýstu sig vanhæfa vegna tengsla Indu Bjarkar , sem er bæjarfulltrúi L-listans og formaður félagsmálaráðs , og komu því ekki að málinu . Inda Björk hefur síðan í ágúst 2003 starfað sem aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Naustatjörn .
Akstursstefnu Spítalavegar verður ekki breytt Akstursstefnu Spítalavegar verður ekki breytt Spítalavegurinn , einstefna til suðurs Á fundi skipulagsnefndar sl. miðvikudag var tekið fyrir erindi frá Innbæjarsamtökunum um að akstursstefnu Spítalavegar verði breytt . Íbúasamtökin sendu frá sér svohljóðandi ályktun um breytta akstursstefnu sem var samþykkt á almennum íbúafundi í Laxdalshúsi þann 5. júlí sl. : Almennur fundur Innbæjarsamtakanna – hagsmunasamtaka íbúa , telur mjög mikilvægt að akstursstefnunni í neðsta hluta Spítalavegar verði snúið við , ekið verði upp brekkuna . 1 . Spítalavegur hefur í gegnum tíðina verið mikilvæg tengileið íbúa í Innbænum upp á Brekkuna , rakleiðis upp að Spítalanum , að Menntaskólanum og að Brekkuskóla . 2 . Einstefna niður Spítalaveg hefur beint umferðinni upp Lækjargötu , en þar er umferðin allt of mikill . Þess vegna er æskilegt að deila umferðinni á þessar tvær götur . Vísað er í nýlega umferðartalningu á vegum bæjarins þar sem mældust 700 bílar yfir eina helgi . Skipulagsnefnd sendi út bréf til íbúa við Spítalaveg og óskað eftir áliti þeirra á tillögunni og bárust neikvæð svör frá íbúum við Spítalaveg 1 , 9 , 13 , 17,19 og 21 og hafnaði því Skipulagsnefnd beiðninni .
Við afhendingu gjafarinnar . Mynd : akureyri.is Í síðastliðinni viku bárust fjölmargar hamingjuóskir og gjafir í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar . Einnig heiðruðu margir góðir gestir bæinn með nærveru sinni á hápunkti hátíðarhaldanna um liðna helgi og má þar nefna forseta Íslands , forsætisráðherra , þingmenn kjördæmisins , fulltrúa norrænu vinabæjanna og fulltrúa nágrannasveitarfélaga Akureyrar . Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra færði Akureyringum hamingjuóskir frá ríkisstjórn Íslands og afhenti Akureyrarbæ 10 milljónir króna í tilefni tímamótanna . Í gjafabréfi segir : “ Fjármununum er ætlað að nýtast til styrktar menningu og listum í tilefni af afmælinu og / eða til stofnana bæjarins sem eiga stórafmæli á árinu . Er þar átt við 100 ára afmæli Lystigarðsins , 50 ára afmæli hjúkrunar - og dvalarheimilisins Hlíðar og 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri . ” Þá færðu aðildarsveitarfélög Eyþings Akureyri eina milljón króna til að setja á fót sérstakan ljósmyndavef Akureyrar . Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar veitti gjöfunum viðtöku og þakkaði þann hlýhug sem Akureyri er sýnd á þessum tímamótum .
Tom Cruise heldur fimmtugsafmælið í Hrafnabjörgum Tom Cruise heldur fimmtugsafmælið í Hrafnabjörgum Tom Cruise og villan í Vaðlaheiði Fullyrt er að Thomas Martin Seiz , svissneski auðkýfingurinn sem keypti Hrafnabjörg , fyrrum lúxusvillu Jóhannesar í Bónus í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri , hafi leigt Hollywood leikaranum Tom Cruise hús sitt . Cruise hyggst verja nokkrum vikum á Íslandi í sumar við tökur á kvikmynd og hyggst einnig halda upp á 50 ára afmæli sitt í Vaðlaheiðinni . Samkvæmt heimildum Akureyrar vikublaðs hefur sendiboði undirbúið komu Cruise síðustu daga . Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum í húsinu og er hermt að búið sé að hreinsa allt úr húsinu . Breytingarnar munu gerðar til að Tom Cruise uni sér betur í Vaðlaheiðinni . Von er á þotu bráðlega með húsgögnum og búnaði sem Cruise hyggist nota á meðan á dvöl stendur . „ Þetta er að fara að gerast , “ segir einn af heimildarmönnum blaðsins . Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði Hrafnabjörg . Útsýni frá húsinu þykir stórbrotið og taldist eignin með glæsilegustu húsum landsins þegar það var selt í apríl sl. á um 200 milljónir króna . Því fylgir sundlaug og ýmislegt fleira .
Starfsmaður stéttarfélaganna við verðlagskonnun Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum , stórmörkuðum og klukkubúðum um allt land þriðjudaginn 5. júní sl . Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni . Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10 - 11 Laugavegi eða í næstum helmingi tilvika en lægsta verðið var eins og áður sagði oftast að finna í verslun Bónus í Vallarhverfi . Í fjórðungi tilvika var yfir 75% verðmunur , en oftast var 25 - 75% verðmunur á hæsta og lægsta verði vöru á milli verslana . Mest vöruúrval í könnuninni var í verslun Nóatúns Austurveri en fæstar vörurnar voru fáanlegar í Kaskó á Húsavík og 10 - 11 Laugavegi eða 62 af 89 . Þegar borin eru saman verð á milli verslananna á þeim 89 vörutegundum sem verðlagseftirlitið skoðaði var verslunin 10 - 11 Laugavegi með hæsta verðið í 39 tilvikum , Samkaup-Strax Hófgerði í 30 tilvikum og Kjarval á Hvolsvelli í 10 tilvikum . Bónus var með lægsta verðið á 41 vörutegund af þeim 89 sem skoðaðar voru , Fjarðarkaup var lægst í 19 tilvikum , Krónan í 18 og Nettó í 14 . Af þeim 12 tegundum af ávöxtum og grænmeti sem skoðaðar voru , var verðmunurinn yfir 100% í 10 tilvikum . Minnstur verðmunur var á plómum , sem voru ódýrastar á 689 kr. / kg . í Kjarval á Hvolsvelli , en dýrastar á 788 kr. / kg . hjá Samkaupum-Strax , verðmunurinn var 99 kr. eða 14% . Mestur verðmunur var á sítrusávextinum lime , sem var dýrastur á 799 kr. / kg . í 10 - 11 en ódýrastur í Nettó í Mjódd á 314 kr. / kg . verðmunurinn var 485 kr. eða 154% . 51% verðmunur á mjólk Af öðrum vörum í könnuninni má nefna að mikill verðmunur var á líter af AB mjólk sem var dýrust á 329 kr. í 10 - 11 en ódýrust á 218 kr. / l . í Bónus , verðmunurinn er 111 kr. eða 51% . Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum : Bónus Vallahverfi , Krónunni Granda , Nettó Mjódd , Fjarðarkaupum Hafnarfirði , Nóatúni Austurveri , Samkaupum-Úrvali Hrísalundi , Hagkaupum Kringlunni , Kaskó Húsavík , Kjarval Hvolsvelli , 10 - 11 Laugavegi og Samkaupum-Strax Hófgerði .
Sundlaugin á Hofsósi er eitt af undrum Íslands . Fjöldi fólks leggur leið sína í kauptúnið til þess eins að fara í sundlaugina , horfa á Drangeyna og gleyma stað og stund . Ævar Jóhannsson var að störfum þegar Akureyri vikublað virti fyrir sér dýrðina . Hann tjáði blaðamönnum að sundlaugin væri helsta perla svæðisins en hún var opnuð árið 2010 . Þá sagði hann að Héðinsfjarðargöng hefðu opnað nýja afþreyingarmöguleika . Margir færu Tröllaskagahringinn og þá væri vinsælt að fara í sund . „ Ætli við séum ekki komin með svo ca. 100.000 gesti . “ Ævar sagði nánast hvern einasta mann sem kæmi að lauginni í fyrsta skipti hafa orð á ýmist töfrum hönnunarinnar eða náttúrufegurðinni . Opið er allt árið . Eins og kunnugt er gáfu tvær konur sveitarfélaginu laugina en spurður hvort komugjöld dekki rekstrarkostnað fyrir sveitarfélagið segist Ævar ekki „ þora að fara út í þá sálma “ . Það þurfi gífurlega aðsókn til en lífsgæði íbúa og gesta hafi augljóslega aukist við þá útvistarperlu sem laugin sé .
Aldrei verra fjármálalæsi meðal þjóðarinnar en nú þegar á þarf að halda Aldrei verra fjármálalæsi meðal þjóðarinnar en nú þegar á þarf að halda Fjármálalæsi Íslendinga hefur hrakað mikið samkvæmt nýrri rannsókn Stofnunar um fjármálalæsi sem unnin var í samstarfi við sálfræðisvið viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík . Þekking , viðhorf og hegðun Íslendinga í fjármálum var rannsökuð og borin saman við rannsókn Stofnunar um fjármálalæsi frá 2008 og eru helstu niðurstöður að 53% svöruðu spurningum um fjármálalæsi rétt árið 2008 en aðeins 47% árið 2011 . Þá halda færri heimilisbókhald nú en áður , en heimilisbókhald er einmitt vísbending um góða stjórnun á eigin fjármálum . Hitt má e.t.v. færa þjóðinni til tekna að tuttugu prósent færri nýta nú yfirdrátt en fyrir kreppu auk þess sem hann er að meðaltali þriðjungi lægri en fyrir hrun . Fimmtán og hálft prósent ná ekki endum saman þriðja hvern mánuð eða oftar . Áhyggjur af fjármálum eru eins miklar og fyrir hrun , það er jafnmargir hafa áhyggjur af fjármálum . Tæplega helmingur þátttakenda vill ekki taka áhættu þegar kemur að sparnaði . Þátttakendur árið 2011 voru spurðir 19 spurninga sem reyndu á almenna þekkingu á fjármálum . Meðaltal réttra svara var 11,2 af 19 mögulegum , eða 59% . Tekjur , menntun , kyn og aldur hafa áhrif á frammistöðu þátttakenda á þekkingarhluta rannsóknarinnar . Hærri tekjur og meiri menntun spá sterkast fyrir um góða frammistöðu . Þá reynast karlar standa sig betur en konur . Yngri ( 18 – 30 ára ) og eldri svarendur ( 58 – 80 ára ) skora marktækt lægra en þeir sem eru á miðjum aldri ( 31 – 57 ára ) . Tæplega 39% aðspurðra segjast ekki hafa náð endum saman einu sinni eða oftar síðastliðna 12 mánuði , þó að 76% segist alltaf borga reikninga á réttum tíma . Samtals náðu 15,5% þátttakenda ekki endum saman 4 sinnum eða oftar síðastliðna 12 mánuði og rúmlega 5% þátttakenda náðu aldrei endum saman . Einhleypir lentu oftar í þessum aðstæðum að meðaltali heldur en einstaklingar í sambúð og þá sérstaklega einhleypar konur eða sex sinnum að meðaltali á síðastliðnum 12 mánuðum , einhleypir karlar fimm sinnum en einstaklingar í sambúð þrisvar sinnum . Mun færri með heimilisbókhaldÞeim sem halda heimilisbókhald hefur fækkað til muna frá árinu 2008 eða úr 37,3% í 24,1% . Þá nýta færri sér yfirdráttarheimild í banka árið 2011 ( 29% ) en árið 2008 ( 37,2% ) og var meðalupphæð yfirdráttar jafnframt jafnframt lægri eða 275.000 kr. í stað 399.000 kr. áður . Stór hluti þátttakenda virðist alls ekki reiðubúinn að taka áhættu þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum en 46% voru algerlega ósammála fullyrðingunni „ Ég er reiðubúin / n að taka nokkra áhættu þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum “ . Flestir gera sér jafnframt grein fyrir að fjárfesting sem veitir háa ávöxtun er líklega áhættusöm eða næstum 85% þátttakenda . Einnig gera flestir sér grein fyrir því að meiri líkur séu á að tapa hárri upphæð á fjárfestingarkosti sem býður upp á mikinn gróða eða 86% þátttakenda .
Örlygur tekur við verðlaununum úr hendi stjórnarformanns Byggðastofnunar Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði nýverið var Örlygi Kristfinnssyni , forstöðumanni Síldarminjasafnsins á Siglufirði , afhentur Landstólpinn árið 2012 . Í rökstuðningi dómnefndar segir að Örlygur hafi með störfum sínum undanfarin ár vakið athygli á Siglufirði á jákvæðan hátt og að sá árangur sem náðst hefur á Siglufirði byggi að miklu leyti á frumkvöðlastarfi Örlygs í gegnum tíðina . „ Hann er einn af frumkvöðlunum að Síldarminjasafni Íslands , sem hefur hlotið viðurkenningar bæði innanlands og erlendis . Örlygur hefur einnig staðið að uppbyggingu Herhússins og þeirri starfssemi sem þar fer fram . Hann hefur verið ötull í að gera upp gömul hús á Siglufirði sem hafa breytt ásýnd bæjarins verulega . “ Örlygur hefur haft mikil áhrif á samfélag sitt og áhugi hans og eldmóður hafa smitast út í samfélagið . „ Þau verkefni sem Örlygur hefur komið að á Siglufirði hafa breytt ásýnd og ímynd staðarins . Hann hefur virkjað heimafólk til þátttöku í verkefnunum , áhugi hans á gömlum húsum hefur smitað út frá sér og má sjá það á fjölda gamalla uppgerðra húsa á Siglufirði . “ Örlygur er frumkvöðull í menningarferðaþjónustu á Siglufirði . Fleiri hafa komið í kjölfarið , s.s. Þjóðlagasetrið , Herhúsið , Rauðka , Þjóðlagahátíð , Síldardagar og fl . Frá því að uppbyggingin Síldarminjasafnsins hófst hefur fjöldi gesta komið á Siglufjörð . Eftir að Héðinsfjarðagöngin voru opnuð fjölgaði gestum Síldarminjasafnsins verulega , frá tæplega 12 þús. gestum árið 2010 í 20 þúsund árið 2011 . Því er ljóst að safnið hefur veruleg áhrif á samfélagið . Í nýrri rannsókn um áhrif atvinnuuppbyggingar á sviði menningar og lista kemur fram að uppbyggingin á Siglufirði hefur haft áhrif á samfélagið . Jákvæð ímynd , sterkari sjálfsmynd íbúa , meiri jákvæðni í samfélaginu eru atriði sem nefnd eru . Þetta hefur síðan áhrif á aðdráttarafl samfélagsins , bæði til búsetu og heimsóknar . Mikil efnahagsleg áhrif eru af uppbyggingunni .
Náttúruperlan Bakki er eftirsóttur staður fyrir stóriðju . Meir en hundrað störf í boði ef kísilmálmverksmiðja rís á Bakka , að sögn Gunnlaugs Stefánssonar . „ Þetta er ánægjulegar fréttir og enn einn áfangi að markmiðum okkar Þingeyinga um öfluga atvinnuuppbyggingu hér . Sveitarfélagið hefur verið í viðræðum við Thorsil um lóð á Bakka og hafnaraðstöðu á undanförnum mánuðum . Og hafa þær viðræður gengið vel . Reiknað er með að á annað hundrað bein störf munu skapast í verksmiðjunni við þennan fyrsta áfanga , “ segir Gunnlaugur Stefánsson , forseti sveitarstjórnar Norður-Þings vegna frétta um fyrirhugaða kísilmálmverksmiðju á Bakka . „ Ég ætla að leyfa mér að vera mjög bjatsýnn á framtíð okkar Þingeyinga . Og að á næstu árum og áratugum muni verða mikið uppbygging hér á mörgum sviðum atvinnu - og mannlífs . Og að okkur takist að skjóta styrkum stoðum undir byggðarlögin hér , “ segir Gunnlaugur .
Ungt fólk horfir minna og minna á sjónvarp Ungt fólk horfir minna og minna á sjónvarp Birgir Guðmundsson , dósent við HA , flutti á málþingi um fjölmiðla í Háskólanum á Akureyri fyrir skömmu fyrirlestur þar sem hann benti á breytingar sem orðið hafa í fjölmiðlaneyslu þjóðarinnar . Í maí árið 1944 var nánast aðeins einn áheyrendahópur í landinu þegar Helgi Hjörvarr flutti Bör Börsson , aðeins eitt almannarými eins og það er kallað í fjölmiðlafræðum . Ungir sem aldnir hlustuðu á útvarpsssöguna . Síðan fjölgaði fjölmiðlum og frá aldamótum hefur orðið sprenging í fjölda miðla með hinni stafrænu upplýsingabyltingu . Verður þá „ fragmentation of the media “ þar sem fjölmiðlaneytandinn velur aðeins það sem hann hefur áhuga á . Þetta verður til þess að sameiginlegur vettvangur glatast og samfélagið verður hólfaskipt . Þeir tala saman sem hugsa á líkum nótum en milli hópa skapast menningarbil og umræðan verður gjarnan heiftúðug ef einn í einum hópi blandar sér í umræðuna hjá öðrum hópi , t.d. á Facebook . Menn samfærast um að skoðanir „ þeirra hóps “ séu réttar og verða óbilgjarnari gagnvart þeim sem eru ósammála . Samfélagsumræðan verður stífari og öfgakenndari . Meiri pólarísering eins og það er kallað . Hvert stefnir hér á landi ? Birgir velti upp þeirri spurningu í fyrirlestri sínum hvort búið væri að skipta upp almannarýminu hér á landi , hvort margar þjóðir byggju í einu landi og hvort þær skiptust m.a. eftir búsetu , aldri og menntun . Gögn Birgis sýna að fjölmiðlanotkun er nokkuð minni í dreifðri byggð en þéttri hér á landi . Mikill munur á lestri dagblaða og notkun á samfélagsmiðlum en hins vegar er internetið , útvarpið og sjónvarpið notað álíka mikið í landsbyggðunum og á höfuðborgarsvæðinu . Unga fólkið sker sig úr þegar kemur að ljósvakamiðlum því sjónvarpsáhorf unga fólksins er orðið áberandi miklu minni en hinna eldri og má benda á að áhorf á sjónvarpsfréttir hefur minnkað mjög á skömmum tíma . Niðurstaða Birgis er að samtalið sé enn virkt hér á landi milli byggða en ekki milli kynslóða . Einnig eru vísbendingar um að almannarýmið sé að klofna upp m.a. eftir búsetu og menntun .
Umferðarkönnun stendur nú yfir á Norðurlandi . Vinnan er hluti af rannsókn Háskólans á Akureyri á áhrifum Héðinsfjarðarganga á samfélög Mið-Norðurlands , styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar . Rannsóknin felst meðal annars í umferðarkönnunum , viðtölum , spurningakönnunum meðal íbúa , brottfluttra og ferðamanna . Fyrri hluti gagnasöfnunar fór fram árið 2009 en síðari hlutinn 2012 . Umferðarkönnunin var gerð í gær og aftur á morgun , laugardag . Í gær voru um 2.600 ökutæki stöðvuð á þremur stöðum , Ólafsfjarðarmúla , Héðinsfirði og Ketilási í Fljótum .
Hjörleifur Örn Jónsson , skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri , hefur verið ráðinn stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis . Hjörleifur tekur við starfinu af Valmari Väljaots sem hefur stýrt KAG undanfarin fimm ár , en hefur nú ákveðið að snúa sér að frekara námi í orgelleik . Hjörleifur tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri haustið 2008 . Hann lauk burtfararprófi frá jassdeild Tónlistarskóla FÍH árið 1993 og lék að námi loknu m.a. með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands . Árið 1999 hóf hann tónlistarnám við Amsterdam Conservatorium og var þar við nám í þrjú ár . Árið 2007 lauk hann mastersnámi í slagverksleik og kennslufræðum við Hanns Eisler Hochschule für Musik í Berlín og vann að því loknu sem einleikari með hljómsveitum og kammerhópum í Þýskalandi . Hjörleifur var skólastjóri Neue Musikschule í Berlin á árunum 2006 - 2008 og framkvæmdastjóri Hypno leikhússins , sem sérhæfir sig í tónlistar - og leiksýningum fyrir börn og unglinga . Þá hefur hann unnið að skipulagningu viðburða í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík auk tónlistarhátíða í Þýskalandi . Hjörleifur hefur sett svip sinn á tónlistarlíf á Norðurlandi undanfarin ár með samstarfi við fjölda þekktra tónlistarmanna . Auk tónleikahalds sem einleikari á slagverk hefur hann m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands . Þá er hann tónlistarstjóri í útvarpsþáttunum vinsælu „ Gestir út um allt “ sem sendir eru út á Rás 2 úr Menningarhúsinu Hofi . Þá er Hjörleifur stjórnandi kórs Frímúrarareglunnar á Akureyri . Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi telja mikinn feng að því hafa fengið Hjörleif til samstarfs við kórinn . Að fá svo vel menntaðan og kraftmikinn stjórnanda er mikilvægt fyrir starf kórsins og miðað við hans hugmyndir og áherslur verður spennandi að vinna með honum . Fréttatilkynning frá Karlakór Akureyrar-Geysi
Dregist hefur úr hömlu að lagfæra listaverkið “ Minnisvarði um framtíðina ” og er eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur , frá árinu 1995 og stendur á hól í Innbænum . Verkið samanstendur af þremur steinum og hefur í tvígang hrunið . Nú er svo komið að um langa hríð hefur einn steinninn legið flatur og listaverkið er því laskað og í raun vondur minnisvarði um nútíðina að sögn íbúa í Innbænum . Hann segir málið vanvirðingu við höfund listaverksins , listaverkið sjálft og íbúa og ferðamenn . Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu segir að þaað hafi dregist um of að laga þetta verk en Framkvæmdadeild bæjarins muni nú drífa í því . „ Íbúum Innbæjarins er umhugað um verkið eins og annað í umhverfi sínu og þiggjum við með þökkum ábendingar um það sem betur má fara . Raunar bíður okkar nokkurt átak í viðhaldi útilistaverka sem skynsamlegt væri að gera áætlun um og takast á við í áföngum á næstu árum , en nauðsynlegum fjármunum hefur ekki verið veitt til þessa í aðhaldi síðustu ára . ”
Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Landsvirkjun opinn samráðs - og kynningarfund í Mývatnssveit þar sem kynnt voru áform um háhitavirkjun í Bjarnarflagi . Var fundurinn talinn að mörgu leyti upplýsandi en sumir fundargestir höfðu á orði að fleiri spurningar hefðu vaknað en fengust svör við . Mörg vandamál enn óleystÓmar Ragnarsson , fréttamaðurinn og náttúruverndarsinninn góðkunni , var einn fundargesta og segist enn hafa miklar efasemdir um að ráðlegt sé að virkja í Bjarnarflagi nú , enda séu mörg vandamál óleyst í öðrum háhitavirkjunum , svo sem Hellisheiðarvirkjun og Svartsengisvirkjun . „ Nú horfum við fram á það að þeir eru búnir að biðja um að minnsta kosti átta ára frest til að finna lausnir á þessum vandamálum á Hellisheiði og nú upplifir maður bara „ deja vu “ varðandi Mývatn . Það á að vera búið að ráða við öll vandamál og það verði ekkert vesen en þetta er nákvæmlega það sama og sagt var um hinar virkjanirnar “ . „ Ég spurði í gær hvort það kæmi til greina að bíða þessi átta ár sem þeir þurfa til að finna lausn á brennisteinsvetnisvandamálinu við Hellisheiðarvirkjun , til þess að þá væri fyrir hendi einhver lausn . En það kom ekkert svar við því , “ segir Ómar og segir að ekki hafi enn fengist svör við öllum spurningum og enn hafi heldur ekki allra nauðsynlegra spurninga verið spurt . Mælir settur upp í 10 metra hæðÞað er aðeins einn mælir á svæðinu sem mælir brennisteinsvetnismengun frá núverandi borholum og hann er staðsettur í 10 metra hæð í götunni Helluhrauni en brennisteinsvetni er eðlisþungt efni og safnast því saman í lægðum og lautum . Ómar segir ríka ástæðu fyrir því að náttúruverndarfólk sé tortryggið þegar kemur að fullyrðingum sem snúa að lausnum á vandamálum tengdum virkjunum . „ Náttúruverndarfólk samþykkti Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma því það trúði öllum þessum fullyrðingum um að allt yrði í góðu lagi og engin vandamál en annað hefur komið í ljós og nú er ætlast til að allt sé samþykkt einum rómi varðandi Bjarnarflagsvirkjun . Ég sé ekki að það sé nein ástæða til að kvika í því að vera tortrygginn nú þegar sagt er nákvæmlega það sama um Bjarnarflagsvirkjun og sagt var um hinar virkjanirnar “ . Vandamál með niðurdælingu á affallsvatni „ Það veit enginn hvort þetta verður svipað og Hellisheiðarvirkjun og það er ekki bara hún , því það hafa verið mikil vandamál með niðurdælingu á vatni í Svartsengisvirkjun og þegar ég fór að segja frá því á blogginu mínu fyrir tveimur árum þá var sagt að þetta væru bara rógur og dylgjur en núna loksins fyrir einni eða tveim vikum kom svo í ljós að það þarf að grafa þarna 10 - 15 kílómetra langan skurð og umturna þannig öllu landslagi til þess að leysa þetta vandamál . Sem átti aldrei að vera neitt vandamál . Þeir sögðu á fundinum að það væri mjög góð niðurdæling í Kröflu og ég spurði hvort það teldist góð niðurdæling að affallsvatnið rynni í tjörn sem færi alltaf stækkandi . Þeir sögðu að það væri samt góður árangur af niðurdælingunni , “ segir Ómar .
Í dag var glatt á hjalla á dvalarheimilinu Hlíð í dag og fjölmennt af heimilisfólki og gestum þegar hænsnahúsið Höllin var vígt og hænur fluttu þar inn . Heimilisfólk á Hlíð hefur beðið með eftirvæntingu eftir að Höllin yrði tilbúin og hænurnar flyttu inn en þegar allar verða fluttar inn verða 15 hænur í húsinu . Upphafsmenn hænsnahússins eru þeir Jóhann Thorarensen garðyrkjufræðingur og Sigurvin Jónsson , hænsnabóndi á Akureyri , betur þekktur sem uppistandarinn Fíllinn . „ Þegar Jóhann garðyrkjugúrú hringdi í mig í byrjun mars og viðraði þá hugmynd að setja upp hænsnahús og matjurtarrækt með íbúum Hlíðar féll ég umsvifalaust fyrir hugmyndinni . Jóhann bauð mér að taka þátt í þessu sem ég þáði með þökkum . Enda veit ég sem stórbóndi og hænsnaáhugamaður að hænur gefa manni gleði og gott líf “ segir Sigurvin . Það eru margir sem hafa lagt hönd á plóginn við byggingu hússins og gefið efni og vinnu , má þar nefna Nökkva , Húsasmiðjuna , Magnús Jónsson , Íspan , Kristínu Trampe , Kristján Jónsson , Gjafasjóð Hlíðar , Norðurorku , Júlíus Má Baldursson , Fasteignir Akureyrarbæjar , Lífland og starfsfólk Hlíðar . Höllin er sannarlega réttnefni enda er hér ekki um neinn hænsnakofa að ræða því upphitað plan er framan við húsið og þægilegt hjólastólaaðgengi . Auk þess sem útbúnir hafa verið glæsilegir gróðurkassar þar sem ræktun hefur farið fram í allt sumar . Bygging hænsnahússins er í góðu samræmi við Eden hugmyndafræðina sem höfð er að leiðarljósi í starfinu á Hlíð en í henni er mikil áhersla er lögð á fjölbreytt líf íbúa og að allir þeirra finni eitthvað við sitt hæfi . Íbúarnir sjá sjálfir um umhirðu hænsnanna og skipta deildirnar því starfi á milli sín eftir vikum . Sú deild sem sér um umhirðuna nýtir eggin þá vikuna . Sérstakur umsjónarmaður og þar af leiðandi kóngur Hallarinnar verður Sigurður Sigmarsson , kenndur við kjörbúðina Alaska sem starfrækt var hér í bæ á árum áður .
Risahvönn í Gilinu austan við Lystigarðinn Risahvönn ógnar nú mjög náttúru Akureyrar auk þess sem jurtin er hættuleg og getur valdið brunasárum . Anna Helgadóttir læknir segir að hvönnin sé nánast að „ leggja undir sig “ gilið fyrir neðan Lystigarðinn . Þá sé hún að hasla sér völl á nýjum svæðum s.s. við Glerárbrúna . „ Ég man ekki betur en að aðgerðum hafi verið lofað eftir fréttaflutning um þetta í fyrrasumar , “ segir Anna . Hún hefur reynt að ná sambandi við fulltrúa frá Akureyrarbæ vegna fyrirspurna sinna , enda er þekkt að snerting við risahvönn getur valdið slæmum bruna og opnum sárum . „ Þetta er sérlega andstyggileg planta vegna þess að börn geta brennt sig illa á henni . Nú er hámarkshætta og ef plantan nær að búa til fræ þá verða enn fleiri plöntur næsta ár , “ segir Anna . Hún telur útbreiðslu kerfilsins nógu slæmt mál þótt þetta bætist ekki við . Kerfillinn sé þó skaðlaus fólki . Hjá Akureyrarbæ segir Guðrún Björgvinsdóttir yfirverkstjóri garðyrkjumála að unnið sé að því að höggva hvönnina og svo verði eitrað . Hún segir að risahvönn sé ekki farin að spíra , komið verði í veg fyrir það . Guðrún viðurkennir að ástandið sé bagalegt en annir hjá garðyrkjudeild séu miklar , „ brjálaður sláttur “ , ekki síst fyrir verslunarmannahelgina . Hún sjái lag skapast fyrir eyðingu risahvannar í næstu viku . Guðrún segist ekki líta svo á að um stóralvarlegan vágest sé að ræða , aðeins einu sinni hafi starfsmaður bæjarins brennst vegna safans sem kemur úr stilk jurtarinnar .
Skólpmengunarslikja . Smelltu á myndina til að stækka Þessi mynd var tekin af toppi Vaðlaheiðar nú fyrir stuttu og sýnir hvernig skólpmengunarslikja liggur alveg suður fyrir Oddeyrina frá Sandgerðisbót þar sem allt skólp Akureyringa rennur út í sjó . Núverandi skólplögn liggur aðeins um fimm metra út í sjó og aðeins er um tveggja metra dýpi þar sem skólpið fer út en slíkur frágangur er ólöglegur samkvæmt gildandi reglugerð um frárennsli skólps frá þéttbýli sem sett var árið 1999 . Helgi Már Pálsson , bæjartæknifræðingur , segir að verið sé að undirbúa lengingu frárennslisútrásarinnar . Í desember 2011 tók Heilbrigðiseftirlit Norðurlands í fyrsta sinn sýni við strandlengju Akureyrar að vetrarlagi og vöktu niðurstöður úr því óhug bæjarbúa því gerlar voru langt yfir leyfilegum mörkum . Í fundargerð Framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar 30. mars 2012 var samþykkt að flýta endurbótum á útrásinni og einnig var samþykkt að farið yrði í reglubundnar mengunarmælingar en Helgi Már segir þær ekki vera hafnar enda sé slíkt ónauðsynlegt yfir sumartímann þegar mengunin er minnst . Mikilvægast sé að mæla mengunina fyrir og eftir lengingu á frárennslisútrásinni til að sjá hvernig sú úrbót dugar . Áætlað er að vinna við lengingu lagnarinnar hefjist í september og henni verði lokið í byrjun nóvember . Rörið mun þá ná um 100 metra út í sjó og opnast á níu metra dýpi . Um er að ræða bráðabirgðalausn sem líklega nægir til að minnka mengunina þar til hreinsunarstöð sem ráðgert er að verði tilbúin árið 2015 verður tekin í notkun .
Björn Snæbjörnsson , formaður Einingar-Iðju Nýlega hefur nokkuð borið á auglýsingum frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju um réttindi starfsfólks á gististöðum og veitingahúsum . Björn Snæbjörnsson , formaður Einingar-Iðju , segir mikið af upplýsingum og athugasemdum varðandi réttindi þessa starfsfólks berast og í auglýsingunni séu helstu þættir sem komið hafi upp . Hann segir fleiri athugasemdir og fyrirspurnir berast í sumar en í fyrra varðandi þennan geira og því hafi þótt nauðsynlegt að vekja upp þessa umræðu . „ Það er margt fólk að vinna í þessum geira og sérstaklega mikið af ungu fólki sem ekki er meðvitað um rétt sinn . Viðbrögðin hafa verið góð , það hafa fjölmargir hringt og komið til okkar og ég veit að þetta hefur mikið verið rætt á vinnustöðunum , “ segir Björn og bendir á að sumarið sé mikil vertíð þessum vinnustöðum og margir sem ekki þekki sinn rétt og atvinnurekendur þekki oft ekki heldur nógu vel til málanna . Eitt af þeim atriðum sem fram koma í auglýsingunni er að jafnaðarkaup sé ekki til í kjarasamningum . „ Í nærri öllum tilvikum er jafnaðarkaup ekki sanngjarnt og heildarútkoman verður lægri en samningar kveða á um og stundum svo óheyrilega lágt að það er alveg skelfilegt . Stundum er fólk mestan part að vinna kvöld og helgar fyrir aðeins örlítið hærra kaup en dagvinnutaxtinn . Við höfum séð alveg ótrúlegar tölur “ . Björn segir það fara vaxandi að atvinnurekendur leiti upplýsinga hjá stéttarfélaginu og í flestum tilvikum sé ástæða þess að brotið er á rétti starfsfólk sú að atvinnurekendur hafi ekki kynnt sér málin nógu vel . Yfirleitt sé ekki brotið á fólki af ásetningi en þó sé það til . Undanfarin ár hefur meiri áhersla verið lögð á að kynna ungu fólki réttindi sín áður en haldið er út á vinnumarkaðinn . „ Við höfum verið að fara í 10. bekkina og líka í framhaldsskólana og það er farið að skila sér . Mér finnst unga fólkið vera meðvitaðara um að það geti sótt sér upplýsingar , það er virkara . Þetta ýtir við þeim , þau halda betur utan um launaseðlana sína og þess háttar . Það hefur verið mikil aukning í að ungt fólk sæki sér þjónustu hingað til okkar “ Eftirfarandi eru nokkur af þeim atriðum sem lögð er áhersla á að kynna : Neysluhlé skulu vera sem samsvarar fimm mínútum fyrir hvern unnin klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda . Að lágmarki skal borga fjórar klukkustundir í útkalli . Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki kemur fram á vaktaplani hvenær vakt á að byrja og enda . Í þeim tilvikum greiðist dagvinna og yfirvinna . Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta , en hjá 18 ára er miðað við afmælisdaginn . 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár . Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum
Vafi leikur á tilvist hins heilaga grals Krists en aftur á móti leikur enginn vafi á tilvist Grenndargralsins . Það leynist á vísum stað í heimabyggð og bíður þess að ævintýrarmenn leiti það uppi . Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að finna Grenndargral fjölskyldunnar . Þátttakendur leysa þrjár þrautir á jafnmörgum vikum sem allar tengjast sögu Akureyrar þar sem m.a. morðóðir draugar , skoskt gufuskip og seinheppnar systur koma við sögu . Kapphlaupið nær hámarki þegar þátttakendur fá afhenda lokavísbendingu laugardaginn 25. ágúst sem leiðir þá að gralinu . Gripurinn sem barist verður um á rætur sínar að rekja til Randers , vinabæjar Akureyrar í Danmörku . Ingvar Engilbertsson er hönnuður gralsins auk þess sem hann smíðar gripinn . Sigurvegararnir fá gralið afhent til eignar að leit lokinni . Hér er um að ræða sérstaka hátíðarútgáfu af grenndargralinu sem aðeins verður keppt um í þetta eina skipti . Öll lið sem klára þrautirnar þrjár fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna . Skipuleggjendur Grenndargralsins eru þau Brynjar Karl Óttarsson , Helga Halldórsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir , en fyrirmynd Grenndargrals fjölskyldunnar er tilraunaverkefni í grenndarkennslu hjá nemendum í 8. - 10. bekk sem hófst haustið 2008 í Giljaskóla . Verkefnið ber yfirskriftina Leitin að Grenndargralinu og þar ferðast nemendur um bæinn og kynnast sögu heimabyggðar í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra . Haustið 2011 hófu sex grunnskólar á Akureyri þátttöku og fólst síðasta þrautin í því að hafa uppi á höfundi bókarinnar Heimkomunnar sem búsettur er á Akureyri . Leitin að Grenndargral fjölskyldunnar hófst miðvikudaginn 1. ágúst kl. 12:00 þegar fyrsta þraut fór í loftið . Allt sem þarf að gera er að fara á heimasíðu Leitarinnar að grenndagralinu www.grenndargral.is , finna fyrstu þraut og fylgja fyrirmælum sem þar koma fram . Allir geta tekið þátt , jafnt ungir sem aldnir . Engin takmörk eru fyrir því hversu margir skipa þátttökuliðin og þannig geta fjölskyldur , vinnustaðir eða vinahópar tekið sig saman og myndað lið . Ekki þarf að skrá lið til þátttöku . Hægt er að hefja þátttöku hvenær sem er á tímabilinu 1. - 24. ágúst . Hvorki þarf að tilkynna sérstaklega þegar lið hefur þátttöku né ef það kýs að draga sig úr keppni . Nálgast má upplýsingar um framkvæmd og leikreglur á heimasíðu Leitarinnar að grenndargralinu www.grenndargral.is og áfacebook-síðu Grenndargralsins . miðvikudagur 1. ágúst kl. 12:00 : Fyrsta þraut birtist á grenndargral.ismiðvikudagur 8. ágúst kl. 12:00 : Önnur þraut birtist á grenndargral.ismiðvikudagur 15. ágúst kl. 12:00 : Þriðja þraut birtist á grenndargral.isfimmtudagur 23. ágúst kl. 00:00 : Réttar úrlausnir við þrautunum komnar til umsjónarmannalaugardagur 25. ágúst : Lokavísbending birt – gralið fundið ??? Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegum ratleik í góðra vina hópi og upplifa gleði og sorgir Akureyringa fyrr á tímum með því að heimsækja vettvang spennandi atburða í sögu bæjarins .
Í umdæmi lögreglunnar á Akureyri voru haldnar þrjár hátíðir um verslunarmannahelgina . Ein með öllu var á Akureyri , Síldarævintýrið á Siglufirði og Sæludagar í Hörgársveit . Að sögn lögreglunnar fóru allar fóru allar þessar hátíðir vel fram . Fleira fólk var á Síldarævintýrinu heldur en síðustu ár en allt fór þó vandræðalaust fram þrátt fyrir nokkra ölvun . Sæludagar í Hörgársveit stóðu undir nafni og sóttu fjölmargir þá viðburði sem þar var boðið upp á . Svipaður fjöldi var á Einni með öllu á Akureyri eins og undanfarin ár og fór sú skemmtun í heild vel fram þrátt fyrir að talsverður erill hafi verið og lögreglan haft í nógu að snúast aðfaranótt laugardags og sunnudags . Tiltölulega fá mál komu þó upp og engin þeirra alvarleg ef undan er skilin árás tveggja aðila , sem ekki vildu hlýta reglum um opnunartíma veitingahúsa , á lögreglumenn sem þurftu að beita bæði varnarúða og kylfum til að yfirbuga árásarmennina . Fátítt er til til þess þurfi að koma á Akureyri . Lögreglan á Akureyri hefur tekið saman tölur um fjölda brota sem átt hafa sér stað á hátíðinni Einni með öllu síðustu árin og samkvæmt þeim virðist sem tekist hafi all þokkalega að færa hátíðina í betra horf en áður var . Viðbót : Eins og lesendur hafa réttilega bent á er ekki þar með sagt að ekkert kynferðisbrot hafi átt sér stað á hátíðinni þótt enn hafi ekki komið fram kærur um slíkt . Þetta er mikilvægt að hafa í huga og blaðamaður þakkar vökulum lesendum ábendinguna ! Málafjöldi frá kl. 19:00 á fimmtudag til 19:00 á mánudag um verslunarmannahelgi frá árinu 2005 . Smellið á myndina til að stækka .
Guðmundur Franklín Jónsson , formaður Hægri grænna Hægri grænir , flokkur fólksins skorar á stjórnvöld að setja á stofn Sannleiks og sáttadómstól til þess að fara ofan í öll hrunmál svo þjóðin geti sameinast um heiðarlegt verklag inn í framtíðina . Þá krefst flokkurinn upprunavottorðs fjármagns , fyrir þá aðila sem hyggja á fjárfestingar hér á landi og að uppljóstrarar og starfsmenn erlendra og innlendra fjármálafyrirtækja verðir verðlaunaðir með hluta af heimtum „ sem kunna að finnast erlendis í skattaskjólum t.d. eins og á Cayman-eyjum , Lúxemborg og Tortola og ekki er búið að greiða skatt af eða gera löglega grein fyrr “ eins og segir í fréttatilkynningu frá Hægri grænum . Einnig vill flokkurinn sekta og svipta þá aðila sem brotlegir hafa gerst við skattalög , orðum og öðrum vegtyllum sem þeim hefur hlotnast og setja þá í viðskiptabann , fyrirmuna þeim að stofna fyrirtæki og sitja í stjórnum . „ Ef um opinbera starfsmenn og embættismenn er að ræða , þá á dómstóllinn að geta ávítt þá , sektað , bannað þeim að gegna opinberum trúnaðarstörfum fyrir ríki og bæi ævilangt og lækkað eða afnumið eftirlaun þeirra , eftir því hversu gróf brot þeirra eru . “
Í morgun hófust framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng . Um er að ræða undirbúningsvinnu fyrir sjálfa gangnavinnuna en stefnt er á að vinna við sprengingar hefjist í lok árs eða byrjun þess næsta . Nú er unnið að lagningu vegar að gangnamunnanum Eyjafjarðarmegin sem verður notaður til að flytja á brott efni úr göngunum og verður m.a. byggð brú yfir þjóðveginn svo umferð raskist ekki vegna gangnavinnunnar .
Lögregla sökuð um harðræði í lokunaraðgerð . Maðurinn gjörsamlega trylltur svarar yfirlögregluþjónn . Nokkrar vikur eru síðan ný billjardstofa , Púlstofan , opnaði á Akureyri . Foreldrar hafa í samtölum við blaðið lýst áhyggjum af rekstrinum og grun um að dæmdur fíkniefnasali sé viðriðinn reksturinn . Sá mun þó ekki skráður fyrir stofunni , enda þarf flekklausan feril í þannig málum til að menn fái leyfi til skemmtana - eða veitingahalds . Sumir foreldrar hafa spurt hvort þarna séu „ leppar “ fengnir í reksturinn . Lögreglan á Akureyri vill ekkert gefa upp um hvort fylgst sé með húsinu . Heimildir blaðsins herma þó að svo sé . Samkvæmt heimildum blaðsins hafa lögreglumenn þegar kannað hvort saknæm brot eigi sér stað í tengslum við rekstur stofunnar . Akureyri vikublað greindi frá því í vor að til stæði að opna stofuna og stafaði þá mörgum íbúum og ekki síst foreldrum stuggur af því í ljósi þeirra tengsla sem dæmdur fíkniefnasali var þá talinn hafa við stofuna . Sá hefur áfrýjað tveggja ára fangelsidómi til Hæstaréttar en dóminn hlaut hann í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelld fíkniefnabrot . Bar félagi hans samkvæmt lögregluskýrslu að maðurinn hefði „ séð um Norðurland “ hvað varðar efni . Meðan málið er í áfrýjunarferli fyrir Hæstarétti gengur maðurinn laus . Lögregla lenti í átökum í lokunaraðgerð um verslunarmannahelgina við fólk á Púlstofunni . A.m.k. tveir lögreglumenn fóru á slysadeild en á hinn bóginn er ljóst að þeir sem standa hinu megin við borðið , telja á sér brotið . Þannig skrifaði Hafþór Logi Hlynsson á heimasíðu sína á Facebook , en hann er sá sem var dæmdur í undirrétti fyrir stórfelld brot , að lögreglumenn hefðu rifbeinsbrotið fósturpabba hans í átökunum og auglýsir hann efir myndum sem stutt gætu að lögregla hefði farið offari . Hann segir að auk rifbeinsbrots sé fósturpabbi hans skaddaður í öllu andliti , blætt hafi úr eyra , munni og nefi . Hann hafi verið laminn með kylfu í haus og líkama eftir að hann var í „ lás “ og líka handjárnaður . Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri svarar aðspurður hvort harðræði hafi verið beitt : „ Ég get ekki tjáð mig um þetta að öðru leyti en því að hann var sá aðil sem harðast gekk fram gegn lögreglunni og þurfti að yfirbuga hann með ítrustu valdbeitingartækjum sem lögregla býr yfir . Maðurinn var gjörsamlega trylltur . “ Spurður hvort til greina hafi komið að svipta Púlstofuna rekstrarleyfi vegna uppákomunnar segir yfirlögregluþjónn að e.t.v. hefði verið farið fram á það ef lögformlegir rekstraraðilar hefðu átt í hlut . Málið sé nú í stjórnsýslukerfi og verði framtíð staðarins skoðuð með liti til lögreglurannsóknar . Engin lögreglumaður slasaðist illa að sögn Daníels en menn fundu fyrir „ skrokkskjóðum “ sem vonandi lagast . Daníel segir mjög alvarlegt að veitast með ofbeldi að lögreglumönnum sem hafi ekki látið til skarar skríða fyrr en mörgum klukkustundum eftir að staðnum átti að hafa verið lokað . Fyrst og fremst beittu sér tveir aðilar gegn lögreglu en aðrir gestir voru meira í því að „ vera uppi í lögreglumönnunum “ .
Garðyrkjufélag Íslands færir Lystigarðinum bekk að gjöf Garðyrkjufélag Íslands færir Lystigarðinum bekk að gjöf Á meðfylgjandi mynd eru Helgi Þórsson listamaður og Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins að opna pakkann en Kristín Þóra Kjartansdóttir formaður Garðyrkjufélags Akureyrar bíður spennt eftir að sjá innihaldið . Á þessu ári er 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri fagnað . Af því tilefni ákváðu félagar í Garðyrkjufélagi Akureyrar að færa garðinum veglega gjöf fyrir hönd Garðyrkjufélags Íslands . Listamaðurinn Helgi Þórsson í Kristnesi var fenginn til að smíða bekk sem afhentur var aðstandendum og unnendum Lystigarðsins við hátíðlega afmælisathöfn garðsins þann 29. júlí síðastliðinn . Bekkurinn forláti var þá borinn á sinn stað við norðurhlið hringstígsins um gamla gosbrunninn og fer hann afar vel þar enda sérhannaður inn í umhverfið . Viðurinn í bekkinn , sem er lerki , var fenginn úr Vaðlareit en Beate Stormo útbjó skínandi áletraðan skjöld . Bekkurinn er þannig úr garði gerður að heilu fjölskyldurnar eða vinahóparnir komast fyrir á honum og eins er hægt að leggja sig í sólinni og hlusta á þyt í laufi . „ Unnendur Lystigarðsins eru hvattir til þess að líta gripinn augum og njóta hans sem skyldi , en gott er að hvíla þarna lúin bein á rölti um Lystigarðinn á Akureyri , “ segir í fréttatilkynningu .
Síðasta starfsár félags sem sér um viðburði í Hofi skilaði rekstraraf gangi sem nemur einni og hálfri miljón króna samkvæmt fréttatil kynningu . Ingibjörg Ösp Stefánsdótt ir segir að peningarnir verði látnir renna til menningarstarfs í bænum í gegn um Akureyrarbæ . „ Samkvæmt núgildandi samningi við Akureyrar bæ er það ekki hlutverk Hofs að framleiða viðburði eða taka ákvarð anir um sérkjör sem einstaka aðilar eiga að njóta í húsinu . Hinsvegar telja forsvarsmenn Hofs það mikilvægt að listamenn og menningarstofnanir geti sótt um styrki eða stuðning til að standa fyrir viðburðum í Hofi . Þessi sjóður gæti orðið upphafið af slíku en það væri þá ekki á forræði Hofs að ákvarða hvernig yrði úthlutað úr honum , “ segir Ingibjörg Ösp . Ingibjörg segir að skýra megi þessa góðu afkomu í rekstrinum meðal annars með góðri aðsókn sem hefur skilað meiri tekjum en áætlan ir gerðu ráð fyrir . „ Aðsóknin hefur farið fram úr okkar björtustu von um og á sama tíma hefur reksturinn slípast til . Það hefur vissulega verið mikið aðhald í rekstrinum og unnið er markvisst að því að halda niðri öllum kostnaði . Þetta er ánægjuleg niðurstaða sem er afrakstur sam hents átaks og óeigingjarns fram lags öflugs starfsmannahóps í Hofi og annara sem koma að rekstrinum með einum eða öðrum hætti , “ segir Ingibjörg Ösp .
Gunn Nordheim Morstøl opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun , laugardaginn 18. ágúst kl. 14 . Það sem er sérstakt við þessa opnun er að ekki er komið í ljós hvaða myndir verða á sýningunni því fyrir sýninguna , sem ber heitið Delicious , vann Gunn sérstaklega myndaröð sem átti að standa yfir 150 ára afmæli Akureyrarbæjar . Myndröðin fór með pósti þann 2. ágúst frá heimabæ Gunn , Åndalsnes en er enn ókomin til Akureyrar . Dagrún Matthíasdóttir , eigandi Mjólkurbúðarinnar , hefur verið í sambandi við starfsmenn Póstsins sem leitað hafa sýningarinnar en ekkert hefur til hennar spurst síðan hún var skráð í tollafgreiðslu í Osló þann 8. ágúst . „ Ég er auðvitað búin að bíða alla vikuna og vona að pósturinn hringi í mig og segi mér að verkin séu fundin , en Gunn lét þetta ekki slá sig út af laginu og tók í snarheitum til verk í aðra sýningu sem hengd verður upp í fyrramálið “ segir Dagrún og bætir því við að upphengitíminn verði knappur því Gunn flýgur til landsins í kvöld og til Akureyrar með fyrsta flugi í fyrramálið . „ Við verðum á síðustu stundu með hamar og nagla á lofti að klára upphenginguna upp úr hádegi á morgun , “ segir Dagrún og hlær , „ svona getur alltaf komið upp og það er ekkert annað að gera en að taka þessu með jafnaðargeði og reyna að vinna úr því sem best . „ Gunn er að leysa þetta mjög vel . Það veltur allt á listamanninum sjálfum , hvað hann er tilbúinn til að gera í svona aðstöðu , það er annað hvort að hrökkva eða stökkva , “ segir Dagrún og bætir því við að það hefði auðvitað verið mjög leiðinlegt ef sjálfri afmælissýningunni hefði verið alveg aflýst . „ Þetta verður ok , ég er með málverk í vinnslu og ég tek þau með í flug og vona bara að upphenging nái fyrir auglýstan opnunartíma ” segir Gunn en hún lendir í Keflavík í kvöld . Hún hefur meiri áhyggjur af listaverkum Dagrúnar Matthíasdóttur sem eiga að skila sér heim í sömu sendingu eftir sýningu í Noregi . Gunn er jákvæð þrátt fyrir óvissuna með listaverkin og vonar hún að pakkinn skili sér á meðan á dvöl hennar stendur svo enn er ekki útilokað að myndröðin hennar nái á veggi Mjólkurbúðarinnar meðan sýningin stendur yfir . Um Gunn Nordheim Morstøl : Gunn Nordheim Morstøl lærði myndlist í Gerlesborgsskolan i Bohuslän í Svíþjóð og starfar ásamt myndlistinni sem kennari í Åndalsnes Ungdomsskole . Hún heldur einnig utan um listviðburðinn “ Kunst I Natur ” sem er árlegur listahátíð ( fjellfestival ) í fjöllunum í kringum heimabæ Gunn , þar sem listamenn koma víða að og taka þátt . Gunn hefur verið öflug í sýningarhaldi í Noregi og einnig sýnt verk sín víða um heim , m.a. í New York , Ísrael , Japan , Rússlandi , Spáni , Englandi , Frakklandi og hér á Íslandi . Gunn hefur hlotið menningarverðlaun Rauma Kommunes kulturpris 2003 og hlaut einnig verðlaunin ” Jerusalemprint 2000 , ” sem voru veitt í tengslum við alþjóðleg grafíklistasýningu í Ísrael 1998 . Gunn hefur áður komið til Íslands og tók þá þátt í stórri samsýningu Staðfugl-Farfugl í Eyjarfirði 2008 þar sem útiskúlptúr var hennar framlag auk þess sem hún hélt námskeið fyrir börn og fyrirlestur ásamt sænsku listakonunni Helen Molin í Deiglunni á Akureyri . Sýning Gunn Nordheim Morstøl stendur yfir Akureyrarvöku sem nú er 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar og henni lýkur 2. september . Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 - 17 og eftir samkomulagi – Allir velkomnir .
Vinalegt gamalt fólk á Öldrunarheimilum Akureyrar . Mynd af vef Akureyrarbæjar Á Öldrunarheimilum Akureyrar ( ÖA ) starfa einungis níu karlar við umönnun í tæplega sex stöðugildum og eru konur því um 97% starfsmannahópsins . Í von um að hægt verði að leiðrétta nokkuð þetta mjög svo ójafna kynjahlutfall hefur nú verið gripið til þess ráðs hjá ÖA að auglýsa sérstaklega eftir karlmönnum til umönnunarstarfa . Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar og jafnréttisáætlun ÖA gerir ráð fyrir að sérstaklega sé unnið að því að jafna stöðu kynjanna innan starfsgreinar og að störf flokkist ekki í sérstök kvenna - eða karlastörf . Í þessu skyni skuli gæta jafnræðis í ráðningum og einnig beita sértækum aðgerðum til að rétta kynjahalla í störfum . Nýverið skilaði starfshópur félagsmálaráðs skýrslu með tillögum um aðgerðir til að gera störf á ÖA sýnileg og áhugaverð . Meðal tillagna er að beita sértækum aðgerðum við sumarráðningar 2013 til að auka hlutfall karla í störfum á ÖA . Á þessum forsendum er nú auglýst sérstaklega eftir körlum til starfa við Öldrunarheimili Akureyrar og þeir hvattir til að sækja um störf við sumarafleysingar . Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla , nr. 10 / 2008 , kveða jafnframt á um heimild til að auglýsa sérstaklega eftir öðru kyni í störf „ ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni “ .
Óhapp í Námaskarði ekki vegna kæruleysis Óhapp í Námaskarði ekki vegna kæruleysis Vel gekk að ná bílnum upp á veginn þegar veðrið skánaði Í morgun um kl. 10 var vegurinn um Námaskarð opnaður og hafði þá verið lokaður í sólarhring . Ástæða lokunarinnar var sú að flutningabíll með tengivagn hafði lent þversum á veginum og mikil vinna var að losa hann auk þess sem veðuraðstæður voru slæmar í gær og því ákveðið að bíða með að losa hann þar til í morgun . „ Við vissum að það var enginn á ferðinni þarna á svæðinu nema starfsmenn Kröfluvirkjunar og þeir gátu komist sína leið utan vegar , “ segir Gunnar Bóasson , yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík . Íbúar í nágrenninu hafa velt upp spurningum varðandi ábyrgð bílstjóra og flutningafyrirtækja þegar stórir bílar lenda í vandræðum á svæðum eins og í Námaskarði og Víkurskarði og valda þar töfum og teppa jafnvel leið í lengri tíma . Bíllinn sem var á vegum Flytjanda var ekki með keðjur þegar óhappið átti sér stað í Námaskarði en Þorgrímur Friðrik Jónsson , betur þekktur undir nafninu Sassi , verkstjóri hjá Flytjanda á Húsavík segir að í þessu tilfelli sé að minnsta kosti ekki um að kenna kæruleysi eða reynsluleysi því bílstjórinn sem ók bílnum sé þaulvanur , hann aki þessa leið á hverjum degi og sé mjög farsæll í starfi . „ Það var ekki verið að flana að neinu , það er fínasta færi og auður vegur þangað til hann kemur þarna í Námaskarðið þá er allt í einu ísing á veginum og snjór . Hann brást alveg rétt við og náði að bjarga því sem bjargað varð enda tókst mjög vel að ná bílnum upp . “ Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Gísli Rafn Jónsson tók þegar verið var að losa bílinn og koma tengivagninum aftur upp á veginn
Björgunarsveitir fengu nýjan björgunarbúnað Björgunarsveitir fengu nýjan björgunarbúnað Björgunarsveitin Súlur á Akureyri , Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit og Björgunarsveitin Dalvík fengu í gær , þriðjudag formlega afhentan björgunarbúnað sem keyptur var fyrir styrk úr styrktarsjóði Isavia . Styrkirnir sem sveitirnar fengu voru : Súlur – 1.000.000 krónur til kaupa á skyndihjálparbúnaði Dalbjörg – 500.000 krónur til kaupa á búnaðarkerru Dalvík – 300.000 krónur til kaupa á skyndihjálparbúnaði Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar . Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins og allra hagur að björgunarsveitir séu sem best búnar . Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna . Úthlutun úr styrktarsjóði Isavia fer fram árlega og nam úthlutunin á nýliðnu ári 12 milljónum króna til 18 björgunarsveita . Stefnt er að því að veita átta milljónum króna úr sjóðnum á þessu ári .
„ Við þurfum öll að vera vakandi yfir skilaboð - um sem gefin eru til kvenna varðandi útlit þeirra og hvað sé „ eðlilegt “ „ Hvaðan er sú útlitsdýrkun sprottin að líta svo á að nauðsynleg sköpun kynfæra sé aðfinnsluverð ? Hvaðan fá konur þau skilaboð að skapabarmar eigi að uppfylla einhvern ímyndaðan staðal til að þeir séu eðlilegir ? Hvaða skilaboð fá konur af internetinu varðandi hvernig skapabarmar eigi að líta út ? Þarf ekki mikla yfirvegun til að drífa sig í breytingar á þessu tilfinningaríka , munúðar svæði ? Getur það talist eðlilegt að fullorðnar konur líti út eins og barnungar stúlkur að neðan ? “ Þessara spurninga spyrja þær Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskólann á Akureyri og Kristín Sigfúsdóttir kennari við Menntaskólann á Akureyri í aðsendri grein í blaðinu í dag . Þær eru báðar félagar í Zontaklúbbi Akureyrar en félagið stendur fyrir fundi á morgun þar sem áleitnar spurningar verða á dagskrá um skurðaðgerðir á skapabörmum . Kallað er á ábyrgð lýtalækna , heilbrigðisyfirvalda , heilbrigðisstarfsfólks og foreldra hvað varðar kröfur sem uppfylli ákveðna ímynd um fegurð . Greinarhöfundar setja fram ýmis rök og þá ekki síst líkamleg gegn því að skurðaðgerðir í fegrunarskyni fari fram á skapabörmum . „ Við þurfum öll að vera vakandi yfir skilaboðum sem gefin eru til kvenna varðandi útlit þeirra og hvað sé „ eðlilegt “ . Konum , körlum , fjölmiðlafólki , kennurum , lýtalæknum og mörgum öðrum , ber skylda til þess að vera meðvituð um þau skilaboð sem verið er að senda og ýta undir ákveðnar staðalímyndir . Við verðum að vita hvað er heilbrigt og taka afstöðu í þessari umræðu , “ segja Sigríður Inga og Kristín . Sjá bls. 8 í blaði vikunnar
Í dag , kvenréttindadaginn 19. júní , fer fram kvennasöguganga á Akureyri . Gangan hefst við nýja kaffihúsið í Lystigarðinum , Café Björk , kl. 16:30 og endar við Minjasafnið á Akureyri . Björgvin Steindórsson , forstöðumaður Lystigarðsins mun ávarpa göngufólk . Leiðsögumaður kvennasögugöngunnar í ár er Hörður Geirsson , safnavörður Minjasafnsins . Boðið verður uppá kaffi að göngu lokinni og eru bæjarbúar og gestir hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í Innbænum . Kvennasögugangan er nú gengin í sjötta sinn á Akureyri en þátttaka hefur alltaf verið mjög góð . Í fréttatilkynningu frá jafnréttisstofu er gangan sögð hafa myndað nýja tengingu við Innbæinn og varpar ljósi á líf kvenna sem höfðu margar hverjar mikil áhrif á bæjarlífið á sínum tíma . Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis . Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895 . Í ár eru liðin 97 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla .
Ferðafélag Akureyrar er 75 ára gamalt . Gróska er í félaginu að sögn Hólmfríðar Guðmundsdóttur og hefur það gefið út blaðið Ferðir , um ferðamál í 70 ár . Einnig hefur félagið byggt og haldið við skálum á sjö mismunandi stöðum í óbyggðum . Þá gefur félagið árlega út ferðaáætlun með ferðum sem boðið er upp á ár hvert . „ Ferðirnar sem félagið stendur fyrir eru allt frá því að vera kvöldgöngur og upp í fimm daga gönguferðir ( trússferðir ) um Öskjuveginn svokallaða . Ferðirnar eru af ýmsum gerðum og segja má að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi . Flestar ferðirnar eru gönguferðir en miserfiðar . Á vetrum er einnig boðið upp á skíðaferðir . Félagið beitir sér líka fyrir því að mennta fararstjóra sína með námskeiðahaldi . Það verður að játa að það er mikið sama fólkið sem fer í ferðirnar okkar en við erum meira en tilbúin að ferðast með fleira „ ungt fólk “ á öllum aldri , “ segir Hólmfríður . Á toppnum með Ferðafélagi AkureyrarBlásið hefur verið til átaks sem nefnist „ Á toppnum “ . „ Tilgangurinn með þessu verkefni sem við höfum kallað “ Þaulaverkefnið ” okkar á milli er að hvetja fleiri Akureyringa og aðra til að kynnast umhverfi bæjarins betur . Það sem við þekkjum svo vel af götunni lítur allt öðruvísi út þegar maður er kominn svolítið upp fyrir bæinn . Við erum líka að gera okkur vonir um að fjölskyldur með stálpaða krakka eða unglinga geti haft gaman af þessum leik saman , “ segir Hólmfríður . Leikurinn felst í því að fara á sex staði og fyrsti staðurinn er skrifstofa Ferðafélags Akureyrar Strandgötu 23 . Þar fá þátttakendur bækling með kortum sem sýna hvernig hægt er að komast á hina fimm staðina og leiðbeiningar um leyniorð fyrir hvern stað . Á hverjum stað þarf að gata þátttökuspjaldið á réttum stað . Þegar búið er að fara á alla staðina þá er þátttökuspjaldið sent á skrifstofuna og þau sem hafa allt rétt fá viðurkenningarskjal sem segir að viðkomandi sé Þauli . „ Þauli er sá sem þekkir í þaula og í þessu tilfelli er það nágrenni Akureyrar sem hann þekkir . Að lokum verða dregnir nokkrir happdrættisvinningar . Það eru fyrirtæki og stofnanir hér á Akureyri sem hafa styrkt okkur á ýmsa vegu og viljum við þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn , “ segir Hólmfríður . Þeir sem hafa hug á að slást í för með Ferðafélagi Akureyrar eru velkomnir , að sögn Hólmfríðar . Skrifstofa félagsins í Strandgötu 23 er opin frá kl. 15:00 til 18:00 og til kl 19:00 á föstudögum . Einnig er hægt að hafa samband í síma 462 2720 eða með tölvupósti í netfang ffa@ffa.is . Svo er hægt að fara á heimasíðuna og lesa ferðasögur eða skoða fallegar myndir .
Gunnar , starfstúlkan Patricia og Ragnhildur að störfum í Bláfelli . Gunnar Gíslason og Ragnhildur Steinsdóttir voru nýflutt til Sauðárkróks frá Reykjavík þegar blaðamenn Akureyrar vikublaðs voru á ferð í síðustu viku . Hjónin tóku stórt skref um síðustu mánaðamót . Ákváðu að taka að sér reksturinn á eðalsjoppunni Bláfelli , sem stendur í hjarta Sauðárkróks og afgreiddi annað ís en hitt pylsu þegar blaðið leit við . Gunnar sagði galdurinn við pylsurnar að hita ekki fleiri en tvær í einu . Hvað varð til þess að þú ákvað að koma hingað norður í óvissuna og afgreiða eina með öllu , Gunnar ? „ Það hafði blundað í mér lengi að fara út á land og svo gafst þetta tækifæri og við létum vaða eftir að kunningi minn lét mig vita af tækifærinu . Skeljungur sem áður rak þetta hefur breytt um stefnu . Nú er þeirra lína að reka engar sjoppur úti á landi . „ En eru svona vistaskipti ekki heilmikið vesen ? „ Þú getur rétt ímyndað þér . Við búum núna í lítilli stúdíóíbúð , höfum bara rúmið okkar og tvo stóla . “ Gunnar hefur komið víða við . Hann hefur unnið sem leigubílstjóri og hann hefur líka höndlað með peninga . Hann vann átta ár hjá Kaupþingi . Það hefur verið meira undir hjá þér þá ? „ Já . “ ( hlær ) En þetta ævintýri leggst vel í okkur . Rosalega vel . Okkur er tekið svakalega vel . Ég er hreinlega orðlaus yfir því . “ Finnurðu ekkert fyrir því að þú sért „ aðkomumaður “ ? „ Nei . “ En þarftu ekki að kaupa þér aðgöngumiða að hjarta Skagfirðinga með því að ganga í kór , kaupa þér hest eða eitthvað svoleiðis ? „ Ég á hesta ! “ Nú , þar er þá komin ein ástæða fyrir flutningunum hingað norður ! „ Ekki segi ég það nú , við eigum eftir að leita okkur að hesthúsi hér og allt – en það má svo sem segja að hestaáhugi Skagfirðinga hafi ekki latt okkur . “ Þú barst þig nokkuð faglega að með pylsuna áðan – hafðirðu afgreitt pylsu áður en þú komst í Bláfell ? „ Já , við rákum einu sinni Grillskálann í Ólafsvík . En ég var ótrúlega stirður þegar ég var að rifja handbragðið upp hérna fyrst , ég viðurkenni það . “ Hvað munu starfa hér margir í sumar ? „ Ellefu manns , flestir í hlutastarfi . “ Og með það er Gunnar rokinn aftur til starfa , hamingjusamur með pylsu á lofti á Króknum .
Guðný Jóhannesdóttir er manneskja sem virðist ekki gefin fyrir kyrrstöðu . Hún ólst upp við forréttindi sveitasælunnar í Eyjafjarðarsveitinni , flutti suður , eignaðist börn , kom norður til Akureyrar , gerðist blaðamaður , flutti síðar vestur í Skagafjörð og reif upp héraðsblaðið Feyki . Blaðamennsku er nú lokið , í bili a.m.k. , en Guðný sat á skólabekk í HA sl. vetur og hefur ásamt eiginmanni sínum , Karli Jónssyni stofnað fyrirtækið Markvert ehf . Guðný , hvað ertu þakklátust fyrir úr bernskunni ? Þakklátust er ég fyrir þau forréttindi að fá að alast upp með stórfjölskyldunni þar en auk foreldra naut ég uppeldis frá afa og ömmu , afabróður mínum sem var þó meira svona eins og auka afi og langömmu að ógleymdum Valdimari Bjarnasyni , heitnum sem dvaldi hjá okkur á sumrum og um hátíðir og kynnti mig fyrir íslenska hestinum . Að alast upp við þessar aðstæður eru forréttindi sem ég vildi að öll börn fengju að njóta . Allt þetta góða fólk mótaði mig og þeim á ég allt að þakka . Rætur mínar eru og munu alltaf vera heima á Öngulsstöðum sem segir held ég allt sem segja þarf um bernsku mína heima í fallegustu sveit landsins . Var viðurkennt að Eyjafjarðarsveit væri fegurst sveita ? Hvurslags spurning er þetta , hún er og verður fegurst sveita – það er óumdeild staðreynd . Þegar þú lítur aftur til bernskunnar – hefðirðu viljað breyta einhverju ? Nei , ekki nema að ég hefði viljað fá smá stærðfræðigáfur í vöggugjöf , ætli ég væri þá ekki dýralæknir í dag . Hins vegar trúi ég ekki á eftirsjá því hún getur gert mann algjörlega ruglaðan í hausnum . Og í mínu tilfelli má ég ekki við því . Ólstu upp við hrepparíg ? Ég varð ekki vör við hann á mínu uppvaxtarheimili en fann örlítið fyrir honum þegar ég fór í heimavist á Hrafnagili og man að ég varð ofsalega hissa þegar ég varð vör við að ekki væru öll dýrin í skóginum vinir . Hins vegar er það mér minnisstætt hversu vel allir stóðu saman þegar eitthvað bjátaði á . Svo ferðu suður – hvað að gera og hvernig fannst þér þar að vera ? Ég fór alveg óvart suður . Kunningi minn var að vinna á Séð og Heyrt og ég laumaði annað slagið að honum hugmyndum . Eitt sinn spurði hann ritstjórana hvort hann mætti ekki biðja mig að skrifa grein fyrir norðan og ég man að þetta fyrsta viðtal var við sveitunga minn Halldóru Bjarnadóttur . Daginn eftir að ég skilaði viðtalinu losnaði staða á blaðinu og ég var boðuð í atvinnuviðtal . Starfið var mitt og hjá Fróða starfaði ég í tvö ár en hraðinn og stressið í borginni átti ekki við mig og því flutti ég aftur heim á vordögum árið 2000 enda komin með vinnu á Degi sálugum . Hvað heillaði við blaðamennskuna ? Ef mannfræðinám veitti starfsréttindi hefði ég örugglega lagt stund á mannfæði á sínum tíma en þar sem ég er praktískari en sá ljóti sjálfur sá ég mér ekki hag í þannig námi . Næsti kostur í stöðunni fyrir konu með brennandi áhuga á öllu sem mannlegt er var því að ráða sig sem blaðamann og það gerði ég . Ætli biðin við póstkassann í æsku til að ná Vikunni á undan öllum öðrum hafi ekki líka haft eitthvað um þetta að segja . Hvað er þér minnisstæðast frá blaðamennskuferlinum á Akureyri ? Örugglega tíminn sem ég var með Við tímarit en það var mitt hugarfóstur sem Ásprent Stíll hjálpaði mér að koma á koppinn . Þetta voru frábærir mánuðir en jafnframt mjög erfiðir þar sem blaðið stóð ekki undir mörgum starfskröftum og á endanum skrifaði ég blaðið og seldi undir lokin megnið af auglýsingunum í það . Samhliða bæjarpólitíkinni var þetta spennandi tími en jafnframt slítandi . “ Pólitíkina nefnirðu og féll þá ekki eplið langt frá þeirri eik sem faðir þinn er , framsóknarmaður í gegn og stjórnarformaður Landsvirkjunar um tíma . Þú varst varabæjarfulltrúi um skeið á Akureyri , hvernig féll þér það ? Bæði vel og illa . Sveitastjórnapólitík heillar mig vissulega og getur verið mjög skemmtileg en hins vegar líkar mér ekki sandkassaleikurinn í kringum tíkina þá . Kannski hef ég bara ekki nógu sterk bein í þennan leik , alla vega fannst mér hann snúinn og erfiðast fannst mér þetta vantraust sem var ríkjandi , það var eins og að það væri bannað að standa saman að góðum málum . Ég var formaður íþrótta og tómstundaráðs og ég man að fyrsta veturinn þegar kom að fjárhagsáætlunargerð lagði ég mikið upp úr því að fá sátt í nefndina . Þegar við höfðum lokið vinnu daginn fyrir fundinn sem átti að kjósa um áætlunina horfði ég yfir borðið og spurði hvort það væru ekki allir sáttir . Svarið var jú og ég man að ég fór glöð og ánægð heim . Daginn eftir var atkvæðagreiðsla og minnihlutinn sat hjá . Mikið var ég hissa og sár eftir fundinn þá . Það má segja að þarna hafi ég fengið mína eldskírn í pólítík og mér líkaði umhverfið ekki vel . Ertu hætt í pólitík ? Já ég held að það sé óhætt að segja það . Þó að mitt mottó sé að maður eigi helst aldrei að segja aldrei . Kysirðu ekki framsókn ef gengið yrði til kosninga í dag ? Ég sagði mig úr flokknum í kjölfar fjölmiðlafrumvarpsins og hef ekki verið bundin neinum síðan og sjaldnast kosið sama bókstaf oftar en einu sinni . Ég man að ég hringdi í pabba úr kjörklefanum vestur á Ísafirði og sagði honum að ég væri að setja exið við déið . En ef yrði kosið í kvöld myndi ég skila auðu . Íslensk pólitík er sorglegur sandkassaleikur eins og hún er iðkuð í dag og þar eru allir flokkar jafn sekir . Ég hins vegar er og verð miðjumanneskja en mér finnst Framsóknaflokkurinn hafa fjarlægst hugsjónir sínar og því eigum við ekki samleið í dag . “ Þú flytur svo vestur á firði , við hvað vannstu þar og hvað fannst þér merkilegast við Vestfirði ? Fyrir vestan vann ég hjá verktakafyrirtækinu sáluga Ágústi og Flosa og stýrði því í rúmt ár eftir að það varð tæknilega gjaldþrota . Það var lærdómsríkur tími og jafnframt skemmtilegur því ég lærði margt af köllunum mínum þarna hjá fyrirtækinu . Vestfirðir eru um margt mjög merkilegur staður og þar eignaðist ég marga vini auk þess sem ég fann þar ástina í mínu lífi þegar ég fór í stutt frí til Vestfjarða í apríl árið 2004 . Það má segja að síðan þá hafi ég elt ástina , fyrst á Ísafjörð og síðan í Skagafjörðinn en maðurinn minn , Karl Jónsson , er þar fæddur og uppalinn . Við vildum flytja nær fólkinu okkar og þar sem mér líkar best þar sem ekki er að finna umferðaljós varð Krókurinn fyrir valinu . Á sama tíma og höfuðborgin og útlönd þóttu mest hipp og kúl þræddir þú krummaskuðin ! Já , það er rétt , ég er dreifbýlistútta í eðli mínu og kann best við mig í fámenninu . Í nánum tengslum við náttúruna og stutt frá sveitinni . Þegar ég vinn í lottó flyt ég í sveit og þá helst heim í Öngulsstaði þar sem hjarta mitt slær . Ég hef gefið um það skýr fyrirmæli að ég skuli jarðsett heima í Öngulsstaðahreppi hinum forna . Hvernig finnst þér Skagfirðingar ? Eins og aðrir landsmenn , sumir frábærir en aðrir ekki eins frábærir . Er þetta ekki alls staðar eins ? Hér er gott samfélag , hér stendur fólk saman og hér er gott að búa þó svo að lognið mætti stundum flýta sér aðeins hægar . Er satt að drukkinn Skagfirðingur syngi alltaf áttund hærra en hann í raun ræður við ? Tja þar sem ég umgengst þá ekki mikið drukkna er ég að líkindum ekki rétta konan til að spyrja að þessu . Hins vegar veit ég að hér er mikill fjöldi frábærra söngmanna ( konur eru líka menn ) og tónlistarlífið blómlegt . Hvort heldur sem þú villt hlusta á kóra eða rapp og í raun allt þar á milli . Hvað hefurðu oft heyrt „ Undir Bláhimni “ sungið síðan þú fluttir á Krókinn ? Heyrði það oftar í göngum í sveitinni heima heldur en ég heyri það hér á Króknum , held bara svei mér þá að ég hafi aldrei heyrt það . Hins vegar hafa Skagfirðingar þann skrítna sið að þeir syngja fjöldasöng við öll möguleg tækifæri , meira að segja á jólahlaðborðum . Því hafði ég ekki átt að venjast en þá er okkur þessum laglausu hollast að drífa sig á klósettið . Hvernig var að starfa sem ritstjóri hérðsfréttablaðsins Feykis ? Það er óhætt að segja að tíminn á Feyki hafi verið mjög skapandi og skemmtilegur enda fékk ég frjálsar heldur og gerði miklar breytingar á blaðinu . Efnistökin voru fjölbreytt og vinnan átti hug minn allan sólahringinn alla daga vikunnar og því ákvað ég eftir fimm ára starf að setja punkt . Þótti heiðarlegra að hætta þegar ég var farin að finna til þreytu heldur en að þrjóskast við að fara að slugsa í vinnunni . Slugs hefur ekki átt vel við mig . Var þér vel tekið sem ritstjóra þótt aðkomumanneskja værir ? Já mjög , það var alveg sama hvert ég leitaði það voru allir boðnir og búnir . En nú ertu komin aftur í skóla , Háskólann á Akureyri , nánar tiltekið – hver er sagan bak við það ? Ég greindist fyrir nokkrum árum með gigt og má segja að starf eins og starf blaðamannsins hafi ekki farið vel með þeim sjúkdómi . Ég var farin að finna til þreytu og í raun farin að óttast að ég myndi ekki hafa heilsu í að ljúka starfsævinni við þessar kringumstæður . Mig langaði því að breyta til og huga um leið að heilsunni . Ég hafði verið að kenna nemendum í fjölmiðlavali í Árskóla hér á Sauðárkróki og kunni mjög vel við það starf . Það má segja að þar hafi kviknaði áhugi á kennslu auk þess sem ég sá fram á að með þeim frábæru fríðindum sem frí kennara eru gæti starfið hentað mér vel til framtíðar litið , að teknu tilliti til þess að ég greindist með þennan sjúkdóm . Öryggisfíkillinn ég sagði því upp vinnunni og sótti um skólavist sama dag . Hef ekki litið um öxl síðan heldur tekist á við nýjar ögranir . Er gaman í skólanum ? Það að fara í skóla þegar maður hefur aldur og þroska til að takast á við námið er algjörlega frábært og já , það er sko gaman . Ekki síst þar sem bekkjarfélagar mínir eru eintómir snillingar . En nú hef ég heyrt af stofnun nýs fyrirtækis einnig á heimilinu . Við hjónin stofnuðum fyrirtæki nú í vetur sem heitir Markvert og er stjórnað af eiginmanninum . Ég er bara í litlu hlutastarfi hjá honum með skólanum . Aðalhlutverk fyrirtækisins er að halda utan um rekstur Sjóvárumboðsins í Skagafirði auk þess sem við bjóðum upp á viðburðastjórnun , blaða - og bæklingaskrif auk þess að taka heimasíður fyrirtækja í fóstur . Fyrirtækinu hefur verið frábærlega tekið og við höfum nóg að gera . Sjáum um mótstjórn fyrir Tindastól auk þess sem við erum að skipuleggja Húnavöku fyrir Blönduósbæ . Þá höfum við tekið að okkur nokkur smærri verkefni sem ekki verða talin upp hér . Það er því nóg að gera en þannig verð ég að játa kann ég lífinu best . Svo er það ekki slæmt hlutskipti að fá að vinna undir eiginmanninum . Guðný , geturðu aldrei verið kyrr nema stutta stund í einu ? Nei . ( Svarar um hæl , en stoppar svo og hugsar sig um ) . Jú , veistu , ég fann rótfestu í mitt líf í apríl 2004 . Hins vegar er ég meðvituð um að lífið er stutt og við megum ekki vera hrædd við að prófa nýjungar . Á flakki mínu um landið hef ég kynnst frábæru fólki og öðlast reynslu og víðsýni sem ég vildi ekki vera án . Hvað keyrir þig áfram ? Stundum óþolandi hugmyndaflug , ég fæ gjarnan of margar hugmyndir á stuttum tíma . Sumar verða að veruleika og aðrar ekki . Hins vegar held ég að heiðarlega svarið við spurningunni sé maðurinn minn og yndislegu börnin okkar . Þau eru minn forgangur . Texti Björn Þorláksson Myndir Völundur Jónsson
Alla í leikhöllinni sinni nýju , Alþýðuhúsinu á Siglufirði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona hefur lifað og starfað í fyrrum félagsheimilinu Freyjulundi síðustu ár og hefur vakið mikla athygli fyrir spýtuskúlptúrana sína . Þessa dagana vinnur hún hörðum höndum að því að gera sögufrægt hús á Siglufirði upp en 19. júlí næstkomandi verður húsið opnað formlega eftir endurbætur . Þau eru ófá handtökin sem Alla , fjölskylda , vinir og iðnaðarmenn hafa unnið í Alþýðuhúsinu síðan hún keypti það í desember og virðist kraftur listakonunnar óþjótandi . Meðan blaðamenn Akureyrar stöldruðu við á Siglufirði var hún eina stundina skokkandi á götum bæjarins en hina með borvél og sög í höndunum . Alla , þú ert víst ekki týpan sem hangir heima fyrir framan sjónvarpið og horfir á Dallas ? Nei , ekki núna . Stundum tek ég þó sjónvarpstarnir . Þegar álagið er orðið of mikið er oft gott að liggja heiladauður fyrir framan sjónvarpið . Þú ert komin aftur á æskuslóðir , en hér á Siglufirði varstu búsett fram á 24. aldursár . Hver er fyrirhuguð starfsemi hjá þér í Alþýðuhúsinu ? Fyrirhuguð starfsemi er menning og listir af ýmsum toga . Ég er að búa til leikvöll fyrir skapandi fólk , vini og vandamenn út um allan heim . Húsið verður ekki opinbert sem gestavinnustofa en hér verður vinnustofa sem hægt verður að búa í og ég hyggst lána húsið af og til , lána það listamönnum , fræðimönnum og fólki sem ég tel að geti lagt eitthvað skemmtilegt fram þannig að bæjarbúar njóti góðs af . Síðan verður boðið hér reglulega í heimsóknir eins og á öðrum góðum heimilum . Sennilega einu sinni í mánuði . Þar verða uppákomur , stofutónleikar , sýningar , fyrirlestrar eða námskei . Þess á milli munum við fjölskyldan vinna að okkar list . Síðan er þetta dásamlega tún hér sunnan við húsið . Ég vona að þar muni ég geta gert skemmtilegan skúlptúrgarð í samvinnu við bæinn , næstu áratugina . Það mætti þá kannski segja að þú væri með veikleika fyrir félagsheimilum – þekkirðu fleiri sem safna þeim ? Nei , en það er með ólíkindum hverju fólk safnar . Nú hafið þið Jón Laxdal , eiginmaður þinn , búið í Freyjulundi um nokkurt skeið , þýða þessar breytingar að þið munið framvegis eiga tvö heimili ? Já . Við höldum lögheimili í Freyjulundi en verðum með annan fótinn hér eftirleiðis , ég sé fyrir mér að framvegis muni verkefnin og plássið ráða hvar við störfum . Ég er t.d. búin að vera hér núna í mánuð , og búin að vinna eina sýningu sem var sett upp á Skeið í Svarfaðardal , svo er ég að vinna að annarri um leið og ég einangra loftið hér í húsinu og flísalegg baðið . Mér finnst mjög gott að vinna hérna , það er alveg eins gott og í Freyjulundi . Þetta eru samskonar hús , hvort tveggja gömul félagsheimili sem eiga sína sögu . Hér hafa verið haldin böll og leikrit , bíó , spilakvöld og margt fleira . Ástandið á þeim er líka furðusvipað . Ég held það sé einmitt þetta sem mér líkar svo vel – þegar þú spyrð hvort ég safni félagsheimilum – að það er svo magnað að hafa allt þetta stóra rými til að vinna í en svo eru líka litlar skonsur og kytrur hér og þar sem hægt er að hreiðra um sig . Hvaðan kemur þér krafturinn til að gera hlutina ? Maður gerir bara það sem þarf að gera í lífinu . Kannski byrjaði þetta ævintýri með því að ég þurfti pláss . Fyrst ég þurfti endilega að fara að gera skúlptúra þá lenti ég í geymsluvandamálum og árferðið er þannig núna að það leggur enginn í nýbyggingu . Fleira verður svo til þess að ég leita hingað . Þar ber fyrst að nefna Héðinsfjarðargöngin , nú er orðið einfalt að komast til Siglufjarðar allan ársins hring . Svo á ég fullorðna foreldra sem búa hérna . Þau þurfa kannski í vaxandi mæli á mér að halda og mér finnst gaman að vera aftur komin heim . Þú nefnir göngin - hefðu kaup þín á Alþýðuhúsinu ekki orðið án þeirra ? Nei , varla . Fyrir göng tók það mig tvo og hálfan tíma að komast hingað meirihluta ársins . Þannig að samgöngur hafa bein áhrif á listalíf Norðlendinga ? Já listalífið og bara allt . Og þð er ofsalega gaman að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hér er og hófst með Síldarminjasafninu , því kraftaverki Örlygs Kristfinnssonar . Síðan kemur Rauðka með Róbert Guðmundsson í fararbroddi . Það er spennandi fyrir mig að vera einn lítill hlekkur í allri þessari sköpun . Listaverk þín eru víða , síðast sá ég þau á Hotel Natura í Reykjavík . Er Alla orðin út um allt ? Það gengur rosalega vel hjá mér , það er mjög mikið að gera og ýmis spennandi verkefni fram undan , bæði hér heima og erlendis .
Last fær Umhverfisstofnun fyrir að ráða landverði sem eru í fullu starfi sem kennarar , segir karl sem hafði samband við blaðið . Hann segir að með þessu taki stofnunin vinnu frá atvinnulausum . Ríkið sem reki Umhverfisstofnun greiði svo atvinnulausum atvinnuleysisbætur í staðinn . Því ættu opinberir starfsmenn að vera í tvöfaldri vinnu ? Spyr karlinn … Lof fær starfsfólk Sundlaugar Akureyrar fyrir þjónustulipurð og stimamýkt . En last fær laugin fyrir að loka rennibrautum vegna viðhalds nú yfir háönn . Maður furðar sig á því að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr , segir karl sem hafði samband við blaðið … Lof fær Bautinn fyrir hnökralausa framkvæmd á hátíðarkvöldverðum í Íþróttahöllinni , sagði kona sem sendi blaðinu póst . Hún vildi einnig hrósa MA og nemendum á öllum aldri fyrir frábæra skemmtun og skipulag eins og best gat orðið á hátíðarhöldum um helgina … Lof fá þeir sem hafa barist fyrir Vaðlaheiðargöngum og er gleðiefni að baráttumálið sé í höfn . Þarf ekki að fjölyrða um öll þau jákvæðu áhrif sem verða af framkvæmdinni fyrir Norðurland . Last fá hins vegar ungir sjálfstæðismenn sem hafa sakað þingmenn kjördæmisins um pot og popúlisma í því skyni að tryggja endurkjör . En einhver myndi líka segja að það þyrfti meir en eitt gat inn í fjall til að tryggja sumum þingmönnum kjördæmisins endurkjör … Last fá þeir sem hætta öryggi íslenskra borgara . Í síðustu viku sprakk tvisvar á sjúkrabíl í Bárðardal vegna stórgrýtis í veginum og varð að kalla til bíl frá Akureyri . Betur fór en á horfðist en auðvitað er svona framkoma við vegfarendur ekki bjóðandi – hreinlega lífshættulegt gáleysi . Greiðar samgöngur ættu að vera keppikefli allrar þjóðarinnar , alls staðar … Lof fær Sigríður Hafstað frá Tjörn , Svarfaðardal fyrir riddarakross sem hún hlaut nú í vikunni fyrir störf í þágu heimabyggðar , félagsmála og menningar . Er fólk kunnugt Sigríði sammála um að þessum heiðri sé Sigríður sérlega vel komin …
Sunnudaginn 10. júní efndi Kvennakórinn Embla til tónleika í Glerárkirkju á Akureyri . Kórinn er skipaður konum búsettum í Eyjafirði , bæði á Akureyri og víðar um byggðina . Hann var stofnaður af stjórnandanum , Roari Kvam , sem hefur leitt kórinn fram á þennan dag og iðulega lagt fyrir hann þrautir í tónlistarflutningi , sem reynt hafa á , en sem kórinn hefur staðist með prýði . Í þessu hefur jafnt kórinn sem stjórnandi hans iðulega sýnt mikinn og eftirtektarverðan metnað . Tónleikarnir í Glerárkirkju sunnudaginn 10. Júní voru engin undantekning . Markið var sett hátt og það náðist í miklu flestum tilfellum . Þó voru verkin mörg hver verulega snúin fyrir flytjendur bæði hvað snerti tónferð og blæ . Þau spönnuðu sviðið allt frá 12. öld fram á okkar daga , öll trúarlegs eðlis og flest flutt á latínu . Fyrsta verkið vakti sérstaka aðdáun undirritaðs . Það var eftir Hildegard von Bingen , sem uppi var á árunum 1098 til 1179 . Verkið ber heitið O ingee Spiritus eða Lof sé þér andi eldsins . Einkenni verksins eru hóglát yfirvegun og hófsöm tónferð , sem skiluðu sér vel í agaðri túlkun kórsins . Eitt var sérlega áberandi , en það var hve vel þetta verk féll að hljómburði kirkjuskipsins í Glerárkirkju . Hann er gjarnan nokkuð harður og gjallandi , en mjúkleg túlkun og hófsamt tempó vakti ljúfan enduróm í kirkjusalnum , sem féll að verkinu eins og hanski að hönd og jók löðun þess fagurlega . Í nokkrum öðrum verkum á efnisskránni naut kirkjuskipið og hljómburður þess sín , þó ekki væri í sama mæli og í O ingee Spiritus . Nefna má Ave Maria efitr Zoltán Kodály ( 1882 - 1957 ) , sem er fagur lofsöngur , ákall og bæn og fór mjög vel . Einnig naut verk Hildigunnar Rúnarsdóttur ( 1964 - ) , Maríuljóð , sín vel í endurómi kiskjusalarins , þó að það sé nokkuð mikið flókið í tónferð og ef til vill óþarflega það . Hröð verk á efnisskránni runnu allmjög saman í bergmálinu , sem er almennt óþægilega mikið í Glerárkirkju . Hinn hraði madrígali „ Now Let Us Go and Bid the Morning “ , eða Förum nú og heilsum morgninum , eftir Thomas Elsbeth ( ca. 1555 - 1624 ) rann talsvert mikið saman og naut sín ekki þó að greinilegt öryggi einkenndi flutning kórsins . Hið sama átti við um verkið Ave verum corpus eftir Francis Poulenc ( 1899 - 1962 ) , en í verkinu er mikið um nokkuð langar tónarunur á atkvæðum . Þær runnu mikið saman og juku á þann blæ ósamstæðu , sem á verkinu er , Eftir hlé flutti kórinn fyrst verkið Vedni creator , eða Kom Skapari , eftir Hector Berlioz ( 1803 - 1869 ) . Blæbrigði verksins bera vitni mikilli færni tónskáldsins í tónsetningu , en fyrir þann þátt tónsmíða er Berlioz rómaður . Í heild er verkið nokkuð sundurleitt , en í því mjög fallegir kaflar og kórinn skilaði því af öryggi . Lokaverk tónleikanna var Missa São Sabastião , eða Messa til heiðurs heilögum Sebastian , eftir Heitor Villa-Lobos ( 1887 - 1959 ) . Þetta verk er mikið að vöxtum og gerir miklar kröfur til flytjenda . Í því er afar mikið um tónarunur , sem skarast og fléttast saman með ýmsum hætti , svo að iðulega á áheyandi fullt í fangi með að henda reiður á framgangi og heildarmynd . Höfundur nýtir iðulega fjölda stefja innan hinna einstöku hluta messunnar og er afleiðingin sú , alloft er sem skorti á heildarblæ innan messuhlutanna . Hitt ber eindregið að lofa , sem er flutningur Kvennakórsins Emblu á þessu snúna og margbrotna verki . Hann var að fullu öruggur og fumlaus , greinilega þaulæfður jafnt í tónferð sem blæ . Í heild voru þessir tónleikar kvennakórnum og stjórnanda hans til mikils sóma . Einungis í verkinu Conditor alme siderum , eða Þú örláti skapari himintunglanna , eftir Guillaume Dufey ( 1397 - 1474 ) gætti óróa í flutningi svo að galli væri að . Annað bar í nálega sérhverju tilliti vott þess metnaðar og natni , sem við hæfi er við flutning tónlistar .
„ Aron rétti út hönd sína yfir vötn Egyptalands . Komu þá upp froskar og huldu Egyptaland . En spásagnamennirnir gjörðu slíkt hið sama með fjölkynngi sinni og létu froska koma yfir Egyptaland . “ Svo segir í 2 . Mósebók um plágu tvö í biblíunni og hefur ekki síðan þótt gott að rigni froskum . Í Hrísey hefur það aldrei gerst , sem er gott , en í síðustu viku rigndi einni grásleppu og vakti viðburðurinn furðu og gleði meðal eyjaskeggja . Ung móðir var ásamt barni að hengja út þvott þegar undrið varð . Spriklandi en örsmá grásleppa lá allt í einu í grasinu rétt við snúrustaur og gat ekki hafa komið frá öðrum stað en sjálfum himninum líkt og í Mósebók forðum . Ráðagóður eyjaskeggi hljóp niður að strönd og sótti sjó í skál þar sem litlu geimverunni var boðið að busla . Hresstist sú stutta fljótt innan um þara og fóður sem Hríseyingar báru af rausn í hana og degi síðar náði harðsnúinn ljósmyndari Akureyrar vikublaðs þessu undri á mynd . Hríseyingar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að furðum og þá ekki síst þeim sem sjórinn hefur fært eyjaskeggjum . En þeir vita ekki til að sambærilegt atvik hafi orðið áður í eynni . „ Það hefur þurft margar ótrúlega margar tilviljanir til að þetta gæti gerst . Sennilega hefur fugl gripið grásleppuna í kjaftinn og er út af fyrir sig magnað að grásleppan hafi ekki skaðast við það . Svo þurfti fuglinn að missa hana úr gogginum þar sem hún kom niður án þess að drepast og svo þurfti einhver að reka augun í hana strax og bjarga henni , “ segir heimamaður . „ Eigum við ekki að segja að hér sé nú formlega hafið fyrsta grásleppueldið í Hrísey , “ bætti hann við .
Í dag opna tvær myndlistasýningar í Gilinu . Annars vegar er það sýningin Samspil í Ketilhúsi og hins vegar sýning Maríu Óskar í Deiglunni . Sýningin Samspil opnar kl. 15 í dagSamspil er sýning tveggja þekktra nafna í hagvirkri myndsköpun , þeirra Sigríðar Ágústsdóttur og Ragnheiðar Þórsdóttur . Báðar hafa þær helgað sig listagyðjunni og útbreiðslu á fagnaðarerindi hennar með sköpun , kennslu og virkri þátttöku í menningarlífi bæjarins , en þó eftir ólíkum leiðum . Ragnheiður hefur einbeitt sér að rauða þræðinum í listinni , ef svo má segja , og sýnir hér ofin verk sem gjarnan eiga sjónrænar rætur að rekja allt aftur til landnáms og teygja sig æðruleysislega inn í hamagang og sundurlyndi 21. aldar , en undir það síðasta hefur röggvarfeldurinn átt hug hennar allan . Sigríður heldur sig hins vegar við brothættara svið hlutveruleikans , leirkerasmíðina , og eru verk hennar einföld og sígild að formi og bera með sér andblæ sem við þekkjum vel úr íslenskri náttúru ; lágmælta tóna svarðar og foldar sem framkallast á yfirborðinu við reykbrennslu . Sýning Maríu Óskar opnar kl. 13 í dagMaría Ósk lætur hér í fyrsta sinn að sér kveða á opinberum vettvangi og sýnir bæði teikningar og málverk . Verk Maríu eru margvísleg að gerð en eiga það þó sameiginlegt að vera öll figurative , í dansandi litum og sveipuð dulúð . María fæddist á Akureyri árið 1987 og útskrifaðist með B.A. gráðu í myndskreytingum frá Designskolen í Kolding í Danmörku í lok júní 2012 . Báðar sýningarnar eru opnar miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13 - 17
Bærinn iðaði af lífi um helgina og mikið var af gestum enda tvö fótboltamót í gangi og mikið af erlendum ferðamönnum . Lögreglumenn á vakt um helgina segja allt hafa gengið mjög vel og lítið að gera miðað við allan þann mannfjölda sem í bænum var , „ Svona á þetta að vera , “ sagði lögreglumaður á vakt aðspurður hvernig helgin hefði gengið . Ljósmyndari Akureyrar vikublaðs fór á stúfana og smellti nokkrum myndum af mannlífinu og íþróttalífinu Kandífloss á Ráðhústorgi Slakað á á Ráðhústorgi Gosinn í Hafnarstæti Slakað á fyrir utan Akureyri Backpackers Góð stemmning fyrir utan Bláu könnuna Ferðalangar á þráðlausu neti Fótboltalið á röltinu í miðbænum Foreldrar fylgdust spenntir með leikjum á N1 mótinu Keppendur á N1 mótinu sýndu mikil tilþrif Slakað á milli leikja Góð stemmning í „ stúkunni “ á KA vellinum Þjálfarinn fylgist með gangi mála Gulir og glaðir leggja á ráðin í leikhléi Liðsheildin efld í leikhléi Góð tilþrif Það var mikið stuð á pollum á öllum aldri í Hamri
Sýning Ingu Bjarkar , Draumeindir opnar í dag , laugardaginn 14. júlí klukkan 15 í Mjólkurbúðinni Kaupvangsstræti . Þetta er fimmta einkasýning Ingu Bjarkar og hún hefur tekið þátt í átta samsýningum . „ Innblástur minn hefur verið íslensk náttúra og umhverfi en nú kveður við annað tón og ég leita inn á við , efni þessarar sýningar kemur frá tilfinningum . Baráttu hamingju og gleði við depurð og angist . Á sýningunni mun ég einnig birta ljóð eftir móður mína Önnu Maríu , “ segir Inga Björk
Þorgerður Ólafsdóttir opnar sýninguna Happy Endings eftir í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri í dag , laugardaginn 14. júlí kl. 15 . Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 . Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og ber þar að nefna sýningar í Listasafni Reykjavíkur , Listasafni Reykjanesbæjar og Kling og Bang ásamt verkefnum í Varsjá , Kaupmannahöfn , Ósló , Stokkhólmi , Glasgow og Edinborg . Síðastliðið haust hóf Þorgerður meistarnám í myndlist við The Glasgow School of Art .
Þönglabakkakirkja er ósýnileg kirkja . Hún var tekin ofan árið 1944 . Þá var engin byggð lengur í Fjörðum og sóknarbörnin öll flutt í aðrar sóknir . Austanvert í kirkjugarðinum mótar enn fyrir grunni kirkjunnar . Þar var sungin messa sunnudaginn 27. júlí 2008 . 160 sóttu þá messu . Var þá ákveðið að messað skyldi ár hvert síðasta sunnudag í júlí og verður engin breyting á því þetta árið . Þönglabakkakirkja var til forna helguð Ólafi helga og þar sem Ólafsmessa er 29. júlí ræður það messudeginum . Áhugahópur um messuhald á Þönglabakka og varðveislu Fjörðungasögu stendur að baki helgihaldi á Þönglabakka . Þönglabakkamessa 29. Júlí 2012 Messan verður kl. 14.00 . Skipið Húni mun sigla frá Akureyri með viðkomu á Grenivík og verður Steini Pje í essinu sínu . Fjöldi manns mun þiggja siglingu eða ganga frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð . Þarna verða ættarmótsgestir , en Kussungsstaðaætt kemur saman á Lómatjörn og flestir ef ekki allir taka þátt í messunni . Valgarður Egilsson segir sögur , það mun frú Valgerður Sverrisdóttir eflaust gera líka . Arnhildur Valgarðsdóttir organisti mun stýra sönghóp , sem er skipaður fagfólki í tónlist , sem tilheyrir allt fyrrnefndri sómaætt , þar má finna söngdívur á borð við Sigríði Thorlacíus . Ófáir eru að vitja forfeðra á helgum stað , hvernig ætli sú tilfinning sé ? Fólk kemur víða að , úr öllum áttum . Þarna verður 70 manna hópur ungmenna á aldrinum 18 - 25 ára frá Finnlandi , Eistlandi , Þýskalandi og Íslandi , evrópsk ungmennasamskipti , verkefni styrkt af Evrópusambandinu og dvelja þau útlendu 10 daga á landinu . Hvað finnst þeim um þessa reynslu að njóta helgihalds í afskekktum firði , hlusta á fortíðarsögu úr óbyggðum ? Þarna verður ferðafélagið Fjörðungur með hagyrðingin Björn Ingólfsson innanborðs og lummukaffið rómaða í skála ferðafélagsins laðar að eftir messu . Þessi stóri viðburður í einstakri umgjörð hlýtur að kalla á umfjöllun myndræna sem „ orðræna , “ eða hvað ? Svo messar Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti Björnsbróðir ( verður hann með tábagal og mítur ? ) ásamt undirrituðum og fjörðurinn mun skarta sínu fegursta , þetta er á þeim árstíma , og þarna skal hljóma Næturljóð úr Fjörðum eftir Böðvar Guðmundsson rithöfund og þá er ekki hægt annað en að lygna aftur augunum . Randaflugurnar suða . Ef menn vilja upplifa stemmningu , grípa hana og leyfa öðrum að njóta hennar , sem ekki eiga þess kost að komast , þá erum við að tala um einstakt tækifæri . Guð launi ykkur áhugann , ég tala nú ekki um ef hann verður settur í framkvæmd . Sjáumst í Þönglabakka !!
Lautarferð í Lystigarðinum 2008 . Mynd í eigu Lystigarðsins Í dag fagna Akureyringar 100 ára afmæli Lystigarðsins . Lystigarðurinn var stofnaður árið 1912 og var rekinn sem skrúðgarður eingöngu fyrstu áratugina , en árið 1957 keypti bærinn plöntusafn Fífilgerðisbræðra , þeirra Jóns og Kristjáns Rögnvaldssonar og í kjölfarið hefur starfsemi hans sem grasgarður aukist smám saman . Auk erlendra skrautplantna var komið upp safni allra íslenskra jurta og nokkru hefur verið safnað af plöntum frá öðrum norðlægum löndum , einkum Grænlandi . Hvergi er jafn stórt safn íslenskra plantna saman komið á einum stað eins og í Lystigarðinum . Á vefsíðu Lystigarðsins segir að garðurinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í sambandi við erlenda ferðamenn , „ enda dregur hann að sér fleiri ferðamenn á sumrin en nokkur annar staður í bænum . Í augum margra erlendra ferðamanna er íslenska plöntusafnið eitt það markverðasta í Lystigarðinum . Þeir sjá í sínum heimalöndum fegri skrúðgarða , og fegurð Lystigarðsins verður því í þeirra augum fyrst og fremst , sýnishorn af því , hvað hægt , sé að gera við erfiðar aðstæður á svona norðlægri breiddargráðu . Safn merktra , hánorrænna jurta er þeim hins vegar nýnæmi . Margir fá þar kærkomið tækifæri til að átta sig á íslenskum jurtum , sem hafa vakið athygli þeirra á ferðum um landið , enda er oftast tilgangslaust fyrir þá að spyrja íslenska leiðsögumenn þeirra um plöntur “ . Í dag kl. 14 hefst afmælishátíð í Lystigarðinum þar sem stemmningin verður fjölskylduvæn og boðið er í „ lautartúr “ í anda liðinna tíma . Harmonikka hljómar áður en hátíðin verður sett en hljómsveit Ingu Eydal mun svo leika fyrir gesti og gangandi fram eftir degi . Búast má við uppákomum í hléi tónleikanna og Café Björk verður með nestiskörfur og teppi fyrir þá sem vilja .
Nú styttist í Fiskidaginn mikla á Dalvík en það er laugardagurinn 11. ágúst sem er aðal dagurinn þrátt fyrir að hátíðin sé farin að spanna heila helgi . Undibúningur er í fullum gangi og Júlíus Júlíusson , framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla , sagði okkur frá helstu atriðum sem eru í undirbúningi : Samherji og Fiskidagurinn bjóða börnum að skapa nýja fiskiveröld . Náttúran hefur skapað marga fiskana og í hafinu leynast þúsundir tegunda . Samherji veiðir t.d. um 50 þeirra . Á Fiskidaginn mikla milli kl 11.00 og 17.00 í Allahúsinu verður börnum boðið að skapa og nota hugmyndaflugið til að búa til enn fleiri fiska . Öll börn á öllum aldri eru hvött til að teikna fisk , gefa honum nafn og hengja hann upp . Þegar líður á daginn verður orðinn til mögnuð fiskasýning sem stækkar sífellt . Samherji , Fiskidagurinn mikli og börnin bjóða alla velkomna á sýningu í nýja fiskiveröld sem fer ört stækkandi er líður á daginn . Fiskidagsgönguvika . Kristján E Hjartarson verður með Fiskidagsútgáfu af gönguvikunni góðu . Gjald er greitt á staðnum í hverri ferð . 7. ágúst : 10.00 Bæjarfjallið 8 ágúst : kl. 10.00 Karlsárfjall 9. ágúst kl. 20.00 Húsaganga farið frá Hvoli . FiskasýninginSkarphéðinn Ásbjörnsson áhugamaður um fiska er veiðimaður mikill og hefur staðið fyrir í afar áhugaverðri fiskasýningu í ellefu ár á Fiskidaginn mikla í samstarfi við heimafólk . Þar eru sýndir ferskir fiskar á ís . Fiskasýningin í ár hefur að geyma um 200 tegundir . Þess má geta að hákarlinn á sýningunni verður skorinn kl. 15:00 Fornbíladeild Bílaklúbbs AkureyrarFornbíladeild bílaklúbbs Akureyrar verður sérstakur gestur Fiskidagsins í ár . Á Fiskidaginn mikla munu þau sýna flotta , fornfræga fægða fáka ef fallegri gerðinni . Vatnsbrunnur vígður á Fiskidaginn miklaÞegar Dalvíkingurinn Jón Ægir Jóhannsson sem býr í Kanada var polli og lék sér á bryggjunum á Dalvík fékk hann sér alltaf vatn að drekka úr slöngunum þar , fyrir honum er þetta besta vatn í heimi . Hann vill að allir gestir Fiskidagsins , innlendir sem erlendir , fái að njóta þeirra forréttinda að geta fengið sér sopa og eða fyllt á flöskur . Hann fékk Jóhannes Hafsteinsson til að smíða vatnsbrunn sem verður á bryggjunni á Fiskidaginn mikla og Jón Ægir ætlar að gefa íbúum Dalvíkur því honum finnst að svona brunnur ætti að vera á öllum bryggjum landsins . Fiskidagssýning 66 norður – líf og fjör í miðstöð Artic Sea Tours . 66 norður í samvinnu við Fiskidaginn mikla og Artic Sea Tours , sem er hvalaskoðunarfyrirtæki okkar Dalvíkinga , setur upp upp skemmtilegan viðburð á Fiskidaginn mikla þar sem að samspil vatns , fata og sjóklæða mun njóta sín . Vatnið í sýningunni verður fengið úr snjóbyssum Skíðafélags Dalvíkur . Fylgist með og ekki missa af . Miðstöð Artic Sea Tours við smábátahöfnina er opin alla daga , þar er hægt að njóta léttra tóna , 66 norður verslunar með Fiskidagstilboðum , kaffihúsastemmningar og að sjálfsögðu er hægt að kaupa miða í hvalaskoðun . Fiskisúpukvölds tilraun . Áttunda árið í röð fara Fiskidagurinn mikli og íbúar Dalvíkurbyggðar af stað með súpukvöldið góða . Súpukvöldið hefst kl 20:15 en í ár ætlum við til gamans að gera tilraun með að opna súpustaði í útjaðrinum , ef svo má segja , örlítið fyrr eða um 19:30 . Hvetjum við alla til að koma á þessa staði hvort sem það er á undan eða síðar um kvöldið . Eftirtaldir staðir verða með í tilrauninni : Anna Stella , Jónas og börn í Öldugötunni á Dalvík , frést hefur af stórum potti og ýmsu góðgæti í súpunni á þeim bænum . Húni II verður við bryggjuna á Dalvík og þar verður boðið um borð í súpu Inga og Bjössi á Hauganesi klikka ekki á súpunni , og nýr súpuaðili er heimilisfólkið á Birnunesi , afleggjari rétt ofan við Hauganes , upplagt fyrir þá sem eru að koma frá Akureyri að líta við á þessum stöðum áður en þeir koma til Dalvíkur . Að venju verður súpa út allan bæ á Dalvík og fjöldi þátttökufjölskyldna aldrei verið meiri , til gamans má geta að hópur Tælenskra kvenna sem býr á Dalvík mun bjóða uppá fiskinúðlur í Goðabrautinni og einnig er gaman að segja frá því að allar fjölskyldur í túnunum eru með og settu saman eina stóra súpustöð þar sem að allir koma með sína útgáfu af súpu . Það eru íbúar sem bjóða heim í súpu en eftirtalin fyrirtæki leggja verkefninu lið : MS með rjóma , Ömmubakstur með brauði , Samherji með fiski og Fiskidagurinn mikli með áhöldum og fleiru . Íþróttaálfurinn og Solla stirða á Fiskidaginn . Mynd HSH Fiskasýning á Fiskidaginn mikla . Mynd : HSH Hressir kaffibrúsakarlar á Fiskidaginn mikla . Mynd : HSH Lostæti á borðum á Fiskidaginn mikla . Mynd : HSH
Ein með öllu á Akureyri . Mynd : Þórhallur Hér eftir sem hingað til eru það bros gestanna sem gilda og áhersla er lögð á að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega , þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi . Ein með öllu … og við fögnum afmæli ! hefst fimmtudaginn 2. ágúst og nær hámarki sunnudagskvöldið 5. ágúst með Sparitónleikunum á Samkomuhúsflötinni og flugeldasýningu af Pollinum . Á Fimmtudagsfíling í göngugötunni verða útitónleikar sem sjónvarpsstöðin N4 stendur fyrir og fram koma Mannakorn , Ingó veðurguð , Jón Jónsson , Eyþór Ingi , Hvanndalsbræður og fleiri . Fjöldi dagskrárliða hefur fest sig í sessi meðal gesta hátíðarinnar og eru tveir þeirra á föstudeginum 3. ágúst ; Óskalagatónleikar Eyþórs Inga og Óskars Péturssonar sem fram fara í Akureyrarkirkju og Kirkjutröppuhlaupið . Mömmur og möffins í Lystigarðinum verða laugardaginn 4. ágúst , þar sem á sama tíma er hægt að styrkja fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri og njóta þess að borða ævintýralega fallegar möffinskökur . Hið eina sanna Dynheimaball þar sem þessi gömlu góðu lög fá að njóta sín , Ein með öllu … rauðkáli og kók í bauk verður í boði í notalegheitum við Iðnaðarsafnið , svo ekki sé minnst á Sparitónleikana á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið , þar sem fólk kemur sér makindalega fyrir með teppi og tilheyrandi , hlýðir á góða tóna og virðir fyrir sér flugeldasýningu af Pollinum í lok tónleikanna . Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar munu blöðrur skipa ákveðinn sess á Sparitónleikunum enda ómögulegt að halda afmæli án þess að hafa blöðrur ! Af nýjum dagskrárliðum á Einni með öllu … og við fögnum afmæli ! má nefna viðburð þar sem pabbar bæjarins láta ljós sitt skína á sama tíma og þeir styrkja gott málefni . Þetta er viðburður sem hefur yfirskriftina „ Pabbar og pizzur “ – áhugasamir pabbar taka þátt með því að reima á sig svuntur , fletja út pizzadeig og raða hráefninu listilega á . Hver pizza kostar 1000 krónur en telji menn pizzuna sína vera nánast listaverk má greiða hærra verð fyrir hana . Allt hráefni er gefið og upphæðin sem safnast verður gefin til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis . Helstu söngbarkar þjóðarinnar munu ekki láta sig vanta á Eina með öllu á Akureyri . Til afmælisbæjarins leggja leið sína m.a . Sálin hans Jóns míns , Paparnir , Hjálmar , Dúndurfréttir , XXX Rottweiler hundar , Steindi JR , Skytturnar , hljómsveitin Bravó , vinsælasti söngvari þjóðarinnar Páll Óskar Hjálmtýrsson og fleiri . Auk tónlistarinnar verður hægt að fara á skautadiskó , kaupa og selja gamalt og gott á flóamarkaði , njóta ævintýralandsins að Hömrum , fylgjast með fjölskyldudagskrá á Ráðhústorgi með dansi og söng , skella sér í tívolí , taka þátt í söngkeppni ungs fólks á vegum HBI Vocalist og fl . Þetta er aðeins brotabrot af dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu … og við fögnum afmæli ! – dagskrána í heild sinni er að finna á slóðinni www.einmedollu.is og einnig er hægt að fylgjast med á Facebooksíðunni www.facebook.com / einmedollu Það eru Vinir Akureyri í samvinnu við Akureyrarstofu sem standa fyrir hátíðinni og helstu bakhjarlar eru Norðlenska-Goði , Vífilfell-Coca Cola og sjónvarpsstöðin N4 .
Félagsskapurinn Hinsegin Norðurland ætlar að halda gleðigöngu um verslunarmannahelgina á Akureyri . Í tilkynningu frá hópnum segir að gengið verði með fána á lofti og hamingju í fyrirrúmi . Lagt verður af stað á morgun , laugardaginn 4. ágúst , frá Akureyrarkirkju kl. 15:50 ! Um að gera að mæta fyrr og komast í gírinn ! „ Mætið með fána , hatta , merki og allt sem þið eigið og að sjálfsögðu hamingjuna og góða skapið ! “ segir hópurinn . Gengið verður niður kirkjutröppurnar og niður á Ráðhústorg . Þar mun meðal annarra Páll Óskar stíga á svið og taka nokkur vel valin lög . „ Við hvetjum ykkur eindregið til að ganga með okkur eða koma og horfa á og styðja okkur ! “ segir í tilkynningu frá Hinsegin Norðurland .
Á morgun , mánudaginn 6. ágúst kl. 14 hefst klassísk tónlistarhátíð á Dalvík sem ber heitið Bergmál . Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin í menningarhúsinu Bergi og er dagskráin í ár fjölbreytt og glæsileg . Hátíðin stendur til fimmtudagsins 9. ágúst . Aðstandendur hátíðarinnar eru Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari , Grímur Helgason klarinettuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari en auk þeirra kemur Tríó Lyrico fram og á lokatónleikunum , sem eru tileinkaðir þýska tónskáldinu Kurt Weill , mun Sigríður Thorlacius söngkona takast á við fjölbreytta arfleifð Kurt Weill og konu hans söngkonunnar Lotte Lenya og samtímamanna þeirra . Nánari upplýsingar um hátíðina , dagskrá og miðaverð má finna á vef Bergmáls .
Eftir að ég byrjaði að fljúga breyttist allt Eftir að ég byrjaði að fljúga breyttist allt Aníta Björnsdóttir kallar ekki allt ömmu sína . Síðastliðin ár hefur hún flogið á svifvæng út um allan heim , sér til ánægju , með ferðamenn og við kennslu . Í síðustu viku reyndi Aníta svifflug á Norðurlandi og segir hún aðstæður frábærar til vængjaflugs við Eyjafjörðinn . Akureyri vikublað tók flugkonuna tali . Hvað varð til þess að þú fórst að „ paraglæda “ eða fljúga á svifvæng , Aníta ? Já , það er saga að segja frá því , pínu væmin reyndar . Ég vaknaði einn sunnudagsmorgun , sólfagran og bjartan sumarið 2007 og þeirri hugsun skýtur strax niður í heilann á mér að ég verði að fara að fljúga . Ég fór að hugsa um svifdreka án þess að þekkja nokkuð til þeirra , settist við tölvuna mína og fer að gúggla . Finn sviffélag og hringi strax og þar er einhver gaur sem talar mig niður af svifdrekahugmyndinni en segist vera með nýjung sem sé miklu einfaldari , svifvæng . Þannig að ég bara : Frábært , skrái mig í það ! Og síðan hefur ekki verið aftur snúið . Ég vissi strax á fyrsta kynningarfundinum að þarna ætti ég heima . Og hvernig var tilfinningin þegar þú flaugst fyrst ? Ég man vel eftir fyrsta fluginu , fyrst var farið í litla brekku , fyrsta flugið er kannski einn metra frá jörðinni og það var ólýsanleg tilfinning . Algjört frelsi ? Já , algjört frelsi . Ég held að frelsi sé einmitt orðið sem lýsir þessu best . Losnar maður við allar hversdagslegar áhyggjur ? Já , það er erfitt að lýsa þessu en þegar maður er uppi að fljúga þá situr maður í loftinu á einhverjum nælondúk sem getur fallið saman ef loftið er erfitt og þetta er súrrealískt , maður flýgur eins og fuglarnir . Þú getur svifið , klifrað hærra ef þú finnur loft á uppleið , svo þarf bara að halda vængnum opnum og fylgjast með fuglunum . Koma fuglar og fylgja þér þarna uppi ? Þeir koma stundum og tékka á manni en yfirleitt erum það við á svifvængjunum sem eltum þá því fuglar eru rosalega góðir að fljúga . Maður sér á þeim hvernig loftið liggur , ef þeir hringa sig og fara upp þá veit maður að þar er „ hitaterming “ og þá leitar maður þangað . Eitt æðislegasta móment sem ég man eftir var í Nepal þegar ég flaug um með stórum hrægömmum . Þá hringaði ég mig með þremur hrægömmum og var ein í heiminum að öðru leyti . Aníta Björnsdóttir á svifvæng . Mynd : Gísli Steinar Jóhannesson Varstu ekki hrædd um að gammarnir færu að kroppa í þig ? Nei , ég held ég hafi bara heyrt af einu eða tveimur dæmum þar sem fugl hefur ráðist á einhvern á svifvæng . Ég held það hafi verið arnartegund . Ég lenti reyndar í því í Indlandi að þar voru ernir að leita að æti , svifu um sofandi meðan þeir nálguðust í algjöru hljóðleysi . Að lokum varð ég að öskra upphátt til að vekja þá svo þeir flygju ekki á mig . Þeir voru þá fljótir að stinga vængjum niður og steypa sér beina leið niður . Svo lenti ég einu sinni í því að fugl elti mig en hann réðist ekki á mig . Hvað varstu að gera áður en þú öðlaðist þessa frelsun ? Ég var grafískur hönnuður hjá Íslensku auglýsingastofunni . Ég var búin að fljúga í tvö ár þegar ég ákvað að selja alla mína búslóð , fara frá Íslandi og hefja nýtt líf . Áður en ég byrjaði að fljúga hafði ég reyndar talið mig rosalega heppna með líf mitt , með bestu vinnu í heimi og allt æðislegt , í raun fannst mér svo gaman í vinnunni að ég vildi helst alltaf vera vinnandi . En eftir að ég byrjaði að fljúga breyttist allt . Þá varð lífið ekki skemmtilegt nema það væri flugveður , maður flýgur sem sagt ekki í rigningu . Svo hafði sitt að segja að ég var í stórum „ no budget “ verkefnum fyrir Landsbankann og hafði þar mikið frelsi til sköpunar . Eftir hrunið tóku við leiðinlegar auglýsingar sem ég ætlaði mér að aldrei að vinna við og þá gaf ég sjálfri mér sparkið sem þurfti . Þarna árið 2009 seldi ég allt sem hægt var að selja nema íbúðina mína sem ég ákvað að leigja út til að standa straum af námslánum . Auglýsti á Facebook að allt væri til sölu , föt , bækur , innanstokksmunir og annað og það sem ekki seldist gaf ég til góðgerðamála . Varstu alveg róleg þegar þú sagðir upp vinnunni – því það var nú ekki síst í auglýsingageiranum sem fólk missti vinnuna eftir hrun – þannig að maður gæti ætlað að það hefðu verið blendnar tilfinningar ? Ég var pínu stressuð á einhverjum tímapunkti en svo hugsaði ég bara að það opnaðist við þetta nýtt tækifæri fyrir einhvern annan sem langaði meira í djobbið . Við Áslaug Rán Einarsdóttir , vinkona mín , fórum svo út með sex mánaða fé , keyptum miða aðra leið til Nepal og flugum út um allt í hálft ár , innan Asíu . Lifðum mjög sparlega , innan um kakkalakka og vatnsleysi , skít og ég veit ekki hvað , þetta var ekkert lúxuslíf . Svo fór ég á heimsmót kvenna í svifvængjaflugi á Spáni árið 2010 og fékk þá fyrstu vinnuna við flugið sem fólst í að fljúga með ferðamönnum á Grikklandi . Gekk þér sem sagt vel á heimsmótinu ? Ég vann minn flokk en ég var ein í honum ! Og síðar ferðu að fljúga fyrir auknu kvenfrelsi ? Já við Ása flugum saman á svifvængjum , tvær konur og það er fremur óvenjulegt að konur ferðist um heiminn eins og við gerðum . Á stöðum eins og í Asíu og þar sem er fátækt fannst okkur við svo frjálsar og heppnar að geta látið drauma okkar rætast að við ákváðum að standa fyrir vitundarvakningu og vekja athygli með fluginu á frelsi kvenna um allan heim . Hvaða tæki höfðuð þið til að koma boðskapnum á framfæri ? Í raun bara okkur sjálfar . Við hittum margar konur , „ lókal “ konur sem við tókum viðtöl við og spurðum margra spurninga . Spurðum sem dæmi hvað frelsi væri í þeirra huga og hvers þær óskuðu sér í framtíðinni . Reyndum að draga upp litlar prófílmyndir . Svo ræddum við líka við aðrar konur sem voru að fljúga og það var mjög áhugavert að sjá muninn á svörunum , hvernig konur líta á frelsi sitt með mismunandi augum . Það var rosalega gefandi fyrir okkur að eiga þessi samskipti og ég held að það hafi líka verið mjög gott fyrir staðbundnu konurnar að hitta okkur . Þær urðu mjög hissa yfir okkar frelsi og tækifærum . Spurðu hve gamlar við værum , hvort við ættum virkilega engin börn og enga menn , við vorum eitthvað nýtt sem þær höfðu ekki séð áður , þær vissu ekki , sumar hverjar , að þetta hreinlega mætti . Er nóg að gera hjá þér í fluginu núna ? Ég er að kenna hér heima á Íslandi á sumrin núna , vil hvergi annars staðar vera yfir sumarið en á Íslandi . Svo er að skapast stemning fyrir farþegaflugi og ég geri mér vonir um vaxandi tekjur . Hvernig eru kynjahlutföllin í sviffluginu ? Að mestu leyti eru þetta karlmenn en slatti af konum líka og þá ekki síst hér á Íslandi . Flugmenn sem koma til Íslands eru mjög hissa á því hve margar íslenskar konur fljúga . Ætli það hafi ekki svona hundrað manns prófað þetta sport hér á landi og þar af eru kannski 50 mjög virkir . Við Akureyringar eigum okkar fulltrúa , Gísla Steinar Jóhannesson sem iðulega hefur leikið listir sínar fyrir ofan bæinn . Þið hafið flogið saman síðustu daga , hvernig eru aðstæður fyrir svifvæng hér við Eyjafjörðinn ? Þær eru góðar . Þið eruð með há fjöll hérna sem eru skemmtileg og fullt af flugstöðum . Til dæmis Hlíðarfjall , á veturna er hægt að fara upp með skíðalyftunni . Svo er hægt að fljúga við Grenivík , Laufás , Húsavík og Siglufjörð svo eitthvað sé nefnt . Þetta eru allt mjög spennandi flugstaðir . Er ekkert sem kemur í veg fyrir að svifvængjaflug sé stundað á heilsársgrundvelli ? Nei , en allt er þetta háð veðri . Ef það er of mikill vindur , rigning eða snjókoma þá er ekki hægt að fljúga . Þyngir úrkoman dúkinn um of ? Já , bæði það og svo breytast flugeiginleikarnir svo mikið að maður verður að fara inn til lendingar . Öryggislega er allt í lagi þótt það fari að rigna en maður undirbýr strax lendingu . Er keppt hér á landi í vængjaflugi ? Það er keppt í því hve langt er hægt að fljúga í beinni línu . Metið er 50 kílómetrar . Hve lengi hefurðu verið í einu á lofti ? Milli fjóra og fimm klukkutíma . Það var í Nepal , Afríku og líka í Hafrafelli í Reykjavík . Verður manni ekki kalt uppi í himninum ? Nei , ekki ef maður klæðir sig rétt . Það er helst að fingurnir kólni en á góðum sólríkum degi dugar að vera í útivistarfatnaði . Er lendingin sjálf ekkert mál – ekki frekar en flugtakið ? Nei , við hoppum ekki fram af neinu heldur bíðum eftir að loftið fylli vænginn og sko , það er bara eins með þetta og allt annað að þarf bara að læra vinnubrögðin og afla ýmissar þekkingar s.s. veðurfræðilegrar og þá er þetta ekkert hættulegt . Við leggjum upp með að byrjendur fljúgi með reyndum flugmönnum , læri smám saman á veðrið og fljúgi alltaf í góðum veðuraðstæðum . Ef maður gerir það í mjúkum vindum er mjög ólíklegt að nokkuð komi fyrir . Loftið í bestu aðstæðum verður eins og smjör . Hefurðu aldrei orðið hrædd ? Jújú , mjög oft . Það er hluti af þessu ? Já , eitt af því sem heldur manni á lífi er hræðslan , þá anar maður ekki út í eitthvað sem getur valdið skaða . Oft er maður hræddur við „ eitthvað ekkert “ því það er í raun og veru ekki eðlilegt fyrir fólk að sitja í lausu lofti , en yfirleitt líður mér vel . Hræðslan kemur ef eitthvað ber að sem maður þekkir ekki og maður veit ekki út af hverju . Það er þá sem dæmi þegar einhver hreyfing kemur á vænginn , loftið breytist og maður veit ekki af hverju . En það hefur ekkert svakalegt skeð , ekkert sem hræðir mig burt . Mín mesta hræðsla er er að ég verði það hrædd að ég hætti að fljúga . Þarf að yfirstíga þröskuld við hverja ferð ? Já kannski , en til dæmis við Hafrafellið sem er okkar heimasvæði þá þekki ég það svo vel nú orðið að það kemur rosalega sjaldan fyrir að ég hræðist eitthvað þar . Partur af þessu er líka að víkka út þægindarammann , svífa út fyrir sína eigin hræðslu . Það er rosalega skemmtileg áskorun og eftir hvert flug lendir maður pínu sigri hrósandi að hafa getað þetta . Hefurðu prófað fallhlífastökk ? Nei . Langar þig ekki til þess ? Jú . Hvernig ætli samanburðurinn sé á þessu tvennu ? Miðað við hvað aðrir hafa sagt er falllhlífastökkið meira „ rush “ á meðan fólk svífur í frjálsu falli en tíminn er miklu styttri en á svifvæng og þetta er að sumu leyti mjög ólíkt . Geta lofthræddir flogið á svifvæng ? Já , það er nefnilega þannig með lofthræðsluna að hún snýr oft að jörðinni en hverfur þegar fólk er komið upp í himininn . Þeir sem eru ekki flughræddir en lofthræddir hafa margir hverjir mjög gaman af því að fljúga á svifvæng . Hvað er fram undan ? Til dæmis ætla ég að ganga á Kilimanjaro í febrúar á næsta ári og safna fé til góðgerðarmála , það er svona vatnsverkefni og fleira reyndar . Ertu að leita að sponsi ? Jájá , allir styrkir væru vel þegnir . Myndir : Völundur Jónsson Texti Björn Þorláksson
Í síðustu viku opnaði verslunin Flóra í húsnæði sem áður hýsti verslunina Frúna í Hamborg . Það er Kristín Þóra Kjartansdóttir , félagsfræðingur og garðyrkjukona , sem hefur rekið Flóru í Listagilinu frá því í lok maí 2011 og hefur nú flutt sig um set í Hafnarstræti 90 . Í vöruvali Flóru er lögð áhersla á náttúruvörur , umhverfisvænar vörur , endurnýtingu og endurvinnslu og þar er hægt að kaupa bæði notað og nýtt . Til sölu eru vörur eftir ýmsa listamenn sem vinna með endurnýtingu , má þar nefna George Hollanders og Jón Laxdal og auk þess má í Flóru finna ýmsar matvörur og snyrtivörur unnar úr íslenskri náttúru , muni eftir íslenska hönnuði og erlenda og notaða muni og föt . Húsið við Hafnarstræti 90 var byggt fyrir Pöntunarfélag Eyfirðinga , sem síðar varð KEA og segir Kristín góðan verslunaranda vera í húsinu og það sé gott að koma inn í þetta gamla og góða verslunarhúsnæði og Frúin í Hamborg hafi skilið eftir sig góða strauma . „ Það verða vinnustofur hérna í kjallaranum þegar búið er að koma honum í stand og ég vona að það verði til að hvetja skapandi fólk til að gera meira úr sköpunarstarfi sínu því ég finn mikinn áhuga hjá fólki á handunnum og endurnýttum vörum , “ segir Kristín og bætir því við að hluti af miðhæðinni verði líka leigður út sem vinnu - og söluaðstaða . Í kjallara Flóru í Listagilinu var sýningarrými þar sem fjölbreyttar myndlistarsýningar hafa verið haldnar en nú verður sú breyting á að sýningarnar verða inni í rými verslunarinnar . Fyrsta sýningin opnar laugardaginn 25. ágúst , á Afmælisvöku Akureyrarbæjar en það er Jóna Hlíf Halldórsdóttir sem ríður á vaðið í nýju húsnæði Flóru . „ Það er vel við hæfi að Jóna Hlíf sé með fyrstu sýninguna því hún hefur jú verið mikið hérna í kringum Frúna í Hamborg svo þetta verður einskonar brú milli starfsemi Frúarinnar og Flóru , “ segir Kristín . „ Svo erum við að fá inn í starfsnám þýska stúlku sem leggur stund á meistaranám í menningarstjórnun í Leibzig í Þýskalandi . Hún mun sjá um ýmsar uppákomur hér næstu mánuðina , það verður spennandi , “ segir Kristín . Sófi í Flóru Húsið hýsti Kaupfélag Eyfirðinga Ýmsir smáhlutir Ýmsir smáhlutir Pappakassi verður að klukku . George Hollanders Endurnýttar vínflöskur eftir Auði Helenu Hinriksdóttur
Kvennakór Akureyrar hélt nú í vikunni ásamt stjórnanda sínum vestur um haf á Íslendingaslóðir . Ferðinni var heitið til Bandaríkjanna og Kanada , nánar tiltekið á Íslendingahátíð í Gimli . Flogið var til Minnieapolis frá Keflavík og þaðan ekið í tveimur áföngum til Winnipeg , Markmið ferðarinnar var að taka þátt í árlegum hátíðahöldum Íslendinga í Gimili . Hátíðin á sér langa sögu , allt frá 1874 , en hefur verið haldin í Gimli síðan 1932 . Hún er einhver merkilegasta sinnar tegundar í Kanada , þar sem fólk af íslensku bergi brotið kemur saman ásamt gestum sem sækja hátíðina og er þar er mikið líf og fjör . Í frétt frá kórnum segir að sunnudaginn 5. ágúst hafi hópurinn verið kominn til Gimli og kíkti á hátíðahöld þar og tók svo þátt í konsert um kvöldið ásamt fleiri tónlistarmönnum . Daginn eftir , þann 6. ágúst , hafi verið stórkostleg skrúðganga , þar sem ekið var um í vögnum og þar sat kórinn með íslenska fána og tók lagið undir harmónikuleik kórstjóra . Síðan hófst hátíðardagskrá þar sem fjallkonan kom fram og ræður voru fluttar . Akureyri er vinabær Gimli og þar blöktu 150 ára afmælisfánarnir einnig við hún og Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri heimsótti hátíðina af þessu tilefni . Í gær var haldið í skoðunarferð til Nýja Íslands en um kvöldið voru haldnir tónleikar í Riverton . Á bakaleið verða svo haldnir tónleikar í Minneapolis föstudaginn 10. ágúst og móttaka verður hjá Íslendingafélaginu þar að honum loknum . Laugardaginn 11. ágúst verður siglt um Missisippi og síðan haldið heim að kvöldi 12. ágúst . Í förinni eru 61 manns , 42 kórfélagar , kórstjóri og 18 makar . Kórkonur eru að vonum spenntar fyrir ferðinni og hafa æft stíft í allt sumar til að geta verið landi sínu og heimabæ til sóma .
Norðlenskar meyjar syngja á Rósenberg í kvöld Norðlenskar meyjar syngja á Rósenberg í kvöld Norðlensku meyjarnar Una Dóra Þorbjörnsdóttir , Fanney Kristjánsdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir halda “ jazzíska “ tónleika á Rósenberg í kvöld . Á tónleikunum , sem verða skemmtileg blanda af jazztónlist og klassískri tónlist , fléttast litlar smásögur kryddaðar eða ókryddaðar úr lífi höfunda ljóðanna og / eða tónlistarinnar . Una Dóra , Fanney og Jenný Lára voru saman í söngskólanum í Reykjavík árið 2005 en eins og gengur og gerist skildu leiðir . Una Dóra hélt áfram í klassíkinni og sérhæfði sig í óperusöng , Fanney færði sig yfir í jazzinn og fór í FÍH og sviðsdýrið Jenný Lára flutti til Englands og fór í leiklistar - og leikstjórnarnám . Nú hafa þær ýmist lokið námi eða erum langt komnar á veg með sitt og ætla að sameina krafta sína á Rósenberg í kvöld , fimmtudagskvöldið 9. ágúst , ásamt fríðu föruneyti . Með þeim verða bæði klassískir hljóðfæraleikarar og djasshundar .
Fyrir stuttu var dagskrá Afmælisvöku Akureyrar formlega kynnt um borð í eikarbátnum Húna II á Polllinum við Akureyri . Afmælisvakan stendur í 10 daga frá 24. ágúst til 2. september en sjálft 150 ára afmæli bæjarins er miðvikudaginn 29. ágúst . Ungir sem aldnir leggja hönd á plóg við að gera hátíðarhöldin sem eftirminnilegust . Helgina 24. - 26. ágúst verður megináhersla lögð á ungu kynslóðina með ýmsum uppákomum , svo sem Götulistahátíðinni Hafurtask og Ung-Fest , útitónleikum unga fólksins , og tónleikum Bravó Bítlanna og Brákar . Á sjálfan afmælisdaginn 29. ágúst safnast skólabörn saman í miðbænum og gefa bænum einstaka afmælisgjöf . Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðarfund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur Tónagjöf til bæjarbúa , ný verk nokkurra tónskálda sem tengjast bænum . Mikið verður um að vera seinni helgina , 30. ágúst til 2. september , og má þar nefna frumsýningu á Borgarinnunni , sögu Vilhelmínu Lever , raftónleika í Listagilinu , Rökkurró í Lystigarðinum , hátíðarsamkomu á Akureyrarvelli , kjötkveðjuhátíðina Lyst með List í Listagili og sérstaka Afmælistónleika í Gilinu þar sem fram koma Akureyrarhljómsveitir liðinna ára s.s. Baraflokkurinn , Skriðjöklar og 200.000 naglbítar . Loks verður flugeldasýning á Pollinum . Nokkur helstu dagskráratriði birt með fyrirvara um viðbætur og breytingar . Fyrri helgin 24. – 26. ágúst : Föstudagur : Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri – klukknahljómur . Laugardagur : Götulistahátíðin Hafurtask og Ung-Fest , útitónleikar unga fólksins . Bravó Bítlarnir og Brák , ungmennasveitir fyrr og nú . Varðskipið Þór leggst að bryggju og verður til sýnis . Sunnudagur : Gestir út um allt í beinni útsendingu úr Hofi . Tónleikar í Hofi : Lögin hans Óda ( Óðins Valdimarssonar ) . Rokkmessa í Akureyrarkirkju . Afmælisdagurinn , miðvikudagurinn 29. ágúst : Fyrir hádegi safnast öll skólabörn í bænum saman og afhenda bænum einstaka afmælisgjöf á Ráðhústorgi . Eftir hádegi verður hátíðarfundur bæjarstjórnar haldinn í Hofi . Opnun sýningarinnar “ Arsborealis ” – Menning , list og saga á norðurhveli jarðar . Nýtt öldrunarheimili við Vestursíðu . Lyklar afhentir og nafnagjöf . Opið hús á Öldrunarheimilinu Hlíð í tilefni 50 ára afmælis . Um kvöldið verður tónagjöf í Hofi . Afmæliskór Akureyrar flytur ný verk nokkurra tónskálda sem öll tengjast bænum . Fimmtudagur 30. ágúst : Frumsýning á nýju leikriti eftir Sögu Jónsdóttur í Samkomuhúsinu . Föstudagskvöld : Rökkurró í Lystigarðinum . Exodus : Raftónlist í Gilinu . Ég sé Akureyri : Kynning á geisladiski með Akureyrarlögum í Hofi . Draugaslóð í Innbænum . Miðnætursigling með Húna II og söngskemmtun um borð . Laugardagur : Um morguninn verða afmæliskort föndruð á Amtsbókasafninu og farin sönguganga um Lystigarðinn . Eftir hádegi verður safnast saman í skrúðgöngur á tveimur stöðum í bænum og hist á Akureyrarvelli þar sem hátíðarsamkoma hefst kl. 14 . Aðalræðumaður verður Páll Skúlason , fyrrverandi háskólarektor . Fjölbreytt dagskrá og tónlist . Kl. 15 – 18 : Líf og fjör í miðbænum , Listagili og Hofi . M.a. Barnagaman á Ráðhústorgi , kjötkveðjuhátíðin Lyst með List í Listagili , dans frá ýmsum heimshornum á götum úti , upplestur undir yfirskriftinni “ Fyrsta hjálp í Akureyrarbókmenntum ” svo fátt eitt sé nefnt . Kl. 16 – 17 : Hátíðarsöngvar til þín . Tónleikar þriggja tenóra í Hofi . Um kvöldið verða Afmælistónleikar í Gilinu þar sem fram koma ýmsar Akureyrarhljómsveitir , þ.á m . Baraflokkurinn , Skriðjöklar og 200.000 naglbítar . Hvanndalsbræður kynna og tónleikarnir verða sendir út beint á Rás 2 . Hymnodia flytur óperuna Dido og Aeneas í Hofi . Flugeldasýning verður á Pollinum . Söngleikja – og leikhústónlist í Hofi . Sunnudagur : Barnadagskrá í Hofi um morguninn . Messa í Lystigarðinum . Lyst með list heldur áfram í Listagilinu með alþjóðaeldhúsi í Listasafninu . Ljóð og tónar á Sigurhæðum . Öll söfn opin
Frá Júlíusi Júlíussyni , framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla : Talið er að um 25.000 manns hafi sótt Dalvíkurbyggð heim um helgina í einmuna veðurblíðu en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur . Það er mál manna að þetta hafi verið einn besti Fiskidagurinn mikli í mörg á ef ekki sá besti . Umferð og öll samskipti fólks gengu mjög vel . Vináttukeðjan – Fjöldaknús – Hjöri hljóp í skarðið fyrir biskupinn . Föstudaginn 10. ágúst var dagskrá í kirkjubrekkunni sem er nokkurskonar setningarathöfn fyrir Fiskidaginn mikla . Vináttukeðjan er hlý og notaleg stund þar sem að staldrað er við og hugað að vináttunni og náungakærleikanum . Tónlistarflutningur var í höndum Kristjáns Hjartarsonar og Kristjönu Arngrímsdóttur , Matta Matt og Eyþórs Inga , Karlakórs Dalvíkur og Gyðu Jóhannesdóttur , leikskólabarna og kvartettsins Kviku . Hjörleifur Hjartarson hljóp í skarðið fyrir biskup Íslands Séra Agnesi M Sigurðardóttur sem forfallaðist á síðustu stund , en hún ætlaði að flytja vinátturæðuna 2012 . Hjöri stóð sig með prýði og mikil ánægja með ræðuna hans . 5000 friðardúfublöðrum var sleppt og að lokum var mikið og innilegt fjöldaknús . Fiskisúpukvöldið mikla . Á föstudagskvöldinu buðu um 120 fjölskyldur í Dalvíkurbyggð uppá fiskisúpu og vinalegheit . Hver sá sem bauð uppá súpu var með sína uppskrift . Um 17.000 manns voru á röltinu þetta kvöld og nutu gestrisni heimamanna . Fjöldinn var þægilegur og gott að ganga um og stemmningin var einstök og ljúf í veðurblíðunni . Fiskidagurinn mikli . Laugardaginn 11. ágúst milli kl 11.00 og 17.00 var Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur í tólfta sinn á hafnarsvæðinu á Dalvík og einn eitt skiptið í blíðskaparveðri . Um eða yfir 110.000 matarskammtar runnu ljúflega ofan í gesti Fiskidagsins mikla . Í boði var fjölbreyttur matseðill m.a migas , bleikja í ananaskarrýsósu , þorskur í madras kókos karrý sósu , síld og rúgbrauð , sasimi bleikja , sasimi hrefna , austurlensk súpa , fiskistangir , fylltar ýsurúllur , brauð , drykkir , íspinnar , kaffi og súkkulaði . Skipulag á matarstöðvunum gekk mjög vel og nóg var til . Mjög fjölbreytt dagskrá var á sviði og hátíðarsvæðinu allan daginn . Um 140 manns komu fram í frábærri og vel heppnaðri dagskrá á sviðinu . Á hátíðarsvæðinu bar margt á góma , fata og fylgihlutasýning úr roði , fornbílasýning , kajakasiglingar , teikniverkefni fyrir börnin , myndasýningar , þjóðdansar , sjóklæðasýning , söng og leikhópar sungu og léku og fleira . Fiskasýningin var á sínum stað þar sem að um 200 tegundir af ferskum fiski eru sýndir . Vatnsbrunnur vígður . Vatnsbrunnur sem að Jóhannes Hafsteinsson frá Miðkoti smíðaði og Jón Ægir Jóhannsson brottfluttur Dalvíkingur gaf íbúum Dalvíkurbyggðar og gestum dagsins var vígður að morgni Fiskidagsins mikla . Séra Magnús prestur í Dalvíkurbyggð blessaði brunninn og Jón Ægir og fjölskylda vígðu hann . Jón Ægir ólst upp Dalvík og lék sér mikið á bryggjunum , Hann vildi að gestir Fiskidagsins mikla og íbúar og gestir almennt gætu notið sama góða vatnsins sem að hann drakk úr slöngunum á bryggjunni í uppvextinum . Brunnurinn er mikil snilldarsmíð og honum verður komið varanlega fyrir á góðum stað við verbúðirnar . Fiskidagurinn , Samherji og Grímur Kokkur gefa mat til hjálparstofnanaFiskidagurinn mikli , Samherji og Grímur Kokkur hafa nú þegar fært Samhjálp og Áfangaheimilinu Krossgötum myndarlega matarskammta eftir Fiskidaginn mikla í ár . Nú fá skjólstæðingar Krossgatna sem eru um 30 talsins og gestir kaffistofu Samhjálpar sem eru á bilinu 100 – 200 á hverjum degi að njóta frábæra fiskrétta úr úrvals hráefni , m.a beikju og þorsks frá Samherja og fylltra ýsurúllna frá Grími Kokki sem slógu í gegn á Fiskideginum mikla . Landflutningar Samskip flytja matinn frítt til Reykjavíkur . Bryggjusöngur og flugeldasýning . Hátíðinni lauk síðan með bryggjusöng og flugeldasýningu í boði Samherja . Bryggjsuöngurinn var undir stjórn Matta Matt og með honum voru Eyþór Ingi Gunnlaugsson , Beggi Kára og Grímur Kokkur á trommukassa . Í kjölfarið sáu um 20.000 gestir enn eina ógleymanlega Fiskidagsflugeldasýningu hjá björgunarsveitinni á Dalvík . Úr fréttatilkynningu Vegagerðarinnar – Margir á Fiskideginum mikla „ Með mjög grófum útreikningum og öllum fyrirvörum má gefa sér að allt að 25 þúsund manns hafi heimsótt Dalvík á Fiskideginum mikla í ár . Vegagerðin er með umferðarteljara á Hámundarstaðarhálsi austan Dalvíkur og annan teljara hinu megin bæjarins . Um fyrri teljarann fóru tæplega 15000 bílar dagana 10. – 12. ágúst . Og um hinn teljarann fóru nokkuð innan við 6000 bílar þessa daga . Ef tekið er meðaltal á fjölda í bíl og reynt að draga frá aðra umferð þá má áætla að allt að 25 þúsund manns hafi komið á Fiskidaginn mikla þessa daga . “ Nánar á www.vegagerdin.is Ræða Svanfríðar Jónasdóttur við heiðrun á Fiskidaginn mikla 2012 Fiskidagurinn mikli 2012 heiðrar alla þá sem stunduðu hákarlaveiðar og stóðu fyrir þilskipaútgerð bænda úr Svarfaðardal á seinnihluta 19. aldar . Hákarl hefur öldum saman verið nýttur hér á Íslandi , en á 18. öld er farið að veiða hann í meira mæli en áður , aðallega vegna lifrarinnar til lýsisframleiðslu , en mikil spurn var eftir hákarlalýsi til götulýsinga víða erlendis . Þetta var orkuútflutningur þeirra tíma . Verðið var hátt og veiðarnar jukust mikið alla 19. öldina og verða eiginlega undirstaðan undir þilskipaútgerðina á þeirri öld . Þilskipin voru stærri og gátu sótt lengra , bikuð svört og seglin dökk . Davíð Stefánsson hefur séð þessi skip frá Fagraskógi og yrkir Nú sigla svörtu skipin , þar sem hann lýsir þeim háska sem fylgdi hákarlaveiðunum . Veiðarnar gátu skilað miklum hagnaði og menn gátu jafnvel greitt fyrir þilskip eftir eina vertíð . Þannig komu útgerðarmenn fótum undir sig . Mikilvægi hákarlaveiða minnkar síðan upp úr 1870 því þá er komin til sögunnar ný tegund orku , steinolía , sem keppir við hákarlalýsið . Þá sneru útgerðarmenn þilskipa sér að öðrum fiskveiðum og vægi þorskveiða jókst til muna . Þessum kafla í útgerðarsögunni , og orkuútflutningi Íslendinga , var lokið . Hér á Norðurlandi hófst þilskipaútgerð rétt fyrir miðja öldina . Hér voru það fyrst og fremst bændur sem tóku sig saman og mynduðu samlagsútgerð til að stunda hákarlaveiðar og var þilskipaútgerðin langöflugust á Eyjafjarðasvæðinu . Svarfdælir tóku á þessum árum virkan þátt í útgerð þilskipa sem stunduðu hákarlaveiðar . Með þessum veiðum sáu menn peninga , þetta gátu verið mikil uppgrip og það átt m.a. þátt í að því að stofnaðir voru sparisjóðir . Þannig hafði hákarlaveiðin margvísleg áhrif sem vara enn í dag . Á Fiskidaginn mikla hafa þeir feðgar Reimar Þorleifsson og Gunnar Reimarsson sýnt hákarl . Svo er einnig nú og getið þið gestir okkar litið á skepnuna hér frami á bryggjunni og fylgst með hákarlaskurði klukkan 15 . Ég bið ykkur svo að klappa fyrir hákarlaveiðimönnum sem lögðu með sínum hætti grunn að því samfélagi sem við höfum í dag . Minnismerki um hákarlaveiðina er nú komið við Byggðasafnið Hvol .
Nýr söngleikur sem ber nafnið Berness & franskar á milli verður frumsýndur í byrjun október en í dag fara fram áheyrnarprufur í Sjallanum fyrir söngvara , dansara og hljóðfæraleikara . Ívar Helgason er leikstjóri söngleiksins en höfundar hans eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna Guðný Birnudóttir . „ Þetta var búið að vera í býgerð í sjö ár en Pétur og Jokka ákváðu að láta verða af þessu núna í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar , “ segir Ívar þegar blaðamaður nær sambandi við hann stuttu áður en fyrsti hluti áheyrnarprufanna hefst . Pétur Guðjónsson er vel þekktur sem einn af N3 plötusnúðunum en hann starfar skemmtanastjóri í Sjallanum og viðburðarstjóri og skipulagði nýliðna Eina með öllu hátíð um verslunarmannahelgina . Pétur hefur einnig starfað með Freyvangsleikhúsinu . Jóhanna Guðný Birnudóttir , betur þekkt sem Jokka , er fjöllistakona sem hefur lagt stund á söng og leiklist ásamt eldgleypingum og fleiru ævintýralegu . Hún hefur m.a. stýrt hópum í Skapandi sumarstörfum fyrir Akureyrarbæ . „ Sagan gerist á Bíladögum á Akureyri en flakkað er á milli tveggja tímasetninga , milli 1963 , árið þegar Sjallinn opnaði og til dagsins í dag . Í sögunni eru nokkrir okkrir skemmtilegir karakterar sem þurfa að takast á við hitt og þetta og einn þeirra ákveður að heimsækja afa sinn sem hefur frá ýmsu að segja . Lögin í sýningunni eru ýmis lög sem tengjast Akureyri á einhvern hátt , þau eru misþekkt og Akureyringar tengja örugglega betur við sum þeirra heldur en ég , “ segir Ívar sem er nýfluttur til Akureyrar með konu sinni og þremur börnum . Ívar lærði klassískan söng við tónlistarskólann í Hafnarfirði og Söngskólann í Reykjavík og flutti svo til Austurríkis þar sem hann nam við söngleikjadeild tónlistarskólans í Vínarborg . „ Ég starfaði við söngleiki í Austurríki , Sviss , Ítalíu og Þýskalandi til 2007 en það var erfitt fyrir fjölskyldulífið , við eigum þrjú börn , svo við ákváðum að flytja aftur heim . “ Eftir heimkomuna starfaði Ívar við Þjóðleikhúsið þar sem hann tók þátt í uppfærslum söngleikjanna Skilaboðaskjóðunni , Ástin er diskó , lífið er pönk og Óliver , ásamt því að hann kenndi við Söngskólann í Reykjavík . „ Ég kom hingað norður og tók þátt í uppsetningunni á Hárinu og bara heillaðist af Akureyri og langaði að flytja hingað . Ég fékk svo tilboð um að kenna við tónlistarskólann hér svo við bara létum þetta gerast og erum núna að koma okkur fyrir í krúsilegu 80 ára gömlu húsi á Eyrinni . „ Verkið er eins akureyrskt og hægt er og margt sem rifjast upp fyrir fólki á þessu tímaflakki . Ég komst mjög fljótt að því að Berness og franskar á milli eru mikilvægir hlutir hér á Akureyri , “ segir Ívar og hlær . Eins og áður sagði verða áheyrnarprufur haldnar í dag í Sjallanum . Hljóðfæraleikarar mæta milli kl. 16 - 18 en söngvarar og dansarar milli kl. 20 - 22
Í mörg horn að líta við undirbúning Afmælisvöku Í mörg horn að líta við undirbúning Afmælisvöku Sigríður Stefánsdóttir kynnir dagskrána fram undan , með eitt helsta stolt og kennileiti Akureyrar í bakið – fjallið Súlur . Undirbúningur fyrir Afmælisvöku Akureyrar stendur nú sem hæst en hann hófst fyrir rúmu hálfu öðru ári þegar bæjarráð skipaði sérstakra afmælisnefnd til að skipuleggja hátíðarhöld allt árið 2012 í tilefni 150 ára afmælis kaupstaðarins . Þá um leið var Sigríður Stefánsdóttir skipuð framkvæmdastjóri afmælisársins og hefur mikið á henni mætt undanfarið . Hvert var leiðarljós og helstu markmið afmælisnefndarinnar og þeirra sem helst koma að skipulagningu hátíðarhaldanna ? Afmæli allra bæjarbúa „ Helstu markmið okkar hafa verið að fá sem flesta til samstarfs og búa svo um hnútana að þetta væri afmæli allra bæjarbúa , fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum , njóta dagskrárinnar og eiga hlut í hátíðarhöldunum . Ég held sannast sagna að það hafi tekist mjög vel . Það hefur verið mjög góð þátttaka í þeim viðburðum sem að baki eru og augljóst að bæjarbúar eru svo sannarlega í afmælisskapi . , “ segir Sigríður . „ Einnig má nefna annað leiðarljós okkar sem er að efla samhug , rifja upp söguna , hvetja til nýsköpunar á sem flestum sviðum og horfa til framtíðar um leið og við metum hvert við stefnum . “ AfmælisnefndinÍ afmælisnefnd bæjarins eiga sæti Tryggvi Þór Gunnarsson , formaður , Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir . Auk Sigríðar eru starfsmenn nefndarinnar Hulda Sif Hermannsdóttir og Pétur Bolli Jóhannesson . Guðrún Þórsdóttir hefur einnig lagt gjörva hönd á plóg við undirbúning hápunkts afmælisársins , sjálfrar Afmælisvökunnar sem stendur frá 24. ágúst til 2. september . „ Við Hulda Sif og Guðrún höfum borið hitann og þungann af vinnu við dagskrá hátíðarhaldanna og ýmsan annan undirbúning , ásamt Ragnari Hólm Ragnarssyni sem hefur séð um kynningarmálin . En að sjálfsögðu hafa miklu fleiri komið þar að sem of langt mál yrði upp að telja . Allt þetta fólk á skilið miklar þakkir . Fánar og hvítar perurÉg vil koma því á framfæri við bæjarbúa að gleðjast allir saman með gestum bæjarins sem búast má við að skipti þúsundum . Einnig eru bæði íbúar og fyrirtæki hvött til að hreinsa vel til og fegra bæinn fyrir hátíðarhöldin . Mælst er til þess að garðar og hús verði skreytt með hvítum útiperum og að íslenska fánanum verði flaggað á afmælisdaginn og um seinni helgi hátíðarhaldanna . Akureyri hefur oft verið kölluð fegursti og snyrtilegasti bær landsins og við viljum að sjálfsögðu njóta þess sæmdarheitis sem lengst og standa undir því á þessum merkilegu tímamótum þegar stórafmæli bæjarins er fagnað , “ sagði Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisársins .
Sum hús á Akureyri hafa lengri og merkari sögu en önnur . Nonnahús , Davíðshús og Sigurhæðir koma strax upp í huga bæði innfæddra , aðfluttra og ferðamanna sem dæmi um merk hús . Verður hér stiklað á stóru um sögu þessara þriggja húsa og er notast við ýmsar heimildir , rafrænar einkum og margs konar kynningarefni sem tengist Akureyrarbæ . Um Nonnahús segir Jón Hjaltason í bókinni „ Nonni og Nonnahús “ að húsið sé eitt elsta hús Akureyrar , byggt upp úr 1850 . Jósef Grímsson gullsmiður byggði húsið og bjó í því til 1858 . Næsti eigandi hét Páll Magnússon en hann flutti til Akureyrar úr Hörgárdal til að stunda kaupmennsku . Páli gekk illa að koma undir sig fótunum og kom að því að gera átti hann gjaldþrota en Magnús faðir hans kom honum til bjargar . Páll flutti úr Pálshúsi , sem svo var kallað , í Kjarna þar sem hann bjó alla tíð síðan . Páll reyndi að selja húsið en það gekk illa og fór svo að Páll neyddist til að leigja húsið . Árið 1861 bjuggu tvær fátækar fjölskyldur í húsinu . Annar fjölskyldufaðirinn hét Jón Jónsson og kallaði sig Jón Borgfirðing enda ættaður úr Borgarfirði og kona hans hét Anna Guðrún Eiríksdóttir . Elsti sonur þeirra , Finnur , varð seinna prófessor í norrænum fræðum í Kaupmannahöfn og víðkunnur fræðimaður . Hann var gerður að heiðursborgara Akureyrar . Yngri sonur Jóns og Önnu hét Klemens en hann varð bæjarfógeti á Akureyri , alþingismaður og ráðherra . Um vorið 1863 flutti Vilhelmína Lever í Nonnahús . Vilhelmína var litrík persóna sem hafði alla tíð farið sínar eigin leiðir . Hún var fráskilin og átti son í lausaleik . Vilhelmína rak veitingasölu og gistiheimili í húsinu . Þegar fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram árið 1863 var Vilhelmína mætt fyrst á kjörstað en konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 19 árum síðar . Slíkir smámunir stöðvuðu hins vegar ekki kjarnakonuna Vilhelmínu . Árið 1865 flutti Elín Guðrún Gunnarsen saumakona í húsið en hún var einstæð með þrjú börn eftir að maður hennar hafði flúið land . Elín bjó eitt ár í húsinu . Þann 7. júní 1865 flutti Sveinn Þórarinsson skrifari amtmanns og kona hans Sigríður Jónsdóttir í húsið ásamt börnum sínum Björgu , Jóni , Ármanni og Friðrik og vinnufólki . Jón Stephán betur þekktur sem Nonni , var þá 7 ára gamall . Sveinn leigði húsið af Páli en honum var um megn að kaupa húsið þar sem fjölskyldan var mjög fátæk . Sveinn lést aðeins 48 ára gamall þegar Nonni var 11 ára og stóð þá Sigríður ein eftir með fimm börn . Tvö yngstu börnin , Friðrik og Sigríður voru tekin í fóstur , Björg , Bogga , var send í vist til Kaupmannahafnar og bræðrunum Nonna og Manna bauðst að halda til Frakklands til náms við kaþólskan menntaskóla . Sigríður hélt síðan til Vesturheims þar sem hún bjó til dauðadags og tvö yngstu börnin hennar fluttu einnig vestur um haf . Nonni varð síðar heimsfrægur barnabókahöfundur og í dag er æskuheimili hans þekkt undir nafninu Nonnahús . Nonni var gerður að heiðursborgara Akureyrar og það er athyglisvert að tveir af sjö heiðursborgurum Akureyrar hafi búið í litla svarta timburhúsinu við Aðalstræti . Fjölmargar fjölskyldur bjuggu í húsinu eftir að fjölskylda Nonna hvarf á braut og er talið að síðasti ábúandinn hafi flutt þaðan 1944 . Þegar Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður 1949 kom fljótlega upp sú hugmynd að heiðra minningu Jóns Sveinsson , Nonna . Nonnahús var á þessum tíma illa farið og hriplekt . það tilheyrði húsi ( Zontahúsinu ) sem stendur við Aðalstræti og hafði verið byggt um aldamótin 1900 . Nonnahús hafði því orðið nokkurs konar bakhús og var notað sem verkstæði og geymsla . Eigandi húsanna voru hjónin Sigríður Davíðsdóttir og Zóphónías Árnason . Árið 1952 gáfu hjónin Zontaklúbbi Akureyrar Nonnahús þannig að gera mætti þar minjasafn um einn þekktasta Akureyring fyrr og síðar . Konur í Zontaklúbbnum hófust strax handa og með miklum dugnaði og hjálp góðra manna tókst þeim að opna safnið 16. nóvember 1957 . Safnið hefur verið starfrækt allar götur síðan og ófáir gestir hafa lagt þangað leið sína ( upplýsingar af vefsíðu Nonnahúss ) . Davíðshús og saga skáldsins Davíðshús stendur við Bjarkarstíg 6 . Í gögnum frá húsafriðunarnefnd segir aðð það hafi verið byggt árið 1944 en hönnuður var Tryggvi Jónatansson múrarameistari . Húsið var friðað í A-flokki af bæjarstjórn 4. október 1977 samkvæmt 2. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52 / 1969 . Davíðshús er einlyft steinsteypuhús með lágu brotnu valmaþaki og kjallara undir austurhluta . Húsið er tvískipt , meginhluti þess er 15,06 m að lengd og 9,15 m á breidd en útbygging við norðvesturhorn er 6,46 m að lengd og 4,77 m á breidd og gengur 1,29 m út fyrir veggi meginbyggingar . Heildarlengd hússins er 16,35 m og breidd 10,44 m . Veggir eru húðaðir með steinefnum , á þeim efst er múrhúðað þakskegg og þak er bárujárnsklætt . Á því austarlega er reykháfur og lúga að norðanverðu . Á húsinu eru misstórir gluggar með lóðréttum póstum og á þeim stærri , á framhlið , vesturhlið og bakhlið , er þverpóstur neðarlega í gluggum og að auki er 18 rúðu fjölpóstagluggi á vesturhlið . Minni gluggar eru austarlega á framhlið og á austurhlið og lágir gluggar eru á kjallara . Um einn glugga á framhlið og annan á vesturhlið er steinsteyptur múrhúðaður gluggaumbúnaður en undir öðrum gluggum er þunnt múrhúðað vatnsbretti . Útidyr eru á miðri framhlið og að þeim steinsteyptar tröppur . Dyrnar eru inndregnar og um þær steinsteyptur dyraumbúnaður ; stoðir hvorum megin dyra ná upp undir þakskegg og á milli þeirra yfir dyrum er inndreginn þverbiti og á honum þrjár stoðir upp undir þakskegg . Kjallaradyr eru á austurhlið . Inn af útidyrum er forstofa og skáli norðan megin í húsinu . Stofa er í vesturenda hússins og önnur í útbyggingu , borðstofa er inn af skála að austanverðu og eldhús í norðausturhorni og stigi til kjallara . Gangur er í miðju húsi að austanverðu , baðherbergi við enda hans við austurhlið og tvö herbergi sunnan megin gangs . Veggir og loft eru múrhúðuð og í skála eru horn hvilftuð en steinsteypt veggbrún er ofarlega á veggjum og hvilftuð kverk efst undir lofti . Í kjallara er lítil íbúð . Í Davíðshúsi er varðveitt innbú skáldsins , bókasafn og munir úr eigu þess og er reynt að láta líta svo út að húsið sé með þeim hætti sem Davíð skildi við það . Akureyrarbær keypti bókasafn Davíðs að honum látnum og var það þá eitt stærsta og verðmætasta einkabókasafn landsins . Á neðri hæð hússins er íbúð , sem lista - og fræðimenn hafa fengið til afnota endurgjaldslaust , nema hvað „ ætlast er til þess að þeir sem dveljast þar , komi á einhvern hátt á framfæri , hér á Akureyri , því sem viðkomandi er að vinna að í sinni list - eða fræðigrein í samráði við fulltrúa frá bænum . “ Hús þjóðskáldsins Sigurhæðir Sigurhæðir þarf ekki að kynna – en þær standa til hliðar við kirkjutröppurnar og voru heimili Matthíasar Jochumssonar . Séra Matthías Jochumsson lét byggja húsið árið 1903 . Það stendur neðan við Akureyrarkirkju og er aðgangur að því frá kirkjutröppunum . Þarna bjó þjóðskáldið til dauðadags árið 1920 . Safn á Sigurhæðum geymir útgáfur verka séra Matthíasar og nokkur ljósrit bréfa hans og handrit . Árið 2006 gaf JPV út stórvirki Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur Upp á Sigurhæðir – saga Matthíasar Jochumssonar . Í ritdómi sem nálgast má á skemman.is segir Ásdís Káradóttir m.a. : „ Ævi Matthíasar var enginn dans á rósum . Á ævigöngu sinni upp brattann til Sigurhæða er hann í fjölmörgum hlutverkum . Við þekkjum hann best núorðið sem prestinn og sálmaskáldið , höfund þjóðsöngsins , en vitum minna um verslunarsveininn , skólapiltinn , leikskáldið , eiginmanninn , föðurinn , ferðalanginn , þýðandann , guðfræðinginn , ritstjórann o.s.frv . Í bókinni er söguhetjunni lýst í öllum þessum rullum . “ Innblásinn og tilfinningaríkur „ Þórunn þykist sjá hvernig skapgerð Matthíasar hefur mótast strax í bernsku , t.d. það að hafa verið litla barnið , yngstur þriggja bræðra til fimm ára aldurs , og hann því haft ríka þörf fyrir að sanna sig , þótt barnahópur Þóru og Jokkums yrði stærri síðar . „ Kjarninn úr heimi bernskunnar varir alla ævi “ segir Þórunn ( bls. 25 ) . „ Fleira tínir hún til frá þessum mótunarárum sem vísar fram í tímann og gefur vísbendingar um það sem koma skal . Þótt sagan sé rituð í tímaröð eða því sem næst er oft gefið í skyn hvað henda mun Matthías síðar á ævinni . Oftsinnis nefnir hún t.d. eiginkonurnar þrjár , en tvær þær fyrri missti hann eftir stutt hjónaband sem reyndist honum þungbært . Með þessu móti skapast spenna . “ „ Matthías virðist hafa troðið mörgum um tær og farið í taugarnar á fólki . Hann var gríðarlega afkastamikill en mistækur eftir því , háfleygur , innblásinn og tilfinningaríkur , og varð fyrir vikið oft skotspónn manna . Þeir sem setja sig á stall í listum verða að taka lasti jafnt sem hóli “ enda var Matthías æði „ frekur á ást og athygli “ ( bls. 374 ) . “ Þórunni er að mati Ásdísar í mun að koma auga á hugmyndir Matthíasar í átt til kvenfrelsis . Meðal kunningja hans , bendir Þórunn á , voru menn sem létu til sín taka í þessum efnum . Í Þjóðólf ritaði hann af „ umhyggju “ fyrir konum , studdi stofnun kvennaskóla , orti ýmis ljóð í anda kvenfrelsis og „ stóð nærri frumkviku kvennabaráttunnar “ ( bls. 279 ) . Þegar íslenskar konur fengu kosningarétt 1915 orti Matthías kvæðið „ Fullrétti kvenna “ . Þar eru hendingarnar : Hvað þoldir þú , píndist þú , móðurætt mín ? / Ó , mannheimur , karlheimur , blygðastu þín ! ( bls. 529 ) .
Snjóbrettamaður setti af stað snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóbrettamaður setti af stað snjóflóð í Hlíðarfjalli Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Viktor Helgi Hjartarson tók þegar félagi hans setti af stað snjóflóð í Hlíðarfjalli þegar hann var að renna sér á snjóbretti í fyrravetur . Guðmundur Karl Jónsson , forstöðumaður Hlíðarfjalls , segir gríðarlega mikilvægt að þeir sem séu á skíðum og snjóbrettum utan troðinna brauta séu með viðeigandi öryggisbúnað . „ Það er hin svokallaða heilaga þrenning sem fólk ætti alltaf að vera með en það er snjóflóðaýlir , stöng og skófla , “ segir Guðmundur . „ Það hefur verið mikið rætt um hjálmnotkun en þegar farið er utan brauta er ýlirinn jafnvel mikilvægari en hjálmur , án þess að maður vilji nú gera upp á milli öryggistækja , “ segir Guðmundur . Í Hlíðarfjalli er vel fylgst með snjóflóðahættu , það er fastur starfsmaður sem fer um svæðið og metur hættuástand . „ Ef snjór er lítill fylgist hann með að ekki sé grjót í brautunum en þegar snjór er mikill fylgist hann með snjóalögum , flóðahættu og tekur snjóflóðagryfjur , “ segir Guðmundur og bætir því við að um sérþjálfaðan starfsmann sé að ræða sem hafi tilskilda menntun til að meta snjóflóðahættu . Annars er stemmningin góð í Hlíðarfjalli og Guðmundur segir hlýindin ekki vera til vandræða þótt færið sé vissulega farið að harðna aðeins . „ Við þurfum bara örlítinn snjó og þá verður þetta mjúkt og gott aftur , “ segir Guðmundur og segist vera bjartsýnn á veturinn enga ástæðu til annars . „ Það er orðið mjög vinsælt að fara utan brautanna , sérstaklega hjá brettafólki en þá er fólk komið út fyrir þetta verndaða svæði sem troðnu brautirnar eru og þá er áhættan jú meiri því það tryggir öryggið að þjappa snjóinn . “