text
stringlengths
0
993k
Um bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segir m.a. eftirfarandi í I. kafla samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar : Um skipan bæjarstjórnar og verkefni hennar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er skipuð 9 bæjarfulltrúum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 / 1998 , sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 . Starfstímabil bæjarstjórnar hefst 15 dögum eftir kjördag í bæjarstjórnarkosningum og gildir til jafnlengdar að fjórum árum liðnum . Bæjarstjórn fer með stjórn Akraneskaupstaðar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga . Jafnframt fer bæjarstjórn með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarfélagsins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn . Bæjarstjórn skal gæta hagsmuna bæjarfélagsins og vera í fyrirsvari fyrir það og vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúa þess . Bæjarstjórn annast þau verkefni sem henni eru falin í lögum , reglugerðum og samþykktum . Þá getur bæjarstjórn ákveðið að bæjarfélagið taki að sér verkefni sem varðar íbúa þess sérstaklega , enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum . Meðal verkefna bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar er : 1 . Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar , ráð , stjórnir og aðrar nefndir skv. V. kafla samþykktar þessarar , kjósa skoðunarmenn til að yfirfara ársreikninga bæjarfélagsins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem endurskoða skal hjá bæjarfélaginu , stofnunum þess og fyrirtækjum . 2 . Að móta stefnu fyrir starfsemi bæjarstjórnar , stofa , fyrirtækja og deilda . Setja starfsemi bæjarins reglur , m.a. um ábyrgðarmörk ráða , stjórna og nefnda , kjörinna fulltrúa og embættismanna , gjaldskrár o.þ.h. eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur . 3 . Að stjórna fjármálum bæjarfélagsins , stofnana þess og fyrirtækja , skv. VI. kafla sveitarstjórnarlaga , sbr. og VI. kafla samþykktar þessarar . Bæjarstjórn tekur ákvarðanir um verulegar skuldbindingar bæjar-félagsins til lengri tíma . 4 . Að gera fjárhagsáætlanir og starfsáætlanir sem eru stefnumótandi fyrir stofur , fyrirtæki , stofnanir og deildir . 5 . Að ákveða stjórnskipan bæjarfélagsins , ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bæjarfélaginu sbr. 78. grein .
Um nokkurra ára skeið hefur ýmsum upplýsingum um sveitarfélögin verið safnað kerfisbundið inn í gagnagrunn sem ber heitið Upplýsingaveita sveitarfélaga . Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga , Hagstofu Íslands og Félagsmálaráðuneytisins ( Samgönguráðuneytisins frá síðustu áramótum ) . KPMG hefur verið faglegur ráðgjafi á ýmsum sviðum í tengslum við þetta verkefni . Þær upplýsingar sem er að finna í gagnagrunninum koma fyrst og fremst úr ársreikningum sveitarfélaga eða frá Hagstofu Íslands sem hefur safnað þeim frá sveitarfélögunum . Markmið verkefnisins er að hafa sem mestar upplýsingar sem varða sveitarfélögin tiltækar á einum stað og aðgengilegar fyrir alla þá sem áhuga hafa . Fyrstu árin hefur aðgengi að gagnagrunninum verið bundið við þær stofnanir sem að verkefninu hafa staðið gegnum svokallað Cognos kerfi . Á síðasta ári var samið við Hagstofu Íslands um notkun á kerfi því sem hagstofan notar til birta þær upplýsingar sem stofnunin safnar saman á vefsíðu sinni . Það gerir mögulegt að opna aðgengi allra að gagnagrunninum gegnum netið á ódýran og einfaldan hátt . Í gagnagrunninum er nú að finna upplýsingar um eftirfarandi efnisatriði : Ársreikninga sveitarfélaga , sundurliðaðir á málaflokka Grunnskóla Leikskóla Greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Íbúafjölda sveitarfélaga Flatarmál sveitarfélaga Upplýsingum verður bætt í gagnagrunninn jafnóðum og mögulegt er þannig að í honum verði á hverjum tíma að finna víðtækar upplýsingar um rekstur sveitarfélaga og margháttuð önnur atriði sem tengjast sveitarstjórnarstiginu á Íslandi .
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 22. nóvember 2011 , skv. lögum um gatnagerðargjald nr. 153 / 2006 og lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitu nr. 9 / 2009 . Gjaldskráin öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut kunna að eiga að máli . Með samþykkt þessarar gjaldskrár fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 995 / 2010 . Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í október 2011 og taka breytingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á umræddri vísitölu . Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í lögum um mannvirki nr. 160 / 2010 og skipulagslögum nr. 123 / 2010 var samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 22. nóvember 2011 og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum ( 20.12.2011 ) . Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr. 995 / 2010 . Gjaldskrá þessi , sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 13. nóvember 2012 , staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir , með síðari breytingum . Breyting þessi öðlast þegar gildi . Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 131 / 2012 fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað . Ofangreind gjaldskrá bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7 / 1998 , um hollustuhætti og mengunarvarnir , með síðari breytingum , samanber samþykkt um hundahald á Akranesi nr. 782 / 2010 , til að öðlast gildi þegar við birtingu . Gjaldskráin hækkaði um 4,5% skv. samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 13. nóvember 2012 .
Fjölskyldusvið er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar sem annast starfsemi og rekstur er lýtur að málefnum fjölskyldna . Fjölskyldusvið er fjölskylduráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir hana heyra og ber ábyrgð á faglegri framkvæmd ákvarðana fjölskylduráðs í takt við stefnu ráðsins . Meginverkefni fjölskyldusviðs lúta að almennri og sértækri fræðslu - og velferðarþjónustu fyrir fjölskyldur á Akranesi . Helstu þjónustuþættir eru félagsþjónusta sveitarfélagsins , barnaverndarmál , æskulýðs - íþrótta - og forvarnarmál , málefni tónlistarskóla , málefni leikskóla og grunnskóla , málefni aldraðra og fatlaðra og heilbrigðismál . Hlutverk starfsmanna fjölskyldusviðs er að veita þjónustu í samræmi við gildandi lög og stefnumörkun bæjaryfirvalda á hverjum tíma . Starfsmenn hafa það að markmiði að vinna faglega að lausn mála og veita afbragðsþjónustu sem tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum þjónustuþega .
Formleg erindi fá ákveðna meðferð í bæjarkerfinu . Öll erindi sem ætluð eru til afgreiðslu bæjarstjórnar / bæjarráðs eða annarra ráða skulu berast á bæjarskrifstofur , Stillholti 16 - 18 , 300 Akranesi . Erindin er stimpluð móttekin og skráð formlega sem mál í skjalastjórnarkerfi kaupstaðarins . Einnig er hægt að senda formlega fyrirspurn hér á vefnum og senda erindi með tölvupósti á netfangið akranes hjá akranes.is Fjölskylduráð heldur fundi sína að jafnaði á þriðjudögum kl. 16:30 og þurfa erindi ætluð til afgreiðslu á þriðjudegi að berast á bæjarskrifstofur fyrir kl. 12:00 mánudeginum á undan . Erindi til bæjarstjórnar / bæjarráðs er oft vísað beint til þeirrar nefndar eða embættismanna sem fjallar um málaflokkinn sem málið varðar . Viðkomandi nefnd eða embættismaður gerir síðan skriflega tillögu til til bæjarráðs um afgreiðslu erindisins , bæjarráð afgreiðir erindið og fer það að lokum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar inni í fundargerð bæjarráðs .
Framkvæmdastofa er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar og sérhæfir sig í framkvæmdum , nýbyggingum , rekstri fasteigna og annarra mannvirkja fyrir hönd Akraneskaupstaðar . Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar sér m.a. um undirbúning allra framkvæmda s.s. framkvæmdir við fasteignir , götur , gangstéttir og stíga , jarðeignir og lönd , gatnahreinsun , leiksvæði og opin svæði , eignaumsýslu ásamt innkaupum og útboðum framangreindra þátta . Framkvæmdastofa annast umsjón og eftirlit með gæludýrahaldi skv. gildandi reglugerðum þar um . Framkvæmdastofa annast umsjón og eftirlit með búfjárhaldi á Akranesi þ.m.t. beitarmál og fjallskil . Framkvæmdastofa er framkvæmdaráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir hana heyra og annast framkvæmd þeirra . Hlutverk Framkvæmdastofu er að veita bæjarbúum , bæjarfulltrúum , forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda , góða þjónustu , ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka stofunnar .
Bæjarstjórn skal á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosingum kjósa þrjá fulltrúa í framkvæmdaráð til eins árs og jafn marga til vara . Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í framkvæmdaráð , en varamenn þurfa ekki að vera bæjarfulltrúar . Kosningar í framkvæmdaráð skulu vera leynilegar og bundnar hlutfallskosningar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess . Sjá erindisbréf
Fundargerð ritaði : Jón Pálmi Pálsson , bæjarritari . Fyrir tekið : 1. 1111088 - Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður starfshóps um atvinnumál mætir á fundinn . Atvinnumálanefnd falið að taka reglurnar til nánari skoðunar og leggja fyrir bæjarráð að nýju . 2. 1202073 - Háhiti ehf - fjárveiting Bréf Háhita ehf. dags. 14. febrúar 2012 vegna fyrirhugaðrar kynningar á uppsetningu á Calsium Silicat verksmiðju á Íslandi . Bæjarráð samþykkir erindið . Fjárveiting komi af tekjum Háhita ehf. 3. 1201211 - Reglur um innkaupakort Markmið og greinargerð Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar . 4. 1109059 - Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins Bréf samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 30. janúar 2012 ásamt samningi um almenningssamgöngur dags. 29.12.2011 . Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti , enda hafi aðilar orðið sammála um að virða sérstöðu leiðar 57 á svæðinu og að ekki verði gerðar breytingar á þeirri leið , nema með fullu samráði við bæjaryfirvöld á Akranesi og leggur til við bæjarstjórn að hann verði samþykktur . 5. 1201419 - OR - úttektarnefnd Tölvupóstur Halls Símonarsonar innri endurskoðanda Reykjvaíkurborgar dags. 29. janúar 2012 og erindisbréf úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. júní 2011 . Lagt fram . 6. 1112153 - Akraneshöfn 2012 - starfshópur v . uppbyggingar Erindisbréf fyrir starfshóp vegna uppbyggingar Akraneshafnar . Afgreiðslu frestað til næsta fundar . 7. 1105061 - Heiðarbraut 40 , breytt deiliskipulag Bréf bæjarstjórnar dags. 18. janúar 2012 þar sem afgreiðslu um breytt deiliskipulag á lóð Heiðarbrautar 40 , er vísað til nánari umfjöllunar í bæjarráði og tölvupóstur Eiríks Svavarssonar hrl. hjá Draupnir lögmannsþjónusta dags. 24. - 26. janúar 2012 . Afgreiðslu frestað . 8. 1201238 - Suðurgata 57 ( Landsbankahús ) - hugsanleg nýting Minnisblað framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dag.s 31. janúar 2012 og minnisblað umsjónarmanns fasteigna dags. 12. febrúar 2012 . Lögð fram viðbótargögn varðandi tilboð Landsbankans til Akraneskaupstaðar um kaup á húsnæðinu . Einar Brandsson óskar eftir frestun á málinu í ljósi mögulegs vanhæfis hans á grundvelli laga þar um . Afgreiðslu frestað til næsta fundar . 9. 1107396 - Aðstoð vegna húsnæðis Trúnaðarmál . Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið . 10. 1201197 - Fráveitugjöld - krafa um endurgreiðslu ( v / Grenjar ehf. ) Bréf lögmannsstofu Árna Ármanns Árnasonar ehf. dags. 17. janúar 2012 í umboði Ingólfs Árnasonar framkvæmdastjóra Grenja ehf . Lagt fram . 15. 1202072 - Frumvarp til laga - stjórn fiskveiða mál . 408 Lagt fram . 16. 1202058 - FVA - ársskýrsla 2011 Ársskýrsla Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir árið 2011 . Lagt fram . 17. 1201106 - Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013 - 2015 Frekari umræður um 3. ára áætlun . Á fundinn mætti Andrés Ólafsson , fjármálastjóri . Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar . 18. 1202066 - Menningarráð Vesturlands - ársreikningur 2011 Aðalfundarboð 25. apríl n.k. kl. 14:00 ásamt ársskýrslu 2011 . Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum . 19. 1202132 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar Bréf fjármálastjóra dags. 12. febrúar 2012 ásamt gjaldskrá . Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar . 20. 1103168 - Strætó bs. - útboð á akstri Tölvupóstur Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. dags. 6. - 7. febrúar 2012 og yfirlýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Strætó bs. dags. 14. febrúar 2012 . Afgreiðslu frestað til næsta fundar . 21. 1106063 - Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011 Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar janúar - desember 2011 . Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 15. febrúar 2012 þar sem gerð er grein fyrir rekstrarniðurstöðu fyrir janúar - desember 2011 . Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 12 mánaða bráðabirgðauppgjör A - og B hluta Akraneskaupstaðar . Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A - hluta sýna halla sem nemur 0,1 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 9,6 millj. kr . Halli A - hluta með fjármagnsliðum nemur 128,6 millj. kr. á móti áætluðum halla sem nemur 40,9 millj. kr . Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 23,2 millj. kr á móti áætlun 24,4 millj. kr. halla , en 153,4 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 72,8 millj. kr. halla í fjárhagsáætlun . Lagt fram . 22. 1202124 - Dreyri - leiðrétting á fasteignagjöldum Bréf Hestamannafélagsins Dreyra dags. 7. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á hesthús félagsmanna í Æðarodda og víðar . Minnisblað fjármálastjóra dags. 13. febrúar 2012 . Bæjarráð lítur jákvætt á málið en frestar afgreiðslu málsins , þar til skorið hefur verið úr um heimild sveitarfélaga til lækkunar eða veitingu afsláttar vegna álagningar fasteignagjalda á hesthús . 23. 1202091 - Hagræðingar í skólakerfinu á Akranesi Bréf Skagaforeldra , samtaka foreldra á Akranesi , dags. 6. febrúar 2012 þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að leggja sig fram við að verja grunnþjónustu við börn og barnafjölskyldur á Akranesi í niðurskurðartillögum sínum . Lagt fram . 24. 1202032 - Grundaskóli - þemavika Skjöl sem hópar frá Grundaskóla færðu bæjarstjóra í tilefni á þemaviku skólans og var þemað í þessu tilviki " Ef við værum bæjarstjóri " . Lagt fram . 25. 1202145 - Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur Aðalfundarboð og dagskrá Sorpurðunar Vesturlands 9. mars 2012 kl. 13:30 að Hótel Hamri ásamt tölvupósti Kristins Jónassonar bæjarstjóra í Snæfellsbæ dags. 14. febrúar 2012 . Framkvæmdastjóra skipulags - og umhverfisstofu falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum . Einar minnir á áður framkomna tillögu um að einn fulltrúi í stjórninni verði tilnefndur af minnihluta bæjarstjórnar og einn af meirihluta . 26. 1202168 - Samband íslenskra sveitarfélaga - XXVI. landsþing Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. febrúar 2012 þar sem boðað er til XXVI. landsþings sambandsins 23. mars 2012 á Hótel Reykjavík Natura , nánara boð verður sent síðar . Lagt fram .
1. 1203023 - Málefni aldraðra - skipan starfshópsSamkvæmt erindisbréfi fyrir starfshóp vegna framtíðarskipulags í þjónustu við aldraða skipar Fjölskylduráð fjóra fulltrúa í starfshópinn . Fjölskylduráð skipar Steinunni Sigurðardóttur sem formann starfshópsins og Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu er skipuð af Fjölskyldustofu . Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur verkefnisstjóra heimaþjónustu að óska eftir því að Höfði skipi einn fulltrúa og HVE skipi einn fulltrúa í starfshópinn . Formaður boðar til fyrsta fundar þegar starfshópurinn verður fullskipaður . Starfshópurinn verður bæjaryfirvöldum til ráðgjafar í málum sem tengjast framtíðaruppbyggingu í þjónustu við eldri borgara á Akranesi . Starfshópurinn leggur skýrslu og tillögur fyrir fjölskylduráð . 2. 1204080 - Starf félagsráðgjafa - 60% í barnaverndBúið er að ráða í 60% stöðu félagsráðgjafa hjá Fjölskyldustofu , félagsþjónustu Akraneskaupstaðar frá 1. júní nk . Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið : Ásta Jóna ÁsmundsdóttirThelma VestmannValur BjarnasonÁkveðið var að ráða Ástu Jónu Ásmundsdóttur og mun hún taka til starfa 1. júní nk . Ragna Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi mun láta af störfum 31. maí nk . Fjölskylduráð þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi . 3. 1204076 - Starf forstöðumanns 100% - búseta fatlaðraBúið er að ráða í starf forstöðumanns búsetuþjónustu sem auglýst var nýlega . Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið : Soffía Pétursdóttir Margrét MagnúsdóttirIngibjörg Torfadóttir Ástrós Una Jóhannesdóttir Hrafnhildur GeirsdóttirÁkveðið var að ráða Margréti Magnúsdóttur í starfið og tekur hún til starfa 15. júní næstkomandi . Helga Björk Bjarnadóttir forstöðuþroskaþjálfi lét af störfum 23. maí . Fjölskylduráð þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi . 4. 1201476 - Málefni fatlaðra - kostnaður sveitarfélagaStjórn SSV hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun hafa það hlutverk að skoða ákveðna þætti í starfsemi málaflokks fatlaðra og vinna rekstrarúttekt samhliða þeirri vinnu . Stjórn SSV óskar eftir því að Akraneskaupstaður tilnefni fulltrúa frá sínu félagsþjónustusvæði í starfshópinn . Starfsmenn SSV vinna með starfshópnum eins og þarf hverju sinni . Fjölskylduráð tilnefnir Ingibjörgu Valdimarsdóttur sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í starfshópinn . 5. 1205099 - Fjárhagsáætlun 2013 Bréf bæjarritara um fjárhagsáætlun 2013 vinnuáætlun og skil gagna lagt fram . Í bréfinu kemur fram að nú sé vinna hafin við fjárhagáætlun ársins 2013 svo og 2014 - 2015 , en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum skal áætlun ársins 2013 vera lögð fram í bæjarstjórn eigi síðar en 1. nóvember og afgreidd í bæjarstjórn eigi síðar en 15. desember . Samhliða því skal afgreiða þriggja ára fjárhagsáætlun . Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að hefja nauðsynlegan undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun . 6. 1204044 - Húsnæðismál apríl 2012 Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál . Afgreiðsla trúnaðarmál . 7. 1205152 - fjárhagsaðstoð-áfrýjunIngibjörg Gunnarsdóttir félagsráðgjafi lagði fram mál . Afgreiðsla trúnaðarmál . 8. 1205142 - fjárhagsaðstoð-áfrýjunSveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál . Afgreiðsla trúnaðarmál . 9. 1107396 - Aðstoð vegna húsnæðisVilhjálmur Birgisson mætti á fundinn kl. 16:15 og lagði fram mál . Afgreiðsla trúnaðarmál . Vilhjálmur vék af fundi kl. 16:45 . 10. 1006100 - Fjölskylduráð - starfshættir 2010 - 2014 Næsti fundur fjölskylduráðs er áætlaður 5. Júní . Honum verður flýtt vegna útskriftar í grunnskólum Akraneskaupstaðar . Næsti fundur fjölskylduráðs verður því 4. júní kl. 16:30 . 11. 1205131 - Fjölskyldustofa , fjárhagsyfirlit jan-mars 2012 Erindi frestað til 4. júní 2012 . Fleira ekki gert , fundi slitið kl. 16:50 .
85. fundur fjölskylduráðs , haldinn í fundarherbergi 3. hæð , Stillholti 16 - 18 , þriðjudaginn 21. febrúar 2012 og hófst hann kl. 16:30 Fundinn sátu : Ingibjörg Valdimarsdóttir , formaðurÞröstur Þór Ólafsson , aðalmaðurEinar Brandsson , áheyrnarfulltrúiHelga Gunnarsdóttir , framkvæmdastjóri FjölskyldustofuSvala Kristín Hreinsdóttir , verkefnisstjóriDagný Jónsdóttir ( DJ ) , bæjarfulltrúi 1. 1006157 - BakvaktirSveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 16:30 . Bréf frá formanni barnaverndarnefndar um bakvaktir lagt fram . Rætt um að kanna hvort ákjósanlegt væri fyrir Akraneskaupstað að fá aðild að bakvaktarfyrirkomulagi SSH . Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að leita eftir samkomulagi við starfsmenn félagsþjónustu Akraneskaupstaðar um bakvaktir á meðan aðrar leiðir eru kannaðar . 2. 1110107 - Fjárlagabeiðnir 2012 Drög að samningi milli Velferðarráðuneytisins og Endurhæfingarhússins HVER lögð fram til kynningar . Í samningnum er fjallað m.a. um þjálfun , atvinnulega endurhæfingu , náms - og starfsráðgjöf . Starfsmenn félagsþjónustunnar munu rýna samninginn . Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að óska eftir frest til bæjarráðs um skil á framtíðarskipulagi endurhæfingarhússins Hvers . 3. 1202158 - Ályktun kirkjuþings 2011 Bréf lagt fram um ályktun kirkjuþings 2011 þar sem kirkjuþing 2011 " ... hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar - og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi . Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir . Foreldraréttur skal virtur . Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra " . 4. 1201203 - Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - niðurskurðurHagræðingartillögur í félagsþjónustunni ræddar . Sveinborgu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra falið að kanna ný viðmið við útreikninga sérstakra húsaleigubóta og leggi fram tillögu á fundi fjölskylduráðs 6. mars . Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að leggja fram endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð á næsta fundi ráðsins 6. mars í samræmi við þær tillögur sem félagsmálastjóri lagði fram á fundinum . Sveinborg vek af fundi 18:10 . Fjölskylduráð mun leita eftir umsögn frá foreldraráðum í leikskólunum um hagræðingartillögur sem hafa verið lagðar fram . Tillögur um hagræðingu í grunnskólum og Tónlistarskólanum ræddar . Hagræðingatillögur verða teknar fyrir í heild sinni á næsta fundi fjölskylduráðs . Fleira ekki gert , fundi slitið kl. 19:10 .
Skipulagsskrá fyrir Dvalarheimilið Höfða Dvalarheimilið Höfði , Akranesi , er stofnað af Akraneskaupstað , Hvalfjarðarstrandarhreppi , Innri-Akraneshreppi , Leirár - og Melahreppi og Skilmannahreppi . Dvalarheimilið Höfði er sjálfseignarstofnun . Heimili þess og varnarþing er á Akranesi . Eignarhlutföll skiptast í samræmi við samkomulag um skiptingu stofnkostnaðar frá 22. júní 1974 og frá 29. nóvember 1987 , sem er fylgiskjal skipulagsskrár þessarar . Tilgangur heimilisins er að reisa og starfrækja dvalar - og þjónustuheimili fyrir aldraða í samræmi við lög nr. 82 / 1989 um öldrunarþjónustu . Akraneskaupstaður leggur heimilinu til 3 ha. lands við Sólmundarhöfða án endurgjalds . Landið afhendist eftir þörfum heimilisins . Rekstrarábyrgð eignaraðila skal vera í hlutfalli við íbúafjölda í hverju sveitarfélagi . Skal hlutfall þetta miðast við íbúatölu sveitarfélaganna 1. desember ár hvert en kostnaðarskipting vera samkvæmt því hlutfalli næsta almanaksár á eftir . Skal því íbúafjöldi í sveitarfélögunum þann 1. desember 1990 ráða hlutfalli rekstrarábyrgðar árið 1991 . Stjórn heimilisins skipa 5 menn , skulu þeir tilnefndir af eigendum til 4 ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum . Bæjarstjórn Akraness tilnefnir 4 stjórnarmenn og hrepparnir sameiginlega 1 mann . Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt . Stjórnin annast allan rekstur heimilisins með þeirri verkaskiptingu sem segir í skipulagsskrá þessari . Stjórnin ræður framkvæmdastjóra heimilisins og setur honum erindisbréf þar sem tilgreind er m.a. ábyrgð hans á fjárreiðum heimilisins og daglegum rekstri . Stjórnin kýs sér formann , varaformann og ritara . Formaður boðar til stjórnarfunda og stjórnar þeim og fylgist með því að ályktanir stjórnarfunda séu framkvæmdar . Á fundum stjórnar ræður afl atkvæða úrslitum mála . Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans . Ritari heldur gerðabók yfir allt sem gerist á stjórnarfundum . Að loknu hverju starfsári skal stjórnin leggja fyrir sveitarstjórnir eignaraðila starfsskýrslu og endurskoðaða reikninga heimilisins . Ennfremur starfs - og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár . Endurskoðun skal framkvæmd með sama hætti og viðhöfð er við endurskoðun ársreikninga Akraneskaupstaðar . Reikningsár heimilisins er almanaksárið . Stjórninni er heimilt að taka lán fyrir heimilið enda sé gert ráð fyrir slíku í samþykktri fjárhagsáætlun heimilisins eða ef eignaraðilar samþykkja slíkt sérstaklega og skal ákvæða 13. greinar skipulagsskrár þessarar gætt varðandi slíkar samþykktir . Stjórnin ákvarðar vistun fólks á heimilinu að fengnum tillögum þjónustuhóps aldraðra Breytingar á skipulagsskránni má því aðeins gera að fenginni samþykkt sveitarstjórna eignaraðila þannig : Samþykki bæjarstjórnar Akraness og a.m.k. tvegga viðkomandi hreppsnefnda . Skipulagsskrá þessi gildir frá og með 1. janúar 1991 . Skipulagsskrá þessi þannig samþykkt : Bæjarstjórn Akraness , þann 24. september 1991 . Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps , þann 6. september 1991 . Hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps , þann 10. september 1991 . Heppsnefnd Leirár - og Melahrepps , þann 3. september 1991 . Hreppsnefnd Skilmannahrepps , þann 9. september 1991 .
Starfsreglur um móttöku á sorpi á móttökustöð Gámu 1 . Akraneskaupstaður tekur á móti öllu því sorpi sem íbúar Akraness , fyrirtæki og aðilar sem Akraneskaupstaður hefur gert samninga við , skila á áthafnasvæði Gámu . Við móttöku sorpsins er Akraneskaupstaður ábyrgðaraðili þess sem þangað berst og er engum heimilt að fénýta sér hluti eða efni sem þangað berst nema með formlegu samþykki bæjarins . Bannað er að bera nokkuð það burt af svæði fyrirtækisins sem þangað berst sem úrgangur og á sú regla jafnt við um starfsmenn fyrirtækisins sem aðra . 2 . Á athafnasvæði Gámu er safnað munum sem mögulegt er að endurnýta . Aðeins er heimilt að taka muni til endurnýtingar ef fyrir liggur samþykki þess sem komið hefur með muninn eða munina . Liggi ekki fyrir samþykki viðkomandi aðila til endurnýtingar skal muninum eða mununum fargað . Umsjónarmaður Gámu skal sjá um að endurnýting muna sé aðeins til eigin nota þeirra sem fá muni afhenta og að munirnir verði ekki settir í sölu eða nýttir í atvinnuskyni . Starfsmönnum Gámu er óheimilt að taka muni af svæðinu til endurnýtingar . 3 . Það er hlutverk forstöðumanns Gámu að halda rekstrarkostnaði við svæðið innan ramma fjárhagsáætlunar og afla þeirra tekna sem mögulegt er . Það er einnig hlutverk hans og annarra starfsmanna sem þar vinna að leitast við að flokka þann úrgang sem berst á athafnasvæði fyrirtækisins og að sjá til þess að möguleikar á öflun tekna í þágu bæjarins verði nýttir eins og kostur er . Á það við um hvers konar flokkun , svo sem flokkun timburs , málma o.fl. 4 . Í samræmi við starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar er starfsmönnum Gámu óheimilt að fénýta verðmæti á athafnasvæði fyrirtækisins , nema með sérstöku leyfi bæjarstjóra eða bæjarráðs . Þeim er einnig óheimilt að gera samninga við einstaka viðskiptaaðila Gámu um meðferð muna sem samrýmast ekki reglum þessum . 5 . Verðmæti , sem kunna að berast til Gámu og grunur er um að þangað hafi lent þar fyrir mistök , skulu starfsmenn Gámu reyna að hafa upp á þeim sem verðmætin á í þeim tilgangi að þau komist í hendur eiganda síns . 6 . Starfsmenn Gámu skulu hafa það að leiðarljósi að leiðbeina viðskiptavinum fyrirtækisins eins og kostur er og veita þeim bestu þjónustu og leiðbeiningar um flokkun og aðrar reglur móttökustöðvarinnar . 7 . Starfsmenn Gámu skulu gæta fyllsta öryggis við losun og lestun sorps sem á svæðinu er . 8 . Auk framangreinds gilda almennar reglur og samþykktir Akraneskaupstaðar og lög um starfsemi Gámu . Þannig samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness
Reglur Akraneskaupstaðar um æfinga - og keppnisaðstöðustyrki til Íþróttabandalags Akraness Með styrkveitingu er átt við gjaldfærðar millifærslur vegna notkunar íþróttafélaga á íþróttamannvirkjum bæjarins samkvæmt samþykkt bæjarráðs hverju sinni . Ekki er átt við greiðslu á fjármunum til íþróttafélaga heldur reiknaðan kostnað við notkun íþróttamannavirkja pr. klukkustund . Miðað er við að greiða að fullu kostnað vegna æfinga - og keppnisaðstöðu á héraðs - og Íslandsmótum á Akranesi . Styrkveiting nær til þeirra félaga , sem eru aðilar að Íþróttabandalagi Akraness ( ÍA ) og starfa samkvæmt lögum bandalagsins . Styrkur er veittur vegna afnota ÍA af eftirtöldum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar : Íþróttahúsið Vesturgötu íþróttasalur ; æfingasalur í kjallara Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum Æfingasvæði að Jaðarsbökkum Fjölnota íþróttahús Þreksalir Forgangur á notkun íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar er eftirfarandi : 1 . Grunnskólar og leikskólar Akraneskaupstaðar 2 . Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi ( FVA ) í samráði við Akraneskaupstað Umsóknir um æfingatíma skulu sendar til rekstrarstjóra íþróttamannvirkja og skulu berast ár hvert fyrir 15. ágúst vegna vetrarstarfs og fyrir 15. apríl vegna sumarstarfs . Eigi síðar en viku eftir úthlutun æfingatíma , skal liggja fyrir yfirlit yfir æfingar hvers félags með sundurliðun fyrir deildir , aldursflokka og þjálfara viðkomandi hópa . Æfingatímabil eru tvö og eru skilgreind á eftirfarandi hátt : VetrarstarfFrá 1. sept. til 31. maí og er sú úthlutun endurskoðuð um áramót . SumarstarfFrá 1. júní til 31. ágúst Úthlutun æfingatíma er sameiginlega í höndum íþróttafulltrúa ÍA og rekstrarstjóra íþróttamannvirkja . Við úthlutun æfingatíma er tekið mið af eftirfarandi þáttum :  Fjölda iðkenda og hlutfalli barna og unglinga í hverju félagi  Nýtingu síðasta tímabils og úthlutun æfingatíma  Æfingar barna og unglinga hjá félögum innan ÍA hafi forgang á úthlutun æfingatíma Stefnt skal að því að æfingum barna og unglinga ljúki fyrir kl. 19:00 . Í úthlutuðum æfingatíma er í megin atriðum miðað við að þar sé stunduð fyrirfram skilgreind íþróttastarfsemi viðkomandi aðila . Aðildarfélögum ÍA er ekki heimilt að framselja úthlutuðum æfingatímum til annarra . Rekstrarstjóra íþróttamannvirkja og íþróttafulltrúa ÍA er heimilt að endurúthluta þeim tímum sem eru vannýttir / ónotaðir . Ný félög eða hópar innan ÍA sem sækja um æfingatíma eftir að umsóknarfrestur er liðinn geta fengið úthlutað tímum sem kunna að vera lausir eða bíða til næstu úthlutunar . Hópar utan ÍA geta sótt um æfingatíma til rekstrarstjóra íþróttamannvirkja gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá . Fyrir hvern íþróttasal eru skráðar upplýsingar um æfingar , iðkendafjölda , aldursflokka og kappleiki eða keppnir . Ennfremur skulu skráðar skýringar á ónýttum æfingatímum . ÍA er heimilt í samráði við rekstrarstjóra íþróttamannvirkja að gera breytingar á tímatöflu ef ástæða þykir til . Fulltrúum ÍA og Akraneskaupstaðar er heimilt að fylgjast með æfingum . Ekki er heimilt að æfingar í barna - og unglingaflokkum fari fram nema þjálfari eða annar ábyrgur aðili eldri en 18 ára sé til staðar . Uppgjör aðstöðu - og keppnisaðstöðu styrkja miðast við gjaldskrá Akraneskaupstaðar hverju sinni . Sækja þarf sérstaklega um undanþágu eða frávik frá þessum reglum til tómstunda - og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar . Íþróttafulltrúi ÍA og rekstrarstjóri íþróttamannvirkja annast sameiginlega framkvæmd þessara reglna og verði ágreiningur um einstök atriði skal honum vísað til tómstunda - og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar . Þannig samþykkt á fundi tómstunda - og forvarnarnefndar þann 9. ágúst 2006 og staðfest á fundi bæjarráðs þann 16. ágúst 2006
Reglur um félagslega heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar Reglur um félagslega heimaþjónustuá vegum Akraneskaupstaðar I. kafliMarkmið og skipulag 1. gr . MarkmiðMarkmið félagslegrar heimaþjónustu eru að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður . Til að tryggja þessi markmið og þar með að þjónustuþegar varðveiti færni sína og sjálfstæði miðast aðstoð við þau verkefni sem viðkomandi eða aðrir fullorðnir á heimilinu geta ekki sinnt . 2. gr . RétturRétt til félagslegrar heimaþjónustu eiga þeir sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu , fjölskylduaðstæðna , veikinda , barnsburðar , fötlunar eða af öðrum ástæðum sem fjölskylduráð metur gildar . 3. gr . Stjórn og yfirumsjónFjölskylduráð fer með yfirstjórn félagslegrar heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar . Öldrunarfulltrúi annast daglega framkvæmd þjónustunnar samkvæmt reglum þessum . 4. gr . Helstu verkefni • þrif og almenn heimilisstörf • innlit og samvera • persónulegur stuðningur og aðstoð í samvinnu við heimahjúkrun • aðstoð og fylgd við rekstur erinda • Heimsending á mat • aðstoð við gæslu og umönnun barna og ungmenna t.d. vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna , fötlunar eða veikinda III. kafliSkilgreining á þjónustu 5. gr . Innihald ÞjónustuÞrifÞrif eru almennt innt af hendi aðra hverja viku . Aðstoð við almenn heimilisþrif takmarkast við þau herbergi sem eru í daglegri notkun þjónustuþega s.s. eldhús , salerni , ganga , svefnherbergi , stofu og borðstofu . Aðstoð getur verið veitt við : • ryksugun , þurr - og blautmoppun gólfa • þrif á baðherbergi , þ.e.a.s. vaski , salerni , baðkari og / eða sturtu • afþurrkun • aðstoð við almenna tiltekt • rúmfataskipti • aðstoð við þvott Almennt er ekki veitt aðstoð s.s. við : • þrif á sameign • gluggaþvott , gluggatjaldaþvott og uppsetningu á gluggatjöldum • stórhreingerningar Þrif eru almennt innt af hendi aðra hverja viku nema sérstakar aðstæður kalli á annað . Komi beiðni um þjónustu sem veita þarf oftar en vikulega er hún metin í samvinnu við deildarstjóra heimahjúkrunar . 2 . Innlit og samvera Með innliti stuttan tíma í einu , oft daglega , er verið að leitast við að mæta þörfum einstaklinga á ýmsa vegu . Tilgangurinn getur verið m.a. að rjúfa félagslega einangrun eða veita stuðning og eftirlit vegna veikinda . 3 . Persónulegur stuðningur og aðstoðÝmis verkefni í samvinnu við heimahjúkrun sem m.a. geta falist í aðstoð við að klæðast og matast , eftirliti með lyfjatöku ef viðkomandi einstaklingur er í lyfjaskömmtun og hvatningu og eftirliti með böðun . 4 . Aðstoð og fylgd við rekstur erinda . Starfsmaður getur aðstoðað við matarinnkaup ef þjónustusamningur kveður á um það . Þjónustuþega er þá gefinn kostur á að fara með , sé það mögulegt . Annar erindrekstur s.s. akstur í banka eða aðrar þjónustustofnanir skal vera í fylgd þjónustuþega . Þá er heimilt að starfsmaður aðstoði vegna heimsóknar til læknis sé það á vinnutíma . Ekki er heimilt að starfsmaður fari með fjármuni þjónustuþega . 5 . Heimsending á mat - skilgreiningHeimsendur matur er fyrir þá sem ekki geta séð sjálfir um matseld um lengri eða skemmri tíma . Sótt er um heimsendngu matar til öldrunarfulltrúa . 6 . Aðstoð við gæslu og umönnun barna og ungmenna Hvert tilvik er metið sérstaklega og ákvarðað af félagsmálaráði . 6. gr . Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu , á þar til gerðu eyðublaði , hjá öldrunarfulltrúa fjölskyldusviðs . Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu Akraneskaupstaðar 7. gr . Þegar umsókn hefur verið móttekin skal gera þjónustusamning við þjónustuþega þar sem kveður á um þau verkefni sem framkvæma á svo og gildistíma samnings . Félagsleg heimaþjónusta skal að öllu jöfnu veitt á dagvinnutíma en í samvinnu við heimahjúkrun er heimilt að veita þjónustu um kvöld og helgar . 8. gr . Greitt er fyrir félagslega heimaþjónustu samkvæmt reglum og gjaldskrá sem bæjarstjórn setur að fengnum tillögum frá fjölskylduráði . Gjaldskráin skal endurskoðuð í janúar ár hvert . Greitt er fyrir heimsendingu matar samkvæmt gjaldskrá þar um , en stjórn Höfða ákveður verð á mat og bæjarstjórn ákveður gjald fyrir heimsendingu . 9. gr . Unnt er að sækja um til fjölskylduráðs undanþágu frá gjaldskyldu eða lækkun á gjaldi ef brýna nauðsyn ber til . 10. gr . Leitast skal við að ráða fólk til starfa í félagslegri heimaþjónustu sem hefur reynslu af heimilis - og umönnunarstörfum . Allir starfsmenn heimaþjónustu skulu framvísa sakavottorði . 11. gr . Launakjör starfsmanna fara eftir kjarasamningi Akraneskaupstaðar og viðkomandi stéttarfélags . 12. gr . Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í störfum sínum um einkamál þjónustuþega og heimilishald . Þagnarskyldan helst þó látið sé af störfum . Starfsmenn skulu undirrita drengskaparheit um þagnarskyldu við ráðningu . 13. gr . Starfsmönnum er óheimilt að geyma lykla að íbúðum þjónustuþega . Ef aðstæður knýja á um slíkt skal það vera með samþykki aðstandenda og vitund öldrunarfulltrúa . Ef þjónustu lýkur skal lykli skilað til öldrunarfulltrúa . 14. gr . Starfsmönnum er óheimilt að þiggja gjafir , fríðindi eða önnur hlunnindi frá þjónustuþegum eða aðstandendum þeirra nema innan eðlilegra marka og um sé að ræða óverulegar gjafir . Hafa skal samráð við yfirmann ef vafi leikur á hvort starfsmanni sé heimilt að taka við gjöf . 15. gr . Akraneskaupstaður hefur í gildi ábyrgðatryggingu atvinnurekstrar sem tekur til skaðabótaábyrgðar launþega . VII. kafliMálskot og gildistími 16. gr . Umsækjandi um félagslega heimaþjónustu getur áfrýjað ákvörðun öldrunarfulltrúa til fjölskylduráðs og skal það gert innan fjögurra vikna . Ákvörðun fjölskylduráðs má áfrýja til úrskurðarnefndar félagsþjónustu í félagsmálaráðuneytinu sbr. lög nr. 40 / 1991 gr. 64 og skal það gert innan fjögurra vikna frá því viðkomandi berst vitneskja um ákvörðun . 17. gr . Reglur þessar voru samþykktar 21. apríl 2008 og staðfestar af bæjarstjórn Akraness . 13. maí 2008 og öðlast þegar gildi .
Samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness ( ÍA ) eru sammála um á markmið samnings þessa sé að efla tengsl bæjarins og ÍA í því skyni að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið , æsku bæjarins til heilla . Sérstök áhersla skal lögð á forvarnar - og uppeldisgildi íþrótta og aukna samvinnu skólanna og íþróttahreyfingarinnar með fyrrnefndar áherslur í huga Akraneskaupstaður leggur áherslu á mikilvægi forvarnargildis og þjónustuhlutverks íþróttafélaganna gagnvart bæjarbúum á öllum aldri , en með sérstakri áherslu á unglinga og börn . Af hálfu Íþróttahreyfingarinnar er áhersla lögð á skyldur hennar gagnvart bæjarbúum og þá sérstaklega unglingum og börnum m.a. með því að halda uppi fjölbreyttri íþrótta - og félagsstarfsemi vel rekinna félaga . Með samningi þessum heitir ÍA því að gera sem flestum bæjarbúum kleift að stunda íþróttir m.a. með því að veita þeim greiðan aðgang að íþróttafélögum og því starfi sem fram fer á þeirra vegum hverju sinni í einstökum greinum . M.a. er það markmið ÍA eftirfarandi : Að stuðla að hollri og heilbrigðri hreyfingu bæjarbúa á öllum aldri . Að stuðla að því að bæjarbúar eigi án tillits til efnahags , kynferðis , kynþáttar , aldurs eða annarra félagslegra aðstæðna möguleika á þátttöku í æskulýðs - og íþróttastarfi . Að áhersla verði lögð á forvarnarstarf innan félaga ÍA og að viðurkennd uppeldisleg gildi verði þar höfð að leiðarljósi . Að stuðla að heilbrigðri sál í hraustum likama . Akraneskaupstaður vill með samningi þessum tryggja að fjármunir sem lagðir eru til rekstrar íþróttahreyfingarinnar , íþróttamannvirkja Akraness og framkvæmda á sviði íþróttamála nýtist sem best þeim bæjarbúum sem annars vegar stunda íþróttir sér til ánægju og heilsubótar og hins vegar keppni . Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar eru opin aðilarfélögum ÍA til afnota án endurgjalds fyrir alla almenna og viðurkennda íþróttastarfsemi í samræmi við íþróttalög nr. 64 frá 1998 og þær reglur sem gilda um notkun mannvirkjanna . Framlag Akraneskaupstaðar skal metið í ársreikningum bæjarins og viðurkennt sem framlag til íþróttamála . Að undanskilinni notkunar grunnskólanna er viðurkenndur forgangur íþróttafélaga innan ÍSÍ og ÍA . Að teknu tilliti til forgangs skólanna og íþróttahreyfingarinnar er heimilt að leigja út tíma til almennings , fyrirtækja og annarra sem stunda vilja íþróttir . Aðilar eru sammála um að stuðla að sem mestri nýtingu íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar . Aðilar eru sammála um að starfsmenn Akraneskaupstaðar og stjórn ÍA og aðildarfélög skuli hafa með sér náið og gott samstarf . Sérstök áhersla af beggja hálfu er á samvinnu milli þeirra aðila sem vinna að almennri velferð unglinga og barna . M.a. á þetta við um framkvæmd ýmissa viðburða svo sem fræðslu - og forvarnardags , gamlársdagshlaups , Akraneshlaups , mótahalds félaga , innritunardags ÍA o.fl . Aðilar eru sammála um að skilgreina þetta samstarf frekar og stofna sérstakan samræmingar - og / eða framkvæmdahóp sem sér um sameiginleg átaksverkefni í íþrótta - , æskulýðs - og skólamálum . Hópurinn setji sér mælanleg árangurstengd markmið . Bæjarstjórn , nefndir bæjarins , stjórn ÍA og stjórnir aðildarfélaga ÍA eru sammála um að eiga gott samstarf í þvi skyni að ná sem bestum árangri í þeim málum sem unnið er að . ÍA skal tryggður áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögrétti innan þeirrar nefndar bæjarins sem fer með íþróttamál . Fjárhagslegur stuðningur Akraneskaupstaðar við ÍA og íþróttafélög innan ÍA er með eftirfarandi hætti : Rekstrarkostnaður íþróttahúsa og sundlauga kaupstaðarins . Rekstrarkostnaður æfinga - og keppnisvalla á Jaðarsbökkum . Framlög til ÍA vegna sérstakra verkefna , sem um er samið í samningi þessum eða ákveðið að semja um síðar . Rekstrarsamningur við Golfklúbbinn Leyni um rekstur Garðavallar . Framlög Akraneskaupstaðar til íþrótta - og æskulýðsfélaga vegna þjálfunar - , ferða - og leiðbeinendakostnaðar félaganna . Styrkir til afreksfólks og félaga sem ná afburða árangri í samræmi við reglur þar um . Sérstakir rekstrarsamningar við íþróttabandalagið og einstök íþróttafélög innan ÍA . Sérstakir samningar um framkvæmdir á vegum ÍA eða félaga innan ÍA . Ráðstöfun fjármuna til uppbyggingar íþróttamannvirkja og tækjakaupa . Akraneskaupstaður samþykkir að styrkja rekstur Íþróttabandalags Akraness árlega á gildistíma samnings þessa um kr. 800.000 og breytist fjárhæð þessi í samræmi við vísitölu neysluverðs . ÍA er reiðubúið gegn endurgjaldi að annast eftirfarandi verkefni á gildistíma samnings þessa : Framkvæmd viðburða á Jónsmessu s.s. samkomu við Jónsmessubrennu , Jónsmessugöngu á Akrafjall o.fl. ( Akraneskaupstaður annst framkvæmd brennu ) . Árlegt endurgjald fyrir þennan þátt er kr. 150.000 og verðbætist árlega samkvæmt vístölu neysluverðs . Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd Þrettándabrennu , kjöri íþróttamanns Akraness og veiting viðurkenninga til unglinga sem orðið hafa Íslandsmeistarar , framkvæmd heilsuviku o.fl . Innifalið í þessum lið er gerð viðurkenningargripa til einstaklinga merkt Akraneskaupstað og ÍA . Endurgjald fyrir þennan þátt er kr. 400.000 og verðbætist samkvæmt vísitölu neysluverðs . Skipulagningu á a.m.k. fimm gönguferðum yfir árið um Akranes fyrir almenning og annarra viðburða undir kjörorðinu “ Göngum til heilbrigðis ” . Endurgjald fyrir þennan þátt er kr. 150.000 og verðbætist samkvæmt vísitölu neysluverðs . Önnur verkefni sem samið er um hverju sinni . Akraneskaupstaður og ÍA munu á grundvelli ofangreinds gera með sér nánara samkomulag um framkvæmd einstakra verkliða hér að ofan , hlutverk hvors aðila og skyldur . Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar Akraness frá 14. desember 2004 er gert ráð fyrir kr. 3.387.000 í styrki til félaga innan ÍA og annarra frjálsra æskulýðsfélaga vegna kostnaðar af leiðbeinendum , þjálfurum og vegna ferða . Akraneskaupstaður skuldbindur sig með samningi þessum að auka framlög sín til félaganna þannig að styrkur hvers árs verði eftirfarandi : Árið 2006 Árið 2007 Árið 2008 Árið 2009 Bæjarstjórn , í samvinnu við ÍA og önnur æskulýðsfélög , setur reglur , sem gilda skulu um úthlutun ofangreindra fjármuna , en tómstunda - og forvarnarnefnd skal annast formlega úthlutun fjármunanna til viðkomandi félaga . Aðilar eru sammála um að endurskoða reglur um styrki til félaga samkvæmt þessari grein þannig að tekið verði tillit til systkinaafsláttar . Miðað verði við að börn upp að 18 ára aldri greiði fullt æfinga - eða félagsgjald en yngri systkini þeirra greiði hálft gjald hvort heldur um er að ræða íþróttafélag eða önnur félög . Þau félög sem taki þessa reglu upp geti sótt um framlag á grundvelli ofangreinds til að mæta þeim afslætti sem veittur er , allt að 50% af æfingagjaldi . Aðilar eru sammála um að leita sameiginlega leiða til að styrkja í auknum mæli afreksfólk í íþróttum t.d. með stofnun sjóðs með þátttöku fleiri aðila en ÍA og Akraneskaupstaðar . Á Jaðarsbökkum og Langasandi er ákjósanleg aðstaða til iðkunar íþrótta og útivistar . Svæðið hefur upp á mikla möguleika að bjóða og stefna bæjarstjórnar er að skapa þar á næstu árum útivistar - og íþróttasvæði sem bæjarbúar geta verið stoltir af til langrar framtíðar . Akraneskaupstaður mun í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 15. júní 2004 og á grundvelli skýrslu vinnuhóps frá apríl 2004 um uppbyggingu íþróttamála og vinnu starfshóps um sundlaugarsvæðið á Jaðarbökkum , vinna að eftirfarandi verkefnum á sviði íþróttamála : Byggingu fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum . Byggingu innisundlaugar og endurbyggingar potta - og rennibrautarsvæðis á Jaðarsbökkum þannig að svæðið verði allt árið um kring ákjósanlegt til sundkennslu , sundæfinga , afþreyingar og heilsubótar . Stækkun áhorfendastúku á Jaðarsbakkavelli í samræmi við reglur UEFA og KSÍ . Byggingu nauðsynlegrar búningsaðstöðu , þjónusturýmis og aðstöðu fyrir líkamsrækt . Gerð framkvæmdasamnings við Golfklúbbinn Leyni . Á grundvelli deiliskipulags , sem verið er að vinna að um Jaðarsbakkasvæðið og tillagna starfshóps um sundlaugarsvæðið á Jaðarsbökkum , er það stefna bæjarstjórnar að ljúka uppbyggingu á Jaðarsbökkum á næstu árum þannig að svæðið verði að því loknu fullbyggt með þá þjónustu og aðstöðu , sem taki mið af þörfum almennings og keppnisfólks . Samningur þessi gildir frá undirskrift hans til 31. desember 2009 . Á árinu 2008 skulu aðilar taka upp viðræður um endurnýjun samningsins og nauðsynlegar breytingar . Við undirritun samnings þessa fellur úr gildi samningur aðila frá 12. apríl 1994 . Samningur þessi er gerður í tveimur eintökum , eitt fyrir hvorn aðila . Akranesi , 3. maí 2005 . Gísli Gíslason , bæjarstjóri ( sign ) Guðmundur Páll Jónsson , forseti bæjarstjórnar ( sign ) Sveinn Kristinsson , formaður bæjarráðs ( sign ) Gunnar Sigurðsson , í bæjarstjórn Akraness ( sign )
Akraneskaupstaður annast meðhöndlun úrgangs á Akranesi , á þann hátt og með þeim takmörkunum sem leiða af samþykkt þessari , lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7 / 1998 og lögum um meðferð úrgangs , nr. 55 / 2003 og reglugerðum settum með stoð í þeim lögum . Tækni - og umhverfissvið Akraneskaupstaðar fer með stjórn meðferðar úrgangs . Um eftirlit fer skv. lögum um förgun úrgangs samkvæmt.lögum nr. 55 / 2003 og reglugerðum settum skv. þeim . Til sorphirðu telst hirðing almenns húsasorps frá íbúðarhúsnæði . Til meðhöndlunar úrgangs telst söfnun , geymsla , pressun , flokkun , flutningur , endurnotkun , endurnýting eða urðun . Móttökustöð er í landi Akraneskaupstaðar við Höfðasel . Þar er tekið á móti úrgangi sem fellur til á Akranesi . Söfnunarstöðvar eru gámaplön sem starfrækt eru af Akraneskaupstað utan aðalstarfsstöðvar ( Gámu ) og ætlað er að taka á móti flokkuðum úrgangi . Bæjaryfirvöld ákveða í hverju tilfelli hvaða sorpflokkun er tekið á móti í söfnunarstöðvum , innan þeirra marka sem starfsleyfi kveður á um . Verktakar sem annast sorphirðu samkvæmt samningi við Akaneskaupstað skulu uppfylla ákvæði samninga um meðhöndlun úrgangs og hafa starfsleyfi heilbrigðisnefndar Vesturlands til starfsemi sinnar , samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 785 / 1999 um starfsleyfi . Sama gildir um verktaka sem sinna hirðingu rekstrarúrgangs hjá fyrirtækjum á Akranesi . 3. gr . Fyrirkomulag sorphirðu frá íbúðarhúsnæði Sorp skal hirt með relgulegum hætti frá íbúðareigendum . Bæjarstjórn Akraness ákveður í samráði við heilbrigðisnefnd hvaða ílát og hvaða aðferðir skuli nota til sorpsöfnunar og sorphirðu . Eigendum og umráðamönnum íbúðarhúsnæðis á Akranesi er skylt að nota þau ílát og þær aðferðir við sorpsöfnun sem bæjarstjórn ákveður . Akraneskaupstaður leggur íbúðum til viðeigandi sorpílát , samkvæmt nánari ákvörðun bæjarstjórnar . Fyrir viðbótarílát greiðist gjald samkvæmt gjaldskrá . Þar sem stærri ílát henta betur , svo sem við fjölbýlishús , getur bæjarstjórn ákveðið notkun þeirra . Sorpgeymslur skulu uppfylla ákvæði byggingar - og hollustuháttarreglugerða . Sorpgeymslur skulu vera aðgengilegar fyrir starfsmenn sorphirðu og standa sem næst aðkomu að lóð . Þær skulu standa saman ef um fjölbýlishús er að ræða . Húsráðendur skulu halda sorpílátum hreinum , hreinsa snjó frá sorpgeymslum á vetrum og halda greiðfærri leið að þeim svo unnt sé að annast hreinsun . Óheimilt er að láta garðúrgang , jarðefni eða grjót í almenn sorpílát . Jarðefnum , þar með töldu grjóti eða múrbroti , skal komið fyrir á sértilgrindum móttökustað . Óheimilt er að losa í almenn sorpílát spilliefni , hættuleg efni eða efni sem sprengihætta getur stafað af , þunga málmhluti eða tærandi efni . Spilliefnum , hættulegum úrgangi og öllum endurvinnanlegum úrgangi skal skilað aðgreindum á sorpmóttökustað ( Gámu ) . 6. gr . Tíðni sorphirðu Bæjarstjórn ákveður tíðni sorphirðu í bænum sem skal þó eigi fara fram sjaldnar en á 14 daga fresti . Íbúum skal kynnt tíðni sorphirðu með hæfilegum fyrirvara . III KAFLIMeðferð úrgangs frá fyrirtækjum 7. gr . Meðferð rekstrarúrgangs Rekstraraðilar bera ábyrgð á hirðu og förgun rekstrarúrgangs sem til fellur í starfsemi þeirra og bera af honum allan kostnað . Rekstraraðilum ber að skila rekstrarúrgangi til móttökustðvar með starfsleyfi . Söfnun , frágangur og flutningur á úrgangi frá fyrirtækjum og stofnunum skal vera í samræmi við fyrirmæli heilbrigðisnefndar Vesturlands . Ákæði II. kafla samþykktar þessarar um frágang og umgengni um sorpílát gilda einnig um þau ílát sem fyrirtæki nota undir rekstrarúrgang . Gæta skal fylsta hreinlætis við söfnun og flutning og tryggja að ekkert fjúki eða falli af flutningatækjum sem óþrifanði getur valdið . Akraneskaupstaður tekur að sér förgun rekstrarúrgangs hjá þeim fyrirtækjum á Akranesi sem þess óska , samkæmt gjaldskrá sem bæjarstjórn setur og auglýsir . IV KAFLIMóttökustöðvar og móttaka í sorpmóttökustöð 8. gr . Móttaka úrgangs í söfnunarstöðvum og móttökustöð Akraneskaupstaður tekur við öllum úrgangi sem til fellur á Akranesi ýmist í móttökustöð ( Gámu ) eða í söfnunarstöðvum , eftir nánari ákvörðun bæjarstjórnar . Opnunartími söfnunar - og móttökustöðvar skal auglýstur opinberlega . Úrgangur skal flokkaður við móttöku samkvæmt flokkunarreglum Gámu . Spilliefni , svo sem úrgangsolía og úrgangsvökvar , skulu aðskilin frá öðrum úrgangi og uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 806 / 1999 um spilliefni . Heimilt er að undanþiggja gjaldskylu minni háttar magn , sem komið er með til móttökustöðvar . Ávallt skal leggja gjald á allan rekstrarúrgang . 9. gr . Almennt sorpuhirðu og sorpeyðingargjald Akraneskaupstaður , að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar , leggur á almennt sorphirðu og sorpeyðingargjald sem standa skal undir þeim kostnaði sem á sveitarfélagið fellur vegna móttöku úrgangs , sorphirðu , meðhöndlunar og förgunar sorps í samræmi við ákvæði 5. mgr. 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 11. gr. laga nr. 55 / 2003 um meðferð úrgangs . Gjaldið skal aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði sem fellur til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi . Almennt sorphirðu og sorpeyðingargjald skal taka mið af fjölda og stærð íláta , hreinsunartíðni og sorpeyðingu . Sorpgjald innheimtist með sama hætti og fasteignagjöld og á sömu gjalddögum . Kvörtunum vegna álagningar eða innheimtu gjalda skal beint til forstöðumanns sorpmóttökustöðvar ( Gámu ) eða tækni - og umhverfissviðs . Til tryggingar greiðslu sorpgjalda samkvæmt gjaldskrá er lögveðréttur í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga . Gjaldskráin skal birt í B-deild Stjórnartíðinda . VI KAFLIViðurlög , brottfall og gildistaka 10. gr . Viðurlagaákvæði Með brot gegn samþykkt þessari fer samkvæmt ákvæðum 33. og 34. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 24. gr. laga nr. 55 / 2003 um meðferð úrgangs . Samþykkt þessi öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut kunna að eiga að máli . Með þessari samþykkt fellur úr gildi eldri samþykkt um sorphreinsun á Akranesi nr. 728 / 1997 . Þannig staðfest í bæjarstjórn Akranessvið síðari umræðu þann 13. desember 2005 . Fyrri umræða fór fram þann 15. nóvember 2005 . Guðmundur Páll Jónsson , bæjarstjóri ( sign )
Vinnureglur við úthlutun á slægjustykkjum Þessar reglur eru samdar til að framfylgja 5. gr. samþykktar um búfjárhald á Akranesi . Slægjustykkjum er úthlutað til tveggja ára , ef þörf er á að ráðstafa slægjustykkjum til annarra nota skal handhöfum greint frá því með þriggja mánaða fyrirvara . Þeir einir sem tilgreindir eru á forðagæsluskýrslu geta fengið úthlutað slægjustykkjum . Ef umsækjendur eru fleiri en fjöldi slægjustykkja , skal dregið úr umsóknum . Við úthlutun skal garðyrkjustjóri sjá til þess að þeir aðilar sem haft hafa slægjustykki til afnota og af þeim greitt , njóti forgangs við úthlutun þeirra stykkja . Miða skal við að hver umsækjandi fái aðeins eitt stykki til afnota . Ef svo vill til að umsækjendur eru færri en stykkin sem til úthlutunar eru skal garðyrkjustjóri úthluta þeim stykkjum sem eftir eru til þeirra sem voru dregnir út , en þó aðeins í eitt ár í senn , fram að næstu úthlutun . Ef handhafar slægjustykkja hætta að nýta þær á tímabilinu skal garðyrkjustjóra tilkynnt um það , svo hægt sé að ráðstafa landinu til annars aðila fram að næstu úthlutun . Handhafar slægjustykkja skulu árlega greiða Akraneskaupstað gjald sem nemur 7.500 kr. fyrir hvern hektara sem þeir hafa til afnota . Þannig samþykkt á fundi bæjarráðs Akraness 8. mars 2007 . Gísli S. Einarsson , bæjarstjóri ( sign ) Gjaldskrá þessi hefur verið hækkuð um 4,5% í samræmi við almennar gjaldskrárhækkanir bæjarfélagsins fyrir árið 2013 , samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Akraness frá 13. nóvember 2012 .
Barna - og unglingastarf í tómstundum á Akranesi - Viðmiðunarreglur 1 . Markmið Markmið þessara reglna er að styrkja virk tómstunda - og íþróttafélög í bæjarfélaginu til að halda uppi öflugu félags - tómstunda - og íþróttastarfi fyrir börn og unglinga á Akranesi . Tómstunda - og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar vinnur tillögur að úthlutun og leggur þær fyrir bæjarráð til afgreiðslu . Styrkir þessir eru veittir til íþrótta - og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3 - 18 ára . Skilyrði er að félag hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum símum t.d. haldið aðalfund , lagt fram ársskýrslu ársreikninga o.s.frv . Til að teljast styrkhæfur , þarf virkur iðkandi / þátttakandi að stunda félagsstarf hjá viðurkenndu félagi með reglubundnum hætti í 6 mánuði eða lengur . Styrktímabil er frá 1. janúar – 31. desember á umliðnu ári . • Bæjarstjórn ákveður heildarstyrkupphæð hverju sinni . a ) 15% heildarupphæðar skiptist jafnt á milli þeirra sem úthlutað er tilb ) 35% Skiptist samkvæmt launagreiðslum til þjálfara og leiðbeinenda barna og unglinga 18 ára og yngri samkvæmt ársuppgjöric ) 30% Samkvæmt fjölda barna 14 ára og yngri sem greiða þátttökugjald í hverju félagi eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess d ) 20% Samkvæmt fjölda barna 15 – 18 ára i sem greiða þátttökugjald í hverju félagi eða eru staðfestir þátttakendur í starfi þess • Frjáls framlög munu einnig skiptast samkvæmt þessum viðmiðunarreglum . 4 . Umsóknir um styrki • Styrkir eru veittir einu sinni á ári . Umsóknarfrestur er 15. apríl ár hvert . Styrkirnir skulu auglýstir eigi síðar en 15. mars ár hvert . • Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og á skrifstofu Akraneskaupstaðar , Stillholti 16 - 18 , 3. hæð • Umsóknir og nauðsynleg fylgigögn skulu sendast á netfangið akranes@akranes.is eða berast á skrifstofur Akraneskaupstaðar , Stillholti 16 - 18 , 3. hæð . Þannig samþykkt á fundi bæjarráðs Akraness 13. mars 2008
Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur á Akranesi I. kafli . Ráðgjöf um húsnæðismálSkilgreiningar 1. gr . RáðgjöfÞeir sem óska eftir ráðgjöf , upplýsingum eða stuðningi varðandi húsnæðismál skulu leita til Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar 1 ) með hliðsjón af lögheimili hvers og eins . 1 ) . Gildistaka 1. janúar 2009 . 2. gr . Stuðningur í húsnæðismálumStarfsmenn skulu veita upplýsingar um þann stuðning í húsnæðismálum sem Akraneskaupstaður hefur umsjón með . Eftirfarandi er yfirlit yfir þann stuðning sem kann að vera í boði með hliðsjón af aðstæðum hvers og eins .  Almennar húsaleigubætur  Sérstakar húsaleigubætur  Félagslegt leiguhúsnæði 3. gr . SkilgreiningarFélagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa , þungrar framfærslubyrðar og annarra félagslegra erfiðleika . Aðstæður umsækjenda eru metnar út frá ákveðnum viðmiðum , sbr. 6. gr. og 7. gr . Með félagslegri leiguíbúð er átt við hverja þá íbúð í eigu Akraneskaupstaðar sem skilgreind er sem leiguíbúð til félagslegra nota . Sérstakar húsaleigubætur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu á almennum markaði eða í félagslegu leiguhúsnæði og þjónustuíbúðum í eigu Akraneskaupstaðar , umfram almennar húsaleigubætur . II. kafliMat á aðstæðum umsækjanda 4. gr . Skilyrði fyrir því að umsókn verði metin gildVið vinnslu umsóknar skal leita upplýsinga m.a. um félagslegar aðstæður , lögheimili , tekjur og eignir . Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi . a ) Umsækjandi hafi að mati ráðgjafa ekki möguleika á því að kaupa eigið húsnæði.b ) Umsækjandi eigi lögheimili á Akranesi þegar sótt er um og a.m.k. síðustu 3 árin samfleytt áður en umsókn berst.c ) Frá og með 1. janúar 2013 eru uppreiknuð tekju - og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða , ráðstöfun þeirra og rekstur , nr 873 / 2001 , eftirfarandi : Eignamörk eru kr. 4.379.000 . - 1 ) . Tekjumörk eru kr. 4.057.000 . - 1 ) fyrir einstakling en kr. 5.681.000 . - 1 ) fyrir hjón og sambúðarfólk , auk þess kr. 697.000 . - 1 ) fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu . Tekjumörk eru miðuð við meðaltal tekna sl. 3 ár . Heimilt er að taka tillit til skuldastöðu / greiðslubyrði umsækjanda . 1 ) Við útreikninga á tekju - og eignamörkum er miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu frá ársbyrjun 2012 til ársbyrjunar 2013 . Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands nemur hækkunin 4,2% . d ) Umsækjendur verða að skora að lágmarki 4 stig vegna félagslegra aðstæðna sinna , þ.e. 2 stig vegna húsnæðisstöðu og 2 stig vegna félagslegs vanda umsækjanda eða sérstakra aðstæðna barna sbr. matsviðmið ( sjá fylgiskjal 1 ) . e ) Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára á umsóknardegi . Hafi viðeigandi gögn ekki borist 30 dögum frá umsóknardegi fellur umsókn úr gildi . Umsækjandi fær sent skriflegt svar þar sem fram kemur hvernig umsókn hans hafi verið metin . 5. gr . Undanþágur frá skilyrðumHeimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum 4. gr. um lögheimili og tekjuviðmið við eftirfarandi aðstæður : Frá lögheimili : a ) Umsækjandi hefur búið á Akranesi stóran hluta ævi sinnar en flutt tímabundið úr sveitarfélaginu vegna húsnæðisvanda , náms eða vinnu . Frá lögheimili og / eða tekjuviðmiði : b ) Umsækjandi er samkvæmt faglegu mati ráðgjafa í mjög miklum félagslegum erfiðleikum , sbr. liður 5 c í matsviðmiði sbr. fylgiskjal 1 . Umsóknir um undanþágur skulu vera skriflegar þar sem gerð er grein fyrir ástæðu undanþágubeiðni . Umsóknir um undanþágu skulu afgreiddar hjá Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar . 6. gr . Forgangsröðun umsóknaFullnægi umsækjandi skilyrðum 4. gr. raðast umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum sbr. fylgiskjal 1 , þar sem m.a. er höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum , heilsufari , félagslegum aðstæðum og tekjum . Við lok greiningar eru reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig . Útkoman er skráð á biðlista sem hafður er til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis . III . KafliSérstakar húsaleigubætur 7. gr . SkilyrðiÞegar fyrir liggur að umsækjandi fullnægir skilyrðum 4. gr. þessara reglna , skilyrðum laga nr. 138 / 1997 um greiðslu húsaleigubóta og að auki eftirtöldum skilyrðum má bjóða viðkomandi sérstakar húsaleigubætur.a ) Einstaklingur / hjón / sambúðarfólk : Aðstæður umsækjenda verða að vera metnar til 9 stiga eða meira . b ) Einstaklingur / hjón / sambúðarfólk með eitt barn : Aðstæður umsækjenda verða að vera metnar til 11 stiga eða meira.c ) Einstaklingur / hjón / sambúðarfólk með tvö börn eða fleiri : Aðstæður umsækjenda verða að vera metnar til 12 stiga eða meira . 8. gr . FjárhæðSérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 1.300 í sérstakar húsaleigubætur . Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 70.000 og aldrei farið yfir 70% 1 ) af leigufjárhæð . Leigutaki greiði þó að lágmarki kr. 40.0001 ) í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum . Ef leigufjárhæð er lægri en kr. 60.000 á mánuði geta greiðslur húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta ekki farið yfir 60% af leigufjárhæð . Framangreind fjárhæð , kr. 60.000 er bundin vísitölu neysluverðs og breytingar á henni taka gildi samhliða breytingum á húsaleigu hjá Akraneskaupstað . 1 ) Breytingar samþykktar 13. mars 2012 . 9. gr . ValkostirÞegar fyrir liggur að umsækjandi fullnægir skilyrðum 7. gr. um sérstakar húsaleigubætur verður honum sent bréf þar sem honum er boðið að velja á milli eftirfarandi : a ) sérstakar húsaleigubætur , finni hann leiguhúsnæði á almennum markaði á Akranesi.b ) að umsókn hans raðist á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði . Ákveði umsækjandi að þiggja sérstakar húsaleigubætur hefur viðkomandi þrjá mánuði frá dagsetningu bréfsins til þess að finna sér leiguhúsnæði á almennum markaði á Akranesi . 10. gr . Úthlutun sérstakra húsaleigubótaUmsókn fellur af biðlista um félagslegt leiguhúsnæði um leið og greiðsla sérstakra húsaleigubóta hefst nema umsækjandi óski sérstaklega eftir því að umsókn hans um félagslegt húsnæði gildi áfram . IV . KafliBiðtími 11. gr . Almenn skilyrðiUmsækjandi verður að fullnægja skilyrðum 4. gr. allt það tímabil sem líður frá umsóknardegi fram að úthlutun leiguhúsnæðis / greiðslu sérstakra húsaleigubóta . 12. gr . Endurnýjun umsóknaTil þess að viðhalda gildi umsóknar þarf umsækjandi að endurnýja umsókn innan 12 mánaða frá umsóknardegi og síðan á 12 mánaða fresti frá þeim degi . Endurnýjun getur hvort heldur er verið skrifleg eða munnleg . 13. gr . Upplýsingar um aðstæðurUmsækjandi skal vera í tengslum við ráðgjafa sinn á biðtímanum og gera grein fyrir breytingum sem orðið hafa á aðstæðum hans og áhrif kunna að hafa á fyrirliggjandi mat á þeim . 14. gr . Ráðgjöf á biðtímaRáðgjafi skal veita umsækjanda upplýsingar um stöðu á biðlista , endurmeta aðstæður og veita félagslega ráðgjöf ef þurfa þykir . V. kafli . Úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis 15. gr . ÚthlutunÚthlutun félagslegs leiguhúsnæðis fer fram á fundum félagsmálaráðs Akraness . Ákvörðun um úthlutun húsnæðis er tilkynnt umsækjanda skriflega . Ákvörðun um úthlutun er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37 / 1993 . 16. gr . Stærð og gerð húsnæðisVið mat á stærð og gerð húsnæðis sem kemur til úthlutunar , er höfð hliðsjón af fjölskyldustærð umsækjanda og öðrum aðstæðum sem máli kunna að skipta . 17. gr . Tilkynning um úthlutunÞeir , sem fengið hafa úthlutað leiguhúsnæði fá sent bréf þar um , þar sem viðkomandi er m.a. bent á að snúa sér til Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar til þess að skoða húsnæðið og til frágangs leigusamnings . Veittur er 10 daga frestur til þess að tilkynna hvort húsnæði er þegið eða ekki . Hafi viðkomandi ítrekað hafnað leiguhúsnæði án þess að málefnalegar ástæður liggi að baki er heimilt að senda viðkomandi bréf þess efnis að litið sé svo á að umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka og sé hún því úr gildi fallin . Rétt þykir að miða við að viðkomandi hafi þrisvar sinnum hafnað leiguhúsnæði , varðandi mat á ítrekaðri höfnun . Talið er að lagalegri skyldu til útvegunar húsnæðis sé fullnægt skv. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 / 1991 og þar sem húsnæði hafi ítrekað verið hafnað verði að álykta sem svo að viðkomandi geti sjálfur ráðið úr húsnæðisvanda sínum og því umsókn dregin til baka . 18. gr . Leigusamningar , ákvörðun húsaleigu , innheimta leigu og umsjón fasteignaFramkvæmdastofa Akraneskaupstaðar sér um frágang leigusamninga og um þá gilda ákvæði húsaleigulaga nr. 36 / 1994 . Tekið skal fram í leigusamningi að um réttarsamband leigutaka og Akraneskaupstaðar gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36 / 1994 en afskiptum félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar sem stjórnvalds sé lokið . Í leigusamningi skal kveðið skýrt á um það að leigutaka sé óheimilt að heimila öðrum afnot af hinu leigða húsnæði . Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar gerir tillögu til bæjarráðs um upphæð húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði á Akranesi . Innheimta leigugjalds , umsjón og viðhald leiguíbúða er á vegum Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar . Leigutaka er skylt að nota þjónustu banka / sparisjóða varðandi greiðsludreifingu og gera þannig ráð fyrir greiðslu húsaleigu í mánaðarlegri þjónustu . TryggingaféUndir öllum kringumstæðum skal leigutaki greiða tryggingafé sem nemur þriggja mánaða leigu íbúðarinnar . Félagsmálaráði skal þó heimilt í undantekningartilfellum að leggja fram tryggingu fyrir leigu vegna leigutaka . Vanskil á leigu umfram þriggja mánaða leigufjárhæð skulu jafngilda uppsögn á leigusamningi . Ákvæði þess efnis skal geta í leigusamningi á milli aðila . 19. gr . MilliflutningarÓski leigjandi eftir flutningi úr núverandi leiguhúsnæði í annað húsnæði á vegum Akraneskaupstaðar skal hann leggja fram skriflega umsókn . Kanna skal hvort umsækjandi fullnægi skilyrðum liðar a , b og c 4. gr . Milliflutningsumsóknir raðast út frá greiningu ( sbr. fskj. 2 ) þar sem eftirfarandi þættir eru m.a. hafðir til viðmiðunar : Núverandi húsnæðisaðstæður , fjölskyldustærð , heilsufar og aldur umsóknar . Við lok greiningar eru reiknaðir punktar fyrir hvern þátt fyrir sig . Útkoman er skráð á biðlista sem hafður er til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis . Sé leigjandi í vanskilum með leigugreiðslu við Akraneskaupstað kemur umsókn um milliflutning því aðeins til skoðunar að leigjandi hafi gert full skil á vangoldnum leigugreiðslum eða um skuldina samið . Umsækjandi fær sent skriflegt svar þar sem fram kemur að hann eigi gilda umsókn um milliflutning , og hvernig umsókn hans hafi verið metin . Þá skal umsækjanda og gerð grein fyrir nauðsyn endurnýjunar umsóknar sbr. 12. gr. VI. kafli . Endurskoðun 20. gr . Endurskoðun leigusamningsLeigjandi verður að fullnægja skilyrðum 4. gr. b og c allt það tímabil sem leigusamningur gildir . Á leigutímanum mun Akraneskaupstaður gera athugun á því hvort leigutaki fullnægi skilyrðunum . Ef þeim er ekki lengur fullnægt er heimilt að segja leigusamningi upp . Ákvörðun um uppsögn leigusamnings er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37 / 1993 . Leigjandi / leigjendur undirrita sérstaka yfirlýsingu þess efns að þeir heimili starfsmönnum að afla upplýsinga um tekjur og eignir úr opinberum skrám á leigutímanum . Leigjandi sem hefur gengið í hjúskap eða hafið sambúð á leigutímanum er skuldbundinn til þess að tilkynna Fjölskyldustofu þar um enda forsendur leigjanda aðrar en þegar að úthlutun kom . Starfsmenn munu kanna árlega samkvæmt upplýsingum þjóðskrár hvort aðstæður leigjanda hafi breyst að þessu leyti . Í kjölfarið verður haft samband við leigjanda og félagslegar aðstæður kannaðar í heild sinni . Ef félagslegar aðstæður leigjanda falla ekki lengur að skilyrðum þessara reglna leiðir það til uppsagnar húsaleigusamnings með löglegum fyrivara . Réttur Akraneskaupstaðar til uppsagnar leigusamnings er bundinn við þau tilvik þegar leigutaki hefur brotið gegn ákvæðum leigusamnings eða ákvæðum húsaleigulaga nr. 36 / 1994 að öðru leyti . 21. gr . Endurskoðun greiðslna sérstakra húsaleigubótaViðtakandi sérstakra húsaleigubóta verður að fullnægja skilyrðum 4. gr. b og c allt það tímabil sem leigusamningur gildir . Á leigutímanum fer fram regluleg könnun á því hvort leigutaki fullnægi settum skilyrðum varðandi greiðslu sérstakra húsaleigubóta . Ef skilyrðum er ekki lengur fullnægt verður greiðslu sérstakra húsaleigubóta hætt . VII. kafliMálsmeðferðsbr . ákvæði XVI og XVII. kaflalaga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 / 1991 og ákvæði laga um húsaleigubætur nr. 138 / 1997 . 22. gr . Könnun á aðstæðumKanna skal aðstæður umsækjanda svo fljótt sem unnt er eftir að umsókn hefur borist . 23. gr . Samvinna við umsækjandaÖflun gagna og upplýsinga skal unnin í samvinnu við umsækjanda . Við meðferð umsóknar og ákvarðanatöku skal leitast við að hafa samvinnu og samráð við umsækjanda eftir því sem unnt er , að öðrum kosti umboðsmann hans ef við á . Umboðsmaður skal framvísa skriflegu umboði . 24. gr . Varðveisla gagna , trúnaður og aðgangur að gögnumMálsgögn er varða persónulega hagi einstaklinga skulu varðveitt með tryggilegum hætti . Hafi starfsmenn kynnst einkahögum umsækjanda eða annarra í starfi sínu er þeim óheimilt að fjalla um þau mál við óviðkomandi nema að fengnu samþykki viðkomandi . Umsækjandi á rétt á að kynna sér upplýsingar úr skráðum gögnum sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það stangast ekki á við trúnað gagnvart öðrum . 25. gr . Heimildir til ákvarðana samkvæmt reglum þessumStarfmenn Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar taka ákvarðanir samkvæmt reglum þessum í umboði félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar og starfsmenn Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar í umboði stjórnar Framkvæmdastofu . 26. gr . Niðurstaða og rökstuðningur synjunarKynna skal niðurstöðu umsóknar svo fljótt sem unnt er . Sé umsókn hafnað skal umsækjandi fá skriflegt svar þar sem ákvörðun er rökstudd með skýrum hætti með vísan viðeigandi ákvæða þessara reglna . Þar sem starfsmenn hafa umboð til að taka ákvörðun á grundvelli þessara reglna skulu þeir kynna umsækjanda niðurstöðu tryggilega og kynna honum um leið rétt hans til að fara fram á að félagsmálaráð ( fjölskylduráð ) fjalli um umsóknina . Umsækjandi hefur fjögurra vikna frest til að vísa máli sínu til félagsmálaráðs frá því honum barst vitneskja um ákvörðun . Félagsmálaráð skal fjalla um umsókn og taka ákvörðun svo fljótt sem unnt er . Ákvörðun félagsmálaráðs skal kynnt umsækjanda tryggilega og um leið skal honum kynntur réttur hans til málskots til úrskurðarnefndar félagsþjónustu . 27. gr . Málskot til úrskurðarnefndar félagsþjónustuUmsækjandi getur skotið ákvörðun félagsmálaráðs ( fjölskylduráðs ) til úrskurðarnefndar félagsþjónustu . Skal það gert innan fjögurra vikna frá því umsækjanda barst vitneskja um ákvörðun félagsmálaráðs . Reglur þessar taka gildi 1. júlí 2012 og falla þar með úr gildi reglur frá 1. júlí 2008 Fylgiskjöl : 1 . Matsviðmið 2 . Matsviðmið - milliflutningar Þannig samþykkt á fundi fjölskylduráðs 7. mars 2012 og staðfest á fundi bæjarstjórnar Akraness 13. mars 2012 .
Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 / 1995 1. gr . Bæjarstjórn Akraness er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni , svo sem menningar , - íþrótta , - æskulýðs - og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4 / 1995 um tekjustofna sveitarfélaga . 2. gr . Rétt til styrks eiga aðilar sem uppfylla eftirtalin skilyrði : a ) eru fasteignaeigendur á Akranesib ) reka starfsemi sína í húsnæðinu sbr. 1. gr. reglna þessara , með þeim undantekningum sem greinir í 3. gr. c ) starfsemin skal vera á sviði menningar , íþrótta , æskulýðs - og tómstunda og mannúðarstarfa sem er rekin í almannaþágu eða í þágu æskulýðsd ) um mannúðarsamtök gildir að góðgerðarstarfsemi verður að meginstefnu að vera unnin í sjálfboðavinnu og ná út fyrir raðir þeirra , s.s. í formi styrkja , gjafa eða stuðnings fyrir almannaheill og samfélagiðe ) njóti starfsemin annarra rekstrarstyrkja frá Akraneskaupstað eða ígildi þeirra , skal tekið tillit til þess við úthlutun styrkja til greiðslu fasteignaskatts f ) starfsemin má ekki vera rekin í ágóðaskyni en heimilt er að innheimta tímabundnar tekjur fyrir notkun , sbr. þó 3. gr. reglna þessara . 3. gr . Styrkur til greiðslu fasteignaskatts skal nema allt að álögðum fasteignaskatti . Nú eru fasteignir þær sem um ræðir í 1. og 2. gr. jafnframt notaðar til annars en að framan greinir , svo sem til veitinga - eða verslunarreksturs eða til íbúðar fyrir aðra en húsverði og skal þá leggja og innheimta fasteignaskatt í réttu hlutfalli við slík afnot . Sé húsnæðið leigt út ótímabundið eða hluti þess í fastri útleigu skal styrkveiting takmarkast hlutfallslega sem því svarar . Ef um fleiri en einn eiganda er að ræða að eign , sem ekki uppfylla skilyrði reglna þessara , er veittur styrkur til þeirra sem uppfylla skilyrði reglnanna , í samræmi við eignarhluta þeirra . 4. gr . Fjármálastjóri hefur umsjón með framkvæmd þessara reglna og gerir tillögu til bæjarráðs um úthlutun styrkja á grundvelli umsókna sem falla undir reglurnar . Aðila er heimilt að óska eftir endurupptöku máls skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37 / 1993 ef hann telur ákvörðun hafa byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik , eða að íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hafi byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin . 5. gr . Sækja skal um styrk til greiðslu fasteignaskatts á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar . Með umsókn um styrki skal fylgja ársreikningur sl. rekstrarárs , lög félagsins , þar sem það á við , þar sem fram koma markmið þess og stutt greinargerð um starfsemina . 6. gr . Bæjarstjórn Akraness endurskoðar þessar reglur í desember ár hvert .
Heilbrigðisnefnd Vesturlands fer með málefni hunda og hundahald í Akraneskaupstað samkvæmt lögum nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar fer með framkvæmd samþykktar þessarar í umboði heilbrigðisnefndar og annast Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar framkvæmdina undir yfirumsjón framkvæmdaráðs . Hundahald er heimilað á Akranesi að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum , sem sett eru í samþykkt þessari . Fjöldi hunda á heimili er takmarkaður við tvo en heimilt er að sækja um undanþágu fyrir fleiri hunda til framkvæmdaráðs Akraneskaupstaðar , enda uppfylli viðkomandi nánari reglur sem settar verða í samráði við félag hundaeigenda á Akranesi . Umsóknir , skilyrði fyrir leyfi , skráning og frestir . Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda Framkvæmdastofu Akraness innan mánaðar frá því að hundur / hvolpur er tekinn inn á heimili , enda hafi leyfis skv. 5. gr. verið aflað . Umsókn skal fylgja greiðsla skráningargjalds , sbr. 11. gr . Heimilt er að halda hvolpa , sem vistaðir eru á skráningarstað móður , án skráningar þar til þeir verða fjögurra mánaða . Leyfi til hundahalds skal veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum : Umsækjandi skal vera lögráða . Leyfið er persónubundið , óframseljanlegt og bundið við heimili umsækjanda enda er það ófrávíkjanlegt skilyrði að hundur sé skráður þar og haldinn . Óleyfilegt er að halda hund þar sem enginn býr . Umsókn skal fylgja staðfesting um að umsækjandi hafi sótt námskeið um hundahald hjá viðurkenndum aðila eða meðmæli tveggja valinkunnra manna um hæfi hans til að halda hund . Að fyrir liggi samþykki sameigenda fjöleignarhúss þar sem það á við , sbr. 5. gr . Að keypt sé ábyrgðartrygging vegna hundsins , sbr. 9. gr . Að hundurinn sé örmerktur , sbr. 10. gr . Við mat umsóknar getur Framkvæmdastofa leitað umsagnar lögreglu og heilbrigðisyfirvalda um umsækjanda og þá hagi hans sem þýðingu geta haft . Hafi umsækjandi ítrekað eða gróflega gerst brotlegur við samþykkt þessa eða fyrri samþykktir sama efnis eða lög um dýravernd , er heimilt að hafna umsókn hans . Bannaðar hundategundir . Óheimilt er að halda hunda af eftirtöldum tegundum : Pit Bull Terrier . Fila Brasileiro . Toso Inu . Dogo Argentino . Blendinga af tegundum tilgreindum í liðum a-d . Blendinga af úlfum og hundum . Aðrar tegundir sem hættulegar eða óæskilegar eru að fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila , s.s. dýralæknis eða viðurkennds hundaþjálfara . Bannað er að árásarþjálfa hunda á Akranesi eða skrá hund sem hefur verið árásarþjálfaður , nema hundur sé innan vébanda lögreglu . 5. gr . Hundar í fjöleignarhúsum , raðhúsum o.fl . Þegar sótt er um leyfi til að halda hund í fjöleignarhúsi þar sem inngangur er sameiginlegur skal umsókn fylgja skriflegt samþykki þeirra sameigenda og íbúa sem hlut eiga að máli , sbr. 13. tölul . A. - liðar 41. gr. laga nr. 26 / 1994 um fjöleignarhús . Þegar íbúð umsækjanda hefur sérinngang , þótt um sé að ræða annars konar sameiginlegt húsrými eða sameiginlega lóð , þá er veiting leyfis til hundahalds ekki háð samþykki annarra eigenda , enda er öll viðvera og / eða umferð hundsins um slík sameiginleg rými stranglega bönnuð . Brot á því telst alvarlegt brot á samþykkt þessari og skilyrðum leyfisins og varðar sviptingu þess . Ef annað er ekki tekið fram nær samþykki skv. 1. og 2. mgr. einvörðungu til eins ákveðins hunds og gildir á meðan hann lifir . Heimilt er að afturkalla samþykki ef forsendur breytast verulega . Ástæður sem réttlætt geta afturköllun eru m.a. heilbrigðisástæður , svo sem ofnæmi , óþægindi og ónæði , sem fer verulega fram yfir það , sem telja má venjulegt og eðlilegt . Til hundaræktunar telst starfsemi þar sem sex eða fleiri hundar eru haldnir til undaneldis og ætlunin er að hafa áfram til undaneldis , sbr. reglugerð nr. 1077 / 2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni . Sækja þarf um hundaræktarleyfi til Umhverfistofnunar . Heimilt er að skrá hunda sem undaneldishunda við hundarækt og eru þeir undanþegnir eftirlitsgjöldum , sbr. 11. gr . Dýraeftirlitsmanni Akraneskaupstaðar er heimilt án nokkurs fyrirvara að telja fjölda hunda í hundarækt til að sannreyna fjölda undaneldishunda og hunda sem ræktaðir eru til sölu . Fyrirfram samþykki , leyfi , utanbæjarhundar og skammtímaheimsóknir . Áður en hundur / hvolpur er tekinn inn á heimili í fjöleignarhúsi skal afla samþykkis samkvæmt 5. gr . Óheimilt er að láta hund dvelja lengur en einn mánuð á heimili án þess að sótt sé um leyfi fyrir honum . Hundur í skammtímaheimsókn sem ekki er skráður á Akranesi má ekki dveljast þar nema með leyfi Akraneskaupstaðar og að fengnu samþykki samkvæmt 5. gr . Um skammtímaheimsóknir hunda í húsum á Akranesi gildir ákvörðun eigenda íbúðarhúsa hverju sinni og / eða reglur viðkomandi húsfélags . Upplýsingar um hunda í sveitarfélaginu skal skrá hjá Akraneskaupstað . Skrá skal heiti , aldur , kyn , tegund , litarhátt , númer örmerkis og önnur einkenni hundsins . Þar skal einnig skrá nafn og heimilisfang leyfishafa . Leyfishafi fær afhenta merkta plötu , sbr. 10. gr. , og eintak af samþykkt um hundahald á Akranesi . Hundaeiganda ber að tilkynna Akraneskaupstað um aðsetursskipti innan sveitarfélagsins . Einnig skal hann tilkynna eftirlitinu ef hundurinn deyr eða er fluttur úr lögsagnarumdæminu og hvert hann flytur . Eigendaskipti á hundi skal tilkynna með sama hætti . Leyfishafa er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna hunds og gerir Akraneskaupstaður heildarsamning við tryggingafélag eða félög um slíka tryggingu . Iðgjald skal innifalið í skráningargjaldi og árlegu eftirlitsgjaldi , sbr. 11. gr . Skal ábyrgðartrygging ná til alls þess tjóns sem hundurinn kann að valda mönnum , dýrum , gróðri og munum . Skylt er að ormahreinsa hunda á hverju ári . Vottorði dýralækna um ormahreinsun skal skilað til eftirlitsaðila fyrir 31. desember ár hvert . Hundur skal örmerktur af dýralækni samkvæmt stöðlum Alþjóðastaðlaskrárráðsins , ISO 11784 eða 11785 . Hundur skal ávallt bera ól með plötu um hálsinn . Á plötuna skal greypa skráningarnúmer hundsins og símanúmer eiganda hans . Þá skal við ólina festa merki sem sýnir að árlegt eftirlitsgjald hafi verið greitt . Gjöld fyrir leyfi . Fyrir leyfi til að halda hund skal leyfishafi greiða gjöld sem renna í bæjarsjóð Akraneskaupstaðar ; annars vegar leyfisgjald og hins vegar eftirlitsgjald . Gjöldum þessum er ætlað að standa undir kostnaði kaupstaðarins af hundahaldi og framkvæmd samþykktar þessarar . Bæjarstjórn setur gjaldskrá , að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar , samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Sveitarstjórn skal láta birta gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda . Leyfisgjald greiðist við skráningu hunds og eftirlitsgjald síðan árlega 1. mars með eindaga 1. apríl ár hvert . Dragist greiðsla lengur en mánuð fram yfir eindaga fellur leyfið niður . Heimilt er að veita þeim hundaeigendum , sem sótt hafa námskeið um meðferð hunda , viðurkennt af Framkvæmdastofu , allt að helmings ( 50% ) afslátt af árlegu eftirlitsgjaldi , enda hafi leyfishafi ekki gerst brotlegur við samþykkt þessa . Af undaneldishundum , sbr. 6. gr. , skal ekki greiða árlegt eftirlitsgjald . Eigandi og umráðamaður hunds skal gæta þess vel að hundur hans valdi hvorki hættu , óþægindum eða óþrifnaði , né raski ró manna , t.d. með stöðugu eða ítrekuðu gelti eða ýlfri . Eiganda og umráðamanni hunds er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn hvort sem um þeirra eigin lóð er að ræða eða eigi og gæta þess í hvívetna að valda ekki öðrum ónæði með slælegri umhirðu , sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 941 / 2002 um hollustuhætti . Óheimilt er að láta hunda vera lausa innan marka þéttbýlis , nema nytjahunda þegar þeir eru að störfum í gæslu eiganda eða umráðamanns . Hundur skal annars ávallt vera í taumi utanhúss og í umsjá þess sem hefur fullt vald yfir honum . Heimilt er þó að hafa hunda lausa undir eftirliti ábyrgs aðila innan hundheldrar girðingar . Óheimilt er að tjóðra hund án eftirlits ábyrgs aðila . Þegar hundur er tjóðraður á lóð skal taumurinn ekki vera lengri en svo að komast megi óhindrað að aðaldyrum húss . Óheimilt er að vera með lausa hunda á opnum svæðum á Akranesi , s.s. í hesthúsahverfinu á Æðarodda , svo og á reið - og göngustígum í sveitarfélaginu . Eiganda og umráðamanni hunds ber að sjá til þess að hundur hans sæti ekki illri eða slæmri meðferð . Eftirlitsaðili getur krafist þess að eigandi hunds sæki hlýðninámskeið með hund sinn ef ástæða þykir til . Aðbúnaður og umhirða hunda skal vera í samræmi við reglugerð nr. 1077 / 2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni . Óheimilir staðir . Ekki má hleypa hundum inn í almenningsfarartæki , matvælafyrirtæki , leikvelli , íþróttavelli eða þá staði sem um getur í fylgiskjali 3 í reglugerð nr. 941 / 2002 um hollustuhætti . Um matvælafyrirtæki fer samkvæmt reglugerð nr. 103 / 2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins ( EB ) nr. 825 / 2004 um hollustuhætti sem varða matvæli . Nánar er hér m.a. um að ræða : Vatnsveitur , vatnsból og vatnsverndarsvæði þeirra . Hvers konar sorpgeymslu - og sorpförgunarstaði . Gististaði , veitingastaði og matsölustaði . Tjald - og hjólhýsasvæði , nema með leyfi umsjónaraðila . Húsakynni þar sem geymd eru , framleidd eða seld matvæli . Skóla , kennslustaði og gæsluvelli . Skógræktina Garðalundi og Klapparholti.Langasand.Rakarastofur , hárgreiðslustofur , hvers konar snyrtistofur og sólbaðsstofur . Heilbrigðisstofnanir , heilsuræktar - og íþróttastöðvar og baðstofur . Samkomuhús hvers konar og staði sem almenningur hefur aðgang að vegna afgreiðslu og þjónustu.Kirkjugarða.Almennar útisamkomur , svo sem 17. júní , þrettándafagnað og sjómannadag . 14. gr . Svæði til lausagöngu hunda . Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum : Svæði við Miðvogslæk . Innan hundaheldra girðinga og hundaæfingasvæða , sem samþykkt hafa verið af heilbrigðisnefnd . 15. gr . Víkja má frá fyrirmælum samþykktar þessarar sem banna eða takmarka umferð og dvöl hunda um tiltekna staði þegar um er að ræða hunda sem notaðir eru til löggæslu - eða björgunarstarfa eða sem leiðsöguhundar sjónskertra . Lausir hundar , handsömun , geymsla , aflífun og kostnaður . Sleppi hundur frá eiganda eða umráðamanni , skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hann . Hunda í lausagöngu skal færa í sérstaka hundageymslu . Sé hundur merktur eða vitneskja er um eiganda hunds , skal eiganda tilkynnt um handsömunina svo fljótt sem auðið er . Eigandi hunds skal greiða allan kostnað við handsömun og geymslu hans áður en hann er afhentur á ný . Ef hunds er ekki vitjað innan sjö sólarhringa frá handsömun er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann fyrir áföllnum kostnaði . Að öðrum kosti skal hann aflífaður af dýralækni . Hafi hundur verið handsamaður er óheimilt að afhenda hann fyrr en að lokinni skráningu , greiðslu leyfisgjalds og áfallins kostnaðar . Kostnaður við handsömun , geymslu eða aflífun hunds skal að fullu greiddur af eiganda . Hafi eigandi hunds eða eftirlitsaðili ástæðu til að ætla að hundurinn sé grimmur eða varasamur , skal eigandi sjá til þess að hundurinn sé ávallt mýldur utan heimilis síns . Ef hundur telst hættulegur , getur eftirlitsaðili , aðili sem verður fyrir tjóni vegna hundsins eða umráðamaður hundsins krafist þess að hundurinn verði aflífaður og er þá skylt að verða við þeirri kröfu , enda hafi verið leitað álits sérfróðra aðila , s.s. dýralækna eða hundaþjálfara , sem viðurkenndir eru af Framkvæmdastofu , áður en ákvörðun um aflífun er tekin . Dýraeftirlitsmaður . Fyrir hönd bæjarstjórnar annast dýraeftirlitsmaður framkvæmd og eftirlit með hundahaldi á Akranesi . Dýraeftirlitsmaður starfar undir eftirliti og á ábyrgð heilbrigðisnefndar við sín eftirlitsstörf . Dýraeftirlitsmaður getur leitað aðstoðar lögreglu við framkvæmd starfa sinna , ef hundur er að mati eftirlitsmanns hættulegur umhverfi sínu og / eða umráðamaður hundsins hindrar starf eftirlitsmanns samkvæmt samþykkt þessari og almannahagsmunir og / eða heilbrigðissjónarmið valda því að nauðsynlegt er að leita atbeina lögreglu við að fjarlægja dýrið . Viðurlög . Um valdsvið og þvingunarúrræði vísast til VI. kafla laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Eigendur eða umráðamenn hunda sem brjóta gegn ákvæðum samþykktar þessar skulu sæta skriflegri áminningu og gefinn hæfilegur frestur til úrbóta . Ef eigandi eða umráðamaður hunds vanrækir skyldur sínar eða brýtur ítrekað gegn ákvæðum samþykktar þessarar eða öðrum reglum sem gilda um hundahald getur sveitarstjórn bannað viðkomandi að halda hund og látið fjarlægja hundinn . Brot gegn samþykkt þessari varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga , nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum . Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88 / 2008 um meðferð sakamála . Um málskot fer samkvæmt lögum nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Samþykkt þessi staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að öðlast gildi 1. janúar 2011 . Frá sama tíma fellur þá úr gildi samþykkt nr. 282 / 2004 um hundahald á Akranesi . Ákvæði til bráðabirgða . Þær undanþágur frá banni við hundahaldi , sem veittar hafa verið fyrir gildistöku samþykktar þessarar , halda gildi sínu . Að öðru leyti gildir samþykktin um áður veittar undanþágur . Þeir hundaeigendur sem halda fleiri en tvo hunda við gildistöku samþykkar þessarar halda þeirri heimild á meðan viðkomandi hundar halda lífi . Steinunn Fjóla Sigurðardóttir . Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness 13. apríl 2010 .
1. gr . Almenn ákvæði . Kattahald er heimilað á Akranesi að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykkt þessari . Samkvæmt lögum um dýravernd , nr. 15 / 1994 , fer Umhverfis ¬ stofnun með eftirlit með framkvæmd þeirra laga . 2. gr.Stjórnsýsla.Heilbrigðisnefnd Vesturlands fer með málefni katta og kattahald í Akraneskaupstað samkvæmt lögum nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar fer með framkvæmd samþykktar þessarar í umboði heilbrigðis ¬ nefndar og annast Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar framkvæmdina undir yfirumsjón framkvæmdaráðs . Heimilt er að veita lögráða einstaklingum sem búa í sveitarfélaginu leyfi til kattahalds . Leyfið er bundið við nafn og heimilisfang einstaklings og óheimilt er að framselja það . Leyfið er einnig bundið við þann kött sem sótt er um heimild fyrir hverju sinni . 3. gr . Merking katta og ormahreinsun . Þeir sem óska eftir leyfi til kattahalds skulu sækja um það á skrifstofu Akranes ¬ kaupstaðar , Stillholti 16 - 18 . Við útgáfu leyfis fær umsækjandi afhenda númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins , sem alltaf skal vera í ól um háls kattarins . Akraneskaupstaður ábyrgðartryggir alla skráða ketti sem greitt er leyfisgjald fyrir hjá viðurkenndu tryggingafélagi . Vátrygging skal ná til alls þess tjóns sem kötturinn kann að valda á mönnum og munum . Iðgjald er innifalið í árgjaldi . Við skráningu skal eigandi / umráðamaður framvísa vottorði frá dýralækni um örmerkingu eða húðflúrmerkingu , sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1077 / 2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni . Greiða skal árgjald sem nemur sannanlegum kostnaði vegna skráningar kattarins og eftirlitskostnaði . Árlega skal kattareigandi framvísa vottorði dýralæknis um að kötturinn hafi verið hreinsaður af spóluormum . Þá skal , ef óskað er , framvísa vottorði dýralæknis um að kötturinn hafi verið hreinsaður af öðrum sníkjudýrum . 4. gr . Kattahald í fjöleignarhúsum . Skilyrði fyrir kattahaldi í fjöleignarhúsum er að hlutaðeigandi íbúðareigendur veiti samþykki í samræmi við ákvæði laga nr. 26 / 1994 um fjöleignarhús og skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu kattarins . 5. gr . Ónæði og óþrif af völdum katta . Eigendum og / eða umráðamönnum ber að gæta þess að kötturinn valdi ekki tjóni , hættu , óþægindum , óþrifum eða raski ró manna . Kattareiganda ber að greiða allan kostnað við að fjarlægja dýrið gerist þess þörf . 6. gr . Fjöldi katta á heimili . Óheimilt er að láta kött dvelja lengur en einn mánuð á heimili án þess að sótt sé um leyfi fyrir honum . Ekki er leyfilegt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili . Hægt er að veita undanþágu frá þessu ákvæði í sérstökum tilfellum , svo sem ef kettir eru ræktaðir í atvinnuskyni , sbr. reglugerð nr. 1077 / 2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni . 7. gr . Kattahald í opinberum stofnunum , matvælafyrirtækjum , matvöruverslunum o.fl.Óheimilt er að hafa ketti í opinberum stofnunum , skólahúsum , matvöruverslunum eða öðrum þeim stöðum sem tilgreindir eru í fylgiskjali 3 í reglugerð nr. 941 / 2002 um hollustuhætti , matvælafyrirtækjum samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 103 / 2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins ( EB ) nr. 825 / 2004 um hollustuhætti sem varða matvæli , eða vatnsveitum , vatnsbólum og verndarsvæðum þeirra , brunnum og sjóveitum . 8. gr . Handsömun katta . Framkvæmdastofu er heimilt að láta fanga ómerkta ketti . Meiriháttar föngun katta skal auglýst með a.m.k. viku fyrirvara . Kettir sem fangaðir eru skulu færðir í kattageymslu sveitarfélagsins . Ef eigandi vitjar ekki kattarins innan sjö sólarhringa er heimilt að aflífa köttinn án frekari fyrirvara , sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 1077 / 2004 , um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni . Sé kvartað undan ágangi katta í sveitarfélaginu er dýraeftirlitsmanni heimilt að veiða í búr og aflífa ómerkta ketti án þess að það sé auglýst sérstaklega , sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 1077 / 2004 . Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar . Hafi kattarins ekki verið vitjað innan sjö sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins , skal dýrinu lógað . 9. gr . Dýraeftirlitsmaður . Fyrir hönd bæjarstjórnar annast dýraeftirlitsmaður framkvæmd og eftirlit með kattahaldi á Akranesi . Dýraeftirlitsmaður starfar undir eftirliti og á ábyrgð heilbrigðisnefndar við sín eftirlitsstörf . Eftirlitsmaður getur leitað aðstoðar lögreglu við framkvæmd starfa sinna , ef köttur er að mati eftirlitsmanns hættulegur umhverfi sínu og / eða vörsluaðili kattarins hindrar starf eftirlitsmanns samkvæmt samþykkt þessari og almannahagsmunir og / eða heilbrigðissjónarmið valda því að nauðsynlegt er að leita atbeina lögreglu við að fjarlægja dýrið . 10. gr.Gjaldtaka.Gjald samkvæmt 4. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 8. gr. skal greitt samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið setur að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar og í samræmi við ákvæði 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Sveitarfélagið skal láta birta gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda . 11. gr.Kæruheimild.Um kæruheimild fer samkvæmt VII. kafla laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og meng-unarvarnir . 12. gr.Viðurlög.Um valdsvið og þvingunarúrræði vísast til VI. kafla laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir . Brot gegn samþykkt þessari varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga , nema þyngri refsing liggi við sam ¬ kvæmt öðrum lögum . Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88 / 2008 um meðferð sakamála . 13. gr.Lagastoð.Framangreind samþykkt bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar staðfestist hér með samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast gildi þann 1. janúar 2011 . Frá sama tíma fellur úr gildi samþykkt nr. 781 / 2010 um kattahald á Akranesi . Samþykkt í bæjarstjórn Akraness 22. mars 2011 . _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ Árni Múli Jónassonbæjarstjóri ( sign )
Erindisbréf fyrir starfshóp um atvinnumál Erindisbréf fyrir starfshóp um atvinnumál 1. gr . Bæjarstjórn skipar fimm fulltrúa í starfshóp um atvinnumál ( atvinnumálanefnd ) kjörtímabilið 2010 – 2014 . Bæjarstjórn kýs formann . 2. gr . Starfshópurinn er bæjarráði og bæjarstjórn til ráðgjafar í atvinnumálum og tengdum málum sem snúa að atvinnulífinu á Akranesi og uppbyggingu þess . Starfshópurinn gerir tillögur til bæjarráðs um stefnu og markmið í ofangreindum málaflokkum og hefur eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar og bæjarráðs í þessum málaflokkum nái fram að ganga . 3. gr . Meðal verkefna starfshópsins er :  að gera tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarráðs , um þá liði hennar sem falla undir verksvið starfshópsins ,  að gera tillögur til bæjarráðs um stefnu í málaflokkum starfshópsins ( atvinnumálastefnu ) og hafa eftirlit með að stefnu bæjaryfirvalda á hverjum tíma sé framfylgt ,  að gera tillögu til bæjarráðs um gjaldtöku vegna gjaldskyldrar starfsemi sem heyrir undir verksvið starfshópsins , Starfshópur um atvinnumál er jafnframt stjórn Háhita ehf. og annast málefni félagsins í samræmi við samþykktir þess og lög um einkahlutafélög , Nýsköpun og efling atvinnulífsins :  að vinna að eflingu fyrirtækja og stofnana sem nú þegar eru á atvinnusvæði Akraness ,  að hafa forgöngu um uppbyggingu og öflun nýrra atvinnutækifæra ,  að vinna að stofnun eða flutningi á nýjum fyrirtækjum og stofnunum til Akraness ,  að annast greiningu upplýsinga um stöðu á vinnumarkaði , íbúasamsetningu o.fl. sem undirstöðu stefnumörkunar í atvinnuþróunarmálum ,  að vinna að í samvinnu við Vinnumálastofnun að úrræðum í atvinnumálum ,  að annast samskipti og tillögugerð varðandi almenningssamgöngur á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins og innan landshlutans og gera tillögur til bæjarráðs um fyrirkomulag þeirra mála ,  að vinna að eflingu samstarfs við hagsmunaaðila á svæðinu í atvinnurekstri ,  að beita sér fyrir samstarfi fyrirtækja á Akranesi og á Grundartangasvæðinu með eflingu svæðisins og frekari uppbyggingu að leiðarljósi ,  að annast samstarf við þróunar - og nýsköpunarstofanir í atvinnumálum á Vesturlandi og landsvísu ,  að skoða og gera tillögu til bæjarráðs um reglur um stuðning við fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja koma og hefja starfsemi á Akranesi ,  að vinna að öðrum þeim verkefnum sem bæjarráð / bæjarstjórn felur starfshópnum 4. gr . Bæjarritari situr fundi starfshópsins með málfrelsi og tillögurétti . Þá getur starfshópurinn boðað aðra þá til fundar sem hún telur þörf á hverju sinni . 5. gr . Starfshópur um atvinnumál heldur að jafnaði fundi einu sinni í mánuði . Aukafundi skal halda eftir þörfum að ákvörðun formanns eða ef a.m.k. þrír nefndarmenn óska þess . 6. gr . Formaður boðar til fundar í samráði við bæjarritara og getur falið honum að annast fundarboðun . Bæjarritari undirbýr fundi starfshóps um atvinnumál í samráði við formann . Starfshópurinn skal halda gerðabók . Um fundarsköp fer eftir samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar eftir því sem við á.Bæjarskrifstofa leggur starfshópunum til fundaraðstöðu og fundarritara , sé þess óskað . Um ritun fundargerða starfshóp um atvinnumál gilda sömu reglur og um ritun fundagerða bæjarstjórnar , sbr. 31. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar . 7. gr . Formaður starfshópsins er í forsvari fyrir starfshópinn um stefnumótun og ákvarðanir hans eftir því sem við á . Bæjarritari ber ábyrgð á stjórn og rekstri verkefna og málaflokka starfshópsins , þ.m.t. fjármálum , og framkvæmd ákvarðana starfshópsins . 8. gr . Um hæfi kjörinna fulltrúa starfshóps um atvinnumál gilda ákvæði 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 , II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37 / 1993 og samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar . 9. gr . Um þagnarskyldu nefndarmanna og starfsmanna vísast til 37. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar . 10. gr . Erindisbréf þetta byggist á ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 um verkefni sveitarfélaga og starfsemi nefnda á þeirra vegum , stjórnsýslulögum nr. 37 / 1993 og samþykkt fyrir stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar . 11. gr . Þóknun fyrir setu í starfshópnum greiðist samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um þóknanir fyrir nefndarstörf . Erindisbréf þetta hefur verið samþykkt í bæjarráði og staðfest af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 13. september 2011 og tekur gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar . Akranesi , 13. sept. 2011 Bæjarstjórinn á Akranesi , Árni Múli Jónasson
Samþykkt um auglýsingar á mannvirkjum bæjarins 1 ) Íþróttafélögum er heimilt að setja upp auglýsingar í sölum íþróttamannvirkja , á girðingum sundlaugar á Jaðarsbökkum og umhverfis knattspyrnuvöllinn ( aðalleikvang ) á Jaðarsbökkum . Íþróttanefnd hefur í samráði við rekstrarstjóra eða umsjónaraðila viðkomandi stofnana umsjón með því hvar auglýsingaspjöld eru sett upp og hvaða aðili hafi heimild til að selja auglýsingar . 2 ) Auglýsingar er ekki heimilt að setja utan á hús bæjarins nema í skamman tíma við sérstök tækifæri enda samþykki viðkomandi forstöðumaður slíkt . Merkingar utan á stofnanir bæjarins eru þannig takmarkaðar við upplýsingar um atriði sem lúta að starfsemi þeirra , merki bæjarins eða nauðsynlegar leiðbeiningar . 3 ) Á þeim stöðum sem heimilt er að setja upp auglýsingar skal þess gætt að efni auglýsinganna stangist ekki á við lög , reglur eða stefnu bæjarins t.d. varðandi vímuvarnir . Skiltum skal komið fyrir á þann hátt sem umsjónarmaður stofnunar mælir fyrir um . 4 ) Komi upp vafi hvar setja megi upp auglýsingu eða efni auglýsingar orkar tvímælis sker bæjarstjóri úr um málið . Samþykkt á fundi bæjarráðs 26. nóv. 1998 .
Ef merki er notað svarthvítt : 80% svart . Með skjaldarmerki kaupstaðarins í heitinu Akraneskaupstaður , er notuð leturgerðin Optima Roma . Heitið Akraneskaupstaður er notað sem titill fyrir öll svið , stofnanir og deildir Akraneskaupstaðar . Skjaldarmerkið með letri er aðgengilegt á vef Akraneskaupstaðar , www . akranes.is og hjá markaðs - og atvinnufulltrúa Akraneskaupstaðar . Stærðarhlutföll leturs og skjaldarmerkis hafa verið fastsett . Sjá fskj. 2. 4. gr . Notkun skjaldarmerkisins með öðrum merkjum . Skjaldarmerki Akraneskaupstaðar má ekki fella inn í önnur merki , tákn eðaletur . Þegar skjaldarmerkið stendur með öðru merki skal fjarlægð frá því að lágmarki vera sem nemur helmingi af breidd skjaldar . Bæjarstjóri , bæjarfulltrúar og starfsmenn skrifstofa Akraneskaupstaðar noti merkið á bréfum , nafnspjöldum , í útgáfum , auglýsingum og til að auðkenna starfsemi kaupstaðarins . Við gerð stimpla má fella niður útlínur skjaldarins . 5.1 . Bréfsefni og nafnspjöld Á bréfsefni verði skjaldarmerki kaupstaðarins ásamt heitinu Akraneskaupstaður . Óski stofnanir eftir að nota eigin merki á bréfsefni ber að staðsetja það neðst í hægra horni og skal það vera innan reits sem er í hámarki jafnt skjaldarmerkinu á hæð og 2/3 af heitinu Akraneskaup-staður á breidd . Hið sama gildir um nafnspjöld kjörinna fulltrúa og starfsmanna kaupstaðarins og skal stærð merkis stofnunar vera í sömu hlutföllum og á bréfsefni . Ef stofnanir óska eftir að hafa mynd af starfsmanni á nafnspjöldum skal hún vera fyrir ofan nafn viðkomandi . 5.2 . Kynningarefni , auglýsingar og annað útgefið efni . Í öllu kynningarefni , skýrslum og öðru útgefnu efni frá stofnunum Akraneskaupstaðar á merki kaupstaðarins að vera áberandi á forsíðu og / eða baksíðu . Á auglýsingum skal nota skjaldarmerki kaupstaðarins með heitinu Akraneskaupstaður . 5.3 . Vefsíður . Á vefsíðum stofnana á , með notkun skjaldarmerkisins aðkoma fram með greinilegum hætti að þær tilheyri Akraneskaupstað . Ekki er gerð krafa um nákvæma staðsetningu merkisins eða útlit að öðru leyti en því að hönnuðum ber að gæta þess að merkið falli vel að heildarútliti sínu og njóti sín vel . Bæjarfulltrúar og starfsmenn noti ávallt merki Akraneskaupstaðar í glærukynningum sem þeir halda fyrir hönd kaupstaðarins . Þeim er heimil notkun á glærugrunni semaðgengilegur er starfsmönnum . Ekki er gerð krafa um nákvæma staðsetningu merkisins eða útlit að öðru leyti en því að hönnuðum ber að gæta þess að merkið falli vel að heildarútliti og njóti sín vel . Allar byggingar sem hýsa starfsemikaupstaðarins eiga að vera merktar með skjaldarmerki kaupstaðarins og heiti viðkomandi starfsemi . Merkingar eru á ábyrgð þeirra sem reka fasteignir kaupstaðarins . Merkingarnar skulu vera á áberandi stað til að auðvelda fólki að finna viðkomandi þjónustu . Bifreiðar sem eru í notkun á vegum Akraneskaupstaðar og stofnana hennar skulu merktar með skjaldarmerki kaupstaðarins . Einnig er heimilt að setja vefslóð og / eðamiðlægt símanúmer þar sem því verður við komið . Merkið skal líma á framhurðir á hvorri hlið bifreiðar , þannig að miðja merkis komi við miðju hurðar og efri brún merkis sé u.þ.b. 5.cm . frá neðri brún hliðarrúðu . Á fánum er notað blátt skjaldarmerki miðjað á hvítum feldi . Stærðir fána í notkun hjá Akranes-kaupstað eru 120 x 180 , 140 x 200 og 90 x 140 . Fánastangir við stofnanir bæjarins eru 7 og 8 metrar . Fánastangir aðrar sem færðar eru milli staða , eru 6 metrar . Borðfánar eru 15 cm.á breidd en 25 cm.á hæð og með bláu kögri . Þegar skjaldarmerki kaupstaðarins er notað á gjafavöru kaupstaðarins og annað sem fellur undir hefðbundið prentefnier óhjákvæmilegt að sveigja frá stífum kröfum um litanotkun . Þó er mælst til þess að litir séusem líkastir því sem tilgreint er í 2. gr . Lögð er áhersla áað skjaldarmerkið fái notið sín með smekklegum hættieftir því sem við á hverju sinni . Öðrum en bæjarstjóra , bæjarfulltrúum , starfsmönnum og stofnunum Akraneskaupstaðar er óheimilt aðnota merki kaupstaðarins , með þeim undantekningum sem hér greinir . Um útlit , liti og letur merkisins gilda sömu reglur og kveðið er á um í grein 1 , 2 , 3 , 4 og 5.2 . Félög um bæjarmálefni mega , að fengnu leyfi Akraneskaupstaðar nota merki kaupstaðarins ásamt félagsmerki sínu eða greinilegu auðkenni . Sama gildir um félög bæjarstarfsmanna . Akraneskaupstaður getur , hvenær sem er , krafist þess að merki kaupstaðarins sé afmáð úr slíku félagsmerki ef notkun þess kastar rýrð á skjaldarmerkið sjálft eða þykir óheppilegt á annan hátt . Félögum sem koma fram sem félög frá Akranesi í keppni , er heimilt að nota merkið til auðkenningar . Óski einstaklingar eða fyrirtæki að framleiða varning með merkinu eða merkið sjálft í einhverju formi og hafa til sölu þarf til þess leyfi Akraneskaupstaðar hverju sinni . Óheimilt er að nota merkiðsem hluta af firmamerki eða vörumerki . Stjórnmálaflokkum er ekki heimilt að nota merkið og óheimilt er með öllu að nota það til stjórn-málaáróðurs . Umsókn tilAkraneskaupstaðar um leyfi til þess að nota skjaldarmerki kaupstaðarins skulu fylgja a.m.k. tvö sýnishorn eða uppdrætti af merkinu eins og á að nota það . Þannig samþykkt á fundi bæjarráðs Akraness 14. október 2004 Breyting á 3.gr : Felld er niður setningin : Skjaldarmerkið skal annað hvort staðsett framan við texta eðamiðjað með texta . Samþykkt á fundi bæjarráðsAkraness 20. ágúst 2009 .
Heilsugæslustöðin veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur jafnframt forystuhlutverk varðandi heilsuvernd og forvarnarstarf . Sjúkrahúsið er deildaskipt sjúkrahús . Aðal upptökusvæðið er vestur - og norðvesturhluti landsins . Veitt er fjölþætt sérfræðiþjónusta með viðbúnaði til móttöku og meðferðar bráðveikra allan sólarhringinn . Íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum landsmönnum er í vaxandi mæli boðin sérfræðiþjónusta í tilteknum greinum . HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands , Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir . Starfsmenn HVE Akranesi eru um 240 talsins . Bókasafn Akraness er að Dalbraut 1 , sími 433 1200 . Í Bókasafni Akraness er til útlána fjölbreytt úrval bóka , tímarita , dagblaða , myndbanda og DVD-diska , tónlist , margmiðlunarefni og tungumálanámskeið á geisladiskum eða hljóðsnældum . Íslandspóstur , Smiðjuvöllum 30 , 300 Akranesi sími 431 1000 . Þar er boðin öll almenn póstþjónusta , dreifing böggla og bréfa . Símaþjónusta Síminn Þú getur flutt gamla númerið með þér hvert á land sem er . Hins vegar þurfa þeir sem eru í fyrsta skipti að sækja um nýtt símanúmer að sækja um hjá Símanum á Akranesi , í verslun Omnis að Dalbraut 1 , sími 540 2115 . Símanúmer í aðalþjónustuveri Símans er 800 7000 . Þjónusta Vodafone á Akranesi er hjá Versluninni Model , Þjóðbraut 1 á Akranesi í síma 433 0300 . Orkuveita ReykjavíkurAkraneskaupstaður er hluthafi í Orkuveitu Reykjavíkur sem sér íbúum Akraneskaupstaðar fyrir bæði hita og rafmagni . Skrifstofa Orkuveitunnar á Akranesi er á Dalbraut 8 . Síminn er 516 6000 . Sími í þjónustuveri er 516 6100 . Tveir viðskiptabankar hafa starfsstöðvar á Akranesi . Íslandsbanki hf Þjóðbraut 1 Verslanir og þjónusta Akranes er langstærsta sveitarfélag Vesturlands og þar er að finna fjölbreytt úrval verslana og þjónustu af ýmsu tagi . Í bænum starfa rótgrónar verslanir og fyrirtæki í bland við velflest helstu verslunar - og þjónustufyrirtæki sem halda úti starfsemi á landsvísu . Fjölmargar verslanir bjóða alls kyns varning á verðum sem fyllilega standast samkeppni við höfuðborgarsvæðið . Á Akranesi má einnig finna frábæra veitingastaði og úrval matvöruverslana . Traustar og öruggar samgöngur eru við Akranes og sem dæmi má nefna að aðeins er um 50 km akstur á milli Akraness og miðborgar Reykjavíkur . Það tekur því að jafnaði aðeins um 40 mínútur að komast þarna á milli og gildir þá einu í hvora áttina er ekið ! : ) Strætó bs. hefur um nokkurt skeið haldið úti reglubundnum ferðum á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins og eru farnar allt að 13 ferðir á milli á dag . Þannig tengist Akranes samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og gerir þannig höfuðborgarbúum kost á að heimsækja Skagann á einfaldan og ódýran máta , auk þess sem þessi samgöngumáti auðveldar Skagamönnum að sækja þjónustu og ýmsa viðburði til Reykjavíkur . Sjá vef www.straeto.is
Skrifstofur AkraneskaupstaðarÞjónustuver Akraneskaupstaðar er til húsa í Stjórnsýsluhúsinu , Stillholti 16 - 18 , 1. hæð . Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 09:30 til 12:00 og 12:30 til 15:30 . Launadeild : Afgreiðslutími kl. 11:00 - 12:00 mánudaga-föstudaga og símatími kl. 13:00 - 14:00 mánudaga-föstudaga . Á Stillholti 16 - 18 eru til húsa : Bæjarskrifstofa - Bókhald - Fjárreiða - Laun - Þjónusta og upplýsingar . Fjölskyldusvið - Leik - og grunnskólar og félagsleg þjónusta . Umhverfis - og framkvæmdastofa - Skipulags - og byggingarmál , fasteignamat og lóðaskráning , landupplýsingakerfi , hreinlætis - og umhverfismál , málefni slökkviliðs , sorphirða og sorpeyðing , umferðar - og samgöngumál . Einnig viðhald gatna - og stígakerfis , dýraeftirlit og umsjón með beitarlöndum , umsjón með fasteignum kaupstaðarins og viðhaldi þeirra . Undirbúningur , verkefnastjórn og eftirlit með framkvæmdum bæjarins . Sími aðalskiptiborðs Akraneskaupstaðar er 433 1000 , faxnúmer 433 1090
Atvinnulífá Akranesi stendur á traustum fótum . Mörg öflug iðnfyrirtæki starfa á Akranesi og á Skaga hefur um áratuga skeið verið rekin umfangsmikil útgerð . Á Akranesi er einnig fjölbreytt þjónusta og verslun . Bæjaryfirvöld á Akranesi leggja sig fram um að skapa atvinnulífinu ákjósanlegt umhverfi þar sem fyrirtæki geta vaxið og dafnað og sífellt er unnið að því að laða ný fyrirtæki og atvinnutækifæri til bæjarins . Hér má finna upplýsingar um ýmislegt sem tengist atvinnulífinu á Akranesi og þjónustu Akraneskaupstaðar og ýmissa aðila við fyrirtæki og stofnanir í bænum . Hér má einnig finna helstu eyðublöð , bæði á íslensku og erlendum tungumálum og í fyrirtækjaskrá má finna upplýsingar um þau fyrirtæki sem starfrækt eru í bænum . Hægt er með einföldum hætti að nýskrá fyrirtæki , breyta upplýsingum og bæta við skráningum . Ef upplýsingarnar sem þú leitar að er ekki að finna hér þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuver Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða senda fyrirspurn á netfangið akranes hjá akranes.is .
Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á fjölbreytt námskeið þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi . Markmið Símenntunarmiðstöðvarinnar er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur - og símenntun sem taki mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga . Sérstaklega skal stofnunin huga að þörfum íbúa á Vesturlandi í þessu sambandi . Markmið Símenntunarmiðstöðvarinnar er að auka þekkingu og stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Vesturlandi með því að greina og svara menntunarþörf og hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins .
Félagsþjónusta Akraneskaupstaðar fer með þá málaflokka er lúta að félagslegri þjónustu við íbúa á Akranesi . Innan sviðsins starfar sérstök ráðgjafardeild sem , eins og nafnið ber með sér , er fólki til ráðgjafar og tekur til meðferðar ýmis mál sem tengjast umhverfi og aðstæðum einstaklinga og fjölskyldna á Akranesi . Helstu verkefni ráðgjafardeildar eru : Fjárhagsaðstoð Fjárhagsaðstoð er til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum sbr. IV. og VI. kafla laga nr. 40 / 1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglur um fjárhagsaðstoð samþykkt á Akranesi 27. apríl 2010 . Fjárhagsaðstoð er einnig veitt þar sem löggjöf mælir fyrir um aðgerðir , sem hafa í för með sér fjárútlát t.d. ákvæði barnaverndarlaga nr. 80 / 2002 VI. og XII. kafla . Að barnavernd er unnið samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna nr. 80 / 2002 . Markmið barnaverndar er að tryggja börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði . Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við . Með börnum er átt við einstakling innan 18 ára aldurs . Unnið skv. Barnalögum nr. 20 / 1992 . Málin berast frá dóms - og kirkjumálaráðuneytinu , sýslumannsembættum , dómstólum og er þá verið að óska eftir umsögn félagsmálaráðs ( barnaverndarnefndar ) . Umgengnisréttarmál Unnið skv. Barnalögum nr. 20 / 1992 . Málin berast frá sýslumönnum og dómstólum þar sem óskað er eftir umsögn og eða vinnu við að koma á samkomulagi . Einnig beiðnir um ráðgjöf frá foreldrunum sjálfum til þess m.a. að reyna að fyrirbyggja deilur . Ættleiðingarmál Unnið skv. lögum um ættleiðingu nr. 130 / 1999 . Málin berast frá dóms - og kirkjumálaráðuneytinu . Gera þarf mjög nákvæma greinargerð um hagi væntanlegra kjörforeldra og hæfni þeirra til að taka að sér kjörbarn . Þetta á við bæði hvað varðar ættleiðingar erlendis frá og ættleiðingar stjúpbarna . Unnið skv. reglugerð um ráðstöfun barna í fóstur nr. 532 / 1996 . Starfsmenn Félagsþjónustu annast málefni barna sem fara í varanlegt fóstur þar til forsjárskyldur falla niður skv. lögum . Gerð er úttekt á hæfni og högum þeirra sem óska eftir að gerast fósturforeldrar . Liðveisla Unnið skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59 / 1992 . Sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðum kost á liðveislu . Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun , t.d. aðstoð við að njóta menningar - og félagslífs . Umsókn um liðveislu kemur frá hinum fatlaða sjálfum , aðstandendum eða svæðisskrifstofu Vesturlands . Málaflokkur fatlaðra fluttist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 . Akraneskaupstaður tók þá við þjónustu og rekstri eftirfarandi þjónustuþátta : Sambýlið að Vesturgötu Sambýlið að Laugarbraut Fjöliðjan , vinnu - og hæfingarstaður Akranesi og Borgarnesi Frekari liðveisla við fatlað fólk , margháttuð aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs Ráðgjöf og aðstoð við fatlað fólk , foreldra fatlaðra barna og ungmenna og aðstandendur til viðbótar við það sem fyrir er hjá félagsþjónustunni Skammtímavistun í samvinnu við Borgarbyggð / þjónustusvæðið Ferðaþjónusta fatlaðra Á Akranesi er rekin ferðaþjónusta fyrir fatlaða frá Höfða - hjúkrunar - og dvalarheimili . Ferðaþjónusta fatlaðra er ætluð fyrir þá fatlaða sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki til að geta stundað atvinnu , hæfingu , skóla eða farið til læknis . Félagsmálastjóri úrskurðar um þá einstaklinga sem eiga rétt á þjónustu . Áfengis - og vímuvarnir Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 / 1991 setja ábyrgð á herðar sveitarfélögum varðandi aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur , sem eiga í erfiðleikum vegna áfengis - og vímuefnaneyslu . Í þessu felst m.a. aðstoð við einstaklinga sem eiga við áfengis - og vímuefnavanda að stríða í samvinnu við aðila sem vinna að vímuvarnamálum og ráðgjöf og leitarstarf meðal unglinga . Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs hafa með sér samstarf varðandi vímuvarnir . Húsnæðismál Samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 100 / 1994 , lögum um húsnæðismál nr. 44 / 1998 og húsaleigulögum nr. 36 / 1997 veita starfsmenn Félagsþjónustu fólki ráðgjöf og alhliða upplýsingar um húsnæðismál og húsaleigusamninga . Umsýsla á félagslegu húsnæði , úthlutun leiguíbúða í eigu bæjarins og greiðsla húsaleigubóta . Hægt er að panta viðtalstíma hjá Félagsþjónustu hjá þjónustuveri Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 . Starfsmenn taka einnig við barnaverndartilkynningum á skrifstofutíma í síma 433 1000 . Utan þess tíma er bent á neyðarlínuna 1-1-2 þar sem hægt er að koma á framfæri barnaverndartilkynningum . Starfsmenn Félagsþjónustu eru : félagsmálastjóri
Yfirfélagsráðgjafi hefur daglega umsjón með þjónustu deildarinnar , í því felst m.a. vinna að barnaverndarmálum í samráði við félagsmálastjóra , félagsleg ráðgjöf , skráningu mála innan deildarinnar og ábyrgð á útreikningi húsaleigubóta og skýrslugerð í því sambandi . Til að nálgast frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofur Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 .
Lög um húsaleigubætur nr. 138 / 1997 tóku gildi 1. janúar 1998 . Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum . Umsókn um húsaleigubætur skal skila til lögheimilissveitarfélags umsækjanda . Hægt er að nálgast umsóknareyðublað fyrir húsaleigubæturhér Í tengslum við lögin er starfandi þriggja manna samráðsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmd laga og reglugerða um húsaleigubætur . Hlutverk samráðsnefndar er að vera samráðsvettvangur ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lög og reglugerðir um húsaleigubætur , og fylgjast með framkvæmd og þróun húsaleigubótakerfisins . Nefndin skal fjalla um tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum um húsaleigubætur , meta kostnað slíkra breytinga og önnur áhrif . Einnig skal samráðsnefnd miðla upplýsingum til sveitarfélaga . Samráðsnefnd og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga safna upplýsingum um húsaleigubætur árlega . Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138 / 1997 , með síðari breytingum , og reglugerð um húsaleigubætur .
Öldrunardeild er hluti af Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðars og annast öldrunarfulltrúi í samvinnu við framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra Fjölskyldustofu , daglegan rekstur félagslegrar heimaþjónustu , umsjón með heimsendingu matar og félags - og tómstundastarfi aldraðra auk samskipta við Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni ( FEBAN ) . Öldrunarfulltrúi sinnir almennt uppbyggingu og þróun deildarinnar , fræðslustarfi og kynningu á þjónustu við aldraða .
Grunnskólar , leikskólar , tónlistarskóli , æskulýðs - og íþróttamál ásamt forvörnum heyra undir fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar . Fjölskyldusvið er í húsnæði bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar Stillholti 16 - 18 , en síminn þar er 433 1000 . Auk þess er öflugur framhaldsskóli í bænum , Fjölbrautaskóli Vesturlands . Sérfræðiþjónusta fjölskyldusviðs . Við sérfræðiþjónustu hjá fjölskyldusviði eru starfandi tveir sálfræðingar . Annast þeir greiningu , meðferð og tilvísanir til annarra greiningaraðila leik - og grunnskólanemenda . Aðrir starfsmenn eru iðjuþjálfi í hlutastarfi fyrir leikskóla og grunnskóla og talmeinafræðingur í hlutastarfi í leikskólum . Sérfræðiþjónustan vinnur einnig í nánu samstarfi við forelda og þá aðila sem starfa með börnum og ungmennum . Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í grunnskólunum eða á heimasíðum þeirra .
Tónlistarskólinn á Akranesi , Dalbraut 1 . Tónlistarskólinn leggur áherslu á að þjóna öllum sem sækjast eftir tónlistarnámi án tillits til aldurs . Boðið er upp á fjölbreytt hljóðfæranám , söngkennslu og starfandi er skólahljómsveit við skólann . Nemendur við skólann eru í kringum 330 . Skólastjóri er Lárus Sighvatsson . Til að fá nánari upplýsingar er heimasíða Tónlistarskólans www.toska.is
Vinnuskóli Akraness er starfræktur yfir sumarmánuðina , þ.e. júní , júlí og ágúst . Öll ungmenni í 8. 9. og 10. bekk grunnskólanna á Akranesi geta sótt um starf í vinnuskólanum . Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið , lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs . Vinnuskóli Akraness hefur umsjón með atvinnutengdu námi en með atvinnutengdu námi er komið til móts við nemendur sem ekki virðiast finna sig í hefðbundnu námi . Atvinnutengt nám er samstarfsverkefni vinnuskóla , grunnskóla , foreldra og nemenda . Nánari upplýsingar eru veittar hjá Einari Skúlasyni , rekstrarstjóra Vinnuskóla Akraness , í síma 863-1113 , netfang einar.skulason hjá akranes.is Fyrirhugaður vinnutími 8. - 10. bekkinga ( f. 1997 , 1998 , 1999 ) sumarið 2013 við Vinnuskóla Akraness . Vinnutíminn 8. , 9. og 10. bekkinga er settur fram með fyrirvara um breytingar með tilliti til fjölda umsókna og það er sá þáttur sem hugsanlega gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti vinnutímann . Það skal þó ítrekað að lang líklegast stenst þessi áætlaði vinnutími . Allir unglingar f. 1997 - 1999 , með lögheimili á Akranesi hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum . Starfstími Vinnuskólans fyrir 8. , 9. og 10. bekkinga er á tímabilinu frá 6. júní til 16. ágúst og vinna árgangarnir á mismunandi tímabilum yfir sumarið . Vinnuskólinn er lokaður frá miðvikudeginum 31. júlí til þriðjudagsins 6. ágúst , í kringum verslunarmannahelgina . Engin starfsemi verður í gangi á þessum tíma og vinnan hefst aftur miðvikudaginn 8. ágúst . Stefnt er að vinnu fyrir : 8. bekkinga f. 1999 , í hálfan mánuð og aðeins á morgnana frá kl. 8:30 til 12:00 . Þeim stendur til boða að velja milli tveggja tímabila sem eru eftirfarandi ; Fyrra tímabil : 6. júní til 20. júní = 10 dagar . ( frí 17. júní ) Seinna tímabil : 29. júlí til 16. ágúst = 10 dagar . ( Vinnuskólinn lokaður 31. júli – 6. ágúst ) 9. bekkinga f. 1998 , í rúmar 5 vikur : Vinna allan daginn , nema síðustu vikuna hálfan daginn á morgnana . Frá 6. júní til 28. júní = 16 dagar , allan daginn . ( frí 17. júní ) Frá 1. júlí til 5. júlí = 5 dagar , hálfan daginn . 10. bekkinga f. 1997 , í 6 vikur , allan daginn : Frá 1. júlí til 14. ágúst = 30 dagar ( Vinnuskólinn lokaður 31. júli – 6. ágúst ) Heil vinnuvika er 35 klst . Unnið frá kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 16:30 mánud. til fimmtud. og á föstudögum unnið frá 8:30 til 12:35 . Kaffitímar unnir og því styttri vinnutími á föstudögum . Rétt er að ítreka að unglingar geta eingöngu unnið á sínu tímabili og geta ekki fært vinnutíma sinn til , t.d. 15 ára unglingur kemur til með að vinna á tímabilinu frá 6. júní til 5. júlí og ef hann þarf vikufrí á þeim tíma , þá er það á ábyrgð viðkomandi og hann getur ekki unnið upp þessa viku á öðrum tíma . Þetta gildir einnig um vinnu 8. og 10. bekkinganna . Umsóknareyðublöðum verður komið til allra nemenda í 8. , 9. og 10. bekkjum grunnskólanna á skólatíma í viðkomandi skóla í maímánuði . Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f. 1996 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann . Vinnan hefst í lok maí og unnið verður 35 klst. á viku . Stefnt er að vinnu í 4 - 8 vikur , en það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur sá tími verður . Haldinn verður fundur með umsækjendum áður en vinnan hefst og farið yfir stöðuna . Umsóknarfrestur um þessi störf rann út 15. maí .
Akraneskaupstaður hefur vaxið ört á undanförnum árum og því hafa margvíslegar framkvæmdir verið áberandi í bænum . Nefna má byggingu nýs leikskóla , tónlistarskóla , bókasafns , Akraneshallar og uppbyggingu nýrra hverfa sem dæmi . Mikið er um framkvæmdir á vegum einkaaðila enda byggjast nýju hverfin ört upp með blandaðri byggð fjölbýlis og einbýlishúsa . Skipulags - og byggingarmál skipa mikilvægan sess í ört vaxandi bæjarfélagi eins og á Akranesi , þar sem hröð uppbygging nýrra hverfa kallar á skjót en um leið varanleg úrræði . Búa þarf lóðir til bygginga , leggja nýjar götur og ganga frá gangstéttum og umhverfi . Gera þarf ráð fyrir þjónustu skóla og leikskóla og móta umhverfið með þeim hætti að öryggi íbúanna sé tryggt . Mikilvægt er að vel sé haldið á hvers kyns útboðsmálum vegna framkvæmda á vegum bæjarins og gilda um slík mál skýrar leikreglur . Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum á vegum Akraneskaupstaðar . Undir Framkvæmdastofu heyra , viðhald gatna - og stígakerfis , dýraeftirlit og umsjón með beitarlöndum , umsjón með fasteignum kaupstaðarins og viðhaldi þeirra . Stofan annast einnig undirbúning , verkefnastjórn og eftirlit með framkvæmdum bæjarsjóðs . Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn stofunnar , samræmir störf og verkefni starfsmanna og ber ábyrgð á verkefnum þess gagnvart bæjarstjóra og framkvæmdaráði .
Akranes er góður staður fyrir göngufólk , en í bænum og næsta nágrenni hans má finna fjölbreyttar gönguleiðir sem henta öllum aldurshópum . Langisandur er ein vinsælasta útivistarperla bæjarbúa og mikið notaður til gönguferða . Gönguferð um sandinn tekur 30 - 40 mínútur ef gengið er fram og til baka , en þetta fer nokkuð eftir stöðu sjávar og að sjálfsögðu hversu hratt er gengið . Þess má til gamans geta að Langisandur er um 1 km að lengd og því má segja að ganga fram og til baka eftir sandinum sé mjög nálægt hinum ráðlagða hreyfingar-dagskammti sem heilsu - og hollustufræðingar mæla með . Akrafjall er önnur náttúruperla , formfagurt og án efa eitt frægasta tákn og kennileiti bæjarins . Gönguferðir á Akrafjall eru mikið stundaðar og til er fólk sem fer á fjallið vikulega , jafnvel oftar . Akrafjall og umhverfi þess er sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk . Gönguferð á fjallið er tiltölulega auðveld og útsýnið ægifagurt . Fjallið gnæfir eins og útvörður byggðarinnar á Skipaskaga . Það er sporöskjulöguð og formfögur fjallabunga sem stendur á nesinu á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs . Nánari upplýsingar um Langasand , Akrafjall og aðra fjölbreytta möguleika til gönguferða á Akranesi má finna á upplýsingavef Akraneskaupstaðar fyrir gesti og ferðamenn , www.visitakranes.is . Skipulagðar gönguferðir Á hverju ári er boðið upp á gönguferðir með leiðsögn , oft í tengslum við skipulagða viðburði í bænum , svo sem Hátíð hafsins í júní , Írska daga í júlí og Vökudaga , sem haldnir eru í byrjun nóvember ár hvert . Þá skipuleggur Íþróttabandalag Akraness ýmsar gönguferðir , m.a. árlega Jónsmessugöngu . Ef þig vantar nánari upplýsingar um skipulagðar gönguferðir á Akranesi þá er þér velkomið að hafa samband og senda póst á netfangið info@visitakranes.is . Námskeið – hreyfing og útivist Boðið er upp á fjölbreytt námskeið er tengjast útivist og hollri hreyfingu á vegum Íþróttabandalags Akraness og ýmissa aðila . Nánari upplýsingar um framboð námskeiða og möguleika til hreyfingar og útivistar er m.a. að finna á vef Íþróttabandalags Akraness , www.ia.is , eða hjá íþróttafulltrúa ÍA í síma 431 1278 . Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið info hjá visitakranes.is .
Skipulags - og umhverfisstofa Akraneskaupstaðar hefur yfirumsjón með skipulags - og byggingarmálum , umferðar - og samgöngumálum , fasteignamati og lóðaskráningu , landupplýsingakerfi , umhverfismálum , málefnum slökkviliðs , sorphirðu og sorpeyðingu . Framkvæmdastjóri stofunnar fer með framkvæmdastjórn fyrir almannavarnanefnd í samvinnu við bæjarstjóra og formann almannavarnanefndar . Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn stofunnar , samræmir störf og verkefni starfsmanna og ber ábyrgð á verkefnum þess gagnvart bæjarstjóra og bæjarráði . Skipulags - bygginga - og umhverfismál skipa mikilvægan sess í ört vaxandi bæjarfélagi eins og á Akranesi , þar sem hröð uppbygging nýrra hverfa kallar á skjót en um leið varanleg úrræði . Búa þarf lóðir til bygginga , leggja nýjar götur og ganga frá gangstéttum og umhverfi . Gera þarf ráð fyrir þjónustu skóla og leikskóla og móta umhverfið með þeim hætti að öryggi íbúanna sé tryggt . Nefndin er skipuð fimm aðalmönnum og jafnmörgum til vara en um nefndina gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga . Sveitarstjórn er heimild í samþykkt sveitarfélagsins að fela nefndinni eða öðrum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins heimild til fullnaðarafgreiðslu mála skv. skipulagslögum sbr. 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 , svo sem afgreiðslu deiliskipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa . Afgreiðsla á svæðis - og aðalskipulagi er þó ávallt háð samþykki sveitarstjórnar . Að auki er nefndin bæjarstjórn til ráðuneytis í umferðarmálum og skal gera tillögur um bættar samgöngur innan bæjarins og um aukið öryggi fyrir vegfarendur . Nefndin annast húsverndunarmál og er bæjarstjórn til ráðuneytis um þau mál . Skipulags - og byggingarnefnd skal fjalla um ferlimál fatlaðra og stuðla að bættu aðgengi fatlaðra að byggingum og öðrum mannvirkjum . Stillholt 16 - 18 , 1. hæð
Byggingar - og skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar Byggingar - og skipulagsfulltrúinn á Akranesi fjallar um byggingarleyfisumsóknir sem berast og ályktar um úrlausn þeirra . Byggingarfulltrúi hefur heimild samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslu byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842 / 2000 til að afgreiða mál sem eru innan ramma skipulags og formlega í lagi . Sé eitthvað athugavert við erindið , sé erindi ekki á skipulögðu svæði eða annað ber byggingarfulltrúi erindið undir skipulags - og umhverfisnefnd . Einnig ber honum að hafa eftirlit með því að byggt sé í samræmi við gildandi skipulag , samkv.skipulagslögum nr. 123 / 2010 . Byggingarfulltrúi annast m.a. úttektir og eftirlit með byggingarframkvæmdum og að farið sé eftir byggingarreglugerð og sér um lóðaskráningu og skráningu fasteignamats samkv. byggingarreglugerð nr. 441 / 1998 . Síma - og viðtalstímar byggingar - og skipulagsfulltrúa og staðgengils hans : Runólfur Þór Sigurðsson , byggingar - og skipulagsfulltrúi : Sími : 433-1051 Símaviðtalstímar eru daglega kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 - 15:30 Símaviðtalstímar eru daglega kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 - 15:30
LUKA , landupplýsingakerfi Akraneskaupstaðar , er eins og nafnið bendir til kerfi þar sem skipulega er haldið , á tölvutæku formi , utan um ýmsar upplýsingar er varða rekstur kaupstaðarins . Akraneskaupstaður notar Microstation , og skyld forrit til reksturs LUKA-kerfisins . Þjónustuaðili er Ísgraf ehf . Á síðunni er aðgangur að öllum uppdráttum íbúðarhúsa sem til eru í skjalasafni kaupstaðarins . Notkunin miðast aðallega við öflun upplýsinga sem tengjast , skipulags - og áætlanagerð ásamt margvíslegri hönnun . Markmið Að kerfið verði nýtanlegt almenningi gegnum internetið , að upplýsingar um veitulagnir , s.s. fjarskiptalagnir , rafmagn , fráveitu , heitt og kalt vatn verði einnig aðgengilegt . Samstarf er í gangi við eigendur umræddra veitna .
Umhverfismál og samgöngur eru mikilvægir málaflokkar í hverju sveitarfélagi og svo er einnig á Akranesi . Skipulags - og umhverfisstofa Akraneskaupstaðar fer með þennan málaflokk innan stjórnsýslunnar og þar vega þungt aðgerðir og umsjón með opnum svæðum , göngu - og hjólastígum , útivistar - og skógræktarsvæðum og ýmis frágangur , ekki síst í hinum nýju hverfum bæjarins . Auk þess er stöðugt unnið að endurbótum og viðhaldi á gangstéttum og götum víða um bæinn . Strætósamgöngur eru á Akranesi og eru þær talsvert mikið notaðar , ekki síst af skólafólki . Akranes er auk þess tengt leiðakerfi Strætó bs. og ganga vagnar á milli Akraness og Reykjavíkur oft á dag . Í eftirfarandi töflu má finna nánari upplýsingar um þjónustu Akraneskaupstaðar og fleiri aðila varðandi ýmsa málaflokka er tengjast umhverfis - og samgöngumálum á Akranesi . Ef upplýsingarnar sem þú leitar að er ekki að finna hér þá er þér velkomið að hafa samband við þjónustuver Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða senda fyrirspurn á netfangið akranes hjá akranes.is .
Héraðsskjalasafn Akraness var stofnað 27. apríl 1993 . Umdæmi safnsins er Akraneskaupstaður og deilir það húsnæði með Bókasafni Akraness að Dalbraut 1 . Héraðsskjalasafnið hefur skrifstofu í norður enda hússins og þar eru skjalageymslur safsnins og grúskherbergi fyrir gesti safnsins . Bæjarstjórn Akraness ákvað á árinu 1992 ( 50 ára afmæli Akranes-kaupstaðar ) , að hefja undirbúning að stofnun héraðsskjalasafns og var það stofnað formlega í apríl árið eftir . Skjalasafnið hóf starfsemi sína í Bókhlöðunni , Heiðarbraut 40 , en um langt árabil voru skjalageymslur Akraneskaupstaðar þar í kjallaranum .
Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín . Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu , anda sannleikans . Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir . Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður . Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus . Ég kem til yðar . Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar . Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa . Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður . Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig . En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er . “ Öll umferð vélknúinna ökutækja um garðinn er bönnuð frá kl. 22 til 8 að morgni . Skoðið myndasafnið ! Akraneskirkja á mikið og gott úrval mynda sem teknar hafa verið á síðastliðnum áratug og einnig nokkrar frá fyrri tíð . Segja má að saga kirkjunnar og safnaðarstarfsins sé að nokkru leyti skráð á þessum myndum . Nú er búið að velja endanlega myndir til að geyma í myndasafni kirkjunnar hér á heimasíðunni . Þetta er þó aðeins brot af því sem til er . Því var úr vöndu að ráða . Bjarni Þór Ólafsson á heiðurinn af hönnun þessarar heimasíðu og skönnun allra mynda . Hann hefur unnið alveg frábært og fórnfúst starf fyrir okkur ! Lítið endilega á þessar myndir ! Þið smellið einfaldlega á slóðina Myndir hér fyrir ofan og þá birtast nöfn undirflokka . Þessar myndir voru teknar í Akraneskirkju , sunnudaginn 26. ágúst s.l. en þá var Magnea G. Sigurðardóttir kvödd eftir tveggja áratuga starf sem umsjónarmaður safnaðarheimilisins . Hún tók við því starfi 1992 . Hún hefur víðar látið að sér kveða á vettvangi ...
Allir leiðast og ganga í hring og syngja textann hér að neðan . Einn grúfir sig niður í miðjum hringnum . Áður en leikurinn hefst fær einn hring sem hann geymir í lófa sínum . Þegar lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa . Sá sem ,, er hann " fær 3 tilraunir til að finna hringinn . Ef hann finnur hann ekki grúfir hann aftur . Í næsta skipti eru hendurnar hafðar fyrir aftan bak sem slegið var á í fyrra skiptið : ,, Í grænni lautu þar geymi ég hringinn , : , ; sem mér var gefinn og hvar er hann nú : , : " Markmið leikskólans eru að börn og starfsfólk fái notið náttúrunnar og upplifi af eigin raun og læra að njóta hennar sér til gleði og aukins þroska . Það gerum við með umhverfismennt og með því að tileinka okkur jóga . Við leitumst eftir að hafa hollan og næringarríkan mat .
Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks 5 km , 10 km , hálfmaraþon Íslensk verðbréf og Átak eru aðalstyrktaraðilar Akureyrarhlaupsins 2013 Ungmennafélag Akureyrar sér um framkvæmd hlaupsins Allur ágóði af hlaupinu rennur til barna og unglingastarfs UFA Skráning í Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks er hafin á hlaupasíðunni . Þeir sem skrá sig þar greiða með korti og sækja síðan keppnisnúmerin í Átak milli kl. 9:00 og 11:00 á laugardagsmorgun . Einnig verður hægt að skrá sig í Átaki á föstudaginn milli kl. 16:00 og 20:00 . Þeir sem skrá sig þar fá keppnisnúmer afhent og geta því mætt beint í startið á laugardagsmorgun . Við hvetjum unga sem aldna til að vera með í hlaupinu . Minnum sérstaklega á 5 km hlaupið sem vegalengd sem flestir ráða við . Tilvalið að taka krakkana með sér . Í ár stóð til að endurskoða hlaupaleiðina og fá löggilda mælingu á nýja braut . Mælingamenn FRÍ , sem allir sinna mælingum í aukavinnu , sáu sér hins vegar ekki fært að koma norður fyrir hlaup til að taka út nýju brautina . Í samráði við FRÍ var því ákveðið að hlaupa sömu leið og undanfarin ár . Sú leið var mæld sumarið 2010 og taldist á þeim tíma lögleg braut . Nú hafa reglur hins vegar verið hertar og mælingin stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag . Þetta þýðir því miður að árangur manna í hlaupinu fæst að öllum líkindum ekki skráður í afrekaskrár . Akureyrarhlaupi Íslenskra Verðbréfa og Átaks verður haldið laugardaginn 22. júní 2013 . Að venju verður boðið upp á þrjár vegalengdir , 5 km , 10 km og hálfmaraþon sem að þessu sinni er jafnframt Meistaramót Íslands í þeirri vegalend . Hlaupið er opið öllum og hvetjum við unga sem aldna til að velja sér vegalengd við hæfi og taka þátt . Hátt í 200 hlauparar tóku þátt í Akureyrarhlaupi Íslenskra verðbréfa og Átaks í kvöld . Aðstæður voru góðar og tímar fyrstu manna glæsilegir . Í 10 km hlaupinu sem jafnframt var Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi sigraði Kári Steinn Karlsson á tímanum 30 : 18 og var hann aðeins 7 sekúndum frá því að bæta 29 ára gamalt íslandsmet Jóns Diðrikssonar . Annar karla var Þorbergur Ingi Jónsson sem hljóp á 32 : 14 sem er hans besti tími og áttundi besti tími íslendings í 10 km götuhlaupi . Og þriðji var Ármann Eydal Albertsson á 33 : 40 . Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 36 : 55 sem er þriðji besti tími íslenskrar konu frá upphafi og í öðru sæti var Rannveig Oddsdóttir á 37 : 11 sem er sjötti besti tími íslenskrar konu , í þriðja sæti var Sigrún Björk Sigurðardóttir á 42 : 06 . Einnig var keppt í 5 km hlaupi og hálfmaraþoni . Í 5 km hlaupi karla sigraði Ívar Sigurbjörnsson á 18:58 , annar var Guðmundur Þorleifsson á 19:55 og þriðji var Axel Ernir Viðarsson á 21:24 . Í kvennaflokki sigraði Selma Sigurðardóttir Malmquist á 21:33 , Gígja Gunnlaugsdóttir var önnur á 22:23 og þriðja var Aldís Arnardóttir á 23:56 . Í hálfmaraþoni karla sigraði Arnar Pétursson á 1:13:54 , annar var Stefán Viðar Sigtryggsson á 1:24:26 og þriðji var Ásgeir Sverrisson á 1:27:51 . Í kvennaflokki sigraði Ásdís Káradóttir á 1:36:54 , önnur var Sigríður Einarsdóttir á 1:38:37 og þriðja var Anna Berglind Pálmadóttir á 1:41:59 .
Hlutverk Amtsbókasafnsins er að þjóna notendum sínum sem best . Því getur þú valið að segja okkur álit þitt á þjónustu okkar . Það getur þú gert með því að velja " Hrís & hrós " hnappinn hér til vinstri á síðunni . Einnig getur þú bent okkur á efni sem þér finnst æskilegt að við kaupum eða þér finnst vanta í safnið okkar ( með því að velja " Tillögu um efniskaup " ) og ennfremur getur þú beint til okkar spurningum ( Spurðu bókavörðinn ) sem við síðan reynum að svara eftir bestu getu innan 24 virkra klukkustunda frá því fyrirspurnin var send .
Þó svo að við getum verið alvarlegir starfsmenn , þá vitum við um marga óþarfa og " vitlausa " hluti . Hvort sem um er að ræða gagnslausar staðreyndir eða létta leiki , þá sláum við oft á létta strengi . Hér fyrir neðan eru hlekkir á allskyns bull , rugl , grín og alvöru ... endilega styttið ykkur stundir með því smella á þessa hlekki : FlickMyLife Passaðu þig , þú gætir lent á FML ! Stórskemmtileg íslensk síða . Cracked.com ( America's only humor & video site , since 1958 ) Einn af starfsmönnunum kallar þetta " bestu vídeóhúmór-síðuna " ... það er ykkar að dæma hvort það sé rétt . Þið finnið það út með því að kíkja á síðuna . Dumb.com ( your source for dumb stuff ) Titillinn segir allt ... hér gefur að líta samansafn af allskyns vitleysu í formi leikja , myndbanda , tilvitnana , gáta , mynda o.fl . Sjón er sögu ríkari . The Onion Grín dagblað með plat-fréttum ... er ekki langbest að lesa svoleiðis ? : - ) Think Geek Furðuleg tól , tæki og leikföng fyrir nörda ( og alla aðra líka ) ! Skráðu þig inn , settu nokkra hluti í körfuna , borgaðu og fáðu sent heim til þín !!
Language Games Skemmtilegir leikir sem hægt er að spila og læra erlend tungumál um leið , svokallaðir tungumálaleikir . Leikjanet - stærsta íslenska leikjasafnið Mörg hundruð leikir samankomnir á einum stað . Hægt er að sjá hversu margir eru að spila hvern leik , hversu vinsæll sá leikur er , hvaða leiki maður spilaði síðast o.s.frv. - Leikjaparadís af bestu gerð ! Orðavinda - orðaleikur Leikur eftir Borgar Þorsteinsson og var innlegg í samkeppninni " Þú átt orðið " . Flott leið til að læra fleiri orð í íslenskunni ! Purpose Games Þetta er síða sem einn af sumarstarfsmönnum Amtsbókasafnsins benti okkur á og við viljum endilega að sem flestir viti af henni líka . Hér er samansafn af spurningaleikjum í anda Gettu betur og Trivial Pursuit , mikið gagn og mikið gaman . Fróðleikur í bland við skemmtun ! Undirtitill síðunnar á ensku er : " Create . Play . Learn " eða " Búðu til . Leiktu þér . Lærðu . "
Það eru breyttir tímar . Rafbækur seljast betur og betur og á Amazon kom nýlega fram að þær seldust meira en venjulegar bækur . Við þessari þróun þarf að bregðast og Amtsbókasafnið mun taka þátt í því að leita allra leiða til að koma á slíkri þjónustu , þ.e. að lána út rafbækur . Óvíst er hvenær það nákvæmlega gerist , en þangað til verða gefnir upp hlekkir hér fyrir neðan sem vísa á rafbækur sem hægt er að hlaða niður ókeypis . Allar ábendingar eru vel þegnar ( netpóstur : thorsteinn@akureyri.is ) . Emma Emma.is er vefur sem gerir sjálfstæðum höfundum , útgefendum og handhöfum útgáfuréttar kleift að koma ritverkum á framfæri hvort sem þeir vilja bjóða þau til sölu eða gefa verkin . Við bjóðum hverskonar rithöfundum , áhuga - og skúffuskáldum og fyrirtækjum að gefa verk sín út hjá Emmu . Hver sá sem á höfunda - og útgáfurétt á verki er velkomið að gefa það út hjá okkur . Verkin eru gefin út sem lófabækur ( rafbækur fyrir lestöflur , snjalltæki eða tölvur ) . Rafbókavefurinn Þessi vefur á að hýsa allskonar efni á rafbókarformi sem er hentugt að lesa með rafbókalesurum og spjaldtölvum . Netútgáfan Íslensk síða þar sem finna má Biblíuna , ævintýri , þjóðsögur , skáldsögur og allt á milli himins og jarðar . Baen Free Library Ókeypis vísindaskáldsögur og fantasía , rafbækur í ýmsum formum ( ebook , mobi , htlm , rtf ) eftir marga þekkta höfunda hjá Baen bókaútgáfunni . Project Gutenberg íða fyrir þá sem vilja ókeypis aðgang að gömlum bókum í rafbókaformi . Hægt er að leita eftir höfundum og titlum , og einnig að fletta í gegnum listann . Yfir 3000 bækur ! Open Library Flott síða með gnægð bóka . Síðan er skemmtilega sett upp . Open Culture " The best free cultural and educational media on the web . " = Flott síða með myndum , hljóðum , texta ... á rafrænu formi . Eserver Frá Iowa háskóla í Bandaríkjunum . Yfir 35 - 000 bókatitlar , auðvelt að leita eftir efni . ManyBooks Margar bækur eins og nafnið gefur til kynna og auðveld og góð leit . Bækur.is Verkefni Landsbókasafnsins . Hugmyndin er að á vefnum muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð . Lestu.is . Íslensk rafbókarsíða . Um áskriftarsíðu er að ræða en þangað er markmiðið að setja hundruðir nýrra íslenskra titla .
Hvað er millisafnalán ? Með millisafnalánum er átt við það þegar bókaverðir útvega rit sem bókasafnið á ekki , annað hvort bækur eða ljósrit af tímaritsgreinum , frá öðrum söfnum , innlendum eða erlendum . Einnig er í sumum tilvikum hægt að fá myndir og geisladiska lánaða frá öðrum bókasöfnum . Hverjir geta fengið millisafnalán ? Þeir sem eiga gild bókasafnsskírteini er heimilt að nýta sér þessa þjónustu . Æskilegt er að notendur athugi sjálfir hvort ritið finnist í Gegni áður en beðið er um millisafnalán . Nú getur þú pantað millisafnalán á gegnir.is 1 . Það þarf að skrá sig hjá okkur Við á Amtsbókasafninu höfum tekið upp þá nýbreytni að viðskiptavinir safnsins geta pantað millisafnalán á gegnir.is . Þeir sem vilja fá millisafnalán í gegnum Amtsbókasafnið þurfa að vera skráðir sem millisafnalánaþegar hjá safninu . Hafið samband við bókaverði í afgreiðslu eða hringið í síma 460 1250 varðandi það . Þegar búið er að gera lánþega að notanda millisafnalána hjá Amtsbókasafninu getur hann pantað millisafnalán á gegnir.is . Það er gert á eftirfarandi hátt : Lánþegar fara inn á gegnir.is . Þar skrá þeir sig inn með kennitölu og lykilorði . Ef vandræði koma upp við innskráningu þá vinsamlega hafið samband við bókaverði eða hringið í síma 460 1250 . 2 . Þú finnur ritið og pantar Þegar innskráningu er lokið er notandi kominn á Mínar síður . Þá er ritið , sem lánþeginn vill fá í millisafnalán , fundið undir Leita , Ítarleg leit eða Skipanaleit . Þegar það er fundið er ýtt á hnappinn Panta millisafnalán og við það koma upp upplýsingar um ritið og eyðublað fyrir millisafnalán . Þar skal fylla út reiti sem eru merktir með stjörnu og að því loknu er ýtt á hnappinn Panta . Þá birtist tilkynning um að pöntunin hafi verið móttekin . Pöntunin berst til bókavarða Amtsbókasafnsins sem panta þá ritið hjá því bókasafni sem á ritið . Þegar ritið kemur svo á safnið er lánþega send tilkynning um það . Rit sem eru ekki í Gegni Ef rit finnst ekki í Gegni , þá skal gera eftirfarandi : Ýtt er á hnappinn Panta millisafnalán og eftirfarandi slegið inn : Ef um bók er að ræða skal slá inn höfund / ritstjóra , titil , útgáfustað , forlag og útgáfuár . Gott er að hafa ISBN númer rits ef það er þekkt . Ef um tímarit er að ræða þarf að slá inn fullan titil tímarits eða staðlaða skammstöfun , ár , bindi , hefti , höfund , titil greinar og blaðsíðutal . Afgreiðslutími millisafnalána Í langflestum tilvikum eru rit komin frá innlendum söfnum innan tveggja til fimm sólarhringa en bíða þarf allt frá fimm til tíu dögum , upp í nokkrar vikur eftir bókum erlendis frá . Hvert eintak sem fengið er frá bókasafni innanlands kostar 1000 kr og 2000 kr sé það fengið hjá bókasafni erlendis frá . Millisafnalánin eru borguð þegar þau eru sótt . Lánstími rita Algengasti lánstími frá innlendum söfnum er vikutími eða minna . Allt að fjórar vikur getur tekið að fá gögn erlendis frá . Bækur sem mikil eftirspurn er eftir má þó yfirleitt ekki hafa nema í tvær vikur . Afar mikilvægt er að skilafrestur bóka sem fengnar eru með þessum hætti sé virtur . Í sumum tilfellum er hægt að fá lánstíma framlengdan en það veltur á safninu sem á bókina og beiðni um slíkt þarf að hafa borist starfsfólki millisafnalána áður en lánsfrestur rennur út .
Ef þið sjáið framhlið á mynddiskahulstri sem sýnir tvo skuggalega náunga með helming af líki á milli sín , þá gætuð þið strax hugsað : " Hey ! Þetta er hrollvekja - ekki fyrir mig ! " eða " Hey ! Þessi lítur vel út !!! " Þegar ég sá hulstrið þá hugsaði ég strax með mér að þetta væri svona spennandi hrollvekja , en eftir að hafa séð myndina þá er þetta með fyndnari hrollvekjum sem ég hef séð . Það má kannski ekki segja of mikið frá söguþræðinum , en í grófum dráttum er hann þannig að Tucker og Dale eru misskildir sveitalubbar sem vilja vel . Á vegi þeirra verður hópur ungmenna sem ætlar að skemmta sér í fríinu sínu en fríið breytist bráðum í hrylling sem enginn virðist ráða neitt við . Líkin hrannast upp og ekki virðist lögreglan geta hjálpað en óhætt er að segja að það sé skemmtilegt " tvist " á þessu hefðbundna hryllingsmyndaformi . Alan Tudyk hafa menn séð í myndum eins og Dodgeball og Transformers : Dark of the moon , en Tyler Labine er ekki eins þekktur . Þessir tveir leikarar eru stórkostlegir í sínum hlutverkum ( Tucker og Dale ) og bera myndina gjörsamlega . Aðrir leikarar standa sig ágætlega , Katrina Bowden sem Allison er voða sexí og sæt og hún gæti birst í fleiri Hollywood-myndum á næstu árum . Það sem heillar mig mest við myndina er hið skemmtilega og bráðfyndna handrit ! Já , þetta er gamanmynd og hrollvekja í einum pakka . Það er alla vega ekki oft sem maður hlær sig máttlausan þegar ungmenni hljóta " grimman " dauðdaga : - ) Umhverfið er afskaplega hryllingsmyndalegt : skógur , stöðuvatn og vafasamur kofi . Niðurstaðan kemur hins vegar á óvart . Ég vonast eftir að sjá fleiri myndir í leikstjórn Eli Craig , því þessi á allt lof skilið !
Það skal viðurkennast strax að undirritaður hefur alltaf verið svolítið hrifinn af söngkonunni brosmildu , Birgittu Haukdal . Hún átti sitt blómaskeið með hljómsveitinni Írafár og farsæll sólóferill var í farteskinu . Síðan giftist hún , eignaðist barn og nú loksins eftir nokkur þögul ár kemur ný sólóplata . Það skal líka viðurkennt strax , að undirritaður er hrifinn af allri tónlist ( næstum ) en létt popp á oft greiðan aðgang að eyrunum ! Tónlist Birgittu er afskaplega ljúf og persónulega finnst mér hún hafa þroskast sem söngkona . Enn og aftur er hún í samstarfi við upptökustjórann Þorvald Bjarna . Enda er óþarfi að laga eitthvað sem er ekki brotið , segir eitthvert máltæki . Þau " kunna " á hvort annað og í þakkarorðum sínum tekur hún sérstaklega fram hversu gott samstarfið við hann Þorvald er , þrátt fyrir að þau séu ólík á sumum sviðum . Birgitta og Þorvaldur semja flest öll lög plötunnar , en hafa einnig leitað fanga annars staðar , meðal annars í textasmiðju Egils Ólafssonar og Stefáns Hilmarssonar . Annar náinn samstarfsmaður hennar er Vignir Snær og hann á mikið í þessari plötu líka . Þá syngur Magni nokkur með Birgittu í einu lagi . Í stuttu máli , þá finnst mér platan afar ljúf og virkar metnaðarfull . Á dögunum var plötuumslagið kosið það versta , vonandi fælir það fólk ekki frá . Platan sjálf rennur ljúft í gegn og lagasmíðarnar eru skemmtilegar , einfaldar og vandaðar . Rödd Birgittu nýtur sín vel hér , og ég myndi segja að hún væri " komin aftur " ! Flottur gítarleikur og píanóleikur líka , bakraddir seiðandi á stundum og Vignir og Magni standa sig vel í sínum söng með Birgittu . Þetta er prófessjónal plata ! En ef einhver bæði mig núna um að segja sér , hvert mér þætti besta lagið ... þá gæti ég það ekki ... ekki strax alla vega . Af hverju ekki ? Vegna þess að mér finnst heildin sterkari en hlutarnir . Það er ekkert lag sem strax stendur upp úr . Þetta er virkilega jöfn plata . Kannski breytist skoðun mín eftir einhverjar vikur og frekari hlustun , en í dag er þetta það sem situr eftir : ljúfleiki og vellíðan , rólegheit og enginn asi . Flott heild , en engin lög sem bera af . Kannski er það merki um góða plötu , því oft er það nú þannig með popparana , að þeir semja þrjá fjóra slagara og hittara , en restin á 10 - 12 laga plötu heillar ekki marga . Svo er ekki hér . Það er virkilega sáttur gagnrýnandi sem gagnrýnir þessa plötur . Umslagið finnst mér sjarmerandi og ljúft , rétt eins og tónlistin . Hún fær því næsthæstu einkunn : 9 af 10 ! Velkomin aftur , Birgitta !
Ekki er ætlunin hér að fara yfir feril Britney Spears , en hann hefur einkennst af frægð , frama og fríki . Eftir að hafa farið alvarlega niður á við í vinsældum og áliti virðist prinsessan í poppinu vera komin á beina braut aftur . Þessi nýja plata er dæmi um það . Ég er að vísu svolítið í " pí _ _ poppinu " og var spenntur fyrir þessari afurð . Þetta er plata sem rennur þægilega í gegn . Britney er sjálf ekkert að semja lögin sem hún syngur og persónulega finnst mér hún ekkert besti söngvari í heimi , langt því frá . Eitthvað virðist unnið með rödd hennar ( með einhverjum vél-tölvu-fítusum ... ' processed vocals' heitir það á enskunni ) en mér hefur það fundist vera gert áður á hennar plötum . Þetta er það sem helstu gagnrýnendur hennar segja ( hún syngur " bara " og þetta ' processed vocals' - dæmi ) en það sem ég hlusta eftir er laglínan fyrst og fremst , og svo getur textinn verið afar nauðsynlegur . " Hold it against me " er dæmi um skemmtilegan ( og tvíræðan ) texta . Annars eru flestir textarnir svona hefðbundnir popptextar . I love you ... blue ... too .... do ... o.s.frv . Tilraun Britney með " dubstep " á þessari plötu tekst fullkomlega ! Ég sagði að mér fyndist Britney ekki vera besti söngvari í heimi , en hún er líka langt frá því að vera sá versti . Það er líka eitthvað sérstakt við hennar rödd finnst mér og því sé ég ekki aðrar söngkonur syngja þessi lög jafn skemmtilega . Að vísu poppar Katy Perry í hugann á mér og gaman væri að heyra aðrar söngkonur syngja lögin , en það gerist varla . Þetta er ekkert tímamótaverk í þeim skilningi að eftir 20 ár munu poppfræðingar hefja þessa plötu upp til skýja . Þetta er plata sem mun rísa hátt árið 2011 og kannski eitthvað eftir það . Verður án efa á topp - 10 lista hjá mér yfir skemmtilegustu plötur ársins en eitthvað segir mér að gagnrýnendur verði mér ekki sammála . Næsthæsta einkunn , 9 af 10 ... alls ekki svo slæmt ; - ) Læt hér fylgja með myndband af laginu " Till the world ends " :
Amtsbókasafnið á að efla lýðræði , jafnrétti , athafnafrelsi og velferð borgaranna . Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra , án tillits til aldurs , kyns , kynþáttar , stjórnmálaskoðana , trúar , þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu . Amtsbókasafnið á að auðga skilning á íslenskri tungu , bókmenntum og menningararfi , hvetja til lesturs , styðja nám og símenntun . Amtsbókasafnið á að jafna aðgang að upplýsingum , þekkingu og afþreyingu og koma þar með í veg fyrir ójöfnuð meðal borgaranna . Leiðarljós Amtsbókasafnið hefur að leiðarljósi almenna stefnumörkun bæjarstjórnar Akureyrar , einkum í menningarmálum . að efla lýðræði , jafnrétti , athafnafrelsi og velferð viðskiptavina sinna . Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra , án tillits til aldurs , kyns , kynþáttar , stjórnmálaskoðana , trúar , þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu . að auðga skilning á íslenskri menningu , tungu , bókmenntum og fjölmenningarlegu samfélagi , hvetja til lesturs og styðja nám og símenntun . að jafna aðgengi að upplýsingum , þekkingu og afþreyingu . Þess skal gætt að gjaldtaka hindri ekki notkun safnsins . að möguleikar safngesta til að afla sér þekkingar og afþreyingar skuli auknir með hjálp hins talaða og ritaða orðs og upplýsingatækni . Markmið og áherslur Almenn markmið Amtsbókasafnið er þjónustustofnun og leggur áherslu á hæfni , þátttöku , menntun og virkni starfsmanna sinna í því að veita góða þjónustu . Safnkostur Amtsbókasafns á að uppfylla kröfur um gæði og fjölbreytni bæði hvað varðar efni og form ( prentað mál , myndefni , tónlistarefni , margmiðlunarefni o.fl. ) . Hluti safnkostsins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni . Upplýsingar um safnkost skulu vera notendum aðgengilegar í rafrænum gagnagrunni safnsins . Einnig veitir safnið aðgang að öðrum rafrænum gagnagrunnum bæði erlendum og innlendum . Safngestum skal leiðbeint við að finna gögn sem eru ekki til í safninu svo sem með því að benda á önnur söfn eða veita aðstoð við millisafnalán . Unnið skal að því að gera notendur eins sjálfbjarga og hægt er í notkun safnsins með fræðslu og búnaði . Safnið nýtir sér nýjustu upplýsingatækni eins og kostur er . Safngestir eiga sjálfir að geta leitað á Netinu og nýtt sér tölvur safnsins á annan hátt . Safnið leggur sérstaka áherslu á barna - og unglingastarf , t.d. með safnkynningum fyrir skólanema , sögustundum og sumarlestri . Safnið veitir ráðgjafaþjónustu á sviði bókasafns - og upplýsingafræði við önnur söfn í sveitarfélaginu , s.s. grunnskólasöfnin . Safnið vinnur að aukinni þjónustu við íbúa af erlendum uppruna . Amtsbókasafnið er almenningsbókasafn Akureyringa og starfar samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 36 / 1997 . Einnig er safnið annað tveggja bókasafna sem taka við skylduskilum og starfar því einnig samkvæmt lögum um skylduskil til safna nr. 20 / 2002 . Sem ein af stofnunum Akureyrarbæjar starfar safnið í samræmi við markmið bæjarstjórnar og menningarmálastefnu hennar . Starfsemi Amtsbókasafnsins er í meginatriðum fólgin í eftirtöldu : Útlán eru á : oBókum á a.m.k. 14 tungumálum oTeiknimyndasögum oHljóðbókum oTungumálanámskeiðum oMynddiskum oHljómdiskum ( CD ) Veittur er aðgangur að : oÞráðlausu neti fyrir fartölvur oSkylduskilum , prentuðu efni og hljóðritum oDagblöðum á prentuðu formi og gegnum timarit.is oGagnagrunnum á vefslóðinni hvar.is oLjósritunarvél ( gegn gjaldi ) Safnið veitir þessa þjónustu : oUpplýsingaþjónustu úr gögnum safnsins oHeimsendingarþjónustu fyrir aldraða og öryrkja í samvinnu við Sóroptimistaklúbb Akureyrar oHeimsendingarþjónustu fyrir stofnanir oBókakassa fyrir skip oSafnkynningar fyrir hópa oBókakistur fyrir efsta stig grunnskóla oSögustundir fyrir börn oSumarlestur fyrir börn oMillisafnalán frá öðrum söfnum og til annarra safna oSýningaraðstöðu fyrir einstaklinga og hópa oRithöfundakynningar oFyrirlestra oUpplýsingar og aðgang að gagnaskrám á rafrænu formi - Leitir.is o Upplýsingar og myndefni á samfélagsmiðlum s.s. facebook.com og flickr.com Amtsbókasafnið ábyrgist oað afgreiðslutími safnsins taki mið af þörfum viðskiptavina þess eftir því sem kostur er . oað hægt sé að senda starfsfólki safnsins fyrirspurnir með rafrænum hætti og þeir veiti svör innan tveggja virkra daga oað lánþegar fái aðstoð við að finna efni í safnkostinum óski þeir þess oað lánþegar geti komið óskum um efniskaup á framfæri oað hægt sé að ná í starfsmenn í síma á sama tíma og opið er .
Fyrsta bókasafnsskírteinið er ókeypis fyrir alla sem eiga lögheimili á Akureyri . Glatist skírteini þarf að greiða 1000 krónur fyrir nýtt . Lánþegar sem eiga ekki lögheimili í Akureyrarkaupstað greiða 2000 kr. árgjald . Alltaf þarf að hafa skírteinið meðferðis þegar gögn safnsins eru fengin að láni . Lánþegar geta séð útlánastöðu sína með því að skrá sig inn á www.leitir.is eða www.gegnir.is og þar má líka endurnýja útlán , panta millisafnalán o.fl . Fyrir pantanir greiðast 250 krónur en 500 krónur fyrir millisafnalán og við látum vita um leið og pantað efni kemur í hús . Í útlánadeildinni má finna tugþúsundir bóka um allt milli himins og jarðar og eru þær allar lánaðar út . Útlánatími bóka er 30 dagar nema annað sé tekið fram . Sama gildir um hljóðbækur og tímarit . Útlán á kvikmyndum , tónlist og öðru stafrænu efni er samkvæmt gjaldskrá : Almenn útlán Til að fá lánuð gögn á safninu er nauðsynlegt að eiga bókasafnsskírteini . Gögn safnsins eru ekki lánuð út án framvísun skírteinis . Öllum er heimilt að fá bókasafnsskírteini . Þangað til börn hafa náð fjórtán ára aldri þarf annað foreldri , eða forráðamaður , að ábyrgjast skírteini barns síns . Í þeim tilvikum þarf að fylla út ákveðið umsóknareyðublað . Þegar einstaklingar eldri en fjórtán ára fá skírteini er ekki nauðsynlegt að fylla út eyðublað . Fyrsta skírteini sem einstaklingur fær er ókeypis . Ef skírteini hins vegar glatast kostar 1000 kr. að fá nýtt . Lánþegar sem ekki eiga lögheimili í Akureyrarkaupstað þurfa að borga 2000 kr. árgjald . Gjarnan er miðað er við 10 bækur á skírteini , en í raun er ekki um neitt hámark að ræða . Heimilt er að framlengja útlán í gegnum síma og á staðnum án þess að bók fylgi með . Leyfilegt er að panta öll gögn sem merkt eru útlánadeild . Heimilt er að panta bækur í gegnum síma . Að panta eina bók sem ekki er inni , eða hvaða annað safngagn sem er , kostar 250 krónur . Ekki er greitt fyrir pöntun á tungumálanámskeiðum ( linguaphone ) . Þær takmarkanir eru þó gerðar að ekki er hægt að hafa í pöntun fleiri en þrjár nýjar bækur ( jólabækur ) í einu . Hringt er í viðkomandi einstakling , þegar efnið sem pantað var er komið inn . Sá sem pantar bók skal nálgast hana innan þriggja daga frá því að það náðist í hann í síma . Ef það er ekki gert er hringt aftur í einstaklinginn og ítrekað að bók sé tilbúin til afhendingar . Þegar hringt er í síðara skiptið skal bók vera sótt ekki seinna en daginn eftir að hringt er . Ef bókin hefur ekki enn verið sótt eftir þann tíma skal hún ganga til næsta aðila sem átti bókina pantaða eða gengið frá henni í hillu . Myndbönd og mynddiskar : Mynddiskar kosta 200 krónur - útlánatími er tveir dagar . Barnamyndir kosta 200 krónur - útlánatími er 2 dagar . Nýir / nýlegir mynddiskar ( barna og fullorðins ) kosta 400 krónur , útlánatími er tveir dagar . Myndbönd eru ókeypis Athygli skal vakin á því að lánstími mynda sem fengnar eru að láni á fimmtudögum er fjórir dagar , og þrír á föstudögum . Heimilt er að panta myndbönd og mynddiska og kostar sú pöntun 250 kr. eins og um bók væri að ræða . Ef myndböndum eða mynddiskum er ekki skilað á réttum degi reiknast sekt . Dagssekt á hvern mynddisk er 200 krónur ( sama hvort um tilboðsmynd , hefðbundna mynd eða nýja / nýlega mynd er að ræða ) en dagssekt á myndbönd og fræðslumyndir er 20 krónur . Myndbönd og mynddiskar eru eingöngu lánuð út gegn framvísun bókasafnsskírteinis , eins og önnur gögn safnsins . Á safninu eru átta almenningstölvur og eru þær allar staddar í kaffiteríunni á marmaranum . Með því að framvísa sínu bókasafnsskírteini fær lánþegi frían klukkutíma í tölvu , en einnig er hægt að borga 300 kr. fyrir auka hálftíma eða 500 kr. fyrir auka klukkustund . Þegar einstaklingur framvísar skírteini sínu , eða borgar 300 / 500 kr. , fær hann í hönd miða með ákveðnu leyniorði . Hægt er að setjast við hvaða lausa tölvu sem er af þessum átta og slá inn leyniorðið . Þessi einstaklingur hefur þá tölvuna til umráða í eina klukkustund . Teljari á skjá sýnir hversu mikið eftir er af tímanum . Ekki er hægt að panta tíma fyrirfram í almenningstölvurnar , heldur verður fólk að koma og bíða , sé engin tölva laus . Gögn safnsins skulu innheimt þegar lánstími þeirra hefur runnið út . Sekt reiknast á vanskil bóka , hljóðbóka og tímarita samkvæmt gjaldskrá Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir skal viðskiptavinur sem í vanskilum er útvega bókasafninu eintak sem samsvarar því eintaki sem glatað er .
enAkureyri in EnglishAkureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu . Sérstök áhersla er lögð á góða leik - og grunnskóla , fjölbreytta íþrótta - og tómstundastarfsemi og að á Akureyri þrífist frjótt og öflugt lista - og menningarlíf .
isGrímseyGrímsey er græn , grösug og einstaklega gjöful eyja : Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf . Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug . Grimsey Island - far away in the north : Home of one hundred people - and one million seabirds . Courageous fishermen live there with their families . The island stands alone far out on the horizon , a blue cliff , surrounded by the wide Arctic Ocean , about 40 km off the north coast of Iceland ; it is about 5 square kilometers in area . Krakkarnir tóku sér íbúð á leigu á besta stað í miðbæ Akureyrar og fóru víða . Á meðal viðkomustaða voru Skautahöllin , Hlíðarfjall , Sundlaug Akureyrar LazertagAk og Keiluhöllin auk þess sem farið var í bíó og út að borða . ] ] Hægt er að synda í sjónum sem er hreinn en kaldur , að meðaltali 8°C á sumrin og 4°C á veturna . ] ] Þetta er innanhúslaug þar sem hita þarf upp alt vatn í eyjunni . Laugin er 12.6 x 6 metrar , einnig er heitur pottur , snyrtingar og sturtur . ] ] Var það ærin Fönn á búinu Stóra milljón sem bar tvær hvítar gimbrar . Lömbin voru stór og stæðileg og kallast Karen og Inga en daginn sem þau voru borin áttu feðgin í Grímsey afmæli , þau Karen Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Bjarnason og nafnagiftin því þeim til heiðurs . ] ]
Ráðinn tengiliður í Grímsey : Garðar Ólason , sími : 848 6087 . Grímseyjarvinafélagið var stofnað 11. nóv. 2006 . Stofnfundurinn var haldinn í Safnaðarrheimili Neskirkju . Helgi Daníelsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og flutti kveðju frá Pétri Sigurgeirssyni biskupi og Halldóri Blöndal alþingismanni . Hlín Daníelsdóttir var skipuð fundarritari og Björn Friðfinnsson fundarstjóri . Björn kynnti lög félagsins og bar þau upp til samþykktar . Þá flutti hann stutt æviágrip Willards Fiske , en stofnfundurinn var haldinn á fæðingardegi hans . Helgi Daníelsson var kosinn formaður og eru aðrir í stjórn þau Björn Friðfinnsson og Siggerður Bjarnadóttir . Varastjórn : Sigurður Guðmarsson og Ragnhildur Garðarsdóttir . Það voru 50 manns sem sóttu fundinn sem tókst í alla staði mjög vel . Félagar eru nú um 100 talsins . Þeir sem vilja gerast félagar geta sent tölvupóst til : helgidan@gmail.com .
Heilsugæslan gaf fyrir nokkru út bækling um góð ráð fyrir börn í sólarlandaferðum og hvernig hægt er að verja þau fyrir sólbruna og njóta ferðarinnar . Mörg þessara ráða eiga við hér á norðurlandi þessa daganna . ] ]
Fjölskylduráðgjöfin er til húsa á 5. hæð HAK . Á heilsugæslustöðinni er lögð áhersla á fjölskylduforvarnir og þá sérstaklega með þverfaglegri þjónustu við verðandi og nýorðna foreldra , í þeim tilgangi að hlúa að innviðum fjölskyldunnar , að efla foreldrahæfni og fjölskylduheilbrigði . Lögð er áhersla á virðingu og skilning í viðhorfum og viðmóti og að mæta misjöfnum þörfum fólks fyrir stuðnings - og meðferðarúrræði . Byggt er á þeim viðhorfum að heilsuvandi og áhrif hans á einu æviskeiði verði vart skilið nema í tengslum við það sem á undan er gengið á lífsbrautinni og í fjölskyldusögunni . Fjölskylduráðgjöfin hefur umsjón með samhæfingu og þróun á þessari þjónustu í samvinnu við aðra faghópa HAK og tekur þátt í fræðslu fyrir verðandi og nýorðna foreldra . Öllum íbúum í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar stendur þjónusta fjölskylduráðgjafar HAK til boða en forgangshópar eru verðandi foreldrar , foreldrar ungra barna , einstæðir foreldrar og fjölskyldur grunnskólabarna . Þeim sem óska eftir þjónustu er bent á að hringja í fjölskylduráðgjafa í símatíma þar sem hægt er að fá ráðleggingar , áframhaldandi þjónusta er ákveðin eða vísað á aðra staði . Einnig er hægt að panta tíma eftir milligöngu og tilvísun annara fagaðila . Í fjölskylduráðgjöfinni eru starfandi tveir fjölskylduráðgjafar og ritari , sem gefur upplýsingar um þjónustuna . Opið er daglega kl. 8 - 16 . Þjónustan er hluti af heilsuvernd heilsugæslunnar og gjaldfrjáls . Fjölskylduráðgjöfin leggur áherslu á fjölskylduforvarnir og þá sérstaklega í samvinnuverkefninu ? Nýja barnið ? með þverfaglegri þjónustu við verðandi og nýorðna foreldra í þeim tilgangi að efla foreldrahæfni og fjölskylduheilbrigði . Öll meðferð og nálgun miðar að því að efla sjálfsskilning og tilfinningatengsl Algengast er að fólk leiti til fjölskylduráðgjafar vegna tilfinningalegrar vanlíðan , áfallaúrvinnslu , kynferðisofbeldis og ráðgjafar vegna uppeldismála , sambúðarerfiðleika og skilnaðarúrvinnslu ( ráðgjöf til foreldra vegna forsjármála er að öllu jöfnu vísað til Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar ) . Starfsemin fer fram í símatímum , viðtölum og námskeiðum / fræðslu . Í símatímum er gefin ráðgjöf , veittar upplýsingar og ákveðinn viðtalstími eða málum vísað annað eftir eðli og þjónustumöguleikum . Í viðtalstímum er boðið upp á meðferð og ráðgjöf . Lögð er áhersla á að efla sjálfsstyrk foreldra og hjálpa þeim að styðja börn sín gegnum ýmiskonar áföll og erfiðleika . Fjölskylduráðgjöfin tekur einnig þátt í námskeiðum fyrir verðandi og nýorðna foreldra og hefur með höndum ýmiskonar fræðslu og sjálfsstyrkingu . Jirí Jón Berger sálfræðingur , sími 460 4628 , miðvikudaga kl. 11 - 12 Ritari fjölskylduráðgjar er Sigurbjörg Haraldsdóttir(sibba@hak.ak.is ) , sími 460 4658 . Valmynd Til þess að velja heimilislækni þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsókn _ um _ heimilislækni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið hak@hak.ak.is.Ekki er tekin ábyrgð á tölvupósti sem ekkiratar rétta leið til viðtakanda á HAK . Ekki er hægt að bjóða upp á skráningu hjá neinum heimilislækni eins og er . Ef ekki er hægt að bjóða upp skáningu hjá ákveðnum heimilislækni þá er fólk vinsamlegast beðið um að ská sig á heilsugæslustöðina . Sendið umsókn um heimilislækni ( eyðublað hér að ofan ) sem fara á biðlista sem yfirfarinn er reglulega . Þegar losnar um hjá næsta heimilislækni þá verður fært af biðlistanum í samlag viðkomandi læknis .
Samráðsvettvangur Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar ( FD ) og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri ( HAK ) . Markmið : Meginmarkmið er að nýta sameiginlega krafta beggja deilda til aukinna forvarna og fjölskylduverndar . Með því að samhæfa betur starfsfólk sem vinnur að málefnum sömu einstaklinga þá má bæta þjónustu beggja deilda við notendur þannig að þeir eflist til aukinna lífsgæða . Það er gert í anda fjölskyldustefnu með því að : iðla viðeigandi upplýsingum milli deilda og stofnanna . Leggja upp sameiginleg markmið í einstökum málum þegar það á við . Gera alla vinnslu í málum markvissari , koma í veg fyrir tvíverknað og nýta viðeigandi úrræði . Verkefni fagráðs : : Fagráð vinnur að sameiginlegum lausnum á málefnum einstaklinga / fjölskyldna FD og HAK . Fagráð tekur fyrir nafnlaus málefni einstaklinga ( leiðsögn um feril einstakra mála ) . Fagráðið tekur púlsinn á ástandi hópa / einstaklinga í bæjarfélaginu . Fagráðið rýnir í þróun og samhæfingu á milli deilda , í samvinnu við stjórnendur og kemur með lausnir til úrbóta . Fagráðið , í samvinnu við stjórnendur , sér um að haldnir séu sameiginlegir fræðslufundir með starfsmönnum beggja stofnanna . Á þeim fundum verða m.a. tekin upp ýmis mál tengd þjónustu deildanna svo og málefni ýmissa hópa og nýjungar kynntar . Skipulag : Fagráðið er skipað fjórum fulltrúum , tveimur frá hvorri stofnun . Ráðið finnur sér fastan fundartíma tvisvar í mánuði 1 klst. í senn og fastan fundarstað . Fyrirkomulag funda er tvíþætt : 1 . Einu sinni í mánuði sinnir fagráðið verkefnum 1 – 3 . Ákveðinn verði tengill frá hvorri stofnun en þeir setja upp dagskrá fyrirfram og sjá um að afgreiðslur mála séu skráðar á þar til gerð eyðublöð . Ennfremur boða þeir aðra aðila frá HAK og Fj . deild til fundar sem aðild eiga að máli , svo sem heimilislækna , hjúkrunarfræðinga , ljósmæður , fjölskylduráðgjafa , sálfræðinga , félagsráðgjafa og sérkennsluráðgjafa . Starfsmenn á báðum deildum bera sjálfir ábyrgð á að koma málum sem þeir eru ábyrgir fyrir til umfjöllunar í ráðinu . Öll einstaklingsmál sem tekin eru upp með nafni hafa áður fengið skriflegt samþykki notenda . 2 . Einu sinni í mánuði á tilraunatímanum fundar fagráðið með stjórnendum að verkefnum 3 – 5 ásamt því sem upp kann að koma hverju sinni . Fagteymið er tilraunaverkefni sem unnið verður frá september 2004 til maí 2005 og þá endurmetið . Til þess að velja heimilislækni þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsókn _ um _ heimilislækni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið hak@hak.ak.is.Ekki er tekin ábyrgð á tölvupósti sem ekkiratar rétta leið til viðtakanda á HAK . Ekki er hægt að bjóða upp á skráningu hjá neinum heimilislækni eins og er . Ef ekki er hægt að bjóða upp skáningu hjá ákveðnum heimilislækni þá er fólk vinsamlegast beðið um að ská sig á heilsugæslustöðina . Sendið umsókn um heimilislækni ( eyðublað hér að ofan ) sem fara á biðlista sem yfirfarinn er reglulega . Þegar losnar um hjá næsta heimilislækni þá verður fært af biðlistanum í samlag viðkomandi læknis .
„ Það þarf heilt þorp til að ala upp barn ” Samantekt eftir fundarstjóra Pétur Pétursson 3. október 2008 stóð Heilsugæzlustöðin á Akureyri fyrir ofangreindu málþingi í tilefni af því , að á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að fjölskylduráðgjöf HAK tók til starfa . Málþingið var ætlað starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar í landinu , starfsfólki félagsþjónustu sveitarfélaga , stjórnmálamönnum og öðrum þeim , sem áhuga hafa á hinum huglægu velferðarmálum fjölskyldunnar . Tilgangur þess var að dýpka skilning viðstaddra á tilfinningalífi og áhrifum tengsla á heilsu , þroska og farsæld einstaklinga og fjölskyldna og vekja umræður um hvernig hlúum við betur að bernskunni , heilsunni og tilfinningatengslum . Þátttaka var framúrskarandi góð og munu 135 manns hafa setið málþingið . Undirtitill málþingsins er vel þekkt máltæki frá Afríku , sem vísar til hinna mikilvægu áhrifa , sem umhverfið hefur á uppvöxt , þroska og persónumótun hvers einstaklings . Til þingsins var boðið tveim alþjóðlega þekktum fyrirlesurum og vísindamönnum á sviði læknisfræði og sálfélagslegra vísinda , sem tíunduðu nýjustu þekkingu , sem sannreynd hefur verið á þessu sviði . Segja má , að sú hugmyndafræði , sem legið hefur að baki öllu starfi fjölskylduráðgjafar HAK og vinnulags ,, Nýja barnsins ” hafi þarna fengið mjög öflugan , vísindalegan stuðning . Fyrir því má núorðið færa sannreynd , vísindaleg rök , að andleg líðan móður hafi strax í móðurkviði umtalsverð áhrif á þroska fósturs og eftir fæðingu skipti öflug og heilbrigð tilfinningatengsl hins uppvaxandi einstaklings við sína nánustu höfuðmáli fyrir tilfinningaþroska , persónumótun , samskiptahæfni og andlega og líkamlega velferð hans í framtíðinni . Var boðskapur þessi einörð hvatning til heilsugæzlunnar í landinu að starfa í þeim anda , sem gert hefur verið á HAK á undanförnum 20 árum . Heimafólk fjallaði í upphafi um sögu , nálgunarleiðir og framtíðarsýn fjölskylduráðgjafarinnar ogaðferðafræði ,, nýja barnsins , ” en það er sérstakt vinnulag , sem þróað hefur verið í mæðravernd og ungbarnavernd heilsugæzlustöðvarinnar á Akureyri og byggist á skimun áhættuþátta með viðtölum heimilislæknis og skjólstæðings , fjölfaglegri teymisvinnu og samráði um úrræði , meðferð og stuðning . Karólína Stefánsdóttiryfirfjölskylduráðgjafi reið á vaðið og taldi það mikið gæfuspor , þegar sú sögulega ákvörðun var tekin í stjórn heilsugæslustöðvar og síðan í bæjarstjórn Akureyrar í lok kvennaáratugar að koma á fót fjölskylduráðgjöf við HAK samkvæmt 19. grein þágildandi heilbrigðislaga . Vandað hafi verið til undirbúnings í samráði fagstéttanna og fengin sú bezta hugsanlega handleiðsla , sem völ var á . Karólína sagði að á þessum 20 árum hafi þátttakendur í þessu starfi stöðugt orðið meðvitaðri um þann sköpunarkraft og þá möguleika sem búa í góðum tengslum . Tengslum sem einkennast af gagnkvæmri virðingu , opnum huga og getunni til að hlusta á gjöfulan hátt og hvetja þannig til að bæði þjónustuþegar og fagfólk geti vaxið og skapað saman . “ En öll höfum við fundið hvernig tengsl geta líka verið afar máttug á hinn neikvæða hátt ef þau stjórnast af fordómum , hroka , erfiðum tilfinningum , vanvirðingu eða þöggun ” Karólína vék að þeim markmiðum , sem jafnan hafa verið sett í starfi fjölskylduverndarinnar , en þar hefur jafnan verið reynt að nýta sérstæða möguleika heilsugæslunnar til að efla fjölskylduheilbrigði með þverfaglegri samvinnu við heimilislækna , mæðra - og ungbarnavernd og jafnframt að samhæfa og þróa þjónustuna í samráði við notendur hennar . Leiðarljósið hefur jafnan verið að fjölskyldutengslin séu undirstaða góðrar heilsu og uppspretta lífsgilda . Þá vitnaði hún til nýrri hugmynda um tilfinningaþroska og tengslamyndun og mikilvægi ástar og umhyggju í því sambandi , sem beinlínis nærir heila okkar og taugakerfi . Heilbrigða tengslamyndun taldi hún byggja á innlifunarhæfni foreldra og getu til að mæta og takast á við erfiðar tilfinningar . Hún ræddi um mikilvægi hinnar gjöfulu hlustunar og og heilbrigðs verðmætamats og sagði að það hefði verið HAKmikil hvatning þegar heilbrigðisráðuneytið valdi ,, Nýja barnið ” sem framlag Íslands í samkeppni þróunarverkefna í tilefni 50 ára afmælis Evrópudeildar WHO árið 1998 , þar sem það fékk sérstaka viðurkenningu , sem einstakt og mikilvægt þróunarstarf . “ Síðan eru liðin 10 ár og samfélagsþróunin er slík í dag að mikil og vaxandi þörf er fyrir margvíslega þjónustu og stuðning við fjölskyldur og einstaklinga sem eru að takast á við afleiðingar áfalla , mikillar streitu , sjúkdóma eða vanrækslu . Kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess eru stöðugt meira að koma upp á yfirborðið og um leið vaxandi skilningur á því hvernig óleystur vandi foreldra og þöggun samfélagsins kemur niður á heilsu og velferð barna og sérstaklega á hinum viðkvæmu fyrstu æviárum ” Hún taldi mikilvægt í umróti samtímans að læra af fortíðinni og finna leiðir til að gera hornstein heilbrigðiskerfisins , heilsugæslur landsins betur í stakk búnar til að þróa virka fjölskyldu - og geðvernd . Hjálmar Freysteinssonheimilislæknir dró fram það sem reynslan af þessari vinnu hefði kennt sér og öðrum í liðsheildinni . Í upphafi var lagt upp með það markmið að þróa starfsaðferðir í heilsuverndarstarfi í þá átt að hugað sé að sálrænum og félagslegum áhættuþáttum ekki síður en líkamlegum og ná samvinnu við þurfandi fjölskyldur um úrræði og nýta þar hin tíðu samskipti við heilsugæzluna og þann aukna samstarfsvilja , sem jafnan er til staðar á þessu mótunarskeiði fjölskyldunnar . Hann benti á hversu hugmyndafræði fjölskylduverndarinnar hefði fallið vel að hugmyndafræði heimilislækna og því hefði samstarfið gengið svo vel sem raun ber vitni . Aðilar samstarfsins hefðu sannfærzt æ betur í áranna rás um nauðsyn tímanlegra forvarna á geðverndarsviði og mikilvægi samfelldrar og persónulegrar þjónustu til að byggja upp gagnkvæmt traust og trúnaðarsamband , sem þýðingu hefði til framtíðar . Hann lýsti nokkuð vinnulagi ,, nýja barnsins ” og lagði áherzlu á þá þýðingu , sem þátttaka í teymisvinnunni hefði fyrir starfsmenn . Í djúpskimunarviðtali heimilislæknis og hinnar verðandi móður er m.a. grafist fyrir um erfiða og sársaukafulla reynslu úr fortíðinni . Kom honum framan af á óvart , hve tilbúnar verðandi mæður voru að ræða opinskátt um aðstæður og lífsreynslu sína og hvernig þær sjálfar sáu og skildu mikilvægið í undirbúningnum fyrir foreldrahlutverkið . Það að spyrja ekki um t.d. kynferðislega misnotkun taldi hann vera skilaboð um að heilbrigðisstarfsmaðurinn væri ekki reiðubúinn að hlusta . Þá fjallaði hann um tvær greinar frá HAK um andlega líðan kvenna á Akureyri eftir fæðingu og tengsl þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu við þriggja mánaða aldur barns við heilsufar , félagslega stöðu og líðan kvenna á meðgöngu , sem birtust í Ljósmæðrablaðinu í júní 2007 , þar sem fram kom að foreldrastreita á svæðinu var mun minni en landsmeðaltal þótt þunglyndi samkvæmt Edinborgarskala virtist sízt minna . Niðurstaða hans var að notendurnir hefðu tekið breyttu vinnulagi feginsamlega en andstöðu væri fremur að finna innan kerfisins , enda gerði vinnulagið miklar kröfur til samstarfshæfni þátttakenda og til að halda því gangandi væri öðru hvoru þörf á hugsjónaendurlífgun . Þuríður Hjálmtýsdóttirsálfræðingur kallaði erindi sitt Lífsins strauma og benti á að vandamál og einkenni gætu verið merki um að eitthvað þurfi að breytast til þess að líf okkar geti orðið gjöfulla , innihaldsríkara og árangursmeira . Hún taldi fólk vera í eðli sínu gott og jákvætt og búa yfir eigin vizku , uppsprettu þekkingar um það hvað sé því fyrir beztu , hvað það eigi að gera næst og hvernig eigi að fara að því . Hlutverk þerapistans sé að hjálpa fólki til að komast í snertingu við þessa uppsprettu þekkingar . Hún benti á að sú merking , sem við gefum atburðum lífsins , hefur mikil áhrif á athafnir okkar og líðan og sá vandi , sem að höndum ber á lífsleiðinni skiptir ekki höfuðmáli heldur hvernig við tökumst á við það sem kemur fyrir okkur og hvernig við túlkum atburði og lífsreynslu . Hún rakti þær spurningar , sem hver og einn verður að spyrja sig , sem vill hafa áhrif á þau viðbrögð og túlkun og breyta lífi sínu til betri vegar og lagði hún áherzlu á , að fólk gæfi sér tíma fyrir andlega rækt . Margrét Guðjónsdóttirframkvæmdastjóri HAK fjallaði um mikilvægi þverfaglegs samstarfs , teymisvinnu , samráðs og samþættingar , þegar taka þarf á flóknum vandamálum einstaklinga , er leita til heilbrigðis - eða félagsþjónustu . Með vaxandi sérhæfingu eykst þörf fyrir heildaryfirsýn . Hún gerði grein fyrir teymisvinnu og samþættingu í heilsuverndarstarfi á HAK og samstarfi við aðrar stofnanir . Þar má nefna samvinna heimahjúkrunar og heimaþjónustu , samvinnu ungbarnaverndar og leikskóla , samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu og loks samvinnu skóladeildar , félagsþjónustu og heilsugæslu um málefni barna með hegðunar - og þroskaraskanir . Hún rakti helztu hindranir þverfaglegs samstarfs og hélt því fram að aukin samvinna væri allra gróði svo fremi að þarfir skjólstæðings væru í fyrirrúmi . Kari Killénprofessor emerita frá Norwegian Institute of Social Research flutti erindi , er nún nefndi The relevance of attachment theory and research for preventionog mun úrdráttur úr því birtast síðar . Linn Getztrúnaðarlæknir Landspítalans og dósent við háskólann í Þrándheimi flutti fyrirlestur sem hún kallaði Skynjun , heili , boðefni , heilsa : Ný þekking um “ nýja barnið . ” Boðskapur hennar var sá , að líkaminn væri ekki líffræðileg ,, vél ” og að upplifanir okkar , túlkun á þeim og tengsl við aðra virðist hafa djúpstæð áhrif á líkama okkar , alveg niður á lífeðlis - og lífefnafræðilegt plan . Hún rakti niðurstöður margra nýrra rannsókna , sem hafa sýnt hvernig tilvistarleg lífsskilyrði geta haft áhrif á þroska heilans og leiða til sjúkdóma og atferlisröskunar . Lagði hún áherzlu á mikilvægi þess að reyna að fyrirbyggja óæskilega þróun , en væri skaðinn skeður , benti margt til að styrkjandi samskipti bæti ástandið og það einnig frá líffræðilegu sjónarmiði . Hún rakti nokkuð áhrif tvíhyggjunnar á þróun og hugsunarhátt læknisfræðinnar , sem nokkuð hefði heft skilning á mannlegu eðli og heilsufari fólks . Hún rakti vaxandi fróðleik um sambandið milli lífsaðstæðna og tengsla fólks annarsvegar og truflana í líffræðilegri starfsemi og þróunar sjúkleika hinsvegar og sýndi hún fram á , hvernig streitufræðin hjálpuðu okkur að skilja þetta samband . Húmanistisk viðhorf í læknisfræðinni sagði hún hafa verið sett skör neðar hinum náttúruvísindalegu og bíómedisínsku , en með því að skilja tengsl heila , taugakerfis , innkirtlastarfsemi og ónæmiskerfis væri auðveldara að átta sig á áhrifum tilvistarlegar reynslu á líkamsstarfsemina . Með þessu móti væri líka auðveldara að skilja af hverju sumir halda heilsu við mjög erfiðar aðstæður en aðrir ekki , en um það fjallar m.a. samræmisvitundarkenning Antonovskys , þar sem vissa einstaklingsins um að í aðstæðum hans sé fólginn tilgangur , þær séu skiljanlegar og viðráðanlegar hjálpi honum að ráða við streituna og komast af . Hún rakti dæmi um lífsreynslu ogupplifanir , sem virðast hafa bein áhrif á allan líkamann , m.a. á þroska heilans , ýmist til góðs eða ills : Tiltrú eða svik , félagslegt skjól og vaxtarmöguleikar eða einmanaleiki og vanræksla , virðing og reisn eða vanvirðing , vernd og umhyggja eða afskiptaleysi og höfnun , stolt og heiður eða niðurlæging , sektarkennd og skömm . Þessi dæmi væru studd vísindalegum rökum með aðferðum raunvísindalegrar rannsóknartækni s.s. segulómunar heilans og boðefnarannsóknum . Hún vitnaði í Jack P. Shonkoff , amerískan prófessor í barnalækningum , er sagði : ,, Samspil gena , upplifana og reynslu mótar arkitektúr heilans . Samskipti barns við mikilvæga fullorðna í lífi þeirra vega sérstaklega þungt í þessu ferli . ” Sýnt hefur verið fram á , að skaðleg streita móður á meðgöngu eykur líkur á að barnið komi til með að eiga við tilfinningalegan og greindarfarslegan vanda að etja síðar , s.s. ofvirkni með athyglisbresti , kvíða og seinkaðan talþroska og jafnvel geðklofa síðar á ævinni . Andlegt ofbeldi í formi niðurlægjandi orðalags foreldra virðist eitt og sér getað skaðað þroska heilans og hefur það reynzt mælanlegt með segulómskoðunum . Hún rakti niðurstöðurACE - ( Adverse Childhood Experience ) - rannsóknarinnar sem sýnir beina fylgni milli neikvæðrar lífsreynslu í bernsku og hættunnar á vanheilsu og sjúkleika í framtíðinni . Er þar bæði um að ræða algengustu geðsjúkdóma og sjúkleika er hljótast af sjálfskaðandi líferni , s.s. reykingum , ofáti , alkóhólmisnotkun og vímuefnanotkun , kyrrsetum og bráðlæti og fjöllyndi í kynlífi . Sé leiðrétt fyrir áhrifum lífsstíls og þekkra líffræðilegra áhættuþátta stendur samt eftir aukin hætta á blóðþurrðarsjúkdómum , sýkingum og langvinnum lungnasjúkdómum . Áföll í æsku virðast meira að segja geta haft neikvæð heilsufarsáhrif á næstu kynslóð . Æ fleiri rannsóknir styðja þessar niðurstöður . Góð og uppbyggileg mannleg samskipti sem og ýmsar tegundir geðbætandi meðferðar breyta efnaskiptum og formgerð heilans og hafa þannig áhrif á heils , tauga - , hormóna - og ónæmiskerfi og er þetta líka mælanlegt með segulómun og lífefnarannsóknum . Hún vitnaði að lokum í forvarnastefnuskrá norskra heimilislækna : ,, Grunnurinn að læknisfræðilegu forvarnarstarfi er að skapa samfélag þar sem fólk nýtur mannlegrar reisnar og læri þar með að virða sjálft sig og aðra . Það er einkum mikilvægt frá heilsuverndarsjónarmiði að trygga börnum öruggt uppeldi í nærveru ábyrgra fullorðinna . ” Hún sagði þennan boðskap allan vera byltingarkenndan innan hátæknilæknisfræðinnar en þetta hefði hinsvegar lengi verið vitað á Akureyri og því lýsti hún fullum stuðningi við hugmyndafræði ,, nýja barnsins . ” Nokkrir utanaðkomandi aðilar voru fengnir til að miðla reynslu sinni að ,, nýja barns ” vinnulaginu og hliðstæðri nálgun og var mat þeirra mjög samhljóma áliti heimamanna . Gerður Árnadóttirheimilislæknir í Garðabæ rakti ferli ,, nýja barns ” vinnulagsins í Heilsugæzlunni í Garðabæ , en því hefur beitt þar frá 2001 við almennra ánægju hlutaðeigandi . Virðist nálgun þeirra í Garðabænum vera mjög svipuð og á HAK en þar sinnir þó fjölskylduráðgjafinn almennri félagsráðgjöf og stuðningi við ungar mæður og fjölskyldur með fötlun eða fjárhagsvanda trúlega í meira mæli en á HAK . Á liðnum 7 árum hafa 469 konur tekið þátt í verkefninu eða 88% þeirra , sem þar hafa verið í mæðraskoðun . 226 þeirra eða 48 % hittu fjölskylduráðgjafa vegna félagslegra réttindamála ( 62% ) eða vanlíðanar eða erfiðleika í fjölskyldu ( 38 % ) . Eftir fæðingu hafa 46 konur komið til viðtals við fjölskylduráðgjafann og höfðu 26 þeirra verið annars staðar í mæðravernd . Af þessum konum voru 5% metnar í brýnni þörf fyrir stuðnings - og meðferðarúrræði en 36% til viðbótar voru taldar þurfa aukinn stuðning af einhverju tagi . Allir læknar stöðvarinnar hafa verið jákvæðir líkt og aðrir þátttakendur í verkefninu og telja þeir vinnulagið efla vitund um andlega líðan og félagslegar aðstæður fjölskyldna og varpa annarri sýn á stöðu fólks og vera tækifæri til upplýsingaöflunar sem nýtist í starfi með einstaklingi og fjölskyldu . Hin fjölfaglega nálgun efli þekkingu og reynslu liðsheildarinnar og réttindamálum sé betur sinnt . Framlagi hins nýja fagaðila , fjölskylduráðgjafans , til hinnar þverfaglegu samvinnu er fagnað í Heilsugæzlunni í Garðabæ . Hrund Sigurðardóttirsálfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sagði frá forvarnar - og meðferðarteymi HSS og sveitarfélaga á Suðurnesjum , sem hefur starfað frá 2005 og telur tvo sálfræðinga og einn félagsráðgjafa og leggur HSS til tvö stöðugildi og aðstöðu en sveitarfélögin leggja til eitt stöðugildi . Tilgangurinn er að efla fjölskylduheilbrigði með áherslu á tengsl og grípa inn í á fyrstu stigum vandans til að fyrirbyggja erfiðleika síðar meir og koma í veg fyrir eða minnka líkur á að barn þurfi á sérþjónustu að halda í framtíðinni . Veitt er ráðgjöf , meðferð og eftirfylgd til barna og / eða fjölskyldna í samstarfi við aðrar fagstéttir innan og utan stofnunarinnar og lögð er áherzla á samstarf við félagsþjónustur og fræðsluskrifstofur á svæðinu . Markhóparnir eru börn undir 11 ára aldri og er vinnulagi ,, nýja barnsins ” beitt á fjölskyldur barna þriggja ára og yngri en en gagnvart þeim eldri er um að ræða meðferð fyrir börn með sálfélagslegan vanda og fjölskyldur þeirra . Í stað lækna gera ljósmæður skimunarviðtölin í mæðravernd en í ungbarnavernd er skimað fyrir fæðingarþunglyndi þegar barnið er 9 vikna gamalt . Náin samvinna er milli mæðraverndar , ungbarnaverndar og fæðingadeildar . Eftirspurn eftir þjónustu er mikil og hefur fjöldi tilvísana aukist ár frá ári . Allir samstarfsaðilar geta vísað málum beint til teymis og einnig getur fólk haft samband sjálft . Þá er rekin HAM-meðferð fyrir mæður með fæðingarþunglyndi og meðferðarnámskeið fyrir börn sem byggir á HAM í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar . Einnig eru haldin námskeið fyrir verðandi foreldra . Már V. Magnússonsálfræðingur við Heilsugæzlustöðina í Grafarvogi sagði frá meðferðarteymi við stöðina , sem starfað hefur frá 2005 . Tilgangur teymisins er að efla heilsugæsluþjónustu á geð - og félagssviði fyrir börn og fjölskyldur þeirra og vera fyrirbyggjandi og aðgengileg nærþjónusta . Teymið samanstendur af félagsráðgjafa , iðjuþjálfa og sálfræðingi auk heimilislæknis viðkomandi fjölskyldu , sem miðlar erindum til teymis . Markmið teymisins eru að sinna meðferð , ráðgjöf og eftirfylgd barna og fjölskyldna þeirra í samstarfi við aðrar fagstéttir innar stöðvar og utan og efla færni og virkni barna og fjölskyldna þeirra í daglegu lífi og að veita almenna og uppeldislega ráðgjöf . Þá koma meðlimir teymsins að ýmsu fræðslustarfi innan og utan heilsugæzlustöðvarinnar . Beitt er hefðbundinni meðferð í samræmi við kenningar Bowlbys og Watts um mikilvægi góðra tengsla og umhyggju . Málum fjölgaði úr 112 árið 2005 í 234 2007 og á sama tíma hækkaði meðalaldur barnanna úr 7,4 árum í 8,9 . Drengir eru heldur fleiri en stúlkur . Aðeins rúmur helmingur barnanna bjó hjá báðum foreldrum , sem er talsvert lægra en meðaltalið í Reykjavík . Meðferðin byggist aðallega á viðtölum á heilsugæzlustöðinni en einnig fara meðlimir teymisins í vitjanir og nota símann auk þess sem hópmeðferð er beitt . Líkt og í Garðabæ virðast læknar mjög ánægðir með samstarfið við fagaðila teymisins og telja þessa nýung og þverfaglega samstarf hafa gjörbreytt aðkomu heilsugæzlustöðvarinnar að geð - og sálfélagslegum vandamálum barna og fjölskyldna þeirra . Þessi nærþjónusta virðist hafa haft jákvæð áhrif á samstarf annarra faghópa inn á stöðinni í forvörnum og heilsuvernd barna . Guðrún Sigurðardóttirdeildarstjóri Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar sagði frá þeirri þverfaglegu nálgun og samvinnu , sem hér hefur verið leitast við að innleiða á liðnum árum , en Heilsugæzlustöðin á Akureyri er rekin af Akureyrarbæ og því ein af deildum bæjarkerfisins . Hún rakti kosti samþættra þjónustukerfa forsendur samstarfs ólíkra deilda og þjónustukerfa og nefndi sérstaklega til sögu skýr hlutverk , gagnkvæma þekkingu á stofnunum og viðfangsefnum , raunhæfar væntingar og traust . Þá rakti hún sögu og verkefni hins sameiginlega fagráðs fjölskyldudeildar og HAK en markmiðin með stofnun þess voru m.a. að gera vinnslu mála markvissari með því að leggja upp sameignleg markmið , miðla upplýsingum , koma í veg fyrir tvíverknað og koma í veg fyrir að málum sé ekki sinnt . Niðurstaða hennar var að samstarf væri lykilatriði , bæði faghópa og kerfa og það þyrfti að vera skipulagt og byggt á þekkingu og trausti . Það skili árangri fyrir notandann í formi bestu mögulegu lausna og þéttari þjónustu og fyrir þjónustukerfin bæði faglega og fjárhagslega Dagskránni lauk svo með pallborðsumræðum þar sem þátttakendur voru Hulda Guðmundsdóttir , Jóhann Ágúst Sigurðsson , Sigfríður Inga Karlsdóttir , Sigmundur Sigfússon , Margrét Björnsdóttir og Þórir V. Þórisson . Þáttakendur í pallborðinu voru sammála um mikilvægi fjölskylduverndar í heilsugæslu og lýstu jákvæðu viðhorfi til þeirra starfsaðferða sem hér hafa mótast . Fram kom að á vegum Heilbrigðisráðuneytisins er unnið að aðgerðaáætlun í þágu unglinga og barna og að áherslur væru þar mjög í þessum anda . Nokkuð var rætt um hvernig geðrænn vandi á fullorðinsárum endurspeglar oft áföll og truflun á frumtengslum í bernsku og hið mikla forvarnargildi þess að hlú betur að börnum og fjölskyldum þeirra . Fram kom sú ábending að til að nýta betur möguleika frumþjónustunnar til geðverndar þyrfti kannski að endurmeta starfsaðferðir og forgangsröðun . Bent var á að trúlega mætti kynna ráðamönnum betur en gert hefur verið þær vinnuaðferðir og hugmyndafræði sem hér hefur verið í mótun til að tryggja framhald og frekari framþróun . Fulltrúi ráðuneytisins lét þess getið að óskir heimamanna um aukin stöðugildi í fjölskylduráðgjöf yrðu til umfjöllunar þegar þjónustusamningur Akureyrarbæjar og ríkis yrði endurskoðaður um næstu áramót . Jafnframt var bent á nauðsyn þess að endurskipuleggja starfsemi sem þessa , þegar erfiðleikar steðjuðu að . Heilsugæzlustöðin á Akureyri færir Huldu Guðmundsdóttur sérstakar þakkir fyrir handleiðslu og aðstoð við undirbúning málþingsins . Þegar losnar um hjá næsta heimilislækni þá verður fært af biðlistanum í samlag viðkomandi læknis .
Á meðgöngu er verðandi foreldrum boðið upp á stuðning og ráðgjöf til að sem best megi til takast með barnið sem er í vændum . Metið er í samráði við verðandi foreldra hvort og þá hvaða stuðningur eigi best við í hverju tilfelli fyrir sig . Ljósmæður í mæðravernd vísa á fjölskylduráðgjöf , svo og hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd og heimilislæknar . Einnig getur fólk leitað beint til fjölskylduráðgjafa í símatíma . Verðandi foreldrar og nýorðnir foreldrar hafa forgang að fjölskylduráðgjöf HAK , meðal annars til að : undirbúa foreldrahlutverkið og efla foreldrahæfni vinna úr erfiðri fyrri fæðingarreynslu vinna með kvíða , depurð eða tilfinningalega vanlíðan vinna með erfiðleika eða áföll í tengslum við eigið uppeldi vinna með fæðingarþunglyndi eða tengslaerfiðleika við barnið vinna með erfiðleika í sambúð milli hjóna / para Hér er fróðlegt myndband nema í sálfræðiáfanga við Menntaskólann á Akureyri um fæðingarþunglyndi sem gert var í samvinnu við fjölskylduráðgjöfina á HAK . Sendið umsókn um heimilislækni ( eyðublað hér að ofan ) sem fara á biðlista sem yfirfarinn er reglulega . Þegar losnar um hjá næsta heimilislækni þá verður fært af biðlistanum í samlag viðkomandi læknis .
Færni - og heilsumat er faglegt , einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir búsetu á hjúkrunar - og dvalarheimilum . Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis - og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á . Færni og heilsumatsnefnd Norðurlands er staðsett á HAK eins og sjá má á upplýsingum hér til hægri . Færni - og heilsumatsnefndin sér um mat á varanlegri og tímabundinni búsetu á hjúkrunar - og dvalarheimilum . Umsóknareyðublöð má prenta út hér .
Heilsuvefurinn 6H er fróðleikur um heilsu frá fagfólki . Þetta er samvinnuverkefni heilsugæslu , Embættis landlæknis og Landspítala . Þar má finna fjölbreyttan fróðleik um heilsu barna og unglinga ætlaðan foreldrum , unglingum og börnum . H-in 6 eru uppistaðan í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga til grunnskólabarna og standa fyrir hamingju , hollustu , hreinlæti , hugrekki , hreyfingu og hvíld . Vefurinn er með facebook síðu sem nýtur vaxandi vinsælda . Þegar losnar um hjá næsta heimilislækni þá verður fært af biðlistanum í samlag viðkomandi læknis .
Anna Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til starfa hjá færni - og heilsumatsnefnd norðurlands ( áður vistunarmatsnefnd ) . Anna hefur aðsetur á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og mun starfa með Rannveigu Guðnadóttur fyrir nefndina . Færni - og heilsumatsnefnd hefur núna umsjón með hvíldarinnlögnum í stað heimahjúkrunar áður , ásamt umsóknum um varanlegrar búsetu á hjúkrunar - og dvalarheimilum . Hérna má lesa nánar um starfsemina og finna viðeigandi umsóknareyðublöð .
Heilsugæslustöðin er opin frá kl. 08 - 16:00 . Heimilislæknar sinna vaktlæknaþjónustu eftir að dagvinnutíma lýku og eru daglega með móttöku á slysadeild FSA kl. 17 - 21 virka daga og kl. 10 - 12 og 14 - 16 á frídögum . Vaktlæknar sinna bráðum útköllum og vitjunum og geta þurft að fara frá auglýstri móttöku á opnunartíma . Á nóttunni svara hjúkrunarfræðingar slysadeildar í vaktsíma og gefa símtöl áfram til vaktlæknis eftir þörfum . Vaktsími er 848 2600 fyrir bráðaerindi . Hafnarstræti 99 , 3. - 6. hæð . Inngangur er frá göngugötu ( Amaróhúsið ) , frá Hafnarstræti 97 ( Krónan 5. hæð ) og frá Gilsbakkavegi í gegnum Krónuna . Þar eru bílastæði fyrir fatlaða . Aðalsími er 460 4600 , en hvatt er til þess að hringt sé beint til lækna stöðvarinnar í símatímum þeirra og til annarra starfsmanna eftir atvikum ( beint innval ) . Pantanir á viðtalstíma hjá læknum eru hjá móttökuriturum . Símanúmer 3. hæðar 460 4630 , 5. hæðar : 460 4650 og 6. hæðar 460 4660 . Tengiliðir : Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri ( mg@hak.ak.is ) og Jón Torfi Hallldórsson yfirlæknir ( hak@hak.ak.is ) Markmið Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri er að stuðla með öllum tiltækum ráðum að því að efla , bæta og viðhalda heilbrigði sem eykur vellíðan og velferð íbúanna á þjónustusvæði stöðvarinnar . Heilsugæslustöðin á Akureyri sér um lækninga - heilsuverndar - og hjúkrunarstarf utan sjúkrahúsa á Akureyri og nágrenni , nema nokkra þætti sem aðrir aðilar sjá um .
Einstaklingur sem hefur verið atvinnulaus í 6. mánuði eða lengur greiðir sambærilega fyrir þjónustuna og ellilífeyrisþegar og öryrkjar , gegn staðfestingu vinnumálastofnunar á atvinnuleysi . Þá staðfestingu þarf að endurnýja á 3. mán. fresti . : Komugjöld . - Komur , vitjanir og rannsóknir . Gildir frá 1.1.2013 .
Gjaldskrá fyrir bóluefni er uppfærð mánaðarlega á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis skv. reglugerð nr. 1175 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu . Hér er að finna upplýsingar um verð á bóluefnum .
Útibúið er á 4. hæð heilsugæslustöðvarinnar . Starfsmaður er Unnur Ósk Unnsteinsdóttir , og sér hún um tímapantanir í síma 460 4644 kl. 13:30 - 15:30 , en á þeim tíma er útibúið opið . Afgreiddar eru rafhlöður , framkvæmdar smáviðgerðir á heyrnartækjum og heyrnarmælingar framkvæmdar eftir tilvísun lækna . Einnig er hægt að panta tíma alla virka daga kl : 09.00 - 12.00 í síma 581 3855 en þá er svarað hjá HTÍ fyrir sunnan . Starfsmenn frá HTÍ munu koma norður tvisvar í mánuði til að mæla og úthluta heyrnartækjum . Læknisskoðun fer fram á sama tíma og henni sinnir Friðrik Páll Jónsson , háls , nef - og eyrnalæknir . Þessar skoðanir fara fram á heilsugæslustöðinni , 4. hæð og verður fólk boðað sérstaklega til þeirra .
Heilsugæslustöðin á Grenivík er H-stöð sem heyrir undir Heilsugæslustöðina á Akureyri en sinnir íbúum Grýtubakkahrepps . Símatími er mánudaga kl. 13:20 - 13:35 og fimmtudaga kl. 09:00 - 09:15 í síma : 463 3101 . Símatími hjúkrunarfræðings er mánudaga og fimmtudaga kl. 14:00 - 16:00 í síma : 463 3101 . Tímapantanir fyrir utan opnunartíma er í síma : 460 4600 . Hjúkrunarfræðingur á Grenivík er Sesselja Bjarnadóttir . Læknar eru Jón Torfi Halldórsson og Valur Helgi Kristinsson .
Forstöðumaður heimahjúkrunar er Inga Dagný Eydal , ( ingadagny@hak.ak.is ) . Deildarstjóri er Kamilla Þorsteinsdóttir ( kamilla@hak.ak.is).Símatími hjá forstöðumanni er á milli kl. 11:00 - 12:00 í síma : 461 2492 . Forstöðumaður hefur aðsetur á 5. hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri . Skipulag heimahjúkrunar byggir á þremur teymum . Í hverju teymi er hjúkrunarfræðingur teymisstjóri ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi og sjúkraliðum . Einstaklingar sem njóta þjónustu heimahjúkrunar tilheyra ákveðnu teymi . Þetta skipulag auðveldar yfirsýn yfir þarfir og þjónustu sjúklinganna og hægt er að takmarka fjölda starfsmanna sem fara í vitjanir til hvers og eins . Teymisstjórar í heimahjúkrun , frá vinstri : Vera Dögg Snorradóttir , Herdís Bjarnadóttir og Íris B. Gunnlaugsdóttir . Heimahjúkrun hefur aðsetur á 2. hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg . Heimahjúkrun starfar við hlið heimaþjónustunnar , og skipuleggur dagleg störf í samvinnu við starfsfólk í heimaþjónustu . Heimahjúkrun er byggð á vitjunum . Hjúkrunarfræðingur kemur í fyrstu vitjun og metur hjúkrunarþörfina . Hjúkrunarfræðingur ásamt sjúkraliðum annast alla þá hjúkrun , líkamlega sem andlega , sem við á og hægt er að veita við þær aðstæður sem heimili býður upp á . Heimahjúkrun er veitt án endurgjalds .
Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum fer fram u.þ.b. 2 daga í mánuði á FSA , gengið er inn um slysadeildarinngang á FSA . Lokað er í júní , júlí og ágúst . Tímapantanir eru alla daga kl. 8:00 - 16:00 í síma 460 4600 . Umsjón með leitinni hefur Sólveig H. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur , ( solveig@hak.ak.is ) . Ritarar frá HAK sjá um móttöku og skráningu . Kvensjúkdómalæknar frá FSA sjá um leitina . Allar konur á aldrinum 20 - 69 ára eru boðaðar með bréfi frá Krabbameinsfélagi Íslands í skoðun á tveggja ára fresti með þeirri undantekningu að 40 - 69 ára konur með eðlilega fyrri leitarsögu og tiltekinn fjölda skoðana eru boðaðar á 4 ára fresti . Tekið er strokusýni frá leghálsi frá konum 20 ára og eldri og brjóstamyndataka er gerð hjá konum 40 ára og eldri .
Við heilsugæslustöðina eru starfandi 11 sérfræðingar í heimilislæknum og auk þeirra eru hér mest allt árið læknakandidatar en þeir eru í 3 mánuði á heilsugæslu á lokaárinu til að ljúka námi í læknisfræðum . Heimilislæknar hafa viðtalstíma sem eru 20 mín. hver . Tímapöntun fer fram í síma 460 4600 . Ef erindi eru bráðaðkallandi og ekki er hægt að bíða eftir tíma hjá lækni þá er bráðadagvakt alla daga á 3. og 6. hæð kl. 15 . Þar er hægt að taka á móti 10 sjúklingum á hvorum stað . Ekki er hægt að bóka í bráðadagvakt en byrjað er að skrá sjúklinga um kl. 14:30 . Gert er ráð fyrir bráðum erindum á bráðadagvakt sem taka stuttan tíma ( 5 - 10 mín ) , vottorð eru ekki afgreidd á bráðadagvakt . Símatímar eru daglega og eru ætlaðir fyrir fljótafgreidd erindi , sjá símaþjónusta . Heimilislæknar sinna vaktþjónustu og taka á móti bráðveikum á slysadeild FSA kl. 17 - 21 virka daga og kl. 10 - 12 og 14 - 16 á frídögum . Vaktlæknar sinna útköllum og vitjunum á sama tíma . Á nóttunni svara hjúkrunarfræðingar slysadeildar í vaktsíma og gefa símtöl áfram til vaktlæknis eftir þörfum . Vaktsími er 848 2600 fyrir bráðaerindi . Bráðaerindi á dagvinnutíma eru afgreidd í síma 460 4600 og þá af viðkomandi heimilislækni . Heimilislæknar taka þátt í heilsuvernd , s.s. mæðravernd , ungbarnavernd og heilsugæslu í skólum . Í þeim tilvikum þegar ekki er gægt að bjóða fólki fastan heimilislækni gefst fólki kostur á að skrá sig formlega á heilsugæslustöðina . Þeim einstaklingum gefst kostur á að bóka tíma hjá hvaða lækni sem þeir kjósa sér og sækja alla þjónustu sem heilsugæslan hefur upp á að bjóða . Við skráningu á heilsugæslustöðina þarf umsækjandi að koma á 3. hæð á stöðinni og undirrita heimild um flutning sjúkraskrárgagna . Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið : hak@hak.ak.is Æskilegast er að fjölskyldur og einstaklingar hafi ákveðinn heimilislæki , sem hefur yfirsýn og umsjón með þeirra málum . Þær fjölskyldur og einstaklingar á upptökusvæði HAK , sem ekki hafa fastan heimilislækni , geta skráð sig hjá ákveðnum heimilislæknum , svo fremi sem einhver læknir hafi laus pláss fyrir nýja skjólstæðinga . Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsokn _ um _ heimilislaekni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið : hak@hak.ak.is Því miður er ekki hægt að bjóða upp á skráningu hjá heimilislækni en vinsamlegast skráið ykkur á heilsugæslustöðina .
Ef ekki er hægt að bíða með heilsufarserindi til næsta lausa tíma heimilislæknis þá er hægt að nýta svo kallaða bráðadagvakt . Hún er opin á 3ju og 6. hæð daglega kl 15 . Unnt er að afgreiða 10 manns á hvorri hæð í þessum tíma , eða 20 manns samtals . Ekki er hægt að bóka í þessa tíma en byrjað er að skrá sjúklinga um kl. 14:30 . Gert er ráð fyrir bráðum erindum sem taka stuttan tíma ( 5 - 10 mín ) og vottorð eru ekki afgreidd á bráðadagvakt . Ef svo illa vill til að fleiri þurfa á mjög brýnni læknisþjónustu að halda þá er viðkomandi bent á bráðmóttöku vakthafandi heimilislæknia á slysadeild FSA . Þeir eru með móttöku á slysadeildinni kl. 17 - 21 virka daga og kl. 10 - 12 og 14 - 16 á frídögum , sjá Bráðamóttöku heimilislækna á FSA Til þess að velja heimilislækni þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsókn _ um _ heimilislækni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið hak@hak.ak.is.Ekki er tekin ábyrgð á tölvupósti sem ekkiratar rétta leið til viðtakanda á HAK .
Við heilsugæslustöðina eru starfandi 11 sérfræðingar í heimilislæknum . Auk þeirra eru oft læknakandidatar að stöfum en þeir eru í 3 mánuði á heilsugæslu á lokaárinu til að ljúka námi í læknisfræðum . Læknar staðsettir á 3. hæð : Guðrún Dóra ClarkeSímatími kl. 08:30 - 09:00 í síma 460 4634 Tímapantanir í síma 460 4630 Hilmir Jóhannsson Símatími kl. 13:00 - 13:30 í síma 460 4637 Tímapantanir í síma 460 4630 Kristinn Eyjólfsson ( kristinn@hak.ak.is ) Símatími kl. 10:45 - 11:15 í síma 460 4636 Tímapantanir í síma 460 4630 Þorgils Sigurðsson Símatími kl. 11:30 - 12:00 í síma 460 4639 Tímapantanir í síma 460 4630 Læknar staðsettir á 6. hæð : Bragi Sigurðsson Símatími kl. 10:30 - 11:00 í síma 460 4654 Tímapantanir í síma 460 4600 Guðjón Ingvi Geirmundsson Símatími kl. 11:15 - 11:45 í síma 460 4664 Tímapantanir í síma 460 4660 Jón Torfi Halldórsson , yfirlæknir Símatími kl. 09:00 - 09:30 nema fimmtudaga og föstudaga kl. 13:00 - 13:30 í síma 460 4666 Tímapantir í síma 460 4660 Magnús Ólafsson Símatími kl. 11:00 - 11:30 í síma 460 4655 Tímapantanir í síma 460 4660 Valur Helgi Kristinsson Símatími kl. 10:00 - 10:30 í síma 460 4686 Tímapantanir í síma 460 4660 Valmynd Til þess að velja heimilislækni þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsókn _ um _ heimilislækni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið hak@hak.ak.is.Ekki er tekin ábyrgð á tölvupósti sem ekkiratar rétta leið til viðtakanda á HAK .
Skjólstæðingar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri geta endurnýjuð lyfin sín í símatíma heimilislæknis eða í símatíma læknaritara . Læknaritarar taka við beiðnum um endurnýjun lyfja í símatíma kl. 9 - 10:30 daglega í síma 460 4635 . Aðeins er mælt með þessari leið ef viðkomandi hefur áður fengið þessum lyfjum ávísað af heimilislæknum . Þeir koma upplýsingum til viðkomandi læknis , sem ávísar síðan lyfjunum eftir að hafa metið beiðnina . Einnig er hægt að senda beiðni um lyfjaendurnýjun með tölvupósti í netfang : le@hak.ak.is Með tölvuósti þarf að senda upplýsingar um : Nafn , Kennitölu , Heiti lyfs , Skammtastærð . Athugið að tölvupóstur telst ekki öruggur samskiptamáti varðandi persónuupplýsingar og telji fólk þetta viðkvæmar upplýsingar er því bent á símatíma . Einungis er hægt að endurnýja lyf með tölvupósti sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá læknum frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri . Að öllu jöfnu eru ekki afgreidd sýklalyf , sterk verkjalyf , Ritalin , Lyrica og skyld lyf . Sjúklingum er bent á símatíma heimilislæknis til að endurnýja þessi lyf . Fólk er hvatt til að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun lyfja tímanlega því það getur tekið allt að 2 - 3 daga að fá lyfið afgreitt með þessum hætti þó reynt verði að afgreiða sem mest samdægurs . Athugið að allur póstur sem sendur er á þetta netfang er sendur á eigin ábyrgð .
Öll sýni , sem eru tekin eða berast , eru rannsökuð samdægurs á FSA eða send á aðrar rannsóknastofur . Blóðsýni eru tekin kl. 8:00 - 10:00 og þvagsýnum veitt móttaka á sama tíma . Tekið er á móti þungunarprófum án tilvísunar . Vinsamlegast pantið tíma í blóðrannsóknir í síma 460 4600 . Öndunarmælingar og hjartalínurit eru tekin á 6. hæð . Vinsamlegast pantið tíma í síma 460 4600 . Upplýsingar um niðurstöður rannsókna veitir sá læknir , sem ávísaði rannsókninni , annaðhvort í símatímum sínum eða eftir nánara samkomulagi .
Heimilislæknar gefa almennt ekki kost á því að þeim sé sendur tölvupóstur . Þeir læknar sem kjósa að vinna með tölvupóst hafa birt netföng sín hér að neðan . Þeir sem kjósa að senda tölvupóst til heimilislækna sem taka við slíku skulu hafa það í huga að tölvupóstsendingar eru ekki með öllu öruggar og að ekki er hægt að bera ábyrgð á upplýsingum sem ferðast um með tölvupósti . Öruggast er að senda ekki viðkvæmar persónuupplýsingar með tölvupósti . Heimilislæknar munu afgreiða tölvupóst ef þeir verða í vinnu þegar tölvupóstur berst , en ef ekki berast svör eða viðbrögð við erindum úr tölvupósti , þá er fólki bent á að panta sér tíma eða hafa símasamband .
Opnunartími : Mæðraverndin er opin alla daga , tímapantanir í mæðravernd í síma : 460 4640 á milli kl. 10:00 og 12:00 . Ljósmæður eru við frá kl. 8 - 12 alla daga , suma daga lengur . Símatími er alla virka daga kl. 10 - 12 í síma 460 4600 . Ritari gefur tíma , veitir upplýsingar og tekur skilaboð til ljósmæðra . Ljósmæður og ritari : Deildarstýra mæðraverndar er Hulda Pétursdóttir ljósmóðir ( huldape@hak.ak.is ) Aðrar ljósmæður í mæðravernd eru : Elísabeth Zitterbart ( elisabet@hak.ak.is ) Helga Jóhannsdóttir Málfríður Þórðardóttir ( malla@hak.ak.is ) Ritari er Hildur Larsen . Mæðravernd á heilsugæslustöðinni ( HAK ) Í mæðravernd er verðandi foreldrum boðið upp á að koma reglulega til viðtals og skoðunar hjá ljósmóður og í sumar komur einnig til heimilislæknis . Alla jafna koma verðandi foreldrar í fyrsta skiptið þegar eru liðnar 13 - 15 vikur af meðgöngunni og síðan á nokkurra vikna fresti allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum . Reynt er að leggja áherslu á það að sama ljósmóðirin sinni fjölskyldunni allan meðgöngutímann og heimilislæknir fjölskyldunnar tekur einnig þátt í mæðraverndinni meðal annars í tengslum við Nýja barnið sem beinist m.a. að því að meta þörf verðandi foreldra fyrir aukna þjónustu í mæðravernd . Markmið mæðraverndar eru : * Að stuðla að sem bestri líðan foreldra og barns á meðgöngutímanum og eftir fæðinguna . * Að greina áhættuhópa sem þurfa aukna þjónustu og sinna þörfum þeirra sérstaklega . * Að fyrirbyggja og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á meðgöngutímanum og gera viðeigandi ráðstafanir . Fæðingarlæknar taka þátt í mæðraverndinni þar sem öllum verðandi mæðrum er boðið upp á sónarskoðun í kringum 20. viku meðgöngu og sinna þeir eftirliti kvenna , sem af einhverjum ástæðum þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu .
Við viljum gjarnan bjóða ykkur velkomin til okkar í opið hús til að fræðast og spjalla . Við hittumst á fimmtudögum í fundarsal HAK , 4. hæð klukkan 13:15 - 14:45 , sjá dagskrá : Allir sem tengjast ykkur eða barninu eru velkomnir með . Fimmtud. 24.01.2013 Fæðing – fyrri hluti Umsjón : ljósmóðir Fimmtud. 31.01.2013 Fæðing – seinni hluti . Umsjón : ljósmóðir Fimmtud. 28.02.2013 Barnið og fjölskyldan fyrstu vikurnar / foreldrahlutverk Umsjón : hjúkrunarfr . ungbarnaverndar Fimmtud. 14.03.2013 ATH . morguntími kl. 10 - 11.30 Fæðing – fyrri hluti Umsjón : ljósmóðir Fimmtud. 21.03.2013 ATH.morguntími kl. 10 - 11.30 Fæðing – seinni hluti Umsjón : ljósmóðir Fimmtud. 16.05.2013 Barnið og fjölskyldan fyrstu vikurnar / foreldrahlutverk Umsjón : hjúkrunarfr . ungbarnaverndar Fimmtud. 23.05.2013 Fæðing – fyrri hluti Umsjón : ljósmóðir Fimmtud. 30.05.2013 Fæðing – seinni hluti Umsjón : ljósmóðir Valmynd Til þess að velja heimilislækni þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað , sem má fá í afgreiðslunni á 3. hæð eða fylla út eftirfarandi eyðublað : Umsókn _ um _ heimilislækni Útfylltar umsóknir má afhenda á HAK eða senda sem viðhengi á netfangið hak@hak.ak.is.Ekki er tekin ábyrgð á tölvupósti sem ekkiratar rétta leið til viðtakanda á HAK .
Heilsugæslan sinnir þolendum kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis aðallega í gegnum fjölskylduráðgjöf með viðtölum og sjálfstyrkingu . Heimilislæknar vísa gjarnan í fjölskylduráðgjöf þegar þessi mál koma upp og það er mikil samvinna milli þessara aðila . Mál af þessu tagi koma oft upp í tengslum við meðgöngu og í ungbarnavernd og þá felst samvinna þeirra sem að koma í því að finna þau úrræði sem henta hverju sinni . Þolendur kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis eru hvattir til að hafa samband við fjölskylduráðgjöfina á HAK . Á Akureyri eru ýmis fleiri úrræði sem nánar má finna hér .
Heilsuvernd grunnskólabarna er sinnt af hjúkrunarfræðingum og læknum heilsugæslustöðvarinnar . Skólahjúkrunarfræðingar hafa fastan viðverutíma í öllum grunnskólunum en hver skóli hefur skólalækni jafnframt því sem hvert barn hefur sinn heimilislækni . Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung - og smábarnavernd . Markmiðið með heilsuvernd skólabarna er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu , líkamlegu skilyrði sem völ er á . Áherslan er lögð á að fyrst og fremst beri foreldrar ábyrgð á heilsu og þroska barna sinna en heilsuvernd skólabarna beinist að fræðslu , heilsueflingu , bólusetningum , skimunum og skoðunum og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda , fjölskyldna þeirra og starfsfólk skólans .
Hlutverk heilsugæslu í skólum er að sinna heilsuvernd nemenda . Þetta er gert með reglubundum skimunum og eftirliti , fræðslu og teymisvinnu kringum einstaka mál . Heilsugæsla í skólum er framhald ung - og smábarnaverndar . Starfsemi skólaheilsugæslu er skv. lögum , reglugerðum og tilmælum er um hana gilda . Hún er meðal annars fólgin í reglulegum heilsufarsathugunum , ónæmisaðgerðum , heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf til nemenda , foreldra og starfsfólks skólans . Þróun og breytingar í samfélaginu undanfarin ár hafa kallað á breytingar varðandi viðfangsefni og áhersluþætti skólaheilsugæslunnar . Um áhersluþætti skólaheilsugæslunnarmá lesa nánar á áðurnefndri heimasíðu Miðstöðvar heilsuverndar barna . Skipulögð heilbrigðisfræðsla og hvatning til heilbrigðra lífshátta á nú að jafnaði að taka meiri tíma af starfi skólahjúkrunarfræðings . Byggt er á hugmyndafræðinni um 6 - H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar . Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim . Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börninum það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi . Slys og óhöpp á skólatíma Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðings að vera með slysamóttöku í skólanum . Eftir sem áður veitir skólahjúkrunarfræðingur fyrstu hjálp þegar alvarlegri slys verða í skólanum og er starfsfólki skólans til stuðnings og ráðgjafar þegar upp koma veikindi og slys hjá nemendum á þeim tíma sem hjúkrunarfræðingur er við störf . Ef smáslys eða óhapp verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp . Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar / forrráðamenn fara með barninu . Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins . Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslunni . Foreldrum er bent á að snúa sér til heimilslæknis og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri með heilsufarsmál sem ekki teljast til skólaheilsugæslu . Foreldrar / forráðamenn bera ábyrgð á líðan og heilbrigði barna sinna . Góð samvinna og gott upplýsingaflæði er mikilvægt til að starfsfólk skólaheilsugæslu geti sinnt starfi sínu sem best . Því eru foreldrar hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing skólans ef einhverjar breytingar verða hjá barninu sem gætu haft áhrif á andlegt , líkamlegt eða félagslegt heilbrigði þess . Að sjálfsögðu er fyllsta trúnaðar gætt um mál einstakra nemenda . Vilji foreldrar / forráðamenn fá upplýsingar um einstök atriði , hvað varðar heilsugæsluna er þeim velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn . Ef foreldrar / forráðamenn vilja ekki að börn þeirra taki þátt í einhverju af því sem skólaheilsugæslan bíður nemendum upp á , eru þeir beðnir um að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing sem fyrst . Ef ekkert heyrist frá foreldrum verður það skoðað sem samþykki . Lyfjagjafir í skólum Í tilmælum frá landlækni um lyfjagjafir í grunnskólum frá maí 1999 kemur meðal annars fram að foreldrum / forráðamönnum ber að afhenda hjúkrunarfræðingum þau lyf sem börn / unglingar eigi að fá í skólanum og að börn / unglingar skuli aldrei vera sendiboðar með lyf . Foreldrar / forráðamenn þeirra barna / unglinga sem þurfa að taka lyf á skólatíma eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðinga skólans til skrafs og ráðagerða um hvernig best verði komið til móts við þessi tilmæli . Við viljum minna fólk á að skoða reglulega hár barna sinna og láta skólahjúkrunarfræðing vita ef lús finnst . Við verðum að standa saman og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefta útbreiðslu þessa aðskotadýrs . Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að hafa samband við skólaheilsugæslunnar nú í vetur sem endranær .
Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp . Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar / forrráðamenn fara með barninu . Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins . Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslunni . Mikilvægt er að skólaheilsugæslan viti af börnum sem eru með langvinnan og / eða alvarlegan sjúkdóm , svo sem sykursýki , ofnæmi , flogaveiki og blæðingarsjúkdóma . Þessum börnum sinnir skólaheilsugæslan í samráði við foreldra / forráðamenn barnsins . Þjónustan getur meðal annars falist í : Umsjón og eftirlit með umönnun barna innan skólans þegar þess er þörf . Vera tengiliður skólans við foreldra og meðferðaraðila þegar við á . Taka þátt í heilsufarseftirliti nemenda þegar meðferð krefur . Umsjón með lyfjagjöfum Útskýra fyrir starfsfólki skóla meðferð , lyfjagjöf og fleira eftir þörfum með leyfi viðkomandi foreldra . Fræða starfsfólk skólans , nemendur og foreldra um einstaka sjúkdóma og / eða fatlanir með leyfi viðkomandi foreldra . Stuðningur við barn og fjölskyldu þess . Stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk skólans .
Skólasamráð er samráðsvettvangur heilsuverndar grunnskólabarna , heimilislækna og fjölskylduráðgjafar á HAK . Skólasamráðið samanstendur af teymi fulltrúa skólahjúkrunarfræðinga , heimilislækna og fjölskylduráðgjafa . Markmiðið með skólasamráðinu er að heilsugæslan nái að styðja betur við skólahjúkrunarfræðinga í erfiðum málum nemenda sem frekar snúast um heilsfar en námsfærni . Einnig getur samráðið unnið að sameiginlegum lausnum í málefnum fjölskyldna með flókin vandamál . Skólahjúkrunarfræðingar leggja mál fyrir samráðsfundi og teymið vinnur sameiginlega að lausn eða farvegi fyrir málið . Þátttakendur eru sammála um að þessi aukna samvinna milli faghópa heilsugæslunnar skili sér í betri þjónustu við grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra .
Færni - og heilsumat er faglegt , einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar - og dvalarheimilum . Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis - og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á . Einnig er gert færni og heilsumat fyrir tímabundna dvöl í hjúkrunarrými . Þeir sem óska eftir varanlegri búsetu og tímabundinni dvöl ( hvíldarinnlögn ) á hjúkrunar - og dvalarheimilum fylla út umsókn um heimild til færni - og heilsumatsnefndar Norðurlands . Umsókn um færni - og heilsumat á Norðurlandi þarf að berast til : Færni - og heilsumatsnefndar Norðurlands Heilsugæslustöðinni á AkureyriHafnarstræti 99600 Akureyri Starfsmenn færni - og heilsumatsnefndar Norðurlands eru Rannveig Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurbjörg Jónsdóttir ritari , með aðsetur á Heilsugæslustöð Akureyrar , Hafnarstræti 99 , 4. hæð . Símatími er daglega kl. 11:00 - 11:30 og kl. 14:00 - 14:30 , sími 460-4669 en einnig er hægt að koma skilaboðum alla daga milli kl. 8.00 - 16.00 í síma 460-4600 eða með e-pósti rannveig@hak.ak.is Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Akureyrarbæjar , sjá hér fyrir ofan . Líka er mögulegt að fá eyðublöð send í pósti , ef viðkomandi hefur ekki aðgang að tölvu og hringja skal þá á búsetudeild s . 460-1410 eða í starfmann færni - og heilsmatsnefndar s . 460-4669 . Ekki er hægt að senda umsóknina rafrænt heldur verður að prenta hana út og koma til viðkomandi færni - og heilsumatsnefnda . Umsóknin felur í sér heimild fyrir nefndina að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga , m.a. hjá heilbrigðis - og félagsþjónustu , hafi umsækjandi notið þeirrar þjónustu . Færni - og heilsumar er einungis gert ef einstaklingur er þegar tilbúinn til búsetu á öldrunarheimili og öll félagsleg og heilsufarsleg þjónustuúrræði til dvalar í heimahúsi hafi verið reynd þar með talið mat á heilsufari og endurhæfingu eftir því sem við á . Starfmenn nefndarinnar , heimilislæknar , heimahjúkrun , og fulltrúi búsetudeildar veita frekari upplýsingar sé þess þörf og geta aðstoðað við gerð umsóknar .
Í ungbarnavernd er fylgst reglubundið með heilsu og framförum á þroska barna , andlegum , félagslegum og líkamlegum , frá fæðingu til skólaaldurs . Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma . Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðstafanir . Nýorðnum foreldrum er boðið upp á heimsóknir hjúkrunarfræðings í fyrstu vikunni eftir að komið er heim með nýja barnið . Leitast er við að sami hjúkrunarfræðingurinn sinni fjölskyldunni í allri ungbarnaverndinni , eftir því sem kostur er . Foreldrar koma svo með börnin sín 6 vikna í skoðun á heilsugæslustöðina og reglulega síðan fram að skólaaldri . Upplýsingar um 2 1/2 árs skoðun Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að mæta með börnin sín í 2 1/2 árs skoðun . Flest börn eiga skráðan tíma rúmlega 2 1/2 árs . Upplýsingar og tímapantanir hjá Hildi Larsen ritara í síma 460-4640 milli kl. 10:00 - 12:00 virka daga . Vinsamlegast hafið meðferðis í ungbarnaverndina útfyllt eyðublað um barnið frá leikskólakennara . Heyrnar - og talmeinastöð Íslands hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig nýburamælingum verður háttað á Akureyri í framtíðinni en um sinn þarf að bóka fyrirfram í tíma hjá heyrnafræðingi . Tímapantanir eru í síma 581-3855 . Látið vita að þið séuð á Akureyri . Allir foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín í mælingu , þeim að kostanaðarlausu . Heyrnarfræðingur verður sem fyrr á Akureyri á fimmtudögum , staðsettur á 4. hæð á heilsugæslustöðinni .
isAkureyriAkureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu . Sérstök áhersla er lögð á góða leik - og grunnskóla , fjölbreytta íþrótta - og tómstundastarfsemi og að á Akureyri þrífist frjótt og öflugt lista - og menningarlíf . Þar af leiðandi geta Strætisvagnar Akureyrar ekki ekið um Gilið upp á Brekku og verður í staðinn ekið um Glerárgötu og upp Þórunnarstræti . Akstursleiðir 2 og 4 munu því breytast að þessu leyti . Reiknað er með að Gilið verði lokað í nokkra daga og jafnvel fram á fimmtudag í næstu viku . ] ] Það er því ekki skrýtið að sú hugmynd kviknaði hjá starfsfólki Norðurorku að sameiginlega gætum við lagt þar nokkuð af mörkum . ] ] Að félaginu standa Eimskip , Mannvit , Slippurinn , Hafnarsamlag Norðurlands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar . Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og mun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson veita því forstöðu . ] ] Samtals voru 19 framúrskarandi einstaklingar tilnefndir í gegnum heimasíðu JCI en dómnefnd ákvað hver myndi hljóta titilinn þetta árið . ] ] Veittar voru fimm viðurkenningar , þrjár til einstaklinga og tvær fyrir verkefni . Þetta var í fyrsta skipti sem ráðið veitir viðurkenningar af þessu tagi . Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til áframhaldandi starfs . ] ]
Í dag voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og hlaut Akureyri viðurkenningu fyrir að eiga besta sveitarfélagavefinn , www.akureyri.is . Vefur Tryggingastofnunar ríkisins var kjörinn besti ríkisvefurinn . Í umsögn dómnefndar um vef Akureyrarbæjar segir að aðgengi upplýsinga sé til fyrirmyndar . Forsíða gefi gott yfirlit um innihald hans og uppsetning sé skýr og skilmerkileg . Leitarniðurstöður séu sérlega skipulega framsettar . Vefurinn sé vel tengdur við aðra starfsemi í bænum sem auki gildi hans verulega . Þá segir að útlitshönnun vefsins sé nýstárleg , stílhrein , skipulögð og einstaklega falleg . Samspil mynda og efnisflokks sé mjög vel unnið . Viðmót vefsins sé hlýlegt og þægilegt . Vefstjóri Akureyrarbæjar , Ragnar Hólm Ragnarsson , var veðurtepptur á Akureyri en Kristján Ævarsson frá Stefnu hugbúnaðarhúsi tók við viðurkenningunni fyrir hönd Akureyrarbæjar og flutti þakkarorð vefstjórans sem voru á þessa leið : “ Það er mikill heiður fyrir Akureyrarkaupstað – og sérstakt ánægjuefni á 150 ára afmælisári bæjarins – að taka við þessari góðu viðurkenningu . Akureyrarstofa hefur á undanförnum árum unnið að breytingum á vefnum og samdi síðasta vor við Stefnu hugbúnaðarhús um vefumsjón – starfsmenn á þeim bænum eiga miklar þakkir skilið fyrir frábæra vinnu og mjög notendavænt vefumsjónarkerfi sem hefur nýst okkur vel við endurbætur . Heimasíður eiga að vera eins og kvikur lax sem gaman er að eiga við – sprelllifandi og sprettharðar . Heimasíður eiga að vera í sífelldri þróun og það er markmið okkar á Akureyrarstofu , ritnefndar síðunnar og þeirra hjá Stefnu , að gera góðan vef betri og síðan ennþá betri . Enn og aftur þökkum við þennan mikla heiður sem okkur er sýndur hér í dag og flytjum ykkur bestu kveðjur að norðan . ” Í ritnefnd heimasíðu Akureyrarbæjar sitja Anna Marit Níelsdóttir , Dóróthea Jónsdóttir , Hólmkell Hreinsson og Ragnar Hólm . Akureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu . Sérstök áhersla er lögð á góða leik - og grunnskóla , fjölbreytta íþrótta - og tómstundastarfsemi og að á Akureyri þrífist frjótt og öflugt lista - og menningarlíf . Stjórnkerfi Akureyrarbæjar er tvískipt eins og önnur opinber stjórnkerfi á Íslandi . Annars vegar er pólitíska kerfið , bæjarstjórn sem lýðræðislega kjörnir bæjarfulltrúar skipa , og fastanefndir en í þeim sitja bæjarfulltrúar og aðrir sem bæjarstjórn kýs . Æðsti yfirmaður pólitíska kerfisins er forseti bæjarstjórnar . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
venju . Klukkan 12.45 byrjar Lúðrasveitin á Akureyri undir stjórn Alberto Carmona að spila í Lystigarðinum en þar hefst hefðbundin dagskrá klukkan 13 með fánahyllingu , hátíðarávarpi Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra og hugvekju sem Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni við Glerárkirkju flytur . Karlakór Akureyrar – Geysir syngur undir stjórn Roars Kvam og grunnskólanemarnir Þóranna Lilja Steinke og Malik Stefán Turay flytja verðlaunaljóð sín úr ljóðasamkeppninni " Akureyri – brosandi bær " sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar . Dagskránni í Lystigarðinum lýkur klukkan 13.30 en þá verður skrúðganga þar sem leiðin liggur úr Lystigarðinum niður á Ráðhústorg . Dagskráin á Ráðhústorgi er í umsjón Skátafélagsins Klakks og stendur frá klukkan 14 - 17 og svo aftur um kvöldið frá klukkan 21 - 01 . Bæjarbúar og gestir geta reynt sig við ýmsar þrautir í hinu sívinsæla skátatívolíi . Kynnar í ár eru Gunnar Helgason og Felix Bergsson og meðal þeirra sem fram koma eru Marimbasveit Oddeyrarskóla , Dansfélagið Vefarinn , sönghópurinn Chorus , Lúðrasveitin á Akureyri , Leikhópurinn Lotta , Lilli Klifurmús , söngvarar frá Söngskóla Maríu Bjarkar , Jónsi , Ingó Hansen , atriði úr leikritinu Date , Svenni Þór og Regína Ósk . Að vanda marsera nýstúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri á Ráðhústorg um miðnætti . Auk dagskrárinnar á Ráðhústorgi verður árleg bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum frá klukkan 10 - 20 , sögusigling með eikarbátnum Húna II kl. 17 þar sem fræðst verður um gömlu húsin við Strandgötuna og Oddeyrina og Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Stígvélaði kötturinn í Lystigarðinum kl. 11 og aftur kl. 17 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Allir geta velt sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt en laugardaginn 23. júní verður ýmislegt fleira á boðstólnum sem vakið getur líkama og sál . Í Kjarnaskógi hefst dagskrá kl. 20.00 með opnun sýningarinnar “ Andar í skóginum ” en að sýningunni stendur hópur nemenda úr VMA í samstarfi við George Hollanders og Skógræktarfélag Eyfirðinga . Sýningin , sem styrkt er af Menningarráði Eyþings , stendur í allt sumar . Boðið verður upp á skógargöngu sem hefst kl. 20.30 þar sem leitað verður að anda skógarins og boðið upp á rjúkandi ketilkaffi að skógarmanna sið að lokinni göngu . Sett verður upp taflmót sem einnig hefst kl. 20.30 . Allir viðburðirnir verða á efra svæðinu í nágrenni sólúrsins . Frá Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar verður boðið upp á siglingu með eikarbátnum Húna II undir yfirskriftinni “ Jónsmessudraumur á Eyjafirði ” . Hefst siglingin kl. 23.00 og er áætlaður komutími til baka um kl. 02.30 . Þá býður Ferðafélag Akureyrar upp á Jónsmessugöngu á Uppsalahnjúk og hefst ferðin frá skrifstofu félagsins kl. 21.00 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Á fundi bæjarráðs Akureyrar 20. ágúst 2009 var samþykkt að taka þátt í verkefninu „ Nágrannavarsla á Akureyri “ í samvinnu við tryggingafélagið Sjóvá . Handbók sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig hefja á nágrannavörslu er að finna á heimasíðu Sjóvár . Sjóvá kostar nágrannavörsluskiltin og límmiðana sem íbúar fá afhenta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum , sjá reglur þar að lútandi hér neðar . Hugmyndin um nágrannavörslu var kynnt hverfisnefndum bæjarins 27. ágúst á fundi með fulltrúum Sjóvár og Akureyrarbæjar . Á þeim fundi voru skipaðir þrír fulltrúar frá hverfisnefndunum ásamt fulltrúa Akureyrarbæjar í nefnd sem hafði það hlutverk að koma verkefninu af stað . Að hefja nágrannavörslu Ef áhugi er á að koma á fót nágrannavörslu þá er best að byrja á að skoða handbókina um nágrannavörslu á heimasíðu Sjóvár . Í handbókinni er því lýst hvernig hefja á nágrannavörslu . Til þess að fá afhent skiltið um nágrannavörslu , sem þekkt er orðið um land allt , þarf að hafa samband við Jón Birgi Guðmundsson útibússtjóra Sjóvár á Akureyri eða Hugrúnu Magnúsdóttur og skila til þeirra undirskriftum 70% íbúa þeirrar götu , svæðis , blokkar eða stigagangs sem þátt ætla að taka í nágrannavörslunni . Nóg er að einn úr hverri íbúð skrifi undir . Tengiliður Akureyrarbæjar er Dagný Magnea Harðardóttir , netfang : dagny@akureyri.is og sími 460 1022 . Hópstjórinn Skipa þarf einn hópstjóra í hverri götu , blokk , stigagangi eða svæði . Hlutverk hópstjórans er aðallega að koma upplýsingum til nágranna sinna ef t.d. lögreglan vill koma upplýsingum á framfæri til íbúa um aukin innbrot . Ef hópstjóri flytur þarf hann að skila inn til tengiliðar bæjarins upplýsingum um það hver tekur við af honum . Reglur um úthlutun nágrannavörsluskilta og límmiða : Að lámarki 70% íbúa í götu , blokk , stigagangi eða svæði verður að taka þátt í nágrannavörslunni . Einn hópstjóri skal skipaður fyrir götu , blokk , stigagang eða svæði . Hópstjóri tilkynnir nágrannavörslu til útibússtjóra Sjóvár á Akureyri eða Hugrúnar Magnúsdóttur og skilar inn undirskriftum frá íbúum sem þátt ætla að taka í nágrannavörslunni . Hópstjóri tilkynnir til tengiliðar Akureyrarbæjar ef hann flytur hver tekur við hlutverki hans sem hópstjóri . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Á kjörskrá voru 11.240 en atkvæði greiddu 9.041 eða 80,44% . Bæjarstjórn skipa nú 6 konur og 5 karlar en konur hafa aldrei áður verið fleiri en karlar sem aðalfulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar . Bæjarfulltrúar á kjörtímabilinu 2002 - 2006 eru þessir : Gerður Jónsdóttirer kosin af B-lista Framsóknarflokksins Gerður fæddist árið 1950 og er uppalin í Eyjafirði . Hún er tækniteiknari frá Iðnskólanum á Akureyri og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og hefur sótt námskeið við háskólann í Bonn í Þýskalandi og Háskólann á Akureyri . Hún starfaði sem tækniteiknari hjá Raftákni , var leiðbeinandi við Gagnfræðaskólann á Akureyri og við Síðuskóla og nú síðast við Lundarskóla . Gerður hefur ekki áður setið í bæjarstjórn . Gerður er gift Árna V. Friðrikssyni og börn þeirra eru Jón Heiðar , 34 ára rafmagnstæknifræðingur , Anna Kolbrún , 32 ára , sem er að ljúka þroskaþjálfa - og uppeldisfræðingsnámi í Danmörku , og loks Katrín , 22 ára nemi í fjölmiðlunarfræðum við háskólann í Siegen Þýskalandi . Jakob fæddist árið 1950 og ólst upp í Vopnafirði . Hann var í Laugaskóla og síðan í Samvinnuskólanum á Bifröst og stundaði framhaldsnám á vegum SÍS , starfsnám með m.a. viðkomu í deildum Sambandsins og viðskiptadeild HÍ . Loks lærði hann við Samvirkeinstetuttet í Bærum í Noregi . Hann starfaði hjá Iðnaðardeild Sambandsins og Skinnaiðnaði , var bæjarstjóri á Akureyri 1994 - 1998 og hefur nú undanfarið starfað hjá Orkusjóði . Jakob hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn frá 1990 . Jakob er giftur Lindu Barböru Björnsson . Sonur þeirra er Sverrir Andreas Björnsson , 25 ára viðskiptafræðingur og handboltamaður hjá UMFA . Jóhannes G. Bjarnasoner kosinn af B-lista Framsóknarflokksins . Jóhannes fæddist árið 1962 og ólst upp á Akureyri . Hann er íþróttakennari , uppalinn á Akureyri , og starfar við Brekkuskóla , en hefur starfað sem þjálfari í handbolta og fótbolta hjá KA og er nýráðinn til að þjálfa Íslandsmeistara KA í handbolta . Jóhannes hefur ekki áður setið í bæjarstjórn . Hann er kvæntur Kristínu Hilmarsdóttur . Kristján Þór Júlíussoner kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokksins . Kristján Þór fæddist árið 1957 . Hann ólst upp á Dalvík , lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og 1. og 2. stigi skipstjórnar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík . Að auki á hann að baki nám í íslensku og almennum bókmenntum við Háskóla Íslands og próf í uppeldis - og kennslufræði frá sama skóla . Kristján Þór var stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík og kenndi við Stýrimannaskólann á Dalvík og einnig við Dalvíkurskóla . Hann bæjarstjóri á Dalvík 1986 til 1994 og bæjarstjóri á Ísafirði 1996 til 1997 . Frá árinu 1998 hefur Kristján Þór verið bæjarstjóri á Akureyri auk þess að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn . Eiginkona hans er Guðbjörg Ringsted , grafíklistamaður , og eiga þau fjögur börn , Maríu ( 17 ára ) , Júlíus ( 15 ára ) , Gunnar ( 11 ára ) og Þorstein ( 5 ára ) . Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttirer kosin af L-lista fólksins . arsibil fæddist árið 1963 . Hún er sjúkraliði að mennt og starfar sem slík . Hún var varabæjarfulltrúi L-listans á síðasta kjörtímabili . Eiginmaður Marsibilar Fjólu er Njáll Harðarson og eiga þau tvö börn ; Svölu Fanneyju og Ragnar Snæ , en einnig barnabarn ; Emelíu Kolku . Oddur Helgi Halldórssoner kosinn af L-lista fólksins . Oddur Helgi fæddist árið 1959 og ólst upp á Akureyri . Hann er blikksmíðameistari og iðnrekstrarfræðingur og rekur eigið fyrirtæki , Blikkrás . Hann var vara - og aðalbæjarfulltrúi Akureyrarbæjar fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1994 - 1998 og bæjarfulltrúi fyrir L-lista fólksins frá árinu 1998 . Eiginkona Odds Helga er Margrét Harpa Þorsteinsdóttir og eiga þau 3 börn ; Helgu Mjöll , Halldór og Júlíu Þóru . Hún er fædd árið 1958 . Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Verkmenntaskólans á Akureyri 1993 . Oktavía var bæjarfulltrúi S-listans á síðasta kjörtímabili . Hún er gift Karli Gunnlaugssyni og eiga þau fimm börn . Sigrún Björk Jakobsdóttirer kosin af D-lista Sjálfstæðisflokksins . igrún Björk Jakobsdóttir fæddist árið 1966 . Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og stundaði nám í hótelstjórnun við IHTTI hótelstjórnunarskólann í Lucerne í Sviss . Vorið 2001 lauk hún síðan 30 eininga námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri . Sigrún Björk var í starfsnámi á Hótel Fujiya í Japan , var hótelstjóri á Hótel Austurlandi , starfaði í sölu - og markaðsdeild Hótel Íslands og var hótelstjóri á Hótel Norðurlandi . Hún starfaði sem ferðaskipuleggjandi og deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn , var verkefnastjóri hjá Menntasmiðjunni á Akureyri og frá 1999 hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers við stjörnuflokkun gististaða fyrir Ferðamálaráð Íslands . igrún hefur ekki áður setið í bæjarstjórn . Eiginmaður Sigrúnar er Jón Björnsson , sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga , og eiga þau tvö börn , Kamillu Dóru ( 6 ára ) og Björn Kristin ( 4 ára ) . Valgerður fæddist árið 1954 og ólst upp á Akureyri . Hún tók stúdentspróf frá MA 1974 , stundaði um tíma nám í sálarfræði , frönsku og leikhúsfræðum , en lauk námi í félagsráðgjöf frá Noregi 1980 . Hún lauk BA prófi í heildrænum fræðum 1996 og síðar MA námi í kvennafræðum á sviði trúarheimspeki . Valgerður hefur starfað sem félagsráðgjafi við FSA og kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri , hún starfaði við norræna jafnréttisverkefnið Brjótum múrana og við mörg alþjóðleg verkefni á ýmsum sviðum . Valgerður var fyrsti jafnréttis - og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar og árið 1998 tók hún við forstöðu Menntasmiðjunnar og sinnti því starfi í tvö ár , þar til hún var ráðin framkvæmdastýra nýstofnaðrar Jafnréttisstofu . Valgerður er formaður Leikfélags Akureyrar . Valgerður sat í bæjarstjórn fyrir Kvennaframboðið á Akureyri 1982 - 1986 og var þá m.a. forseti bæjarstjórnar . Valgerður er ógift og á 19 ára dóttur , Sunnu . Þóra Ákadóttirer kosin af D-lista Sjálfstæðisflokksins . Þóra fæddist árið 1954 . Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla Íslands . Einnig á hún að baki viðbótarnám í rekstri og heilbrigðisstjórnun . Þóra hefur verið hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík og Kristnesspítala og deildarstjóri og starfsmannastjóri hjúkrunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frá 1994 . Þóra hefur verið varamaður og síðar aðalmaður í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á yfirstandandi kjörtímabili og síðustu mánuði verið forseti bæjarstjórnar . Eiginmaður hennar er Ólafur B. Thoroddsen , skólastjóri Síðuskóla , og eiga þau 3 syni , Áka ( 27 ára ) , Braga ( 21 árs ) og Egil ( 19 ára ) . Þórarinn B. Jónssoner kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokksins . Þórarinn fæddist árið 1944 og ólst upp á Akureyri . Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og stundaði að því loknu verslunarnám í Bandaríkjunum . Þórarinn hefur starfað hjá tryggingafélaginu Sjóvá og síðar Sjóvá / Almennum og hefur verið umboðsmaður Sjóvá á Akureyri og síðan Sjóvá / Almennra eftir sameiningu Sjóvá og Almennra trygginga árið 1989 . Þórarinn kom inn í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1994 og hefur átt þar sæti síðan . Eiginkona hans er Hulda Vilhjálmsdóttir , húsmóðir , og eiga þau þrjár dætur , Heiðbjörtu Evu ( 37 ára ) , Þórhildi Elvu ( 28 ára ) og Eydísi Elvu ( 25 ára ) . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri á Akureyri frá og með 15. ágúst 2010 . Eiríkur Björn Björgvinsson fæddist í Reykjavík 6. september 1966 . Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1987 , lauk íþróttakennaraprófi á grunn - og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1990 og diplómu frá Íþróttaháskólanum í Köln árið 1994 auk diplómaprófs í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 . Eiríkur Björn var æskulýðs - og íþróttafulltrúi Egilsstaðabæjar 1994 - 1996 , íþrótta - og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1996 - 2002 og bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði 2002 - 2010 . Eiginkona hans er Alma Jóhanna Árnadóttir , fædd 29. janúar 1969 á Húsavík . Hún er grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri . Þau eiga þrjá syni : Árna Björn , fæddur 1997 , Birni Eiðar , fæddur 2008 , og Hákon Bjarnar , fæddur 2009 . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar . Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála . Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9 , 4. hæð og hefjast kl. 16.00 . Sjónvarpað er frá fundunum sama dag kl. 21.00 á sjónvarpsstöðinni N4 . Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast á heimasíðu Akureyrarbæjar frá hádegi næsta dags eftir fund . Bæjarstjórn - Fundarboð Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 , breyting á hafnarsvæði og reiðleiðum 1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013 : Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar . Tvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar : 1 ) Hafnasamlag Norðurlands , dags. 16. apríl 2013 . Engar athugasemdir gerðar . 2 ) Skipulagsstofnun , dags. 18. apríl 2013 . a ) Gera þarf grein fyrir tengslum milli skipulagsverkefnisins og aðalskipulags nærliggjandi sveitarfélaga hvað varðar reiðleiðir og stíga . b ) Gera þarf grein fyrir áhrifum verkefnisins á umhverfi og samfélag . c ) Hafa þarf hliðsjón af landnotkunarflokkum tilgreindum í skipulagsreglugerð . d ) Ef landfylling fyrir stækkun hafnarsvæða er 5 ha eða stærri fellur tillagan undir lög um umhverfismat áætlana . Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð aðalskipulagstillögunnar . Ekki bárust umsagnir frá neðangreindum aðilum innan tilskilins frests : 3 ) Hörgársveit . 4 ) Eyjafjarðarsveit . 5 ) Umhverfisstofnun . 6 ) Norðurorka . 7 ) Hestamannafélagið Léttir . Engar athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar frá öðrum aðilum . Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar hafnarsvæða , staðsetningar reiðleiða og skilgreiningar á íbúðarhúsi í landi Hesjuvalla , dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta , Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf . Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 , íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu 2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013 : Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar . Tvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar . 1 ) Skipulagsstofnun , dags. 17. apríl 2013 . Ekki eru gerðar athugasemdir en stofnunin bendir á að æskilegt sé að gerð verði grein fyrir af hverju nú sé ástæða til að marka stefnu um íbúðabyggð á svæði sem áður var talið óhentugt til íbúðarbyggðar vegna jarðvegsdýpis . 2 ) Hverfisnefnd Naustahverfis , dags. 24. apríl 2013 . Hverfisnefndin mótmælir áformum um íbúðabyggð á reitnum . Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð tillögunnar og er athugasemd hverfisnefndar vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar . Umsögn barst ekki frá Norðurorku . Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar . Athugasemdir nr. 2 og 3 bárust eftir fund skipulagsnefndar . 1 ) Guðrún D. Harðardóttir f.h. húsfélags Hamratúns 4 og 6 , dags. 22. apríl 2013 . Fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi er mótmælt þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á reitnum . 2 ) Þórdís Unnur Þórðardóttir , kt. 230455-3419 , og Marta A. Þórðardóttir , kt. 301140-4289 , íbúðareigendur í Ásatúni 8 , dags. 18. apríl 2013 . Þær mótmæla fyrirhuguðum breytingum m.a. vegna aukinnar umferðar og mengunar á Kjarnagötu . 3 ) Samhljóða athugasemd nr. 2 frá eigendum Ásatúns 6 og 8 með 27 undirskriftum , dags. 18. apríl 2013 . Athugasemdum 1 ) til 3 ) er vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar . Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta , Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. , vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota , 3.2.7 O , sem verði tekið undir íbúðarbyggð . Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði norðan Tjarnarhóls ( sjá málsnr . 2013030067 ) . Edward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista óska bókað að þeir ítreka fyrri bókun og mótmæla breytingu á aðalskipulagi vestan Kjarnagötu þar sem íbúðarsvæði er skilgreint á svæði sem áður var ekki ætlað undir byggð . Telja nefndarmennirnir að rökin sem tiltekin eru fyrir breytingunni haldi ekki , þó sérstaklega það að um þéttingu byggðar sé að ræða sbr. ábendingar Skipulagstofnunar . Ljóst er að hér sé verið að breyta skipulagi í þágu verktaka frekar en eftir sýn skipulagsnefndar og það sem upprunalega var lagt upp með . Mögulega bakast með þessu skaðabótaskylda gagnvart núverandi íbúum . Edward H. Huijbens V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Guðmundsson A-lista var ekki á fundinum við afgreiðsluna . Naustahverfi , svæði norðan Tjarnarhóls , deiliskipulagsbreyting , nýtt íbúðarsvæði 3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013 : Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis norðan Tjarnarhóls við Kjarnagötu , dags. 24. apríl 2013 og unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf . Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Samhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna íbúðarsvæðis vestan Kjarnagötu ( sjá málsnr . 2013030090 ) . Edward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista vísa í bókun sína við 2. lið fundargerðarinnar . Sigurður Guðmundsson A-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Edward H. Huijbens V-lista situr hjá . 4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013 : Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna - , verslunar - og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut / Súluveg dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta , Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf . Þann 8. apríl 2013 voru drög að deiliskipulagi send til Minjastofnunar Íslands til skoðunar . Í svari þeirra kemur fram að ein fornleif sé mjög nálægt skipulagssvæðinu . Steinbogi var yfir ána frá náttúrunnar hendi en engar leifar eru sjáanlegar nú . Skipulagsdrögin fela ekki í sér meira rask en nú er orðið og því eru engar athugasemdir gerðar við tillöguna . Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Samhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna athafna - , verslunar - og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut / Súluveg ( sjá málsnr . 2012110148 ) . Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistarperlu í mynni Glerárdals . Miðbæjarskipulag Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir umræðu um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar . Á fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl sl. óskaði Ólafur eftir að umfjöllun málsins yrði frestað og tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn yrðu mættir og var það samþykkt . Skýrsla bæjarstjóra Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi . Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar : Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 24. apríl 2013 Akureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu .
Um skipan bæjarstjórnar og verkefni hennar . Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar er skipuð ellefu bæjarfulltrúum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 / 1998 , sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 . Starfstímabil bæjarstjórnar hefst 15 dögum eftir kjördag í sveitarstjórnarkosningum og gildir til jafnlengdar að fjórum árum liðnum . Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga . Jafnframt fer bæjarstjórn með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins , að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn . Bæjarstjórn skal gæta hagsmuna bæjarins og vera í fyrirsvari fyrir hann og vinna að sameiginlegum velferðarmálum bæjarbúa . Bæjarstjórn skal annast þau verkefni sem henni eru falin í lögum , reglugerðum og samþykktum . Þá getur bæjarstjórn ákveðið að sveitarfélagið taki að sér verkefni sem varðar íbúa þess enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum . Meðal annarra verkefna bæjarstjórnar er : Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar , bæjarráð og aðrar nefndir , ráð og stjórnir skv. V. kafla samþykktar þessarar , kjósa skoðunarmenn til að yfirfara ársreikninga bæjarfélagsins og ráða löggilta endurskoðendur eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá sveitarfélaginu , stofnunum þess og fyrirtækjum . Að ákveða stjórnskipan sveitarfélagsins og ráða bæjarstjóra , sbr. 63. gr . Að móta stefnu fyrir starfsemi bæjarstjórnar , sviða , deilda og stofnana , setja starfsemi bæjarins reglur , m.a. um ábyrgðarmörk nefnda , kjörinna fulltrúa og embættismanna , gjaldskrár o.þ.h. eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur . Að gera fjárhagsáætlanir og starfsáætlanir sem eru stefnumótandi fyrir svið , deildir og stofnanir . Að bera ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins , stofnana þess og fyrirtækja skv. VI. kafla sveitarstjórnarlaga og VII. kafla samþykktar þessarar . Bæjarstjórn tekur ákvarðanir um verulegar skuldbindingar bæjarfélagsins til lengri tíma . Um fundarsköp bæjarstjórnar . Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í hverjum mánuði , að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar . Reglulegir bæjarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00 . Heimilt er að fella niður fundi í bæjarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi . Aukafundi skal halda í bæjarstjórn eftir því sem þörf krefur að mati bæjarstjóra eða forseta bæjarstjórnar og skylt er að halda aukafund ef a.m.k. þriðjungur bæjarfulltrúa krefst þess . Sá kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn kveður hana saman til fyrsta fundar að afloknum sveitarstjórnarkosningum eigi síðar en 15 dögum eftir að hún tekur við störfum , sbr. 2. gr. samþykktar þessarar , þ.e. eigi síðar en 30 dögum eftir kjördag . Hafi tveir eða fleiri fulltrúar í bæjarstjórn átt jafnlengi setu í bæjarstjórn fer aldursforseti þeirra með fundarboð skv. 1. mgr . Bæjarstjóri boðar bæjarstjórnarfundi og ákveður jafnframt fundarstað hafi bæjarstjórn ekki gert það , sbr. þó 8. gr . Íbúum sveitarfélagsins skal kunngert með auglýsingu hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir . Miða skal við að sem flestir íbúar bæjarins hafi greiðan aðgang að auglýsingunni . Í upphafi kjörtímabils bæjarstjórnar tekur hún ákvörðun um hvernig fundir hennar verði auglýstir . Skal sú ákvörðun kynnt íbúum bæjarins með tryggum hætti , svo sem í dreifibréfi eða auglýsingu í staðbundnu fréttablaði . Bæjarstjóri semur dagskrá bæjarstjórnarfundar í samráði við forseta og skal dagskráin fylgja fundarboði . Á dagskrá bæjarstjórnar skal taka : Lögákveðnar kosningar , svo sem kosningu forseta bæjarstjórnar og varaforseta , kosningar nefnda , ráða og stjórna á vegum bæjarstjórnar , svo og ráðningu bæjarstjóra og annarra æðstu stjórnenda bæjarins , sbr. 61. og 63. gr . Mál sem falla undir verksvið bæjarstjórnar , sbr. 6. gr. , og bæjarstjóri , bæjarfulltrúar eða nefndir vilja taka á dagskrá . Óski bæjarfulltrúi eftir að taka mál á dagskrá skal hann tilkynna bæjarstjóra það skriflega eða með rafrænum hætti með tillögu fyrir kl. 11.00 föstudaginn fyrir bæjarstjórnarfund . Nefnd sem vill vísa máli til bæjarstjórnar skal hafa skilað samþykkt um það í frágenginni fundargerð fyrir kl. 13.00 á fimmtudegi fyrir bæjarstjórnarfund . Fyrirspurnir frá bæjarfulltrúum sem lagðar hafa verið fram með öðrum dagskrármálum sbr. 2. tölulið . Fundargerðir nefnda til kynningar . Dagskrá bæjarstjórnarfundar skulu fylgja afrit fundargerða nefnda , tillagna og annarra gagna sem bæjarstjóri telur nauðsynleg . Áður en skilafrestur tillagna um dagskrármál skv. 2. tölul. rennur út skal birta bæjarfulltrúum með rafrænum hætti skrá yfir fundi nefnda , ráða og stjórna á vegum bæjarins , sbr. 59. gr. , sem haldnir hafa verið frá því að skilafrestur rann síðast út . Skoðast skráin sem viðauki við dagskrá , sbr. 3. tölul . Bæjarstjóri skal hafa sent bæjarfulltrúum fundarboð bæjarstjórnarfundar ásamt dagskrá og fylgigögnum í síðasta lagi tveimur sólarhringum fyrir bæjarstjórnarfund . Aukafundir skulu á sama hátt boðaðir með a.m.k. sólarhrings fyrirvara . Dagskrá bæjarstjórnarfundar skal vera aðgengileg bæjarbúum í þjónustuanddyri bæjarskrifstofanna og á vefsíðu bæjarins eða með öðrum hætti sem bæjarstjórn ákveður . Sá bæjarfulltrúi er boðar til fyrsta fundar skv. 8. gr. setur fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar og stýrir honum uns forseti bæjarstjórnar hefur verið kjörinn . Forseti bæjarstjórnar skal kjörinn til eins árs í senn . Ef forseti nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þeirra sem sæti eiga í bæjarstjórn skal hann víkja sæti og forsetakjör fara fram á ný . Sá er rétt kjörinn forseti sem fengið hefur atkvæði meirihluta þeirra sem sæti eiga í bæjarstjórninni . Verði þeim atkvæðafjölda eigi náð skal kjósa að nýju um þá tvo sem flest atkvæði fengu . Hafi þrír eða fleiri bæjarfulltrúar fengið jafnmörg atkvæði ræður hlutkesti milli hverra tveggja þeirra skal kjósa . Verður sá rétt kjörinn forseti bæjarstjórnar sem fleiri atkvæði fær þótt hann fái ekki helming atkvæða . Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða kosningu . Sé enginn forseta á fundi gegnir aldursforseti forsetastörfum nema bæjarstjórn ákveði að kjósa sérstakan fundarstjóra . Ef forseti deyr eða verður varanlega forfallaður skal kjósa forseta í hans stað til loka kjörtímabils hans . Bæjarstjórn kýs tvo skrifara og tvo varaskrifara úr hópi bæjarfulltrúa til eins árs í senn á sama fundi og forsetakosning fer fram . Skrifarar skulu telja atkvæði við kosningar og þegar atkvæðagreiðslur fara fram í bæjarstjórn . Bæjarstjórnarfundi skal halda í heyranda hljóði og er almenningi heimill aðgangur að þeim eftir því sem húsrúm leyfir . Bæjarstjórn getur ákveðið að einstök mál verði rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt , svo sem viðkvæm einkamál manna eða viðskiptamál . Tillaga um að mál skuli rædd fyrir luktum dyrum skal afgreidd umræðulaust í bæjarstjórn . Óheimilt er að skýra frá því sem fram kemur við umræður á lokuðum fundi í bæjarstjórn . Bæjarstjórnarfundur er lögmætur ef meira en helmingur bæjarfulltrúa er á fundi . Bæjarstjórn getur enga bindandi ályktun gert nema fundur sé lögmætur . Forseti bæjarstjórnar stýrir fundum hennar . Hann setur fund , kannar lögmæti hans og stjórnar umræðum og afgreiðslu mála og slítur fundi þegar dagskrá hans er tæmd . Jafnframt sér hann um að fundargerðir séu skipulega færðar í gerðabók og að allar ályktanir og samþykktir séu nákvæmlega bókaðar . Forseti úrskurðar um skilning á fundarsköpum , en skjóta má úrskurði hans til úrlausnar bæjarstjórnar . Forseti sér um að allt fari skipulega og löglega fram á bæjarstjórnarfundum og er bæjarfulltrúum skylt að lúta valdi hans að því er varðar fundarsköp og góða reglu . Raski áheyrandi fundarfriði getur forseti vísað honum úr fundarsal . Leyfi forseta þarf til að taka myndir og hljóðrita umræður á bæjarstjórnarfundum . Mál skulu tekin til umræðu og afgreidd í bæjarstjórn í þeirri röð sem þau eru á dagskrá nema forseti eða bæjarstjórn ákveði annað . Heimilt er að taka til meðferðar á bæjarstjórnarfundi mál sem hefur ekki verið á dagskrá ef 2/3 viðstaddra bæjarfulltrúa samþykkja slík afbrigði . Bæjarstjórn afgreiðir mál að jafnaði við eina umræðu . Þó skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um eftirtalin málefni : Fjárhagsáætlanir bæjarins , stofnana hans og fyrirtækja . Ársreikninga bæjarins , stofnana hans og fyrirtækja . Samþykktir og reglugerðir sem hljóta eiga staðfestingu ráðherra . Áætlanir fyrir sveitarfélagið , sem gilda eiga til lengri tíma , svo sem þriggja ára áætlanir . Tilkynningu til eftirlitsnefndar skv. 75. gr. sveitarstjórnarlaga . Bæjarfulltrúa er skylt að sækja alla bæjarstjórnarfundi nema lögmæt forföll hamli , svo sem önnur brýnni skyldustörf eða veikindi . Sé bæjarfulltrúi forfallaður um stundarsakir skal hann tilkynna eða láta tilkynna forföllin til bæjarstjóra og boða varamann sinn á fund . Varamenn taka sæti í bæjarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn þess lista sem þeir eru kosnir af forfallast . Ef framboðslisti er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum geta aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast , sbr. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 . Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar með málfrelsi og tillögurétt , en ekki hefur hann atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn bæjarfulltrúi . Bæjarstjórn getur heimilað að einstaklingur utan bæjarstjórnar taki til máls á bæjarstjórnarfundi . Bæjarfulltrúa ber að víkja sæti við umræður og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að afstaða hans mótist að einhverju leyti af því . Sama á við sé hann fyrirsvarsmaður aðila sem málið varðar með sambærilegum hætti . Bæjarfulltrúi er ekki vanhæfur þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnarinnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf . Bæjarfulltrúar sem jafnframt eru starfsmenn bæjarins og hafa sem slíkir átt þátt í að undirbúa tiltekið mál sem lagt er fyrir bæjarstjórnina eru alltaf vanhæfir þegar bæjarstjórnin fjallar um málið . Þetta á þó hvorki við um bæjarstjóra né þegar bæjarstjórnin fjallar um og afgreiðir fjárhagsáætlanir og ársreikninga bæjarins . Bæjarfulltrúa sem veit hæfi sitt orka tvímælis ber að vekja athygli bæjarstjórnar á því . Bæjarfulltrúa er heimilt við meðferð máls sem hann er vanhæfur að afgreiða að gera stuttlega grein fyrir afstöðu sinni . Bæjarstjórn sker umræðulaust úr hvort mál er svo vaxið að einhver bæjarfulltrúi sé vanhæfur . Bæjarfulltrúi sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt . Bæjarfulltrúi , sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal bæjarstjórnar við meðferð og afgreiðslu þess . Bæjarfulltrúi hefur málfrelsi , tillögurétt og atkvæðisrétt á bæjarstjórnarfundum . Bæjarfulltrúi sem vill taka til máls skal óska heimildar forseta . Að jafnaði skulu bæjarfulltrúar taka til máls í þeirri röð sem þeir hafa kvatt sér hljóðs . Víkja má frá þeirri reglu ef um er að ræða bæjarstjóra , framsögumann í máli eða bæjarfulltrúa sem óskar að gera stutta athugasemd eða koma leiðréttingu á framfæri . Hafi tveir eða fleiri bæjarfulltrúar kvatt sér hljóðs samtímis ákveður forseti í hvaða röð þeir skuli tala . Bæjarfulltrúi skal flytja mál sitt úr ræðustól nema forseti leyfi annað . Bæjarfulltrúi skal beina máli sínu til forseta og / eða fundarins . Bæjarfulltrúi má tala tvisvar við hverja umræðu máls . Heimilt er þó bæjarfulltrúa að taka oftar til máls til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta . Bæjarstjóri , flutningsmaður tillögu eða framsögumaður má þó tala oftar en tvisvar við hverja umræðu máls . Bæjarfulltrúi má ekki lesa upp prentað mál við umræður í bæjarstjórn nema með leyfi forseta . Beri bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann . Forseti getur lagt til við bæjarstjórn að bæjarfulltrúi sem víttur hefur verið tvisvar á sama fundi verði sviptur málfrelsi á þeim fundi . Skal slík tillaga afgreidd umræðulaust . Hlýði bæjarfulltrúi ekki úrskurði forseta eða bæjarstjórnar eða ef óregla kemur upp á fundi skal forseti gera fundarhlé , fresta fundi eða slíta ef nauðsyn krefur . Telji forseti umræður dragast úr hófi fram getur hann lagt fram dagskrártillögu um að ræðutími hvers bæjarfulltrúa verði takmarkaður , umræðum verði lokið á tilteknum tíma eða umræðum um mál verði lokið þá þegar . Hver bæjarfulltrúi getur og borið fram slíkar tillögur . Bæjarstjórn afgreiðir tillögur um takmörkun umræðna umræðulaust . Ekki má þó takmarka umræðu um mál svo að hún standi skemur en tvær klukkustundir . Umræður um fjárhagsáætlun eru ekki háðar ákvæðum greinar þessarar . Bæjarfulltrúi getur borið fram breytingartillögu , viðaukatillögu , frávísunartillögu eða frestunartillögu við hvert það mál sem til umræðu er á fundi . Slíkar tillögur skulu vera skriflegar ef forseti óskar . Forseti ákveður í hvaða röð og með hvaða hætti slíkar tillögur eru teknar til afgreiðslu . Mál er afgreitt í bæjarstjórn með því að samþykkja það eða fella , vísa því frá bæjarstjórn eða til afgreiðslu bæjarráðs , annarrar nefndar , ráðs eða stjórnar eða bæjarstjóra . Máli sem bæjarstjórn ber að lögum að afgreiða verður þó eigi vísað til afgreiðslu annarra . Bæjarstjórn er heimilt að fresta afgreiðslu máls nema um sé að ræða mál sem að lögum ber að afgreiða fyrir tiltekinn tíma . Atkvæðagreiðsla á bæjarstjórnarfundi fer að jafnaði fram með handauppréttingu . Forseti biður þá bæjarfulltrúa sem samþykkja afgreiðslu máls að rétta upp hönd sína . Að því búnu leitar forseti mótatkvæða með sama hætti . Loks skýrir forseti frá úrslitum atkvæðagreiðslunnar . Ef mál er svo vaxið að forseti telur ástæðulaust að atkvæðagreiðsla fari fram um það skýrir hann frá því að hann telji mál afgreitt án atkvæðagreiðslu nema athugasemd verði við það gerð . Forseti getur ákveðið að mál verði afgreitt með nafnakalli . Einnig ber forseta að láta fara fram nafnakall ef einhver bæjarfulltrúa óskar þess . Við nafnakall skal farið eftir tölusettri nafnaskrá bæjarfulltrúa í stafrófsröð og skal það ráðast af útdrætti hvaða bæjarfulltrúi greiðir fyrst atkvæði við nafnakall . Við nafnakall skal forseti greiða atkvæði síðastur . Við nafnakall svarar bæjarfulltrúi , þegar forseti les upp nafn hans , já eða nei eftir því hvort hann er með máli eða móti eða tekur fram að hann greiði ekki atkvæði , en slík afstaða telst þó þátttaka í atkvæðagreiðslu . Heimilt er bæjarfulltrúa að gera stutta grein fyrir atkvæði sínu . Kosningar skulu ávallt vera skriflegar og leynilegar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess . Á bæjarstjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum mála . Hjáseta telst þátttaka í atkvæðagreiðslu . Ef jafnmörg atkvæði eru með máli og á móti því fellur það , en við kosningar ræður hlutkesti . Kosningar sem fram fara í bæjarstjórn skulu vera hlutfallskosningar skv. d ? Hondts reglu , sbr. 85. og 86. gr. laga um kosningar til sveitastjórna nr. 5 / 1998 . Þegar um meirihlutakosningu er að ræða , svo sem við kjör eins fulltrúa úr hópi tveggja eða fleiri , skal hún fara fram eins og við forsetakjör . Bæjarstjórn skal skipa sérstakan fundarritara utan bæjarstjórnar til að annast færslu gerðabókar og ritun fundargerða . Skrá skal þau mál sem tekin eru fyrir , dagsetningu þeirra , aðila mála og meginefni og hvernig þau eru afgreidd . Sé mál ekki afgreitt samhljóða skal greina í fundargerð hvernig atkvæði hafa skipst . Mál sem tekin eru fyrir á lokuðum fundi skal skrá sem trúnaðarmál í sérstaka gerðabók . Í lok fundarins skal fundargerð prentuð , lesin upp og undirrituð af fundarmönnum . Einnig skulu forseti og skrifarar setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerðar og blaðsíðurnar tölusettar í áframhaldandi töluröð frá síðasta fundi . Undirritaðar tölvuskráðar fundargerðir skulu reglulega bundnar inn til varanlegrar varðveislu . Bæjarfulltrúi sem vill gera athugasemd við eitthvert atriði í fundargerð getur undirritað fundargerðina með fyrirvara um það atriði . Umræður á bæjarstjórnarfundum skulu hljóðritaðar eða teknar upp með öðrum hætti . Bæjarstjórn skal setja um það nánari reglur . Um réttindi og skyldur bæjarfulltrúa . Aðal - og varamönnum í bæjarstjórn er skylt að taka kjöri í nefnd , ráð eða stjórn á vegum bæjarins . Hver bæjarfulltrúi er skyldur til að taka að sér þau störf sem bæjarstjórn felur honum og varða verkefni bæjarstjórnar , svo sem forsetastörf . Þó getur sá sem hefur verið forseti eða setið í bæjarráði eða annarri nefnd eitt kjörtímabil eða lengur skorast undan kosningu jafnlangan tíma og hann hefur haft starfið á hendi . Bæjarfulltrúa ber að gegna bæjarfulltrúastörfum sínum af alúð og samviskusemi og gæta hagsmuna bæjarins , en í störfum sínum er bæjarfulltrúi einungis bundinn af lögum og sannfæringu sinni . Bæjarfulltrúi hefur málfrelsi , tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum bæjarstjórnar eftir því sem nánar er ákveðið í samþykkt þessari . Bæjarfulltrúa er ekki skylt að taka þátt í atkvæðagreiðslu um einstök mál . Þegar um er að ræða mál sem bæjarstjórn er að lögum skylt að afgreiða , svo sem fjárhagsáætlun , ársreikninga eða kjör fulltrúa í lögboðnar nefndir , getur forseti ákveðið að endurtaka atkvæðagreiðslu ef minna en helmingur bæjarfulltrúa hefur tekið þátt í henni . Bæjarfulltrúi á rétt á að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnarfundar skv. 3. tölul. 11. gr . Aðalmenn í bæjarstjórn eiga óhindraðan aðgang að bókum og skjölum bæjarins og einnig að stofnunum og fyrirtækjum hans á venjulegum afgreiðslutíma til að afla upplýsinga vegna starfa sinna . Bæjarfulltrúi á rétt á að fá bókaða stutta athugasemd um afstöðu sína til þeirra mála sem til umræðu eru í bæjarstjórn . Bæjarfulltrúi skal gæta þagnarskyldu um það sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einka - eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls . Þagnarskyldan helst áfram eftir að bæjarfulltrúi lætur af þeim störfum . Nú telur bæjarfulltrúi sig ekki geta gegnt skyldum sínum í bæjarstjórn vegna óhæfilegs álags og getur bæjarstjórn þá létt af honum störfum eða veitt honum lausn að eigin ósk um tiltekinn tíma eða til loka kjörtímabils . Varamaður tekur þá sæti hans skv. 24. gr. sveitarstjórnarlaga . Missi fulltrúi í bæjarstjórn kjörgengi skal hann víkja úr bæjarstjórn , sbr. þó ákvæði 4. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga . Nú er bæjarfulltrúi af einhverjum ástæðum sviptur fjárforræði , svo sem ef bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta , og skal bæjarstjórn þá veita honum lausn frá störfum þann tíma er sviptingin gildir . Kjörnum fulltrúum ber greiðsla úr bæjarsjóði fyrir störf sín í þágu bæjarfélagsins samkvæmt reglum sem bæjarstjórn setur . Haga skal fundum bæjarstjórnar þannig að bæjarfulltrúar eigi möguleika á að taka sér orlof árlega . Ákvæði þessa kafla um réttindi og skyldur bæjarfulltrúa gilda einnig um varamenn sem taka sæti í bæjarstjórn . Bæjarráð . Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa fimm bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs og fimm til vara . Bæjarstjórn kýs formann og varaformann . Kosningar í bæjarráð skulu vera leynilegar bundnar hlutfallskosningar ef einhver bæjarfulltrúi óskar þess . Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð . Í sumarleyfi bæjarstjórnar má kalla aðra frambjóðendur af sama framboðslista sem varamenn í þeirri röð sem þeir skipuðu listann . Bæjarstjóri situr fundi bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt , en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráð . Framboðslisti sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki í bæjarráði má tilnefna bæjarfulltrúa til setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt . Áheyrnarfulltrúi má tilnefna varamann í forföllum sínum . Ákvæði um launakjör , sbr. 39. gr. , eiga einnig við áheyrnarfulltrúa . Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku . Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri , formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess . Bæjarráð skal ákveða og auglýsa fastan fundartíma í upphafi hvers kjörtímabils bæjarstjórnar . Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs . Hann sér um að bæjarráð sé boðað til fundar með skriflegu fundarboði ásamt dagskrá a.m.k. einum sólarhring fyrir fund . Geti bæjarráðsmaður ekki sótt fund tilkynnir hann forföll til bæjarstjóra og boðar varamann sinn . Formaður bæjarráðs stjórnar fundum þess og sér um að allt fari löglega og skipulega fram á fundum . Hann úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma út af fundarsköpum , en skjóta má úrskurði hans til úrlausnar bæjarráðs . Heimilt er að taka mál til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá . Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks máls ef einhver bæjarráðsmaður óskar þess . Starfsmaður bæjarráðs annast fundarritun . Um ritun fundargerða bæjarráðs gilda sömu reglur og um ritun fundagerða bæjarstjórnar , sbr. 31. gr . Bæjarráðsfundir skulu haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum . Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin . Bæjarráð hefur umsjón með undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar , semur drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs , stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga . Bæjarráð sér um að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu , svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um . Bæjarráð hefur umsjón með framkvæmd og fjárhagsramma verkefna sem tengjast stuðningi við atvinnulíf bæjarfélagsins , frumkvöðla og fyrirtæki . Þá fer bæjarráð með yfirumsjón kjaramála bæjarstarfsmanna og skipar fulltrúa í kjaranefndir . Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála , sbr. 54. gr . Bæjarráð úrskurðar um heimild til endurupptöku mála skv. 57. gr . Skylt er starfsmönnum bæjarins að sitja fundi bæjarráðs ef þess er óskað . Heimilt er að boða aðra á fundi bæjarráðs til viðræðna um tiltekin mál . Nefndir , ráð og stjórnir . Bæjarstjórn kýs fulltrúa , aðalmenn og varamenn , í nefndir , ráð og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga , reglugerða og samþykktar þessarar og kýs formenn og varaformenn . Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins eru ekki kjörgengir í nefndir , ráð og stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana sem þeir starfa hjá . Formaður nefndar boðar eða lætur boða fundi í nefnd með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara . Nefndarmanni er skylt að sækja fundi nema lögmæt forföll hamli . Geti nefndarmaður ekki sótt fund , tilkynnir hann forföll til formanns og boðar varamann . Þegar aðalmaður í nefnd flyst burt úr bænum , fellur frá eða forfallast á annan hátt varanlega tekur varamaður hans sæti nema bæjarstjórn ákveði að kjósa aðalmann að nýju . Hafi tveir eða fleiri flokkar eða framboðsaðilar haft samstarf um nefndarkosningar skal sá sem tilnefndi viðkomandi nefndarmann einnig tilnefna varamann hans sé eigi öðruvísi ákveðið í yfirlýsingu skv. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga . Nefndarfundir skulu haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum . Nefnd getur kvatt á sinn fund einstaka starfsmenn bæjarins . Enn fremur getur nefnd boðið aðila að koma á sinn fund til viðræðna um tiltekin mál . Formaður nefndar stýrir fundum . Ákvæði II. ? IV. kafla samþykktar þessarar gilda um meðferð mála í nefndum , ráðum og stjórnum eftir því sem við á . Bæjarstjórn staðfestir erindisbréf fyrir nefndir , ráð og stjórnir þar sem kveðið er á um hlutverk , valdsvið og starfshætti þeirra í samræmi við lög , reglugerðir og almennar samþykktir bæjarstjórnar . Bæjarráði og öðrum kjörnum nefndum sem taldar eru upp í 1. - 10. tölul. b-liðar 59. gr. er heimilt að afgreiða á grundvelli erindisbréfs skv. 53. gr. , án staðfestingar bæjarstjórnar , mál á verksviði þeirra ef : lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn því , þau varða ekki fjárhag sveitarfélagsins umfram það sem kveðið er á um í fjárhagsáætlun , og þau víkja ekki frá stefnu bæjarstjórnar í veigamiklum málum . Bæjarstjórn er heimilt að fela embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála á sama hátt og með sömu skilyrðum og nefnd eru í 54. gr . Heimild þessi skal sett í erindisbréf viðkomandi nefndar og embættismanna sem málið heyrir undir og sem staðfest er af bæjarstjórn . Bæjarstjórn skal setja skýrar reglur um afgreiðslu embættismanna en viðkomandi nefndir hafa eftirlit með þeim og kalla reglulega eftir skýringum og upplýsingum um ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra . Embættismanni er alltaf heimilt að vísa ákvörðun skv. 1. mgr. til viðkomandi nefndar til fullnaðarafgreiðslu . Mál sem embættismanni er heimilt að afgreiða eða sem hefur fengið afgreiðslu í nefnd getur komið til ákvörðunar bæjarstjórnar með tvennum hætti : Nefnd er skylt að vísa afgreiðslu máls til bæjarstjórnar ef a.m.k. þriðjungur atkvæðisbærra fundarmanna óskar eftir því með bókun á nefndarfundi . Bæjarfulltrúi getur með formlegri og rökstuddri tillögu óskað þess að ákvörðun nefndar eða embættismanns , sbr. 54. og 55. gr. , verði tekin á dagskrá bæjarstjórnar . Þetta gildir þó ekki ef ákvörðun hefur verið tilkynnt málsaðila og hagsmunir hans mæla gegn því að mál verði tekið upp að nýju . Aðili máls á rétt á að mál hans sé tekið til meðferðar á ný eftir fullnaðarafgreiðslu þess hjá bæjarstjórn , nefnd eða embættismanni ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin . Beiðni um endurupptöku máls skal beina til bæjarráðs og verður að jafnaði að koma fram áður en þrír mánuðir eru liðnir frá því að málsaðila er tilkynnt um afgreiðslu . Ef endurupptökuskilyrði eru fyrir hendi tekur bæjarráð ákvörðun um málsmeðferð . Nefndir , ráð og stjórnir skulu halda gerðabækur . Starfsmaður nefndar annast fundarritun . Um ritun fundargerða nefnda , ráða og stjórna gilda sömu reglur og um ritun fundargerða bæjarstjórnar , sbr. 31. gr . Bæjarstjórn kýs í eftirtaldar nefndir , ráð og stjórnir . Bæjarstjórn kýs formenn og varaformenn nefnda skv. A - og B-lið : A. Til eins árs . Á fundi í júní ár hvert . Bæjarráð . Fimm aðalfulltrúar í bæjarstjórn og fimm til vara skv. 38. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45 / 1998 . B. Til fjögurra ára . Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum bæjarstjórnarkosningum skulu eftirtaldar nefndir kosnar : Félagsmálaráð . Fimm aðalmenn og fimm til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 / 1991 . Jafnframt fer félagsmálaráð með stjórn málefna aldraðra . Þá sér ráðið auk þess um framkvæmd laga um húsnæðismál nr. 44 / 1998 , önnur en fjárhagsmál sem heyra undir bæjarráð . Framkvæmdaráð . Fimm aðalmenn og fimm til vara . Nefndin fer með stjórn Fasteigna Akureyrarkaupstaðar , málefni Slökkviliðs Akureyrar og Strætisvagna Akureyrar og málefni laga um búfjárhald o.fl. nr. 103 / 2002 . Íþróttaráð . Fimm aðalmenn og fimm til vara . Nefndin fer með málefni íþrótta og hollrar hreyfingar . Þá fer nefndin með málefni íþróttamannvirkja . Samfélags - og mannréttindaráð . Fimm aðalmenn og fimm til vara . Nefndin fer með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96 / 2000 en að auki sér nefndin um framkvæmd fjölskyldustefnu Akureyrarkaupstaðar , vinnu að forvörnum og er bæjarstjórn til ráðuneytis um áfengis - og vímuvarnamál . Nefndin fer einnig með tómstundamál . Skólanefnd . Fimm aðalmenn og fimm til vara skv. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66 / 1995 . Auk þess fer nefndin með málefni leikskóla og tónlistarskóla . Stjórn Akureyrarstofu . Fimm aðalmenn og fimm til vara . Nefndin fer með menningarmál , atvinnumál og málefni ferðaþjónustu ásamt kynningu og markaðssetningu bæjarfélagsins . Þá fer nefndin með störf stjórnar almenningsbókasafna . Stjórnsýslunefnd . Fimm bæjarfulltrúar og fimm til vara . Nefndin fer með málefni stjórnsýslu og innra stjórnskipulag Akureyrarbæjar . Þá fer nefndin með málefni íbúalýðræðis , hverfisnefnda og neytendaráðs . Umhverfisnefnd . Fimm aðalmenn og fimm til vara . Nefndir fer með umhverfismál , náttúruvernd og sorpmál . Þá fer nefndin með málefni Staðardagskrár 21 . Kjörstjórn . Þrír aðalmenn og þrír til vara . Kjörstjórn fer með verkefni kjörstjórnar við alþingiskosningar skv. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 / 2000 og yfirkjörstjórnar við bæjarstjórnarkosningar skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 / 1998 . Skoðunarmenn . Tveir aðalmenn og tveir til vara , sbr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga . C . Tilnefningar þingfulltrúa hjá samtökum sveitarfélaga og í stjórnir : Almannavarnanefnd Eyjafjarðar . Þrír aðalmenn og þrír til vara , sbr. 9. gr. laga um almannavarnir nr. 82 / 2008 . Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar . Þrír aðalmenn og einn til vara , sbr. samþykkt stofnfundar frá 15. nóvember 1998 og stofnsamning Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs . Þessir stjórnarmenn skulu kosnir árlega fyrir aðalfund Atvinnuþróunarfélagsins . Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar . Fjórir aðalmenn og fjórir til vara samkvæmt grein 2.1 í samningi um stofnun á sameiginlegri barnaverndarnefnd frá 24. nóvember 1999 . Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands . Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68 / 1994 . Hafnasamlag Norðurlands . Fimm aðalmenn og fimm til vara , sbr. stofnsamning frá 28. desember 1996 . Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra . Tveir aðalmenn og tveir til vara skv. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7 / 1998 . Héraðsnefnd Eyjafjarðar . Sex aðalmenn og sex til vara , sbr. samþykkt Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 8. desember 1998 . Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga . Fimm þingfulltrúar og fimm til vara skv. 7. gr. laga Sambands íslenskra sveitarfélaga . Eyþing , samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum . Sjö aðalmenn og sjö til vara , sbr. samþykkt aðalfundar Eyþings frá 6. júní 1996 . Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra . Einn aðalmaður og einn til vara samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59 / 1992 og samþykkt frá 2. febrúar 1988 . Skólanefndir Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri . Bæjarstjórn tilnefnir einn fulltrúa og annar til vara í hvora nefnd til Héraðsnefndar sem kýs í nefndirnar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80 / 1996 . Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar . Tveir aðalmenn úr hópi bæjarfulltrúa og tveir til vara . Jafnframt eiga sæti í stjórninni tveir fulltrúar Kjalar og tveir til vara og bæjarstjóri sem er formaður , sbr. 4. gr. reglugerðar fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarkaupstaðar frá 1. febrúar 1994 , ásamt breytingum frá 18. apríl 1996 . D. Aðrar nefndir sem stofnaðar verða . Bæjarstjórn getur kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum . Umboð slíkra nefnda fellur niður við lok kjörtímabils og fyrr sé verkefni þeirra lokið . Bæjarstjórn getur einnig afturkallað umboð slíkra nefnda hvenær sem er . Um framkvæmdastjórn og starfslið bæjarins . Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra . Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem meðal annars skal kveðið á um ráðningartíma , kaup og kjör . Ráðningarsamningur skal staðfestur af bæjarráði . Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar , semur dagskrá og boðar til funda . Hann á sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarráð og bæjarstjórn . Hann hefur og rétt á sæti á fundum nefnda bæjarins með sömu réttindum . Bæjarstjóri hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og málefna bæjarins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað . Bæjarstjóri skipar embættismenn í framkvæmdastjórn sem er honum til ráðuneytis um daglegan rekstur bæjarfélagsins . Framkvæmdastjórn skal vinna að því að stjórnsýsla Akureyrarkaupstaðar sé ávallt skilvirk , hagkvæm og örugg ásamt því að hafa frumkvæði að bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri . Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs . Hann undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins , lántökur og aðrar skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til . Bæjarstjóra er heimilt með samþykki bæjarráðs að veita öðrum starfsmönnum bæjarins prókúru . Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs bæjarins . Bæjarstjórn ákveður hver skuli gegna störfum bæjarstjóra í forföllum hans . Bæjarstjóri , í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda , ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs . Embættismenn ráða forstöðumenn að fenginni umsögn viðkomandi fagnefndar . Embættismenn og forstöðumenn ráða aðra starfsmenn . Um starfskjör , réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins fer eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og / eða ákvæðum ráðningarsamninga , reglum um ábyrgðarmörk , starfsmannastefnu og jafnréttisáætlun . Um fjármálastjórn bæjarins . Fjárhagsár Akureyrarkaupstaðar , stofnana og fyrirtækja hans er almanaksárið . Fyrir lok desembermánaðar ár hvert skal bæjarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun bæjarsjóðs , fyrirtækja og stofnana bæjarins fyrir næsta ár að undangengnum tveimur umræðum í bæjarstjórn . Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings . Í fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar - og framkvæmdaáætlun , áætlun um efnahag í upphafi og lok árs , auk áætlaðra fjármagnshreyfinga . Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar tekur bæjarstjórn ákvarðanir um nýtingu tekjustofna bæjarsjóðs og tekjuöflun , um öflun lánsfjár ef um það er að ræða og um ráðstöfun fjármuna á fjárhagsárinu bæði til rekstrar og eignabreytinga . Þá skal við gerð fjárhagsáætlunar hafa hliðsjón af fjárhagslegri stöðu bæjarsjóðs í byrjun fjárhagsársins . Fjárhagsáætlun skv. 66. gr. skal vera meginregla um tekjuöflun , ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn bæjarins á fjárhagsárinu . Ekki má stofna til útgjalda eða greiða fé úr bæjarsjóði nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun , útgjöld séu lögbundin , samningsbundin eða samþykkt af bæjarstjórn . Samþykki bæjarstjórn fjárveitingu eða útgjöld utan fjárhagsáætlunar skal hún jafnframt taka ákvörðun um hvernig afla skuli fjár til þeirra útgjalda , svo sem með lækkun annarra útgjalda , auknum tekjum eða lánsfé . Samþykki slíkrar fjárveitingar telst breyting á fjárhagsáætluninni . Hafi forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlunar breyst er bæjarstjórn heimilt að endurskoða fjárhagsáætlunina . Slíkar breytingar afgreiðir bæjarstjórn við eina umræðu á bæjarstjórnarfundi , enda hafi breytingartillögurnar verið sendar öllum bæjarfulltrúum með dagskrá viðkomandi bæjarstjórnarfundar . Til viðbótar árlegri fjárhagsáætlun skal bæjarstjórn semja áætlun næstu þriggja ára um rekstur , framkvæmdir og fjármál bæjarins . Þriggja ára áætlun skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir bæjarins . Skal hún unnin og afgreidd af bæjarstjórn innan tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar . Strax að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar skal senda samgönguráðuneytinu fjárhagsáætlun skv. 67. gr. og þriggja ára áætlun skv. 69. gr . Sama á við um endurskoðaða áætlun eða breytta skv. 66. gr . Ársreikningur bæjarins skal fullgerður , endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í bæjarstjórn fyrir lok aprílmánaðar . Bæjarstjórn skal taka til umfjöllunar og afgreiðslu álit , greinargerðir og tillögur endurskoðanda og skoðunarmanna . Bæjarstjórn skal hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreikninga bæjarsjóðs , stofnana bæjarins og fyrirtækja hans eigi síðar en 1. júní ár hvert . Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri skulu árita ársreikninginn . Eintak af ársreikningnum skal sent samgönguráðuneytinu og Hagstofu Íslands fyrir 15. júní ár hvert ásamt greinargerð endurskoðanda og skoðunarmanna . Samþykkt í bæjarstjórn 20. janúar 2009 Staðfest af samgönguráðuneyti 17. febrúar 2009 Akureyrarkaupstaður leggur áherslu á að veita einstaklingum og fjölskyldum fyrirmyndar búsetuaðstæður og faglega þjónustu .
Akureyri hafði tilheyrt Hrafnagilshreppi þegar þéttbýlið fékk kaupstaðarréttindi þann 29. ágúst 1862 . Árið eftir eða nánar tiltekið 31. mars 1863 var fyrsta bæjarstjórnin kosin . Í henni voru : Fyrsta bæjarstjórn Akureyrar : Ari Sæmundsen umboðsmaður , forseti bæjarstjórnar , Edvald Eilert Möller faktor , Jón Finsen læknir , Jón Chr . Stephánsson timburmeistari og Jóhannes Halldórsson barnakennari . Í nærri hálfa öld gegndi sýslumaðurinn á Akureyri störfum bæjarstjóra en fyrsti bæjarstjórinn var ráðinn árið 1919 . Það var Jón Sveinsson sem gegndi því starfi til 1934 að Steinn Steinsen tók við starfinu og gegndi því til 1958 . Magnús Guðjónsson var síðan bæjarstjóri til 1967 en þá tók Bjarni Einarsson við og gegndi starfinu til 1976 . Næsti bæjarstjóri var Helgi H. Bergs til 1986 . Bæjarstjóraskipti síðan 1986 tengjast breytingum í meirihluta bæjarstjórnar . Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta 1986 - 1990 og réðu Sigfús Jónsson sem bæjarstjóra og á árunum 1990 - 1994 mynduðu Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur meirihluta og réðu Halldór Jónsson sem bæjarstjóra þó svo að Framsóknarflokkurinn hefði fengið 4 bæjarfulltrúa í kosningunum . Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu síðan meirihluta 1994 - 1998 og þá var Jakob Björnsson fyrsti bæjarstjórinn á Akureyri sem jafnframt var pólitískur leiðtogi meirihlutans . Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Akureyrarlistinn mynduðu meirihluta 1998 - 2002 var oddviti stærri meirihlutaflokksins , Kristján Þór Júlíusson ráðinn bæjarstjóri . Hann var einnig bæjarstjóri kjörtímabilið 2002 - 2006 . Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 2006 mynduðu Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn og sömdu um að Sigrún Björk Jakobsdóttir skyldi vera bæjarstjóri fyrstu þrjú árin , fyrst kvenna til að gegna bæjarstjórastarfi á Akureyri . Að þeim þremur árum liðnum tók Hermann Jón Tómasson við starfinu og gegndi því til loka kjörtímabilsins . Í bæjarstjórnarkosningunum 2010 náði L-listinn , listi fólksins hreinum meirihluta í bæjarstjórn en það hafði aldrei áður gerst á Akureyri . L-listinn hafði haft það á stefnuskrá sinni að ráða bæjarstjóra með faglegum hætti eftir auglýsingu en ekki eftir pólitískum lit eins og tíðkast hafði um skeið . Eiríkur Björn Björgvinsson var valinn úr stórum hópi umsækjenda til að gegna starfi bæjarstjóra á kjörtímabilinu 2010 - 2014 . Fyrsta konan til að taka sæti í bæjarstjórn Akureyrar var Kristín Eggertsdóttir f. 1877 á Kroppi í Eyjafirði . Hún náði kjöri við bæjarstjórnarkosningarnar 1911 og sat til loka kjörtímabilsins 1914 . Við bæjarstjórnarkosningarnar 2002 gerðist það í fyrsta skipti að konur voru í meirihluta í bæjarstjórn . Konur höfðu þó verið í meirihluta áður á einstökum bæjarstjórnarfundum . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .
Inga Þöll Þórgnýsdóttir er bæjarlögmaður . Á verksviði bæjarlögmanns er að tryggja að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé lögum samkvæmt , ýmiss konar samningsgerð , umsjón með tryggingamálum , fyrirsvar í dómsmálum og ýmis ráðgjöf til deilda , stofnana og nefnda bæjarins . Inga Þöll er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1991 en héraðsdómslögmannsréttindi fékk hún 1994 . Hún tók við starfi bæjarlögmanns 1. apríl 2002 en hafði áður rekið eigin lögmannsstofu á Akureyri . Hins vegar er embættismannakerfið , þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann .