sentence
stringlengths
24
298
correct
stringclasses
2 values
Því hvetur rússneska sendiráðið íslensk stjórnvöld til að sýna meira jafnvægi og beita uppbyggilegri nálgun á öryggismál í Evrópu.
true
Þetta bendir til þess að kvikan sé þarna á einhverri láréttri hreyfingu og þessu svipar mjög til þess sem gerðist fyrir gosið.
true
Andri Freyr Ríkarðsson settist niður með leikstjóra Of Good Report.
true
Bæjarstjóri Garðabæjar telur að völlurinn eigi eftir að nýtast bæði mönnum og fuglum.
true
„Þau fá innsýn í hvernig við vinnum, læra á efniviðinn og hvað gripirnir geta sagt okkur um fortíðina og svo framvegis,“ segir Kristborg um hópinn, sem hefur verið sérlega áhugasamur.
true
En svo voru náttúrulega fjögurra, þriggja og tveggja stafa númer og þau þóttu enn flottari og oft gengu númer jafnvel kaupum og sölum fyrir fullt af peningum,“ segir Rúnar.
true
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, býst við að jarðskjálftavirknin haldi áfram en verði kaflaskipt.
true
Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám þar sem breytingar gætu orðið þegar nær dregur.
true
Rætt var við Sigríði Lárettu Jónsdóttur og Birnu Hjaltadóttur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
true
Þess í stað voru gögnin geymd inni í læstum sal á hótelinu í Borgarnesi, hefur Vísir eftir Inga Tryggvasyni, og viðurkenndi hann að atkvæði hafi aldrei verið innsigluð eftir þingkosningar, þrátt fyrir skýr lög um það.
true
Mark McEwan aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fyrirætlun mannanna hafi verið að valda eins mikilli truflun og unnt væri og sagði framferði þeirra smánarlegt.
true
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði mark Stjörnunnar þegar hún jafnaði í 1-1 á 56. mínútu.
true
Mitt í covid-amstrinu fékk forsætisráðherra andlegan glaðning á tröppum stjórnarráðsins því þar var Karlakór Reykjavíkur á ferð um miðbæinn og söng fyrir ráðherra og vegfarendur.
true
Verði þau sakfelld getur það orðið þrautin þyngri fyrir Marine Le Pen að takast á við Emmanuel Macron í forsetakosningunum á næsta ári.
true
Leiksviðið átti svo hug hans allan við heimkomuna og árið 1961 hófst sjónvarpsferill hans.
true
Þetta hefði alveg getað dottið okkar megin,“ sagði örvhenta skyttan Viggó Kristjánsson.
true
Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við því að gasmengun frá svæðinu berist suðvestur og suður af gosstöðvunum í dag.
true
Við erum ekki búin að tapa þessum eiginleikum sem staðurinn hafði.“
true
Þannig að þetta dregur að verulegu leyti úr þessu betli.“
true
Þórsarar virtust ætla að klára leikinn en undir lokin setti Tomsick þriggja stiga körfu niður þegar 15 sekúndur voru eftir og tryggði Tindastól sigurinn.
true
Í 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna er kveðið á um leiðir sem fara eigi þegar forseti víkur úr embætti, þegar hann annaðhvort fellur frá, er vikið úr embætti eða getur af einhverjum öðrum orsökum ekki sinnt starfi sínu áfram.
true
Í yfirlýsingum frá Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að heimköllun sendiherranna sé hörmuð og að verk sé að vinna í að bæta samkomulagið við Frakka í varnarmálum.
true
Hún sér fyrir sér að niðurstöðurnar geti falið í sér ákveðinn leiðarvísi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar, að minnsta kosti vísbendingu um hvað var vel gert og hvað síður.
true
Meirihluti stuðningsfólks Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands taldi hælisúthlutanir hins vegar vera ónógar.
true
Tómas Ævar Ólafsson ræddi við Þórarin Leifsson um Út að drepa túrista í Víðsjá á Rás 1.
true
65.011 einstaklingar hafa nú verið fullbólusettir og 82.581 hefur fengið fyrri skammt bólusetningar.
true
Baráttusamtök frumbyggja í Hondúras, sem Caceres átti þátt í að stofna, fögnuðu dómsúrskurðinum í gær og sögðu hann sigur fyrir þjóðir Hondúras.
true
The New York Times fjallar ítarlega um málið og greinir meðal annars frá því að lögmenn Comaroffs segi ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast.
true
Þrátt fyrir sterka tónlistarmenningu og listamenn var Chicago-blúsinn á undanhaldi gegn sálartónlist og gospeli.
true
Þarlend heilbrigðisyfirvöld mæla með því að sex mánuðir líði milli annarrar og þriðju sprautu.
true
Mikill hiti hefur verið á Norðurlandi síðustu daga og er talið að það hafi orsakað skriðuföll og vatnavexti í landshlutanum í dag og í gær.
true
Árið 2007 tilkynnti Joosten í sjónvarpsþættinum The View að krabbameinið væri í rénun.
true
Þar stigu stelpur á svið hver á fætur annarri og voru mældar eftir fegurð.
true
Graskersluktirnar eiga sínar norrænu rætur, því áður en Evrópumenn námu Ameríku og fundu graskerið voru luktir skornar út í rófur.
true
Sú var naumast bísperrt.
true
Og mér fannst merkilegt að þrátt fyrir þennan gífurlega menningarmun skyldu þeir flestir hafa ílenst og orðið virkir þegnar.
true
Mikið er um áfengisneyslu og glyslifnað og lítið sem ekkert fé er lagt fyrir til að gefa byr undir vængi barnanna þegar þau taka sín fyrstu skref út í lífið.
true
Stungu fulltrúar varnarmálaráðuneytisins rússneska upp á því nýlega að hermenn veiddu sér fisk til matar og tíndu sveppi til að halda lífi uns ríkisvaldið gæti greitt þeim laun.
true
Í því felst að frá blautu barnsbeini gera flestir sitt besta.
true
Það þýddi að bæirnir Víkur og Ásbúðir fengu ekki rafmagn en síðarnefndi bærinn er nú farinn í eyði.
true
Brúðkaup var haldið, Bolli lék á als oddi en brúðurin var döpur í bragði.
true
Hún virðist ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér.
true
Velferðarráðuneytið þarf því að gyrða sig í brók og fjölga námsstöðum.
true
Stjórnvöld trúðu því fyrir hrun að auðmönnum væri treystandi fyrir hag þjóðarinnar og þegar merkin tóku að birtast um að ekki væri allt með felldu var lítið gert í því vegna þess að trúin á að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur byrgði sýn.
true
Er að hitta þennan lækni í fyrsta skipti.
true
Haukar áttu ekki í vandræðum með Leikni R. þegar liðin mættust í C-deild Lengjubikars kvenna á Leiknisvelli í kvöld.
true
Þegar ég hanna mína línu hugsa ég alltaf fyrst um hvað mig langar sjálfa að eiga í fataskápnum.
true
Baldur dreymdi draum sem lét hann óttast um líf sitt.
true
Ég er með mikinn hósta og mig svíður svo í hálsinn, það er eins og það sé eitthvað að brenna í hálsinum.
true
En mætti ég í næsta þætti biðja um 360° greiningu á ástandi innviða og aðgengi hjóla og rafhlaupahjóla í þessari blessuðu borg?
true
Auk þess að vera fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann sem skipaður er í Bandaríkjastjórn er hann sá yngsti sem gegnt hefur ráðherraembætti vestra frá því hinn 34 ára Alexander Hamilton var skipaður fjármálaráðherra í ríkisstjórn George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, árið 1789.
true
Nokkur hópur fólks er án félagslegs stuðnings og húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, eftir að ný útlendingalög tóku gildi 1. júlí.
true
Ég hef þetta í mér, hef áhuga og hef gaman af þessu og það er stór þáttur í þessu, menn þurfa að hafa gaman af því sem þeir gera, vera skapandi og frjóir í hugsun með það sem þeir eru að gera.
true
Tæplega þrjú þúsund manns mættu til að hvetja meistaraflokk karla til sigurs í bikarkeppninni.
true
Sveinn var gleðimaður, þótti gott vín og hafði gaman af konum.
true
Prófessor John Walton, höfundur bókarinnar Fish and Chips and the British Working Class, gerir því skóna í nokkurra ára gömlu viðtali við BBC að þessi þjóðarréttur Breta hafi átt stóran þátt í sigri bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni, svona ef frjálslega er lagt út frá orðum hans.
true
Með því er því í raun haldið fram að þá hefði stefnandi séð sæng sína upp reidda mun fyrr og þá eftir atvikum greint rétt og samviskusamlega frá.
true
Það er sparkað í mig, mér er hrint, ég er laminn, mér er fokking kastað í skápinn, það er togað í hárið á mér, ég er kyrktur og mér er hótað og þannig.
true
Hann hafi aldrei sýnt börnunum áhuga en meira máli skipti gegndarlaus fíkniefnaneysla hans og ofbeldi.
true
Þrátt fyrir að þau skipti sem íslensk stjórnvöld hafi beitt stjórnskipulegum neyðarrétti hafi tengst aðstæðum Íslands í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki hægt að fallast á með sóknaraðilum að beiting stjórnskipulegs neyðarréttar sé einungis heimil þegar styrjaldarástand ríki.
true
Því hafi verið brýn nauðsyn á að krefjast kyrrsetningar á svo miklu af eignum stefnda að duga myndi til fullnustu á kröfum stefnanda að fenginni niðurstöðu dómstóla.
true
Tollar á eina grein ekki felldir niður á kostnað annarrar
true
Við verðum að fara að læra að elska af öllu afli.
true
Það bendir ýmislegt til þess að framleiðni sé ekki mikil í ferðaþjónustunni.
true
Bárðarbunga eða Tungufellsjökull geta farið af stað og sprungið upp með látum, því þar er mikið vatn á leið niður í gígana.
true
Gott er að starfsmenn dreifi sér og vakti útgöngudyr til að koma í veg fyrir að börnin fari út á röngum stað.
true
Algjör þagnarskylda ríkir varðandi allar upplýsingar um mál einstakra nemenda eða nemendahópa, að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
true
Að gefnu tilefni eru dagsetningar balla hér en þó birtar með fyrirvara um breytingar.
true
Lando skutlar Kyle að neðstu hæð Skýjaborgar í geimskipi sínu.
true
Gunnar Smári segir einkavæðingu á næsta leiti: „Stuttu síðar verður selt inn á bráðavaktina“.
true
Steinþór segir hljóminn í Laugardalshöll hafa verið góðan og stemninguna sömuleiðis mjög góða.
true
Sem mikill Young-aðdáandi hafi hann auðvitað saknað einstakra laga en ekki sé hægt að gera þá kröfu að hann taki öll lögin sín enda hafi rokkarinn frá Kanada verið lengi í bransanum.
true
Dagskrá safnanna í dag er fjölbreytt og ber vitni um fjölbreytileika íslenskrar safnaflóru.
true
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deildinni á miðvikudaginn en ekki er að sjá að liðið hafi öðlast neitt sjálfstraust við það og ljóst að KR er í allt öðrum gæðaflokki miðað við spilamennsku liðanna í kvöld.
true
Catalina var fyrir ári síðan dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í hæstarétti fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni.
true
Án framhaldsnáms þá hefði ég til dæmis verið bundinn láglaunastörfum og í mesta lagi náð um 300 þúsund krónum á mánuði með mikilli vinnu en núna stendur mér allt til boða, nú er þetta eingöngu spurning um hvort ég nýti mér það sem ég hef lært þegar á hólminn er komið.
true
Það var þó eins og um gullmark væri að ræða því Tékkar gátu ekki svarað – því leikurinn var búinn.
true
Alls voru 2.666 fiskar komnir á land þann 4. júlí síðastliðinn sem er svipuð veiði og í fyrra en þann 6. júlí voru 2.705 fiskar komnir að landi.
true
Ég veit ekki hvort það er eðlileg þróun að geta búið til kjarnorkusprengju.
true
Þó eru ár á þessum svæðum þar sem veiði hefur verið mun meiri en í fyrra, Flókadalsá í Borgarfirði hefur sem dæmi um það bil tvöfaldað veiðina frá því í fyrra og í opnuninni í Miðá í Dölum veiddust 50 laxar á þrjár stangir fyrstu fimm dagana.
true
Ofbeldi í aðdraganda kosninganna varpar þó skugga á þær svo og átök á milli íbúa ákveðinna landsvæða.
true
Sumir hringjanna virðast hálfloðnir en á sumum myndanna má greina gárur líkt og á vatni.
true
Brasilía og Þýskaland mætast í undanúrslitum HM 2014 í fótbolta í kvöld, en þetta eru liðin sem léku til úrslita árið 2002.
true
Frásögn hennar af atburðarásinni í kringum meint brot Strauss-Kahn hefur líka verið á reiki.
true
Öll gólfefni séu ónýt og flestar hurðir í húsinu.
true
Líka upp á hættu á að veggirnir og skorsteinninn séu að falla.
true
Fjörukarlinn er einnig fæða annarra dýra, einkum fjörusnigla, og á Íslandi er það einkum nákuðungurinn sem étur hann.
true
En það þýðir ekki að öll tónlist nú til dags sé leiðinleg og tilgerðarleg; það er mikið af tónlistarmönnum sem semja frábæra tónlist og njóta mikilla vinsælda um allan heim.
true
„Það eru svo mýmörg fyrirtæki sem leggja hart að sér að ná fram svo hröðum vexti í heilsubransanum,“ bætir hann við.
true
Stjórn N.F.V.Í. er skipuð 10 einstaklingum.
true
Æðsta stigi ástar er náð þegar tveir einstaklingar játa frammi fyrir Guði að þeir ætli að sjá hvor um annan í blíðu og stríðu þar til dauðinn aðskilur þá.
true
Í samtali við fréttastofu sagðist hann undrast hversu litlar upplýsingar hann fengi frá heilbrigðisyfirvöldum.
true
Hann sagði undarlega að málum staðið og fannst óþægilegt hve lítil eftirfylgnin væri.
true
Annar viðmælandi fréttastofu, sem veiktist af svínaflensu fyrir helgi, sagði einkennin svipuð annarri inflúensu, hiti, beinverkir og hálsbólga.
true
Þegar Ögmundur var spurður á Alþingi í vor hvernig vegamál byggðanna á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu löguð gat hann engu svarað en kvaðst ætla vestur á firði þegar þingi lyki og vinna að því að koma málinu á réttan rekspöl.
true
Þá segist hann hafa heimildir fyrir því að fjölmörg mál sem Fjármálaeftirlitið (FME) sendi til sérstaks saksóknara hafi verið felld niður.
true
Gjaldmiðlasamningunum var ætlað að tryggja að Exista gæti keypt gjaldeyri á fyrir fram ákveðnum dagsetningum á fyrir fram ákveðnu gengi svo að félagið gæti greitt af skuldum sínum í erlendri mynt með þeim hagnaði sem til varð í íslenskum krónum eins og segir í grein Lýðs.
true
Hjólreiðakeppni mannanna er liður í því að minnst er þess að eitt hundrað ár eru síðan fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri.
true
Í tilkynningu frá bankanum segir að mikil hlutdeild MP banka undanfarin ár endurspegli traust fjárfesta og góða þjónustu við framkvæmd viðskipta á markaði.
true
Stefnt hafði verið að því að leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í gær en ekkert varð úr því þar sem stjórnarflokkarnir höfðu ekki enn náð saman um lágmarksþátttökuskilyrði.
true