doc
stringlengths
21
29.7k
subreddit
stringlengths
2
22
language
stringclasses
4 values
language_confidence
float64
0.7
1
Eitt er víst: Það hendir ekki örvhenta að örvænta þótt örvum sé hent í hendi þeirra.
Iceland
is
0.998924
Íslenskt samfélag lætur BNA taka sig í rassgatið eins og aðrar evrópuþjóðir. Engin áttar sig á að BNA er hnignandi þjóðfélag sem á sér ekki viðreisnar von. Ef stríðinu í Evrópu líkur þá förum við að skera okkur úr hinum evrópuþjóðum. Við höfum í raun allt sem til þarf nema kjarkinn.
Iceland
is
0.998071
Við erum nýlenda Vestmannaeyinga.
Iceland
is
0.827746
Þetta er oftast við hliðina á plaströrunum
Iceland
is
0.997434
Heyrðu helduru það sé ekki bara dómari þarna sem var með 99,4% sakfellingarhlutfall og kallaður "Símon Grimmi" https://www.visir.is/g/20222331418d/-thad-er-verid-ad-sakfella-saklausan-mann- Þvílíkt traustvekjandi.
Iceland
is
0.884612
Sorrý, tölvuleikjafréttir, íþróttadálknum, tölvuleikjaspilara, íþróttaunnendur - aðeins örfá orð sem hljóma samsett eru í raun ósamsett og svo minnir mig að ef endingin á fyrra orðinu er -a þá eru 99% likur á að það sé samsett
Iceland
is
0.996516
Ég veit að í sumum hverfum eru settir upp miðar eða grasker fyrir framan hús sem sýna að þar megi betla nammi. Finnst það mjög sniðugt. Svona opt-in dæmi.
Iceland
is
0.998954
Hvað væri betri þýðing? “Kyn? Nei! kýr? Jeij!”
Iceland
is
0.988753
Ég veit ekki með það en ég hef hringt og fengið mánaðar frest
Iceland
is
0.999936
Það er nóg að lesa sjálfa greinina til að banna viðkomandi blaðamanni frá öllum opinberum stofnunum, að skólum undanþegnum. > Það þýðir að Mage-, Presta-, og Rogue-klass­arn­ir ... ???
Iceland
is
0.998883
Nema þegar tyrkjaránið gerðist.(sjóræningjar frá N-Afríku) Eða þegar Ameríkanar tóku við af bretum í hernáminu og til dagsins í dag.
Iceland
is
0.983163
Fer eftir hvar þú býrð, myndi gá eftir facebook hópum, það er allavega einn fyrir vesturbæ þar sem maður getur skráð sig. Annars í fyrra settum við grasker út sem svona merki og það kom fullt af krökkum.
Iceland
is
0.99681
I gamla hverfinu mínu var það gert en bara stundum, ég bjó þá í fjölskyldu hverfinu
Iceland
is
0.989035
Meira cringe að borða svona rusl😁
Iceland
is
0.99228
Ég hef sloppið við sekt með því að fara fyrsta dag eftir að það var of seint. Fá ekki annars flestir útborgað á mánudaginn?
Iceland
is
0.999997
Setur einn bolla cheerios í skál, setur kókómjólk í, bætir í litlum sykurpúðum og hrærir hálfum bolla af sykri í, svo tvær matskeiðar af flórsykri yfir allt, svo hringja í sjúkrabíl áður en þú byrjar að gúffa þessu í þig. Eða bara minnka sykurneysluna, dopamine detox og að hætta sykurneyslu tímabundið svo bragðlaukarnir þínir skynji aftur bragð á eðlilegan máta. 70% súkkulaði verður aftur sætt á bragðið, en bragðast ekki eins og mold.
Iceland
is
0.984869
Látum beiðnir um að leita uppi fólk mæta afgangi. Ég tek þetta út, þér er frjálst að senda þetta inn aftur en slepptu því að biðja um hver á í hlut. Við vitum það bæði að slíku sé beint á ranga manneskju of oft.
Iceland
is
0.999719
Íslendingar eru alltof þrjóskir til að vilja breyta einu eða neinu við land sitt, viðhorf eða framkomu. Allt bara tóm kurteisi til að fela hve sjálfhverfir flestir íslendingar eru. Ekkert vandamál leysist hérna til lengdar því enginn vill gera neitt nema lágmarkið, láta einstaklinginn taka ábyrgð fyrir öllum göllum í skipulagi og stjórn og allflestir stóla á núverandi uppsetningu og kerfi eins og það sé fullkomið þegar einhver leggur til úrbóta. Við erum orðin eins og bandaríkin, of góð með okkur sjálf og forðumst að horfast í augu við vankanta okkar sem þjóðfélag.
Iceland
is
0.992306
Það að fara hús í hús með grikk eða gott er hverfisbundið. Mörg hverfi eru með facebook hóp þar sem svona hlutir eru skipulagðir eða merki ákveðið til að sýna að þitt hús taki þátt.
Iceland
is
1.000016
Hrekkjavakan er talsvert skemmtilegra fyrirbæri en Öskudagur og ekki nærri því eins kalt úti á þessum tíma árs eins og í febrúar, þannig krakkarnir njóta einnig betur því þau þurfa ekki að labba á milli í skítakulda og fela búningana undir kuldafatnaði. ​ Ekkert að því að fjölga ástæðum til að fagna og hafa það hátíðlegt þegar byrjar að dimma.
Iceland
is
0.997639
Það er bara hægt að framlengja endurskoðun.
Iceland
is
0.999956
Eru börnin að segja trikkortrííít eins og í bíó? Grikkur sem orð er líklega ekki mikið notað hjá þeim, en er góð þýðing.
Iceland
is
0.999427
Ef ég spyr þig hver séríslensku einkenni okkar eru muntu líklega telja þrjár staðalímyndir og tug einkenna sem finna má í öllum norðurlöndunum. Sama með "Evrópsk einkenni" - ertu að hugsa um hluti sem falla bara undir Evrópu, sem öll Evrópuríki deila, sem eru upprunin þar eða eru mun algengari? Hvar er línan? Spurningin er illa mótuð - þarft fyrst að skilgreina hvað flokkast sem "Evrópsk einkenni" áður en við getum rætt hvort Ísland deili þeim og hví þá. En í grunnin er menning okkar í grófum dráttum byggð á samnorrænni menningu og samfélög okkar byggð á svipuðum hugmyndum og gildum og norrænu frændur okkar og í lausari tengingu Evrópu í heild. Stjórnkerfi okkar er algengara í Evrópu en annarstaðar, velferðakerfi okkar er almennt svipað og í Evrópu, menning okkar og hugmyndakerfi byggir á svipuðum hugmyndum og önnur vesturveldi, og þegar við berum okkur saman við önnur lönd gjarnan eru það Evrópulönd.
Iceland
is
0.988948
Sjá Weber og The Protestant Ethic. Þetta er langt svar en by far það rétta.
Iceland
is
0.94233
Keyptu bara sykurpúða og þurrkaðu þá.
Iceland
is
0.998185
* Hvað er á "einni með öllu"? * Kláraðu setninguna: "Blandan mín og blandan þín..." * Súrt eða venjulegt slátur með graunagrautnum?
Iceland
is
0.988219
Einu af Tyrkjaránunum var stýrt af Hollendingum Jan Janszoon van Haarlem sem sigldi til Íslands undir Tyrkneskum fána og samkvæmt leiðbeiningum frá dönskum þræl sem hafði verið á Íslandi.
Iceland
is
0.765296
Ég er sko með meistarapróf í íslenskri málfræði og hef stundað styrktar rannsóknir, birt fræðigreinar í tímaritum og flutt erindi á alþjôðlegum málvísindaráðstefnum. Hvað annað þarf ég að gera til að teljast vera menntaður málfræðingur í þínum augum? En já, endilega sendu mér skiló
Iceland
is
0.999447
Úr fjármálabransanum: ​ * Stundum (oft) færðu betri vexti með því að greiða niður lán heldur en að spara eða fjárfesta. Þetta á sérstaklega við í dag fyir fólk með verðtryggð lán, þar sem verðbólgan er að brjálast. * Það verður enginn ríkur á því að vinna fyrir aðra. * Flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera í vinnunni. Ekki treysta fólki blindandi því "hann er sérfræðingur". * Áhætta og hagnaður fara alltaf hönd í hönd. Það skásta sem þú getur gert er að lágmarka það fyrra og hámarka hið síðara. * Hættu að kenna stjórnmálaflokkum um öll þín vandamál. Við lifum í flóknu umhverfi og flest lönd heims fara í gegnum bylgjur af góðum og erfiðum tímum saman. Það skiptir engu máli hvort xD eða xS eða Conservative party eða Labour party eða Repúblikanar eða Demókratar sitja við völd.
Iceland
is
0.999032
Fyrir mér er þetta ekki spurning um það hvort sumum finnist þetta skemmtilegt. Það er alveg rétt það ekkert því að fjölga hátíðadögum, það er samt rangt að vera að taka upp hátíðardaga annara landa með þeim einu rökum að "Þetta er svo skemmtilegt" sérstaklega þegar það er augljós lygi, þetta er ekki ástæðan fyrir að verið sé að traðka á Íslenskri menningu á skítugum skónum. Það eru nóg af dögum sem eru mikið tengdari Íslenskri menningu sem væri hægt að halda hátíðlega t.d. jónsmessunótt og þrettándinn eða þá jafnvel finna skemmtilegan pólskan hátíðardag og heiðra Íslenskt/pólskt samfamfélag með því að halda hann hátíðlegann, en nei það er svo mikið skemmtilegra að heiðra gráðuga verslunar eigendur og bandarískt sjónvarp efni.
Iceland
is
0.998691
Já og? Þetta er búið að fara í taugarnar á mér í nokkur ár að þurfa að horfa upp á hvernig við Íslendingar tröðkum á menningar arfleifð okkar og þær áhyggjur hafa verið að ná hámarki á þessum árstíma hjá mér síðustu ár. Ég gæti svo sem líka kvartað yfir því hvernig sumir Íslendingar tala í gátum og stikkorðum.
Iceland
is
0.999718
það fer eftir hverfum og allavega þar sem ég hef búið er merkt húsin sem taka þátt með t.d. graskeri fyrir utan. það er einmitt umræða um þetta í hverfinu hjá mér hvernig á að merkja þau hús sem taka þátt.
Iceland
is
0.999615
Þjóðernishyggja er ekki jafn skemmtileg eins og hrekkjavaka. Sorrí (og sorrí með að sletta). Þetta mun líka taka á sig íslenskari mynd með tímanum, rétt eins og jólin.
Iceland
is
0.982417
Þjóðernishyggja? hefur þú ekkert gáfulegra að segja um þetta? Ég ætla þá að gera ráð fyrir því að þú vitir að þetta er rétt hjá mér að mestu leyti og finnur enga betri réttlætingu fyrir því að dansa eftir hugmynda snauðri græðgis löngun verslunareigenda.
Iceland
is
0.99963
Ég er ekki lengur hissa eða hneykslaður. Þetta er bara svona á Íslandi eins dapurlegt og það er.
Iceland
is
0.998155
Stór partur Íslensks erfðamengis er Írskur og hrekkjavaka er byggð á gaelískri hátíð sem heitir Samhain. Er ekki bara flott að tengjast þeim rótum á ný?
Iceland
is
0.969986
Þetta væri kanski þolanlegt ef við værum að halda upp á þetta að keltneskum sið.
Iceland
is
0.999513
Þú væntanlega ert á móti jólunum eins og þau eru haldin í dag? Dagarnir upp að hátíðinni og umgjörð hennar væru óþekkjanleg fólki fyrir 50 árum, í raun að apa eftir því hvernig jól voru einmitt fóru að birtast þeim í bandarískum myndum og þáttum. Ekki lengur mandarínur í gjöf og hófleg máltíð.
Iceland
is
0.996008
Ég myndi mæla með að taka námskeið í Háskóla Íslands(td: Ritfærni 2: Miðlun fræðanna, eða nám. í ritlist). Eða í þýðingu, sem gæti líka hjálpað þér að þróa betri orðaforða. Ég veit að það er að skrifa frekar en að tala, en í nám. er líka umræður og þú getur fengið aðstoð kennarans. Persónulega(ég er útlendingur), ég var að taka námskeið um efni sem ég hafði áhuga á, frekar en tungumálakennslu, og það sem virkaði best fyrir mig :)
Iceland
is
0.999862
Keyptu grænmeti fyrir krakkana og safnaðu síðan klósettpappír fyrir árið.
Iceland
is
0.995197
Já það frekar í taugarnar á mér hversu efnisleg jólin eru orðinn, annars kemur mér það ekki við hvernig aðrir halda upp á jólin sín en aftur á móti er stöðug pressa á mig að taka þátt í hrekkjavöku.
Iceland
is
0.998869
Skiptir mig engu máli hvort þú teljir svar mitt gáfulegt, er einungis að útskýra af hverju fólk er hrifnari en ella af öðrum hátíðardögum en þessum séríslensku. Plús að það er gaman að fara á búningadjamm.
Iceland
is
0.98527
Norðurey er fjölmennasta eyja Vestmannaeyjaklasans.
Iceland
is
0.717471
Dómarinn í héraðsdómi var óvenju aggressívur gagnvart lögreglu og saksóknara fyrir dómi og dómurinn var með ákúrur líka.
Iceland
is
0.963786
Þú ert á réttri leið! Svo má ekki missa sig yfir hvort eitthvað sé fullkomið. Ég hef aldrei verið með frábæra máltilfinningu þrátt fyrir að ekkert hafi hindrað mig. Móðir mín leiðréttir mig af og til og ég hef bara gaman að því. Enda finnst mér fínt að hafa metnað til þess að tala gott mál. Ég myndi lesa góðar bækur og vera með https://islenskordabok.arnastofnun.is í símanum.
Iceland
is
0.998594
Var því breitt nýlega ? Ég er 100% viss að ég fékk einusinni auka mánuð. En það eru 5-6 ár síðan
Iceland
is
0.999158
Ég er til í ad læra meira um þetta mál og hafa rangt fyrir mér med ad hann hafi verid heidarlegur og gódur madur. Eina slæma sem ég hef heyrt um hann kemur frá morđingjum hans og vinum þeirra. Ég er ekki ad véfengja þig en ertu nokkud med linka á frétt um þad eda eitthvad svipad fyrir mig? Ég er nú bara mannlegur og veit ekki allt sem er gerist í þessum heimi.
Iceland
is
0.964661
Þú ert alveg á réttri leið. Haltu áfram að lesa og hlusta, þetta sunkar allt inn smátt og smátt. Þú skrifar líka ágætlega og fátt út á textann í póstinum þínum að setja, en talmál og ritmál er líka tvennt ólíkt. Sjálfur er ég með háskólapróf í Íslensku en tala samt ekkert alltaf rétt, nota slettur og beygi vitlaust í hita leiksins. Þú getur líka prófað að tala við talmeinafræðing (t.d. Talsetrið o.fl.), sem getur bent þér á góðar leiðir. Ef þú hefur áhuga á leiklist er ekkert vitlaust að athuga með áhugaleikfélögin, þau eru oft með leiklistarnámskeið og þá færðu færni í að fara með texta fyrir framan aðra. Svo má alveg passa sig á að einblína ekki alltaf á "rétt" mál, þá verður þetta bara kvöl og pína. Það er endalaust hægt að leika sér með tungumálið og þau sem kunna málið best eru þau sem tala það. Þú notar tungumálið á þinn hátt og alls ekkert rangt eða slæmt við það, þó að það sé til opinber málstefna um það hvað sé "rétt" þá er það bara viðmið en endurspeglar ekki tungumálið eins og það lifir með fólkinu. "Ownaðu" bara þitt tungutak, en haltu áfram að lesa og skrifa og tala og leita að fjölbreyttari leiðum til að tjá þig.
Iceland
is
0.999397
Átt þú ekki að vera að funda í Valaskjálfi?
Iceland
is
1.000075
Gott að umgangast eldra fólk sem talar íslensku eins og á að tala hana. Passaðu þig samt á mismunandi mállýskum, fólk frá mismunandi svæði á landinu talar oft mismunandi
Iceland
is
0.991053
If you’re a man you’d say Ég er geggjaður Woman, Ég er geggjuð. A better phrase would probably be: Ég er klikkaður
learnIcelandic
is
0.922784
Já þekki aðeins til Símons grimma, sem er reyndar hið mesta ljúfmenni. Skilst að hlutfallið skýrist af því að hann hafi verið með játunarmál og minni sakamál (sem ákæruvaldið nennir ekki að standa í nema það séu 100% líkur á sakfellingu) á sinni könnu. Þessi tölfræði er samt 10 ára gömul og því síðan áður en ég var lögfræðingur, svo ég get ekki sagt að ég hafi stúderað dómana hans. Ekki gleyma heldur að hann var ekki eini dómarinn í þessu tiltekna máli. Það kemur ekkert á óvart að verjendur sakborninganna slái þessari tölfræði fram, enda bókstaflega þeirra hlutverk að varpa efa á dóm Landsréttar til að þrýsta á Hæstarétt að veita áfrýjunarleyfi. Annars er mjög gott viðtal við fráfarandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann m.a. segist, í samhengi við vinnu Landsréttar, halda að “íslenskt dómskerfi sé mjög gott og þar hefur hann yfirsýn yfir 46 kerfi til samanburðar”.
Iceland
is
0.998751
Ég tek undir tillöguna um námskeið í íslensku í háskólanum eða einfaldlega finna almennilegri bókmenntir en íslensku krimmana. Þeir eru afskaplega fátækir finnst mér í orðavali en það er ýmislegt annað til, jafnvel góðar þýðingar á erlendum verkum. Klárlega hætta að lesa vísi og mbl. Önnur hver málsgrein þar er beinþýðing úr ensku eða dönsku, margt óhefðbundið mál og jafnvel bara kolrangt. Það er auðvitað möguleiki að kaupa sértilgerðar bækur sem kenna málfræði og stafsetningu ef það er að aftra þér.
Iceland
is
0.99773
Takk fyrir! Èg er að læra íslensku bara èg er ekki góð. Gott? Góð?
learnIcelandic
is
0.998263
Er það ekki 90+ ára gamalt fólk? Hvar eru mállýskur áberandi?
Iceland
is
0.998118
Ég myndi segja 80+, jafnvel aðeins yngra. Þessar kynslóðir tala góða íslensku. Þær mállýskur sem eru áberandi eru auðvitað norðlenska, skaftfellska og flámæli t.d líka.
Iceland
is
0.994257
Það er mjög gott að finna góðar hljóðbækur og hljóðvörp, þetta kemur allt með tímanum
Iceland
is
0.999705
Verð að viðurkenna sem fullorðinn einstaklingur þá finn ég fyrir engri pressu að taka þátt í hrekkjavöku. þegar að sonur minn verður eldri og vill taka þátt í því þá sé ég í lítið rangt í því að hann hafi fundið eitthvað sem gleður hann.
Iceland
is
0.999815
Þaðan kemur hvíti liturinn á fánanum.
Iceland
is
0.991284
Ég hef bara aldrei heyrt það áður, væri gaman að hitta fólk sem talar öðruvísi íslensku
Iceland
is
0.999057
Ég held því miður að flámæli sé alveg útdautt
Iceland
is
0.998796
Ef þú býrð á Íslandi gæti verið sniðugt að skrá þig sem heimsóknarvinur hjá Rauða krossinum. Þá ferðu í heimsókn til manneskju sem er félagslega einangruð, oft eldra fólk, og þið spjallið saman. Win-win
Iceland
is
0.998517
Að fatta að þú ert að gera villur er jákvætt, taktu eftir hvað þú gerðir rangt, og pældu í hvers vegna, finndu dæmi hvað er undirliggjandi rétt regla eða orðalag og þannig lagarðu málfar smátt og smátt. Ef þú vilt flýta þessu frekar, þá hjálpar að skrifa, prófaðu að hafa dagbók, eða búðu til sögur, eða skrifaðu til vina og vandamanna.
Iceland
is
0.999263
Hvar dregur þú mörkinn?Segjum að sonur þinn eignist systkini og hann segir þér að hann væri rosa glaður ef þið mynduð slátra dýri út í garði hjá ykkur til að fagna komu nýjasta meðlimsins í fjölskylduna eins og er gert í mörgum menningum? Hvað ef hann myndi finna 10 tilviljunarkennda hátíðardaga þar sem börnum er gefið gjafir og byrja hala upp á það og ætlast til að þú tækir þátt í því? ​ >Verð að viðurkenna sem fullorðinn einstaklingur þá finn ég fyrir engri pressu að taka þátt í hrekkjavöku. Það var hrekkjavöku skemmtun í vinnunni og þurfti að útskýra það mörgum sinnum í síðustu viku af hverju ég ætla ekki að mæta á það og af hverju ég væri ekki að taka þátt í undirbúningnum, síðan eru verslunar eigendur stanslaust að áreita mann í þeirra von að maður byrji að halda upp á þetta til þess að þeir geti selt manni einnota drasl. Og ekki gleyma því að þessi hátíð gengur út á það fyrir krakkana að labba á milli húsa og bögga nágrannana sína.
Iceland
is
0.999717
Mjög vel orðað svar sem hittir naglann beint á höfuðið
Iceland
is
0.997613
Ertu í Reykjavík? Ég hef aldrei séð þetta í kóp... nema þá kannski ég þurfi að fara út oftar að snerta gras
Iceland
is
0.999209
Bý í laugardalnum, þetta er frekar algengt að sjá hér
Iceland
is
0.997523
Þetta er ekki BYKO. Líklegra að smærri verktakar eða einstaklingar séu að kaupa timbur þaðan.
Iceland
is
0.997174
Ég hata ekki samkynhneigt fólk. Ég hata woke skít í samfélaginu okkar (sem er það sem ég ætlaði að láta ljótasta fána í heimi merkja), en það breytir ekki því að ég mun alltaf elska landið sem ég bý í. Ef ég er ekki búinn að gera það augljóst er ég nefnilega líka Íslendingur.
PoliticalCompass
is
0.99977
Þetta hefur verið gert á Vatnsendanum í Kópavogi allavega, get ekki talað fyrir önnur hverfi.
Iceland
is
0.997338
Gætir verið að vísa í endastaf + 2 dæmið. Bíll með xx-xx7 á að koma fyrir lok september til dæmis.
Iceland
is
0.999869
Hvað nákvæmlega er "woke skítur?
PoliticalCompass
is
0.992724
Keflavík með fleiri stig en 6. Sætið, jafn mörg stig og 5. Sæti og 1 stigi frá 4. Sætinu og með betri markatölu en öll þessi lið. Helvíti gott tímabil hjá þeim.
Boltinn
is
0.977064
Hljómar eins og þú vitir hvað þú ert að tala um. En hvað er þá samt í gangi í rússnesku starfsemi Norvik? Örugglega bara blússandi gangur og Norvik græðir ekki satt?
Iceland
is
0.995364
Get ekki svarað fyrir þetta. En oft í grv gerir fólk það
Iceland
is
1.000013
Fólk á öllum aldri bara, heyri áberandi skaftfellsku, norðlensku og vestfirsku hjá vinum á sama aldri og ég (25-35)
Iceland
is
0.796494
Ég ólst upp erlendis og fékk aldrei tilfinningu fyrir málið. Þegar ég flutti heim kunni ég ekki einu sinni að fallbeygja. Smám saman hef ég bætt mig en er ekki alveg kominn þar sem ég vil vera. Ef ég er í efa þá set ég oft setninguna sem ég vil segja innan gæsalappa og hendi því í leitarvélina, ef ég fæ fréttasíður þá veit ég að eitthvað sé rétt - ef ég fæ bara blogg.is þá prófa ég að breyta einhverju. Ef ég geri sömu mistökina aftur og aftur þá legg ég sérstaka áherslu að læra réttu leiðina. Einu sinni sagði ég alltaf "einhvað" og "eitthver" en hef náð að leiðrétta því þannig að það kemur sjálfkrafa "einhver" og "eitthvað". Mæli eindregið með Snöru og Málið.is (malid.is), samheitaorðabókin er einnig góð til að auka við orðaforðann. t.d. vissi ég ekki hvort "orðaforðann" átti að vera með tveimur n'um þannig ég gúgglaði bæði og fékk rétt svar. Bara prófa sig áfram! Gangi þér vel!
Iceland
is
0.998365
Flámæli var svo gott sem útrýmt á Íslandi meðal barna 1960 í gegnum skiplulögð átök ríkisins. Ísland er þekkt fyrir að hér eru svo gott sem engar málýskur, enda hefur frá örófi alda verið svo tíðir fólksflutningar á milli landshluta. Ekkert miðað við t.a.m. Noreg eða hin Norðurlöndin.
Iceland
is
0.995662
Ég bý í miðbæ, það er Facebook hópur sem heitir “hrekkjavaka í 101 // halloween in 101” Á þessari gruppu getur þú skráð húsið þitt til þess að taka þátt í grikk eða gott
Iceland
is
0.999525
Veit reyndar ekki með það. Það er minnst á mylluna á síðu Norvík. Vefsíða rússneska fyrirtækisins er hinsvegar ekki uppi. Þykir nú ekki líklegt að þetta sé í rekstri lengur. En eins og ég segi, veit það hreinlega ekki.
Iceland
is
0.999164
Náttúrulega fáránlegt að hafa ekki farið hraðar í þetta, fáránlegur galli íslensks réttarkerfis. En að greiða þáverandi verð með dráttarvöxtum er líklega eðlilegri lending en að fá félagið+fyrrum arð. Hefði sonurinn td keyrt félagið í þrot þá hefði samt verið eðlilegt að kröfuhafar fengju þáverandi verðmæti felagsins+vexti.
Iceland
is
0.996785
Já búnir að vera öflugir í ár, líka vel spilandi og gaman að horfa á þá
Boltinn
is
0.999717
Mér finnst fáranlegt að menn geti greitt út arð hjá fyrirtæki sem var skotið undan (svona augljóslega skotið undan + þá er maðurinn þekktur fyrir undanskot) og er síðan í málaferlum við þrotabúið. Ef eitthvað er þá hafa þeir hagnast gríðarlega með því að draga þessa málaferla á langinn og þessari viðskiptafléttu, sem mig grunar að hafi verið megin tilgangurinn með þessu undanskoti.
Iceland
is
0.999127
Já, það er asnalegt. Niðurstaða dómsins var semsagt að þeir hafi ekki skotið fyrirtækinu undan kröfuhöfum (fyrst það mátti selja það svona yfir höfuð), heldur hafi þeir snuðað kröfuhafa um sanngjarna greiðslu fyrir fyrirtækið. Þetta þarf svo að greiða aftur með eitthvað í áttina að 12% vöxtum.
Iceland
is
0.99984
Jú. Þess vegna þarftu að borga hið upprunalega til baka með dráttarvöxtum (sem eru tiltölulega háir). Hugmyndin er að þeir hafi snuðað kröfuhafa um sanngjarna greiðslu fyrir félagið á sínum tíma og þeim ber að bæta það tjón. Þeim myndi líka bera að bæta það tjón hefði td fyrirtækið í þrot.
Iceland
is
0.999881
Hvað hefur arðsemi fyrirtækisins að gera með þetta? Ef dómurinn verðmat fyrirtækið að c.a. 500 milljónum er gert ráð fyrir því að hægt hefði verið að selja það þriðja aðila á því verði. Þannig faðirinn hefði þá löggilt viðskiptin, og hefði að frádregnum erfðaskatti getað gefið syni sínum þann pening löglega. Hann hefði svo getað keypt hlutabréf í Lyf og Heilsu og átt tilkalls til sama arðs, eða eitt honum í kókaín og tapað honum öllum Lögbrotið er gjöfin, ekki arðurinn, eða það að sonurinn kaus að nýta peningana á ákveðinn hátt.
Iceland
is
0.999928
Hlusta á (og syngja með) tónlist með íslenskum texta (og helst íslenska tónlist, þ.a. laglínurnar séu örugglega samdar með textann í huga)! Eitthvað einstakt við tónlist sem virkar eins og áburður á minnið - og tónlistar- og málfærni eru náskyld heilasvæði
Iceland
is
0.990565
Finnst einkabílanotkun og almenn neysla á Íslandi gjörsamlega sturluð. Engar þjóðir menga víst jafnmikið á haus - og þegar ég horfi uppá einkabílafljótið á leiðinni í vinnuna skil ég afhverju. Flestir þurfa að hreyfa sig meira og gætu vel notað peninginn - og öll þessi bensínkaup og neysla veikja að auki bara krónuna fyrir alla. Væri miklu flottara ef það væri menning fyrir að éta veðrið og nota kaupmáttinn til að koma sem mest af súper high-end hlutum inn til landsins - enda er þetta einstakur tími í Íslandssögunni sem mun sennilegast aldrei koma aftur. Spáið í því - það er eitthvað fólk sem er til í að gefa okkur alls konar óendanlega flóknar og magnaðar galdragræjur og búnað - í skiptum fyrir fokking fisk og fyrir að fá að ferðast eitthvað hérna um... Allir eru búnir að gleyma hver við erum, hvaðan við komum OG **HVAR** VIÐ ERUM. Það er ekkert hérna. Default ástánd mannskepnu á Íslandi er að vera alltaf blaut í lappirnar, vera alltaf kalt og hafa ekkert í matin nema saltfisk og súrmat - og þurfa velja milli þess að éta þang eða drepast úr skyrbjúg. Þannig var það í 1000 ár og getur auðveldlega orðið svoleiðis aftur. Nú er jörðin bara mjög raunverulega að fara í algjört fokk - og matvælaverð skarpt á leiðinni upp - og það er bara byrjunin. Framleiðslukeðjur munu bresta og málmar eru að auki klárast. Og fólk er bara búið að vera eitthvað að drepast úr leti, keyrandi í vinnuna og kaupandi sér drasl sem mun ekki endast lengi - einhverja fast-fashion larfa og planned-obsolesence raftækja leikföng. Hvað ætlar það að segja við börnin sín eftir 10 ár, eða 20 ár. "Já... við vissum alveg að þetta væri ekkert sniðugt, við bara nenntum ekki að gera neitt í því. Það var bara ekki í tísku að hugsa langt fram í tíman.", því þetta er bara bókstaflega staðan. Það er eins og fólk sé dottið í eitthvað andlegt og vitsmunalegt kóma - held að Íslendingar þurfi einhverja verulega blauta raunveruleikatusku í andlitið.
Iceland
is
0.997663
Sko þig. Takk fyrir að læra tungumálið.
Iceland
is
0.999801
Sigíslensku, íslenskusig.
Iceland
is
0.820841
Kannski ekki alveg 100% nákvæmlega það sama en árbæjarsafn er með torfhlöður.
Iceland
is
0.9877
Í Partýbúðinni fyrir viku?
Iceland
is
0.969722
Og flestir spáðu Keflavík falli fyrir mót. Siggi Raggi einn af topp 3 þjálfurum ársins að mínu mati.
Boltinn
is
0.965021
Ég ætla prófa á FB og athuga hvort ég finni grúbbu, langar svo að vera með😊 takk
Iceland
is
0.99198
Takk kærlega ég tjekka á þessu🤗
Iceland
is
0.870375
Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4% atkvæða væri það mjög gott.
Iceland
is
0.997724
Mér first of mikið af videóonum hjá þeim undanfarin ár vera "einhvað sem er ekki vitað hvort að sé til gæti drepið okkur öll" Mér finnst sind að gera svoleiðis video því það eru alveg til nóg af alvöru hlutum til að gera video um
Iceland
is
0.998819
Eina þannig séð “öðruvísi” íslenska sem ég hef heyrt er aðeins öðruvísi hreimur hjá 70 ára gömlum afa og ömmu minna frá akureyri
Iceland
is
0.985724
Mjög vinsælt hér í Hlíðunum.
Iceland
is
0.990487
Hvað þurfti marga milljarða til að komast að þessari niðurstöðu?
Iceland
is
1.000035