text
stringlengths
37
38.5k
label
stringclasses
4 values
Sá er heldur því fram að tiltekið verðmæti sé ekki hjúskapareign hefur sönnunarbyrði fyrir því. Hugtakið hjúskaparréttur, sem vikið er að í 1. mgr. 17. gr., er ekki notað í frumvarpinu þar eð það hefur ekki verulegt sjálfstætt gildi. Um 55. gr. Í þessu ákvæði er greint samfellt hvernig séreign geti myndast, þ.e. a) með kaupmála, b) fyrir ákvæði gefanda eða arfleiðanda og c) með því að lög mæli svo að tiltekið verðmæti sé séreign. Um a vísast til XI. og XII. kafla frumvarpsins og um b og c til 77. gr. og 94. gr. frumvarpsins og til einstakra lagaákvæða. Um 56. gr. Þetta ákvæði er að formi til nýmæli, en með því er lagt til að örugg fræðiskýring verði lögfest. Sameignir geta vissulega myndast í hjúskap, svo sem vegna framlaga beggja hjóna til kaupa á fasteign eða vegna þess að þau erfa sameiginlega tiltekna eign eða er gefin hún sameiginlega. Í lagaframkvæmd getur raunar verið örðugt að skera úr hvort t.d. brúðkaupsgjöf verði hjúskapareign annars eða sameign beggja. Ef eign er sameign hjóna verður eignarhlutdeild hvors um sig hjúskapareign nema sérstök heimild sé til að telja hana séreign. Einstakar réttarreglur um sérstakar sameignir geta átt hér við, en virða verður það mál með varúð því að í þessu efni ganga reglur hjúskaparlaga fyrir hinum almennu reglum, sbr. um slit á sameign og ráðstöfun á eignarhlut. Arður af sameign yrði þá einnig jafnaðarlega hjúskapareign í réttu hlutfalli við eignarhlutdeild og ber þá hjónum með hliðstæðum hætti að svara til skatta og skyldna og útgjalda vegna viðhalds o.fl. Um 57. gr.
3
Á staðnum fundust a.m.k. 23 nautgripahöfuðkúpur og ummerki slátrunar á þeim eru talin benda til þess að dýrunum hafi verið slátrað á sérstakan máta og sama aðferð var notuð á kindina (Lucas o.fl. 2007). Þá eru ekki miklar líkur á að kindin hafi álpast þarna inn eftir að staðurinn var yfirgefinn. Hver hefði þá átt að slátra henni? Búskapur í Hólmi hafði lagst af talsvert fyrir ritun Landnámabókar, hugsanlega rúmum hundrað árum fyrr hið minnsta og mun meira ef miðað er við aldur handritanna. Ekki er hægt að útiloka að minningin um búsetuna í Hólmi hafi komist á flakk og þegar sagan var rituð hafi henni verið komið fyrir í Meðalfelli þar sem hugsanlega var búið á ritunartímanum. Þannig hafi gömul munnmæli um forna byggð á svæðinu ekki haft fastan samastað og verið fest við Meðalfell af praktískum ástæðum. Skrásetjarinn hefur ekki haft vitneskju um rústir undir Hryggnum og því ekki getað nýtt sér þær. Annaðhvort voru þær horfnar undir svörðinn eða að skrásetjarinn hefur ekki verið mjög kunnugur staðháttum á svæðinu og af misgáningi sett búsetuna undir Meðalfellið eftir lýsingu annarra á staðsetningunni. Meðalfellið er jú í allra næsta nágrenni við Hólm. Hann hafi reynt að nota rústirnar á svipaðan hátt og rústirnar undir Litla Horni. Það er athyglisvert að sjá að landnámsfólk í Skaftafellssýslu tengist sumt beint eða óbeint suðvesturhorni landsins.
0
Bíddu aðeins, sagði Palli og reif sig lausan. Hann gekk síðan að Ásdísi og spurði hvort hún væri til í að fara með sér núna. Hún hristi höfuðið og sagðist vilja vera út allt ballið. Þú getur sótt hana á eftir, sagði Nikki óþolinmóður og kippti aftur í Palla sem var í þann mund að gefa eftir. Hann var sár út í Nikka en vildi ekki spilla vináttu þeirra með því að malda í móinn. Ég kem og sæki þig klukkan þrjú, sagði Palli og greip um handlegginn á Ásdísi sem var síður en svo ánægð með þessa uppákomu. Nikki, Tommi og Palli fylgdust með Kela og Kamillu úr fjarska þar sem þau gengu eftir Austurstræti. Svo skemmtilega vildi til að Keli og Palli höfðu báðir lagt bílunum í sömu götunni og því misstu strákarnir ekki sjónar á þeim þegar þau óku af stað. Ég trúi því ekki að hún ætli að vera með þessum dela, sagði Nikki sem hafði ekki augun af bílnum. Palli sat þögull undir stýri og hafði engan áhuga á því að taka þátt í þessu. Hann var ekki bara sár út í Nikka heldur líka svekktur út í sjálfan sig fyrir að láta aðra stjórna lífi sínu. Tomma fannst þetta hins vegar spennandi og lifði sig inn í þetta eins og Nikki. Palla létti mikið þegar hann sá að Keli tók stefnuna í átt að Skerjafirðinum því það gaf til kynna að hann ætlaði að skila Kamillu fljótt af sér.
0
Heildarneysla erlendra gesta sem sóttu Iceland Airwaves tónlistarhátíðina heim á síðasta ári nam rúmlega einum og hálfum milljarði króna. Þetta kemur fram í nýlegri könnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir niðurstöðurnar ekki óvæntar. Í skýrslunni kemur fram að erlendum gestum hefur fjölgað á hátíðinni síðustu ár og gistinætur eru fleiri. Það hefur skilað sér í því að heildarneysla erlendra gesta á hátíðinni á síðasta ári nam rúmlega einum komma sex milljörðum króna, sem er aukning um 420 milljónir frá árinu 2013. Grímur segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. Hér sé þó aðeins verið að ræða um erlenda gesti. Ávinningur af hátíðinni sé því umtalsvert meiri. „Við eigum eftir að setja ákveðinn hagrænan margfaldara á þessa tölu, því þetta er bara fjármagn sem kemur inn í lokað hagkerfi. Þetta er því fjárhæð sem er nær þremur milljörðum,“ segir Grímur. Þegar umrædd margföldunaráhrif eru tekin til greina, eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarðar króna, að því er fram kemur í skýrslunni. Fjármununum er að mestu varið í veitingastaði og kaffihús, en einnig í ýmiskonar afþreyingu og verslun. Eyðsla utan höfuðborgarsvæðisins er ekki tekin með í reikninginn. Grímur segir mikilvægt að hátíðir sem þessar séu metnar að verðleikum. „Fólk er alveg farið að átta sig á því að menning er farin að skila gríðarlegum verðmætum til íslensks samfélag. Fyrir 10 til 20 árum hélt fólk að þetta væri bara grín. En þetta er ekkert grín, þetta er alvöru iðnaður.
2
Landlæknir hefur áminnt einn til fjóra heilbrigðisstarfsmenn á ári. Kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu eru tæplega 200 árlega. Sviptingar starfsleyfis eru afar sjaldgæfar. Í fréttum og Kastljósi RÚV í gær var sagt frá því að ljósmóðir hefði fyrir tæpu ári boðið konu sem var hjá henni í mæðravernd að koma heim til sín þar sem hún seldi konunni fæðubótarefni. Konan kvartaði til landlæknis sem hefur tilkynnti ljósmóðurinni að hún eigi yfir höfði sér áminningu og að hegðun hennar hafi verið ótilhlýðileg. Fjöldi kvartana sem bárust Embætti landlæknis á síðasta ári liggja ekki fyrir og heldur ekki fyrir fyrstu mánuði síðasta árs. Tímafrekt mun vera að vinna úr skráningum samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Árin 2005 til 2014 bárust samtals 1.957 kvartanir til landlæknis eða tæpar 200 kvartanir á ári að meðaltali. Á árunum 2005 til 2010 veitti landlæknir eina til fjórar lögformlegar áminningar á ári og svipti hann samtals fimm heilbrigðisstarfsmenn starfsleyfi á þessu sex ára tímabili. Í þeim tilvikum leggur landlæknir til við ráðherra að svipta mann starfsleyfi og er það alvarlegasta aðgerðin. Aðfinnslur og ábendingar eru vægari aðgerðir landlæknis. Á árunum 2005 til 2010 voru aðfinnslurnar frá þremur til 32 á ári en ábendingar voru 64 árið 2005, 36 árið 2009 og 21 árið 2010. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda áminninga, sviptinga, aðfinnslna og ábendinga embættisins frá 2011 og hefur fréttastofan óskað eftir þeim upplýsingum.
2
Theodosia: Sem styður stól okkar.“ 20 Þegar samskiptin verða slæm og heiftúðug aukast vinsældir sundurslitinna ræðubrota. Þau eru algengari hjá Gryphiusi en hjá þeim sem komu á eftir honum21 og eiga vel heima við hliðina á bröttum einsatkvæðisorðastíl í hinni stílfræðilegu heildarmynd leikrita hans: því hvort tveggja kallar fram tilfinningu fyrir hruni og óreiðu. Þótt þessi tækni sé vel til þess fallin að draga fram leikræn geðhrif, þá er hún þó alveg óháð leikritinu sjálfu. Sem listrænt tæki hjarðkveðskapar birtist hún í eftirfarandi setningu hjá Schiebel: „Enn á okkar dögum fær guðhræddur kristinn maður stundum lítinn dropa af huggun / (jafnvel bara lítið orð úr andríku ljóði / eða uppbyggilegri predikun/) sem hann (samstundis) gleypir með góðri lyst / og meltir vel / og fer svo vel í hann / og hressir hann svo mjög / að hann hlýtur að viðurkenna / að eitthvað guðdómlegt búi þar að baki.“ 22 Það er ekki að ástæðulausu að slíkt orðalag um neyslu orðanna vísar beint til bragðskynsins. Hljóð er og verður í barokkinu eitthvað beinlínis skynjanlegt; merkingin á heima í skriftinni. Og nú ásækir hún hið talaða orð eins og sjúkdómur sem ekki verður umflúinn; hljómur þess brestur og tilfinningaleg stífla, sem var við það að láta undan, vekur sorgina. Merkingin birtist hér og mun áfram birtast sem ástæða hryggðarinnar. Sérstaða Courbets er sú að hann var sá síðasti sem gat gert tilraun til að komast fram úr ljósmyndatækninni. Þeir sem á eftir fylgdu reyndu að komast undan henni. Fremstir þeirra voru impressjónistarnir.
0
Þorkell var mætur maður og kom sér ætíð vel en embætti runnu honum úr greipum eins og örlaganornirnar hefðu ekki á honum þokka og þegar Hólastóll er lagður niður verður hann skyndilega öreigi og nær bjargarlaus um tíma uns vinir hans ganga í málið og þeim tekst að útvega honum eftirlaun. En við verðum að hrista okkur upp úr þessum doða og ég segi upphátt við Margréti að hún hafi hlotið þau eftirmæli að vera ráðsnjöll mannkostakona og þá sé einkum vitnað til bréfanna sem hún ritaði Finni eftir lát Ólafs og sagt að þar speglist bæði frábær stílgáfa og göfug manngerð. Ég er hrædd um að Hannesi hefði ekki tekist að draga mig inn í svona greni eins og þú ert að lýsa, segir Þórunn þegar ég tek mér málhvíld. Hann segir mér ekki einu sinni frá þessu bréfi og biskupsstofan sem við fáum er alveg ný. Varla hefur þig langað austur í sveitir, segi ég, því það er að byggjast upp vísir að þéttbýli kringum Reykjavík. Þar er höfn og margvísleg samskipti við framandi lönd. Sú framtíðarsýn á veröldina hlýtur að hafa heillað þig meira en að flytjast austur í Skálholt, þar sem verið hafði aldraður biskup með fullorðnum syni sínum sem sinna fræðum meir en skemmtunum. Þú gleymir því að skólinn er þarna, segir hún, og Magnús bróðir er þar líka. Hannes hefur meira og minna tekið hann að sér.
0
Eins og að framan greinir, er því lýst í hinum norska dómi, að af handteknum mönnum, sem þar er getið, hafi níu menn látist í höndum þýsku lögreglunnar og í þýskum fangabúðum. Hins vegar er ósannað talið, að handtaka 22 manna við Álasund og síðan líflát 19 þeirra, hafi hlotist af atferli aðaláfrýjanda, enda þótt hann hefði áður gefið þýskum stjórnvöldum skýrslu um einn þeirra. Þykir því ofmælt, að aðaláfrýjandi hafi á þriðja tug mannslífa á samviskunni, sbr. niðurlag III. liðs, a, í héraðsdómi, og ber að ómerkja þau ummæli að því leyti. Engin efni eru til að sinna kröfu aðaláfrýjanda um fé til birtingar dóms þessa né kröfu hans um fébætur úr hendi gagnáfrýjanda. Eftir þessum úrslitum er rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 2500.00. Dómsorð: Framangreind ummæli eiga að vera ómerk. ÓLAFUR PÉTURSSON Hann sveik 45 Norðmenn í hendur Gestapo Þegar Þjóðverjar lögðu Danmörku undir sig 9. apríl 1940, urðu fjölmargir Íslendingar innlyksa þar. Þegar tilraunir íslenskra stjórnvalda til að koma fólkinu heim í gegnum Petsamo í Norður-Finnlandi drógust á langinn, þraut nokkra Íslendinga, sem hugðu á heimferð, þolinmæðina. Þetta voru þeir Gísli Jónsson vélstjóri frá Bíldudal, síðar alþingismaður, Lárus Blöndal skipstjóri, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, Björgvin Frederiksen vélvirkjameistari, Úlfar Þórðarson læknir, Konráð Jónsson verslunarmaður og Theodór Skúlason læknir. Í lok júní 1940 fengu þeir leyfi þýsku herstjórnarinnar í Berlín til heimferðar með ýmsum skilyrðum, m.a. urðu þeir að koma við í nokkrum norskum höfnum til eftirlits.
0
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við Leikskólann Jörfa sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem eiga systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fundu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingu í hverfinu. Hann vildi þó sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla: Sérstaklega til svona vinnustaða þar sem að eru margir í rýmum sem eru mögulega þá lokuð og menn að opnar glugga. Því að það er ofboðslega fljótt að ef það er einstaklingur sem að er orðinn veikur og smitar aðra þá fyllist rúmið mjög fljótt af litlum vatnsdropum sem kom í úöndunarloftinu hjá þeim og það er svona eitthvað sem að er auðvelt að koma í veg fyrir með bara góðri loftræstinug, opna glugga og ræsta í gegn. Mér finnst þetta aðeins hafa vantað þrátt fyrir að yfirvöld hafi bent á þetta, þá er það ekki á pari við aðrar leiðir sem þeir hafa bent á. Nemendur sem eiga systkini á Jörfa eiga að vera í sóttkví. Ítrekað hefur verið við nemendur og foreldra þeirra að allir með einkenni skuli vera heima. Jón Pétur segir að aðeins fleiri en venjulega hafa verið skráðir veikir í dag. Jón Pétur Zimsen: Það er aðeins svona aukin skráning á þannig veikindum heima hjá okkur en þetta eru nokkrir krakkar sem eiga síðan systkini sem eru á Jörfa og þau eru þá í sóttkví.
2
Eins og einn nemandi orðaði það á opnum fundi með deildarforseta og kennslustjóra: „Við erum hreinlega að sligast af klínískri þekkingu og færni, kunnum alveg rosalega mikið.“ Með þessu er leitast við að gera námið sveigjanlegra og gefa nemendum betra tækifæri til sjálfsnáms og verkefnavinnu og hefur það gefist mjög vel. Einungis tvær aðrar fræðigreinar við HÍ röðuðust ofar en hjúkrunarfræði (í samanburði við eigin fræðigrein) og ein önnur í sama sæti (sjá mynd 1). Klíníska námið við deildina er í stöðugri endurskoðun. Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum. *Glæra rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar, á ársfundi skólans 23. ágúst 2018. Hér verður náminu lýst eins og það er í dag. Það felur m.a. í sér að nemendur mæta í hverri viku í nám og skyldumæting er í próflausa áfanga þar sem mikil samskipti eiga stað. Önnur klínísk sérhæfing Í námsleiðinni í rannsóknaþjálfun er rannsóknarverkefnið 60 einingar þar sem nemandi fær þjálfun í öllu rannsóknarferlinu. #Umsóknafrestur í meistaranám er til 15. apríl á hverju ári og í meistarnám til 15. október að hausti og 15. apríl að vori. Eirberg hefur tekið stakkaskiptum síðastliðið ár en húsið var tekið í gegn eftir að mygla kom í ljós. Klínísk kjörsvið í meistaranámi í hjúkrunarfræði# Ég vil enda þessa grein á að þakka öllum þeim fjölda hjúkrunarfræðinga sem hafa tekið þátt í að skipuleggja og endurbæta kennslu hjúkrunarfræðinema og sem kenna við deildina.
1
Full þörf er á markvissri heilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með sykursýki þar sem samvinna milli heilsugæslu og sérhæfðra göngudeilda er höfð að leiðarljósi. 20 Hinn hái líkamsþyngdarstuðull getur skýrt að hluta hærra HbA1c-gildi hér, en insúlínviðnám eykst með líkamsþyngd, sérstaklega auknu mittismáli. Okkar rannsókn staðfestir að það er áskorun að ná meðferðarmarkmiðum þó svo að í klínísku starfi séu klínískar leiðbeiningar10-15 hafðar sem viðmið. Af þeim 113 sem fylgt var eftir til ársins 2015 var meðalaldur 67 ár og 54% voru karlmenn. Í rannsókninni náðu 37-44,2% alþjóðaviðmiðum um líkamsþyngdarstuðul en hann er hár öll árin, eða í kringum 32 kg/m². Mæligildi hópsins voru metin og borin saman við alþjóðastaðla og mæting í eftirlit greint. Skráning á ýmsum þáttum, svo sem á fylgikvillum, hreyfingu, mataræði, eftirfylgd augnlækna og sálfélagslegri líðan, var ómarkviss og ekki nægjanleg til að hægt væri að nýta upplýsingarnar í rannsóknaskyni. 25-26 Rannsóknir staðfesta að tengsl eru á milli fjölda ára með sykursýki og sjúkdóma í nýrum og tengslin verða sterkari þegar sjúkdómslengdin er ≥10 ár, hár blóðþrýstingur hefur einnig áhrif á þetta ferli. Flestir náðu alþjóðamarkmiðum í HbA1c-gildi 2005 (51,3%), HDL árið 2010 (43,8%), LDL árið 2015 (41,9%), þríglýseríði 2010 (79,8%), líkamsþyngdarstuðli (LÞS) 2015 (44,2%), slagbilsþrýstingi árið 2010 (63,4%) og hlébilsþrýstingi 2015 (74,2%). Af þeim sem ekki var hægt að fylgja eftir í 10 ár voru 66 látnir, 5 höfðu flutt og upplýsingar vantaði um 49.
1
Og við það vann ég austur í Hrunamannahreppi, þegar hugur minn fór að snúast um uppsett dýr. Í tengslum við þessa umræðu segir hann meðal annars: „nú er mér spurn hvers á ís- lenzka dýrasafnið að gjalda. Í húsinu rak Kristján jafnframt hjónabandsmiðlun um árabil. Hann tekur jafnframt fram að það séu ýmsir skólamenn, víðsvegar um land, sem hafi áhuga fyrir vísi að náttúrugripasafni við skólana sína og vilji jafnvel fá fugla setta upp í því sambandi. Honum er í raun lýst eins og um manneskju sé að ræða en ekki dýr. Sú hugsun varð svo áleitin, að síðan hefur hún ráðið lífi mínu. Söfn af þessu tagi taka í raun við af furðukamesum upplýsingarinnar á borð við safn Ole Worm, þar sem nokkuð var um uppstoppuð dýr í bæði heilu lagi og bútum. Í fyrsta lagi ber hún vitni um mikla þrautseigju og eldhug forstöðumannsins, Kristjáns S. Jósefssonar, sem lét ekki deigan síga þó stundum gæfi á bátinn. Í þessu samhengi hafa fræðimenn á borð við Hillevi ganetz rætt um það hvernig manneskjan eigi það til að yfirfæra mannlega eiginleika, tilfinningar og gildi yfir á önnur dýr. Uppgangur safnsins og ný heyrnartæki Hvort safnið hafi almennt haft meira skemmtigildi umfram fræðslugildi skal hins vegar ósagt látið. Þegar flett er í gegnum umfjöllun og fréttir um safnið kennir ýmissa grasa. Stofnandi safnsins, Kristján S.
1
Þau byrjuðu á því fara úr bómullarfötum sem voru næst líkamanum og sumir undu sokkana sína. Þau röðuðu sér upp við skjólvegginn þannig að tveir voru upp við vegginn, tveir fyrir framan þá og einn lá þversum ofan á hinum. Þau skiptu um stöður nokkrum sinnum um nóttina svo að þeir sem kaldastir væru fengju betra skjól og hlýju. Þau ákváðu að halda sér vakandi um nóttina með ýmsum ráðum. Söngdagskráin samanstóð af íslenskum ættjarðarlögum og erlendum slögurum. Þau fóru einnig í orðaleiki og töldu upp í hundrað. Um nóttina fengu þau ýmsa gesti svo sem manninn með skæru augun og hundinn. Auk þess sáu þau mink og sum heyrðu mjög greinilega í þyrlu. Ekkert af þessu var raunverulegt. Í fyrstu morgunskímu byrjuðu þau að hóa og flauta í von um að björgunarmenn væru komnir upp á fjallið. Rúmum tveimur tímum seinna heyrðu þau köll í fjarska og bröltu á fætur og kölluðu og veifuðu sem mest þau máttu. Þarna voru komnir björgunarmenn sem gáfu þeim súkkulaði og færðu þeim þurr og hlý föt. Lagði hópurinn fljótlega af stað niður af fjallinu. Þegar niður var komið beið þeirra heitt kakó og hlýir bílar sem fluttu þau til byggða. Um 40 björgunarmenn tóku þátt í þessari aðgerð. Dauðadjúpar sprungur Sumarið 2009 voru tvær fjölskyldur á ferð á vélsleðum og skíðum á Langjökli. Veðrið var fallegt, 20 stiga hiti og heiðskírt. Tveir unglingspiltar fóru saman á sleða upp í hlíðina í Geitlandsjökli sem er syðst í Langjökli (sjá kort á bls. 11). Eftir nokkra stund er farið að lengja eftir strákunum.
0
Jafnframt voru lagðar til breytingar á ákvæðum um afhendingarskyldu sjúkraskráa til þess að taka af öll tvímæli um afturvirkni skyldunnar og breytingar á framkvæmd ákvæðis 26. gr. laganna þar sem kveðið er á um að lækni sé óheimilt að reka lækningastofu eftir 75 ára aldur. Skemmst frá að segja var aðeins tekin afstaða til tveggja efnisatriða við afgreiðslu málsins á Alþingi, annars vegar aldursákvæðisins og hins vegar afhendingarskyldunnar en ekki var fallist á afturvirkni hennar miðað við gildistöku læknalaga, nr. 53/1988. Auk þess voru samþykktar breytingar á 18. gr. laganna varðandi tilkynningarskyldu til landlæknis vegna mistaka eða vanrækslu af hálfu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Samkvæmt ofanrituðu var aðeins tekin afstaða til fárra efnisatriða við afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi, enda kemur fram í áliti heilbrigðis - og trygginganefndar neðri deildar að of skammur tími hafi verið til umfjöllunar fyrstu þriggja greina frumvarpsins. Með vísun til ofanritaðs hefur verið ákveðið að leggja frumvarpið fram á ný með hliðsjón af þremur fyrstu greinum fyrra frumvarps. Enn fremur hefur verið ákveðið að leggja til breytingar á ákvæðunum um afhendingarskyldu þannig að þau standi ekki í vegi fyrir því að landlækni og öðrum opinberum aðilum, sem samkvæmt lögum er falið að athuga kærur vegna læknismeðferðar, verði afhentar sjúkraskrár, sem færðar voru fyrir gildistöku læknalaga, nr. 53/1988. Ísland hefur um nokkurra ára skeið verið aðili hvað snertir lækna og lyfjafræðinga að norrænum samningi um viðurkenningu á starfsréttindum innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar. Samkvæmt honum hefur Ísland skuldbundið sig til að viðurkenna lækningaleyfi og sérfræðileyfi sem gefin eru út annars staðar á Norðurlöndum.
3
Við skipulagningu og framkvæmd almennrar fullorðinsfræðslu skal tekið tillit til sérþarfa þeirra sem vegna frávika frá eðlilegum þroskaferli og vegna sjúkdóma eða hvers konar fötlunar geta ekki notið venjulegrar fræðsluskipunar. 9. gr. Skólahúsnæði og aðstaða í skólum í eigu opinberra aðila skal að öðru jöfnu standa fræðsluaðilum til boða á þeim tímum þegar almenn kennsla eða starf í skólanum liggur niðri. Fræðsluaðila ber að semja um slík afnot við stjórnendur skóla og þá aðila sem eru ábyrgir fyrir rekstri skólans. Um skiptingu kostnaðar og aðra notkun skólahúsnæðis til fullorðinsfræðslu skal setja ákvæði í reglugerð. 10. gr. Sá sem hefur með höndum almenna fullorðinsfræðslu og fær til þess fjárstuðning samkvæmt lögum þessum ber ábyrgð á þeirri fræðslu sem veitt er og að farið sé eftir gildandi lögum og reglugerðum. Kveða skal nánar á um þennan þátt í reglugerð. IV. KAFLI Fjármál. 11. gr. Stofna skal menntunarsjóð fullorðinna. Tekjur sjóðsins eru: Framlag ríkissjóðs á fjárlögum ár hvert. Aðrar tekjur er sjóðurinn kann að hafa, t.d. með útgáfu og sölu á námsefni eða annarri þjónustu. Menntunarsjóður fullorðinna er í umsjón menntamálaráðuneytis. Nefnd um almenna fullorðinsfræðslu er jafnframt stjórn sjóðsins. Nánar skal kveðið á um starfsemi sjóðsins í reglugerð. 12. gr. Stjórn menntunarsjóðs fullorðinna úthlutar styrkjum úr sjóðnum. Fræðsluaðili er njóta vill styrks úr menntunarsjóði sækir um það til sjóðstjórnar. Hann skal leggja fram áætlun um þá fræðslu sem hann hyggst bjóða á komandi missiri, fyrir 1. júní vegna haustmissiris og fyrir 1. nóvember vegna vormissiris.
3
Þannig gerir hún frönsku og íslensku jafnhátt undir höfði og það má heyra saumnál detta þegar menn hlusta á hið framandi mál. Hrifningin er svo mikil að viðstaddir rísa úr sætum og klappa. Aðalréttur dagsins nefnist Tournedos 1900 en chemise, sem í allt of lauslegri þýðingu gæti heitið Nautasteik í skyrtu frá 1900. Þegar til kemur er steikin reyndar klædd í eitthvað sem minnir Íslending helst á pönnuköku, en hvað um það, þetta er svo ljúffengt að menn setur hljóða. Nú er líka komið nýtt rauðvín til þess að handleika, það er Château L'Angelus 1971. Ég hyggst knýja þá játningu út úr borðherra mínum að þetta sé betra vín en hið fyrra, en þar hleyp ég á mig. Á þessum nótum er ekki talað um vín í háborg vínmenningar. Eitt vín í svipuðum gæðaflokki og annað er í hæsta lagi öðruvísi, en hinar einföldu flokkanir betra og verra eru óviðeigandi og vísast dónalegar. Hins vegar eru samanburðarrannsóknir borðherrans á vínunum tveimur mjög fróðlegar. Hann hugsar sig vandlega um og kemur svo með greinargerð. Síðara vínið, sem kemur frá St. Emilion, sé mjög sjarmerandi, segir hann, en það geti ekki orðið betra en það er nú þegar. Château Margaux sé flóknara vín, sem muni verða æ betra og megi líkja því við konu sem maður mundi vilja eyða ævinni með. St. Emilion vínið sé hins vegar einfalt og grípi mann strax, eins og kona utan á blaði sem maður mundi vilja eyða hálftíma með.
0
Þeir þurfa jafnframt ekki að fylgja jafnþröngum ramma og aðilar í opinbera geiranum og verða frekar fyrir áhrifum af breytingum á framboði og eftirspurn hvers konar. Þó er niðurstaðna að vænta á vormánuðum 2021 úr fyrstu rannsókn á launamun karla og kvenna sem gerð hefur verið frá því lögin um jafnlaunavottun tóku gildi, en forsætisráðuneytið undirritaði samning við Hagstofu Íslands þess efnis í október síðastliðnum (Stjórnarráð Íslands e.d.-d). Undir þriðja geirann falla félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu en teljast hvorki til almenna geirans né opinbera geirans (Almannaheill e.d.). Frekari fræðsla um kerfið gæti leitt til aukins vantrausts og óánægju enda væri kerfið flókið. Kynbundinn launamunur dróst saman á sama tímabili, úr rúmum 15% niður í 10% (Stjórnarráð Íslands 2020; VR e.d.-c). Þau sögðu jafnlaunavottun snúast minnst um að draga úr kynbundnum launamun en þeim mun meira um að verklag og ákvarðanir væru samkvæmt jafnlaunastaðlinum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og það sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi mælist enn kynbundinn launamunur. Hér á eftir verður fjallað nánar um hvert og eitt þema. Gígja ítrekaði jafnframt að ramminn stýrði launaákvörðunum og að það þyrfti að hafa kerfi sem virkaði. Beitt var 270opinni kóðun, öll viðtölin (gögnin) voru lesin línu fyrir línu og þau atriði punktuð niður sem komu síendurtekið fram. Auk þess gæti uppbygging jafnlaunastaðalsins auðveldlega valdið misskilningi og þar með óánægju í kjölfarið.
1
Guðbergur Bergsson með skáldsögunni Tómas Jónsson – Metsölubók, Ingimar Erlendur Sigurðsson með Borgarlífi, Jóhannes Helgi Jónsson með skáldsögunni Svartri messu, Jón Kjartansson frá Pálmholti með Orgelsmiðjunni, Þorsteinn Jónsson frá Hamri með ljóðabókinni Lágnætti á Kaldadal og Guðmundur Steinsson samdi leikritið Fósturmold. Ég hafði þrifið íbúð mína í Hátúni 4 hátt og lágt og skipt um veggfóður í stíl við tíðarandann. Ég hlustaði á snilldarverk Paul McCartneys, Yesterday og Hey Jude, einnig á frábært lag George Harrisson, Here Comes the Sun, oft á lög John Lennons og McCartneys af fyrstu plötum Bítlanna, á Janis Joplin og Jimi Hendrix sem voru einnig í miklu uppáhaldi og þá ekki síður djassinn. Djasspáfinn, Vernharður Linnet, kynnti fyrir mér saxófónleikarana Lester Young, Charlie Parker, Coleman Hawkins og Gerry Mulligan. Saxófónninn heillaði mig þegar ég fór á tónleika hjá Djassklúbbi Reykjavíkur í Tjarnarbúð og hlustaði á hinn heimskunna tenórsaxófónleikara Booker Erwin leika af fingrum fram. Ég las bækur sem höfðu mikil áhrif á mig, Sjálfstætt fólk og Heimsljós eftir Halldór Laxness. Hvorki fyrr né síðar hef ég lesið þvílík snilldarverk. Böðvar Pétursson, verslunarstjóri hjá Helgafelli, hafði mælt með þeim þegar ég keypti bækurnar hjá forlagi Helgafells. Böðvar vildi gjarnan fá að heyra hvernig mér líkaði bækurnar. – Heimsljós og Sjálfstætt fólk eru bestu bækur sem ég hef lesið, sagði ég þegar ég hitti Böðvar. – Hefðurðu lesið Íslandsklukkuna? Áttu bókina? spurði hann. – Nei. Ég á ekki bókina og hef ekki lesið hana, svaraði ég. – Þú getur fengið bókina á kostakjörum, sagði hann. Þegar hann nefndi upphæðina ákvað ég að taka boðinu.
0
Brot gegn 2. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 15. gr. varða sektum eða fangelsi. Sé refsivert brot framið í starfi hjá félagi, stofnun eða öðrum ópersónulegum aðila er hann ábyrgur fyrir greiðslu sektar. 21. gr. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þar skal m.a. skilgreina frekar hvað fellur undir sjúkdómsmeðferð skv. 1. gr. og hvað telst læknisfræðileg tilraun skv. 3. mgr. sömu greinar. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001 og taka til tjónsatvika sem verða eftir þann tíma. Endurskoða skal lög þessi innan fjögurra ára frá gildistöku þeirra. Breytingar á öðrum lögum. 23. gr. Við gildistöku laga þessara verða eftirtaldar breytingar á lögum um almannatryggingar, nr. 117 20. desember 1993: a. F-liður 1. mgr. 24. gr. laganna fellur brott. b. Síðari málsliður lokamálsgreinar 29. gr. laganna fellur brott. c. Í stað orðanna „og f-liðum“ í lokamálslið 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: lið. d. D-liður 2. mgr. 43. gr. laganna fellur brott. e. Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður sem orðast svo: Sjúklingar sem áttu rétt til bóta skv. f-lið 1. mgr. 24. gr. fyrir 1. janúar 2001 skulu halda rétti sínum skv. III. kafla laganna. Ef krafa er gerð eftir 1. janúar 2001 vegna tjónsatviks sem varð fyrir þann tíma gilda ákvæði f-liðar 1. mgr. 24. gr. og d-liðar 2. mgr. 43. gr. almannatryggingalaga, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 24. gr.
3
Kjörseðla sem notaðir verða á kjörfundi skal fullgera þannig: Prenta skal framboðslistana hvern við annars hlið, í röð eftir bókstöfum þeirra, og skal ætla hverjum lista um 6 sm breidd en lengd skal miðuð við fulla löglega tölu frambjóðenda. Niður undan bókstaf hvers lista, sem skal vera stór og greinilegur og standa yfir miðjum listanum, skulu vera nöfn frambjóðenda listans í réttri röð ásamt stöðu eða starfsheiti og heimili ef nauðsyn þykir til auðkenningar. Listarnir skulu aðgreindir með feitum langstrikum og skal að minnsta kosti 1/ 2sm breitt bil vera fyrir framan nöfnin á hverjum lista. Þess skal getið um hvern lista fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er í kjöri á þann hátt að prenta með skýru letri neðan við listabókstafinn en ofan við nöfnin á listanum: Listi … (nafn stjórnmálasamtakanna). 51. gr. Kjörseðlana skal brjóta saman þannig að óprentaða hliðin snúi út. Ekki skal fullgera fleiri seðla en þá sem sendir verða undirkjörstjórnum og skal yfirkjörstjórn varast að láta óviðkomandi sjá seðlana áður en hún sendir þá frá sér. 52. gr. Kjörseðlar skulu að jafnaði fullgerðir eigi síðar en sjö dögum fyrir kjördag og skal dómsmálaráðuneytið þegar senda þá yfirkjörstjórn. Yfirkjörstjórn skal síðan senda á öruggan hátt undirkjörstjórn hverri jafnmarga seðla og kjósendur eru á kjörskrá í hennar kjördeild og minnst 10% fram yfir. Þar sem kosnar eru sérstakar kjörstjórnir skv. 2. mgr. 13. gr. er heimilt að afhenda þeim kjörseðla óflokkaða fyrir kjördeildir og annast þær þá afhendingu kjörseðlanna til undirkjörstjórna.
3
Flutningsmenn telja að það verði best gert með beinni þátt töku sjóðfélaga á aðalfundi þar sem hann getur komið skoðunum sínum á framfæri og framkvæmt vilja sinn með atkvæðisrétti sínum. Með tilhögun frumvarpsins munu sjóð félagar enn fremur veita stjórn lífeyrissjóðsins nauðsynlegt aðhald í ákvarðanatöku um málefni sjóðsins. Frumvarpið gerir ráð fyrir tilteknu hlutverki stjórnarinnar. Það er hennar meginhlut verk að gæta þess að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við lög og reglugerðir sem um líf eyrissjóði gilda. Hér er auðvitað mikilvægt að huga vel að lögum um ársreikninga og end urskoðun lífeyrissjóða, nr. 27 frá 1991. Jafnframt ber að hafa í huga að nokkrir lífeyr issjóðir eru stofnaðir samkvæmt lögum. Gert er ráð fyrir að stjórn sjóðsins gæti þess að starfsemi sjóðsins fari eftir reglugerð eða samþykktum lífeyrissjóðsins sjálfs. Þetta er mikilvægt ákvæði þar sem komið hef ur fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa ekki framfylgt ákvæðum í reglugerðum sínum eins og fram kemur í skýrslu bankaeftirlitsins frá 1991 um tryggingafræðilegar úttektir. Þess er sérstaklega getið að stjórn sjóðsins skuli hafa í sinni þjónustu tryggingastærð fræðing sem geri tryggingafræðilegar athuganir á rekstri og stöðu sjóðsins og stjórninni beri að kynna sjóðfélögum þessa útreikninga. Sérstakt ákvæði er um hlutverk trygginga stærðfræðings sem þjónusti sjóðinn og sé stjórn sjóðsins til ráðgjafar en gæti þó fyrst og fremst hagsmuna sjóðfélaga og sé þannig aðhald gagnvart stjórn sjóðsins. Meginhlut verk tryggingastærðfræðings samkvæmt frumvarpinu verður útreikningur á stöðu sjóðs ins á hverjum tíma hvað varðar eignir og skuldbindingar.
3
Hann hugsar til reynslu sinnar og annarra í svipuðum málum. Margir lýstu erfiðleikum sem þeir höfðu tekist á við og komist yfir og lífið verið gott og innihaldsríkt þrátt fyrir það. Ég er búin að margvelta þessu fyrir mér en einhvern veginn þá er ég bara sátt við að hætta að spekúlera í því, það er svo stutt í það að maður getur bara kynnt sér það þegar maður kemur yfir. Horfur, hversu erfið meðferð er og líkur á þjáningum eru megináhrifavaldar þess hvort aldraðir þiggja meðferð eða ekki (6-8). Tengsl við ástvini: Hár aldur og ótti við að verða byrði á ástvinum eru líka ástæður til að hafna meðferð. Stundum er hægt að halda sjúklingum á lífi sem eiga sér litla sem enga von um bata, en í þvílíku ástandi að margir kysu frekar að deyja en að lifa. Þessar niðurstöður mætti túlka í ljósi ofangreindra vangavelta á þann hátt að þeir sem misst hafa maka telji lífi sínu lokið eða vonast til endurfunda fyrir handan, þeir sem eiga maka óttist að verða byrði á maka sínum eða vilji lifa lengur þeirra vegna en hinir sem eru einir líti hugsanlega frekar á eigin hagsmuni. Þeir sem segjast vera tilbúnir til að deyja eru hins vegar líklegir til að hafna endurlífgun (5). Ég hef aldrei losnað við það, annars er það misjafnt eftir því hvernig dauða ber að og á hvaða aldri fólk er - en það gerði kannski í og með þetta með lífsreynslu mína sem barn Margir sögðust hafa átt gott líf og vera orðnir gamlir.
1
Í árslok 1989 var heildarsparnaður kominn í 94% af landsframleiðslu. Í lok þessa árs er áætlað að sparnaður verði orðinn meiri en nemur landsframleiðslu ársins, eða 104%, og í lok næsta árs verður sparnaðarhlutfallið 113% samkvæmt spánni. Til samanburðar má nefna að í árslok 1980 var hlutfallið 47%. Helstu skýringar á auknum sparnaði eru mikil umskipti á lánamarkaði í kjölfar aukins frjálsræðis á honum og uppbygging lífeyrissjóðanna. Árið 1990 er gert ráð fyrir talsverðri aukningu á kerfisbundnum sparnaði þrátt fyrir að landsframleiðsla verði óbreytt. Skýringin er tvíþætt. Annars vegar kemur til framkvæmda á þessu ári síðasti áfanginn í breikkun á iðgjaldastofni lífeyrissjóðanna. Hins vegar mun eignamyndun síðustu ára skila sér í auknum vaxtatekjum hjá lífeyrissjóðum. Flestir þættir frjáls sparnaðar hafa einnig vaxið hratt á þessu ári og er áætlað að hann vaxi um 17 milljarða króna í heild. Mestur er vöxturinn í útgáfu hlutdeildarbréfa verðbréfasjóðanna og bankabréfa. Einnig hafa hefðbundin innlán aukist töluvert og er spáð um 16% aukningu innlána frá upphafi til loka árs 1990. Árið 1991 er aftur á móti reiknað með að kerfisbundinn sparnaður dragist saman og verði um 15 milljarðar króna, eða 3 milljörðum króna lægri en 1990. Hins vegar er reiknað með að frjáls sparnaður haldi áfram að vaxa. Meðal annars er gert ráð fyrir um 15% aukningu innlána á næsta ári. Er þá miðað við að vextir heildarinnlána verði um 2% að raungildi. Áætlun um peningalegan sparnað 1990 og 1991. Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu. Þróun vaxta. Grunnvextir verðtryggðra lána hafa haldist nánast óbreyttir frá fyrra ári.
3
Leiðbeinandi hefur allar spurningarnar prentaðar út á miðum, ein spurning á hvern miða. Hver þátttakandi eða hver hópur dregur eina spurningu. Athugasemd: Í tveimur tilvikum er ekki um spurningu að ræða. Er það vísvitandi gert til þess að kanna hvort þátttakendur átti sig á að svo sé. Brýnt er að gæta þess að þátttakendur fái ekki vitneskju um þessa „gildru“ fyrr en að lokinni æfingunni. Spurningarnar eru: Af hverju getur þú ekki fengið þér eðlilega vinnu? Það er hægt að reikna út hvenær heimsendir verður. – Verur utan úr geimnum hafa lent á jörðinni. – Verur utan úr geimnum hafa tekið fólk sem sefur, farið með það og skilað því svo aftur áður en það vaknar. – Ef mann dreymir naut þá gýs eldfjall. – Ef mann dreymir brennda sviðahausa þá mun rigna ösku. – Golli er selur sem getur spáð fyrir um úrslit handboltaleikja. Ef hann velur að borða íslenska síld fyrir leik Íslands og Spánar þá vinnur Ísland en ef hann velur spænska síld þá vinnur Spánn.
0
Þar vegur þyngst tímabundin niðurfelling tryggingagjalds af útflutningsgreinum sem talin er lækka tekjurnar um tæpan hálfan milljarð króna frá áætlun fjárlaga. Jafnframt var horfið frá því að lækka endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði sem skila átti ríkissjóði um 400 m.kr. Þá hafa ýmsar breytingar á vörugjöldum neikvæð áhrif á tekjuhliðina. Í öðru lagi munu áform stjórnvalda um sölu ríkiseigna ekki nást fram á þessu ári. Gert hafði verið ráð fyrir að eignasala skilaði ríkissjóði um 1,5 milljörðum króna, en nú þykir sýnt að þær tekjur verði vart meiri en um 100 m.kr. Í þriðja lagi hefur meira atvinnuleysi en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga komið fram í minni tekjum einstaklinga, sem aftur hefur dregið úr útgjöldum heimilanna. Þetta leiðir til þess að tekjur ríkissjóðs af launa- og veltusköttum verða nærri 2 milljörðum króna lægri en reiknað var með. Á móti þessum áhrifum vega meiri tekjur af eignarsköttum og tryggingagjaldi auk þess sem vaxtatekjur hafa orðið meiri en áætlað var. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 1993 Fjárlög Áætlun Breyting Breyting 1993 1993 frá fjárl. frá fjárl.
3
En þar skildi feigan og ófeigan, að Birni skaut upp svo nærri skörinni að hann náði handfestu í skararbrúnina, áður en hann færi aftur í kaf. Þeir Ari sjá það fyrst til Björns, að hönd er teygð upp úr vatninu og rétt upp á skörina vestan megin vakarinnar, nokkru ofar en þar, sem vatnið féll undir ísinn. Því næst skýtur upp höfði og herðum, og sjá þeir þá, að þetta er Björn. Kastast hann undan straumnum niður með skörinni, án þess þó að missa af henni tökum, unz hann ber þar að, sem vatnið fellur undir ísinn. Þar tekst honum loks að krækja olnbogunum upp á skörina. Lá hann næstum flatur á bakið í vatninu, þannig að fæturnir stóðu undir skörina, en straumurinn svall á herðum honum. Ég get ekki farið í sendiuferðina núna, Margrét. Ég er svo voðalega veik. Grípur svo um höfuðið og segir: Ég er með hita. Jæja! svarar Margrét. Ég ætla þá að stökkva snöggvast til hennar mömmu þinnar og láta hana vita, að þú megir ekki vera úti svona veik með hita. Það verður að mæla þig. Þá kom hnykkur á Skottu, og henni varð þetta að svari: Nei, nei! Gerðu það ekki. Kannski ég geti þá farið. Nú gekk allt hrukkulaust um nokkurt skeið. En ekki löngu eftir þetta ber það nýrra til tíðinda, að Skotta kemur ekki til vinnukonuverkanna og á nú ekkert erindi við krakkana í húsinu.
0
Hafi lánardrottinn krafist gjaldþrotaskipta á búi skuldarans skal héraðsdómari rita á kröfuna ákvörðun sína um þinghald til að taka hana fyrir ásamt fyrirkalli til skuldarans, en láta síðan birta hana fyrir skuldaranum. Við birtingu skal skuldaranum eða þeim sem birt er fyrir í þágu hans látið í té samrit kröfunnar með áritun héraðsdómara og fylgigagna með henni. Birting skv. 1. mgr. skal fara fram með þeim fyrirvara sem héraðsdómari ákveður, en hann má þó ekki vera skemmri en einn sólarhringur. Að öðru leyti skal fylgt þeim reglum sem gilda um birtingu stefnu í einkamáli. Birting þarf ekki að fara fram skv. 2. mgr. ef skuldarinn sækir þing og mótmælir ekki að krafan verði tekin fyrir án birtingar. Héraðsdómari skal tilkynna hlutaðeigandi lánardrottni um þinghald til að taka beiðni hans fyrir með sannanlegum hætti og minnst sólarhrings fyrirvara. 70. gr. Ef ekki er sótt þing af hálfu lánardrottins þegar krafa hans um gjaldþrotaskipti á búi skuldarans er tekin fyrir skal hún talin afturkölluð. Ef skuldarinn sækir þing og krefst þess getur héraðsdómari ákveðið honum ómaksþóknun úr hendi hlutaðeigandi lánardrottins. Ef skuldarinn sækir ekki þing þegar krafa lánardrottins um gjaldþrotaskipti er tekin fyrir skal eftir atvikum líta svo á að skuldarinn viðurkenni fullyrðingar hans. Ef skuldarinn sækir þing og lánardrottinn sem krefst gjaldþrotaskipta á búi hans má héraðsdómari verða við sameiginlegri ósk þeirra um að fresta meðferð kröfunnar þótt mótmæli hafi ekki komið fram gegn henni. Slíka fresti má ekki veita til lengri tíma en samtals eins mánaðar.
3
Þróunarsamvinna ber ávöxt er forskrift átaksverkefnis sem 12 félög og stofnanir standa að til að vekja athygli á gildi menntunar og fræðslu í þróunarstarfi. Átakið hefst mánudaginn 30. september og stendur til 4. október. Nemendur í sjötta bekk Varmárskóla í Mosfellsbæ og Grunnskólanum í Vestmannaeyjum hafa verið í sambandi við jafnaldra sína í Kenía og Úganda og munu tengjast þeim með aðstoð Skype mánudaginn 30. september. Þetta er liður í að efla tengsl milli ungs fólks á Íslandi og Afríku. Margt annað verður gert til að vekja athygli á mikilvægi menntunar fyrir upprennandi kynslóðir í Afríku. Kennarar geta nálgast námsefni í þróunarfræðslu, Námsgagnastofnun kynnir nýjan vef þar sem allt efni sem tengist þróunarmálum verður kynnt. Upplysingavefurinn komumheiminumilag.is verður einnig settur í loftið og þar eru gagnlegar upplýsingar um nýtt kennsluefni, verkefni og leiðbeiningar fyrir kennara auk myndbanda. Málþing verður haldið miðvikudaginn 2. október í Þjóðminjasafninu um gildi menntunar og þekkingar í fjölmenningarlegum heimi. Gestur málþingsins er Anjimile Oponyo ráðuneytisstjór menntamálaráðuneytist Malaví, sem er systir Joyce Banda forseta Malaví. Ungt fólk stendur fyrir Instagamani á Instagram og er fólk hvatt til að taka ljósmyndir tengda menntun og birta með ,,hashtagginu #menntamóment. Ljósmyndasýningin Verndun jarðar sem Afríka 20:20 stendur fyrir í samvinnu við Félag Angóla á Íslandi og sendiráð Angóla á Norðurlöndum stendur uppi í Öskju og Hámu sem eru tvö af húsum Háskóla Íslands.
2
Óvíst er hvort kirkja hafi staðið að Keldum áður en Jón lét reisa klausturhús sín og kirkju „fyrir norðan læk“. hálfan metra inn eftir þeim. Hugsanlegt er einnig að notkun orðsins haldist í hendur við þróun torfbæjarins, en á síðmiðöldum koma fram fyrstu vísar að gangabæjum. 105 Forskálarnir minna um margt á hina grjóthlöðnu souterrains en eru hins vegar gerð fræðilega ólíkir þar sem þeir eru sjáanlegir á yfirborði. Einnig þarf að hafa í huga að jarðhús heima við bæ bera e. t. Sumarið 1934 var verkinu haldið áfram, sett upp grind og hlaðinn veggur. Ekki er ósennilegt að aðferð þessi hafi verið vel þekkt. Sú spurning vaknar einnig hvort flokka megi hina manngerðu hella sem souterrains. 31 Í Hallfreðar sögu vandræðaskálds segir frá „einni skörulegustu hefnd sem orðið hefur“. Svo er að skilja að Matthías hafi látið grafa göngin neðanjarðar og haft þau hvelfd eins og fyrirmyndina. Árið 1941 voru göngin rannsökuð milli íþróttahúss og laugar og var þá byggt yfir þau. Önnur dæmi eru hins vegar frá 19.-20. 41 Mikilvægt var að heyra til þingmannasveitar voldugs goða og mægjast inn í fjölskyldur sem áttu eitthvað undir sér. Inn á milli fok moldarlaga voru þétt sandsteinslög sem héldu göngunum uppi. Clinton hallast að hvoru tveggja, að byggingarnar hafi bæði þjónað sem geymslur og fylgsni.
1
Það eru góðar ábendingar í þessari skýrslu, svo sem að móta þarf heilstæða stefnu um veitingu heilbrigðisþjónustu á landinu öll, tengja þarf betur starfsemi spítalans við aðrar þjónustuaðila auk þess sem auka þarf notkun gæðavísa. Bregðast þarf við fráflæðivandanum með því að bæta ferla innan sjúkrahússins. Afköstin eru minni en áður þó stöðugildin séu fleiri og kostnaður meiri. 7: Hanna umbótaáætlun með skýrum áföngum og tengja aukin framlög til heilbrigðiskerfisins við hana. Fjölga þarf sérfræðilæknum í fullu starfi eða að minnsta kosti auka stöðuhlutfall og viðveru þeirra til að hraða ákvörðunartöku um meðferð og útskriftir sjúklinga. Ráðleggingar: breyta þarf samsetningu starfsmannahópsins. Læknar sinna fleiri sjúklingum á stöðugildi en læknar sænsku sjúkrahúsanna. Landspítalinn þarf að skilgreina skýrar mælieiningar og setja sér markmið með tilliti til framleiðni. Árið 2014 námu heilbrigðisútgjöld á Íslandi 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hlutverk í heilbrigðiskerfinu. Ef hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítala er lágt hvers vegna er ekki lagt til að breyta því hlutfalli? Hlutverk er ekki nógu skýrt. Í skýrslunni er hugað að afköstum, rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls á Landspítala. Meðallegutími sjúklinga er langur. Gæti þetta fælt nýja sérfræðilækna frá? Ánægjulegt er að heyra að læknar spítalans afkasta miklu en hugsanlega segir það meira um sænska heilbrigðiskerfið og athyglisvert væri að fá samanburð við önnur lönd svo sem Bretland. 4: Setja ætti reglur um samræmda skráningu (byggða á DRG-kerfinu) á allri heilbrigðisþjónustu. Þótt rekstrarkostnaður og afköst hafi breyst sést lítil breyting á gæðum þjónustunnar. Leiðin fram á við. Hlutfall klínísks starfsfólks er lágt og læknar hlutfallslega fáir.
1
Á matarmörkuðunum blöstu við ávextir, grænmeti og ostahnullungar, myglaðir, parmesangulir og skjannahvítir; fiskar í dauðateygjum, spriklandi krabbar með bundnar klær, kræklingar í skeljum, kolkrabbar í bitum og humrar á ísmolum, náhvítar svínalappir og afhöggnir svínshausar, hauslausir fuglar, túnfisksteikur, krydd í sekkjum og ólífuolía í dunkum. Í rjáfrum sölubásanna héngu kjötskrokkar, svínslæri og villigeltir yfir plastfötum með niðurskornum hjörtum sem draup úr svart blóð; þarna var líka meðlæti með öllu saman: Heimagert alíóli, döðlukökur, vín, sveitabrauð, ólífur í hvítlaukslegi og súkkulaðihnetur sem bráðnuðu undir tönn. Andrúmsloftið var sætt, þykkt, ölvað; mettað þefi af blóði, ávaxtasykri, sjávarseltu. Laukandremmu og mjólkursýru. Í hverju skúmaskoti gaus upp hlandfýla en dofnaði þegar nær dró kaffibörum markaðarins sem voru þéttskipaðir klyfjuðu fólki að masa og drekka kaffi meðan álíka skrafhreifnir barþjónar létu gufu streyma upp úr hvæsandi kaffivélum svo hún baðaði brandíglösin í móðu, blandaðist tóbaksreyk og settist á öðuskeljar í leirskálum. Á veturna var markaðurinn borgarbúa, á sumrin ferðamannanna. Við þóttumst vera borgarbúar þegar við keyptum í matinn á matarmarkaðnum í miðbænum, svifum milli barborða og supum jöfnum höndum kaffi og brandí, sópuðum mat ofan í innkaupakörfur. Döðruðum við kjötsala. Og þannig kynntist ég Jordi. Fyrr má nú vera! Aldrei treysti ég henni svona vel. Sagði bara já og amen við öllu. Honum væri nær að vera pirraður út í foreldra sína frekar en hálfókunnuga konuna. Hann á sína fjölskyldu í þeim. Þau þrjú eru fjölskylda. Ég er eitthvað annað. Í fyrsta skipti á ævinni fyllist ég löngun til að mótmæla. Öllu. Ég belgi mig út af sunnudagssteik, löðrandi í sósu.
0
Eftir sem áður aðstoði Náttúrufræðistofnun við uppbyggingu slíkra safna og getur gerst aðili að þeim með leyfi ráðherra. * Rannsóknir er tengjast umhverfismálum geta verið meðal verkefna Náttúrufræðistofnunar og náttúrustofa og fer umhverfisráðherra með málefni sem lögin taka til. * Kveðið er á um tengsl Náttúrufræðistofnunar við aðrar rannsóknastofnanir og samstarf hennar og náttúrustofa. * Gert er ráð fyrir að sett verði reglugerð um menntunarkröfur deildarstjóra og sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar hliðstæðar því sem gerðar eru í Háskóla Íslands. Breyttar aðstæður í náttúrurannsóknum. Mikil breyting hefur orðið á aðstöðu og tilhögun náttúrurannsókna frá því sett voru lög um Náttúrufræðistofnun Íslands 1965. Rannsóknastofnanir atvinnuveganna hafa eflst til muna, þar á meðal Hafrannsóknastofnun, Orkustofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Náttúrugripasöfn hafa verið stofnuð á nokkrum stöðum á landinu og við sum þeirra eru stundaðar allvíðtækar rannsóknir. Við Háskóla Íslands er nú kennsla í líffræði og jarðfræði og þar vinna margir prófessorar og sérfræðingar að rannsóknum. Stofnaður hefur verið Háskóli á Akureyri. Norræn eldfjallastöð er komin á fót hérlendis og við hana fara fram margþættar jarðfræðirannsóknir. Lög um Rannsóknaráð ríkisins hafa verið endurskoðuð og sett á fót sérstakt Vísindaráð sem hefur m.a. það verkefni „að gera tillögur um stefnumörkun fyrir vísindastarfsemi í landinu og fylgjast með starfi og skipulagi vísindastofnana“. Við samningu frumvarpsins var leitast við að taka tillit til þessara breyttu aðstæðna og ábendinga sem fram komu hjá ýmsum viðmælendum nefndarinnar. Verkefni NNN-nefndarinnar var að fjalla um þann þátt náttúrurannsókna sem snýr að Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrurannsóknum utan Reykjavíkur. Skyldi höfð hliðsjón af gildandi lögum nr. 48/1965 og fyrri tillögum, m.a. um náttúrufræðistofur, náttúrusýningarsöfn og umhverfisrannsóknir.
3
Málsókn prests í Grensáskirkju sem úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur úrskurðað brotlegan gegn tveimur konum verður til umfjöllunar hjá nefnd á vegum Fjármálaráðuneytisins. Nefndinni er ætlað að fjalla um það hvort réttmætt hafi verið af biskupi að vísa prestinum tímabundið frá störfum. Fyrir hálfu öðru ári kærðu fimm konur sóknarprest Grensáskirkju fyrir brot gegn þeim við störf þeirra fyrir kirkjuna. Konurnar kærðu prestinn til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að presturinn hafi brotið gegnum tveimur kvennanna. Atvikin sem lýst er í úrskurðinum eru að presturinn hafi slefað ofan í hálsmálið á annarri konunni, lyft henni upp og haldið henni fastri. Hina konuna hafi hann kysst ítrekað, sleikt og nartað í eyrnasnepla og sleikt á henni tærnar. Presturinn áfrýjaði niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar. Í nóvember í fyrra staðfesti hún úrskurð úrskurðarnefndar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sagði þá í viðtali við fréttastofu RÚV að hún hefði formlega tilkynnt sóknarprestinum að hún hefði veitt honum lausn frá störfum tímabundið. Um miðjan desember barst nefnd á vegum Fjármálaráðuneytisins mál prestsins. Nefndinni er ætlað að rannsaka mál embættismanna sem veitt hefur verið lausn um stundarsakir fyrir meintar misfellur í starfi. Nefndin þarf því að komast að því hvort ákvörðun biskups um að veita prestinum tímabundna lausn frá störfum sé réttmæt. Þrír eiga að skipa nefndina: Formaður sem skipaður er af fjármálaráðherra, fulltrúi sem Dómsmálaráðuneytið skipar og fulltrúi frá BHM, stéttarfélagi prestsins. Presturinn var á fullum launum í fimmtán mánuði frá ágúst 2017 til nóvember 2018 og á hálfum launum frá þeim tíma.
2
Forréttarstofa skal með reglulegu millibili endurskoða úrskurð sinn um lausn úr haldi eða hald viðkomandi manns og getur hún gert það hvenær sem er fari saksóknari eða viðkomandi maður fram á það. Við slíka endurskoðun getur hún breytt úrskurði sínum um hald, lausn eða skilyrði fyrir lausn úr haldi, telji hún sýnt að breyttar aðstæður krefjist þess. 4. Forréttarstofa skal sjá til þess að maður sé ekki hafður óhæfilega lengi í haldi áður en til dómsmeðferðar kemur vegna óafsakanlegra tafa af hálfu saksóknara. Verði slíkar tafir á málinu skal dómstóllinn íhuga að leysa manninn úr haldi með eða án skilyrða. 5. Ef þurfa þykir getur forréttarstofa gefið út handtökuskipun til þess að tryggja viðurvist manns sem hefur verið látinn laus. 61. gr. Staðfesting ákæruatriða fyrir dómsmeðferð. 1. Með fyrirvara um ákvæði 2. mgr. skal forréttarstofa, innan hæfilegs tíma eftir að maðurinn var afhentur eða kom sjálfviljugur fyrir dómstólinn, halda dómþing til þess að staðfesta ákæruatriði sem saksóknari hyggst leggja til grundvallar saksókn á hendur honum. Dómþingið skal haldið í viðurvist saksóknara og ákærða ásamt verjanda hans. 2. Forréttarstofa getur, að beiðni saksóknara eða að eigin frumkvæði, haldið dómþing í fjarveru ákærða til þess að staðfesta ákæruatriði, sem saksóknari hyggst leggja til grundvallar saksókn á hendur honum, hafi maðurinn: a) afsalað sér rétti sínum til þess að vera viðstaddur; eða b) flúið eða hann finnst ekki og allar skynsamlegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja að maðurinn komi fyrir dómstólinn og til að upplýsa hann um ákæruatriðin og að dómþing verði haldið til þess að staðfesta ákæruatriðin.
3
Hann vann ekki að búi sínu eins og aðrir karlar heldur undi best heimavið, lá fyrir og svaf. Einhverju sinni heyrði hann að konur sátu að hannyrðum í stofu og læddist að þeim til að hlera orðræður þeirra. Auður kona Gísla lætur þau ummæli falla undir rós að eiginkona Þorkels, Ásgerður, systir Þorgríms, hafi verið ástkona Vésteins bróður síns. Hin svarar og vænir Auði um að hafa haldið við Þorgrím. Auður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem af svo ógætilegu hjali geta stafað og reynir að þagga niðri í konunum. En þöggun Auðar kom of seint því að Þorkell heyrði það sem fram fór og varð ákaflega reiður og kastar fram vísu þar sem hann hótar þeim illu einu. Auður segir þá: „Oft stendur illt af kvennahjali og má það vera að hér hljótist verra af í meira lagi.“ Þetta gæti alveg eins verið úr Gamla testamentinu og Adam hefði heilshugar getað tekið undir þessa speki. Enginn varð eins illilega fyrir barðinu á kvennahjali og einmitt hann. Auður talar hér eins og Gísli Súrsson í stuttum spakmælum. Hún veit sem er að í þessu samfélagi heiðurs og hefnda var hættulegt að vekja upp afbrýðisemi hjá hégómlegum karlmönnum. Eiginmenn áttu konur sínar með húð og hári og gengu út frá því sem vísu að þær hefðu ekki átt vingott við neinn annan mann. Þessar upplýsingar og aðdróttanir voru því tilræði við karlmennsku þeirra og eignarrétt yfir konunum. Og afleiðingarnar verða enn eitt syndafallið. Fornvinir og mágar snúast gegn hver öðrum og fóstbræðralaginu, sem reyndar aldrei varð, verður drekkt í blóði.
0
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gærkvöldi yfir neyðarstigi í Þingeyjasýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Talið er að 10-12 þúsund kindur séu fastar uppi á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá almannavarnadeild eru þrjú, óvissu-, hættu- og neyðarstig. Í gær voru sex björgunarsveitir við leit að fé í Mývatnssveit. Leitað var á fjórum bæjum og þar af full leitað á þremur. Í dag verður leit kláruð á fjórða bænum en björgunarsveitarmenn hófu leit núna klukkan átta. Ekki er vitað hversu mörgum kindum var bjargað í gær en ljóst að þær skipta hundruðum. Ein sveit var við störf á Vaðlaheiði og í Flateyjardal í gær og fram á kvöld og einnig fór hópur björgunarsveitarmanna á Þeistareyki þar sem ástandið er talið einna verst til að grafa fé úr fönn og taka stöðuna en þar verður leitað betur í dag. Björgunarsveitarmenn á þremur snjósleðum aðstoðuðu síðan Rarik við viðgerðir á rafmagnslínum. Alls voru um 80 manns frá björgunarsveitum við vinnu á svæðinu í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Megin þungi aðgerða í dag verður hins vegar á Þeistareykjum eins og áður sagði þar sem um 6 þúsund kindur eru úti. Óttast er að mikið af þeim sé undir snjó en svæðið er úfið og erfitt yfirferðar. Vegurinn að Þeistareykjum var mokaður í gærkvöldi og í nótt svo hægt verði að koma tækjum á staðinn nú í dag. Sömu björgunarsveitir og voru við vinnu í dag munu sinna verkinu áfram auk þess sem sveitir af Austfjörðum munu koma til aðstoðar.
2
Fyrirkomulag fyrri áfanga er þannig að Jökulsá á Brú er stífluð við Fremri-Kárahnjúk með Kárahnjúkastíflu, sem er 190 m há grjótstífla, við syðri enda Hafrahvammagljúfra. Beggja vegna Kárahnjúkastíflu eru hliðarstíflur, Sauðárdalsstífla og Desjarárstífla. Með stíflunum er myndað miðlunarlón, Hálslón. Vatnsborð við fullt lón verður í 625 m hæð yfir sjávarmáli og verður flatarmál þess 57 km 2. Nýtanlegt miðlunarrými er áætlað um 2.100 GL miðað við lægstu vatnsstöðu, 550 m yfir sjávarmáli. Í úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar er gert að skilyrði að yfirfall úr Hálslóni skuli vera við Kárahnjúkastíflu. Vegna þessa er nú gert ráð fyrir að 200 m langri yfirfallsrennu verði komið fyrir í hlíðinni við vesturenda stíflunnar. Frá yfirfallinu verður vatnið leitt í göngum undir stífluendann sem opnast í steypta rennu nálægt gljúfurbarminum nokkur hundruð metrum neðan við stífluna. Þaðan mun vatnið falla í 60–80 m háum fossi niður í Hafrahvammagljúfur. Vegna þessa skilyrðis um staðsetningu og nýja gerð yfirfalls úr Hálslóni og ótraustra efstu berglaga á áður fyrirhuguðu stíflustæði fyrir gangagerð er nauðsynlegt að hliðra vestari enda stíflunnar um 250 m niður með árfarvegi Jökulsár á Brú en austari enda hennar um 150 m. Með þessari hliðrun munu göngin frá yfirfallinu liggja í traustum berglögum og öryggi stíflunnar þannig tryggt þrátt fyrir yfirfallsgöngin undir henni. Staðsetning stíflunnar er sýnd á meðfylgjandi mynd. Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu. Þrátt fyrir smávægilega hliðrun stíflunnar til norðurs verður að telja heildarumhverfisáhrif af færslu yfirfallsins úr Desjarárdal að Kárahnjúkastíflu minni en í upphaflegri tillögu og í samræmi við skilyrði umhverfisráðherra skv. lið 3.
3
Skrá þessi skal vera opin almenningi. 13. gr. 5. mgr. 19. gr. laganna fellur brott. 14. gr. 23. gr. laganna orðast svo: Lögmanni sem ekki hefur fengið undanþágu frá skyldum 1. mgr. 12. gr. er skylt að halda fjármunum þeim sem hann tekur við í þágu annarra aðgreindum frá eigin fé og er skylt að hafa sérstakan vörslufjárreikning í viðurkenndri bankastofnun og varðveita þar slíka fjármuni. Lögmaður skal fyrir 1. október ár hvert senda Lögmannafélagi Íslands, á þar til gerðu eyðublaði, yfirlýsingu sem staðfest er af löggiltum endurskoðanda um að staða vörslufjárreiknings hinn 31. desember fyrra árs sé ekki lægri en staða vörslufjár samkvæmt bókhaldi lögmannsins. Samtímis skal lögmaður senda félaginu upplýsingar um verðbréf sem voru í hans vörslu 31. desember fyrra árs sem staðfestar eru af löggiltum endurskoðanda. Dómsmálaráðherra skal setja nánari reglur um vörslufjárreikninga að fengnum tillögum Lögmannafélags Íslands. 15. gr. Við 1. mgr. 26. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nefndin vísar frá sér ágreiningsmáli um endurgjald ef lengri tími en eitt ár er liðinn frá því að kostur var á að koma því á framfæri. 16. gr. 2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo. Í máli skv. 1. mgr. getur úrskurðarnefndin fundið að vinnubrögðum eða háttsemi lögmanns eða veitt honum áminningu. Ef sakir eru miklar eða lögmaður hefur ítrekað sætt áminningu getur nefndin brugðist svo við sem um ræðir í 1. mgr. 14. gr. 17. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna: a. 2. mgr. orðast svo: Úrskurðarnefndinni er heimilt að taka upp hæfilegt málagjald sem greiða skal við framlagningu ágreiningsmáls eða kvörtunar fyrir nefndinni.
3
Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru margir tilbúnir að greiða dýru verði fyrir brúnan húðlit (3, 4). Mun algengara er að konur fari í ljós heldur en karlar, 39,3% samanborið við 21,9%. Jónason J, Tryggvadóttir L, eds. Í ljósi sterkra raka um skaðsemi ljósbekkja verður það að vera sjálfsögð krafa að ljósabekkir verði fjarlægðir úr opinberum stofnunum, svo sem sundstöðum og öðrum íþróttamannvirkjum. Nú er tími sumarleyfa, sólarlandaferða, sólbaða, útivistar og vonandi eigum við eftir að njóta margra góðviðrisdaga á þessu sumri. Ljósabekkir gefa frá sér nánast eingöngu UVA geisla. Sólargeislar geta valdið sólbruna, öldrun húðar og húðkrabbameini (1). Það er því sérstaklega mikilvægt að huga að sólvörnum barna og unglinga. Af þeim sem fóru í ljós síðustu tólf mánuðina fór fjórði hver oftar en tíu sinnum. Þetta kann að leiða til óhóflega mikillar UVA geislunar. Á þennan hátt geta greinst mein á frumstigi sem hefðu annars hugsanlega greinst síðar og getur þannig skilið á milli feigs og ófeigs. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands 50 ára. Er þá miðað við að borið sé nokkuð þykkt lag á húðina. Samkvæmt könnuninni má áætla að dag hvern fari um átján hundruð Íslendingar í ljós. Jafnvel minni háttar roði í húðinni eftir sólbað er merki um DNA skemmdir bæði í litarfrumum og hornfrumum (6). Árlegt aldursstaðlað nýgengi miðað við 100.000 íbúa (8). Læknar eru í lykilstöðu og ættu að nota tækifærið og ræða sólvarnir við sjúklinga sína, sérstaklega þá sem eru mjög brúnir, hafa mikið af fæðingarblettum eða þar sem má finna merki sólsköddunar í húð.
1
En það var hljótt á veginum. Allir virtust fjarlægir og alvörugefnir enda strembinn kafli framundan. Vanlíðan mín jókst og ég fann að ég gat ekki haldið áfram. Það voru enn um 55 kílómetrar eftir. Miðað við hvernig mér leið var ekki nokkur möguleiki að mér tækist að klára þá vegalengd. Ég silaðist áfram löturhægt meðan ég hugsaði málið. Hvernig hafði mér dottið í hug að gera þetta? Ég sem var orðin 42 ára og hafði nánast enga hreyfingu stundað frá barnæsku fyrr en ég fór að skokka fáeinum árum fyrr. Ég hafði hlaupið heilt maraþon í fyrsta sinn fjórum mánuðum áður og nú þóttist ég ætla að hlaupa 90 kílómetra. Af hverju þurfti ég alltaf að fara lengra? Nei, skynsamlegast var að hætta áður en ég gengi fram af mér. Ég var reyndar vel undirbúin og ekkert hafði komið upp á varðandi heilsu mína. Ég var í besta líkamlega formi sem ég hafði nokkru sinni verið. Hvað gat þá verið að mér? Ég gerði í huganum kerfisbundna könnun á líkama mínum með því að byrja neðst og fikra mig upp. Þegar ég var komin að höfðinu var mér orðið vel ljóst að ekkert amaði að mér líkamlega; meinið var huglægt. Ég hafði ekki gáð að mér á viðkvæmu augnabliki í hlaupinu og hugurinn náði yfirhöndinni. Hugsanirnar æddu hver um aðra og allar hnigu þær að sömu niðurstöðu; að réttast væri að gefast upp. Ég hafði hlaupið á vegg. Og hæðnina. Og hvað hann hafði notað mig. Reiði mín blossaði upp. «Naumast að þér var haldið lengi.» «Já, ég neitaði öllu.
0
Rannsóknin kallar á frekari greiningar á geðrænni líðan íslenskra ungmenna og hvort eitthvað í vinnuumhverfi stúlkna frekar en drengja auki á slíka vanlíðan. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að ungmenni sem vinna með skóla sofa minna en ungmenni sem ekki vinna7 og að slæmar vinnuaðstæður ungmenna geta leitt til þunglyndis. Að auki var lagt heildarmat á geðræna vanlíðan með því að leggja öll einkennin 5 saman og þeir svarendur sem hafa fundið oft eða stundum fyrir fjórum eða fimm einkennum á síðastliðnum 12 mánuðum taldir búa við fjölþætta geðræna vanlíðan. Yngri aldursflokkarnir tveir falla undir reglur um vinnu barna og unglinga, sem tryggir þeim sérstaka vinnuvernd umfram fullorðna,17 en elsti aldurshópurinn stendur jafnfætis fullorðnum hvað vinnuverndarréttindi varðar. 7,8 Geðræn vanlíðan á unglingsárum getur leitt til langvarandi vanheilsu á fullorðinsárum, sérstaklega ef vanlíðanin er ekki meðhöndluð í tæka tíð9 en vísbendingar eru um að í meirihluta tilfella sé vanlíðan unglinga ómeðhöndluð. Í rannsókninni er vinna skilgreind sem öll vinna sem laun eru þegin fyrir, óháð því hvar hún er stunduð. Einarsdóttir M. Paid Work of Children and Teenagers in Iceland: Participation and protection. 17 Því má gera ráð fyrir að það eitt og sér að vinna með skóla auki álagið í lífi unga starfsmannsins og hafi þannig áhrif á geðræna líðan hans. Mental Health Physical Activity 2019; 16: 8-18. °##° Embætti landlæknis, Reykjavík 2017. Determinants of Sleep Duration Among High School Students in Part-Time Employment. Trends in multiple recurrent health complaints in 15-year-olds in 35 countries in Europe, North America and Israel from 1994 to 2010. Einarsdóttir M, Snorradóttir Á.
1
Þá er gert ráð fyrir í 4. mgr. að heimiluð verði notkun hafbeitarstofns úr sama landshluta til hafbeitar á laxi í veiðivatni með skilyrðum um samþykki veiðieigenda. Um 3. gr. Í fyrirsögn V. kafla er orðið friðun fellt út og veiðistjórn sett í staðinn. 24. gr. felur í sér heimild til að friða vatnasilung fyrir allri veiði sem er breyting frá núgildandi 24. gr. laganna. Í stað þess að kveða á um friðunartíma er sett inn heimild til að friða vatnasilung fyrir allri veiði ef ástæða þykir til. Þarna er tekið mið af þeirri reynslu sem fengist hefur í þessum efnum seinustu áratugi. Aðrar greinar kaflans breytast í samræmi við breytingu 24. gr. Í 25. gr. er fellt út hvað varðar ákvæði um kynbetri stofn en tekið fram að ein ástæðan fyrir eyðingu fiskstofns geti verið sjúkdómar og bætt er inn að hafa þurfi samráð við eiturefnanefnd ef beita eigi eitri við eyðingu á fiski sem þykir eðlilegt. Um 4. gr. Í fyrirsögn kaflans var gerð smávægileg breyting þar sem bætt var inn: í og við veiðivötn, í stað „í veiðivötnum“. Um 4. gr. a. Greinin er samhljóða 39. gr. gildandi laga. Um 4. gr. b. Heildarfriðunarsvæði við fiskveg er fært niður í 50 metra í stað 80 eins og er í gildandi lögum. Þannig verði 30 metra friðunarsvæði við neðra mynni hans en 20 metra ofan við stigann sem teljast verður fullnægjandi. Um 4. gr. c. Greinin er samhljóða 41. gr. gildandi laga. Um 4. gr. d. Greinin er samhljóða 42. og 43. gr. gildandi laga.
3
Lifunargreining (survival-analysis) samkvæmt aðferð Kaplan-Meier var notuð til að bera saman lífslíkur hópanna með lifunarföllum og log rank-prófi til að meta hvort munurinn á hópunum er marktækur. Gagnaöflun fyrir rannsóknina fór fram í gagnagrunni Sögukerfis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þátttakendur voru fáir og eftirfylgdartíminn stuttur miðað við það sem þarf ef ferilrannsóknir eiga að hafa nægilegt tölfræðilegt afl (power) og geta sýnt orsakasamband. Þar hefur 80 ára einstaklingum, sem búa heima og fá ekki heimahjúkrun, verið boðin ein heilsueflandi heimsókn frá árinu 2005. Þegar íbúar á svæðinu verða 80 ára fá þeir boð símleiðis um heimsókn frá hjúkrunarfræðingi. Guðrún Elín Benónýsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2009). Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri Í Danmörku þiggja um 60% fólks heimsókn (Vass o.fl., 2007) og virðast fleiri þiggja heimsóknina ef þeir fá kynningarbréf með ákveðinni tímasetningu (Ekmann o.fl., 2010; Yamada o.fl., 2012). Tengsl svefnlyfjanotkunar og þess að þiggja heilsueflandi heimsókn hafa ekki verið umfjöllunarefni í öðrum rannsóknum. Því koma fram skertar (censored) tímamælingar við lifunarföllin sem byrjuðu við ár númer tvö (þeir sem fengu boð árið 2010) og enduðu á síðasta og sjöunda árinu (þeir sem fengu boð árið 2005). Í Ritröð um rannsóknaverkefni á sviði félagsráðgjafar. Af þeim sem notuð svefnlyf þáðu 83% (44 af 53) heimsókn en einungis 63% (56 af 89) af þeim sem notuðu ekki svefnlyf. Fjöldi lyfseðilsskyldra lyfja Steinunn Birna Svavarsdóttir, Heilbrigðisstofnun Suðurlands Slíkir starfshættir reynast auka líkur á að aldraðir þiggi heimsókn miðað við ef hringt er eða kynningarbréf sent án dagsetningar (Ekmann o.fl., 2010; Yamada o.fl., 2012).
1
Loks er í ákvæðinu það nýmæli að fiskeldis- eða hafbeitarstöðvum sé óheimilt að hefja starfsemi og óheimilt er að flytja eldisfisk eða seiði í fiskeldis- eða hafbeitarstöðvar fyrr en þær hafa fengið rekstrarleyfi. Landbúnaðarráðherra getur þó veitt undanþágu til starfsemi og flutnings á eldisfiski eða seiðum í fiskeldis- eða hafbeitarstöðvar ef stöð hefur fengið starfsleyfi samkvæmt ákvæðum annarra laga. Hér er einkum átt við leyfi samkvæmt lögum nr. 7/ 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Önnur skilyrði eru ekki sett um þetta atriði og lagt í vald landbúnaðarráðherra að meta hvenær veita skuli slíkar undanþágur. Sambærilegt ákvæði er í núgildandi löggjöf um hafbeit en ekki annars konar fiskeldi. Um 4. gr. Ákvæðið er að hluta til sama efnis og 72. gr. núgildandi laga. Einnig er það nýmæli í ákvæðinu að fiskeldisstöðvum sem missa út eldisfisk sé skylt að tilkynna það embætti veiðimálastjóra og að ítrekaðar slysasleppingar geti leitt til þess að landbúnaðarráðherra taki rekstrarleyfi til endurskoðunar og jafnvel felli það úr gildi. Með ítrekuðum slysasleppingum er átt við að fiskeldisstöð missi út fisk í annað skipti á tilteknu tímabili, t.d. einu ári eða skemmri tíma. Einnig er hér ákvæði um að ef fiskeldisstöð hefur ekki byrjað veiði innan 12 klukkustunda eftir að hún missir út eldisfisk getur veiðimálastjóri gefið út almenna heimild til veiði á svæðinu með sömu skilyrðum og gilda um stöðina sjálfa. Ljóst er að mikil þörf er á þessu ákvæði og er lagt til að það verði lögfest með frumvarpi þessu.
3
En hann hafði voðalega hátt og Inga grét og gólaði, og Júlía var orðin hrædd. Varð enn hræddari þegar mamma sagðist ætla út að gá hvort ekki væri hægt að koma vitinu fyrir fólkið, pabbi risinn upp, sagði að hann skyldi heldur fara, og Júlía orðin alvarlega skelkuð. En þá sem betur fór kom lögreglan og þau hættu bæði við. En lögreglan tók samt hvorki Ingu né manninn hennar þótt þau hefðu verið með miklu meiri læti en strákurinn Jonni á horninu. Pabbi sagði að sá gamli hefði líklega gefið þeim bjór. Og kannski sitthvað fleira. En Júlía var hér um bil viss um að lögreglan hefði strax séð að hann hefði bara viljað leika sér, en Inga ekki skilið það. Inga var þannig. Inga? segir Júlía með furðu í rómnum og ætlar greinilega að gera enn einn krókinn á söguna. Inga? Ég hef ekki hugsað um hana árum saman. Auðvitað sá ég vel glóðaraugað sem hún var með, og auðvitað vissi ég innst inni að kallskömmin hafði lamið hana, en ég vorkenndi henni ekki par. Ekki einu sinni í innstu leynum hjartans! Röddin brestur, tár flæða yfir stirðnað andlitið og Júlía verður einhvern veginn að stöðva þetta. Finnur að hún er að missa tökin, grípur sefandi fram í þótt orðin sitji föst, neiti að koma.
0
Þessar kenningar og rannsóknir á grundvelli þeirra hafa þótt mikilvægt framlag til þess að skýra velfarnað, áhugahvöt og sjálfstjórn, sem eru lykilþættir í námi (Admiraal, Nieuwenhuis, Kooij, Dijkstra og Cloosterman, 2019; Roth og Deci, 2009, bls. 78–79). Einnig var ánægjan útskýrð með námsfyrirkomulaginu og sjálfstæðinu (sem áður var lýst), sem og meiri fjölbreytni í námi, námi sem væri jafnframt skipulagt að einhverju leyti út frá áhugasviði þeirra. Þannig telja langflestir kennarar þetta vera mikilvægt hlutverk, en einungis fjórðungur telur því vel sinnt. Um 60 nemendur stunda nám við skólann. Fái barnið upplýsandi og jákvæð fyrirmæli hefur það ekki neikvæð áhrif á innri áhugahvöt (til dæmis sköpunarkraft og vinnugleði) en fái það fyrirmæli sem einkennast af stjórnræði (e. control) þá hefur slíkt neikvæð áhrif á innri áhugahvöt og upplifun af sjálfræði (Koestner, Ryan, Bernieri og Holt, 1984). N2 og N3: Já, alveg mjög mikið. Þau þurfa að læra að þú ert ekki mataður. Hann bendir á að nemendur geti ekki lært að bera ábyrgð á námi sínu nema þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir um það. Einnig skal árétta að nemendur höfðu iðulega ýmiss konar val um verkefnin eins og áður var greint frá. Kaplan og Assor (2012) hafa þróað samtöl milli kennara og nemenda til að styðja sjálfræði (e. autonomy supportive I–thou dialogue). Þannig komu fram þrjú meginþemu úr nemendagögnum; meira sjálfstæði, gaman í skólanum, nám sem hefur tilgang. Niðurstöður sýndu að víða mátti sjá stuðning við sjálfræði nemenda í skólastarfinu, til dæmis með möguleikum nemenda á vali og hvetjandi samskiptum.
1
Hér á landi hefur löggjafinn rýmkað aðild á stjórnsýslustigi að málum á sviði umhverfisréttar líkt og gert hefur verið á Norðurlöndum. Uf R B 2005, bls. 1–9. kvæmt 2. mgr. 75. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, er hlutverk kærunefndar útboðsmála að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum einstaklinga og lögaðila vegna ætlaðra brota á lögunum og reglum settum samkvæmt þeim. Í stjórnsýslulögunum er aðildarhugtakið ekki skilgreint en í almennum athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi því, sem varð að stjórnsýslulögum segir: 32 Í því sambandi má vísa til H 2000 1379 þar sem sagði að ekki yrði talið að unnt væri með dómi að ógilda stjórnvaldsákvörðun nema því stjórnvaldi sem ákvörðun tók, væri stefnt til varna í málinu. Var þess krafist af hálfu H að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði felldur úr gildi. Þrátt fyrir að gengið hafi verið út frá því við mat á aðildarhæfi stjórnvalda má í dómaframkvæmd finna dæmi þess annars vegar að viðkomandi stjórnvaldi sé stefnt eða íslenska ríkinu. Í síðara málinu var hins vegar sérstakri lagaheimild til að dreifa, sbr. 8. mgr. 8. gr. þágildandi byggingarlaga nr. 54/1978. Má um það vísa til H 2000 2131 sem reifaður var hér að framan. Rétt er að geta þess að ekki er fullt samræmi í dómaframkvæmd Hæstaréttar að þessu leyti. Staðan er önnur ef um er að ræða sjálfstætt stjórnvald sem lýtur sjálfstæðri stjórn. MSE, verður enda að telja mjög hæpið að takmarka rétt manna til að bera mál undir dómstóla án þess að fyrir sé mælt um það í lögum.
1
Guðmundur Jónsson, eins og hann hét þá, fæddist að Litlabæ á Álftanesi 8. júní 1888, sonur hjónanna Jóns Hallgrímssonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hann var eitt af mörgum börnum fátækra foreldra, en samt var hann settur til mennta og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1910. Sama ár hleypti Guðmundur heimdraganum og hélt til Kaupmannahafnar. Um leið tók hann upp ættarnafnið Kamban. Hann hafði í hyggju að feta í fótspor þeirra Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Gunnarssonar, sem voru orðnir þekktir í Danmörku fyrir skáldverk sín. Hann innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla og stundaði þar nám í bókmenntum og fagurfræði og lagði jafnframt stund á framsagnarlist hjá Peter Jerndorff 1911-14. Kamban lauk ekki prófi frá háskólanum, því að skáldskapurinn og leiklistin höfðu tekið hug hans fanginn. Árið 1912 samdi Kamban leikritið Hadda Padda, sorgarleik í fjórum þáttum, á íslensku. Þegar Leikfélag Reykjavíkur hafnaði leikritinu, samdi Kamban það um á dönsku og bauð Konunglega leikhúsinu til sýningar. Eftir nokkurt hik ákvað stjórn leikhússins að taka leikritið til sýningar, og var það frumsýnt 14. nóvember 1914. Sýningin var mikill sigur fyrir Kamban. Leikritið var sýnt í fjóra mánuði í Konunglega leikhúsinu og síðan í leikhúsum á öðrum Norðurlöndum, en sýningar í Þýskalandi fórust fyrir vegna ófriðarins. Árið eftir kom út leikritið Konungsglíman, en það var ekki frumsýnt fyrr en nokkrum árum seinna.1 Vonbrigði vegna þess að Konungsglíman fékkst ekki sýnd í leikhúsum urðu til þess að Kamban hélt til Bandaríkjanna haustið 1915, og nokkru síðar kom unnusta hans, leikkonan Agnete Egebjerg, sem hafði leikið í Höddu Pöddu, á eftir honum.
0
Framköllun fæðingar hafði ekki marktæk áhrif á einnar mínútu eða 5 mínútna Apgar-stig og ekki heldur á líkur á Apgar <7 við 5 mínútna aldur. 1 Framköllun fæðingar er inngrip en rannsóknir hafa sýnt að sé það rétt notað er það mikilvægt verkfæri til að bæta útkomu bæði kvenna og barna. Megineinkennum gagnanna sem voru mæld á hlutfallskvarða eru gerð skil í töflu II en hún sýnir samanburð á fjölda og hlutfalli kvenna eftir bakgrunnsbreytum og öðrum frumbreytum fyrir framkallaðar fæðingar annars vegar og sjálfkrafa sótt hins vegar. Niðurstöðurnar eru almennt í góðu samræmi við niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna. Ástæða er til að draga fram niðurstöður sem snúa að meðgöngulengd og áhrifum hennar á útkomu. Safnað var gögnum úr Fæðingarskráningunni og afturskyggn ferilrannsókn framkvæmd á útkomu fæðinga hjá konum sem fæddu eftir 41 viku meðgöngu. Konur með meðgöngueitrun/háþrýsting voru líklegri til að nota mænurótardeyfingu og ljúka fæðingu með áhaldafæðingu (p<0,05). Vegna þess hve um fá tilfelli var að ræða voru þau ekki tekin með í aðhvarfsgreiningunum. Það má halda því fram að það sé hagkvæmara að fæðing taki styttri tíma og lega á sjúkrahúsi því styttri en það er ekki víst að konur upplifi styttri fæðingu á betri hátt. Líklegasta skýringin á þessu er sú að konurnar hafi fengið greiningu í lok meðgöngu eða verið með væga birtingarmynd sjúkdóms. Í gögnunum var að finna þær frumbreytur og fylgibreytur sem unnið var með.
1
En Stefán tekur líka lengd að- og fráblásturs með í tölum sínum um lengd lokunarinnar. En eins og Höskuldur Þráinsson bendir á (1977:216), eru skilin milli hljóðfræði og hljóðkerfisfræði oft mjög óljós hjá Magnúsi, og því erfitt að festa hendur á röksemdum hans og niðurstöðum. Nr. 3, 7, 10 og 11 höfðu rödduð /l,m,n/ á undan /p,t,k/, nema óraddað /1/ á undan /t/. ljóst, að um það mál er ekki allt sem sýnist. Sveinn athugaði orð í samhengi; annar texti hans var í fyrirlestrarstíl (417 orð), en hinn átti að líkjast samtali (393 orð; sjá Sveinn Bergsveinsson 1941: 44-62). 1.3 Það er því greinilegt, að margt er enn á huldu um lengd samhljóða í nútímaíslensku, og verður varla greitt úr þeim vanda hér. Ég fæ ekki séð að þetta standist. Magnús virðist draga mörk milli hljóða eitthvað öðruvísi en Sara Garnes: „Nous avons compté comme début de voyelle Ie moment oú les formants Fl et F2 deviennent clairement visibles, la fin de la voyelle etant marquée par la fin de F2, méme si Fl continue aprés cette limite (1974a:27). Hlutfallslega er því meiri munur á stuttu hljóði og löngu í samhljóðunum en sérhljóðunum. Samanburður við niðurstöður Söru ætti því að vera sæmilega auðveldur. Varðandi mun á löngu og stuttu /r/ ber Magnús íslensku saman við rómönsk mál, og segir að „encore aujourd'hui l'espagnol a une opposition longue/bréve pour le r (p.
1
Ína teymir Rauð fram og til baka uns hann vill ekki fara lengra. Rauður er staður eins og asni og hreyfir sig hvergi, hvernig sem hún togar í beislið eða hvetur hann áfram. Grá þoka leikur um allt. Vindurinn andvarpar ljóði dauðans. Svart grjót herðir á ýlfri vindsins og nóttin er náköld. Það hlýtur að létta með morgninum, þá gæti hún áttað sig. Hún ákveður að bíða og leita sér náttbóls í skjóli og halda ró sinni. Hver er hún að örvænta um hásumar, varla ferst hún úr hungri? Hér var áður annað uppi á teningnum. Hugurinn reikar til harðindanna í kjölfar eldanna í Laka. Gosið stóð í hálft ár. Því fylgdi svo mikið hraun að annað eins þekktist ekki, og öskufallið var magnþrungið og reykjarsvælan svo ofboðsleg að búfénaður féll ekki bara á Íslandi, heldur líka í Skotlandi og eldmóðu lagði suður um löndin. Haft var eftir Þorvaldi að þá hefðu menn séð hvernig blóm og blöð jurta visnuðu og í júlí var birkilaufið svart sem kol og fjalldrapinn skorpinn og sviðinn. Kjarrið dó og vikur, sandur og brennisteinn kaffærði jörðina. Fénaður ráfaði af hungri, sýktist og dó og heyið var bæði lítið og rýrt og það sem hafðist af túnum var óhollt og illt. Svo fór fólkið að deyja líka. Þorvaldur hafði sagt Walter frá þessari neyð í gosinu og eftir það, að jafnvel stórlega sá á hjá stórbændum, efnamönnum og prestum, en almenningur varð verst úti, hungurmorða. Þjófnaðir og rán gengu úr hófi, enginn var óhultur um sitt.
0
Telji samkeppnisráð að samruni fyrirtækja eða yfirtaka fyrirtækis á öðru fyrirtæki dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiði laga þessara getur ráðið lagt bann við fyrirhuguðum samruna eða yfirtöku fyrirtækja og mælt fyrir um ógildingu á samruna eða yfirtöku sem þegar hefur átt sér stað. Sama á við ef eigendur með virk yfirráð í einu fyrirtæki ná virkum yfirráðum í öðru fyrirtæki þannig að hamlað geti samkeppni og brotið í bága við markmið laganna. Kröfu um slíka ógildingu skal bera fram eigi síðar en þremur mánuðum eftir að ráðinu varð kunnugt um samrunann eða yfirtökuna. 19. gr. Ef samkeppnisráð eða samkeppnisstofnun telur að ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiði laga þessara og torveldi frjálsa samkeppni í viðskiptum skal vekja athygli ráðherra á því áliti. VI. KAFLI Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 20. gr. Óheimilt er að hafast nokkuð það að sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart hagsmunum neytenda. 21. gr. Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til. Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála. 22. gr.
3
Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. Embætti Héraðssaksóknara rannsakar gagnaleka úr Glitni á grundvelli tveggja kæra sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram. Héraðssaksóknari segist ekki geta tjáð sig um rannsóknina að öðru leyti en því að hún er í gangi. Fréttastofa hefur þó upplýsingar um að allavega tólf fjölmiðlamenn hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara. Sumir eru búnir í skýrslutökum en aðrir hafa verið boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þetta eru fjórir starfsmenn fréttastofu RÚV, fimm starfsmenn fjölmiðla 365 og þrír starfsmenn Stundarinnar. Þrotabú Glitnis, fékk í síðasta mánuði samþykkt lögbann á fréttaflutning Stundarinnar sem byggir á gögnum úr Glitni. Staðfestingarmál Glitnis gegn Stundinni vegna lögbannsins var þingfest í vikunni. Kjarninn fjallaði svo á dögunum um hverjir hefðu haft innherjaupplýsingar í Glitni fyrir hrun og hvernig viðskiptum þeirra hefði verið háttað. Næsta dag barst fjölmiðlinum bréf frá lögmanni Glitnis. Þar var því haldið fram að óheimilt væri að byggja umfjöllun á gögnum úr Glitni og þess óskað að fjölmiðillinn upplýsti hvort hann hygði á frekari birtingar úr gögnunum og léti vita með tveggja daga fyrirvara áður en hann birti slíka umfjöllun. Fréttastofa RÚV fékk samskonar bréf í síðasta mánuði eftir umfjöllun sína um viðskipti forsætisráðherra fyrir hrun. Í báðum bréfum segir að Glitnir áskilji sér rétt til að grípa til aðgerða vegna birtinga sem byggi á gögnum úr Glitni.
2
Með hugtakinu hóptjón er átt við lyfjatjón sem fleiri en einn verða fyrir og orsakast af sama eiginleika sama efnis í einu eða fleiri lyfjum og a. stafar af aukaverkunum sem voru á þeim tíma þegar lyfið var afhent ekki skráðar í samræmi við 19. gr. lyfjalaga né í lyfjaskrá og valda tjóni sem er þess eðlis að ósanngjarnt er að ætla að fagmaður hefði á þeim tíma getað séð það fyrir, eða b. stafar af galla á lyfinu sem rekja má til galla eða mistaka í leiðbeiningum, framleiðslu eða dreifingu þess. Hóptjón telst til þess árs þegar fyrsta bótakrafan kemur fram við vátryggingafélag eða Tryggingastofnun, án tillits til þess hvenær seinni tjón eru tilkynnt. 14. gr. Hámark bótafjárhæða. Samanlögð bótafjárhæð vegna tjóna sem falla undir lögin skal vera að hámarki 750 millj. kr. fyrir hvert almanaksár. Samanlögð bótafjárhæð fyrir hvert hóptjón, sbr. 13. gr., skal þó vera að hámarki 500 millj. kr. Samanlögð bótafjárhæð vegna tjóns af völdum lyfja við vísindarannsóknir skal vera að hámarki 130 millj. kr. fyrir hverja rannsókn. Hámark bótafjárhæðar fyrir einstakt tjónsatvik skal vera 5 millj. kr. 15. gr. Skerðing bóta. Ef þær upphæðir sem tilgreindar eru í 14. gr. nægja ekki til að fullnægja öllum kröfum skerðast bætur vegna einstakra krafna hlutfallslega, þó einungis ógreiddar bætur, að því marki er hámarksupphæð næst. Ef í ljós kemur eftir að tjón hefur orðið að slík skerðing er nauðsynleg er hægt að ákveða að greiða einungis hluta bótafjárhæðarinnar fyrst um sinn. 16. gr. Skaðabótaréttur.
3
Þau hafa háa fylgni við þunglyndi og kvíðaraskanir12 en rannsóknir benda til þess að á bilinu 40-60% fólks með slík einkenni uppfylli greiningarskilmerki fyrir þunglyndi eða kvíða. Glombiewski JA, Sawyer AT, Gutermann J, et al. Stigafjöldi SHAI spannar 0-42 þar sem 18 stig eða hærra bendir til þess að manneskjan glími við heilsukvíða. 14,16 Þessi færniskerðing virðist sambærileg færniskerðingu sem fylgir mörgum alvarlegum langvinnum sjúkdómum17,18 og ekki er hægt að rekja hana einungis til samsláttar við geðraskanir eða sjúkdóma. Li L, Xiong L, Zhang S, et al. Fræðileg umfjöllun um slík einkenni markast af ósamræmi í notkun skilgreininga og hugtaka. Fólk sem þjáist af þrálátum líkamlegum einkennum kann betur við þetta hugtak en önnur,5 auk þess sem það samræmist vel nýjum skilgreiningum á starfrænum greiningum í ICD-11 og DSM-5. Hér voru þátttakendur beðnir um að meta truflun vegna þrálátra líkamlegra einkenna. Spurningalistar sem meta þrálát líkamleg einkenni, færniskerðingu og einkenni þunglyndis, almenns kvíða og heilsukvíða voru lagðir fyrir 106 þátttakendur á tveimur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. J Gen Intern Med 2005; 20: 1032-7. °##° Heilkenni sem byggjast á óútskýrðum líkamlegum einkennum hafa verið skilgreind innan flestra greina læknisfræðinnar, til dæmis iðraólga (irritable bowel syndrome), vefjagigt (fibromyalgia syndrome), síþreyta (chronic fatigue syndrome), óútskýrðir brjóstverkir (non-cardiac chest pain) og þrálátir verkir (chronic pain syndrome). Patient characteristics and frequency of bodily distress syndrome in primary care: a cross-sectional study. Carlier IVE, Wiltens DHA, Rood YR van, et al. 6,13-15 Sterkt samband hefur fundist á milli þrálátra líkamlegra einkenna og skertrar færni til að sinna athöfnum daglegs lífs, þar með talið skertrar vinnugetu.
1
Ofbeldi á geðdeildum Landspítalans hefur snarminnkað eftir að ný bráðageðdeild fyrir veikustu sjúklingana var tekin í notkun. Bráðadeildin var tekin í notkun fyrir níu mánuðum. Hún er geðgjörgæsla þar sem veikustu sjúklingarnir liggja, fólk sem er í alvarlegu geðrofi, með alvarlegar sjálfsvígshugsanir, truflaða hegðun, eru órólegir eða ógnandi. Áður en deildin var tekin í notkun lágu þessir sjúklingar á deildum með minna veikum sjúklingum. „Þannig að starfsfólkið allt var upptekið við að sinna þeim sem voru veikastir á hverjum tíma og hinir sem voru rólegir eða minna veikir þeir fengu þá bara minni umönnun og minni athygli. Sumir sjúklingar upplifðu sig ekki örugga á deildinni,“ segir Eyrún Thorstensen, hjúkrunardeildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Þegar alvarlegt ofbeldi brýst út á Landspítalanum er kallað út varnarteymi skipað starfsmönnum sem eru sérþjálfaðir í að bregðast við slíkum atvikum. „Það sem hefur gerst síðan bráðageðdeildin tók til starfa í ágúst síðastliðinn er að ofbeldi minnkaði til muna á öllum hinum deildunum en það skemmtilega gerðist líka að ofbeldið á bráðagedeildinni minnkaði líka,“ segir Hilmar Þór Bjarnason, verkefnisstjóri á Landspítalanum. Frá því 2009 áttu sér stað tíu til þrettán alvarleg ofbeldis atvik að meðaltali í hverjum mánuði á geðdeildunum við Hringbraut. Eftir að bráðageðdeildin var tekin í notkun hefur alvarlegum ofbeldisatvikum fækkað verulega. Það sem af er þessu ári hafa þau verið fimm á mánuði. Hilmar segir að umhverfið hafi batnað og ný öryggismenning komin til sögunnar. „Það má segja að það sé himinn og haf ef maður ber saman tímabilið áður en deildin kom til sögunnar og eftir.“
2
Í gleði sinni og græðgi ákvað konungsvaldið að styrkja ævintýramann til að leita að nýrri siglingaleið til Asíu. Hann hét Kristófer Kólumbus. Það sem hann hugsaði mest um var að tryggja sér yfirráð yfir löndum og auðæfum sem hann fyndi á ferðum sínum. Hann sagðist að vísu ætla að breiða út kristna trú en það var hreint yfirskin og látalæti. Kólumbus var ekki meiri snillingur en svo að hann hélt alltaf að hann væri kominn til Asíu en gerði sér ekki grein fyrir að hann var kominn til heimsálfu sem Evrópumenn vissu ekki að væri til, Ameríku. En það var aukaatriði. Það versta var meðferðin á innfæddu fólki. Kólumbus og menn hans lítillækkuðu þetta fólk, létu það þræla í námum og á ökrum og drápu það í stórum stíl af minnsta tilefni. Sem dæmi má nefna að á eyjunni Española, sem Kólumbus stjórnaði sjálfur, höfðu 50 þúsund manns týnt lífi nokkrum mánuðum eftir að hann kom þangað. Um alla álfuna féllu líka milljónir manna vegna sjúkdóma sem Evrópumennirnir báru með sér. Hvar sem Kólumbus og menn hans fóru fylgdi dauði, eyðilegging, rán og svik. Glæsileg menningarríki voru lögð í rúst og heilum þjóðum var útrýmt. Á okkar tímum er slíkt kallað þjóðarmorð. Það væri nær að biðjast afsökunar á framferði Kristófers Kólumbusar en að hampa honum sem hetju. Var Kólumbus barn síns tíma? Nokkru eftir árið 1000, um það leyti sem Íslendingar tóku kristni, voru Tyrkir orðnir valdamestir fyrir botni Miðjarðarhafs og þeir voru ekki eins fúsir að leyfa kristnum mönnum að komast til Landsins helga.
0
Milliganga Iðnlánasjóðs um erlend lán fyrir aðila út á auglýsingu viðskiptaráðuneytis, nú nr. 314/1990, eða aðrar heimildir veittar einstökum fyrirtækjum, skal rúmast innan þessarar heimildar. 13. gr. Útflutningslánasjóði er heimilt að taka lán á árinu 1991 að fjárhæð allt að 50.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. 14. gr. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð eða taka lán að hluta eða öllu leyti í stað ríkisábyrgðar og endurlána þeim aðilum sem nefndir eru í 3. – 10. gr. með þeim kjörum og skilmálum sem fjármálaráðherra ákveður. Þeir aðilar, sem nefndir eru í 3. – 10. gr., svo og allir aðrir sem njóta ábyrgðar ríkissjóðs á erlendum skuldbindingum sínum og taka erlend lán út á heimildir laga þessara eða annarra laga, skulu gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990. 15. gr. Lánasjóðum sem njóta ríkisábyrgðar á skuldbindingum sínum, öðrum en þeim sem tilgreindir eru í 8. og 9. gr., er óheimilt að hafa milligöngu um töku erlendra lána fyrir innlenda aðila á grundvelli auglýsingar viðskiptaráðuneytisins, nú nr. 314/1990, um erlendar lántökur og leigusamninga vegna innflutnings á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar, eða annarra heimilda veittum einstaka fyrirtækjum, nema að fengnu samþykki fjármálaráðuneytis. Ákvæði 2. mgr. 11. gr. gilda jafnframt um tilvik samkvæmt þessari grein. II. KAFLI 16. gr.
3
Þeir eru enn á meðal vor, fylgjast með oss og ónáða oss jafnvel stundum. Og í ljósi þess sem síðar fer frá Friðþjófi vini vorum í kveri þessu þá sést að honum hefði sjálfum ekki veitt af því að standa í svo góðri trú. En nú er of seint að leiðrétta það. Njótið heil. LÝTINGUR JÓNSSON 14Oddur Ívarsen landlæknir eftir Lýting Jónsson Það er ekki auðvelt að klúka áfram í kargaþýfinu þegar stórmenni á borð við Odd Ívarsen ganga endanlega um garð. Það er mér því stórkostlegur heiður, þótt það sé einnig áhyggjuefni, að leyfa lesendum að njóta bólginnar andagiftar og njörvaðs innsæis Friðþjófs Ívarsen. Það hlýtur þrátt fyrir allt að hafa verið honum léttir að skjalfesta sjálfan sig og líf sitt, eftir að hafa eytt svo mörgum stundum í að skrifa um ómerkilegra fólk en hann var sjálfur. Það skiptir öllu máli að viðfangsefni höfunda séu þess virði að takast á við, og ugglaust var Friðþjófur áhugaverðasta viðfangsefni ævi sinnar, þótt ekki sýndist svo í fljótu bragði. Í úttekt Friðþjófs á sjálfum sér koma margar persónur við sögu, og sumar á þann hátt sem mig hefði síst grunað. Það voru þá þættir í fari Friðþjófs sem öðrum voru gjörsamlega huldir. En ég vil biðja fólk að dæma ekki og líta rakleiðis í eigin barm. Hvaða barmur er óflekaður? Sá yðar sem syndlaus er og svo framvegis. Mér þætti líka undarlegt hugarfar að áfellast þann sem ritar svo vægðarlaust ákæruskjal á hendur sjálfum sér.102Er ekki nóg að gert? Hver vill sparka í liggjandi einstakling?
0
Flm.: Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon. 1. gr. 25. gr. laganna orðast svo: 1. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Forseti Íslands skipar ríkissaksóknara til fjögurra ára í senn. Sama manninn má aðeins skipa tvívegis samfellt. Ríkissaksóknari skal fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Hann skal njóta sömu lögkjara og hæstaréttardómarar eftir því sem við verður komið. 2. Ríkissaksóknari hefur embættisskrifstofu í Reykjavík. Honum til aðstoðar eru vararíkissaksóknari og saksóknarar. 3. Forseti Íslands skipar vararíkissaksóknara til fjögurra ára í senn. Sama manninn má aðeins skipa tvívegis samfellt. Vararíkissaksóknari skal fullnægja sömu lagaskilyrðum og ríkissaksóknari. 4. Forseti Íslands skipar aðra saksóknara. Skulu þeir fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara. Annað starfslið við embætti ríkissaksóknara, þar á meðal löglærða fulltrúa, ræður dómsmálaráðherra eftir tillögu ríkissaksóknara. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Hér er flutt frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála. Frumvarpið felur í sér þá róttæku breytingartillögu við lögin að ríkissaksóknari - og vararíkissaksóknari - verði aldrei skipaðir til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Það er fráleitt að æviráða mann sem hefur jafnmikið vald og ríkissaksóknari. Það var vissulega framför þegar ákæruvaldið var flutt frá pólitískum ráðherra yfir til ríkissaksóknara. En þá láðist að tryggja um leið að ríkissaksóknarinn byggi við sama aðhald og stjórnmálamennirnir, þ.e. að hann yrði aðeins ráðinn til takmarkaðs tíma í senn. Það er óframkvæmanlegt fyrir nokkurn mann að gegna þannig starfi ríkissaksóknara að alltaf og ævinlega sé hafið yfir gagnrýni.
3
Sams konar skipan mála gildir m.a. í Noregi. Þó að ráðherra láti af þingmennsku mundi hann hafa ýmsar skyldur gagnvart Alþingi. Þannig mundi ráðherra t.d. taka þátt í starfi þingflokkanna eins og verið hefur, svara fyrirspurnum, mæla fyrir þingmálum ríkisstjórnar og taka þátt í umræðum um mál eftir því sem hann hefði hug á. Hann hefði því fullt málfrelsi þótt eigi ætti hann atkvæðisrétt á þinginu. Æskilegt er að sú venja haldist að ráðherrar séu valdir úr hópi þingmanna. Meginrökin fyrir þessari breytingu eru einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru sköpuð gleggri skil en nú er milli þeirra sem fara með löggjafarvald og þeirra er fara með framkvæmdarvald. Í öðru lagi getur slíkt fyrirkomulag styrkt Alþingi gagnvart framkvæmdarvaldinu. Nú eru að jafnaði 9–11 þingmenn bundnir við ráðherrastörf og hafa því ekki tækifæri nema að takmörkuðu leyti til að sinna eiginlegum þingstörfum. Með breytingunni verður „fullskipað lið“ til að sinna löggjafarstörfum og veita ríkisstjórn nauðsynlegt aðhald hverju sinni. Í þriðja lagi mun þessi breyting verða til mikils hagræðis fyrir sjálfa ráðherrana því að með nokkrum rétti má segja að þingsetan sé ráðherrum byrði. Ráðherrastarfið er krefjandi og tímafrekt starf er gerir þá kröfu á hendur þeim er starfinu gegnir að hann helgi sig því óskiptu. Það mundi því t.d. létta allnokkuð á vinnu ráðherra og gera þeim fært að nýta tíma sinn betur ef þeir þyrftu ekki að sitja alla þingfundi (er oft geta staðið langt fram á nætur) eða vera bundnir á þingfundum við atkvæðagreiðslur. V.
3
Tekjuskattur skal síðan reiknast skv. 67. gr. af þannig reiknuðum tekjuskattsstofni, að teknu tilliti til 68. gr., eins og um væri að ræða menn heimilisfasta hér á landi allt árið. Í þá fjárhæð skal deila með 365 og margfalda þá útkomu með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu. Sú fjárhæð sem þannig fæst skal vera endanlega ákvarðaður og álagður tekjuskattur eða ákvarðaður ónýttur persónuafsláttur. b. 3. mgr. fellur niður. 17. gr. Í stað „48%“ í 72. gr. kemur: 50%. 18. gr. Í stað „573.700“ og „1.147.400“ í 78. gr. kemur: 900.000 og 1.800.000. 19. gr. 83. gr. orðast svo: Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af næstu 3.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 6.000.000 kr. greiðist 1,5%. 20. gr. Í stað „0,95%“ í 84. gr. kemur: 1,2%. 21. gr. 1. mgr. 121. gr. orðast svo: Fjárhæðir, sem um ræðir í 68. gr., A-lið 69. gr., 2. mgr. B-liðar 69. gr. og C-lið 69. gr., skulu hinn 1. júlí á staðgreiðsluári taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er 1. desember næstan á undan staðgreiðsluári og lánskjaravísitölu sem er í gildi 1. júní á staðgreiðsluári. 22. gr. 122. gr. orðast svo: Skylt er að hækka eða lækka fjárhæðir sem um ræðir í 2. og 4. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., 2. mgr. 30. gr., 68. gr., 69. gr., 78. gr. og 83. gr. í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir árið 1990. 23. gr.
3
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra er á leið til Líbanon til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Á miðvikudag fer hann svo til Lundúna þar sem hann tekur þátt í ráðstefnu um aðgerðir til hjálpar þeim íbúum Sýrlands sem hrakist hafa á vergang. Sigmundur Davíð heldur utan síðar í dag og kemur til Líbanon á morgun. Þar stendur til að skoða aðstæður flóttafólks og afla upplýsinga um hvernig alþjóðleg aðstoð nýtist best á svæðinu, en langstærstur hluti flóttafólks sem flúið hefur borgarastríðið í Sýrlandi hefst nú við í nágrannaríkjunum. Sigmundur Davíð mun hitta fulltrúa hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu og eiga fund með forsætisráðherra Líbanons til að ræða áhrif flóttamannamála á líbanskt samfélag og almennt um samskipti Íslands og Líbanons. Á miðvikudag flýgur Sigmundur Davíð svo til London þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Sýrlands. Þar verður áhersla lögð á hvernig finna megi fé til að hægt sé að sjá Sýrlendingum fyrir nauðþurftum. Þrettán og hálf milljón Sýrlendinga innan landamæra Sýrlands eru á vergangi innan landsins eða þurfa á neyðaraðstoð að halda. Rúmar fjórar milljónir til viðbótar hafa flúið land. Jóhannes Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir að ferðin hafi verið í bígerð í nokkurn tíma. Forsætisráðherra hafi lengi ætlað að fara til Líbanon og kynna sér aðstæður flóttamanna þar. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita þremur milljónum króna í gerð heimildarmyndar um sýrlenska flóttamenn.
2
Fátt sauðfé kemst yfir árnar og á það sinn þátt í gróðursældinni, sem hreindýr hafa búið nánast ein að eftir 1875, en þá mun hafa verið hætt að flytja sauðfé í ranann til beitar. Í Kringilsárrana voru aðalsumarstöðvar hreindýrastofnsins þegar harðast svarf að honum á fyrri hluta 20. aldar. Þar voru talin vera um 100 dýr sumarið 1939 (Helgi Valtýsson, 1945) en á seinni hluta aldarinnar yfirleitt 200-300 dýr, flest um 600 árið 1981, stór meirihluti þá tarfar. Kringilsárrani var friðlýstur 1975 að tillögu Náttúruverndarráðs sem griðland hreindýra, en þeim gjörningi rift af stjórnvöldum í aðdraganda virkjunar og friðlandið minnkað að sama skapi. Að sögn Skarphéðins G. Þórissonar (2016) benda athuganir síðustu ára til að hreindýr nýti nú Kringilsárrana í langtum minna mæli en fyrir virkjun, og ein ástæðan gæti verið mikil umferð um ranann á meðan framkvæmdir stóðu yfir. Grágæsadalur og Kverkárrani Frá Sauðárvík ofan við Sauðárdalsstíflu í Hálslóni liggur akslóð inn með Sauðá um 20 km leið í suðvestur uns komið er að Sauðárhraukum sem mynduðust við framrás Brúarjökuls 1890, en bak við þá eru smálón og botnurðir ekki ósvipað og í Kringilsárrana. Þar má komast suður á hopandi Brúarjökul yfir jaðarurðir og dauðísforað og krækja þannig fyrir upptök Kverkár yfir í Kverkárrana, en ráðlegt er að hafa viðeigandi búnað, línu, mannbrodda og broddstaf. Áður en farið er yfir Vesturdalslæk liggur afleggjari til hægri norðvestur í Markúsarskarð á Hatthrygg og áfram yfir í Fagradal þaðan sem aka má áfram langan veg norður á Kverkfjallaslóð inn af Arnardal.
0
Fólk veit hvað það hefur en ekki hvað það fær.“ Guðmundur segir gagnagrunnsmálið hafa verið snúið, pólitíkin mikil og læknar ekki samstíga í málinu. Birna bendir á að við röntgenlækningar nýtist gagnasöfn í sífellt meira mæli til greininga. „Verja lækna fyrir niðurskurðarhnífnum, aðgerðum stjórnvalda og öllum þeim áhrifum sem hrunið hafði. „Á þessum árum fór allur kraftur í að standa vörð um hagsmuni lækna. „Þegar Guðmundur tekur við sem formaður lýsir Ingibjörg Pálmadóttir, þá heilbrigðisráðherra, því yfir að það eigi að sameina spítalana og ráða einn forstjóra. Öll segja þau þó að álagið hafi verið mun meira en þau reiknuðu með – nema Sigurbjörn, enda hafði hann setið lengi í stjórn áður en hann tók við stjórnartaumunum. Formennirnir fimm eru saman komin til að rifja upp markverða tíma á þessu aldarafmælisári félagsins. „Svo eru krufningar að verða myndgreiningafag. Engir tölvupóstar sendir, sem við vorum þó farin að nota. „Þetta getur líka falist í því að læknar hafi umsaminn eða skilgreindan tíma til að sinna fræðastörfum í sinni sérgrein. En oft verða áhyggjurnar fögnuði framtíðarinnar yfirsterkari, sérstaklega við rekstur fagfélags. Þá byrjar þessi tími, en ef maður lítur á þessar fyrirætlanir eins og þær liggja fyrir núna eru verulegar líkur á óförum um þessa framkvæmd. Reynir segir að nú þegar sé ljóst að starfsemin sem tilheyri spítalanum rúmist ekki innan hans. „Þetta var mjög lærdómsríkur tími og ég kvaddi með bros á vör og ákvað að gefa ekki kost á mér aftur. Þetta vita allir.“ Stjórnmálamenn höfðu ærinn áhuga.
1
Hver banki tekur sjálfstæða ákvörðun um markmið sitt um stöðu eigin fjár en löggjafinn hefur í 54. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði sett lágmark í samræmi við alþjóðlega staðla (e. capital adequacy ratio, CAR). Samkvæmt lögunum má hlutfallið í heild ekki vera lægra en 8%. Vegna stöðugleika stofnananna sjálfra og kerfisins í heild er æskilegt að hlutfallinu sé haldið mun ofar, sbr. yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins um að stærstu lánastofnanir hér á landi skuli stefna að 10% lágmarki en margar lánastofnanir þurfi að setja sér hærri markmið í samræmi við áhættu. Rýrnandi eiginfjárstaða er áhyggjuefni í rekstri íslenskra banka og sparisjóða. Í árslok 1995 var eiginfjárhlutfallið í heild eins og það er skilgreint í lögum 12,7% en í lok júní 2000 var hlutfallið komið í 9,4%. Í lok júní sl. var eiginfjárhlutfall Landsbankans 8,7% og Búnaðarbankans 9,8%. Án víkjandi lána var hlutfallið lækkað úr 11,7% í 6,6% fyrir viðskiptabanka og stærstu sparisjóði á sama tímabili. Hlutfallið þannig reiknað var fyrir Landsbankann 5,7% og fyrir Búnaðarbankann 6,5% í lok júní sl. Ef ríkisábyrgð væri enn á skuldbindingum Landsbankans og Búnaðarbankans væru líkur til þess að þeir kæmust af með lægra eiginfjárhlutfall en einkabankar án þess að lánardrottnar létu það bitna á bönkunum með lakari kjörum eða takmarkaðra aðgengi að fjármagni. Eftir að ábyrgð ríkisins var afnumin eiga slíkar hugleiðingar ekki lengur við. Bankarnir verða að standa á eigin fótum og halda viðunandi eiginfjárhlutfalli til að halda trausti á markaðnum hvort sem ríkið selur áfram af hlut sínum eða ekki. ii. Eignagæði: Þegar eignagæði eru könnuð er fyrst og fremst litið til útlánasamsetningar.
3
Andrésson hann líka mikils og harmaði hvernig hann hefði einsett sér að slá skjaldborg um þær sömu samfélagslegu aðstæður og „héldu honum í böndum, reyrðu hann niður og hindruðu honum útsýn … smækkuðu hann og moluðu verk hans sundur“ (Kristinn E. Andrésson 1951: 110). Staða hans innan bókmenntasögunnar er í aðra röndina á milli raunsæisskálda undir lok 19. aldar og nýrómantíkera upp úr aldamótunum, upphafningar þeirra á náttúrunni, forsögu þjóðarinnar og andúð á neyslu- og alþjóðahyggju. Áin syngur einnig um þessa þéttu bygð [kirkjugarðinn], sem er hérna til beggja handa, þar sem afar ykkar og ömmur hvíla, feður og bræður, mæður og systur. Skáldgyðja landsins lék á hörpu sína í fossum hennar og strengjum. Í kjölfarið sinnti hann farkennslu í sveit sinni og hélt víða fyrirlestra þar til hann helgaði sig að mestu bústörfum (Stefán Einarsson 1936: 53–55). „Frá Guðmundi Friðjónssyni og sögum hans.“ Það sem sýnir þau er tilgáta um mannfélagið sem lifandi heild sem aðeins útvalinn einstaklingur, hetjan (sem Collin kallaði „det geniale menneske“), sé fær um að stýra. (Guðmundur Friðjónsson 1907d: 149–150) Orð í þessa veru vekja á ný upp spurningar um afstöðu til lýðræðis enda endurspegla þau þá hugsjón sem Guðmundur á sameiginlega með Carlyle og Collin, að sumum mönnum sé betur lagið en öðrum að halda um stjórnartauma. Afturhaldið og einstrengingsskapurinn nær vissu hámarki í ritgerðinni „Áhyggjuefni“ árið 1907. Innan þjóðfélagsheildarinnar var listalífið einn þáttur sem sýktur væri af illkynja sjúkdómi sem leiddi af sér ójafnvægi og breiddi nú úr sér á önnur svið sökum ófullnægjandi meðhöndlunar.
1
Aðferðinni var fyrst lýst sem meðferð við bráðri gallblöðrubólgu af Radder árið 1980 þótt að tæknin hafi verið til staðar frá því 1921. Mikill fjöldi sjúklinga leggst inn á Landspítala árlega með gallblöðrubólgu og lagðist sjúklingur inn annan hvern dag á því tímabili sem hér var skoðað. Gallblöðrutaka var gerð síðar hjá 43 (49%) af þeim 88 sjúklingum sem fengu kera og fór aðgerðin fram að meðaltali 101 degi eftir ísetningu kerans (bil: 30-258). Óhætt er að segja að tíðni á notkun kera er lág en möguleiki á að hún aukist á næstu árum í samræmi við nýlegar leiðbeiningar. 14,17-19 Líkt og í okkar rannsókn hefur dánartíðnin í þessum rannsóknum verið rakin til alvarleika gallblöðrubólgunnar frekar en að tengjast ísetningu kera. Meðalaldur sjúklinga sem fóru í bráðaaðgerð var 50 ár (bil: 18-88) og þeirra sem fengu íhaldssama meðferð 66 ár (bil: 19-99) og var munurinn marktækur (p<0,05). Bráðaaðgerð fylgir þó aukin áhætta fyrir sjúklinginn, bæði hjá þeim sem teljast frískir en einnig hjá öldruðum og þeim sem hafa undirliggjandi fylgisjúkdóma (comorbidity), en rannsóknir hafa sýnt fram á að dánartíðni er mun hærri en við valaðgerð, eða 14-30%. 1 Alþjóðlegar leiðbeiningar um meðferð bráðrar gallblöðrubólgu hafa nýlega verið endurskoðaðar. Aðgerðin er yfirleitt gerð í kviðsjárspeglun (laparoscopy) en stundum er ekki talið öruggt eða mögulegt að framkvæma aðgerðina í kviðsjá og henni því breytt í opna aðgerð. Alls létust 5 sjúklingar (6%) innan 30 daga frá keraísetningu. Sautján sjúklingar voru útskrifaðir heim með kera. Breytt var í opna aðgerð hjá 5 sjúklingum (12%).
1
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs hefur í allan dag setið í opinni yfirheyrslu þingnefndar og svarað fyrir aðgerðir og aðgerðaleysi í aðdraganda hryðjuverkanna í Osló og á Útey 22. Júlí í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem norskur forsætisráðherra er kallaður inn á teppið með þessum hætti. Yfirheyrslan núna snýst um að finna út hver bara árbyrgð á að aldrei var gengið í að loka götunni bak við stjórnarráðsbygginguna í Osló. Átta létu lifið þar þegar Anders Berhing Breivík sprengdi sprengju sína að húsabaki. Hann gat ekið bíl sínum óhindrað upp að byggingunni. Yfirheyrslunni er sjónvarpað og síðustu vikur hafa bæði núverandi og fyrrverandi ráðherrar svarað spurningum þingnefndar auk fjölmarga embættismanna. Lokun götunnar var á dagskrá í sjö ár einmitt vegna hryðjuverkahættu en enginn virðist vita af hverju ekkert gerðist. Stoltenberg sagði að ábyrgðin lægi hjá viðlagaráðuneytinu þótt fleiri ráðherrar hefði reynt að þoka málinu áfram, þar á meðal hann. Þó sagði fyrrum dómsmálaráðherra í yfirheyrslu að hann hefði ekki talið málið mikilvægt. Í þessum opnu yfirheyrslum vegna atburðanna 22. Júlí í fyrra felst mikil togstreita milli stjórnmálamanna og embættismanna um hver hafi í raun ráðið viðbúnaði. Lögreglan segist hafa verið í fjársvelti stjórnmálamanna og ekki haft nauðsynlegan samskiptabúnað. Stjórnmálamenn segja að embættismenn hafi dregið lappirnar í öllum aðgerðum og stjórnarandstaða segir að ríkisstjórn Jens Stoltenberg hafi reynt að koma sér undan ábyrgð. Jens hefur þótt standa sig vel þótt oft hafa verið hart að honum sótt í dag. Hann hefur sagt bera höfðuábyrgð á því sem miður fór en ekki á einstökum ákvörðunum.
2
Hann tók ofan húfuna áður en hann hringdi bjöllunni - eins og auðmjúkur betlari, sagði hann við sjálfan sig og slengdi húfunni önuglega aftur upp á kollinn. Tjásuklippta stelpan sem hann hafði séð tilsýndar í síðustu heimsókn rak upp stór augu þegar hún opnaði dyrnar og tók svo á rás inn í húsið eins og skrattinn væri á hælunum á henni. Valdimari varð svolítið hverft við, hann botnaði lítið í unglingsstelpum, en þessi hegðun virtist þó í skrýtnara lagi eins og stúlkan sjálf. Hún var með svarta bauga kringum augun og hafði makað framan í sig hvítu meiki svo hún minnti mest á uppvakning eða vampíru úr gamalli svarthvítri kvikmynd. Eitt augnablik sá Valdimar hana fyrir sér liggjandi í líkkistu með lukt augu og hendurnar krosslagðar á brjóstinu en blés svo myndinni úr huganum. Mjöllin þyrlaðist í kringum hann í skæru skini útiljóssins, hann fékk hálfgerða glýju í augun þar sem hann stóð, hálfráðvilltur, fyrir utan opið húsið. Eftir svolitla stund kom önnur stúlka út í dyrnar, greinilega eldri en sú fyrri. Hún var með axlasítt, ljóst og liðað hár, frekar smávaxin og kvik í hreyfingum, sviphýr og viðkvæmnislegir drættir kringum munninn. - Gott kvöld. - Já, góða kvöldið. Er Hugrún við? - Hver spyr? Vindhviða sáldraði snjó ofan af þakinu framan í Valdimar. Húfan rauðsvarta sat eflaust rammskökk á höfði hans og rúði hann öllu trausti. Hann tók upp lögregluskírteinið og sýndi stúlkunni. - Ég heiti Valdimar, frá Rannsóknarlögreglunni. - Ó. Mamma er reyndar í baði. - Hvað amaði eiginlega að systur þinni? - spurði Valdimar. - Sigrúnu?
0
Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara sem búsettur er hér á landi eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi eiga, að fenginni umsókn, rétt á dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. Framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal að jafnaði vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr. Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru maki, sambúðarmaki, niðjar yngri en 18 ára og á framfæri viðkomandi og ættmenni hans eða maka að feðgatali og á þeirra framfæri. Dvalarleyfi aðstandanda útlendings skal að jafnaði gefið út til sama tíma og leyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans. 14. gr. Endurnýjun. Endurnýja má dvalarleyfi útlendings, að fenginni umsókn, ef fullnægt er skilyrðum 1. mgr. 11. gr. Endurnýjað dvalarleyfi skal að jafnaði gefið út til eins árs eða tveggja ára en heimilt er að gefa leyfið út fyrir annað tímabil ef rétt þykir vegna tilgangs dvalarinnar eða af öðrum ástæðum. Heimila má útlendingi, sem sækir um endurnýjun dvalarleyfis, áframhaldandi dvöl með sömu skilyrðum þar til ákvörðun hefur verið tekin um umsóknina og hann á rétt á því ef hann leggur umsókn fram a.m.k. mánuði áður en leyfið fellur úr gildi. 15. gr. Búsetuleyfi.
3
Stefán Karl Stefánsson, sem leikur Glanna glæp í Latarbæjarþáttunum, segist ekki vera að íhuga að taka áskorun ríflega 10 þúsund manna um að hann keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, heilsan leyfi það ekki. Stefán Karl segist þakklátur fyrir áskorunina og hlýhuginn. Hann skorar á Mána Svavarsson að semja Eurovisionlag og það sé hann hugsanlega til í að syngja á næsta ári. Stefán Karl öðlaðist heimsfrægð í fyrra þegar lagið We are number one var geysivinsælt á internetinu. Breskur maður, Andrew McCarton, er upphafsmaður undirskriftarsöfnunarinnar. Stefán Karl Stefánsson, leikari: Já, mér finnst þetta náttúrulega alveg stórfenglegt að einhver vilji í fyrsta lagi að ég syngi í Eurovision og hvað þá yfir 10 þúsund manns. Og það sem að mér finnst náttúrulega mjög fyndið að þessi áskorun kemur að utan, ekki hérna heima þannig að þetta er, þetta er að koma frá samkeppnisaðilinum. Stefán Karl, sem glímir við krabbamein, segir þetta koma sér verulega á óvart. Hins vegar sé ljóst að þarna séu aðdáendur Glanna glæps og Latabæjar og þar af leiðandi tónlistar Mána Svavarssonar. Stefán Karl Stefánsson: Það er spurning hvort að ætti ekki að skora á Mána að semja gott Europopp lag fyrir keppnina. Ég ætla að taka, færa áskorunina af mér yfir á Mána Svavarsson og segja, Máni komdu með eitt gott Eurovison lag. Þú átt eftir að vinna þetta. Kristín Sigurðardóttir: Og ætlar þú þá að syngja það? Stefán Karl Stefánsson: Ja það er aldrei að vita sko. Ég skal allavega ekki útiloka að ég verði bakrödd.
2
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara í Bandaríkjunum, á meintum tengslum rússneskra embættismanna við kosningateymi Trumps bandaríkjaforseta teygir anga sína til Kýpur. Grunur leikir á að auðugir Rússar með tengsl við hátt setta stjórnmálamenn hafi þvættað peninga í kýpverska FBME bankanum. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu á vef sínum í dag. Blaðamenn hafa eftir tveimur heimildarmönnum sínum að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi óskað eftir upplýsingum um FBME bankann, sem varð gjaldþrota fyrr á þessu ári. Bandarísk stjórnvöld hafa haldið því fram að þar hafi verið stundað peningaþvætti. Talið er að rannsóknin tengist Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, og fjármagni sem fór milli ríkja fyrrum Sovétríkjanna í gegnum kýpverska bankann. Forsvarsmenn FBME bankans hafa ítrekað neitað því að tengjast peningaþvætti með nokkrum hætti eða annars konar glæpastarfsemi. Bankinn hefur margoft verið til rannsóknar og það liggur ekki enn fyrir hvers vegna Mueller og hans menn hafa áhuga á gögnum þaðan. Það er þó ljóst að þeir hafa áhuga á að kanna flæði fjármagns til og frá bankanum betur. Manafort segist saklaus af ásökunum um að hann hafi þvættað fé í gegnum erlenda banka til að fela slóð sína en hann á að hafa unnið fyrir stjórnmálaflokka, meðal annars í Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa flutt féð í gegnum skúffufyrirtæki, en mörg þeirra voru skráð á Kýpur. Kevin Downing, lögfræðingur Manaforts, segir þessar ásakanir fáránlegar.
2
Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um fyrsta söludag einstakra útboða í því skyni að koma í veg fyrir sveiflur í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðnum. Við lok sölu eða í lok hvers ársfjórðungs, sé hann fyrr, skal verðbréfafyrirtæki eða annar aðili, sem hefur milligöngu um almennt útboð, sbr. 1. mgr. 11. gr., tilkynna Verðbréfaþinginu um heildarsölu verðbréfa í útboði á nafnverði og markaðsverði samkvæmt bestu fáanlegum upplýsingum og í lok hvers árs skal enn fremur tilkynna um útistandandi eftirstöðvar útboðs. Verðbréfaþingið skal birta reglulega upplýsingar um verðbréf samkvæmt þessari grein. 18. gr. Verðbréfafyrirtæki skal vegna eigin viðskipta með verðbréf sem því eru falin til sölu og vegna viðskipta eigenda þess, stjórnenda, starfsmanna og maka þeirra gæta eftirtalinna atriða: Að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskiptavina sé gætt. Að fullur trúnaður ríki gagnvart ótengdum viðskiptavinum. Að viðskiptin séu sérstaklega skráð. Að stjórn verðbréfafyrirtækisins fái kerfisbundnar upplýsingar um viðskiptin og staðfesti þau. Verðbréfafyrirtæki skal setja sér verklagsreglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af bankaeftirlitinu. 19. gr. Verðbréfafyrirtæki getur veitt viðskiptaaðila lán og gengið í ábyrgðir vegna verðbréfaviðskipta, sem því er heimilt að annast samkvæmt lögum þessum, eftir eigin verklagsreglum sem bankaeftirlitið staðfestir. Verðbréfafyrirtæki er heimilt að veita sölutryggingu á verðbréfum, sbr. 11. gr., þó ekki fyrir hærri fjárhæð en sem nemur tuttuguföldu eigin fé fyrirtækisins. 20. gr. Verðbréfafyrirtæki er því aðeins heimilt að vera meðeigandi eða þátttakandi í annarri atvinnustarfsemi að slík þátttaka sé í eðlilegum tengslum við starfsemi verðbréfafyrirtækisins og hafi ekki áhrif á óhlutdrægni þess, sbr. 1. mgr. 13. gr. 21. gr.
3
Lán má veita gegn þessum tryggingum: veði í fasteign, enda hvíli eigi veðskuldir á henni til annarra en Lánasjóðs landbúnaðarins eða annarra opinberra sjóða á undan veðrétti þeim sem sjóðurinn fær, veði í þeim húsum sem lánað er til, ásamt tilheyrandi lóð og lóðarréttindum, ef þau eru byggð fyrir sjálfstæðan rekstur, veði í þeim vélum sem keyptar eru, ábyrgð sveitarsjóðs vegna eigin framkvæmda. 10. gr. Lán til nýrra bygginga, jarðakaupa og ræktunar mega vera til allt að 25 ára, svo og til þeirra framkvæmda sem varanlegar teljast, en lán til vélakaupa, bústofnskaupa og annars þess sem hefur skemmri endingu til allt að 12 ára. Skal nánar kveðið á um í lánareglum hve langur lánstími má vera í hverjum lánaflokki. Heimilt er að lán til jarðakaupa og húsbygginga séu afborgunarlaus fyrstu tvö árin. 11. gr. Lánasjóður landbúnaðarins skal leitast við að varðveita raungildi eigin fjár síns. Arð af eigin fé skal einungis heimilt að nota til að lækka vexti á útlánum sjóðsins, sbr. ákvæði í 4. gr., nema raungildi eigin fjár hafi rýrnað. Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Lánasjóðs landbúnaðarins og greiðir þær ef eignir og tekjur sjóðsins hrökkva ekki til. 12. gr. Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands skal hafa eftirlit með að starfsemi Lánasjóðs landbúnaðarins sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. Um eftirlitið gilda ákvæði VI. kafla laga nr. 123/1993 eftir því sem við getur átt. 13. gr.
3
Ljósmynd Antikva ehf. […] að háttv. bæjarstjórn sé oss sammála um þörfina á að byggja þetta skýli, að hún vilji gera sitt til þess að losna við þá leiðinda sjón, að horfa á verkamenn hér við höfnina þurfa að vera að hýma í krókum hingað og þangað á meðan þeir fá sér matarbita eða kaffisopa, hverju sem viðrar […] Þetta fyrirkomulag er hvorki heilsusamlegt fyrir verkamenn né hagkvæmt fyrir vinnuveitendur […] Efst í garðinum fundust timburleifar úr bryggju sem var kennd við kaupmennina af Zimsen ættinni sem voru með verslun á lóð sinni við Hafnarstræti 23. Hafnargarðurinn tilbúinn sem var gerður á árunum 1913-1917. Ætlarðu að muna eftir mér einhverntíma, kæri, ef að ganga af hjá þér ung og falleg læri. Hafnargarðurinn var hlaðinn úr stórgrýti en efsta röðin var úr tilhoggnu grjóti. Bæjarbryggjan eða Steinbryggjan var byggð árið 1884 en þá hafði almenningur m.a. kvartað undan því að þurfa að borga kaupmönnum fyrir afnot af bryggjum þeirra. Íshúsið var alltaf þekkt sem Nordalsíshús eftir framkvæmdastjóranum, Jóhannesi Nordal. Eitt sinn sendi hann framkvæmdastjóranum og vini sínum þessa vísu: Oft var erfitt fyrir skip og báta að leggja að við Reykjavík því vindar voru sterkir og vont var í sjóinn. Fyrst var hann hlaðinn á árunum 1913-1917 en var síðan færður fram (norður) um 7 metra árið 1928 og Tryggvagata breikkuð. Grunnurinn sem var grafinn upp var ekki heill en hleðslur höfðu varðveist úr ýmsum hlutum hússins, frá mismunandi tímabilum.
1
Accordingly, the Department of Commerce is issuing a finding that Iceland accords reciprocal treatment with respect to customs duties on imported ground equipment and internal revenue taxes imposed on such equipment by reason of importation. It is requesting the Bureau of Customs, which administers these taxes, to issue appropriate Treasury Decision, retroactive to June 1, 1967, giving effect to the exemption of aircraft of Iceland registry from these taxes. The Embassy of Iceland will be informed as soon as this action is completed. October 16, 1967. Department of State, Washington, D.C. Utanríkisráðuneytið viðurkennir móttöku á orðsendingu sendiráðs Íslands frá 7. júlí 1967 varðandi gagnkvæmt afnám greiðslu loftfara á sköttum á flugvélaeldsneyti, smurolíum og jarðbúnaði. Orðsending sendiráðsins gefur til kynna að frá 1. júní 1967 hafi ríkisstjórn Íslands afnumið tolla á flugvélaeldsneyti, smurolíum og jarðbúnaði sem loftför skráð í Bandaríkjunum nota í tengslum við alþjóðlega starfsemi sína. Hinn 19. júní 1967 kvað skattstofa Bandaríkjanna upp úrskurð 67–193 sem veitti loftförum skráðum á Íslandi undanþágu, afturvirkt frá 1. júní 1967, frá greiðslu alríkisskatta sem Bandaríkin leggja á flugvélaeldsneyti og smurolíur. Þessi úrskurður nær m.a. til undanþágu frá framleiðslugjaldi á eldsneyti og smurolíum sem lagt er á skv. 32. kafla skattalaga. Eins og sendiráðinu er kunnugt er heimilt samkvæmt bandarískum lögum að veita undanþágur frá sköttum á jarðbúnaði hvað varðar tolla á slíkum búnaði sem fluttur er inn af erlendum loftförum til afnota í tengslum við alþjóðlega starfsemi sína og frá alríkissköttum sem eru lagðir á eða vegna innflutnings á slíkum búnaði. Undanþágu má ekki veita á öðrum alríkissköttum.
3
Landeigandi á Stokksnesi innheimtir 600 króna gjald af ferðamönnum sem fara um landið. Landhelgisgæslan leigir hluta landsins og hótar eigandanum lögbanni, falli hann ekki frá gjaldheimtunni. Stokknes er skammt frá Höfn í Hornafirði. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Landeigandinn, Ómar Antonsson, segist sem ungur maður hafa rekið upp stór augu ef einn bíll kom í hlaðið. Nú komi tíu þúsund bílar á ári. „Það er sama hvaða bóndi það er á Íslandi - ef hann á að fá tíu þúsund bíla heim í hlaðið til sín- það gengur bara ekki nema að hafa einhverja smá stjórnun á þessu.“ Ómar segir gjaldið þjónustugjald. Á svæðinu reki hann upplýsingamiðstöð og kaffisöluna Wiking Cafe, bjóði upp á bílastæði, salernisaðstöðu og þá sé starfsmaður á svæðinu sem liðsinni ferðamönnum. „Mönnum er frjálst að borga þetta eða fara,“ segir hann. Landhelgisgæsla Íslands leigir hluta landsins og rekur þar ratsjárstöð. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir í Fréttablaðinu að Landhelgisgæslan ætli að krefjast lögbanns á gjaldtökuna falli landeigandinn ekki frá henni. Ómar segir þetta byggt á misskilningi hjá forstjóranum. „Hann er nú bara leiguliði hérna úti á Stokksnesi og leigir þar rúma 100 hektara en jörðin er 7000 hektarar. Hann taldi að lítið væri eftir af landinu þegar búið væri að taka frá hans leiguland,“ segir Ómar og bendir á að eina svæðið sem bannað sé að fara inn á sé landið sem Landhelgisgæslan leigi. Þar sé eina hliðið á svæðinu og segir Ómar að það sé því Landhelgisgæsla Íslands sem loki og læsi - en ekki hann sjálfur.
2
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli um sjöleytið í morgun og mældist snarpasti skjálftinn 3,7 stig. Þó nokkrir eftirskjálftar urðu og í gærkvöldi varð einn upp á 3,1 stig við Kleifarvatn. En ætli að vísbendingar séu um að skjálftahrinan í Bárðarbungu sé fyrirboði frekari tíðinda? Hildur María Friðriksdóttir, jarðvísindamaður á Veðurstofunni: Nei í raun ekki, allavega ekki neins í nánustu framtíð. Við erum að fá þessar sem sagt skjálftahrinur í Bárðarbungu bara afskaplega reglulega núna síðastliðin ár. Þannig að þetta er ekkert svo sem sem við kippum okkur eitthvað sérstaklega upp við þó við fylgjumst alltaf vel með. Gissur Sigurðsson: Haf orðið margir eftirskjálftar? Hildur María Friðriksdóttir: Nei ekki svo margir, svona 10 ca. Gissur: En hvað með skjálftann þarna á Reykjanesi, ja nálægt Kleifarvatn í gærkvöldi? Hildur María Friðriksdóttir: Já það var skjálfti þar af stærð 3,1 og við fengum tilkynningu um að hann hefði fundist á Völlunum í Hafnarfirði og það hafa verið þó nokkrir eftirskjálftar, þeir hafa verið kannski svona 20-30 talsins en þeir hafa allir verið nokkuð litlir. Þannig að það er einhver smá hrina í gangi þar líka. Gissur: Og þetta er náttúrulega þekkt skjálftasvæði þar þannig að þið eruð ekkert óróleg yfir hreyfingu þar? Hildur María Friðriksdóttir: Nei ekki eins og staðan er núna. Þær koma svona hrinur þær koma alveg tvisvar á ári eða oftar sko þarna á þessu svæði. Þetta er bara ansi eðlilegt. Gissur: Með skjálftum þá yfir 3? Hildur María Friðriksdóttir: Já. Við fáum stóra skjálfta nokkuð reglulega á svæðinu.
2
Má þar nefna löggjafarvald til að setja almennar reglur, framkvæmdavald til að tryggja framkvæmd ákvarðana löggjafans og dómsvald til að skera úr ágreiningi og deilum. Árni Böðvarsson (ritstj.), Íslensk orðabók handa skólum og almenningi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1988, bls. 712. Varðandi 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga er það því lykilatriði fyrir lögreglu að afla sönnunargagna sem sýna fram á annað tveggja áfengisinnihald blóðs ökumanns, þegar hann ók bifreið þeirri sem í hlut á, eða áfengismagn í útöndunarlofti hans. Lögreglan er mikilvægur hluti þess hlutverks ríkisvaldsins að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu. Sé hinn grunaði ekki staðinn að verki við að aka bifreið, en rökstuddur grunur er fyrir hendi um að hann hafi ekið, verður öflun sönnunargagna sýnu erfiðari. Réttarstaða hins grunaða Kemur þá til álita að skjóta synjun slíkrar rannsóknar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Almenn skýring orðanna ,,ómannúðlegt“ og ,, vanvirðandi“ væri við hæfi sem upphaf slíkrar greiningar. Maðurinn var færður á slysadeild Borgarspítalans og vakthafandi læknir beðinn að taka úr honum blóðsýni í þágu rannsóknar málsins. Þessum atburðum er lýst á eftirfarandi hátt í dómi Hæstaréttar nr. 625/2007: Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62 frá 1994. Það undanskilur engan mann hvernig svo sem að öðru leyti er ástatt um hann, aðstæður hans eru eða hátterni hans sjálfs. Í öðru lagi getur háttað þannig til að þrátt fyrir að hinn grunaði hafi ekki verið staðinn að akstri þá sé fyrir því örugg vitneskja að hann hafi ekki neytt áfengis frá því að akstri þeim lauk sem til rannsóknar er.
1
Dæmdur morðingi og nauðgari í Belgíu hefur fengið leyfi yfirvalda til að deyja. Hann segist ekki sjá fram á að ná stjórn á hvötum sínum og læknar munu því deyða hann á sjúkrahúsi þrátt fyrir að dauðarefsingin sé ekki í gildi í Belgíu. Í beiðni mannsins kemur hann hafi reynt að ná stjórn á hvötum sínum en telji það nú fullreynt eftir þrjátíu ár á bakvið lás og slá. Hann kvarta raunar undan því að hafa ekki fengið aðstoð geðlækna við sjúkdómi sínum en evrópski mannréttindadómstóllinn hefur gagnrýnt belgísk stjórnvöld fyrir slæman aðbúnað geðveikra í fangelsum landsins. Maðurinn var dæmdur fyrir morð og nauðgun á níunda áratug síðustu aldar og óskaði fyrst eftir að fá að deyja fyrir þremur árum en það getur tekið mörg ár að fá slíkt leyfi. Hann segist þjást af óbærilegum sálarkvölum og á sér enga von um að vera látinn laus. Fallist var á þau rök og maðurinn, sem er fimmtugur, verður því fluttur á sjúkrahús þar sem hann verður deyddur en lögfræðingur hans vill ekki segja hvenær. Þetta í fyrsta sinn sem fangi fær að deyja að eigin beiðni frá því að ný lög um líknardauða tóku gildi í Belgíu fyrir 12 árum. Þau áttu upphaflega bara við fullorðið fólk en fyrr á þessu ári voru lögin rýmkuð til að ná einnig yfir langveik börn sem vilja binda enda á þjáningar sínar.
2
Á það hefur verið bent að aðeins hluti innstæðuhafa hafði sent inn útgreiðslubeiðni fyrir lok þess frests sem gefinn var í lögunum um útgreiðsluna. Aðeins um 370 framleiðendur af tæplega 900 sendu inn gögn fyrir 1. júlí 1992. Þar eru meðtalin þau erindi sem póstlögð voru fyrir ofangreindan frest en bárust eftir mánaðamótin. Þeim saltfisksframleiðendum sem aðeins áttu innstæður vegna framleiðslu áranna 1986–88 var sent sérstakt bréf þar sem þeim var tilkynnt um innstæðuna og bent á að snúa sér til sjóðsins með beiðni um útgreiðslu. Það var gert í lok júlímánaðar. Í lok september var síðan öllum þeim framleiðendum sem þá höfðu enn ekki skilað inn erindum sent bréf þar sem tilkynnt var að gefinn hefði verið viðbótarfrestur til 1. nóvember 1992 til að skila inn erindum. Nokkur viðbrögð urðu við þessu. Frá 1. júlí 1992, þ.e. frá því að fresturinn rann út sem tilgreindur er í lögunum, og til ársloka 1992 bárust um 150 erindi sem öll hafa verið afgreidd. Á árinu 1993 bárust alls 25 erindi og í lok nóvember höfðu 75 erindi verið afgreidd á árinu. Lífeyrissjóðir. Þegar séð var fyrir endann á útgreiðslum var hafist handa við að reikna út hlutdeild hvers lífeyrissjóðs fyrir sig í þeim greiðslum sem renna áttu til lífeyrissjóða sjómanna. Reikna bar út hlutdeildina m.a. tilfallnar iðgjaldagreiðslur til hlutaðeigandi sjóða á árinu 1991. Upplýsinga hafði verið aflað í júnímánuði 1992 um þessar iðgjaldagreiðslur hjá lífeyrissjóðunum. Síðan þurfti að yfirfara upplýsingarnar og bera þær saman við aðrar upplýsingar sem aflað hafði verið.
3
Magnús og Símon í öðru sæti í b úrslitum í fimmgangi. Katie Brumpton fór með sigur af hólmi í b úrslitunum í fimmgangi en Magnús Skúlason leiddi keppnina fram að skeiðinu. Katie hlaut hæstu einkunnina fyrir skeið og tryggði sér þannig sigurinn. Magnús og Símon urðu í öðru með 6,45 í einkunn Niðurstöður: 06:020Katie Brumpton [FIN] – Dros fra Kuuma6,69 TÖLT 7,0 – 6,5 – 6,5 = 6,67 TROT 6,5 – 5,5 – 6,5 = 6,17 WALK 6,0 – 5,5 – 5,0 = 5,50 CANT 7,0 – 6,5 – 7,0 = 6,83 PASL 8,0 – 7,5 – 7,0 = 7,50 07:095Magnús Skúlason [SWE] – Simon frá Efri-Raudalaek6,45 TÖLT 6,5 – 6,5 – 7,0 = 6,67 TROT 6,5 – 6,5 – 6,5 = 6,50 WALK 6,0 – 6,5 – 5,5 = 6,00 CANT 6,0 – 6,0 – 6,0 = 6,00 PASL 7,0 – 6,5 – 6,5 = 6,67 08:057Camilla Mood Havig [NOR] – Bjartur fra Leirulæk6,33 TÖLT 6,5 – 6,0 – 7,0 = 6,50 TROT 6,0 – 6,0 – 5,5 = 5,83 WALK 6,5 – 7,0 – 6,0 = 6,50 CANT 6,0 – 4,5 – 5,5 = 5,33 PASL 7,0 – 7,0 – 6,5 = 6,83 09:107Steffi Svendsen [DEN] – Frái Matti fra Teland5,29 TÖLT 6,5 – 6,5 – 6,5 = 6,50 TROT 7,0 – 6,0 – 7,5 = 6,83 WALK 5,0 – 4,0 – 4,0 = 4,33 CANT 6,5 – 6,5 – 6,5 = 6,50 PASL 3,5 – 3,0 – 3,0 = 3,17
2
Hin 103 ára gamla Helga Guðmundsdóttir sem sigraðist á dögunum á COVID-19 sjúkdómnum var á dögunum gerð að heiðursborgara Bolungarvíkur. Þetta kemur fram á vef bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Þar kemur fram að hóf hafi verið haldið til heiðurs Helgu að heimili hennar að Hlíðarstræti í Bolungarvík í gær. Óhætt er að fullyrða að Helga hafi marga fjöruna sopið en á dögunum fékk hún blómvönd í tilefni 103 ára afmælisins. Sjá einnig 102 ára kona í Bolungarvík sigrast á COVID-19 Helga er elsti íbúi Bolungarvíkur um þessar mundir og er fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé. Þannig hefur Helga upplifað tvær heimsstyrjaldir, jafnað sig á berklum líkt og COVID-19 og lifað tvo heimsfaraldra. Á vef bæjarstjórnarinnar er tekið fram að það sé mikill sómi að því að fá að útnefna Helgu sem heiðursborgara. Sjá einnig Fékk blómvönd frá forsætisráðherra á 103 ára afmælinu „Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Hún vann verk sín í hljóði eins og tíðkaðist meðal kvenna á þessum tíma, en framlag hennar og annarra kynsystra hennar var ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir þar. „Það er bæjarstjórn Bolungarvíkur mikill sómi að fá að útnefna Helgu Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Bolungarvíkur. Hún er einstök öndvegismanneskja og er fyrirmyndar fulltrúi alls þess fólks sem hefur mótað Bolungarvík frá miðri síðustu öld og skilað okkur langt fram á veginn.“
2
Ákvæði 261. gr. byggir hins vegar á því, að um „sams konar athafnir“ sé að ræða og þær, sem í nefndum ákvæðum getur. mismunandi verknaðaraðferðir þeirra. 91/2008 um grunnskóla eru almenn ákvæði um stjórnun og fjármál, sem vafalítið styðja þá niðurstöðu, að stjórnendum skóla sé óheimilt með öllu, að viðlagðri refsiábyrgð, að skerða t. Breyttar þjóðfélagsþarfir og nútímaleg viðhorf hafa kallað á ýmsar breytingar á hliðstæðum ákvæðum í hegningarlögum annarra ríkja. Gildandi ákvæði 248. gr. kemur í stað 253. gr., 254. gr., 257. gr. og 261. gr. eldri laga 1869 (sum að hluta). Af þessu dæmi má ráða, að samsettar brota lýsingar eru mismunandi mikið sérhæfðar, þannig að ein þeirra (t. Ákært var fyrir stuld á sjónvarpi og örbylgjuofni úr báti í Reykjavíkurhöfn. Slíkur eftirlitsskortur er að jafnaði saknæmur, a. Öll stig ásetnings nægja því, þ. e. beinn ásetningur, líkindaásetningur eða dolus eventualis. Ekki er alveg víst, að það sjónarmið réttarins standist fyllilega sem sýknu rök, að ákærði fékk sama tilboð og aðrir viðskiptavinir og þar með sama tækifæri til að nýta sér villu bankans. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærðu af ákæru fyrir rán.“ Almennt er skilsmunurinn meiri hér en þegar borin eru saman fjársvik og umboðssvik. Sumir liðirnir eru þó mjög almennt orðaðir. Dómsmálaráðherra setur reglur um vörslufjárreikninga, að fengnum tillögum Lögmannafélags Íslands. Sama er, ef embættismaður er grunaður um háttsemi, er hefði í för með sér sviptingu réttinda samkvæmt 68. gr. hgl. Eitt af sameiginlegum einkennum auðgunarbrota er, að verknaðarandlag þeirra hlýtur að hafa eitthvert fjárhagslegt gildi (fjárgildi). d. fjárhættuspil, mansal, fíkniefnaviðskipti, vopnasala eða verslun með þýfi.
1
Þegar hann komst ekki inn í það nám ákvað hann að skrá sig í hjúkrunarfræði og var það mikið gæfuspor enda fann hann fljótt að í hjúkrun var hann á réttri hillu. Mynd 15: Guðrúnu Maríu Þorsteinsdóttur þykir starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur eins. „Ég fékk gríðarlegt menningarsjokk við að flytja til Íslands. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir. Í sannleika sagt þá hafði ég ekki hugmynd um það rúmlega tvítug hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór og þá var hjúkrun mjög gott og skynsamt val.“ Það kemur fram hjá mörgum hjúkrunarfræðingum hve gefandi það er að starfa við hjúkrun, enda vafalaust ástæða þess að margir hjúkrunarfræðingar leggja fyrir sig fagið. „Það er borin virðing fyrir hjúkrunarfræðingum í samfélaginu og ég er stolt af því að tilheyra þeim hópi.“ Lykilorðið er fjölbreytni í starfi hjúkrunarfræðinga Mynd 10: Rakel Björg Jónsdóttir fór að vinna á barnadeildinni á námsárum og hefur vart farið þaðan síðan. Anna hafði upphaflega ekki ætlað að læra hjúkrun og að sögn hennar slysaðist hún í námið og stuttu eftir útskrift flutti hún til Íslands. Áhuga Ásgeirs Vals Snorrasonar, svæfingahjúkrunarfræðings á Landspítalanum, má rekja til þess þegar hann fylgdist með aðdáun með störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þegar hann heimsótti veika ömmu sína á sjúkrahús þegar hann var yngri. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bæði hafa félagsmenn verið viljugir til þátttöku og lesendur haft gaman af viðtölunum. Fyrstu kynni Guðbjargar Jónu Guðlaugsdóttur, hjúkrunarfræðings á göngudeild hjartabilunar, af hjúkrun voru í gegnum móður hennar sem lét sig dreyma um að verða hjúkrunarkona.
1
Gastu ekki einfaldlega spurt unglingana í bænum hver það væri sem þeim þætti líklegastur? Þá hefði ég losnað við að þurfa að sitja hér og ljóstra upp um minn eigin bróðurson eins og tík. Ég er ekki tilfinningalaus ef þú heldur það. - Hvað er það sem bendir til að Bóas standi á bak við þessar íkveikjur? - Það bregst mér enginn án þess að sjá eftir því. Þú ættir að hafa það í huga. - Hvað vildu þeir? - Hvað heldurðu? Þeir glottu að mér, helvítin, eins og þeir hefðu eitthvað á mig. Þangað til þeir urðu að snauta burt með skottið milli lappanna. Little piggies. Og ég veit það ekki ... þú ert náttúrlega ný stærð í myndinni svo auðvitað verður manni hugsað til þín. Skilurðu? - Ég skil. En þú ættir samt að hugsa aðeins lengra. Heldurðu virkilega að ég gæti ekki komið þér í vandræði ef ég vildi? Það varð löng þögn í símanum áður en Snorri brást við þessu, uggvænlega mjúkmáll. - Þú ættir ekki að tala svona við mig. Það borgar sig ekki. Kvöldin eru kaldlynd. Þú ættir að hafa það í huga. Hús brenna, ekki satt? Kveikjum eld, mamma, bálið brennur. Svo segja þeir. Fyrir nú utan hvað það er heimskulegt að vera með hótanir við vini sína. Ef þú skilur hvað ég er að meina. Skipið siglir en enginn veit hvert það stefnir. Eða hver fer með. - Æ, láttu ekki svona. Ég var bara að benda þér á að ...
0
Í fyrsta lagi er hér um að ræða sérlög um réttindagæslu fatlaðra, en þau hafa verið baráttumál Landssamtakanna Þroskahjálpar; þá nær réttindagæslan til allra fatlaðra óháð búsetu og loks nær hún til allra laga þótt megináhersla sé á félagsþjónustu sveitarfélaga. Við endurskoðun laganna má ætla að réttindagæslan muni ná jafnt til allra þátta þjóðfélagsins. Þess má geta að hugtökin „fatlaður“ og „fötlun“ koma fyrir í 26 íslenskum lögum. Í mörgum þeirra er fötluðum tryggður veigamikill réttur. Lög um málefni fatlaðra frá 1992 eru réttindalög þar sem svæðisráðum er ætlað það hlutverk að standa vörð um réttindi fatlaðra til þjónustu. Þá er trúnaðarmönnum ætlað að gæta réttar fatlaðra á stofnunum. Þetta fyrirkomulag réttindagæslu hefur ekki gefist vel. Tvær ástæður skulu tilgreindar; svæðisráð hafa engan starfsmann og ekkert eftirlit er með því að trúnaðarmenn, sem eru í hlutastarfi, sinni skyldum sínum. Það fyrirkomulag á réttindagæslu, sem hér er lagt til, á að geta risið undir nafni ef vel tekst til. Réttindagæslumaður á landsvísu skal halda öllum þráðum í hendi sér. Hann aðstoðar trúnaðarmenn í störfum þeirra en fylgist jafnframt með því að þeir sinni skyldum sínum. Árlega þarf réttindagæslumaður að gefa félagsmálaráðherra skýrslu um störf sín og trúnaðarmanna. Til að trúnaðarmenn geti sinnt hlutverki sínu þurfa þeir að vera í fullu starfi og nauðsynlegt er að ákveða lágmarksfjölda þeirra, einn í hverju kjördæmi. Ekkert stendur um það í frumvarpinu. Í ákvæði til bráðabirgða I. í frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er fjallað um Samstarfsnefnd málefna fatlaðra. Eðlilegt er að eitthvert formlegt samband sé á milli réttindagæslumanns og nefndarinnar. Hugmyndir Landssamtakanna Þroskahjálpar.
3
Vilhjálmsson, þá yfirverkstjóri Vélsmiðju- og nýsmíðadeildar, sagði í viðtali sumarið 1993: Nýi kaupfélagsstjórinn tók það fram að það væri fyrst og fremst rekstrarfjárskortur sem skapaði fjárhagsvandræðin „og er mér ánægja að upplýsa félagsmenn um það, að Kaupfélag Árnesinga mun vera eitt með ríkustu félögum landsins, þegar þess er gætt að það á geysilegar eignir, sem litlar eða engar skuldir né veðönd hvíla á. Það eitt út af fyrir sig, að samt skuli starfsemi slíks félags líða fyrir lánsfjárskort, gefur tilefni til hugleiðinga um það hvaða hug þeir, sem með skiptingu lánsfjárins í landinu fara, bera til samvinnufélagsskaparins, en út í þá sálma fer ég ekki frekar hér.“ Allan sjöunda áratuginn fór svokölluð viðreisnarstjórn með völd í landinu en Framsóknarflokkurinn, sem var nátengdastur samvinnuhreyfingunni, var í stjórnarandstöðu. Á þeim árum voru allar bankar landsins ríkisbankar og bankastjórar valdir eftir flokkspólitík. Lánveitingar voru stundum í samræmi við það og viðskiptaleg sjónarmið ekki alltaf höfð í hávegum. Oddur benti á að Kaupfélag Árnesinga hefði eina sérstöðu. Það hefði ekki sláturleyfi og gæti þar af leiðandi ekki fengið afurðalán út á sauðfé eins og flest önnur kaupfélög á landinu. Það væri slæmt. Róstusamur aðalfundur 1967 Endanlegt uppgjör á reikningum Kaupfélags Árnesinga fyrir árið 1966 dróst fram eftir ári 1967 og var ekki hægt að halda aðalfund fyrr en um haustið.
0
Engin lýðræðisþjóð fær yfir sig betri pólitíkusa en þá sem hún kýs og kannski eru þessar línur fyrst og fremst fyndnar núna þegar menn hafa jafnvel séð þjóðkjörna fulltrúa hlaupa út úr Alþingishúsinu til að taka þátt í mótmælum þar sem hrópað er á þá þingmenn sem inni eru að það sé sama rassgatið undir þeim öllum – eða eitthvað í þeim dúr. Ljóðin í bók Antons Helga eru sjaldnast ýkja myndræn, heldur einkennast af einföldum fullyrðingum, minna gjarnan á hversdagslegt tal og eru oftar en ekki fyndin. Skáldskapur og hrun 9 Þá má hugsa sér að þegar menn bregða á glens, tefli þeir saman tvenns konar römmum; svissi með öðrum orðum á milli hversdagslegra hugmyndamynstra sem eru viðtekin í ákveðnu félagslegu eða þjóðfélagslegu samhengi og annarra sem rekast á þau fyrri, rífa þau niður, eða afhjúpa að minnsta kosti takmarkanir þeirra. Það er sama rassgatið undir þeim öllum sama hvernig þeir snúa sér sama hvernig þeir vinda uppá sig sama hvernig þeir skipta um flokk rassinn er alltaf á sínum stað. Með henni sýnir hann að ljóðmælandinn velur jafnan þann kost sem síst skyldi: þó hún hafi komið illa fram við börnin sín, dettur henni auðvitað ekki í hug að skammast sín; þó að það bitni á börnunum, hvarflar ekki annað að henni en að halda uppteknum hætti – enda metur hún, eins og ,fyrirmyndarfólki‘ samfélagsins er gjarnt, allt út frá sjálfri sér og eigin eignastöðu, líka börnin. Lykilorð: Ljóð af ættarmóti, hrunið, húmor/írónía, líkindi, eftirlíking/hermun.
1
Skilyrði fyrir kyrrsetningu fjármuna eru þrengd nokkuð í 5. gr. frumvarpsins frá því sem mælt er fyrir um í 6. gr. núgildandi laga. 2. Lagt er til að afnumin verði ýmis sérákvæði um heimildir til kyrrsetningar fyrir einstökum tegundum krafna, sem bæði má finna dæmi um í lögum nr. 18/1949 og í fyrirmælum annarra laga, þannig að sömu skilyrði kyrrsetningar eigi almennt við um allar peningakröfur, ef frumvarpið verður að lögum. 3. Lagt er til að heimild til kyrrsetningar á manni vegna skuldakröfu, sem bæði er mælt fyrir um í 8. gr. laga nr. 18/1949 og sérákvæðum annarra laga, verði með öllu felld brott. Slík heimild samrýmist tæplega orðið almennum viðhorfum um hverjar ráðstafanir verði taldar eðlilegar til innheimtu eða tryggingar peningakröfu, enda hefur hennar ekki verið neytt nema fáein skipti í gildistíð laga nr. 18/1949, eftir því sem næst verður komist. Afnám þessarar heimildar er enn fremur í samræmi við löggjafarstefnu í næstu nágrannaríkjum. 4. Gert er ráð fyrir mun nánari reglum um tryggingar í tengslum við kyrrsetningar- og lögbannsgerðir en nú er mælt fyrir um, sbr. einkum 10., 16. og 17. gr. frumvarpsins. Má einnig vekja athygli á því að í frumvarpinu eru lagðar til mun ítarlegri reglur en nú gilda um möguleika gerðarþola til að afstýra gerð með peningatryggingu. 5. Í III. kafla frumvarpsins, sem hefur að geyma 23. gr. þess, er kveðið sérstaklega á um löggeymslu, sem fara má fram, fyrir kröfu eftir héraðsdómi eftir að honum hefur verið skotið til æðra dóms.
3
Miðhálendisþjóðgarður gæti orðið 40% af landinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu nefndar um forsendur fyrir miðhálendisþjóðgarð. Skýrslunni er ætlað að verða grundvöllur umræðu og ákvarðana um verndun miðhálendisins. Í skýrslunni eru dregnar saman meginupplýsingar um miðhálendið og mögulegar útfærslur á miðhálendisþjóðgarði eða þjóðgörðum í 4 sviðsmyndum. Fyrsta sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að miðhálendisþjóðgarður afmarkist af mörkum þjóðlenda á miðhálendinu og friðlýstra svæða sem eru um 85% af miðhálendinu og 40% af landinu. Þjóðgarðinum yrði skipt upp í 7 svæði og yrði stjórn hans valddreifð með svæðisráðum í hverjum hluta en stefnumótun, skipulag, leyfisveitingar og stjórnsýsla verði samræmd fyrir allan þjóðgarðinn. Sviðsmynd 1 er talin geta tryggt markmið um heildstæða náttúruvernd á miðhálendinu sem og stýringu á ferðamönnum og mótun reglna fyrir allt hálendið í einu. Sviðsmynd 2 felst í 4 þjóðgörðum sem afmarkast af friðlýstum svæðum hálendisins auk jöklanna og jaðarsvæða þeirra. Stjórnun hvers þjóðgarðs yrði hjá svæðisráði sveitarfélaga sem eiga stjórnsýslumörk að eða innan hvers þjóðgarðs. Í skýrslunni kemur fram að sviðsmyndin eykur verndarstig jökla en hefur lítil áhrif á vernd víðerna að öðru leyti. Þá gæti fjöldi þjóðgarða haft í för með sér hátt flækjustig og ósamræmi í þjónustu. Sviðsmynd 3 er svipuð sviðsmynd 2 en í henni er gert ráð fyrir þjóðgörðum á friðlýstum svæðum utan jökla. Sviðsmynd 4 felst í óbreyttri stöðu verndunar. Í skýrslunni kemur fram að komi til þess að hugmyndir hennar um frekari verndun á miðhálendi Íslands nái fram að ganga, þá kalli það á að styrkja þurfi þær stofnanir sem hafa lögbundið hlutverk á þessu sviði.
2
Flestir sjúklingar með langt gengna heilabilun eiga erfitt með fæðuinntöku eða vilja ekki matast. 3 Þó að rannsóknir á næringu um görn hafi sýnt fram á bætt næringarástand, lifun og lífsgæði hjá vissum sjúklingahópum (til dæmis eftir heilablóðfall), hefur ekki verið sýnt fram á það sama hjá sjúklingum með langt gengna heilabilun. Hún getur ekki matast sjálf og þegar hún er mötuð á hún það til að loka munninum fast aftur, spýta út úr sér matnum og ýta hnífapörum frá sér. Í slíkum tilvikum er ákvörðun tekin í samráði við umboðsmann sjúklings, sem oftast er maki eða lögráða náinn aðstandandi. Sjálfræði og sjálfsákvörðunarréttur sjúklings skiptir hér megin máli. Læknir sjúklings getur talið sig bregðast lagalegri- og/eða læknisfræðilegri skyldu sinni, gefi hann ekki næringu. Mismunandi afstaða getur byggst á vanþekkingu, mismunandi væntingum, tilfinningum og gildismati. Ef lífsskrá er fyrirliggjandi þar sem sjúklingur hafnar næringu um görn ber að fara eftir henni í þessu tilfelli. Þegar taka þarf ákvörðun um næringu um görn þarf að spyrja sig hvort það þjóni hagsmunum sjúklings og hver sé vilji hans. Sjúklingum með heilabilun fer fjölgandi og að sama skapi hefur næring um görn verið notuð í auknum mæli hjá þessum sjúklingum. Vilji sjúklings á þessu stigi er oftast ekki ljós og ágreiningur og hagsmunarárekstrar geta orðið milli læknis, aðstandenda og umönnunaraðila um hvað gera eigi. Gervinæring og vökvun um görn til lengri eða skemmri tíma um magaslöngu er algeng læknisfræðileg meðferð.
1
Í samræmi við þessi viðhorf er svo fyrir mælt í 10. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 að sveitarstjórn skuli gera sérstaka samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins og um meðferð þeirra málefna sem sveitarfélagið annast. 46 Hans Gammeltoft-Hansen o.fl.: Forvaltningsret, bls. 152. Ólíkar reglur og viðhorf geta því gilt hjá sveitarstjórnum við úrlausn mála. X var gefið að sök að hafa áreitt lögreglu og sýnt af sér ósæmilega háttsemi á almannafæri með því að hrækja á lögreglubifreið. Í dómi Hæstaréttar sagði m.a. svo: „Af þeim ástæðum, sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, er ósannað að fyrirsvarsmenn Ríkisútvarpsins, sem til þess voru bærir hafi skuldbundið stofnunina um það að ... [S] yrði ekki látinn fjalla um Árna Pálsson í hljóðvarpi eða sjónvarpi.“ Á honum og ráðuneyti hans hvíldi því sú skylda að sjá til þess að málið væri undirbúið á forsvaranlegan hátt svo taka mætti löglega ákvörðun í því. Bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar réð S sem bústjóra mjólkurbús kaupstaðarins. Siglingastofnun Íslands hafði samband við eiganda og leigjanda grjótnámu í Litla Horni og óskaði eftir kaupum á grjóti gegn ákveðnu verði, en sveitarfélagið Hornafjörður hafði í hyggju að reisa grjótgarð frá Austurfjörutanga. Styðjist valdframsal á milli hliðsettra stjórnvalda ekki við lagaheimild er það ógilt. Hann getur á hinn bóginn ekki falið verkefnið stjórnvaldi, sem hann hefur engar stjórnunarheimildir yfir. Ekki var talið heimilt að framselja vald hafnarstjórnar með einfaldri samþykkt bæjarstjórnarinnar. 3 Steen Rønsholdt: Forvaltningsret, bls. 158. Við slíka endurskoðun er æðra stjórnvaldi skylt, að eigin frumkvæði, að sjá til þess, að atvik málsins séu nægjanlega upplýst, áður en það fellir úrskurð sinn í málinu.
1
Færst hefur í aukana að læknar ávísi lyfi við vanvirkum skjaldkirtli til fólks sem ekki hefur verið greint með sjúkdóminn. Þetta segir dósent við læknadeild HÍ ámælisverða þjónkun við gervivísindi. Inntaka lyfjanna geti verið varasöm. Greint var frá því á dögunum að íslenskt fyrirtæki hefði hafið þróun á bætiefni fyrir fólk með vanvirkan skjaldkirtil, sem unnið er úr skjaldkirtlum sláturdýra. Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum, segir fráleitt að markaðssetja vöruna sem slíka, en ekki sem lyf. „Maður spyr bara hvernig sama efni getur þurft að fara í gegnum formlegt lyfjaskráningarferli erlendis en fengið grænt ljós hér á landi sem fæðubótarefni,“ segir Ari. Að undanförnu hefur umræðan um vanstarfsemi í skjaldkirtli af tegund tvö aukist mjög. Kenningin kemur frá Bandaríkjunum og samkvæmt henni eru frumur líkamans ónæmar fyrir áhrifum skjaldkirtilshormóna, því komi vanvirknin ekki fram í blóðrannsóknum. Dæmi eru um að íslenskir læknar meðhöndli fólk með vanstarfsemi af tegund tvö með skaldkirtilshormónum. „Í rauninni eru þetta gervivísindi að mínu mati og í rauninni stórvarasamt að gangast slíku á hönd og fara að meðhöndla sjúkdóm sem er ekki til með skjaldkirtilshormónum.“ Ari segir að ýmsar alvarlegar aukaverkanir geti fylgt því að taka inn of mikið magn af skjaldkirtilshormónum. Það geti komið fram hjartsláttatruflanir, sem í einstaka tilvikum geti verið mjög alvarlegar. Það hafi slæm áhrif á hjartastarfsemina til langs tíma litið. Síðan séu það meðal annars geðrænar breytingar og beinþynning.
2
Ísland var til skamms tíma talið í fararbroddi í málefnum hinsegin fólks, einkum með tilliti til mikilla réttarumbóta og viðhorfsbreytinga gagnvart samkynhneigðum (Rydström, 2007; Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2007). Námið var skipulagt sem aukagrein til BA-prófs og fólst í upphafi í tveimur 10 eininga skyldunámskeiðum auk 40 eininga valnámskeiða úr hinum ýmsu fræðigreinum hug- og félagsvísinda. Staða samkynhneigðra hefur jafnvel verið notuð til að markaðssetja Ísland sem hinsegin paradís (Íris Ellenberger, 2017). Þessi tilfærsla valds hafði ýmiskonar afleiðingar og er auðvitað ekki bara bundin við íslenskt samfélag heldur alþjóðsamfélagið þar sem völd fjölþjóðafyrirtækja aukast á kostnað þjóðþinga (Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, 2017). Af þessu má sjá að í rannsóknum sínum leitast kynjafræðinemar við að vera í samræðu við samfélagið og tengsl eru á milli baráttu og fræða enda er það markmið kynjafræðináms að stuðla að vitundarvakningu sem er forsenda þróunar í jafnréttisátt (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Bent hefur verið á að stofnanavæðing jafnréttisstarfs sé tvíbent. Hvernig birtist togstreitan hér að framan í kynjafræðináminu þegar það er orðið hluti af hinu opinbera vísindasamfélagi? Útdráttur: Skipulagt kynjafræðinám á háskólastigi hófst hérlendis árið 1996. Kynjafræðinni og kynjafræðináminu hefur löngum verið legið á hálsi fyrir að fjalla eingöngu um konur, líkt og fram kemur í máli þingmannsins, og sú gagnrýni skýtur endurtekið upp kollinum, sbr. þetta nýlega dæmi: „Heilt fræðasvið „kynjafræði“, hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum áratugum. Orðræðan um falskar minningar hefur reynst fyrirferðarmikil í umfjöllun um kynferðisbrot, einkum þegar dætur greina frá kynferðisofbeldi af hálfu feðra sinna (Doane og Hodges, 2009).
1
Og þá bregst ekki að það sem ég hef verið að hugsa þá stundina víkur fyrir öðrum og stærri hugsunum: vangaveltum um öryggið og skortinn á örygginu í lífinu, þá hughreystandi staðreynd að sem þjóðfélagsþegn hefur maður aðgang að heilbrigðisþjónustu, en heilabrotin snúast þó ekki síður um fagurfræðina í þrá Rebeccu eftir að heyra hinn ákafa og ómstríða söng sírenunnar; um fallega mótsögnina í ljóðrænni yfirlýsingu hennar. Fyrir rúmum þremur árum var ég staddur ásamt konunni minni í París. Ég veit ekki hvers vegna ég var látinn hvílast inni á gjörgæsludeild (sem varla var rólegasta deildin á spítalanum), en þar eð ég taldi mig nokkuð lukkulegan að fá yfirhöfuð að dvelja í þessu fræga húsi ákvað ég að gera engar athugasemdir. Allajafna vill maður helst ekki vera lagður inn á spítala (hvað þá stungið í fangaklefa), en samt er einhver óútskýranleg vellíðan sem fylgir því að vera fullkomlega ósjálfbjarga, algerlega upp á aðra kominn, og meðhöndlaður í því ástandi af sprenglærðu, allsgáðu fólki sem ekki aðeins fær borgað fyrir að bjarga manni, heldur hefur á líkama manns þann brennandi áhuga að hugsanlega geti hann sýnt því eitthvað sem það hefur ekki séð áður. Í leikriti Harolds Pinter, Ashes to ashes, veldur það persónu sem kallast Rebecca miklum vonbrigðum að lögreglusírena sem hún hefur rétt í þessu heyrt nálgast og fjarlægjast húsið sem hún dvelur í skuli ekki lengur hljóma í eyrum hennar heldur í eyrum einhverrar annarrar manneskju. Við bjuggum miðsvæðis í borginni, í fjórða hverfi við Signu.
1
Þeir hröðuðu sér þá inn í göngin, en konan kom einnig inn og hlupu þeir þá, sem byssubrenndir upp stigann, er lá upp í baðstofuna. En þá létti þeim mikið, því þar vantaði eina vinnukonuna í rúmið. Hún hafði verið að þvo þvott, sem fyrir tíma þvottasnúranna var gjarnan breiddur á tún, væri logn, en einnig á bök kirkjubekkjanna, þar sem þeir voru fyrir hendi. Hún var samviskusöm og vildi ganga vel frá öllu fyrir nóttina. Ólafi var einnig minnisstætt, hve túnið á Mosfelli er bratt og miklu erfiðara til heyskapar en flatlendu túnin á Ólafsvöllum. Hann hafði þess vegna lítinn áhuga á því, að sonur hans, og bókarhöfundur, sækti um Mosfellið. Í bröttum hlíðum Mosfells kom líka vel í ljós, að presturinn sterki var lofthræddur. Hitt vissu menn fyrr, að hann var hræddur við ketti. Virtust sumir þeirra gera sér grein fyrir því, að hann leit þá ekki réttu auga og áttu það til að sýna honum klærnar. Hugur Ólafs geymdi ýmsar minningar, sem fjölskyldan rifjaði upp, þegar systur hans voru í heimsókn. Það mun hafa verið annað sumarið á Mosfelli, sem hann steypti undan bæjarhrafninum. Töldu systurnar það hafa verið illa gert. Hann svaraði því til, að hrafninn hefði þá verið búinn að drepa lamb, sem hann átti. Ég leyfi mér því að skora á menn, sér í lagi hreppsnefndir og sýslunefnd, að taka málið til alvarlegrar athugunar og gjöra allt hvað í þeirra valdi stendur til að greiða götu þess svo fljótt og vel sem unnt er og á þann hátt sem öllum almenningi hentar best.
0
Það var enn eitt Pavlov-atriðið. Auðvitað var ég iðulega að detta í það og á stundum strax á eftir fundi. Hafi hugurinn eitthvað gælt við áfengisþanka í upphafi fundar, var hann jafnan orðinn þrúgaður af þorsta er söfnuðurinn fór með bæn í fundarlok. Við amenið hljóp ég svo út eins og fætur toguðu og varð fylleríinu feginn. Eftir á að hyggja er þessi erfðavenja auðvitað hin kjánalegasta og í besta falli úrelt. Hún býður fólki upp á að mæta ofurölvi eða útúrdópað á fundi, án þess að nokkur geti andmælt. Sjálfur hef ég setið fundi þar sem áfengisstybbuna lagði yfir salinn og menn brustu jafnvel í söng eða önnur fíflalæti, sem sum hver eru of ósmekkleg til að hafa eftir. Nú á dögum, í prýðilegu aðgengi fólks að afvötnunarstöðvum, er vitanlega algjör tímaskekkja að leyfa svona vitleysu. Læknar eiga að afeitra fólk og endurhæfa; ekki einhver söfnuður úti í bæ. Sjálfur er ég í bindindisfélagsskap, allsendis óskyldum AA. Þar eru vitanlega engin spor eða önnur fræði, en í fundasköpum segir m.a. þetta: Félagið er veraldlegt félag sem leggur áherslu á sjálfshjálp og sjálfsábyrgð þeirra sem vilja berjast gegn áfengis- og vímuefnanauð sinni. Félagið er óháð trúarlegum viðhorfum og söfnuðum. Geta allir tekið þátt í störfum þess, hverjar sem lífsskoðanir þeirra eru, enda er ekki gerð krafa um að fólk temji sér ákveðinn lífsstíl, umfram bindindi á áfengi og vímuefni. Ólíkt því sem gerist í AA er hér algjörlega tekið fyrir fyllerísrugl á fundum og raunar er blátt bann lagt við því að menn mæti undir áhrifum.
0
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að erindi Eftirlitsstofnunar EFTA um Icesave verði ekki svarað innan tilskilins frests á morgun, þar sem verið er að semja um málið. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segir að dregið gæti til tíðinda í samningaviðræðum í þessari viku. Fregnir af því að nýr og hagstæðari Icesavesamningur væri í burðarliðnum voru ofarlega á baugi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að fljótlega drægi til tíðinda. „Og vonandi getur það gerst í þessari viku,“ sagði hún. Þá yrði málið lagt fyrir utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ekki trúa því að beðið yrði með að kynna þingheimi stöðu málsins. „Það hlýtur að vera þannig að nú þegar verði boðað til fundar í utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd til að ræða þessi mál, ef það er eitthvað tilefni til að ræða það úti í bæ.“ Málið var einnig rætt undir liðnum fundarstjórn forseta og þá var spurt um hvort erindi Eftirlitsstofnunar EFTA yrði svarað, en í því kom fram að stofnunin teldi að Ísland þyrfti að borga lágmarkstryggingu vegna innistæðnanna á Icesave-reikningunum. Lokafresturinn til að erindinu rennur út á morgun. Þessu svaraði Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. „Vegna þess að samningsumleitanir eru í gangi hef ég talað við forseta ESA og tjáð honum að ekki verði sent svar á morgun. En ég mun verða í sambandi við hann aftur á miðvikudag og við munum fara yfir málin þá.“
2