segment_id start_time end_time set text 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00000 1078 1709 train Góðan dag. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00001 2370 7719 train Þessi fyrirlestur fjallar um hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00002 8778 15653 train Byrjum á að velta fyrir okkur hvað hljóðritun sé og hvaða tilgangi hún þjóni. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00003 18018 39599 train Við vitum náttúrulega að talmálið er undanfari ritmálsins, menn byrjuðu að tala löngu áður en þeir byrjuðu að skrifa, en menn hafa lengi kunnað aðferðir til þess að breyta töluðu máli í ritað og það eru ýmis kerfi til. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00004 39599 42669 train Menn byrjuðu með einhvers konar myndletri. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00005 42685 63428 train Síðan hafa þróast aðrar gerðir eins og atkvæðaskrift og fleira og fleira, en sú aðferð sem við notum og er náttúrulega langútbreiddust er að nota bókstafi, láta bókstafi, sem sagt tákn sem við köllum bókstafi, standa fyrir ákveðin hljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00006 64585 89267 train Þannig að við getum skipt ritmáli og talmáli í einingar, þar sem að, að eining í ritmáli, þar að segja, tákn, bókstafur, svarar til ákveðinnar einingar í talmáli, sem er þá hljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00007 89267 96186 train En því fer þó fjarri að þarna sé einkvæm samsvörun á milli. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00008 96186 106573 train Það er að segja þannig að til eins og sama hljóðsins svari ávallt einn og sami bókstafurinn. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00009 106573 112611 train Ef svo væri, þyrftum við ekki að útbúa einhver sérstök hljóðritunarkerfi. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00010 112752 115772 dev Þá væri nóg að nota bara venjulega stafsetningu. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00011 115830 122372 train En vandinn er hins vegar sá að, að stafsetningin er ekki svona. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00012 122476 155324 train Það er algengt í stafsetningu, að minnsta kosti stafsetningu íslensku og allra mála í kringum okkur, og líklega allra mála í heiminum, þar sem að bókstafaskrift er notuð á annað borð, er algengt að eitt og sama táknið, einn og sami bókstafurinn svari til fleiri en eins hljóðs og jafnframt að sama hljóðið sé ekki alltaf táknað með sama bókstafnum. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00013 155324 163438 train Og við höfum ýmis dæmi, einfalt að sýna ýmis dæmi um þetta úr íslensku. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00014 164658 188802 train Ef við lítum á bókstafinn g sem vissulega er líklega einn sá fjölhæfasti að þessu leyti, og athugum til hvaða hljóða hann svarar, þá kemur í ljós að hann getur svarað til fimm, kosti fimm mismunandi hljóða, fimm eða sex eftir því hvernig á það er litið. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00015 188802 205514 train Við höfum hér á glærunni sex orð þar sem bókstafurinn g kemur fyrir í þeim öllum en í engum tveimur svarar hann til sama hljóðsins. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00016 205514 219236 dev Í orðinu „gata“ er, stendur g fyrir uppgómmælt, ófráblásið lokhljóð [g] [g] [g] „gata“. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00017 219676 231577 train Í orðinu [c] „geta“ stendur g fyrir framgómmælt ófráblásið lokhljóð [c] [c] „geta“. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00018 231592 245720 eval Í „síga“ stendur g fyrir uppgómmælt raddað önghljóð, „síga“ [ɣ], „síga“ [ɣ]. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00019 245720 255906 train Í „sagt“ stendur g-ið fyrir uppgómmælt óraddað önghljóð, [x] „sagt, sagt“. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00020 256009 275368 train Í „bogi“ stendur g fyrir framgómmælt raddað önghljóð [j] [j] „bogi, bogi“, og í „margt“ stendur g-ið ekki fyrir neitt. Það er segja það er ekki borið fram, það er ekki borið fram neitt hljóð á milli r og t. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00021 275368 280459 train Það segir enginn „markt“ eða „marght“ eða neitt slíkt. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00022 281262 312907 train Þannig að, að hér höfum við einfalt dæmi um það að, hvernig, hvernig stafsetningin er ónothæf til þess að gegna því hlutverki að vera hljóðritun, þar sem að, þar sem að eitt tákn svarar til eins hljóðs. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00023 312907 315413 dev Og þá getur maður spurt ja, hvað það gerir það til? 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00024 315413 319799 train Við erum ekki í neinum vandræðum með að lesa rétt úr þessu. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00025 319799 339422 train Við erum ekki að, að ruglast á þessu, við berum ekki „gata“ fram „ghata“ eða „hata“ eða neitt slíkt eða, eða „síga“ fram „síka“ eða „sígha“ eða neitt í þá átt. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00026 339422 343254 eval Stafsetningin dugir okkur alveg til þess að bera þetta rétt fram. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00027 343254 351503 dev Af hverju ættum við þá að vera að búa til eða læra eitthvert sérstakt kerfi? 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00028 351503 374891 eval Og við því eru svo sem mörg svör en eitt er náttúrulega það að þetta er gagnlegt þegar menn eru að læra erlent tungumál, að vegna þess að, að samsvörun eða tengslin milli bókstafa og hljóða eru mismunandi í ólíkum málum. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00029 374891 389251 train Við erum ekki í neinum vandræðum með að bera öll þessi orð með g rétt fram af því að við höfum lært, án þess að gera okkur grein fyrir því, yfirleitt, höfum lært hver samsvörunin er milli bókstafa og hljóða í íslensku. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00030 389829 424403 train En þeir sem eru að læra íslensku sem erlent mál hafa ekki lært þær reglur og til þess aðstoða þá við tungumálanámið er mjög gagnlegt að geta haft hljóðritun þar sem menn geta áttað sig á framburði orðanna með því að skoða hljóðritun á, á blaði án þess að, að vera búnir að læra allar reglur málsins um samband bókstafa og hljóða. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00031 424403 441793 train Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að það eru útbúin sérstök hljóðritunarkerfi þar sem að er verið að festa þetta samband milli hljóðs og tákns. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00032 442676 472081 dev Og til þess að, að gera það þá þarf að búa til fjölda nýrra tákna vegna þess að, að alþjóða hljóðritunarstafrófið, international phonetic alphabet, sem er það langútbreiddasta af þessu tagi, því er ætlað að duga til þess að hljóðrita öll heimsins tungumál. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00033 472081 478772 eval Og í öllum heimsins tungumálum er mikill fjöldi hljóða þannig að það þarf að hafa mikinn fjölda tákna. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00034 479991 486073 train Skulum nú aðeins skoða þetta kerfi. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00035 487120 515768 eval Hérna höfum við alþjóðlega hljóðritunarkerfið eða sem sagt samhljóðahlutann af því til að byrja með, þar sem að, að það er búið að íslenska heiti, fræðiheiti, heiti á, á tegundum hljóða, lokhljóð, nefhljóð og svo framvegis. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00036 515768 528530 train Og, þetta eru myndunarhættir hljóða og hér eru svo myndunarstaðir, tvívaramælt, tannvaramælt og svo framvegis. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00037 528530 544694 train Og þið sjáið hér uppi slóðina á þetta og getið farið á þessa síðu, og æft ykkur sjálf á þessu kerfi. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00038 544694 562252 train Það sem að er nefnilega gagnlegt við þessa síðu er að þar getur maður heyrt hljóðin, með, e ef maður fer með músina yfir hljóðtákn þá hljómar þetta hljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00039 562252 579684 dev Athugið að þegar maður kallar síðuna upp getur tekið smástund fyrir hljóðin að hlaðast inn, en þegar þau eru komin getið þið heyrt þau með því að fara með, með músina yfir. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00040 579684 593458 train Og eins og hér stendur, ef bendillinn er færður yfir hljóðtákn heyrist hljóð í framstöðu, smellið hér til að heyra hljóðin í innstöðu. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00041 593458 612641 train Og, þannig að, að maður heyrir hérna ef maður smellir á, á, eða fer með músina yfir p heyrir maður ýmist „pa“ ef það er í framstöðu eða „apa“ ef það er í innstöðu. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00042 613646 635167 train Hér á neðri hluta síðunnar eru svo sýnd sérhljóð og þar er sömuleiðis hægt að víxla, það er að segja heyra hljóðin ýmist borin fram með fallandi tón eða jöfnum tón. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00043 635167 641055 train Og þá er bara smellt hér til þess að skipta þar á milli. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00044 641691 664806 train Það er mjög gagnlegt og nauðsynlegt að æfa sig í hljóðheyrn, æfa sig í því að greina mismunandi hljóð og þessi síða, hún nýtist vel til þess af því að maður getur sem sagt hlustað þarna á hljóðin. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00045 664806 690027 train Það er líka önnur síða sem er jafnvel enn gagnlegri, hún er reyndar á ensku þannig að þar hafa heiti hljóðanna, sem sagt heiti á myndunarstöðum og myndunarháttum, ekki verið íslenskuð, en það er nú gagnlegt að átta sig á þeim á ensku. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00046 690027 707238 train Það er þessi síða hér, þar sem er hægt að smella á mismunandi þætti, mismunandi kerfisins, og þið sjáið, sjáið sem sagt slóðina hér uppi. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00047 707238 758073 eval Og svo ef þið farið með músina hérna yfir mismunandi hluta þá verður, verða þeir bláir og þið getið smellt þarna á, og, getur tekið örstutta stund að hlaðast inn, en síðan er hér hægt að fara með músina á, á bæði, sem sagt heiti myndunarhátta og myndunarstaða, og þá kemur þarna stutt lýsing, á ensku, vissulega, á því sem um er að ræða, þeim myndunarháttum og myndunarstöðum sem, sem um er að ræða. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00048 758073 773476 dev Ef þið farið svo á tákn fyrir einstök hljóð, þá fáið þið þarna lýsingu á hljóðinu, og ef þið smellið fáið þið, þá heyrið þið hljóðið. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00049 775410 794422 dev Og sum þeirra, sem sagt í, eða öll í framstöðu og innstöðu, sum í bakstöðu líka, það er að segja aftast í orði. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00050 794422 796970 train Hér er, þetta voru samhljóðin. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00051 797472 822824 train Hérna eru sérhljóðin, sömuleiðis hægt að smella á þau og, og fá skýringar á myndun þeirra og það er hægt að smella á hljóðin og fá þau bæði með jöfnum og fallandi tón. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00052 822824 835985 train Það er, síðan eru fleiri hlutar hér, samhljóða og sérhljóðana, þar sem við þurfum á að halda fyrst og fremst fyrir íslensku. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00053 836312 847990 train En hér eru ýmis, ýmsar aðrar tegundir hljóða sem eru, kom fyrir í öðrum tungumálum. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00054 849442 869642 train Implosives eru hljóð sem eru mynduð á innsoginu, til dæmis svo er, og hér eru nokkur, nokkur önnur tákn sem við þurfum nú, svo sem lítið að hugsa um fyrir íslensku að minnsta kosti. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00055 869893 899636 dev En hér eru hér eru svokölluð stafmerki, diacritics á ensku, og það eru semsagt tákn sem er hægt að bæta á aðaltáknin til þess að tákna hljóð sem er, ja, í grundvallaratriðum það sem aðaltáknið segir, en samt á einhvern hátt frábrugðið. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00056 900664 929982 train Það, og sumt af þessu er notað í íslenskri hljóðritun, eins og við sjáum aðeins á eftir. Þar er einkum er um að ræða þennan hring hérna sem táknar raddleysi eða afröddun, táknar sem sagt að hljóð sem venjulega er raddað, eða þar sem, táknið stendur fyrir raddað hljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00057 929982 941078 dev Ef að þessi hringur er settur með tákninu þá sýnir það að þetta er tákn um óraddað hljóð, í þessu tilviki. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00058 941078 958353 eval Hringurinn er oftast settur fyrir neðan táknið en ef táknið er með legg niður úr þá er hringurinn settur fyrir ofan, þá er ekki pláss fyrir hann fyrir neðan og hann settur fyrir ofan. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00059 958353 1003923 train Annað sem er notað í íslenskri hljóðritun, annað stafmerki, er þetta litla h sem er svona hér ofan línu og táknar fráblástur eins og í, í íslensku, eins og í [tʰ] „tala, tala“, og [pʰ] „pera“, og [cʰ] „kala“, og eitthvað slíkt, þar sem að, að upphafshljóðin eru fráblásin, það er að segja það er þessi loftgusa sem köllum fráblástur og er nú, verður nú fjallað um í fyrirlestri um íslensk, íslensk lokhljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00060 1003923 1016708 train En síðan eru þarna ýmis önnur tákn sem er gott að vita af án þess að þau séu nú mikið notuð í íslenskri hljóðritun. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00061 1016708 1047189 train Hér er til dæmis hægt að, að sýna að hljóð sé kringdara heldur en grunntáknið gefur til kynna eða, hérna, less rounded, minna kringt, þetta er tákn fyrir o hér, og með þessu hérna fyrir neðan er, er sýnt að þetta o sé minna kringt, það er að segja minni stútur á vörunum heldur en venjulegt er fyrir o. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00062 1047189 1056302 train Gæti svo sem alveg átt við í íslenskri hljóðritun vegna þess að íslenskt o er ekki mjög kringt. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00063 1056302 1079123 train Það er, það er hérna, líka tákn fyrir það sem heitir raised og lowered og þau eru stöku sinnum notuð í íslenskri hljóðritun til þess að tákna svokallað flámæli. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00064 1079123 1090606 train Flámæli felst í því að, að hljóðin i og e annars vegar og svo u og ö nálgast hvort annað. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00065 1090606 1132723 train Þar að segja að, að menn hætta að gera mun á i og e, innbyrðis mun, og hætta að gera mun á u og ö, og það þýðir þá að, að nálægara heldur en venjulega, það er þá raised, i verður kannski aðeins fjarlægara en venjulega, það er þá lowered, og mætti nota þessi tákn, þessi stafmerki, til þess að sýna það, þurfum nú ekki að fara langt út í það núna. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00066 1132723 1144013 train Nú hérna, þetta litla j, það er palatalized eða framgómað. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00067 1144013 1176397 train Það má hugsa sér að nota þetta til þess að, að tákna ákveðinn framburð í íslensku þar sem að, að orð eins og „tjald“ eru borin fram „tjald“, eða eitthvað slíkt, en, og, og tvöfalda vaffið fyrir varamælt. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00068 1176397 1186329 train Það er stundum notað til að tákna svokallaðan kringdan hv-framburð, menn segja „hver, hver“, eða eitthvað svoleiðis. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00069 1188163 1212956 train Bugðan hérna, er notuð til að tákna það að hljóð séu nefjuð eða nefkveðin, þar að segja að hluti af loftstraumnum berist út um nefið í staðinn fyrir að fara bara um munninn, þannig að í staðinn fyrir að segja e segja menn a a eða eitthvað í þá átt. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00070 1212956 1235513 eval Það má heyra dæmi um þetta allt saman með því að smella á þessi hljóð, þá fáið þið dæmi um það sem að, það sem að verið er að fjalla um og getur verið mjög gagnlegt til að átta sig betur á þessu. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00071 1235513 1281343 eval Nú þá er nú flest komið nema þetta hérna, suprasegmentals, sem er aðallega tónar, sem við þurfum ekki hafa miklar áhyggjur af í íslenskri hljóðritun, en, en sem sagt í, sum mál, eins og kínverska til dæmis, eru tónamál þar sem að það skiptir máli fyrir merkinguna hvort hljóð er borið fram með, með lágum eða háum tón eða rísandi eða fallandi og svo framvegis. Þarna eru dæmi um þetta allt saman og ýmislegt fleira. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00072 1281343 1298838 train Þannig að, að hér er semsagt hægt að heyra dæmi, sjá dæmi um, um öll tákn í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu og heyra dæmi um öll þessi hljóð. 9daf46dc-3ae1-4faa-8546-dbca49f48a22_00073 1298838 1316957 train Það er samt kannski þægilegra að takmarka sig við þetta hérna, bæði af því að skýringarnar eru á íslensku og, og þarna eru svona færri hljóð og fyrst og fremst, eða öll þau hljóð sem við þurfum á að halda er að finna hér.