text
stringlengths
37
38.5k
label
stringclasses
4 values
Í 13. gr. núgildandi laga um lánasjóðinn kemur fram að ríkisborgari ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, sem starfað hefur þar sem launþegi í a.m.k. fimm ár, á rétt á aðstoð til starfstengds náms hafi hann komið hingað til lands vegna starfs síns og átt hér lögheimili í eitt ár. Sama gildir um maka hans og börn sem eru yngri en 21 árs eða eru á framfæri þeirra hér á landi. Flutningsmenn leggja til að aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa starfað hér á landi í a.m.k. þrjú ár eigi rétt á námsláni vegna viðurkennds náms hér á landi. Að lokum skal þess getið að lagt er til í 2. gr. laganna að heimilt verði að veita lán til undirbúnings listnámi á háskólastigi. Slíkt nám fer nú fram við Myndlistarskólann í Reykjavík. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur fram að Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir lán til famhaldsnáms við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis. Skv. 2. gr. laganna er heimilt að veita öðrum námsmönnum námslán en þeim sem falla undir skilgreiningu 2. mgr. 1. gr., enda stundi þeir sérnám. Hér er lagt til að lögfest verði í 2. gr. laganna að heimilt verði að lána til sérnáms sem er undirbúningur að námi í listaháskóla. Slíkt nám fer nú fram við Myndlistarskólann í Reykjavík og er því á framhaldsskólastigi þó svo að innihald námsins sé sambærilegt við það sem kennt er á háskólastigi. Um 2. gr. Lagðar eru til ýmsar breytingar á 6. gr. laganna.
3
Í skýrslunni eru eftirgreind fjögur atriði sérstaklega nefnd sem röksemdir fyrir því að draga úr fangelsun: Í fyrsta lagi mannúðarsjónarmið. Einangrun frá þjóðfélaginu hefur í för með sér verulegt álag á þann sem fyrir því verður og bent hefur verið á, að vegna breyttra þjóðfélagshátta og meiri almennrar velsældar sé óskilorðsbundin refsivist þyngri refsing nú en áður var. Munurinn á fangelsissamfélaginu og hinu frjálsa samfélagi utan þess hefur aukist. Í öðru lagi er það sjónarmið sem hefur haft verulega þýðingu í umræðunni um notkun fangelsisrefsingar þ.e.a.s. tilgangurinn með frjálsræðissviptingu sem viðurlögum við afbrotum. Það hefur lengi verið talin mikilvæg forsenda fyrir notkun refsinga að með refsingunni megi hafa þau áhrif á brotamann að hann lagi sig að reglum þjóðfélagsins og haldi sig í framtíðinni frá afbrotum - sérstök varnaðaráhrif. Í þessu sambandi hefur aftur á móti verið bent á rannsóknir sem sýna að refsivist hefur ekki þau áhrif á persónuleika fanga, að ætla megi að refsivist sé árangursríkt úrræði til endurhæfingar á föngum. Þvert á móti virðist refsivist styrkja neikvæða þróun hjá brotamönnum, t.d. ósjálfstæði, deyfð og sinnuleysi, auk neikvæðrar afstöðu til þjóðfélagsins og minni sjálfsvirðingar. Það ber þó að taka fram að niðurstöður framangreindra rannsókna ber að taka með miklum fyrirvara vegna vandamála í sambandi við aðferðafræði. Þrátt fyrir margar rannsóknir hefur samt ekki verið unnt að sýna fram á að frjálsræðissvipting hafi meiri fyrirbyggjandi áhrif varðandi endurtekningu brota en ýmsar aðrar ráðstafanir gagnvart brotamönnum. Í þriðja lagi hefur verið bent á að meirihluti fanga afplánar dóma fyrir auðgunarbrot.
3
Neytendasamtökin telja að með lagafrumvarpi landbúnaðarráðherra um mjólkurframleiðslu sé verið að koma í veg fyrir að samkeppni geti orðið á markaðnum á nýjan leik. Samkvæmt frumvarpinu varðar það sektum að markaðssetja mjólkurafurðir úr umframmjólk. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram frumvarp á alþingi í sumar um viðurlög, brjóti menn gegn ákvæðum laga um markaðssetningu mjólkur. Samkvæmt frumvarpinu er lögð 110 króna sekt á mjólkursamlag fyrir hvern þann mjólkurlítra sem samlagið setur á markað, sé mjólkin frá framleiðanda sem ekki hefur greiðslumark. Sama gildir ef samlagið setur á markað mjólkurafurðir, unnar úr mjólk frá framleiðendum sem er umfram greiðslumark. Frumvarpið er komið langleiðina í gegnum Alþingi. Fyrstu umræðu lauk aðfaranótt 16.júní en enginn þingmaður tók þá til máls. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd fékk málið til umfjöllunar og vísaði því til annarrar umræðu sem fór fram í lok júní þó engar umsagnir frá hagsmunaaðilum hafi þá legið fyrir. Nú hafa Neytendasamtökin birt umsögn um frumvarpið á vef sínum. Þar kemur fram að samtökin leggjast eindregið gegn frumvarpinu. Þau telja að með því verði komið í veg fyrir að samkeppni geti orðið á nýjan leik á markaði með mjólkurafurðir þegar brýnt er að auka frelsi innan greinarinnar. Kúabændur hafi getað selt framleiðslu umfram greiðslumark til Mjólku, sem veitti Mjólkursamsölunni samkeppni. Frumvarpið komi í veg fyrir slík viðskipti. Þar að auki hafi Kaupfélag Skagfirðinga nú yfirtekið Mjólku og með samstarfi KS og Mjólkursamsölunnar sé búið að loka hringnum og í raun ríki því einokun á markaðnum.
2
Laun tveggja stjórnarmanna slitastjórnar Kaupþings hækkuðu um tæp fimmtíu prósent milli ára. Launakostnaður slitastjórnar er nærri þrefalt hærri í fyrra en árið 2011. Fundur kröfuhafa með slitastjórn Kaupþings var haldin í Hörpu í dag. Hann fór fram fyrir luktum dyrum en fréttastofa fékk þó aðgang að gögnum sem þar voru kynnt. Þar má sjá að launakostnaður slitastjórnar án virðisaukaskatts hefur aukist úr 97 milljónum árið 2011 í 269 milljónir árið 2012. Þetta eru um 277 prósenta aukning og deilist á fjóra stjórnarmenn. Jóhannes R. Jóhannsson fær tæpar áttatíu milljónir og útskýrir hækkunina með þessum hætti. Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður: Já, við höfum auðvitað á að skipa afskaplega hæfu og góðu starfsfólki sem að hefur lagt mikið á sig, sérstaklega að undanförnu. Það er nú kannski fyrst og fremst, síðan er auðvitað bara eðlilegt launaskrið og við teljum að þetta sé ásættanleg niðurstaða fyrir búið og fyrir kröfuhafa búsins. ' Stóran hluta aukningarinnar má rekja til þess að laun tveggja stjórnenda slitastjórnar, Davíðs Gíslasonar og Feldísar Óskarsdóttur, hafa hækkað nálægt fimmtíu prósentum á einu áru. Hvort þeirra fær nú rúmar fimm milljónir á mánuði. Jóhannes R. Jóhannsson: Ég get ekki tjáð mig fyrir þeirra hönd, það er ekki mitt að tjá mig um það. En ég get þó sagt að eins og aðrir þá hafa þau unnið mjög ötullega og hörðum höndum að nauðasömdu frumvörpum síðasta árið og meðal annars sleppt leyfum eins og aðrir í því sambandi.
2
Nýja verkstæðið er í 2.600 fermetra byggingu Nýtt og glæsilegt netaverkstæði Nordsøtrawl í Thyborøn í Danmörku var tekið formlega í notkun í síðustu viku að viðstöddum fjölda gesta. Nýja verkstæðið er í 2.600 fermetra byggingu og þar af eru 200 fermetrar nýttir sem skrifstofuhúsnæði. Þetta kemur fram á vef Hampiðjunnar. Veiðarfærafyrirtækið Cosmos Trawl í Danmörku á 80% hlut í Nordsötrawl en Cosmos Trawl er sem kunnugt er alfarið í eigu Hampiðjunnar. Framkvæmdastjóri Nordsøtrawl er Flemming Ruby en hann hefur áratuga langa reynslu á sviði veiðarfæragerðar. Að sögn Flemming Ruby er nýja verkstæðið búið öllum fullkomnasta tækjakosti sem völ er á. ,,Við erum hér með sex brautir sem við notum jöfnum höndum til framleiðslu og viðgerða á trollum. Markmið okkar er einfalt. Hér munum við veita viðskiptavinum okkar þá bestu þjónustu sem í boði er,“ segir Ruby en meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru útgerðarfélög í Thyborøn, þar sem starfrækt er blómleg útgerð, og annars staðar í Danmörku. Nordsøtrawl hefur einnig getið sér gott orð utan Danmerkur og nægir í því sambandi að nefna lönd eins og Svíþjóð, Holland, Noreg og Marokkó. ,,Það er meira en nóg að gera og verkefnastaðan er mjög góð. Næsta ár lítur vel út og maður verður var við aukna bjartsýni allra sem starfa í sjávarútvegi. Kvótar á flestum nytjastofnum eru á uppleið, verðið fyrir afurðirnar hefur hækkað og olíuverðið hefur lækkað umtalsvert. Það er því full ástæða fyrir okkur til að vera bjartsýn á framtíðina,“ segir Ruby en að hans sögn tókst mjög vel til varðandi nýbygginguna í Thyborøn. Sjá nánar á vef Hampiðjunnar.
2
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið lægra í sjö ár. Mikill titringur er á fjármálamörkuðum vegna lækkunarinnar. Verð á Norðursjávarolíu lækkaði um fjögur prósent og fór tunnan um tíma niður fyrir 36,4 dollara í fyrsta skipti síðan í desember 2008. Vestanhafs nam lækkunin þremur prósentum og þar fór verð á tunnu niður fyrir 35 dollara í fyrsta skipti síðan í febrúar 2009. Olíuverð hefur lækkað nær daglega síðan OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, tilkynntu 4. þessa mánaðar að þau ætluðu ekki að draga úr framleiðslunni í bráð. Ástæðan er sögð vera sú að koma meðal annars í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti aukið hlutdeild sína á markaði með olíu og gasi unnu úr sandsteini. Þá er væntanleg framleiðsluaukning í Íran farin að hafa áhrif á verð. Aukin olía þaðan fer brátt að flæða á markað með afnámi refsiaðgerða eftir kjarnorkusamkomulagið við stórveldin. Yfirlýsingar Rússa um að þeir ætli heldur ekki að draga úr sinni framleiðslu til að reyna að hækka verðið spilar einnig inn í og telja sérfræðingar litlar líkur á að verð hækki að marki á næstunni. Lækkun á olíuverði hefur leitt til að fjárfestar hafa í auknum mæli snúið baki við hefðbundnum eldsneytis- og orkuframleiðendum og telja margir sérfræðingar að það muni færast í aukana eftir samkomulagið á loftslagsráðstefnunni í París um helgina. Í kauphöllum í Lundúnum, París og Frankfurt í dag lækkaði verð á hlutabréfum í olíufélögunum Shell, BP, Total, Eni, Repsol og OMV.
2
Það var martröð fyrir lögreglumann í svona litlu plássi ef einhver fjölskyldumeðlimur gerðist alvarlega brotlegur . Hann sökkti sér niður í þessa hugaróra og tók ímyndaðar ákvarðanir sem gengu allar út á að hann þurfti að bregðast faglegu hlutverki sínu til að bjarga syni sínum frá því að rotna í fangelsi fyrir sunnan. Það skammarlega var að hann naut þess að brjóta í huganum allar reglur sem hugsast gátu til að forða syni sínum frá vandræðum. Öðru hvoru líkt og hóf hann sig upp og skoðaði sjálfan sig úr fjarska, og þá komst hann að því að hann mundi líklega gera alvöru úr þessum ákvörðunum ef á þyrfti að halda, jafnvel þótt hann þyrfti sjálfur að sitja í fangelsi fyrir það - í huganum tók hann á móti syni sínum á LitlaHrauni. Hann var einfaldlega að springa af ófullnægðri föðurást og fórnfýsi en það grátlega var að hann fékk litla útrás fyrir jákvæðar tilfinningar í samskiptum við drenginn sjálfan, í holdinu. Þurfti hann virkilega á því að halda að Bóas lenti á glapstigum til að geta sýnt væntumþykju sína? Þegar hann reif upp útidyrnar og þusti út á útidyra tröppurnar hélt hann að hann væri að sjá ofsjónir. Hann sá móta fyrir parkettverksmiðjunni í fjarska gegnum hríðina, eldtungur risu upp úr endilöngum mæninum eins og jólaskreyting í helvíti. Fyrir framan hann, á miðri götunni, stóð mjóslegin mannvera í hríðarkófinu, klædd hvítum kirtli með hauspoka sem framlengdist upp af höfðinu í strýtu að hætti KuKluxKlan. Mannveran sneri baki í hann.
0
Þetta var ekki góður árstími til að ferðast innanlands, en sunnudaginn næsta keypti nýgifta parið kex og maltöl og smalaði börnunum uppí líkbílinn því það var meiningin að fara í ferðalag. Hvert? Bara eitthvað austur og sjá svo til, en þau voru varla lögð af stað þegar þulurinn í útvarpinu sagði að leiðirnar austur væru illfærar venjulegum fólksbílum og Grettir sagðist þá ekki treysta sér, bíllinn á sléttum dekkjum og eitthvað hrekkjóttur og þar að auki vindlaust varadekkið. Og Dollí sem í orði kveðnu hafði alltaf verið hálfpartinn á móti þessari för en látið til leiðast tók upp vasaklútinn og fór að snökta að nú ætti að eyðileggja þetta fyrir sér. Hló svo gegnum tárin, haha, sprungið varadekkið! En hvað það var nú einhvernveginn einsog allt annað hjá þér! Grettir þagði en börnin sátu hnípin í aftursætinu og voru farin að vona að það yrði bara snúið aftur heim í Gamla hús til ömmu og afa. En Grettir þóttist þekkja mjög skemmtilega leið og eftir nokkurn barning voru þau komin langleiðina uppí Heiðmörk. Það var hrollkalt í bílnum, miðstöðin biluð. Vindurinn ýlfraði og þyrlaði upp vikugömlum snjó sem lá skafinn í litla skafla við hvert þúfubarð. Töffarinn reyndi að breiða út faðminn og strekkja á gormunum, en brast kraftur eða þolinmæði. Þá snaraði hann öðru handfanginu á hurðarhúninn, togaði í hitt með annarri hendinni og spilaði á gormana einsog gítarstrengi með hinni. Var í eigin hugarheimi. Tautaði fyrir munni sér. Gonna git some... real true, down to earth, go gettin', rock'n'roll beat into this one now.
0
Slíkar hugmyndir eru alþjóðlegar í eðli sínu og berast á milli manna, menningarsvæða og landa en birtingarmyndir þeirra eru aftur á móti staðbundnar og áherslan jafnan lögð á sérstöðu hverrar þjóðar. Í öllum sínum fjölbreytileika eiga þær það sameiginlegt að tilheyra hinni umfangsmiklu menningardagskrá þjóðernisstefnunnar. Eins og áður segir hefur fræðimaðurinn Joep Leerssen sett fram kenningu um þetta og heldur því fram að öll þjóðernisstefna sé menningarleg. Stefnan sé því ekki aðeins pólitísk heldur lýsi hún sér ávallt í „ræktun menningar“.1 Ræktunin fari í raun fram á nokkrum sviðum og eitt þeirra sé „efnisleg menning“ en það er sá þáttur í menningarviðleitni Sigurðar málara sem fjallað verður sérstaklega um í þessum og næsta kafla.2 Hér verður einkum hugað að fyrirmyndum og menningarlíkönum sem líklegt er að Sigurður hafi þekkt eða lagt til grundvallar skilningi sínum á hlutverki og endurreisn íslenskrar þjóðmenningar á 19. öld. Líkön af því tagi búa iðulega að baki menningarlegri þjóðernisstefnu og felast í því að þjóðmenningin er borin saman við þekktar og viðurkenndar fyrirmyndir annars staðar frá.3 Þetta birtist með skýrum hætti í bókmenntum 19. aldar þegar ýmis evrópsk skáld vildu gerast talsmenn þjóða sinna og komast í tölu þjóðskálda. Ein leið að því var að yrkja kvæði á móðurmálinu í anda ítalskra endurreisnarskálda eins og Dante (1265–1321) og Petrarca (1304–1374). Sonnettur og tersínur 19. aldar áttu öðrum þræði að sýna að á þjóðtungunni mætti yrkja kvæði sem sömdu sig að fagurfræðilegum viðmiðum ítalskrar endurreisnar og stæðust því samjöfnuð við þann skáldskap sem glæsilegastur þótti í heimsbókmenntunum.
0
Hluti sýningarinnar var eins konar virkni- herbergi þar sem safngestir gátu raðað saman módelum og líkönum úr plastkúlum og stöngum í ákveðnum hlutföllum og séð samskonar pælingar á „vinnustofu“ listamannsins í næsta sal. Tölur segja ekki mikið um gildi og gæði safnheimsókna en lítið gagn er af safnfræðslu ef gestir eru ekki til staðar á söfnum. Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt sérfræðingssjónarmiðum taka safngestir við upplýsingum en með fræðslusjónarmiðum er einblínt á notkun safngesta á safninu, að þeim líði vel á því og heimsæki það oft á eigin forsendum. Safnfræðsla snýst um mun meira en miðlun þó að miðlun um sýningar sé vissulega hluti starfsins. Þar, líkt og á sýningu Ólafs Elíassonar, er gert ráð fyrir því að gestir á öllum aldri geti slakað á og gefið sér tíma til að kynna sér viðfangsefni sýninganna betur og glíma við einhverskonar verkefni. 67 Til frekari glöggvunar má setja þessi viðhorf upp á þann hátt að meginhugmyndir hvers sjónarmiðs eru dregnar fram eins og sést á bls. 151. Safnið á að vera mikilvægur liður í að efla sjálfsmynd og samkennd Íslendinga“. Hann vildi að söfn seldu ljósmyndir og póstkort því að þannig myndi fólk átta sig á að söfn væru aðlaðandi staðir. Hver einasta stund er uppfull af tækifærum til að læra. 29 Byggingu safnsins var lokið árið 1683 og samanstóð af tíu herbergjum sem hvert höfðu sitt hlutverk.
1
Taldi um helmingur svarenda að fjárfesting í þjálfun lækna og tækjabúnaði til ómskoðunar væri hagkvæm á þeirri heilbrigðisstofnun sem þeir störfuðu á, um fjórðungur taldi ólíklegt eða alls ekki að slík fjárfesting væri hagkvæm. Meira en helmingur hafði enga þjálfun í ómskoðunum, 6% höfðu fengið þjálfun í ómskoðun sem hluta af sérnámi sínu og 12% sótt sérhæfð námskeið í ómskoðunum. Til aðgreiningar frá hefðbundnum formlegum ómskoðunum hefur þessi einfalda ómun verið nefndbedside ultrasound, point-of-care ultrasound eðaclinical ultrasound og við stingum upp á að nota heitið bráðaómun. En eftir nokkra umræðu lýstu bandarísku læknasamtökin því yfir að ómtæknin nýttist með fjölbreyttum hætti í læknisfræði. Þegar ómun er gerð af hjarta-, röntgen- eða kvensjúkdómalækni er venjulega lýst nákvæmlega því sem sést. Svörun var ekki nema um 40% í þessari könnun og því er lítið hægt að fullyrða út frá niðurstöðum hennar. Reyndist nokkur munur vera á gagnsemi ólíkra ómana að mati þeirra heilsugæslulækna sem afstöðu tóku, þannig töldu um 34% þeirra nokkuð eða mjög gagnlegt að gera ómskoðun til að skima fyrir hækkuðum innankúpuþrýstingi í höfði, en 85% töldu gagnlegt að geta framkvæmt ómun til að meta lífvænleika fósturs hjá þunguðum konum með kviðverki eða blæðingu um leggöng. Til að reyna að meta álit starfandi lækna í heilsugæslu á slíkri fjárfestingu var spurningalisti sendur öllum á póstlista Félags íslenskra heimilislækna á heimasíðu Læknafélags Íslands vorið 2011. Ofangreind svör benda til þess að íslenskir heimilislæknar telji að gagn sé að fjárfestingu í tækjabúnaði og þjálfun í ómskoðunum í heilsugæslu.
1
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi greiddi í nóvember á síðasta ári sekt upp á 100 þúsund krónur vegna vændiskaupa. Ríkissaksóknari upplýsti lögreglustjórann á Vesturlandi í byrjun júní um að þáverandi yfirlögregluþjónn væri til rannsóknar vegna ætlaðs brots gegn almennum hegningarlögum. Hann lét af störfum mánuði síðar. Maðurinn var á mánudaginn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir slagsmál sín og annars lögreglumanns í Vestmannaeyjum. Í þeim dómi kemur fram að hann hafi í nóvember gengist undir 100 þúsund króna sektargreiðslu vegna brots í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkissaksóknara um hvort og þá hvenær Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefði verið upplýstur um að yfirmaður hjá honum væri grunaður um brot gegn hegningarlögum. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir í svari sínu til fréttastofu að lögreglustjórinn hafi verið upplýstur um að yfirmaðurinn sætti rannsókn vegna ætlaðs brots gegn 1. málsgrein 206. grein hegningarlaga. Þar er kveðið á um að sá sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Sigríður segir að lögreglustjórinn hafi verið upplýstur um þetta með hliðsjón af ákvæðum lögreglulaga og ákvæðum laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að viðkomandi yfirmaður hafi beðist lausnar þann 1. júlí síðastliðin sem hann hafi fallist á samdægurs. Maðurinn hafi lokið störfum sama dag en starfslok hans fóru ekki hátt á sínum tíma.
2
Þegar á undirbúningsstiginu ætti að meta áhrif hinna ýmsu valkosta við hefðbundna reglusetningu á þætti eins og kostnað, ávinning, áhrif á aðstæður ólíkra þjóðfélagshópa og á umfang og eðli stjórnsýslu hins oinbera. Spurning nr. 4: Er lagagrunnur fyrir reglusetningu? Skipa þarf reglusetningu og reglustýringu þannig, að lögmæti allra ákvarðana sé tryggt, að ljós sé ábyrgð á því að reglusetning og reglustýring byggi á heimildum í lögum, sé í sam ræmi við samningsskuldbindingar og í samræmi við meginreglur stjórnarfars s.s. um réttar öryggi, meðalhóf og vandaða málsmeðferð. Spurning nr. 5: Hvaða stjórnsýslustig hentar best? Þeim sem undirbúa og setja reglur ber að velja framkvæmd reglnanna það stjórnsýslustig sem best hentar hverju sinni. Ef reglustýring er framkvæmd af fleiri en einu stjórnvaldi er nauðsynlegt að tryggja samræmi í framkvæmd þeirra. Spurning nr. 6: Réttlætir ávinningur kostnaðinn af reglusetningu? Þeir sem undirbúa og setja reglur eiga að meta væntanlegan heildarkostnað og ávinning af hverri nýrri tillögu um reglusetningu og einnig af hugsanlegum valkostum við hefðbundna reglusetningu. Matið ætti að gera aðgengilegt þeim sem taka ákvarðanir. Ekki ætti að grípa til opinberra afskipta nema að ljóst sé að ávinningurinn réttlæti kostnaðinn. Spurning nr. 7: Eru áhrif á hina ýmsu hópa þjóðfélagsins ljós? Þeir sem undirbúa og setja reglur ættu að gera ljós áhrif reglusetningar og reglustýringar, kostnaðar jafnt sem ávinnings, á ólíka þjóðfélagshópa, tekjudreifingu í þjóðfélaginu og meginreglna um jafnræði borgaranna. Spurning nr. 8: Eru reglurnar skýrar, skiljanlegar og aðgengilegar þeim sem þær beinast að?
3
Auðvelt ætti að vera að koma þessu í kring með kröfu um að allir samningsskilmálar séu skráðir í því formi að skiljanlegt sé og farkaupa tiltækt og að hann fái afrit af því. Rökin fyrir kröfunni um skriflega alferðarsamninga eru ekki eingöngu nauðsynleg upplýsingaskylda heldur einnig þau að vegna eðlis þessara viðskipta og möguleikanum á vanefndum og hugsanlegum skaðabótakröfum þykir rétt að formbinda samningsgerðina.
3
Kostnaður við örorkunefnd getur orðið meiri en kostnaður sem nú hlýst af greiðslum til lækna fyrir örorkumat, en það er þó engan veginn víst. Þeir sem bera bótaábyrgð á tjóni skulu bera kostnað þennan en ekki ríkissjóður. Verði frumvarpið að lögum fellur niður kostnaður við álitsgerðir og útreikninga tryggingastærðfræðinga. Einnig má gera ráð fyrir að kostnaður vegna þóknunar til lögmanna minnki. Útgjöld vegna skaðabótakrafna eru í fyrstu borin af þeim sem bera skaðabótaábyrgð eða ábyrgðartryggingum. Þegar hinn skaðabótaskyldi er atvinnurekandi verður hann að reikna með kostnaði sínum af bótagreiðslum eða iðgjöldum ábyrgðartryggingar er hann ákveður endurgjald sitt fyrir vöru eða þjónustu. Sama gildir um ríki og sveitarfélög. Skattar eða önnur opinber gjöld verða m.a. að standa undir útgjöldum sem hið opinbera hefur af því að greiða skaðabætur eða vátryggingariðgjöld. Í þessum tilvikum fellur því beinn og óbeinn kostnaður af bótagreiðslum á neytendur og skattgreiðendur. Einstaklingar, sem ekki reka atvinnu, verða að jafnaði sjálfir að bera útgjöld af skaðabótagreiðslum og iðgjöldum ábyrgðartryggingar. T.d. verða þeir sjálfir að bera iðgjöld af ábyrgðartryggingu einkabifreiðar og heimilis- eða fjölskyldutryggingu án þess að geta varpað iðgjaldabyrðinni á aðra. Heildarkostnaður af skaðabótagreiðslum fellur því endanlega á almenning án tillits til þess hver greiðir skaðabótakröfu í fyrstu. Leiði lögfesting frumvarpsins til lækkunar á heildarkostnaði við tjón, eins og hér er gert ráð fyrir, mun almenningur njóta góðs af því án þess að dregið verði úr eðlilegum bótarétti þeirra sem verða fyrir tjóni. 6. Efni frumvarpsins í hnotskurn. Í 4. kafla hér á undan er gefið alllangt yfirlit um helstu breytingar sem felast í frumvarpinu.
3
158 þúsund Bandaríkjamenn hafa sent Barack Obama forseta orðsendingu þar sem skorað er á hann að beita sér fyrir löggjöf sem takmarki rétt manna til kaupa á skotvopnum. Fólkið undirritar yfirlýsingu á vefsíðu Hvíta hússins þar sem segir að voldugir þrýstihópar beiti áhrifum sínum til þess að heimila byssueign sem sé langt umfram það sem önnur stjórnarskrárbreytingin kveði á um, en hún veitir mönnum rétt til að eiga skotvopn til sjálfsvarnar. Fréttaskýrendur segja hér átt við baráttu Skotvopnasambands Bandaríkjanna, The National Rifle Association, gegn hertri byssulöggjöf. Þeir segja fjöldamorðið í Newtown á föstudag, þar sem tvítugur karlmaður skaut 20 börn og 7 konur, og stytti sér síðan aldur, hafa vakið marga af værum blundi, valdið jafnvel hatrömmum deilum í röðum liðsmanna Skotvopnasambandsins. Þannig lýstu tveir Öldungadeildarþingmenn, og landsfrægir liðsmenn sambandsins, yfir því í gær að brýna nauðsyn bæri til að breyta lögunum. Demókratarnir Mark Warner, þingmaður Virginíu, og Joe Manchin, þingmaður Vestur-Virginíu, segja óbreytt ástand óviðunandi með öllu. Manchin er mikill veiðimaður og á mörg skotvopn, en segist ekki vita til þess að nokkur veiðimaður beiti hríðskotariffli, og því sé með öllu fráleitt að selja slík vopn á almennum markaði. Dianne Feinstein, fulltrúi Kalíforníu í Öldungadeildinni, og flokkssystir þeirra Warners og Manchins, boðaði í fyrradag frumvarp um bann við hríðskotabyssum. Hún sagðist sannfærð um að forsetinn legði blessun sína yfir það.
2
Veiðimálastjóri skal leita umsagnar Veiðimálastofnunar um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldis- eða hafbeitarstöðvar eða vatnasvæði gefa tilefni til aukinnar hættu á erfðablöndun. d. (77. gr.) Innflutningur á notuðum eldisbúnaði er óheimill. e. (78. gr.) Landbúnaðarráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa kafla með reglugerðum og öðrum stjórnvaldsreglum, m.a. um útgáfu rekstrarleyfa, örmerkingar á hluta af eða öllum laxaseiðum í kvíaeldi, fóðurnotkun, endurnýjun eldisbúnaðar, úttekt á fiskeldis- og hafbeitarstöðvum, eftirlit með starfsemi fiskeldis- og hafbeitarstöðva, flutning eldistegunda milli fiskeldis- og hafbeitarstöðva, flutning fisks og frjóvgaðra hrogna milli ótengdra vatnasvæða o.fl. Landbúnaðarráðherra getur einnig að fenginni umsögn dýralæknis fisksjúkdóma, fiskeldisnefndar, veiðimálanefndar, veiðimálastjóra og Veiðimálastofnunar takmarkað eða bannað fiskeldi, hafbeit eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða landsvæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart slíkri starfsemi. Jafnframt getur landbúnaðarráðherra ákvarðað svæðaskiptingu fiskeldis meðfram strönd landsins og heildarframleiðslu á hverju svæði. 6. gr. 85. gr. laganna, er verður 90. gr., orðast svo: 1. Landbúnaðarráðherra hefur yfirstjórn allra fiskeldis- og veiðimála. 2. Til aðstoðar landbúnaðarráðherra um stjórn fiskeldis- og veiðimála eru fiskeldisnefnd, veiðimálanefnd og veiðimálastjóri. 7. gr. Á eftir 88. gr. laganna kemur ný grein er verður 94. gr. og breytist greinatala samkvæmt því. Greinin verður svohljóðandi: 1. Í fiskeldisnefnd eiga sæti fjórir menn. Landbúnaðarráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar, einn samkvæmt tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar og einn samkvæmt tilnefningu veiðimálastjóra. Ráðherra skipar formann nefndarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti og aðalmenn. 2.
3
Pyntingar á sakborningum voru bannaðar með lögum frá 1537 og í dönskum lögum frá 1683 var ákvæði um að játning, sem fengin væri með pyntingum, væri ekki gild fyrir dómi. Samkvæmt ritheimildum voru fimm menn hálshöggnir á Kópavogsþingi: Týli Pétursson og sonur hans árið 1523, þjóðverjinn Hinrik Kul es árið 1582, böðullinn á Bessastöðum árið 1636 og Sigurður Arason árið 1704. Höfuðið var reigt aftur á bak og lá þannig í mjög óvenjulegri stellingu. Þeir mörkuðu útlínur grafarinnar sem hafði upphaf lega verið um 2,5 x 1,6 m að stærð. Tíu dögum síðar tók Jón Eyjólfsson sýslumaður í Nesi Sigurð höndum. Ane Margrethe viðurkenndi sömuleiðis að hafa hvatt hann til verksins. Hún hvatti hann til þess að byrla lasburða eiginkonu sinni eitur svo þau gætu gifst. Kópavogs þingstaður var fluttur til Reykjavíkur árið 1753 og þar með var hlutverki hans lokið. Eftir því sem næst verður komist hafa því fimm karlmenn verið hálshöggnir á staðnum (dómar 1‒2, 3‒4 og 12), og fjórir karlmenn hengdir (dómar 6‒7 og 9‒10). Sigurður Björnsson dómari og Páll Beyer amtmaður dæmdu Sigurð og Steinunni til dauða á Kópavogsþingi 14. nóvember. Næst fóru þeir að Lambastöðum til að ræða við prestinn þar og síðast til sýslumannsins í Nesi, til þess að ítreka sakleysi Sigurðar. kveðnir upp 12 dauðadómar sem framfylgt var á staðnum. Tveir hálsliðir voru úr lagi færðir og tvær framtennur vantaði í góminn. Á Íslandi árið 1704 voru Steinunn og Sigurður bæði dæmd til dauða en engar vísbendingar eru um að þau hafi verið pyntuð.
1
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir nýjan forstjóra gegna starfinu tímabundið. Nýr verði ráðinn og faglega að ráðningunni staðið. Allt eigi að vera upp á borðum. Það á þó ekki við um starfslokakjör fráfarandi forstjóra Hjörleifs Kvaran. Aðeins er gefið upp að þau séu samkvæmt ráðningarsamningi. Haraldur Flosi segir að nýja hugsun þurfi inn í Orkuveituna og því þurfi nýjan stjórnanda. Hjörleifur hafi sinnt starfinu að mörgu leyti ágætlega. Vegna þeirrar flóknu stöðu sem nú sé uppi, þyki æskilegt til að skipta um mann í brúnni. Nú stendur yfir starfsmannafundur í Orkuveitunni þar sem nýr forstjóri, Helgi Þór Ingason, verður kynntur. Haraldur segir mikilvægt að öllum sé ljóst að Helgi sé ekki forstjóri Orkuveitunnar til framtíðar, heldur eigi einungis að leiða starfið þar til nýr er fundinn. Laun Helga verða kynnt en stjórnaformaðurinn vildi ekki gefa þau upp fyrr en eftir fundinn. Hann vill heldur ekki gefa upp starfslokasamninginn við Hjörleif Kvaran og segir það almenna reglu í Orkuveitunni að trúnaður ríki um kjör. Farið sé eftir ráðningarsamningi. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í gærkvöldi lagði stjórnarformaðurinn fram þá tillögu að Hjörleifur viki úr starfi. Hún var samþykkt með þremur atkvæðum en þrír sátu hjá. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýndi í Morgunútvarpinu hversu skammur fyrirvari var á forstjóraskiptunum, og Hrönn Ríkharðsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórninni, sat hjá og segist velta fyrir sér ábyrgð fyrri stjórna Orkuveitunnar. Næsti fundur stjórnar Orkuveitunnar verður 27. ágúst. Þar veður rætt hve miklar gjaldskrárhækkanirnar verða.
2
Að öðrum kosti tilkynnir sýslumaður málsaðilum um stað og stund fyrirtöku, sbr. 20. og 21. gr., þar á meðal þriðja manni, sem kann að hafa gefið sig fram við fjárnámsgerðina, ef skilyrðum 28. gr. var fullnægt fyrir aðild hans. Hér ber þó að vekja athygli á sérreglu 4. mgr. 57. gr., þar sem kveðið er á um að óþarft sé að boða gerðarþola til endurupptöku við þargreindar aðstæður. Um frekari framkvæmd við endurupptöku yrði unnt að beita viðeigandi reglum um fjárnámsgerðir. Í 3. mgr. kemur fram regla, sem skýrir sig sjálf. Um 69. gr. Í 69.–71. gr. koma fram sérstakar reglur um fjárnám til fullnustu kröfum um dagsektir, en eins og vikið var að í almennum athugasemdum, eru kröfur sem þessar sérstaks eðlis, og því þörf sérreglna um ýmis atriði. Í 69. gr. er skilgreint hverjar þær kröfur eru, sem sérreglur 10. kafla taka til. Segir að það séu kröfur um dagsektir og önnur áfallandi viðurlög, sem hafa verið lögð á gerðarþola til að knýja hann til efnda á skyldu, ef fjárhæð þeirra hefur ekki verið ákveðin á þann hátt, að skaðabætur felist í henni eða endurgjald til þess, sem gerðarþoli ber skyldu við. Ummæli ákvæðisins um „önnur áfallandi viðurlög“ eiga rætur að rekja til þess, að þvingunarúrræðin, sem það tekur til, eru í ýmsum tilvikum nefnd öðru heiti en dagsektir. Það heiti hefur einnig verið notað um annað en það, sem rétt mætti telja samkvæmt bókstaflegum skilningi á því.
3
Hér kemur því hvort tveggja til að almenningur eigi rétt á að fá upplýsingar um umhverfismál og að almenningur eigi rétt á að vera upplýstur um umhverfismál. Lögin gilda um aðgang að upplýsingum um umhverfismál hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra skv. 2. gr. Þau byggja á þeirri forsendu að sá sem óskar eftir upplýsingum þarf ekki að eiga neinna hagsmuna að gæta og því getur hver sem er óskað eftir upplýsingum án þess að þurfa að rökstyðja það sérstaklega. Til að framfylgja þeim grundvallarrétti sem fram kemur í 1. mgr. þarf að tryggja mönnum rétt á að tjá sig um og koma að athugasemdum vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem haft geta umtalsverð áhrif á nánasta umhverfi þeirra. Regla þessi felur í sér sjálfsögð mannréttindi í lýðræðislegu þjóðfélagi og verndar rétt almennings og gæði náttúrunnar um leið og stuðlar þannig að sjálfbærri þróun. Reglan veitir því mikilvægt réttaröryggi. Regluna er að finna í ýmsum lögum og reglugerðum. Hér má t.d. benda á 13., 18. og 25. gr. skipulags- og bygg ingarlaga, nr. 73/1997, með síðari breytingum, um meðferð skipulagstillagna og rétt til að gera athugasemdir við þær. Réttindum manna fylgja skyldur og því fjallar 4. mgr. um ábyrgð einstaklinga. Þar er þeim gert skylt að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið og varðveita þau gæði sem felast í 1. mgr. Dæmi um slíkt ákvæði í íslenskri löggjöf er að finna í áðurnefndri 16. gr. náttúru verndarlaga, nr. 93/1996. Um 3. gr. Í greininni er lagt til að lögfest verði svokölluð varúðarregla.
3
FH-ingar skildu Hauka eftir með sárt ennið við botn úrvalsdeildarinnar eftir leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Auðvitað var þetta hörku leikur og spennandi fram á síðustu mínútur. Haukar fóru betur af stað og náðu mest 4 marka forystu 6-2 upp úr miðjum fyrri hálfleik. En þá kom undarlegur kafli sem endaði með því að Haukar voru með 2 útileikmenn á móti 6 FH-ingum. Jón Þorbjörn fékk brottvísun fyrir að brjóta á Jóhanni Birgi og á næstu mínútu fær Adam Haukur 2ja mínútna brottvísun. Þjálfarar Haukanna voru mjög ósáttir með þetta og þriðji Haukamaðurinn varð að fara útaf! Og til að kóróna þetta fá Haukar enn eina brottvísun fyrir vitlausa skiptingu og fjórir því útaf á rúmlega mínútu. FH-ingum tókst ekki að nýta sér yfirburðinn nema til að skora eitt mark. Þeir komust því betur og betur inn í leikinn og eftir að þeir misstu Jóhann Karl Reynisson út af með rautt spjald á 25. mínútu fyrir mjög hart brot á Hákoni Daði Styrmissyni jöfnuðu þeir leikinn 8-8. Hákon Daði fór sárþjáður af velli og síðar var upplýst að farið hefði verið með hann á spítala. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Hauka. Í seinni hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum og náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Náði liðið mest 5 marka forystu 20-15 en Haukar börðust áfram og náðu að minnka muninn í 2 mörk áður en FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. 28-24 var lokastaða leiksins. Leikurinn var mjög harður og þrír FH-ingar fengu rauð spjöld. Haukar fengu samtals 18 mínútna brottvísun og FH 12 mínútna.
2
Sigðir voru notaðar fyrir ýmislegt eins og að skera þara eins og sigðin frá Breiðabólsstað á Álftanesi í Bessastaðahreppi er dæmi um (sarpur.is 1973–80) og til að skera lim af birkistofnum við kolagerð. Einnig má geta sér til að sigðir hafi verið notaðar til að skera hvönn og fleira. Sigðir eru ekki algengir gripir í fundarflóru fornleifarannsókna. Þó hafa þær nokkrar fundist. Elstar eru fjórar sigðir í kumlum frá 10. öld. Í Brimnesi í Skagafirði í kumli 2, (Kristján Eldjárn 1956:111), í Granagiljum í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu í kumli 4 (sami 1956:192–3), á Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu (Kristján Eldjárn 1958:139–40) og á Selfossi í kumli 2 (Gísli Gestsson 1966:7071). Nokkrar sigðir hafa fundist við bæjarhúsarannsóknir á Íslandi. Þar á meðal meint sigð frá 9.–10. öld sem fannst í Hólmi í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu (Bjarni F. Einarsson 2015:249) og sigð í Skallakoti í Þjórsárdal frá 10.–11. öld (Roussell 1943:69–70). Einnig er til meint sigð sem fannst í Reykholti (sarpur.is 2005-25-567). Innflutningur á útlensku korni jókst stórlega upp úr 1300 vegna þess að nýir markaðir fyrir kornið opnuðust þegar mun ódýrara korn fór að berast frá Úkraínu og Litháen. Var það allt að 75% ódýrara en áður var (Gísli Gunnarsson 1980:32). Þessi ódýri innflutningur hefur haft þær afleiðingar að kornrækt hafi meira eða minna lagst af hér á landi, enda hefur hún alltaf verið lítt ábatasöm vegna veðurlagsins. Kúabót er stærsta býli sem rannsakað hefur verið á Íslandi og enginn veit hvað það hefur heitið þegar það var í byggð.
0
Hafnar framkvæmdastjórnin því að sömu sjónarmið eigi við um samruna Deutsche Bank og Actavis með eftirfarandi orðum: Í meginatriðum var málsmeðferðarreglum bætt við lögin þannig að nú er mælt með ítarlegri hætti en áður fyrir um málsmeðferð samrunamála í lögunum sjálfum. hvað varðaði óæskileg hagsmunatengsl auk þess sem kveðið var á um söluskyldu, almenna upplýsingagjöf o. Þar kemur fram að við meðferð málsins hafi verið könnuð framkvæmd Samkeppniseftirlitsins varðandi yfirtökur þriggja stærstu viðskiptabankanna á rekstrarfélögum. Kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að þessi breyting sé sérstaklega mikilvæg vegna „fákeppniseinkenna í íslensku hagkerfi“6 og eru rökin fyrir henni sögð vera þau að „samruni geti verið skaðlegur samkeppni, jafnvel þó að hann leiði ekki til markaðsráðandi stöðu eða styrki markaðsráðandi stöðu.“ Við mat á lögmæti samruna skal Samkeppniseftirlitið taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur 5 Alþt. Í samrunareglugerð EB segir svo í 3. mgr. 2. gr.: Slíkir samrunar geta jafnframt haft áhrif á aðra keppinauta á viðkomandi markaði. Voru eignarhlutirnir þó ekki metnir það stórir að ástæða væri til sérstakrar íhlutunar af þeim sökum. Í reglugerðinni um lárétta samruna segir að samruni geti dregið verulega úr samkeppni á markaði vegna þess að samkeppni á milli þeirra aðila sem sameinast hverfur (ósamræmd áhrif eða það sem nefnt er „unilateral effects“ eða „non-coordinated effect“ á ensku). Í þessum málum voru sett allítarleg skilyrði sem stefnt var gegn þeim vandamálum sem áfrýjunarnefndin taldi stafa af yfirtökum banka á atvinnufyrirtækjum, m. a.
1
Orðin „Yfirkjörstjórnarmenn skulu allir vera búsettir í hlutaðeigandi kjördæmi“ og „eða yfirkjörstjórnarmaður flyst búferlum úr kjördæmi“ í 1. mgr. 9. gr. laganna falla brott. 6. gr. 2. og 3. mgr. 27. gr. laganna orðast svo: Með stjórnmálasamtökum er í lögum þessum átt við samtök sem bjóða eða boðið hafa fram við alþingiskosningar. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Allir listar, sem bornir eru fram fyrir sömu stjórnmálasamtök, eiga saman þegar jöfnunarsætum er úthlutað skv. 117. og 118. gr. Ef fyrrgreinda yfirlýsingu vantar telst listi vera sérstakt framboð. Ef sá sem ákveður framboðslista eða staðfestir hann endanlega samkvæmt reglum stjórnmálasamtaka ber fram mótmæli gegn því að listi sé í framboði fyrir þau samtök skal úrskurða að slíkur framboðslisti teljist ekki vera í framboði fyrir þau. 7. gr. 30. gr. laganna orðast svo: Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Nú berst yfirkjörstjórn listi með fleiri nöfnum en tilskilið er og skal þá nema burt af listanum öftustu nöfnin sem eru fram yfir tilskilda tölu. 8. gr. 34. gr. laganna orðast svo: Sérhver stjórnmálasamtök, sem boðið hafa fram, eiga rétt á að hafa tvo umboðsmenn viðstadda er landskjörstjórn úrskurðar skv. 42. gr. hverjum samtökum skuli telja þá framboðslista sem fram hafa komið, svo og við öll störf landskjörstjórnar að úthlutun jöfnunarsæta.
3
Skrifaðu þessi þrjú orð niður ásamt orðskýringu. Af og til kemst í fréttir að einhver lagahöfundur fer í mál við annan lagahöfund. Þá telur fyrri lagahöfundur að sá síðari hafi stolið laglínu eða texta úr sínu lagi. Lítum á eina slíka frétt frá aprílmánuði 2018: MORGUNÚTVARPIÐ | 04.04.2018 | 10:48 | Davíð R. Gunnarsson Hvenær stelur maður lagi og hvenær fær maður löglegan innblástur? Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs segir að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig en hún ræddi fyrirhugaða málsókn Jóhanns Helgasonar út af laginu „You Raise Me Up‟ og nýuppkvaðinn dóm um lagið „Blurred Lines‟ í Morgunútvarpinu. Í gær greindi Vísir frá því að Jóhann Helgason hygðist stefna Uni- versal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland fyrir hugverkastuld. Jóhann segir lagið „You Raise Me Up‟ sem er vinsælast í flutningi Josh Grobans vera óeðlilega líkt lagi sínu „Söknuður‟ sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng. „Það eru mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir Jóhann, það er ljóst að ef það yrði dæmt að hann eigi hluta af laginu „You Raise Me Up‟, þá hefur hann í langan tíma farið á mis við mjög miklar höfundarréttargreiðslur,‟ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir í viðtali við Morgunútvarpið. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna fyrirhugaðrar málssóknar verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna, segir í tilkynningu sem send var á vegum Jóhanns.
0
Religio feli því í sér hvort tveggja í senn; innri guðhræðslu tilbiðjandans og ytri helgisiði tilbeiðslunnar. 60 Ég læt nægja að beina athygli að fyrstu ræðu ritsins þar sem skýrast kemur fram trúarheimspekileg glíma hans við mismunandi merkingu hugtaksins en Schleiermacher ræðir eðli religio(n) mjög ítarlega í annarri ræðunni einnig. 65 Sama heimild, bls. 81. Til að glöggva sig frekar á muninum á hinni fornu og nýju merkingu religio(n) ber Cantwell Smith fornaldar- og miðaldaskilning á religio saman við skilning Ficinos í De Christiana Religione. Herbert þessi hefur verið kallaður faðir enska deismans og fjallaði mikið um religio(n) í ritum sínum – ekki síst vegna hvatningar frá Hugo Grotíus. Það er mat höfundar þessarar greinar að þessi merkingarmunur skili sér ekki alls staðar í þýðingunni. Religio: áherslur fornaldarmanna Trúarupplifunin sjálf er religio(n), tilfinningin og reynslan af því að tilheyra hinu heilaga. Religio(n) í fleirtölu á þessu tímabili vísar því vel að merkja aðeins til kristinna trúarhópa en ekki til trúarbragða í nútímamerkingu, eða heimstrúarbragða. Tómas þekkti greinilega til skrifa Ágústínusar um religio og líkt og hann samþykkir hann ekki að heiðin tilbeiðsla geti verið sönn. Ég tel aftur á móti að oft og tíðum hefði verið nauðsynlegt að líta framhjá þessum orðum í þýðingunni, sérstaklega trúarbragðahugtakinu, til þess að afvegaleiða ekki lesendur. 51 Skýrt dæmi um þessa umbreytingu52 telja Cantwell Smith og Cavanaugh að sé að finna í skrifum Hugos Grotíus (1583–1645) á fyrri hluta sautjándu aldar.
1
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gefur góð ráð um ástarlífið, ef marka má nýju bókina Yes We (Still) Can eftir Dan Pfeiffer, sem var náinn samstarfsmaður Obama þegar hann var forseti. Í bókinni lýsir hann síðasta degi þeirra félaga í Hvíta húsinu þegar Dan var að ræða við Obama um framtíðarplönin sín og að hann ætlaði að flytja inn með kærustu sinni Howli Ledbetter. „Þannig að þið ætlið að flytja inn saman? Er þetta sú eina rétta?” spurði Obama samstarfsmann sinn. Þegar hann sagði já, sagði þessi fyrrverandi forseti að Dan þyrfti að spyrja sig þriggja spurninga áður en hann tæki svo veigamikla ákvörðun. „Finnst þér hún áhugaverð? Þú átt eftir að eyða meiri tíma með þessari manneskju en nokkrum öðrum til æviloka og það er ekkert mikilvægara en að vilja alltaf heyra hvað hún hefur að segja um hlutina,” var spurning númer eitt sem Obama bar upp. Í öðru lagi spurði hann Dan hvort Howli fengi hann til að hlæja. Þriðja spurningin var síðan varðandi barneignir. „Ég veit ekki hvort þú vilt eignast börn, en ef þú vilt það – heldurðu að hún verði góð móðir?” Dan svaraði öllum spurningum forsetans fyrrverandi játandi. „Howli er mjög áhugaverð og fyndnari en ég og hún verður stórkostleg móðir,” sagði Dan og Obama var hæstánægður með svarið. „Það hljómar eins og hún sé sú eina rétta. Heppinn þú.” Svo fór að Dan og Howli gengu í það heilaga í október árið 2016, en þess má geta að Obama sjálfur hefur verið kvæntur Michelle í tæp 26 ár.
2
Þingmennirnir Róbert Marshall, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, töluðu um það í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að réttlætisvitund þjóðarinnar væri misboðið með landsdómsmálinu, en hvort með sínum hætti. „Ég held að það væri mjög slæmt fyrir réttlætisvitund og andann í samfélaginu að fara að nema staðar og slíta landsdómi núna,“ sagði Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, um afleiðingar þess ef Alþingi samþykkir á föstudag að draga til baka ákæruna gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem rekin er fyrir landsdómi. Hann sagði hins vegar að hann teldi að slík tillaga yrði felld. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, andmælti þessu og sagði þessu þveröfugt farið. „Ég held að réttlætiskennd þjóðarinnar sé mun meira misboðið með því að vera hér á Íslandi 2012 með pólitísk réttarhöld sem eiga ekkert sameiginlegt með lýðræðisríki og mannréttindum og virðingu fyrir mannréttindum og réttindum sakborninga í þessu þjóðfélagi og þeim þjóðfélögum sem við viljum helst bera okkur við. Þetta á ekkert sammerkt með því.“ Róbert og Ragnheiður eru á öndverðum meiði í afstöðu sinni til ákærunnar. Róbert vill láta hana standa þrátt fyrir að hafa greitt atkvæði gegn henni á sínum tíma og segir ekkert hafa breyst síðan þá. Ragnheiður Elín greiddi atkvæði gegn ákærunni á sínum tíma og vill draga hana til baka. Hún segir mikið hafa breyst við það að tveimur ákæruliðum var vísað frá dómi. Hún hafi skynjað það á viðræðum sínum við þingmenn úr öðrum flokkum fyrir jól að meirihluti væri fyrir því að draga tillöguna til baka.
2
Ég hef verið svo heppinn að fá með mér frábært fólk í rannsóknarhópinn minn, sem hefur stækkað tiltölulega fljótt síðan ég flutti til Íslands 2012 og samanstendur nú af 6 doktorsnemum og tölfræðingi auk þess sem nokkrir læknanemar og almennir læknar hafa tekið þátt í ýmsum verkefnum. „Þess vegna hefur það mikla þýðingu fyrir minn rannsóknarhóp að fá þennan styrk. Við munum geta haldið áfram því starfi sem við lögðum upp með og að öllum líkindum ná að stækka hópinn strax í haust. Verðlaunahafi úr sjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar árið 2015 er Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor fyrir rannsóknir sínar á sviði faraldsfræði blóð- og mergsjúkdóma. Í stuttu spjalli við Læknablaðið um rannsóknir sínar kveðst Sigurður hafa einbeitt sér að undanförnu að rannsóknum á sjúkdómnum mergæxli (myeloma) og forstigi hans. Verðlaunahafinn að þessu sinni er Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor. Núna liggja eftir hann á 8. tug vísindagreina sem birst hafa í virtum tímaritum. Sigurður Yngvi er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og starfandi læknir á Landspítala, en viðheldur einnig starfstengslum við Karolinska sjúkrahúsið. Á sviði faraldsfræði blóðsjúkdóma stendur Sigurður Yngvi í fremstu röð á heimsvísu. Hann lauk sérnámi í lyflækningum og blóðsjúkdómafræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi árið 2006 og doktorsprófi í blóðsjúkdómafræði árið 2009. Efniviður rannsókna okkar eru meðal annars gagnagrunnar sem við settum saman í Svíþjóð og byggja á sænskum sjúklingaskrám en einnig erum við nú að rannsaka íslenska sjúklinga. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Vísindadögum Landspítalans 28. apríl.
1
Bjóst eiginlega við því að síðan kæmi röðin að Miles Davis eða Lionel Hampton í beinu símasambandi frá meginlandi Evrópu eða Ameríku. Þá lagði Vernharður allt í einu símtólið á, bauð mig velkominn og kjúklingurinn á sínum stað og sest að snæðingi og mikið rétt, sólin nánast á svölunum eins og gert var ráð fyrir þegar hann hringdi. Ljóðabækur komu út hjá bókaforlögum. Almenna bókafélagið gaf út nýja ljóðabók eftir Matthías Johannessen í 1500 eintökum, Dagur ei meir, með myndum eftir Erró og bókin seldist upp á rúmum mánuði. Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri, sagði í blaðaviðtali að afar fátítt væri að ljóðabækur seldust í svo stóru upplagi, útgefendur gerðu sig ánægða með að ljóðabækur seldust í 2–300 eintökum á einu ári. Mikill ljóðaáhugi var líka í framhaldsskólum. Einar Kárason var í ritnefnd skólablaðs Menntaskólans við Tjörnina og sagði í blaðaviðtali að ritnefndarmenn væru bókstaflega að drukkna í ljóðum á köflum. Alls konar ljóð komu til þeirra, mikið um eins konar gamanvísur en einnig mikið af innhverfum nútímavísum, sem ritnefndarmenn áttu erfitt með að skilja. Þeir vissu þó snemma hvort þarna var um góðan skáldskap að ræða eða ekki. Einar taldi að kannski hefðu verið sextán skáld í fjórða bekk, en þar af þó fjögur til fimm sem raunverulega ortu af alvöru og það hefði ekki verið svo slæmt í rúmlega hundrað nemanda hópi. Í þessum jarðvegi varð Lostafulli Lystræninginn til. Fyrsta tölublað kom út í októbermánuði 1975, en bar aðeins nafnið Lystræninginn frá og með öðru tölublaði.
0
Eg get verið fáorður um það. Kvennafar heyrist nú eigi nefnt af þessum gömlu kumpánum. Það er eins og þeir séu dauðir úr öllum æðum. Það er dálítið öðruvísi en í fyrra vetur. Eg fer aldrei út á kvöldin nema eg eigi brýnt erindi. Tvær stúlkur komu hingað í húsið í haust og eru hér til vistar í vetur. Önnur þeirra er systir Önnu sem hér var í fyrra; hin er norðan úr Hrútafirði. Báðar eru þær laglegar vel, einkum Hrútfirska kvinnan; hún er líka bráðskynsöm. Hún er systir Sigurgeirs, sem hér var í fyrra og er hér nú; þú kannast við hann. Við höfum feykilega gaman að þeim. Sumir segja að stúlkan að sunnan sé ekki fráleit í hitt og þetta - - -. Læt eg svo úttalað um það. VII. kafli Þá er nú efni bréfsins útspunnið. Bréfið er nú orðið töluvert langt, en ekki mátt þú vonast eftir svona löngu bréfi aftur. Af mér er það frekast að segja, að mér líður illa, bölvanlega. Reyndar líður mér ágætlega að því sem fólkið getur aðgert, en margt kvelur sál mína. Eg get ekki sofið á nóttunum. Það er alt af svartnættis dauðamyrkur í kringum mig; enginn geisli, enginn ylur. Eg hefi ásett mér að taka prófið í vor og eg vil vona að mér takist það. Ekkert hefi eg fengið að gera og fæ það ekki héðan af. Guðbrandur Magnússon lét mig hafa ofurlítið að skrifa fyrir ungmennafélagið. Það voru gerðir sambandsþingsins og hefi eg nú lokið því.
0
Stjórnarmaður í Félagi geislafræðinga undrast að formanni félagsins hafi verið sagt upp störfum á Landspítalanum þegar álag á geislafræðinga er mikið og full þörf sé fyrir starfskrafta hennar. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í gær að uppsögn Katrínar Sigurðardóttur, formanns félags geislafræðinga, væri ekki í tengslum við ummæli hennar í fjölmiðlum, heldur væri verið að leggja starf hennar sem kerfisgeislafræðings niður. Ragnheiður Pálsdóttir er stjórnarmaður í Félagi geislafræðinga. Hún undrast uppsögn Katrínar sem starfað hefur yfir þrjátíu ár á Landspítalanum. Ragnheiður segist ætla að Katrín geti starfað sem geislafræðingur þó hún hætti störfum sem kerfisgeislafræðingur því þar hafi verið mikil mannekla og ekki veitt af því að fá hana til starfa sem almennur geislafræðingur. „Eins og Björn Zoega sagði í útvarpsvitali í gær, að störfin séu mismikilvæg og gefur í skyn að þetta sé gagnlítið starf en starfið er ekki það gagnlítið að þó það hafi verið lagt niður að þá hafa störfin sem Katrín gegndi verið sett í hendur annarra, þannig að hans orð standa ekki“, segir Ragnheiður. Um fimmtíu geislafræðingar hafa sagt upp störfum á spítalanum. Uppsagnirnar þeirra áttu að taka gildi um síðustu mánaðarmót en fresturinn var framlengdur til 1. ágúst. Ragnheiður segir miður að heyra Björn Zoega segja í útvarpsviðtali að geislafræðingar væru í hópuppsögnum því það er ekki rétt. Það er ólöglegt. Hver og einn geislafræðingur sé að segja upp á sínum forsendum, mest megnis vegna óánægju. Hún segir mikið álag hafa verið í vinnunni og kjör geislafræðinga hafi staðið í stað í mörg ár.
2
Slíkt styrkir fremur en hitt samþættingu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Sjá einnig 147. mál á 130. þingi (Alþt. 4 Páll Þórhallsson: „Stjórnskipunarréttur: ritdómur“. 26 Einn stjórnmálaflokkur hefur þó haft á stefnuskrá sinni að afnema þingræðiskerfið og innleiða stjórnkerfi í líkingu við það sem er í Bandaríkjunum. Ein veigamesta breytingin á stjórnarskránni 1991 var afnám deildaskiptingarinnar þannig að Alþingi varð ein málstofa, en þingið hafði stærstan hluta 20. aldar í reynd starfað í þremur málstofum: efri deild, neðri deild og sameinuðu þingi. Ekki er það eingöngu samþætting þings og ríkisstjórnar sem hefur áhrif á möguleika Alþingis til að sinna eftirlitshlutverki. Þessi nálgun höfundar er að nokkru leyti í ætt við þau sjónarmið sem Páll Þórhallsson, lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, hefur sett fram í tímariti laganema, Úlfljóti, en í grein þar gagnrýnir Páll m.a. aðferðafræði stjórnskipunarréttar, eins og sú fræðigrein hefur verið kennd við lagadeild Háskóla Íslands, og hvetur jafnframt til samstarfs við „stjórnmálafræði- og heimspekideildir Háskólans um rannsóknir í stjórnskipunarfræðum“. Átakalínan er í stað þess annars vegar á milli ríkisstjórnar og stuðningsmanna hennar og hins vegar þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðuna. 79 Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands, bls. 35-36. Vega þar þyngst þingmál stjórnarandstöðunnar og umræður utan dagskrár um mál sem eru efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni. 53 „Úlfaldi úr mýflugu“. Morgunblaðið [innlendar fréttir]. 6 Það efni, sem sett er fram í þessari grein, er ekki nýtt (nema hvað tölulegar upplýsingar hafa verið uppfærðar) því að það byggist á þáttum í fyrirlestrum sem höfundur hefur flutt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á undanförnum árum sem stundakennari. Alþingistíðindi A, 2003-2004, bls. 6918, 6922.
1
Nú veitir ráðherra öðrum en landeiganda leyfi skv. 5., 12. og 13. gr. til að leita að, rannsaka eða hagnýta auðlind í eigu eða undir yfirráðum ríkisins innan landareignar sem er háð einkaeignarrétti, og getur landeigandi þá krafist bóta vegna tjóns sem hann verður sannanlega fyrir af þeim sökum. Við ákvörðun bóta skv. 1. mgr. skal aðeins tekið tillit til tjóns vegna verðrýrnunar á landareign og spjalla á henni, afnotamissis af landgæðum eða hlunnindum og umferðar eða átroðnings á landareign. Valdi aðgerðir leyfishafa því að landeigandi geti ekki nýtt auðlindir sem fylgja landareign eða þær spillist á landeigandi einnig rétt til bóta vegna tjóns síns af því. 29. gr. Ráðherra getur heimilað þeim sem hefur fengið leyfi skv. 5., 12. eða 13. gr. til að leita að, rannsaka eða hagnýta auðlind í eigu eða undir yfirráðum ríkisins innan landareignar sem er háð einkaeignarrétti að taka eignarnámi land, mannvirki og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðyn ber til svo leyfið geti komið að notum. Ráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi auðlindir í jörðu sem fylgja landareign sem er háð einkaeignarrétti, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef þess reynist þörf til að koma við nýtingu þeirra eða koma í veg fyrir að nýting þeirra spilli fyrir hagnýtingu sömu auðlindar utan landareignarinnar. Ráðherra getur heimilað sveitarfélagi að taka eignarnámi auðlindir sem fylgja landareign sem er háð einkaeignarrétti, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef brýna nauðsyn ber til vegna almannahagsmuna í sveitarfélaginu.
3
Opnum fundi velferðarnefndar, þar sem ræða á meint afskipti Braga Guðbrandssonar af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu og íhlutan hans í kynferðisbrotamáli, verður frestað fram á miðvikudag. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar boðaði félagsmálaráðherra til fundarins, og sagði brýnt að farið yrði yfir málið á mánudag, en þá um kvöldið rennur út frestur til að tilnefna Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnin samþykkti að tilnefna Braga eftir að velferðarráðuneytið lauk skoðun sinni á málinu í febrúar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í fréttum RÚV í gær að hann hlakkaði til að mæta á fundinn. Að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns Ásmundar, óskuðu þeir eftir því við nefndina að fundinum yrði frestað þar sem ráðherrann var þegar bókaður í móttöku á Vestfjörðum á mánudag. Nefndin hafi samþykkt þá beiðni. Fjallað var ítarlega um málið í Stundinni í gær, en fyrst var greint frá meintum afskiptum Braga af kynferðisbrotamálinu í fréttum RÚV í nóvember í fyrra. Niðurstaða rannsóknar velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna starfa Braga var að sögn félagsmálaráðherra sú, að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að margar upplýsingar um málið í grein Stundarinnar hafi ekki komið fram þegar félagsmálaráðherra gerði grein fyrir niðurstöðu ráðuneytisins í velferðarnefnd. Halldóra óskaði eftir öllum gögnum málsins í mars, en gögnin bárust loks í þessari viku, um mánuði eftir að beiðnin var lögð fram. Gögnin eru háð trúnaði og eingöngu nefndarmenn mega skoða þau á nefndarsviði Alþingis.
2
Í bókinni The Body Keeps the Score bendir geðlæknirinn Bessel van der Kolk á að hvort við munum eftir tilteknum atburði yfir höfuð og hversu nákvæmlega fari einkum eftir því hversu mikið atburðurinn kemur okkur persónulega við og hve tengdar minningarnar eru tilfinningum en því sterkari tilfinningaleg tengsl því meiri líkur eru á að atburðurinn geymist í minninu. Um heilann, opinn fræðslufundur um heilann í blíðu og stríðu“, https://vimeo. Viðkomandi missir meðvitund án þess að detta. Áður en fjallað verður um minni Sögu og hvaða aðferðir hún notar til að rifja upp hið liðna er rétt að fjalla stuttlega um minnið og endurheimtingu minninga. Samkvæmt Schacter er endurheimting minninga þó ekki svona einföld en hann heldur því fram að minnisgeymsla (e. memory storage) mannsins sé afar brotakennd og slitrótt. í ímyndum, draumum, óvelkomnum endurlitum og hugsunum. Fljótlega kemur þó í ljós að ekki er um náttúrufyrirbærið að ræða heldur skjálfta innra með ákveðinni persónu; nánar tiltekið hefur aðalpersónan fengið krampaflog. FLOGIð ER ORSAKAVALDUR/KRAFTUR (e. THE SEIZURE IS An AGEnT/FORCE) Læknahugvísindi eru þverfagleg en þau sækja bæði til líf- og hugvísinda til að skoða og skilja betur þætti sem snúa að sjúklingum og heilbrigðisstarfsmönnum; til dæmis veikindi, sársauka, lækningar, samlíðan, frásagnir og samskipti; með það að leiðarljósi að skilja manneskjuna betur og auka eigin félagslega færni. Tráma- tískur atburður felur í sér sársaukafulla reynslu en dæmi um slíka atburði eru alvarleg veikindi og að sjá einhvern nákominn sér láta lífið rétt eins og Saga hefur mátt reyna.
1
Sendiráð Rússlands á Íslandi getur ekki svarað því hvers vegna Ísland er ekki á lista yfir þær þjóðir sem bannað hefur verið flytja matvæli til Rússlands. Það hafi einfaldlega verið ákvörðun rússnesku ríkisstjórnarinnar að hafa Ísland ekki á listanum. Rússnesk stjórnvöld hafa bannað mest allan innflutning á matvælum frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu auk nokkurra annarra ríkja, meðal annars Noregs. Þetta eru viðbrögð við þvingunaraðgerðum vesturveldanna sem settar voru á Rússa vegna stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við málstað Úkraínumanna. Þar að auki hefur hann staðfest þvingunaraðgerðir sem settar hafa verið eftir að Rússar lögðu undir sig Krímskagann. Gunnar Bragi sagði í fréttum í gær að aðgerðir Rússa breyti engu um afstöðu hans til þróunar mála í Úkraínu. Sendiherra Rússlands á Íslandi gat ekki veitt viðtal við fréttastofu þegar eftir því var leitað í morgun. Alexey Shadskiy, sendiráðunautur í rússneska sendiráðinu, staðfesti hins vegar að Ísland væri ekki á listanum. Þegar Shadskiy var spurður hvers vegna svo væri, í ljósi afstöðu landsins í málefnum Úkraínu, sagðist hann ekki geta svarað því öðruvísi en þannig að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar í Rússlandi að hafa Ísland ekki á listanum. Þá gæti hann ekki svarað því hvort líklegt væri að Ísland færi á listann. Shadskiy tók það þó fram að það væri ekki rétt sem fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum í morgun að listinn yfir þjóðirnar sé sveigjanlegur.
2
Jafnvirði landsframleiðslu á einu ári hefur tapast á hlutabréfamarkaði á nokkrum mánuðum. Alls um 1.300 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagspá Kaupþings. Greiningardeild bankans telur góðar forsendur til stýrivaxtalækkunar. Í spánni kemur fram fram að efnahagslífið kólni hraðar en gert hefur verið ráð fyrir. Þetta er sem fyrr rakið til undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Greiningardeild Kaupþings bendir á að nú sé lag fyrir Seðlabankann að lækka stýrivexti. Til þess séu heppilegar aðstæður í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildarinnar: Núna á undanförnum árum hefur Seðlabankinn náttúrulega verið að berjast við mikla þenslu í efnahagslífinu. Hann hefur orðið að hækka vexti töluvert til þess að reyna að hafa hemil á henni. Nú skulum við reyna að orða það þannig í rauninni að allt í einu hafi komið vaxtahækkun að utan sem hafi í rauninni komið á hagkerfið og það er svona leið til þess að að allt í einu hafa vextirnir hjá Seðlabankanum miklu meira bit heldur en þeir höfðu áður. Og kannski á þessum tímapunkti líka sem að Seðlabankinn á þá að fara að huga að því að hann þurfi að fara að slaka á klónni. Lækkunin þurfi að koma til fyrr en síðar ella verði vaxtalækkunarferlið hraðara og áhættursamara, sem geti valdið kollsteypu á gjaldeyrismarkaði eins og það er orðað í skýrslunni. Greiningardeildin spáir því ennfremur að einkaneysla dragist saman um 5% á næstu tveimur árum.
2
Má finna hve gott og létt samband þeirra er. Raunar sama hvor bróðirinn er þegar því er að skipta. Í Ólafsvík er gist í einni verbúðinni sem rekin er sem hótel að sumrinu. Um nóttina fara allt í einu í gang sírenur handan götunnar í slökkvibílageymslunni. Fólk drífur að. Lengi ekki hægt að stöðva sírenuvælið sem reynist vera gabb, því lögreglumenn eru með lyklana úti á Hellissandi að skyldustörfum á balli. Varð tilefni mikils galsa í hópnum morguninn eftir þegar fólk fór að bera sig saman og leika svo fyndinn atburð. Þannig er skapið þegar komið er í kirkjuna, svo að kirkjuvörðurinn hefur eflaust haldið að þar færu alvörulausir hálfvitar. Ludovikus leikur við mikinn fögnuð okkar hinna Chaplin að detta uppi í stiga við að taka mál af gluggunum. Þó rætist úr þegar farið er að skoða gamla prédikunarstólinn og tákn guðspjallamannanna á myndunum. Kemur í ljós að þarna fer fólk, þ.e. Gerður og Ludovikus, með mikla þekkingu á trúarbrögðum og trúartáknum. Gerður skoðar birtuna í kirkjunni, bæði að kvöldlagi og að morgni. Sér strax að birtan er ekki sú sama í báðum þríhyrndu gluggunum vegna skugga fjallsins og veltir vöngum yfir formunum. Hennar fyrsta viðbragð: Hér eru engin horn rétt. Það verður vandi að gera steinda glugga í þessa kirkju! Þann vanda leysir hún svo með því að láta framleiða eftir eigin teikningu þríhyrnda glæra glerprisma með fallegu ljósbroti, sem hún raðar saman og notar sem kjarna í gluggana, en mismikið til að jafna birtuna.
0
Leggur nefndin til að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar sem áfangar á þeirri braut að jafna aðstöðumuninn. Lagt er til að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður. Þar með verði felld niður gjaldtaka af auglýsingum í útvarpi sem nú er 10%. Mun þessi ráðstöfun ein sér bæta stöðu einkarekinna hljóðvarpsstöðva sem einungis fjármagna starfsemi sína með auglýsingum. Enn fremur mun hún auka svigrúm á auglýsingamarkaði almennt en þar hefur gætt samdráttar að undanförnu. Lagt er til að rofin verði rekstrarleg tengsl milli Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þessi tengsl hafa haft óheppileg áhrif á framlög Menningarsjóðs útvarpsstöðva til innlendrar dagskrárgerðar og sett stafsemi sjóðsins í nokkra óvissu. Þá hefur samband Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem kveðið er á um í lögum, reynst næsta lítilvirkt og ekki ástæða til að kveða á um það samband sérstaklega í útvarpslögum. Frá menningarlegu sjónarmiði er það mikilvægt fyrir stjórnvöld að efla innlenda dagskrárgerð og hvetja til flutnings innlends efnis. Ef það fer saman að löggjafinn getur eflt innlenda dagskrárgerð og þar með bætt samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla er það í sjálfu sér leið til jöfnunar. Því er lagt til að stofnaður verði sérstakur dagskrárgerðarsjóður útvarpsstöðva er styrki innlenda dagskrárgerð með svipuðum hætti og Menningarsjóður útvarpsstöðva gerði að öðru leyti en því að ekki er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið geti sótt um styrki úr sjóðnum. Það geta hins vegar aðrir ljósvakamiðlar og sjálfstæðir framleiðendur útvarpsefnis. Lagt er til að í sjóðinn renni tollar og/eða vörugjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau sem samsvara aðflutningsgjöldum af sjónvarps- og hljóðvarpstækjum og hlutum í þau.
3
Snemma í maímánuði árið 1821 um klukkan tvö eftir hádegi stóðu Davíð og Lucien við gluggann sem vissi út í húsagarðinn. Starfsmennirnir fjórir voru að fara í mat. Þegar yfirprentarinn sá að lærlingur hans lokaði útidyrunum á eftir sér, sem bjalla hékk við, fór hann með Lucien út í garðinn eins og hann þyldi ekki lengur lyktina af pappír, blektrogum og trétólum. Þeir settust undir tréð en þaðan gátu þeir séð hvort einhver kom inn í vinnustofuna. Sólargeislarnir dönsuðu á vínviðarlaufinu, struku skáldunum báðum og umvöfðu þá ljósbjarma. Áberandi var hversu ólíkir þeir voru að útliti og allri gerð, svo mjög að það hefði mátt freista málara að grípa til pensilsins. Davíð var þeirrar líkamsgerðar sem náttúran lætur þeim í té sem hún ætlar að erfiða hvort heldur ljóst eða leynt. Breið bringa hans hvíldi milli þrekinna herða, sem voru jafn vöðvamiklar og allir limir hans. Dökkt, sólbrennt andlit hans, blómlegt og þykkleitt, reis upp af sverum og sterklegum hálsi og þykkum hárskógi, sem minnti mann í fyrstu á dómkirkjukórbræður Boileau, rjóðar og sællegar kinnar að springa af heilsuhreysti. En við nánari athugun mátti sjá í sveigjunni á blóðmiklum vörum hans, klofinni höku og nefinu með fagurlega mótuðum nösum – en þó framar öðru á augunum, sem ljómuðu af fyrstu ástinni, visku hugsuðarins og hinu djúpa þunglyndi huga sem getur gripið yfir allan sjóndeildarhringinn endanna á milli og veitt hverri breytingu athygli – huga sem finnur vonsvik í sérhverri ímyndaðri gleði eftir að hafa lagt hana undir nákvæma skoðun í smásjánni.
0
Meðalaldur svarenda var 45,2 ár en aldursdreifing var frá 18–75 ára og náði hún bæði til fólks á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. 102 Safnfræðsla felst í því að hjálpa safngestum, hvort sem þeir eru í hópi eða ekki að fá sem mest út úr heimsókn sinni. nýjar upplýsingar eru settar í samhengi við það sem vitað er fyrir. Sýningin var mærð fyrir fjölbreytta og skemmtilega upplifun. 54 Taka þarf mið af persónulegu, menningarlegu, félagslegu og áþreifanlegu samhengi samkvæmt kennslumódeli Falk og Dierking er snertir valfrelsi. 83 Í framhaldi af þessari fyrstu könnun var haldið málþing um menntunarhlutverk safna í Listasafni Íslands á vegum Safnaráðs haustið 2005 og loks fundur samráðshóps haustið 2006. 33 Í kjölfar frönsku byltingarinnar var Louvre-safnið í París opnað almenningi fyrst allra safna árið 1793. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara voru: 1) Hvernig er komið til móts við börn og fullorðna á völdum söfnum á Eyjafjarðarsvæðinu? Öll þekking byggir á fyrri þekkingu, ekki einungis einstaklingsins sjálfs heldur þekkingu alls samfélagsins sem hann lifir í því að sífellt bætist við þekkinguna. 42 Ákveðin lægð fylgdi í kjölfarið í safnfræðslu- málum á Bretlandi og annars staðar í heiminum á árunum 1938–1963. Aðferðir í safnfræðslu hafa breyst í áranna rás og er óhætt að segja að viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart því að læra á safni. 106 Safnfræðsla þarf að vera sýnilegri og virkari í öllu safnastarfi en til þess þarf aukinn skilning á mikilvægi safna sem óformlegs vettvangs náms. Hver er okkar fortíð?
1
Að kaupa plóg, herfi, skóflur, kvíslar og ristuspaða, aktygi og tvo hesta til afnota við jarðabótastörf félagsins. Að ráða búfræðinga í þjónustu félagsins, sem ynnu jafnlangan tíma ár hvert hjá hverjum þeim félagsmanni, sem stendur í fullum skilum við félagið. Að hækka árstillag félagsmanna upp í 2 kr. Að búfræðingur aldrei vinni fáliðaðri en við fjórða mann. Í þessu skyni er félagsmönnum skipt upp í deildir og eru þrír búendur í hverri og leggja þeir allir til mann með búfræðingnum, meðan hann vinnur í deildinni. Síðastliðið vor hafði félagið þrjá búfræðinga í þjónustu sinni og fékk hver einstakur félagsmaður vinnu í 2,67 daga eða deildin samtals í átta daga. Jarðabótastörf hverrar deildar verða því þessi, reiknuð til peninga: Kaup og fæði 3 verkamanna um sama tíma kr. 48,00 Jarðabótavinna deildarinnar kostar því alls kr. 80,67 Leggur þá deildin sjálf til kr. 62,00 Erfitt er að átta sig vel á hlutverki hennar eða stöðu innan fjölskyldunnar. Hún var hluti af henni frá því Ólafur, dóttursonur hennar, fæddist og þar til hann var fermdur. En það eina, sem hann sagði syni sínum af þessari ömmu sinni, er að séra Stefán varð alla tíð að þéra hana og að hún hafi látist níræð með allar tennur heilar. Ritheimildir segja ekki mikið um hana. Þó er þess getið í blaðinu Víkverja, að hún og Valgerður dóttir hennar, sem þá var enn heima á Selalæk, hafi gefið sína tvo ríkisdalina hvor í söfnun árið 1863 til þess að koma upp kvennaskóla í Reykjavík.
0
Ríkissjóður og lífeyrissjóðirnir verða að skoða hvort hagkvæmara geti verið að koma til móts við heimilin og greiða niður skuldir þeirra til að koma þeim aftur á skrið. Þetta segir þingflokksformaður Framsóknarflokksins og segir niðurstöðu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands ekki hafa komið á óvart. Forsætisráðherra fól Hagfræðistofnun Háskóla Íslands síðastliðið haust að meta svigrúm bankanna til afskrifta á húsnæðislánum almennings, og jafnframt meta þær leiðir sem hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til. Samkvæmt niðurstöðum Hagfræðistofnunar geta húsnæðiseigendur ekki gert ráð fyrir frekari skuldaniðurfellingum, svigrúm bankanna til þess sé fullnýtt og rúmlega það. Hagsmunasamtök heimilanna höfnuðu þessari niðurstöðu í fréttum okkar í gær. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðuna ekki koma á óvart því svigrúmið hafi í raun farið þegar stjórnvöld létu kröfuhafana fá bankana, það er við einkavæðingu bankanna. Hann segir að nú megi hins vegar ekki gefast upp, leita verði annarra leiða til að koma til móts við þennan stóra hóp. Fram hafi komið að 50 prósent heimila nái ekki endum saman og hann segir að Framsóknarmenn séu nú að skoða vandlega aðrar leiðir, til dæmis í gegnum skattkerfið. Gunnar Bragi segir jafnframt að stjórnvöld og lífeyrissjóðirnir verði að skoða hver sé fórnarkostnaðurinn. Geti til dæmis verið hagkvæmara fyrir samfélagið að koma enn frekar til móts við heimilin og fella niður skuldir þeirra til þess að koma þeim aftur á skrið. Stjórnvöld og lífeyrissjóðir verða að meta vandlega hver sé fórnarkostnaðurinn við að fella niður skuldir heimilanna og koma þeim þannig aftur á skrið í stað þess að gefast upp. Þetta segir þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
2
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun undirstriki að það búi tvær þjóðir í landinu. Samkvæmt frumvarpinu verður 264 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á næsta ári en efnisleg áhrif kórónuveirunnar eru metin á 192 milljarða. Fjármálaráðherra sagði þegar frumvarpið var kynnt í morgun að framundan væri krefjandi verkefni: Að stöðva skuldasöfnun og auka hagvöxt á næstu árum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: Ja, bara eins og við var að búast, það undirstrikar það að hér búa tvær þjóðir í landinu og ríkisstjórn Vinstri grænna er að styðja það að stór hluti af fátækasta fólkinu sem er að taka á sig núna 20% gengisfall krónu og hækkandi matarkörfu að það í rauninni er ekkert verið að rétta þeim eina einustu krónu, það er bara þannig. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að skapa hagvöxt ekki ganga nógu langt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar: Fjármálaráðherra sjálfur, hann viðurkennir það að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar duga ekki til til þess að auka hagvöxt, auka verðmætasköpun þannig að við getum barist af krafti gegn skuldakreppunni þannig að það segir mér það að þetta er annars vegar viðurkenning á því að það er ekki verið að taka nægilega stór skref strax og hitt síðan að ríkisstjórnin er búin að kannski gefast upp við þetta verkefni sem þarf að fara í og það þarf bara aðra ríkisstjórn í það stóra og mikilvæga verkefni.
2
Og menn spyrja líka: Hvað verður gert til að koma í veg fyrir að annað eins og þetta geti endurtekið sig?“ Eftirmálin Á fyrsta stjórnarfundi KÁ eftir aðalfundinn 1967 var Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, mættur. Hann tók til máls og ræddi reikningsuppgjör félagsins, sagði það mjög slæmt fyrir KÁ og samvinnuhreyfinguna að reikningarnir birtust eins og þeir lægju nú fyrir. Jafnframt taldi hann mjög nauðsynlegt að engu væri leynt fyrir félagsmönnum. Lagði hann til ýmsar breytingar á reikningunum og var tilgangur hans augljóslega sá að ekki mætti túlka þá þannig að um misferli hefði verið að ræða. Um þetta urðu miklar umræður á stjórnarfundinum. Í lok hans samþykkti stjórnin að fela þeim Páli Hallgrímssyni stjórnarformanni og Oddi Sigurbergssyni kaupfélagsstjóra að fá Ragnar Ólafsson lögfræðing til þess að fara yfir reikningsuppgjör félagsins með kaupfélagsstjóra og nýjum endurskoðendum sem voru þeir Hörður Sigurgrímsson í Holti í og Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík. Eftir þá athugun varð niðurstaða sú að uppsetningu reikninga fyrir árið 1966 skyldi ekki breytt. Oddur Sigurbergsson tók strax til hendinni að koma lagi á reksturinn. Eitt af fyrstu verkum hans var að láta kaupfélagið afsala sér sérleyfi til fólksflutninga á leiðinni Reykjavík-Stokkseyri, sem hafði verið rekið með miklu tapi, og ganga eftir því sem lengi hafði verið í farvatninu, að hitaveitan á Selfossi yrði seld Selfosshreppi. Gekk það eftir og fékkst þar allmikið fé í reksturinn. Frá hvoru tveggja hefur áður verið greint. Vorið 1978 sagði Oddur kaupfélagsstjóri nýju bygginguna mjög aðkallandi til að stöðva sóknina til Reykjavíkur.
0
Jafnframt var samþykkt að Drífandi yrði umboðsaðili klæðaverksmiðjunnar Gefjunar á Akureyri og mun fataefnið hafa komið þaðan. Stolzenberg rak klæðskerastofu í Vestmannaeyjum til 1943 en flutti þá að Hellu á Rangárvöllum þar sem hann veitti klæðskerastofu Kaupfélagsins Þórs forstöðu. Kaupfélaginu skipt í deildir Árið 1927 var tekjuafgangur af rekstri Kaupfélagsins Drífanda með minnsta móti. Útistandandi skuldir voru töluverðar og var útséð að afskrifa þurfti töluvert af þeim. Vegna taps á lánsviðskiptum var ákveðið að endurskipuleggja reksturinn og skipta félaginu í tvær deildir. Gekk sú breyting í gildi haustið 1928. Annars vegar var svokölluð lánadeild, ætluð útvegsmönnum til þess að veita þeim vörulán gegn tryggingu í afla. Sérstakur deildarstjóri, Þórður Benediktsson, var settur yfir þessa deild og fengu ekki aðrir lán en þeir sem voru skuldlausir við kaupfélagið og gátu gert viðhlítandi samninga um endurgreiðslu. Deildin skyldi ennfremur annast vörupantanir fyrir útvegsmennina og annast afurðasölu fyrir þá. Lifrarbræðslan var og sett undir þessa deild. Hins vegar var söludeild þar sem viðskiptavinir kaupfélagsins gátu keypt vörur við vægu verði gegn staðgreiðslu. Kaupfélagsstjórinn var deildarstjóri þeirrar deildar. „Aðalkeppinauturinn í matvöru er Gunnar Ólafsson & Co [Tanginn], en hann mun fá talsverðan stuðning frá svokölluðu „stöðvarvaldi“ sem eru valdamenn í fiskvinnslufyrirtækjum í Eyjum. Ljóst er, að markaðsaðilar eru geysilega margir miðað við stærð markaðarins, en íbúar eru um 4.700.“ Ýmislegt var nú gert til að bæta samkeppnisstöðu kaupfélagsins og laða að nýja viðskiptavini. Í nóvember og desember hvert ár voru tekin upp afsláttarkort sem veittu félagsmönnum 10% afslátt í Vörumarkaði, vefnaðarvörudeild og búsáhaldadeild.
0
Hún hafði misst nýfæddan son sinn til barnsföðurins eða fjölskyldu hans en tók í staðinn yngstu systur sína Guðnýju, sem þá var 6 ára, með sér norður yfir heiðina til að létta á fjölskyldunni að Syðri-Rauðamel. Foreldrar hennar, þau Árni og Rósa, brugðu búi tveimur árum seinna, 1897, vegna fátæktar sinnar og aldurs og sjúkleika hans. Árni var þá 76 ára en Rósa 49. Vinnumaðurinn þeirra fyrrverandi, Kristján, sem þá var orðinn bóndi að Innra-Leiti, og Guðrún Guðmundsdóttir, kona hans, fengu þau til sín á Skógarströndina. Þá var Guðrún orðin mjög slæm til heilsu. Hún dó 1899, aðeins 34 ára að aldri. Þau Kristján eignuðust fjögur börn. Líklegt þykir mér að Rósa langamma mín hafi þá orðið bústýra þar, en ég heyrði ekki meira um ævi hennar eða Árna langafa míns. Kristján tók síðan saman við Ragnheiði ömmu mína. Móðir mín sagði mér að þau hefðu hist á balli í Stykkishólmi og tekið saman upp úr því. Það hefur verið um 1906. Ragnheiður, orðin 33 ára, var þá búin að vera árum saman í vinnumennsku þarna á ströndinni. Þau eignuðust soninn Magnús 1907. En auðvitað höfðu þau hist fyrr en 1906, allavega þegar Kristján var vinnumaður á Syðri-Rauðamel 15–20 árum áður og hún unglingsstelpa. Þau giftust ekki fyrr en 1911 og þá með leyfisbréfi frá Danakóngi sem þurfti til vegna „lausaleiksbrots“, hún vegna „annars brots“, hann „þriðja brots“. Hver þessi brot voru veit ég ekki, nema að mér finnst líklegt að það hafi verið talið lausaleiksbrot hjá ömmu minni að eiga barn með dannebrogsmanninum eða syni hans.
0
Það þýddi að þeir sem áttu kirkjusókn að Kirkjubóli höfðu orðið að sækja messu að Eyri með vissu millibili en nú var það afnumið sem þýddi minni tekjur að Eyri. Í nokkrum tilvikum sáust beinin einungis sem ljósar rákir í jarðveginum. Um aðrar grafir er ekki hægt að segja að þessu leyti. Úr ýmsum ofangreindra markmiða rættist en öðrum ekki. Þannig má segja að tíu grafanna (28/29/30/31/32/33/34/35/36/37) tilheyri einhverju eldra skeiði garðsins en níu (1/3/6/9/13/14/25/26/27) tilheyri torfhús skeiði kirkjunnar. Síðan var ákveðið að rannsaka einnig garðinn. Svipaða tilhneigingu má sjá að Neðra Ási. - Tengja við það sem vitað var um gerðþróun kirkna og skoða um leið byggingarlag, byggingarefni og notkunartíma hverrar kirkju um sig. Jóni beri samt sem áður tekjurnar sem hann hefði haft af henni og voru fundnar reglur til þess. Ef menn leyfa sér að lesa milli línanna í þessum skjölum má lesa út að nokkur átök hafi verið um hlutverk kirknanna að Eyri og á Kirkjubóli og þeirra sem að Kirkjubóli bjuggu og þangað guldu tíund. 58 Var talið að því hafi verið komið fyrir í stað þess að jarðsetja konuna og þannig mætti minnast manns sem hafi farist og ekki fundist. Norðanmegin voru þrjár grafir sem ekki er margt um að segja. Það verður þó að segja með þær eins og flest annað í fornleifafræði Íslands að heildarsafnið er það lítið að erfitt er að fella garðinn að Kirkjubóli inn í formgerðar fræði. 42 Garður átti að vera 40 skref frá veggjum höfuðkirkju en 30 við kapellur.
1
„Við vitum öll að það er rasisti í embætti forseta,“ skrifar Nasir Jones, betur þekktur sem rapparinn Nas, í opnu bréfi sínu um kerfislægan rasisma í Bandaríkjunum. Rapparinn segir jafnframt í bréfinu að fólk hafi rétt á því að úttala sig um hvað sem það helst vill, en þegar það beri þá ábyrgð að vera forseti „og hagar sér á þennan hátt sendir það skýr skilaboð til fólks í minnihlutahópum um að það sé einskis virði.“ Nas segir að hver það sé sem sitji í embætti skipti hann engu máli, heldur miklu frekar hvernig orð þeirra og aðgerðir hafi áhrif á borgarana. Í bréfinu ræðir hann hvernig hann hafði enga rödd sem ungur drengur í forsetatíð Ronalds Reagans og hvernig Barack Obama hafi blásið von í brjóst minnihlutahópa um öll Bandaríkin. Þá segir hann að kerfisbundnar handtökur lögreglu á blökkumönnum séu í raun ígildi nútímaþrælahalds. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nas hefur látið í ljós óánægju sína með Trump. Hann hefur áður kallað hann „lygara með hárkollu“ og sagt raunveruleikaþáttinn The Apprentice , sem Trump stýrði áður, vera þátt djöfulsins, í lögum sem hann hefur unnið með Robin Thicke og DJ Khaled. Margir rapparar hafa ekki farið leynt með fyrirlitningu sína á Trump og skemmst er að minnast tónlistarmyndbands Snoops Doggs við lagið „Lavender“ þar sem hann sést skjóta trúð í gervi Trumps.
2
Gå den undre og inre vägen: Bréfin virka hvort tveggja sem sjálfstæður forleikur meginfrásagnarinnar en einnig sem sundurlaust stoðefni hennar. Þið hafið tekið hann frá mér, það eina sem ég hef að lifa fyrir - og hvernig þið gerðuð það! Hann læsir að sér og dregur stóla og borð upp að útidyrahurðinni ef ske kynni að djöflarnir reyndu að komast inn. Það helgast af tvennu. Gestur er njörvaður milli hugtakanna sem aðrir sögumenn verksins eru táknmyndir fyrir, hann hefst við á milli menningarinnar og hugar/sálarlífs. Þau áttu ekkert sameiginlegt […] annað augað starði á hann undir hrukkuðu enninu, það var ógnandi í hreinleika sínum og geilsaði af meðaumkvun. Hann sagði einnig að yfirsjálf menningarskeiðs ætti sér álíka uppruna og hjá einstaklingum, byggðist á þeim „áhrifum sem persónuleikar mikilla leiðtoga hafa valdið - manna, sem gæddir voru yfirþyrmandi mannlegum þrótti, manna sem bjuggu yfir hinum sterkustu, hreinustu og því oft einsýnustu hneigðum“ (Freud 1997: 80). En þótt Gestur sé að drukkna í slori sjálfsvorkunnar og angistar krafsar hann í bakkann. Flóttinn er óttinn. Í úrræðaleysi sínu klæðist hann rauðri skyrtu sjálfum sér til áminningar í jólaboði foreldra sinna, því hann kann ekkert betra ráð. Eitthvað sem hlýðir engu nafni; eitthvað þrungið andakt. Hún segir hann hafa brugðist sér og sé „löngu búinn að snúa baki við [sér]“ (91).
1
Þar sem stofurnar eru nú sex er gert ráð fyrir að ráðherra hafi heimild til að leyfa starfrækslu tveggja nýrra náttúrustofa. Miðað við núverandi dreifingu náttúrustofa væri æskilegt að nýjar stofur yrðu á Norðausturlandi og Suðausturlandi. Um 3. gr. Í greininni er lagt til að starfsemi náttúrustofu verði alfarið á ábyrgð þeirra sveitarfélaga sem standa að henni en með stuðningi ríkisins. Þannig er rekstur og eignarhald stofanna á ábyrgð sveitarfélaganna. Eitt eða fleiri sveitarfélög geta starfrækt náttúrustofu en aðrir aðilar hafa ekki heimild til þess. Þegar náttúrustofa er sett á fót skal gerður samningur milli viðkomandi sveitarfélaga sem standa að náttúrustofu og ráðherra og skal ríkissjóður leggja fram ákveðið framlag til náttúrustofunnar sem ákveðið er á fjárlögum hverju sinni. Framlag ríkissjóðs skal miðast við laun forstöðumanns í fullu starfi eins og er í gildandi lögum að viðbættri allt að jafnhárri upphæð til reksturs náttúrustofu eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Framlag ríkissjóðs er háð því að sveitarfélög sem reka viðkomandi stofu leggi til stofunnar 30% af framlagi ríkisins. Eins og fram kemur í almennum athugasemdum með frumvarpi þessu veitir ríkissjóður 5,2 millj. kr. til hverrar stofu á fjárlagaárinu 2001. Framlag ríkissjóðs til hverrar náttúrustofu er m.a. vegna hins nýja verkefnis náttúrustofa að styrkja starf náttúruverndarnefnda, sbr. c-lið 4. gr., og til að styrkja starfsemi náttúrustofa þannig að þær geti betur sinnt því hlutverki sem þeim hefur verið falið. Í samningi ráðherra og þeirra sveitarfélaga sem standa að viðkomandi stofu skal m.a. kveðið á um staðsetningu náttúrustofu og á hvaða svæði henni er einkum ætlað að starfa.
3
Í athugasemdum við frumvarp til fyrrgreindra laga var lýst stefnumörkun þáverandi ríkisstjórnar hvað varðaði nýskipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna. Ætlunin var að hlutverki Iðnþróunarsjóðs yrði fundinn farvegur í þessari nýskipan. Var þess vænst við framlagningu frumvarpsins að unnt yrði að vinna hratt og því var í frumvarpinu sólarlagsákvæði þess efnis að lög um sjóðinn féllu úr gildi á miðju þessu ári. Í meðförum Alþingis var sólarlagsákvæðið fellt út en í þess stað kveðið á um að lögin skyldu endurskoðuð fyrir 1. maí 1996. Jafnframt voru settar í lögin takmarkanir sem miðuðust við að heimild sjóðsins til ráðstöfunar fjár til meginhlutverks hans, nýsköpunarverkefna, yrði uppurin um svipað leyti. Á vegum núverandi ríkisstjórnar hefur starfi að þessari nýskipan verið haldið áfram, en með nokkuð breyttum áherslum. Markmiðið með breytingunum er að skapa fjárhagslegar traustar heildir og að afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Þess er vænst að frumvarp um nýtt fyrirkomulag sjóðamála fái afgreiðslu á komandi haustþingi og að lög taki gildi um næstu áramót. Á árinu 1997 verði unnið að tæknilegri framkvæmd nýskipaninnar, en að hinar nýju stofnanir taki til starfa í ársbyrjun 1998. Í ljósi fyrrgreindra ákvæða í gildandi lögum um Iðnþróunarsjóð svo og þeirrar tímaáætlunar sem gerð hefur verið um arftaka sjóðsins, er nauðsynlegt að framlengja starfsemi hans enn um hríð, eða til ársloka 1997. Þess vegna er þetta frumvarp lagt fram. Brýnt er að núverandi starfsemi Iðnþróunarsjóðs geti haldið áfram snurðulaust á meðan verið er að undirbúa og framkvæma fyrrgreindar breytingar á sjóðakerfinu. Starfsemi Iðnþróunarsjóðs.
3
Gengi evrunnar féll í morgun og hefur ekki verið lægra í fjóra mánuði. Ástæðan er lækkun á lánshæfismati Grikklands og 16 banka á Spáni. Staðfest er að Evrópusambandið og Evrópski seðlabankinn hafa samið neyðaráætlun um viðbrögð hverfi Grikkir úr evrusamstarfinu. Hlutabréf lækkuðu í Asíu og óróleiki var á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í morgun vegna fjármálakreppu á Spáni og Grikklandi. Hlutabréf á Spáni féllu um 2 prósent við opnun markaða og í Lundúnum lækkuðu þau um eitt prósent. Matsfyrirtækið Moodys segir ástæður fyrir lækkun á lánshæfismati 16 spænskra banka m.a. þær að Spánn sé aftur að sogast niður í kreppu, efnahagserfiðleikarnir sem spænska stjórnin þurfi að glíma við séu gríðarlegir og tryggingar lána spænskra banka séu ekki traustar. Þá lækkaði matsfyrirtækið Fitch langtíma-lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í gær.Evrópusambandið og Evrópski seðlabankinn vinna nú að neyðaráætlun um viðbrögð Evrópusambandsins ef Grikkir verða að hætta í evrusamstarfinu.Karel De Gucht viðskiptamálastjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins staðfesti í morgun að unnið sé að neyðaráætlun um til hvaða ráða verði gripið ef Grikkjum tekst ekki að ná tökum á efnahagsvandanum. Ekki sé því hætta á að vandinn á Grikklandi dreifist um evrusvæðið eins og var fyrir einu og hálfu ári þar sem bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópski seðlabankinn vinni nú að áætlun, sem gripið yrði til. David Cameron forsætisráðherra Bretlands varaði við því í morgun að skuldakreppan í Evrópu geti versnað til muna. Menn hafi miklar áhyggjur af því sem sé að gerast á evrusvæðinu, sem muni ekki einungis hafa áhrif á evruþjóðirnar heldur einnig á Breta og aðrar þjóðir utan evrusamstarfsins.
2
Þrír dagar eru nú liðnir frá því að Joseph Robinette Biden Jr., forsetaefni demókrata og fyrrverandi varaforseti, var lýstur sigurvegari bandarísku forsetakosninganna. Sem fyrr gefur Donald Trump, sitjandi Bandaríkjaforseti, lítið fyrir þá niðurstöðu og því ljóst að áfram verður tekist hart á um kosningarnar. Eric Trump, næst yngsti sonur Bandaríkjaforseta, kom með frumlegt innlegg í þær umræður í dag þegar hann hvatti óvænt íbúa í Minnesota til þess að skunda á kjörstað. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að eins og flestir hafa tekið eftir þá er nú vika liðin frá því að kjörstaðir lokuðu þar ytra. Um svipað leyti gaf forsetinn út í hástöfum að hann ætlaði svo sannarlega að bera sigur úr býtum. Sá hefur farið mikinn síðustu daga og borið á torg órökstuddar ásakanir um kosningasvindl. Líklegt er að Eric hafi orðið á í messunni þegar hann ætlaði sér að tímastilla tíst til birtingar á kosningadag en umrædd færsla hans var horfin um 40 mínútum eftir að hún leit dagsins ljós. Þó voru netverjar og einkum stuðningsmenn demókrata að venju fljótir að taka eftir mistökunum og gera stólpagrín að feilsporinu. Eric var áberandi í kosningabaráttu föður síns í aðdraganda kosninganna og hefur verið óhræddur við taka upp hanskann fyrir hann innan vallar sem utan. Líkt og mislukkað tístið gefur hugsanlega til kynna þá var Eric einmitt staddur í Minnesota á dögunum fyrir kosningarnar. Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að Eric Trump er vissulega ekki yngsti sonur Donald Trump heldur sá næst yngsti.
2
Samkvæmt frumathugun á íbúatali var enginn íbúi stigagangsins grunaður eða hafði þá tengingu við Sigrúnu að geta verið valdur að hvarfi hennar. Þetta var því rútínuaðgerð þar sem spurt var hvort viðkomandi þekkti Sigrúnu eða hefði orðið var við hana síðustu daga. – Við líka, sagði sá sem hæst lét, ákveðinn. – Þessi mótmæli eru bönnuð, ef þið hlýðið ekki skipunum lögreglunnar, lítum við á það sem ögrun við valdstjórnina og handtökum ykkur, gargaði lögreglumaðurinn aftur á íslensku og var nú hálfu æstari. Þarna stóðu tveir galandi hanar á tveimur óskiljanlegum tungumálum frá ólíkum menningarheimum, skíthræddir við viðbrögð hvor annars. Báðir belgdu sig út og urðu rauðir í kinnum og andstuttir af hræðslu. Svo virtist sem lögreglan ætlaði að leggja til atlögu við þennan fámenna hóp flóttamanna þegar kona stóð skyndilega á milli fylkinganna og hóf upp raust sína: Manneskja er manneskja hvaðan sem hún kemur. Augun tvö og eyrun með. Hendur tvær með tíu fingrum. Hárið dökkt, ljóst, rautt, grátt, sítt, stutt, eða ekkert. Typpi eða píka og fætur tveir. Börnin fædd af móður. Allar erum við mæður. Allir synir eiga mæður. Öll erum við alls konar. Gul, rauð, græn og blá, svört, hvít og fölgrá … fólk í öllum regnbogans litum. Svo þagnaði hún og leit í augu lögreglumannanna, frá einum til annars. Úr stórum heimasaumuðum poka, sem hékk á öxl hennar, tók hún rósir og rétti hverjum lögreglumanni. Ef þeir tóku ekki við rósinni hengdi hún hana á þá. Fréttamenn sjónvarpsstöðvanna og ljósmyndarar blaðanna mynduðu allt í bak og fyrir.
0
Hinn höfundur revíunnar Góður gestur var Reinhold Richter. Reinhold var fæddur í Stykkishólmi 1886, sonur Samúels Richter faktors sem var danskur í aðra ætt.118 Sjálfur stundaði Reinhold verslunarstörf, fyrst á Hellissandi og víðar á Snæfellsnesi, en frá 1919 í Reykjavík.119 Hann tók þátt í leikstarfsemi á Snæfellsnesi og stofnaði Leikfélag Hellissands 1908.120 Revíuafskipti Reinholds í Reykjavík hófust þegar hann lék Ketil Flatnefss í Spönskum nóttum 1923 og sama ár samdi hann Góðan gest með Páli Skúlasyni og lék þar stórsvindlarann Geirmund Goodman.121 Í desember þetta sama ár lék hann í þriðju revíunni, Kosningar, og er líka talinn höfundur hennar.122 Á þessum áratug fór einnig að bera á Reinhold Richter sem gamanvísnasöngvara á skemmtunum.123 Þá lék hann stór hlutverk í Haustrigningum 1925, Lausum skrúfum 1929 og Títuprjónum 1930.124 Reinhold lék líka með Leikfélagi Reykjavíkur.125 Eftir 1930 kom hann einkum við sögu revíanna sem gamantextahöfundur og samdi gamanvísur og leikþætti undir heitinu Örnólfur í Vík (stundum skrifað Örnúlfur í Vík eða Örnólfur úr Vík).126 Má þar nefna gamanvísurnar „Hver er hvurs“ sem komu út á prenti 1930, en síðar samdi Sigfús Halldórsson við þær lag sem Brynjólfur Jóhannesson söng inn á hljómplötu.127 Reinhold lést árið 1966.128 Góður gestur: Tónlistin Eitt lagið í Góðum gesti var eftir íslenskan höfund. Það var eftir Markús Kristjánsson og kom út á prenti ásamt nokkrum öðrum lögum Markúsar eftir lát hans.129 Í nótnaheftinu heitir það „Kvöldsöngur“ og ljóðið hefst á orðunum „Sólin er hnigin“. Hér er ekki um neinn gamansöng að ræða heldur angurværan kvöldsöng.
0
Hér komum við enn og aftur að vandanum sem vikið var að í upphafi og varðar muninn á því að vera og sýna. Mynd Zeuxis af vínberjunum vakti áhuga fuglanna vegna þess að þeir töldu hana „vera“ vínber, mannfólkið dáði hins vegar verkið vegna þess að það „sýndi“ vínber, sem annars voru víðs fjarri. Þótt fólkið væri þarna í holdi og blóði þá var veruleiki þess víðs fjarri. MOSKAN er birtingarmynd lagskiptingar menningarheima og þeirrar hugmyndafræði sem hefur mótað Feneyjar og opnað fyrir margar af stærstu samfélagslegu spurningum samtímans. Fyrst klofnaði listheimurinn niður í stefnur og strauma sem reyndu hver um sig að móta sér sameiginleg fagurfræðileg viðmið er ögruðu hinum viðteknu skoðunum, en upp úr miðri 20. öld má segja að einnig þessi viðleitni listamannanna til að hasla sér samfélagslegan völl á forsendu sameiginlegra stefnuyfirlýsinga hafi runnið sitt skeið á enda, og eftir stóðu listamennirnir eins og einangraðar eyjar andspænis þeirri hyldýpisgjá sem hafði myndast á milli hefðbundinna fagurfræðilegra viðmiða og væntinga samfélagsins annars vegar og þess skilnings sem listheimurinn lagði hins vegar í hið altæka frelsi listamannsins til að móta sín persónulegu (og einstaklingsbundnu) fagurfræðilegu viðmið. Þessi leit að nýju táknmáli er vísaði út fyrir verkið til grunnþátta í náttúrunni, mannfræðilegri þróunarsögu og menningu Miðjarðarhafslandanna, átti ekki síst við um Jannis Kounellis, sem fæddist og ólst upp í Grikklandi til tvítugs, en fluttist síðan alfarinn til Rómar.
1
Niðurstöður okkar varðandi TTV eru með því lægsta sem birt hefur verið en tölurnar fyrir titringsskyn (um þriðjungur einstaklinga með SS2 en 12% viðmiða, p<0,003) og þrýstingsskyn (óeðlilegt hjá fimmtungi í SS2 hópi miðað við 3% viðmiða p<0,003) eru sambærilegar við aðrar rannsóknir sem nefna 10-50% (11, 12, 21). Bein mæling á leiðsluhraða úttauga er eðlilegasti staðallinn að miða við þegar algengi taugakvilla er metið enda er mjög sterk fylgni milli slíks beins mælikvarða á starfsemi tauga og seinni tíma sármyndun (28). Sársaukaskyn var metið við stórutá á fjærhluta ristar með einnota pinnum sem hafa annars vegar hvassan odd en hins vegar bitlausan (Neurotip® frá Owen Mumford, Oxford, Englandi (16)) og metið hvort þátttakandi gat greint milli þeirra. Faraldsfræðirannsóknir eru mjög misvísandi hvað varðar algengi fótameins hjá SS2 sjúklingum og stafar það fyrst og fremst af misræmi milli birtra greina hvað varðar rannsóknarþýði, greiningaraðferðir og skilgreiningar (12, 18, 19). Skynsamlegt virðist einnig að ráðleggja fólki um fótahirðu og fótabúnað því áverkar og aflagaðir fætur virðast sterkir framkallandi þættir (31). 5 stig) en 26,5% (95% CI: 14,6-43,1) samanburðarhóps en dreifing TEV var ekki marktækt frábrugðin í hópunum (tafla IIIa). Eini tölfræðilega marktæki munurinn á einkennum hópanna var hvað varðaði claudicatio intermittens en marktækan mun milli hópanna á algengi stóræðasjúkdóms í fótum var þó ekki hægt að staðfesta með einfaldri þreifingu eftir fótapúlsum (mynd 1). Í Evrópu og Bandaríkjunum fer allt að 7% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála í málefni er tengjast sykursýki (2) og fylgikvillarnir leggjast þyngst á þá sem eldri eru, hóp sem fer sístækkandi hér á Íslandi.
1
Mörk þeirra verði dregin í lögum, þó þannig að landskjörstjórn verði falið að ákveða mörkin milli kjördæmanna tveggja í Reykjavík á grundvelli íbúaskrár þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag. * Þingsætatala í hverju kjördæmi verði ákveðin þannig að í hverju kjördæmi verði 9 kjördæmissæti og 1–2 jöfnunarsæti. * Heimild landskjörstjórnar til að færa þingsæti á milli kjördæma til að draga úr misvægi atkvæða verði bundin við kjördæmissæti og þá eingöngu þau sem eru umfram stjórnarskrárbundið lágmark. * Kjördæmissætum, eins og jöfnunarsætum, verði úthlutað samkvæmt d'Hondt-reglu. * Úthlutun jöfnunarsæta verði felld að fyrirmælum stjórnarskrár. * Möguleikar kjósenda til að hafa áhrif á röð efstu frambjóðenda á lista verði auknir. III. Aðrar breytingar á kosningalögum. Í frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis, sem dóms- og kirkjumálaráðherra lagði fyrir 123. löggjafarþing (523. mál) en varð ekki útrætt á því þingi, voru lagðar til ýmsar breytingar sem samstaða hafði tekist um á milli stjórnmálaflokkanna í þeirri nefnd er undirbjó frumvarpið. Breytingar samkvæmt því frumvarpi miðuðu flestar að því að auðvelda kjósendum að neyta kosningarréttar síns og bæta úr ýmsum ágöllum sem komið hafa fram við framkvæmd kosninga á undanförnum árum og höfðu almennt að markmiði að skapa umgjörð sem gert gæti framkvæmd kosninga einfaldari og greiðari án þess að draga úr öryggi hennar. Við gerð frumvarpsins var m.a. höfð hliðsjón af breytingum sem gerðar voru á ýmsum ákvæðum um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga með lögum nr. 5/1998.
3
Thomas hikaði og horfði í spyrjandi andlit Stefáns. Trúarbrögð! Ef ég blótaði eða braut eitthvað af mér var ég sleginn fyrir athæfi sem var guði ekki þóknanlegt. Ég fékk trúarbrögð beint í hausinn. Hvers vegna í andskotanum getum við ekki bara talað um bíómyndir! Hann andvarpaði. Einu sinni fyrir löngu heyrði ég sögu Krists. Að eftir krossfestinguna hefði hann verið dysjaður í flýti í hellisskúta því að Rómverjar vildu ekki láta líkið rotna í hitasvækjunni. En Jesús var aðeins meðvitundarlaus. Hann komst út úr gröfinni og fékk vinnu við smíðar í afskekktu þorpi. Hann varð fjörgamall og vel liðinn - en þótti samt nokkuð sérvitur. Hann var til dæmis eini maðurinn sem sat heima þegar Páll postuli heimsótti bæinn. Og strákarnir sem unnu með syni Jóseps tóku líka eftir að hann notaði ávallt hanska við smíðarnar. Hvað kemur þessi saga málinu við? Í raun engu. En mér finnst hún segja margt. Og lýsa ágætlega viðhorfi mínu til trúarinnar. Og það varst þú sem spurðir. Er þetta ekki guðlast? Thomas yppti öxlum. Hvað veit ég um guðlast? Þetta er bara saga um smið. Og ef guð er til hlýtur hann að hafa svo breitt bak að hann þoli eina sögu. Komdu, sagði hann og reis á fætur, hættum þessu bulli og fáum okkur miðnætursnarl. Hálftíma síðar skaraði Thomas í fleski á pönnu. Snarkið í fitunni kynti undir svengd Stefáns. Hann gat tæpast setið kyrr með kraumandi hljóðið í eyrunum og ilminn af brasinu í nefinu.
0
Ég hafði aldrei reynt neitt til að koma mér í slíka stöðu - eða hugarástand - enda bað ég ekki um að mér yrði gefinn þessi eiginleiki né hafði ég áhuga á að ganga í augun á fólki. Sannleikurinn birtir mig sjálfan ekki í vilhöllu ljósi í þessum efnum og mörgum mun þykja ólíklegt að heilbrigð og skýr dómgreind einkenni mann sem greinir frá tilraunum sínum til að fljúga. Samt er mér í mun að ljúga ekki og enn síður skálda. Ég geri mér grein fyrir að frásögn mín velkist ekki um í líflausu slabbi hversdagsfrásagna, þar sem vanmetakennd sögumanna, viðleitni til auðmýktar og uppgerð rennur í eitt, heldur jafnast einmitt, án alls tvíveðrungs, á við mestu frásagnarlist veraldarsögunnar, en þar eru að verki hvort tveggja alhliða hæfileikar mínir og ekki síður óvenjuleiki upplifana minna, ekki vilji til að skálda. Ef til vill munu vísindi framtíðarinnar verða með öðrum hætti og betri en nú er svo að tilvíst mín fái skýrst. Ég var ekki viss um hvort upplyftingar mínar tengdust vanlíðan, sem stafaði af vandræðum í einkalífinu, eða geðveiki sem þar af kynni að hafa hlotist. Eftir að ég komst á sterk geðlyf lagaðist líðan mín svo ég mátti heita í jafnvægi en eigi að síður minnkaði ekki þörf mín fyrir að grennslast fyrir um þetta flugathæfi mitt. Ég var viss um að það tengdist svefni og draumveru. Þótt líðanin skánaði var ég áfram berdreyminn, líkt og opnast hefði glufa milli veralda draums og vöku.
0
Hvernig líður þér? Örn settist upp. Úff, mig svimar og ég er með höfuðverk en að öðru leyti held ég að það sé allt í lagi með mig. Hann lagðist aftur niður. Ég er ferlega þreyttur. Það er eins og ég hafi verið að grafa skurði í mörg ár. Treystirðu þér til að segja mér hvað gerðist -- nákvæmlega hvað gerðist? spurði pabbi hans. Örn kinkaði kolli. Svo sagði hann þeim alla söguna, hvernig þetta hafði allt saman byrjað með einu bréfi, síðan öðru og svo því þriðja. Hann sagði þeim frá kvöldinu áður, hvernig hræðslan hafði gert hann trylltan svo að hann vissi varla hvað hann gerði. Þegar hann hafði sagt þeim allt þögðu þau og voru hugsi. Ég verð að tala við lögregluna, sagði Jónsi dauflega. Þetta er hryllilegt. Guði sé lof að þú slappst þó svona vel, sagði Milla. Það var kominn heimsóknartími á sjúkrahúsinu. Milla var farin heim að sofa enda var hún dauðþreytt eftir nóttina en Jónsi var ennþá ókominn frá lögreglunni. Örn naut þess að liggja og slappa af. Honum fannst hann mundi verða þreyttur það sem eftir væri ævinnar. Það var bankað varlega á dyrnar. Andlitið á Tóta birtist í dyragættinni grafalvarlegt og ólíkt sjálfu sér. Hann starði á Örn eins og hann hefði aldrei séð hann fyrr. Örn settist upp í rúminu og glotti þegar hann sá svipinn á Tóta. Partíið var komið vel í gang þegar Örn og Tóti komu. Gerður kom svífandi til Arnar. Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma. Komdu og fáðu þér snarl.
0
Er því sérstaklega gerð grein fyrir þessum hugtökum hér á eftir og síðan almennt fyrir reglum um eignarrétt að fasteignum, og þá sérstaklega hvað snertir eignarrétt að landi innan afrétta og almenninga. Rétt þykir einnig að gera í athugasemdum við lagafrumvarp þetta nokkra grein fyrir ákvæðum laga um þessi málefni, ummælum í athugasemdum með lagafrumvörpum um þau, dómum og í nokkrum mæli viðhorfum fræðimanna. Þetta er þó aðeins stutt ágrip til yfirlits. 1. HUGTAKID AFRÉTTUR. 1.1. ALMENNAR MÁLVENJUR. Erfitt er að fullyrða hvort hugtakið afréttur hafi almennt séð ákveðna og afmarkaða merkingu í málvitund almennings. Þá er lögfræðileg merking hugtaksins á reiki og fræðimenn nota það með mismunandi hætti í skrifum sínum. Í orðabók Menningarsjóðs kemur orðið fyrir í þremur kynjum, þ.e. afréttur (kk), afrétt (kvk) og afrétti (hvk). Merking þess er síðan sögð vera: „heiðaland, sumarhagar sauðfjár“. 1 Þarna er merking orðsins skýrð með tilvísun til staðsetningar, landfræðilegra staðhátta og nánar tiltekinnar notkunar lands. Ekki verður skorið úr því hér hversu almenn hin tilvitnaða merking orðsins afréttur er. Án þess að færð verði fyrir því nein sérstök rök virðist sem hugtakið sé notað á ýmsa vegu í daglegu máli. Ef vikið er að eignarréttarlegri merkingu hugtaksins afréttur í lagamáli má sjá að það hefur verið skýrt með tvennum hætti. Annars vegar hefur þeirri skoðun verið haldið fram að afréttur sé tiltekið, afmarkað landsvæði og sá sem eigi afrétt eigi tiltekin eignarréttindi að því landsvæði, bein eða óbein eftir atvikum.
3
Komi að lokinni auglýsingu upp ágreiningur um tillöguna kveður ráðherra upp úrskurð að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og sveitarstjórna sem hlut eiga að máli. 27. gr. Landmælingar og kortagerð. Mæla skal og kortleggja byggð og nærliggjandi svæði eins og ástæða þykir til vegna skipulagsvinnu. Sveitarstjórn, í samvinnu við Skipulagsstofnun, ákveður hvar mælingar, myndataka úr lofti og kortagerð skuli fram fara hverju sinni. Umráðamönnum lands og lóða er skylt að leyfa mælingamönnum að fara um lönd og lóðir eftir því sem þörf krefur vegna mælinga og leyfa þeim að setja föst merki þar sem slíkt er nauðsynlegt, enda sé það ekki til lýta eða tjóns. 28. gr. Lóðaskrár. Sveitarstjórnir skulu láta gera skrá yfir allar jarðir, lönd og lóðir innan sveitarfélagsins. Skal gefa nöfn öllum götum, vegum og torgum í sveitarfélaginu. Í reglugerð, sem ráðherra setur að fenginni tillögu frá Skipulagsstofnun, Fasteignamati ríkisins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands, skal kveðið nánar á um skráningu lóða og fasteigna og gerð og frágang lóðaskrár, sbr. 1., 5. og 9. gr. laga nr. 94 20. maí 1976, um skráningu og mat fasteigna. 29. gr. Skipting landa og lóða. Óheimilt er að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Áður en sveitarstjórn veitir slíkt samþykki fyrir byggingarlóðir ákveður hún nafn götu og númer, en aðrar nýafmarkaðar landareignir skulu hafa heiti til skrásetningar í lóðaskrá, sbr. 28. gr. Sveitarstjórn getur krafist þess að gerður sé fullnægjandi uppdráttur af hinum nýafmörkuðu lóðum eða löndum til afnota fyrir lóðaskrá og þinglýsingarstjóra. 30. gr. Forkaupsréttur sveitarstjórna að fasteignum.
3
Rapparinn Króli segist gáttaður á búningi hljómsveitarinnar The Heffners. Hljómsveitin stígur á stokk á Mærudögum í búning þeldökkra manna. Kristinn Óli Haraldsson rappari, betur þekktur sem Króli, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé háttaður á hljómsveitinni The Heffners, sem stígur á stokk á Mærudögum nú um helgina. Hljómsveitin stígur á stokk með svartar „afró“- hárkollur og máluð í framan, svokallað „blackface“. Króli segir ásýnd hljómsveitarinnar rasíska. Króli greinir frá því í statusnum sínum að hann hafi reynt að greinar meðlimum hljómsveitarinnar frá því hvað væri athugavert við gervi þeirra hafi þau mætt honum með hroka. Hann segist hafa spurt hljómsveitarmeðlimina hvort þeir væru undirbúnir fyrir þá gagnrýni sem þeir kynnu að fá fyrir múnderinguna, og fékk þau svör að „,fólkið að sunnan‘ mætti alveg tala eitthvað á netinu, það skipti þau engu máli, þau myndu bara halda áfram,“ eins og Króli kemst að orði í færslu sinni. Nýlega báðust forstöðufólk sumarbúða KFUM og KFUK afsökunar á að hafa birt mynd sem þau sögðu að hafði „rasíska undirtóna“ á Facebook síðu sinni, en myndin var af manneskju litaða dökka í framan með hárkolla, alls ekki ósvipað þeim búningi sem The Heffners klæðast á sviði. Króli segir hljómsveitina „,normílísaera‘ eitthvað sem er bara alls ekki í lagi“, og að „þau börn sem alast upp við þetta á Húsavík og sjá The Heffners spila á Mærudögum ár eftir ár vona ég svo innilega að sjái og læri hvað þetta er rangt.“
2
Niðurstaða í samningaviðræðum Íslendinga um Icesave hefur ekki áhrif á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslendinga, segir talsmaður sjóðsins. Hins vegar þurfi að tryggja fjármögnun áætlunarinnar. Málefni Íslands voru rædd á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag eftir að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á fundi með erlendum blaðamönnum í Reykjavík í morgun að dráttur á afgreiðslu Icesave myndi auka áætlaðan samdrátt í íslensku efnahagslífi. Carol Atkinson, talsmaður sjóðsins varð til svara í Washington. Carol Atkinson, talsmaður AGS: Ég held að hlutirnir á Íslandi muni standa, eins og þeir hafa gert um hríð, og það er þá þannig viðræður halda áfram. Hún sagði að ástandið væri óbreytt, viðræður stæðu yfir eins og þær hafi gert undanfarið. Atkinson sagði að stjórnendur sjóðsins vissu vel af þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Carol Atkinson: Eins og við höfum sagt áður þá teljum við ekki að samkomulag um Icesave sé forsenda þess að halda áfram en við þurfum að tryggja fjármögnun þannig að efnahagsáætlunin þokist áfram. Sagði Atkinson en eins og komið hefur fram aftur og aftur þá hefur afgreiðsla sjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar íslands verið tengd við afgreiðslu norrænu lánanna, sem aftur tengjast Icesave. Atkinson sagðist ekkert geta sagt um hvað gerðist eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag. En lofaði að láta blaðamenn vita þegar sjóðurinn hefði eitthvað að segja. Carol Atkinson: Ég get ekkert sagt um hvað kann að gerast eftir kosningarnar en að sjálfsögðu munum við láta ykkur vita þegar við vitum það.
2
Það var Jón Sigurbjörnsson sem lék Hóraz af öryggi og hógværð, og hefur margur maðurinn hefur fengið lakari móttökur í frumraun sinni.271 Jón fyllti brátt með sóma sinn sess í hópnum, var jafnvígur á leik og söng og varð einn af okkar hagvirkustu leikstjórum. Hann var um skeið fastráðinn bassasöngvari við Stokkhólmsóperuna, en á tímabilinu sem hér um ræðir, vakti hann athygli í Þjóðleikhúsinu fyrir leik sinn í hlutverkum á borð við Biff, eldri soninn í Sölumaður deyr. Af því tilefni minnti Ásgeir Hjartarson enn og aftur á að menn eru ekki útlærðir í listinni þó að þeir eigi formlegt nám að baki. Hann segir: „Jón er gervilegur maður og vel til íþrótta fallinn sem vera ber, og leikur víða af allmiklum þrótti, en tekst ekki nægilega að sýna taugaveiklun og hugarvíl hins lánlausa og vonum svipta manns, og framsögnin ekki nógu skýr stundum.“272 Eftir frekara nám í útlöndum kom Jón svo aftur til leiks í mjög krefjandi hlutverki, Hans Egede í Landinu gleymda. Þá segir Ásgeir að hann „… virðist þó vandanum vaxinn mörgum betur, leikur af miklum áhuga og þrótti og góðum skilningi, sýnir að hann er traustur leikari og batnandi. Beztu kostir hans birtast þegar í ofviðrinu í fyrsta þætti, hann er maður karlmannlegur og þrekvaxinn, upplitshreinn, geðfeldur og djarflegur sem Hans Egede sæmir, röddin mikil og framsögnin skýrari og skilmerkilegri en áður; kraftur fylgir orðum prestsins er hann stendur í stórræðum, þrunginn réttlátri reiði.
0
Og aldrei einsog hann pabbi þinn. --- Ég get þá unnið með skólanum. --- Nei það gerir þú ekki. Ég vinn fyrir okkur báðum. Ein. Og ég veit að hún sannfærir sjálfa sig með þessum orðum. Þau eru henni þung. Ógnandi. En hún verður að sannfæra sig um að ákvörðun hennar sé rétt. Orð mín mega sín einskis. En ég er hrædd. Má ekki mótmæla henni. Ekki særa. Veit ekki hvað það kann að hafa í för með sér. Samt veit ég að launin hennar duga aldrei til að framfleyta okkur og borga þær skuldir sem hún varð að taka á sig meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð. Ég veit að ef ekki gerist eitthvað svipað og í ævintýrunum verður hún aftur veik. Kiknar undan áhyggjum og álagi. Hættir að brosa. Að sofa. Vakir og situr og rær fram í gráðið. Hugsar og hugsar og snýr öllu á hvolf þangað til hún hættir einn daginn að hugsa. Situr þá bara og starir út í loftið. Og ég tek hana í fangið. Hringi í lækni. Og guð veit þá hversu lengi hún verður að heiman. Ég er bjargvættur okkar. Ein. Án þess að hún viti það. Má ekki. Og neyðin kennir mér að spinna. Kennir mér að enginn spinnur sér dýrkeyptari vef en sá sem heldur sig bjarga móður sinni frá helvíti. Og hann gerir það glaður. Til að elska. Verða elskaður. Og ég fer í skólann. Hún vinnur sína átta tíma. Á spítalanum. Hefur ekki þrek til að vinna lengur. Lyfin. Berst við að halda öllu í horfinu. Og tekst það.
0
Ekki reyndist marktækur munur á fyrra 20 ára tímabilinu og seinna 20 ár tímabilinu, p=0,8247. Endanleg greining: ótvíræður sCJD Hún kom fyrst upp í Skagafirði og breiddist fljótt út um Mið-Norðurland og var bundin við það svæði í 75 ár, en tók þá að breiðast út til annarra landsvæða (18, 19) og náði til 2/3 hluta landsins þegar hún náði hámarki um miðjan níunda áratuginn (20). Greind eru fjögur mismunandi form af CJD (sjá aðferðir) og er staka formið sCJD langalgengast eða milli 80-90% (1,2,3) Megineinkenni þess eru hratt vaxandi vitglöp (dementia) (4). Við afturskyggna rannsókn á 618 sCJD tilfellum sem höfðu verið staðfest með krufningu í Bretlandi fundust 29 slík tilfelli á 15 ára tímabili, það er 5% (29). Hann var ruglaður við innlögn og gat ekki svarað spurningum og fóru einkennin síversnandi. Smásjárskoðun á sneiðum úr heila leiddi í ljós dæmigerðar svampkenndar vefjaskemmdir og jafnframt tókst með ónæmislitun að sýna fram á smitefnið PrPSc og voru útfellingar af svonefndu synaptic formi í heilaberki og berki litla heila, en ekki sáust flákar. Amínosýruröðin er hins vegar hin sama og í PrPC og því greinir líkaminn smitefnið ekki sem framandi og ónæmiskerfið bregst ekki við því með mótefnamyndun (12,13). Í afturskyggnu rannsókninni sem náði yfir 20 ár (1960-1980) fundust tvö tilfelli af stökum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (sCJD). Teknar voru saman upplýsingar um faraldsfræði riðu og neysluvenjur landans kannaðar. Sýni fyrir smásjárskoðun voru tekin úr: frontal, parietal, temporal og occipital cortex, basal ganglia, thalamus með substantia nigra, mesencephalon, hippocampus, cerebellum og medulla oblongata. Árleg dánartíðni var 0,44 á milljón íbúa.
1
Á sama tíma og verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir voru jafnframt aðrar stéttir háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins í verkfalli. Árið 2014 voru gerðir stöðugleikasamningar sem getið var um hér að framan og gáfu hjúkrunarfræðingum launahækkun upp á 2,8%. Í febrúar 2014 gerði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Í lögunum var sett bann á verkfall Fíh auk þess sem kveðið var á um að kjör hjúkrunarfræðinga yrðu ákveðin með gerðardómi sem myndi úrskurða um laun þeirra og lengd kjarasamnings. Samningar á almennum markaði og forsenduákvæðið hafði umtalsverð áhrif á kjarasamningsviðræður hjúkrunarfræðinga. Gunnar Helgason og Ólafur G. Skúlason, gunnar@hjukrun.is Hinar hefðbundnu karlastéttir sem vinna dagvinnu virðast hins vegar sækja sama hluta af launum sínum í föstum yfirvinnugreiðslum. Þetta hafði umtalsverð áhrif á heilbrigðiskerfið. Atvinnurekendur á almennum markaði voru hins vegar ekki tilbúnir til að koma til móts við þær kröfur. Staðhæfingum um lakari launaþróun, læknaskort, landflótta og að læknar myndu ekki snúa til baka úr sérnámi ef laun yrðu ekki hækkuð verulega mikið var haldið á lofti í þeirra kjarabaráttu. Meðan á verkfallinu stóð voru síðan veittar undanþágur frá verkfallinu af sérstakri undanþágunefnd sem skipuð var af tveimur fulltrúum félagsins og tveimur fulltrúum sem skipaðir voru af ríkinu. Eins og allir vita lauk verkfalli hjúkrunarfræðinga með lögbanni og gerðardómur var látinn ákveða laun til næstu fjögurra ára. Fóru læknar þar fremstir í flokki. Lög voru sett á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM hinn 3. júní og stóð verkfall hjúkrunarfræðinga því í 18 daga. Verkfallið náði til margra heilbrigðisstofnana á landinu, eða til 2.146 hjúkrunarfræðinga í 1.600 stöðugildum.
1
Pabbi starði á mig orðvana, í svip hans sambland af djúpum sársauka og undrun. Nú stóð hann líka á fætur og gekk til mín, horfði í augu mér hryggur og sagði klökkum rómi: Þetta átti ég þá líka ólifað, að heyra mitt eigið hold formæla mér og kalla mig öllum illum nöfnum. Ég formælti þér ekki, pabbi, sagði ég raddlaust og fann hvernig gráturinn þrengdi sér uppí kverkarnar. Hvenær sem ég sagði þetta eina orð pabbi var sem losnaði um einhver innri höft og ég þráði heitast að varpa mér í faðm hans og hjúfra mig uppað honum. En ég náði valdi á geðshræringunni og sagði lágt: Fyrirgefðu það sem ég sagði. Mér fannst þessi skírnarathöfn bara renna útí sandinn. Þetta var allt einhvernveginn svo tilgangslaust. Og samt veit ég að það hefur tilgang. Ég er mokinn yfir að taka virkan þátt í svo hátíðlegri athöfn, en jafnframt er mér innanbrjósts einsog hvíti trékassinn á hnöllunum tveimur geymi dulardóm sem viðsjált sé að vera í tæri við: dauðinn er einsog ógnvænleg smitsótt sem þá og þegar getur gripið um sig og hremmt þá sem síst eiga sér ills von. Vasaklútar eru bornir að társtokknum augum einsog flöktandi fánar myrkravalds sem skelfir mig þráttfyrir himinvon trúarinnar. Mest langar mig til að úthella líka beiskum tárum yfir örlögum vinar míns á þessari kveðjustund, en harka af mér og læt sem fyrnast muni sorg þegar frá líður, afþví innan stundar munu társtirndir hvarmar beinast að mér og okkur félögum sem eigum að bera kistuna útúr húsinu.
0
Ákvæði þetta er í samræmi við það sem segir í athugasemdum við b-lið 68. gr. frumvarpsins. Þegar tekin er afstaða til þess hvort og að hvaða marki fósturforeldrar skulu fara með forsjárskyldur barns, þar með talin lögráð þess (sjálfræði og fjárræði), skal skv. 1. mgr. taka mið af því hversu lengi fóstri er ætlað að standa, þörfum og hagsmunum barns, aðstæðum fósturforeldra og öðrum atvikum. Með þessu er horfið frá því fyrirkomulagi, sem gildandi lög eru að nokkru byggð á, að fóstur skuli að þessu leyti hafa tiltekin réttaráhrif eftir því hvort því er ætlað að vera varanlegt eða tímabundið. Vísast að öðru leyti til þess sem um þetta segir í almennum athugasemdum við þennan kafla frumvarpsins. Í 2. mgr. kemur fram að ákveða megi að við ákveðnar aðstæður skuli fóstur standa allt þar til barn verður lögráða, sbr. 25. gr. frumvarpsins. Um 70. gr. Í þessari grein er mælt fyrir um réttindi barna í fóstri. Í 1. mgr. er kveðið á um umgengnisrétt. Þar er mælt fyrir um rétt barnsins til umgengni við kynforeldra og aðra sem eru því nákomnir. Um umgengnisrétt er nánar fjallað í 74. gr. frumvarpsins. Í 2. mgr. er mælt fyrir um stuðning barnaverndarnefndar við barn meðan fóstur varir. Almennt er gert ráð fyrir að getið sé um stuðning við barn í fóstursamningi, sbr. f-lið 68. gr. Getur hér komið til álita stuðningur af hálfu nefndarinnar í formi viðtala eða þar sem barni er útveguð sérfræðiaðstoð eða stuðningur. Leggja verður áherslu á að barnaverndarnefnd meti þörf barnsins fyrir stuðning með reglubundnum hætti meðan fóstur varir.
3
En Magga þarf nú ekki að láta eins og við séum eitthvert aðalatriði, þó að skip sé að leggja úr höfn. – Dettu nú ekki framyfir þig, segi ég og finn allt í einu hvað ég er ólundarleg. – Yfir borðstokkinn? Ertu eitthvað verri? Nei annars, af hverju læt ég svona? Ég á þetta til. Mér er nær að muna hvað þetta er stór stund. Draumur allra Reykjavíkurmeyja, ef ég má komast svo fagurlega að orði. Allar stelpur dreymir um að sigla. Og þær sem koma frá Kaupmannahöfn eru með allt annað snitt. Meira elegant. En verdensdame. Eins og hún Bogga í fyrra. Önnur manneskja. Hitti hana forleden. Ætlaði ekki að þekkja hana aftur. Og nú er hún farin að vinna á símanum. Sambandinu við útlönd og talar öll tungumál. Enn les Magga hugsanir mínar. Við þurfum að læra charleston almennilega, segir hún. Eins og Bogga. En ég hugsa: Hvernig á ég að dansa charleston almennilega? Hölt. Gengur ekki. En gerir ekkert til. Ekki fer ég að vorkenna mér út af því. Finnur Jónsson listmálari er nýkominn heim frá Dresden. Félagið Der Sturm, sem er forlag og stendur fyrir sýningum, hefur tekið að sér að sinna verkum hans. Hann hyggur á að halda sýningu í Reykjavík og sýna verk sem þykja munu nýstárleg þar, en munu flokkast undir svokallaðan expressionismus. Danski leikarinn og leikhússtjórinn Adam Poulsen, sem til stóð að kæmi til Leikfélags Akureyrar að leika í „Ambrósiusi“, hefur tilkynnt félaginu að hann komist ekki. Með honum ætlaði að vera í för, bróðir hans, Svenn Poulsen ritstjóri.
0
Hér vegur hlutur starfsmanna Háskóla Íslands og samstarfsstofnana hans þyngst. Sé þetta vísbending um að samfélagið og stjórnvöld vilji sækja fram og efla Háskóla Íslands sem hornstein og rekakkeri íslenskrar háskólamenntunar væru fáar gjafir skólanum kærkomnari. Þetta lýtur bæði að kennslu og rannsóknum við skólann. Að því hlýtur að koma að gæði starfsins bíði hnekki, og óttumst við að sú stund sé upp runnin. Hér getum við því státað af góðum skóla sem kostar samfélagið lítið. Drukkna raddir okkar í síbylju daganna? Við Íslendingar erum miklir meistarar í því að hreykja okkur af ýmsum afrekum misstórum, en einhvern veginn hefur þjóðinni yfirsést þetta, lítið er um þetta fjallað í umræðu dagsins. Háskóli Íslands er 100 ára á þessu ári. Þeir standa sig vel á alþjóðlegum prófum og er skemmst að minnast mjög góðrar frammistöðu íslenskra læknanema á prófi, Comprehensive Clinical Science Examination (CCSE), sem þorri bandarískra læknanema tekur og stendur okkar fólk kollegum sínum vestanhafs fyllilega á sporði. Skilur þjóðin kannski ekki mikilvægi þessa, eða hvað? Hefur okkur sem störfum að menntun ekki tekist að koma mikilvægi háskólamenntunar og vísinda nægilega vel áleiðis? Efling menntunar og vísinda er ljóslega eitt af forgangsmálum þar. Þetta hefur lítið hreyft við þjóðarsálinni. Er víst að sá eldmóður og kraftur starfsmanna skólans sem býr að baki þessum merkilega árangri haldist til eilífðar að öllu óbreyttu? Við höfðum ekki úr ýkja háum söðli að detta fjárhagslega þegar kreppan skall á okkur haustið 2008. Hann er einnig orðinn það sem prýðir mikilvirka háskóla, altæk rannsóknastofnun.
1
En hvað varð svo um þetta mjóa sláturbarn, sem var ekki kona nema að hluta til; ætlaði sér að ganga í skóla í stað þess að eignast börn, hafði hlaupið uppi sveitarlim svo hann gæti flúið hreppinn á góðum skóm, og var svo göldrótt í ofanálag? Hún gifti sig á haustmánuðum árið 1917. Þá voru styrjaldarský á lofti. Frá Gjögri sáust herskip úti við hafsbrún, Þjóðverjar höfðu hótað því að stórefla kafbátahernað sinn, íslensk farskip verið skotin niður, matarskömmtun og vöruskortur almennur. Í fyrsta sinn í sögunni berast bjargir frá Ameríku, því skipaleiðir til Evrópu voru lokaðar. Fréttir höfðu borist af blóðugri byltingu í Rússlandi. Sagt var að maximalistaforinginn Lenín hefði skotið keisarann og fjölskyldu hans uppi við húsvegginn heima hjá þeim. Sunnanblöðin sögðu að í Rússlandi sætu nú ótíndir glæpamenn við stjórnvölinn. Þeir nefndust einu nafni bolsévíkingar. Fyrir tveimur árum hafði blaðið Dagsbrún boðað jafnaðarstefnu á Íslandi. Það átti að útrýma fátæktinni, stofna verkalýðsfélög, gefa öllum tækifæri til að þroska meðfædda hæfileika, svo þeir gætu lifað ríkara og hamingjusamara lífi. Á Íslandi átti að verða ein stétt: Starfandi menntamenn með mannsæmandi laun. Þó voru ekki allir sammála þessu og sögðu jafnaðarstefnuna brot á lögmálum lífsins. Hún væri rothögg á alla framfaraþrá og sjálfsbjargarhvöt manna. Ég þóttist ekki taka eftir spauginu sem greinilega átti að liggja í þessum orðum, því mér svall móður. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun fara aftur í höll Frankensteins og bað bílstjórann þess vegna að aka mér beinustu leið heim.
0
Í stað orðanna „Framleiðsluráð landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: Framkvæmdanefnd búvörusamninga. b. 7. mgr. fellur brott. 12. gr. 2. mgr. 34. gr. laganna orðast svo: Áður en reglugerðir um beitingu ákvæða þessa kafla eru gefnar út skal leitað tillagna Bændasamtaka Íslands og samtaka framleiðenda í viðkomandi búgrein. 13. gr. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. 14. gr. Í stað orðanna „Bændasamtökum Íslands“ í 42. gr. laganna kemur: stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins. 15. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna: a. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum. b. Í stað orðanna „Framleiðsluráðs landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: framkvæmdanefndar búvörusamninga. 16. gr. 2. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. 17. gr. Við 2. mgr. 47. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ákvörðun Bændasamtaka Íslands um staðfestingu eða synjun staðfestingar á aðilaskiptum með greiðslumark má skjóta til úrskurðarnefndar sem starfar skv. 42. gr. 18. gr. 50. gr. laganna fellur brott. 19. gr. 2. mgr. 51. gr. laganna fellur brott. 20. gr. Í stað orðanna „Framleiðsluráði landbúnaðarins“ í 3. mgr. 55. gr. laganna kemur: landbúnaðarráðuneytinu. 21. gr. 59. gr. laganna orðast svo: Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað.
3
Lokaskráning á Hellu „Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 3. til 14. júní. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunniwww.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 24. maí. Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 13.500,- kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is. Endurgreitt er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfönginlr@rml.is og rml@rml.is. Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Stóðhestar fimm vetra og eldri þurfa að hafa fyrirliggjandi í WorldFeng blóðsýni og röntgenmynd af hæklum, ef þessar upplýsingar vantar er ekki hægt að skrá þá á sýningu,“ seegir í tilkynninug frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
2
Þús. kr. 222 Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands 3 481 223 Rannsóknastofnun uppeldismála 204 231 Náttúrufræðistofnun Íslands 938 232 Rannsóknaráð ríkisins 494 276 Byggingarsjóður rannsókna í þágu atvinnuveganna 20 301 Menntaskólinn í Reykjavík 2 237 302 Menntaskólinn á Akureyri 1 205 303 Menntaskólinn á Laugarvatni 560 304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 12 154 306 Menntaskólinn á Ísafirði 15 307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 685 309 Kvennaskólinn í Reykjavík 92 350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 45 580 351 Fjölbrautaskólinn í Ármúla 3 874 352 Flensborgarskóli, fjölbraut 2 354 353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1 200 354 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi 4 145 356 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 1 850 357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 17 360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 7 600 362 Framhaldsskólinn á Húsavík 2 529 422 Námsgagnastofnun 668 431 Iðnfræðsluráð 104 506 Vélskóli Íslands 65 507 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1 524 515 Iðnnám, almennt 57 516 Iðnskólinn í Hafnarfirði 665 523 Fósturskóli Íslands 2 020 561 Myndlista- og handíðaskóli Íslands 99 571 Sjómannaskólahúsið 4 199 602 Héraðsskólinn Núpi 30 603 Héraðsskólinn Reykjanesi 7 604 Héraðsskólinn Reykjum 753 605 Alþýðuskólinn Eiðum 28 621 Skálholtsskóli 201 700 Grunnskólar, Reykjavík 1 154 701 Grunnskólar, Reykjanesi 306 703 Grunnskólar, Vesturlandi 109 705 Grunnskólar, Norðurlandi vestra 2 923 706 Grunnskólar, Norðurlandi eystra 860 708 Grunnskólar, Suðurlandi 105 711 Fræðsluskrifstofa Reykjanessumdæmis 136 713 Fræðsluskrifstofa Vesturlandsumdæmis 489 715 Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis vestra 744 716 Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra 141 752 Öskjuhlíðarskóli 765 Þús. kr.
3
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa ákveðið að ráðast í allt að 3 milljarða króna skuldabréfaútboð til að mæta fjármagnsþörf sveitarfélagsins næstu árin. Meðal verkefna framundan á vegum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar er bygging grunnskóla á Fáskrúðsfirði, snjóflóðavarnir í Neskaupstað og að klára frágang við Mjóeyrarhöfn sem þjónustar álverið við Reyðarfjörð. Íbúar í Fjarðabyggð voru 4.736 þann 1. desember og miðað við það er 3ja milljarða króna skuldsetning rúmlega 600 þúsund krónur á hvern íbúa. Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar, hefur umsjón með útboðinu. Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar: Varðandi það að við hugsum 600 milljónir á þessu ári en opin heimild þá í útboði til þess að halda áfram á næstu þremur árum allt upp í 3 milljarða að þá er það svona til þess að tryggja það að við getum lokið uppbyggingu innviða hérna í samræmi við þær, ja þau nýju umsvif sem að hér eru og þá uppbyggingu sem hefur þurft í mannvirkjum í öllum byggðakjörnum. Ásgrímur Ingi Arngrímsson: Hafið þið hreinlega efni á þessu? Helga Jónsdóttir: Ég hugsa að það megi alveg umorða það, höfum við efni á að gera það ekki. Staðreyndin er sú að við höfum mjög sterkan og vaxandi tekjugrunn umfram mörg önnur sveitarfélög og við þurfum ósköp einfaldlega á því að halda að fjárfesta til þess að geta bæði þjónað atvinnuvegunum sem að hér skapa arðsemina og þjónað því fólki sem að hér býr með sínar fjölskyldur og þarf að geta átt aðgang að þjónustu sem að er í samræmi við þær kröfur sem að nútíminn gerir.
2
Það var runninn á hann móður, hann hamaðist við að pjakka, þjappa og ryðja, allt hvarf og gleymdist nema snjóskaflinn sem sigrast þurfti á. Allt í einu lét eitthvað undan og hann datt inn í holrúmið, kútveltist um í nýfallinni mjöll. Hann var kominn út. Það var orðið vel ratljóst, bleik rönd á heiðum himni. Sá þar sem hann lá á bakinu hvernig fennt hafði þvert yfir gilið sem tjaldið stóð í. Það bærðist ekki hár á höfði, loftið var tært og hreint, hvít breiðan yfir öllu, veröldin ósnortin. Nú vissi hann það. Hvað hann átti að gera. Fór upp á hnén og skreið inn göngin, kveikti á vasaljósinu og ýtti við Hrafni. Engin viðbrögð. Gat verið að hann kæmi honum ekki til meðvitundar? – Vaknaðu Hrafn, við þurfum að fara í ferðalag. Hann tók fast í öxlina á honum og lýsti um leið framan í hann. Nú muldraði Hrafn lágt, gretti sig og reyndi að velta sér á hliðina burt frá ljósinu. – Örugglega enginn næturvörður kominn enn þá, hvíslaði Hrafn. Mér skilst að þeir komi ekki fyrr en um miðnætti. Þeir læddust eftir rökkvuðum göngunum þar til þeir komu að sagnfræðistofunni. – Helvítis fíflið, hvæsti Kári um leið og hann tók í snerilinn. Hann læsir auðvitað inni leyniskjölin með upplýsingum um meðlimi Ku Klux Klan-reglunnar sinnar. Jæja, héðan af verður ekki aftur snúið. Inn förum við. En það er ekki hægt að dirka upp læsinguna. Ekki nema eitt að gera. Við tökum báðir tilhlaup og hendum okkur á hurðina.
0
Þegar litið er til baka er þó líklegt að hann hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu klaufalegur leikari hann var, enda hafði hann þykk gluggatjöldin nánast alltaf dregin fyrir ef svo skyldi fara að vegna ósamkvæmni hlutanna færi hann að sjá skrímsli fyrir utan gluggann, eða tunglgíga í stað þess Moscow Road sem hann þekkti. ,,Hann var maður aðlögunarinnar fram í fingurgóma, sagði Alicja um leið og hún réðst á stóran skammt af tsimmis. ,,Þegar hann lét breyta nafninu okkar sagði ég við hann: Ottó, þetta er ekki nauðsynlegt, þetta er ekki Ameríka, þetta er London W-2; en hann vildi gera hreint borð, jafnvel fórna gyðingdóminum, fyrirgefðu en ég veit það. Útistöðurnar við Fulltrúaráðið! Allt mjög siðfágað, þinglegur talsmáti út í gegn, en þó var eins og kjaftshöggin væru meira viðeigandi. Eftir dauða hans sneri hún sér umsvifalaust aftur að Cohen-nafninu, sýnagógunni, ljósahátíðinni og Veitingahúsi Blooms. ,,Ekki lengur nein eftirlíking af lífi, sagði hún með fullan munninn og veifaði gafflinum skyndilega. ,,Sú mynd. Ég var alveg heilluð af henni. Lana Turner, var það ekki? Og Mahalia Jackson að syngja í kirkju. Ottó Cone, maður á áttræðisaldri, hoppaði inn í tóman lyftustokk og dó. Þetta var umræðuefni sem Alicja, sem var fús að ræða flest bannhelg mál, neitaði að hreyfa: af hverju tórir maður, sem lifði af stríðsfangabúðir, í fjörutíu ár og klárar svo sjálfur það sem skrímslin komu ekki í verk? Sigrar illskan mikla að lokum, hversu kröftuglega sem barist er við hana?
0
Ísland er vel í stakk búið til að uppfylla þær skyldur sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Þetta er niðurstaða skýrslu um stöðu Íslands í aðildarviðræðunum. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna í dag. Þar er farið yfir pólitísk skilyrði fyrir aðild, efnahagsleg og lagaleg. Samkvæmt skýrslunni uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði. Íslenska löggjöf þarf í mörgum tilfellum að laga að lögum Evrópusambandsins, það er að segja, áður en Ísland getur formlega gengið í sambandið. Í sumum tilfellum hefur tafist að innleiða reglur ESB sem taka ber upp hér á landi vegna EES-samningsins. Í öðrum tilfellum er um að ræða svið sem ekki falla undir samninginn. Í nokkrum tilfellum er auk þess bent á að styrkja þurfi stjórnsýsluna og tryggja fjármagn til ákveðinna verkefna eins og að þýða regluverk ESB. Hann segir að þrátt fyrir fullyrðingar um annað hafi Evrópusambandið ekki varið neinum fjármunum til kynningar hér á landi. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, talar á ensku. Kynningarmiðstöð verður opnuð eftir áramót, segir Summa, en afar litlu fé verður varið til kynningarmála. Hvergi í Evrópusambandinu er minna fé varið til slíkra mála. Í kynningarmiðstöðinni á að veita hlutlægar upplýsingar en Summa segir mikla eftirspurn eftir þeim. Þar verði hins vegar ekki rekinn áróður fyrir ESB aðild. Heiðar Örn Sigurfinnsson sagði frá og talaði við Timo Summa. Nánar verður fjallað um þetta mál í Speglinum eftir fréttir.
2
Lögin nr. 20/1923 kveða svo á að séreignir geti myndast í hjúskap bæði á þá lund að hjónum sé heimilt að lýsa tiltekin verðmæti séreign með kaupmála og einnig geta gefendur og arfleiðendur mælt svo fyrir að gjöf eða arfur verði séreign, sbr. 23. gr. laganna. Þá eru þess dæmi að séreign sé lögmælt til hlítar, sbr. 18. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, 30. gr. höfundalaga, nr. 73/1972, 6. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, sbr. og 44. gr. hjrl. Með lögum nr. 10/1962 var hjónum heimilað að stofna til nýrrar gerðar af kaupmálum þar sem unnt var að kveða svo á að verðmæti skyldi verða séreign í lifanda lífi hjóna, en hlíta reglum um hjúskapareignir eftir lát annars þeirra. Lög nr. 20/1923 byggjast á því að við skipti eftir lok hjúskapar (og raunar við skilnað að borði og sæng) skuli skírri hjúskapareign hvors maka um sig skipt til helminga, sbr. 2. mgr. 18. gr., en sá maki, sem séreign á, taki séreignarverðmæti að óskiptu, sbr. þó kaupmálagerð þá sem heimiluð var með lögum nr. 10/1962. Frávik eru samt frá þessari reglu, sbr. einkum 51.–55. gr. laganna um endurgjaldskröfur annars hjóna, m.a. vegna þess að hitt hefur rýrt hjúskapareign sína með óhæfilegri háttsemi. Með VI. kafla laga nr. 60/1972 eru veittar frekari heimildir til að víkja frá helmingaskiptareglum, sbr. m.a. 57. gr., um það er helmingaskipti þykja bersýnilega ósanngjörn, „einkum vegna þess að hjúskapur hafi staðið skamma stund og hafi ekki leitt til verulegrar fjárhagslegrar samstöðu“.
3
Hafi brot, sem fellur undir 2. gr., verið framið í atvinnurekstri lögaðila skal dæma eftirgreinda forsvarsmenn þeirra í atvinnurekstrarbann nema þeir sýni fram á að þeir hafi hvorki vitað né mátt vita um hina ólögmætu háttsemi: sameigendur í sameignarfélagi, félagsmenn með ótakmarkaðri ábyrgð í samlagsfélagi, stjórnarformann og framkvæmdastjóra hlutafélags, stjórnarformann og forstöðumann hvers kyns annars konar lögaðila með fjárhagsleg markmið, þann sem í raun veitir atvinnurekstri lögaðila forstöðu eða hefur komið fram sem slíkur út á við. Aðra forsvarsmenn lögaðila skal, hafi brot skv. 2. gr. verið framið í atvinnurekstri lögaðilans, dæma í atvinnurekstrarbann sé sýnt fram á að þeir hafi vitað eða mátt vita af ólögmætri háttsemi án þess að hafast nokkuð að til að koma í veg fyrir hana. 4. gr. Atvinnurekstrarbann skal dæma til ákveðins tíma, þriggja ára hið skemmsta og fimm ára hið lengsta. 5. gr. Manni, sem dæmdur hefur verið í atvinnurekstrarbann, er óheimilt að: stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, gangast undir ótakmarkaða ábyrgð á rekstri hvers kyns félags eða annars lögaðila með fjárhagsleg markmið, vera í stjórn eða varastjórn hvers kyns félags eða lögaðila með fjárhagsleg markmið, vera framkvæmdastjóri, staðgengill framkvæmdastjóra eða veita í raun forstöðu atvinnurekstri lögaðila sem hefur fjárhagsleg markmið. 6. gr.
3
Nokkur afföll komu fljótlega í ljós þegar úrtakið hafði verið valið. 2 Þessi munur hélst óbreyttur þegar verkgreind var haldið stöðugri. 2.2.0 Svo sem ljóst er af þeim staðhæfingum sem settar voru fram hér að framan, er nauðsynlegt að mæla fjölda þátta sem tengjast notkun ítarlegs málfars. Pó Bernstein leggi mikla áherslu á að greina beri ítarlegt og knappt málfar út frá því hversu merking hins talaða orðs er háð samhengi á hverjum tíma, þá hefur honum og samstarfsmönnum hans ekki síður orðið starsýnt á málfræðileg einkenni ítarlegs og knapps málfars. Hins vegar er fylgnin milli málbreytu 5 og málbreytu 9 ekki marktæk við 0.05markið. Þessari umfjöllum lýkur svo með því að hugmyndir Bernsteins eru dregnar saman í nokkrar höfuðtilgátur sem gefa tækifæri til þess að prófa kenningar hans. Að mínum dómi er hægt að tala um að mál sé misjafnlega ítarlegt (elaborated) út frá ákveðnum málfræðilegum einkennum eða út frá því hversu merking sú sem málið flytur er háð aðstæðum hverju sinni. Tafla I, breyta 1) 2 Tiltölulega hátt hlutfall sagnorða í heildarorðafjölda (sbr. 1,3) 3 Tiltölulega hátt hlutfall lýsingarorða í heildarorðafjölda (sbr. 1,5) 4 Tiltölulega hátt hlutfall aukasetninga í heildarfjölda setninga (sbr. 1,8) 5 Tiltölulega lágt hlutfall aðalsetninga í heildarfjölda setninga (sbr. 1,7) 6 Fjöldi sagnorða deildur með fjölda nafnorða (sbr. 1,6) 7 Fjöldi aukasetninga deildur með fjölda aðalsetninga (sbr. 1,9) Auk þessara einkenna var einnig gerð úttekt á fjölda persónufornafna í heildarorðafjölda (Tafla 1,2), en vegna þess hve staða persónufornafna er óljós í kenningum Bernsteins, var þessi breyta ekki notuð sem einkenni á ítarlegu málfari.
1
Einhverfusamtökin á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Jakobs Frímanns í útvarpsþætti á Bylgjunni í gær. Samtökin gagnrýna ummælin og furða sig á vanþekkingu þáttastjórnenda sem og viðmælanda á einhverfu. Jakob Frímann hélt því fram að lélegt mataræði og matvæli sem innihéldu eiturefni gætu mengað sæðis- og eggfrumur með þeim afleiðingum að börn fæddust með „bráðaeinhverfu. Vilja samtökin koma því á framfæri að engin greining er til sem heitir bráðaeinhverfa. Einhverfusamtökin árétta að orsakir einhverfu séu ekki þekktar en rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Jaframt undirstrika Olgeir Jón Þórisson og Sigrún Birgisdóttir sem skrifa undir tilkynninguna að óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar um einhverfu geti aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra. Jakob hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og segir hann það ekki hafa verið ætlun sína að særa fólk með orðum sínum sakvæmt fréttamiðlinum DV. „Heimurinn sem við búum í er orðinn æði mengaðri og ég er þeirrar skoðunar að við séum öll meira eða minna menguð af því sem við innbyrðum beint eða óbeint, m.a. af E-efnum, plasti, þungmálmum og öðru sem leynist allt í kringum okkur. Á þessu tel ég brýnt að vekja athygli sem leiða mætti til aukinna rannsókna vísindasamfélagsins og aukinnar meðvitundar og varúðar almennings,“ skrifaði Jakob.
2
Sjö þúsund manns hafa nú þegar verið grafnir í fjöldagröf í Haítí að sögn forseta landsins. Óttast er að fjöldi fólks muni láta lífið á Haítí á næstu dögum vegna þess hversu hægt björgunarstarf hefur farið af stað. Fréttamenn sem komnir eru til Haítí segja að þar ráfi fólk stefnulaust um göturnar, vankað að sjá, og greinilegt sé að hver einasti maður sé í áfalli. Almennur skortur er á öllum nauðsynjum og víða hefur komið til gripdeilda. Lögregluna er hvergi að sjá. Útsendari Reuters fréttaveitunnar náði tali af manni sem var í miðjum klíðum að tappa bensíni af bílum í höfuðborginni, Port Au Prince. Sá sagði að lögreglumenn hefðu um annað að hugsa en að stöðva afbrot þessa dagana, enda væru allir í sama báti eftir jarðskjálftann. Óttast er að lögleysan kunni að leiða til átaka um það litla sem til er af vatni, mat og öðrum nauðsynjum. Hjálparstarfsmenn tala um að peningar hafi misst allt verðgildi í landinu en vatn sé nú þyngdar sinnar virði í gulli. Þeir sem séu svo heppnir að eiga eina eða tvær flöskur af hreinu drykkjarvatni fari með það eins og mannsmorð enda margir orðnir örvæntingarfullir. Fyrir rúmum hálftíma tilkynnti René Préval, forseti Haítí, að meira en 7000 lík hefðu nú þegar verið grafin í fjöldagröf. Fleiri slíkar yrðu grafnar á næstu dögum til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma. Björgunarstarf er þó loks hafið og miklar vonir eru bundnar við að dreifing hjálpargagna geti hafist fyrir alvöru á morgun, enda tíminn að renna út fyrir marga.
2
Þrjár erlendar konur hafa stefnt íslenska ríkinu og Útlendingastofnun, fyrir að afturkalla dvalarleyfi sín hér á þeim forsendum, að þær hafi stofnað til málamyndahjónabanda við íslenska karla. Lögmaður kvennanna telur að ríkisvaldið seilist of langt inn í einkalíf fólks, til að úrskurða hvort hjónabönd þeirra séu eðlileg. Mál kvennanna þriggja verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Þær hafa stefnt Útlendingastofnun og íslenska ríkinu til að hnekkja þeirri ákvörðun að afturkalla dvalarleyfi þeirra. Konurnar gengu allar í hjónabönd með íslenskum karlmönnum. Útlendingalögin heimila Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi ef útlendingur hefur veitt rangar upplýsingar sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður kvennanna þriggja, segir alveg greinilegt að undanfarið hafi framkvæmd á útlendingalögum, og kannski sérstaklega heimildin til útgáfu á dvalarleyfi, verið þrengd. Það megi gera ráð fyrir því að hluta skýringarinnar sé að finna á íslenska vinnumarkaðinum þó hún viti ekki hvort svo sé. Ekki náðist í Útlendingastofnun. Katrín segir að tvær kvennanna búi með íslenskum eiginmönnum sínum. Sú þriðja hafi skilið áður en hún uppfyllti skilyrði til að fá varanlegt dvalarleyfi. Katrín vill ekki tjá sig um málin að öðru leyti, en efast um forsendur stjórnvalda til að svipta konurnar dvalarleyfi. Að minnsta kosti finnist henni að í mörgum tilvikum sé svolítið langt seilst inn í einkalíf fólks. Hún segist velta því fyrir sér hvernig yfirvöld ætli að meta eðli hjónabanda, þ.e.a.s. hvenær eðlilega hafi verið stofnað til hjónabands og hvenær ekki.
2
Donald Trump hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter, húðsjúkdómalækni og leiðtoga Gyðingasamtaka Repúblikanaflokksins, sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter, húðsjúkdómalækni og formann Gyðingasamtaka Repúblikanaflokksins, sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Greint er frá á vef Hvíta hússins. Í frétt Washington Times segir að Gunter hafi lagt umtalsvert fé til stuðnings kosningabaráttu forsetans árið 2016. Gunter er í stjórn Gyðingasamtaka Repúblikanaflokksins sem Sheldon Adelson, góðvinur Trumps og spilavítisauðjöfur, stofnaði á níunda áratug. Gunter stýrir eigin læknastofu og talar þrjú tungumál auk enskunnar; spænsku, frönsku og hollensku. Robert Barber, síðasti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, yfirgaf land þann 20. janúar 2017 þegar Trump tók embætti. Hann hafði verið skipaður af Barack Obama. Jill Esposito hefur verið starfandi sendiherra síðan (chargé d'affaires). Útnefningin fer nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings sem þarf að staðfesta hana. Viðbúið er að Gunter muni sitja fyrir svörum fulltrúa öldungadeildarinnar um þekkingu sína á Íslandi líkt og tíðkast hefur. Þá verður að koma í ljós hvað Gunter hefur heyrt af landi og þjóð. Eftirminnilegt atvik átti sér stað árið 2014 þegar kaupsýslumaðurinn George Tsunis sat fyrir svörum. Tsunis hafði lagt Obama-framboðinu lið með rausnarlegum fjárframlögum og var hann því tilnefndur sem sendiherra í Noregi. Þegar á hólminn var komið og hann sat fyrir svörum þingsins skein vanþekking hans á landinu hins vegar í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð.
2
Sérðu þær ekki allar? -Jú, mjög vel. – Já, þú sérð þær örugglega betur en ég núna. Ég á orðið bágt með að sjá eina þeirra nema við góð skilyrði. Í beinu framhaldi af síðustu tveimur stjörnunum í kassanum liggur svo Pólstjarnan. Sjáðu. Það er svolítið langt í hana en það er engin önnur stjarna í milli svo það leynir sér ekki. Þetta er hún blessuð. Enginn bílvegur að húsinu. Afi var vanur að stæra sig af því. Aðalkosturinn við kofann. Að eiga það ekki á hættu að ökufantar kæmu spænandi hvenær sem var á nóttu sem degi með hávaða og gauragangi, græjurnar stilltar í botn. Nei, hér fékk maður frið fyrir þessum reykspúandi drekum og ruddafenginni framkomu knapanna. Hingað kæmu engir nema fuglar himinsins og hagamýs, hér gat maður um frjálst höfuð strokið og notið lífsins og náttúrunnar, verndaður gegn mengun og tryllingi tækninnar. Svo væru hér engir aðrir bústaðir í næsta nágrenni eða sveitabæir, og það væri sannarlega alveg einstakt nú til dags. Hrafn var að hugleiða hve oft hann hafði hlustað á þennan pistil þar sem hann paufaðist áfram í myrkrinu. Hann hafði afþakkað vasaljósið sem afi rétti honum og var nærri dottinn þegar hann rak fótlegginn í stein. Hann bölvaði hressilega um leið og hann settist niður og nuddaði á sér fótinn. Það var kominn strekkingsvindur. Hann hafði gleymt úlpunni í bílnum og honum var hrollkalt. Hvers konar djöfuls asni hafði hann verið að láta kallinn plata sig í þennan kulda og myrkur.
0
Auðvitað er líka hægt að ræða við forráðamenn í öðrum söfnuðum en Þjóðkirkjunni og veita þeir einnig góða þjónustu. Gríðarlega mikilvægt er að hjón og sambúðarfólk venji sig á að tala saman reglulega. Það styrkir sambandið og auðveldar báðum aðilum að hefja sjálfsskoðun, hjálpar þeim að hjálpast að við að stíga fyrsta skrefið. Það er aldrei of seint að byrja. Ef ísinn er orðinn of þykkur, ef of langt er um liðið til að par treysti sér til að tala saman getur verið gott að skrifa bréf til maka síns. Mörgum finnst auðveldara að tjá sig í rituðu máli en augliti til auglitis. Bréfið er til dæmis hægt að skrifa í áföngum. Fyrst er þá gert uppkast og svo er það hreinskrifað fyrir afhendingu. Bréfi þarf heldur ekki að svara strax, það gefur tíma til umhugsunar. Mörgum hefur reynst vel að halda dagbók. Hún getur komið að gagni þegar kemur að því að stíga næsta skref og það hreinsar hugann að setja hugsanir sínar niður á blað. Eitt af því sem er mörgum tilefni til rifrilda í sambúð eru heimilisstörfin. Aðferðir okkar við heimilisstörfin endurspegla okkar innri mann, uppeldið, áherslur í lífinu, hugmyndir um kynjahlutverk og virðingu fyrir maka. Ég læt hér fljóta með bréf sem er nokkuð dæmigert og fjallar um þetta: Það er því margt sem þarf að skoða í þessu samhengi. Ég hvet alla til að hugsa sig vel um áður en farið er út í skilnað af hagkvæmnisástæðum.
0
Hendingin hlýtur að vera svona (og þannig hef ég lært hana): Kætist tíðum léttfær lund o.s.frv. (Heima er best 1958,55).o Hendingin hlýtur að vera svona (og þannig hef ég lært hana) Grimm fyrstir allra manna í norðurálfu heims svo ég viti og þegar fyrir löngu vakið athuga manna og tilfinningu fyrir munnmælasögum, og því má með fyllsta rétti kalla þá feður slíkra sagna engu síður en Herodotos föður mannkynssögunnar þar sem þeir hafa með frábærri snilld og alúð safnað þýzkum þjóðsögum í bók þá sem heitir Kinder- und Hausmärchen og gefið með því öldum og óbornum hina ágætustu fyrirmynd í þá stefnu. Af þessu tóku Þjóðverjar einna bezt ævintýrum okkar; þó gengum við lengi duldir þess og bæði af því og eins af hinu að ekkert útlit var til þess að við gætum gefið meira út af sögunum höfðum við því nær lagt árar í bát með að safna meiru af þeim en komið var 1852 þegar vinur minn dr. Konráð Maurer kom út hingað vorið 1858. Þó hann hefði ekki séð nema þetta prentaða sýnishorn af safni okkar séra Magnúsar áður en hann kom hingað í land og væri hér ekki nema hásumartímann á ferðum sínum, fann hann það skjótt að hér var mikil nægð af alþýðusögum og hvatti okkur séra Magnús til að halda áfram safni okkar áður en hann fór héðan aftur þó hann gæti ekki gefið okkur vissu fyrir því að það yrði prentað fyrr en með bréfi 25. marz 1859.
0
Bræðurna Friðrik og Gunnar leika Þorsteinn Bachmann og Atli Rafn Sigurðarsonar. Tónlistin er hófstillt og yfirtekur ekki senur en gefur þó það andrúm sem magnar stemningu verksins. Persónur hans eru þannig gerðar að áhorfandinn fær samúð með þeim en getur jafnframt haft skömm á þeim fyrir ýmis konar skapgerðarbresti. Þórunn Arna er vaxandi leikkona og gott að sjá að hún festist ekki í dúkkuhlutverkinu. Þrátt fyrir ansi myrk viðfangsefni þá er ekki langt í húmorinn í verkum Hávars og er leikritið Jónsmessunótt þar ágætt dæmi enda er um kolsvarta kómedíu að ræða. Hver er sannleikurinn þegar upp er staðið og hvernig er honum hagrætt? Hún er þó ekki með öllu ókunnug leikstjórastólnum enda er Harpa einn af okkar reyndustu leikhúslistamönnum þó hún hafi fremur verið sjálf á sviði. Þess ber að geta að tónlist í verkinu er frumsamin af Völu Gestsdóttur og er hún ekki alveg ókunnug leikhúsinu en Vala hefur samið fyrir tvö leikrit Nemendaleikhússins. Þjóðleikhúsið frumsýndi þann 11. október síðastliðinn Jónsmessunótt, nýtt íslenskt leikrit eftir Hávar Sigurjónsson. Jónsmessunótt er glæsileg viðbót við sögu íslenskrar leikritunar. Fyrst og fremst er leikmyndin falleg og einföld. Leikstjóri verksins er Harpa Arnardóttir en þetta er í fyrsta sinn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Hávar hefur skrifað m.a. fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið Englabörn (2001) og Halla og Kári (2008). Edda mótar Guðnýju á skýran hátt og nær því vel að túlka biturðina sem búið hefur um sig í þessari persónu. Hún vakti sérstaka athygli fyrir leikstjórn sína á verki Sölku Guðmundsdóttur Súldarsker sem sýnt var í Tjarnarbíói fyrir nokkrum misserum.
1
Veð í búnaði skipa, afla, sjávarafurðum og rekstrarvörum sjávarútvegs. 31. gr. Búnaður skipa og veiðiheimildir. 1. Þeim er veðsetur skip er rétt að semja svo um að skipinu skuli fylgja, auk venju legs fylgifjár, annað lausafé sem ætlað er til nota á skipinu, svo sem olíubirgðir þær sem í skipinu eru hverju sinni, veiðarfæri, skipsbúnaður og önnur áhöld. 2. Veðsetningin gerist samtímis veðsetningu viðkomandi skips. Veðrétturinn öðlast réttarvernd með skráningu á blað veðsala í skipabók í samræmi við ákvæði þinglýsinga laga. 3. Þegar skip er sett að veði er heimilt að semja í veðbréfi að veðrétturinn nái einnig til veiðiheimilda skips. 4. Ákvæði 3., 5. og 6. mgr. 24. gr. og 1.–4. mgr. 27. gr. eiga hér við, eftir því sem við getur átt. Fylgiskjal VI. Úr skýrslu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. (REPRÓ 1 síða) Fylgiskjal VII. Ýmsar núgildandi sóknartakmarkanir. (REPRÓ ÍSLANDSKORT) Fylgiskjal VIII. Fiskifélag Íslands: Afli Íslendinga á helstu fisktegundum. Fylgiskjal IX. Nokkrar ályktanir 53. fiskiþings 1994. (Haldið 19.–21. október 1994.) (Repró 2 síður - klippa saman.) Fylgiskjal X. Ályktanir formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands um stjórn fiskveiða. (Haldin 21. og 22. nóvember 1994.) Repró 3 síður. Fylgiskjal XI. Ályktun samtaka fiskvinnslustöðva. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva haldinn 23. september 1994 samþykkir að fela stjórn SF að leita samstarfs við Landssamband íslenskra útvegsmanna um að fram fari ítarleg úttekt á núverandi stöðu botnfiskveiða og vinnslu. Stefnt verði að því að úttektinni verði lokið fyrir næstu áramót. Fylgiskjal XII. Nokkrar ályktanir aðalfundar Landsambands íslenskra útvegsmanna. (REPRÓ 6 síður.) Fylgiskjal XIII.
3
Ákvæði 1. mgr. er í samræmi við gildandi rétt, en veðþoli hefur verið talinn hafa heimild til þess að hafa umráð og afnot veðandlagsins, þrátt fyrir veðsetninguna. Við það er miðað, að aðilar geti samið á annan veg. Þá geta ákvæði aðfararlaga takmarkað heimild veðþola til þess að hafa umráð veðsetts verðmætis, sbr. t.d. 56. og 57. gr. aðfararlaganna nýju, sem tak markað geta rétt gerðarþola til umráða yfir eign, sem aðför hefur verið gerð í. Ákvæði 2. og 3. mgr. eru í samræmi við ólögfestar reglur, sem hér á landi hafa verið tald ar gilda í þeim efnum, sem þar er um fjallað, sjá t.d. Gaukur Jörundsson, Um veðréttindi, bls. 38. Í 4. mgr. er lögð sú skylda á herðar veðsala að vátryggja veðið vegna brunatjóns og ann ars skaða á þann hátt, sem lög áskilja eða venja er til. Með orðalaginu „ . . . á þann hátt, sem lög áskilja . . . “ er verið að minna á, að í vissum tilvikum leiðir skyldu til vátryggingar beint af lögum. Þannig má sem dæmi nefna 4. gr. laga nr. 25/1954, um brunatryggingar í Reykja vík. Þar segir, að skylt sé að hafa öll hús í lögsagnarumdæminu brunatryggð hjá þeim aðila, er tryggingar annast skv. 1. gr. laganna. Í 7. gr. laga nr. 9/1955, um Brunabótafélag Íslands, segir að skylt sé að tryggja í félaginu allar húseignir í kaupstöðum og kauptúnum, þar með talin hús í smíðum, hvort sem þau eru eign einstakra manna, félaga eða opinberar eignir.
3
Heildræn meðferð sjúklings og fjölskyldu er kjarninn í skilgreiningum á líknarmeðferð (e. palliative care) og kemur skýrt fram í Klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð (Landspítali, 2009) og skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2010). Hvað sjáið þið fyrir ykkur sem getur auðveldað innleiðinguna og hvað getur hugsanlega hindrað hana? Líflæknisfræðilega líkanið (e. bio-medical model) var það hugmyndafræðilega líkan sem unnið var eftir á sjúkrahúsinu og það samræmdist ekki þeirri heildrænu hugmyndafræði sem líknarmeðferð byggist á. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru að á lungnadeild Landspítala reyndust ýmsar hindranir fyrir því að sjúklingum með langvinna lungnateppu sé veitt líknarmeðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Frekar ætti að byggja þjónustuna upp þannig að líknarmeðferð hefjist og sé viðhaldið með heildrænu mati, t.d. við sjúkrahúsinnlögn, þegar notkun langtímasúrefnis hefst eða þegar hætt er á vinnumarkaði vegna veikindanna (Pinnock o.fl., 2011). Þeim var gefinn sá möguleiki eftir viðtalið að ræða einslega við leiðbeinandann. Í ljósi þessa er þörf á að endurskoða meðferð sjúklinga með langvinna lungateppu (Crawford o.fl., 2012; Gysels og Higginson, 2008) en flestir þessara sjúklinga þurfa á líknarmeðferð að halda (Lanken, 2008; Schroedl o.fl., 2014; Yohannes, 2007). Að vera samstiga vísar til þess að heilbrigðisstarfsmenn hafi samræmd vinnubrögð og hafi sömu markmið í þjónustu við sjúklinga og að þeir tali sama tungumálið. Þá er skilyrði að allir á deildinni kynni sér leiðbeiningarnar og skilji rökin fyrir þeim. Líknarmeðferð: að vera samstíga Það veldur óöryggi.“ Einn hjúkrunarfræðingurinn sagði: „Þó það sé líknandi meðferð í dag þýðir það ekki að það sé líknandi meðferð eftir fjóra daga.
1
Starfsreglur Leitarstöðvar tóku fyrst gildi í ársbyrjun 1983 (Læknablaðið 1983; 69: 328-33), voru endurskoðaðar 1991, 1997 og 2004 (Læknablaðið, Fréttabréf lækna 9/1991; Læknablaðið 1997; 83: 604-8; Læknablaðið 2004; 90: 139-45). Þessi endurskoðun tók gildi 1. apríl 2009 og er birt á vefsíðu Krabbameinsfélagsins: www.krabb.is/leit Skoðanadögum á Leitarstöð verður fækkað úr fimm í þrjá og skoðanastöðvum á landsbyggðinni fækkað úr 42 í 30. Starfsreglur leitarinnar eru settar af yfirlæknum Leitarstöðvar, frumurannsóknastofu og röntgendeild Krabbameinsfélagsins að höfðu samráði við landlækni sem er eftirlitsaðili leitarstarfsins. Legháls- og brjóstakrabbameinsleit fer fram í Leitarstöðinni í Reykjavík og á ákveðnum heilsugæslustöðvum og sjúkrastofnunum. Frá síðustu starfsreglum eru helstu nýmæli þau að tekin hafa verið upp vökvasýni á Leitarstöð við skoðanir í leghálskrabbameinsleit, stafræn tækni við brjóstamyndatökur í brjóstakrabbameinsleit um land allt og rafrænar færslur á heilsusögu og niðurstöðum læknisskoðana. Það eru tilmæli landlæknis að sjálfstætt starfandi læknar fylgi ákvæðum þessara starfsreglna. Starfsreglur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafa nú verið endurskoðaðar. Af þjóðfélagslegum ástæðum hefur verið ákveðið að fresta tilmælum um HPV-áhættumælingu í leghálskrabbameinsleit, upptöku vökvasýna utan Leitarstöðvar, auk þess sem millibil leghálsskoðana hjá konum 40 ára og eldri með fyrri sögu um eðlileg frumustrok verður lengt úr tveimur árum í fjögur ár. Samningur við heilbrigðisráðuneyti um krabbameinsleit kveður á um að konur skoðaðar utan skipulegrar leghálskrabbameinsleitar verði skráðar í komuskrá og færslur allra kvenna með afbrigðilegt frumustrok og vefjasýni verði skráðar á svonefnt eftirlitssvæði Leitarstöðvar.
1
Póst- og fjarskiptastofnun getur krafist af umsækjendum um rekstrarleyfi að þeir leggi fram fullnægjandi upplýsingar um eignaraðild, fjárhagsstöðu og fyrirhugaða starfsemi, svo og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar teljast til að leggja mat á umsóknina. Málsmeðferð stofnunarinnar skal lokið innan sex vikna frá því að fullnægjandi umsókn barst. Stofnuninni er heimilt að framlengja þennan frest um allt að fjóra mánuði til viðbótar í sérstökum tilvikum þegar leita þarf ákvörðunar eða umsagnar annarra aðila, svo sem þegar, a. sótt er um leyfi vegna fjarskiptaneta og/eða þjónustu sem þarf að samræma á alþjóðavísu, b. ekki er hægt að veita leyfi nema að undangenginni málsmeðferð um tíðnimál hjá viðurkenndum alþjóðasamtökum. Póst- og fjarskiptastofnun er enn fremur heimilt að fresta ákvörðun um fjóra mánuði til viðbótar fresti skv. 1. mgr. þegar sótt er um leyfi sem felur í sér úthlutun í tíðnisviði sem er takmarkað að umfangi og stjórnvöld ákveða að viðhafa útboð um úthlutun eða gefa með auglýsingu öðrum kost á að sækja um sama tíðnisvið. 10. gr. Takmörkun á fjölda rekstrarleyfishafa. Einungis má takmarka fjölda rekstrarleyfa fyrir sérhverja tegund þjónustu og til uppsetningar og/eða starfrækslu fjarskiptaneta að því leyti sem nauðsynlegt er til að tryggja hagkvæma nýtingu tíðnirófsins eða tímabundið meðan gerðar eru ráðstafanir til að fjölga númerum. Við ákvörðun um takmörkun á fjölda rekstrarleyfa skal leggja viðeigandi áherslu á hagsmuni notenda og örvun samkeppni. Póst- og fjarskiptastofnun skal birta ákvörðun sína um takmörkun á fjölda rekstrarleyfa ásamt forsendum hennar og endurskoða takmarkanir með hæfilegu millibili. Auglýsa skal eftir umsóknum þegar fjöldi leyfa er takmarkaður.
3