text
stringlengths
0
993k
Guðjón Steindórsson ráðinn til atvinnu - og nýsköpunarverkefna hjá Akraneskaupstað 18. maí 2011 Gengið hefur verið frá ráðningu Guðjóns Steindórssonar í starf verkefnastjóra í nýsköpun og eflingu atvinnumála á Akranesi . Umsóknir um stöðuna voru alls 10 en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka þar sem nafnleynd kom ekki til greina . Undanfarin ár hefur Guðjón starfað sem sjálfstæður ráðgjafi að ýmsum verkefnum m.a. á sviði fjármála og orkumála . Þá starfaði hann að þróunarverkefnum m.a. á vegum Háskólans á Akureyri og ýmissa fyrirtækja . Guðjón var um árabil útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja . Guðjón er Akureyringur , kvæntur Ástu Hrönn Björgvinsdóttur , sjávarútvegsfræðingi og eiga þau tvö börn . Guðjón hóf störf um miðjan maímánuð og er ráðinn í atvinnu - og nýsköpunartengd verkefni til 6 mánaða m.a. skv. tillögum starfshóps um átak í atvinnu - og nýsköpunarmálum á Akranesi sem starfað hefur um nokkurra mánaða skeið undir formennsku Ingibjargar Valdimarsdóttur . Akraneskaupstaður býður Guðjón velkominn til starfa og þakkar jafnframt öðrum umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum .
Umhverfishátíð á Akranesi laugardaginn 28. maí 25. maí 2011 Laugardaginn 28. maí verður efnt til umhverfishátíðar á Akranesi en þennan dag koma bæjarbúar saman , tína rusl og fegra opin svæði í bænum . Hátíðin hefst við Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum kl. 10:00 stundvíslega en þá verður skipað í hópa sem síðan halda af stað til hreinsunar víða um bæinn . Gert er ráð fyrir að hreinsunarherferðinni ljúki um kl. 12:00 en þá munu allir koma saman Breiðinni þar sem boðið verður upp á hressingu , grillaðar pylsur og gos . Athugið þá breytingu sem orðið hefur að átakinu lýkur á Breiðinni um hádegisbil . Bæjarbúar , ungir sem gamlir eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni því mikið er í húfi . Gaman væri að sjá heilu fjölskyldurnar sameinast til verka úti um allan bæ ! Framundan er viðburðaríkt sumar þar sem vænta má fjölda gesta og ferðafólks í bæinn , m.a. á Norðurálsmót og Írska daga . Öll viljum við að bærinn skarti sínu fegursta í sumar – er það ekki ? Allar nánari upplýsingar um umhverfisdaga á Akranesi veitir Íris Reynisdóttir , garðyrkjustjóri , iris.reynisdottir@akranes.is eða í síma 433 1000 .
Hátíðarhöld á 17. júní og Norðurálsmótið á Akranesi 2011 Hátíðarhöld þjóðhátíðardagins 17. júní á Akranesi verða einstaklega glæsileg í ár enda von á fjölda gesta á Skagann í tilefni af Norðurálsmótinu í fótbolta sem hefst sama dag . Dagskráin hefst að morgni 17. júní með þjóðlegri stemningu á Safnasvæðinu frá kl. 10:00 til 14:00 en kl. 14:00 verður gengið í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum og í Garðalund þar sem hátíðar - og skemmtidagskrá fer fram á milli kl. 14:30 og 16:30 . Um kvöldið verður svo skemmtun og stuð í Akraneshöllinni frá kl. 20:30 til 22:30 . Norðurálsmótið er svo í gangi alla helgina og lýkur á sunndaginn . Rétt er að benda á breytingu á áður auglýstri dagskrá . Jóhanna Guðrún mun mæta í Garðalund og syngja nokkur lög fyrir gesti en ekki Magni . Dagskrá helgarinnar , 17. júní og Norðurálsmótsins má skoða með því að smella hér .
Ný slökkvibifreið afhent Slökkviliði Akraness 7. janúar 2002 Síðastliðinn föstudag var Slökkviliði Akraness afhent ný slökkvibifreið . Gísli Gíslason bæjarstjóri tók við bifreiðinni af M.T. bílum Ólafsfirði . Bæjarstjóri afhenti síðan slökkviliðsstjóra , Jóhannesi K. Engilbertssyni , bifreiðina til notkunar . Í október 2000 var gerður kaupsamningur við M.T. bíla Ólafsfirði um smíði á bifreiðinni . Kaupverð bifreiðarinnar er liðlega 15 mkr . Akraneskaupstaður rekur slökkvilið í samvinnu við hreppana sunnan Skarðsheiðar og standa sveitarfélögin öll að kaupum á bifreiðinni . Bifreiðin er með 6 manna ökumannshúsi . Þar af eru sæti fyrir fjóra reykkafara , sem sitja í þar til gerðum sætum fyrir reykköfunartæki . Bifreiðin er sjálfskipt , með 3000 L vatnsdælu að Ziggler gerð . Auk þess eru tankar fyrir froðu - og léttvatn 300 L hvor . Í bifreiðinni er 6,48 kW 11.8 amp . 220 / 380 V rafall , glussadrifinn , loftdrifið ljósamastur með 3.500 W kösturum og er bifreiðin lýst upp á hliðunum með 220 V ljósum .
Á síðasta ári var Höfðabraut 14 - 16 seld til Verkvíkur ehf . Nú um áramótin var blokkin afhent nýjum eigendum til umráða . Verkvík ehf. er fyrirtæki í Reykjavík í eigu Gunnars Árnasonar múrara . Fyrirtækið hefur undanfarinn áratug sérhæft sig í viðhaldi fasteigna og ætlar að endurbæta húsið , bæði utan og innan . Fyrirhugað er að íbúðirnar verði leigðar á almennum markaði .
notkun . Um er að ræða tvær deildir af þremur , en sú þriðja verður tilbúin í mars 2004 . Margmenni var þegar Þráinn E. Gíslason , verktaki viðbyggingarinnar , afhenti Sveini Kristinssyni , forseta bæjarstjórnar , lyklana . Lilja Guðlaugsdóttir , leikskólastjóri Vallarsels , tók svo við lyklunum fyrir hönd Vallarsels . Leikskólinn Vallarsel tók fyrst til starfa í maí 1979 , og var þá 2ja deilda leikskóli . Árið 1985 var tekið í notkun 167 m 2 viðbótarhúsnæði sem í þá daga var dagheimilisdeild . Var leikskólinn þá orðinn þriggja deilda skóli , 431,0 m 2 og gátu dvalist þar 66 börn samtímis . Helga Gunnarsd . afhendir framkvæmdanefnd þakkir fyrir vel unnin störf Eftir að ákveðið hafði verið að hefja framkvæmdir við stækkun Vallarsels var börnum fjölgað í leikskólanum , í ágúst 2003 , sem nemur einni deild . Til þess að af því gæti orðið fékkst aðstaða fyrir elstu börn leikskólans í Grundaskóla og dvöldust þau þar meðan á byggingarframkvæmdum stóð . Auk nýframkvæmda voru gerðar umtalsverðar breytingar á eldra húsnæði leikskólans . Í dag er Vallarsel 6 deilda leikskóli 930,0 m 2 að stærð þar sem 143 börn geta dvalið samtímis . Stærð lóðar er 5610.0 m 2 . Þegar allar deildir leikskólans hafa verið teknar í notkun verða leikskólapláss á Akranesi alls 288 . Stöðugildi við leikskólann eru í dag 26,53 . Arkitektar að eldri byggingu leikskólans voru Guðmundur Kr . Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson og hefur Guðmundur og arkitektastofan Arkþing séð um hönnun breytinga og nýbyggingar . Framkvæmdir voru á hendi Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar .
Í gær , sunnudaginn 13. janúar , var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness um að Akraneskaupstaður leigi til 15 ára 3. hæðina að Kirkjubraut 40 . Um er að ræða 451 fermetra húsnæði . Tilgangurinn er að starfrækja félagsstarf aldraðra í húsnæðinu og starfsemi á vegum Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni ( FEBAN ) . Hluti húsnæðisins er afhentur nú , en seinni hlutinn verður afhentur á komandi sumri . Gert er ráð fyrir því að í september verði starfsemin þar komin að fullu í gang . Um leið og leigusamningurinn var undirritaður var samhliða gengið frá samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og FEBAN um að FEBAN hafi umsjón með hinu leigða húsnæði og annist útleigu þess . Með þessum samningum er ákveðið að félagsstarf eldri borgara og FEBAN verði að Kirkjubraut 40 á komandi árum . Við undirskriftina tóku m.a. til máls Gísli Gíslason bæjarstjóri , Sveinn Kristinsson , forseti bæjarstjórnar , Bjarnfríður Leósdóttir formaður FEBAN , Hervar Gunnarsson , formaður VLFA , Skúli Þórðarson og séra Björn Jónsson og lýstu allir yfir ánægju sinni með að þetta skref hafi verið stigið .
Afreksíþróttakonan Kolbrún Ýr fær styrk frá Akraneskaupstað 23. febrúar 2004 Bæjarstjóri , bæjarráð og afrekskonan Kolbrún Ýr Vegna undirbúnings Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur , sundkonu í Sundfélagi Akraness , fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar , ákvað bæjarstjórn Akraness að styrkja hana um sem nemur 350.000 kr . Er hún vel að þessum styrk komin enda ein af fremstu íþróttamönnum Akraness fyrr og síðar . Þetta verða hennar aðrir Ólympíuleikar eftir þátttöku hennar í Sydney árið 2000 . Kolbrún Ýr ásamt Aðalsteini Hjartarsyni , sviðsstjóra tómstunda - og forvarnarsviðs Styrkurinn var afhentur í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar þann 19. febrúar 2004 . Kolbrún Ýr tók við styrknum úr hendi Guðmundar Páls Jónssonar
Nýverið kynnti Norðurál drög að matsskýrslu fyrir stækkun á fyrirtækinu í allt að 300.000 tonna álver á Grundartanga . Fyrirtækin á Grundartanga hafa mikil áhrif á mannlíf og þróun byggðar hér á Akranesi og hreppana sunnan Skarðsheiðar . Í ljósi þess er sérstök ástæða til að vekja athygli á matsskýrslunni og hvetja bæjarbúa til að kynna sér áform fyrirtækisins um stækkunina og framtíðaruppbyggingu . Drög að matsskýrslunni eru kynnt á heimasíðu fyrirtækisins www.nordural.is til mánudagsins 21. janúar n.k .
Félagsmiðstöðin Arnardalur gefur út nýtt fréttabréf , MARS 2004 . Í fréttabréfi marsmánaðar er að finna upplýsingar og fréttir frá starfi félagsmiðstöðvarinnar í síðasta mánuði , febrúar , ásamt því að farið er yfir viðburði næstu fimm vikurnar . Fréttabréfinu er dreift til allra nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla á Akranesi . Einnig er hægt að nálgast öll fréttabréf Arnardals á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar á slóðinni , www.akranes.is / arnardalur . Þar er valið vetrarstarf og þar undir eru fréttabréfin .
Ferðaþjónusta skiptir miklu máli – líka á Akranesi Á dögunum auglýsti Akraneskaupstaður eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í uppbyggingu áhugaverðrar afþreyingar fyrir gesti og ferðafólk á Akranesi . Nýverið var birt könnun á vegum Ferðamálastofu þar sem fram kom að Íslendingar á ferð um eigið land virðast sækja mjög á Akranes og í Borgarnes ; þessir staðir voru í þriðja sæti yfir þá staði sem Íslendingar heimsækja helst , næst á eftir Þingvöllum , Gullfossi og Geysi í öðru sæti og Akureyri í því fyrsta . Í ljósi þessa og annarra gagna sem benda til þess að ferðaþjónusta eigi eftir að skipta miklu máli hvað varðar atvinnuuppbyggingu á komandi árum , hafa bæjaryfirvöld á Akranesi lagt áherslu á ferðatengda uppbyggingu á Akranesi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í bænum . Þetta kom m.a. til umfjöllunar í Skessuhorni í vikunni , þar sem rætt var við Árna Múla Jónasson , bæjarstjóra um málið . Viðtalið við Árna Múla fylgir hér í heild sinni : Hugmyndaríkt fólk láti til sín taka Skessuhorn greindi frá því nýlega að Akranes og Borgarnes hafi verið í þriðja sæti í könnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu um ferðalög og ferðavenjur Íslendinga . Í könnuninni var mælt hvaða staðir á landinu voru mest sóttir af íslenskum ferðamönnum á síðasta ári og voru staðirnir tveir á eftir Þingvöllum , Gullfossi og Geysi sem voru í öðru sæti og Akureyri sem var í því fyrsta . Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra á Akranesi er könnunin enn ein staðfesting þess að mörg sóknarfæri séu til staðar fyrir Akurnesinga í ferðaþjónustu . Áfram þarf að byggja upp þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum . „ Ljóst er að bæjarbúar geta sótt fram í þessum efnum . Við hjá Akraneskaupstað köllum eftir því að hugmyndaríkir og framtaksamir einstaklingar nýti þessi tækifæri sem könnunin m.a. sýnir vel að eru þarna til að bjóða upp á margvíslega þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn og afla þannig tekna og skapa atvinnu . Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á fjölbreyttari valmöguleika . Nálægðin við höfuðborgarsvæðið gefur margvíslega möguleika hvað varðar ferðaþjónustu við íslenska og erlenda ferðamenn og sérstaða Akraness er ótvíræð hvað þetta varðar og kostirnir og möguleikarnir eftir því . Sem dæmi mætti klárlega nýta miklu betur tengsl staðarins við sjávarútveg og nálægð við fiskimið og fallega og áhugaverða náttúru og bjóða upp á skoðunarferðir og afþreyingu sem því tengist , eins og sjóstangveiði eða hvalaskoðun eða þá fuglaskoðun frá sjó eða landi . Góðar aðstæður til hjólreiða hér í bæ mætti örugglega hagnýta með því að bjóða upp á hjólaferðir innan bæjar eða jafnvel lengri ferðir út fyrir bæinn með eða án leiðsögumanns . Gönguferðir um fallegar fjörur eða upp um fjöll og firnindi fyrir unga og gamla verða sífellt vinsælli og þá er ég viss um að hestaleiga gæti höfðað mjög til margra innlendra og erlendra ferðamanna með styttri ferðum fyrir fjölskyldurfólk og börn og / eða lengri ferðum fyrir þá sem reyndari eru á hestbaki . Garðalundurinn góði og svæðið við Langasand með þeirri frábæru aðstöðu sem þar er til útivistar og íþróttaiðkunar , sund og / eða sjóbaða og boltaleikja úti eða þá inni í Akraneshöllinni , gefa margvíslega möguleika til leikja , námskeiða og skemmtunar fyrir heimamenn og ferðafólk gegn hæfilegu gjaldi . Og það er auðvitað fullt af möguleikum og hugmyndum á þessu sviði sem ég hef ekki komið auga á og ekki nefnt hér . En fólk verður að bera sig eftir tækifærunum því að hér eins og alltaf sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær “ segir Árni Múli . Akraneskaupstaður hefur kallað eftir hugmyndum og tillögum að afþreyingu fyrir ferðafólk og heitið liðsinni við góðar hugmyndir í þessum málaflokki og segir Árni að bæjarfélagið sé reiðubúið að aðstoða þá sem vilja bjóða upp á afþreyingu og / eða þjónustu við ferðafólk af einhverju tagi á þann hátt sem því er mögulegt til dæmis varðandi kynningu og aðstöðu . „ Nú styttist óðum í sumarið og ferðamannavertíðina og því er afar mikilvægt að bæjarbúar taki nú við sér og komi fram með hugmyndir . Ég veit að í bænum býr margt framtakssamt og hugmyndaríkt fólk og það þarf að láta til sín taka . Þannig getum við staðið okkur enn betur í þjónustu við ferðamenn á Akranesi og gert samfélagið á staðnum gróskumeira en ella , “ bætir Árni Múli við og minnir á að þeir sem hafa hugmyndir skuli endilega setja sig í samband við Tómas Guðmundsson verkefnastjóra Akranesstofu eða Helgu Rún Guðmundsdóttur í Upplýsingamiðstöðinni við Kirkjubraut til að koma þeim á rekspöl .
Tómstunda - og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar afhenti þann 4. mars s.l. styrki til íþrótta - og æskulýðsfélaga á Akranesi . Alls sóttu 13 félög um styrk til Akraneskaupstaðar að þessu sinni og fengu þau úthlutað alls kr. 1.200.000 sem skiptist eftir iðkendafjölda og launakostnaði þjálfara . Strax að lokinni afhendingarathöfninni var haldinn fyrirlestur á vegum Íþróttabandalags Akraness og Íþróttasambands Íslands um verkefni sem ber heitið " Fyrirmyndarfélag ÍSÍ " . Um er að ræða gæðastjórnunarverkefni íþróttahreyfingarinnar á Íslandi sem ÍA og aðildarfélög þess hyggjast taka upp á þessu ári .
Segja má að stóri vitinn á Breiðinni á Akranesi , sem tekinn var í notkun árið 1946 , hafi fengið nýtt hlutverk sl. laugardag þegar gestum og gangandi bauðst að fara upp í vitann og njóta hins einstaka útsýnis þaðan úr yfir Faxaflóann og raunar til allra átta . Það voru félagar úr „ Vitanum “ , félagi áhugaljósmyndara á Akranesi sem stóðu fyrir þessum skemmtilega viðburði en alls komu tæplega 200 gestir í vitann á laugardaginn . Mikil ánægja var með framtakið og að sögn aðstandenda voru nokkrir sem brustu í söng og hljóðfæraleik inni í vitanum , en í daglegu tali er raunar oftast talað um hann sem „ nýja vitann “ til aðgreiningar frá þeim eldri , sem er frá árinu 1918 og stendur utar á sk . Suðurflös út frá Breiðinni . Nýlega voru þau Rut Berg og Lárus Sighvatsson , skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi í vitanum til að kanna hljómburðinn þar og má með sanni segja að vitinn hafi komið þeim á óvart sem tónleikahús því hljómburður í vitanum ku vera einstakur . Má segja að með þessu bætist við enn eitt aðdráttaraflið á þessum einstaka stað sem Breiðin er . Fjallað var um vitann og tónlistarflutning þeirra í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina . Smellið hér til að hlusta á fréttina og þverflautuleik Rutar Berg í stóra vitanum á Breiðinni . Það var Friðþjófur Helgason sem gerði myndbandið .
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar fagnar 25 ára afmæli sínu með útgáfu á bókinni “ Orka í aldarfjórðung ” . Í afmælisritinu er greint frá aðdraganda og stofnun hitaveitunnar en formlegur stofndagur var 23. mars árið 1979 . Starfsemin síðastliðin 25 ár er rakin í stórum dráttum og rætt við stjórnendur , starfsmenn og aðra sem hafa komið við sögu fyrirtækisins . Aðveitulögn hitaveitunnar er sú lengsta á Íslandi og lagning hennar á sínum tíma mikil framkvæmd . Ritstjóri er Kristján Kristjánsson og aðrir höfundar efnis Anna Lára Steindal og Stefán Hjálmarsson . Fjölmargar ljósmyndir úr safni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar prýða bókina . Útgáfuþjónustan Uppheimar ehf sá um útgáfuna . Bókin er 80 síður , saumuð kilja og annaðist Prentverk Akraness prentvinnslu . Aðalsteinn S. Sigfússon hannaði kápu . Dreifing er í höndum Uppheima ehf á Akranesi .
Tómstunda - og forvarnarsvið Akraneskaupstaðar framkvæmdi könnun þann 13. apríl 2004 á sölu tóbaks og áfengis til barna og unglinga undir 18 ára aldri . Á vegum sviðsins fóru unglingar á aldrinum 15 – 16 ára fram á afgreiðslu tóbaks og áfengis þar sem því var til að dreifa . Alls náði könnunin til 11 söluaðila tóbaks og 5 söluaðila áfengis . Niðurstöður þessarar könnunar á Akranesi voru ekki nógu góðar . Sex af ellefu söluaðilum ( 55% ) tóbaks á Akranesi seldu ofangreindum unglingum sígarettur . Einn af 5 söluaðilum ( 20% ) áfengis seldi ofangreindum unglingum áfengi ( bjór ) . Við viljum í því sambandi benda á 8. gr. - laga um tóbaksvarnir nr. 6 / 2002 , sbr. lög samþykkt á Alþingi 10. mars 2003 : “ Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára . Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt . Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára . ” Akraneskaupstaður hvetur söluaðila tóbaks og áfengis til að taka sig á , fara að lögum og brýna fyrir starfsfólki sínu að sýnd verði skilríki við sölu tóbaks ef minnsti vafi leikur á um aldur kaupandans . Forvarnir eru mál okkar allra ! Stefnt er á endurtekningu könnunarinnar við tækifæri .
Upphitun fyrir Akraneshlaupið og kvennahlaupið 18. maí 2004 Byrjendanámskeið í skokki og göngu ÍSÍ , tómstunda - og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar og Umf. Skipaskagihvetja alla til að taka þátt í Akraneshlaupinu 12. júní og kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fer þann 19. júní næstkomandi . Viltu komast í form fyrir þann tíma ? Viltu læra að hlaupa rétt ? Langar þig að byrja að ganga hressilega eða að skokka ? Æfingar verða mánudaga og miðvikudaga kl. 18.30 . Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum . Leiðbeinandi setur saman hlaupaáætlun fyrir þig og er til taks fram að hlaupiþér að kostnaðarlausu !!! ÍSÍ , tómstunda - og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar og Umf. Skipaskagi
Í byrjun janúar 2002 var vefur SHA opnaður í nýju umhverfi . Vefurinn er nú unninn í Nepal vefumsjónarkerfinu ( líkt og vefur Akraneskaupstaðar ) en kerfið gerir notendum sínum kleift að sjá alfarið um innihald og uppbyggingu vefsetra sinna í íslensku vinnuumhverfi . Markmið með vef SHA er að miðla upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar og þá þjónustu sem hún býður upp á . Þá má benda áhugasömum notendum á kaflann um fræðslu fyrir sjúklinga , en þar er að finna safn af fræðslubæklingum sem gefnir hafa verið út á SHA . Mikil áhersla verður lögð á að uppfæra upplýsingar á vefnum reglulega . Samhliða þessum breytingum hefur verið opnaður Starfsmannavefur SHA sem einungis er ætlaður starfsmönnum sem upplýsinga - og samskiptatæki .
Samningur við VISA Ísland um boðgreiðslur undirritaður 30. janúar 2002 Undirritaður var í dag samningur við VISA Ísland um boðgreiðslur . Bæjarbúum mun standa til boða að greiða ýmsar reglubundnar greiðslur til Akraneskaupstaðar með öruggum og auðveldum hætti með reglulegum færslum af VISA-greiðslukorti sínu . Þær greiðslur sem hægt verður að inna af hendi með boðgreiðslum verða m.a. leikskólagjöld , heimilisþjónusta , hafnargjöld , vinnuskólareikningar , skóladagvist , tónlistarskólagjöld og fleiri þjónustugjöld sem Akraneskaupstaður innheimtir . Á næstu vikum mun ofangreint þjónusta verða kynnt nánar .
Bæjarráð hefur samþykkt tillögu yfirkjörstjórnar um nýjan kjörstað vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 25. maí n.k . Kosið verður í Brekkubæjarskóla í stað Íþróttahússins við Vesturgötu þar sem kosning hefur farið fram unanfarnar kosningar . Ástæða breytinga er að betra aðgengi er við Brekkubæjarskóla , minna rask við daglegan rekstur viðkomandi stofnunar við undirbúning og á kjördegi og síðast en ekki síst mun minni kostnaður við uppsetningu kjördeilda í Brekkubæjarskóla heldur en í íþróttahúsinu .
Kaup á prentgripum úr Leirár - og Beitistaðaprentsmiðju í tilefni 60 ára afmælis Akraneskaupstaðar 27. febrúar 2002 Í tilefni af 60 ára afmæli Akraneskaupstaðar ákvað bæjarstjórn að festakaup á prentgripum úr Leirár - og Beitistaðaprentsmiðju sem séra BjörnJónsson , fyrrverandi sóknarprestur , hefur safnað á löngum tíma . Þriðjudaginn 26. febrúar var athöfn í Bæjar - og héraðsbókasafninu þar sem séra Björnafhenti forseta bæjarstjórnar þessa gripi að viðstaddri bæjarstjórn , menningarmála - og safnanefnd auk fleiri gesta . Séra Björn hefur safnað meirihluta þess sem prentað var að Leirá og síðar Beitistöðum á árunum 1795 - 1818 og flest af því fágætt og torfengið . Auk þess fylgdi með væn útgáfa af Lögbergi sem gefið var út af Íslendingum í Kanada auk annarra prentgripa sem tengjast Akranesi með beinum hætti . Hér er um mikil menningarverðmæti að ræða sem verða varðveitt á Bæjar - og héraðsbókasafninu í framtíðinni . Þess má geta að sama dag og afhendingin fór fram þá átti Bæjar - og héraðsbókasafnið 30 ára starfsafmæli í Bókhlöðunni . Á myndinni hér að ofan eru séra Björn Jónsson , Sveinn Kristinsson , forseti bæjarstjórnar og Birna Gunnlaugsdóttir , formaður menningarmála - og safnanefndar .
Ákveðið hefur verið að næsta tölublað " Skaginn skorar " verði gefið út miðvikud. 20. mars nk. , en ekki 6. mars eins og áður hefur verið tilkynnt . Hlutverk þess er fyrst og síðast fjölbreytt kynning á Akranesi þar sem í bland fara fréttir og auglýsingar ( auglýsingahlutfall hámark 40% ) . Síðast kom þetta blað út í lok október 2001 og var dreift með Morgunblaðinu . Um vinnslu blaðsins og auglýsingasölu sér almannatengslafyrirtækið Athygli . Þeir sem hafa hugmyndir um gott efni og / eða umfjöllun í blaðið eru beðnir að koma ábendingum um slíkt við fyrsta tækifæri til markaðsfulltrúa Akraneskaupstaðar á netfangið info@akranes.is eða í síma 894 8998 .
Auglýst er eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs , sbr. ákvæði í 1. gr. 2 mgr. reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir : “ Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem séstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum , enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu ” . Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna : 1 . Undirbúnings framkvæmda , áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar . 2 . Framkvæmda til viðhalda og endurbóta . 3 . Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra . 4 . Húsakannana . Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast . Umsóknir skulu berast eigi síðar en 15. mars 2002 á skrifstofur Akraneskaupstaðar , Stillholti 16 - 18 , 3. hæð . Frekari upplýsingar veitir bygginga - og skipulagsfulltrúi að Dalbraut 8 eða í síma 433 1051 . Reglur fyrir húsverndunarsjóðinner hægt að skoða í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar .
Föstudaginn 5. apríl verða 22 fyrirtæki og stofnanir með opið hús hér á Akranesi . Þau eru öll félagar í Markaðsráði Akraness , sem hefur veg og vanda að þessu verkefni . Dagskrá Gestagangs verður með þeim hætti að kl. 12 - 14 koma boðsgestir viðkomandi fyrirtækja í bæinn , en síðan milli 14 og 16 verður opið hús í þessum fyrirtækjum jafnt fyrir bæjarbúa sem gesti annarra fyrirtækja . Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast þessum fyrirtækjum og starfsemi þeirra . Eftirtaldir aðilar eru þátttakendur : Megin viðfangsefni Rafþjónustu Sigurdórs er rafverktakastarfsemi og verslunarrekstur . Helstu viðfangsefnin á rafmagnsverkstæðinu eru nýlagnir og viðhald ýmiskonar svo sem í íbúðarhús , sumarhús , opinberar stofnanir og fyrir allan iðnað . Einnig uppsetningar á ýmiskonar viðvörunarkerfum ; loftnets - , síma - og tölvulagnir , bruna - og þjófavarnarkerfum og fleiru . Verkefni koma í dag víða að og er markaðssvæði fyrirtækisins mikið að vaxa . Í verslun Rafþjónustu Sigurdórs er mjög fjölbreytt úrval heimilistækja og ljósa á um 200 fermetra gólfrými . Í dag er starfsmannafjöldinn 9 manns , sjö á verkstæði og tveir í verslun . Heimilisfang : Skagabraut 6 . Borgarprýði Starfsemi Borgarprýði má skipta í eftirfarandi flokka : Garðvöruverslun þar sem seldar eru garðplöntur og annað sem tengist garðinum svo sem pottar , fræ , laukar , mold , garðplöntur og garðverkfæri . Garðaþjónusta þar sem veitt er alhliða þjónusta á því sviði allt frá A til Ö og má þar nefna trjáklippingar , hellulagnir , gróðursetningu , grasslátt fyrir bæjarfélög , húsfélög og fleira . Gróðrarstöð þar sem ræktaðar eru ýmsar gerðir garðplantna til smásölu og heildsölu . Blöndun og pökkun gróðurmoldar sem seld er á innanlandsmarkað jafnt í heildsölu sem smásölu . Fyrirtækið sem er tæplega 20 ára er eitt stærsta sinnar tegundar utan höfuðborgarinnar . Opnunartímar í apríl : Virka daga 9 - 19 , laugardaga 9 - 17 , opið í hádeginu en lokað sunnudaga . Í maí er opnunartími virka daga 9 - 21 , laugardaga 9 - 19 og sunnudaga 10 - 19 og opið í hádeginu . Heimilisfang : Smiðjuvellir 12 - 20 . Fyrirtækið sérhæfir sig í yfirborðsmeðhöndlun á stáli þ.m.t. sandblástur , málun og húðun og háþrýstihreinsun . Meðhöndlun á olíutönkum , skipum , vinnuvélum , vörubifreiðum og fleiru . Stærsti klefi hér á landi til sandblásturs , staðsettur að Höfðaseli 1 , Akranesi auk þess færanlegur sandblastursbúnaður . Ferðumst um land allt . Fullkominn háþrýstihreinsunarbúnaður . Lögð er mikil áhersla á umhverfisvæna hreinsun . Sandblástur Sigurjóns er til húsa að Höfðaseli 1 , nýju iðnaðarhverfi gegnt Æðarodda . Starfsemi Öryggismiðstöðvar Vesturlands er margþætt . Fyrirtækið þjónar öllum fyrirtækjum og stofnunum ásamt einkaheimilum og skipaflota Haraldar Böðvarssonar á Akranesi . Fyrirtækið sér um að ganga frá húsnæði fyrirtækja og stofnana í lok vinnudags . Hefur eftirlit með þeim , sinnir sértækum verkefnum . Selur og setur upp öryggiskerfi , hvaða nafni sem þau nefnast og annast þjónustu við þau . Starfssvæði er Akranes og nágrenni auk sumarbústaðahverfa á Vesturlandi . Fastir starfsmenn eru 3 , auk afleysingamanna . Öryggisverðir þess eru sérþjálfaðir og til í allt . Gangi áætlanir fyrirtækisins eftir mun verða veruleg fjölgun starfsmanna á næstu tveimur árum . Fyrirtækið er til húsa að Deildartúni 6 . Sorpmóttökustöðin Gáma á Höfðaseli 18 , tekur á móti öllu sorpi Akurnesinga . Þar fer fram móttaka á spilliefnum ( olíu , málningu , rafhlöður , rafgeymar og leysiefni ) . Þar eru gámar fyrir flokkað og almennt sorp . Móttaka í sorpmóttökustöð er endurgjaldslaus ( allt að 2 rúmmetrum ) . Gáma er aðili að FENÚR , fagráð um endurvinnslu úrgangs . Afgreiðslutími sorpmóttöku er ; kl. 08:00 - 12:00 mánudaga - fimmtudaga og til 17:00 á föstudögum . Á laugardögum er opið frá kl. 13:00 - 17:00 . Verslanir Bjargs á Akranesi eru tvær . Annars vegar er dömu - og herrafataverslun að Stillholti 14 þar sem selt er mikið úrval gæðafatnaðar á góðu verði auk snyrtivara fyrir dömur og herra . Hinsvegar rekur Bjarg húsgagnaverslun að Skólabraut 21 . Þar er mikið úrval húsgagna fyrir heimili og skrifstofur . Fyrirtækið var stofnað 1966 og hefur frá 1973 verið í eigu núverandi eigenda . Trésmiðja Þráins E Gíslasonar Trésmiðjan er stofnuð í febrúar 1996 og er til húsa að Hafnarbraut 8 . Helstu þættir starfseminnar eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði , almenn verktakastarfsemi og rekstur trésmiðju . Vélar trésmiðjunar eru flestar nýjar og mjög fullkomnar , svo sem einn fullkomnasti og öflugastitölvustýrði yfirfræsari landsins . Í honum er hægt að framleiða ótrúlegustu hluti á einfaldan hátt . Helstu framleiðsluvörur eru innihurðir , innréttingar og skápar í íbúðarhús en þær er hægt að fá eftir óskum hvers og eins . Við komum einnig heim til fólks og tökum mál og teiknum innréttingar því að kostnaðar lausu . Einnig smíðum við innréttingar í skóla og stofnanir . Tökum einnig að okkur ýmiskonar sérsmíði . Að því ógleymdu að við erum " ljúfmenni í samningum " . Glerhöllin er til húsa að Ægisbraut 30 . Fyrirtækið framleiðir tvöfalt einangrunargler , öryggisgler , vírgler og spegla eftir málum . Framleiðsluábyrgð er 5 ár á tvöföldu gleri . Framleiðslan er gæðavottuð . Lögð er áhersla á fljóta og góða þjónustu og er varan send hvert á land sem er . Einnig rekur fyrirtækið verslun á sama stað með blóm og gjafavöru , búsáhöld og leikföng auk þess flest sem viðkemur glerjun . Mesta úrval á einum stað á öllu Vesturlandi . Opið virka daga frá 10 - 18 , laugardaga 12 - 16 . Athugið að opið er á sunnudögum í apríl . Verslunin var stofnað 20. ágúst 1982 og verður því tvítug á þessu ári . Verslunin byrjaði í 30 fermetra rými en er nú í 380 ferm . til húsa að Kirkjubraut 4 - 6 á Akranesi . Lögð er áhersla á hátt þjónustustig , úrval vandaðs fatnaðar og skó fyrir dömur , herra , unglinga og börn . Opnunartími verslunarinnar er frá kl. 10 - 18 virka daga og laugardaga kl. 10 - 16 . Steinaríki Íslands Steinaríki Íslands , Safnaskálanum á Görðum er langstærsta innisafn íslenskra steina og steingervinga á landinu . Það er sett um á mjög sérstæðan og óvenjulegan hátt og gestir geta snert og handfjatlað marga sýningargripina . Í safninu er deild er sýnir gerð og legu Hvalfjarðarganganna , vinnuferli , bora , borkjarna og áhugaverða steina úr göngunum . Í tengslum við Steinaríkið er Maríu-Kaffi , veitingastofa fyrir 60 manns og hefur stofan vakið mikla athygli fyrir óvenjulegar innréttingar . Þá er og verslun með mikið úrval íslenskra skraut - og orkusteina ásamt skartgripum og öðru handverki . Trico er yfir 20 ára fyrirtæki en vörumerkið Trico hefur verið til í hálfa öld . Helstu verkefni eru framleiðsla á sokkum af öllum gerðum og stærðum á íslenskan markað . Einnig hefur fyrirtækið á undanförnum árum verið að framleiða íhluti í framleiðslu Össurar hf. , stoðtækjaframleiðanda . Til húsnæðis á sama stað er skrifstofa og þróunardeild Foxhall ehf. sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á eldvarnarefnum til textíliðnaðar , einkum fyrir stóriðju víða um heim . Hjá fyrirtækinu vinna í dag 9 manns . Fyrirtækið er til húsa að Kalmansvöllum 3 . Verslunin Model sérhæfir sig í sölu gjafavöru , blóma , skartgripa og verðlaunagripa fyrir ólík tækifæri ásamt áletrun á verðlaunagripi . Model er 10 ára um þessar mundir . Verslunin er í eigin húsnæði að Stillholti 16 - 18 og starfsmenn eru 3 - 4 . Mikil áhersla er lögð á persónulega og góða þjónustu . Verslunin er opin alla daga vikunnar . Heimsendingar ef óskað . Framleiðsla á steypu og forsteyptum einingum undir nafninu Smellinn er aðalstarfsemi Þorgeirs og Helga hf . Samlokueiningar með veðrunarþolnu yfirborði og í mörgum litum , innveggir , sökkulveggir með einangrun og múrlagi og loftaplötur eru allt saman framleiddar undir Smellinn heitinu . Forsteyptar Smellinn húseiningar eru framleiddar samkvæmt ISO 9001 og En 13369 , sem er samevrópskur staðall um framleiðslu forsteyptra eininga . Að auki eru Smellinn einingar vottaðar af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins , samkvæmt gildandi byggingarreglugerð . Steypuframleiðslan fer fram í einni fullkomnustu steypustöð landsins . Steypan er framleidd skv. IS En 206 staðlinum sem er samevrópskur staðall um framleiðslu á steypu . Að auki hefur fyrirtækið sérhæft sig í niðurlögn á steypu í götur , plön og gangstéttir , auk þess sem fyrirtækið hefur séð um viðhald stórra verksmiðjugólfa . Fyrirtækið er til húsa í nýja iðnaðarhverfinu við Höfðasel . Hljómsýn Hljómsýn er verslunar - og þjónustufyrirtæki á Akranesi . Verslunin er í 2 deildum , annarsvegar raftækjadeild sem selur og þjónustar öll almenn raftæki ásamt því að selja tölvubúnað og ýmsa sérvöru eins ogskrifstofutæki , þjófavarnar - og hljóðkerfi . Hin deildin er afþreyingardeild sem selur m.a. tónlist , tölvuleiki og myndbönd og þar er einnig myndbandaleiga og sjoppa . Fyrirtækið er til húsa að Stillholti 23 . Dvalarheimilið Höfði Dvalarheimilið Höfði á Akranesi er dvalar - og hjúkrunarheimili fyrir aldraða og öryrkja og er í eigu Akraness og sveitarfélaganna fjögurra sunnan Skarðsheiðar . Heimilið hefur starfað síðan 1978 . Á heimilinu búa 39 í almennu þjónusturými og 39 eru á hjúkrunardeild , eða alls 78 . Starfsmenn eru nú 88 í 62 stöðugildum . Á Höfða er einnig almenn félags - og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða ; þar er rekin dagdeild og á lóð heimilisins hafa verið reist 27 raðhús . Flutningsþjónusta er á mat til aldrðra og öryrkja úti í bæ . Ferðaþjónusta fyrir fatlaða á vegum Akraness er einnig rekin frá heimilinu . Dvalarheimilið er til húsa við Sólmundarhöfða . Viðskiptaþjónusta Akraness ehf . Viðskiptaþjónusta Akraness er alhliða bókhalds - og ráðgjafarfyrirtæki til húsa að Stillholti 23 . VTHA býður upp á færslu bókhalds og endurskoðun , einnig alla almenna rekstrar - og skattaráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga . Við bjóðumupp á launaútreikninga og alla aðra skrifstofuþjónustu fyrir fyrirtæki . Sjáum um stofnun Ehf og yfirfærslu úr einstaklingsrekstri yfir í Ehf. Einnig gerum við skattframtöl fyrir einstaklinga . Hjá VTHA starfa alls 7 manns , þar af tveir viðskiptafræðingar og einn iðnrekstrarfræðingur . Auk þess erum við í samstarfi við löggiltan endurskoðanda . VTHA er aðili að Félagi bókhaldsstofa . Fyrirtækið Straumnes var stofnað árið 1994 af starfsmönnum rafmagnsverkstæðis Þorgeirs & Ellerts hf . Fyrirtækið annast alhliða raflagnaþjónustu jafnt fyrir almennan markað og iðnfyrirtæki . Straumnes hefur einnig sérhæft sig í raflögnum í skipum og fiskvinnslu . Fyrirtækið hefur sérhæft sig í iðnstýringum og forritun iðntölva og mikill hluti af starfsemi fyrirtækisins er tengt því . Hjá Straumnesi vinna nú 10 - 12 manns . Skaginn hf . Skaginn hf. varð til með sameiningu stáldeildar Þorgeirs & Ellerts hf. og IÁ-smiðju ehf. árið 1998 . Fyrirtækið stendur því á gömlum grunni . Skaginn hf annast hönnun og framleiðslu á búnaði fyrir fiskvinnslu bæði á landi og sjó . Vöruflóra Skagans hf. er mjög fjölbreytt og má þar nefna vinnslukerfi fyrir uppsjávarfisk , krapakerfi , lausfrysta , karaflutningakerfi , karahvolfara , kerfi fyrir brettastöflun og brettaflutninga , kassamötunarkerfi , vigtarkerfi , pökkunarkerfi , saltsprautivélar , snyrtilínur o.fl.Skaginn hf. hefur að markmiði að leysa óskir viðskiptavina sinna og sníða búnaðinn að þörfum hans . Skaginn hannar heildalausnir og tengir búnað annarra framleiðenda sínum , ef þörf er á.Skaginn hf. hefur hannað og framleitt vinnslubúnað fyrir vinnslu erlendis og á Íslandi , jafnt fyrir fiskiskip og í landi . Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns , þar af 10 í hönnun og markaðssetningu , en allir starfsmenn markaðsdeildar eru tæknimenntaðir . Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi ( SHA ) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið . Þess er minnst á árinu að 50 ár eru liðin frá því stofnunin tók til starfa . Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring . Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild , handlækningadeild , fæðinga - og kvensjúkdómadeild , hjúkrunar - og endurhæfingadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur - og Suðvesturlands . Jafnframt er vaxandi árhersla lögð á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins . Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf . SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir . Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins . Akraneskaupstaður Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vesturlandi með 5517 íbúa miðað við 1. desember sl. 60 ár eru frá því bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi og verður þess minnst á árinu . Á vegum bæjarsjóðs Akraneskaupstaðar starfa hátt í 400 manns við ýmis þjónustustörf og má þar sérstaklega nefna þrjá leikskóla , tvo einsetna grunnskóla , ásamt ýmsum öðrum stofnunum . Stjórnsýsluhús bæjarins er að Stillholti 16 - 18 . Bæjarstjóri er Gísli Gíslason . Þorgeir & Ellert hf. var stofnað 1994 á grunni eldra fyrirtækis með sama nafn . Það fyrirtæki var stofnað 1928 þannig að heildarsagan spannar yfir 70 ára tímabil . Helstu svið sem Þorgeir & Ellert hf. hefur lagt áherslu á eru skipasmíðar , skipaviðgerðir og þjónusta við útgerðarfélög . Alhliða málmsmíði og þjónusta . Þorgeir & Ellert hf. hefur yfir að ráða skipalyftu , stóru athafnasvæði utandyra fyrir skipaviðgerðir auk 3000 m 2 verkstæðisbyggingar . Möguleikar eru á að taka skip inn til breytinga og viðhalds . Hlutverk félagsins er að bjóða hagkvæma viðhaldsþjónustu og nýsmíði í samræmi við þarfir viðskiptavina félagsins með sterkum tengslum , áreiðanleika , gæðum og hagkvæmri þjónustu . GECA var stofnað árið 1999 með það að markmiði að verða leiðandi fyrirtæki á alþjóðlega vísu í notkun koltvísýrings ( Co2 ) við framleiðslu á byggingarplötum og byggingareiningum . Framleiðslutæknin byggir á 15 ára þróunarvinnu sem nú sér fyrir endann á þar sem fyrir liggur að hefja framleiðslu fyrir íslenska markaðinn á næstu vikum í húsnæði Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi . Framleiðslutæknin og afurðirnar eru verndaðar með alþjóðlegum einkaleyfum og hyggst félagið á næstu misserum markaðssetja verksmiðjur til framleiðslu byggingareininga af þessu tagi á alþjóðlegum markaði . Einingarnar hafa verið prófaðar af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og sýna niðurstöður að eiginleikar hvað varðar burðarþol og brotþol eru einstakir miðað við efnisþykkt og þunga . Fyrsta verkefnið er þegar í höfn og er það milliloft fyrir námsmannahús að Naustabryggju . Fyrirhugað er að hefja framleiðslu af fullum krafti á næstu vikum eða um leið og búið er að setja upp allan búnað .
Bæjarstjórn Borgarbyggðar sótti kollegana á Skaganum heim Yfir 20 stofnanir og fyrirtæki á Akranesi tóku þátt í svokölluðum Gestagangi sl. föstudag og buðu til sín gestum víðsvegar að af landinu . Gert er ráð fyrir að af þessu tilefni hafi á annað hundruð gestir komið á Skagann . Almennt þótti þessi dagur takast vel og átti gott veður m.a. þátt í að gera góðan dag enn betri . Akraneskaupstaður var þátttakandi í gestagangi og bauð bæjarstjórn af því tilefni bæjarstjórn Borgarbyggðar í heimsókn . Á fundi bæjarstjórnanna var rætt samstarf í víðum skilningi , svo sem málefni Grundartangahafnar , Heilbrigðiseftirlits Vesturlands , samvinnu og hugsanlega sameiningu sveitarfélaga , Sjúkrahús og heilsugæslumál , Fjölbrautaskólann , almenningssamgöngur og fleira . Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara á Akranesi var fundurinn mjög gagnlegur og allir á einu máli um að flötur væri á aukinni samvinnu þessara sveitarfélaga . Ákveðið var að stefna að fleiri sameiginlegum fundum bæjarstjórnanna á næstu misserum .
Á vegum Markaðsráðs Akraness voru nú í marsmánuði unnar tvær kannanir fyrir ráðið um viðhorf almennings gagnvart búsetu og þjónustu á Akranesi . Annars vegar er um að ræða könnun Gallup um viðhorf til búsetu á Akranesi og hins vegar könnun nemenda Viðskiptaháskólann á Bifröst um viðhorf bæjarbúa á Akranesi til ýmissa þátta samfélagsins . Könnun nemenda Viðskiptaháskólans á BifröstKönnunin er mjög jákvæð þegar litið er til þeirra þátta sem um var spurt . Sérstaklega er ánægjulegt jákvætt viðhorf bæjarbúa til verslunar og þjónustu á Akranesi og sterk staða þessara þátta . Þá er einnig ánægjulegt að sjá hversu margir gefa grunnskólunum og heilsugæslunni hæstu einkunn auk þess sem afstaða fólks til annarra opinberra þjónustuþátta sem um er spurt er afar jákvæð . Varðandi atvinnumálin þá virðist sem þeim fjölgi nokkuð sem sækja atvinnu og nám á höfuðborgarsvæðið og ber það vitni um að bættar samgöngur hafa komið í veg fyrir að fólk hafi flutt af svæðinu vegna þessara þátta og að búsetan hafi þannig styrkst . Könnun GallupAlmennt séð er niðurstaða könnunarinnar jákvæð fyrir samfélagið á Akranesi og góð vísbending um þá þætti sem nauðsynlegt er að leggja áherslu á þegar litið er til framtíðar varðandi uppbyggingu í bæjarfélaginu og þá ímynd sem bærinn vill skapa sér . Þeim , sem hafa áhuga á að fá niðurstöður þessara kannana í heild sinni , er bent á að nálgast þær í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar , Stillholti 16 - 18 , á skrifstofutíma . Könnunin náði til 300 íbúa Akraness , 16 ára og eldri og svöruðu 222 eða 74% úrtaksins . Ekki náðist til 48 aðila eða 16% úrtaksins og 30 einstaklingar , eða 10% neituðu að svara . Íbúarnir voru spurðir að ýmsu sem varðar þjónustu , þjónustuúrval , kosti og galla við að búa á Akranesi , hvernig íbúunum líkar við ákveðna tegund þjónustu sveitarfélagsins og hvar viðkomandi stundar atvinnu eða nám . Aðspurðir um hversu mikið þjónusta á Akranesi væri notuð kom fram að 84,6% bæjarbúa nýta sér verslun og þjónustu mjög mikið eða frekar mikið og að einungis 4,5% svarenda nýta verslun og þjónustu á Akranesi mjög lítið . Af þeim sem nýta verslun mjög mikið eða frekar mikið þá vísa 28% til búsetu sinnar , 27% benda á að það sé þægilegt og einfalt að versla á Akranesi og 23% vilja styrkja sína heimabyggð . Af þeim 10,4% sem nýta verslun og þjónustu frekar lítið eða mjög lítið bera helmingur við ýmsum ástæðum , en 25% veit ekki af hverju eða svara ekki . Þeir sem bera við of litlu vöruúrvali eru 21% , en aðeins 4% sem telja vöruverð of hátt . Þegar spurt er hvaða vöru , þjónustu eða aðra þætti vanti helst á Akranesi þá telja langflestir , eða 24,6% að ekki vanti neitt sérstakt , 20,5% telja upp ýmsa þætti og 11,9% nefna að helst vanti skóbúð . Þegar spurt er um helstu kosti þess að búa á Akranesi tilgreina 24% rólegt bæjarfélag , 16% nefna fjölskylduvænt bæjarfélag , 15,2% nefna að stutt sé til Reykjavíkur og 11,1% ýmislegt eins og veðursæld , góða þjónustu , stuttar vegalengdir o.fl . Aðspurðir um ókostina nefna 31,9% ýmis atriði , 29,9% höfðu ekki skoðun eða svöruðu ekki , en 15,0% nefndu lítið atvinnuframboð . Í könnuninni kom fram að 57% aðspurðra stunduðu atvinnu á Akranesi , 12% á Vesturlandi utan Akraness og 5% stunduðu atvinnu á höfuðborgarsvæðinu . 23% svarenda voru nemar , öryrkjar , atvinnulausir , ellilífeyrisþegar og atvinnulausir og 2% í öðrum landshlutum . Fram kom að 16,2% svarenda fara reglulega á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins vegna náms eða atvinnu . Þegar spurt var um afstöðu til þjónustu leikskóla , grunnskóla , heilsugæslu , þjónustu við fatlaða og varðandi félagslega aðstoð kom m.a. fram að 59% líkaði mjög vel eða frekar vel þjónusta leikskólanna , 80,6% líkaði mjög vel eða frekar vel þjónusta grunnskólanna . 84,4% þótti þjónusta heilsugæslunnar mjög góð eða frekar góð og 41,4% taldi þjónustu við fatlaða mjög góða eða frekar góða . Viðhorfið til félagslegrar þjónustu var að 34,7% töldu þjónustuna mjög eða frekar góða . Rétt er að benda á að varðandi þjónustu leikskólanna var svarhlutfall þeirra sem ekki vissu eða vildu ekki svara 35% , varðandi þjónustu við fatlaða var hlutfallið 41,4% , varðandi þjónustu grunnskólanna 15,3% og varðandi félagslega aðstoð var hlutfall þeirra sem ekki vissu eða svöruðu ekki 48,2% . Kannað var viðhorf landsmanna til Akraneskaupstaðar og búsetu á Akranesi . Úrtakið var fólk á aldrinum 16 – 75 ára og var úrtakið 1151 . Þeir sem ekki vildu svara voru 219 og ekki náðist í 129 . Þegar spurt var að því hvort viðkomandi gæti hugsað sér að búa á Akranesi svöruðu 42% játandi en 58% neitandi . Af þeim sem svöruðu játandi kom mjög sterklega til greina hjá 11% að búa á Akranesi en frekar sterklega hjá 89% . Af þeim sem ekki vildu búa á Akranesi töldu 29% að einhver möguleiki væri þó á því , en 72% töldu það alls ekki koma til greina . Í svörum við því hvers vegna til greina kæmi að búa á Akranesi var m.a. vísað til ættartengsla , fyrri búsetu á Akranesi , góðra atvinnumöguleika , að á Akranesi væri gott samfélag í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík , mátulega stór bær , barnvænt umhverfi , hófleg blanda af byggð og strjálbýli og fleira . Þegar fólk var spurt um hvað því dytti fyrst í hug þegar Akranes væri nefnt nefndu 19,4% fótbolta og 5,7% ÍA . 17,8% nefndu Sementsverskmiðjuna , 9,9% Hvalfjarðargöngin og 7,4% Akraborgina .
Eins og fram hefur komið hér á vefsíðunni hlaut æskulýðsheimilið Arnardalur viðurkenningu bæjarráðs fyrir góðan rekstur á árinu 2004 . Af því tilefni heimsótti bæjarráð starfsmenn Arnardals í morgun , ásamt formanni tómstunda - og forvarnarnefndar , bæjarstjóra og bæjarritara og afhenti þeim viðurkenninguna , 500 þús.kr. , til kaupa á tækjum og áhöldum eða annarra skilgreindra verkefna . Á myndinni eru f.v . Einar Skúlason , æskulýðsfulltrúi , Anna Margrét Tómasdóttir , tómstundafulltrúi , Hjördís Hjartardóttir , formaður tómstunda - og forvarnarnefndar , Guðmundur Páll Jónsson , forseti bæjarstjórnar , Gísli Gíslason , bæjarstjóri , Kristján Sveinsson , bæjarfulltrúi og Gunnar Sigurðsson , bæjarfulltrúi .
14. janúar 2005 Íþróttamenn ársins á Akranesi 2004 Badmintonfélag Akraness hlaut við athöfn á þrettándanum viðurkenningu fyrir að vera félag ársins 2004 og fékk af því tilefni 100 þús.kr. styrk . Badmintonfélagið hefur lagt sig fram um allir geti verið þátttakendur í starfi félagsins , bæði þeir sem vilja " bara " vera með og og ekki síður hina sem leggja mikið á sig til að ná sem bestum árangri í keppni og eru í fremstu röð íþróttamanna . Það var Sólveig Reynisdóttir , sviðsstjóri fjölskyldusviðs , sem afhenti fulltrúa Badmintonfélagsins viðurkenninguna . Að undanförnu hafa sviðsstjórar fjölskyldusviðs , menningar - og fræðslusviðs og tómstunda - og forvarnarsviðs ásamt starfsmönnum ráðgjafa - og sérfræðiþjónustu Akraneskaupstaðar komið saman einu sinni í mánuði og borið saman bækur sínar um málefni barna og unglinga á Akranesi . Talsvert brotfall er í þátttöku barna og unglinga í íþrótta - og æskulýðsstarfi og leiða má af því líkur að sú mikla krafa um keppni , æfingar og frammistöðu hafi þar einhver áhrif . Hugmyndin með viðurkenningu til einhvers af hinum mörgu íþrótta - og æskulýðsfélögum sem starfa á Akranesi er að hvetja til þess að hægt sé að sameina það markmið " að vera með og þátttakandi " og hlúa að okkar stóra hópi afreksfólki . Leitað var til formanns stjórnar og hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og ákvað hið nýja hafnasamlag að bjóða okkur Skagamenn velkomna til samstarfs með því að veita 100 þús.kr. styrk og gera þar með viðurkenningu til félags ársins að veruleika .
Akraneskaupstaður styrkir hamfarasvæði í SA-Asíu 17. janúar 2005 Jón Pálmi bæjarritari , Lárus Guðjónsson formaður Akranesdeildar og Lilja Halldórsdóttir starfsmaður Akranesdeildar Á fundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 11. janúar síðastliðinn var meðal annars samþykkt að veita kr. 500.000 , - styrk til aðstoðar fórnarlömbum flóðanna í suðaustur Asíu . Var þess óskað að Rauði kross Íslands myndi annast ráðstöfun styrksins og veittu þau Lilja Halldórsdóttir og Lárus Guðjónsson , starfsmenn Akranesdeildar Rauða kross Íslands , styrknum viðtöku af Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara .
Opnun tilboða í jarðvinnu og lagnir í Flatahverfi , klasa 5 og 6 18. janúar 2005 Í dag , þriðjud. 18. janúar , voru opnuð tilboð í verkið " Flatahverfi - klasi 5 og 6 : Jarðvinna og lagnir " . Opnunin fór fram á skrifstofu tækni - og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar að Dalbraut 8 . Eftirtalin tilboð bárust , en bæjarráð á eftir að taka afstöðu til þeirra : Skóflan hf . Þróttur ehf ( frávikstilboð ) ( PP lagnir bæði í skólp - og regnvatnslagnir Kostnaðaráætlun hönnuða Ekki var óskað eftir bókunum eftir opnun .
Brúðuleikhúsið Númi í heimsókn í Garðaseli 27. janúar 2005 Brúðuleikhúsið Númi á ferð og flugi var í heimsókn í leikskólanum Garðaseli í vikunni , en það er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar . Slysavarnadeilda kvenna á Akranesi styrkti sýninguna um 20.000 kr . Landsbjörg hefur í gegnum tíðina unnið ötullega að barnaslysavörnum og hefur nú fengið Brúðuleikhús Helgu Steffensen til liðs við sig og sett upp þetta verk Númi á ferð og flugi . Verkið er byggt á bókinni Númi og höfuðin sjö eftir Sjón . Sagan fjallar um strák sem lendir í miklum hrakningum þar til einn góðan veðurdag að hann fer að nota höfuðið og hugsa um afleiðingar uppátækja sinna . Markmiðið með sýningunni er að vekja börn til umhugsunar um þær hættur sem leynast í nánasta umhverfi þeirra . Óhætt er að segja að sýningin hafi hitt í mark því stundum mátti heyra saumnál detta í Garðaseli þar sem 98 börn voru samankomin svo hrifin voru þau . Mikil ánægja var með þessa skemmtilegu sýningu þar saman fóru skemmtun , fróðleikur og söngur . Sjá myndir
Bygging nýrrar sjúkradeildar við Dvalarheimilið Höfða 8. febrúar 2005 Stjórn Dvalarheimilisins Höfða hefur samþykkt að taka upp viðræður við stofnaðila heimilisins um hvort sækja eigi um til ríkisins fjárveitingu til byggingar nýrrar sjúkradeildar , að hluta til lokaðrar deildar fyrir heilabilaða . Ef af verður er gert ráð fyrir að umrædd bygging myndi rísa norðaustan við dvalarheimilið í átt að Innnesvegi . Bæjarráð Akraness hefur nú þegar fagnað hugmyndum stjórnar Höfða varðandi ofangreinda samþykkt og er gert ráð fyrir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið á næstu vikum varðandi málið .
Á föstudögum er sameiginleg söngstund allra deilda í leikskólanum Vallarseli . Að þessu sinni fengum við góða gesti í heimsókn . Fjórir nemendur Tónlistarskólans á Akranesi sóttu okkur heim . Það væri þó ekki í frásögu færandi nema af því að gestirnir eru allir fyrrverandi nemendur Vallarsels . Þeir héldu okkur glæsilega tónleika . Allir í Vallarseli kunnu vel að meta þessa heimsókn , jafnt yngri sem eldri .
Styrkir til íþrótta - og tómstundafélaga á Akranesi Forsvarsmenn íþrótta - og tómstundafélaga ÍA Afhending styrkja á vegum Akraneskaupstaðar til íþrótta - og tómstundafélaga á Akranesi vegna barna - og unglingastarfs fór fram föstudaginn 11. mars , kl : 16:00 í Bíóhöllinni . Veittir voru styrkir að upphæð 1,7 milljónir kr. til félaganna að þessu sinni en það er gert tvisvar á ári , annars vegar fyrir tímabilið janúar - júní og hins vegar fyrir júlí - desember . Að þessu sinni skiptist styrkurinn á milli þrettán félaga sem hafa verið með félagsstarf fyrir unglinga á aldrinum 6 - 19 ára . Við sama tækifæri afhenti Íþróttabandalag Akraness viðbótar styrk að upphæð 3 milljónir kr. sem skiptist á öll aðildarfélög ÍA og voru notaðar við skiptinguna sömu aðferðir og Akraneskaupstaður notar til þessara styrkveitinga að því undanskildu að ekkert aðildarfélag fékk minna en 100.000 kr . Það má segja að þessir peningar séu afrakstur sem orðið hafi til vegna sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni , sem unnu í sjálfboðavinnu við byggingu íþróttamannvirkja á Akranesi , í tíu ára framkvæmdasamningi sem ÍA og Akraneskaupstaður gerðu sín á milli á árunum 1994 - 2004 og gerður var upp nú nýlega . Þá voru veittar viðurkenningar vegna Íslands - og bikarmeistaratitla sem iðkendur íþrótta á Akranesi fengu á árinu 2004 , en samtals voru það 81 titlar í 8 íþróttagreinum , þ.e. knattspyrnu , sundi , badminton , fimleikum , golfi , keilu , íþróttum fatlaðra og línudansi . Þessi árangur sýnir okkur að framtíðin á Skaganum er björt og vel virðist unnið á flestum vígstöðvum . Að lokinni afhendingu var gestum boðið upp á kvikmyndasýningu og virtust allir skemmta sér hið besta eins og vera ber .
Nýr pistill Kristjáns Sveinssonar , bæjarfulltrúa , hefur verið birtur hér á heimasíðunni en þar segir m.a. : " Það að vera eignaraðili að Orkuveitu Reykjavíkur og að eiga þar stjórnarmann hefur nú m.a. átt þátt í því að við erum fyrsta bæjarfélagið sem tekur þátt í því með Orkuveitunni að leggja ljósleiðara inn á hvert heimili og fyrirtæki og munum við verða þar í fararbroddi sem mun leiða til þess að við verðum samkeppnishæfari við önnur byggðarlög . " Smellið hér til að lesa pistilinn í heild sinni .
Grundaskóli vinnur Íslensku menntaverðlaunin Forseti Íslands ásamt vinningshöfum ÍM 2005 Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands , veitti í gærkvöldi Íslensku menntaverðlaunin í fyrsta sinn . Athöfnin fór fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði . Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er skemmst frá því að segja að Grundaskóli á Akranesi hlaut verðlaunin í flokki þeirra skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi . Stjórnendum , kennurum , öðrum starfsmönnum og ekki síst nemendum skólans eru færðar innilegustu hamingjuóskir með þennan mikilvæga áfanga og viðurkenningu á því öfluga og góða starfi sem fram fer í Grundaskóla . Allir bæjarbúar á Akranesi geta einnig glaðst yfir þessari viðurkenningu og þeim sóma sem skólastarfi á Akranesi er sýndur með þessu .
Þuríður Skarphéðinsd . tók þátt í hlaupinu ásamt stórfjölskyldunni . Á heimasíðunni www.hlaup.is má finna umfjöllun um Akraneshlaupið sem fram fór um þarsíðustu helgi . Þar segir m.a. : " Akraneshlaupið fór fram í 14. skipti um síðustu helgi . Veðrið var frábært , en oft hefur gustað á hlaupara á Skaganum undanfarin ár . Framkvæmd hlaupsins var með miklum ágætum . Hlaupaleiðin vel merkt , brautarverðir víða og allur viðurgjörningum góður . Auk þess má geta þess að útdráttarverðlaun voru mjög glæsileg . " Síðar í fréttinni furðar höfundurinn sig á því að þátttaka hafi ekki verið betri en raun var , þ.e.a.s. í lengri vegalengdunum : " Þar sem mikill metnaður er ávallt lagður í framkvæmdina , brautin góð og gott veður núna þá er undarlegt að svo fáir skyldu taka þátt í lengri vegalengdunum . Í 10 km voru einungis 27 og 48 í hálfmaraþoni , samanlagt 75 sem er það fæsta síðan árið 2000 . Hver er ástæðan fyrir þessari fækkun ? Er að fækka í þeim hópi sem stundar hlaup reglulega ? Taka hlauparar þátt í færri hlaupum en áður - leggja e.t.v. meira upp úr undirbúningi fyrir tiltekin hlaup ? Spyr sá sem ekki veit . " Þeir sem vilja lesa fréttina á hlaup.is í heild sinni geta smellt hér > Þátttaka í skemmtiskokkinu var góð og Þuríður Skarphéðinsdóttir og fjölskylda voru meðal þeirra sem ekki létu sitt eftir liggja . Þuríður mætti ásamt börnum sínum , tengdabörnum og barnabörnum og mættu aðrir taka þessa öflugu fjölskyldu sér til fyrirmyndar .
Alls tóku um 250 konur þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ hér á Akranesi sl. laugardag . Upphitun var á plani Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum en síðan ræsti Ingunn Ríkharðsdóttir varaformaður ÍA hlaupið . Hlaupið var upp í Skógrækt þar þátttakendur fengu verðlaunapening og boðið var uppá ávexti og Egils Kristal . Blíðskaparveður var þennan dag og tókst hlaupið mjög vel og er stefnt að því að gera enn betur á næsta ári . Búið er að setja myndir frá hlaupinu inn á myndasafnið á www.ia.is .
Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson , forseti bæjarstjórnar Á bæjarstjórnarfundi í gær samþykkti bæjarstjórn Akraness samhljóða að Guðmundur Páll Jónsson , bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn á Akranesi , verði forseti bæjarstjórnar Akraness síðasta ár kjörtímabilsins og einnig var samþykkt að Magnús Guðmundsson verði varaforseti sama tímabil . Kjör í bæjarráð - Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag voru þeir Sveinn Kristinsson , Guðmundur Páll Jónsson og Gunnar Sigurðsson kosnir til setu í bæjarráði Akraness . Reiknað er með að á næsta fundi bæjarráðs verði Sveinn Kristinsson oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi , kjörinn formaður bæjarráðs .
Hið árlega Faxaflóamót Siglingaklúbbsins Brokeyjar í Reykjavík hefst í dag þegar glæsilegar skútur verða ræstar af stað í æsispennandi siglingu frá Reykjavík og upp á Skaga . Keppnin hefst kl. 16:00 í Reykjavíkurhöfn og er áætlað að fyrstu skúturnar sigli inn í Akraneshöfn um kl. 18:00 , en veður og vindar hafa að sjálfsögðu mikið að segja um hversu lengi skúturnar eru á ferðinni . Ástæða er til að hvetja Skagamenn til að mæta niður að höfn og taka á móti skútunum , enda eflaust tignarlegt að sjá skúturnar svífa seglum þöndum að landi . Skúturnar hefja svo seinni umferð siglingamótsins kl. 10:00 í fyrramálið þegar ræst verður í Akraneshöfn aftur til Reykjavíkur . Faxaflóamótið er haldið í samstarfi við Akraneskaupstað , sem veitir vegleg verðlaun við athöfn sem fram fer á Hótel Barbró á Akranesi í kvöld .
Reglur um sérstakar húsaleigubætur samþykktar í bæjarstjórn 21. febrúar 2006 Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 14. febrúar s.l. reglur um sérstakar húsaleigubætur og gilda þær frá 15. febrúar 2006 . Þessar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa , þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika . Húsaleigubæturnar er fjárstuðningur bæjarins til greiðslu húsaleigu á almennum markaði umfram almennar húsaleigubætur og er gert ráð fyrir í reglunum að aðstæður umsækjenda séu metnar út frá ákveðnum viðmiðum . Smellið hér til að lesa reglur Akraneskaupstaðar um sérstakar húsaleigubætur .
Á fundi sínum hinn 16. febrúar sl. fól bæjarráð Helgu Gunnarsdóttur , sviðsstjóra fræðslu - , tómstunda - og íþróttasviðs að undirbúa uppsetningu á lausri kennslustofu við leikskólann Garðasel en í minnisblaði sínu til bæjarráðs hafði Helga bent á aukna þörf fyrir dagvistarrými í bænum . Brugðið er til þessarra úrræða þar sem útlit er fyrir að ekki verði hægt að anna eftirspurn eftir dagvistarrými miðað við óbreyttar aðstæður . Allir leikskólar bæjarins hafa verið nýttir meira en 100% og er ástæðan fyrir þessum breytingum einkum breyttar óskir foreldra . Sífellt fleiri óska eftir lengri leikskóladvöl en eftirspurn eftir að hefja leikskóladvöl eftir hádegið hefur minnkað mikið . Einnig er mikil eftirspurn eftir 6 klst. dvöl , þ.e. frá kl. 08:00 til 14:00 . Hugmyndir um lausa kennslustofu hafa verið kynntar og ræddar við leikskólastjóra Garðasels sem hefur lýst yfir vilja til samvinnu um þessa leið . Stefnt er að því að koma þessu kennsluhúsnæði fyrir utan við girta lóð Garðasels og skapa þar aðstöðu fyrir elstu börn leikskólans .
Eins og sjá má , ríkir gleði á æfingum Kirkjukórs Akraness . Sveinn Arnar Sæmundsson í hópi " stúlkna " úr altrödd kórsins Nú standa fyrir dyrum vortónleikar Kirkjukórs Akraness og verða þeir haldnir föstudagskvöldið 21. apríl í safnaðarheimilinu Vinaminni , Akranesi . Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvenna tónleika þetta kvöld , fyrri tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og hinir síðari kl. 22:00 . Efnisskráin verður mjög fjölbreytt . Flutt verða íslensk ættjarðar - og þjóðlög , einsöngur , dúettar og óperukórar , m.a. úr Carmen , La Traviata , Sígaunabaróninum og fleira . Stórsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir , Óskar Pétursson og Auður Guðjohnsen , ásamt hinum bráðflinka píanista Jónasi Þóri , koma fram með kórnum . Hægt er að lofa mikilli gleði og fagurri tónlist þetta kvöld og í lok beggja tónleikanna verður fjöldasöngur og einstök , eftirminnileg uppákoma . Forsala aðgöngumiða verður í versluninni Bjargi , Stillholti 14 Akranesi , dagana 18. og 19. apríl . Miðaverð er kr. 1500 .
Sunddagur fjölskyldunnar haldinn á sunnudaginn í Jaðarsbakkalaug frá kl. 10 - 16 3. maí 2002 Sundfélag Akraness og Akraneskaupstaður bjóða bæjarbúum frítt í Jaðarsbakkalaug næstkomandi sunnudag . Ákveðið hefur verið að " Sunddagur fjölskyldunnar " verði haldinn sunnud. 5. maí nk. kl. 10 - 16 og er dagskráin sniðin fyrir alla aldurshópa . Sunddagurinn er í samvinnu við alþjóðlegan dag fjölskyldunnar . Dagskráin er eftirfarandi :
Vel heppnuð heimsókn 10. bekkinga frá Svíþjóð 6. maí 2002 10. bekkirnir í Grundaskóla tóku á móti nemendum úr 10. bekk frá Tranås í Svíþjóð dagana 2. maí til 5. maí . Í hópnum voru 23 nemendur en auk þeirra voru 4 fullorðnir með í för . Hópurinn var hér á Íslandi í viku skólaferðalagi og eyddi þremur dögum hér á Akranesi . Heimsóknin var í alla staði mjög vel heppnuð . Sænsku krakkarnir voru í heimagistingu og auk þess var farið í ferð að Lýsuhóli á Snæfellsnesi og gist þar frá föstudegi til laugardags . Undirbúningur að heimsókninni hefur staðið yfir í vetur og hafa nemendur verið í bréfaskriftum við Svíana frá því í haust . Lagt var upp með þessa heimsókn sem lífsleikni , sem er hluti af námi í grunnskólanum og sérstök námskrá er þar um . Þetta var því líka liður í enskunáminu . Foreldrum 10. bekkinga eru færðar þakkir fyrir góðan stuðning og frábæra gestrisni . Sænsku kennararnir voru mjög hrifnir af Skagakrökkunum , fannst þau standa sig vel og getum við því verið stolt og ánægð með frammistöðu þeirra . Kennararnir voru búnir að setja sig í samband við marga skóla á Reykjavíkursvæðinu , en enginn treysti sér til að taka á móti þeim . Okkar krökkum fannst þetta áhugavert og ögrandi og stungu upp á því að bjóða þeim heim til sín og sýna með því íslenska gestrisni í verki . Heimsókn í Steinaríkið setti svo punktinn yfir i-ið hjá sænsku kennurunum og voru þeir frá sér numdir af hrifningu yfir safninu og sögðust öll ætla að koma aftur til Íslands .
Akraneskaupstaður fyrirhugar samstarf við Reykjavíkurborg um launamál 4. maí 2006 Í framhaldi af yfirlýsingu stjórnar Starfsmannafélags Akraness um fyrirhugaðan samruna við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti bæjarráð á fundi sínum í dag eftirfarandi : " Á undanförnum árum hefur samvinna og samstarf milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar stöðugt aukist . Nægir þar til að nefna samstarf í Orkuveitu Reykjavíkur , sameiningu hafna við Faxaflóa og almenningssamgöngur . Svæðið er því orðið eitt atvinnu - og þjónustusvæði . Akraneskaupstaður samþykkir því að leitað verði eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa - og kjaramál , enda verði tillaga stjórnar Starfsmannafélags Akraness um sameiningu þess félags við Starfsmannafélag Reykjavíkur samþykkt á almennum félagsfundi og Reykjavíkurborg samþykki fyrir sitt leyti að gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað verði á hendi hins sameinaða stéttarfélags . Ákvörðun þessi er tekin að fenginni yfirlýsingu Starfsmannafélags Akraness um viðræður um sameiningu félagsins við Starfsmannfélag Reykjavíkurborgar . Bæjarstjóra og bæjarráði er falið að óska eftir viðræðum við borgaryfirvöld um málið . ”
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr Húsverndunarsjóði 8. maí 2006 Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu byggingarnefndar um úthlutun á einni milljón króna framlagi til endurbóta á húseiginni Vesturgötu 40 , “ Læknishúsi ” sem er í eigu hjónanna Ernu B. Markúdóttur og Antons S. Agnarssonar . Styrkurinn er hugsaður til viðhalds og endurgerðar hússins utanhúss , en húsið er byggt árið 1895 af Ólafi Finsen lækni og er eitt það elsta á Akranesi sem enn er búið í og hefur verið vel viðhaldið . Umsögn byggingarnefndar má lesa í heild sinni hér
Þann 10. maí var hið árlega blöðruskokk í lheilsuleikskólanum Garðaseli . Þessi dagur er á alþjóðavísu tileinkaður hreyfingu og því vel við hæfi að fara út og hreyfa sig . Eftir að hafa gert upphitunaræfingar eins og sönnum skokkurum sæmir skokkuðu nemendur og starfsfólk Garðasels um nánasta umhverfi skólans bæði fyrir og eftir hádegi . Elstu nemendur skólans eru að taka þátt í skokkinu í fjórða sinn og eru klárlega orðin vön að skokka og eiga mjög auðvelt með það . Smellið hér til að skoða fleiri myndir . Þá finnst þeim það mjög skemmtilegt og ekki er laust að við sumum hlaupi kapp í kinn . Markmiðið með skokkinu er þó bara að hreyfa sig saman og njóta þeirrar vellíðunar sem hreyfingin veitir . Á skólaárinu eru þrjú skemmtiskokk í Garðaseli ; í september er snúðaskokk , í maí er blöðruskokk og í íþróttavikunni í júní er Svala-skokk .
Breyting á reglum um lækkun fasteignaskatts 12. maí 2006 Bæjarráð hefur samþykkt samhljóða tillögu gjaldskrárnefndar um breytingu á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega , en gjaldskrárnefnd hefur undanfarið unnið að tillögugerð að stefnu Akraneskaupstaðar í gjaldskrármálum . Breytingin gerir m.a. ráð fyrir að lækkanir verði tekjutengdar og nái eingöngu til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega og verður viðmið stofn til útreiknings tekjuskatts , útsvars og fjármagnstekjuskatts á grundvelli staðfests skattframtals . Reglurnar eru hliðstæðar reglum í öðrum viðmiðunar sveitarfélögum .
Nú síðdegis voru undirritaðir samningar á milli Akraneskaupstaðar og sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar um samstarf í hinum ýmsu málaflokkum . Akraneskaupstaður , Leirar - og Melahreppur , Skilmannahreppur , Hvalfjarðar-strandarhreppur og Innri - Akraneshreppur skipuðu síðasta haust starfshóp til að endurskoða samstarfssamninga á milli sveitarfélaganna , skoða nýja samstarfsfleti og endskoða skipulagsskrár tveggja sameignarstofnana , Dvalarheimilisins Höfða og Byggðasafnsins í Görðum . Samstarfshópinn skipuðu frá Akraneskaupstað þeir Guðmundur Páll Jónsson , bæjarstjóri og Jón Pálmi Pálsson , bæjarritari . Frá hreppnum voru þau Jón Haukur Hauksson , lögmaður og Ása Helgadóttir oddviti . Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til sveitarstjórnanna í marsmánuði og hafa sveitarfélögin nú samþykkt samningana og skipulagsskrárnar og voru þeir undirritaðir í Safnaskálanum að Görðum nú síðdegis . Samningar sem hér um ræðir eru eftirfarandi : Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnareftirlit Samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félags - og íþróttamála Samstarfssamningur um félagsstarf aldraðra Samstarfssamningur um bókasafnsþjónustu Samningur um meðferð og eyðingu sorps Samkomulag um rekstur tónlistarskóla Skipulagsskrá fyrir Dvalarheimilið Höfða , Akranesi Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum . Einnig var undirrituð viljayfirlýsing um skoðun á frekara samstarfi sveitarfélaganna , m.a. á sviði almenningsíþrótta og útivistar , barnaverndar - og félagsmála og safnamála . Samningarnir sem hér um ræðir eru að megin stofni til endurnýjun á fyrri samningum ásamt nýjum samningum á sviði félags - og íþróttamála sem auka enn á mikið og farsælt samstarf á milli sveitarfélagnna , jafnframt eru skipulagsskrár sameignarstofnana endurskoðaðar og gerðar skilvirkari til samræmis við kröfur samtímans .
Samtök dagforeldra á Akranesi hafa ákveðið að hækka gjaldskrá sína frá og með 1. ágúst n.k . Gjaldskrá vegna daggæslu hækkar um 27,8% og matargjald hækkar um 9,1% . Gjaldskráin er einungis ætluð til nota fyrir dagforeldra sem hafa leyfi félagsmálaráðs Akraness til að taka börn í daggæslu . Öðrum er óheimilt að taka börn í gæslu gegn gjaldi . Dagforeldrum ber skylda til að sýna foreldrum gjaldskrána og gera þeim grein fyrir einstökum liðum hennar þegar barn byrjar í daggæslu .
Heilu fjölskyldurnar tóku þátt í hlaupinu 2005 Hið árlega Akraneshlaup fer fram laugardaginn 27. maí n.k. en það er kvennanefnd Knattspyrnufélags ÍA sem sér um framkvæmd hlaupsins . Vegalengdir í hlaupi eru 21 km , 10 km og 3,5 km skemmtiskokk , í hjólreiðum 10 km og í göngu 2 km og 3,5 km. 21 km hlaupinu verður startað kl. 10:30 , 10 km hjólreiðum kl. 11:00 og 10 km hlaupi , 3,5 km skemmtiskokki og 2 og 3,5 km göngu kl. 11:30 . Skráning fer fram í Jaðarsbakkalaug frá 19. maí og fram að hlaupadegi . Einnig er hægt að skrá þátttöku á vefsíðunni www.hlaup.is og á Akratorgi á hlaupadegi . Smellið hér til að lesa auglýsingu kvennanefndar KÍA .
Á síðasta ári ákváðu nokkur sveitarfélög á “ stór höfuðborgarsvæðinu ” að gera úttekt á menningarstarfsemi í sveitarfélögunum og kanna samstarfsmöguleika á sviði menningarmála . Sveitarfélögin eru ásamt Akraneskaupstað , Reykjavík , Árborg , Hafnarfjörður og Reykjanesbær . Tilgangur skýrslunnar var að benda á markmið og leiðir til að auka samstarf sveitarfélaga á Suðvesturlandi á sviði menningarmála . Fjallað er um styrkleika , veikleika og sóknarfæri sveitarfélaganna og menningarstofnana með tilliti til samstarfs í þágu öflugra menningarlífs og betri þjónustu við íbúa og ferðamenn ásamt formlegum tillögum til eflingar á samstarfi sveitarfélaganna . Í skýrslunni kemur m.a. fram að framlög Akraneskaupstaðar til menningarmála er hlutfallslega meira en í hinum sveitarfélögunum . Skýrslan er unnin af ReykjavíkurAkademíunni en af hálfu Akraneskaupstaðar starfaði bæjarritari , Jón Pálmi Pálsson , að skýrslunni . Til að kynna sér skýrsluna í heild sinni , smellið hér
Kappróðrarsveitin " Sjóhattar " á æfingu í morgun Nú fyrir stundu náðust einstakar ljósmyndir af kappróðrarsveit starfsmanna Akraneskaupstaðar , " Sjóhöttunum " þar sem sveitin var við æfingar í Akraneshöfn . Greinilegt var að sveitin hafði æft stíft því samhæfing og árastrokur sveitarinnar voru nánast listfengar svo aðdáun vakti . Ekki náðist í skipstjóra eða aðra sveitarmenn og Helga Gunnarsdóttir landformaður sveitarinnar vildi ekki tjá sig um sigurhorfur hennar að svo stöddu . Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í Hátíð hafsins á morgun og hvetja sína sveit í kappróðrinum .
Börn og starfsfólk leikskólanna á Akranesi bjóða bæjarbúum á vorsýningu sína í Listasetrinu Kirkjuhvoli . Sýningin opnar laugard. 25. maí nk. kl. 15:00 og er opin til og með sunnud. 2. júní . Sýndir verða ýmsir listmunir úr starfi síðasta vetrar . Komið og skoðið afrakstur vetrarstarfsins hjá börnunum .
Beint og óbeint kemur Akraneskaupstaður að útgáfu ýmiskonar kynningarefnis um Akranes og næsta nágrenni . Vegna fjölda fyrirspurna skal hér bent á ýmislegt nýlegt útgefið efni : Akranes og nágrenni - yfirlitskort . Endurútgáfa með breytingum af gönguleiðakorti , götukorti , Akrafjalli , reiðleiðum , listaverkum og fl . Tilvalið fyrir heimamenn sem gesti . Safnasvæðið á Akranesi . Bæklingar á íslensku og ensku um þau fjögur söfn sem mynda Safnasvæðið að Görðum . Fjallið , fjaran , fólkið . Endurútgáfa með leiðréttingum af bæklingi um Akranes . Geymir götukort og lýsingu af bænum og sérkennum hans . Er að þessu sinni gefinn út á ensku og íslensku . Eldra upplag af þýskri útgáfu þessa bæklings verður notað meðan endist . Írskir dagar . Kynningarbæklingur um írska daga á Akranesi 11. - 14. júlí í sumar . Sumarstörf 2002 . Æskulýðs - og félagsmálaráð gefur árlega , á hverju vori , út rit um störf og afþreyingarmöguleika unga fólksins . Menning og listir . Bæklingur fráfarandi menningarmála og safnanefndar um menningartengda starfsemi á Akranesi ; listir , handverksfólk , tónlistarfólk og fleira . Púlsinn . Skólablað Grundaskóla kom út í maímánuði . Vandað og skemmtilegt skólablað . Árbók Akraness 2002 . Útgefandi Uppheimar , útgáfufyrirtæki Kristjáns Kristjánssonar rithöfundar og bæjarlistamanns . Þett er annað árið í röð sem árbókin kemur út en á síðasta ári var hún lang-söluhæsta bókin á Akranesi . Bókin er vönduð í alla staði , prýdd fjölda ljósmynda , frásögnum af fólki , íþróttaannáll og m.m. fleira alls um 240 bls . Hægt er að nálgast þetta efni á upplýsingamiðstöðvum bæjarins á Görðum og Kaffi 15 auk Olís-nestis og víðar . Árbók Akraness er seld í áskrift og bókabúðum .
Gísli bæjarstjóri , ánægðir foreldrar og Skagamaður nr. 6.000 Aðfaranótt þriðjudagsins 6. febrúar sl. kom sexþúsundasti Akurnesingurinn í heiminn en þá fæddist hárprúð og falleg lítil stúlka á Sjúkrahúsinu á Akranesi . Þessi tímamóta-Skagamaður vóg 15 merkur og var 52 cm við fæðingu – sem sagt hin myndarlegasta stúlka . Móður og barni – og föður – heilsast vel og eru þeim færðar innilegustu hamingjuóskir frá starfsfólki Akraneskaupstaðar . Vel fór á með bæjarstjóranum og stúlkunni knáu Þegar Gísli S. Einarsson , bæjarstjóri heimsótti þessa hamingjusömu fjölskyldu á sjúkrahúsið í gær var stúlkan knáa hin rólegasta og fór vel á með henni og bæjarstjóranum . Foreldrar stúlkunnar eru þau Eva Lind Matthíasdóttir og Gunnar Þór Gunnarsson .
Tilkynningar um vanskil hjá Bókasafni Akraness verða frá 1. apríl sendar lánþegum í tölvupósti Lánþegar hjá Bókasafni Akraness eru vinsamlegast beðnir að athuga að frá og með 1. apríl n.k. fá þeir sem hafa skráð netfangið sitt hjá bókasafninu allar tilkynningar um vanskil sendar í tölvupósti . Þeir sem eru ekki með netfang skráð hjá safninu fá áfram sendar tilkynningar í venjulegum pósti . Starfsfólk bókasafnsins biður lánþega sína að hafa eftirfarandi í huga : · Lest þú tölvupóstinn þinn reglulega ? – ef ekki þá er betra að ekkert netfang sé skráð ! · Er barnið þitt skráð með netfang ? · Er betra að þitt netfang sé skráð í stað netfangs barnsins ? Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk bókasafnsins í síma 433 1200 . Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið bokasafn@akranes.is
Sýningin ,, Á fermingardaginn " í Kirkjuhvoli Ljósmyndasafn Akraness hefur opnað sýninguna Á fermingardaginn í Listasetrinu Kirkjuhvoli . Þema sýningarinnar er fermingarljósmyndir og má sjá þróun þeirra frá fyrri hluta 20. aldar til dagsins í dag . Elsta fermingarmyndin er frá 1919 en sú yngsta frá 18. mars 2007 . Sjá má einstaklings - og hópmyndir og myndir af fermingarbörnum fimmtíu árum síðar . Fjöldi mynda frá fjölskyldu séra Jóns M. Guðjónssonar prýðir sýninguna , bæði fermingarmyndir og myndir frá kirkjulegum athöfnum fermingarinnar . Séra Jón var prestur við Akraneskirkju frá 1946 - 1975 en hann átti hugmyndina að því að kyrtlar yrðu notaðir við fermingarathafnir á Íslandi . Á sýningunni er m.a. ungri stúlku , Hafdísi Ingimarsdóttur , fylgt eftir á fermingardaginn , en hún fermdist 18. mars sl . Fréttatilkynning frá Ljósmyndasafni Akraness / rþ
Nemendafélag Grundaskóla þakkar frábærar viðtökur á söngleiknum Draumaleit . Söngleikurinn hefur slegið ærlega í gegn og hafa nú um eitt þúsund gestir mætt á sýningu . Uppselt er á sýninguna í kvöld en hún átti að vera lokasýning . Fullt hefur verið út úr húsi sýningu eftir sýningu og hefur verið ákveðið vegna fjölda áskorana að fjölga sýningum um tvær . Aukasýningar verða föstudaginn 4. maí kl. 20:00 og sunnudaginn 6. maí kl. 18:00 .
Undanfarna daga hafa staðið yfir sérstakir hreinsunardagar á Akranesi , en það er umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar sem stendur fyrir átakinu . Íbúar og eigendur fyrirtækja og stofnana eru hvattir til að taka vel til hendinni og láta ekki sitt eftir liggja svo bærinn verði okkur öllum til sóma . Sérstakir gámar eru staðsettir á þremur stöðum í bænum til að auðvelda aðilum að losna við það sem til fellur við tiltektina : Á plani við Nótastöðina ( hafnarsvæði ) , við horn Vesturgötu og Vallholts og á bílastæði í Jörundarholti . Þeir sem ekki hafa þegar komist í tiltektina eru áfram hvattir til góðra verka . Sjá nánar
Á fundi bæjarráðs þann 10. maí s.l. afhentu fulltrúar íbúa á “ neðri skaga ” undirskrift 602 íbúa þar sem “ mótmælt er harðlega þeirri lyktarmengun sem kemur frá Síldar og Fiskimjölsverksmiðju HB Granda og hausaþurrkun Laugafisks ehf . Þar sem þessi fyrritæki eru ekki að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í útgefnum starfsleyfum , þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um , förum við fram á að starfsleyfi þeirra verði afturkölluð tafarlaust þar til viðundandi laust hefur fundist ” eins og segir í yfirskrift undirskriftarlistanna . Bæjarráð átti ítarlegar viðræður við fulltrúa íbúana ásamt fulltrúa Heilbrigðisnefndar Vesturlands og fulltrúa Umhverfisstofnunar og samþykkti að loknum eftirfarandi : Bæjarráð tekur undir með fulltrúum íbúana um að óþolandi sé ef ekki er farið eftir útgefnu starfsleyfi fyrirtækjanna . Bæjarráð harmar framkomnar upplýsingar og óskar eftir sem fyrst , skýringum og greinargerð frá UST og HEV varðandi málið áður en bæjarráð tekur afstöðu til erindisins .
Stórátak í gatnagerð og lýsingu gatna og stíga 3. janúar 2008 Fyrirhugað er stórátak í gatnagerð og lýsingu gatna og stíga á árinu 2008 , en bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á fundi sínum 18. des. s.l. tillögu um að fela tækni - og umhverfissviði að bjóða út öll útboðsverk varðandi gatna - og stígagerð þannig að hægt verði að ganga frá samningum um verkin eigi síðar en um mánaðamótin janúar / febrúar 2008 . Leitast skal við að einstaklingum og fyrirtækjum verði gefinn kostur á að ganga inn í sömu einingaverð og bærinn nýtur við framkvæmdir sínar í viðkomandi götum eða hverfum á hverjum tíma . Einnig skal tækni - og umhverfissvið gera ráð fyrir eftirfarandi framkvæmdum varðandi lóðamál , í gatnagerð , gangstígum og gangstéttum á árinu 2008 . Bæjarstjórn felur sviðsstjóra tækni - og umhverfissviðs að hefja nú þegar undirbúning að nauðsynlegum útboðum verkefna : Gatnagerð · Skógahverfi – 1. áfangi · Skógahverfi - 2. áfangi · Flóahverfi · Þjóðbraut · Vörubílastæði · Höfðasel · Stillholt - Vesturgata að Kalmansbraut , gangstéttar
Álagningaprósenta fasteignagjalda á Akranesi lækkuð um 15% 18. janúar 2008 Í byrjun ársins ákvað bæjarstjórn Akraness að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda vegna ársins 2008 . Um er að ræða lækkun á álagningarprósentu frá fyrra ári sem nemur u.þ.b. 15% sem stafar af því að fasteignamat á milli áranna 2007 / 2008 hækkaði um 20% að meðaltali , þannig að ekki er gert ráð fyrir að fasteignagjöld breytist umfram verðlagshækkanir . Þess ber þó að geta að Fasteignamat ríkisins endurmat allar fasteignir og lóðir á árinu 2007 , þannig að breytingar geta verið mismunandi á milli ára hjá einstaka fasteignaeigendum , þótt meðaltalsbreytingar gjalda verði eins og áður sagði um 15% . Álagningaforsendur verða eftirfarandi : Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verður 1.32% af álagningarstofni Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verður 0,31% af álagningarstofni Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verður 1,3% af álagningarstofni Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verður 0,92% af álagningarstofni
Skerða hefur þurft afhendingu á heitu vatni á Akranesi og í Borgarnesi frá því á mánudag . Þetta var gert í öryggisskyni eftir að vatnsborð í heitavatnsgeymum hafði lækkað mjög í kjölfar rekstrartruflana um síðustu helgi . Ekki er útilokað að til frekari skerðinga komi næstu daga . Bæjarfélögin sjálf , sem reka m.a. sundlaugarnar , og Laugafiskur , þar sem skerðingarheimildir eru í samningum , hafa orðið fyrir skerðingunni . Óvíst er hvort ástandið kemur til með að bitna á almennum notendum . Stöðuna nú má rekja til rafmagnsleysis í óveðrinu um síðustu helgi . Þá stöðvuðust dælur og í kjölfarið lækkaði mjög í hitavatnsgeymum . Eftir að dælur fóru af stað brast aðalæð sem leiddi til þess að vatnsborð í tönkum lækkaði enn frekar . Nú er verið að fylla á þá og á vatnsborð að verða viðundandi undir kvöld . Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vesturlandi síðustu ár og hefur það kallað á aukna notkun á heitu vatni . Á Akranesi einu hefur t.a.m. aukningin numið 37% frá árinu 2000 . Akurnesingar og Borgnesingar fá vatn úr Deildartunguhver og fleiri jarðhitasvæðum í héraðinu um lögn sem komin er til ára sinna . Hún er í eigu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar ( HAB ) , sameiginlegs fyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur og ríkisins . Dælugeta á lögninni annar ekki lengur eftirspurn við langvarandi álagstoppa . Næsta sumar verður byggð dælustöð við lögnina sem tryggja mun verulega aukna flutningsgetu hennar . Forstjóri Orkuveitunnar og nýr stjórnarformaður OR auk framkvæmdastjóra HAB hafa fundað með sveitarstjórnarfólki frá Akranesi og Borgarbyggð og farið yfir stöðuna .
Í gær birtist frétt hér á vef Akraneskaupstaðar þess efnis að til stæði að færa “ Sjómanninn ” af Akratorgi og í skógræktina í Garðalundi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á torginu . Torgið skyldi minnkað og að hluta lagt undir bílastæði og listaverkinu því komið fyrir til framtíðar í skógræktinni . Þetta var að sjálfsögðu sett fram í tilefni dagsins , sem var 1. dagur aprílmánaðar . Engu að síður tóku nokkrir bæjarbúar þetta mjög alvarlega og létu vanþóknun sína í ljós yfir þessum fáheyrða dónaskap gagnvart listaverkinu og listamanninum sem skóp það . Auk þess þótti fáranlegt að breyta Akratorgi í bílastæði . Nokkrir lögðu einnig leið sína á torgið til að fylgjast með meintum flutningi listaverksins , sem fram átti að fara síðdegis í gær . Af honum varð þó ekki , eins og áður segir . Sjómaðurinn vaktar Akratorgið enn og mun eflaust halda því áfram um ókomin ár . Allir þeir sem hlupu apríl af þessum sökum eru beðnir velvirðingar á því .
Skrifað undir samninga um nýja slökkvibifreið Í dag voru undirritaðir samningar á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar annars vegar og fyrirtækisins Slökkvi - og umhverfistækni hins vegar um kaup á nýrri og glæsilegri slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar . Bifreiðin , sem er af gerðinni Ford F450 – One Seven er afar vel tækjum búin og hefur auk þess mun meiri slökkvigetu en núverandi tækjakostur slökkviliðsins . Það er því ljóst að með tilkomu hins nýja slökkvibíls er slökkviliðið mun betur í stakk búið til að takast á við krefjandi verkefni . Gert er ráð fyrir að smíðatími bílsins sé um 6 mánuðir frá undirskrift samningsins . Bíllinn ætti því að vera kominn í gagnið síðla næsta haust .
Samkomulag um verklagsreglur og samskipti við Orkuveitu Reykjavíkur Í síðustu viku var undirritað tímamóta samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur ( OR ) varðandi verklagsreglur og samskipti . Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt samkomulag er undirritað við sveitarfélag utan Reykjavíkur . Í lýsingu með fylgiskjali samkomulagins er m.a. fjallað um ábyrgðarskiptingu , áætlanagerð og ákvarðanatöku , undirbúning og hönnun verka , framkvæmd og uppgjör verka o.fl . Stofnaður hefur verið vinnuhópur verklagsreglna sem samanstendur af 3 fulltrúum OR og 3 fulltrúum Akraneskaupstaðar . Endurskoðun á verklagi mun eiga sér stað á árs fresti í fyrsta skipti í apríl 2009 .
Í dag , mánudaginn 21. apríl kl. 17:30 verður haldinn opinn fundur um ýmis málefni Akraneskaupstaðar í bæjarþingsalnum að Stillholti 16 - 18 . Á fundinum verða kynntar ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarins auk þess sem helstu verkefni verða kynnt . Á fundinum gefst bæjarbúum kostur á að ræða bæjarmálin og leggja fram spurningar til bæjarstjóra og annarra stjórnenda bæjarins . Eru bæjarbúar hvattir til að mæta og taka þátt í áhugaverðum fundi um málefni bæjarins .
Bæjarráð stuðlar að heilsueflingu starfsfólks 15. maí 2008 Á 3000. fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var síðdegis í gær var samþykkt einróma tillaga sem stuðla á að heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar . Tillagan er svohljóðandi : “ Bæjarráð Akraness samþykkir að stuðla að heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar með því að styrkja starfsmenn kaupstaðarins sem vilja stunda reglubundna líkamsrækt í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar með árlegu fjárframlagi sem nemur sömu upphæð og árskort í sund kostar á hverjum tíma ( í dag kr. 17.330 . - ) . Greiðslan er miðuð við fullt starf og hlutfallslega miðuð við starfshlutfall , þó þannig að einungis fastráðnir starfsmenn Akraneskaupstaðar í 33% starfshlutfalli og hærra njóta þessarar endurgreiðslu . Greiðsla styrkja fer fram hjá skrifstofu Akraneskaupstaðar gegn framvísun kvittunar á greiðslu árskorts . ” Bæjarráð samþykkir tillöguna . Fram kom á fundinum að tillagan nýtur stuðnings þeirra bæjarfulltrúa sem sátu fundinn og eiga ekki sæti í bæjarráði .
Í gær var haldinn kynningarfundur um móttöku flóttamanna á Akranesi í Tónbergi , en að fundinum stóðu Akraneskaupstaður , Rauði kross Íslands og félags - og tryggingamálaráðuneytið . Húsfyllir var á fundinum og er óhætt að segja að fundargestir hafi almennt lýst yfir stuðningi við og verið einhuga um fyrirhugaða komu flóttamanna til Akraness . Á fundinum kom m.a. fram að auglýst verður eftir húsnæði fyrir flóttafólkið á almennum leigumarkaði . Þannig mun húsnæðisþörf flóttafólksins ekki hafa áhrif á þann biðlista sem er eftir félagslegu húsnæði hjá Akraneskaupstað . Flóttafólkið á rétt á húsaleigubótum samkvæmt reglum eins og aðrir íbúar Akraness en ríkið mun greiða mismuninn á bótunum og leiguverðinu . Auk þessa mun ríkið í gegnum Rauða krossinn sjá þeim fyrir nauðsynlegu innbúi og síma . Flóttamönnum verður tryggð framfærsla frá ríkinu fyrsta árið samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um fjárhagsaðstoð . Fyrir þá sem ekki verða komnir í vinnu á öðru dvalarári þá endurgreiðir ríkissjóður sveitarfélagi kostnað vegna fjárhagsaðstoðar . Skynsamlegt er að þau börn sem kunna að vera á leikskólaaldri fái ” mjúka lendingu ” í okkar samfélagi og lögð verði áhersla á þjónustu sem gerir ráð fyrir sem mestri samveru foreldris og barna á leikskólaaldri fyrstu mánuðina . Um áramót þegar Akrasel verður tilbúið eru næg leikskólarými . Á haustmánuðum verði börnunum séð fyrir umönnun og gæslu í tengslum við íslenskukennslu . Einnig verði leikskólinn kynntur og börnin fari í heimsókn þangað . Síðastliðið haust bættust margir pólskir nemendur í Grundaskóla . Valin var sú leið að koma á fót móttökudeild þar sem nemendur fengu sérhæfða þjónustu auk þess að sækja kennslu í sínum bekkjum . Þetta skipulag virðist henta og því er unnið út frá þeirri hugmynd að mynda slíka móttökudeild í kringum þennan hóp . Móttökudeild er tímabundið úrræði sem getur staðið í allt að tvö ár þar sem stuðningurinn er mestur í upphafi en smá saman tekur nemandinn meiri og meiri þátt í almennu bekkjarstarfi .
Ársreikningar Akraneskaupstaðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 28. maí 2008 Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudaginn 27. maí 2008 voru ársreikningar Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2007 teknir til umfjöllunar . Heildartekjur Akraneskaupstaðar voru á árinu 2007 , 2.838 mkr. sem eru um 128 mkr. umfram fjárhagsáætlun ársins . Rekstrarútgjöld voru 2.817 mkr. án fjármagnsliða sem voru jákvæðir um 140,5 mkr . Rekstarafkoman í heild sinni var þannig jákvæð um 162,4 mkr. , en fjárhagsáætlun gerði hins vegar ráð fyrir halla að fjárhæð 12,3 mkr. , þannig að rekstrarafkoma ársins var um 174,7 milljónum króna betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir . Handbært fé frá rekstri var 410,8 milljónir króna m.v. áætlun sem gerði ráð fyrir 152,7 mkr . Heildar fjárfesting Akraneskaupstaðar á árinu 2007 var 847,5 mkr. og voru stærstu fjárfestingar í skólahúsnæði 305,3 mkr. , og gatnagerð 193,8 mkr. ásamt ýmsum minni framkvæmdum . Eignastaða Akraneskaupstaðar er áfram afar sterk . Heildareignir eru um 9,1 milljarðar króna , þar af eigið fé um 5,7 milljarðar . Langtímaskuldir eru 1.285 milljónir og lífeyrisskuldbindingar eru 1.508 milljónir .
Sameiginlegt námskeið starfsfólks íþróttamiðstöðva og vinnskóla Starfsfólk á Akranesi og í Borgarbyggð hittust 28. maí s.l. Miðvikudaginn 28. maí var haldinn sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og Akranesi ásamt flokksstjórnendum vinnuskóla þessara sveitarfélaga . Góðir fyrirlestrar voru fluttir , m.a. frá Alþjóðahúsi um fjölmenningarsamfélagið og nýbúamál þar sem Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar var með góða kynningu . Eftir hádegi flutti Inga Stefánsdóttir sálfræðingur fyrirlestur um unglingsárin og breytingar á því æviskeiði og þær aðferðir sem hvað best virka til að mæta umgengni við þennan aldurshóp sem við vinnum með . Þetta er annað árið í röð sem yfirmenn íþrótta - og æskulýðsmála í Borgarbyggðar og Akranesi slá upp sameiginlegu námskeið fyrir starfsmenn sína í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands . Samstarf þetta er til fyrirmyndar og er sérstaklega styrkt af Starfsmenntaráði vinnumálastofnunar . Sérstakar þakkir fær Svala Hreinsdóttir Akraneskaupstað fyrir að halda utan um undirbúning á þessari endurmenntun starfsmanna .
Nú um hádegið hófst hið árlega Kaupþingsmót á Akranesi , en þar leika knattspyrnuhetjur framtíðar í 7. flokki af miklu kappi . Mótið setti Gísli S. Einarsson , bæjarstjóri á Akranesi í Akraneshöll en þangað höfðu keppendur og fararstjórar gengið í fjölmennri skrúðgöngu þar sem fánar liðanna blöktu og keppnissöngvar voru sungnir . Veðrið á Skaganum leikur við mótsgesti enda má segja að bærinn sé fullur af fólki . Alls taka um 100 lið þátt í mótinu og hafa þau aldrei verið fleiri . Liðin koma frá 25 félögum víðs vegar að af landinu og er spilað á 15 völlum . Alls verða leiknir u.þ.b. 450 leikir og eru þátttakendur ríflega 1000 . Mótinu lýkur laust eftir hádegi á sunnudaginn .
Heimasíða Akraneskaupstaðar www.akranes.is fær þriðju bestu heildarútkomu í úttekt sem gerð var á vefjum 20 stærstu sveitarfélaganna þar sem fjallað er um þjónustuhlutverk þeirra . Lagt var mat á þrjá þætti þjónustu sem voru ; vefur sem frétta - og upplýsingamiðill , vefur sem þjónustuvefur og vefur sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta . Úttektin var að mestu unnin í lok árs 2002 en þar sem Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður tóku upp nýtt úrlit í byrjun árs 2003 voru þeir vefir endurskoðaðir . Úttektin var gerð af Jóni Heiðari Þorsteinssyni og eru niðurstöðurnar jafnframt bornar saman við könnun sem gerð var á vefjunum árið 2001 . Vefur Akraneskaupstaðar hefur bætt sig töluvert frá fyrri úttekt einna helst að þeim þáttum sem snúa að þjónustu , frétta - og upplýsingamiðlun . Meðaltal vefs Akraneskaupstaðar er 68% . Fyrir þjónustuver 75% , fyrir fréttir og upplýsingamiðlun 78% og fyrir umræðu og skoðanaskipti 50% . Þess má einnig geta að meðaltal fjölmennustu sveitarfélaga var 56% og 54% sveitarfélaga sem eru 6 - 10 fjölmennust en Akranes er tilheyrir einmitt þeim síðar nefnda . Helsta niðurstaða Jóns Heiðars , skýrsluhöfundar , er að fjölmennustu sveitarfélögin hafa bætt umtalsvert við þjónustu á vefnum en margir þeirra eru síður vettvangur umræðu og skoðanaskipta en áður . Fámennustu sveitarfélögin virðast lítið hafa bætt þjónustu á vefjum sínum . Ef þessi þróun heldur áfram telur skýrsluhöfundur að umtalsverður munur verði á þjónustu og efni á vefjum fámennra og fjölmennra sveitarfélaga hér á landi áður en lagt um líður . Því er óhætt að segja að Akranes sé " Alltaf í sókn " á þessum sviðum sem öðrum .
Á fundi sínum í gær afhenti bæjarráð Akraness einnar milljónar króna styrk til Sumarbúðanna Ölveri , en bæjarstjórn Akraness samþykkti umrædda styrkupphæð við fjárhagsáætlunargerð ársins 2003 . Styrkurinn er veittur í tilefni 40 ára afmælis KFUM og K og farsæls starfs félagsins við rekstur sumarbúðanna . Styrkurinn rennur til endurbóta á húsnæðinu í Ölver . Á myndinni eru bæjarráðsmenn , bæjarstjóri og fulltrúar KFUM og K þeir Axel Axelsson og Hafsteinn Kjartansson .
Þeir sem mættu í Arnardal síðastliðinn fimmtudag voru svo heppnir að geta tekið þátt í brjóstsykursgerð að hætti Dana . Starfsmenn vora að æfa sig í að gera brjóstsykur eftir leynilegri uppskrift en framleitt var allt kvöldið og tókst vel til . Unglingunum þótti þessi uppákoma mjög spennandi og því verður námskeið fyrir þá í brjóstsykursgerð í næsta mánuði . SundlaugarpartýFélagsmiðstöðin Arnardalur hélt , í samvinnu við Bjarnalaug , sundlaugarpartý fyrir nemendur í 8. - 9. og 10. bekk síðastliðið föstudagskvöld . Mikil stemming var í Bjarnarlaug og sóttu milli 30 - 40 unglingar skemmtunina sem var í upphitaðri laug , tónlist og huggulegheitum . Skíðaferð . Skíðaferð var farin frá félagsmiðstöðinni Arnardal laugardaginn 22. febrúar . 25 unglingar ásamt starfsmönnum héldu á vit ævintýranna . Farið var í Bláfjöll en þar voru allar lyftur opnar en það er í fyrsta skiptið í 3 ár . Unglingarnir skemmtu sér mjög vel og voru flestir á brettum en færið var mjög gott þennan dag . Það voru þreyttir en ánægðir unglingar sem snéru heim þennan daginn . Hvað er framundan ? Næsta föstudag , 28. febrúar , verður Öskuball í Arnardal og eru unglingarnir hvattir til að mæta í furðubúningum . Þá verður farin hópferð á stóra Samfés-ballið í Kaplakrika Hafnarfirði 7. mars n.k. . Þar hittast unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum á landinu og skemmta sér saman . Meðal hljómsveita sem spila verða , Sálin hans Jóns míns , Írafár , Í svörtum fötum , Búdrýgindi , Igore og fleiri og fleiri . Félagsmiðstöðin kemur til með að sjá um öskudagsskemmtanir í bænum þann 5. mars n.k. þ.e.a.s. tunnuslátt og öskudagsböll . Árshátíð skólanna og Arnardals verður síðan haldin með stæl þann 28. mars n.k .
Í gær opnaði formlega sýningin Í anda upplýsinga á 21. öld á Bókasafni Akraness . Um er að ræða sýningu bóka sem prentaðar voru í Eystri-Leirárgörðum og á Beitistöðum fyrir um 200 árum síðan . Sama dag var formlega opnuð ný heimasíða Bókasafnsins . Hlutverk hennar er tvíþætt ; þ.e. að að vera alhliða upplýsingamiðill fyrir notendur og vinnutæki í starfi safnsins . Síðan er unnin í Nepal vefumsjónarkerfi en umsjónarmaður safnsins við skipulagningu og ritstjórn síðunnar er Ragnheiður Þorgrímsdóttir . Slóð síðunnar er www.akranes.is / bokasafn
Hafin er af fullum krafti innsetning á nýjum myndum á vef Ljósmyndasafns Akraness en á næstu mánuðum má vænta nýrra mynda inn á vefinn vikulega . Þessa dagana er verið að setja á vefinn myndir frá þeim feðgum Friðþjófi og Helga Daníelssyni , eldri svart / hvítar myndir úr safni þeirra af mannlífi og umhverfi á Skaga . Ennfremur er hafin í safninu vinnsla á myndum fleiri ljósmyndara s.s. ljósmyndum Ólafs Frímanns Sigurðssonar , Árna S. Árnasonar og fleiri . Ljósmyndasafnið tekur á móti myndum og filmum af öllum stærðum og gerðum og leitast verður við að gera þær myndir aðgengilegar hratt og vel . Akurnesingar nær og fjær eru hvattir til að skoða vefinn og senda inn upplýsingar um myndirnar . Slóðin er : www.akranes.is / ljosmyndasafn
Í liðinni viku rann út frestur til að sækja um lausar lóðir í klösum 1 og 2 í Flatahverfi . Á svæðinu eru 22 lóðir fyrir einbýlishús , 3 lóðir fyrir parhús ( 6 íbúðir ) og lóðir fyrir tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús ( allt að 42 íbúðir ) . Alls bárust 50 umsóknir um 22 lóðir , eða 5 fjölbýlishúsalóðir , 2 parhúsalóðir og 15 einbýlishúsalóðir . Allt að 8 umsóknir voru um hverja lóð . Sá háttur var hafður á við úthlutun lóða til umsækjenda að útdráttur fór fram um hvaða umsækjandi fengi hverja lóð í þeim tilfellum sem fleiri en ein umsókn barst . Útdráttur fór fram við upphaf bæjarráðsfundar , fimmtudaginn 3. apríl s.l. að viðstöddum Sýslumanni og varð niðurstaðan eftirfarandi : Lóð Úthlutað til Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Stafna á milli ehf . Brúarflöt 2 Fjölbýlishús Trésmiðjan Kjölur ehf . Stafna á milli ehf . Fjölbýlishús Stafna á milli ehf . Steypustöð Blönduóss Steypustöð Blönduóss Parhús Þorgeir & Helgi Fjölbýlishús Fjölbýlishús Fjölbýlishús Parhús / Umsókn Ingimars Magnússonar uppfyllti ekki skilyrði skilmála hverfisins
Síðasti kynningarfundur um ný skólalög 19. janúar 13. janúar 2009 Sameiginlegri fundaferð menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um landið til kynningar og umræðna um ný lög um skóla og menntun lýkur með fundi í Reykjavík mánudaginn 19. janúar , í Skriðu , sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð . Um er að ræða fund fyrir stjórnsýsluna ; sveitarstjórnarmenn , starfsmenn skóla - og fræðsluskrifstofa , skólanefndir og skólastjórnendur . Á fundinum verður megináherslan lögð á að fjalla um þær breytingar og nýjungar sem lögin boða , með áherslu á leik - og grunnskólalög , og hafa munu sérstök áhrif á starfshætti sveitarfélaga og starfsmanna þeirra er sinna málefnum leik - og grunnskóla fyrst og fremst . Fjallað verður um ýmsar spurningar sem vaknað hafa í upphafi skólaársins , þ.á.m. gjaldtöku vegna skólamáltíða og ferðalaga nemenda , kostnað vegna náms grunnskólanemenda í framhaldsskólum , skipan skólaráða , samrekstrarmöguleika o.fl . Þá verður vikið að breytingum á hlutverki og skyldum skólastjórnenda og nýjum skyldum sveitarfélaga við eftirlit og mat á gæðum skólastarfs , vegna sérfræðiþjónustu o.fl . Spurt verður hvort skynsamlegt sé að setja á fót millikærustig innan sveitarfélags í ljósi kæruheimilda er tengjast ýmsum ákvæðum nýrra laga . Farið verður yfir stöðu reglugerðar - og námskrárvinnu í tengslum við lögin o.fl . Þessi álita - og umræðuefni auk þeirra annarra sem fundarmenn hafa áhuga á að bera upp verða í brennidepli á þessum fundum og gefinn verður góður tími til umræðna að loknum framsögum fulltrúa menntamálaráðuneytis og sambandsins . Hlutaðeigendur eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri vel til þess taka virkan þátt í fundinum og koma skoðunum sínum á framfæri . Álit sveitarstjórnarmanna og starfsmanna og stjórnenda skóla - og fræðslumála á nýjum lögum , væntanlegum reglugerðum og þeim áhrifum sem þau munu hafa á skólahald sveitarfélaga til framtíðar er afar þýðingarmikið innlegg í áframhaldandi starf og framþróun á grundvelli laganna , þ.á.m. í tengslum við þá reglugerðarvinnu sem nú er hafin .
Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Akraneskaupstaðar og Keilufélags Akraness . Í samningnum eru m.a. ákvæði þess efnis að Keilufélagið mun sjá um að keilusalurinn verði opinn almenningi þrisvar í viku ; þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20:00 – 22:00 og laugardaga kl. 14:00 – 18:00 og er tilvalið fyrir fjölskylduna að skreppa í keilu . Einnig er hægt að semja við Keilufélagið um lokaða tíma fyrir hópa t.d. afmælishald eða óvissuferðir . Með samningnum er vonast til að starfsemi Keilufélagsins haldi áfram að blómsta og framhald verði á góðum árangri félagsmanna eins og verið hefur undanfarin ár .
Menningarráð Vesturlands úthlutaði styrkjum fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn í Leifsbúð í Búðardal , föstudaginn 27. febrúar s.l.Í ávarpi formanns , Jóns Pálma Pálssonar , kom fram að alls hafi borist 153 umsóknir um 170 verkefni að upphæð rúmlega 115 miljónir króna . Ánægjulegt væri að sjá hversu metnaðarfullar og vel unnar umsóknir í sjóðinn væru , en væntingar væru til þess að samningar við ríkið um endurnýjun samnings verði til þess að meira fjármagn fáist til eflingar menningarlífinu á Vesturlandi . Úthlutun styrkja á árinu 2009 voru samtals 25 milljónir króna .
Þann 17. mars fór lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar fram í Tónbergi . Tólf nemendur úr báðum grunnskólunum lásu hluta úr skáldsögu og fluttu ljóð . Einnig léku nemendur úr 7 . Bekk , sem stunda nám við Tónlistarskólann , á flautu og píanó . Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember á síðasta ári lagt áherslu á vandaðan upplestur og framsögn og er alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með árangri þeirra . Sigurvegarnir í ár eru : 1. sæti Halla Jónsdóttir 7 . RÍÓ , 2. sæti Fanney R. Ágústsdóttir 7 . VV og 3. sæti Elmar G. Gíslason 7 . VV . Sparisjóður Mýrasýslu veitti sigurvegurunum peningaverðlaun . Einnig var veitt viðurkenning fyrir myndskreytingu boðskorts og fengu þær Elísabet H. Steinþórsdóttir og Elínborg B. Sveinsdóttir ljóðabókina „ Öskudagur “ af þessu tilefni . Athöfnin var hin besta skemmtun og nemendum og skólunum til mikils sóma .
Kynning á nýju skógræktarsvæði við þjóðveg 14. maí 2003 Aðalfundur Skógræktarfélag Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum , Stillholti 16 - 18 , miðvikudaginn 14. maí kl. 20:30 . Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun umhverfisfulltrúi Akraneskaupstaðar , Hrafnkell Proppé , kynna nýtt skógræktarsvæði við þjóðveg . Skógræktarfélagið fékk nú nýlega úthlutað nýju svæði austan þjóðvegar . Um er að ræða 20 hektara svæði sem mun mynda kraga utan um væntanlegt Skógarhverfi . Á fundinum verða kynnta þær hugmyndir sem uppi eru um að tengja nýtt svæði þeim skógræktarreitum sem fyrir eru s.s. Garðalundi , Skólaskógum og Skógræktinni við Klapparholt . Mikilvægt er að vel takist til í uppbyggingu því bæði hefur svæðið mikið að segja með að fegra innkomuna í bæinn um leið og það verður framtíðar útivistarparadís Akurnesinga . Allir þeir sem áhuga hafa á skógrækt , útivist og að fegra innkeyrsluna í bæinn eru hvattir til að koma , taka þátt í umræðunni og þiggja kaffiveitingar .
Fréttapistill frá æskulýðsheimilinu Arnardal 22. maí 2003 Síðastliðinn vetur hefur verið viðburðaríkur og margir unglingar sótt Arnardal . Arnardalur er ætlaður öllum unglingum í 8. , 9. og 10. bekk sem hafa áhuga á okkar starfsemi . Við getum sagt að milli 60 - 80 unglingar stundi Arnardal reglulega , mismikið eftir því hvernig stendur á skóla og íþróttaæfingum og langflestir unglingar á þessum aldri sækja einhverja af stærri viðburðum okkar . Opið hefur verið alla virka daga í vetur frá kl : 16 - 18,30 og þrjú kvöld í viku . Starfsemi Arnardals felst aðallega í opnum húsum þar sem unglingarnir geta komið saman og hist . Í Arnardal erum við með spil af ýmsu tagi , sjónvörp , video , billjardborð , borðtennis , fótboltaspil , körfuboltaspil , píluspjald svo eitthvað sé nefnt . Þá erum við einnig með sérstakar uppákomur eins og gistinótt , böll , álfabrennuna , öskudaginn , jólasprell og margt fleira . Við höfum verið í samstarfi við ýmsa aðila í vetur varðandi uppákomur og verðlaun . Má þakka því góða fólki fyrir aðstoðina . Hér höfum við einnig diskabúr , framköllunarherbergi og vídeoklippiherbergi , sem unglingunum er frjálst til afnota . Við reynum þó að vera með námskeið fyrir unglingana ef áhugi er fyrir hendi . Næsta vetur komum við til með að vera með ýmis stutt námskeið og okkar föstu dagskrárliði . Breyting verður á högum okkar og ætlum við að senda út fréttablað til foreldra í byrjunn annar , þannig að foreldrar geta hvatt börn sín til að taka þátt . Einnig erum við á leiðinni með heimasíðu sem við vonumst til að verði komin í gagnið n.k. haust . Á heimasíðunni verða allar upplýsingar um starf okkar og viðburði . Í Arnardal er starfandi Arnardalsráð sem samanstendur af 6 röskum unglingum , sem eru til þess valin , frá báðum grunnskólum . Þau koma með hugmyndir í starfið og hjálpa til að vera með fjölbreytta dagskrá , ásamt því að þau hjálpa til við stærri viðburði . Arnardalsráð fyrir næsta vetur er skipað eftirtöldum aðilum : Þór Birgisson formaður , Eydís Smáradóttir , Rakel Pálsdóttir , Aron Dan , Guðmundur Guðjónsson og Thelma Ýr Gylfadóttir . Við erum aðilar að Samfés sem eru landssamtök félagsmiðstöðva . Samfés er með fjölbreytta dagskrá á sínum vegum og förum við eins mikið og við gátum á þá viðburði , má þá nefna stóra Samfésballið í Kaplakrika , Söngvakeppni Samfés , landsmót ofl . Á hverju hausti hengjum við upp plakat í skólana með viðburðum vetrarins hjá Samfés . Við viljum benda foreldrum á að vera ófeimnir við að hafa samband við okkur ef þeir óska eftir upplýsingum um starfsemina hér eða " unglingakúltúrinn " almennt . Einnig sinnum við verkefnum með unglinga á faglegum nótum er þess þurfa í samvinnu og samráði við skólasálfræðinga , námsráðgjafa og félagsmálayfirvöld . Þá er komið að lokum hjá okkur , starfsemi Arnardals fellur niður á sumrin en við byrjum aftur fersk næsta haust . Sú starfsemi sem fram fer í Arnardal á sumrin er bundin við starfsemi Vinnuskólans og Skólagarða Akraness . Þá er þess að geta að miðvikudaginn 28. maí koma danskir unglingar í heimsókn til 9 . GÞ , við höfum því opið í Arnardal það kvöld frá kl : 20 - 23 . Lokahátíð Arnardals er föstudaginn 30. maí í Jaðarsbakkalaug . Við verðum með leiki , grill , Fear factor og endum í sundlaugarpartíi frá kl : 21 - 23 . Nánar auglýst síðar . Starfsmenn Arnardals þakka unglingunum kærlega fyrir samstarfið í vetur .
Samningar um fasteignakaup við Bifreiðastöð ÞÞÞ undirritaðir 23. maí 2003 Í dag , föstudag , var gengið frá samningum við Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar um kaup á nokkrum fasteignum um leið og Akraneskaupstaður seldi bifreiðastöðinni fasteign sína á Ægisbraut 1 - 5 , þar sem áhaldahúsið hefur verið . Þær eignir sem Akraneskaupstaður keypti á móti af bifreiðastöðinni eru : Kirkjubraut 16 ( svonefnt Hvítanes ) , Sunnubraut 3 , Vesturgata 121 ( áður fiskverkunarhús Þórðar Óskarssonar ) , Suðurgata 93 og Esjubraut 49 . Bæjarráð hefur þegar ákveðið að undirbúa niðurrif eignanna á Esjubraut , Kirkjubraut , Sunnubraut og Vesturgötu og falið skipulags - og umhverfisnefnd að taka reitina á Esjubraut og við Kirkjubraut og Sunnubraut til skipulagningar . Heildarverð þeirra eigna sem keyptar voru nemur 51 mkr. og Ægisbraut 1 - 5 var seld á 28 mkr . Eignirnar verða afhentar þann 10. september n.k. nema Vesturgata 121 sem verður afhent 10. október n.k .
Eins og kunnugt er , varð eldur laus í anddyri leikskólans Teigasels við Laugarbraut síðastliðið laugardagskvöld . Anddyrið er býsna illa farið og verður farið í að endurnýja það strax á mánudagsmorgun . Á meðan framkvæmdir standa yfir verður gengið um Háteig , Miðteigsmegin .
Nemendur í 9. bekk Brekkubæjarskóla hafa s.l. skólaár verið í samskiptum við jafnaldra sína frá Fjóni í Danmörku . Í síðustu viku komu svo 25 danskir nemendurnir í heimsókn á Akranes en þeir koma til með að dvelja á Íslandi í eina viku . Tilgangur ferðarinnar var m.a að kynnast skólanum og skoða bæjarfélagið . Farið var m.a. með krakkana á Safnasvæðið að Görðum og í heimsókn á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar þar sem meðfylgjandi mynd var tekin . Einnig var farið með þau í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Lars H. Andersen . Nemendur Brekkubæjarskóla koma svo til með að heimsækja vini sína til Danmerkur í ágúst .
Bæjarstjórn Akraness samþykkti í gær að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 26. ágúst n.k . Bæjarráði var jafnframt falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 54. gr. um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar . Þá fór fram á fundinum kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar og kosning þriggja bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs . Forseti var kjörinn Sveinn Kristinsson og varaforseti Kristján Sveinsson . Í bæjarráð voru kjörnir til eins árs Sveinn Kristinsson , Guðmundur Páll Jónsson og Gunnar Sigurðsson .
Árbók Akurnesinga 2003 er komin út . Fastir þættir eins og annálar , æviágrip , ljósmyndaþættir og upplýsingasíður um stofnanir bæjarins eru á sínum stað í árbókinni . Aðalviðtalið að þessu sinni er við Guðjón Þórðarson en auk þess er viðamikil úttekt um blaðaútgáfu á Akranesi á 20. öld , sögð ferðasaga frá Svalbarða , 60 ára afmælis Prentverks Akraness er minnst og rakin saga uppbyggingar sundlaugamannvirkja á Akranesi , svo eitthvað sé nefnt . Meðal nýmæla í árbókinni að þessu sinni er upphaf skráningar á húsasögu elsta hluta Vesturgötunnar . Á meðfylgjandi mynd er Kristján Kristjánsson ritstjóri að afhenda Guðjóni Þórðarsyni knattspyrnuþjálfar fyrsta eintakið í bókabúðinni Pennanum en Guðjón situr fyrir svörum í aðalviðtali bókarinnar að þessu sinni .
Arnór Pétursson á tali við Kristján Sveinsson " Fái fátækt að aukast og festa rætur hjá ákveðnum þjóðfélagshópum svo sem einstæðum foreldrum , fötluðum og þeim sem lægst hafa launin verður það æxli á þjóðfélaginum sem mun valda víðtækri sýkingu . Börn þessa fólks fá ekki viðunandi menntun eða tækifæri til að þroskast í gegnum tómstundir og félagslíf svo sem íþróttir , tónlistar , - og annað sérnám . Slíkt mun hafa varanleg áhrif í þjóðfélaginu öllu þegar til lengri tíma er litið og hamla þroska þjóðarinnar og framgangi öllum , hvort sem horft er til atvinnulífs eða annarra þátta þjóðlífsins " . Þetta sagði Arnór Pétursson formaður Sjálfsbjargar , landssambands fatlaðra m.a. í hátíðarræðu sinni á 17. júní á Akranesi . Ræðu hans í heild má finna hér á vefnum undir " Pistill " .
Breytingar á akstursleið Strætó bs. ( Reykjavíkurvagn ) 3. febrúar 2010 Ákveðið hefur verið að gera minniháttar breytingu á akstursleið strætisvagnsins sem ekur á milli Akraness og Reykjavíkur . Upphaf akstursleiðar verður frá Akratorgi í stað kaffihússins Skrúðgarðsins við Kirkjubraut . Leið vagnsins hefur verið um Innnesveg og Þjóðbraut en verður nú Innnesvegur , Bresaflöt , Ketilsflöt , Þjóðbraut . Búið er að koma fyrir vagnstæði og biðskýli fyrir farþega við Bresaflöt sem mun nýtast bæði fyrir Reykjavíkurvagninn og Akranesstrætó . Breytingin tekur gildi miðvikudaginn 10. feb. n.k. ( sjá nánar hér ) . Framkvæmdastjóri Skipulags - og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar
Skagamaðurinn og myndlistarmaðurinn Baski mun halda tvö námskeið í listmálun á Safnaðasvæðinu á Akranesi í sumar . Námskeiðin eru ætluð hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna . Hámarksfjöldi er 10 manns á námskeið . Hægt er að skrá sig á bæði námskeiðin . Frekari upplýsingar veitir Baski í bjarniskuli@gmail.com og Anna Leif Elídóttir í anna.leif.elidottir@akranes.is . Norðurlandameistaramót í eldsmíði , þar sem járnið verður barið í hauströkkrinu og eldglæringar munu kastast undan hamrinum . Frábær hátíð fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt verður að horfa á eldsmiði frá öllum Norðurlöndunum keppa til sigurs í þessari fornu iðn , fræðast um eldsmíði og jafnvel að prufa sjálfur á skemmtilegum námskeiðum . Einnig verður hægt að kaupa eldsmíðaða gripi á kostakjörum . Norðurlandameistaramótið í eldsmíði mun fara fram á Safnasvæðinu á Akranesi , milli húsanna sem geyma söguna . Hin gamla iðn hefur smám saman verið að eflast hér á landi undanfarin ár . Til hliðar við mótið verða opnar vinnustofur og sýnikennsla sem er hönnuð til að kveikja áhuga fólks á handverkinu og að fá fólk til að þróa vinnu sína enn fremur . Keppt verður í fjórum deildum ; byrjendur , eldsmiðir , hópakeppni og meistarar . Auk keppninnar sjálfrar verða haldin námskeið , fyrirlestrar og málstofur og fleira sem allri fjölskyldunni ætti að þykja forvitnilegt . Mótið er styrkt af Menningarráði Vesturlands . Sjá nánar á www.eldsmidir.net 14. ágúst 2013 - Nánari staðsetning : á Bókasafni Akraness
Héraðsskjalasafnið Akraness er opið þriðjud. og fimmtud. frá kl. 10:00 - 15:00 . Héraðsskjalasafnið og Ljósmyndasafn er lokað í júlímánuði vegna sumarleyfa . Námsverið Svöfusalur er opið á afgreiðslutíma og yfir vetrartímann er opið frá kl. 08.00 virka daga . Nemendur geta fengið afnot af Svöfusal utan afgreiðslutíma . Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu bókasafnsins . Opnunartími í tengslum við Norðurálsmót 15. - 17. júní 2012 : Opið frá kl. 06:15 - 21:00 Opið frá kl. 08:00 - 19:00 Opið frá kl. 09:00 - 12:00 Þreksalir verða opnir en engin búningsaðstaða . Bjarnalaug er opin almenningi yfir vetrartímann ( sept-maí ) á laugardögum kl. 10:00 - 13:00 en þá er laugin hituð í 33 - 34°C og hentar því einkar vel fyrir ungbarnasund , enda vinsælt að fara með yngsta sundfólkið í laugina á þessum tíma . Til gamans má geta þess að Bjarnalaug er til útleigu fyrir hin ýmsu tækifæri svo sem afmæli , bekkjarkvöld , starfsmannapartý o.fl .
Starf upplýsingafulltrúa á Upplýsingamiðstöð ferðamála Gengið hefur verið frá ráðningu Ingibjargar Gestsdóttur í starf upplýsingafulltrúa á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi . Starfið var auglýst með umsóknarfresti til 10. apríl sl . Alls bárust 14 umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka . Vinnuskóli Akraness verður starfræktur yfir sumarmánuðina , þ.e. júní , júlí og ágúst . Öll ungmenni í 8. 9. og 10. bekk grunnskólanna á Akranesi geta sótt um starf í vinnuskólanum . Einnig verður 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið , lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs . Vinnuskóli Akraness hefur umsjón með atvinnutengdu námi en með atvinnutengdu námi er komið til móts við nemendur sem ekki virðiast finna sig í hefðbundnu námi . Atvinnutengt nám er samstarfsverkefni vinnuskóla , grunnskóla , foreldra og nemenda . Nánari upplýsingar eru veittar hjá Einari Skúlasyni , rekstrarstjóra Vinnuskóla Akraness , í síma 863-1113 , netfang einar.skulason hjá akranes.is Húsaleigubætur - breytt tekju - og eignamörk Fjölskyldusvið Akraneskaupstaður vill vekja athygli á að um s.l. áramót urðu breytingar á tekju - og eignamörkum við útreikning húsaleigubóta . Einnig varð breyting á skerðingarprósentu . Vegna þessa öðlast fleiri rétt til húsaleigubóta og því er leigjendum bent á að athuga réttindi sín .
Ráðningar í starf - starfsmaður á Byggðasafninu í Görðum Ráðning í tímabundið starf á Byggðasafninu í GörðumÚrvinnslu umsókna er lokið og búið að svara öllum sem sóttu um . Starfið var auglýst með umsóknarfresti til 24. maí s.l.Alls bárust 13 umsóknir og ákveðið var að ráða Önnu Leif Elídóttur . Anna Leif hefur þegar hafið störf á Byggðasafninu .
Tímabundið starf á Safnasvæðinu á Akranesi Laus er til umsóknar tímabundin staða á Safnasvæðinu á Akranesi . Um er að ræða 100% starf í 6 mánuði með möguleika á framlengingu . Vinnutími er að hluta til á helgum og utan hefðbundins dagvinnutíma . Helstu verkefniLeiðsögn um Safnasvæðið Skipulag viðburða á SafnasvæðiSkráning safnmunaTexta - og sýningagerð Ýmis verkefni sem tengjast stofnun og starfsemi hins keltneska fræðaseturs á Akranesi Menntunar - og hæfniskröfurMenntun sem nýtist í starfiMjög góð ritfærni í íslensku og góð kunnátta í enskuGóð þekking á tölvum og hugbúnaðiGóð þekking á sögu Akraness og nágrennisSkipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðumÞjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til 24. maí næstkomandi . Ráðið verður í starfið frá 1. júní 2012 . UmsóknareyðublaðLaun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags . Umsóknir sem greina frá menntun og fyrri störfum skulu berast skrifstofu Akraneskaupstaðar , Stillholti 16 - 18 , 300 Akranes , netfang akranes@akranes.is . Nánari upplýsingar veitir Jón Allansson , forstöðumaður í síma 431 1255 , netfang jon.allansson@akranes.is .
Um bæjarráðs segir m.a. í samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar : Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs og jafn marga til vara . Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð . Varamenn er heimilt að kjósa úr hópi aðal - og varamanna í bæjarstjórn . Kosningar í bæjarráð skulu vera leynilegar og bundnar hlutfallskosningar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess . Bæjarstjóri situr fundi bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt , en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráð . Bæjarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í bæjarstjórn , en hefur ekki fengið kjörinn bæjarráðsmann , að tilnefna fulltrúa til setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt . Skylt er bæjarstjórn að gefa fulltrúa flokks / framboðsaðila kost á setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt þann tíma sem fundir bæjarstjórnar falla niður vegna sumarleyfa . " og í 62. gr. segir m.a. ,, Bæjarráð hefur umsjón og eftirlit með stjórnsýslu bæjarins , fjármálum , rekstri fyrirtækja kaupstaðarins , starfsmannamálum , málum sem falla undir stjórnsýslulög nr. 37 / 1993 , upplýsingalög nr. 50 / 1996 , lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 / 2008 , málefnum sem falla undir stjórnir byggðasamlaga eða annarra fyrirtækja sem Akraneskaupstaður á aðild að og skulu fundargerðir þeirra lagðar fyrir bæjarráð . Bæjarráð hefur umsjón með menningarmálum , brunamálum , almannavörnum , hreinlætismálum , skipulags - og byggingarmálum , umhverfismálum , umferðarmálum , atvinnumálum og öðrum þeim verkefnum sem öðrum ráðum eru ekki sérstaklega falin . Bæjarráð hefur umsjón með sérverkefnum sem heyra undir bæjarstjóra . Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin . Bæjarráð semur drög að árlegri starfsáætlun og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs , stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi ráða og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga . Bæjarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar um heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar . Bæjarráð hefur eftirlit með að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu , svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um . Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála , sbr. 49. gr. , sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans , enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu . Bæjarráð úrskurðar um heimild til endurupptöku mála skv. 52. gr . Í sumarleyfi bæjarstjórnar annast bæjarráð fullnaðarafgreiðslu þeirra mála sem berast kunna frá ráðum og nefndum .
Formleg erindi fá formlega meðferð í bæjarkerfinu . Öll erindi sem ætluð eru til afgreiðslu bæjarstjórnar / bæjarráðs eða nefnda skulu berast á bæjarskrifstofur , Stillholti 16 - 18 , 300 Akranesi . Erindin er stimpluð móttekin og skráð formlega sem mál í skjalastjórnarkerfi kaupstaðarins . Einnig er hægt að senda formlega fyrirspurn hér á vefnum og senda erindi með tölvupósti á netfangið akranes hjá akranes.is Erindi til bæjarstjórnar / bæjarráðs er oft vísað beint til þeirrar nefndar eða embættismanna sem fjallar um málaflokkinn sem málið varðar . Viðkomandi nefnd eða embættismaður gerir síðan skriflega tillögu til til bæjarráðs um afgreiðslu erindisins , bæjarráð afgreiðir erindið og fer það að lokum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar inni í fundargerð bæjarráðs . Bæjarráð heldur fundi sína að jafnaði annan hvorn fimmtudag kl. 16:00 og þurfa erindi , sem ætluð eru til afgreiðslu á fimmtudegi , að berast á bæjarskrifstofur fyrirkl . 12:00 mánudeginum á undan . Bæjarstjórn heldur fundi annan og fjórða þriðjudag í hverjum mánuði og hefjast þeir kl. 17:00 . Bæjarstjórnarfundir eru haldnir í Stjórnsýsluhúsinu , Stillholti 16 - 18 , 3. hæð og eru öllum opnir . Fundunum er einnig útvarpað á FM 95,0
Bæjarráð heldur að jafnaði fund einu sinni í viku , fimmtudaga skv. samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar og nánari ákvörðun formanns bæjarráðs og bæjarstjóra . Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri , formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess . Fastir fundir bæjarráðs eru á fimmtudögum og hefjast kl. 16:00 .