text
stringlengths
37
38.5k
label
stringclasses
4 values
Í 5. mgr. 30. gr. er mælt fyrir um heimild sýslumanns til að neita að veita leyfi til einkaskipta þótt hún stafi eingöngu frá fjárráða erfingjum, nema þeir afli mats á eignum dánarbúsins eftir reglum 17.–23. gr., enda þyki sýslumanni það nauðsynlegt til að geta lagt erfðafjárskatt á erfingjana. Þessi heimild er þannig bundin við þau tilvik þar sem sýslumanni kynni að þykja verðmat erfingja á tilteknum eignum áfátt og um eignir væri að ræða sem greiða ætti erfðafjárskatt af á grundvelli matsverðs samkvæmt reglum 9. gr. laga nr. um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Undir þessum kringumstæðum gæti þó sýslumaður eins kosið að fara þá leið að veita erfingjum leyfi til einkaskipta með því skilyrði að þeir afli mats á viðkomandi eignum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 31. gr. frumvarpsins. Regla 5. mgr. 30. gr. snýr aðeins að höfnun umsóknar um leyfi til einkaskipta vegna verðlagningar á eignum dánarbús, en ef sýslumanni þætti bersýnilegt að eignir væru vantaldar í umsókn gæti hann hafnað henni með þeirri röksemd að umsókninni sem slíkri væri áfátt, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. Í 1. mgr. 30. gr. kemur fram að sýslumaður eigi að taka afstöðu til beiðni um leyfi til einkaskipta svo fljótt sem verða má eftir að hún berst honum, en í framkvæmd hefur til þessa að jafnaði verið leitast við að afgreiða erindi sem þessi jafnharðan og þau berast. Ef sýslumaður teldi annmarka á beiðninni sem mætti ráða bót á getur hann veitt erfingjum tiltekinn frest til þess eins og fram kemur í niðurlagi 1. mgr. 30. gr.
3
Róttæk uppstokkun verður á skipan sveitarfélaganna í landinu nái tillögur um sameiningu sveitarfélaga fram að ganga. Meðal annars er lagt til að Kjósarhreppur, Reykjavík og Seltjarnarnes sameinist. Sveitarfélög í landinu eru nú 76 talsins, en voru 105 fyrir átta árum. Í september í fyrra undirrituðu þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Liður í þeirri yfirlýsingu var mótun tillagna um sameiningu sveitarfélaga og var nefnd skipuð í þeim tilgangi. Í dag skilaði nefndin af sér tillögum sínum til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri og er óhætt að segja að þær séu róttækar. Á Vesturlandi leggur nefndin til sameiningu allra sveitarfélaga í eitt og það sama er uppi á teningnum á Vestfjörðum, en þó er tekið fram að þessi kostur sé háður afstöðu núverandi sveitarfélaga á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er tillaga um að öll sveitarfélögin sameinist í eitt og einnig er nefndur sá kostur að sameina annars vegar öll sveitarfélög í Húnavatnssýslum og hins vegar tvö sveitarfélög í Skagafirði. Lögð er til sameining allra sveitarfélaga við Eyjafjörð og það sama er uppi á teningnum með Þingeyjarsýslur. Á Austurlandi telur nefndin að fyrsti kostur sé að sameina öll sveitarfélög í eitt. Á Suðurlandi er gerð tillaga um tvö sveitarfélög, annars vegar að Rangárvallasýsla, Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur og Vestmannaeyjakaupstaður verði eitt sveitarfélag, og hins vegar að Árnessýsla verði eitt sveitarfélag. Á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að Reykjavík sameinist Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, og Álftanes og Garðabær sameinist í eitt sveitarfélag. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði óbreytt samkvæmt þessum hugmyndum.
2
Gerður kærir sig kollótta þótt hún sjái nunnur signa sig þegar þær mæta henni. Hún heyrir eina systurina segja við skólastúlknahópinn sinn: Ekki horfa! Sífellt er verið að reka hana út úr kirkjum vegna síðbuxnanna. Þess vegna verður hún að bíða úti á Markúsartorginu þegar hún fer með vinunum til Feneyja og þau ætla að skoða dómkirkjuna þar. En Gerður má ekkert vera að því að hugsa um silkisokka og því um líkt, segir hún. Hún klippir af sér rauðgyllta hárið og það rækilega. Fær sér burstaklippingu. Strákarnir í skólanum kalla hana þá smástrákinn eða gulrótina. En ég kann helmingi betur við mig svona. Nú þarf ég ekki að rembast við að reyta niður úr hárlubbanum heldur rétt að strjúka fingrunum í gegnum hann, skrifar hún heim. Gerður hefur fengið inni hjá Terzi-fjölskyldunni sem hafði átt von á eskimóa. Dóttirin Marga verður ágæt vinkona hennar. Hún er húsbóndinn á heimilinu. Einn góðan veðurdag lætur hún frú Terzi losa geymsluherbergi í húsinu svo að Gerður og Iria geti tekið það á leigu fyrir vinnustofu. Það er ómögulegt að hafa ekki vinnustofu þar sem við erum svo stutt í skólanum og maður getur ekkert unnið það sem eftir er dagsins, skrifar hún föður sínum til skýringar á því að nú skuli hún þurfa að borga þúsund lírur til viðbótar 5000 líra húsaleigu. En í fæði fara 6000 lírur á pensjóninni þar sem þær Iria borða. 10 árum, eins og þú segir pabbi, þá geri ég það aldrei.
0
Á vissan hátt hefur hnattvæðingin tekið þar við, og má líta á hana sem helsta drifkraft samrunaferlisins síðastliðin ár. 54 Þetta fyrirkomulag græfi undan þjóðríkinu, eins og það er skilgreint nú, á tvennan hátt; vald flyttist bæði frá höfuðborgum og þjóðþingum aðildarlandanna til yfirstjórnar utan þjóðríkjanna og út til héraða og héraðsstjórna innan þeirra. Þessi óvissa er reyndar ekki ný af nálinni, því að þótt ýmir upphafsmanna Kola- og stálbandalagsins hafi litið á þjóðríkin sem óumflýjanlega staðreynd þá heyrðust þær raddir þegar á sjöunda áratug síðustu aldar að markmið samrunans hlyti að vera eitt evrópskt ríki. Vildu þeir ryðja hindrunum úr vegi háskólanema og kennara sem stefndu á tímabundið nám eða kennslu utan heimalanda sinna með því „að þróa skilyrði fyrir kennslu og nám, sem auðvelda fólki að fara á milli landa og styrkja samstarf“. Þjóðríkin geta auðveldlega lifað af slíkar breytingar, þótt eðli þeirra og hlutverk verði annað en áður. Evrópusambandið er eitt umdeildasta og óskilgreinanlegasta fyrirbæri nútímastjórnmála, enda ríkir engin sátt um hvernig beri að túlka sögu þess eða spá fyrir um hvernig það muni þróast á næstu árum. Í lok fransk-prússneska stríðsins á árunum 1870– 1871 innlimuðu Prússar frönsku héruðin Alsace og Lorraine (Elsass og Lothringen) í hið nýstofnaða þýska keisaradæmi. Í hnattvæddum heimi verða slík þjóðleg sérkenni sífellt óljósari, og þess vegna verða þau ótengdari því sem þau eiga að tengjast. Þetta skref bar vott um þá sannfæringu evrópskra stjórnmálamanna að nýir tímar krefðust nýrrar stefnu í alþjóðamálum.
1
Um þagnarskyldu allra starfsmanna lögreglunnar eru ákvæði í 21. gr. frumvarpsins. Ekki hefur áður verið lögfest sérstakt ákvæði þessa efnis er gildi um alla starfsmenn lögreglunnar, hvort sem þeir fara með lögregluvald eða ekki. Fram að þessu hefur þagnarskylda starfsmanna lögreglunnar, eins og annarra opinberra starfsmanna, stuðst við almennt ákvæði þess efnis í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954. Vegna eðlis lögreglumannsstarfans þykir mikilvægt að mæla sérstaklega fyrir um þagnarskyldu starfsmanna hennar í lögum um lögreglu. Í 22. gr. eru ákvæði um afskipti starfsmanna lögreglu af eigin málum eða nákominna vandamanna í starfi sínu. Hér er byggt á því að það teljist grundvallarregla að starfsmenn lögreglu beiti hvorki heimildum sínum í eigin málum né málum þeirra sem eru þeim nákomnir. Slíkt er augljóslega til þess fallið að ala á tortryggni í garð lögreglu. Á þetta reyndi að nokkru í dómi Hæstaréttar frá árinu 1989 (H.1989.512). Segja má að dómur þessi hafi verið tilefni þess að lagt er til að ákvæði þessa efnis verði beinlínis lögfest. Ákvæði í 23. gr. frumvarpsins um afskipti lögreglu af vinnudeilum eru óbreytt miðað við gildandi lögreglulög. Fram til þessa hafa reglur um skyldur lögreglumanna til afskipta af lögreglumálum í frítíma sínum verið óljósar. Í 24. gr. frumvarpsins er lagt til að settar verði um það skýrari reglur. Þar er talið upp hvenær lögreglumanni er skylt að hefjast handa og sinna lögreglustörfum utan vinnutíma síns. Af þessu verður dregin sú ályktun að þeir sem gegna stöðum lögreglumanna fari ávallt með lögregluvald, hvort sem er í vinnutíma þeirra eða utan hans.
3
Extramót SH var haldið núna um helgina í Ásvallalaug. Sundmenn frá 16 félögum komu saman í þessari síðustu keppni fyrir Íslandsmeistaramóti, með góðum nðurstöðum, mótsmetum og lágmörkum. Íslandsmeistarmótið verður haldið 8.-10. nóvember í Ásvallalaug. Bestu árangur náðu og stigahæstu sundmennirnir voru Kristín Helga Hákonardóttir frá Sunddeild Breiðablik í 200m skriðsund í 2.03.31 (718 stig) og Kristinn Þórarinsson frá Sunddeild Fjölnis í 100m baksund í 0.54.02 (740 stig). NM lágmörk: 15 sundmenn náðu lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramótið sem verður haldið í Færeyjum í byrjun desember. SH: Katarína Róbertsdóttir, 100 m flugsund, 200 m fjórsund Dadó Fenrir Jasminuson, 50 m skriðsund, 100 m skriðsund Steingerður Hauksdóttir, 100 m baksund, 50 m baksund, 100 m skriðsund Kolbeinn Hrafnkelsson, 50 m baksund, 100 m skriðsund, 100 m baksund Aron Þór Jónsson, 200 m bringusund Daði Björnsson, 200 m bringusund Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, 100 m skriðsund, 50 m flugsund, 50 m skriðsund Aðrir: Kristinn Þorarinsson, Fjölnir, 200 m fjórsund, 50 m baksund, 100 m baksund Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðablik, 100 m baksund, 200 m baksund Stefanía Sigþórsdóttir, Breiðablik, 400 m fjórsund Kristófer Atli Andersen, Breiðablik, 400 m skriðsund, 200 m skriðsund Freyja Birkisdóttir, Breiðablik, 800 m skriðsund Patrik Viggó Vilbergsson, Breiðablik, 200 m fjórsund, 200 m skriðsund Kristín Helga Hákonardóttir, Breiðablik, 400 m skriðsund, 200 m skriðsund, 800 m skriðsund Kristófer Sigurðsson, ÍRB, 100 m skriðsund 5 Mótsmet voru sett: Kristinn Þorarinsson, Fjölnir, 200 m fjórsund, 100 m baksund Kolbeinn Hrafnkelsson, SH, 50 m baksund Kristín Helga Hákonardóttir, Breiðablik, 200 m skriðsund Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, 100 m skriðsund
2
Flutningsfyrirtækið skal setja gjaldskrá vegna þjónustu sinnar í samræmi við tekjumörk sem Orkustofnun ákveður, sbr. 2. mgr., og kröfur um uppbyggingu gjaldskrárinnar, sbr. 3. mgr. Tveimur mánuðum áður en gjaldskráin á að taka gildi skal hún send Orkustofnun. Flutningsfyrirtækið skal birta gjaldskrána opinberlega. Orkustofnun skal árlega ákveða tekjumörk flutningsfyrirtækisins út frá eftirfarandi viðmiðum: 1. Kostnaði sem tengist starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. kostnaði vegna viðhalds, afskrifta á nauðsynlegum eignum til reksturs kerfisins, leigukostnaði vegna flutningsvirkja, kostnaði við orkutöp, almennum rekstrarkostnaði og kostnaði við kerfisstjórnun. 2. Arðsemi flutningsfyrirtækisins skal að jafnaði vera 2% eða hærri en þó ekki hærri en tveimur prósentustigum yfir markaðsávöxtun óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til fimm ára eða sambærilegra verðbréfa. Arðsemi reiknast sem hlutfall hagnaðar fyrir fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og skatta (EBIT) og bókfærðs verðs fastafjármuna. 3. Hagræðingarkröfu sem skal taka mið af eðlilegum kostnaði samkvæmt mati Orkustofnunar að teknu tilliti til þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir. 4. Komi í ljós að arðsemi hjá fyrirtækinu síðastliðin þrjú ár er utan þeirra marka sem fram koma í 2. tölul. skal taka tillit til þess við gerð gjaldskrár á næsta ári. Gjaldskráin skal byggð upp á eftirfarandi hátt: 1. Skilgreina skal gjald fyrir tengingu við flutningskerfið og gjald fyrir mötun og úttekt í hverjum tengipunkti flutningskerfisins. Sama gjaldskrá skal gilda fyrir mötun í öllum tengipunktum flutningskerfisins og fyrir úttekt í öllum tengipunktum meginflutningskerfisins. Þó skal taka tillit til afhendingaröryggis. Gjald fyrir úttekt í öðrum hlutum flutningskerfisins skal metið út frá eðlilegum kostnaði, sbr. 1. tölul. 2. mgr., vegna viðkomandi flutningsvirkja og afhendingaröryggis, auk kostnaðar í viðkomandi tengipunkti meginflutningskerfisins. 2.
3
Einar og Tinna safna dóti Á hverjum morgni skoða Tinna og Einar saman blöðin á meðan þau borða skyrið sitt. Þau reyna að finna myndir af dýrum, helst nýfæddum lömbum eða talandi páfagaukum. Í dag er það samt mynd af allt öðru sem vekur áhuga þeirra. Hún er af börnum í þorpi í Afríku. Þar er svo mikil fátækt að það eru ekki til borð eða stólar í skólanum. – Hvernig getum við hjálpað þeim? spyr Tinna. – Við getum haldið flóamarkað til að safna peningum. Síðan sendum við þá til Afríku, svarar Einar. Þetta líst Tinnu vel á. Guli kassinn Einar og Tinna ljúka við skyrið. Svo fara þau að safna dóti til að selja á flóamarkaðinum. Þau spyrja pabba og mömmu um gamla hluti sem þau megi missa. – Já, farið niður í geymslu. Þar er gulur kassi með dóti sem þið megið taka, segir pabbi. – Þetta er bara dót sem á að henda, segir mamma. Tinna og Einar róta í kassanum og finna vasa, húfu, dúkku, bol og bækur. – Átti að henda þessum hlutum? spyr Tinna hissa. – Gott að við fundum þá, bætir Einar við. Svo stingur hann upp á því að þau banki hjá Svölu í kjallaranum. Allir vilja hjálpa til Svala býr með stórum ketti. Hún er fús að gefa Einari og Tinnu dót á markaðinn. – Hér er önd til að hafa í baði, hárkolla og stígvél sem þið megið fá. Ég er löngu hætt að ganga í þeim, segir Svala.
0
Í 1. mgr. 101. gr. er kveðið á um að mál verði að meginreglu munnlega flutt, ef stefndi heldur uppi vörnum í því og það sætir ekki frávísun samkvæmt fyrirmælum 100. gr. Sama regla og hér um ræðir gildir nú skv. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. frumvarpsins eru þó heimilar tvenns konar undantekningar frá þessari meginreglu. Annars vegar kemur fram að flytja megi mál skriflega ef dómari telur hættu á að það skýrist ekki nægilega með munnlegum flutningi. Þessi undantekningarheimild á sér hliðstæðu í a-lið 2. mgr. 109. gr. laga nr. 85/1936, en rétt er að geta þess að önnur heimild til þess sama, sem kemur fram í b-lið nefnds ákvæðis laganna, hefur ekki verið tekin upp í ákvæði frumvarpsins. Þar er nánar tiltekið mælt fyrir um að dómari geti ákveðið skriflegan málflutning eftir ósk aðila, ef hann telur hana á rökum byggða. Telja verður sérstök fyrirmæli um þetta óþörf, þar sem þessi aðstaða fellur í raun einnig undir heimildina til að ákveða skriflegan flutning, sem kemur fram í 2. málsl. 1. mgr. 101. gr. frumvarpsins. Hins vegar er að finna undantekningu frá meginreglunni um munnlegan flutning máls í lokamálslið 1. mgr. 101. gr., þar sem kemur fram að dómari geti fallist á sameiginlegt álit aðila um að taka megi mál til dóms án málflutnings. Þessi regla á sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum, en ætla má að hún geti orðið til hagræðis í minni málum, einkum ef ágreiningur er ekki uppi um sönnunaratriði.
3
Persónuvernd ætlar að skoða hvort eftirlit fjölmiðlafyrirtækisins 365 með IP-tölum þeirra sem hlaða íslensku efni á deilisíður standist lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í tilkynningusem 365 sendi frá sér í morgun segir að sérhæfð fyrirtæki muni fylgjast grannt með IP-tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur. Þá er tekið fram að þeir sem hlaða niður slíku efni séu sjálfkrafa að deila því. Þeir sem til þekkja segja þetta þó ekki alls kostar rétt, þar sem hægt sé að stilla niðurhlað þannig að efninu sé ekki deilt um leið. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að athygli stofnunarinnar hafi verið vakin á málinu og telur rétt að skoða hvort félagið hafi heimild til þess að safna þessum upplýsingum. Helga bendir á að lögum samkvæmt þurfi heimild til þess að safna persónugreinanlegum upplýsingum. Hún segir þó ekki ljóst hvort vinnsla upplýsinganna falli undir persónuverndarlögeða fjarskiptalög. Málið verði tekið fyrir hjá stofnuninni. Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist ekki hafa heyrt af málinu. Í lögum um fjarskipti er sérstakur kafli um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars: „Notkun njósnahugbúnaðar, vefhlerunarbúnaðar eða annars slíks búnaðar sem komið er fyrir [...] til þess að fá aðgang að upplýsingum, safna földum upplýsingum eða fylgjast með athöfnum hans er einungis heimil í lögmætum tilgangi og með vitund hlutaðeigandi notanda. Notanda er rétt að hafna notkun slíks búnaðar.“
2
Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar, segir að það verði að endurskoða leyfisveitingu um að leigja Huang Nubo Grímsstaði á Fjöllum. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna í kjördæminu, segir umræðuna á villigötum því ekkert leyfi hafi verið veitt. Miklar umræður hafa spunnist undanfarna daga um hugsanlega leigu kínverska viðskiptajöfursins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar, segir fyrirætlanir Nubos byggðar á blekkingum. Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar: Það sýnist sem svo að það standi ekki steinn yfir steini í viðskiptaáætlun þessa manns og fyrirtækin sem að hann segist vera í forsvari fyrir eru ekki til eða eru ekki með neina starfsemi. Þór segir að Samfylkingin hafi þrýst mjög á að mál þetta fengi fram að ganga. Þór Saari: Þetta náttúrlega tengist innsta hring Samfylkingarinnar því að, að Hjörleifur Sveinbjörnsson situr á milljón dollara kínversk-íslenskum þýðingarsjóði og þetta er, þetta er sko, komin ólykt af þessu máli og, og það þarf einfaldlega að stöðva framgöngu þess í bili á meðan að það er rannsakað betur. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna í Norðausturkjördæmi, segir umræðuna á villigötum. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna í Norðausturkjördæmi: Viðskiptaráðuneytið hefur ekki afgreitt neina undanþágu í þessu máli, það er misskilningur sem er í umræðunni hvað það varðar. Já, ég held að almennt séð þá sé hægt að fullyrða það að þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs séu ekki hlynntir þessu máli sem slíku, eins og því hefur verið stillt upp og það sé almennt tortryggið gagnvart því að selja land til erlendra fyrirtækja, eins og þarna virðist vera fyrirætlun að hálfu þessa kínverska fyrirtækis.
2
Þessum fundarsköpum er ætlað að hafa óvænt og þroskandi áhrif á hugsun og líf þátttakenda, og margítrekuð reynsla kynslóðanna staðfestir gildi þeirra. Betra er að vera hófsamur en að þykjast hófsamur. Frímúrarareglan kemur fram út á við sem mannúðar- og mannræktarfélag. Eitt af aðalsmerkjum lýðfrjálsra ríkja er að verja þennan rétt borgaranna. GALLAÐ NIÐURLAGSÁKVÆÐI Í 5. Líta má á það sem framfaraskref að dómarafélagið setji sér siðareglur. Á ýmsan hátt má segja að Reglan falli ekki vel að hinum þunga nið samtímans, þar sem trúin er orðin að feimnismáli, en feimnismálin að frjálslegu umræðuefni! Undirritaður var ekki orðinn aðili að Dómarafélagi Íslands þegar siðareglur þessar voru ræddar og samþykktar á fyrrnefndum aðalfundi. Valkostirnir eru sem betur fer ekki alltaf svona harðir. Frjáls og leitandi hugsun er þyrnir í augum þeirra sem telja sig vita best og vilja hafa vit fyrir öðrum. „Dómara er óheimilt að taka að sér starf eða eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki ef slíkt fær ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Þar er lögð áhersla á sjálfstæða hugsun – og stúkur frímúrara hafa raunar öldum saman staðið undir nafni í því sambandi með því að vera hugsandi mönnum athvarf og vettvangur til frjálsrar hugsunar og tjáningar, ekki síst á tímum alræðis og trúarofsókna. Breytingartillagan var svohljóðandi: Þar kemur einnig fram að Reglan taki ekki afstöðu til stjórnmála og að umræður um stjórnmál séu ekki leyfðar á vettvangi hennar.
1
Norðurlöndin fimm hyggjast auka og efla samstarf sitt á sviði varnarmála í nánustu framtíð vegna vaxandi ógnar frá Rússum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands sem birtist í norska blaðinu Aftenposten í dag. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að yfirgangur Rússa gagnvart Úkraínu og ólögmæt innlimun Krímskagans séu skýr brot á þjóðarétti og alþjóðlegum sáttmálum. Framganga Rússa sé stærsta ógnin við öryggi Evrópu og að þróun mála sé með þeim hætti að öryggi á Norðurslóðum hafi minnkað umtalsvert síðasta árið. Við verðum að búa okkur undir að hættuástand geti skapast og uppákomur orðið, segir í yfirlýsingunni og þá er einnig sagt að löndin verði að bregðast við framgöngu Rússa fremur en orðræðu. Þeir hafi ítrekað sýnt að þeir séu þess albúnir að beita hervaldi til að ná pólitískum markmiðum sínum, jafnvel þótt það brjóti í bága við alþjóðasamninga sem þeir eigi sjálfir aðild að. Þá séu aukin umsvif þeirra á norðurslóðum og við Eystrasaltið og ýmis áróður þeirra til þess gerður að sá fræjum tortryggni milli vinaþjóða. Við því verði brugðist með aukinni samvinnu og samstöðu Norðurlandanna. Næstu sameiginlegu heræfingar Norðurlandanna fara fram í lok maí en þar verða Bandaríkjamenn einnig fjölmennir. Norskur hernaðarsérfræðingur reiknar með að Rússar taki yfirlýsingu norrænu ráðherranna óstinnt upp og líti hana sem ögrun.
2
Leikfélag Akureyrar teflir fram tveimur gömlum kempum úr leikhúsheiminum í fyrstu frumsýningu vetrarins. Leikararnir hafa ekki stigið á svið í mörg ár en hafa þó engu gleymt. Leikarnir Sunna Borg og Gestur Einar Jónasson hafa bæði verið í löngu fríi frá leiksviðinu, en sjást nú á nýjan leik í gamanleiknum Svörtu kómedíunni sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Akureyrar á morgun. Sunna hefur ekki stigið á leiksviðið í 9 ár og Gestur ekki í 20 en á þeim tíma hefur ýmislegt breyst hjá leikhúsinu. Gestur Einar segir að þegar hann hafi unnið í leikhúsinu hafði leikarar farðað sig sjálfir. Enginn hafi séð um það fyrir þá. Þegar hann hafi gengið fyrst inn í leikhúsið á æfingu fyrir þetta verk hafi það verið eins og þegar hann kom þangað fyrst sem unglingur að byrja að leika. Hann hafi verið mjög taugastrekktur. Sunna segir að hún hafi kviðið svolítið fyrir því að koma aftur í leikhúsið og þá sérstaklega hvort textinn myndi haldast í hausnum á henni. Hún segir að hugurinn sé svo stórkostlegur, þetta sé bara eins og að læra að hjóla. Ef maður sé einu sinni búinn að læra það, það sama eigi við með leiklistina. Leikfélag Akureyrar hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið og því er pressan enn meiri á leikarana að búa til áhugaverða sýningu sem áhorfendur vilja sjá. Sunna Borg segir að það séu niðursveiflur í leikhúsi eins og öllu öðru. Það sé smá niðursveifla núna en svo sé leiðin bara upp á við, það sé ekki um neitt annað að ræða.
2
Það gerir þú með því að setja upplýsingar í sviga inn í textann þinn og skrá heimildina í heimildaskrá sem fylgir ritgerðinni. Skipulag og uppbygging skrifanna hver höfundur textans er hvaða ár textinn var gefinn út á hvaða blaðsíðu textann er að finna Þessi vinnubrögð fylgja einföldum og skýrum reglum sem gott er að tileinka sér. Hægt er að nota þrjár leiðir við að skrá tilvísun í texta. Gættu þess að velja eina leið og halda þig við hana í allri ritgerðinni. Stundum er tekið fram í fyrirmælum um frágang ritgerðarinnar hvaða aðferð þú átt á nota. Fyrsta aðferðin er skýr og aðgengileg og hentar vel nemendum í grunn- og framhaldsskóla. Tilvísanir í heimildaskrá geta verið með þrennu móti: 1. Í sviga inni í texta strax á eftir tilvitnuninni. 2. Í neðanmálsgrein neðst á blaðsíðu og eru tilvísanir þá númeraðar. 3. Í lista sem kemur fyrir aftan texta á undan heimildaskrá. Tilvísanirnar eru í númeraröð eins og þær koma fyrir í ritgerðinni en ekki í stafrófsröð eins og í heimildaskrá. Textinn sem þú vísar til kallast tilvitnun. Tilvitnun sem tekin er orðrétt upp kallast bein tilvitnun. Tilvitnun sem ekki er orðrétt kallast óbein tilvitnun. Bein tilvitnun er annaðhvort höfð inndregin eða innan gæsalappa. Góð regla er að nota gæsalappir ef tilvitnun er styttri en þrjár línur. Ef hún er lengri en þrjár línur ætti að nota inndrátt. Ekki á að breyta leturstærð eða leturgerð í inndreginni tilvitnun. Hins vegar er nauðsynlegt að minnka línubilið.
0
Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna sem benda til að meirihluti þolenda séu ókynþroska stúlkur. Rannsóknin tók hins vegar ekki til stúlkna sem leituðu á neyðarmóttöku Landspítalans. PCR-mælingar voru gerðar á 192 þvagsýnum (192/201=95,5%). Þar er tilgangur læknisskoðunar að miklu leyti réttarlæknisfræðilegur,7 en í Barnahúsi er umönnun barnsins og sögutakan forgangsatriði. Hjá stúlkum sem ekki voru kynferðislega virkar voru skoðanir eðlilegar hjá 85% (165/193); 28 sýndu hugsanleg ummerki kynferðisofbeldis eða höfðu frábrigði með óljósa/umdeilda þýðingu. Á árinu 2010 bárust barnaverndaryfirvöldum 9259 tilkynningar vegna meintra brota á 16., 17. og 18. grein barnaverndarlaga. Upplýsingar um alvarleikastig meintra kynferðisbrota fengust frá Barnahúsi. 20 Brot eru ekki flokkuð þegar barn er yngra en 3½ árs eða þegar grunur um kynferðisofbeldi vaknar af öðrum orsökum en frásögn barnsins sjálfs. Af 120 stúlkum þar sem alvarleikastig átti við og lá fyrir, greindu 24 frá brotum á fleiri en einu stigi, þar af á tveimur alvarleikastigum hjá 20, en fjórar stúlkur skýrðu frá brotum af öllum stigum. Alls voru 220 stúlkur skoðaðar á tímabilinu í 224 læknisskoðunum (fjórar stúlkur skoðaðar á ólíkum árum rannsóknartímabilsins en einungis ein skoðun á ári talin, n=224 tilvik). Þar sem staðla vantar í læknisskoðun er erfitt að meta hvað felst í lýsingunni „rofið meyjarhaft“ en í rannsókninni var það túlkað sem hugsanleg ummerki kynferðisofbeldis. Lýsingar á meyjarhafti voru skoðaðar á matsblaði kvensjúkdómalæknis. Í 8 tilvikum var meyjarhaftsopi lýst sem áberandi víðu og í þremur þeirra tilvika var jafnframt getið um þunna (n=2) eða horfna (n=1) aftari brún meyjarhafts.
1
Gengu einkenni til baka að miklu leyti á næstu mánuðum þótt þau hyrfu ekki að fullu. Algengast er að gefa fyrst þíamín í æð en síðan er notast við töflur ef frásog frá görn er eðlilegt. Þetta tilfelli sýnir hversu mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum sem gengist hafa undir magahjáveituaðgerð og sjá til þess að þeir taki til viðbótar fæðubótarefni sem frásogast í mjógirni. Við taugaskoðun fengust hvorki fram hné- né hælviðbrögð en á báðum upphandleggjum voru góð sinaviðbrögð í tvíhöfðavöðvum. Um hálfu ári síðar var hún lögð inn á Landspítala að nýju vegna lifrarbilunar sem rakin var til áfengismisnotkunar. 2 Því verður að neyta þíamíns reglulega í fæðu til að koma í veg fyrir skort. Einnig ber að hafa í huga aðra samverkandi þætti eins og misnotkun áfengis sem hafði sitt að segja í þróun sjúkdómsins hjá sjúklingnum. Magahjáveituaðgerðir eru algengar aðgerðir og læknar þurfa því að kannast við helstu fylgikvilla en einnig þá sjaldgæfari eins og beriberi, sérstaklega þegar sjúklingar hafa einkenni fjöltaugakvilla eftir aðgerð. Var sárinu lokað með opinni skurðaðgerð og gerð ný samtenging frá maga og yfir á ásgarnarhluta Roux-en-Y tengingarinnar. Hins vegar þurfti hún að taka járntöflur vegna járnskortsblóðleysis og fékk B12-vítamínsprautur á þriggja mánaða fresti vegna lágra B12-gilda í blóði. Fæðan verður að vera fjölbreytt því þíamín er aðallega að finna í kornvörum en einnig í minna magni í grænmeti og kjötvörum. Um kvöldið var hún útskrifuð heim til sín og lögð áhersla á að hún tæki daglega sterkt B-vítamín sem bætiefni.
1
Ríkisstjórnin stefnir að því að selja eftirstandandi 65 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum ef markaðsaðstæður verða ákjósanlegar. Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumaður hlutabréfa og blandaðra sjóða hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni, segir að markaðsaðstæður séu vitanlega ákjósanlegar nú. „Þar sem bankinn er í góðum og batnandi rekstri þá eru markaðsaðstæður ákjósanlegar núna. Bankarnir eru að koma vel út úr Covid-krísunni og mun betur en á horfðist,“ segir hann og bætir við að á næsta ári sé spáð góðum hagvexti þannig að viðspyrnan í efnahagslífinu ætti að vera kröftug og gangur bankanna ætti að vera góður. „Jafnframt vinnur hóflega hækkandi vaxtastig með þeim. Ætli þetta verði þá ekki gert í tveimur bitum og fyrri vonandi strax á fyrri hluta ársins 2022. Eins og ég sagði teldi ég eðlilegast að þetta væri gert eftir arðgreiðslu, vonandi af stærri gerðinni.“Hann bætir við að umfram eigið fé bankans sé líklega um 40 milljarðar svo umfangið sem á eftir að selja sé töluvert. „Markaðsvirði 65 prósenta hlutar er um 160 milljarðar miðað við gengið í dag og það er skemmtileg tilviljun að það er nánast sama upphæð og heildarmarkaðsvirði Íslandsbanki var í útboðinu sumar. Það er líka ótrúlegt að rifja það upp að eftirspurnin var tæplega 500 milljarðar í útboðinu en það var auðvitað fyrir skráningu og eiginlegt markaðsverð.“ Hann segir jafnframt að sala á hlut ríkisins í Landsbankanum sé seinni tíma mál og um það sé líklega samstaða í ríkisstjórninni.
2
Sáðmaðurinn hét Sigurður Guðmundsson, kallaður Sigurður málari eða Siggi séní eða bara málaragreyið, hugsjónamaður langt á undan sinni samtíð sem lét sér fátt óviðkomandi sem honum þótti til framfara horfa, hvort sem það var hafnargerð í Reykjavík eða innlendur háskóli, vatnsveita eða járnbrautir og aðrar samgöngubætur, minnisvarði um Sigurð Breiðfjörð eða Ingólf Arnarson eða þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar, íþrótta- og skemmtisvæði bæjarbúa í Laugardalnum, skógrækt í nágrenni borgarinnar eða forngripasafn fyrir landið. Mörg þessara mála voru vakin í leynifélagi, Leikfélagi andans eða Kvöldfélaginu sem var fyrirrennari Stúdentafélags Reykjavíkur þar sem Sigurður var lífið og sálin. Og það er einmitt á fundi í Kvöldfélaginu sem fyrst er minnst á þjóðlega senu fyrir Íslendinga. Í minnisblaði frá 1862 er Sigurður þegar farinn að hugleiða nauðsyn þess að „koma á leikhúsi þ.e. fastri scenu og garderobe“. Og í minnispunktum að erindi sem Sigurður flytur í Kveldfélaginu 1873, árið áður en hann deyr og sem má skoða sem eins konar stefnuyfirlýsingu leikhúsmannsins Sigurðar Guðmundssonar, segir svo: „Frá scenunni má mennta þjóðina í skáldskap, söng, músík, sýna mönnum alla helztu þjóðsiði á öllum öldum, bæði andlega og útvortis, málverk, tableaux etc., og styrkja með því þjóðerni vort meir en með flestu öðru.
0
Hinu opinbera hefur verið veitt framlenging á fresti til að svara tilboði Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar í smíði og rekstur farþegaferju í Bakkafjöru. Upphaflegi frestur til svars rann út að hádegi í dag en frestur til svars nú rennur út að hádegi fimmtudags. Ákvörðun varðandi tilboð Eyjamanna er í höndum samgöngu- og fjármálaráðherra. „Það var auðsótt mál að veita framlengingu á fresti enda bendir það til þess að hið opinbera ætlar að leggjast vel yfir tilboð okkar. Við buðum líka upp á möguleika á að ná heildarkostnaði enn frekar niður, m.a. með því að breyta vélum ferjunnar en við erum ekki til viðræðna um skerðingu á þjónustu eða burðargetu ferjunnar,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Þetta er langstærsta hagsmunamál Vestmannaeyja, tilboðið er upp á 14,5 milljarð króna og því geri ég ráð fyrir að menn vilji vanda mjög til verka. Það var sjálfsagt að veita frest til svars en ég ítreka það hins vegar að nú er hver dagur dýrmætur, enda verða allir að leggjast á árarnar ef ferjan á að vera klár fyrir 1. júlí 2010.“ Fundur í ráðuneyti Róbert Marshall, aðstoðamaður samgönguráðherra sagði í stuttu samtali við blaðamann að fundur væri að hefjast í samgönguráðuneytinu þar sem fjallað yrði um tilboð Vestmannaeyjabæjar og Vinnstlustöðvarinnar. Róbert sagðist ekki eiga von á því að niðurstaða lægi fyrir eftir fundinn. Hann bætti því við að ákvörðunartakan væri í höndum Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sem jafnframt er 1. þingmaður Suðurkjördæmis.
2
Lögð er áhersla á að gengið sé til samninga hið fyrsta þannig að tryggt verði að áðurgreint samkomulag hafi verið gert svo tímanlega að rekstur verði með eðlilegum hætti þegar lögin í heild sinni koma til framkvæmda. Um ákvæði til bráðabirgða III. Lagt er til að lög þessi verði endurskoðuð innan fimm ára frá gildistöku þeirra. Það þýðir að hafist verði handa við endurskoðunina innan fimm ára frá gildistökunni. Fimm ára tímabilið er lagt til með hliðsjón af ákvæði til bráðabirgða I um samstarfsnefnd málefna fatlaðra. Þeirri nefnd eru ætluð fimm ár til síns verks. Að þeim tíma liðnum ættu að liggja fyrir upplýsingar um hvernig til hafi tekist um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Auk þess sem nauðsynlegt þykir að endurskoða lögin með hliðsjón af því hvernig yfirfærslan tekst er talin þörf á slíkri endurskoðun innan félagsþjónustunnar sem slíkrar. Málaflokkurinn er í sífelldri þróun og breytingar geta orðið örar. Er því nauðsynlegt að nýjungar fái lagastoð og úrelt atriði falli brott. Fylgiskjal I. Bókun Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitafélaga. Landssamtökin Þroskahjálp áskilja sér rétt til að gera athugasemdir við drög að frumvarpi um félagsþjónustu sveitarfélaga þegar Alþingi sendir þau til umsagnar. Samtökin hafa eindregið hvatt til þess allt frá 1993 að þjónusta við fatlaða verði færð til sveitarfélaga og samþætt annarri þjónustu, að þeim skilyrðum uppfylltum að fjármagn fylgdi með og réttindagæsla yrði efld. Landssamtökin minna á nauðsyn þess að verja fé til þróunarverkefna til að stuðla að fullri þátttöku og jafnrétti fatlaðra.
3
Forráðamenn Hafnar sneru sér til Sunnlendingsins og sjálfstæðismannsins Ingólfs Jónsson landbúnaðarráðherra sem beitti sér snarlega fyrir því að sett voru bráðabirgðalög um sláturleyfið. Menn höfðu það í flimtingum að Kaupfélagið Höfn væri eina kaupfélagið á landinu sem fengi ríkisstjórnina til að gefa út bráðabirgðalög í sína þágu. Fyrir utan verslun og sláturhús á Selfossi rak Kaupfélagið Höfn útibú í Adolfshúsi á Stokkseyri eins og fyrri eigendur. Útibússtjóri þar var Eyþór Eiríksson. Í desember 1964 samdist um það við Guðlaug Pálsson kaupmann á Eyrarbakka að Höfn yfirtæki verslun hans sem hann hafði rekið óslitið frá 1917. Sjálfur varð Guðlaugur þó áfram við verslunina, nú sem útibússtjóri. Á aðalfundi kaupfélagsins sumarið 1965 sagði Grímur Jósafatsson að rekstur Eyrarbakkaútibúsins hefði gengið með afbrigðum vel fyrsta árið og söluaukningin í því væri með ólíkindum. Hann nefndi sem dæmi að apríl-salan hefði verið 117% meiri en árið áður. Næstu ár var árviss góður rekstrarafgangur í útibúinu á Eyrarbakka meðan Stokkseyrarútibúið gekk ekki eins vel og var oft rekið með tapi. Guðlaugur var hagsýnn maður og kunni að reka verslun. Í október 1967 opnaði Kaupfélagið Höfn söluskála við Búrfell í Þjórsárdal og var hann starfræktur meðan virkjanaframkvæmdir stóðu þar yfir, eða til 1971. Um tíma var á dagskrá að opna útibú í Hveragerði, Þorlákshöfn og við Skeiðavegamót en það komst ekki til framkvæmda. Nýrri deild, byggingarvörudeild, var ennfremur bætt við reksturinn á Selfossi og var hún til húsa í austurenda vörugeymsluhússins.
0
Er því mikilvægt að vinnumarkaðurinn lagi sig að þeirri staðreynd að bæði kynin hafi á ákveðnu tímabili í lífi sínu ríkum skyldum að gegna gagnvart börnum og fjölskyldulífi. Með skyldum gagnvart fjölskyldu er ekki einungis átt við skyldur foreldra við börn sem eru háð þeim um afkomu heldur einnig við önnur náin skyldmenni sem augljóslega þarfnast umönnunar eða uppihalds. Ein leiðanna að þessu markmiði er að auka sveigjanleika við skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að hagsmunir allra séu hafðir að leiðarljósi. Sem dæmi má taka að erfitt er fyrir foreldra ungra barna að vera á fundum á þeim tíma sem sækja þarf börn á leikskóla. Þá geta stjórnendur fyrirtækis hvatt foreldra til að skipta veikindadögum barns á milli sín ef þau eru bæði útivinnandi. Jafnframt er mikilvægt að auðvelda starfsmönnum að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. Æskilegt er að setja fram aðgerðir sem stefna að settu marki í jafnréttisáætlanir eða í starfsmannastefnur fyrirtækja eða stofnana ef starfsmenn eru fleiri en 25. Í smærri fyrirtækjum eða stofnunum er nauðsynlegt að starfsmönnum sé kynnt stefnan á skýran og skilmerkilegan hátt. Um 17. gr. Í 1. mgr. er lagt til að atvinnurekendum verði gert skylt að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Evrópusambandið hefur um margt verið leiðandi í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni og hefur hvatt aðildarríki sín til að vinna ötullega að framgangi þessara mála. Ákvæði frumvarpsins er í samræmi við stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum.
3
Í 2. mgr. er þó undantekning frá meginreglunni og í 3. mgr. er gert ráð fyrir heimild til þess að semja að nokkru marki um aðra lausn en af meginreglunni leiðir. Meginreglunni verður beitt um allar mótbárur þegar háttsemi annars manns hefur þýðingu, enda sé því skilyrði fullnægt að um sé að ræða tilvik sem fellur undir reglur IV. kafla eða 47. gr. Þannig getur verið um að ræða brot á upplýsingaskyldu, aukna áhættu, brot á varúðarreglum, tilvik þar sem vátryggingaratburður verður af völdum manns o.fl. Af meginreglunni leiðir að félagið getur ekki borið fyrir sig gagnvart meðvátryggðum að vátryggingartaki hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína, þ.m.t. veitt rangar upplýsingar, og mundi í því efni ekki skipta máli hve alvarleg vanrækslan væri. Að þessu leyti mundu reglur frumvarpsins, ef þær yrðu að lögum, styrkja réttarstöðu meðvátryggðs miðað við reglur VSL, sem fela í sér að félagið getur haldið fram mótbárum sínum, þegar um vanrækslu á upplýsingaskyldu vátryggingartaka er að ræða. Gera verður þó þá undantekningu hér, að ef félagið hefur með réttum hætti gert fyrirvara um ábyrgð sína, skv. 25. gr. frumvarpsins, þá mundi sá fyrirvari einnig gilda gagnvart meðvátryggðum. Af ákvæðinu leiðir einnig að félagið getur ekki borið fyrir sig að háttsemi vátryggðs eða annarra meðvátryggðra sem fellur undir 26., 28., 29. eða 30. gr. frumvarpsins eigi að hafa áhrif á rétt meðvátryggðs.
3
Sameinuðu þjóðirnar ætla að skipa sérstaka árásarsveit friðargæsluliða sem mun starfa á landamærum Rúanda og Kongó. Þetta er í fyrsta sinn sem friðargæsluliðar fá umboð til víðtækra og fyrirbyggjandi hernaðaraðgerða. Þrátt fyrir nafnið hafa friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna lengi átt í erfiðleikum með að stilla til friðar og eru oft sakaðir um að standa aðgerðarlausir hjá á meðan voðaverk eru framin. Nú hefur öryggisráðið ákveðið að stofna sérstaka tvö þúsund manna hersveit sem mun starfa undir merkjum friðargæsluliðsins en hafa umboð til mun víðtækari hernaðaraðgerða. Sveitinni er ætlað að uppræta hópa uppreisnarmanna sem hafast við á landamærum Rúanda og Kongó. Þannig þarf sérsveitin ekki að bíða eftir að átök brjótist út heldur getur hún elt þessa hópa uppi í þeim tilgangi að fella leiðtoga þeirra og koma í veg fyrir frekari árásir. Í ályktun öryggisráðsins segir þó að alls ekki beri að líta á þetta sem fordæmi fyrir friðargæsluverkefni framtíðarinnar. Afar erfiðar og sérstakar aðstæður séu á þessu svæði og sá herafli sem sé til staðar geti ekki verndað almenna borgara fyrir skipulögðum ofbeldisverkum uppreisnarmanna. Það sem gæti þó einmitt valdið erfiðleikum er að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru fyrst og fremst skuldbundnir til að vernda almenna borgara. Með því að hefja fyrirbyggjandi árásir á þorp þar sem uppreisnarmenn halda sig er hætta á að saklaust fólk lendi á milli. Þessi nýja hersveit hefur störf í júlí og enn á eftir að koma í ljós hvernig hún samræmir þessi tvö hlutverk.
2
Í hitamóðunni líður út úr mér að ég hafi óvart læst svo hann verði að segja mér þetta dálitla í gegnum hurðina. Hann hikar en lætur síðan vaða að Helgi komi í kvöld og dvelji hjá okkur þangað til mamma hans fái jólafrí. Ha!?! Líkust flóðhesti skvampast ég upp úr baðinu með gusugangi, vef um mig handklæði og ríf upp dyrnar. Heyrði ég rétt? Já. Axel brosir sínu ómótstæðilega daðurbrosi. Hann segir að mamma Helga þurfi að vera á þrotlausum fundum í Kaupmannahöfn fram að jólum, annars verði yfirmennirnir skeptískir á að hún sé í fjarvinnu á Íslandi, nú reyni á fyrirkomulagið. Og? Sunna, þú veist hvað það skiptir mig miklu máli að þau búi á Íslandi, segir hann í sínum vanalega tón, blöndu af afsökun og ásökun; hann kann að fá sínu framgengt. Hún bjó með hann á Friðriksbergi í sjö ár og þessar óreglulegu pabbahelgar í tívolíinu og dýragarðinum hafa orðið endasleppari með hverju árinu sem líður. Ég þekki varla strákinn lengur, hann er orðinn líkari krónprinsinum í háttum en sjálfum mér. Og ég veit að mamma hans flytur frekar aftur til Köben en að hætta djobbinu í þessu spútnikfyrirtæki, hún skilur frekar mömmu sína eftir dauðvona á líknardeildinni. En ef þetta gengur upp gæti það freistað hennar að vera hérna áfram þegar sú gamla verður öll. Helgi er jú byrjaður í skóla hérna og svona. Ef við látum þetta ganga upp hjá henni, ástin. Af hverju frétti ég þetta fyrst núna?
0
Þessi breyting á ákvæðum stjórnarskrárinnar um bráðabirgðalög er í samræmi við tillögur stjórnarskrárnefndar nema að því leyti að gert er ráð fyrir að bráðabirgðalög falli úr gildi hafi þau ekki verið samþykkt mánuði eftir að þing er sett, en í tillögu stjórnarskrárnefndar var miðað við þrjá mánuði. Um frekari skýringar vísast til almennu greinargerðarinnar hér að framan. Um 6. gr. Greinin þarfnast ekki skýringar. Um frekari útfærslu vísast til breytinga á þingsköpum Alþingis í fylgiskjali með frumvarpi þessu. Um a-lið 7. gr. (ný 35. gr.) Fyrri málsgrein er samhljóða tillögum stjórnarskrárnefndar frá 1983. Ákvæðið um samkomudag Alþingis 15. febrúar er löngu orðið úrelt. Hér er tekinn upp sá samkomudagur þess sem lengi hefur tíðkast og ráð er nú fyrir gert í lögum, sbr. lög nr. 3/1967, um samkomudag Alþingis. Síðari málsgrein er nýmæli og vísast um það efni til almennu greinargerðarinnar hér að framan. Um b-lið 7. gr. (ný 36. gr.) Greinin er samhljóða 36. gr. stjórnarskrárinnar. Um c-lið 7. gr. (ný 37. gr.) Greinin er efnislega samhljóða 37. gr. stjórnarskrárinnar. Við er bætt að forseti taki ákvörðun sína að tillögu forsætisráðherra. Um d-lið 7. gr. (ný 38. gr.) Greinin er samhljóða 46. gr. stjórnarskrárinnar. Um e-lið 7. gr. (ný 39. gr.) Greinin er samhljóða 47. gr. stjórnarskrárinnar nema hvað eiðvinning er felld brott. Um f-lið 7. gr. (ný 40. gr.) Greinin er samhljóða upphafi 48. gr. stjórnarskrárinnar. Óþarft þykir hins vegar að halda því ákvæði að þingmenn séu eigi bundnir við neinar reglur frá kjósendum sínum.
3
Í síðari málslið 3. mgr. 9. gr. er tekið fram að settur dómari njóti sömu stöðu og skipaður dómari nema að því leyti sem leiðir af því að starfi hans er fyrir fram markaður ákveðinn tími. Með þessu ákvæði frumvarpsins yrðu settum dómara ekki aðeins tryggð sömu laun fyrir störf á setningartímanum og skipuðum dómurum, heldur einnig sama öryggi í starfi á meðan setningin gilti og yrði honum því ekki vikið frá á því tímaskeiði nema eftir fyrirmælum 29. og 30. gr. frumvarpsins. Reglan er að þessu leyti ítarlegri en fyrirmæli í núgildandi lögum, þar sem aðeins er mælt fyrir um laun handa þeim sem er settur í embætti hæstaréttardómara, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1973. Telja má þó líklegt að reglan, sem felst að þessu leyti í frumvarpinu, yrði allt að einu talin gilda nú eftir eðli máls ef á það reyndi. Um 10. gr. Í þessari grein frumvarpsins eru fyrirmæli varðandi þinghöld Hæstaréttar, sem eiga að koma í stað ákvæða í 2. mgr. 1. gr., 2. mgr. 2. gr. og 11. gr. laga nr. 75/1973. Þessi fyrirmæli taka aðeins til afmarkaðra atriða, enda eru ítarlegar reglur um önnur atriði í sambandi við þinghöld í opinberum málum í XVIII. kafla laga nr. 19/1991 og í einkamálum í XXV. kafla laga nr. 91/1991. Í 1. mgr. 10. gr. segir að Hæstiréttur haldi dómþing í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Þetta ákvæði er sama efnis og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 75/1973 og þarfnast ekki skýringa.
3
Börkur Birgisson hefur nú stefnt íslenska ríkinu fyrir tjón og miska vegna þvingunarráðstafana sem hann var beittur meðan rannsókn á dauða samfanga hans á Litla-Hrauni stóð yfir. Börkur var kærður ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni fyrir að hafa orðið valdur að dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar, með alvarlegri líkamsárás í maí 2012. Greint var frá því í gær að Annþór hefði stefnt ríkinu og krafist 64 milljóna í bætur. Lögmaður Barkar segir stefnu hans mjög svipaða Annþórs en farið sé fram á örlítið hærri bætur. Sjá einnig Annþór krefst 64 milljóna fyrir eitt og hálft ár á öryggisgangi Málið tók fimm ár Annþór og Börkur voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands 23. mars 2016 en ákæruvaldið áfrýjaði til Hæstarétti sem staðfesti sýknudóm héraðsdóms 9. mars 2017. Þannig liðu tæp fimm ár frá því að rannsókn á málinu hófst og þar til dómur féll í Hæstarétti. Börkur krefst hærri bóta en Annþór. Lögmaður hans vill ekki gefa upp hversu há krafan er. Fréttablaðið/Anton Brink Lögmaður Barkar, Þorgils Þorgilsson, vildi þá ekki greina Fréttablaðinu frá því hve krafa hans væri há en staðfesti að hún væri aðeins hærri en krafa Annþórs. „Það er í rauninni ekkert sem ég get sagt núna fyrr en ríkislögmaður er búinn að skila sinni greinargerð, þá er hægt að ræða innihald stefnunnar frekar,“ sagði hann. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar árið 2017 fengu tvímenningarnir skaðabætur frá ríkinu vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar. Málin sem þeir höfða núna snúa því að vistun þeirra á öryggisgangi og öðrum þvingunaraðgerðum sem þeir telja að hafi farið í bága við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs.
2
Venjulegar rústir gripahúsa eða bæja voru á þessum tíma langt í frá talin mikilvægar heimildir um fortíðina. Það gerðist löngu síðar eða í lok 19. aldar. Kolur voru helstu ljósgjafarnir í skammdeginu á fyrstu öldum byggðar í landinu ásamt eldstæðunum sjálfum, en þau voru ekki í öllum rýmum og þau var ekki hægt að færa á milli þeirra. Kolur eru stundum nefndar lýsiskolur eða steinkolur (Guðmundur Ólafsson 1987:352). Eldsneytið í kolurnar gat verið alls kyns feiti eða lýsi, feiti búsmalans, lýsi úr sel, hval, hákarli, fugli eða fiski. Kveikurinn var gjarnan og yfirleitt úr fífu hér á landi þótt önnur efni komi einnig til greina eins og síðar greinir. Kolur finnast sjaldan við fornleifarannsóknir í fornum húsum hér á landi. Flestar íslenskar kolur finnast sem lausafundir við bæi eða eyðibýli um allt land og margar frá miðaldarbýlum og þaðan af yngri bæjum, en þá eru gerðirnar líklega orðnar fleiri en þær voru á landnámsöld, enda eru til dæmi um ferkantaðar kolur, disklaga kolur, kolur klappaðar ofan í óreglulega lagað grjót, með klöppuðum eða með náttúrulegum bolla, skaftkolur með misdjúpum bollum og kolur með aflangri rás í stað bolla. Efniviðurinn gat verið sandsteinn, móberg, gjóskuberg, basalt, leir og málmar síðar meir. Úr klébergi eru líklega aðeins þær elstu og aðeins ein, kannski tvær, eru frá landnámsöld, frá Hólmi og hugsanlega kola frá Sámstöðum í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Sú síðast talda er einna líkust kolum á bresku eyjunum eins og sjá má t.d. frá Belmont á eynni Únst við Hjaltlandseyjar og Underhoull frá sömu eyju (Turner o.fl. 2013:167 og 197).
0
Ítreka verður að til þessa ákvæðis mannréttindasáttmálans er sérstaklega vísað í athugasemdum greinargerðar að baki 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. 78 Þá verður í kafla 3.3 leitast við að draga ályktanir af þessum dómum um inntak og gildissvið meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda í íslenskum rétti og þá höfð til hliðsjónar þau sjónarmið íslenskra og erlendra fræðimanna og erlend dómaframkvæmd sem rakin hefur verið í kafla 3.1 hér að framan. Bergen (1995), bls. 279-283; Nicolai V. Skjerdal: Kvalitative hjemmelskrav. 48 Þar er umfjöllunin að verulegu leyti miðuð við lýsingu á dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um skýrleikakröfur lagaáskilnaðarreglna mannréttindasáttmálans, sbr. einnig 1. mgr. 7. gr. sáttmálans, en að henni er vikið í kafla 3.1.6 hér síðar. Því má þó líklega halda fram að dómur Hæstaréttar 11. mars 2004, nr. 380/2003, (skotveiðar við Hvalfjörð) kunni að sumu leyti að ganga í gagnstæða átt þótt ekki sé þar beinlínis vísað til krafna um skýrleika refsiheimilda. Fram er komið að á undanförnum áratugum hafa fáeinir arnarungar komist upp og á sama tíma hefur varp misfarist í nokkur skipti á þessum hreiðurstöðum. Mannréttindasáttmála Evrópu hefur að geyma almenna lagaáskilnaðarreglu í ofangreindum skilningi, þ.e. almenna reglu er tekur til allra mála þar sem refsiábyrgð kemur til greina. 4. tbl. 52. árg. (2000), bls. 512- 513. 109 Sama er uppi á teningnum í H 2000 4418 (verslunin Taboo) en þar er í dómi héraðsdóms, sem staðfestur er með vísan til forsendna í Hæstarétti, vísað til H 1990 1103 og H 1998 969.
1
Hefðarmeyjar í Evrópu eru aldar upp við hinar 50 ítölsku siðareglur Fra Bonvicino da Riva sem uppi var á 13. öld. Hér eru nokkur sýnishorn: Hreinlæti. Það skiptir miklu máli að allir gestir virði hreinlætisreglur. Menn skulu ekki strjúka hundum eða köttum á meðan þeir sitja til borðs. Menn skulu ekki snerta neinn óhreinan stað á líkama sínum með höndunum á meðan þeir eru til borðs. Menn skulu ekki sleikja á sér fingurna eða stinga upp í sig. Samskipti á milli manna. Menn skulu bíða þess að þeim sé vísað til sætis. Ekki tala til sessunautar þíns á meðan hann er að bera súpuskálina að vörum sínum eða trufla hann á meðan hann drekkur. Ekki flytja vondar fréttir á meðan aðrir eru að matast svo þeim fari að líða illa. Ef einhver talar ógætilega láttu það kjurt liggja um stund. Vanlíðan þín eða vankantar gestgjafans. Ekki gera uppsteyt jafnvel þótt þú hafir ástæðu til þess. Ef þér líður illa líkamlega, láttu þá á engu bera. Ef þú sérð flugu í matnum eða eitthvað ógeðfellt láttu þá á engu bera. Hófstilling. Hvorki pannan, diskurinn eða skálin má vera offyllt af mat. Haltu á skeiðinni ef verið er að bæta á diskinn þinn því hún gerir erfiðara fyrir þeim sem skammtar. Gefið góðan gaum að öllu, það eykur hjálpfýsina. Frágangur. Ef vinur þinn borðar með þér gættu þess að hann hafi lokið við að matast áður en þú stendur upp. Honum finnst þá ef til vill hann verði að standa upp líka og það myndi valda honum vandræðum.
0
Konan var borin meðvitundarlaus út í annan bílinn og barnið var sett í hitakassa í sama bíl. Þegar sjúkrabíllinn brunaði af stað gengu drengirnir út og niður á bryggjuna, afi þeirra stóð á veröndinni og fylgdist með þeim. Hann hreinsaði af kolagrillinu og gekk síðan til drengjanna. Tommi gekk á eftir honum en Sigrún fylgdist með störfum starfsfólks tæknideildarinnar og Árna Pétri sem vann verk sín í sinni þöglu veröld. Tommi stóð á bryggjunni og horfði á drengina þar sem þeir sátu með fæturna fram af bryggjusporðinum. Afi þeirra stóð fyrir aftan þá. Það var byrjað að hausta og sólin lágt á lofti. Í logninu var vatnið spegilslétt. Sólin magnaði upp haustlitina í kjarrinu í brekkunni handan vatnsins. Í þessum ömurleika drengjanna var samt þessi undurfagra kyrrð. Þegar Lísa kom að sumarbústaðnum voru sjúkraliðar að loka dyrunum á sjúkrabílnum og brunuðu síðan af stað með blikkandi ljós og sírenur. Á bryggjunni stóð Tommi og fyrir framan hann maður kominn yfir miðjan aldur. Tveir drengir sátu á bryggjusporðinum. Sigrún kom gangandi að bílnum um leið og Lísa steig út. – Þeim er sagt að ef þeir geri eitthvað í málinu þá verði þeir kærðir fyrir nauðgun. Og að á Íslandi séu menn settir í fangelsi í langan tíma fyrir svoleiðis. Við fylgjumst með þeim. Þessir vitleysingar samþykkja alltaf að borga tvöfaldan reikning í staðinn fyrir að vera kærðir. Lísa, Kári og Sigrún höfðu fylgst með yfirheyrslunni í hliðarherbergi. Það var augljóst að rekstur bílaleigunnar byggðist á óheiðarlegum viðskiptaháttum. Kári stóð upp. Hann var náfölur.
0
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki sé búið að ákveða að fjölga bankastjórum. Hann ræddi málið meðal annars í sjónvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn hjá Gísla Marteini Baldurssyni þar sem kom til harðra orðaskipta milli forsætisráðherrans og Gísla. Í viðtalinu ræddu þeir meðal annars fjölgun ráðherra, ræðu Sigmundar á viðskiptaþingi og frétt Eyjunnar af mögulegri fjölgun bankastjóra í Seðlabankastjóranum. Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út eftir hálft ár og er frumvarp um Seðlabankann í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Vefmiðillinn Eyjann sagði frá því á föstudag að samkomulag hefði náðst um það á milli stjórnarflokkanna að seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í samtali við fréttastofu skömmu áður en Sunnudagsmorgun hófst að enn sé margt til skoðunar varðandi það frumvarp. Spurður hvort til standi að fjölga seðlabankastjórum segir Sigmundur Davíð bæði rök með því og á móti. Með því að fjölga þeim sé minni hætta á því að ein fyrirfram mótuð skoðun verði ofan á í bankanum. Vísaði Sigmundur Davíð til Bandaríkjanna þar sem margir bankastjórar sætu, en einn væri formaður bankaráðs. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé allt klappað og klárt , það er ennþá svolítið í að frumvarpið komi fram , einhverjar vikur myndi ég halda þó að þetta geti auðvitað klárast hratt,“ sagði Sigmundur við fréttastofu. Spurður hvort til stæði að auglýsa stöðu seðlabankastjóra nú, vildi forsætisráðherra engu svara og vísaði á fjármálaráðuneytið.
2
Ég ætla því að leyfa mér að fullyrða að hjúkrunarfræðingar séu yfirleytt ofurduglegt starfsfólk og hafa að mér finnst heilmikla sérstöðu. Þeir hjúkrunarfæðingar sem ég hef kynnst eru upp til hópa mestu töffarar sem ég hef hitt. Við sem lærum hjúkrunarfræði sjáum mörg fyrir okkur að vinna við hjúkrun sem framtíðarstarf og oft innan heilbrigðiskerfisins. Það eru alltaf sveiflur, það er partur af þessu. Fólki virðist finnast það skrýtnara en að spænskufræðingur vinni í tölvudeild einhvers staðar. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Ég skora á Sólveigu Kristjánsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Í hjúkrun lærði ég líka ákveðið umburðarlyndi gagnvart fólki og styrkti skoðun mína að við ættum öll að búa við sömu kjör, hafa jöfn tækifæri og öll að hafa rétt á öflugri og pottþéttri heilbrigðisþjónustu – alltaf! Það er eins og sumir virðist halda að í „hjúkrunarskólanum“ skrifum við undir mikla samþykkt um að vinna við að hjúkra og laga og að láta þeim veiku líða betur. Hugsjón sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir stuttu og kannski er þá eitthvað til í þessu íhaldssama sjónarmiði sem ég minntist á hér að framan, þó svo að ég tengi mig síður við nokkuð íhaldssamt. Möguleikarnir eru aftur á móti margir og það er bara alls ekkert víst að það sem við sjáum fyrir okkur í byrjun náms sé það sem við raunverulega endum á að gera. Aðrir eru með þetta allt planað en eru ekkert endilega gangandi um með gjallarhornið, þið vitið.
1
Erlendar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður en konur virðast hafa verri langtímahorfur eftir þessar aðgerðir og auk þess hærra 30 daga dánarhlutfall. 18,29,30 Í okkar rannsókn sást þó ekki marktækur munur á 30 daga dánarhlutfalli karla og kvenna, enda ekki við því að búast þar sem aðeins tveir sjúklingar létust innan 30 daga. Loks voru sjúklingar tiltölulega fáir, eða 105 talsins, sem takmarkar þá tölfræðilegu úrvinnslu sem hægt er að gera á ekki stærri efnivið. Hjartadrep í og eftir aðgerð (perioperative myocardial infarction) miðaðist CKMB við hæstu mælingu eftir aðgerð >70 µg/L. 18,19 Langtímalifun var einnig mjög góð og á pari við stærstu hjartaskurðdeildir erlendis. Enginn þeirra 8 sjúklinga sem gengust undir blóðrásarstöðvun vegna gúlps á ósæðarboga fékk heilablóðfall. Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar í gegnum bringubeinsskurð með aðstoð hjarta- og lungnavélar. Lifun einu ári frá aðgerð var 95,1%, og var lifun karla betri en kvenna (97,2% á móti 90,4%, p=0,0012, log-rank próf) en 5 ára lifun var 90,3%. Meðalstærð ósæðargúlps við greiningu var 55,6 ± 9,1 mm í mesta þvermál; eða 55,0 ± 10,7 mm hjá sjúklingum með einkenni sem rekja mátti til gúlpsins og 56,3 ± 7,3 mm hjá þeim sem ekki höfðu einkenni sem rekja mátti til gúlpsins (p=0,48). 2 Orsök gúlpmyndunar í ósæð er ekki að fullu þekkt en hrörnun á miðlagi hennar virðist vega þungt í sjúkdómsferlinu. Alls gengust 105 sjúklingar undir aðgerð við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á tímabilinu og mynduðu þeir rannsóknarþýðið.
1
Ekkert nýtt kom fram í fréttinni og ekkert sem ekki hafði komið fram í fréttum sjónvarpsins kvöldið áður, en ítrekaðar getgátur um að sennilega væri hér um þekktan borgara að ræða. Hann lagði Moggann frá sér að þessum lestri loknum og tók til Þjóðviljans. Þar var lítil frétt um málið á forsíðu. Blaðið hafði leitað álits fjármálaráðherra, sem það eitt vildi segja að svo stöddu, að sér virtist sem þetta væru vatnaskil í íslensku mannlífi og að slíkt háttalag væri mjög til bóta fyrir tekjuöflun ríkissjóðs. Skyndilega stóð maðurinn upp frá borðum. Gekk hann frá einni og hálfri brauðsneið óetinni og hálfdrukknum kaffibolla og ákvað að fara í vinnuna. Þar sem hann var viss um að Benzinn væri enn í Kolaportinu tók hann BMW-inn sem var í skúrnum og hugsaði sér að biðja húsvörðinn í Arnarhváli að flytja bílinn heim úr Kolaportinu þá um daginn. Þegar sá sem eftir varð af sjálfum sér gekk inn á ráðuneytisskrifstofuna þennan morgun varð uppi fótur og fit. Hann heyrði einhvern segja: Ekki tvo daga í röð! og leit hann þá fránum arnaraugum á starfsmenn sína, strunsaði síðan inn á kontórinn og lokaði þéttingsfast á eftir sér. Hann sá á auga- lifandibragði að aftur hafði Tíminn verið rifinn úr plastinu, en svo mikilli orku hafði hann eytt í arnaraugun að hann ákvað að láta þar við sitja; honum gæfist nægur tími síðar til að veita starfsmönnum sínum tiltal. Engin skjöl lágu til undirritunar á borðinu fremur en daginn áður svo hann fór strax að lesa Tímann.
0
Þrátt fyrir ákvæði 4.–8. tölul. má skrá merki ef samþykki eiganda vörumerkis eða annarra rétthafa liggur fyrir. Óheimilt er að skrá vörumerki fyrir vín og sterka drykki sem fela í sér landfræðileg heiti á vínum og sterkum drykkjum nema varan sé upprunnin frá viðkomandi stað. 15. gr. Vörumerkjaréttur sá, er menn öðlast við skráningu, nær ekki til þeirra hluta merkis sem ekki er heimilt að skrá eina sér. Ef sérstök ástæða er til að ætla að skráning merkis geti valdið vafa um það hve víðtækur vörumerkjaréttur er má við skráninguna undanskilja berum orðum vernd á einstökum hlutum þess. Komi síðar í ljós að þá hluta merkis, sem undanskildir hafa verið vernd, megi að réttu lagi skrá má skrá slíka hluta merkis, eða merkið sjálft, án þeirra takmarkana er um getur í 2. mgr. 16. gr. Vörumerki skal skrá í ákveðinn flokk eða flokka vöru eða þjónustu. Greining í vöru- og þjónustuflokka ákveður ráðherra og auglýsir. 17. gr. Ef umsókn um skráningu vörumerkis er lögð inn hér á landi innan sex mánaða frá því að fyrst var sótt um skráningu merkisins í ríki sem er aðili að Parísarsamþykktinni um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar eða að samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar (WTO) nýtur umsóknin forgangsréttar frá fyrsta umsóknardegi ef beiðni þess efnis er lögð fram. Í forgangsrétti felst að umsókn, að því er snertir síðar tilkomin atvik, svo sem umsókn annarra um skráningu eða notkun á merkinu, telst fram komin samtímis umsókn merkisins í erlendu ríki.
3
Við náðum að vori, sem pössuðum inn í prógrammið og fjöldinn reyndist heppilegur læknadeild, það er 36. Árið sem læknadeild sá ljósið í manninum sjálfum og tók að sækjast eftir fjölgáfuðu námsfólki, sem átti brýnt erindi við læknislistina. Hér eru vissulega ekki á ferðinni ný sannindi, en þau þarfnast reglubundinnar upprifjunar. Svo vitnað sé í Sigurð Nordal, þá verður að setja þeim takmark sem búinn er undir þessa ferð, takmark sem er svo fjarlægt og ótiltekið, að það hneppi hann ekki í neina fjötra heldur geri hann frjálsari, opni augu hans fyrir kostum lífsins og kenni honum að beita þeim kröftum sem hann býr yfir. Hvað sem því líður, var sú athugasemd gerð við undirritaðan á 90 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur, að öll ártöl í sögu lækna á Íslandi væru óheppileg að því leyti, að þau væri erfitt að muna. Ég tók því auðvitað vel að öðru leyti en því, að ég er alveg þversum í aldamótaskilgreiningunni. Sá alkunni Meneas varð furðu lostinn, spurði bara hvort prófessorarnir í læknadeild ætluðu að eyðileggja nýju reglugerðina þegar í upphafi eftir svardaga um annað og blés síðan af fjöldatakmarkanirnar með sínum hætti. Á þessu ári verða 30 ár síðan farið var að kenna læknisfræði með nýja laginu í læknadeild. Ég er handviss um það, að enn er eitt ár eftir af öldinni eða árþúsundinu, ef menn vilja það heldur. Enduðu hvorki á 0 eða 5. Þetta er allt liðin saga en endurtekur sig á hverju ári er mér sagt.
1
Lengst í vestri voru einnig hreindýr, elgir, ísbirnir og fleiri landdýr sem gáfu af sér kjöt, bein, horn og húðir. Ein var sú vara sem fólk var tilbúið til að leggja mikið á sig til að ná í en það voru rostunga-, náhvals- og hvaltennur, gjarnan kallað hvíta gullið sem finna mátti á sumum þessara staða í Atlantshafinu og það í umtalsverðu magni. Á Litlu-Núpum í Aðaldal hafa fornleifarannsóknir verið gerðar á löngum tíma, en þær fyrstu fóru fram árið 1915. Þá rannsakaði Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðmenjavörður [svo], konukuml og tvö hrosskuml á staðnum (1918:31–33). Tæpum 100 árum síðar var staðurinn enn kannaður með tilliti til fleiri kumla og það stóð heima, þarna hafa fundist sjö kuml frá því að rannsóknir hófust á ný árið 2004 að kumlunum frá 1915 meðtöldum (Lilja Björk Pálsdóttir o.fl. 2010:4). Sumarið 2008 fundust fjórar stoðarholur við öll horn kumls á staðnum, en aðrar fimm voru í næsta nágrenni. Engin fundust beinin í kumlinu, en hringlaga næla þótti benda til mannskumls. Þar segir í skýrslunni: Stoðarholur í tengslum við kuml hafa ekki fundist við rannsóknir áður á Íslandi…“ og litlu síðar segir: „Þau ummerki sem fundust árið 2008 við kuml [220], s.s. stoðarholur, benda til ýmissa athafna við kumlin sem hafa ekki sést fyrr á Íslandi (Lilja Björk Pálsdóttir o.fl. 2010:13 & 20). Þetta er ekki alls kostar rétt eins og fram mun koma varðandi blótstaðinn í Hólmi og lýst verður hér á eftir.
0
Gert er ráð fyrir að óhafnar fjárveitingar til lífeyristrygginga í árslok 1996, samtals 200 m.kr., falli niður og komi ekki til viðbótar fjárveitingum gildandi fjárlaga en að aðrar óhafnar fjárveitingar, samtals 420,2 m.kr., verði veittar að nýju í fjáraukalögum ársins 1997. Afgangsheimildir í rekstri voru 89 m.kr. Þar af voru 53,3 m.kr. á lið fyrir sjúkrahús með fjölþætta starfsemi. Óhafnar tilfærslur námu 33,5 m.kr. og skýrast að mestu af 13,3 m.kr. á liðnum Áfengisvarnir og bindindismál og 10,5 m.kr. á liðnum Heilbrigðismál, ýmis starfsemi. Óhafnar fjárveitingar til viðhalds og stofnkostnaðar námu 297,7 m.kr. Þyngst vega 220,1 m.kr. hjá Ríkisspítölum, þá eru 54,2 m.kr. vegna frestunar á framkvæmdum sjúkrastofnana og 14,6 m.kr. vegna tækja og búnaðar á heilsugæslustöðvum. Óhafnar fjárveitingar til viðhalds heilsugæslustöðva og starfsmannabústaða nema 8,8 m.kr. 09 Fjármálaráðuneyti Greiðslur ráðuneytisins voru 595,5 m.kr. lægri en fjárveitingar. Sótt er um viðbótarheimildir vegna umframgjalda að fjárhæð 263,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar námu 859 m.kr. Gert er ráð fyrir að 240,5 m.kr. af umframgjöldum ráðuneytisins falli niður og verði ekki dregin frá fjárveitingum yfirstandandi árs. Mest munar þar um 121,2 frávik á tilfærslum á liðnum launa- og verðlagsmál, sem skýrist af rangri færslu í fjárheimildabókhaldi en á móti stendur jafn há rekstrarheimild. Þá stafa 82,6 m.kr. af greiðslum umfram framlög af ýmsum lögboðnum útgjöldum sem færast á lið fyrir ýmis verkefni ráðuneytisins, en þar er einkum um að ræða dómkröfur og tryggingabætur samkvæmt kjarasamningum. Loks er gert ráð fyrir að fella niður 34,1 m.kr. frávik á stofnkostnaði samkvæmt heimildarákvæðum fjárlaga.
3
Til þess að þetta sé raunhæft er þekking umönnunaraðila á sjúkdómnum og skjólstæðinginum grundvallaratriði en einnig verður hann að viðurkenna eigin takmarkanir og kunna að nýta þann styrk sem hann býr yfir. Á byrjunarstigi sjúkdómsins verður færniskerðing í flóknari athöfnum lífsins eins og umsýsla um fjármál og að rata á ókunnugum stöðum. Sótt af: http://www.jabfm.org/content/25/3/350.full.pdf+html Sigurveig H. Sigurðardóttir. Aðrar helstu þarfir aldraðra og þá sérstaklega þeirra sem eru með vitræna skerðingu eru að öðlast huggun, ná tengslum við aðra, eignast hlutdeild í samfélagi manna og viðhalda virkni og sjálfsmynd. Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir. Starfsmaðurinn þarf að veita skilyrðislausan kærleika og vera örlátur og sáttfús og þurfa viðurkenningar að vera af heilum hug án væntinga um endurgjald eða umbun (Kitwood, 2007). Mikið er lagt upp úr því að fólk geti ræktað blóm og plöntur og er gjarnan sett niður grænmeti og kartöflur á vorin og tekur hver og einn þátt eins og heilsan leyfir. Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu. Heilabilun er yfirhugtak yfir ástand sem getur haft ólíkan uppruna og orsakir en einkennist af afturför á vitrænni getu. Þess er gætt að einstaklingar hafi alltaf greiðann aðgang að drykk og næringu, en reynslan hefur sýnt að fólk drekkur betur í þessu umhverfi og matarlyst eykst. Á síðari stigum sjúkdómsins verður færniskerðing í öllum frumathöfnum daglegs lífs eins og að snyrta sig, matast og klæðast. Reynt er að finna út siði og venjur hins aldraða áður en hann flutti á hjúkrunarheimilið og viðhalda þeim eins og mögulegt er. Heilabilun getur einnig verið af blandaðri gerð (Tabloski 2014).
1
Rotverur halda við hringrásum efnanna og gegna því mjög mikilvægu hlutverki í náttúrunni. Það sem þær nýta ekki beint sjálfar gengur út í umhverfið þar sem aðrar lífverur, einkum frumframleiðendur geta nýtt það. Áhugavert er að taka sýni af svifi í sjónum. Til þess er notaður sérstakur háfur. Afraksturinn verður að skoða undir smásjá með hjálp kennarans. Búið til fæðukeðjur þar sem þið setjið inn tegundir í stað almennu orðanna: þörungasvif, dýrasvif, hvalir/selir, uppsjávarfiskar, botnfiskar, botndýr. Hvar eiga fuglar heima í fæðukeðjunni? Hryggleysingjar úti í sjó Hörpudiskur er óvenjuleg samloka því hún getur synt um með því að opnast og lokast. Hörpudiskurinn heldur sig þó mest við botninn. Á myndinni sést hvað blasir við ef við opnum skelina. Stærsti hluti dýrsins er vöðvinn sem hörpudiskurinn notar til þess að opna og loka skelinni. Mennirnir borða gjarnan þennan vöðva. Sjór streymir um tálknin og þau sía fæðuagnir úr honum. Svifþörungar eru aðalfæðan. Hörpudiskur tekur vaxtarkipp þegar mikið er um svifþörunga í sjónum. Vaxtarrendur í skelinni segja til um aldur dýrsins. Aðaleinkenni kolkrabba eru armarnir átta. Þeir eru settir sterkum sogskálum og á þeim liðast kolkrabbarnir áfram. Þeir lúra á afviknum stöðum á daginn en á nóttunni færist í þá líf. Þá fara þeir af stað og veiða sér skeljar, krabba og fisk. Þeir sjá vel og eru viðbragðsfljótir. Inni á milli armanna er munnurinn sem minnir á gogg. Kolkrabbinn getur hlutað fæðuna í sundur en einnig er munnvatnið eitrað þannig að fórnarlambið lamast. Þið eigið eflaust í fórum ykkar hörpudisksskel. Reynið að sjá hvað hún varð gömul í lifanda lífi?
0
Maturinn var yfirleitt þokkalegur og víða boðið upp á tvo matseðla; þennan venjulega alþjóðlega og svo annan með hefðbundnum mat frá héraðinu. Ef íslenskir veitingastaðir byðu upp á slíkan matseðil yrði hann sennilega blanda af þorramat og hversdagsmat frá miðri síðustu öld; svið, harðfiskur og slátur, kálbögglar, hangikjöt með uppstúf, soðin ýsa og saltfiskur með hamsatólg eða eitthvað í þeim dúr. Á öðrum degi þarna fyrir sunnan berast mér skilaboð í símann. Ég kannast ekki við númerið en í skeytinu stendur: Nei, það er maðurinn. Mér finnst þetta dálítið undarlegt en sé þá eldra skeyti sem farið hefur fram hjá mér. Í því stendur: Það er Börkur. Ég hringi í númerið og rödd í símsvara segir: – Þetta er hjá Páli Bragasyni, skildu eftir nafn og símanúmer og ég hef samband eins fljótt og ég get. Ég segi símsvaranum nafnið mitt. Hvað er nú þetta? Ætlar Páll eitthvað að opna sig? En Börkur? Er Börkur eitthvað að bralla? Hefur Börkur komið Óla Geir fyrir, fyrrverandi eiginmanni sambýliskonu sinnar? Hefði það ekki átt að vera á hinn veginn, að sá fyrrverandi, óður af afbrýðisemi, dræpi elskhuga og sambýlismann konunnar? Ekki það að Óli gat ekki gert flugu mein, þvílíkur friðsemdarmaður sem hann var. Og hver er maðurinn? Þriðja dag ráðstefnunnar er haldið skemmtikvöld með samhristingi þeirra fjölmörgu sem ráðstefnuna sækja og koma víða að. Á leiðinni heim á hótel eftir samkvæmið finn ég laust sæti í sporvagninum við hlið ungrar konu. Hún er að minnsta kosti talsvert yngri en ég. Hún hefur strax samræður. –Ég sé að þú ert á ráðstefnunni.
0
Fram kemur að því stærri sem heildarlögin er því fleiri breytingalög eru samþykkt, lögum með yfir 12.000 orð er að jafnaði breytt með 5,31 breytingalögum. Hins vegar að ráðuneytin vinni lagasetninguna lengra en hér er gert og vandi meira til hennar, í þessu tilliti ganga Svíar lengst. Starfandi ríkisstjórn þarf ávallt að vera til staðar og veita ríkinu og samfélaginu forystu. Gunnar Helgi Kristinsson (2013). Fræðimaðurinn Emmet J. Bondurant gefur okkur innsýn í bandarískan veruleika þegar hann leggur til í grein 2011 að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki á málinu, málþóf brjóti í bága við meginreglur laga um þingstörf. Sérstaklega virðist mikilvægt að stjórnarandstaða sé í góðu sambandi við þá sem gagnrýna stjórnvöld hverju sinni. Þegar talað er um veikt skipulag er annars vegar átt við skipulag starfa við þingmál, það er áætlanagerð og eftirfylgni um framvindu og meðferð einstakra mála og hins vegar veika stjórn á framkvæmd þingfunda. Oft hefur komið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé valdalítil og að hér ríki tiltölulega sterkt meirihlutaræði (Ólafur Þ. Harðarson 2005). 4.5 Göfgun samskipta og breytt minnihlutavaldAlþingis bíður að göfga stjórnmálabaráttuna og tryggja vald stjórnarandstöðu með öðrum og betri hætti en nú. Steininn tekur svo úr þegar kemur að ræðufjölda, hann var mestur 3.203 ræður um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta sem fjármálaráðherra flutti 19. okt. 2009.
1
Hagsmunir sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar tvinnast saman í frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur lagt fram til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Helstu atriði frumvarpsins felast annars vegar í því að ráðherra fær heimild til að leyfa takmarkaðar veiðar í fræðsluskyni á skólabátum til að kynna fyrir til dæmis nemendum í skólum veiðar, notkun veiðarfæra og lífríki hafsins við Íslands. Hins vegar er um að ræða ákvæði um að settar verði ítarlegar reglur um frístundaveiðar á vegum ferðaþjónustufyrirtækja og er það viðamesta breytingin á lögunum samkvæmt frumvarpinu. Frístundaveiðar eru vaxandi þáttur ferðaþjónustunnar og hefur undanfarin ár sótt mjög í sig veðrið á Vestfjörðum. Þar eru all nokkrir bátar gerðir út á þessar veiðar þar sem erlendir ferðamenn taka bátana á leigu og veiða á sjóstöng eða færi. Þessir bátar sem eru sérhæfðir fyrir þessar veiðar eru minni en venjulegir fiskibátar og skráðir sérstaklega sem frístundafiskibátar. Heildarveiði þeirra hefur aukist undanfarin ár og var í fyrra um 250 tonn. Ekki liggur enn fyrir nákvæmlega hvernig þessar reglur eigi að vera sem takmarka veiðar frístundaveiðibátanna en meðal annars hefur verið rætt um að leyfa skuli tiltekinn fjölda fiska á hverja stöng á dag. Til dæmis 5 fiska eða tiltekinn þunga á dag. Verður það væntanlega útfært nánar á síðari stigum enda ekki ólíklegt að þörfin kunni að breytast þegar þessi atvinnugrein þróast frekar. Gert er ráð fyrir að þetta frumvarp verði afgreitt fyrir þinglok og er fyrsta umræða á dagskrá þingsins í dag.
2
Hugsanlega er gjóskan svokölluð H3, eða Hekla 3 sem talið er að hafi fallið fyrir 2 900 árum. Horft mót norðri. (Ljósm. BFE 2001.) Sniðteikning af seyði 1. Sjá má að holan hefur verið fóðruð með hinu gula lagi, sem líklega er gjóska úr Heklu. Í plani var seyðurinn mjóg óreglulegur. (Frumt. AÅ 2001. Hreint. BFE 2001.) Seyður 2 og 3 nær fullrannsakaðir. Horft mót norðaustri. (Ljósm. BFE 2001.) Sniði í gegnum seyð 2 og 3. Hér má sjá stóran stein á botni og fyllinguna í seyðnum Horft mót norðvestri. (Ljósm. BFE 2001.) Flatarteikning af seyðum 2 og 3, sem voru nær samvaxnir, en þeir voru ekki samtíða, seyður 2 er eldri að stofni til. (Frumt. AÅ 2001. Hreint. BFE 2001.) Snið í seyð 2 og 3. 1:1, 3 og 5 eru þunn viðarkolalög. 2, 4 og 6 eru gul leirkennd lög (H3?). 1A og 1B eru lög með óbrenndum fiskibeinum, tönnum og beinum úr spendýrum og eldsprungnum steinum. Munurinn á 1A og 1B er vart greinanlegur. (Frumt. AÅ 2001. Hreint. BFE 2001.) Tafla 3. Niðurstöður C-14-greininga frá blótstaðnum í Hólmi. Sýni H97:09 var tekið úr mannvistarlagi sem lá yfir blóthúsinu. Sýni H97:10 var tekið úr gólfi blóthússins. Sýni H99:19 var tekið við ofninn í húsinu og sýni H99:20 var tekið innan úr ofninum. (Leiðrétt samkvæmt Reimer P.J. o. fl. 2013/Stuiver, M., and Reimer, P.J., 1993, Radiocarbon, 35. 1993.) Tafla 4. Myndin sýnir vel að blótstaðurinn er frá 9. og 10. öld, þótt eitt sýnið sé mun eldra.
0
Breyta þarf heilbrigðiskerfinu þannig að geðlæknar séu ekki alltaf fyrsta úrræðið segir talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að geðlæknar anni ekki eftirspurn og veikir einstaklingar þurfi stundum að bíða í allt að þrjá mánuði eftir tíma. Bergþór Grétar Böðvarsson, talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans, segir vanta upp á að kynna þeim sem leita eftir slíkri þjónustu önnur úrræði en sjúklingar geti til að mynda leitað til sálfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa. Bergþór Grétar Böðvarsson, talsmaður sjúklinga á geðsviði LSH: Þarna eru aðilar sem geta veitt fólkinu viðtal og stuðning jafnvel. Hann segir sjúklinga eiga rétt á að fá upplýsingar hjá heilsugæslustöðvum um öll þau úrræði sem eru í boði en þar sé potturinn brotinn. Bergþór Grétar Böðvarsson: Fólk fer til heimilislæknis og ef að sá læknir er ekki sko nógu duglegur að upplýsa fólk um möguleg úrræði og bara hérna og vísa fólki í önnur úrræði, bara að hringja, bara taka upp símann og athuga hvort það sé eitthvað annað í boði og hvað getum við gert þá annað, að þá er kannski viðkomandi bara vísað hingað niðureftir eða vísað á geðlækni sem að er þá bara löng bið eftir. Bergþór telur marga sjúklinga vissulega þurfa á hjálp geðlækna að halda en að önnur úrræði geti gagnast þeim á meðan þeir bíða eftir að komast að. Bergþór Grétar Böðvarsson: Það er hægt að styðja viðkomandi á biðlistanum.
2
Í stjórnskipulagi er fyrirkomulag aðgerða og vinnuferla formfest, t.d. eru boðleiðir skilgreindar sem og tengsl milli manna og deilda. Enn fremur kom í ljós að fleiri karlar en konur fengu endurráðningu hjá fjármálafyrirtækjum. Hún styðst við vinnumarkaðskannanir Hagstofu Íslands í rannsókn sinni. Svipaðar niðurstöður komu fram í grein Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Hjördísar Sigurgeirsdóttur (2016). velta upp hvort þurfi að auka fræðslu um öryggisatriði á vinnustöðum og samningsbundin réttindi ungmenna. Dæmi um viðfangsefni atvinnulífsfélagsfræðinga eru hreyfingar á vinnumarkaði, skipulag efnahagslífs og fyrirtækja, vinnuferli, tæknibreytingar, atvinnulýðræði, vinnumenning og framtíðarskipan atvinnulífs. Þrátt fyrir það hafa margir þeirra sem numið hafa slík fræði við erlenda háskóla snúið sér að öðrum viðfangsefnum hin síðari ár. Karlstjórnendur sem telja að upplýsinga- og snjalltækni dragi úr vellíðan sinni eru líklegri en aðrir karlar til að finna fyrir streitu, vera úrvinda og finnast starfið mjög krefjandi. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og meðrann-sakendur hennar (Ásta Snorradóttir o.fl., 2013; Ásta Snorradóttir o.fl., 2015, Ásta Snorradóttir o.fl., 2016) gerðu rannsókn á áhrifum skipulagsbreytinga á þá starfsmenn sem héldu starfi sínu og líðan þeirra. snemma í námi eru flestir í ófaglærðum láglaunastörfum, en þeir sem ljúka háskólanámi eru í hálaunastörfum sem krefjast töluverðrar færni. Fyrir vikið eykst atvinnuþátttaka þeirra og efnahagslegt sjálfstæði. Í þriðja lagi hafa félagsfræðingar skoðað með hvaða hætti vinnuviðhorf og vinnumenning móta hefðir og vinnuvenjur þjóða (Thompson og McHugh, 1995). Ákvarðanataka er skilgreind sem það ferli að greina og leysa vandamál. Kostnaðarþættir sem litið er til eru launakostnaður, flutningar, minni fjárfestingar, ódýrara hráefni, minni kröfur um vinnuaðbúnað o.fl.
1
En til þess að reyna að koma orðum að þessum sömu 1000 hugmyndum á íslenzku, þá þarf ég fyrst að læra mörg hundruð orðstofna, nokkur forskeyti, margar afleiðsluendingar og aragrúa af beygingarendingum. Og í þokkabót fyrir það, sem á vantar gerir stirfni málsins mig að athlægi. Slíkir eru yfirburðir esperantós yfir hin mæltu mál. Esperantó lætur margfalt betur að hugsuninni en talaðar tungur. Það er miklu meðfærilegra til samsetninga og orðmyndana, miklu tilbrigðaauðugra, hefir ótal sinnum meiri sköpunarmöguleika. Esperantó getur auðveldlega endurspeglað smæstu blæbrigði mannlegra hugsana og tilfinninga. Og með því má beita, ef vill, næstum takmarkalausri nákvæmni í hugsun. Margir vitrir menn telja esperantó flestum öðrum námsgreinum hæfara til að skapa rökrétta hugsun, frjótt og auðugt ímyndunarafl og víðan sjóndeildarhring. Max Muller kvaðst til dæmis ekki þekkja neina námsgrein, sem væri betur fallin til að þroska hugsun unglinga. Esperantó stæði þar framar latínunni. Hin nafnfræga uppeldisstofnun Rousseaus í Sviss, er hefir fengist við að rannsaka uppeldisáhrif esperantós, hefir komist að sömu niðurstöðu. Nám mæltra mála er að mestu leyti skipulagssnautt minnisverk og bindur oft hugsun nemandans við þann blett, sem málið er talað á. Þýzkufræðingur verður Þjóðverjadýrkandi. Frönskufræðingur trúir á Frakka. Og sérfræðingur í klassisku málunum svo nefndu trúir því í hjartans einfeldni, að Grikkir og Rómverjar hafi verið upphaf og endir mannlegrar tignar. Svona þrengja hin lifandi mál oft sjóndeildarhring nemenda sinna og gera þá að flónum. Esperantónám auðgar aftur á móti ímyndunaraflið, þroskar vitsmunina, skapar rökrétta hugsun og þenur vitundina út yfir gervallan heiminn. Það kennir oss, að allir menn séu í raun og veru bræður.
0
Niðurstöður spurningalista sýndu að 570 af heildarhópnum, eða 20%, höfðu reynslu af aðskilnaði foreldra, þ.e. áttu foreldra sem ýmist höfðu skilið (453) eða aldrei búið saman (119). Umgengnisréttur foreldris skilgetins barns, sem ekki fór með forsjá þess eftir hjónaskilnað, var fyrst lögfestur árið 1972 (Davíð Þór Björgvinsson, 1995). Í viðtalinu var unnið út frá verufræðilegri áherslu á að frásagnirnar spegluðu eigin reynslu viðmælendanna af jafnri búsetu. Heldur hærra hlutfall fólks sem átti foreldra sem skildu hafði reynslu af jafnri búsetu eða 53% samanborið við 47% þeirra sem áttu foreldra sem aldrei höfðu búið saman. Þetta var svona fram og til baka, við áttum vont með að þola þetta. Opnu fylgispurningunni um rök með og á móti jafnri búsetu var frekar lítið og stuttlega svarað. Í því fólst líka að foreldrarnir höfðu verið samstíga í að virða vilja og þarfir barnanna og lagt sig fram um að tala við þau og útskýra málin. Við úrvinnslu efniviðarins vöknuðu frekari spurningar. Eftir því sem fleiri foreldrar hafa valið jafna búsetu hefur þessi hópur smám saman orðið sundurleitari. Á þessu tveggja ára tímabili þá voru þau sitt á hvað hjá okkur, þangað til húsið var selt. Þær tengjast því að hugmyndin um jafna búsetu barna hjá foreldrum eftir skilnað fékk ekki byr undir vængina fyrr en um og eftir síðustu aldamót, en eins og áður segir náði svarhópurinn upp til 59 ára aldurs. Maður sér foreldra sína jafnt og það er ekkert vesen, ekki verið að rífast og svona. Svarkostir voru nei eða já, og spurt um tímabil sem svarandi bjó við jafna búsetu.
1
Þegar komið er út fyrir gildissvið laga um fasteignakaup verður að gera ráð fyrir að sama regla gildi um þennan réttarágalla. Ef á hinn bóginn seljandi vissi eða mátti vita af þessum atvikum verður hann sennilega að svara til réttarágalla. NKP sem áður er vikið að, sbr. 3. mgr. 35. gr. sömu laga. Áður höfðu hjónin keypt bátinn af GG og K, Um ábyrgð fasteignasala vegna réttarágalla við sölu fasteignar má benda á Hrd. Á seljanda í neytendakaupum hvílir hlutlæg skaðabótaábyrgð vegna galla, sbr. 1. mgr. 33. gr. laganna. Sama á við um aðrar gagnkvæmnisheimildir eins og afslátt og hald á eigin greiðslu. Þannig kemur væntanlega aðeins til greina að því hjóna sem gengist hefur undir skuldbindingu án lögbundis samþykki maka síns verði gert að greiða kröfuhafa takmarkaðri bætur eða svokallaðar vangildisbætur sem venjulega svara til útlagðs kostnaðar við samningsgerðina. Við það mat verður meðal annars að líta til þess hvort hagsmunir kröfuhafa eru nægjanlega tryggðir með skaðabótum en það er engan veginn sjálfgefið að bætur geti í öllum tilvikum komið í stað efnda in natura. Í dómi Hæstaréttar sagði að ekki væru sönnur að því leiddar gegn niðurstöðum matsgerða að R hefði beðið tjón af því að verða ekki einn eigandi að háaloftinu yfir íbúðinni sem hann keypti af S. e) Krafa á hendur öðrum en viðsemjanda Þegar skuldbinding er vanefnd hefur sú meginregla löngum verið talin gilda að kröfuhafi verði að halda sér að sínum viðsemjanda og beina kröfum að honum.
1
Jafnvel dauðvona nútímamaður tekur úrskurði um yfirvofandi fráfall sitt af æðruleysi, líkt og vélmenni meðal vélmenna, sálarlaus og vinnusamur, enda lífshamingjan alla ævina verið honum lúxuskássur hlaðborðsins og krakkar af báðum kynjum sem finna sig á fótboltavelli; á fullorðinsárum í hópferðalögum um allar heimsins álfur til að staðfesta það sem segir í ferðabæklingum og legið hefur verið yfir mánuðina á undan. Vildarpunktar. Ég hef á síðustu árum unnið við frágang handrita til útgáfu í vinnusal Handritadeildarinnar, sumt verið birt, annað er enn óbirt og verður kannski alltaf. Ég vænti þess, að þú sjáir fram á mikilvægi þessa bréfasafns þíns sem ég nú sendi þér, ekki aðeins fyrir þig sjálfan, heldur einnig fyrir þá sem enn sitja í sama fari gagnvart frumsömdum bókum þínum og þegar bók þín Tómas Jónsson kom út fyrir hartnær hálfri öld. Sjáir þú ekki ástæðu til að gera meira úr afskiptum mínum af þessari sögulegu heimild, sem er réttmæt eign þín – þá læt ég við svo búið sitja. Hyggir þú hinsvegar á útgáfu þeirra eða vinna úr þeim með öðru móti, þá vænti ég að mitt framlag verði skilgreint sem þetta helst að hafa tölvusett bréfin. Svo og bréf Elíasar til þín frá sama tíma sem fylgja og ég hef raðað í handritið eftir tímasetningum. Auðvelt er að nefna þessum tilmælum mínum til stuðnings mörg dæmi um útgáfur bréfasafna þekktra manna, innlendra og erlendra fyrir og eftir þeirra endadægur.
0
Í rannsóknum mínum legg ég að hluta áherslu á gagnkvæmni (e. mutuality) sem siðferðilegt gildi og hugsjón í allri umræðu um kynlíf. Gagnkvæmni byggist þó ekki á andstæðuhugmyndinni. Gagnkvæmni kynjanna í hjónabandi eða kynlífi fjallar ekki um það að vera af andstæðu kyni, heldur að gefa af sér ást og kærleika og þiggja annað eins á móti. Gagnkvæmni byggist á jöfnuði. Hún er því góður mælikvarði á siðferðilega gott samband. Gagnkvæmni sem hugsjón og viðmið einskorðast ekki við gagnkynhneigt fólk. Gagnkvæmni er ekki nauðsynlega greypt inn í eðli sérhverrar manneskju, hún er atferli sem öllum er frjálst að ástunda. Hugmyndafræði «gagnkynhneigðarhyggjunnar» leggur mikið upp úr gagnkvæmni kynjanna, bæði í skilningi kynjaandstæðu-kenningarinnar og sem siðferðilegan mælikvarða á góð sambönd. Sú kynlífssiðfræði sem ég aðhyllist leggur einungis áherslu á hið síðara. Framlag hennar til siðfræðilegrar íhugunar um þau málefni samkynhneigðra sem eru í deiglunni nú um stundir snýst um að vinna gegn fordómum og mismunun og þróa þess í stað siðfræði sem leggur áherslu á gefandi og uppbyggilegt hlutverk kynlífs. Í framhaldi af umræðunni um samkynhneigð hef ég í rannsóknum mínum einnig gefið gaum að hugsanlegu hjónabandi samkynhneigðra þar sem frumforsenda mín er hin sama og lýst hefur verið hér að ofan. Ég mun nú fjalla um nokkur atriði í þeim rannsóknum. HJÓNABAND SAMKYNHNEIGÐRA Hjónabandið í vestrænni menningu er fyrirbæri sem hefur verið í sífelldri mótun. Þótt öðru sé stundum haldið fram sýnir sagan okkur að hjónabandið er sveigjanlegt samkvæmt okkar skilningi. Sama á við um skilning á því hvernig ást og kynlíf tengist hjónabandinu.
0
Dómskerfið leit dagsins ljós og hirðréttur var stofnaður og heimsins elstu kirkjubækur komu til skjalanna og héldu utan um íbúaskráninguna frá fyrri hluta 17. aldar. Innan ríkisins var 81 borg, af þeim 26 í eystri hlutanum og nú voru glæsihúsin reist til einkanota, Skokloster, Läckerö og Tidö og ættin Creutz í Austur-Finnlandi, Sarvlax/Sarvilahti) í Austur-Nýlandi/Uusimaa. Svíar höfðu komið sér upp miklum kaupskipa- og herskipaflota og víðtækri inn- og útflutningsverslun og voru orðnir mestir útflytjendur á járni og eir. Undir lok þessa tímabils voru járnnámurnar yfir 300, þar af 22 í Finnlandi þar sem enn má sjá vörumerkið „Fiskars“ (1649). Ekkert land í heimi flutti jafn mikið út af fallbyssum. Fyrsti bankaseðillinn var prentaður í Svíþjóð og stofnaður var fyrsti seðlabanki í Evrópu, aldarfjórðungi á undan breska „Bank of England“. Svíþjóð gerði tilraun til að koma sér upp nýlendum. Til varð Nýja-Svíþjóð í Norður-Ameríku. Íbúarnir voru að mestu leyti innfluttir Finnar, flestir frá Austurbotni og Savolax/Savo. Einnig var stofnuð nýlendan Cabo Corso í Vestur-Afríku. Mikilvæg sönnun fyrir ósigri Rússa var Álandseyjaákvæðið. Það var alþjóðlegt ákvæði sem var aðskilið frá sjálfum friðarsamningnum. Samkvæmt skjalinu máttu Rússar ekki koma upp hernaðarmannvirkjum á Álandseyjum. Sigurvegararnir, Frakkar og Bretar, fengu rétt til að fylgjast með hernaðaráætlunum Rússa í Finnlandi. Eftir að Alexander II afnam bændaánauðina í Rússlandi var litið á hann sem frjálslyndan keisara. Finnar reistu honum styttu á aðaltorgi Helsinkiborgar. Tilefnið var að hann kallaði stéttaþingið saman 1863 og 1869 staðfesti hann eins konar þingræði í gegnum stéttaþingið í Finnlandi. Jafnframt urðu nokkrar umbætur í Rússlandi eftir ósigurinn í Krímstríðinu.
0
Að afborgunarkaupum frátöldum verður að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort um er að ræða peningalán eða annars konar gerning. Ákvörðun þess hvort tiltekin réttindi teljast til kröfuréttinda hefur því mikla þýðingu. Af 12 sýningum kvikmyndarinnar áttu fjórar sér stað á tímabilinu 1966 til 1971, en hinar fóru fram á tímabilinu 1973 til 1979. I tók við líftryggingarfé eftir mann sinn, en ráðstafaði því í stað þess að varðveita hlut sonar þeirra, S, sem höfðaði mál til heimtu fjárins löngu síðar. Því næst er fjallað um fyrningarfrest. Reglan á því ekki við ef sýknað er af ákæru í sakamáli, máli er vísað frá eða fellt niður, eins og eftirfarandi dómar úr eldri réttarframkvæmd sýna. Í lögum margra ríkja er gert ráð fyrir einhverjum hámarks fyrningarfresti (e. long stop period). Um fyrningu rafeyris fer samkvæmt 4. gr. a. Hér má sem dæmi nefna kröfu um framlag samkvæmt hlutafjárloforði.
1
Skal þá sýslumaður gera ráð fyrir greiðslu kröfu í frumvarpinu með þeirri fjárhæð sem hún gæti hæst orðið eftir hljóðan þinglýsts skjals um réttindin ef henni yrði síðar lýst. Í frumvarpi verður ekki tekið tillit til óþinglýstra réttinda yfir eigninni nema kröfu hafi verið lýst í skjóli þeirra. Ef til álita kemur að greiða kröfu sem er skilyrt eða umdeild skal gera ráð fyrir henni í frumvarpi með þeirri fjárhæð sem má ætla að hún geti hæst numið. 51. gr. Þegar frumvarp hefur verið gert til úthlutunar söluverðs sendir sýslumaður öllum aðilum að nauðungarsölunni, sem er vitað hvar verði náð til, eintak af frumvarpinu með tryggum hætti. Í frumvarpinu skal tekið fram að andmæli gegn því þurfi að berast sýslumanni innan tiltekins frests sem skal ekki vera skemmri en tvær vikur frá því frumvarpið er sent. Nú kemur krafa um greiðslu af söluverði fyrst fram eftir gerð frumvarps en áður en fresti skv. 1. mgr. er lokið og hún gengur framar kröfum sem var ætlað að greiða eftir því, og skal þá sýslumaður gera breytingar á frumvarpinu eftir því sem efni standa til. Slíkar breytingar skulu tilkynntar þeim sem verða að sæta röskun á fyrirhugaðri úthlutun sinni, og skal sýslu maður ákveða sérstakan frest handa þeim til að koma fram andmælum gegn breytingunum ef þurfa þykir. Eins skal farið að ef kröfu er fyrst lýst á þessum tíma í skjóli veðréttar sem sýslumaður hefur gert ráð fyrir greiðslu á skv. 5. mgr. 50. gr. 52. gr.
3
Ég spila skvass þrisvar til fjórum sinnum í viku,” segir hann og ein af fyrirmyndum í þeim efnum er ekki langt undan því Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir er í skvasslandsliðinu „Tómas vinnur mig nánast alltaf en heldur mér við efnið með því að ég næ að merja eina og eina lotu. „Ég elda fyrir fjölskylduna þegar ég er ekki á vakt, annars ekki, “ segir þessi glaðbeitti matgæðingur sem á sex mánuðum hefur orðið ein af helstu fyrirmyndum þjóðarinnar í vandaðri eldamennsku. „Bloggsíðan er mjög lifandi því fólk sendir mér alls kyns skilaboð og segir mér hvað það er að elda og hvernig eldamennskan hafi heppnast. Hreindýrakjötið er frábær matur og var jólamaturinn um síðustu jól.” „Ég er alltaf fastur í ítalskri matargerð ogheimasíðan spratt eiginlega upp af því að mér fannst ég vera að gera sömu hlutina aftur og aftur og langaði að ögra sjálfum mér með því að blogga um þetta því þá gæti ég ekki verið þekktur fyrir annað en prófa nýja hluti. Ég tók snemma þátt í þessu og náði fljótt tökum á því að baka súkkulaðiköku sem varð mjög vinsæl meðal vina minna. „Mamma og pabbi eru bæði miklir matargerðarmeistarar og hafa verið mjög dugleg að prófa nýja hluti. Vatninu hellt frá og notað í sósuna. Puran verður þannig knassandi og góð.” Hann segist hafa prófað margt í matargerðinni en þó sé ítalska eldhúsið alltaf í sérstöku uppáhaldi. „Þetta er dýrt áhugamál og jafnast örugglega á við sæmilega laxveiðibakteríu.
1
Dómari getur eftir ósk aðila eða af sjálfsdáðum dómkvatt kunnáttumenn, einn eða fleiri, til að framkvæma mats- eða skoðunargerðir í opinberu máli. 2. Ef maður hefur opinbera skipun eða löggildingu til að framkvæma mats- eða skoðunargerðir getur dómari eða aðili snúið sér beint til hans, ef honum er skylt að framkvæma gerðina eða er fús til þess. 64. gr. 1. Dómari gefur ákæranda og sakborningi eða verjanda hans kost á að vera viðstaddir þegar dómkvaðning skal fara fram. Dómari gefur þeim færi á að benda á ákveðna menn til dómkvaðningar en er ekki bundinn við tilnefningu þeirra. 2. Í kvaðningu skal skýrt greina hvað meta eða skoða skuli. Þar skal og taka fram að hinir dómkvöddu skuli vinna verk sitt af bestu vitund og semja um það skriflega skýrslu sem þeir megi vera viðbúnir að staðfesta fyrir dómi. 65. gr. 1. Það er borgaraleg skylda hverjum þeim sem skyldur er að bera vitni í máli að taka kvaðningu sem mats- eða skoðunarmaður í því máli. 2. Þann má ekki kveðja til mats eða skoðunar sem mundi vera vanhæfur sem dómari í því máli eða sem valdið gæti vanhæfi dómara, ef úrskurða þyrfti um vitnisburð hans fyrir dómi. 3. Að öðru leyti en að framan greinir skal um mats- og skoðunargerðir farið eftir fyrirmælum laga um meðferð einkamála í héraði, eftir því sem við getur átt. IX. KAFLI Rannsókn. 66. gr. 1. Rannsókn opinberra mála er í höndum lögreglu nema öðru vísi sé mælt fyrir í lögum. Skal kærum um refsiverð brot og beiðnum um rannsókn beint til lögreglu eða ríkissaksóknara.
3
Handknattleiksdeild ÍBV undirritaði í dag þrjá samninga á 900 Grillhús, annars vegar við tvo leikmenn kvennaliðs ÍBV þær Gretu Kavaliuskaite og Selmu Rut Sigurbjörnsdóttur og hins vegar áframhaldandi samstarfssamning við 900 Grillhús. Grillhúsið hefur stutt gríðarlega vel við bakið á deildinni undanfarin ár og mun halda því góða samstarfi áfram. Það var því við hæfi að undirrita samninga þar í dag. 900 Grillhús gefur t.a.m pizzur á alla leiki ÍBV til stuðnings félaginu auk margs annars til stuðnings félaginu. Nú síðast sáu þau Geiri og Jóhanna um veitingar milli leikjanna í tvennunni sl. fimmtudag fyrir krókódílana, stuðningsmannahóp handboltans. Greta skrifaði undir þriggja ára samning við félagið, en hún kom til liðsins rétt áður en Olís deild kvenna hófst. Greta er 22 ára og hefur komið vel inn í hópinn. Hún getur leyst allar stöður fyrir utan og er mikið efni. Auk þess að spila fyrir ÍBV er hún í landsliði Litháen. Hún hefur skorað 42 mörk í átta leikjum fyrir ÍBV og er næst markahæsti leikmaður liðsins. Selma Rut Sigurbjörnsdóttir er nítján ára línumaður og Eyjastelpa í húð og hár, en hún er uppalinn hjá félaginu. Selma Rut gerði eins árs samning við félagið líkt og aðrir yngri leikmenn hafa gert. Selma Rut hefur haft fast sæti í hóp meistaraflokks síðustu tvö tímabil og hefur bætt sig gríðarlega á þeim tíma. Selma Rut er framtíðarleikmaður sem vert er að fylgjast með. Það var Valgerður Guðjónsdóttir varaformaður handknattleiksdeildar sem undirritaði samningana fh. ÍBV í fjarveru Karls Haraldssonar formanns.
2
Af þessu leiðir að skuldari getur neitað að greiða þeim sem ber því við að hann sé eigandi bréfsins en hefur ekki lögformlega heimild til þess þar sem framsal til hans hefur ekki verið ritað á bréfið eða hann tekið handhafabréf í sína vörslu. 2.5 Fyrirvari við efndir Án sérstakrar heimildar frá umbjóðanda sínum getur lögmaður aftur á móti tæplega falið fulltrúanum að annast málið að sambandsins hafa reiknað með og þjónar best þörfum viðskiptalífsins. Gera má ráð fyrir að á næstu misserum muni reyna á þessi atriði í úrlausnum dómstóla í málum tengdum efnahagshruninu haustið 2008. Lokauppgjör fer þá fram síðar þegar unnt er að ákveða fjárhæð tjónsins. Þykir rétt að fylgjast með hvernig þeim málum reiðir af áður en um þetta verður fjallað. 2.3 Hver er réttur viðtakandi greiðslu? Héraðsdómur taldi ekki skýrt af hendi stefnanda í dómkröfu hans hvernig innborganir skyldu dragast frá skuldinni. Skuldari sjálfur er vitanlega réttur aðili til að efna kröfu á hendur sér. Jafnframt getur lögmaður innan eðlilegra marka falið löglærðum fulltrúa sínum að vinna að máli. Sjá nánar um skilyrði skuldajafnaðar, Þorgeir Örlygsson: „Skuldajöfnuður“. Því var talið að viðkomandi samningur hefði ekki verið efndur og var krafa um efndir tekin til greina. Þegar krafa hefur verið efnd er henni sjálfri ekki aðeins lokið heldur einnig réttindum sem tengd eru kröfunni. Þetta er venjulega það sem báðir aðilar skuldar• Sjá nánar um slíkan samruna réttar og skyldu, Henry Ussing: Obligationsretten.
1
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/46/EB frá 18. september 2000 um stofnun og rekstur rafeyrisstofnana og eftirlit með þeim EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum fyrsta og þriðja málslið 2. mgr. 47. gr., með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1), með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2), með hliðsjón af áliti Seðlabanka Evrópu ( 3), í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 4), og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Lánastofnanir, í skilningi b-liðar fyrsta undirliðar 1. liðar 1. gr. tilskipunar 2000/12/EB ( 5), hafa takmarkað starfssvið. 2) Taka þarf tillit til séreinkenna þessara stofnana og kveða á um viðeigandi og nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og samhæfa lög aðildarríkjanna um stofnun og rekstur rafeyrisstofnana og eftirlit með þeim. 3) Að því er varðar þessa tilskipun er rafeyrir rafrænn staðgengill fyrir mynt og peningaseðla sem er geymdur í rafrænum búnaði, eins og á gjörvakortum eða í tölvuminni, og er að jafnaði ætlaður til rafrænnar greiðslu lágra fjárhæða. 4) Aðferðin, sem valin var, hentar til að ná einmitt þeirri grunnsamhæfingu sem þarf og nægir til að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á (starfs)leyfum og eftirlit með rafeyrisstofnunum, sem gerir það að verkum að nóg er að gefa út eitt leyfi sem er viðurkennt í öllu bandalaginu og er ætlað að tryggja tiltrú handhafa þess og beitingu meginreglunnar um eftirlit heimaríkis. 5) Séð í samhengi við þá hröðu þróun sem á sér stað í rafrænum viðskiptum er æskilegt að sett verði rammaákvæði sem stuðla að því að allir kostir rafeyris verði nýttir og varna því einkum að tækninýjungar verði tafðar.
3
Þrátt fyrir ítrekuð skilaboð frá Benna um að hann eigi að segja satt þá ýmist bælir Freyr alla sektarkennd eða réttlætir að játning myndi engu breyta nema að koma sér í vandræði – þar til hann sjálfur heyrir og sér Benna í kjölfar mikilla rafmagnstruflana og óskýranlegra ummerkja umgangs, og eltir son sinn þar til hann hverfur. Hann bjargar lífi Katrínar þegar Garðar og Líf reyna að drepa hana í verksmiðjurústum við Hesteyri; hún hörfar undan steinvegg sem þau steypa á hana þegar hann birtist henni og öskrar þögult. Heimildir um þessa hefð á Íslandi eru ekki aðgengilegar. Frásögnin er fyrst og fremst byggð eins og spennusaga28 þar sem spurningin er hvaða ógnir bíði þremenninganna og hvernig eða hvort þau komist lífs af. ef við getum komið í veg fyrir að slíkt hendi son ykkar þá væri það afar æskilegt. […] Katrín sér hins vegar fram á að kostnaður við endurbætur hússins geri þau eignalaus. Þótt Bernódus sé sannarlega illvígur og mannskæður þá gegnir hann samt sem áður fyrst og fremst hlutverki sem memento mori, eins og vofa Ham- lets konungs sem áminnir son sinn í leikriti Williams Shakespeare, „mundu mig!“ Skáldsagan er jafnframt aldarspegill á þá siðferðislegu upplausn sem helsta hagsældarartímabil íslenska lýðveldisins leiddi af sér. Hann flutti til Ísafjarðar árið 1952, en hvarf og dó ári seinna.
1
Utanríkisráðherra vísar á bug gagnrýni sænskra sérfræðinga um að varnar- og öryggismál séu í ólestri hér á landi. Talsverð vinna sé í gangi um þessi mál. Aðild að Evrópusambandinu myndi auka öryggi landsmanna. Í skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins segir að orka íslenskra stjórnmála fari í að glíma við afleiðingar efnahagshrunsins á kostnað öryggismála. Varnarmálakreppa hafi hafist þegar bandaríski herinn yfirgaf landið árið 2006. Þessu vísar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á bug. Hann segir að hættumatsskýrsla hafi verið unnin og niðurstöður hennar sýni að engin hernaðarleg ógn steðji að Íslandi. Þá hafi Alþingi samþykkt í síðasta mánuði að hefja mótun þverpólitískrar þjóðaröryggisstefnu með sérstakri nefnd sem á að skoða sérstaklega hvað breytingar á norðurslóðum hafi í för með sér. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra: Við höfum lagt fram tillögu um aðild að Evrópusambandinu. Það er alveg ljóst að eitt af því sem að að minnsta kosti utanríkisráðherra telur að sé mjög öryggi Íslendinga og stöðugleika til bóta er að ganga í Evrópusambandið. Það felst líka vörn í því. María Sigrún Hilmarsdóttir: En getur verið að þessi málaflokkur sé í einhverri biðstöðu meðan við erum akkúrat í þessu aðildarumsóknarferli? Össur Skarphéðinsson: Eins og þú sagðir eftir þessum mönnum þá töldu þeir að það væri glíma okkar við efnahagskreppuna sem að hefði seinkað þessu. Þeir mega hafa þá skoðun, en það hefur ekki nokkur maður nokkru sinni nefnt það að vinna okkar við aðildarumsókn hefði tafið þetta, síður en svo. Hins vegar liggur það alveg ljóst fyrir að ef við myndum ganga í Evrópusambandið þá mun það auka öryggi okkar sem þjóðar.
2
Herjólfur mun sigla fjórar ferðir milli Eyja og Landeyjahafnar föstudaginn 16. des. og laugardaginn 17. des. Brottför frá Eyjum 8:00,11:30, 15:30 og 20:30 Brottför frá Landeyjahöfn 10:00, 13:00, 19:00 og 21:30 Búið er að opna fyrir sölu í þessar fjórar ferðir til og frá Eyjum. Á sunnudag er stefnt á að sigla amk þrjár ferðir: Brottför frá Eyjum 8:00,11:30 og 15:30 (ath hér að neðan). Brottför frá Landeyjahöfn 10:00, 13:00 og 19:00 (ath hér að neðan). Búið er að opna fyrir sölu í þessar þrjár ferðir til og frá Eyjum. Óvissa er með siglingar seinni part sunnudags vegna ölduspár og eru farþegar hvattir til að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síður 415 í Textavarpi RUV. Aðstæður geta þó breyst hratt og við þeim munum við bregðast og senda þar að lútandi tilkynningar á neðangreinda staði um leið og e-r breytingar verða ákveðnar. Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi. Nánari upp. í síma 481-2800. ATH! Sú aðvörun sem við gefum nú út núna varðandi seinni part sunnudags á líka við næstu viku þ.e. skv. ölduspá, eins langt og hún er gefin út nú, eru verulegar líkur á að Herjólfur sé að sigla til Þorlákshafnar amk þann tíma. Ákvörðun um þær siglingar verður gefnin út um leið og hún liggur fyrir.
2
Markmið með þessari sameiningu er að styrkja námsframboð deildanna faglega, auka möguleika á að þróa ný námsframboð bæði á grunn- og framhaldsstigi og greiða fyrir fyrirhugaðri lengingu kennaranáms í fimm ár. Þá hefur Alþingi ákveðið að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist í einum háskóla þann 1. júlí 2008. Sameiningin er gerð að frumkvæði háskólanna tveggja í samvinnu við menntamálaráðherra. Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands sagði við brautskráningu nema, í október 2007, að með sameiningu þessara tveggja háskóla sé talið að Háskóli Íslands styrkist, bæði hvað varðar kennslu og rannsóknir á sviði kennaramenntunar og annara fræðasviða sem tengjast uppeldi og menntun, námi og kennslu. Í sameinuðum háskóla verði væntanlega unnt að virkja enn betur en nú er gert sérfræðiþekkingu í báðum háskólunum og efla þannig kennaramenntun fyrir öll skólastig og aðra starfsmenntun uppeldis- og menntunarstétta. Niðurstaða og umræða Þegar leitað er svara við því hvernig menntun grunnskólakennara hefur þróast hér á landi er óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á menntun þeirra á síðustu öld. Þróunin var afar hæg í upphafi en miklar breytingar áttu sér stað síðustu áratugi aldarinnar. Þótt einstaka alþingismenn hafi, á árabilinu 1896-1908, sýnt menntun kennara skilning er ljóst að almennt var skilningur ráðamanna á nauðsyn kennaramenntunar á þessum tíma lítill. Mörg frumvörp um kennaraskóla voru flutt á Alþingi á þessum árum en þau felld hvert á fætur öðru. Kennaraskóli var talinn landinu of dýr en einnig heyrðist sú skoðun að nógu margir fengjust við barnakennslu. Ráðamenn virðast hafa gert sér litla grein fyrir því að illa var búið að kennurum og nemendum.
0
Með öðrum orðum: hvaða fjármagn hefur ratað úr bankastofnunum, vefnaðar-, prent-, námu-og stáliðnaðinum inn í útgáfubransann og er nú komið þar í umferð? Hins vegar niður á við: hverju sér útgáfufjármagnið bókamarkaðnum fyrir? Einnig lægi nærri að leita svara við þeim báðum í sameiningu, með því að rannsaka hvaða neytendahópum og hneigðum fjármagn úr til dæmis námu-og stáliðnaðinum reynir að þægjast þegar það berst inn í útgáfubransann, samanborið við fjármagn úr vefnaðariðnaðinum. Of mikið verk er þó að taka saman tölfræðilegan grunn fyrir þessa þriðju könnun til að það sé ómaksins vert að ráðast í hana. Á hinn bóginn væri nú þegar hægt að bæta upplýsingum frá forleggjurunum sjálfum, er sýndu sölutölur og sölusvæði helsta varnings þeirra, við þær kannanir sem gerðar eru með löngu millibili í hópi lesenda og bóksala. Þar sem forlögin láta nú þegar í té upplýsingar um upplög bóka ætti þetta varla að vera of áhættusamt stökk, eftir því sem best verður séð. Einnig væri afar forvitnilegt að sjá tölfræðilega samantekt á samhenginu á milli upplagsstærðar og auglýsingakostnaðar; eftirsóknarvert væri ennfremur, þótt það sé tæknilegum erfiðleikum háð, að sjá upplýsingar um samhengið á milli viðskiptalegrar velgengni (sölutalna) og bókmenntalegrar (umfjöllunar í fjölmiðlum). Loks er það erfiðasta verkefnið: að reikna út prósentuhlutfall farsælla og ófarsælla bóka í ársframleiðslu bæði einstakra forleggjara og þýskrar bókaverslunar almennt. Þær mótbárur að slíkar aðferðir leiði til þess að vinsældir verði eini viðurkenndi mælikvarðinn á bækur eru jafn nærliggjandi og þær eru rangar.
0
Hægt er að nálgast umsókn Reykjavíkurborgar á vefnum bokmenntir.is. Þá segir að þessi rótgróna hefð sýni sig í varðveislu, miðlun, bókmenntakennslu og kynningu bókmennta nú um stundir. Reykjavík er fimmta borgin í heiminum til að hljóta þennan titil, en í samtökum Bókmenntaborga UNESCO eru fyrir Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi. Einnig er tekið til þess að svo fámenn borg sinni bókmenntum af svo miklum krafti sem raun ber vitni, með þátttöku og samvinnu ólíkra aðila sem koma að bókmenningu og miðlun bókmennta, svo sem útgefenda, bókasafna og rithöfunda. Rúnar segir meðal annars að nú sé þýðingarmest að koma á samstarfi milli bókmenntaborga UNESCO til að efla sköpun í þeim. Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, tók þátt í vinnu við gerð umsóknar Reykjavíkurborgar um titilinn. Reykjavík er því fyrsta borgin utan enska tungumálasvæðisins til að hljóta titilinn. Hugrás hitti Rúnar að máli og ræddi meðal annars við hann um hvaða þýðingu útnefningin hefði fyrir Reykjavík og íslenskt bókmenntalíf. Í útnefningu UNESCO segir meðal annars að Reykjavík státi af framúrskarandi bókmenntahefð í formi ómetanlegra miðaldabókmennta sem varðveittar eru í borginni og eru Íslendingasögurnar, Eddukvæði og Íslendingabók nefnd sérstaklega. Bókmenntaborginni Reykjavík verður formlega hleypt af stokkunum á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Reykjavík í september næstkomandi. Reykjavíkurborg var nýverið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO.
1
Læknafélag Reykjavíkur efndi til félagsfundar á jólaföstunni um efni skýrslu Boston Consulting Group sem unnin var að beiðni velferðarráðuneytisins um íslenska heilbrigðiskerfið. „Þetta þýðir að 15-20.000 manns eru skráðir inn á heilsugæslustöðvarnar en ekki með neinn heimilislækni því þeir eru ekki til staðar. Þetta staðfestir orð Steins Jónssonar formanns hér áðan að það er óskaplega lítið talað við okkur sérfræðilæknana þegar verið er að vinna í þessum málum. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að með tilvísanakerfi og þjónustustýringu megi draga úr kostnaði við þjónustu sérfræðilækna. Kristján Guðmundsson hafði það hlutverk í framsögu sinni að stikla á stóru í gegnum efni skýrslunnar og hóf hann mál sitt á því að erfitt væri að draga saman í stutt erindi efni skýrslu upp á 135 blaðsíður. Langstærsti hluti þeirra kom með tilvísun frá heimilislækni eða öðrum lækni, að líkindum vegna þess að háþrýstingurinn var erfiður. „Ég hef hins vegar ekki fengið nein svör við því hvort tölurnar fyrir hvert ár séu uppreiknaðar eða á kostnaði hvers árs. Steinn Jónsson formaður LR setti fundinn og skýrði frá því að velferðarráðuneytið hefði ekki þegið tilboð félagsins um samstarf við aðgerðir í heilbrigðisþjónustunni þrátt fyrir óskir velferðarráðherra í þá veru á aðalfundi Læknafélags Íslands í október. Gunnlaugur sagði vandann sem við blasti í heilsugæslunni stafa af reglugerð sem sett var í tíð Guðlaugs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra þar sem réttur fólks til að skrá sig á heilsugæslustöðvar og sækja þangað þjónustu var gerður skilyrðislaus. Gunnlaugur sagði að lokum að ef taka ætti upp tilvísanakerfi að tillögu skýrslunnar væri eðlilegt að ætla hverjum lækni að hámarki 1500 sjúklinga.
1
Þann 27. apríl eða í viku 17 á árinu fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands um 4000 skammta af bóluefni við Covid-19. Í tilkynningu frá HSN segir að Astra Zeneca bóluefnið verði alla jafnan nýtt til að hefja bólusetningu hjá íbúum sem fæddir eru 1961 og fyrr. Gert sé ráð fyrir að fara langt með þann hóp. Pfizer bóluefnið verður nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu bóluefni 6.-9 apríl og fyrri bólusetningu hjá þeim sem eru yngri en 60 ára og hafa undirliggjandi sjúkdóma. Á Akureyri fer seinni bólusetning þeirra sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 8. apríl fram þriðjudaginn 27. apríl. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina 27. apríl milli kl. 12-15. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer verða einnig bólusettir 27. apríl. Á Akureyri fer bólusetning þeirra sem ekki hafa hafið bólusetningu og er fætt í árgöngum 1961 og fyrr fram fimmtudaginn 29. apríl. Fólk sem fætt er í þessum árgöngum og hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina 29. apríl milli kl. 09-12. Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum árgöngum og hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.
2
Lýsingu var óheimilt að innheimta verðbætur við uppgjör bílasamnings í formi myntkörfuláns sem þurfti að endurreikna. Fyrirtækinu var einnig óheimilt að endurreikna íslenska hluta lánsins með lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabankans. Uppgjör lánsins miðist því við samningsvexti einvörðungu og var Lýsingu gert að endurgreiða lántakanum verðbætur frá upphafi lánstímans, tæpar 600 þúsund krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á þennan veg í gær. Guðmundur Andri Skúlason er talsmaður Samtaka lánþega. Hann segir fordæmið eiga við þúsundir lána. Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega: Þessi dómur féll um ákveðið samningsform hjá Lýsingu þess vegna var verðtryggingin dæmd ólögleg þar en það eru fjölmörg lán hjá öðrum lánastofnunum bæði hjá Landsbankanum eða SP fjármögnun og svo hjá Glitni sem að voru boðin sem sé að hluta til íslensk og að hluta til gengistryggð og niðurstaðan segir okkur að það má ekki reikna eða endurreikna íslenska hluta lánsins eins og gert hefur verið. Guðmundur Andri segir að breyta þurfi lögum. Guðmundur Andri Skúlason: Það þarf að breyta reiknireglunni í lögunum til samræmis við í rauninni skýrt fordæmi frá Hæstarétti í febrúar og svo núna með þessum héraðsdómi þannig að við getum leyst þessi mál í eitt skipti fyrir öll en bankarnir bera fyrir sig að þeir geti ekki endurreiknað samkvæmt öðrum hætti en sem stendur í lögunum og löggjöfin neitar að breyta lögunum. En ég held að þessi dómur sýni fram á að það er algjörlega nauðsynlegt fara í þá breytingu núna strax.
2