text
stringlengths
37
38.5k
label
stringclasses
4 values
Eflaust myndi það hafa mikil áhrif ef læknir í einmenningshéraði vissi að þegar mjög bráð veikindi ber að eða þegar erfiðar aðstæður, slys eða veikindi, koma upp sem hann er óvanur að meðhöndla geti hann kallað í þyrlu með stuttan útkallstíma og sérhæfða áhöfn sér til aðstoðar. Í dag er sjúkraflutningum sinnt á sjúkrabílum, með sjúkraflugi og einstaka sinnum með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ég er sammála því að auka eigi sjúkraflutninga með þyrlu og ég er sammála því að það eigi að gera með sérstökum sjúkraþyrlum staðsettum á fyrirfram ákveðnum álagspunktum á landinu þannig að hægt sé að þjónusta sem stærstan hluta landsbyggðar og dreifbýlis á sem stystum tíma. Meirihluti nefndarinnar, 5 aðilar, ráðleggja að sú leið sé valin að styrkja Landhelgisgæsluna frekar til þess að sinna því verkefni með auknum fjárframlögum, meðal annars til þess að bæta við áhöfnum á þær þyrlur sem þegar eru og verða í notkun. Fyrir landsbyggðina er þetta stórmál, sjúkraflugvél er eðli málsins samkvæmt ófær um að lenda á nema örfáum stöðum á landinu og þyrla Landhelgisgæslunnar er eingöngu kölluð út í algjörri neyð. Það vekur athygli að þeir nefndarmenn sem sinna klínískri vinnu með skjólstæðingum telja aðra leið betri, þá leið að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap, staðarvakt með lækni og bráðatækni eða hjúkrunarfræðing, og að slík þyrla yrði staðsett í samræmi við þörf á utanaðkomandi bráðaþjónustu og hraðari sjúkraflutningum.
1
Þau fylltu hvern krók og kima; jafnvel aumustu skúmaskot og sandkassar ljómuðu sem skartgripir. Megi skipta borgum í tvennt, hundaborgir og kattaborgir, er þessi borg kattaborg. Einu sinni var borg full af köttum, organdi köttum, breimandi köttum, hvæsandi köttum, mjálmandi köttum, grannvöxnum, fínlegum, háfættum, stuttfættum, feitum, bröndóttum, mórauðum, svörtum, urðarköttum, villiköttum... Endalaust áfram: kettir. Nú logaði allur Austurvöllur í slagsmálum. Ungur lögregluþjónn datt oná kyndil og brenndist á rassi. Pikkalóinn á hótelinu kom hlaupandi með vatnsfötu og skvetti yfir hann. Allt í kring voru fundarmenn leiddir í flokkum inn í lögreglubíla. Sírenur heyrðust væla. Blikkljós lýstu upp veggi. Ragnhildur hélt á mótmælaspaldinu einsog barefli og lögregluþjónninn nálgaðist hana hægum skrefum. Hann slíðraði kylfuna en tók svo undir sig stökk og náði að grípa í spjaldið. Ragnhildur tók á móti og togaði eins fast og hún gat. Lögregluþjónninn var að hugsa um að sleppa spjaldinu og stökkva á Ragnhildi og fella hana snögglega, en þá heyrðust brestir í tréstönginni og lögregluþjónninn stóð með spjaldið en Ragnhildur hélt á trébút. Lögregluþjónninn fleygði spjaldinu frá sér en tók upp kylfuna og nú stóðu þau einsog skylmingarmenn andspænis hvort öðru. Lögregluþjónninn rann til á svellinu og Ragnhildur reyndi að berja kylfuna úr höndum hans en var ekki nógu sterk og lögregluþjónninn greip um trébútinn og nú toguðust þau á um hann.
0
Ummæli formanns þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum eru ekki svara verð segja samtökin Stígamót. Ummælin afhjúpi mikla fáfræði og fordóma gagnvart kynferðisbrotum. Í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag sagði Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar að hann stæði við vikugömul ummæli sín um að vandamálin virðist vera fleiri og stærri þegar Stígamót eru á hátíðinni. Hann vísaði til þjóðhátíðar fyrir 17 árum þar sem samtökin hafi í fréttum RÚV talað ógætilega um að hópur nauðgara væri á leiðinni til Eyja. Einnig gagnrýndi Páll fjölda mála sem Stígamót tilgreindu eftir hátíðina. Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum: Við teljum þetta ekki vera samstarfsaðilann sem við þurfum með okkur í verkefnið framkvæmd þjóðhátíðar. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að dæmi um rökþrot að draga upp 17 ára gamalt mál sem enginn af núverandi starfsmönnum samtakanna geti staðfest eða mótmælt. Ummælin séu ekki svara verð. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Stígamóta: Þetta viðtal við formann þjóðhátíðarnefndar er svona síðasta útspilið í röð margra þar sem að valdar persónur sem hafa, geta haft áhrif á gang mála í kynferðisbrotamálum, afhjúpa mikla fáfræði og fordóma. Guðrún gerir athugasemdir við orð Páls um að samtökin ýki fjölda kynferðisbrota. Guðrún Jónsdóttir: Fjórtán stúlkur leituðu til Stígamóta í fyrra vegna nauðgana á útihátíðum. Fréttamaður: Já um... Guðrún Jónsdóttir: Þar á meðal í Vestmannaeyjum. Margar þeirra voru að leita til okkar með nokkurra ára gömul mál. Málflutningur formanns þjóðhátíðarnefndar er ekki fallinn til þess að örva foreldra til þess að hleypa börnum sínum til Eyja ef að þetta er viðhorfið. Þetta var Guðrún Jónsdóttir í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.
2
Og: Þarna sér maður, hve Íslendingar eru sérlega vel vaxnir. Burkert var á hjólum kringum forystumenn íslenska Ólympíuflokksins. Erling Pálsson, sundkappa og yfirlögregluþjón í Reykjavík, fór hann með í veislu fyrir erlenda lögregluforingja og kynnti fyrir yfirmönnum þýsku lögreglunnar, liðsmönnum Himmlers. Þá gekk hann einnig á fund Himmlers með aðalfararstjórann, dr. Björn Björnsson bæjarhagfræðing, Benedikt Waage, forseta Íþróttasambandsins, og Erling, varaforseta þess. Bauðst lögreglustjórinn til þess að sögn Burkerts að veita Íslendingunum alla þá aðstoð, sem þeir óskuðu eftir. Síðan hélt hann smátölu um heimsmálin yfir gestunum. Í sundknattleiksliði Íslendinga á Ólympíuleikunum var ungur læknir, Úlfar Þórðarson. Honum líður seint úr minni garðveisla, sem Norræna félagið í Berlín hélt til heiðurs Íslendingunum. Í miðri veislunni tók Úlfar sem snöggvast eftir manni einum, sem klæddist svörtum einkennisbúningi og leðurstígvélum. Maður þessi gekk á milli Ólympíufaranna og gaf sig á tal við þá. Áður en Úlfar vissi af, birtist svartliðinn við borðið hjá þeim sundfélögum, kastaði á þá kveðju og spurði, hvernig þeim hefði líkað Þýskalandsdvölin. Úlfar varð fyrir svörum, og tóku þeir tal saman hann og Burkert, því að sá var svartliðinn. Þótt hann hefði verið viðloðandi íslenska hópinn frá því í Hamborg, minnist Úlfar þess101ekki að hafa séð hann fyrr, enda mun hann einkum hafa haldið sig nærri fararstjórunum. Þeir tóku nú tal saman og þar kom, að Úlfar sagðist hafa numið um skeið læknisfræði í Königsberg í Prússlandi. Nú hefði hann lokið embættisprófi frá Háskóla Íslands, en framtíð sín væri óráðin. Hann hefði enn ekkert fast starf fengið heima á Íslandi.
0
Lax sem þarf að synda í gegnum skólp í Ölfusá getur komist í snertingu við bakteríur, segir fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun. Laxaseiði séu sérstaklega viðkvæm fyrir slíkri mengun. Fram kom í fréttum RÚV í vikunni að öllu skólpi frá Selfossi er veitt beint í Ölfusá. Vatnakerfi Ölfusár og Hvítár er eitt það stærsta á landinu og þar eru stórir laxa- og silungastofnar. Árlega ganga mörg þúsund laxar upp Ölfusá og veiðast á bilinu 2500 til 4000 laxar ári. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir að menn verði að koma fráveitumálum í lag. Guðni segir mengunina bæði geta haft áhrif á seiðni þegar þau ganga til sjávar, en þá eru þau á viðkvæmu stigi. Svo þurfi laxinn að synda upp í gegn um affallið þegar hann gengur upp árnar. Megnið af affallinu sé lífrænn úrgangur og bakteríur og aukaefni í honum þyki ekki geðsleg meðal þeirra sem veiða svo laxinn og matbúa hann. Frágangur skólpfráveitunnar sé ekki einkamál sveitafélagsins Árborgar. Fiskurinn gangi upp ána og þetta komi því einnig þeim við sem eiga land og veiðirétt ofar í ánni. „Lax og laxastofnar eru þær lífverur sem eru einna viðkvæmastar í náttúrunni og ef eitthvað er að í umhverfinu, þá eru þær yfirleitt þær fyrstu sem gefa eftir,“ segir Guðni. Bæði þurfi því að huga að því hve viðkvæmur stofninn er, en einnig geti skólpmengunin haft neikvæð áhrif á ímynd Íslands.
2
Mjög mikilvægt er að framangreindir aðilar hafi slíka tilkynningarskyldu enda er um að ræða sjúkdóma sem ógnað geta almannaheill. Um leið er eðlilegt að þeim sem sinna opinberu eftirliti og þeim sem eiga að sinna innra eftirliti í matvælafyrirtækjum beri skylda til að upplýsa um gögn sem þeir hafa undir höndum eða aðrar ástæður sem geta bent til hættu á heilsutjóni vegna neyslu matvæla. Með því að taka af allan vafa um skyldu til að skila gögnum eða veita upplýsingar, sé talin hætta á heilsutjóni, á að vera hægt að grípa fyrr til ráðstafana á vegum hlutaðeigandi eftirlitsaðila og stofnana. Ákvæði þessi munu gilda jafnt um allar rannsóknastofur, óháð því hvort þær eru reknar á vegum hins opinbera eða eru í einkaeign og hvort rannsókn eða greining sýna er gerð fyrir matvælafyrirtæki, aðra einkaaðila eða opinbera aðila. Með sama hætti á tilkynningarskylda jafnt við um opinberan eftirlitsaðila og sjálfstætt starfandi skoðunarstofu. Um 3. gr. Í a-lið er lagt til að kveðið verði á um þann kostnað sem gjaldtöku vegna opinbers eftirlits með matvælum er ætlað að mæta. Sú breyting sem hér er lögð til er gerð til samræmis við kröfur sem gerðar eru til lagaheimilda fyrir þjónustugjöldum. Í 2. gr. reglugerðar nr. 522/1994, um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, er opinbert eftirlit skilgreint sem eftirlit á vegum stjórnvalda í þeim tilgangi að tryggja að framfylgt sé ákvæðum laga og reglna um matvæli og stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun.
3
Vaknaðu! - Hvaða læti eru þetta, sagði þá maðurinn svo lágt að varla heyrðist. - Þetta er ég. Emil, sem var í rútunni í dag. Manstu ekki? - Já, komdu sæll, sagði Álfur, en virtist samt ekki þekkja hann. - Ég strauk að heiman og ég get hvergi sofið, sagði Emil aumur. Og mér er svo kalt og mig langar heim til pabba og mömmu. - Já, þú ættir að koma þér heim, strákur, sagði Álfur. Hvað er klukkan? - Hún er orðin eitt, svaraði Emil. - Eitt! Og ég ekki ennþá farinn á ballið. Nú verð ég að drífa mig, sagði Álfur og reisti sig aðeins upp. En svo gafst hann upp á því og lagðist á ný í grasið. Og var sofnaður aftur. Emil horfði á hann. Það var augsýnilega enga hjálp frá honum að fá. Best að tala við lögregluna. Hann hafði gefið Skunda afganginn af mjólkinni og vatn að drekka úr ánni. Sjálfur varð hann að láta sér nægja vatnið því nestið var búið; hann var svangur. Til allrar hamingju virtist hvolpurinn ekki þurfa mikið að éta svo hann var hinn rólegasti í körfunni sinni. En hvar gátu þeir sofið um nóttina? Það var of kalt til þess að leggjast fyrir undir beru lofti. Emil ákvað að ganga niðrað tjöldunum meðan hann væri að hugsa málið. Skyndilega heyrði hann mikla háreysti frá húsinu. Tveir lögregluþjónar birtust í dyrunum með mann í fanginu. Hann virtist ekki kunna vel við faðmlög lögreglunnar og lét illa.
0
Þannig mætti spyrja hve stór hluti texta verði að vera fræðilegur til að hann teljist það í heild sinni – og öfugt: hve viðamikill getur textahluti verið, sem hefur fræðilegt yfirbragð hvað form eða innhald varðar, án þess þó að textinn í heild sinni sé álitinn fræðilegur? Á hinn bóginn væri sá hugsuður þröngsýnn sem sæi fátt áhugavert við fjölþættan samanburð á mótmælendum og þeim stuðningsmönnum þeirra sem ,heima sitja‘. Þótt þær séu eitt megineinkenni fræðilegra greininga er það ekki sérkenni háskólasamfélagsins að leita orsaka. 35 Það er undir hælinn lagt hvort þekking skáldsins á slíkum rannsóknum háskólasamfélagsins á strætóferðum Reykjavíkurbúa hefði dregið úr skáldlegri lýsingu þess á strætisvagnanotkun fyrir hrun, enda sæmir setningin – „Enginn tók lengur strætó“ – fremur höfundi sem gengið hefur skáldskapargyðjunni á hönd en tölfræðigreiningar akademíunnar. 149 við lestur þessarar greiningar vakna ýmsar spurningar. Þeim sem tortryggnir eru í garð rökfærsluhefðar stjórnspekinga gæti þótt það undursamleg tilviljun að almennu rökin sem Ólafur Páll færir leiði – líkt og hjá öðrum stjórnspekingum – til niðurstöðu sem virðist samræmast samfélagssýn hans og lífsgildum; ekki allra heimspekinga, enda hugsuðir ekki á einu máli um hvaða samfélagsgerð sé ákjósanleg. Skáldið líkir bankakerfi landsins við tvífara úr bókmenntaverkum og segir „aðsópsmikla“ bankastjóra hafa tekið „sem svaraði nóbelsverðlaunum í mánaðarlaun“. 79 Komandi tíð mun leiða í ljós hvort hið alkunna viðfangsefni, hrunið, hafi tímabundið ýtt undir þessa fjölbreyttu heimildanotkun eða hvort heimspekin sé í auknum mæli að opna sig fyrir slíkum gögnum og sjálfsmynd hennar að því leyti að taka breytingum.
1
Tveir sjúklingar voru fyrir aðgerð greindir með flöguþekjukrabbamein við berkjuspeglun en reyndust við smásjárskoðun á sýni úr aðgerð vera með setkrabbamein (carcinoma in situ, stig 0). Fylgikvillar eru tiltölulega algengir eftir blaðnám,9, 10 enda margir sjúklinganna með reykingatengda sjúkdóma, svo sem langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóma. Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbamein á Íslandi og það sem dregur flesta til dauða. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð. Loks fær Ásgeir Alexandersson læknanemi þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Efniviður og aðferðir: 213 sjúklingar sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á árunum 1999-2008. Einum sjúklingi var sleppt þar sem gögn vantaði. Reykingatengdir sjúkdómar voru oft til staðar hjá þessum sjúklingum enda allir nema átta með sögu um reykingar og meðal pakkaárafjöldi rúmlega 42 ár. Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra tilfella af lungnakrabbameini sem greindust og voru meðhöndluð hjá heilli þjóð á 10 ára tímabili. Tíu sjúklingar (4,7%) reyndust með aðrar gerðir lungnakrabbameins (ÖES), þar af voru átta (3,7%) með kirtilmyndandi flöguþekjukrabbamein (adenosquamous carcinoma), einn (0,5%) með blöðrukirtilmyndandi krabbamein (adenoid cystic carcinoma) og annar (0,5%) með óþroskað krabbamein af þekjuuppruna (undifferentiated carcinoma). Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/flökt (6,1%).
1
Jólatréskaupanda í Hafnarfirði brá í brún um hátíðarnar þegar tréð hans tók að iða af lífi þegar inn í stofu kom. Á trénu var asparglytta en hún er annálaður skaðvaldur á öspum og víðitegundum ýmiss konar. Frá þessu er greint á vef Náttúrufræðistofnunar. Um hundrað bjöllur duttu af trénu þegar eitri var úðað á það. Maðurinn hafði keypt jólatréð í ræktunarreit í Mosfellsbæ. Þar er asparglyttan orðin einkar fjölliðuð og eykur hún útbreiðslu sína inn í höfuðborgina jafnt og þétt með hverju árinu sem líður. Á haustin koma fullorðnar asparglyttur, þ.e. bjöllurnar grænu, sér fyrir til vetrardvalar, gjarnan í sprungum í trjáberki og undir lausum berki. Framangreint dæmi úr Hafnarfirði gefur til kynna að grenitré veiti glyttunum ákjósanleg vetrarskjól. Því þarf vart að fjölyrða frekar um það hve virk flutningsleiðin er með jólatrjám út úr Mekka asparglyttunnar, eins og segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Frá þessu er greint á vef Náttúrufræðistofnunar. Um hundrað bjöllur duttu af trénu þegar eitri var úðað á það. Maðurinn hafði keypt jólatréð í ræktunarreit í Mosfellsbæ. Þar er asparglyttan orðin einkar fjölliðuð og eykur hún útbreiðslu sína inn í höfuðborgina jafnt og þétt með hverju árinu sem líður. Á haustin koma fullorðnar asparglyttur, þ.e. bjöllurnar grænu, sér fyrir til vetrardvalar, gjarnan í sprungum í trjáberki og undir lausum berki. Framangreint dæmi úr Hafnarfirði gefur til kynna að grenitré veiti glyttunum ákjósanleg vetrarskjól. Því þarf vart að fjölyrða frekar um það hve virk flutningsleiðin er með jólatrjám út úr Mekka asparglyttunnar, eins og segir á vef Náttúrufræðistofnunar.
2
Einnig ber Landsvirkjun að kappkosta styrkingu og frekari uppbyggingu meginstofnlínukerfisins með það fyrir augum að tryggja sem best rekstraröryggi Landsvirkjunarkerfisins í heild. 3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 96/92/EB frá 19. desember 1996 um sameiginlegar reglur um innri markað á sviði raforku. 3.1. Almennt. Eins og áður hefur komið fram hefur skipan raforkumála víða um lönd tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Í ársbyrjun 1992 lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögur að tilskipunum um innri markað fyrir raforku og jarðgas sem lagt var til að tækju gildi árið 1993. Tilskipunin öðlaðist gildi 19. febrúar 1997 eftir miklar deilur innan Evrópusambandsins og áttu aðildarríkin að koma henni í framkvæmd eigi síðar en 19. febrúar 1999. Belgía og Írland fengu þó frest til 19. febrúar árið 2000 og Grikkland til 19. febrúar árið 2001. Hornsteinar tilskipunarinnar um innri markað á sviði raforku eru í fyrsta lagi afnám einkaréttar starfandi orkufyrirtækja, sé hann fyrir hendi, m.a. til að framleiða rafmagn. Í öðru lagi aðskilnaður vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku, a.m.k. í bókhaldi. Í þriðja lagi takmarkaður aðgangur þriðja aðila að flutningskerfum, þannig að þeir orkukaupendur sem fullnægja tilteknum skilyrðum sem hvert ríki setur á grundvelli tilskipunar geti gert samninga við orkuvinnslufyrirtæki um orkukaup og fengið orkuna flutta um orkuflutningskerfið. Hér verður lýst helstu þáttum tilskipunarinnar. 3.2. Meginefni tilskipunarinnar. Tilskipunin skiptist í eftirtalda átta kafla auk formála eða aðfaraorða: 1. Gildissvið og skilgreiningar. 2. Almennar reglur um skipan raforkumála. 3. Vinnsla. 4. Rekstur flutningskerfisins. 5. Rekstur dreifikerfisins. 6. Aðskilnaður og gagnsæi reikninga. 7. Aðgangur að flutnings- og dreifikerfi. 8. Lokaákvæði.
3
Ég var búinn að sanka saman nokkrum tugum bóka og raða þeim kirfilega í heimasmíðaða bókaskápinn við innvegg herbergiskytrunnar og var rogginn af, þó fátítt væri að ég gæfi mér tíma til að glugga í skræðurnar. Bókakostinn jók ég smátt og smátt ár frá ári og skoðaði sem nokkurskonar innlegg í reikning framtíðarinnar þegar ég yrði undanþeginn skyldukvöðum skólanáms og gæti helgað mig viðfangsefnum sem hugurinn stóð til. Samt bar það til óvenjulegra tíðinda þennan vetur að ég varði jólafríinu til að lesa tvo kristilega rómana, Ben Húr og þriggja binda verk sem hét Kyrtillinn og fjallaði um Krist og samtíð hans, einkanlega örlög rómverska hermannsins sem hreppti kyrtil Krists á Golgata eftirað dátarnir höfðu kastað hlutum um klæði hans. Var mikil þrekraun að lesa svo langorða texta, því ég var frámunalega seinlæs eftir tveggja ára þrásetu yfir próförkum, og ekki bætti úr skák að ég mátti sitja þéttvafinn í ullarteppi fast uppvið olíufýringarofninn til að verða ekki innkulsa. Í þeirri stellingu kúrði ég hálfdofinn dag eftir dag frá hádegi framá rauðanótt og lifði mig inní löngu liðinn tíma sem varð sérkennilega litríkur og nákominn í ljósum og ýtarlegum frásögnum höfunda sem ég vissi engin deili á. Lét ég fyrirberast í þvölum svefnpokanum á dívangarminum í hrollköldu húsvarðarherberginu tvo fyrstu sólarhringana og þáði matgjafir góðra vina meðan ég hugsaði ráð mitt. Félagarnir komu til mín hver af öðrum með skjólshandarsvip og tóku þátt í raunum mínum og ráðleysi. Um sinn mátti virðast sem allar bjargir væru bannaðar. Uppað Geithálsi var óhugsandi að fara vegna þrengsla og látlausrar gestanauðar.
0
Og hvað er sammerkt með viðhorfi þeirra til hins vitra manns/Jesú Krists? 14 Hvað hið síðara varðar heldur Seneca því fram, líkt og fjölmargir aðrir grísk-rómverskir heimspekingar, að Guð sé „Faðir okkar allra“ (Ep. 16 Það má kannski segja að guðfræði þessara stóumanna hafi verið breytileg og sveigjanleg. Fyrir gyðingnum Páli eru heiðnir lesendur bréfsins „veiklundaðri persónur“ og þurfa þess vegna á þeirri áminningu að halda sem veitt er í köflum 12–15. Um læsi og ólæsi hinna fyrstu kristnu, sjá Harry Y. Gamble, Books and Readers in the Early Church: A History of Early Christian Texts, New Haven: Yale University Press, 1995, bls. 2–10. Dyggðin fronēsis var gjarnan skilin sem æðst allra dyggða í stóískri heimspeki, dyggð sem ákvarðaði hinar höfuðdyggðirnar þrjár, hófsemi (gr. sōfrosynē), hugrekki (gr. andreia) og réttlæti (gr. dikaiosynē), vegna þess að fronēsis fól í sér það eðlisfar að taka réttar siðferðilegar ákvarðanir. Án þessarar umbreytingar hafa þeir ekki möguleika á slíku. Hvað þá um textann í Fyrra Korintubréfi 15.28, þar sem Páll segir: „Þegar allt hefur verið lagt undir hann mun og sonurinn sjálfur skipa sig undir föðurinn er lagði alla hluti undir hann svo að Guð verði allt í öllu“ (gr. hina ē ho þeos ta panta en pasin)? Páll er ekki að tjá sig með metafórískum hætti, heldur er hann bókstaflega að lýsa því sem muni gerast við endalok tímans. Líkt og Kristur í framsetningu Páls var hinn stóíski vitri maður „sannur afkomandi“ Guðs (lat. vera progenies) sem „elur upp“ son sinn „af miklum strangleika“ (Seneca, Prov. Eða hékk eitthvað meira á spýtunni?
1
Um er að ræða sérstakt átak og að tíu árum liðnum er gert ráð fyrir að ekki sé þörf á ákvæði sem þessu í jafnréttislögum. 11. Í frumvarpinu er sérstakt ákvæði um greiningu tölfræðiupplýsinga eftir kynjum. Er þetta gert í ljósi þess hve mikilvægt það er í öllu jafnréttisstarfi að upplýsingar um stöðu kynjanna í samfélaginu séu nákvæmar og aðgengilegar. Á þetta hefur sérstaklega verið bent í samþykktum Sameinuðu þjóðanna og í Norrænu samstarfi. 12. Í frumvarpinu er skerpt á bannákvæðum gildandi laga varðandi kjör, ráðningu, vinnuskilyrði og brottrekstur. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Lagt er til að markmið laganna verði að koma á jafnrétti og veita konum og körlum jöfn tækifæri. Jafnframt er það markmið laganna að allir einstaklingar skuli eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði, sbr. stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í jafnréttismálum. Framangreind markmið eru í samræmi við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar þar sem sérstaklega er kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Enn fremur er lagt til að lögfestar verði leiðir sem hafa skal til hliðsjónar við að ná markmiðum laganna. Lögð er áhersla á að jafnréttissjónarmiða verði gætt í starfi á öllum sviðum samfélagsins og um leið að unnið verði að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun þess. Konur og karlar hafa um margt ólíkar forsendur og reynslu. Því er talið nauðsynlegt að sjónarmið beggja kynja fái notið sín við stjórnun samfélagsins.
3
113 aðgerðir eru lagðar til svo bæta megi heilbrigðisþjónustu við eldra fólk. Skýrsla um þetta var kynnt á Heilbrigðisþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir segir að unnið verði áfram með tillögurnar og skýrslan ekki látin falla í gleymsku. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra: Það er nefnilega þannig sem við hugsum þetta, að þetta sé raunverulegur grunnur fyrir stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki og við höfum sýnt það áður með Heilbrigðisþingum að þar erum við að kalla til mjög víðtæks samráðs til þess að leggja grunn að stefnu sem að verður síðan notuð og síðan verður aðgerðaáætlun á grundvelli hennar og hún verður fjármögnuð og svo framvegis þannig að við ætlum að passa okkur á því að þetta verði ekki plagg uppi í hillu þannig að þetta víðtæka samráð verði til þess að skerpa sýnina varðandi þjónustu við aldraða inn í næstu áratugi. Kristín Sigurðardóttir: Nú virðast allir sem ég hef talað við hérna í dag og hafa verið að halda erindi nokkuð sammála um að kerfið eins og það er núna, að það gengur ekki upp, og þessi hjúkrunarrými inni á hjúkrunarheimilum, þetta sé eitthvað, fólk vilji frekar vera heima hjá sér, ertu ekki sammála þessari niðurstöðu? Svandís Svavarsdóttir: Jú, algjörlega og það er líka alveg ljóst bara, þó það sé bara út frá sko rekstrarforsendunum fyrir ríkið að þá gætum við aldrei haldið áfram að horfa bara til þessara úrræða heldur þurfum við að vera með miklu fjölbreyttari úrræði sem koma bæði betur til móts við fólk en eru líka mögulega hagkvæmari fyrir samfélagið í heild.
2
Loks er lagt til að ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skuli hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16 fjórum dögum fyrir kjördag í stað hádegis þann dag þegar ein vika er til kjördags. Rétt þykir að rýmka þessa reglu frá því sem verið hefur þannig að kjósandi geti lagt fram ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi nær kjördegi ef atvik koma upp sem gera honum ókleift að fara á kjörstað. Er þá miðað við að umsókn hafi borist kjörstjóra kl. 16 á þriðjudegi, miðað við kjördag á laugardegi. Hafa verður í huga að ef ósk er síðbúin kunna aðstæður að reynast þær að annmörkum sé háð að komast til kjósanda á þeim tíma sem eftir er fram til kjördags. Með 4. mgr. er lagt til að kjörstjóri skuli ekki einungis auglýsa hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram heldur skal hann einnig auglýsa hvar hún fer fram. Þá er tekið fram að framkvæmd og afgreiðslutíma skuli haga þannig að kosning geti gengið sem greiðast fyrir sig. Er áhersla lögð á nauðsyn þess að reglur um hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram verði samræmdar og að þær verði vel kynntar, og að í því sambandi sé jafnan tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað eftir því sem unnt er. Þá er nýmæli að tekið er fram að atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsi skuli fara fram sem næst kjördegi. Ákvæði 5. mgr. er óbreytt. Gildandi leiðbeiningar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl., nr. 120 20. mars 1991, þarf að endurskoða vegna breyttra ákvæða í 2.–4. mgr.
3
Ekki er að efa að það myndi styrkja lögregluna og einkum rannsóknir flókinna sakamála ef slíkir möguleikar væru opnir. Á móti hefur verið sagt að rannsóknir slíkra brota taki oftar en ekki langan tíma, standi yfir svo mánuðum og jafnvel árum skipti, og því sé það lykilatriði að handhafi ákæruvalds sé meðvitaður um stöðu máls og þróun rannsóknar á hverjum tíma og stjórni henni frá upphafi. Á vefsíðunni: http://www.domsmalaraduneyti.is/media/Skyrslur/Logregluskyrsla.pdf Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1994. Í kjölfar fundanna skilaði framkvæmdanefndin ráðherra viðbótarskýrslu í desember 2005 þar sem lagðar voru til nokkrar breytingar á útfærsluatriðum í tillögum nefndarinnar. Að margra mati hefur smæð umdæmanna staðið starfi lögreglu og framþróun á því sviði fyrir þrifum. Þær hugmyndir hafa fyrst og fremst verið settar fram af Boga Nilssyni ríkissaksóknara, bæði í ræðu og riti, en einhverra hluta vegna hafa umræður um skipulag þess ekki verið jafn áberandi og umræður um skipulag lögreglumála. 5 Björn Bjarnason: „Framtíð og skipulag löggæslu“. Annars vegar er gert ráð fyrir því að nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taki við löggæsluverkefnum lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannanna í Hafnarfirði og Kópavogi. Á vefsíðunni: http://www.althingi. Í Reykjavík var verkefnum sýslumanns skipt á milli sérstaks lögreglustjóra, tollstjóra og sýslumanns. Í framangreindri grein sinni gerir ríkissaksóknari þá skipan mála að fela ríkislögreglustjóra ákæruvald að umtalsefni og telur að þar sé um stílbrot að ræða á skipulagi ákæruvalds hér á landi. Ljóst er að embættið mun áfram bera ábyrgð á rannsóknum tiltekinna brota og handhöfn ákæruvalds augljós og nauðsynlegur liður í því verkefni.
1
Tölurnar í Töflu 8 sýna að hvernig sem á þetta er litið hefur dregið úr hvframburði í Reykjavík. eðlilegt samband milli aldurs og „skýrs tals, en þar sem hins vegar er sterk fylgni milli aldurs og málbreytu, eins og t. Framburðurinn tekur þá að blandast smátt og smátt. Skemmst er frá því að segja, að flámæli er mjög sjaldgæft í máli Reykvíkinga nú, og mun sjaldgæfara en það var á fimmta áratugnum. Raunar er rétt að taka það fram, að í elsta aldurshópnum, þeim sem fæddur er fyrir 1909 og er því yfir sjötugu, eru mjög fáir einstaklingar, einungis 3-5. (Það er svolítið misjafnt eftir breytunum hvort hægt er að reikna út meðaltöl fyrir þessa einstaklinga.) Hvað sem því líður er 4. aldurshópur með hærri meðaleinkunn fyrir brottfall nefhljóða en 3. aldurshópur. Annað sem gerir Reykjavík sérstæða sem mállýskusvæði er stærð hennar og það að stór hluti íbúanna er aðfluttur. (Benda má á B.A.-ritgerð Guðvarðar Más Gunnlaugssonar (1983) um breytingar á málfari aðfluttra Skaftfellinga í Reykjavík.) Sú fyrrnefnda er meðaleinkunn fyrir allar breyturnar fimm, en sú síðarnefnda meðaleinkunn fyrir þessar sömu breytur að undanskilinni samlögun nefhljóða. Og séu bornar saman tölur Björns Guðfinnssonar og tölur fyrir yngsta aldurshópinn hjá okkur, fólk sem er 20 ára og yngra, langflest nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla (13-14 ára), nálgast tölurnar enn. Labov (1972:160-82) segir frá því að yngri aldurshópar hafi frekar nýjungar í máli en eldra fólk.
1
Úrslitin ráðast í Söngvakeppninni 2018 í kvöld. Sex lög munu keppa um sigur og velur þjóðin eitt þeirra sem framlag sitt í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Lissabon í maí. Útsending frá Söngvakeppninni hefst kl. 19.45 á RÚV, RÚV.is og Rás 2. Úrslitakeppnin verður tvískipt. Í fyrri hlutanum keppa öll sex lögin, en þá vega atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæði þjóðarinnar jafnt. Stigahæstu lögin úr þeirri kosningu komast þá í svokallað einvígi og verða flutt aftur. Hefst þá ný símakosning þar sem kosið verður á milli þessara tveggja laga. Í þeirri kosningu ráða símatkvæði þjóðarinnar alfarið úrslitum. Hér fyrir neðan heyra lögin sem keppa til úrslita. Battleline – 900 99 01 Flytjandi: Fókus hópurinn Lag: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen Texti: Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen Here for you – 900 99 02 Flytjandi: Áttan – Sonja Valdin og Egill Ploder Lag: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason Texti: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason Our choice – 900 99 03 Flytjandi: Ari Ólafsson Lag: Þórunn Erna Clausen Texti: Þórunn Erna Clausen Kúst og fæjó – 900 99 04 Flytjandi: Heimilistónar Lag: Heimilistónar Texti: Heimilistónar Gold Digger – 900 99 05 Flytjandi: Aron Hannes Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman Texti: Valgeir Magnússon og Tara Nabavi Í stormi – 900 99 06 Flytjandi: Dagur Sigurðsson Lag: Júlí Heiðar Halldórsson Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clause
2
Á aðalfundi 2018 var nafnið Fagdeild um samþætta hjúkrun valið úr tillögum frá félögum. • Að stuðla að aukinni þekkingu almennings, sjúklinga, fagfólks og heilbrigðisyfirvalda á samþættum meðferðarúrræðum. Fagdeild um samþætta hjúkrun Textaskot 1: Á fundum hafa félagar oft kynnt og sýnt þá samþættu meðferð sem þeir nota í starfi. Í umræðunum kom fram að margir félagar vildu halda hugmyndafræði integrative nursing á lofti, að hér væri verið að stunda gagnreynda hjúkrunarmeðferð sem styrkti og félli vel að hefðbundinni meðferð. Búið var að skipuleggja glæsilegt málþing sl. haust.í tilefni af 10 ára afmæli deildarinnar en því varð að fresta vegna sóttvarnareglna. Félagar í fagdeildinni hafa tekið þátt í erlendum ráðstefnum um samþætt meðferðarúrræði, til dæmis International Integrative Nursing Symposium sem haldin er annað hvert ár. • Að vera málsvari samþættra meðferðarúrræða í samskiptum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, aðrar heilbrigðisstéttir, fyrirtæki á heilbrigðissviði og stjórnvöld. Þar má nefna slökun, núvitund, hugleiðslu, ilmolíumeðferð, nálastungur og tónheilun. Allir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem hafa áhuga á samþættum meðferðarúrræðum, geta orðið félagar í deildinni, óháð því hvort þeir veiti slíka meðferð í starfi sínu eða utan þess. Helstu markmið fagdeildarinnar eru: Á fundum hafa félagar oft kynnt og sýnt þá samþættu meðferð sem þeir nota í starfi. • Að vinna að auknu framboði á samþættri meðferð innan heilbrigðiskerfisins og tryggja þátttöku hjúkrunarfræðinga í þeim efnum. Þar var enska heitið Integrative nursing haft til hliðsjónar. Þar má nefna slökun, núvitund, hugleiðslu, ilmolíumeðferð, nálastungur og tónheilun. Í ársbyrjun 2021 voru 75 hjúkrunarfræðingar skráðir félagar í deildinni.
1
Helgi segir að það framtak hafi vakið athygli hjá listafólki á Íslandi: Voru hálfgerðar slettur út af þessu, eins og t.d. að munur væri nú að vera kominn á hægra brjóstið á ráðherrum og sendiherrum. Það er orðið vandlifað. Sendi maður sjálfur blöðum fréttir heitir það að nauðga blöðunum, en geri opinber aðili eins og ráðuneyti það er það að vera á hægra brjósti einhvers ráðherra. Hann bætir við að Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson hafi sagt lítilsháttar frá sýningunni í útvarpsþáttum svo að þær megi vel við una. Helga er mjög annt um þetta, en Gerður hirðir framan af lítið um að safna umsögnum og ef einhver sendir henni slíkt þá sendir hún það strax pabba sínum til að gleðja hann. Í bréfi heim frá sendiráðinu í París er lýsing á sýningunni: Gerður Helgadóttir sýnir þarna allmörg listaverk, útbúin úr alls konar vírum, snúnum saman á listilegan hátt, eftir því sem fróðir menn telja. Eru þarna langar trjónur og stautar, allt mjög haganlega gert. Valgerður sýnir nokkur málverk og eru þau öll máluð eftir nýjustu tísku sem ég kann varla að lýsa og því síður dæma. Eru það fletir, skornir í sundur af mjóum þráðum og með mismunandi litblæ. Þess er getið að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og kona hans hafi verið við opnunina ásamt flestöllum Íslendingum sem dvelja í París og allmörgum frönskum listunnendum og vinum listakvennanna. Í gagnrýninni í blöðum talar G. Boudalle m.a. um að Gerður flétti úr málmþráðunum löng form eins og netháfa. Þó sé flétta ekki rétta orðið. M.
0
Garðfuglatalning Fuglaverndar stendur nú yfir um helgina. Fuglavernd hefur staðið hefur fyrir talningunni í rúmlega tuttugu ár. Framkvæmdastjóri félagsins segir að eitthvað sé um það að flækingar berist hingað til lands og þeir komi fram í talningum. Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar segir lítið mál að taka þátt í talningunni og segir áhuga vera að aukast. Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar: Fólk er mjög áhugasamt núna um að gefa. Þetta er líka stórskemmtilegt áhugamál og líka ágætt fyrir matarsóun. Það er hægt að gefa ýmislegt sem ekki gengur út. Í talningu er fylgst með ákveðnum stað í klukkustund og þeir fuglar skráðir sem staldra við þegar þeir eru flestir. Hólmfríður segir að munur sé á fuglategundum í þéttbýli og dreifbýli. Skógarþrösturinn sé algengastur í talningum, stari á höfuðborgarsvæðinu og margir fái auðnutittlinga í garðinn hjá sér. Þá sé töluvert um að hrafni sé gefið. Hún segir að rjúpur hafi sést í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu og þær geti verið algeng sjón í görðum úti á landi. Snjótittlingar sjáist frekar í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Hólmfríður Arnardóttir: Það er náttúrlega engu líkt að fá stóran hóp snjótittlinga til sín í fóðrun. Þeir eru bara svo fallegir og hvað þá þegar snjórinn er yfir öllu. Bara fögur sjón. Hólmfríður segir að eitt árið hafi silkitoppur verið algengir í görðum en ekki sést víða núna. Flækingar komi oft fram í talningum. Hólmfríður Arnardóttir: Í þessum veðrum sem hafa verið þá feykjast nú fuglar hingað og þá er kannski mikilvægt, svo þeir geti lifað veturinn af, að gefa þeim. Þannig að já, það kemur fram oft.
2
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, kveðst undrandi á því að vera ekki í hópi ráðherra. Vigdís fór til fundar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í gærkvöld og reiknaði með því að taka við ráðherraembætti en fékk ekki. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks: En ég er undrandi vegna þess að, að hérna ég ásamt þessum góðu frambjóðendum sem voru í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík unnu náttúrulega stórsigur. Flokkurinn hefur aldrei náð þessum hæðum í Reykjavík og á mölinni. Og það hefur nú löngum farið það orð af flokknum að hann sé landsbyggðarflokkur. Þannig að þarna hafði, skapaðist tækifæri til þess að sýna það í verki að við erum eh komin á mölina svo eftirminnilega með því að, að skipa mig ráðherra. Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Hefurðu fengið einhverjar skýringar á þessu hjá formanni flokksins? Vigdís Hauksdóttir: Ja ég náttúrulega átti við hann trúnaðarsamtal í gær. Formaður flokksins lagði til þennan ráðherralista og það er ekkert við því að segja. Sigríður: Býstu við að gegna öðrum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn á þingi eða fá ráðherrasæti síðar? Vigdís Hauksdóttir: Ja ég er náttúrulega fyrst og fremst kosinn þingmaður til næstra, næstu fjögurra ára fyrir flokkinn í Reykjavík þannig að ég legg náttúrulega ofuráherslu á það að, að bregðast ekki mínum kjósendum hvað það varðar. Eh um framhaldið veit ég ekki vegna þess að þegar ég fór á fund formannsins í gær þá reiknaði ég með því að ég væri að fara að taka við ráðherraembætti þannig að einfaldlega er ekki búin að gera upp hug minn eftir hverju ég sækist í framtíðinni.
2
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar vill fá afrit af tölvupóstum sem Ólafur Þór Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari og nú héraðssaksóknari, er sagður hafa sent dómara við Héraðsdóm Vesturlands. Hann vill staðfestingu á samskiptum dómarans og saksóknarans vegna beiðni um heimild fyrir því að símtöl Hreiðars Más yrðu hleruð meðan á rannsókn mála gegn honum stóð. Hreiðar Már hefur stefnt stjórnvöldum og krefst tíu milljóna króna í bætur fyrir það sem hann telur vera ólöglegar hleranir. Sérstakur saksóknari fór nokkrum sinnum fram á það að sími Hreiðars Más yrði hleraður eftir að bankaforstjórinn var handtekinn, yfirheyrður og honum tilkynnt að hann hefði réttarstöðu sakbornings. Í stefnu Hreiðars Más segir að engin skrifleg beiðni hafi legið fyrir einum hlerunarúrskurðanna, sem dómari við Héraðsdóm Vesturlands, hafi afhent tveimur lögreglumönnum á heimili sínu í Reykjavík. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður hefur greint Ólafi Eiríkssyni, lögmanni Hreiðars Más, frá því að saksóknari hafi átt í tölvupóstsamskiptum við dómarann. Ólafur óskaði við fyrirtöku í málinu í dag eftir því að fá tölvupóstana til staðfestingar þessum samskiptum. Ríkislögmaður óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til þeirrar áskorunar lögmannsins. Ólafur ítrekaði líka áskorun sína um að ríkislögmaður legði fram gögn eða upplýsingar úr málaskráningakerfi Héraðsdóms Vesturlands um að þinghald hefði í raun farið fram með eðlilegum og lögmætum hætti. Dómari spurði lögmennina hvort þeir hefðu kannað möguleika á að ljúka málinu með samkomulagi. Lögmaður Hreiðars Más sagði sinn mann alltaf tilbúinn til að skoða sættir en ríkislögmaður sagði slíkt frekar ólíklegt.
2
Að undanförnu hefur í samráði við meðeigendur ríkisins að fyrirtækinu verið fjallað um hvernig óbreytt réttarstaða þess verði tryggð að breyttri réttarskipan á svæðinu. Hafa eigendurnir sammælst um að réttarstaða fyrirtækisins verði ekki að fullu tryggð nema ríkinu verði með lögum heimilað að framselja því þau réttindi sem samningurinn frá 1965 tók til, enda hafi framsal þeirra í ljósi niðurstöðu óbyggðanefndar byggst á vanheimild sem ekki verði bætt úr á annan hátt. Hafa bæði borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri staðfest þá afstöðu bréflega og beint því til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir lagasetningu í þá veru sem frumvarp þetta felur í sér. Þar eð ríkinu er í samræmi við 40. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, óheimilt að selja neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum er í samræmi við þessa niðurstöðu eigendanna leitað eftir heimild Alþingis til að afsala til Landsvirkjunar þeim hluta þeirra réttinda, sem ætlunin var að framselja til fyrirtækisins á grundvelli 3. tölul. A-liðar 2. gr. sameignarsamningsins frá 1. júlí 1965, sem nú telst tilheyra þjóðlendu í eigu ríkisins. Í því felst að Landsvirkjun verður að eignarrétti eigandi að þeim hluta þjóðlendunnar og réttinda innan hennar sem samningsákvæði þetta tók til.
3
Ástandið meðal ungra skjólstæðinga á Vogi hefur stórbatnað frá aldamótum, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ. Þeim hafi fækkað sem ánetjast kannabisefnum yngri en tvítugir en fleiri koma í meðferð við kannabisreykingum eftir fimmtugt. Rætt var við Þórarin í Morgunútgáfunni. Þórarinn segir að 70 þúsund komur eru skráðar í gagnabankann á Vogi, með greiningum og ýmsum upplýsingum um áfengis-og vímuefnaneyslu á Íslandi. „Við sjáum á því að ástandið meðal þeirra ungu, undir tvítugu, hefur stór batnað frá aldamótum. Til dæmis eru mun færri sem ánetjast kannabisefnum sem eru undir tvítugu núna en áður, þó kannabisneysla hafi ekki gefið eftir, vegna þess að hinir eldri eru meira að koma í meðferð. Við erum að fá fólk sem er jafnvel yfir fimmtugt sem er að koma í fyrsta sinn í meðferð við kannabisneyslu. Þórarinn segir að uppeldis-og félagslegar aðstæður virðist ekki hafa verið góðar fyrir árganga fædda á árunum 1970 til 1990. „Sérstaklega þá sem fæddir voru 1980 til 1984. Þeir árgangar fóru mjög illa út úr. Við fengum til dæmis 5,4 prósent af öllum karlmönnum fæddum 1982 inn á Vog fyrir tvítugt. Þá þótti mönnum nóg um.“ Þórarinn segir að félagsleg staða geti skýrt þetta að miklu leyti en einnig að mikið umrót hafi verið í þjóðfélaginu á uppvaxtarárum þessara manna. Stór hverfi hafi verið að byggjast upp og foreldrar hugsanlega ekki í stakk búnir til að takast á við nýjungar eins og farsíma, símboða og internetið auk þess sem mikil aukning hafi orðið á örvandi vímuefnum í landinu.
2
Vinnueftirlitið telur ekki ástæðu til að fara í eftirlitsferð í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna atviks í nótt þegar 1600 gráðu heitur málmur flæddi á gólf. Töluverður reykur myndaðist í verksmiðjunni og slökkvilið var kallað út. „Við vorum ekki kölluð út en höfðum samband þegar við fréttum af þessu. Við erum búin að ræða við öryggisstjóra verksmiðjunnar og fara yfir málið. Við sjáum ekki ástæðu til að skoða þetta atvik sérstaklega,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hún segir að svo virðist sem málið sé í góðum farvegi hjá verksmiðjunni. Fulltrúar Vinnueftirlitsins fara reglulega í eftirlitsferðir í verksmiðjuna. Svava segir að þegar gerðar séu athugasemdir við starfsemina þar sé þeim fylgt eftir. Hún segir alltaf hættu á ferðum þegar verið er að vinna með heitan málm en að miðað við upplýsingar sem Vinnueftirlitið hefur fengið brugðust starfsmenn rétt við. „Þeir eru í hlífðarfötum og hafa fengið þjálfun í að takast á við svona mál.“ Fyrirtækinu ber að skrá atvik sem þetta og finna leiðir til að bregðast við og segir Svava að Vinnueftirlitið fylgist með að það sé gert. Slökkvilið var kallað út um klukkan fimm í morgun en starfsmenn voru búnir að slökkva eldinn þegar það kom að. Töluverðan reyk lagði frá verksmiðjunni í átt að Garði. Í tilkynningu frá United Silicon segir að skemmdir hafi ekki verið metnar og því ekki hægt að segja til um hversu miklar þær eru.
2
Þar sem ég stóð í minningahafinu mundi ég skyndilega eftir því að ég átti enn eftir að lesa síðasta bréfið hennar Höllu til frænda síns ... eða vinar ... eða hvað þau höfðu nú verið. Reykjavík 27. desember 1918 Frændi Þetta voru engin jól. Það var dauft yfir bænum. Svo margir hafa misst svo mikið. Ég fór í heimsókn til konunnar sem ég hef verið að skrifa þér um. Ég veit að hún getur ekki náð sambandi við þig en það er allt í lagi. Mér finnst bara orðið svo gott að setjast í stólinn hjá henni og finna myrkrið leggjast yfir mig. Ég var svo þreytt í morgun þegar ég var að koma heim frá henni að ég varð að styðja mig við húsveggi á leiðinni. Ég læt bréfin sem ég hef skrifað þér á stað þar sem ég veit að þeim verður komið til skila. Nú hittumst við bráðum og þegar ég hugsa til þess að þú og mamma mín bíðið mín hlakka ég til. Læknirinn kemur reglulega til mín og gefur mér lyf. Ég á erfitt með að skrifa fyrir máttleysi svo ég læt þetta duga að sinni. Svo hún hafði loks dáið líka úr þessari andstyggðar veiki. Þó kom það auðvitað ekki fram. Kannski hafði Halla læknast og orðið sjálf læknir eða kennari eða þvottakona sem átti eftir að græða stórfé á því að þvo af breskum hermönnum í seinna stríði. Ilmurinn af lambahryggnum sem mamma var að elda liðaðist um íbúðina.
0
„Þetta er mjög slæmt, maður vonaðist til þess að þeir myndu halda opnunartímunum og krefjast þess að fólk væri sitjandi við borðið á þeim stað sem opnunartími hefur leyfi fyrir. Þetta hentar veitingastöðum vel en kemur hrikalega niður á börum og skemmtistöðum þar sem háannatíminn er eftir klukkan ellefu. Vonandi temur fólk sér að koma fyrr inn á bari aftur,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn af eigendum fyrirtækisins Þingvangs sem rekur fimm knæpur í miðbæ Reykjavíkur, aðspurður út í nýju reglurnar sem taka gildi á miðnætti. „Þetta er mikið áfall fyrir reksturinn. Við erum búin að ráða marga inn á stuttum tíma en nú fáum við sólarhring frá stjórnvöldum til að skella í lás. Ég vonast bara til þess að stjórnvöld verði jafn lengi að undirbúa styrkúthlutanir en ekki hálft ár. Stjórnvöld ætlast til að við vinnum hratt og vel á einum sólarhring og þau ættu að geta gert það sama,“ segir Arnar, aðspurður hvaða áhrif þetta hefði á reksturinn. „Ég á von á því að menn geri allt í sínu valdi til að halda sér á floti á meðan á þessu stendur enda reynslunni ríkari. Um leið ættu stjórnvöld að geta kallað fólk úr sumarfríi til að sinna styrkúthlutun til fyrirtækja sem er verið að loka. Það eru margir búnir að panta birgðir fram í tímann og staðan er ekki öfundsverð víðs vegar þar sem áttu að vera útihátíðir. Um leið vonast maður til þess að þau verði jafn fljót að aflétta takmörkunum ef þetta gengur vel á þessum þremur vikum.“
2
TÚLKUN LAGA OG LAGAHUGTAKIÐ Hins vegar segir Róbert að notkun meirihlutans á lögskýringargögnum sé gagnrýniverð vegna þess að meirihlutinn hafi valið það sem hentaði í gögnunum við lögskýringu en ekki fjallað um öll álitaefni sem þar komu fram. Dómararnir voru virkir þátttakendur í mótun laga og þróun á efnislegu inntaki þeirra, þ. m. t. A bar meðal annars fyrir sig að fyrrgreind skerðingarregla væri í andstöðu við 65. gr. stjskr. og 76. gr. stjskr. Það eru og verða ær og kýr stjórnmálanna að forgangsráða fjárveitingum, að velja og hafna og ákveða, hvaða þjóð lífsþörfum er brýnast að mæta í það og það skiptið.“ Á síðasta stiginu, eftir túlkuninni, er réttarreglu slegið fastri í ljósi þeirra raka og tilgangs sem fundinn var á stigi túlkunar. Að hennar mati hefðu mannréttindahugsjónir, svo sem frelsi og jafnrétti, ekki ratað í lögbækurnar án áhrifa frá náttúruréttinum. Hæstiréttur hafnaði kröfu S með vísan til þess að framangreind ákvæði leggi ekki meiri skyldur á R um að veita S þjónustu en leiða má af reglum R um beingreiðslusamninga. Þetta einkenni mjúks vildarréttar er sá hluti hans sem margir réttarheimspekingar hafa beint spjótum sínum að, þ. e. að mjúkur vildarréttur útskýri ekki með fullnægjandi hætti þann þátt laganna sem lýtur að lagalegum ágreiningi og dómstörfum. Þrátt fyrir gagnrýni Harts á hinn klassíska vildarrétt þá var hann sammála Jeremy Bentham og John Austin um að gera þyrfti skýran greinarmun á lögum og siðferði. 2.2 Réttarheimspekilegar kenningar um lagahugtakið a) Vildarréttur Hvað eru lög?
1
Byggist sú niðurstaða að stórum hluta á leshætti 5/4, sem í Lbs 1199 4to er réttilega skrifað „líknstafa“ en hefur í AM 161 8vo breyst í „launstafa“. Auk þess skortir hvort tveggja handritin og Völsunga sögu vísur 13/7–14. Þar birtast leshættir sem benda til skyldleika, „grimmar simar“ og „geðsvinnari“, auk þess sem samanburður á stafsetningu handrita greinir Lbs 1199 4to frá samtímahandritum en tengist Konungsbók. Jón vísar í AM 738 4to þar sem orðið hefur verið leiðrétt á spássíu með hendi Árna Magnússonar. Konungsbók, en annars „rúnir“ sex sinnum. Afkringing ǿ og samfall þess við  hófst um miðbik 13. aldar og notkun eldri ǿ-tákna fjarar út á 14. öld; um 1400 er æ orðið algengasta táknið fyrir samfallshljóðið (Stefán Karlssson 1989, 7, 35; Bandle 1956, 79; Lindblad 1954, 146–148). 34/5 ad] áþr SB; áðr JH. til viðbótar við AM 161 8vo og Lbs 1199 4to. Hugsanlega hefur hún fylgt bændum eða almúgafólki því efni hennar, eða bein skírskotun til þess, finnst ekki í ritmenningu fjórtándu aldar, auk þess sem engar uppskriftir hennar hafa varðveist frá miðöldum. hvernig Brynjólfur biskup snerist skyndilega í viðhorfi sínu til Hallgríms, veitti honum brauðið í Hvalsnesi ásamt því að gefa honum hempu, klæði og tygjaðan hest, en hafði áður tekið honum fálega. Lok Sigurdrífumála eru hins vegar varðveitt í fjölmörgum yngri pappírshandritum og má af þeim ráða að kvæðið var skrifað upp áður en kverið týndist. Aðalhandritin fjögur voru AM 738 4to (P1), Holm papp.
1
Víða um heim eru gerðar prófanir á gæðum bíla og hversu vel þeir skýla farþegum ef til árekstrar kemur. Ein ástæða þess hversu erfitt er að henda reiður á þessum kostnaði er að til skamms tíma var ekki til nein samræmd skráning slysa. Brynjólfur bendir á að þrátt fyrir allt þetta séu það sjaldnast bílarnir eða umferðarmannvirkin sem eigi sökina á slysunum. Mænusködduðum hefur fækkað, segir Brynjólfur og þakkar það aukinni notkun bílbelta. Ungu glannarnir eru bæði gerendur og þolendur í bílslysum, þeir valda mörgum slysum og lenda einnig í mörgum slysum. Það er því hægt að bjarga fleirum sem slasast alvarlega en áður var. Það eru miklar rannsóknir í gangi á því hvort hægt sé að endurnýja taugavef sem hefur skemmst og ýmislegt bendir til þess að hæfileiki hans til endurnýjunar sé meiri en menn hafa hingað til haldið. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið komið upp mjög öflugu kerfi sjúkrabíla þannig að neyðarbíll með lækni getur náð í fólk á örfáum mínútum og veitt því fyrstu hjálp strax. Í Bandaríkjunum geta unglingar tekið bílpróf 16 ára gamlir en ökuréttindi þeirra eru takmörkuð með ýmsum hætti þar til þeir fá full réttindi. Stefán segir að bílbeltin hafi tekið framförum en hnakkapúðarnir setið eftir. Brynjólfur bendir á að töluverðar framfarir hafi orðið á sviði öryggis og gæða bifreiða. Erfitt er að gera sér grein fyrir heildarumfangi umferðarslysa og afleiðingum þeirra en Brynjólfur benti á að kostnaður samfélagsins vegna þeirra sé metinn á um 15 milljarða króna.
1
Þannig er komið í veg fyrir að kaffiþambarar þambi of lengi fram eftir kvöldi og eigi af þeim sökum erfitt með að sofna þegar til þess kemur. Mér finnst það raunar dálítið notalegt að sjá að haft sé vit fyrir fólki á þennan hátt. Minnir á þá gömlu góðu daga þegar íslensk stjórnvöld gættu þegna sinna af kostgæfni, daga bjórbanns, gjaldeyrishafta og almennilegra innflutningshafta. Við hvíldum örugg í faðmi hins opinbera. Enginn skyldi drepa sig á innfluttum bjór eða keti, hvað þá vera á flækingi í útlöndum og graðga þar í sig hvoru tveggja sér til tjóns. Franskt þjónustufólk hefur takmarkaðan áhuga á að tjá sig á enskri tungu eða yfirleitt að reyna að skilja fólk sem brúkar það leiða tungumál. Í Frakklandi sem og í mörgum löndum eru bíómyndir talsettar. Þannig er fólki forðað frá því að fá nasaþef af enskri tungu þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti bíómynda sé á því tungumáli. Ljóst er að eflaust myndu margir leikarar missa atvinnuna ef bíómyndir yrðu textaðar. Kannski að leikarasambandið standi helst í vegi fyrir þeirri breytingu. Er það trúverðugt að hann hafi ráðist á mig? Lögreglan trúir því vart að hann hafi lagt á ráðin um að koma mér fyrir í sumarhúsi fyrir austan fjall. Sigrún Jóna og þau öll gætu allt eins farið að trúa því að ég sé með manninn á heilanum, sé snargeggjaður, og hafi sjálfur ákveðið að drekkja honum í bilun minni. Hvor okkar er bilaðri? Það er spurningin.
0
Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir nýgengi þessara blæðinga, áhættuþætti, orsakir, þátt blóðþynningarlyfja, mat á alvarleika blæðinga, meðferðarúrræði og horfur. Af nýrri blóðþynningarlyfjunum (direct oral anticoagulants, DOACs), apixaban (Eliquis®), rivaroxaban (Xarelto®), dabigatran (Pradaxa®) og edoxaban (Lixiana®), virðast apixaban og edoxaban ekki auka líkur á blæðingu frá meltingarvegi í samanburði við kóvar en hættan virðist vægt aukin fyrir rivaroxaban og dabigatran. 50,67 Séu einstaklingar án sögu um hjarta- eða æðasjúkdóma á hjartamagnýli til forvarnar, mæla erlendar leiðbeiningar með því að meðferð sé hætt og ekki endurvakin nema skýr ástæða þyki til. Nýlega hafa komið fram áhættulíkön sem geta reynst hjálpleg þegar ákvarða þarf hvaða einstaklingar þurfa bráða innlögn á spítala og hverjir ekki. 47 Með auknu hreinlæti og betri vistarverum seinustu áratugi virðist hafa dregið verulega úr algengi H. pylori á Íslandi. Blóðflöguhamlandi lyfið hjartamagnýl ætti að endurvekja sem fyrst hjá sjúklingum með blæðingu frá meltingarvegi. Hjartamagnýl heyrir undir bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar en er þó oft flokkað utan þeirra vegna óafturkræfrar blóðflöguhamlandi verkunar. 69 Af 118 sjúklingum á Íslandi með óútskýrða sýnilega blæðingu árið 2010, voru einungis 5% sem blæddi aftur á rúmlega þriggja ára eftirfylgdartímabili og enginn þeirra greindist með illkynja mein á þessum tíma,70 sem bendir til þess að ekki sé þörf á mjög þéttu eftirliti í þessum tiltekna sjúklingahópi.
1
Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld sýni vilja til að jafna kjörin í landinu og byggja í haginn til framtíðar. Hún mótmælir harðlega breytingartillögu fjárlaganefndar.ba Miðstjórn ASÍ segir að Alþýðusamband Íslands muni aldrei sætta sig við að launafólki, öldruðum og öryrkjum verði gert að axla byrðarnar af óábyrgri ríkisfjármálastefnu. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ. Þar er vísað til breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga næsta árs. „ASÍ hefur á undanförnum árum ítrekað varað við þeirri stefnu í opinberum fjármálum sem byggir á því að veikja tekjustofna með skattalækkunum til hinna tekjuhæstu. Sú leið er óásættanleg.“ Atvinnuveganefnd lagði til í gær að hækka afslátt af veiðileyfagjöldum útgerðarinnar um 60 prósent. Þá hefur verið lagt til að framlög til öryrkja verði lækkuð um 1.100 milljónir frá því sem áður hafði verið boðað. ASÍ segir að bráðavandi ríki og krefst þess að strax verði ráðist í að treysta undirstöður velferðar og félagslegs stöðugleika. Stefna stjórnvalda sé ósjálfbær þegar hægir á vexti í atvinnulífinu. „Það er óásættanlegt að stjórnvöld mæti ekki kröfum verkalýðshreyfingarinnar og nýti tækifærið til að ráðast í þau miklu verkefni sem bíða; að stórbæta lífskjör, styrkja velferðina og tryggja almenningi gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld sýni verki vilja til að jafna kjörin í landinu og byggja í haginn til framtíðar. Hún vill sjá að strax verði okmið með aðgerðir sem mæti kröfum verkalýðshreyfingarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna.
2
Við verðum að læra að elska og virða hvert annað ef við ætlum að verða hamingjusöm. Því miður eru ótal mannhatarar í þessu samfélagi hvort sem þeir vita sjálfir af því eða ekki. . Svenni minn, er ég nokkuð að ganga fram af þér með þessu rausi? Magga brosir sólskinsbrosi til hans. --- Nei, alls ekki, svarar Svenni en kann ekki við að nefna að honum finnist hún stundum full hátíðleg. Ég hef einmitt hugsað mikið um þessi mál en sjaldan getað rætt þau við aðra. Sjáðu bara hvernig samfélagið kemur fram við okkur unglingana. Við erum til dæmis aldrei spurðir álits á þjóðmálunum okkar allra í fjölmiðlum. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir því að við höfum skoðanir. Við eigum bara að hypja okkur inn í félagsmiðstöðvarnar og leika okkur þar. Samt erum við fólkið sem á að taka við rekstri þjóðfélagsins þegar það vex úr grasi. Mér finnst að allir aldurshópar eigi að vinna saman að einhverjum verkefnum en ekki eigi að stía þeim í sundur eins og gert er. Gamalmenni eru send á elliheimili, fólk á milli þrítugs og sextugs heldur um stjórnvölinn og mótar samfélagið eftir sínu höfði, unglingum og börnum er haldið í hæfilegri fjarlægð og þau eiga að bíða síns tíma. Hvað finnst þér? Magga horfir aðdáunaraugum á hann. --- Þú hefur mjög heilbrigðar lífsskoðanir, segir hún. Mikið vildi ég að fleiri hugsuðu á þessum nótum og hættu að láta aðra mata sig á skoðunum.
0
Af þeim sökum getur þurft að meta hana að álitum. Er það Landsvirkjunar að sýna fram á að hagræðing hafi orðið. Flutningsfyrirtækið verður að meta þær upplýsingar sem það fær og áætla hagræðinguna samkvæmt þeim en Orkustofnun hefur eftirlit með að matið sé rétt. Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun hafa um alllangt skeið staðið sameiginlega að rekstri sjálfstæðrar upplýsinga- og fjárfestingarskrifstofu undir heitinu Fjárfestingarskrifstofan – orkusvið. Skrifstofan hefur haft frumkvæði að því að ná til erlendra stórkaupenda raforku og stuðla jafnframt að atvinnuuppbyggingu á sviði stóriðju á Íslandi. Með auknu sjálfstæði orkufyrirtækja má gera ráð fyrir að núgildandi fyrirkomulag breytist í þessu efni og að einstök orkufyrirtæki sýni meira sjálfstæði og frumkvæði á þessu sviði. Hugsa má sér að stærstu orkufyrirtækin standi með sjálfstæðum hætti að rekstri slíkra upplýsinga- og fjárfestingarskrifstofu eða nokkur saman, með beinum eða óbeinum stuðningi iðnaðarráðuneytisins fyrir hönd íslenska ríkisins. 7.2. Sokkinn kostnaður. Breytingar á skipulagi raforkumála geta haft áhrif á möguleika orkufyrirtækja til að efna skuldbindingar sínar og ábyrgðir sem þau hafa gengist undir í tíð eldra skipulags. Til að auðvelda breytingar á skipulagi raforkumála er í 24. gr. tilskipunar 96/92/EB um innri markað raforku kveðið á um að aðildarríki geti sótt um tímabundnar undanþágur frá ákvæðum IV., VI. og VII. kafla tilskipunarinnar. Þegar tilskipunin öðlaðist gildi í Evrópusambandinu sóttu öll aðildarríki Evrópusambandsins, nema Finnland, Ítalía og Svíþjóð, um aðlögun á grundvelli 24. gr. tilskipunarinnar vegna sokkins kostnaðar. Þessar umsóknir byggðust hins vegar flestar á einhvers konar styrkjafyrirkomulagi vegna sokkins kostnaðar en ekki undanþágum frá ákvæðum tilskipunarinnar og vísaði framkvæmdastjórnin þeim umsóknum frá.
3
Í 3. mgr. er kveðið á um heimild til að setja reglur um greiðslu nytjaleyfisgjalds þegar um er að ræða fjölgun yrkja af sérstaklega tilgreindum tegundum eingöngu til notkunar í eigin rekstri. Um er að ræða frávik frá reglunni um forréttindi bóndans (farmer´s privilege) sem felur í sér óskoraðan rétt bænda til ræktunar á eigin útsæði. Þetta kom inn í UPOV-samninginn við endurskoðun 1991, m.a. vegna þess að búrekstur er nú orðið víðast í mun stærri einingum en áður tíðkaðist. Áður var þó búið að taka í lög eða reglur frávik varðandi einstakar tegundir þegar um er að ræða ræktun í atvinnuskyni, t.d. skrautplöntur í Noregi og Svíþjóð og sérstaklega tilgreindar skrautplöntur og ávaxta- og berjategundir í Danmörku, m.a. jólastjörnu og rósir. Án slíkrar undantekningar hefði ekki verið um neina raunverulega vernd yrkja af þessum tegundum að ræða þar sem auðvelt er að fjölga þeim með græðlingum. Í reglugerð ráðsins nr. 2001/94/EB, um yrkisrétt sem veittur er í öllu sambandinu í einu, eru forréttindi bóndans takmörkuð og í kornrækt skulu einungis smábændur njóta óskertra forréttinda. Aðrir greiði nytjaleyfisgjald af eigin útsæði, þó lægra en þegar sáðvara er ræktuð til sölu. Samkvæmt endurskoðuðum bandarískum lögum munu forréttindi bóndans hins vegar haldast óskert hvað varðar yrki af tegundum sem fjölgað er með kynæxlun. Í 5. mgr. er kveðið á um að yrkisréttur nái einnig til uppskeru af yrki hafi yrkishafi ekki heimilað þá hagnýtingu og haft tök á að nýta réttindi sín. Þetta ákvæði á t.d. við um innflutning frá ríki þar sem yrkið nýtur ekki verndar.
3
Svo eru það auðvitað hin sönnu klassísku verk költsins, myndir á borð við The Room (2003) eftir Tommy Wiseau, en sú mynd er gerð jöfnum höndum af engiltærri einlægni, hugdirfsku ljónsins og yfirmáta fjölbreytilegu hæfileikaleysi, vanhæfni sem er kraftbirtingarhljómur guðdómsins ekki síður en Bach, Joyce og Kubrick. Veruleiki hans einkennist því af gríðarlegri óvissu og tómlæti. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson Þá var falast eftir skoðunum kvikmyndainnkaupastjóra sérverslunar í Reykjavík en einnig frá landsþekktum kvikmyndaáhugamönnum. A Simple Favor – Paul Feig Robert Ingi Douglas (kvikmyndaleikstjóri) Daginn eftir síðustu sýninguna í Walter Kerr leikhúsinu, þann fimmtánda desember sl., frumsýndi streymisveitan Netflix samnefnda kvikmynd í leikstjórn Thom Zimny er tekin hafði verið upp á tveimur kvöldum í sumar. Kalt stríð (Zimna wojna / Cold War) – Pawel Pawlikowski Mandy eftir Panos Cosmatos var í öllu falli fagnað sem költklassík um leið og hún kom út og svipar auðvitað miklu frekar til myndar Jim Hosking en Wiseau, þetta er Hosking í bland við snemmþungarokkshryllinginn sem Guillermo del Toro sendi frá sér um árþúsundamótin (má þar sérstaklega benda til The Devils Backbone, 2001), með dassi af keðjusagamorðmyndafílíng. Í raun þarf að skoða þá til viðbótar við heildarlistann til að breidd þessarar könnunar um myndir ársins birtist í skýru og greinagóðu ljósi. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson Hér er um forvitnilega kvikmynd að ræða og býsna óvenjulega þótt hún raði sér einnig með sýnilegum og örlítið hefðbundnum hætti í flokk evrópskra samtímalistamynda.
1
Stúlkur voru að meðaltali með um 70% rétt svör í upphafi en um 81% eftir kynfræðsluna Drengir voru að meðaltali með 65% rétt svör í byrjun en höfðu aukið hlutfallið í 75% eftir kynfræðsluna Þekking stúlkna jókst marktækt í sambandi við líkur á þungun og ófrjósemi en jafnframt um kynsjúkdóma og þekking drengja jókst marktækt um líkur á þungun og kynsjúkdóma. Sýnt hefur verið fram á að alhliða kynfræðsla í grunnskólum sé skilvirk leið til þess að bæta kynheilbrigði unglinga. Breytingar á hlutfalli réttra svara (meðaleinkunn þátttakenda) um kynheilbrigðismál. Fimm algengustu umræðuefnin eftir kynfræðsluna (FII) voru hvað væri rétt og rangt varðandi kynhegðun (24% FI; 27% FII), hvaða breytingar yrðu á lífi þeirra ef þau eignuðust barn (27% FI; 26% FII), kynsjúkdóma (19% FI; 24% FII), getnaðarvarnir (19% FI; 23% FII) og afstöðu foreldra til kynlífs unglinga (20% FI; 21% FII). Tilgangur þessa námsefnis var að stuðla að kynheilbrigði unglinga og var það undirtónn hverrar kennslustundar. Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011, greinasvið. Stundum getur stelpa orðið ólétt jafnvel þó að strákurinn hafi sáðfall fyrir utan leggöngin 43/89 Þessi rannsókn bætir við þá þekkingu. Það hefur sýnt sig um langt skeiðað fleiri ungar íslenskar stúlkur (19 ára og yngri) eignast börn heldur en kynsystur þeirra á Norðurlöndum (Bender o.fl., 2003; NOMESCO, 2013) og eiga að jafnaði fleiri rekkjunauta (Kjaer o.fl., 2011). a Fyrirlögn I í október 2010. Jafnframt ræddu unglingar og foreldrar meira saman um kynheilbrigðismál og nam sú aukning 24%.
1
Það er mikið til af góðum bókum og fræðigreinum um efnið hafi maður áhuga á að lesa meira. Í gegnum tíðina hef ég fylgst grannt með innflytjendamálum á Íslandi og reynt að fræðast um þau réttindi sem innflytjendur njóta þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Á árunum 2013-15 fékk ég tækifæri til að vinna með samtökunum Læknar án landamæra við fjölbreytt verkefni víða um heim. Í þessum skoðunum höfum við oftar en ekki afhjúpað heilbrigðisvanda. Textaskot 1: Innan þriggja mánaða frá komu eru svo allir flóttamenn og þeir sem hafa sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar kallaðir inn til heilbrigðisskoðunar þeim að kostnaðarlausu. Blóðsýni eru tekin, sem geta afhjúpað fleiri vandamál, og er niðurstöðum fylgt eftir af lækni. Textaskot 2: Mismunandi heilsutrú hefur mikil áhrif á það hvort og hvenær við leitum okkur hjálpar og hvaða kvilla við teljum að vestræn heilbrigðisþjónusta geti bætt. Strax að námi loknu fór ég, ásamt bekkjarsystur minni, í ferðalag til Malaví þar sem við sinntum sjálfboðaliðastörfum sem hjúkrunarfræðingar á lítilli heilsugæslustöð. Ekki eru allir vanir aðgengi að góðu heilbrigðiskerfi eða vita hvernig á að nýta sér það. Ég mæli með bókinni „Cultural awareness in nursing and health care: an introductory text“ eftir Karen Holland. Góður ásetningur nægir þó ekki alltaf til að hjálpin nýtist vel eða til fullnustu. Þá hefur heimilislæknirinn ákveðnar grunnupplýsingar um heilsufarssögu og ástand sjúklingsins þegar hann leitar til læknisins síðar. Það er mikilvægt að túlkur hafi hlotið þjálfun í starfi, sé bundinn þagnareiði á sama hátt og heilbrigðisstarfsfólk og að hann hafi reynslu af að túlka við aðstæður sem svipar til heilbrigðiskerfis.
1
Fussing bendir á að gildi endurskoðunar hafi helst legið í þeirri staðreynd, að hún fór fram, og þær kröfur gerðar að sýna þurfti fram á sannleiksgildi færslnanna með fylgiskjölum og með undirskrift lénsmanna. Hér er rétt að benda á að við uppgjör lénsmanns eða fógeta í rentukammeri þegar þeir létu af störfum var ekki verið að finna út tekjurnar af léninu eða gjöld heldur var þar um persónulegt uppgjör lénsmanns eða fógeta að ræða gagnvart konungi. En með því að bera Snæfellsnessýslu saman við Gullbringusýslu er hægt að fá hugmynd um tekjurnar því Snæfellsnessýsla er „jafn gjöful af fiskafla og Gullbringusýsla“ (d. „lige saadan herlighed med fisckerj som udi Guld- bringesyssel“). Árlega þurfti hann að standa skil á afgjaldinu til rentukammers þar sem eftirlit var haft með reikningsfærslunni og reikningarnir endurskoðaðir. Þann 14. janúar 1651 fær svo Jens endanlega kvittun fyrir reikningshaldi sínu eins og áður segir. Annars vegar var þar tekið á móti tekjum ríkisins sem greiddar voru í peningum og séð um greiðslu venjulegra útgjalda. Til útgjalda er einnig fært vaðmál og sokkar sem voru sendir til fatabúrs konungs auk kjöts og fisks sem fór til birgðahússins. 6 Þegar landið var þjónustulén voru engir reikningar gerðir. Hver liður var yfirfarinn nákvæmlega og athugað að allt sem færa átti sem tekjur væri fært inn og ekki annað fært út en leyfilegt var. Fyrir kemur einnig að skrifaðar eru skýringar við liðina eða athugasemdir. Einnig kemur fram hvenær Jens Søffrensen fékk kvittun fyrir reikningnum, þ.e. þann 18. apríl 1650.
1
Þetta er þó mikil einföldun því að samkvæmt almannatryggingalögum gildir sú skipan að við vistun á dvalarheimili, sem starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra, renna lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins til dvalarheimilisins og Tryggingastofnun greiðir framlag til dvalarheimilisins í samræmi við ákvörðun ráðherra um gjaldskrá slíkra heimila. Þetta framlag er nú 4.500 kr. á dag fyrir allar slíkar stofnanir eða sem svarar 136.875 kr. á mánuði. Þetta er jafnframt hámarksgjald sem dvalarheimili mega innheimta af vistmönnum samkvæmt lögum. Nokkur óánægja er meðal aðstandenda dvalarheimila með þessa skipan því að þeir halda því fram að gjaldið standi ekki undir kostnaði svo að heimilin safni skuldum. Við þær aðstæður er þess raunar ekki að vænta að mikil uppbygging verði á þessu sviði. Sveitarfélög hafa víða haft frumkvæði að rekstri dvalarheimila og greitt stofnkostnað þeirra en að fengnu rekstrarleyfi eiga þau kröfu um greiðslu daggjalda frá ríkinu vegna þessarar starfsemi. Sveitarfélög styðja víða rekstur dvalarheimila og hefur það viðhorf þróast að rekstrarstuðningur við þau sé sameiginlegt viðfangsefni ríkis og sveitarfélaga fremur en hjúkrunarheimilin sem ríkið hefur nánast alfarið borið kostnað af. Raunar hefur mjög færst í vöxt að dvalarheimilum sé breytt í hjúkrunarheimili og virðast stærri dvalarheimili ekki eiga sömu vinsældum að fagna og áður. Sambýli aldraðra er nýlegt form sem nokkur bæjarfélög hafa stutt við og lagt til húsnæði, umsjón og aðstoð en að öðru leyti dveljast aldraðir vistmenn þar á eigin vegum, greiða vistgjald sjálfir af tekjum sínum, svo og lyfjakostnað samkvæmt gildandi reglum andstætt því sem gerist þegar fólk vistast á dvalar- eða hjúkrunarheimilum.
3
Flm.: Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna: Í stað 1.–3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo: Námsmaður, sem byrjar í námi, á ekki rétt á láni fyrr en að loknu einu missiri enda hafi hann skilað fullnægjandi námsárangri miðað við þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir. Námsmaður, sem lokið hefur námi í eitt missiri skv. 1. mgr., fær lán fyrir liðið missiri og svo áfram mánaðarlega og jafnóðum meðan hann stundar nám samkvæmt ákvæðum laga þessara. 7. mgr., um lántökugjöld, fellur brott. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Þegar lögin umdeildu um Lánasjóð íslenskra námsmanna voru sett í vor komu fjöldamargar breytingartillögur fram við frumvarpið frá stjórnarandstöðunni innan þings og námsmannahreyfingunum utan þings. Stjórnarliðið hafnaði þessum tillögum og sett voru ný lög um Lánasjóðinn sem breyttu á einni nóttu framtíðaráformum þúsunda ungmenna. Fækkun innritana í Háskóla Íslands segir þá sögu sem segja þarf, en þar fyrir utan eru hundruð námsmanna að reyna að hefja nám af krappari efnum en fyrr og er augljóst að íslenskir námsmenn verða svo skuldsettir að loknu námi að þeim mun ekki endast starfsævin til þess að ljúka við greiðslur lánanna. Umdeildasta atriðið í lögunum um Lánasjóðinn var þó það að afnema lán til handa námsmönnum haustið 1992 og koma þannig aftan að þúsundum fjölskyldna námsmanna og aðstandenda þeirra.
3
Hins vegar hefur því ekki alltaf verið þannig farið að greiðslumark ríkisjarðar hafi orðið til fyrir vinnu þess ábúanda sem óskað hefur eftir að fá keypta ábúðarjörð sína heldur hefur það stundum átt rætur að rekja til framleiðslu og vinnu ábúenda frá eldra tímabili sem látið hafa af ábúð en erfitt hefur verið í framkvæmd að réttlæta mismunun að þessu leyti við sölu á ríkisjörðum til einstakra ábúenda. Hefur þessi regla því verið látin gilda um alla ábúendur sem keypt hafa ábúðarjarðir sínar. Ljóst er hins vegar að þessi vinnuregla er ekki óumdeild og er því nauðsynlegt að löggjafinn taki af skarið um hvernig skuli farið með greiðslumark við sölu ríkisjarða til ábúenda. Sú regla sem hér er lagt til að verði lögfest hefur í för með sér að ábúendur greiða ekki fyrir greiðslumark þegar þeir kaupa ábúðarjarðir sínar en verða eigendur þess með ákveðnum fyrirvara. Ef jörð sem seld hefur verið ábúanda skv. 40. gr. er ráðstafað til annarrar starfsemi eða ef greiðslumarkið er selt frá jörðinni innan tíu ára frá sölu skulu kaupendur, þ.e. ábúandi sem keypti jörðina eða erfingjar hans, endurgreiða ríkissjóði andvirði greiðslumarksins á verði sem skal miða við markaðsverð greiðslumarks á þeim tíma þegar endurgreiðsla fer fram en að teknu tilliti til jafnra, árlegra fyrninga sem skulu vera 10% á ári.
3
Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman þessar tvær rannsóknaraðferðir, ómun af hælbeini og DEXA, og athuga hvort til greina kæmi að nota ómun sem skimpróf fyrir beinþynningu og sérstaklega til að finna þá einstaklinga sem ekki þyrftu að fara í DEXA mælingu. Brotasaga: Eitt hundrað tuttugu og fjórar (41,8%) konur höfðu brotnað einu sinni eða oftar frá því að þær voru 25 ára. Ómarkvísi mælinga á þessum stað var 1,0% en ómarkvísi mælinga í vinstri mjöðm var 1,6% (15). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna (20-22). Tæki til ómunar á hælbeini eru orðin útbreidd í heiminum og þegar er farið að nota þessi tæki hér á landi, meðal annars í lyfsölum. Talsvert misræmi er á milli DEXA og ómunar af hælbeini til greiningar á beinþynningu en hins vegar er ágætt samræmi milli niðurstaðna ómunar og tíðni beinbrota. Neikvætt forspárgildi 96,8% (tafla III). Hver hópur kom í þriðju viku hvers mánaðar. Svipaðar niðurstöður fengust ef viðmiðunin var Z-gildi -1,0. Alls mættu því 308 konur eða 73,7%. Í þessari rannsókn voru einungis sjötugar konur og því ekki unnt að segja til um spágildi ómunar fyrir aðra aldurshópa sem þarfnast rannsóknar. Mest fylgni ómunar var við DEXA mælingar í mjöðm og því var litið nánar á það samband (mynd 1). Í þessari rannsókn fengum við að 43% af konunum voru fyrir ofan -2,5 í T-gildi og því er hægt að segja með 96,9% vissu að þær séu ekki með beinþynningu. Fylgnin milli ómunar og DEXA er hins vegar takmörkuð (8). Þær niðurstöður eru sýndar á ROC grafi.
1
Fjöldi erlendra ferðamanna var nærri því að vera um ein milljón í fyrra og árið í fyrra var það gjöfulasta frá upphafi. Ferðamálastjóri segir unnið sé að stefnumótun í greininni sem mun ná til allra þátta. Það er ljóst að tekjur af erlendum ferðamönnum hafa aldrei verið eins miklar og þær voru í fyrra og fjöldi erlendra ferðamanna var nærri því að vera ein milljón og þá eru ekki taldir með ferðmenn sem komu hingað með skemmtiferðaskipum. Ferðmenn eyddu rúmum 158 milljörðum í fyrra í gistingu, mat og þjónustu. Það er auking upp á 20 prósent frá árinu áður og tæplega tvöföldun frá því fyrir fimm árum. Í þessar tölur vantar nákvæma tölu um hvað erlendum ferðamennirnir greiddu í flugfargjöld til íslensku flugfélaganna. Þau fengu 144 milljarða á síðasta ári en þá er líka talinn með flutningur þeirra á ferðamönnum annars staðar í heiminum eins t.d. pílagrímsflug. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri segir að þessar tölur staðfesti að ferðaþjónustan sé orðin ein allra mikilvægasta atvinnugreinin og sú atvinnugrein sem staðið hefur undir hagvexti síðustu ára. Þetta þýðir að við verðum að hlú að þessari atvinnugrein svo hún verði áfram ein þeirra mikilvægustu. Við þurfum að horfa ögn lengra til framtíðar en við höfum gert. Og við verðum líka að þora að taka ákvarðanir sem tryggja sjálfbærni greinarinnar. Rætt var nánar við Ólöfu Ýrr í Speglinum.
2
Þegar við höfðum lokið skoðuninni vorum við sammála um að hann væri með stóra lungnabólgu, vafalaust orsakaða af pneumococcum. Það var nokkuð seint um kvöldið, á leiðinni þangað, að við fengum beiðni um að koma í vitjun. Tryggvi lét ekki segja sér það tvisvar, og ég sá að hann bærði varirnar. Þarna voru nokkrir bæir og greinilega myndarlegur búskapur. Þegar við höfðum lokið við að rannsaka fólk á syðri hluta svæðisins höfðum við móttöku í samkomuhúsinu á Drangsnesi fyrir þá sem bjuggu norðanvert við Steingrímsfjörð. Mér þótti þetta slæmt, því fátt lætur mér betur í munni en sjósiginn fiskur með góðum vestfirskum hnoðmör. Okkur var kunnugt um að bændur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal þurrkuðu megnið af heyforðanum þótt úrkoma væri þar mikil, en bændur á Ströndum hirtu mest allt sitt hey í vothey þótt þar væri minnsta úrkoma á landinu. Þar sem jeppinn streðaði fretandi upp á Veiðileysuhálsinn trúði Tryggvi mér fyrir því að hann væri búinn að heita tvisvar á Strandarkirkju til að halda honum gangandi. Við vorum nú komnir norður í Trékyllisvík. Þetta var ungur maður og hraustlegur að sjá en mjög heitur, rjóður í andliti og átti erfitt með sig vegna hósta. Við höfðum búið til nokkuð ítarlega spurningalista sem lagðir skyldu fyrir alla þátttakendur, og svo átti að gera húðpróf á þeim sem höfðu einhver einkenni sem gátu bent til ofnæmis, og einnig skyldi dregið úr þeim blóð. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en komið var í Hvalfjörðinn um kvöldið.
1
Ökumanni er óheim ill annar akstur með óveginn afla en stystu leið frá skipshlið að hafnarvog, að undan teknum þeim tilvikum þegar Fiskistofa hefur veitt undanþágu frá vigtun á hafnarvog, sbr. 2. mgr. 8. gr. 13. gr. Kaupandi afla skal ganga úr skugga um að afli sem tekið er við hafi verið veginn sam kvæmt gildandi reglum um vigtun sjávarafla. Kaupandi afla skal fylla út og skila skýrslum um ráðstöfun afla í því formi og með þeim hætti er ráðuneytið ákveður. IV. KAFLI Framkvæmd og viðurlög. 14. gr. Fiskistofa og eftirlitsmenn í hennar þjónustu annast eftirlit með framkvæmd laga þess ara. Heimildir Fiskistofu og eftirlitsmanna samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða gilda um eftirlit samkvæmt lögum þessum. 15. gr. Fiskistofa skal svipta hvert það skip leyfi til veiða í atvinnuskyni sem veitt hefur um fram aflamark. Veita skal skipi leyfi að nýju ef aflamark þess á fiskveiðiárinu er aukið þannig að afli skipsins á fiskveiðiárinu rúmist innan aflamarksins. Nú veiðir skip ítrekað umfram aflamark á sama fiskveiðiári og skal þá svipta það leyfi til veiða í atvinnuskyni, til viðbótar því sem segir í 1. mgr., í tvær vikur við fyrstu ítrek un, í sex vikur við aðra ítrekun en til loka fiskveiðiárs við þriðju ítrekun, þó aldrei skem ur en tólf vikur.
3
Spennandi úrtaka framundan Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ hefst kl. 20:00 annað kvöld í Skautahöllinni í Laugardal. Góð þátttaka er í úrtökunni og greinilega mikill áhugi fyrir því að komast á ísinn um aðra helgi. Meðfylgjandi er ráslisti kvöldsins. HollKnapiHestur 1Ómar Ingi ÓmarssonÖrvar frá Sauðanesi 1Stefnir GuðmundssonBjarkar frá Blesastöðum 1A 1Elías ÞórhallssonStaka frá Koltursey 2Jón HerkovicHjaltalín frá Oddhóli 2Lena ZielinskiSóllilja frá Hárlaugsstöðum 2 2Jóhann RagnarssonKliður frá Þorlákshöfn 3Ómar HjaltasonÞokkadís frá Giljum 3Kjartan GuðbrandssonSvalvör frá Glæsibæ 3Hlynur GuðmundssonFesti frá Efstu-Grund 4Guðmann UnnsteinssonBreyting frá Haga 1 4Leó HaukssonOrmur frá Sigmundarstöðum 4Kristinn HákonarssonFífill frá Haga 5James FaulknerVígtýr frá Lækjamóti 5Högni SturlusonÝmir frá Ármúla 5Birna S. Kristjánsdóttir Kristall frá Kálfhóli 6Ásgeir Svan HerbertssonKolfinna frá Efri-Rauðalæk 6Eyvindur Mandal HreggviðssonGefjun frá Auðsholtshjáleigu 6Eyrún Ýr PálsdóttirDrift frá Tjarnarlandi 7Anna Björk ÓlafsdóttirOddur frá Hafnarfirði 7Þórdís Erla GunnarsdóttirHera frá Auðsholtshjáleigu 7Camilla Petra SigurðardóttirDreyri frá Hjaltastöðum 8Guðmundur Ingi SigurvinssonOrka frá Þverárkoti 8Guðmundur JónssonVestri frá Hraunbæ 8Erla Katrín JónsdóttirStarkaður frá Velli 9Fjölnir ÞorgeirssonFlosi frá Búlandi 9Þorvarður FriðbjörnssonVillimey frá Fornusöndum 9Jóhann RagnarssonSleipnir frá Kverná 10Hrefna María ÓmarsdóttirDís frá Jaðri 10Lena ZielinskiLíf frá Þjórsárbakka 10Elías ÞórhallssonEydís frá Miðey 11Fredrik SandbergGróa frá Hjara 11Sigurbjörn ViktorssonStjana frá Stóra-Hofi 11Jón HerkovicTöfrandi frá Árgerði 12John Kristinn SigurjónssonDáti frá Hrappsstöðum 12Jón GíslasonVinur frá Reykjavík 12Leó Geir ArnarsonKrít frá Miðhjáleigu 13Ríkharður Flemming JensenFjarki frá Hólabaki 13Stefnir GuðmundssonEskill frá Heiði 13Ómar Ingi ÓmarssonDalvar frá Horni I 14Kjartan GuðbrandssonAldís frá Fróni 14Jón Þorberg SteindórssonTíbrá frá Minni-Völlum
2
Á Arnarstapa í Skagafirði stendur minnismerki um Stephan G. Stephansson skáld. Sagt er að hann hafi ungur setið á þessum stað á ofanverðri 19. öld og virt fyrir sér skólapilta á leið til náms suður til Reykjavíkur. Sakir fátæktar var Reykjavíkur lærði skóli lokaður Stephani og það féll honum afar þungt. Menntun var lengst af á Íslandi forréttindi barna embættismanna og ríkra bænda. Þetta breyttist á seinni hluta síðustu aldar. Skyndilega varð offramboð á menntun. Stúdentspróf varð jafn almennt og fullnaðarpróf ið var hér áður. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru í háskóla og luku prófi í námsgreinum sem enginn vissi að væru til. Nú hafa menn hafa áttað sig á því að öll þessi menntun er næsta gagnslaus. Hvað getur vinnumarkaðurinn tekið á móti mörgum lögfræðingum, kvikmyndafræðingum og kynjafræðingum? Eru mannauðsstjórar ómissandi? „Bókvitið verður ekki í askana látið,“ sagði kellingin. Margir hafa bent á að góð lífsreynsla og sjálfsmenntun sé mikilvægari en próf úr dularfullum skólum. Hvorki Skarphéðinn Njálsson né Halldór Laxness luku stúdentsprófi en létu þó mikið fyrir sér fara á innanlandsvettvangi. Skóli lífsins er aftur kominn í umræðuna sem vanmetinn valkostur. Er skynsamlegt að sitja á skólabekk lungann úr ævi sinni? Er ekki mál að linni og menn endurskoði gamalt 19. aldar gildismat og menntasnobb? Við Stephan G. Stephansson segi ég: Hættu þessu væli yfir því að komast ekki suður í menntaskóla, Stebbi litli. Það hefði hvorki gert þig að betra skáldi né betri manni og alls ekki skilað þér hærri launum í yfirstandandi kjarasamningum.
2
Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Kraftur var mældur í adductor polices. 45 (31%) útskrifuðust lifandi heim af sjúkrahúsi. Niðurstöður mælinganna voru blindaðar starfsmönnum deildarinnar. Impella® skammtíma hjálparhjarta er hægt að nota í allt að sjö daga samfellt ef þarf eða þar til hjarta sjúklingsins hefur náð nægum bata, eða þar til ígræðsla á varanlegu hjálparhjarta hefur átt sér stað eða líffæraígræðsla í vissum tilfellum. Alvarlega slösuðum bæði konum og körlum í öllum aldursflokkum úr umferðaslysum fækkaði um 50%. Fyrir nokkrum árum var reynt að notast við silikon fyllingu í stað lagfæringar á brjóstveggnum en margir fengu óþægindi frá fyllingunni. Mælingar af þessu tagi geta hugsanlega nýst við fleira en augnlækningar, til dæmis við mat á losti. Árni Stefán Leifsson1, Eiríkur Jónsson1, Tryggvi Björn Stefánsson2, Tómas Jónsson2 Ef einhver var enn í vafa þá sannaðist það 11. september 2001 með árásunum á tvíburaturnana í New York og árásunum á neðanjarðarbrautir London síðastliðið sumar. Niðurstöður: Sjúklingar voru á aldrinum 40 til 94 ára, meðalaldur var 70 ± 11 ár. E-12 Óbein efnaskiptamæling á orkunotkun gjörgæslu-sjúklinga Tilgangur: Að meta lífsgæði 5-10 árum eftir bakflæðisaðgerð. Tilgangur rannsóknar var að kanna ástæður brottfalls valaðgerða á tveimur aðskildum skurðdeildum á Landspítala og hugsanleg áhrif innskriftarmiðstöðvar sem starfrækt hefur verið við aðra skurðdeildina um nokkurra ára skeið, á brottfallstíðni. Sjúkdómurinn greinist hins vegar oft í yngri einstaklingum og má gera ráð fyrir að 10-15% sjúklinga séu undir fimmtugu við greiningu. Niðurstöður: Algengustu aðgerðirnar voru ósæðarlokuskipti með eða án kransæðarhjáveitu. Tíðni hálstognunar var langhæst öll árin á aldurstímabilinu 15-24 ára hjá báðum kynjum.
1
Þetta áhald var kassi á fótum og í honum trévals með göddum, sem gengu á víxl við gadda neðst í kassanum þegar valsinum var snúið í hálfhring. Um aldamótin voru taðkvarnir komnar á flesta bæi og lagðist þá klárubarning niður. Taðkvörnin hentaði best við vinnslu á sauðataði. Í æsku minni var hún eingöngu notuð til að mala sauðatað í kartöflugarða og stóð ég oft við að snúa henni. Á sléttum túnum endaði ávinnslan með því að yfir þau var dreginn slóði og var það kallað að slóðadraga. Í Fljótsdal var slóðinn oft úr birkitrjám sem fest voru saman á bolunum og á þau lagt blautt torf eða hellur. Á 20. öld voru slóðar líka gerðir úr gaddavír og járnhlekkjum. Mikilvægt var að slóðadraga í votviðri og muldist taðið þá vel niður. Því sem þá var eftir af kögglum og ýmsu drasli var síðan rakað saman í hrúgur og kallað afrak, sópað í poka og borið í hauga. Það var notað til að bera í flórinn en stundum líka sem eldsneyti eða uppkveikja. Um miðja 20. öld komst svo tilbúinn áburður í notkun. Eftir siðaskiptin tók kirkjunni að hraka og líklega hefur hún verið rúin sínum bestu gripum, þótt sumum væri skilað aftur. Samt er eins og hún hafi öðlast aukið vægi eftir 1600 þegar Bessastaðakirkja var lögð niður. Getið er nokkurra heimilispresta og djákna er sátu á Klaustri á 17. öld. Kirkjan var endurbyggð um 1670 og þá í minna formi. Hún var lögð af árið 1792 og rifin skömmu seinna.
0
Það kann þó að hafa haft áhrif að sjúklingum í meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar fjölgaði um tæp 44% á árunum 2000-2006 (skrá nýrnalækninga, Landspítala). Hið síðarnefnda stafar af sérlega háu hlutfalli lifandi nýrnagjafa. Nýrnaþegar eru sjaldnar í vinnu í aðdraganda ígræðslunnar en hinn almenni Íslendingur auk þess sem þeir sem stunda vinnu eru oftast í hlutastarfi. Tveir þriðju skilunarsjúklinga hafa verið í blóðskilun og þriðjungur í kviðskilun síðustu ár. Auk þess greiddu Sjúkratryggingar Íslands sjúkrahúskostnað, dagpeninga eða hótelkostnað ásamt fargjöldum fyrir gjafa, þega og fylgdarmenn. Virði lífárs eftir ígræðslu nýra er hins vegar lagt að jöfnu við 71,2% af lífári við fullkomna heilsu, sem svarar til lífsgæðavigtar 0,712. Ásmundsson P, Pálsson R. Meðferð við lokastigsnýrnabilun á Íslandi 1968-1997. 2-4 Margir sjúklingar eiga þó ekki kost á ígræðslu nýra, meðal annars vegna takmarkaðs framboðs gjafanýrna. 1, 24-26 Sú rannsókn sem var einkum höfð að leiðarljósi við útreikninga okkar sýndi að áætlaðar lífslíkur sjúklinga sem fengu nýra frá lifandi gjafa voru 17,2 ár samanborið við 5,8 ár hjá þeim sem voru í skilun og á biðlista eftir ígræðslu nýra. Kostnaður vegna ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er fólginn í skurðaðgerðum gjafa og þega ásamt undirbúningi þeirra og sjúkrahúslegu, ferðum gjafa, þega og fylgdarmanna til Kaupmannahafnar, vinnutapi gjafa, þega og fylgdarmanna og meðferð eftir ígræðslu. Vert er að nefna að ójafnan á kúrfunni fjórum til fimm árum eftir ígræðslu stafar af ósamfellu í gögnum um lifun en ekki sértækri breytingu í ferli sjúklings eða kostnaði.
1
Starfsmenn í byggingaiðnaði búa við mikið óöryggi og geta misst vinnuna með skömmum fyrirvara, segir framkvæmdastjóri Samiðnar. Ástæðan er að mun fleiri eru ráðnir í stuttan tíma í einu eða til að sinna ákveðnum verkefnum. Um hver einustu mánaðamót síðasta rúma árið hafa dunið yfir landsmenn fréttir af uppsögnum hjá fyrirtækjum. Mánaðamótin nú voru engin undantekning. Vinnumálastofnun fékk tilkynningar um þrjár hópuppsagnir, þar sem á annað hundrað manns misstu vinnuna. Fyrirtækin sem þar fækkuðu fólki eru Ölgerðin, KNH og Eykt. Mun fleiri hafa eflaust fengið uppsagnarbréf um mánaðamótin en þar sem uppsagnir á einstaka starfsmönnum eru ekki tilkynningaskyldar til Vinnumálastofnunar liggur ekki fyrir hversu margir fengu slíkt bréf nú. Þeir sem það gerðu bætast þegar uppsagnarfrestur þeirra rennur út að öllum líkindum í hóp þeirra rúmlega 14 þúsund landsmanna sem nú fá tekjur sínar frá Vinnumálastofnun en stofnunin greiddi í dag rúmlega 1,8 milljarð króna í atvinnuleysisbætur. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að fyrirtæki séu búin að bregðast við ástandinu, starfsmenn séu nú ráðir á öðrum forsendum en áður tíðkaðist. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar: Ég hygg að fyrirtækin í þessum geira séu búin að aðlaga sig dálítið að þessu umhverfi og það sé töluvert mikið um það að starfsmennirnir séu í einhverri skammtímaráðningu eða verkefnaráðningu, þannig að þá hafa fyrirtækin að einhverju leyti svona meira svigrúm til að aðlaga sig verkefnastöðunni á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir náttúrulega að starfsmennirnir búa við miklu meira óöryggi heldur en kannski kjarasamningurinn á að tryggja þeim.
2
Því er sett sú regla í 2. mgr. að sé brot á einkarétti samkvæmt umsókn framið áður en framlagning hennar er auglýst, þá verði aðeins dæmdar skaðabætur í samræmi við ákvæði 2. mgr. 58. gr. frv. Bætur verða því aðeins dæmdar að sanngjarnt teljist. Upphæð bóta skal einnig miðast við það sem telst sanngjarnt. Tilvísunin til 2. mgr. 58. gr. tekur aðeins til umfangs bóta en ekki til huglægrar afstöðu þess sem brotið fremur. Í einkaleyfalögum annarra norrænna þjóða er að finna sérreglu um fyrningu bótakröfu skv. 1. mgr. þessarar greinar. Rök fyrir þeirri sérreglu eru þau að í þessum löndum er fyrningarfrestur fyrir bótakröfur í einkaleyfarétti fimm ár. Lengri tími getur liðið frá því að umsókn varð aðgengileg þar til einkaleyfi er veitt, t.d. ef andmæli berast. Bótakrafa skv. 1. mgr. þessarar greinar gæti því fyrnst samkvæmt almennu reglunni áður en hægt væri að taka afstöðu til hennar ef þessarar sérreglu nyti ekki við. Hér á landi er fyrningarfrestur bótakrafna vegna brota á einkaleyfisrétti hins vegar tíu ár, sbr. 2. tölul. 4. gr. laga nr. 14/1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Því þykir ekki ástæða til að taka upp samsvarandi sérreglu um fyrningu. Um 61. gr. Í greininni er fjallað um það með hvaða hætti sé unnt að fá einkaleyfi lýst ógilt í dómsmáli sem höfðað er vegna skerðingar á því.
3
Silvia Romano hefur nú snúið aftur heim til Ítalíu, um það bil einu og hálfu ári eftir að henni var rænt af vopnuðum mannræningjum í Kenýu. Romano starfið fyrir ítalska góðgerðafélagið, Africa Milele Onlus, þegar henni var rænt á litlu sveita hóteli í Kilifi sýslu í Suðaustur-Kenýa. Talið er að hún hafi verið flutt þaðan til Sómalíu en ekki er vitað hver stóð að baki mannráninu. Silvia Romano lenti síðdegis á sunnudag á Ciampino flugvelli í Róm. Hún var í fylgd grímuklæddra manna úr ítölsku leynilögreglunni. Romano klæddist einnig sjálf andlitsgrímu til að vernda sig gegn kórónaveirunni. „ Mér líður vel bæði andlega og líkamlega. Nú langar mig til að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Ég er svo glöð að vera komin aftur heim eftir allan þann tíma, “segir Silvia Romano í samtali við ítalska dagblaðið Corriere Della Sera. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tók á móti Romano á flugvellinum á sunnudaginn. „Við erum ánægð að bjóða Silviu velkomna heim á þessum fordæmalausu tímum í landinu. Landið er alltaf til staðar fyrir þegna sína og mun alltaf vera það, segir Conte. Samkvæmt ítölskum dagblöðum hafa leyniþjónustur á Ítalíu unnið í samvinnu við tyrkneska og sómalíska leyniþjónustu til að tryggja frelsi hennar. Romano var fyrsti útlendingurinn til að vera rænt í Kenýu síðan árið 2011. Romano segist vera við góða andlega og líkamlega heilsu. AFP
2
Þannig eiga húsnæðisnefndir t.d. að veita íbúum hlutaðeigandi sveitarfélags upplýsingar um félagslegt húsnæði og húsaleigusamninga, skv. 5. tölul. 45. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. 8. gr. laga nr. 58/1995, um breyting á þeim lögum. Við gerð frumvarpsins hefur sem fyrr segir verið höfð hliðsjón af frumvarpi því til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda sem lagt var fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990 jafnframt því sem höfð hefur verið hliðsjón af þeirri gagnrýni sem frumvarpið sætti á sínum tíma. Hér á eftir fer yfirlit um helstu efnisatriði þessa frumvarps: 1. Lagt er til í I. kafla að gildissvið laganna verði hið sama og var í eldri frumvörpum, þ.e. stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga. Eru ákvæðin um gildissvið sniðin eftir samsvarandi ákvæðum stjórnsýslulaga, svo langt sem þau ná, og á þetta reyndar við um fleiri atriði í frumvarpinu svo sem nánar verður vikið að í athugasemdum við einstakar greinar. 2. Í II. kafla hefur verið leitast við að hafa undanþágur frá fyrrgreindri meginreglu um upplýsingarétt almennings sem fæstar og hefur þeim þannig verið nokkuð fækkað frá eldri frumvörpum, einkum þeim undanþágum sem byggjast á mikilvægum almannahagsmunum. Undanþáguákvæðin ber að sjálfsögðu að skýra þröngt en þó hefur verið reynt að hafa ákvæðin svo almennt orðuð að nokkurt svigrúm skapist til að móta þau nánar í framkvæmd. 3. Í III. kafla er finna ákvæði um aðgang aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan en ákvæði sem þessi var ekki að finna í eldri frumvörpum. 4. Ákvæði IV. kafla um málsmeðferð eru nokkru ítarlegri en samsvarandi ákvæði í eldri frumvörpum. 5.
3
Gæta þarf að því að það verður að sjálfsögðu að meta vandlega í hverju máli fyrir sig hvað barni er fyrir bestu og sú staða getur hæglega komið upp að vilji barns komi skýrlega í ljós en það sé í andstöðu við hagsmuni þess að fara eftir þeim vilja. Hér má nefna sem dæmi að barn skýri frá því í forsjármáli, með ótvíræðum hætti, að það vilji búa hjá móður sinni, en jafnframt sé ljóst að sú afstaða byggist á því að móðir sé eftirgefanlegri í samskiptum þeirra en faðir. Niðurstaða máls varðandi forsjá barns verður ekki einvörðungu byggð á afstöðu barns, heldur verður að taka ákvörðun á grundvelli þess sem dómari metur að sé því fyrir bestu, eftir að heildstætt mat hefur verið lagt á alla þá þætti sem máli kunna að skipta fyrir hagsmuni þess. Í 2. málsl. 1. mgr. er gert ráð fyrir að dómari geti, í stað þess að ræða sjálfur við barn, falið dómkvöddum matsmanni að kynna sér viðhorf barns en hann geti líka falið sérfræðingi að gera það, hafi ekki verið dómkvaddur matsmaður. Hér hefur dómari svigrúm til að meta hvert mál og velja þá leið sem best hentar hverju sinni, með tilliti til hagsmuna barns. Það eru viðurkennd sjónarmið að ekki sé nauðsynlegt að dómarinn ræði ávallt sjálfur við barn er viðhorfa þess er leitað og í sumum tilvikum fer betur á því að við barn sé rætt af sérfróðum aðila. Í því sambandi skiptir einkum aldur og þroski barns máli.
3
Heiður liggur ein í náttmyrkri og veltir fyrir sér samtali sem þær höfðu átt, eljurnar Elínborg og hún. Þær sátu saman á kennarastofunni og það var venjulegur þriðjudagur. Heiður blaðaði í síðdegisblaði með fréttum af milljónerum, stjörnum og minni háttar stjörnum. Heiður? Hún tók blaðið frá til þess að líta yfir til Elínborgar. Já? Mér finnst rétt að þú vitir að ég ætla að berjast. Við hvað? Þig. Þú ert að skemma hjónaband mitt. Heiður horfði lengi á hana. Ég er ekki í neinu bardagastuði. Við sitjum báðar í morknum samböndum. Þannig er nú það. Nei, allt var gott áður en þú komst. Við vorum hamingjusöm, Þórólfur og ég. Sér er nú hver hamingjan. Heiður ætlaði ekki að segja henni eitt eða neitt um það hvernig þau Þórólfur drógust hvert að öðru, hvort sem þau vildu það eða ei. Þau reyndu bæði að spyrna við fótum en gátu það ekki. Reynslan hefur kennt mér að sumir karlmenn taka hjónabönd sín ekki alvarlega, upplýsti Heiður. Já, svo það er þín reynsla. Og veltir þú ábyrgðinni á þessari hegðun yfir á hann einan? Skammastu þín þá ekki, fullorðin konan og kennari barnanna, að taka þátt í þessu? Heiður vildi slíta þessu óþægilega tali. Stundum. Stundum geri ég það. Hún stóð upp og þurfti að fara í tíma, en var auðvitað á flótta. Heiður tekur hana ekki trúanlega, að þetta sé einhver kærasti; plakatið getur verið úr hvaða erlenda unglingatímariti sem er.
0
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu veitti í dag Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs til 2. mars, eða í einn mánuð. Töluverð óvissa er um framtíð Gamla bíós vegna deilna eigenda hússins við forsvarsmenn 101 hótels, sem er í næsta húsi við Ingólfsstræti. Eigendur Gamla bíós hafa stefnt eigendum 101 hótels í Reykjavík og krefjast þess að viðbygging hótelsins verði rifin, að viðlögðum dagsektum. Talsmenn hótelsins hafa á móti kvartað til borgaryfirvalda undan hávaða frá samkomuhúsinu áttatíu sinnum. Auk þess að stefna hótelinu hafa eigendur Gamla bíós stefnt Reykjavíkurborg til vara, vegna byggingarleyfis hótelsins, sem þeir telja ekki fullnægjandi. Gamla bíó krefst skaðabóta vegna málsins, enda telur félagið að embættismenn borgarinnar hafi ekki farið að lögum þegar þeir heimiluðu að breyta Alþýðuhúsinu í hótel árið 2003. Rekstrarleyfi Gamla bíós rennur út á morgun. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu veitti staðnum hins vegar leyfi til bráðabirgða í dag. Það gildir í 30 daga. Í leyfisbréfinu kemur fram að eigendur Gamla bíós megi hafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti á virkum dögum og til klukkan þrjú um helgar. Á efstu hæð hússins rekur Gamla bíó veitingastaðinn Petersen svítuna. Í bréfinu kemur fram að heimilt sé að hafa opið á svölum staðarins til klukkan 23 á kvöldin. Þá segir að hávaði megi ekki fara yfir 95 desíbel, og ekki yfir 80 desíbel eftir klukkan eitt um helgar. Þá skuli eigendur Gamla bíós gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ónæði.
2
Teddi færði Írisi og Ruth gjafir og taldi það gefa honum leyfi til að vaða inn á þær í sturtu eða eftir að þær voru farnar að sofa. Nokkrum sinnum tókst honum að misnota þær þegar pabbi lá í áfengisdái og mamma var annaðhvort í vinnu eða sofandi. Systur mínar reyndu að haga sér eins og eðlilegir unglingar þrátt fyrir allt, fóru í unglingavinnuna og skruppu ofan í bæ um helgar með vinum sínum. Rétt eins og við Linda létu Íris og Ruth sig dreyma um að flýja að heiman og höfðu skipulagt flóttaleiðirnar út í hörgul. Björg var orðin 19 ára þegar hún kom eitt sinn heim eftir vertíð á Höfn. Fjölskyldan var nýbúin að snæða saman kvöldmat þegar hún heyrði pabba tilkynna að hann ætlaði í heimsókn til kunningja sinna. Og hann ætlaði ekki einn því Íris og Ruth, þá 12 og 13 ára, áttu að fara með honum. Björgu varð svo mikið um að hún missti stjórn á sér. «Þú lætur þær vera!» öskraði hún á pabba og hann öskraði á móti að það kæmi henni nú minnst við. «Þetta eru mínar dætur!» Þá réðst Björg á hann, barði hann og klóraði. Pabba brá svo að honum féllust hendur, enda hafði hann aldrei séð Björgu í þessum ham. Hún hafði snemma lært að bæla tilfinningar sínar og þetta var aðeins í annað skiptið sem hún hafði reiðst á ævi sinni.
0
Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini er nú til umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þar er meðal annars kveðið á um að heimilt verði að taka ökupróf á sjálfskiptan bíl og ökuréttindin verði þá takmörkuð við slíkan bíl. Breytingar á reglugerðinni lúta meðal annars að því að samræma ákvæði hennar við umferðarlög og tilskipun Evrópusambandsins um ökuskírteini. Frestur til að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin er til 11. september. Til þessa hefur einungis verið heimilt að taka ökupróf á sjálfskiptan bíl af heilbrigðisástæðum og þá samkvæmt mati læknis, það er að umsækjandi hafi ekki verið í stakk búinn til að stjórna beinskiptum bíl. Í greinargerð með reglugerðardrögunum kemur fram að þróun í tækni ökutækja hafi leitt til þess að stöðugt fleiri bílar séu ekki með beinskiptingu, til dæmis rafbílar. Þá hafi meðal annars reglum verið breytt í Danmörku og Noregi þannig að ökunemar hafi val um hvort þeir vilji taka próf á beinskiptan eða sjálfskiptan bíl. Þá eru fleiri breytingar að finna í reglugerðardrögunum. Í núgildandi reglugerð er gerð krafa um að hægt sé að taka úr notkun ýmsan hjálparbúnað sem finna má í nýlegri bílum, svo sem bakkmyndavélar og veglínuskynjara, þegar kennsla og próf fer fram. Í ljósi þess að hjálparbúnaðurinn verði stöðugt algengari og fjölbreyttari þykir óeðlilegt að gera lengur kröfu um slíkt. Þess vegna er lagt til í drögunum að sú breyting verði gerð að þegar ökutæki sem notað sé við kennslu eða próf sé búið sérstökum hjálparbúnaði, þurfi ökunemar að geta útskýrt virkni slíks búnaðar.
2
Stormur, flóð, kuldakast og snjór til fjalla fylgdu öflugri lægð sem fór yfir Nýja-Sjáland um helgina. Þar er sumar á þessum tíma árs og íbúar því óvanir því að sjá fjöllin hvít. Heitt loft frá Ástralíu myndaði lægð þegar það fór yfir Tasmaníuhaf. Lægðin sótti þangað raka og varð sífellt öflugri eftir því sem hún nálgaðist Nýja-Sjáland. Heimamenn kalla ástandið veðursprengju. Smærri bæir eru án rafmagns, flætt hefur yfir þjóðvegi og skíðasvæði landsins eru óvænt orðin hvít á þessum tíma árs. Lægðin fór nærri Suðureyju seint á fimmtudag. Þar olli hún aurskriðum og snjókomu. Hún gekk svo yfir landið yfir helgina. Rafmagnslaust varð víða í borginni Auckland á Norðureyju og vatnsborð fljóta á vestanverðri Suðureyju hækkaði hratt. Samgöngur eru enn víða í lamasessi vegna veðursins. About today... pic.twitter.com/x1jYqcVX8m - Mt Ruapehu (@MountRuapehu) January 20, 2017 Breska dagblaðið The Guardianhefur eftir Veðurstofu Nýja-Sjálands að ofsafengið veður á borð við þetta sé æ algengara undanfarin ár. Veðurfar í landinu er ögrandi fyrir vegna þess hversu nærri Suðurskautinu það er og vegna þéttra fjallgarða. Varað er við áframhaldandi óveðri á Suðureyju á morgun, bæði stormi og úrhelli. Búist er við því að svipað veður verði næstu tvær vikur. #WeatherBombdid some damage to my car... #fucked #auckland pic.twitter.com/mHFsLnxmbO - Hamish McGregor (@hmcgregor) January 22, 2017 My parents sent me this video from #greymouthtoday. #weatherbomb pic.twitter.com/7HCqMRNzMv - Bradley Cowan (@b_rad_io) January 19, 2017
2
Komi upp ágreiningur milli rétthafa um nýtingu jarðhit ans sem ekki fæst jafnaður skal afla mats dómkvaddra matsmanna um hvernig hagkvæmast er að hagnýta jarðhitasvæðið og hver sé hlutfallslegur réttur hvers og eins til nýtingar jarð hitans. 17. gr. Landeigandi má ekki undanskilja landareign sinni jarðhitaréttindi, nema með sérstöku leyfi ráðherra. Um sölu ríkisjarða eða jarða í eigu opinberra stofnana eða sjóða gilda þó ákvæði jarðalaga. Um sölu jarða er jarðhitaréttindi fylgja fer eftir ákvæðum jarðalaga, þó þannig að ríkis sjóður skal hafa forkaupsrétt að þeim aðilum frágengnum sem hann er veittur með þeim lög um. Nú hefur sveitarfélag notað forkaupsrétt sinn til slíkra jarðeigna, en selur aftur, og skal þá ríkissjóður eiga forkaupsrétt er svo stendur á. 18. gr. Sveitarfélag sem á land á jarðhitasvæði við gildistöku laga þessara skal hafa forgangsrétt til leyfa skv. 12. og 13. gr. og vera undanþegið greiðslu leyfisgjalds. Áður en leyfi er veitt til nýtingar jarðhita á afrétti eða almenningi skal leita umsagnar þeirrar sveitarstjórnar sem málið er talið varða og hefur sveitarfélagið að öðru jöfnu for gangsrétt á nýtingu jarðhitans til orkuvinnslu til almenningsþarfa í sveitarfélaginu. VI. KAFLI Grunnvatn. 19. gr. Landareign hverri sem er háð einkaeignarrétti fylgja ráð yfir grunnvatni innan marka hennar og réttur til að hagnýta það. Utan landareigna sem eru háðar einkaeignarrétti ræður ríkið yfir grunnvatni og fer með rétt til að hagnýta það. 20. gr.
3
Varla er þetta hugmynd okkar um góða þjónustu með hagsmuni og öryggi sjúklinga að leiðarljósi? Á undanförnum árum hefur hins vegar margt breyst og það er greinilega vaxandi áhugi hjá ungum læknum sem kemur meðal annars fram í aukinni aðsókn í nám í heimilislækningum. Þessu til viðbótar eru 25 manns, sumir komnir vel af stað í náminu og taka fullan þátt í námskipulagningu og aðrir að banka á dyr og vilja komast inn. Ástæður fyrir vaxandi áhuga á heimilislækningum eru væntanlega margar. Aðeins í fjórðungi tilfella bárust læknabréf og ég held því miður að ástandið í dag sé ekkert skárra. Uppbygging heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar gengið ótrúlega seint og með ólíkindum að þessi þjónusta hafi setið á hakanum eins einföld hún er að skipulagi og kostnaður fyrirséður. Reyndar er rétt að léleg nýliðun var á sínum tíma áhyggjuefni og átti sér margar skýringar. Heilbrigðisráðherra og forstjóri heilsugæslunnar í Reykjavík hafa tjáð sig um þennan skort og talað um að aðeins nokkur þúsund manns séu án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar er afar ánægjulegt að á síðastliðnu ári opnaði ný heilsugæslustöð í Salahverfi þar sem verið er að prófa nýtt rekstarform. Með búsetuþróun undanfarinna ára er frekari fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu fyrirséð og þar með einnig þörf fyrir fleiri heimilislækna. Eru ekki heimilislæknar bæjarins útbrunnir, þreyttir, krónískt óánægðir, engin nýliðun og allt í tómu tjóni? Nægur fjöldi vel menntaðra heimilislækna í starfi á heilsugæslustöð eða á heimilislæknastofum hlýtur að vera ein meginforsenda fyrir góðu aðgengi.
1
Við þau átök skreppur sá hestur í, svo að hann liggur á kviðnum á ísnum, en fremsta hestinn tókst Birni að losa úr lestinni. Þetta gerðist allt í mjög skjótri svipan. 1 Einvörðungu frásögn Ólafs Jónssonar og Steingríms Steingrímssonar frá Klöpp, þar sem hans er sérstaklega við getið. Í þann tíð var dálítil grastorfa ofan á Suðurhólmanum. Var hún á að gizka fimm til sex álnir á lengd og breidd. Í torfunni miðri var sandskál, en þúfnabakkar í kring. Grastorfa þessi stóð upp úr sjó um stórstraumsflóð, sem sjá má af því, að þar varp lítið eitt kría, sem við krakkar rændum stundum. Torfan hélzt nokkuð fram eftir æskuárum mínum. Fyrir vestan Hólmann er klettaklakkur, og sagði faðir minn mér, að í honum hafi átt að vera festarhringur, er kaupför hefðu verið bundin við, þegar verzlun var í Hólmanum. En aldrei gat ég fundið þar nokkur merki um festarhring, þrátt fyrir eftirgrennslan. Um hring þennan, sem sagnir segja, að hafi átt að vera í klakknum, sagði mér Steingrímur Steingrímsson frá Klöpp, greinaglöggur maður og áreiðanlegur, eftirfarandi sögu: Þegar ég var milli tíu ára og tvítugs, fór ég eitt sinn sem oftar að vitja um grásleppunet með föður mínum út fyrir Örfiriseyjarhólma. Þetta var í blíðskaparveðri. Á leiðinni í land komum við vestan að klakknum, sem er fyrir vestan Hólmann. Er mér það enn þá mjög minnisstætt, að þá var uppi á klakknum járnhringur álíka víður og hringir þeir, sem skipum er fest í hér við hafnarbakkann. Var hann festur í keng eða lykkju, sem lóðuð var niður í klettinn.
0
Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins. Hvað varðar lækna virðist kerfið illa fanga faglega og sérstæða ábyrgð þeirra á greiningu og meðferð sjúklinga, vísindavinnu og kennslu. Starfsmatskerfið mun ráða innbyrðis röðun við launasetningu og launaþróun allra lækna á Landspítala til framtíðar. Aðferðafræðin við að hanna jafnlaunakerfi innan hvers fyrirtækis er nokkuð frjáls en vottunina þurfa allir að fá samkvæmt lögum. Á haustmánuðum fór Landspítali í það að þýða, staðfæra og forprófa NHS-kerfið innan veggja spítalans. Má deila um þetta val þar sem færa má rök fyrir því að í Bretlandi séu allt aðrar aðstæður á vinnumarkaði en hér á landi auk þess sem starfsmatskerfi NHS er ekki hannað fyrir lækna. Jafnlaunavottun var lögfest á Íslandi í júní 2017. Að sama skapi virðist kerfið tæpast ná utan um menntunarkröfur sem gerðar eru til lækna, þekkingu þeirra, þjálfun og reynslu. Að sama skapi má setja spurningamerki við að þrátt fyrir tímaþröng hafi stærsti vinnustaður landsins ákveðið að fara afar flókna leið að markmiðinu sem getur leitt til mikils ágreinings. Setja má spurningamerki við að Landspítali fari í þessa umfangsmiklu vinnu án utanaðkomandi sérhæfðrar ráðgjafar eins og nánast öll önnur stórfyrirtæki landsins hafa gert. Aftur skal tekið fram að fyrirtækjum og stofnunum er í sjálfsvald sett hvernig slíkt kerfi er útfært þar sem starfsemi þeirra og umfang er misjafnt. Lokaorð Læknar verða að láta sig jafnlaunavottun spítalans varða og stíga fast niður fæti.
1
Við 7. gr. laganna bætast eftirfarandi skilgreiningar: - náin tengsl, tengsl vátryggingafélags við önnur félög í félagasamstæðu sem vátryggingafélagið tilheyrir, þá sem eiga virkan eignarhlut í vátryggingafélaginu, þó þannig að hlutdeildin nemi minnst 20%, þá sem eiga virkan eignarhlut í móðurfélagi vátryggingafélags, þó þannig að hlutdeildin nemi minnst 20%, félög sem vátryggingafélagið á virkan eignarhlut í, þó þannig að hlutdeildin nemi minnst 20%, félög sem vátryggingafélagið á hlut í og sem félagasamstæða, sem vátryggingafélagið tilheyrir, á virkan eignarhlut í, þó þannig að samanlögð hlutdeild þeirra nemi minnst 20%, - vátryggingamiðlun, faglega starfsemi lögaðila eða einstaklings sem starfar sjálfstætt og veitir upplýsingar, faglega ráðgjöf og aðstoð við að koma á vátryggingasamningi í frumtryggingum eða við framkvæmd ákvæða slíks samnings gagnvart vátryggingafélagi og starfar óháður einstökum vátryggingafélögum, - vátryggingamiðlari, einstakling eða lögaðila sem stundar vátryggingamiðlun og hefur að öllu leyti frjálst val um það til hvaða félags miðlað er, - vátryggingaumboðsmaður, þann sem starfar í nafni og fyrir hönd ákveðinna vátryggingafélaga, eins eða fleiri, við að kynna, gera tillögu um og undirbúa vátryggingasamninga eða aðstoða við framkvæmd slíkra samninga, svo sem þegar tjón hefur orðið, - vátryggingasölumaður, starfsmann sem starfar á vegum vátryggingamiðlara eða vátryggingaumboðsmanns eða vátryggingafélags og annast m.a. undirbúningsvinnu, kynningu vátrygginga, allt án heimildar til að skuldbinda um vátryggingu á nokkurn hátt þá sem unnið er fyrir, og innheimtu iðgjalda hafi samningur verið gerður. 3. gr.
3
Hinn 30. apríl var haldinn fundur í samvinnu við Lögfræðingafélag Íslands á Grand Hóteli. Í Noregi fækkar þeim úr 92 í 66 og í Danmörku verða dómstólarnir annað hvort 15 eða 25. Þá urðu eftirtaldar breytingar á starfsvettvangi dómara: Benedikt Bogason var skipaður dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands frá 1. desember 2004, Hjördís Hákonardóttir var skipuð dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands frá 1. janúar 2004, Hjörtur O. Aðalsteinsson flutti starfsvettvang sinn frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Suðurlands 1. janúar 2004 og Ingveldur Einarsdóttir flutti starfsvettvang sinn frá Héraðsdómi Suðurlands til Héraðsdóms Reykjavíkur 1. janúar 2004. Gestur fundarins var Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Dómarafélag Íslands telur að ákvörðun um samfélagsþjónustu sé í eðli sínu dómsathöfn. Er hún almennt þannig flokkuð af fræðimönnum. Stjórnandi var Benedikt Bogason héraðsdómari. Hins vegar hafði ráðuneytið gert þá kröfu að dómstólarnir spöruðu enn í rekstri. Að framsöguerindum loknum voru pallborðsumræður og tóku þátt í þeim: Viðar Már Matthíasson prófessor, Eggert Óskarsson héraðsdómari, Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn, Jakob R. Möller hrl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Fundinn sóttu Helgi I. Jónsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Finnbogi Alexandersson. Úr skýrslu stjórnar Dómarafélags Íslands starfsárið 2003-2004 Hjördís annaðist samantekt í lok námstefnunnar. Árleg námstefna Dómstólaráðs og Dómarafélags Íslands var haldin á Akureyri 16.-17. september 2004. Þing Alþjóðasambands dómara (The International Association of Judges) var haldið í Vín í Austurríki 10.-13. nóvember. Frummælendur voru: Viðar Már Matthíasson prófessor, Áslaug Árnadóttir lögfræðingur, Þórólfur Jónsson hdl., Jónas Þór Guðmundsson hdl., Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn, og Jónína Lárusdóttir lögfræðingur.
1
Þegar við þurfum að taka okkur stöðu með sögumönnum eða sögupersónum sem tilheyra mjög ólíkum menningarheimum og leitast við að skilja og setja þau í samhengi er afleiðingin oft sú að við áttum okkur betur á þeim sjónarhornum og sjónarmiðum sem við tökum einfaldlega sem gefnum. Fornbókmenntirnar okkar (hugmyndir, viðhorf og menning) hafa því varðveist sem blek á skinnhandritum. Við lesum mjög margbreytilegt efni, bæði bókmenntatexta sem og fræðilega texta sem tengjast efni námskeiðsins. Tengist það yfirstandandi rannsóknum? Námskeiðsheitinu, Orðræða líkamans, er ætlað að ná utan um þessa nálgun. Hvaða lesefni verður í námskeiðinu? Að lokum tökumst við á við bókmenntir sem efnislegar afurðir, þ.e. hvernig höfundar og lesendur leika sér að þessum mörkum veruleikans (efnisleikans) og hins ímyndaða og hvernig líkaminn spilar inn í það. Þetta er auðvitað mjög breytilegt og hefur að sjálfsögðu verið mikið í umræðunni undanfarið. Við tökum einnig fyrir hugmyndir um vald og hvernig það tengist líkamanum sem og efni um líkamann sem yfirborð sem ætlað er til áletrunar. Annars vegar erum við að skoða orðræðu um líkamann, þ.e. hvernig er fjallað um líkamann, hvernig kemur hann fyrir í bókmenntum, hvaða hlutverki gegnir hann innan verksins og hvernig er tekist á við líkamann sem fyrirbæri innan bókmennta. Væntanlega þar sem við þurfum jú að kenna börnunum okkar um líkamann og þarfir og gjörðir hans.
1
Bandaríska söngkonan Pink svarar gagnrýnendum á samfélagsmiðlinum Instagram fullum hálsi en söngkonan var gagnrýnd um helgina fyrir að birta mynd af börnunum sínum tveimur hlaupandi um minnisvarðann um fórnarlamb helfararinnar í Berlín. Á myndinni, sem má sjá hér að neðan, eru hin átta ára gamla Willow og hinn tveggja ára gamli Jameson hlaupandi um minnismerkið. Svo virðist vera sem að netverjum hafi fundist myndin óviðeigandi. Snerist gagnrýnin þá að því að um væri að ræða minnismerki fyrir fórnarlömb helfararinnar og því ætti ekki að birta slíkar myndir þaðan. „Þessi staður er án efa ekki fyrir eltingaleiki, elsku Pink,“ skrifar einn þeirra. Pink gefur eins og áður segir lítið fyrir gagnrýnina. Bætti hún við svari við myndina. „Vegna allra ummælanna: þessi tvö börn eru af gyðingaættum, eins og ég og öll móðurfjölskylda mín. Manneskjan sem hannaði þetta trúði því að börn ættu að fá að vera börn og fyrir mér snýst þetta um að fagna lífinu eftir dauðann. Vinsamlegast haldið hatrinu ykkar og dómhörkunni fyrir sjálf ykkur,“ skrifaði hún. Fjöldi netverja kom henni til varnar, þar á meðal Hollywood leikkonan Selma Blair. „Ég elska Berlín líka. Ég elska að það sem gerðist sé ekki gleymt. Ég elska þennan lífsfögnuð. Ég elska þig,“ skrifaði hún. Þá benti annar netverji á að hönnuður minnismerkisins Peter Eisenman, hefði sjálfur tekið fram að börn að leik við minnismerkið væru ekki í andstöðu við tilgang staðsins.
2
Því var ekki talið læknisfræðilega forsvaranlegt að hún þyrfti að bíða í 15 mánuði eftir mjaðmaaðgerð þótt sá tími væri í samræmi við markmið stjórnvalda. Í málinu var vísað til tveggja nýlegra dóma Evrópudómstólsins, C-157/99 og C-358/99 (frá október 2002), þar sem staðfestur var réttur sjúklinga til að leita sér læknisþjónustu utan heimalands þegar um væri að ræða óhæfilega bið. Í máli Yvonne Watts lá fyrir að hún hafði stöðuga verki og var bundin hjólastól. Í því sambandi þyrfti að meta hvern sjúkling sérstaklega og taka tillit til allra hans aðstæðna, svo sem hversu mikill sársauki fylgi ástandi viðkomandi og eðli og umfangs sjúkleika að öðru leyti. Réttur til læknismeðferðar utan heimalands vegna óhæfilegrar biðar eftir aðgerð Þann 1. október síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Bretlandi um ofangreint sem talinn er hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga á biðlistum í Bretlandi og Evrópusambandinu. Í þessum málum var kveðið á um að við mat á hvað teldist óhæfileg bið eftir læknisaðgerð ætti að fara eingöngu eftir læknisfræðilegu mati á hvað teldist forsvaranlegt. Dómstóllinn dæmdi að sjúklingar á breskum biðlistum sem þyrftu að bíða óhæfilega lengi ættu að eiga kost á læknismeðferð innan Evrópusambandsins á kostnað heimalandsins. Í málinu reyndi á rétt 72 ára gamallar konu, Yvonne Watts, til að fara í mjaðmaaðgerð í Frakklandi þar sem biðlistinn var mun styttri en í Bretlandi. Bresk yfirvöld höfnuðu beiðninni þar sem biðtíminn sem var 15 mánuðir var í samræmi við það markmið sem bresk stjórnvöld höfðu sett vegna biðlista eftir mjaðmaaðgerðum. Fjallað var sérstaklega um hvað væri óhæfileg bið.
1
Reykjavíkurborg fær helmingsafslátt af húsaleigu fyrir Borgartún 10 til 12, Höfðatorg, í sex mánuði. Borgin hefur greitt húsaleigu í fimm mánuði þótt húsið hafi aðeins verið afhent að hluta. Í hádegisfréttum Útvarpsins kom fram að Reykjavíkurborg hefur borgað leigu fyrir fasteignina að Borgartúni 10-12, Höfðatorgi frá 1. október þó aðeins hluti hússins hafi verið afhentur. Reykjavíkurborg fær hins vegar helmingsaflsátt af húsaleigunni frá því leigusamningur tók gildi, þ.e. 1. október og þar til verktaki afhendir borginni húsið formlega, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar. Það verða sex mánaðargreiðslur. Byggingafélagið Eykt reisir húsið og leigir borginni en keypti á móti þær fasteignir sem áður hýstu þau svið og stofnanir sem flytja í Borgartúnið. Borgin greiðir þó ekki húsaleigu fyrir það húsnæði meðan beðið er afhendingar í Borgartúni. Síðasta haust var ákveðið að leigja efstu tvær hæðir hússins til viðbótar því sem áður hafði verið ákveðið og þar með nánast allt húsið. Hrólfur segir að samið hafi verið um hagstæðari húsaleigu fyrir efstu tvær hæðirnar en annars var mögulegt gegn því að leigan yrði greidd frá 1. október síðastliðnum. Það hafi verið metið hagstæðara fyrir borgina til lengri tíma. Leigusamningurinn er til 25 ára. Ástæður þess að dregist hefur að afhenda húsið eru margvíslegar, segir Hrólfur. Meðal annars skilaði borgin ekki grunnmyndum af hverri hæð á réttum tíma en það hefur einnig að dregist hjá verktaka að afhenda tiltekin rými í húsinu.
2
Í þessari rannsókn fannst ekki afgerandi munur á flæðishraða um meltingarveg, milli fasa tíðahringsins, sem gæti skýrt mun á einkennum. Engin tengsl fundust milli flæðishraða, einkenna og styrks kynhormóna í blóði. Við fylgniútreikninga var notað Kendall? Fyrir rannsóknina fengu þátttakendur fyrirmæli um að neyta ekki trefjaríkrar fæðu eða fæðu með laktasa í 24 klukkustundir og fasta í 12 klukkustundir. Sú hugmynd að styrkur kynhormóna tengdist meltingarfæraeinkennum hjá konum kom upphaflega frá Wald og félögum (4) þegar þeir uppgötvuðu að flæði um mjógirni væri hraðara í eggbúsfasa en gulbúsfasa. Sú niðurstaða er svipuð og niðurstöður fyrri rannsókna (14, 18, 19). Sú hækkun endurspeglar að lausnin hafi borist niður í ristil. Við hækkun á H2 styrk um 2-3 hluta af milljón hlutum (parts per million, ppm) upp fyrir viðmiðunargildi (mælt í upphafi rannsóknar) og í kjölfar þess hækkun um 4-5 ppm, í þrjú skipti í röð, var rannsókninni lokið. Breytingar á styrk kynhormóna kunna að valda þessu en einnig er mögulegt að sveiflur í styrk prostaglandína skýri þessi einkenni. GSRS spurningalistinn inniheldur 15 spurningar sem snúa að meltingarfæraeinkennum. Magatæmingarhraði var mældur með ísótópatækni (isotope-selective nondispersive infrared spectrometry, IRIS, Wagner Analysentechnik, Worpswede, Þýskaland) sem mælir ógeislavirku 13C samsætuna í útöndunarlofti eftir niðurbrot 13C octanoid sýru. Bakgrunnur: Meltingarfæraeinkenni eru algeng hjá konum og geta verið breytileg í tíðahringnum. Aðferðir: Fjórtán ungar konur sem ekki notuðu getnaðarvarnarlyf tóku þátt í rannsókninni.
1
Og ekki verður álitið, að þjóðarétturinn gangi svo mjög á fullveldi nokkurs ríkis, að gera rétt þess til að verja sig með lögsókn gegn því að erlendir ríkisborgarar innan þess eigin landamæra hafi í frammi glæpsamlegt athæfi gegn sjálfstæði þess og öryggi, þar með styðji óvini þess í styrjöld, háðan því að hinn brotlegi sé „búsettur“ á umráðasvæði þess. Verjandinn hefur haldið fram, að heimildin til brottvísunar úr landi samkvæmt útlendingalöggjöfinni, veiti nægilega vernd. En rétturinn álítur, að mjög lítið öryggi fælist í því, að erlendir ríkisborgarar, með því einu að gæta þess, að öðlast ekki fasta búsetu í landinu, gætu að ósekju framið verknaði eins og þá sem að framan er lýst. Hættan á brottvísun úr landi mundi varla hræða neinn frá því. Brottvísunarákvæði útlendingalöggjafarinnar gera heldur engan mun á erlendum ríkisborgurum, sem séu „búsettir“ hér, og öðrum. ... Verjandinn hefur einnig haldið því fram, að þar sem Ísland hafi mótmælt hinu breska hernámi landsins í maí 1940, hljóti það að teljast í stríði með Þýskalandi frá þeirri stundu, og að ákærði sé af þeirri ástæðu undanþeginn refsingu. Rétturinn er ekki sammála honum um það, að hin formlegu mótmæli gegn hernáminu hafi haft í för með sér styrjaldarástand milli Noregs og Íslands, en álítur ekki nauðsynlegt að ræða það frekar. Samkvæmt framanskráðu er nefnilega litið svo á, að ákærði hefði verið refsiverður samkvæmt norskum lögum, einnig undir þeim kringumstæðum, og ekki undanþeginn refsingu samkvæmt þjóðaréttarákvæðum. Ennfremur hefur verjandinn haldið því fram, að sýkna beri ákærða vegna lögvillu (retsvillfarelse).
0
Því gildir sú takmörkun, að undanþáguheimildin nær til iðgjaldagreiðslna fyrir eitt ár fram að því tímamarki, sem nefnt er í b-lið. Í því felst, að það eru aðeins iðgjöld í eitt ár, reiknað fram að því tímamarki, sem um ræðir í b-lið, sem njóta forgangsréttar án sérstaks áskilnaðar eða tilgreiningar. Í 5. gr. frumvarpsins kemur fram sú skýringarregla, að kröfur þær, sem nefndar eru í ákvæðinu, fylgja aðalkröfu og njóta sama forgangsréttar og hún, svo fremi sem önnur niðurstaða verður ekki leidd af samningi þeim, sem stofnaði til veðréttarins. Er þetta í samræmi við gildandi rétt, a.m.k. hvað varðar þær kröfur, sem greinir í a- og b-liðum. Í því orðalagi frumvarpsgreinarinnar, „ . . . nema annað leiði af samningi . . . “ felst, að það þarf ekki að koma fram í veðsamningi berum orðum, að umræddar viðbótarkröfur fylgi ekki aðalkröfu, heldur nægir, að út frá því hafi verið gengið í millum aðila, að veðandlagið standi einvörðungu til fullnustu aðalkröfunni, þótt ekki hafi það verið orðað sérstaklega. Um 6. gr. Talið er samkvæmt gildandi rétti, að það fari fyrst og fremst eftir samningi aðila, hvernig háttað sé afstöðu veðréttinda til arðs af veðsettri eign, og gildir það bæði um borgaralegan arð og náttúrulegan arð. Með borgaralegum arði er venjulega átt við endurgjald fyrir afnot og hagnýtingu, sem eigandi hefur heimilað öðrum af veðsettri eign, t.d. leigugjald og vextir.
3
Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku og þá sérstaklega í kringum hóp manna sem voru til vandræða. Um er að ræða fjóra aðila sem áður hafa komið við sögu lögreglu vegna hinna ýmsu mála. Aðfaranótt 3. ágúst sl. brutust þessir aðilar inn í Íþróttamiðstöðina en engu var hins vegar stolið og eina tjónið var að ein rúða var brotin. Þeir náðust skömmu síðar og fengu að gista fangageymslur lögreglu þar til þeir voru skýrslutækir. Þrír þessara aðila voru síðan aftur á ferðinni að morgni 5. ágúst sl. þegar einn þeirra gekk í skrokk á einum félaga sinna auk annars manns sem var þeim ótengdur. Áður höfðu þessir þrír farið inn í reykkofa há Grími kokki og síðan brotist inn í geymslu hjá Eyjablikk og inn í bifreið sem stóð við Bílaverkstæði Sigurjóns. Sá sem réðst á þessa tvo var í framhaldi af því úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna árásarinnar en hann réðst m.a. á mennina með hamri að vopni. Þá hafa lögreglumenn verið uppteknir í vikunni við að koma óskilamunum til eiganda sinna og hvetur lögreglan fólk til að skoða myndir á facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum því þar gætu leynst munir sem það kannast við. Af umferðarmálum er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Þá fékk einn ökumaður sekt vegna vanbúnaðar á búnaði ökutækis en ástand hjólbarða reyndist slæm. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir akstur gegn rauðu ljósi á Strandvegi.
2
LÁRUS: (ansar ekki Diönu en sest upp og öskrar sem ærður maður.) Grípið þau! THEODÓRA: (gengur út á eftir Skúla.) Hjálpið manninum á fætur. LÁRUS: Af hverju grípum við þau ekki? HÓTELHALDARI: Við getum það ekki. DIANA: Hvað kom fyrir? LÁRUS: (rís seinlega á fætur og sest örmagna í stól.) Réttvísin lögð að velli og þjónar hennar hreyfa sig ekki! DIANA: (horfir ásakandi á réttarvotta.) Af hverju . . .? LANDSHÖFÐINGI: Jæja? - Hvar eruð þér eiginlega staddur á hnettinum? Á frönsku kaffihúsi? Uppi á götuvígi með ljóshærða stúlku og svartan fána? - Færi vel við skeggið! SÉRA SIGURÐUR: Heiftin mun koma yður sjálfum í koll? (Þeir horfast í augu.) MATRÁÐSKONA: (kemur inn.) Lárus er kominn. LANDSHÖFÐINGI: Látið hann bíða! MATRÁÐSKONA: Austan megin? LANDSHÖFÐINGI: Skúli er vestan megin, ekki satt? (Hann hlær að hugsun sinni.) MATRÁÐSKONA: (kinkar kolli og fer.) BENEDIKT: (stendur á fætur.) Landshöfðingi! Má ég minna á að þér eruð ekki aðeins fulltrúi konungs. Þér eruð höfðingi landsins. LANDSHÖFÐINGI: Ég þakka. BENEDIKT: Þegar þér þurfið að standa á móti lagasetningu, þá vitum við þingmenn að þar fer fulltrúi konungs, ekki þér sjálfur. Hinu má aldrei gleyma að höfðingi landsins þarf að halda virðingu sinni . . . LANDSHÖFÐINGI: Ég veit, hvað þér ætlið að segja . . . BENEDIKT: Má ég ljúka . . .
0
Í virkri velferðarstefnu er lögð áhersla á að auka virkni fatlaðs fólks, öryrkja og langtímaatvinnulausra til að koma í veg fyrir að þessir hópar samfélagsins upplifi félagslega einangrun, lifi óvirku lífi og verði háðir framfærslustyrk frá velferðarkerfinu (OECD, 2010). Taka þarf upp heildstæða stefnu fyrir starfsendurhæfingu ásamt þverfaglegustarfsgetumati til þess að ná árangri í að sporna gegn nýgengi örorku. Fyrst var bakgrunnur endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega kannaður til að sjá hvort munur væri á bakgrunnsþáttum hópanna, sjúkdómsgreiningu og virkni. Í doktorsrannsókn Sigrúnar Harðardóttur (2015) voru tengsl milli sálfélagslegrar líðanar og námsframvindu könnuð með því að leggja fyrir sjálfsmatslista við upphaf skólagöngu og námsframvinda nemendanna könnuð fjórum og hálfu ári síðar. Sótt af www. Rannsóknin er megindleg og notuð voru fyrirliggjandi gögn frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hjá hvorugum hópnum kom fram munur eftir virkni á því hvort þátttakendur upplifðu sig stundum misheppnaða. Á Íslandi fyrirfinnast ýmsar rannsóknir sem greina frá aðstæðum, lífskjörum og viðhorfum örorkulífeyrisþega en rannsóknir, þar sem endurhæfingarlífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar eru bornir saman eru fáar enn sem komið er. Ungt fólk sem fær endurhæfingar- eða örorkulífeyri Í þessari rannsókn eru þeir einstaklingar sem fengu endurhæfingarlífeyri annars vegar og örorkulífeyri hins vegar bornir saman eftir virkni í námi og/eða starfi. Veita þarf áframhaldandi stuðning og hvatningu eftir að settum markmiðum hefur verið náð til að stuðla að viðvarandi virkni (Sheppard og Frost, 2016). Hér á landi er hægt að fá metna varanlega örorku frá 18 ára aldri en áður en til þess kemur er yfirleitt lögð áhersla á að fullreyna endurhæfingu.
1
Þannig verður sálgreiningin í raun að meginstoð í skrifum Kittlers og þau hafa jafnvel verið kölluð einskonar Áhrif Kittlers afmarkast þó ekki við skrif þeirra sem unnið hafa beint með kenningar hans og gjarnan er talað um einskonar víðtæk „Kittler-áhrif“ á sviði menningar- og miðlasögu. Þar hefur hann í huga greiningu Ottos Rank á úrvinnslu tvífaraminnisins í kvikmynd þögla tímabilsins, sem Kittler segir sniðganga með öllu virkni sjálfs kvikmyndamiðilsins. Grenzgänger) og tengja verk hans um leið þeirri hefð menningarfræði sem leitast við að sporna gegn hamlandi aðgreiningu sérfræðisviðanna, á þeim forsendum að hún byrgi sýn á tengingar og heildarsamhengi. Það eru einkum þessi tvö verk, ásamt lykilritgerðum frá sama tímabili, sem hafa unnið Kitt- ler sess sem einn af brautryðjendum miðlafræðinnar, við hlið fræðimanna á borð við Marshall McLuhan og Harold Innis,5 en með starfi sínu sem prófessor á sviði „fagurfræði og sögu miðla“ við Humboldt-háskóla lagði hann einnig grunn að þeim rannsóknum sem kenndar hafa verið við svokallaðan „Berlínarskóla“. Skrifum hans á þessu fyrsta tímabili verður best lýst sem orðræðugreiningu er sækir í veigamiklum atriðum til skrifa Michels Foucault og beinir sjónum að menningar- og hugmyndasögulegum skilyrðum bókmenntaiðkunar. Um aldamótin 1900 eru skilyrðin gjörólík, hin listræna sköpun hefur vikið fyrir tæknimiðl- um og í stað fagurfræðilegs stíls koma tæknistaðlar. Þýska bókmennta- og miðlafræðinginn Friedrich A. Kittler (1943–2011) má kalla einhvern umdeildasta en um leið áhrifamesta fræðimanninn á sviði miðlarannsókna síðustu áratugi.
1
Þær halda að með þessu hafi ég verið að bera þær saman við nornaveiðara á táningsaldri í Salem og þar með að kalla þær hysterískar smástelpur. Tveir meðkærendanna eru nú búnir að fordæma hvernig UBC hefur haldið á málinu. Kannski taka þau við sér núna. Ég vona að því verði ekki sólundað. Grunnafstaða mín er sú að konur séu mannverur, færar um allan þann skala frómrar og fólskulegrar breytni sem því fylgir, þar með talið glæpaverk. Þetta er afar mikilvægt augnablik. Fúkyrðahríðin lét ekki á sér standa. Á öfgafullum tímum verða öfgamennirnir ofan á. Ég var hins vegar að vísa til fyrirkomulags sjálfra réttarhaldanna. Skáld og rithöfundur Slíkt er alltaf gert í nafni þess að innleiða betri heim. En hvað svo? Svona er ég skelfileg! Málavextir voru þeir að fyrir nokkrum árum gerði háskólinn málið opinbert í fjölmiðlum áður en rannsókn hafði farið fram og meira að segja áður en sá sem borinn var sökum fékk að vita nákvæmlega hverjar sakargiftirnar voru. Þar að auki álít ég að til þess að konur geti notið borgararéttinda og mannréttinda verði borgara- og mannréttindi að vera til staðar yfirleitt, þar á meðal grundvallarréttarkerfi, alveg eins og það er forsenda kosningaréttar kvenna að almennur kosningaréttur sé til. Góðu femínistarnir sem ásaka mig telja þetta forkastanlegan samanburð. Annaðhvort er réttarkerfið spillt, eins og í Frakklandi fyrir byltinguna, eða það fyrirfinnst ekkert kerfi, eins og í villta vestrinu – svo að fólk tekur málin í eigin hendur. Þau sem gagnrýna mig eru á öðru máli því þau eru þegar búin að gera upp hug sinn.
1
Skrásetning í leikskólastarfinu verður með þessu móti aðgengilegri, gögnum er safnað og þau skráð á einum stað auk þess sem hægt er að útbúa rafræna ferilmöppu sem heldur utan um fjölbreytileg gögn (Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, 2017). Tengja má þessar hugmyndir við ýmsa strauma í samtímanum, til dæmis þá sem byggja á félagsfræði barnæsku (e. sociology of childhood) (Prout og James, 2015; Qvortrup, 2009), eða síðtímahugmyndum um menntun og umönnun barna (e. postmodern perspectives) (Dahlberg o.fl., 2007). Jafnframt reyndust þeim skráningarnar hjálplegar til gagnvirkrar samræðu í samstarfi við bæði samstarfsfólk sitt og foreldra (Bryndís Garðarsdóttir og Kristín Karlsdóttir, 2012; Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir, 2015). Í Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) er mikil áhersla á barnvænt mat, þar sem litið er svo á að framkvæmd mats á námi barna sé órjúfanlegur þáttur í starfi leikskóla, en þar er almenn menntun skilgreind í ljósi nútíma samfélags, þörfum þess og einstaklingsins. Auk breytinga á starfsháttum mátti í sumum leikskólanna sjá breytingar á reglum eða skipulagi deildar. Þróaðar hafa verið matsaðferðir sem leggja meiri áherslu á aðkomu barna að mati á eigin námi, svokallaðar barnvænar matsaðferðir (e. child-friendly assessment) (Brooker, 2008). Fram kom mynd af börnum sem hæfileikaríkum þátttakendum í samskiptum við aðra, þau virtust oftast fyllilega fær um að bregðast við í vandasömum aðstæðum og taka þátt í að finna lausnir sem gjarnan virkuðu fyrir fleiri en þau sjálf. Í niðurstöðum tveggja íslenskra starfendarannsókna kom fram að eftir að hafa þróað námssöguskráningar sögðust leikskólakennarar finna fyrir stolti og töldu vinnubrögð sín fagmannleg.
1
Þetta er ótrúlega spennandi og ég er upp með mér að hafa verið treyst fyrir þessu krefjandi verkefni,“ segir Guðmundur Gunnarsson sem hefur verið ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Guðmundur hefur undanfarin þrjú ár verið framkvæmdastjóri AFS á Íslandi en áður starfaði hann meðal annars hjá RÚV og 66° Norður. „Ég er í hópi brottfluttra Vestfirðinga og hef alltaf haft miklar taugar til svæðisins. Það er kominn tími til að fara og taka þátt í uppbyggingunni í stað þess að mæra staðinn og dást að því sem fólkið er að gera úr fjarlægð.“ Guðmundur er fæddur á Ísafirði og alinn upp í Bolungarvík. Hann hefur ekki búið á svæðinu frá því að hann lauk námi frá Menntaskólanum á Ísafirði fyrir rúmum 20 árum. Stærstur hluti fjölskyldunnar býr þó fyrir vestan og hefur Guðmundur því haft annan fótinn þar í gegnum tíðina. „Ég væri ekki að fara í þetta nema ég hefði tröllatrú á svæðinu og uppbyggingunni sem þar á sér stað. Möguleikarnir eru óþrjótandi og svæðið getur orðið enn frábærara en það er í dag.“ Gert er ráð fyrir því að Guðmundur hefji störf þann 1. september næstkomandi. „Þetta er skammur tími. Nú fer ég í það að hringja í vini og kunningja til að athuga með húsnæði. Svo förum við bara að pakka niður.“ Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað eftir kosningarnar í vor að auglýsa starf bæjarstjóra og sóttu þrettán um stöðuna.
2
Suður-kóreski hagfræðingurinn Ha-Joon Chang telur að Íslendingar eigi að halda í gjaldeyrishöftin meðan enn sé órói á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Hann eigi hins vegar ekki eftir að lægja fyrr en eftir fimm til tíu ár. Ha-Joon Chang er sérfræðingur í þróunarhagfræði og dósent í stjórnmálahagfræði þróunarlanda við háskólann í Cambridge á Englandi. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um hagfræði og verður gestur á málþingi í Háskóla Íslands í dag og í Silfri Egils á sunnudag. Ha-Joon telur að Íslendingar eigi að halda gjaldeyrishöftunum. Það eigi að gera meðan þeirra sé þörf, að minnsta kosti þar til jafnvægi sé komið á alþjóðamarkaði og hagvöxtur þar hefjist aftur. Óvissa sé með allar lánveitingar nú um stundir. Ísland sé lítið og viðkvæmt hagkerfi og því óþarfi að gera sig berskjaldaðan fyrir slíkri hættu meðal annars frá gjaldeyrisspákaupmönnum. En ef höftin gildi of lengi og sé þeim framfylgt af of miklum krafti geti það haft neikvæð áhrif. Ha-Joon á ekki von á að ró komist á alþjóðamarkaði fyrr en eftir fimm til tíu ár. Hann segir að evrukreppan sé af pólitískum toga og það taki lengri tíma en eitt til tvö ár að leysa hana. Þá sé óvissa með efnahag Bandaríkjanna, sem eru mjög skuldug. Verði hægrisveifla í kosningunum í nóvember geti komið til niðurskurðar í útgjöldum ríkisins og tvöfaldrar niðursveiflu sem taki minnst fimm ár að greiða úr. Ha-Joon Chang verður í ítarlegu viðtali í Silfri Egils á RÚV næsta sunnudag.
2
Það var lítið um íþróttaviðburði í kvöld, þess vegna skoðaði Dodda nýja og spennandi tónlist. Við heyrðum nýtt íslenskt og erlent og spennandi efni sem kemur út í haust. Með því að smella á myndina er hægt að hlusta á þáttinn og lagalistann má sé hér fyrir neðan. Lagalisti Sportrásar 17. júlí: Morðingjarnir - Get ekki gleymt (nýtt) Börn - Friður í helvíti (nýtt) Roll Deep - Shake a legg The Horrors - I see you (nýtt) Lára Rúnars - Svefngegnlar Reflekt ft. Delline Bass - need to feel loved Grísalappalísa - Nýlendugata - Pálsbæjarvör - Grótta (nýtt) Stony - Feel good (nýtt) Plikt - Lítum aldrei (nýtt) Prins Polo - Hamstra sjarma Mark Ronson - Somebody to love me ft. Boy George Future Island - Seasons (waiting og you) The Presets - No fun (nýtt) Korn - Thoughtless Bombay Bicycle Club - Come to (nýtt) Professor Green - Not your man (nýtt) Kontinuum - Í huldusal (nýtt) The Struts - Put your money on me (nýtt) Sinead O'Connor - Take me to church (nýtt) Kvöl - Kvöl (nýtt) Nile Rogers - Do what you wanna do (IMS anthem) (MYNC radio edit) (nýtt) Alt-J - Left hand free (nýtt) The Mavericks - Dr. Feelgood (nýtt) Interpol - All the rage back home (nýtt) Erasure - Allways Holly Johnson - Follow your heart (nýtt) Var - Hve ótt ég ber á (nýtt) Wiley - You know the words (nýtt) ALDINGARÐURINN ÁSAMT KRISTÓ OG BJARNA - Pardon My Heart (Sigurlag Neil Young kóverlagakeppni Rásar 2) (nýtt) Groove Armada - At The River
2
Al Dexter samdi lagið árið 1942 og hljóðritaði það 20. mars sama ár. Alls seldust af því þrjár milljónir hljómplatna. Þá er ótalin salan á prentuðum nótum. Lagið hafði áhrif á hljóm eða áferð kántrí-laganna sem streymdu frá Nashville á 6. áratugnum. Aukin heldur hafði Al Dexter áhrif á Honky-Tonk stílinn. Þar sem hann var bæði hljómsveitarstjóri og kráareigandi átti hann þátt í útbreiðslu hugtaksins Honky-Tonk, slanguryrðis sem bæði náði yfir róstursamar knæpur og þá tónlist sem oftast hljómaði úr glymskröttum slíkra staða. Duelling Banjos (Smith). Diskur 2, lag 5. Flytjendur: Arizona Smoke Revue. Stíll: Bluegrass. Af plötunni The Very Best of Bluegrass Emporio. Lag þetta sló í gegn í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Deliverance með Burt Reynolds, Jon Voight og fleiri stjörnum. Þó sú mynd sé alls ekki við barna hæfi má að meinalausu sýna atriðið þar sem lagið er leikið. Um leið gefst tækifæri til að bera saman gítar og banjó (sjá nem. bls. 22). Jambalaya (Hank Williams). Diskur 2, lög 6 og 7. If you want to ride, you gotta ride it like youre flyin. Buy your ticket at the station on the Rock Island Line. Well, Jesus died to save me in all of my sin. Well-a, glory to God, we goin to meet Him again. Viðlag ... Well, the train left Memphis at half pas nine. Well, it made it back to Little Rock at eight forty-nine. Viðlag ... Well, Jesus died to save me in all of my sin. Well-a, glory to God, we goin to meet Him again. Viðlag ...
0
Niðurstöður rannsókna sem hafa skoðað skert svefngæði og svefnlengd (≤6klst) á þriðja þriðjungi meðgöngu benda til að slíkt geti aukið líkur á fyrirburafæðingu (Dolatian, Mehraban og Sadeghniat, 2014; Li o.fl., 2017; Micheli o.fl., 2011; Okun Schetter og Glynn, 2011). fyrir að sofna. Ef þú ert enn vakandi eftir að hafa reynt að sofna í 30 mínútur Þannig væri hægt að greina svefnvandamál hjá barnshafandi konum snemma og aðstoða þær sem á þurfa að halda með áherslu á að fyrirbyggja enn frekari vanda. Þetta er ekki síst mikilvægt á stafrænni öld og í ljósi þeirrar ofurkonu-ímyndar sem nútímasamfélag dregur upp af konum (Chang o.fl., 2010). Áhersla á fullnægjandi svefn í heilsueflingu barnshafandi kvenna undirbúinn fyrir svefn. Losaðu þig við allt í svefnherberginu sem gæti truflað þig frá svefninum eins og hávaða, björt ljós, óþægilegt rúm eða háan hita. Svefn og svefnvenjur eiga það til að verða útundan (Erla Björnsdóttir, e.d.) Þannig getur reynst erfitt að átta sig á hvort er orsökin og hvort er afleiðingin. Fyrirburafæðing getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, ekki síst fyrir nýburann, en til að mynda eru fyrirburafæðingar ein helsta ástæða burðarmálsdauða (Petty, 2017). og haldið frá þér nauðsynlegum svefn. Farðu til sérfræðings ef svefnvandamál eru viðvarandi. Ef mögulegt er, forðist lyf sem tefja eða trufla svefn. Hreyfing er góð en ekki seint á daginn. Þannig er mögulega hægt að yfirfæra efnið á stærri hóp kvenna en ella. Sama má segja um slökun en slökunaræfingar á meðgöngu hafa virst vera áhrifarík leið til að bæta svefngæði barnshafandi kvenna (Özkan og Ratfisch, 2018).
1
Hins vegar sérleyfi eins aðila til hagnýtra rannsókna á sérstökum líffræðilegum erfðaauðlindum í takmarkaðan tíma. 7. Nýtingarleyfi: Leyfi til að hagnýta tilteknar líffræðilegar erfðaauðlindir í framleiðslu og/eða til sölu. II. KAFLI Stjórnsýsla. 3. gr. Yfirstjórn. Iðnaðarráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. 4. gr. Rannsóknar- og nýtingarleyfi. Iðnaðarráðherra veitir samkvæmt lögum þessum rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar umhverfisráðherra. Nýtingarleyfi er heimilt að veita þeim sem áður hafa fengið rannsóknarleyfi eða stundað í vísindalegum tilgangi grunnrannsóknir sem leitt hafa til hinna hagnýtu nota. Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar umhverfisráðherra. Iðnaðarráðherra setur nánari reglur um veitingu leyfa til rannsókna og nýtingar á örverum sem finna má á jarðhitasvæðum í samráði við umhverfisráðherra. 5. gr. Grunnrannsóknir. Ekki þarf sérstakt leyfi samkvæmt lögum þessum til grunnrannsókna, annarra en á örverum á jarðhitasvæðum. Þeim sem stunda grunnrannsóknir er þó ávallt skylt að tilkynna iðnaðarráðherra skriflega um rannsóknirnar. 6. gr. Umsókn og tilkynningar. Í umsóknum um rannsóknar- og nýtingarleyfi skv. 4. gr. sem og tilkynningum um grunnrannsóknir skv. 5. gr. skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun rannsóknar- og nýtingarleyfis eða grunnrannsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um rannsóknir umsækjanda eftir nánari ákvörðun ráðherra. 7. gr. Skilyrði sérleyfis og nýtingarleyfis. Umsækjandi um sérleyfi til hagnýtra rannsókna eða nýtingarleyfi þarf að sýna fram á tæknilega og fjárhagslega getu til að stunda viðkomandi rannsóknir eða nýtingu. Iðnaðarráðherra getur í reglugerð sett frekari skilyrði fyrir sérleyfi og nýtingarleyfi. 8. gr. Endurgjald.
3
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, segir enn margt óljóst og óskýrt hvað varðar viðbrögð við Samherjamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í færslu á Facebook þar sem hún ræðir meðal annars fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, með atvinnuveganefnd í gær. Í færslunni segir Rósa að það verði að horfast í augu við það hvort viðkomandi ráðherra „sé hæfur til þess að halda utan um það mikilvæga verkefni með öll sín tengsl og sögu við Samherja“ „Mér fannst hann persónulega vera frekar óljós með það á fundi nefndarinnar hvort hann sé best til þess fallinn að halda utan um þessa tiltekt og þessa uppbyggingu trausts,“ skrifar Rósa. Hún segir risastórt verkefni framundan. „Það bíður okkar risastórt verkefni framundan sem felst í því að uppræta viðskiptahætti og viðskiptasiðferði sem er ólíðandi og óboðlegt. En líka að efla traust á íslenskan sjávarútveg, íslenskt atvinnulíf og orðspor íslenskra viðskiptahátta. Þess vegna megum við alls ekki smætta Samherjamálið, heldur þvert á móti vinna ötullega að þessu.“ Hún segist jafnframt vilja sjá heildstæða úttekt af hálfu yfirvalda á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja. „Alþingi þarf líka að fylgjast með og sinna sínu aðhaldshlutverki sem því ber samkvæmt lögum, bæði þingmenn og þingnefndir, og ég vonast auðvitað til þess að við munum sinna því öll. Svo vek á ég athygli á viðtali við Henrý Alexander Henrýson, siðfræðing, í Kastljósi í gærkvöldi.“ Sjá einnig Kristján Þór njóti trausts ríkisstjórnarinnar
2
Synir þeirra voru Hrafnkell skjalavörður (d. 2007) og Aðalsteinn, lengi forystumaður í samtökum austfirskra bænda, nú ferðabóndi á Skjöldólfsstöðum. Í sóknarlýsingu 1840 eru tilgreindir 5 drættir yfir Jöklu og í lýsingu 1874 eru nefndir 7, auk kláfa á þverám, þar á meðal á Kringilsá og fleiri þverám vegna lambauppreksturs Efradalsbænda í Töðuhrauka sem þar mynduðust við ítrekaða framrás Brúarjökuls (Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar, 2000, s. 66, 81–82). Slysfarir urðu öðru hvoru á dráttum, m.a. er vitað um fjögur dauðaslys á tímabilinu 1860–1940. (Björn Þorkelsson, 1993) Margar leiðir hafa verið farnar norður yfir Fjöllin frá upphafi byggðar og eru nokkrar þeirra sýndar á uppdrætti. Halldór Kiljan Laxness lýsti vetrarferð um þessar slóðir 1926 í ritgerðasafninu Dagleið á fjöllum, en þá gisti hann í Sænautaseli þar sem bær hefur nú verið endurbyggður og enn er tekið vel á móti gestum. Heiðin varð kveikjan að skáldsögunni Sjálfstæðu fólki sem síðar verður að vikið. Á dögum einokunar 1602–1787 áttu Jökuldælingar í kaupstað að sækja um Jökuldals- og Tunguheiði til Vopnafjarðar og þangað sóttu þeir verslun að drjúgum hluta fram um fyrra stríð en eftir það til fjarða, þó með stöku undantekningu. Þungavara var flutt á sleðum síðvetrar eftir sléttri heiðinni. Talin var góð dagleið af Jökuldal út í Vopnafjarðarkaupstað. (Benedikt Gíslason, 1971a) Ein helsta leiðin til Möðrudals lá upp frá Skjöldólfsstöðum um Lönguhlíð, Þrívörðuháls (660 m) og yfir Möðrudalsfjallgarða í allt að 700 m hæð og er hún bílfær að sumarlagi.
0
Það hafði kynnst og tekið virkan þátt í hinu stórmerka félagsstarfi Góðtemplarareglunnar áður en það kom saman í Leikfélagi Reykjavíkur. Í stúkunum lærði fólk að vinna að æðri markmiðum og skemmta sér saman á þroskavænlegan hátt. Indriði Einarsson var í mörg ár stórtemplar, æðsti embættismaður Stórstúku Íslands, eins og landssamtök Reglunnar nefndust, og vann í þágu hennar af dæmafárri fórnfýsi og elju. Indriði, dætur hans, Árni og Stefanía; þetta var allt reglufólk, bragðaði ekki áfengi og leið enga óreglusemi innan veggja leikhússins. Af því veitti ekki, hvorki þá né síðar. Því miður verður hið sama ekki sagt um kynslóðina sem tók við af þeim um og upp úr miðjum þriðja áratugnum. Indriði Waage var langt frá því að vera nokkur bindindismaður, hvorki á áfengi né tóbak, og það voru nánustu félagar hans og samstarfsmenn ekki heldur. Og þar kom að persónulegur metingur, togstreita, úlfúð, valdafýsn og hrein illindi náðu að eitra starfið inn á við og spilla áliti og virðingu leikhússins út á við. Ekki skal fullyrt að Bakkus konungur hafi einn átt sök á því, en hann kom þar sannarlega við sögu og bar sína ábyrgð á því að svo fór sem fór. Leikið með stjörnum En við skulum ekki fara fram úr okkur í sögunni. Við erum enn stödd á morgni nýrrar aldar sem enginn veit enn hvað bera muni í skauti sér. Við hugsum okkur að við séum stödd inni í gamla Iðnó (sem var þá reyndar ungt) og fylgjum í huganum Indriða litla Waage fyrstu sporin inn í leikhúsið.
0
Aldrei er talað um stakan gyðing eða júða. „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt,“ segir Kristur við kvöldmáltíðina (Lk. En reiðin er þá líka yfir þá komin um síðir. Hann hefir dregið, hrakt og þjáð Lúter - frá von til haturs (ómildir); Arngrímur, 22. er. Jón Samsonarson og Kristján Eiríksson bjuggu til prentunar. Fals, svik, villa, rógur. Messubókin frá 2013 byggist á ákvörðunum Vatíkanþingsins 1962–64 með síðari breytingum. Það fylgir sögu að gyðingur missir ólyktina um leið og hann lætur skírast til réttrar trúar, en þá bregður svo við að hinn nýskírði þrífst ekki innanum óskírða gyðinga vegna óþefjarins sem hann fann ekki af þeim áður (49–50). Móðir drengsins fagnar syni sínum og þau gerast kristin en „bóndinn missti bú og kvon …, þreifst hann aldrei, þess var von“ (15. er. Sigurður blindur segir frá rógi gyðinga (99. er.) Slóð: https://de.wikipedia.org/wiki/Gottes mord Þorleifur Hauksson (ritstj.) og Þórir Óskarsson. Hin almenna andúð er greinilega fyrir hendi hvað sem líður sveiflugangi hinnar kenningarlegu, og hin kenningarlega brýst fram með ofsa og óhljóðum í hinni almennu. Þeir vilja meina mér að tala til heiðingjanna til þess að þeir megi verða hólpnir. Þar segir meðal annars um meðferðina hjá kennimönnum (2. versi): Orðin virðast höfð sem samheiti án blæmunar, notuð sitt á hvað þegar hentar í bragnum. Saklaus við réttlátt blóð eg er.“ Páfarnir Píus VI og Jóhannes Páll II létu á Vatíkanþinginu breyta nokkrum atriðum í gyðingatextanum.
1
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mælti fyrir skýrslu hagfræðistofnunar háskólans um aðildarviðræður við Evrópusambandið á Alþingi síðdegis. Hann segir skýrsluna staðfesta það sem hann hafi áður vitað; að fullkomlega óábyrgt væri að halda viðræðum áfram. Þá hafi allt ferlið einkennst af skorti á samráði, það sé nánast reyfarakennt. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra: Í fyrsta lagi er á vegum ESB rekin óbilgjörn stækkunarstefna sem er í besta falli ósanngjörn fyrir ríki eins og Ísland, en í versta falli úlfur í sauðargæru eins og berlega hefur komið í ljós, bæði í Icesave og makríl. Í annan stað er himinn og haf á milli sýndar og veruleika þegar kemur að kjarnahagsmunum okkar Íslendinga í sjó og á landi. Einhver samningsniðurstaða milli ESB og Íslands í þessum málaflokkum er flöktandi villuljós. Er þessi sannfæring borin á þungum lagalegum rökum. Í þriðja lagi sýnir þróun í efnahagsmálum Evrópu síðustu árin að alltof snemmt er að ætla að þeim stöðugleika hafi verið náð sem svo margir hér á landi hafa talið að væri eftir að slæðast. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar: Ræða hæstvirts utanríkisráðherra hér áðan var ekki ræða sem byggði á hagsmunamati Íslands heldur var hún ræða andstæðinga Evrópu, andstæðings Evrópusamvinnu og var samfelld, samfelldur, felldur áfellisdómur yfir evrópskri efnahagssamvinnu og þar af leiðandi ræða til rökstuðnings fyrir úrsögn okkar úr hinu evrópska efnahagssvæði. Og það merkilega er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta teyma sig eins og hund í bandi.
2
Íslenskar mjólkurvörur hafa fengið góðar viðtökur í Finnlandi. Mjólkursamsalan hyggur á frekari útflutning og framleiðir nú á Egilsstöðum kryddsmjör sérmerkt fyrir Finnlandsmarkað. Fyrir nokkrum árum var mjólk af Austurlandi keyrt burt úr fjórðungnum og hún unnin annarsstaðar. Þetta hefur breyst og nú streyma árlega um 8 milljón lítrar í gegnum mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Mjólkin á þessu svæði var í kringum 5 milljónir lítra þannig að við erum búin að auka hana um 3 milljónir lítra, segir Lúðvík Hermannsson, mjókburbússtjóri MS á Egilstöðum. Framleiðslan hefur þrefaldast hér í ostagerð á 2-3 árum. . Árlega eru framleidd 800 tonn af mozzarella osti á Egilsstöðum og ef einhver kaupir sér rifinn ost er hann líklegast þaðan. En nú hefur ný framleiðsla bæst við. Þegar okkur ber að garði er verið að setja vélstrokkinn af stað. Úr honum kemur kryddsmjör sem Mjólkursamsalan er farin að flytja út til Finnlands. Það eru farnar þrjár sendingar og gengur vel og við horfum björtum augum til útflutnings á kryddsmjöri til Finnlands, segir Lúðvík. Þetta er kryddsmjör með hvítlauk, blönduðuð kryddjurtum, bernes og smjör með sítrónu sérstaklega ætlað til að borða með fiski. Finnar hafa verið að kaupa skyr og Hleðslu og þetta er mjög frábær vara og þetta hefur líkað vel í Finnlandi. Þetta er kláralega markaður sem við eigum að sækja á. Þetta getur búið til störf ef þetta verður í stórum stíl.
2
Bygging græðlingsins opin og trefjótt Omega-3 fitusýrur eru taldar geta temprað óeðlilegt bólguástand í þrálátum sárum34 og gætu því verið mikilvægar fyrir eiginleika roðsins til að örva sáragróanda. Hólfaskiptingin vakti vonir um að roðið gæti myndað hagstæðan grundvöll fyrir innvöxt og bólfestu fyrir frumur líkamans (mynd 1a-c). Græðlingurinn inniheldur meðal annars bandvef líkt og mannshúð. Munur milli meðhöndlunar með roði og án var metinn með stúdents-T prófi og marktækur munur táknaður með *: p≤0,05. Allar aðferðir við myndgreiningu voru framkvæmdar að minnsta kosti þrisvar (n=3). Til að greina byggingu affrumaða roðsins og athuga hvernig hún hentar fyrir innvöxt frumna var stuðst við þrjár mismunandi myndgreiningaraðferðir: rafeindasmásjá, ljóssmásjá og confocal-smásjá. THP-1 frumurnar voru ræktaðar í RPMI-1640 frumuæti ásamt eftirfarandi íbætiefnum (Thermo Fischer Scientific): pensillíni (100 U/mL) og streptómýsíni (100 µg/mL) og hitaóvirkjuðu kálfasermi (10%). Nýmyndun æða er nauðsynleg til að byggja upp nýjan vef í sárum30 og því er æskilegt að græðlingur stuðli að eða hindri ekki nýmyndun æða. Árið 2014 gaf Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (Food and Drug Administration, FDA) íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis markaðsleyfi til sölu á affrumuðu þorskroði ætluðu til meðhöndlunar á sárum. Meðal annars svokallað subchronic toxicity test próf sem sýndi ekki fram á eitrunaráhrif (tafla I). 19 Þegar stoðefnum úr bandvef er komið fyrir í þrálátum sárum er almennt talið að stoðefnin stuðli að endurmyndun vefja með því að tempra próteinasavirkni og styðja við vefjauppbyggingu.
1
Efnisþættirnir voru síðan útfærðir fyrir hvert skólastig, þ.e. yngsta stig, miðstig og unglingastig, og nú var gert ráð fyrir fræðslu um önnur trúarbrögð á öllum skólastigum. Í því sambandi er vísað til markmiðsgreinar grunnskólalaganna þar sem talað er um að starfshættir skólans skuli m.a. mótast af kristilegu siðgæði. Hættan sé oft sú að áherslan á hið vitsmunalega verði of mikil og því mikilvægt að höfða til manneskjunnar í heild og allra skilningarvita. Þær ali ekki á neinum tilteknum trúarskoðunum en leggi áherslu á að nemendur geti kynnt sér og ígrundað ólík trúarleg og heimspekileg sjónarmið á skipulegan hátt. Þá er jafnframt lögð á það áhersla að önnur og ólík samfélög verði ekki heldur skilin án þekkingar á ríkjandi trúarbrögðum og siðferðilegum gildum. Þar af leiðandi hefur meirihluti þeirra, sem útskrifast hafa með grunnskólakennarapróf síðustu tvo áratugi, ekki hlotið neina menntun í trúarbragðafræðum sem hluta af sínu kennaranámi. Sjá nánar Sigurður Pálsson, Kirkja og skóli á 20. öld, bls. 220–230. Möguleikar og áskoranir skólans Sótt 27. janúar 2014 af http://netla.hi.is/greinar/2010/011/index.htm. Gunnar J. Gunnarsson, Háskóla Íslands Ljóst er að ef grunnskólar taka bæði nýju námskrána í samfélagsgreinum og niðurstöður Toledo-skýrslunnar alvarlega felur það í sér veigamikið verkefni. Þá er lögð áhersla á að mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers einstaklings sé mótun heilbrigðrar sjálfsmyndar. Lögð er áhersla á að námsskipulag og námsþættir í skyldunámi þurfi að vera nægilega hlutlausir og að kennarar hafi fullnægjandi menntun, bæði í trúarbragðafræðum og kennslufræði, til að annast þessa fræðslu.
1
Hún var ekki að álasa mér fyrir að hafa farið án þess að kveðja og ekki var hún að spyrja út í mín mál, sagði aðeins að það hefðu einhverjir menn verið að leita að mér. Ég var ekki búinn að segja henni að ég væri með Maríu en hún hafði getið sér til um það því hún spurði: „Hvernig hafið þið það?“ „Svona upp og ofan.“ „Vantar ykkur ekki peninga?“ „Ekki get ég neitað að það kæmi sér vel, Margrét mín. Vonandi get ég bætt þér það upp síðar.“ „Við ræðum um það þá ef við munum eftir því. Hvert á ég að senda þetta?“ Ég sagði henni það og spurði frétta. „Það er sosum ekkert að frétta hérna úr sveitinni, nema þú fékkst bréf frá páfagarði.“ Ég hváði og þegar hún hafði endurtekið síðustu orð sín spurði ég: „Frá páfagarði? Hvað getur það verið?“ Margrét vissi það ekki enda hafði hún ekki opnað bréfið, en forvitni mín var vakin og ég bað hana um að skreppa eftir því. Klukkustund síðar hringdi ég aftur í hana á bóndabæinn. „Á ég að rjúfa innsiglið?“ spurði hún. „Hvernig innsigli er þetta?“ „Það er úr rauðu vaxi og stimplað ofan í það mynd af mannshöfði og einhverjir stafir undir, sennilega latína.“ „Opnaðu það.“ Ég ætlaði alltaf að verða fræðimaður eins og afi, enda nýttum við allar stundir sem hann hafði aflögu fyrir mig í stóra bókasalnum og lásum, skrifuðum og ræddum saman.
0
Frá 1. janúar 1998 gátu einstakir notendur sem notuðu meira en 100 GWst á ári keypt raforku á frjálsum markaði. Einungis 7 notendur náðu þessu lágmarki. Samanlagt notuðu þeir um 5% af raforku sem seld var í Danmörku. 1. apríl 2000 var lágmarkinu breytt í 10 GWst og 1. janúar 2001 í 1 GWst. Frá og með 1. janúar 2003 geta allir notendur keypt rafmagn á frjálsum markaði. Raforkuvinnsla byggist aðallega á brennslu eldsneytis eða 90%, þar af er kolaorka um 60%. Dregið hefur úr notkun kola á síðustu árum en í byrjun níunda áratugarins voru u.þ.b. 90% af raforku framleidd með kolaorku. Stefnt er að því að draga enn frekar úr notkun kola og auka frekar notkun gass og vindorku. Sölufyrirtækin eru í eigu dreifiveitnanna. Notendur eiga rétt á að tengjast raforkukerfinu og fá raforku á sanngjörnu verði kjósi þeir ekki að nýta sér viðskiptafrelsið. Eiga má viðskipti í Danmörku á Nord Pool raforkumarkaðinum. Heimildir til að reisa og reka ný raforkuver byggjast á opinberu leyfi. Uppboðsaðferðinni er þó beitt vegna vindmyllna á hafi. Ekki er heimilt að reisa kjarnorkuver. Tvö ótengd flutningskerfi eru í Danmörku. Annað á Jótlandi og Fjóni sem er rekið af Eltra og hitt á Sjálandi sem er rekið af Elkraft System. Eltra og Elkraft System annast kerfisstjórnun. Fyrirtækin eru í eigu dreifiveitnanna. Dreifikerfið er í eigu ýmissa sveitarfélaga, notendafélaga og sjóða. Heimila verður aðgang að flutnings- og dreifikerfinu á grundvelli birtrar gjaldskrár. Gjaldtaka vegna flutninga í hvoru flutningskerfi er óháð staðsetningu notenda. Gjaldskráin sætir eftirliti og á að grundvallast á kostnaði og hæfilegri arðsemi.
3
Áhersla er lögð á að með þeirri breytingu er á engan hátt slakað á kröfum um sóttvarnir sem gildandi lög kveða á um. Að öðru leyti fela ákvæði frumvarpsins í sér aðlögun laganna um innflutning dýra að þeirri þróun löggjafar á þessu sviði sem orðið hefur frá því að lögin voru sett árið l990. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Greinin þarfnast ekki skýringa. Um 2. gr. Í 2. mgr. 3. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skuli skipa nefnd þriggja dýralækna yfirdýralækni til ráðuneytis þegar óskað er heimildar til innflutnings á búfé. Í 4. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/l998, eru ákvæði um að landbúnaðarráðherra skipi dýralæknaráð til fimm ára í senn er sé yfirdýralækni til ráðuneytis. Skal ráðið ávallt fjalla um innflutning búfjár og erfðaefnis þess, berist umsóknir þar um. Litið er svo á að hið nýja dýralæknaráð leysi af hólmi ráðgjafarnefnd þá sem kveðið er á um í 2. mgr. 3. gr. laga um innflutning dýra og er því lagt til að ákvæðið falli brott. Um 3. gr. Í júní 1998 voru samþykkt á Alþingi búnaðarlög, nr. 70/1998, og koma þau í stað jarðræktarlaga, nr. 56/1987, og laga um búfjárrækt, nr. 48/1989. Með búnaðarlögum er kveðið á um að fagráð leysi búfjárræktarnefndir af hólmi og er eðlilegt að tilvísanir til þeirra nefnda séu lagaðar að breyttu umhverfi. Um 4. gr.
3