Title
stringlengths 13
130
| Text
stringlengths 820
5.11k
| Summary
stringlengths 208
1.5k
|
---|---|---|
800 tonn flugelda í loftið | Á milli 700 og 800 tonn af flugeldum verða til sölu fyrir áramótin, sem er hátt í tvö hundruð tonna aukning frá í fyrra. Um 8% hækkun hefur orðið í innkaupum og flutningi frá síðasta ári, sem skilar sér væntanlega í söluverði til almennings. Því má telja víst að landsmenn kaupi sér flugelda og fylgidót fyrir hundruð milljóna króna í ár, enda skotgleðin síst á undanhaldi ef marka má orð seljenda.
"Flugeldavinnan fór hægt af stað í ár því menn voru svo mikið í útköllum að þeir höfðu ekki orku í flugeldavinnuna fyrr en nú á allra síðustu dögum," segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um 100 björgunarsveitir innan vébanda félagsins eru með um helmings markaðshlutdeild í flugeldasölu. Stórar kökur munu vera vinsælastar og nýjung ársins hjá björgunarsveitum er sérstök áramótaraketta til að skjóta upp á miðnætti. Jón Ingi segir 70% flugeldasölu fara fram 30. og 31. desember, venju samkvæmt. | Á milli 700 og 800 tonn af flugeldum verða til sölu fyrir áramótin, sem er hátt í tvö hundruð tonna aukning frá í fyrra.
Um 8% hækkun hefur orðið í innkaupum og flutningi frá síðasta ári.
Stórar kökur munu vera vinsælastar.
Jón Ingi segir 70% flugeldasölu fara fram 30. og 31. desember, venju samkvæmt. |
Segir bíl McLaren vera silfurgráan Ferrari | Luca di Montezemolo, forstjóri Fiat og Ferrari, lítur ekki njósnamál formúlunnar, en við sögu þess komu lið hans og McLaren, sem búið mál - eins og Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) gerir.
Þegar keppnin um heimsmeistaratitla formúlunnar stóð sem hæst í fyrra sagði Montezemolo að hver sá sem ynni titilinn yrði annað hvort á alvöru Ferrari eða á bíl með skerf af Ferrari í sér.
McLaren var sektað stórt og vísað úr keppni bílsmiða en þar á bæ reyndust starfsmenn hafa í fórum sínum hugverk Ferrari sem einn æðsti tæknimaður ítalska liðsins um árabil hafði laumað til starfsbróður hjá McLaren.
Alráður formúlunnar, Bernie Ecclestone, var viðstaddur frumsýningu McLaren í byrjun vikunnar og þótti það táknrænt fyrir þá ósk íþróttarinnar að láta njósnamálið heyra sögunni til. Þeirri löngun hafa hafa og nokkrir æðstu stjórnendur Ferrariliðsins lýst.
Montezemolo er ekki á þeim nótum samkvæmt því sem þýska dagblaðið Express hefur eftir honum. Í samtali við það í dag gagnrýnir hann McLaren og segir nýjan keppnisbíl þess ekkert vera neitt annað en "silfurgráan Ferrari".
Aldo Costa, hönnuður Ferrari, segist einnig efins um að MP4-23 sé ómengaður af þeim upplýsingum sem fólust í rúmlega 700 síðna tæknigögnum sem liðið fékk frá Ferrari.
"Þeir fengu tækifæri til að öðlast skilning á nytsemi tæknihugmynda okkar. Ég er því þeirrar skoðunar að Ferrariþekking hafi verið nýtt við nýja bíl McLaren," segir Costa við Express . | Luca di Montezemolo, forstjóri Fiat og Ferrari, lítur ekki njósnamál formúlunnar sem búið mál - eins og Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) gerir.
McLaren var sektað stórt og vísað úr keppni bílsmiða.
Þar á bæ reyndust starfsmenn hafa í fórum sínum hugverk Ferrari.
Alráður formúlunnar, Bernie Ecclestone, var viðstaddur frumsýningu McLaren í byrjun vikunnar.
Þótti það táknrænt fyrir þá ósk íþróttarinnar að láta njósnamálið heyra sögunni til.
Montezemolo er ekki á þeim nótum.
Gagnrýnir hann McLaren og segir nýjan keppnisbíl þess ekkert vera neitt annað en "silfurgráan Ferrari". |
Vísitala neysluverðs hækkaði | Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í byrjun janúar hækkaði um 0,28% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,12% frá desember. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%.
Greiningardeildir bankanna höfðu spáð því að vísitalan yrði frá því að vera óbreytt í að hækka um 0,2%.
Hagstofan segir, að vetrarútsölur séu nú víða hafnar og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,1% (vísitöluáhrif -0,46%).
Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,3% (0,25%), þar af voru 0,15% áhrif vegna hækkunar vaxta og 0,1% vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis. Gjöld tengd húsnæði hækkuðu um 8,8% (0,10%) og verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,9% (0,11%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,8% síðastliðna tólf mánuði og fastskattavísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% sem jafngildir 6,6% verðbólgu á ári (3,9% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Meðalvísitala neysluverðs árið 2007 var 273,7 stig, 5% hærri en meðalvísitalan 2006. Samsvarandi breyting var 6,8% árið 2006 og 4,0% árið 2005.
Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis var 246,7 stig árið 2007, 2,5% hærri en árið 2006. Samsvarandi breyting var 4,8% árið 2006 og 0,9% árið 2005. | Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í byrjun janúar hækkaði um 0,28% frá fyrra mánuði.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,12% frá desember.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,3% (0,25%), þar af voru 0,15% áhrif vegna hækkunar vaxta og 0,1% vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis.
Gjöld tengd húsnæði hækkuðu um 8,8% (0,10%) og verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,9% (0,11%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. |
Mikið frost í Veiðivatnahrauni | Frostið á landinu mældist mest um 30 stig aí nótt og víða á Suðurlandi og inn til landsins var frostið meira en 20 stig. Mesta frost sem mælst hefur á landinu er 38 stig. Snjókoma eða él einkenndi veðrið norðan og austan til á landinu, en annars var léttskýjað. Gert er ráð fyrir að það dragi smám saman úr frostinu, en áfram verður kaldast í innsveitum.
Mesti næturkuldinn var á miðhálendinu vestan Vatnajökuls. Í Veiðivatnahrauni við Þórisvatn mældist frostið 30,3 stig milli klukkan þrjú og sex og í Þúfuveri sunnan Þjórsárvera 29,1 stig á sama tíma.Á láglendi var frostið aðeins minna. Á Kálfhóli við Þjórsá var frostið mest 23,7 stig og víða á Suðurlandi, eins og til dæmis í Árnesi og Búrfelli, var frostið um og yfir 22 stig. Í Reykjavík mældist mest 19,4 stiga frost. Annars staðar en á Suðurlandi og miðhálendinu var minna frost.
Frostaveturinn mikla 1918 var kaldast í Reykjavík og víðar á landinu frá því mælingar hófust. 21. janúar fyrir 90 árum mældist 24,5 stiga frost í Reykjavík, 36 stiga frost á Grímsstöðum og 38 stiga frost í Möðrudal. Á nokkrum öðrum stöðum mældist frostið um 30 stig, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. | Frostið á landinu mældist mest um 30 stig aí nótt og víða á Suðurlandi og inn til landsins var frostið meira en 20 stig.
Mesta frost sem mælst hefur á landinu er 38 stig.
Gert er ráð fyrir að það dragi smám saman úr frostinu, en áfram verður kaldast í innsveitum.
Mesti næturkuldinn var á miðhálendinu vestan Vatnajökuls.
Í Veiðivatnahrauni við Þórisvatn mældist frostið 30,3 stig milli klukkan þrjú og sex og í Þúfuveri sunnan Þjórsárvera 29,1 stig á sama tíma. |
'Trulli: Toyota í slag við Renault og BMW' | Jarno Trulli kveðst vongóður um að Toyotaliðið blandi sér í baráttuna að baki Ferrari og McLaren um þriðja sætið í keppni bílsmiða á komandi vertíð. Hann segir nýja bílinn mun sprækari en keppnisbíl síðasta árs.
Í sjálfu sér hefur ekki farið mikið fyrir Toyota á æfingum vetrarins en nýir hlutir í yfirbyggingu bílsins gera Trulli bjartsýnni en áður á komandi keppnistíð.
"Ég veit ekki hvernig öðrum gengur en mér sýnist Ferraribíllinn mjög hraðskreiður. Sumir ganga svo langt að segja titilinn þegar frátekinn," sagði Trulli eftir æfingu í Barcelona í gær.
"Við munum sjá betur í [fyrsta móti] Melbourne hvert útlitið verður. Ég geri ráð fyrir að Ferrari og McLaren verði fremst liða og að baki þeim vona ég að Toyota blandi sér í slaginn, við Renault og BMW. Því vil ég alla vega trúa,7 sagði Trulli.
Toyota hlaut aðeins 13 stig í fyrra. Liðið bindur vonir við að TF108-bíllinn skili miklu betri árangri en hann er gjörbreyttur frá í fyrra; byggður á öðrum forsendum en forverarnir.
Trulli segist mun bjartsýnni fyrir komandi keppnistíð eftir að hafa unnið í bílnum í vetur. "Ég er ánægður því hann er tvímælalaust betri, sjálfstraustið er miklu meira nú. Fundin hefur verið lausn á fullt af vandamálum sem hrjáðu okkur í fyrra. Stöðugleikinn er meiri og hann er meðfærilegri. Enn má þó bæta hann og að því vinnum við á næstunni," sagði Trulli. | Jarno Trulli kveðst vongóður um að Toyotaliðið blandi sér í baráttuna að baki Ferrari og McLaren um þriðja sætið í keppni bílsmiða á komandi vertíð.
Nýir hlutir í yfirbyggingu bílsins gera Trulli bjartsýnni en áður á komandi keppnistíð.
Toyota hlaut aðeins 13 stig í fyrra.
Liðið bindur vonir við að TF108-bíllinn skili miklu betri árangri.
Hann er gjörbreyttur frá í fyrra; byggður á öðrum forsendum en forverarnir.
Trulli segist mun bjartsýnni fyrir komandi keppnistíð eftir að hafa unnið í bílnum í vetur. |
Skuldatryggingarálag hækkar á sænsk stórfyrirtæki | Undanfarnar vikur hefur skuldatryggingarálag á sífellt fleiri sænsk stórfyrirtæki rokið upp með tilheyrandi dýrtíð fyrir þau félög sem þurfa að fjármagna sig á skuldabréfamarkaði. Viðskiptavefurinn E24 greinir frá því í dag að álag vegna skuldatryggingar á 5 ára bréfi Ericsson hafi hækkað úr 91 punkti um áramót í 222 punkta nú eða um 144%. Hækkunin hjá Telia Sonera er 160%, 141% hjá ABB og 192% hjá Stora Enso sem býr nú við skuldatryggingarálag upp á 394 punkta. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.
E24 hefur eftir sérfræðingum Swedbank að þar sem flest félögin hafi bæði nokkuð sterka lausafjárstöðu og aðrar fjármögnunarleiðir komi áhrifin ekki fram fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Viðvarandi hátt skuldatryggingarálag mun þó draga úr fjárfestingum og þar með vexti fyrirtækjanna.
Í grein E24 er tekið fram að verðsprengingu skuldatrygginganna hafi ekki fylgt lækkun á lánshæfismati fyrirtækjanna. Skýringin er sú að skuldatryggingarnar eru afleiður á markaði sem er orðinn afar grunnur. Verðsveiflan nú er því fyrst og fremst alda sem rís vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Auk þess hafa vinsældir skuldatrygginga aukist mjög hratt þar sem þær eru notaðar til að setja saman og verðleggja skuldavafninga. Óróinn á fjármálamörkuðum hefur valdið verðfalli skuldavafninga og þar með hækkað skuldatryggingarálagið. Itraxx vísitala skuldatryggingarálags 125 evrópskra stórfyrirtækja er nú 2,5 sinnum hærri en hún var um síðustu áramót.
"Bent hefur verið á að miklar hækkanir á skuldatryggingarálagi íslensku bankanna séu af sömu rótum sprottnar. Við það bætast svo almennar áhyggjur af harðri lendingu í efnahagslífinu vegna ójafnvægis undanfarinnar ára og stærð bankanna samanborið við myntkerfið í heild. Í umfjöllun E24 um íslensku bankanna 18. janúar sl. og um hættu á hruni íslenska fjármálakerfisins 21. janúar sem og í umtalaðri grein danska Börsen um íslensku bankanna frá 12. febrúar er bent á skuldatryggingarálagið sem beina vísbendingu um hættuna á gjaldþroti þeirra án þess að setja fyrirvara um skuldatryggingamarkaðinn sem slíkan og verðmyndun á honum.
Ný greining E24 á muninum á raunverulegri stöðu sænsku stórfyrirtækjanna og þeim aðstæðum á afleiðumarkaði sem valda hækkun skuldatryggingaálagsins er því afar mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu," samkvæmt Vegvísi Landsbankans. | Undanfarnar vikur hefur skuldatryggingarálag á sífellt fleiri sænsk stórfyrirtæki rokið upp með tilheyrandi dýrtíð fyrir þau félög sem þurfa að fjármagna sig á skuldabréfamarkaði.
Viðskiptavefurinn E24 greinir frá því í dag að álag vegna skuldatryggingar á 5 ára bréfi Ericsson hafi hækkað úr 91 punkti um áramót í 222 punkta nú eða um 144%.
Hækkunin hjá Telia Sonera er 160%, 141% hjá ABB og 192% hjá Stora Enso.
Í grein E24 er tekið fram að verðsprengingu skuldatrygginganna hafi ekki fylgt lækkun á lánshæfismati fyrirtækjanna.
"Bent hefur verið á að miklar hækkanir á skuldatryggingarálagi íslensku bankanna séu af sömu rótum sprottnar." |
Clinton missir mikilvægan stuðningsmann | Hillary Rodham Clinton hefur misst einn öflugasta stuðningsmann sinn meðal blökkumanna í baráttu sinni fyrir því að verða forsetaefni demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þingmaðurinn John Lewis lýsti yfir stuðningi við Clinton í október á síðasta ári. Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði skipt um skoðun og styddi nú Barack Obama. Lewis, sem er þingmaður frá Georgíu og hefur verið mjög virkur í mannréttindabaráttu blökkumanna, rökstuddi ákvörðun sína með því að hann vilji "hlusta á rödd almennings".
"Almenningur setur fram kröfu um nýtt upphaf í bandarískum stjórnmálum og ég tel að fólk líti á Barack Obama sem tákn slíkra breytinga," segir í yfirlýsingu hans.
Clinton lýsti því yfir eftir að greint var frá ákvörðun Lewis að hún teldi hann hafa verið undir miklum þrýstingi vegna málsins en Obama hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða blökkumanna í prófkjöri demókrataflokksins í Georgíu fyrr í þessum mánuði.
"Þegar upp er staðið snýst þetta ekki um það hver styður okkur heldur fyrir hvað við stöndum, hver afstaða okkar er, reynsla og hæfni," sagði hún.
Clinton hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í kosningabaráttu sinni að undanförnu og segja fréttaskýrendur að þrátt fyrir ágæta frammistöðu hennar í kappræðum við Obama á þriðjudag hafi henni mistekist að varpa skugga á sigurgöngu hans. | Hillary Rodham Clinton hefur misst einn öflugasta stuðningsmann sinn meðal blökkumanna í baráttu sinni fyrir því að verða forsetaefni demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Þingmaðurinn John Lewis lýsti yfir stuðningi við Clinton í október á síðasta ári.
Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær.
Hann lýsti því yfir að hann hefði skipt um skoðun og styddi nú Barack Obama.
Clinton hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í kosningabaráttu sinni að undanförnu |
Rysjótt tíð dregur úr mengun | Rysjótt tíð og mikil úrkoma dregur úr svifryksmengun í borginni en nagladekk eru talin áhrifamesti þátturinn í tilurð svifryks í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar kemur fram að svifryk hefur tvisvar farið yfir heilsuverndarmörk í mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg. Hlutfall negldra hjólbarða var 44% á móti 56% ónegldra þegar talning fór fram þann 3. mars 2008.
Farstöð mengunarvarna Umhverfis- og samgöngusvið er nú staðsett á gatnamótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs, en þar mældist mikil mengun í desember 2005 og janúar 2006 eða í svipuðu magni og á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar.
Umhverfis- og samgöngusvið vill nú kanna hvort álíka mengun mælist á þessum stað ef mælt er á öðrum árstíma, farstöðin var síðast staðsett á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember 2007 til 16. janúar 2008, og mældist svifryksmengun þar fimm sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkum.
Fram kemur í frétt Umhverfis- og samgöngusviðs að Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir götur hafa verið blautar frá því um miðjan janúar og það hafi áhrif á styrk svifryks í andrúmsloftinu. Anna segir að mars hafi hins vegar oft reynst mikill svifryksmánuður, en í mars er oft þurrt og bifreiðar enn á nagladekkjum.
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar eru sólarhrings-heilsuverndarmörk svifryks (PM 10) 50 míkrógrömm á rúmmetra og mega þau fara átján sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2008. | Rysjótt tíð og mikil úrkoma dregur úr svifryksmengun í borginni.
Nagladekk eru talin áhrifamesti þátturinn í tilurð svifryks í Reykjavík.
Svifryk hefur tvisvar farið yfir heilsuverndarmörk í mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg.
Fram kemur í frétt Umhverfis- og samgöngusviðs að Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir götur hafa verið blautar frá því um miðjan janúar.
Það hafi áhrif á styrk svifryks í andrúmsloftinu. |
'Guðni Ágústsson: Ábyrgðin hjá forsætisráðherra' | Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, segir að ábyrgðin á því hvernig staðan er í íslensku efnahagslífi sé öll hjá forsætisráðherra og öðrum í ríkisstjórninni og að ríkisstjórnin hafi allt of seint gripið inn.
Guðni sagðist fagna því að tveir háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi tekið undir stefnu Framsóknarflokksins í blaðagrein og sá þriðji, Sigurður Kári Kristjánsson, taki einnig undir það í dag í blöðunum. Segist hann fagna því að sjálfstæðismenn séu að vakna hver af öðrum og þá sérstaklega unga fólkið í flokknum en bætti við að ekki væri sýnilegt að eldri kynslóðin í flokknum sé að vakna.
Það kunni að vera að þessir þingmenn sofi á nóttinni eins og forsætisráðherra hefur lagt upp úr með ráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðni.
Að sögn formanns Framsóknarflokksins er nauðsynlegt að forsætisráðherra geri sér grein fyrir því að það er ríkisstjórnin sem stjórnar efnahagsmálunum á Íslandi ekki Seðlabankinn.
Segir skuldatryggingarálag úr takt
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að lækkanir á hlutabréfamörkuðum muni setja mark sitt á fjármálamarkaðinn á næstunni en nauðsynlegt sé að halda ró sinni. Það sé ónauðsynlegt að tala vandann upp og bankana niður. Björgvin fagnaði í umræðum á Alþingi því að Kaupþing hafi fjármagnað sig á mun betri kjörum heldur en skuldatryggingarálag bankans bendi til og segir viðskiptaráðherra það sýna að álagið sé gjörsamlega úr takt við raunveruleikann.
Vill að forsætisráðherra upplýsi þjóðina
Guðjón A. Kristinsson, Frjálslynda flokknum, vísaði til frétta Financial Times þar sem rætt hefur verið við Geir H. Haarde um efnahagsmál á Íslandi. Segist Guðjón telja að forsætisráðherra væri nær að upplýsa þjóð sína um ástandið. Að sögn Guðjóns er sýnt að 400-500 manns muni missa vinnuna á komandi mánuðum í sjávarútvegi og þessari þróun verði að snúa við. | Guðni Ágústsson segir að ábyrgðin á því hvernig staðan er í íslensku efnahagslífi sé öll hjá forsætisráðherra og öðrum í ríkisstjórninni.
Guðni sagðist fagna því að tveir háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi tekið undir stefnu Framsóknarflokksins í blaðagrein.
Nauðsynlegt að forsætisráðherra geri sér grein fyrir því að það er ríkisstjórnin sem stjórnar efnahagsmálunum á Íslandi ekki Seðlabankinn.
Guðjón A. Kristinsson, Frjálslynda flokknum, vísaði til frétta Financial Times þar sem rætt hefur verið við Geir H. Haarde um efnahagsmál á Íslandi.
Að sögn Guðjóns er sýnt að 400-500 manns muni missa vinnuna á komandi mánuðum í sjávarútvegi.
Þessari þróun verði að snúa við. |
Virkjað við erfiðar aðstæður á Grænlandi | Ístak er aðalverktaki við byggingu virkjunar og lagningu háspennulínu til bæjarins Sisimiut á Vestur-Grænlandi. Eftir bygginguna mun Ístak koma að rekstri hennar í fimm ár eftir gangsetningu. Flutningar til virkjunarframkvæmda Ístaks við Sisimiut hafa verið erfiðir í janúar og febrúar vegna óvenjumikils kulda og mikils rekíss við vesturströnd Grænlands. Um jól og áramót kólnaði verulega með aukinni ísmyndun á firðinum svo að ekki reyndist unnt að sigla.
Á heimasíðu Ístaks kemur fram að flutningar á mannskap og smávörum hafi því farið fram með vélsleðum og snjóbíl eftir snjóvegum og ísilögðum firði og ísilögðum vötnum um 65 km leið. Við jarðgangagerð og rekstur vinnustaðar þarf um 3-4 tonn af dísilolíu hvern dag til að knýja vélar og framleiða rafmagn og hita. Ekki þótti fýsilegt að flytja olíu land- og ísaleiðina vegna vondrar færðar og kostnaðar. Það var því lán í óláni að togarinn Polar Nataarnaq komst ekki til sinna veiða vegna rekíss og skipstjórinn bauðst til að brjóta ísinn á öðrum firði til að koma olíu á vinnustaðinn fyrir fasta upphæð. Það tók togarann, sem er 700 brúttólestir að stærð, nærri 6 sólarhringa að brjótast í gegnum ísinn á firðinum sem er um 22 km að lengd. Fjörðurinn er með þrengingum sem erfitt var að komast í gegnum og því þurftu vaskir starfsmenn Ístaks að hjálpa til með því að sprengja vakir með dýnamíti og létta þannig leiðina fyrir togarann. Með dugnaði og seiglu áhafnar togarans, starfsmanna Ístaks og síðast en ekki síst þrjósku skipstjórans tókst ætlunarverkið "að brjótast inn".
dista@24stundir.is | Ístak er aðalverktaki við byggingu virkjunar og lagningu háspennulínu til bæjarins Sisimiut á Vestur-Grænlandi.
Eftir bygginguna mun Ístak koma að rekstri hennar í fimm ár eftir gangsetningu.
Flutningar til virkjunarframkvæmda Ístaks við Sisimiut hafa verið erfiðir í janúar og febrúar vegna óvenjumikils kulda og mikils rekíss við vesturströnd Grænlands. |
Grágæs algengasti varpfuglinn í Vatnsmýrinni | Grágæsin er algengasti varpfuglinn í friðlandinu í Vatnsmýri. Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið til varps árið 2007. Aðstæður tjarnarfugla eru óviðunandi að mati Ólafs K. Niesen og Jóhanns Óla Hilmarssonar sem hafa tekið saman skýrslu fuglalíf Tjarnarinnar fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur.
Fjórar tegundir anda reyndu varp við Tjörnina 2007: stokkönd, duggönd, skúfönd og æður. Eitt gargandapar var á svæðinu um vorið en ekki er vitað hvort kollan gerði tilraun til varps. Þessar fimm tegundir hafa verið árvissir varpfuglar við Tjörnina í áratugi. Urtönd og toppönd dvöldu langdvölum á svæðinu 2007 en urpu ekki.
Hreiðurleit var gerð í friðlandinu og í hólmum. Grágæsin reyndist algengasti varpfuglinn í friðlandinu en 19 hreiður fundust. Eitt hrossagaukshreiður fannst með 4 eggjum og af öðrum mófuglum voru í friðlandinu þann 23. maí: ein heiðlóa, sandlóupar, þúfutittlingspar og syngjandi karlfugl þúfutittlings.
Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið til varps. Skýrsluhöfundar segja að þetta sé óvænt niðurstaða sem valdi þeim áhyggjum því áður hafi verið töluvert andavarp á þessu svæði. Er afrán nefnt sem möguleg skýring en kettir sækja stíft inn á friðlandið. Þá hafi verið gengið á varplönd í næsta nágrenni friðlandsins með húsbyggingum, gerð bílastæða og veglagningum.
Skýrsluhöfundar ráðleggja borgaryfirvöldum að ráða umsjónarmann (andapabba eða -mömmu) með tjarnarfuglunum. Verksvið hans vor og sumar væri að sinna þörfum fuglanna, líkt og undirbúa hólmana og friðlandið fyrir varp, verja varplöndin fyrir vargi, fóðra og verja andarunga og telja og vakta fuglanna. Hlutverkið að vetri til yrði að tryggja að vetursetufuglar hefðu nóg æti. Höfundar telja einnig að friðland Vatnsmýrannar þjóni í raun helst grágæsinni sem varpland.
Vefsvæði Umhverfis- og samgöngusviðs | Grágæsin er algengasti varpfuglinn í friðlandinu í Vatnsmýri.
Aðstæður tjarnarfugla eru óviðunandi að mati Ólafs K. Niesen og Jóhanns Óla Hilmarssonar sem hafa tekið saman skýrslu fuglalíf Tjarnarinnar fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur.
Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið til varps.
Skýrsluhöfundar segja að þetta sé óvænt niðurstaða sem valdi þeim áhyggjum.
Áður hafi verið töluvert andavarp á þessu svæði.
Skýrsluhöfundar ráðleggja borgaryfirvöldum að ráða umsjónarmann (andapabba eða -mömmu) með tjarnarfuglunum. |
Kennarar funda um kaup og kjör | Nú standa yfir aðalfundir þriggja stærstu aðildarfélaga Kennarasambandsins. Leikskólinn, grunnskólinn og framhaldsskólinn ræða af fullum krafti um kaup sín og kjör, um menntafrumvörpin sem bíða þess að verða að lögum og fjölmörg önnur mál, auk þess að kjósa nýtt fólk til trúnaðarstarfa. Fundirnir hófust í gær en lýkur í dag.
Eiríkur Jónsson formaður KÍ flutti ávarp við setningu Félags grunnskólakennara í gær og sagði meðal annars að nærtækasta dæmið um kosti þess að sameina alla kennara og stjórnendur í ein samtök væri sú mikla vinna sem átti sér stað við endurskoðun laga um skólastigin þrjú og ekki síður endurskoðun laga um lögverndun og kennaramenntun.
"Ég er þess fullviss," sagði Eiríkur, "að ef kennarar og stjórnendur hefðu verið í þrennum samtökum þegar þessi vinna fór fram hefði niðurstaða hennar orðið önnur."
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara reifaði meðal annars undirbúning kjarasamninga og sagðist vænta þess að ný vinnubrögð myndu skila sér við samningaborðið.
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara spurði meðal annars í setningarávarpi sínu hvernig á því stæði að meintar févana ríkisstofnanir gætu hækkað laun en ekki framhaldsskólarnir sem þó skila góðu búi? Hún benti á að árið 2005 voru laun viðmiðunarhópa í BHM um 2,5% hærri en laun framhaldsskólakennara en í júlí árið 2007 voru þau orðin 7% hærri. Þetta væri hluti af stöðugri þróun, að því er segir í tilkynningu.
Í ávarpi sínu við setningu sama fundar sagði Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ meðal annars að kjör grunnskólakennara væru með öllu óviðunandi og til skammar fyrir allt þjóðfélag okkar. Elna minnti á að kennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur sameinuðust í Kennarasambandi Íslands árið 2000 vegna þess að þeir trúðu því að sameinuð kennarastétt væri sterkari en sundruð.
Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara fjallaði meðal annars um ímynd kennara í setningarávarpi sínu í gær og sagði að góð ímynd hefði áhrif á kjör og af þeim sökum væri ímyndarvinna mikilvæg. Launin ein og sér byggju ekki til virðingu, þar þyrfti meira að koma til. Björg kom einnig meðal annars inn á umræðuna um fimm ára börnin sem nú stendur yfir og brýndi fólk til að hafa áherslu á velferð og hagsmuni barna í fyrirrúmi í þessari stefnumótun en talsvert virtist á skorta þar. | Nú standa yfir aðalfundir þriggja stærstu aðildarfélaga Kennarasambandsins.
Leikskólinn, grunnskólinn og framhaldsskólinn ræða af fullum krafti um kaup sín og kjör.
Eiríkur Jónsson formaður KÍ flutti ávarp við setningu Félags grunnskólakennara í gær.
"Ég er þess fullviss," sagði Eiríkur, "að ef kennarar og stjórnendur hefðu verið í þrennum samtökum þegar þessi vinna fór fram hefði niðurstaða hennar orðið önnur."
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara spurði meðal annars í setningarávarpi sínu hvernig á því stæði að meintar févana ríkisstofnanir gætu hækkað laun en ekki framhaldsskólarnir sem þó skila góðu búi?
Í ávarpi sínu við setningu sama fundar sagði Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ meðal annars að kjör grunnskólakennara væru með öllu óviðunandi
Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara fjallaði meðal annars um ímynd kennara í setningarávarpi sínu í gær. |
22. sigur Houston í röð - Denver skoraði 168 stig | Houston vann sinn 22. sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið sigraði LA Lakers, 104:92, á heimavelli sínum. Rafer Alston skoraði 31 stig, þar af átta þriggja stiga körfur, fyrir Houston en hjá Lakers var Kobe Bryant atkvæðamestur með 24 stig. Leikmenn Denver voru í stuði en liðið skoraði 168 stig í sigri á Seattle.
Úrslitin í leikjunum:
Houston - LA Lakers 104:92
Houston: Rafer Alston 31, Bobby Jackson 19, Shane Battier 14, Luis Scola 13, Tracy McGrady 11, Luther Head 7, Mike Harris 6, Chuck Hayes 3.
Lakers: Kobe Bryant 24, Lamar Odom 17, Ronny Turiaf 13, Luke Walton 9, Jordan Farmar 8, Sasha Vujacic 7, Derek Fisher 6, Vladimir Radmanovic 5, DJ Mbenga 3.
Denver - Seattle 168: 116:
Denver: Carmelo Anthony 26, Allen Iverson 24, Kenyon Martin 23, Chucky Atkins 19, J.R. Smith 19, Linas Kleiza 17, Marcus Camby 13, Yakhouba Diawara 11, Anthony Carter 8, Taurean Green 5, Steven Hunter 2, Eduardo Najera 1.
Seattle: Kevin Durant 23, Chris Wilcox 17, Mickael Gelabale 16, Johan Petro 14, Earl Watson 14, Jeff Green 8, Mouhamed Sene 7, Mike Wilks 6, Luke Ridnour 4, Damien Wilkins 4, Nick Collison 3.
Dallas - Miami 98:73
Dallas: Dirk Nowitzki 21, Josh Howard 15, Brandon Bass 14, Jason Terry 14, Jerry Stackhouse 12, Malik Allen 6, Jason Kidd 5, Tyronn Lue 4, Erick Dampier 3, Antoine Wright 3, Devean George 1.
Miami: Earl Barron 21, Daequan Cook 11, Mark Blount 9, Chris Quinn 8, Alexander Johnson 7, Jason Williams 6, Ricky Davis 5, Bobby Jones 4, Joel Anthony 2.
Detroit - New Orleans 105:84
Detroit: Jarvis Hayes 29, Chauncey Billups 17, Tayshaun Prince 13, Rasheed Wallace 10, Jason Maxiell 9, Richard Hamilton 8, Rodney Stuckey 8, Antonio McDyess 4, Juan Dixon 3, Arron Afflalo 2, Theo Ratliff 2.
New Orleans: Peja Stojakovic 21, Melvin Ely 15, Chris Paul 14, Julian Wright 10, Tyson Chandler 8, Bonzi Wells 8, Jannero Pargo 4, Morris Peterson 4.
Cleveland - Charlottoe 98:91
Cleveland: Jason Richardson 33, Raymond Felton 14, Emeka Okafor 10, Gerald Wallace 10, Nazr Mohammed 9, Earl Boykins 5, Matt Carroll 4, Derek Anderson 2, Jermareo Davidson 2, Ryan Hollins 2
Charlotte: LeBron James 33, Zydrunas Ilgauskas 16, Sasha Pavlovic 11, Devin Brown 10, Damon Jones 8, Delonte West 7, Joe Smith 4, Ben Wallace 4, Wally Szczerbiak 3, Anderson Varejao 2.
Atlanta - New York 109:98
Atlanta: Joe Johnson 28, Marvin Williams 25, Josh Childress 22, Josh Smith 15, Al Horford 8, Mike Bibby 4, Zaza Pachulia 3, Solomon Jones 2, Acie Law 2.
New York: Nate Robinson 23, Fred Jones 14, Zach Randolph 13, David Lee 12, Renaldo Balkman 9, Randolph Morris 8, Mardy Collins 7, Wilson Chandler 4, Jamal Crawford 4, Jared Jeffries 4.
Sacramento - Toronto 106:100
Sacramento: Kevin Martin 32, Ron Artest 19, Mikki Moore 17, Beno Udrih 15, Brad Miller 14, Francisco Garcia 5, Anthony Johnson 4.
Toronto: Jason Kapono 26, Rasho Nesterovic 20, Anthony Parker 11, Jamario Moon 9, Carlos Delfino 8, Kris Humphries 8, T.J. Ford 7, Jose Calderon 6, Andrea Bargnani 5 | Houston vann sinn 22. sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið sigraði LA Lakers, 104:92, á heimavelli sínum.
Rafer Alston skoraði 31 stig, þar af átta þriggja stiga körfur, fyrir Houston en hjá Lakers var Kobe Bryant atkvæðamestur með 24 stig.
Leikmenn Denver voru í stuði en liðið skoraði 168 stig í sigri á Seattle. |
Síðustu forvöð að skoða Náttúrugripasafnið | Síðustu forvöð eru nú að skoða Náttúrugripasafn Íslands, sýningarsafn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), því safninu verður lokað um nk. mánaðamót. Samkvæmt lögum sem tóku gildi fyrir tæpu ári er nýju Náttúruminjasafn Íslands, þegar það rís, ætlað að taka við hlutverki sýningarsafns NÍ.
"Ástæða þess að við erum að loka safninu núna er að við erum að undirbúa flutning NÍ í nýtt húsnæði eftir ár," segir Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Að sögn Jóns Gunnars á nýja húsnæðið að rísa í Urriðaholti í Garðabæ, en fyrsta skóflustungan verður væntanlega tekin í næsta mánuði og standa vonir til að hægt verði að flytja inn í húsnæðið haustið 2009. Segir hann NÍ flytja þangað ásamt hinum margvíslegu náttúrugripa- og heimildasöfnum sínum, en ekki er gert ráð fyrir sýningarsölum í húsnæðinu.
Vísindasöfn NÍ verða þannig ekki aðgengileg almenningi heldur einvörðungu þeim fræðimönnum sem nýta þau til rannsókna.
Spurður hvað verði um safngripi Náttúrugripasafnsins segir Jón Gunnar þá gripi sem heima eigi í vísindasöfnum NÍ fara þangað. "Gengið verður frá öðrum gripum og þeir afhentir hinu nýja Náttúruminjasafni Íslands þegar það tekur til starfa en ég veit ekki, frekar en aðrir, hvenær það rís," segir Jón Gunnar. Tekur hann fram að æskilegt sé þó að það verði í nálægð við NÍ, því NÍ er ætlað er vera vísindalegur og faglegur bakhjarl Náttúruminjasafnsins. | Síðustu forvöð eru nú að skoða Náttúrugripasafn Íslands, sýningarsafn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), því safninu verður lokað um nk. mánaðamót.
"við erum að undirbúa flutning NÍ í nýtt húsnæði eftir ár," segir Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Á nýja húsnæðið að rísa í Urriðaholti í Garðabæ.
Fyrsta skóflustungan verður væntanlega tekin í næsta mánuði.
Standa vonir til að hægt verði að flytja inn í húsnæðið haustið 2009.
Ekki er gert ráð fyrir sýningarsölum í húsnæðinu. |
Fyrrum hermaður dæmdur í 15 ára fangelsi | Breskur fyrrverandi hermaður, David Bradley, hefur verið dæmdur í lágmark 15 ára fangelsi fyrir morðið á fjórum ættingjum sínum. Bradley myrti sjötuga frænku sína og frænda og tvo frændur á fimmtugsaldri. Hann skaut þau öll í höfuðið af stuttu færi með skammbyssu. Þetta kom fram á fréttavef Sky News.
Bradley játaði á sig verknaðinn. Geðlæknar báru vitni þess efnis að Bradley hefði verið veikur á geði þegar hann framdi morðin. Hann drap yngri frændur sína að kvöldi 8. júlí 2006 og beið síðan eftir öldruðum frænda sínum og frænku. Svo skaut hann þau þegar þau komu heim. Þau bjuggu öll saman í Newcastle á Englandi.
Ekki er hægt að senda Bradley á geðsjúkrahús um óákveðinn tíma þó hann sé veikur á geði. Hann mun hljóta meðferð í ákveðinn tíma en halda svo í fangelsi.
Bradley gegndi hermennsku í fyrra Persaflóastríðinu. Honum var vikið frá störfum árið 1995 sökum geðrænna vandamála. | Breskur fyrrverandi hermaður, David Bradley, hefur verið dæmdur í lágmark 15 ára fangelsi fyrir morðið á fjórum ættingjum sínum.
Bradley játaði á sig verknaðinn.
Geðlæknar báru vitni þess efnis að Bradley hefði verið veikur á geði þegar hann framdi morðin.
Ekki er hægt að senda Bradley á geðsjúkrahús um óákveðinn tíma þó hann sé veikur á geði.
Bradley gegndi hermennsku í fyrra Persaflóastríðinu. |
Óformlegar viðræður um skammtímasamning | Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli BSRB, BHM og Kennarasambandsins annars vegar og ríkisins hins vegar um gerð skammtímasamnings. Ákveðið hefur verið að boða til formlegs fundar 2. maí nk. og segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, að hann vonist til að á fundinum komi í ljós hvort grundvöllur er fyrir gerð slíks samnings.
"Við höfum sagt að við núverandi aðstæður teljum við hyggilegast að gera skammtímasamning, en einnig er að sjálfsögðu sá valkostur uppi að semja til lengri tíma, en þá yrði innihald samningsins væntanlega annað. Það er samhugur innan BSRB um að ræða þessa hugsun við ríkið.
Ég tel mjög mikilvægt að reyna þessa leið til þrautar. Ég held að það væri okkar félagsmönnum og samfélaginu öllu til góðs að loka samningum hið allra fyrsta. Verkefnið framundan er að koma hér á jafnvægi í efnahagsmálum og keyra niður verðbólguna sem étur upp kjörin með ógnarhraða og hækkar lánin," sagði Ögmundur.
Ögmundur sagði að markmiðið með svona skammtímasamningi væri að reyna að tryggja eins traustar ráðstöfunartekjur og kostur er. Það væri síðan mat manna hvernig það yrði best gert. Það væri ekki víst að við þessar aðstæður væri samræmi í aukningu kaupmáttar og hækkunar launa ef það gengi yfir alla línuna. Þá væri bara verið að þenja upp verðlagið með samræmdum hætti sem allir hlytu skaða af. | Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli BSRB, BHM og Kennarasambandsins annars vegar og ríkisins hins vegar um gerð skammtímasamnings.
Ákveðið hefur verið að boða til formlegs fundar 2. maí nk.
Segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, að hann vonist til að á fundinum komi í ljós hvort grundvöllur er fyrir gerð slíks samnings.
"Verkefnið framundan er að koma hér á jafnvægi í efnahagsmálum og keyra niður verðbólguna sem étur upp kjörin með ógnarhraða og hækkar lánin," sagði Ögmundur. |
Vilja breyta eftirlaunalögum | Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að verið sé að vinna að breytingum á "eftirlaunalögunum" svokölluðu í forsætisráðuneytinu. Hann segir að þar sé einkum horft til þess að breyta þeim á þann hátt að ekki sé hægt að að þiggja samtímis laun og eftirlaun hjá hinu opinbera.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti því yfir í kvöldfréttum Sjónvarps á sunnudag að hún vildi gera sömu breytingu og Geir talar um auk þess að færa eftirlaunaaldurinn hjá ráðherrum og þingmönnum nær því sem almennt gerist.
"Það þarf bara að vera meirihluti á Alþingi. En þegar stutt lifir af þingtímanum og ef menn ætla sér að leggja stein í götu svona máls þá getur verið erfitt að koma því í gegn," segir Geir aðspurður um það hvort víðtæk samstaða allra stjórnmálaflokka sé forsenda fyrir framgöngu málsins. "Ef menn eru sammála um að breyta þessu atriði þá á það ekki að vera neitt flókið, það er að segja varðandi þessar tvöföldu greiðslur," bætir hann við.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ekki hafi verið haft samband við sig vegna málsins. Þeir segjast allir vera tilbúnir að taka á málinu, þó að þeir telji að það vera heldur seint á ferðinni og að betra væri að fara í málið í góðu tómi og fyrir opnum tjöldum.
Bara breytt einu sinni Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Geirs og Ingibargar um breytingu á eftirlaunakjörunum vera heldur veigalitalar og nokkuð langt frá þeim sem hún hefur lagt fram á Alþingi og þeim breytingum sem boðaðar eru í stjórnarsáttmálanum. "Ég held að þessum eftirlaunalögum verði ekki breytt nema einu sinni," segir hún og bætir við: "Þannig að ef þetta verður gert núna með frekar smávægilegum breytingum þá held ég að það sé til lítils að reyna að hreyfa því meira."
Í hnotskurn Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að komið verði á "meira samræmi í lífeyrismálum ráðamanna og almennings". Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur gerir ráð fyrir að lífeyrisréttindi æðstu embættismanna ríkisins verði þau sömu og hjá almennum starfsmönnum ríkisins. | Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að verið sé að vinna að breytingum á "eftirlaunalögunum" svokölluðu í forsætisráðuneytinu.
Hann segir að þar sé einkum horft til þess að breyta þeim á þann hátt að ekki sé hægt að að þiggja samtímis laun og eftirlaun hjá hinu opinbera.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti því yfir í kvöldfréttum Sjónvarps á sunnudag að hún vildi gera sömu breytingu og Geir talar um auk þess að færa eftirlaunaaldurinn hjá ráðherrum og þingmönnum nær því sem almennt gerist.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ekki hafi verið haft samband við sig vegna málsins.
Þeir telji að það vera heldur seint á ferðinni og að betra væri að fara í málið í góðu tómi og fyrir opnum tjöldum.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir Geirs og Ingibargar um breytingu á eftirlaunakjörunum vera heldur veigalitalar og nokkuð langt frá þeim sem hún hefur lagt fram á Alþingi. |
Tap Icelandair Group eykst | Tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 1,7 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 1,2 milljarða króna tap á sama tímabili í fyrra. Enginn söluhagnaður var færður til tekna á fyrsta fjórðungi þessa árs en hann var 1,2 milljarðar á fyrsta fjórðungi ársins 2007. Heildarvelta Icelandair Group í ár var um 14 milljarðar króna og jókst um 18% frá sama tímabili á fyrra ári.
Aukinn eldsneytiskostnaður Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair Group að vegna árstíðasveiflu í flugi og ferðaþjónustu sé afkoma félagsins jafnan neikvæð á fyrsta ársfjórðungi og nú hafi EBITDA verið neikvæð um 857 milljónir króna.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group segir í tilkynningunni að rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé nokkru betri en gert hafi verið ráð fyrir, í mun erfiðara árferði en á síðasta ári. Þannig hafi eldsneytiskostnaður félagsins aukist um tæpan einn milljarð króna frá sama tíma 2007. Verkefnastaða í leiguflugsviðskiptum sé hins vegar góð sem og bókunarstaða í áætlunarflugi.
gretar@mbl.is | Tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 1,7 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 1,2 milljarða króna tap á sama tímabili í fyrra.
Heildarvelta Icelandair Group í ár var um 14 milljarðar króna og jókst um 18% frá sama tímabili á fyrra ári.
Rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé nokkru betri en gert hafi verið ráð fyrir, í mun erfiðara árferði en á síðasta ári.
Þannig hafi eldsneytiskostnaður félagsins aukist um tæpan einn milljarð króna frá sama tíma 2007. |
Beið björgunar í garðinum | Tvítugur Dani varð að bíða alla síðustu nótt eftir að verða bjargað úr bil sínum en hann sat fastur i bílnum eftir að hafa ekið honum inn í garð við einbýlishús í Hammershøj á Jótlandi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Óhappið mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt og heyrði íbúi hússins þá brak og bresti. Hann lét lögreglu vita en sá ekkert út um glugga og var því málið látið kyrrt liggja.
Losa þurfti manninn úr bílflakinu er birti. Hannnn mun vera illa haldinn, slasaður og mjög kaldur. Hann er hins vegar ekki talinn í lífshættu.
Í gær baðst lögregla í Danmörku opinberlega afsökunar á því að hafa ekki sinnt athugasemdum borgara sem hringdi fjórum sinnum í lögreglu vegna hávaða í nærliggjandi íbúð. Var viðkomandi beðinn m að athuga málið sjálfur jafnvel þótt lögreglumenn á vakt væru tiltækir. Síðar kom í ljós að íbúi íbúðarinnar var vopnaður og hélt konu fanginni í íbúðinni. | Tvítugur Dani varð að bíða alla síðustu nótt eftir að verða bjargað úr bil sínum en hann sat fastur i bílnum eftir að hafa ekið honum inn í garð við einbýlishús í Hammershøj á Jótlandi.
Óhappið mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt og heyrði íbúi hússins þá brak og bresti.
Hann lét lögreglu vita en sá ekkert út um glugga og var því málið látið kyrrt liggja.
Í gær baðst lögregla í Danmörku opinberlega afsökunar á því að hafa ekki sinnt athugasemdum borgara sem hringdi fjórum sinnum í lögreglu vegna hávaða í nærliggjandi íbúð.
Síðar kom í ljós að íbúi íbúðarinnar var vopnaður og hélt konu fanginni í íbúðinni. |
Ærnar með gemsa og senda SMS | Óvenjuleg rannsókn fer nú fram á ám í Húsavík á Ströndum. Hefur staðsetningarbúnaði og GSM-sendi verið komið fyrir á þrettán ám og sendir búnaðurinn SMS daglega með upplýsingum um staðsetningu. Er tilgangurinn að rannsaka tengsl kinda á frjálsri sumarbeit.
Um er að ræða framhald á rannsókn, sem gerð var árin 2005-6 á ættartengslum sauðfjár. Fram kemur á vefnum Ströndum.is, að það var meistaraprófsverkefni Hafdísar Sturlaugsdóttur í Húsavík við Landbúnaðarháskóla Íslands. Framhaldsrannsóknirnar eru á vegum skólans en Náttúrustofa Vestfjarða er samstarfsaðili.
Að sögn Matthíasar Lýðssonar hjá Náttúrustofu Vestfjarða er tilgangurinn að kanna hvort skyldar ær haldi saman í frjálsri beit. Þetta hafi nokkuð verðið skoðað erlendis en þar þekkist frjáls beit sauðfjár hins vegar varla heldur er fénu haldið í lokuðum beitarhólfum.
Ærnar þrettán eru í þremur ættarhópum. Þær bera hálskraga með GPS staðsetningabúnaði og sendi. Hver kragi sendir frá sér eitt SMS á dag með staðsetningum á þriggja tíma fresti eða 8 staðsetningar í hverju SMS skeyti. Ef ærin er kyrr í þrjá tíma sendir kraginn frá sér aðvörun um að dýrið sé hugsanlega veikt eða dautt.
Matthías segir feikimiklar upplýsingar berist með þessum hætti en ekki verði byrjað að vinna úr þeim fyrr en í haust og vetur. Hins vegar hafi fyrri rannsóknir bent til þess, að skyldar kindur þekkist umfram aðrar kindur í hjörðinni og þau tengsl haldist.
Hægt er að fylgjast með hve mikið ærnar færa sig innan sólarhrings, hvort þær eru mikið á ferðinni á beitilandinu, hvort veður skipti máli og einnig hvort ær úr sömu fjölskyldu séu á sama svæði. Fram kemur á Ströndum.is, að kragarnir nái að senda frá sér skeyti flesta daga en annars bíður búnaðurinn þar til ærin kemst næst í GSM-samband. Hins vegar hefur slíkt samband batnað til muna á Ströndum að undanförnu.
Búnaðurinn er í eigu Náttúrustofu Austurlands og Landbúnaðarháskólans. Matthías segir, að til hafi staðið á síðasta ári að setja hálskragana á hreindýrskýr til að kanna burðarstöðvar þeirra. Þau áform hafi hins vegar ekki gengið eftir vegna þess að deyfibyssa, sem mjög komst til umræðu vegna bjarndýrsheimsókna fyrr í sumar, barst ekki til landsins í tæka tíð.
Strandir.is | Óvenjuleg rannsókn fer nú fram á ám í Húsavík á Ströndum.
Hefur staðsetningarbúnaði og GSM-sendi verið komið fyrir á þrettán ám og sendir búnaðurinn SMS daglega með upplýsingum um staðsetningu.
Um er að ræða framhald á rannsókn, sem gerð var árin 2005-6 á ættartengslum sauðfjár.
Það var meistaraprófsverkefni Hafdísar Sturlaugsdóttur í Húsavík við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Er tilgangurinn að kanna hvort skyldar ær haldi saman í frjálsri beit.
Hafi fyrri rannsóknir bent til þess, að skyldar kindur þekkist umfram aðrar kindur í hjörðinni og þau tengsl haldist.
Búnaðurinn er í eigu Náttúrustofu Austurlands og Landbúnaðarháskólans. |
Hundruð talibana tóku þátt í árásinni | Yfirvöld í Afganistan hafa greint frá því að fjögur til fimm hundruð talibanar hafi tekið þátt í árás á afskekkta herstöð í Kunar-héraði í austurhluta landsins á sunnudag en níu bandarískir hermenn létu lífið í árásinni og fimmtán særðust. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Mohammad Zahir Azimi, talsmaður afganska varnarmálaráðuneytisins, segir að minnsta kosti hundrað árásarmenn hafa fallið í átökunum í Dara-I-Pech. Þá segir hann að mest hafi mannfallið verið í átökum utan við herstöðina er árásarmennirnir réðust á varðstöð sem þar er.
Um er að ræða mesta mannfall í bandaríska herliðinu í landinu frá því í júní árið 2005.
"Það er nokkuð algengt að þeir ráðist á varðstöðvar okkar," segir Mark Laity, talsmaður NATo á svæðinu. "Þetta var hins vegar umfangsmeiri árás en venjulega. Tæknin var ekki ný. Þeir eru yfirleitt sigraðir. Það hryggir okkur mjög að við skulum hafa misst menn en það breytir ekki því að tilraun þeirra til að ná herstöðinni á sitt vald mistókst." | Yfirvöld í Afganistan hafa greint frá því að fjögur til fimm hundruð talibanar hafi tekið þátt í árás á afskekkta herstöð í Kunar-héraði í austurhluta landsins á sunnudag.
Níu bandarískir hermenn létu lífið í árásinni og fimmtán særðust.
Talsmaður afganska varnarmálaráðuneytisins segir að minnsta kosti hundrað árásarmenn hafa fallið í átökunum í Dara-I-Pech.
Um er að ræða mesta mannfall í bandaríska herliðinu í landinu frá því í júní árið 2005. |
Fagnað sem þjóðhetjum í Líbanon | Ríkisstjórn Líbanons hefur lýst yfir þjóðhátíð í landinu í dag til að fagna lausn fimm líbanskra fanga úr fangelsum í Ísrael. Ísraelar sleppa mönnunum í dag í skiptum fyrir líkamsleifar tveggja hermanna sem Hizbollah-samtökin handsömuðu árið 2006. Þá afhenda Ísraelar samtökunum líkamsleifar 199 líbanskra og palestínskra manna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.
Einn mannanna er Samir Kuntar var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárás gegn Ísraelum árið 1979. Fjórir Ísraelar, þar af eitt barn létu lífið í tilræðinu sem þótti sérlega hrottalegt.Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, Michel Suleiman, forseti landsins og Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, munu taka á móti föngunum við hátíðlega athöfn á Rafic Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút í dag.
Lausn mannanna var fagnað á götum úti á Gasasvæðinu í dag. "Dagurinn í dag er mikill sigurdagur andspyrnuhreyfinganna og Hizbollah," sagði Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas-samtakanna sem fara með stjórn Gasasvæðisins.
"Þetta sýnir að eina árangursríka leiðin til að frelsa fanga er að ræna hermönnum." Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas, fagnaði einnig lausn Kantars, sem hann kallaði arabíska frelsishetju. Þá sagði hann Ísraela enn eiga eftir að greiða fyrir lausn ísraelsks hermanns sem talinn er vera á lífi í haldi Palestínumanna.
"Líkt og heiðarleg fangaskipti áttu sér stað í dag, erum við staðráðnir í því að eiga heiðarleg skipti á okkar eigin föngum, sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Þau snúast um ísraelskan hermann og þúsundir sona okkar sem sitja í fangelsum," sagði hann. | Ríkisstjórn Líbanons hefur lýst yfir þjóðhátíð í landinu í dag til að fagna lausn fimm líbanskra fanga úr fangelsum í Ísrael.
Ísraelar sleppa mönnunum í dag í skiptum fyrir líkamsleifar tveggja hermanna sem Hizbollah-samtökin handsömuðu árið 2006.
Þá afhenda Ísraelar samtökunum líkamsleifar 199 líbanskra og palestínskra manna.
Forsætisráðherra Líbanons, forseti landsins og forseti líbanska þingsins munu taka á móti föngunum við hátíðlega athöfn á Rafic Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút í dag.
Lausn mannanna var fagnað á götum úti á Gasasvæðinu í dag. |
Hollenskur fréttamaður lést | Hollenskur fréttamaður lést og samstarfsmaður hans særðist í árásum rússneska hersins á georgísku borgina Gori í gær. Fréttamaðurinn starfaði fyrir RTL-2 fréttastofuna og hefur hollenski sendiherrann Onno Van Elderenbosch staðfest fréttina en segist ekki geta gefið upp nafn mannsins að svo stöddu.
Hollenski fréttamaðurinn er þriðji blaðamaðurinn sem hefur látist í bardögum Rússa og Georgíumanna undanfarna viku.
Fæðingarborg Jósefs Stalíns
Rússar vörpuðu sprengjum á borgina Gori sem er skammt frá Suður Ossetíu en þá höfðu flestir georgískir hermenn og íbúar borgarinnar flúið hana.
Gori er að mörgu leyti táknræn borg og tengist sögu Rússlands sterkum böndum því þann 21. desember 1879 fæddist Jósef Stalín þar.
Samkvæmt AP fréttastofunni mun hollenskur frétta- og kvikmyndatökumaður hafa verið að störfum í fjölmiðlamiðstöð sem sett hafði verið upp á efstu hæð þriggja hæða húss sem hýsti útvarps- og sjónvarpsstöð í borginni.
Ekki er ljóst hvort húsið varð fyrir sprengju en rússneski herinn mun hafa beint sprengjum sínum að mestu leyti að opinberum byggingum en fréttamiðstöðin mun vera um 200 metra frá helstu stjórnsýslumiðstöð Gori. | Hollenskur fréttamaður lést og samstarfsmaður hans særðist í árásum rússneska hersins á georgísku borgina Gori í gær.
Hollenski fréttamaðurinn er þriðji blaðamaðurinn sem hefur látist í bardögum Rússa og Georgíumanna undanfarna viku.
Rússar vörpuðu sprengjum á borgina Gori sem er skammt frá Suður Ossetíu.
Gori er að mörgu leyti táknræn borg og tengist sögu Rússlands sterkum böndum því þann 21. desember 1879 fæddist Jósef Stalín þar. |
Rússar og Georgíumenn fallast á friðarsamkomualg | Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í kvöld eftir viðræður við Mikhaíl Saakashvili, forseta Georgíu, að bæði Rússar og Georgíumenn hefðu fallist á samkomulag, sem miðaði að því að koma á friði í héröðunum Suður-Ossetíu og Abkhasíu í Georgíu.
"Það er texti. Hann var samþykktur í Moskvu, hann hefur verið samþykktur hér í Georgíu. Ég hef fengið samþykki allra forvígismanna," sagði Sarkozy á blaðamannafundi Í Tbilisi, höfuðborg Georgíu sem hann hélt ásamt Saakashvili.
Saakashvili sagði, að gera ætti friðarsamkomulag en Georgía myndi aldrei fallast á, að landamæri ríkisins yrðu dregin í efa í slíku samkomulagi. Hann sagði, að tillögum Frakka að friðarsamkomulagi yrðu að fylgja nánari lögfræðileg útfærsla svo ekkert færi þar á milli mála.
Í tillögum Frakka að friðarsamkomulagi felst eftirfarandi:
Alþjóðlegar viðræður fara fram um stöðu Suður-Ossetíu og Abkhasíu, sem hafa sagt sig úr lögum við Georgíu. Á þetta vilja Georgíumenn ekki fallast.
Allir deiluaðilar verða að fordæma valdbeitingu.
Hernaðaraðgerðum verðu að ljúka með formlegum hætti.
Hjálparsamtök verða að fá óhindraðan aðgang að átakasvæðunum.
Hersveitir Georgíu verða að snúa aftur til varanlegra bækistöðva sinna.
Rússneskar hersveitir snúa aftur til bækistöðva sinna. Mikill mannfjöldi hefur verið í miðborg Tbilisi í dag. Forsetar Póllands, Úkraínu og Eystrasaltslandanna komu til Georgíu í dag til að sýna stjórnvöldum þar stuðning og ávörpuðu þeir útifundinn. | Forseti Frakklands sagði í kvöld eftir viðræður við Mikhaíl Saakashvili, forseta Georgíu, að bæði Rússar og Georgíumenn hefðu fallist á samkomulag, sem miðaði að því að koma á friði í héröðunum Suður-Ossetíu og Abkhasíu í Georgíu.
Saakashvili sagði, að gera ætti friðarsamkomulag en Georgía myndi aldrei fallast á, að landamæri ríkisins yrðu dregin í efa í slíku samkomulagi.
Í tillögum Frakka að friðarsamkomulagi felst eftirfarandi:
Allir deiluaðilar verða að fordæma valdbeitingu.
Hersveitir Georgíu verða að snúa aftur til varanlegra bækistöðva sinna.
Rússneskar hersveitir snúa aftur til bækistöðva sinna. |
Áhættan mest hjá ungu fólki | Helsta orsök dauðsfalla ungs fólks á aldrinum 15-24 ára í OECD löndunum árið 2004 var umferðarslys. Af þeim sem létu lífið í umferðarslysum í OECD löndunum var hlutfall ungra ökumanna á milli 18 og 30%, en sami hópur þó ekki nema 9-13% af mannfjöldanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Ungir ökumenn – leiðin að öryggi (e. Young drivers – Road to safety).
Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar, Slysavarnaráðs og Umferðarráðs sem fram fer í dag verða athyglisverðar niðurstöður úr skýrslunni kynntar, en þær miða að því að auka öryggi ungra ökumanna.
Meðal þeirra tillagna er að setja ýmsar reglur fyrir yngsta aldurshópinn, s.s. að banna akstur á kvöldin, nóttunni og um helgar, en þá eru mörg slys ungra ökumanna skráð. Einnig virðist slysum fjölga ef ungir ökumenn eru með farþega á svipuðum aldri í bíl sínum. Því er einnig stungið upp á því að takmarka slíkan akstur.
Í skýrslunni er jafnframt komið inn á tæknibúnað sem getur og hefur komið í veg fyrir slys hjá ungmennum. Meðal annars er minnst á hljóðmerki sem bíllinn gefur frá sér séu bílbelti ekki notuð, en eins svonefndan alkólás, sem ekki er eins algengur. Samkvæmt skýrslunni verður of mikið af slysum vegna ölvunaraksturs ungmenna, og of mikið líkamstjón vegna ónógrar notkunar bílbelta.
Þá er talið vænlegt að setja ökurita í bíla hjá ungmennum og jafnvel hraðatakmarkanir. | Helsta orsök dauðsfalla ungs fólks á aldrinum 15-24 ára í OECD löndunum árið 2004 var umferðarslys.
Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar, Slysavarnaráðs og Umferðarráðs sem fram fer í dag verða athyglisverðar niðurstöður úr skýrslunni kynntar.
Þær miða að því að auka öryggi ungra ökumanna.
Meðal þeirra tillagna er að setja ýmsar reglur fyrir yngsta aldurshópinn.
Einnig virðist slysum fjölga ef ungir ökumenn eru með farþega á svipuðum aldri í bíl sínum.
Í skýrslunni er jafnframt komið inn á tæknibúnað sem getur og hefur komið í veg fyrir slys hjá ungmennum. |
Flóðbylgjuhætta liðin hjá | Yfirvöld almannavarna á Indónesíu og í Japan gáfu skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma út flóðbylgjuviðvaranir eftir tvo öfluga jarðskjálfta, sá öflugri var upp á 7,6 á Richter-kvarðanum í Mólúkkahafi en hin upp á 7 sama kvarða norður af japönsku eyjunni Hokkaido. Hættan er nú liðin hjá og hefur viðvörunin verið afturkölluð í báðum ríkjum.
Nokkur skelfing braust um sig á Indónesíu og flúðu bæði heimamenn og ferðamenn inn til landsins þegar viðvörunin barst.
Íbúunum er í fersku minni að þriðja hundrað þúsund manns biðu bana þegar flóðbylgja skall á strandbyggðum í Suður-Asíu á öðrum degi jóla 2004, en hún átti upptök sín í skjálfta vestur af eyjunni Súmötru á Indónesíu.
Bandaríska jarðfræðistofnunin áætlaði að skjálftinn í Mólúkkahafi væri 6,6 á Richter-kvarðanum og skjálftinn í Japan 7,2 á sama kvarða.
Upptök skjálftans á Indónesíu voru á 10 km dýpi í Mólúkkahafi, um 120 km norðvestur af borginni Ternate í Norður-Mólúkkahéraði. Bandaríska jarðfræðistofnunin taldi sem fyrr segir skjálftann hafa verið vægari en kollegar sínir á Indónesíu, en samkvæmt hennar gögnum voru upptökin um 90 undir hafsbotni, að því er AFP -fréttastofan greinir frá.
"Ég fann fyrir þrýstingi en hann var ekkert sérstaklega mikill," sagði Ojihan Washab, heilbrigðisstarfsmaður í Ternate, í samtali við AFP .
Á Japan var búist við hálfrar metra hárri flóðbylgju, en skammt frá upptökum skjálftans er að finna byggð sem liggur lágt að sjó. Upptökin voru djúpt í jarðskorpunni og var því þakkað að flóðbylgjan var ekki hærri.
Mikil eldfjallavirkni er á Indónesíu og skýrir það meðal annars áhuga erlendra aðila á fjárfestingu í jarðvarmavirkjunum í landinu. Jarðskjálftar eru þar tíðir. | Yfirvöld almannavarna á Indónesíu og í Japan gáfu skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma út flóðbylgjuviðvaranir eftir tvo öfluga jarðskjálfta.
Sá öflugri var upp á 7,6 á Richter-kvarðanum í Mólúkkahafi en hin upp á 7 sama kvarða norður af japönsku eyjunni Hokkaido.
Nokkur skelfing braust um sig á Indónesíu og flúðu bæði heimamenn og ferðamenn inn til landsins þegar viðvörunin barst.
Á Japan var búist við hálfrar metra hárri flóðbylgju, en skammt frá upptökum skjálftans er að finna byggð sem liggur lágt að sjó.
Mikil eldfjallavirkni er á Indónesíu og skýrir það meðal annars áhuga erlendra aðila á fjárfestingu í jarðvarmavirkjunum í landinu. |
Obama gagnrýnir áætlun Bush | Barack Obama gagnrýndi í dag George Bush Bandaríkjaforseta fyrir þrjósku og ósveigjanleika í efnahagsaðgerðum. Bush hefur ýtt á eftir löggjafaþinginu að samþykkja áætlun um 700 milljarða fjárveitingu sem viðbrögð við ástandi á fjármálamarkaði en Obama segir þetta ekki rétta tímann fyrir þvinganir.
Obama sagði ósanngjarnt að ætlast til þess að Bandarískir skattgreiðendur létu 700 milljarða ávísun af hendi raknar til ríkisstjórnarinnr skilyrðislaust og án þess að hafa nokkra yfirsýn hvað verði gert, þegar skortur á yfirsýn í Washington og á Wall Street séu einmitt orsök vandræðanna frá upphafi. Hann sagði að koma ætti fram við skattgreiðendur eins og fjárfesta ef ætlast væri til þess að þeir samþykktu áætlunina.
Bæði Obama og frambjóðandi Repúblikana, John McCain, hafa lýst yfir áhyggjum af því að áætlunin færi of mikið vald í hendur fjármálaráðherranum Henry Paulson, sem ásamt Bush hefur rekið á eftir tillögunni innan öldungadeildarinnar. McCain hefur jafnframt gagnrýnt Obama fyrir að láta ekki í sér heyra varðandi efnahagsvandann. | Barack Obama gagnrýndi í dag George Bush Bandaríkjaforseta fyrir þrjósku og ósveigjanleika í efnahagsaðgerðum.
Bush hefur ýtt á eftir löggjafaþinginu að samþykkja áætlun um 700 milljarða fjárveitingu sem viðbrögð við ástandi á fjármálamarkaði.
Obama sagði ósanngjarnt að ætlast til þess að Bandarískir skattgreiðendur létu 700 milljarða ávísun af hendi raknar til ríkisstjórnarinnr skilyrðislaust og án þess að hafa nokkra yfirsýn hvað verði gert.
Koma ætti fram við skattgreiðendur eins og fjárfesta. |
Varðturn í víkinni | Ný skýrsla er varðar aðbúnað gesta, öryggismál og hreinlætismál á ylströndinni í Nauthólsvík var lögð fram til kynningar á fundi umhverfis- og samgönguráðs nú í vikunni. Í skýrslunni koma fram ýmsar ábendingar, m.a. er lagt til að koma upp varðturni til að bæta öryggiseftirlit með gestum og tækjum, laga grasbakka og hreinsa lónið oftar.
Að sögn Þórólfs Jónssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu náttúru og útivistar á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, er ylströndin á hendi þriggja aðila, þ.e. umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar. Til að samræma vinnu við ylströndina var stofnaður starfshópur til þess að fara yfir verkferla og leita eftir ábendingum um úrbætur.
Spurður um næstu skref segir Þórólfur ljóst að greina þurfi hvað úrbæturnar kosti og ákveða hvaða þættir komist fyrir á fjárhagsáætlun. Ekki hefur verið lagt fram heildarkostnaðarmat á ábendingunum. "Sum atriðin þurfa ekki að vera kostnaðarsöm, en önnur geta reynst býsna dýr," sagði Þórólfur. "Það verður sjálfsagt ekki hægt að gera allt strax." | Ný skýrsla er varðar aðbúnað gesta, öryggismál og hreinlætismál á ylströndinni í Nauthólsvík var lögð fram til kynningar á fundi umhverfis- og samgönguráðs nú í vikunni.
Lagt til að koma upp varðturni til að bæta öryggiseftirlit með gestum og tækjum.
Er ylströndin á hendi þriggja aðila, þ.e. umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar.
Til að samræma vinnu við ylströndina var stofnaður starfshópur til þess að fara yfir verkferla.
Ljóst að greina þurfi hvað úrbæturnar kosti og ákveða hvaða þættir komist fyrir á fjárhagsáætlun. |
Bretar lána Landsbankanum | Englandsbanki ætlar að lána Landsbankanum allt að 100 milljónir punda til þess að endurgreiða Bretum innistæður af reikningum bankans, að sögn fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling. Fram kom í máli ráðherrans á breska þinginu í dag að um skammtímalán er að ræða. Ef miðað er við skráð gengi breska pundsins á vef Seðlabanka Íslands svarar þetta til rúmlega 19 milljarða króna.
Með láninu er vonast til þess að halda starfsemi Landbankans gangandi til skamms tíma á meðan reynt er að tryggja endurgreiðslur til breskra sparifjáreigenda. Lánið er tryggt með veðum í eignum Landsbankans
"Englandsbanki mun í dag tryggja Landsbankanum öruggt lán til skamms tíma upp á allt að 100 milljónir punda, til þess að tryggja endurgreiðslur til breskra sparifjáreigenda," sagði Darling í breska þinginu fyrir skömmu.
Samkvæmt frétt á vef Independent vinnur breska ríkisstjórnin náið með íslenskum stjórnvöldum við að greiða úr kröfum breskra líknarstofnana og sveitarfélaga vegna innistæðna hjá Landsbankanum. | Englandsbanki ætlar að lána Landsbankanum allt að 100 milljónir punda til þess að endurgreiða Bretum innistæður af reikningum bankans.
Um skammtímalán er að ræða.
Ef miðað er við skráð gengi breska pundsins á vef Seðlabanka Íslands svarar þetta til rúmlega 19 milljarða króna.
Með láninu er vonast til þess að halda starfsemi Landbankans gangandi til skamms tíma á meðan reynt er að tryggja endurgreiðslur til breskra sparifjáreigenda. |
Finna hvorki þenslu né kreppu | "Okkur vantar fólk á flesta vinnustaði í bænum. Það vantar hjúkrunarfræðing, æskulýðs- og menningarfulltrúa og reyndar fólk í flest störf í bænum til sjós og lands," segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð.
Þórshöfn er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa þurft að glíma við fólksfækkun á undanförnum árum.
Bankarnir sem nú eru komnir í þrot, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, lánuðu ekki íbúum á landsbyggðinni til íbúðakaupa, hvorki í krónum né erlendri mynt.
Björn segir flest sveitarfélögin á landsbyggðinni lítt hafa fundið fyrir þenslutímum undanfarinna ára. Þau séu að mörgu leyti vel búin til þess að takast á við bankakreppuna sem fyrirsjáanlegt er að hafi umtalsverð áhrif á íslenskt samfélag á næstu árum. "Sparisjóðurinn hefur þjónað atvinnulífinu hér myndarlega og stutt við atvinnulífið, sem er blómlegt. Við finnum lítið fyrir kreppunni," segir Björn. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélög á landsbyggðinni hafa tekist á við mikið samdráttarskeið á sama tíma og þenslutímar einkenndu lífsins gang á höfuðborgarsvæðinu. Þau geti gegnt lykilhlutverki í uppbyggingarstarfi á næstu árum. | "Okkur vantar fólk á flesta vinnustaði í bænum" segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð.
Þórshöfn er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa þurft að glíma við fólksfækkun á undanförnum árum.
Bankarnir sem nú eru komnir í þrot lánuðu ekki íbúum á landsbyggðinni til íbúðakaupa, hvorki í krónum né erlendri mynt.
Björn segir flest sveitarfélögin á landsbyggðinni lítt hafa fundið fyrir þenslutímum undanfarinna ára.
Þau séu að mörgu leyti vel búin til þess að takast á við bankakreppuna. |
Ríkisstjórnarfundi lokið | Fundi ríkisstjórnar Íslands er lokið og liggur ekki fyrir nein niðurstaða hvað varðar beiðni um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Forsætisráðherra segir að ákvörðunar sé þó að vænta mjög fljótlega.
Hann segir unnið að þjóðhagspá til að leggja til grundvallar slíku láni.
Geir H. Haarde segir að langan tíma hafi tekið að vinna Þjóðhagspá sem segir til um langtímahorfur í íslensku efnahagslífi. Á því hafi staðið. Hann segir ekki tímabært að ræða skilyrði fyrir lánveitingunnni en sagði Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vinna að lausn en ekki reyna að gera mönnum erfitt fyrir.
Geir sagði varðandi horfurnar að þjóðarframleiðsla myndi hrapa og halli á ríkissjóði yrði miklu meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir. Hann sagðu óvissu um verðbólguna vegna þess að hún réðist af því hvað gengið styrkist fljótt. Atvinnuleysi aukist mikið. Utanríkisviðskiptin verði þó líkast til í miklu betra lagi, útflutningur vaxi mjög hratt en innflutningur minnki. Spurningin sé sú hvað þetta ástand vari lengi og hvernig við getum með sem skynsamlegustum hætti komið okkur í gegnum það. | Fundi ríkisstjórnar Íslands er lokið.
Liggur ekki fyrir nein niðurstaða hvað varðar beiðni um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Forsætisráðherra segir að ákvörðunar sé þó að vænta mjög fljótlega.
Geir H. Haarde segir að langan tíma hafi tekið að vinna Þjóðhagspá sem segir til um langtímahorfur í íslensku efnahagslífi.
Geir sagði varðandi horfurnar að þjóðarframleiðsla myndi hrapa og halli á ríkissjóði yrði miklu meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir. |
Bráðin bókuð á vefnum | Skógrækt ríkisins hefur ákveðið að fara í tilrauna- og þróunarverkefni í samstarfi við Skógráð ehf. um sölu veiðileyfa á rjúpu í þjóðskógum landsins. Á vefnum rjupa.is munu veiðimenn geta skoðað veiðisvæðin, en í upphafi verður boðið upp á einn þjóðskóg í hverjum fjórðungi.
Veiðimenn geta á vefnum auk þess valið veiðidaga, lesið sér til um skilmála og verð veiðidags. Þá er mögulegt að prenta út kort með afmörkun valins svæðis þar sem hnitpunktar koma fram og einnig verður hægt að hlaða inn mörkum svæðanna í GPS tæki. Veiðimenn þurfa að staðfesta að þeir hafi gilt veiðikort áður en þeir bóka kaupin.
Það er von Skógræktar ríkisins að þetta fyrirkomulag muni hafa jákvæð áhrif á veiðimenningu Íslendinga og stuðli að öruggari og ánægjulegri veiðiferðum. Einnig er vonast eftir að með þessu sé réttur landeigenda virtur og þeim veiðimönnum sem hafa bókað og greitt fyrir leyfið sé sýnd sú tillitsemi að þeir geti veitt á svæðinu óáreittir. Mikil áhersla verður lögð á að veiðimenn skili inn veiðitölum í lok veiðidags í gegnum vefinn. Vefurinn rjupa.is verður opnaður á föstudag. | Skógrækt ríkisins hefur ákveðið að fara í tilrauna- og þróunarverkefni í samstarfi við Skógráð ehf. um sölu veiðileyfa á rjúpu í þjóðskógum landsins.
Á vefnum rjupa.is munu veiðimenn geta skoðað veiðisvæðin.
í upphafi verður boðið upp á einn þjóðskóg í hverjum fjórðungi.
þetta fyrirkomulag muni hafa jákvæð áhrif á veiðimenningu Íslendinga.
Vefurinn rjupa.is verður opnaður á föstudag. |
Ísland þarf að borga 440 milljarða króna | Hinn íslenski tryggingasjóður innistæðueigenda þarf að greiða 2,3 milljarða punda, eða um 440 milljarða króna, vegna ábyrgðar á innistæðum Icesave í Bretlandi. Þetta kom fram í máli Ian Pearsons, ráðherra efnahagsmála í breska fjármálaráðuneytinu, á þingnefndarfundi síðastliðinn mánudag.
Íslendingar eru ábyrgir fyrir því að greiða hverjum og einum innistæðueiganda allt að 20.887 evrur. Í tryggingasjóðnum eru um 19 milljarðar króna. Morgunblaðið hefur undir höndum afrit af því sem fram fór á fundinum.
Heildarupphæðin sem þarf að greiða út er um 4,5 milljarðar punda, eða rúmlega 860 milljarðar króna.
Bretar greiða yfir 400 milljarða Breski tryggingasjóðurinn mun síðan greiða mismuninn að 50 þúsund pundum á hvern innistæðueiganda og er sú upphæð talin vera um 1,4 milljarðar punda, eða um 268 milljarðar króna. Það sem þá vantar upp á er áætlað um 800 milljónir punda, eða um 153 milljarðar króna, og verður greitt af ríkissjóði Bretlands gegn því að hann eigi síðan kröfu í þrotabú gamla Landsbankans fyrir þeirri upphæð.
Pearson sagði að það væri hans skilningur á málinu að ríkissjóður Bretlands myndi standa jafnhliða tryggingasjóðum Íslands og Bretlands í kröfuröðinni og að hann vænti þess að eitthvað myndi fást til baka af því sem ríkissjóður Bretlands myndi reiða fram með sölu eigna Landsbankans.
Bresk sendinefnd fundaði með íslenskum ráðamönnum um lausn á Icesave-deilunni í lok síðustu viku án þess að niðurstaða fengist. Pearson sagði á fundinum á mánudag að það væri stefna breskra stjórnvalda að lána Íslendingum þá upphæð sem þeir þyrftu til að standa við skuldbindingar sínar en áður en það yrði gert þyrfti að fá tryggingar fyrir því að þeir fjármunir yrðu endurgreiddir. Það lægi enn ekki fyrir.
Að lokum fagnaði Pearson því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefði ákveðið að veita Íslandi lán upp á 2,1 milljarð dala og sagðist vonast til þess að IMF myndi setja það sem skilyrði fyrir lánveitingunni að Ísland kæmi fram við alla kröfuhafa á sama hátt, óháð því hvert þjóðerni þeirra væri.
Í hnotskurn » Að sögn Pearson áttu alls um 200 þúsund manns um 300 þúsund Icesave reikninga í Bretlandi.
» Stefnt er að því að þeir fái allir greitt fyrir nóvemberlok.
» Heildarupphæðin sem greidd verður út er um 860 milljarðar króna. | Hinn íslenski tryggingasjóður innistæðueigenda þarf að greiða 2,3 milljarða punda, eða um 440 milljarða króna, vegna ábyrgðar á innistæðum Icesave í Bretlandi.
Íslendingar eru ábyrgir fyrir því að greiða hverjum og einum innistæðueiganda allt að 20.887 evrur.
Heildarupphæðin sem þarf að greiða út er um 4,5 milljarðar punda, eða rúmlega 860 milljarðar króna.
Breski tryggingasjóðurinn mun síðan greiða mismuninn að 50 þúsund pundum á hvern innistæðueiganda.
Er sú upphæð talin vera um 1,4 milljarðar punda, eða um 268 milljarðar króna.
Það sem þá vantar upp á er áætlað um 800 milljónir punda, eða um 153 milljarðar króna, og verður greitt af ríkissjóði Bretlands gegn því að hann eigi síðan kröfu í þrotabú gamla Landsbankans fyrir þeirri upphæð.
Bresk sendinefnd fundaði með íslenskum ráðamönnum um lausn á Icesave-deilunni í lok síðustu viku án þess að niðurstaða fengist. |
Tilbúin að endurskoða afstöðu sína | Íslendingar verða að fara að ræða alvarlega Evrópusambandið, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Mannamáli á Stöð 2 í kvöld.
"Ég hef alla tíð verið mikill efasemdamaður og eindregið stutt þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram. Við höfum einfaldlega metið hagsmunina út frá því að við teljum að EES hafi sinnt okkar þörfum, okkar hagsmunum og þess vegna höfum við sagt að við eigum að vera utan ESB," sagði hún.
"Núna eru einfaldlega aðstæður allt aðrar, það eru komnir nýir tímar. Fjármálakerfið er hrunið og það er alþjóðleg kreppa þannig að okkur ber skylda til að horfast í augu við þessa nýju tíma og meta hagsmunina upp á nýtt [...] Við eigum að meta þá sem fyrst, okkar hagsmuni, til þess að geta sagt við fólkið okkar hvert við ætlum að fara í framtíðinni. Hvert okkar leið liggur til lengri tíma litið.
Þá verðum við hvort sem okkur líkar það betur eða verr að ræða Evrópusambandið mjög alvarlega, verðum að fara yfir það og ef hagsmunamatið segir það að okkar hagsmunum sé betur borgið með því að fara inn í Evrópusambandið, og ég undirstrika að það er engin töfralausn, það eru líka gallar á Evrópusambandinu, en ef hagsmunanmatið er þannig að það segir okkur "sækjum um aðild, látum reyna á þetta," þá er ég tilbúin til að endurskoða mína afstöðu." | Íslendingar verða að fara að ræða alvarlega Evrópusambandið, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
"Ég hef alla tíð verið mikill efasemdamaður og eindregið stutt þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram."
"Núna eru einfaldlega aðstæður allt aðrar, það eru komnir nýir tímar."
"Fjármálakerfið er hrunið."
"Ef hagsmunanmatið er þannig að það segir okkur "sækjum um aðild, látum reyna á þetta," þá er ég tilbúin til að endurskoða mína afstöðu." |
Bill gerir sitt til að tryggja Hillary embættið | Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna hörðum höndum að því að tryggja, að eiginkonan, Hillary Rodham Clinton, verði útnefnd sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir nánum samstarfsmönnum Baracks Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna.
Clinton er sagður vera reiðubúinn að fallast á ýmsar tilslakanir svo allt sé uppi á borðinu. T.a.m. mun hann hafa samþykkt að nafngreina nokkra af helstu gefendum í góðgerðarsjóð sem hann stofnaði. Þá mun hann senda upplýsingar um öll framtíðarverkefni sjóðsins til umfjöllunar siðanefndar auk þess sem hann mun greina nefndinni frá því fái hann í greiðslur fyrir ræðuhöld.
Fram kemur að Clinton muni einnig hætta að koma að daglegum rekstri sjóðsins á meðan Hillary gegnir embættinu. Einnig að hann muni láta utanríkisráðuneytið vita af því hvar hann muni koma fram til að tala opinberlega auk þess sem hann mun veita upplýsingar um allar nýjar tekjur.
Líklegt þykir að Hillary Clinton taki við af Condoleezzu Rice sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. | Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna hörðum höndum að því að tryggja, að eiginkonan, Hillary Rodham Clinton, verði útnefnd sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Clinton er sagður vera reiðubúinn að fallast á ýmsar tilslakanir svo allt sé uppi á borðinu.
T.a.m. mun hann hafa samþykkt að nafngreina nokkra af helstu gefendum í góðgerðarsjóð sem hann stofnaði.
Clinton muni einnig hætta að koma að daglegum rekstri sjóðsins á meðan Hillary gegnir embættinu. |
Kreppubónus hjá Alcan | Alcan á Íslandi hefur ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins 1,5 mánaðarlaun í aukagreiðslu um miðjan desember. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir þetta gert vegna kreppunnar sem ríki á Íslandi en hún komi illa niður á hinum almenna borgara sem alltaf hefur staðið við sitt. Alltaf sé talað um þá sem hafi tapað milljarði eða meira en minna hafi farið fyrir fréttum af þeim sem hafi tapað einni til tveimur milljónum króna af sparifé sínu. Einhverju sem fólk hefur kannski nurlað saman á löngum tíma. Eins hafi afborganir af lánum hækkað mikið og stundum orðnar erfiðar fyrir þá sem alltaf hafa staðið við sínar skuldbindingar.
Að sögn Rannveigar fá þeir sem hafa starfað lengur en í eitt ár hjá fyrirtækinu ein og hálf mánaðarlaun um miðjan desember en fyrir þá sem hafa starfað skemur fá einn mánuð aukalega. Flestir starfsmenn fá því ein og hálf mánaðarlaun því meðalstarfsaldur hjá fyrirtækinu eru tæp fimmtán ár. "Við viljum líka þakka þessu fólki fyrir að hafa haldið tryggð við okkur," segir Rannveig.
Hún segir að þetta kosti fyrirtækið talsvert en stjórnendur Alcan telji að það skipti mestu núna að styðja við bakið á starfsmönnum fyrirtækisins. Fyrirtækið sé skuldlaust og rekstur þess góður. | Alcan á Íslandi hefur ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins 1,5 mánaðarlaun í aukagreiðslu um miðjan desember.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir þetta gert vegna kreppunnar sem ríki á Íslandi.
Hún komi illa niður á hinum almenna borgara sem alltaf hefur staðið við sitt.
Hún segir að þetta kosti fyrirtækið talsvert en stjórnendur Alcan telji að það skipti mestu núna að styðja við bakið á starfsmönnum fyrirtækisins. |
Mikil gosneysla | Í október 2008 birtist norræn skýrsla um áhættumat vegna neyslu koffíns meðal barna og unglinga á Norðurlöndum, segir í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Skýrslan er liður í norrænu samstarfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og eru þar kynntar niðurstöður m.a. um neyslu koffíns meðal ungs fólks.
Samkvæmt niðurstöðunum drekka íslenskir unglingar meira af gosdrykkjum en unglingar á hinum Norðurlöndunum og um helmingur unglinga á Íslandi neytir umtalsvert meira af gosdrykkjum en unglingar í nágrannalöndum okkar.
Dagleg neysla á drykkjum sem innihalda koffín er algeng í öllum aldurshópum um allan heim og á þetta einnig við um börn sem fá koffín aðallega með neyslu á gosdrykkjum og mat- og drykkjarvörum sem innihalda kakó.
Áhrif koffíns á líkamann geta verið mismunandi. Eins og hjá fullorðnum getur hófleg neysla á koffíni haft örvandi áhrif á börn og unglinga. Stærri skammtar geta hins vegar framkallað neikvæð áhrif svo sem óróleika og kvíða.
Matvælastofnun heldur opinn fræðslufund um koffín þriðjudaginn 25. nóvember 2008 kl. 15:00-16:00 í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. | Í október 2008 birtist norræn skýrsla um áhættumat vegna neyslu koffíns meðal barna og unglinga á Norðurlöndum, segir í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.
Samkvæmt niðurstöðunum drekka íslenskir unglingar meira af gosdrykkjum en unglingar á hinum Norðurlöndunum.
Dagleg neysla á drykkjum sem innihalda koffín er algeng í öllum aldurshópum um allan heim og á þetta einnig við um börn sem fá koffín aðallega með neyslu á gosdrykkjum og mat- og drykkjarvörum sem innihalda kakó. |
Skáru af eyra | Sænskur dómstóll dæmdi í dag mann og konu til sex og átta ára fangelsisvistar fyrir að hafa rænt mann og pyntað, en maðurinn var m.a. látinn borða sitt eigið eyra eftir að búið var að skera það af.
Parið rændi manninum og fór með hann í veiðikofa fjarri mannabyggðum. Þar ráku þau nagla inn í hnéskeljar hans og olnboga, helltu heitu vaxi í augu hans, hjuggu af nokkrar tær og skáru af eyrað og neyddu hann til að borða.
Saksóknarinn í Halmstad vildi fá parið dæmt fyrir morðtilraun, en rétturinn úrskurðaði að ekkert benti til þess að þau hefðu ætlað manninum að blæða út eða frjósa í hel þegar þau skildu hann eftir í kofanum að pyntingunum loknum.
Enginn ástæða hefur verið gefin fyrir glæpnum sem átti sér stað í mars sl.
Tveir menn til viðbótar voru þá dæmdir í tveggja og hálfs og þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í ráni mannsins. | Sænskur dómstóll dæmdi í dag mann og konu til sex og átta ára fangelsisvistar fyrir að hafa rænt mann og pyntað, en maðurinn var m.a. látinn borða sitt eigið eyra eftir að búið var að skera það af.
Parið rændi manninum og fór með hann í veiðikofa fjarri mannabyggðum.
Saksóknarinn í Halmstad vildi fá parið dæmt fyrir morðtilraun.
Rétturinn úrskurðaði að ekkert benti til þess að þau hefðu ætlað manninum að blæða út eða frjósa í hel þegar þau skildu hann eftir í kofanum að pyntingunum loknum. |
Eign Samsonar skráð á Kýpur | Samson eignarhaldsfélag metur eignir sínar samtals á um 81 milljarð króna, að undanskilinni eign félagsins í Landsbanka Íslands. Eftir yfirtöku ríkisins á bankanum er sú eign líklega orðin að engu. Vaxtaberandi skuldir Samsonar við innlenda og erlenda banka og vegna skuldabréfaútgáfu nema hins vegar 112 milljörðum króna. Því eru kröfur í bú Samsonar um 31 milljarði króna hærri en bókfært, en óendurskoðað, virði eigna félagsins.
Héldu fund fyrir kröfuhafa
Samson kynnti stöðu eigna og skulda félagsins fyrir kröfuhöfum á fundi hinn 23. október síðastliðinn. Morgunblaðið hefur þá kynningu undir höndum. Þar kemur fram að verðmætasta eign félagsins eftir fall Landsbankans er 70 prósenta eignarhlutur í félagi sem heitir Novator Properties og er skráð á Kýpur. Samson metur hlut sinn í félaginu á 14,3 milljarða króna. Auk þess á Samson háar útistandandi kröfur sem samtals nema um 62 milljörðum króna. Mikil óvissa ríkir um innheimtu hluta þeirra. Hæsta krafan er á Jointrace Ltd, móðurfélag Xl Leisure Group, upp á 37 milljarða króna. XL Leisure Group fór í þrot fyrr á árinu.
Í kjölfar kynningarinnar sóttist Samson eftir áframhaldandi greiðslustöðvun en Commerzbank, einn stærsti kröfuhafinn í bú félagsins, mótmælti þeirri ósk. Samson var síðan tekið til gjaldþrotaskipta hinn 12. nóvember.
Skulda afrískum banka
Samson skuldar 87,7 milljarða króna vegna lána hjá innlendum og erlendum bönkum. Stærstu kröfuhafarnir eru Landsbankinn, Commerzbank og hinn suðurafríski Standard Bank. Auk þess er virði skuldabréfa sem útgefin voru af Samson sagt vera 24,3 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er slík bréf að finna í ýmsum lífeyris- og peningamarkaðssjóðum. | Samson eignarhaldsfélag metur eignir sínar samtals á um 81 milljarð króna, að undanskilinni eign félagsins í Landsbanka Íslands.
Vaxtaberandi skuldir Samsonar við innlenda og erlenda banka og vegna skuldabréfaútgáfu nema hins vegar 112 milljörðum króna.
Samson kynnti stöðu eigna og skulda félagsins fyrir kröfuhöfum á fundi hinn 23. október síðastliðinn.
Þar kemur fram að verðmætasta eign félagsins eftir fall Landsbankans er 70 prósenta eignarhlutur í félagi sem heitir Novator Properties og er skráð á Kýpur.
Samson skuldar 87,7 milljarða króna vegna lána hjá innlendum og erlendum bönkum.
Stærstu kröfuhafarnir eru Landsbankinn, Commerzbank og hinn suðurafríski Standard Bank. |
'"Við viljum bara réttlæti"' | "Við vildum Davíð [Oddsson seðlabankastjóra] burt. Mjög einföld krafa og það er ekkert hlustað á þessa kröfu. 90% þjóðarinnar vildi hann burt. Gæti það verið skýrari krafa," sagði Guðjón Heiðar Valgarðsson, einn mótmælenda í samtali við mbl.is.
"Við kusum hann ekki sem seðlabankastjóra, hann var bara valinn," segir Guðjón sem krefst þess að stjórnvöld sem og aðrir í þjóðfélaginu fari að sýna ábyrgð.
Tæplega 100 mótmælendur, sem tóku þátt í þjóðfundinum sem fram fór við Arnarhól í dag, fór inn í anddyri Seðlabankans eftir fundinn. Á bilinu 40 til 50 lögreglumenn vörnuðu þeim inngöngu. Mótmælendurnir eru nú farnir út.
Guðjón segir að mótmælendurnir krefjist breytinga. "Kerfið er gallað og það þarf að finna nýjar leiðir," segir hann. "Við ætlum ekki að beita ofbeldi. Við viljum bara réttlæti."
Aðspurður segir Guðjón að mótmælendurnir hafi rætt málin í mestu friðsemd við lögregluna. Mótmælendur hafi samþykkt að yfirgefa svæðið ef lögreglan hörfaði, og var það gert.
"Geir Jón [Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu] kom og spjallaði við okkur, og ræddi málin á rólegum nótum. Hann er að vinna sína vinnu eins og allir þessir lögreglumenn. Þeir eru settir í erfiða stöðu og það gera sér allir grein fyrir því. En þeir verða að lofa okkur því að vera ekki að beita okkur ofbeldi," segir Guðjón.
"Það er allt á suðupunkti í þessu samfélagi og það eru allir meðvitaðir um það. Aðgerðir eru því óumflýjanlegar og þær gerast af sjálfu sér þessa dagana. Þetta var ekki skipulögð aðgerð. Þarna var bara fólk sem var brjálað og vildi fá rödd sína heyrða." | "Við vildum Davíð [Oddsson seðlabankastjóra] burt. Mjög einföld krafa og það er ekkert hlustað á þessa kröfu. 90% þjóðarinnar vildi hann burt. Gæti það verið skýrari krafa," sagði Guðjón Heiðar Valgarðsson.
Tæplega 100 mótmælendur, sem tóku þátt í þjóðfundinum sem fram fór við Arnarhól í dag, fór inn í anddyri Seðlabankans eftir fundinn.
Á bilinu 40 til 50 lögreglumenn vörnuðu þeim inngöngu.
Guðjón segir að mótmælendurnir krefjist breytinga.
Aðspurður segir Guðjón að mótmælendurnir hafi rætt málin í mestu friðsemd við lögregluna. |
Áfengisgjald hækkað | Gert er ráð fyrir að svonefnd áfengis- og tóbaksgjöld hækki um 12,5% samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi rétt í þessu. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Einnig var lagt fram frumvarp um að eldsneytisgjald og bifreiðagjald hækki um 12,5%.
Fram kom í máli Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu, að gert sé ráð fyrir að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 12,5% og er þá miðað við að hækkun vísitölu neysluverðs. Áfengisgjald hefur verið óbreytt frá árinu 1998. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að þessi gjöld myndu hækka um 11,5%.
Árni sagði, að miðað væri við að tekjur ríkisins hækki um 1300 milljónir á vegna þessarar hækkunar.
Einnig lagði Árni fram frumvarp um að eldsneytisgjald og bifreiðagjöld hækki um 12,5%. Sagði Árni, að sú hækkun væri vel innan þeirra marka, sem gjöldin hafa rýrnað að verðgildi frá því þeim var breytt síðast. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins aukist um 2275 milljónir króna á ársgrundvelli vegna þessa. | Fram kom í máli Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, að gert sé ráð fyrir að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 12,5%
Miðað væri við að tekjur ríkisins hækki um 1300 milljónir á vegna þessarar hækkunar.
Einnig var lagt fram frumvarp um að eldsneytisgjald og bifreiðagjald hækki um 12,5%.
Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins aukist um 2275 milljónir króna á ársgrundvelli vegna þessa. |
Lyfjafyrirtæki tapa tveimur milljörðum | Tap á rekstri fyrirtækja sem flytja inn og dreifa lyfjum á Íslandi stefnir í að vera á milli tveir og þrír milljarðar króna á þessu ári. Þetta er mat Hreggviðs Jónssonar, stjórnarformanns Vistor, sem er eitt umsvifamesta fyrirtæki í innflutningi á lyfjum og tækjum fyrir heilbrigðiskerfið hér á landi.
"Þetta segir mér, miðað við það sem ég þekki til í þessari grein, að allt eigið fé fyrirtækja sé farið," segir Hreggviður.
Stærsta orsökin fyrir þessari stöðu innflutningsfyrirtækja á lyfjum er eins og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum fall krónunnar. Erlend lán hafa hækkað í krónum og kostnaður hækkað innanlands vegna verðbólgu og launahækkana.
"Þetta er ekkert öðruvísi en er að gerast hjá mörgum öðrum fyrirtækjum í dag, sérstaklega þeim sem eru fjármögnuð í erlendri mynt.
Okkar framlegð nægir heldur ekki til að bæta upp tapið sem hefur orðið vegna gengishruns á síðustu misserum. Vara sem við keyptum í september og greiddum eftir 60 daga hækkaði yfir 30% á meðan í krónum. Það er engin álagning sem ræður við það," bendir Hreggviður á.
Samkomulag heilbrigðisráðherra og seljenda frumlyfja, sem gert var árið 2004 og komst að fullu til framkvæmda 2006, leiddi til 13% lækkun á heildsöluverði lyfja. Frumlyf eru um 80% af öllum lyfjamarkaðnum.
Hreggviður segir að lyfjaverð hér á landi miðist við meðalverð frumlyfja í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Nú sé heildsöluverð á frumlyfjum 6-7% lægra en í Danmörku sem er tuttugu sinnum stærri. | Tap á rekstri fyrirtækja sem flytja inn og dreifa lyfjum á Íslandi stefnir í að vera á milli tveir og þrír milljarðar króna á þessu ári.
Þetta er mat Hreggviðs Jónssonar, stjórnarformanns Vistor, sem er eitt umsvifamesta fyrirtæki í innflutningi á lyfjum og tækjum fyrir heilbrigðiskerfið hér á landi.
Stærsta orsökin fyrir þessari stöðu innflutningsfyrirtækja á lyfjum er eins og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum fall krónunnar.
Samkomulag heilbrigðisráðherra og seljenda frumlyfja, sem gert var árið 2004, leiddi til 13% lækkun á heildsöluverði lyfja.
Hreggviður segir að lyfjaverð hér á landi miðist við meðalverð frumlyfja í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. |
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun | Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi fjármálaráðherra bréf fyrir helgi þar sem hann fer fram á að laun forseta Íslands verði lækkuð á sama hátt og laun ráðherra og forseta Alþingis.
Bréfið sem Ólafur sendi Árna M. Mathiesen er eftirfarandi:
"Í samræmi við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006 um Kjararáð, sem nú er til meðferðar á Alþingi og varðar lækkun launa ráðherra og annarra ráðamanna vegna hins mikla vanda sem nú steðjar að þjóðinni, fer ég fram á að laun forseta Íslands verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds.
Það bann við skerðingu kjara forseta á kjörtímabili hans semkveðið er á um í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar var sett til að vernda forsetann gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Þetta ákvæði kemur hins vegar ekki í veg fyrir að forsetinn óski sjálfur eftir launalækkun þegar þjóðarhagur kallar á lækkun launa fjölmargra annarra ráðamanna og Alþingi setur lög þar um. Við slíkar aðstæður er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hið sama gildi um forsetann.
Því sendi ég yður, hæstvirtur fjármálaráðherra, hér með formlega
ósk um slíka sambærilega lækkun launa forseta Íslands." | Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi fjármálaráðherra bréf fyrir helgi.
Hann fer fram á að laun forseta Íslands verði lækkuð á sama hátt og laun ráðherra og forseta Alþingis.
"Í samræmi við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006 um Kjararáð fer ég fram á að laun forseta Íslands verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds." |
Kaupsamningum fækkaði um 60% | Um 6.200 kaupsamningum var þinglýst árið 2008 og námu heildarviðskipti með fasteignir um 180 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 29 milljónir króna. Árið 2007 var veltan 406 milljarðar króna, fjöldi kaupsamninga tæplega 15.300 og meðalupphæð á hvern kaupsamning 26,7 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því minnkað um tæplega 55% á milli ára og kaupsamningum fækkað um tæplega 60%.
Ekki hefur jafn fáum kaupsamningum verið þinglýst á Íslandi á einu ári í fimmtán ár en árið 1993 var 5.277 kaupsamningum þinglýst. Árið 2003 var veltan síðast jafn lítil og í ár en það ár nam hún tæpum 163 milljörðum króna.
Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 115 milljarða króna, fjöldi kaupsamninga verði um 3.500 og meðalupphæð kaupsamnings verði tæpar 33 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 var rúmlega 310 milljarðar króna og kaupsamningar rúmlega 10.000. Meðalupphæð samninga árið 2007 var um 31 milljón króna, að því er segir á vef Fasteignamats ríkisins. | Um 6.200 kaupsamningum var þinglýst árið 2008 og námu heildarviðskipti með fasteignir um 180 milljörðum króna.
Árið 2007 var veltan 406 milljarðar króna, fjöldi kaupsamninga tæplega 15.300 og meðalupphæð á hvern kaupsamning 26,7 milljónir króna.
Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því minnkað um tæplega 55% á milli ára og kaupsamningum fækkað um tæplega 60%.
Ekki hefur jafn fáum kaupsamningum verið þinglýst á Íslandi á einu ári í fimmtán ár.
Árið 2003 var veltan síðast jafn lítil og í ár en það ár nam hún tæpum 163 milljörðum króna. |
Finnsk ríkisábyrgð vegna Kaupþings heimiluð | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisábyrgð sem finnska ríkið veitti þarlendum bönkum sem tryggðu innistæður hjá Kaupþingi í Finnlandi, brjóti ekki í bága við reglur ESB.
Bankareikningar finnskra viðskiptavina Kaupþings voru frystir eftir að íslenska Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur bankans í október. Finnskir bankar brugðust við með því að bjóða viðskiptavinunum að tryggja innistæður þeirra að fullu. Var markmiðið að viðhalda trausti á finnsku bankakerfi.
Finnska ríkisstjórnin ákvað að tryggja þessa banka gegn hugsanlegri málssókn lánardrottna Kaupþings. Um er að ræða bankana Nordea Bank Finland plc, OP-Pohjola Group Central Cooperative og Sambo Bank plc.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir, að ekki sé útlit fyrir að neinar kröfur verði lagðar fram á hendur bönkunum og finnska ríkið þurfi ekki bera neitt tjón vegna þess að finnsk og íslensk stjórnvöld vinni náið saman í málinu.
Þá sagðist framkvæmdastjórnin geta fallist á að finnska ríkið ábyrgðist skuldbindingar bankanna í þessu tilfelli vegna þess að aðgerðir þeirra hefðu komið í veg fyrir alvarlegt uppnám í finnska hagkerfinu. | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisábyrgð sem finnska ríkið veitti þarlendum bönkum sem tryggðu innistæður hjá Kaupþingi í Finnlandi, brjóti ekki í bága við reglur ESB.
Bankareikningar finnskra viðskiptavina Kaupþings voru frystir eftir að íslenska Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur bankans í október.
Finnskir bankar brugðust við með því að bjóða viðskiptavinunum að tryggja innistæður þeirra að fullu.
Var markmiðið að viðhalda trausti á finnsku bankakerfi.
Finnska ríkisstjórnin ákvað að tryggja þessa banka gegn hugsanlegri málssókn lánardrottna Kaupþings. |
Gagnrýna forsetaskipti | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag, að það væri afar sérstakt að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar, sem að auki væri minnihlutastjórn, væri að koma réttkjörnum forseta Alþingis úr embætti.
Á dagskrá þingsins er m.a. að kjósa nýjan þingforseta í stað Sturlu Böðvarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Fyrir liggur að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur við embættinu.
Sagði Þorgerður Katrín, að þingmenn hefðu í áratugi heyrt formann Vinstri grænna tala um að þingforsetinn ætti að koma úr röðum stjórnarandstöðu. "Þegar á hólminn er komið verða beinin að brjóski," sagði Þorgerður Katrín og bætti við að forsetaskiptin væru í boði Framsóknarflokksins.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að það væri ekki mikil reisn yfir því, að koma með umræðu af þessum toga nú vegna þess, að meirihluti þingsins hefði óskað eftir því að fram fari kosning um embætti forseta þingsins og það væri í anda þingskapa. Ekki væri um að ræða neina aðför gegn Sturlu Böðvarssyni heldur eðlilegar breytingar.
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að breyting á forseta hefði ekkert með persónu Sturlu Böðvarssonar að gera. Ný ríkisstjórn hefði tekið við völdum og meirihluti þingsins óskað eftir því að fram fari forsetakjör. Embætti séu ekki séreign einhverra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið forseta Alþingis í 18 ár.
Sagði Birkir að ný ríkisstjórn þurfi að koma mörgum málum til leiðar. Það ætlaði hún að gera og framsóknarmenn ætli að styðja hana í öllum góðum málum.
Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði að Sturla Böðvarsson hefði komið mörgum hagsmunamálum þingmanna fram á þeim tæpu tveimur árum sem hann hefur gegnt embættinu. Það færi ekki hjá því, að þegar skipt væri um forseta á miðju kjörtímabili fælist í því vantraust á forsetann. Sagðist Jón ekki geta tekið þátt í að lýsa slíku vantrausti á forseta, sem hefði komið fram með einstökum glæsibrag.
Langar og á stundum háværar umræður fóru fram um þetta mál. Undir lok þeirra sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að það hefði verið athyglisvert að varaformaður Sjálfstæðisflokks (Þorgerður Katrín) hefði ekki komið með nein hlýleg orð eða árnaðaróskir í garð nýrrar ríkisstjórnar. Sagði hann að viðbrögð sjálfstæðismanna á Alþingi við stjórnarskiptunum væru einhver heiftarlegustu fráhvarfseinkenni sem hann hefði séð og það væri víst hægt að fá sér hjálp við þannig löguðu. | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag, að það væri afar sérstakt að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar væri að koma réttkjörnum forseta Alþingis úr embætti.
Fyrir liggur að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur við embættinu.
Sagði Þorgerður Katrín, að þingmenn hefðu í áratugi heyrt formann Vinstri grænna tala um að þingforsetinn ætti að koma úr röðum stjórnarandstöðu.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að það væri ekki mikil reisn yfir því, að koma með umræðu af þessum toga.
Meirihluti þingsins hefði óskað eftir því að fram fari kosning um embætti forseta þingsins og það væri í anda þingskapa.
Ekki væri um að ræða neina aðför gegn Sturlu Böðvarssyni heldur eðlilegar breytingar.
Langar og á stundum háværar umræður fóru fram um þetta mál. |
Hindrar síðustu verk Bush | Ken Salazar, innanríkisráðherra í stjórn Barack Obama, stöðvaði í dag eitt af síðustu embættisverkum stjórnar George W. Bush, fyrrverandi forseta. Aðgerðir sem um ræðir er sala á rannsóknarleyfum vegna olíu og gasleitar úti fyrir ströndum Bandaríkjanna.
Þann 16. janúar, síðasta viðskiptadag Bush-stjórnarinnar, setti hún fram nýja fimm ára áætlun um leyfi til olíu- og gasleitar á hafi úti.," sagði Salazar við blaðamenn í dag. Hann kallar aðgerðina ,,miðnæturaðgerð" og vísar þannig í að hún hafi verið framkvæmd á síðustu stundu. Hann hefur tilkynnt að hann muni framlengja frest almennings til að gera athugasemdir við áætlunina fram í september. Áður hafði ætlunin verið sú að ljúka þeim fresti í seinni hluta mars, sem hefði að sögn Salazars nánast hunsað innlegg ríkja, iðnaðar og almennings í áformin.
Hann gagnrýndi Bush stjórnina harðlega fyrir að ýta hvatvíslega á eftir áætluninni, auk þess sem hún hefði hyglað stóru olíufyrirtækjunum og hunsað þá sem vinna að þróun endurnýjanlegra orkugjafa, auk þess að hunsa hagsmuni neytenda og skattborgara.
Auk þess að lengja fyrrnefndan frest fyrirskipaði hann skýrslugerð um allar orkuauðlindir Bandaríkjanna í hafi, og hét því að halda fundi víðs vegar um Bandaríkin um það hvernig eigi að nýta þær. ,,Síðustu átta árin hefur Ameríka haft einhliða nálgun á sjálfstæði í orkumálum. Hún var sú að bora, bora og bora," sagði Salazar. Það væri hins vegar ekki nóg.
Í síðustu viku fyrirskipaði Salazar að opinber stofnun skyldi ekki taka við tilboðum í 77 landsvæði innan Utah-ríkis, sem Bush stjórnin hafði flýtt sér að selja til gasleitar á síðustu dögum sínum í embætti. | Ken Salazar, innanríkisráðherra í stjórn Barack Obama, stöðvaði í dag eitt af síðustu embættisverkum stjórnar George W. Bush, fyrrverandi forseta.
Aðgerðir sem um ræðir er sala á rannsóknarleyfum vegna olíu og gasleitar úti fyrir ströndum Bandaríkjanna.
Hann kallar aðgerðina ,,miðnæturaðgerð" og vísar þannig í að hún hafi verið framkvæmd á síðustu stundu.
Hann gagnrýndi Bush stjórnina harðlega fyrir að ýta hvatvíslega á eftir áætluninni, auk þess sem hún hefði hyglað stóru olíufyrirtækjunum og hunsað þá sem vinna að þróun endurnýjanlegra orkugjafa.
Fyrirskipaði hann skýrslugerð um allar orkuauðlindir Bandaríkjanna í hafi, og hét því að halda fundi víðs vegar um Bandaríkin um það hvernig eigi að nýta þær. |
Fagnar stofnun peningastefnunefndar | Greining Íslandsbanka telur að breytt fyrirkomulag hjá Seðlabanka Íslands um að skipa peningastefnunefnd í stað þriggja manna bankaráðs Seðlabankans sé til þess fallið að auka traust og trúverðugleika bankans en þetta sé gert til þess að auka gagnsæi í starfsemi bankans.
Segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka það sérstaklega mikilvægt á þeim tímum sem nú fara í hönd en aukinn trúverðugleiki á íslensku fjármálakerfi er afar mikil vægur þáttur í endurreisn efnahagslífsins á komandi misserum.
"Þá hefur þetta gefið góða raun í þeim löndum sem styðjast við þetta fyrirkomulag. Þá teljum við einnig að afar athyglisvert verði að fylgjast með störfum nefndarinnar en næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 19. mars næstkomandi.
Við búumst þó ekki við neinum breytingum á stýrivöxtum bankans sem nú standa í 18% að þessu sinni en athyglisvert verður að heyra rökstuðning hinnar nýju peningastefnunefndar minnug þess að bankastjórn Seðlabankans vildi á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 29. janúar síðastliðinn lækka vexti en sveigði sig undir vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hélt vöxtum óbreyttum." | Greining Íslandsbanka telur að breytt fyrirkomulag hjá Seðlabanka Íslands um að skipa peningastefnunefnd í stað þriggja manna bankaráðs Seðlabankans sé til þess fallið að auka traust og trúverðugleika bankans.
Þetta sé gert til þess að auka gagnsæi í starfsemi bankans.
Segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka það sérstaklega mikilvægt á þeim tímum sem nú fara í hönd.
Aukinn trúverðugleiki á íslensku fjármálakerfi er afar mikil vægur þáttur í endurreisn efnahagslífsins á komandi misserum. |
',,Erum mættar til að gera alvöru hluti"' | Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því danska á Algarve-mótinu í Portúgal í dag klukkan 15. Liðinu nægir jafntefli til að leika um þriðja sæti mótsins, en Dóra Stefánsdóttir segir þó ekkert annað en sigur koma til greina hjá stelpunum okkar.
"Við erum búnar að eiga tvo góða leiki og nú ætlum við að stíga skrefið til fulls og sýna þessum þjóðum að við erum mættar hingað til að gera alvöru hluti," sagði Dóra í morgun, en liðið var á leiðinni í göngutúr áður en þær fengu sér hádegismat. Dóra segir danska liðið firnasterkt.
"Þær eru mjög vel spilandi og teknískar. Þær eru með sterka leikmenn sem spila í sterkustu deildunum, en hafa auðvitað, líkt og öll liðin hér í keppninni, breytt liði sínu eitthvað. Við erum þó aðallega að einblína á okkur sjálfar og hvað við þurfum að gera til að sigra," segir Dóra, sem segir hættulegt að fara í leikinn með því hugarfari að jafntefli dugi.
"Það er alltaf hættulegt, enda ætlum við að fara í þennan leik til þess að sigra. Jafnteflið dugar okkur til að leika um þriðja sætið, en ekkert annað en sigur kemur til greina af okkar hálfu."
Leikurinn hefst sem fyrr segir klukkan 15 og verður í beinni veflýsingu hér á mbl.is. | Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því danska á Algarve-mótinu í Portúgal í dag klukkan 15.
Liðinu nægir jafntefli til að leika um þriðja sæti mótsins.
Dóra Stefánsdóttir segir þó ekkert annað en sigur koma til greina hjá stelpunum okkar.
Dóra segir danska liðið firnasterkt.
Segir hættulegt að fara í leikinn með því hugarfari að jafntefli dugi. |
Fogh sagður hafa lýst áhuga á NATO | Danska blaðið Berlingske Tidende hefur í dag eftir heimildarmönnum, sem sagðir eru þekkja vel til mála, að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hafi í samtölum við evrópska þjóðarleiðtoga að undanförnu lýst áhuga á framkvæmdastjórastarfinu hjá NATO. Fogh Rasmussen hefur sjálfur ítrekað vísað fréttum af þessu tagi á bug.
Blaðið segir, að þegar danski forsætisráðherrann hitti nýlega leiðtoga Breta og Þjóðverja að máli hafi hann lýst áhuga á því að taka við embættinu þegar Jaap de Hoop Scheffer lætur af því í ágúst.
Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung sagði um helgina, að þau Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, væru öll sammála um að styðja Fogh í embættið.
Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað veita Fogh Rasmussen slíkan stuðning en reiknað er með að þau lýsi því fyrir leiðtogafund NATO 3. apríl hvern þau vilja styðja. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, var í Brussel í gær og sagði þá að ekki hefði verið tekin ákvörðun um málið.
Bandaríska blaðið Washington Post segir, að Bandaríkin vilji gjarnan launa Kanadamönnum fyrir það framlag, sem þau hafa lagt til uppbyggingarinnar í Afganistan, með því að styðja Kanadamann í embættið. Með því yrði hins vegar brotin hefð í NATO, að framkvæmdastjórinn sé Evrópumaður. Jafnframt væri hægt að túlka það svo, að Bandaríkjamönnum þyki ekki mikið til framlags Dana í Afganistan koma.
Danskir fjölmiðlar sögðu einnig frá því í síðustu viku að Tyrkir muni beita neitunarvaldi gegn Fogh Rasmusen vegna skopmyndamálsins svonefnda en flestir Tyrkir eru múslimar. | Danska blaðið Berlingske Tidende hefur í dag eftir heimildarmönnum að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hafi í samtölum við evrópska þjóðarleiðtoga að undanförnu lýst áhuga á framkvæmdastjórastarfinu hjá NATO.
Forsætisráðherra Bretlands, forseti Frakklands og kanslari Þýskalands væru öll sammála um að styðja Fogh í embættið.
Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað veita Fogh Rasmussen slíkan stuðning.
Reiknað er með að þau lýsi því fyrir leiðtogafund NATO 3. apríl hvern þau vilja styðja.
Bandaríkin vilji gjarnan launa Kanadamönnum fyrir það framlag, sem þau hafa lagt til uppbyggingarinnar í Afganistan, með því að styðja Kanadamann í embættið. |
Mikill samdráttur í verslun í febrúar | Velta í raftækjaverslun dróst saman um 52,9% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 28,9% á breytilegu verðlagi. Á síðasta ári minnkaði velta raftækjaverslana töluvert að raunvirði. Veltan í janúar síðastliðnum var þannig 45,2% minni en í janúar í fyrra. Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá þessu.
Fram kemur að dagvöruverslun hafi dregist saman um 13,8% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð árið áður. Þetta sé óvenjumikill samdráttur í veltu dagvöruverslunar á milli ára og aðeins einu sinni áður hafi mælst svo mikill samdráttur, en það hafi verið í desember síðastliðnum. Velta dagvöruverslunar jókst á breytilegu verðlagi um 13,5% í febrúar miðað við febrúar í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 31,7% á einu ári samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.
Sala á áfengi minnkaði um 16,4% í febrúar miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 10% á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 31.6% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra.
Velta fataverslunar var 23,7% minni í febrúar á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og um 2,4% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Á milli mánaðanna janúar og febrúar minnkaði velta fataverslunar um 40,6% á föstu verðlagi og 36,7% á breytilegu verðlagi, sem skýrist að einhverju leyti af lokum janúarátsalna. Velta í fataverslun hefur ekki verið minni að raunvirði frá því að Rannsóknasetur verslunarinnar hóf að mæla hana í janúar 2007.
Þetta átti einnig við um skóverslun. Þannig minnkaði velta skóverslunar í febrúar um 19,4% á föstu verðlagi og um 0,7% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Velta skóverslunar í febrúar dróst saman um 35,2% á föstu verðlagi frá janúar á undan, sem jafnan er útsölumánuður í skóverslun. Verð á skóm hækkaði um 4,9% í febrúar frá mánuðinum á undan og á fötum um 6,6%.
Næstmestur samdráttur, af þeim flokkum verslunar sem smásöluvísitalan nær til, var í húsgagnaverslun í febrúar. Veltan dróst saman um 40,8% á föstu verðlagi á síðustu 12 mánuðum og um 22,6% á breytilegu verðlagi. Velta húsgagnaverslunar hefur ekki verið lægri frá því að Rannsóknasetrið hóf að mæla veltuna í ágúst 2007. Verð á húsgögnum hækkaði um 30,8% frá því í febrúar 2008.
Spá mun meiri samdrætti í einkaneyslu
"Verulega hefur dregið úr veltu í smásöluverslun undanfarna mánuði að raunvirði og var samdrátturinn meiri í febrúar en áður hefur mælst, ef desember síðastliðinn undanskilinn. Mestur var samdrátturinn í raftækjaverslun, þá húsgagnaverslun og þar á eftir fata- og skóverslun. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni að raunvirði frá því í febrúar 2007, en það var var óvenju veltulítill mánuður. Hafa ber í huga að dagvöruverslun er venjulega mun ónæmari fyrir verðhækkunum og efnahagssamdrætti en aðrar tegundir verslunar.
Eftir að janúarútsölum lauk á fötum, skóm og annarri sérvöru virðist sem neytendur haldi að sér höndum við kaup á þessum vörum. Janúarútsölurnar skiluðu versluninni samt ekki sama árangri og í fyrra því töluverð raunminnkun varð í sölu á fötum og skóm í janúar miðað við sama mánuð í fyrra.
Spáð er mun meiri samdrætti í einkaneyslu hér á landi en í nágrannaríkjum okkar og á evrusvæðinu. Þannig er gert ráð fyrir 24,1% samdrætti í einkaneyslu hér á landi á þessu ári en gert 1% samdrætti á evrusvæðinu. Þessi minnkun á einkaneyslu kemur misjafnlega niður á ólíkum tegundum verslana. Þannig má gera ráð fyrir meiri samdrætti í munaðarvöru og vörum sem ekki eru jafn aðkallandi fyrir neytendur eins og matur, lyf o.þ.h. Hið jákvæða er að verðbólga fer nú minnkandi sem gæti leitt til bætts kaupmáttar og þá má ætla að verslun glæðist á ný," segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. | Velta í raftækjaverslun dróst saman um 52,9% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 28,9% á breytilegu verðlagi.
Fram kemur að dagvöruverslun hafi dregist saman um 13,8% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð árið áður.
Verð á dagvöru hækkaði um 31,7% á einu ári samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.
Sala á áfengi minnkaði um 16,4% í febrúar miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 10% á breytilegu verðlagi.
"Verulega hefur dregið úr veltu í smásöluverslun undanfarna mánuði að raunvirði og var samdrátturinn meiri í febrúar en áður hefur mælst, ef desember síðastliðinn undanskilinn."
"Spáð er mun meiri samdrætti í einkaneyslu hér á landi en í nágrannaríkjum okkar og á evrusvæðinu." |
Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri | Hellisheiðinni, Sandskeiði og Þrengslunum var lokað í gærkvöldi og voru björgunarsveitir önnum kafnar við að ferja þá sem að fastir sátu í bílum sínum. Veðrið var verst á Suðurlandi en óveður geisaði undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi. Björgunarsveitir voru á leið á Sólheimasand að aðstoða ökumenn í vanda er blaðið fór í prentun og einnig hafði Björgunarfélag Vestmannaeyja verið kallað út. Björgunaraðgerðir gengu þó hægt vegna veðurs.
Veðrið kom þá í veg fyrir að unnt væri að gera við bilun í stofnneti Mílu við Laugarbakka í gærkvöldi og í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu, tengdri veðurbreytingunum. Á Sprengisandi komu björgunarsveitir tveimur frönskum ferðamönnum til aðstoðar. Parið var vel búið en hafði lent í vandræðum er það missti frá sér tjaldið í kolvitlausu veðri. Komu þau boðum til félaga síns í Frakklandi sem hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Þingmaður í árekstri
Árekstur varð á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum í gærmorgun er tveir bílar skullu saman í hálkunni. Eru bílarnir ónýtir en ökumenn og farþegar sluppu vel. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ökumaður annars bílsins er hún var á heimleið eftir fundahöld á Akureyri vegna prófkjörs flokksins í NA-kjördæmi.
"Það var algjör gljá á brúnni," segir Arnbjörg og kveðst vera marin og með kúlu á höfði en hafa annars sloppið vel. "Manni bregður náttúrlega en þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í slysi á mínum prófkjörsferðum." Áhyggjur hennar hafi frekar beinst að hinum bílnum þar sem lítið barn var meðal farþega. | Hellisheiðinni, Sandskeiði og Þrengslunum var lokað í gærkvöldi og voru björgunarsveitir önnum kafnar við að ferja þá sem að fastir sátu í bílum sínum.
Veðrið kom þá í veg fyrir að unnt væri að gera við bilun í stofnneti Mílu við Laugarbakka í gærkvöldi.
Í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu, tengdri veðurbreytingunum.
Árekstur varð á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum í gærmorgun er tveir bílar skullu saman í hálkunni.
Eru bílarnir ónýtir en ökumenn og farþegar sluppu vel.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ökumaður annars bílsins. |
Ríkið yfirtaki eignir hinna skuldsettustu | L-listi fullveldissinna vill að ríkið stofni sérstakan sjóð sem yfirtekur fasteignir þeirra fjölskyldna sem hafa skuldsett sig umfram fjárhagslega getu, að því fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrri eigendur fái síðan forleigurétt og forkaupsrétt að eignunum. Aðferð þessi sé þekkt og notuð hér á landi með góðum árangri í Kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar. Síðan segir:
"Jafnframt þessu þarf að rýmka verulega allar heimildir lánastofnana til greiðsluaðlögunar og lengingar lána þannig að sem flest heimili fái haldið eignum sínum.
Mikilvægt er að lágmarka eftir megni öll útgjöld ríkissjóðs en gæta jafnframt jafnræðis við lausn á vanda heimilanna. Þessvegna leggur L-listi fullveldissinna áherslu á þá aðferð að ríkissjóður leysi til sín eignir með yfirtöku skulda en gefi skuldurum jafnframt kost á að nýta eignirnar áfram með greiðslu á sanngjarnri leigu. Jafnframt fengju heimilin forkaupsrétt að íbúðarhúsnæði fjölskyldunnar og rýmileg kjör til að nýta sér þann rétt. Sömu leið má í ákveðnum tilvikum fara gagnvart öðrum eignum s.s. bújörðum og atvinnutækjum einyrkja.
Ríkissjóður fengi þannig eignir fyrir þá peninga sem skattgreiðendur leggja fram en fjölskyldum í landinu er forðað frá sársaukafullu ferli sem fylgir því að tapa heimilum sínum.
Ljóst er að þessi leið krefst mikillar yfirlegu og bakvið hvert einstakt tilvik þarf að vinna vandaða úttekt á fjármálum viðkomandi. Til þess verks er hægt að ráða hluta þeirra fjölmörgu fagaðila sem á undanförnum mánuðum hafa misst vinnuna.
L-listi fullveldissinna fagnar framkomnum hugmyndum Alþingis um frestun aðfaragerða en telur að enn frekari aðgerða sé þörf til að skapa nauðsynlegan frest fyrir skuldara meðan umfangsmikil úttekt á fjárhag heimilanna fer fram.
L-listi fullveldissinna varar við hugmyndum sem miða að því að ríkið deili peningum til allra skuldara, burtséð frá þörf þeirra fyrir aðstoð. Aldrei hefur verið meiri þörf á að ríkið haldi fast utan um þá litlu fjármuni sem til ráðstöfunar eru og því háskalegt að í aðdraganda kosninga skuli stjórnmálaflokkar leika sér að yfirboðum sem miða að flötum niðurskurði allra lána.
Þá telur L-listi fullveldissinna að allar hugmyndir um flatan niðurskurð á skuldum fyrirtækja séu misráðnar enda aðeins hluti fyrirtækja landsins í raunverulegum erfiðleikum og sum þeirra svo illa stödd að varasamt er að lengja um of líftíma þeirra." | L-listi fullveldissinna vill að ríkið stofni sérstakan sjóð sem yfirtekur fasteignir þeirra fjölskyldna sem hafa skuldsett sig umfram fjárhagslega getu.
Fyrri eigendur fái síðan forleigurétt og forkaupsrétt að eignunum.
"Mikilvægt er að lágmarka eftir megni öll útgjöld ríkissjóðs en gæta jafnframt jafnræðis við lausn á vanda heimilanna."
"Ríkissjóður fengi þannig eignir fyrir þá peninga sem skattgreiðendur leggja fram."
"Fjölskyldum í landinu er forðað frá sársaukafullu ferli sem fylgir því að tapa heimilum sínum."
"L-listi fullveldissinna varar við hugmyndum sem miða að því að ríkið deili peningum til allra skuldara, burtséð frá þörf þeirra fyrir aðstoð." |
42% kvenna hafa sætt ofbeldi | Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhverju sinni frá 16 ára aldri. Ætla má að um 4.500 konur hafi sætt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum.
Þetta eru meðal niðurstaðna viðamikillar könnunar á ofbeldi karla gegn konum sem Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands gerði og kynnt var á blaðamannafundi í dag. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan.
Alls svöruðu 2050 konur á aldrinum 18 - 80 ára könnuninni, sem gerð var í gegn um síma á tímabilinu september til desember 2008. Var það 68% svarhlutfall af 3000 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá.
Þá kemur fram að Um 22% kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Af þeim töldu 26% sig hafa verið í lífshættu þegar þær voru síðast beittar ofbeldinu en um 41% sögðu að sér hafi verið unnið líkamlegt mein.
Spurningakönnunin er gerð á alþjóðlegum grunni og sýnir samanburður við önnur lönd að fleiri konur eru beittar ofbeldi á Íslandi en t.d. í Póllandi, Hong Kong og Filippseyjum. Ofbeldi gegn konum er þó minna hérlendis en t.d. í Danmörku, Ástralíu, Tékklandi og Mosambík.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að íslenskar konur virðast yfirleitt ganga vel að koma sér úr ofbeldissamböndum. Þannig sögðu um 19% svarenda að þeir höfðu upplifað ofbeldi þar sem fyrrverandi maki var gerandi en einungis 5% svarenda höfðu upplifað ofbeldi í núverandi sambandi. | Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhverju sinni frá 16 ára aldri.
Ætla má að um 4.500 konur hafi sætt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum.
Alls svöruðu 2050 konur á aldrinum 18 - 80 ára könnuninni.
Þá kemur fram að Um 22% kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka.
Fleiri konur eru beittar ofbeldi á Íslandi en t.d. í Póllandi, Hong Kong og Filippseyjum.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að íslenskar konur virðast yfirleitt ganga vel að koma sér úr ofbeldissamböndum. |
Tap KS 2,9 milljarðar króna | Kaupfélag Skagfirðinga verður 120 ára á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, og býður þá öllum héraðsbúum og fleiri gestum til veislu í nýju 3.300 fermetra verkstæðis-húsnæði félagsins á Eyrinni á Sauðárkróki. Húsið verður formlega tekið í notkun við þetta tækifæri og sýnt gestum. Á dagskrá verður sitthvað til hátíðabrigða, meðal annars tónlistar-flutningur á skagfirska vísu. Heildartekjur Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2008 voru tæplega 19 milljarðar króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rúmlega 3,1 milljarður króna. Hagnaður fyrir gengisbreytingu erlendra lána var tæpir 2 milljarðar króna en tap eftir reiknaða gengisbreytingu erlendra lána og skatta var 2,9 milljarðar króna.
Í tilkynningu frá KS kemur fram að veltufé frá rekstri var rúmlega 3,5 milljarðar króna sem er veruleg aukning frá fyrra ári og það mesta sem félagið hefur skilað frá upphafi.
Nettóskuldir allra fyrirtækjanna í KS-samstæðunni voru samanlagt rúmlega 3 milljarðar króna í lok árs 2008 og höfðu minnkað frá fyrra ári.
Bókfært eigið fé félagsins í árslok 2008 var 10,5 milljarðar króna. Starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga eru um 600 talsins. Stærstu dótturfélögin eru FISK Seafood og Vörumiðlun sem KS á bæði að fullu, Fóðurblandan sem KS á 70% hlut í og Sláturhús KVH ehf. á Hvammstanga sem KS á helmingshlut í. | Kaupfélag Skagfirðinga verður 120 ára á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, og býður þá öllum héraðsbúum og fleiri gestum til veislu í nýju 3.300 fermetra verkstæðis-húsnæði félagsins á Eyrinni á Sauðárkróki.
Heildartekjur Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2008 voru tæplega 19 milljarðar króna.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rúmlega 3,1 milljarður króna.
Í tilkynningu frá KS kemur fram að veltufé frá rekstri var rúmlega 3,5 milljarðar króna sem er veruleg aukning frá fyrra ári.
Bókfært eigið fé félagsins í árslok 2008 var 10,5 milljarðar króna. |
Afnám byggðakvóta vonbrigði | Landssamband smábátaeigenda fagnar áformum sjávarútvegsráðherra um frelsi til handfæraveiða en að sama skapi lýsir félagið vonbrigðum með að ætlunin sé að leggja byggðakvóta af.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í gær hugmyndir sínar að nýju veiðikerfi, strandveiðum. Steingrímur J. hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp strax að loknum kosningum þar sem úthlutun á byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári verður frestað og veiðiheimildir sem til hans eru ætlaðar nýttar í fyrirhuguðu strandveiðikerfi.
Þessum breytingum er ætlað að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Í áformuðu strandveiðikerfi verður bátum minni en 15 brt. heimilt að stunda frjálsar handfæraveiðar á tímabilinu frá 1. maí til 31. ágúst. Í veiðikerfinu verður aflamagn takmarkað af þeim heildarafla sem ráðstafað verður hverju sinni. Einnig verður fjöldi handfærarúlla á hvern bát takmarkaður, eingöngu verður heimilt að stunda veiðar á virkum dögum og hver dagróður má að hámarki vara í 12 klukkustundir.
Landssamband smábátaeigenda minnir í þessu sambandi á ályktanir síðasta aðalfundar sambandsins en þar er meðal annars lagt til að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar og að stjórnvöld standi vörð um byggðakvóta. | Landssamband smábátaeigenda fagnar áformum sjávarútvegsráðherra um frelsi til handfæraveiða.
Að sama skapi lýsir félagið vonbrigðum með að ætlunin sé að leggja byggðakvóta af.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í gær hugmyndir sínar að nýju veiðikerfi, strandveiðum.
Þessum breytingum er ætlað að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. |
Framboð P-lista úrskurðað gilt | Landskjörstjórn úrskurðaði rétt í þessu að framboðslistar P-lista, Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður væru gildir. Lýðræðishreyfingin býður því fram lista í öllum sex kjördæmum landsins.
Lýðræðishreyfingin skilaði inn framboðslistum á tilsettum tíma í öllum kjördæmunum sex. Allir frambjóðendur á listunum staðfestu framboð sitt fyrir Lýðræðishreyfinguna en tilgreindu ekki sérstaklega í hvaða kjördæmi þeir bjóða sig fram. Yfirkjörstjórnir túlkuðu ákvæði kosningalaga sem að þessu lúta mismunandi.
Yfirkjörstjórnir í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi úrskurðuðu framboðslista Lýðræðishreyfingarinnar gilda, yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðuðu hins vegar framboðslistana ógilda en yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi klofnaði í afstöðu til lögmætis framboðs Lýðræðishreyfingarinnar. Meirihluti kjörstjórnar eða þrír kjörstjórnarmenn af fimm úrskurðuðu framboðið gilt, þrátt fyrir að frambjóðendur lýstu ekki yfir framboði í tilteknu kjördæmi. Tveir nefndarmenn vildu hins vegar úrskurða framboðið ógilt.
Úrskurðum yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmanna var skotið til landskjörstjórnar. Jafnframt krafðist Lýðræðishreyfingin þess að oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður viki sæti og að kjörstjórnarmenn yfirkjörstjórna beggja Reykjavíkurkjördæmanna afhendi upplýsingar um tengsl sín við stjórnmálaflokkana og útrásarfyrirtæki.
Í greinargerð með kærunni segir að varðandi hæfi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmis norður sé á því byggt að Erla Árnadóttur oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður sé lögmaður á sömu lögmannstofu og fyrirrennari hennar Þórunn Guðmundsdóttir, lögmannsstofunni Lex, en lögmannsstofan hefur mikið starfað fyrir útrásarvíkingana.
"Þórunn sagði í sjónvarpi fyrir framan þjóðina í janúar 2008 að það væri nauðgun á lýðræðinu í landinu, byði Ástþór sig aftur fram í kosningum hér á landi. Þá lét Þórunn að því liggja að Ástþór hefði blekkt kjósendur í forsetakosningunum árið 2004," segir í greinargerð Lýðræðishreyfingarinnar.
Þá segir að Lex starfi einnig fyrir Ólaf Ólafsson og Samskip en Ástþór stendur nú í málaferlum við þessa aðila eftir að hafa lýst því yfir að hann vilji að lögregla kanni bókhaldsóreiðu hjá Samskip.
Um kröfu um afhendingu upplýsinga er á því byggt að úrskurðir yfirkjörstjórna séu til komnir af annarlegum ástæðum sem rekja megi til þess að Ástþór vilji beita sér fyrir því að útrásarvíkingarnir sem settu þjóðina á hausinn sæti gæsluvarðhaldi meðan rannsókn bankahrunsins stendur yfir og að það fari fram lögreglurannsókn á fjármálum stjórnmálaflokkanna og hugsanlegri mútuþægni þeirra.
Kröfum Ástþórs hafnað
Landskjörstjórn kvað upp sinn úrskurð nú fyrir stundu. Úrskurðir yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmanna voru felldir úr gildi og framboð Lýðræðishreyfingarinnar telst því gilt. Sjö framboð verða því í hverju hinna sex kjördæma í landinu.
Landskjörstjórn hafnaði hins vegar kröfu Lýðræðishreyfingarinnar um að oddviti kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður víki sæti.
Landskjörstjórn vísaði frá kröfu um að þeir sem eiga sæti í yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæmanna afhendi upplýsingar um tengsl sín við stjórnmálaflokkana og útrásarfyrirtæki. | Landskjörstjórn úrskurðaði rétt í þessu að framboðslistar P-lista, Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður væru gildir.
Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðuðu hins vegar framboðslistana ógilda en yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi klofnaði í afstöðu til lögmætis framboðs Lýðræðishreyfingarinnar.
Úrskurðum yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmanna var skotið til landskjörstjórnar.
Jafnframt krafðist Lýðræðishreyfingin þess að oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður viki sæti.
Úrskurðir yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmanna voru felldir úr gildi og framboð Lýðræðishreyfingarinnar telst því gilt.
Landskjörstjórn hafnaði hins vegar kröfu Lýðræðishreyfingarinnar um að oddviti kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður víki sæti. |
Mikilvægur áfangi | Forstjóri Norðuráls segir samþykkt Alþingis á lögum um heimild til að gera fjárfestingarsamning vegna byggingar álvers í Helguvík mikilvægan áfanga. Samningurinn er ein af forsendum þess að hægt sé að fjármagna uppbygginguna, en hann segir að fleira þurfi að klára. Verið sé að vinna í umhverfismati vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar og flutningsmannvirkja.
Alþingi samþykkti í fyrrakvöld lög sem heimila iðnaðarráðherra að ganga frá fjárfestingarsamningi við Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf. um byggingu álvers. Drög að samningi voru gerð í lok síðasta árs. Þau taka meðal annars til skattamála og eru í takt við hliðstæða samninga sem gerðir voru vegna uppbyggingar álveranna á Grundartanga og í Reyðarfirði.
Norðurál er í viðræðum við evrópska banka um fjármögnun verkefnisins. Fram kom í viðræðum forsvarsmanna Norðuráls og iðnaðarráðuneytisins að samningurinn væri ein af forsendum fyrir fjármögnun. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að samþykkt laganna sé mikilvægur áfangi, sérstaklega við þær aðstæður sem nú séu uppi á alþjóðlegum fjármálamarkaði og vegna tortryggni sem ríki gagnvart Íslandi. Áhrifin eru tvíþætt, að sögn Ragnars. Annars vegar felist í þessu jákvæð skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar veiti samningurinn ákveðna vissu fyrir því að leikreglum verði ekki breytt verulega þegar á líður. "Þegar verið er að horfa á svona mikla fjárfestingu vilja menn þekkja forsendur verkefnisins eins vel og hægt er," segir Ragnar. | Forstjóri Norðuráls segir samþykkt Alþingis á lögum um heimild til að gera fjárfestingarsamning vegna byggingar álvers í Helguvík mikilvægan áfanga.
Samningurinn er ein af forsendum þess að hægt sé að fjármagna uppbygginguna.
Alþingi samþykkti í fyrrakvöld lög sem heimila iðnaðarráðherra að ganga frá fjárfestingarsamningi við Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf. um byggingu álvers.
Norðurál er í viðræðum við evrópska banka um fjármögnun verkefnisins. |
Villtist á ísnum í 40° frosti | Bandarískur vísindamaður gekk villtur um meginlandsísinn á Grænlandi í þrjá sólarhringa í 40 gráðu frosti áður en hann fannst. Þá hafði hann fengið kalsár. Maðurinn liggur nú á sjúkrahúsi á Grænlandi en að sögn lækna gengur það kraftaverki næst að hann lifði þessa raun af.
Maðurinn fór á vélsleða frá rannsóknarstofunni Summit á miðju Grænlandi á föstudag. Leit var hafin á manninum og tók m.a. danski flugherinn þátt í henni með eftirlitsflugvélum. Veðrið var slæmt og skyggni sömuleiðis en maðurinn fannst samt með aðstoð ratsjár.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir danska foringjanum Søren Bonfils, að eftir að einhver ójafna fannst á ratsjánni hafi boðum verið komið til leitarflokka. Þegar veðrið skánaði var farið á staðinn. Þá fannst vélsleðinn og maðurinn fannst síðan á gangi í um 3,5 km fjarlægð.
"Það er merkilegt að maðurinn hafi lifað af að hafa verið á göngu í 72 tíma án sérstaks útbúnaðar. En það kom í kjós að hann hefur verið á suðurpólnum og tekið þátt í leiðöngrum á heimskautasvæðum," sagði Bonfils.
Fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins, að veðrabrigði verði oft snögg á Grænlandi og hugsanlega hafi það leitt til þess, að vísindamaðurinn villtist. | Bandarískur vísindamaður gekk villtur um meginlandsísinn á Grænlandi í þrjá sólarhringa í 40 gráðu frosti áður en hann fannst.
Maðurinn liggur nú á sjúkrahúsi á Grænlandi en að sögn lækna gengur það kraftaverki næst að hann lifði þessa raun af.
Maðurinn fór á vélsleða frá rannsóknarstofunni Summit á miðju Grænlandi á föstudag.
Leit var hafin á manninum og tók m.a. danski flugherinn þátt í henni með eftirlitsflugvélum.
Veðrið var slæmt og skyggni sömuleiðis en maðurinn fannst samt með aðstoð ratsjár. |
Getum valið úr öðrum kostum | "Við erum stærsti flokkurinn og getum valið úr tveimur eða þremur möguleikum til stjórnarmyndunar, menn skulu ekki gleyma því," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í leiðtogaþætti RÚV í kvöld. Henni fannst sem aðrir leiðtogar stjórnmálaflokka gerðu lítið úr útkomu Samfylkingarinnar í kosningunum. Formenn stjórnarflokkanna tókust á um hvernig bæri að túlka úrslitin með tilliti til ESB.
"Ég er dálítið hugsi eftir nóttina, morguninn og daginn yfir yfir því að fjölmiðlar og fréttaskýrendur tala um þetta eina mál, [ESB]. Eins og þetta sé það eina sem skiptir máli í íslenskum stjórnmálum í dag. Það er dálítill hrollur í mér vegna þess. Ég velti því fyrir mér, er þá allt sem snýr að vanda heimilanna, atvinnulífsins, ríkisfjármálunum og glímunni við þau og hlutina sem eru hér heima og í höndum okkar og þarf að að takast á við nú, er það þá orðið eitthvert aukaatriði? Menn túlka úrslit þessara kosninga, flestir spekingarnir, út frá þessu eina máli og það á mjög sérkennilegan veg," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
"Mér finnst hver formaðurinn á fætur öðrum reyna að gera lítið úr þessum stórsigri okkar jafnaðarmanna. Þetta er stærsti sigur okkar frá upphafi lýðveldisstofnunar. Í fjórum kjördæmum af sex erum við stærsti flokkurinn og við erum raunverulega komin í þá stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í gegnum áratugina. Við erum stærsti flokkurinn og getum valið úr tveimur eða þremur möguleikum til stjórnarmyndunar, menn skulu ekki gleyma því. Og ég get vel tekið undir það með Steingrími, það er alveg rétt hjá honum, að það eru stór viðfangsefni sem blasa hér við," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Hún sagði eitt af stærstu verkefnunum nýja þjóðarsátt. Ná þyrfti sátt í samfélaginu með ýmsum hagsmunaaðilum, aðilum vinnumarkaðarins og sveitarfélögunum um ýmislegt sem þyrfti að takast á við í ríkisfjármálum og í atvinnumálum.
"En það er bara ekki hægt að loka augunum fyrir því að niðurstaða þessara kosninga var öðrum þræði um Evrópusambandsaðild. Og þó það sé mikilvægt að taka á þessum brýnu viðfangsefnum sem eru framundan á næstu vikum og mánuðum þá er það bara brýnt að stjórnmálaflokkar hafi framtíðarsýn um hvernig þeir sjá fyrir sér stöðugleika hér til frambúðar, bæði fyrir atvinnulífið og fyrir heimilin í landinu. Og ég er sjálf mjög sannfærð um það að ef við sendum frá okkur þessi skilaboð, að við ætlum að sækja um aðild að ESB, þá mun það hjálpa okkur verulega í þeim stöðugleika sem við þurfum að ná fram hér á næstu vikum og mánuðum. Og ég hef trú á því að það sé meirihluti fyrir því á Alþingi, ef á það reyndi, aðildarumsókn að ESB," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. | "Við erum stærsti flokkurinn og getum valið úr tveimur eða þremur möguleikum til stjórnarmyndunar, menn skulu ekki gleyma því," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í leiðtogaþætti RÚV í kvöld.
Henni fannst sem aðrir leiðtogar stjórnmálaflokka gerðu lítið úr útkomu Samfylkingarinnar í kosningunum.
"Ég er dálítið hugsi eftir nóttina, morguninn og daginn yfir yfir því að fjölmiðlar og fréttaskýrendur tala um þetta eina mál, [ESB]. Er þá allt sem snýr að vanda heimilanna, atvinnulífsins, ríkisfjármálunum og glímunni við þau og hlutina sem eru hér heima og í höndum okkar og þarf að að takast á við nú, er það þá orðið eitthvert aukaatriði?" sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
"En það er bara ekki hægt að loka augunum fyrir því að niðurstaða þessara kosninga var öðrum þræði um Evrópusambandsaðild." sagði Jóhanna Sigurðardóttir. |
Sögulega lágt raungengi | Raungengi krónu í apríl var nærri sögulegum lægðum miðað við undanfarna áratugi samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Íslendingar finna það á eigin skinni nú þegar launin hrökkva mun skemmra en áður til að borga ferðakostnað erlendis eða fyrir innflutta vöru.
Greining Íslandsbanka segir að aðeins í nóvember í fyrra hafi raungengið mælst lægra samkvæmt vísitölu Seðlabankans sem byggi á hlutfallslegu verðlagi á Íslandi og í viðskiptalöndum okkar. Var raungengið á þennan kvarða 69,5 stig í apríl og lækkaði milli mánaða um 10,5%, fyrst og fremst vegna lækkunar á nafngengi krónu. Þá var raungengið í apríl ríflega 28% undir meðaltalsraungengi það sem af er öldinni.
Bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka að á meðan kaupmáttur Íslendinga erlendis hafi minnkað hafi kaupmáttur nágrannaþjóða á hérlendri þjónustu og innlendum vörum hækkað mikið undanfarið.
"Á móti kemur að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja í útflutningsgreinum eða þeim greinum sem keppa við innflutning hefur batnað mikið. Jákvæðum áhrifum þessa á þjóðarbúskapinn eru hins vegar takmörk sett vegna þess hve helstu útflutningsgreinar okkar eru skorðaðar hvað framleiðslugetu varðar. Þannig er hvorki hægt að stórauka fiskútflutning né álframleiðslu þótt lágt raungengi bæti samkeppnisstöðu þessara greina að vissu marki,"segir í Morgunkorni. | Raungengi krónu í apríl var nærri sögulegum lægðum miðað við undanfarna áratugi samkvæmt greiningu Íslandsbanka.
Íslendingar finna það á eigin skinni nú þegar launin hrökkva mun skemmra en áður til að borga ferðakostnað erlendis eða fyrir innflutta vöru.
Aðeins í nóvember í fyrra hafi raungengið mælst lægra samkvæmt vísitölu Seðlabankans sem byggi á hlutfallslegu verðlagi á Íslandi og í viðskiptalöndum okkar.
Á meðan kaupmáttur Íslendinga erlendis hafi minnkað hafi kaupmáttur nágrannaþjóða á hérlendri þjónustu og innlendum vörum hækkað mikið undanfarið. |
Stefán hæfastur til að gegna starfi rektors | Nefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda um embætti rektors Háskólans á Akureyri taldi dr. Stefán B. Sigurðsson hæfastan til að gegna embætti rektors. Alls sóttu sex um embættið en einni umsókn var vísað frá þar sem viðkomandi er ekki með doktorspróf. Hinir fimm voru allir metnir hæfir til að gegna embættinu. Ráðning rektors verður tekin fyrir á háskólafundi þann 26. maí en menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.
Staða rektors við Háskólann á Akureyri var auglýst laus til umsóknar þann 9. janúar 2009 og rann umsóknarfrestur út þann 10. febrúar sl.
Alls bárust sex umsóknir um starfið:
Dr. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar
Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri
Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri
Dr. Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns
Dr. Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Zhanna Suprun, verkfræðingur.
Umsókn Zhanna Suprun var vísað frá þar sem hún hafði ekki lokið doktorsprófi eins og auglýsing gerði að skilyrði.
Gert er ráð fyrir að nýr rektor hefji störf 1. júlí nk. | Nefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda um embætti rektors Háskólans á Akureyri taldi dr. Stefán B. Sigurðsson hæfastan til að gegna embætti rektors.
Alls sóttu sex um embættið en einni umsókn var vísað frá.
Ráðning rektors verður tekin fyrir á háskólafundi þann 26. maí.
Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.
Gert er ráð fyrir að nýr rektor hefji störf 1. júlí nk. |
Fjölmenna brautskráning Háskólans í Reykjavík | 498 nemendur, fleiri en nokkru sinni, voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag við hátíðlega athöfn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Þessir nemendur útskrifast með 33 mismunandi prófgráður. Um 30% útskriftarnema útskrifast með meistaragráðu og hafa aldrei svo margir meistaranemar verið útskrifaðir frá skólanum áður.
Karlar eru í meirihluta útskrifaðra eða 54% og konur eru 46% útskrifaðra. Skipting útskriftarnema er sem hér segir: 147 með meistaragráðu, 282 með bakkalárgráðu, 46 með diplómugráðu, 23 með frumgreinapróf.
Niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal útskriftarnema HR sýna að þeim hefur gengið vel að fá vinnu að loknu námi. Af þeim sem hyggjast fara út á vinnumarkaðinn þegar að loknu námi, hafa tæplega 80% fengið atvinnu eða eru með atvinnutilboð. Þá leiðir könnunin ennfremur í ljós að rúm 11% útskriftarnema hyggjast fara beint í frekara háskólanám.
Mikilvægið aldrei meira
Dr. Svafa Grönfeldt, rektor HR, gerði mikilvægi háskólamenntunar að umtalsefni í ræðu sinni til útskriftarnema. Hún sagði að tilkoma HR og fjölgun háskóla á Íslandi hefði verið gríðarlega mikil vítamínsprauta fyrir háskólamenntun Íslendinga. Þannig hefðu háskólanemar á Íslandi verið rúmlega 8.000 árið 1998, en 10 árum síðar voru þeir tæplega 18.000, eða rúmlega tvöfalt fleiri.
Svafa sagði þetta undirstrika mikilvægi þess að hér yrði áfram öflugt háskólasamfélag og að aldrei hefði verið mikilvægara en einmitt nú að hlúa að því og byggja það upp af metnaði og krafti. Vel menntuð þjóð ætti margfalt meiri möguleika á að vinna sig út úr því ölduróti sem alþjóðasamfélagið væri í um þessar mundir en þjóðir sem ekki gætu byggt á slíku ríkidæmi.
Íslendingar eiga stoltir að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja
Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrverandi forsætisráðherra, hélt hátíðarræðu við útskriftina. Hann benti á að Íslendingar gætu margt lært af sögunni og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Þorsteinn sagði að 19. öldin hefði snúist um tvennt öðru fremur: Annars vegar um menntun og þekkingu og hins vegar um að veita hingað heim alþjóðlegum straumum hugmynda um sjálfstjórn og frelsi. Af þessu gætum við lært að að þekkingaröflun og lifandi tengsl við ríkjandi hreyfingar í Evrópu væru aflvakar þjóðar í nauðum og kyndill sem lýsti á móti nýrri og bjartari framtíð.
Hann sagði að þrátt fyrir að þjóðin hefði ofmetnast þá væri ættjarðarást ekkert til að skammast sín fyrir. Hins vegar þýddi ættjarðarást ekki að við ættum að afgirða landið. Þvert á móti. Við ættum með stolti og reisn, trú og ást á landinu að taka þátt í því samstarfi okkar eigin álfu, sem verið hefði hornsteinn friðar, mannréttinda, aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. | 498 nemendur, fleiri en nokkru sinni, voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag við hátíðlega athöfn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.
Um 30% útskriftarnema útskrifast með meistaragráðu og hafa aldrei svo margir meistaranemar verið útskrifaðir frá skólanum áður.
Skipting útskriftarnema er sem hér segir: 147 með meistaragráðu, 282 með bakkalárgráðu, 46 með diplómugráðu, 23 með frumgreinapróf.
Af þeim sem hyggjast fara út á vinnumarkaðinn þegar að loknu námi, hafa tæplega 80% fengið atvinnu eða eru með atvinnutilboð.
Þá leiðir könnunin ennfremur í ljós að rúm 11% útskriftarnema hyggjast fara beint í frekara háskólanám. |
'"Hvalveiðibann ýtir undir veiðar"' | Dr William Hogarth, sem verið hefur formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) síðastliðin þrjú ár, hefur látið að því liggja að það geti stuðlað að verndun hvala að fella bann við hvalveiðum í atvinnuskyni úr gildi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
"Ég lendi sennilega í vandræðum fyrir að segja þetta opinberlega en ég er nokkuð sannfærður um það á þessari stundu að það væru færri hvalir veiddir væri hvalveiðibannið ekki í gildi," sagði hann og vísaði þar til banns við hvalveiðum í atvinnuskyni frá árinu 1982.
Hogath sagði bandaríska sérfræðinga hafa bent sér á að hvalveiðar í vísindaskyni, sem fram fari á grundvelli undartekningaákvæða hvalveiðibannsins, séu stundaðar í óþarflega miklu mæli og í raun án nokkurra reglna. Bendir hann á að Japanar veiði rúmlega 1.000 hvali á ári sem séu mun fleiri dýr en þeir þyrftu að veiða færu veiðarnar fram í atvinnuskyni.
Japanar segja nauðsynlegt að veiða svo mörg dýr til að tilraunir leiði til áreiðanlegra niðurstaðna. "Ég held ekki að það væri þörf á svo mörgum hvölum væri tilgangur veiðanna einungis að fullnægja eftirspurn," segir hann.
Þá segist hann telja ráðlegt að leyfðar verði takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni fyrir innanlandsmarkaði undir ströngu eftirliti og samkvæmt ströngum reglum um útflutning hvalaafurða.
Talið er að Japanar muni taka orðum hans vel en John Frizzell, talsmaður Greenpeace, segir mikilvægt að hvalveiðibannið verði áfram í gildi.
"Afnám hvalveiðibanns í atvinnuskyni væri mjög slæm hugmynd," sagði hann. "Fyrir hvalveiðibannið voru stofnar ofveiddir undir eftirliti og samkvæmt ráðgjöf IWC, þannig að einn af öðrum komst í útrýmingarhættu."
Hogarth lét orð sín falla undir lok ársfundar IWC sem lauk að mestu í gær. Í dag mun verða fundað í litlum hópum á vegum ráðsins um skipulag vinnufunda á næstu mánuðum. | Dr William Hogarth, sem verið hefur formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) síðastliðin þrjú ár, hefur látið að því liggja að það geti stuðlað að verndun hvala að fella bann við hvalveiðum í atvinnuskyni úr gildi.
Hogath sagði bandaríska sérfræðinga hafa bent sér á að hvalveiðar í vísindaskyni, sem fram fari á grundvelli undartekningaákvæða hvalveiðibannsins, séu stundaðar í óþarflega miklu mæli og í raun án nokkurra reglna.
Þá segist hann telja ráðlegt að leyfðar verði takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni fyrir innanlandsmarkaði undir ströngu eftirliti og samkvæmt ströngum reglum um útflutning hvalaafurða.
Hogarth lét orð sín falla undir lok ársfundar IWC sem lauk að mestu í gær. |
Bongóblíða á Egilsstöðum | Veðrið leikur sannarlega við íbúa Austfjarða þessa dagana og er nú 23 stiga hiti á Egilsstöðum og sjálfvirk veðurstöð á flugvellinum mældi 26,3 stiga hita. Mikill mannfjöldi hefur sótt sundlaugarnar. Spáð er áframhaldandi blíðu út vikuna.
"Hér við sundlaugina liggur hver kroppurinn við hliðina á öðrum, það minnir á sellátur að líta hér yfir, "segir Hafsteinn Ólason, hjá Íþróttamiðstöð Egilsstaða. Hann sagði löggiltan hitamæli sýna 23,6 stig og að golan sem væri aðeins farin að gera vart við sig væri hreinlega blessun. "Eins og venjulega þegar veðrið er svona hefur sundlaugin verið vinsæl, það er búið að vera um þúsund manns í sundi á dag í þrjá daga núna," segir hann. "Loksins er sumarið almennilega komið."
Bongóblíða hefur verið á Egilsstöðum í nokkra daga og iðar allur bærinn af lífi. Hafsteinn segir að síðustu helgi hafi fólk getað sótt djasshátíð, farið á dansiball og horft á torfærukeppni svo fátt eitt væri nefnt. Lambasteik væri að finna á öðru hvoru grilli og ilmurinn svifi yfir öllu.
Hafsteinn sagði að Atlavíkin væri sneysafull af fólki og sjálfur væri hann þar með fellihýsi þessa dagana. "Hitinn var ennþá 15 stig þar klukkan eitt í nótt," segir hann. Lífið væri ósköp ljúft á Egilsstöðum um þessar mundir. | Veðrið leikur sannarlega við íbúa Austfjarða þessa dagana.
Er nú 23 stiga hiti á Egilsstöðum og sjálfvirk veðurstöð á flugvellinum mældi 26,3 stiga hita.
Mikill mannfjöldi hefur sótt sundlaugarnar.
Bongóblíða hefur verið á Egilsstöðum í nokkra daga og iðar allur bærinn af lífi.
Lambasteik væri að finna á öðru hvoru grilli og ilmurinn svifi yfir öllu. |
15 milljónir í skógræktarstarf | Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu.
Ráðgjafahópur um úthlutun úr Forvarna- og framfarasjóði hefur lagt til að 15 milljónum króna verði varið úr sjóðnum til skógræktarverkefnanna. Eins og kemur fram í umsögn ráðgjafahópsins er með verkefnunum stuðlað að tveimur af helstu markmiðum sjóðsins, að því er segir í fréttatilkynningu.
Annars vegar er með vali á ungu fólki til verkefnanna stuðlað að forvörnum í þágu ungs fólks og hins vegar er með plöntun trjáa á svæðunum tveimur stuðlað að fegrun umhverfis.
Með verkefninu er komið til móts við atvinnulaus ungmenni og áhersla lögð á að bjóða sem flestum úr yngsta hópnum, 17 ára, atvinnu án þess þó að útiloka þá sem eru eldri. Lengd ráðningartímabils og starfshlutfall verður skipulagt með þeim hætti að stuðlað verði að því að sem flestir eigi kost á vinnu.
Reykjavíkurborg veitir nú þegar fjölmörgu ungu fólki sumarstörf. Nú starfa á fjórða þúsund nemendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur við sumarstörf auk þess sem rúmlega 1.200 starfa við almennar sumarafleysingar hjá Reykjavíkurborg, samkvæmt tilkynningu. | Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum.
Ráðgjafahópur um úthlutun úr Forvarna- og framfarasjóði hefur lagt til að 15 milljónum króna verði varið úr sjóðnum til skógræktarverkefnanna.
Með verkefninu er komið til móts við atvinnulaus ungmenni og áhersla lögð á að bjóða sem flestum úr yngsta hópnum, 17 ára, atvinnu án þess þó að útiloka þá sem eru eldri. |
Lögum um Landvirkjun og OR breytt | Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvörp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og laga um ríkisábyrgðir, þar sem tryggt er að ábyrgðin nái eingöngu til lána fyrirtækjanna. Er þetta gert vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
ESA sendi í dag frá sér ákvörðun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur.
Að mati ESA er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð.
Hins vegar lítur ESA svo á að heimilt sé að veita ábyrgð vegna lána viðkomandi fyrirtækja, að því gefnu að greitt sé hæfilegt ábyrgðargjald fyrir. Í dag greiða fyrirtækin 0,25% ábyrgðagjald af lánum sínum í samræmi við lög um ríkisábyrgðir.
Ákvörðun ESA frá í dag er í formi tilmæla ("appropriate measures") til íslenskra stjórnvalda um að grípa til nauðsynlegra ráðstafana þannig að fyrirkomulag eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verði í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum.
Áður hafði ESA beint samskonar tilmælum til norskra stjórnvalda vegna sambærilegra mála, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bregðast við ákvörðun ESA með því að leggja fram frumvörpin í haust en í þeim verði tryggt að ábyrgðin nái eingöngu til lána fyrirtækjanna og að fyrir hana sé greitt hæfilegt ábyrgðargjald.
Fenginn verður óháður aðili til að meta hvað telst vera hæfilegt ábyrgðargjald vegna þeirra ábyrgða sem eru á lánum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur.
"Markmið þessara fyrirhuguðu lagabreytinga er að takmarka ábyrgðir eigendanna við lán fyrirtækjanna. Með því er tryggt að ábyrgð á núgildandi sem og framtíðar lánaskuldbindingum fyrirtækjanna verður óbreytt.
Úttekt hins óháða aðila mun síðan leiða í ljós hvort þörf er á að breyta ábyrgðargjaldi fyrirtækjanna vegna lánanna.
Með þessum breytingum er að fullu komið til móts við athugasemdir ESA og tryggt að fyrirkomulag eigendaábyrgðanna sé í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum. Jafnframt er tryggt að þessar aðgerðir hafi lágmarksáhrif á Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur," samkvæmt tilkynningu. | Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvörp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og laga um ríkisábyrgðir, þar sem tryggt er að ábyrgðin nái eingöngu til lána fyrirtækjanna.
Er þetta gert vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
Að mati ESA er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð.
Hins vegar lítur ESA svo á að heimilt sé að veita ábyrgð vegna lána viðkomandi fyrirtækja, að því gefnu að greitt sé hæfilegt ábyrgðargjald fyrir.
Fyrirkomulag eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verði í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bregðast við ákvörðun ESA með því að leggja fram frumvörpin í haust. |
Sómalar í Bandaríkjum hvattir til að snúa ekki heim | Bráðabrigðastjórnin í Sómalíu hefur hvatt Bandaríkjamenn af sómölskum uppruna til að hætta að senda syni sína til Sómalíu til að berjast þar með uppreisnarmönnum. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Harðir bardagar hafa staðið á milli íslamista og hers bráðabrigðastjórnarinnar að undanförnu.
"Ég hvet sómalsk-bandaríska samfélagið til að senda ekki ungmenni til Sómalíu til að berjast með al-Shabaab," sagði sjeik Sharif Ahmed, forseti landsins, í gær. "Ég segi við unga menn sem koma erlendis frá: Fjölskyldur ykkar flúðu til Bandaríkjanna vegna ófriðar. Þið ættuð ekki að snúa aftur til að færa þjóð ykkar meira ofbeldi."
Töluvert hefur verið um fólksflutninga frá Sómalíu til Bandaríkjanna frá árinu 1992 en árið áður var einræðisherrann Mohamed Siad Barre hrakinn þar frá völdum.
Á undanfönum mánuðum hafa hópar ungra manna flutt aftur frá Bandaríkjunum til Sómalíu. Margir þeirra eru taldir hafa gert það fyrir tilstuðlan samtakanna al-Shabaab sem eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök.
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 200.000 íbúar höfuðborgarinnar Mogadishu hafi orðið að yfirgefa heimili sín þar vegna átaka frá því í maí á þessu ári. | Bráðabrigðastjórnin í Sómalíu hefur hvatt Bandaríkjamenn af sómölskum uppruna til að hætta að senda syni sína til Sómalíu til að berjast þar með uppreisnarmönnum.
Harðir bardagar hafa staðið á milli íslamista og hers bráðabrigðastjórnarinnar að undanförnu.
Töluvert hefur verið um fólksflutninga frá Sómalíu til Bandaríkjanna frá árinu 1992 en árið áður var einræðisherrann Mohamed Siad Barre hrakinn þar frá völdum.
Á undanfönum mánuðum hafa hópar ungra manna flutt aftur frá Bandaríkjunum til Sómalíu. Margir þeirra eru taldir hafa gert það fyrir tilstuðlan samtakanna al-Shabaab sem eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök. |
Viðræðum slitið | Bráðabirgðastjórn Hondúras hefur hafnað tilboði sem ætlað var að enda pólitíska upplausn landsins og hefur þar með bundið enda á vðræður við burtrækan forseta landsins.
Formaður samninganefndarinnar sagði að tillaga Costa Rica sem gengur út á það að fv. forseti landsins, Manuel Zelaya, kæmi til baka sem leiðtogi sameinaðrar ríkisstjórnar væri algjörlega óásættanleg.
Fulltrúar Zelaya sagði að þeir hefðu ekki lengur áhuga á að halda áfram viðræðum við núverandi samninganefnd bráðabirgðastjórnarinnar en útilokaði ekki nýjar viðræður.
Zelaya dvelur nú í Nicaragua. Hann segir efast um að milligöngumenn geti komið einhverju góðu til leiðar en að aldrei beri samt að útiloka góða viðleitni. Hann sagðist efast um að viðræður við valdaræningja, rétt eins og viðræður við mannræningja og hryðjuverkamenn, skiluðu miklu.
Milligöngumenn hafa beðið báðar hliðar um að hefja viðræður aftur eftir þrjá daga.
Zelaya segir einnig að stuðningsmenn sínir séu að undirbúa andstöðu innanlands, sem lið af undirbúninga fyrir komu sína til landsins en hann hefur gefið til kynna að af henni geti orðið næstu helgi.
Zelaya hefur kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins til þess að koma aftur á lýðræði í Hondúras.
Bandaríkjastjórn sem hefur stutt Zelaya hvatti andstæðingana tvo til þess að taka til greina þann góða árangur sem hefði náðst í viðræðum þeirra og skuldbinda sig til þess að leiða þær farsællega til lykta.
Zelaya var þringaður í útlegð þann 28. júní sl. Bráðabirgðastjórnin hefur sagt að ef hann snúi til baka verði hann handtekinn. Hún kom í veg fyrir endurkomu hans þann 5. júlí. Zelaya sagði á sunnudag að enginn gæti hindrað hann í því að koma til baka, það væri réttur hans sem íbúi Hondúras. Hann gaf til kynna að stuðningsmenn væru búnir að undirbúa komu hans nægilega með hliðsjón af lögum og alþjóðasamþykktum. | Bráðabirgðastjórn Hondúras hefur hafnað tilboði sem ætlað var að enda pólitíska upplausn landsins.
Formaður samninganefndarinnar sagði að tillaga Costa Rica sem gengur út á það að fv. forseti landsins, Manuel Zelaya, kæmi til baka sem leiðtogi sameinaðrar ríkisstjórnar væri algjörlega óásættanleg.
Zelaya dvelur nú í Nicaragua.
Hann sagðist efast um að viðræður við valdaræningja, rétt eins og viðræður við mannræningja og hryðjuverkamenn, skiluðu miklu.
Zelaya hefur kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins til þess að koma aftur á lýðræði í Hondúras.
Bandaríkjastjórn sem hefur stutt Zelaya hvatti andstæðingana tvo til þess að taka til greina þann góða árangur sem hefði náðst í viðræðum þeirra.
Zelaya var þringaður í útlegð þann 28. júní sl.
Bráðabirgðastjórnin hefur sagt að ef hann snúi til baka verði hann handtekinn. |
Stjórnarliðar gegn ríkisábyrgðinni | Ekki er þingmeirihluti fyrir því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-samningunum, eins og þeir liggja fyrir í dag. Margir þingmenn eru óákveðnir og nokkrir þingmenn VG eru á móti. Lilja Mósesdóttir nefnir að hafna megi henni með tilmælum um að samið skuli upp á nýtt. Þingmenn Samfylkingarinnar eru sagðir mjög áhyggjufullir yfir meintum göllum og veikleikum samningsins sem sífellt sé bent á.
Verhagen hringdi í Össur
Hollenskir fjölmiðlar sögðu í gær að Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, hefði beitt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þrýstingi varðandi Icesave- málið. Össur sagði í gærkvöldi að þetta hefði aðeins falist í því að Verhagen kvað farsælast að Alþingi afgreiddi málið sem fyrst. Blaðið Trouw hefur eftir Verhagen að í símtali við Össur í gær hafi hann sagt það geta seinkað inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði samkomulagið ekki samþykkt. "Ég hef aldrei tengt Icesave við ESB, ég tel að þetta séu tveir aðskildir hlutir," segir Össur.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði pistil um málið á vefmálgagn sitt, Ögmundur.is, í gærkvöldi þar sem hann segir að ekki eigi að óttast hótanir og spyr hverju sé fórnandi fyrir ESB-aðild. Það sé rangt að halda að "allt verði betra eftir því sem við lútum lægra". | Ekki er þingmeirihluti fyrir því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-samningunum, eins og þeir liggja fyrir í dag.
Margir þingmenn eru óákveðnir og nokkrir þingmenn VG eru á móti.
Þingmenn Samfylkingarinnar eru sagðir mjög áhyggjufullir yfir meintum göllum og veikleikum samningsins sem sífellt sé bent á.
Hollenskir fjölmiðlar sögðu í gær að Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, hefði beitt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þrýstingi varðandi Icesave- málið.
Össur sagði í gærkvöldi að þetta hefði aðeins falist í því að Verhagen kvað farsælast að Alþingi afgreiddi málið sem fyrst. |
'Andlát: Sigurgeir Jónsson' | Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á sunnudag, 75 ára að aldri.
Hann fæddist í Vík í Mýrdal 23. janúar 1934 og ólst þar upp. Voru foreldrar hans Jón Þorvarðsson, sóknarprestur í Vík og síðar Reykjavík og eiginkona hans, Laufey Eiríksdóttir húsmóðir.
Sigurgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1957 og M.A. prófi í hagfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu 1960. Hann var hagfræðingur Seðlabankans 1963-1968 og varafulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1968-1972.
Árið 1972 varð hann aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. 1986 tók hann við embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem hann gegndi til 1990 þegar hann varð forstjóri Lánasýslu ríkisins. Hann lét af störfum 1999.
Sigurgeir ritaði mikið um peninga- og gengismál í Fjármálatíðindi. Hann var fyrsti formaður stjórnar Verðbréfaþings og sat um árabil í stjórn Flugleiða. Eftirlifandi eiginkona Sigurgeirs er Ingibjörg Júnía Gísladóttir, fyrrverandi skrifstofumaður, og eignuðust þau þrjú börn, Guðbjörgu, Jón Þorvarð og Gísla. | Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á sunnudag, 75 ára að aldri.
Hann var hagfræðingur Seðlabankans 1963-1968 og varafulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1968-1972.
Árið 1972 varð hann aðstoðarbankastjóri Seðlabankans.
1986 tók hann við embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem hann gegndi til 1990 þegar hann varð forstjóri Lánasýslu ríkisins.
Hann lét af störfum 1999.
Sigurgeir ritaði mikið um peninga- og gengismál í Fjármálatíðindi. |
Grænlendingar vilja auka losun | Grænlendingar vilja fá að losa fjórtánfalt meira af gróðurhúsalofttegundum en þeir gera nú. Kuupik Kleist, nýkjörinn formaður landsstjórnar Grænlands, hótar að samþykkja ekki nýjan loftsslagssáttmála í Kaupmannahöfn í desember fái Grænland ekki að auka losun gróðurhúsalofttegunda.
Í frétt Politiken segir að þrátt fyrir að Grænland sé meðal þeirra landa sem finna mest fyrir loftslagsbreytingum, eins og bráðnandi jöklar og minnkandi hafís eru til vitnis um, vilji Grænlendingar fá leyfi til að auka losun gróðurhúsalofttegunda fjórtánfalt.
Kuupik Kleist segir að ef menn hugsi sér að styrkja efnahagslífið og að losna undan því að þiggja styrki frá Danmörku sé nauðsynlegt fyrir Grænland að vaxa efnahagslega.
Grænlendingar losuðu um 650 þúsund tonn af CO2 árið 2007. Losunin gæti vaxið í allt að 10 milljón tonn á ári ef draumar sjálfsstjórnarinnar um iðnaðaruppbyggingu rætast. Meðal annars hefur verið samið við bandaríska álrisann Alcoa sem vill byggja stórt álver á Grænlandi.
"Menn vilja ekki að við lifum af hefðbundnum atvinnugreinum, og menn vilja ekki að við þróum nýjar. Hvað eigum við þá að gera," spurði Kleist. "Er það vegna þess að menn vilja byggja upp einhvers konar efnahagsástand þar sem við verðum áfram háð háum styrkjum frá Danmörku?"
Á morgun mun Kleist eiga fund með Connie Hedgaard, umhverfisráðherra Danmerkur. Hún hefur sagt að kröfur Grænlendinga séu fullkomlega óraunhæfar. Losun 10 milljón tonna af CO2 á ári þýddi að losunin yrði meira en 170 tonn á hvern íbúa landsins. Þar með yrði Grænland eitt af þeim löndum sem mengaði mest á heimsvísu.
Grænlendingar samþykktu að fara að Kyoto-sáttmálanum frá 1997. Þeir eru þó enn langt frá að ná því marki að draga úr losun um 8% til ársins 2012 miðað við losunina á árinu 1990. Því er talið að Grænlendingum muni reynast erfitt að fara fram á auknar losunarheimildir, að sögn Politiken | Grænlendingar vilja fá að losa fjórtánfalt meira af gróðurhúsalofttegundum en þeir gera nú.
Kuupik Kleist, nýkjörinn formaður landsstjórnar Grænlands, hótar að samþykkja ekki nýjan loftsslagssáttmála í Kaupmannahöfn í desember fái Grænland ekki að auka losun gróðurhúsalofttegunda.
Þrátt fyrir að Grænland sé meðal þeirra landa sem finna mest fyrir loftslagsbreytingum, eins og bráðnandi jöklar og minnkandi hafís eru til vitnis um, vilji Grænlendingar fá leyfi til að auka losun gróðurhúsalofttegunda fjórtánfalt.
Grænlendingar losuðu um 650 þúsund tonn af CO2 árið 2007.
Losunin gæti vaxið í allt að 10 milljón tonn á ári ef draumar sjálfsstjórnarinnar um iðnaðaruppbyggingu rætast.
Á morgun mun Kleist eiga fund með Connie Hedgaard, umhverfisráðherra Danmerkur.
Hún hefur sagt að kröfur Grænlendinga séu fullkomlega óraunhæfar. |
Lífstíð fyrir 84 ofbeldisrán | Breskur dómstóll dæmdi í dag hinn tuttugu og níu ára gamla Daniel Mykoo í lífstíðarfangelsi fyrir áttatíu og fjögur rán en það þýðir að hann þarf að sitja inn í að lágmarki fjórtán ár. Eitt fórnarlamba Mykoo var hinn þekkti franski tískuhönnuður Nicole Farhi.
Ráðist var á Farhi í apríl á síðasta ári, þegar hún fór til dyra á heimili sínu í Hampstead í vesturhluta London. Var hert að hálsi hennar þar til hún missti meðvitund og síðan stolið frá henni peningum, hring og Rolex úri.
Mykoo sem er háður krakki sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn féll í dag en dómarinn lýsti Mykoo sem vægðarlausum, árásargjörnum og forhertum. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að hann væri afkastamesti ofbeldisfulli þjófur sem hefði verið dæmdur til refsingar í London, síðustu ár.
Bróðir hans Matthew, 27 ára var dæmdur í að lágmarki níu ára fangelsi fyrir jafnmörg rán.
Dómarinn sagði þá bræður heppna að hafa ekki hvorki skaðað neinn varanlega né drepið en við ránin notuðu þeir sömu aðferð og á Farhi, kyrking þar til fólk missti meðvitund. | Breskur dómstóll dæmdi í dag hinn tuttugu og níu ára gamla Daniel Mykoo í lífstíðarfangelsi fyrir áttatíu og fjögur rán.
Það þýðir að hann þarf að sitja inn í að lágmarki fjórtán ár.
Eitt fórnarlamba Mykoo var hinn þekkti franski tískuhönnuður Nicole Farhi.
Ráðist var á Farhi í apríl á síðasta ári.
Var hert að hálsi hennar þar til hún missti meðvitund og síðan stolið frá henni peningum, hring og Rolex úri.
Dómarinn sagði að hann væri afkastamesti ofbeldisfulli þjófur sem hefði verið dæmdur til refsingar í London, síðustu ár. |
Haukar í Kaplakrika? | Forráðamenn knattspyrnudeildar Hauka áttu fund með KSÍ í gær en sú staðreynd blasir við að ef Haukarnir ætla að leika heimaleiki sína í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum á næsta tímabili þarf að fara út í framkvæmdir við gervigrasvöllinn, sem var heimavöllur Haukaliðsins í sumar. Annar möguleiki sem Haukarnir líta til er að spila heimaleiki sína í Kaplakrika, heimavelli FH-inga.
"Við funduðum með KSÍ og það liggja fyrir drög að áætlun um framkvæmdir á Haukasvæðinu sem stefnt er á að hefja á næstu vikum. Með þeim framkvæmdum uppfyllum við leyfiskerfi KSÍ. Hvort við endum á að spila þar er svo annað mál," sagði Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka, við Morgunblaðið í gær.
Þær framkvæmdir sem Jón Björn talar um er að við völlinn þarf að koma upp aðstöðu þar sem 500 manns geta setið í sætum. ,,Það verður byrjað á 500 sætum en það liggja líka drög fyrir því að fjölga þeim upp í 1.000," sagði Jón Björn. | Forráðamenn knattspyrnudeildar Hauka áttu fund með KSÍ í gær
Ef Haukarnir ætla að leika heimaleiki sína í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum á næsta tímabili þarf að fara út í framkvæmdir við gervigrasvöllinn, sem var heimavöllur Haukaliðsins í sumar.
Annar möguleiki sem Haukarnir líta til er að spila heimaleiki sína í Kaplakrika, heimavelli FH-inga.
Við völlinn þarf að koma upp aðstöðu þar sem 500 manns geta setið í sætum. |
Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar neikvætt | Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er neikvætt um 4,74% en skal að lágmarki vera 8% samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita heimilda á fjáraukalögum til að tryggja lágmarks eiginfjárhlutfall stofnunarinnar. Verði það ekki gert leikur verulegur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi stofnunarinnar," að því er segir í tilkynningu frá Byggðastofnun.
Fjármálaeftirlitið hefur gefið stofnuninni frest til 8. desember 2009 til að koma eiginfjárhlutfallinu upp fyrir 8% lágmark.
Eigið fé neikvætt um 118,7 milljónir króna
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir fyrri hluta ársins var staðfestur af stjórn stofnunarinnar í gær. Tap tímabilsins nam 1.663 milljónum króna en hagnaður Byggðastofnunar var tæpar níu milljónir króna á sama tímabili í fyrra.
Samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 118,7 milljónir kr.
"Vegna þeirra erfiðleika sem dunið hafa yfir íslenskt efnahagslíf undanfarna mánuði hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu. Á tímabilinu nam þessi fjárhæð 1.930 mkr. í samanburði við 1.237 mkr. allt árið 2008.
Skýrist tap stofnunarinnar og neikvætt eiginfjárhlutfall á tímabilinu af þessum varúðarfærslum. Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 425,6 mkr. og hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár," að því er segir í uppgjörstilkynningu Byggðastofnunar.
Framlög í afskriftarreikning útlána og matsbreyting hlutafjár námu 2.161 mkr. Eignir námu 22.790 mkr. og hafa lækkað um 518.6 mkr. frá áramótum. Þar af voru útlán 18.901 mkr.Skuldir námu 22.909 mkr. og hafa hækkað um 1.145 mkr. frá áramótum. Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 374,8 mkr.
Nýjar lánveitingar drógust saman á tímabilinu og námu 612 mkr. samanborið við 2.239 mkr. á sama tímabili 2008. | Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er neikvætt um 4,74% en skal að lágmarki vera 8% samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita heimilda á fjáraukalögum til að tryggja lágmarks eiginfjárhlutfall stofnunarinnar.
Verði það ekki gert leikur verulegur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi stofnunarinnar," að því er segir í tilkynningu frá Byggðastofnun.
Fjármálaeftirlitið hefur gefið stofnuninni frest til 8. desember 2009 til að koma eiginfjárhlutfallinu upp fyrir 8% lágmark.
Samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 118,7 milljónir kr. |
Gífurlegur fjöldi nauðgana í Kongó | Gífurlega mikið er um nauðganir í lýðveldinu Kongó og segja Sameinuðu þjóðirnar að nauðganir séu daglegt brauð þar sem þeim sé beitt sem vopni.
Segir SÞ að tilkynnt hafi verið um 5400 nauðganir í Suður Kivu héraði fyrstu sex mánuði ársins.
Elisabeth Byrs, talsmaður SÞ, segir að æ hættulegra sé að vera á ferð í Suður Kivu sem liggur nálægt landamærunum að Rúanda. Eigi þetta sérstaklega við um konur.
,,Árásir vopnaðra sveita að næturlagi á borgara og nauðganir eru enn viðfemt vandamál," segir Byrs.
Um 90% nauðgana eru talin vera framin af vopnuðum sveitum eða hernum.
Nabwemba Natabaro, kona í Suður Kivu, sagði blaðamanni Al Jazeera að henni hefði verið haldið á víðavangi í tvo mánuði þar sem henni hefði verið nauðgað aftur og aftur af hópi manna. Henni hafði verið rænt frá þorpi sínu.
,,Fjölskyldan mín hélt að ég hefði verið drepin og var búin að missa alla von um að sjá mig nokkurn tímann aftur. Síðan tókst mér að flýja en ég var orðin mjög veik" sagði hún.
Fjölskyldan fór með hana á spítala þar sem hún greindist með alnæmi.
Margar kvennanna sæta einnig öðrum pyntingum af hálfu misyndismannanna. Algengt er að þær þurfi að gangast undir viðamiklar skurðaðgerðir eftir atburðinn og er fjöldi kvennanna slíkur að margar þurfa að bíða mánuðum saman eftir að komast í aðgerð.
Talið er líklegt að ekki sé tilkynnt um nema lítinn hluta nauðgana í landinu en ekkert land hefur samt sem áður jafn háa tíðni nauðgana og lýðveldið Kongó.
Í mörgum tilvikum eru fórnarlömb nauðgananna útilokaðar í samfélaginu af eiginmönnum, eiginkonum og öðrum.
Bardagarnir í austurhluta landsins eru milli stjórnarhersins sem studdur er af SÞ og uppreisnarmanna Hútúa frá Rwanda. Hafa átökin harðnað undanfarna mánuði.
Í fáum löndum eru fleiri hermenn frá SÞ en í Kongó. Hundruðir þúsunda hafa flúið átökin í austurhluta landsins og þurfa marga flóttamannanna verndar við. | Gífurlega mikið er um nauðganir í lýðveldinu Kongó.
Segja Sameinuðu þjóðirnar að nauðganir séu daglegt brauð þar sem þeim sé beitt sem vopni.
Tilkynnt hafi verið um 5400 nauðganir í Suður Kivu héraði fyrstu sex mánuði ársins.
Um 90% nauðgana eru talin vera framin af vopnuðum sveitum eða hernum.
Margar kvennanna sæta einnig öðrum pyntingum af hálfu misyndismannanna.
Talið er líklegt að ekki sé tilkynnt um nema lítinn hluta nauðgana í landinu en ekkert land hefur samt sem áður jafn háa tíðni nauðgana og lýðveldið Kongó.
Í mörgum tilvikum eru fórnarlömb nauðgananna útilokaðar í samfélaginu af eiginmönnum, eiginkonum og öðrum. |
Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi | Mismunandi sjónarmið, sem verið hafa innan norsku stjórnarflokkanna um lánveitingar til Íslands, komu upp á yfirborðið á þingi Norðurlandaráðs sem hófst í Stokkhólmi í dag. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þar að ekki kæmi til greina að lána Íslendingum á öðrum forsendum en í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Norska fréttastofan ANB segir, að Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi spurt Stoltenberg að því á þingi Norðurlandaráðs í dag hvor norska ríkisstjórnin gæti í lánveitingu til Íslands teygt sig út fyrir þann ramma, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði sett.
Stoltenberg svaraði, að það væri ekki raunhæft að ætla að Noregur veiti slík lán á öðrum forsendum en í tengslum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það sé í raun hagstætt fyrir Ísland því það myndi skapa óvissu ef væntingar sköpuðust um að hægt væri að ganga að annarskonar lánum vísum.
ANB hefur hins vegar eftir Per Olaf Lundteigen, þingmanni norska Miðflokksins, að staðan á Íslandi sé svo alvarleg að hugsa verði um þá stöðu út frá öðrum forsendum en hefðbundnum efnahagslegum gildum.
Hann segir, að Stoltenberg haldi sig við þá skoðun, að Noregur geti ekki komið að þessu máli með öðrum hætti en sem hluti af lausn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann segist ætla að halda málinu til streitu innan norsku stjórnarinnar.
Fram hefur komið, að Lundteigen vill að Norðmenn láni Íslandi allt að 10 milljarða norskra króna svo Íslendingar þurfi ekki að vera upp á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn komnir. | Mismunandi sjónarmið, sem verið hafa innan norsku stjórnarflokkanna um lánveitingar til Íslands, komu upp á yfirborðið á þingi Norðurlandaráðs sem hófst í Stokkhólmi í dag.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þar að ekki kæmi til greina að lána Íslendingum á öðrum forsendum en í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
ANB hefur hins vegar eftir Per Olaf Lundteigen, þingmanni norska Miðflokksins, að staðan á Íslandi sé svo alvarleg að hugsa verði um þá stöðu út frá öðrum forsendum en hefðbundnum efnahagslegum gildum.
Fram hefur komið, að Lundteigen vill að Norðmenn láni Íslandi allt að 10 milljarða norskra króna. |
Nítján húsleitir vegna gruns um skattsvik | Farið var í nítján húsleitir á vegum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra í dag en skattrannsóknarstjóri hefur kært til deildarinnar fjórtán mál þar sem erlend greiðslukort eru notuð hérlendis en skuldfærð erlendis, einkum í Lúxemborg. Með því komast viðkomandi hjá því að greiða skatta af tekjum sínum.
Að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, var gerð húsleit á fjórtán heimilum og í skrifstofum fimm einkahlutafélaga þeim tengdum, til að afla gagna um hvaðan féð til greiðslu greiðslukortareikninganna kom en lagt var hald á bæði tölvur og pappírsgögn. Húsleitirnar fóru aðallega fram á höfuðborgarsvæðinu en ein húsleit var gerð á Ísafirði. Alls tóku um fimmtíu manns þátt í þeim.
Skattrannsóknarstjóri var í vor með um þrjátíu mál þar sem grunur lék á að erlend greiðslukort væru notuð til skattsvika. Helgi Magnús segir að send hafi verið út bréf til viðkomandi aðila og beðið um skýringar, þar sem þær innlendu greiðslur sem notaðar voru til að greiða af kortunum komu ekki fram á skattframtölum. Því lék grunur á að viðkomandi væru að fá arð af einhvers konar erlendri fjárfestingastarfsemi og greiddi ekki af honum fjármagnsskatt.
Helgi Magnús sagði, að kortin væru aðallega upprunnin í Lúxemborg. Um er að ræða fjórtán kort sem en hins vegar eru mögulegir sakborningar eitthvað fleiri, þar sem í sumum tilfellum er um að ræða hjón og í einhverjum tilfellum óljóst hvort bæði nutu góðs af notkun kortanna, þar sem þau voru ekki gefin út á nafn heldur aðeins númeruð.
Helgi Magnús segir hin málin sextán hafi verið þess eðlis að gefnar hafi verið skýringar og gögn sem taldar hafi verið það fullnægjandi að ekki hafi verið talin ástæða til húsleitar.
Hann segir að þar sem skattrannsóknarstjóri hafi kært húsleitarmálin til efnahagsdeildarinnar séu þau nú á forræði deildarinnar en unnið verði að þeim í samstarfi við skattrannsóknarstjóra. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að gefa út opinberar ákærur, ef brotin teljist það alvarleg. Skattstjóri hafi einnig heimild til að ljúka því sem teljist minniháttar brot með sekt og endurálagningu. | Farið var í nítján húsleitir á vegum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra í dag.
Skattrannsóknarstjóri hefur kært til deildarinnar fjórtán mál þar sem erlend greiðslukort eru notuð hérlendis en skuldfærð erlendis, einkum í Lúxemborg.
Með því komast viðkomandi hjá því að greiða skatta af tekjum sínum.
Að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, var gerð húsleit á fjórtán heimilum og í skrifstofum fimm einkahlutafélaga þeim tengdum.
Send hafi verið út bréf til viðkomandi aðila og beðið um skýringar, þar sem þær innlendu greiðslur sem notaðar voru til að greiða af kortunum komu ekki fram á skattframtölum.
Því lék grunur á að viðkomandi væru að fá arð af einhvers konar erlendri fjárfestingastarfsemi og greiddi ekki af honum fjármagnsskatt.
Helgi Magnús sagði, að kortin væru aðallega upprunnin í Lúxemborg. |
Þekkingariðnaður æ mikilvægari | Um 200 þekkingar- og sprotafyrirtæki starfa hér á landi og er þessi geiri að verða æ mikilvægari fyrir íslenskan efnahag. Kom þetta fram í máli Jóns Ágústs Þorsteinssonar, forstjóra Marorku, á Hátækni- og sprotaþingi í dag. Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu nemi nú 37 milljörðum króna og jafngildi það 5,5 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Benti hann á að á síðustu tíu árum hafi þessi vermæti nær fimmfaldast og sagði það sýna fram á vaxtarmöguleika greinarinnar þrátt fyrir mikinn mótvind á síðustu árum.
Sagði hann hrun fjármálakerfisins í fyrra hafa haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en nú blasi við tímamót. Viðbrögð stjórnvalda mættu hins vegar ekki vera þess eðlis að fresta vandanum eða leiða til aukinna sveifla. Ekki megi taka tímamótaákvarðanir í efnahagsmálum í hræðsluástandi og án fullrar yfirsýnar. Mikilvægt sé að hafa í huga að hrun fjármálakerfisins hafi ekki verið hrun atvinnulífsins. "Okkur hafa nú verið skapaðar aðstæður til að endurskoða það sem fyrir er og í raun fært í hendur einstakt tækifæri til að byggja frá grunni varanlegt og sjálfbært atvinnulíf sem við skipuleggjum, þróum og þá horfum við a.m.k. til 20 ára," sagði Jón Ágúst. | Um 200 þekkingar- og sprotafyrirtæki starfa hér á landi og er þessi geiri að verða æ mikilvægari fyrir íslenskan efnahag.
Kom þetta fram í máli Jóns Ágústs Þorsteinssonar, forstjóra Marorku, á Hátækni- og sprotaþingi í dag.
Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu nemi nú 37 milljörðum króna.
Sagði hann hrun fjármálakerfisins í fyrra hafa haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en nú blasi við tímamót. |
Fór túrinn á aðeins 14 klst | Vísindamenn í Skotlandi hafa fylgst með ferðum svana frá Íslandi til Skotlandi með aðstoð staðsetningartækja. Fyrsti svanurinn, sem fylgst var með á þennan hátt, lauk nýverið 800 km ferðalagi sínu frá Íslandi til Skotlands á aðeins 14 klst. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Svanurinn, sem hlotið hefur nafnið Hljóðfrái Bill, var í hópi 50 svana sem merktir voru með staðsetningartæki fyrr á þessu ári í því skyni að fylgjast með ferðum þeirra. Vísindamenn búast við því að afgangurinn af hópnum skili sér á næstu dögum og endi ferð sína við friðlandið í Caerlaverock nærri Dumfries.
Rannsóknin er skipulögð og framkvæmd af Samtökum villtra fugla og votlenda (Wildfowl and Wetlands Trust skamstafað WWT) í samvinnu við veðurathugunarsamtökin Collaborative Offshore Wind Research into the Environment (COWRIE).
Tilgangur verkefnisins er að kortleggja flugleið svananna þannig að fyrirhugaðar vindmyllur sem setja á upp við Skotlandsstrendur verði þeim ekki hindrun í framtíðinni.
Almenningur gat fylgst með ferðum Hljóðfráa Bill og félaga hans á netinu. Mælingar sýna að hann virtist hafa aukið hraða sinn þegar hann nálgaðist áfangastað sinn.
"Síðustu 25 km fór hann á aðeins 15 mínútum áður en lenti heilu á höldnu við svanavatnið hér í Caerlaverock þar sem ég tók á móti honum með fötu af korni," segir Richard Smith, forstöðumaður friðlandsins.
"Það kom mér ekki á óvart að hann virtist þreyttur, en að öðru leyti var hann í góðu ásigkomulagi, sérlega í ljósi þess að aðeins deginum áður var hann á Íslandi." | Vísindamenn í Skotlandi hafa fylgst með ferðum svana frá Íslandi til Skotlandi með aðstoð staðsetningartækja.
Fyrsti svanurinn, sem fylgst var með á þennan hátt, lauk nýverið 800 km ferðalagi sínu frá Íslandi til Skotlands á aðeins 14 klst.
Svanurinn, sem hlotið hefur nafnið Hljóðfrái Bill, var í hópi 50 svana sem merktir voru með staðsetningartæki fyrr á þessu ári í því skyni að fylgjast með ferðum þeirra.
Tilgangur verkefnisins er að kortleggja flugleið svananna.
Fyrirhugaðar vindmyllur sem setja á upp við Skotlandsstrendur verði þeim ekki hindrun í framtíðinni.
Almenningur gat fylgst með ferðum Hljóðfráa Bill og félaga hans á netinu. |
Börn neydd til að myrða? | Rannsókn á svonefndu Mohler-morðmáli í Missouri bendir til þess að börn niður í fimm ára aldur hafi fengið skipun um að fremja morð. Einnig eru grunsemdir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Greint var frá smáatriðum í málinu í liðinni viku en þá var 77 ára gamall karlmaður, Burrell Edward Mohler, handtekinn ásamt fjórum sonum sínum. Voru mennirnir grunaðir um margvísleg kynferðisafbrot gegn sex barnabörnum Mohlers 1988-1995 í Bates City í Missouri, að sögn AFP.
Eitt barnabarnanna, ung stúlka, sneri sér til lögreglu í ágúst og sagði sögu sína. Brotin gegn henni hófust þegar hún var fimm ára, hún varð barnshafandi 11 ára gömul og var þá þvinguð í fóstureyðingu.
Nú hefur komið fram að börnin fullyrða að Mohler hafi neytt þrjár stúlknanna, sem voru þá fimm, sex og átta ára, til að aðstoða hann við að ræna ókunnugum manni í verslunarmiðstöð í borginni Independence. Farið var með manninn á bændabýli og þar hótaði Mohler börnunum öllu illu ef þau réðust ekki á manninn og myrtu hann. Stúlkurnar voru síðan látnar grafa líkið. | Rannsókn á svonefndu Mohler-morðmáli í Missouri bendir til þess að börn niður í fimm ára aldur hafi fengið skipun um að fremja morð.
Þá var 77 ára gamall karlmaður, Burrell Edward Mohler, handtekinn ásamt fjórum sonum sínum.
Voru mennirnir grunaðir um margvísleg kynferðisafbrot gegn sex barnabörnum Mohlers.
Mohler hafi neytt þrjár stúlknanna til að aðstoða hann við að ræna ókunnugum manni í verslunarmiðstöð í borginni Independence.
Hótaði Mohler börnunum öllu illu ef þau réðust ekki á manninn og myrtu hann. |
1.150 störf í hættu hjá Borders bóksölunni | Breska bóksalan Borders UK leitar nú kaupanda að fyrirtækinu en fyrirtækið hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Óttast starfsmenn Borders mjög um störf sín en alls starfa 1.150 manns hjá félaginu.
Borders rekur 45 bókaverslanir víðsvegar um Bretland en sala í bókaverslunum fyrirtækisins hefur dregist verulega saman að undanförnu þar sem neytendur kaupa lesefni í meira mæli á netinu og í matvöruverslunum sem geta boðið bækur á lægra verði.
Hefur fyrirtækið MCR verið skipað tilsjónamaður Borders og herma fregnir að einhverjir hafi sýnt áhuga á að kaupa einstaka verslanir út úr keðjunni.
Talsmaður MCR segir í samtali við AFP fréttastofuna að engri Border verslun hafi verið lokað og engum starfsmanni hafi verið sagt upp.
Ef farið er inn á vef fyrirtækisins borders.co.uk kemur fram að fyrirtækið er komið í hendur skiptastjóra.
Borders UK var áður hluti af bandarískri keðju með sama nafni en fyrstu Borders-bókabúðirnar voru opnaðar í Bretlandi árið 1997. Árið 2007 keypti Risk Capital Partners Borders á Írlandi og Bretlandi en í júlí í ár keyptu stjórnendur Borders, með stuðningi frá Valco Capital verslanir Borders í Bretlandi. | Breska bóksalan Borders UK leitar nú kaupanda að fyrirtækinu en fyrirtækið hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum.
Óttast starfsmenn Borders mjög um störf sín en alls starfa 1.150 manns hjá félaginu.
Borders rekur 45 bókaverslanir víðsvegar um Bretland.
Sala í bókaverslunum fyrirtækisins hefur dregist verulega saman að undanförnu þar sem neytendur kaupa lesefni í meira mæli á netinu og í matvöruverslunum.
Engri Border verslun hafi verið lokað og engum starfsmanni hafi verið sagt upp. |
Hanna gerði átján mörk gegn Fylki | Hanna G. Stefánsdóttir átti heldur betur góðan leik fyrir Hauka í dag þegar liðið lagði Fylki að velli, 30:22, í N1-deildinni í handknattleik. Hanna gerði nefnilega átján marka Hauka í leiknum. Fram vann KA/Þór 35:21 og HK lagði Víking að velli 24:18.
Staðan í hálfleik á Ásvöllum í dag var 15:12 Haukum í vil og heimamenn bættu svo um betur í seinni hálfleiknum. Sunna Jónsdóttir var markahæst Fylkis með átta mörk.
HK og Víkingur áttust við á Digranesi og þar var staðan í hálfleik 12:8 fyrir HK. Elín Anna Baldursdóttir gerði 9 mörk fyrir Kópavogsliðið en hjá Víkingi var María Karlsdóttir markahæst með 4 mörk.
Staðan eftir leiki dagsins er þannig að Stjarnan og Fram eru í efstu tveimur sætunum með 15 stig en Valur hefur 14 stig og hefur leikið einum leik færra. Haukar koma næstir með 12 stig og svo Fylkir og FH með sex stig. HK er með 5, KA/Þór 3 og Víkingur er enn án stiga. | Hanna G. Stefánsdóttir átti heldur betur góðan leik fyrir Hauka í dag.
Liðið lagði Fylki að velli, 30:22, í N1-deildinni í handknattleik.
Hanna gerði nefnilega átján marka Hauka í leiknum.
Staðan eftir leiki dagsins er þannig að Stjarnan og Fram eru í efstu tveimur sætunum með 15 stig. |
Dóttir Bobby Fischers stödd á Íslandi | Jinky Young, sem kveðst vera dóttir Bobby Fischers, er stödd á landinu. Fram kemur á vef Manila Bulletin á Filippseyjum að Young hafi heimsótt gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss sl. þriðjudag.
Jinky er sögð hafa fengið frí frá skóla til að heimsækja gröfina ásamt móður sinni, Marilyn Young. Þær hittu Fishcer síðast í september 2005 í Reykjavík að sögn Manila Bulletin. Þá hafi Fishcer verið með þeim í þrjár vikur.
Mæðgurnar eru staddar hér á landi vegna málaferla, sem hér standa yfir um skiptingu dánarbús Fischers.
Með mæðgunum er í för Eugene Torre, stórmeistari í skák, sem var vinur Fischers, og lögmaðurinn Sammy Estimo. Torre var á sínum tíma í hópi sterkustu skákmanna heims.
Fram hefur komið á fréttavefnum gmanews, að Estino krefjist þess að 2/3 arfsins eftir Fischer skuli renna til dótturinnar og vísi þar til íslenskra laga.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu systursona Fischers um að að dánarbú hans verði tekið til opinberra skipta. Í því felst að dómstóllinn hefur viðurkennt erfðarétt Myoko Watai, sem segist vera eiginkona skákmeistarans. Þessum úrskurði hefur verið vísað til Hæstaréttar.
Gmanews segir, að hópurinn frá Filippseyjum muni fara frá Íslandi til Lundúna þar sem verið sé að gera kvikmynd um ævi Fischers.
Jinky fæddist þegar Fischer bjó í Baguio á Filippseyjum. Torre kynnti hann fyrir Marilyn þar. Jinky er nú 9 ára. Fram hefur komið, að eftir að Fischer kom hingað til lands í mars 2005 hafi hann með aðstoð annarra unnið að því að fá stúlkuna í heimsókn. Stúlkan hafi komið til Íslands um haustið og dvalist hér í nokkrar vikur. | Jinky Young, sem kveðst vera dóttir Bobby Fischers, er stödd á landinu.
Young hafi heimsótt gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss sl. þriðjudag.
Jinky er sögð hafa fengið frí frá skóla til að heimsækja gröfina ásamt móður sinni, Marilyn Young.
Mæðgurnar eru staddar hér á landi vegna málaferla, sem hér standa yfir um skiptingu dánarbús Fischers.
Jinky fæddist þegar Fischer bjó í Baguio á Filippseyjum. |
Ríkislögreglustjóri óskar eftir rannsókn | Ríkislögreglustjóri hefur sent ríkissaksóknara erindi og óskað eftir að hann fái úr því skorið hvort einhverjir hjá embættinu kunni að hafa framið refsiverða háttsemi með því að rannsaka ekki meinta tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum.
Fram kemur á heimasíðu ríkislögreglustjóra, að þetta sé gert í tilefni af fréttaflutningi DV um að nafngreindur einstaklingur hafi á árinu 2006 gert tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum og vegna ásakana blaðsins um að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað málið eins og því hafi borið lögum samkvæmt. Ríkislögreglustjóri segist jafnframt hafa vísað ásökunum DV á bug.
Ríkislögreglustjóri hefur áður sagt, að embættinu hafi ekki borist tilkynning á grundvelli laga um peningaþvætti eða upplýsingar í formi kæru um þau atvik sem væru tilefni fréttar DV.
Blaðið sagði frá því í síðustu viku, að Jón Gerald Sullenberger hefði árið 2006 boðið Landsbankanum skuldabréf frá Venesúela fyrir samtals 30 milljarða króna en bréfin voru skráð í Bandaríkjadölum.
DV hafði eftir Jóni Gerald, að um hefði verið að ræða bréf á vegum aðila í Miami. Sagðist Jón Gerald hafa boðið bréfin í bankanum en að öðru leyti ekki komið nálægt málinu. | Ríkislögreglustjóri hefur sent ríkissaksóknara erindi og óskað eftir að hann fái úr því skorið hvort einhverjir hjá embættinu kunni að hafa framið refsiverða háttsemi með því að rannsaka ekki meinta tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum.
Fram kemur á heimasíðu ríkislögreglustjóra, að þetta sé gert í tilefni af fréttaflutningi DV um að nafngreindur
einstaklingur hafi á árinu 2006 gert tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum.
Ríkislögreglustjóri segist jafnframt hafa vísað ásökunum DV á bug.
Blaðið sagði frá því í síðustu viku, að Jón Gerald Sullenberger hefði árið 2006 boðið Landsbankanum skuldabréf frá Venesúela fyrir samtals 30 milljarða króna. |
Vilja láta vísa skattamálinu frá | Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, gerði alvarlegrar athugasemdir við þau áform ríkisstjórnarinnar að gera landið að einu skattumdæmi á Alþingi í dag. Sagði hann mjög takmarkað samráð hafa verið haft við starfsmenn á skattstofum vítt og breitt um landið, sem væri miður þar sem mikil óvissa væri um framtíð starf í Vestmannaeyjum, Ísafirði og Siglufirði nái lögin fram að ganga. Hann gagnrýndi framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar og lagði til að málinu yrði vísað aftur til hennar.
Gagnrýndi hann það hversu seint skattalagafrumvörpin séu fram komin eða aðeins tveimur vikum fyrir áramót og vísaði þar til breyting á skattabreytingum vegna nýsköpunar, auknar skatttekjur ríkissjóðs, virðisaukaskatt og skatta fyrirtækja og heimila.
"Þegar menn ráðast í slíkar grundvallarbreytingar með stuttum fyrirvara sem raun ber vitni þá kallar slíkt á hörð viðbrögð okkar í minnihlutanum hér á Alþingi. Því hér er verið að mæla fyrir því að breyta íslensku skattkerfi og íslensku samfélagi í grundvallaratriðum og slíkt gerir Alþingi ekki á nokkrum virkum dögum. Slíkt er ekki sæmandi Alþingi Íslendinga og slíkt er ekki íslenskum almenningi bjóðandi," sagði Birkir Jón og krafðist þess að lagafrumvarpinu yrði vísað frá.
Í framhaldinu gagnrýndi hann samráðsleysi meirihlutans við minnihlutann. "Í ljósi samráðsleysisins er ræðustóll Alþingis eini vettvangur okkur hér í minnihlutanum til þess að reyna að hafa áhrif á framgang mála. Og það er kannski þess vegna, í ljósi samráðsleysisins, sem umræður geta oft verið lengri og stundum mun lengri en efni standa til ef annað verklag hefði verið viðhaft í mikilvægum málum," sagði Birkir Jón krafðist þess að málinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari úrlausnar.
Undir þetta tók Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sagði hann ljóst að sameining skattumdæma gæti í sjálfu sér verið eðlileg og skynsöm þar sem hún geti sparað fé til framtíðar ef vel verði á haldið.
"Allt væri þetta gott og gilt ef við værum að ræða þetta með góðum fyrirvara þannig að starfsfólk geti byrjað að undirbúa sig fyrir þessar breytingar í lífi sínu að fara að þjóna nýjum herra. En það vill svo til að í dag eru fimmtán dagar til áramóta og þá eiga þessu ósköp að dynja yfir," sagði Pétur og gagnrýndi það að samtímis því að gera breytingar á skattstofum væri verið að innleiða gríðarlegar skattkerfisbreytingar.
"Ég er ansi hræddur um að þarna séu menn að stefna í kaos. Að það stefni í það að skattstofurnar ráði ekki við þetta jafnframt því að starfsfólkið er í uppnámi af því að það á að fara að skipta um starf og starfsvettvang. Þannig að ég geri mjög alvarlegar athugasemdir við þetta, enda leggur minnihlutinn til að málið verði tekið af dagskrá og vísað til ríkisstjórnarinnar með þeim rökum að þetta sé ekki tímabært núna," sagði Pétur.
Tók hann fram að ríkisstjórnin gæti að ári lagt málið fram að nýju. "Þá getur hún í rólegheitum þegar skattkerfið er búið að kyngja þessum skattkerfisbreytingum, ef það kyngir því yfirleitt, unnið þetta í rólegheitunum og kannski komið með frumvarpið pínulítið fyrr inn í Alþingi en þremur vikum fyrir áramót." | Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, gerði alvarlegrar athugasemdir við þau áform ríkisstjórnarinnar að gera landið að einu skattumdæmi á Alþingi í dag.
Sagði hann mjög takmarkað samráð hafa verið haft við starfsmenn á skattstofum vítt og breitt um landið.
Hann gagnrýndi framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar og lagði til að málinu yrði vísað aftur til hennar.
Gagnrýndi hann það hversu seint skattalagafrumvörpin séu fram komin eða aðeins tveimur vikum fyrir áramót.
Í framhaldinu gagnrýndi hann samráðsleysi meirihlutans við minnihlutann.
Undir þetta tók Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Tók hann fram að ríkisstjórnin gæti að ári lagt málið fram að nýju. |
Tengsl íslensku og bresku bankanna | Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Glitnis er breski bankinn Royal Bank of Scotland en bankinn kröfu upp á rúmar 500 milljónir punda, 102,5 milljarða króna. Segir í frétt Daily Mail að krafa RBS sé ein sú stærsta í Glitni. Breska ríkið mun innan tíðar eiga 84% hlut í RBS.
Daily Mail segir að þetta sýni hversu sterk tengsl hafi verið á milli íslenska og breska bankakerfisins á uppgangstímunum. Það verði því forvitnilegt að sjá hve mikið RBS og aðrir breskir bankar eigi inni hjá hinum íslensku bönkunum sem fóru í þrot á síðasta ári, Kaupþingi og Landsbankanum.
Blaðið fjallar um endurskipulagningu íslensku bankanna og að breska efnahagsbrotadeildin sé með Kaupþing til rannsóknar.
Í frétt mbl.is frá því fyrr í desember kemur fram að krafa RBS sé mun hærri heldur en Daily Mail hyggur eða hátt í 140 milljarða króna. Burlington Loan Management gerir samtals um 145 milljarða króna kröfur í bú bankans. Skilanefnd Landsbankans gerir samtals um 143 milljarða króna kröfu í búið. Glitnir í Lúxemborg gerir 129 milljarða króna kröfu. | Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Glitnis er breski bankinn Royal Bank of Scotland en bankinn kröfu upp á rúmar 500 milljónir punda.
Krafa RBS sé ein sú stærsta í Glitni.
Breska ríkið mun innan tíðar eiga 84% hlut í RBS.
Daily Mail segir að Þetta sýni hversu sterk tengsl hafi verið á milli íslenska og breska bankakerfisins á uppgangstímunum.
Blaðið fjallar um endurskipulagningu íslensku bankanna og að breska efnahagsbrotadeildin sé með Kaupþing til rannsóknar. |
Vilja að Svavar verði kallaður fyrir | Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – auk annarra þingmanna stjórnarandstöðunnar – kröfðust þess í gærkvöldi að Svavar Gestsson, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, yrði kallaður fyrir fjárlaganefnd og skýrði ummæli sem birtast í bréfi bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya til fjárlaganefndar.
Fjárlaganefnd kemur saman í dag klukkan 8 til að fjalla frekar um gögnin frá lögmannsstofunni.
Í bréfinu segir að Svavar hafi farið fram á að leynt yrði gögnum fyrir yfirmanni sínum, Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra. Össur sagði að gott væri að fá upplýsingar um málið, en hann ætti erfitt með að trúa slíku.
Uppnám varð á þingi eftir að bréfið barst en í því segir að í skjölum frá lögmannsstofunni, sem vantar á vefsíðuna www.island.is , sé minnst á hugsanlega málshöfðun vegna aðgerða breskra stjórnvalda. Mun þá vera átt við málaferli vegna yfirtöku breska fjármálaeftirlitsins, FSA, á Heritable, breskum banka en að fullu í eigu Landsbankans. Bankinn var með tryggasta innlánasafn Landsbankans og eru eignir hans nú um 60 milljarðar króna fram yfir skuldir. Má því heita öruggt að allar kröfur á hendur honum verði greiddar að fullu.
Atriði fjarlægt úr kynningu "Eins og við sögðum Icesave-nefndinni og fjármálaráðuneytinu um þetta leyti gæti slík málshöfðun gegn FSA [breska fjármálaeftirlitinu] verið pólitískt viðkvæm fyrir bresku ríkisstjórnina og gæti því ef til vill orðið gagnlegt tæki til að ná viðspyrnu gagnvart breskum stjórnvöldum í endanlegum samningum um Icesave," segir í bréfinu frá lögmannsstofunni í gær. "Þessi viðkvæma staða olli því að formaður Icesave-nefndarinnar ákvað að þetta atriði í kynningu okkar frá 26. mars 2009 yrði ekki með í seinni kynningu okkar frá 29. mars til hr. Össurar Skarphéðinssonar en hann fékk hana afhenta 31. mars á fundi í London. Þar sem formaður Icesave-nefndarinnar var skjólstæðingur okkar var það að sjálfsögðu hans að ákveða hvaða fyrirmæli við fengjum um innihald kynninganna. Urðum við og hr. [Svavar] Gestsson sammála um að meðhöndla skyldi þetta atriði málsins með geysilegri varúð og gæta algers trúnaðar þar sem það gæti dregið úr gildi hugsanlegrar viðspyrnu sem [málshöfðunin] gæti haft í för með sér í samningaviðræðum síðar við bresku stjórnina ef innihaldið læki út."
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að hann hefði ekki séð umrædd gögn fyrr en í gær. Hann tók undir með þingmönnum að óheppilegt væri hversu seint gögnin koma fram.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði það misskilning að eitthvað nýtt kæmi fram í gögnunum, sum þeirra hefðu verið opinber í marga mánuði, en undir öðrum dagsetningum. Þá breyttu þau ekki inntaki samninganna sem til afgreiðslu væru.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, benti hins vegar á að þar væri að finna nýjar upplýsingar um að íslenska ríkið hefði haft sterka lagalega stöðu til að höfða mál í Bretlandi vegna yfirtökunnar á Heritable. Það hefði ekki komið fram og hlyti að skipta máli þegar þingmenn greiddu atkvæði um frumvarpið. | Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kröfðust þess í gærkvöldi að Svavar Gestsson, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, yrði kallaður fyrir fjárlaganefnd og skýrði ummæli sem birtast í bréfi bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya til fjárlaganefndar.
Í bréfinu segir að Svavar hafi farið fram á að leynt yrði gögnum fyrir yfirmanni sínum, Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra.
Uppnám varð á þingi eftir að bréfið barst.
Í því segir að í skjölum frá lögmannsstofunni sé minnst á hugsanlega málshöfðun vegna aðgerða breskra stjórnvalda.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að hann hefði ekki séð umrædd gögn fyrr en í gær.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, benti hins vegar á að þar væri að finna nýjar upplýsingar um að íslenska ríkið hefði haft sterka lagalega stöðu til að höfða mál í Bretlandi vegna yfirtökunnar á Heritable. |
Framsýn gagnrýnir fækkun áætlunarferða | Framsýn- stéttarfélag gagnrýnir ákvörðun Vegagerðarinnar um að fækka verulega áætlunarferðum milli Húsavíkur og Akureyrar frá og með næstu áramótum með því að draga úr fjárveitingum til samgöngumála. Það á einnig við um fjármagn til áætlunarferða frá Húsavík til Þórshafnar, að því er segir í ályktun frá félaginu.
"Til stendur að fækka ferðum milli Húsavíkur og Akureyrar úr 21 ferð á viku í 14 ferðir á viku. Um er að ræða 36% skerðingu á ársgrundvelli þar sem samkvæmt útboði Vegagerðarinnar hafa verið farnar 1136 ferðir á ári en verða nú 728. Þessi skerðing er mun meiri en boðuð var í fyrstu.
Ljóst er að skerðingin mun koma sérlega illa við námsmenn, öryrkja og aldraða sem og þá sem notað hafa áætlunarferðirnar í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eða flug til og frá Akureyri.
Framsýn hefur fullan skilning á því að Vegagerðin þurfi að leita leiða til að spara í rekstri. Hins vegar fellst félagið ekki á að ferðum verði fækkað um hátt í 40% á ársgrundvelli. Ekki síst í ljósi þess að þegar flugsamgöngur lögðust af um Húsavíkurflugvöll var því lofað á móti að tíðni áætlunarferða milli Húsavíkur og Akureyrar yrðu auknar til að mæta þörfum heimamanna. Tillögur Vegagerðarinnar nú, ganga alvarlega gegn þessu loforði samgöngumálayfirvalda.
Þá sætir það einnig furðu að Vegagerðin telji ekki ástæðu til að ræða við heimamenn um framkvæmd áætlunarferða milli staða. Það er þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda á hverjum tíma og eru því best dómbærir á þá lágmarksþjónustu sem þarf að vera til staðar fyrir íbúa og atvinnulífið á Norðausturlandi.
Framsýn skorar á Vegagerðina að endurskoða boðaðar skerðingar á fjármagni til áætlunarferða frá Akureyri til Húsavíkur sem og til Þórshafnar í takt við þarfir og kröfur heimamanna." | Framsýn- stéttarfélag gagnrýnir ákvörðun Vegagerðarinnar um að fækka verulega áætlunarferðum milli Húsavíkur og Akureyrar frá og með næstu áramótum með því að draga úr fjárveitingum til samgöngumála.
Það á einnig við um fjármagn til áætlunarferða frá Húsavík til Þórshafnar, að því er segir í ályktun frá félaginu.
Ljóst er að skerðingin mun koma sérlega illa við námsmenn, öryrkja og aldraða sem og þá sem notað hafa áætlunarferðirnar í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eða flug til og frá Akureyri.
Þá sætir það einnig furðu að Vegagerðin telji ekki ástæðu til að ræða við heimamenn um framkvæmd áætlunarferða milli staða. |
7.500 Palestínumenn í ísraelskum fangelsum | Að minnsta kosti 7.500 Palestínumenn eru í fangelsum í Ísrael nú í árslok 2009. Þetta segja fulltrúar palestínsku heimastjórnarinnar. Á meðal hinna fangelsuðu eru 34 konur, 310 börn og 304 manns sem haldið er í varðhaldi án þess að dómur hafi fallið í málum þeirra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá heimastjórninni.
Á meðal fanganna eru einnig 17 þingmenn, flestir þeirra meðlimir í Hamas, tveir fyrrverandi ráðherrar og nokkur fjöldi annarra stjórnmálamanna. Mikill meirihluti fanganna, eða 6.330 þeirra, eru frá Vesturbakkanum. 750 til viðbótar eru frá Gaza-ströndinni og um 420 eru frá Jerúsalem eða Ísrael.
Þeir sem lengst hafa setið inni eru tveir bræður, Fakhri og Nail Barghuti, og Akram Mansur, sem allir hafa verið í fangelsi í 32 ár. Þeir eru á meðal 317 manna sem fangelsaðir voru áður en palestínska heimastjórnin var sett á fót árið 1994, í kjölfar Óslóar-samkomulagsins.
Í skýrslunni segir einnig að 197 fangar hafi dáið í vörslu Ísraelsmanna síðan 1967. Yfir 5.000 Palestínumenn voru fangelsaðir á einhverjum tímapunkti á þessu ári, og að meðaltali 14 á dag. Flestum þeirra hefur verið sleppt aftur.
Ísraelar og Hamas-samtökin hafa í nokkra mánuði reynt að gera með sér samkomulag um fangaskipti, þess efnis að fjölmörgum Palestínumönnum verði sleppt í skiptum fyrir ísraelskan Hermann sem tekinn var höndum á Gaza-ströndinni árið 2006. Þær viðræður hafa farið fram í gegnum egypska og þýska sáttasemjara. | Að minnsta kosti 7.500 Palestínumenn eru í fangelsum í Ísrael nú í árslok 2009.
Á meðal hinna fangelsuðu eru 34 konur, 310 börn og 304 manns sem haldið er í varðhaldi án þess að dómur hafi fallið í málum þeirra.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá heimastjórninni.
Þeir sem lengst hafa setið inni eru tveir bræður, Fakhri og Nail Barghuti, og Akram Mansur, sem allir hafa verið í fangelsi í 32 ár.
Í skýrslunni segir einnig að 197 fangar hafi dáið í vörslu Ísraelsmanna síðan 1967.
Yfir 5.000 Palestínumenn voru fangelsaðir á einhverjum tímapunkti á þessu ári, og að meðaltali 14 á dag.
Ísraelar og Hamas-samtökin hafa í nokkra mánuði reynt að gera með sér samkomulag um fangaskipti. |
Vopn færð í hendur Hollendinga og Breta | "Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði óvirk og allt eins líklegt að henni yrði rift ef fjármögnun hennar er hrunin," segir í bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um stöðu mála vegna Icesave.
Bréfið sem sent var á mánudag, daginn áður en forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar, er samantekt unnin af sérfræðingum í Stjórnarráðinu, yfirfarin af Seðlabanka Íslands. Í því er gert ráð fyrir að enginn samningur um Icesave verði í gildi, s.s. þar sem þjóðin felli málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að Bretar og Hollendingar falli einfaldlega frá samningunum. Tekið er fram, að þó svo lögin frá 28. ágúst tækju gildi ef núverandi lög yrðu felld, eru skilyrði þeirra fyrrnefndu með þeim hætti að afar ólíklegt sé að Icesave-samningarnir öðlist gildi.
Í bréfinu segir að Bretar og Hollendingar myndu á vettvangi AGS halda því fram að Ísland hafi ekki staðið við yfirlýsingar sínar í viljayfirlýsingu frá því í nóvember 2008 um að ganga frá samningunum og að þeir myndu ekki geta stutt fyrirgreiðslu við Ísland meðan svo væri.
Norðurlöndin myndu væntanlega hafa sömu afstöðu og segja að skilyrði fyrir lánveitingum væru ekki til staðar. "Staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð. Hætta er á að um langa hríð yrði litið svo á að landið væri óábyrgt og stjórnvöld ekki fær um að taka bindandi ákvarðanir."
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. | "Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði óvirk."
"Allt eins líklegt að henni yrði rift ef fjármögnun hennar er hrunin," segir í bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um stöðu mála vegna Icesave.
Bréfið sem sent var á mánudag, daginn áður en forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar, er samantekt unnin af sérfræðingum í Stjórnarráðinu, yfirfarin af Seðlabanka Íslands.
Í því er gert ráð fyrir að enginn samningur um Icesave verði í gildi, s.s. þar sem þjóðin felli málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að Bretar og Hollendingar falli einfaldlega frá samningunum.
Bretar og Hollendingar myndu á vettvangi AGS halda því fram að Ísland hafi ekki staðið við yfirlýsingar sínar í viljayfirlýsingu frá því í nóvember 2008 um að ganga frá samningunum. |
Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra | Karl Pétur Jónsson, almannatengill og tengdasonur forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, skrifar á bloggvef sinn að hann hafi orðið gapandi hissa á því að forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu.
"Ég hef starfað að almannatengslum í bráðum tuttugu ár með einum eða öðrum hætti. Stærsti hluti vinnu almannatengla liggur í að búa viðskiptavini sína undir hluti sem aldrei gerast. Að sjá til þess að viðskiptavinurinn sé reiðubúinn að takast á við aðstæður sem sæmileg líkindi eru á að komi upp.
Þess vegna varð ég alveg gapandi hissa í hádeginu þegar forsætisráðherra greindi frá því, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu.
Öll fyrirtæki sem ég vinn fyrir eru með viðbragðsáætlanir og tilbúnar fréttatilkynningar sem hægt er að senda með fárra mínútna fyrirvara hvert á land sem er vegna margra mála sem komið geta upp. Hvað var ríkisstjórnin að hugsa þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum meira en tveggja tíma svigrúm til að mistúlka atburði dagsins," skrifar Karl Pétur á blogg sitt á Pressunni.
Pistill Karls Péturs á Pressunni
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins fjallar einnig um ákvörðun forsetans | Karl Pétur Jónsson, almannatengill og tengdasonur forseta Íslands skrifar á bloggvef sinn að hann hafi orðið gapandi hissa.
Forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi, rúmum klukkutíma eftir að forsetinn vísaði Icesave lögunum til þjóðarinnar, að vinna stæði yfir við að skrifa fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla.
Sem þá og þegar höfðu birt kolrangan skilning á málinu.
"Hvað var ríkisstjórnin að hugsa þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum meira en tveggja tíma svigrúm til að mistúlka atburði dagsins," skrifar Karl Pétur á blogg sitt. |
Obama sækir að bönkunum | Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst takmarka mjög áhættusækni fyrirtækja í fjármálastarfsemi. Aðgerðir forsetans eru sagðar beinast gegn stærstu bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum Bandaríkjanna.
Obama, sem er enn í sárum eftir tap demókrata í öldungaráði Bandaríkjanna, tilkynnti um ákvörðun sína með Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, og Paul Volker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, sér við hlið.
"Þrátt fyrir að fjármálakerfið sé öflugra í dag en það var fyrir einu ári, þá starfar það enn samkvæmt sömu reglum sem leiddu til þess að það hrundi nær algjörlega," sagði Obama.
Hann leggur til að stærð banka verði takmörkuð. Þá leggur hann til að bönkum verði meinað að stunda viðskipti með eigið fé á fjármálamörkuðum sér til hagsbóta.
"Bankar munu ekki lengur fá að eiga, fjárfesta eða styrkja vogunarsjóði, fjárfestingarsjóði, eða stunda eigin viðskipti til að hagnast, þ.e. sem tengist ekki hagsmunum viðskiptavina sinna," sagði Obama.
Forsetinn hefur þegar kynnt áætlun sem miðar að því að skattleggja 50 stærstu banka Bandaríkjanna sem nemur 117 milljörðum dala næstu 10 árin. Tilgangurinn er að endurgreiða skattborgurum það fé sem fór í björgunaraðgerðirnar árið 2008.
Þessi tillaga, sem og aðrar, þurfa samþykki þingsins. | Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst takmarka mjög áhættusækni fyrirtækja í fjármálastarfsemi.
Aðgerðir forsetans eru sagðar beinast gegn stærstu bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum Bandaríkjanna.
Þá leggur hann til að bönkum verði meinað að stunda viðskipti með eigið fé á fjármálamörkuðum sér til hagsbóta.
Forsetinn hefur þegar kynnt áætlun sem miðar að því að skattleggja 50 stærstu banka Bandaríkjanna sem nemur 117 milljörðum dala næstu 10 árin.
Tilgangurinn er að endurgreiða skattborgurum það fé sem fór í björgunaraðgerðirnar árið 2008. |
Blackwater-dómi verður áfrýjað | Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að bandarísk stjórnvöld muni áfrýja þeirri niðurstöðu bandarísks dómstóls um að vísa frá ákæru á hendur fyrrum starfsmanna verktakafyrirtækisins Blackwater fyrir að bana 17 Írökum árið 2007.
Biden er í Bagdad í Írak og átti í dag fund með háttsettum stjórnmálamönnum þar. Írakar brugðust ókvæða við þegar bandarískur dómari vísaði frá ákæru fyrir manndráp á hendur öryggisvörðum, sem störfuðu hjá Blackwater í Írak.
Biden sagði að dómarinn hefði vísað málinu frá en ekki sýknað öryggisverðina. Hann sagði að bandaríska dómsmálaráðuneytið myndi í næstu víku áfrýja þessari ákvörðun dómarans.
17 óbreyttir Írakar létu lífið á Nisoor torgi í september 2007. Stjórnvöld í Írak sögðu, að öryggisverðir Blackwater hefðu skotið á fólkið að ósekju en Blackwater sagði, að Írakarnir hefðu látið lífið í skotbardaga sem braust út þegar setið var fyrir bílalest fyrirtækisins.
Pólitísk neyðarástand hefur skapast í Írak fyrir komandi þingkosningar, sem eiga að fara fram í mars. Biden hyggst reyna að miðla málum. | Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að bandarísk stjórnvöld muni áfrýja þeirri niðurstöðu bandarísks dómstóls um að vísa frá ákæru á hendur fyrrum starfsmanna verktakafyrirtækisins Blackwater fyrir að bana 17 Írökum árið 2007.
Írakar brugðust ókvæða við þegar bandarískur dómari vísaði frá ákæru fyrir manndráp á hendur öryggisvörðum, sem störfuðu hjá Blackwater í Írak.
Biden sagði að dómarinn hefði vísað málinu frá en ekki sýknað öryggisverðina. |
Melamín finnst á ný í kínverskum matvælum | Þrjú kínversk fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að selja matvæli blönduð melamíni. Talið er að sex ung börn hafi látist í Kína árið 2008 eftir að hafa fengið þurrmjólk með melamíni í en það er lífrænt efni, sem notað er í iðnaði, t.d. til að framleiða hart og óbrjótanlegt plast og einnig lím.
Það er mjög köfnunarefnisríkt en köfnunarefni í fóðri þykir gefa góða vísbendingu um próteininnihald þess. Efnið veldur hins vegar nýrnabilun hjá ungabörnum.
Í næsta mánuði hefjast væntanlega réttarhöld yfir þremur yfirmönnum kínversks mjólkurframleiðanda sem grunaðir eru um að hafa látið blanda melamíni í vörur fyrirtækisins. Í kínversku dagblaði er greint frá því í dag að yfirvöld í Guizhou héraði hafi fundið melamín í matvælum og að magnið væri meira en heimilt væri í fæðu. Ekki er vitað hvort að það megi rekja til mengaðs mjólkurdufts sem var innkallað á sínum tíma. Segir í blaðinu að fyrirtækin sem um ræði segi að melamínið hljóti að hafa verið í mjólkurdufti sem notað var í matvælin.
Árið 2008 kom í ljós að mjólkurframleiðendur í Kína bættu margir melamíni í vöru sína til þess að auka próteinmagnið í henni. Auk þeirra sex barna sem létust þá veiktust um 300 þúsund börn vegna eitraðs mjólkurdufts.
Alls hefur 21 verið dæmdur vegna þessa og tveir þeirra teknir af lífi. Hinir voru dæmdir í fangelsi, frá tveggja ára til lífstíðar fyrir aðild að málinu. Þrír eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vegna þessa. | Þrjú kínversk fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að selja matvæli blönduð melamíni.
Talið er að sex ung börn hafi látist í Kína árið 2008 eftir að hafa fengið þurrmjólk með melamíni.
Það er lífrænt efni, sem notað er í iðnaði, t.d. til að framleiða hart og óbrjótanlegt plast.
Efnið veldur hins vegar nýrnabilun hjá ungabörnum.
Kom í ljós að mjólkurframleiðendur í Kína bættu margir melamíni í vöru sína til þess að auka próteinmagnið í henni.
Alls hefur 21 verið dæmdur vegna þessa og tveir þeirra teknir af lífi. |
Búið að hífa aðra menneskjuna upp úr sprungunni | Þyrla Landhelgisgæslunnar er um þessar mundir að leggja af stað með tæki og tól hinnar íslensku rústabjörgunarsveitar til að aðstoða við björgunaraðgerðir á Langjökli, þar sem kona og barn féllu í sprungu í fyrr í dag.
Búið er að hífa aðra manneskjuna upp úr sprungunni, sem verður flutt með þyrlu á Landspítalann. Samkvæmt heimildum mbl.is gengur hins vegar erfiðlega að finna hina manneskjuna og er jafnvel búist við að björgunaraðgerðir standi fram á kvöld. Því hefur ljósabúnaður verið fluttur frá Reykjavík svo hægt sé að athafna sig í myrkri.
Um hundrað einstaklingar - björgunarsveitarfólk, læknar og starfsmenn Landhelgisgæslunnar - eru á staðnum. Ekki er vitað um ástand og líðan konunnar og barnsins.
Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag lenti þyrla Landhelgisgæslunnar á Langjökli rétt fyrir klukkan hálf tvö í dag. Konan og barnið voru hluti af hópi sem var í jeppaferð á jöklinum.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 13:00 um að tvær manneskjur hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. | Þyrla Landhelgisgæslunnar er um þessar mundir að leggja af stað með tæki og tól hinnar íslensku rústabjörgunarsveitar til að aðstoða við björgunaraðgerðir á Langjökli, þar sem kona og barn féllu í sprungu í fyrr í dag.
Búið er að hífa aðra manneskjuna upp úr sprungunni, sem verður flutt með þyrlu á Landspítalann.
Samkvæmt heimildum gengur hins vegar erfiðlega að finna hina manneskjuna.
Um hundrað einstaklingar - björgunarsveitarfólk, læknar og starfsmenn Landhelgisgæslunnar - eru á staðnum. |
60 sagt upp í hópuppsögnum | Alls bárust Vinnumálastofnun 4 tilkynningar um hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem sagt var upp 60 manns. Þetta eru færri en á sama tíma í fyrra þegar 10 tilkynningar bárust Vinnumálastofnun og sagt var upp 167 manns.
Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð og upplýsinga og
útgáfustarfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, endurskipulagning, rekstrarerfiðleikar og minni fjárframlög til opinbers rekstrar. Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu febrúar til júlí 2010, flestar í apríl, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.
Flestar uppsagnanna eru á höfuðborgarsvæðinu. Nú er ljóst að rúm 300 manns munu missa vinnuna á næstu mánuðum vegna hópuppsagna sem þegar hefur verið ráðist í, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.
1.789 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra
Alls bárust Vinnumálastofnun 54 tilkynningar um hópuppsagnir á síðastliðnu ári þar sem sagt var upp 1.789 manns. Hafa því að meðaltali um 150 einstaklingar misst vinnuna í mánuði hverjum síðasta árið. Stærsti hluti þeirra starfaði í mannvirkjagerð, eða um 42%, og svo í fjármálastarfsemi, um 18%. Þessar hópuppsagnir sem tilkynntar voru í fyrra hafa flestar komið til framkvæmda nú þegar. "Í næstu viku mun Vinnumálastofnun birta tölur um atvinnuleysi í janúar og reikna má með að atvinnuleysi komi til með að aukast nokkuð milli desember og janúar, hvort tveggja vegna árstíðaráhrifa svo og undirliggjandi efnahagsþróunar. Skráð atvinnuleysi í desember síðastliðnum var 8,2% og hafði aukist um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Alls misstu 113 manns vinnuna vegna hópuppsagna í janúar og áætlaði Vinnumálastofnun fyrir um mánuði síðan að atvinnuleysi kæmi til með að vera á bilinu 8,6%-9,1% í þeim mánuði," samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. | Alls bárust Vinnumálastofnun 4 tilkynningar um hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem sagt var upp 60 manns.
Þetta eru færri en á sama tíma í fyrra þegar 10 tilkynningar bárust Vinnumálastofnun.
Ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, endurskipulagning, rekstrarerfiðleikar og minni fjárframlög til opinbers rekstrar.
Alls bárust Vinnumálastofnun 54 tilkynningar um hópuppsagnir á síðastliðnu ári þar sem sagt var upp 1.789 manns.
Hafa því að meðaltali um 150 einstaklingar misst vinnuna í mánuði hverjum síðasta árið.
Stærsti hluti þeirra starfaði í mannvirkjagerð. |
Heimsins mesti vandi í barnaverndarmálum á Haítí | Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að á Haítí stæði hún frammi fyrir mesta neyðarástandi í barnaverndarmálum, sem stofnunin hefur tekist á við. Mikill fjöldi barna í landinu er nú munaðarlaus. Það var aðstoðarforstjóri UNICEF, Hilde Frafjord Johnson, sem greindi frá þessu.
"Hættan á mansali, þrælasölu og ólöglegum ættleiðingum er talsverð," sagði Johnson. Fyrir jarðskjálftann í síðasta mánuði lifðu um 40% barna á Haítí í algerri fátækt og um 300.000 þeirra bjuggu á munaðarleysingjahælum. Af þeim sem voru á slíkum hælum höfðu um 50.000 börn misst báða foreldra sína.
"Eftir jarðskjálftann hefur fjöldi þeirra barna aukist talsvert, sem ekki er séð fyrir eða eru aðskilin frá systkinum sínum," sagði Johnson, sem sagðist ekki geta lagt mat á fjölda munaðarlaustra á Haítí eftir skjálftann.
Um þessar mundir er að hefjast árlegt alþjóðlegt söfnunarátak Barnahjálparinnar. Stofnunin áætlar nú að þörf sé á 1,2 milljörðum bandaríkjadala til þess að hjálpa börnum og konum í 28 löndum og landssvæðum, sem orðið hafa illa úti með einhverjum hætti. Skjálftinn á Haítí er talinn hafa orðið um 200.000 manns að bana og eyðilagt heimili um einnar milljónar manna. | Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að á Haítí stæði hún frammi fyrir mesta neyðarástandi í barnaverndarmálum, sem stofnunin hefur tekist á við.
Mikill fjöldi barna í landinu er nú munaðarlaus.
"Hættan á mansali, þrælasölu og ólöglegum ættleiðingum er talsverð".
Fyrir jarðskjálftann í síðasta mánuði lifðu um 40% barna á Haítí í algerri fátækt.
Um þessar mundir er að hefjast árlegt alþjóðlegt söfnunarátak Barnahjálparinnar.
Skjálftinn á Haítí er talinn hafa orðið um 200.000 manns að bana og eyðilagt heimili um einnar milljónar manna. |
'Ancelotti: Tap United var okkur hvatning' | Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigur liðsins á Wolves í dag, 2:0, að ósigur Manchester United gegn Everton fyrr um daginn hefði verið sínum mönnum hvatning.
Úrslit dagsins þýða að Chelsea hefur náð fjögurra stiga forskoti á United þegar ellefu umferðum er ólokið. Arsenal, sem vann Sunderland 2:0 í dag, er síðan tveimur stigum á eftir United í þriðja sætinu.
"Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir okkur í kjölfarið á úrslitunum í leik United og Everton. Við eigum ellefu leiki eftir og það er þægilegt að vera með fjögurra stiga forskot. En við verðum að halda einbeitingu okkar, það er ekkert í höfn ennþá," sagði Ancelotti við BBC.
Didier Drogba og Petr Cech voru menn leiksins hjá Chelsea. Drogba gerði bæði mörkin og Cech varði í tvígang snilldarlega frá leikmönnum Úlfanna, auk þess sem hann lagði upp seinna markið fyrir Drogba með gríðarlangri spyrnu fram völlinn.
"Þetta var afar erfiður leikur, það var ekki auðvelt að spila fótbolta, en einbeitingin var mjög góð og menn voru tilbúnir til að berjast fyrir dýrmætum sigri. Eftir að við sáum hvernig fór hjá Manchester United tvíefldumst við og fundum að þetta væri mikilvægur tímapunktur til að landa sigri. Það tókst okkur," sagði Ancelotti og hrósaði sínum bestu mönnum.
"Didier spilar mjög vel, ekki bara vegna þess að hann skorar mörkin, heldur vegna þess hve mikill leiðtogi hann er á velli. Vinnusemin hans er mikil. En Petr var maður leiksins því hann bjargaði okkur þegar staðan var 1:0 og síðan átti hann frábæra sendingu í öðru marki okkar. Þessir tveir voru frábærir og sigurinn var flottur," sagði Ancelotti. | Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigur liðsins á Wolves í dag, 2:0, að ósigur Manchester United gegn Everton fyrr um daginn hefði verið sínum mönnum hvatning.
Úrslit dagsins þýða að Chelsea hefur náð fjögurra stiga forskoti á United þegar ellefu umferðum er ólokið.
Arsenal, sem vann Sunderland 2:0 í dag, er síðan tveimur stigum á eftir United í þriðja sætinu.
"Það er ekkert í höfn ennþá," sagði Ancelotti við BBC.
Didier Drogba og Petr Cech voru menn leiksins hjá Chelsea. |
Jóhannes segir fréttina ranga | Jóhannes Jónsson, jafnan kenndur við Bónus, segir í fréttatilkynningu að frétt Morgunblaðsins frá því í gær sé röng en í fréttinni er fjallað um fasteignaviðskipti hans í Flórída.
"Í Morgunblaðinu í gær er enn einu sinni vegið að mannorði mínu. Í þetta sinn eru það dylgjur um að ég sé að skjóta undan eignum og á flótta undan skuldheimtumönnum. Hvort tveggja er rangt, enda engir skuldheimtumenn á eftir mér.
Morgunblaðið hefur á undanförnum mánuðum birt tæplega 300 greinar sem hafa þann tilgang einan að veitast að fjölskyldu minni og snúa þjóðinni gegn mér. Á sama tímabili hefur áskrifendum blaðsins fækkað um rúmlega 15.000," segir í fréttatilkynningu frá Jóhannesi.
Frétt Morgunblaðsins
Jóhannes Jónsson, jafnan kenndur við Bónus, borgaði 1,85 milljónir dollara fyrir 620 fermetra einbýlishús á Flórída 14. ágúst 2008, um það bil sex vikum fyrir bankahrunið. Íslenska krónan var á þeim tíma mun hærra skráð en í dag, en þá jafngilti kaupverðið um 150 milljónum króna.
Fasteignaverð hefur lækkað umtalsvert á Flórída síðan í ágúst 2008, og er húsið nú metið á ríflega 1,5 milljónir dollara. Í krónum talið hefur verðmæti þess engu að síður aukist og nemur um 193 milljónum króna.
Jóhannes keypti húsið í gegnum einkahlutafélagið Sunnubjörg ehf., samkvæmt upplýsingum frá fasteignaskrá Orange-sýslu í Flórída. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 voru bókfærðir fastafjármunir 178 milljónir króna. Engar aðrar eignir eru í félaginu á þeim tíma sem reikningurinn er gerður, og því má gera ráð fyrir að einbýlishúsið sé eina eign félagsins.
Hinn 11. nóvember 2009 er félagið hins vegar fært yfir í bandarískt félag að nafni The Johannes Jonsson Trust. Ekkert fé kemur við sögu í þeim viðskiptum, enda um eignatilfærslu tengdra félaga að ræða.
Umsýslukostnaður upp á samtals 100 dollara var þó greiddur. Samkvæmt bandarískri löggjöf er eigandi hússins því í skjóli frá kröfuhöfum vegna skuldbindinga í öðrum löndum en Bandaríkjunum.
Morgunblaðið náði tali af Jóhannesi Jónssyni í gær, en hann vildi ekki tjá sig um málið. Einbýlishúsið sem um ræðir er útbúið þremur bílskúrum, stórri sundlaug, sex baðherbergjum og útieldhúsi. | Jóhannes Jónsson, jafnan kenndur við Bónus, segir í fréttatilkynningu að frétt Morgunblaðsins frá því í gær sé röng en í fréttinni er fjallað um fasteignaviðskipti hans í Flórída.
Jóhannes Jónsson borgaði 1,85 milljónir dollara fyrir 620 fermetra einbýlishús á Flórída 14. ágúst 2008, um það bil sex vikum fyrir bankahrunið.
Jóhannes keypti húsið í gegnum einkahlutafélagið Sunnubjörg ehf.
Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 voru bókfærðir fastafjármunir 178 milljónir króna.
Engar aðrar eignir eru í félaginu á þeim tíma sem reikningurinn er gerður, og því má gera ráð fyrir að einbýlishúsið sé eina eign félagsins.
Hinn 11. nóvember 2009 er félagið hins vegar fært yfir í bandarískt félag að nafni The Johannes Jonsson Trust.
Umsýslukostnaður upp á samtals 100 dollara var þó greiddur.
Samkvæmt bandarískri löggjöf er eigandi hússins því í skjóli frá kröfuhöfum vegna skuldbindinga í öðrum löndum en Bandaríkjunum. |