Title
stringlengths
13
130
Text
stringlengths
820
5.11k
Summary
stringlengths
208
1.5k
Líkur á annarri geimferð á næstu árum
Íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason kom hingað til lands í morgun, en hann ætlar að dvelja hér ásamt fjölskyldu sinni til 26. júní í boði forseta Íslands. Bjarni sagði við komuna á Keflavíkurflugvelli að hann hefði beðið lengi eftir því að fá tækifæri til að koma aftur til landsins, en 40 ár eru liðin frá því að hann flutti með foreldrum sínum frá Íslandi til Kanada. Bjarni talar ekki íslensku og segist hafa misst niður málið vegna þess hve hann hefur verið lengi frá íslensku samfélagi. Hann segist þó fljótur að rifja upp íslensk orð þegar hann umgangist Íslendinga. "Þrátt fyrir að 40 ár séu liðin frá því að ég flutti frá Íslandi hef ég ekki gleymt hvar rætur mínar liggja. Ég lít því að mörgu leyti á mig sem Íslending en einnig sem Kanadamann. Í dag ætlar hann að afhenta Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, íslenska fánann, sem hann tók með sér í geimferjuna Discovery. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní er gert ráð fyrir að Bjarni taki þátt í hátíðarhöldunum á vegum Reykjavíkurborgar. Þá ætlar hann að halda tvo fyrirlestra, annan á vegum Háskóla Íslands og hinn á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem eiga að fjalla um rannsóknir hans úti í geimnum og geimferðir. "Annar fyrirlesturinn á að fjalla um þær rannsóknir sem ég hef verið að vinna að. Hinn fyrirlesturinn verður á léttari nótum, verður ætlaður almenningi, og á að fjalla um geimferðir." Bjarni og fjölskylda ætla einnig að ferðast um landið og er Akureyri og Ísafjörður ofarlega í huga hans. "Móðir mín er frá Ísafirði og faðir minn er frá Akureyri. Ég á mikið af skyldfólki á þessum stöðum og vonast til að hitta það þegar ég kem þangað." Bjarni tók ásamt fimm öðrum geimförum þátt í ellefu daga leiðangri geimferjunnar Discovery í ágúst árið 1997. Hann segir talsverða möguleika á að hann fari í aðra slíka ferð á næstu þremur eða fjórum árum. "Ég hef tækifæri til að taka þátt í starfi hóps geimfara á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, en það á eftir að taka frekari ákvörðun um það mál þegar ég fer aftur út."
Íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason kom hingað til lands í morgun. Í dag ætlar hann að afhenta Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, íslenska fánann, sem hann tók með sér í geimferjuna Discovery. Þá ætlar hann að halda tvo fyrirlestra, annan á vegum Háskóla Íslands og hinn á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem eiga að fjalla um rannsóknir hans úti í geimnum og geimferðir. Bjarni tók ásamt fimm öðrum geimförum þátt í ellefu daga leiðangri geimferjunnar Discovery í ágúst árið 1997.
Clinton hælir lýðræðistilraun í kínverskum þorpum
KÍNVERSK stjórnvöld hafa lítið umburðarlyndi gagnvart pólitískum hópum og einstaklingum er setja sig upp á móti stefnu Kommúnistaflokksins. Fjölmiðlar lúta ströngum aga og meira að segja pólitískar umræður á netinu eru ritskoðaðar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti hins vegar í gær þorpið Xia He, eitt hundruð þúsunda smáþorpa þar sem undanfarinn áratug hefur verið gerð tilraun með lýðræðislegt stjórnarfar á sveitarstjórnarstigi og frjálsar kosningar. "Árangur ykkar sýnir umheiminum öllum hverju staðbundið lýðræði hefur skilað Kína," sagði Clinton er hann ávarpaði þúsund þorpsbúa er höfðu safnast saman til að hlýða á hann í Xia He. Þá settust Clinton og eiginkona hans, Hillary, niður með sex þorpsbúum og ræddu þær breytingar sem orðið hefðu með auknu lýðræði. Voru þorpsbúar á því að flestar breytingarnar væru til batnaðar. Þrátt fyrir að Clinton hafi hælt þessari lýðræðislegu tilraun nær lýðræðið einungis til hluta stjórnkerfisins, jafnvel í smáþorpum. Einungis fulltrúar í þorpsráði og þorpsformaður eru kosnir beinni kosningu. Fulltrúar Kommúnistaflokksins, er fara með hin raunverulegu völd, þurfa ekki að leggja verk sín í dóm kjósenda. Bandarískir sérfræðingar, sem fylgst hafa með kosningum í kínverskum þorpum undanfarin ár, ítreka þó að þetta sé ekki einungis bragð til að slá ryki í augu Vesturlandabúa. Um alvarlega tilraun sé að ræða er hafi skilað merkilegum árangri. Frjálsar kosningar fara nú fram í 60% hinna 930 þúsund þorpa Kína en ekki hefur enn verið reynt að taka upp svipaðar aðferðir í stórborgum landsins. Vegna takmarkaðrar fjölmiðlaumræðu vita jafnframt fæstir borgarbúar af því sem verið hefur að gerast í sveitum landsins. Robert Pastor, sem fylgst hefur náið með tilrauninni fyrir hönd Carter-stofnunarinnar, segir vísbendingar um að stjórnvöld í Peking hafi hug á að reyna kosningar í kínverskum borgum. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að markmið Kínverja með frjálsum kosningum sé ekki fyrst og fremst að auka lýðræði heldur líti þeir svo á að kosningar séu besta vopnið í baráttunni gegn spillingu. Fjölmiðlar fáorðir Viðbrögð kínverskra fjölmiðla við heimsókn Clintons einkenndust af varkárni og umfjöllun þeirra byggðist á staðlaðri forskrift. Dagblað alþýðunnar, málpípa kínverskra stjórnvalda, sagði frá komu Bandaríkjaforseti á forsíðu en birti jafnframt fréttir af ýmsum öðrum málefnum, s.s. baráttunni gegn eiturlyfjum og herferð til að auka samkennd í samfélaginu. Stærsta fyrirsögn síðunnar ver með frétt af málefnum æskulýðsfylkingar Kommúnistaflokksins. Flest önnur blöð fjölluðu um heimsóknina á þann hátt sem hefð er fyrir í Kína þegar opinberar heimsóknir eru annars vegar. Greint er frá komutíma hinna opinberu gesta, nöfnum þeirra er voru í föruneyti Clintons og í hópi kínverskra embættismanna er tóku á móti honum. Lítið var vitnað í ræðu Clintons en öll blöð tóku fram að þetta var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta í áratug. Enginn fjölmiðill minntist þó á atburðina á Torgi hins himneska friðar í því sambandi. Tævanar órólegir Málefni Tævans komu einnig til umræðu á fyrsta degi Kínaheimsóknar Clintons og grannt er fylgst með heimsókninni á Tævan. Bandaríkjastjórn rauf stjórnmálasamband við Tævan í kjölfar þess að samskipti voru tekin upp við Kína árið 1972. Samstarf þjóðanna hefur þó áfram verið náið. Óttast sumir Tævanar samt sem áður að Bandaríkjamenn muni nota Tævan sem skiptimynt í samningaviðræðum við Kína um aukin samskipti. "Clinton er greinilega að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Jiang Zemin [Kínaforseta]. Það væri barnalegt að treysta á Bandaríkjamenn. Þeir munu velja þá leið er hentar þeirra hagsmunum best," sagði einn fjölmargra Tævana er höfðu safnast saman til mótmælafundar við Bandarísku stofnunina í Tapei. Clinton lýsti því yfir við fréttamenn í Kína í gær að stefna Bandaríkjanna væri óbreytt og að svo yrði áfram.
KÍNVERSK stjórnvöld hafa lítið umburðarlyndi gagnvart pólitískum hópum og einstaklingum er setja sig upp á móti stefnu Kommúnistaflokksins. Bill Clinton heimsótti í gær þorpið Xia He, eitt hundruð þúsunda smáþorpa þar sem undanfarinn áratug hefur verið gerð tilraun með lýðræðislegt stjórnarfar á sveitarstjórnarstigi og frjálsar kosningar. Frjálsar kosningar fara nú fram í 60% hinna 930 þúsund þorpa Kína en ekki hefur enn verið reynt að taka upp svipaðar aðferðir í stórborgum landsins. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að markmið Kínverja með frjálsum kosningum sé ekki fyrst og fremst að auka lýðræði heldur líti þeir svo á að kosningar séu besta vopnið í baráttunni gegn spillingu. Viðbrögð kínverskra fjölmiðla við heimsókn Clintons einkenndust af varkárni og umfjöllun þeirra byggðist á staðlaðri forskrift. Lítið var vitnað í ræðu Clintons en öll blöð tóku fram að þetta var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta í áratug. Málefni Tævans komu einnig til umræðu á fyrsta degi Kínaheimsóknar Clintons og grannt er fylgst með heimsókninni á Tævan.
Fjöldi hefur óskað eftir gögnum
Nýsköpun '99 samkeppnin um viðskiptaáætlanir hefur fengið miklar og góðar undirtektir og mikill fjöldi verið í sambandi við Nýsköpunarsjóð til að fá send gögn vegna samkeppninnar. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri segir að strax á fyrsta degi samkeppninnar hafi sýnt sig að áhuginn fyrir verkefninu væri mikill. "Síminn hringdi látlaust og fólk sýnir þessu mikinn áhuga," segir hann. Er greinilegt, að hans sögn, að margir luma á góðum hugmyndum og hafa áhuga á að hella sér út í sjálfstæðan atvinnurekstur. "Nú er rétta tækifærið, því allir sem vilja geta bæði fengið vönduð leiðbeiningagögn og tekið þátt í námskeiðum og spjallfundum sér að kostnaðarlausu," segir Ágúst. "Það hefur komið fyrir að fólk hringi og spyrji hvað þetta kosti. Því er ástæða til að undirstrika að fyrir gögn og námskeið er ekki tekið gjald. Markmiðið er jú að hvetja fólk til að bretta upp ermar og láta reyna á viðskiptahugmyndir sínar." Heimasíða opnuð á Netinu Til að auka þjónustuna enn frekar hefur nú verið opnuð sérstök heimasíða samkeppninnar og verkefnisins á Netinu á vef Morgunblaðsins mbl.is . Morgunblaðið er einn aðstandenda Nýsköpunar '99 ásamt Nýsköpunarsjóði, Viðskiptaháskólanum í Reykjavík og endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu KPMG. Þar verður hægt að nálgast handhægar upplýsingar, sjá greinar sem skrifaðar hafa verið um átakið og fylgjast með framgangi mála. Þarna er einnig unnt að koma fyrirspurnum til verkefnisstjórans í tölvupósti. Hægt er að nálgast vefinn með því að smella á hnappinn Nýsköpun '99 sem er til hægri á mbl.is undir flokknum Nýtt á mbl.is. Einnig má slá inn slóðina www.mbl.is/nyskopun99 Ágúst segist vilja hvetja alla til að taka þátt í þessu hvar sem er á landinu. Það fylgi því engar skyldur eða kvaðir að fá gögn eða taka þátt í námskeiðum og spjallfundum. "Tilgangurinn með Nýsköpun '99 er ekki aðeins að glæða áhuga og hvetja til framkvæmda heldur einnig að gefa sem flestum kost á að afla sér þekkingar og færni til að skrifa góða viðskiptaáætlun. Reynslan kennir okkur, að ef farið er út í rekstur með vandaða viðskiptaáætlun í farteskinu eru mun meiri líkur á að reksturinn nái að vaxa og dafna en annars yrði." Stefnt er að því að senda námskeiðin út til nokkurra staða á landinu með aðstoð tölvubúnaðar þannig að sem flestir geti verið með.
Nýsköpun '99 samkeppnin um viðskiptaáætlanir hefur fengið miklar og góðar undirtektir. Mikill fjöldi verið í sambandi við Nýsköpunarsjóð til að fá send gögn vegna samkeppninnar. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri segir að strax á fyrsta degi samkeppninnar hafi sýnt sig að áhuginn fyrir verkefninu væri mikill. Ágúst segist vilja hvetja alla til að taka þátt í þessu hvar sem er á landinu. Stefnt er að því að senda námskeiðin út til nokkurra staða á landinu með aðstoð tölvubúnaðar.
18 þúsund Írakar bíða við landamæri Sádí-Arabíu
STJÓRNVÖLD í Írak hunsuðu í gær flugbann Vesturveldanna annan daginn í röð þegar þau sendu flugvél fulla af múhameðstrúarmönnum áleiðis til Sádí-Arabíu en þar fer í hönd hámark árlegrar pílagrímahátíðar, haj. Um átján þúsund Írakar hafa nú safnast fyrir í landamærunum við Sádí-Arabíu og saka fulltrúar stjórnvalda Sameinuðu þjóðirnar um að seinka áætlunum sínum um fjárhagsstuðning við ferðir pílagríma til Mekka. Rússnesk flugvél af gerðinni Ilyushin-76 lagði upp með 111 pílagríma frá herflugvelli í suðurhluta Bagdad og sagði Rabaee Mohammed Saleh, yfirmaður ríkisflugfélagsins í Írak, að fleiri ferðir væru ráðgerðar á næstu dögum. Hann þakkaði jafnframt stjórnvöldum í Sádí-Arabíu fyrir að hafa leyft fyrstu flugvélinni, sem hafði innanborðs 110 pílagríma, að lenda í Sádí-Arabíu á þriðjudag. Fulltrúi íraskra stjórnvalda sagði í gær að Írakar hefðu beðið nefnd á vegum SÞ um leyfi til að taka út 2000 bandaríkjadali per mann, til að fjármagna ferðir pílagrímanna, af reikningi sem Írakar fá greitt af í samræmi við svokallaðan "olíu fyrir mat"-samning, en skv. honum mega Írakar selja tiltekinn fjölda olíutunna til að hægt sé að tryggja íbúum landsins matvæli. Nefndin hafði hins vegar á á þriðjudag gefið upp á bátinn tilraunir til að finna lausn á því hvernig hægt yrði að koma allt að tuttugu og tvö þúsund Írökum í hinar árlegu haj-pílagrímsflugferðir til hinnar heilögu borgar Mekka án þess að brjóta þær reglur sem SÞ hafa sett. Sagði formaður nefndarinnar, Hollendingurinn Peter van Walsum, að reglur SÞ leyfðu ekki að fé yrði fært inn á reikninga Íraka nema í gegnum þriðja aðila. Írakar hafna þessum rökum og hafa farið fram á að fá féið milliliðalaust. "Írak heldur sig við fyrri kröfu í þeirri fullvissu að markmiðið með því að blanda þriðja aðila inn í þetta sé einungis það að koma í veg fyrir að Írakar uppfylli skyldu sína sem múslimir, og taki þátt í haj."
STJÓRNVÖLD í Írak hunsuðu í gær flugbann Vesturveldanna annan daginn í röð þegar þau sendu flugvél fulla af múhameðstrúarmönnum áleiðis til Sádí-Arabíu. Þar fer í hönd hámark árlegrar pílagrímahátíðar, haj. Sagði yfirmaður ríkisflugfélagsins í Írak, að fleiri ferðir væru ráðgerðar á næstu dögum. Írakar hefðu beðið nefnd á vegum SÞ um leyfi til að taka út 2000 bandaríkjadali per mann, til að fjármagna ferðir pílagrímanna. Sagði formaður nefndarinnar, að reglur SÞ leyfðu ekki að fé yrði fært inn á reikninga Íraka nema í gegnum þriðja aðila. Írakar hafna þessum rökum og hafa farið fram á að fá féið milliliðalaust.
Innkaupakeðjur eru framtíðin
SAMÞJÖPPUN á matvörumarkaði hefur getið af sér smásölukeðjur og með sameiginlegum magninnkaupum hafa orðið til innkaupakeðjur. Fjórmenningarnir sem rætt var við eru sammála um að framtíðin feli jafnvel í sér samstarf við erlendar innkaupakeðjur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands, bendir á að í sérvöruverslun hafi um árabil verið samstarf um innkaup í ákveðnum vöruflokkum og að nú þegar séu íslensku innkaupafyrirtækin í sambandi við stórar erlendar innkaupakeðjur. "Hvert prósent eða hluti úr því skiptir miklu máli þegar stórar keðjur eiga í hlut því að yfir 80% af útgjöldum matvöruverslana fara til vörukaupa", segir Sigurður. Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður Baugs hf., segir Baug vera í samstarfi við innkaupakeðjur í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. Hann segir: "Það er staðreynd að innkaupakeðjur eru það sem koma skal. Wal-Mart er að fara inn í Evrópu og mikil samþjöppun er að eiga sér stað á innkaupasviðinu í Danmörku og Noregi. Þetta er alls staðar tilhneigingin." Hins vegar varar Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss hf., við því að lítið mál er fyrir erlendar keðjur að setja upp eina eða tvær verslanir á Reykjavíkursvæðinu. "Þetta er allt staðlað, það er bara sett upp eitt stykki verslun og það skiptir þá litlu máli hvort þeir senda flutningabíl í 5 tíma keyrslu eða gám með skipi til Íslands. Svo er hinn möguleikinn líka, að við förum í samstarf við þessar keðjur en það liggur svo sem ekkert fyrir, held ég, hvorki hjá okkur né öðrum", segir Þorsteinn. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, telur að ný tækni, markaðsaðferðir og lífsháttabreytingar reki þær miklu breytingar sem hafa orðið á verslun hérlendis á síðustu árum. "Íslenskir kaupmenn og innflytjendur hafa sýnt og sannað að þeir eru miklir frumkvöðlar", segir hann. Haukur bendir þó á að eðli verslunar sé að hún breytist auðveldlega í takt við kröfur markaðarins og að vænta megi enn meiri breytinga á næstu árum.
SAMÞJÖPPUN á matvörumarkaði hefur getið af sér smásölukeðjur og með sameiginlegum magninnkaupum hafa orðið til innkaupakeðjur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands, bendir á að í sérvöruverslun hafi um árabil verið samstarf um innkaup í ákveðnum vöruflokkum. Nú þegar séu íslensku innkaupafyrirtækin í sambandi við stórar erlendar innkaupakeðjur. Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður Baugs hf., segir Baug vera í samstarfi við innkaupakeðjur í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. Hins vegar varar Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss hf., við því að lítið mál er fyrir erlendar keðjur að setja upp eina eða tvær verslanir á Reykjavíkursvæðinu. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, telur að ný tækni, markaðsaðferðir og lífsháttabreytingar reki þær miklu breytingar sem hafa orðið á verslun hérlendis á síðustu árum.
Önnur geimferð Bjarna Tryggvasonar í undirbúningi
Bjarni Tryggvason geimfari hefur verið í þjálfun fyrir aðra geimferð sína síðan í ágúst í fyrra. Af þeim sökum hefur lítið heyrst frá honum, þar sem geimfarar mega ekki tjá sig opinberlega fyrsta ár þjálfunar. Ef allt gengur fram sem horfir mun Bjarni fara til starfa í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem byrjað er að setja saman á braut um jörðu en hvenær hann fer út í geim hefur ekki verið ákveðið enn. "Fyrsta stig þjálfunarinnar fól í sér að læra á stjórnkerfi geimferjunnar og hefðbundnar kerfisaðgerðir. Þessum hluta lauk í mars. Í apríl hófst svo þjálfunin á starfsemi alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) og kerfi hennar, stjórnkerfin sjálf, hefðbundnar kerfisaðgerðir og hvernig bregðast eigi við ef bilanir verða á kerfinu. Þessum hluta lýkur ekki fyrr en í lok nóvember á þessu ári," segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hefur störf í hermi í næsta mánuði Í næsta mánuði byrjar Bjarni að vinna að fyrstu tæknilegu verkefnunum hjá NASA, samhliða þjálfuninni. Hann mun starfa ásamt fimm öðrum geimförum í hermi, þar sem endanleg athugun er gerð á hugbúnaði tölvukerfisins í tengslum við geimferjuna. Þar verður og gerð athugun á þeim búnaði og því ferli sem notast er við til að skjóta ferjunni á loft. Líkir eftir öllum tækjum "Þetta er líkan í fullri stærð af stjórnklefa geimferjunnar, vörulest og vélarrými. Líkanið er búið nákvæmri eftirlíkingu af öllum tækjum, tengingum og hermibúnaði í geimferjum," segir Bjarni. Snemma á næsta ári mun þjálfuninni ljúka og Bjarni fá réttindi sem "leiðangurssérfræðingur". Auk þessa hefur Bjarni í nógu öðru að snúast. Hann stjórnar hópi verkfræðinga sem eru að þróa rafeindabúnað fyrir fyrrnefnt ISS-kerfi. Sú vinna er framhald á tilraunum hans með svokallaðan örþyngdar-titringsjafnara.
Bjarni Tryggvason geimfari hefur verið í þjálfun fyrir aðra geimferð sína síðan í ágúst í fyrra. Ef allt gengur fram sem horfir mun Bjarni fara til starfa í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem byrjað er að setja saman á braut um jörðu. Í næsta mánuði byrjar Bjarni að vinna að fyrstu tæknilegu verkefnunum hjá NASA, samhliða þjálfuninni. Snemma á næsta ári mun þjálfuninni ljúka og Bjarni fá réttindi sem "leiðangurssérfræðingur".
Brettum upp ermar og byrjum upp á nýtt
"VIÐ ÆTLUM að halda ótrauð áfram, látum engan bilbug á okkur finna," sagði Dagbjört Gísladóttir sem átti og rak Heimaval í Ólafsfirði, en húsnæði þess varð eldi að bráð seint á sunnudagskvöld. Dagbjört og eiginmaður hennar, Jakob Agnarsson, höfðu byggt húsnæðið upp og ráku þar myndbandaleigu, söluturn, veitingastað og bar. "Við höfum gert allt sjálf, keyptum húsið síðasta haust og höfum unnið við að gera það upp síðan. Það má segja að við höfum rétt verið að reka síðasta smiðshöggið á verkið þegar húsið brann," sagði Dagbjört. Fulltrúar í rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hafa verið í Ólafsfirði og sagði Daníel Snorrason lögreglufulltrúi að mestar líkur væru taldar á að kviknað hafi í út frá vindlingum sem fleygt hafði verið úr öskubakka ofan í ruslafötu. Þetta var líf okkar og sál Þau hjón, Dagbjört og Jakob, hafa lagt í mikla vinnu og kostnað við uppbygginguna og þykir að vonum dapurlegt að horfa upp á verk sitt eyðileggjast í eldi. Hús og rekstur voru tryggð að sögn Dagbjartar, en hún sagði að innbú sem að hluta til var nýtt og lager hefðu vissulega mátt vera tryggð betur. Til að mynda var aðeins hálfur mánuður frá því nýir stólar voru teknir í notkun á veitingastaðnum. "Þeir eru illa farnir af vatni og sóti, en ég vona að verði hægt að bjarga þeim," sagði Dagbjört. "Þetta var líf okkar og sál og vissulega sárt að horfa upp á þetta fara svona. En vitanlega er fyrir mestu að ekki varð manntjón. Þetta eru hlutir sem hægt er að byggja upp aftur og nú þýðir ekki annað en bretta upp ermar og byrja aftur upp á nýtt." Góðar kveðjur frá Ólafsfirðingum Þau Dagbjört og Jakob hófu rekstur myndbandaleigu í bílskúr í Ólafsfirði fyrir fjórum árum og hafa smám saman verið að stækka við sig, fyrirtæki þeirra hefur vaxið og dafnað á þessum tíma. Húsnæðið sem brann á sunnudagskvöld var það fjórða sem þau starfa í, en auk myndbandaleigu og söluturns bættu þau við rekstri veitingahúss og bars og hófst sú starfsemi síðla í nóvember síðastliðnum. "Auðvitað er þetta mikið áfall, en við erum staðráðin í að byrja aftur, við erum þegar farin að leggja drög að því að opna myndbandaleigu í bráðabirgðahúsnæði og þá er hreinsunarstarf hafið í húsinu við Hafnargötu," sagði Dagbjört. Hún sagði Ólafsfirðinga hafa veitt þeim mikinn stuðning og hvatt þau til dáða. "Við höfum fengið mikið af góðum kveðjum frá bæjarbúum og hvatningarorð. Við finnum góðan anda í bænum í okkar garð og menn styðja okkur í því starfi sem framundan er. Við viljum alls ekki svíkja okkar góðu viðskiptavini og því stendur ekkert annað til en að bretta upp ermarnar og byrja upp á nýtt."
"VIÐ ÆTLUM að halda ótrauð áfram, látum engan bilbug á okkur finna," sagði Dagbjört Gísladóttir sem átti og rak Heimaval í Ólafsfirði. Húsnæði þess varð eldi að bráð seint á sunnudagskvöld. Fulltrúar í rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hafa verið í Ólafsfirði. Mestar líkur væru taldar á að kviknað hafi í út frá vindlingum sem fleygt hafði verið úr öskubakka ofan í ruslafötu. Þau hjón hafa lagt í mikla vinnu og kostnað við uppbygginguna og þykir að vonum dapurlegt að horfa upp á verk sitt eyðileggjast í eldi. Þau Dagbjört og Jakob hófu rekstur myndbandaleigu í bílskúr í Ólafsfirði fyrir fjórum árum og hafa smám saman verið að stækka við sig. Húsnæðið sem brann á sunnudagskvöld var það fjórða sem þau starfa í, en auk myndbandaleigu og söluturns bættu þau við rekstri veitingahúss og bars.
Hagnaður eykst
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-Gunnvör hf. skilaði tæplega 55 milljóna króna hagnaði á árinu 1999 og er það 37,5% aukning frá árinu áður en þá nam hagnaðurinn tæpum 40 milljónum króna. Þar af jókst hagnaður af reglulegri starfsemi um 480% á milli ára, fór úr rúmum 24 milljónum króna árið 1998 í tæpar 139 milljónir króna árið 1999 en óreglulegir liðir námu alls 84 milljónum króna nú en voru 15 milljónir króna árið áður. Rekstur Hraðfrystihússins-Gunnvarar á árinu 1999 einkenndist, að því er segir í fréttatilkynningu, af góðum árangri í bolfiskvinnslu og bolfiskveiðum annars vegar og erfiðleikum í útgerð rækjuskipa hins vegar. Talsverðar fjárfestingar í aflaheimildum og sameiningar við Gunnvöru hf., Íshúsfélag Ísfirðinga hf. auk dótturfélaga hafa einnig einkennt árið en í kjölfar sameininganna var farið í hlutafjárútboð og sölu eigna. Árangurinn skilaði sér í því að nettóskuldir félagsins lækkuðu um 647 milljónir króna á síðustu fjórum mánuðum ársins. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2,8 milljörðum króna samanborið við rúmar 1,7 milljarð króna árið áður, sem er 59% tekjuaukning á milli ára. Þá skilar dótturfélag nú hagnaði en tap var af hlutdeildarfélögum árið áður og félagið hafði nokkrar fjármunatekjur þetta árið en árið áður hafði það staðið undir 107 milljóna króna fjármagnsgjöldum. Veltufé frá rekstri nam 190 milljónum króna en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi nam veltufé frá rekstri kr. 303 milljónir. Veltufé frá rekstri á árinu 1998 nam 187 milljónum króna. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar, segir afkomu félagsins í takt við það sem stefnt hafi verið að. Aflögð starfsemi Ísfélags Ísfirðinga hafi þó dregið úr hagnaði ársins. "Hins vegar létti 600 milljóna króna sala á rækjufrystiskipinu Bessa í desember töluvert á. Eins og allir vita þá hafa rækjuskipin hérna heima ekki verið að skila neinni framlegð, heldur hafa þau verið rekin með tapi," segir Einar Valur. Hann segir að félagið muni á þessu ári halda rekstrinum áfram á sömu braut og verið hefur en taprekstur eigi að vera úr sögunni með hinni aflögðu starfsemi Ísfélagsins. Aðalfundur Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. verður haldinn föstudaginn á Hnífsdal hinn 24. mars nk. og þar mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 8% arður til hluthafa.
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-Gunnvör hf. skilaði tæplega 55 milljóna króna hagnaði á árinu 1999 og er það 37,5% aukning frá árinu áður en þá nam hagnaðurinn tæpum 40 milljónum króna. Rekstur Hraðfrystihússins-Gunnvarar á árinu 1999 einkenndist af góðum árangri í bolfiskvinnslu og bolfiskveiðum annars vegar og erfiðleikum í útgerð rækjuskipa hins vegar. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2,8 milljörðum króna samanborið við rúmar 1,7 milljarð króna árið áður, sem er 59% tekjuaukning á milli ára. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar, segir afkomu félagsins í takt við það sem stefnt hafi verið að. Aðalfundur Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. verður haldinn föstudaginn á Hnífsdal hinn 24. mars nk. Þar mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 8% arður til hluthafa.
'"Hér er allt á bullandi hreyfingu"'
"Hér er allt á bullandi hreyfingu, jaðarinn skríður fram um 10-20 metra á klukkustund og hefur framskriðið verið að aukast ef eitthvað er. Það er fögur sjón að sjá glóðina í hraunveggnum. Við sjáum nokkuð upp eftir fjallinu, það rýkur mjög úr því en þó er engan eld að sjá," sagði Hlynur Snæland í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um klukkan 15 í dag en hann var þá að snúa heim eftir að hafa verið í fjórar klukkustundir við jaðar hraunsins sem rennur til vesturs úr Heklu. "Við komum hingað að hrauninu um klukkan 11 og vorum með fyrstu bílum á vettvang en nú eru allt að hundrað jeppar hér og stöðugur straumur að. Við lentum í björgunarstörfum þegar við komum. Þar var þá fyrir Landcruiser-jeppi sem farið hafði mjög nálægt hraunjaðrinum og affelgað dekk þar. Eigandinn var í miklu uppnámi við að reyna að koma lofti í dekkið. Við komum honum til hjálpar og ekki mátti miklu muna því hálftíma eftir að við komum var staðurinn sem jeppinn stóð á kominn undir hraun," sagði Hlynur. Ef eitthvað væri sagði Hlynur að hraðinn á hrauninu hefði verið að aukast og hefði verið áberandi meiri á þriðja tímanum en þegar hann og félagar hans komu hingað um 11 í morgun," sagði Hlynur. "Hingað komast menn eingöngu á breyttum jeppum sem hægt er að hleypa loftinu eitthvað úr dekkjum. Það var mjög þungt að koma hingað, fyrstu bílarnir voru þá að búa til hjólför en færðin hefur batnað. Aðstæður eru mjög sérstakar hér á þessum slóðum. Það hefur greinilega verið mikið vikurgos hérna og er eins og maður sé að keyra að hausti til, rétt eins og smáföl sé á jörðu. Undir vikrinum er hins vegar hellings snjór og þungfært. Hraunið er mjög flott að sjá ef svo mætti að orði komast, skríður fram og er glóandi. Menn hafa veirð í eldamennsku við jaðarinn, fiktað við að grilla pylsur og þess háttar á glóandi hraunveggnum. Einn freistaði þess að rista brauð en var ekki nógu snöggur að taka það af glóandi hraunhellunni því það kviknaði í sneiðinni sem fuðraði strax upp," sagði Hlynur. -En er ekki fulldjarft að vera svona nálægt jaðrinum? "Nei, það er það ekki því hraunveggurinn mjakast ólseigur hægt og bítandi fram, svona 10-20 metra á klukkustund að því er mönnum hefur reiknst til. Veggurinn er 3-5 metra hár og molnar stöðugt úr honum og hrynur fram," sagði Hlynur. Hlynur ók inn Dómadalsleið og þaðan inn að Skjólkvíahrauni. Ók síðan utan í því og svo yfir að þeim stað sem hraunið kemur niður en það er á sama stað og það rann niður 1980, að hans sögn.
"Hér er allt á bullandi hreyfingu, jaðarinn skríður fram um 10-20 metra á klukkustund og hefur framskriðið verið að aukast ef eitthvað er. Við sjáum nokkuð upp eftir fjallinu, það rýkur mjög úr því en þó er engan eld að sjá," sagði Hlynur Snæland. Hann var þá að snúa heim eftir að hafa verið í fjórar klukkustundir við jaðar hraunsins sem rennur til vesturs úr Heklu. "Við komum hingað að hrauninu um klukkan 11 og vorum með fyrstu bílum á vettvang". "Við lentum í björgunarstörfum þegar við komum". "Nú eru allt að hundrað jeppar hér og stöðugur straumur að". "Menn hafa verið í eldamennsku við jaðarinn, fiktað við að grilla pylsur og þess háttar á glóandi hraunveggnum".
Tele Danmark hefur áhuga á að kaupa Landssímann
Tele Danmark hefur áhuga á að kaupa Landssímann. Þetta er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, forstjóra Landssímans, í danska blaðinu Berlinske Tidende í dag. Blaðið segir verð fyrirtækisins liggja á bilinu 10-40 milljarðar íslenskra króna. Þórarinn sagðist í samtali við RUV í morgun ekki hafa heyrt að Tele Danmark hefði áhuga á að kaupa Landssímann, en það hafi lengi legið fyrir að það eru mörg símafélög erlendis sem hafa áhuga á að eignast hlut í Landssímanum þegar kemur að einkavæðingu hans. Þá sé líka vitað að stefna Tele Danmark er að fjárfesta í símafélögum í Norður-Evrópu. Berlingske hefur eftir Þórarni að Tele Danmark vilji styrkja stöðu sína í norðurhluta Evrópu. Hann segir að mörg erlend símafélög hafi sýnt Landsímanum áhuga en á Íslandi sé það skoðun margra, að Tele Danmark sé heppilegasti kaupandinn, m.a. í ljósi þess að bandaríska fyrirtækið SBC sé aðaleigandi Tele Danmark og því sé um að ræða alþjóðlegra fyrirtæki. Henning Dyremose forstjóri Tele Danmark segist í Berlingske vera undrandi á að verið sé að ræða kaup á Landssímanum. Hins vegar sé það rétt að fyrirtækið hafi áhuga á náinni samvinnu við íslenska fyrirtækið og farið hafi fram viðræður um það. En ekki sé hægt að ræða um framhaldið fyrr en Landssíminn hafi verið einkavæddur. Blaðið vísar til þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi hafið undirbúning að einkavæðinu Landssímans en ekki sé ljóst að pólitísk samstaða náist um framkvæmdina. Berlingske Tidende segir að Landssíminn sé lítið fyrirtækið í alþjóðlegum samanburði og sérfræðingar telji að markaðsvirði þess sé á milli 10 og 40 milljarðar íslenskra króna. Fram kemur að fyrirtækið sé með lægstu símataxta á innanlandssímtölum í Evrópu og árlegur hagnaður hafi verið um 2 milljarðar undanfarið.
Tele Danmark hefur áhuga á að kaupa Landssímann. Þetta er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, forstjóra Landssímans, í danska blaðinu Berlinske Tidende í dag. Berlingske hefur eftir Þórarni að Tele Danmark vilji styrkja stöðu sína í norðurhluta Evrópu. Á Íslandi sé það skoðun margra, að Tele Danmark sé heppilegasti kaupandinn. Henning Dyremose forstjóri Tele Danmark segist í Berlingske vera undrandi á að verið sé að ræða kaup á Landssímanum. En ekki sé hægt að ræða um framhaldið fyrr en Landssíminn hafi verið einkavæddur.
'"Niðurstaðan markar ákveðin tímamót"'
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu mjög skýra og að hún marki ákveðin tímamót. "Þessi niðurstaða er þess eðlis að það er ekki neinn vafi lengur um fiskveiðistefnuna. Það er búið að draga að vissu leyti línu á milli hlutverks löggjafans og hlutverks dómsvaldsins í málum sem snerta mat á efnahagslegum þáttum. Þar af leiðandi er þetta jafnvel tímamótadómur," sagði Árni. "Löggjafinn mat það svo að það væri málefnalegt að byggja á veiðireynslu þegar kvótakerfinu var komið á. Dómsvaldið dregur þetta mat ekki í efa, að varanlegar veiðiheimildir og framsal veiðiheimilda séu efnahagslega hagkvæmasta kerfið. Síðan er settur rammi um það hvernig löggjafinn getur hugsanlega breytt fiskveiðistjórnununni í framtíðinni. Það er mjög gott fyrir löggjafarvaldið að hafa leiðbeiningar um það." Árni sagði að niðurstöður dómsins væru í samræmi við það sem hann hefði búist við. "Hefðin hefur verið sú, að þegar um efnahagslega þætti hefur verið að ræða hafa dómarar farið mjög varlega í að endurskoða mat löggjafans. Þessi dómur tekur af skarið um það, að þegar fiskveiðistjórnunarlöggjöfin var sett var byggt á málefnalegum forsendum og jafnræðisreglunnar gætt. Þar af leiðandi er þetta í samræmi við það sem ég hefur áður sagt. Auðvitað veit maður aldrei fyrirfram hver niðurstaða dóms verður, en mér fannst vera líkur til þess að dómi héraðsdóms Vestfjarða yrði hnekkt, á þeim forsendum sem meirihluti Hæstaréttar byggir á. Ég er því mjög ánægður með þessa niðurstöðu," sagði sjávarútvegsráðherra. Hann sagði ljóst að löggjöfin um fiskveiðstjórnun eins og hún er í dag stæðist stjórnarskrána. "Við getum því haldið áfram með okkar vinnu í þeirri endurskoðun sem er í gangi. Allri óvissu um stjórnskipunarlegt gildi löggjafans hefur verið eytt."
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu mjög skýra og að hún marki ákveðin tímamót. "Þessi niðurstaða er þess eðlis að það er ekki neinn vafi lengur um fiskveiðistefnuna". Árni sagði að niðurstöður dómsins væru í samræmi við það sem hann hefði búist við. Hann sagði ljóst að löggjöfin um fiskveiðstjórnun eins og hún er í dag stæðist stjórnarskrána.
Sakborningar dæmdir í allt að 10 ára fangelsi
Dómur var kveðinn upp yfir 19 sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svonenfnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur Ágúst Ægisson fékk þyngsta fangelsisdóminn, 9 ár og einnig var fé í hans vörslu, 5,2 milljónir gert upptækt. Um er að ræða þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Sverrir Þór Gunnarsson fékk næst þyngsta dóminn, sjö og hálfs árs fangelsi og gert var upptækt fé, 21 milljón. Fjórir sakborningar voru sýknaðir af ákæru. Þeir sem hlutu tveggja ára fangelsisdóm eða lengri voru Júlíus Kristófer Eggertsson, 5 ár og sex mánuðir, Gunnlaugur Ingibergsson, 4 ár og sex mánuðir, Rúnar Ben Maitsland, 4 ár, Guðmundur Ragnarsson 3 ár og sex mánuðir, Valgarð Heiðar Kjartansson, 3 ára fangelsi, Ingvar Árni Ingvarsson, 2 ár og sex mánuðir, Herbjörn Sigmarsson, 2 ár og sex mánuðir, Haraldur Ægir Hraundal, 2 ár. Einn sakborningur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi, einn í 15 mánaða fangelsi, einn í 10 mánaða fangelsi og loks fékk einn tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsisdóm. Allir þessir menn eru á þrítugsaldri utan einn, Herbjörn Sigmarsson sem er á fertugsaldri. Fjórir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Þá var einum sakborningi ekki gerð sérstök refsing. Samtals voru gerðar upptækar um 52 milljónir króna sem voru í vörslu sakborninganna og taldar voru ágóði af fíkniefnaviðskiptum. Þar af 21 milljón sem var í vörslu Sverris Þórs, 11,9 milljónir í vörslu Gunnlaugs Ingibergssonar, 8 milljónir í vörslu Júlíusar, 5,185 milljónir í vörslu Ólafs, 4,75 milljónir í vörslu Herbjörns, 970 þúsund í vörslu Guðmundar Ragnarssonar og 600 þúsund í vörslu Rúnars. Þá var einnig gert upptækt umtalsvert magn af fíkniefnum: ca 24 kg af hassi, 4 kg af amfetamíni, 680 grömm af kókaíni og tæplega 5.500 MDMA-töflum. Að auki voru gerðar upptækar 200 gramma vogir, haglabyssur, handjárn, loftrifflar, raflostbyssur. Sakborningum var að auki gert að greiða kostnað vegna efnagreininga og málsvarnarlaun. Dómurinn var fjölskipaður en dómsformaður var Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. Í dómnum segir um þátt Ólafs Ágústs að brot hans séu stórfelld og varðo innflutning og sölu mikils magns fíkniefna af flestum gerðum, á meðal eru fíkniefni með mikla hættueiginleika. Þá framdi hann brotin í samvinnu við aðra og er það virt til refsiþyngingar. Efnin sem lagt var hald á og voru í eigu hans voru ætluð til söludreifingar hér á landi. Segir í dómnum að brot Ólafs séu eru stórfelld og þaulskipulögð og sömu ummæli eru viðhöfð um brot Sverris Þórs. Nokkrum öðrum sakborningum er virt það til refslilækkunar að þeir hafi játað brot sín hreinskilnislega. Rannsókn byggð á símhlustunum Í dómnum kemur fram að samkvæmt gögnum málsins hófst rannsókn þess er gerð var krafa um símhlustun hjá Rúnari Ben Maitsland og fleirum hinn 27. maí 1999 eftir að lögreglu bárust upplýsingar um fyrirhugaðan innflutning hans og fleiri á fíkniefnum. Eftir það var unnið að rannsókninni, meðal annars með símhlustunum. Rannsóknin leiddi til þess að gerð var ítarleg leit í vörugámum sem komu til landsins með leiguskipi Samskipa hf. frá Danmörku hinn 8. september sl. Daginn eftir fundust tæp 7 kg af hassi. Í framhaldinu var fjöldi manns handtekinn og sættu margir gæsluvarðhaldi undir rannsókn málsins og sæta níu hinna ákærðu enn gæsluvarðhaldi. Í dómnum segir að rannsóknin sé fyrst og fremst byggð á framburði ákærðu og á símhlustunum.
Dómur var kveðinn upp yfir 19 sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svonenfnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur Ágúst Ægisson fékk þyngsta fangelsisdóminn, 9 ár og einnig var fé í hans vörslu, 5,2 milljónir gert upptækt. Um er að ræða þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Sverrir Þór Gunnarsson fékk næst þyngsta dóminn, sjö og hálfs árs fangelsi og gert var upptækt fé, 21 milljón. Fjórir sakborningar voru sýknaðir af ákæru. Samtals voru gerðar upptækar um 52 milljónir króna sem voru í vörslu sakborninganna og taldar voru ágóði af fíkniefnaviðskiptum. Þá var einnig gert upptækt umtalsvert magn af fíkniefnum: ca 24 kg af hassi, 4 kg af amfetamíni, 680 grömm af kókaíni og tæplega 5.500 MDMA-töflum. Að auki voru gerðar upptækar 200 gramma vogir, haglabyssur, handjárn, loftrifflar, raflostbyssur.
Sonur Tonys Blairs tekinn fyrir ölvun á Leicester-torgi
Euan Blair, 16 ára sonur Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, var tekinn fyrir ölvun á Leicester-togi í Lundúnum í gærkvöldi. Drengurinn, sem hafði fagnað ásamt skólafélögum því að prófum var lokið, var einn og ósjálfbjarga er hann fannst skömmu fyrir miðnætti. Sjúkrabíll var kallaður á svæðið því óttast var um ástand drengsins, en ekki þurfti að senda hann á sjúkrahús. Þess í stað var Euan fluttur á lögreglustöðina í Charing Cross þar sem hann gaf upp rangt nafn og heimilsfang. Hins vegar komst lögreglan að því hver hann var en honum var sleppt án ákæru og keyrður heim til sín. Scotland Yard staðfesti í samtali við fjölmiðla að 16 ára drengur hefði verið tekinn ölvaður á torginu en sleppt án kæru. Euan kvaðst í dag miður sín yfir því að hafa gefið upp rangt nafn og heimilisfang og bað lögregluna afsökunar. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir forsætisráðherrann því hann hefur sagt að drukkið fólk sem er með hávaða á götum úti eftir að börum er lokað sé til skammar og ætti að vera sektað.
Euan Blair, 16 ára sonur Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, var tekinn fyrir ölvun á Leicester-togi í Lundúnum í gærkvöldi. Var Euan fluttur á lögreglustöðina í Charing Cross þar sem hann gaf upp rangt nafn og heimilsfang. Honum var sleppt án ákæru og keyrður heim til sín. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir forsætisráðherrann.
Kínverjar ósáttir við stefnu Bandaríkjanna
Kínverjar hafa varað við því að samkomulag þeirra um að draga úr vígbúnaði sínum og fjölgun kjarnavopna gæti breyst vegna fyrirætlana Bandaríkjanna um að setja á fót nýtt eldflaugavarnakerfi. Stefna Kína í afvopnunarmálum og vilji landsins til að halda uppi samstarfi í þessum málum er háð því að hið alþjóðlega umhverfi sé stöðugt en svo virðist sem Bandaríkin vilji lítið gera í málinu. Var þetta haft eftir kínverska utanríkisráðuneytinu. "Kínverjar munu ákveða sína eigin stefnu í afvopnunarmálum í samræmi við þróun eldflaugavarnamála Bandaríkjanna," sagði Sun Yuxi, talsmaður ráðuneytisins. Ummæli Sun komu um það leyti sem William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Peking í fjögurra daga heimsókn þar sem ætlunin er að koma hernaðarsambandi landanna aftur á rétta braut eftir loftárás Bandaríkjanna á kínverska sendiráðið í Júgóslavíu á síðasta ári. Einnig komu ummælin í kjölfar misheppnaðrar eldflaugavarnatilraunar Bandaríkjamanna síðastliðinn laugardag yfir Kyrrahafi. Sun sagði að áætlun Bandaríkjanna um að koma upp eldflaugavarnakerfinu gæti komið af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi. "Þessi stefna er ekki góð fyrir neitt land í heiminum, þar með talið Bandaríkin,"sagði Sun. Bandaríkjamenn segja hins vegar að eldfaflaugavarnakerfið eigi að vernda landið gegn "hættulegum" ríkjum eins og Norður Kóreu.
Kínverjar hafa varað við því að samkomulag þeirra um að draga úr vígbúnaði sínum og fjölgun kjarnavopna gæti breyst vegna fyrirætlana Bandaríkjanna um að setja á fót nýtt eldflaugavarnakerfi. Stefna Kína í afvopnunarmálum er háð því að hið alþjóðlega umhverfi sé stöðugt. Svo virðist sem Bandaríkin vilji lítið gera í málinu. Sun sagði að áætlun Bandaríkjanna um að koma upp eldflaugavarnakerfinu gæti komið af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi.
Skipun í embætti hæstaréttardómara gagnrýnd á Alþingi
Hart var veist að Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hún var m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að hafa gengið framhjá þremur konum er hún skipaði í embætti hæstaréttardómara nú síðsumars. Lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, þeirri skoðun sinni að ráðherrann hefði gert sig sekan um alvarleg embættisafglöp. Kaldhæðnislegt væri að það skyldi vera kona í starfi dómsmálaráðherra sem þannig stæði að málum. Jóhanna bar fram nokkrar fyrirspurnir til Sólveigar í tengslum við skipan ráðherrans í embætti hæstaréttardómara. Sagðist Jóhanna telja að með því að skipa Árna Kolbeinsson ráðuneytisstjóra hæstaréttardómara í stað þeirra þriggja kvenna, sem einnig sóttu um embættið, hefði dómsmálaráðherra brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga, framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og markmiðum sem hennar eigið ráðuneyti hefði sett sér í jafnréttismálum. Sólveig lagði áherslu á að samkvæmt núgildandi jafnréttislögum eiga allir einstaklingar að njóta jafnréttis óháð kynferði. Sagði hún þessar reglur ekki hafa verið brotnar í því máli sem hér um ræddi. "yrir liggur að umsækjendurnir fjórir voru allir hæfir að mati Hæstaréttar. En þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið jafnhæfir. Það var ráðherra sem átti hið endanlega mat og það var niðurstaða mín að einn umsækjendanna, þ.e. sá sem valinn var, hafi verið langhæfastur." Sólveig var einnig gagnrýnd fyrir það á Alþingi í dag hversu mjög embætti ríkislögreglustjóra hefði þanist út síðan til þess var stofnað árið 1996. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, bar upp fyrirspurn um hlutverk ríkislögreglustjóra en hann rifjaði upp að embættinu hefði að hluta til verið ætlað að taka við störfum Rannsóknarlögreglu ríkisins en að öðru leyti að verða lítið samræmingarembætti fyrir lögregluna í landinu. Lúðvík sagði að þegar þetta væri haft í huga þá vekti athygli hve embættið hefði þanist út, bæði hvað verkefni varðaði og fjárþörf. Í fjárlögum fyrir árið 1999 hefði þannig verið reiknað með að rekstrarkostnaður embættisins yrði 248,8 milljónir en núna, tveimur árum síðar, væri gert ráð fyrir að kostnaður vegna embættisins yrði 684,9 milljónir. Þetta væri á milli 170-180% hækkun á tveimur árum en á sama tíma væri þrengt að lögreglunni í landinu. Dómsmálaráðherra lagði áherslu á að ríkislögreglustjóraembættið hefði sannað gildi sitt. Ekki væri hins vegar um það að ræða að hún hefði fallið frá þeim markmiðum sem stefnt var að í upphafi. Benti hún á að síðan hún hefði tekið við embætti dómsmálaráðherra hefðu orðið ýmsar breytingar sem valdið hefðu auknum umsvifum embættisins. Þar væri um að ræða Schengen-upplýsingakerfið, rekstur bílabanka lögreglunnar og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar á suðvesturhorni landsins, sem og umferðareftirlit á þjóðvegunum.
Hart var veist að Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún var m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að hafa gengið framhjá þremur konum er hún skipaði í embætti hæstaréttardómara nú síðsumars. Lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, þeirri skoðun sinni að ráðherrann hefði gert sig sekan um alvarleg embættisafglöp. Sagðist Jóhanna telja að með því að skipa Árna Kolbeinsson ráðuneytisstjóra hæstaréttardómara í stað þeirra þriggja kvenna, sem einnig sóttu um embættið, hefði dómsmálaráðherra brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga, framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og markmiðum sem hennar eigið ráðuneyti hefði sett sér í jafnréttismálum. Sólveig var einnig gagnrýnd fyrir það á Alþingi í dag hversu mjög embætti ríkislögreglustjóra hefði þanist út síðan til þess var stofnað árið 1996. Í fjárlögum fyrir árið 1999 hefði þannig verið reiknað með að rekstrarkostnaður embættisins yrði 248,8 milljónir. Núna, tveimur árum síðar, væri gert ráð fyrir að kostnaður vegna embættisins yrði 684,9 milljónir.
GSM kerfi Tals komið í þráðlaust Netsamband með GPRS tækninni
Fyrstu GPRS þráðlausu sítengingunni við Netið var komið á í GSM kerfi Tals í morgun. Tæknimenn Tals og Nortel Networks hafa unnið að uppsetningu GPRS búnaðar í símkerfi Tals undanfarna mánuði og var þetta fyrsta prófunin á búnaðinum. GSM síminn sem notaður var til að koma á þessari sítengingu er af nýrri kynslóð slíkra símtækja. Búnaður til að nota GPRS þráðlausa sítengingu er innbyggður í símtækið. Með slíkum GSM síma er hægt að vafra á Netinu, taka við tölvupósti og nota WAP gáttir svo dæmi séu nefnd. Tal áætlar að viðskiptavinir fyrirtækisins geti verið komnir í sítengt þráðlaust samband við Netið innan nokkurra vikna. Sítengingin við Netið er ef til vill mesta byltingin sem GPRS færir viðskiptavinum Tals, því þar með verða þeir alltaf og allstaðar tengdir Netinu. Gert er ráð fyrir að á næstu mánuðum verði GSM símtæki í vaxandi mæli búin GPRS möguleikum. GSM símtækin verða þar með alhliða samskiptatæki einstaklinga, jafnt fyrir símtöl og samskipti á Netinu. Með þráðlausri sítengingu við Netið verða notendur óháðir stað og stund til að eiga viðskipti á Netinu, taka við tölvupósti eða skoða vefsíður. Einnig er hægt að tengja fartölvur við nýju GSM símana til að ná hraðvirku netsambandi. Hægt verður að tengjast Netinu með þessum hætti hvar sem er á þjónustusvæði Tals, en það nær nú til rúmlega 90% landsmanna. Fjarskiptafyrirtæki víða um heim eru að taka GPRS tæknina í notkun um þessar mundir. Þessi þróun GSM kerfisins til að bjóða sítengt hraðvirkt Net er víða kölluð kynslóð númer tvö og hálft (2,5). Þetta er kynslóðin sem brúar bilið milli upprunalega GSM kerfisins (kynslóð 2) og UMTS kerfisins (kynslóð 3). Ekki er búist við að þriðja kynslóð farsímakerfa komist í gagnið fyrr en eftir tvö ár.
Fyrstu GPRS þráðlausu sítengingunni við Netið var komið á í GSM kerfi Tals í morgun. Tæknimenn Tals og Nortel Networks hafa unnið að uppsetningu GPRS búnaðar í símkerfi Tals undanfarna mánuði og var þetta fyrsta prófunin á búnaðinum. GSM síminn sem notaður var til að koma á þessari sítengingu er af nýrri kynslóð slíkra símtækja. Með slíkum GSM síma er hægt að vafra á Netinu, taka við tölvupósti og nota WAP gáttir svo dæmi séu nefnd. GSM símtækin verða þar með alhliða samskiptatæki einstaklinga, jafnt fyrir símtöl og samskipti á Netinu. Fjarskiptafyrirtæki víða um heim eru að taka GPRS tæknina í notkun um þessar mundir. Þessi þróun GSM kerfisins til að bjóða sítengt hraðvirkt Net er víða kölluð kynslóð númer tvö og hálft (2,5).
Fyrsti leikurinn gegn Pólverjum í 21 ár
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur ekki mætt Pólverjum í 21 ár, eða síðan árið 1979. Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, fannst tími til kominn að þjóðirnar léku landsleik eftir þetta langan tíma og þar sem hann og Michal Listkiewicz, formaður pólska sambandsins, eru í sömu nefnd innan knattspyrnusambands Evrópu og góðir kunningjar þess utan ræddu þeir þessa hugmynd og því er íslenska landsliðið komið til Póllands. Við ræddum þetta fyrst í vor og þá kom strax upp þessi dagsetning enda hvorugt landsliðið upptekið. Síðan nokkrum mánuðum síðar var ákveðið að liðin mættust að nýju í ágúst á næsta ári, en þá eru bæði liðin líka á lausu," sagði Eggert á fjölmennum blaðamannafundi í Varsjá í gær. Pólskir blaðamenn spurðu mikið um hvernig þessir leikir hefðu komið upp og einnig um íslenska liðið. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, sagði leikinn kærkominn fyrir Íslendinga enda væri ekki hægt að leika knattspyrnu á Íslandi nema fjóra til fimm mánuði á ári og því væri svona leikur tilvalið tækifæri til að hittast og reyna að bæta sig. Einn frægasti knattspyrnumaður Pólverja á síðari árum, Zbigniew Boniek, var á blaðamannafundinum og vísaði Atli til hans þegar hann sagði að pólsk knattspyrna væri í mikilli framför og að landslið Póllands hefði undanfarin ár staðið sig vel. Boniek er annar tveggja varaforseta pólska knattspyrnusambandsins. Hann býr á Ítalíu en er alltaf nokkra daga í mánuði í Póllandi og er knattspyrnuforystan í landinu mjög ánægð með störf hans þrátt fyrir að hann búi víðsfjarri. Íslenska liðið æfði í gærkvöld á Legia-leikvellinum þar sem landsleikurinn verður á miðvikudaginn, en hann er í eigu hersins. Völlurinn sjálfur er ágætur en öll aðstaða í kringum hann, svo sem búningsherbergi og annað, er komin til ára sinna. Til stendur að gera endurbætur á vellinum en vandamálið er að enginn veit hver á landið og því má ekki hrófla við neinu. Fjárfestar vilja kaupa landið og byggja þar en íþróttaforystan vill aftur á móti halda áfram að byggja upp íþróttaaðstöðu á svæðinu, sem er þónokkur fyrir, því að þar er einnig meðal annars íshokkíhöll. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Póllandi
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur ekki mætt Pólverjum í 21 ár, eða síðan árið 1979. Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, fannst tími til kominn að þjóðirnar léku landsleik eftir þetta langan tíma. Hann og Michal Listkiewicz, formaður pólska sambandsins, eru í sömu nefnd innan knattspyrnusambands Evrópu. "var ákveðið að liðin mættust að nýju í ágúst á næsta ári, en þá eru bæði liðin líka á lausu," sagði Eggert á fjölmennum blaðamannafundi í Varsjá í gær. Einn frægasti knattspyrnumaður Pólverja á síðari árum, Zbigniew Boniek, var á blaðamannafundinum og sagði að pólsk knattspyrna væri í mikilli framför. Íslenska liðið æfði í gærkvöld á Legia-leikvellinum þar sem landsleikurinn verður á miðvikudaginn.
Reynir að koma sér undan ábyrgð í umdeildum málum
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist telja að í nýrri ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sé hann að reyna að koma sér undan ábyrgð á umdeildum málum. Hann segir að hann hafi haft forystu um gerð EES-samningsins og gerð hans hafi verið mjög langt komin við ríkisstjórnarskiptin 1991. Halldór kannast heldur ekki við að ágreiningur hafi verið milli hans og Steingríms um setningu laga um stjórn fiskveiða. Í viðtali við Morgunblaðið svarar Halldór m.a. frásögn Steingríms af tilurð kvótakerfisins og EES-samningsins. Steingrímur segir í bókinni að hann hafi alla tíð haft efasemdir um kvótakerfið. Halldór hafi hins vegar knúið málið í gegn og hafi haft um það meira samráð við hagsmunaðila í sjávarútvegi en samherja sína í flokknum. Halldór segist ekki kannast við að ágreiningur hafi verið milli sín og Steingríms þegar unnið var að því að móta lög um stjórn fiskveiða. Stein?grímur hafi tekið þátt í þeirri vinnu og haft skilning á mikilvægi þess að koma sjávarútveginum út úr þeim vanda sem hann var í. "Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á því sem þeir stóðu að. Allt starfið var unnið í ríkisstjórnum sem voru meira og minna undir forystu Steingríms Hermannssonar og þar af leiðandi ber hann fulla ábyrgð á því," segir Halldór. Halldór segir ennfremur að Steingrímur hafi haft forystu um gerð EES-samningsins, en hann hafi snúist til andstöðu við hann eftir kosningarnar 1991. Málið hafi þá verið komið mjög langt og Framsóknarflokkurinn hafi farið í kosningarnar vorið 1991 undir þeim merkjum að ljúka gerð samningsins. "Þegar ég fór yfir málið eftir kosningar og það sem ég hafði sagt um það þá var mér lífsins ómögulegt að velta mér algerlega yfir á hina hliðina í afstöðu minni. Ég átti erfitt með að skilja það hvernig Steingrímur ætlaði að halda efnislega á málinu." Halldór segist telja að gagnrýni Steingríms á afstöðu Framsóknarflokksins í stóriðju- og umhverfismálum, eftir að hann lét af formennsku í flokknum, hafi verið ómakleg. "Það er alveg ljóst að það er tekið meira eftir gagnrýni fyrrverandi forystumanna en annarra í erfiðum og viðkvæmum málum. Það er afar auðvelt að nýta sér þá gagnrýni sjálfum sér til framdráttar og ég er alveg sannfærður um það að sú einkunn sem Steingrímur hefur verið að gefa okkur félögunum með ýmsum hætti hefur verið vatn á myllu andstæðinga flokksins."
Halldór Ásgrímsson segist telja að í nýrri ævisögu Steingríms Hermannssonar sé hann að reyna að koma sér undan ábyrgð á umdeildum málum. Hann segir að hann hafi haft forystu um gerð EES-samningsins. Gerð hans hafi verið mjög langt komin við ríkisstjórnarskiptin 1991. Halldór kannast heldur ekki við að ágreiningur hafi verið milli hans og Steingríms um setningu laga um stjórn fiskveiða. Steingrímur segir í bókinni að hann hafi alla tíð haft efasemdir um kvótakerfið. Halldór segist telja að gagnrýni Steingríms á afstöðu Framsóknarflokksins í stóriðju- og umhverfismálum, eftir að hann lét af formennsku í flokknum, hafi verið ómakleg.
Skoðað að fleiri ferðamenn stígi á sótthreinsimottur
Mun minni líkur eru á því að fólk sem er að koma frá öðrum löndum en Bretlandi beri gin- og klaufaveikisveiruna með sér til landsins, jafnvel þótt það hafi komið til Bretlands á ferðalagi sínu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í gær, en eins og komið hefur fram eru farþegar frá Bretlandi nú látnir stíga á sérstakar sótthreinsimottur vegna smithættu. "Ég útiloka ekki að þetta verði látið ná til fleiri farþega," sagði Halldór. "Þetta er byrjunin en við munum sjá hver þróunin verður og skoða þetta betur í kjölfarið." Halldór sagði að veiran lifði aðeins í ákveðinn tíma og ef hún ætti að berast til landsins með skófatnaði þyrfti hún að vera í tæri við lífræn efni, eins og t.d. dýrasaur. Hann sagðist ekki vita nákvæmlega hvað veiran gæti lifað lengi undir þessum kringumstæðum, en e.t.v. í nokkra daga. Hann sagði að veiran gæti einnig borist með fatnaði en að hún lifði mun skemur í honum. Halldór sagði að um leið og fólk væri farið frá Bretlandi og eitthvert annað til Evrópu áður en það kæmi hingað til lands minnkuðu líkurnar á því að það bæri veiruna með sér. Meðal annars vegna þess að lengri tími liði frá því það væri í Bretlandi og þar til það kæmi til landsins og einnig hefðu þættir eins og þurrkur og annað slíkt áhrif á veiruna. Halldór sagði að auk Íslendinga vissi hann til þess að Portúgalir og Norðmenn hefðu komið sótthreinsimottum fyrir í flugstöðvum. Að sögn Halldórs er afar brýnt að fólk komi ekki með hrátt kjöt til landsins því mikil smithætta sé fólgin í því. Hann sagði að verið væri að kanna möguleikann á því að láta ferðamenn fylla út pappíra, þar sem óskað væri eftir upplýsingum um hvað þeir hefðu meðferðis og hvaðan þeir væru að koma. Hann sagði að þetta tíðkaðist í Bandaríkjunum og Kanada en væri fremur flókið í framkvæmd og því væri þetta aðeins á byrjunarstigi hérlendis.
Mun minni líkur eru á því að fólk sem er að koma frá öðrum löndum en Bretlandi beri gin- og klaufaveikisveiruna með sér til landsins. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í gær. Eru farþegar frá Bretlandi nú látnir stíga á sérstakar sótthreinsimottur vegna smithættu. Halldór sagði að veiran lifði aðeins í ákveðinn tíma. Ef hún ætti að berast til landsins með skófatnaði þyrfti hún að vera í tæri við lífræn efni eins og t.d. dýrasaur. Halldór sagði að auk Íslendinga vissi hann til þess að Portúgalir og Norðmenn hefðu komið sótthreinsimottum fyrir í flugstöðvum.
Krafðist þess að fá einkasölusamning
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga, segir að framkvæmdastjóri Fengs (áður Bananasölunnar) hafi haft í hótunum við sig vegna þess að hann hafi ekki verið til í að gera einkasölusamning við fyrirtækið. Hafberg segir hins vegar fráleitt að setja öll fyrirtæki sem dreifa grænmeti og ávöxtum undir sama hatt. Hann hafi t.d. átt mjög góð samskipti við Mötu og Ávaxtahúsið í gegnum árin og einnig hafi verið gott að eiga viðskipti við Ágæti áður en eigendaskipti urðu á fyrirtækinu. Hafberg sagði að framkvæmdastjóri Bananasölunnar (nú Fengs) hefði árið 1998 hótað að flytja inn salat sem Hafberg hefur framleitt ef hann vildi ekki gera einkasölusamning við fyrirtækið. Hann sagði að þetta hefði gerst með þeim hætti að hann hefði komið með 40 kassa af grænmeti sem starfsfólk Bananasölunnar hefði pantað. Þá hefði nýr eigandi Bananasölunnar, Pálmi Haraldsson, komið og sagt að hann vildi ekki kaupa vöruna þar sem hann væri ekki með samning um innlegg við fyrirtækið. Hafberg sagði að eftir nokkur orðaskipti hefði hann tekið vöruna til baka og selt hana öðrum. Hafberg sagðist hafa átt mikil og góð viðskipti í gegnum árin við Mötu, Ávaxtahúsið og Ágæti. Þessi fyrirtæki hefðu alltaf reynt að koma á móts við óskir hans, en hann hefði líka lagt sig fram um að veita þeim góða þjónustu. Hafberg sagði að eftir að Bananar hf., dótturfyrirtæki Fengs, eignaðist Ágæti fyrir milligöngu Búnaðarbankans hefði orðið breyting á afstöðu fyrirtækisins. "Aðeins 10 dögum eftir að Ágæti var komið inn á gólf hjá Banönum hf. fékk ég þau skilaboð frá fyrirtækinu að það vildi ekki kaupa mína vöru vegna þess að ég vildi ekki gera einkasölusamning við fyrirtækið. Þetta gekk í nokkra daga, en síðan hafa þeir keypt af mér vegna þess að þá vantar þær grænmetistegundir sem Lambhagi framleiðir." Hafberg sagði að einkasölusamningur þýddi að hann yrði skuldbundinn til að selja aðeins einu fyrirtæki. Það þýddi að hann yrði að sætta sig við það verð og greiðsluskilmála sem það ákvæði. Þessir samningar væru andstæðir lögum. Hann sagðist einfaldlega selja þeim sem vildi kaupa. Sínir bestu viðskiptavinir hefðu verið Mata, Ávaxtahúsið og gamla Ágæti. Ekki náðist í Pálma Haraldsson, framkvæmdastjóra Fengs, í gær.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga, segir að framkvæmdastjóri Fengs hafi haft í hótunum við sig vegna þess að hann hafi ekki verið til í að gera einkasölusamning við fyrirtækið. Hafberg sagði að framkvæmdastjóri Bananasölunnar (nú Fengs) hefði árið 1998 hótað að flytja inn salat sem Hafberg hefur framleitt ef hann vildi ekki gera einkasölusamning við fyrirtækið. Hafberg sagði að einkasölusamningur þýddi að hann yrði skuldbundinn til að selja aðeins einu fyrirtæki. Það þýddi að hann yrði að sætta sig við það verð og greiðsluskilmála sem það ákvæði. Þessir samningar væru andstæðir lögum.
Laminn í höfuðið með fánastöng
Nokkuð var um líkamsárásir, þó ekki alvarlegar, í miðborginni í nótt að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarstræti en þar höfðu þrír menn lamið annan mann í höfuðið með fánastöng. Ekki fékkst lýsing á mönnunum. Maðurinn fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild. Maður var sleginn niður í götuna í Tryggvagötu í nótt. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn er. Hann var fluttur á slysadeild með áverka í andliti og baki. Ennfremur voru slagsmál milli tveggja manna við Hús málarans. Annar maðurinn fingurbrotnaði og fékk áverka í andliti. Hann kom sér sjálfur á slysadeild. Hinn var fluttur á lögreglustöð og færður heim eftir tiltal við varðstjóra. Maður var handtekinn eftir að hafa veitst að dyravörðum um klukkan hálf sjö í morgun. Ennfremur voru slagsmál við Lækjartorg rétt fyrir sjö í morgun. Átta menn tóku þátt í slagsmálunum og var einn fluttur á slysadeild. Mennirnir voru mikið ölvaðir og æstir en lögreglu tókst eftir nokkra stund að róa mannskapinn og ekki var þörf á fjöldahandtöku.
Nokkuð var um líkamsárásir, þó ekki alvarlegar, í miðborginni í nótt að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarstræti en þar höfðu þrír menn lamið annan mann í höfuðið með fánastöng. Maðurinn fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild. Maður var sleginn niður í götuna í Tryggvagötu í nótt. Hann var fluttur á slysadeild með áverka í andliti og baki.
Telja flugvél Earhart fundna
Hópur sem rannsakað hefur hvarf flugkonunnar Ameliu Earhart fyrir 64 árum telur nú að fram séu komnar vísbendingar um hvar flak flugvélar hennar sé að finna, að því er The Sunday Times greinir frá. Nýjar gervitunglamyndir sem teknar voru yfir lítilli óbyggðri baugey, sem tilheyrir lýðveldinu Kirabati í Kyrrahafi suðvestanverðu, virðast sýna ryðgaða málmhluti á kóralrifi úti fyrir strönd eyjarinnar, á svæði þar sem sagt er að sjómenn hafi einu sinni séð flak flugvélar. "Þetta eru bestu vísbendingar sem við höfum nokkurn tíma fengið," sagði Richard Gillespie, foringi hóps sem hefur leitað síðan 1989 á Nikumaroro-eyju að vísbendingum um afdrif Earharts. Earhart, sem var bandarísk, varð fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshaf. Hún og siglingafræðingur hennar, Fred Noonan, hurfu yfir Kyrrahafi 2. júlí 1937 þegar þau voru að gera tilraun til að fljúga umhverfis jörðina. Gillespie kveðst ekki geta fullyrt að um sé að ræða flakið af flugvél Earharts, sem var af gerðinni Lockheed Electra. Í næsta mánuði ætlar hann að fara fyrir köfunarleiðangri til að taka af allan vafa.
Hópur sem rannsakað hefur hvarf flugkonunnar Ameliu Earhart fyrir 64 árum telur nú að fram séu komnar vísbendingar um hvar flak flugvélar hennar sé að finna. Earhart, sem var bandarísk, varð fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshaf. Hún og siglingafræðingur hennar hurfu yfir Kyrrahafi 2. júlí 1937. Þau voru að gera tilraun til að fljúga umhverfis jörðina.
Aukin fjárþörf Tryggingastofnunar afgreidd með fjáraukalögum
Fjárþörf Tryggingastofnunar ríkisins er talin verða um þremur milljörðum króna hærri á árinu en fjárlög ráðgera. Aðalástæðan er breytingar á tekjutryggingu öryrkja í kjölfar dóms Hæstaréttar og breyting á lögum sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Þá verður kostnaður vegna lyfja mun meiri á árinu en ráðgert var. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að aukin fjárþörf verði afgreidd með fjáraukalögum á Alþingi í haust. "Öryrkjadómurinn kallar á mikil útgjöld, fyrst og fremst dómurinn sjálfur og það sem leiddi af honum, lagasetningin síðastliðið vor í kjölfar tillagna nefndar í þá átt að bæta kjör þeirra sem verst eru settir," sagði Jón Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að alltaf hefði verið reiknað með því að útvega Tryggingastofnun viðbótarheimildir vegna þessa atriðis. Heilbrigðisráðherra sagði stöðugt verið að skoða lyfjakostnað. "Lyfjaverðið er hátt hér og það hefur gengið erfiðlega að halda lyfjakostnaði innan marka fjárlaga. Aukin verðbólga og gengi hafa líka áhrif á lyfjakostnaðinn og ástæðurnar eru líka ný lyf sem stöðugt koma inn." Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sagði spá um aukna fjárþörf vera kringum þrjá milljarða en nákvæmari útreikninga væri von á næstu dögum. Um tveir milljarðar eru vegna kostnaðarhækkana í kjölfar öryrkjadómsins og annar stærsti liðurinn er lyfin. Hann sagði þessar hækkanir ekki koma á óvart vegna lagabreytinganna og ástæða hækkunar á lyfjakostnaði væri m.a. gengisbreytingar.
Fjárþörf Tryggingastofnunar ríkisins er talin verða um þremur milljörðum króna hærri á árinu en fjárlög ráðgera. Aðalástæðan er breytingar á tekjutryggingu öryrkja í kjölfar dóms Hæstaréttar og breyting á lögum sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að aukin fjárþörf verði afgreidd með fjáraukalögum á Alþingi í haust. "Öryrkjadómurinn kallar á mikil útgjöld," sagði Jón Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að alltaf hefði verið reiknað með því að útvega Tryggingastofnun viðbótarheimildir vegna þessa atriðis.
Fámennur hópur má ekki koma óorði á samfélagið
Hátt á annað hundrað manns mætti í gær á borgarafund á Patreksfirði sem boðað var til í kjölfar skemmdarverka og drykkjuláta sem hópur ungra manna stóð fyrir í bænum um liðna helgi. Fundarmenn samþykktu ályktun þar sem því var beint til bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sýslumannsins á Patreksfirði og Grunnskóla Vesturbyggðar að hafa forgöngu um stofnun starfshóps um forvarnir í sveitarfélaginu. Jafnframt skoraði fundurinn á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að aukið fé verði veitt til sýslumannsembættisins þannig að starfandi lögreglumönnum verði gert kleift að sinna þeim skyldum sem á þá eru lagðar í starfi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru það um fimmtán menn á aldrinum 18-25 ára sem stóðu fyrir skemmdarverkum í bænum um síðustu helgi. Þeir skemmdu m.a. nokkur umferðarskilti, brutu rúður í bíl og létu ófriðlega. Á fundarmönnum mátti heyra að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem umræddur hópur hefði verið til vandræða í bænum. Atburðir liðinnar helgar hefðu hins vegar fyllt mælinn. Jón B.G. Jónsson bæjarfulltrúi sagðist ekki muna eftir jafn fjölmennum borgarafundi á Patreksfirði. Í þessari góðu fundarsókn fælust skýr skilaboð. "Við sættum okkur ekki við að fámennur hópur komi slíku óorði á okkar samfélag," sagði Jón. Flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum lögðu áherslu á að efla þyrfti forvarnir í bæjarfélaginu og foreldrar yrðu að framfylgja reglum um útivistartíma barna og unglinga. Virðingarleysi gagnvart samborgurum, eigum annarra og gagnvart lögreglunni var talsvert rætt. Einn þeirra sem tóku til máls á fundinum sagði að lögreglan treysti sér jafnvel ekki til að handtaka menn sem hefðu gerst brotlegir við lögin og bæru lögreglumenn því við að þeir væru of fáliðaðir. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, benti á að hjá embættinu væru þrír lögreglumenn en þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefði ekki tekist að ráða í fjórðu stöðuna. Hann sagðist ekki ætlast til þess af lögreglumönnum að þeir færu inn í hóp 15-20 ölvaðra ungra manna. Þess væru alltof mörg dæmi að menn hefðu slasast í slíkum viðureignum. Haukur Már Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sagði atburði liðinnar helgar hafa farið alltof hátt og alltof hratt um landið en þeir gæfu alls ekki rétta mynd af samfélaginu. Hann spurði hvort slík vandamál kynnu að hafa komið upp í kyrrþey annars staðar án þess að allir fjölmiðlar landsins fylgdust með. Á Hornafirði, Selfossi og í Grafarvogi hefði samfélagið átt við svipuð vandamál að stríða og þar hefði verið tekið á málum með árangursríkum hætti. Hið sama yrði að gerast á Patreksfirði. "Við getum snúið neikvæðri umræðu upp í jákvæða þróun."
Hátt á annað hundrað manns mætti í gær á borgarafund á Patreksfirði sem boðað var til í kjölfar skemmdarverka og drykkjuláta sem hópur ungra manna stóð fyrir í bænum um liðna helgi. Skoraði fundurinn á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að aukið fé verði veitt til sýslumannsembættisins Flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum lögðu áherslu á að efla þyrfti forvarnir í bæjarfélaginu. Foreldrar yrðu að framfylgja reglum um útivistartíma barna og unglinga. Einn þeirra sem tóku til máls á fundinum sagði að lögreglan treysti sér jafnvel ekki til að handtaka menn sem hefðu gerst brotlegir. Ekki ætlast til þess af lögreglumönnum að þeir færu inn í hóp 15-20 ölvaðra ungra manna.
OECD segir hagvaxtarhorfur slæmar
Útlit er fyrir að hagvöxtur í helstu hagkerfum heims í ár verði einhver sá minnsti í tvo áratugi að mati Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Gerir stofnunin ráð fyrir því að verg landsframleiðsla vaxi aðeins um 1% að meðaltali í aðildarríkjunum 30 á þessu ári og 1,2% á því næsta. Dagblaðið Financial Times birtir í dag tölur úr væntanlegri spá OECD. Reynist þær réttar er um að ræða minnsta hagvöxt síðan árið 1982. Í spá OECD frá í maí á þessu ári var gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði að jafnaði 2% í aðildarríkjunum á þessu ári og 2,8% á árinu 2003. FT segir að tölurnar hafi verið lagðar fram á nýlegum fundi hagfræðinga OECD og embættismanna frá aðildarríkjunum. Endanlegar tölur verða birtar 20. nóvember. Samkvæmt bráðabirgðatölunum er útlit fyrir að hagkerfið í Japan dragist saman um 0,7% á þessu ári og um 0,8% á því næsta en OECD gerði í vor fyrir 1% hagvexti í ár. Þá gerir OECD nú ráð fyrir að hagvöxtur verði 0,7% í Þýskalandi í ár og 1% árið 2002, í Bandaríkjunum verði 1,1% hagvöxtur í ár og 1,3% á næsta ári. Loks gerir stofnunin ráð fyrir því að landsframleiðsla vaxi um 1,9% í Bretlandi í ár.
Útlit er fyrir að hagvöxtur í helstu hagkerfum heims í ár verði einhver sá minnsti í tvo áratugi að mati Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Gerir stofnunin ráð fyrir því að verg landsframleiðsla vaxi aðeins um 1% að meðaltali í aðildarríkjunum 30 á þessu ári og 1,2% á því næsta. Dagblaðið Financial Times birtir í dag tölur úr væntanlegri spá OECD. Reynist þær réttar er um að ræða minnsta hagvöxt síðan árið 1982.
Árið gert upp á formúluvefnum
Formúluvefur mbl.is hefur bryddað upp á þeirri nýjung að gefa lesendum sínum kost á að gera formúluárið upp. Eftir fjörlegt keppnistímabil þar sem Michael Schumacher og Ferrari unnu heimsmeistaratitlana sem í boði voru gefst lesendum tækifæri á að segja sitt álit á einu og öðru er varðar íþróttina og vertíðina í ár. Alls eru lagðar 16 spurningar fyrir lesendur og þegar niðurstöðurnar verða gerðar upp verða þær birtar í heild sinni á vefnum. Ein spurninganna snýst reyndar um hvort þeim finnist eitthvað vanta á formúluvef mbl.is og gefst þeim tækifæri á að koma með ábendingar í því sambandi. Meðal annars er spurt hver var besti ökuþórinn og hver þeirra olli mestum vonbrigðum? Hvaða kappakstur var skemmtilegastur? Var Juan Pablo Montoya besti nýliðinn eða verðskuldar einhver annar af mörgum nýjum ökuþórum þá heiðursnafnbót?, o.s.frv. Hægt er að komast í spurningalistann með því að smella á hnappinn "Árið gert upp í Formúlu-1" sem er að finna ofarlega í hægri jaðardáli formúluvefjarins.
Formúluvefur mbl.is hefur bryddað upp á þeirri nýjung að gefa lesendum sínum kost á að gera formúluárið upp. Gefst lesendum tækifæri á að segja sitt álit á einu og öðru er varðar íþróttina og vertíðina í ár. Alls eru lagðar 16 spurningar fyrir lesendur. Meðal annars er spurt hver var besti ökuþórinn og hver þeirra olli mestum vonbrigðum?
Sveinn Einarsson kjörinn í framkvændastjórn UNESCO
Ísland hlaut í dag sæti í framkvæmdastjórn Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, til næstu fjögurra ára en kjörið fór fram á 31. aðalráðstefnu stofnunarinnar sem haldin er í París. Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur verður fulltrúi Íslands í stjórninni. Ísland hefur einu sinni áður átt sæti í framkvæmdastjórninni þegar Andri Ísaksson prófessor sat þar á árunum 1983-1987. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að Ísland hafi hlotið mjög góða kosningu og lenti í þriðja sæti í sínum valhópi með 148 atkvæði, á eftir Þýskalandi sem hlaut 151 atkvæði og Tyrklandi sem hlaut 149 atkvæði og í fjórða sæti yfir heildina en Senegal hlaut flest atkvæði, eða 155. Í framkvæmdastjórn UNESCO eru 58 fulltrúar frá öllum heimshornum, en aðildarlönd UNESCO eru 189. Helmingur stjórnarmanna er kosinn á hverri aðalráðstefnu sem haldin er annað hvert ár. Framkvæmdastjórnin heldur fundi tvisvar á ári og stjórnar starfi stofnunarinnar á milli aðalráðstefna. Á 31. aðalráðstefnu UNESCO þessu sinni ber hæst umræða um DAKAR-yfirlýsinguna um grunnmenntun fyrir alla fyrir árið 2015, ályktun um menningarlega fjölbreytni, samning um menningarverðmæti í vatni, fjölbreytni tungumála í netheimum og siðfræði í lífvísindum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók þátt í sérstökum hringborðsumræðum vísindamálaráðherra um siðfræði í lífvísindum og stjórnaði lokafundi þeirra. Í starfi sínu í framkvæmdastjórn UNESCO mun Ísland leggja áherslu á að fylgja þessum málum vel eftir.
Ísland hlaut í dag sæti í framkvæmdastjórn Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, til næstu fjögurra ára. Kjörið fór fram á 31. aðalráðstefnu stofnunarinnar sem haldin er í París. Ísland hafi hlotið mjög góða kosningu og lenti í þriðja sæti í sínum valhópi með 148 atkvæði. Senegal hlaut flest atkvæði, eða 155. Framkvæmdastjórnin heldur fundi tvisvar á ári og stjórnar starfi stofnunarinnar á milli aðalráðstefna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók þátt í sérstökum hringborðsumræðum vísindamálaráðherra um siðfræði í lífvísindum og stjórnaði lokafundi þeirra.
Róleg helgi í Hafnarfirði og Garðabæ
Lögreglan í Hafnarfirði segir að helgin teljist hafa verið afar róleg í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfiði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Ekki bárust kvartanir vegna unglinga enda virtust unglingar lítið á ferð um umdæmið þessa helgi. Þá virtist ölvun einnig í lágmarki. Tvö mál tengd fíkniefnum komu til kasta lögreglunnar. Leit var gerð í tveimur bifreiðum og fundust fíkniefni og tæki til neyslu þeirra í bifreiðunum. Tvö innbrot voru tilkynnt um helgina og eru þau mál bæði í rannsókn. Fjórir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Alls voru níu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar um þessa helgi. Þar af var eitt þar sem ökumaður hafði stungið af frá vettvangi, eftir að hafa ekið á ljósastaur við Fornubúðir í Hafnarfirði. Enginn slasaðist í umferðaróhöppum þessum. Tveir brunar voru tilkynntir til lögreglu. Kviknað hafði í bifreið sem ekið var um Reykjanesbraut á móts við kirkjugarðinn. Af því hlutust óverulegar skemmdir. Þá brann við í potti, þar sem húsráðandi hafði sofnað út frá pastasuðu, aðfararnótt laugardags og voru tvær manneskjur fluttar á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Á þessum tíma hafði lögreglan auk þessa afskipti af 29 ökumönnum vegna umferðarlagabrota, þar af 15 vegna hraðaksturs.
Lögreglan í Hafnarfirði segir að helgin teljist hafa verið afar róleg í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfiði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. E Ekki bárust kvartanir vegna unglinga enda virtust unglingar lítið á ferð um umdæmið þessa helgi. Þá virtist ölvun einnig í lágmarki. Tvö mál tengd fíkniefnum komu til kasta lögreglunnar. Tvö innbrot voru tilkynnt um helgina og eru þau mál bæði í rannsókn. Fjórir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Tveir brunar voru tilkynntir til lögreglu.
Krefst þess að gjöf nunnanna sé viðurkennd
Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Samtaka um kvennaathvarf, segir að erfingjar Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið krafðir um greiðslu á þeim mun sem er á verði húss sem Samtök um kvennaathvarf keyptu undir starfsemi sína og markaðsverði hússins, en munurinn er 4,5 milljónir samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna. Málið verði sótt fyrir dómi ef þess þurfi. Erfingjarnir hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Samtök um kvennaathvarf verði borin út úr húsinu, en erfingjarnir fengu í haust forkaupsrétt sinn að húsinu viðurkenndan í Hæstarétti. Jón Steinar sagði að þetta mál snerist um hvað fælist í loforði erfingjanna um sanngjarnan frest til handa Samtökum um kvennaathvarf til þess að rýma húsið. Í dómsmálinu hefði m.a. verið tekist á um það fyrir hvorn aðilann væri bagalegra að þurfa að víkja vegna þess að það væri eitt af skilyrðunum í lögunum. Fram hefði m.a. komið að Samtök um kvennaathvarf hefðu lengi verið að leita að hentugu húsnæði og að það tæki samtökin mikinn tíma að finna nýtt húsnæði sem hentaði ef þau yrðu að fara úr húsnæðinu vegna þess að þarfir samtakanna væru sérstakar. Deilt um "sanngjarnan frest" "Við þessar kringumstæður var loforðið gefið um sanngjarnan frest. Það á svo að "efna" það loforð með því að veita tveggja mánaða frest frá uppsögu dómsins. Auðvitað hlýtur sanngjarn frestur að teljast sá frestur sem ætla má að það taki Samtök um kvennaathvarf í fyrsta lagi að finna húsnæði sem uppfyllir þessar kröfur og í öðru lagi eðlilegur tími sem það tekur að fá slíkt húsnæði afhent. Núna liggur fyrir að það er búið að gera kaupsamning um húsnæði sem tókst að finna á tiltölulega skömmum tíma. Samtökin komast inn í það á tíma sem telja má venjulegur og eðlilegur. Þetta fólk vill hins vegar samtökin út." Í Morgunblaðinu í gær er birt yfirlýsing frá Auði Einarsdóttur og Árna B. Erlingssyni sem segjast áforma að búa í húsinu. Jón Steinar sagði að í þessari yfirlýsingu væru Auður og Árni að ræða efnislega um málið sem dæmt var í Hæstarétti 20. september sl. og blanda efnisatriðum málsins við ágreining um afhendingu hússins. "Þau eru í þessari yfirlýsingu að gefa í skyn að Samtök um kvennaathvarf hafi vitað um forkaupsréttinn þegar þau festu kaup á eigninni. Þetta er algjör fjarstæða og það liggur fyrir að dómurinn í málinu er byggður á því að samtökin vissu ekki um þetta. M.a. er það þannig að í samþykktu kauptilboði er reitur fyrir skjöl sem lágu frammi og þar er ekkert svona skjal nefnt. Fasteignasalan vissi ekkert um forkaupsréttinn heldur," sagði Jón Steinar. "Dómsmálið snerist ekki bara um það hvor réttindin stæðu framar vegna ákvæðis 18. gr. þinglýsingarlaga, heldur snerist dómsmálið líka um það hvort forkaupsréttur hefði yfirleitt orðið virkur vegna þess að um örlætisgerning væri að ræða þegar St. Jósefssystur seldu samtökunum eignina á lægra verði en markaðsvirði. Sú regla gildir í lögfræði að þegar um gjöf er að ræða verður forkaupsréttur ekki virkur og það er álitamál hvenær örlætið er orðið það mikið að það valdi því að enginn forkaupsréttur verði virkur. Málið snerist ekki síður um þetta og þetta nefna þau ekki í yfirlýsingu sinni. Það er kannski vegna þess að þeim finnst eitthvað óþægilegt að upplýsa það, að það er ekki nóg með að þau hafi fengið að kaupa eignina heldur hafa þau fram að þessu ekki þurft að borga markaðsverð fyrir hana. Þau munu hins vegar verða sótt fyrir dómi um það sem á milli ber en það er samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna 4,5 milljónir. Samtök um kvennaathvarf voru þegar búin að selja eldri eign sína þegar þeim var kynntur forkaupsrétturinn og voru þess vegna búin að skuldbinda sig til að afhenda hina eignina þegar þeim var kunnugt um að forkaupsréttur var til staðar. Í þessari furðulegu yfirlýsingu er þetta fólk að dylgja um efni samtala minna við umbjóðendur mína um ráðgjöf mína til þeirra. Ég hvorki get né vil skýra frá því hvað okkur fór á milli. Ég tel það hins vegar vera smekklaust að vera með dylgjur af þessu tagi. Það er eins og þetta fólk vilji með þessum hætti gera mig að andstæðingi sínum í málinu frekar en mannúðarsamtökin Samtök um kvennaathvarf," sagði Jón Steinar. Morgunblaðið leitaði til Ágústs Einarssonar prófessors með spurningu um hvers vegna erfingjar Einars Sigurðssonar hefðu ekki gefið Samtökum um kvennaathvarf lengri frest til að rýma húsið. Hann vísaði öllum spurningum um málið til Auðar systur sinnar eða þess lögfræðings sem farið hefur með málið fyrir hönd erfingjanna.
Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Samtaka um kvennaathvarf, segir að erfingjar Einars Sigurðssonar hafi verið krafðir um greiðslu á þeim mun sem er á verði húss sem Samtök um kvennaathvarf keyptu undir starfsemi sína og markaðsverði hússins. Erfingjarnir hafa krafist þess að Samtök um kvennaathvarf verði borin út úr húsinu. Erfingjarnir fengu í haust forkaupsrétt sinn að húsinu viðurkenndan í Hæstarétti. Jón Steinar sagði að þetta mál snerist um hvað fælist í loforði erfingjanna um sanngjarnan frest til handa Samtökum um kvennaathvarf til þess að rýma húsið. "Dómsmálið snerist ekki bara um það hvor réttindin stæðu framar vegna ákvæðis 18. gr. þinglýsingarlaga". "Snerist dómsmálið líka um það hvort forkaupsréttur hefði yfirleitt orðið virkur vegna þess að um örlætisgerning væri að ræða þegar St. Jósefssystur seldu samtökunum eignina á lægra verði en markaðsvirði". "Sú regla gildir í lögfræði að þegar um gjöf er að ræða verður forkaupsréttur ekki virkur".
Samþykkt að opna Hafnarstræti á ný
Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að því að opna á ný fyrir umferð um Hafnarstræti til austurs að tillögu sjálfstæðismanna. Skipulags- og byggingarnefnd leitaði umsagnar borgarverkfræðings, sem var jákvæð, og Strætó bs., sem var neikvæð. Í umsögn borgarverkfræðings um tillöguna er rifjað upp að ástæður fyrir lokun Hafnarstrætis hafi m.a. verið þær að minni umferð yrði um Hverfisgötu sem væri of mikil á álagstímum og mengunar gætti í Hafnarstræti þegar bílaröð væri mikil. Lokunin myndi einnig auðvelda strætisvögnum að halda áætlun og auka öryggi gangandi vegfarenda. Síðan segir í umsögn borgarverkfræðings: "Þessi rök eru áfram fyrir hendi. Sé áhugi fyrir að opna götuna í tilraunaskyni og koma til móts við kaupmenn um jólin og aðra þá sem hagsmuni hafa af opnuninni verði það gert með eftirfarandi hætti sem miðar að því að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum opnunarinnar. 1.Með skiltum verði aðeins leyfð hægribeygja suður Lækjargötu. 2. Sett verði upp umferðarljós á móts við austurenda Zimsenhúss sem verði í sama fasa og ljós við Lækjargötu." Í umsögn Strætó segir að slysahætta muni skapast og að vagnar verði fyrir töfum. Einnig er talið að bílstjórar muni ekki almennt fara eftir boðmerkjum um að beygja aðeins til hægri heldur halda austur Hverfisgötu . Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögur borgarverkfræðings og þær voru aftur samþykktar á fundi borgarráðs í gær.
Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að því að opna á ný fyrir umferð um Hafnarstræti til austurs. Skipulags- og byggingarnefnd leitaði umsagnar borgarverkfræðings, sem var jákvæð, og Strætó bs., sem var neikvæð. Í umsögn Strætó segir að slysahætta muni skapast og að vagnar verði fyrir töfum. Einnig er talið að bílstjórar muni ekki almennt fara eftir boðmerkjum um að beygja aðeins til hægri heldur halda austur Hverfisgötu.
Forsætisráðherra Portúgals boðar afsögn
Antonio Guterres forsætisráðherra Portúgals sagðist myndu segja af sér embætti í kjölfar þess að flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, galt afhroð í sveitarstjórnakosningum í gær. Flokkurinnn missti meirihluta í Lissabon og fleiri stórum borgum en helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, vann sigur. Talið er líklegt að boðað verði til þingkosninga á næsta ári en kjörtímabilinu á ekki að ljúka fyrr en 2003. Ekki er hins vegar ljóst hvort Sósíalistaflokkurinn mun kjósa nýjan flokksforman. "Þetta er ósigur minn," sagði Guterres á blaðamannafundi eftir að kosningaúrslitin lágu fyrir. Guterres hefur gegnt embætti forsætisráðherra í sex ár. Búist er við að Jorge Sampaio forseti Portúgals, sem er flokksbróðir Guterres, fallist á afsögn hans. Stuðningur við stjórnarflokkinn hefur farið dvínandi að undanförnu í kjölfar versnandi efnahagsástands. Hafa sósíalistar verið gagnrýndir fyrir lausatök á ríkisfjármálum og ýmsum öðrum málum, sem farið hafa úrskeiðis. Þannig hefur tvívegis þurft að endurskoða fjárlög landsins á þessu ári eftir að í ljós kom að forsendur þeirra voru langt frá raunveruleikanum. Þá lagði stjórnin fram frumvarp sem gerði ráð fyrir stórhertum viðurlögum við ölvunarakstri en varð að draga það til baka eftir fjöldamótmæli. Það er ekki mikill hugmyndafræðilegur ágreiningur milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Báðir eru fylgjandi markaðshagkerfi og styðja áframhaldandi útvíkkun Evrópusambandsins og evrunnar og hafa lýst yfir stuðningi við herförina gegn hryðjuverkastarfsemi.
Antonio Guterres forsætisráðherra Portúgals sagðist myndu segja af sér embætti í kjölfar þess að flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, galt afhroð í sveitarstjórnakosningum í gær. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, vann sigur. Guterres hefur gegnt embætti forsætisráðherra í sex ár. Hafa sósíalistar verið gagnrýndir fyrir lausatök á ríkisfjármálum og ýmsum öðrum málum, sem farið hafa úrskeiðis.
Ekki tímabært að greina frá nafni japanska fyrirtækisins
Fulltrúar japansks fyrirtækis, sem heimsóttu Akureyri nýlega til að kanna möguleika á að setja upp verksmiðju í bænum til úrvinnslu á áli, vilja ekki láta uppi hvaða fyrirtæki hér um ræðir. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri orkusviðs Fjárfestingastofunnar, sem er til helminga í eigu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins, segir að heimsókn fulltrúanna hingað til lands hafi eingöngu verið til að kanna aðstæður og þeir séu að skoða það sama í mörgum öðrum löndum. Þetta mál sé á algjöru byrjunarstigi og fulltrúum fyrirtækisins finnist ekki tímabært að greint sé frá því hvert fyrirtækið sé. Garðar segir að vonast sé til að það liggi fyrir næstkomandi vor hvort Ísland verði áfram inni í myndinni hjá hinu japanska fyrirtæki og þá hvort fyrirtækið hafi áfram áhuga á að skoða Ísland sem möguleika. Það sé þó háð því að tímaáætlanir fyrirtækisins standist. Álið flutt inn og út aftur Hugmynd japanska fyrirtækisins gengur út á, ef af verður, að flytja ál til landsins, vinna það hér og flytja það svo út aftur sem hráefni í rafeindaíhluti. Garðar segir að flytja þurfi álið inn til landsins til þessarar hugsanlegu framleiðslu vegna þess að álið þurfi að vera í öðru formi en framleiðsla Ísals og Norðuráls er.
Fulltrúar japansks fyrirtækis, sem heimsóttu Akureyri nýlega til að kanna möguleika á að setja upp verksmiðju í bænum til úrvinnslu á áli, vilja ekki láta uppi hvaða fyrirtæki hér um ræðir. Þetta mál sé á algjöru byrjunarstigi. Vonast sé til að það liggi fyrir næstkomandi vor hvort Ísland verði áfram inni í myndinni hjá hinu japanska fyrirtæki. Hugmynd japanska fyrirtækisins gengur út á, ef af verður, að flytja ál til landsins, vinna það hér og flytja það svo út aftur sem hráefni í rafeindaíhluti.
Norsku félögin erfið
Knattspyrnusamband Íslands á í miklum erfiðleikum með að ná saman leikmannahópi fyrir Brasilíuferðina en Ísland mætir sem kunnugt er Brasilíu í vináttulandsleik í borginni Cuiaba fimmtudaginn 7. mars. Reiknað hefur verið með því að íslensku leikmennirnir í Noregi yrðu kjarninn í liðinu en í gærkvöldi hafði ekki einn einasti þeirra fengist laus frá sínu félagi. Tíu íslenskir landsliðsmenn leika í Noregi, þeir Andri Sigþórsson, Bjarni Þorsteinsson, Ólafur Stígsson, Jóhann B. Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Gylfi Einarsson, Indriði Sigurðsson, Árni Gautur Arason, Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson. Deildakeppnin í Noregi hefst ekki fyrr en um miðjan apríl en norsku félögin eru samt treg að láta þá af hendi. "Ég vona að þetta mál leysist farsællega því annars gætum við lent í langvinnum deilum við Norðmennina, sem yrði engum til góðs. Það hlýtur að vera leikmönnunum til góða að fara með okkur til Brasilíu og æfa og spila á grasi í stað þess að vera á gervigrasi í Noregi á meðan," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið í gær. Landsliðsmenn sem leika annars staðar eiga ekki heimangengt en þó er möguleiki að Heiðar Helguson fái sig lausan frá Watford til að spila. Landsliðið fer til Brasilíu á sunnudaginn kemur, 3. mars, og kemur aftur viku síðar, 10. mars.
Ísland mætir sem kunnugt er Brasilíu í vináttulandsleik í borginni Cuiaba fimmtudaginn 7. mars. Reiknað hefur verið með því að íslensku leikmennirnir í Noregi yrðu kjarninn í liðinu. Í gærkvöldi hafði ekki einn einasti þeirra fengist laus frá sínu félagi. Deildakeppnin í Noregi hefst ekki fyrr en um miðjan apríl en norsku félögin eru samt treg að láta þá af hendi.
Belgi handtekinn í tengslum við morðið á Masood
Belgíska lögreglan hefur handteikið karlmann sem sakaður er um að hafa aðstoðað við skipulagningu morðsins á Ahmad Shah Masood, helsta andstæðingi talibanastjórnarinnar í Afganistans, að því er segir í frétt Reuters. Lögregla handtókn Amor ben Mohamed Sliti vegna kæru um fals og meinsæri eftir að hann var framseldur frá Hollandi, að því er talsmaður saksóknara greindi frá. Sliti, 43 ára, var eftirlýstur í Belgíu í tengslum við rannsókn á fölsuðum vegabréfum sem ku hafa verið notuð af tveimur morðingjum Masoods, sem þóttust vera belgískir blaðamenn en sprengdu sig í loft upp þar sem þeir voru að taka viðtal við Masood í september sl. Sliti, sem er belgískur ríkisborgari af túnískum uppruna, var handtekinn af hollensku lögreglunni á Schiphol-flugvelli á þriðjudag við komuna frá Teheran í Íran. Hann var svo framseldur til Belgíu í gær. Sliti fór sjálfviljugur til Evrópu eftir að hafa verið haldið í fangelsi í Teheran ásamt öðrum útlendingum sem handteknir voru þegar þeir komu til Írans frá Pakistan. Hann var ásamt öðrum útlendingum grunaður um að hafa barist við hlið talibana.
Belgíska lögreglan hefur handteikið karlmann sem sakaður er um að hafa aðstoðað við skipulagningu morðsins á Ahmad Shah Masood, helsta andstæðingi talibanastjórnarinnar í Afganistans. Lögregla handtókn Amor ben Mohamed Sliti vegna kæru um fals og meinsæri. Sliti var eftirlýstur í Belgíu í tengslum við rannsókn á fölsuðum vegabréfum sem ku hafa verið notuð af tveimur morðingjum Masoods.
ResMed undirbýr yfirtöku á Flögu
Viðræður standa þessa dagana yfir um yfirtöku bandaríska fyrirtækisins ResMed á Flögu hf. en ResMed hefur um þriggja ára skeið átt 10% eignarhlut í Flögu. ResMed vinnur nú að því að gera öðrum hluthöfum Flögu yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra. Fyrirhugað tilboðsverð fæst ekki uppgefið. Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Flögu, segir viðræðurnar langt komnar. Nú sé unnið að lögfræðilegum atriðum hvað tilboðið varðar. Hann gerir ráð fyrir að ResMed muni að öllum líkindum gera hluthöfum Flögu tilboð og að það verði þá lagt fram í byrjun apríl. "Samstarf okkar við ResMed hefur verið mjög náið á ýmsum sviðum þau undanfarin þrjú ár sem liðin eru frá því að þeir keyptu 10% hlut í Flögu. Við lítum á þetta sem staðfestingu á því að samstarfið hefur gengið mjög vel," segir Svanbjörn. Hann segir ennfremur að ef af yfirtöku verður muni Flaga verða rekin sem sjálfstætt dótturfélag ResMed. Ekki sé gert ráð fyrir neinni breytingu á starfsemi félagsins. "Þvert á móti opnar þetta ýmis tækifæri þar sem starfsfólk okkar verður hluti af stóru og öflugu alþjóðlegu fyrirtæki." Flaga þróar, framleiðir og selur um allan heim tæki og hugbúnað til rannsókna á svefntruflunum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 65 talsins og hluthafar eru alls 435, þar á meðal eru flestir starfsmanna. ResMed framleiðir tæki til meðferðar á kæfisvefni og eru hlutabréf félagsins skráð í NYSE-kauphöllinni í New York. Um 1.100 starfsmenn starfa á vegum félagsins um allan heim en markaðsvirði ResMed nemur um 1,3 milljörðum Bandaríkjadala, sem svara til um 130 milljarða íslenskra króna.
Viðræður standa þessa dagana yfir um yfirtöku bandaríska fyrirtækisins ResMed á Flögu hf. en ResMed hefur um þriggja ára skeið átt 10% eignarhlut í Flögu. ResMed vinnur nú að því að gera öðrum hluthöfum Flögu yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra. Fyrirhugað tilboðsverð fæst ekki uppgefið. Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Flögu, segir viðræðurnar langt komnar. Hann gerir ráð fyrir að ResMed muni að öllum líkindum gera hluthöfum Flögu tilboð og að það verði þá lagt fram í byrjun apríl. Hann segir ennfremur að ef af yfirtöku verður muni Flaga verða rekin sem sjálfstætt dótturfélag ResMed. Flaga þróar, framleiðir og selur um allan heim tæki og hugbúnað til rannsókna á svefntruflunum.
Stóriðja í formi fiskeldis
Alþingi samþykkti lög um eldi nytjastofna sjávar fyrr í þessum mánuði. Markmið laganna er meðal annars að stuðla að ábyrgu eldi nytjastofna og tryggja verndun villtra nytjastofna. Um þetta er fjallað á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins og segir þar meðal annars: "Áhugi á þorskeldi fer ört vaxandi á Íslandi rétt eins og erlendis, t.d. í löndum eins og Noregi, Skotlandi og Kanada. Í Noregi er jafnvel gert ráð fyrir að framleiðsla þorskseiða verði um 50 milljónir árið 2005 og framleiðsla á eldisþorski verði allt að 150 þúsund tonnum árið 2007. Í ljósi mikilvægis sjávarútvegs fyrir Íslendinga er það í hæsta máta eðlilegt að tekið verði þátt í þessu starfi af fullum þunga. Heildstæð stefnumótun í málaflokknum er afar mikilvæg og fól sjávarútvegsráðherra Ólafi Halldórssyni fiskifræðingi, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarðar hf., að koma fram með hugmyndir að leiðum til uppbyggingar þorskeldis á Íslandi. Í skýrslu Ólafs til sjávarútvegsráðherra kemur fram að þorskeldi sem atvinnugrein verði ekki byggt upp hér á landi nema stórfelld framleiðsla þorskseiða komi til. Við þá uppbyggingu er mikilvægt að reynsla Hafrannsóknastofnunarinnar, Fiskeldis Eyjafjarðar hf. og erlenda fyrirtækisins Okeanos Ltd. muni nýtast til fulls. Gert er ráð fyrir að sérstakt fyrirtæki, sem yrði í eigu einkaaðila með aðkomu hins opinbera sjái um seiðaframleiðsluna og í fyrstu yrði stefnt að uppbyggingu stöðvar sem geti framleitt allt að 10 milljónum seiða á ári. Einnig er gert ráð fyrir að framlög hins opinbera til uppbyggingar þorskeldis fari í fjárfestingar og rannsóknaverkefni tengd seiðaframleiðslu ásamt öðrum brýnum rannsóknaverkefnum sem miðast fyrst og fremst að því að stytta eldisferilinn og lækka með því framleiðslukostnað. Matfiskeldi á þorski muni á hinn bóginn fara fram í sjókvíum með sama hætti og eldi á laxi. Þar sem athuganir benda til að nauðsynleg arðsemi náist ekki nema í stórum stöðvum með 2 til 3 þúsund tonna ársframleiðslu, verður uppbygging þeirra og eignarhald að vera í eigu sjávarútvegsfyrirtækja og annarra einkafjárfesta sem hafa bolmagn til umtalsverðra fjárhagslegra skuldbindinga meðan á uppbyggingu stendur. Þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er einnig mikilvæg í ljósi samlegðaráhrifa veiða, vinnslu og markaðssetningar þorskafurða. Þegar höfð er í huga sú hraða aukning sem hefur átt sér stað í fiskeldi á undanförnum árum ásamt áformum annarra þjóða um stórfellt þorskeldi verða Íslendingar að setja sér markmið í þessum málaflokki sem hafa að inntaki að hlutdeild okkar og áhrif á þorskmörkuðum minnki ekki frá því sem nú er." Það er alveg ljóst að aukið framboð á fiskmeti fæst ekki nema með auknu eldi. Hinn gífurlegi vöxtur laxeldis í Noregi, Færeyjum, Skotlandi og Chile, svo dæmi séu tekin, er gott dæmi um það sem hægt er að gera. Þá hefur eldi á tegundum eins og beitarfiski og leirgeddu aukizt mjög hratt. Aðstæður til eldis hér við land, hvort sem um er að ræða lax- eða þorskeldi virðast góðar og benda má á að Ísland elur meira af bleikju en nokkurt annað land í heiminum. Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af sölu sjávarafurða og því ætti ekki að vera vandamál að selja afurðirnar. Í fljótu bragði virðist vexti í eldinu í heiminum vera litlar skorður settar. En til þess gæti komið þar sem fiskimjöl og lýsi er nauðsynlegur þáttur í fiskifóðrinu. Með vaxandi eldi hefur eftirspurn aukizt og verð á þessum afurðum farið hækkandi. Við búum við þær aðstæður að veiða um milljón tonn af loðnu árlega auk síldar og kolmunna, sem fer einnig til bræðslu. Það hlýtur að borga sig í framtíðinni að breyta loðnunni í verðmætari afurðir eins og lax og þorsk fyrir útflutning. Það er athyglivert að sá hvað fiskeldi í Færeyjum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum, en þeir ala nú um 40.000 árlega og stefna í 150.000 tonn. Fiskeldið í Færeyjum er stóriðjan þeirra, en mörg hundruð manns vinna við það eða tengda starfsemi. Þannig gæti fiskeldið einnig orðið stóriðja Austfirðinga og Vestfirðinga takist vel til. Það er því ástæða til að hvetja til uppbyggingar eldis á þorski og laxi í stórum stíl, en bezt er þó kapp með forsjá. hjgi@mbl.is
Alþingi samþykkti lög um eldi nytjastofna sjávar fyrr í þessum mánuði. Markmið laganna er meðal annars að stuðla að ábyrgu eldi nytjastofna og tryggja verndun villtra nytjastofna. Fól sjávarútvegsráðherra Ólafi Halldórssyni fiskifræðingi að koma fram með hugmyndir að leiðum til uppbyggingar þorskeldis á Íslandi. Í skýrslu Ólafs til sjávarútvegsráðherra kemur fram að þorskeldi sem atvinnugrein verði ekki byggt upp hér á landi nema stórfelld framleiðsla þorskseiða komi til. Gert er ráð fyrir að sérstakt fyrirtæki, sem yrði í eigu einkaaðila með aðkomu hins opinbera sjái um seiðaframleiðsluna. Í fyrstu yrði stefnt að uppbyggingu stöðvar sem geti framleitt allt að 10 milljónum seiða á ári. Matfiskeldi á þorski muni á hinn bóginn fara fram í sjókvíum með sama hætti og eldi á laxi. Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af sölu sjávarafurða. Fiskeldið í Færeyjum er stóriðjan þeirra, en mörg hundruð manns vinna við það eða tengda starfsemi. Þannig gæti fiskeldið einnig orðið stóriðja Austfirðinga og Vestfirðinga takist vel til.
Gallup mælir Sjálfstæðisflokk með meirihluta í Reykjanesbæ
Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður úr skoðanakönnun Gallups sem gerð var fyrir Víkurfréttir 30. apríl til 5. maí sl. D-listinn fær í könnuninni 50,9%, S-listinn 31,5% og B-listi 17,6%. Úrtakið var 600 manns í Reykjanesbæ. Svarhlutfall var 71,3%, óákveðnir 24,3% en 4,4% ætla að skila auðu eða kjósa ekki. Miðað við úrslit kosninganna fyrir fjórum árum bæta Sjálfstæðismenn við sig tæpum 6 prósentustigum. Þá fengu þeir 45% atkvæða og 5 menn kjörna en fengju nú samkvæmt könnuninni 50,9% og sex menn kjörna. Samfylkingin tapar 5,5 prósentustigum frá því 1998 og einum manni. Flokkurinn var með 37% árið 1998 og fjóra menn. Framsókn er með nær sama fylgi og í kosningunum 1998, fékk þá 18% en fær samkvæmt Víkurfréttakönnuninni nú 17,6% og tvo menn. Könnunin bendir til að slagur standi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um bæjarfulltrúa sem annað hvort gæti gefið D-lista hreinan meirihluta eða S-lista fjórða manninn. Frétt Víkurfrétta um fylgi flokka í Reykjanesbæ
Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður úr skoðanakönnun Gallups. Miðað við úrslit kosninganna fyrir fjórum árum bæta Sjálfstæðismenn við sig tæpum 6 prósentustigum. Könnunin bendir til að slagur standi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um bæjarfulltrúa sem annað hvort gæti gefið D-lista hreinan meirihluta eða S-lista fjórða manninn.
Forsætisráðherra Hollands í Srebrenica
Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, hét því í dag að Hollendingar myndu taka þátt í endurbyggingu borgarinnar Srebrenica, í austurhluta Bosníu, en hollesk yfirvöld vonast til þess að geta með því bætt fyrir það að hollenskum friðargæsluliðum tókst ekki að koma í veg fyrir fjöldamorð á 8.000 karlmönnum í bænum árið 1995. Kok er nú í heimsókn í Srebrenica þar sem hann lýsti í dag hryggð sinni yfir því að hollenskir friðargæsluliðar, sem sáu um friðargæslu í borginni, skyldu ekki geta bjargað lífi mannanna. "Þetta var svört síða í sameiginlegri sögu okkar, því alþjóðasamélaginu mistókst að gera það sem það átti að gera," sagði hann. "Hollandi mistókst, sem hluta af alþjóðasamfélaginu, að tryggja öryggi fólks sem taldi sig öruggt." Ríkisstjórn Koks sagði af sér í apríl eftir að hún var harðlega gagnrýnd í skýrslu um atburðina í Srebrenica. Kok hefur hins vegar vísað því á bug að Hollendingar hafi borið ábyrgð á blóðbaðinu og sagt að þeir beri einungis að hluta til pólitíska ábyrgð á þeim aðstæðum sem mynduðust á svæðinu. 200.000 manns létu lífið í Bosníustríðinu en það stóð í tæp fjögur ár.
Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, hét því í dag að Hollendingar myndu taka þátt í endurbyggingu borgarinnar Srebrenica. Hollesk yfirvöld vonast til þess að geta með því bætt fyrir það að hollenskum friðargæsluliðum tókst ekki að koma í veg fyrir fjöldamorð á 8.000 karlmönnum í bænum árið 1995. Ríkisstjórn Koks sagði af sér í apríl eftir að hún var harðlega gagnrýnd um atburðina í Srebrenica.
Suu Kyi ferðast út fyrir Rangoon
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, yfirgaf höfuðborgina Rangoon í dag til að ferðast til Thamanya-fjalls. Þetta er fyrsta ferð Suu Kyi út fyrir höfuðborgina frá því henni var sleppt úr stofufangelsi 6. maí sl. Suu Kyi, sem er 56 ára, yfirgaf heimili sitt kl. 6 í morgun að staðartíma, eða kl. 23:30 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Hún ók á brott í bifreið sinni en henni fylgdu þrír aðrir bílar. Í hinum þremur bílnum voru varaformaður Þjóðarhreyfingar fyrir lýðræði, flokks Suu Kyi, Tin Oo og eiginkona hans, háttsettir félagar í flokknum, ungliðar í flokknum og læknir. Suu Kyi lét ekki vita af ferðalagi sínu, líklega til að hindra að stór hópur stuðningsmanna og blaðamanna myndi elta hana. Herforingjastjórn Búrma setti Suu Kyi í stofufangelsi í september árið 2000 en lét hana lausa eftir nítján mánuði. Áður sat hún í stofufangelsi frá 1989 til 1995 en á þeim tíma var hún sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Hún hyggst dvelja eina nótt í Thamanya, 160 km austur af Rangoon, og snúa aftur heim á morgun.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, yfirgaf höfuðborgina Rangoon í dag til að ferðast til Thamanya-fjalls. Þetta er fyrsta ferð Suu Kyi út fyrir höfuðborgina frá því henni var sleppt úr stofufangelsi 6. maí sl. Hún hyggst dvelja eina nótt í Thamanya og snúa aftur heim á morgun.
Iðnaðarráðherra telur ert að huga að valdmörkum
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur að vert væri að huga að því hvort breytinga sé þörf á innbyrðis valdmörkum stjórnar og framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, að því er fram kom í ávarpi hennar á ársfundi Byggðastofnunar í Hnífsdal í gær. Jón Sigurðsson hagfræðingur er nýr formaður stjórnar Byggðastofnunar og Aðalsteinn Þorsteinsson, yfirmaður lögfræðisviðs stofnunarinnar, hefur verið settur forstjóri hennar, en staðan verður auglýst síðar. "Í fjármálafyrirtækjum er meginreglan sú að afgreiðsla einstakra erinda eða lánveitingar eru á könnu framkvæmdastjóra/bankastjóra, en stjórn sinnir almennri stefnumótun, t.d. setningu almennra útlánareglna. Með setningu núgildandi laga um Byggðastofnun var að nokkru leyti komið á hliðstæðri verkaskiptingu, þar eð heimild var sett inn í 11. gr. laganna þess efnis að stjórn stofnunarinnar geti falið forstjóra að taka ákvarðanir um einstakar lánveitingar. Ef til vill mætti ganga lengra í þessum efnum," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, meðal annars í ávarpi sínu á ársfundinum. Í ársskýrslu Byggðastofnunar kemur fram að útlán stofnunarinnar námu 1,8 milljörðum kr. á árinu 2001. Ógreidd lánsloforð námu um 1.000 milljónum króna um áramót og var ónotuð lántökuheimild 1.100 milljónir kr. sem færist yfir á næsta ár.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur að vert væri að huga að því hvort breytinga sé þörf á innbyrðis valdmörkum stjórnar og framkvæmdastjóra Byggðastofnunar. Jón Sigurðsson hagfræðingur er nýr formaður stjórnar Byggðastofnunar og Aðalsteinn Þorsteinsson, yfirmaður lögfræðisviðs stofnunarinnar, hefur verið settur forstjóri hennar Í ársskýrslu Byggðastofnunar kemur fram að útlán stofnunarinnar námu 1,8 milljörðum kr. á árinu 2001.
Frestun fundarins ólögmæt
Í kjölfar ákvörðunar stjórnar SPRON um frestun fundar stofnfjárfesta á morgun sendu stofnfjárfestarnir fimm, sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Stjórn SPRON hefur nú sent frá sér tilkynningu um að afboðaður sé fundur stofnfjáreigenda sem boðaður hafði verið með dagskrá á löglegan hátt og halda skyldi næstkomandi föstudag. Í tilkynningu frá stjórninni er ekki tilgreind ný tímasetning fundarins. Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun segir stjórnin vera að nauðsynlegt sé að svar Fjármálaeftirlitsins við erindi okkar frá 25. 6. 2002 um kauptilboð í stofnfjárhluti SPRON liggi fyrir. Af þessu tilefni skal tekið fram, að engin þörf er á að afboða fundinn af þessari ástæðu. Fyrir honum liggja þrjár tillögur, svo sem greint var í fundarboði, og eru engir annmarkar á að unnt sé að ganga til afgreiðslu þeirra, þó að svar Fjármálaeftirlisins við erindi okkar liggi ekki fyrir. Afboðun stjórnar SPRON á fundinum er að okkar mati andstæð lögum og samþykktum sparisjóðsins. Stjórn hans getur ekki fallið frá því að halda löglega boðaðan fund af þeirri ástæðu einni, að hún efist um framgang þeirra mála sem hún hyggst leggja þar fyrir. Beinum við þeim eindregnu tilmælum til stjórnarinnar að hún hverfi frá ólögmætri ákvörðun sinni um afboðun fundarins og haldi hann svo sem skylt er, enda verður að telja það keppikefli að ágreiningsmál innan sparisjóðsins séu leyst á vettvangi hans sjálfs. Verði stjórn sparisjóðsins ekki við þessum tilmælum munum við leita allra löglegra leiða til að krefjast fundar svo fljótt sem verða má til afgreiðslu á þeim dagskrárefnum sem boðuð höfðu verið." Ekki verið að tæma SPRON Stofnfjáreigendurnir fimm sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON sendu í gær einnig frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í yfirlýsingu frá formanni stjórnar SPRON sem birtist í Morgunblaðinu í dag kemur fram að verið sé að afhenda stofnfjáreigendum einn og hálfan milljarð króna af eigin fé SPRON og að ef Fjármálaeftirlitið geri ekki athugasemdir við kaupin verði hægt að tæma alla sparisjóði á landinu með sama hætti. Þessi fullyrðing er röng. Ekki er greidd króna úr SPRON í þessum viðskiptum heldur koma peningarnir úr Búnaðarbankanum og renna til stofnfjáreigenda ef af verður. Stofnfjáreigendur eru einungis að selja eigur sínar og það getur enginn sett hömlur á að þeir selji þær gegn sanngjarnri greiðslu enda er eignarrétturinn tryggður í stjórnarskrá. Við höfum ekki haldið því fram að stjórn SPRON fari ekki að lögum við fyrirhugaða hlutafjárvæðingu heldur að hún hafi ekki fundið bestu leiðina fyrir stofnfjáreigendur til að viðhalda verðmæti eignar þeirra. Við setjum ekki heldur út á stjórn sparisjóðsins sem hefur verið með ágætum. Við teljum okkur einungis hafa fundið mun betri leið til að fá sanngjarnt verð fyrir framlag stofnfjáreigenda sem er eina féð sem greitt hefur verið til sparisjóðsins í gegn um tíðina. Enginn annar aðili hefur lagt fram það fé sem hefur myndað eigið fé SPRON. Rétt er að taka fram að við höfðum samband við fjármálaeftirlitið og kynntum því málið áður en tilboðið var gert opinbert en tilboðið er meðal annars háð samþykki fjármálaeftirlitsins. Ennfremur skal það tekið fram að ákvæði er í samningi við Búnaðarbankann um að ekki verði breyting á högum starfsmanna vegna fyrirhugaðra kaupa Búnaðarbankans á SPRON. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefnum Stofnfé.is, vefslóðinni www.stofnfe.is."
Í kjölfar ákvörðunar stjórnar SPRON um frestun fundar stofnfjárfesta á morgun sendu stofnfjárfestarnir fimm, sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON, frá sér yfirlýsingu. "Í tilkynningu frá stjórninni er ekki tilgreind ný tímasetning fundarins". "Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun segir stjórnin vera að nauðsynlegt sé að svar Fjármálaeftirlitsins við erindi okkar frá 25. 6. 2002 um kauptilboð í stofnfjárhluti SPRON liggi fyrir". "Af þessu tilefni skal tekið fram, að engin þörf er á að afboða fundinn af þessari ástæðu". "Afboðun stjórnar SPRON á fundinum er að okkar mati andstæð lögum og samþykktum sparisjóðsins". Stofnfjáreigendurnir fimm sem gert hafa tilboð í allt stofnfé SPRON sendu í gær einnig frá sér yfirlýsingu: "Stofnfjáreigendur eru einungis að selja eigur sínar og það getur enginn sett hömlur á að þeir selji þær gegn sanngjarnri greiðslu enda er eignarrétturinn tryggður í stjórnarskrá".
Spánarfarar rólegir þrátt fyrir sprengjutilræði
Ekki virðist sem sprengjutilræði og sprengjufundur á Spáni að undanförnu hafi valdið skelfingu meðal Íslendinga sem þar eru staddir og virðast þeir ekki láta fréttir af þessum atburðum aftra sér frá því að fara til Spánar. Á föstudag sprakk sprengja við skyndibitastað í miðbæ Torrevieja án þess að nokkur slasaðist þó. Tveir Íslendingar í fríi urðu vitni að sprengingunni og olli hún mikilli eyðileggingu. Í strandbænum Santa Pola skammt austur af Torrevieja, þar sem talsvert er um Íslendinga, sprakk sprengja um verslunarmannahelgina með þeim afleiðingum að tveir létust og 40 særðust. Á mánudag fannst síðan sprengja í Santa Pola, grafin í sandi nálægt næturklúbbi á Costa Blanca. Lögreglan fann sprengjuna í bakpoka eftir ábendingu í símtali og var hún gerð óvirk. Jóna Gylfadóttir, starfsmaður Félags húseigenda á Spáni, sem búsett er í Guardamar um 15 km fyrir norðan Torrevieja, segir þessa atburði vissulega hafa verið óhugnanlega og Íslendingarnir tali um atburðina með óhug í brjósti. "En þetta er ekkert sem stoppar fólk á leiðinni í sumarfríið," segir hún. "Í kvöld eru t.d. að koma hátt í 200 manns." Baldvin Smári Matthíasson, starfsmaður FHS, sem hefur talsverð samskipti við Íslendinga á þessum slóðum, tekur í sama streng og segir atburðina ekki raska ró fólks að miklu leyti. "Þetta er einangrað tilfelli með Santa Pola og sprengjan í Torrevieja var kynnt, þannig að það tókst að rýma svæðið og enginn slasaðist. Þessu fylgir vissulega óhugnaður en hefur þó ekki þannig áhrif að fólk þori ekki út á kvöldin eða fljúgi heim," segir Baldvin Smári.
Ekki virðist sem sprengjutilræði og sprengjufundur á Spáni að undanförnu hafi valdið skelfingu meðal Íslendinga sem þar eru staddir. Jóna Gylfadóttir, starfsmaður Félags húseigenda á Spáni, segir þessa atburði vissulega hafa verið óhugnanlega. Íslendingarnir tali um atburðina með óhug í brjósti. "En þetta er ekkert sem stoppar fólk á leiðinni í sumarfríið," segir hún. Baldvin Smári Matthíasson sem hefur talsverð samskipti við Íslendinga á þessum slóðum tekur í sama streng og segir atburðina ekki raska ró fólks að miklu leyti.
Hætt að reyna að verja fornfrægt óperuhús í Dresden
Björgunarsveitir í Dresden í austurhluta Þýskalands gáfust í dag upp við að reyna að verja Semper óperuhúsið fyrir Saxelfi en yfirborð árinnar fór upp fyrir 9 metra í dag og er búist við að það hækki enn meira þegar líður á daginn. Áður hefur áin orðið mest árið 1845 þegar yfirborð hennar hækkaði um 8,77 metra í Dresden. Borgaryfirvöld segja að enga þýðingu hafi lengur að dæla vatni út úr óperuhúsinu. "Hvert ættum við svo sem að dæla því?" spurði talsmaður innanríkisráðuneytis Saxlands. Semper óperuhúsið, sem reist var á miðri 19. öld, er eitt af frægustu húsum í Dresden. Borgin gekk undir nafninu Flórens við Saxelfi áður en hún var nánast lögð í rúst í loftárásum bandamanna meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Óperuhúsið skemmdist mikið og var ekki opnað aftur fyrr en árið 1985 eftir umfangsmikla endurbyggingu. Vatn byrjaði að renna inn í kjallara hússins fyrir nokkrum dögum og hófust starfsmenn þá handa við að flytja dýrmæta muni úr húsinu til svæða sem flóðið nær ekki til. Um 30.000 manns var í morgun skipað að yfirgefa heimili sín í miðborg Dresden vegna flóðanna en 20.000 manns höfðu þá þegar yfirgefið borgina. Kort: Flóðasvæðin í Evrópu
Björgunarsveitir í Dresden í austurhluta Þýskalands gáfust í dag upp við að reyna að verja Semper óperuhúsið fyrir Saxelfi. Yfirborð árinnar fór upp fyrir 9 metra í dag og er búist við að það hækki enn meira þegar líður á daginn. Um 30.000 manns var í morgun skipað að yfirgefa heimili sín í miðborg Dresden vegna flóðanna en 20.000 manns höfðu þá þegar yfirgefið borgina.
Vantar tillit til umhverfisverndar
Alþjóðleg þingmannasamtök er berjast fyrir löggjöf sem stuðli að jafnvægi í náttúrunni, GLOBE, sendu í sumar Efnahags- og þróunarstofnuninni (OECD) bréf þar sem gagnrýnt var að alþjóðlegar reglur um útflutningsaðstoð við fátæk lönd tækju ekki nægilegt tillit til sjónarmiða umhverfisverndar. Var sagt að reglurnar væru oft í ósamræmi við samþykktir sem aðildarríki OECD undirrituðu fyrir tíu árum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro um sjálfbæra þróun. Bréfið var sent Donald Johnston, framkvæmdastjóra OECD, og ritaði alls 31 þingmaður undir það. Meðal þeirra var Kristján Pálsson alþingismaður sem er einn af liðsmönnum GLOBE. Johnston var hvattur til að koma á fót nýjum vinnuhópi um fjárstuðning við útflutning og sjálfbæra þróun þar sem lítill árangur hefði orðið af starfi OECD á þessu sviði fram til þessa er stýrt hefði verið af sérstakri nefnd á vegum stofnunarinnar. Tillögur nefndarinnar um umbætur á þessu sviði fullnægðu alls ekki kröfum sem ráðherrar OECD-landanna hefðu samþykkt á fundi sínum í tengslum við G-8-fund árið 1999. Vissulega hefðu 24 stofnanir er annast fyrirgreiðslu til útflutnings í þróunarlöndum náð samkomulagi um drög að vinnureglum í desember 200. En talsmenn GLOBE segja að það hafi umræddar stofnanir gert vegna þess að drögin hafi ekki gert ráð fyrir neinum breytingum. Á hinn bóginn hafi Japanir samþykkt skýrar vinnureglur sem alþjóðlegar umhverfisstofnanir álíti að séu til fyrirmyndar. GLOBE-samtökin segja að opinberar stofnanir sem veita útflutningsgreinum fjárhagsaðstoð grafi með stefnu sinni undan alþjóðlegum samþykktum um umhverfisvernd sem gerðar hafi verið frá lokum Rio-ráðstefnunnar "með því að fjármagna útflutning er byggist á aðferðum sem oft eru í ósamræmi við grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar". Hvatt er til þess að tekið verði á þessum málum á alþjóðaráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í Jóhannesarborg í næstu viku.
Alþjóðleg þingmannasamtök er berjast fyrir löggjöf sem stuðli að jafnvægi í náttúrunni, GLOBE, sendu í sumar Efnahags- og þróunarstofnuninni (OECD) bréf þar sem gagnrýnt var að alþjóðlegar reglur um útflutningsaðstoð við fátæk lönd tækju ekki nægilegt tillit til sjónarmiða umhverfisverndar. Var sagt að reglurnar væru oft í ósamræmi við samþykktir sem aðildarríki OECD undirrituðu fyrir tíu árum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro um sjálfbæra þróun. Bréfið var sent Donald Johnston, framkvæmdastjóra OECD, og ritaði alls 31 þingmaður undir það. Meðal þeirra var Kristján Pálsson alþingismaður sem er einn af liðsmönnum GLOBE. GLOBE-samtökin segja að opinberar stofnanir sem veita útflutningsgreinum fjárhagsaðstoð grafi með stefnu sinni undan alþjóðlegum samþykktum um umhverfisvernd sem gerðar hafi verið frá lokum Rio-ráðstefnunnar.
Tungufljótið að kvikna
Þokkalega hefur aflast í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu síðustu daga að sögn Hafsteins Jóhannessonar, formanns Stakks í Vík, sem hefur hluta veiðileyfa í fljótinu á sinni könnu. Tungufljót er ein helsta sjóbirtingsá landsins og meira þekkt fyrir stóra fiska en marga. Segir Hafsteinn birting vera víða í ánni og sé óhætt að segja að fiskur sé óvenju snemma á ferð í ánni, sem fær yfirleitt ekki fyrstu almennilegu göngur sínar fyrr en vel er liðið á september. Nú var hins vegar byrjaður að veiðast birtingur síðustu daga í ágúst. p>Hafsteinn lét þess þó getið að fáir stórir væru komnir á land, þó einn 10 til 12 punda, en mest veiddist 2 til 6 punda fiskur eins og sakir standa. Sem fyrr segir er fiskur víða og nefndi hann Breiðufor, Brúarhyl og Fitjabakka sem líflegustu staðina. Laxar í Hörgsá Skammt austar er Hörgsá á Síðu, einnig þekkt sjóbirtingsá, en mun smærra vatnsfall. Þar er birtingur byrjaður að veiðast, t.d. náðust þar tveir á eina stöng fyrir skömmu, fjögurra punda, og ennfremur hafa veiðst nokkrir laxar að undanförnu. Sama dag settu menn t.d. í tvo og náðu öðrum og tveimur dögum áður veiddust tveir. Það sama hefur heyrst frá efri hluta Hörgsár, þangað fór heimamaður fyrir skemmstu, veiddi þrjá laxa og sá laxa víða. Fyrsta skotið í Stóru Laxá Í lok síðustu viku kom fyrsta skotið á neðstu svæðum Stóru Laxár er 11 laxar veiddust. Nokkrir 10 til 13 punda voru stærstir og flestir laxanna veiddust á ólíklegum stað, Reykjabakka.
Þokkalega hefur aflast í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu síðustu daga að sögn Hafsteins Jóhannessonar, formanns Stakks í Vík. Tungufljót er ein helsta sjóbirtingsá landsins. Segir Hafsteinn birting vera víða í ánni og sé óhætt að segja að fiskur sé óvenju snemma á ferð í ánni. Skammt austar er Hörgsá á Síðu en mun smærra vatnsfall. Þar er birtingur byrjaður að veiðast.
Keppnin hundsuð vegna dauðadóms
Ungfrú Sviss ákvað um síðustu helgi að hundsa fegurðarkeppnina Ungfrú heimur, sem haldin verður í Nígeríu í nóvember. Með því vill hún mótmæla því, að nígerísk kona var dæmd til dauða fyrir að eiga barn utan hjónabands. Fjölgar þeim nú dag frá degi fegurðardrottningunum, sem ætla ekki að mæta til keppninnar, og er hart lagt að skipuleggjendum hennar að finna henni annan vettvang. "Mér finnst sem það jafngilti stuðningi við þessa villimennsku, færi ég til Nígeríu," sagði Nadine Vinzens, svissneska fegurðardrottningin, þegar hún ákvað að gera það sama og stöllur hennar í Belgíu, Frakklandi, Fílabeinsströndinni, Kenýa og Noregi en auk þess eru fegurðardrottningarnar í Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi, Póllandi og Togo að hugsa sinn gang. Konurnar eru að mótmæla því, að íslamskur dómstóll í Norður-Nígeríu dæmdi þrítuga konu, Aminu Lawal, til dauða fyrir að eiga barn utan hjónabands. Verður hún grýtt til bana þegar barnið hefur verið vanið af brjósti. Keppnin í ár verður í Nígeríu vegna þess, að í fyrra varð nígeríski keppandinn, Agbani Darego, fyrst afrískra kvenna til að vinna titilinn Ungfrú heimur. Sophia Hedmark, Ungfrú Svíþjóð, hefur ákveðið að taka þátt í keppninni og nota um leið tækifærið til að mótmæla kvenfyrirlitningu og ómannúðlegum refsingum múslima. Það kann þó að vera varasamt fyrir hana því að róttæk múslimasamtök hafa haft í hótunum við væntanlega þátttakendur. Áhyggjur í Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa áhyggjur af því, að keppnin verði flutt til annars lands, og hefur Dubem Onyia, utanríkisráðherra landsins, reynt að sannfæra keppendur um, að fyllsta öryggis verði gætt. Þá minnir hann á, að mál Aminu Lawal eigi eftir að fara fyrir æðra dómstig og útilokar, að dómurinn yfir henni muni standa. Sydney. AFP.
Ungfrú Sviss ákvað um síðustu helgi að hundsa fegurðarkeppnina Ungfrú heimur, sem haldin verður í Nígeríu í nóvember. Með því vill hún mótmæla því, að nígerísk kona var dæmd til dauða fyrir að eiga barn utan hjónabands. Fjölgar þeim nú dag frá degi fegurðardrottningunum, sem ætla ekki að mæta til keppninnar, og er hart lagt að skipuleggjendum hennar að finna henni annan vettvang. Áhyggjur í Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa áhyggjur af því, að keppnin verði flutt til annars lands, og hefur utanríkisráðherra landsins reynt að sannfæra keppendur um, að fyllsta öryggis verði gætt.
Miður hvað fákeppni hefur færst í aukana hér
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag, að það væri miður hvað fákeppni hefði færst í aukana hér á landi. Sagði Davíð augljóst að því meiri fákeppni sem væri, því lakar væri búið að fólkinu í landinu. Davíð sagði hins vegar að ekki væri hægt að benda á nokkurt land í heiminum þar sem misskipting auðs milli þegnanna væri minni en hér á landi. Davíð var að svara fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanni Samfylkingarinnar sem spurði Davíð hvort hann væri sammála þeim ummælum forseta Íslands í þingsetningarræðu, að breytt hlutfall auðs og áhrifa setji í æ ríkara mæli svip sinn á samfélagið og hvort forsætisráðherra teldi ástæðu til að bregðast við þeirri miklu samþjöppun á valdi og auði, einokun og fákeppni sem virtist vera sívaxandi. Davíð sagðist ekki vera vanur að gefa ræðum forseta Íslands, sem haldnar væru við hátíðleg tækifæri, einkunn og ætlaði að halda sig við það. Davíð sagði jafnframt að sjálfsagt væri að spyrna fast við fótum gagnvart fákeppni á öllum sviðum því samkeppni væri vafalaust öllum til heilla. Jóhanna sagðist vera gersamlega ósammála Davíð í mati á því að ekki væri mikil misskipting í þjóðfélaginu. Hún færi þvert á móti ört vaxandi og bilið milli ríkra og fátækra væri að vaxa. Ekki þyrfti annað en skoða tölur frá hjálparstofnunum og félagsmálasamtökum um að fátækt færi vaxandi. Jóhanna sagðist hins vegar fagna því að forsætisráðherra viðurkenndi að hér ríkti fákeppni. Sagði Jóhanna að fákeppni hefði farið vaxandi í tíð ríkisstjórnarinnar og bætti við að sér þætti forsætisráðherra hafa snúið við blaðinu varðandi afstöðu til eignaraðildar að bönkum. Hann hefði fyrir nokkrum árum talið æskilegt að aðilar ættu ekki nema 3-8% hlut í ríkisbönkunum en nú ætlaði ríkið að selja einum aðila 30-40% í bönkunum. "Hafi forsætisráðherra áhyggjur af einokun og samþjöppun ætti hann auðvitað að bregðast við því sem nú er að gerast varðandi kaup og sölu á bönkunum," sagði Jóhanna. Davíð sagði að það mætti til sanns vegar færa að hann hefði nokkuð breytt um afstöðu í þeim efnum sem snúi að dreifingu eignarhlutar í fjármálastofnunum. "Ekki vegna þess að ég hafi ekki talið og telji ekki enn að æskilegt sé að tryggja slíka dreifða eignaraðild. En ég hef þóst sjá af reynslunni að ákvæði, ef sett væru, séu í rauninni haldlítil. Þess vegna sé betra að hafa fyrirkomulagið gagnsætt og eðlilegt og ekki reyna að setja reglur sem ekki er að halda uppi," sagði Davíð. Hann bætti við að Samfylkingin hefði vakið athygli á háu matvælaverði hér á landi og sjálfsagt væri að fara ofan í saumana á því og sjá af hvaða rótum það væri runnið og skoða það sameiginlega.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag, að það væri miður hvað fákeppni hefði færst í aukana hér á landi. Davíð sagði hins vegar að ekki væri hægt að benda á nokkurt land í heiminum þar sem misskipting auðs milli þegnanna væri minni en hér á landi. Davíð var að svara fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanni Samfylkingarinnar sem spurði Davíð hvort hann væri sammála þeim ummælum forseta Íslands í þingsetningarræðu, að breytt hlutfall auðs og áhrifa setji í æ ríkara mæli svip sinn á samfélagið. Davíð sagðist ekki vera vanur að gefa ræðum forseta Íslands, sem haldnar væru við hátíðleg tækifæri, einkunn og ætlaði að halda sig við það. Jóhanna sagðist vera gersamlega ósammála Davíð í mati á því að ekki væri mikil misskipting í þjóðfélaginu. "Hafi forsætisráðherra áhyggjur af einokun og samþjöppun ætti hann auðvitað að bregðast við því sem nú er að gerast varðandi kaup og sölu á bönkunum," sagði Jóhanna.
Stefnir í 20% meiri sölu á fasteignum
Allt stefnir í að fasteignaviðskipti á þessu ári verði um 20% meiri en á síðasta ári og að viðskipti á þessu ári verði þau næstmestu í sögunni. Fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt síðustu misserin. Afföll húsbréfa hafa minnkað og eru núna um 6%. Stjórnvöld reikna með samdrætti í fasteignaviðskiptum á næsta ári og ætla því að gefa út minna af húsbréfum en á þessu ári. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, sagði að á síðasta ári hefði verið spáð samdrætti í fasteignasölu á árinu 2002 og minni útgáfu húsbréfa. "Það hefur hins vegar komið í ljós að aukningin á þessu ári er um 20% frá árinu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Fasteignamatinu. Það stefnir í að þetta ár verði næststærsta ár frá því að mælingar hófust. Mest viðskipti voru árið 2000." Fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt að undanförnu. Samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins náði fasteignaverð hámarki í desember 2000. Það hefur síðan haldist stöðugt, þ.e.a.s. hækkað í takt við verðbólgu. Skortur á litlum íbúðum Guðrún sagði að breytingar hefðu hins vegar orðið á einstökum eignum. Verð á stórum og dýrum eignum hefði heldur gefið eftir og það tæki lengri tíma að selja slíkar eignir en áður. Skortur væri hins vegar á litlum íbúðum. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kynntu stjórnvöld áætlun um útgáfu húsbréfa á næsta ári. Reiknað er með að gefin verði út húsbréf fyrir 30 milljarða, en áætlað er að gefin verði út húsbréf fyrir 34 milljarða á þessu ári. Guðrún sagðist vilja hafa nokkurn fyrirvara á því að þessi áætlun gengi eftir. Fasteignaviðskipti væru búin að vera mjög blómleg að undanförnu. "Það eru mjög margir þættir sem mynda eftirspurn eftir fasteignum. Meðal þess sem skiptir máli eru vaxtastig, atvinnustig og þarfir fjölskyldna til að minnka og stækka við sig húsnæði. Það er óvissa í öllum spám og ég held að fasteignasalar séu almennt mjög bjartsýnir. Það er töluvert að gera hjá okkur." Afföll á húsbréfum hafa minnkað Afföll á húsbréfum hafa verið að minnka og eru núna á milli 5 og 6%. Fyrri hluta ársins voru afföllin 8-10% og mest voru þau um miðjan marsmánuð þegar þau fóru upp fyrir 12%. Á síðasta ári voru þau lengi 10-12%. "Að jafnaði hafa minni afföll jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn," sagði Guðrún. "Afföll hafa verið nokkuð mikil á undanförnum mánuðum og á þeim tíma hafa viðskipti verið mikil. Fólk virðist því horfa framhjá þessu. Í mörgum tilvikum ganga húsbréf áfram í viðskiptum á fullu verði. Það eru ekki afföll í hvert sinn sem viðskipti fara fram. Afföll hafa vissulega áhrif, en mér finnst stundum að það sé of mikið gert úr því. Það gleymist stundum að ef þú selur eign og færð greitt í húsbréfum getur þú farið og keypt þér aðra eign og notað húsbréfin áfram."
Allt stefnir í að fasteignaviðskipti á þessu ári verði um 20% meiri en á síðasta ári og að viðskipti á þessu ári verði þau næstmestu í sögunni. Stjórnvöld reikna með samdrætti í fasteignaviðskiptum á næsta ári og ætla því að gefa út minna af húsbréfum en á þessu ári. Fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt að undanförnu. Breytingar hefðu hins vegar orðið á einstökum eignum, verð á stórum og dýrum eignum hefði heldur gefið eftir og það tæki lengri tíma að selja slíkar eignir en áður. Skortur væri hins vegar á litlum íbúðum. Afföll á húsbréfum hafa verið að minnka og eru núna á milli 5 og 6%.
Sturla efstur í Norðvesturkjördæmi
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en talningu lauk um klukkan tvö í nótt. Sturla hlaut 1.433 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 3.786 atkvæði í prófkjörinu, sem er 65,4% atkvæða. Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, varð í öðru sæti með 2.510 atkvæði í það sæti og hlaut hann flest atkvæði allra frambjóðendanna, eða 80%. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, hafnaði í þriðja sæti með 2.816 aktkvæða í það sæti. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, hafnaði í 4. sæti með 2.768 atkvæði og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, í fimmta sæti með 3.059 atkvæði. Jóhanna Pálsdóttir hafnaði í sjötta sæti með 3.839 atkvæði. Prófkjörið er bindandi fyrir sex efstu sætin. Birna Lárusdóttir hafnaði í 7. sæti með 3.835 atkvæði, Ragnheiður Hákonardóttir í 8. sæti með 2.597 atkvæði, Skjöldur Orri Skjaldarson í 9. sæti með 2.254 atkvæði og Jón Magnússon í 10. sæti með 2.162 atkvæði. Gild atkvæði í prófkjörinu voru samtals 5.789, en auð og ógild 205. RÖÐUN 1 2 3 4 5 6 SAMT Sturla Böðvarsson 1 1.433 598 505 442 375 433 3.786 65,4% Einar Kristinn Guðfinnsson 2 1.070 1.440 837 531 434 318 4.630 80,0% Sæti 1-> 2.510 Einar Oddur Kristjánsson 3 651 1.318 847 663 562 428 4.469 77,2% Sæti 1-> 1.969 2.816 Guðjón Guðmundsson 4 1.149 518 726 375 442 439 3.649 63,0% Sæti 1-> 1.667 2.393 2.768 Vilhjálmur Egilsson 5 1.392 322 421 445 479 454 3.513 60,7% Sæti 1-> 1.714 2.135 2.580 3.059 Jóhanna Pálmadóttir 6 45 541 648 968 828 809 3.839 66,3% Sæti 1-> 586 1.234 2.202 3.030 3.839 Birna Lárusdóttir 23 353 709 1.006 948 796 3.835 66,2% Sæti 1-> 376 1.085 2.091 3.039 3.835 Ragnheiður Hákonardóttir 9 165 455 602 629 737 2.597 44,9% Sæti 1-> 174 629 1.231 1.860 2.597 Skjöldur Orri Skjaldarson 5 202 338 395 584 730 2.254 38,9% Sæti 1-> 207 545 940 1.524 2.254 Jón Magnússon 12 332 303 362 508 645 2.162 37,3% Sæti 1-> 344 647 1.009 1.517 2.162
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en talningu lauk um klukkan tvö í nótt. Sturla hlaut 1.433 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 3.786 atkvæði í prófkjörinu, sem er 65,4% atkvæða. Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, varð í öðru sæti með 2.510 atkvæði í það sæti og hlaut hann flest atkvæði allra frambjóðendanna, eða 80%. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, hafnaði í þriðja sæti með 2.816 aktkvæða í það sæti. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, hafnaði í 4. sæti með 2.768 atkvæði og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, í fimmta sæti með 3.059 atkvæði. Jóhanna Pálsdóttir hafnaði í sjötta sæti með 3.839 atkvæði. Prófkjörið er bindandi fyrir sex efstu sætin.
422 börn af erlendu þjóðerni í leikskólum Reykjavíkur
Á undanförnum árum hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað ár frá ári í leikskólum Reykjavíkur. Nú bregður hins vegar svo við að fjöldi þeirra er svipaður á milli ára, eða 422 börn árið 2002 á móti 417 börnum árið 2001. Niðurstaðan er í samræmi við nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands um aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins, en þeim fækkar á tímabilinu janúar til september úr 1051 barni árið 2001 í 738 börn árið 2002. Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráðgjafi á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, safnaði saman upplýsingum um fjölda barna af erlendum uppruna á leikskólunum og er sagt frá þeim á heimasíðu Leikskóla Reykjavíkur. Í upplýsingunum kemur fram að börn af erlendum uppruna eru 422 í leikskólum borgarinnar, þau tala 51 mismunandi tungumál og eru af 99 þjóðernum. Athyglisvert er að árið 2001 voru 95 fjölskyldur, þar sem báðir foreldrar eru af erlendum uppruna, með börn sín á leikskólum Reykjavíkurborgar, en árið 2002 eru fjölskyldurnar 138, sem er umtalsverð breyting á milli ára.
Á undanförnum árum hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað ár frá ári í leikskólum Reykjavíkur. Nú bregður hins vegar svo við að fjöldi þeirra er svipaður á milli ára, eða 422 börn árið 2002 á móti 417 börnum árið 2001. Niðurstaðan er í samræmi við nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands um aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins. Börn af erlendum uppruna eru 422 í leikskólum borgarinnar, þau tala 51 mismunandi tungumál og eru af 99 þjóðernum.
Breskur stjórnmálamaður handtekinn
Verið er að rannska efni, sem fannst í bíl Geoffreys Robinsons fyrrum fjármálaráðherra Bretlands. Lögregla stöðvaði bíl Robinsons í vikunni vegna undarlegs aksturslags og handtók Robinson þegar hann neitaði að blása í áfengismæli. Við leit fannst torkennilegt efni í bílnum en ekkert grunsamlegt fannst í húsleit á heimili Robinsons sem var látinn laus gegn tryggingu í gær. Robinson, sem situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn, hefur neitað því að hafa verið undir áhrifum áfengis eða annarra lyfja við stýrið og hefur einnig neitað því að hafa haft um hönd ólögleg fíkniefni af nokkru tagi. Hann var ákærður fyrir að neita að blása í áfengismæli, aka ótryggðum bíl og aka án tilskilinna réttinda. Lögmaður Robinsons fullyrðir hins vegar að skjólstæðingur sinn sé bæði með gild ökuréttindi og gilda tryggingu fyrir bíl sinn. Robinson, sem er 64 ára, hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1976. Um tíma þótti hann líklegur leiðtogi Verkamannaflokksins og fékk ráðherraembætti eftir að flokkurinn kom til valda 1997 en neyddist til að segja af sér eftir að í ljós kom að hann lánaði Peter Mandelson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, háar fjárhæðir vegna fasteignakaupa.
Verið er að rannska efni, sem fannst í bíl Geoffreys Robinsons fyrrum fjármálaráðherra Bretlands. Lögregla stöðvaði bíl Robinsons í vikunni vegna undarlegs aksturslags og handtók Robinson þegar hann neitaði að blása í áfengismæli. Robinson, sem situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn, hefur neitað því að hafa verið undir áhrifum áfengis eða annarra lyfja við stýrið. Hann var ákærður fyrir að neita að blása í áfengismæli, aka ótryggðum bíl og aka án tilskilinna réttinda.
Rauði krossinn tekur við Alþjóðahúsi
Fulltrúar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands skrifuðu í dag undir þjónustusamning við Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Kópavogsbæ um rekstur Alþjóðahússins við Hverfisgötuna. Frá og með 1. febrúar verður Alþjóðahúsið að fullu rekið af Rauða krossinum. Rauði kross Íslands markaði sér þá stefnu á aðalfundi félagsins á síðasta ári að vinna að málefnum útlendinga og virkja fólk af erlendum uppruna í starfi félagsins. Með rekstri Alþjóðahússins gefast aukin tækifæri til að vinna markvist að því að framfylgja þeirri stefnu. Fyrir var Alþjóðahúsið rekið sameiginlega af sveitarfélögunum þremur auk Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Nú færist það algjörlega undir Rauða krossins, en með þjónustusamningnum er svo búið um hnútana að umrædd sveitarfélög munu áfram standa straum af útgjöldum vegna hússins. Markmið þjónustusamningsins er að stuðla að því að íbúar landsins nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna og gera útlendingum sem flust hafa til landsins kleift að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Alþjóðahúsið hefur frá stofnun þess 2001 áunnið sér sess sem miðstöð fjölmenningarlegra samskipta íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að fá upplýsingar um íslenskt samfélag og stjórnsýslu sem er ómetanlegt fyrir fólk sem er nýkomið til landsins – og einnig þá sem hafa verið hér lengur.
Fulltrúar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands skrifuðu í dag undir þjónustusamning um rekstur Alþjóðahússins við Hverfisgötuna. Rauði kross Íslands markaði sér þá stefnu á síðasta ári að vinna að málefnum útlendinga og virkja fólk af erlendum uppruna í starfi félagsins. Markmið þjónustusamningsins er að stuðla að því að íbúar landsins nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags Alþjóðahúsið hefur áunnið sér sess sem miðstöð fjölmenningarlegra samskipta íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Ætlar að óska eftir rannsókn á upplýsingaleka
Þorgeir Baldursson, stjórnarmaður í Baugi, segist lítið geta tjáð sig um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um samtal hans og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, varðandi hugsanlegar mútugreiðslur. Málið sé alfarið á milli Davíðs og Hreins. Hvað varðar aðgang Fréttablaðsins að fundargerðum og öðrum trúnaðargögnum Baugs segir Þorgeir: "Þarna er algjör trúnaðarbrestur og ég vil að það verði rannsakað hvaðan þessar upplýsingar koma. Það er náttúrulega óþolandi ef það er einhver leki einhvers staðar þannig að það sé ekki hægt að treysta því að trúnaðargögn fái að vera í friði. Ég sætti mig ekki við að sitja undir þessu því við í stjórninni og aðrir starfsmenn liggjum svosem öll undir grun." Í fjölmiðlum í gær hélt forsætisráðherra því fram að Hreinn Loftsson hefði lesið yfir umfjöllun Fréttablaðsins áður en hún birtist. "Mér þykir það með ólíkindum ef það er rétt," segir Þorgeir. "Ég verð að játa að mér finnst það mjög ólíklegt en ég rengi það svosem ekki ef menn telja sig vita þetta." Hann segist því munu fara fram á það á næsta stjórnarfundi að málið verði rannsakað. Ekki sé búið að boða fundinn en til standi að halda hann um leið og stjórnarformaður fyrirtækisins komi aftur til landsins. Ummæli gripin úr samhengi og stílfærð Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Baugi, segist líta á það sem alvarlegan trúnaðarbrest að Fréttablaðið hafi fengið aðgang að fundargerðum og öðrum gögnum fyrirtækisins enda um trúnaðarmál að ræða. "Í öðru lagi voru ummælin gripin úr samhengi og stílfærð á einhvern veg sem mér hugnaðist alls ekki," segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hún muni fara fram á rannsókn á því, hvaðan blaðið fékk upplýsingarnar, þar sem stjórn fyrirtækisins hafi ekki hist ennþá. "En það er alveg ljóst að það þarf að gera eitthvað í þessum málum." Hún segir ekki búið að boða formlega til fundar í stjórninni en ljóst sé að hún muni koma saman fljótlega. Fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson, í Morgunblaðinu í dag, að stjórnarfundur verði haldinn næstkomandi fimmtudag. Guðfinna vill ekkert tjá sig um ummæli Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum í gær.
Þorgeir Baldursson, stjórnarmaður í Baugi, segist lítið geta tjáð sig um ummæli Davíðs Oddssonar um samtal hans og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, varðandi hugsanlegar mútugreiðslur. Hvað varðar aðgang Fréttablaðsins að fundargerðum og öðrum trúnaðargögnum Baugs segir Þorgeir: "Þarna er algjör trúnaðarbrestur og ég vil að það verði rannsakað hvaðan þessar upplýsingar koma. Hann segist því munu fara fram á það á næsta stjórnarfundi að málið verði rannsakað. Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Baugi, segist líta á það sem alvarlegan trúnaðarbrest að Fréttablaðið hafi fengið aðgang að fundargerðum og öðrum gögnum fyrirtækisins. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hún muni fara fram á rannsókn á því, hvaðan blaðið fékk upplýsingarnar.
Kvennalið Keflavíkur Íslandmeistarar í körfuknattleik eftir sigur gegn KR
Kvennalið Keflavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld er liðið lagði KR að velli í þriðju viðureign liðana í úrslitum, 82:61 en staðan í hálfleik var 43:42. Keflvík hafði betur í þremur viðureignum liðana í úrslitarimmunni. Þetta er í tíunda sinn sem Keflavík fagnar sigri á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Sonja Ortega skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 16. Hanna Kjartansdóttir var atkvæðamest í liði KR með 20 stig og Jessica Stomski skoraði 14. Þetta er í sjötta sinn sem Keflavík hefur betur gegn KR í úrslitum Íslandsmótsins en liðin hafa mæst alls átta sinnum. KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - KR 82:61 Íþróttahúsið Keflavík, úrslit kvenna, þriðji leikur, miðvikudaginn 2. apríl 2003. Gangur leiksins: 0:2, 4:8, 8:8, 10:15, 12:20, 22.20, 22:22, 25:26, 26:32, 35:34, 41:42, 43:42, 47:45, 58:45, 58:49, 61:53, 76:56, 82:61. Stig Keflavíkur: Sonja Ortega 18, Birna Valgarðsdóttir 16, Erla Þorsteinsdóttir 15, Svava Ósk Stefánsdóttir 11, Kristín Blöndal 10, Anna María Sveinsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 2, Rannveig Randversdóttir 2. Fráköst: 32 í vörn - 15 í sókn. Stig KR: Hanna Kjartansdóttir 20, Jessica Stomski 14, Helga Þorvaldsdóttir 9, Hildur Sigurðardóttir 7, Guðrún Sigurðardóttir 6, Tinna Sigmundsdóttir 3, María Káradóttir 2. Fráköst: 35 í vörn - 8 í sókn. Villur: Keflavík 22 - KR 22. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Bjarni Gaukur Þormundsson. Áhorfendur: Um 250.
Kvennalið Keflavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Liðið lagði KR að velli í þriðju viðureign liðana í úrslitum, 82:61 Þetta er í tíunda sinn sem Keflavík fagnar sigri á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Sonja Ortega skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 16.
Fékk 9,5 milljónir í bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju og embættismissi
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrum tollfulltrúa 9,5 milljónir króna í bætur fyrir að sæta gæsluvarðhaldi að ósekju. Tollvörðurinn var grunaður um að hafa tvisvar átt þátt í ólöglegum innflutningi á áfengi og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem síðan var tvívegis framlengt. Manninum var fyrst veitt lausn úr starfi um stundarsakir og síðan vikið úr starfi að fullu í byrjun nóvember. Hann var hins vegar sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi var ekki áfrýjað. Maðurinn höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna handtöku og gæsluvarðhalds að ósekju, missis embættis og dráttar á málsmeðferð. Hæstiréttur taldi með vísan til málsatvika og málsgagna að fullt tilefni hefði verið til handtöku mannsins og gæsluvarðhaldsúrskurðanna 16. og 23. janúar 1997. Málið hefði hins vegar verið að fullu upplýst 30. janúar þegar enn var beðið um framlengingu gæsluvarðhaldsins en ekki yrði séð að þörf hefði verið á beiðni lögreglunnar þar um. Hæstréttur tók fram, að í lausnarbréfi fjármálaráðherra hefði verið fullyrt að ekkert benti til þess að ávirðingar sem á hann væru bornar væru ekki réttar, en á þeim tíma var rannsókn lögreglu ekki lokið. Ávirðingar þær sem maðurinn var grunaður um, voru taldar réttlæta frávikningu hans um stundarsakir án áminningar samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hins vegar sönnuðust þær ekki og því hefði ríkið ekki sýnt fram á að lagaskilyrði hefðu verið til þess að víkja manninum að fullu úr embætti. Þá var talið að dráttur á meðferð málsins frá því að rannsókn lögreglu lauk endanlega í júní 1998 hefði verið óhóflegur og ekki skýrður og andstæður stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Var ríkinu því gert að greiða manninum bætur 1 vegna ólögmæts gæsluvarðhalds frá 30. janúar 1997 til 12. febrúar sama ár, fjárhags- og miskabætur vegna embættismissis og miskabætur vegna óhóflegs dráttar á rannsókn opinbers máls, sem meðal annars beindist að honum.
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrum tollfulltrúa 9,5 milljónir króna í bætur fyrir að sæta gæsluvarðhaldi að ósekju. Tollvörðurinn var grunaður um að hafa tvisvar átt þátt í ólöglegum innflutningi á áfengi og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem síðan var tvívegis framlengt. Hann var hins vegar sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi var ekki áfrýjað. Maðurinn höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna handtöku og gæsluvarðhalds að ósekju, missis embættis og dráttar á málsmeðferð.
Fjórir til viðbótar látnir úr lungnabólgu
Kínversk yfirvöld greindu frá því í dag að fjórir til viðbótar hefðu látist af völdum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu. Þá viðurkenndu yfirvöld að ástandið væri enn alvarlegt. Sérfræðingar hafa varað við því að afleiðingar á efnahag Asíu verði alvarlegar. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, dró upp dökka mynd af ástandinu og sagði það núna forgangsverkefni að berjast gegn útbreiðslu veirunnar. Wen sagði margt hafa áunnist í baráttunni við HABL (heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu) en þrátt fyrir það væri staðan enn alvarleg. Ummæli forsætisráðherrans eru í andstöðu við fyrri yfirlýsingar þar sem embættismenn hafa áður lýst því yfir að þeir hefðu stjórn á ástandinu. Kínversk yfirvöld greindu frá því í dag að fjórir til viðbótar hefðu látist af völdum HABL og 74 veikst. Alls hafa 64 Kínverjar látist af völdum veikinnar og 1.418 sýkst. Þá var í gær tilkynnt um fimm ný dauðsföll í Hong Kong og einn í Singapúr og því hafa alls látist 136 manns víðs vegar um heiminn af völdum HABL.
Kínversk yfirvöld greindu frá því í dag að fjórir til viðbótar hefðu látist af völdum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, dró upp dökka mynd af ástandinu. Sérfræðingar hafa varað við því að afleiðingar á efnahag Asíu verði alvarlegar. Alls hafa 64 Kínverjar látist af völdum veikinnar og 1.418 sýkst.
Fáséð steintegund kom með hafís frá Grænlandi
"Ég var að leita að mink norður með ströndinni í fyrravetur þegar steinninn sá arna varð á vegi mínum, innan um annað fjörugrjót, þar sem heitir Balar. Ég ætlaði svo að sækja hann þegar betur hentaði en fann hann ekki aftur fyrr en nú síðla vetrar," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum. Hér er um fáséða steintegund að ræða, sem tilheyrir ekki íslenskri berggerð. Hann er kominn frá Grænlandi og nefnist granít. Ljóst er að hann hefur borist til Íslands með hafís. Guðbrandur segir að ekkert sé hægt að fullyrða um hve lengi hann hafi verið þarna, það geti verið einhverjir áratugir eða jafnvel aldir. Steinninn sé bæði nokkuð veðraður og hafi nuddast við að veltast innan um annað fjörugrjót. "Það eru smáar agnir í honum í mörgum litum sem glitra þegar sólin skín," segir Guðbrandur. Hann áætlar að steinninn sé um eða yfir 200 kg að þyngd. Ströndum. Morgunblaðið.
"Ég var að leita að mink norður með ströndinni í fyrravetur þegar steinninn sá arna varð á vegi mínum" Hér er um fáséða steintegund að ræða, sem tilheyrir ekki íslenskri berggerð. Hann er kominn frá Grænlandi og nefnist granít. Ljóst er að hann hefur borist til Íslands með hafís.
Fjárhagsaðstoð til fátækra Reykvíkinga
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagsþjónustunni í Reykjavík: "Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur margoft verið farið með rangt mál varðandi fjárhagsaðstoð sem veitt er af Félagsþjónustunni í Reykjavík. Sagt hefur verið að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð árið 1995 hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík hafi leitt til fækkunar á fjölda heimila sem fá fjárhagsaðstoð og fleiri borgarbúar hafi í kjölfar breytinganna sótt um aðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar og fleiri góðgerðarsamtaka. Árið 1995 var reglum um fjárhagsasðtoð breytt í Reykjavík á þann veg að réttur fólks til aðstoðar var skilgreindur. Með breyttum reglum var jafnræði aukið með umsækjendum, sem og réttaröryggi umsækjenda. Lögð var áhersla á að reglurnar væru skýrar og einfaldar, afgreiðslan fljótvirkari og aðgengi að þjónustunni var bætt. Allt var þetta til samræmis við nútíma stjórnhætti og þjónustu. Árið 1993 fengu rúmlega 2.900 heimili í Reykjavík fjárhagsaðstoð, en árið 1995 voru heimilin sem fengu fjárhagsaðstoð í Reykjavík orðin 3.800. Aldrei fyrr höfðu jafnmörg heimili þurft á fjárhagsaðstoð að halda í Reykjavík, enda var atvinnuleysi þá í hámarki. Á árunum sem fylgdu fækkaði heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð samhliða minnkandi atvinnuleysi. Frá árinu 2000 hefur þeim fjölgað á ný og árið 2002 fengu tæplega 3.600 heimili í Reykjavík fjárhagsaðstoð og hafði þá fjölgað um tæplega 600 frá árinu áður, enda tvölfaldast atvinnuleysi í Reykjavík milli áranna 2001 og 2002. Fjöldi heimila sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2002 hafði þó ekki náð þeim fjölda sem fékk fjárhagsaðstoð árið 1995, enda var atvinnuleysi mun meira í Reykjavík árið 1995 en árið 2002. Fjöldi heimila sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík helst því m.a í hendur við atvinnuástand og fjölgar heimilum sem fá fjárhagsaðstoð þegar atvinnuleysi eykst og fækkar þegar atvinnuástand batnar. Þar sem sagt og ritað hefur verið um minnkandi aðstoð Félagsþjónustunnar er rétt að það komi fram að á sl. ári veitti Reykjavíkurborg fjárhagsaðstoð að upphæð 954.000.000 kr. Það var 42% aukning frá árinu áður en þá var fjárhagsaðstoðin kr. 667.477.309. Þegar sagt er að fátækt hafi aukist á undanförnum árum er verið að vísa til þess að aukinn fjöldi fólks fær fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustunni og kostnaður borgarinnar óx á síðasta ári um tugi prósenta, án þess að reglum hafi verið breytt."
"Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur margoft verið farið með rangt mál varðandi fjárhagsaðstoð sem veitt er af Félagsþjónustunni í Reykjavík. Sagt hefur verið að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð árið 1995 hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík hafi leitt til fækkunar á fjölda heimila sem fá fjárhagsaðstoð. Árið 1995 var reglum um fjárhagsasðtoð breytt í Reykjavík á þann veg að réttur fólks til aðstoðar var skilgreindur. Með breyttum reglum var jafnræði aukið með umsækjendum, sem og réttaröryggi umsækjenda. Árið 1993 fengu rúmlega 2.900 heimili í Reykjavík fjárhagsaðstoð, en árið 1995 voru heimilin sem fengu fjárhagsaðstoð í Reykjavík orðin 3.800. Aldrei fyrr höfðu jafnmörg heimili þurft á fjárhagsaðstoð að halda í Reykjavík, enda var atvinnuleysi þá í hámarki. Þar sem sagt og ritað hefur verið um minnkandi aðstoð Félagsþjónustunnar er rétt að það komi fram að á sl. ári veitti Reykjavíkurborg fjárhagsaðstoð að upphæð 954.000.000 kr. Það var 42% aukning frá árinu áður en þá var fjárhagsaðstoðin kr. 667.477.309.
Indversk brúður lét handtaka brúðgumann
Tuttugu og eins árs indversk stúlka nýtur nú mikillar athygli í heimalandi sínu fyrir að hafa hringt í lögreglu eftir að tilvonandi brúðgumi hennar krafði föður hennar um heimanmund, en greiðsla heimanmundar er nú ólögleg á Indlandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Nisha Sharma, sem er 21 árs, hringdi í lögreglu nokkrum mínútum áður en hún átti að ganga í hjónaband, þar sem bróðir hennar hafði sagt henni að brúðguminn og fjölskylda hans hefðu krafið föður þeirra um andvirði tæplega tveggja milljóna íslenskra króna í heimanmund. Brúðkaupinu var síðan aflýst, enda var brúðguminn handtekinn er lögregla kom á staðinn. Þá leitar lögregla nú ættingja mannsins sem lögðu á flótta eftir að kallað var í lögreglu. "Það hefur kostað mig röddina að þurfa sífellt að vera að endurtaka söguna, en ég nýt hverrar sekúndu, enda tel ég þetta vera eitthvað sem ungar stúlkur og konur almennt þurfi að fá að heyra um," segir hún. Þá segist hún hafa fengið þónokkur bónorð frá mönnum, sem dáist að hugrekki hennar, auk þess sem henni hafi verið boðið að taka sæti á lista ónefnds stjórnmálaflokks. Hún kveðst þó hvorki hafa áhuga á nýjum vonbiðlum né þátttöku í stjórnmálum alveg á næstunni. .
Tuttugu og eins árs indversk stúlka nýtur nú mikillar athygli í heimalandi sínu fyrir að hafa hringt í lögreglu eftir að tilvonandi brúðgumi hennar krafði föður hennar um heimanmund. Greiðsla heimanmundar er nú ólögleg á Indlandi. Var brúðguminn handtekinn er lögregla kom á staðinn. Þá segist hún hafa fengið þónokkur bónorð frá mönnum auk þess sem henni hafi verið boðið að taka sæti á lista ónefnds stjórnmálaflokks.
Óvissa um framtíð sumra einkarekinna skóla
Alger óvissa ríkir um framtíð einkarekinna grunnskóla, foreldrar vita ekki hver skólagjöldin verða næsta vetur og jafnvel óljóst hvort sá einkaskóli sem börn þeirra sækja verði starfandi næsta vetur. Þetta kom m.a. fram í máli Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu harðlega tillögur í skýrslu starfshóps á vegum borgarinnar vegna fjárhagslegrar stöðu einkaskóla og töldu þær byggðar á löngu úreltum hugmyndum um að engir aðrir en opinberir aðilar gætu rekið stofnanir svo vel væri en miklu minna máli skipti að foreldrar gætu haft val. Fulltrúar R-lista sögðu að menn gerðu sér grein fyrir vanda einkareknu skólanna, fræðsluráð væri að vinna í málinu og leitað væri lausna á vandanum. Minntu þeir og á að fjárframlög til einkarekinna grunnskóla hefðu aukist verulega á undanförnum árum og nú væri sem sagt til skoðunar að auka þau enn frekar. Minnstu hugsanlegu framlög til einkareknu grunnskólanna Í skýrslu starfshópsins er m.a. lagt til að tekið verði mið af rekstri ódýrustu grunnskólanna þegar fjárframlög til einkaskóla eru metin og töldu fulltrúar sjálfstæðismanna það vera ótækt; ef alltaf væri miðað við ódýrustu og hagkvæmustu grunnskólana hverju sinni væri í reynd verið að tryggja að einkaskólar fengju alltaf lægstu hugsanlegu upphæð með hverju barni. Töldu sjálfstæðismenn eðlilegra að miðað yrði við meðaltalskostnað í grunnskólunum, sem þó væri engan veginn fullkominn mælikvarði. Töldu þeir meginregluna eiga að vera þá að borgin legði jafnmikið með hverju barni, óháð því hvaða grunnskóla það sækti. Kröfðu þeir meirihluta R-listans svara við því hvaða rök væru fyrir því að börn sem ganga í einkaskóla fengju minni fjárframlög frá borginni en önnur börn. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að málið þyldi enga bið, bregðast þyrfti við fjárhagsvanda einkaskólanna þegar í stað: "Í samtölum við fulltrúa skólanna er ljóst að þeir eru í mikilli óvissu og finnst mjög vont að geta ekki svarað foreldrum hver skólagjöldin verða næsta vetur og jafnvel ekki hvort skólinn geti starfað áfram." Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, lagði áherslu á að vandi einkaskólanna væri tvíþættur. Margir skólanna væru litlir og þar af leiðandi frekar dýrar kennslustofnanir. Hinn vandinn, ef vanda skyldi kalla, væri sá að á undanförnum árum hefði verið gert stórátak varðandi framlög og aðbúnað í grunnskólum borgarinnar. Það væri auðvitað eðlilegt að foreldrar barna í þessum skólum bæru aðbúnað þeirra saman við aðbúnað barna í almennu skólunum. Þess vegna mætti kannski segja að þrátt fyrir að framlögin til einkareknu grunnskólanna hefðu aukist hefðu þau aukist enn frekar til grunnskóla sem væru algerlega á forræði sveitarfélaganna. Það væri einmitt til skoðunar hjá fræðsluráði hvort hækka ætti framlögin til einkaskólanna og þá hversu mikið.
Alger óvissa ríkir um framtíð einkarekinna grunnskóla. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu harðlega tillögur í skýrslu starfshóps á vegum borgarinnar vegna fjárhagslegrar stöðu einkaskóla. Í reynd verið að tryggja að einkaskólar fengju alltaf lægstu hugsanlegu upphæð með hverju barni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að málið þyldi enga bið, bregðast þyrfti við fjárhagsvanda einkaskólanna þegar í stað. Borgarfulltrúi R-listans, lagði áherslu á að vandi einkaskólanna væri tvíþættur. Margir skólanna væru litlir og þar af leiðandi frekar dýrar kennslustofnanir, hinn vandinn væri sá að á undanförnum árum hefði verið gert stórátak varðandi framlög og aðbúnað í grunnskólum borgarinnar.
Ljónin hans Uday flutt í s-afríska þjóðgarða
Ljón sem alin voru í einkadýragarði Udays, elsta sonar Saddams Husseins, verða flutt frá Bagdad og munu hefja nýtt líf í Suður-Afríku, að því er talsmaður dýraverndunarsamtaka greindi fréttastofu Reuters frá í dag. Dýrin, ljónynja og sex ungar hennar auk tveggja ársgamalla ljóna, verður komið fyrir í sínum hvorum þjóðgarðinum í Suður-Afríku. "Ljón glata aldrei meðfæddum veiðihæfileikum sínum. En þau verða að komast í betra form fyrst," segir Louise Joubert, stofnandi SanWild Wildlife-sjóðsins. "Ekkert dýr gæti komist óskaddað frá því sem átti sér stað í Bagdad. En er til betri staður fyrir þau að jafna sig á en villt náttúran." Bandarískir hermenn fundu ljónin, auk tveggja blettatígra og blinds skógarbjörns í einkadýragarði Udays í einni af forsetahöllunum í Bagdad. Uday, sem er þekktur fyrir dálæti sitt á grimmum skepnum, hraðskreiðum bílum og fögrum konum, hefur átt nokkur ljón tígrisdýr og blettatígra en sum dýrin hefur hann fengið að gjöf frá ríkisstjórnum vinveittra ríkja. Líkt og faðir hans hvarf Uday á meðan á innrás Bandaríkjahers og Breta stóð.
Ljón sem alin voru í einkadýragarði Udays, elsta sonar Saddams Husseins, verða flutt frá Bagdad og munu hefja nýtt líf í Suður-Afríku. "Ljón glata aldrei meðfæddum veiðihæfileikum sínum. En þau verða að komast í betra form fyrst," segir Louise Joubert, stofnandi SanWild Wildlife-sjóðsins. Bandarískir hermenn fundu ljónin, auk tveggja blettatígra og blinds skógarbjörns í einkadýragarði Udays í einni af forsetahöllunum í Bagdad. Líkt og faðir hans hvarf Uday á meðan á innrás Bandaríkjahers og Breta stóð.
Miðborgargjald innheimt af ökumönnum í Stokkhólmi
Ökumenn, sem vilja fara inn í miðborg Stokkhólms, þurfa brátt að greiða sérstaklega fyrir það. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að innheimta 10-20 sænskar krónur, eða um 100-200 krónur af þeim ökumönnum, sem vilja fara gegnum miðborgina til að reyna að stemma stigu við umferðaröngþveiti og mengun. Fyrr á þessu ári gripu borgaryfirvöld í Lundúnum til svipaðra ráða og þurfa ökumenn að greiða sérstakt gjald í miðri viku fyrir að fara inn í miðborgina. Borgarráð Stokkhólms samþykkti í vikunni með 51 atkvæði gegn 49 að innheimta gjaldið og kemur það til framkvæmda árið 2005. Verður það mismunandi hátt eftir svæðum og tímum. Ekki þarf að greiða af almenningsvögnum, leigubílum og mótorhjólum. Ekki er búið að skipuleggja í þaula hvernig gjaldið verður innheimt, en væntanlega fá ökumenn sérstök kort í bíla sína þar sem gjaldið verði dregið sjálfkrafa frá inneign. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn mynda meirihluta í borgarstjórn Stokkhólms og var þetta gjald hluti af stjórnarsáttmála flokkanna. Claes Thunblad, talsmaður jafnaðarmanna, segir að vonast sé til að gjaldið leiði til þess að bílaumferð í miðborginni verði 15-20% minni. 755 þúsund manns búa í borginni, en yfir 640 þúsund bílar fara um borgina á hverjum degi og er sú umferð talin munu tvöfaldast á næstu 15 árum.
Ökumenn, sem vilja fara inn í miðborg Stokkhólms, þurfa brátt að greiða sérstaklega fyrir það. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að innheimta 10-20 sænskar krónur af þeim ökumönnum, sem vilja fara gegnum miðborgina til að reyna að stemma stigu við umferðaröngþveiti og mengun. Borgarráð Stokkhólms samþykkti í vikunni að innheimta gjaldið. Ekki þarf að greiða af almenningsvögnum, leigubílum og mótorhjólum. Væntanlega fá ökumenn sérstök kort í bíla sína þar sem gjaldið verði dregið sjálfkrafa frá inneign. Talsmaður jafnaðarmanna segir að vonast sé til að gjaldið leiði til þess að bílaumferð í miðborginni verði 15-20% minni.
Bandaríski herinn ræðst til atlögu gegn stuðningsmönnum Saddams
Um 1.300 bandarískir hermenn tóku þátt í leit að stuðningsmönnum Saddams Husseins í bænum Falluja, vestur af Bagdad í nótt. Skriðdrekar og þyrlur voru einnig notaðar í aðgerðum hersins. Bandaríkjamenn segjast hafa fengið veður af því að liðsmenn Saddams væru í bænum og að vopnabúr væri þar til staðar í baráttunni gegn bandaríska hernámsliðinu. Sjö voru handteknir í aðgerðum hersins en engin mótspyrna var í bænum þegar herinn réðst til atlögu, að sögn BBC. Íbúar þeyttu bílflautur og leiftur barst frá ljósum bifreiða þegar herinn réðst inn í bæinn, en markmiðið þeirra virtist vera að láta aðra bæjarbúa vita af komu hersins. Bærinn Falluja var vígi Saddams á valdatíma hans. Herinn hyggst snúa aftur til bæjarins í dag með sjúkragögn, búnað fyrir skóla og leikföng til þess að vinna traust bæjarbúa. Frestur Íraka til þess að skila ólöglegum vopnum rann út í gær án þess að sérstakur árangur næðist. Lítið magn vopna barst til hersins, nokkur hundruð sjálfvirk vopn, 150 handsprengjur og annar herbúnaður. Eftir að bann við vopnaeign tók gildi geta þeir sem bera vopn á götum borga í Íraks búist við því að herinn handtaki þá. Bandaríkjamenn hafa einnig greint frá því að Hamid Raja Shalah al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður innan íraska hersins, sé í haldi þeirra, en hann er á meðal 55 eftirlýstra Íraka, sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á að handsama. Hamid er 17 Írakinn af 55 sem er í haldi Bandaríkjamanna.
Um 1.300 bandarískir hermenn tóku þátt í leit að stuðningsmönnum Saddams Husseins í bænum Falluja, vestur af Bagdad í nótt. Segjast hafa fengið veður af því að liðsmenn Saddams væru í bænum og að vopnabúr væri þar til staðar. Sjö voru handteknir í aðgerðum hersins. Frestur Íraka til þess að skila ólöglegum vopnum rann út í gær án þess að sérstakur árangur næðist. Lítið magn vopna barst til hersins.
Sjálfsbjargarheimilið 30 ára
Í dag eru liðin þrjátíu ár síðan fyrstu íbúar Sjálfsbjargarheimilisins við Hátún fluttu inn. Þar með lauk langri baráttu Sjálfsbjargar fyrir húsnæði fyrir félagsmenn sína. Umræður um byggingu vinnu- og dvalarheimilis fyrir fatlaða hófust þegar á stofnþingi Sjálfsbjargar árið 1959. Á þeim tíma var sérsniðið hús fyrir fólk í hjólastól óþekkt hugtak á Íslandi. Fyrsta skóflustungan að húsinu við Hátún 12 var tekin árið 1966, og húsið vígt árið 1973. Alla tíð síðan þá hefur þjónusta í húsinu verið aukin og hún bætt. Nú er rými fyrir 39 íbúa á heimilinu. Fjölbreytt og mikilvæg starfsemi Starfsemin í húsinu er margþætt. Þar er heimili fyrir hreyfihamlaða, sem þarfnast aðstoðar og stuðnings við athafnir daglegs lífs. Í þjónustumiðstöð, sem er veitt forstaða af iðjuþjálfum, er sinnt fjölbreyttri stuðningsþjónustu í vernduðu umhverfi. Þangað koma í viku hverri um 70 einstaklingar. Endurhæfingaríbúð er í húsinu fyrir hreyfihamlað fólk sem vill búa sig undir að lifa sjálfstæðara lífi. Sömuleiðis eru herbergi fyrir skammtímadvöl, sem er mjög mikilvæg og mikið notuð. Einnig er mötuneyti og sundlaug rekin á vegum Sjálfsbjargarheimilisins. Mikil þróun undanfarin ár Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjálfsbjargarheimilisins, segir mikla breytingu hafa átt sér stað síðastliðin tíu ár á starfi heimilisins. "Afrakstur hugmyndavinnu starfsmanna leiddi til aukins sjálfstæðis íbúa, aukinnar ábyrgðar starfsmanna og ríkari starfsgleði fyrir vikið. Mjög virkri starfsmannastefnu hefur verið fylgt, og eigum við marga starfsmenn með langan starfsaldur. Við ákváðum einnig að starfsmenn klæddust ekki einkennisbúningum. Hver íbúi heimilisins hefur tiltekinn starfsmann sem sinn tengilið, og hefur það bætt samskipti og tengsl. Við störfum á jafnréttisgrunni og höfum sjö manna nefnd starfsmanna, íbúa og yfirmanna sem tekur sameiginlegar ákvarðanir um allt sem betur má fara. Við erum einnig í nánu samstarfi við kollega okkar í Danmörku og þiggjum þaðan hugmyndir." Ný íbúð með auknu rými "Í tilefni af 30 ára afmælinu fórum við út í nýtt tilraunaverkefni, einstaklingsíbúð sem er mynduð úr tveimur eldri herbergjum. Markmið þessarar tilraunar eru tvö. Í fyrsta lagi að auka lífsgæði íbúans og athafnarými, íbúinn flyst úr 12,5 ferm. herbergi í stórt herbergi með sérsalerni, sem skiptir mjög miklu máli. Í öðru lagi tekur samningurinn mið af því að sinna einstaklingsbundnum þörfum íbúans. Allir íbúar heimilisins mega sækja um að flytjast í stóra herbergið, en það er ljóst að þörfin er mikil fyrir fleiri herbergi af þessu tagi, enn er mikið verk að vinna. Von okkar er sú að hægt verði að breyta fleiri herbergjum í húsinu sem allra fyrst og auka persónulegt rými hvers og eins. Þörfin fyrir sérhannað húsnæði fyrir fatlaða er mjög mikil, og er draumur minn að í nýjum íbúðarhverfum verði byggð hús fyrir fatlaða til sjálfstæðrar búsetu." Fjölbreytt afmælishátíð Í tilefni tímamótanna standa íbúar, stjórn og starfsmenn fyrir afmælishátíð í garðinum við Sjálfsbjargarhúsið sunnanvert í dag, föstudaginn 4. júlí, frá kl. 14 til kl. 17. Þar verða flutt ávörp og skemmtidagskrá; m.a. verður ljóð eftir Helga Seljan, ort í tilefni dagsins, frumflutt. Að dagskrá lokinni verður opið hús. Nýja herbergið verður til sýnis og verður saga heimilisins flutt í myndmáli. Þá munu listamenn meðal íbúa heimilisins sýna verk sín.
Í dag eru liðin þrjátíu ár síðan fyrstu íbúar Sjálfsbjargarheimilisins við Hátún fluttu inn. Þar með lauk langri baráttu Sjálfsbjargar fyrir húsnæði fyrir félagsmenn sína. Umræður um byggingu vinnu- og dvalarheimilis fyrir fatlaða hófust þegar á stofnþingi Sjálfsbjargar árið 1959. Mikil þróun undanfarin ár Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjálfsbjargarheimilisins, segir mikla breytingu hafa átt sér stað síðastliðin tíu ár á starfi heimilisins. Fjölbreytt afmælishátíð Í tilefni tímamótanna standa íbúar, stjórn og starfsmenn fyrir afmælishátíð í garðinum við Sjálfsbjargarhúsið sunnanvert í dag, föstudaginn 4. júlí, frá kl. 14 til kl. 17. Þar verða flutt ávörp og skemmtidagskrá; m.a. verður ljóð eftir Helga Seljan, ort í tilefni dagsins, frumflutt.
Blair ver skýrslu stjórnarinnar um hættuna af vopnum Íraka
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varði skýrslu stjórnar sinnar um hættuna af gereyðingarvopnaáætlun Íraka er hann kom í morgun fyrir Hutton-nefndina sem rannsakar dauðsfall breska vopnasérfræðingsins David Kelly. Sagði hann skýrsluna hafa verið skrifaða til að hægt væri að meta hugsanlegar hættur sem að öryggi þjóða stafaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkjunum. Blair hélt því fram að fullyrðingar í skýrslunni umdeildu, sem breska sjónvarpið sagði að hafi verið ýktar til að réttlæta herförina gegn Saddam Hussein Íraksforseta, hafi verið byggðar á "hlutlægum heimildum". "Við urðum að birta það sem við vissum eða eins mikið og við gátum af því sem við vissum," sagði Blair. Frétt BBC í maí leiddi til mikilla deilna stöðvarinnar og stjórnar Blair en stjórnin lak því í fjölmiðla að Kelly hefði verið heimildamaður að henni og stuttu eftir það tók hann sér líf skammt frá heimili sínu í Oxfordskíri. Blair sagði við vitnaleiðslurnar að sér hafi verið ókunnugt um þátt David Kelly er í samningu uppkasts að skýrslunni sem út kom í september í fyrra.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varði skýrslu stjórnar sinnar um hættuna af gereyðingarvopnaáætlun Íraka. Hann kom í morgun fyrir Hutton-nefndina sem rannsakar dauðsfall breska vopnasérfræðingsins David Kelly. Blair hélt því fram að fullyrðingar í skýrslunni umdeildu hafi verið byggðar á "hlutlægum heimildum". Frétt BBC í maí leiddi til mikilla deilna stöðvarinnar og stjórnar Blair. Stjórnin lak því í fjölmiðla að Kelly hefði verið heimildamaður að henni og stuttu eftir það tók hann sér líf.
Jarðboranir kaupa Björgun
Jarðboranir hf. hafa fest kaup á öllu hlutafé í Björgun ehf. Kaupverðið er tæpar 2,38 milljarðar króna í reiðufé og er það fjármagnað með lánsfé og útgáfu nýs hlutafjár. Starfsmenn Björgunar eru um 40 talsins og samtals verða starfsmenn sameinaðst félags rúmlega 100 og heildarveltan verður um 2 milljarðar króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram, að stjórn Jarðborana telji að með kaupum á öllu hlutafé í Björgun sé verið að skjóta frekari stoðum undir rekstur Jarðborana og auka fjölbreytni rekstrarins. Einnig verði um samlegðaráhrif með fyrirtækjunum að ræða. Samhliða kaupunum á Björgun hefur stjórn Jarðborana hf. samþykkt að nýta heimild hluthafafundar til að hækka hlutafé um 130 milljónir að nafnvirði og verður heildarhlutafé þá samtals 389.600.000 krónur. Hluthafar hafa fallið frá forkaupsrétti að hækkuninni og hafa þegar fengist kaupendur að hækkuninni. Ekki mun verða um útboð að ræða á hinu nýja hlutafé. Kaupgengi hins nýja hlutafjár er 8,4.
Jarðboranir hf. hafa fest kaup á öllu hlutafé í Björgun ehf. Kaupverðið er tæpar 2,38 milljarðar króna í reiðufé. Starfsmenn Björgunar eru um 40 talsins og samtals verða starfsmenn sameinaðst félags rúmlega 100 og heildarveltan verður um 2 milljarðar króna. Stjórn Jarðborana telji að með kaupum á öllu hlutafé í Björgun sé verið að skjóta frekari stoðum undir rekstur Jarðborana og auka fjölbreytni rekstrarins.
Ríkið vill selja hlut sinn í Endurvinnslunni
*selja á hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni og hlut Hafró í Fiskeldi Eyjafjarðar. Þá á einnig að selja hlutabréf ríkisins í Flugskóla Íslands. Tekjur af sölu eigna nema um 540 milljónum samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2004. * Óskað er eftir heimild til að kaupa hverasvæði Geysis í Haukadal. Þá er einnig beðið um heimild til að selja um 37 ríkisjarðar að hluta eða öllu leyti. *Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2003 gerir ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 6,2 milljarðar eða 3,2 milljörðum minni en í samþykktum fjárlögum og fyrri fjáraukalögum. *Áætlað er að útgjöld til sendiráða Íslands verði 1,5 milljarðar á næsta ári og lækki milli ára. Framlag til rekstrar sendiráða og fastanefnda verður 1,5 milljarður til viðbótar og hækkar á milli ára. Hlutfallslega hækka útgjöld til sendiráðsins í Kaupmannahafnar mest eða um tæp 19%. *Hlutfall skatttekna af landsframleiðslu hækkar á næsta ári lítillega samhliða auknum hagvexti eða úr 29,2% í 29,3%. *Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að vaxtatekjur verði næstum jafnháar vaxtagjöldum. Á árinu 1998 námu vaxtagjöldin 7,7 milljörðum króna. *Í langtímaáætlun er stefnt að því að ríkissjóður verði rekinn með 15,4 milljarða króna afgangi 2005, með 9,6 milljarða afgangi 2006 en að 7,4 milljarða halli verði á árinu 2007 þegar dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda. *Gert er ráð fyrir að vörugjöld á bensín hækki um 8% á næsta ári og skili 600 milljóna króna tekjuauka. *Á árinu 2004 er gert ráð fyrir að bílainnflutningur haldi áfram að aukast en mun hægar en 2003 eða úr 12 þúsund í 13 þúsund bíla. *Gengið er út frá því að tekjur ríkissjóðs vaxi úr 279,4 milljörðum árið 2004 í 319,7 milljarða árið 2007 eða um 14,4%. Gjöldin vaxi úr 273 milljörðum árið 2004 í 325,4 milljarða árið 2007 en það aukning um 19,2%. *Selja á varðskipið Óðin og ráðstafa andvirðinu til að kaupa eða smíða á nýju varðskipi. Unnið er að endurskoðun löggjafar um Landhelgisgæsluna. *Greiðslur fyrir mjólkurframleiðslu á næsta ári nema 4,4 milljörðum, fyrir sauðfjárframleiðslu 2,6 milljarðar og 280 milljónir króna fyrir grænmetisframleiðslu. Heildargreiðslur nema því 7,3 milljörðum. *Fjárveiting til Fjármálaeftirlitsins hækkar um rúm 10% gangi tillögur í fjármálafrumvarpinu eftir og nemur tæpum 300 milljónum króna. Rúmar 157 milljónir renna til Samkeppnisstofnunar og er það 2% hækkun frá fjárlögum 2003. *Gert er ráð fyrir að starfsemi húsbréfadeildar Íbúðalánasjóðs verði með svipuðum hætti og fyrri ár. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi getur Íbúðalánasjóður tekið lán fyrir 78 milljarða á næsta ári. Það er 21% aukning milli ára.
*selja á hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni og hlut Hafró í Fiskeldi Eyjafjarðar. Þá á einnig að selja hlutabréf ríkisins í Flugskóla Íslands. Tekjur af sölu eigna nema um 540 milljónum samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2004. *Hlutfall skatttekna af landsframleiðslu hækkar á næsta ári lítillega samhliða auknum hagvexti eða úr 29,2% í 29,3%. *Gert er ráð fyrir að vörugjöld á bensín hækki um 8% á næsta ári og skili 600 milljóna króna tekjuauka. *Selja á varðskipið Óðin og ráðstafa andvirðinu til að kaupa eða smíða á nýju varðskipi. Unnið er að endurskoðun löggjafar um Landhelgisgæsluna. *Gert er ráð fyrir að starfsemi húsbréfadeildar Íbúðalánasjóðs verði með svipuðum hætti og fyrri ár. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi getur Íbúðalánasjóður tekið lán fyrir 78 milljarða á næsta ári. Það er 21% aukning milli ára.
450 þúsund manns heimsóttu Kringluna í september
Viðskiptavinum Kringlunnar fjölgaði um 12% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesta aðsókn í septembermánuði frá opnun Kringlunnar árið 1987, að því er fram kemur í frétt frá Kringlunni. Um 450.000 manns lögðu leið sína í Kringluna í september síðastliðnum sem er um 50.000 fleiri en í september 2002. Fjöldi viðskiptavina það sem af er árinu hefur aukist um 2% frá því í fyrra, en nú á seinni hluta ársins er fjölgunin meiri. Nýjar verslanir í Kringlunni Í september var unglingaverslunin eX(s) opnuð í Kringlunni. Í versluninni fæst tískufatnaður fyrir ungt fólk og er hún á annarri hæð þar sem verslunin Hanz var áður. Þá var Adidas íþróttavöruverslun á annarri hæð í Kringlunni opnuð, þar sem Maraþon og Olympia voru áður. Í október verða síðan LaSENZA undirfataverslun, ECCO skóverslun og SONY sérverslun opnaðar. Dagana 16.–19. október verður Kringlukast í Kringlunni þar sem verslanir bjóða tilboðsverð á nýjum vörum.
Viðskiptavinum Kringlunnar fjölgaði um 12% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta aðsókn í septembermánuði frá opnun Kringlunnar árið 1987. Um 450.000 manns lögðu leið sína í Kringluna í september síðastliðnum.
Einn skotinn til bana á sama tíma og sáttasemjari kemur til Miðausturlanda
Háttsetur maður í leyniþjónustu Egyptalands, sem hyggst reyna að miðla málum milli Palestínumanna og Ísraela, kom til Miðausturlanda í dag. Palestínskir embættismenn segja árangur viðræðnanna velta aðallega á því hversu fúsir Ísraelar eru til að stöðva hernaðaraðgerðir. Þá var Palestínumaður skotinn til bana í dag af ísraelskum hermönnum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum. Yussef Taleb, 22 ára, var skotinn í brjóst og kvið þegar hermenn fóru inn í bæinn og skutu á hóp Palestínumanna sem henti grjóti í átt að hermönnunum. Alls hafa 2.697 Palestínumenn og 849 Ísraelar látið lífið í átökunum sem hófust með uppreisn Palestínumanna í september 2000. Palestínskir vígamenn hafa tjáð egypskum sáttasemjurum að þeir séu reiðubúnir til vopnahlés svo fremi ísraelskir hermenn hætti drápi á flóttamönnum, árásum á palestínskar byggðir og fjöldahandtökum, að því er ónafngreindur egypskur embættismaður greindi frá. Egypski leyniþjónustumaðurinn Omar Suleiman átti í dag fund með Ahmed Qureia, forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna, og Yasser Arafat, forseta heimstjórnar. Qureia hefur sagt að hann vilji fá fram samþykki vígahópa um að hætta árásum á Ísraela og síðan setjast að samningaborðinu með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Suleiman var seinn á fundinn segja sumir fjölmiðlar að hann hafi fyrr í dag átt fund með ísraelskum embættismönnum eða með Dan Kurtzer, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael.
Háttsetur maður í leyniþjónustu Egyptalands, sem hyggst reyna að miðla málum milli Palestínumanna og Ísraela, kom til Miðausturlanda í dag. Palestínskir embættismenn segja árangur viðræðnanna velta aðallega á því hversu fúsir Ísraelar eru til að stöðva hernaðaraðgerðir. Egypski leyniþjónustumaðurinn Omar Suleiman átti í dag fund með Ahmed Qureia, forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna, og Yasser Arafat, forseta heimstjórnar. Qureia hefur sagt að hann vilji fá fram samþykki vígahópa um að hætta árásum á Ísraela og síðan setjast að samningaborðinu með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels.
Skussar í nýsköpun
Ásgeir Friðgeirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu utan dagskrár á Alþingi í vikunni að Íslendingar væru að dragast aftur úr nágrönnum sínum á sviði nýsköpunar. Sagði hann að Íslendingar væru skussar í þessum efnum í samanburði við þær þjóðir sem við vildum bera okkur saman við. Ásgeir var málshefjandi umræðunnar en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var til andsvara. Ásgeir vitnaði í athugun stofnunarinnar World Economic Forum (WEF), en þar kemur m.a. fram að Íslendingar eru í 15. sæti á þessu ári þegar þjóðir eru bornar saman varðandi þátt þeirra í tækni og nýsköpun. Sagði hann að Íslendingar hefðu verið í 13. sætinu í fyrra. "Sá kraftur sem býr í þekkingu okkar þjóðar rennur illa nýttur til sjávar," sagði hann. Ásgeir sagði að myndin væri þó enn svartari þegar litið væri framhjá tæknivæðingu íslensku þjóðarinnar og aðeins litið á nýsköpunina. "Þar hröpum við enn neðar og lendum í 21. sæti," útskýrði hann. "Í nýsköpun eru við skussarnir í hópi þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Við erum tossarnir í bekk Norðurlanda og við erum aftarlega á meri Vesturlanda." Kemur ekki á óvart Valgerður sagði m.a. í svari sínu að því yrði að halda til haga að Íslendingar væru meðal efstu þjóða þegar kæmi að samanburði á samkeppnisvísitölu hagvaxtar á þessu ári. Hjá WEF hefðu Íslendingar hafnað þar í áttunda sætinu af 102 þjóðum. Sagði hún skýringuna fyrst og fremst bætt efnahagsskilyrði. Valgerður sagði á hinn bóginn að því væri ekki að neita að niðurstöður WEF bentu til þess að nýsköpun væri veikasti þátturinn í samkeppnishæfni Íslands. "En þar lentum við í 21. sæti, sem er svipað og tvö síðustu árin." Valgerður sagði að þrátt fyrir að þessi niðurstaða væri ákveðin vonbrigði, kæmi hún ekki sérstaklega á óvart. "Hún endurspeglar ákveðinn veikleika í grunngerð atvinnulífsins sem mér er fullljós - enda hefur iðnaðarráðuneytið um skeið unnið kerfisbundið að því að bæta þessa stöðu." Hún sagði að ráðuneytið hefði lagt sig eftir því, að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun, með því að byggja upp öflugt stuðningsumhverfi og renna traustum stoðum undir fjármögnun þess. Hún sagði m.a. að með stofnun Vísinda- og tækniráðs, fyrr á þessu ári, hefði verið stigið stórt skref í þá átt að samhæfa stefnu hins opinbera á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar og tengja hana betur þeirri rannsókna- og þróunarstarfsemi sem fram færi í atvinnulífinu.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði í umræðu utan dagskrár á Alþingi í vikunni að Íslendingar væru að dragast aftur úr nágrönnum sínum á sviði nýsköpunar. Ásgeir var málshefjandi umræðunnar en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var til andsvara. Ásgeir vitnaði í athugun stofnunarinnar World Economic Forum (WEF), en þar kemur m.a. fram að Íslendingar eru í 15. sæti á þessu ári þegar þjóðir eru bornar saman varðandi þátt þeirra í tækni og nýsköpun. Valgerður sagði að því væri ekki að neita að niðurstöður WEF bentu til þess að nýsköpun væri veikasti þátturinn í samkeppnishæfni Íslands. Hún sagði að ráðuneytið hefði lagt sig eftir því, að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun, með því að byggja upp öflugt stuðningsumhverfi og renna traustum stoðum undir fjármögnun þess.
Segjast hafa fundið risastórar olíulindir við Noreg
Talið er að gífurlegar og áður óþekktar olíulindir sé að finna í Norðursjó, á svæði milli eyjanna Røst og Vesturáls, að því er fram kemur í olíumálablaðinu Upstream. Umhverfisverndarsinnar draga verðmat á þeim í efa og vara við umhverfisslysum á uppvaxtarsvæðum þorsks. Svæðisstjóri norska ríkisolíufélagsins Statoil og yfirmaður leitarstarfa þess á svæðinu, Ørjan Birkeland, telur að þar sé að finna allt að sex risastórar lindir. Að sögn norska ríkisútvarpsins (NRK) telja jarðfræðingar sig hafa fundið fjölda olíuflekkja og hugsanlegt verðmæti olíu sem þar megi vinna sé um 700 milljarðar norskra króna, um 7.200 milljarðar íslenskra. Búist er við að norska stjórnin taki afstöðu til þess fyrir jól hvort olíufélög fái að hefja borun og vinnslu á svæðinu í nágrenni Lófóts. Leiðtogi norsku sjómannasamtakanna, Reidar Nilsen, segir að samtökin séu í aðalatriðum jákvæð í garð olíuvinnslu svo fremi að þannig verði bundið um hnútana að olía sleppi ekki út í vistkerfi sjávar. Náttúruverndasamtökin World Wide Fund For Nature (WWF) leggjast harðlega gegn olíuvinnslu í nágrenni Lófóts sem þau segja að sé mikilvæg hrygningar- og uppvaxtarstöð þorsks. Þá væri á þeim slóðum að finna afar fjölskrúðugt dýralíf, m.a. hvali. Sé það viðkvæmasta svæðið sem Norðmenn hafa hingað til íhugað að hefja olíuvinnslu á. Talsmaður samtakanna gagnrýnir verðmætamat jarðfræðinga á hugsanlegum olíulindum, segir um "ævintýratölur" að ræða sem fundnar hafi verið upp til að þrýsta á ríkisstjórnina að leyfa olíufélögunum að hefja vinnslu.
Talið er að gífurlegar og áður óþekktar olíulindir sé að finna í Norðursjó, á svæði milli eyjanna Røst og Vesturáls. Umhverfisverndarsinnar draga verðmat á þeim í efa og vara við umhverfisslysum á uppvaxtarsvæðum þorsks. Búist er við að norska stjórnin taki afstöðu til þess fyrir jól hvort olíufélög fái að hefja borun og vinnslu á svæðinu í nágrenni Lófóts. Náttúruverndasamtökin World Wide Fund For Nature (WWF) leggjast harðlega gegn olíuvinnslu í nágrenni Lófóts. Sé það viðkvæmasta svæðið sem Norðmenn hafa hingað til íhugað að hefja olíuvinnslu á.
Jólaljósin tendruð í miðborginni
Reykjavík | Sú skemmtilega hefð hefur skapast í miðborgarlífinu að í lok nóvember ár hvert hafa Reykvíkingar tendrað formlega ljósin á jólaskreytingum í miðborginni. Í dag verður safnast saman við Búnaðarbankann á Hlemmi kl. 15.45 og ljósin verða tendruð formlega kl. 16.00. Að því loknu verður gengið niður Laugaveg, Ingólfsstræti og að Þjóðleikhúsinu, þar sem þeir Lilli klifurmús og Mikki refur taka á móti göngunni. Söngvarar og lúðrablásarar fylgja henni og allir viðstaddir taka þátt í fjöldasöng. Jólasveinar verða á gægjum og eldgleypar á ferð. Fyrir göngunni fer gamall brunabíll frá Slökkviliðinu og hestakerra með tónlistarmönnum innanborðs. Þessi siður, sem hefur haldist óbreyttur frá 1997, er hluti af menningarlífi miðborgarinnar og eins konar upphitun fyrir það sem koma skal. Fjöldi listamanna af öllu tagi hefur tekið þátt í uppákomum í miðborginni undanfarin ár og svo verður einnig nú. Meðal þeirra sem lífga upp á götulífið og stemninguna eru kórar, sönghópar, götulistamenn, tónlistarhópar, brassbönd og lúðrasveitir, harmonikuleikarar auk fjölda annarra listamanna.
Sú skemmtilega hefð hefur skapast í miðborgarlífinu að í lok nóvember ár hvert hafa Reykvíkingar tendrað formlega ljósin á jólaskreytingum í miðborginni. Í dag verður safnast saman við Búnaðarbankann á Hlemmi kl. 15.45 og ljósin verða tendruð formlega kl. 16.00. Að því loknu verður gengið niður Laugaveg, Ingólfsstræti og að Þjóðleikhúsinu. Söngvarar og lúðrablásarar fylgja henni og allir viðstaddir taka þátt í fjöldasöng. Þessi siður, sem hefur haldist óbreyttur frá 1997.
Segist hafa veitt Bretum upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka
Íraskur herforingi fullyrðir að hann hafi veitt breskum leyniþjónustum þær upplýsingar að Írakar geti beitt gereyðingarvopnum með 45 mínútna fyrirvara. Herforinginn, sem heitir al-Dabbagh, segir í samtali við breska blaðið Sunday Telegraph að hann hafi sent Bretum nokkrar skýrslur um geireyðingarvopnaáætlanir Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, frá því snemma á síðasta ári, m.a. um að hersveitir við landamæri Íraks hafi fengið birgðir af gereyðingarvopnum undir lok síðasta árs. Fullyrðingin um að Írakar gætu beitt efna- eða sýklavopnum með 45 mínútna fyrirvara kom fram í skýrslu breskra stjórnvalda um gereyðingarvopnaeign Íraka í lok síðasta árs. "Það var ég sem ber ábyrgð á þessum upplýsingum," sagði al-Dabbagh þegar Sunday Telegraph sýndi honum skýrsluna. "Þær eru 100% réttar." Hann sagðist hafa veitt upplýsingar um flutninga á gereyðingarsprengjuoddum til hersveita í vesturhluta Íraks. "Við hefðum getað skotið þessum flaugum með hálftíma fyrirvara," segir hann. Sprengjuoddarnir eru sagðir hafa verið framleiddir í Írak og hægt var að skjóta þeim með litlum eldflaugavörpum. Ekki er ljóst hvort oddarnir innihéldu efna- eða sýklavopn. Al-Dabbagh segir við blaðið að aðeins hafi mátt beita þessum vopnum samkvæmt beinni skipun frá Saddam. Hann bætti við stór hluti íraska hersins hafi ekki viljað berjast fyrir Saddam. "Vesturlönd ætti að þakka Guði fyrir að íraski herinn ákvað að berjast ekki," segir hann. Al-Dabbagh segist telja að félagar í svoefndum Fedayeen-sveitum Saddams hafi falið sprengjuoddana. Sunday Telegraph segir að al-Dabbagh hafi njósnað fyrir írösk útlagasamtök í Lundúnum í nokkur ár og starfi nú sem ráðgjafi fyrir framkvæmdaráð Íraks. Fullyrðingin um 45 mínútna tímafrestinn hefur verið umdeild allt frá því hún kom fram. Í fréttaþætti breska ríkisútvarpsins BBC komu fram ásakanir um að breska ríkisstjórnin hefði ýkt hættuna sem stafaði af gereyðingarvopnum Íraka. Fram kom að vísindamaðurinn David Kelly væri heimildarmaður BBC og hann fannst nokkru síðar látinn og virtist hafa svipt sig lífi. Í kjölfarið var sett á stofn rannsóknarnefnd til að fjalla um aðdraganda dauða Kellys.
Íraskur herforingi fullyrðir að hann hafi veitt breskum leyniþjónustum þær upplýsingar að Írakar geti beitt gereyðingarvopnum með 45 mínútna fyrirvara. Hann hafi sent Bretum nokkrar skýrslur um geireyðingarvopnaáætlanir Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, frá því snemma á síðasta ári. Hann sagðist hafa veitt upplýsingar um flutninga á gereyðingarsprengjuoddum til hersveita í vesturhluta Íraks. Sprengjuoddarnir eru sagðir hafa verið framleiddir í Írak og hægt var að skjóta þeim með litlum eldflaugavörpum. Aðeins hafi mátt beita þessum vopnum samkvæmt beinni skipun frá Saddam. Fullyrðingin um 45 mínútna tímafrestinn hefur verið umdeild allt frá því hún kom fram.
Tveir starfsmenn Alcan í Straumsvík greinast með heilahimnubólgu
Tveir starfsmenn í álveri Alcan í Straumsvík liggja á gjörgæsludeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið greindir með heilahimnubólgu, sem kallast meningókokkar C. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það er sú heilahimnubólga, sem hefur verið skæðust hér á landi á undanförnum árum. Um er að ræða sömu heilahimnubólgu og allir Íslendingar 19 ára og yngri voru bólusettir gegn á síðasta ári, um 80.000 manns. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir Landlæknisembættisins, segir það sérstakt að þessi heilahimnubólga sé aðallega barnasjúkdómur þó að hún geti komið fyrir hvenær sem er á ævinni og því sé mjög einkennilegt að tveir menn smitist með mjög stuttu millibili í Straumsvík. Hann segir að allir starfsmenn álversins hafi nú verið bólusettir, rúmlega fimm hundruð manns, til að koma í veg fyrir að bakterían haldi áfram að berast manna á milli. "Þessi baktería er þannig," segir Haraldur, "að það eru einstaka menn sem veikjast en það geta margir gengið með hana." Hann segir að bólusetning með þessum hætti sé aðferðin sem sé notuð til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Fjölskyldur hinna veiku og þeir sem hafa verið í nánustu sambandi við þá fá sérstaka meðferð, sem felst í að þeim er gefið sýklalyf til þess að uppræta bakteríuna og þeir síðan bólusettir. Mennirnir tveir voru lagðir inn í lok nýliðinnar vikur. Einkenni heilahimnubólgu C gera hratt vart við sig. Að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis er gangur sjúkdómsins t.d. þannig að sjúklingur veikist um eftirmiðdag og fær einhver ónot og kveflík einkenni, um kvöldið er hann kominn með ógleði og kannski breytt meðvitundarástand og um miðnætti er sjúklingur jafnvel orðinn nánast meðvitundarlaus. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi, vinna mennirnir ekki á sama stað þó að þeir vinni báðir hjá sama verkstæði. Vinnuaðstaða þeirra er ekki á sama stað og búningsaðstaða þeirra er hvor á sínum stað.
Tveir starfsmenn í álveri Alcan í Straumsvík liggja á gjörgæsludeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið greindir með heilahimnubólgu, sem kallast meningókokkar C. Um er að ræða sömu heilahimnubólgu og allir Íslendingar 19 ára og yngri voru bólusettir gegn á síðasta ári, um 80.000 manns. Sóttvarnalæknir Landlæknisembættisins segir það sérstakt að þessi heilahimnubólga sé aðallega barnasjúkdómur þó að hún geti komið fyrir hvenær sem er á ævinni. Því sé mjög einkennilegt að tveir menn smitist með mjög stuttu millibili í Straumsvík. Að sögn upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi vinna mennirnir ekki á sama stað þó að þeir vinni báðir hjá sama verkstæði. Vinnuaðstaða þeirra er ekki á sama stað og búningsaðstaða þeirra er hvor á sínum stað.
Flugritinn sagður fundinn í Rauðahafinu
Egypska fréttastofan NEMA skýrði frá því í morgun að franskir kafarar hefðu fundið flugrita Boeing 737-flugvélar Flash Airlines sem hrapaði í Rauðahafið á laugardag. Flugritinn, sem oft er nefndur svarti kassinn, geymir mikilvægar upplýsingar um flugferil vélarinnar og eins upptökur úr stjórnklefanum. Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta þessa frétt. Með flugvélinni fórust 148 manns, flestir þeirra franskir ferðamenn. Flugritinn er talinn geta gefið mikilvægar upplýsingar um það sem varð til þess að flugvélin hrapaði í Rauðahafið aðeins nokkrum mínútum eftir flugtak frá sumarleyfisstaðnum Sharm el-Sheikh á laugardagsmorgun. Flugvélin var á leið til Parísar með millilendingu í Kaíró. Frönsk og egypsk stjórnvöld hafa ekki viljað trúa því að verk hryðjuverkamanna hafi grandað vélinni. Í gær hringdi maður í fréttstofu AFP og hélt því fram að hann talaði í nafni íslamskra öfgasamtaka í Jemen og sagði að samtökin bæru ábyrgð á flugslysinu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta uppruna þess sem hringdi en hann talaði arabísku með egypskum hreim. Hann sagðist vera egypskur og hringja frá Kaíró í Egyptalandi í nafni samtakanna Ansar el-Haq, Postular sannleikans. Maðurinn sagði jafnframt að samtökin myndu láta til skarar skríða gegn flugvélum franska flugfélagsins Air France innan tíðar ef frönsk yfirvöld hætti ekki við áform um að skikka múslímskar stúlkur til þess að taka ofan höfuðklúta þá sem þær bera gjarnan af trúarástæðum.
Egypska fréttastofan NEMA skýrði frá því í morgun að franskir kafarar hefðu fundið flugrita Boeing 737-flugvélar Flash Airlines sem hrapaði í Rauðahafið á laugardag. Með flugvélinni fórust 148 manns, flestir þeirra franskir ferðamenn. Frönsk og egypsk stjórnvöld hafa ekki viljað trúa því að verk hryðjuverkamanna hafi grandað vélinni. Í gær hringdi maður í fréttstofu AFP og hélt því fram að hann talaði í nafni íslamskra öfgasamtaka í Jemen. Samtökin bæru ábyrgð á flugslysinu. Maðurinn sagði jafnframt að samtökin myndu láta til skarar skríða gegn flugvélum franska flugfélagsins Air France innan tíðar ef frönsk yfirvöld hætti ekki við áform um að skikka múslímskar stúlkur til þess að taka ofan höfuðklúta.
Pétur Jónsson RE með 40% rækjukvótans á Flæmingjagrunni
Fiskistofa hefur úthlutað rækjuveiðiheimildum á Flæmingjagrunni til einstakra fiskiskipa. Á árinu 2004 er heimilt að veiða 13.500 tonn af rækju á deilisvæði 3M á Flæmingjagrunni en 144 tonn á deilisvæði 3L. Pétur Jónsson RE fær mesta úthlutun eða alls tæplega 5.500 tonna rækjukvóta á báðum svæðunum. Alls fá 13 fiskiskip úthlutað rækjukvóta á báðum veiðisvæðum en þar sem umfang heildarkvótans á veiðisvæði 3M er óverulegt koma ekki nema 58 tonn í hlut Péturs Jónssonar RE en minnsti kvótinn er mældur í 187 kílóum til handa Mánabergi ÓF. Pétur Jónsson RE var eina íslenska skipið sem sinnti rækjuveiðunum á Flæmingjagrunni á sl. ári að marki og hefur útgerð skipsins keypt þar veiðiheimildir frá öðrum útgerðum á undanförnum árum. Skipin sem hefur verið úthlutað kvóta til eru: Pétur Jónsson RE, 5.418 tonn, Sunna SI, 2.950 tonn, Baldvin Þorsteinsson EA, 1.733 tonn, Frú Magnhildur VE, 634 tonn, Kaldbakur EA, 624 tonn, Askur ÞH, 575 tonn, Júlíus Geirmundsson ÍS, 510 tonn, Skafti SK, 271 tonn, Páll Pálsson ÍS, 222 tonn, Keilir SI, 208 tonn, Árbakur EA, 169 tonn, Sléttbakur EA, 169 tonn og Mánaberg ÓF, 18 tonn. Flest skipanna á þessum lista eru vel þekkt en viðkomandi skip þurfa ekki endilega að vera þau sem öfluðu kvótans á sínum tíma. Sennilega reka einhverjir upp stór augu þegar þeir sjá að skip eins og Frú Magnhildur VE og Keilir SI eru með drjúga rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Frú Magnhildur VE er 15 brúttótonna smábátur á aflamarki en rækjukvótinn, sem rækjufrystitogarinn Andvari VE sá um að afla, er vistaður á bátnum. Keilir SI er rúmlega 50 brúttótonna dragnótarbátur í eigu Siglfirðings hf. á Siglufirði en það fyrirtæki gerði á sínum tíma út togarana Sigli SI, Siglfirðing SI og Svalbarða SI. Sjávarútvegsvefur Fiskifrétta
Fiskistofa hefur úthlutað rækjuveiðiheimildum á Flæmingjagrunni til einstakra fiskiskipa. Á árinu 2004 er heimilt að veiða 13.500 tonn af rækju á deilisvæði 3M á Flæmingjagrunni en 144 tonn á deilisvæði 3L. Pétur Jónsson RE fær mesta úthlutun eða alls tæplega 5.500 tonna rækjukvóta á báðum svæðunum. Pétur Jónsson RE var eina íslenska skipið sem sinnti rækjuveiðunum á Flæmingjagrunni á sl. ári að marki. Hefur útgerð skipsins keypt þar veiðiheimildir frá öðrum útgerðum á undanförnum árum. Alls fá 13 fiskiskip úthlutað rækjukvóta á báðum veiðisvæðum.
Ryanair sendir frá sér afkomuviðvörun
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun, þar sem segir að búist sé við minnkandi hagnaði fyrirtækisins um 10%. Í tilkynningu félagsins segir, að það sé afar varkárt í verðlagningu fargjalda en 11% tekjurýrnun varð að meðaltali á þriðja ársfjórðungi fjárhagsárs félagsins, sem miðast við marsmánuð. Að teknu tilliti til bókana fyrir fjórða ársfjórðung búast forráðamenn Ryanair við að afrakstur fyrirtækisins minnki um allt að 30% miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Ef svo fari gæti heildarhagnaðurinn minnkað um 10% og orðið um 215 milljónir evra. Verð hlutabréfa í Ryanair féll við fréttirnar um 22% í 5,26 evrur á markaði í Lundúnum í gær. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, kennir veiku sterlingspundi um minnkandi hagnað fyrirtækisins og talsverðri aukningu í sætaframboði þess. Þá setji ný lággjaldaflugfélög, sem séu rekin með tapi frá upphafi, verulegt strik í reikninginn. Verð fargjalda lækki því í hinni miklu samkeppni þegar slík félög lækki verð enn meira í örvæntingu sinni. Þrátt fyrir mótbyrinn er Michael O'Leary bjartsýnn og segir að fyrirtækið muni halda áfram að leita nýrra og hagkvæmra áætlunarleiða og að auka markaðshlutdeild sína. Á þriðja fjórðungi rekstrarárs Ryanair fjölgaði farþegum um 54% miðað við sama tímabil árið áður og voru 6,1 milljón. Tekjur jukust um 37% og námu 255 milljónum evra. Hagnaður eftir skatta en fyrir óreglulegan kostnað jókst um 10% og nam 47,5 milljónum evra, sem er methagnaður hjá fyrirtækinu.
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun. Búist sé við minnkandi hagnaði fyrirtækisins um 10%. Búast forráðamenn Ryanair við að afrakstur fyrirtækisins minnki um allt að 30% miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, kennir veiku sterlingspundi um minnkandi hagnað fyrirtækisins og talsverðri aukningu í sætaframboði þess. Þá setji ný lággjaldaflugfélög, sem séu rekin með tapi frá upphafi, verulegt strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótbyrinn er Michael O'Leary bjartsýnn og segir að fyrirtækið muni halda áfram að leita nýrra og hagkvæmra áætlunarleiða og að auka markaðshlutdeild sína.
Bráðgreind börn verða útundan í norskum skólum
Norskir skólar hafa hvorki getu né vilja til að annast bráðgreinda nemendur, hefur Aftenposten eftir efnafræðiprófessornum Martin Ystnes. Í ljósi eigin reynslu ræður hann foreldrum mjög gáfaðra barna að senda þau í einkaskóla. Forráðamenn slíkra skóla sjái sér hag í að börnin séu í skólanum og því leggi þeir sig fram um að börnin þrífist vel þar, einnig bráðgreind börn. Ystnes vísar til rannsókna er gerðar voru í Sviss og Þýskalandi til stuðnings þeirri fullyrðingu sinni að vegna þessa fái a.m.k. 400 börn í hverjum árgangi í Noregi ekki notið þeirra möguleika sem gáfur þeirra raunverulega veiti þeim. "Í flestum venjulegum skólum er að finna bráðgreind börn. Mörg þeirra uppgötvast aldrei. Verið getur að allt sitt líf finnist þeim að það sé eitthvað að þeim, en að enga hjálp sé að fá. Þvert á móti fá þau svo litla hvatningu að ef maður færi svona með hundinn sinn yrði maður ákærður fyrir að misþyrma honum," segir Ystnes við Aftenposten. Hann er prófessor við Norska náttúruvísindatækniháskólann í Þrándheimi. Að gera greind börn ánægð Ystnes kveðst ekki telja að þótt bráðgreind börn séu sett í sérstakan bekk verði þau ófélagslynd. Komist þau í kynni við einhvern sem geti veitt þeim hvatningu fái þau raunhæfari hugmyndir um sjálf sig. Þetta snúist ekki um að auka greind barna, heldur að gera greind börn ánægðari. Aftenposten hefur eftir Ystnes, að til séu rannsóknir er bendi til að fólki með mikla greind sé hættara við ýmsum erfiðleikum en þeim sem séu minna greindir. Ystnes bendir á, að mörg börn með mikla greind séu oft gífurlega virk. Margir - ekki síst kennararnir - eigi erfitt með að halda í við hvatvísi þeirra og hugsanagang. Slík börn séu oft ranglega greind með athyglisbrest eða Aspergerheilkenni (sem eru væg afbrigði af einhverfu). Ystnes á sjálfur tvo drengi á grunnskólaaldri, sem báðir hafa mælst vel yfir meðalgreind á hefðbundnu greindarprófi. Segir Ystnes að norsk skólalöggjöf veiti ofurgreindum börnum engan sérstakan stuðning. Það standi beinlínis í lögunum að börn sem geti lært hraðar og meira en meðaltalið geri ráð fyrir skuli ekki njóta sérkennslu. Hann kveðst telja að litið yrði á fordómalausa umræðu um þetta mál sem ógnun við jöfnuðarhugsunarháttinn í norskri menntastefnu.
Norskir skólar hafa hvorki getu né vilja til að annast bráðgreinda nemendur, hefur Aftenposten eftir efnafræðiprófessornum Martin Ystnes. Ræður hann foreldrum mjög gáfaðra barna að senda þau í einkaskóla. "Í flestum venjulegum skólum er að finna bráðgreind börn. Mörg þeirra uppgötvast aldrei." Þetta snúist ekki um að auka greind barna, heldur að gera greind börn ánægðari. Mörg börn með mikla greind séu oft gífurlega virk. Margir - ekki síst kennararnir - eigi erfitt með að halda í við hvatvísi þeirra og hugsanagang.
Alþingi sporni við myndun sjálfstæðra stjórnvalda til hliðar við stjórnkerfið
Davíð Oddsson segist bæði innan Alþingis og utan hafa leitast við að stemma stigu við að grafið væri undan þeim áhrifum sem þinginu er á grundvelli þingræðisreglunnar ætlað að hafa á stjórn landsins. Segir hann ráðherra hafa gegnum tíðina verið meira en fúsa til að veita hluta af valdi sínu sjálfstæðum stjórnvöldum til hliðar við hið eiginlega stjórnkerfi til að losna við erfið viðfangsefni og losa sig undan ábyrgð. Kom þetta fram í ávarp forsætisráðherra á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Davíð sagði að á Alþingi heyrðist stundum kvartað yfir því að þingið mætti sín lítils í samskiptum við stjórnvöld og væri iðulega ofurliði borið af þeim styrk, sem lægi í fjölmennu starfsliði embættismanna og sérfræðinga framkvæmdarvaldsins. Sá munur væri þó á, að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á stjórnsýslu þeirra starfsmanna, sem fram koma í hennar nafni eða starfa undir hennar stjórn. Hún gæti hins vegar enga ábyrgð borið á stjórnsýslu þeirra, sem ekki lytu boðvaldi hennar. Væri yfirstjórn stjórnsýslu frá ráðherra tekin, færi þingræðið og það lýðræðislega aðhald, sem í því væri fólgið, fyrir lítið. Davíð Oddsson segist hafa hvatt til þess að þingið sporni við því að tiltekin verkefni eða verksvið innan stjórnsýslunnar væru að hluta eða í heild felld undan yfirstjórn ráðherra og falin sjálfstæðum stjórnvöldum sem skipað er til hliðar við hið eiginlega stjórnkerfi. Í ávarpinu sagðist Davíð og reiðubúinn til samstarfs við formenn annarra stjórnmálaflokka um endurskoðun afmarkaðra þátta í stjórnarskránni. Að ósekju mætti færa ýmis atriði í fyrsta og öðrum kafla hennar til nútímalegra horfs. Þar er fjallað um stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar, um forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra. Ræða Davíðs í Háskólanum
Davíð Oddsson segist bæði innan Alþingis og utan hafa leitast við að stemma stigu við að grafið væri undan þeim áhrifum sem þinginu er á grundvelli þingræðisreglunnar ætlað að hafa á stjórn landsins. Kom þetta fram í ávarp forsætisráðherra á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi. Davíð sagði að á Alþingi heyrðist stundum kvartað yfir því að þingið mætti sín lítils í samskiptum við stjórnvöld og væri iðulega ofurliði borið af þeim styrk, sem lægi í fjölmennu starfsliði embættismanna og sérfræðinga framkvæmdarvaldsins. Sagðist Davíð og reiðubúinn til samstarfs við formenn annarra stjórnmálaflokka um endurskoðun afmarkaðra þátta í stjórnarskránni.
Dennis bjartsýnn fyrir hönd McLaren
David Coulthard hefur ekki viljað tjá sig um eða staðfesta vangaveltur um að 2004-bíll McLaren, MP4-19, muni einungis duga sem miðlungsbíll í komandi kappakstri í Melbourne. Eftir góða byrjun og brautarmetaslátt í upphafi vetrarprófana hefur McLaren-bíllinn ekki þótt tilkomumikill á æfingabrautum undanfarnar vikur. Coulthard segir þó við breska akstursíþróttarititð Autosport í síðustu viku, að hann sé ekki viss um að bíllinn sé alveg klár til keppni. McLaren var þó fyrst til að prufukeyra 2004-bíl. "Allir vilja vita hver er með mesta kraftinn og hver er tilbúinn. Við höfum lagt margan hringinn að baki en eigum enn eftir að komast fyrir viss endingarvandamál, sem er hluti af tilraunaakstrinum." Félagi Coulthard, Kimi Räikkönen, hefur látið í ljós efasemdir um að McLaren-bíllinn sé nógu traustur til að endast keppnishelgi, eða nógu hraðskreiður til að fara með sigur af hólmi í Albertsgarði á sunnudaginn kemur. "Ég er ekki sammála því," segir David, "það er alltaf við endingarvanda að stríða í Formúlu-1. Jafnvel þótt menn glími ekki við nein vandamál þá getur allt gerst". Kveðst Coulthard hafa meiri áhyggjur af endanlegum hraða bílsins í Melbourne en hvort Mercedes-mótorinn endist hringina 58. "Ég yrði sáttari við að vera hraðskreiður í Melbourne og ótrausta endingu en keyra áreiðanlegan bíl sem kemst ekkert áfram vegna hraðaskorts. Þá vissi maður allavega að bíllinn væri öflugur," segir Coulthard. McLaren-stjórinn Ron Dennis kveðst sannfærður um að lið hans muni draga keppinautana uppi þótt þeir reynist betri í Ástralíukappakstrinum um helgina. "Við erum með ákafa þróunaráætlun í gangi sem vonandi mun auka við samkeppnisfærni okkar á næstu mánuðum. Og stöndum við okkur vel í Melbourne þá verður það frábært að geta byggt ofan á því. Verðum við hins vegar eitthvað á eftir í Ástralíu þá trúum við því samt að við munum komast fram úr á ný því við leggjum hart og markvisst á okkur til að bæta bílana," segir Dennis. Hann segir að mál séu að æxlast í rétta átt og er bjartsýnn á árangur McLaren í ár. "Við höfum sinnt heilmiklum þróunarakstri sem hefur ekki verið vandræðalaus, en til þess eru bílprófanir. "Lengst af höfum við verið tiltölulega samkeppnisfærir en auðvitað veit maður ekki hversu sterkir mótherjarnir eru fyrr en út í keppnina er komið," bætir McLaren-stjórinn við og kveðst sáttur við undirbúning liðsins í vetur. Lauk honum með því að MP4-19 bíllinn lét til sín taka á ný er Räikkönen setti á dögunum nýtt brautarmet í appelsínuborginni Valencia á Spáni. Með sandpoka í skottinu? Keppinautar McLaren hafa undrast gang mála hjá McLaren í vetur og velt því fyrir sér hvort í bílunum hafi hreinlega verið farg við bílprófanir seinni hluta janúar og í febrúar því þá voru þeir hvergi eins sprækir og á fyrri stigum vetrarakstursins. Eftir metaslátt í desember og byrjun janúar féll bíllinn allt í einu inn í miðjan hóp. Spurningar vöknuðu um getu hans og sumir sögðu að brögð væru í tafli, McLaren væri að reyna að villa um fyrir keppinautunum. Rubens Barrichello hjá Ferrari sagði t.d. að í bílunum væri líklega "sandpoki" til að hægja á þeim. "Við vitum ekki nema þeir hafi ekið með mikið bensín á tönkum til að fela hvað raunverulega í bílnum býr," sagði hann. Sannleikurinn kemur í ljós á sunnudag í Melbourne.
David Coulthard hefur ekki viljað tjá sig um eða staðfesta vangaveltur um að 2004-bíll McLaren, MP4-19, muni einungis duga sem miðlungsbíll í komandi kappakstri í Melbourne. Kimi Räikkönen hefur látið í ljós efasemdir um að McLaren-bíllinn sé nógu traustur til að endast keppnishelgi, eða nógu hraðskreiður til að fara með sigur af hólmi í Albertsgarði á sunnudaginn kemur. McLaren-stjórinn Ron Dennis kveðst sannfærður um að lið hans muni draga keppinautana uppi þótt þeir reynist betri í Ástralíukappakstrinum um helgina. Keppinautar McLaren hafa undrast gang mála hjá McLaren í vetur og velt því fyrir sér hvort í bílunum hafi hreinlega verið farg við bílprófanir seinni hluta janúar og í febrúar. Þá voru þeir hvergi eins sprækir og á fyrri stigum vetrarakstursins. Rubens Barrichello hjá Ferrari sagði t.d. að í bílunum væri líklega "sandpoki" til að hægja á þeim.
Flugstjóri og flugmaður flugu með skólafélaga sína
Hópur nemenda sem stunda MBA-nám við Háskólann í Reykjavík fór um helgina áleiðis til Kölnar í Þýskalandi þar sem hann mun sitja námstefnu um frumkvöðla og alþjóðlega verkefnastjórnun. Það óvenjulega við þessa flugferð var að vélinni var flogið af tveimur nemendum við skólann, Geirþrúði Alfreðsdóttur flugstjóra og Ragnheiði Guðjónsdóttur flugmanni. Geirþrúður er einmitt í MBA-námi, en Ragnheiður er langt komin með nám í viðskiptafræði við skólann. Það var kominn ferðahugur í nemendurna þegar hópurinn hittist í Háskólanum í Reykjavík á föstudag til að leggja lokahönd á undirbúninginn. Inga Lilja Diðriksdóttir, verkefnisstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, sagði að það hefði verið nokkuð sérstakt að hafa flugstjórann, sem flaug vélinni, í hópnum. Inga Lilja sagði að 22 nemendur færu í þessa ferð en 50 nemendur eru nú í MBA-námi við skólann. Hún sagði að námið væri skipulagt sem alþjóðlegt MBA-nám í samvinnu við fimm aðra háskóla, fjóra evrópska og einn skóla í Mexíkó. Námstefnan í Köln, sem stendur í eina viku, væri sú fyrsta af þremur. Í haust yrði farið til Mexíkó og í júní 2005 væri fyrirhuguð námstefna á Íslandi. Námskeiðin í Köln verða tvö, í frumkvöðlafræðum og í alþjóðlegri verkefnastjórnun. Einnig heimsækir hópurinn þýsk fyrirtæki og fær tækifæri til að ræða við menn í þýsku atvinnulífi. MBA-nám hófst við Háskólann í Reykjavík árið 1999 og er þetta fjórði hópurinn sem stundar nám við skólann. Námið, sem er skipulagt fyrir fólk í atvinnulífinu, tekur 22 mánuði. Fimmti hópurinn verður tekinn inn í skólann í haust.
Hópur nemenda sem stunda MBA-nám við Háskólann í Reykjavík fór um helgina áleiðis til Kölnar í Þýskalandi þar sem hann mun sitja námstefnu um frumkvöðla og alþjóðlega verkefnastjórnun. Vélinni var flogið af tveimur nemendum við skólann, Geirþrúði Alfreðsdóttur flugstjóra og Ragnheiði Guðjónsdóttur flugmanni. Inga Lilja Diðriksdóttir, verkefnisstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, sagði að það hefði verið nokkuð sérstakt að hafa flugstjórann, sem flaug vélinni, í hópnum. Inga Lilja sagði að 22 nemendur færu í þessa ferð en 50 nemendur eru nú í MBA-námi við skólann. Námskeiðin í Köln verða tvö, í frumkvöðlafræðum og í alþjóðlegri verkefnastjórnun.
Kallar ekki á sérstaka endurskoðun á jafnréttislöggjöf
Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fara eigi varlega í breytingar á jafnréttislögum, inntur eftir viðbrögðum við ummælum dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar var haft eftir dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, að jafnréttislögin væru barn síns tíma. Tilefni ummælanna var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála, sem heyrir undir félagsmálaráðuneyti, um að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum með því að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara en ekki Hjördísi Hákonardóttur. "Það má kannski segja það um alla skapaða hluti, öll mannanna verk, að þau séu börn síns tíma. Annars eru þetta tiltölulega ný lög, fjögurra ára gömul. Án þess að ég vilji útiloka það með öllu að það kunni að vera þörf á því að þróa þessa löggjöf þá tel ég að þetta mál sem slíkt kalli ekkert sérstaklega á það. Mér finnst þetta mál ekki kalla á neina sérstaka endurskoðun laganna," segir Árni. Hann segir álitið endanlegt í stjórnsýslunni, en það sé svo undir málsaðilum komið hvort málið verður rekið fyrir dómstólum. Árni kveðst enga skoðun hafa á því hvort niðurstaða kærunefndarinnar hafi verið rétt. "Það hefur verið mitt mottó í samskiptum mínum við þær úrskurðarnefndir sem undir félagsmálaráðuneytið heyra að ég hvorki skipti mér af starfi þeirra né niðurstöðunni. Þær eiga að vera sjálfstæðar í stjórnsýslunni og það er mikilvægt að þær séu það," segir Árni. Eigum talsvert í land í jafnréttismálum "Ég er hvorki hneykslaður né hissa á þessum ummælum dómsmálaráðherra. Það eru skiptar skoðanir á þessu ákvæði laganna og það hefur svo sem komið upp áður að menn hafa velt fyrir sér hvort þetta er réttasta framsetningin. Menn hafa velt fyrir sér þessari túlkun laganna að það beri að beita jákvæðri mismunum ef karlar í viðkomandi starfi eru fleiri en konur eða öfugt. Það hefur hver sína skoðun á því. Þessum lögum er hins vegar ætlað að tryggja jafnrétti kynjanna. Það er meginmarkmiðið með þeim. Ég tel að við eigum talsvert í land í jafnréttismálum og vil fara mjög hægt í allar breytingar sem gætu orðið til þess að draga úr árangri á því sviði," segir Árni. Í fullu samræmi við nágrannalöndin Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir löggjöf um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna vera í fullu samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. "Þessi lög eru frá 2000, löggjöfin var í heild sinni endurskoðuð þá og hún er í samræmi við það sem er að gerast í kringum okkur. Auðvitað má alltaf endurskoða lögin, en aðrar þjóðir eru ennþá með sína jafnréttislöggjöf sem gengur út á sértækar aðgerðir. Við stöðuveitingu ber að líta til kynja- og jafnréttissjónarmiða. Álit kærunefndarinnar virðist vera afdráttarlaust í þessu tilviki," segir Margrét María.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fara eigi varlega í breytingar á jafnréttislögum, inntur eftir viðbrögðum við ummælum dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar var haft eftir dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, að jafnréttislögin væru barn síns tíma. "Það má kannski segja það um alla skapaða hluti, öll mannanna verk, að þau séu börn síns tíma. Annars eru þetta tiltölulega ný lög, fjögurra ára gömul," segir Árni. "Þessum lögum er hins vegar ætlað að tryggja jafnrétti kynjanna. Það er meginmarkmiðið með þeim. Ég tel að við eigum talsvert í land í jafnréttismálum og vil fara mjög hægt í allar breytingar sem gætu orðið til þess að draga úr árangri á því sviði," segir Árni. Í fullu samræmi við nágrannalöndin Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir löggjöf um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna vera í fullu samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum.
Þáttur helgaður föllnum hermönnum vekur deilur
Fréttaþáttur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC hefur vakið deilur en þátturinn Nightline sem sendur var út í gærkvöldi var eingöngu helgaður því að greina frá nöfnum þeirra rúmlega 700 bandarísku hermanna sem fallið hafa í Írak. Í frétt BBC kemur ennfremur fram að auk þess að greina fram nafni fallins hermanns hafi verið sýnd mynd af honum. Framleiðandi þáttarins Nightline segir að markmiðið hafi verið að minna áhorfendur á að hinir látnu séu ekki bara einhverjar mannfallstölur heldur að þeir eigi sér nafn og andlit. Hópur íhaldsmanna hefur gagnrýnd þáttinn og segir hann andsnúinn stríðinu. Þá hefur fjöldi sjónvarpsstöðva, sem eru í eigu fjölmiðlafyrirtækja sem hafa tengsl við Hvíta húsið, ákveðið að sýna þáttinn ekki. Stjórnandi þáttarins, Ted Koppel fyrrverandi blaðamaður, segir: "Markmið okkar var að lyfta hinum látnu yfir stjórnmálin og daglega blaðamennsku. Með því að lesa upp nöfn þeirra 721 hermanna sem fallnir eru, er hvorki verið að reyna að vekja andstöðu né stuðning við stríðið." Þátturinn var sýndur í gærkvöldi en í dag er liðið ár frá því George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti Íraksstríðnu lokið.
Fréttaþáttur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC hefur vakið deilur. Þátturinn Nightline sem sendur var út í gærkvöldi var eingöngu helgaður því að greina frá nöfnum þeirra rúmlega 700 bandarísku hermanna sem fallið hafa í Írak. Auk þess að greina fram nafni fallins hermanns hafi verið sýnd mynd af honum. Hópur íhaldsmanna hefur gagnrýnd þáttinn og segir hann andsnúinn stríðinu. Í dag er liðið ár frá því George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti Íraksstríðnu lokið.
'R-listi: Ljóst að rekstur öflugra fjölmiðla er í uppnámi verði fjölmiðlafrumvarp samþykkt'
Í ályktun, sem fulltrúar Reykjavíkurlistans í borgarráði Reykjavíkur lögðu fram á fundi ráðsins í dag, segir að þrátt fyrir þær breytingar sem boðaðar hafa verið í meðförum Alþingis á fjölmiðlafrumvarpinu sé ljóst að rekstur öflugra fjölmiðla og atvinnuöryggi hundraða sé í uppnámi verði frumvarpið að lögum. Alls óvíst virðist hins vegar hvort markmið um fjölbreytni í umfjöllun og öfluga dagskrágerð náist. Það sé lágmarkskrafa að nægilegur tími gefist til að fullkanna hin víðtæku áhrif sem samþykkt frumvarpsins gæti haft í för með sér. Ályktunin er birt á heimasíðu Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa R-listans og er hún eftirfarandi: "Vegna umræðu um starfsumhverfi fjölmiðla vill borgarráð vekja athygli þingmanna á nauðsyn þess að fjölmiðlar búi við stöðugleika og öruggt lagaumhverfi ekki síður en önnur atvinnustarfsemi. Fjölmiðlarekstur og útgáfa er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík. Nægir að nefna að tvö til þrjú þúsund einstaklingar starfa við fjölmiðla og þar með eiga jafnmargar fjölskyldur lífsafkomu sína að hluta eða heild undir blómlegum rekstri þeirra. Gera verður þá kröfu að aðgerðir ríkisstjórnarinnar stofni ekki rekstri fjölmiðlafyrirtækja og atvinnuöryggi starfsfólks í hættu nema brýna nauðsyn beri til og ljóst sé að mildari úrræði nái ekki sömu markmiðum. Borgarráð bendir á að þrátt fyrir þær breytingar sem boðaðar hafa verið í meðförum Alþingis er ljóst að rekstur öflugra fjölmiðla og atvinnuöryggi hundraða er í uppnámi verði frumvarpið að lögum. Alls óvíst virðist hins vegar hvort markmið um fjölbreytni í umfjöllun og öfluga dagskrágerð náist. Það er lágmarkskrafa að nægilegur tími gefist til að fullkanna hin víðtæku áhrif sem samþykkt frumvarpsins gæti haft í för með sér." Heimasíða Dags B. Eggertssonar
Alls óvíst virðist hvort markmið um fjölbreytni í umfjöllun og öfluga dagskrágerð náist. Það sé lágmarkskrafa að nægilegur tími gefist til að fullkanna hin víðtæku áhrif sem samþykkt frumvarpsins gæti haft í för með sér. "Gera verður þá kröfu að aðgerðir ríkisstjórnarinnar stofni ekki rekstri fjölmiðlafyrirtækja og atvinnuöryggi starfsfólks í hættu". "Borgarráð bendir á að þrátt fyrir þær breytingar sem boðaðar hafa verið í meðförum Alþingis er ljóst að rekstur öflugra fjölmiðla og atvinnuöryggi hundraða er í uppnámi verði frumvarpið að lögum".
Stuðlað að efnahagslegum völdum og áhrifum kvenna
Þetta er ráðstefna þar sem koma saman konur í pólitísk, viðskiptum og konur sem eru í forsvari fyrir frjáls félagasamtök, segir Jónína Bjartmarz þingkona og fulltrúi í alþjóðlegri undirbúningsnefnd ráðstefnunnar "Global Summit of Women" en ráðstefnan stendur nú yfir í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að stuðla að efnahagslegum völdum og áhrifum kvenna, segir Jónína. Hún segir að jafnframt sé horft til þróunaraðstoðar. Ráðstefnuna sækja fjölmennir hópar kvenna frá Afríku, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. Íslensku sendinefndina skipa þær Jónína Bjartmarz þingkona og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingkona. Þá eru fjórar konur úr viðskiptalífinu, þær Guðrún Magnúsdóttir frá heildsölunni Bergís, Edda Sverrisdóttir sem rekur verslunina Flex en hún er fulltrú Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), listakonan Kogga og Jakobína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mónu. Alls sitja 859 fulltrúar frá 85 ríkjum ráðstefnuna. Jónína segir að meðal áhugaverðra erinda á ráðstefnunni hafi verið erindi írasks kvenráðherra sem lýsti uppbyggingunni í landinu og þeim breytingum sem hafa orðið á samfélaginu eftir innrásina. Þá sé einkar áhugavert að fá upplýsingar frá fyrstu hendi frá þátttakendum frá Afganistan. Þá greindi Ann Sherry, stjórnarformaður bankans Westpac á Nýja-Sjálandi, frá því hvernig bankinn hefur reynt að nálgast konur og konur í atvinnurekstri sérstaklega. Þetta eru viðskipti sem skila bankanum góðum hagnaði. Jónína, sem situr nú ráðstefnuna fjórða árið í röð, segir það einkennandi fyrir ráðstefnuna að hún sé ekki sótt af embættismönnum heldur af konunum sjálfum, bæði í viðskiptum og stjórnmálum. "Ráðstefnan byggir á ákveðnu tengslaneti milli kvennanna, svo fer það eftir þátttakendunum hversu duglegir þeir eru að nýta sér það, bæði á meðan á ráðstefnunni stendur og svo í kjölfarið. Í einhverjum tilvikum myndast bein viðskiptatengsl fyrir utan það að konur fá viðskiptahugmyndir og komast í tengsl við viðskiptaaðila í öðrum löndum," segir Jónína. Ráðstefnuna sitja í ár yfir 50 kvenráðherrar. "Eitt af því sem ég heyrði í dag var að konur eru 11% ráðherra heimsins," segir Jónína. Ráðstefnan samanstendur af sameiginlegum fundum og ávörpum og svo er skipt niður í umræðuhópa. Jónína var með erindi í einum umræðuhópnum þar sem rætt var um heilsufar. Global Summit og Women
Þetta er ráðstefna þar sem koma saman konur í pólitísk, viðskiptum og konur sem eru í forsvari fyrir frjáls félagasamtök, segir Jónína Bjartmarz þingkona og fulltrúi í alþjóðlegri undirbúningsnefnd ráðstefnunnar "Global Summit of Women". Ráðstefnan stendur nú yfir í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að stuðla að efnahagslegum völdum og áhrifum kvenna, segir Jónína. Íslensku sendinefndina skipa þær Jónína Bjartmarz þingkona og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingkona. Þá eru fjórar konur úr viðskiptalífinu, þær Guðrún Magnúsdóttir frá heildsölunni Bergís, Edda Sverrisdóttir sem rekur verslunina Flex en hún er fulltrú Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), listakonan Kogga og Jakobína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mónu. Alls sitja 859 fulltrúar frá 85 ríkjum ráðstefnuna. Ráðstefnuna sitja í ár yfir 50 kvenráðherrar.
Getum þróað nýjar leiðir við meðferð hins formlega valds
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti erindi við upphaf norrænnar sveitarstjórnarráðstefnu í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina "Að hugsa á heimsvísu og skapa á heimaslóð". Ólafur Ragnar gerði að umræðuefni þau miklu tækifæri sem sú kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi á Norðurlöndum hefði ólíkt eldri kynslóðum. Hún gæti valið hvar hún vildi búa og starfa án mikillar fyrirhafnar. Hann sagði að sveitarfélög, borgir eða þjóðríki gætu ekki gengið að því vísu að íbúarnir kysu að búa þar áfram. Forsetinn sagði að viðbrögð margra við þessari breyttu mynd hefðu gjarnan verið neikvæð og sumir hefðu lagt áherslu á að draga varnarlínur til að bregðast við þróuninni. Reynslan sýndi hins vegar að í þessum breytingum fælust einnig tækifæri fyrir byggðarlögin og árangurinn hefði víða verið glæsilegur. Forsetinn vék að samfélagshugsuninni sem fylgt hefði norrænum mönnum. "Norræn samfélög eru af mörgum talin fyrirmynd, vegvísir um framtíðina, sönnun þess hvernig hægt er að tryggja velferð, menntun og heilsugæslu og njóta um leið hagvaxtar og efnahagslegra framfara, nýta kosti markaðarins og búa almenningi um leið öryggi og hagsæld, hafa mannréttindi í hávegum og þróa lýðræði sem sé opið, gegnsætt og víðtækt, samfélög þar sem upplýsingatæknin er slík almenningseign að við getum þróað nýjar leiðir við ákvarðanir og almenna þátttöku í meðferð hins formlega valds, gert hina nýju veröld að framfaraskeiði lýðræðis og mannréttinda," sagði Ólafur Ragnar. Skara fram úr í harðnandi samkeppni Hann sagði að flestir fræðimenn væru sammála um að á hinni nýju öld væri lýðræðisleg hugsun, lifandi og margræð menning, áhersla á sköpunarkraft og frumleika mikilvægar forsendur þess að ná árangri á heimsmarkaði og þar með að skara fram úr í harðnandi samkeppni þar sem ögrunin gæti komið úr hvaða átt sem væri. Forsetinn ræddi einnig um árangur íslenskra fyrirtækja á heimsmarkaði og nefndi Kaupthing Bank, Baug Group, Actavis, Össur, Icelandair, Marel, GoPro og Flögu í því sambandi. Hann benti t.d. á að nú væru tekjur Íslendinga af lyfjaútflutningi til Þýskalands meiri en af útflutningi á karfa til Þýskalands sem lengi hefði verið helsti markaður okkar fyrir karfa. Ráðstefnuna, sem lýkur á morgun, sækja um 350 manns, fyrst og fremst kjörnir fulltrúar í sveitar- og héraðastjórnum. Hún er haldin á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við sveitarfélagasamböndin annars staðar á Norðurlöndunum. Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, bauð gesti velkomna. Yfirskrift ráðstefnunnar er staða norrænna sveitarfélaga og héraða í hnattvæddum heimi. Astrid Thors, sem situr á Evrópuþinginu fyrir hönd Finnlands, fjallaði á ráðstefnunni um stöðu norrænna sveitarfélaga á vettvangi Evrópumála. Borgarstjóri Linköping í Svíþjóð, Eva Joelsson, ræddi um norræna áhrifaþætti á þróun sveitarfélaga og héraða næstu ár. Umfjöllun hennar var byggð á grundvelli mikillar framtíðarrannsóknar sem nýlega var gerð á vegum sænska sveitarfélagasambandsins. Í vinnuhópum var fjallað um afmarkaða þætti, svo sem norræna velferðarsamfélagið, pólitíska stjórnun í framtíðinni og þróun í átt til netlýðræðis.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti erindi við upphaf norrænnar sveitarstjórnarráðstefnu í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina "Að hugsa á heimsvísu og skapa á heimaslóð". Ólafur Ragnar gerði að umræðuefni þau miklu tækifæri sem sú kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi á Norðurlöndum hefði ólíkt eldri kynslóðum. Hann sagði að sveitarfélög, borgir eða þjóðríki gætu ekki gengið að því vísu að íbúarnir kysu að búa þar áfram. Forsetinn sagði að viðbrögð margra við þessari breyttu mynd hefðu gjarnan verið neikvæð og sumir hefðu lagt áherslu á að draga varnarlínur til að bregðast við þróuninni. Forsetinn vék að samfélagshugsuninni sem fylgt hefði norrænum mönnum. Hann sagði að flestir fræðimenn væru sammála um að á hinni nýju öld væri lýðræðisleg hugsun, lifandi og margræð menning, áhersla á sköpunarkraft og frumleika mikilvægar forsendur þess að ná árangri á heimsmarkaði Forsetinn ræddi einnig um árangur íslenskra fyrirtækja á heimsmarkaði.
1,6 milljónir kvenna fara í mál
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í fyrradag, að lögsækja mætti Wal-Mart-verslanakeðjuna fyrir að hafa greitt konum lægri laun en körlum. Er um að ræða stærsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum sem tekur til 1,6 milljóna kvenna. Um er að ræða núverandi og fyrrverandi starfskonur fyrirtækisins en Wal-Mart er stærsta verslanasamsteypa í heimi og stærsti einstaki vinnuveitandinn í Bandaríkjunum. Dómarinn sagði, að um "sögulegt mál" væri að ræða og minnti á hve mikilvægt væri, að jafnréttis væri gætt. Talsmaður Wal-Mart sagði, að úrskurðinum yrði áfrýjað en lögfræðingur kærenda sagði, að Wal-Mart lifði í gömlum tíma, væri a.m.k. 30 árum á eftir tímanum. Fyrir þremur árum urðu nokkrar konur til að höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir að hafa fengið lægri laun en karlar og ekki þann frama í starfi, sem þeir fengu. Síðan gáfu sig fram hundruð þúsunda kvenna, sem höfðu sömu sögu að segja. Wal-Mart hefur varið sig með því, að þessi mál séu ákveðin hjá hverri verslun fyrir sig og því sé ekki um skipulega mismunun að ræða. Washington. AFP.
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í fyrradag, að lögsækja mætti Wal-Mart-verslanakeðjuna fyrir að hafa greitt konum lægri laun en körlum. Um er að ræða núverandi og fyrrverandi starfskonur fyrirtækisins. Wal-Mart er stærsta verslanasamsteypa í heimi og stærsti einstaki vinnuveitandinn í Bandaríkjunum. Wal-Mart hefur varið sig með því, að þessi mál séu ákveðin hjá hverri verslun fyrir sig og því sé ekki um skipulega mismunun að ræða.
Fjölmiðlafrumvarp og þjóðaratkvæðagreiðslufrumvarp til nefndar
Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi að lokinni fyrstu umræðu. Í atkvæðagreiðslu, sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram, greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. Þá fór einnig fram fyrsta umræða um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum en samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þau lög nú afnumin. Báðum frumvörpunum var vísað til allsherjarnefndar þingsins. Hvorki Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, né Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, svöruðu andsvörum eftir ræður sem þeir fluttu um fjölmiðlafrumvarp í dag. Þeir segja ástæðuna vera þá að andsvörin hafi ekki varðað beint efni málsins heldur miklu frekar það mál sem fjalla átti um síðar á þingfundinum, það er þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Össur sagði, að spurningin sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið fram með í andsvari við sig hafi ekki varðað beint efni málsins, miklu fremur það mál sem síðar væri á dagskrá. "Þar lá fyrir að ég ætlaði að reifa þann efnisþátt, þannig að ég sá ekki ástæðu til að svara þessu á þeim tíma," sagði Össur. Steingrímur J. Sigfússon sagði aðspurður um þetta: "Við skipulögðum umræðuna af okkur hálfu þannig að við myndum bara tala, formenn flokkanna; við myndum hafa þessa umræðu mjög hnitmiðaða og afmarkaða, auk þess sem allir tilburðir sjálfstæðismanna í andsvörunum voru að drepa þessu máli algjörlega á dreif."
Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi að lokinni fyrstu umræðu. Þá fór einnig fram fyrsta umræða um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þau lög nú afnumin. Báðum frumvörpunum var vísað til allsherjarnefndar þingsins.
Fjöldatakmörkunum ekki beitt
Allir umsækjendur sem uppfylla formleg skilyrði um undirbúning og lagt hafa inn umsókn innan tilskilinna tímamarka, hafa fengið skólavist í Háskóla Íslands (HÍ). Fjöldatakmörkunum hefur ekki verið beitt umfram það sem gert hefur verið um árabil, segir í fréttatilkynningu HÍ. Gert er ráð fyrir um 2.500 nýnemum við Háskóla Íslands næsta skólaár og er afgreiðslu umsókna að mestu lokið. Þær upplýsingar fengust frá HÍ að á næsta skólaári verða ekki teknir inn nemendur sem séu ekki með stúdentspróf, en fjöldi þeirra sem hefur verið veitt undanþága, þ.e. eru ekki með formlegt stúdentspróf, hefur verið á bilinu 200-300 talsins ár hvert. Á síðasta háskólaári voru nýnemar um 3.000 þegar þeir voru flestir. Rúmlega 6.000 nemendur HÍ og nýir nemendur í viðbótarnámi og í meistara- og doktorsnámi hafa verið skráðir á háskólaárið 2004-2005 sem er svipað nýliðnu skólaári. Stefnir því í að stúdentar HÍ verði rúmlega 8.500 á komandi háskólaári, en þeir voru rúmlega 9.000 á því síðasta þegar þeir voru flestir í janúar 2004 eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá HÍ. Öllum umsækjendum verður svarað skriflega varðandi umsóknir sínar og hafa 1.900 greiðsluseðlar verið sendir til nýnema sem óskað hafa eftir skólavist í haust og vetur. Verið er að vinna úr umsóknum um 600 nýnema, þar af eru rúmlega 300 erlendir nemendur, einkum skiptinemar samkvæmt stúdentaskiptiáætlunum og samningum sem Háskólinn er aðili að.
Allir umsækjendur sem uppfylla formleg skilyrði um undirbúning og lagt hafa inn umsókn innan tilskilinna tímamarka, hafa fengið skólavist í Háskóla Íslands. Fjöldatakmörkunum hefur ekki verið beitt umfram það sem gert hefur verið um árabil. Gert er ráð fyrir um 2.500 nýnemum við Háskóla Íslands næsta skólaár. Þær upplýsingar fengust frá HÍ að á næsta skólaári verða ekki teknir inn nemendur sem séu ekki með stúdentspróf. Stefnir því í að stúdentar HÍ verði rúmlega 8.500 á komandi háskólaári.
Merkileg gröf frá víkingaöld fundin við Stiklarstaði
Norskir fornleifafræðingar segja gröf, sem fannst nýlega við Stiklarstaði á Hálogalandi í Norður-Þrændalögum, gefa vísbendingar um að Stiklarstaðir hafi verið mikilvægur valdastaður á víkingatímanum. Í gröfinni fannst m.a. stór steinkista og hugsanlega leifar af skipi. Að sögn fornleifafræðinganna rennir fundurinn stoðum undir kenningar um að Stiklarstaðir hafi verið dvalarstaður áhrifamanna á víkingaöld en Ólafur konungur digri féll þar í Stiklarstaðabardaga árið 1030. Árlega er sýnt leikrit á staðnum þar sem víkingar berjast hver við annan. Við rannsókn fornleifafundarins hafa verið notuð fullkomnustu tæki en talið er að um sé að ræða gröf víkingakonungs, að því er segir á vef Aftenposten. Á svæðinu eru tveir haugar og í öðrum þeirra er stór steinkista en í hinum er talið að séu leifar víkingaskips og skála. "Þessi fundur staðfestir að Stiklarstaðir voru dvalarstaður valdsmanna þar sem voldugustu konungar og önnur fyrirmenni bjuggu," sagði Lars Stenvik frá Norska tækni- og náttúruvísindaháskólanum í Þrándheimi, NTNU, í viðtali við Adressavisen í Noregi. Stenvik sagði fundinn merkilegan þar sem hann renndi stoðum undir mikilvægi Stiklarstaða í norskri sögu.
Norskir fornleifafræðingar segja gröf, sem fannst nýlega við Stiklarstaði á Hálogalandi í Norður-Þrændalögum, gefa vísbendingar um að Stiklarstaðir hafi verið mikilvægur valdastaður á víkingatímanum. Í gröfinni fannst m.a. stór steinkista og hugsanlega leifar af skipi. Rennir fundurinn stoðum undir kenningar um að Stiklarstaðir hafi verið dvalarstaður áhrifamanna á víkingaöld. Við rannsókn fornleifafundarins hafa verið notuð fullkomnustu tæki en talið er að um sé að ræða gröf víkingakonungs.
'Skýrsla SÞ: Súdönsk stjórnvöld á bak við ódæðisverk í Darfur'
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í rannsóknum á aftökum, kennir ríkisstjórn Súdans um aftökur án dóms og laga í Darfur-héraði í vesturhluta Súdans, að því er skýrt er frá í frétt BBC. "Ríkisstjórn Súdans er ábyrg fyrir...aftökum fjölda manna," segir sérfræðingurinn, Asma Jahangir í skýrslu sinni um málið. Jahangir segir drápin jafngilda glæpum gegn mannkyni. Hún bætti við að "milljónir almennra borgara" á þessu svæði væru í hættu. Stjórnvöld í Kartúm hafa neitað því að hafa stutt Janjaweed uppreisnarmennina, sem sakaðir eru um stóran hluta þeirra ódæðisverka sem framin hafa verið í Darfur. Jahangir segir að oft sér erfitt að greina milli stjórnarhersins, svonefnds Varnarliðs alþýðu og Janjaweed hersveitanna. Í skýrslu SÞ hefur fram að svo virðist sem ríkisstjórn Súdans hafi lokað augunum fyrir því neyðarástandi sem ríkir í Darfur. Það er sagt sláandi í hversu miklum mæli embættismenn stjórnarinnar hafi keppst við að neita því að neyðarástand ríkti í Darfur.
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í rannsóknum á aftökum, kennir ríkisstjórn Súdans um aftökur án dóms og laga í Darfur-héraði í vesturhluta Súdans, að því er skýrt er frá í frétt BBC. "Ríkisstjórn Súdans er ábyrg fyrir...aftökum fjölda manna," segir sérfræðingurinn, Asma Jahangir í skýrslu sinni um málið. Jahangir segir drápin jafngilda glæpum gegn mannkyni. H Stjórnvöld í Kartúm hafa neitað því að hafa stutt Janjaweed uppreisnarmennina.
Fyrrverandi guðfræðinemi í sex mánaða fangelsi fyrir barnaklám
Pólskur karlmaður sem stundaði guðfræðinám við skóla í Austurríki, sem var lokað í kjölfar klámhneykslis, var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa undir höndum 1.700 myndir af börnum og dýrum í kynferðislegu samhengi. Maðurinn, sem er 27 ára, reyndi að fyrirfara sér þegar upp komst um klámhringinn í St. Pölten-skólanum komst í síðustu viku. Guðfræðineminn, sem einungis hefur verið nafngreindur sem Piotr Z, segist skammast sín. "Ég hef eyðilagt líf mitt og ég vil bæta fyrir hlutina gagnvart sjálfum mér og fjölskyldu minni," sagði hann í dómsal. Dómarinn sagði að myndirnar sýndu einkar lélegt siðgæði. Lögregla segir að maðurinn hafi reynt að eyða myndunum af harða diski tölvunnar en sérfræðingar hafi getað haft uppi á þeim. Páfagarður lokaði skólanum, sem er 200 ára, í gær og útlit er fyrir að biskupnum á svæðinu, Kurt Krenn, sem gerði lítið úr hinum undarlegu samskiptum nemenda og kennara í skólanum, verði vikið úr embætti. Málið varð opinbert í síðasta mánuði þegar tímaritið Profil birti myndir, þar á meðal eina sem sýndi kennara og nemanda kyssast ástríðufullt. Lögreglu segist hafa fundið allt að 40.000 klám-, barnaklám- og dýraklámmyndir í ferðatölvum nokkurra presta. Bæði yfirmaður skólans, Ulrich Küchl, og varamaður hans, Wolfgang Rothe, hafa sagt af sér vegna málsins.
Pólskur karlmaður sem stundaði guðfræðinám við skóla í Austurríki, sem var lokað í kjölfar klámhneykslis, var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa undir höndum 1.700 myndir af börnum og dýrum í kynferðislegu samhengi. Maðurinn reyndi að fyrirfara sér þegar upp komst um klámhringinn í St. Pölten-skólanum komst í síðustu viku. Guðfræðineminn segist skammast sín. Lögregla segir að maðurinn hafi reynt að eyða myndunum af harða diski tölvunnar. Páfagarður lokaði skólanum, sem er 200 ára, í gær.
'Norskir afbrotamenn hafa fundið nýja tekjulind: Veita ráðgjöf um rán'
Norska lögreglan telur sig hafa traustar vísbendingar um að reyndir afbrotamenn selji nú tilbúnar "pakkalausnir" fyrir þá sem hafa í hyggju að fremja bankarán, að sögn vefsíðu Aftenposten. Ráðgjafarnir kanna sjálfir aðstæður á vettvangi og útvega upplýsingar um öryggiskerfi. Kaupendur fá að vita hvenær heppilegast sé að hefjast handa, hvaða aðferð skuli nota, hverjir þurfi að vera í liðinu, hvaða búnað þurfi og hvar og loks hvernig skuli komast undan. Seljendur fá þóknun en einnig hluta af andvirði þýfis. Nýlega var gerð misheppnuð tilraun til að ræna banka í Jessheim og sl. mánudag var einnig reynt að fremja rán á Aker Brygge. Talið er að við þessi afbrot og þriðja ránið, sem framið var á Grünerlokka í fyrra, hafi verið notast við keypta ráðgjöf. Margir töldu að ræningjar myndu hafa hægt um sig í bili eftir vopnað bankarán í Stafangri fyrir skömmu sem vakti mikla athygli. En öryggiskerfi eru uppfærð með jöfnu millibili og upplýsingarnar um aðstæður í Jessheim og Aker Brygge gætu hafa verið að nálgast síðasta söludag.
Norska lögreglan telur sig hafa traustar vísbendingar um að reyndir afbrotamenn selji nú tilbúnar "pakkalausnir" fyrir þá sem hafa í hyggju að fremja bankarán. Ráðgjafarnir kanna sjálfir aðstæður á vettvangi og útvega upplýsingar um öryggiskerfi. Nýlega var gerð misheppnuð tilraun til að ræna banka í Jessheim og sl. mánudag var einnig reynt að fremja rán á Aker Brygge. Talið er að við þessi afbrot hafi verið notast við keypta ráðgjöf.
Skipt um stjórn Og Vodafone
Skarphéðinn Berg Steinarsson, var í gær kjörinn stjórnarformaður Og Vodafone hf. á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Hótel Sögu. Skarphéðinn er einnig stjórnarformaður Norðurljósa hf., sem keyptu fyrir skömmu um 35% hlut í Og Vodafone, og er nú stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Þá voru kjörnir nýir í stjórn þeir Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson og Einar Hálfdánarson. Vilhjálmur Þorsteinsson hætti ekki í stjórn og situr því áfram. Pálmi er aðaleigandi Fengs, og gegnir starfi stjórnarformanns í bresku verslanakeðjunni Julian Graves, sem hann keypti í félagi við Baug hf., stærsta hluthafa Norðurljósa. Pálmi situr jafnframt í stjórn Íslenska Útvarpsfélagsins, dótturfélags Norðurljósa. Árni Hauksson er forstjóri Húsasmiðjunnar, sem Baugur á hlut í. Árni er jafnframt stjórnarmaður í Frétt hf., dótturfélagi Norðurljósa. Á fundinum var einnig samþykkt heimild til handa stjórn félagsins til að auka hlutafé þess um sem nemur 150 milljónum króna að nafnvirði vegna samruna og yfirtöku félaga. Í máli Óskars Magnússonar, forstjóra Og Vodafone, kom fram að um 50 milljónir yrðu notaðar til að greiða fyrir kaupin á Marmiðlun hf. Þá hefur Og Vodafone skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á um 77% hlut í Línu.Neti og samkvæmt yfirlýsingunni verður greitt fyrir þann hlut með hlutabréfum í Og Vodafone. Landsbankinn selur 7% Tilkynnt var í gær að Riko Corp., félag sem er í aðaleigu Sigurðar Ásgeirs Bollasonar og Magnúsar Ármann, hefði keypt 7% hlut í Og Vodafone, eða rúma 277 milljón hluti á genginu 4,2. Kaupverð nemur því rúmum 1.163 milljónum króna. Seljandi var Landsbanki Íslands, en eftir söluna á bankinn 270,8 milljónir hluta í félaginu, eða 7,77% eignarhlut. Þar af hefur bankinn gert framvirka samninga um 52,5 milljónir hluta í Og Vodafone, eða sem nemur 1,5% hlut í félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Þeir Sigurður og Magnús áttu stóran eignarhlut í Karen Millen-tískuvörukeðjunni, sem Baugur keypti í gegnum annað tískufyrirtæki sitt Oasis.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, var í gær kjörinn stjórnarformaður Og Vodafone hf. á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Hótel Sögu. Þá voru kjörnir nýir í stjórn þeir Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson og Einar Hálfdánarson. Á fundinum var einnig samþykkt heimild til handa stjórn félagsins til að auka hlutafé þess um sem nemur 150 milljónum króna að nafnvirði vegna samruna og yfirtöku félaga. Kom fram að um 50 milljónir yrðu notaðar til að greiða fyrir kaupin á Marmiðlun hf. Þá hefur Og Vodafone skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á um 77% hlut í Línu.Neti. ilkynnt var í gær að Riko Corp., félag sem er í aðaleigu Sigurðar Ásgeirs Bollasonar og Magnúsar Ármann, hefði keypt 7% hlut í Og Vodafone
Garcia á 66 höggum í rigningunni á Mallorca
Sergio Garcia fá Spáni lék fyrsta hringinn á Mallorca á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari, en mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er í efsta sæti af þeim sem náðu að ljúka hringum í dag, en margir náðu ekki að klára hringinn vegna úrhellis rigningar. Englendingurinn Simon Khan og Frakkinn Francois Delamontagne eru á besta skorinu, á fimm höggum undir pari þegar þeir áttu eftir nokkrar holur. Garcia valdi frekar að spila á Mallocra mótinu, en heimsmótinu í holukeppni á Wentworth í Englandi. "Mér fannst ég skulda spænskum áhorfendum að fá að sjá mig leika," sagði Garcia um ákvörðun sína. "Þetta er fyrsta mótið sem ég tek þátt í á Spáni á þessu ári. Ég er mjög ánægður að hafa valið að leika á Spáni." Garcia fékk fjóra fugla á hringnum í dag og aðeins enn skolla, þrátt fyrir að það hafi þurft að gera tvisvar hlé á leiknum vegna úrhellis. Það gekk eins vel hjá landa hans, Jose Maria Olazabal sem varð annar í mótinu í fyrra. Hann var á tveimur höggum yfir pari þegar leik hvar hætt og hann átti eftir þrjár holur. Skotinn Stephen Gallacher, sem vann Dunhill Links mótið á St. Andrews um síðustu helgi, var á einu höggi yfir pari. Staðan.
Sergio Garcia fá Spáni lék fyrsta hringinn á Mallorca á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari, en mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er í efsta sæti af þeim sem náðu að ljúka hringum í dag. Margir náðu ekki að klára hringinn vegna úrhellis rigningar. Garcia fékk fjóra fugla á hringnum í dag og aðeins enn skolla, þrátt fyrir að það hafi þurft að gera tvisvar hlé á leiknum vegna úrhellis.
Ofbeldi gegn konum viðgengst um heim allan
UNIFEM á Íslandi hóf í dag 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og vekja samtökin athygli á yfirlýsingu Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, af því tilefni. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að ofbeldi gegn konum viðgangist um heim allan, í öllum þjóðfélögum og menningarheimum. Þar segir að kynþáttur, stétt, eignir eða staða í samfélaginu skipti ekki máli þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. "Kynbundið ofbeldi er sérstaklega þekkt á átakasvæðum, þar verða konur og stúlkur fyrir kynferðislegum árásum, þeim er nauðgað eða þær seldar mansali. Síðastliðinn maí var tekið stórt skref í þá átt að refsa fyrir slíka glæpi, þá fékkst glæpadómstóll í Sierra Leone til að bæta við ákæru um nauðungarhjónabönd gegn sex sakborningum. Í fyrsta sinn verður réttað í máli um nauðungarhjónabönd sem glæp gegn mannkyni," segir í yfirlýsingunni. Þá er þar bent á að ofbeldi gegn konum sé eitt og sér nógu slæmt, en nú hafi hinsvegar bæst við ný hætta sem sé HIV smit." Kynferðisglæpir gera konur líklegri til að smitast. Oft fylgir hótun um frekara ofbeldi sé getnaðarvörnum ekki sleppt. Ofbeldið gerir konum stundum ókleift að leita upplýsinga eða læknishjálpar."
UNIFEM á Íslandi hóf í dag 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og vekja samtökin athygli á yfirlýsingu Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, af því tilefni. Ofbeldi gegn konum viðgangist um heim allan, í öllum þjóðfélögum og menningarheimum. Þá er þar bent á að ofbeldi gegn konum sé eitt og sér nógu slæmt, en nú hafi hinsvegar bæst við ný hætta sem sé HIV smit.
Risavaxin grýlukerti utan á hamravegg
Fögur sjón blasti við vegfarendum á Síðu um helgina. Klakabólstrar - sumir hverjir sem tröllaukin grýlukerti - þöktu hamravegginn að baki bæjunum á Fossi. Samnefndur foss seytlaði fremur vatnslítill fram af klettabrúninni. Búast má við að klakabrynjan verði um kyrrt miðað við veðurspár. Veðurhorfur til klukkan 18 á morgun eru þær að suðlæg átt, 8-13 sekúndumetra, og dálítil snjókoma verður suðvestan- og vestanlands. Hægari vindur annars staðar og bjartviðri á austanverðu landinu. Hitastig verður frá frosmarki og niður í 12 stiga frost, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Á morgun verður vestanátt, 5-13 sekúndumetrar, og él en léttskýjað austanlands. Hiti verður þá í kringum frostmark. Skammt suðvestur og vestur af landinu er 995 millibara lægðasvæði sem þokast suðaustur og grynninst. Klukkan þrjú var eins stigs frost í Reykjavík og Bolungarvík, þriggja stiga frost á Blönduósi, sex á Akureyri og átta á Raufarhöfn en við frostmark á Kirkjubæjarklaustri og eins stigs hiti á Stórhöfða.
Fögur sjón blasti við vegfarendum á Síðu um helgina. Klakabólstrar - sumir hverjir sem tröllaukin grýlukerti - þöktu hamravegginn að baki bæjunum á Fossi. Veðurhorfur til klukkan 18 á morgun eru þær að suðlæg átt, 8-13 sekúndumetra, og dálítil snjókoma verður suðvestan- og vestanlands. Hægari vindur annars staðar og bjartviðri á austanverðu landinu. Hitastig verður frá frosmarki og niður í 12 stiga frost, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu
Íbúum sex húsa við efri hluta Urðargötu á Patreksfirði hefur verið gert að rýma húsin vegna hættu á snjóflóðum, en flóð féll í morgun á svonefndum Urðum og fyrir ofan Mýrar, að sögn Þórólfs Halldórssonar sýslumanns. Þórólfur segir að óljóst sé hvenær flóðið féll í morgun en líklega hafi það gerst milli 8 og 9 í morgun. Hann sagði að flestir hinna 17 íbúa húsanna sex sem rýming nær til hafi verið að heiman í morgun vegna skóla, vinnu o.s.frv. Til rýmingarinnar var gripið eftir að Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu um hættustig vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðasérfræðingar frá Veðurstofunni eru á Patreksfirði og Tálknafirði í dag og á morgun til að mæla snjóalög og þau snjóflóð sem fallið hafa síðustu tvær vikur. Nú er hæglætisveður á Patreksfirð, bjart yfir og engin úrkoma, og miðað við veðurspá Veðurstofunnar er reiknað með að rýming vari aðeins til kvölds, en sérstök tilkynning verður send út um aflýsingu hættustigs þegar að því kemur.
Íbúum sex húsa við efri hluta Urðargötu á Patreksfirði hefur verið gert að rýma húsin vegna hættu á snjóflóðum. Flóð féll í morgun á svonefndum Urðum og fyrir ofan Mýrar. Til rýmingarinnar var gripið eftir að Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu um hættustig vegna snjóflóðahættu.
Stjórnvöld í Indónesíu vilja friðarviðræður við uppreisnarmenn í Aceh
Stjórnvöld í Indónesíu vonast eftir því að taka upp friðarviðræður við uppreisnarmenn í Aceh-héraði í þessum mánuði. Verði af viðræðunum yrðu það fyrstu friðarviðræðurnar milli þessara aðila frá því að vopnahlé var rofið árið 2003, að sögn Hasan Wirayuda, utanríkisráðherra landsins. Wirayuda segir að óformleg samskipti milli GAM-hreyfingar uppreisnarmanna í Aceh og stjórnvalda hafi átt sér stað. Uppreisnarmenn hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins í nærri þrjá áratugi. Fylkingarnar tvær féllust á formlegt vopnahlé í kjölfar náttúruhamfaranna á annan jóladag til að auðvelda dreifingu hjálpargagna í héraðinu, þar sem um 115 þúsund manns létust og 800 þúsund misstu heimili sín. Viðræðurnar nú myndu miða að því að "styrkja það heiðursmannasamkomulag sem er nú meira eða minna í gildi í Aceh," sagði Wirayuda en fylkingarnar hafa sakað hvor aðra um að brjóta vopnahléið. Enn á eftir að ákveða stað og stund fyrir viðræðurnar en stefnt er að því að þær fari fram í lok mánaðarins. Abdullah Zaini, talsmaður uppreisnarmanna, vildi ekki tjá sig um viðræðutilboðið, sagði hreyfinguna ekki þekkja smáatriði áætlunarinnar en sagði hana þó frekar vilja að viðræðurnar færu fram utan við Indónesíu.
Stjórnvöld í Indónesíu vonast eftir því að taka upp friðarviðræður við uppreisnarmenn í Aceh-héraði í þessum mánuði. Verði af viðræðunum yrðu það fyrstu friðarviðræðurnar milli þessara aðila frá því að vopnahlé var rofið árið 2003, að sögn Hasan Wirayuda, utanríkisráðherra landsins. Enn á eftir að ákveða stað og stund fyrir viðræðurnar en stefnt er að því að þær fari fram í lok mánaðarins. Abdullah Zaini, talsmaður uppreisnarmanna, vildi ekki tjá sig um viðræðutilboðið.
ESB-ríkin treg til að svara kalli SÞ um að taka við fleira flóttafólki
Aðildarríki Evrópusambandsins létu í dag í ljósi tregðu til að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að veita fleira flóttafólki fasta búsetu, og héldu því fram að peningum yrði betur varið til að hjálpa fólkinu til að snúa heim. Ruud Lubbers, sem fer með málefni flóttafólks í framkvæmdastjórn ESB, hvatti til að samið verði um að flóttafólki verði dreift jafnt á meðal aðildarríkjanna. Þetta kom fram á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildarríkjanna 25 í Lúxemborg í dag. Lubbers sagði að jöfn dreifing milli landanna myndi gera því flóttafólki sem hvorki gæti snúið heim né fengi að setjast að í því landi sem það óskaði eftir auðveldara um vik. Lubbers sagði ennfremur að ESB ætti að fylgja fordæmi innflytjendaríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Nýja Sjáland, sem samtals buðu um 100.000 flóttamönnum fasta búsetu á síðast ári. Í Evrópu hafi gegnt öðru máli, þar hafi í fyrra einungis 4.700 flóttamönnum verið heimilað að setjast að til frambúðar. Innanríkisráðherra Þýskalands, Otto Schily, sagði að landið réði ekki við allan þann fjölda flóttamanna sem þangað leitaði á hverju ári. Þar sé nú um hálf milljón flóttamanna sem hafi verið neitað um landvistarleyfi.
Aðildarríki Evrópusambandsins létu í dag í ljósi tregðu til að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að veita fleira flóttafólki fasta búsetu. Héldu því fram að peningum yrði betur varið til að hjálpa fólkinu til að snúa heim. Ruud Lubbers, sem fer með málefni flóttafólks í framkvæmdastjórn ESB, hvatti til að samið verði um að flóttafólki verði dreift jafnt á meðal aðildarríkjanna. Innanríkisráðherra Þýskalands sagði að landið réði ekki við allan þann fjölda flóttamanna sem þangað leitaði á hverju ári.