doc
stringlengths
21
29.7k
subreddit
stringlengths
2
22
language
stringclasses
4 values
language_confidence
float64
0.7
1
Vona bara að borgaryfirvöld haldi áfram að fækka bílastæðum (og fjölga trjám) til að þetta hætti að vera raunin. Síðan mætti líka skikka þessi rafskútu- og hjólaleigufyrirtæki í samstarf við strætó, þ.a. það sé hægt að hafa grófara net af vögnum en á mun hærri tíðni, svo fólk geti tekið skútu/hjól síðasta kílómetrann.
Iceland
is
0.996994
Hér má sjá sjallastrategíuna: 1. Fjársvelta stofnun svo hún geti ekki sinnt sinni starfssemi 2. Nota það að stofnun getur ekki sinnt sinni starfssemi sem rök fyrir einkavæðingu <-- (við erum hér) 3. Selja eða bjóða apparatið út til flokksvina 4. Ekkert breytist fyrir skattgreiðendur
Iceland
is
0.983005
Bara nokkrar milljónir - eins og eðlilegt er. Að auki er skýrslan ekkert fimm síðna slideshow - heldur ítarleg gögn sem má nota til að koma vitrænum breytingum til leiðar.
Iceland
is
0.802745
Jú jú þetta er voðalega óhollt, en forræðishyggjan fer í taugarnar á mér. Ef mig langar að borða stóran rjómaís með dýfu og öllum litarefnunum í morgunmat daglega, á þá að fara að banna sölu rjómaíss fyrir hádegi?
Iceland
is
0.995742
Ég reyndar bý ekki á höfuðborgarsvæðinu, en ég vinn þar.... Ef ég ætti að taka strætó í alla leið í vinnuna, og vera mætt kl 8, þyrfti ég að taka strætó kvöldið áður upp að miðstöð, chilla þar í ca hálfan sólahring, taka svo strætó frá miðstöð að vinnunni, með 1 aukastrætó, og mæta klst of seint í vinnu 🙃 Ég held ég kjósi frekar einkabílinn 😅
Iceland
is
0.99906
Kæri Óðinn, óska þér ánæjuleg heimferð.
cats
is
0.974146
Hafandi þekkt hellings lið sem hefur tekið stera, þó ég sjálfur ekki, þá er það alskýrt mál að það er engin þörf á meira/sterkara dót en einungis testosterone. Flestir hafa ekki einu sinni mataræðið eða sjálfsagann til að halda uppi með steranotkuninni. Krakkarnir sem ég þekkti sem tóku trena(aldrei skalt þú nota trena) náðu ekki einu sinni lengra en hærri endanum af náttúrulegum styrk. Og hinsvegar hef ég séð gaura verða absolutely huge á einungis testosterone-i. Félagi minn (sem hafði lengi verið í gymminu) tók 500mg á viku í sirka sex mánuði bekkpressan hans fór upp í 150kg og deadlift 230kg. Það er rosa sterkt fyrir einungis testosterone, þannig að ekki búast við alveg svo góðu. Til samanburðs til þess að vera flottur aðlagandi athletic gaur þá er 100kg bekk 180kg dead alveg nóg. 20% af vinnunni er 80% af afurðinni, og fyrir venjulegan einstakling, þeas 99% af gaurum, þá hefurðu tæplega ekkert upp úr því að fara lengra. Ef þú ert að spá í að vera aðlagandi þá hefurðu margfalt meira úr því að spá í snyrtimenskunni, tískunni, vinnuferilinum, etc.
Iceland
is
0.992436
Því miður lifir flámælskan enn sum staðar. Amma mín talaði flámælsku og ég og fjölskyldan mín detttum stundum í hana enn, erum samt öll alin upp á höfuðborgarsvæðinu.
Iceland
is
0.94151
Ég er 11 mín að keyra í vinnuna, ég er klst og 25 mín með strætó og þarf að labba 20 mín. Ég bý nálægt stofnæð og vinn í hverfi þar sem eru basically bara vinnustaðir = mjög margir sem þurfa að komast þangað. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt.
Iceland
is
0.999278
Almenningssamgöngur þurfa ekki endilega að vera fljótlegri en einkabíll og verða það aldrei í öllum tilfellum (t.d. fyrir einhvern sem býr í úthverfi og starfar í öðru úthverfi). Ef það sparar rekstur á heilum bíl þá skipta nokkrar mínútur í ferðatíma ekki öllu máli ef kerfið er áreiðanlegt og upplifunin er ekki ömurleg eins og hún vill verða á sumum stofnleiðum þar sem vagnar eru smekkfullir á morgnana og keyra jafnvel framhjá stöðvum. Tíðari ferðir, stærri vagnar og meira sérrými í umferðinni eru allt atriði sem á að taka á með Borgarlínu þannig að vonandi gengur sú innleiðing vel. Sjálfur hefði ég viljað miklu meiri metnað og fara beint í léttlestarkerfi.
Iceland
is
0.99515
Borðaðu það sem þú vilt og láttu það fara í taugarnar á þér að ég leggi til hinn möguleikann, ss. að endurstilla bragðlaukana svo að mikið sykraður matur verði aftur sætur og örvandi. Það er bara ótrúleg upplifun að borða kókómjólk og súkkulaði þegar maður hefur tekið út sykur í góðan tíma. Mátt googla strawman. Ég skal strámanna þig í á móti svo þú skiljir kannski aðeins: “það eru ekki allir jafn sjúkir Alliat og þú að vilja borða ís í öll mál”. Hvenær nefndi ég bönn?
Iceland
is
0.999942
Vá, viltu ekki bara fara gjörsamlega á rönguna og troða þessu strámannarusli ofan í einhvern annan. Í raun byrjaðir þú með strámannadraslið þegar þú sagðir kauða að hræra saman sykurleðju og hringja síðan á sjúkrabíl handa sér. Þú minntist vissulega ekkert á bannið, en það er samt mjög tengt umræðunni sem á sér stað hérna. Ég hef ekkert á móti því að taka sykurinn burtu úr mataræðinu ef maður kýs að gera slíkt og ég hef prófað sjálfur og mæli með, en sá sem þú svaraðir minntist heldur ekkert á að draga úr sykurneyslunni frekar en þú minntist á bannið.
Iceland
is
0.998494
Þær erlendu borgir sem ég haf farið í og treysta fyrst og fremst á strætósamgöngur (í stað lesta) hafa alltaf haft eitt sameiginlegt; express-vagna sem keyra beint úr úthverfamiðstöðvum í miðbæ, og öfugt, án þess að stoppa á 50 stöðum á leiðinni. Það er nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu á höfuðborgarsvæðinu að þetta væri gert á helstu leiðum og myndi auka skilvirkni kerfinu gífurlega án mikils tilkostnaðar. Fólk í þessum þræði segir að Strætó bs. gangi illa vegna þess að samlagið er fjársvelt. Það má vera. En það er samt fullkomlega sénslaust að leysa þetta vandamál með því að kasta peningum í það á meðan Strætó bs. er ekki betur rekið en raun ber vitni.
Iceland
is
0.997953
Fara í mismunandi laugar, kíkja á Brikk eða annað gott bakarí, rölta Gróttuhringinn eða Ægisíðu/Skerjafjörðinn, fara út að borða (Messinn t.d.), kíkja niður í miðbæ á Þorláksmessu, velja góðan stað fyrir áramótasprengjurnar (Tjörnin t.d) …
Iceland
is
0.990629
Ég trúi þessu ekki. ÞETTA er örugglega EKKI svona í öðrum löndum. Þar er tekur alltaf bara 5 mínótur sama hvort þú þarft að fara 5 eða 50 km. Er í alvöru verið að borga þessu liði pening fyrir þessa niðurstöðu?
Iceland
is
0.999424
Þorláksmessu rölt Laugarveginn og Skólavörðustíg Finna góða tónleika Caffe Rósenberg eða Hörpu Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, Hvalaskoðun, hopp hlaupahjól eru útum allt þannig ef það er ekki allt í fönn þá er það möguleiki, kaffihús eru víða sem og bakarí. Sund í einhverjum af 10 sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu, Sky Lagoon eða Bláa Lónið. Gamlárskvöld ef það er ekki bundið við að vera hjá fjölskyldu þá um að gera að vera við Hallgrímskirkju frá cirka 23:00 til 01:00
Iceland
is
0.996129
Ef þú lætur hana ekki borða skötu þá ertu föðurlandssvikari
Iceland
is
0.969832
Séns á norðurljósum, auðvitað. Kannske þurfi að fara út til Gróttu til þess núorðið, langt síðan ég hef verið í Reykjavík (eða Íslandi) um vetur. Rölta meðfram Sæbrautinni sé sæmilega stillt.
Iceland
is
0.996545
Já ég gleymdi að nefna að hún er mikill aðdáandi sundlauganna! Fílar það í botn. Miðbær á Þorláksmessu er náttúrulega snilld (bónusstig ef það snjóar). Áramótasprengjurnar, alveg rétt! Einhversstaðar ofarlega í Grafarvoginum eða Breiðholti! Og svo gönna síðuna að sjálfsögðu! Ánægður með þessar ábendingar, takk! 🍻
Iceland
is
0.995548
Góð spurning! Ég flutti fyrir réttum 12 árum. Í heimsókn í sumar gekk ég þar bara utan annatima, og fannst umferðin ekkert verri en það sem ég hef vanist.
Iceland
is
0.99355
Ef hún er hrifin af sundlaugunum þá mæli ég hiklaust með að þú takir hana í Sky Lagoon, vissulega ekki alveg eins upplifun og töluvert dýrara en frábær staður.
Iceland
is
0.986391
Ég ætlaði ekki að móðga þig persónulega. Ég hef skoðun á þessum “mat”, lucky charms er bara sælgæti sem er markaðssett sem morgunmatur. Ég les í kommentin þín að þú hefur ekki þroskann eða geðslagið til að njóta reddit. Þú getur spurt þig afhverju þú gefur random manneskju eins og mér svona vald yfir tilfinningum þínum.
Iceland
is
0.998228
veit ekki, en þú getur reddað þér með að finna Captain Kirk grímu og mála hana hvíta
Iceland
is
0.996741
stendur ekki til á lager í vefverslun
Iceland
is
0.952195
já, en heldurðu að hún sé til einhverstaðar á íslandi? t.d partýbúðinni?
Iceland
is
0.986815
hef ekki hugmynd, þetta var bara djók, sorry
Iceland
is
0.926969
Ef það er lítill vindur á gamlárskvöld verður mengunin frá flugeldum svo mikil að útsýnið frá Breiðholtinu verður lítið sem ekkert...
Iceland
is
0.998933
Úff, tvær 6 klukkutíma útsendingar, en það er svosem betra en ekkert. Takk kærlega fyrir þetta!
Iceland
is
0.885943
Hljómar samt eins og yfirlýsing frá manni sem telur sig mjög sigurstranglegan. Er ekkert svo viss um að ef hann teldi Guðlaug vænlegan til sigurs að hann myndi orða þetta svona.
Iceland
is
0.987628
ja bara helt þu værir að leggja til að það gæti enn verið til, skal tékka samt í partýbúðina
Iceland
is
0.999798
Guðlaugur tapaði fyrir Áslaugu, finnst hann allavega ekki mikið líklegri til að vinna gegn Bjarna meðal Sjálftæðismanna
Iceland
is
0.993052
Ég held að það sé afskaplega lítil hætta á því.
Iceland
is
1.000005
Mér reiknast að þú búir í ca. 7km. fjarlægð frá vinnunni. Það þýðir klukkutíma labb eða svo. Ég held að þú hljótir að vera að velja stórfurðulega leið ef staðsetningarnar eru eins og þú segir. Ég er 12 mínútur að keyra í vinnuna; 25 mín. með labbi+strætó, eins og ég geri alltaf. Ég bý í 5 km. fjarlægð. Hjóla stundum, er þá 15-20 mínútur. Strætókerfið er slæmt, en ekki svona vont. Þetta er þá eitthvað svakalegt jaðartilfelli.
Iceland
is
0.999524
Guðlaugur Þór sigraði reyndar Áslaugu Örnu í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna.
Iceland
is
0.90842
Er mig að misminna að hún vann eitthvað varaformannadæmi móti honum?
Iceland
is
0.998217
Ég bý sömuleiðis nærri stofnæð, og er 50 - 60 mínútur með strætó með 15 mínútna labbi (samkvæmt appinu, en þar sem að ég get ekki treyst á komutíma vagnanna þá er ég alltaf mættur fyrr í skýlið og er þetta því kær 55-65m). Ég er korter að keyra og um hálftíma að hjóla. Ég nýti strætó af og til, en það er of tímafrekt og dýrt til að ég myndi nenna því alla daga.
Iceland
is
0.999198
Hann dró tilbaka sitt framboð ef ég man rétt
Iceland
is
0.899972
Ég nýt Reddit nú bara ágætlega. Fannst svarið þitt bara svo gjörsamlega úr takti við mitt hvað varðar “hostility” að ég leyfði þér að ná mér úr jafnvægi. Það gerist vonandi ekki aftur. Góðar stundir herra minn.
Iceland
is
0.998844
Hvað með það? Þetta liti öðruvísi út ef Íslendingar hefðu sagt einn daginn "það vantar uppskeruhátið á Íslandi!" og í framhaldi ákveðið að halda upp á forna keltneska uppskeru hátíð.
Iceland
is
0.998805
Áslaug Arna bauð sig fram í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins árið 2015. Guðlaugur Þór dró framboð sitt til baka til. Hann gaf þá út eftirfarandi tilkynningu: „Framboð Áslaugar Örnu kom mér á óvart en ég er sannfærður um að það sé einmitt það sem flokkurinn þarf. Þess vegna styð hana heilshugar til þess að gegna embættinu og er sannfærður um að það muni styrkja flokkinn. Þar af leiðandi stíg ég til hliðar með bros á vör. Ég vil ekki vera maður sem hangir á embættum eða vegtyllum til þess eins að svala eigin metnaði. Við erum öll í sama liði og stillum upp til sigurs.”
Iceland
is
0.998021
Góðar stundir sömuleiðis. Tek til baka orðin mín með þroska, afsakið það.
Iceland
is
0.998227
4. er vitlaust. Þjónustan versnar og verður dýrari.
Iceland
is
0.854616
Þú ert að hugsa í lausnum ekki einkavæðingu.
Iceland
is
0.999649
Það heitir "vefja". Rúllar hákarl upp í skötu og tekur í einum bita. 250ml. Af Brennivín sem sósa.
Iceland
is
0.977651
Samsetningin er ekki eins í öllum sjóðum. Sumir sjóðir með áhættusæknari samsetningar en aðrir.
Borgartunsbrask
is
0.983057
>10 sundlaugum Það eru 18 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.
Iceland
is
0.968953
Ég var bara að nefna þær algengustu en þær eru þá allavega 10
Iceland
is
0.991202
Sé reglulega frábær norðuljós í Breiðholti
Iceland
is
0.967238
Kíkja í alvöru skötuveislu
Iceland
is
0.934483
Allar hugmyndir hérna er geggjaðir, en mæli líka með að fara með henni í brennu (ef það er ennþá hlutur), síðan er beisik Reykjavík, Perlan, Flyover, Sky Lagoon, Þjóðminjasafnið, osfrv
Iceland
is
0.985301
Hvar, hvaða leið? Mín staða: bý í neðra Breiðholti, fer í háskólann á morgnana. Annað hvort 20 mín á rafhjóli eða 20 mín með strætó. Nota ekki bíl en reikna með að akstur í morgunumferðinni + stæðisleit sé sirka 20 mín líka.
Iceland
is
0.995103
lol Almenningssamgöngur eru á vegum sveitastjórna. Samfylkingin (og forveri hennar) hefur verið í borgarstjórn í nær þrjá áratugi óslitið. Hún ber fulla ábyrgð á almenningssamgöngum í Reykjavík. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru hræðilegar og hafa bara versnað.
Iceland
is
0.980623
var sirka 7 mín að keyra í gömlu vinnuna mína, 45 mín með strætó á virkum dögum, klukkutími+ um helgar þar sem að venjulegi strætóinn minn gekk ekki um helgar og 12 er eini strætó sem fer sæbrautina. Bý í árbænum, tók 5 niður í ártún, þangað kemur 12, sem fer í gegnum allt breiðholtið áður en hann keyrir niður sæbrautina. Já ég hefði betur átt að labba frá ártúninu niður í vogana en ég var mjög latur á þessum tíma.
Iceland
is
0.996661
Ég held að þetta hafi verið vitað mál í flestum tilvikum án þess að þurfa einhverja rannsókn til að sanna það
Iceland
is
1.000064
"sko ef ég má ekki ráða, þá bara vil ég ekki vera memm, og það verður bara enginn ríkisstjórn heldur"
Iceland
is
0.998439
Á hvaða tíma árs komu þið síðast? Reykjavík er t.d. ekkert sérstaklega falleg um febrúar-mars haha
Iceland
is
0.9627
What a man. Ég myndi nýta atkvæði mín til að núlla út eitt atkvæði sjálfstæðismanns, ef ég gæti, en ég myndi umbera flokkinn með hann í formannssæti.
Iceland
is
0.99742
Hey pæling afhverju samanstendur stjórn strætó þá úr fjórum sjálfstæðismönnum, einum úr Viðreisn og einum pírata? Eða er það bara óþægileg staðreynd?
Iceland
is
0.978235
Frá hvaða sveitastjórn kemur hæsta framlagið? Hvar fara flestar strætóferðir fram? Hafa allar sveitarstjórnir jafnt vægi innan stjórnar Strætó BS? Hvað er hlutfall Sjálfstæðismanna innan stjórnar Strætó? Hvað er hlutfallið innan Sjálfstæðisflokks sem hefur lítið sem aldrei ferðast með almenningssamgöngum, og hvernig er sú skipting á milli aldurshópa?
Iceland
is
0.980781
Mér finnst eiginlega bara ótrúlega fáránlegt að ætlast til þess að almenningssamgöngur séu jafn fljótar og einkabíllinn. Þeim eru í eðli sínu ætlað að þjóna mörgum á meðan einkabílnum er ætlað að þjóna fáum. Ættum að fara í alvöru metró hérna á Íslandi, sleppa þessum millistigum.
Iceland
is
0.998998
Nei. Reykjavík á bara eitt sæti af 6 í stjórn Strætó. í sætum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness sitja Sjálfstæðismenn. 4/6. Reykjavík hefur þar með voða takmarkaða stjórn á almenningssamgöngum í Reykjavík.
Iceland
is
0.978589
Mæli með að kíkja út í Krísuvík en hún hefur gaman af náttúruni það er ótrúlega fallegt þar og sennilega besti staðurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá norðurljós.
Iceland
is
0.999314
Borgarstjórnin ber ábyrgð á þessu. Ef þeir ákveða að bjóða þetta út og fá aðra til að stjórna fellur ábyrgðin ekki frá þeim. Borgarstjórn (Samfylkingin þar í fararbroddi) ber alla ábyrgð. Ekki millistjórnendur sem borgarstjórn ákveður sjálf reka almenningssamgöngur. Borgarstjórn ber ábyrgð á almenningssamgöngum.
Iceland
is
0.998349
Borgarstjórnin ber ábyrgð á þessu. Ef þeir ákveða að bjóða þetta út og fá millistjórnendur fellur ábyrgðin ekki frá þeim. Borgarstjórn (Samfylkingin þar í fararbroddi) ber alla ábyrgð. Ekki millistjórnendur sem borgarstjórn ákveður sjálf reka almenningssamgöngur.
Iceland
is
0.997384
Frekjan gersamlega lekur úr eyrunum á þessum náunga maður, sjitt. Væri guðslifandi feginn að losna við þetta fífl.
Iceland
is
0.994764
Borgin ræður ekki nema 1/6 af Strætó bs. Ertu að segja að borgin ætti bara að hætta í Strætó samvinnunni og gera þetta sjálf?
Iceland
is
0.999235
Borgin á að gera hvað sem hún telur best til að borgarbúar fái góðar almenningssamgöngur. Almenningssamgöngur eru hörmulegar og það er borgarstjórn að kenna. Ekki umboðsmönnum, ekki millistjórnendum, ekki strætisvagnastjórum, heldur borgarstjórn.
Iceland
is
0.995997
Nei, það er aðallega Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði að kenna. Ekki borgarstjórn Reykjavíkur.
Iceland
is
0.995545
Icehot1 var örugglega krakkinn sem þurfti líka að fá pakka sama hver ætti afmæli. Krakkinn sem eyðileggur dótið ef hann má ekki leika sér með það einn.
Iceland
is
0.990809
Nei. Borgarbúar kjósa ekki bæjarstjórnir annarra. Þeir kjósa borgarstjórn og hún ber ábyrgð á almenningssamgöngum. Ef borgarstjórn fær aðra til að reka almenningssamgöngur þá fellur ábyrgðin ekki frá borgarstjórn.
Iceland
is
0.993091
Er ekki kominn tími til þess að Hannes Hólmsteinn kanni getu sína til þess að draga Flokkinn upp úr þessari ára löngu lægð.
Althing
is
0.998885
Sem sagt ef hann tapar þá tekur hann sér frí i 1-2 ár og síðan vegna "þrýstings frá stuðningsfólki" hans þá reynir hann aftur að komast inn er mín spá.
Iceland
is
0.982158
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða að vera unnar í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Góðar strætósamgöngur í Reykjavík eru einskis virði ef það eru svo engar í Kópavogi til að taka við af þeim. Hendur Reykjavíkur eru bundnar.
Iceland
is
0.995759
Eða “ef minn eigin flokkur velur annan leiðtoga er eg ekki svo blindur af hroka að ég sitji áfram”
Iceland
is
0.97752
Ég bý erlendis og kem stundum með kæró yfir jólin til íslands, hún er útlendingur. Hápunktarnir eru alltaf að fara í sund, hanga niðri í bæ, fara á söfn og kaffihús. Annars finnst henni skemmtilegast að fara út úr bænum að skoða náttúruna.
Iceland
is
0.986726
Hann hefur staðið sig svo vel í að minnka fylgi Sjálfstæðisflokksins að það væri leiðinlegt að sjá Bjarna hætta. Hann er öflugasta lyfjameðferðin sem hefur fundist til að drepa þetta samfélagslega krabbamein sem kallast Sjálfstæðisflokkurinn.
Iceland
is
0.99934
> Hendur Reykjavíkur eru bundnar. Nei. Borgarstjórn ræður sjálf hvernig almenningssamgöngum er háttað. Hver var það líka sem setti Strætó bs af stað? Hint: Samfylkingin gerði það. Svo ef það er hægt að kenna einhverjum um þá er það Samfylkingunni.
Iceland
is
0.996074
>Nei. Borgarstjórn ræður sjálf hvernig almenningssamgöngum er háttað. Í REYKJAVÍK, já. Ekki á höfuðborgarsvæðinu öllu, sem er það sem þarf fyrir kerfi sem meikar eitthvað sens. Reykjavík ein og sér getur ekki staðið á bakvið samgöngur alls höfuðborgarsvæðisins. Öll sveitarfélögin þurfa að vinna með til að við eigum séns á að fá eitthvað sem virkar.
Iceland
is
0.998265
Helvítis fokking húsnæðismarkaðurinn. Helvítis fokking fokking leigumarkaðurinn. Helvítis djöfulsins fokking almenningssamgöngukerfið okkar. Helvítis fokking verðið á andskotans áfengi. Andskotans helvítis verðið á matvöru. RÚV. Takk fyrir áheyrnina.
Iceland
is
0.962064
Bláa lónið er alveg fín upplifun í öllum veðrum, þrátt fyrir að vera dýrt. Nudd í lóninu er líka næs. Íslensk pulsa eftir sund. Standa í biðröð og kaupa sér ís í vetrarblíðunni. Mjög íslenskt og eftirminnilegt. Mæli með Skúbb. Kaupa og skjóta upp hóflegt magn af flugeldum.
Iceland
is
0.960648
"Jæja, ef þið viljið mig ekki, þá er ég hættur". Íslandabankaskýrslan hvað? /s
Iceland
is
0.991362
Almenningssamgöngur í Reykjavík eru á ábyrgð borgarstjórnar. Hvað er svona flókið við það?
Iceland
is
0.999554
Stjórnskipan virkar ekki þannig. Þjónusta í Reykjavík er á ábyrgð borgarstjórnar. Ef borgarstjórn ákveður að framselja það umboð framselur hún ekki ábyrgðinni. Borgarbúar kjósa borgarstjórn sem hefur það hlutverk að setja upp almenningssamgöngur með þá milljarða sem hún fær í útsvar. Borgarstjórn er með hörmulegar almennings og getur engin öðrum kennt en sjálfum sér gagnvart borgurum.
Iceland
is
0.996154
5 mín í bíl. 30 mín í stræto og það er eftir að labba aðeins yfir 10 mín upp brattan hól. 8 mín á rafmagns scooter. Er í Kopavog og vinnan er í Smáralind svæðinu. Myndi elska að geta tekið stræto en það er svo mikið vesen.
Iceland
is
0.998652
Rölta niður Hraunbæinn hönd í hönd og staldra svo við á Skalla í osttilboð, skundast svo yfir götuna og setja kannski nokkra seðla í kassann inn á Prinsinum í góðra vina hópi.
Iceland
is
0.979594
"Veist þú ekki hver ég er? getur ekki drepið mig! Ég er ívar Beinlausi! getur ekki drepið mig!"
Unexpected
is
0.996373
Yfir kaldann eyðisand Einn um nótt ég sveima Nú er horfið norðurland Nú á ég hvergi heima
Iceland
is
0.985548
Höfuðborgarsvæðið samanstendur af mörgum sveitarfélögum sem þurfa öll að vinna saman til að veita almennilegar almenningssamgöngur. Öflugar almenningssamgöngur innan Reykjavíkur einnar og sér eru EINSKIS VIRÐI ef það eru ekki almennilegar amenningssamgöngur á restinni af höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að vera til ein stofnun sem samræmir þetta (Strætó bs.). Það er ekki Reykjavík (og hvað þá Samfylkingunni) að kenna að hin sveitarfélögin gera sitt besta til að skemma fyrir.
Iceland
is
0.989595
Skiptir það svakalega miklu máli
Althing
is
0.988528
Þetta er voða einfalt. Það er ekki hægt að líta á almenningssamgöngur í Reykjavík í tómarúmi, einar og sér. Maður verður að líta á heildarmyndina fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þegar maður gerir það neyðist maður til að fá öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að vinna saman.
Iceland
is
0.999635
Hvers vegna eru ekki settar upp stórar yfirbyggðar stöðvar í öllum hverfum sem tengjast við stofnæðar? Stórir vagnar myndu keyra á milli þessara stöðva,á meðan litlir vagnar myndu sjá um að aka um hverfin og safna fólki fyrir aðalstöðina og keyra fólk út í hverfið. Peningarnir eru til í þetta.
Iceland
is
0.996507
Það búa 120.000 manns í Reykjavík. Það er miklu miklu meira en nóg til að búa til frábært almenningssamgöngukerfi fyrir borgarbúa. Þú ert að setja að borgarstjórn sé með tvo kosti: 1. Hörmulegar samgöngur á öllu höfuðborgarsvæðinu 2. Frábærar almenningssamgöngur í Reykjavík Þá valdi borgarstjórn valdi vitlaust og ber fulla ábyrgð á því.
Iceland
is
0.991831
Nei. Númer 2 er ekkert valkostur og það er bara hálfvitaskapur að halda öðru fram. Það getur enginn reitt sig á almenngingssamgöngur ef hann kemst ekki einu sinni í Kópavog með þeim.
Iceland
is
0.990872
Ætli við sjáum annað tár á hvarmi Bjarna?
Iceland
is
0.9995
Nei. Það er algert bull. Sjálfstæðisflokkurinn rak ágætt strætókerfi á sínum tíma fyrir Reykjavíkurborg. Þessi tilraun Samfylkingarinnar að láta önnur sveitarfélög stjórna þessu er algert klúður. Vonandi komast einhverjir aðrir að í næsta kjörtímabili og taka til því þetta er ömurlegt.
Iceland
is
0.990821
Dem vissi ekki að þau seldu hana yfir höfuð, fór þangað fyrir nokkrum árum og starfsmaðurinn sagði að þau hefðu aldrei verið með hana til söluþ kannski breytist það þegar ég sagðist finna það skrítið
Iceland
is
0.999941
[Vá hvað ég er með góðar fréttir fyrir þig](https://borgarlinan.is/um-borgarlinuna/hvad-er-borgarlinan)
Iceland
is
0.966652
Það er ekki hægt að reyða sig á almenningssamgöngur til að fara í Kópavogi í dag. Samfylkingin er búin að eyðileggja þetta. 120.000 manna samfélag er miklu miklu meira en nóg til þess að þjónusta með góðu kerfi.
Iceland
is
0.999479
Guðlaugur er ekki að fara að breikka fylgi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki 35-40% flokkur aftur, amk ekki í bráð, stjórnmálin hafa breyst og flokkarnir orðnir fleiri. Þórdís Kolbrún gæti hinsvegar náð til breiðari hóps en bæði Bjarni og Guðlaugur.
Iceland
is
0.992696
Ég hef mætt á fundi þar sem rándýrir sérfræðingar sögðu yfirmönnum nákvæmlega það sem við almennir starfsmen höfðum verið að segja mánuðum saman. Samtímis mjög gaman og mjög frústrerandi.
Iceland
is
0.999184